Viljinn 4.tbl. 2012

Page 1

Viljinn

4. tbl. 105 árgangur Nóvember 2012 N.F.V.Í.


Sorry, en þetta tölublað er svo stútfullt af spennandi greinum að ég ætla ekki að taka tíma af ykkur fimm sem lesið ritstjórapistilinn og leyfa ykkur að hefjast handa við lesturinn. Þannig ég hef þetta stutt. Ég bið ykkur samt að tóra örlítið með mér því ég þarf að koma þrem hlutum frá mér, bara þrem. 8. Nefndin mín er samansafn af mestu fagmönnum sem ég hef kynnst (nema Ída). Það eru ekki margir sem átta sig á því hversu fáránlega mikil vinna er bakvið eitt svona tölublað. Þau eru fólkið sem situr með mér klukkan 4 um nótt meðan ég skrifa þennan súra pistil daginn fyrir prentun. 73. Málefnalegt, metnaðarfullt og mökkað. Eða the three M’s eins og við Viljinn kjósum að kalla það. Lesið bara og sjáið. 109. Við fengum aðsenda eina einlægustu grein sem ég hef augum litið (sjá næstu síðu). Ég bið fólk um að staldra aðeins við og hugsa hversu mikið hugrekki þarf til þess að tala svona opinskátt og einlægt um einkalíf sitt. Greinin er til þess gerð að fá okkur til þess að líta í eigin barm og velta því fyrir okkur hvort það sé ekki eitthvað sem við viljum létta af okkur sjálf. Njótið lestursins, skemmtið ykkur á vælinu, farið á jólasýningu listó, rífið ykkur upp fyrir prófin og ekki falla.

2

dó as m Tó el ak R sd el rk Þo ís rd Þó

K

ja

St

rt

ei

nn an Ar ss na on r

ót

tir

R

Sv itstj an óri hi ld u

K R ris ag tí na n H rs ild dó u tti r r

tti

r

rG

ré t

a

K ris

tjá

ns

tti

r

K A atr nt ín on S sd tei ót nu tir nn

Íd

a

ls

tti

r

B Sv irg ei itt nb a jö Rú rn n sd ót

tir

Viljinn

Sérstakar Þakkir Kristófer Már Maronsson Markaðsnefnd Ingibjörg Ósk Jónsdóttir Árni Vaktmaður Aron Björn Bjarnason Ingi Ólafsson Þorkell Diego Þröstur Geir Árnason Snorri Björnsson Hjördís Ásta Guðmundsdóttir Kristín Þöll Sigurðardóttir Kara Magnúsdóttir Elísabeth Lind Matthíasdóttir Hrafnkell Ásgeirsson Saga Sigurðardóttir Anton Egilsson Freyja VIðarsdóttir

Bergdís Jóna Viðarsdóttir Brynja Bjarnadóttir Jenný Marín Kjartansdóttir Eva Örk Árnadóttir Arna Þorbjörg Halldórsdóttir Sóley Isabelle Heenen Félagsheimili Seltjarnarness Guðmundur Ari Sigurjónsson Listafélagið Kristín Guðmundsdóttir Guðrún Adda Björnsdóttir Baldvin Þormóðsson Oddur Ævar Gunnarsson Arnar Sveinn Geirsson Hrafnhildur Bjarnadóttir Heiðrún María Magnúsdóttir Amma Habbý

Útgefandi: N.F.V.Í Prentun: Prentmet Hönnun og umbrot: Rakel Tómasdóttir Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir Forsíðuteikning Rakel Tómasdóttir Ljósmyndir: Þórdís Þorkelsdóttir Rakel Tómasdóttir Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir Snorri Björnsson


4.tbl 2012

4 Tökum niður Grímuna 7 „Versta ákvörðun lífs míns“ 8 Heitt og Kalt 10 Um hvað snýst umræðan 12 Framtíðarþingið 14 Vel gert verzlingar 15 Ólýsanleg tilfinning

16 Myndaalbúm - #NFVí 18 Bakað með Beth 19 Eiga 6. bekkingar að hafa atkvæðisrétt? 19 Facebook Statusar 20 tónlist 21 Hiphopball

22 V.Í. Will Rock You 23 saga Sig 31 Viðburðadagatal 30 YOLO 31 Fyrsta Profile

24 NTC myndaþáttur 32 Af hverju er ríkisstjórnin á móti fassjón? 33 #busaball 36 Hvað finnst þér um Verzló? 39 Þú ert eins og allir

34 Valgreinaferðir

40 Dauðasyndirnar 7 3


Viljinn

Tökum niður Grímuna Grimmur heimur Við eyðum miklum hluta ævi okkar að uppgötva okkur sjálf. Við reynum að staðsetja okkur í samfélaginu, leitum að hópum sem við getum samlagast og finnum út daglega hver við erum. Hver manneskja er öðruvísi. Ein hlustar á rapp, hin á klassíska tónlist. Litlir hlutir greina okkur að en aðskilja okkur ekki. Svo eru það stóru hlutirnir sem aðskildu okkur mest fyrir nokkrum áratugum. Kyn, húðlitur, kynhneigð. Tímarnir breyttust og samfélagið breyttist. Konur fengu kosningarétt, svörtu fólki var ekki gert að sitja aftast í strætó og fólk gat elskað sama kynið án þess að verða elt uppi af ofsóknarmönnum. En það eru ekki öll dýrin vinir í Hálsaskógi. Ku Kux Klan eru til dæmis ekki fimm félagar sem halda fundi í kjallara hver hjá öðrum heldur stór og útbreidd samtök. Fyrir nokkrum árum voru tveir unglingar hengdir í Íran fyrir samkynhneigð sína. Heimurinn er grimmur og þrátt fyrir allar breytingar til hins góða eru enn mjög margir sem hugsa illa til þeirra sem eru ekki „venjulegir“. Tilfinningar til einstaklinga af sama kyni Ég vissi strax að ég væri öðruvísi þegar ég var yngri. Á þeim aldri datt mér ekki í hug hvað gæti verið að mér. Ég var saklaus og þekkti ekki til þess að fólk skiptist í hópa. Um leið og ég datt inn á kynþroskaskeiðið varð persónuleikinn minn skýrari fyrir mér. Ég man ekki hvenær ég fattaði fyrst hver ég var nákvæmlega. Besta lýsingin væri að ég var alltaf milli svefns og vöku. Núna er það samt orðið ágætlega skýrt fyrir mér. Ég ber tilfinningar til einstaklinga af sama kyni. Kynþroskaskeiðið er alveg nógu ruglandi án þess að vera hrifinn af sama kyninu. Hormón á fullu og hvaðeina. Ég tók samt þátt í venjulegu rútínunni eins og allir áttu greinilega að gera. Ég byrjaði að hitta stelpur og lærði ýmsa hluti þar. Flest var mjög skemmtilegt enda er ekki eins og mér finnist þær viðurstyggilegar. Langt í frá, ég elska að kynnast stelpum en ég átti alltaf mjög erfitt með að tengjast og mynda alvarlegt samband með þeim. Í stuttu máli laðaðist ég kynferðislega að þeim en mig dreymdi alltaf um samband með strák.

4

Hurð að öðrum heimi Ég byrjaði í menntaskóla og þá var ég orðinn örvæntingafullur. Ég gat ekki lengur haldið áfram að þykjast. Ég fór að

Ég hef tilfinningar til einstaklinga af sama kyni. leita úrræða en í landi eins og okkar gat ég ekki bara stokkið út í sjoppu og fundið eitt stykki samkynhneigðan jafnaldra sem væri ástin í lífi mínu. „I‘m the only gay in the village,“ kom oft upp í hugsunum mínum. En staðreyndin er náttúrulega bara sú að nærri allir á þessum aldri halda þessu út af fyrir sig. Þannig að ég gerði eitthvað sem ég er ekki stoltur af. Ég bjó til aðgang á einkamálasíðu og fór að leita. Ég fór í gegnum margar ógeðfelldar lýsingar og lærði mörg orð sem mig langar aldrei að heyra eða lesa aftur. Ég fann svo strák, tveimur árum eldri en ég og lýsingin hans

talaði ekki um neitt æluvert heldur vildi hann bara spjall. Loksins, hugsaði ég. Það voru margir mánuðir í fyrsta hitting okkar og þeir mánuðir fóru flestir í mörg samtöl á msn sem ég vissi ekki einu sinni að væri til lengur. Svo fór það yfir í Facebook-samtöl og þá varð það staðfest. Ein persóna í öllum heiminum veit núna hver ég er í alvörunni. Svo kom að því að ég hitti hann. Ég man vel eftir því, hrollinum sem skreið yfir mig allan og tilfinningaþrungna mómentið þegar ég sá hann fyrst. Ég ákvað á stundinni að þetta yrði bara vinasamband. Hann var ekki ljótur eða neitt, ég fann það bara á mér að við vorum ekkert líkir. Hann var opinskár um allt sem tengdist kynlífi og elskaði greinilega hver hann var. Við urðum ágætir vinir og hittumst oft en ég neitaði alltaf þegar hann vildi draga mig í bæjardjamm. Svo var það eitt kvöld þegar ég var á rúntinum með honum og einhverjum dúdda sem mér leist ekkert á. Það var laugardagur og samtalið um djammferð kom aftur upp nema þetta skiptið harðneitaði ég því ekki


4.tbl 2012

og nokkrum mínútum seinna vorum við komnir á lítinn bar í miðbænum, nánast falinn fyrir umheiminum. Það tók mig stuttan tíma að uppgötva hversu mikil mistök það voru að koma með. Þetta var ekki minn heimur. Hommaklám í túbusjónvarpi í horninu. Grannur og fölur barþjónn í engu nema nærbuxum. Ég hellti slatta í mig í þeirri von um að kvöldið myndi skána. Ég var máttlaus og kominn í ástand sem enginn vill vera í. Skemmtistaður var næsti áfangi kvöldsins. Fleiri karlar, fleiri augnstörur og meira kaós. Ég var pissfullur, ógeðslegur og skíthræddur. Kvöldið var ekki búið og endaði með „trompi“ í heimapartýi þar sem eigendurnir gengu um naktir. Hinn svokallaði vinur minn bauð öllum hvítt í nefið og mér að koma með honum afsíðis. Það heyrðist hátt í öskrum og stunum frá svefnherberginu. Allir hafa sín takmörk og þarna höfðu öll mín verið brotin niður. Ég flúði og komst heim þrátt fyrir annarlegt ástand. Botninum var náð. Mér er ætlað að verða þunglyndur og leiðinlegur einstaklingur, hugsaði ég með mér. Margir mánuðir fóru í endalausa sjálfsvorkunn, jafnvel andvaka nætur. Hvernig getur svona heimskulegt mál eyðilagt mig líkamlega. Nokkrum mánuðum seinna var ég staddur í partýi með vinum mínum. Þá rann það upp fyrir mér. Ég var fáviti! Haldandi að ég væri einn, að enginn elskaði mig, að ég ætti bara að bíða eftir dauðdaga mínum. Vinir mínir elska mig og ég er í fucking Verzlunarskóla Íslands. Það hljómar ekki svo ömurlega. Það þurfti ekki meira til og ég reif sjálfan mig úr þessu tilgangslausa þunglyndi. Ég byrjaði að njóta lífsins.

þekkir raunverulegu manneskjuna sem þú ert. Flestir eru ábyggilega opnir en svo eru einhverjir eins og ég, með grímu. Án þess að hljóma perralega, takið hana af ykkur. Þessi saga er þung og var það fyrir mig en ég veit núna að hún mun ekki enda illa. Þetta er saga um upprisu og eiginlega eitt stórt þakkarbréf til Verzlunarskólans og flestra sem ég þekki. Ég veit ekki hvernig hlutirnir hefðu farið í öðrum skóla, í öðrum vinahóp. Viva Verzló! Heimir Bjarnason

Þetta er saga um upprisu og eiginlega eitt stórt þakkarbréf til Verzlunarskólans og flestra sem ég þekki.

Saga upprisu Upphaflega var ég huldur með nafnleynd þegar ég sendi inn þessa grein. En svo rann eitt upp fyrir mér. Það brýtur akkúrat á öllu því sem ég trúi á og hef verið að skrifa. Nafnlaus frétt vekur aldrei umtal. En umtal er einmitt meiningin með greininni. Ég er ekki að tala um athygli fyrir mig heldur að þið athugið hluti í ykkar eigin fari. Hvaða leyndarmál eru þar og hvort það sé ekki kominn tími til að létta af sér. Það getur verið þæginlegt að vera ekki eini sem 5


Viljinn

6


4.tbl 2012

„Versta ákvörðun lífs míns“ Afi minn hefur alla tíð verið sorglega vinafár, hann hefur átt frekar erfiða ævi og hefur einhvern veginn aldrei neitt gengið upp hjá greyinu. Ég skildi aldrei af hverju líf hans hafði einkennst af slíku volæði en í gærkvöldi á dánarbeði sínu sagði hann mér sögu sem útskýrði allt. Ég ætla að segja ykkur þessa sögu í þeirri von um að aðrir geri ekki sömu mistök og læri af honum afa mínum. ,,Þegar ég ligg hérna í sjúkrarúminu og tel niður mínúturnar þar til ég dreg síðasta andadráttinn get ég ekki annað en hugsað til baka. Ég ræð hreinlega ekki við mig. Það hefur sennilega ekkert upp á sig, líklega ekkert frekar en að reyna við allar hjúkkurnar en sumt ræð ég bara ekki við. Mér verður strax hugsað til menntaskólaáranna þar sem þau voru hápunktur lífsleiðar minnar. Það var fátt skemmtilegra en að upplifa fyrsta diskótekið, fyrstu stúlkuna, fyrsta fylleríið. En auðvitað gerði ég eins og allir mistök. Þau voru misstór að vísu, sum voru smávægileg eins og þegar ég ullaði upp í eitthvað fjós í bekkjarpartýi en önnur voru stærri. Önnur voru það stór að ég náði mér aldrei á strik aftur. Ég var í 6. bekk og var í góðum vinahóp, þeir voru allir að fara. Mig langaði að fara, ekki misskilja, en ég veit ekki, af einhverjum ástæðum fór ég ekki. Ég veit ekki og skil ekki af hverju, allir boyz voru að fara og það var meira að segja virkileg stemning í skólanum þar sem þetta hafði aldrei í sögu skólans verið stærra og flottara. Þetta hafði ótrúlega mikil áhrif, miklu meiri en ég hefði nokkurn tímann

getað ímyndað mér. Strax á eftir hættu strákarnir smátt og smátt að hringja. Ég einhvern veginn passaði ekki nægilega vel inn í hópinn lengur. Ég sleppti balli í fyrsta skiptið á skólagöngunni og við vinirnir skiptumst ekki á jólagjöfum í fyrsta sinn í fimm ár. Eftir erfiða önn gat ég ekki mætt í útskriftarferðina, ég einfaldlega átti enga vini lengur. Ég hafði misst gleðina og vonina svo ég fór beint að vinna eftir Verzló. Ég vann í fiskvinnslu næstu árin og lífið blasti

ég einfaldlega átti enga vini lengur. ekki beint við mér. Það er ótrúlega erfitt að eiga enga vini, hafa engan til að tala við, engan til að aðstoða þegar illa bjátaði á en fyrst og fremst engan til að kæta mann. Ég var orðinn þunglyndur og í framhaldinu missti ég vinnuna. Ég kynntisti ömmu þinni á Úrillu Górillunni í ástandi sem ég vona að þú verðir aldrei

í. Pabbi þinn var getinn níu mánuðum seinna og ég var orðinn tvítugur pabbi. Ég lenti í mikilli óreglu og veiktist alvarlega í kjölfar þess. Þegar ég ligg hér á dánarbeðinu og horfi til baka finnst mér alveg augljóst hvað olli því að líf mitt fór á þennan veg. Þetta er versta ákvörðun lífs míns. Ef ég hefði aðeins farið með strákunum. Allar líkur eru á því að ég hefði orðið heimsfrægur eins og Snorri Björnsson og sennilega gifst Kate Upton. Fjandinn hafi það, í dag væri ég sennilega hættur að vinna og sestur að á einhverri eyju í Karíbahafinu. Nú er ég örfáum klukkustundum frá dauðastundinni og í stað þess að minnast allra góðu stundanna er aðeins eitt sem kemst að hjá mér: Af hverju fór ég ekki bara á Vælið?“

aldrei í sögu skólans verið stærra og flottara.

