1 minute read

Lyfjaval opnar bílaapótek

Opið í tólf tíma á dag alla daga vikunnar

Úr frétt Víkurfrétta

21. febrúar 2023:

Lyfjaval hefur flutt starfsemi sína frá Hringbraut í Keflavík í nýtt og glæsilegt húsnæði við Aðaltorg í Keflavík, efst á Aðalgötu við Courtyard by Marriott hótelið. Þar hefur verið opnað svokallað bílaapótek sem er opið alla daga vikunnar frá níu á morgnana til níu á kvöldin. Tanja Veselinovic lyfjafræðingur er lyfsalinn hjá Lyfjavali í Reykjanesbæ og hefur verið það í um ellefu ár. Tanja hefur skotið rótum í Reykjanesbæ með fjölskyldu sinni. Tanja kom til Íslands sem innflytjandi þegar stríð braust út í hennar heimalandi, Króatíu.

„Það er skemmtilegt að vera komin hingað á Aðaltorg. Þetta er bara allt annað og sérhannað húsnæði fyrir þessa starfsemi sem bílaapótek. Vinnuaðstaða er til fyrirmyndar og húsnæðið bjart og gott,“ segir Tanja í samtali við Víkurfréttir.

Hjá apótekinu starfa í dag sextán starfsmenn og þar af eru sex lyfjafræðingar. Ekki veitir af, því apótekið er í dag opið í tólf tíma á sólarhring, alla daga vikunnar. Opið er inn í búðina frá níu að morgni og til klukkan sex síðdegis en lúgurnar eru opnar áfram til klukkan níu á kvöldin.

Við trúum á framtíð Suðurnesja

This article is from: