VEIÐISLÓÐ tímarit um sportveiði og tengt efni
maí 2011
SÍÐUMÚLI 8 - SÍMI 568 8410
ÞÚ FÆRÐ SIMMS EINNIG HJÁ VEIÐIMANNINUM. VEIÐIBÚÐ ALLRA LANDSMANNA Á NETINU.
VEIDIMADURINN.IS
Gore-tex gerir gæfumuninn. Gore-tex öndunarfilman ber höfuð og herðar yfir aðrar öndunarfilmur bæði hvað varðar vatnsheldni og útöndun. Simms notar Gore-tex Performance-Shell og Gore-tex Pro-Shell í vöðlur og jakka. Engar málamiðlanir. Simms er málið
ALLIR VEIÐIMENN ÞEKKJA SIMMS GÆÐI!
frá ritstjórn Hér með hleypum við félagarnir hjá www.votnogveidi.is af stokkunum rafrænu tímariti um allrar handa sportveiði. Ekki er leitað langt yfir skammt í nafngiftinni, því nafn ritsins er VEIÐISLÓÐ – tímarit um sportveiði og tengt efni. Okkur hefur lengi langað til að útvíkka stangaveiðiumfjöllunina og minnast sumir kannski tilraunar sem við gerðum á útgáfu á tímariti í pappír. Það hét Vötn og Veiði og komu út þrjú tölublöð. Slík útgáfa er gríðarlega dýr, pappír, sendingarkostnaður, prentun og fleira. Netið er framtíðin, menn geta prentað þetta blað út í ágætum gæðum og má kannski segja að með þessu haldi sú útgáfa áfram. Með ósk um góðar móttökur, hjálpið okkur að gera betur við ykkur. Sendið hugmyndir og ábendingar á ritstjorn@votnogveidi.is. Guðmundur Guðjónsson, ritstjóri Heimir Óskarsson, útlit og umbrot Jón Eyfjörð Friðriksson, greinaskrif.
Ertu búinn að fá þér Veiðikortið?
35 vatnasvæði aðeins kr. 6000 00000
www.veidikortid.is
efnið 6 Stiklað á stóru Samantekt helstu frétta liðinna vikna á veiðislóðum.
23 Bleikjan í Eyjafjarðará er aftur á uppleið 26 Vöðluviðgerðir í þrjá ættliði
8 Veiðistaðurinn Kráká Kráká býður upp á gæði fremur en magn og líka óútreiknanleika.
28 Kayakar Svona er hægt að komast að hjarta íslenskrar náttúru
15 Væri vel athugandi að prófa Wolfowich Wolfowich er skrýtið nafn á veiðilegri en lítið þekktri flugu.
34 Ragnheiður Thorsteinsson Segist fara létt með að eyðileggja heilu veiðitúranna
18 Töfraflugur hans Súdda hafa slegið í gegn um allt land
46 Úlfljótsvatn Magnað fjölskylduvatn stutt frá höfuðstaðnum
50 Sléttuhlíðarvatn Gjöfult og fallegt veiðivatn í alfaraleið í Skagafirði 52 Pálmi Einarsson Pálmi leyfir sér að dreyma aðeins....í gegn um linsuna 66 Finn Hansen Frumkvöðull í strandveiði sem elti stelpu til Íslands 70 Hin klassíska Rivers of Iceland þýdd á íslensku 72 Villibráðareldhúsið Einn fljótlegur og fáránlega góður réttur með reyktum laxfiski
74 Algjörir skarfar Skarfar eru algengir við veiðiár og vilja jafnvel fæla veiðimenn í burtu 76 Veiðisaga Uppstoppaður urriði til ýmissa hluta nytsamur 78 Græjurnar Fluguhjólið frá Ísafirði Punktar um flugustangirnar vinsælu frá Sage Vesturröst í strandog sjóstangaveiðina
kurá stóru stik floklað Vertíðin 2011 hófst með ágætum, en þegar veðurspáin á fyrsta degi brást illilega reyndist það vera forsmekkurinn að því sem koma skal. Nánast allan aprílmánuð stóðu mis strangar vestanáttir með éljagangi og lágum hitatölum. Þetta hafði áhrif á gang mála, ekki hvað síst þar sem árnar og vötnin voru minna stunduð en ella þar sem nokkur hópur vorveiðimanna festir sér ekki leyfi fyrr en útséð er með tíð og aflabrögð. Að þessu sinni voru aflabrögðin í lagi, en tíðin ekki.
Þeir sem stóðu vaktina fengu þó margir góðan feng og stórir fiskar voru að venju í aflanum. Besta veiðin var að venju í Tungulæk í Landbroti, en önnur afar góð svæði voru Vatnamótin, Geir landsá í byrjun, Tungufljót í byrjun, Litlaá í Kelduhverfi og Sogið, sem stimplaði sig inn með óvenjulega mikilli sjóbirtingsveiði. Einnig var þar afar mikið af hoplaxi, en bleikjan gaf sig lítt. Varmá í Hveragerði, eða öllu heldur neðri hluti hennar, Þorleifslækurinn, þar sem vorveiðin fer fram, var undar lega slök og kom sú kenning á loft að þar sem aprílveðrið var í raun í mars þá hefði fiskur gengið óvenju snemma úr ánni.
Vötnin komu ekki snemma undan vetri og aðeins þrjú eða fjögur létu eitthvað að sér kveða, og það fremur lítið. Meðal fellsvatn var þó með einhver skot, sömuleiðis Laugarvatn, en minni háttar kropp var í Vífilstaðavatni. Elliðavatn opnaði ekki fyrr en 20. apríl. En við látum þetta gott heita og leyfum nokkrum veiðimyndum frá vorinu 2011 að tala sínu máli.
1 Tungufljót hafði tekið breytingum í flóðunum miklu s.l. haust, en þegar menn fundu fiskinn þá lét hann ekki standa á sér. Bjarni Júlíusson veiddi m.a. sinn stærsta, 82 cm, ca 14 punda. Mynd Árni Friðleifsson. 2 Sigtryggur Baldursson var einn þeirra heppnu sem voru í vorveiði í Soginu og hér er hann með fallega sjóbirtingsveiði. Mynd Ríkharður Hjálmarsson. 3 Þegar menn opnuðu Brunná í Öxarfirði reyndist ekki vera friður fyrir fiski, m.a. veiddi Pálmi Gunnarsson þessa gríðarlega fallegu bleikju. Mynd Guðmundur Karl Jónsson. 4 Vatnamótin voru lífleg þegar veður leyfði. Hér er sannkallaður stórfiskur úr Vatnamótunum. 5 Ágúst Sigurðsson veiddi þennan fallega birting í Eldvatni á „hits“. 6 Jónatan Þórðarson var meðal þeirra sem opnuðu Tungulæk og hann landaði m.a. þessum glæsilega fiski.
6
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011
1 2
3
4
5
6
istaðurinn veið flokkur
Kráká
Kráká býður upp á gæði fremur en magn og líka óútreiknanleika Kráká er ekki vel þekkt sem veiðiá, en hún á sér þó nokkra áhangendur. Hér verður fjallað um neðri hluta þessarar þó löngu ár, en hægt verður að versla sér veiðileyfi í þeim hluta árinnar á komandi sumri. Efri hlutinn er hins vegar lokaður, enda er færra þar um fína drætti, langt á milli staða, villugjarnt með afbrigðum og líklega fleiri kílómetrar en fiskar þegar upp er staðið. En neðri hluti Krákár er frjósamur og þar er talsvert af urriða sem getur verið vænn í bland. Algengir eru 2 til 3punda fiskar. Hópur veiðifélaga hefur haft ána á leigu í all nokkur ár og hefur veiða-sleppa fyrirkomulagið verið þar við lýði, og aðeins fluga leyfð, því það er hald þessara aðila að áin sé viðkvæm og beri það ekki ef að mikið er drepið af fiski úr henni. Veiðisvæðið sem um ræðir nær nokkuð upp fyrir Baldursheim, sem er sveitbær vestan Krákár. Ekki heita veiðistaðir þarna neinum fastsettum nöfnum, en þeir sem gjarnan koma þarna til veiða eiga sín gælunöfn á mörgum stöðum. Einn slíkur staður er einn þeirra er finna má á umræddu svæði ofan við Baldursheim. Sá er kallaður Halldórsbugt eftir Halldóri Jónssyni, einum af leigutökum árinnar, sem setur þar alltaf í fisk, en veiðifélagi hans hins vegar aldrei og mun sá vera fyrir margt löngu hættur að einu sinni nenna að prófa. Sá röltir þess í stað aðeins
8
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011
ofar með ánni þar sem eigi óáþekkan veiðistað er að finna. Þetta eru langar og frekar grýttar og alls ekki djúpar breiður. Urriðinn liggur víða, einkum í tengslum við stærra botngrjótið sem ýmist stendur upp úr eða ekki, en þá sjá menn spegla og brjóta af því. Kúnstin er að kasta á alla þessa spegla og allt þetta grjót. Þetta leynir á sér. Og ef menn nenna að ganga með ánni þá er hægt að rekast á svona spegla og smábreiður víða. Sá er þetta ritar fór þarna um í fyrra og veiddi sig m.a. rólega niður umrædda Halldórsbugt. Setti í þrjá væna urriða og landaði þar af tveimur sem báðir voru um eða rétt yfir 3 pund. Sá er slapp var í 4 punda klassanum. Á meðan rölti veiðifélaginn upp á staðinn fyrir ofan og landaði þar tveimur áþekkum fiskum. Þessir fiskar voru allir teknir á svarta og bleika Nobblera. Kunnugir segja að straumflugur virki allra best í Kráká, Nobblerar og Black Ghost eru þar í
Veiรฐilegur strengur skammt ofan Halldรณrsbugtar Mynd: Jรณn Eyfjรถrรฐ
Kráká, brúin við Litlu-Strönd. Mynd: Asger Olesen
istaðurinn veið flokkur sérflokki. Þegar menn hitta á kyrra daga þegar fluga er á yfirborðinu lenda menn líka stundum í góðum þurrfluguskotum. En hvernig sem á því stendur þá staðhæfa hinir staðkunnugu að púpur veiddar andstreymis virki alls ekki vel í þessari á. Það er nokkur furða, því víða er það sú aðferð sem virkar best. En þetta mun vera staðreynd. Það er til kenning um að botndýralíf Krákár sé með þeim hætti að lítið rek er á smádýrum. Hún er köld. En þegar áin er veidd ofan við Baldurs heim er einkum um tvær leiðir að velja, til að fara á „bugtirnar“ er ekinn slóði upp með ánni að austan og liggur jeppaslóði niður að ánni þaðan þegar menn eru um það bil að aka inn undir fellið sem er þá á vinstri hönd. Liggir slóðin hallandi niður á við og kemur fast að ánni við Halldórsbugt. En það eru slóðar þarna víða og frekar auðvelt að taka þann vitlausa. Sá vitlausi gæti líka leitt veiðimenn að fínum veiðistað, því veiðilegar breiður eru út um allt og ekki endilega nauðsynlegt að vita hvert maður er að fara, því óútreiknanleikinn er mikill. Eigi að síður ætla leigutakar að merkja þetta allt saman betur fyrir vertíðina. Kannski er villugirnin full mikil af því góða og nauðsynlegt að veiðimenn skili sér til byggða að loknum veiðidegi! En þegar veiddar eru „breiðurnar“ er ekið upp fyrir bæina við Baldursheim og er greiður slóði niður að ánni þar rétt fyrir ofan og komið að ánni þar sem hún flennir sig talsvert út. Kemur hröð ofan úr nokkuð víðu gili þar sem stórgrýti er um allt, eins og því hafi verið sturtað án sýnilegrar stillingar. Þar í pottum og pyttum eru fiskar á stangli, en svæðið að erfitt yfirferðar vegna grjótsins.
12
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011
Kráká Síðan hægir áin á sér og á breiðunni miklu sem frá var greint, eru álar innan um grunna kafla. Vaðið skal með varúð, því sums staðar er þetta mikil og gljúp leðja sem menn sökkva nokkuð í. Í álunum er oft mikið af urriða. Það getur verið mishitt á þessum stað, en góðkunningi okkar fékk þarna einu sinni 12 fiska í beit, alla mjög væna og þá stærstu úpp í 6 pund. Þarna getur verið gríðarlega gaman að vera á kyrrum dögum, því þá fer urriðinn gjarnan í flugur á yfirborðinu og menn hafa gert það gott með þurrflugu. Þó að menn séu komnir niður í byggð á þessum slóðum liðast Kráká til og frá og breytir nokkuð um útlit er nær dregur Mývatni og Laxá. Heiðablærinn fer af henni og hún fer um tún og engi. Þéttist og dýpkar. Á þeim slóðum getur verið örðugra að finna urriðabælin en fádæma gaman að rölta þarna um á fallegum dögum og leita fyrir sér. Afmarkaðir hyljir eru þó hér og þar, einn er t.d. við brú sem liggur yfir ána neðan við bæinn Litlu Strönd Þar er strengur og djúpur hylur undir brúna og niður langa breiðu. Þarna er mikið af fiski, mikið af honum aðeins smærri en ofar í ánni, en virkilega fallegir fiskar innan um. Kráká við brúna yfir þjóðveginn við norðurenda Mývatns gefur nokkra mynd af ánni á þessum slóðum. Slóðir og veiðisvæði verða merkt betur á komandi vertíð og verður hægt að afla upplýsinga hjá staðkunnugum, t.d. hjá Herði á Arnarvatni sem gjörþekkir ána.
1 Amerískur veiðimaður sleppir fiski sem veiddist á lygnunum neðan Krákárbakka. Mynd: Jón Eyfjörð 2 Dæmigerð mynd frá svæðinu frá “bugtum niður á “breiður”. Mynd: Jón Eyfjörð 3 Straumur er getur verið mikill í Kráká en urriðinn leynist víða. Mynd: Jón Eyfjörð 4 Veitt neðst við Halldórsbugt. Mynd Jón Eyfjörð
1 2
3
4
flokkur
Mortan Olsen með risalaxinn sem hann veiddi í Brúarhyl í Laxá í Aðaldal á Wolfowich.
fluguboxið
Væri vel athugandi að prófa Wolfowich Við ætlum að fjalla um flugur í þessu vefriti. Fjalla um þær á ýmsa vegu. Það þýðir að það verða ekki endilega uppskriftir. Leggjum við meira upp úr góðum ljósmyndum því hnýtarar eru svo sérvitrir að þeir vilja gera hlutina að sínum. Ætti þá oftast góð mynd að duga til að styðjast við. En í hitteðfyrra sumar heyrðum við í fyrsta skipti um fluguna Wolfowich og telst það all sérkennilegt nafn á laxaflugu. Það má vel vera að Wolfowich þessi hafi gefið laxa í íslenskum ám áður en að hún sló eftirminnilega í gegn á bökkum Laxár í Aðaldal í fyrra, en þá höfðum við ekki heyrt af því. En þessi fluga gerði sér lítið fyrir og tældi úr djúpinu mögulega stærsta lax sem veiddist á Íslandi það sumar. Það verður ekkert fullyrt í sjálfu sér, því svo margir af stórlöxum nútímans fara aldrei á vog vegna þess að þeim er sleppt fyrir þær sakir að þeir eru taldir í útrýmingarhættu. En þessi fór á vog því hann var ferjaður í klakhúsið að Laxamýri þar sem hann var „kreistur“ síðar um haustið. Laxinn var slétt 13 kíló, eða 26 pund og lengdin var 107 cm. Fyrir aðdáendur þess að nota ensku pundin þá var þessi lax 28,6 pund sem hljómar auðvitað miklu betur! Laxinn veiddist í Hólmatagli og tók túbu af gerðinni Wolfowich.
Útfærsla af Wolfowich
Það var Færeyingurinn Mortan Carlsen, einn af meiri velunnurum NASF sem veiddi laxinn og notaði fluguna Wolfowich sem er hönnuð
15
fluguboxið
Wolfowich
Lars Terkildsen með 15,8 kg, 114 cm tröll úr ánni Dee í Skotlandi.
af Lars Terkelsen. Orri Vigfússon formaður Laxárfélagsins var að vonum kampakátur við tíðindin. Í samtali við VoV sagði hann: Mortan hefur veitt í Laxá í fjölda mörg ár. Í þetta sinn notaði hann fluguna Wolfowich númer átta sem er hönnuð af svíanum Lars Terkildsen sem er þekktur fyrir sérstaka þróun sína á flugum fyrir ána Mörrum á austurströnd Svíþjóðar. Samkvæmt kvarða VMSt á 107 cm lax ekki að vera nema 12,1 kg, en eins og sjá má á þessum myndum er laxinn svo þykkur að undrun sætir. Hann er þar að auki mikið leginn þannig að menn geta gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn um hvað hann var þungur þegar hann var nýgenginn í ána. Varla undir 28 pundum og hver veit, kannski nálægt 30?
16
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011
Lars Terkildsen er reyndar fæddur í Danmörku og var þar í foreldrahúsum alla sína æsku. Var hann byrjaður að veiða þegar á sjötta aldursári. Hann kynntist Mörrum ánni hinni sænsku árið 1975 og veiddi í henni ár hvert uns hann hreinlega flutti þangað búferlum árið 1995 og rekur þar nú veiðibúð auk þess að vera eftirsóttur leiðsögumaður. Hann hefur hnýtt margar flugur í þeim sérstaka stíl sem sjá má á myndum sem Heimir Óskarsson tók af Wolfowich. Flugur Terkildsens hafa gefið rífandi afla í hinni þekktu Mörrum og er greinilegt að laxar á Íslandi fúlsa ekki heldur við henni, a.m.k. ekki þeir í yfirvigtinni.
NJ@RANGA.DK
Matseรฐill dagsins
kur xið flug flokubo
Töfraflugurnar hans Súdda Við gerðum vefsjónvarpsskot s.l. vor um sjóbleikju/sjóbirtingsflugurnar hans Súdda í Breiðdal. Súddi sagði okkur mergjaðar sögur af þeim og í framhaldinu eignuðumst við nokkur eintök. Það var ekki þannig að við værum stöðugt að setja þær undir, en þegar við gerðum það, þá brást það ekki að eitthvað skemmtilegt gerðist.
T.d. var einn okkar félaga, Jón Eyfjörð Friðriksson, að veiðum í Hofsá í Vopnafirði undir lok ágúst. Það var kalt og það var rólegt. Eftir þrjár vaktir á laxasvæðunum átti Jón eina vakt á silungasvæðinu og fljótlega leitaði hann uppi hinn fræga Fellshyl sem er jafnan teppalagður af bleikju. En þó að hylurinn sé alla jafnan morandi af bleikju þá er það oft sýnd veiði en ekki gefin. Það er t.d. í fersku minni þegar Pálmi Gunnarsson gerði sjónvarpsþátt um silungasvæði Hofsár og fór sá þáttur að mestu leyti fram á bakka Fellshyls þar sem lítið gerðist fyrr en félagi hans Engilbert Jenssen hnýtti einhverja pöddu beint út frá lirfu sem þeir fundu undir steini í ánni. Og í framhaldinu tók bleikjan ekkert fyrr en reynd var þurrfluga, en það er önnur saga. Jón kom sem sagt við annan mann að Fellshyl. Reyndu þeir nú margt sem kalla má hefðbundið, Heimasætu, Black Ghost, Grey Ghost, Krókinn, Phesant tail og fleira og fleira. En bleikjan var í þessu
18
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011
kunnuglega skapi. Hún vildi ekkert og hafði vafalaust séð þetta allt saman. Hér þurfti því að reyna eitthvað nýtt, eitthvað sem bleikjan hafði ekki reynslu af og það er þannig með þessar flugur Súdda, að þær eru með miklum og þungum Tungsten haus og sökkva hratt. Þá eru þær frekar búkmiklar. Manni finnst jafnvel að það að kasta þeim sé einhvers konar spónveiði með flugu. Jón fór í boxið og sótti þá bleiku. Hnýtti hana á tauminn og hóf að lengja köstin. Með mjúkri Sage fimmu var þetta þung fluga og ekkert endilega skemmtileg fluga að kasta með svo nettri stöng. En út fór flugan. Hún sökk hratt og vel og því næst fór Jón að strippa og strippa hratt. Um leið var bleikja búin að hremma fluguna og síðan hver af annarri. Á stuttum tíma tóku þarna 16 bleikjur, en aðeins 8 þeirra náðust á land. Þetta voru fínar bleikjur, 2-3 punda. Sjálfur var ritstjóri með nokkrar í boxinu við Skálmardalsá eftir fund með Súdda við Tungulæk í byrjun apríl. Þarna var
Selma Drรถfn
Örninn
flokkur
Breiðdals bleikju bani
Súddi
Tunga
Sú naflausa.....
