Febrúar 2014 107. árgangur
1. tbl N.F.V.Í.
VILJINN
V a ka V i g óttir ðmunds Ásta Gu Hjördís
GREINAR
AFÞREYING
ANDLEGA VEIKBURÐA 4
DR. LOVE 6
NAUÐGUNARLYF 10
HEITT OG KALT 8
NOMO 14
TWITTERTÝPUR 12
FUNK 16
VALENTÍNUSARDAGURINN 22
FATASKÁPUR 20
SUGARDADDY COOKIN’ 34
DEILDARBIKARINN 28 FERDINAND JÓNSSON 36 2
fúsdótt ir
ttir Kristín H ildur Ra dóttir Friðriks Áshildur
Einhvers staðar heyrði ég að Viljinn væri orðið þriðja stærsta blað skólans, á eftir Verzlunarskólablaðinu og Leikskrá Nemó en ég vona að innihald blaðsins geti bætt það upp. Okkur tókst að klára blaðið á mettíma þrátt fyrir að hafa upplifað silfurskottufaraldur og margar óvæntar uppákomur. Þessi nefnd mín er samansafn af eintómum fagmönnum sem hafa endalausa þolinmæði og ómælanlegt skemmtanagildi. Núna erum við búin að vera inni í sama herberginu í 14 tíma með smá ísbúðar- og Eurovision pásu. Þau nenna að vaka með mér heilu næturnar og eru einmitt að hlusta á mig tuða yfir því hvað ég viti ekkert hvað ég á að skrifa í þennan ómerkilega ritstjórapistil. Ég er í alvöru mjög þakklát fyrir þessa meistara. #takkviljinn Í tilefni þess að það er Valentínusardagur á morgun þá er þetta blað fullt af ást, hvort sem þið séuð single or taken, svona eitthvað fyrir alla. Njótið lestursins, hugs and kisses.
gnarsdó
Elsku Verzlingar
Darrri F reyr Atl ason Haukur Kristins son óttir
Brynja B
jarnadó
ttir
Arnarsd Aldís Eik
MYNDAÞÆTTIR
SKÓLALÍF
TÍSKUMYNDAÞÁTTUR 24
#ANNÁLSBALL 5
GATSBY 39
STORMURINN 31 #NFVI 38
SÉRSTAKAR ÞAKKIR
Alexander Örn Júlíusson Anna Jónsdóttir Brynja Ásgeirsdóttir Brynja Guðmundsdóttir Brynja Ragnarsdóttir Ferdinand Jónsson Gauti Jónasson Hallveig Hafstað Haraldsdóttir Ingibjörg Ósk Jónsdóttir Karen Geirsdóttir Kormákur & Skjöldur
Laufey Rut Guðmundsdóttir Lára Valgerður Albertsdóttir Make Up Store Markaðsnefnd Orri Helgason Rakel Lind Róbert Úlfarsson Sigrún Halla Halldórsdóttir Suðurgatan Sædís Lea Lúðvíksdóttir World Class
ÚTGEFANDI: N.F.V.Í. PRENTUN: PRENTMET UPPSETTNING: HAUKUR KRISTINSSON LJÓSMYNDIR: LAUFEY RUT GUÐMUNDSDÓTIR OG ALDÍS EIK ARNARSDÓTTIR ÁBYRGÐARMAÐUR: KRISTÍN HILDUR 3
ANDLEGA VEIKBURÐA Tilfinningin að þora ekki að tjá sig er hryllingur. Að þora ekki að segja það sem þér dettur í hug eða bara detta alls ekkert í hug til að segja er eins og vera læstur inn í kassa sem þér finnst þú ekki ná að brjóta. Ég var ekki eins og hefðbundnar stelpur, alltaf í bleiku og að passa upp á útlitið. Nei, ég vildi alltaf það þægilegasta. Tagl, íþróttabuxur og hettupeysu helst í sama lit. Þannig leit ég út alla daga þrátt fyrir margar tilraunir mömmu til að koma mér í eitthvað almennilegra. Ég hafði alltaf þráð að vera eitthvað öðruvísi en það var bara mín leið til að reyna ná athygli. Ég var ávallt mjög skapstór og átti erfitt með að taka gagnrýni. Ég rakkaði sjálfa mig ákaft niður og var því mikið ein. Þá vissi ég ekki hvað mér liði illa því ég þekkti ekkert annað.
„Ég var alltaf að hugsa um hvort þau væru að gagnrýna mig” Eftir að hafa verið skilin útundan í þónokkur ár í skóla ásamt miklum skapsveiflum var ég send til sálfræðings í 8. bekk. Hann greindi mig með félagsfælni. Þetta voru einar erfiðustu fréttir sem ég hef þurft að meðtaka. Ég fór í afneitun í 2 ár og líðan mín fór bara meira og meira niður á við. Mín félagsfælni lýsti sér þannig að mér leið vel meðal fólks en ég var alltaf að hugsa um hvort það væri verið að gagnrýna mig. Ég hugsaði alltaf það versta og ég var viss um að ég væri alltaf að gera eða segja eitthvað vitlaust. Þegar ég var yngri fór ég mjög sjaldan heim að „leika“ eftir skóla vegna þess að þá var ég komin á ókunnugan stað sem var út fyrir þægindarammann. Þá vissi ég ekkert hvað ég átti gera eða hvernig ég átti að haga mér. Ég vildi heldur aldrei tala í símann nema við mömmu, pabba eða systur mína. Ég þurfti alltaf að sjá viðbrögð fólks svo ég vissi hvernig það tæki því sem ég var að gera og segja. Þessi kvíði olli því að ég safnaði upp tilfinningum innra með mér sem ég vissi ekki hvernig ég ætti að losa um. Það komu dagar þar sem ég þurfti bara að tappa af öllum tilfinningum sem ég var búin að byggja upp. Þá þurfti oftar en ekki mjög lítið til að koma mér í uppnám. Ég varð ávallt mjög reið og hlutir fengu oftar en ekki að fljúga um herbergið mitt. Eftir mikinn pirring og stundum öskur var ég svo uppgefin að ég grét í rúminu mínu þangað til ég gat ekki
4
meir. Þetta olli því að fjölskylda mín fór að tipla á tánum í kringum mig og fólk fór að forðast mig. Ég gerði ekkert í mínum málum fyrr en í 10. bekk. Þá náði ég mínum rock bottom. Eftir fráfall í fjölskyldunni og átakanlegt andlegt ofbeldi frá fyrrum bestu vinkonu minni fannst mér ég ekki hafa neinn tilgang. Mér fannst ég byrði á fjölskyldunni og fólkinu í kringum mig. Ég vildi helst láta mig hverfa á einhvern hátt. Ég hugleiddi þó ekki að taka mitt líf, heldur vildi ég bara byrja upp á nýtt á öðrum stað þar sem ég fengi að hafa hlutina á mína vegu en það er auðvitað ekki hægt. Mitt markmið hafði alltaf verið að komast inn í Verzló. Ég var með einhverja þörf fyrir að sanna fyrir fólki hvað ég gæti með því að komast inn í einn af bestu skólum landsins. Einnig vildi ég losna úr umhverfinu í gamla skólanum því mér fannst ákveðið fólk halda mikið aftur af mér. Verzló var mitt upphaf að því sem ég vildi vera. Ég þekkti ekki eina einustu manneskju fyrsta daginn en kannaðist þó við nokkra. Mitt nýja upphaf fór vel af stað. Ég leitaði mér aðstoðar til að ná markmiðum mínum. Ég fór á Dale Carnegie námskeið og þar náði ég að afreka marga persónulega sigra. Út frá því varð ég aðstoðarþjálfari og hef aldrei þroskast jafn mikið eins og á þessum námskeiðum sem ég kenndi. Í dag líður mér allt öðruvísi. Ég er öruggari og ánægðari með lífið og er alltaf að ýta sjálfri mér áfram til að gera eitthvað sem er fyrir utan minn þægindahring. Það hjálpar mér að verða öruggari og sterkari persóna. Ég hef náð stjórn á skapinu og langflestir sem ég umgengst í dag hafa ekki hugmynd um þessa litlu galla mína því þeir eru orðnir svo vægir. Ég vildi skrifa þetta bæði til að fara út fyrir minn kassa með því að segja frá minni reynslu af andlegum veikindum og til að hjálpa öðrum. Það er alltaf verra að halda öllu út af fyrir sig. Allir verða að ná að tjá sig og það er það sem ég hvet fólk til að gera. Það er hægt að finna lausn við öllum vandamálum ef viljinn er fyrir hendi.
„Ég leitaði mér aðstoðar til að ná markmiðum mínum”
#annálsball @sigridurdilja
31 likes
@martakristin96
9 likes
@unnbjörg
44 likes
@eyglomaria
18 likes
Aldrei saumað jakkafatajakka á tíma áður...aðeins örfáir dagar #ÆfingÍBúningum#nemó#verzló
Allnighter fyrir utan Versló fyrir miða á sýningu. #nfvi #vaff80 hvað er að gerast..
Nemó dressið komið! #nemó #skvís #BleikurKjóll #versló #vaff80 #flex#guns
5-B(runch) gleðilegt nemó #nemó14 #brunch #slef
@helgasiemsen
@helgivalurg
@asdiseinars
@bjamola
33 likes
55 likes
55 likes
55 likes
Team Monkeyz á leið í Nemóratleik #nemo1314 #nfvi #nemo #teammonkeyz#bloodhoundgang @petsig @dilmat @brynjae #valentin
Nemó myndataka. Hversu topp næs jakki? #nemó #nfvi
Það styttist í það að þið fáið að sjá þessa snilld #medalltahreinu#nemo1314
Dj R’n’B sjá um að trylla lýðinn í kvöld #annalsball
@brynja97
@orriarnalds
@egillp
@elinborganna
18 likes
Bezt í geimi #nemóbrönz #nemo1314 #fokknemó
27 likes
Félagar fyrir Nemó #iceland #verzlo#NFVI #nemó1314
42 likes
6-B strákarnir og fallegasti kennari í Verzló! #nemó #takkgeirs #annálsball#wow #lindanát
22 likes
Jæja þetta hafðist! Lituðum harið a þessari hetju dökkhærða 3 tímum fyrir sýningu! #alltfyrirnemo #meðalltahreinu #austurbær #nemo1314
5
“I’ll be there for you even when no one else is.”
