Viljinn 2. tbl 2014

Page 1

Apríl 2014 108. árgangur

2. tbl N.F.V.Í.

VILJINN


2

óttir

ttir

ðmunds Brynja B

jarnadó

ttir

Hjördís

Ásta Gu

Kristín H ildur Ra ason reyr Atl Darrri F

Tólf mánuðum og fjórum blöðum seinna er komið að SÍÐASTA tölublaði þessarar nefndar. Mér finnst eins og það sé ekki mikið meira en tveir mánuðir síðan við skiluðum fyrsta blaðinu í prent. Við höfum aldrei fengið jafn mikið af aðsendum greinum og gátum þess vegna skilað SÍÐASTA blaðinu stútfullu af skemmtilegu efni. Þið fáið að læra um almenn samskipti, sjá myndir af hlutgerðum konum, fræðast um vináttu og Gauti grenningarráðgjafi ætlar að gefa ykkur góð ráð. Í þessum SÍÐASTA ritstjórapistli sem ég skrifa ætla ég að þakka í SÍÐASTA skipti elskulegu nefndinni minni og Laufeyju Rut fyrir endalausa þolinmæði og vel unnin verk. Blaðið var unnið í nokkrum mismunandi heimshlutum, einn áttundi hópsins var staddur í drauma lífsins í L.A., uppsetning blaðsins fór fram í Póllandi og München og restin var heima á Íslandi. Þrátt fyrir það erum við virkilega ánægð með útkomuna og óska ég næstu nefnd góðs gengis undir stjórn the Hawk. Í SÍÐASTA skipti: Njótið lestursins og gangi ykkur vel í prófunum.

gnarsdó

Elsku Verzlingar

GREINAR

AFÞREYING

ÁHRIF AUGLÝSINGA Á ÍMYND KVENNA 10

DR. LOVE 6

5 FURÐULEGUSTU ÍÞRÓTTIR Í HEIMI 14

HEITT OG KALT 8

SÓLLILJA 16

PRÓFATÝPUR 12

JÁKVÆÐ SAMSKIPTI 27

TWITTER 22

90 DAGAR Í HJÓLASTÓL: EINN Í EINU 31

POLYNATION 32

KONA KLÆDD Í BUXUR 32

SUGARDADDY COOKIN’ 34

REIÐILESTUR 38

TOP DIVAS 37


Kristins son

Aldís Eik

Arnarsd

óttir

Haukur Áshildur Friðriks fúsdótt dóttir ir Vaka Vig

MYNDAÞÆTTIR

SKÓLALÍF

TROPICAL 18

#NFVI 4

TÍSKUMYNDAÞÁTTUR 23

#NFVI2 38

BLACK&WHITE 42

ÚTSKRIFTIN 41

SÉRSTAKAR ÞAKKIR

Alexander Örn Júlíusson Anna Jónsdóttir Anna S Bergmann Helgadóttir Berglind Brá Jóhannsdóttir Dagný Rós Elíasdóttir Emil Ragnarsson Guðbjörg Lára Másdóttir Haukur Örn Hauksson Hildur Helga Jóhannsdóttir Ingibjörg Ósk Jónsdóttir

Ísak Valsson Kristófer Karl Jensson Laufey Rut Guðmundsdóttir Lára V. Albertsdóttir Markaðsnefnd Óli Pétur Friðþjófsson Ragnar Ólafsson Sigrún Halla Halldórsdóttir Þórhildur Þórarinsdóttir

ÚTGEFANDI: N.F.V.Í. PRENTUN: PRENTMET UPPSETNING: HAUKUR KRISTINSSON LJÓSMYNDIR: ALDÍS EIK ARNARSDÓTTOR OG LAUFEY RUT GUÐMUNDSDÓTTIR ÁBYRGÐARMAÐUR: KRISTÍN HILDUR 3


INSTAGRAM

#nfvi @4djamm

21 likes

29 likes

@gardarben

46 likes

@annamae_97

16 likes

Haugalínan er komin í verkfall!! #nfvi #töffarar #2c00l4school #súlínan#rottur #pjaffla #pungsviti

Við Skemmtum Okkur Vel #nfvi #thelmaslóígegnvol2 @thelmas17

My bitches #hiphop #nfvi

Ég og nýi vinur minn #hlöelskarverzlo #BFF #nfvi

@larakettler

@alexanderpk

@helgadis

@laufeyrut

55 likes

15 likes

66 likes

29 likes

Rockin friends at the disco #nfvi #bois

Góður dagur í fjallinu! #hlidafjall #skidaferd #nfvi @ithrottafelagvi #verzlo#vi

Gaman #skiðaferð #nfvi

Dream team #versace #nfvi #winners

@gvi1314

@gvi1314

@gvi1314

@meistari

25 likes

Óvæntur meðlimur #gvipepp #nfvi #marmz

4

@valgerdursif96

192 likes

WHATAMAN #brodirminnljonshjarta #diegomadurinn #firsttime

79 likes

Jón Arnór kom sá og sigraði hjörtu hvers einasta Verzlings#óskabarnþjóðarinnar #íslandgottalent #marmz #gvi1314

29 likes

Dinner is served #viljinn #nfvi #vaff80 #nvfi @filippusdarri

5


5


“I’ll be there for you even when no one else is.”

Stendur þú í stríði við ástina? Er kærastinn alltaf í Playstation 4? Gleymdir þú að læsa klósetthurðinni og sæti strákurinn eða stelpan labbaði inn á þig eða ertu kannski bara einfaldlega með allt lóðrétt niður um þig? Þá kem ég, hinn mikli og frábæri DR. LOVE inn í og bjarga þér. Þið hafið beðið um ráð og hér fáið þið ráð. Lausnir mínar eru töfrum líkastar. Segið það bara, hver er Eros “ástarguð” þegar LÖVEARINN er á svæðinu? Enginn.

Hæmm, ég er alveg rosalega hrifin af Komma Pepperoni en ég heyrði að hann fýlaði bara lítil pepperoni. Mín eru alveg stór, hvað get ég gert?

Er það skrítið að permanent kveiki í mér? Kv. Ein ráðvillt

Hvar heyrðir þú það? Ég hef staðfestar fréttir um að Kommi Pepperoni taki öllum pepperonium fagnandi! Kommi er ljúfur og opinn strákur, hann dæmir fólk ekki fyrir fram!

OMG nei þegar kyntröll og NEMÓ stjörnur eins og Jónas og Gulli fá sér permó þá er auðvitað ekkert skrítið að þær kveiki í þér. Krullur eru hawwwwt!

Hæhæ, ég er frekar feimin stelpa í 3. bekk en ég er alveg ótrúlega skotin í Gauta “Grenningarráðgjafa” Jónassyni. Hvernig get ég eiginlega náð athygli hans? Ó-m-æ byrjum aðeins að tala um hvað Gauti er búinn að vera ógeðsslega flottur í vetur! High five fyrir þér flotti strákur. Girl ég mundi ekki hika mikið lengur því hann verður ekki lengi á lausu það er sko alveg á hreinu. Spjallaðu bara við strákinn. Góðir ice breakers eru til dæmis “Bíddu hvar ert þú eiginlega að æfa?”, “Omg hvað þú varst fyndinn í annálnum”, “Hehe ert þú ekki Viljamodel?” og eitthvað í þeim dúr, Gauti á sko eftir að falla fyrir þessu. Good luck honey!

Náði ekki að fara í sleik við Sibba skemmtó meðan hann var formaður, á maður að færa sig yfir í Benna í staðinn eða er Sibbi alveg ennþá hot? Sibbi er orðinn Bravó kóngur núna svo auðvitað er hann ennþá hot! Samt er Benni líka svooo hot þannig þitt er valið sugah. Ef þú ert 95 eða yngri segi ég Benni því þá ertu með einhverjum í stjórn sko en 94 eða eldri þá bara common stjórn Verzló er ekki neitt miðað við Bravó.

6

Hæ, ég fékk boð frá Snorra Björnssyni, áhugaljósmyndara um að koma til hans í “flippaða” myndatöku. Hvað þýðir það eiginlega læknir? Ég vildi að ég gæti svarað því, en Snorri Bjöss hefur aldrei boðið mér að flippa með sér. En hallllló þetta er sko ljósmyndari Ísland! Stökktu á þetta tilboð.

Veit ekki hvort mér finnst skemmtilegra að fara í bíó eða út að borða. Hvað á ég að gera með honum annað en sund? Þetta Ísland sko, bíður ekki upp á alltof mikið get ég sagt þér!

Er það turn-off að vera hreinn? Gosh NO!

Ég er busagrey sem þorir ekki að byrja að drekka, er það uncool? Nei það er ekki uncool! Þetta er þín ákvörðun, hvernær eða hvort þú byrjir einhvern tíma að drekka. Það er bara hot þegar fólk drekkur ekki. Be yourself, everyone else is already taken!


Kæri DR. LOVE, þú hefur hjálpað mér að komast í gegnum busaárið og met ég þess mikils, en ég hef aðeins eina spurningu fyrir þig í viðbót: Ég er búin að vera sofa hjá strák í 5. bekk í Verzló en mig langar í eitthvað meira með honum, hvað get ég gert til að fanga athygli hans og kveikt í “meiri” ástarstraumum á milli okkar? Kveðja busastelpa

Það alltaf vera einhver gaur þarna úti en ég bara ekki skilja hvað hann vilja. Hann alltaf vera horfa á mig en ekki segja neitt við mig!? Er hann að vilja mig eða á ég bara að horfa á hann til baka með augun mín?

Sko, stóra spurningin er, er hann þessi gaur sem fer bara heim með sætu stelpunni og pælir svo ekkert meira í henni eða er hann þessi rómantíski sem fellur fyrir rómantísku deiti með hinni einu sönnu. Yfirleitt vita eldri strákarnir þó að það þýðir ekkert fyrir þá að bíða eftir að drauma businn þeirra taki á skarið en sumir þeirra bíða þó og vona. Taktu á skarið busakrútt og spjallaðu við drenginn, það mun ekki skaða þig.

