VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
1
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
Efnisyfirlit 4 5 6 7 9 10 11 12 13 14 15 16 21 24 29 30 38
Ritstjórapistill Ávarp forseta Viljinn Verzlunarskólablaðið Íþró Listó Nemó Skemmtó Nýnemavikan Hax Hvernig á að kúka í skólanum? Viðburðadagatal Lognið Starfsfólk skólans Upplýsingar til foreldra Kort af skólanum Tips ‘n tricks
2
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
Nafn
3
Bir
kir
ður igrí aS Ann
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
Ísól Rut
Alma Karen ritstjóri
m
lla
Ste
ie Br
Lá na
ra
a
Yo
rg
Ló
Ágæti nýnemi, Nú er komið að því, besti tími lífs þíns er að hefjast og Þorkell Diego er að digga það. Vertu hjartanlega velkomin/n og til hamingju með Vonina þína. Vonin verður þér til halds og trausts næstu vikurnar og mun áreiðanlega nýtast þér eitthvað. Við vonum það allavega. Við í ritnefnd Viljans, skólablaðs Verzlinga, höfum lagt mikið á okkur til að koma þessu blaði til þín og við erum búin að stútfylla það af efni. Í Voninni getur þú lesið þér til um stjórnarnefndir nemendafélagsins, helstu viðburði, uppáhalds starfsfólkið okkar og margt fleira. Þú getur einnig fundið ýmis sniðug tips ’n tricks og meira að segja kort af skólanum sem hjálpar þér að rata í þessu völundarhúsi sem við köllum Verzló. Við í Viljanum vonum að Vonin muni nýtast þér eða að minnsta kosti skemmta þér. Við hlökkum til að sjá þig 18. ágúst á skólasetningunni í Bláa sal, ef þú villist getur þú fundið leiðina með kortinu sem er aftarlega í blaðinu.
Útgefandi: N.F.V.Í Prentun: Prentmet Umbrot: Lóa Yona Zoe Fenzy Ljósmyndir: Lára Margrét Arnarsdóttir Myndvinnsla: Alma Karen Knútsdóttir Forsíða: Anna S. Jóhannsdóttir Alma Karen Knútsdóttir Ábyrgðarmaður: Alma Karen Knútsdóttir
Alma Karen Knútsdóttir Ritstjóri Viljans
Ma
4
ré
t
Sérstakar þakkir Árni Páll Árnason Árni Steinsson Arnþrúður Gunnlaugsdóttir Berglind Helga Sigurþórsdóttir Elínborg Ögmundsdóttir Eygló Sigríður Gunnarsdóttir Eyrún Inga Sigurðardóttir Haukur Kristinsson Helga Guðlaugsdóttir Ingi Ólafsson Ingibjörg Sveinsdóttir Jónína Margrét Árnadóttir Jónína Valgerður Reynisdóttir Kjalar Martinsson Kollmar Klara Hjálmtýsdóttir Kristín Huld Gunnlaugsdóttir Kristinn F. Kristinsson Ljósmyndanefnd Markaðsnefnd Sigrún Halla Halldórsdóttir Sigrún Sigurðardóttir Sóley Þórarinsdóttir Stjórn N.F.V.Í Sundlaugin að Varmá Þorkell H. Diego
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
Kæri nýnemi Til hamingju með að hafa valið rétt og ennþá meira til hamingju með inngönguna. Næstu þrjú árin bíða ykkar 24 mánuðir af skóla og 12 mánuðir af fríi (nema þið fallið, þá styttist fríið). Það eru tveir hlutir sem skipta máli í skólanum. Fyrst og fremst er það félagslífið og svo er það námið og svo er það félagslífið. Ég vil ráðleggja ykkur að sinna báðum þremur hlutunum vel. Þið eruð fyrsti árgangurinn sem tekur skólagönguna á þremur árum. Þess vegna skiptir ennþá meira máli að sökkva sér strax ofan í allt það sem er gangi í skólanum. Það eru endalausir möguleikar. Kynnið ykkur nefndirnar, viðburðina, leikritin, bekkjarkeppnirnar, blöðin og allt hitt sem er í boði (samt ekki gleyma náminu). Það er algjör óþarfi að vera feimin/n í Verzló. Gangi ykkur vel, Styrmir Elí Ingólfsson
Frá vinstri: Gísli Hrafn formaður Íþró, Alma Karen ritstjóri Viljans, Bára Lind formaður Listó, Kristján Þór formaður Nemó, Styrmir Elí forseti, Lára Borg formaður Skemmtó, Hafsteinn Björn féhirðir, Vaka ritstjóri V82, Magnús Jóhann formaður Málfó. Á myndina vantar: Ásdís Lilja markaðsstjóri NFVÍ.
5
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
Viljinn
Viljinn er málgagn Verzlinga. Málgagn þetta hefur verið rótgróið í félagslífi skólans svo lengi sem elstu Verzlingar muna eða síðan það var fyrst gefið út árið 1908. Viljinn hefur alla tíð notið mikilla vinsælda einfaldlega af því að hann er svo fokkings skemmtilegur OG áhugaverður. Viljinn kemur út fjórum sinnum yfir skólaárið, tvisvar á hvorri önn. Í ár hefur Viljinn þó fært út kvíarnar og mun nú héðan í frá auk þessa gefa út Vonina, handbók fyrir nýnema. Í Viljanum gætir margra grasa. Þar er meðal annars hinn margrómaði liður „Heitt og kalt“ en honum ber að fylgja í einu og öllu. Þessi liður hefur bjargað mörgum Verzlingnum frá því að gera einhverja bölvaða vitleysu. Í Viljanum eru líka fjölbreyttir myndaþættir en þá prýða nemendur skólans. Þar finnur þú líka hinar ýmsu greinar um allt milli himins og jarðar. Þú getur einmitt skrifað einhverja geggjaða grein og sent inn í blaðið og þannig ritað þig inn í hjörtu samnemenda þinna. Talandi um að skrifa sig á spjöld sögunnar… VILJIR þú gera gott betur þá er alveg tilvalið að koma í viðtal fyrir nefndina í haust. Þú munt ekki sjá eftir því. Viljanefndin er fjölskylda og þú veist hvað sagt er um fjölskyldu, „Family: where life begins and love never ends“. Það er líka þannig með nefndina, þetta er one way ticket í eitthvað alveg magnað! Það verður þó að segjast eins og er að Viljinn nýtur ekki alveg einróma hylli innan veggja skólans. Kennarar eiga nefnilega í smá svona love/hate-sambandi við Viljann. Þeir lesa hann markvisst inni á kaffistofu og í klósettpásum, en láta þó eins og þeir kæri sig ekkert um hann meðan á kennslu stendur. Við vitum samt betur. Kennarar eiga það nefnilega til að verða smá abbó út í Viljann. Það er svo sem alveg skiljanlegt, þar sem allir í nemendur skólans vilja mun frekar lesa Viljann sinn á útgáfudaginn, heldur en að diffra og heilda. Ekki vera að pæla í því samt, we all do it.
6
„Þú getur einmitt skrifað einhverja geggjaða grein og sent inn í blaðið og þannig ritað þig inn í hjörtu samnemenda þinna.“
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
Verzlunarskólablaðið V82 er ritnefnd Verzlunarskólablaðsins sem er árbókin þín. Þetta skólaár mun Verzlunarskólablaðið koma út í 82. skipti svo þið tengið væntanlega við nafnið núna. Allir Verzlingar fá tækifæri til að láta ljós sitt skína við gerð Verzlunarskólablaðsins og er öllum velkomið að taka þátt í að skapa það. Í bókinni er skólaárið tekið saman í eina heild og sett upp á listrænan máta. Eitt þarftu þó að muna, Verzlunarskólablaðið er ekki blað heldur bók. Hún er stór, þykk og harðspjalda og inniheldur 260 blaðsíður.
„Veðurfræðingar spá því líka að sólin muni skína á þessum degi.“
V82 sér einnig um að búa til skóladagbókina þína, Snobbið. Snobbið er skemmtileg og eiguleg dagbók sem þú getur nýtt þér til að skipuleggja þig í námi og passað upp á heimavinnuna þína. Þú munt fá hana í hendurnar á fyrsta skóladegi. Í Snobbinu getur þú líka dundað þér við að leysa krossgátur þegar þú nennir ekki að fylgjast með í tíma eða jafnvel lesið stjörnuspánna fyrir skólaárið. Það sem er þó best af öllu er að í Snobbinu getur þú teiknað myndir, skrifað ljóð og sögur eða sagt okkur frá einhverju skemmtilegu, rifið það úr bókinni, skilað því niður í kassa í Nemendakjallaranum og það gæti svo birtst í árbókinni okkar.
7
Þitt fyrsta Verzlunarskólablað mun koma út þann 11. mars 2016. Á þessum degi er athöfn í Bláa sal þar sem við veitum verðlaun til þeirra sem sigruðu ljósmyndakeppnina, smásögukeppnina, teiknikeppnina, paintkeppnina, hönnunarkeppnina og margt fleira. Eftir athöfnina fá allir köku og sitt eigið Verzlunarskólablað. Þetta er dagur fullur af ást og hamingju.. Veðurfræðingar spá því líka að sólin muni skína á þessum degi.
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
8
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
Íþró Íþróttafélag Verzlunarskóla Íslands (einnig kallað íþró) er nefndin sem sér um að halda Verzlingum hressum og hraustum yfir skólaárið. Nefndin heldur skemmtilega íþróttaviðburði yfir allt skólaárið þar sem keppt er í hinum ýmsu íþróttagreinum. Hver sem er má skora á formann Íþróttafélagsins í bekkpressukeppni ef viðkomandi ber vantraust til hans. Vinni sá aðili má hann taka við embættinu. Helstu viðburðir nefndarinnar eru: Golfmót Íþró, íþróttavikan, reglulegar bekkjarkeppnir, skíðaferð og nýjung þetta árið í slagtogi við Skemmtó, óvissuferð. Íþró heldur fjölbreyttar og skemmtilegar bekkjarkeppnir jafnt og þétt yfir skólaárið. Þar keppa bekkir á öllum aldri í íþróttum á borð við fótbolta, blak og körfu svo eitthvað sé nefnt. í lok skólaárs eru tekin saman stig úr öllum keppnunum og mun einn bekkur standa eftir sem íþróttabekkur Verzló. (Einnig eru veittir vinningar fyrir hverja keppni fyrir sig)
Golfmót Íþró er alræmt en þar keppa tveir og tveir félagar saman í Texas Scramble á 9 holum og er hefð fyrir því að nýnemar séu kylfusveinar fyrir þáttakendur. Mikil stemning fylgir degi þessarar keppni og hefst skipulagning fyrir hana langt fram í tímann.
Íþróttavika Íþró (sem er fyrir áramót) og Sport vika Íþró er þar
sem heil vika er tileinkuð íþróttum og nær þar íþróttalíf skólans hámarki. Í boði verður að taka þátt í ýmsum sniðugum keppnum eða ef þú hefur ekki áhuga á að taka þátt þá getur þú bara horft á og haft mjög gaman. Á hverju ári dusta Verzlingar rykið af skíðunum og skunda saman í magnaða skíðaferð til Akureyrar. Þetta er klárlega ferð sem hristir hópinn saman ásamt því að vera endalaus skemmtun og mikil upplifun. Þetta árið býður Íþró í samstarfi við Skemmtó uppá frábrugðna nýjung, svo kallaða óvissuferð. Málið er einfalt, þú mætir og við tekur spennandi og skemmtileg ferð þar sem allt getur gerst.
9
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
Listó
Listafélagið vinnur hart að því markmiði að efla áhuga nemenda á listum og menningu. Yfir skólaárið stendur nefndin fyrir ýmsum viðburðum og er þar helst að nefna leiklistarnámskeiðið, fyrsta viðburð nemendafélagsins á árinu, BÚJAH. Námskeiðið stendur yfir í tvo daga í lok ágúst og er það mjög skemmtilegt og lærdómsríkt, alveg óháð því hvort þú ætlir að verða leikari eða ekki. Þú bæði skemmtir þér vel og kynnist fullt fólki í leiðinni. Það köllum við WIN-WIN. Í kjölfar námskeiðsins verða haldnar prufur fyrir hið víðfræga Listóleikrit en skráning í þær fer fram í lok námskeiðsins. Af nemendaleikhúsum eru leikritin talin meðal þeirra fremstu í sínum flokki og hafa sýningar Listafélagsins í gegnum tíðina hlotið mikið lof áhorfenda. Ekkert mont samt, ekkert mont. Verkin sem sett eru upp á hverju ári eru mjög ólík en ávallt er lögð mikil áhersla á framsetningu verksins sem og leikræna tjáningu. Leikritin eru sett upp í Bláa sal, hátíðarsal Verzlunarskólans og frumsýnd í lok Listóvikunnar sem fer fram í byrjun nóvember.
10
Stuttu eftir að skipað hefur verið í leikhópinn fara fram viðtöl fyrir svokallaðar undirnefndir. Þær eru undirstaða alls ferlisins og halda þær utan um ýmsa bráðnauðsynlega þætti tengda leikritinu. Þá má nefna sem dæmi búninga, förðun, tæknimál, markaðsmál osfrv. Nokkrar undirnefndir listafélagsins vinna ekki að uppsetingu leikritsins heldur að skipulagningu ýmissa annarra viðburða sem fara fram í Listóvikunni. Myndlistasýningunni megum við heldur ekki gleyma en þar geta nemendur fengið tækifæri til að koma verkum sínum á framfæri. Við vonum að þú hafir fengið tiltölulega góða innsýn í það hvað Listafélagið gerir. Við hvetjum þig að sjálfsögðu til að koma og taka þátt í þessu ævintýri með okkur. Og eftir hverju ertu að bíða? Lítill fugl hvíslaði því að mér að námskeiðið sjálft væri ekki langt undan. Við sjáumst þar!
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
Nemendamótið er í daglegu tali kallað Nemó. Nemó er þekktast fyrir stærsta menntaskólasöngleik landsins og hafa þeir alltaf verið mjög vinsælir, innan sem utan Verzlunarskólans. Ásamt því að skipuleggja allt í kringum söngleikinn sér nefndin einnig um að skipuleggja Nemóballið.
Forleikurinn
Fyrsta verk nefndarinnar er að velja leikstjóra og er handrit svo ákveðið í samvinnu við hann. Þetta gerist snemma á ferlinu en í lok september er sýndur trailer þar sem kemur í ljós hvaða leikrit, leikstjóri og listrænir stjórnendur hafa orðið fyrir valinu. Strax eftir trailerinn hefst skráning í prufur fyrir leik- og danshóp.
Söngleikurinn
Nemósöngleikurinn er, eins og áður segir, stærsti menntaskólasöngleikur landsins. Í leikhópnum eru um 30 manns(dansarar, söngvarar og leikarar) en rúmlega 100 manns koma að sýningunni. Í byrjun október eru prufur fyrir söngleikinn og strax eftir þær eru undirnefndaviðtöl. Undirnefndirnar eru eins fjölbreyttar og þær eru margar. Hægt er að vera í förðunarnefnd, hárnefnd, sjá um tæknimál, hanna leikskrá, smíða sviðsmynd, vera aðstoðarleikstjóri, vera sýningastjóri, safna styrkjum eða kynna söngleikinn í öðrum skólum.
„Nemósönguleikurinn er, eins og áður segir, stærsta menntaskólaleikrit landsins.“
Dagurinn
Nemódagurinn er, að mati flestra, besti dagur ársins. Þetta er dagurinn sem þú bondar við bekkinn þinn frá morgni til kvölds. Dagskráin er eitthvað á þessa leið: • • • • • • •
Brunch með bekknum Söngleikur Lazertag/keila/búbblubolti Góður matur Fyrirparty BESTA ball ársins Sofa út því það er frí daginn eftir!
Verkefni nemendamótsnefndarinnar eru mjög fjölbreytileg og er helsti tilgangur hennar að gera Nemendamótsdaginn að skemmtilegasta degi ársins!
11
Nemó
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
Skemmtó Hvað er Skemmtó? Til að byrja með er Skemmtó miklu meira en aðeins meira en bara nefnd. Skemmtó er kaldur drykkur á heitum sumardegi. Skemmtó er rómantísk gamanmynd með góðum vinum. Skemmtó er allt sem þú vilt, elskar og þráir. Skemmtó er the bomb.
Skemmtinefnd Verzlunarskóla Íslands er samansafn af skemmtilegasta fólki í heimi sem sér um að halda alla skemmtilegustu viðburðina. Þessir viðburðir eru til að mynda nýnemavikan og nýnemaferðin þar sem allir okkar skemmtilegu nýnemar eru boðnir velkomnir í skemmtilega Verzló. Fjórða hæðin er gerð að einhverju alveg klikkuðu og nýnemarnir eru skelfingu lostnir og spenntir að hefja þrjú bestu ár lífs síns. Þessi vika er einhvers konar kokteill af brjálæði, gleði, hlátri og gráti. Vælið er classic, það er stærsti viðburður Skemmtó og líka bara stærsti viðburður Verzló (ekki lygi). Þar fá söngvarar að láta ljós sitt skína ekki neins staðar annars staðar en í Eldborgarsal Hörpu! Margir ex-Verzlingar hafa stigið sín fyrstu skref í þessari klikkuðu keppni og þar má helst nefna skemmtilegu Maríu Ólafsdóttur, Eurovision star. En Skemmtó stoppar ekki þar. Nei þvert á móti. Skemmtó sér einnig um paintballmót, lazertagmót og þetta árið verður splunkuný viðbót, VERZLÓ
12
GOT TALENT. Já, þið heyrðuð rétt. Allir þessir hæfileikar fá nú að koma upp á yfirborðið í snilldar hæfileikakeppni. Skemmtó er nefnd með engin takmörk, við getum gert allt sem okkur dettur í hug. Ef okkur langar að halda breakdancing battle þá gerum við það, ef okkur langar að halda fallhlífastökkmót þá gerum við það. Við erum ekki eins og nein heimskuleg Nemónefnd eða Málfundafélag sem setur upp heimskulegan söngleik eða heimskulega VÍ-mr keppni. NEI! Við getum í alvöru gert allt í heiminum, HVAÐ SEM ER (innan skynsamlegra marka). Svo ef ykkur, kæru nemendur, dettur eitthvað skemmtilegt í hug sem skemmtilegasta nefnd í heimi getur gert, ekki þá hika við það að hafa samband við einhvern af skemmtilegu meðlimum Skemmtó og við hjálpum til við að láta drauma þína rætast. Kæru Verzlingar, vinsamlegast spennið beltin því Skemmtó er að fara að taka Verzló upp í nýjar hæðir. Skemmtó OUT.
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
Nýnemavikan Á ykkar þriggja ára skólagöngu eru nokkrir hlutir sem þið fáið bara að njóta einu sinni. Peysufatadagurinn frægi, glæsilega galakvöldið í 6. bekk og síðast en ekki síst nýnemaárið. Fyrsta árið er vanmetið. Maður eyðir öllu árinu í að hlakka til að komast í 4. bekk en svo eyðiru næstu tvemur árum í að sakna þess að vera nýnemi. Það sem er klárlega skemmtilegast við fyrstu önnina þína í Verzló er nýnemavikan og nýnemaferðin. Nýnemavikan er stútfull af sprelli og rugli og þó svo að þér verði skipað svolítið fyrir skaltu ekki gleyma að NJÓTA.
Reglur sem skal fylgja í nýnemavikunni: • • • • • • •
Bannað að beygja til vinstri Vera með gosbrunn í hárinu Hneigja sig fyrir forseta NFVÍ, féhirði og meðlimum Skemmtó Vera með vettlinga ALLTAF Þegar lagið YMCA er spilað þurfa allir að dansa YMCA dansinn Vera með rauðan varalit (bæði kynin) Aðeins má labba á ákveðinni línu á marmaranum
Ef þú vilt að vera extra vel séður þá geturu safnað kúlstigum: • • • •
Gefa meðlim skemmtó gjöf Þamba hálfan líter af vatni á 20 sek Vera í trúðabúning Gera sirkus brellu fyrir skemmtó (því fleiri sem taka þátt því fleiri stig)
Nýnemaferðin er í alvörunni ÓMISSANDI. Ef einhver skrópar í hana getur hann alveg eins skipt um skóla. Þetta er tækifæri til að kynnast fólkinu sem þú munt eyða næstu þremur árum með. Nýttu tækifærið og farðu ALL-IN. Spjallaðu við sæta sætisfélagann og vertu dugleg/ur að kynnast krökkunum í bekknum og árgangnum. Þessi ferð er algjör snilld ef þú sleppir þér og hættir að pæla of mikið í því hvað er töff og hvað er vandræðalegt. Það má alls ekki gleyma því að pakka fyrir svona ferð yfir nótt.
Viljinn mælir með því að taka þetta með: • • • • • • • • •
MÖNN – í alvöru ekki gleyma naslinu Drykkir – mjög mikilvægt með mönninu Smokkar Tannbursta – fresh breath Tyggjó – ef þú gleymir tannburstanum Dýnu – þykka, djúsí dýnu svo einhver nenni að kúra með þér Hleðslutæki Sundföt Gítar eða munnhörpu
13
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
Vissir þú að... •
Meðlimir hagsmunaráðs eru bundnir þagnarskyldu gagnvart nemendum skólans
•
Þú átt rétt á akstursstyrk frá LÍN ef þú ekur til skóla sem er ekki í nágrenni við lögheimili þitt
•
Þú getur alltaf leitað til okkar og við munum alltaf gera okkar besta til að þér líði Þú átt rétt á dvalarstyrk frá LÍN ef þú hefur þurft að flytja lengra en 30 km frá lögheimili þínu og fjölskyldu til þess að stunda nám
•
Þú átt rétt á námsstyrk frá stéttarfélagi ef þú hefur borgað félagsgjald síðustu 6 mánuði
14
Hagsmunaráð NFVÍ
Hagsmunaráðið í ár er stórglæsilegt. Þetta sannkallaða dreamteam er samankomið til þess að bæta líf Verzlinga til muna. Við sjáum til þess að hagsmunum nemenda skólans sé gætt í einu og öllu, meðal annars með því að halda lagabreytingafundi og vera tengiliður skólastjórnar og nemenda. Þú getur haft samband við okkur á facebooksíðu ráðsins eða í tölvupósti en að sjálfsögðu máttu einnig spjalla við okkur á göngum skólans. Margir vilja meina að meðlimir hagsmunaráðs séu þessi fullkomna blanda af verndaengli og ofurhetju en við látum götuna um orðróminn.
@hax1516
•
Twitter: Facebook:
sem best
Email: hagsmunir@verslo.is
Hax
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
Hvernig á að kúka í skólanum?
Kæri nýmeistari eða nýnemi,
Þú hefur eflaust spekúlerað mikið í komandi skólaári í sumar. Að byrja í framhaldsskóla er vissulega spennandi en á sama tíma stressandi. Eitt er það sem þú hefur tvímælalaust velt vöngum yfir, en það er stóra spurningin hvernig eigi að kúka í skólanum eða eins og vel lesinn maður myndi orða það „að tefla við páfann“. Eftir lestur þessarar greinar verður þú vonandi orðin/nn einhverju nær um það hvernig best er að haga sér í þessum málum. Ég, Birkir Ingimundarson, mun nú deila með þér minni visku og kenna þér að kúka uppá nýtt! Tímasetningin er mikilvæg því þú vilt ekki að einhver tilvonandi vinur/kæró/sleikfélagi hitti þig beint fyrir framan klósettið eftir þægilega losun. Þess vegna mæli ég eindregið með því að þú farir hvorki í hádegishléinu né í korterinu. Þú ættir bara að halda þig frá pásum yfir höfuð, ef út í það er farið, því þá ertu bókað að fara hitta einhvern fyrir framan klósettið. Ég mæli með því að fara þegar allir eru ennþá að læra eitthvað gríðarlega skemmtilegt, svona um miðja kennslustund. Þá stendur þú upp, biður kennarann annaðhvort um að fá að pissa og fá að fylla á vatnið. Þá ferðu með flösku fram og engan mun gruna neitt (sterkur leikur). Því ef þú færð að fara þegar tíminn er nýbyrjaður eða alveg að klárast, þá getur þú lent í því að einhver meistari sé farinn að spóka sig um gangana. Staðsetning er líka mikilvægari en marga grunar. Þú verður að skynja hvert klósett fyrir sig. Til að mynda er Hellirinn frábær kostur. Fyrir nýnema í latari kantinum þá mæli eindregið með að fara í smá vettvangsferð fyrstu dagana og aðeins læra á umferðina. Kynnast klósettmenningunni aðeins, því það verða alltaf nokkur klósett sem er nánast alltaf einhver að bíða eftir og þá sérstaklega á 4. hæðinni. Persónulega mæli ég með því að þú veljir 3. hæðina eða Hellinn, nema að þú fýlir það að dansa á línunni.
15
Ertu nú búinn að finna salerni drauma þinna? Frábært! Svipastu um. Er einhver nálægt? Ef ekki, drífðu þig inn (það gæti alltaf verið einhver á leiðinni), lokaðu hurðinni og LÆSTU! Það er ekkert pínlegra en að einhver labbi inn á þig þegar þú ert að kúka. Svo getur verið gott að skrúfa frá vatninu ef þú ferð að finna fyrir stressi. Settu því næst skeiðklukkuna af stað í símanum þínum og vertu nú ekki eitthvað að dunda þér.
„Eftir að fyrsti meistarinn lendir í salerninu sturtaðu þá strax niður því að það er alltaf versta lyktin af honum!“ Reyndu að gera stykkin þín á innan við mínútu þá getur þú lámarkað lyktina. Sturtaðu svo niður og skeindu þér. Ef svo óheppilega vill til að ennþá liggur svakalegur fnykur yfir þér þá ætla ég að ráðleggja þér, kæra nýnemakrútt, að setja gommu af sápu í hendurnar, nudda þeim saman og byrja svo að sveifla höndunum, eins og enginn sé morgundagurinn!
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
Viðburðardagatal GOLFMÓTIÐ Golfmót Verzló er viðburður þar sem allir dressa sig upp og þykjast kunna golf. Þar bera nýnemar allt draslið þeirra útum allt, yndislegt fyrir ykkur elsku nýnemar.
SEPTEMBER
NÝNEMAFERÐIN Í nýnemaferðinni fáið þið tækifæri til að kynnast almennilega. Skemmtó fer með ykkur í ferð þar sem þau skipuleggja ratleiki, skemmtiatriði og auk þess eru nýnemahrekkirnir sýndir. Hrekkirnir eru vandræðalegir fyrir alla, engar áhyggjur þið eruð in this together.
OKTÓBER
ÁGÚST
NÝNEMABALLIÐ Oftast kallað besta ballið enda er það einfaldlega snilld. Tíminn þar sem allir eru tanaðir og sætir OG þyrstir í ballsleik eftir langt ball-laust sumar.
16
VÍ-MR Þegar Verzlingar fá að taka út allt MR-hatrið á einum degi. Við mætum MR-ingum í allskyns keppnum í hljómskólagarðinum og um kvöldið er svo æsispennandi ræðukeppni í Bláa sal. Í þessari viku gefur einnig Kvasisnefndin út blað með MR-blaðinu Loka Laufeyjarsyni.
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
Haustönn GVÍ VIKAN Í þessari viku gera Verzlingar klikkaða hluti til þess að safna pening fyrir Litla Verzló. Nemendur fá að heita á þann sem þau vilja virkilega sjá gera eitthvað steikt. Viðburðir verða svo á marmaranum út vikuna.
NÓVEMBER
VERZLÓ WAVES Líkt og Air waves er Verzló waves tónlistarhátíð. Þessi tónlistarhátíð á sér hinsvegar stað á marmaranum. Þessi vika er aldrei vonbrigði þar sem að landsþekktir artistar eru að spila í öllum korterum og hádegishléum. PRO TIP:laumast fyrr úr tíma til að ná góðum sætum alveg við marmarasviðið.
MIÐANNARBALL Á miðannarballinu er oftast eitthvað frekar hellað þema þannig um að gera að go all out í dressinu.
VÆLIÐ Kvöldið þar sem Verzlingar fá að nudda því framan í aðra skóla hvað við erum hæfileikarík,stór og flott með því að halda Söngvakeppni sem er helmingi stærri en sjálf Söngvakeppni Framhaldsskólanna. Það sem gerir Vælið extra sérstakt er dresscode-ið. Nýnemar þetta er kvöldið þar sem þið megið go all out og DRESS UP.
17
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
Viðburðardagatal VALENTÍNUSARVIKAN Vikan þar sem ástin blómstrar á marmaranum. Skemmtó og Listó team-a upp í þessari dásamlegu viku. Ef þú vilt senda rós, súkkulaði eða kort til BAE þá er þessi vika MÁLIÐ.
MORFÍS KEPPNIR Morfís keppnir eru staðurinn þar sem Verzlingar hafa algjöran rétt til þess að peppa yfir sig. Mæta, næla sér í Verzló bol, læra lögin, styðja og PEPPA.
JANÚAR
DEMÓ Demó er keppnin þar sem hæfileikaríkir lagahöfundar Verzló fá að láta ljós sitt skína. Allir geta tekið þátt með frumsamið lag og svo er sett upp sýning í Bláa sal með celeb dómurum og veglegum vinningum. NEMÓ Nemendamótið er stærsti viðburður skólaársins þar sem hæfileikaríkir nemendur innan skólans frumsýna söngleik þessa árs. Dagurinn er tími bekkjarins, brunch og skemmtilegheit. Um kvöldið heldur Nemendamótsnefndin flottasta ball ársins. Snilld? Snilld.
FEBRÚAR
VERZLÓ GOT TALENT Hæfileikakeppni Verzlinga þar sem allir geta látið ljós sitt skína sama hversu furðulegum hæfileikum þeir búa yfir.
18
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
Vorönn
PEYSÓ Peysufatadagurinn er dagur 4. bekkinga. Allir klæðast peysufötum og halda uppá daginn með athöfn í Bláa sal, labbitúr niður Laugaveginn, dansi á Ingólfstorgi og afhendingu peysóbóka. Um kvöldið skella allir sér á ball og styrkja vinaböndin enn frekar. ÚTGÁFA V82 Útgáfudagur Verzlunarskólans er haldin hátíðlegur í Bláa sal og er athöfn þar sem ritstjóri blaðsins flytur ræðu og Ingi takes it away með klassískri ræðu. Í lok athafnarinnar eru svo Verzlunarskólblöðin afhend.
APRÍL
MARS
MAÍ SKÍÐAFERÐIN Íþró skipuleggur skíðaferð og geta allir skráð sig. Þessi ferð veldur aldrei vonbrigðum og er fullkomið tækifæri til að kynnast nýju fólki.
19
LOKABALL Árinu fagnað með stæl.
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
20
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
21
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
K
omdu sæll og blessaður kæri nýnemi. Þessi partur í Voninni, fallega nýnemablaðinu þínu, kallast Lognið og er „málgagn Málfundafélagsins“. Hvað í fokkanum þýðir það eiginlega? Am I right? Ekki eins og Málfó hafi eitthvað merkilegt að segja? Nei kidding, við erum alveg smá sniðug stundum. Málfundafélagið eða Málfó eins og það er gjarnan kallað er aðal stjórnarnefndin og er mjög kúl en samt smá nördaleg (en það er í lagi). Við sjáum um ræðukeppnir, peysusölu, spurningakeppnir, skipuleggjum málfundi og alls konar annað merkilegt. Ef þú hefur áhuga á að vita meira um okkur haltu þá áfram að lesa!
VÍ-MR
Þegar þú hugsar „STÆRSTI DAGUR ÁRSINS“ hugsaru þá VÍ-mr? Því þegar við í MÁLFÓ hugsum „STÆRSTI DAGUR ÁRSINS“ þá hugsum við sko um VÍ-mr. Daginn þar sem drengir verða að mönnum og stúlkur verða að konum. Verzlunarskóli Íslands mætir Menntaskólanum í Reykjavík í Hljómskálagarðinum í keppnum á borð við rapp einvígi, kappát og dans bardaga. Eftir orrustuna í Hljómskálagarði tekur við (líklega) fyrsta MORFÍs ræðukeppni sem þú upplifir. Hefuru einhverntíma séð orrusturnar í Hringadróttinssögu? Því VÍ-mr ræðukeppnin er á svipuðum skala og þegar fílarnir birtast í orrustunni við Minas Tirith í Hilmir Snýr Heim. Svo skemmir ekki fyrir að allir verða klæddir splunkunýju Verzlópeysunum sínum. Já það fer sko ekki á milli mála að VÍ-mr er „STÆRSTI DAGUR ÁRSINS“.
MORFÍs
Einu sinni var lítill strákur með gleraugu. Þessi litli strákur var í ræðuliði Verzlunarskólans og varð síðar forseti NFVÍ, við erum að tala um Gísla Martein Baldursson.
„Verzló er bestur í MORFÍs og hefur unnið keppnina alls 12 sinnum.“ TVÖFALT oftar en MR, BAM. MORFÍs eða Mælsku og Rökræðukeppni Framhaldsskóla á Íslandi er ein mesta og besta skemmtun lífs þíns. Allir sem eru í liðinu eru fokking rokkstjörnur BAM. Það er líka MORFÍs dómaranámskeið og próf í haust á vegum stjórnar MORFÍs, BAM. MORFÍs þjálfararnir okkar halda líka sturlað ræðunámskeið í haust og í kjölfar þess PRUFUR INN Í RÆÐULIÐIÐ, GET HYPE ALL ABOARD THE HYPE TRAIN.
22
Hér er mynd af Magga málfó þegar hann var barn með stutt hár. Núna er hann síðhærður, skeggjaður víkingur.
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
Gettu Betur
Þú veist alveg hvað Gettu Betur er. Ef þér finnst fríar pizzur góðar þá er Gettu Betur eitthvað fyrir þig. Það er Gettu Betur forpróf í haust fyrir alla þá sem hafa áhuga á að komast í liðið og þá sem vilja sanna hversu street smart þeir eru í raun og veru. Prófið er klikkað fjör og mjög spennand, við erum ekki að grínast. Samræmdu prófin eiga ekkert í Gettu Betur prófið.
Peysur
Peysur sökka sagði enginn aldrei. Allir nýnemar kaupa peysur (í fleirtölu). Þetta er ekki flókið. Ekki ljúga, við vitum að þig langar í peysu og loksins getur þú orðið einn af töffurunum sem á slíkan grip. Peysurnar verða seldar í gegnum NFVÍ.is í haust og fást afhendar á VÍ-mr deginum sjálfum.
Mælskasti maðurinn
Hver man ekki eftir því þegar Árni Reynir sigraði Mælskasta manninn fyrir 3 árum, með ógleymanlegri ræðu um skemmtistaðinn B5? (Ekki? Ókei). Mælskasti maðurinn er öðruvísi ræðukeppni sem er haldin innan skólans. Þar
23
eru fluttar tvær stuttar ræður, ein undirbúin og ein óundirbúin, þar sem ræðumaður talar bæði með og á móti umræðuefninu. Umræðuefnin eru frekar óhefðbundin, allt frá barnaáti yfir í Tomma Bergs (þið skiljið seinna).
Bekeví
Þó ótrúlegt megi virðast þá er Bekeví ekki húsgagn úr IKEA, heldur innanskólaræðukeppni með svipuðu sviði og MORFÍs. Keppnin er frábær vettvangur til að kynnast ræðumennsku og gott tækifæri til að bæta framsögn. Lítur vel út á ferilskrá (aðallega af því að enginn veit hvað þetta er).
Spur
Lítill strákur með gleraugu fór einu sinni í Verzló. Hvort erum við að tala um Gísla Martein, Vigni Daða eða Magga málfó? Spur er innanskólaspurningakeppni í Verzló sem er alveg eins og Gettu Betur. Helduru að þú vitir eitthvað um trivia gaming? THINK AGAIN. Svo er Spur líka góður vettvangur til að kynnast eldri nemendum (skemmtilegt).
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
Starfsfólk skólans Við í ritnefnd Viljans tókum saman það starfsfólk sem okkur fannst gegna einna helstu hlutverkum hér í skólanum. Þessar yndislegu mannverur eru alltaf reiðubúnar til þess að hjálpa þér hvenær sem er (á skólatíma) og kemur hjálp þeirra ávallt að góðum notum og þá sérstaklega þegar maður er að stíga sín fyrstu skref innan Verzló.
ljúfmennsku við þig svo lengi sem þú ert kurteis og prúð/ur við þau. Fyrir utan þetta fríða föruneyti hér að neðan eru fjölmargir aðrir starfsmenn innan skólans sem vert er að minnast á. Þar á meðal má nefna Þórð og Snorra tölvusnilla, Sigurlaugu fjarnámsstjóra ásamt yndislegu fólki sem sér um ræstingu skólans. Þau eru svona fólk sem þú vilt ekki valda vonbrigðum þannig að ekki vera sóði!
Á næstu blaðsíðum greinum við frá því hvaða hlutverki hver og einn gegnir. Við komum einnig inn á það til hvers ber að leita til þegar hin ýmsu vandamál steðja að. Allt þetta fólk á það sameiginilegt að þykja innilega vænt um alla nemendur Verzlunarskólans. Sýna þau yfirleitt mikla
Við mælum með því að þú grandskoðir næstu blaðsíður og leggir þessi nöfn á minnið, því það mun tvímælalaust koma sér vel síðar meir.
24
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
Eygló og Jónína Á skrifstofunni finnur þú tvær frábærar konur þær Jónínu og Eygló. Við mælum með því að þú komir þér í mjúkinn hjá þeim strax þar sem að þær munu aðstoða þig með ýmislegt næstu þrjú árin. Til gamans má geta að Jónína er gift okkar eina sanna Árna vaktmanni. Þú getur rétt ímyndað þér hversu skemmtileg matarboðin heima hjá þeim eru! Að öllum líkindum hættulega skemmtileg. Ef þú ætlar að tilkynna veikindi eða jafnvel feikindi,
þá fer það í gegnum þær. Þær sjá líka um að taka við öllum þeim vottorðum sem þú þarft að skila inn til þess að halda mætingunni þinni til fyrirmyndar. Þær eiga líka stóran sjóð töflutússa sem þær ausa úr að vild. Það má því segja að skrifstofan sé staðurinn sem þú ferð á ef þú þarft á hjálp að halda, hvað sem það er þá munu þær benda þér á réttan stað eða manneskju.
Bókasafnskonurnar Bókasafnið er staðsett á fjórðu hæð. Þar stjórna þrjár yndislegar konur, þær Helga, Þóra og síðast en ekki síst Klara bókasafnsstjóri. Á bókasafninu getur þú fengið allar þær upplýsingar og heimildir sem þú þarft í náminu og þá munt bókað þurfa á þeirra aðstoð að halda. Þær munu alltaf taka vel á móti þér og aðstoða þig hvort sem þú þarft að finna bók, ert í veseni með tölvurnar eða þarft að fá lánuð heyrnatól. Ég geri ráð fyrir að þú kæri nýnemi sért búinn að sjá fræga
25
vegginn á ganginum fyrir utan bókasafnið en hann er stútfullur af afrekum Verzlinga en þær tvær eru konurnar á bakvið hann. Eitt sem er nauðsynlegt að vara við er að maður sleppur ekkert svo auðveldlega með vanskil á bókum eða geisladiskum. Þú munt fá sms frá Helgu þangað til að þú skilar en það er ekki vinsælt. Helga og Þóra ná svo sannarlega að halda andrúmsloftinu rólegu og þægilegu svo að það sé alltaf gott að fara þar inn til að læra eða bara til þess að slaka á.
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
Þorkell, Ingi og Klara
Á þriðju hæðinni er að finna Ripp, Rapp og Rupp. Okei nei ekki alveg, en þau eru samt mjög nett tríó. Ingi, Þorkell og Klara eru æðstu embættismenn skólans. Þau ráða ríkjum og þú vilt ekki fá þau upp á móti þér. Það er þó óþarfi að hræðast þau því þetta er hressasta fólk. Ingi er skólastjóri vor
(mjög mikilvægur kall), Þorkell er yfirkennarinn (líka mjög mikilvægur) og Klara er áfangastjóri (rosa mikilvæg). Stór málefni fara inn á borð hjá þeim og því er alltaf nóg að gera hjá þeim. Til að mynda ef þú ert ósátt/ur með eitthvað í okkar frábæra skóla þá er lang sniðugast að bera það undir þessa snillinga
26
(eða hax, hax er snilld). Pro tip: Ef þú vilt komast í mjúkinn hjá Inga þá mælum við með að þú takir létt spjall um kindur og réttir og áður en þú veist af ertu komin/n í top friends hjá honum á snap. En annars er vinna þeirra okkur að mestu ókunnug, þau eru fólkið á bakvið tjöldin og sjá til þess að tannhjólin haldist gangandi.
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
Árni og Kiddi
Þið eruð eflaust að velta fyrir ykkur hvaða menn þetta eru á myndinni og hvaða hlutverki þeir gegna í skólanum. Kristinn, sá sem er hægra meginn oft kallaður Kiddi og er hann húsvörður skólans. Hann er hér til að sinna ýmsum verkefnum, til að mynda ef að þig vantar stól í stofuna er hann tvímælalaust maðurinn til að redda þér. Sér hann einnig um almennt viðhald í skólanum, svona hinn klassíski húsvörður. Maðurinn að vinstri hönd er hann Árni okkar vaktmaður. Hann mætir aðeins seinna en Kiddi en er oft á tíðum gríðar lengi í skólanum, til að mynda vegna keppna að einhverju tagi eins og Morfís. Báðir eru þetta prúðmenni mikil og ávallt til í að aðstoða villta nýnema þannig ekki vera hræddur við að spurja þá! Hvar fela þessir miklu meistarar sig? Árni er á annari hæð (Marmarahæð) beint við
innganginn sem er opinn eftir 3 og passar Árni það að ókunnugir séu ekki að slæpast um skólan. Ef þú hefur grun um að eign þinni hafi verið stolið getur þú talað við Árna og hann fer yfir kamerurnar. Kiddi er með sína skrifstofu á fyrstu hæðinni eiginlega bara við hliðina á námsráðgjöfunum. Fróður maður sagði einhvertíman við mig að lykillinn af velgengni í Verzló sé að kynnast starfsfólkinu sem vinnur í Verzló. Eftir að mér var sagt þetta hugsaði ég að það yrði erfitt því að við ættum kannski ekki mikið sameiginlegt. En ef ég væri þú myndi ég reyna á þetta allavega reyna kynnast þessum sjéntilmönnum. Það getur verið gott að eiga vin innan veggja skólans sem þekkir skólan betur en allir! Finnst mér ólíklegt að þú sjáir eftir því að taka spjall við þá, meira þarftu ekki að vita held ég.
Matbúðarkonurnar Matbúð er sannkallaður griðarstaður Verzlinga. Þangað muntu leita þegar hungrið fer að segja til sín eða bara einfaldlega þegar þú ert lítil/ ll í þér. Þú heldur kannski að þar muni úrillar matráðskonur skammta þér klesstar kjötbollur á kafi í brúnni pakkasósu eins og þú fékkst að kynnast í grunnskóla, en þar skjátlaðist þér aldeilis. Í Matbúð taka heilladísirnar fimm á móti
27
þér og ausa yfir þig hamingju og vellíðan, ásamt því að bjóða þér mat sem er bæði hollur OG góður! Halló, þú færð bæði! Þessar yndislegu konur heita Arnþrúður, Elínborg, Ingibjörg, Sigrún og síðust en alls ekki síst er Valgerður. Leggðu nöfnin þeirra á minnið því líklegt er að áður en líður á löngu muni þær þitt, þær eru bara þannig gerðar. Guð blessi matbúðarkonurnar.
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
Námsráðgjafar Á fyrstu hæð finnur þú þær Berglindi Helgu, Kristínu Huld og Sóleyju, en þær eru námsráðgjafarnir okkar. Þú ættir tvímælalaust að leita til þeirra ef að eitthvað er að angra þig, sama hvort það sé í tengslum við námið, bekkinn eða bara eitthvað allt annað! Sama hvað þú berð undir þær, þær eru alltaf tilbúnar að hlusta, ráðleggja og setja sig í þín spor. Svo eru þær líka bundnar þagnarskyldu þannig að þú getur verið handviss um að þín hjartans mál fara ekkert lengra. Ef þú ferð til þeirra á skólatíma gefa þær þér leyfi án frádráttar í þeirri kennslustund sem þú missir af, þannig að þú sérð að þetta er svokölluð win-win situation. Svo er líka FRÁBÆR vatnsvél fyrir utan skrifstofurnar þeirra sem Verzlingar nýta sér óspart, enda 5 stjörnu vatnsvél. Dyrnar þeirra standa opnar frá kl. 8.30 alla daga og síðan fara þær að tía sig heim kl. 14 á föstudögum en kl. 15.30 hina dagana. Svo er líka alveg gráupplagt að taka spjall við þær símleiðis, en símatímana má finna á verslo.is. Námsráðgjafar Netfang Beinn sími Sóley Þórarinsdóttir
soley@verslo.is
5 900 614
Berglind Helga Sigurþórsdóttir
bhelga@verslo.is
5 900 615
Kristín Huld Gunnlaugsdóttir
kristinh@verlso.is
5 900 616
Félagslífs-og forvarnafulltrúar
Netfang
Ingibjörg Ósk Jónsdóttir
ingibjorgo@verslo.is
Sigrún Halla Halldórsdóttir
sigrun@verslo.is
28
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
Upplýsingar til foreldra Foreldraráð Verzlunarskólans Í skólanum er starfrækt öflugt og hresst foreldraráð, að flestra mati það öflugasta í framhaldsskólum landsins. Meðal helstu markmiða félagsins er vera bakhjarl við nemendur annars vegar og skólann hins vegar sem og að vera samráðs- og samstarfsvettvangur foreldra og forráðamanna. Stjórnin, sem fundar 5-6 sinnum á ári, er kosin af foreldrum nemenda á árlegum aðalfundi félagsins. Hún er tengiliður við skólastjórnendur og á fulltrúi Foreldraráðsins sæti í Skólanefnd og situr sem áheyrnarfulltrúi á fundum stjórnar Verzlunarskólans. Helstu verkefni Foreldraráðsins er að miðla upplýsingum til foreldra í gegnum Facebook-síðu félagsins, standa fyrir fræðsluerindum fyrir nemendur og foreldra og koma að ballgæslu ásamt fulltrúum skólans. Ballgæslan er án efa eitt mikilvægasta verkefnið og hefur mikið forvarnargildi. Það hefur sýnt sig að með sýnileika foreldra og öflugri gæslu er stuðlað að betri og öruggari ballmenningu nemenda skólans sem og fælir það óæskilega aðila frá því að „hanga“ í vafasömum tilgangi fyrir utan ballstaðina. Tekið hefur verið eftir öflugri aðkomu foreldra skólans að ballgæslunni og foreldrafélög annarra framhaldsskóla viljað taka hana sér til fyrirmyndar. Á síðasta skólaári stóð foreldrum í fyrsta sinn til boða að greiða 1500 kr. valfrjálst félagsgjald til foreldraráðsins. Nær allir foreldrar greiddu sinn gíróseðil sem þýddi meðal annars að foreldrafélagið gat veitt veglega vinninga í edrúpottinn sem er mjög jákvæð og þakklát forvörn. Foreldraráðið mun halda áfram á sömu braut á næsta skólaári og bara bæta í vinninga og fræðslu eins og hægt verður. Um leið og við bjóðum nýnema velkomna í skólann og óskum þeim velfarnaðar í náminu hvetjum við foreldra eindregið til að taka þátt í foreldrastarfinu strax frá upphafi, tengjast þannig skólanum og öðrum foreldrum á jákvæðan og skemmtilegan hátt. Fyrir hönd Foreldraráðs Verzlunarskólans, María Björk Óskarsdóttir, formaður
Opnunartími VÍ 7.30-15.00 Hægt er að komast inn hjá vaktmanni eftir kl. 15 Skólasókn Í Verzló færðu einkunn fyrir skólasókn og getur meira að segja fengið einingu fyrir að mæta vel! Það er samt bara ef að mætingarprósentan þín er 90% eða hærri. Þú byrjar hvern vetur með 10 í mætingu og hrynur svo niður í samræmi við eftirfarand tölur: Of seint
½ kennslustund
Skróp
2 kennslustundir
Leyf Veikindi
1 kennslustund 1 kennslustund
29
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
4. hæð
30
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
Bókasafnið er líklegast vanmetnasti staður skólans. Þú getur fengið nánast allt frá Helgu á bókó, allar tegundir hleðslusnúrna, eldgamalt Verzló-blað, bara you name it. Bókasafnið mun líka vera ykkar besti vinur yfir prófatíðina. PRO TIP: Ekki gleyma að skila bókunum ykkar elsku nýnemar, þið viljið ekki lenda á SMS lista Helgu, treystið okkur.
