VILJINN 3. tรถlublaรฐ 2015 108. รกrgangur
1
Kæri Verzlingur
Ég skrifa þennan pistil kl. 7:26 á miðvikudagsmorgni. Nóttin hefur verið löng og ströng og hafa nefndarmeðlimir Viljans unnið dag og nótt síðustu vikurnar svo Viljinn komist í hendur þínar. Ég ætla ekki að vera að eyða alltof miklu púðri í þennan ritstjórapistil þar sem þú ert líklegast sá eini sem nennir að lesa þetta en mig langar að óska þér innilega til hamingju með fyrsta Vilja skólaársins. Við höfum unnið hörðum höndum að því að gera Viljann sem frumlegastan og skemmtilegastan í þetta skiptið og vonum við þú verðir pleasantly suprised. Ég er svöng og þreytt og ætla að leyfa þessum pistli að ljúka hér. Takk og bless og viva Verzló.
Alma Karen ritstjóri
ÚTGEFANDI: N.F.V.Í. PRENTUN: Prentmet UPPSETNING: Lóa Yona Zoe Fenzy LJÓSMYNDIR OG MYNDVINNSLA: Lára Margrét Arnarsdóttir og Alma Karen Knútsdóttir ÁBYRGÐARMAÐUR: Alma Karen Knútsdóttir FORSÍÐA: Anna Sigríður Jóhannsdóttir og Alma Karen Knútsdóttir
Sérstakar þakkir
Ari Friðfinnsson Arnar Freyr Guðmundsson Árni Páll Árnason Árni vaktmaður Arnór Björnsson Ásdís Ólafsdóttir Birna María Másdóttir Bjarni Sævar Sveinsson Björn Ásgeir Guðmundsson Eiður Snær Unnarsson Foodco Friðrik Róbertsson Geir Zoëga Hafsteinn Björn Gunnarsson Haukur Kristinsson Helgi Halldórsson Höskuldur Þór Jónsson Illugi Steingrímsson Ingileif Friðriksdóttir Kvasir Lárey Huld Róbertsdóttir Lóa Mjöll Kristjánsdóttir Margrét Eva Sigurðardóttir María Rut Kristinsdóttir Matbúðarskvísurnar okkar Ólafur Hrafn Kjartansson Partýbúðin Pétur Kiernan Rakel Jónsdóttir Sigrún Halla Halldórsdóttir Sigrún Mathiesen Sigyn Jara Björgvinsdóttir Sindri Pétursson Skrifstofukonurnar Sóldís Rós Símonardóttir Sturla Magnússon
Anna Sigríður
Ísól Rut
Lóa Yona
Stella Briem
Birkir
Lára Margrét
2
EFNISYFIRLIT 4 6 7 10 12 14 16 18 20 22 25 26 29 30 32 33 34 36 38
Sumar í usa stjórnarnefndir nefndir vetrarfrísguide eydís blöndal druslugangan heitt og kalt secret solstice mesti businn back to school tíska verzlinga lóra býr til nesti Júníus Meyvant að stíga út fyrir þægindaramman falin list í 101 reykjavík how to be a fuccboi komdu heim sparnaðarráð haffa instagram #eldsmidjuball Myndaþáttur
3
SUMAR Í USA
Rétt eftir síðustu áramót kviknaði upp stóra, algenga spurningin: Hvar á ég að vinna í sumar? Ég var einfaldlega ekki að nenna að eyða enn einu sumrinu í leiðindavinnu og vondu veðri. Þess vegna fór ég að kynna mér alls kyns störf sem hægwt væri að sækja um í útlöndum. Heppnin var með mér og fann ég strax starf sem vakti mikinn áhuga hjá mér, vinna í bandarískum sumarbúðum.
Ég hafði umsjón með krökkum frá 8-15 ára, sumir komu aðeins í 1-2 vikur en aðrir voru allt sumarið. Ég gisti með 8-10 ára stelpum í húsi sem var langbesti aldurshópurinn að mínu mati. Það þýddi að ég var alltaf með þeim á morgnana og kvöldin. Þess á milli var ég að kenna ákveðin fög, meðal annars íþróttirog föndur, og fengu allir krakkarnir að vera með ef þeir vildu. Ég fékk því tækifæri til að kynnast öllum krökkunum í sumarbúðunum. Það besta við sumarið var þó hversu góða vini ég eignaðist. Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti eignast svona góða vini á aðeins tveimur mánuðum! Þeir höfðu svo mikil áhrif á mig og
Ég gæti endalaust talað um alla nýju hlutina sem ég fékk að upplifa meðan ég var úti. Ég sótti strax um og í lok mars fékk ég staðfestingu á því að ég væri komin með vinnu í Camp Stonewall sumarbúðunum í Connecticut. Aldrei hafði ég verið jafn spennt og var ég viss um að besta sumar sem ég gæti upplifað væri í vændum. Fyrsta vikan var erfiðust.
Að kynnast fullt af nýju fólki á svona stuttum tíma tók verulega á og hvað þá að þurfa að tala og hugsa á ensku í leiðinni. Við fórum í alls konar leiki til að kynnast hvoru öðru betur og í lok vikunnar vorum við strax orðin náin. Ég, sem er frekar feimin manneskja við fyrstu kynni, lifði þetta þó heldur betur af og gekk sumarið eins og í sögu.
ég get ekki einu sinni lýst því hversu mikið ég sakna þess að vera með þeim á hverjum einasta degi. Sem betur fer lifum við í nútíma samfélagi þar sem auðvelt er að hafa samband við fólk þótt það búi hinum megin á hnettinum. Af hverju að vinna í bandarískum su marbúðum? Jú, veðrið var gott flest alla dagana, enskan mín er töluvert betri og núna á ég nýja vini frá 11 löndum. Ef þetta er eitthvað sem þú hefur áhuga á, ekki hika við, minn kæri lesandi, að gera það sama og ég. Ég er ekki að ljúga þegar ég segi að þetta var besta sumar sem ég hef upplifað!
„Ég er ekki að ljúga þegar ég segi að þetta var besta sumar sem ég hef upplifað!”
Hér er listi yfir nokkra hluti sem ég upplifði í fyrsta skipti í USA: • Ég var dáleidd • Ég fór nokkrum sinnum í frítíma mínum í bátsferð (en það er smávegis eins og að fara í bíltúr hérna á Íslandi) • Ég fékk að halda á eðlu • Ég fór á kajak • Ég fór á hafnarboltaleik • Ég gisti í tjaldi án þess að krókna úr kulda (án primusar)
Sigrún Þ. Mathiesen 6-T
4
Upplýsingar um sumarbúðarstörf á www.ninukot.is
5
STJÓRNARNEFNDIR
Forseti & Féhirðir
ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ
LISTAFÉLAGIÐ
VERZLUNARSKÓLABLAÐIÐ
nemendamótsnefnd
SKEMMTINEFND
Gefa út tvær mega flottar bækur. Eina snobbaða og eina stóra.
Eru mjög skipulögð og skemmtileg enda skipuleggja þau skemmtilegasta dag ársins. Eru á þessari stundu að vinna hart að því að fá Sean Kingston á Nemó 2016.
Allir í skemmtó eru mega skemmtilegt fólk sem gerir skemmtilega hluti í skemmtilegustu nefnd skólans. Þessir skemmtilegu skemmtó viðburðir eru til dæmis Vælið og Valentínusarvikan.
málfundafélagið
VILJINN
Ritari stjórnar
Klár, fáguð og málefnaleg. Heyrst hefur að Maggi formaður eigi í samningaviðræðum við Styrmi forseta NFVÍ um að gera kaffiklúbbinn að stjórnarnefnd.
Besta nefnd Verzló. Stórt og flott blað sem kemur út ekki einu sinni, heldur 5 sinnum á einu skólaári.
Gerir playlista fyrir stjórnarbústaðinn, stjórnarfundina, stjórnarmatarboðinn og skrifar líka stundum það sem gerist á fundum en bara þegar hún nennir.
Tveggja manna teymi sem stendur saman í einu og öllu. Eru báðir lítið viðstaddir venjulegar kennslustundir þar sem forsetinn er mjög upptekinn við að klippa á borða og féhirðirinn er mest í því að signa checks. Allan frítíma nota þeir í að borða Eldsmiðjupizzu.
Allir í Íþró eru með sixpack. Þau eru jafnframt boðberar heilbrigðs lífernis en Gísli formaður hefur ekki innbyrt örðu af sykri síðan í fermingarveislunni sinni.
6
Samansafn af hipsters of Verzló sem eru arty af og til. Þessi nefnd sér um allskyns listræna gjörninga og halda klikkaðslega flott leikrit sem er haldið í Smáralind.
NEFNDIR
Dýravinafélagið
Demó
DGH
Vésteinn
Embætti Gabríels
Femínistafélagið
Útvarpsnefnd
Förðurnarnefnd
Grillnefnd
GVÍ
Hagsmunaráð
Hljómsveit
Þessi nefnd er einstaklega góðhjörtuð og indæl. Elska dýr og eru öll Vegan.
Þessir gæjar eru í uppáhaldi hjá Diego og tengja við allt. Jafnframt eru þeir eina nefndin þar sem þriðjungur meðlima er rauðhærður.
Sjá um tvær útvarpsvikur og kemur útvarpsnefndin alltaf skemmtilega á óvart.
Gjafmildasta og besta fólk Verzló, fólkið sem notar frítímann sinn í að safna peningum fyrir Litla-Verzló í Úganda.
Halda keppni hliðstæða Músíktilraunum innan skólans. Hæfileikaríkir Verzlingar blómstra í þessari keppni og kemur hún alltaf á óvart.
Þegar Stymmi Prez kemur opinberlega fram þá spilar Gabríel á saxófón og tryllir lýðinn.
The skvíza’s of Verzló. Miklar hæfileikakonur sem sjá um að allir séu flawless í útgefnu efni á vegum Nemendafélagsins.
Brynja Hax og co. gæta hagsmuna okkar í einu og öllu. Krúttin í Hax vilja að þú talir við þau if you‘ve been played by Verzló.
7
Sér um grafíska hönnun fyrir Nemendafélagið. Vanmetin nefnd sem gerir lúmska hluti fyrir nemendafélagið eins og t.d. sexy ballplaköt.
FFVÍ sér um fræðslu fyrir nemendur við öll tækifæri um jafnrétti og femínisma. Nefndin byrjaði m.a. Free the nipple daginn í fyrra og eru bara frekar nett.
Grillar pullur við öll tilefni. Betur þekkt sem nefndin sem er einungis nefnd til þess að komast í busaferðina.
Spilar við hin ýmsu tilefni og m.a alltaf á Jólaballinu.
Skáknefnd
KeNem
KINO
Kókómjólkurgoðsagnirnar
Kórnefnd
Kósýnefnd
Kvasir
Ljósmyndanefnd
Lögsögumenn
Markaðsnefnd
Marmarinn
NFVÍ TV
Ef þú vilt læra að hrókera eða patta er þetta nefndin sem þú talar við. Skáknördar eru líka alveg frekar krúttlegir.
Sjá til þess að þú sért alltaf með ískalda kókómjólk í hendi á öllum viðburðum NFVÍ. Þau halda utan um nfvilive-snappið og livestream-a alla viðburði.
Þú ert ekki alvöru Verzlingur fyrr en sleikurinn þinn hefur komið í Kvasi.
Vanmetnasta nefnd skólans. Sú nefnd sem fær líklega minnst credit í hlutfalli við vinnu. Ásdís markaðsstýra sér einnig til þess að allir aðilar markaðsnefndar kunni að selja penna.
KeNem nefndin sér um halda keppnir milli nemenda og kennara innan skólans. Við bíðum öll spennt eftir KeNem-laginu árlega sem á að koma út á aðfangadag.
Líklega sú nefnd sem kemst næst því að kallast Glee-klúbbur Verzló. Mega hress og kunna öll að spila á píanó.
Pirrandi fólkið sem tekur sveittar ballmyndir af þér, þau eru samt mjög nauðsynleg fyrir NFVÍ. Þú talar við þau ef þú vilt láta eyða sleik-myndinni af þér á Facebook.
Sjá um að hafa skreyta Marmz og koma þreyttum Verzlingum þannig stöðugt á óvart.
8
Markmið og stefna KINO er að efla kvikmyndaáhuga meðal nemenda innan skólans. Gáfu næstum út kvikmynd á síðasta ári sem naut næstum því mikilla vinsælda.
Sjá um að halda Verzlingum down-to-earth og skipa því öllum skólanum að chilla aðeins nokkrum sinnum á ári og koma fyrir kózýhornum í krókum Verzló.
Lögsögumenn eru peppaðir, peppaðir, peppaðir og einnig peppaðir. Hressasta fólk skólans.
Með puttann á púlsinum á öllum helstu viðburðum skólans. Frumleg og flott videonefnd stýrt af yndislegum sjomlum.
Nördafélagið
Veislustjórar
Rjóminn
Skátafélagið
12:00
Nuddnefnd
Verzló Waves
Veðurstofa NFVÍ
Treyjan
Vísindafélagið
Örkin
Quasimodo
Allir elska þessa nörda, sérstaklega þegar þeir halda lan því þá fáum við okkur snakk og spilum COD eða LOL.
Fólkið sem þú vilt taka með á eyðieyju. Þau kunna að redda sér. Heyrst hefur að Egle Sipavicute sé í hörðum samningaviðræðum við Securitas.
Vika þar sem tónlistarmenn koma í öllum korterum og hádegum og troða upp fyrir okkur Verzlinga. Hvað er betra en heimsklassa tónlist með grautnum? Ekkert.
Nefnd sem vaknar á morgnanna einungis til þess að fræða þá fáfróðu. Mælum með að fylgjast með tilraunum þeirra á Vísindafélagssnappinu.
Með Kettler í broddi fylkingar sjá Veislustjórar um að skipuleggja magnað kosningakvöld.
Umdeild, stór og flott videonefnd sem gera skemmtiþætti skólans. Þeir hafa síðastliðið ár verið í miklu samstarfi við Þorkel Diego og Sigrún Höllu, sem sagt vel tengdir sjomlar.
Hafa sjötta skilningarvitið og eru því fullfærir um að spá fyrir um veðrið.
Blað eins og við, nema það einblínir á íþróttir og tísku. Frekar nýtt þannig að mikill spenningur er að sjá hvað þau færa okkur.
9
Sjá um að gera geggjaða sketsaþætti sem sýndir eru í bláa sal. Þess má geta að fyrsti þáttur Rjómans verður sýndur í Hörpu á Vælinu.
Nefnd sem sér um að taka Stymma í sænskt slökunarnudd í öllum korterum. Mjög mikilvæg.
Næstum eins og Íþró nema ekki allir með sixpack. Fylgja íþró samt hvert sem þau fara og gefa út skemmtiþátt með íþróttaviðburðum skólans.
Þegar eitthvað mikilvægt gerist kemur Flóni í sínum uppáhalds buxum og hringir bjöllunni á Marmaranum. Fyrstu quasimodo hringingu ársins fylgir hátíðleg athöfn.
VETRARFRÍSGUIDE
Nú þegar fer að líða á skólaárið og back 2 school hype-ið er farið að dvína er erfitt að sjá ljósið. En örvæntið ekki því það er rétt rúmur mánuður í langþráða haustfríið okkar Verzlinga, og um að gera að plana það rétt og með góðum fyrirvara. Ef þú hefur enga hugmynd um hvernig þú ætlar að nýta þetta æðislega og vanmetna fjögurra daga frí þá erum við búin að taka saman lista yfir hugsanleg plön fyrir ykkur elsku Verzlingar. Njótið.
STELLA BRIEM Friðriksdóttir 5-J LÁRA MARGRÉt Arnarsdóttir 4-U
„Treat yo self“ útlandaferð
Menningarferð yfir helgi er klassískt val, þó að hún endi líklegast sem verzlunarferð er það í góðu lagi svo lengi sem instagram myndirnar eru arty og heimsborgaralegar. Annar valkostur er auðvitað shameful en freistandi: helgardjammferð til sólarlands með vinunum. Sól og chill er eitthvað sem er svo nauðsynlegt á þessum tíma árs og fyrir þreytta, fátæka námsmenn er alls ekki mikið mál að skella sér með þessum klikkuðu verðum frá Wow air:
Heimahelgi í chill og lærdóm
Það getur oft verið mikið að gera á haustönninni og því getur fylgt mikið stress. Því er um að gera að nýta þessa 4 daga í að catch up á lærdómnum og einnig slappa af heima í sloppnum án nokkurra truflana. Þó svo að þetta sé í raun nördalegasti möguleikinn að eyða vetrarfríinu þá er hann einnig sá sniðugasti. Svo þegar tossavinir þínir snúa aftur í skólann með tan og í nýjum fötum getur þú andað rólega því þú ert með allt uppum þig í skólanum og ert búin að chilla vel í 4 daga.
Borgarferðir:
Kaupmannahöfn 11.998 London 10.998 París 15.998 Berlín 10.998 Boston 19.998
Roadtrip um Ísland
Það er hægt að fara í roadtrip á íslandi án þess að hún sé steríótýpísk og túristaleg. Það leynast fallegir staðir á Íslandi og gerðum við lista yfir þá helstu: • • • • • • • • • •
Sólarlandaferðir: Tenerife 14.999 Alicante 10.999
Langi sandur á Akranesi, ef heppnin er með þér gætirðu spottað sel Rauði sandur á Vestfjörður Heitu pottarnir á Drangsnesi. Seljavallalaug, Instagramklisja en fallegt Kíkja á snæfellsjökul í jökulklifur Mývatn,fallegt og friðsælt Goðafoss, líklegast vanmetnasti foss landsins Snorkla í Þingvallarvatni Grjótgjá, leyndur lítill hellir með heitri laug sem er mjög kózý Þú þarft ekki að fara alltof langt til að fá þetta „Lost in Iceland“-experience. Þú getur t.d. bara hoppað upp í næstu rútu með nesti og hlý föt og skellt þér á skíði á Bláfjöllum.
Bústaðarferð
Bústaðarferðir eru alltaf kósý og vinalegar. Það er ekki möguleiki að enginn í vinahópnum eigi bústað, ekki sjéns. Við í Viljanum mælum með að hafa í för bústaðar-essentials til þess að gera helgina sem allra besta. Bústaðar nauðsynjarnar: • • • • •
10
Mörg og góð spil t.d Alias, Bezzerwizzer, Pictionary og Besta svarið eru í uppáhaldi hjá okkur. Nóg af mönsi og snakki. Þetta er bráðnauðsynlegt. Aðeins kósýföt. Hver er tilgangurinn með kósýhelgi ef maður ætlar að dressa sig upp? Klassískar kvikmyndir, helst Disney teiknimyndir. Býr til einstaklega notalega stemmningu. Rétta fólkið. Þessir tveir dagar geta verið langir og leiðinlegir svona litlu rými ef maður passar ekki að hafa hópinn vel valinn.
11
ALMA KAREN KNÚTSDÓTTIR 6-S ANNA SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR 6-S
stundum eru ljóð bara geðveikt sniðug setning viðtal við Eydísi Blöndal
Eydís Blöndal er 21 árs ljóðskáld og háskólanemi, fædd og uppalin í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr MH fyrir tveimur árum síðan þar sem hún sinnti meðal annars hlutverki MH-perrans. Þessa dagana lærir Eydís verkfræðilega eðlisfræði í Háskólanum, ásamt því að hafa nýverið gefið út sína fyrstu ljóðabók Tíst og bast. Aðspurð segist hún sjálf ekki vita alveg hver hún er en við höfum heyrt að hún sé Twitter-legend með meiru. Við hittum Eydísi á laugardagseftir-miðdegi. Viðtalið hófst töluvert seinna en áætlað var vegna heljarinnar vesens við að finna borð á kaffihúsum bæjarins. Við löbbuðum inn á hvern staðinn á fætur öðrum og vorum að lokum farnar að hafa áhyggjur af kaffidrykkju Íslendinga þar sem öll kaffihús miðbæjarins voru full út úr dyrum. Að lokum hafðist þetta þó og við komum okkur fyrir í útibúi Te og kaffi í Eymundsson við Skólavörðustíg. Kynslóð skáldsins mótar því ljóðin. Okkar kynslóð þekkir ekki hlutina sem er vitnað í og skilur í kjölfarið ekki ljóðin. Við sjáum einhver orð og þau eru merkingarlaus fyrir okkur. Í bókinni minni vitna ég í hluti sem okkar kynslóð skilur. Og þetta er einmitt málið, það vantar ljóð fyrir okkur. Ljóð eru svolítið að deyja út einfaldlega af því að okkar kynslóð skilur ekki ljóðin sem er verið að kenna okkur í grunn- og framhaldsskólum. Í staðinn fyrir að einblína svona mikið á að kenna okkur allar þessar reglur um rím og stuðla þá ætti frekar að hvetja okkur til að skrifa ljóð á okkar eigin hátt.“
Hvenær byrjaðir þú að yrkja ljóð? „Ég samdi stundum ljóð þegar ég var yngri, þegar ég var alveg pinku pons. Ég orti líka eitthvað aðeins í 10. bekk og smá í menntaskóla. Svo byrjaði ég eiginlega bara á Twitter og þar fékk ég útrás fyrir að skrifa ljóð. Og samt ekki, ég var bara að tweeta og leið oftast ekkert eins og ég væri að yrkja. Stundum eru ljóð bara geðveikt sniðug setning og svo enter á milli orðanna. Og tweetin mín urðu bara að ljóðum.“ Ljóðin hennar Eydísar eru fremur óhefðbundin en virðast að sama skapi höfða vel til ungs fólks. „Mér finnst ljóð ekki endilega þurfa að vera 4 línur og víxlrím. Yngri krakkar segja við mig að þetta séu ekki ljóð af því að ljóðin sem þau læra um í skólanum eru meira gamaldags. Ég kann ekkert um ljóð. Mér finnst texti verða að ljóði ef þú lætur það snúast um tilfinningar, það geta jafnvel verið tilfinningar tengdar því að sjóða mikið pasta. Það er enginn að tala um þetta dags daglega en þegar þetta er komið í einhvern svona þröngan lítinn pakka, þá er þetta eitthvað sem fólk tengir við. Eitthvað svona ógeðslega hversdagslegt og ómerkilegt eins og að sjóða pasta. Mér finnst það svolítið málið.“
Eins og áður kom fram þá er Eydís eðlisfræðinemi í Háskólanum og því með nóg að gera. Það var því ekki á dagskránni að gefa út ljóðabók, meira bara svona óvart. „Ég og Margrét Aðalheiður, vinkona mín sem gerði kápuna, vorum alltaf að tala um ljóð. Í djóki byrjuðum við bara að senda hvorri annarri ljóð í Facebook-skilaboðum. Ég sendi henni alltaf miklu fleiri af því að í vor þá bara gubbuðust ljóðin út úr mér. Ég gat ekki hætt. Einn daginn sagði Margrét síðan: „Þú verður að gefa út ljóðabók, ég tek ekki annað í mál“. Seinna kynntist ég Adolfi Smára á djamminu og við urðum vinir. Ég komst svo að því tveimur vikum síðar að hann hafði gefið út ljóðabókina Wifi-ljóð og stofnað sitt eigið forlag, Lús. Ég sagði honum að ég væri að hugsa um að gefa út ljóðabók og hann bauð mér að gefa hana út hjá sér. Og þá allt í einu var þetta byrjað. Hann er svo mikill doer. Þetta gerðist geðveikt hratt og allt í einu var bókin bara farin í prent.“
Þannig að með því að setja tilfinningarnar þínar upp á ljóðrænu formi, tengir fólk þá frekar? „Já. Ég get t.d. verið ógeðslega sorgmædd af því ég var að rífast við kærastann minn. Ég segi ykkur það og þið eruð bara svona „Já, ókei“. Það lætur ykkur ekkert finna neitt sérstaklega mikið, nema þið séuð kannski bestu vinkonur mínar. En um leið og það er komið í ljóðformið hæfir það manni meir í hjartastað. Það er einhvern veginn meiri tilfinning í því. Mér finnst að með því að skrifa ljóð sértu að taka eitthvað sem þú upplifir og skrifa það þannig að allir fái bara illt í hjartað eða líði geðveikt vel.“
Nú ert þú mjög vinsæl á Twitter, heldurðu að það hafi komið sér vel hvað varðar markaðsetningu bókarinnar? „Já, markaðurinn minn er rosalega mikið Twitter og þetta byrjaði allt þar. Markaðsetningin hefur mest farið fram þar. Nokkrir vinir mínir hafa verið að hashtagga #tistogbast og tweeta myndir af ljóðunum mínum. Eitt tweetið fékk svona 170 faves. Það er eiginlega besta auglýsingin mín og vinkona mín ákvað bara að gera þetta! Þetta eru nýir tímar. Svona eru bara auglýsingar núna. Á meðan þetta virkar svona geðveikt vel þá ætti maður bara að nýta það.“
Nú er mikið talað um að okkar kynslóð sé að tölvuvæðast og að ljóð eigi ekki erindi upp á borðið hjá unga fólkinu. Eydís er þó ekki sammála því heldur finnst henni bara vanta ljóð sem yngri kynslóðir tengja við. „Ég held að ljóð mótist yfirleitt af lífi og uppeldi skáldsins.
@eydisblondal @lusforlag
jæja, ykkur er öllum boðið í mat listin að sjóða hæfilegt magn af pasta er mér hugleikin - Eydís Blöndal
12
Inni í miðri bókinni tókum við eftir dálitlu óvenjulegu. Þar er Dominos-logoið, ásamt smá texta um Domonios. Við áttum okkur ekki alveg á því hvað þetta er og spurjum við Eydísi hvort um auglýsingu sé að ræða? „Þetta er auglýsing, ljóð og ádeila. Annars hefði ég ekki átt séns. Ég var með þessa bók og ég vissi ekki hvað ég þyrfti að gera til að gefa hana út. Það sem ég hins vegar vissi var að það eru engin fordæmi fyrir því að forlögin séu að gefa út ung skáld, sérstaklega ekki ljóðskáld. Ég þurfti því að fjármagna allt sjálf og þetta er smávegis ádeila á það. Nú hefur bókin fengið vægast sagt frábær viðbrögð en hún var einmitt mest selda ljóðabókin í ágúst. Ekki nóg með það þá kom bókin út 28. ágúst! Talsvert margir hafa verið að hypea bókina á Twitter, við erum því forvitnar hvort að það hafi verið eitthvað sem Eydís bjóst við? Það var draumurinn. Það var alveg pælingin að gefa út bók þar sem markhópurinn væri ungt fólk á Twitter. Ég var geðveikt vongóð og þetta er klárlega búið að standast væntingar. Það er geggjað. Ég var svona pinku að reyna að búa til hype en mér var eitthvað svo illa við að gera það sjálf. Það er skrítið að vera svona: „Jæja, byrjið nú að hypea vinir!“. En síðan byrjaði fólk bara að tweeta og þá fékk ég allt í einu svona 70 faves á allt sem ég tweetaði um bókina mína. Svo mættu geðveikt margir á útgáfuhófið, sem gekk ógeðslega vel.
Framtíð bóka hefur verið svolítið í umræðunni og þá sérstaklega í kjölfar spjaldtölva og snjallsíma. Finnst þér það vera áhyggjuefni að síminn sé á vissan hátt að koma í stað bóka? Það er oft talað um að internetið sé að drepa rólegheitin og að fólk lesi ekki lengur bækur. Þá spyr maður sig; „Ókei, en er það svo slæmt? Er þetta ekki bara ákveðin þróun?“ Kannski er það smá slæmt upp á það að fólk kunni ekki lengur að lesa almennilega. Á hinn bóginn er ef til vill betra að maður geti lesið stuttan texta og fengið miklar upplýsingar út úr honum. Mér finnst oft eins og fólk sé svo hrætt við nýjungur. Af hverju er svona slæmt að maður sé í símanum? Hvað heldur fólk að við séum að gera í símanum? Við erum ekki bara að horfa á skjáinn. Við erum að lesa fréttir á Twitter því það er mjög góð fréttaveita. Twitter er svo snemma með fréttirnar og þær eru sömuleiðis mjög hnitmiðaðar. Maður sér þá bara „ókei, þetta gerðist“ og þá getur maður kynnt sér það betur en maður þarf samt ekki að gera það. Maður þarf ekki að lesa heila frétt til að vita að þetta var eitthvað ómerkilegt.
Þú ert að læra verkfræðilega eðlisfræði, hvort finnst þér skemmtilegra, eðlisfræðin eða að yrkja? „Það er svo margt sem hefur breyst að ég veit það ekki alveg. Ég er mikið að berjast við hvort ég eigi að vera samkvæm sjálfri mér eða fara gáfuðu leiðina. Kúnstin felst í því að finna þennan gullna milliveg. Stundum er það að fylgja hjartanu ótrúlega heimskulegt. Maður þarf bara að mixa góðan cocktail úr þessu tvennu.“ Það er greinilega margt framundan hjá Eydísi þrátt fyrir að ný ljóðabók sé ekki í sjónmáli. Allavega ekki í nánustu framtíð. Forlagið hennar Eydísar, Lús, stofnaði nýverið Twitter-aðgang en þar mun Eydís birta ljóðin sín. Ætli það sé ekki frekar viðeigandi að þetta haldi áfram þar sem þetta byrjaði. Á Twitter.
Undanfarið hefur verið mikið um byltingar á Twitter t.d. Free the nipple. Þú ert mjög virk á Twitter, finnst þér að svona byltingar séu að skila einhverju? Maður spyr sig. Ég hef alveg pælt í þessu. Mér finnst að Free the nipple hafi gert helling. Umræðan einhvern veginn breyttist. Ég breyttist sjálf ótrúlega mikið við þetta. Áður sá ég sjálf baklausa kjóla og hugsaði að ég gæti ekki verið í þeim því þá gæti ég ekki verið í brjóstahaldara. Svo er það líka #sexdagsleikinn. Það poppar upp reglulega. Mér finnst þetta mjög góður vettvangur til þess að koma svona hlutum á framfæri. Það er oft bara fínt að vera í skjóli tölvuskjásins. Oft langar mann að segja eitthvað en treystir sér ekki til þess því maður veit að það mun vekja hörð viðbrögð. Þá er fínt að segja það bara á Twitter.
5:38 AM nærfötin mín voru í stíl ég rakaði á mér lappirnar og þú gast ekki einu sinni svarað sms-inu mínu
helvítið þitt
13
- Eydís Blöndal
„Hún snýst um það að gera mörkin milli harkalegs kynlífs og nauðgunar svo ljós að það þurfi ekki einu sinni að vera vafaatriði“.
Þann 26. júlí 2014 fór ég í mína fyrstu druslugöngu. Ég vissi lítið um gönguna eða hvaða tilgangi hún gegndi en ákvað að skella mér. Ég fór niður að Hallgrímsskirkju, keypti mér bol sem stóð á “Ekki nauðga” og beið svo spennt eftir því að gangan myndi byrja. Ég hafði enga hugmynd um að þessi dagur og bara gangan yfir höfuð myndi breyta lífi mínu.
STELLA BRIEM Friðriksdóttir 5-J Ég sá í fyrsta skipti konur tala opinberlega um kynferðislegt ofbeldi og áreiti og hvernig það væri ekki þeim að kenna. Ég sá áhrifamikil skilti hjá fórnalömbum með setningum eins og „Ég var í þessum fötum, var það mér að kenna?“ og „Skömmin er ekki, og verður aldrei mín.“ Ræðurnar voru það sem virkilega snerti mig. Að sjá svona sterkar konur sem allar voru fórnalömb kynferðisofbeldis tala til allra þeirra sem hafa gengið í gegnum það sama. Að heyra þær segja eitthvað sem er svo sjálfsagt en gleymist alltof oft „ég stend með þér, við stöndum með þér, við erum öll druslur og það er aldrei okkur að kenna.“ Þetta var í raun tilfinningarússíbani. Ég var að öskra úr kvennastolti eina sekúnduna skælbrosandi og þá næstu var ég grátandi vegna þess hvað við búum í brengluðu samfélagi. Samfélagi sem victim blamear og slutshame-ar óspart fórnalömb kynferðisofbeldis í stað þess að taka á raunverulega vandanum sem er auðvitað gerendurnir. Samfélag sem leggur meiri
áherslu á það hve drukkið fórnalambið var eða í hverju það var, heldur en refsingu gerandans. Ég kom heim þennan dag, 26. júlí í spennufalli og vildi gera allt til að breyta þessu, helst í dag, þó svo að ég vissi auðvitað að það væri ekki svo auðvelt. Ég vildi kynna Druslugönguna fyrir öllum sem ég þekkti og eiginlega bara öllum sem vildu hlusta, sérstaklega fórnalömbum kynferðisofbeldis sem finnast þau finna lítinn eða engann stuðning í samfélaginu. Fyrst og fremst vildi ég samt fræðast sem mest um Druslugönguna. Fyrsta druslugangan var haldin í Ontario, Toronto 3. apríl árið 2013 í tilefni þess að lögreglumaður úr lögregludeild bæjarins ráðlagði háskólastúlkum í háskólanum York University að „forðast það að klæða sig eins og druslur til þess að komast hjá því að vera nauðgað.“ Þetta var hans lausn á nauðgunarvandamáli skólans. Ekki að segja gerendum að hætta að nauðga eða í rauninni bara að fræða gerendur um hvað nauðgun er, þar sem flest allir af þessum háskólastrákum höfðu líklegast ekki hugmynd um hvað þeir væru að gera, heldur basically að segja stelpum að láta ekki nauðga sér. Stúlkurnar í háskólanum fengu nóg og brugðust við með druslugöngu. Þær höfðu líklega litla hugmynd um hve sterk þessi hreyfing myndi verða. Eftir Druslugönguna 2014 vissi ég að ég vildi
14
taka þátt í skipulagningu Druslugöngunnar. Ég kynntist Maríu Rut og Ingileif, sem hafa verið að skipuleggja Druslugönguna síðastliðin ár, þegar þær komu í útvarpsviðtal fyrir FFVÍ síðasta vetur og þá buðu þær mér og stelpunum í FFVÍ að taka þátt í að skipuleggja gönguna. Þetta var í raun draumur fyrir mér. Við vorum í svokölluðu street team-i og sáum um allskonar stúss fyrir gönguna. Í þessum hópi eru með flottari konum sem ég hef nokkurn tíman kynnst og ég kalla þær allar fyrirmyndir mínar. Þær kenndu mér margt og er ég þakklát að hafa fengið að hjálpa þeim að gera Druslugönguna 2015 eins áhrifamikla og hún var. Gangan núna í ár var sú stærsta og fjölmennasta hingað til. Hún hefur aldrei verið jafn stór og núna í ár og mæting karlmanna hefur aldrei verið betri. Núna í ár sá ég einnig ungt fólk sýna göngunni enn meiri áhuga og þekktir íslenskir einstaklingar sýndu stuðning með því að vera framan á strætóskýlum með orðin „ég er drusla” yfir andlit þeirra. „Ég er drusla” varð ákveðið trend sem gerði svo ótrúlega mikið fyrir umræðuna yfir höfuð. Ræðurnar í ár voru áhrifameiri en nokkru sinni fyrr og það sem stóð uppúr var ræða stjórnmálakonunnar Sóleyjar Tómasdóttur sem talaði um kynferðisofbeli sem viðfangsefni stjórnmála, það sem hægt væri að gera og það sem þyrfti að gera til þess að útrýma því.
hvernig breytti druslugangan lífi þínu? Druslugangan gaf mér frelsi. Frelsi til að uppræta þögnina og skömmina. Druslugangan gaf mér frelsi til að tala opinskátt um það kynferðisofbeldi sem ég varð fyrir sem barn. Ofbeldi sem fékk að hafa djúpstæð áhrif á mig alltof lengi. Druslugangan fyrir mér er vegferð og það verður auðveldara í hvert skipti sem maður mætir að skila skömminni. Skömmin þrífst nefnilega í þögninni og við upprætum skömmina með því að rjúfa þögnina. Það gerum við með Druslugöngunni.
– María Rut Kristinsdóttir, skipuleggjandi druslugöngunnar
Druslugangan opnaði augu mín fyrir þeim raunveruleika sem kynferðisofbeldi er á Íslandi í dag. Það kom mér mjög á óvart hversu stór hópur fólks hefur orðið fyrir ofbeldi og einnig hversu stór hópur fólks hefur beitt ofbeldi án þess að gera sér grein fyrir því. Þar er eitthvað í okkar samfélagi sem er að fara úrskeiðis þegar gerendur átta sig ekki á því að þeir séu gerendur. Þess vegna er vitundarvakning svo rosalega mikilvæg. Tími þöggunar er liðinn.
– Ingileif Friðriksdóttir, skipuleggjandi druslugöngunnar
Druslugönguhreyfingin snýst um miklu meira en það að mæta á Austurvöll í druslulegum fötum með skilti. Hún snýst um það að breyta samfélaginu og útrýma slutshaming og victimblaming og kynferðisofbeldi einu sinni fyrir allt. Hún snýst um það að byggja upp samfélag þar sem við kennum dætrum okkar ekki að ef strákar meiði þær séu þeir skotnir í þeim, það býr til ofbeldissamfélag. Hún snýst um það að gera mörkin milli “harkalegs kynlífs” og nauðgunar svo ljós að það þurfi ekki einu sinni að vera vafaatriði. Hún snýst um það að fræða börn okkar um hvað kynferðisofbeldi er og að nauðga ekki, frekar en að segja dætrum okkar að fara ekki í of stuttum kjól út á lífið, vera ekki einar og passa sig. Auðvitað er erfitt að koma öllu því sem er að samfélaginu fyrir í einni grein en með því að vera meðvituð um þessa hluti og leggja okkar að mörkum til þess að breyta þeim, trúi ég að við getum breytt samfélaginu.
15
HEITT STRÁKAR SEM KUNNA AÐ DANSA Grind er hot
FLASHY BOMBERJAKKAR Cool and comfy. Solid combo.
VINTAGE SNEAKERS
ICEHOT1 Hot hot hot
Classics
SPORTWEAR AS CASUALWEAR Adidas take over 2015
STAYING HYDRATED Vatn er vegan, glútein-frítt og 0 kaloríur!!!!!
SKVÍZUEMOJII
Það er í lagi að skvísa yfir sig
16
KALT RITSKOÐUN Tjáningarfrelsi
HOCKEYPULVER SKORTURINN Á VSB ÍS Mulinn turkish pepper er ekki ásættanlegt
ÁTTAN
Eilífðarsjomlar
HENDRIX
101 or nothing
MEEK MILL & NICKY MINAJ Wannabe powercouple gone WRONG
VERÐHÆKKUNIN Í SMART Verðbólga á tani gengur ekki upp fyrir tanþyrsta Verzlinga
UNGFRÚ ÍSLAND Árið er 2015
17
SECRET SOLSTICE 2015
Viljinn kíkti á Secret Solstice tónlistarhátíðina síðastliðinn júní. Fjölmargir erlendir og íslenskir tónlistarmenn komu fram og sólin skein, what a nice time to be alive. Myndir: Alma Karen Knútsdóttir og Sturla Magnússon
18
19
MESTI BUSINN Veist þú ekki hvert á að setja tóma Dominos-kassa þegar þú ert búinn með eitt stykki þriðjuhax? Veistu þú kannski ekki heldur hvað þriðjuhax er? Þá er ég með fréttir fyrir þig vinur minn. Þú ert meeeeeeeesti businn. Hvað er mesti businn spyrðu?
MESTI BUSINN
Mesti businn mætir í crop-top í skólann og fer svo í ökutíma beint eftir skóla. Mesti businn er líka einhver sem skortir þekkingu á skólanum, nemendafélaginu og lífinu yfir höfuð. Mestu busarnir vita t.d. ekki hver Árni vaktmaður er og kunna ekki að kúka í skólanum (S/O á Birki). Það hefur sannað sig í gegnum tíðina að það fer ekki vel fyrir mestu busunum. En dæmi um mestu busa mannkynssögunar eru t.d. Hitler, Lance Armstrong, Gylfi Ægis, Útvarp Saga og Satan
MINNSTI BUSINN
Minnsti businn er gaurinn sem getur reddað miða fyrir vini sína á busaballið þrátt fyrir það sé uppselt og fær alltaf ókeypis skál í grautnum (sleppur þetta ekki í þetta skipti Valla?). Minnsti businn er basically einhver sem ber höfuðið hátt og er með allt á hreinu. Ef við lítum aftur á mannkynssöguna þá sjáum við að það eru minnstu busarnir sem hafa haft mestu áhrifin á gang mannkynsins sem og hvernig sagan hefur mótast. En minnstu busarnir eru t.d. Jesús Kristur, Neil Armstrong, Pýþagoras, Arkhiles, Nelson Mandela og Rjóminn 2012-2013
Eins og þið sjáið þá getur það verið bæði erfitt og sorglegt að vera mesti businn. Fæstir vilja vera í þeirri stöðu en þið sem eruð mestu busarnir: ekki örvænta! Þótt þú sért mesti businn núna þá þýðir það alls ekki að það verði þannig að eilífu. Þú getur unnið þig út úr því skref fyrir skref og loks orðið að minnsta busanum.
Ég veit hver Árni vaktmaður er Ég veit hvert tómir pítsukassar eiga að fara Ég fæ miða á ball þó það sé uppselt Ég finn alltaf bílastæði á morgnanna Ég fæ alltaf fría skál í grautnum Ég veit um alla Foodco staði landsins ásamt opnunar-og lokunartíma
20
[ [ [ [ [ [
] ] ] ] ] ]
ARNÓR Björnsson 4-A
Að vera minnsti businn þykir mjög þægilegt og vilja allir öðlast þau fríðindi. Til þess að öðlast þessi fríðindi verður þú að vera fær um að fylla út eftirfarandi lista:
TWITTER Vignir Daði @VignirD
S/O á alla busana sem eru í panici yfir því í hverju þau eiga að vera á morgun á skólasetningunnist
11
110
199
BBG @bjarklindbg
kom heim í nótt og ældi á gólfið, svo vaknaði amma og steig í æluna #blessed
Þessi von sem kemur alltaf i byrjun annar. Ætla að skipuleggja sig vel og leggja metnað i námið. Vonin kom ekki einu sinni í ár.
60
1
Bjarni Sævar @BjarniSaevar
55
Birgitta Laukdal @birgittaosk
Afhverju er ekki hægt að panta mat upp í stofu???
2
Dunkin’ Donuts er lifandi sönnun fyrir því að íslendingar myndu aldrei höndla opnun H&M á Íslandi
36
Pjölli @jokulldreki
0
Hrafnhildur Kjartans @hrafnhildurkja
Hringdi í afa áðan, vorum búin að eiga ca 5mín spjall þegar ég fattaði að þetta var ekkert afi minn og ég var að hringja í skakkt númer
23
1
21
61
LÓA Yona Fenzy 4-H
Rúllukragapeysa
Víð, hlý og mjúk rúllukragapeysa er eitthvað sem má ekki vanta í fataskápinn í vetur.
Dr. martens Chelsea boots
Klassík eign sem endist lengi og er tilvalin fyrir veturinn.
22
lára margrét Arnarsdóttir 4-U
Stan Smiths
Vinsælustu skór Adidas sem ganga fyrir bæði kynin. NETTIR.
Rifnar gallabuxur
Vintage bomberjakki
Sexy og cool. Poppar upp outffittin með skemmtilegum brag.
Áberandi á göngum skólans um þessar mundir.
23
24
LÓRA BÝR TIL NESTI Núna er sá tími árs kominn að þú ert orðinn þreyttur á að taka með þér nesti í skólann am I rite?? Okkar ráð er: EKKI gefast upp! Markmiðin sem þú settir þér fyrir mánuði um að vera hollur og fara varlega með sumarpeninginn, you can still do it!
Ef þú sefur yfir þig (kemur fyrir besta fólk) eða ert bara almennt latur í því að búa þér til nesti, þá eru hérna hugmyndir að nesti til að grípa með.
Tómatar Epli og hnetusmjör Flatkökur og hangikjöt Froosh Avókadó Ávextir og grænmeti Hnetur sollu maískökur hámark vínber valhnetur Bananar skyr Pro tip: aldrei gleyma vatnsbrúsa #stayhydrated
Ef þú ert orðinn uppiskroppa með nestishugmyndir, haltu þá áfram að lesa. Við viljum nú öll vera extra holl (ég meina fit4nemó right?) þannig hérna er samansafn af einstaklega hollum nestishugmyndum sem hjálpa þér við að halda áfram á réttri braut.
Núðluréttur með grænmeti 1. Skerið brokkolí og gulrætur í búta og steikið á pönnu með ½ dl af olíu. 2. Sjóðið núðlur í ca. 2 mín, setjið þær á pönnuna með grænmetinu og blandið saman. 3. Blandið ½ msk af oystersósu út í og dass af salti. 4. Setjið í nestisbox og geymið í kæli yfir nóttina. 5. Best er að hita réttinn en hann má einnig borða kaldan. Mælum með að vera fyrstur í örbylgjuofnanna þannig þú getir notið.
Tortilla-rúllur Allt sem þú þarft til eldamennskunnar • • • •
Smurostur með því bragði sem þér líkar best 2-3 grænmeti að eigin vali, við Lóra mælum með spínati, avókado og tómötum (mettandi og hollt) Prótein (mjög mikilvægt): egg, baunir, kjúklingur eða annað sem þér dettur í hug Ostur, t.d. kotasæla, feta eða rifinn ostur
Grænmetistortillarúllur 1. Skerið niður grænmeti og finnið til hráefnin 2. Fletjið út tortilla bökur og smyrjið með smurosti 3. Raðið grænmetinu á í lengjur ásamt próteininu og ostinum 4. Rúllið tortillunum upp og festið með tannstöngli sitthvoru megin 5. Vefjið inn í álpappír og skerið niður í bita Auðvelt og fljótleg að henda í skólatöskuna til þess að hafa í nesti. Healthy and easy! Gerist ekki mikið betra.
Lára Margrét Arnarsdóttir 4-U Lóa Yona Zoe Fenzy 4-H
25
„MÉR FINNST NEFNILEGA SVO LEIÐINLEGT HVAÐ FÓLK ÞARF ALLTAF AÐ PÓSTA ÖLLU Á SAMSKIPTAMIÐLANA. ÞURFA ALLTAF AÐ LÁTA ALLA VITA HVAÐ ÞAU ERU AÐ GERA.”
JÚNÍUS MEYVANT
Júníus Meyvant, sem heitir réttu nafni Unnar Gísli Sigmundsson er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Unnar hóf nám við framhaldsskólann í Vestmannaeyjum en hætti þó fljótlega. „Ég var aldrei mikill skólamaður. Námið fór svolítið á skjön við mína heimspeki. Ég flutti þess vegna á Baldursgötuna 17 ára gamall. Þá átti ég engan pening og lifði bókstaflega á skyri. Planið var alltaf að verða listamaður vegna þess að ég teiknaði mjög mikið. Ég var samt alltaf aðeins hugsjúkari með tónlistina. Maður verður að vera alveg hugsjúkur ef maður ætlar að starfa við eitthvað svona.“ Unnar byrjaði fyrst að semja tónlist 21 árs. Hann kemur úr mikilli tónlistarfjölskyldu26 þar sem flestir spila á hljóðfæri og sjálfur spilar hann á gítar.
HVERNIG BYRJAÐIR ÞÚ AÐ SEMJA TÓNLIST? Ég hef alltaf verið mikill gagnrýnandi á tónlist og haft mínar eigin skoðanir á tónlist. Ég sagði einhvern tímann við vin minn að einhver tónlistarmaður væri ekkert spes og hann hreytti í mig „Já, gerð þú þá betur!” Ég tók þá bara þeirri áskorun og það var eiginlega kveikjan að þessu öllu. Ég veit ekki alveg hvernig ég byrjaði að semja en ég held að mér hafi bara byrjað að leiðast mjög mikið. Ég er vanur að hafa alltaf mjög mikið að gera og kunni ekki við það að stara bara á vegginn þegar það kom smá dauður tími. Ég er sjálflærður á gítar og lagið Color Decay er fyrsta lagið sem ég samdi. Þegar ég var að semja Color Decay var ég bara að brjóta saman þvott. Ótrúlegt en satt þar sem það er ekki daglegt brauð hjá mér. Lögin virðast bara koma þegar maður er ekki að einblína á að semja. Oft gerist það hjá mér að ég er að tala við fólk og lag kemur upp í kollinn. Þá reyni ég að vera kurteis og fæ leyfi til að skjótast á klósettið og tek þar upp laglínuna sem kom. Ég myndi þó segja að bestu lögin verði til á tímabilum sem maður er að finna sjálfan sig.
HVAÐAN KOM NAFNIÐ? Mér hefur alltaf fundist nafnið Meyvant flott svo ég var með það á bakvið eyrað. Einn daginn var ég að reyna að finna nafn á son minn og rakst á nafnið Júníus. Mér fannst það hljóma eitthvað svo lúðalega að mig langaði að nota það í eitthvað. Ég ákvað síðan að skíra son minn eftir pabba og fannst því tilvalið að taka bara nafnið sjálfur. Mér fannst nauðsynegt að taka upp listamannsnafn sem mitt einkenni. Ég vildi nota íslenskt nafn sem virkaði líka í útlöndum svo útlendingar eigi auðveldara með að bera það fram.
NÚ HEFURÐU BARA GEFIÐ ÚT LÖG Á ENSKU, MEGUM VIÐ BÚAST VIÐ EINHVERJU ÍSLENSKU FRÁ ÞÉR Í FRAMTÍÐINNI? Ég sem líka lög á íslensku en mér finnst þá að lagið þurfi að vera alveg magnað því íslenskan er svo miklu óþjálli en enskan. Það er svo mikið til af enskum orðum þannig það er úr meiru að velja. Mér finnst líka bæði þægilegt og auðvelt að syngja enskuna. Einn daginn mun ég samt gefa út íslenska plötu. Málið er bara að ég hlusta mikið á gömul ensk lög núna svo hjartað mitt liggur svolítið þar.
HVERJU MÆLIRÐU MEÐ FYRIR FÓLK SEM HEFUR ÁHUGA Á AÐ KOMAST ÁFRAM Í TÓNLISTARBRANSANUM? Ég þurfti í raun að gera voðalega lítið sjálfur. Trommarinn minn hjálpaði mér að byrja. Hann sendi eitthvað demó sem ég gerði til umba sem gekk svo eftir því að ég gæfi það út. Ég var bara rólegur í tíðinni. Mér finnst nefnilega svo leiðinlegt hvað fólk þarf alltaf að pósta öllu á samskiptamiðlana. Þurfa alltaf að láta alla vita hvað þau eru að gera. Ég er rosalega mikill antíisti á það. Umbinn minn er samt að verða alveg brjálaður á mér útaf þessu því það er svo rosalega erfitt að ná í mig. En ég er duglegur að semja þannig að hann heldur í mig. Það er eiginlega það sem kemur manni áfram í þessum bransa. Þú getur samið rosa góð lög en ef umbinn þinn er lélegur þá bara gerist ekkert. Þú getur líka samið léleg lög og haft frábæran umba og þá fer allt að gerast!