7


Viljinn Kápur

Heitt

Úlpur eru alveg búnar að vera. Núna eru það kápur.

Layering

Skelltu þér í 2 boli, gollu, peysu, jakka, úlpu og jafnvel kápu líka.

Loðnar peysur

Hversu næs, bæði hlýjar og töff.

Dökkblár Létt bylgjan – 96,7

Nú þegar líða fer að jólum er ekki til neinn meiri unaður heldur en að stilla á jólalögin á Léttbylgjunni.

Litaðar leðurbuxur

Hvítar og vínrauðar and you’re in for a treat.

Litaðir feldar

Pimpar svörtu fötin sem þú, eins og sannur Íslendingur (fyrir utan Leif), munt klæðast mikið í vetur.

,,Blue is this season color. Everyone who is something - is going to wear it.” – Eitthvað fashion legend.

Að hjóla í skólann

Hættu að vera aumingi. Þorkell Diego hjólar alltaf í skólann og sjáið völdin sem hann hefur.

Frekjuskarð

Eilífðarfjárfesting sem kostar aðeins nokkur hundruð þúsund.

Viljinn mælir með Kendrick Lamar

Ekki vera fávitinn á sumardekkjunum þegar það snjóar. Stórhættulegt!

Vælinu

Orðið Sjomla

Það er á morgun, það er í Hörpunni og það er snilld.

Að biðja um vatnsglas á Subway en fá sér kók HAHHH nei djóóók. 8

Vetrardekk

Good Kid M.A.A.D City Sjóðheit plata.

Alls ekki sjomli það er hrikalegt, bara sjomla.

Að læra fyrir jólaprófin

Það er svo ótrúlega súrt að þurfa að hugsa til þess að í janúar bíði þín endurtektarpróf.

Að gera eitthvað ógeðslega skemmtilegt um áramótin

Kveðjum snilldina sem 2012 var og krossum fingur að 2013 gleðji okkur meir.

ATMO húsið

60 íslenskir hönnuðir og second hand búð á neðstu hæðinni. Gamla 17 húsið á Laugaveginum. Kíktu!

Magic Stick – 50 cent Geðveikt lag.


4.tbl 2012

kalt

Kardashians systurnar Þetta er komið gott. Þær eru leiðinlegar.

Disco Pants Það virðist sem ekki allir hafi náð því seinast. Snjó-statusar á facebook Þessi þrá fólks að tilkynna öðrum að það sé farið að snjóa er ekki bara pirrandi heldur ótrúlega tilgangslaust í ljósi þess að miklar líkur séu á að enginn af vinum þínum búi í helli.

Veðrið Mjög.

Baseball jakkar Alveg ca. 2-3 árum of þreytt.

Prófljóta Ef þú ert busi og heldur að loksins sé ástæða fyrir því að þú fáir að vera í bleiku Abercrombie buxunum þínum og uggs skónum þá skjátlast þér.

Litaðir endar Of sumarlegt. Litaðu frekar bara allt hárið á þér bleikt.

Sumarbumban Sumarbumban er mjög viðurkennd bumba. En nú er kominn nóvember og bumba í nóvember er eins og sólbað í nóvember. (mynd úr einskasafni)

Jólajógúrt

Við vitum öll að jólin séu að nálgast þegar fegurð jólajógúrtsins sést í hillum Hagkaups.

Módelfitness Það er aldrei of seint að hætta við.

Að fara í Bláfjöll

Það er cool að vera feministi, punktur.

Að renna sér niður brekkuna í góðra vina hópi er tilfinning sem er ólýsanleg. Ef þú kannt ekki á snjóbretti eða skíði er alltaf hægt að láta pabba splæsa í rándýrar græjur og hanga bara efst upp í brekku og blikka alla sætu brettastrákana/stelpurnar.

Kæra Jelena

Sónar Reykjavík

Að vera feministi

Rífið ykkur upp, þið viljið ekki missa af þessari snilldar sýningu.

Tónlistarhátíð í Hörpunni sem er haldin í febrúar. James Blake mætir.

Suits

Við Viljastúlkur elskum Harvey Specter, sorrímeðokkur.

Að byrja að huga að Nemó

Nemó er dagur sem þú vilt að sé fullkominn. Núna eru ekki nema tæpir 3 mánuðir til stefnu og 3 mánuðir fyrir fullkomnun er ekki einu sinni nóg. Þannig pikkaðu í bekkjarformanninn í bekknum þínum og segðu honum að nú sé hans tími kominn.

9


Viljinn

Um hvað snýst umræðan? Sannleikurinn um skólamálin Fyrr á önninni var haldinn hinn sívinsæli viðburður „steiktu skólastjórnina“. Fyrir ykkur sem ekki vitið þá snýst hann um það að nemendur geti komið upp í pontu í bláa sal með spurningar til skólastjórnarinnar sem á síðan að svara þessum sömu spurningum á staðnum. Þannig er mál með vexti að aðeins örfá málefni komast að hverju sinni. Við ákváðum því í kjölfarið að taka Inga skólastjóra í ítarlegt viðtal til þess að komast til botns í nokkrum málum sem hafa verið umdeild innan Verzlunarskólans og ekki hafa fengist skýr svör við fram til þessa.

Skólagjöldin

Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir

Steinn Arnar Kjartansson

Hvað gerir skólastjórinn í frítíma sínum? Frítíminn hjá mér fer lang mest í sveitina, við erum nokkur saman með bóndabæ á Snæfellsnesi og erum þar helst öllum stundum að sinna dýrunum og að fara í útreiðartúra. Ertu búinn að ná þér í NFVÍ appið? Og ef svo er hvernig finnst þér það? Já ég er svo sannarlega búinn að ná í það, en kunnáttan á það er annað mál.

Busunin

10

Hvers vegna mátti Skemmtó ekki busa? Ég er ánægður að þessi spurning skyldi koma upp. Því sá misskilningur hefur víst sprottið upp að Skemmtinefndin hafi ein á báti tekið þá ákvörðun að umturna nýnemadeginum. Ef það er við einhvern að sakast þá er það svo sannarlega ekki Skemmtinefndina, þau eiga hrós skilið fyrir að hafa skilað þessu vel af sér í framhaldi af athugasemdum frá okkur skólastjórn-endum. Þetta á sér þann aðdraganda að busavígslur tíðkuðust ekki áður fyrr hér í Verzló. Fyrir 20 árum var nýnemum boðið í kökuboð á marmaranum og orðið busi þekktist ekki. Fyrir svona 10 árum fóru eldri nemendur að fara með nýnemana út fyrir bæinn í einhverskonar busun. Síðan fór þetta að stigmagnast með árunum og var busunin farin að eiga sér stað innan veggja skólans. Á hverju ári bárust kvartanir frá nemendum og foreldrum svo við ákváðum að grípa í taumana áður en of langt væri gengið. Við töluðum því við Skemmtinefndina og báðum þau að breyta deginum. Þau skiluðu þessu alveg glæsilega af sér og hef ég enn ekki heyrt neinar kvartanir yfir þessu frá nýnemunum.

Það hefur alltaf verið mikil umræða um skólagjöldin okkar sem í dag eru 106.000 kr. á önn. Í hvað fara þessi skólagjöld nákvæmlega? Eins og fram hefur komið nokkrum sinnum fer stærstur hluti þessa gjalds beint í að greiða húsaleigu á skólanum en við þurfum að greiða leiguna úr eigin vasa því ríkið greiðir aðeins hluta hennar. Skólagjöldin hafa einnig gert skólanum kleift að bjóða upp á aðstöðu fyrir nemendur og starfsmenn eins og hún gerist best. Sem dæmi má nefna þjónustu við nemendur á bókasafni og góðan safnkost, vel útbúnar raungreinastofur o.fl. Við erum ávallt með nýjasta og besta tækjabúnaðinn sem þekkist í framhaldsskólum og er hann endurnýjaður reglulega eða sem jafngildir u.þ.b. tveimur tölvustofum á ári. Fleira sem er innifalið í skólagjöldunum er t.d. prentkostnaður, ókeypis hafragrautur, þráðlaust net og allskyns kostnaður sem nemendur þurfa ekki að greiða sérstaklega fyrir eins og rútuferðir, brautarskipti, efnisgjöld fyrir myndlist og afrit af prófskírteini. Skólagjöldin hafa síðan aðeins hækkað í samræmi við vísitölu síðustu ára. (sjá töflu til hliðar) Hér áður fyrr var mikið um áróður frá ungliðahreyfingum, hvers vegna var það bannað í Verzló? Ég setti aldrei neinar hömlur á það, í raun hefur engin breyting orðið á því sem að áður var. Ég hef aðeins gert þær kröfur að allir stjórnmálaflokkar fái að koma og kynna stefnur sínar samtímis. Stjórnmálaflokkarnir sækja mikið í framhaldsskólana þegar nær dregur kosningum því þar liggja svo mörg atkvæði. Okkur finnst að nemendafélagið eigi að standa fyrir þessu ef áhugi er fyrir hendi og skapa þá vettvang þar sem að allir flokkar geti komið og kynnt sig.

Politík

Hvers vegna eru engir símatsáfangar utan valfaga í Verzló? Við höfum ekki haft áhuga á því, við erum með bekkjarkerfi en erum ekki áraskóli líkt og t.d. MS. Við höfum lokapróf í öllum áföngum í lok hverrar annar og viljum ekki fá nemendur til þess að hugsa aðeins um að “ná bara árinu”.

Símat

Hvað er verið að gera til að Mætingarkerfið endurbæta mætingarkerfið? Við höfum fengið margar ábendingar um að mætingarkerfið sé hreinlega ekki sanngjarnt. Við erum að hugsa um að taka upp kerfi þar sem aðeins er unnið með fjölda fjarvista en ekki mætingarprósentu eða mætingareinkunn. Þá myndu kennarar aðeins fá lista yfir fjölda fjarvista, leyfa og veikinda Hvers vegna er ekki gefið fullt leyfi fyrir veikindum? Þetta eru reglur sem að hver og einn skóli ákveður og er þetta viðfangsefni umræðuefni á hverju ári. Mætingunni er þannig hagað að nemandi er aldrei rekinn vegna of mikilla veikinda eða vegna leyfis með einum frádrætti, jafnvel þó svo að einkunnin standi í núlli. Viðkomandi aðili tapar þó hugsanlega mætingareiningunni. Okkur þykir heldur ekki sanngjarnt að nemandi sem er oft veikur eða æfir og keppir oft í íþróttum sé verðlaunaður með einingu fyrir góða skólasókn. En nú þarf bara 3 veikindadaga til að tapa einingunni og úti á vinnumarkaði hefur maður rétt á 2 veikindadögum á mánuði? Þetta er alveg rétt og erum við að skoða það hvort að þetta sé sanngjarn kvarði sem að við erum með þ.e.a.s. hvenær þú lækkar úr 10 niður í 9. Hvers vegna var ákveðið að taka upp klukkutíma kennslustundir? Var það gert í samráði við nemendur? Reyndar voru nemendur ekki spurðir en þessi hugmynd hefur sífellt komið

Leyfir vegna veikinda


4.tbl 2012

ég myndi helst vilja henda þessum mælum.

upp í gegnum árin. Aðalástæðan var sú að kennurum þótti 40 mínútna tímarnir einfaldlega of stuttir til afkasta. Við ákváðum loks að láta af þessu verða í ár og höfum fengið fátt annað en jákvæð viðbrögð. Núna eru færri fög á dag og meiri tími í hvert fag, sem ætti í raun að auðvelda nemendum námið töluvert.

Kennaramatið

Hvað er gert við kennaramatið, er það tekið til skoðunar, fá kennarar að sjá niðurstöðurnar? Hver kennari fær að sjá sínar niðurstöðurnar frá sínum bekkjum sem hafa svarað könnuninni. Ég kalla síðan hvert og eitt þeirra á fund til mín þar sem við förum saman yfir niðurstöður könnunarinnar. Ef matið er gott fá þau klapp á bakið en ef eitthvað er ábótavant þá reynum við að bæta úr því. T.d. ef ungur kennari á í vandræðum þá er hann látinn setjast niður með reyndari kennara og farið er yfir málin. Í ár fá kennarar í fyrsta skiptið að sjá textaskjölin sem fylgja með en þó eftir ritskoðun. Ef eitthvað kemur ítrekað fram í þeim þá ræði ég það við viðkomandi kennara.

Áfengismælar, eru þeir komnir til að vera? vona ég. Ég viðurkenni að það Áfengis- Það er frekar nöturlegt að þurfa að beita mælar nýnemum þessu en þetta er eina leiðin fyrir mig til þess að fá kennara til að mæta á böll og stýra þessu. Ég veit ekki hvort að það sé þessum mælum að þakka en neysla áfengis á böllum hefur minnkað töluvert og böllin hafa farið mun betur fram en áður. Þó skal tekið fram að ég myndi helst vilja henda þessum mælum og að nemendur myndu sameinast um að gera viðburði skólans að gjörsamlega áfengislausum vettvangi. Það eru 6 böll á ári og eru þau haldin í miðri viku. Hvers vegna geta nemendur ekki sleppt því að neyta áfengis á þessum skemmtunum og gert það (ef þau þurfa og vilja) í sínum eigin frítíma, það eru nú 52 helgar á ári.

Matbúð

Er mögulegt að fá að sjá rekstrartölur Matbúðar þar sem að maturinn þar er töluvert dýrari en annars staðar t.d. Bónus? Matbúð er alltaf rekin á núlli. Ástæðan fyrir hugsanlegri hækkun í Matbúð er sú að við gerðum verðkönnun í bakaríum og stöðum hér í kring áður en við opnuðum Matbúð á seinasta ári til þess að fá einhverja hugmynd um verðlagningu og settum upp töflu eftir því. Hins vegar kom í ljós að sumir hlutir stóðu varla undir kostnaði og varð því að hækka þá eins og gengur og gerist með flesta nýja matsölustaði. Í sambandi við Bónus, þá er það vitað mál að það keppir engin lífræn heilsubúð við Bónus. Þeir eru með samninga við byrgja sem enginn annar hefur möguleika á. Rekstrartölur matbúðar munu síðan liggja fyrir í lok skólaárs. Hvor er betri í golfi þú eða Diego? Klárlega Diego. Hann stundar þetta mjög mikið og er víst virkilega góður, hann myndi örugglega segja ykkur frá því sjálfur. Hins vegar hef ég aldrei snert á golfkylfu. Eru spjaldtölvur eitthvað sem þið sjáið fram á að notast við í kennslu? Við fjárfestum nýverið í 20 iPad tölvum og 5 Android tölvum fyrir hóp kennara innan skólans sem eru að leiða áfram tilraun með tölvustudda kennslu. Þeir eru að prófa sig áfram og sjá hvort þetta geti nýst okkur. Við viljum endilega fá skoðanir bæði kennara og nemenda um hvort þetta sé virkilega gagnlegt eða hvort þetta verði aðeins notað sem leikfang. Verða gefnar einingar fyrir einhverskonar félagsstörf í ár? • Við hér á skrifstofunni höfðum mikið íhugað þessa umræðu og hvort að nemendur þurfi þessa einingu virkilega. Hún skiptir í raun engu máli þegar háskólar skoða skírteinin, hún hverfur bara í fjölda

Einingar

hinna eininganna. Það ætti miklu frekar að veita viðurkenningarskjöl undirrituð af skólanum til hvers þess sem á það skilið. Við eigum enn eftir að útkljá þetta við sitjandi stjórn nemendafélagsins. Orðið á götunni er að þú hafir á menntaskólaárum þínum barist fyrir frjálsri mætingu í 6.bekk, er það satt? Ef svo var, afhverju er þá mætingaskylda nú í þinni Frjáls stjórnartíð? Já það er rétt mér fannst það sjálfsagt í á sínum tíma en ég er mótfallinn því í dag. Eins og ég hef áður sagt erum við meira í því að byrja skólann með herta ól og losa um ólina því sem á líður. Við höfum samt ekki ætlað okkur að fella niður mætinguna. Þegar að ég var í menntaskóla hafði ég ekki hugsað málið alveg til enda líkt og ég hef gert nú. Þó skal það tekið fram að við sérstakar aðstæður hafa nemendur fengið að stunda nám í fjarnámi.

mæting 6. bekk

Jafnrétti

Er rétt að allar nefndir sem koma að einhversskonar útgáfu í skólanum þurfi að fara á jafnréttisnámskeið? Já, en þetta er á algjöru byrjunarstigi. Við erum búin að funda með formönnum nefndanna (V79, Viljinn, 12:00, Rjóminn, Kvasir og Harmónía) og tóku þau vel í þetta. Við viljum sporna gegn því að þau verði fyrir árás fjölmiðla og passa uppá jafnrétti í allri útgáfu nemendafélagsins. Hvernig námskeið þetta verður og hversu umfangsmikið er enn óráðið. Ein spurning að lokum. Ef þú þyrftir að velja á milli stöðu þinnar sem skólastjóri og fyrsta vinnings í víkingalottóinu, hvernig bíl myndir þú fá þér? Haha, það er ekkert víst að ég myndi velja víkingalottóið, en helst myndi ég vilja jeppa til að nota í sveitinni og til að koma hnakknum og öðru dóti aftan á pallinn og gott væri að eiga góðan traktor.

11


Viljinn

framtíðarþingið Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir

unnið að stefnumótun skólans til framtíðar

Framtíðarþingið var haldið í fyrsta sinn þann 16. október síðastliðinn. Þar komu saman rúmlega 260 nemendur og starfsfólk Verzlunarskólans til að ræða hin ýmsu málefni sem varð skólann og félagslífið. Þar var unnið að stefnumótun skólans til framtíðar. Ég viðurkenni að þegar þetta verkefni barst okkur í stjórninni þá féllust okkur hendur. Hvernig áttum við að fá 200 nemendur til þess að sitja til klukkan fjögur í skólanum og taka þátt í umræðum um skólalífið? Í þokkabót áttu nemendurnir að sjá um það að bera 50 borð og 260 stóla í íþróttasalinn meðan restin af skólanum fékk að fara heim.

umræður urðu mjög lifandi og opinskáar.

Góð framkvæmd og vel heppnað þing Þökk sé tveimur fagaðilum, Bjarna Snæbjörns Jónssonar og Sigurjóns Þórðarsonar, gekk þingið vonum framar. Hópnum var raðað niður á 8 manna borð þar sem farið var yfir 7 málaflokka: Tækifæri, skólabragur, félagslíf, skólareglur, nám og námsinnhald, aðstöðu - aðbúnað og þjónustu . Punktað var niður á miða hvað mætti gera betur og hvernig væri hægt að vinna raunsætt að þeim breytingum. Það var gaman að sjá hvað nemendur og kennara sameinuðust í að gera þetta að vel heppnuðum atburði og voru margar góðar hugmyndir settar fram. Skólastjórnin var afar sátt við framkvæmd þingsins. Þorkell Diego sagði: ,,Nemendur og starfsmenn voru frábærir við að aðstoða okkur við framkvæmdina, t.d. var með ólíkindum hve vel tókst til með borð- og stólaflutninga inn í íþróttasalinn og svo tiltekt eftir á.”

12

Tillögur geta leitt til breytinga ,,Það var greinilegt að nemendur vissu ekki hverju þeir voru að fara að taka þátt í og voru margir mjög feimnir í upphafi. Hins vegar breyttist þetta fljótt og umræður urðu mjög lifandi og opinskáar. Mér fannst sem allir hefðu verið mjög ánægðir á eftir” sagði Þorkell.Spurður út í hverjar breytingarnar yrðu á skólanum eftir þingið svaraði hann: ,,Það er verið að vinna úr niðurstöðunum og skrá allar tillögur sem fram komu. Þegar það er búið þá verður þetta kynnt fyrir skólanefnd, starfsmönnum og nemendum. Ég reikna með að í grófum dráttum verði hægt að skipta hugmyndunum í þrjá mismunandi flokka; þær sem auðvelt verður að hrinda í framkvæmd strax, þær sem er einfaldlega ekki hægt (af einhverjum ástæðum) að hrinda í framkvæmd, og síðan þær hugmyndir sem þarf að skoða betur og athuga hvort sé hægt að framkvæma eða hvort það sé vilji til þess. En þetta kemur í ljós síðar. Það styttist í gildistöku nýrra laga um framhaldsskóla og má reikna með einhverjum breytingum á framhaldsskólum almennt. Við munum síðan klárlega hafa niðurstöður Framtíðarþingsins til hliðsjónar í vinnu okkar.”

Við í ritstjórn tókum saman þær helstu hugmyndir sem komu fram á þinginu úr hverjum málaflokk. Við pressum á skólastjórn til þess að taka öll þessi málefni fyrir og láta verða að raunsæjum óskum nemenda og starfsmanna. 
 Þjónusta og stuðningur Opinbera ársreikninga matbúðar Opna matbúð klukkan 8 Selja tyggjó og kakó í Matbúð Fleiri stoðtíma Áhugasviðspróf í 3.bekk Fjárnámsmyndbönd verði aðgengileg öllum Prenta ekki sömu lesheftin aftur með smávæginlegum breytingum

Nám - námsinnhald Spjaldtölvur í kennslu Fjölbreyttari kennsla Fá fyrirlesara Saltíma fyrir nemendur á sömu brautum Áfangakerfi eftir hádegi

Aðstaða og aðbúnaður Fjölga bílastæðum Betra loftræsikerfi í íþróttasalinn Fá vask og pappír í allar kennslustofur Félagslíf Bæta sturtuaðstöðu Leggja niður áfengismæla Stöðugt Wi-fi Frí í fyrsta tíma eftir böll Fá viðurkenningarskjal fyrir félagsstörf Auka sammvinnu skólastjórnenda og nemenda Leyfa kennurum að taka þátt í viðburðum Vera með sameiginlega þemadaga fyrir Skólareglur kennara og nemendur Frjáls mæting í 6.bekk Stofna Glee-club Íþróttafólk fái að sleppa íþróttum Punktalausir veikindadagar Slakara mætingarkerfi


STRESS FYRIR PRÓFIN? Herkúles heldur upprifjunarnámskeið fyrir nemendur Verzló

,, Áður en ég fór á námskeiðin hjá

Herkúlesi vissi ég kannski svona 30% af námsefninu sem var til prófs en á þessum 3 dögum komst

ég í gegnum þetta allt. Ég hef aldrei sleppt námskeiði hjá þeim og er núna stúdent í stærðfræði!

Aron Már Ólafss

on

BÆTTU ÁRANGURINN MEÐ HERKÚLESI Skráning á www.herkules.is


Viljinn

Vel gert verzlingar Verzlingar hafa alltaf verið taldir mjög hæfileikaríkir, það vitum við öll. Ár hvert heldur nemendafélagið atburði þar sem nemendur fá að láta ljós sitt skína, þá oftast í leiklist, tónlist eða kvikmyndagerð. Innan veggja skólans leynist hæfileikaríkt fólk á öðrum sviðum sem vert er að hrósa og taka eftir. Viljinn tók saman nokkra Verzlinga sem eru að gera það gott í lífinu og hvetur nemendur til að fylgjast með. Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir

14

Jóhann Einar Ísaksson

Auður Gunnarsdóttir

Sunna Víðisdóttir

Jóhann er ekki bara Íslendingurinn með flesta “followers” á Instagram heldur er hann einnig að gera það gott á Youtube. Þar fær hann send myndbönd frá tölvuleikjanördum, trollar inná þau og uploadar þeim svo á sína eigin síðu. Í dag er hann með 61500 „subscribers” og var að stofna fyrirtækið IOVMedia þar sem hann gefur fólki „partnership” á YouTube svo þeir geta byrjað sinn feril þar. Aðspurður um framtíðarstarf segist hann aldrei ætla að hætta á YouTube. #YouTubeMoney #moeidursvala #iovmedia. net #xxjizzbaggxx

Auður er ein af einungis 4 stelpum sem tóku þátt í framkvæmda- og hugvitskeppninni Boxinu sem haldin er ár hvert á vegum HR, Samtaka Iðnaðarins og Sambands íslenskra framhaldsskóla. Hún var valin af raungreinakennara sínum ásamt Daníel Frey, Bjarna Erni, Kristjáni Inga og Alexander sem kepptu fyrir hönd Verzló. Þau glímdu við fjölbreyttar þrautir og enduðu í 2.-3. sæti af 8 mögulegum. Auður viðurkennir að hún sé nörd og hvetur þá sem vilja taka þátt á næsta ári að tala við raungreinakennarann sinn og lýsa yfir áhuga. Virkilega vel gert krakkar!

Sunna hefur unnið tvö mót á GSÍ kvennamótaröðinni í golfi og er Íslandsmeistari í holu- og stigameistarakeppni unglinga. Hún fékk golfstyrk eftir sitt þriðja ár í Verzlunarskólanum og flutti í kjölfar þess til Bandaríkjanna og stundar nám við Elon University. Hún keppir í fyrstu deild og hefur hópurinn hoppað upp um 40 sæti síðan Sunna slóst í för með þeim. Hún er í námi fyrri part dags og spilar golf seinni partinn. Nú þegar hefur hún keppt í 5 mótum og nýtur þess í botn að geta spilað allt árið um kring. Sunna er með +0,5 í forgjöf og er Viljinn afskaplega stoltur af henni..

Snorri Björnsson

Tómas Urbancic

Lárus Örn Arnarson

Snorri er einn færasti ljósmyndari skólans. Hann hefur tekið ófáar myndir, myndaþætti og plaköt fyrir nemendafélagið eftir að hafa setið í bæði Viljanum og Verzlunarskólablaðinu. Í sumar var hann að vinna með einum fremsta auglýsingaljósmyndara landsins, Baldri Kristjánssyni fyrrverandi Verzling. Snorri var nú á dögunum valinn til þess að taka þátt í raunveruleikaþættinum ,,Ljósmyndakeppni Íslands” úr hundruði manna úrtaki. Þátturinn verður sýndur í mars og bíðum við í Viljanum spennt eftir að þeir hefjist. Þetta er svo sannarlega vel gert hjá drengnum. Áfram Snorri!

Tómas var að borða pizzu þegar pabbi hans hringir í hann og tilkynnir honum að Óli Garðars, umboðsmaður Tómasar hafði haft samband við sig með afar stórar fréttir. Þær fréttir voru að Tómas væri á leiðinni til Reading á reynslu eftir hvorki meira né minna en viku. Tómas segir að til þess að vera uppgvötaður af erlendum liðum sé mikilvægt að vera í landsliðinu, en þangað mæta útsendarar til að fylgjast með leikmönnunum. Tómas er virkilega abbó út í kynþokka bróður síns sem fór einnig til Reading þegar hann var yngri. Tómas fór út í viku, gekk mjög vel og á eitt stórt hrós skilið!