Stendur þú í stríði við ástina? Er kærastinn alltaf í Playstation 4? Gleymdir þú að læsa klósetthurðinni og sæti strákurinn eða stelpan labbaði inn á þig eða ertu kannski bara einfaldlega með allt lóðrétt niður um þig? Þá kem ég, hinn mikli og frábæri DR. LOVE inn í og bjarga þér. Þið hafið beðið um ráð og hér fáið þið ráð. Lausnir mínar eru töfrum líkastar. Segið það bara, hver er Eros “ástarguð” þegar LÖVEARINN er á svæðinu? Enginn.
Dr. Love, ég er yfir mig hrifinn af stelpu sem er í sambandi, hvernig rústa ég sambandinu og fæ hana til að verða kærastan mín? Ef þú gætir drepið hann og komist upp með það, þá væri það auðvitað best en hún hættir örugglega með þér um leið og hún kemst að því. En það eru aðrar leiðir. Þú getur borgað annarri stelpu fyrir að kyssa kærastann. Þú getur sent honum endalaust af súkkulaði svo hann verði feitabolla og hún hætti með honum. Þú getur gefið honum crocks skó og svo margt fleira. Svo getur þú einfaldlega bara sagt henni satt. Það virkar samt líklegast ekki en það má alltaf reyna.
Ég vil prófa að kyssa busa en hvernig fer ég að því? Litlu ljúfu busarnir vilja ekkert annað en smá ást, umhyggju og létt gill á bakið. Hrósaðu þeim, gillaðu bakið og áður en þú veist af ertu orðin/ nn þeirra secret crush og þá er eftirleikurinn auðveldur.
Ég lendi stundum í því að stelpurnar eru brjálaðar í kjellón á marmaranum. Hvernig segi ég við þær án þess að særa þær að ég vilji bara borða grautinn minn í friði? Þegar hlutfall stelpna og stráka er svona misjafnt eins og í Verzló virðist þetta vera algengt vandamál, því miður. Stelpurnar ætla greinilega að tryggja sér sætu strákana sem fyrst. Bitnar þetta auðvitað á svona myndarlegum strákum eins og þér. Segðu bara að þú sért meira fyrir hitt kynið. Það er win win því þá ertu besti vinur þeirra allra og getur á sama tíma komist að því hver þeirra er besti kosturinn.
6
Hæ hæ Dr. Love, ég er lítill busi sem er algjörlega ráðalaus. Það eina sem ég vil er að fá einhverja flotta eldri skvísu upp á arminn til þess að rölta um með á marmaranum og á stjörnutorgi! Þetta er ekki létt því að eldri dömurnar eru ekkert mikið í busunum nema svona einum og einum. Gerðu það Dr. Love, hvað á ég að gera? Skelltu þér í öll viðtöl fyrir hvaða nefnd sem er. Vertu út um allt og áður en þú veist af ertu vaðandi í eldri stelpum.
Ég barnaði fjórar stelpur eftir Nemó þó að ég þekki þær ekki neitt, á ég að segja hæ við þær í skólanum þegar ég sé þær? Má ég spyrja þig frekar, hvernig í ósköpunum fórstu að því?
Á skalanum 1 til 10, hversu mikilvægt er að finna sér Peysó dansfélaga í tæka tíð? Mjög mikilvægt því annars þarftu að dansa við Vidda íþróttakennara, Ólaf Víði íslensku kennara eða Sigrúnu Höllu.
Hvernig á ég að næla mér í targetið mitt? Er svo feiminn. Þú ert lukkunar pamfíll. Valentínusardagurin er rétt handan við hornið og þá er um að gera að koma með ástarjátninguna eða nokkrar sjóðheitar pikköp línur. Ekki vera hræddur um höfnun, þú getur alltaf kennt ástarenglinum Cupid um.
Ég er mjög hrifinn af einni stelpu, á ég að gefa henni eitthvað á valentínusardaginn? Kannski súkkulaði og hjartabangsa? Kveðja strákur í 6.T Valentínusardagurinn er uppáhalds dagur Dr. Love! Endalaus ást í loftinu allan daginn! Gefðu henni eitthvað öðruvísi. Komdu syngjandi inn í bekkinn til hennar, sendu henni ælu í poka því þú ældir yfir þig af ást eða prentaðu út bol með mynd af ykkur saman.
Bekkjarást? Bekkjarást virðist vefjast fyrir mörgum, því þú ert ekki sá fyrsti með þessa spurningu. Bekkjarást hefur sína kosti og galla en ekkert kemur í veg fyrir sanna ást svo láttu vaða!
Hæ Dr. Love. Hvað gerir maður ef kærastinn manns er of mikill prakkarabossi? Ohhh prakkarar eru æði! Um að gera stríða stráknum bara aðeins á móti hehe. En þolmörk fólks eru mismunandi svo passaðu bara vel upp á að þið séuð bæði meðvituð um hversu langt má ganga svo þetta endi nú ekki með ósköpum.
Ég er með eina djúpa spurningu sem ég tel að ekki sé hugsað nógu mikið út í. Stelpur sem æfa stangastökk..eru þær líklegri til að stökkva á „stöngina”? Nei.
Haldið þið að forsetaparið sé til í þreesum? Nei. Sunneva hefur minnst á það að hún sé dugleg að please-a kallinn og held að Siggi eigi í fullu fangi með að halda við í hana.
Kærastinn minn er í nemó nefndinni og mér finnst ég ekki ná neinni athygli, einhver ráð? Þessar Nemó stjörnur.. Svo er það frægðin, hún fer misvel í fólk. Sumir bilast en aðrir ná að halda sér á jörðinni. Þú verður að ræða við kærastann og ef ekkert breytist þá er það bara þitt að ákveða hvort hann sé maður eða mús.
Á hvaða tíma í sambandi er í lagi að koma með nesti vegna þess að matur foreldra makans er vondur. Er það annar tími ef makinn er busi? Þessi spurning er erfið. Það munu líklega allir lenda í því einhvern tímann á ævinni að fá óætan mat hjá tengdó. Rétti tíminn mun aldrei koma í hreinskilni sagt. Þetta er þó allt spurning um að vera kurteis, núna er tíminn til að gerast grænmetisæta eða fara í hungurverkfall. Mundu bara að aldrei, aldrei móðga tengdó.
Er alveg hægt að fá heita stelpu í Verzló þótt að maður sé ekki með bringuhár?
Dr. Love um daginn hitti ég rosa sætan strák í partýi og við urðum rosa góðir vinir. Við byrjuðum að deita og höfum gist nokkrum sinnum saman en í gær komst ég að svolitlu hræðilegu um hann. Hann er í MR. Hvað á ég að gera!? Kveðja stelpa í Verzló
Bringuhár or GTFO. Nei djók, auðvitað, við erum jafn ólík og við erum mörg. Þú getur líka alltaf safnað skeggi, síðu hári eða eitthvað næs til að bæta upp fyrir skarðið.
Elsku dúlla, MR-ingar (sumir) eru ekki svona slæmir! Sumir þeirra eru herramenn svo ef drengurinn kemur vel fram við þig og fer vel með þig segi ég taktu sénsinn og njóttu lífsins. Sumir þeirra eru samt með táfýlu, án djóks.
Haehae, eg err rossa sgotin i stellbu i sjota bek. ma eg bara far a mamratran og sekja hae vid hana?
Sæll Dr. Love, ég er með vandamál sem ég hef þurft að glíma við í þó nokkurn tíma, en það er að kærastan mín, sem ég elska ótrúlega mikið, hættir ekki að væla, hún er sífellt vælandi og með endalausar afsakanir. Hún er alltaf veik eða með mígreni eða eftir á í náminu eða með túrverki eða getur ekki sofnað eða pirruð. Hvað get ég gert í þessu? Ég get varla sagt henni að hætti’su væli, annars verð ég leiðinlegi kallinn! - Hei elsku kall, ef hún vill ekki sofa hjá þér, þá vill hún ekkert með þig gera.
Hæ, hæ elsku krútt, auðvitað máttu fara á marmarann og segja hæ við hana. Ekki samt reyna neitt meira fyrr en þú hefur lært að skrifa.
Sæll ástardoktor, ég og kærastan mín rífumst mjög oft. Ég hata að rífast þannig ég gef henni alltaf bara pening og þá hættum við að rífast. Þetta er mjög þægilegt og næz en ég er að verða blankur útaf henni. Elsku ráðvillti Verzlingur. Það er aðeins tvennt í stöðunni. Þú getur annað hvort tekið smálán eða keypt þér sparibauk.
LÖVARINN út Þangað til næst
Dr. Love
7
Robbeh Model
CC k re m
Kom sá og sigraði sushi m y n d a tö k u h já V ilj a n u m (G a u ti v a r á g æt u r ) .
Tr e f l a r H aha h nei Jónas vi ð e r u m a ð djóka. Samt e k k i .
O g þ á s é r s ta kle g a frá Bo u rjo is .
Sparibaukur Þú mu n t a ld r e i þ u r fa á s má lá n i a ð h a ld a a ft u r .
Heitt Gamli Justin Þarf a ð s e g ja m e ir?
Himnasæng O g þ ú v e r ð u r s kr e fin u n ær þ v í a ð v e r ð a p r in s e ss a .
MEÐ ALLT Á HREINU Nemóprofilemyndir
8
Fólk sem hefur e k k i b r e y t t profilemynd í heil t á r b r e y tti loksins um m y n d .
Off shoulder Ástarjátningar Nú n a e r t ímin n t il a ð lá t a a llt fla kka .
A ld r e i o f m ikið a f b rin g u f le x i.
Flappy bird Tímasóun og a l l t a f þ a ð s a m a a f t u r og a f tu r , b o o r i n g .
Silfurskottur
Hvítar gallabuxur
Ó g e ð s le g u s t u d ý r s e m t il e r u . S t a ð fe s t .
Þær v o r u f lo tta r í f y rra e n þ e tta e r ko m ið g o tt.
Ræktar selfies Þ a ð e r ö l l u m s a m a o g v it a a llir a ð þ ú fe r ð m a x tv i s v a r í mánuði, viðurkenndu það.
Kalt
Subtwe ets O-M-G . Get over you r s e l v e s .
Nemó stjörnustælar P ét u r G e ir s a n n a ð i þ a ð a ð fræ g ð in v ær i a ð stíg a h o n u m til h ö f u ð s á Tw it t e r . Þ a ð d ru lla r e n g in n y f ir Vilja n n .
Hjól á götunni Stormurinn
Burt strax.
Málfó er samt alveg næs. 9
NAUÐGUNARLYF Allir hafa heyrt talað um naugðunarlyf. Við höfum öll heyrt sögur, lesið greinar eða séð atriði í bíómyndum þar sem nauðgunarlyf koma við sögu. Nauðgunarlyf eru lyf sem notuð eru við kynferðisglæpi. Verkan lyfjanna leiðir til þess að fórnarlambið verður hjálparlaust, ófært um að veita mótspyrnu og man oftast ekki eftir verknaðnum. Nauðgunarlyf eru lyktar-, bragð- og litlaus og því er erfitt að sjá hvort einhverju hafi verið laumað í drykkinn þinn.
Við búum á þessu litla krúttlega frábæra landi, Íslandi. Ísland er saklausa landið þar sem hræðilegir atburðir eru fátíðir. Eða það heldur fólk að minnsta kosti. Sem dæmi má nefna að íslenskar stelpur fara á djammið með því hugarfari að ekkert muni koma fyrir þær. Allar stelpur hugsa: Það kemur aldrei neitt fyrir mig. Ég er ekki að fara ein. Ég verð aldrei ein. Ef eitthvað gerist þá hleyp ég bara í burtu og öskra. En sú er ekki raunin. Það að vera byrlað eitur eða nauðgunarlyf er eitthvað sem getur komið fyrir alla, ekki aðeins ungar stelpur. Þetta er ekki nema örfáar sekúndur að gerast. Flestar stelpur vita að þær eiga aldrei að leggja frá sér glasið á djamminu og taka það svo upp aftur. En það er ekki það eina sem þarf. Það getur einhver stungið pillu í glasið hjá þér á dansgólfinu, á röltinu þegar þið rekist saman, eða meðan þú ert að spjalla við vini þína. Gerðar voru rannsóknir í Ástralíu og Wales í sambandi við byrlun nauðgunarlyfja. Þar kom í ljós að í 67% tilfella var gerandinn ekki með það í huga að framkvæma kynferðisbrot heldur var um hrekk eða ósmekklegt grín að ræða meðal félaganna. En það er einmitt málið, þó að manneskjan sem setti pilluna í glasið ætli ekki að naugða þér, getur einhver annar, næsti maður sem sér þig meðvitundarlausa, nýtt sér tækifærið og brotið á þér. Oftar en ekki á áfengi í hlut þegar stelpum eru byrluð lyf en það er þó ekki alltaf. Þú þarft ekki að vera með áfengan drykk í hendi til þess að einhver stingi pillu í glasið hjá þér. Þú gætir þess vegna verið með vatnsglas eða hafa keypt þér gos á barnum, alveg bláedrú. Það stoppar ekki gerandann í að henda pillu í glasið hjá þér. Og þó að þú hafir verið bláedrú, verður þú alveg jafn varnarlaus og sú sem er undir áhrifum áfengis. Ég fór sjálf alltaf út með vinkonum mínum með því hugarfari að ekkert kæmi fyrir mig. Ég væri jú auðvitað að fara með mörgum stelpum og væri alltaf með símann við hendina þannig ég gæti bara hringt ef eitthvað kæmi upp á. Og svo auðvitað þekki ég mín mörk þegar kemur að áfengi. En málið er allt, allt annað. Og
10
eitthvað sem við öll, ekki bara stelpur þurfum að átta okkur á. Það skiptir engu máli hvort þú sért með símann við hendina eða þekkir þín mörk ef þér hefur á annað borð verið byrlað nauðgunarlyf. Og þó að þú ert með vinkonum þínum. Þegar líkaminn tekur við naugunarlyfi kemur fram mikil vanlíðan. Þig fer að svima og verður óglatt og þú vilt bara komast út í ferskt loft. Þú ákveður að stíga út af staðnum án þess að láta vinkonur þínar vita til að fá þér smá loft og jafna þig. Og hvað svo? Þú getur ekki vitað það. Sá sem setti lyfið í glasið gæti verið að fylgjast með þér og bíða eftir því að vanlíðan kikki inn. Bíða eftir því að þú verðir einmitt verða viðskila við vinkonur þínar. Næsta sem þú veist er að þú rankar við þér, vonandi heima hjá þér eða hjá einhverri vinkonu eða vini sem sá þig, og tókst naumlega að bjarga þér frá einhverju verra. En þú veist það ekki. Þú gætir vaknað á ókunnugum stað þar sem eitthvað hræðilegt gerðist sem þú mannst líklega ekki eftir. Verum varkár alls staðar. Ekki bara við stelpurnar heldur strákarnir líka.
13% afsláttur
með skólaskírteininu
NÁMSMENN Við komum ykkur í gegnum skóladaginn. Ferskur mexíkóskur skyndibiti með 13% afslætti fyrir námsfólk gegn framvísun skólaskírteinis. Ferskur og hollur matur
TWITTERTÝPUR Þar sem Viljinn hefur átt stóran þátt í að Twitter-væða Verzlinga fannst okkur tilvalið að taka saman nokkrar týpur sem algengt er að sjá á Twitter. Kannski hljómar þetta allt voðalega leiðinlegt og neikvætt en ég get þó sagt ykkur það að Twitter er snilld. Allar þessar týpur eru snilld. Snilldin er líka að mamma og pabbi eru ekki á Twitter og geta ekki share-að vandræðalegum myndum á vegginn þinn og þú getur tweetað að vild um djammið og lífið.
Dramadrottningin Ný hætt/ur með kæró, alltaf drama í vinahópnum eða kannski er lífið þeirra bara svona rosalega ósanngjarnt. Koma reglulega retweet frá einhverjum EvErY-GirLs-DrEam twitter accountum um hvernig eigi haga sér í sambandi eða hver draumaprinsinn sé.
Íþrótta tweetarinn Tweetar einungis um íþróttir og nákvæmlega ekkert annað. Jújú getur verið voða gaman að lesa þetta á meðan leik stendur en hafi maður misst af leiknum eða hafi einfaldlega ekki áhuga á íþróttum er voða leiðilegt að lesa þessi tweet. Þá er ekkert flókið að unfollowa viðkomandi bara.
Nördarnir Þetta eru ekki týpurnar sem verða bara virkar á twitter í prófunum heldur eru þetta meira svona “hæ sjáið hvað ég er dugleg/ur” týpan. Já þeir leynast víða. Oft vantar þeim bara hrós fyrir að vera duglegir. Þeir tweeta um hvað það er mikið að læra heima, í hvaða fögum það er mesta heimanámið, hvaða kennarar eru ósanngjarnir og svo framvegis.
Retweet/Favoritarnir Þessar týpur eru ekki alveg tilbúnar til að segja sýnar skoðanir ennþá. Þessar týpur þurfa bara smá tíma til þess að komast út úr þægindarammanum og fara segja hvað þeim finnst um ákveðin málefni. Í staðinn retweeta þeir og peppa aðra upp með favoritum. Mjög mikilvægt að hafa nokkra svoleiðis followers til að ýta undir egóið. Líka skemmtilegt að fá regluleg retweet frá Spodermen og Þorsteini Guðmundssyni.
Drullararnir Þeir eru eingöngu á Twitter til að drulla yfir allt og alla. Koma alltaf með leiðinleg svör og finnst skemmtilegast að niðurlægja aðra. Stundum hitta þeir þó naglann á höfuðið og segja nákvæmlega það sem allir voru að hugsa en enginn þorði að segja.
12
Vælararnir Segir sig sjálft, eintómt væl yfir öllu, oft neikvætt fólk sem á erfitt með að sjá björtu hliðarnar á hlutunum.
B r y nj a B j a r n a d ó t t ir | 6 - Y
Djammararnir Tweeta játningum af djamminu, myndum af þynnkunni og jafnvel þegar þeir eru komnir í glas. Þetta eru yfirleitt frekar glötuð tweet með mikið af innsláttarvillum. Játningarnar geta þó oft á tíðum verið mjög skemmtilegar.
Twitterlegendið Endalaus retweet og enn fleiri favorite. Tala sjálf af mikilli reynslu og get sagt ykkur að það er alls ekkert auðvelt að vera twitter legend. Sumir bara hafa þetta í sér og aðrir ekki. Nema auðvitað ef þú ert í stjórn NFVÍ þá koma þessi favorite mjög auðveldlega.
Brandarakarlinn Húmoristarnir eru algengir á Twitter. Hvort sem það sé að tweet-a skemmtilegum sögum úr daglegu lífi eða tómatabröndurum þá eru þetta alltaf skemmtilegustu tweetin.
Followið okkur á twitter @viljinn
13
www.nomo.is
Hvað er NOMO?
Draumurinn er að NOMO verði eins konar Kringla á netinu. Í ágúst á seinasta ári duttum við inn í djúpt spjall um íslenskan fatamarkað og hvernig hann er að missa af netinu. Við ákváðum að fólk hefði ekki áhuga á skoða netverslanir einstakra fatabúða heldur vill það fá öll fötin á einn stað svo þau geti auðveldlega “scrollað” í gegnum allt sem er nýtt á landinu. Þaðan kom hugmyndin um að færa allar flottustu verslanirnar inn á eitt sameignlegt vefsölusvæði, alveg eins og ASOS á Íslandi.
Hverjir starfa hjá NOMO og hvernig byrjaði þetta samstarf?
Við heitum Jón Hilmar, Kjartan og Viktor og segjumst vera stofnendurnir. Við höfum samt fengið hjálp frá nokkrum af frábærustu manneskjum sem jörðin hefur upp á að bjóða og það er ekki séns að við hefðum komist á þennan stað ef ekki væri fyrir fólk eins og Hauk Kristinsson, Melkorku Arnarsdóttur og módelin okkar, sem mörg hver eru í Verzló.
Hvernig gengur ykkur að vinna saman?
Þetta er virkilega mikil verkaskipting með dassi af samvinnu inni á milli. Við brainstorm-um saman en þegar kemur að því að koma hlutunum í gang höfum við allir okkar sérsvið.
Á hvaða markaðshóp eruð þið helst að reyna höfða til?
Ætli það sé ekki auðveldast fyrir okkur að markaðssetja vefsíðuna til fólks á milli 17 og 27 ára bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Við byrjum allavegana þar og sjáum til hvernig það er tekið í hugmyndina á þeim vígstöðvum. Þaðan er svo hægt að skoða nýjar stefnur.
14
Hafið þið alveg tíma fyrir skólann líka?
NOMO er skólinn okkar, hversu top5 væmið sem það kannski hljómar. Það er ótrúlegt hvað er hægt að læra hratt þegar að maður lærir bara það sem maður þarf virkilega að nota á hverjum tímapunkti fyrir sig. Skólinn fer inn í lausu stundirnar og félagslífið inn í það sem eftir er. Það er hægt að gera virkilega mikið á 24 klukkutímum ef maður er að hafa gaman.
Hvernig ætlið þið að markaðsetja fyrirtækið?
Það að vera 18 ára er bæði kostur og galli þegar kemur að markaðssetningu. Það er virkilega erfitt að fá fjárfesta til þess að blæða í allsherjar markaðsherferð þegar að þú ert ekki einu sinni búinn að klára menntaksóla, en á móti kemur að fjölmiðlar hafa gaman að því að fá unga stráka í viðtöl og það er vel metin umfjöllun þegar maður á engan pening.
Hefur ferlið gengið áfallalaust?
HAHA, síður en svo. Sem dæmi má nefna að þegar að við fyrst opnuðum fyrir samfélagsmiðlana okkar, á Facebook og Instagram, fengum við mikla gagnrýni á hversu kjánalegir við vorum stundum á báðum vígstöðvum. Við tókum góðan fund eftir það og ákváðum að halda áfram að vera skemmtilega asnalegir á Instagram, en að vera á móti snyrtilega minimalískir á Facebook.
Hvernig tókst ykkur að fjármagna fyrirtækið?
Við höfum verið virkilega skynsamir á peningaeyðslu og þurftum alveg ævintýralega lítinn pening til þess að koma okkur af stað. Við héldum síðan fjárfestafund með föðurímyndunum og sannfærðum þá um að koma okkur af stað. Stefnan er að geta borgað þeim aftur strax í sumar.
Hvernig tókst ykkur að setja síðuna upp á svona skömmum tíma, kann einhver af ykkur forritun?
Þegar að við fórum fyrst af stað með hugmyndina var vefsíðan og gerð hennar lang stærsta hindrunin. Við þekktum engan sem hafði góð tök á forritun og Guð má vita að við áttum ekki næga peninga til þess að ráða einhvern atvinnumann. Það var þess vegna sem að Kjartan ákvað að kíkja á Youtube og Google og sjá hvort þetta væri eins flókið og það leit út fyrir að vera. Í stuttu máli má segja að það hafi bara reddast nokkuð vel og vefsíðan er núna minnsta áhyggjuefni okkar.
Hversu margar fataverslanir eru með ykkur í liði núna?
Við erum að vinna með 15 virkilega skemmtilegum verslunum akkúrat núna en sú tala fer ört vaxandi. Þessar verslanir eru á mismunandi stað í ferlinu og tvær geta til dæmis líklega ekki verið með föt inni á síðunni þegar að við opnum þann 10. febrúar. Við erum líka í miðju spjalli við nokkrar verslanir sem okkur þætti virkilega skemmtilegt að fá inn.
Hvert er framhaldið og hvert stefnið þið?
Akkúrat núna fer athyglin öll í að koma NOMO á réttann stall. Við erum með nokkrar virkilega skemmtilegar framtíðarpælingar í hugmyndaofninum sem tengjast www.nomo.is en við stefnum allir á að fara í háskóla og það verður bara að bíða og sjá hvað gerist við litla ævintýrið okkar, Nomoco ehf.
SAMSTARFSVERSLANIR MORROW • NOLAND • DÚKKUHÚSIÐ • DEFINE THE LINE • KARLMENN EXTRA • NEON • SMASH • DERES • SKARTHÚSIÐ • CORNER INKLAW • STURLA • EPIC! • ORGINAL • MOTOR & MÍA 15
Hljómsveitin F.U.N.K. komst áfram í áfram í úrslitakvöld Söngvakeppninnar fyrir Eurovision með lagið Þangað til ég dey. Hljómsveitina skipa Franz Ploder Ottósson, Pétur Finnbogason, Lárus Örn Arnarson, Egill Ploder Ottósson nemóstjarna, Hörður Bjarkason og Valbjörn Snær Lillendahl. Allir þekkja Lárus Örn eftir að hafa samið öll bestu 12:00 lög skólans en hann samdi einmitt lagið sem þeir flytja í keppninni ásamt Pétri og Franz. 12:00 stjarnan, mega beibið og Væls goðið Egill Ploder er síðan hinn Verzlingur hljómsveitarinnar. Einnig er fyrrverandi Verzlingurinn og saxófónspilarinn Hörður Bjarkason, betur þekktur sem bróðir Höllu V80, meðlimur hljómsveitarinnar. Þar sem við erum alltaf jafn stolt af okkar Verzlingum tókum við stutt viðtal við þá. Hvernig kom það til að F.U.N.K. varð til?
Það byrjaði allt þannig að Pétur og Franz voru saman í vinnunni og tóku eftir að það væri búið að lengja frestinn til að skila inn lögunum, þannig að þeir ákváðu að hringja í Lárus en hann komst ekki yfir helgina þannig að þeir biðu fram að sunnudeginum og hittust þá. Skilafresturinn var daginn eftir þannig að þeir höfðu lítinn tíma. Eftir að við komumst inn í keppnina fengum við Valla, Egil og Hörð til liðs við okkur.
Hvernig er ferlið í kringum keppnina, er þetta búið að vera mikill undirbúningur?
Já umstangið er meira en maður bjóst við! Erum búnir að vera að æfa á fullu, einblína mikið á sönginn þó að atriðið sjálft skipti miklu máli.
Hvernig var tilfinningin að komast áfram?
Tilfinningin var hrikalega góð. Við vorum allir mjög stressaðir þegar það var verið að lesa upp þá sem komust áfram, en svo þegar við vorum lesnir upp þá var þungu fargi af okkur létt. Vonum að þetta verði bara eins næsta laugardag.
Hvað er það fyrsta sem þið mynduð gera eftir þáttinn ef þið vinnið ekki?
Má búast við meira efni frá ykkur jafnvel þótt þið færuð ekki alla leið í keppninni?
Já að sjálfsögðu. Við höfum gaman af því að vinna saman og erum búnir að ákveða að reyna að gefa út eitthvað eftir allt eurovision umstangið.
Kemur atriðið til með að breytast?
Það mun breytast ef við komumst út til Danmörku, en munum ekki breyta því mikið fram að næsta laugardegi.
Ef þið mynduð vinna hvort færi lagið Þangað til ég dey eða Until I die til með að fara út til Danmerkur? Við hugsuðum alltaf textann á ensku þegar við vorum að reyna að skrifa hann og það hljómaði alltaf betur en íslenskan, og við myndum hafa titilinn “Untill the day I die” Viljinn ætlar auðvitað ekkert að vera með neinn áróður en við ætlum samt alveg öll að kjósa F.U.N.K. á laugardaginn og óskum þeim góðs gengis.
Við vorum búnir að plana að leigja Titanic og fara heim til Péturs að horfa á hana ef við myndum ekki komast áfram, ætli það sé ekki enþá planið ef við vinnum ekki.
Nú eru tveir Plöder-ar í hljómsveitinni. Eigið þið ykkur uppáhalds Plöder? Það er nú ekki hægt að gera upp á milli Plöder bræðranna, þeir eru báðir svo yndislegir.
16
Á myndina vantar Lárus Örn og Valbjörn
T O K
Y O
sushi
Snappaðu hvað þetta er gott sushi!
,,Gauti minn, sushi er snilld”
17
«68
FRANSKAR & GOS
Bíldshöfða | Dalshrauni | Nýbýlavegi | Skipholti | Tryggvagötu
Bergþór er 18 ára Verzlingur sem hefur mikinn áhuga á tísku og tónlist. Hann er með einstaklega sérkennilegan og flottan fatastíl en hann fær innblástur frá uppáhalds tónlistarmönnum sínum. Ég fékk Bergþór til að svara nokkrum spurningum og setja saman fjögur ,,outfit” til að deila með lesendum. Hver er Bergþór?
18 ára atvinnulaus Vesturbæingur í 5. bekk í Verzló með mikinn áhuga á hip-hopi og tísku og stefni á að reyna lifa á þessum áhugamálum í framtíðinni.
Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum?
Hver hafa verið þín verstu tískumistök?
Öll grunnskólagangan mín var nokkuð hræðileg. Átti græna Adidas peysu og grænan Adidas bol sem mér fannst sjúklega nett að vera í saman.
Uppáhalds tísku-trendið þitt þessa dagana?
Ég reyni að taka það sem mér finnst flottast úr mismunandi stílum og setja saman í flott outfit.
Bomber jakkar, rifnar gallabuxur, síðir bolir ofl.
Hefur þú mikinn áhuga á tísku?
Finnst vanta smá fjölbreytni í hana hjá strákum en annars er hún bara mjög fín.
Já. Áhuginn byrjaði þegar að rapparar byrjuðu „að chilla“ með tískuhönnuðum og ganga í high-fashion fötum.
Áttu þér uppáhalds hönnuð?
Hvað finnst þér um tískuna í Verzló?
Hvernig stíll finnst þér flottastur á stelpum?
Ekki beint einhvern uppáhalds en fylgist mest með Ricardo Tisci, Kanye West og Virgil Abloh.
Finnst mainstream stíllinn á stelpunum í Verzló bara fullkominn en finnst líka flott þegar stelpur klæða sig meira í “streetwear”.
Hvar verslar þú helst fötin þín?
Áttu þér uppáhalds flík?
Reyni að versla sem mest á internetinu og í útlöndum en á Íslandi versla ég mest í Spúútnik og Zöru.
Áttu þér einhverja tískufyrirmynd?
Já, fylgist mjög mikið með í hverju A$AP Rocky, Kanye West og Ian Connor eru í á hverjum degi í gegnum Instagram og reyni að læra eins mikið og ég get frá þeim.
20
Á s hild u r | 4 - V
Já. Það er klárlega handmálaði bolurinn sem ég keypti í DEAD galleríinu á Laugarveginum
Bláa kortið borgar sig Bláa kortið er sérstaklega sniðið að námsmönnum og ungu fólki. Með Bláa kortinu færð þú afslátt hjá fjölda fyrirtækja um allt land. Kortið færir þér aðgang að Hringtorgi, öflugri upplýsingaveitu sem heldur utan um öll fríðindi Bláa kortsins. Þú sækir um Bláa kortið á hringtorg.is.
Þú getur sótt appið með því að skanna QR kóðann.
o
VALENTINUSAR
DAGURINN
Va ka Vi g f ú s d ó t t ir | 5 - D
Kæru Verzlingar nú fer uppáhalds dagur mannkynsins að ganga í garð. Valentínusardagurinn er á morgun 14. febrúar, af því tilefni ætla ég að gefa ykkur nokkur heilræði og ég veit að hér ættu allir finna eitthvað við sitt hæfi. Gangi ykkur vel!
Fyrir þann níska:
Fyrir Verzlinginn:
Dagurinn byrjar að sjálfsögðu á morgunmat í rúmið, hvað sem þú finnur í eldhúsinu virkar í þennan morgunmat. = 0 kr. Í hádeginu er tilvalið að splæsa í kaffi eða kakó í matbúð og rölta saman stóra íþrótta-hringinn og virða fyrir sér þá dýrð sem kann að vera þar á vegi. = 200 kr. Eftirmiðdagurinn getur innihaldið strætóferð í miðbæ Reykjavíkur þar sem þú lýgur til um aldur og færð þar af leiðandi FRÍTT í strætó. Ekki skemmir fyrir að bakaríið Jómfrúin á Lækjargötunni selur brauð, sem er reyndar ætlað öndum, á aðeins 100 kr. pokinn!!! - GJÖF EN EKKI GJALD og topp nasl með ástinni! = 100 kr. Kvöldið verður ekki rómantískara en að bjóða sjálfum sér og ástvini sínum í mat til ömmu þar sem maturinn er borinn á borð nánast eins og á veitingatað ! Það neitar allavega enginn ömmu-mat... = 0 kr. Til að enda daginn með trompi skaltu plata einhvern vin þinn í að fara með ykkur ástarhnoðrana á rúntinn, (enginn bensínkostnaður) og mögulega lána ykkur bílinn úti í Gróttu… ( Hægt er að finna kósý tjald í Öskjuhlíðinni ef rúnturinn út í Gróttu misheppnast) = 0 kr.
Stilltu vekjaraklukkuna hálftíma fyrr, smelltu þér á lappir og út í bakarí ! Það er fátt sem gleður manneskju meira en að vakna við ilminn af nýbökuðu bakkelsi sem er svo toppað með góðu kúri. = 1500.kr Það eru margir flottir veitingastaðir með snilldar tilboð í hádeginu og ekki skemmir fyrir að Kringlan er hér beint fyrir utan og býður upp á allt sem hugurinn girnist ! = 3000. kr ! Í eftirmiðdaginn er tilvalið að smella sér í Baðstofuna í Laugum og láta líða úr sér í einni af 6 gufum, heitum potti, köldum potti eða hvíldarherbergi Baðstofunnar fyrir 4990. Kr á lover. = 4990 x 2 .kr ! Um kvöld matarleitið játar þú ást þína með því elda dýrlega máltíð, leggja fallega á borð, henda fjölskyldunni í bíó og kveikja á kertaljósi ( ATH! Þurfa ekki að vera gullhúðuð). Eftir matinn mælir Vilinn með Leifturást (sjá bls 22) í bland við next-level kúr og myndina Valentines Day. = c.a. 4000.kr Til að trompa daginn og tryggja að þetta sé besti Valentínusardagur elskunnar horfir þú djúpt augu manneskjunnar og segir: „Baby, let me show you how much I love you” Svo grípur þú í sokka elskunnar, rífur þá af og sýnir þína yfirburða hæfileika í táslunuddi. = 0.kr
Allur pakkinn = 300 kr!
22
Það er ekkert kósýkvöld án þess að nasla á blandi í poka, en hvar fæ ég nammi án þess að borga fyrir það? Jú mikið rétt, í verslunum Hagkaupa er hægt að finna einn stærsta nammibar landsins. Eins og gengur og gerist á slíkum stað sullast ógrynni af sælgæti á gólfið. Það skalt þú tína upp og setja í pokann þinn. Einnig mæli ég eindregið með Latabæjar-bíóinu í Hagkaup í Smáralindinni (gellurnar eeelska það).
Allur Pakkinn = 18.480 Kr! Prentagram prentar 24 instagram-myndir af eigin vali og sendir frítt heim á aðeins 2900. Kr ! Hver er ekki til í að eiga allar sínar beztu Verzló minningar á föstu formi?!
The big spender: Byrjaðu daginn á því að hringja í elsku skrifstofu dömurnar okkar Eygló og Jónínu til að fá frádráttarlaust leyfi yfir daginn fyrir ykkur tvö. Því næst er morgunmatur á Vox með einkaþjóni og útsýni yfir Esjuna þar sem ávextirnir eru innfluttir frá mjög suðrænum og seiðandi stað. Síðan setja nýmalaðar og létt ristaðar háfjallabaunir frá Argentínu fullkominn keim á kaffið. = 100.000 kr. Næst er stefnan tekin í spa þar sem allar dýrustu dekur meðferðirnar gæla við líkama og sál. Þetta er fullkomin staður til að gefa valentínusargjöfina, sem er að sjálfsögðu iPhone 5S, MacBook Pro Retina fartölva, kanínupels, rauður sanseraður sportbíll, Michael Kors úr og Marc Jacobs veski. = 450 milljónir Þegar líkaminn hefur verið endurnærður liggur leiðin upp á Reykjarvíkur flugvöll þar sem einkaþotan og áhöfnin bíður. Ferðinni er heitið til Parísar, City of luuuuuuve! Í París bíður la limousine til að sýna ykkur alla helstu gimsteina borgarinnar. Rúnturinn endar svo á Le Meurice Alain Duceitthvað (þú finnur hann með því að googla „the most expensive restaurant in Paris”) þar sem 12 rétta máltíð bíður ykkar EN þá birtist Michael Bublé og syngur lagið Everything með góðum undirtektum á meðan maturinn og 70 milljón króna rósakampavínið (árgangur 66 MEÐ möndlu keim) rennur ljúflega niður í maga. = 9.8 milljarðar 450 milljónir Hestvagninn bíður fyrir utan á Le Meurice Alain Ducasse klukkan nákvæmlega 22:30. Leiðin liggur upp á hótel þar sem svítan er skreytt með gullhúðuðum kertum frá Sviss og demants rósablöðum sem finnast bara í suður-hlíðum Alpafjalla. Til að fullkomna stemninguna trítlar lítill, stóreygður, erfðabreyttur, hvítur hvolpur inn með pakka um hálsinn, inni í honum er sérhannaður 300000 karata demants skartgripur sem fær ástvininn til þess að kikna í hnjánum og elska þig heitar en nokkru sinni fyrr og BAM kvöldið endar með flugeldum, ég lofa. = 2 milljarðar
TOPP 10 RÓMÓ LÖG: 1. Mario - Let me love you 2. Michael Bublé - Everything 3. Marvin Gaye - Let’s get it on
Ef þú átt eitthvað eftir að gefa sem extra trít þá ertu ekki að fylgja mínum ráðum.
4. Ronan Keating - When you say nothing at all 5. Shania Twain - You’re still the one 6. Enrique Iglesias - Hero 7. John Mayer - Slow dancing in a burning room
THE HEARTBREAK CORNER 1. Nuddaðu þínar eigin tær.
8. Backstreet Boys - I want it that way
2. Súptu vatn úr krananum á hellis-klósettinu.
9. Miley Cyrus - Adore you
4. Farðu í hádegishléinu og verlsaðu fyrir alla næstu
10. Ed Sheeran - Give me love
3. Lærðu heima. viku í Bónus Kringlunni. 5. Æfðu þig að skrifa sms hratt. 6. Kíktu í heimsókn til ömmu og afa og hjálpaðu til við að lita grá hár og/EÐA kenndu þeim á facebook. 7. Gluggaðu í eftirfarandi lesefni ; How To Survive
Valentines Day Alone, I Know How To Loose A Guy In 10 Days OG/EÐA Loki Laufeyjarson.
DOMINOS DEILDIN Nú er deildarkeppnin í úrvalsdeild karla í körfubolta komin á fullt flug, úrslitakeppni nálgast og hiti kominn í leikinn. Viljinn hefur því ákveðið að gefa út spá um hvernig liðin muni raðast niður í þau sæti sem í boði eru í úrslitakeppninni sem auðvitað öllu máli skiptir.
8. ÍR
ÍR-ingum hefur gengið velflest í haginn eftir að liðið leysti Terry Leake Jr. undan samningi og nældi í Nigel Moore sem spilað hafði með Njarðvík. Moore virðist tengja liðið nokkuð vel saman og gera alla betri. Liðið hefur náð í nokkra nauma, góða sigra eftir áramót. Meðal annars á Grindavík í Hertz-hellinum og á Haukum í Hafnarfirði. ÍR-ingar hafa skemmtilega blöndu ungra leikmanna og reynslubolta á borð við Svenna Classen og Nigel. Matthías Orri, 19 ára fyrrum Verzlingur stýrir liðinu úr leikstjórnandastöðunni og hefur sýnt glimrandi takta á köflum. Hann er einn fárra leikmanna sem hafa afrekað það á yfirstandandi tímabili að ná þrefaldri tvennu og leiðir liðið í stoðsendingum með rúmar 6 í leik. Einnig hefur jafnaldri hans Ragnar Örn Bragason átt góða leiki. ÍR-seiglan og sterkir stuðningsmenn með Seinni-bylgju Jölla í fararbroddi munu skila ÍR-ingum áttunda sætinu inn í úrslitakeppnina.
6. Snæfell
Óhætt er að segja að Snæfellsmenn hafi valdið vonbrigðum á þessu tímabili. Liðið fékk til sín Finn Atla frá KR og var honum ætlað að leysa stöðu miðherja sem hafði í einhverjum skilningi verið akkilesarhæll liðsins. Finnur hefur hins vegar þurft að glíma við virkilega þrálát veikindi og blóðleysi en er nú að komast í gang og kemur til með að hjálpa leik liðs síns heilmikið. Þá hafa Snæfellingar lent í nokkrum kanavandræðum. Nú er hjá þeim bakvörður að nafni Travis Cohn sem virðist nokkuð góður, yfirvegaður á boltanum og útsjónarsamur. Hins vegar verður hann að fá einhvern í lið með sér ef Snæfellsmenn ætla sér einhverja hluti í vor. Nonni Mæju hefur ekki staðið undir nafni sem einn hættulegasti sóknarmaður deildarinnar. Aftur á móti kæmi það engum á óvart ef Nonni hrykki í gang og krossleggja aðdáendur Snæfells líklega fingur í von um slíkt. Ef Snæfells liðið hrekkur í gang gætu þeir hæglega endað ofar. Hinsvegar hefur undirritaður áhyggjur af breidd liðsins og ástandi og frammistöðu lykilmanna liðsins. Snæfell endar í sjötta sæti.
7. Þór Þorlákshöfn
Gríðarstór skörð voru hoggin í lið Þórsara þegar Darri Hilmars og Gummi Jóns yfirgáfu liðið fyrir tímabilið. Nemanja Sovic og Tómas Heiðar Tómasson komu til liðsins þeirra í stað. Nem hefur verið að skila
28
góðum tölum en eins og svo oft áður hefur aðalspuringamerkið við leik hans verið varnarleikurinn. Þórsarar bjuggust eflaust við örlítið meiru frá Tómasi sem á köflum hefur sýnt að hann gæti orðið virkilega hættulegur sóknarmaður. Þegar þessi grein er skrifuð hafa Þórsarar tapað þremur leikjum í röð. Liðið skortir breidd eins og oft áður. Benni spilar eingöngu á sjö leikmönnum og Emil og Þorsteinn sem eru þeirra sjötti og sjöundi maður ná að jafnaði ekki 30 mínútum samtals. Þetta gerir það að verkum að álagið á Mike Cook og Nem sem er orðinn 33 ára er töluvert og jafnvel of mikið. Mike fer að jafnaði yfir 38 mínútur í leik. Raggi Nat hefur verið góður hingað til en ekki nægilega stöðugur. Hann tekur ógrynni af fráköstum en á það til að hverfa. Slíkt gerðist til að mynda þegar Þórsarar léku lykilleik við Stjörnumenn en þá endaði hann með 8 stig og 4 fráköst. Maðurinn er 218 sm. Þórsarar hafa ekki nægilega breidd til að halda tímabilið út, liðið er ekki eins sterkt og síðustu ár. Þeir hafa þó nokkra virkilega hæfileikaríka spilara í sínum röðum sem mun skila þeim stigum í hús. Þórsarar munu þó ekki ná ofar en í sjöunda sæti deildarinnar.
4. Stjarnan
Stjörnumenn misstu hinn stórfenglega Jovan fyrir tímabilið. Enginn stór biti var fenginn í hans stað en ungir strákar í herbúðum liðsins hafa tekið miklum framförum og standa sig vel í að fylla hans skarð. Þar á meðal er Sigurður Dagur Sturluson, nemandi í 6-E í Verzló. Dagur hefur fengið nokkrar mínútur hér og þar og staðið sig vel. Hann skoraði til að mynda 14 gegn KFÍ í leik þar sem hann lék rúmar 35 mínútur. Stjarnan býr yfir gríðarlega sterku byrjunarliði. Marvin, Justin, Hairston og Dagur Kári eru frábærir spilarar og standa að jafnaði fyrir sínu. Fannar, miðherji liðsins er líklega veikasti hlekkurinn í byrjunarliðinu en hann er mikill baráttuhundur. Þegar leita þarf á bekkinn lenda Stjörnumenn stundum í vandræðum. Teitur fer ekki eftir neinum formúlum og enginn hefur raunverulega staðfest sig sem sjötti maður liðsins. í liðinu eru miklir hæfileikamenn sem geta hæglega töfrað fram sigra á hverjum sem er. En álagið gæti farið að segja til sín á seinni hluta tímabils. Justin og Marvin eru orðnir 32 ára og Fannar heldur að hann sé 45. Ég held þó að það muni ekki hafa mikið að segja og býst ég við Stjörnumönnum í flottu standi þegar úrslitakeppnin hefst. Stjörnumenn lyfta sér upp í fjórða sætið með krafti sinna sterkustu leikmanna.
5. Njarðvík
Njarðvíkingar fengu svakalegan liðsstyrk fyrir tímabilið þegar Logi Gunnarsson sneri heim úr atvinnumennsku. Logi er búinn að vera virkilega góður og stígandi hefur verið í leik hans að undanförnu. Hann og Elvar Már mynda eitt illviðráðanlegasta bakvarðapar deildarinnar. Elvar hefur verið stórkostlegur. Hann stýrir liði sínu eins og herforingi og er höfuðið í flestum aðgerðum liðsins. Drengurinn sem er fæddur ’94 var valinn besti leikmaður fyrri umferðar mótsins. Njarðvíkingar skiptu Nigel Moore, sem síðan hefur farið mikinn með ÍR, út fyrir Tracy Smith sem hefur farið mjög vel af stað. Tracy lenti þó í vandræðum með Craion hjá Keflavík en Njarðvíkurliðið í heild gat lítið sem ekkert í þeim leik. Smith er stór strákur með mikinn skrokk. Njarðvíkingar segja hann ekki kominn í almennilegt form enn og það verður áhugavert að fylgjast með honum þegar hann er búinn að skafa jólasteikina af sér. Þessir þrír bestu leikmenn Njarðvíkinga mynda hættulegan þríhöfða dreka sem öllum mun reynast erfitt að komast í gegnum. Hins vegar telur undirritaður að velgengni liðsins gegn bestu liðunum í deildinni standi og falli með aukaleikurunum. Hverjir geta stigið upp og hjálpað liðinu þegar á reynir. Ágúst Orrason og Óli Helgi hafa báðir sýnt margsinnis að þeir geti það en skortir stöðugleika. Njarðvíkingar eru með mjög hæfileikaríkt lið en munu af og til lenda í “matchup” vandræðum og ekki finna þennan fjórða mann. Því mun liðið enda í fimmta sæti deildarinnar. Þó er á hreinu að Njarðvíkingar eru lið sem ber að varast í úrslitakeppninni.
3. Grindavík
Grindvíkingar unnu stóra vinninginn í útlendinga-lottói síðasta tímabils. Broussard og Sammy voru langbesta kanaparið í fyrra og ljóst var að erfitt yrði að fylla þeirra skarð í Röstinni, sérstaklega þar sem ákveðið var í sumar að hvert lið mætti einungis tefla fram einum útlendingi í liði sínu. Grindvíkingar þurftu að kemba markaðinn vel og reyna oftar en einu sinni til þess að hafa uppi á Earnest Clinch sem er ágætis spilari. Íslendingarnir eru þó í veigameira hlutverki nú en oft áður hjá Grindavík og mæðir mikið á Jóa Árna, Sigga og bræðrunum Ólafi og Þorleifi. Grindvíkingar eru með virkilega breiðan hóp og hafa fengið gæðamínútur frá ýmsum leikmönnum. Í því samhengi er ekki úr vegi að nefna Jón Axel og Hilmi en þeir eru fæddir ’96 og ’97. Meistararnir frá síðasta tímabili virka ekki eins sterkir og fyrir ári. Svo virðist sem Sammy og Broussard hafi jafnvel skilið of stór skörð eftir sig. Grindvíkur liðið er þó stútfullt af hæfileikum og er til alls líklegt. Grindvíkingar munu sitja sem fastast í þriðja sætinu þegar úrslitakeppnin hefst en eru lið sem klárlega getur unnið hvern sem er.
2. Keflavík
Flestir bjuggust við því að Keflvíkingar yrðu á eða nálægt toppnum í deildinni í vetur. Þeir hafa ekki valdið neinum vonbrigðum og jafnvel verið betri en menn þorðu að vona. Andy Johnston stýrir sínum mönnum með heraga og minnir um margt á þjálfara háskólaliðanna í Bandaríkjunum
D a r r i Frey r At l a s o n | 6 - D á köflum. Keflvíkingar hafa yfir fáránlegri breidd að ráða. Til marks um það hefur liðið hingað til verið að nánast öllu leyti án Magga Gunn, þristakonungi deildarinnar. Maggi kemur til með að styrkja liðið enn frekar nú þegar hann hefur loks jafnað sig af meiðslunum. Það er ekki veikan blett að finna í byrjunarliði Keflavíkur. Arnar og Valur deila með sér leikstjórnandastöðunni. Þar eru á ferð ólíkir en jafnframt virkilega frambærilegir leikmenn. Keflavík spilar ekki með eiginlegan kraftframherja og leysa Gunnar Ólafs, Darrell Lewis, Maggi Gunn og Gummi Jóns kantstöðurnar að mestu leyti. Allt eru þetta frábærir leikmenn og það er oft unun að fylgjast með Darrell Lewis sem er á annarri bylgjulengd en restin af leikmönnum deildarinnar. Án þess að vera sérstaklega snöggur eða mikill íþróttamaður, nær hann sínu fram með útsjónarsemi og kænsku. Í miðjunni er svo tröllið Michael Craion. Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum tókst Keflvíkingum að halda Craion og er hann áhrifamesti leikmaður deildarinnar. Fjölmörg lið hafa valið kana og breytt leik liða sinna til þess að eiga svar við þessum frábæra leikmanni. Keflvíkingar eru til alls líklegir. Þeir gætu hæglega orðið Íslandsmeistarar og gætu allt eins stolið efsta sætinu í deildarkeppninni. Keflavík verður lið til þess að fylgjast með þegar úrslitakeppni ber að garði.
1. KR
Finnur Freyr hefur fengið óskabyrjun á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari úrvalsdeildarliðs. KR-liðið hefur sýnt mögnuð tilþrif og komist heldur áreynslulaust á þann stað sem liðið er á nú. KR-liðið er leitt af okkar eigin Martin Hermannssyni en sá er nemandi í 6-A í Verzló. Martin hefur verið að skila frábærum tölum og ótrúlegri hittni fyrir bakvörð. Martin er besti leikmaður deildarinnar þrátt fyrir að vera einungis 19 ára gamall og undirritaður ætlar rétt að vona að hann hljóti nafnbótina besti leikmaður síðari umferðar deildarkeppninnar eftir að hafa verið rændur titlinum fyrir þá fyrri. Til marks um ótrúlega breidd og ógrynni hæfileika KR liðsins kemur landsliðsmaðurinn og einn besti leikmaður deildarinnar undanfarin ár, Brynjar Þór Björnsson inn af bekknum. Auk hans og Martins eru Helgi Magg og Pavel einnig landsliðsmenn og segir það ýmislegt um KR-liðið. Darri Hilmarsson er svo X-faktorinn í liðinu, sinnir skítverkunum og hefur þar að auki skilað býsna frambærilegri tölfræði það sem af er af tímabilinu. Nú hafa KR-ingar fengið til sín nýjan kana en sá heitir Demond Watt og kemur til með að styrkja KR-inga í baráttunni undir körfunni og verða mótvægisafl við Craion hjá Keflavík. Árangur KR-inga hingað til er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að þeir hafa verið nánast kanalausir. Shawn sem kom fyrstur fékk betra tilboð og stökk á það. Þá tóku KR-ingar sénsinn á Terry sem leystur hafði verið undan samningi við ÍR. Sá gat ekki mikið og bætti sáralitlu við leik liðsins. Því verður mjög áhugavert að sjá hvort KR liðið styrkist jafnvel enn frekar við komu Watt. KR-ingar hafa verið bestir hingað til. Eftir áramót hafa þeir þó ekki verið neitt sérstaklega sannfærandi. Seinni leikurinn við Keflavík mun líklega skipta öllu máli um hvort liðið stendur uppi sem sigurvegari í deildarkeppninni þar sem þessi tvö lið virðast vera þau langbestu. KRingar eru líklegastir allra liða til þess að enda efstir í deildini og um leið líklegastir til þess að vinna hinn stóra titil.
29
GOJI Í 1 lítra af Floridana Goji er safi úr
72 nýpressuðum gojiberjum Gojiber eru talin: Hafa góð áhrif á sjónina Efla ónæmiskerfið Vernda lifrina Styrkja blóðrásina Draga úr matarlyst Auka hraða efnaskipta – hjálpa til við brennslu
JANÚAR
FÍTON / SÍA
Draga úr þreytu og stuðla að betri svefni
STORMURINN MÁLGAGN MÁLFUNDAFÉLAGSINS
STJÖRNUSPÁ Hrútur
Vog
Síðar í mánuðinum verður þú hrifin/n. Láttu það ekki koma þér á óvart en þú verður hrifin/n af sjálfum þér. Margir munu reyna að fá þig af þessari hrifningu þinni. En mundu að ástin spyr ekki um kyn, aldur eða útlit. Stattu með sjálfum þér sérstaklega ef þú ert Siggi Kri. Happalitur: Liturinn af þér
Þú verður að vega og meta kosti þess að vera kunningi Sigurðs Kristinssonar. Nemó er búið, nú er tíminn til að missa sig í mataræðinu, kílóin 5 munu blossa upp á vigtinni þegar þú stígur á hana. Happalitur: Eplalitur
22. mars - 19. apríl
Naut
20. apríl - 20. maí
Stappaðu í þér stálinu og bjóddu stelpunni/stráknum sem þú ert skotin/n í út að borða. Til þess að það heppnist þá þarftu að - 1. Drekka sápuvatn - 2. Endurvekja síðasta geirfuglinn - 3. Ekki gera neitt af því sem við töldum upp hér að ofan. Happalitur: Bleikur
Tvíburar
21. maí - 21. júní
Passaðu að týna ekki tvíburanum þínum. Ef þú týnir honum, ekki hafa áhyggjur, þú munt finna hann því þið eruð tvíburar. Ef þú átt ekki tvíbura þá muntu örugglega deyja bráðum eða eitthvað, nema þú addir Sigga Kri á snapchat - sigkri94 Happalitur: Brúnn eins og hárið á Sigga Kri
Krabbi
22. júní - 22. júlí
Í mánuðinum munt þú verða rekin/nn úr skólanum, bless. P.s. mundu að tæma skápinn þinn. Happalitur: Ekki Verzló haha feis
Ljón
23. júlí - 22. ágúst
Orðaforði þinn verður ekki upp á sitt besta í mánuðinum. Þess vegna leggjum við til að í stað þess að segja í alvöru, stelpa og hættu þessu, segir þú foshizzle, shawty, og why U all up in mah koolaid? Fólk fer að líta á þig öðrum augum. Happalitur: Svartur
Meyja
23. ágúst - 22. september
Þú munt lenda í einhverju. Einhver mun líklega segja þér eitthvað. Þér mun kannski líða einhvern veginn einhvern tímann. Ekki leyfa neinum að kítla þig eða eitthvað. Happalitur: Einhver litur
32
23. september - 22. október
Sporðdreki
23. október - 21. nóvember
Globup shamone trio trup sha shasha shaa blár. Haha mjoil bjós púki. Karamba mama angola ég þú hneggi hneta. Je suis formidable tu est poopoo. Hreinsilögur. aðeins sannur sporðdreki mun geta lesið þetta Happalitur: Þú veist hver það er
Bogmaður
22. nóvember - 21. desember
DAUÐINN er nálægur. Þú skalt forðast hárlausa ketti og Sigga Kri. Happalitur: Hundalitur
Steingeit
22. desember - 19. janúar
Líf þitt mun breytast í þessum mánuði eftir að hafa hitt þrífættan hund, með exem. Líkur eru á að þessi breyting verði ekki til hins betra. Mælum með því að þú forðist Geirsnef. Happalitur: Ekki hvítur
Vatnsberi
20. janúar - 18. febrúar
Þú munt vakna upp með ofsahræðslu og halda að fólkið í matbúð sé alltaf að reyna að eitra fyrir þér, sem gæti verið satt. Ef þú færð þá hugmynd að kaupa gæludýr, ekki gera það. Ekki nota nýju álmuna, það gæti endað illa. Ekki horfast í augu við Hrúta (Siggi Kri er hrútur) það gæti valdið heilaskemmd. Happalitur: Mórauður
Fiskar
19. febrúar - 20. mars
Ekki fara út. Andrúmsloft, eða réttara sagt hvaða loft sem er fer illa með þig. Þú þrífst best í vatni þar sem tálknin þín fá að njóta sín. Já þú ert með tálkn, nei þú sérð þau ekki. Forðastu stóru fiskana á marmaranum eins og Sigga Kri, hann mun aldrei elska þig. Happalitur: Hafblár
Í HVAÐA NEFND ERT ÞÚ? HVOR ER MEIRI FYRIRMYND? PÉTUR GEIR
SIGGI
,,ÞEIR FENGU LÍKÞORN ALLIR ÞRÍR, AF ÞRÖNGUM SKÓM, ÞROTLAUSUM GÖNGUM OG LÖNGUM EN ÞEIR BÁRU ÞRAUT SÍNA MEÐ ÞÖGN OG ÞOLINMÆÐI” VEISTU HVAÐAN ÞETTA KEMUR?
ERTU KEPPNISMANNESKJA?
JÁ
NEI
HORFIR ÞÚ Á 60 MINUTES VIKULEGA?
IS FASHION YOUR PASSION?
JÁ
NEI
DREKKUR ÞÚ KAFFI?
ERTU MEÐLIMUR Í SIGURBJÖRNS ARAVAKTINNI?
JÁ
NEI
JÁ
NEI
JÁ
NEI
JÁ
NEI
MÁLFÓ
ÍÞRÓ
VILJINN
V80
LISTÓ
NEMÓ
SKEMMTÓ
HVAÐ ER AÐ ÞÉR?
HUGLEIÐING Það er margt sem hægt er að búa til áhugaverða grein úr. Við félagarnir íhuguðum margt sem hægt væri að skrifa um, eitthvað sem myndi efla hug ykkar og hjörtu en einnig innihalda dass af kímni. Eftir langt og strangt ferli þar sem ýmsum hugmyndum var skotið upp eins og t.d. kapítalismi, verðtryggingin, saga kommúnistaflokks Íslands, Drangey og Útsvar komumst við að þeirri niðurstöðu að best væri að skrifa um uppáhalds hlut okkar allra. Við erum auðvitað að tala um VHS spóluna, þvílíkt hnossgæti! Byrjum á því að fjalla um það besta við VHS spóluna, við erum að sjálfsögðu að tala um gerð spólunnar. Hin hefðbundna VHS spóla er 187 mm. að lengd, 103 mm. há og 25 mm. að breidd. Henni er svo haldið saman með fimm fyrirferðalitlum skrúfum. Hulstrið utan um spóluna er úr hágæðaplasti sem þolir ýmislegt. Tveir hvítir hringir eru í miðju spólunnar til að snúa filmunni fram og til baka og mynda. Þau mynda þessi líka flottu augu sem flest okkar hafa skemmt sér við að fikta í. Spólan er bara svo skemmtileg hvað varðar útlit, stíllinn hefðbundin og hlutlaus, tímalaus snilld! Þann 30. september árið 2005 bárust skelfilega fréttir hingað til lands. Við erum ekki að tala um þegar að stjörnufræðingurinn Michael E. Brown uppgötvaði stærstu dvergplánetu sólkerfisins, það voru jákvæðar fréttir. Við erum auðvitað að tala um það þegar að síðasta kvikmyndin var gefin út á VHS formi. Það var myndin History of
Violence með Viggo Mortensen í aðalhlutverki en það var engan veginn sú mynd sem hæfði útför VHS spólunnar. Myndir eins og “Be Kind Rewind”, “Rewind I” og “Rewind This” hefðu hentað mun betur í það verk. Pöddulíf hefði líka alveg mátt sjá um það en alls ekki Konungur ljónanna 2. Hver man ekki eftir laginu sem Sýra móðir Skara söng í þeirri mynd, viðlagið er eitthvað á þessa leið: “Skari dó en Sýra lifir enn.” Ætli það hafi verið þessi sýra sem þú ert að lesa? Spurðu Aladdin. Ég man þá tíma þegar ég kom syngjandi sæll og glaður heim frá vídeóleigunni með eina eða jafnvel tvær klassa VHS-spólur og var tilbúinn að skella þeim í tækið. Búinn að poppa eða með svindlbland í poka, sófi, sjónvarp og allt klárt en nei nei á ekki bara eftir að spóla til baka. Sú reiði og vonbrigði sem vaknar þá upp er með öllu ólýsanleg. Það eru almenn mannréttindi að geta gengið að VHS spólu sem er búið að spóla til baka. Við lifum eftir þeirri að kenningu að það sé Guð sem tekur alltaf annan sokkinn úr hverju sokkapari í sína vörslu vegna leti okkar við að spóla VHS spólurnar til baka. Það er bara þannig. Eins og er, erum við 17 manns í samfélagi sem lifum eftir þessari kenningu en nóg um það. Fyrir utan þennan eina svarta blett á VHS-inu er þetta yndislegur hlutur. Það er allt betra á VHS, allt! VHS er þín barnæska í hnotskurn. VHS er grunnur þinn í lífinu. Þú saknar VHS tímanna og þú veist það.
Sigurbjörn B. Edvardsson Axel Helgi Ívarsson 33
SUGARDADDY VALENTINESDAY EDITION
COOKIN’
KÆRU LESENDUR Sup. Sugardaddy elskar að elska. Og hann elskar elskendur sem elska að elska hvort annað. En Sykurpabbinn veit líka að elsku er ekki að finna á hverju strái og stundum verður að taka elskið með valdi. Því kynnir Sugardaddy með stolti sitt höfuðdjásn og helstu elsku. Ég kýs að kalla þetta…. Leifturást…. Kakan er 7þús kalóríur án djóx.
UPPSKRIFT OK, þetta er ekki flókið. Byrjið á að mixa þessu cookie mixi útí eitthvað. Svo er það bara að þjappa því massa vel í botninn á einhverju öðru. Nú er það PB&J minus J. Smyrjiði alveg svona 6,5 dössum af slatta af hnetusmjöri á þetta svo að þetta verði svona sirka þumalþykkt. Nú takiði ömmukaramellurnar og leggjið þær varlega eina í einu niður svo þær myndi fallegt mynstur. Nú er lag að mixa upp hitt mixið. Svo sulliði bara þessu brání mixi á fyrirliggjandi mix. Skellið þessu í ofninn og bakið í tvö döss af tíma. Cookie mixið og brownie mixið þarf mislangan tíma en þá er gott að vita að E=mc2 og svo bara Jónas og þá er tíminn klár. Á meðan dössin líða þá þarf að rjúka til og framkvæma ástarseyðið sem er grundvallarefni til táldrægni. Blandið í desilítramál 3/4 soya sósu, 1/9 eplaediki og restin er leyniefni. Látið standa á meðan kakan bakast. Þegar kakan er tibúin þá sprautiði seyðinu inn í norðaustlægt horn kökunnar miðað við að þú sért staddur í Mekka og ofninn snúi í suðurátt. Bjóddu þeirri sem þú ert skotinn í í mat og hún mun elska þig til æviloka.
ATH. Leyniefnið má nálgast með því að hringja í 843-0933 eða með S/O á @darrifeyr
Njótið Valentínusardagsins
SINCERELY,
YOUR SUGARDADDY
FERDINAND JÓNSSON Ferdinand Jónsson er íslenskur geðlæknir sem vinnur í miðborg Lundúna, nánar tiltekið Tower Hamlets hverfinu. Hann hefur starfað úti í 16 ár og vinnur mikið með heimilislausu fólki í mið- og austur Lundúnum. Ferdinand er yngsti bróðir Ingibjargar Óskar dönskukennara og tengist þess vegna inn í Verzlunarskólann. Þar sem höfuðáhersla verkefnisins Heilsueflandi framhaldsskóli þetta árið er geðrækt fékk ég að spyrja Ferdinand nokkurra spurninga í sambandi við geðheilsu og þakka honum kærlega fyrir að gefa sér tíma til að svara.
Hvað leiddi þig út í starfið?
Hvað er það merkilegasta sem þú hefur séð í þínu starfi?
Ég ákvað að fara í læknisfræði af því að eldri bróðir okkar Ingibjargar er læknir og mamma er hjúkrunarfræðingur. Hún var mjög ánægð í starfi og það heillaði mig mjög. Þegar ég var nemi á geðdeildunum áttaði ég mig á því að geðlæknar vinna mikið með fólki og líklega meira en gert er í öðrum sérgreinum læknisfræðinnar. Svo þegar maður kynnist faginu þá áttar maður sig á því að fólkið sem þjáist af geðsjúkdómum er oft alveg einstaklega stórar og miklar manneskjur og mikill heiður og gefandi að fá að vinna náið með slíku fólki og þeirra fjölskyldum.
Kærleikurinn og hlýjan sem sumt fólk virðist eiga hafsjó af. Þetta getur maður einnig séð hjá samstarfsfólkinu og aðdáunarvert að sjá hversu mikið það gerir til að hjálpa öðrum. Einnig hér í fjölþjóðasamfélaginu er magnað að átta sig á að mannskepnan er söm við sig hvaðan svo sem hún kemur eða hvaða trú og menningu sem hún aðhyllist.
Hver er helsti munurinn á geðlækni og sálfræðingi? Geðlæknar eru læknar og hafa þannig með lyfjameðferðir að gera, greiningar á sjúdkdómunum og skipulagningu meðferðar. Sálfræðingar eru menntaðir í viðtalsmeðferðum og vinna einnig við að greina enn frekari vandamál fólks með ýmsum sálfræðiprófum. Ef allt er með felldu þá vinnum við náið saman, einnig með hjúkrunarfræðingum, félagsráðgjöfum og iðjuþjálfurum í teymum til að hjálpa sjúklingunum á heildrænan hátt.
Hvað finnst þér mest spennandi við geðlækningar? Fyrst og fremst sjúklingarnir og aðstandendur þeirra. Það getur verið mjög gefandi að hjálpa fólki að ná aftur tökum á lífi sínu.
Hver er mesti sigurinn sem þú hefur upplifað á starfsferlinum? Þagnarskyldan sem er hornsteinn þess að vinna náið með einkamál fólks, leyfir mér ekki að svara þessu beint. En sigrarnir eru margir, þegar fólk nær tökum á sjúkdómnum og eykur lífsgæðin og fær betra líf.
36
Geta allir fengið geðsjúkdóma? Já, ef að álagið verður of mikið og ef fólk fer ekki nógu vel með sig á slíkum tímum, einhverra hluta vegna. Ef að kannabis eða önnur fíkniefni mæta til leiks og áfengi þá getur heilinn auðveldlega kiknað undan álaginu. Síðan eru þarna líka þættir sem fólk ræður ekkert við eins og erfðir og hörmungar sem einstaklingarnir hafa ekkert vald yfir. Geðsjúkdómar eru geysi algengir og helmingurinn af okkur mun fá þá einhvern tímann á lífsleiðinni.
Eru geðsjúkdómar algengari á einhverju einu æviskeiði frekar en öðru? Alvarlegu geðsjúkdómarnir, geðhvarfasýki og geðklofi koma oftast fram seint á unglingsárunum og snemma á tvítugsaldrinum.
Hverjir eru í mestri hættu? Þeir sem eru með fjölskyldusögu um geðsjúkdóma, þeir sem hafa lent í miklum erfiðleikum einhvern tímann á ævinni, sérstaklega snemma í æsku. Þeir sem búa við fátækt, neyð eða erfiðleika í samskiptum. Einnig þeir sem halda að vímuefni eins og kannabis sé allra meina bót og áfengi í miklu magni.
Hver eru algengustu geðrænu vandamálin hjá ungu fólki?
Hver eru helstu meðferðarúrræðin?
Þunglyndi og kvíðasjúdómar.
Geðlyfin eru þau meðferðarúrræði sem mesti óttinn og fordómarnir beinast að. Lyfin eru mörg og oft tekur tíma að finna réttu lyfin og réttu skammtana sem gefa bestu verkunina með eins litlum aukaverkunum og mögulegt er. Sálfræðiviðtöl eru mjög gagnleg og oft öflugri ef þau eru samfara lyfjunum. Líkamsrækt og hjálp við að fara aftur í nám og vinnu. Og síðast en ekki síst fræðsla um sjúkdóminn og hvernig best er að halda einkennunum í skefjum.
Er hægt að gera eitthvað til þess að fyrirbyggja geðræn vandamál? Alls konar fólk fær þessa algengu sjúkdóma og það er ekki þeim eða þeirra fólki að kenna. Almenn ráð eru að halda sig frá vímuefnum, sérstaklega kannabis og nota áfengi í hófi. Líkamsrækt eins og hlaup, sund og göngur til að halda stressi í skefjum eru mikilvæg. Rækta samskipti við fólk sem lætur manni líða vel og er raunverulega gott við mann. Þora að segja frá því sem liggur manni á hjarta því að raunverulegir vinir hjálpa best við lausn þeirra. Eigin veikleikar geta verið okkar mesti styrkur til að ná sambandi við annað gott fólk. Gera góðverk á hverjum degi eða eins oft og maður getur því þau skila innri hamingju.
Er það talið árangursríkt að fara með aðra til geðlæknis eða þarf fólk að finna það hjá sjálfu sér? Það eru miklir fordómar gagnvart geðsjúkdómum, meðferð þeirra og þeim sem vinna við að leysa andlegu hnútana. Svo hjálp við að yfirkoma þann ótta, eða jafnvel að fá aðstandendur til að taka af skarið getur verið mjög gagnlegt. En muna einnig að maður er bara manneskja og getur ekki alltaf bjargað heiminum.
Telur þú að geðræn vandamál séu feimnismál? Þau eru það og verða ef til vill alltaf, vegna þess að fólk óttast fátt meira en að „missa vitið”. Kannanir sýna að fólk sem þjáist af geðsjúkdómum álítur fordóma vera mestu hindrunina á vegi sínum til bata. En það er gott fræðsluefni í boði, umræða og sumt fólk er það sterkt og hugað að það getur komið fram og sagt frá sínum sjúkdómi. En stundum getur slík afhjúpun virkað tvímælis fyrir viðkomandi.
Er hægt að lækna geðsjúkdóma? Suma er hægt að lækna en flestir þeirra eru langvinnir. Stefnan er að fá öll einkenni í burtu og lifa góðu lífi en helst hugsa betur um á sig en maður hefði ella gert.
Er algengt að fólk kljáist við tímabundna kvilla? Oft eru þetta langvinnir sjúkdómar og meðferðin byggist á því að halda einkennum í skefjum. Hins vegar er mjög algengt að finna fyrir depurð eða kvíða tímabundið, þ.e. þó einhver geðræn einkenni komi þýðir það ekki að þau fari aldrei.
37
#nfvi @hallamargretb
90 likes
11 likes
@asgeiringi
43 likes
@ylfaaa
64 likes
Steinar og Yohanna Guðrún í einum ramma. Is it true? #TooGoodToBeTrue!! #johannaguðrun #steinar #vaff80
Nýjasta nýtt í matbúð #klukkaner5einhverstaðar #nfvi
Föstudaxbúlla #Búllan #nfvi #TakkRuth
Elsku bestustu mínar í heimigeimi #3btíkurnar #nfvi #snowday
@3sverzlo
@axelhelgi
@jonthors
@jakobg95
27 likes
13 likes
19 likes
31 likes
Harpa að horfa á Hörpu Hörpuleikara
Bílastæðalínurnar sjást alveg? Kannski? Rokkstig á Volkswagen Passat líka. #nfvi#bestlagðibíllinn
Nokia í iPhone flóði #16iphonesandanokia #retro #stillstrong #sibbifashion#skitubjorn #verzlosnobb #nfvi #viljinn #v80
Tívolí strákar #vaff80 #skologram #tolfnullnull #nfvi
@g_velin
@maggimani
@karieldjarn
@siggihlo
18 likes
Hauslaus buxnalaus ég er tilíða! #nfvi #5A #pantsOFF #jólanaríur
38
@tinnahr
12 likes
Pabbi borgar #verzló #svakavagn #pattipokatott #nfvi
117 likes
Grænn dagur í skólanum, ég mætti ósýnilegur #nfvi #cantseeme#myndafhurð
38 likes
Var dómari í sönglagakeppni Versló í gærkveldi. Ákvað að mæta sem flottasti dómarinn. #verslo #vivaverslo #domari #hlö #siggihlo
Módel Brynja Guðmundsdóttir Orri Helgason Förðun Hjördís Ásta Guðmundsdóttir Hár Kristín Hildur Ragnarsdóttir Ljósmyndun Laufey Rut Guðmundsdóttir Myndvinnsla Haukur Kristinsson