Viljinn 4 tbl 2013

Page 1

Nóvember 2013 106. árgangur

4. tbl N.F.V.Í.

VILJINN


Vaka Vig

Arnarsd Aldís Eik

GREINAR

AFÞREYING

ÍSKÖLD VATNSGUSA 5

DR. LOVE 6

STEINAR 10

HEITT OG KALT 8

ÁRNABRÉF 16

GAMLAR FERMINGARMYNDIR 20

FEMÍNISMI 18

SUGARDADDY COOKIN’ 22

VERSTA LIÐ LIVERPOOL 30

JÓLA- OG ÁRAMÓTAFÖRÐUN 28

KALEO 34

FÖNDURGAUKUR 38

NÝJA ÍSLAND 37 2

óttir

Kristín H ildur Ra gnarsdó Áshildur ttir Friðriks dóttir

Til hamingju með að vera einn af þeim tíu sem lesa þennan ritstjórapistil. Nú eru tvö blöð búin og tvö blöð eftir sem þýðir að skólárið er svona eiginlega hálfnað. Einn aðili hefur bæst við nefndina frá því í síðasta blaði og ætlar hann að vera fastagestur það sem eftir er, umræddur er Dr. Love, bráðmyndarlegur og fluggáfaður maður sem hefur svör við öllu. Við tókum viðtal við landsþekktan söngvara sem stundar nám hér í Verzló (megið giska þrisvar hver hann er) og svo fáið þið að sjá nokkur misfalleg orð um okkur Verzlinga. Í tilefni þess að það eru korter í jól mætir Sugardaddy og aðstoðar ykkur við jólabaksturinn – hann ætlar síðan að bjóða upp á piparkökur í korterinu (tuttugu mínútunum) á marmz sem þið megið endilega njóta með okkur. Rífið ykkur upp fyrir prófin, njótið lestursins og hafið það virkilega gott.

fúsdótt ir

Elsku Verzlingar


son

ðmunds

óttir

Haukur

Kristins son

Darrri F reyr Atl a

Ásta Gu

ttir jarnadó

Hjördís

Brynja B

MYNDAÞÆTTIR

SKÓLALÍF

TÍSKUMYNDAÞÁTTUR 24

#RAVE 12

VETUR 41

NESTI 14 VERZLÓ Í FIMM ORÐUM 19 GANGATÍSKA 35

SÉRSTAKAR ÞAKKIR

Alice Kwakye Anna Jónsdóttir Árni vaktmaður Árni Beinteinn Birna Borg Gunnarsdóttir Darri Sigþórsson Eva Björg Bjarnadóttir Eydís P. Blöndal Glódís Perla Viggósdóttir Guðmundur Oddur Eiríksson Halla Margrét Bjarkadóttir Helga Guðrún Guðmundsdóttir Hildur Guðrún Bragadóttir Hrafnhildur Arna Nielsen Ingibjörg Ósk Jónsdóttir

Kaleo Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Lára Valgerður Albertsdóttir Magnús Bjarki Guðmundsson Markaðsnefnd Marteinn Högni Elíasson Rögnvaldur Þorgrímsson Sigrún Halla Halldórsdóttir Sindri Scheving Steinar Baldursson Thelma Gunnarsdóttir Unnur Elsa Reynisdóttir Þorgeir K. Blöndal Þorkell Diego Þórhildur Braga Þórðardóttir

#NFVI 40 ÚTGEFANDI: N.F.V.Í. PRENTUN: PRENTMET UPPSETTNING: HAUKUR KRISTINSSON LJÓSMYNDIR: HAUKUR KRISTINSSON ÁBYRGÐARMAÐUR: KRISTÍN HILDUR 3


ÞAÐ ER FLJÓTLEGT OG EINFALT AÐ PANTA MEÐ DOMINO'S APPINU OG Á VEFNUM OKKAR, DOMINOS.IS

SÍMI 58 12345

DOMINO’S APP

WWW.DOMINOS.IS


Kæru Verzlingar. Áður en þið hefjið lestur á þessari grein vil ég ganga úr skugga um það svo það fari ekki á milli mála að ég er að tala um reynslu vinkonu minnar en alls ekki mína eigin. Í sameiningu unnum við tvær að þessari grein með það í huga að þið takið ykkur öll stutta stund í það að lesa hana og hugsa um afleiðingarnar sem geta orðið af atviki sem og því sem hér um ræðir. Það var nefninlega fyrir tveimur árum þar sem þetta átti sér stað. Það var ekki eins og þetta hefði legið í loftinu heldur kom þetta eins og ísköld vatnsgusa. Fyrir tveimur árum var vinkonu minni nauðgað.

Hún var nýbyrjuð með kærastanum sínum og allt virtist ganga voðalega vel þar til hegðun og framkoma hans breyttist til mikilla muna. Hann fór að koma illa fram við hana og reyndi stöðugt að ýta henni út í eitthvað sem hún vildi ekki gera. Oftast voru þessir hlutir kynferðislegir. Samband þeirra breyttist úr hvítu í svart og áður en hún vissi af var hann búinn að brjóta niður allt hennar sjálfstraust og virðingu. Versta upplifun lífs hennar er og mun ávallt vera þessi reynsla, þegar hún var misnotuð kynferðislega af strák sem hún treysti. Hugur hennar flöktir oft til baka og rifjar upp nákvæmlega þennan atburð, þegar hann braut hana niður líkt og hún væri einskis verð. Hún bað hann oft um að hætta, sagði að þetta væri vont og að hún ætti þetta ekki skilið. Spurði hann afhverju hann væri að þessu, hvað hefði farið úrskeiðis? Eina sem hann svaraði henni var: „Ég veit, ég veit að þetta er vont fyrir þig“. Þrátt fyrir öskur, grátur og slagsmál að þá hélt hann ótrauður áfram. Hún barðist af öllum krafti við hann, þó svo að hann héldi fast í hendur hennar en að lokum þá var hann sterkari, hún gafst upp og beið eftir því að þessari martröð myndi ljúka.

„Ég veit, ég veit að þetta er vont fyrir þig“ „Hættu!“ Tíminn leið og bókstaflega allt í lífi hennar stefndi niður á við. Hún hætti að iðka íþrótt sína, leið alltaf illa og vinirnir voru allir farnir í mismunandi áttir. Fljótlega varð hún þunglynd og því fylgdu sjálfsmorðshugleiðingar, reiði og anorexía. Hún var vægast sagt sokkin niður á mjög djúpan og innantóman stað þar sem einungis einmanaleiki og hræðsla réð ríkjum.

Eftir óteljandi dagbókarfærslur, óteljandi tár og óteljandi falskar vonir ákvað hún að byrja upp á nýtt. Það reyndist erfiðara en hún bjóst við en einhvern veginn blasti hann við henni hvert sem hún fór, hvar sem hún var. Hún var svo hrædd við hann. Hún hélt að þetta myndi aldrei breytast, að henni myndi alltaf líða svona illa og að hún yrði alltaf stödd í þessum vítahring milli sín og hans. Þar til að hún komst að því að það var til fólk sem gat hjálpað henni, sem og það svo gerði.

„Vítahringur milli hennar og hans“ „Það var fólk þarna til staðar fyrir mig, ég bara vissi ekki af því“ Núna, þegar ég spyr hana, tveimur árum eftir að þessi atburður átti sér stað hvort hún hati hann eða hvort hún geti einhvern tímann fyrirgefið honum að þá svarar hún: „Ég hef lært af þessari reynslu að hata hann ekki fyrir það sem hann gerði mér. Ég hataði hann einu sinni en ekki lengur. Honum leið illa og þá sást greinilega í gegnum gjörðir hans, annars hefði hann aldrei gert mér þetta. Það gildir samt aldrei sem einhver afsökun fyrir því sem hann gerði mér. Ég fór smám saman að vorkenna honum þegar ég lærði að fyrirgefa honum. Hann var ekki á góðum stað en vonandi er hann það núna“ segir hún en þau hafa ekki talað saman eftir atburðinn. Kynferðislegt ofbeldi er alls ekkert grín og það er klárlega meira en að segja það að lenda í því. Það sem fólk þarf bara að muna í hverju sem er að leita sér hjálpar, því það er alltaf einhver til staðar fyrir þig. Vinkona mín kýs að lýsa þessu sem sinni reynslu og þar með sínu leyndarmáli en eftir að hafa farið í gegnum mikla sjálfsskoðun og hugleiðingar að þá komst hún að því að það er aldrei gott að hugsa þannig, sama um hvað ræðir.

„Mín reynsla, mitt leyndarmál“

Já, þetta er sagan af vinkonu minni og reynslu hennar. Það sést ekki utan á neinum hvort viðkomandi hafi verið misnotaður eða ekki og því er svo ótrúlega erfitt að hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda. Það er einmitt það sem við viljum vekja athygli ykkar á. Sannað er að um 17 % íslenskra barna eða um fimmta hver stúlka og tíundi hver drengur verða fyrir kynferðislegri misnotkun fyrir 18 ára aldur. Þetta eru tölur sem enginn vill sætta sig við og enn fremur tölur sem enginn vill horfast í augu við. Þessu viljum við breyta og það sem allra, allra fyrst. Að verða fyrir kynferðislegri misnotkun er eitthvað sem enginn vill en þó er það eitthvað sem enginn ræður við. Það er erfitt að stoppa það þegar það er byrjað. Þrátt fyrir að vinkona mín hafi unnið sig upp úr þessu og komið sterkari til baka þýðir ekki að allir geti það án hjálpar. Þarna kemur einmitt félagið Blátt áfram til sögunnar en það er félag sem stuðlar að fræðslu og forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi og stendur félagið sig með prýði. Ef þú hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af einhverju tagi eða þekkir til þolanda þess þá hvetjum við þig til þess að grípa í taumana og reyna að breyta rétt. Það er fólk til staðar fyrir þig, þó svo að þú vitir ekki af því.

Unn u r Lá r u s d ó t t ir | 3 - V 5


“I’ll be there for you even when no one else is.”

Stendur þú í stríði við ástina? Er kærastinn alltaf í GTAV? Gleymdirðu að læsa klósetthurðinni og sæti strákurinn eða stelpan labbaði inn á þig eða ertu kannski bara einfaldlega með allt lóðrétt niður um þig? Þá kem ég, hinn mikli og frábæri DR. LOVE inn í og bjarga þér. Þið hafið beðið um ráð og hér fáið þið ráð. Lausnir mínar eru töfrum líkastar. Segið það bara, hver er Eros “ástarguð” þegar LÖVEARINN er á svæðinu? Enginn.

Ég er með allt niðrum mig og er nákvæmlega núll nettur. Getur þú gefið mér einhver ráð svo að ég geti orðið marmarakóngur eins og Kommi Pepperóni? Elsku grey svona er lífið stundum ósanngjarnt, Kommi Pepperóni fæddist bara nettur. Besta sem þú getur gert er að fylgjast með Komma í lífinu almennt og mæli ég sérstaklega með að þú horfir á lögsögumannarappið. Einnig bendum við á símanúmer Komma, en hann er áreiðalega alltaf til í smá pepptalk handa kjellinum, 8440052. Hvernig á stelpa að koma sér úr friendzone? Málið er einfalt. Samt ekki. Við mannfólkið erum mjög sækin í það sem við getum ekki fengið svo til að komast úr friendzone þarftu einfaldlega bara að hætta dekra við vininn/vinkonuna. Farðu í sleik við næsta sæta vin hans, hann verður jelló og þú munt ekki geta haldið honum frá þér. Hvernig framhaldið verður er allt í þínum höndum.

6

Hvernig getur lítið busakjöt nælt sér í 4.bekking? Er alveg ráðalaus! PLZZ HELP! Af hverju, kæra busakjöt, ertu að stefna svona lágt? 4. bekkingar eru ómerkilegasta deild skólans, stefndu hærra, 6.bekkur er elítan. En fyrst þú vilt endilega 4.bekking, skaltu hefja þetta á léttu nótunum á spjallinu, það er alltaf best. Þú munt svo komast að því fljótlega hvort aðilinn sé að fíla þig í tjætlur eða vilji bara mynd, kúr og kjélerí. Ég er í 4.D og fór í bekkjarsleik í bústaðaferðinni, f*** er það illa séð? Kæri 4.D-ingur miðað við spuringarnar sem ég, DR.LOVE, fékk þá ert þú ekki ein í þessum vanda því bekkjarsleikir virðast vera mjög algengt vandamál meðal Verzlinga. Láttu annað hvort eins og ekkert hafi í skorist eða hoppaðu aftur upp á aðilann á næsta balli. Bekkjarsleikir hafa þó alla tíð verið fremur illa séðir, hverjum langar að mæta í tíma daginn eftir einn quicky sleller? ENGUM, treystu mér. Ég tala nú ekki um þegar það stendur í Kvasi ,,Bekkjarsleikur’’. Verzlingar, hafið stjórn á ykkur. Nema að þið séuð bekkjarpar – þá ætti það að vera í lagi, þó að það sé líka alveg hrikalegt dæmi.


Sá Sigga og Sunnevu kyssast. Vil ekki segja frá því, því ég er hrædd um að hann verði rekinn sem forseti. Á ég frekar að kyss’ann?

Þessi Nökkvi Fjalar er alltaf að reyna við mig, hvað á ég að gera til að segja honum að hætta, ég er bara 15 ára.

Hvað ertu að bulla? Hún þarf sko að plísa kjéllinum svo nei ekki kyss’ann.

Það hefur aldrei verið leyndarmál að Nökkvi 12:00 stjarna sé fyrir yngri dömur. En auðvitað er þetta hrikalega pínleg aðstæða. Biddu hann bara fallega um að hætta. En kæra 15 ára grey, þrautseigja sannar sig yfirleitt alltaf hjá strákum. Vittu til, kannski verðið þið dottin í “ríleis á feis” eftir tvö ár.

Já, ósk mín skærasta er að eignast kærasta. Hvar/hvernig eignast ég kærustu? Ísland er lítið land. www.einkamál.is. Biffinn. Strætó. Flugvél. Marmarinn. Ættarmót. Stjörnutorg. Þetta var upptalning ef þú fattaðir það ekki. Á þessum stöðum má finna frábæra maka, hvort sem þig langar í 5 mínútna eða 5 ára samband. Ég er busi og er svo skotin í Finnboga í 6.bekk en ég á póttþétt engan séns í hann, hvað get ég gert til að eiga séns í hann? Finnbogi eins og svo margir aðrir drengir í 6.bekk í Verzló eiga allir veikan blett og er þessi veiki blettur þeirra busaskvízur. Líkurnar á séns eru þess vegna lúmskt miklar. Peppaðu þig upp og talaðu við strákinn því hann bítur ekki fast ;) Hún er á föstu... hvað á maður að gera? Elsku blóm það er ekkert sem þú átt að gera. Ef hún er óhamingjusöm þá mun þinn tími eflaust koma en meðan þú veist ekki betur þá læturðu samband hennar vera. DR.LOVE trúir á ástina. ,,If two people are meant to be together, eventually they’ll find their way back.’’ -Chuck Bass. Kæri Dr. Love. Ég er busi en ég er yfir mig hrifinn af stelpu í 5. bekk. Hvað get ég gert til að fanga athygli hennar? Kæra busakusk, aldrei segja aldrei. Þú getur vakið athygli á þér með því að smella einu “læki” á stelpuna, blikkað hana í bombandi grautröð á marmó eða splæst á hana beyglu í matbúð. Bíddu bara, næsta ball, BAMM, þið eruð komin í sleik. Thank me later.

Ég er í ástarsorg Æ, elsku besta litla rúsínuhunang svona getur lífið verið erfitt. Núna er þinn tími kominn til að vera sterk/ur og láta þinn innri persónuleika blómstra. Þetta var lífsreynsla og við lærum alltaf eitthvað af samböndum okkar við annað fólk. Nú verður þú bara að taka það góða og það slæma og læra af því. Ef það virkar ekki þá mæli ég eindregið með Ben and Jerry’s Cookie Dough. Hvort er betra að púlla næs gæjann eða bad bojinn? Kæri ráðvillti Verzlingur. Þú ert greinilega ekki vel að þér í heimi ástarinnar. Næs gæjann svona almennt í lífinu en bad bojinn undir sæng. Hvað á maður að gera ef maður er hrifinn af tveimur stelpum í einu? Reyna við þær báðar og þá sérðu hvora þú diggar meira. Samt alls ekki deita þær á sama tíma, Ísland er of lítið land fyrir það. Ef þetta hjálpar þér ekki getur þú tileinkað þér þessi fleygu orð sem komu úr munni hins mikla meistara Johnny Depp: “If you love two people at the same time, choose the second. Because if you really loved the first one, you wouldn’t have fallen for the second.” Djúpt.

LÖVARINN út Þangað til næst

Dr. Love

7


Jólapeysur

Heitt kakó

F á tt s k e m m ti l e g r a e n a ð s p i l a u m jó l i n e n h v a ð þ á e f m a ð u r e r í j ó la p e y s u . S í ð a n e r u þ æ r l í k a fr á b ær a r jó l a g ja fir .

A llt a f j a fn g ott, s é rs ta kle g a m e ð S u g a r d a d d y pip a rkö ku -s a m lo ku n n i e ð a r ista b ra u ð i b a ra .

Listósyningin

Köflótt

Þvílík veis l a .

E r in n .

Heitt Karaókí N e i þ a ð e r e kki þ a ð s a m a o g S in g S t a r – 10 x s ke m m tile g ra .

Baðsloppar Þa ð b e s t a b a r a .

Spice Girls Þ ær eru einfald l e g a a l l ta f heitasta r . 8

Jogging buxur Fermingarmyndir Þ æ r e r u b a r a s v o miklu b e t r i e n a l l a r a ð r a r my n d ir .

H v e r h e f ð i h a ld ið a ð Viljin n , t ís ku h a n d bó k Ve rzlin g a , m y n d i s e t j a j o gg in g b u x u r í h e itt? Þæ r e r u gre in ile g a m á lið .


G a m a n m e ð s t e lp u n u m Hvar í *** * E R U STE L P U R NA R ? ? ? ? Sjálfsmynd i r e r u e k k i h ó p m y n d i r . #insta

Draslið í nemandakjallaranum N e i s v o n a í a lv ö r u h v e r n ig e r þ e t t a h æg t ? P ét u r S ig ?

Heilgallar

A f h v e r j u að ve ra í h e ilg a lla þ e g a r þ ú g e t u r v e rið í b a ð s lo p p ? Va ka e r s a mt a l ve g ru g l h e it í þ e im .

Grinch-ar Þ a ð e r k a l t a ð s te l a jó l a g le ð in n i, jó l i n m e g a a l v e g b y r j a í nóvember.

Kalt

G í s l i Pá l m i *Í sk al t* Bara svona s v o þ a ð s é alveg á hrein u .

VEIT EKKI H v e r e r e kki d ru llu þ re y ttu r á a ð ka u p a ó v a r t g e rviiPh o n e í Ty rkla n d i?

Að fá ekki í skóinn Crocs Við héld u m a ð þ e t t a v æ r i a u g l jó s t e n s v o var því m i ð u r e k k i e n þ e i r e r u í í í s ka ld ir .

A f h v e r j u h æt t u j ó la s v e in a r n ir a ð ko ma t il o kka r ? 9


Steinar er 18 ára Verzlingur sem flestir ættu að kannast við en hann fékk gríðarlega góð viðbrögð við laginu sínu Up sem kom út nýlega. Hann er búinn að hafa mikil áhrif á tónlistarlíf Íslands í fljótu bragði og hefur lagið hans verið spilað á fjölmörgum útvarpstöðvum landsins. Hann er búinn að vinna í um það bil ár að fyrstu plötunni sinni sem kemur út á morgun. Viljinn fékk að spyrja Steinar spurninga út í hans daglega líf og það sem er á næstunni hjá honum. Hver er Steinar?

18 ára tónlistarmaður í Verzlunarskólanum sem býr í Grafarvogi.

Hvað kom til að þú sást ljósið og breyttir úr MR yfir í Verzló? Ég var fyrst í Verzló en skipti yfir í MR eftir svona viku og var þar í tvö ár. Ég var mjög óákveðinn í því sem ég vildi gera en ég fattaði að ég hafði lítinn áhuga á náminu í MR og skipti yfir í Verzló sem ég er mjög ánægður með að hafa gert þrátt fyrir að það hafi verið mjög gaman í MR.

Þig hefur ekkert langað til að taka þátt í Nemó eða Vælinu með þessa sönghæfileika?

Ég fór í Nemó söngprufurnar og komst áfram í þeim. Þegar ég fór að tala við vini mína um þetta bentu þeir mér á að ég myndi ekki hafa neinn tíma fyrir þetta en ég gerði mér ekki grein fyrir því áður. Kannski einhvern tíman þegar það er ekki eins mikið að gera hjá mér en það verður bara að bíða.

10

Hvenær byrjaðir þú að syngja?

Ég byrjaði að góla eitthvað þegar ég var krakki og hafði alltaf mjög gaman af því en þegar ég var 11 ára byrjaði ég að taka þessu alvarlega og æfði mig mjög mikið. Þetta var þó enginn ferill á þessum tíma, ég æfði mig alltaf bara sjálfur.

Hvert sækir þú helst innblástur í textagerðinni og lagasmíð?

Það er mjög misjafnt. Ég fylgist mjög mikið með tónlistarheiminum en ég myndi segja að ég fengi aðallega innblástur frá Bruno Mars, Justin Timberlake og Chris Brown. Síðan fylgist ég mjög mikið með „producerum” eins og Timberland og Kanye West.

Áttu einhverja menntun að baki í tónlistinni?

Ég hef æft eitthvað á gítar og lærði í tónlistarskóla um stund en ég hef þó aldrei lært nóturnar. Ég er að mestu bara sjálflærður.


Var það búið að vera lengi á dagskrá hjá þér Hver er þín helsta tónlistarfyrirmynd? Ég myndi segja að það væri Chris Brown þótt ég taki að gefa út tónlist? hann sem manneskju alls ekki til fyrirmyndar. Ég ætlaði aldrei að gefa þennan disk út, það var eiginlega bara ákveðið fyrir mig. Strákur sem ég var að vinna með fór með lagið mitt til Senu og þeir höfðu mikinn áhuga á að gefa tónlistina mína út. Ég er auðvitað mjög þakklátur fyrir það í dag.

Hvernig er týpískur dagur í lífi Steinars? Undanfarið er það bara að vakna, fara í skólann og ef það er eitthvað óunnið eftir á plötunni þá fer ég að vinna í því.

Hvar sérðu þig eftir 5 ár?

Ég veit ekki alveg hvað ég mun vera að gera en ég sé mig allavega ennþá fyrir mér að vera að semja tónlist hvort sem það verður á Íslandi eða erlendis. Ég vona að það verði allavega bara gaman hjá mér, það er lang mikilvægast. Síðan kemur restin bara í ljós.

Hvenær áttu afmæli? Nú hefur þú örugglega fengið að heyra að 22. apríl. það sé svipur með þér og Friðriki Dór. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Myndir þú segja að þú værir næsti Frikki Dór Ég er mjög mikill pizzumaður. Íslands? Klárlega (hlær). Nei, tja, ég veit ekki, jájá. Ég lít að Uppáhalds söngvari? sjálfsögðu mjög mikið upp til hans. Hann er mjög flottur tónlistarmaður og bara nettur gaur.

Chris Brown.

Áttu auðvelt með að semja tónlist?

Verzló.

Það er misjafnt. Þetta fer ekkert þannig fram að ég sest allt í einu niður og ákveð að semja tónlist, þetta gerist einhvern veginn bara. Mér dettur stundum einhver laglína eða textabrot í hug sem ég set síðan saman þangað til það lítur vel út og hljómar vel.

Hvernig fannst þér að fá svona góð viðbrögð við laginu? Það var hreinlega bara geðveikt. Ég bjóst alls ekki við að fólk myndi fara að hlusta á það heima hjá sér. Mér finnst þetta eiginlega bara hálfskrítið.

Núna er platan þín að fara að koma út á morgun, ertu ekkert stressaður? Jú það má segja það, en þetta er samt alls ekki slæm tilfinning. Ég er aðallega bara spenntur og hlakka til að aðrir heyri það sem ég er búin að vera að vinna mjög lengi og hart að.

Á skalanum 1-10 hversu góðar finnst þér beyglurnar í matbúð? Ég þori varla að segja þetta, en ég hef aldrei borðað neitt úr matbúð. Þær eru þó ábyggilega mjög góðar.

Verzló eða mr? Hjúskaparstaða? Einhleypur.


INSTAGRAM

#nfvi @3averzlo

9 likes

32 likes

@lovisathrastar

20 likes

@gvi1314

24 likes

Föstudagsbúlla vol.3 #föstudagsbúlla #nfvi

Hér erum við í Rússlandi með nýju húfurnar okkar, svo er blóðkirkjan þarna einhvers staðar á bakvið #russiafasher #nfvi

Snilldar byrjun á fyrsta deginum. Rölta um miðbæinn og rústirnar - núna hvítvín og carbonara #colosseum #listasaga #nfvi

Það er alltaf pepp i GVÍ bingói. HVAR ERT ÞU?!? #bingopepp #peturtekuralltheim

@adamsmari

@godi95

@gvi1314

@sigurveig_

28 likes

13 likes

22 likes

48 likes

@darrifreyr frekar ballin’ að gefa múffur á marmaranum #MeðGlimmerkremi #viljinn #cashmoney #nfvi #marmarinn

Ég veit að ég get verið þreytandi en er ég svona drepleiðinlegur? @gudnykarls #nfvi

Allt að frétta af vinningum kvöldsins Bingó - Blái Salur - 20:00 - MÆTTU! #nfvi

Týna (busa)rusl #nfvi

@ithrottafelagvi

@hildurhelgaj

@egillp

@unnbjorg

56 likes

Boxmeistarar! #ithrovika #nfvi #kingomar

12

@lisaran94

50 likes

T.B straight from the hood #nfvi

56 likes

Young Avicii & Calvin Harris #sick #selþettaáebayeftir3ár #music #hax #workintogether #THEbeatmakers #sick #sick #sick #whad #sick

30 likes

Skólinn! #verzlo #nfvi #flex #fitness #BadHárDay #2Guns


BE

KÖPP-LÍN K I P A A ST

N

ÉG FÉKK MÉR SERRANO

KOMDU Í SLEIK R 13SLÁ% TTU AF

SERRANO ER GOTT FYRIR ÁSTINA NÁMSMENN Serrano nærir heilann og kemur ykkur í gegnum skóladaginn. Ferskur mexíkóskur skyndibiti með 13% afslætti fyrir námsfólk gegn framvísun skólaskírteinis. Ferskur og hollur matur


Aldí s Ei k A r n a rs d ó t t ir | 6 - D

Nesti bætir innri mann. Nesti lýsir innri manni. Nesti er snilld.

KORTERIÐ

Hádegið

Mánudagur

Orkubomba (græni djúsinn)

Pestópasta

Spínat, mangó, engifer og appelsínusafi. Gott að setja klaka með til að halda honum köldum. Ferskur í morgunsárið. Þægilegt að henda þessu í þeytarann á meðan maður græjar sig fyrir skólann.

Mánudagur er oft langur dagur. Þannig mjög gott að hafa góðan hádegismat. Sýður pastað þar til þú telur það tilbúið. Á meðan setur þú 2 egg í pott og harðsýður þau. Mjög gott er að setja t.d. möndlur, hnetur eða eitthvað gott krydd með, jafnvel kjúkling.

Hádegið

14

KORTERIÐ

þriðjudagur

Hafrgrautur

Kjúklingasamloka

Setur möndlumjólk og hafra saman lætur þá liggja í krukku yfir nóttina eða býrð til hafragraut í potti. Gott er að setja kanil með en hann dregur úr sykurþörf yfir daginn, ég notaði hann á myndinni hér að ofan. Einnig er gott að setja hnetursmjör. Allskonar ávextir eru góðir með hafragraut, ég notaði epli en finnst bláber og banani ekki síðri.

Sniðugt er að steikja tvær kjúllabringur fyrir vikuna og geyma inní ísskáp. Til dæmis nota í pasta og samloku. Ragkage brauðið er í uppáhaldi og ég notaði það hér. Setti smá pítusósu, gúrku, kál og papríku. Holl og góð loka í hádeginu. Gott með engifer og epli með til dæmis.


Hádegið

Miðvikudagur

Skyr með hindberjum

Kjúklingur með eplakotasælu

Hreint skyr hrært með smá agave-sírópi. Gott að hafa nokkur hindber með.

Steikt kjúklingabringa. Hafa með henni kotasæli og saxað epli útí. Einnig er gott að hafa gúrku og kál með.

KORTERIÐ

Hádegið

fimmtudagur

Hrökkkex með kotasælu og avókadó

Kjúklingabuff

Lítil kotasæludolla, heilt avókadó og nokkur hrökkkex eru mjög þæginleg hressing í korterinu. Hér að ofan setti í kotasælu, akvadó og smá gúrku en mér finnst það mjög gott.

Það er mjög hentugt að kaupa kjúklingabuff frá t.d. Himneskt og nota sem nesti. Hita það í korterinu og hafa sér box fyrir grænmeti. Hér að ofan sauð ég hrísgrjón, hitaði kjúklingabuffið og setti sólskinsósu frá Himneskt. Skar síðan niður grænmeti og hafði með. Gott að hafa Froosh með, bara ávextir.

KORTERIÐ

Hádegið

föstudagur

Chiagrautur

Buffloka

Setur vatn eða möndlumjólk í krukku. Setur chia-fræin út í og lætur þau liggja í heila nótt. Gott er að setja sætudropa eða kanil með. Einnig að hafa banana og ber. Getur soldið gert hann að þínum.

Smurði Ragkage með sólskinsósu og setti kál með. Sniðugt er að smyrja samlokuna, taka buffið með og hita í hádeginu og setja það inní samlokuna. Mjög góð samloka, góð í magann. Gott með engifer og epli til dæmis. 15


Ég valdi listasögu 103 sem valáfanga fyrir yfirstandandi önn. Valið byggðist á áhugasviði, notagildi, hvað vinir mínir völdu og utanlandsferð. Ég hélt að ég myndi sækja frekar þurrar kennslustundir um sæmilega áhugavert efni en færi síðan í kæruleysislega utanlandsferð með félögunum. En áfanginn og þá sérstaklega kennarinn, Árni Hermannsson, hafa gefið mér annað og miklu meira. Árni er einstakur. Fas hans og hljóðin sem hann á til að gefa frá sér mun flestum þykja að einhverju leyti sérstök. Hræðslan við geislan frá myndvarpanum og viðmótið gagnvart skólanum og nemendum almennt ásamt öðrum þáttum, málar upp mynd af skemmtilegum og áhugaverðum kennara sem er ekki eins og kennarar eru flestir. Árna hefur áreynslulaust tekist að breyta mér sem manneskju. Honum hefur tekist að breyta viðhorfi mínu og auka áhuga á listum hvers konar, hann hefur breytt því hvernig ég haga utanlandsferðum mínum til frambúðar, hann hefur komið mér í skilning um mikilfengleika, eðli og mikilvægi fortíðar okkar ásamt fjölda annarra atriða. Það var helst í Ítalíuferðinni sem listasöguáfanginn fór sem Árni náði til mín. Í kennslustundunum hafði ég tekið eftir gríðarlegri vitneskju og fróðleiksfýsni gagnvart listum og öðru. Þar var Árni í kennarahlutverkinu og náði með listilegum

tilburðum sem virðast samt einungis vera hluti af hans karakter að fanga áhuga minn á efninu og öðru tengdu því. En á Ítalíu fengum við að kynnast öðrum Árna. Alvöru Árna, lausan við kennarahlutverkið og sá var ekki síðri. Áhugi hans og umhyggja fyrir listunum og okkur smitaði út frá sér og breytti, eins og áður segir, mér sem einstakling. Árna tókst, án þess að reyna, að skapa hjá mér væntumþykju fyrir honum sem persónu. Árni kemur ekkert öðruvísi fram við einstaka nemendur, hann virðist ekki reyna að fá okkur til þess að líka við sig og það er kannski lykillinn. Einlægur persónuleiki hans fær að njóta sín, ekkert er sett upp, áhugi hans á viðfangsefninu og almenn manngæska skín í gegn. Mér skilst að leiðir Árna og Verzlunarskólans fari að skiljast bráðlega og vil ég þakka honum fyrir þann tíma sem ég hef fengið að njóta nærveru hans.

D a r r i Frey r At l a s o n | 6 - D 16


STRESS FYRIR PRÓFIN TRESS STRESS FYRIR FYRIR PRÓFIN? PRÓFIN?

Verzló ur V ur ur Verzló nemend nemend nemend fyrir fyrir fyrir skeið skeið skeið narnám narnám narnám upprifju upprifju upprifju heldur esheldur es úles heldur Herkúl Herkúl

4 4 4 , , , 0 0 0 ) ) ) v v v cos( ccooss( ( ∫ x∫∙lxn ∙xl))n ∙ln (∫ 3 (x3x d d( xx3x)dx 3

1

1

1

K - -21m KK - -21vmv -v-21m 2

3

3

2

2

...mig vantar ...mig...mig vantar vantar hjálp hjálp hjálp

ÁRANGURINN MEÐ HERKÚLE ÆTTU BÆTTU ÁRANGURINN BÆTTU ÁRANGURINN MEÐ MEÐ HERKÚLESI HERKÚLESI

Skráning á www.herkules.is ráning Skráning á www.herkules.is á www.herkules.is

Upprifjunarnámskeið Upprifjunarnámskeið

Upprifjunar


FEMÍNISMI K r i s t í n H ild u r | 6 - T

H

„Hugtakið femínismi er oft misskilið orð”

ugtakið femínismi er oft misskilið orð, það hefur í hugum margra þróast í neikvæða átt og fengið allt aðra merkingu en það hafði í fyrstu. Femínismi er skilgreindur sem sú stefna að konur og karlar skuli hafa jafnan rétt m.a. til náms, starfa og launa ásamt því að hefðbundin kvennastörf skulu metin til jafns við önnur störf. Ég hef það á tilfinningunni að hugtakið fái oft neikvæða umfjöllun vegna vanþekkingar á orðinu og umræðan verði oft öfgakennd vegna þess. Umræðan er oft þannig að fólk eigi að vera algjörlega með eða á móti hugmyndafræðinni um femínisma en ekkert þar á milli. Nordic Youth Study er könnun sem var gerð árið 2010 á öllum Norðurlöndunum. Þátttakendur voru alls 14.000 og voru fæddir á árunum 1991-1994. Ein spurning könnunarinnar var um það hvort konur og karlar ættu að hafa sömu réttindi m.a. til náms, starfa og launa. Rúmlega 90% af þeim sem svöruðu voru mjög sammála því að karlar og konur ættu að hafa sömu réttindi. Það sem kom mér mest á óvart var að einungis 60% færeyskra drengja fannst að karlar og konur ættu að hafa sömu réttindi. Það sýnir hversu mislangt þjóðir eru komnar í umræðu um jafnréttismál. Ræða Sigríðar Maríu Egilsdóttur, fyrrverandi Verzlings, á ráðstefnu BBC um framtíðarmarkmið kvenna var afar athyglisverð. Fyrir ekki svo mörgum árum hefði 19 ára stúlka líklega aldrei staðið frammi fyrir 100 konum í beinni á BBC og talað um þetta

málefni. Hún er gott dæmi um fyrirmynd sem ekki var sýnileg áður fyrr, það er að segja sú fyrirmynd sem setur konuna í samhengi við menntun og aðstöðu í ólíkum samfélögum. Sjálfri finnst mér mjög áhugavert að lesa viðtöl við konur sem náð hafa langt í því sem þær taka sér fyrir hendur. Gott dæmi um þetta er hin óviðjafnanlega Malala Yousafzai frá Pakistan. Hún er fædd árið 1997 og hefur sennilega náð að afreka meira en nokkur annar á hennar aldri í jafnréttismálum. Fyrir þá sem ekki hafa náð að kynna sér störf þessarar ungu stúlku þá hefur hún vakið heimsathygli fyrir pistla sem hún ritar á vef breska ríkisútvarpsins BBC um grimmdarverk Talíbana í heimabyggð hennar, Swat-dalnum í Pakistan. Þessi grein gæti fjallað eingöngu um þessa hugrökku og duglegu stúlku en nú þegar er komin út ævisaga hennar sem heitir ,,Ég er Malala”. Malala var skotin í höfuðið 9. október 2012 af Talíbönum fyrir baráttu sína fyrir kvenréttindum og munaði litlu að hún léti lífið. Sem betur fer er hún á góðum batavegi, því þessi unga stúlka hefur nú þegar haft ótrúleg áhrif á jafnréttismál í heiminum og þá sérstaklega í löndum sem eru stutt komin í jafnréttindum. Aldrei hafa jafnmargar stúlkur í heimabyggð hennar í Swatdalnum verið í skóla eins og í dag. Hvenær jafnrétti verður fullnáð í heiminum er stór spurning en það er hægt að segja að framfarirnar sem náðst hafa á nokkrum árum séu hægfara en þó í rétta átt.

Femínistafélag NFVÍ 2013-2014

Femínistafélag NFVÍ var stofnað í fyrra. Hingað til hefur það aðallega byggst á Facebook-hópnum. Sú síða vakti mikla athygli meðal nemenda þegar hún var stofnuð og orðið fór fljótt að berast á milli ganga. Nemendur tóku mikið þátt í umræðum og urðu opnari fyrir hugtakinu „femínisti”. Þrátt fyrir þetta gerði V79 könnun og þar kom í ljós að aðeins 26% Verzlinga töldu sig vera femínista. WHAT. 53,4% svöruðu nei en 20,5% voru hlutlaus. Þessi síða er einmitt til þess gerð að sýna fólki hvað það í raun er að vera femínisti og vekja jákvæða umræðu og hugsun um femínisma. Femínistafélag Verzló ætti hins vegar að vera eitthvað meira en bara Facebook-hópur og er það eitthvað sem þarf að virkja betur. Viljum við ekki breyta þessum 26% í einhverja miklu betri og virðulegri tölu? Vilt þú hjálpa mér?

18


VERZLÓ Í 5 ORÐUM Árni Beinteinn

Eydís Blöndal

Verzlingar eiga það til að vera svolítið á milli tannanna. Við fengum átta nemendur úr átta mismunandi skólum til þess að lýsa Verzlingum í 5 orðum. Þið þurfið samt ekki að hafa neinar áhyggjur, þau tala rosalega fallega um okkur.

Glódís Perla

Guðmundur Oddur

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Hamrahlíð

Kvennaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn á Akureyri

Ótrúlega metnaðarfullir, ungir, graðir og ríkir.

Fjórðungur nýnema ekki jafnréttissinni, whatsup?

Virðulegir, efnaðir, rausnarlegir, smekklegir og ótrúlega fallegir.

Vel klæddir, ríkir, þyrstir, fágaðir og fullkomnir.

Helga Guðrún

Katrín Ósk Flensborg

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ

Menntaskólinn við Sund

Snobbaðir, fassjón, tanaðir, félagslyndir og ýktir.

Metnaðargjarnir, sigurvegarar, dáðir, þjóðflokkur og snobbaðir.

Pabbastelpur, marmaramafían, plebbar, alkóhólistar, fagmenn.

Mikilmennskubrjálæði, glimmer, converse skór, áfengisþurrð og klárar stelpur.

Menntaskólinn í Kópavogi

Magnús Bjarki

Rögnvaldur


Við þekkjum engan sem elskar ekki að skoða fermingarmyndir. Fermingarmyndir hafa upp á svo margt að bjóða. Viftan er oftast á sínum stað en ef ekki þá kemur reykvélin líka sterk inn. Hárgreiðslurnar eru töff, margir komnir með spangir og tískan hefur engin takmörk. Við vorum svo heppin að fá nokkra frábæra Verzlingar til að deila með okkur sínum gullmolum. Njótið vel.

20

Unnur Aðalheiður halldórsdóttir

Ásta björk gunnarsdóttir

Edda björg snorradóttir

„Jæja Unnur hérna er slökkviliðstækið! Notaðu það nú vel, það er samt örlítið þungt.“

Þessi mynd hefur allt það sem góð fermingarmynd hefur upp á að bjóða. Skórnir, hvítar stuttar leggins, blómaspöng, pósan, spangirnar og svo margt, margt fleira.

Sparigreiðslan við hversdagsoutfitið, pósan góð og síðan eru það Kawasaki skónir sem setja punktinn yfir i-ið.

Arna kristín andrésdóttir

Davíð örn atlason

Unnur aðalheiður HAlldórsdóttir

Viftan var sett í botn og hún beðin um að brosa út að eyrum svo spangirnar sjáist sem best. Hrikalega krúttleg samt sem áður.

Hér hefur ekkert verið sparað í reykvélinni. Pósan er rosaleg, leggirnir fá að njóta sín og síðan er alltaf klassískt að vera í íþróttagallanum.

„Unnur hérna eru sólgleraugu, vertu ógeðslega töff.“


„Hvað var ég að spá?”

twitter

Lára hallgrímsdóttir

Þessi er rosa góð. Getum þó ekki gert upp á milli hvort sé betra, skórnir eða kjóllinn.

Elma Rut Valtýsdóttir

„Just casually looking forward into the future of hope.”

Followið okkur á twitter @viljinn

21


SUGARDADDY

COOKIN’ CHRISTMAS EDITION

22


KÆRU LESENDUR

Nú leikur lífið aldeilis við ykkur. Sugardaddy er í jólaskapi og ætlar ekki að bjóða upp á eina heldur TVÆR munnvatnsfreyðandi uppskriftir. Sömu grunnhráefni, TVÆR mismundandi uppskriftir!!! Við hefjum leik með þessum standard hráefnum sem allir þekkja, sykurpúðar, karamellusósa, piparkökur og M&M Peanut Butter.

FYRRI UPPSKRIFT

Við byrjum svo framleiðslu með því að leggja piparköku varlega á platta og drulla slatta af karamellusósu á hana. Svo holum við sykurpúðann með einhverju nærliggjandi. Tökum M&M-ið sem við erum kannski búin að bræða aðeins og sprautum því inn í sykurpúðann, gott er að nota hornrifin plastpoka. Þetta er svona temmilegt dass af M&M mykju. Eftir það flamberum við sykurpúðann svo hann verði hæfilega tanaður. Drullum svo karamellusósu á aðra piparköku og þrýstum henni niður á púðann. Setjum svo karamellusósu og eitthvað á toppinn til skreytingar.

SEINNI UPPSKRIFT Gleðileg jól og skemmdar tennur Nú tökum við piparköku og smyrjum dassi af karamellusósu á hana. Í þetta skipti sleppum við okkur og bitum sykurpúðann niður og röðum fallega á karamelluna. Sprautum 2-3 dössum af M&M mykju á þetta og grípum svo í eldbyssuna. Tönum þetta. Svo bara mella á hina kökuna og loka, dass af hinu og þessu ofan á.

SINCERELY,

YOUR SUGARDADDY


Jakki: VERO MODA Hálsmen: VERO MODA Bolur: VERO MODA Taska: VILA Buxur: VILA Jakki: SELECTED Peysa: SELECTED Buxur: Jack & Jones

Trefill: VERO MODA Bolur: VILA Jakki: VERO MODA Buxur: VERO MODA

Módel Birna Borg Gunnarsdóttir Darri Sigþórsson Eva Björg Bjarnadóttir Sindri Scheving

Jakki: SELECTED Peysa: SELECTED Buxur: Jack & Jones


Skyrta: SELECTED Buxur: Jack & Jones

Jakki: VERO MODA Bolur: VILA Buxur: VILA


Skyrta: SELECTED Buxur: JACK & JONES Peysa: VILA Bolur: VERO MODA Hรกlsmen: VILA Buxur: VILA


Bolur: VILA Hlýrabolur: VILA Pils: VERO MODA

Slaufa: SELECTED Jakki: SELECTED Skyrta: SELECTED Buxur: JACK & JONES

Slaufa: SELECTED Peysa: SELECTED Skyrta: SELECTED Buxur: JACK & JONES

Skyrta: VILA Hálsmen: VILA Pils: VILA


Kæru Verzlingar nær og fjær. Viljinn hefur ákveðið að létta ykkur lífið með því að segja ykkur nákvæmlega hvað þið þurfið í hina fullkomnu jóla- OG áramótaförðun. Hér segjum við ykkur hvað þið þurfið til þess að gera hinar fullkomnu rauðu jólavarir og hvernig þú getur sett á þig glimmer um áramótin án þess að líta út eins og jólakúla. Tip: notið Mixing Liquidið í Cake Eyelinerinn til að fá hann vatnsheldan.

1. 2. 3. 4. 5. 6. 7.

28

Tip: notið hyljara eða meik til þess að leiðrétta varirnar ef eitthvað fór út fyrir.

Byrja á að prime-a augun. Það er algjört must svo allt haldist á og litirnir verði eins fallegir og þeir geta. Set augnskuggann Smog í crease-ið og undir augun og dekki svo með Ghetto. Dýfi burstanum í Mixing Liquid sem ég nota til að bleyta upp í eyedustinu Morning Breeze sem er gyllt og fallegt og set það yfir allt augnlokið. Næst set ég augnskuggann Muffin og eyedustið Angel í augnkrókinn. Passa að blanda vel. Set dökkbrúna eyelinerinn Seduced By The Dark í vatnslínuna og í rót augnháranna. Blanda því út með Ghetto. Set brúnan Cake Eyeliner á og vængja hann út í þunnri línu. Bretti augnhárin, set á maskara og svartan eyeliner í rót efri augnhára. Næst set ég Studio Foundation á og móta augabrúnirnar með augabrúnablýant, Smog og hyljara. Skyggi með Wonder Powder Gobi og nota púðrið Chocolate til þess að fá ennþá meiri dýpt. Set kinnalitinn Frozen Daquiri á kinnarnar, blanda því í skygginguna og highligt-a með Wonder Powder Sahara. Að lokum nota ég rauða varablýantinn Russian til þess að outline-a varirnar og blanda því inn að miðju varanna. Næst set ég varalitinn Pout yfir allt sem er ótrúlega flottur rauður litur. Til þess að toppa þetta set ég svo glossinn Cleo sem er rauður með smá sanseringu. Fullkomið jólacombo!


Undirbúningur húðarinnar:

Ég undirbý húð stelpnanna með Hydra Serum og Vitamin Day Primer, geri síðan augun og enda á húðnni. Hydra Serumið er rakagefandi og gerir húðina silkimjúka. Vitamin Day Primerinn nærir líka húðina og virkar einnig sem primer. Ég set farðann á eftir að ég hef klárað augun en það eru margir sem gera það akkúrat öfugt. Ég hef vanið mig á að gera þetta svona og finnst það þægilegra. Svona fær kremið og primerinn líka tíma til þess að smjúga inn í húðina. Einnig ef það hrynur niður finnst mér betra að geta tekið það af án þess að vera að rústa þeirri vinnu sem ég hef lagt í farðann og mótunina á andlitinu.

Tip: dúmpið límbandi yfir glimmerið til þess að taka það auðveldlega og án óþæginda af.

1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8.

Tip: Það mikilvægasta í förðun er að blanda vel. Sama hvað það er. Ef það eru skil einhversstaðar er það ekki fallegt. Blend, blend, blend away!

Byrja á að prime-a augun. Það er algjört must svo allt haldist á og litirnir verði eins fallegir og þeir geta. Set augnskuggann Smog í crease-ið og undir augun, dekki svo með Krakaw og líka undir. Set sanseraða dökkfjólubláa augnskuggann Diva yfir allt augnlokið. Passa að blanda vel. Set svarta eyelinerinn Darkest Shadow í vatnslínuna og í rót augnháranna. Blanda því út með Krakaw og svarta augnskugganum Pollution. Set eyedustið Angel í augnkrókinn. Set svartan Cake Eyeliner á og vængja hann út í þunnri línu. Nú er komið að glimmerinu! Tek glimmerið Scorpio og Mixing Liquid svo glimmerið haldist á og set það yfir augnlokið. Bretti svo augnhárin og set á maskara. Næst set ég Studio Foundation á og móta augabrúnirnar með augabrúnablýant, Smog, Ghetto og hyljara. Skyggi með Wonder Powder Gobi og nota púðrið Chocolate til þess að fá ennþá meiri dýpt. Set tvo kinnaliti á hana til að fá meiri vídd. Fyrst set ég ljósan sanseraðan kampavínslitaðan kinnalit, Passion, síðan pínu af Must Have til að fá bleikt í kinnarnar. Blanda þessu í skygginguna og highligt-a með Wonder Powder Sahara. Að lokum nota ég tvo varaliti og tvo glossa til að fá þessar varir. Það má samt alveg líka nota glæran gloss en mér fannst þetta koma betur út. Fyrst outline-a ég varirnar með djúpum fjólulituðum varablýant, Russian Bordeaux, og set svo Hot Pink í miðjuna og blanda þessu saman. Til þess að toppa þetta tók ég svo fjólulitaða glossinn Blue Bell og setti hann á ytri hluta varanna og síðan bleika glossinn Peony inn í miðjuna. Lykillinn að ombre vörum eins og þessum er að blanda, blanda og blanda rosa vel!

Förðun: Hjördís Ásta @iamhjordis


VERSTA LIÐ

LIverpool FRÁ 2000 Sem stuðningsmaður hins fornfræga félags Liverpool hefur maður fengið að upplifa sinn skerf af vonbrigðum, lélegum leikmönnum og furðulegum leikmannakaupum. Það virðist gerast nánast undantekningarlaust, á hverju ári, að leikmaður sé keyptur í Liverpool sem á að vera einhver rísandi stjarna eða góður leikmaður en síðan er eins og Liverpool búningurinn sé þveginn upp úr Ultra Tide Stong Extra Plus þvottaefninu sem virðist ekki bara halda blettunum í burtu heldur hæfileikunum líka. Auðvitað kemur það sömuleiðis fyrir, eins og þekkist, að stjórar félagsins kaupa leikmenn sem geta ekki verið annað en gott, stórt grín, Paul Konchesky?

Hér verður Liverpool liði stillt upp sem samanstendur af verstu leikmönnunum sem hafa leikið fyrir hönd félagsins frá árinu 2000. Njótið.

Charles Itandje Abel Xavier Antonio Nunez

30

Frode Kippe

Gabriel Paletta

Paul Konchesky

Christian Poulsen

Salif Diao

Stewart Downing

Haukur Ingi Guðnason

El-Hadji Diouf


Charles Itandje

Abel Xavier

Frode Kippe

Gabriel Paletta

Paul Konchesky

Antonio Nunez

Christian Poulsen

Salif Diao

STEWART DOWNING

Haukur Ingi Guðnason

El-Hadji Diouf

Hann skeit verulega á sig á minningarathöfn Hilsborough slyssins 2009 með því að láta eins og fáviti á meðan athöfninni stóð. Spilaði ekki leik eftir það og ekki var eftirsjáin mikil.

Annar Argentínumaðurinn til þess að spila fyrir Liverpool, hinn var Pellegrino. Paletta var ætlað að verða framtíðarstoð í vörninni en var seldur aftur heim eftir eitt tímabil. Hann spilaði 3 leiki.

Keyptur á 6 milljónir punda frá Juventus, lofaði góðu en var alveg ógeðslega lélegur. Var eitt tímabil hjá félaginu og spilaði 12 leiki. Það gera 96,620,000 íslenskar krónur á leik. Var seldur til Evian eftir tímabilið sem er víst eitthvað lið í Frakklandi.

Fenginn til liðsins 1997 og frá Keflavík. Haukur var 19 ára og átti að verða framtíðarleikmaður. Hann var 3 tímabil hjá félaginu, spilaði ekki einn leik og var gefinn aftur til Keflavíkur. Önnur lið sem Haukur Ingi hefur spilað með eru: Grindavík, Fylkir og eitt tímabil hjá KR á láni, þar sem honum tókst ekki að skora mark.

Dæmi um þessi klassísku djók-kaup stjóra Liverpool. Portúgalskur trúður með aflitað hár. Keyptur frá Everton, spilaði 14 leiki og gat ekki rassgat. Abel er víst múslimi núna og ber nafnið Faisal.

Voddafokk Hodgson? Konchesky var eitt tímabil hjá liðinu. Kenny Daglish lánaði hann svo til Nottingham Forest í Campionship deildinni. í þeirri deild hefur hann verið síðan.

Annar tveggja Senegala á þessum lista sem Houlier ákvað að kaupa í kringum heimsmeistarakeppnina 2002. Salif Diao tókst á ótrúlegan hátt að eyða 5 árum á samningi hja Liverpool. Reyndar var hann í útláni hjá Birmingham, Portsmouth og Stoke þrjú af þessum árum. Klaufa- og klunnalegur gæji sem gat ekkert en átti að verða næsti Viera.

Byrjaði stórkostlega með tveimur mörkum í sínum fyrsta leik, í hinum 79 leikjunum sem hann spilaði skoraði hann 4. Keyptur á 10 milljónir punda af Houlier eftir vasklega framgöngu á HM 2002. Því má segja að hvert mark sem Senegalski framherjinn skoraði hafi kostað 322,066,666 íslenskar krónur. Hrækjandi vandræðagemsi með ljótar klippingar og litla fótboltahæfileika.

Norskur frændi okkar, keyptur frá Lillestrom 1998. Var hjá Liverpool í 4 tímabil, þar af tvö á láni hjá Stoke. Honum tókst ekki að leika með aðalliðinu.

Ein mesta hulsa sem leikið hefur í Liverpool búning. Kom frá Real Madrid í Owen skiptunum. Var seldur aftur til Spánar eftir 18 leiki á sínu eina tímabili með liðinu.

Keyptur á u.þ.b. 20 milljónir punda. Endaði fyrsta tímabilið sitt í úrvalsdeildinni með 0 mörk og 0 stoðsendingar í þeirri keppni, merkilega lélegur árangur. Hann gat sér helst til frægðar hjá Liverpool að verða fyrsti leikmaðurinn í 7 ár til þess að klúðra 3 vítum í röð í úrvalsdeildinni.


«78

BITASTÆÐASTA

HLUTVERK

KEVIN BACON SÍÐAN FOOTLOOSE Verð með frönskum......1.425 kr.

Bíldshöfða | Dalshrauni | Nýbýlavegi | Skipholti | Tryggvagötu



KALEO HLJÓMSVEIT FRÁ MOSFELLSBÆ

Hljómsveitin Kaleo steig fyrst á stokk á Iceland Airwaves árið 2012. Þar spiluðu þeir á tveimur off venue tónleikum við góðar undirtektir. Í hljómsveitinni eru fjórir strákar úr Mosfellsbænum og heita þeir Jökull Júlíusson sem er söngvari hljómsveitarinnar, Davíð Antonsson sem spilar á trommur, Daníel Ægir Kristjánsson bassaleikari og Rubin Pollock sem spilar á gítar. Þeir tóku lagið Vor í Vaglaskógi sem Vilhjálmur Vilhjálmsson söng upprunalega og gerðu það að sínu og hefur það lag ekki farið fram hjá neinum. Við þökkum þeim kærlega fyrir að gefa sér tíma til að svara spurningunum okkar. Hvenær tókuð þið fyrst saman og hvenær Hver mynduð þið segja að hafi “uppgötvað” Hvað stendur upp úr á ferlinum ykkar? fóruð þið að semja tónlist fyrir alvöru? ykkur? Það var mjög gaman að fá að spila Jökull, Danni og Davíð hafa verið að spila saman frá því í grunnskóla. Við höfum alltaf samið mikið af tónlist en fókusinn á að spila frumsamið efni varð fyrst til með Kaleo.

Við fengum fyrst einhverja alvöru athygli eftir að við spiluðum Vor í Vaglaskógi í þættinum „Skúrinn” á Rás 2. Þeir settu það á Youtube og þá fórum við að fá miklu meiri eftirtekt.

Hvernig kom nafnið Kaleo til?

Komu viðtökurnar sem þið hafið fengið upp á síðkastið ykkur á óvart?

Davíð kom með hugmyndina að nafninu. Það þýðir “the sound” eða “hljóðið” á hawaiísku.

Hvernig mynduð þið lýsa tónlistinni ykkar? Rock ‘n’ Roll, og allt þar á milli.

Hverjar eru ykkar helstu fyrirmyndir í tónlistarbransanum?

Já ekki spurning. Hlutirnir eru búnir að gerast mjög hratt á skömmum tíma. Við erum mjög þakklátir fyrir stuðninginn sem við höfum fengið hingað til og einnig gaman að sjá hvað tónlistin sem við erum að spila virðist ná til breiðs aldurshóps.

Þær eru óteljandi. Við erum mest undir áhrifum frá sjötta, sjöunda og áttunda áratugnum en við sækjum innblástur úr öllum áttum. Ef við þyrftum að nefna einhver nöfn þá koma fljótt upp í hugann: Led Zeppelin, The Beatles, Little Richard, Ray Charles, The Who, Jimi Hendrix ofl

Hvernig kom það til að þið settuð Vor í Vaglaskóg í ykkar útfærslu?

Að sjálfsögðu, textarnir geta aftur á móti verið jafn misjafnir og lögin eru frábrugðin.

að fá tækifæri til að spila á mjög skemmtilegum tónleikum og hátíðum á stuttum tíma undanfarna mánuði og vorum að klára okkar fyrstu breiðskífu sem kemur út í nóvember.

Jökull gerði það upphaflega í ‘finger picking’ stíl á kassagítar og það var bara svo vel tekið í það að við ákváðum að taka það upp og útsetja það með selló og öllu saman.

Hvernig mynduð þið lýsa ferð ykkar frá Pælið þið mikið í textum, bæði hjá ykkur og upphafi til dagsins í dag? öðrum tónlistarmönnum? Ferðin er vonandi rétt að byrja. Við erum búnir

34

á menningarnótt fyrir framan svona mikinn fjölda. Ætli það standi ekki upp úr hingað til.

Hvert stefnið þið og hvar sjáið þið fyrir ykkur að þið verðið eftir 5 ár? Við stefnum á að halda áfram að spila og gefa út tónlist. Eftir fimm ár erum við vonandi komnir ennþá lengra og farnir að spila á stærri viðburðum.

Hvaða ráð mynduð þið gefa þeim sem langar að koma sér á framfæri? Að nýta hvert tækifæri til að koma fram. Ef þú býrð yfir góðu efni þá mun það koma upp á yfirborðið á endanum.

Hvernig mynduð þið lýsa plötunni ykkar sem kemur út fyrir jól í þremur orðum? Dýnamísk, fjölbreytt, kraftmikil.


GANGATÍSKA

Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson | 6-H Skór Buxur Peysa Lokaorð

Nike í Rússlandi ZARA ZARA life is like dancing you gotta’ work your way trough it.

Ólafur Alexander Ólafsson | 6-A Skór Buxur Úlpa Peysa Bolir Derhúfa

Nike Roshe Nudie jeans 66°Norður H&M Rascal/KR3W KR3W

Anna Sigríður Bergmann | 5-F Skór Buxur Peysa Lokaorð

Footlocker TopShop Monki NastyGal

Þórunn Salka Pétursdóttir | 5-D Skór Buxur Peysa Bolur Lokaorð

Nike Roshe HM HM Topman Vælið verður eitt hellað dæmi!

Gísli Ólafsson | 6-H Skór Converse Buxur Cheap Monday Peysa Zara Lokaorð Mér er ekki sama í hverju ég er, ég pæli alveg í því hvort eitthvað passi saman eða ekki.

Andrés Gísli Ásgeirsson | 6-F Skór Buxur Jakki Bolur Stíllinn

Nike Air Max Top Man HM River Island Ég kaupi mér bara flíkur sem mér finnst sjálfum flottar en fylgi ekki neinum ákveðnum tísku ‘’trendum’’ (nema auðvitað það sem Viljinn setur í heitt)


FATASKÁPUR

Helgu Kristínar

Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum?

Stíllinn minn á það til að breytast frá degi til dags. Myndi samt segja að hann væri frekar blandaður. Hef virkilega gaman af því að púsla saman allskonar fötum. Annars fer fataval dagsins svolítið eftir skapinu líka.

Hvað finnst þér skemmtilegast að kaupa?

Ég er mjög veik fyrir skóm svo það fer pottþétt á listann yfir skemmtilegustu kaupin.

Hvar verslar þú helst?

Ég versla aðallega í útlöndum og þá einna helst í London. Ég panta mér stöku sinnum föt frá Asos og læt senda heim. Annars eru búðir eins og Urban Outfitters, Topshop, Primark og H&M í uppáhaldi. Hér heima er það síðan Zara og Spúútnik.

Louis Vuitton veskið: Ég held mjög mikið upp á þessa tösku þar sem hún var fyrsta LV taskan hennar mömmu. Hún er öðruvísi en þessar týpísku LV töskur og að mínu mati gerir það hana enn flottari. Skyrtan: Þessi skyrta hefur komið sér vel síðustu ár, ég keypti hana í Cotton On, sem er uppáhalds búðin mín í Hong Kong. Hún passar við allt og gerir lookið svona meira „fancy“. Jakkinn: Þennan keypti ég fyrr í vetur í Topshop. Hann er mjög einfaldur í sniðinu en samt mjög töff líka. Úrið: G-shock úr eru mín uppáhalds og mig langar alltaf í fleiri. Þetta úr er frekar gamalt og keypti í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum. Finnst það passa við allt. Vans skórnir: Keypti þá nýverið í Flórída, fannst liturinn svo skemmtilega öðruvísi. Gallabuxurnar: Keyptar í miklu flýti í Sautján. Fer sjaldan þar inn en ég kom við og sá þær, fannst þær frekar kúl. 36

Nafn: Helga Kristín Ólafsdóttir Bekkur: 5-F Braut: Viðskiptabraut-Viðskiptasvið

Leðurbuxurnar: Keypti þessar í Urban Outfitters, þær passa einhvern veginn við allt og eru líka ótrúlega þægilegar í sniðinu. Bókað uppáhalds buxurnar mínar þessa dagana. Hlýrabolurinn: Þessi er keyptur í Urban Outfitters. Ég kolféll fyrir honum þegar ég sá hann og gat bara ekki annað en látið það eftir mér. Kjólinn: Elska svona kjólasnið og kaupi mikið í þessum stíl. Keypti þennan á útsölu í Forever21 í Flórída. Hef reyndar ekki enn haft tækifæri til að nota hann en það gerist örugglega bráðum. Michael Kors veskið: Þetta veski er í alltof miklu uppáhaldi. Ég fer ekki út úr húsi án þess að vera með það. Peningar, kortið, síminn og lyklarnir, allt á einum stað, svo er það líka alveg smá töff. Af hverju þessi þrjú dress? Ég reyndi bara að finna dress út frá hlutunum sem ég nota mest og þetta var útkoman. Ég klæði mig oftast svona simple og fer í raun bara í eitthvað sem mér dettur í hug. Alls ekkert útpælt. Bara það sem mér finnst töff hverju sinni. Einhver lokaorð? Dress well or die trying.



Föndurgaukur Auðvelt jólaföndur

“Föndur is my greatest weapon”

Kæru föndrarar, jólin eru að ganga í garð með tilheyrandi stressi og hatri, þó jólin eigi að vera tími kærleiks og ljósa þá leynist alltaf hinn svarti sauður í jólaundirbúninginum, jólagjafainnkaupin. Hatið þið ekki þegar það er korter í aðfangadag, búin að eyða öllum peningunum í innanlandsferðir og ódýra Nokia síma og eigið eftir að kaupa jólagjafirnar? Þið duttuð nú aldeilis í góðgætisdósina því hér fyrir neðan er hugmynd að ódýrustu og einföldustu jólagjöfinni! Mömmur og ömmur elska að fá eitthvað föndrað í jólagjöf, þess vegna er tilvalið að dusta rykið af gömlu límbyssunni og föndra eitt stykki jólastjörnu.

4.

Efni: 1. Límbyssa 2. Íspinnar 3. Málning (akrýl glans) 4. Pensill (helst 8mm cybermock) 5. Glimmer og stöff (Valfrjálst)

1.

2.

Uppskrift: 1. Límið sex íspinna í stjörnu 2. Límið tvo íspinna á hvern arm 3. límið fleiri íspinna þar til þeir mynda stjörnu 4. Límið tvo íspinna við endann á hverjum arm 5. Málið heila klabbið í fallegum lit

3.

5.


NÝJA ÍSLAND Í sumar var ég stödd í skrúðgöngu þar sem ég fékk mynd af mér með fjallkonunni og spilaði Öxar við ána á Gabríelshorn með íslenska fánann í hendinni. Það þekktu hins vegar ekki allir hið gamla ættjarðarlag og nokkrir spurðu mig hvort um íslenska þjóðsönginn væri að ræða. Ég leiðrétti þann misskilning og óskaði fólkinu ,,gleðilegan Íslendingadag“ en það hrósaði mér fyrir vel heppnaðan framburð.

H uld a Lilj a | 6 - X Ég fór á Íslendingaslóðir í Kanada en ég fór þangað í mánaðarferð í sumar með prógrami sem kallast Snorri West. Í ár vorum við fjórar stelpur sem vorum valdar í verkefnið. Við ferðuðumst þvert yfir slétturnar í miðju Kanada og rétt kíktum yfir landamærin til North Dakota. Við gistum hjá 6 mismunandi fjölskyldum sem flestar áttu hund eða kött ef ekki bæði. Það var ekkert smá vel tekið á móti okkur, við vorum eins og týndi sonurinn sem snéri aftur. Endalausar grillveislur, boð í Íslendingaklúbbunum og kynni við fólk af íslenskum uppruna var daglegt brauð. Má þar nefna sendiherra, konsúla, ráðherra og formenn. Undir lok ferðarinnar vorum við orðnar ansi sjóaðar í ,,small talk“ við nýtt fólk og búnar að heyra sömu sögurnar frá hverri annarri svo oft að við gátum klárað setningarnar fyrir hverja aðra. Í byrjun ferðarinnar fórum við á kúrekahátíð en það var svolítið eins og öskudagur þar sem allir ákveða að vera kúrekar. Fólk tók þessu mjög alvarlega og leit annar hver maður út fyrir að vera nýkominn af búgarðinum sínum. Okkur voru gefnir kúrekahattar til að falla inn í hópinn en svo óheppilega vildi til að þeir pössuðu ekkert í ferðatöskurnar svo við þurftum að ferðast með þá á okkur í þau 6 skipti sem við skiptum um fjölskyldu. Við fórum á Rodeo þar sem fjöldinn allur af fólki mætti til að sjá m.a. unga krakka reyna að hoppa upp á villta ponyhesta og menn sitja villt naut. Þrefaldur húllahringsheimsmeistari vakti hins vegar mestan áhuga minn. Dagkráin var þétt og við vorum yfirleitt vel á eftir áætlun. Fólk var þó ekki mjög hissa á

okkur og talaði um að vera á íslenskum tíma sem er víst alltaf vel 10 mínútum seinna. Mætingaeinkunnin mín þessa önn liti aðeins betur út ef kennararnir í Versló væru jafn skilningsríkir. Dagarnir voru ekki nógu langir og í eitt skipti enduðum við á að hlaupa upp á fjall í niðamyrkri til að sjá einhvern foss sem endaði þannig að við heyrðum bara í honum. Ekki bætti úr skák að dýralífið þarna er aðeins stórbrotnara en kanínurnar í Öskjuhlíðinni. Við vissum yfirleitt aldrei hvað beið okkar en eitt skipti vorum við sóttar af ansi skrautlegum mæðgum. Við gerðum okkur grein fyrir því að okkar beið ekki stórborgarmenning en þær blótuðu og reyktu út í eitt. Það var raunin því í bænum bjuggu aðeins 42 manns, allir í eldri kantinum og við hittum allan bæinn á einu bretti í Pálínuboði í félagsheimilinu. Við fengum lambakjöt með berja- og myntusósu en það gerist ekki íslenskara samkvæmt kanadísku Íslendingunum. Það varð hins vegar mjög hneykslað þegar ég í fávísi minni þorði að minnast á að við borðuðum nú yfirleitt lambakjötið með rjómalagaðri sósu og brúnuðum kartöflum. Eins og alvöru túristar sáum við nokkur söfn og styttur. Sjaldan hefur verið jafn vel gert við íslenska túristann því á einu safninu fengum við bæklinginn í íslenskri þýðingu. Hópur þeirra sem talar íslensku þarna fer fækkandi en ég hitti þó nokkra eldri einstaklinga sem töluðu reiprennandi íslensku án nokkurs hreims, án þess þó að hafa stigið fæti á íslenska jörð. Það voru aðalega eldri konur og að hitta þær var eins og að eignast nokkrar nýjar ömmur hinum megin við Atlantshafið. Ég hitti einnig fólk sem var alfarið af íslenskum uppruna eða FBI (full blooded Icelander) og jafnvel með alíslensk nöfn, en kunni síðan ekkert í íslensku . Það tvennt sem við gerðum ansi mikið af var að hitta nýtt fólk og borða. Flest skiptin fór það tvennt saman. Við fengum alls konar mat og má þar nefna buffaló, hlynsýróp, perogies, pönnukökur, kleinur og vínartertu. Vínarterta er víst það allra íslenskasta samkvæmt

Kanadaíslendingunum. Það hafa verið miklar deilur um upprunalegu uppskriftina á þessari alíslensku eftirhermu á heimsfrægri köku sem er upprunnin frá Vín. Á þessum mánuði ferðaðist ég um 3 fylki í Kanada og eitt í Bandaríkjunum. Okkur brá öllum heldur mikið við að koma inn í Bandaríkin þar sem heilu mílurnar tóku við af kílómetrum af sléttlendi. Einn daginn fórum við í langa rútuferð. Hópurinn í rútunni var ansi skrautlegur en ég datt í klukkutíma spjall við konu eina sem elskaði höfrunga og var að fara að heimsækja móður sína sem var að byggja sér hús uppi á einhverju fjalli. Í bænum Gimli er Íslendingadagurinn haldinn hátíðlegur ár hvert með skrúðgöngu, víkingaþorpi og öðru viðeigandi. Í Gimli er m.a. að finna víkingastyttu, Reykjavík Bakery og veitingastaðinn Brennivins. Svo margir eiga ættir sínar að rekja til Íslands þarna að annað hvert andlit var kunnuglegt. Við kíktum á hafnaboltaleik og fengum í lok leiksins hafnarbolta sem leikmennirnir árituðu. Þar sem þeir stóðu og árituðu boltann fyrir mig missti ég út úr mér að við hefðum rétt svo í lok leiksins áttað okkur á hvernig þetta gengi allt fyrir sig. Það var fátt um svör. Einnig fengum við tækifæri til sigla á kayak, fara í adrenalíngarð, fara í matarsmökkun og að sigla. Við vorum tvær í ferðinni sem búum svo vel að spila á hljóðfæri. Við nýttum hvert tækifæri til að túra á ferð okkar um Kanada og var aðal giggið okkar jólaball hjá íslenskum sumarbúðum. Þá slóst meira að segja einn úr sumarbúðunum í lið með okkur og var þetta bara hið myndarlegasta band. Við spiluðum svo nokkur vel valin jólalög. Hinar stelpurnar stjórnuðu dansi í kringum borðið og leiddu sönginn, en hópurinn muldraði með, þar sem íslenskukunnáttan var ekki upp á sitt besta. Ég vissi mjög lítið hvað ég var að fara út í þegar ég skráði mig, en sé alls ekki eftir því. Þetta var ein skemmtilegasta ferð sem ég hef farið í og mun án efa kíkja aftur í heimsókn í náinni framtíð.

39


INSTAGRAM

#rave @gudrunoskk

24 likes

24 likes

@ylfaaa

40 likes

@gudbjorglara

32 likes

Ofur reivaðar píur! #6T #nfvi #rave #þaðerbaraeinnskolialandinu

Vinir á raveballi verzló #bjutifulppl #ákantinum #rave #nfvi

Bestu bekkjó í gær #raveballverzlo #nfvi #3b #pepp

svo gott ball #nfvi #RAVETILLTHEGRAVE #duckface

@egillp

@bjober95

@steinnarnar

@tryggwi

60 likes

78 likes

104 likes

62 likes

Það er Rave á okkur í kvöld! #nfvi #gusgus #rave #2easy #ífið#1skóliáLandinu

RAVEpepp #RAVEorDIE #costumepreview #raver #raversfantasy #nfvi #VÍPD

Úps, Ég RAVE bolinn minn :/ #Nfvi

Raveball verzló #nfvi #rave #scooter

@sylljoh

@almakarenk

@elvathora

@sunnevaran

12 likes

Ein rave-uð mynd frá RAVE balli #rave#gusgus#nfvi

40

@andristeinn1996

105 likes

RAVEPARTY #nfvi #rave

27 likes

Raveball Verzló #wow #pepp #nfvi

68 likes

Eg og Gus Gus


Módel

Unnur Elsa Reynisdóttir Marteinn Högni Elíasson Alice Kwakye Þorgeir Kristinn Blöndal Hrafnhildur Arna Nielssen Thelma Gunnarsdóttir

Ljósmyndun Myndvinnsla

Haukur Kristinsson

Hár

María Rós Gústavsdóttir

Förðun

Hjördís Ásta Guðmundsdóttir Með vörum frá:

VETUR








PIPAR\TBWA • SÍA • 133291

em ann rétt s þ u ld e v , KFC íð. ook-síðu b e c a nnið mált F u á ir t æ g Kíktu þú bestur og þér þykir

KJÓSA

FAXAFENI GRAFARHOLTI SUNDAGÖRÐUM HAFNARFIRÐI KÓPAVOGI MOSFELLSBÆ REYKJANESBÆ SELFOSSI

WWW.KFC.IS

facebook.com/kfc.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.