Lárus Örn er gaurinn sem samdi beatin við lögin “Breyttir tímar”, peysufatalagið “Mættir á mitt gólfið” og munkalagið í seinasta 12:00 þætti. Beatin gerir hann í forriti sem kallast Fruity Loops en einnig býr hann til laglínur og smá texta. Áhugi hans á tónlistargerð kviknaði þegar hann tók þátt í remix keppni hjá Blaz Roca, en Frikki Dór og Blaz sjálfur tóku lagið live á Airwaves stuttu seinna. Lárus er ekki eins athyglissjúkur og hinir sem syngja lögin hans og líður honum best í bakvinnslunni. Þessa dagana er hann að vinna að nýju 12:00 lagi og bíður Viljinn spenntur eftir útkomunni. Við erum að tala um alvöru talent!


4.tbl 3.tb 2012

ólýsanleg tilfinning

Evrópumeistarar í hópfimleikuM 2012

Eins og margir vita þá komum við Gerplustúlkur heim með Evrópumeistaratitil í hópfimleikum fyrir mánuði síðan. Við erum þrjár úr liðinu í Verzló, ég, Solla (6U) og Glódís (6R). Lítil ákveðin skref, það var það sem við ætluðum að gera. Við ætluðum okkur að taka stutt ákveðin skref að bikarnum þar til við værum komin alveg Rakel upp að honum, líta í Tómasdóttir augu mótherja okkar og hrifsa svo bikarinn til okkar. Eitt áhald í einu, ein stelpa í einu, eitt stökk í einu. Þetta var hugarfarið sem við fórum með inn í úrslitin eftir að hafa gert nokkur dýr mistök daginn áður í undanúrslitunum og hafnað í öðru sæti á eftir Svíunum. Eftir undanúrslitin fórum við beint upp á hótel, borðuðum og tókum fund þar sem við fórum yfir það sem þurfti að laga. Við sáum að við gátum auðveldlega hækkað okkur það mikið að Svíarnir ættu ekki séns. Það var eitthvað við andrúmsloftið í klefanum og upphitunarsalnum á úrslitadeginum og ég einfaldlega vissi að við værum að fara að vinna þetta mót, það kom ekkert annað til greina. Mistökin sem höfðu átt sér stað daginn áður voru öll eitthvað sem ekkert mál var að laga. Við byrjuðum á dýnu og allar stelpurnar lentu öll stökkin og þannig hélt það áfram á trampolíni, hver einasta stelpa stóð sitt stökk. Þá var það bara dansinn. Það er aðeins erfiðara að vita hvernig manni gengur í dansi en þegar við vorum búnar fórum við allar inn í sal, stóðum og biðum eftir að sjá einkunnina sem myndi skera úr um það hvort við værum Evrópumeistarar eða ekki.

Síðasta einkunnin kom í hús, ég hef aldrei upplifað jafn mikla gleði og hamingju. Á skjánum stóð 21.016 sem er hæsta einkunn mótsins í dansi og undir því stóð Rank:1. Við misstum okkur allar, hlupum saman í hrúgu

Á skjánum stóð 21.016 sem er hæsta einkunn mótsins í dansi og undir því stóð Rank:1 hlógum, grétum og öskruðum. Þetta er alveg ólýsanleg tilfinning en jafnframt ein sú besta sem ég hef upplifað. Þessi tilfinning hefði ekki verið svona frábær nema út af allri þeirri vinnu sem við lögðum í verkefnið. Undirbúningurinn hófst 4 mánuðum fyrr og fórum við samtals á 112 skipulagðar æfingar fyrir mótið. Það er magnað að hugsa til þess að samtals eru 112 æfingar 336 klukkustundir. 336 klukkutímar af æfingum en aðeins 10 mínútur í keppni. Þessir 4 mánuðir voru samt sem áður einn sá skemmtilegasti tími sem ég hef upplifað. Við fórum í æfingabúðir til Ítalíu þar sem við æfðum tvisvar til þrisvar á dag og tönuðum á milli. Við fórum í hringferð um landið að kynna fimleika fyrir landsbyggðinni og enduðum í æfingabúðum á Akureyri um verslunarmannahelgina. Já, þú last rétt; verslunarmannahelgina! Engar Eyjar fyrir okkur. Sé ég eftir því núna? Hell no!

Hópfimleikar eru þannig íþrótt að andlega hliðin og þá sérstaklega liðsheildin skiptir ótrúlega miklu máli og eftir að hafa æft saman á hverjum degi í 4 mánuði vorum við allar orðnar mjög góðar vinkonur. Það er yndislegt að vera í liði þar sem allar leggja allt sitt í sama hlutinn, allar hafa sameiginleg markmið sem við þráum allar jafn heitt að ná og þar sem maður getur leitað til hvers sem er í liðinu ef eitthvað bjátar á. Ég er viss um að það var liðsheildin sem gerði það að verkum að allt gekk upp á réttum tíma. Engin okkar á nokkurn tíman eftir að gleyma Evrópumótinu 2012.

15


Viljinn

#NFVí 31

Sætu bræðurnir! #busaball #busaballsmidi #whatacutie - 34 like

Nei vá allir duglegastir, flottastir, samvinnuþýðastir í Verzló #guns

Kappát! #stefánvann #vivaverzlo

31

Ákváðum að frysta berg

16

smá mh-timeout i norðurkjallara #viljinn #ndvi #samtalveghnefannaloft

Ásgeir Trausti í korterinu #nfvi #marmarinn #verzlo @vakavigfusdottir @eythoringi

Alltaf gaman í tjaningu #boykiss #tjaning

VIVA VERZLÓ #VÍ-mr #sigur #vivaverzlo

Leifur að fá það #cumming

Myndið V með hægri hendi, ég fæddist verzlingur og ég dey verzlingur! #föstudags #nfvi #veisla #marmarinn

Steiktu Stjórnina! - 11 like


4.tbl 2012

Hvað er að frétta?

Anton Egilsson (toni Brons)

Í sannleika sagt ætlaði ég að bíða með það að heyra í honum Tona þangað til eftir jól þegar hann væri búinn að öðlast meiri lífsreynslu eftir Verzló, en biðin varð of erfið. Það eru allir farnir að sakna Tona sama hvort þeir segi það upphátt eður ei. Toni, eða Anton Egilsson eins og hann heitir fullu nafni, er maður sem þú hefur örugglega heyrt mörgum sinnum nefndan í gegnum lífstíðina. Ef þú ert ennþá lost og veltir fyrir þér hver þessi maður er sem ég er að tala um þá finnst mér líklegt að þetta muni hjálpa þér: Hann er Toni Bronz. Toni er sigurvegari félagslífs Verzló frá upphafi. Hann var út um allt og elskaður af öllum. Minnistæðar frammistöður Tona í lífinu eru svo margar að ég ætla að sleppa því að reyna að rifja einhverjar af þeim upp. Ég heyrði í Tona og spurði hann ráða og spurninga. 5 hlutir sem ég er að gera í lífinu í dag Ég er að læra lögfræði í Háskóla Íslands og tekur það mest allan minn tíma um þessar mundir auk Ída Pálsdóttir þess að sinna öllu því sem fylgir þeim lífstíl þar sem lunchar, golfferðir, óhóflegar vindlareykingar, kokteilboð og mæting á alls kyns orðuveitingar og málverkauppboð eru daglegt brauð. 6 hlutir sem eru snilld í Verzló Fólkið, það er ótrúlegt hvað það er mikið af flottu og frambærilegu fólki saman komið undir einu þaki. Samheldnin er gríðarleg, maður getur alltaf fundið einhvern til að hjálpa sér sama við hvað það er. Áhyggjuleysið er mikið í náminu, góður tími gefst því til þátttöku í félagslífinu enda er það ekki síður mikilvægara nám en það bóklega. Marmarinn, betri staður til að hanga, sofa, hlægja eða gráta er vandfundinn. Ég sakna hans meira en ég þori að gefa upp. Félagslífið, hvílíkur unaður sem það er, þar er vegleiki og glamúr í fyrirrúmi og allir vinna saman að því markmiði að gera allt sem allra flottast, þannig á það líka að vera. Utanlandsferðir, ef tækifæri gefst til þess að velja valáfanga þar sem utanlandsferð er í spilunum mæli ég hiklaust með því að fólk stökkvi á það, annar eins unaður fyrirfinnst ekki. 3 hlutir sem ég sakna ekki við Verzló Löngu skóladaganna, í lagadeildinni er aldrei kennt lengur en til hádegis og getur maður því ráðstafað eftirmiðdeginum svosem í veggtennis, ferðir í baðhús, heitsteinanudd eða annað tilheyrandi.

Allra stiganna, það hvarflaði að mér að fótbrjóta mig til þess eins að fá lyftukort. Stærðfræðitímanna, þar hélt ég oft að ég myndi draga minn síðasta andardrátt. 1 ráð til busa Haldiði vel á spöðunum, þá verða næstu 4 ár virkilega góð. Stelpur, passiði ykkur svo á Leifi Hregg, hann er heartbreaker.

Pantið tíma í ristil skoðun með góðum fyrirvara 2 ráð til 6.bekkinga Notið árið eins vel og þið getið og njótið þess að lifa því ljúfa lífi sem lífið í Verzló er, áhyggjur fullorðinsáranna svosem hvar þú ætlar að skíða yfir hátíðirnar, hvaða árgang af Bordeaux víni þú ætlar að drekka með lambaframpartinum og óstöðugleiki á gullverði ríða flótlega yfir. Pantið tíma í ristilskoðun með góðum fyrirvara fyrir útskriftarferðina, ykkur mun ekki veita af.

í mig og sömuleiðis restin af flöskunni. Vildi svo þannig til að hálkubletturinn var staðsettur beint fyrir framan fjölfarna ísbúð og ómuðu hlátrasköllinn þaðan um allt hverfið. Komst ég loks leiðar minnar heim og sat þar uppi með ylvolgann Brazza, krónískan bakverk og brotna sjálfsmynd. Einn góðan veðurdag fyrir rúmum tveimur árum var ég staddur í ökutíma og allt hafði gengið snurðulaust fyrir sig, eitthvað hef ég þó verið utan við mig og hrekk í kút þegar ökukennarinn snarhemlar, var það ekki að ósekju enda var ég hársbreidd frá því að aka niður gangandi vegfaranda. Var þetta enginn venjulegur vegfarandi heldur stórleikarinn Viggo Mortensen sem var á gangi i miðbæ Reykjavíkur og rétt slapp við skrekkinn til allrar hamingju. Uppáhalds núverandi Verzlingur? Án alls vafa er það Arnþór Ari Atlason, maðurinn er fjallmyndarlegur, vel gefinn, fantagóður söngvari auk þess að vera afbragðs knattspyrnumaður, er hann því samkvæmt mínum útreikningum líklegastur nemenda til að eignast einkaþotu og veðhlaupahest hvorutveggja. Það verður því gott að eiga hann sem vin í komandi tíð.

3 hlutir sem hræða mig Þór Saari , kampavínsþurrð, og það að ná ekki lífsmarkmiðum mínum, þ.e að vinna fyrir leyniþjónustu, hanna mína eigin skjalatöskulínu, verða löggiltur snekkjusali, flytja í kastala og verða verðmætara vörumerki en Michael Bolton. 2 vandræðalegir hlutir sem komið hafa fyrir mig Einn daginn gerði ég mér ferð út í búð til að kaupa mér Egils Orku, í þann mund sem ég er að taka fyrsta sopann stíg ég á eina hálkublettinn í 40 metra radíus og flýg þar af leiðandi á hausinn, sopinn sem var í þann mund að fara ofan í mig fer þess í stað framan 17


Viljinn

Bakað með Beth

Elisabeth Lind Matthíasdóttir er í 6.S á náttúrufræðibraut-líffræðisviði. Helstu áhugamál hennar eru dans og jú að sjálfsögðu bakstur. Við fengum hana til þess að búa til töfrandi cupcakes sem hafa einmitt verið svo feyki vinsælar síðustu misseri. Uppskriftin sjálf er einföld og ættu allir að geta fylgt henni án vandræða. Hinsvegar skreytir Elisabeth kökurnar af mikilli kostgæfni og ástríðu en þar kemur hin raunverulega áskorun fram. Hér er bökunarleyndarmáli Elisabeth uppljóstrað svo þið getið öll notið, borðað, elskað.

Uppskrift 3/4 bolli hveiti(178 ml) 3/4 bolli sykur(178 ml) 1 tsk lyftiduft 1/2 tsk matarsódi 1/4 tsk salt 6 msk kakó 3 msk smjör 3 msk vatn (ekki kalt) 6 msk léttsúrmjólk (má nota venjulega súrmjólk og bæta vatni út í) 1 stórt egg 1 stór eggjahvíta

Aðferð 1. Setjið öll þurrefni saman í skál 2. Blandið kakói og bræddu smjörlíki saman í aðra skál og hræra 3. Bætið léttsúrmjólk, vatni (má ekki vera kalt), eggi og eggjahvítunni út í. 4. Bætið þurrefnum út í og hrærið. 5. Bakið í 20 mínútur á 180° TIl þessa að gera rauðu blómin þá er sykurmassa rúllað upp í lengju og síðan þrýst vel á aðra hliðina til þess að gera hana þynnri. Lengjunni er rúllað upp og endar lagaðir. Hvíta kremið var stútur nr. 1M, rauðbrúna var nr. 2D

18

KREM 50 gr lint smjörliki 1 pakki flórsykur 1 egg 2-3 tsk vanilludropar


4.tbl 2012

Eiga 6. bekkingar að Facebook hafa atkvæðisrétt? Statusar Birkir Smári Guðmundsson

Mig langar til þess að bera fram þá spurningu hvort eðlilegt sé að 6. bekkingar taki þátt í að velja þá stjórn nemendafélags sem starfar eftir að þeir hafa lokið námi hér við Verzlunarskólann. Er ekki eðlilegra að þeir sem þurfa að lúta valdi stjórnarinnar taki sjálfir þá ákvörðun en ekki þeir sem eru að útskrifast úr skólanum.

Rökin sem hafa verið færð yfir því að 6. bekkingar eigi að taka þátt í kosningunum eru: • Í fyrsta lagi, þegar kosningin fer fram þá eru þeir enn nemendur í skólanum og eðlilegt er að þeir hafi atkvæðisrétt á meðan á skólastarfi stendur rétt eins og dauðvona fólk á atkvæðisrétt um næstu ríkisstjórn þó að það verði líklegast látið þegar sú ríkisstjórn tekur við. • Í öðru lagi hefur því verið haldið fram að 6. bekkingar sem hafa verið í skólanum í 4 ár hafi öðlast þá reynslu og þekkingu sem þarf til þess að vita hvað sé nemendafélaginu fyrir bestu. Þannig nýtist þekking þeirra og reynsla öðrum nemendum. Því í raun eru þau að velja fyrir komandi nýnema.

Guðrún Sigríður Þórhallsdóttir

When I grow up I wanna be fame wanna be nice bobbs drice car

Andri Már Bjarnason

Djöfull er ég að fýla VÍ-mr vikuna í drazl, hlakka samt ekkert smá til að enda þessa helluðu viku með sjúlluðu kvöldi með öllum sætu verzlingum :) ÁFRAM VERZLÓ allir í mr eru faggar

Kjartan Þórisson

Kela með thelmu núna

Þórey Bergsdóttir

Hrönn Baldursdóttir náms- og starfsráðgjafi fékk ágæstis sms frá mér þegar að ég kom heim kl. 5 í nótt um að ég væri of full, langi í hana og elski hana. Sorry Sigvaldi

Anna Björk Hilmarsdóttir B5 í kvöld eða?????? :D

• Í þriðja lagi hefur verið nefnt að fyrsta árs nemar kjósi einungis þá sem gáfu þeim mest sjúttlaði og kók og því sé kosningin ekki um hæfasta aðilann (þessi rök eru að vísu fengin að láni frá 6.bekkingum).

Sara Dögg Jónsdóttir

Á hinn bóginn má spyrja hvort eðlilegt sé að þeir sem að eru hættir í skólanum geti haft áhrif á það hverjir stjórni nemendafélaginu og taki ákvarðanir fyrir þá sem eftir sitja. Sumir hafa nefnt að 6. bekkingar hafi í gegnum árin misnotað þetta vald sitt sem sjá má með skipun nemendafélagsins undanfarin ár. Þó meira á árum áður heldur en nú er. Einnig til að koma til móts við rökin að atkvæði fyrsta árs nema stjórnist af sykurneyslu og súkkulaðigjöfum skal horfa til þess að mun fleiri atkvæði eru að finna í 4. og 5. bekk. Þessir árgangar eru til samans stærri heldur en nýnemaárgangurinn. Þau ættu því að geta valið eftir rökhugsun þann frambjóðanda sem þeim líst best á frekar en þennan sem gaf sjúttlaði og kók án þess að 6. bekkur komi sögunni við. Þó að ég sé ekki beint að taka afstöðu í þessari grein, heldur einungis að bera fram þessa spurningu, verður ekki hjá því komist að draga í efa fullyrðingar þeirra sem vilja að 6. bekkingar hafi kosningarétt. Auðvitað skil ég að 6. bekkur vilji taka þátt í kosningunum og vera með en það er líka spurning um að þau sýni þroska, gefi eftir og leyfi yngri nemendum að axla þá ábyrgð að velja þá leiðtoga sem þau vilja hafa sem stjórnarmeðlimi N.F.V.Í. En verður það ekki að teljast sanngjarnt að þeir sem að eru í skólanum þegar atkvæðagreiðslan fer fram fái að njóta atkvæðisréttar á meðan þeir eru enn skráðir í skólann og nemendafélagið enda er jú lokaballið eftir. En dæmi hver fyrir sig. Hagsmunaráð mun svo í framhaldi af þessari grein gera könnun meðal nemenda um afstöðu þeirra og verða niðurstöður kynntar í næsta tölublaði Viljans.

Hlynur Logi Þorsteinsson

Komst inn sem skiptinemi í skóla í Norður-Kóreu!!! South America here I come!!

Jeyyyjj!!! Fullt af nýjum vinuuuum!!!! Fannar Freyr Ásgeirsson Pétur Axel Jónsson Bergþór Vikar Geirsson skítið í ykkur

Hörður Guðmundsson

Ætlaði mér að skoða fantasy.premierleague.com en skrifaði fantasy.co.uk og lenti því á einhverri ömmudating klámsíðu... Ojjjj

Kristín Þöll Skagfjörð Sigurðardóttir Jææja þá hætti ég að vera sein og fer í nova... Símreikningurinn fór í 28 500 kr pabbi var megasáttur :)

Willard Nökkvi Ingason

Af hverju eru allar stelpur í Verzló eins? Ég þarf að finna eitt stykki sem er ekki sálarlaust!!! #heartbroken

Viktor Guðjónsson

Sá svona 7-8 ára gamla stelpu fokka á strætóbílstjóra þegar hann sagði henni að passa sig þegar hún væri að fara yfir götuna.. Hvað er að gerast í þessum heimi ?...

Hersir Aron Ólafsson

Fékk 9 í fjármálaprófi ! meðaleinkunin var 7 :D ! 19


Viljinn

Tónlist...

öll höfum við áhuga á tónlist

Í þessum skrifuðu orðum sit ég inni í hlýlegri stofunni heima hjá mér með kertaljós og niðurskorið kiwi, djók... ég ligg upp í rúmi, örugglega að fara virkilega illa með bakið á mér, með tölvuna í fanginu og reyni að koma hugsunum mínum um tónlist í orð. Frammi í stofu heyri ég í pabba glamra eitthvað með Neil Young á gítarinn og nágranninn er að æfa Titanic theme song-ið á píanó. Að vísu ekki besta blanda sem ég hef heyrt en ég er ekki frá því að þetta sé betra en þögnin. Tónlist er líklega eitt víðtækasta hugtak sem til er. Ég gæti verið að fara tala um einhverja ákveðna hljómsveit, eitthvað ákveðið lag, ákveðinn hljóm, hljóðfæri eða jafnvel um hversu mikil snilld tónlist er. Ég ætla einmitt að tala um það síðastnefnda. Í þessum skrifuðu orðum sit ég inni í hlýlegri stofunni heima hjá mér með kertaljós og niðurskorið kiwi, djók... ég ligg upp í rúmi, örugglega að Kristín Hildur fara virkilega illa með Ragnarsdóttir bakið á mér, með tölvuna í fanginu og reyni að koma hugsunum mínum um tónlist í orð. Frammi í stofu heyri ég í pabba glamra eitthvað með Neil Young á gítarinn og nágranninn er að æfa Titanic theme song-ið á píanó. Að vísu ekki besta blanda sem ég hef heyrt en ég er viss um að þetta sé betra en þögnin. Tónlist er líklega eitt víðtækasta hugtak sem til er. Ég gæti talað um einhverja ákveðna hljómsveit, eitthvað ákveðið lag, ákveðinn hljóm, hljóðfæri eða jafnvel um hversu mikil snilld tónlist er. Ég ætla einmitt að tala um það síðastnefnda. Ég held að ég geti leyft mér að fullyrða að flest höfum við áhuga á tónlist, þó mismikinn og smekkur manna er jafn misjafn og hljómsveitarnöfnin eru mörg. Hvort sem það er Black Keys, Bon Iver, Destiny‘s Child eða

20

Michael Bublé þá geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi því tónlist er jú alltaf sama snilldin. Við Verzlingar erum löngum þekktir fyrir að vera ekki hipsterar. Sem er svo sem ekkert nema gott mál og það sama má segja um tónlistarsmekkinn. Ég rakst einmitt á gott tíst (tweet) hjá Róberti Úlfarssyni um daginn: „Hvað getur Kanye ekki gert vinsælt hjá Verzlingum #drullugóðurenmynduþauhlustaácliqueefþaðværidmx #kingdmx #mainstream #immahipster #swag.“ Ég segi kannski ekki að DMX sé kóngur en ég skil samt í hvaða átt hann er að fara. Kvikmyndir og tónlist mynda oftar en ekki eina dásamlega heild. Það kæmi ekki til greina að skella mynd í tækið og mute-a síðan sjónvarpið. Ef það væri engin tónlist væri að vísu ekkert Glee, sem mundi ekki trufla mig mikið. Aðra sögu væri hins vegar að segja ef X-factor hefði ekki komið til sögunnar, ég vil ekki einu sinni hugsa út í það hvað hefði orðið um föstudagskvöldin mín. Það væri ekkert Nemó, ekkert Væl, engir tónleikar, enginn Justin Bieber, enginn Skrillex, engin böll og engin jól. Já, jólin væru allavega ekki jólin ef ljúfir jólatónar fengu ekki að hljóma daginn eftir 12. des. Á leið minni í skólann um daginn kveikti ég í makindum mínum á Bylgjunni – bjartri og brosandi. Var þá ekki hann Ásgeir Trausti að kitla orð í eyru. Maðurinn sem er búinn að bræða hjörtu flestra íslenskra stúlkna nú á undanförnum dögum. Lagið kláraðist og ég skipti yfir á næstu stöð sem var að mig minnir Kaninn eða jafnvel X-ið. Ég get með vissu staðfest að

það var ekki FM957 með Magasín, ekkert svoleiðis á morgnana í yarisnum. Þar beið mín enn eitt stolt Íslendinga, hljómsveitin Of Monsters and Men sem hefur, líkt og alþjóð veit, verið að gera það virkilega gott utan landssteinanna. Þetta er svona tónlist sem næstum allir hrífast af. Það sannaðist heldur betur þegar hálf þjóðin mætti á tónleika með þeim í Hljómskálagarðinum nú í sumar. Síðastliðið ár hef ég heyrt marga tala um að

lög geta minnt mann á margt og vakið upp góðar minningar lög með þeim séu spiluð í framandi löndum sem ég hef varla heyrt getið um. Virkilega vel gert. Svo ekki sé nú minnst á heimsborgarana og ofurpíurnar í The Charlies þá myndi líklega fara heilsíða í það eitt að ræða um hversu vandað og frumlegt myndband þeirra er við nýútkomið lag Hello Luv. Held að nafnið á laginu segi meira en nóg. Tónlist er reyndar svo miklu meira en bara tónlist. Hún spilar á tilfinningarnar, getur vakið upp gleði, sorg, hlátur, grátur og síðast en ekki síst minningar. „Vá, hvað þetta lag minnir mig á Eyjar 2009,“ er bókað setning sem ófáir hafa sagt í gegnum tíðina síðan 2009 enda ekkert skemmtilegra en hvað lög geta minnt mann á margt og vakið upp góðar minningar. Eða hver kannast ekki við það að vera í kósý gírnum, nenna alls engu, langa samt að gera eitthvað, síðan heyrir maður „lag-ið“ og er þá allt í einu til í allt, svona næstum. Tónlist er eitthvað sem var, er og verður alltaf. Njótið próflestursins og hlustið á meiri tónlist.


4.tbl 2012

Hiphopball

21


Viljinn

skemmtilegasti dagur lífs ykkar.

V.Í. Will Rock You Árni Þórmar Þórvaldsson Mímir Hafliðason Jón Birgir Eiríksson Eitthvað smetti: “Boys, guys, boys, guys eruð þið eitthvað byrjaðir á þessu Nemódæmi?” Snákarnir: “Mökkhausen, við erum búin að vera non-stop frá því síðasta vor, RÍFÐU ÞIG UPP fucker. Hahahhh” Núna eru 2 mánuðir og 14 dagar í Nemódaginn og erum við í Nemónefndinni búin að vera að vinna að þessu frá því í mars eða apríl, munum ekki alveg hahahaha. Allavega ekki síðan í febrúar, en það er önnur saga! En öllu gríni sleppt hefur þessi vinna falið í sér ýmislegt eins og til dæmis að velja leikstjóra, danshöfund, tónlistarstjóra og skólastjóra. Hahaha slepptum ekki þessu gríni. Það var ekki erfitt val þegar kom að því að velja manneskju sem myndi leikstýra þessu verki, en vanda þurfti valið því við þurftum manneskju sem myndi uppfylla öll þessi skilyrði: Vera fyndinn, vel skrifandi og vera náskyld Ása. Því varð fyrir valinu kjarnakonan Björk Jakobsdóttir, mamma Ása. Stella Rósenkranz, besti danshöfundur í heimi er orðin húsgagn í Verzló. Hún dansar það sko af sér, já hún er eiginlega bara geðveikt fín gella. Og heit. Tónlistarstjórann Hall Ingólfsson þekkja kannski færri en hann hefur unnið meira bakvið tjöldin en Björk og Stella. Hallur hentar vel fyrir rokksöngleik, enda mikill rokkari sjálfur og skartar hann fögru rokkfaxi. Síðustu vikur hafa verið annasamar fyrir okkur því u.þ.b. 12.583 manns mættu í leik, söng, dans, hljómsveitar- og nefndarprufur. Valið var afar erfitt því það komu svo ótrúlega margir flottir en eftir stendur mökkflottur hópur af gjíníusis sem munu gera þetta ferli og þessa sýningu að beeeeeeeestu sýningu í HEIMI.

22

Það er heldur enginn búinn að gleyma nemótrailervikunni sem var besta vika skólans hingað til. Ásgeir Trausti vakti lukku á marmarann með ljúfum tónum, Eiður töframaður galdraði fyrir okkur, Ari Eldjárn grætti alla úr hlátri í Bláa Sal og eftir geggjaðan íþróttaklukkutíma með Magga Íþróttaálf Scheving gæddu allir sér að ylvolgum möfflum og flestir fengu að snúa lukkuhjólinu, þar sem vinningarnir voru ekki af verri endanum. Vá hvað það var gaman! Meira að segja Ingi skólastjóri kom að fá sér vöfflu og fékk að snúa hjólinu, hann vann Supersub miða en við vitum ekki hvort að hann sé búinn að fara.

eftir stendur mökkflottur hópur af gjíníusis Núna erum við snákarnir búnir að vera pæla í þessu í 6 mánuði en núna þurfið þið, kæru samnemendur, að byrja að huga að þessu líka. Brátt líður að Nemendamótinu og þurfa allir bekkir að byrja að huga að hlutum eins og: - Verður morgunpartý???(Getum við haft bakarísmat!!!!!) - Veitingastað(eða ætlum við kannski að borða heima hjá einhverjum?!?!?) - Fatnaði á ballinu(við megum ekki enda nakin(eða í gömlu dressi(ojj))!?!?!) - Hvað gerum við bekkurinn milli sýningar og fyrirpartýs???? - Förum við í ratleik? - Eigum við að fara í bláa lónið? - Er enn gókart á Íslandi?!?(getum við farið???) - Skautahöllin er snilld(OMG hvað hún er mikil snilld(SNILLD))!!! - Leigja fimleikasal og gera eitthvað skemmtilegt allir saman :D - MUNA AÐ BJÓÐA UMSJÓNAR KENNARA AÐ KOMA Í FYRIRPARTÝ Ef þið skipuleggið daginn ykkar vel, þá lofum við að 7. febrúar 2013 verði skemmtilegasti dagur lífs ykkar.


3.tbl 4.tbl 2012

Saga Sig Ída Pálsdóttir

Innblástur minn kemur frá fólkinu í kringum mig og umhverfinu mínu.

Saga Sig er einn hæfileikaríkasti ljósmyndari okkar Íslendinga í dag. Hún hefur myndað fyrir mörg af stærstu nöfnum tískuheimsins í dag eins og Topshop, I-D, Dazed and Confused, Nike ofl. Hér heima hefur hún svo unnið mikið fyrir Kron Kron, tekið myndir fyrir Kalda systurnar ásamt ótal fleiri verkefnum sem hún hefur komið að. Saga útskrifaðist úr Verzló árið 2006 og forvitnuðumst við aðeins um hvað hún hefur verið að gera síðan þá og spurðum hana út í reynslu hennar af Verzlunarskólanum. Hægt er að skoða myndir Sögu á www.sagasig.com og mælum við að sjálfsögðu með því!

Sæl Saga. Hvað segir þú gott? Ég segi mjög fínt, takk fyrir :) Nú býrð þú í London, hvernig fýlaru það? Mér finnst það frábært, ég bý í AusturLondon og það er algjör snilld að vera hérna, fullt af skemmtilegum görðum, listasöfnum, bókabúðum og kaffihúsum. Hvað hefur þú verið að bralla seinustu daga? Ég var að klára verkefni fyrir NIKE, var að ná í filmurnar úr framköllun og sit sveitt við að skanna þær inn var líka að klára verkefni fyrir Burberry í samstarfi við Harper’s Bazaar Arabia, og svo Inspired by Iceland herferð. Allt alveg fáránlega skemmtileg verkefni! :) Hvað er á döfinni? Að klára og ganga frá öllum þessum verkefnum og svo taka við ný verkefni. Skemmtilegasta verkefnið hingað til? Erfið spurning, vinnan mín er þannig að enginn dagur er eins, ég hef fengið að ferðast um heiminn til að taka myndir hitt allskonar fólk, öll verkefni eru mismunandi. Það var ótrúlega gaman að fara til Kína að taka myndir og svo var Nike verkefnið skemmtilegt því þeir gáfu mér svo mikið frelsi (sem er frekar sjaldgæft í auglýsingaheiminum í dag). Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum og hvaðan færðu innblástur? Ég skýt mestmegnis á filmu, elska liti og áferð. Reyni að segja sögu eða ná fram ákveðinni stemmingu með myndunum

mínum. Innblástur minn kemur frá fólkinu í kringum mig og umhverfinu mínu. Hvernig fannst þér í Verzló? Mér fannst það frábært, ef ég hefði ekki farið í Verzló væri ég ekki þar sem ég er í dag, s.s að taka myndir. Ég byrjaði nefnilega í MR og kláraði eitt og hálft ár þar áður en ég skipti yfir í Verzló, sé ekki eftir því núna. Hvað fannst þér skemmtilegast? Að kynnast bestu vinum mínum.

Saga Sig er einn hæfileikaríkasti ljósmyndari okkar Íslendinga

En leiðilegast? Hvað ég var léleg í stærðfræði sem var frekar óheppilegt því ég var á stærðfræðibraut, ég fæ ennþá martraðir að stærðfræðistúdentsprófið sé á morgun, þetta eru hræðilegar martraðir, Þórður Möller var samt frábær kennari :) Eftirminnileg stund úr Verzló? Útgáfudagur Verzlunarskólablaðsins og svo útskriftin að sjálfsögðu. Fannst þér þú fá tækifæri til að nýta hæfileika þína innan veggja skólans? Já klárlega! Reynsla við að vera í Verzlunarskólablaðinu var dýrmætt veganesti þegar ég byrjaði að vinna sem ljósmyndari. Hlutirnir sem gerst í félagslífinu í Verzló eru ótrúlegir, maður lærir svo mikið! Einhver skilboð til núverandi Verzlinga? Látið drauma ykkar rætast! 23


NTC myndaþátturinn Allar vörur þáttarins eru fáanlegar í Gallerí 17 Ljósmyndun: Rakel Tómasdóttir Teikningar: Rakel Tómasdóttir Förðun: Kara Magnúsdóttir Módel: Martin Hermannsson Gunnar Birgisson Auður Eiríkssdóttir Elma Rún Hermannsdóttir





Viljinn

28


4.tbl 2012

Viðburðardagatal 22.nóv

12.des

í Salnum

í Eldborg

Páll Óskar

22. Nóvember til 1. Febrúar

Jólatónleikar KK og Ellen 15.des

Jólagestir Björgvins í Laugardalshöll

31.des

GamlársKvöld 1.jan

Nýársdagur Leiðinlegasti dagur ársins. Njótið!

23.nóv

3.jan

Vælið í Eldborg Top secret atburður sem er mjög underground. Þið fréttuð fyrst af honum hér.

28.nóv

Star Wars tónleikar

Útsölur Kringlunnar 17.des

jólaball Hellað jólaball

4.jan

Skólinn hefst

Geðveik hljómsveit á enn geðveikari stað. Bíðið SPENNT.

í Hörpu

4.-5.jan

Of Monsters and Men á Faktory

1.des

Steed Lord og Legend tónleikar Gamli Gaukurinn Hljómsveitin Steed Lord mun halda sína fyrstu tónleika á Íslandi í 3 ár eftir að bandið flutti búsetu sína til Los Angeles. Þetta eru útgáfutónleikar nýjustu breiðskífu þeirra sem ber heitið ‘The Prophecy pt.1’.

18.des

6.jan

Mika tónleikar

Þréttándinn

í Silfurbergi Það verður gleði- og partýstemmning þegar stórstjarnan og strákurinn með röddina sem nær fjórum áttundum MIKA stígur á stokk í Hörpu.

Verzlunarskólakórinn stígur á stokk og nýtir tækifærið og syngur ljúf jólalög á seinasta degi jóla.

9.-11.jan

Endurtekningarpróf 20.des

Afhenging Einkunna

11.des

27.des

til byggða

í Smára-, Háskóla- og Laugarásbíó

Stekkjastaur kemur

Hobbitinn frumsýndur

Ertu hrædd/ur um að falla? Taktu þá þessa daga frá!

25.jan

Les Miserables í Smára-, Háskólaog Laugarásbíó 29


Viljinn

#Yolo Síendurteknar skemmtiferðir ungs fólks niður í miðbæ Reykjavíkur, eru ekki svo einstakar að þær verðskuldi yfirskriftina YOLO.

Með tilkomu betri hugbúnaðar og bættrar nettengingar hafa samskipti milli landa og mismunandi samfélaga auðveldast og dreifing á lífsspeki og samfélagslegum viðmiðum aukist. Hjá yngri kynslóðum heimsins birtist þessi Steinar Haraldsson 5-E speki í formi tilvísana og slagorða. Mikil áhersla er lögð á að fólk lifi lífinu til fulls og njóti hvers dags eins og hann sé sá síðasti. Ein af þessum tilvísunum er skammstöfunin YOLO eða eins og hún stendur fyrir „You Only Live Once“. Yolo hefur vægast sagt farið sigurför um allan heiminn og rúmlega það, eftir að hip/hop tónlistarmaðurinn Drake kváði svo í lagi sínu „The Motto“ sem hann gaf út í október 2011: „Now she want a photo, you already know though, You only live once, that‘s the motto n**** YOLO,“. Það má vel vera að boðskapurinn eigi að vera góður, jákvæður og kíminn og er hann það eflaust. Hins vegar hefur mikið borið á ofNOTKUN orðtaksins, og þá sérstaklega hér á litla Íslandi. Það kannast eflaust margir við orðatiltækið „allt er gott í hófi“ og á það svo sannarlega við hér. Íslensku ungviði hefur, eins og með svo margt annað, tekist að þreyta boðskapinn svo mikið að nú er hann jafnvel byrjaður að fara í taugarnar á mörgum, að mér meðtöldum. Síendurteknar skemmtiferðir ungs fólks niður í miðbæ Reykjavíkur, eru ekki svo einstakar að þær verðskuldi yfirskriftina YOLO. Þá er heldur ekkert sérstakt við það að bera á sér rassgatið í góðra vina hópi við rætur Esjunnar og hrópa „you only live once“ á sama tíma. Að mínu mati mætti frekar túlka þessa hegðun sem vanvirðingu við eitt fallegasta fjall Reykvíkinga. Frekar ætti að nota 30

máltækið við alveg einstök tilefni eins og að klífa hæsta fjall heims, klára Iron Man kapphlaupið eða uppfylla einhverja aðra þrá eða drauma. Einnig virðist sem að auðvelt sé að misTÚLKA boðskapinn og hefur hraðri þróun margmiðlunarheimsins tekist að dreifa honum langt út fyrir öll velsæmismörk. Dæmi eru um að oftúlkun á boðskapnum blási upp afbrigðilega frávikshegðun og jafnvel afbrotahegðun af ýmsu tagi. Eitt slíkt dæmi má nefna um hinn 21 árs rappara Ervin McKinness eða Inkyy eins og hann var gjarn á að kalla sig, en hann lést fyrir skömmu í bílslysi þar sem hann ásamt þremur öðrum vinum sínum óku æðruleysislega undir áhrifum áfengis með þeim afleiðingum að bíll þeirra skall á vegg. Það sem er áhugavert við þetta atvik er að nokkrum mínútum fyrir brotfall rapparans tísti hann á samskiptavefnum Twitter: „Drunk af going 120 drifting corners #F***It. YOLO“. Gefið hefur verið út að rapparinn hafi ekki verið sjálfur við stýrið en þrátt fyrir það vekur þetta athæfi upp margar spurningar sem erfitt er að svara. Eins og heyra má á þessu tísti er hægt að gefa sér það að viðkomandi hafi notað máltækið fræga til að gíra sig upp í hasarinn og spennuna sem átti svo eftir að verða mjög afdrifarík. Það sem fer í taugarnar á mér við þessa skammstöfun er sannfæringarmátturinn sem hún býr yfir. Þó það sé vissulega spennandi að vera ungur og vitlaus af og til, er ennþá mikilvægara að ganga hægt um gleðinnar dyr og sýna markvissa skynsemi í öllu sem maður gerir. Lífið getur tekið stökkbreytingum á hinum ólíkegustu augnablikum og því er ekki endilega sniðugt að storka örlögunum á þennan hátt. Mín heitasta ósk er því sú að Ervin McKinnes, sem annars var hinn ágætasti tónlistarmaður fái að hvíla í friði, en að oftúlkunin á máltækinu YOLO deyi með honum.


3.tbl 2012

Elsta profile Flestir stofnuðu sér facebook síðu í kringum 2008. Þá var tilvalið að skella af sér einni mynd í profile svo fólk vissi örugglega um hvern væri að ræða. Við ákváðum að forvitnast um val fólks á fyrstu profile myndinni og hér eru nokkrar sem okkur fannst skara fram úr. Ída Pálsdóttir

Dagmar Skellum okkur í Adidas peysu og förum í myndaflipp.

Ingileif Hipster to another level.

Auður Finnboga Elskum þessar speglamyndir.

Sigurður Hrannar Kinnbeinin fengu að njóta sín á þessari.

Brynja Bjarnadóttir hvað ætli hún hafi fengið mörg poke út á þessa?

Styrmir Elí Það var pottþétt ekki sól úti.

Anna Björk Brazilian tan og Smart kort á kjelluna.

Alexander Örn Lúkkið sem tröllreið íslenskri menningu í kringum 2007.

Lísa Rán Þessi hattur er að fullkoma lúkkið.

Sveinn Breki Rennislétt hár og byssupós getur ekki klikkað.

Högni Högni fýlar tits og skammast sín ekkert fyrir það.

Jóhannes Bieber glottið.

Jónas Veggur og smá Jónas.

Mímir HAHAHAHA shit!!! Er þetta Mímir??????!

Tómas Hrafn Sjáissi biking shades!! Tommi þú ert meðidda.

Snorri Björns Ég er sko ljósmyndari og ég kann sko á photoshop.

Lilja Gylfa Mikilvægt að túpera aðeins taglið.

Pétur Geir Ekki breyst mikið svosem.

Kristín Hulda Professional photoshoot.

Valur Páll King afró.

31


Viljinn

Af hverju er ríkisstjórnin á móti fassjón?

Ég elska íslenska fatahönnun og ég vildi óska þess að ég gæti einungis keypt mér fallegar flíkur eftir flotta og upprennandi hönnuði.

