3 minute read
Nýir stjórnendur hjá verslunum Samkaupa
Helga Dís Jakobsdóttir er nýr markaðs- og upplifunarstjóri Nettó og Iceland verslananna. Þá er Bjarki Snær Sæþórsson nýr sölustjóri Nettó og Iceland verslana og Oliver Pétursson nýr sölustjóri Krambúða – og Kjörbúða.
Helga Dís hóf störf hjá Samkaupum í febrúar 2021, þá sem þjónustu – og upplifunarstjóri Nettó. Áður starfaði hún á fjármálasviði
Bláa lónsins og Hjá Höllu við umsjón veitingastaðar á Keflavíkurflugvelli. Helga Dís útskrifaðist með BS-gráðu í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og forystu og MS- gráðu í þjónustustjórnun frá Háskóla Íslands.
Bjarki hóf störf hjá Samkaupum árið 2008 og hefur víðtæka reynslu og þekkingu á öllum vörumerkjum samsteypunnar. Þá hefur hann starfað í Nettó búðum um allt land, bæði sem aðstoðarverslunarstjóri og verslunarstjóri. Áður en hann tók við sem sölustjóri Nettó og Iceland verslanna starfaði hann sem sölustjóri Krambúða og Kjörbúða. Samhliða störfum sínum stundar Bjarki nám í viðskiptafræði með áherslu á þjónustu við Háskólann á Bifröst.
Oliver hefur starfað í verslunargeiranum frá árinu 1996. Hann hefur reynslu af stjórnun vöruhúsa, verkefnastýringu í uppsetningu búða og erlendum innkaupum. Hjá Samkaupum hefur Oliver verið verkefnastjóri á verslunarsviði varðandi vörustýringu, uppsetningu á verslunum og vöruflokkum og innkaupastjóri á frystivöru. Nú síðast starfaði hann í vörustýringu á innkaupasviði og við innleiðingu á nýju vörustýringarkerfi.
„Með þessum breytingum erum við að styrkja enn frekar vöruúrval, upplifun og þjónustustig verslana okkar. Helga Dís hefur verið á frábærri vegferð að ná utan um upplifun viðskiptavina Nettó og hlakka ég til að sjá hana takast á við markaðsmálin sömuleiðis. Þá búa Bjarki og Oliver yfir miklli og þekkingu á verslunum okkar um land allt. Mannauðurinn er verðmætasta auðlind okkar og eru þessar breytingar í takt við stefnu okkar um að gefa fólki tækifæri til að vaxa í starfi. Ég hlakka til samstarfsins,“ segir Gunnur Líf, Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs Samkaupa.
Hjá Samkaupum starfa alls um 1.300 manns í tæplega 700 stöðugildum. Samkaup reka um 60 verslanir víðsvegar um landið. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland.
Tvö dæmi um LED-ljósaskilti við Aðaltorg í Keflavík og á Fitjum í Njarðvík.
Knattspyrnudeild Keflavíkur ætlar sér stóra hluti á auglýsingamarkaði
Knattspyrnudeild Keflavíkur ætlar sér stóra hluti á auglýsingamarkaði ef áform um LED-auglýsingaskilti ganga eftir. Sótt er um uppsetningu slíkra skilta til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar. Í umsóknum segir að um sé að ræða nýjan lið í fjáröflun knattspyrnudeildarinnar sem getur orðið félaginu afar mikilvægur til lengri tíma litið.
Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur sótt um leyfi til að setja upp LED-ljósaskilti á Baldursgötu 14 í Keflavík. Þar er fyrir flettiskilti. Einnig er sótt um leyfi fyrir ljósaskilti á auglýsingaklukku á gatnamótum Hafnargötu og Aðalgötu en knattspyrnudeildin hefur gert samning við Kiwanishreyfinguna í Reykjanesbæ um að fá auglýsingafleti á klukkunni.
Þá óskar deildin eftir leyfi fyrir ljósaskiltum í stað flettiskilta við Hringbraut í Keflavík. Um er að ræða tvo fleti sem eru aftan á nýrri vallarklukku á knattspyrnuvellinum við Sunnubraut en snúa út að Hringbrautinni. Í umsókn er nefndur sá möguleiki að slökkva á skiltinu á kvöldin og um nætur til að trufla ekki íbúa í nágrenninu.
Knattspyrnudeildin sækir einnig um lóðir við tvö hringtorg á Reykjanesbrautinni ofan byggðarinnar í Keflavík og Njarðvík. Annars vegar við hringtorgið við Þjóðbraut og svo hins vegar við hringtorgið við Aðalgötu.
Að endingu er sótt um leyfi til uppsetningar á LED-ljósaneti á vesturhlið Reykjaneshallar. Ljósanetið er hugsað fyrir stærri fleti en hefðbundnir LED-skjáir og auglýsingaflöturinn á Reykjaneshöllinni myndi sjást vel frá Reykjanesbraut, segir í umsókninni. Kemur fram að auglýsingaflöturinn á Reykjaneshöll yrði í samvinnu við knattspyrnudeild UMFN.
Afgreiðsla ráðsins er að erindi knattspyrnudeildarinnar er frestað og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Sótt um tvær hæðir ofan á Hafnargötu 57
Sótt hefur verið um að byggja tvær hæðir ofan á svokallað C-hús að Hafnargötu 57 í Keflavík. Þar er rekið hótelið Park Inn by Radisson. Byggingin sem sótt er um að byggja tvær hæðir ofan á hýsti áður Bókasafn Reykjanesbæjar. Með umsókninni er óskað eftir stækkun á hóteli við Hafnargötu 57. Sótt er um að byggja tvær hæðir ofan á svokallað C-hús sem er í dag ein hæð sem hýsir ráðstefnu- og fundarsali sem og tíu hótelherbergi en í fyrirhugaðri hækkun á því er áætlað að nýjar hæðir innihaldi hótelherbergi, eða fimmtán herbergi hvor hæð, ásamt stigahúsi og tengibyggingu við A-hús, alls 30 ný herbergi. Nú eru samtals 118 herbergi í hótelinu sem dreifast á A-, B- og C-hús en verður eftir stækkun 148 herbergi. Húsið, svokallað C-hús í hótelkjarnanum, verður því þrjár hæðir.
Aðalsafnaðarfundur
Aðalsafnaðarfundur Útskálasóknar verður haldinn mánudaginn 8. maí 2023 kl. 20:00 í Kiwanishúsinu.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VILHELMS SIGMARSSONAR Faxabraut 13, Keflavík, Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu á Hlévangi fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót.
Kristjana S. Vilhelmsdóttir Anton Kristinsson
Sigmar V. Vilhelmsson
Bergþóra Vilhelmsdóttir Baldvin Gunnarsson Sigrún Vilhelmsdóttir Georg Georgsson barnabörn og barnabarnabörn.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf
Sóknarnefnd
Teikning sem sýnir bygginguna á þremur hæðum, eins og umsóknin gerir ráð fyrir.
Bílastæði á lóð eru 48 og í kjallara 46. Þar að auki eru tuttugu bílastæði við hús Hafnargötu 55B samnýtt hótelinu. Alls eru því 115 stæði við hótelið.
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að senda umsóknina í grenndarkynningu.
Hafna þremur 49 fermetra húsum við
tjaldsvæðið í Vogum
Inga Rut Hlöðversdóttir hefur óskað eftir, í fyrirspurn til skipulagsnefndar Sveitarfélagsins Voga, að byggja þrjú 49 fermetra hús á lóð tjaldsvæðisins í Vogum. Fyrir eru þrjú hús en heimild er fyrir sex húsum í skipulagi, allt að 25 fermetrar hvert. Því er um aukið byggingarmagn að ræða.
Nefndin hafnar erindinu þar sem byggingarmagn er meira en núverandi skipulag heimilar. Þá segir í endurskoðuðu aðalskipulagi að gert er ráð fyrir að tjaldsvæðið sé víkjandi í skipulagi.