Vonin 2016

Page 1


Vonin 1. tölublað 2016 Útgefandi: NFVÍ Prentun: Prentmet Hönnun og umbrot: Þorkell Máni Þorkelsson Myndvinnsla: Þorkell Máni Þorkelsson Ábyrgðarmaður: Ásgerður Diljá Karlsdóttir Forsíða: Lilja Cardew

Sérstakar þakkir: Bjarni Felixson Elvar Smári Júlíusson Geir Zoega Guðrún Gígja Sigurðardóttir Guðrún Inga Sívertsen Guðrún Rannveig Stefánsdóttir Helga Hafstað Hjörleifur Hafstað Kolbrún María Másdóttir Kristný Þorgeirsdóttir Lára Kristín Óskarsdóttir Lilja Cardew María Björk Óskarsdóttir Pálína Magnúsdóttir Stjórn NFVÍ Tómas Ingi Shelton


EFNISYFIRLIT 2. Ritstjórapistill 3. Ávarp forseta 5. Checklisti 6. Viljinn 7. Verzlunarskólablaðið 8. Nemó 9. Listafélagið 10. Skemmtinefnd 12. Íþróttafélagið 13. Hagsmunaráð 15. Lognið 20. Viðburðardagatal 26. Starfsfólk 31. Kæru busar - Grein 33. Foreldraráð 35. Fýlur - Grein


ELSKU BESTI

NÝNEMI Í fyrstu vil ég óska þér innilega til hamingju með inngöngu þína í Verzlunarskóla Íslands AKA Verzló. Þó svo að það kunni að hljóma klisjukennt þegar þú heyrir að þetta verði bestu þrjú ár lífs þíns þá verð ég að viðurkenna að það er alls engin lygi. Þessi ár eru til að njóta og hafa gaman. Einnig vil ég óska þér til hamingju að vera komin með fyrsta útgáfublað Viljans þetta skólaárið, Vonina. Þetta blað verður þitt vopn til að fá forskot á flest allt sem þú þarft að vita fyrir komu þína fyrsta skóladaginn. Í þessu blaði geturu fundið allt frá tjékklista, kynningu á nefndunum í skólanum og hvaða hádegismatur hentar þér best. Við í nefndinni höfum vægast sagt lagt mikið á okkur við að gera þetta blað sem flottast og innihaldsríkast fyrir þig. Við vildum gera þetta blað bæði skemmtilegt og fróðlegt og vonumst við til að það standist væntingar. Til hamingju enn og aftur að eiga eftir að upplifa bestu þrjú ár ævi þinnar, njóttu blaðsins og stay tuned fyrir komandi Vilja blöð - því þau munu svo sannarlega ekki valda þér vonbrigðum. Hlakka til að sjá ykkur öll á komandi skólaári,

Ritstjóri Viljans 2

ÁSGERÐUR DILJÁ RITSTJÓRI

BENEDIKT

HANNA RAKEL

RÁN

BJARKI SNÆR

RAGNHEIÐUR SÓLLILJA


Velkomin/n í

Verzlunarskólann

Framundan eru 3 ár sem munu móta þig á vegu sem þú getur ekki einu sinni ímyndað þér. Eftir árin muntu líta til baka, með fullt af minningum, nýjum vinum og reynslu í farteskinu og því skaltu nýta árin vel. Ein dýrmætasta reynslan sem þú getur aflað þér í skólanum er innan nemendafélagsins og því hvet ég þig eindregið til að kynna þér félagslífið og nemendafélagið sem allra fyrst og finna hvað þér finnst spennandi. Ertu fullur af ónytsamlegum fróðleik? We got you. Finnst þér gaman að syngja? Leika? Dansa? We got you. Leynist í þér ræðumennskuperri? We got you.

Ertu á fullu í íþróttum? We got you. Finnst þér kannski bara gaman að grilla? We got you. Eða kannski bara eitthvað allt annað? Jebb. Við erum örugglega með eitthvað. Og hey ef ekki þá er alltaf hægt að stofna klúbba eða koma með hugmynd að nýrri nefnd! Ekki gleyma samt náminu því enginn skóli = ekkert félagslíf. Stay in school kids!!! Ég hlakka til að sjá ykkur á komandi ári. Ekki vera feimin við að spreyta ykkur, þið munuð ekki sjá eftir því.

Guðrún Gígja Sigurðardóttir Forseti NFVÍ

Stjórn NFVÍ 16’-17’ Alma Rún Hreggviðsdóttir Ari Páll Karlsson Ásgeir Ingi Valtýsson Ásgerður Diljá Karlsdóttir Guðni Snær Emilsson Guðrún Gígja Sigurðardóttir Hanna Kristín Steinarsdóttir Haraldur Andrew Aikman Karólína Ólafsdóttir Þóra Helgadóttir

3



Checklisti ...áður en þú byrjar í skólanum Enduruppgötvaðu sjálfan þig, finndu nýja lúkkið Kauptu þér auka blýanta, þú vilt ekki vera týpan sem biður um blýant á fyrsta degi. Addaðu öllum bekkjarfélögunum á insta, fb og snap Vertu búin að ákveða outfittin fyrir fyrstu vikuna og mundu eftir að fara með þau í hreinsun… Must að eyða gömlum myndum á insta Læra skólasönginn, þú vilt ekki vera eina manneskjan í skólanum sem kannt ekki skólasönginn.... Addaðu viljinn1617 á snap og followaðu “viljinn” á insta

...þegar skólinn er byrjaður Fara niðrí matbúð, heilsa upp á matbúðarkonurnar og kaupa sér máltíð sem mun mögulega toppa matinn hennar ömmu. Mælum með beyglunni. Kanna ganga skólans. Ekkert er jafn slæmt og að vera týndur á leiðinni í dönskutíma. Finndu þér trausta vatnsflösku! Vatnið er þinn besti vinur á slæmum skóladegi í heitri skólastofu. Kauptu þér matarkort í matbúð og fáðu þar með góðan díl á máltíð. U wont regret it Vertu þú sjálfur! BROSA BROSA BROSA

5


VILJINN Það er erfitt að lýsa Viljanum í nokkrum orðum. Þó nokkrir hafa þó reynt og hafa notað orð á við áhugaverður, ágætis dægrastytting eða einfaldlega skemmtilegur. En við viljum meina að Viljinn sé eitt magnaðasta skólablað sem fyrirfinnst í skólum landsins.

Viljinn hefur verið stór partur af lífi Verzlingsins í áraraðir þar sem blaðið er það elsta í Verzló. En ekki halda að Viljinn sé rykfallin bók sem húkir upp í hillu. Viljinn er andstæðan við það, blaðið inniheldur alls konar fróðleik bæði sem er að finna innan veggja skólans jafnt sem utan. Við leggjum mikla áherslu á að fjalla um málefni sem eru á döfinni hverju sinni og munum við því gefa blaðið út fjórum sinnum á skólaárinu, tvisvar á hvorri önn. Vonandi munum við þannig svala forvitnisþorsta Verzlingsins. So be prepared. Í blaðinu er svo hægt að glugga í margar áhugaverðar greinar sem og gullfallega myndaþætti. Það besta við þetta allt saman er að nemendur geta sett svip sinn á

6

Viljann, hvort sem það er með sínu fríða andliti í myndaþáttum eða í skrifum. Viljafjölskyldan mun taka á móti ykkur með opnum örmum og þið getið alltaf haft samband við okkur ef þið viljið koma á einhvern hátt að blaðinu. En ef það er ekki nóg fyrir þig þá geturu komið í nýnemaviðtölin sem verða núna fljótlega í haust og getur þá orðið hluti af Viljafjöllunni. Settu þig í gírinn fyrir glóðvolgt eintak af Viljanum sem mun liggja á borðinu þínu á komandi skólaári, fre$her than ever! Stay groovy kids


V83

V83 er ritnefnd Verzlunarskólablaðsins í ár, en Verzlunarskólablaðið er árbók okkar Verzlinga. Í ár kemur blaðið út í 83. skipti, svo þið tengið eflaust við hvaðan nafnið kemur. Eitt þurfiði þó að vita, ‘’Verzlunarskólablaðið’’ er mjög villandi nafn því þetta er alls ekkert blað. Í raun er blaðið stór, harðspjalda, bók, 270 blaðsíður í það minnsta og í henni er skólaárið tekið saman og sett upp á listrænan hátt. Ritnefndin sér um að fanga tíðarandann hverju sinni, taka allskyns viðtöl, myndaþætti og margt fleira. Bókin er listaverk okkar allra, því er öllum Verzlingum velkomið að taka þátt í sköpun hennar með ýmsum leiðum. Sama hvort það kunni að vera í formi greinaskrifa, hvers kyns hugmynda, ljósmynda, styrkjasafnana eða þátttöku í einni af þeim fjölmörgu keppnum sem ritnefndin heldur utan um. Ljósmynda-, ljóða-, teikni- og smásögukeppnirnar hafa til að mynda orðið fastir liðir í blaðinu og notið mikilla vinsælda.

Verzlunarskólablaðsnefndin sér einnig um að búa til Snobbið. Snobbið er skóladagbók Verzlinga, en nemendur nota hana til að passa upp á heimavinnuna og til skipulagningar, nú þegar lífið er komið afur í rútínu. Þið fáið Snobbið afhent á fyrsta skóladegi. Ef einbeitingin er af skornum skammti í fyrstu tímunum getiði líka bara flett á öftustu blaðsíðurnar, lesið stjörnuspánna eða gert krossgátuna, þið ráðið. Fyrsta Verzlunarskólablaðið ykkar mun koma út 17. mars 2017. Þessi dagur, útgáfudagur Verzlunarskólablaðsins, er einn sá hátíðlegasti á skólaárinu. Hann hefst með athöfn í bláa sal þar sem Ingi skólastjóri hitar upp með klassískri ræðu áður en veitt eru verðlaun fyrir sigur í ljósmynda- og ljóðakeppnunum. Því miður er samt ekki pláss hér til að rekja alla dagskrána svo restin verður að koma í ljós í mars. Í lok athafnarinnar er Verzlunarskólablaðinu þó dreift og nemendur fá ef til vill að bragða á gómsætri köku. Verzlunarskólablaðið er stærsta einstaka útgáfa á vegum framhaldsskólanema á Íslandi og eitthvað sem allir Verzlingar geyma á hillunni um aldur og ævi. Það er ekkert prentað efni úr Verzló sem ratar undir eins mörg augu, svo ef ykkur liggur eitthvað á hjarta skulu þið ekki hika við að hafa samband við ritnefndina!

7


NEMÓ

Nemó er orð sem margir hafa heyrt, enda setur Nemó upp stærsta menntaskólasöngleik landsins sem flestir hafa heyrt af. En afhverju er þessi söngleikur kallaður Nemó spyrja eflaust margir sig. Söngleikurinn er aðeins partur af Nemendamótsdeginum,árshátíð okkar Verzlinga, sem er skipulagður af Nemendamótsnefndinni en í daglegu tali er talað um þetta allt sem Nemó. Þegar Nemónefndin hefur verið mynduð í lok annar hefst hún strax handa við að undirbúa Nemódaginn þá eru 9 mánuðir til stefnu en það þarf í mörg horn að líta enda Nemó stór viðburður. Í upphafi ferlisins velur nefndin hvaða verk eigi að setja upp og hverjir listrænu stjórnendurnir verða. Mikil leynd ríkir alltaf yfir þessum ákvörðunum þar til um miðjan september þegar sýndur er trailer þar sem loksins er kynnt hvað sé framundan

Það geta allir tekið þátt í Nemó! Prufur hefjast nokkrum dögum eftir að trailerinn er sýndur og mikil aðsókn er í þær og í lokinn standa yfirleitt um 30 nemendur eftir. Þeir sem komast ekki inn í sviðslistahópinn þurfa þó ekki að örvænta því strax og prufum líkur hefjast undirnefndaviðtöl fyrir þá sem vilja fá að taka þátt í ferlinu þrátt fyrir það að standa ekki á sviðinu! Til þess að telja upp nokkrar undirnefndir þá er hægt að vinna í búningum, hári og förðun, smíða sviðsmynd, sjá um tækni og svo mætti lengi áfram telja! Allt þetta fólk vinnur svo að baki brotnu í þessa mánuði fram að Nemendamóti sem skellur svo á með glæsibrag fyrsta fimmtudaginn í febrúar! Þá er eins og áður sagði sýningin frumsýnd og ballið um kvöldið. Nemendamótsdeginum eyðir hver bekkur fyrir sig og skipuleggur dagskrána en oft er dagskráin eitthvað á þessa leið:

1. Bröns 2. Eitthvað skemmtilegt sem bekkurinn ákveður 3. Farið á sýninguna 4. Heim að gera sig fín 5. Fyrirpartý 6. NEMÓBALLIÐ Ps. Nemó er snilld, það má alveg fara að hlakka til strax

8


LIST AFÉL AGIÐ

Hvað væri Verzló án lista? Hvað væri Verzló án lista? Listafélagið er sú nefnd skólans sem heldur utan um hið gríðarstóra listalíf sem nemendafélagið hefur upp á að bjóða. Það er nefnilega staðreynd að listir eru það sem gerir félagslífið hér í Verzló jafn gott og raun ber vitni. Hefur þú áhuga á myndlist? Leiklist? Tónlist? Eða jafnvel tísku? Hvaða listgrein sem það er sem þú iðkar, Listó tekur á móti þér með opnum örmum. Störf og viðburðir Listafélagsins eru ekki af verri endanum, en stærsti viðburðurinn er óumdeilanlega hin mikilfenglega leiksýning sem frumsýnd er í lok listavikunnar í byrjun nóvember. Undirbúningurinn fyrir sýninguna hefst strax fyrstu vikurnar af skólanum með hvorki meira né minna en fyrsta viðburð skólaársins: Leiklistarnámskeiði listó. Sama hvort þú, kæri nýnemi, hafir ekki nokkurn áhuga yfir höfuð á að verða leikari eða leikkona í framtíðinni þá er námskeiðið bæði gríðarlega

skemmtilegt, lærdómsríkt og frábær leið til þess að kynnast fólki og byrja skólaárið. Námskeiðið stendur í tvo daga og eru prufur inn í leikritið í beinu framhaldi af því. Leiksýning Listafélagsins hlýtur á hverju ári mikið lof. Það sannar sig á hverju ári hversu gríðarlega hæfileika nemendur Verzlunarskóla Íslands hafa upp á að bjóða. Málið er að það eru ekki aðeins leiklistarhæfileikar sem gera góða sýningu, það spilar svo gríðarlega margt annað inn í. Undirnefndir Listó eru alveg jafn mikilvægar og leikhópurinn þegar kemur að því að gera leiksýninguna að því sem hún á skilið að vera. Enginn fer af leiksýningu Listafélagsins án þess að hafa skemmt sér konunglega. Við hvetjum þig eindregið, kæri nýnemi, að láta sjá þig á leiklistarnámskeiðinu þegar skólinn byrjar. Þú veist það vel að þetta námskeið verður byrjunin á einstakri rússíbanaferð. Rússíbanaferð sem er bara rétt að byrja. Hlökkum til að sjá þig.

9


SKEMMTINEFND

Skemmtinefnd Verzlunarskóla Íslands eða bara Skemmtó, er sú nefnd sem inniheldur skemmtilegasta fólkið og heldur skemmtilegustu viðburðina. Skemmtó er jafnframt sú nefnd sem er vinsælust meðal busa. Þetta er sú nefnd sem kemur nokkrum busum á óvart um hánótt og vekur þá með látum og halda þau einnig einn besta part busaársins sem er busavikan, sú vika sem mun hvað mest fylla ykkur af nostalgíu þegar þið lítið til baka eftir 10 ár. Það er ekki ofsögum sagt að busavikan sé ein skemmtilegasta vikan á skólagöngu Verzlinga, enda er þetta fyrsta alvöru vikan. Fjórða hæðin, bækistöð busanna, er alltaf skreytt stórfenglega, busarnir klæddir kjánalega og gera ALLT til að fá stig í busakeppninni. Það er einmitt í busavikunni þar sem kemur í ljós hverjir ætla að vera ofur virku busarnir (sem er btw jákvætt, ofur virkir busar eru kúl). Busavikan endar náttúrulega á busaferðinni, sem er instant klassík. Þar klárast busakeppnin á ratleik. Ég skal sko segja ykkur það að sögurnar sem hafa komið úr þessum busaferðum eru mjög margar þannig að þið getið farið að hlakka til. Skemmtó heldur líka Vælið, söngkeppni Verzlunarskólans. Hún er í raun undankeppni fyrir

10

Söngkeppni Framhaldsskólanna en það mæta um það bil 60 sinnum fleiri sem er smá steikt. Hún er í Hörpunni, allir mæta í fínum fötum, taka af sér profile myndir og fá geðveikt mikið af lækum. What’s not to like? Valentínusarvikan er líka haldin af Skemmtó í samstarfi við Listó, en Ari Páll er einmitt formaður Listó, hann er með krullur og þekkir Maríu Ólafs. Í Valentínusarvikunni er hægt að senda ástarbréf, ástarsúkkulaði og ástarrósir til einhvers babes Ég veit ekki hvað þessi grein á að vera löng en ef ég á að skrifa um allt sem Skemmtó gerir þá tökum við ansi mikið pláss í þessari Von. Ég ætla því bara að bæta smá við. Skemmtó gerir rosalega mikið meira. Verzló Got Talent, Fyndnasti Verzlingurinn, paintballmót, lazertagmót og mikið meira er hlutur af starfsemi Skemmtó. Þessir viðburðir hafa allir verið haldnir undanfarin ár og allir í slegið í gegn. Það eru því engar ýkjur að segja að Skemmtó sé besta nefndin í Verzló. Kæru busar. Velkomin í Verzló. Næstu ár verða sponsuð af Food Co og Skemmtó, og eins og góðvinur Verzlinga, Drake, sagði: I know when that hotline bling, that can only mean one thing.


NEMA HVAÐ? Strætó gengur í skóla með árskort í appinu. Kauptu nema- og frístundakort á strætó.is og fáðu það sent beint í Strætó-appið eða með póstinum heim.

FRÍSTUNDAKORT Árskort fyrir 6–11 ára Verð: 7.900

NEMA- OG FRÍSTUNDAKORT Árskort fyrir 12–17 ára Verð: 19.900

NEMAKORT Árskort fyrir námsmenn eldri en 18 ára Verð: 46.700

! U IN ó.is PP ræt Í A st A á N u Ú öl N il s T

ÁRSKORT


ÍÞRÓTTA ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Íþró, eða réttu nafni Íþróttafélagið, samanstendur af átta þykkustu sem og köttuðustu einstaklingum skólans. Þetta er nefndin sem sér um að halda öllum Verzlingum hraustum og flottum allan ársins hring með hollu mataræði og skemmtilegum viðburðum. Við sjáum til þess að allir nemendur séu ætíð hressir og í góðu standi með ótal mismunandi tegundum af gæða próteini sem Verzlingar sötra saman fyrir svefninn. Okkar helstu viðburðir eru eftirfarandi: Skíðaferðin, Golfmótið, Bekkjarkeppnir, Fótboltamótið, Íþró vikurnar okkar tvær að sjálfsögðu og einnig stefnum við á að halda Keilumót sem og fleiri nýjungar.

Skíðaferðin – Á hverju ári leggja Verzlingar land undir fót og halda til Akureyrar yfir eina helgi. Þar er skíðað fram í rauðan dauðann, kvöldvaka haldin og borðaður saman kvöldmatur á Greifanum svo eitthvað sé nefnt. Við höfum verið svo heppin að fá að gista í KA heimilinu sem rúmar 100 manns en þó hafa færri komist að en vilja. Bekkjarkeppnir - Það hefur verið hefð undanfarin ár að halda eins konar deildarkeppni milli bekkja í skólanum. Hún gengur þannig fyrir sig að jafnt og þétt yfir árið eru haldnar keppnir í ýmsum íþróttum, t.d. blaki, körfubolta, dodgeball og mörgum fleiri. Sá bekkur sem stendur uppi með flest stig samanlagt að lokum hlýtur glæsileg verðlaun fyrir allan í bekknum Golfmótið – Þar mæta keppendur í sínum fínasta skrúða, spila 2 og 2 saman skv. Texas Scramble fyrirkomulagi. Nýnemar hafa yfirleitt skipað hlutverk kylfusveina og hefur það skapað mörg og góð vinatengsl í gegnum árin. Íþrótta- og Sportvikan – Við höldum tvær vikur, eina fyrir áramót og eina eftir. Í þessum vikum, sem eru tileinkaðar íþróttum (og má með sanni segja að íþróttalíf skólans blómstri þessar vikur) eru margar fjölbreyttar keppnir haldnar, gleði og gaman haft í fyrirrúmi og allir skemmta sér vel.

12


HAXMUNARÁÐ Hæææjj þetta er Brynja í HAX ;P Ángríns ef þið hafið einhver vandamál (t.d. Ef það er brotið á rétti ykkar innan skólans, relationship advice, einelti, bara eitthvað leiðinlegt, YOU NAME IT), þá bara call me babes! :* Hagsmunaráðið í ár er stórglæsilegt. Það skipa: Brynja Sigurðardóttir, Gabríela Ósk, Elísa Karen, Magda María, Viktor Pétur, Yrsa Ósk og Þórir Oddsson ásamt forseta NFVÍ Guðrúnu Gígju. Þetta dreamteam er samankomið til þess að bæta líf Verzlinga til muna. Við sjáum til þess að hagsmunum nemenda skólans sé gætt í einu og öllu, meðal annars með því að halda lagabreytingafundi og vera tengiliður skólastjórnar og nemenda.

EMAIL

HAGSMUNIR@VERSLO.IS

TWITTER @HAX1617

FACEBOOK

HAGSMUNARÁÐ NFVÍ

SNAPCHAT HAXNFVI

BRYNJABO GABRIELAOSK ELISAKAREN MAGDAMARIA VIKTORPETUR YRSAOSK THORIRO GUDRUNGIGJA

Þú getur haft samband við okkur á facebooksíðu ráðsins eða í tölvupósti en að sjálfsögðu máttu einnig spjalla við okkur á göngum skólans. Margir vilja meina að meðlimir hagsmunaráðs séu þessi fullkomna blanda af verndarengli og ofurhetju en við látum götuna um orðróminn ;) HAX 15’-16’

13


Heill heimur af hönnunarvörum

Bankastræti 4 I 101 Reykjavík I www.aurum.is


LOGNIÐ MÁLGAGN MÁLFUNDAFÉLAGS NFVÍ


Jæja elsku nýnemi Það er komið að því. Þú hefur loksins fengið hið stórprýðilega og glæsifagra Logn í hendurnar. Lognið er málgagn Málfundafélagsins sem segir þér pottþétt ekki neitt en það er í góðu lagi. Þótt spennufallið sé mikið eftir að þú lest þessa fallegu opnu þá ætla ég að biðja þig um að halda í hestana þína því það sem bíður þín er eintóm hamingja, gleði og Málfó. Við í Málfó, eða Málfundafélaginu eins og það heitir nú, erum með hrikalega gott jafnvægi á milli þess að vera nett og lúðaleg. Við sjáum um peysusöluna, ræðu- og spurningakeppnir og skemmtilegast af öllu, málfundi. Kynntu þér störf nefndarinnar betur hér að neðan!

VÍ - mr

Bekeví

Dagurinn þar sem við völsum niður í Hljómskálagarð, á merkasta degi Verzlunarskólans, í langferðabíl og pökkum saman lopapeysugenginu úr Lækjargötu 7. Keppt er í kappáti, reipitogi, dans einvígi og einvígi í taktföstum hröðum ljóðalestri (Rythm And Poetry), oftar þekkt sem Rap battle. Að því loknu er síðan förinni heitið upp í Gimlé okkar Verzlinga þar sem við tilbiðjum okkar Morfíslið og bjóðum í heimsókn okkar erkifjendum, emmerringum. Héðan í frá ertu skuldbundinn því að Verzló eigi þitt hjarta. Ekki skemmir fyrir að allir verða í sick ass verzlópeysum sem munu einkenna Verzlóhafið. Hlakkaðu til því þetta verður the ride of your life.

Ert þú dólgur af náttúrunnar hendi? Hefur þú gaman af rökræðum og mælsku? Langar þig að kynnast því hvernig það er að taka þátt í ræðukeppni? Dreymir þig um að svitna í sviðsljósinu í MORFÍs? Ef eitthvað af eftirtöldum atriðum hljómar eins og eitthvað fyrir þig þá ættir ÞÚ að íhuga að taka þátt í BEKEVÍ. (Hvað þá ef ALLT af eftirtöldu á við um þig!). BEKEVÍ er innanskólaræðukeppni með nánast sama sniði og MORFÍs. Umræðuefnin eru í aðeins léttari kantinum (Barnaát, Tommi Bergs, Eru Færeyjar til? osfv), og einungis ein umferð er leikin en MORFÍs stemningin kraumar undir yfirborðinu. Lokarimman er svo háð fyrir framan smekkfullan hátíðarsal þar sem þú kæri nýnemi átt fyrst séns á því að svitna í sviðsljósinu.

MALFOVERZLO


Morfís

Gettu Betur

Morfís er líklegast sú keppni sem kveikir mest í skólernishyggju ykkar, betur þekkt sem verzlóstoltið, þar sem þinn innri Verzlingur vaknar til lífs. Þessi keppni er rosalega einföld í sjálfri sér, við mætum öðru skóla og þöggum niðrí þeim bæði sem áhorfendur og keppendur með betri stuðningsmannaliði og betra ræðuliði. Stemmingin er SICK, liðið er SICK. Hypeið í kringum dómara- og ræðunámskeiðin, þjálfarana og þessar hetjur sem eru í liðinu er ólýsanleg.

Í byrjun annar eru haldin sjúklega skemmtileg 100 spurninga forpróf sem er bilaðslega gaman að þreyta og ef þér gengur vel ertu heiðraður með því að fá boð um að vera í Gettu Betur liði Verzlunarskóla Íslands. Verzlingar þrá að fá Gettu Betur liðið í sjónvarp þar sem við getum slátrað andstæðingum okkar í hröðum hraðaspurningum og vísum vísbendingaspurningum. ATH. Frír matur innifalinn fyrir þá sem komast í liðið.

Spur Ert þú of klár, sniðugur og frábær fyrir Gettu Betur?

Mælskasti Verzlingurinn Finnst þér gaman að rífast og átt erfitt með að vinna með öðrum? Þá er Bekeví ekki málið fyrir þig heldur er Mælskasti Verzlingurinn kjörinn vettvangur fyrir þig til að rífa kjaft. Fyrst er flutt stutta ræðu um umræðuefni sem valið er af handahófi svo er dregið efni uppi í pontu og er talað með efninu í 30 sek og svo á móti því í 30 sek. Óttist eigi kæru nýnemar mælska og rökfræði haldast ekki í hendur í þessari ræðukeppni, heldur er kímni í hávegum höfð og oftar en ekki fyndnasti ræðumaðurinn sem ber sigur úr býtum. Að lokum útnefnir dómnefnd Mælskasta Verzlinginn og hlýtur hann farandsbikar sem hefur gengið milli mælskustu manna Verzlunarskólans um árabil.

19


ÁGÚ

HAUST listótrailer

busavikan

skólasetning

OKT

busaballið

golfmótið

góðgerðarvika

VÍ-mr

íþróvika

verzló waves

DES

listófrumsýning

jólaball

jólafrí

NÓV

listóvika

20

SEPT

nýnemaferðin


Nýnemavikan Þetta er vikan sem flestir buslingar hræðast. Vikan þar sem þið munuð umturnast í ekta Verzling hvort sem ykkur líkar það betur eða verr. Það er samt óþarfi að kvíða, því þetta er líka vika full af skemmtunum og gamani

Busaballið Þetta ball er BALLIÐ! Fyrsta ball ársins þar sem þú munt ekki aðeins fá að spreyta þig á nýbónuðu dansgólfinu heldur getur þú kynnst fullt af fólki, misvel.

Golfmót Ert þú óður í að bera kylfu? Hið árlega golfmót verður haldið af Erninum (íþró) og er það fullkomið tækifæri fyrir þá sem vilja sanna sig í kylfustörfum að láta ljós sitt skína.

Góðgerðarvika Góðhjartaðir Verzlingar eru út um allt. Í þessari viku eru þeir þó sérstaklega áberandi þar sem allir keppast um að safna eins miklu fé sem rennur svo til góðs málefnis.

VÍ - mr Munið að segja VÍ á undan mr. Annars eruði lent í djúpum skít.

Verzló Waves Vikan þar sem allir Verzlingar hópa sig saman á marmarnum og láta ljúfa tóna leika um eyru þeirra. Margir af allra flottustu tónlistamönnum landsins munu kíkja í kaffi og er óhætt að segja að allir munu finna eitthvað við sitt hæfi.

Listóvika Hvað er list? Þeirri spurningu færðu svarað í þessari viku. Hér fá allir listaþurfandi Verzlingar þörf sína uppfyllta með ýmsum skemmtilegum dagskráliðum s.s. Tískusýning og frumsýningu leikritisins.


JAN

VOR demóvika

skíðaferðin

MAR

valentínusarvika

V83

vælið

kosningavika

MAÍ

lokaball

skólaslit

APR

peysó

22

FEB

nemó

demó


Demó Ef þú lumar á frumsömdu lagi er þetta tækifærið til að koma því á framfæri. Demó er KEPPNIN þar sem óslípaðir gimsteinar líta dagsins ljós í formi frumsamdra tónverka. Stuð, stemning og brjáluð sköpun.

Nemó Flottasta ball ársins verður haldið á skemmtilegasta degi ársins. Nemósýningin er á sínum stað ásamt fjörugri samveru með bekknum. Þetta er einskonar árshátíð skólans svo þetta er dagurinn til þess að skapa minningar sem þú munt seint gleyma.

Skíðaferð Nú er tíminn til þess að dusta rykið af brettinu og pússa skíðin. Skíðaferðin er haldin af Erninum (íþró) og er gott tækifæri til að kynnast nýju fólki á nýjum stað. Svo er fátt betra en að kúra sig undir sæng með heitt kakó eftir góðan dag í snjónum.

Vælið Flottasta söngkeppni landsins er að sjálfsögðu haldin af okkur, Verzlingum. Allur skólinn hópast saman í Eldborgarsal Hörpu og hlýðir á hæfileikaríkustu söngvara skólans.

V83 Hátíðleg stund þar sem Verzlingar koma saman og fagna útgáfu Verzlunarskólablaðsins, einskonar árbók okkar Verzlinga.

Kosningavika Vikan þar sem þitt atkvæði skiptir máli. Ekki koma með nesti í þessari viku þar sem það verður nóg af kræsingum í boði frambjóðenda og berjast þeir hart um að ná þér á sitt band.

Peysó Dagurinn þar sem nemendur í 2.bekk klæða sig upp í peysuföt og dansa á Ingólfstorgi. Hið árlega peysólag er gefið út og er dansað við það langt fram á nótt á peysóballinu sem eingöngu er ætlað 2. bekkingum.


ER lent í ELLINGSEN


Ellingsen ELLINGSEN


STARFSFÓLK SKÓLANS Það er mikilvægt að byrja á því að segja ykkur hversu heppin þið eruð að vera komin í Verzlunarskólann, þar sem allir vilja leggja ykkur lið og þykir vænt um ykkur. Það er nefnilega hver starfsmaður skólans indælli en sá fyrri, og við í Viljanum hvetjum ykkur til að vera algjörlega óhrædd að leita til þeirra ef eitthvað bjátar á. Vilt þú vera þvílíkur eðal-Verzló-meistari? Auðvitað. Mjög mikilvægt skref í átt að því markmiði? Lesa textann um starfsfólkið og læra að elska það sem allra fyrst.

FÉLAGSLÍFSFULLTRÚAR Yndislegu félagslífsfulltrúarnir okkar heita Guðrún og Pálína. Þú getur alltaf leitað til þeirra í trúnaði með hverskyns mál er tengjast forvörnum og félagslífi nemanda og taka þær á móti þér með opnum örmum. Ef þú ert að velta fyrir þér hvað félagslífsfulltrúi er þá vinna þeir meðal annars að fjölbreyttu félagslífi með nemendum og skipuleggja umsjón og eftirlit með samkomum nemenda skólans. Ekki vera feimin/n og nýttu þér þjónustu þeirra.

NÁMSRÁÐGJAFAR Námsráðgjafarnir okkar eru Berglind Helga, Krístín Huld og Sóley. Þær koma til hjálpar ef þú ert í vandræðum, varðandi námið, bekkinn eða hvað sem er. Þær eru bundnar þagnarskyldu og eru þær alltaf tilbúnar að hjálpa til. Þú getur leitað til þeirra á fyrstu hæð hjá aðalinngangnum, frá 8:30 til 15:30 alla virka daga nema á föstudögum eru þær við til 14:00. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að fá punkta út á heimsókn til ráðgjafanna, þú færð frádráttarlaust leyfi!

26


YFIRKENNARI

SKÓLASTJÓRI

INGI

Ingi skólastjóri AKA the headmaster hefur starfað sem skólastjóri í Verzlunarskólanum í 7 ár. Hann er ekki bara aðal maðurinn í skólanum heldur er hann líka stórbóndi úr Borgarfirðinum og sér þar aðallega um kindur. Þó svo að það mesta sem við fáum að sjá af honum er á skólasetningunni góðu, þar sem hann bíður alla velkomna í húsið sitt og segir mí casa es tú casa og minnir á lokun marmaraútgangsins eftir kl. 3 á daginn. Lítill fugl hvíslaði að okkur að hann sé bara með 4 tilbúnar ræður sem hann notar til skiptis og þarf þannig aldrei að hafa áhyggjur af því að neinn heyri sömu ræðu tvisvar. Það er þó vert að muna að Ingi er frábær maður og hann ber að virða #Respect.

GUNNINGA

Hún Gunninga er ekki öll sem hún er séð. Hún er ekki bara yfirkennari Verzlunarskólans heldur er hún einnig varaformaður KSÍ. Þetta er fyrsta árið hennar sem yfirkennari þar sem hún tekur við af Þorkeli Diego, miklum meistara sem þið vonandi fáið að kynnast einhvern daginn. Hún Gunninga er þó yndisleg og frábær í alla staði og þú munt svo sannarlega kynnast því á skólagöngu þinni. Það er því mikill skandall að þú fáir ekki að upplifa kennslustund með henni í þjóðhagfræði, bókfærslu eða rekstrarhagfræði. Ef lýsa ætti starfinu hennar í tveimur orðum væri það ,,mamma skólans”.

ÁFANGASTJÓRI

KLARA Við erum ekki með töluna á því hversu mörgum lífum hún Klara hefur bjargað í gegnum ævina. Þau skipta líklegast milljónum. Klara áfangastjóri sér nefnilega um að allir séu á réttri leið í sinni menntun. Ertu snilli og kláraðir STÆ103 í tíunda? Spjallaðu við Klöru...she'll know what to do. Ertu í spænsku en langar frekar að parlé francais? Ekki bíta bara á jaxlinn, talaðu við Klöru. Hún þekkir þig betur en þú sjálfur.

27


ÁRNI OG KIDDI

Það er alltaf nauðsynlegt að geta leitað til einhvers sem veit allt og kann á allt. Ertu í klandri? Við getum alveg lofað þér því að Kiddi veit hvað gera skal. Benni lenti til dæmis í því að týna símanum sínum í græna sal, svo kom í ljós að Kiddi var bara með hann í láni til að spila Candy Crush. Þvílíkur meistari. Svo er það hann Árni. Hann maðurinn sem ber ábyrgð á Verzló. Hann sér til þess að allt sé í röð á reglu í skólanum og er eins konar öryggisvörður skólans. Hann mætir snemma á morgnana og fer út síðastur á kvöldin, þannig ef þú gleyma einhverju getur þú bara mætt and he will be there.

SKRIFSTOFAN

Það skiptir ekki máli hvort að þú ert að leita að réttu stofunni, þig vanti penna eða viljir bara detta á gott spjall. Jónína og Eygló á skrifstofunni, a.k.a. konurnar í búrinu eru alltaf tilbúnar að hjálpa. Pro tip er að mynda strax góð tengsl við þær þar sem þær halda t.d. utan um skráningu veikinda og mögulegra feikinda. Þær geta líka fylgst með mætingu okkar Verzlinga svo það er eins gott að mæta vel til að komast í algjört uppáhald. Ef að þú þarft að skila inn einhverskonar vottorðum eða slíkum fíneríheitum taka þær við því. Og ekki hafa neinar áhyggjur, vottorðin enda alltaf í réttu höndunum! Kíktu við á skrifstofunni og fáðu öllum þínum spurningum svarað.

28


BÓKASAFNIÐ

Hvað skal gera þegar þú uppgötvar að þú hefur gleymt uppáhalds ensku smásögubókinni og verður fyrir miklu andlegu áfalli. Klara, Helga og Þóra koma þér þá sko til bjargar. Þær eru með lager fullan af varningi sem þær lána út til sárþjáðra og gleymna nemenda sem þrá það heitast að lifa af komandi kennslustund með lánaða bók af bókasafninu. Þú verður þó að hafa það hugfast að skila lánuðu bókunum eða tölvunum sem fyrst. Það er fátt verra en að standa í skuld við bókasafnið, og enn verra að bregðast Klöru, Helgu og Þóru. Bókasafnið er THE PLACE, drekktu í þig fróðleikinn og heilsaðu upp á bókasafnsmeistarana.

MATBÚÐ

Englarnir í matbúðinni. Það skiptir engu máli hver þú ert eða hverja þú þekkir, fyrir matbúðarkonunum eru allir jafnir. Arnþrúður, Elínborg, Ingibjörg, Sigrún og Valgerður taka alltaf á móti þér með bros á vör þegar þú gleymir nestinu heima eða bara vilt kaupa þér ljúffenga máltíð. Röðin getur þó oft orðið ansi löng og þá er nauðsynlegt að finna sér góðan og tryggan vin sem bíður með pláss fyrir þig í röðinni (misvel séð). En ef þú ert einn af þeim óheppnu sem finnur ekki þennan trygga vin þá er biðin ávallt þess virði. Það er þó víst að þú verður ekki svikinn af því að kíkja við hvort sem það er til þess að nesta þig upp eða koma í spjall.

29


30


Kæru busar Eftir Geir Zoega

Ég er ekki alveg viss hvenær þið fáið þetta blað en ég held það sé alveg nokkru fyrir skólasetninguna þannig ég ætla að gefa ykkur ráð. Þegar þið eruð komin upp í stofuna ykkar á skólasetningunni þurfiði helst að fá sæti fremst. Þið sitjið í sætinu ykkar, hallið ykkur aftur og leggið fætur ykkar ofan á borðið. Þannig vita tilvonandi bekkjarsystkini ykkar að þið eruð kúl einstaklingar sem don’t give a shit um hvað fólki finnst. Eitt auka tip: verið með tyggjó í munninum og japplið mjööööööög hátt á því. Það mun vekja athygli og athygli er góð. Svo kemur að því að kennarar labba í stofurnar, kynna sig og námsefnið og svo lesa þau upp nöfnin. Mjög mikilvægt er að skera sig út úr fjöldanum þegar þið svarið nafnakallinu. Eitt sem er afar fyndið og vekur upp mörg hlátrasköll er að segja já með grínröddu, eða þá að svara neitandi. Það gerði ég og það hlógu allir. Það var svona: Kennari: Geir Zoëga? Ég: Uuuuu… Nei Allir: Hahahahaha. Góðar minningar. Annað sem þið þurfið að gera er að gera allt sem í ykkar valdi stendur til að vinna keppnina í busavikunni. Það er mjög mikilvægt að vinna þessa keppni. Ekki spyrja af hverju. Það er margt sem hægt er að gera til að hjálpa bekknum sínum að vinna keppnina. Ég snoðaði mig persónulega en

minn bekkur vann samt ekki, við vorum í seinasta sæti. En já. Fleiri ráð varðandi Verzló. Farið í öll nefndarviðtöl sem þið getið farið í. Ég fór í rosalega mörg viðtöl sem busi og komst samt bara í eina nefnd, Demó. Það var mjög gaman. Mjög gefandi og ég kynntist fullt af nýju fólki. Pro tip, pizzakassar fara við hliðina á búrinu hans Árna vaktmanns, ekki reyna að troða þeim í endurvinnslukassann, það kemur bara gat á pokann og það viljum við ekki. Mér finnst þessi grein farin að vera of löng. Ég held ég slútti þessu bara núna. Nei ok, ég sendi þetta á Viljann og þau vildu að ég myndi gera lokaorð. Hérna eru þau: Kæru busar, næstu þrjú ár verða þau bestu í ykkar lífi! Þið eruð FOKKING VERZLINGAR! Verzló er bestur og við vitum það öll. VÍVA FOKKING VERZLÓ! Þegar ég steig fyrst inn í Verzló var ég stressaður og ég veit ekki af hverju. Eitt annað sem er frekar relatable og gæti verið efni í gott relatable tweet, þegar þið fáið bekkjarlistann munuð þið ekki þekkja mörg nöfn en pælið samt í því að einhver þessara nafna verða gg góðir vinir ykkar eftir lítinn tíma. Það er geðveikt steikt að pæla í því. Hey já, Basshunter kom einu sinni á Verzlóball og svo kom Sean Kingston og svo Cascada. Hlakka til að sjá hver er næstur, mig grunar að Mika komi einn daginn.

31


HVAÐ Á ÉG AÐ FÁ MÉR Í HÁDEGINU? ERTU SVANGUR/SVÖNG? Nei

ERTU AÐ SPARA?

EKKI FÁ ÞÉR AÐ BORÐA

Nei

ERTU SKIPULÖGÐ MANNESKJA?

SPLÆSIR MAMMA? EÐA PABBI? Nei

Nei

ERTU VEGAN? Já

Nei

ERTU TRENDSETTER?

AN

Ð

RI

KK

IC

H

Ú AT B M

U S N BÓ

I ES T N

THJOE E AN JU D IC E

Nei


FORELDRARÁÐ Í skólanum er starfrækt öflugt og hresst foreldraráð, að flestra mati það öflugasta í framhaldsskólum landsins. Meðal helstu markmiða félagsins er vera bakhjarl við nemendur annars vegar og skólann hins vegar sem og að vera samráðs- og samstarfsvettvangur foreldra og forráðamanna. Stjórnin sem fundar 5-6 sinnum á ári er kosin af foreldrum nemenda á árlegum aðalfundi félagsins. Hún er tengiliður við skólastjórnendur og á fulltrúi Foreldraráðsins sæti í Skólanefnd og situr þar sem áheyrnarfulltrúi á fundum stjórnar Verzlunarskólans. Helstu verkefni Foreldraráðsins er að miðla upplýsingum til foreldra í gegnum facebook-síðu félagsins “Foreldrafélag Verzlunarskóla Íslands” en það er um að gera að líka strax við þá síðu. Foreldraráðið stendur ennfremur fyrir fræðsluerindum fyrir nemendur og foreldra og kemur að ballgæslu ásamt fulltrúum skólans svo dæmi séu tekin. Ballgæslan er án efa eitt mikilvægasta verkefnið og hefur mikið forvarnargildi. Gæsluliðar hafa reynt að tryggja það að krakkarnir komist sem hraðast inn á böllinn í stað þess að vera að vafra um svæðið í misjöfnu ástandi. Það hefur sýnt sig að með sýnileika forel-

dra og öflugri gæslu er stuðlað að betri og öruggari ballmenningu nemenda skólans sem og fælir það óæskilega aðila frá því að „hanga“ í vafasömum tilgangi fyrir utan ballstaðina. Tekið hefur verið eftir kraftmikilli aðkomu foreldra skólans að ballgæslunni og foreldrafélög annarra framhaldsskóla viljað taka hana sér til fyrirmyndar. Á haustin stendur foreldrum til boða að greiða 1500 kr. valfrjálst félagsgjald til foreldrafélagsins og hafa undanfarin ár nær allir foreldrar greitt sinn gíróseðil sem er einstakt. Þessi frábæra þátttaka þýðir að foreldrafélagið hefur getað veitt mjög veglega vinninga í edrúpottinn fyrir hvert skólaball en það er bæði jákvæð og þakklát forvörn. Foreldraráðið mun halda áfram á sömu braut á næsta skólaári og bara bæta í vinninga og fræðslu eins og hægt verður, við hvetjum því foreldra nýnema á næsta skólaári til að greiða sömuleiðis til foreldrafélagsins því þannig getum við gert meira. Um leið og við bjóðum nýnema velkomna í skólann og óskum þeim velfarnaðar í náminu hvetjum við foreldra eindregið til að taka þátt í foreldrastarfinu strax frá upphafi, tengjast þannig skólanum og öðrum foreldrum á jákvæðan og skemmtilegan hátt.

Fyrir hönd Foreldraráðs Verzlunarskólans, María Björk Óskarsdóttir, formaður

33


Skartaðu þínu fegursta

Bankastræti 4 I 101 Reykjavík I www.aurum.is


AÐ FÝLA SIG Í VERZLÓ Eftir Rán Ragnarsdóttur

Lyktarskyn Verzlingsins hefur alltaf verið talið fremur gott. Við eigum auðvelt með að finna ilminn sem skríður úr matbúð upp um alla veggi skólans. Rakspíri og ilmvötn fylla skilningarvit okkar á hráslagalegum vetrardögum og það lyktar fátt jafn vel og mikið notuð og illa farin skólabók. Það er nú samt þannig að ekki allt ilmar svo vel. Verzlingar eru jú oft undir fremur miklu álagi og fylgja því margir fylgikvillar. Fýla á það til að leggjast yfir skólann og er því mikilvægt að geta brugðist við á sem bestan hátt til þess að forðast alla óþarfa mengun í nösum nemenda. Þegar þið ráðvilltu nýnemamúffurnar þræðið ganga skólans fyrstu dagana getur álag á fótum aukist til muna. Þetta getur valdið ýmsum vandamálum, auðvitað mis slæmum (fer allt eftir fótatýpum). Við mikla notkun á þessum búnaði getur myndast sviti sem leiðir til mikillar táfýlu. Menn hafa velt því fyrir sér hvernig best sé að losa sig við þennan óvinsæla fnyk og hafa þeir mælt með því að vera á tánum. En ef menn vilja lúkka upp á sitt besta og vera í skóm er líka gott að vera með auka sokka meðferðis sem hægt er að skipta um ef fýlan er farin að gera virkilega vart við sig. Algjör þumalputtaregla er að þegar þú ert í standandi stöðu og finnur þína eigin táfýlu er mál að skipta um sokka! Á löngum skóladögum getur oftar en ekki myndast ansi súrt loft inn í skólastofunum og bekkjarfýlan getur gert vart við sig. Þú getur auðveldlega losað þig við hana með

því einfaldlega að opna glugga. Ef fýlan er ekki farin eftir nokkrar mínútur liggur vandinn mjög líklega annars staðar. Mögulega hjá sjálfum þér eða hjá sætisfélaga. Svoleiðis aðstæður er oft erfitt að tækla en þar getur ilmvatn eða rakspíri komið að góðum notum og skipt sköpum. Á fyrstu dögunum er um að gera að kanna svæðið og kynnast nýju fólki. Hafa skal þó hugfast að vera búin að gera ráðstafanir ef að andfýla lætur á sér kræla. Gott er að hafa ávallt tyggjó meðferðis og bursta vel tennurnar. Þetta kemur í veg fyrir að tilvonandi lífstíðarvinur/sleikfélagi lendi í þessu skrímsli sem að andfýlan getur verið. Að prumpa getur oft verið snúið, sérstaklega í nýju og óvernduðu umhverfi. Ef að náttúran kallar í miðjum tíma er gott að fara einfaldlega á klósettið og svara kallinu. Ef að svo óheppilega vill til að slys verði í aðstæðum sem ekki leyfa það er ekkert annað í stöðunni en að forða sér en samt á lúmskan máta. Ekki hlaupa í burtu, frekar að færa sig hægt og rólega frá skýinu og blanda geði við einhvern á öðrum stað. Það dregur bæði athygli frá lyktinni og sjálfum þér. Nú hef ég snert á helstu fýlum skólans og kannt þú, elsku nýnemabomba vonandi að bregðast við þeim. En umfram allt, ekki vera í fýlu í Verzló. Það fer Verzlingum einfaldlega ekki! Hafðu gaman, vertu þú sjálf/ur og njóttu þín í musteri meistaranna, Verzlunarskóla Íslands.

35



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.