4 minute read

Keflvískur pylsuvagn í Oklahoma

keflvíkingurinn Jón Þór karlsson hefur verið búsettur í bandaríkjunum í tæpa fjóra áratugi. Jón Þór er flugmaður og flugvirki en er mikill áhugamaður um eldamennsku og matargerð. Hann hefur lengi langað að bjóða upp á íslenska pulsu með öllu og eftir mikla leit og undirbúning er hann kominn með pulsuvagn og býður pulsur með íslensku heiti eins og reykjavík og akureyri.

„Í gegnum árin hef ég gert mikið af því að elda og hef lært að gera allskonar mat frá fólki frá öllum hornum heimskringlunnar. Til dæmis lærði ég að elda á indverskum grænmetismatsölustað í Orlando. Þar lærði ég ýmislegt um krydd, sem er mikið áhugamál mitt. Eftir að við fluttum á heimaslóðir Tonyu, konunnar minnar, í Oklahoma, skammt frá borginni Tulsa, hef ég oft og iðulega matreitt á samkomum hér.“

Frúin keypti vagn

En hvað er þetta með íslensku pulsuna?

„Við Einar Sveinsson, vinur minn, höfum talað um að vera með íslenskar pylsur (pulsur) í Ameríku í mörg ár. Ég hef lengi beðið eftir því að SS fari að flytja þær inn til Bandaríkjanna og svo voru fréttir af því að fyrirtækið myndi gera það innan skamms. Svo liðu eitt og tvö ár og Einar hafði samband við forstjóra SS sem sagði að það væru einhverjar hindranir á því að koma þeim á markað í Bandaríkjunum. Tonya kona mín var síðan orðinn þreytt á þessu pylsuvagnatali í mér og keypti vagn af kirkju í Joplin í Missouri-fylki á meðan ég var í vinnu í Evrópu. Þegar ég heim kom og sá vagninn, hvítan og upplitaðan að utan með hryllingsviðarplötum frá 1975 að innan, stóð mér ekki á sama. Nokkru síðar fórum við í að rífa allt út og endurbyggja í svona 1955 diner-stíl en ég held samt að vagninn sé aðeins í anda pysluvagna Íslands og Skand inavíu.“

Rétta pylsan Jón Þór segir að það hafi verið meira mál að finna „réttu“ pylsuna.

Fyrir tilviljun fór ég á stað í Oklahoma City og keypti pylsur af þýskri fjölskyldu – og bragðið var nánast eins og af íslenskri pylsu ...

„Svo var það pylsan sjálf, ég fór á ferðalag og hitti kjötiðnaðarfólk á svæðinu, það var staður í Tulsa sem gerði pylsur sem voru svipaðar SS pylsunni en það var aðeins of mikið piparbragð af henni. Ég fór á fullt að læra hvernig Wien- og Frankfurtpylsur eru gerðar, talaði við Villa

Tæpum tveimur milljónum úthlutað úr Menningarsjóði Suðurnesjabæjar

Ferskir vindar fengu úthlutað kr. 250.000 vegna útgáfu á bæklingi vegna hátíðarinnar.

Hollvinir Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst fengu úthlutað kr. 300.000 fyrir verkefni sem unnið er að og tengjast starfseminni.

Knattspyrnufélagið Víðir fékk úthlutað kr. 400.000 fyrir verkefni sem snýr að því að koma sögu félagsins á stafrænt form.

Útskálakirkja fékk úthlutað kr. 300.000 til að standa straum að tónleikahaldi.

Þekkingarsetur Suðurnesja fékk úthlutað kr. 200.000 vegna kynningar- og markaðsherferðar fyrir verkefnið Fróðleiksfúsi.

Í reglum sjóðsins segir m.a. að hlutverk Menningarsjóðs Suðurnesjabæjar sé að styrkja menningarstarfsemi í Suðurnesjabæ með fjárframlögum og efla þannig einstaklinga og félagasamtök til virkrar þátttöku.

Þá er gert ráð fyrir að sjóðurinn fái framlag úr fjárhagsáætlun á hverju ári en að auki getur sjóðurinn tekið við gjöfum sem ætlaðar eru til að efla menningarlíf í Suðurnesjabæ og renna slíkar gjafir beint í sjóðinn.

Má bjóða þér eina með öllu? Jón Þór Karlsson í vagninum sem hefur fengið góðar viðtökur í Ameríku.

Styrkjum var úthlutað úr Menningarsjóði Suðurnesjabæjar síðastliðinn þriðjudag við athöfn sem fór fram á Þekkingarsetri Suðurnesja. Þar var styrkhöfum og gestum boðin leiðsögn um safnið og fræðslu um þá mikilvægu og metnaðarfullu starfsemi sem er í húsinu. Hanna María Kristjánsdóttir, forstöðumaður setursins, sagði gestum frá starfseminni.

Menningarsjóður Suðurnesjabæjar byggir stoðir sínar á gjöf frá Litla leikfélaginu sem starfaði í Garði en skrifað var undir samkomulag um gjöfina í september 2020. Reglur sjóðsins má finna á heimasíðu Suðurnesjabæjar en að jafnaði er úthlutað úr sjóðnum einu sinni á ári.

Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir, formaður ferða-, safna- og menningarráðs, stýrði dagskrá og afhenti styrki fyrir hönd ráðsins en að þessu sinni var úthlutað styrkjum fyrir 1.900.000 kr. til sjö aðila.

Almenningsbókasafn Suðurnesjabæjar fékk úthlutað kr. 150.000 til að mæta kostnaði við fræðsluerindi sem safnið stendur fyrir.

Elín Yngvadóttir fékk úthlutað kr. 300.000 vegna námskeiðahalds í olíumálun sem mun standa íbúum Suðurnesjabæjar til boða.

Meðlæti á Pulsuvagninum í Keflavík um hvernig íslenskar pylsur væru gerðar og reyktar. Ég fór til Köben og fór á alla vagna sem ég komst yfir á tveimur dögum – og fékk næstum því of mikið af því góða. Síðan lét ég gera pylsu eftir minni uppskrift en hún var ekki nógu mikið reykt, þannig að ég reykti hana meira og fékk bragðið eins og ég vildi hafa það. Hins vegar kom babb í bátinn þegar við sóttum um leyfi frá heilbrigðiseftirlitinu. Mér var bannað að reykja pylsuna meira, þannig að nú var ég stopp. Fyrir tilviljun fór ég á stað í Oklahoma City og keypti pylsur af þýskri fjölskyldu – og bragðið var nánast eins og af íslenskri pylsu, þannig að þar fann ég pylsuna sem ég var að leita af. Svo var það svipað að finna gott brauð en ég fann það fyrir rest. Nú erum við nánast með allt sem þarf í pylsuna en ég elda mitt eigið rauðkál og súrsa gúrkur líka. Ég var ekki viss hvernig þessu yrði tekið hér en við höfum fengið góðar viðtökur og fólk virðist spennt að prófa eitthvað nýtt. Hér er mikið af Barbecue- og Taco-vögnum og þessu vanalega amerísku dóti en ég held að við séum eini vagninn með pylsur af skandinavískum hætti í USA, nema kannski í New York. Við erum bara búin að vera með hann í fjórar vikur. Okkur hafa boðist ótal verkefni, þannig að þetta gott lúxusvandamál eins og er.“

Jón Þór fer alla leið í nafngiftum á pylsunum og býður upp á nokkrar tegundir en það skemmir ekki ef þær eru nefndar eftir þekktum höfuðborgum. Reykjavík er þessi hefðbundna íslenska pylsa. Akureyri er með heimatilbúnu rauðkáli og Copenhagen er með heimatilbúnum súrsuðum gúrkum. Svo er það All American, pylsa með amerískum stíl en hún selst minnst.

(Jón Þór var í mjög skemmtilegu viðtali við VF árið 2020. Sjáið rafræna útgáfu hér.)

This article is from: