6 minute read
Heklar flugur í frístundum
– Arndís Einarsdóttir býr ásamt Róberti Kristjánssyni, manninum sínum, í litlu snotru húsi í Hvassahrauni. „Við höfum tvisvar sinnum fengið umhverfisverðlaun frá sveitarfélaginu,“ segir hún stolt en Arndís hnýtir glæsilegar veiðiflugur hvenær sem færi gefst og ætlar að stunda vatnaveiði af krafti í sumar.
Víkurfréttir höfðu spurnir af Arndísi eftir að hún setti í loftið myndskeið þar sem hún hnýtir veiðiflugu með allsérstæðri aðferð, hún heklar þær og afraksturinn er ótrúlega flottur.
„Aðferðin er komin frá norskri konu sem heitir Torill Kolbu og hún varð alla vega tvisvar heimsmeistari fyrir heklaðar flugur. Það var hún sem fann upp þessa aðferð en margir rugla henni saman við Polish Woven Fly, pólskar ofnar flugur. Ég á bók sem var gefin út um þessa konu og hún hnýtir laxaflugurnar svona líka,“ segir Arndís þegar hún er spurð um þessa aðferð sem hún notar. „Hún er Íslandsvinur, hefur komið hingað nokkrum sinnum til að veiða.“
Arndís segist hafa mjög gaman af því að hnýta veiðiflugur og maðurinn hennar veiðir á þær.
„Mér finnst mjög gaman að hnýta en ég er ekki ennþá búin að læra að kasta með flugustöng. Ég er svo lasin af gigt og þessi hreyfing háir mér svolítið – en kallinn minn veiðir bara á mínar flugur.“
Bílaviðgerðir
Þessi féll fyrir eftirlíkingu af hornsíli.
Hefur þú ekki prófað að nota léttari græjur?
„Jú, jú. Ég er búin að prófa allt á milli himins og jarðar í þessum efnum. Ég þreytist svo fljótt en er með tvíhendu núna, hún gefst mér best af því að þá kem ég fluguhelvítinu út,“ segir Arndís hlæjandi.
„Þá er ég ekkert að kasta henni neitt oft, leyfi henni bara að dingla. Þannig er það bara með mig.“
Hefur ekki stundað hnýtingar lengi
Arndís segir að hún sé nú ekki búin að stunda fluguhnýtingar að ráði nema í fimm, sex ár en hún hefur náð afbragðsgóðum árangri eins og má sjá á þeim flugum sem hún hefur hnýtt.
„Ég byrjaði þetta fyrir nokkrum árum en hef tekið langar pásur inn á milli, allt upp í ár. Þegar ég byrjaði gerði ég eftirlíkingar af hornsílum, það voru fyrstu flugurnar mínar. Þú getur séð á myndunum mínum fluguna og fyrirmyndina af hornsílinu sem ég notaði til viðmiðunar, bæði hængurinn og hrygnan.“
Þú leitast þá við að gera raunverulegar eftirlíkingar.
„Já, svo er ég líka með fiðrildi, býflugu og grasmaðk.“
Og maðurinn þinn veiðir á þetta. „Já, hann veiðir bara mínar. Löngu hættur að
Er með veiðikortið
Arndís segir að þau hjónin séu með veiðikortið og þvælist um landið í vatnaveiði hingað og þangað.
„Maður hefur ekkert efni á öðru, ég er öryrki og hann ellilífeyrisþegi. Ég meina það kostar fleiri tugi þúsunda að komast í veiði og svo fær maður ekki einu sinni jólagraflaxinn. Manni hrýs hugur við að sjá verðið í mörgum ám. Þetta hleypur á hundruðum þúsunda sums staðar. Þannig að við erum bara að veiða í vötnum.
Ég er líka farin að hekla klassískar laxaflugur, það eru ekki margir sem kunna þetta handbragð hérna. Eina vandamálið er að ég fæ ekki þær fjaðrir sem þarf í margar þessar flugur.“
Tókstu þetta bara upp hjá sjálfri þér eða fórstu á námskeið í hnýtingum?
„Nei, ég fór ekkert á námskeið. Þetta er bara YouTube og fikt. Ég gekk í Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar og þar eru þrjár konur sem
Rétturinn
Ljú engur heimilismatur í hádeginu
Opið: 11-13:30 alla virk a daga
HEYRN.IS eru hnýtarar. Sjálf veiddi ég alltaf með maðki og floti og hafði rosalega gaman af því, svo gekk ég í Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar til að komast í Djúpavatn og Hlíðarvatn. Ég fór að sækja fundi hjá félaginu, það voru alltaf fundir haldnir þar einu sinni í viku eftir áramót og út apríl, og þar fór ég að kynna mér þetta. Svo vorum við hjónin stödd út í Flórída þar sem ég rakst á fornfálegan væs [tæki sem heldur önglinum á meðan flugan er hnýtt] sem ég splæsti á mig og kom með heim. Ég þekkti náttúrulega hvorki sporð né haus á einu eða neinu og ég mætti með þetta á fund. Þar fékk ég tvinna og sagt hvaða efni ég þyrfti að kaupa til að byrja að hnýta. Fyrsta flugan sem ég hnýtti var Peacock og svo fór þetta að verða meira og meira. Þarna var karl sem heklaði flugur, en hann lærði það af þessari Torill Kolbu. Hann kenndi mér handbragðið en skömmu síðar veiktist hann og getur ekki hnýtt lengur.“
Róbert með einn vænan.
Arndís hélt áfram að þróa þessa aðferð áfram og seinna sendi hún bróður sinn, sem býr í Noregi, út af örkinni til að leita að bók um Torill Kolbu.
