6 minute read
SKIL Á AÐSENDU EFNI
Reykjanesbær hefur kynnt áform um að verja fimm milljörðum króna í uppbyggingu íþróttamannvirkja á næstu sjö árum. Við fyrstu sýn virðast þetta vera skynsamlegar tillögur sem gerir ráð fyrir uppbyggingu mannvirkja sem verða samnýtt af íþróttafélögum sveitarfélagsins og byggir á framtíðarsýn um íþróttastarf í samfélaginu. Íbúar í Reykjanesbæ eru rétt rúmlega tuttugu þúsund og árlegar tekjur sveitarfélagsins á árinu 2021 voru rétt tæplega 27 milljarðar króna. Við hlið Reykjanesbæjar stendur Suðurnesjabær með sína rétt tæplega fjögur þúsund íbúa og árlegar tekur upp á næstum fimm milljarða króna. Með einföldum hlutfallsreikningi mætti því gera ráð fyrir að álíka sjö ára uppbyggingaráætlun íþróttamannvirkja í Sandgerði og Garði gæti hljóðað upp á einn milljarð króna. Í Suðurnesjabæ hefur hins vegar verið nánast botnfrosið í íþróttatengdum framkvæmdum allt frá stofnun og það styttist í að sveitarfélagið eigi fimm ára afmæli. Það eru allir aðilar sem bera ábyrgð á þessari grafalvarlegu kyrrstöðu. Gömlu knattspyrnufélögin tvö, Reynir og Víðir, hafa verið föst í störukeppni um staðsetningu á gervigrasvelli og sveitarfélagið hefur ekki haft kjarkinn til að taka af skarið í málinu. Á meðan líða
Einelti
árin eitt af öðru og ekkert gerist, nema að aðstaða fyrir íþróttafólk í Suðurnesjabæ verður sífellt lakari í samanburði við það sem gerist hjá nágrannasveitarfélaginu og það kemur niður á gæðum íþróttastarfsins.
Það er ekki búið að ákveða hvert á að halda og hvernig á að komast þangað. Á meðan reikum við um stefnulaus. Slíkt hefur aldrei þótt vænlegt til árangurs, í íþróttum vitum við nefnilega að sigur verður ekki sóttur nema með góðu leikkerfi. Með þessari grein vil ég skora á bæjaryfirvöld að kalla fólk saman að borðinu til að móta stefnu í íþróttamálum, hvernig viljum við að íþróttastarf verði í Suðurnesjabæ árið 2030 og hvernig ætlum við að nýta þennan milljarð til að komast þangað. Hvernig viljum stuðla að aukinni fjölbreytni í íþróttastarfi, hvernig ætlum við að jafna stöðu kynjanna, hvernig ætlum við að auka þátttöku, hvernig tryggjum við jafnt aðgengi og hvernig náum við betri árangri. Við hjá Reyni og Víði þurfum líka að vera tilbúin að horfa í eigin barm, sætta okkur við þá staðreynd að þessi gömlu félög þurfa að aðlaga sig að nýjum tímum. Félögin voru nefnilega ekki búin til fyrir merkið og búningana, þau voru stofnuð fyrir samfélagið og fólkið sem þar býr.
Einelti er vont hugtak. Það er betra að skipta því út fyrir „sálarníð“ í staðinn. Þeir sem það stunda eru þá sálarníðingar. Það vill enginn vera kallaður níðingur. Að berja er að níðast á. Hver og einn á rétt til þess að ekki sé níðst á líkama hans – en það er látið óátalið að níðast á öðrum sálarlega. Það gerir enginn neitt í því. Líkamshelgi verður að vera eins fyrir sálarhelgi. Að selja eiturlyf er sálarhelgiárás, að níða og kúga með myndum, lygum, óhróðri í síma eða á neti er sálarhelgiárás.
Þegar ungt fólk líður tilgangsleysi til lífs fyrir sálarníði og fyrirfer sér þess vegna, þá er viðbragða þörf til siðunar sálarníðinga.
Foreldrar, bæði þeirra sem beita sálarníði og þeirra sem verða fyrir sálarníði, verða að átta sig á þessu. Grimmd í íþróttahreyfingu kemur hér upp til athugunar. Fyrir áratugum síðan gekk hér í fjölmiðlum að hægt væri að stunda „barnaklám“ á ákveðum ferðamannastöðum. Þetta var átölulaust. Ég hélt því fram í Dagblaðinu að ekkert barnaklám væri til, það væri aðeins til barnaníð. Þetta er eins með hugtakið einelti. Það er ekki til, það er bara til sálarníð af sálarníðingum. Þetta þarf að verða allsherjarregla foreldra til að verja börn sín, bæði að verða ekki sálarníðingar og verða fyrir sálarníði. Ekkert múður og enga vitleysu.
Fólk getur haft mismunandi kynhneigð en að telja að kyn sé valkvæð ákvörðun er vitleysa. Ef ekki, þá ættu konur að geta valið að vera karlar til að losna við tíðir og tíðaverki en slíkt er ekki valkvætt. Það er því ekki neitt valkvæði við að fremja sálaníð á vitleysuforsendum. Sálarníði er og beitt vegna kynhneigðar en kynhneigð réttlætir aldrei sálarníð, heldur verður að krefjast gagnkvæmrar ákvörðunar fullþroska einstaklinga.
Siðunarákvarðanir eru ekki fyrir börn, þekking og siðir flytjast milli kynslóða á mótunaraldri, þar ræður réttur til uppeldis til hæfni að takast á við eigið líf. Sálaníð er því gegn uppeldisrétti og siðun samfélaga einstaklinga til að takast á við lífið. Foreldrar fara því fyllsta rétti til að hindra sálarníð. Nýliðnir atburðir í Reykjanesbæ eiga ekki að endurtakast. Enginn vill sárt um binda. Þorsteinn Hákonarson.
Teflir Landsnet orkuöryggi á Suðurnesjum í tvísýnu?
Nýkomin er út skýrsla á vegum
Landsnets sem hefur titilinn Suðurnesjalína 2 - greining á tjónnæmi vegna jarðvár. Skýrslan er kynnt með mjög afgerandi fyrirsögn á heimasíðu Landsnets: „Loftlína betri kostur en jarðstrengur“.
Forsaga málsins er sú að lengi hafa verið deilur um hvort leggja skuli Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu samhliða Suðurnesjalínu 1 eða sem jarðstreng í öxl Reykjanesbrautar. Skipulagsstofnun og Sveitarfélagið Vogar vilja jarðstreng, en Landsnet loftlínu, meðal annars vegna kostnaðar.
Gostímabil á Reykjanesi
Eftir eldgosin á Reykjanesi 2021 og 2022 telja jarðvísindamenn sennilegt að hafið sé gostímabil á Reykjanesi. Í framhaldi af því hafa fyrirætlanir um raflínur á Suðvesturlandi verið endurskoðaðar, til dæmis hefur verið hætt við Lyklafellslínu frá Sandskeiði til Hafnarfjarðar vegan hættu á eldgosum. Jarðvísindastofnun Háskólans (Ármann Höskuldsson, William M. Moreland, Muhammad Aufaristama, Þorvaldur Þórðarson, Ingibjörg Jónsdóttir, og Þóra Björg Andrésardóttir) vann skýrslu um náttúru- og eldgosavá í sveitarfélaginu Vogum sem út kom í apríl 2022.
Þorvaldur Þórðarson fjallaði um efni skýrslunnar og staðsetningu Suðurnesjalínu 2 í Kastljósviðtali
6. mars 2023 og þar segir hann meðal annars:
..„Við myndum ráðleggja þeim að vera eins langt frá virkasta svæðinu á Reykjanesskaganum, því fjær sem þú ert því betra. Og þegar þú ert kominn út í jaðrana skipta stuttar vegalengdir miklu máli.
Til dæmis ef við erum sunnan við Reykjanesbrautina, þar er mikið af sprungum … ef þú ferð norður fyrir veginn þá ertu með örfáar sprungur og þær hafa ekki verið virkar í langan tíma.“
Þegar Þorvaldur er spurður hvernig honum hugnist að leggjast Suðurnesjalínu 2 á sama stað og Suðurnesjalínu 1 svarar hann:„Minn hugsunarháttur er alltaf að vera með sem fæst egg í sömu körfunni og reyna að dreifa áhættunni.“
Sviðsmyndagreiningar Landsnets
Landsnet vann á vormánuðum 2023 ofangreinda skýrslu um tjónnæmi loftlína annars vegar og jarðstrengja hins vegar. Vitað er að vegna hita munu jarðstrengir sennilega eyðileggjast ef hraun rennur yfir þá í einhverju magni. Auðveldara getur verið að vernda loftlínur fyrir hraunflæði með háum möstrum og öðrum aðgerðum.
Landsnet velur að gera sviðsmyndagreiningu þar sem hraun er látið renna yfir jarðstrengina í öllum tilvikum. Niðurstaðan kemur ekki á óvart, loftlínur eru taldar betri kostur en jarðstrengir. Þessi niðurstaða er viðbúin með aðferðafræðinni sem Landsnet valdi.
Sviðsmyndagreining eins og
Landsnet gerði tekur ekki tillit til mismunandi áhættu / líkum á tjóni eftir því hvort öll eggin eru í sömu körfunni eða ekki. Væntanlega hefði verið hægt að meta áhættu (líkur á tjóni) fyrir bæði tilvikin, en það gerir Landsnet ekki.
Landsnet lagði í sviðsmyndagreiningu upp með 300 m3/s hraunrennsli í 11,5 sólarhringa sem gefur 0,3 rúmkílómetra hrauns. Í þeirri sviðsmynd rennur hraun ekki yfir Reykjanesbraut og jarðstrengur norðan brautarinnar væri sennilega í lagi. Til að að breyta því var búin til ný útgáfa sviðsmyndar með 0,34 rúmkílómetra hrauns (13% aukning) og þá rennur hraun yfir Reykjanesbrautina og jarðstrengur væri sennilega óvirkur. Ekki er útskýrt af hverju þessi breyting á sviðsmynd er gerð, en breytingin hefur veruleg áhrif á niðurstöður skýrslunnar.
Orkuöryggi teflt í tvísýnu?
Landsnet virðist ekki hafa metið áhættuna af því að hafa öll eggin í sömu körfunni annars vegar og áhættudreifingu með einni loftlínu sunnan Reykjanesbrautar og jarðstreng norðan hennar hins vegar. Einungis er gerð sviðsmyndagreining án líkinda / áhættugreiningar. Ég veit ekki hvor lausnin væri áhættuminni, en verra er að Landsnet virðist ekki vita það heldur.
Að mínu mati tekur Landsnet hérna óþarfa áhættu með orkuöryggi á Suðurnesjum. Nýtt eldgosatímabil virðist hafið og mér finnst sjálfsögð krafa að gerð sé líkinda / áhættugreining á þessum tveimur valkostum. Sviðsmyndagreining er hentug þegar undirbúa á viðbrögð við hugsanlegum atburðum, en hér er verið að bera saman tvo ólíka valkosti.
Heilindi Landsnets
Landsnet velur að gera ekki líkinda/áhættugreiningu fyrir þessi tvo valkosti. Þess í stað er notuð sviðmyndagreining sem hefur nokkuð fyrirsjáanlega niðurstöðu þar sem mjög líklegt er að jarðstrengur eyðileggist renni hraun yfir hann á annað borð. Niðurstaðan er svo kynnt sem heilagur sannleikur „Loftlína betri kostur en jarðstrengur“.
Þá er sviðsmynd breytt í miðju kafi og hraunmagn aukið um 13% frá upphaflegri sviðmynd sem verður til þess að hraun rennur yfir Reykjanesbraut og jarðstrengur eyðileggst sennilega. Ekki er útskýrt af hverju þessi breyting er gerð.
Landsnet er einokunarfyrirtæki í eigu þjóðarinnar með sterka stöðu og mikið fjármagn milli handanna. Landsnet þarf að ávinna sér traust og til þess þarf að sýna auðmýkt, hreinskilni og heilindi. Mér finnst svona vinnubrögð ekki til þess fallin.
Stefán Georgsson, verkfræðingur.