9 minute read
sem
Tlar A N Langt
Aníta Bergrán er sextán ára gömul og á fjölgreinabraut í FS. Stefnan hennar fyrir framtíðina er að komast langt í fótboltanum og er hennar stærsti draumur að spila með besta landi í heiminum. Aníta er FS-ingur vikunnar.
Hvað ert þú gömul? 16 ára.
Hvers saknar þú mest við grunnskóla? Krakkanna.
Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS?
Það var þæginlegasti valkosturinn með fótboltanum.
Hver er helsti kosturinn við FS? Félagslífið.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?
Mér finnst það geggjað.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Elfa Karen af því að hún er frábær í boltanum.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Hann Sæþór er rosalega fyndinn.
Hvað hræðist þú mest? DJ Watan.
Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? B & L gallinn er heitt og framboðin eru köld.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Bara allt með Rihanna.
FS-ingur vikunnar:
Nafn: Aníta Bergrán
Eyjólfsdóttir
Aldur: 16
Námsbraut: Fjölgreinabraut
Áhugamál: Fótbolti
Hver er þinn helsti kostur?
Ég er svo sem alveg ágæt í boltanum.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat.
Hver er stefnan fyrir framtíðina? Mig langar að komast langt í fótbolta.
Hver er þinn stærsti draumur? Spila með besta liði í öllum heiminum.
Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Fótboltastjarna í einu orði.
Traust körfuboltamær
Hulda María er fimmtán ára körfuboltamær sem er í 9. bekk í Njarðvíkurskóla. Hulda María æfir körfubolta með Njarðvík og er hún að skara mikið fram úr þar. Hulda segir markmið hennar eftir grunnskóla sé að fara í framhaldsskóla og eftir það í háskóla í Ameríku til þess að spila körfubolta. Hulda María er ungmenni vikunnar.
Hvert er skemmtilegasta fagið? Íþróttir og enska held ég.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Patrik út af körfunni.
Skemmtilegasta saga úr skólanum: Veit ekki margar skemmtilegar.
Hver er fyndnastur í skólanum? Yasmin.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Ummm –hlusta mikið á Drake.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? BBQ kjúlli.
Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Örg, gamla Space Jam-myndin með MJ.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Símann minn, körfubolta og mat, þá myndi ég ná að lifa.
Hver er þinn helsti kostur? Ég er traust.
Ungmenni vikunnar:
Nafn: Hulda María
Agnarsdóttir
Aldur: 15 ára
Skóli: Njarðvíkurskóli
Bekkur: 9. bekkur
Áhugamál: Körfubolti
Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Lesa hugsanir eða teleportað.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar það er traust og skemmtilegt.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?
Ég ætla að fara í framhaldsskóla og svo í háskóla í Ameríku að spila körfubolta.
Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Veit ekki, örugglega ákveðin.
Nafn: Steinunn Ósk
Valsdóttir
Aldur: 31
Menntun: Förðunarfræðingur, stílisti, BA í miðlun og almannatengslum og master í markaðsfræði
Við hvað starfar þú og hvar? Ég er sölu og markaðsstjóri hjá Nostra ræstingum í Reykjavík.
Hver eru helstu verkefni?
Mín helstu verkefni ligga í því að ná til hótela, gistiheimila og Airbnb og selja þeim þjónustu. Ég sé einnig um vefsíðu og samfélagsmiðla fyrirtækisins. Við erum einmitt að herja á Suðurnesin um þessar mundir og reyna að stækka viðskiptahópinn á því frábæra svæði.
Er eitthvað sem gerir verkefnið eða fyrirtækið einstakt, forvitnilegt?
Já, við erum að bjóða upp á svo margt. Sérverkefni á borð við teppahreinsun, húsgagnahreinsun og dýnuhreinsun. Ég er búin að læra það að ending þessara hluta fer mjög mikið eftir því hvort við pössum okkur að þrífa þá reglulega. Það er bæði hagkvæmt og umhverfisvænt. Svo er auðvitað skemmtilegt að fá að vera hluti af ferðamannabransanum varðandi þjónustu fyrir þann iðnað sem fer alltaf stækkandi.
Eitthvað áhugavert sem þú ert að gera?
Ég er að vinna í ótrúlega skemmtilegum verkefnum sem ég get því miður ekki uppljóstrað strax. Ég er mjög drífandi kona sem fæ fullt af flottum hugmyndum og er alltaf að vinna að því að koma þeim í gang.
Steinunn Ósk Valsdóttir er FKA kona mánaðarins. Hún starfar hjá Nostra ræstingum og er þriggja barna móðir.
Skemmtilegt að fá að vera hluti af ferðamannabransanum
Skemmtilegt að fá að vera hluti af ferðamannabransanum
Hvað hefur þú verið að gera?
Ég hef unnið á samfélagsmiðlum í um sjö, átta ár. Mér finnst þeir skemmtilegir og markaðssetning á samfélagsmiðlum er það skemmtilegasta sem ég geri í vinnunni. Ég hef unnið hjá einu flottasta fyrirtæki á Suðurnesjum, GeoSilica, og vann þar í rúm þrjú ár. Þar lærði ég ótrúlega mikið sem ég mun taka með mér út í lífið.
Hvað ertu að gera núna?
Ég er þriggja barna móðir og það er það sem gefur mér drifkraftinn í það sem ég geri. Það skiptir mig gríðarlegu máli að vera góð fyrirmynd fyrir börnin mín. Ég auðvitað sinni vinnu og hugsa um heilsuna, það er það helsta sem ég geri núna.
Framtíðarplön (svolítið sagan þín)?
Eins og kom fram hér að ofan þá hef ég menntað mig mikið og sankað að mér alls kyns reynslu í gegnum árin. Mér finnst tuttugu til þrjátíu ára aldurinn hafa verið svona reynslutími fyrir mig og sú reynsla sem ég öðlaðist ætla ég að nýta mér fyrir framtíðina. Ég veit mér var ætlað að gera eitthvað skapandi sem tengist mínum áhugamálum og það er þangað sem ég stefni. Ég veit ekki enn hvað ég verð þegar ég verð stór. Það kemur í ljós en tækifærin sem koma leiða mann alltaf á réttan stað.
Hversu lengi hefur þú búið á Suðurnesjum?
Ég fæddist í Keflavík en sem barn flakkaði ég um með fjölskyldu minni og bjó t.d. í Danmörku, Sauðárkróki og Borgarnesi. Ég flutti svo aftur til Reykjanesbæjar þegar ég var að byrja í menntaskóla, þá sextán ára gömul og hef verið þar síðan.
Hverjir eru kostir þess að búa á Suðurnesjum?
Við erum rosalega nálægt flugvellinum sem er rosalegur kostur. Suðurnesin eru róleg og góð fyrir fjölskyldufólk og svo er mikil íþrótta- og heilsumenning sem ég heillast mikið af. Maður er fimm mínútur að fara allt innanbæjar, það er rosalegur kostur.
Hvernig líst þér á nýja félagið okkar, FKA Suðurnes?
Mér finnst þetta í alla staði frábært framtak fyrir allar konur á svæðinu. Tengslanet og félagsskapur með svona flottum konum getur gefið manni ótrúlega mikið. Innblástur, hugmyndir og góðar vinkonur. Þarna eru fullt af flottum konum sem maður getur ráðfært sig við, það er mjög dýrmætt.
Hvað varð til þess að þú skráðir þig í FKA?
Ég var að vinna hjá Fidu, stofnanda GeoSilica, sem er formaður FKA Suðurnes. Hún kynnti mig fyrir félaginu og ég vissi að ég yrði að fá að vera með.
Hvað finnst þér FKA gera fyrir þig?
Mér finnst viðburðirnir gefa mér rosalegan innblástur. Ég fæ rosalegan drifkraft af því að sjá svona flottar konur í atvinnulífinu og ef þær geta þetta, þá hlýt ég að geta þetta líka.
Heilræði/ráð til kvenna á Suðurnesjum?
Sá félagsskapur sem þú velur þér getur haft mikil áhrif á þig sem manneskju. Veldu fólk sem er gefandi, veitir þér innblástur og umkringdu þig þannig fólki. FKA er frábær leið til þess.
Markmið með verkefninu er að vekja athygli á FKA konum í atvinnulífinu á Suðurnesjum, fyrirtækjunum þeirra eða verkefnunum sem þær sinna og sýna hversu megnugar og magnaðar þær eru.
Reykjanes eða Reykjanesskagi?
Ég er fæddur árið 1957. Í minni æsku var ekkert vafamál hvenær maður væri staddur á Reykjanesi og hvenær ekki. Að minnsta kosti var maður ekki í vafa þegar maður var staddur við Reykjanesvita að maður væri staddur úti á Reykjanesi. Hversu langt í norður og hversu langt í austur Reykjanesið nær var svo aftur meira vafamál. Ég starfaði í nokkra áratugi við sýslumannsembættið í Keflavík og hafði mikinn áhuga á landamerkjamálum. Rétt staðsetning örnefna skiptir þar sköpum en flest hafa þau verið búin til fyrir mörg hundruðum ára og koma fyrir í fornritunum. Það eru því hrein skemmdarverk á söguarfi þjóðarinnar að færa til örnefni eða breyta þeim á einhvern hátt þannig að henti hégómagirnd einhvers eða leti til að kynna sér rétt örnefni. Enn verra er að halda fram röngu örnefni gegn betri vitund.
Örnefnið Reykjanes kemur nokkrum sinnum fyrir í Landnámu og segir þar um komu Hrafna-Flóka sunnan með landinu:
„Flóki hafði hrafna þrjá með sér í haf, og er hann lét lausan hinn fyrsta, fló sá aftur um stafn; annar fló í loft upp og aftur til skips; hinn þriðji fló fram um stafn í þá átt, sem þeir fundu landið. Þeir komu austan að Horni og sigldu fyrir sunnan landið. En er þeir sigldu vestur um Reykjanes og upp lauk firðinum, svo að þeir sáu Snæfellsnes, þá ræddi Faxi um: „Þetta mun vera mikið land, er vér höfum fundið; hér eru vatnsföll stór.““
Hrafna-Flóki hefur sennilega ekki gefið nesinu nafnið Reykjanes en þegar Landnáma er skrifuð á fyrri hluta 12. aldar þá hefur nesinu verið gefið nafn. Af lýsingunni á siglingu Hrafna-Flóka mætti dæma að Reykjanesið næði allt til enda Garðskaga. Nafngiftin Reykjanes getur ekki verið dregin af öðrum stað en jarðhitasvæðinu á Reykjanesi sem hefur verið all sérstakt tilsýndar hjá mönnum sem sjaldan eða aldrei höfðu séð gufu frá jarðhitasvæði. Eftir stutta siglingu frá Reykjanesi hafa þeir séð Snæfellsjökul, ef bjart hefur verið yfir, a.m.k. þegar nær dró Sandgerði og mynni Faxaflóans opnast þegar þeir koma fyrir Garðskaga.
Á Vísindavefnum er ágæt umfjöllun um örnefnaruglinginn undir heitinu „Er Reykjanes sama og Suðurnes?“ Þar segir m.a. í grein Svavars Sigmundssonar, fyrrverandi forstöðumanns Örnefnastofnunar:
„Áður fyrr var skýr munur á Reykjanesi og Suðurnesjum. Árni Magnússon handritasafnari gerir grein fyrir þessu í riti sínu Chorographica Islandica (um 1700). Hann segir um Reykjanes:
„Fyrir vestan Grindavík, milli hennar og Hafna, er Reykjanes, hraunvaxið land og brunnið og graslaust að fráteknu Grasfelli (svo heitir eitt fell mitt á nesinu), sem grasgróið er og óskýrt hver eigi.““
Árni Magnússon og Páll Vídalín gáfu út jarðabók og manntal á árunum 1702–1714 þar sem lýst er íbúum, ástandi, og búpeningi á flestum jörðum á landinu. Auk þess bjargaði hann sögu þjóðarinnar og flutti til Kaupmannahafnar í þokkalega geymslu að hann hélt. Ella hefðum við sennilega notað fornritin í vettlinga og sokka.
Reykjanesskagi er þakinn stórum hraunum og erfitt að tilgreina nákvæmlega hvar þetta eða hitt örnefnið er. Nokkrir áhugamenn hafa unnið þrekvirki í söfnun örefna og við staðsetningu þeirra. Vilhjálmur Hinrik Ívarsson frá Merkinesi safnaði örnefnum í Hafnahreppi, Sesselja G. Guðmundsdóttir gaf út bókina Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi og Ómar Smári Ármannsson heldur úti hinum stórmerka vef ferlir.is. Aðrir merkir menn hafa einnig haldið örnefnasögu Reykjanesskagans á lofti svo sem landeigendur og ýmsir fræðimenn. Íbúar þéttbýlisins nota örnefni ekki síður, t.d. með því að tilgreina staði með götuheitum, en það er auðvitað mun auðveldara þar sem götuheitisskilti eru við hver gatnamót. Yrði einhver sáttur við að götuskilti í Keflavík yrði fært á einhverja aðra götu? Hafnargatan héti Hringbraut og Hringbraut héti Tjarnargata?
Örnefni skipta gríðarlega miklu máli fyrir samfélagið. Þau voru meðal annars notuð hér áður fyrr til að staðsetja menn og dýr og til að tilgreina landamerki á milli jarða o.s.frv. Örnefni á landi voru ómissandi fyrir sjómenn til að staðsetja góð fiskimið. Enn þann dag í dag notum við örnefni til að staðsetja okkur og
Milljarður í uppbyggingu íþróttamannvirkja
í Suðurnesjabæ?
Ólafur Þór Ólafsson, formaður aðalstjórnar Knattspyrnufélagsins Reynis í Sandgerði.
aðra og í ýmsum tilgangi. Í árdaga Neyðarlínunnar kom beiðni um aðstoð frá manneskju sem stödd var í Breiðholti án þess að tilgreina það nánar. Aðstoðin var send í Breiðholtið sem allir þekkja en viðkomandi var staddur í Breiðholti á Akureyri. Sama örnefnið getur verið til víða á landinu, t.d. Reykjanes og Keflavík. Mikilvægt er að allir séu sammála um hver staðsetning örnefnisins er í grófum dráttum til að ekki skapist ruglingur. Ef ég kalla eftir aðstoð lögreglu eða sjúkrabíls og er staddur á eða við veginn milli Grindavíkur og Hafnahrepps hins forna þá myndi ég líklega segjast vera úti á Reykjanesi. Þetta er hinn almenni skilningur flestra Suðurnesjamanna og Grindvíkinga á örnefninu Reykjanes að ég tel (margir Grindvíkingar telja sig ekki til Suðurnesjamanna og sá skilningur er virtur hér). Ef ég er austan Grindavíkur eða í Sandgerði, Garði eða á Vatnsleysuströnd dytti mér ekki í hug að tilgreina staðsetninguna Reykjanes. Ég skrapp nýlega út á Reykjanes og við Hafnir sló ég inn orðinu „Reykjanes“ í Google maps. Forritið vildi leiða mig áfram út á Reykjanes og halda þaðan í vestur til Grindavíkur og þaðan áfram að bifreiðastæðunum þar sem gengið er að gosstöðvunum! Hver ber ábyrgð á þessu?
En hvenær byrjaði þessi örnefnaruglingur? Sumir telja að ruglingurinn hafi hafist þegar Reykjaneskjördæmi varð til árið 1959 (ferlir.is) og ekki hefur Reykjanesbrautin (1964) bætt úr þessum nafnaruglingi, né heldur þegar sameinað sveitarfélag tók upp nafnið Reykjanesbær. Sumir töldu ímynd okkar Suðurnesjamanna ekki upp á marga á þessum tíma og þótti ráðlegt að skipta um nafn á svæðinu og vonað að það bætti ímyndina. Við bjuggum því ekki lengur á Suðurnesjum heldur á Reykjanesi. Við vorum Reyknesingar en ekki Keflvíkingar, Njarðvíkingar eða Hafnamenn. Vitleysan heldur svo áfram og hver nefndin og stofnunin fær heitið Reykjanes þetta og hitt. Ein þessara nefnda eða stofnunar er Markaðsstofa Reykjaness sem rekur vefinn með útlenska heitinu visitreykjanes.is. Stofan er rekin af sveitarfélögum á Suðurnesjum og Grindavík og þar eru mætir menn í stjórn. Vefurinn veitir margar góðar upplýsingar um hvað er að sjá og hvers er njóta á Reykjanesskaga en sá meinbugur er á að staðir eru tilgreindir á Reykjanesi en eru í raun langt þar frá. Eldgosið í Meradölum er t.d. sagt vera á Reykjanesi. Ekki held ég að sá mæti maður, Sigurður heitinn Gíslason, bóndi á Hrauni í Grindavík, myndi segja að fjöllin hans og dalir væru úti á Reykjanesi.
En hvað er til ráða? Eigum við að láta þetta yfir okkur ganga og eftir nokkra áratugi hefur örnefnið Reykjanes allt aðra merkingu en hjá flestum Suðurnesjamönnum og Grindvíkingum í dag? Mitt álit er að við eigum að snúa þessari öfugþróun við og sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum og í Grindavík hafa hér mikilvægu hlutverki að gegna. Ritstjórn Víkurfrétta gæti leitt þá baráttu með því að leiðrétta örnefnaruglinginn í blaði sínu.
Ásgeir Eiríksson, Heimavöllum 13, Keflavík.