Á sumrin vinn ég alla daga frá níu til fimm og í jólafríinu er það sama sagan. Ég þræla mér út til þess að eignast peninga. Þessum peningum vil ég eyða í það sem ég elska mest, föt! Það er svo erfitt fyrir manneskju eins og mig að búa á þessu landi. Allskonar rannsóknir segja að Íslendingar séu hamingjusamasta þjóð heims, ég einfaldlega skil það ekki! Það er eins og ríkisstjórnin sé með það að markmiði að fólk megi ekki stunda það sem það elskar mest, í mínu tilfelli eru það að versla föt. Það er 25,5% virðisaukaskattur á öllu og eins og það sé ekki nóg þá eru flestar búðirnar með yfir 100% álagningu á öllum vörunum. Hvað er að frétta? Meira að segja notuð föt sem að ættu að kosta 2000 krónur MAX eru á einhverju uppsprengdu verði og Íslendingar kaupa þetta því að við höfum ekkert annað. Ég elska íslenska fatahönnun og ég vildi óska þess að ég gæti einungis keypt mér fallegar flíkur eftir flotta og upprennandi hönnuði. Nei, það mætti halda að um leið og orðin “Icelandic Design” eru saumuð á merkimiða, sé allt í einu leyfilegt að bæta 50.000 króna álagningu á verð flíkurinnar. Það eru múrar í kringum okkar og við getum ekki hreyft okkur. Nú eru sumir eflaust sumir að hugsa “hvað með að versla bara á netinu?”. Það getur þó verið heldur betur blekkjandi. Sko, hugsum málið til enda, ég sé fallega flík á hm.com eða urbanoutfitters.com. Þar stendur að þar kosti buxur 50 dollara. Á núverandi gengi eru það 6100 krónur, gott verð fyrir flottar buxur. Ég ætla að láta senda þær hingað heim til Íslands og BAMM, 2000 krónur í sendingakostnað. Svo þegar buxurnar eru komnar til landins þá er tollinum bætt á BAMM svo og virðisaukaskattinum líka BAMM og þá eru buxurnar komnar yfir 10.000 krónur. Svo er líka alveg týpískt að þegar buxurnar

32

koma til landsins að þær séu of litlar, vá geggjað! Þetta, kæri lesandi, kallast að henda peningunum út um gluggann. Ég hef einungis verslað mér örfáar flíkur hér á þessu skítaskeri. Ég er svo mikill nískupúki að ég bíð frekar eftir að ég fari til útlanda og versla þar fyrir allan veturinn í einni ferð. Eða þá að ég bíð eftir að einhver í fjölskyldunni fari til Bandaríkjanna og ég sendi á viðkomandi en eins og ég kom inn á áðan þá er það eins og rússnesk rúlletta hvað varðar stærðir. Ég veit að þið eruð öll sammála mér enda erum við öll fórnalömb hárra skatta og álagninga ríkisstjórnarinnar og fataverslananna hér á landi. Það er eins og þau séu á móti hamingju. Ég held að þetta sé allt eitt stórt samsæri!! Gunnhildur Jónsdóttir


3.tbl 2012

#Busaball 31

Tilbúnir fyrir besta ballið #buzaball

zleikur @elisabetolafs @arnahalldors

Busaball verzlo ég og @sindri1996 að taka myndir af okkur með @raggithor í sleller #buzaball #iceland

Crewið er mætt og þú veist það endar illa

#buzaball #workout #sveppurinn # offulur? #nei #bara #smá

Skrítin mynd sem átti örugglega að vera eitthvað krúttleg #buzaball #mölvun @ solveigloa blómið mitt

29

@ninaingolfs búin að maffanni #ojj #buzaball #karatekid #ninalamdann

Jólasveinn eðaa? #hehe #buzaball #djok #bararaka #gmt

Flashback til Leikskólans #sofustund #svefnhornið #buzaball

Glorsoltnir busaúlfarnir mættir til að gæða sér á Viljakræsingum

Glorsoltnir busaúlfarnir mættir til að gæða sér á Viljakræsingum

Þrífa kafaraskálann #myndarlegir #buzaballa #eftirparty @hlynurl

33


Viljinn

Valgreinaferðir Eins og margir tóku eflaust eftir þá tæmdist skólinn á ákveðnum tíma í október, nánar tiltekið yfir vetrarfríið. Margir fóru með fjölskyldu og vinum af landi brott en mestmegnis af hópnum fór erlendis á vegum skólans. Farið var í ferðir til Liverpool, Rússlands og Ítalíu, þetta eru einungis ferðirnar í valáföngunum en farnar eru miklu fleiri. Þetta er einmitt einn af þeim fjölmörgu hlutum sem við Verzlingar höfum fram yfir aðra skóla, það eru þessar eftirminnilegu og einstöku valáfanga ferðir. Þar sem að við höfum hlotið þá Þórdís Katrín Steinunn blessun að fá að upplifa slíkar ferðir vildum við dreifa boðskapnum. Við vildum veita innsýn Þorkelsdóttir Antonsdóttir í það sem ferðirnar bjóða upp á og hvaða snilld bíður ykkar ef þið munuð taka þá viturlegu ákvörðun að velja þessa áfanga. Tekin voru stutt viðtöl við ferðalanga og athugað hvað vakti mestan áhuga þeirra. Ferðasögurnar eru misjafnar en eitt eru þau þó sammála um, ekki hika við að merkja við LOL103, SAG173 eða LIS103 , það eru próf og það eru verkefni en þetta er algjörlega þess virði.

Liverpool Haldið var til Manchester þann 12.október og rúta tekin þaðan til Liverpool. Megintilgangur ferðarinnar var að skoða hina heimsfrægu og glæsilegu sýningu Bodies sem átti að hjálpa nemendum við það að skyggnast inn í heim lífeðlisfræðinnar og sjá allt með eigin augum. Auk þess að fara á sýninguna fór hópurinn á Bítla tribute tónleika, að versla og að sjálfsögðu skemmta sér. Daníel Ómar, Pétur og Albert svöruðu nokkrum spurningum varðandi ferðina. Hvernig var ferðin, fannst þér þú læra mikið af því að fara? Ferðin var virkilega lærdómsrík og Bodies sýningin fáranlega flott. Liverpool er auk þess skemmtileg borg með vel virkt næturlíf. Geturu nefnt eitt minnisstætt atvik úr ferðinni? Eitt var á skemmtistað sem ætlaður var fyrir samkynhneigt fólk þar sem strákur úr hópnum hugsaði sér gott til glóðarinnar er hann bauð stúlku upp á drykk á barnum. Þau stukku svo út á dansgólf þar sem 34

stráknum fannst hún vilja stjórna dansinum heldur mikið. Þau enda svo á því að kyssast í dágóða stund áður en drengurinn umræddi flýr staðinn eftir að hafa fundið reglustiku stúlkunnar stinga sig í lærið.

drengurinn umræddi flýr staðinn eftir að hafa fundið reglustiku stúlkunnar stinga sig í lærið. Hver var setning eða slangur ferðarinnar? Þrjú fótboltabullulög voru títt sungin á götum borgarinnar af meðlimum hópsins, þau eru: ”Fuck off Rafa Benitez”, ”Liverpool FC aint got no History” og ”Wayne Rooney”, ”the white Pelé” Myndir þú velja áfangann aftur? Ef þú hefur áhuga á líffræði geturu lært mikið af þessum áfanga, þessi ferð er svo virkilega skemmtileg viðbót. Já, ég myndi svo sannarlega velja áfangann aftur.


4.tbl 2012 Rússland Lagt var af stað snemma um morguninn þann 17.október. Flogið var til Finnlands og þaðan keyrt yfir til Rússlands. Á leiðinni köfnuðum við úr hita, bættum við auka rútutíma þar sem ónefndur aðili gleymdi passanum og hittum stranga landamælaverði. Okkar beið glæsilegt hostel þar sem að eitt herbergjanna var bókstaflega “out of space”. Við skoðuðum helstu staði Pétursborgar og skemmtum okkur öll kvöld, alla daga. Halla Berglind svaraði nokkrum spurningum varðandi ferðina:

...Volodja og Vladimir komnir með facebook-in og símanúmerin okkar Hvernig var ferðin, fannst þér þú læra mikið af því að fara? Ferðin var bara alveg helluð! Við Girls Chicks Girls vorum búnar að vera alveg mega peppaðar yfir þessu lengi og skipuleggja þetta í þaular, keyptum okkur saman miða á Zenith leikinn og skoðuðum helstu baðhús landsins. Strákarnir höfðu hinsvegar keypt sér miða á rússneska ballettinn í staðinn. Ég veit ekki alveg

hvernig það fór en ég heyrði að það hefði verið mögnuð sýning og vöktu lærin á aðal dansaranum sérstaka lukku á meðal þeirra. Geturu nefnt eitt minnisstætt atvik úr ferðinni? Klukkan fimm um morgun, aðfaranótt laugardags fengum við Guðrún þá snilldar hugmynd að detta í kebab. Útivistartíminn var þó aðeins til 12 og ákváðum við að taka Begga með sem lífvörð. Þeir sem þekkja Begga vita að hann er ekki maðurinn í starfið (sorrí Beggi). Eftir 5 mínútur á kebab-staðnum voru Volodja og Vladimir komnir með facebook-in og símanúmerin okkar og fengu að auki mynd af typpi, teiknaða á staðnum af myndlistarmanninum Begga. Mér fannst líka ógeðslega fyndið þegar Bjarni Geir braut skápinn minn…… Hver var setning eða slangur ferðarinnar? „OOOOOOOOOOOOOOOOOOGFÁÁÁÁSHÉÉÉÉÉR” Segja „privét” við öllu Volodja Myndir þú velja áfangann aftur? Jáhhh heldur betur, the MOTHERLAND er harasjó!

Ítalía Árla morguns þann 16. október síðastliðinn héldu 37 nemendur (þar af 7 strákar – do the math!) úr 6. bekk til lands Michelangelo og Leonardo Da Vinci. Já, kæri Verzlingur -ef þú veist eitthvað giskaðir þú rétt – þau fóru til Ítalíu. Heimsóttar voru tvær af fallegustu og merkustu borgum landsins, Róm og Flórens. Árni Hermanns, hinn mikli meistari, leiddi okkur í gegnum helstu menningar- og söguundur þessara borga og Viljinn fékk Sigvalda Sigurðsson til að gera örstutta samantekt á dýrðinni.

þetta var draumi líkast. Hvernig var ferðin, fannst þér þú læra mikið af því að fara? Jú þessi ferð var alveg hreint mögnuð, sáum svo ótrúlega mikið af flottum byggingum, málverkum og styttum, þetta var draumi líkast. Þar sem kennarinn okkar er antílópa þá komumst við yfir svona mikið á stuttum tíma. Lærdómurinn af þessari ferð var mikill því maður var búinn að sjá margt af þessu í tímum og þegar maður var kominn á staðinn þá stimplaðist þetta alveg í hausinn á manni.

Getur þú nefnt eitt minnisstætt atvik úr ferðinni? Þau voru svo mörg, en eftirminnilegt var þegar Óli Hall klæddi sig upp sem Páfi Thug og hélt sýningu fyrir públikinn, fáviti og snillingur. Einnig þegar við vorum að leita að hæð Michelangelo í hinni undursamlegu Flórens og litaður fagmaður á hjóli kom upp að okkur og hann opnaði með setningunni „You from Africa?“. Síðan má ekki gleyma þegar Margrét Indra merkti ferðatöskuna sína sem Jóakim frá Andabæ, það var rétt áður en hún bað um hálfan ostborgara á McDonalds. Það væri hægt að skrifa bók um skemmtileg atvik, enda er um að ræða heila viku af snilld. En ég læt hér við sitja. Hver var setning eða slangur ferðarinnar? Váá svo mikið af slangri, skal nefna eitthvað: -Dingdingdingdingding... -Flekun (í boði Árna Hermanns) -I do it! -Oh god! -og hvað? Myndir þú velja áfangann aftur? Ef ég myndi fá að lifa í eina viku aftur, þá væri það þessi vika (ég veit ég er væminn en ég er bara svona, og hvað?) 35


Viljinn

Hvað finnst þér um Verzló? Verzlunarskólinn og nemendur hans hafa ætíð verið umdeildir fyrir ýmislegt og annað. Við fengum því fjóra nemendur úr fjórum menntaskólum til þess að tjá skoðanir sínar á okkur Verzlingum. Eftir að okkur bárust greinarnar vorum við tvístíga í hvort við vildum birta þessar innantómu lygar um okkur Verzlinga, þá sérstaklega pistilinn frá Biturð Þormóðssyni. Við vitum þó að það þarf meira til en þetta til þess að rífa okkur Verzlinga niður. Þegar uppi er staðið þá eru þau (Hr. Biturð) öfundsjúk, öfundsjúk út í flottasta og stærsta nemendafélag landsins.

Kvennaskólinn Í Kvennaskólanum þykir okkur alveg rosalega vænt um Verslinga. Okkur þykir þeir allt í senn áhugaverðir, skemmtilegir og spennandi. Þeir Oddur Ævar eru svo ólíkir okkur en Gunnarsson samt svo líkir! En lofið mér að leiða ykkur út í það sem við Kvennskælingar skiljum ekki alveg er viðkemur Verslunarskóla Íslands og nemendum hans. Til að byrja með áttum við okkur t.d ekki enn á því hvort þetta sé skrifað Versló eða Verzló nú eða þá af hverju það skiptir Verzlinga svona rosalega miklu máli að fólk skrifi það með zetu, staf sem hefur ekki verið hluti af íslenska stafrófinu til margra ára. Við eigum líka erfitt með að skilja forgangsröðun Verzlinga. Þegar ég mæti

í Verzlunarskólann, oftast til að horfa á ræðukeppnir þá tek ég eftir því að Verzlingar eru pínulítið eins og þeir séu að fara á ball. Í geðveikt flottum fötum og stelpurnar stífmálaðar. Þeir virðast pæla rosalega mikið í ytra útliti. Ég skil samt ekki af hverju þeir þurfa að hafa áhyggjur af útlit sínu á ræðukeppni. Ég hef líka tekið eftir þessu í partýum með Verzlingum, en það fær mig svolítið til að efast um ágæti míns eigin útlits. Útlitið virðist vera það sem skiptir höfuðmáli. Sem fær mig til að velta því fyrir mér hvort að Verzlingar geti yfirhöfuð mætt í skólann í kósýfötum og haft það gott einn dag í skólanum án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnst um sig...er það leyfilegt í Verzlunarskóla Íslands? Ég veit það ekki. En það lítur út fyrir að það skipti ALLTAF máli hvað öðrum finnst. Er það þannig?! Svör óskast frá ritstjórn. En það leiðir okkur einmitt út í aðrar

vangaveltur. Verzlinga virðist þyrsta í viðurkenningu. Þyrsta í að komast í kastljósið og “meikaða”. Sem mér finnst persónulega töff. Það mætti alveg vera meira svoleiðis í Kvennó. Sumir eru samt ósammála mér. Enda má rökræða ágæti þess út í hið óendanlega. En þetta hefur svo sannarlega skilað sér í því að Verzlingar eru með gríðarlega töff félagslíf og vilja skara fram úr á sem flestum sviðum. Hvað sem þessari grein líður að þá vitum við í Kvennó að Verzlingar eru upp til hópa gríðarlega flottir krakkar, en hugarfarið er það sem aðgreinir þá kannski hve mest frá okkur. Við í Kvennó erum bara aðeins rólegri yfir þessu öllu saman.

