Víkurfréttir 7. tbl. 44. árg.

Page 1

Komin yfir 31.000

Suðurnesjabær nálgast 4.000 íbúa markið

Íbúar Suðurnesja voru 31.219 talsins um síðustu mánaðamót og hefur fjölgað um 257 frá því 1. desember 2022. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni. Íbúar Reykjanesbær eru 22.157 og hefur fjölgað um 159 á tveimur mánuðum.

Grindvíkingar eru 3.697 talsins og fjölgar um 36 frá 1. desember. Íbúar Suðurnesjabæjar eru 3.956 og fjölgaði um 47 á þessu tveggja mánaða tímabili. Íbúafjöldinn í Suðurnesjabæ ætti því að fara yfir 4.000 íbúa markið með vorinu, verði fjölgun íbúa áfram á sömu nótum.

Viðbúið að menn fái aðeins á trýnið!

Hér leggur Sturla GK í hann út frá Grindavík síðdegis á mánudaginn. Það voru SSA 10 metrar og þungur sjór í honum ennþá eftir að síðasta lægð gekk yfir. Ölduduflið við Grindavík sagði ölduhæðina 7,3 metra. Við svona aðstæður er viðbúið að menn fái aðeins á trýnið. Þorbjörn hf. í Grindavík gerir út Sturlu GK en útgerðin keypti skipið frá Vestmannaeyjum á vordögum 2020. Það var Jón Steinar Sæmundsson sem tók þessa mögnuðu mynd en fleiri myndir af skipinu má sjá á fésbókarsíðu Jóns Steinars undir heitinu Bátar og bryggjubrölt.

Bregst við áskorunum í starfsmannamálum með því að greiða fyrir meirapróf

Framkvæmdir við stækkun húsnæðis Skólamatar í Reykjanesbæ eru langt komnar en fyrirtækið hefur stækkað jafnt og þétt frá stofnun. Starfsmönnum hefur fjölgað að sama skapi og eru nú 165 talsins. Vel hefur gengið að ráða í flest störf en ekki öll og hefur fyrirtækið brugðið á það ráð að greiða meiraprófið fyrir bílstjóra gegn því að viðkomandi skuldibindi sig í starfi í hið minnsta tvö ár.

Fanný S. Axelsdóttir, mannauðsog starfsmannastjóri Skólamatar segir að með hröðum vexti komi upp ýmsar áskoranir og þá sérstak-

lega í starfsmannamálum. „Þetta fyrirkomulag að bjóða umsækjanda styrk eða greiða meiraprófið að fullu er nýjung hjá okkur en við vonum að

SUÐURNESIN MUNU HALDA ÁFRAM AÐ VAXA OG DAFNA

„Þegar fólk vill flytja á ákveðinn stað þá leiðir það til eftirspurnar eftir húsnæði og þegar eftirspurn er fyrir hendi þá hækkar verðið, það er einfalt lögmál sem mun aldrei breytast,“ segir Páll Þorbjörnsson, eignadi Allt fasteigna í viðtali við Víkurfréttir í dag. Sjá miðopnu.

16.–19. febrúar

það skili sér og til okkar komi nýir og kraftmiklir starfsmenn til Skólamatar. Við höfum verið að stækka hratt og opnum á næstu vikum eitt fullkomnasta eldhús landsins með besta tækjabúnaði sem völ er á. Vinnuaðstaða starfsfólks mun batna enn frekar en það hefur verið skýr stefna hjá okkur að huga vel að fólkinu okkar á fjölskylduvænum vinnustað, t.d. með góðum og fyrirsjáanlegum vinnutíma þar sem fólk er búið snemma á daginn og engin kvöld eða helgarvinna,“ segir Fanný.

Íbúum í Sveitarfélaginu Vogum hefur fjölgað um fimmtán frá 1. desember og voru Vogamenn 1.409 talsins um síðustu mánaðamót.

Þegar skoðaðar eru nokkrar tölur á landsvísu þá hefur íbúum Reykjavíkurborgar fjölgað um 601 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. febrúar 2023 og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði á sama tímabili um 99 íbúa. Íbúum Akureyrarbæjar fækkaði á tímabilinu um 18 íbúa, í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 159 íbúa og í Sveitarfélaginu Árborg fjölgaði um 88 íbúa.

Sögur sagðar á Garðskaga

– sjá síðu 12 og

Suðurnesjamagasín

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Miðvikudagur 15. febrúar 2023 // 7. tbl. // 44. árg.

Orlofshús VSFK

Páskar 2023

Opnað hefur fyrir páskaumsóknir inn á orlofssíðum VSFK vsfk.is (grænn takki merktur Orlofsvefur) eða orlof.is/vsfk

Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út um páskana:

3 hús í Svignaskarði

1 hús í Húsafelli (hundahald leyft)

2 hús í Ölfusborgum

4 hús við Syðri Brú (Grímsnesi) (hundahald leyft í húsi nr.10)

1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h, á Akureyri Útleigutímabil er frá miðvikudeginum 5. apríl

til og með miðvikudagsins 12. apríl 2023.

Félagsmenn fara inn á www.orlof.is/vsfk

og skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum, fylla skal út páskaumsókn þar með allt að fjórum valmöguleikum.

Einnig er hægt að fara inn á vsfk.is og smella á Orlofsvefur (grænn takki)

Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 miðvikudagsins 1. mars 2023.

Úthlutað verður samkvæmt punktakerfi.

Umsóknir fyrir sumarið 2023 opna 8. mars og verða opnar til 30.mars.

Orlofsstjórn VSFK

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

Settir verði upp gámar á fjölförnum stöðum þegar sorphirða fer úr skorðum

Starfsfólk í Kölku sem sinnir símsvörun er að bugast undan dónaskap og djöflagangi. Veikindi meðal sorphirðumanna og erfiðar vetraraðstæður helstu ástæður tafa á sorphirðu.

„Starfsfólk í Kölku sem sinnir símsvörun er að bugast undan dónaskap og djöflagangi vegna þessa ástands. Það er þó líka heilmikið um jákvæð samskipti, t.d. við íbúa sem koma með yfirfallið sitt í Helguvík eða á móttökustöðvar í Grindavík og Vogum. Stór hluti íbúanna á svæðinu sér ekkert athugavert við að sorphirða gangi úr skorðum við aðstæður eins og nú eru. Við sem sinnum samskipunum við verktakann getum ekki séð hvað við hefðum getað gengið lengra í því að þrýsta á um úrbætur,“ segir Steinþór Þórðarson, framkvæmdastjóri Kölku í svari til bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ. Á fundi þeirra 17. janúar lögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram spurningar um verklag við sorphirðu en hún hefur farið úr skorðum í óveðri sem hefur geysað reglulega síðustu vikurnar.

„Þetta ástand er á landinu öllu og enginn sorphirðuaðili hefur verið með umframgetu í sínu kerfi til þess að koma og hjálpa okkur. Fjallað hefur verið um þetta í stjórn Kölku og vafalaust verður það gert aftur á næsta fundi. Ef stjórnin telur að annað starfsfólk hefði komist lengra með að knýja fram meiri afköst í losun þá gerir hún væntanlega ráðstafanir í samræmi við það. Það hefur valdið mér miklum heilabrotum að heyra starfsfólk segja að það hafi verið á ferðinni í sínum frítíma að taka myndir af aðstæðum „til þess að geta varið sig“ fyrir árásum íbúa. Þegar ástandið er orðið svona og Virkur í athugasemdum orðinn ofvirkur á samfélagsmiðlum þá þarf sannleikurinn oft að víkja fyrir „betri sögu“.

Þannig höfum við sent fólk út að skipta um tunnur sem átti að vera auðvelt að ganga að en svo komið í ljós að þær voru undir snjóskafli. Á fundum mínum með bæði stjórn og verktakanum hef ég verið að viðra hugmyndir um hvernig hægt sé að takast á við svona ástand. Ein hugmynd er t.d. að velja nokkra fjölfarna staði í bæjunum og koma þangað gámum og auglýsa þá. Þannig gæti fólk komið þeim úrgangi sem það er í vandræðum með án þess að þurfa að keyra alla leið í Kölku. Það koma aftur jól, ófærð og flensur. Þeir sem þurfa að takast á við það munu ekki verða með nein úrræði. Það stefnir ekki í offramboð á sorphirðubílum og starfsfólki til að manna þá. Íbúar á svæðinu munu aldrei kjósa þá leið að borga fyrir þjónustuna það verð sem myndi kosta að hafa innviði og mönnun miðaða við verstu aðstæður sem upp hafa komið í áratugi. Í mínum huga er því ekki annað í boði en að huga að mildandi aðgerðum fyrir íbúa, eins og að færa gáma undir yfirfallið nær þeim þegar svona aðstæður koma upp,“ segir Steinþór ennfremur í svari sínu.

Þar kemur einnig fram að tafir hafi mest verið komnar í tvær vikur og þá gæti verið mánuður frá síðustu losun. Hann bendir á að auk óveðurs séu fleiri ástæður fyrir lakari sorphirðu, bilanir í bíl verktaka og þá

hafi langdregnar flensur haft áhrif á mönnun hjá verktaka. Komið hafi upp dæmi þar sem aðeins einn losunarbíll hafi verið í gangi en iðulega séu þeir tveir eða þrír. „Á móti má þá spyrja hvort það séu ekki eðlilegar væntingar til verktakans að hann bæti í losun, lengi losunardagana, vinni um helgar og jafnvel bæti við bílum og teymum,“ segir í svari hans en þar er einnig bent á að hluti skýringanna sé að sorphirðumenn hafi ekki alltaf komist að tunnunum vegna snjós og klaka.

Ein hugmynd er t.d. að velja nokkra fjölfarna staði í bæjunum og koma þangað gámum og auglýsa þá. Þannig gæti fólk komið þeim úrgangi sem það er í vandræðum með án þess að þurfa að keyra alla leið í Kölku.

Unglingastig Holtaskóla flyst tímabundið í Hljómahöll

Ákveðið hefur verið að ráðast í umfangsmiklar endurbætur í Holtaskóla. Til þess að flýta fyrir framkvæmdum og til að tryggja nemendum og starfsfólki heilsusamlegt vinnuumhverfi munu 8.–10. bekkir skólans hafa tímabundið aðsetur í Hljómahöll og Tónlistarskólanum út þetta skólaár. Holtaskóli mun nýta salina Merkines og Berg ásamt kennslustofum í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Áfram verður óbreytt starfsemi í Stapa og hægt að bóka hann undir hvers konar viðburði. Þá verður Rokksafn Íslands áfram opið en opnunartími safnsins er frá kl. 11:00 til 18:00. Starfsemi Tónlistarskóla Reykjanesbæjar helst einnig óskert.