fluguboxið staddur sambýlismaður dóttur minnar sem aldrei hafði veitt fisk fyrr og hafði dóttir mín eytt nokkrum klukkustundum á hálfgerðum veiðileysum til að setja hann inn í fluguköst og hvernig gæða bæri flugunni líf. Þetta var um miðjan júlí og frekar rólegt. Ekkert að gerast uppi í á, en hylur ofan brúar skammt ofan sjávarmálsins að fá nokkra fiska eftir háflæði. Væna fiska, 2 punda eða svo. Sjávarstrengirnir gáfu nokkra fiska í byrjun, en svo voru þeir upp urnir og hvergi fisk að finna nema í þessum eina hyl eftir aðfall. Við vissum af slatta af fiski þarna, en hann var eiginlega steinhættur að taka. Þegar við komum eitt sinn að hylnum mundi ég eftir flugunum hans Súdda, valdi þá gulu, BBB, eða Breiðdals Bleikju Bana og smellti henni undir. Gaf síðan þau fyrirmæli að þenja köstin yfir strengin, láta sökkva augnablik og draga síðan hratt inn með rykkjum. Þarna veiddi drengurinn sína fyrstu fiska og alls þrjár vænar bleikjur með BBB. Þegar Súddi sýndi okkur fyrst flugur sínar um vorið hafði hann á orði að sér virtist sem þær væru einstaklega duglegar við stóra fiska. Það var okkar reynsla líka. En hér getur að líta flugurnar, Selmu Dröfn sem er sú bleika, skýrð í höfuðið á dóttur Súdda, BBB, Breiðdals Bleikju Bani, sú gula, sem að Súddi segir vera sérstaklega magnaða í stóru bleikjurnar. Hann segir Örn Sigurhansson, fyrrum leiðsögumann í Breiðdalsá og mikinn vin sinn eiga talsvert í BBB, sjálfur hafi hann oft sagt Erni frá hugmyndum og Örn hafi komið með hugmyndir á móti og þannig hafi BBB orðið til. Sú græna heitir Tunga og á nafnið sér skondna sögu. Þannig var Súddi að
Töfraflugurnar hans Súdda veiðum í Kaldá í Jökulsárhlíð sem er nú hluti af Jöklusvæðinu sem Þröstur Elliðason og fyrirtæki hans Strengir, ræktar upp af kappi. En gefum Súdda orðið: „Ég var að veiða í hyl sem heitir Einbúinn og ég vissi að það var nóg af vænni bleikju þar. En hún var ekki að taka. Ég setti þá þessa flugu á og það var bara bang, bang, bang, hver fiskurinn af öðrum. Ég prófaði þá að skipta um flugu til að ganga úr skugga um hvort að fiskurinn væri að taka allt núna eða hvort ég hafi hitt á svona magic hour. En bleikjan tók ekki nýju fluguna og þegar ég setti þessa grænu aftur þá var aftur bara bang, bang, bang! Þá þurfti ég að skýra fluguna og hún fékk nafnið Tunga. Það kom til af því að vinur minn einn, mikill framsóknarmaður, er ættaður þarna skammt frá, frá Tungufelli og það fór saman í kollinum á mér, græni liturinn og nafnið á bænum. Niðurstaðan var að flugan heitir nú Tunga. Og af bleikjuflugunum þá vantar eina flugu á myndina sem ég nota líka mikið. Hún er líka bleik, nema með svartan haus. Hún heitir Bíbí. Það er í höfuðið á Þresti Elliðasyni, en hann var kallaður Bíbí þegar hann var lítill drengur í sveitinni af því að hann borðaði svo lítið!“ Svo mörg voru þau orð og þarna er að auki mögnuð sjóbirtingsfluga sem heitir Örninn, í höfuðið á nefndum Erni Sigurhanssyni. Örninn fékk frumraun sína þegar Örn fór með hóp útlendinga í Tungulæk. Þeir fengu allir eintak af Erninum og þegar upp var staðið hafði hópurinn veitt 92 birtinga og þar af 72 á Örninn. Örninn er sú með rauða skottið, hin flugan er afbrigði með appelsínugulu skotti sem mun eflaust særa um margan fiskinn líka í tímans rás. En samnefnt fyrir bleikjuflugurnar er: Crystal Chanel og 3/16 tungsten haus. Ýmist eru flugurnar á grub krók eða ílöngum og er það smekksatriði
21
Ásgeir Helgi Jóhannsson veiddi 70 cm bleikju í Eyjafjarðará í fyrra.
eitt og annað
Bleikjan í Eyjafjarðará aftur á uppleið Það er kunnara en frá þurfi að segja að fyrrum besta sjóbleikjuá landsins, Eyjafjarðará, var orðinn slíkur ræfill fyrir fáum árum að friðun árinnar var mál málanna. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og ýmsar rannsóknir farið fram á bleikjustofni árinnar. Veiðifélag Eyjafjarðarár í samvinnu við SVAK hefur staðið að þeim rannsóknum. Komin er bráðabirgðaskýrsla sem við fengum að rýna í.
Eyjafjörðurinn er mikið bleikjubæli, þar í renna auk Eyjafjarðarár, Hörgá, Fnjóská og Svarfaðardalsá, sem allar eru miklar og góðar sjóbleikjuár. Er haft fyrir satt að þessar ár hafi gefið vel um 30 prósent af árlegum sjóbleikjuafla á Íslandi að jafnaði og er það ekkert smáræði í fjórum ám. Eyjafjarðará gnæfði þó langt ofan við hinar þrjár þótt góðar séu líka, á meðan hennar tíma
naut við á toppinum. En fall hennar var hratt, bratt og dramatískt. Menn greindi á um ástæður þessa hruns, talað var um hlýnun jarðar sem virðist mjög víða á Íslandi standa bleikjustofnun fyrir þrifum og eflaust skiptir það máli. En menn áttuðu sig líka á því að umgengnin við auðlindina var með þeim hætti að hún væri óþrjótandi. Sem hún var auðvitað ekki. Þetta var
23
gaman á meðan það varði, endalausar veiðisögur af efstu veiðisvæðunum þar sem menn mokuðu upp 20-40 stórbleikjum á stöng á dag, dag eftir dag, viku eftir viku. Þetta var stóra hrygningarbleikjan og svona gat þetta ekki haldið áfram endalaust. Andstreymisveiðin er sannkallað morðtól! Síðan hafa aðrið þættir ekki hjálpað til, t.d. mikið af mink á svæðinu, malartekja, hamfaraflóð og kannski eitthvað fleira. Eins og t.d. uppgangur urriða á sama tíma og bleikjan gaf eftir. 2010 var urriðaveiði í ánum fjórum komin í 20 prósent og í Eyjafjarðará ríflega 30 prósent. Þetta er þekkt víðar, urriði sækir á en bleikjan gefur eftir. Það var stórt og þarft skref sem stigið var þegar umræddir aðilar settu í gang rannsókn sem er nú langt komin og umrædd bráðabirgðaskýrsla var lögð fram í febrúar á þessu ári. Á rannsóknartímanum hefur veiðifyrirkomulag í ánni farið úr því að vera óheft veiði en neðstu svæðum lokað síðsumars yfir í algjört veiða-sleppa fyrst, en síðan 2 fiska kvóti á stöng á dag og efstu svæðum lokað fyrr en venjulega til að vernda hrygningarfiskinn.
24
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011
Markmið rannsóknarinnar var að finna út með ferðir fiska, mæla vöxt fiska og kanna hvort að það fyrirkomulag að veiða og sleppa virkaði. Aðaltæki rannsakenda var merking fiska og athugun á endurheimtum. Best endurheimtist 2009, eða 8% og fyrstu niðurstöður eru að vöxtur er 5-6 cm á ári, flakk milli svæða er ekki fyrir hendi og veiða-sleppa virðist virka. Þá er aftur komið eitthvað af stórfiski og veiðitölur fara hægt batnandi á ný! Lokaskýrslu er að vænta á næsta ári, en spá manna er að veiðin verði komin á par við sum af betri árunum, kannski þó ekki í hæstu hæðir, árið 2016. Næstu skref eru að halda áfram merkingum og vakta endurheimtur. Bæta inn radíómerkingum, greina betur veiðitölur, halda mink í skefjum og koma böndum á malartekju. Þá er á dagskrá að gera foss við Brúsahvamm fiskgengann, en við það opnast ný búsvæði upp á 8,5 kílómetra. En hér er tengill á skýrsluna. Þar er að finna stórmerkilega statistík á töflum og gröfum. Hér er fyrirmyndarvinna á ferðinni: Rannsókn á bleikju í Eyjafjarðará
Veiðimenn þenja köstin í Eyjfjarðará. Mynd Heimir Óskarsson.
Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal
BESTA URRIÐAVEIÐISVÆÐI Í HEIMI! Veiðileyfin færðu á SVFR.IS
vöðlur
Vöðluviðgerðir í þrjá ættliði Skóstofan komin á kreik á ný, opnaði vorið 2009 og er því að ljúka þriðja ári sínu frá endurkomunni. Þetta gamla góða fyrirtæki á sér langa sögu og með opnun þess nú kemur til skjalanna þriðji ættliðurinn í vöðluviðgerðum. Við heyrðum í Lárusi Gunnsteinssyni sem er maðurinn á bak við endurkomu Skóstofunnar.
Vorið 2009 lést á heimili sínu Gunn steinn Lárusson en hann var frum kvöðull hér á landi í vöðlusmíði og vöðluviðgerðum. Veiðimenn á miðjum aldri og eldri þekktu vel til Gunnsteins og fyrirtækis hans Skóstofunnar á Dunhaganum, sem var reyndar fyrst á Hjarðarhaga. Nú vill svo skemmtilega til að sonur hans Lárus og synir hans starfrækja nú vöðluviðgerðarvekstæði í sama nafni og nota búnað Gunnsteins heitins sem hefur fyllilega staðist tímans tönn. Gunnsteinn var fæddur 1941, í Grafarvogi. Eftir að hafa starfað um tíma við vélsmíðar með föður sínum snéri hann sér að skósmíði og lærði hjá Gísla Ferdninandssyni. Útskrifaðist þaðan sem meistari 1967. Tveimur árum fyrr stofnaði hann Skóstofuna á Hjarðarhaga, en árið 1980 flutti hann stofuna á Dunhaga 18 og þar rak hann fyrirtækið ásamt Lárusi syni sínum til ársins 2000, er Skóstofan sameinaðist Össuri hf.
26
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011
Þar starfaði Gunnsteinn til hinsta dags og Lárus er þar enn. Gunnsteinn var snjall stangaveiðimaður og lét víða til sín taka. Seinni árin þó ekki hvað síst á Norðausturhorninu, nánar tiltekið í Vesturdalsá í Vopnafirði. Hann kom einnig að ræktun laxastofna víðar í sama landshluta. Síðustu fimmtán árin vann hann að ræktun laxastofna á Norðausturlandi með fjölskyldu og vinum, en laxveiði og ræktun stofna var hans líf og yndi. Skóstofan á Dunhaga var vöðlumiðstöð Íslands um árabil, þangað leituðu holdvotir veiðimenn í hrönnum með lekar vöðlur sínar og fengu fyrsta flokks persónulega þjónustu. Þar var einnig vöðluverslun og auk þess var þar fyrst hægt að fá sérsaumaðar vöðlur á börn og var það bylting í þeirri þróun að stangaveiði yrði að fjölskyldusporti. Og núna er Skóstofan sem sagt komin á kreik á ný, opnaði vorið 2009 og er því að ljúka þriðja
Skóstofan
Skóstofufeðgarnir og ættfaðirinn á innfelldu myndinni.
ári sínu frá endurkomunni eins og að ofan var getið. Sem fyrr segir eru það synir Lárusar, Gunnsteinn Lárusson yngri og Guðjón Örn Lárusson sem standa vaktina, en Lárus vakir yfir þeim. „Þeir eru lærlingar og verða að hafa meistara yfir sér sem gætir að gæðum og vinnubrögðum,“ segir Lárus, en þriðji sonurinn, Jóhann Birgir Lárusson, er byrjaður að hjálpa til en hefur ekki aldur enn til fullgildrar þátttöku „Jú, þeir eru nú að dunda sér við að laga Gore tex vöðlur þar sem þeir hafa tæki og tól afa sins heitins og halda uppi merki hans, en að sjálfsögðu anda ég ófaní hálsmálið á þeim. Gunnsteinn yngri tók einnig upp á því að búa til vöðluinniskóna frægu sem notaðir eru í andyrum veiðihúsa til að fara í þegar maður er kominn í vöðlurnar og gleymdi fluguboxinu á náttborðinu. Goretex vöðlurnar eru bættar/soðnar
innan frá með Gore texi, samkvæmt stöðlum Gore Tex. Neoprene gerum við einnig við og fljótlega kemur til okkar sending af neoprene vöðlusokkum sem menn fá festar á vöðlur sínar á meðan birgðir endast. Þá setjum við filt á sóla vöðluskóa og kannski það besta er, að hjá okkur er opið nánast allan sólarhringinn,“ sagði Lárus Gunnsteinsson í samtali við Veiðislóðir, en frá því að verkstæðið opnaði vorið 2009 og til þessa dags hefur verið stigvaxandi verkefnaþungi. Er sem sagt allt vitlaust að gera? „Það er nóg að gera og mesti annatíminn fram undan. Það byrjuðu vöðlur að hellast inn á okkur í lok janúar, ýmsir ætlað að vera tímanlega í þessu,“ sagði Lárus. Skóstofan er nú ekki lengur á Dunhaganum, heldur í Reyðarkvísl 1 á Ártúnsholti. Stofan hefur vefsíðu og slóðin á hana er www.skostofan.com
27
Infinity
NÝJA NORSKA STÓRFISKASTÖNGIN FRÁ HENRIK MORTENSEN
SÍÐUMÚLI 8 - SÍMI 568 8410
útivist
Stórkostleg leið til að komast nærri íslenskri náttúru
Kayakar
útivist
Æ fleiri líta á sjókayaka sem fýsilega, skemmtilega og spennandi leið til að ferðast um landið og kynnast því betur og náttúru þess. Víst er að fyrir flesta er ferðamátinn nýstárlegur, en margir halda að hann sé vandlærður og hættulegur. Við ræddum við Magnús Sigurjónsson formann fræðslunefndar (kölluð Sundlaugarnefnd) Kayakklúbbsins, en hann er stærstur fjögurra klúbba sem starfræktir eru víða um land. Yfirbragð kayaksiglinga hefur lengi verið með þeim hætti að annars vegar væru adrenalínfíklar á flugferð niður straumharðar ár eða í ölduróti Atlantshafsins, og hins vegar forfallnir skotveiðimenn sem notuðu sjókayaka til að komast í færi við svartfugl, skarf og hávellu. En það er miklu, miklu meira umleikis þegar kayakar eru annars vegar og í raun eru fá sport betri þegar kemur að einhverju skemmtilegu sem fjölskyldan getur gert saman.
30
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011
Kayakar
Magnús segir að kayaknotendur séu nú líklega komnir fast að 800 í fjórum klúbbum og aukningin hafi verið hröð allra síðustu árin. S&G langaði að forvitnast um sportið og Magnús var fyrst spurður klassískrar spurningar sem brennur á vörum líklega allra sem langar að prófa en vita lítið: Er þetta ekki hættulegt? „Það er auðvitað aðal Grýlan í þessu að menn geta hvolft bátunum og þá skiptir öllu máli að vita hvernig eigi að bregðast við. Það er auðvitað með kayaksiglingar eins og að keyra bíl, að alveg eins og þú sest bara ekki út í bíl og keyrir af stað fullnuma, þá sest þú ekkert ofan í kajak og rýkur af stað nema að hafa fengið kennslu. Kennsla er nauðsynleg og hennar má afla á tvo vegu. Annars vegar er að koma til okkar í sundlaugina, á svokölluð byrjendanámskeið, og síðan í það sem við getum kallað verklegt framhald og er þá siglt um þægilegar slóðir hér í nágrenninu, t.d. í Geldinganesi, Viðey eða Kjalarnesi. Þú þarft ekki að vera félagsbundinn til að afla upplýsinga og njóta ráðgjafar, en ef þú ert félagsbundinn þá hefur þú aðgang m.a.