Menntaskólinn í Reykjvík Kæru Verlingar. Það er mér herrans heiður að vera grátbeðin að skrifa þessa heiðursgrein um minn ástkæra Verló. Loksins er vettvangur firi því að ég fái að Kristín Guðmundsdóttir hrósa ykkur eins mikið og þið eigið skilið. Kominn er tími á hreinskilni af minni hálfu. Kominn er tími til að ég viðurkenni fyrir heiminum það sem tók svo langan tíma firi mig að viðurkenna firi sjálfri mér. Ég er nefnilega ein af þessum „laumuverlingum“. Ég var ein af þeim sem var að velja milli mr eða Verló en ólíkt flestum þá endaði ég á því að setja mr í fyrsta val en Verló í annað. Ég fann um leið að þetta væru mistök, jafnvel grautuð. Málið er það að ég er úr (90)210 Garðabæ (repre$entin) og ætti því að passa alveg ógisla vel í Verló. Ég er með sko ótrúlega mikinn gáfuleika þótt ég sé 36

ekki það „klár“ en er samt alveg flippuð og stundum skemmtileg, svo er ég líka bara tussa við þá sem eiga það doldið skilið sem er alveg ótrúlega góður kostur!!! Málið er bara að sama hversu mikil Verlótýpa ég þykist vera, þá er ég ekkert í Verló! Ég kenni stóra bróður mínum alfarið um. Hann var að fara á elsta ár í mr og hann neyddi mig til að koma þangað, eitthvað um það að hann væri orðinn leiður á að borða einn í hádeginu og vildi fá einhvern

Ég er með sko ótrúlega mikinn gáfuleika þótt ég sé ekki það „klár“ til að koma með sér á viðburði mr eins og tebó (mjólkurkvöld hja mr FOKK ÞAU ERU SVO SKRÍTIN!!) og auðvitað fann ég aðeins til með honum, en fór líka útaf mamma og pabbi lofuðu að kaupa handa mér bíl vííííí! Bestu vinkonur mínar fóru allar í Verló og vildu svo sem alveg íhuga það

að fá mig með, þeim var samt alveg sama. Ég þekki þær ekki lengur í dag, þær eru orðnar svo ógisla töff og miklar drottningar og tófur sko! Ég reyni samt alveg að hafa gaman í mr, þótt það sé krefjandi þegar námið er óskiljanlegt (hver talar eiginlega latínu?), félagslífið er ekki til staðar (vildi svo mikið að MR væri með söngleiki, þeir eru svo skemmtilegir!) og allt fólkið er eins og Jóhanna Sigurðardóttir (lol jk, hún var í Verló og er LEGEND). Ég mæti á VÍ-mr daginn og hvet alveg mr, fagna alltaf þegar þau rústa og svona, en þegar ég kem heim þá hellist blákaldur raunveruleikinn yfir mig og ég tek háa upphæð út úr tárabankanum, tæmi hann jafnvel. En ég verð að lifa með þessum mistökum alla ævi, það eina sem getur aðeins létt mér lund er að mæta á sem flesta viðburði og allar þær áheyrnaprufur sem ég kemst í hjá ykkur. Ég mun alltaf vera á hliðarlínunni að horfa með öfundaraugum á ykkur, legendin, að njóta lífsins. Njótiði vel. Visa Verlóó!!!


4.tbl 2012

Menntaskólinn við hamrahlíð Þegar vinkonur mínar í Viljanum báðu mig um að skrifa grein um Verzló, hlakkaði í mér. Núna skildi ég sko hrauna yfir Verzló!(enda ennþá Baldvin bitur eftir að hafa ekki Þormóðsson fengið inngöngu fyrir þremur árum) En síðan við nánari athugun, þá er Verzló kannski ekkert það slæmur staður. Djók. Nei, þótt sumir kunni vel að meta graníthöllina sem væri, í raun, best lýst sem verksmiðju sem sérhæfir sig í framleiðslu á: Armani Code, LoveSpell og fötum sem stendur ‘’Naughty’’ á. Þessir 500fm af pjúra kapítalisma og almennum leiðindum hýsa örugglega verstu týpur sem hægt er að finna, enda flestir Verzlingar aktívir í stærstu plebbasamtökum landsins, SUS. Því kemur það kannski ekkert á óvart að kennslustofur skólans séu skírðar eftir fyrirtækjum. Kennslustofur sem eiga, fyrst og fremst, að vera auglýsingalausar því þarna er verið að móta unga einstaklinga í fullorðið fólk. En nei, Verzló er yfir slíka tilgerð og almenna réttvísi hafinn. Sú sturlun er jafnvel svo mikil að enginn sem stundar nám við Verzlunarskólann sér neitt athugavert við þá endalaust vafasömu hluti sem fara þar fram. Meginþorri Verzlinga er meira

að segja það blindur að þau þurfa að hafa sérstakt ‘’Hagsmunaráð’’ bara til þess að passa það að fólk sé ekki í einhverju fokki þarna. Og þetta er nauðsynlegt í Verzló af því að það er enginn staður á jörðinni þar sem er jafn auðvelt að spillast og í Verzló.

Þessir 500fm af pjúra kapítalisma og almennum leiðindum hýsa örugglega verstu týpur sem hægt er að finna Það er í raun eins og það sé ýtt undir spillingu og almennan elítisma af nemendum skólans, vegna þess að þegar þú ert kjörinn í stjórn NFVÍ þá ertu ósjálfrátt, ótvíræð rokkstjarna. Þú ert ekki bara sérstakur heiðursgestur á hverjum einasta viðburð sem við kemur NFVÍ á nokkurn hátt, heldur færðu líka svona sérstaka Verzló peysu. Sem er með gull Verzló merki á bakinu. Gullmerkið sem er nauðsynlegt til þess að aðgreina gulldrengi skólans frá öllum hinum. Á meðan allir aðrir nemendur þurfa að klæðast ‘’venjulegri’’ peysu með ‘’venjulegu’’ hvítu merki, þá ert þú, gulldrengurinn, að rokka gullmerki.

Gullmerki sem hefur það mikið endurskin að þegar þú ert að tjilla í Norð-Vestur horni marmarans, þá sjá þig allir í Suð-Austur horni marmarans! Þvílík paradís! Það er líka gott að vita af því að öll sú vinna sem þú vinnur fyrir nemendafélagið skilar sér alltaf til baka í einu af þeim sex myndböndum sem NFVÍ virðist gefa út á viku þar sem kynnt er fólkið á bakvið tjöldin með fallegu andlitsskoti og stórum 3D stöfum. ‘’HÉR ER ÉG. ÉG GERÐI ÞETTA.’’ En fjörið stoppar ekki þar heldur fá stjórnarmeðlimirnir einnig sérstaka boðsmiða úr gulli(óstaðfest) á allt sem gerist innan NFVÍ. Á dæmigerðu skólaári má örugglega finna u.þ.b 6x böll, 1x Nemó, í kringum 6x “skemmtikvöld”, 1x Væl, 1x Peysó, 1x Listó o.s.frv. Það gera gróflega 40.000ISK á hvern stjórnarmeðlim, það eru 360.000ISK sem nemendafélagið greiðir beint út í formi boðsmiða til stjórnarinnar á hverju ári. (Hvað eru það margar flöskur af Armani Code?) Fyrst við erum byrjuð að reikna þá gera þetta 276ISK á hvern og einn af ykkur 1300 nemendum sem eruð skráð í nemendafélagið, og það eru alveg tvær smákökur á Subway eða eitthvað á þessu Stjörnutorgi ykkar.

Menntaskólinn við sund Mér finnst Verzló snobbaður skóli með leiðinlegum og snobbuðum krökkum, margir vinir mínir ganga í þann skóla, þeir eru ömurlegir allir saman. Ég held Guðrún Adda sambandi við þá því Björnsdóttir þeir eiga eftir að verða efnaðir einn daginn. Samt halda þeir helvíti góðar samkomur í hverri viku, ég reyni að mæta á þær allar til að smjaðra uppi fyrir leiðinlegu vinum mínum. Ásdís vinkona mín segir að maður sé ekki einn af hópnum þar nema maður

eigi iPhone og 66° norður úlpu, hún á hvorugt enda á hún enga vini í Verzló, hún á heldur ekkert það marga hér í MS. 12:00 er samt alveg fyndið ég horfi á það í stað þess að læra og sofa. Við erum betri en Verzló í Morfís! Það gleður mig. Við seljum Pepsi og svo höfum við einnig Coke sjálfsala. Ég hef heyrt að Verzló sé einungis með eitthvað heilsufæði, við getum bætt því við á snobbaða listann. Ég held þetta séu samt ágætir krakkar, upp til hópa :) Flottir í tauinu stundum. Eitt sinn fór ég inn fyrir veggi skólans, það geri ég aldrei aftur.. marmarinn er frekar asnalegur, U-ið er miklu betra. Verzlingar taka stundum uppá því að yfir-

taka Stjörnutorg þegar ég er í hádegishléi. Það getur verið örlítið stressandi að reyna komast í gegnum þetta mannaflóð, ég hef lært að fljóta bara með straumnum og láta lítið fyrir mér fara. Móðir mín sagði að ég væri félagsfælin og léleg í samskiptum, ég svaraði ekki og forðaðist augnsamband. Vinkonur mínar í Verzló leyfa mér stundum að koma með sér á böll. Það getur verið ansi skemmtilegt. Ég datt einu sinni niður stigann á Broadway á Verzló busaballi, það tók enginn eftir því! Verzlingar eru líka svo uppteknir af sjálfum sér :) Ég heiti Adda og ég hef andstyggð af Verzló. Yfir og út.

37



3.tbl 2012

þú ert eins og allir Þessi hjarðastefna er í raun ótrúlega kommúnísk

Menntakerfi Íslendinga hefur nú verið hitamál í umræðu landsmanna í þó nokkurn tíma og það er ekki furða. Menn hafa skeggrætt ágæti þess fram og aftur og þrátt fyrir skiptar skoðanir virðist allir Darri Freyr vera andvígir því fyrirkomulagi Atlason sem nú ræður ríkjum. Íslenska menntakerfið er stórundarlegt og fordæmalaust. Hjarðastefnan í íslensku menntakerfi hefur gríðarlega neikvæð áhrif á leiðtogaframleiðslu landsins. Aðgerðaleysi hefur verið gegnumgangandi vandamál á hinum ýmsu sviðum þjóðfélagsins ekki síst í ríkisstjórninni þar sem enginn virðist hafa pung í að taka af skarið og leiða okkar auma þjóðfélag. Hér vantar menn eins og Jón Sigurðsson og Davíð Oddsson sem ganga um með hreðjarnar í hjólbörum. En allir eiga að vera eins. Allir eiga að læra það sama, þangað til að þeir verða sextán ára, á sama hraða, með sömu kennsluaðferðum og munur á meðhöndlun einstaklinga á að vera eins lítill og mögulegt er. Þetta verður auðsjáanlega til niðurdráttar þeim sem eiga möguleika á að skara fram úr. Margur nemandinn hefur komist upp með að taka skólagönguna algjörlega með vinstri hendi fram að framhaldsskóla eða háskóla. Þetta er augljóslega ekki einstaklingnum til framdráttar né þjóðfélaginu þar sem hann er grunneining þess. Þessi hjarðastefna er í raun ótrúlega kommúnísk, sem ekki getur talist gott, sama hvaða stjórnmálastefnu menn aðhyllast. Við hljótum sem þjóðfélag að

vilja að hver Íslandssonur og dóttir verði að eins fullkomnum einstaklingi og sá eða sú er fær um. Að leggja það sama fyrir alla getur ómögulega verið rétt leið til þess að ná þessu fram. Einnig er manni kennt að synda ekki gegn straumnum heldur mæta á réttum tíma, hafa hljóð í tímum, hlusta á kennarann og þykjast vera áhugasamur um eitthvað sem manni er í raun nákvæmlega sama um. Þetta hefur letjandi áhrif á hæfni einstaklingsins til fullkomnunar þar sem honum er ekki gefið frelsi til að skara fram úr þar sem hann getur skarað fram úr. Einstaklingurinn þarf frjálsræði til þess að ná hámarki sínu. Svo veltir maður fyrir sér af hverju í ósköpunum skólaskylda endar við 16 ára aldur þegar sjálfræðisaldurinn er 18 ár? Væri ekki miklu rökréttara að fara eftir stöðluðum kerfum Bandríkjamanna eða Breta sem bæði miða að útskrift við sjálfræðisaldur? Það er ýmislegt sem er sérstakt við hið blessaða menntakerfi Íslendinga sem torvelt er að útskýra. Um þetta mál verður líklegast deilt áfram, breytingar láta bíða eftir sér og aldrei nein róttæk umbylting gerð. Þetta kristallast í þeim tíma sem tók að fella niður einhverja allra fáránlegustu reglu síðari tíma, hverfaskiptinguna. Það virðist enginn tilbúinn að snúa þessu kerfi á hvolf og varla getur sá verið í mótun, því framleiðsla leiðtoga er engin. Það verður því að vera okkar verk að leita út fyrir jaðra menntakerfisins og breyta þessu niðurnjörvaða kerfi fyrir komandi kynslóðir. Eins og vitur maður sagði: Þeir sem halda að þeir geti breytt heiminum eru þeir sem gera það.

39


Dauðasyndirnar sjö Ljósmyndir : Þórdís Þorkelsdóttir Vinnsla: Þórdís Þorkelsdóttir, Steinn Arnar Kjartansson, Rakel Tómasdóttir Förðun: Kristín Þöll Sigurðardóttir, Hjördís Ásta Guðmundsdóttir, Fyrirsætur Sigrún Lind Hermannsdóttir Hlynur Logi Þorsteinsson Styrmir Vilhjálmsson Sveinn Breki Hróbjartsson Hjördís Ásta Guðmundsdóttir Stefán Ingi Árnason Sveinbjörg Sara Baldursdóttir Sædís Lea Lúðvíksdóttir


Ofรกt


Öfund


Grรฆรฐgi


Leti


Reiรฐi


Losti


Hroki


Við bjóðum Námsvild Macland og Námsvild Nú býðst öllum félögum í Námsvild fastur afsláttur af vörum og þjónustu í Maclandi þegar þeir greiða með Stúdentakortinu.

Finndu okkur á Facebook www.facebook.com/ Islandsbanki.Namsmenn

- 30% afsláttur af öllum Aiaiai vörum til jóla - 20% afsláttur af vinnu á verkstæði - 20% afsláttur af Microsoft Office - Tökum gamla garminn upp í nýja tölvu

Skannaðu kóðann til að ná í appið og hafðu bankann í vasanum.

Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000

AIAIAI TMA-1


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.