Á myndinni með fréttinni má sjá starfsfólk tónlistarskólans undirbúa salinn Berg fyrir kennslu. VF-mynd: JPK

Kostar sjö milljarða

Viðgerðir á Myllubakkaskóla og Holtaskóla í Reykjanesbæ vegna mygluskemmda gætu kostað sjö milljarða á þremur árum. Þetta kemur fram í viðtali við Friðjón Einarsson, formann Bæjarráðs Reykjanesbæjar í Morgunblaðinu.

Sérstök nefnd fylgir myglumálum eftir. Föstum verkferlum er fylgt við hvert mál sem kemur upp. Friðjón segir að helstu ástæður rakaskemmda séu skortur á viðhaldi og ekki nógu mikið eftirlit með byggingum.

Áfram verði lögð rækt við tónlistararfinn

Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar óskar starfsfólki Hljómahallar til hamingju með viðurkenninguna Gluggann. Hljómahöll hlaut verðlaunin og viðurkenninguna á Degi íslenskrar tónlistar sem haldinn var hátíðlegur í Hörpu þann 1. desember 2022 en þar voru veitt verðlaun fyrir einstaklinga og hópa sem þykja hafa lagt

lóð á vogarskálar í að efla íslenskt tónlistarlíf undanfarin misseri.

Verðlaunin hlaut Hljómahöll fyrir að halda úti heimili íslenskrar

tónlistar í Reykjanesbæ með hugmyndaríku safni og fjölbreyttri tónlistardagskrá undanfarin ár.

Menningar- og atvinnuráð leggur

áherslu á að áfram verði lögð rækt við tónlistararf Reykjanesbæjar í

takt við menningarstefnu Reykjanesbæjar sem hefur að leiðarljósi að menningin fái tækifæri til að vaxa og blómstra sem lifandi afl í samfélaginu með fjölbreyttum og framsæknum menningarstofnunum, sem efla bæjarbrag, auka víðsýni, auðga mannlíf og efnahagslega framþróun Reykjanesbæjar, segir í afgreiðslu ráðsins.

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLAVIRKA DAGA S U Ð URN ES - R E Y K J AVÍK 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM
OG
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR
MYRKVUNARGARDÍNUR
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS 2 // v Í kurfr É ttir á S uður N e SJ u M
Páll Ketilsson pket@vf.is

FYRSTI DAGUR FRAMTÍÐARINNAR

EITT LÍF – ÓTELJANDI BYRJANIR

Öll viljum við vaxa í átt að vellíðan en mætum alls konar hindrunum.

Þess vegna þurfum við ferðafélaga sem styður og hjálpar. Hvort sem við glímum við erfiðleika eða viljum einfaldlega meiri lífsgæði.

Lyfja

Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu

GUÐRÍÐAR HELGADÓTTUR

Sérstakar þakkir færum við einstöku starfsfólki Selsins og D-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir hlýju og góða umönnun.

Sigurður G. Sigurðsson Hildur Sigurðardóttir Steinþór Jónsson

Helgi Kjartan Sigurðsson Birna Björk Þorbergsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

Kæmi ekki á óvart að það gjósi á þessu

Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands, segir að það kæmi ekki á óvart ef eldgos yrði á Reykjanesskaganum á þessu ári eða því næsta. Það sé líklegt að endurtekin gos, eins og við Kröflu, verði við Fagradalsfjall næstu árin. Jarðskjálftahrina varð við Reykjanestá síðasta föstudagskvöld. Þorvald Þórðarson, eldfjallafræðing, grunar að þar sé kvikuhreyfing sem valdi jarðskjálftunum skammt undan landi. Undir lok síðustu Reykjaneselda, á árunum 1210 til 1240, gaus átta sinnum á Reykjanestánni.

FIMMTUDAG KL. 19:30

HRINGBRAUT OG VF.IS

„Mér finnst alveg eins líklegt að við værum að horfa upp á endurtekin gos eins og gerðist í Kröflu næstu árin þarna við Fagradalsfjall. Við skulum segja að það kæmi mér ekkert á óvart að það yrði í ár eða næsta ár,“ sagði Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu

Íslands, í samtali við Landann á RÚV um síðustu helgi. Kristín segir mikilvægast að skilja

þessa aðdraganda að eldgosum, því

við viljum vara við þeim. „Ég held að við séum orðin frekar flink í því

að sjá þessa aðdraganda, bæði með

jarðskjálftamælingum og aflögunarmælingum sem er í rauninni bara hvernig jarðskorpan er að bregðast við því þegar kvika kemur upp í

þessa stökku skorpu og brýtur allt og ýtir öllu til hliðar eða upp. Við erum farin að þekkja þessi merki ansi vel. Með líkanagerð getum við

séð hvernig kvikan er að troða sér upp og hún þarf alltaf að gera þetta.

Það þarf alltaf að fá nýja kviku inn í kerfið til þess að það verði eldgos.

Það er ekkert sem gerist allt í einu um miðja nótt, heldur munum við alltaf sjá þessa aðdraganda,“ segir Kristín við RÚV.

ári

Hún segir vísindamenn hafa lært heilmargt á undangengnum eldsumbrotum. „Við höfum lært til dæmis það að eldgosin koma upp á stöðum sem við bjuggumst ekki endilega við því að fá eldgos. Eldgosið í Fagradalsfjalli, þar sem ekki hafði gosið í sexþúsund ár, kom vísindamönnum á óvart.“

Kristín segir að það sem virðist vera að gerast að við erum að detta inn í virknitímabil. Hún segir að verðum að vera viðbúin því að fleiri kerfi en þau sem við höfum séð núna, Fagradalsfjall og Svartsengi, séu að taka við sér. Kristín nefnið þar Krísuvíkureldstöðin, Brennisteinsfjöll og Reykjanes. „Flest eldgos á Reykjanesskaganum vitum við að eru lítil gos og ég vona að það verði líka þannig í framtíðinni, að það verði viðráðanlegt. Auðvitað er líka beygur ef það kemur upp hraun á óheppilegum stað, þá er það ekkert grín,“ sagði Kristín í viðtalinu. Grunur uppi um kvikuhreyfingu við Reykjanestá

Gjaldkeri í útibúi í Reykjanesbæ

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með ríka þjónustulund í starf gjaldkera og önnur þjónustuverkefni í útibú Landsbankans í Reykjanesbæ.

Umsóknarfrestur er til og með 23. febrúar. Nánari upplýsingar má finna á atvinna.landsbankinn.is

Mestar líkur eru á því að eldsumbrotatímabil sé hafið á Reykjanesi og breyttur raunveruleiki blasi við. Jarðskjálftahrina varð við Reykjanestá síðasta föstudagskvöld. Þar hefur jörð verið að skjálfa nokkuð reglulega undanfarna mánuði og nokkrar hrinur eins og sú sem varð á föstudagskvöld.

Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sagði í samtali við Morgunblaðið í vikubyrjun að ef öskugos kæmi upp á Reykjanestánni, þar sem jarðskjálftahrina hófst á föstudag, sé viðbúið að það hefði áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar.

Undir lok síðustu Reykjaneselda hafi fylgt 30 ára tímabil þar sem alls gaus átta sinnum á Reykjanestánni. „Mann grunar að það sé kvikuhreyfing sem veldur þessari hreyfingu eins og var fyrir helgi. Þarna gaus reglulega á árunum 1210 til 1240,“ segir Þorvaldur.

Öryrkjar frá ókeypis í söfnin

Öryrkjar fá nú ókeypis aðgang að Duus safnahúsum og Rokksafni Íslands en rekstaraðilar þessara menningarstofnana lögðu þetta fyrir Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar sem studdi tillöguna. Það var svo staðfest á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku.

4 // v Í kurfr É ttir á S uður N e SJ u M
Frá eldsumbrotum í Fagradalsfjalli vorið 2021. VF-mynd: Hilmar Bragi
Apótek Suðurnesja flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði á Aðaltorgi BÍLALÚGUR 9–21 Alla daga VERSLUN 9–18 Alla daga Opnum föstudaginn 17. febrúar kl. 9 • Verið velkomin

Þorri blótaður

á Hlévangi og Nesvöllum

Þorrablót voru haldin á heimilum Hrafnistu í Reykjanesbæ, Hlévangi og Nesvöllum, á dögunum. Það var hátíðleg stemmning, súrmeti í trogum, þjóðlegar skreytingar og ljúf tónlist. Heimilisfólk tók virkan þátt í gleðinni og naut þess sem uppá var boðið. Það er einnig stutt í næstu gleði, því senn kemur Góa með öllu sem henni fylgir.

TÍÐIN VÆGAST SAGT HRÆÐILEG!

Rétturinn

Ljú engur

Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979

www.bilarogpartar.is

Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS

Ja hérna hér. Nú er komið svo til inn í miðjan febrúar og tíðin er vægast sagt búin að vera hræðileg. Stóru línubátarnir hafa flúið norður í land og hafa verið að landa á Skagaströnd, t.d Sighvatur GK með 228 tonn í tveimur róðrum og Páll Jónsson GK með 136 tonn í einum. Gísli Súrsson GK er í Breiðarfirðinum og hefur náð að komast í fimm róðra með 64 tonn.

Af bátunum sem eru að landa á Suðurnesjunum þá hefur aðeins gefið á sjóinn í tvo daga þegar að þessi pistill er skrifaður. Margrét GK var með 23 tonn í tveimur róðrum, Óli á Stað GK með 14 tonn í tveimur, Daðey GK með 10,8 tonn og Sævík GK 9,9 tonn, Hópsnes GK með 8,4 tonn og Katrín GK með 3,4 tonn, allir eftir einn róður.

Tveir færabátar náðu að fara í róður og voru báðir að veiðum við Garðskagavita og þar af leiðandi að veiða þorsk. Þetta voru Líf NS með 1,8 tonn í tveimur róðrum og

aflafr É ttir á S uður N e SJ u M

Hafdalur GK með 434 kíló í einni löndun.

Varla er nú hægt að segja að eitthvað meira líf sé hjá dragnótabátunum. Þeir hafa líka aðeins komist í tvo róðra, t.d Siggi Bjarna GK með 26,6 tonn, Benni Sæm GK með 26,4 tonn og Aðalbjörg RE með 8,2 tonn. Hjá netabátunum þá er líka sama sagan, rétt svo komist í tvo róðra. Maron GK með 1,4 tonn í einni löndun, Grímsnes GK 11,7 tonn í einni og Erling KE með 7,2 tonn í tveimur róðrum. Halldór Afi GK var með 599 kíló í einni löndun.

Ef við lítum á togaranna, þá er Sóley Sigurjóns GK með 243 tonn í tveimur túrum, landað á Siglufirði. Sturla GK með 113 tonn í þremur túrum, landað í Grindavík og Þorlákshöfn. Jóhanna Gísladóttir GK

með 90 tonn í einni löndun á Ísafirði. Pálína Þórunn GK með 30 tonn í Hafnarfirði. Áskell ÞH með 28 tonn og Vörður með ÞH 24 tonn, báðir eftir eina löndun og báðir lönduðu í Grindavík.