Ég var í fjarsambandi í ár, það gekk ótrúlega vel til að byrja með en eftir nokkra mánuði þá varð þetta þreytt og hann þóttist ekki hafa tíma lengur. Hann hætti að svara símanum og smsum frá mér. Ég elska hann rosalega mikið og get ekki hugsað mér að missa hann alveg frá mér. Ég varð stundum reið við hann þegar hann svaraði mér ekki en ég sé rosalega mikið eftir því núna. Mig langar svo að við náum aftur saman like back in the old days. Hvað get ég gert til að ná honum aftur?

Hvað er hið fullkomna stefnumót? Æ ég er nú svolítill sökker fyrir væmnum stefnumótum hehe! Fullkomna stefnumótið þarf bara að vera persónulegt og koma frá hjartanu.

Hæ Hr. Dr. Love Ég er 18 ára stelpa í Verzló og ég er geðveikt hrifin af formanni íþró, Bjössa. Ég veit samt að hann er geðveikt sætur og náttúrulega í góðu formi og algjört celeb, hvernig á ég að ná honum? Farðu í ræktina, Bjössi er í góðu formi og vill hafa skvízurnar sínar í hörku formi.

Hæhæ elsku Dr. Love málið er að ég er bara 17 ára og get því ekki farið í ljós, en mig langar svo að vera tönuð eins og þessi týpíski verzlingur (sbr. Gunnar Bjarki 5-E, Hugrún Elvars, Anna Bergmann, Árni Steinn) til að detta loksins í ballsleik! Hvað á ég að gera? Mér finnst ekki flott að vera flekkótt. Life is better with tan, það er bara staðreynd. Þú getur beðið þangað til þú verður 18 ára með ljósin, ég get lofað þér því líka að þú þarft ekki að vera tönuð til að detta í ballsleik! Sumarið er að koma, nýttu það vel babygörl!

Hæ, ég er stelpa á fyrsta ári og er rosalega skotin í einum tilteknum listókóng en hann bara tekur aldrei eftir mér. Ég hef reynt bókstaflega allt! Hef meira að segja pókað hann á facebook en hann pókaði mig ekki til baka. Hvað myndir þú segja að væri áhrifaríkasta leiðin til þess að ginna þessa listókónga til sín? Þessir listó kóngar vilja fá boð um deit, hafa þetta old school. Labbaðu bara upp að honum og láttu allt flakka, þessar listaspýrur dýrka það. Kaffihúsaferðir, leikhús allt þetta týbíska bara. Settu á þig trefil, fáðu þér kaffi og negldu þessa listókónga.

Elsku krútt mér heyrist þú allavega vilja hann svo gerðu bara eitthvað í málunum sjálf, það mun ekki drepa þig ég get lofað þér því.

Það er gott að vera bjartsýnn og allt það en stundum er líka nauðsynlegt að gleyma og halda áfram að lifa sínu eigin lífi. Gefðu honum allavega bara sinn tíma og ef ykkur er ætlað að vera saman eigið þið ábyggilega eftir að enda saman.

Ég elska eina tjikk en hún elskar mig ekki til baka, WHAT the HELL to do? Finndu þér einhverja aðra tjikk.

Kæri Dr. Love. Þú ert svo búin að vera redda mér með síðustu ráðum þínum. Mig langar svo á deit með einum giggjað heitum gaur, hann er í Verzló en ég veit ekki hvernig ég á að bjóða honum á deit. Kæra vinkona. Þetta deitar sig ekki sjálft, rífðu þig upp og talaðu við hann. Annað hvort virkar það eða ekki.

Elsku Dr.L to the ove. Nú er ég á tímamótum í lífinu. Ég er að útskrifast og langar mjög mikið að fara með kærastanum mínum í heimsreisu. Hann aftur á móti hefur engan áhuga á því að fara með mér og segist ekki nenna mér í svona langan tíma í útlöndum. Hvernig á ég að tækla þetta vandamál? Sorry en LOL. Elsku, litla grey. Nú er komið að tímamótum í sambandinu ykkar, ekki lífinu. Þetta er einfalt val. Ef þú ert búin að múta honum og flassa tits og það virkar ekki þá má hann bara eiga sig. Ef hann hefur engan áhuga á að vera með þér á hverjum degi í 3 mánuði virkar sambandið greinilega ekki og þá er þetta líklegast bara búið spil.

LÖVARINN út Þangað til næst

Dr. Love

7


J ó h a nn Fö ni x

Leynifélög

S kær a s t a Y o u Tu b e s t j a r n a la n d s in s .

Hö tu m þ a u e kki.

Reiðhjól R un s on fat and s a v e s y o u m o n e y .

Heitt Húð og kyn R e g lu le g t tjé kk b a ra til þ e ss a ð ve ra viss .

Kertaljós og kósykvöld R o s a le g a v a n me t in kv ö ld .

Kennarar á Instagram Óli Njáll sýndi þ a ð o g s a n n a ð i í Helf ö r i n n i . 8

Leoncie Ta l a á e n s ku Þ a ð e r b a r a ó g e ð s le g c o o l.

A f því a llir e ru ko m n ir m e ð le ið á Be y o n ce .


Að eiga engan pening Hver ein a s t i 6 . b e k k i n g u r h l ý tu r a ð s k i l ja þ e t t a .

Sameiginlegt feis

Sveinn Andri

ojj.

Þa ð lás u a llir þ e ss a b le ikt.is g re in e kki s a tt?

A ð v e r a m e ð a ll t á h re i n u . . . . . . í ú t s k r i f t a rfe r ð in n i.

Kalt

Fit 4 Mæjó Þ að er bara mánuð u r í þ e tta , þ a ð er orðið o f s e i n t.

G í s l i Pá l m i S u mir e ru s tra x fa rn ir a ð g le y m a .

Útisturtur og útiklefar A f h v e r ju e r þ a ð t il á Ís la n d i? 9


ÁHRIF AUGLÝSINGA Á ÍMYND KVENNA

Við sjáum auglýsingar endalaust, allan daginn, alla daga. Þær eru í blöðum, sjónvarpi, á netinu, plakötum, strætóskýlum og jafnvel á bílum. Það eru til auglýsingar fyrir sjónvarpsþætti, bíómyndir, föt, förðunarvörur og allt annað sem talist getur vara eða þjónusta. Auglýsingar og skilaboðin þeirra setjast í undirmeðvitundina okkar, sama hvort við tökum eftir þeim eða ekki, og enginn er ónæmur fyrir þeim. En auglýsingar gera mun meira en bara það að selja vörur og þjónustu, þær skapa ákveðna ímynd. Ímynd af því hvernig við eigum að vera og hvernig við eigum að haga okkur. Auglýsingar selja allskonar gildi og hugmyndir um ást, kynlíf, velgengni og það mikilvægasta af öllu: hugmyndir um það hvað er venjulegt. Með öðrum orðum þá segja auglýsingar okkur hvað er venjulegt og hvað við eigum að kaupa til að vera venjuleg. Vandamálið við auglýsingar er að ef þér líður vel í eigin skinni og finnst þú frábær eins og þú ert þá ertu ólíklegri til að finnast þér vanta vöruna. Auglýsendur vita þetta og þess vegna senda auglýsingar þau skilaboð að þú getir betur og þurfir að bæta þig. Í auglýsingum er það mikilvægasta fyrir konur hvernig þær líta út og auglýsingar setja konum óraunhæfar kröfur um útlit. Konur í auglýsingum hafa nær allar sama vaxtarlag. Líkamsgerðin sem birtist oftast í auglýsingum er sú af konum með langa leggi, lítið mitti, stór brjóst og breiðar axlir þrátt fyrir að flestar konur séu með styttri fætur og breiðastar í kringum mittin. Að sjálfsögðu er ekkert að þessu vaxtarlagi en vandamálið er það að færri en 5% kvenna eru svona vaxnar. Það þýðir að 95% kvenna eiga litla sem enga möguleika á að hafa það vaxtarlag sem auglýsingar sýna sem það eina rétta. Photoshop á líka stóran þátt í því að skapa ímyndina um hina fullkomnu konu. Ef eitthvað passar ekki ímyndinni er það einfaldlega fjarlægt eða því breytt. Konur í auglýsingum eru fullkomnar og senda konum þau skilaboð að það ættu þær að vera líka. Vandamálið sem fylgir því hvað líkamsgerð kvenna í auglýsingum er einhæf og óraunhæf eru þau skýru áhrif sem þetta hefur á líkamsálit kvenna. Fyrirsætur eru flestar í stærð núll í bandarískum stærðum og konur sjá myndir af þeim á hverjum einasta degi. Útlit fyrirsæta er það sem konum er kennt að stefna að og eru þær látnar þrá stærð núll (stærð ekkert). Photoshop er á margan hátt verra en skortur á fjölbreytni í fatastærðum fyrirsæta. Photoshop getur gert hvaða konu sem er, burtséð frá útliti eða fatastærð, að hinni fullkomnu konu. Með því að photoshoppa konur í auglýsingum er enn frekar ýtt undir þá ímynd að allt við konur eigi að vera og geti verið fullkomið. Mjög margar konur eru tilbúnar að ganga langt til að ná stærðinni núll eða lýtalausu útliti. Vaxandi fjöldi kvenna með átraskanir og auknar vinsældir lýtaaðgerða eru skýr dæmi þess. En auglýsingar gera meira en að setja kröfur um útlit kvenna, þær gefa líka mynd af því hvernig konur eiga að hegða sér. Hegðun kvenna í auglýsingum er oft mjög kynferðisleg og þær eru sýndar sem undirgefnar, aumar og viðkvæmar. Þessi ímynd af hegðun kvenna festist í undirmeðvitund fólks og fær það til að

10

halda að það sem þau sjá sé venjuleg og viðbúin hegðun hjá konum. Stellingarnar sem við sjáum konur í eru oft fáránlegar og óvirðulegar og oft er konum breytt í hluti eða einungis partar af líkama þeirra sýndir. Þetta hlutgerir konur en hlutgerving er þekkt orsök ofbeldis. Með því að hugsa um fólk sem hluti verður ofbeldi gagnvart því réttlætanlegra. Ímyndin sem auglýsingar skapa um karlmenn er mikilvæg í þessu samhengi því karlmenn í auglýsingum eru stórir, sterkir og oft á tíðum ofbeldisfullir. Þrátt fyrir að markmið þess að sýna karlmenn svona sé ekki það að gera karlmenn líklegri til að beita ofbeldi þá eru skilaboðin samt til staðar; ofbeldi er karlmannlegt og ofbeldisfullir karlmenn eru hinir týpísku karlmenn. Við sjáum oft auglýsingar með manni og konu þar sem maðurinn er í algjörri valdastöðu, til dæmis standandi yfir konunni. Konur eru oft sýndar í litlum eða engum fötum á meðan karlmenn í auglýsingum eru oftast meira klæddir. Það eru til ótal margar auglýsingar sem sýna menn í aðstæðum sem myndu í daglegu lífi teljast ofbeldisfullar en hafa einhvern veginn verið gerðar kynþokkafullar. Svona myndir láta ofbeldi virðast eðlilegra og senda þau skilaboð í undirmeðvitundina að ofbeldi sé náttúrulegri hlutur en það er í raun. Sú ímynd kvenna sem auglýsingar skapa er slæm fyrir alla. Þá sérstaklega konur og stelpur sem margar miða sig við þessa hugmynd á hverjum degi. Auglýsendum hefur einhvernvegin tekist að sannfæra konur um það að þær þurfa að fylgja einhverju ákveðnu útliti og þar sem ómögulegt er að ná því útliti munu margar konur aldrei vera ánægðar með útlit sitt. Ímynd þessi um konur á stóran þátt í þeim geðrænu vandamálum, átröskunum og almennri óánægju með sjálfa sig sem margar konur hafa. Þrátt fyrir að auglýsingar valdi ekki með beinum hætti ofbeldi þá hjálpa þær til við að skapa umhverfi þar sem ofbeldi gegn konum er eðlilegt. Auglýsingar láta konur halda að þær eigi að vera fullkomnar og setja ómögulegt viðmið fyrir fullkomnun sem ekki er hægt að ná. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þessi ímynd er röng og það eru ekki til reglur um það hvernig við eigum að líta út eða hegða okkur. Útlit skiptir minna máli en við flest höldum og því skulum við passa að gleyma okkur ekki í endalausum útlitspælingum eða því að verða #fitformallorca.


STRESS FYRIR PRÓFIN?

Herkúles heldur upprifjunarnámskeið fyrir nemendur Verzló

STRESS FYRIR PRÓFIN?

Herkúles heldur upprifjunarnámskeið fyrir nemendur Verzló

4 , 0 ) cos(v

3

∫ x∙ln(3x)dx 1

4 , 0 ) cos(vK - 1 -2 mv ∫ x∙ln(3x )dx 3

2

1

K...mig - -21mvantar hjálp v 2

BÆTTU ÁRANGURINN MEÐ HERKÚLESI ...mig vantar hjálp

BÆTTU ÁRANGURINN MEÐ HERKÚLESI Skráning á www.herkules.is

Upprifjunarnámskeið


PRÓFATÝPUR

Fyrst ætla ég samt að fara yfir prófljótuna því mér finnst hún vera ómissandi þáttur af prófunum. Hafðu samt í huga að allt er gott í hófi. Jogging buxur, órakaðar lappir, prófaskegg, adidas töfflur og snúðar finnst mér allt tilheyra prófunum og kemur manni í léttan prófagír. Höfum samt í huga, því prófljótari sem við erum því augljósara er að við erum með allt niðrum okkur. Förum í sturtu og þvoum jogging gallan inn á milli.

All nighterinn

Það er alltaf ákveðið hlutfall nemenda sem eru með allt niðrum sig daginn fyrir próf, svoleiðis er það bara og verður alltaf þannig. Þessir nemendur taka sig þá til, fara í Hagkaup 24/7, kaupa fullt af orkudrykkjum og ætla sko að ,,púlla all nighter’’. Jú jú svefn er mikilvægur og allt það en ef þú hefur bara farið yfir 20% af námsefninu þá er svefn ekki að fara hjálpa þér neitt. Þeir mæta síðan í prófið, ógeðslegir, sveittir og þreyttir. Það kemur síðan í ljós á einkunnaafhendingunni hvort þessir 5 auka tímar hafi skilað einhverju.

Stressarinn

Já stressararnir eru óþolandi. Þeir gera allt til að stressa sig og bekkjarsystkini sín fyrir prófið. Þeir byrja í lok skólans að segja öllum hvað þeir eru búnir að glósa mikið fyrir prófið og eru sko löngu byrjaðir að læra því þetta er sko ógeðslega mikið efni. Alla prófavikuna poppa stressararnir reglulega upp á chat eða hringja til að segja þér frá því hvað þeir eru sko ógeðslega stressaðir fyrir þessu prófi og hvað þeir eru búnir að læra óggislega lítið sko en samt bara búnir að glósa allt og lesa það sex sinnum yfir. Allt til þess að minna þig á að þú ert ekkert búin að læra. Til að toppa allt eru stressararnir mættir fyrir framan stofuna hálftíma fyrir próf með glósurnar sínar og byrja að lesa þær upphátt og spyrja þig hversu vel þú kunnir efnið. Ég persónulega bíð út í bíl þangað til það eru 3 mínútur í próf til að forðast það að hitta stressarana.

Smjattarinn

Að þessi týpa skuli bara vera til? Í alvöru heyrir þú ekki í sjálfum þér? Ekki mæta með epli, hnetur, tyggjó, hrökkbrauð, þurrkaða ávexti eða bara eitthvað þurrkað yfir höfuð til að narta á í prófum. Þetta eru max tveir tímar, þú verður bara ekkert að borða hneturnar þínar núna.

Herra og ungfrú ótillitssamur/söm

Að hrista borðið með fætinum, slá pennanum í borðið, gleyma slökkva á símanum og fleira eru allt bara óþolandi hlutir. Þú ert ekki ein/n í heiminum að taka þetta próf. Verum tillitssöm og hugsum okkur tvisvar um áður en við byrjum að puttatromma á borðið eða stynja endalaust yfir því að séum að skíta á okkur.

12

„Læri best upp í skóla“ týpan

Jáááá einnnmiiiitt. Viðurkenndu það bara þú ert annað hvort með allt niðrum þig og ætlar að treysta á aðra til að kenna þér námsefnið eða þú nennir ekkert að læra og ætlar að milda samviskuna á því að vera upp í skóla en ert samt sem áður bara að spjalla við næsta mann. Það er bara annað hvort.


Með allt á hreinu týpan

Þær eru nokkrar en þó ekki margar. Búnar að læra allan veturinn þannig vinnueinkunnin er tipp topp. Þessar týpur læra vel fyrir prófin, eru skipulagðar og mæta útsofnar og kátar í prófin. En eitt hafa þessar týpur allar sameiginlegt, þeim gengur aldrei vel í prófinu sjálfu. Æ svona í alvöru, það að þið hélduð að þið mynduð rústa prófinu en náðuð síðan ekki að svara öllu 100% er ekki það sama og ganga illa. Látið okkur hin vera.

Busar í prófavikum

Kæru busar við höfum öll verið í nákvæmlega sömu sporum og þið. Prófavikan í 3. bekk er sú auðveldasta sem þið munið ganga í gegnum. BÓK103 er mest gefna fag skólans og hver sem er getur orðið stúdent í dönsku. Njótið hennar frekar og ekki væla í eldri nemendum um hvað námsefnið ykkar er miklu erfiðara en þegar þau voru busar.

B r y nj a B j a r n a d ó t t ir | 6 - Y

Restin

Fyrir okkur hin sem teljum okkur vera nokkuð eðlilegar prófatýpur. Verðum allt í einu virk á Twitter, látum sjá okkur í gray on gray jogging galla á almannafæri, vökum alveg fram eftir því við erum ekkert með allt á hreinu, pirrum okkur á stressaranum og getum ekki beðið eftir sumrinu. Gangi okkur vel í þessum prófum og gleymum okkur í gleðinni þegar þau eru búin.

PRÓFATIPS „EKKI DÚXINS” Power nap

Hefur bjargað öllum mínum prófavikum. Um leið og þú byrjar að dotta yfir námsefninu hættu þá að lesa og taktu 15-20 mínútna lögn. Þá vaknar þú endurnærð/ur og ert ekki búin/n að eyða 15 mínútum í að lesa sömu blaðsíðuna aftur og aftur.

Göngutúr

Göngutúrar eru snilld og þá sérstaklega í prófavikunni. Þeir eru frískandi og endurnærandi. Að rölta aðeins um hverfið með ljúfa tóna í eyrunum eða skemmtilegan göngufélaga er svo ljúft. Það er reyndar allt annað ljúft en að læra.

Naslið

Persónulega finnst mér nasl hrikalega mikilvægt í prófum. Gott nasl er ómissandi. Hvort sem það er notað sem verðlaun fyrir að vera dugleg/ ur að læra eða hvatning til að halda áfram eða byrja að læra. Það heldur manni líka vakandi. Síðan klikkar ekki að tweeta um naslið sitt, hver man ekki eftir í jólaprófunum 2013 þegar Andrés gaf hverju Skittlesi einkunn á skalanum 0-10, sá tweetari sem segist ekki hafa farið beint út í búð að kaupa Skittles eftir þessa æsispennandi keppni er að ljúga.

13


5

FURÐULEGUSTU ÍÞRÓTTIR Í HEIMINUM Underwater Hockey (Neðansjávar hokkí)

Cheese Rolling (Osta sprettur) Í þessari skemmtilegu íþrótt eru keppendur tvenns konar. Annars vegar fullvaxta karlmenn í tugatali og hinsvegar eitt hjól af Gloucester osti. Keppnin felst í því að komast eins fljótt og mögulegt er niður brekku. Ostinum er gefin einnar sekúndu forskot áður en mennskir keppendur mega leggja af stað. Mesti hraði sem mælst hefur verið á ostinum er 112km/klst. Árið 1997 var svartur blettur í sögu Ostasprettsins en þá slasaðist áhorfandi nokkuð illa eftir að osturinn keyrði hann niður, í alvörunni.

Neðansjávar hokkí, sem stundum er kallað octopush, fer þannig fram að menn keppast um að koma einskonar “pökki” í mark andstæðingsins. Það kann að hljóma keimlíkt þeim leik sem við þekkjum velflest en hængurinn er sá að þetta fer allt saman fram á botni sundlaugar. Menn þurfa því, eins og gefur að skilja að spyrna sér upp og anda til þess að deyja ekki. Neðansjávar hokkí er íþrótt án snertingar ólíkt því sem á við um íshokkí.

Chess Boxing (Sknefaleikar)

14

Kabaddi (Andleysishlaup)

Sknefaleikar eru skemmtileg blanda af skák og hnefaleikum. Keppendur takast í á skák og hnefaleikum til skiptis og getur hver leikur farið í 11 lotur. Sigur er unninn með því að rota andstæðinginn eða með máti. Ef jafntefli verður í skákinni er stigaskorið í boxinu látið skera úr um hver ber sigur úr býtum. Opinbera yfirskrift íþróttinnar er: “Slagsmál fara fram í hringnum en stríð eru háð á borðinu”.

Þetta er stórskemmtileg íþrótt sem á uppruna sinn að rekja til Suður Asíu. Tvö 7 manna lið standa andspænis hvert öðru og skiptast á að senda árásarmann yfir völlinn sem reynir að komast inn á svæði andstæðingana og aftur til baka. Árásarmaðurinn verður að halda inni í sér andanum og andstæðingar hans verða að hrópa “Kabaddi” án afláts. Þá verða varnarmennirnir að leiðast í tveimur 2 manna hópum og einum 3. Þetta er í meira lagi ruglandi íþrótt en hún hefur þrátt fyrir það náð gríðarlegum vinsældum í Asíu og er sjónvarpað reglulega í fjölmörgum löndum.

Extreme Ironing (Stórkostleg straujun)

D a r r i Frey r | 6 - D

Formleg yfirskrift straujunarsambandins er að Extreme Ironing sé: “Nýjasta háspennuíþróttin sem sameinar spennu jaðarútiveru og ánægjuna sem að fylgir vel straujaðri skyrtu. Íþróttin var sköpuð í Bretlandi en hefur náð nokkrum vinsældum og hlotið talsverða fjölmiðlaumfjöllun. Menn hafa farið með straubretti á afvikna staði og oft sett sig í mikla hættu við að strauja fatnað á kajak, í skógum, hellum eða öðru slíku.


GRENNINGARRÁÐGJÖF Margir vilja meina að það að grennast sé langhlaup. Ég segi að það sé list. Listin að grennast geta ekki allir tamið sér en þeir sem listina læra lifa í sátt og samlyndi við eigin hvatir. Eitt sinn var ég óreyndur á því sviði en sjáið mig í dag, fremsti ráðgjafi landsins á sviði “tálgunar” eins og ég kýs að kalla það.

Það er góð ástæða fyrir því að ég sé með pistil hérna en ekki einhver viðvaningur sem hefur aldrei brotið þriggja tölustafa múrinn. Reynsla! Það eru margir sem hafa reynt fyrir sér í þessum bransa en það sem ég tel að ég hafi fram yfir aðra er það að ég hef gert þetta sjálfur. Fyrir rúmu ári síðan komst ég varla upp úr sófanum án þess að það liði yfir mig en í dag get ég ekki látið sníða á mig föt því ég veit ekkert hversu grannur ég verð orðinn á morgun. Þessi óvissa er að miklu leiti “The price you have to pay” fyrir fullkominn líkama og er minn reikningur orðinn ansi hár. “Hvernig get ég byrjað?” Þetta er spurning sem ég fæ mjög oft og er í rauninni bara eitt gott svar við þeirri spurning:

“Beil á gos jafnast á við weightloss!” Ég hef lítið stuðst við rannsóknir í störfum mínum sem ráðgjafi á sviði grenningar, meira svona gut-feeling = cut-feeling. Ef það er eitthvað sem ég hef að segja við rannsóknarfólkið í hvítu sloppunum sínum þá væri það: “Hvernig væri að kíkja í ræktina einu sinni og hætta að rannsaka bara.” Niðurstöður á blaði eru ekkert miðað við niðurstöður á eigin líkama. Ef við förum yfir M-in þrjú sem mjög mikilvægt er að fylgja í þeirri spennandi ferð sem „Grennslan“ (grenning/brennsla), eins og ég kýs að kalla það, er: Mataræði: Þegar ég lít yfir tálgaða öxlina á mér og skoða líf mitt fyrir vitundarvakninguna eins og ég kýs að kalla lífstílsbreytingarnar mínar er augljóst að aðalástæðan fyrir skornum líkama mínum er breyting á matarræði. Ég ætla að setja fram einfaldar reglur sem leiða þig í átt að djúpum skurð, ,,Leggjum spilin á skurðarborðið” eins og ég segi stundum. #1 Sósurnar út - ,,Sósurnar út fyrir skorinn mallakút” #2 Gosið út - ,,Ef líkamsþyngdin á að vera tveggja stafa þarf gosið að fara” #3 Áfengið út, áfengi er slæmt fyrir æðarnar og blóðið - ,,Mikið sötr gerir blóðkornin löt” Gullna reglan fyrir gott mataræði er svo að sjálfsögðu ,,Ekkert er jafn gott á bragðið og að vera í góðu formi”

Mér: Hér er ÉG, um MIG, frá MÉR, til MÍN. Spruningin er, hvernig líður MÉR og hvernig vil MÉR líta út? Massaðu þig upp gamli: Sársauki er bara veikleiki að fara úr líkamanum og ef þú vilt fá massann á kassann þá þarftu að leggja hart að þér. Second place is just a spot for the first looser. Mörg sport koma til greina þegar huga skal að tálgun, margir kíkja í ræktina, aðrir ganga Esjuna, en mitt sport er Cross-Fit. Mér finnst soldið skemmtilegt að leika mér með orðið “Cross-Fit” því þegar ég byrjaði mína píslagöngu í átt að hamingju hugsaði ég með mér að ég vildi vera svo grannur að ég myndi “Fit-the-Cross” eins og Jesú gamli forðum. Jesú er mín stoð, stytta og fyrirmynd. Þegar ég er lítill í mér eða gleymi markmiðum mínum um stundarsakir kíki ég á ljósmyndina af Jesú á krossinum úr Gamla testimentinu og sé það skýrt og greinilega hvernig ég vil líta út. Því mæli ég eindregið með því að fólk finni sér fyrirmyndir og stefni að því að verða eins flott og hún t.d. Stjáni blái, Múlan eða Herkúles. Í Cross-fittinu er margt skemmtilegt tekið fyrir en það sem ég tel veita mér mesta ánægju er Ketilbjallan. “Afhverju ketilbjallan?” Jú, því hún er bæði mjó og feit og endurspeglar hún að miklu leyti mitt æviskeið. Eitt sinn þybbinn og sibbinn en nú mjór og aldrei sljór. Ég held í mjóa endann á bjöllunni því þannig vil ég enda og treystu mér… ég held sko fast. Á fyrsta degi mínum í Cross-fittinu byrjaði fólk að taka eftir mér og töluðu um að slíkt efni hafi ekki sést í mörg ár. Ég hlustaði nú lítið á þetta og hélt bara mínu striki og sjáið mig í dag, næstum því orðinn strik ég er svo mjór. Þegar einhver segir mér að lífið sé ekki dans á rósum segi ég bara: “Hey gamli, farðu í skó.” Það að grennast getur verið mjög erfitt en ef þér finnst þú bera þunga byrgði á herðum þér taktu þá hnébeygju. Ég skil við þig, kæri lesandi, með þennan grenningarlykil í höndunum og það er alfarið undir þér komið að finna skrárgatið.

-Grenningarráðgjafinn, yfir og út. 15


Sóllilja Baltasarsdóttir

Va ka Vi g f ú s d ó t t ir | 5 - D

Fullt nafn: Sóllilja Baltasarsdóttir Fyrstu 6: 170396 Uppáhalds matur: Sushi og peking önd Uppáhalds drykkur: Arizona ice tea

Hvernig myndir þú lýsa þínum persónulega stíl? Stíllinn minn er frekar modern. Ég er mikið fyrir jarðliti og oversized föt, geðveikt langar ermar og stórir klútar eru í miklu uppáhaldi. Svo reyni ég að fara í eins mörg lög af fötum og ég kemst í.

Hvenær vaknaði tískuáhuginn hjá þér? Ég vil meina að hann hafi alltaf verið til staðar, ég man eftir því að rífast við mömmu klukkan 7 á morgnanna þegar ég var lítil um hvaða fötum ég ætti að vera í. Ég hef alltaf haft sterka skoðun á klæðnaði, en áhuginn kviknaði svo fyrst fyrir alvöru fyrir svona einu og hálfu ári síðan, þá fann ég mig í því að hanna föt.

Hvenær ákvaðst þú að hanna þína eigin línu? Ég ákvað það eignlega ekkert það bara gerðist núna á síðustu mánuðum, ég gaf pabba mínum peysu úr línunni sem ég hannaði og fólk varð mjög hrifið og sóttist eftir hönnuninni. Restin verður líklega tilbúin í lok sumars og frumsýnd þá, ef allt fer eftir vonum.

16


Hvernig myndir þú lýsa línunni þinni? Línan er jarðlituð, hrá og frekar modern. Sumar flíkurnar eru í dramatískari kanntinum en línan einkennist af síðum ermum og hettum. Efnin í henni eru öll mjúk og létt og sum efnin eru jafnvel klippt úr vintage fötum. Sniðin eru öll frekar einföld því mér þykir einfaldleikinn bestur.

Hvar sækir þú innblástur?

Ég sæki innblásturinn í hönnunina helst úr list og bíómyndum, ég fæ mikinn innblástur þaðan en annars sæki ég mikið í innblástur úr tískublöðum.

