1 minute read

Vonast til að fleiri úr hópi eldra fólks sækja sér heilsueflingu

Umsögn öldungaráðs Reykjanesbæjar um erindi Félags eldri borgara á Suðurnesjum varðandi niðurgreiðslur á sundleikfimi var tekin fyrir á síðasta fundi velferðarráðs Reykjanesbæjar en velferðarráð óskaði eftir umsögninni á fundi sínum þann 15. febrúar síðastliðinn.

Ákveðið hefur verið að taka upp hvatagreiðslur fyrir eldra fólk frá janúar 2024. Hvatagreiðslur eru ætlaðar til lækkunar á námskeiðsgjöldum. Þá getur hver og einn valið sína heilsueflingu á eigin forsendum og fellur námskeið í sundi þar undir ásamt annarri heilsueflandi virkni. Að mati velferðarráðs er mikilvægt að það ríki jafnræði á meðal eldra fólks í Reykjanesbæ og allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi, getu og markmið, t.d. golf, líkamsrækt, Janus heilsueflingu o.fl. Það er von ráðsins að með þessu móti muni fleiri úr hópi eldra fólks sækja sér heilsueflingu í sveitarfélaginu.

Þá kemur fram í fundargerð velferðarráðs að það tekur undir bókun sem bæjarráð lagði fram þann 23. mars sl. um hvatagreiðslur fyrir eldra fólk.

Telja ránið í Stapagrilli upplýst

Þrír voru handteknir í síðustu viku grunaðir um aðild að ráni í söluturninum Stapagrilli í Innri-Njarðvík. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir að enginn hafi játað verknaðinn en lögreglan telji málið upplýst. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu vegna ránsins og fjölmennt lið leitaði ræningjans. Meðal annars var sérsveit lögreglu virkjuð.

Vogamenn vilja í vettvangsferð í Ölfus

Landeldismál í Sveitarfélaginu Vogum voru tekin fyrir að nýju á síðasta fundi skipulagsnefndar Voga. Nefndin leggur til að fenginn verði verkefnastjóri yfir þessu stóra og mikla verkefni. Einnig er lagt til að nefndin, ásamt bæjarstjóra og bæjarstjórn, fari í vettvangsferð í Ölfus þar sem sambærileg verkefni er að finna og fái betri yfirsýn.

Eldtungurnar standa upp af skipinu í höfninni í Njarðvík aðfaranótt þriðjudags. VF/Hilmar Bragi

This article is from: