Viljinn 3. tbl. 2012

Page 1

Viljinn

3. tbl. 105 รกrgangur September 2012 N.F.V.ร .


tir

S K tein ja rt n A an r ss na on r

K R ris ag tín na H rs ild dó u tti r r

R

Sv itstj an óri hi ld u

rG

ré t

a

K ris

tjá

ns

tti

r

K A atr nt ín on S sd tei ót nu tir nn

Íd

a

ls

tti

r

B Sv irg ei itt nb a jö Rú rn n sd ót

tir

Viljinn

2

Útgefandi: N.F.V.Í Prentun: Prentmet Hönnun og umbrot: Rakel Tómasdóttir Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir Forsíðuteikning Rakel Tómasdóttir Ljósmyndir: Þórdís Þorkelsdóttir Snorri Björnsson

sd el rk Þo ís rd Þó

Hvernig er heilsan? Byrjum á því að ræða hvað Rottweiler voru góðir í gær. Síðan skulum við tala um hvað ballið í gær var illað. Veislan heldur síðan áfram með útgáfu Viljans! Pulsur (ef veður leyfir), kók, bakkelsi og skólahljómsveitin mætir í hádeginu, fyrsti þáttur 12:00 verður frumsýndur á morgun og síðan er nemótrailervikan mikla í næstu viku! Ætlar þetta engan enda að taka? Svarið er nei. Þetta skólaár byrjar með pompi og prakt og vildi ég hefja ritsjóraspjallið mitt á því að hrósa nefndum skólans fyrir frábæra frammistöðu. Framundan eru 48 blaðsíður af eintómri skemmtun og fróðleik. Í ár ákváðum við nefndin að stíla fyrsta blaðið á nýnema og kenna þeim á lífið hér í Verzlunarskólanum. Hrafnkell leggur þeim lífsreglurnar á hvernig skal haga sér, Gunnar og Hrafnkell Oddi fræða menn um hvar sé best að tefla við páfann og Hersir fjallar um hvernig skal,,meika það” í Verzló (ég átta mig á því meðan ég rita þetta að ég hefði frekar átt að finna einhvern annan til að fjalla um það mál). Einnig munum við nefndin telja upp atburði komandi annar og útskýrum hvernig nemendafélagið starfar sem heild. Nýnemar, gleymið innvígsluninni á busadaginn því aðeins eftir lesturinn á þessu blaði ertu formlega ekki lengur busi. Markmið okkar nefndarinnar í ár voru einföld: að Viljinn höfði jafnt til kynjanna og að metnaður sé lagður í hverja blaðsíðu. Bakvið þessar 48 blaðsíður liggur mikil vinna sem mikið fagfólk stendur fyrir. Ég gæti ekki verið stoltari af ritnefndinni og gefið þeim endilega gott klapp á bakið næst þegar þið sjáið þau. Njótið lestursins og sjáumst á marmaranum í hádeginu!

ót

Góðan daginn Verzlingar!

Sérstakar Þakkir Markaðsnefnd Rakel Tómasdóttir Viktor Ingi Lorange Snorri Björnsson Ingibjörg Ósk Jónsdóttir Aldís Eik Arnarsdóttir Gísli Viðar Eggertsson Bergrún Mist Jóhannesdóttir Helena Sævarsdóttir Jónas Alfreð Birkisson Orri Helgason Helga Hrund Friðriksdóttir Þröstur Geir Árnason Gunnhildur Jónsdóttir Hrafnkell Ásgeirsson

Rakel Tómasdóttir

Gunnar Gylfason Hrafnkell Oddi Guðjónsson Kristín Björk Smáradóttir Salka Þórðardóttir Hersir Aron Ólafsson Hilmar Steinn Gunnarsson Birkir Smári Guðmundsson Bjarki Bóasson Anton Sveinn Mckee Birna Friðgeirsdóttir Agla Eir Sveinsdóttir Hildur Árnadóttir Anna Sesselja Marteinsdóttir Magnús Mar Arnarson Brynja Ásgeirsdóttir

Markaðsnefnd


3.tb 2012

5 Ágæti busi 6 skemmtilegar sumarreynslur 7 að kúka á skólatíma 10 Um hvað snýst umræðan

8 Heitt og kalt 12 Myndaalbúm - lokaballið 13 fassjón? 13 facebookstatusar 15 Hvað er að frétta? 16 Miðstjórn NFVÍ

20 Ólympíufarinn Anton Sveinn 22 cookin cocks 23 Troll í kennara 29 Viðburðadagatal 31 Myndaalbúm - miðstjórnarferðin

24 Tískumyndaþáttur 32 Útskriftarferð 34 Marmarahöllin 34 skemmtileg tvít 35 Rock Werchter 37 Ungar mömmur

39 Margt smátt 3


Viljinn

4


3.tb 2012

Velkomin í Verzló Ekki veit ég hvað opnaði augu ykkar og leiddi ykkur í Verzlunarskólann, musteri visku og þekkingar, en jeminn eini hvað þið völduð rétt. Réttu úr bakinu og blástu út kassann. Bestu 4 ár lífs ykkar bíða ykkar. Carpe Diem. Hafið þið það líka í huga að eftir Verzló verður lífið ykkar bein brekka niðurávið. Hvað sem þið gerið þá mun það aldrei jafnast á við menntaskólaárin. Þið hafið svo mikið að hlakka til að það er ekki einu sinni fyndið. Vælið, Nemó, VÍ-mr, busaballið, öll hin böllin, Lazertögin, Verzló Waves, Listó leikritið ,Verzlunarskólablaðið, Viljinn, öll hin blöðin, Lazertagið, Gettu Betur, Morfís, kynnast Kidda húsverði, fótboltamótinu og svo miklu, miklu meira. Reynið bara að mæta á eins mikið af viðburðum og þið getið, þið munuð ekki sjá eftir því. Þið eruð að borga nógu mikið í skólagjöld svo það er um að gera að fá eins mikið fyrir peninginn og þið getið. En ekki missa ykkur samt, þið hafið 4 ár til að spaðast og chilla á Marmaranum þannig það er ágætis hugmynd að bíða með það allavega út fyrsta mánuðinn ykkar. Fyrir þau ykkar sem eru ekki mikið fyrir samfelldan texta er hér smávægilegur listi til að hjálpa ykkur.

Hvernig á að þrauka fyrstu önnina sem strákur: • Ekki sýna eldri nemendum óvirðingu. • Ekki chilla á Marmaranum, þið eruð með heila. hæð fyrir ykkur. • Ekki segja eitthvað heimskulegt í viðtali við 12:00. • Ekki fá kennara upp á móti þér. • Ekki drulla uppá bak í jólaprófunum.

Hvernig á að þrauka fyrstu önnina sem stelpa: • Ekki tala við Egil Lúðvíksson. 5


Viljinn

Steinn Arnar Kjartansson

Nú þegar að nýtt skólaár er hafið hafa elgtanaðir Verzlingar sest á skólabekkinn og hugsa til baka til þessa frábæra og sólríka sumars sem hverfur á brott og sitja eflaust þónokkrar góðar minningar eftir í reynslubankanum hjá mörgum. Við tekur að öllum líkindum eitt skemmtilegasta og viðburðarríkasta ár í manna minnum og bíða vonanadi allir eftir því með mikilli eftirvæntingu. Nokkrir nemendur lentu í mjög skemmtilegum sumarreynslum og fengum við að heyra í þeim hljóðið:

Agla Eir Sveinsdóttir

Anna Sesselja

Hvað gerðir þú í sumar? Ég var úti í Phoenix í Bandaríkjunum að vinna sem Au Pair.

Hvað gerðir þú í sumar? Ég fór að kenna börnum fimleika í sumarbúðum Camp America í New York

Hvað er Au Pair? Þá býrðu inná heimili hjá fjölskyldu og hugsar um börnin þar. Afhverju Au Pair? Ég var búin að skoða mikið skiptinám en rakst svo á þetta og fannst þetta vera mjög gott tækifæri. Í þessu starfi fékk ég ótrúlegt frelsi, vel borgað og kynntist svo mörgu frábæru fólki. Vinnutíminn minn hjá fjölskyldunni var þægilegur svo ég hafði tíma til að taka 5.bekkinn í fjarnámi hjá Versló og vera þannig ekkert eftir á í náminu sem mér fannst skipta miklu máli. Hvað var gert í frístundum? Það var nú heilmikið hægt að gera... Ég ferðaðist mikið, skellti mér til LA, San Diego, New York, á tónlistarhátíðina Coachella og dreif mig svo í fallhlífarstökk. Svo manni leiddist ekki beint á fríhelgum. Mælir þú með þessu? Ég myndi hiklaust mæla með þessu, þetta er mesta snilld sem ég hef gert. Ótrúleg upplifun að fá að gera svona marga hluti á einu ári og vinna skemmtilega vinnu á sama tíma.

6

Hildur Árnadóttir Hvað gerðir þú í sumar? Ég fór til Englands í skóla ásamt því að vinna Hvar er skólinn staðsettur? Hann er í Brighton í Suður Englandi Lærðir þú mikið af þessu? Já, alveg svakalega mikið – ég ferðaðist ein sem ég hef ekki gert áður og þurfti að redda mér alls staðar og gera allt sjálf á þvers og kruss um England - og svo að sjálfsögðu skólinn, sem skilaði mér miklu. Hvað varstu lengi? Ég var í einn mánuð en hefði viljað vera einn mánuð til viðbótar Mælir þú með þessu? Ó já, ég mæli hundrað prósent með þessu

Hvað er Camp America? Samtök þar sem þú getur sótt um að vinna í sumarbúðum um öll Bandaríkin, annaðhvort sem Counsellor sem er þá almennur leiðbeinandi, instructor sem er þá oftast ef þú hefur reynslu að kenna einhverjar íþróttum eða þá Campover Staff sem eru einhvers konar störf í eldhúsi og hjálp við ýmisleg störf. Hvað er þetta langur tími? Það er misjafnt eftir hverjum sumarbúðum en þú þarft helst að geta unnið í 8-9 vikur held ég. Er þetta dýrt? Þetta kemur eiginlega út á 0. Þú ert þannig séð ekki að græða nein laun á þessu en mikla reynslu og lærir enskuna betur. Mælir þú með þessu? Algjörlega ef þú hefur gaman að börnum og að upplifa eitthvað nýtt. En ef þú ert í leit að háum launum er þetta líklegast ekki fyrir þig.


3.tb 2012

Nýtið ykkur orð reyndra manna

Kæru busar og fleiri fáfróðir! Þið eruð nemendur í einum glæsilegasta menntaskóla landsins. Í Verzló eru 1236 nemendur, stærsta skólabókasafn landsins tileyrir okkur, stofurnar eru fleiri en 50 talsins og þar af eru tölvustofurnar ótaldar. Samt er Gunnar Gylfason 6I einhvernvegin alltaf erfitt að Hrafnkell Oddi bakka einum út óséður. Guðjónsson 6I Meðalmaðurinn kúkar 1,3x á dag en samt hefur alltaf sveimað skömmustuleg þögn yfir því að kúka í skólanum. Við höfum safnað að okkur reynslu yfir árin í skólanum og erum tilbúnir að deila því með ykkur: Ekki kúka í pásum á milli tíma - Klósettin eru aldrei jafn upptekin og akkúrat í 10 mínútunum. Það er líklegra að einhver grípi í hurðarhúninn á meðan þú ert að athafna þig en að einhver í bekknum þínum eigi iPhone. Frekar skaltu búa til afsökun til að skjótast út í miðjum tíma eða þá skrifa „hann er farinn að ulla“ á miða og lauma til kennarans. Ekki kúka í hellinum - Annar undirritaðra hefur aldrei látið einn detta í hellinum, því skólinn er pakkfullur af lúmskum klósettum. Finnið ykkur klósett á afskekktum gangi svo að þið losnið við skammargönguna upp úr hellinum. Undirritaðir eru þó ekki tilbúnir að gefa upp nánari staðsetningu á sínum uppáhaldsstað að svo stöddu. Note til busa: Varið ykkur á klósettunum hjá stigaganginum á fjórðu hæðinni, það er opið á milli klósettanna hjá glugganum.