Svo já, þetta er svo til allt saman það sem af er febrúar. Sjaldan eða aldrei hefur tíðin verið jafn hörmuleg og hefur verið núna í febrúar og landanir bátanna vægast sagt skelfilega fáar. Spurning hvort þetta haldi áfram, í það minnsta þá er veiðin góð þegar bátarnir komast á sjóinn. Og til marks um það þá hafa ansi margir 29 metra togarar verið að toga rétt utan við Sandgerði við fjögurra mílna línuna, t.d Þinganes SF frá Hornafirði sem hefur landað 152 tonnum í tveimur róðrum í Þorlákshöfn en sem veitt var utan við Sandgerði. Svo jú, það er fiskur þarna fyrir utan en veðurguðirnir ekki á þeim skónum að gefa nein færi á að fara út og veiða.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson.
Útlit
og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
heimilismatur
Opið:
Bílaviðgerðir Smurþjónusta
í hádeginu
11-13:30 alla virk a daga
Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF
6 // v Í kurfr É ttir á S uður N e SJ u M
C M Y CM MY CY CMY K ai167525208713_Þekking_EF_Mogginn_225x390_v01.pdf 1 01/02/2023 11:48:08

Úr fiskeldi í fasteignabransann

„Þegar fólk vill flytja á ákveðinn stað þá leiðir það til eftirspurnar eftir húsnæði og þegar eftirspurn er fyrir hendi þá hækkar verðið, það er einfalt lögmál sem mun aldrei breytast,“ segir Páll Þorbjörnsson, eigandi Allt fasteigna en hann er með bakgrunn í fiski og fiskeldi en fór í fasteignasölu.

Palli eins og hann er venjulega kallaður, hefur búið í Grindavík síðan 2004 en hann er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Hann eignaðist tvö börn með konu þaðan en er í dag kvæntur Grindvíkingnum Jenný Rut Guðjónsdóttur og eiga þau þrjú börn saman. Áhugamálin hafa snúist um bíla og golf en í dag keyrir hann fjórhjólið sitt af fullum krafti ásamt hópi fólks frá Suðurnesjunum. Eins er hann að draga golfkylfurnar fram aftur en hann náði draumahögginu á Húsatóftavelli árið 2006, fór sem sagt holu í höggi. „Ég er fæddur árið 1979 í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Það var frábært að alast upp í Eyjum og ég er ekki frá því að samfélagið þar sé keimlíkt samfélaginu í Grindavík. Fjölskyldan fluttist síðan í Reykjavík þegar ég var fjórtán ára og þó svo að mér hafi liðið vel þar þá fann ég fljótt að þetta var ekki eins og smáborgarinn togaði í mig svo ég flutti aftur til Eyja nokkrum árum seinna, bjó fyrst hjá mági mínum en systir mín var þá í námi í Reykjavík. Svo fór ég að leigja sjálfur og í minningunni var íbúðin nett partýgreni. Ég var held ég týpískur Eyjapeyi, aðhylltist fljótlega sjómennsku og stundaði hana á milli þess sem ég byrjaði í skóla og hætti, því ég fann ekki almennilega hvað ég vildi verða. Ég hafði náð mér í vélstjóramenntun og var svo kominn á það að fara í Stýrimannaskólann en var að glíma við bakmeiðsli svo ég hætti við það. Skráði mig í staðinn í fiskeldisfræði í landbúnaðarháskólanum að Hólum í Hjaltadal og kláraði það nám. Ég var að spá í að taka Sjávarútvegsfræðina í framhaldinu og hóf námið en fékk þá spennandi atvinnutilboð.“

Fjör í fiskeldi

Fiskeldið átti hug Palla næstu árin og var ástæða þess að hann fluttist til Grindavíkur. „Mér bauðst starf hjá Samherja sem hafði hafið fiskeldi úti á Stað nokkrum árum fyrr.

Ég þurfti því að flytja til Grindavíkur og sé ekki eftir því, þar er gott að búa og eins og áður sagði, keimlíkt Vestmannaeyjum. Ég kunni strax vel við mig hjá Samherja, fékk þarna gott tækifæri og mikla reynslu, við vorum mest í laxi í byrjun en færðum okkur svo yfir í bleikjuna. Ég var í þessu í fjögur ár en vildi þá breyta til, fannst ég vera kominn á endastöð í svona fiskeldi og réð mig í kynbótaeldisstöð í þorskeldi, var stöðvarstjóri hjá Icecod. Var önnur fjögur ár þar og sótti svo um hjá norska stórfyrirtækinu Stolt en þeir voru á þeim tíma byrjaðir í hönnun á stóru fiskeldi á Reykjanesinu. Ráðningarferlið var langt og strangt, tók níu mánuði með fjórum atvinnuviðtölum og á endanum fékk ég starfið. Það var mjög skemmtilegt, ég tók þátt í hönnuninni á stöðinni, fór í starfsnám til Frakklands og Spánar en sú fisktegund sem við vorum mest að vinna með hjá Stolt var Sólflúra sem er flatfiskur. Tíminn hjá Stolt var mjög lærdómsríkur en þetta er stórt alþjóðlegt fyrirtæki og mjög mikill agi yfir öllu. Ég sá bara um mína deild en hér á Íslandi er framkvæmdastjórinn allt að því farinn að skúra, allir að vasast í öllu má segja. Ég held að íslenskt atvinnulíf megi alveg taka sér svona vinnubrögð til fyrirmyndar. Önnur fjögur ár fóru í þennan kafla míns lífs en nýir tímar og ný tækifæri komu,“ segir Palli.

Okkar maður fór úr fiskeldinu í fasteignasölu og kann vel við sig þar. „Ég réð mig fyrst sem verkstjóra hjá Vísi í Grindavík en fann fljótlega að fiskikaflanum í mínu lífi var lokið en ég hafði stofnað Allt fasteignir með pabba árið 2009. Hann rak söluna fyrstu árin og ég var á kantinum en á þessum tímapunkti þegar ég vildi skipta um starfsvettvang og pabbi að verða kominn á eftirlaunaaldurinn, lét ég slag standa og dreif mig strax í löggildinguna. Við höfðum opnað útibú í Grindavík árið 2014, fengum Dagbjart Willardsson til að stýra því og það gekk mjög vel. Ég ákvað að leyfa honum að sjá um það og vildi opna annað útibú í Keflavík. Það tók smá tíma að finna húsnæði og við Hafnargötu 91 í Reykjanesbæ höfum við verið allar götur síðan 2017. Erum eiginlega búin að sprengja húsnæðið utan af okkur en hér líður okkur vel. Fasteignasalan á landsbyggðinni er þannig að fólk vill kíkja í kaffi og spjalla en hvort hún muni breytast í framtíðinni vegna meiri rafræningar skal ósagt látið en það kæmi mér ekki á óvart. Ég var viss um að Reykjanesbær væri spennandi kostur og sá hér fullt af tækifærum. Við ákváðum strax að fara öðruvísi leið en hafði tíðkast en við sýnum sjálf allar eignir. Hér áður fyrr var hringt í eigandann og honum sagt að það væri fólk að koma að skoða. Auðvitað var þetta erfitt í byrjun þar sem ég þekkti engan og man

„Ég var held ég týpískur Eyjapeyi, aðhylltist fljótlega sjómennsku og stundaði hana á milli þess sem ég byrjaði í skóla og hætti, því ég fann ekki almennilega hvað ég vildi verða“

eftir að hafa tekið rúnt í tvo tíma um Reykjanesbæ með Ólafi Arnarssyni vini mínum úr Garðinum sama dag og ég opnaði, til að kynnast staðháttum. Ég þekkti ekkert til, hvorki í Keflavíkurhluta Reykjanesbæjar né Njarðvík en starf fasteignasalans snýst mjög mikið um tengsl, það tók tíma að mynda þetta tengslanet en það hefur komið hægt og örugglega. Ég kappkosta að sinna mínum kúnnum mjög vel og ef kúnninn er ánægður þá eru meiri líkur á að hann mæli með mér. Ég hef verið heppinn með starfsfólk og það eina sem ég bið þau um, að þau sinni kúnnanum mjög vel,“ segir Palli.

Lokað í Hafnarfirði, opnað í Mosfellsbæ

Þegar Palli keypti pabba sinn út árið 2018 ákvað hann að loka útibúinu

í Hafnarfirði og opnaði svo nýtt útibú í Mosfellsbæ árið 2021. „Það eru margar fasteignasölur á höfuðborgarsvæðinu og eftir að vel hafði gengið í Reykjanesbæ, ákvað ég að loka útibúinu í Hafnarfirði og opna í Mosfellsbæ, er var samt með litla skrifstofu í Ármúla. Ástæða þess að ég vildi opna í Mosfellsbæ er einföld, þetta er ennþá bæjarfélag þótt sumir líti á þetta sem úthverfi höfuðborgarsvæðisins. Þarna er þessi bæjarfélagastemning eins og

í Reykjanesbæ, okkur hefur gengið mjög vel í Mósó. Vissulega langt á milli starfsstöðva en ég næ að samnýta ýmislegt, skjalagerðardeildin er þar en svo er fasteignasalan meira og meira að færast yfir í rafrænt, í dag kvittarðu undir rafrænt og þarft ekki að mæta á skrifstofuna og þá skiptir engu máli hvar starfsfólkið er að vinna. Á höfuðborgarsvæðinu er kúnninn nánast hættur að mæta á fasteignasöluna, ég vil halda áfram í þennan bæjarbrag, að geta tekið spjallið við kúnnann, nándin við kúnnann er mikilvæg að mínu mati.“

Veisla rétt fyrir heimsfaraldur

Fasteignamarkaðurinn fór á flug árið 2019 og var um hálfgerða veislu að ræða hjá fasteignasölum, allt seldist og það fljótt. „Markaðurinn tók mikinn kipp árið 2019 en þá voru

stýrivextir lágir og bankarnir fóru meira að bjóða upp á óverðtryggð lán. Það var mjög mikið að gera það ár en svo hægðist á öllu þegar COVID-ið skall á og sérstaklega fóru Suðurnesin illa út úr því þar sem atvinnuleysið var hvergi meira en þar. Keflavíkurflugvöllur er risastór vinnustaður og margir lentu í atvinnuleysi og eðlilega er fólk ekki í fjárfestingarhugleiðingum þá. Fasteignamarkaðurinn hér fór í hálfgert frost, sérstaklega voru einbýlishúsin í kuldanum en segja má að þau séu hægt og bítandi að þiðna. Um leið og COVID fór að linast þá einhvern veginn fór allt af stað aftur. Flugfélögin byrjuðu að fljúga, túristinn fór að mæta, bjartsýni landans jókst og þar með tók fasteignamarkaðurinn á Suðurnesjunum við sér. Hækkunin á húsnæðisverði var samt öfug má segja en venjulega byrja litlu eignirnar að hækka, svo miðlungseignirnar og að lokum einbýlishúsin en þau tóku fyrst kippinn á þessum tíma. Þau áttu hann inni síðan á COVID-tímanum. Hækkunin kom svo í verðminni eignirnar og um tíma var þetta hálf lygilegt, ég gaf upp verð en viku seinna var það búið að hækka um milljón! Á þessum tíma hafði fasteignaverð á höfuð-

„Suðurnesin munu halda áfram að vaxa og dafna,“ segir Páll
Þorbjörnsson, fasteignasali
Palli á skrifstofu sinni í Grindavík. Palli fyrir framan fasteignasöluna í Reykjanesbæ. VF-myndir/Sigurbjörn
8 // v Í kurfr É ttir á S uður N e SJ u M
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

borgarsvæðinu verið búið að hækka mikið og fólk þar sá sér tækifæri á að geta selt litlu íbúðina í blokkinni og keypt sér flott einbýlishús í bæ ekki svo langt frá höfuðborginni. Ég er sannfærður um að þetta muni bara aukast á næstunni og því verði fasteignamarkaðurinn hér á Suðurnesjunum áfram blómlegur,“ segir Palli. Blikur á lofti með hækkandi stýrivöxtum

Síðasta sumar var gerð töluverð breyting á fasteignamarkaðnum þegar Seðlabankinn setti takmarkanir á lánveitingu þar sem fyrstu kaupendur fóru úr 90% fjármögnun niður í 85% og aðrir aðilar fóru úr 85% niður í 80%. Palli er ekki sáttur við allar þessar breytingar. „Ásamt þessu var hert til muna hvað hlutfall ráðstöfunartekna fyrir lántöku skuli vera og þetta hefur haft mikil áhrif, sérstaklega fyrir dýrari eignir. Fyrstu kaupendur fóru af markaðnum í stórum stíl þar sem uppá vantaði 5%, að mínu mati var þetta ekki góð aðgerð fyrir íbúðakaupendur og hefði ég viljað sjá lánshlutfallið óbreytt þó svo að viðmið við greiðslugetu væri breytt. Einnig hefði ég frekar vilja sjá á móti að aðilar gætu bara verið með fasteignalán á einni eign, það hefði líka hjálpað til þannig að það væru ekki aðilar i fjárfestingum að keppast við fyrstu kaupendur. Einnig var sárt að sjá með þessum breytingum að það var töluvert af aðilum sem voru að ná upp fjármagni eftir að hafa lent illa í bankahruninu og þau voru að kaupa eignir en þessar aðgerðir slóu þau niður. Stanslausar stýrivaxtahækkanir hafa síðan gert fólk hrætt og aukið gríðalega á greiðslubyrðina hjá þeim sem völdu eða vildu velja óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. Almenna reglan er að Íslendingar gleyma á tveim vikum en það hefur ekki verið. Markaðurinn hefur hins vegar verið nokkuð góður frá því seint í haust og fínar sölur farið fram, sérstaklega á Suðurnesjum og fólk er að leita frá höfuðborgarsvæðinu. Atvinnulífið á Suðurnesjum er orðið nokkuð sterkt og með þessari fjölgun á ferðamönnum er bara bjartsýni á svæðinu. Ég minntist á óverðtryggðu lánin en eðlilega hækka þau þegar stýrivextir hækka en að mínu mati eru þau margfalt vitulegri en verðtryggðu lánin. Verðtryggð lán eru að mínu mati glapræði og hrein eignaupp-

taka. Eigið fé brennur upp og ef við setjum dæmið upp þannig að aðili sem tók 90% lán fyrir ári síðan og húsnæðisverðið hefur lítið hækkað, eignin getur orðið 10% yfirveðsett í þeirri verðbólgu sem er í dag að ári liðnu. Þetta er agalegt fyrir ungar fjölskyldur sem þurfa að stækka við sig þegar fjölskyldumeðlimum fjölgar. Því hvet ég alla mína kaupendur til að spá mjög vel í þessi mál áður en skrifað er undir.“

Breytingar á fasteignasöluferlinu?

Palli myndi vilja sjá allt ferlið við að kaupa fasteigna, vera rólegra og yfirvegaðra. „Mér hefur oft þótt vera allt of mikill asi á öllu í kringum fasteignaviðskipti, eign er varla komin á sölu áður en búið er að ganga frá sölu á henni. Kaupandinn skoðaði varla eignina og getur lítið sem ekkert gert ef upp koma gallar. Ég myndi vilja sjá lögin okkar breytast varðandi þessi mál, t.d. að óháður fagaðli taki eignina út. Ég er ekki byggingarverkfræðingur og þó svo að ég sé búinn að læra ansi mikið á þessum árum þá er ég ekki fagaðili þegar kemur að þessum málum. Ein hugmyndin er að það þurfi einfaldlega að halda úti viðhaldsbók um fasteignina eins og við þekkjum þegar kemur að bílnum okkar sem er með smurbók.

Ég hvet alla mína viðskiptavini til að skoða viðkomandi eign mjög vel því ábyrgðin er nánast öll hans/hennar.

Ég hef áður komið inn á að ferlið er að breytast en í dag þurfa seljandi og kaupandi varla að hittast, ég sýni eignina og þegar um semst þá geta báðir aðilar kvittað undir rafrænt.

Það eru breyttir tímar í þessu og ég tek þeim breytingum með jákvæðni en mun kappkosta áfram að gefa kúnnanum kost á að kíkja til okkar í spjall.

Hvað varðar framtíðina þá hef ég áfram mjög mikla trú á þessu svæði.

Fólk mun halda áfram að flykkjast hingað frá höfuðborgarsvæðinu en það er mikil uppbygging á Reykjanesinu í uppsiglingu, fiskeldið mun stækka á næstunni og Ísland mun bara halda áfram að vaxa og dafna sem ferðamannastaður. Þegar fólk vill flytja á ákveðinn stað þá leiðir það til eftirspurnar eftir húsnæði og þegar eftirspurn er fyrir hendi þá hækkar verðið, það er einfalt lögmál sem mun aldrei breytast,“ sagði Palli að lokum.

Sumar tegundir krabbameina algengari

á Suðurnesjum

Tónlistarmeðferðar-sérfræðingur frá Póllandi hjálpar löndum sínum og öðrum að hætta að reykja.

Pólverjar „tæklaðir“ sérstaklega

„Við sáum fljótt að til að gera eitthvað almennilegt í þessu, að þá yrðum við að tækla Pólverjana sérstaklega,“ segir Ásgeir R. Helgason, dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu en athyglisvert verkefni hófst í fyrra þegar sjö þingmenn Suðurkjördæmis, lögðu fram þingsályktunartillögu um að fela heilbrigðisráðherra að gera samning við Krabbameinsfélag Íslands, um rannsókn á nýgengi krabbameina á Suðurnesjum samanborið við aðra landshluta. Niðurstaða rannsóknarinnar var á þann veg að vissar tegundir krabbameina væru algengari á Suðurnesjunum en annars staðar. Þau krabbamein voru öll lífsstílstengd og þar vega reykingar mest. Við nánari skoðun kom í ljós að reykingar eru algengari hjá þeim útlendingum sem hafa flust til Íslands en hjá Íslendingum og því ákvað Krabbameinsfélagið að bjóða Reykjanesbæ upp á sína þjónustu en fjölmargir útlendingar frá austantjaldslöndunum hafa sest að á Suðurnesjum undanfarin ár og áratugi. Pólverjar eru flestir úr þessum hópi útlendinga og búa auðvitað víðsvegar um landið og því munu líklega fleiri sveitarfélög nýta sér þessa þessa þjónustu Krabbameinsfélagsins.

Reykingamálaráðunautur

Ásgeir skýrði út leikskipulagið sem var sett upp. „Við sáum fljótt að til að gera eitthvað almennilegt í þessu, að þá yrðum við að tækla Pólverjana sérstaklega. Við vorum svo heppin að hafa pólskan félagsráðgjafa hjá okkur í Krabbameinsfélaginu og við tvö fórum í að setja upp prógramm og auglýsa eftir aðilum sem vildu gerast „reykingamálaráðunautur“ hjá

okkur, þ.e. að hjálpa öðrum að geta hætt að reykja. Við höfum stundað þetta með Íslendinga árum saman og gengið vel en töldum að til að geta náð til Pólverjanna, þyrftum við að finna pólskumælandi ráðunauta.“

Aneta Scislowicz frá Póllandi svaraði kallinu en hún er með diplóma gráðu í fíknimeðferðum og líklega var ekki hægt að finna betri aðila því hún talar mjög góða íslensku og ensku. „Ég er tónlistarmeðferðar-sérfræðingur [art/music therapist] með MA meistaragráðu en því miður þekkist það ekki hér á Íslandi og því hef ég ekki getað nýtt mér þá menntun fyrr en núna. Ég er lærð ljósmóðir, vann líka sem svæfingarhjúkrunarkona á kvensjúkdómasjúkrahúsi og á heilsuhæli í Póllandi, sérhæfði mig í slökun. Þetta síðastnefnda nýtist mér mjög

vel í þessu nýja starfi fyrir Krabbameinsfélagið.“

Einn dagur í einu

Joanna Repa er ein þeirra sem hefur notið ráðgjafar Anetu og ber henni vel söguna. „Ég var búinn að reyna hætta einu sinni og bindindið varði í tvær vikur. Nú er ég búin að vera hætt í fjórar vikur og tvo daga og mér gengur miklu betur. Aneta hefur hjálpað mér mjög mikið en ég tek þetta einn dag í einu. Ég minnkaði hægt og bítandi reykingarnar á hverjum degi og viðurkenni alveg að þegar styttist í að ég mætti ekki reykja neina sígarettu að þá kveið mér fyrir en það hefur gengið, ég hef verið reyklaus núna í rúmar fjórar vikur. Ég er auðvitað að nýta mér nigótíntyggjó og plástra til að byrja með en ég hef fulla trú á að ég muni ná að hætta núna. Ég met lífið of mikið til að vera eitra svona fyrir mér og hvet alla sem eru að spá í að hætta, að nýta sér þessa þjónustu Krabbameinsfélagsins,“ sagði Joanna að lokum.

Þess ber að geta að meðferðin er ókeypis og hægt er að panta hjá Anetu á þessu tölvupóstfangi; aneta@krabb.is

Bláa lónið styrkir Vísindasjóð Krabbameinsfélagsins

Í ár studdi Bláa lónið Krabbameinsfélagið með þátttöku í átaksverkefnunum Mottumars og Bleiku slaufunni. Líkt og fyrri ár rann hluti af sölu sturtugels Bláa Lónsins í mars og varasalvans í október, til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins.

Að þessu sinni söfnuðust 4.300.000 króna og hefur Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa Lóninu, afhent Krabbameinsfélaginu þá upphæð. Bláa Lónið hefur veitt stuðning við verkefni Krabbameinsfélagsins allt frá árinu 2015.

„Átaksverkefni Krabbameinsfélagsins eru mikilvæg samfélagsverkefni sem við hjá Bláa Lóninu erum stolt af að taka þátt í. Það er okkur sönn ánægja að geta veitt fjárstuðning sem þennan, enda mikilvægt að styðja við og efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum. Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins vel til þess fallinn að halda utanum um þær,“ segir Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins.

„Stuðningur Bláa lónsins hefur verið okkur mjög mikilvægur. Stuðningurinn gerir okkur kleift að styðja við enn fleiri rannsóknir til að ná

sem mestum árangri í baráttunni við krabbamein á Íslandi.“ segir Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður fjáröflunar- og markaðsmála hjá Krabbameinsfélaginu.

Um Vísindasjóð

Krabbameinsfélagsins:

Tilgangur sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum,

meðal annars með því að styrkja með fjárframlögum rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferðum og lífsgæðum sjúklinga. Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá 2017 til 2022, veitt 71 styrk, alls 384 milljónir króna, til 41 rannsókna og hefur Bláa lónið verið einn af helstu stuðningsaðilum sjóðsins allt frá stofnun hans árið 2015.

Ásgeir R. Helgason frá Krabbameinsfélaginu með þeim Anetu Scislowicz og Joanna Repa. VF-mynd/Sigurbjörn Helgu Árnadóttir, framkvædastjóra hjá Bláa lóninu, og Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður fjáröflunar- og markaðsmála hjá Krabbameinsfélaginu.
v Í kurfr É ttir á S uður N e SJ u M // 9
„Ég var viss um að Reykjanesbær væri spennandi kostur og sá hér fullt af tækifærum. Við ákváðum strax að fara öðruvísi leið en hafði tíðkast en við sýnum sjálf allar eignir“

FS-ingur vikunnar:

Nafn: Hafþór Ernir Ólason

Aldur: 16

Námsbraut: Félagsvísindabraut

Áhugamál: Stjórnmál, skíði og ferðast

Óttast rottur

Hildir Hrafn Ágústsson er sextán ára drengur sem er fæddur og uppalinn Hafþór Ernir er 16 ára gamall og segist hann hafa mikinn áhuga á stjórnmálum, skíðum og að ferðast. Hafþór stefnir á að vera lögfræðingur í framtíðinni en segir hann að hans stærsti draumur sé að vinna lottóið. Hafþór er ungmenni vikunnar.

Hvað ert þú gamall? 16 ára

Hvers saknar þú mest við grunnskóla?

Allra kennarana

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Það er nálægt heimilinu mínu, vinir mínir eru þar og FS er góður skóli

Hver er helsti kosturinn við FS? Það er nálægt heimilinu þannig það er minna ferðalag að fara þangað og FS býður uppá allskonar áfanga sem munu nýtast mér í háskóla

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?

Það er mjög gott, það eru allir vinir og alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Hermann Borgar af því hann er svo mikið í stjórnmálum

Hver er fyndnastur í skólanum? Björn Ólafur

Hvað hræðist þú mest? Rottur

Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Ralph lauren er heitt núna en skinny jeans er ískalt

Hvert er uppáhalds lagið þitt? Fair trade með Drake og Travis Scott

Vildi geta flogið

Hver er þinn helsti kostur? Ég er með góða dómgreind og leiðtogahæfni

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat, instagram og spotify

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Ég ætla að verða lögfræðingur

Hver er þinn stærsti draumur? Vinna í lottóinu

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Ég er mjög ákveðinn. Ég geri það sem ég ætla að gera.

Ungmenni vikunnar:

Nafn: Emilía Karen Ágústsdóttir

Aldur: 13 ára

Skóli: Akurskóli

Bekkur: 8. bekkur

Áhugamál: Fótbolti og Unglingará Fjörheima.

Emilía Karen Ágústsdóttir er 13 ára gömul fótboltastelpa frá Njarðvík. Hún er ábyrgð, hress og dugleg og dreymir hana um að verða fótboltastjarna í framtíðinni. Emilía er ungmenni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Íþróttir og skólahreysti.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Júlía Sól verður örugglega fræg leikkona því hún er svo góð í leiklist.

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Mér dettur engin sérstök í hug.

Hver er fyndnastur í skólanum? : Jóhann Guðni.

Hvert er uppáhalds lagið þitt? Fair trade (Drake og travis scott).

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Kjúklingasalat.

Hver er uppáhalds bíómyndin þín? Avatar.

Eins og ég sé í einni stórri fjölskyldu

Nafn: Dominika Anna

Madajczak

Aldur: 38

Menntun: BS-gráða í íslensku sem annað mál, MA-gráða í þýðingafræði, löggiltur skjalaþýðandi

Við hvað starfar þú og hvar? Hver eru helstu verkefni: Ég starfa sem löggiltur skjalaþýðandi og tek að mér alls konar verkefni sem tengjast þjónustu við pólskumælandi viðskiptavini. Ég hef marga ára reynslu í þýðingum skjala, vefsíðna, markaðsefnis, kvikmynda, fræðsluefnis, samfélagsmiðlafærslna o.s.frv. Meðal viðskiptavina minna má nefna stór íslensk fyrirtæki, stjórnmálaflokka, opinberar stofnanir og t.d. embætti forseta Íslands.

Til viðbótar við þýðingar aðstoða ég fyrirtæki og Íslendinga við að ná tengslum við hið pólska samfélag á Íslandi, pólsk fyrirtæki, finna pólska verktaka og viðskiptavini, panta vörur frá Póllandi og reka samfélagsmiðla á pólsku. Ég hef einnig ferðaráðgjafaréttindi

og reynslu í að skipuleggja margs háttar ferðir til Póllands eins og árshátíðir, ráðningar eða vörusýningar. Ég er meðlimur ýmissa félagasamtaka og aðstoða mörg þeirra einnig við þýðingar.

Eitthvað áhugavert sem þú ert að gera - Reynsla? Þar til Covid skall á hafði ég aldrei ímyndað mér að vinna annars staðar en hjá flugfélagi, en ég kom til Íslands til að vinna hjá flugfélaginu. Þar kynntist ég manninum mínum og í raun hefur allur starfsferill minn á Íslandi tengst flugbransanum. En þegar ég horfi um öxl verð ég að viðurkenna að það að missa vinnuna mína óvænt var ein besta hvatningin til að breyta lífi mínu. Og nú get ég ekki hugsað mér að fara aftur í svona vinnu, vegna þess að eftir að mér var sagt upp hafði ég loksins tíma og kraft fyrir móðurhlutverkið og ennfremur til að endurskipuleggja framtíð mína.

Við val á þeim verkefnum sem ég tek að mér reyni ég alltaf að nýta alla þá reynslu sem ég hef öðlast. Annars vegar vil ég hjálpa Pólverjum að finna sig í íslensku samfélagi og hins vegar aðstoða Íslendinga við að kynnast Pólverjum og menningu okkar.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Símann minn svo mér leiðist ekki, mat svo ég verði ekki svöng og kodda til að sofa á.

Hver er þinn helsti kostur? Ég er ábyrg, hress og dugleg.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Ég væri til í að geta flogið.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Húmor og heiðarleiki.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?

Fara í FS, líklega á íþróttabraut og halda

áfram að spila fótbolta.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Ákveðin ;)

Ég hef áhuga á nýsköpun, viðskiptum, fasteignum og langar mig að nýta öll þessi áhugamál og starfsreynslu mína til að þróa feril minn og elta meginmarkmið lífs míns: Að vera frjáls, sjálfstæð og hamingjusöm manneskja og að lifa lífinu lifandi.

Hvað varð til þess að þú skráðir þig í FKA? Hvað finnst þér FKA gera fyrir þig?

Í allri starfsemi minni er markmið mitt að styðja og styrkja allar konur, sérstaklega þær sem eru af erlendum uppruna, því ég veit af eigin reynslu hversu erfitt það er að flytja til nýs lands og berjast fyrir því lífi sem þú vilt eiga. Þetta er ástæðan fyrir því að ég er meðlimur í FKA og öðrum samtökum. Undanfarin ár höfum við stofnað nýja deild sem heitir FKA

Nýir Íslendingar, sem er sérstaklega tileinkuð konum af erlendu bergi brotnar.

Ég er að leita að nýjum áskorunum í lífi mínu og vil koma hugmyndum mínum í framkvæmd. Það er hins vegar mjög erfitt þegar þú hefur ekki mikla reynslu í viðskiptum og býrð yfir litlu tengslaneti. FKA gefur mér tækifæri til að þenja út þægindarammann, kynnast nýju fólki, læra nýja hluti og þroskast sem kona og manneskja.

FKA Framtíð, deild innan FKA sem ég er í, býður til dæmis upp á Mentor verkefni sem ég hef ákveðið að taka þátt í. Mér finnst það ótrúlegt hversu margar frábærar íslenskar viðskiptakonur ákváðu að taka þátt í því og aðstoða aðrar félagskonur og leiðbeina þeim. Ég var heppin að hafa fengið ekta Suðurnesjamanneskju, hana Helgu Steinþórsdóttur, sem Mentor.

Það sem er sérstaklega mikilvægt fyrir mig, er að ég hef aldrei fundið

fyrir útskúfun í FKA og fannst ég alltaf velkomin. Ég dýrka þá reglu að á viðburðum getum við ekki staðið í lokuðum hringjum, svo allar konur geti slegist í hópinn.

Hversu lengi hefur þú búið á Suðurnesjum. Hverjir eru kostir þess að búa á Suðurnesjum? Hvernig líst þér á nýja félagið okkar, FKA Suðurnes?

Ég hef búið á svæðinu frá því ég flutti til Íslands, sem var fyrir tæpum 17 árum. Á þessum tíma hef ég klárað nám og starfað í Reykjavík í mörg ár en mig hefur aldrei langað að flytja af Suðurnesjum. Það er frábært að búa hérna og eftir öll þessi ár líður mér eins og ég sé í einni stórri fjölskyldu. Suðurnesin bjóða upp á mörg tækifæri og allt frábæra fólkið sem býr hér er einn besti kostur þeirra. Hins vegar er hæsta hlutfall íbúa með erlend ríkisfang á Suðurnesjum, um 26,7%, og ég get séð margt sem hægt væri að gera til að þeim líði sem jafngildur hluti af samfélaginu og verði sýnilegri á öllum sviðum.

Því var ég hæstánægð þegar Fida og Guðný Birna komu með þá hugmynd að stofna Suðurnesjadeild FKA. Ég reyni að taka þátt í eins mörgum viðburðum og hægt er og stefni á að verða enn virkari þegar barnið mitt kemst inn á leikskóla.

fyrirtækjunum þeirra eða verkefnunum sem þær sinna og sýna hversu megnugar og magnaðar þær eru.

Markmið með verkefninu er að vekja athygli á FKA konum í atvinnulífinu á Suðurnesjum,
10 // v Í kurfr É ttir á S uður N e SJ u M

Vika6 í Reykjanesbæ

Vikuna 6.–10. febrúar fengu nemendur í 7., 8. og 10. bekk í Reykjanesbæ fræðslu um m.a. kynímynd, kynvitund, kynheilbrigði, samskipti kynja, mörk og kynferðislegt ofbeldi. Nýtt teymi (forvarnarteymi)

Erna Marsibil Sveinbjarnardóttir - minning

Í Garðinum hvílir lítið timburhús sem ber nafnið Sjólyst. Húsið stendur á sjávarbakka við Gerðavörina, byggt 1890. Húsið hefur því séð tímana tvenna. Una Guðmundsdóttir, stundum nefnd Völva Suðurnesja, bjó þar í liðlega hálfa öld. Fjölmargir hafa velvilja til Sjólystar, bæði vegna Unu og svo er húsið sjálft verðugur fulltrúi húsagerðar fyrri tíma. Svo var komið að húsið stóð höllum fæti, þurfti endursmíði. Hópur fólks tók saman höndum og myndaði Hollvinafélag um Unu og Sjólyst. Bæjarfélagið studdi vel við verkefnið, sem tók góðan áratug. Nú stendur húsið Sjólyst endurgert og þar er minning um Unu varðveitt og húsið sjálft sýningargripur. Erna Marsibil var formaður Hollvina 2013–2021 sem var endurgerðartími hússins. Þar naut verkefnið einstakrar handleiðslu. Erna þaulvön

stjórnun sem skólastjóri og kunni á kerfi regluverks og fjármögnunar. Hún var þolinmóð, ráðagóð og fylgin sér frá upphafi verks til loka. Eftir að framkvæmdum lauk og Hollvinir tóku við rekstri hússins hefur verið efld þar menningarstarfsemi, sem Erna leiddi á veg. Endurgerð hússins og endurvakning menningarstarfs í Sjólyst er því jafnframt minnisvarði um velvilja og dugnað Ernu Marsibil Sveinbjarnardóttur.

Hollvinir áforma að hafa svolítinn minningarstað í húsinu um Ernu sem þakklæti fyrir að menningarhúsið Sjólyst er nú ferðafært til minnis um svo margt sem þar var.

Megi Erna Marsibil í friði fara, minning um starf hennar lifir í menningarlífi Sjólystar.

Stjórn Hollvina Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst.

tók til starfa á síðasta ári í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar. Teymin starfa samkvæmt þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025. Markmið teymanna er að tryggja að öll börn á grunnskólaaldri fái fræðslu. Teymin hafa verið að kortleggja og skipuleggja þá fræðslu í vetur í samræmi við alþjóðleg markmið UNESCO um kynfræðslu og kennslu á kynheilbrigði. Afraksturinn birtast í bekkjarnámskrám skólanna á næsta skólaári.

Undanfarin þrjú ár hefur Reykjavíkurborg í samstarfi við nemendur og sérfræðinga útbúið flott efni fyrir unglinga sem er í takt við þetta. Árlegt átak er í sjöttu viku hvers almanaksárs. Fleiri skólar og sveitarfélög hafa slegist í hópinn og tekið þetta efni sérstaklega fyrir í Viku6.

Allir skólarnir í Reykjanesbæ tóku þátt í Viku6 í ár. Tímarnir voru að einhverju leyti samræmdir milli

Sumarstarf

skóla. Nemendur flestir spenntir og ánægðir með kennsluna og kennurum sem tóku þátt finnst almennt vel hafa tekist til. Skólarnir fengu veglegan styrk frá Reykjanesapóteki sem lagði til smokka fyrir alla nemendur á unglingastigi. Einnig fengum við banana frá Nettó og auka smokka frá Blush til að prófa í tíma að setja smokk á. Við þökkum þessum fyrirtækjum kærlega fyrir að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni með okkur.

Að lokum viljum við hvetja forráðamenn til þess að nýta tækifærið og taka umræðuna heima fyrir og spyrja út í fræðsluna og ræða kynferðismál almennt. Forvarnarteymi grunnskólanna í Reykjanesbæ

á Keflavíkurflugvelli

Þinn árangur Arion

Sumarstörf

Við leitum að metnaðarfullu og jákvæðu fólki til að starfa með okkur í útibúinu Keflavíkurflugvelli í sumar. Við viljum fá til liðs við okkur öfluga einstaklinga sem hafa áhuga á að starfa í krefjandi og skemmtilegu umhverfi.

Hæfni og eiginleikar:

Framúrskarandi þjónustulund og góðir samskiptahæfileikar

Reynsla af þjónustustörfum er æskileg

Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, önnur tungumálakunnátta er kostur

Góð tölvukunnátta

Góðir námshæfileikar

Sjálfstæð vinnubrögð

Æskilegt er að sumarstarfsfólk geti unnið frá maí/júní og út ágúst.

Nánari upplýsingar má finna á arion.is/starf

Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2023

› › › › › ›
v Í kurfr É ttir á S uður N e SJ u M // 11

Kaupa ekki Rokkarann

Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær falli frá forkaupsrétti á fiskiskipinu Rokkarinn GK 16. Erindi varðandi sölu fiskiskipsins, sem selst án allra veiðiheimilda, barst Suðurnesjabæ en samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða er sveitarfélagi þaðan sem skip er gert út boðinn forkaupsréttur fiskiskipa.

Framtíðarsjóður Sveitarfélagsins

Garðs áfram til umræðu

Fulltrúar S-lista og Bæjarlistans lögðu sameiginlega fram bókun vegna Framtíðarsjóðs Sveitarfélagsins Garðs á síðasta fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar. Í bókuninni segir: „S-listinn og Bæjarlistinn leggja til að málefni Framtíðarsjóðs Sveitarfélagsins Garðs verði sett á dagskrá í bæjarráði til frekari umræðu. S-listinn og Bæjarlistinn undrast að meirihlutinn hafi frestað umræðu um sjóðinn á síðasta bæjarráðsfundi í stað þess að vísa málinu áfram í ráðinu eins og fulltrúar S og O lista óskuðu eftir á fundinum. Full þörf er á að ræða tilgang sjóðsins og notagildi hans til framtíðar.“

B- og D- listi brugðust við bókuninni með því að leggja fram eftirfarandi bókun:

„Alltaf stóð til að halda umfjöllun á málinu áfram, enda var málinu frestað og alls ekki vísað frá. Við samþykkjum því að halda umræðu um málið áfram.“

Stutt verði við handknattleik í Suðurnesjabæ

Ungmennaráð Suðurnesjabæar vill lýsa yfir ánægju sinni með nýstofnaða handknattleiksdeild í Suðurnesjabæ. Afar ánægjulegt er að ný íþrótt sé í boði fyrir íbúa, segir í fundargögnum frá síðasta fundi nefndarinnar. Ungmennaráð leggur til að stutt verði við nýstofnaða handknattleiksdeild eftir bestu getu og þannig styðja við starfið þannig að það nái að vaxa og dafna fyrir framtíðina.

FÖNDRA P E R L U F E STA R FYRIR HÁLFA MILLJÓN

Eldri borgarar sem sækja félagsstarf í Sandgerði hafa frá því í desember verið að dunda sér við að föndra perlufestar sem svo hafa verið seldar til stuðnings Krabbameinsfélagi Suðurnesja. Í vikunni var afrakstur af sölunni, hálf milljó

króna, afhent félaginu og tilkynnt um áframhaldandi samstarf. Það á sem sagt að perla meira og safna meiri fjármunum. Hannes Friðriksson, formaður Krabbameinsfélags Suðurnesja, sagði við þetta tækifæri að þessi fjár-

öflun eldri borgara í Suðurnesjabæ væri bæði óvænt og ánægjuleg. Peningarnir fari í styrktarsjóð félagsins.

Hafi fólk áhuga á að kaupa perlufesti og styrkja um leið Krabbameinsfélag Suðurnesja, þá er opið hjá félagsstarfi aldraðra í Miðhúsum í

Sandgerði alla virka daga frá kl. 10 til 16. Armbandið kostar 3500 krónur. Nánar er fjallað um armbandagerðina í Suðurnesjamagasíni í þessari viku. Þátturinn er á Hringbraut á fimmtudagskvöld kl. 19:30.

DREKKA Í SIG SKEMMTILEGAR SÖGUR Á GARÐSKAGA

Sagnastundir á Garðskaga eru viðburðir sem hafa fallið vel í kramið hjá fólki sem þær hefur sótt. Nú hefur viðburðurinn verið haldinn þrisvar sinnum á veitingastaðnum við byggðasafnið á Garðskaga og ávallt fyrir fullu húsi. Í fyrstu sagnastundinni komu varðskipsmenn af Óðni og kynntu endurbætur á þessu gamla varðskipi sem í dag er svokallað safnskip. Þeir

komu aftur á aðra sagnastundina og sögðu þá frá björgunarafreki þegar flotkví sem var á reki í Atlantshafi var bjargað í aðgerð sem tók marga daga.

Síðasta laugardag komu svo þrír gamlir skipstjórar og sögðu sögur af sjónum. Það voru þeir Ásgeir Magnús Hjálmarsson, Hafsteinn Guðnason og Magnús Guðmundsson. Allir höfðu þeir frá

Sviðsmynd úr Brekkukotsannál sem reist var við Miðhúsasíkið.

skemmtilegum sögum og ævintýrum að segja. Næsta sagnastund verður laugardaginn 11. mars kl. 15. Þá kemur

Björn G. Björnsson leikmyndahöfundur og segir frá risastóru kvikmyndaverkefni sem m.a. fór fram í Garðinum árið 1972 þegar sjónvarpsmyndin Brekkukotsannáll, um samnefnda sögu Nóbelsskáldsins Halldórs Laxnes, var tekinn upp í Garði. Verkefnið var umfangsmikið og komu margir Garðmenn að því á sínum tíma og fengu jafnvel aukahlutverk í myndinni. Í apríl er síðan væntanleg frásögn frá stríðsárunum í Garði.

Það eru æskufélagarnir Bárður Bragason frá Urðarfelli og Hörður Gíslason frá Sólbakka sem standa fyrir sagnastundunum í samstarfi við veitingahúsið Röstina og Byggðasafnið á Garðskaga, sem er opnað sérstaklega fyrir gesti fyrir og eftir viðburðinn.

SUÐURNESJABÆR

Heimsókn til Björgunarsveitarinnar Sigurvonar

Hilmar

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Fjármála- og stjórnsýslusvið - Rekstrarfulltrúi

Fjármála- og stjórnsýslusvið - Skjalavörður

Garðasel - Leikskólakennari

Stapaskóli - Þroskaþjálfi

Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu?

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn

Nemendur 5. bekkjar heimsóttu Björgunarsveitina Sigurvon í síðustu viku. Þar fengu þeir að að spyrja spurninga um störf sveitarinnar, máta hjálmana þeirra, prófa að sitja í björgunarsveitarbílnum og fara upp í björgunarbátinn. Meðfylgjandi myndir voru teknar í heimsókninni. Mynd: Björn G. Björnsson Húsfyllir var á sagnastundinni sl. laugardag á Garðskaga. VF-myndir: Hilmar Bragi Magnús Guðmundsson sagði m.a. frá draumförum sjómanna í erindi sínu. Frá sagnastun á Garðskaga þar sem sagðar voru sögur af sjónum. Frá afhendingu á hálfri milljón til Krabbameinsfélags Suðurnesja. VF-myndir: Hilmar Bragi Ein af perlufestunum.
12 // v Í kurfr É ttir á S uður N e SJ u M
Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Ráðherra tók vel í erindi um heilsugæslu í Grindavík

Heilbrigðisráðherra tekur vel í sameiginlegt erindi Grindavíkurbæjar og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja um að heilsugæsla í Grindavík fái nýja aðstöðu á efri hæð félagsaðstöðu eldri borgara. Næsta skref er að fá svar frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Bæjarráð Grindavíkur lýsir ánægju sinni með velvilja ráðherra í garð verkefnisins og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

Fossar og ný gufu- og eimböð við Bláa lónið

Ný gufu- og eimböð á útivistarsvæðinu við Bláa lónið, ásamt tveimur misháum fossum, er meðal þess sem sótt er um byggingarleyfi fyrir til skipulagsyfirvalda í Grindavík. Eldvörp ehf. hafa sótt um byggingarleyfi fyrir fyrri áfanga að endurbótum baðaðstöðu Bláa Lónsins. Í fyrsta áfanga eru ný gufu- og eimböð á útivistarsvæðinu, ásamt tveimur misháum fossum. Í seinni áfanga, sem sótt verður um byggingarleyfi fyrir síðar, er um að ræða stækkun og endurbætur baðálmu við Bláa Lónið.

Skipulagsnefnd Grindavíkur staðfestir að byggingaráformin eru í samræmi við skipulag.

Heimgreiðslur til foreldra 12 mánaða barna verði val

Heimgreiðslur til foreldra 12 mánaða gamalla barna sem fá ekki daggæslu fyrir börn sín voru til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur. Meirihluti bæjarráðs leggur upp með að heimgreiðslurnar verði ekki skilyrtar, heldur val foreldra frá 12 mánaða aldri, að loknu fæðingarorlofi, þangað til barnið fer í daggæslu eða á leikskóla.

Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í félagsmálanefnd og fræðslunefnd Grindavíkur.

50 ára kaupstaðarafmæli Grindavíkurbæjar undirbúið

Grindavíkurbær fagnar 50 ára kaupstaðarafmæli 10. apríl 2024 og er þegar farið að leggja grunn að hátíðarhöldum vegna þessara tímamóta.

Frístunda- og menningarnefnd

Grindavíkur leggur til við bæjarráð að skipuð verði afmælisnefnd sem í eiga sæti fimm fulltrúar. Fulltrúarnir skulu endurspegla fjölbreytni samfélagsins í Grindavík. Sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs hefur verið falið að vinna erindisbréf fyrir nefndina.

Viðgerð hafin

í Hópinu

Viðgerð er hafin á gervigrasinu í Hópinu í Grindavík í samræmi við úttekt fagaðila en bregðast þurfti strax við skemmdum eins og áætlað var í fjárhagsáætlun.

Meirihluti B, D og U-lista í bæjarráði Grindavíkur bókaði m.a. um málið á síðasta fundi. Þar segir m.a.: „Að viðgerð lokinni, ef mat á ástandi gervigrassins er verra en áætlað var, verður aðilum falið að undirbúa útboð og kanna afhendingartíma á nýju gervigrasi.“

Bókun af fundi frístunda- og menningarnefndar var. lögð fyrir á fundi bæjarráðs. Í bókun fulltrúa M-listar við þá bókun segir að fulltrúi M-lista leggur til að það verði farið í það strax að skipta út gervigrasinu í Hópinu.

Meirihluti B, D og U tekur undir bókun frístunda- og menningarnefndar að skoða þann möguleika að skipta gervigrasinu í Hópinu út fyrr en áætlað var. „Viðgerð er hafin á gervigrasinu í samræmi við úttekt fagaðila en bregðast þurfti strax við skemmdum eins og áætlað var í fjárhagsáætlun. Að viðgerð lokinni, ef mat á ástandi gervigrassins er verra en áætlað var, verður aðilum falið að undirbúa útboð og kanna afhendingartíma á nýju gervigrasi. Ákvörðun verður tekin um framhaldið í vinnu við fjárhagsáætlun í haust,“ segir í bókun meirihlutans.

Vilja ekki loftnet á grunnskólann

Skipulagsnefnd Grindavíkur hafnar því að fjarskiptamastur eða fjarskiptaloftnet verði sett á Grunnskóla Grindavíkur við Ásabraut 2 í Grindavík. Skipulagsnefnd leggur til við Íslandsturna, sem sendi nefndinni fyrirspurn um staðsetningu á fjarskiptaloftneti, að þeir skoði að setja upp loftnet við hafnarsvæði.

GRINDAVÍK

„Lagt er til að fjarskiptafyrirtækin komi sér saman um staðsetningu á hafnarsvæðinu,“ segir í fundargerð nefndarinnar og sviðsstjóra falið að vinna málið áfram með það að markmiði að finna stað sem aðilar geta nýtt sameiginlega.

Skipulagsnefnd hafnaði á sama fundi umsókn um byggingarleyfi frá Íslandsturnum við Víkurbraut 25, þ.e. að fjarskiptamastur verði sett við húsið. „Lagt er til að fjarskiptafyrirtækin komi sér saman um staðsetningu á hafnarsvæðinu,“ segir í afgreiðslu málsins.

NÝSPRAUTUN OG BÍLAKJARNINN

óska eftir að ráða í eftirtalda stöðu:

BÍLASALI

Bílakjarninn óskar að ráða bílasala í starfsstöð fyrirtækisins að Njarðarbraut 13 í Reykjanesbæ.

Umsóknir sendist á netfang: sverrir@nysprautun.is

Nýsprautun ehf er bíla-, réttinga- og sprautuverkstæði, Bílakjarninn ehf er bílasala en félögin eru samrekin bílaþjónustufyrirtæki í Reykjanesbæ, m.a. samstarfsaðilar Heklu hf.

Skólamatur óskar eftir að ráða í eftirfarandi stöður:

BÍLSTJÓRI

REYJANESBÆR-REYKJAVÍK

Vegna aukinna verkefna getum við bætt við okkur bílstjóra.

Fjölskylduvænn vinnutími, frá kl. 7:00 til 15:00 alla virka daga.

Starfið felst í útkeyrslu á skólamáltíðum frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur. Starfið fellst einnig í vöruflutningum, frágangi í lok dags og öðrum tilfallandi verkefnum á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu.

Hæfniskröfur:

• Reynsla sem nýtist í starfi

• Ökuréttindi C

• Íslenskukunnátta er skilyrði

• Jákvæðni og snyrtimennska skilyrði

• Frumkvæði er mikilvægt

• Sveigjanleiki er mikilvægur

Til greina kemur að ráða inn aðila sem ekki er með meiraprófið og kosta viðkomandi í meiraprófið ef hann fellur inn í Skólamatar-fjölskylduna.

SENDILL

Við óskum eftir að ráða sendil til starfa. Fjölskylduvænn vinnutími, frá kl. 7:00 til 15:00 alla virka daga.

Starfið felst í að keyra starfsfólk frá Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðið og tilbaka í lok vinnudags Starfið felst einnig í útkeyrslu á vörum og að ferja mat á milli staða.

Hæfniskröfur:

• Reynsla sem nýtist í starfi

• Meiraprófið eða gamlaprófið kostur.

• Íslenskukunnátta er skilyrði

• Jákvæðni og snyrtimennska skilyrði

• Frumkvæði er mikilvægt

• Sveigjanleiki er mikilvægur

Umsækjendur eru beðnir að skila inn ferilskrá með upplýsingum um reynslu og fyrri störf.

Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Öll kyn eru hvött til að sækja um starfið.

Fyrirspurnir um starfið og umsóknir berist í gegnum ráðingakerfi Alfreðs.

Nánari upplýsingar um starfið veitir mannauðsfulltrúi Skólamatar á sara@skolamatur.is

Skólamatur ehf. er fjölskylduvænt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og framreiðslu á máltíðum fyrir mikilvægasta fólkið.

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
v Í kurfr É ttir á S uður N e SJ u M // 13

sport

Miklu léttara yfir manni þennan veturinn –

segir Sindri Snær Magnússon, leikmaður Keflavíkur í knattspyrnu

Lokakafli undirbúningstímabilsins í knattspyrnu 2023 er farinn af stað og Keflvíkingar hafa leikið tvo leiki í Lengjubikar karla, þann fyrri gegn

KA sem vannst með tveimur mörkum gegn einu en svo tapaði liðið fyrir Þór í næsta leik, 4:1. Víkurfréttir spjölluðu við hinn leikreynda leikmann Keflavíkur, Sindra Snæ Magnússon, um tímabilið sem er framundan.

„Ég met stöðuna bara vel,“ segir Sindri í upphafi spjallsins. „Undirbúningstímabilið hefur gengið vel, það eru miklar breytingar á liðinu frá síðasta tímabili og margir ungir strákar eru búnir að fá að spila. Leikirnir til að sýna sig og sanna Í leiknum á móti KA vorum við fjölmennir og það gekk vel [2:1 sigur] en svo á móti Þór um síðustu helgi [4:1 tap] vantaði sex eldri leikmenn og tvo af þeim ungu, Axel Ingi [Jóhannesson] og Ásgeir Orri [Ásgeirsson] sem voru valdir í U19 landsliðsverkefni – þannig að það vantaði sex eða sjö leikmenn frá síðasta leik en í staðinn komu ungir og efnilegir inn í hópinn og þetta var kjörið tækifæri fyrir þá til að sýna sig og sanna. Því miður voru úrslitin ekki góð, sumt í spilamennskunni var mjög gott en annað ekki nógu gott.“

Sindri segist ekki hafa neinar áhyggjur af þessum úrslitum, þetta hafi verið miklar breytingar á liðinu en nákvæmlega það sem ungu strákarnir þurftu. Að fá að spila alvöruleik á móti alvöruliði, fá sénsinn til að sýna sig og sanna að þeir eigi erindi í liðið í sumar.

„Lengjubikarinn er tilvalið mót til að gefa mönnum tækifæri, þetta er millistigið frá því að vera að spila æfingaleiki og að vera komnir í alvöruna í Íslandsmótinu. Þarna fá allt í einu sex nýir, ungir og efnilegir tækifæri til að spila á einu bretti frá því í leiknum á undan.