„Það var allavega búið að gefa út eina bók um þessa konu. Ég komst að því þegar ég fór að grennslast fyrir um hana – en það er ekki mikið um hana á netinu. Flugurnar hennar eru algjör snilld og hún fór m.a. á samning hjá Mustad [framleiðandi veiðiöngla].“
Eignaðist box með flugum eftir Torill Kolbu
„Einhvern tímann var ég stödd í Vesturröst og þá sagði Ingó [eigandi Vesturrastar] mér að hann ætti fjögur flugubox eftir Torill sem hún hafði gefið honum. Ég sagði bara: „Ertu ekki að grínast í mér?“ Ég var búin að leita út um allt að þessu og hafði keypt tvö mjög löskuð af eBay. Hann nær í þau og ég bauð honum fimmtíu þúsund kall á borðið fyrir þessi box og hann lét mig hafa þau. Þau eru núna stofustáss og ekki að fara neitt. Þau eru alveg geggjuð.“
Ertu ennþá í Stangaveiðifélaginu?
Já og ekkert að fara þaðan. Svo á ég bara eftir að ganga formlega frá inngöngu í Fluguveiðifélag Suðurnesja en þar eru ungar og efnilegar veiðikonur. Ég fór síðast á fyrirlestur hjá þeim um veiðikortið,“ sagði Arndís að lokum en hún stefnir á að veiða mikið með manninum sínum í sumar.
Fr Stundin
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
Sjómenn eru margir hverjir búnir að liggja í leti
Aprílmánuðurinn líður og stutt í lokin á honum. Sjómenn eru margir hverjir búnir að liggja í leti í ansi langan tíma því hrygningarstopp var í gangi stóran hluta af apríl en bátar máttu fara til veiða 21. apríl síðastliðin.
Það voru þó ekki allir sem lágu í leti því nokkrir bátar réru en þeir þurftu að fara nokkuð langt út og þeir bátar, og þá aðallega línubátar sem réru, fóru flestir út fyrir Eldey og veiddu nokkuð vel.
Geirfugl GK fór til að mynda þangað og var með 53 tonn í þrettán róðrum. Hulda GK (gamli Dúddi Gísla GK) var með 41 tonn í átta róðrum og Margrét GK með 40 tonn í sesx róðrum.
Óli á Stað GK var í slipp framan af í apríl en hóf síðan veiðar í Sandgerði og var þar við veiðar nokkur djúpt úti og landaði 27 tonnum í fjórum róðrum.
Einhamarsbátarnir réru ekkert í apríl áður en stoppið hófst en hófu veiðar núna eftir að því lauk.
Einn bátur sem er búinn að vera hérna fyrir sunnan í vetur og landað til skiptis í Sandgerði og Grindavík fór á ansi mikið flakk.
Það er Kristján HF sem byrjaði apríl í Sandgerði og landaði þar 50 tonnum í þremur róðrum, fór síðan utan við Grindavík og kom þar með 19 tonn í einni löndun. Fór svo alla leið austur til Stöðvarfjarðar og landaði þar 32 tonnum í þremur róðum og hélt síðan áfram austar og alla leið til Vopnafjarðar og landaði þar 17 tonnum í einni löndun.
Frá Vopnafirði þá sigldi bátuirnn alla leið til Grindavíkur og er við veiðar þar fyrir utan. Á milli Vopnafjarðar og Grindavíkur er um 650 km leið landaleiðis, sjóleiðin er líklegast um 600 km löng, eða um 363 mílur, og því var Kristján HF um 36 klukkustundir að sigla þessa löngu leið.
Dragnótabátarnir réru ekkert fyrir stoppið, nema Maggý VE fór í einn róður og hóf síðan veiðar strax eftir stoppið og hefur landað 34 tonn í þremur róðrum.
Hjá netabátunum hefur mjög lítið verið um að vera. Þeir réru aðeins fyrir stoppið en hafa síðan að- eins komið sér að stað eftir stoppið – og eftir stoppið hefur veiðin verið ágæt. Halldór Afi GK með 2,7 tonn í einum róðri, Maron GK 8 tonn í einum og Grímsnes GK 2,6 tonn í einum, þetta er afli eftir stoppið. Erling KE hefur engu landað eftir stoppið en var með 56 tonn í fjórum róðrum áður en stoppið hófst.
Grásleppubátunum fjölgaði þónokkuð og er veiðin hjá þeim nokkuð góð, t.d er Svala Dís KE með 10 tonn í átta róðrum og af því er grásleppa 7,8 tonn, Tóki ST 1,8 tonn í tveimur og grásleppa af því 1,6 tonn, Sunna Líf GK 15,3 tonn í tíu og af því grásleppa 13,3 tonn, Guðrún GK 14,7 tonn í átta róðrum og af því er grásleppa 12,3 tonn og Addi Afi GK 11,1 tonn í sex og af því er grásleppa 9,3 tonn.
Allir þessir bátar eru í Sandgerði og má geta þess að Addi Afi GK er búinn að vera á grásleppu síðan í mars en bátranir mega veiða í 35 daga núna þessa vertíð. Garpur RE 4,9 tonn í þremur róðrum og er grásleppa af því 4,1 tonn, Tryllir GK 4,3 tonn í fimm og af því er grásleppa 2,9 tonn. Báðir í Grindavík. Í Grindavík hafa stóru línubátarnir líka verið að landa og er Fjölnir GK með 356 tonn í þremur róðrum, Sighvatur GK 333 tonn í þremur róðrum og mest 147 tonn, Páll Jónsson GK 346 tonn í þremur og mest 162 tonn í einni löndun og Valdimar GK 207 tonn í tveimur og sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Útgefandi: Víkurfréttir