að öllum búnaði, bátum, búningum osfrv, sem klúbburinn á, a.m.k. á meðan þú ert að finna út hvort að þetta sé sport fyrir þig. En jú, það getur komið fyrir alla að velta kayak, en ef menn eru vel búnir, eru í þurrgöllum, eru í góðu veðri og hafa lært smávegis, þá eru menn ekkert að velta.“ Það er talað um að þetta sé fjölskyldu sport, en er ekkert hæpið að vera með barn í „aftursætinu“ og lenda síðan í veltu? „Ef menn hafa lært undirstöðurnar og eru ekki að fara í vondu veðri þá á þetta að vera í lagi. Þér er meira að segja kennt að bjarga ef út í það fer. Þar fyrir utan þá eru tveggja manna bátarnir stærri fley en eins manns bátar og mun stöðugri fyrir vikið. Við erum stundum spurðir út í flotholt, líkt og hjálpardekk á reiðhjólum, en við mælum ekki með þeim. Þeir sem nota flotholt eru gjarnan veiðimenn sem vilja ekki þurfa að spá í bátinn svo mikið á meðan þeir veiða. Notkun flotholta dregum mjög úr siglingahæfni bátsins. Eyðileggur ýmsa nauðsynlega eiginleika hans.“
31
útivist En síðan, þegar búið er að fara á námskeiðin, hvað þá? Hvert geta menn farið með kayaka sína? „Það er hægt að nota sjókayaka nánast hvar sem er, öll svæði hafa sína möguleika og eiginleika. Það er þó helst Suðurströndin sem er erfið. Það vita allir hvernig hún er, opin og sendin. En þar fyrir utan er nánast alls staðar hægt að vera. Reykjanesið er nokkuð krefjandi. Þar er meiri hafalda en víðar, miklir straumar og minna um lendingar. Svæðið er fínt fyrir reyndari ræðara. Breiðafjörðurinn er krefjandi með alla sína strauma fram og aftur eftir því hvernig sjávarföllin leggja sig. Þangað ættu menn ekki að fara sem byrjendur nema með sér reyndari mönnum. En plúsinn við svæðið er að þar eru lendingar víða góðar. Þangað er gert í því að fara í ferðir þar sem reyndir ræðarar fara fyrir óreyndari. Það er frábært svæði til að læra inn á strauma og hvernig bátnum er best beitt í þeim. Tilfellið er að menn róa að jafnaði 5-6 km á klukkustund og minna reyndir lenda í vandræðum að róa á móti sterkari straum en 3 sjómílum á klukkustund sem er samsvarandi hraði. Það lærist með reynslunni að lesa vatnið og þannig ná menn árangri á móti harðari straum, en óreyndir ræðarar geta borið nokkuð af leið. Nú, síðan eru Jökulfirðir og Hornstrandir þekkt svæði. Frábær svæði með sína eiginleika. Helsta vandamálið þar getur verið sjólagið, en menn geta lent þar mjög snögglega í haugabrælu eftir að hafa lónað um á sléttum sjó. Best er að taka þetta stig af stigi, afla sér reynslu á þægilegum stöðum, sem eru Geldinganes og Viðey í næsta nágrenni Reykjavíkur, fara síðan yfir í Breiðafjörð með kunnugum og setja síðan stefnuna á annað og meira.“
32
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011
penni Hvað er það sem menn sjá við þetta? „Þetta er eins og svo margt annað, að menn finna fyrir aukinni ánægju eftir því sem hæfnin eykst. Þetta er líka stórkostleg leið til að komast nær íslenskri náttúru. Fuglar og selir hreyfa sig varla, því maður er niðri hjá þeim en ekki gnæfandi yfir með hávaða og læti. Menn geta átt það til að lenda innan um hnísur og í miðju súlukasti. Þá er alveg magnað að róa í frákastinu af fuglabjörgum og maður finnur gríðarlega fyrir smæð sinni gagnvart almættinu og það er ekkert nema hollt og gott. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að fara með gesti út að Lundey, koma að henni að norðanverðu og þegar styggð kemur á lundann, ryðst hann í stórum flekki og er svo nærri manni að það má næstum teygja sig í þá. Þetta er svo mikið magn að það er eins og dragi fyrir sólu, varla meira en meter yfir hausnum á manni!“ Það þekkja ekki allir reynda fylgdarmenn.... „Þetta er ekkert mál. Kayaklúbburinn er með skipulagðar ferðir um nánast hverja einustu helgi þar sem fyrirfram er búið að skipuleggja og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það eru alltaf reyndir menn við stjórnvölin og þetta nýtur mikilla vinsælda. Nánast alltaf a.m.k. 10 til 20 þátttakendur. Þetta getur verið næsta nágrenni Reykjavíkur, Breiðafjörður, Hvalfjörður....eða innanlands Langisjór eða Þingvallavatn. Við erum t.d. með frábæra Breiðafjarðarferð þann 8.ágúst sem menn ættu að kynna sér nánar.“
Kayakar Hvað með stofnkostnað? „Hann er náttúrulega nokkur. En góður eins manns bátur fyrir byrjanda getur kostað um 160þúsund krónur. Þegar annar búnaður bætist við, þá gætu menn sloppið með 200 til 250þúsund. Það eru mjög góð tilboð í gangi fyrir þá sem áhuga hafa og svigrúmið hefur aldrei meira meira eða úrvalið jafn gott heldur en eftir að eigendur Sportbúðarinnar á Krókhálsi tóku kayakmálin föstum tökum. Áður pöntuðu menn á netinu og biðu síðan í einhverjar vikur eftir vörunni. Nú ert allt til á einum stað og úrvalið aldrei meira. Mönnum finnst þetta kannski mikið, en að ýmsu er að hyggja í þeim efnum. Þú gætir t.d. keypt þér mótorhjól og borgað fyrir það 700þúsund krónur. En síðan er enginn endir á því að borga tryggingar, eldsneyti og fleira. Eftir fyrstu fjárfestingu í kayak þá er það ekki mikið meira eftir það. Annars eru öll svona áhugamál með ákveðinn stofnkostnað og ég myndi segja að hann væri tiltölulega hagstæður þegar kayakar eru annars vegar. Og ekki má gleyma því sem ég nefndi áðan, að menn hafa aðgang að öllum búnaði í eigu Kayakklúbbsins ef þeir kæra sig um, á meðan þeir þreifa fyrir sér hvort að sportið er þeirra. Þá leggja menn ekki út í stofnkostnað fyrr en þeir vita fyrir víst að þeir eigi eftir að njóta sín.“ Nánar má setja sig inn í kayakmennsku á slóðunum: www.seakayakreykjavik.is www.kayakklubburinn.is og www.seakayakreykjavik.is
33
viðtalið
Ragnheiður Thorsteinsson
Er vel fær um að eyðileggja heilu veiðitúrana Víst er að talsvert er um margreyndar og snjallar veiðikonur hér á landi. Veiðikonum fjölgaði jafn framt mjög á árunum þegar fjármála fyrirtækin buðu heilu rútuförmunum af viðskiptavinum í bestu laxveiðiárnar. Margar af þeim konum sem þá handléku veiðistangir í fyrsta skipti hafa haldið sér við sportið og safna nú ört reynslu. Konur hafa oft og iðulega aðra sýn og aðra nálgun heldur en karlarnir, sem þó eiga að heita „veiðimennirnir“ en konurnar „safnararnir“. Aðalviðtal þessa fyrsta tölublaðs Veiðislóðar er tileinkað veiðikonum. Við gengum að einni sem við þekkjum vel og hefur frá mörgu að segja. Ragnheiður Thorsteinsson gerið svo vel.
viðtalið Ragnheiður var farin að veiða í Vífil staða-Hraunsholtslæknum í Garðabæ 9 ára gömul og veiðifélagarnir voru allir strákar. Veiðigenið er ríkt í fjölskyldunni. Stóri bróðir er Geir Thorsteinsson silungsveiðigúrú með meiru, sérstaklega þegar Elliðavatn er annars vegar. Annar bróðirinn er Pétur og er lunkinn veiðimaður, meira fyrir gæðin en magnið. Þriðji bróðirinn er Hallgrímur Thorsteinsson fjölmiðlamaður, sem var á þessum árum meira að skoða fugla og gróður, en fór síðan smátt og smátt út í veiðiskapinn líka og er í dag snjall fluguveiðimaður Systir þeirra er Sigríður, hún skilur ekki þessa veiðáráttu í systkinum sínum. Pabbi þeirra, Ragnar Thorsteinsson var mikill, fengsæll og farsæll veiðimaður sem kom víða við sögu með stangir sínar og flugur. En hann var líka um tíma í „trollinu“ í Blöndu eins og Ragnheiður orðar það og þar „var engin fagurfræði“ segir Ragnheiður og hún telur að sá veiðiskapur kunni að hafa valdið því að einn góðan veðurdag hreinlega hætti Ragnar veiðum. „Ég vil ekki segja að hann hafi misst kjarkinn til veiða, en eitt er víst að mjög skyndilega missti hann áhugann og það gerðist í sömu mund og hann horfði í augun á laxi sem hann var um það bil að drepa.“ En Ragnheiður býr enn í Garðabænum. Í sömu götu og hún bjó sem barn og lækurinn rennur enn, bæði með hraun jaðrinum og um æðar hennar. Flesta daga fer hún yfir göngubrú neðan við Flatahverfið til að viðra hundinn úti í hrauni og ef veðrið er gott tekur hún stundum með sér fluguhjól og hnýtir púpu á tauminn. „Það er hylur fyrir neðan þessa göngubrú og það er gríðarlega gaman að slaka púpunni niður af brúnni. Oftar en ekki skýst urriði úr djúpinu um
36
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011
leið og púpan dippar á vatnið. Þetta er alveg svívirðilega gaman þó að þetta séu bara tittir,“ segir Ragnheiður. Þegar árin liðu fór fjölskyldan árlega til margra ára á silungasvæði Vatnsdalsár, þannig að tengslin við veiðiskapinn rofnuðu aldrei alveg. Genið blundaði og oft komu veiðidraumar upp í hugann þegar hún grúskaði í græjum föður síns. Fann þar þessa einkennilegu lykt sem var úr fluguböxum fyrri tíma. Og þá féll hún t.d. gersamlega fyrir Doctor flugunum frægu. Black, Silver og Blue Doctor. Þetta voru svo fallegar flugur að Ragnheiður mundi eftir þeim, spurði föður sinn margs um þær, en hann hafði sjálfur haft mikið dálæti á þeim. Núna kaupir hún þær í nútíma útfærslu í Veiðiflugum hjá Hilmari og Oddnýju. Það eru síðan um 15 ár eða svo að Ragnheiður fór aftur á fulla ferð í stangaveiðina. Henni var boðin þátttaka í kvennaholli sem var á leið í Norðurá. Þetta var rótgróið holl sem hafði farið víðar, en það voru forföll og Ragnheiður naut þess. „Ég núllaði að vísu glæsilega í þessum túr, en tónninn var gefinn samt sem áður. Mig langaði aftur, og í meira, og hef ekki litið um öxl síðan. Við vorum þarna vinkonurnar með leiðsögumenn og allt, en lítið gekk. Ég áttaði mig á því kannski fimm árum seinna að það að hafa leiðsögumann, einhvern til að spyrja endalaust ráða og njóta aðstoðar hjá, eykur á ósjálfstæði og dregur úr manni kjark til að reyna eitthvað nýtt og fara eftir eigin hugboði. Maður beinlínis fær ekki hugboð við þær aðstæður því leiðsögumaðurinn bara framreiðir þetta eins og það á að vera. En það má ekki misskilja mig, leiðsögumenn eru gríðarlega mikilvægir og nauðsynlegir þegar maður fer á nýjar veiðislóðir.
Með‘ann á í Kjósinni!
Ragnheiður Thorsteinsson
Sjálfur hefur maður þessa tilhneigingu til að vaða beint inn í veiðihús, setja á sig hvaða hyljir hafa verið að gefa og fara síðan þangað og reyna sömu flugurnar og eru í bókinni. Hugsunin nær næstum svo langt að veiða sömu laxana og veiddust þar dagana á undan. Eftir að ég fór að veiða af meira sjálfstæði og treysta betur á mig sjálfa, hefur allt saman gengið mun betur og ég nýt veiðanna miklu betur. Maður getur nú dregið andann djúpt og notið alls sem veiðitúrinn hefur upp á að bjóða. Og þetta segi ég þó að ég sé talsverður klaufi við veiðarnar og sé vel fær um að eyðileggja heilu veiðitúranna með klaufagangi. T.d. að skrúfa hjólið vitlaust
á stöngina, gleyma lykkjum þegar ég þræði línuna, allt vegna þess að maður er svo spenntur að komast út í á. Svo þegar þangað er komið, þá er ég endalaust að stíga ofan á lausu flugulínuna, skemmi þannig köstin, en ætla að muna að passa mig næst, en gleymi mér um leið og ég færi mig 2-3 skref niður hylinn, stíg síðan aftur á línuna! Það er sem sagt ekkert alltaf að ganga upp, en svo þegar eitthvað gerist á hinum endanum finnst mér alltaf eins og það sé fullkomið augnablik, það heyrist smá hviss þegar gola yrjar yfirborðið, kastið leggst í beinni línu og flugan lendir eins og vatnsdropi. Um leið
37
viðtalið kemur eitthvert dularfullt skin í skýin. Þetta er kannski ekki raunveruleikinn, en þannig upplifi ég augnablikið, eða sem hreina töfra. Veiðir þú bara á flugu? „Já. Og það er fordómalaust af minni hálfu. Það snertir þær tvær helstu fílósófíur sem ég reyni að haga mér eftir í veiðiskap. Önnur er umburðarlyndi og hin er hófsemi. Umburðarlandi snýr að því að mér finnst allt of algengt að fluguveiðimenn séu pirraðir út í spónog maðkveiðimenn. Ég vil sjá meira umburðarlyndi. Ef ég finn svona pirring
segi ég við flugukarlana, þetta má hérna, af hverju veiðið þið ekki bara í ám þar sem hitt er bannað? Menn geta sagt að þeir hafi veitt í þessari og hinni ánni árum saman, en það getur þurft að færa fórnir til að njóta sín betur í veiði og þá er nú fórnin þess virði. Hófsemin snýr að því sem ég tek með mér heim úr veiðitúr. Ég tek ekki meira en ég borða. Aðeins minkurinn tekur meira en hann þarf og það á ekki að koma fyrir hjá nokkrum veiðimanni að það sé enn lax í kistunni um vorið. Ég hef lent í því og ætla ekki að láta það endurtaka sig. Ég sleppi líka öllum
VINSÆLASTA FLUGUSTÖNGIN. ÞAÐ ER EKKI TILVILJUN
Það er ekki tilviljun að Sage flugustangirnar eru þær vinsælustu í úrvalsflokki flugustanga. Að margra mati eru flugustangirnar frá Sage þær bestu á markaðnum. Því mótmælum við ekki. Allar Sage flugustangir eru hannaðar og þróaðar af flugveiðimönnum og framleiddar í Seattle í Bandaríkjunum. Að kasta fyrir fisk og veiða með Sage er einstök upplifun. Allir fluguveiðimenn verða að eiga að minnsta kosti eina Sage stöng. Allar Sage stangir eru með lífstíðarábyrgð frá framleiðanda!
Z-AXIS ROD SERIES - Verð 99.990,Hröð stöng. Kröftug hleðsla sem auðveldar lengdar og nákvæmnisköst. 99 ROD SERIES - Verð 99.990,Mið-hröð stöng. Djúp hleðsla. Sérhönnuð til að bera þungar flugur og túpur. VXP ROD SERIES - Verð 74.990,Mið-hröð stöng. Kraftmikil og fínleg stöng fyrir allar aðstæður. FLIGHT ROD SERIES - Verð 59.990,Mið-hröð stöng. Góð alhliða flugustöng. VANTAGE ROD SERIES - Verð 39.990,Mið-hröð stöng. Góð byrjendastöng á góðu verði.
SÍÐUMÚLI 8 - SÍMI 568 8410
Lax-, silungs- og skotveiði Hrútafjarðará, Breiðdalsá, Jökla, Tungulækur- og Minnivallalækur
www.strengir.is
tveggja ára laxi. Það er svo sem orðið lögbundið víðast hvar síðustu árin, en ég myndi gera það samt því náttúran á að njóta vafans í þessum efnum. En það má ekki líta svo á að ég sé einhver púritani. Mér finnst frekar leiðinlegt að koma fisklaus heim úr veiði. Við vorum nokkrar vinkonurnar á svæðinu Norðurá 2 í fyrra, fengum ferlegt vatnsleysi og trega veiði. Við reyndum og reyndum. Ein vinkonan særði upp fisk og svo, seint í túrnum, þá setti ég loksins í annan lax. Það lyftist heldur betur á mér brúnin, en þá þurfti þetta auðvitað vera 70plús sentimetra lax, fiskur með sleppiskyldu í Norðurá. Þannig að ég sleppti honum, en það var engin hrifning og gleði yfir þeim gjörningi í það skiptið!“ En hvernig fluguveiði finnst þér skemmtilegust? „Ég er með sérviskur í þeim efnum. Við getum orðað það svo, að ég nenni að skipta um línur og tauma,
en held gjarnan inni smærri flugum í staðinn. Ég hef gert mér far um að skoða þessar stóru túpur í vatninu og mér finnst þetta vera nánast eins og spúnar. Tökur á þungar túpur, djúpt úti, finnst mér heldur tilþrifalitlar ef ekki beinlínis leiðinlegar. Jæja, kannski ekki leiðinlegar, en tilþrifalitlar ef borið er saman við tökur á hits eða stripp, enda hallast ég miklu frekar að svoleiðis fluguveiði. En ef ég þarf og verð að nota túpu til að ná fiski, þá geri ég það.“
Gamla skemmti nefndin, f.v. Þórdís Klara Bridde, Hrefna Ósk Benediktsdóttir, Ragnheiður Thorsteinsson og Brynja Gunnarsdóttir, á góðri stundu við Norðurá.
Af þessum lýsingum má ráða að þú sért fyrst og fremst í laxveiði? „Ég hef alla vega ekki sett mig mikið inn í silungsveiði. Laxveiðin hefur verið fyrirferðarmest og ég hef veitt í mörgum af þekktari ám landsins. Ég er í nokkrum kvennahópum og hef veitt m.a. í Norðurá, Laxá í Kjós, Langá, Hítará, Bíldsfelli í Sogi, Norðurá 2 og víðar. Mig langar að kynnast fleiri ám, væri t.d. til í að fara á Norðausturlandið og veiða í Hafralónsá. Ég veiddi einu
41
Stærsti lax Ragnheiðar, 85 cm hængur...
...og fær hér koss að skilnaði.
Ragnheiður Thorsteinsson sinni í Svalbarðsá og fann strax að laxinn á þeim slóðum er öðru vísi en hér á Vesturlandinu. Laxinn þar er öflugri, snarpari og svo er þessi möguleiki alltaf fyrir hendi að setja í stóra fiska. Hér á vestanverðu landinu er þetta á heildina litið svolítið einsleitt, án þess að ég sé að gera lítið úr því. Þetta eru yfirleitt 4, 5 og 6 punda laxar og lítið um frávik frá því. En mig langar líka til að koma mér meira inn í silungsveiði. Silungsveiði er talsvert flóknari og oft er miklu meiri vinna að fá silung til að taka heldur en lax. Menn þurfa líka að læra á ýmsilegt, eins og t.d. að bleikjan er torfufiskur en urriðinn óðalsfiskur. Þetta skilar sér í fjölbreyttari hegðunarmynstrum og svo er líka silungur miklu styggari en lax. Í laxveiði geta menn talað hærra og verið með allra handa bæglsagang áður en laxinn rótar sér. Silungur væri löngu búinn að láta sig hverfa. En ég hef aðeins mjakað mér inn í vatnaveiðina og fer helst ekki langt. Mest í Vífilstaðavatnið. En Geir bróðir hefur líka kennt mér á Engjarnar í Elliðavatni og það er magnaður veiðiskapur. Engjarnar eru erfiðar, jafnvel viðsjárverðar. Botninn er gljúpur og það eru pyttir og grjót á stangli. Svo veður maður langt út og djúpt. Eitt það magnaðasta sem hefur hent mig í veiði gerðist eigi alls fyrir löngu á Engjunum. Ég var ein þar að í dumbungsveðri og óð langt út að dæmi Geirs bróður. Þar sem ég var að veiða þarna og varð ekki vör við fisk, varð mér allt í einu litið upp og sá þá að niðadimm þoka var lögst yfir vatnið . Hún var svo svört að það sá hvergi til lands. Ég hafði að auki aðeins tapað áttum af því að ég hafði verið að veiða, þannig að í stuttu máli vissi ég ekkert hvar land var að hafa og þétt
þokan sem grúfði yfir kom í veg fyrir að ég gæti séð nokkurn skapaðan hlut frá mér til að vaða. Ég varð skíthrædd þarna, en einbeitti mér þess í stað að því að herða mig við veiðarnar. Þá gerðist það að það fór að taka fiskur í hverju kasti og eftir smástund var ég komin með fjóra væna urriða í háfinn. Þá gaf ég mér augnablik til að líta aftur upp og þá sá ég að þokan hafði aðeins lyft sér og allt í einu sá til lands. Ég var snögg að koma mér á fastalandið. Þetta var gríðarlega spennandi og mikið adrenalínkikk. Dæmi um að menn geta þurft að sigrast á umhverfisþáttum og mér finnst eftir á að veiðiskotið hafi verið sett þarna beinlínis til að róa mig niður, því annars hefði verið hægt að sturlast úr hræðslu!.“ En hvað með veiðisögur úr laxveiðinni? „Þær snúast aðallega um einstök atvik sem eru eftirminnileg fyrir einhverra hluta sakir. Ég hef oft veitt vel, en það eru ekki endilega ógleymanlegustu atvikin. Í fyrra vorum við nokkrar stelpur t.d. í Hítará 2 og ég var stödd við Tálmafossa . Þetta var 21. júní og samt kominn fiskur víða um svæðið. Ég fór með eina af mínum eftirlætisflugum yfir hylinn, frekar litla Sunrey, flottúpu útgáfu eftir Klaus Frimor og á hana rauk fallegur lax. Ég var komin með blöd pa tannen og var fegin að þessi náði ekki 70 cm þannig að ég gat hirt laxinn, sem var fallegur 65-66 cm fiskur, silfurbjartur, feitur og sterkur. Vinkonur mínar tvær, Hrefna Ósk og Brynja Gunnars, komu þarna og reyndu líka, en urðu ekki varar og þá reyndi ég Sunrey-inn aftur og enn tók fiskur. Sá slapp að vísu, en vinkonur mínar eru þannig gerðar, að þær klöppuðu mér lof
43
viðtal Fjölskylduveiði í Krossá.
í lófa þó að þær hreyfðu ekki fisk. En þær tóku aftur við og fór ég þá að svipast um í nágrenninu og kom þá auga á stakan lax sem lá á ómerktum stað. Einhvern tíman hafði ég bitið í mig þá vitleysu að það þýddi lítið að reyna við staka laxa, þeir myndu ekki taka. En ég var komin í ham þarna og hér var komið gott dæmi um hvað það getur gefið manni að fylgja hugboðinu og reyna allt mögulegt, jafnvel þó að einhver segi að það dugi ekki. Ég kastaði því á þennan lax og það var óhemju spennandi að sjá hann renna sér hvað eftir annað á eftir flugunni. Hann tók hana aldrei, en það skipti ekki máli, það sem skipti máli var spenna augnabliksins. Seinna meir skyldist mér að stakir laxar séu einmitt oft ginnkeyptir í töku, en það er önnur saga.“ Það er líka önnur saga að þú ert nú komin í stjórn SVFR, önnur konan til að leggja í þá vegferð. Hvers vegna og að hverju keppir þú þar?
44
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011
„Þessi stjórnarseta í SVFR er þannig til komin að ég er þannig gerð að ég tel að maður eigi að vinna fyrir þau félög sem maður tilheyrir. Það eru alls staðar allt of margir sem tuða og of fáir sem gera. Ég vil vera í hópnum sem gerir. Ég var í skemmtinefnd félagsins í nokkur ár og það var gríðarlega skemmtilegt þó að vinnan væri mikil, þannig að mér fannst ég þurfa að fara alla leið. Það má því segja að ég sé félagsmálatröll. Það eru fleiri slík tröll í þessari nýju stjórn SVFR og þetta er góður hópur með frábæran formann. Við erum í ólgusjó og þetta er feikilegt álag, miklu meiri vinna en ég bjóst við, en ég sé ekki eftir neinu samt sem áður. Svo er það ekkert launungarmál að ég kann vel við mig í félagsskap þar sem umræðuefnið snýst alfarið um veiði. Mér hefur gengið illa, t.d. á vinnustað eða í öðrum hópum, að snúa umræðunni upp í veiði, en það er sjálfgefið í þessum félagsskap.
Ragnheiður Thorsteinsson En konur hafa ekki látið fara mikið fyrir sér í stjórn SVFR. María Anna Clausen í Veiðihorninu var fyrst fyrir nokkrum árum og er þar með stórmerkileg kona. Ég er númer tvö og þó að ég telji að ég hafi ekki verið kosin beinlínis vegna þess að ég er kona, þá þykist ég vita að ég fékk gott af atkvæðum vegna þess að það er ekki góð pólitík að kjósa ekki eina kvenmanninn sem er í kjöri.“ Þú hefur látið til þín taka í þessari stjórn sem talsmaður fjölskylduveiði og settist t.d. í stjórn Veiðikortsins fyrir hönd SVFR... „Þetta með stjórnarsetu í Veiðikortinu er bara tilviljun held ég, sá sem ég kom í staðinn fyrir var í þessu sæti og ég bara erfði það. En ég er afskaplega ánægð með það. Ég er mikill aðdáandi Veiðikortsins og nota það sjálf mikið, aðallega til að veiða í Vífilstaðavatninu. Veiðikortið er frábært fyrir ákveðinn hóp, þ.e.a.s. fjölskyldurnar sem vilja þannig veiða saman. Þær geta t.d. slegið saman Veiðikortinu og Útilegukortinu. En síðan er annar hópur sem við þurfum að sinna og við gerum það öll í stjórninni, ekki bara ég þó að ég tali opinskátt um það, og það getum við sagt að sé þessi stökkbreytti barna- og unglingahópur. Það hefur aldrei verið meira af krökkum frá 18 ára og yngri í félaginu. Einu sinni voru þessi börn að mestu peð til betri nýtinga ákveðinna hópa á A-umsóknarblöðum í úthlutunum, en í dag er þetta öðru vísi. Nú er hér vaxandi hópur krakka sem stefna í alvöru stangaveiði. Við höfum gert ýmislegt, en ekki nóg. Við höfum t.d. fræðslustarf og höfum fjölgað Elliðaárdögum úr 2 í 4 og það er uppfullt. Það yrði draumur í dós ef SVFR kæmi sér upp einhverskonar
veiðskóla fyrir áhugasöm börn og jafnvel fullorðna í Elliðaárdal eða við vatnið, svipað og Veiðiheimur gerir, og tengja unglingastarfið betur inn í grunnskólana. Það eru slíkar hugmyndir á borðinu og félagið er að leita sér leiða til að koma svona verkefni af stað. Vonandi tekst það í náinni framtíð,“ sagði Ragnheiður og við látum það vera lokaorðin að þessu sinni.
flokkur
Úlfljótsvatn magnað fjölskylduvatn
Þeir sem hafa aðgang að bátum eiga góðar stundir í vændum. Mynd: Heimir Óskarsson
kylduveiði fjöls flokkur Stangaveiðimenn í nágrenni höfuðborgarinnar hafa úr svo miklu að moða þegar kemur að því að velja vel boðlega silungsveiði, að það hálfa væri nóg. Nægir að nefna Þingvallavatn, Elliðavatn, Vífilstaðavatn, Meðalfellsvatn o.s.frv. Einhverra hluta vegna eru þeir fáir sem vita af Úlfljótsvatni, en segja má að það sé beinlínis, bókstaflega, í skugga Þingvallavatns, sem tekur lengi við vegna stærðar. En sannast sagna, þegar ekið er með Úlfljótsvatni, þá eru yfirleitt fáir að veiða og stundum enginn. En samt er þetta vatn fullt af fiski, vænum fiski í bland...og þar er mikil náttúrufegurð. Þetta er sannkallað fjölskylduveiðivatn.
Risaurriðar eru til í Úlfljótsvatni. Mynd Veiðikortið
48
Sumir segja að Úlfljótsvatn sé eins og smækkuð útgáfa af Þingvallavatni. Fiskur er sá sami, murta, kuðunga bleikjur, sílableikjur og svo einn og einn risaurriði, eftirhreytur frá gömlum tíma, urriðar í Úlfljótsvatni eru ekki atgervisminni heldur en frændur og frænkur í Þingvallavatni og hafa veiðst allt að 14 til 16 punda tröll hin seinni ár. Einn sem er skrásetjara í fersku minni veiddi drengur einn sem var með föður sínum í sumarbústað. Veðrið var svo brjálað að þeir beittu maðki á pungsökku, hengdu stangir sínar síðan á letingja og flýðu upp í bústað þar sem þeir sátu að spilum en litu af og til eftir stöngunum í gegnum móðuna á gluggunum. Eftir nokkra stund var eitthvað gruggugt á seiði og var þá hlaupið til og 16 punda flykki dröslað á land. Sá var slægður fljótlega eftir að unnið hafði verið á honum og var innihald magans eins og bræðsla, hver hálfmelt bleikjan af annarri vall út og voru þær einar átta þegar talningu var lokið.
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011
En bleikjan er fiskur númer eitt í Úlfljótsvatni og þó að víða megi rekast niður á bakka og fá fisk, þá hafa kunnugir greint okkur frá tveimur nefndum veiðistöðum sem eru að öðrum ólöstuðum bestir. Einn er nokkuð áberandi og er kallaður Stapi. Þar gengur nokkur höfði fram í vatnið að austanverðu og ofanverðu, eða skammt neðan við þar sem Sogið kemur úr gljúfrinu og fellur í vatnið við Kaldárhöfða. Þessi veiðistaður er þó ekki í Kaldárhöfðalandi. Þarna standa menn stundum og þarna fá menn oft góða veiði, oft slatta af 1 til 2 punda bleikju sem við höfum heyrt að sá auk alls hinn besti matfiskur. Hinn veiðistaðurinn heitir Kvíanes og er andspænis hólma sem heitir Flatey og má heita að sé við suðvesturhorn vatnsins. Sá er þetta ritar hefur mest af sinni þekkingu um Úlfljótsvatn af lestri rita(t.d. Stangaveiðihandbókar Eiríks St. Eiríkssonar) og samtölum við menn sem hafa veitt í vatninu. Einu sinni
Úlfljótsvatn bleytti sá er ritar færi í þessu vatni og var það einmitt í Kvíanesi. Veiðin var góð og stærstu fiskar upp í tæp 3 pund, flestir þó rétt yfir einu pundi. Nokkur hópur var að veiðum þarna og var með blandað agn, allt gaf, síst þó spónn. Þeir sem vilja reyna fyrir sér í Úlfljótsvatni ættu að snúa sér til landeigenda á bænum Efri Brú í Grímsnesi. Einnig hefur verið hægt að fá veiðileyfi fyrir jörðinni Kaldárhöfða, þeim víðfræga veiðistað frá gömlu góðu dögunum, en þó aðeins vor og haust. Skátahreyfingin á jörðina Úlfljótsvatn og eru álitlegir veiðistaðir innan girðinga þeirra. Væri vissulega athugandi fyrir áhugasama að kanna
Ungur veiðimaður með gullfallega kuðungableikju úr Úlfljótsvatni. Mynd Ríkharður Hjálmarsson
hvort skátar vilji ekki drýgja tekjur sínar með veiðileyfasölu. Þar undir hlíðinni, nærri kirkjunni höfum við t.d. oftar en ekki frétt af álitlegum bleikjuhrúgum sem dregnar hafa verið á land. Auk þess hefur Veiðikortið drjúgan bakka að sunnanverðu innan vébanda sinna og eru þar góðir veiðistaðir. Þessi veiðistaður hefur allt til að vera, stutt að fara frá þéttbýlinu á Suðvesturhorninu, góð veiðivon, fjölskylduvænt og fallegt umhverfi.
fjölskylduveiði
Sléttuhlíðarvatn
Sléttuhlíðarvatn Magnað fjölskylduvatn í Skagafirðinum Fjölskyldur á faraldsfæti í sumarfríinu eru oft að leita að skemmtilegum, ódýrum veiðivalkostum. Þótt valkostirnir eigi helst að vera ódýrir, þá má gjarnan vera góð veiðivon. Oft er lítið um upplýsingar, en hér verður bent á frábært veiðivatn fyrir þá sem eru að ferðast um Skagafjörðinn. Það heitir Sléttuhlíðarvatn og er eitt af vötnum Veiðikortsins.