Svona forföll geta alltaf gerst á undirbúningstímabilinu og þá er um að gera að grípa tækifærið – þetta er risatími fyrir menn til að sanna sig.“

Ungu strákarnir hafa verið gera góða hluti á undirbúningstímanum og Sindri heldur að þeir komi til með að spila; „fullt, fullt af mínútum –

hversu mikið er eiginlega bara undir þeim sjálfum komið.“

Er ennþá að bæta sig Sindri átti við ökklameiðsli að stríða á síðasta ári og missti af stærstum hluta tímabilsins – en hvernig er staðan á honum núna?

„Ég var óheppinn í fyrra, fór í aðgerð á ökkla og missti af fyrstu ... hvað? Fjórtán, fimmtán leikjunum eða eitthvað svoleiðis. Síðan hefur bara gengið vel og mér fannst ég spila vel í lokin. Endaði tímabilið af krafti og hef bara náð að halda því áfram – svo er miklu léttara yfir manni þennan veturinn enda ekki búinn að sitja á hjóli í þrjá mánuði eins og á síðasta ári. Það er léttara yfir manni þegar maður nær að vera með.“

Og hefur ökklinn alveg haldið?

„Já, ég finn ekki fyrir neinu og hef bara verið að byggja ofan á það sem ég komst af stað með síðasta sumar, svo það er ekki hægt að kvarta yfir neinu. Hef bara náð að bæta í og það er bara gaman að bæta sig – maður er ennþá það ungur,“ segir Sindri sem er með þeim elstu í liðinu. „Það er nóg eftir, menn eru að spila til fertugs svo ég er bara rétt að byrja.“

Umræðan á hliðarlínunni

Það hafa heyrst háværar áhyggjuraddir stuðningsmanna af leikmannamálum Keflavíkur en liðið er að ganga í gegnum miklar breytingar frá síðasta tímabili. Hefur

Sindri áhyggjur af stöðu mála?

„Ég hef engar áhyggjur og líst bara vel á tímabilið. Þjálfarateymið hefur sýnt og það sannað, Siggi til langs tíma og þeir Halli [Haraldur

Freyr Guðmundsson] og Ómar [Jóhannsson], að þeir kunna að velja vel

TIL LEIGU GÓÐ ÍBÚÐ Í REYKJANESBÆ

Til leigu ný 3ja herbergja 88 m2 íbúð að Vallarbraut 12 í Reykjanesbæ, póstnúmer 260. Leiguverð 265.000

á mánuði með inniföldum hússjóði. Laus 1. maí.

Upplýsingar í síma 862-4704.

ÍÞRÓTTIR

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

inn leikmenn. Þeir hafa valið flotta leikmenn ofan á þann kjarna sem er í Keflavíkurliðinu líka. Svo hafa ungu strákarnir verið að nýta tækifærið og staðið sig vel – á meðan þeir eru að spila vel er engin ástæða að fá aðra leikmenn í þeirra stöður. Þannig að ég hef engar áhyggjur af því, það sést bara á því hvernig undirbúningstímabilið hefur gengið – við getum þannig séð unnið öll lið en það er stutt stórra högga á milli, við megum ekki við því að tapa fyrir miðlungsfyrstudeildarliðum, eins og Þór var í fyrra, eftir að hafa unnið næststerkasta lið efstu deildar í leiknum þar á undan. Við þurfum að þroskast hratt, við eldri leikmenn að hjálpa þeim yngri og svo öfugt.“

Endurkomusigur hjá Keflavík í Lengjubikar kvenna

Keflavík vann Aftureldingu þegar Keflvíkingar léku sinn fyrsta leik í Lengjubikar kvenna í Nettóhöllinni um helgina – önnur úrslit féllu ekki með Suðurnesjaliðunum en Keflavík, Njarðvík og Grindavík töpuðu öll sínum leikjum í Lengjubikar karla.

Elfa Karen var á skotskónum og skoraði tvívegis á stuttum tíma.

Keflvíkingar fengu á sig tvö klaufaleg mörk snemma í leiknum en Elfa Karen Magnúsdóttir skoraði tvívegis og jafnaði fyrir leikhlé (30’ og 37’).

Bæði lið sköpuðu sér færi í seinni hálfleik en það var Caroline McCue Van Slambrouck sem skoraði sigurmarkið á 75. mínútu og Keflavík landaði þremur stigum í fyrsta leik.

Önnur úrslit:

Oumar Diouck skoraði fyrir Njarðvík gegn bikarmeisturum Víkings.

Víkingur - Njarðvík 3:1

Mörk: Marc McAusland (12’ sjálfsmark), Oumar Diouck (23’ víti), Nicolaj Hansen (39’) og Helgi Guðjónsson (90’).

HK - Grindavík 4:0

Næstu leikir:

Þróttur R. - Keflavík Lengjubikar karla (A4)

AVIS-völlurinn fös. 17. feb. kl. 19:00

Haukar - Víðir Lengjubikar karla (B2) Ásvellir Fös. 17. feb. kl. 19:00

Njarðvík - Grótta

Lengjubikar karla (A3)

Nettóhöllin (gervigras) fös. 17. feb. kl. 19:00

Hvíti riddarinn - Þróttur

Lengjubikar karla (B2)

Malbikstöðin að Varmá lau. 18. feb. kl. 14:00

Mynd af Facebook-síðu knattspyrnudeildar Keflavíkur

Ástrali í Keflavík

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur gert tveggja ára samning við ástralska sóknarmanninn Jordan Smylei en Keflavík hefur hingað til haft ágæta reynslu af áströlskum markaskorurum.

Smylei er sóknarmaður, fæddur árið 2000 og kemur frá Sydney en hefur verið leikmaður Blacktown City. Smylei kom til landsins í síðustu viku og hefur þegar hafið æfingar.

SMÁ AUGLÝSINGAR

Til sölu

Geymdu þín skotvopn örugglega. byssuskapur.is

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

Mörk: Atli Arnarson (30’, 68’ víti, 90’+3 víti) og Tumi Þorvarsson (88’).

Þór - Keflavík 4:1

Mörk: Kristján Atli Marteinsson (24.), Alexander Már Þorláksson (31’), Daníel Gylfason (36’), Kristófer Kristjánsson (60’) og Ingimar Arnar Kristjánsson (83’).

ÍH - Reynir

Lengjubikar karla (B1) Skessan lau. 18. feb. kl. 14:00

Hafnir - KH

Lengjubikar karla (C2)

Nettóhöllin (gervigras) þri. 21. feb. kl. 20:00

Nýjustu fréttir og úrslit birtast jafnóðum á vf.is

MÓTSMET OG FJÖLDI VERÐLAUNA

Gullmót KR fór fram í Laugardalslaug um helgina. Sundfólk ÍRB vann til fjölmargra verðlauna og var mikið um tímabætingar.

Elísabet Arnoddsdóttir átti gott mót en hún setti tvö mótsmet í flokki 13–14 ára kvenna. Fyrst setti hún mótsmet í 50 metra flugsundi þegar hún sigraði sinn aldursflokk í úrslitasundinu í Super Challenge og daginn eftir setti hún nýtt mótsmet í flokki

13–14 ára í 100 metra baksundi.

Guðmundur Leó Rafnsson setti einnig tvö mótsmet en hann setti tvöfalt mótsmet í 200 metra baksundi þegar hann sigraði í þeirri grein á flottum tíma. Þar bætti hann metið í flokki 16–18 ára og jafnframt bætti hann metið í opnum flokki sem var orðið nokkuð gamalt en það met hafði staðið frá árinu 2006 – fæðingarári Guðmundar Leós.

vf is

Hlöðum batteríin í Reykjanesbæ

Hverfahleðslur ON eru komnar í Reykjanesbæ!

Fyrstu hleðslustöðvarnar er komnar við Vatnaveröld, Ráðhúsið og við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Alls eru 15 staðsetningar með 50 tengjum á teikniborðinu og verða þær settar upp á næstu vikum og mánuðum.

Hverfahleðslur ON eru löngu orðnar sjálfsagður þáttur í lífi rafbílaeigenda

á höfuðborgarsvæðinu. Einfaldar í notkun og staðsettar á hentugum stöðum þar sem gott er að hlaða þegar færi gefst.

Ánægðustu viðskiptavinir raforkusala síðustu fjögurra ára eru hjá Orku náttúrunnar.

Ert þú ekki örugglega ON?

Skannaðu QR-kóðann, sæktu ON-appið og byrjaðu að hlaða.

Einnig á Bustod.is

Bílaapótekið

opnað við Aðaltorg á föstudaginn

Apóteki Suðurnesja verður lokað kl 19 á miðvikudagskvöld og mun síðan opna á ný undir nafn Lyfjavals (Apótek Suðurnesja) á Aðalatorgi föstudaginn 17. febrúar kl.

9. Um er að ræða bílaapótek með fjórum bílalúgum sem verða opnar alla daga frá 9 til 21. Opið verður inn í apótekið frá 9 til 18 alla daga.

,,Þetta er mjög spennandi og við hlökkum mikið til,“ segir Tanja Vaselinovic, sem verið hefur lyfsöluleyfishafi í Apóteki Suðurnesja undanfarin ellefu ár. Hún segir gaman að geta boðið upp á lengri opnunartíma og nýtt og glæsilegt apótek á þessum mjög svo spennandi stað.

,,Við munum kappkosta að veita sem allra besta þjónustu hér eftir sem hingað til. Við erum með framúrskarandi starfsfólk á ólíkum aldri sem vill þjónusta gamla og nýja viskiptavini sem allra best. Bílalúgurnar eru þægilegar fyrir alla, ekki síst þá sem eiga erfitt með gang, eru með börn í bílnum eða fyrir þá sem vilja bara sitja í hlýjunni meðan við afgreiðum lyf eða aðrar vörur,“ segir Tanja.

Mundi

Strákarnir á Sturlu GK geta núna fengið sjóveikistöflur fyrir næsta túr afgreiddar beint í bílinn ...

Tanja segir Aðaltorg vera mjög spennandi kost fyrir apótekið, ekki síst í ljósi þess mikla fjölda sem fer um þetta svæði á hverjum degi, svo ekki sé talað um að heilsugæsla verði opnuð nánast á bílaplaninu innan einhverra mánaða.

,,Það verður vissulega skrítið að flytja af Hringbrautinni en vonandi fylgja gömlu góðu viðskiptavinirnir okkur bara á nýjan stað, auk þess sem nýir munu bætast í hópinn,“ segir Tanja og minnir á heimasíðuna, lyfjaval.is, þar sem hægt er að panta lyfin og sækja þau svo í lúguna.

ATH! Breyttur opnunartími

Nú er opið í hádeginu

Virka daga: 11:00 – 18:00

Laugardaga: 11:00 – 14:00

Húsnæði Lyfjavals við Aðaltorg í Reykjanesbæ. tix.is
Í tilefni konudagsins er 20% afsláttur af allri gjafavöru dagana 15.–19. febrúar

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.