31
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
3. hæð
Lesstofan er svolítið eins og bókasafnið á sterum, hingað fer fólkið sem vill í alvörunni fara á bókasafnið til þess að læra. Þú finnur ekki betri vinnufrið en á lesstofunni og er hún fullkominn staður til að skella sér í 10 mín pásunni fyrir próf til að fara yfir glósur.
32
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
Skrifstofan er alltaf til í að hjálpa þér. Það er sama hvort þú hafir týnt lyklunum þínum, vitir ekki hvar einhver stofa er eða þurfir að skila inn verkefni þá mun skrifstofan taka á móti þér með hlýjum hug. Ef þú ert veikur eða þarft leyfi þá hringirðu í dömurnar á skrifstofunni og skottast síðan með vottorð til þeirra ef þess þarf. Þú þarft vottorð fyrir leyfi og veikindum sem standa yfir í tvo daga eða lengur. Skrifstofan er staðsett á þriðju hæðinni og er opin daglega frá kl. 08.00-16.00.
33
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
2. hæð
Blái salur er staður fyrir afþreyingar af ýmsu tagi og þar munt þú eyða miklum tíma á komandi skólaári. Allt frá litlum lagabreytingarfundum og fyrirlestrum og allt að risastóru leikriti Listafélagsins. Einnig er það kórinn sem æfir þar og ef þú kannast við 12:00 og Rjómann þá eru þeir sýndir þar.
Marmarinn er tæknilega séð matsalur Verzlinga. Það er þó vægt til orða tekið þar sem að í raun er þetta svo miklu meira en bara matsalur. Salur er þó orð við hæfi þar sem að þangað koma oft fræknir tónlistarmenn, grínistar og aðrir skemmtilegir. Svo ef þig langar að kynnast krökkunum í bekknum mæli ég með því að rölta saman niðrí matbúð, borða svo á Marmanum og jafnvel hlusta á Ívarsmenn þeyta skífum.
Til að forða þér frá vandræðalegum mómentum ætlum við að vara þig við hurðinni á Marmaranum sem er ein af aðalinngöngum skólans. Þetta er ósköp einfalt: Ekki reyna að komast út þar eftir klukkan 15 á daginn því þá er hún lokuð og læst. Einu útgönguleiðirnar eftir klukkan 15 á daginn eru staðsettar hjá Matbúð.
34
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
Matbúð er staðurinn þar sem öll þín crave verða uppfyllt. Í matbúð færðu himneskar beyglur, dýrindis hádegisverð eða bara einfaldlega eitthvað til þess að narta í á milli mála. Þar er geggjað sniðugt að kaupa sér 10 máltíða matarkort og spara þannig smá. Í Matbúð geturðu líka keypt þér grautarskál og fengið þér síðan graut á Marmaranum. Lýsi líka. Það er hollt (Verzló er nefnilega heilsueflandi skóli). Matbúð á sérstakan stað í hjörtum allra Verzlinga enda er hún alltaf til staðar eða nánast alltaf. (Hún lokar kl.15)
35
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
1. hæð Rauði salur er minnsti og krúttlegasti fyrirlestra salur skólans.
Græni salur er svipaður Bláa sal nema hugsaður fyrir smærri hópa. Þar eru t.d. haldnir skemmtilegir fyrirlestrar um ýmis þörf málefni.
36
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR Nemendakjallarinn er „heimili“ nefndanna í Verzló. Kjallaranum er skipt í nefndarherbergi auk þess er ljósmyndaherbergi sem er til taks fyrir nánast hvað sem er. Stemningin í nemendakjallarnum er alltaf hlý og vinaleg, hvort sem að þú ert í brutal nefndar-allnighter eða bara að leggja þig á milli tíma.
Hellirinn er einn mest kósý staður skólans, aðallega vegna þess að þar færðu að upplifa ró og næði. Þarna leynast jarðfræðikennarar og eðlisfræðinemar en þá má sjá við og við að skoða hið víðfræga safn sem Hellirinn hefur að geyma. Safn þetta hefur að geyma allt frá uppstoppuðum dýra til hinna ýmsu steinategunda.
Íþróttasalurinn er staður sem þú ættir að kannast við úr grunnskóla. En í Verzló eru íþróttatímar aðeins meira en bara íþróttatímar. Ernirnir tveir (Örn og Arna) vaka yfir ykkur og sjá til þess að enginn labbi út án harðsperra.
37
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
TIPS ‘N TRICKS Allar dyr lokast eftir kl. 15 á daginn. Eftir það er bara ein hurð opin og er það hurðin hjá matbúð. Þetta er pro tip sem þú VERÐUR að muna því það er illa vandræðalegt að labba á glerhurð... Þegar það er eitthvað skemmtilegt að gerast í hádegishléinu í Bláa sal er gott move að fara á „salernið“ þegar 5-10 mín eru eftir af tímanum fyrir hádegi. Það er svo nice að ná sæti í Bláa sal og sérstaklega þegar maður er nýnemi. Ef þú ert kuldaskræfa skaltu alls ekki velja þér sæti við gluggann því það mun alltaf einhver vilja hafa hann opinn. Ertu á Twitter? Ef ekki, joinaðu vegna þess að það er ekkert betra fyrir blanka námsmenn en að vinna miða á jólaballið í einum góðum retweet-leik hjá NFVÍ live. Hafraklatti og kakó í matbúð eru besta combo sem þú munt finna, mun hlýja þér á köldum vetrarmorgnum. Ef þú ætlar að nýta þér fría hafragrautinn sem boðið er uppá á Marmaranum skaltu muna að taka skál eða box með þér. Svo er líka mega nice að taka epli, rúsínur eða kanilsykur með sér til að setja út á grautinn. Life hack. Passaðu þig samt að koma með nesti á föstudögum því þá er enginn grautur! En ef þú gleymir nestinu stendur matbúð alltaf fyrir sínu. Þegar þú hefur fengið bílpróf og kemur í skólann á flotta bílnum hans pabba er gott move að leggja við Borgarleikhúsið. Þar eru stæðin breiðari og minni líkur á að einhver hurði Porscheinn. Annað pro bílastæða-tip er að leggja í bílastæðakjallaranum við Kringluna þegar það snjóar. Mjög nice að vera laus við að skafa rúðurnar þegar þú vilt komast beint heim eftir skóla. Þar sem nánast allir Verzlingar eiga iPhone væri ekki ósniðugt að stinga upp á því við bekkinn að fjárfesta í einu góðu hleðslutæki saman til að hafa í stofunni ykkar. Vatnsbrúsi er algjört möst í skólanum. Þegar þú ert alveg að sofna í tíma er best í heimi að stökkva niður í matbúð og setja ískalt matbúðarvatn á brúsann. Það er líka vísindalega sannað að vatn er besti orkudrykkurinn. Ef þig vantar blýant, strokleður, símahleðslutæki, framlengingarsnúru eða hleðslutæki fyrir tölvuna þá kemur Helga bókó sterk inn og bjargar málunum!
38
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
39
VONIN 2015 / 1. ÁRGANGUR
40