Viljinn 1. tbl 2015

Page 1

VILJINN

1. TÖLUBLAÐ 2015

108. ÁRGANGUR

1


Kæri verzlingur

SÉRSTAKAR ÞAKKIR: Arnór Hermannsson Árni Steinsson vaktmaður Blóðbankinn Bryndís Stella Birgisdóttir Egill Gauti Þorsteinsson Freyja Mist Ólafsdóttir Fróði Guðmundur Jónsson Gunnar Birgisson Hafdís Inga Alexandersdóttir Helena Margrét Jónsdóttir

2

Hilmar Kiernan Hlín Helgadóttir Högni Fjalarsson Jónína Margrét Árnadóttir Jórunn Frímannsdóttir Karen Jónasdóttir Katrín Ólafsdóttir KINO Kristrún Hulda Sigurðardóttir Logi Bergþór Arnarsson Málfundafélag N.F.V.Í

Útgefandi: N.F.V.Í. Prentun: Prentmet Uppsetning: Haukur Kristinsson Ljósmyndir: Alma Karen Knútsdóttir & Haukur Kristinsson Ábyrgðarmaður: Haukur Kristinsson

Áshildur Friðriksdóttir Þórunn Salka Pétursdóttir

Axel Helgi Ívarsson Teitur Gissurarson

Alma Karen Knútsdóttir Guðrún Eiríksdóttir

Björg Bjarnadóttir

Haukur Kristinsson

Fyrsti Vilji ársins er kominn í hús og hann er stórglæsilegur! Við nefndin höfum unnið hörðum höndum að gerð blaðsins og viljum við óska þér til hamingju með það. Margir komu að gerð þess og vil ég hér með þakka öllum þeim sem komu á einhvern hátt að gerð blaðsins. Eins og margoft áður þá ert þú, kæri lesandi, einn af þeim örfáu einstaklingum sem lesa þennan ritstjórapistil. Ég ætla að hafa þetta í styttri kantinum og vil að lokum óska þér góðs gengis og farsældar á komandi mánuðum. Nú fer að líða að kosningum og því tilvalið að fara huga að framboði. Þú getur lesið 2 greinar í blaðinu sem tengjast kosningunum og ættu að hjálpa þér að einhverju leiti. Gangi þér vel í lífinu og haltu áfram að brosa!

Margrét Mist Tindsdóttir Markaðsnefnd Perla Njarðardóttir Pétur Kiernan Ruth Tómasdóttir Sigrún Dís Hauksdóttir Silja Rún Bárðardóttir Sólveig Þrastardóttir Víðir Tómasson Þorgeir Kristinn Blöndal


EFNISYFIRLIT 5

Íslam

6

ÞROT

9

Instagram

10

Heitt & kalt

12

Kosningar og framboð

14

Snarl

16

Á vit ævintýranna

18

Twitter

19

Samruni

24

Blóðbankinn

27

Stormurinn

30

Förðunarmyndaþáttur

33

Hollt og gott með Katrínu sögukennara

34

Teiknimyndasaga

36

Instagram

38

Sumarfríið

40

Heimsókn

42

Af hverju framboð?

43

ULTRAVIOLET

3


DISCO INFERNO

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

( ísl. DISKÓ Í FERNU )

Léttmjólk


ÍSLAM Er eitthvað að óttast?

Múslimar. Upp á síðkastið hafa fréttir sem tengjast múslimum oftar en ekki verið ekkert sérlega fallegar, hughreystandi eða hvetjandi. Boko Haram, ISIS, Al-Qaeda, Sádi-Arabía og myndir af Múhammeð spámanni eru dæmi sem fólk tengir við íslam og vonda atburði. En þýðir þetta að íslam séu heilt yfir skelfileg trúarbrögð og að Kóraninn sé eins konar hryðjuverkahandbók? Nei, langt því frá. Í dag er um 1,6 milljarður manna sem játar íslamskri trú og fer þeim fjölda ört vaxandi. Íslam eru t.d. þau trúarbrögð sem fara mest vaxandi í Evrópu og er koma innflytjenda til Evrópu ein helsta ástæðan fyrir því. Saga íslam er löng, flókin og einkennist af átökum allt frá upphafi. Ríki sem aðhyllast íslam eru flest í Mið-Austurlöndum, Norður-Afríku og suðurhluta Asíu. Ýmsar undirgreinar eru í íslam, helstar eru shía og súnní siður og ríkir mikil andstaða á milli þessara tveggja siða íslamstrúar en förum nú að máli málanna, Kóraninum. Kóraninn er helgasta rit íslamstrúar. Hann er byggður upp á 114 súrum (köflum), þær lengstu fremst og stystu aftast. Kóraninn er sagður vera hreint orð guðs (Allah) og jafnframt hans síðasta opinberun til manna. Múhammeð er sendiboði Allah og byggist efni Kóransins á vitrunum sem hann fékk frá guði á tímabilinu 610 til 632 og á þeim árum hefst útbreiðsla íslam með Múhammeð. Í dag er mikið rætt um efni Kóransins og þann boðskap sem er í honum. Umræður hafa komið upp um að íslam hvetji til ofbeldis og sumir halda því einnig fram að íslam hvetji til hryðjuverka. Klárum þessa umræðu bara strax, íslam hvetur ekki til ofbeldis og íslam hvetur alls ekki til hryðjuverka. Kóraninn fordæmir starfsemi tengda hryðjuverkum. En Axel, hvernig ætlarðu þá að svara fyrir vers úr Kóraninum eins og þetta hér: 9:5 “Berstu gegn og dreptu heiðingja hvar sem þú finnur þá, og náðu þeim á þitt vald, sittu um þá, og liggðu í launsátri um þá á öllum plönum stríðsins.” Obbosí, nú virðist ég vera í bobba. Leysum úr því. Eins og áður hefur komið fram byggir Kóraninn á orðum guðs til Múhameðs fyrir um 1400 árum. Vissulega lítur þetta vers mjög illa út eitt og sér en ætlum við virkilega að taka orð Kóransins beint upp, út úr öllu samhengi, án allra tengsla við stað og stund og við hvaða kringumstæður þetta vers var sett fram? Í stuttu máli er tilvist þessa tiltekna vers þannig að árið 628 gerði Múhammeð friðarsamning við Quraish ættflokkinn til þess að aðrir ættflokkar gætu farið óhultir í pílagrímsferðir. Gerður var 10 ára friðasamningur en fljótt kom babb í bátinn. Árið eftir

Axel Helgi Ívarsson | 6-A

rauf Quraish flokkurinn eiðinn og gerði árás á annan ættflokk. Múhammeð gaf upp 3 kosti fyrir Quraish til þess að bæta þetta upp. Þriðji valkosturinn var að rifta friðarsamningnum algjörlega, sá kostur var valinn og við það er þetta vers kveðið upp að þessi flokkur heiðingja hafi verið á þeim tíma með öllu réttdræpur. Stríð var síðan háð á milli þeirra og þannig er það. Þú verður að lesa Kóraninn út frá sögulegu samhengi þess og af hverju tiltekið vers er sett fram. Heimurinn var allt annar árið 620 og þá sérstaklega Arabíuskaginn, tugir ættflokka með mismunandi skoðanir og endalausar deilur um landsvæði og trúmál. Ýmsir fræðimenn innan íslam starfa við það að túlka Kóraninn út frá sögulegu samhengi og reyna að færa hann yfir til dagsins í dag. Svo er það það, Kóraninn er ekki túlkaður eins af öllum, enginn maður er eins og því er er engin ein skoðun eða túlkun til á hlutunum. Vandamál dagsins í dag er tiltekin túlkun á Kóraninum, íslam er ekki vandamálið, tiltekin túlkun og hugmyndafræði er vandamálið og sú túlkun kallast bókstafstrú, nánar tiltekið wahhabismi. Wahhabismi er bókstafstrú undir súnní íslam og er ríkistrú í Sádi-Arabíu og Katar. Wahhabismi kom upp á 18. öld frá Sádi-Arabískum manni, al-Wahhab, og gengur út á það að hreinsa til í íslamskri trú, þ.e. hverfa aftur til þess sem stendur í Kóraninum svart á hvítu. Semsagt fara bókstaflega eftir ritningunni sjálfri óháð aðstæðum, samhengis eða skynsemi og á þessari túlkun byggja íslamistahópar eins og ISIS og Boko Haram sína hugmyndafræði. Þeir fara orðrétt eftir súrum Kóransins og Sharía lögum og það er vandamálið sem er í gangi í dag, bókstafstrú upp úr riti sem kom fram fyrir 1400 árum er ekki í takt við þann heim sem við lifum í í dag. Það eru mörg vers í Kóraninum sem geta leitt til skelfilegra hluta séu þau túlkuð bókstaflega eftir ritinu sjálfu og við það erum við að glíma í dag, hryðjuverkaárasir í Evrópu, útbreiðsla ISIS í Miðausturlöndum og stríð íslamista við Bandaríkin. Það sem ég er að segja er að íslam eitt og sér er ekki vandamálið heldur þessi tiltekna hugmyndafræði og túlkun á íslam. Hugmyndafræði er ávallt varasöm þegar henni er blandað við trú og stjórnmál. Ein hugmynd breytir fólki og það erum við að sjá alls staðar í dag hvort sem það er öfgaíslamtrú eða á hinum endanum, múslimahatur.

5


ÞROT FRUMSÝND 10. apríl

Í vor var nefndin KINO stofnuð innan N.F.V.Í. í þeim tilgangi að búa til kvikmynd í fullri lengd og leyfa hæfileikaríkum Verzlingum um leið að láta ljós sitt skína. Eftir mikla og erfiða vinnu er myndin nánast tilbúin og frumsýningardagurinn nálgast óðum. Ég hitti þrjá meðlimi nefndarinnar þá Heimi, Alex og Magnús og spjallaði við þá um nefndina, myndina sjálfa og gerð hennar.

Hvenær og hvernig kviknaði hugmyndin að nefndinni? H: Ég var búinn að vera með þessa hugmynd rosalega lengi í kollinum en mér fannst hún samt svo langsótt. Það var svo ekki fyrr en eftir kosningarnar í fyrra sem ég ákvað að slá til og prófa þetta, bara sjá hvort fólk myndi mæta í prufur og hvort þetta gæti orðið að einhverju. Þetta áttu upprunalega að vera þættir en það var ekkert svo vel tekið í það því það er svo mikil þáttagerð hér í Versló, þannig ég ákvað bara að þetta skyldi þá verða kvikmynd í fullri lengd. Ég sótti um leyfi frá stjórninni og þegar það var allt saman komið í gegn voru viðtöl inn í nefndina og ég endaði á því að taka fjóra inn, þannig við byrjuðum fimm. Svo tókum við þrjá til viðbótar inn í haust. A: Já, svo í framhaldinu voru prufur inn í myndina og aðsóknin var miklu meiri en við þorðum að vona. Það komu rúmlega 40 manns úr Verzló sem er alveg nálægt aðsókninni í Listó leikritið.

Guðrún Eiríksdóttir | 5-U

Hver leikstýrir myndinni? H: Ég og Davíð Goði erum að leikstýra. Fyrsta tökudaginn var það bara ég en við vorum báðir svo virkir í hugmyndavinnunni þannig ég ákvað að bjóða honum að leikstýra með mér og hann þáði boðið. A: Já, Davíð var einn af þeim sem við tókum inn í nefndina í haust, hann er alveg klárlega með hæfileikana og reynsluna í þetta.

Hvenær hófust tökur? M: Við byrjuðum að taka upp alveg í lok október. Við tókum okkur samt alveg pásu í prófunum þannig dagskráin hefur ekki verið neitt svakalega þétt hjá okkur. A: Já, þetta tekur okkur mjög mikinn tíma og er mikil vinna. Ég meina það getur alveg tekið ár að gera bíómynd í fullri lengd, þannig þetta er mjög stórt verkefni. H: Við erum líka að klippa þetta alveg jafnt og þétt þannig við sitjum ekki uppi með það allt í lokin. Við erum eiginlega búin að klippa allt sem er búið að taka upp.

Hvað koma margir að gerð myndarinnar? H: Við erum átta í nefndinni og svo eru leikararnir eitthvað um tuttugu talsins. Ég hef líka fengið hjálp frá alls konar fagfólki við gerð handritsins sem er frábært. A: Við höfum líka fengið hjálp með förðunina frá fólki hér í Verzló og svo eru líka margir aukaleikarar sem við höfum fengið til þess að fylla upp í senur. Ætli þetta séu ekki um 60 manns sem koma að þessu. M: Svo fórum við líka í MS og MR. Það komu 10 manns úr MS og einn úr MR. Aðsóknin í Verzló var bara svo góð að Verzlingar fengu algjöran forgang. Við ákváðum samt að taka inn eina stelpu úr MS sem er á meðal helstu leikaranna.

6

H: Gaman að bæta því við að langamma mín sem er 93 ára leikur í myndinni. Hún mun sko mæta spræk á frumsýninguna.

Um hvað fjallar myndin í grófum dráttum? H: Þetta fjallar semsagt um strák sem heitir Ingi og er leikinn af Eiríki Búa. Hann hefur lifað alveg rosalega litlausu og óspennandi lífi. Hann


hefur einhvern veginn bara alltaf fylgt rútínunni sinni og á sér engin sérstök áhugamál. Ingi á hálfbróður sem er tíu árum eldri en hann sjálfur og hefur allt annan persónuleika. Þegar Ingi er svona sextán ára þá hittir hann hálfbróður sinn og ákveður að vera með honum í svona glæpsamlegum samtökum, bara til þess að gera eitthvað í lífinu annað en að fylgja bara rútínunni.

H: Já, það sem kemur aðallega í veg fyrir að við séum á áætlun er snjórinn, við byrjuðum nefnilega að taka upp þegar það var ekki byrjað að snjóa. Eins og við sögðum áðan gerist myndin á rauntíma sem sagt 90 mínútum og því þarf veðrið að vera svipað alla myndina. Við höfum reyndar alveg náð að taka upp bílaatriði í snjónum án þess að hann sjáist en það er mjög erfitt, mikið vesen.

A: Já, myndin hefst semsagt þegar Ingi er orðinn 19 ára og er þá búinn að vinna fyrir bróður sinn í þrjú ár. Ingi er búinn að gera hrikaleg mistök á vikunum áður en myndin hefst og þess vegna á hann aðeins 90 mínútur eftir ólifaðar. Á þessum 90 mínútum reynir hann að gera alls konar mismunandi hluti og eins klisjulega og það hljómar þá er hann í rauninni að reyna að finna tilgang lífsins á þessum 90 mínútum.

Sjáiði fyrir ykkur að reynsla ykkar í kvikmyndagerð eigi eftir að nýtast ykkur í framtíðinni?

M: Já, myndin gerist semsagt öll á rauntíma, reyndar svindlum við aðeins einu sinni en það þarf að gerast upp á þráðinn í myndinni, til þess að fá ákveðnar upplýsingar. H: Já, svo leikur Hrafnhildur Atladóttir aðal kvenhlutverkið. Karakterinn hennar heitir Arna og er í sinni eigin hefndarför út myndina en því minna sem ég segi um hana því betra.

A: Þetta er mjög vítt svið og snýst um miklu meira en bara kvikmyndagerð. Maður þarf að hringja og redda alls konar hlutum og vera í rosalega miklum samskiptum við fólk þannig ég held að þetta verkefni geti hjálpað mér við margt. H: Að loknu stúdentsprófi fer ég til Prag í kvikmyndanám. Ég held að reynslan mín við að vinna með stórum hóp, ásamt því að koma hugmyndunum frá blaði upp á skjá, muni nýtast mjög vel við það að aðlagast náminu hratt.

Hvernig hefur ferlið gengið? A: Við erum svona eiginlega á áætlun. Við í nefndinni skiptum niður á okkur senunum þannig að þetta haldist sem best skipulagt.

7


8

20% nemendaafslรกttur


INSTAGRAM

#annalsparty

@vignird

@helenagudmunds

@hallveig

@nfvi

90 likes Ekki uppstyllt hlæjumynd #annalsparty #nfvi

105 likes #annalsparty

198 likes GP, SIGRÚN OG ÉG FKN ÍSKÖÖÖÖÖLD #nfvi #glaciermafia #annalsparty

201 likes Saturday Night Fever var frumsýnd í kvöld. Mikið gasalega var þetta skemmtileg sýning. Annállinn stóð einnig fyrir sínu með frábærum þætti #annalsparty #luðastjorn

@helenas98

@asgeiringi

@tryggwi

@thorri95

123 likes BEST <3 #nemo1415

91 likes My boys #annalsparty

83 likes Me and my good friend Haffi Haff at a party #annalsparty #haffihaff

109 likes One teacher one student! #nfvi #annalsparty

@annachristophersdottir

@gummabergs

@elmarun

@vidtom

55 likes nemó SNILLDIN #nemo1415 #annalsparty

33 likes Allir voru glaðir á NEMÓ! #nemo1415 #annalsparty

182 likes Árlega nemómyndin okkar #annalsparty

52 likes Seinasta skipti á Nemó með mínum manni #turnup #annalsparty #egertanaður @petaxpet

9


Millisítt hár

Burt með slitnu endana

Taylor Swift Proud pleasure

Að læra nýtt tungumál ¿Sjovt, cool y porque no?

Að gefa blóð

Roomforthought

BYOB

Skrásettu minningarnar

Stella

Við viljum fá hana í bólið með okkur

Permanent

Hair with a story

MS lagið

Lárus Örn og StopWaitGo geta ekki klikkað

10

Konubörn PEPP


Að eldast

Ertu tvítug(ur) í tilvistarkreppu?

DW úr

Sambandsúrið

4 ára kerfið

Þetta er bara alltof langt!

Kimono

Þetta VAR töff

50 shades of grey Fokk ofbeldi

Flensan

Einmitt þegar þú ætlaðir að taka þér einn persónulegan

Omaggio vasinn Hendur niður Put ‘em up

Calm the f*** down

Gettu betur

Gettu betur næst :/

11


KOSNINGAR

NEMENDAFÉLAGS VERZLUNARSKÓLA ÍSLANDS

Mig langar að bjóða þér með mér í skemmtilegt ferðalag. Ferðinni er heitið í paradís á jörðu, viku sælgætis og góðmennsku. Í þessari grein ætla ég að kynna fyrir þér hvernig vikan fer fram með von um að opna augu þín fyrir því hvaða hlutverki þig langar að gegna í vikunni.

Sigrún Dís Hauksdóttir | 6-Y

UNDIRBÚNINGUR FYRIR KOSNINGAVIKU Hvernig býður þú þig fram?

Framboð til kosninga í stjórnarnefndir fara fram á tignarlegum skráningarbás sem staðsettur er á marmaranum, nokkrum vikum fyrir kosningar. Þar geta allir nemendur boðið sig fram í stjórnarnefndirnar sjö, Íþróttafélagið, Listafélagið,

KOX-Viljinn

Þegar lokað hefur verið fyrir skráningu mæta allir frambjóðendur í myndatöku fyrir KOX-Viljann. Hann inniheldur allar mikilvægar upplýsingar um ferlið. Þar eru birtar myndir af öllum frambjóðendum ásamt svokölluðu ,,quote“ sem inniheldur mest 25 orð. Til dæmis ef Palli ætlar að bjóða sig fram í Viljann birtist mynd af honum í dálk sem inniheldur alla frambjóðendur til Viljans

Málfundafélagið, Nemendamótsnefnd, Skemmtinefnd, Verzlunarskólablaðið og Viljann. Aðeins nemendur í 5. bekk geta boðið sig fram í stjórn. Í stjórn sitja allir formenn stjórnarnefnda ásamt forseta, féhirði og markaðsstjóra.

og undir mynd hans stendur quote-ið hans sem gæti verið ,,Ég hef Viljann fyrir hendi“. Í KOX-Viljanum er hver frambjóðandi til stjórnar með heila blaðsíðu sem inniheldur mynd af viðkomandi ásamt ávarpi hans og stuðningsgrein. Mikilvægt er að skoða frambjóðendur vel og um að gera að kynna sér kosti þeirra eins vel og völ er á. KOX-Viljinn er frábært verkfæri til þess.

KOSNINGAVIKAN Frambjóðendur á framfæri

Frambjóðendur til stjórnarnefnda eru fjölmargir og hefur ríkt sú hefð að þeir útbúi eitt A4 blað fyrir framboð sitt sem þeir hengja upp fyrsta dag vikunnar, á veggnum hjá matbúð. Lengi hefur sú umræða legið í loftinu að það þurfi að grípa til aðgerða sem gefa frambjóðendum betra tækifæri á að kynna sýna hæfni

Kjörstjórn og reglur

Kjörstjórn er skipuð völdum nemendum skólans, forseta, féhirði, formanni Málfundafélagsins og Hagsmunaráði. Hún heldur utan um starfsemi kosninganna í heild sinni og sér til þess að

12

til embættis. Áhugi liggur fyrir hendi að setja upp aðstöðu á netinu fyrir frambjóðendur til að kynna sig með nákvæmari hætti. Heimasíðan er tilbúin en hvort sú hugmynd verði að veruleika er undir kjörstjórn komin.

frambjóðendur fylgi settum reglum vikunnar. Kjörstjórn kynnir reglur kosninganna fyrir frambjóðendum. Kjörstjórn er hlutlaus í öllum kosningaáróðri en hefur þó kosningarétt.


Sælgæti og sæla

Kæru nýnemar, sama hversu oft þið fáið að heyra setninguna: ,,þetta er mun meira en þú býst við.“ Verður þetta alltaf mun meira en þið búist við. Í kosningavikunni er marmarinn undirlagður kosningabásum sem skarta sínu allra fegursta. Hver bás inniheldur meira sælgæti, gos og annað gotteríi en nemendur skólans geta í sig látið. Frambjóðendur gera allt til að kæta samnemendur sína

Frambjóðendur með orðið

Góð leið að nálgast frambjóðendur er að hlusta á ræður þeirra sem haldnar eru í öllum hléum frá mánudegi til miðvikudags. Til að nemendur hafi þann kost að hlusta á er nauðsynlegt að bera virðingu fyrir ræðuhöldunum og hafa hljóð meðan á þeim

Kandídatafundur

Á kandídatafundinum kemur í ljós hverjir eru með sitt á hreinu og hverjir ekki. Kandídatafundurinn er tilvalinn vettvangur til að mynda sér lokaskoðun. Þangað geta allir nemendur mætt og

Alvaran nálgast

Fimmtudag og föstudag er komið að kosningunni sjálfri. Kosning er opin frá 9:15-15:40 á fimmtudag en 9:15-14:30 á föstudag. Þar geta allir nemendur skólans sem hafa kosningarétt kosið. (ATHUGIÐ: Nokkrum vikum fyrir kosningavikuna ganga frambjóðendur í stofur og safna undirskriftum fyrir framboðið sitt. Ef einstaklingur skrifar undir hjá tveimur frambjóðendum í sama

Aðalfundur

Á föstudagskvöldið gera fráfarandi forseti og féhirðir upp árið. Því næst er tilkynnt hverjir hljóta þrjú fyrstu sætin inn í stjórnarnefndir.

svo afþreyingarefnin eru óteljandi. Mikilvægt er þó að gleyma sér ekki í fjörinu og hafa ávallt bakvið eyrað um hvað vikan snýst. Mikilvægt er að kynna sér kosningabæklinga frambjóðenda ítarlega, sjá hvað þeir hafa upp á að bjóða og passa að nálgast alla einstaklinga vel. Sniðugt er að ganga á milli bása og reyna þannig að mynda sér upplýsta skoðun.

stendur. Í kosningavikunni leigir nemendafélagið útvarpsbúnað og haldnir eru útvarpsþættir þar sem frambjóðendur eru spurðir spjörunum úr. Á miðvikudagskvöldi er svo haldinn svokallaður “kandídatafundur.”

spurt stjórnarframbjóðendur alls þess sem þeim dettur í hug. Eins og gengur og gerist færist stundum hiti í leikinn og er sjón sögu ríkari. Kandídatafundurinn er eitthvað sem enginn vill missa af.

embætti missir sá hinn sami undantekningalaust kosningarétt sinn). Á kjörseðlinum standa nöfn stjórnarframbjóðenda ásamt þremur dálkum fyrir hverja stjórnarnefnd. Inn í dálkana merkja kjósendur númer þeirra frambjóðenda til stjórnarnefnda sem þeir treysta best. Númer frambjóðenda má sjá í KOX-Viljanum sem allir hafa meðferðis inn í Bláa sal, þar sem kosning fer fram.

Að lokum er ný stjórn nemendafélagsins tilkynnt.

EFTIRMÁLAR Viðtöl

Stjórnarnefndir nemendafélagsins eru ekki fullskipaðar eftir aðalfund. Enn eru 3-4 pláss laus í hverja nefnd. Stuttu eftir aðalfund auglýsa stjórnarnefndir viðtöl. Allir sem hafa áhuga á nefndarsetu geta mætt til viðkomandi nefndar í viðtal, sem má líkja við atvinnuviðtal. Til að eiga möguleika á að komast inn er

Miðstjórn

Ég held ég tali fyrir hönd flestra nemenda skólans þegar ég segi að Nemendafélag Verzlunarskólans er glæsilegra en nokkur gæti ímyndað sér. Ástæðu þess tel ég vera þau fjölmörgu tækifæri sem bjóðast nemendum til að efla áhugamál sín innan félagsins. Að starfa fyrir félagið er einstaklega lærdómsríkt og er sú vinna frábær undirbúningur fyrir atvinnulífið. Þegar við munum horfa til baka í framtíðinni til menntaskólaáranna þá verður það eflaust félagslífið

mikilvægt að mæta vel undirbúinn, upplýsa sig vel um starfsemi nefndarinnar, gefa hugmyndafluginu lausan tauminn og mæta með bros á vör. Þegar stjórnarnefndir eru fullskipaðar verða aftur auglýst viðtöl fyrir aðrar nefndir nemendafélagsins. Formenn ásamt nefndarmeðlimum eru skipaðir í gegnum viðtöl.

sem verður ofarlega í minningum okkar. Við munum vonandi geta sagt að við höfum notið stundarinnar, eignast vini, skemmt okkur og eflt samskiptahæfni okkar á milli. Nú er tækifærið kæru samnemendur. Með framboði aukið þið möguleika ykkar á að búa til einmitt þessar minningar. Gangi ykkur vel í komandi framboði og megi gæfan fylgja komandi miðstjórn.

13


SNARL Ég heiti Kristrún Hulda og ég tel mig vera lífsglaða manneskju. Ég vil heldur fara í gegnum lífið með bros á vör en að kvarta yfir hlutunum. Það fara ekki margir hlutir í taugarnar á mér og ég reiðist ekki yfir mörgu. Þið kannist eflaust öll við það að vera reið og þá meina ég virkilega pirruð og geðvond. Ef þið kannist við þessa tilfinningu ímyndið ykkur þá að vera rosalega svöng samtímis. Það fer ekkert meira í taugarnar á mér en að koma svöng heim og þar bíður mín „allskonar“ í matinn eins og foreldrar mínir kalla það. Þegar „allskonar“ er í matinn þá er skyr, ristað brauð og afgangar. Pabbi er kannski búinn að blanda saman restinni af lambakjötinu frá gærkvöldinu við kartöflur, pasta, kjúklingabaunir eða eitthvað annað ógeð. Maður veit aldrei hverju þau stinga upp á. Þau eru yfirleitt hæstánægð með útkomuna, annað en ég sem sit þarna bálreið og óska þess ýmist að vera stödd í paradís fullri af pítsum og In-N-Out hamborgurum eða vera ættleidd af annarri fjölskyldu. Nei ég segi svona, þetta var heldur ýkt hjá mér en þið skiljið samt hvað ég meina. Þegar ég var á hápunkti gelgjunnar þá var þetta verst. Það var eitt mánudagskvöldið sem ég missti mig og fór að hágrenja. Ég man ennþá eftir reiðinni sem blossaði upp hjá mér. Þessi mánudagur var í heild sinni alveg glataður. Á þessum tíma æfði ég fimleika í þrjá tíma á dag og það krafðist mikillar orku. Langur skóladagur var að baki og ég var með mikla vöðvabólgu í öxlunum. Ég fór í sund strax eftir skóla til að losna við vöðvabólguna og þaðan beint á æfingu, frekar dösuð. Æfingin gekk ekki vel þar sem við vorum að gera framumferðir á “fiberdýnunni”, sem var minn veiki hlekkur þá. Ég hlakkaði til að fara heim að borða eitthvað gott. Þegar ég

kom loksins heim reyndist vera „allskonar“ í matinn. Ég finn ennþá fyrir reiðinni þegar ég hugsa um þetta. Ég brotnaði niður og varð svo djöfulli svekkt og andskoti reið. Ég fann hvað mig langaði að hlaupa í burtu og öskra af öllum mínum lífs og sálar kröftum. Við pabbi töluðum lítið sem ekkert saman í tvo daga eftir þetta enda móðgaði ég hann. Ég var bara svo sár, svöng og virkilega vonsvikin. Svona getur reiðin tekið yfir á örfáum sekúndum og látið mann segja hluti sem maður á ekki að segja. Ég rífst sjaldan sem aldrei við foreldra mína en við pabbi getum þó hlegið að þessu í dag. Oft þegar það er „allskonar“ í matinn minnist ég þessa kvölds og reiðinnar. Svona kvöldmáltíðir fara ennþá mikið í taugarnar á mér og þá sérstaklega þegar ég er alveg glorhungruð. Þetta dæmi mitt er að vísu vandamál í paradís því auðvitað er til margt verra í heiminum sem hægt er að vera reiður yfir. Þegar reiðin tekur völd, sem kemur fyrir besta fólk, þá verður maður að passa hvað maður segir og gerir. Það er ekki hægt að hafa heiminn á herðum sér, ég hef alveg komist að því.

Námsmenn

Fylgstu með tilboðum í Íslandsbanka Appinu Stúdentakortið og Íslandsbanka Appið gera lífið skemmtilegra Handhafar Stúdentakortsins fá fjölbreytt og spennandi tilboð sem koma sér vel fyrir námsmenn. Náðu í Íslandsbanka Appið og sjáðu tilboðin streyma til þín.

Studen t

14islandsbanki.is

Netspjall

Sími 440 4000

Facebook

Sæktu Íslandsbanka Appið á islandsbanki.is/app


15


A N N A R Ý t tur T

dó N a I n r V a Æ u bj d T d I e E I GU ÁV Ó LV S Ð E M

Árið 2011 var viðburðaríkt ár fyrir Sólveigu Eddu Bjarnadóttur. Sólveig greip tækifærið þegar hún hafði setið á skólabekk of lengi og fór í viðtal fyrir flugfreyjustarf í Abu Dhabi. Í kjölfarið flutti hún út og bjó í tæpt ár í landi hinna nýríku olíufursta og ferðaðist heimshornanna á milli. Teitur Gissurarson | 5-B

Hver var ástæðan fyrir því að þú fórst út? Það var nú eiginlega engin sérstök ástæða fyrir þvi að ég fór í þetta og hreinlega bara röð af tilviljanakenndum hlutum sem urðu til þess að ég endaði þarna úti. Ég sat í tíma í háskólanum og þóttist vera að fylgjast með en var auðvitað bara að slæpast á netinu þegar ég rakst á auglýsingu um starf hjá Etihad Airways á Vísi.is. Þá var auglýst eftir fólki sem vildi starfa hjá einu flottasta flugfélagi heims og ferðast um heiminn með vinnunni. Ég var á þessum tímapunkti komin með frekar mikinn skólaleiða og hef alltaf haft gaman af því að ferðast svo ég ákvað bara að skella mér í viðtal. Svo ég geri langa sögu stutta þá var ég ein af fimm stelpum sem fékk starf og ég flutti svo út til Abu Dhabi í janúar 2011.

Hvað varstu að gera úti? Ég byrjaði á því að fara í 7 vikna langa og stranga flugfreyjuþjálfun sem endaði með formlegri útskrift úr Etihad akademíunni og fyrsta flugið mitt var svo í byrjun mars. Ég starfaði sem flugfreyja út árið, bjó í Abu Dhabi og flaug þaðan til ótal áfangastaða.

Hvert ferðaðistu? Ég fór á ótrúlega marga staði og til margra landa sem ég bjóst aldrei við að ég færi til. Ég var ótrúlega heppin með flugskrána mína þar sem ég fékk lítið af non-stop flugum (þessi stuttu þar sem maður fer bara fram og til baka) heldur fékk ég mun meira af stoppum sem voru allt frá 17 klst upp í 72 klst og gera manni kleift að skoða og upplifa. Ég fór m.a. til Sydney, Manila, Singapore, Jakarta, Moskvu, Mílanó, Peking, London, Brisbane, Parísar og margra fleiri staða, held að ég sé komin upp í 38 lönd sem ég hef heimsótt um ævina.

16

Fékkstu menningarsjokk einhversstaðar og af hverju? Þó ég hafi farið til svona margra ólíkra staða þá held ég nú samt að stærsta menningarsjokkið hafi ég bara fengið í Abu Dhabi (Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum). Þetta er svo ólíkt því sem við erum vön en þó er þetta í raun frekar vestrænt samfélag miðað við önnur arabalönd. Það sem maður verður kannski mest var við er ýmislegt tengt trúnni, íslam. Ég man t.d. mjög vel eftir því að hafa vaknað með andfælum fyrstu nóttina mína við bænakallið frá moskunni sem var ekki langt frá blokkinni minni. Ég var í svolitla stund að átta mig á því hvað þetta væri en svo vandist þetta nú bara og ég var alveg hætt að taka eftir þessu


eftir stuttan tíma. Svo þurfti maður auðvitað aðeins að pæla í því hverju maður klæddist og hvernig maður hagaði sér á almannafæri t.d. er ekki vel séð að heilsast með kossi, sérstaklega ekki hinu kyninu, og á meðan Ramadan mánuðurinn (fastan) er í gangi má ekki borða né drekka á almannafæri, ekki vera með berar axlir né hné og skemmtistaðir mega ekki spila tónlist. Svo var annað sjokk sem tengist þó ekki menningunni, en það var þessi fáránlegi hiti. Yfir sumarmánuðina er gjörsamlega ólíft þarna, 45 stig + upp á dag og mikill raki. Það var mjög erfitt fyrir mig að venjast þessu og ég hljóp hreinlega bara á milli loftkælinga allt sumarið.

Hver var merkilegasti staðurinn sem þú komst til? Það voru tveir staðir sem stóðu upp úr en það voru Singapore og Moskva. Ég bjóst ekki við því að ég myndi nokkurn tímann koma til Moskvu og þess vegna var eitthvað svo frábært að sjá þessa frægu borg. Singapore fannst mér svo bara geggjuð, ég veit ekki hvað það var, byggingarnar, fólkið, djammið eða Formúla 1 sem var akkúrat í gangi þegar við komum og við gátum fylgst með kappakstrinum af hótelsvölunum á 14. hæð. Það var bara allt gott við þá ferð.

Hvað varstu lengi? Tæpt ár, ég var úti frá byrjun janúar 2011 þangað til rétt fyrir jólin sama ár.

Af hverju fórstu heim? Góð spurning! Ég held það hafi verið svona sambland af nokkrum hlutum. Aðallega fannst mér erfitt að vera svona langt frá fjölskyldu og vinum þó það væri ógeðslega gaman úti en ég átti líka eftir að klára námið sem ég var í og mig langaði að ljúka því. Ég fór hins vegar aftur út núna í desember 2014 og þá átti ég frekar erfitt með að skilja þessa ákvörðun mína um að fara heim. Ég fékk samt klárlega flugbakteríuna af því að prófa þetta því ég er byrjuð að vinna hjá Icelandair núna, annað hvort fílar fólk flugið eða ekki og ég er alveg klárlega í fyrri hópnum.

Hvað lærðiru í ferðinni? Ég lærði svo ótrúlega margt bara um það að standa á eigin fótum í fjarlægu landi, kynnast nýrri menningu og fólki frá ótal mismunandi löndum. Ég öðlaðist meira umburðarlyndi og víðsýni og að grípa tækifærin sem manni gefast í lífinu.

Hvað situr eftir? Klárlega allir vinirnir sem ég eignaðist úti, þetta eru sambönd sem ég mun reyna eins og ég get að viðhalda áfram, þrátt fyrir að það sé langt á milli. Það hafa nokkrir nú þegar komið og heimsótt mig hingað á klakann og ég er búin að hitta þau nokkrum sinnum víðsvegar um heiminn síðan ég flutti heim.

Eftirminnileg atvik?

Hvað fannst þér merkilegast við AbÚ? Ég bara hreinlega veit það ekki, það er svo margt sem er merkilegt við Abú, þetta er stórmerkileg borg (og land). Þarna eru miklir peningar í umferð og allur sá lúxus sem maður gæti látið sér detta í hug en svo er líka mikil misskipting og margir sem búa hreint ekki í þeirri glansmynd sem dregin er upp af Abú. Þjóðin er auðvitað gríðarlega rík eftir að olían fannst og heimamenn vinna sjálfir ekki mikið en búa við mjög há lífsgæði. Það er mikið erlent vinnuafl og aðeins um 20% íbúanna í Abú eru innfæddir þannig að þetta er í raun mikill suðupottur menningar þó svo að menning innfæddra sé ráðandi. Þetta er bara svo rosalega ólíkt Íslandi að mér fannst bara næstum allt merkilegt.

Eitt það eftirminnilegasta úr ferðinni var þegar ég fékk að taka þátt í Formúlu 1 í Abú Dhabi. Flugfélagið er styrktaraðili formúlunnar og nokkrar flugfreyjur fá að taka þátt með því að vera svokallaðar „grid girls“. Ég fékk því að standa við hlið Mark Webbers fyrir startið meðan ríka og fræga fólkið, fjölmiðlar og aðrir gengu á milli og tóku viðtöl og myndir af bílunum, keppendum og okkur. Hitinn var um 40 gráður, glampandi sól, bílarnir í gangi og malbikið við það að bráðna saman við hælaskóna mína. Það var ótrúleg upplifun að vera þarna niðri í „pittinum“ og fylgjast með Schumacher, Alonso, Vettel, Hamilton og öllum þessum gaurum gera sig til, spennan var alveg áþreifanleg.

Hvernig fannst þér að ferðast ein? Mér fannst yfirleitt bara ágætt að ferðast ein, ég get alveg dundað mér ein í ókunnugri borg án þess að leiðast, en oft skipulagði áhöfnin líka eitthvað til að gera saman eða fara út að borða og það var yfirleitt mikið stuð.

Varstu einhvern tíma einmana? Mér fannst ég í raun aldrei einmana en ég fékk samt alveg stundum heimþrá, sérstaklega þegar maður var að missa af einhverjum svona fjölskyldutengdum hlutum eða einhverju skemmtilegu sem vinirnir voru að gera. En ég átti marga góða vini þarna úti og við brölluðum mikið saman svo mér fannst ég aldrei einmana.

17


TWITTER Linda Dögg @lindadogg_

Enginn búinn með heimavinnuna þannig Vignir photoshopaði hana bara útaf intranetinu

4

46

Sylvía Hall @sylviaahall

Mesta áhætta sem hægt er að taka er að keyra framhjá stæði á Verzlóplaninu í von um að finna betra stæði

0

16

Jórunn María @jorunnmaria96

Alvöru walk of shame er að labba aftur í röðina eftir að það var gripið hjá þér í kíló #realtalk

1

49

frodi gud @frodi95

árið er 2050. við höldum enn í vonina um að snjórinn sem kom í ársbyrjun 2014 hverfi

0

22

jÖlli @jokulldreki

Stundum langar mig að vera í MS. Svo vakna ég.

0

22

Snædís @snaedisarnarsd

Þegar maður labbar beint ofan í þar sem skúringakonurnar í skólanum eru nýbúnar að skúra #samviskubitið

0

43

Andri Sævar @flandrii

S/O á árlegu nemóbóluna :)

1

32

Heimir Bjarnason @thebjarnason

Herbergið mitt lyktar af kaffi, svita og brostnum draumum. #lög103

0

5

Kristófer Eggertsson @kristoeggerts Nýja MS lagið er betra en nýja 12:00 lagið

23

18

52

jÖlli @jokulldreki

Besta við að vera í nemó: vinabeiðnir frá fermingarstelpum

0

51

Ásgeir Ingi @asgeiringi97

Til MSinga: Gæjinn sem produce-aði nýja MS lagið var í Verzló og í 12:00 #justsaying

11

89

stebbi @stebbistud

Já ég er að leigja og já ég, brynjar og mamma hans sofum í sama rúmi og já ég er með pottaklippingu

2

73

Viggo Z @Vignirh1

Mér líður heimskulega

0

23

Vignir Daði @VignirD Bókasafn Verzló ..more like.. Busasafn Verzló

5

59

neraK @kokthebadbitch

Til að leiðrétta allan misskilning, nei ég svaf ekki hjá neinum í skemmtó til að komast inn í vælið

5

64

Dagur Sindrason @dagursindra

Af hverju sendir Verzló bréf á foreldra mína ef ég er sjálfráða #shutupmom

1

26

Arnar Ingi Ingason @arnaringason

það eru tvær konur að ræða framhjáhald eiginmanna sinna hjá klósettunum í matsal IKEA. Held að skilin á menningu & lágmenningu liggi þarna.

0

40

geðveikt sætur gaur @dularfullur

“Það mun enginn ráða þig í vinnu þegar þú lítur út eins og dópisti með piss í skegginu!” - endurómar í hausnum mínum

0

27


Samruni Módel:

Ljósmyndir: Myndvinnsla:

Egill Gauti Þorsteinsson Hafdís Inga Alexandersdóttir Logi Bergþór Arnarsson Silja Rún Bárðardóttir Alma Karen Knútsdóttir Haukur Kristinsson

19


20


21


22


23


BLÓÐBANKINN Blóðgjöf er lífgjöf

Alma Karen Knútsdóttir | 5-V

Hvað er blóð? Blóð er fljótandi rauður líkamsvessi sem flýtur um æðar okkar og heldur í okkur lífinu. Það samanstendur af blóðvökva og frumum sem fljóta um í honum. Blóð er okkur lífsnauðsynlegt og því mikilvægt að hafa nóg af því. Þegar við fæðumst höfum við rúman lítra af blóði í líkamanum. Í fullorðnum einstaklingi eru hins vegar um fimm lítrar af blóði en ef hann missir meira en einn lítra er hann talinn í mikilli hættu. Hver sem er getur átt í hættu að missa blóð t.d. vegna slyss eða skurðaðgerðar og ef þú ert í aðstöðu til þess að gefa blóð þá hvetjum við þig til þess! Til þess að gerast blóðgjafi þarftu að hafa náð 18 ára aldri, vera heilsuhraustur, vega meira en 50 kíló og uppfylla skilyrði Blóðbankans um smitvarnir. Við kíktum í heimsókn og fengum frábærar viðtökur, starfsfólkið var virkilega indælt og kræsingarnar á kaffistofunni voru ekki af verri endanum. Skipting blóðflokka á íslandi

Verzlingar sem hafa gefið blóð 18 ÁRA OG ELDRI

Hafðu í huga að • • • • • •

24

Það er mikilvægt að hafa fengið nægan svefn og að vera án lyfja Vera búin(n) að borða og drekka vel yfir daginn Eftir blóðgjöf er mikilvægt að jafna sig og fá sér smá hressingu Hlífa handleggnum fyrst á eftir til að koma í veg fyrir mar og óþægindi Drekka vel fyrstu klukkustundirnar eftir blóðgjöfina Það er ekki sniðugt að fara í sund eða líkamsrækt sama dag og blóð er gefið


Heimsókn í blóðbankann Skráning Í móttökunni framvísir blóðgjafi persónuskilríkjum og fær heilsufarsblað til að fylla út ásamt upplýsingablaði um smitvarnir.

Viðtal Hjúkrunarfræðingur fer yfir heilsufar blóðgjafa og mælir blóðþrýsting og púls.

Blóðgjöf Þá er það sjálf blóðgjöfin, hún tekur um 5-10 mínútur. Nál er fest við einnota söfnunarpoka og stungið í bláæð gjafans. 450 ml af blóði eru teknir sem eru um 10% af heildarblóðmagni.

Hressing Í lokin er komið að ómissandi heimsókn á kaffistofuna þar sem blóðgjafi fær sér hressingu. Þar er kósý stemning og boðið er upp á kaffi og djús, brauð, kökur og kex.

Vissir þú að.. ...á hverju ári þurfa Íslendingar um 14.000 blóðgjafir? ...á Íslandi eru 7-9.000 virkir blóðgjafar? ...heimsókn í Blóðbankann tekur aðeins um 30-40 mínútur? ...ein blóðgjöf getur nýst þremur einstaklingum? ...á milli blóðgjafa þurfa að líða 3 mánuðir hjá körlum en 4 mánuðir hjá konum? ...Blóðbankinn þarf 70 blóðgjafa á dag! ...aðeins 8,6% Verzlinga sem hafa náð 18 ára aldri hafa gefið blóð!

25


26



STORMURINN Viskubrunnur Verzlunarskólans Höfundur: Hörður Guðmundsson Frá því að ég hóf skólagöngu mína við Verzlunarskóla Íslands hefur Málfundafélagið alltaf heillað mig og ekki síst vegna glæsilegra liða skólans sem árlega etja kappi við aðrar stofnanir í ræðumennsku og gáfum. Hinsvegar hef ég litið á þetta félag sem dálítið vannýtta auðlind, sérstaklega þegar kemur að því að vega upp á móti öllu “extrovertíska” skemmtiefninu sem er svo áberandi innan nemendafélagsins. Mig langar því að fjalla aðeins um smá hugmynd sem væri gaman að grípa og koma í verk en ég tel Málfundafélagið geta átt stóran hlut í því að fræða nemendur og láta þá kynnast betur ólíkum hugmyndum um tilvist okkar hér á jörðinni. Öll fæðumst við inn í þennan heim sem óskrifað blað. Með árunum mótumst við svo af umhverfinu okkar og því sem við sjáum, heyrum og skynjum. Við mótum okkar eigin lífsreglur út frá náttúru og næringu og kynnumst svo reglulega einstaklingum með ólík viðhorf gagnvart tilverunni. Við erum misforvitin um það sem er að eiga sér stað í veröldinni en öll höfum við einhverjar skoðanir. Málfundafélagið gæti því staðið fyrir því að halda reglulega umræðuhringi þar sem fólk á mismunandi aldri, úr mismunandi bekkjum, með mismunandi viðhorf gæti komið saman og glímt við grundvallarspurningar veruleikanns, tilvistarinnar og stöðu mannsins í alheiminum. Í mínum augum væru þessir umræðuhringir ekki einungis heilbrigður liður í því að fræðast um heimspeki og hugmyndafræði heldur tel ég þá geta skapað samheldnara skólasamfélag, því þarna gæfist fólki tækifæri á því að kynnast raunverulegum gildum og viðhorfum samnemenda sinna en ekki bara því að þeir “fíli” nýju vörulínuna hjá Gallerí17.

Umræðuhringirnir ættu að sjálfsögðu að vera opnir öllum og umræðuefnin þyrftu alls ekki að vera neitt ofur flókin. Hægt væri að ræða stórar fréttir, viðskiptahugmyndir og trúarbrögð. Svo væri hægt að færa sig yfir í stærri og flóknari spurningar ef vilji væri fyrir hendi. Einnig gætu nefndir innan skólans tekið að sér einhver kvöld t.d. gæti Feministafélag NFVÍ staðið fyrir smá hitting þar sem fólk myndi tjá sig um þeirra mynd af jafnrétti kynjanna. Viljinn og Verzlunarskólablaðið gætu séð um það að ræða blaðamennsku og Íþróttaráðið gæti sest niður og rætt eiginleika afreksmanna í íþróttum. Að sjálfsögðu væri líka kjörið að mata síðu Málfundafélagsins með allskyns fræðsluefni, spjalla um áhugaverðar bækur eða deila heimildamyndum og hljóðvarpsþáttum. Sjálfum þykir mér einstaklega gefandi að setjast niður með fólki til þess að ræða og læra og því langar mig svo að geta kynnst hugmyndum annara Verzlinga betur. Sameiginlega getum við ýtt undir þroska okkar og hvatt hvort annað til dáða, því hinn sannkallaði viskubrunnur Verzlunarskólans leynist í hjörtum og huga hvers einasta Verzlings! “Daring ideas are like chessmen moved forward. They may be beaten, but they may start a winning game.”

- Johann Wolfgang von Goethe

Meira á www.rosmundsen.com

VERZLINGAR ATHUGIÐ Maggi í Málfó er hress og skemmtilegur strákur úr Árbænum. Hann er 19 ára og gengur í Verzlunarskóla Íslands. Áhugamálin hans eru píanó (hann er búinn að æfa í 7 ár) og spila tónlist með frægum hljómsveitum eins og t.d. Vintage Caravan. Hann á einnig mjög stórt og flott myndasögusafn sem bara vel valdir fá að sjá (hehe). Maggi í Málfó er 186 cm á hæð, er í 5-A og fékk 8 í meðaleinkunn á Verzlunarskólaprófinu sínu. Eins og þið kæru lesendur vitið nú er að Maggi í Málfó er aldeilis fengur! Áhugasamir um stefnumót geta haft samband í s: 858-5042 eða í tölvupósti: magjrag@verslo.is. P.s. umsækjandi verður að vera góð í að fikta í hári.

28


STORMURINN Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringa. 1. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. 2. Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Svona hljóðar 73. grein stjórnarskrár Íslands sem fjallar um tjáningar og skoðanafrelsi. Hver maður hefur lögum samkvæmt rétt til að láta í ljós skoðanir sínar en verður að geta ábyrgst þær og varið fyrir dómi. Það að geta deilt skoðunum okkar með öðrum er ein af grunn undirstöðum þróunar samfélagsins. Án þess að geta tjáð okkur frjálst í fjölmiðlum og deilt því sem er að gerast í samfélaginu þá myndi samfélagið staðna og við sitja föst í sama farinu. Gott dæmi um afleiðingar skerts tjáningarfrelsis eru Sovétríkin og Austur-Þýskaland þar sem ríkið stjórnaði allri umfjöllun og því var nánast ómögulegt fyrir almennan borgara að komast að klækjum og bellibrögðum stjórnvalda og hvað þá að knésetja þau. Í stjórnartíð Mikhail Gorbachev í Sovétríkjunum voru takmarkanir á tjáningarfrelsi minnkaðar til muna, þó svo að deilt sé um hvort það hafi verið viljandi eða ekki. Fjölmiðlar komust upp með að birta meira af efni óháð innihaldi og miðluðu upplýsingum til íbúa landsins. Hjólin fóru að snúast og fólkið í landinu komst að því að fólk hefði það betra annarsstaðar, að Sovéska þjóðin væri ekki í hávegum höfð utan landsteinanna og að stjórnvöld bæru mest megnis ábyrgð á því öngstræti sem ríkið var búið að koma sér í. Fólkið í landinu reiddist og það leiddi til uppreisnar. Þetta var mikilvægt og hrundi af stað atburðarás sem endaði með falli járntjaldsins og upplausnar Sovétríkjanna. Þessi dæmisaga sýnir okkur að til þess að geta þróað samfélagið okkar verðum við að fá upplýsingar um framgang annarra landa og að við

getum ekki beislað fólk sem vill koma af stað nýjum hugmyndum ef við ætlum okkur að þróast og getað bætt lífskjör í okkar eigin landi. Hinir verða líka að geta séð hvað er að gerast hjá okkur til að geta gripið inn í eða veitt okkur aðstoð þegar þörf er á. Umhverfið mótar manninn og maðurinn aðlagast umhverfinu eru setningar sem eiga vel við í þessu samhengi. En þýðir þetta samt að ég geti skrifað grein í blaðið þar sem ég lýsi því yfir að mér finnist samkynhneigð viðurstyggileg og að ég sé algjörlega á móti því að tilteknir trúarhópar byggi sér trúarhof á Íslandi? (Tekið skal fram að þetta endurpeglar ekki persónulegar skoðanir höfundar). Já, ég má það og get það. Hins vegar verður samfélagið brjálað og fólk myndar sér skoðun á mér út frá því sem ég segi og geri. Því þó það sé bannað að dæma, þá gerir fólk það samt í mjög miklu mæli. Nokkrum árum eftir að ég læt skoðanir mínar í ljós í greinni býðst mér vinna á stað þar sem ég þarf meðal annars að gæta hagsmuna minnihlutahópa eins og múslima og samkynhneigðra. Þegar ég hef verið ráðinn í starfið flýtur greinin eftir mig upp á yfirborðið og fólk sér að ég muni ekki geta unnið nýja starfið mitt hlutlaust og samfélagið setur sig upp á móti mér. Ég missi vinnuna einungis nokkrum tímum eftir að ég var ráðinn. Ég verð að bíta í hið súra epli því að ég verð að bera ábyrgð á skrifum mínum og skoðunum. Kæru samnemendur við þurfum að hugsa áður en við tjáum okkur því við stöndum og föllum með opinberum skoðunum okkar þrátt fyrir að við megum tjá okkur um þær. Je Suis Charlie.

Höfundur: Þórhallur Valur Benónýsson

SKÁPURINN Við í Málfó vitum að það er fátt mikilvægara en að vera með skáp í skólanum og þá skiptir öllu máli að vera með réttu hlutina í skápnum. Því fengum við helstu skápasérfræðinga Verzló til að segja okkur hvað þeim þótti mikilvægast að hafa í skápnum.

Góð bók

Hver kannast ekki við það að vera löngu búinn með öll verkefni og heimavinnu í tíma og hafa ekkert að gera? Þetta vandamál heyrir sögunni til um leið og þú ferð að geyma góða bók í skápnum.

Auka penni, blýantur og strokleður

Sumir sögðu að maður ætti helst að vera með auka pennaveski en þar sem við erum að tala um helstu nauðsynjar sleppum við veskinu í þetta skiptið.

Auka sokkar og nærbuxur

Við búum á Íslandi og maður verður að vera undir allt búinn. Hver kannast ekki við að vera í blautum sokkum allan daginn því það var svo mikill snjór úti? Ekki við í málfó því við erum alltaf með auka sokka í skápunum okkar.

Rakakrem

Það er alveg óþolandi að vera með þurra húð í skólanum.

Naglaklippur

Bæði nytsamlegar fyrir þau skipti þar sem maður gleymir að klippa neglurnar og þegar maður þarf að snyrta nefhárin.

Astma pústið

Því þú veist aldrei hvenær þú gætir þurft á því að halda.

Svitalyktareyðir 29


FÖRÐunarmyndaþáttur

1.

• Hyljari, Natural Concealer - litur Light, settur undir augu og í kringum nasir. • BB kremi, Natural BB Cream - litur Fair, dreift yfir andlit. • Kinnbein skyggð með Natural Creamy meiki á T-svæði í lit Nude og í lit Carmel undir kinnbein, fyrir ofan gagnaugu og efst á enni. • Andlit púðrað með púðri, Mineral Powder - litur Light Sand. • Kinnalitur, Natural Powder Blush - litur Toasted Toffee, notaður sem sólarpúður undir kinnbein og augnskuggi, Natural Baked Duo-eyeshadow - litur Celebrate, settur ofan á til þess að draga þau fram. • Kinnalitur, Natural Powder Blush - litur Sassy Salmon, settur á epli kinna.

2.

• Augabrúnir litaðar með blýanti, Natural Eyebrow-designer - litur Brown. • Eyeshadow Base settur á augnlok til að draga betur fram liti augnskugganna og halda þeim betur á. • Brúni og gyllti liturinn í augnskuggapallettunni Natural Quattro Eyeshadow - litur Coffee & Cream 002 eru notaðir til þess að gefa náttúrulegt yfirbragð.

lína mynduð meðfram augnhárarót og dregin niður út fyrir ytri augnkróka 3. • Skörp með augnblýanti, Natural Liquid Eyeliner - litur Black. • Maskari settur á augnhár, Natural Multi-effect Mascara - litur Just Black. • Varablýantur í litnum Gentle Brown notaður til þess að skerpa varir. • Varalitur í litnum Cream var notaður á varir og litirnir Toffee og Pink Honey til að skyggja.

30

Förðun: Sigrún Dís Hauksdóttir


1.

• Hyljari, Natural Concealer - litur Light, settur undir augu. • Natural Creamy meik sett yfir andlit. • Natural Creamy meik í lit Caramel notað til að skyggja undir kinnbein og í lit Nude til að mýkja línur skyggingarinnar. • Natural Mineral Powder í litnum Light sett yfir andlit og Natural Compact Powder í litnum Porcelain undir augu til að taka allan glans á baugasvæðum. • Kinnalitur, Natural Powder Blush - litur Toasted Toffee, notaður sem sólarpúður og kinnalitur í lit Sassy Salmon notaður til að draga fram kinnbein. • Natural Highlighting Powder í litnum Stardust sett fyrir ofan kinnbein.

2.

• Augnskuggi, Natural Baked Duo-eyeshadow - litur Celebrate, er settur til að draga kinnbein enn frekar fram. • Ljósi liturinn í augnskuggapallettunni Natural Quattro Eyeshadow - litur Beautiful Eyes 001 er settur í augnkróka og aðeins inn á augnlok. • Natural Baked Duo-eyeshadow - litur Party, settur yfir mitt augnlokið. • Skyggt með því að setja dekksta litinn í augnskuggapallettunni í glóbuslínuna og blandað með tveimur ljósustu litunum í Coffee & Cream 002 pallettunni.

lína mynduð meðfram augnhárarót og lína dregin út fyrir ytri augnkróka 3. • Skörp með blautum eyeliner, Natural Liquid Eyeliner - litur Black.

• Maskari settur á augnhár, Natural Multi-effect Mascara - litur Just Black. • Varablýantur í litnum Brown notaður í útlínur vara og frekar vel inn á varir. • Varalitur í litnum Just Red settur yfir varirnar. • Varalitur í litnum Hot Pink settur á miðjar varirnar til að draga þær betur fram. • Varalitur í litnum Cream var notaður á varir og litirnir Toffee og Pink Honey til að skyggja.

Förðun: Sigrún Dís Hauksdóttir

31


32


HOLLT OG GOTT MEÐ katrínu sögukennara

HRÁEFNI 2 lúkur Spínat 1/2 Avókadó 1 cm Engiferrót 1/2 Niðurskorið epli 1/4 Limesafi 1/2 Sítróna 1/2 Appelsína 1/2 Pera

AÐFERÐ 2 lúkur af spínati eru settar í blandarann og sítrónan kreist yfir. Restin af hráefnunum eru skorin í litla teninga og sett í blandarann. Blandið saman í um það bil eina mínútu. Limesafanum er hellt ofan í og blandað í smá tíma til viðbótar eftir eigin sannfæringu. Græna safanum er hellt í fallegt glas.


VERZLOHETJAN

Teikningar: Helena Margr茅t J贸nsd贸ttir

34


Framhald í næsta

blaði...

35


INSTAGRAM

#nfvi

@3veldi

@eglesip

@ithrottafelagvi

@lara_margret

30 likes Bara enough said #nfvi

17 likes Ađeins nokkrar sýningar eftir af Saturday Night Fever. Þađ er í þađ minnsta stanslaust stuđ bakviđ tjöldin enda mælir ungfrú FussiliBarilla eindregiđ međ sýnungunni #nfvi

78 likes Hér eru nokkrar af hetjum dagsins eftir frábært Crossfit mót sem var haldið í Crossfit Reykjavík! Freyja Mist og Víðir “Tricep” Tómasson enduðu sem hraustustu Verzlingarnir!

168 likes “I can accept failure, everyone fails at something. But I can’t accept not trying.”

@nfvi

@skemmtoverzlo

@4u_verslo

@mcbibba

127 likes Tvífarar ársins #mushroomPáll #nfvi @aripkar

170 likes Sigurvegarar djúpu laugarinnar, þau Vaka og Sölvi, áttu rómantíska stund á Marmaranum í korterinu #valentinesweek #nfvi

14 likes Mánudagsmorgnar eru erfiðari en aðrir morgnar #Verzlingarkunnaekkiaðleggja #nfvi

102 likes SÆLIR KÆLIR Nilli*** Sýningar í fullum gangi í Austurbæ #SaturdayNightFever #nemo15 #BANGACHICKS

@andrialfreds

@arnist1

@laraborg96

@birkiri

22 likes Strákarnir hressir á Hraðlestinni í hádeginu, það þýðir ekkert annað! #verzlofabrikkan #nfvi #strakarnir

180 likes #takkþórunn og takk Súddi fyrir sökkaða mynd

99 likes Ég ætla aldrei að hætta að instagramma vælið OK #nfvi #takkþorunn

96 likes Mindataka firir vyljan #nfvi


«67

ÉG ÞARF FÖTIN ÞÍN, STÍGVÉLIN OG MÓTORHJÓLIÐ

THE

GOVERNOR

Bíldshöfða | Dalshrauni | Nýbýlavegi | Skipholti | Tryggvagötu

37


SUMARFRÍIÐ HVAÐ ætlar þú að gera í sumar?

Á meðan köldum vetrarmánuðum stendur er erfitt að hugsa til sumarsins. Núna er þó nauðsynlegt að spara pening, finna sér vinnu og skipuleggja sumarið. Sumarið er tilvalinn tími til þess að gera það sem þig hefur alltaf langað til að gera en hefur kannski ekki haft tíma fyrir áður. Það er mikið í boði en við ákváðum að taka saman það sem okkur fannst áhugaverðast að gera.

Þórunn Salka Pétursdóttir | 6-D

Áshildur Friðriksdóttir | 5-D

Björg Bjarnadóttir | 5-V

Lestarferð um evrópu Hefur þú áhuga á að ferðast um Evrópu? Þá er InterRail eitthvað fyrir þig. InterRail bíður upp á 30 daga lestarpassa sem gildir í lestir í 30 löndum Evrópu. Einnig er hægt að fá Global Pass og líka One Country Pass. Til að spara monnís er hægt að taka næturlest á milli landa og sleppa við dýra hótelgistingu.

Verð: Mánaðar Evrópupassi er um 60.000 kr.

EDUCATION FIRST LANGUAGE SCHOOL

Ferðast um ísland Við erum svo heppin að búa á landi sem býr yfir svo mörgum náttúruundrum sem hægt er að skoða. Hvort sem þú vilt fara í útilegu, í bústað eða hringinn í kring um landið þá er alltaf jafn gott að njóta íslensku sumarkvöldanna í góðum félagsskap. Finndu lausa helgi og drífðu þig út á land!

38

EF skólinn er alþjóðlegur tungumála skóli sem býður upp á 7 mismunandi tungumál á 44 mismunandi stöðum. Hægt er að fara út á vegum Kilroy til Parísar, Suður-Frakklands og Englands. Tungumálastigið þitt skiptir ekki máli þar sem þú getur valið um byrjendastig, millistig og efsta stig.

Hversu lengi: Val um 2-8 vikur Hvenær: Nýtt námskeið byrjar í hverjum mánudegi ársins


TÓNLISTARHÁTÍÐIR The governors ball The Governors Ball-New York er tónlistarhátíð sem er haldin á hverju ári á Randsall’s Island, New York. Þar sem hátíðin er á eyju þarf að útvega sér ferð frá New York með bát sem tekur aðeins um nokkrar mínútur. Mörg þúsund miðar eru seldir á hverju ári en hátíðin er mjög þekkt meðal bandaríkjamanna. Headliners í ár eru meðal annars Drake, Florence and the Machine, Lana Del Rey og Björk.

Hvenær: 5.-7. júní Hvar: New York Verð: Tæplega 35.000 kr.

Wireless festival

Roskilde festival

Hvenær: 3.-5. júlí Hvar: London Verð: Tæplega 43.000 kr.

Roskilde Festival, eða Hróarskelda, er ein þekktasta tónlistarhátíð Evrópu og sú stærsta í Norður-Evrópu. Hún er haldin í Roskilde í Danmörku, 30 kílómetrum fyrir utan Kaupmannahöfn. Í ár eru 8 svið á svæðinu þar sem 169 tónlistarmenn/hljómsveitir koma fram. Á svæðinu er stórt tjaldsvæði þar sem flestir gista á ásamt tugum bása með alls kyns mat og drykk. Ef fólk vill forðast raðir er bæði mælt með því að mæta ekki á fyrsta degi hátíðarinnar að bíða eftir inngöngu og einnig að vakna alltaf snemma til að komast í sturtu! Hátíðin er ekki fyrir pempíur en á móti er hún þekkt fyrir frábæra tónleika.

Wireless Festival er þriggja daga tónlistarhátíð haldin í Englandi fyrstu helgina í júlí. Hátíðin er þekkt fyrir að hafa frábært line-up með þekktum tónlistarmönnum á borð við Jay-Z og Kanye West. Það hefur einnig verið hefð fyrir því að það komi leynigestur á hátíðina. Til að mynda kom Rihanna árið 2014. Í ár er hátíðin haldin í Finsbury Park, London, en hún hefur einnig verið haldin í Birmingham. Finsbury Park er stórt og gott svæði fyrir hátíðina með 3 mismunandi sviðum ásamt tugum bása sem selja mat, drykk og annan varning. Ekkert tjaldsvæði er á Wireless hátíðinni en auðvelt er að finna gistingu þar sem hún er haldin í London. Hátíðin er mjög vel skipulögð með fjölda starfsmanna svo aldrei þarf að bíða lengi í röð, sama hvort það er til að komast inn á svæðið, komast á klósettið eða fá sér að borða.

Hvenær: 27. júní - 4. júlí Hvar: Roskilde, Danmörku Verð: Tæplega 40.000 kr.

Rock werchter Rock Werchter er tónlistarhátíð fyrir þá sem eru rokk megin í lífinu. Hátíðin hefur verið haldin á hverju ári síðan 1976 og er ein af 5 stærstu rokk tónlistarhátíðum sem haldnar eru í Evrópu. “Line up-ið” í ár er of gott til að vera satt en þar koma fram tónlistarmenn eins og alt-J, Ben Howard, Florence + the Machine, Foo Fighters, Muse, Pharrell Williams, Sam Smith, The Prodigy og The Script. Það er stórt tjaldsvæði á svæðinu þar sem bæði er hægt að koma með sitt eigið tjald eða leigja. Á tónleikasvæðinu borgar maður allt með svo kölluðum “Festival Tickets” sem maður kaupir fyrir pening, það kostar t.d. 1 miða að fara í sturtu á tjaldsvæðinu.

Hvenær: 21.-28. júní Hvar: Werchter, Belgíu Verð: Tæplega 34.000 kr.

Þjóðhátíð Það elska allir Þjóðhátið, nema þeir sem hafa ekki farið áður og eru með fordóma. Þjóðhátíð er vinsælasta tónlistarhátíð Íslands, haldin í Vestmannaeyjum. Í Vestmannaeyjum búa rúmlega 4000 manns en fyrstu helgina í ágúst safnast þar saman ríflega 15.000 manns til að fagna Þjóðhátíð sem sýnir hversu frábær þessi hátíð er. Brekkusöngurinn er eitthvað sem allir verða að upplifa og þeir sem eru mjög heppnir fara líka í brekkusleik.

Hvenær: 31. júlí - 2. ágúst Hvar: Vestmannaeyjar Verð: Tæplega 18.900 kr.

39


HEIMSÓKN Þorgeir Kristinn Blöndal Herbergið hans Þorgeirs er staðsett í Vesturbænum, nánar tiltekið í kjallaranum í húsinu hans á Ásvallagötunni. Þorgeir æfir körfubolta. Hann hefur áhuga á tónlist og tísku og segist sjálfur vera almennt mikill pælari. Þar af leiðandi safnar hann alls kyns hlutum í herbergið sitt en nær samt að halda einstökum sjarma yfir þessu margbrotna herbergi. Við í Viljanum heilluðumst sérstaklega af myndum á veggjum og látlausum hlutum í hillum sem allir hafa sína sögu að segja.

40


HEIMSÓKN Bryndís Stella Birgisdóttir Bryndís Stella, sem segist þó yfirleitt vera kölluð Stella, reynir að hafa nútímalegan stíl í fyrirrúmi í sínu herbergi. Rúm, stór spegill og snyrtiborð er allt sem hún þarf þó herbergið hafi upp á margt fleira að bjóða. Stella hefur áhuga á tísku og ferðalögum en segir samt að heima sé gott og í herberginu best. Bækur, förðunarvörur og aðrir nytsamlegir hlutir skreyta herbergið ásamt litla krúttlega fataherberginu.

41


AF HVERJU FRAMBOÐ? Fyrir rúmlega ári síðan spurði ég sjálfan mig að því hvort ég ætlaði að fara í gegnum Verzló án þess að taka þátt í félagslífinu á einhvern annan hátt en bara með því að mæta á viðburði. Það var eitthvað sem ég var ekki alveg tilbúinn að sætta mig við því mig langaði að koma skoðunum mínum á framfæri og bæta það sem betur mátti fara. Ég fór að velta ýmsum hlutum fyrir mér, hvað ég hefði tíma fyrir, hvað ég væri tilbúinn að taka að mér og hvað mig langaði. Verð ég seint þekktur fyrir að hugsa hlutina í smáu samhengi og útkoman eftir miklar hugleiðingar var að fara í forsetaframboð. ,,Þú ert að grínast, er það ekki?” Var spurning sem ég heyrði mjög oft, einungis vegna þess að ég hafði ekki verið á plakötum upp um alla ganga, ég var ekki búinn að koma fram í neinu Verzló myndbandi og var ekki búinn að panta krapvél til að hafa í öllum korterum svo ég gæti plokkað fleiri atkvæði. Það sem ég bið þig um, kæri lesandi, er að spyrja sjálfa(n) þig hvort þú viljir ekki geta litið til baka og sagst hafa verið í einhverri nefnd og tekið þátt í að gera eitthvað innan skólans sem tengdist félagslífinu. Þátttaka og vinna í kringum nefndarstörf getur verið svo stór hluti af skólagöngunni þinni. Það að taka þátt í nefnd er gríðarlega gefandi, virkilega skemmtilegt og þú kynnist helling af nýju fólki. Þó að ég hafi ekki beint kynnst því sjálfur, þ.e. setið í nefnd þá veit ég það eftir að hafa snúist í kringum heilmikið í Verzló síðustu ár að þátttaka í nefnd er klárlega eitt besta skref sem þú getur tekið í Verzló. Eitt af því sem ég sé mest eftir er nákvæmlega þetta, að vera ekki í nefnd. En ég reyndi allavega. Útkoman á endanum kjöldrögn, aldrei gaman að vera kjöldreginn en það er ekki það sem skiptir höfuðmáli. Ég tók þátt í kosningavikunni og öllum undirbúningnum fyrir hana, kynntist haug af fólki og fékk alltaf að taka bicep curls með Bjössa Bergs klukkan 7:45 á morgnana meðan ég hellti upp á kaffi fyrir samnemendur á básnum mínum. Fólk er fullt af ranghugmyndum um þessar kosningar. Þó svo þú sért ekki búin(n) að plana framboðið þitt, skrifa bæklinginn og finna kæli fyrir drykki nánast áður en þú kemur í Verzló þá skiptir það engu máli. Hvort sem þú ákveður þetta vikuna fyrir deadline-day eða þegar þú ert að klára 10. bekk þá snýst þetta um að hafa skoðanir og hugmyndir til að koma á framfæri og koma þeim fram á skýran og flottan hátt. Það langar öllum að vera tengdir félagslífinu í Verzló eftir að hafa kynnst því.

Drullaðu þér í framboð!

42

Gunnar Birgisson | 6-A


Ultraviolet Módel:

Arnór Hermannsson Fróði Guðmundur Jónsson Margrét Mist Tindsdóttir Perla Njarðardóttir

Förðun:

Alma Karen Knútsdóttir Áshildur Friðriksdóttir Björg Bjarnadóttir Guðrún Eiríksdóttir Þórunn Salka Pétursdóttir

Myndvinnsla:

Haukur Kristinsson


44


45




www.fabrikkan.is

borðapantanir á www.fabrikkan.is og í síma 575 7575

verslingar! Sækið kortið og þið fáið

FAbRIKKUBoRgARA Á 1500 KALl, MoRtHEnS Á 1700 KALl ÖlL HÁDEgI & 10 BoRgARANn FrÍTt!

www.facebook.com/fabrikkan

www.youtube.com/fabrikkan.

www.instagram.com/fabrikkan


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.