Áttu þér uppáhalds flík af þeim sem þú hefur hannað? Ég er ekki mikið í að velja uppáhalds flík, ég reyni að gera þær allar að uppáhaldi, en ég er líklegast stoltust af blúndu kjólnum sem er með vængi úr blúndum á bakinu.

Ertu með einhver framtíðar plön varðandi fatahönnun? Eftir stúdentinn ætla ég að sækja um í Parsons í New York, ég er mjög spennt fyrir honum, enda topp skóli. Svo ætla ég bara að grýpa öll tækifæri sem á vegi mínum verða og stefni á að annað hvort stofna mitt eigið tískuhús eða hanna fyrir eitthvað annað slíkt.

Hvernig framkvæmdirðu svo þann draum að hanna og framleiða þína eigin línu? Ég bara gerði þetta, þetta er vinna, en ég hef mikinn metnað fyrir þessu og mér finnst þetta frábært og skemmtilegt.


Tropical Módel: Dagný Rós Elíasdóttir, Anna S Bergmann Helgadóttir og Kristófer Karl Jensson Ljósmyndir: Aldís Eik Arnarsdóttir Myndvinnsla: Rakel Tómasdóttir Förðun: Hjördís Ásta Guðmundsdóttir

18

19


19


20

2


0

21



TOPSHOP

NOLAND





JÁKVÆÐ SAMSK PTI Kæru nemendur, við höfum þau forréttindi að standa á tímamótum í okkar lífi. Við spyrjum okkur því alls kyns spurninga; hvað ætla ég að gera við líf mitt í framtíðinni? Hvernig persóna ætla ég að vera? Við erum nógu gömul til að gera okkur grein fyrir afleiðingum gjörða okkar en nógu ung til að breyta okkar siðum. Við erum á nákvæmlega þeim aldri sem skiptir máli. Aldrinum til að læra eitthvað nýtt og breyta rétt eða til hins betra.

B ir k ir S m á r i | 6 - H Þegar ég er orðinn gamall maður vil ég geta litið til baka á líf mitt og verið ánægður með heildina. Það eru líkur á því að taka ekki alltaf réttu ákvarðanirnar en þannig er lífið, það er mannlegt að gera mistök. Vissulega gera sumir fleiri mistök heldur en aðrir en þannig er það bara. Maður lærir mest á mistökum og yfirleitt kemst maður að einhverju nýju í leiðinni.

Annað dæmi eru einstaklingar á samskiptasíðum eins Facebook, bland.is og kommentakerfi DV. Þar eru oft athugasemdir sem innihalda níð um aðra og bera helst vott um það að þar séu ekki skynsemisverur á ferð. Því ber að hafa í huga orðatiltæki sem langafi minn viðhafði oft: „Menn eiga að hugsa áður en þeir tala.“

Flestir (nema þeir sem fermdust borgaralega eða hreinlega ekki) kannast við gullnu regluna frá því í fermingafræðslunni: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“ sem á nútímamáli mætti orða: „Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig“. En það sem ég hef tekið eftir í okkar nútíma samfélagi er að það eiga mjög margir erfitt með að tileinka sér þessa reglu og þá sérstaklega í samskiptum.

Íslendingar eru ekki þekktir sem skapstórir einstaklingar á alþjóðavísu en flest allir eiga það til að snöggreiðast út í einhvern eða einhverja. Það að eiga í málefnalegum samskiptum við aðra sýnir þroska og yfirvegun. Fyrstu mistök og aðal mistök sem eiga sér stað í ágreiningi milli manna er til dæmis þegar fólk fer að dæma manneskjuna sjálfa, í stað gjörða manneskjunnar. Gagnrýni á gjörðir manns er auðveldara að taka en gagnrýni um sig sjálfan.. Jón er til dæmis ekki heimskur þó hann hafi gert eitthvað heimskulegt einhvern tímann o.s.fr.

Yfirvegun, tillitssemi og virðing er það sem skilur á milli manna og dýra í samskiptum. Á köflum virðast þessi þrjú gildi ekki eiga við mannkynið í samskiptum sín á milli. Yfirgangssemi, tillitsleysi, óvirðing og reiði koma oft við sögu í samskiptum á milli manna og ekki bara í beinni mynd. Á gömlum myndum má sjá ungt fólk sem hjálpar eldri konum yfir stórar og miklar akbrautir eða standa upp fyrir eldra fólki í strætó og gera þannig góðverk sem túlkast sem jákvæð samskipti (ekki eru til nýlegar myndir af þessum samskiptum). Virðingarleysi er einkennandi fyrir samfélag okkar í dag. Þegar manneskjur sýna öðru fólki virðingarleysi stafar það oft af hugsunarleysi. Gott dæmi um það er slæm umgengni í skólum. Hugsunarháttur eins og: „Æi, þetta er svo lítið, ég þarf ekkert að henda þessu,“ á ekki að líðast. Allt lítið safnast upp og slíkt rusl hverfur ekki bara og í lok dags þarf annað fólk að taka ruslið upp eftir aðila sem hafa þennan hugsunarhátt. Það er ekki í þeirra verkahring að taka upp ruslið eftir ykkur!

Tilgangur þessarar greinar er ekki sá að fá alla til að breyta um hugarfar samstundis heldur einfaldlega að fá fólk til að hugsa út í afleiðingar og mikilvægi jákvæðra samskipta. Greinina á ekki að túlka á þann hátt að ekki megi vera ósáttur með gjörðir eða skrif annarra heldur ber að nálgast slíka umræðu á málefnalegan hátt og vekja athygli á mikilvægi þess að sýna öðru fólki virðingu og tillitssemi í samskiptum. Kæri lesandi, þú fæddist í heiminn grátandi en allir í kringum þig voru brosandi. Lifðu lífinu þínu þannig að þegar þú kveður þennan heim verður það þú sem brosir en allir í kringum þig gráta.

27


twitter

28

Followiรฐ okkur รก twitter @viljinn


twitter

Followiรฐ okkur รก twitter @viljinn

29



90 DAGAR Í HJÓLASTÓL EINN Í EINU

,,Nei, þetta getur ekki verið að gerast. Ekki báðir fæturnir.” Þetta var það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég lenti í því fyrir rúmum mánuði að keyrt var yfir ristarnar á mér. Ég hafði lent í því ári áður að ökklabrotna og vissi því að langt og strangt ferli væri framundan. Ég gat ekki hugsað mér að þurfa að ganga í gegnum það aftur. Þegar ég kom upp á spítala var mér tilkynnt að ég væri margbrotin á báðum fótum og þyrfti að vera í hjólastól í þrjá mánuði. Mér fannst fyrst að þetta hlyti bara að vera martröð, þetta gat ekki verið að koma fyrir mig. En síðan hugsaði ég til allra þeirra sem þurfa að vera í hjólastól allt sitt líf og ákvað að taka bara Pollýönnu á þetta, vera jákvæð og bjartsýn og taka þetta bara einn dag í einu. En að vera í hjólastól er ekkert grín. Kantar, tröppur og klósett Til að byrja með þurfti að halda á mér upp í bílinn, niður stigann og jafnvel inn á bað ef ég þurfti á klósettið. Ég er þó núna búin að finna mínar eigin leiðir til þess að vippa mér úr hjólastólnum í framsætið og fara niður stigann á rassinum en ég þarf ennþá talsverða hjálp. Hver einasti skóladagur tekur á. Ég þarf alltaf hjálp í lyftuna og ef ég ætla að skella mér í Kringluna í hádeginu þarf ég oft nokkra með mér bara til að koma mér niður gangstéttarkantinn fyrir utan skólann. Í skólanum er aðalerfiðið að sitja allan liðlangan daginn og geta ekkert staðið upp til að fá blóðflæðið af stað og lítið teygt úr sér. Ég hef líka komist að því að hjólastólaaðgengið á flestum matsölustöðum og kaffihúsum er mjög lélegt. Oftast eru það þá risavaxnir kantar eða tröppur inn á staðina, alltof há borð og léleg klósettaðstaða fyrir fatlaða. Í sumum tilfellum eins og matsölustöðumværi hægt að finna einfaldar lausir á vandanum eins og að setja ramp fyrir hjólastóla þar sem eru stigar eða háir kantar við dyrnar. Það sem þarf aðeins meiri vinnu er að setja fleiri fláa niður af gangstéttum víðast hvar og bæta klósettaðstöðuna fyrir fatlaða á matsölustöðum og víðar. Þá er ég að tala um að stækka aðstöðuna, helst þannig að hægt sé að snúa hjólastól þar inni og setja hluti eins og vask, sápuhylki og handþurrkara í rétta hæð fyrir manneskju í hjólastól. Sums staðar er gert ráð fyrir aðgengi fatlaðra en aðrir þurfa að sýna tillitsemi og taka eftir svo að það gangi upp. Til dæmis er oftast búið að leggja bílum við einu leiðirnar niður af gangstéttinni við Versló, sem eru hjá gangbrautinni aftan við skólann, og þá neyðist ég til þess að fá vini mína til þess að lyfta mér upp og niður af gangstéttarköntum þegar ég þarf að komast eitthvað.

Andlega hliðin er erfiðust Hér að ofan eru dæmi um líkamlega erfiðið og hindranirnar. Það langerfiðasta er andlega hliðin. Eins og ég reyni nú alltaf að vera jákvæð og bjartsýn eins og ég ætlaði mér að vera þá á ég líka mína slæmu daga og nætur þegar allt þetta verður yfirþyrmandi. Mér líður best á daginn þegar ég fer í skólann og hitti vini mína sem hjálpa mér að breyta þessum hjólastól í eitthvað annað en byrði. Það er erfitt að þurfa sífellt að biðja vini sína um hjálp við einföldustu hluti eins og að fara niður á næstu hæð eða kaupa mat í hádeginu. En ég hef komist að því að flestir eru meira en til í að hjálpa og gera það með glöðu geði. Fyrst fannst mér afskaplega óþægilegt hvað fólk starði alltaf á mig í hvert sinn er ég rúllaði yfir Marmarann en ég skil það svo sem alveg núna. Væntanlega getur það verið forvitið og reynt að átta sig á því hvað hefur gerst. Ég er líka búin að upplifa kvíðaköst í fyrsta skipti á ævinni. Ég verð stressuð í hvert skipti sem fólk rekst í fæturna mína og ef ég er þreytt og í miklu margmenni getur þetta stress breyst í þvílíkan kvíða að ég missi stjórn á honum. Við þurfum að gera betur Ég veit að svipuð grein eða reynslusaga var birt í V80 á dögunum en það var aðeins einn dagur og mér fannst mikilvægt að sýna fólki hvernig það er að þurfa að lifa þessu lífi aðeins lengur. Reynslan í V80 lýsti vissulega einum degi í hjólastól en það er svo allt annað að þurfa að að vera í þessari stöðu til lengri tíma. Ekki er allt hræðilegt við að vera í hjólastól og ef maður er svo heppinn að eiga góða að getur maður jafnvel gleymt því hvernig málum er háttað öðru hvoru. Þetta verður örugglega, til lengri tíma litið, lífsreynsla sem mun gera mig sterkari í framtíðinni. Ég er samt svo innilega fegin að ég eigi aðeins tæplega tvo mánuði eftir í hjólastólnum og hef öðlast mikla virðingu fyrir fólki sem þarf að takast á við þetta allt sitt líf. Mig langar í framhaldinu af þessu að leggja mitt af mörkum til að vekja athygli á því að aðgengi fyrir fatlaða er víða alls ekki nógu gott og þörf á að gera úrbætur.

Elí n Sj ö f n | 3 - S

31


POLYNATION

Einn góðan veðurdag fengum við hópurinn óvænt gefins forláta og forljóta Polaroid myndavél. Henni var gefið nafnið Polynation og er hún sameign okkar gömlu gömlu Rjómastráka. Við urðum strax ástfangnir af afkvæmum hennar og byrjuðum að taka hana með okkur hvert sem við fórum, en hún hefur t.a.m. ferðast vítt og breytt um alla Evrópu, Rússlands, djammferðir, skólaferðir, interrail og óteljandi djömm. Bjútíið við Poly er að þetta er „one shot one oppertunity“ tæki þar sem filmurnar eru dýrar og við settum það sem reglu að uppstilltar myndir eru NO NO. Enda fátt lélegra en vel uppstillt mynd af vel uppstilltu fólki. Við köllum þetta „POLYMOMENT.“ Er afraksturinn sá að hópurinn á fullt af frábærum minningum sem við höfum ákveðið að deila með ykkur. Sérstakar þakkir fara til Gauta og Jón Þórs fyrir að vera frábært myndefni.

32


KONA KLÆDD Í BUXUR Spurt er um fyrirbæri. Á fyrirbærinu eru margar hliðar og margar eru „tegundirnar“ til af þessu fyrirbæri. Fyrirbærinu má einnig líkja við tilfinningu. Tilfinningin getur bæði fyllt mann trausti og vellíðan en getur einnig lýst sér sem óttablandin lotning við einhvern eða eitthvað eða jafnvel stökkbreyst í skyldu eða kvöð. Fyrirbærið þarf að rækta, það þarf að vökva. Engar reglur eru til um ræktun þessa tiltekna fyrirbæris, en ég þykist þó vita að maður ræktar það ekki með hverju sem er. Fyrirbærið er vinátta. Te i t u r | 3 - S Vináttunni verður varla gerð góð skil með lítilli grein í skólablaði, svo ég ætla að reyna að velta vöngum yfir þeim „gerðum“ vináttu sem sjaldnast verða poppsöngvurum samtímans innblástur.

„Eigum við ekki bara að vera vinir?“ Nú erum við á þeim aldri þegar við hugsum aðallega með kynfærunum og skiptum um mögulega lífsförunauta eins og nærbuxur. Hvort sem það eru kærustupör,“dúllarar“ eða „vinir með fríðindum“ kemur óneitanlega oft að því að pör, annar eða báðir aðilar, gera sér grein fyrir því að þau eru orðin „vinir með vandræðum“. Í slíkri stöðu er oftar en ekki fyrsta lausnin og ágæt huggun, að vera „bara vinir“. Jafnvel þó að sjónvarpsþáttahöfundar vestan hafs reyni í hvívetna að fá okkur til að trúa því að þetta sé leið sem virkar vel, þá vilja raunsæir foreldrar mínir og flest annað jarðbundið fólk meina að þetta geti hreinlega ekki gengið. Að sjálfsögðu eru til dæmi um annað en raunin er nú samt sú að þegar pör ákveða að fara „ sitthvora leiðina“ er annar aðilinn yfirleitt særðari en hinn. Þegar tveir vinir koma saman, þá er gaman. Þegar vinir vilja fara í sitthvora áttina þá reynir á vinskapinn.

„Við vorum bestu vinir sumarið eftir...“ Næsta tegund vináttunnar er mögulega sú furðulegasta, en jafnframt sú skemmtilegasta að skoða. Það er ör-vináttan margfræga. Þar sem ég hef oft heyrt mann og annan og reyndar gripið mig sjálfan glóðvolgan í því að lýsa því yfir að þessi og hinn hafi verið góður, betri eða besti vinur minn þennan veturinn eða hitt sumarið, þá vil ég nú samt meina að það að vera vinur sé aðeins flóknara en þetta. Mín orðabókaskilgreining á örvináttunni hljóðar svona: Tveir aðilar sem hittast og skemmta sér oft á stuttum tíma. Það stuðlar að ótímabærum kærleiksskiptum en þekking á hinum leikfélaganum virðist oftar en ekki vera of lítil til að höndla mikla samveru til langs tíma.

Á árdögum æviskeiðs okkar margra, einkenndust flestir sunnudags-morgnar af fullyrðingum um að það væru aðeins heimskir menn sem byggðu sér hús á sandi. Eins og fyrr hefur sagt verður að rækta vináttuna. Til þess að hún geti lifað af mikil átök þarf að byggja hana og styrkja á löngum tíma. Verum gáfuð, byggjum vináttuna ekki á sandi.

Vinur í raun. Loks þegar við höfum byggt okkur vináttu á styrkri klöpp, ræktað hana og mótað, þá byrjum við að elska. Sjálfum finnst mér það ekkert feimnismál að segja að ég elska vini mína af öllu hjarta. Þá er ég ekki að tala um kollegana, vinalega afgreiðslumanninn á Dominos eða alla strákana í fótboltaliðinu. Þá er ég að tala um vinina sem elska mig líka. Það að eiga vin er eins og allt annað, ekki endalaust smjör og rjómi enda er sá vinur er til vamms segir. Aftengjum ego-ið í nokkrar mínútur á dag og hugsum um vini okkar. Snúum okkur til hliðar og segjum „mér þykir vænt um þig“ því það að eiga vin krefst þess líka að vera vinur. Vináttan er kona. Kona sem klædd er í buxur. Stundum tiplar hún á tánum og vefur sér um þá sem eiga hana skilið en skemmtilegra finnst henni samt að traðka um á drullugum gúmmístígvélunum og troða sér inn á instagram myndir heimsferðarfara. Því miður er hún stundum misskilin og klædd í kjól vinkonu sinnar, Ástarinnar. En Vináttan passar ekki í kjól Ástarinnar, Vináttan er of stór í hann. Brátt rifnar kjóllinn utan af henni og þá er henni oft fleygt út í forarsvaðið og klædd í buxnadragt andstæðings síns, Heiftarinnar. Hún lætur sér dragtina nægja þangað til hún finnur jakkaföt föður síns, Söknuðar. Jakkafötin passa henni illa en þau verða að duga þangað til hún hefur unnið sér inn örfáa aura til þess að kaupa sér nýjar buxur.

33


SUGARDADDY SUMMER FLING EDITION COOKIN’


KÆRU LESENDUR jæja nú ætlum við að mixa upp eitthvað næs sem að kúl er að njóta á svít góðviðrisdögum í sumar.

UPPSKRIFT Þetta er voða beisik uppskrift. Allt sem þú þarft er sæmilega vel nýr en samt alveg slatta gamall blender motherfokker. Pakki af kókosbollum, pakki af LU kexi, þessu venjulega bara og að lokum slatta dass af ís. Svo þarftu líka rjóma. Við byrjum á því að testa blender motherfokkerinn, ef það marrar svona sæmilega v12 í honum þá erum við gúdd 2 gó. Næsta skref er að berja dass af LU kexi og setja það oní blender motherfokkerinn ásamt vænu dassi af bollum. Þegar því er lokið drullum við ís eftir þörfum oní mixið. Nú þegar stöffið er í blender motherfokkernum þá smellum við honum á hæsta súning í svona 3-4 sirk af tíma. Þeir sem eru pró sturta rjómanum eftir þörfum oní mixið á meðan það er á fullu. Svo er bara að smakka sig til og hella. Þá ertu golden og búinn að skapa sick next level sjeik fyrir þig og þínar.

SINCERELY,

YOUR SUGARDADDY HAVE A SEXY

SUMMER!


INSTAGRAM

#nfvi @adarri

34 likes

Ég var að vinna eitt af stærstu lazertagmótum Norðurlandanna ásamt 11 öðrum meisturum. Að sjálfsögðu var kallinn Team-Captain #EkkertGrín #AllIn#TeamVersace #AllirVinir #NfVí

@nfvi

131 likes

@vidtom

32 likes

Viddalíngurinn fær sér lunch með 2 musterum #turnup #musclehamsters#nfvi @rjominn

121 likes

@3uverzlo

12 likes

Bekkjarparið gerir margt fleira en að læra í tímum. Þeim finnst gott að kúra, saman eða í sitthvoru lagi @ helenahaffa04 @ingvar_97 #VerzloLove #nfvi#cutecouple @karenjonasd

42 likes

@sararutkjartans

21 likes

Við fórum til Akureyrar um helgina og fórum líka á söngvakeppni þar #happy #happygirls #fun #pepp #AKcity #shades #swag @nannaamelia@hrafnhildurs96 @ hafdiso @tolfnullnull

1200 likes

Við í Verzló getum verið stolt þar sem hún Elín Harpa endaði í þriðja sæti í Söngvakeppni Framhaldsskólanna. Til hamingju Elín!