NÆRÐU ALVEG AÐ LIFA Á LISTINNI? Framan af vann ég alltaf sjúklega mikið, sérstaklega vaktavinnur og ég er líklegast búinn að vera í fleiri störfum en fólk flest. Það er fyrst núna í dag sem ég get verið að vinna bara smá með tónlistinni. Ef ég ætti ekki 2 börn þá væri ég ekki að vinna. Tónlist borgar bara svo rosalega lítið og að túra kostar sjúklega mikið. Það selst samt vel á tónleikana úti þannig að við náum að koma út á
núlli.
Júníus kom sér á kortið fyrir ári síðan með tilnefningum sínum til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hann kom öllum á óvart og vann bæði Björtustu vonina og Popplag ársins.
„Mér leið smá illa þegar ég var kalllaður upp. Ég glennti bara upp augun og fálmaði eftir miða með ræðunni minni á. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um tónlistarviðurkenningar, mér finnst tónlist svo persónuleg og ólík. Það er ekki hægt að segja að 50 Cent sé betri en tónlistarstjóri Sinfó, þetta er bara allt annað dæmi. Þessi verðlaun eru vissulega heiður en eftir allt er þetta bara stytta uppi á hillu.”
Ísól rut reynisdóttir 6-T Anna Sigríður Jóhannsdóttir 6-S alma karen knútsdóttir 6-S
27
28
Í dag vil ég koma skilaboðum áleiðis sem ég hef lengi viljað koma frá mér! Þeir sem þekkja mig trúa mér eflaust ekki þegar ég segi að ég hafi eitt sinn verið feiminn. En þegar ég var yngri olli það eitt að þurfa kynna mig, hvað þá heilsa fólki, því að ég roðnaði allur, svitnaði á höndunum og varð loks að kleinu. Seinna meir urðu samskiptin þó auðveldari í skólanum og ég gat byrjað að heilsa upp á skólasystkini mín. Þó það hljómi voða einfalt var það mikið mál á þeim tíma. Ég fór marga hringi í hausnum mínum og velti fyrir mér hvaðan þessar stökkbreytingar kæmu? Eftir áralangar vangaveltur áttaði ég mig loks á hvað það var sem hjálpaði mér hvað mest við að sigrast á feimninni. Það er einmitt titill greinar minnar hér í dag. Að rjúfa þægindarammann; sem sagt að gera eitthvað sem þér finnst óþæginlegt til að byrja með en kemst fljótt upp í æfingu og verður loks að sjálfsögðum hlut. Til að mynda hef ég á hverju ári mætt á margar ræðukeppnir og alltaf undrað mig á því að krakkar geti farið uppi í pontu fyrir framan hátt í tvöþúsund manns og flutt ræðu utanbókar. Nú er ég þó búinn að átta mig á því að þetta var ekki leikur einn til að byrja með.
BIRKIR INGIMUNDARSON 5-D
AÐ STÍGA ÚT FYRIR ÞÆGINDARAMMANN Þau æfðu sig og með tímanum varð það ekki léttara, heldur þægilegra fyrir þau að koma fram. Ég er sjálfur ekki fullkominn og verð ég stöku sinnum feiminn en mér finnst það samt sem áður óboðlegt. Ég vil ekki að óttinn við að koma fram hrjái mig lengur og ekki þig heldur, kæri lesandi. Ég vil nú reyna hjálpa þér að komast yfir feimnina í eitt skipti fyrir öll. Komdu þér vel fyrir og fylgstu nú með. Áður en þú lest næstu setningu verður þú að velta því vel og vandlega fyrir þér hvað það er sem þú óttast mest. Er það mögulega að spjalla við einhverja sem þú þekkir ekki? Að þurfa að halda fyrirlestur um kindur eða jafnvel að þurfa að halda ræðu í útskriftinni þinni? Ég veit að þetta er klárlega ekki eina lausnin en þetta er lausn sem virkaði fyrir mig. Ráðið mitt gæti hljómað alveg eins og gamalt franskbrauð, vonandi er þetta samt bara á við nýtt franskbrauð. Í raun er þetta bara æfing. Ég man vel eftir því þegar ég fór á Reyki. Þegar manneskja nálgaðist mig urðu lófar mínir þvalir, ég skaut hausnum niður og strunsaði í burtu. Fljótlega eftir Reyki fóru hjólin að snúast mér í vil. En af hverju?
Með því að daðra við þægindarammann getur maður smám saman aðlagast aðstæðum og hræðslan fer að verða spenningur. „Hvað á bjáninn við með þetta daður?“ spyr einhver sjálfan sig. Þá á ég við að gera smám saman það sem þér finnst óþæginlegt. Vittu til að fyrstu skiptin verða erfið en mundu líka að Róm var ekki byggð á einni nóttu. Ekki stökkva beint út í djúpu laugina, farðu bara úr sokkunum og dýfðu tánum ofan í. Ég er þá ekki að meina að þið þurfið að henda í einhverja athyglissprengu, líkt og við Arnór Björns erum líklegir til. Það er bara fín byrjun spjalla á léttu nótunum við einhvern sem þú hefur aldrei yrt á áður. Ég veit þetta hljómar eins og mjög undarleg heimavinna en fikraðu þig bara áfram. Þetta snýst bara um æfingu og það ætti enginn enginn að þurfa að vera feiminn. Ég vona svo innilega að þetta litla ráð muni hjálpa þér líkt og það breytti gjörsamlega lífi mínu til góðs. Ég skora á þig, kæri lesandi, að apa eftir mér og láta reyna á þetta.
„ÞAÐ BREYTTI GJÖRSAMLEGA LÍFI MÍNU TIL GÓÐS“ 29
FALIN LIST Í 101 REYKJAVÍK
30
31
HOW TO BE A FUCCBOI Fuccbois eru allstaðar, bókstaflega. Það sem fáir vita er það að ekki allir Fuccbois eru ekta, flestir ekki nálægt því að vera alvöru fuccbois og svo skulum við ekki gleyma the FAKES. Þessi grein er tileinkuð ykkur potential fuccbois, fylgið þessum reglum og fuccboi titillinn er verðskuldaður og ykkar.
Regla nr. 1
Regla nr. 7
Regla nr. 2
Regla nr. 8
Alvöru fuccboi kallar sjálfan sig aldrei fuccboi.
Þriðjuhax. Fuccboi sleppir aldrei þriðjuhax. Aldrei.
Æfir annað hvort fótbolta eða er ýktur fótbolta aðdáandi. (Ef þú æfir þá er einnig nauðsynlegt að vera með fótboltamynd í profile á öllum samskiptamiðlum)
Chillar annað hvort á marmaranum eða í nemendakjallaranum í öllum korterum og hádegishléum. Allir aðrir staðir eru óáaðsættanlegir fuccboi-chillstaðir.
Regla nr. 3
Regla nr. 9
Er með snúð eða lítið tagl í hárinu alltaf. (Ef þú ert ekki með nógu langt hár til þess að geta gert þessar greiðslur þarftu að safna hári til þess.)
Er alltaf umkringdur his bois hvert sem hann fer. „A fuccboi is only as good as his squad”
Regla nr. 10
Talar eins og Fuccboi. Dæmi:
Regla nr. 4
Er alltaf í einhverju hvítu, þá helst hvítum strigaskóm en annars virkar líka hvítur bolur og aukastig fást fyrir hvítar gallabuxur.
„Daaaaaamn Homie hvað þessir nýju kicks eru jiggy” „Ætla bara að chilla kvöld, þússt bara ég og strákarniiihhr”
Regla nr. 5
Hlustar einungis á Hiphop og R’nB tónlist. Ennþá betra ef að rapp textarnir í lögunum eru verulega niðrandi fyrir konur.
„Kallinn er svalur, eins og bakhlið á kodda ÓHHH”
Regla nr. 6
„Hey shawty ertu ein heima í kvöld? Á ég að gilla toi?”
Allar buxur sem fuccboi klæðist verða að vera rifnar. (Ef þú gleymir einhverntímann að fara í rifnar buxur, ert kanski seinn eða eitthvað álíka, þá neyðistu til þess að rífa buxurnar þínar með berum höndum áður en einhver sér þig.)
„Má mois fá möns hjá tois eaah?”
Að lokum vil ég vara alla potential fuccbois við því að sjomla yfir sig. Það er ljótt og gæti endað illa. Einnig er mjög mikilvægt að taka réttu lífsákvarðanir sem fuccboi. Að vera fuccboi er nefnilega ekki bara titill, það er lífsstíll.
32
TWITTER Young Nazareth @arnaringason
Guðbjörg Ósk @gudbjorg_osk
mínútu þögn fyrir þá sem fengu ekki marmarastofu
0
Fór á pallaball og missti af Palla???
24
12
Sylvía Hall @sylviaahall
Geir V Zoega @geirzoega
Oh fuck hata þegar ég vil taka þátt í góðgerðarstörfum en fatta að ég þarf að vera sæt gella í ungfrú Ísland til þess
6
37
Ég var smá stressaður að hann myndi klúðra vítinu en svo skoraði hann og þá fagnaði ég
49
10
54
KOMDU HEIM
Ásdís Lilja ólafsdóttir 6-s
Íslenska sumarið kveður og brýtur hjartað í næpurhvítum ungmennum landsins sem snúa aftur til skóla eftir þrjá mánuði af erfiðisvinnu. Eftir örfáar vikur er eina D-vítamínið sem þeir fá á töfluformi. Ef þeir eru heppnir fá þeir að sjá sólina í gegnum kennslustofuglugga nokkrum sinnum yfir önnina. Það er vitað að íslenskir námsmenn hafa það verra en þeir sem búa í nágrannaþjóðum. Margir Íslendingar vinna með skóla til þess eins að eiga efni á að lotudrekka um helgar í von um að gleyma vandamálum sínum. Stærsta vandamálið er að sjálfsögðu hvað ríkisstjórnin gerir lítið fyrir nema. Sumarlaunin duga varla fyrir
500 ml af sterku þegar búið að er að borga skólagjöld og uppihald yfir árið. Hvað á unga fólkið þá að gera, sitja heima á föstudagskvöldum og væla á Twitter? Halló, Vísir. Þegar líður að lokum menntaskólagöngu nemenda er auðvelt að skrá sig bara á viðskiptabraut í HÍ og málið er leyst. Búa áfram í foreldrahúsum. Djamma á Prikinu um helgar til að gleyma hvað þú ert óhamingjusamur. Djamma á Austur ef þú vilt verða enn óhamingjusamari. Ef til vill flytja út í kjallaraíbúð og lýsa yfir stríði við LÍN í von um að geta borgað leigu. Lífið er yndislegt. Svo einn dimman vetrardag kemur þú auga á Instagram-póst hjá fyrrverandi skólafélaga þínum, sem flutti til útlanda í nám (mjög líklega til Danmerkur). Hvað er þetta? Hann vinnur smá með skóla og fær því borgað til að vera í námi eins og allir Danir. Hann myndi aldrei kaupa bíl því samgöngumátarnir eru svo góðir. Af hverju er hann svona helvíti hamingjusamur, brosandi eins og fífl með bjór sem var líklegast keyptur í næstu sjoppu? Þú bölvar og spyrð hvort þetta sé frétt, áður en þú mannst að þú ert staddur á kommentakerfi Instagram. Þú kemst að því eftir nokkrar andvökunætur að með því að búa áfram á Íslandi ertu kominn hálfa leiðina ofan í gröfina og eina lausnin sé að flýja af þessu skeri strax. Annars liggur leiðin bara niður á við og þú endar á því að stofna aðdáendaklúbb fyrir Bigga Löggu, og þú sem hatar Bigga Löggu! Hálfu ári seinna ertu að kveðja vini og vandamenn á leiðinni út á Keflavíkurflugvöll. Í vélinni finnur þú fyrir kvíðakastseinkennum. Þú átt eftir að kunna að meta svo margt við Ísland sem þú hataðir áður, helst kuldalegu samlanda þína sem deila kaldhæðna húmornum þínum. Hvað með fjölskyldu og vini sem þú skilur eftir? Þú andar inn og út og tilfinningin líður hjá. Með hnút í maganum lokar þú augunum og vélin fer á loft. Heimurinn bíður og tækifærin bíða. Ísland, á meðan verður þú að bíða.
33
SPARNAÐARRÁÐ HAFFA Nú er sá tími árs sem er hvað sárastur fyrir námsmenn hvaðanæva. Nú taka aumar vaktir aðra hvora helgi við af fullri sumarvinnu og innistæðan á heimabankanum snarlækkar í samræmi við það. Hvort sem þú hefur lagt öll sumarlaunin inn á bankabók, eytt þeim öllum á Bene eða bara í endalausar Stjörnutorgsferðir, þá máttu búast við ströggli næstu mánuði þar sem lífstíllinn í VÍ er ekkert djók. Það er þó óþarfi að örvænta því til er maður sem var á sama stað og þú en náði að snúa örlögum sínum við og þannig leika á sjálfan Satan. Sá maður er Haffi féhirðir, en flestir
landsmenn þekkja hann sem manninn sem bjargaði Íslendingum frá Icesave og leysti þá þar með úr skuldafangelsinu sem við blasti eða bara Cash daddy Ver$ló. Haffi tekur aðeins við hörðu cash en ekki kortum og hefur séð um fjármál fjöllunnar sinnar síðan hann lærði að telja.
Við báðum hann því að kenna okkur að spara og eins og okkur grunaði lumaði hann á 10 next level sparnaðarráðum sem munu bjarga okkur úr strögglinu: 1. NESTI. Þó matbúðarkonurnar séu bestar í heimi vita allir Verzlingar að Matbúð er ein helsta ástæða þess að kortinu er hafanað um miðjan mánuðinn. Auk þess er ekkert vandræðalegra en að fá höfnun á 200 kr. kókómjólk. 2. Ekkert þriðjuhax! Það er ekkert haxað við uppsöfnunina á þessum þússurum. 3. Verslaðu bara við Foodco. Þar færðu afslátt. Hail Foodco. 4. Ekki lána neinum. Tossavinir þínir munu í 90% tilvika „gleyma“ að borga þér tilbaka. 5. Kíktu reglulega í heimsókn til ömmu og afa. Þau eiga það til að lauma einum þússara í vasann þinn á leiðinni út. Ef ekki, þá er klassískt að leyfa sér í veskið hennar ömmu þegar hún er á klósettinu, siðlaust en hagstætt. 6. Vertu þér úti um 1 stk glóðarauga. Þig gæti ekki grunað hversu margir bjóðast til að splæsa á þig á djamminu í skiptum fyrir söguna af því hvað kom fyrir þig. 7. Fáðu alltaf far. Það sparar bensín og ef það er hjá mismunandi fólki er það ekki einu sinni illa séð. Mælum með „ertu á bíl” snapchataðferðinni og einnig samnýtingarhóp Verzló. 8. Sendu bara FB-message, aldrei hringja eða senda sms. 9. Notaðu sömuleiðis bara Wi-fi, aldrei kaupa 3G. 10. Taktu upp alla peninga sem þú sérð á götunni. Þetta er fljótt að safnast saman og eftir nokkur ár áttu heljarinnar sjóð. Hvernig heldurðu að ég hafi getað keypt þennan bíl sem ég keyri á?
Við og Haffi vonum að þessi ráð komi að góðum notum og að money won´t be a problem á þessu skólaári! 34
35
t
#eldsmidjuball
@soldisros
@almarunhreggvids
@hallveig
@fridrikroberts
45 likes Á leið á okkar síðasta busaball!!!
140 likes eldsmiðjuball
124 likes ég og partyhost fyrir #eldsmidjuball
121 likes Wild for the night with ma boys
@aripkar
@arnyanna
@isabellaara
@ljosmyndanefndnfvi
92 likes #eldsmidjuball
119 likes Bestu!!! #eldsmidjuball
86 likes Mínar #eldsmidjuball
31 likes Busaballsmyndirnar eru komnar inn!
@elisasverris
@gudrunsigridur
@eydiseir
@snaerun_tinna
28 likes Hervar gerir bestu grillsamlokur lyk ever #eldsmidjuball #bestuvinir #nfvi
111 likes #eldsmidjuball
197 likes #eldsmidjuball
29 likes #eldsmidjuball #nfvi
36
37
Strjúkum frá raunveruleika
Fyrirsætur: Illugi Steingrímsson Sóldís Rós Símonardóttir Förðun: Valgerður Sif Indriðadóttir Ljósmyndun og myndvinnsla: Lára Margrét Arnarsdóttir
38
39
40
41
42
43
44
45
46
47
48