5 minute read
ÞRIGGJASTIGASKYTTAN THELMA DÍS
Ein sú allra besta í háskólaboltanum
Keflvíkingurinn Thelma Dís Ágústsdóttir hefur stundað háskólanám við Ball State University í Indiana í Bandaríkjunum síðan árið 2018 og leikið með körfuboltaliði skólans í Mið-Ameríkudeild efstu deildar háskólaboltans.
Thelma Dís skilaði þrettán stigum, fjórum fráköstum og tveimur stoðsendingum að meðaltali í leik á síðasta tímabili og hún er þar að auki frábær þriggja stiga skytta, með 42.3% skotnýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna. Fyrir þessa glæsilegu skotnýtingu fékk hún að taka þátt í þriggja stiga keppni sem er haldin í kringum einhverja allra stærstu körfuboltaleiki sem spilaðir eru í Bandaríkjunum hvert ár, Marsfárinu. Afrekið er ekki síst merkilegt í ljósi þess að tímabilið 2022/2023 kepptu á sjötta þúsund leikmenn í efstu deild háskólabolta kvenna. Var ekki skemmtilegt að fá að taka þátt í þriggja stiga keppninni?
„Jú, það var ótrúlega skemmtilegt. Þetta var örugglega það stærsta sem ég hef nokkurn tímann tekið þátt í þannig það var stressandi þegar það var loksins komið að manni að skjóta, sérstaklega því við vorum búnar að sitja í u.þ.b. klukkutíma að horfa án þess að fá að gera neitt. En ég kynntist líka fullt af nýju fólki og það var mjög gaman að hafa smá stuðning úr stúkunni frá þjálfurunum mínum og vinkonu.“
Thelma Dís varð Íslandsmeistari með liði Keflavíkur áður en hún hélt í nám til Bandaríkjanna, þá var hún einnig valin besti leikmaður tímabilsins 2016–2017.
Mynd af Instagram-siðu Thelmu
Nú ertu að ljúka frábærum háskólaferli í Bandaríkjunum, hvað stendur upp úr frá þessum árum?
„Það er erfitt að velja bara eitthvað eitt. Ég er búin að upplifa svo ótrúlega margt á þessum fimm árum, bæði innan og utan vallar. Ég fékk að fara í margar skemmtilegar ferðir, t.d. til Bahamas og Puerto Rico, og ég fékk líka að spila við stóra skóla eins og Notre Dame. Það var mjög skemmtilegt þegar ég náði loksins að bæta þriggja stiga met skólans í síðasta leiknum mínum en svo var líka geggjað þegar við unnum Toledo í undanúrslitum í fyrra þegar mjög fáir höfðu trú á okkur,“ sagði Thelma Dís en auk þess að spila körfubolta kláraði hún bs-gráðu í tryggingastærðfræði og er nú að leggja lokahönd á master í tölfræði.
Finnst þér þú hafa tekið framförum sem leikmaður eftir að hafa fengið þessa reynslu?
„Já, alveg 100%. Það er svo ótrúlega mikill agi á öllu og með fjóra þjálfara á hverri einustu æfingu þá er alltaf einhver sem er að benda manni á hvað má laga og hvað er hægt að gera betur. Ég er líka búin að þroskast alveg ótrúlega mikið á þessum tíma og mæli hiklaust með þessu fyrir alla sem eiga möguleika á að fara út í skóla að grípa tækifærið.“
Hefur þú fylgst með Keflavíkurliðinu?
„Ég náði ekkert alltof mikið að fylgjast með þeim í vetur annað en bara hvort þær hefðu unnið síðasta leik eða ekki. Ég horfði samt á mikið af seríunni á móti Njarðvík og finnst þær líta mjög vel út þannig að ég er spennt að sjá hvernig þær standa sig á móti Val í úrslitunum.“
Hverju spáir þú um úrslitin milli Keflavíkur og Vals? (Spurt rétt fyrir úrslitakeppnina.)
„Ég ætla að segja að Kef taki þetta 3:1.“
Nú ert þú uppalin í Keflavík, sérðu fyrir þér að snúa aftur heim eða er eitthvað annað framundan?
„Það er eiginlega ennþá alveg óljóst. Er ennþá að skoða allt sem er í boði en verð vonandi búin að ákveða hvað ég geri stuttu eftir að ég kem heim í sumar,“ sagði Thelma Dís að lokum en það er nokkuð ljóst að hún ætti ekki að vera í vandræðum með að finna sér lið í Subway-deildinni – vonum bara að það verði á Suðurnesjum.
UMFN verðlaunaði góða félaga
N
Hjalti
Már og Geirný hlutu Ólafsbikarinn
Þorbjörn Kjærbo látinn
Þorbjörn Kjærbo, heiðursfélagi í Golfklúbbi Suðurnesja og fyrsti Íslandsmeistari karla í klúbbnum, lést 6. apríl, 95 ára að aldri.
Þorbjörn Kjærbo fæddist í Sumba á Suðurey í Færeyjum 27. mars 1928 og var þar fyrstu tvö ár ævi sinnar. Þorbjörn var giftur Guðnýju Sigurbjörgu
Ragnarsdóttur en hún lést árið
2013. Synir þeirra eru Guðni Björn, fæddur árið 1952, og Jóhann Rúnar, fæddur árið 1957.
Fyrir átti Þorbjörn dótturina
Guðrúnu Björgu sem er fædd árið 1947. Hann starfaði lengst af sem tollvörður á Keflavíkurflugvelli en einnig áður við ýmis önnur störf.
Þorbjörn var einn stofnfélaga
Golfklúbbs Suðurnesja og fyrsti gjaldkeri klúbbsins, sinnti því embætti í þrjú ár, var síðan varaformaður GS næstu fimm ár á eftir og sat einnig í kappleikjanefnd. Hann var 35 ára þegar hann heillaðist af íþróttinni, varð fljótt besti kylfingur GS og klúbbmeistari í fyrsta sinn af tíu skiptum árið 1965, síðast árið 1981. Fertugur að aldri varð hann Íslandsmeistari karla en hann vann titilinn þrjú ár í röð, 1968 til 1970. Hann var í titilbaráttunni öll ár næsta áratuginn og varð í þriðja sæti árið 1978, þegar hann var fimmtugur.
Þorbjörn lét ekki sitt eftir liggja þegar hann varð 55 ára, keppti þá í öldungaflokki og varð Íslandsmeistari öldunga fjórum sinnum. Hann var fyrst valinn í landsliðið 1966 og lék á móti í Mexíkó. Þorbjörn keppti á mörgum alþjóðlegum mótum fyrir hönd Íslands, m.a. þegar Norðurlandamótið var haldið í Grafarholti árið 1974. Hann lék líka mörgum sinnum í landsliði öldunga.
Þorbjörn var mikill keppnismaður og vakti athygli fyrir mjúka „vinstri“ sveiflu en kappinn var örvhentur. Þá var hann var iðinn við að aðstoða félaga í klúbbnum og kenndi mörgum eldri og yngri kylfingum réttu handtökin í golfíþróttinni. Sjálfur náði hann svona góðum tökum á íþróttinni með því að lesa sig til í blöðum og kennslubókum um golf.
Þorbjörn var gerður að heiðursfélaga í Golfklúbbi Suðurnesja árið 2009. Hann lék golf langt fram á níræðisaldurinn.
Sveindís Jane á skotskónum
Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir hefur verið að leika stórkostlega fyrir Wolfsburg að undanförnu en hún lagði upp opnunarmark liðsins auk þess að skora sjálf seinna markið gegn Arsenal í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sem leikinn var í Þýskalandi um helgina. Arsenal tókst að jafna leikinn í 2:2.
Þá var Sveindís einnig í aðalhlutverki þegar Wolfsburg komst í bikarúrslit þýsku bikarkeppninnar viku fyrr með 5:0 sigri á FC Bayern þar sem hún skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja.
Aðrar heiðursviðurkenningar voru þessar:
Bronsmerki UMFN fyrir tíu ára starf eða keppni fyrir félagið Ísak Tómasson – leikmaður og þjálfari fyrir körfuknattleiksdeild
Vala Rún Vilhjálmsdóttir – störf í þágu körfuknattleiksdeildar til fjölda ára
Gullmerki UMFN fyrir frábær störf í þágu félagsins en þó aldrei fyrr en eftir tuttugu ára
Sigurgeir Svavarsson – sjálfboðaliðastörf hjá körfuknattleiksdeild til fjölda ára.
Aðalfundur Ungmennafélags Njarðvíkur var haldinn þann 12. apríl síðastliðinn. Á fundinum voru veittar viðurkenningar fyrir góð störf ásamt því að ný stofnuð rafíþróttadeild Njarðvíkur.
Ólafur Eyjólfsson var endurkjörinn formaður til eins árs, Hámundur Örn Helgason og Anna Andrésdóttir sitja áfram í stjórn þar sem þau voru kjörin til tveggja ára á síðasta aðalfundi, Einara Lilja Kristjánsdóttir og
Þórdís Björg Ingólfsdóttir voru endurkjörnar til tveggja ára stjórnarsetu, Guðný Björg Karlsdóttir og Thor Hallgrímsson kjörin varamenn til eins árs.
Á fundinum voru veittar viðurkenningar fyrir góð störf sín fyrir félagið. Hjónin Hjalti Már og Geirný Geirsdóttir fengu Ólafsbikarinn en hann er viðurkenning fyrir óeigingjarnt starf fyrir félagið. Þetta er í þrítugasta og fyrsta skipti sem bikarinn er afhentur.
Haukur Aðalsteinsson – stjórnar og önnur sjálfboðaliðastörf fyrir knattspyrnudeild
Hjalti Már Brynjarsson – stjórnar og önnur sjálfboðaliðastörf fyrir knattspyrnudeild
Þórdís B. Ingólfsdóttir – stjórnar og nefndarstörf aðalstjórn, körfuknattleiksdeild og knattspyrnudeild.
Ellert Björn Ómarsson – keppni og störf fyrir Massa síðan 2011 og setið í stjórn frá 2014.
Gunnar Örlygsson – átta ár sem leikmaður, síðar formaður, stjórnarmaður og mikilvægur styrktaraðili til fjölda ára fyrir körfuknattleiksdeild.
Bjarni Sæmundsson – sem leikmaður, stjórnarmaður og sjálfboðaliði fyrir knattspyrnudeild.