Takk fyrir okkur! Besta ár lífs okkar og það er ykkur að þakka! #nfvi#bassinnmundroppa #rjominn

Fegurð á göngum verzlo #nfvi #skinka #2008 #beautiful #skvísur #fegurð#náttúrulegttan #tan #spraytan #skólatískan #sautjánfaldyrtúrbó #gg

Austó var snilld! #drullumall #tolfnullnull #nfvi

@sigfridrut

@sigarsig

@eliinharpa

@ithrottafelagvi

30 likes

Jæja Arna Steinsen, núna er ég búin að labba upp þetta helvítis fjall í ömurlegu færi, gefðu mér 10 í íþróttum takk @ 36 juliabrekkan #fitformagaluf

77 likes

Seinasti bolti 6H og 6F

38 likes

Bara við...

50 likes

Glæsilegt Rockfitmót á enda! Hraustasti Verzlingurinn 2014 er Herdís Birta Bragadóttir


TOPP 5 D I V U R Hvað er það sem skilgreinir dívu? Er það hversu stórt fylgdarlið hennar er? Hversu miklum klassa, kynþokka og sjálfstrausti hún býr yfir? Eru það sérþarfirnar eða Grammy verðlaunin? Eða er það málstaðurinn sem hún berst fyrir það sem gerir hana að ódauðlegri dívu? Þetta eru mínar topp 5 dívur, síaðar úr gríðarlega löngum lista. Allar eru þær tiltölulega ólíkar og finnst mér þær vera dívur á sinn eigin hátt. Engin þeirra er eins. 3.Rihanna

1. Beyoncé

Ég ætla að eigna þessum 33 ára „nútíma-femínista” og kvenskörungi fyrsta sætið. Hún ólst upp í Houston þar sem hún var aðalsöngkona stúlknahljómsveitarinnar Destiny’s Child sem flestir 90’s kids ættu að kannast við. Destiny’s Child er vinsælasta stúlknahljómsveit sem hefur verið til frá upphafi. Eftir að Queen B gaf út fyrstu sólóplötuna var ekki aftur snúið. Platan seldist í 11 milljón eintökum, hún fékk fimm Grammy verðlaun og Beyoncé var komin til að vera. Næst á eftir fylgdu plöturnar B’Day, I Am… Sasha Fierce, 4 og síðan sú allra nýjasta, Beyoncé. Beyoncé hefur veitt konum út um allan heim innblástur með textum sínum og lögum, árangri og framkomu. Ég gæti líklegast talað um Beyoncé í allan dag og skrifað heilt blað um hana, en ég þarf þess ekki. Það er enginn annar en Queen B sem á sitt eigið lag sem heitir „Diva”. Skrítin sérþörf: Krafðist þess að fá rauðan klósettpappír á Mrs. Carter tónleikaferðalaginu. Quote: “I don’t like to gamble, but if there’s one thing I’m willing to bet on, it’s myself.”

2. Madonna

Þetta er konan sem sjokkaraði allar mömmur okkar og ömmur með holdi sínu á tónleikum hér í denn. Madonna er sú söngkona og sem steig út fyrir þægindarammann með kynþokkafullum og ögrandi framkomum. Lögreglumenn voru t.d. viðstaddir tónleika hennar árið 1991, tilbúnir til þess að handtaka hana ef hún skyldi ýja að sjálfsfróun meðan hún flutti „Like A Virgin”. Tónleikagestir komust þó a ð því að þessar hótanir voru innantómar. Lög á borð við „Like A Virgin”, „Music” og „4 Minutes” munu seint gleymast. Þessi stórstjarna var menningarlegt átrúnaðargoð í heila þrjá áratugi og hún hefur oft verið nefnd drottning poppsins. Hver man ekki eftir nip slip-inu og Britney kossinum? Skrítin sérþörf: Vildi hafa ljósbleikar rósir með hvorki meira né minna en 15 cm klipptum stilkum í herberginu sínu á MDNA tónleikaferðalaginu. Quote: “A lot of people are afraid to say what they want. That’s why they dont get what they want.”

H j ö rdí s Á s ta | 6 - S

Rihanna eða Robyn Rihanna Fenty fæddist í Barbados fyrir 26 árum. Hver man ekki eftir lögunum „Umbrella”, „Pon de Replay” og „Don’t Stop the Music”? Söngkonan hefur þó tekið miklum breytingum á síðustu árum frá því að hafa gefið út „Take a Bow” og verið með Chris Brown. Hún hefur gefið út plöturnar Music of the Sun, A Girl Like Me, Good Girl Gone Bad, Rated R, Loud og Unapologetic. RiRi er kannski ekki fullkomin staðalímynd orðsins díva, hún er meira svona fáránlega nett og kúl dívutýpa. Maður er orðinn frekar nettur þegar Karl Lagerfeld er á speed dial. Skrítin sérþörf: Krefst þess að fá glæst og stórt teppi með dýramynstri fyrir tónleika. Quote: “Be a girl with a mind, a bitch with an attitude, a lady with class.”

4. Whitney Houston

Ein af þessum fyrstu alvöru old-school söngkonum sem áttu öll þau svið sem þær stigu á. Hún lést í febrúar 2012, 48 ára að aldri. Engin önnur en Aretha Franklin, frænka Whitney, tók hana fyrst með sér í stúdíó aðeins 8 ára gamla. Whitney var módel, leikkona, söngkona og umfram allt listakona. Plöturnar sem hún gaf út eru óteljandi og lög á borð við „I Wanna Dance With Somebody”, „I Have Nothing” og „I Will Always Love You” eru löngu orðin ódauðleg og standast tímans tönn. Einnig ber að nefna að Guinness World Records nefndu hana sem verðlaunuðustu listakonu allra tíma. Skrítin sérþörf: Vildi láta keyra sig um í fínum, hreinum og vopnuðum BMW 740 og vopnuðum Mercedes-Benz S-Class 600 á tónleikaferðalagi sínu árið 2004. Quote: “I decided long ago never to walk in anyone’s shadow; if I fail, or if I succeed a least I did as I believe.”

5.Celine Dion

Ef þú mannst ekki eftir henni þá man mamma þín eftir henni, og pabbi líka. Í dag er hún 46 ára gömul en hún vakti fyrst athygli á heimsvísu í kringum 1980 þegar hún tók þátt í Eurovision. Hún hefur gefið út þónokkrar plötur á ensku og einnig nokkrar á frönsku. Celine er gríðarlega fræg fyrir söngtækni sína og getu en það fer ekki framhjá neinum þegar Celine er sett á fóninn. Lögin „All by Myself”, „I’m Alive”, og „My Heart Will Go On” eru bara fá dæmi úr lagasmíði Celine sem er algjörlega óaðfinnanleg. Í mínum augum er Celine ósvikin díva. Þokkinn sem hún ber með sér og það að hún sé fræg fyrir sönglist sína en ekki líkamsparta finnst mér ómetanlegt nú til dags. Skrítin sérþörf: Celine er fremur hógvær að því sem mér skilst. Hún var þó með 160 milljóna króna rakatæki í herberginu sínu þegar hún kom fram í Las Vegas. Þetta gerði hún til að vernda röddina sína. Kannski pínu skrítið, en kannski líka skiljanlegt þegar raddböndin eru margra milljóna króna virði. Quote: “I think it bothers people to see people that are happy and succcessful. So they try to find what’s wrong with them.”

37


Öll látum við ákveðna hluti fara í taugarnar á okkur. Við fengum tvær greinar frá pirruðum Verzlingum þar sem þau segja okkur frá því hvað fer einna helst í taugarnar á þeim. Þau skrifuðu þessar greinar fyrir íslenskutíma hér í Verzló og deila þessu hér með okkur. Þú vaknar kl 7, þó að þú viljir það ekki. Þú elskar að snooza, en þú getur það ekki heldur þarft þú í sársauka að komast í sturtuherbergið. Þú festist í sturtunni vegna þess að þú veist að það mun vera ískalt og ömurlegt þegar þú ferð út. Þá ertu orðin/n allt of seinn því þú ert búinn að snooza og varst að auki of lengi í sturtu. Þá þarft þú að borða í flýti og færð þér epli sem er gamalt og ömurlegt svo þú ælir því og færð þér þá brauðsneið í staðin en smjörið er svo hart að það tætir brauðið upp sem endar með því að þú neyðist til að fara svangur í skólann. Á leiðinni í skólann er ískalt en það er allt í lagi því það er kalt loft að streyma á þig sem verður ekki heitt fyrr en rétt áður en þú kemur í skólann. Þá mætir þú seint og það er stærðfræði þar sem þú neyðist til að læra. En þú getur ekki lært á fullu því þú fékkst ekki nægan svefn og svo skuldar þú nokkur dæmi ofan á öll hin dæmin sem átti að gera í tímanum. Þá ertu kominn heim og byrjaður að læra enda lofaðir þú þér að læra þegar þú kæmir heim en þú byrjaðir ekki að læra heldur ertu að vakna úr síðdegisblundinum, þá finnst þér það ekki taka því að læra því það er svo stutt í matinn. Foreldrar þínir tala við þig um að þú sért fjölskyldunni til skammar og að það muni aldrei verða neitt úr þér. Við matarborðið segir þú foreldrum þínum að þig langi að verða eitthvað í framtíðinni en þau hafa ekki trú á þér líkt og allir aðrir nema kannski yndislegu konurnar í matbúð. Klukkan er 8 og þú ættir að fara að sofa til að laga svefnhringinn en þú átt eftir að gera svo margt eins og að læra og laga til þannig að þú ákveður að fara bara út með vinum þínum og ákveður að læra á morgun. Síðan koma upp leiðindi inn á milli eins og að missa hundinn þinn og það sökkar alveg líka og þá verður þú lítill í þér en samt er kannski fjölskyldumatarboð um kvöldið þar sem þú þarft að vera fjölskyldunni til sóma en þú ert bara lítill í þér með köku og það sökkar. Svo kemur þú heim og þá bíður heit bids eftir þér sem misskilur þig sem eitthvað kynlífsvélmenni sem hún getur bara notað, en það sökkar ekki.