Sáputrikkið - Lyktin er stærsta vandamálið sem þú munt rekast á. Áður en þú opnar hurðina skaltu krossa fingur, fara með allar þær bænir sem þú kannt og vona að það sé ekki heit stelpa fyrir utan dyrnar. Það er samt hægt að bjarga lyktinni, nema þú hafir skellt í þig nautaburrito með extra baunum í hádeginu. Þessi aðferð er þekkt meðal fagmanna sem sáputrikkið: Setjið sápu í hendurnar og nuddið þeim vandlega saman. Baðið höndunum svo út eins hratt og þið getið eins og þið ætlið að taka á loft. Eftir situr ekkert nema sápulyktin. Múmían og hreiðrið - Þrátt fyrir að klósett skólans séu vanalega mjög hrein er vísast að taka engar áhættur. Setjið klósettpappír á setuna, þetta er mikilvægara en smokkurinn á busaballið. Ekki gleyma að setja pappír í klósettvatnið líka, þið viljið ekki þurfa að þurrka rasskinnarnar eftir allt saman. Ekki reyna við metið í Temple Run - Ekki eyða óþarfa tíma inni á klósettinu, það eykur hættuna á því að það komist upp um þig. Skildu símann eftir inni í stofu og einbeittu þér að verkefninu. Það er einn af földustu demöntum Verzlunarskólans að lorta á skólatíma svo þið skuluð ekki vera hræddir við að prófa ykkur áfram. Nýtið ykkur orð reyndra manna því þau eru gerð til þess að hjálpa. Til eru alls kyns aðferðir og áferðir svo endilega sendið ritstjórn Viljans póst með ykkar uppáhaldi á viljinn@verslo.is Í næsta tölublaði Viljans: að kippa í hann á skólatíma. Djók.

7


Viljinn

Denim on denim on denim

Denim allsstaðar. Því meira því betra. Denim nærbuxur og þú ert legend.

Púðluhundar

Funheitustu dýrin um þessar mundir. Þeir koma í allskyns litum og stærðum. Það ættu allir að eiga einn svoleiðis.

Printed Pants

Ef þú er fassjóngurl þá ertu búin að tryggja þér printed pants fyrir haustið.

Avocado

Ógeðslega gott og ógeðslega hollt.

Krullureimar

Við erum bringing back the krullreims. Hvort þær fáist enn hér á landi vitum við ekki..

Blái turninn & 800 bar Eldheitt

Buff

Þetta er svona multi vara. Getur látið hugann reika og leikið þér með að nota það á ýmsa vegu. Því fleiri fyrirtækja lógó á buffinu því betra.

Jeans and runners

Litaðir leðurjakkar

Já þið heyrðuð rétt, merkilegt hvað tískan gengur í hringi! HAH! við erum samt ekki að tala um svona ógeðslega gangavarðarunners heldur real fashion runners. Þið skiljið.

Þá erum við ekki að tala um skærbleikann. Bláir, hvítir eða td. vínrauðir eru the shit.

Viljinn mælir með It’s always sunny in Philadelphia

Twitter

Gamla smiðjan

Destiny’s child

Bestu þættir heimsins og skal undirritaður endilega rökræða við þig um það Mælum þá sérstaklega með henni klukkan 05:00 aðfaranótt sunnudags.

White chicks

Betri mynd hefur ekki enn verið gerð síðan 2004.

8

Getur gert endalausa statusa án þess að vera hræddur um að enginn læki hann. Hver man ekki eftir lögum eins og Survivor, Independent Woman, Jupmin’ Jumpin’ og Say My Name? Sverjum það, þessi lög eru betri núna en 2000.

Arion banka appið Algjör snilld!

Bold and the Beautiful

Það er ekkert ljúfara en að vakna eftir annasama föstudagsnótt og planta sér fyrir framan sjónvarpið og horfa á rerun af öllum B&B þáttum vikunnar (Ekki verra að hafa eina slæsu með).

Að gera símaat

Helst í sömu manneskjuna í 2 ár, það er funny. Ekki samt anda bara í símann það er krípí og manneskjan gæti orðið hrædd og jafnvel hringt á lögguna.


3.tb 2012

Busar í sófum á Marmaranum

Ykkar tími mun koma. En vá hvað hann er ekki kominn. (4. bekkur má líka taka þetta til sín)

Missítt pils Allavega mjög volgt.

Skór úr plasti

Pinnahælar

Úfff. Bæði vont fyrir fæturnar og augun.

Fashion nono.

Húðlitaðar sokkabuxur Úr þeim. Núna.

Stutterma skyrtur

Og sérstaklega ef þær eru köflóttar. Strákar don’t.

Dicso pants

Sorry. Einhver þurfti að segja það.

9 gag

Ef þú quotar ennþá í 9gag ertu fáviti.

Rub23

Smakkaðu Sushipizzuna. Hljómar kannski ekki vel en my lord.

Að snýta sér

Nú þegar það fer að kólna í lofti er mjög mikilvægt að snýta sér reglulega. (Þótt það sé samt drullusexy að sjúga í nefið)

Icelandic Airwaves

Djók það er uppselt. (Það er samt hellingur af off-venue sem hægt er að skemmta sér konunglega yfir).

Pretty Little Liars

Hversu þreyttur þáttur? 4 seríur og enginn veit hver þessi A er ennþá. NENNUM ÞESSU EKKI LENGUR.

Himnasæng

Að kunna að leggja í stæði

Crossfit

Frank Ocean

Hversu ógeðslega kósý. Sérstaklega ef þú ert strákur. Þá endaru eins og Orri Helgason (sjá baksíðu).

Ban thai

Allra besti thai maturinn í Reykjavík. Eigandinn er algjör fagmaður sem rekur Ban thai á kvöldin og Nanathai í hádeginu. Báðir staðir eru tuddalega góðir.

Plís.

Þú veist það samt líklegast.

Góð úlpa

Það er víst að koma vetur og við verðum bara að bíta í það súra epli að úlpa er nákvæmlega það sem við þurfum þessa stundina.

Nýjasti Counter Strike Jáááááhhhhh!!!!

9


Viljinn

Viktor Ingi Lorange

Fastur liður í blaðinu hefur litið dagsins ljós sem mun skýra út á mannamáli hvað er að gerast í samfélaginu. Líklega hefur þú heyrt minnst á Heimdall, Hallveigu, FUF, UVGh en við fengum formenn ungliðahreyfinganna til þess að kynna fyrir okkur stefnumál síns flokks. Ungliðastarf fer fram innan stjórnmálaflokkanna og miðar það yfirleitt við aldurinn 16-35 ára. Félagasstarfið felst aðallega í fundarhöldum, samkomum og blaðaútgáfu. Þar fá ungmenni þjálfun í framkomu og stjórnmálaumræðu. Einnig starfa ungliðarnir í því að kynna stefnumál flokksins fyrir öðru ungu fólki og taka þátt í kosningabaráttu og öðru starfi flokkanna.

,,Land tækifæranna fyrir ungt fólk” Heimdallur er félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hugsjónir ungra sjálfstæðismanna byggjast fyrst og fremst á frelsi einstaklingsins og mikilvægi frelsis fyrir alla án mikilla takmarkanna. Heimdallur hefur í 85 ár eflt sjálfstæðisstefnuna og aukið áhuga ungs fólks á stjórnmálum með lýðræði og einstaklingsfrelsi að leiðarljósi. Hugmyndabarátta okkar hefur sjaldan verið mikilvægari en nú og viljum við búa vel að ungu fólki í landinu. Við viljum að Ísland sé land tækifæranna. Landið á að bjóða okkur upp á góð lífskjör, að hér sé vænlegt að stofna fjölskyldu og reka fyrirtæki. Atvinnuleysi og fólksflótti meðal ungs fólks á Íslandi hefur verið mikill undanfarin ár, ungt menntafólk hefur streymt úr landi þar sem ekki eru viðunandi atvinnutækifæri hér. Skattahækkanir ríkistjórnarinnar koma verulega á ungt fólk og við höfum barist og munum berjast fyrir lægri sköttum. Skattar leggjast þungt á ungt fólk með háum sköttum á mikilvægar neysluvörur okkar, sem á mat, bensín, klæðnað og áfengi. Heimdallur lætur heyra í sér varðandi

mörg mál sem varða ungt fólk. Félagið barðist meðal annars gegn hverfisskiptingu framhaldsskólanna og fagnaði því þegar hún var talin ólögmæt. Þá hefur Heimdallur barist gegn boðum og bönnum og vill m.a. leggja niður einokunarverslanir ríkisins líkt og ÁTVR. Ungir sjálfstæðismenn telja einstaklinginn vera hæfastan til að haga því hvernig hann vill lifa sínu lífi. Reykjavík skiptir okkur Heimdellinga höfuðmáli, enda höfuðborg Íslands sem á að vera vænlegast að búa í. Íbúar í Reykjavík ættu að njóta stærðarhagkvæmni og greiða lægstu gjöldin á íbúa. Hinsvegar er nú útsvar í hámarki og rekstrarkostnaður á íbúa hæstur í Reykjavík. Heimdallur gegnir einnig mikilvægu hlutverki að vera samviska Sjálfstæðisflokksins. Við minnum forystumenn á grunngildi flokksins og gagnrýnum flokkinn hiklaust ef á þarf að halda. Í Heimdalli er gríðarlega öflugt starf sem hefur eflst mjög undanfarin ár. Nú starfa yfir 70 manns í stjórn og deildum félagsins og um 7000 manns eru skráðir í Heimdall. Félagið

hefur náð til sífellt fleira ungs fólks og kemur nýtt fólk inn í starfið á hverju ári. Í félaginu eru fimm deildir sem starfa undir stjórninni og eru deildirnar öllum opnar. Hver sem er getur því byrjað að starfa í félaginu annaðhvort með því að taka þátt í deildarstarfi eða mæta á viðburði félagsins. Heimdallur er með viðburði í næstum hverjum mánuði ásamt málefnafundum eða vísindaferðum. Við viljum auka áhuga ungs fólks á pólitík því það skiptir okkur öll miklu máli hvernig málum er háttað hér á landi því það erum við sem munum erfa landið. Við getum haft áhrif og það hefur sjaldan verið mikilvægara en nú þegar vegið er að frelsi okkar og tækifærum. Höfundur er formaður Heimdallar, Félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík.

við hatur, öfund og ófrið. Hvort sem það er kassadama í bónus eða bankastjóri hjá Arion þá er mikilvægi þeirra í samfélaginu jafn mikið. Það sem Hallveig hefur verið hvað mest að beita sér fyrir á þessu ári er að styrkja stöðu LGBTQ (Samkynhneigðar, tvíkynhneigðra og Transgender) með því að tala mikið fyrir frumvarpi sem nú hefur verið samþykkt um réttarstöðu transgender og þannig gera Ísland að einu besta ríki í heimi fyrir transfólk að búa í. Þetta er eitthvað sem við í Hallveigu erum mjög stolt af og erum stolt af því að hafa tekið virkan þátt í umræðunni um þetta

mannréttindarmál. Hallveig tekur öllum opnum örmum sem vilja stunda samræðustjórnmál og bæta samfélagið. Vonum við til að sjá ykkur kæru verzlingar í báráttunni um ísland því aldrei hefur það verið mikilvægara en núna að standa saman um grunnbreytingar á samfélaginu.

Stéttlaust og opið samfélag

10

Hallveig, Ungir Jafnaðarmenn í Reykjavík er stærsta aðildarfélag Samfylkingarinar með nær 2000 félagsmenn. Félagið er opið öllum sem vilja bæta samfélagið sem við erum hluti af með jafnaðarstefnuna að vopni. Hallveig er Frjálslynd hreyfing jafnaðarfólks sem deilir þeirri einföldu hugmynd að allir sama hvaða kyni, kynhneigð, litarhátt eða hverju því sem aðskilur okkar skipti ekki máli og að öll eigum við jafnan rétt á því að ná markmiðum okkar og eiga gott mannsæmandi lífi. Við trúum því ekki að það sé náttúruleg stéttskipting sem ekki er hægt að breyta og að öll getum við lifað í sátt og samlindi laus


3.tb 2012

Félag ungra Framsóknarmanna Félag ungra Framsóknarmanna í Reykjavík samanstendur af frjálslyndu miðjufólki sem eiga þá skoðun sameiginlega að hinn gullni meðalvegur sé alltaf líklegastur til árangurs. Í stað þess að horfa til fortíðar er horft fram á veginn. Þar bíða verkefni sem takast þarf á við án þess að beita gömlum kreddusetningum bókstafstrúarmanna til hægri eða vinstri. Erlendar stjórnmálakenningar sem oft hljóma líkt og einfaldar töfralausnir hafa ekki virkað hingað til á Íslandi og ekkert bendir til þess að breyting verði þar á. Til hægri og vinstri má þó finna margar nothæfar hugmyndir. Ungt framsóknarfólk vill hafa frelsi til þess að líta til beggja hliða enda teljum við það einu leiðina til þess að komast að vel upplýstri og skynsamlegri niðurstöðu. Bestu hugmyndinni ber að beita eftir því sem við á til að bregðast við hinum ýmsu viðfangsefnum þjóðfélagsins sama undir hvaða stjórnmálakenningu

hún flokkast. Ungt framsóknarfólk veit að einstefna mun aldrei leiða til árangurs. Ungt Framsóknarfólk berst fyrir mannréttindum, virðingu fyrir einstaklingnum og fjölskyldunni. Við höfnum hvers konar mismunun sem gerir greinarmun á fólki t.d. eftir kynþætti, kynferði, tungu, trú, þjóðerni, kynhneigð, búsetu eða stjórnmálaskoðunum. Við munum ávallt verja skoðana- og tjáningarfrelsi, trúfrelsi og friðhelgi einkalífs. Við viljum skynsamlega og sjálfbæra nýtingu á gæðum jarðar sem skaði ekki hagsmuni komandi kynslóða. Við teljum að allar innlendar náttúruauðlindir skuli óskorað lúta íslenskri stjórn. Við teljum það til grundvallarréttinda að fólki verði gert kleift að velja sér búsetu þar sem það kýs. Greiðar samgöngur, alhliða fjarskipti, fjölbreytt atvinnutækifæri, fjölþætt framboð menntunar.

Þessir þættir eru meðal þeirra sem ungt Framsóknarfólk í Reykjavík hefur að leiðarljósi. Á næstu mánuðum mun kosningabaráttan fara af stað fyrir alvöru sem gerir starf komandi vetrar afar spennandi. Þessa dagana er verið að móta dagskrána og skipuleggja viðburði sem verða kynntir á Facebook síðu félagsins, facebook.com/FufRvk á næstunni. Snædís Karlsdóttir, Reykjavík

formaður

FUF

í

Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu er stærsta svæðisfélag Ungra vinstri grænna, sem er ungliðahreyfing Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Aðild að félaginu eiga þeir félagar í VG sem eru 30 ára og yngri og eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu eða kjósa að starfa með félaginu. Félaginu er ætlað að vera umræðu- og samstarfsgrundvöllur félaga sinna og að vinna að baráttumálum UVG á umræddu svæði. Starfið er bæði fjölbreytt og fræðandi. Félagar koma saman einu sinni á ári þegar aðalfundur er haldinn og ræða sín á milli lagabreytingar og hin ýmsu pólitísku og menningarlegu dægurmál, gefa út ályktanir og kjósa félaginu stjórn sem að stýrir starfinu á milli aðalfunda. Heldur stjórnin þá reglulega opna málefnafundi yfir árið, en einnig aðrar tegundir viðburða eftir því sem hugmyndaflug stjórnar leyfir. Má þar nefna frá síðustu árum nýliðakvöld, tónleika, hreyfimyndakvöld og mótmæli. Stjórnmálaflokkar eru í eðli sínu samvinnuhreyfingar – þeir eru samvinnugrundvöllur fólks til að vinna að ákveðinni sameiginlegri meginstefnu

sem hver flokksfélagi er þó ekki endilega sammála í öllum smáatriðum. Vinstrihreyfingin tekur þessa hugsun alla leið – hún sameinar fylgjendur fjögurra hugmyndafræðilegra stefna í eina hreyfingu. Innan flokksins kallast þessar stefnur grunnstoðirnar fjórar: lýðræðislegur sósíalismi, hugmyndin um að allir í samfélaginu eigi að hafa jafnan rétt, tækifæri og kjör, femínismi, sú skoðun að enn halli á konur í samfélaginu og því verði að breyta, umhverfisvernd, að við verðum að vernda náttúruna fyrir ágangi af manna völdum, og hernaðarandstaða, baráttan gegn vopnvæðingu og hernaðaríhlutun alþjóðlegra afla og sú trú að stríð leysi engin vandamál. UVG berjast enn fremur fyrir almennum mannréttindum, aðskilnaði ríkis og kirkju, úrsögn Íslands úr NATÓ og að Ísland haldi sig utan ESB. Stefnuskrá UVG er í of löng til að gera henni almennileg skil hér, en hægt er að nálgast hana á heimasíðu hreyfingarinnar, www.vinstri.is . UVGh leggja sig svo enn fremur fram um að fjalla um mál sem varða höfuðborgarsvæðið sérstaklega. Á þeim

tveimur árum sem ég hef setið í stjórn UVGh höfum við beint athygli okkar að lökum aðstæðum íslenskra stúdenta, síversnandi þjónustu og hækkandi gjaldskrá Strætó, gölluðu húsaleigukerfi, sameiningu höfuðborgarsvæðisins og stutt dyggilega Félag múslima á Íslandi í baráttu sinni fyrir að reisa mosku í Reykjavík. Ég vil enda þessa stuttu kynningu á að skora á alla að kynna sér allar stjórnmálahreyfingar, enda er þekking á sem flestum sjónarmiðum forsenda fyrir öflugri gagnrýnni hugsun og málefnalegri skoðanamyndun. Fylgjast má með og taka þátt í starfi UVGh á netinu eða með því að mæta á þá viðburði sem hreyfingin stendur fyrir. Formaður Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu, Gísli Garðarsson

11


Viljinn

12


3.tb 2012

Erum við öll bara Facebook svona mikið fassjón? statusar Hvítir Converse, Timberland skór, earcuffs, krossar, hauskúpur, prjónapeysur, gegnsæir bolir, discopants, gallastuttbuxur, studs, pils sem er stutt að framan en sítt að aftan og skyrtur. Kannastu við þetta?? Áttu kannski meirihlutann af þessum hlutum?? Því ég á allt þetta (nema Gunnhildur discopants hehe) ásamt meirihluta Jónsdóttir 6F stelpnanna í Verzló. Ég hef mikið verið að pæla í þessu núna upp á síðkastið, af hverju erum við allar næstum því eins. Það eru jú allir flottir og sérstakir á sinn hátt en þegar ég labba um skólann og fer að pæla í klæðnaði stelpnanna þá er ekki hægt að taka EKKI eftir þessu. Allir þessir hlutir eru í tísku, ég geri mér fullkomlega grein fyrir því en það kemur mér bara svo á óvart hvað það eru fáir sem þora að synda virkilega á móti straumnum og fylgja algerlega sínu eigin höfði. Eitt besta dæmið um þetta finnst mér vera lokaballið sem var núna í byrjun sumars. Ég er ekki að grínast þegar ég segi að helmingurinn af stelpunum voru í pilsum sem voru stutt að framan og síð að aftan. Ég er samt ekki að tala um að þið eigið að gerast hipsterar, þeir eru verstir. Þeir reyna það mikið að synda á móti straumnum að þeir enda allir eins. Nú hef ég verið að hugsa, “nei núna fer ég mínar eigin leiðir, ætla sko ekki að vera eins og hinir,” en svo kemur maður inn í búðirnar og það sem mér finnst flott, finnst öllum hinum stelpunum líka flott og ekki ætla ég að fara að kaupa mér ljót föt bara til að vera öðruvísi. Það er ótrúlegt hvað tískustraumarnir festast inni í hausnum á manni og smekkurinn breytist. Ég get alveg sagt ykkur hvernig stelpurnar verða klæddar næsta skólaárið. Það verður allt útí “flatforms” skóm, stórum gallajökkum, stórum víðum bolum og pilsum og Dr.Martens skóm. Ég er ekki að segja það af því ég held ég sé einhver “tískuspekingur” heldur eru þær þó nokkrar stúlkurnar byrjaðar að klæðast þessu og það eiga bara fleiri eftir að bætast í hópinn, sjálf var ég að kaupa mér Dr. Martens skó, sorry memmig!!!! Strákarnir eru þó alls ekki skárri, þvert á móti. Hvítir converse skór, Nike high-tops, derhúfa, buxur sem eru svona einhvernveginn þrengdar niðri, háskólapeysa með einhverju cool prenti á. Þetta allt lýsir þessum týpíska verzlógaur, samt eru þeir auðvitað ógeðslega flottir á sinn hátt. Við verzlingarnir erum samt ekkert ein í þessu. Við vitum öll hvernig MS-ingarnir og MH-ingarnir eru, svo auðvitað þessar lopapeysur í MR. Aðal ástæðan fyrir þessu tel ég vera á hversu litlu landi við búum og hversu lítið úrval af fötum er í boði. Maður tekur strax eftir því erlendis í fjölmennu landi hvað tíska og menning er mun fjölbreyttari heldur en hér á landi. Ef maður fer í helgarferð til Kaupmannahafnar eða London þá sér verða kannski max 6 skinkur og 5 hipsterar á vegi manns svo er restin bara einstaklingar sem fylgja algerlega sinni eigin sannfæringu þegar það kemur af fatavali. Það sem við þurfum að gera er að þora meira, ekki hugsa um það sem öllum öðrum finnst, heldur hvað þér finnst flott og hver þinn stíll er.

Bjarki Lillendahl

Tók óvart einn hinseginn með mér heim, en það er alltílagi, ég tækla það bara eins og allt annað #yolo

Sverrir Sigurðarson

You don’t love me, you just love my doggystyle

Hilmar Steinn Gunnarsson

Heimsótti Virgin Islands áðan, þeir heita bara Islands núna, hehe

Kolfinna Líf Pálsdóttir

Er kökudagur á morgun eða ekki??

Sigurður Þór Haraldsson

Ýttu á like ef þú vilt að buddah opni aftur :D!

Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir

Brennd eftir bekkinn! Djamm á morgun, þarf að vera sæt fyrir það!! HELLAÐ

Sigurður Gísli

Fór í nýju fötin sem ég keypti í morgunn í Zöru og fólk hætti ekki að kalla “Beckham” á eftir mér í hagkaup í dag hehe

Daníel Pálsson

Var að greiða mér áðan og fann hvítt hár!! Kallinn er að breytast í silfurref

María Gyða Pétursdóttir

eruð þið ekki að grínast hvað ég er með flottari rass en Kim Kardashian og J-Lo

Hrafnkell Ásgeirsson

Hitti Russel Crowe í 10-11 áðan að kaupa sér nammi, stundum að eiga síma með myndavél.

Díana Dögg Gunnarsdóttir

hvað er ég spennt að byrja í skólanum? Tilíetta dingding woopwoop! #6D #Verzló #elst

Katrín Rós Gunnarsdóttir

Var að detta í hús @MARMARINN

13


Pantaðu pizzu á www.dominos.is Verzlingar fá 25% afslátt af pizzum, meðlæti og gosi ef þeir panta á netinu!* Sláðu inn kóðann VERSLOPIZZA25 *Gildir ekki með tilboðum.


3.tb 2012

Hvað er að frétta? er fastur liður hér í Viljanum þar sem við munum tékka á stöðunni á gömlum Verzlingum sem náðu heimsfrægð innan veggja skólans þau fjögur ár sem þau stunduðu nám hér. Sá fyrsti sem við fáum að heyra í er enginn annar en sjálfur Bjarki Bóasson, oftar en ekki þekktur sem Bjarki Bjé. Ef þú ert fædd/ur árið ‘95 eða ‘96 ertu ógeðslega óheppin/n. Aðallega af því að þú gast ekki verið eitt af busafórnarlömbum Bjarka en líka því þú misstir af stofnun einnar merkustu nefndar skólans, Spyrnu. Spyrna var nefnd og stolt okkar Verslinga. En hvar er Bjarki núna? Við höfðum samband við þann mikla mann og tékkuðum á því. Jæja Bjarki minn. Byrjum á einni laufléttri, ASK? Bjarki Bóasson, 108 Reykjavík og ég er kvenkyns. Hvað gerðir þú í sumar? Ída Pálsdóttir 6A Ég var bara að vinna og fór tvisvar sinnum til útlanda. Einu sinni með handboltanum til Svíþjóðar að þjálfa og svo með handboltanum til Spánar að keppa. Svo auðvitað á þjóðhátíð! Hvernig var á þjóðhátíð og hvað voru sleikarnir margir? Það var mjög gaman og sleikarnir voru núll. Núú! Áttu kannski kærustu? Neib Hvern hefði grunað?? Hvernig myndiru lýsa þér í 4 orðum? Ömurleg spurning. En ókei. Ég er vinur vina minna (þetta er víst eitt orð), góðhjartaður, skemmtilegur og fallegur. Alltaf í boltanum? Jájá. Ég er reyndar búinn að vera meiddur og eitthvað svoleiðis. Maður er svona að banka á dyrnar hægt og rólega. Hver er ástæðan fyrir því að Versló varð fyrir valinu back in the days? Sko, ég ætlaði alltaf í MR. Það var alltaf númer 1, fara í MR og vera bara rosa gáfaður. Ég var víst voða gáfaður í grunnskóla, en það klikkaði eitthvað í 10unda bekk. Þannig ég ákvað að reyna bara við Verzló því það var rétt hjá þar sem ég bý og margir vinir mínir á leiðinni þangað. Sem var væntanlega besta ákvörðun lífs hans. Hver heldur þú að ástæðan sé fyrir frægð þinni í Verzlunaskólanum? Ég er auðvitað rosalega opin manneskja og finnst gaman að kynnast nýju fólki. Ekkert feiminn við að tjá mig eða tala við aðra og koma mér á framfæri. Nú ert þú í íþróttafræði í Háskólanum í Reykjavík, hvernig er stemningin þar? Ógeðslega gaman. Mikið af skemmtilegu fólki og fólk á sama leveli og maður sjálfur. Á skalanum 1-12 hversu mikið saknaru Verzló? Alveg 11. Þetta voru örugglega bestu ár lífs míns.

Á skalanum 1-12 hversu mikla vinnu lagðiru í Spyrnu? Núll. Hvað var skemmtilegast í Verzló? Úff svo margt. Allir viðburðirnir, Nemó, böllin og allt það. Svo fannst mér eiginlega bara skemmtilegast að vera í skólanum. Hádegishléin, það var alltaf eitthvað í gangi, spjalla við fólk og svona. Og auðvitað Spyrna. Nóg að gera þar. Stendur mjög hátt upp úr. Hvað var leiðinlegast í Verzló? Það mun örugglega vera á fyrsta árinu mínu, þegar ég var í skólanum 8-4 samfleitt. Ég sakna þess ekkert. Uppáhalds kennari? Ég verð að segja Sigurður Eggertsson, því ég er að æfa með honum handbolta. En af því hann kenndi mér aldrei þá ætla ég líka að segja Tommi Bergs. Hann er stórmeistari og enginn sem kemst nálægt honum.

Sem trailer-legend, hvernig helduru að það gangi að blanda saman íþróttafræðinni og trailer-framanum? Gaman að þú spurðir. Ég var einmitt að hjálpa til við tónlistamyndband í HR. Ég var að leika og það gekk bara svona rosa vel. Var að synda í sjónum og fékk rosa góðar móttökur. Var valinn besti leikarinn. Svo leiklistaferill er kannski eitthvað sem þú munt íhuga í komandi framtíð? Nee, ég veit það nú ekki. Það var aðallega verið að gera grín af mér. En var ekki Spyrna líka svoleiðis? Ég kann ekkert að leika. Fólk hefur bara gaman að því að gera grín að mér.

Eftirminnileg stund í Versló? Þegar Tommi Bergs borðaði nestið mitt. Sleikmet á balli? Það var á öðru ári þegar ég tók létta keppni við Örn Ágústsson. Ég vann með 9oghálfum - fékk koss á munninn frá Ingibjörgu dönskukennara en tel það sem hálfan. Sjomli. Hvar sérðu sjálfan þig eftir 10 ár? Með konu og fullt af börnum í einhverri skítugri blokk í Breiðholti að leita mér að einbýlishúsi. Hver er þín versta martröð? Ég er rosa mikill bílamaður og ég óttast mest að bíllinn minn verði hurðaður eða keyrt á hann ef ég legg nálægt öðrum bílum. Ásamt því að lokast inn í litlu herbergi. Ég er með bilaða innilokunarkennd. Eðlilegt svar. Einhver ráð fyrir litlu busagreyin? Bjarki svaraði þessari spurningu eitthvað í þá áttina að busar ættu ekki að vera hræddir við að tjilla á Marmaranum og eitthvað svona en það er bara bull og vitleysa sem engir busar eiga að hlusta á.

15


Viljinn

Stjórnarnefndir Nemendafélag Verzlunarskóla Íslands samanstendur af sjö stjórnarnefndum og aragrúa af litlum nefndum sem eiga öll sinn þátt í að gera félagslífið

sem fjölbreyttast. Formaður hverrar stjórnarnefndar situr í stjórn nemendafélagsins ásamt forseta og féhirði. Í lok skólaársins er haldin kosningavika þar sem 5. bekkingum gefst tækifæri á að bjóða sig fram í stjórnarembætti. Síðan geta allir boðið sig fram í nefndirnar sjö og komast fjórir inn á kosningum. Nefndirnar sem þá hafa myndast halda viðtöl þar sem öllum stendur til boða að spreyta sig og eru 2-3 teknir inn.

Féhirðir og forseti

Íþróttafélagið

Listafélagið

Verzlunarskólablaðið

Nemendamótsnefnd

Skemmtinefnd

Málfundafélagið

Viljinn

Ritari Stjórnar

Forseti er oddamaður stjórnar og sér um skipulagningu félagslífsins í heild. Hann er milliliður skólastjórnar og nemenda. Forsetinn hefur yfirumsjón með öllu er snertir N.F.V.Í Þess á milli er hann upptekinn af því að vera sætur og líta út eins og Nathan í One Tree Hill. Nóg að gera! Féhirðir skal hafa fjármál félagsins á hendi og úthluta fé til nefnda félagsins. Hann hefur umsjón með fjármálum allra nefnda og klúbba sem starfa innan nemendafélagsins. Hann þarf að hafa fengið yfir 9 í öllum stærðfræði-og bókfærsluáföngum.

Verzlunarskólablaðið er einskonar árbók okkar Verzlinga og ætti í raun að heita Verzlunarskólabókin. Þar er dregin upp mynd af skólalífinu og þeim anda sem í skólanum ríkir hverju sinni. Þetta er gripur sem þið komið til með að eiga alla ævi. Nefndin gefur einnig út Snobbið, sem var glæsilegra í ár en nokkru sinni fyrr.

16

Tilgangur nefndarinnar er að gefa nemendum kost á að æfa sig í ræðumennsku og frásögn. Félagið styrkir einnig málefnalega umræðu í skólanum og stendur fyrir málfundum, ræðukeppnum, VÍ-mr deginum og fleira. Einnig er það þeim að þakka að þú fáir þessar geggjuðu Verzlópeysur í ár!

Þau sjá um íþóttamál innan skólans og íþróttatengda atburði á starfsári sínu. Golfmótið, fótboltamótið, skíðaferðin og margt fleira eru atburðir á þeirra vegum sem allir geta tekið þátt í. Íþróttavikan sjálf er haldin í október stútfull af uppákomum. Skemmtilegt er að segja frá því að allir meðlimir félagsins eru afburða íþróttamenn, nema Hlynur.

Hlutverk nefndarinnar er að undirbúa og halda nemendamót Verzlunarskóla Íslands. Nemó setur upp stærsta og flottasta söngleik landsins. Á hverju ári velur nefndin ný verk og setur upp. Einnig sjá þau um Nemóballið sem er sama dag og frumsýning Nemóleikritsins. Nemó dagurinn er skemmtilegasti dagur lífs þíns.

Nefndin sér um að gefa út þetta blað, lítið annað.

Listafélagið sér um að setja upp stórglæsilegt leikrit í bláa sal skólans sem veitir nemendum ódýra og magnþrungna skemmtun. Í því er mikil áhersla lögð á leiklist, búningahönnun og frábæra sviðsmynd. Leikritið er frumsýnt 2. nóvember og verður sérstök Listó-vika í tilefni þess. Þá verða öll korters- og hádegishlé uppfull af lífi og list á marmaranum. Listó sér einnig um Valentínusarvikuna í sameiningu við skemmtinefnd. Í ár mun nefndin einnig stofna danshóp fyrir áhugasama. KLIKKAÐ ekki satt?

Hlutverk nefndarinnar er að sjá um flottustu söngvakeppni landsins, VÆLIÐ. Vælið er flottara en undankeppni eurovision og söngkeppni framhaldsskólanna til samans. Þau sjá einnig um fleiri atburði eins og lazertag mótið, ,,busunina”, valentínusarvikuna og fleira.

Hlutverk hans er að sjá um ritun fundargerðar á Stjórnarfundum. Á þessum fundum skal síðan ritarinn fara með lítinn leikþátt til þess að skemmta stjórninni og þarf hann alltaf að vera með brandara á reiðum höndum.


3.tb 2012

Minni nefndir Minni nefndir nemendafélagsins eru 25 talsins í ár. Eftir kosningarvikuna þegar stjórnarnefndirnar hafa myndast þá eru haldin viðtöl fyrir þá sem vilja gerast formenn neðantaldra nefnda. Formennirnir halda síðan önnur viðtöl og taka inn allt að 8 manns inn í nefndina. Í ár gefst nýnemum tækifæri til þess að komast inn í þessar nefndir (hversu geggjaðan forseta eigum við!?). Við mælum því með að þið lesið vel starfslýsinguna, finnið eitthvað við ykkar hæfi og komið í viðtöl sem verða auglýst mjög fljótlega.

NFVI TV

Marmarinn

Lögsögumenn

12:00

Kvasir

Harmónía

Ívarsmenn

Ljóslifandi

Baldursbrá

Nefndin fylgist með hvað er fréttnæmt af nemendum skólans og fjalla um litla sem stóra atburði á vegum NFVÍ. Fréttirnar birtast inn á nfvi.is fljótlega eftir viðburðinn á bæði á texta og myndbandsformi svipað og MBL sjónvarp.

Hlutverk nefndarinnar er að gefa út frétta- og skemmtiþáttinn 12:00 sem byggir jafnt á leiknu efni sem og efni teknu upp á viðburðum skólans. Þessir þættir eiga það til að vera fyndnir, líkt og mennirnir hér fyrir ofan.

Hlutverk nefndarinnar er að spila tónlist á atburðum nemendafélagsins sem og í hléum á marmara ásamt fleiri tónlistartengdum verkefnum. Þá eru sem sagt komnar 3 nefndir sem sjá um tónlist á marmaranum.

Nefndin sér til þess að tíðar uppákomur og nóg af sófum séu á marmaranum. Tónlist, uppistand og svo framvegis. Nefndin sér líka um að skipuleggja þemadaga og vikur. Sögur fljúga um að indverskir fimmtudagar séu í uppsiglingu.

Hlutverk nefndarinnar er að gefa út frétta- og afþreyingarblaðið Kvasi. Kvasir kemur út 2-3 á önn og mun stytta þér stundirnar í tímum. Dagarnir sem Kvasir kemur út eru góðir dagar.

Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja stuttmyndasamkeppnina Ljósið og kvikmyndahátíð í tengslum við það. Skemmtileg staðreynd: Ljósið var eitt sin haldið í Háskólabíó, hvernig væri að endurvekja það?

Hlutverk Lögsögumanna er að stjórna klappliði skólans ásamt því að stjórna röðum í miðasölur á hina ýmsu atburði innan skólans. Þau eru ófeimin við að styðja við bakið á sínum skóla, hika ekki við það að öskra úr sér lungun á Gettu Betur og Morfís keppnum og eru fær um að að veita stuðningsliðinu þá forystu sem það þarf. Það hafa allir lítinn lögsögumann í sér.

Gefur út slúðurhefti nemendafélagsins. Mikil spenna samblandin ótta ríkir í kringum útgáfu Harmóníu en enginn veit hvenær blaðið kemur út. Það er ekki fyrr en einn dag sem blaðið liggur á borðinu þínu og búið er að uppljóstra öllum þínum gjörðum.

Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja lagasmíðakeppnina Demó og tónlistarhátíð í tengslum við það. Auk þess hefur Baldursbrá yfirumsjón með útgáfu geislaplötu með tónlist nemenda.

17


Viljinn

Vefnefnd

Hljómsveitin

Vídeónefnd

Ljósmyndanefnd

Auglýsingaráð

Nördafélagið

Hlutverk nefndarinnar er að hanna og setja upp vef Nemendafélagsins, halda honum við og sjá um tæknileg mál honum tengd. Í ár kynntu þessir snillingar til sögunnar NFVÍ appið, sem er algjör snilld.

Hlutverk nefndarinnar er að sjá um ljósmyndun fyrir atburði nemendafélagsins sem og á völdum atburðum. Þetta er fólkið sem þú vilt forðast á böllum, þau eru mjög snjöll í að festa sleika á filmu.

Hlutverk ráðsins er að útbúa auglýsingar og vekja á annan hátt athygli á atburðum nemendafélagsins svo tekið sé eftir í skólanum.

Hlutverk nefndarinnar er að sjá um upptöku og myndbandsvinnslu fyrir nemendafélagið. Er þar með talin klipping og eftirvinnsla.

Hlutverk nefndarinnar er að sjá um skipulagningu LAN móta á vegum NFVÍ. Þá hittast nördar skólans og ,,lana” heila nótt samhliða því að skoða kellingar.

DGH

Útvarpið

GVÍ

VerzlóWaves

Grillnefnd

Markaðsnefnd

Hlutverk nefndarinnar er að setja upp og vinna ýmsa útgáfu á vegum nemendafélagsins svosem miða, veggspjöld, bæklinga og blöð.

Hlutverk nefndarinnar er að sjá um skipulagningu VerzlóWaves tónlistarhátíðarinnar. Þá stíga á stokk landsþekktir listamenn á marmarann. Þú þarft ekkert Airwaves þegar þú hefur VerslóWaves.

18

Hlutverk hljómsveitarinnar er að spila lifandi tónlist á atburðum nemendafélagsins, í hléum á marmara og við önnur tækifæri eftir því sem þurfa þykir.

Hlutverk nefndarinnar er að sjá um uppsetningu og skipulagningu útvarpsins. Það eru tvær útvarpsvikur á ári og þá býðst þeim sem vilja að vera með sinn eigin útvarpsþátt. Þættirnir fara útí hina mestu vitleysu fram eftir nóttu sem er erfitt að slíta sig frá. Útvarpsvikan er svefnlítil vika.

Sér um að grilla á ýmsum atburðum á vegum nemendafélagsins. Sama dag og þetta blað kemur út verða þau á marmaranum að gefa pulsur, hversu góð nefnd!

Hlutverk nefndarinnar er að sjá um styrkjasöfnun, undirbúning og skipulagningu áheitadags NFVÍ. Í GVÍ vikunni láta margir plata sig útí allskyns vitleysu sem gaman er að fylgjast með. Peningurinn rennur síðan allur til góðs málefnis.

Þetta er uppháldsnefnd Viljans. Hún sér um að gefa út nemendaskírteinin samhliða því að gera samninga við fyrirtæki og fá monnís í nemendafélagið.


3.tb 2012

Hagsmunaráð

Hlutverk ráðsins er margþætt en helsta hlutverk þeirra er að standa vörð um hagsmuni nemenda skólans og beita sér fyrir umbótum í kennslumálum. Við mælum með að þið lesið lög N.F.V.Í og kynnið ykkur starfsemi Hagsmunaráðs.

Embætti Gabríels

Gabríel hefur það hlutverk að leika á tilkynningartrompet N.F.V.Í hvenær sem forseti félagsins kemur opinberlega fram. Og nei kæru busar, þetta er ekki grín.

Rjóminn

Í ár verður Rjóminn endurvakinn eftir margra ára dvala. Nefndin gefur út fjóra þætti yfir skólaárið með allskyns skemmtilegu efni. Í raun veit enginn hvað er í vændum en við munum komast að því 27.september!

Kórnefnd

Í ár verður kórinn endurvakinn. Nú þegar hafa yfir 200 manns skráð sig til leiks. Kórinn æfir tvisvar í viku og kemur til með að ferðast um landið í alvöru kórferðir.

Sigurvegar þemakeppni Viljans Litlu greyin í Málfundafélaginu fengu ekki símanúmerin sín birt í Snobbinu í ár. V79, eins og svo oft áður með allt lóðrétt niður um sig. Málfó hlítur því vinninginn fyrir að gefast ekki upp. Í verðlaun fá þau pizzaveislu frá Dominos. Til hamingju Málfó!

Listó hópurinn Unnur Rún, Jakob Daníel, Aron Már, Ásgrímur og Bára Lind mynda leikhóp listóleikritsins í ár. Alls mættu 30 manns í prufur og eftir stóðu þessir fimm snillingar. Viljinn óskar þeim innilega til hamingju!

19


Viljinn

Ólympíufarinn Verzlingurinn og sundkappinn Anton Sveinn McKee fór á Ólympíuleikana í London frá 27.júlí til 12.ágúst. Anton keppti í 400m fjórsundi og 1500m skriðsundi og stóð sig með stakri prýði. Við fengum að spyrjast fyrir um ferðalag hans til London. Það má segja að Anton hafi fæðst syndandi, sjálfur segir hann að sundáhuginn hafi kviknað í sundferðunum sem hann fór í með foreldrum sínum frá unga aldri. Hann byrjaði að æfa sund 5 ára gamall og hefur ekki getað slitið sig lausan frá því síðan. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir

Steinn Arnar Kjartansson

Kristín Hildur Ragnarsdóttir

Hvað innbyrðir Ólympíusundmaður margar hitaeiningar á dag? Það er mjög misjafnt. Næringarráðgjafi ráðlagði mér að borða minnst 6000 hitaeiningar á dag og reyni ég að fylgja því. Ég fer sjaldan yfir 7000 hitaeiningar og reyni að borða eins hollt og ég get.

Aldur: 18 ára Afmæli: 18.des Dýr: Husky (hundategund) sem ber nafnið Hríma Hjúskaparstaða: Lausu Uppáhalds matur: Kjúklingabringur hjá mömmu.

20

Hvað fer mikill tími í sund á viku? Í kringum mót og keppnir þá æfi ég mest 26 tíma á viku. Það fer samsagt alltaf einn og hálfur tími í morgunæfingar, síðan tvegga og hálfs tíma kvöld æfingar. Síðan er þriggja tíma æfing á laugardögum og einnig er stundum bætt við eins og hálfs tíma lyftingum fyrir kvöldæfingarnar á virkum dögum.


3.tb 2012 Pissaru í laugina? Já, því miður hef ég gert það. Mér þykir það samt mjög ósmekklegt og geri það ekki að vana mínum. Hvað gerir fólk sem pissar í laugina í frítíma sínum? Ég hef gaman að folfi (frisbígolfi) og sjósundi á sumrin en það gefst ekki mikill tími fyrir mikið annað en sundið og skólann. Nú ert þú uppáhalds íþróttamaðurinn okkar en hver er þinn? Ég lít mikið upp til Ryan Lochte innan sundsins en yfir allt er það Usain Bolt. Það er aðallega vegna þess hversu svalur hann er. Ég sá hann labba inn í matsalinn í Ólympíuþorpinu umvafinn fjórum lífvörðum og það fór ekki á milli mála að hann átti gjörsamlega herbergið. Hvað var Ólympíuþorpið stórt? Þetta var svona smáíbúðahverfi sem má helst líkja við Breiðholtið og voru 20.000 manns hýstir þarna. Það tók ca. 11 mínútur að hlaupa í kringum þorpið. Var stemning í þorpinu? Mjög svo, við Íslendingarnir héldum okkur mest saman. Það var gaman að geta dottið í spjall við Guðjón Val, Óla Stef og fleiri afburða íþróttamenn. Keppnisandinn innan þorpsins var síðan ólýsanlegur. Hver var svo heppin/n að vera herbergisfélagi þinn á Ólympíuleikunum? Jakob Jóhann Sveinsson sem keppti einnig í sundi og hefur keppt þrisvar sinnum áður á Ólympíuleikunum. Ert þú þessi týpíski íþróttamaður sem þarf að gera alla sömu rútínuna fyrir keppnir, jafnvel setja fyrst á þig sundhettuna áður en þú ferð í skýluna? Ég reyni að vera eins lítið hjátrúafullur og ég get en það er eins og allir hafi sínar hefðir. Ég t.d. smakka alltaf laugina fyrir keppni, hita síðan upp og reyni að slaka á eins mikið og ég get.

Fyllist maður ekki stressi við það að labba að sundlauginni og yfir 50 milljónir manna eru að fylgjast með? Jú alveg fáranlega mikið. Ég reyndi að ná mér niður eins og ég gat en það var mjög erfitt, sérstaklega þar sem fyrsta greinin mín var fyrsti riðill í fyrstu greininni í sundi á leikunum. Hef aldrei verið jafn stressaður á ævinni. Í miðri keppni, er þá hægt að fylgjast með hvar aðrir keppendur eru staddir eða kemur það bara í ljós í lokin? Já það er hægt og þá sérstaklega í skriðsundi. Síðan fær maður tækifæri í snúningnum til þess að líta í kringum sig. Nú ertu búin að afreka það að fara á fyrstu Ólympíuleikana, er stefnan sett á þá næstu? Já, vægast sagt! Í ár var eina markmiðið að komast í Ólympíuhópinn. Fyrir næstu leika verður markið sett hærra, vonandi að ná A-riðli. Ég hef verið að hvíla núna síðan leikarnir kláruðust og hef ekki farið í sund síðan ég kom heim. Ég ætla að eyða tíma með vinum mínum og hafa gaman síðan fer allt á fullt í æfingar fyrir Ríó. Á skalanum 17-43 hversu ánægður ertu með gulleplið? 43 allan daginn þar sem ég elska nýju matbúð, bæði starfsfólkið og maturinn sem er í boði þarna er til fyrirmyndar. Núna gerir maður sér grein fyrir því hversu rosalega óhollt þetta var hjá fyrrverandi rekstraraðilum í gömlu matbúð. Orðið á götunni er að Ólympíuleikarnir séu eitt stórt kynsvall, er eitthvað til í því? Tja, maður var kannski að koma úr bænum eftir keppni og þá tók ég alveg eftir fólki sem var að para sig saman og á leiðinni heim. Þetta var samt ekki eins mikið og fjölmiðlarnir voru að láta uppi. Samt alveg vandræðileg stemning í lyftunni þegar að turtildúfur voru á leiðinni upp á herbergi.

Ég t.d. smakka alltaf laugina fyrir keppni,

Við þökkum Antoni Sveini kærlega fyrir viðtalið og óskum honum alls hins besta í sundinu.

Fyrir næstu leika verður markið sett hærra, vonandi að ná A-riðli.

21


Viljinn

Hvað er betra en að fá sér eina dunmjúka og ilvolga háklassa samloku á sunnudagsmorgni eftir annasama og erfiða helgi? Ég held bara ekki neitt! Tvíeykið Cookin Cocks kennir ykkur réttu handtökin við gerð samlokunnar sem mun bráðna upp í munni þér. Nú er það bara að njóta og upplifa!

Skref 1

Skref 2

MMMMM.....

Skref 3

Innihald Skref 4

Skref 5

3 ostsneiðar

5 sneiðar beikon

Skref 6

Piparostur

6 sneiðar pepperoni

Allar sósurnar í ísskápnum 1 hamborgari

2 sneiðar roastbeef 4 brauðsneiðar

2 sneiðar skinka Kál

1 egg Skref 1: Grillið tvær klassískar samlokur með skinku og osti. Smá smjör ofan á brauðið gefur fallegan gljáa. Skref 2: Steikið beikon, egg og roastbeef. Leggið það til hliðar í smá stund. Skref 3: Steikið hamborgara með osti OG piparosti. Skref 4: Takið eina af klassísku samlokunum og smyrjið með sósum, helst nóg af þeim. (við mælum með sinnepi og majónes). Skref 5: Tómatur, kál, beikon, egg, roasbeef, hamborgari og allt sem hugurinn girnist er síðan raðað vandlega á. Skref 6: Hin klassíska samlokan er lögð ofaná (helst með smá auka majó) og pinna stungið í gegn. 22

Skref 7: Njótið.


3.tb 2012

sem varð að alvöru Haustið 2010, þegar ég var að byrja í 4 bekk, fengum við það verkefni að skrifa ádeilugrein í íslensku sem birst gæti í blaðinu. Við áttum að skrifa um eitthvað hitamál sem væri okkur mikilvægt eins og t.d. að við vildum fleiri hjólastíga í borgina, bætt mataræði, taka aftur upp samræmd próf o.s.frv. Upp kom eilítill ágreiningur á milli mín og kennarans, ekkert Elísabet alvarlegt þó, en ég ákvað að rugla með þessa Ólafsdóttir 6A blaðagrein. Ég ákvað að skrifa virkilega absúrd grein um einhverja algjöra þvælu. Upp kom sá dagur að við myndum fá ritgerðirnar aftur í hendurnar. Ég undirbjó mig andlega undir skítkast þegar ég arkaði upp að kennaraborðinu. Þvert á móti var ég hrókur alls fagnaðar hjá eftirfarandi kennara, fékk hæstu einkunn og fannst honum greinin frábær og ég ætti að birta hana. Hvað í fjandanum hugsaði ég með mér og settist aftur í sætið eftir að hafa sótt greinina til hans. Síðastliðin tvö ár þegar ég hef þurft að skrifa ritgerðir bæði í prófum og tímum hef ég alltaf skrifað eins steikta hluti og ég mögulega get. Believe it or not, það virkar alltaf og ég fæ alltaf góða einkunn fyrir. Ef þið eruð léleg að skrifa ritgerðir elsku Verzlingar, setjið ykkur í kaldhæðnis stellingar og bullið þið eins og enginn sé morgundagurinn, það virkar. Hér er greinin:

Teflum út viskunni Fólk veltir því oft fyrir sér hversu lítil eða mikil viska unglinga er. Ég er 22ja ára tiltölulega, nýútskrifaður úr Verzlunarskóla Íslands. Ég tók eftir því á minni skólagöngu að félagslífið í skólanum snerist mikið um gamansama hluti og keppnisskapið var allsráðandi í öllu, sem er jákvætt. Þrátt fyrir það snúast framhaldsskólakeppnir ekki mikið um að efla heilann nema fyrir þá rúmlega tíu nemendur sem taka þátt í þesskonar keppni. Mér finnst það mjög nauðsynlegt að hinir nemendurnir fái einnig að efla sína visku. En þá þurfum við að finna þá visku. Jú viskuna er hægt að finna í skákinni! Ég er löngu búinn að setja stopp á tilgangslausa íþróttatíma sem ég gekk í gegnum alla mína skólagöngu og ég hreyfði mig aldrei af viti í þeim. Af hverju ekki að breyta til og gera þetta að hugarleikfimitímum. Þá gætu þeir farið fram með afli skákarinnar og goðsagnir hennar eins og Ásbjörn Sigursveinsson gætu mætt reglulega og kennt Verzlunarskólanemum að draga fram taflborðið. Nemendur væru komnir með uppröðina á mannganginum á smástund. Æfingar væru harðar og ég er viss um að stemningin myndi verða rosaleg fyrir þessu. Ég veit að Ásbjörn og félagar hafa látið sig dreyma um þessa framabraut hjá íslenskum unglingum um árabil. Þeir myndu

leggja sig alla fram og að lokum væri hægt að bæta jafnvel við valáfanga um skáksögu mannkynsins og velferð hennar. Ég er viss um að nemendafélagið væri meira en til í að stofna stóra skáknefnd sem myndi sjá um félagsstarfið sem að afþreyingin myndi skapa. Og ég er ekki frá því að nemendur myndu vilja mála veggi skólans köflótta, málningarkaup mætti skoða af stjórn NFVÍ. Skáknefndin myndi standa fyrir innanskólakeppnum í frímínútum og hádegishléi á Marmaranum, samkomustað Verzlinga. Þar gæti verið útsláttarkeppni og

Ég ákvað að skrifa virkilega absúrd grein um einhverja algjöra þvælu.

eftir myndu standa átta einstaklingar. Þeir gætu átt kappi í útvarpsþáttum og hægt væri að fá menn eins og Hemma Gunn til þess að lýsa þessum æsispennandi keppnum. Úrslitakeppnin gæti orðið aðalviðburður skólaársins og mikil uppskeruhátíð á borð við Nemendamótið. Margir velta því enn fyrir sér hvað hægt væri að gera við nánast tómt húsnæði Háskóla Reykjavíkur sem stendur við hlið Verzlunarskóla Íslands. Verzlunarskólinn

gæti vel leigt út hluta þess og veit ég að Ásbjörn og félagar væru vel til í að efla til uppbyggjandi skákbúða. Þar gætu áhugasamir komið saman og æft sig grimmt utan skólatíma. Mögulegt væri að halda þessum skákbúðum jafnvel uppi yfir sumartímann. Þá gætu nemendur tekið starfið virkilega alvarlega og undirbúið komandi skólaár. Í búðirnar er Ásbjörn einnig til í að bjóða erlendri hetju í heimsókn og hann gæti kennt nemendum helstu brellurnar í bókinni. Skákiðkun Verzlunarskóla Íslands myndi svo sannarlega vera fyrsta flokks og lítið væri hægt að setja út á það. Það er nokkuð ljóst að nemendur myndu útskrifast úr skólanum með A klassa visku og tvöfaldan pakka til þess að setja í reynslubankann. Verkefnið yrði prufukeyrt í Verzlunarskólanum þó svo að ég viti innst inni að það muni snarvirka. Aðrir menntaskólar myndu tvímælalaust taka upp þessa skákmenningu áður en ég, Jens Kristmundsson, get lyft litla fingri! Aðrir skólar myndu reyna eins og þeir gætu að komast með tærnar þar sem Verzlunarskólinn væri með hælana. Enda væru þeir annars alveg bókað ekki að binda bagga sína sömu hnútum og samferðamenn þeirra. Skákin stendur fyrir gleði og visku. Það hefur algjörlega sýnt sig.

23


Ingibjörg Ósk

Ingibjörgu Ósk Jónsdóttur þekkjum við öll og

elskum. Hún kennir dönsku við skólann samhliða því að vera félagsliðsfulltrúi. Ingibjörg býr á Seltjarnarnesinu í fallegu bláu timburhúsi með hvítri girðingu. Við litum inn til hennar á sunnudagsmorgni þar sem hún bauð okkur í kaffi og þar var rabbað um daginn og veginn. Húsið er fullt af allskyns listaverkum, gömlum og nýjum sem setja sinn skemmtilega svip á húsið ,,Ég hef búið í þessu húsi í 26 ár núna en við hjónin förum að minnka við okkur. Við eigum það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á list og síðan spilum við mikið golf”.


Bergrún Mist Toppur: Urban Outfitters Pils: H&M Skór: Zara

Bergrún Mist Jóhannesdóttir er í 6-R á náttúrufræðibraut,

líffræðisviði. Bergrún hefur einstaklega mikinn áhuga á því að innrétta herbergið sitt, breyta og bæta. Hún safnar lömpum og á heilan helling af myndarömmum sem hún notar til þess að skreyta herbergið. Innblásturinn kemur frá Ikea bæklingnum góða og frá tískubloggum sem hún er dugleg að skoða. Önnur áhugamál eru að ferðast, hlusta á tónlist og ekki má gleyma: að borða.

25


Gísli Viðar

Bolur: Worland Buxur: Cheap Monday Sokkar: Urban Outfitters

Gísli Viðar Eggertsson er í 6-X á náttúrufræðibraut,

eðlisfræðisviði. Gísli hefur gaman af því að renna sér á snjóbretti, ljósmyndun, tónlist, hjólreiðum og vínylplötum sem hann hefur safnað frá því í grunnskóla. Hann segist ekki eiga neina sérstaka fyrirmynd þegar kemur að fatavali en hann fær hugmyndir og innblástur frá fólkinu í kringum sig. Tónlistaráhuginn er mikill og endurspeglast hann skemmtilega í herberginu: ,,Áhuginn á tónlist hefur alltaf verið til staðar en áhuginn á plötum kviknaði í bland við það að tala við Oddgeir íslenskukennara og að sitja í rokksögutímum hjá Jónatani Garðarssyni í FÍH þar sem ég æfi á píanó. Allt sem ég upplifi frá degi til dags veitir mér innblástur, það getur verið allt frá samræðum við vini mína, að hlusta á mismunandi tónlist, að koma á nýja staði eða bara að drekka kaffi á morgnana.”


Aldís Eik

Kjóll: NewLook Leggings: Primark Skór: JeffreyCampell

Aldís Eik Arnarsdóttir er í 5-D á viðskiptafræðibraut.

Hún stundar hópfimleika af miklum krafti og á sér ýmis áhugamál eins og ljósmyndun, ferðalög og tísku . Hennar helsta tískufyrirmynd er Mary Kate en innblásturinn í tísku kemur helst frá fólki sem hún umgengst dagsdaglega. Söstrene grene og Ikea eru á meðal hennar uppáhalds búða fyrir herbergið en hugmyndirnar koma helst frá íbúðunum í Gossip Girl. ,,Ég elska að breyta og laga til í herberginu mínu. Það er fátt skemmtilegra en að labba í gegnum Ikea og fá nýjar hugmyndir. Ég blanda saman gömlu og nýju til þess að föndra eitthvað skemmtilegt og skrautlegt”.


• jl.is

Kynntu þér málið á bilprof.tm.is

Samningurinn er hvatning fyrir unga ökumenn til að tileinka sér ábyrgt aksturslag og með því að fylgja honum eftir hlýst ómældur ávinningur.

Jónsson & Le’macks

Með því að gera samning um öruggan akstur við foreldra þína sýnir þú í verki að þér sé treystandi í umferðinni og færð til baka frá þeim stuðning og leiðsögn.

sÍa

Hafa þau of miklar áhyggjur af þér?

Tryggingamiðstöðin Síðumúla 24 Sími 515 2000 tm@tm.is afhverju.tm.is


3.tb 2012

Viljans September-Nóvember 12. sept

X-Factor USA hefst 13.sept

12:00

fyrsti þáttur 12:00

18. sept

Ásgeir Trausti Útgáfutónleikar á Faktorý með þessari rísandi stjörnu. Tryggið ykkur miða á midi.is

17.-21. sept

Nemó/trailer vika Nemótrailervikan er elsta og jafnframt virtasta atburðarvika nemendafélagsins hmmm... Fyrstu dagana er rudda NEMÓ pepp þar sem hljómsveitir, uppistandarar og töframenn mæta og leika listir sínir fyrir beygluborðandi Verzlingana. Á fimmtudeginum verður allt vitlaust en þá mun nemónefndin tilkynna söngleik þessa árs með trailer í Bláa sal, strax að trailer loknum munu skráningar í leik, dans- og söngprufur hefjast þar sem ALLIR munu skrá sig til þess að taka þátt í þessari snilld. Ekki missa af!

28. sept

20. okt

Lanmót

Þjóðaratkvæðagreiðsla:

Nördafélagið stendur fyrir lanmóti fram eftir nóttu á marmaranum.

Með vísan til 5. gr. laga um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, nr. 91/2010, sbr. ályktun Alþingis 24. maí 2012, skal fara fram hinn 20. október 2012 ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd.

29.sept.

Gunnar Nelson vs. Pascal ,,Panzer” Krauss Fyrsti bardagi Gunnars í UFC. Dóri DNA og Bubbi Morthens munu lýsa bardaganum sem verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. Þetta verður eitthvað svakalegt.

1.-5. okt

Málfó vika Fyrstu vikuna í október er komið að einni mikilvægustu og skemmtilegustu viku skólaársins, Málfó vikunni. Málfó vikan er einhverskonar “pepp” vika fyrir VÍ-mr daginn. Í vikunni verða allskonar skemmtilegar uppákomur eins og t.d málfundir, klappfundir, skráning í Bekeví og Spur, PEPP, Verzlópeysur og meira STUÐ. Á föstudeginum verða svo allskonar keppnir í hljómskálagarðinum og endar dagurinn á einni stærstu og mest sóttu ræðukeppni Íslands milli Verzló og mr.

8-12. okt

Íþró vika

Manchester United Liverpool

Í þessari viku ertu alltaf sveittur. Það er fjöldinn allur af viðburðum eins og boxmót, stjórnin vs. kennarar í fótbolta, körfubolti, tískusýning og margt fleira. Alls ekki láta þessa viku framhjá þér fara!

23.sept

Klukkan 12:30

26.sept

Íssala GVÍ Vesturbæjarís á marmó til styrktar Litla Versló!

13. okt

Fatamarkaður Marmaranefndin sér um að skipuleggja fatamarkað þar sem nemendum gefst tækifæri á að kaupa bás og selja fötin sín.

27/29. sept

Töfraveröld Disney Sinfóníuhljómsveit Íslands flytja lög úr völdum Disney myndum í hörpunni.

31.okt - 4.nóv

Airwaves

28.sept

31.okt

Fyrsti þáttur Rjómans frumsýndur

Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Hvít-rússum í Laugardalshöllinni. Allir á völlinn!

Rjóminn

Ísland-Hvíta Rússland

22-26. okt

VerzlóWaves Stór skemmtileg vika þar sem landsþekktir tónlistarmenn koma fram á marmaranum í korters- og hádegishléum.

29.okt

Útvarpsvika 29.okt -2. nóv

Listó vika

Listó-vikan er haldin í tilefni frumsýningu Listó-leikritsins! Í vikunni verða öll korters- og hádegishlé uppfull af lífi og list á marmaranum. Skemmtilegar uppákomur eins og tískusýning, danssýning og tónlistaratriði verða auðvitað á sínum stað. Listó mun einnig bjóða upp á hinn víðfræga möndlugraut í korterunum sem er ýmist bleikur, blár eða grænn. Á föstudeginum verður svo RAVE-partý á marmaranum þar sem slegist verður um síðustu miðana á frumsýninguna ef það verður ekki þegar löngu orðið uppselt.

5.-9. nóv

Vælsvika Vælsvikan er án efa hápunktur fyrri annarinnar í Verzló! Vælsvikan er, eins og gefur til kynna, vikan í kringum stærstu og flottustu framhaldsskólasöngvakeppni Íslands, Vælið! Í vikunni er mikið um dýrðir. Marmarinn skartar sínu fegursta og koma landsþekktir tónlistarmenn fram til að skemmta Verzlingum. Miðasalan fer af stað og skiptir miklu máli að vera á tánum enda hefur selst upp strax síðustu ár. Þú hefur því mikið að hlakka til en vikan 5.-9.nóvember verður ógleymanleg.

16.nóv

The Twilight Saga part 2 Frumsýning OMG! 29



3.tb 2012

Við í Viljanum erum miklir aðdáendur Instagram appsins. Afhverju að vera aðeins með einn ljósmyndara á atburðum þegar hægt er að vera með hundruði? Við hvetjum því fólk til þess að nota þau ,,hashtag” sem við auglýsum að hverju sinni en alltaf er hægt að nota #viljinn. Hér getið þið séð myndir frá nemendum sem teknar voru í miðstjórnarferðinni sem farin var í júlí.

#herrasspulsa

#mahhgurrlz

boiis #titties #cutie #hot

Búnir, alger bugun

Ég og sæti að hafa gaman!

Ekki einu göngin sem @hlynurl á eftir að borga til að fara í í kvöld #rí** #jasæll

Hjálpast að

Svooo gaman :D:D!!!

Útilegugaman

Það er sko #miðstjórnarferð, hvað ætlaru að gera í því?

#guitar #camping

Besti gítarhringurinn #stemning

21

31


Viljinn

Nei EITT MESTA flippið sko.

Kristín Björk Smáradóttir

Salka Þórðardóttir

Kæru Verzlingar. Við höfum fengið það verðuga verkefni að segja ykkur frá svaðilför 92 árgangsins í útskriftarferð til paradísar Miðjarðarhafsins… Mallorca. Eins og gengur og gerist þegar 300 Verzlingar fara saman í svona ferð þá er að sjálfsögðu drukkin í sig menning. Farið var í margar ferðir þar sem við fengum að kynnast siðum heimamanna og einnig heimsóttum við mörg söfn. Ef fólk hafði orku á kvöldin, sem var ekki algengt, var jafnvel opnuð ein flaska og spilað var á spil. Allir voru sammála í lok ferðar að hápunkturinn hafi klárlega verið skoðunarferðin í kirkjuna í Palma.

Ástarsambönd, bæði tímabundin og ævilöng, mynduðust seint á kvöldin er fólk var orðið tipp-C.

Þessi ferð var náttúrulega EIN MESTA snilldin. Þessi frábæri árgangur batt enda á frábær ár í Versló með frábærri útskriftarferð þar sem margt frábært gerðist og eigum við nú margar frábærar minningar sem munu veita okkur gleði ævilangt! Hótelið var ekkert slor… við rétt misstum af Kim Kardashian sem hafði gist þarna fyrr í vikunni. Að sjálfsögðu vorum við í All-Inclusive, enda Verslingar, og vorum trítuð eins og kóngafólk alla ferðina. Mjólkin flæddi frá morgni til kvölds (í 150 ml plastglösum… máttir sko bara fá tvö í einu), maturinn var í líkingu við það sem kóngafólk borðar (borða þau ekki annars bara djúpsteiktan mozzarella ost?). Í öll mál var hægt að fá pasta (handgert á Ítalíu að sjálfsögðu), sem var allt í lagi því hvenær hefur spaghetti og tómatsósa klikkað á þunnum degi? Okkur var skipt í nokkrar byggingar, sem olli því að sum ástarsambönd voru ekki meant-to-be… þar sem bannað var að fara annað en í þína byggingu. Þá var oft gripið til skyndilausna sem voru kannski ekki svo góðar daginn eftir. Veggirnir á hótelinu voru full þunnir… Rússneska fjölskyldan í herberginu við hliðina á okkur var dugleg að kvarta sem olli því að okkur var næstum því hent af hótelinu. Við fengum grafalvarleg hótunarbréf dag eftir dag á tungumáli sem

líktist ensku en er okkur enn hulin ráðgáta. Hópurinn var að lokum kallaður á fund þar sem farastjórarnir messuðu yfir okkur… en við létum það sem vind um eyru þjóta, maður fer bara einu sinni í útskriftarferð.

#YOLOALLALEIÐ

Ástarsambönd, bæði tímabundin og ævilöng, mynduðust seint á kvöldin er fólk var orðið tipp-C. Það verður þó ekki farið nánar í þá sálma í þessari grein. Við fórum í nokkrar ferðir sem voru algjör snilld… fólk renndi sér fyrir allan peninginn í AquaLand, dansaði í froðu með 10 þúsund manns á BCM og Hawaiiuðum okkur í gang á klikkuðu þemakvöldi. Hápunkturinn var klárlega bátsferðin þar sem við sigldum lengst út á haf í partý bátum, drukkum mjólk og djús, hoppuðum í fagurbláan sjóinn og höfðum það gaman saman.

Eitt mesta... 32


3.tb 2012

Do’s • Breytið skemmtistað í eitt stórt sveitt Versló Partý. (STELPUR: Ef þið sýnið DJinum geirvörtu þá spilar hann hvaða lög sem er … meira að segja Víva Versló). • Lærðu þýsku – Mallorca er viðurkennt þrettánda fylki Þýskalands.

Skinny dip-aðu með góðum vinum. Það er frábær skemmtun.

• Ekki hanga í sólbaði allan daginn. Leigðu vespu eða jet ski og gerðu eitthvað crazy! • Pissaðu í sjóinn (Ónefndur aðili kúkaði í sjóinn en við mælum ekki með því). • Sturtaðu í þig nokkrum G&T fyrir kvöldmat … hann verður svo miklu betri. • Fáðu þér henna-tattoo og lokk í hárið … Afrófléttur fyrir lengra komna.

Dont’s • Ekki reykja á flugvélaklósetti, þá þarf að nauðlenda.

Við höfum verið mjög dugleg að halda sambandi eftir ferðina í gegnum tölvupósta og bréfaskriftir. Planið er þó að halda hitting þar sem smá rautt verður á boðstólum og hver veit nema verði gripið í spilin enn á ný. Nei við erum aftur að flippa EITT MESTA… Höfum ekki talað neitt saman – Sjáumst á reunion eftir 10 ár! PS. “EITT MESTA” var troðið inn í allar setningar og var því klárlega frasi ferðarinnar. PS2. Playstation 2

• Ekki verða það full/ur að þú gleymir hálfri ferðinni og eina sem þú manst var að vakna þunn/ur alla morgna með sveitt lak ofaná þér og félaga við hliðiná sem þú veist ekki hvað heitir. • Skildu snobbið eftir heima. Þú ert að fara í subbulega útskriftarferð þar sem lúxus er ekki í boði. Að kvarta yfir djúpsteikta ostinum gerir hann ekki betri á bragðið. • Ekki liggja á buddunni… Maður á að leyfa sér í útskriftarferð. Vertu höfðingi og splæstu skoti á bekkinn! VISA reikningurinn er bara seinnitíma vandamál. • Ekki halda að þú sért komið með nautshúð eftir alla ljósatímana fyrir útskriftina. Þriðja stigs bruni er ekki vinsæll á kvöldin þegar maður ætlar að höstla Þjóðverjana.

PS3. Njótið áranna í Versló! 33


Viljinn

Marmarahöllin Þegar ég steig fyrst fæti inn í Vessló haustið 2009 var ég ekki merkilegur pappír, eiginlega bara algjört NÚLL. Ég var ennþá lágvaxnari en ég er í dag, örlítið feitlagnari og hafði almennt ekki mikið til málanna að leggja nema þegar Gylfi íslenskukennari bað mig að telja upp ljóðstafi, eða þegar Halla Hersir Aron jarðfræðiqueen vildi fá upplýsingar um Ólafsson 6E basískt skorpuberg.. Ég þekkti engan í bekknum, ég heiti skrýtnu nafni og ég er með ofnæmi fyrir Pony-hestum (grínlaust). Skólinn var stór og scary, Árbæjar-krúið í bekknum var scary og 6. bekkingarnir voru ólýsanlega scary.. Auk þess var stelpa í bekknum mínum frá KEFLAVÍK! Ég var í raun fullkomið dæmi um hrætt og týnt busagrey, lítinn fisk í stórri tjörn, albinóa í ljósabekk, svertingja í háskóla.. you get the point. Svo lost var ég að ég bjóst alveg eins við því að eyða frímínútum niðri í Helli að kyrkja kalkúninn yfir „Séð og heyrt stúlkunni“ eða á skrifstofunni hans Inga skólastjóra að leysa ólympískar stærðfræðiþrautir.. því ég myndi aldrei ná að verða nógu kúl til að hanga með Verzlólegendz á marmaranum (granítinu). Ég var aldrei að fara að verða neinn Gunnar Jarl eða Sóley Heenen, Hinrik Wöhler eða Marteinn Urbandrykk.. Þessi saga er kannski örlítið ýkt, en hún er samt í stórum dráttum sönn.. Eftir því sem fyrstu dagarnir í skólanum liðu fór ég hins vegar að átta mig á því að ég var ekki einn í þessum sporum. Fyrstu vikuna eyddu flestir frímínútum í að leysa orðaruglið í snobbinu og samræðurnar snerust helst um veðurspána og tímann sem tók að leysa heimavinnu gærdagsins (það lærir samt í alvöru enginn heima í Vessló). Enginn af Árbæingunum mætti vopnaður í skólann og Gettólyktin rann furðu fljótt af KEFLAVÍKURstelpunni, og ég fór smám saman að sjá að þetta væri kannski ekki svo slæmt eftir allt saman. Ég var í 150 manna grunnskóla þar sem mest spennandi viðburður ársins var að fá nýtt verkefnahefti í stærðfræði. Stóri Vessló var þess vegna ekki bara ógnvekjandi heldur líka ótrúlega spennandi! Milljón nefndir og klúbbar, endalaust af viðburðum, Gettu Betur, MORFÍS, Ssskólafélagið, endalaust af óskiljanlega myndarlegu fólki.. what a place! Ég áttaði mig á því að Vessló væri kannski bara hinn fullkomni staður til að finna nýtt upphaf, hætta að vera lúser með bumbu og byrja að vera kúl með minni bumbu. Bekkurinn varð ótrúlega fljótt að einum stórum vinahóp, Viva Verzló lagið kom út, Thriller sýningin var súperflott, Verzló lenti í 2. Sæti í flestöllum skólakeppnum sem voru haldnar.. það var klikkað pepp í gangi. Ég prófaði að taka þátt í ýmsum nefndum og ráðum og kynntist ótrúlega mörgu góðu fólki, mörgum þeirra framtíðarvinum. Þessari grein er sérstaklega beint að busum (sorrý Ingi NÝNEMUM) og markmiðið er að sýna hvað nýtt umhverfi getur verið mikið breakthrough frá gömlu grunnskólafjötrunum. Ég öfunda alla sem voru að byrja í okkar frábæra skóla ótrúlega mikið, en sú staðreynd að ég eigi bara eitt ár eftir sökkar meira en smettið á meðal MH-nema. Velkomin í Verzló, árin hérna eiga eftir að vera miklu meira en snilld! 34

Skemmtileg tíst Kjartan Þórisson

Afhverju í fjandanum var Tarzan ekki með skegg?

Hrafnkell Guðjónsson

That moment when you dont know if you want to get drunk or get drunk

Gunnar Gylfason

Fór að sofa hálftíu á föstudagskvöldi og vaknaði fyrir níu og það var geggjað. Ég er svo gömul sál

Halla Berglind

Nenni ég að vakna við lúðrasveit? Veit Kópavogsbær ekki að ég var að djamma? #17júní

Hörn Valdimarsdóttir

Fagnaði með því að kaupa mér langþráðan blöðrupakka ☺, búin að vera úti í garði að blása upp 50 blöðrur í allan dag hehe #legend

Elísabet Ólafsdóttir

Djöfull væri fínt ef sólarhringsopnun Dominos í sumar, sem ég hef bullandi trú á, gangi vel og verði í vetur #prófatörnin #GoodAllNighters

Bergþór Vikar

X gonna give it to you !!! #hardcooore #MUTHAFUUCKAAAAA

Aron Kristinn

Sef með ljósin kveikt í nótt.. #orphan #mannskemmandi mynd..

Bergdís Viðarsdóttir

Búin að sjá alltof mörg nakin 96 model í dag...

Þórhildur Eyþórsdóttir

Helluð golden circle nótt, drápum fugl og næstum kind #WhereIsGullfoss #IdontKnow

Hörn Valdimarsdóttir

Sjömleeaaahh var í íþróttum hehe og var væntanlega betri en allir #körfuboltalegend

Ingileif Friðriksdóttir

Í hvert skipti sem ég fer til tannlæknis hrósar hann mér fyrir að vera dugleg að nota tannþráð... Ég nota ekki tannþráð.


3.tb 2012

Við mælum með.. • Íslenska fánanum ef þú vilt komast á stóra skjáinn. • Crêpes með nutella eftir tónleika, það gerir allt betra. • Fake mustaches ef þú vilt vekja athygli. • Að vera ekki vera fjögur í þriggja manna tjaldi, gæti endað með því að ein sofi úti í fortjaldi í rigningunni. • X-svæðinu ef þú vilt komast alveg upp að sviðinu og vera VIP. • Ben and jerrys á milli tónleika, það er lífsnauðsynlegt.

Hiti,sviti,óvissa,ring ulreið,gleði ást og hamingja! Þetta eru þau orð sem koma upp í hugann þegar Rock Werchter 2012 berst í tal. Í Katrín Steinunn kaldri stofu á fyrstu Antonsdóttir 6R hæð sátum við bekkjarsysturnar skjálfandi úr kulda. Taka þurfti mikilvæga ákvörðun, ákvörðun sem átti eftir að vera tilhlökkunarefni þangað til 26 júní, nánar tiltekið um hvert skyldi fara sumarið 2012. Eftir miklar vangaveltur var samþykkt að halda á hina goðsagnakenndu Rock Werchter tónlistarhátíð sem haldin er í bænum Werchter í Belgíu. Hvað er betra en uppáhalds tónlistin þín, bestu vinir þínir og glampandi sól?.. Í fljótu bragði....ekkert. Tíminn leið og við biðum eftirvæntingafullar, allt var tilbúið og spennan óx með hverjum degi. Loks var komið að þessu, hálfs árs bið var á enda og 26. júní rann upp. Flogið var til Amsterdam þar sem við dvöldum í tvo daga fyrir hátíðina. Tíminn var nýttur til að skoða það helsta í borginni og njóta lífsins. Þrautseigja, ákveðni og umfram allt gott skipulag kom okkur í gegnum daginn sem hátíðin var sett, en ferðalagið þangað er eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað. Eftir þriggja tíma svefn, 35 stiga hita allan daginn, 20 kg bakpoka og þriggja tíma lestarferð frá Amsterdam komumst við loks á áfangastað í misgóðu ástandi, sumar vannærðar en aðrar með vökvaskort og næringu í æð inn í sjúkratjaldi. Tjöldin voru reist á hinu glæsilega tjaldstæði C1, áhyggjur og erfiði dagsins voru gleymd og grafin og nú mátti gleðin hefjast! Böndin voru fest á úlniliði okkar og nú var Rock Werchter loksins orðið að veruleika, biðin var á enda! Við tók tónlistarveisla af bestu gerð. Hver

stórhljómsveitin á eftir annarri kom fram á þeim þremur sviðum sem staðsett voru á þessu gríðarstóða svæði. Svæðið var stútfullt af tugum matartjalda sem seldu allt frá háklassa ostrum til löðrandi kjötsósufranska, allir fundu eitthvað við sitt hæfi. Við skemmtum okkur langt fram á nótt við dúndrandi tónlist og taumlausa gleði. Hópurinn naut lífsins í botn á þessum fimm dögum sem hátíðin stóð yfir og hjálpaðist einnig við að yfirstíga ótrúlegustu hluti. Að heimsækja kamra oft á dag, þvo sér í vörubíl og gista með kóngulóm var eitthvað sem ekki allir áttu auðvelt með. Lok Rock Werchter hátíðarinnar nálgaðist óðfluga og upplifði hópurinn blendnar tilfinningar. Allir voru tilbúnir að komast heim en á sama tíma var skrýtið að hugsa til þess að veislan væri að enda, þessi ferð sem við hópurinn höfðum beðið með svo mikilli eftirvæntingu í hálft ár. Að hátíðinni lokinni var haldið aftur til Amsterdam. Ég hef aldrei verið jafn þakklát fyrir að geta farið í sturtu og sofa í rúmi, Hotel Hostel Mevlana er sem 5 stjörnu lúxushótel í minningunni. Dauðþreyttir ferðalangar héldu heim á leið 3. júlí uppgefnir, en gríðarlega sáttir eftir ævintýrið í Belgíu. Ferðin gekk í heildina vel fyrir sig, eins og smurð vél. Ég er þeirrar skoðunar að við höfum komið okkur sjálfum mest á óvart í þessari ferð. Það sem hægt er að áorka ef viljinn er fyrir hendi er ansi merkilegt, eitt er víst að eftir svona lífsreynslu eru manni allir vegir færir. Að hreyfa sig við taktfasta tóna Justice, að dansa nútímadans með Florence og fagna lífinu með Temper Trap er ólýsanleg tilfinning sem ég vona að sem flestir munu fá að njóta. Rock Werchter er hátið sem ég mæli með af öllu mínu hjarta, ég get ekki beðið eftir að mæta þangað galvösk eftir ár með bakpokann minn og tjaldið og upplifa gleðina aftur og aftur og aftur..

Hiti,sviti,óvissa, ringulreið,gleði ást og hamingja!

35


Viljinn

36


3.tb 2012

Dóttir mín er án efa það besta sem hefur komið fyrir mig.

Strákar, þessi fyrirsögn heillaði ykkur örugglega ekki, en ekki gefast upp strax. Bleijur, snuddur, stappaður banani, grátur og teletubbies. Það kannast eflaust flestir nemendur við þessa hluti, eða það er að segja þau ykkar sem eiga lítil systkini, lítinn frænda eða litla frænku. Aðrir kannast við þetta frá sínu eigin barni. Á menntaskólaárunum snýst lífið oftast um áhugamál, tísku, íþróttaiðkun, hitt kynið, námið (að sjálfsögðu) og jafnvel smá gleði Kristín Hildur um helgar. En um þetta er svo sannarlega ekki hægt að alhæfa Ragnarsdóttir 5T og í því samhengi ætla ég að benda ykkur á þá staðreynd að á hverju ári verða u.þ.b. 13 milljónir stelpna í heiminum undir tvítugt óléttar. Það verður að segjast eins og er að það er gífurlega mikill fjöldi og þá sérstaklega vegna þess að sumar þessara stelpna hafa ekki tök á því að hugsa um lítið barn, því það getur jú verið dýrt og mikil ábyrgð sem því fylgir. Þeir sem kannast við þættina „Teen mom“ og „16 and pregnant“ hafa eflaust fengið að upplifa í gegnum skjáinn hvernig líf amerískra ungra foreldra gengur fyrir sig. Nóg af tárum og gleði og enn meira drama. Eftir að ég hafði lifað mig allverulega inn í þessa heilalausu raunveruleikaþætti ákvað ég að kynna mér betur hvernig þetta er í raun og veru hér á Íslandi. Ég fékk því að spyrja Birnu Friðgeirsdóttur spurninga í sambandi við þetta. Birna var einmitt í 6.bekk í Verzló fyrir tveimur árum þegar að hún uppgötvaði að hún væri ólétt af sínu fyrsta barni. Hún er tvítug í dag og í sambandi með barnsföðurnum. Ertu í námi eða í vinnu? Já, ég er nýbyrjuð að vinna eftir rúmlega árs frí.

p.s. munið að nota smokkinn

Hvernig leið þér með það í fyrstu þegar þú fattaðir að þú varst ólétt? Í fyrstu leið mér satt að segja hræðilega, það sem hræddi mig mest var trúlega það að ég var gengin 27 vikur á leið þegar að ég komst að óléttunni og átti því að eignast barn rúmlega 3 mánuðum seinna. Sagðir þú föðurnum strax frá því? Já það má segja það, ég komst að þessu á fimmtudegi og sagði honum svo frá því á mánudegi. Hvernig voru viðbrögð hans? Við vorum ekki saman á þeim tíma og þess vegna vissi ég auðvitað ekkert hvernig viðbrögð hans yrðu. Hann varð auðvitað í rosalega miklu sjokki og það tók hann þónokkurn tíma að jafna sig á þessu en hann sagði við mig um leið að hann ætlaði að vera með mér í þessu öllu saman. Hvað mundir þú segja að hafi verið það erfiðasta við að vera ung og ólétt? Í fyrsta lagi að sætta sig við þá aðstöðu sem maður hefur komið sér í, en í öðru lagi er það trúlega öll athyglin. Hvernig tókst þér að sinna bæði náminu og móðurhlutverkinu? Þar sem ég átti dóttur mína mánuði eftir að ég útskrifaðist gekk þetta mjög vel. Ég var auðvitað þreyttari en venjulega á þessum síðustu mánuðum meðgöngunnar sem hitti akkúrat á þann tíma þegar lokaprófin voru, en þá var svo stutt eftir af menntaskólanum. Það þýddi ekkert annað en að spýta í lófana og klára þetta bara.

Hvernig tóku vinir þínir þessu? Þau tóku þessu öll saman æðislega vel, ég sagði mínum bestu vinkonum þetta fyrst og þær hoppuðu úr kæti að fá litla prinsessu í vinahópinn. Ég talaði svo við bekkinn minn sérstaklega og sagði þeim frá þessu áður en ég vildi að þetta myndi fréttast. En kennararnir? Kennararnir tóku þessu einnig rosalega vel og voru mjög skilningsríkir. Stundaðiru einhverjar íþróttir á þessum tíma? Ég stundaði bara skólaíþróttirnar á þessum tíma, eftir að ég hafði sagt Örnu íþróttakennara frá því að ég væri ólétt sagði hún líka „ég ætlaði líka að fara að spyrja þig, hvað þú værir eiginlega að borða?“ Hvaða áhrif hafði þetta á félagsslífið? Ég hélt í fyrstu að þetta myndi hafa gríðarleg áhrif á félagslífið. Núna eftir á skiptir það mig engu máli þótt ég hafi misst af einu eða tveimur böllum eða já útskriftarferðinni, því það sem ég fékk í staðinn var svo miklu miklu betra. Eitthvað sem þú vilt segja okkur að lokum? Ég á frábæra fjölskyldu og vini sem hafa verið mér gríðarlega mikilvæg þennan tíma, þetta hefði allt saman verið mun erfiðara án þeirra. Þó svo það hafi tekið mig langan tíma að sætta mig við það sjálf að vera ung og ólétt þá gæti ég ekki verið ánægðari með þetta í dag. Dóttir mín er án efa það besta sem hefur komið fyrir mig. Það má segja að hún sé mín stærstu mistök en aftur á móti mín bestu mistök. 37


Margt Smátt Ljósmyndun: Þórdís Þorkelsdóttir Myndvinnsla: Þórdís Þorkelsdóttir og Snorri Björnsson Fyrirsætur: Elín Áslaug Helgadóttir Ingvi Þór Hermannsson Árni Þórmar Þorvaldsson Jóhann Einar Ísaksson Sólveig Lóa Höskuldsdóttir Snæfríður Jónsdóttir Andri Geir Arnarsson Óli Geir Kristjánsson Guðrún Hrefna Guðjónsdóttir Sverrir Ingi Ólafsson Sóley Rún Sturludóttir Ragnhildur Leósdóttir Hafdís Shizuka Iura Styrmir Elí Ingólfsson Kolbeinn Elí Pétursson Kári Sveinsson











20% afsláttur fyrir nemendur

Kort veitir aðgang að 10 heilsuræktarstöðvum og 3 sundlaugum

www.worldclass.is

Heilsurækt fyrir þig á 10 stöðum


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.