Vi g nir H e i ð a rs s o n | 5 - D 38


Í svona litlu samfélagi sem við búum í er ekki alltaf eitthvað fréttnæmt í gangi. En er það þess virði að nánast blogga og skrifa greinar um allt? Sumt á einfaldlega ekki heima í fréttamiðlum. Fréttir geta eyðilagt mannorð fólks og verið mjög slæmar, þá sérstaklega þegar þær eru rangar eða ýktar. Fréttamennska á Íslandi finnst mér til háborinnar skammar oftar en ekki. Þá er ég sérstaklega að beina athygli minni að netmiðlum landsins. Margir líta svo á að vefurinn dv.is sé kannski sá versti og að fólk ætti að taka minnst mark á því sem þar stendur, það er ekki alveg rétt. Vegna þess að vefir eins og mbl.is og visir.is eru bara ekkert skárri. Fréttamennskan er lítil og á mjög lágum „standard“ ef ég leyfi mér að nota enskuslettu. Fleiri en eitt dæmi eru um það að fréttamenn fái einungis sögur frá öðru sjónarhorninu og skrifi greinar út frá því. Eru ekki alltaf tvær sögur á bakvið allt? Tvö sjónarhorn? Væri ekki réttlátt að heyra báðar hliðar áður en farið er að skrifa og ranglega ásaka fólk? Þegar eitthvað er birt á netinu eða í blöðum verður það ekki aftur tekið. Ranglega skrifaðar greinar og rangar ásakanir geta breytt lífi fólks. Það skemmir orðspor fólks og mannorð margra hlýtur skaða af, oftar en ekki fyrir rangar ásakanir. Er þetta það sem fréttamenn vilja? Skemma líf annars fólks? Mér finnst að fréttamenn ættu að sýna meiri klassa en þetta. Þetta eru menntaðir einstaklingar sem eiga sjálfir fjölskyldur og ég er viss um það að þeir myndu ekki vilja lenda í röngum ásökunum sjálfir. Það er mikill munur á því að segja rétt frá og kynna sér málið til hins ýtrasta áður en skrifað er um það heldur en það að heyra aðeins aðra hlið á málinu og henda í eina grein um það. Oftar en ekki innihalda greinar á þekktum miðlum miklar stafsetningar- og málfarsvillur. Þetta ætti ekki að líðast. Fagfólk sem er menntað í sínu starfi ætti að vanda til vinnubragða og hugsa áður en það birtir hvað sem er. Síðan er mikill fjöldi þeirra greina sem eru birtar ekki einu sinni fréttaefni. Hverjum er ekki sama um að Sigmundur Davíð hafi klæðst íþróttaskóm þegar hann hitti Obama? Hverjum er ekki sama þó að Miley Cirus sé 48 kg með flatan rass? Er þetta fréttnæmt? Mér finnst það ekki. Mín skoðun er sú að fréttamenn á Íslandi ættu að leggja meiri metnað í vinnuna sína. Ég veit vel að þetta er lítið land og að það er ekki alltaf mikið í gangi en ef fólk myndi leggja meiri metnað í fréttamennsku þá væri vel hægt að skrifa góðar greinar um eitthvað sem skiptir máli. Eitt sem mig langar líka að benda á er kommentakerfi DV. Þar er samansafn af fólki sem skýlir sér á bak við tölvuskjáinn og rakkar annað fólk niður. Mér finnst mjög áhugavert að lesa það og sjá stafsetningarvillurnar og hvernig fólk skrifar. Það er greinilegt að hellingur af þessu fólki ætti ekki að vera tjá sig um eitt né neitt fyrr en það hefur lært að skrifa rétt mál. Inni á kommentakerfinu eru skrifaðar athugasemdir um hinar og þessar greinar. Oftar en ekki er fólk skotið niður og mjög ljótt orðbragð er notað. Hugsar fólk ekki? Hvað með fjölskyldur og aðstandendur þeirra sem fréttin er um? Þeir gerðu ekkert rangt en þurfa samt að líða fyrir heimsku þjóðarinnar það er þeirra sem þurfa að skýla sér á bakvið tölvuskjái og rakka aðra niður. Allt er þetta þó sölumennska. Fréttamenn skrifa ýktar og rangar greinar til þess eins að fanga athygli fólks og ná í fleiri lesendur. En er þetta rétta leiðin? Mér finnst að allir sem koma að fréttum og fréttaflutningi hér á landi ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir reyna að sverta orðspor annarra. Það þarf ekki annað en að hugsa áður en þú framkvæmir, sýna tillitsemi og setja sig í spor annarra.

Unn u r Lá r a H j á lm a rs d ó t t ir | 5 - U

39


«68

FRANSKAR & GOS

Bíldshöfða | Dalshrauni | Nýbýlavegi | Skipholti | Tryggvagötu



ÚTSKRIFTARFERÐIN Báðar munum við eftir fyrsta skóladeginum í Verzló eins og hann hafi verið í gær. Eftir fjögur ógleymanleg ár er einungis mánuður í að þessu sé lokið. Þegar maður var lítill fékk maður oft að heyra „Já menntaskólaárin, árin sem þú átt alltaf eftir að muna eftir“, „Árin sem þú hittir nokkra af mestu meisturum sem Ísland hefur Kristín Hildur | 6-T alið“ og ekki má gleyma „Árin sem eiga eftir að móta þig líklega hvað mest í lífinu“. Já, þetta er bara að verða búið, annar pakki að taka við, örlög lífsins bíða eftir okkur. Jaok, þrátt fyrir að „Hugleiðingar BB-king og Krillu“ hefði verið góður liður í blaðinu þá ætlum við ekki að ræða örlög lífsins og hvað lífið er óútreiknanlegt. Þessi grein var gerð með það í huga að ræða hvað við erum druuuu-hu-llu spenntar fyrir útskriftarferðinni. Brynja Bjarna | 6-Y

Þrátt fyrir að galakvöldið, lokaprófin og útskriftin séu eftir og flestir eiga líklega eftir að læra skólasönginn og Gaudiamus utan af þá eru einungis 30 dagar í útskriftarferðina. Semsagt 30 dagar í að flest okkar munu liggja í sólinni á Malló með sólarvörn í annarri og einn léttleikandi Lagoja í hinni. Þið hin njótið vonandi klakans á meðan. Það á enn eftir að koma í ljós hvort við endum á hóteli með fljúgandi skordýrum og kakkalakkafaraldri, ef svo verður þá mun það bara vera skemmtileg saga til næsta bæjar. Við vonum einna helst að fólk sleppi við fangelsisvistir og að kokkurinn á hótelinu bjóði okkur ekki upp á salmónelluhlaðborð. Miðað við hvað síðustu útlandaferðir þessa árgangs hafa verið skrautlegar þá eru miklar líkur á að þessi ferð muni fara fram úr öllum væntingum. Þangað til 27. maí klárum við prófin í rólegheitum, útskrifumst og njótum þess að eiga fáa en skemmtilega daga eftir af Verzló. Sérstakar þakkir: 6.bekkjaráð Fyrirfram þakkir: Allir þeir meistarar sem eiga eftir að gera þessa ferð ógleymanlega.

PLAYLIST: • • • • • • • • • • • • • • •

42

Öll Verzló lögin Snake – Blasterjaxx Summer – Calvin Harris Party In The USA – Miley Cyrus Timber – Ke$ha ft. Pitbull On Top – Flume HyperParadise (Flume Remix) – Hermitude #SELFIE – The Chainsmokers California Gurls – Katy Perry feat. Snoop Dogg Rather Be – Clean Bandit Señorita – Justin Timberlake Vamos a la Playa – Loona Louder – DJMuscleBoy Camilla – Basshunter Alveg sama (Til í allt II) - Friðrik Dór ft. Steindi Jr. og Bent

TO DO: ☐ ☐ ☐ ☐ ☐ ☐ ☐ ☐

Djamma hart Nota sólvörn, það er sökkað að vera bleiki eða bleika gæjinn/gellan Smakka alla drykkina á sundlaugarbarnum Peppa alla í risa „Allir dansa kónga“ á sundlaugarbakkanum Halda náttfatapartý Mæta í afmælið hans Darra Fara í champagne shower Láta innfædda flétta á sér hárið

NOT TO DO: ☐ ☐ ☐ ☐ ☐ ☐ ☐

Vekja fólk sem vill fá að sofa Æla yfir vin þinn (-100 rokkstig) Drunk dial-a Inga skólastjóra Ræna mörgæs Pirra þunna liðið Sofa allan daginn og verða hvít/ur ferðarinnar Lenda í fangelsi

MUST HAVE:

Aloe Vera – Bjargar þér frá lifandi dauða ef þú brennur. Fjöltengi – Fáið einhvern meistara í herberginu til að muna eftir fjöltenginu sem er svo nauðsynlegt þegar allir vilja t.d. hlaða iphone-inn sem verður batteríslaus á 6 tíma fresti. Snorkling – Sérstaklega fyrir þá sem eru að leita sér að targeti og vilja finna eitthvað girnilegt fórnarlamb ofan í lauginni og ekki skemmir fyrir að taka froskalappir með líka, þá ertu mun fljótari að ná fórnarlambinu. iPhone græjur – Hver vill ekki eiga mesta partýherbergið? Túristataska (pungur) – Óggislega kúl og það rænir enginn punginn. Við erum ekki að tala um þessa svörtu fasshjón. Tannkrem - Ekki hugsa „Það tekur pottþétt einhver annar tannkrem“ því það er alveg basl þegar engin í herberginu er með tannkrem. Við mælum líka með því að taka með sér auka tannbursta.


Módel Ísak Valsson Emil Ragnarsson Þórhildur Þórarinsdóttir Hildur Helga Jóhannsdóttir Guðbjörg Lára Másdóttir Ljósmyndun Laufey Rut & Aldís Eik Myndvinnsla Haukur Kristinsson Förðun Hjördís Ásta







Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.