Sléttuhlíðarvatn er við þjóðveg 76, rétt norðan við Hofsós og er jafnframt um hálftíma akstur frá Siglufirði. Vegalengd frá Reykjavík er um 360 km., 21 km. frá Hofsósi og 50 km. frá Sauðárkróki. Vatnið er 0,76 km2 að stærð og í 14 m. hæð yfir sjávarmáli. Eingöngu er leyfilegt að veiða í landi Hrauns og er skilti eru við veiðimörkin. Handhafar Veiðikortsins geta tjaldað endurgjaldslaust og á eigin ábyrgð við vatnið í samráði við landeiganda. Einnig er hægt að leigja sumarhús nálægt vatninu og borgar sig að panta það með góðum fyrirvara hjá veiðiverði. Í vatninu eru bæði sjógengnir og staðbundnir fiskar. Sjóbleikja og urriði veiðast þar í miklu magni. Veiðitímabilið hefst 1. maí og lýkur því 20. September og er allt löglegt agn, fluga, maðkur og spónn leyfilegt. Eins og oft í silungsveiðivötnum þá er besti veiðitíminn yfirleitt í maí og júní, en þó dafnar Sléttuhlíðarvatn oftast vel
50
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011
langt fram eftir sumri. Þeir sem hafa Veiðikortið upp á vasann þurfa að skrá sig á Hrauni og sýna þarf bæði Veiðikortið og persónuskilríki. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa. Svo mörg voru þau orð, en textinn hér að ofan styðst við upplýsingar sem gefnar eru á vef Veiðikortsins, veidikortid.is. Einn okkar margra kunningja kom þarna á fallegum sumardegi fyrir tveimur sumrum síðan. Sól skein í heiði og hægur norðan andvari ýfði örlítið vatnsborðið. Þarna voru þau fjögur saman, hjón og tvo stálpuð börn og rótuðu upp á þriðja tug silunga á 2-3 klukkustundum. Það sem meira var, þetta voru ágætir matfiskar. Engin tröll, en ekki tittir heldur. Fiskur kom bæði á flugu og spinner, allir skemmtu sér vel og allt gekk fullkomlega upp. Á vef Veiðikortsins eru nokkrar skráningar þar sem Veiðikortshafar deila reynslu sinni af vatninu. Kíkjum aðeins á:
1
2
3
Kristján og Þórunn, 8. júlí 2010, skrifa: „Óhætt er að mæla með Sléttuhlíðarvatni. Nægur fiskur í vatninu og virðist vera nokkuð jöfn veiði sama hvar maður er staddur á bakkanum. Að vísu fundum við ekki eina einustu af umræddum sjóbleikjum, aðeins staðbundinn urriða. Annars frábær túr og komum heim með 15 stk. á bilinu 1/2 til 1 pund.“
um allt. Einnig er fólkið á bóndabænum mjög almennilegt. Spúnninn og flugan eru að gefa best.“
Hrafnhildur, 1. júní 2010, skrifar: „Komin til baka. Satt er það að fólkið á bænum er alveg frábært. Við lönduðum 30 stykkjum bæði fallegum bleikjum og urriðum 1 og 2ja punda, tók bara maðkinn núna, prufuðum bæði flugu og spún, en hann leit ekki við því. Yndislegur staður og frábært vatn.“
Kjartan Jónsson, 27.júlí 2009, skrifar: „Fór þangað 16 júlí og það er skemmst frá því að segja að þarna var mokveiði! Fékk 20 Urriða og eina Bleikju á rúmlega klukkutíma. Allt fiskar í kringum pundið. Litu ekki við öðru en silfruðum spinner.“
Jón H., 19. maí, skrifar: „Það er mokveiði í þessu vatni. Best að vera á tanganum en annars virðist vera fiskur út
Óskar H.Albertsson, 10. maí 2010, skrifar: „Stoppaði við vatnið í 1 og hálfan til 2 tíma á leiðinni til Siglufjarðar 9. maí og tók 11 fiska, 10 urriða og 1 bleikju, allt vænir fiskar.“
1 Góður fengur á fallegum sumardegi. Mynd Veiðikortið. 2 Kát stelpa með væna urriða. Mynd Stjáni Ben. 3 Þetta hús er hægt að leigja hjá ábúendum á Hrauni. Mynd Veiðikortið.
Svo mörg voru þau orð. Greinilega spennandi vatn þarna á ferðinni og ekki annað að gera gott fólk en að koma þar við ef leiðin liggur um Skagafjörðinn.
51
Í lagi að láta sig dreyma aðeins
Guðmundur bróðir að veiðum neðan við Efri Beljanda í Breiðdalsá.
Við ætlum að brydda upp á reglulegum ljósmyndaþáttum í tímaritinu og Pálmi Einarsson iðnhönnuður hjá designhouseone.com ríður á vaðið, en hann hefur vakið athygli fyrir sérkennilega „lýstar“ myndir sínar frá íslenskum laxveiðiám. Fyrir utan að hann hefur einstakt lag á að fanga augnablikið. Lesendur vefs okkar, www.votnogveidi.is muna kannski eftir kyngimögnuðum myndaseríum eftir Pálma frá Laxá í Kjós og Hafralónsá síðasta sumar. Hér eru fleiri myndir, sumar hafa birst áður, aðrar ekki.
53
ljósmyndir Pálmi hefur veitt lax í ellefu ár, en ólst upp við silungsveiði frá blautu barnsbeini. Frumraun sína í laxveiði þreytti hann í Botnsá, en myndirnar sem hér birtast eru frá veiðitúrum á síðasta ári. Um sérkennilega lýsingu mynda sinna segir Pálmi: “Ég nota oft þrífót og hver mynd er gerð úr einum til fimm römmum. Ef ég nota fimm ramma eru tveir rammar undirlýstir -1 og -2stop og tveir rammar yfirlýstir +1 og +2stop og svo einn í miðjunni. Þegar þessir rammar eru síðan settir saman í tölvu fær myndin ákveðinn ævintýrablæ. Smáatriðin úr skuggum koma fram og himininn brennur síður út. Niðurstaðan verður oft frekar draumkend mynd en mér finnst allt í lagi að láta sig dreyma aðeins. Ég er stundum spurður hvort að ég hafi fótósjoppað laxinn inn á myndirnar þar sem hann er að stökkva, en það hef ég ekki gert. Ég setti einungis saman mismunandi lýstar útgáfur af sömu myndinni. Ég var bara á réttum stað á réttum tíma”. Svo mörg voru þau orð, en myndirnar tala sínu máli og Pálmi hefur látið nokkrar línur fylgja hverri mynd. Lesendur geta síðan farið á eftirfarandi slóð og skoðað enn fleiri myndir eftir Pálma: www. designhouseone.com/Pálmi
Breiðdalsá Hafði ekki áður veitt í Breiðdalsá og þegar tækifærið bauðst var brunað austur. Þessi ferð skipar sérstakan sess hjá mér því að ég ákvað á seinustu stundu að bjóða bróður mínum með. Hann lést síðan seinasta jóladag úr krabbameini. Við vorum frekar óheppnir með veðrið en fyrstu tvær vaktirnar fengum við ágætis veður og áin var í rénum en síðan fór allt á flot og hún var hreinlega óveiðanleg það sem eftir var. Sumir fóru bara heim en við ákváðum ásamt góðu fólki að njóta veiðihússins og alls sem það hafði uppá að bjóða.
54
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011
Guðmundur bróðir að veiðum í Langahrygg.
Laxá í Kjós Pálmi segir frá: „Ég fór 3 daga í röð seinasta sumar að mynda í Laxá í Kjós. Allar myndirnar af löxunum þar sem stökkva eru teknar í Kvíslarfossi en ég myndaði einnig ánna uppúr og veiðihúsið. Það er þokkalega hár klettur við fossinn þar sem hægt er að liggja í felum og taka myndir án þess að styggja hylinn. Mér fannst athyglisvert að það var eins og þeir tækju sig saman í hópum að stökkva. Það komu kannski 6-8 stökk í röð og svo kom kannski 2 mín pása og svo aftur 6-8 stökk. Fyrsta daginn gekk þetta svona í ca 30 mín en síðan bara hætti hann að stökkva. Þegar það voru liðnar svona 5 mín án þess að fá stökk fór mig að gruna að ekki væri allt með feldu og stóð upp og kíkti uppá klettinn. Fyrir ofan mig, gnæfandi yfir hylinn, var ca rútufyllir af túristum að smella af myndum...þeir sem þekkja til í Kjós vita að það er góðar merkingar á girðingunni þar sem fólk er beðið að halda sig fyrir utan en það var ekki alveg að virka þann daginn. Á fyrsta degi voru klárlega 1 árs fiskar að stökkva en 3 daginn var nánast eingöngu 2 ára fiskur og sjóbirtingur að stökkva. Flest allar myndirnar úr Kvíslarfossi voru teknar á 50mm linsu með stóru ljósopi eða f1,4 og ISO 400-800 til að ná að frysta skotið eins og hægt var. Ég var að reyna að ná eins hröðum “shutterspeed” og hægt var og voru flestar myndirnar teknar á 1/8000 - 1/4000 úr sekúndu. Allar myndir sem ég tek eru teknar sem “raw” skrár (ekki jpg) þar sem þá er hægt að vinna þær töluvert meira eftir á. Nú orðið tek ég mikið af myndum á þrífæti eins og ég lýsti að ofan. Síðan eru myndirnar settar saman í forriti og litir lagaðir til. Þessi aðferð er kölluð HDRI (high dynamic range imaging). Sumir gagnrýna þessa aðferð og segja að þetta geri myndirnar óraunverulegri en sjálfum finnst mér þetta setja ævintýrabrag á myndirnar.“
57
Ein af mínum uppáhalds myndum. Það er auðvitað erfitt að sjá það en þetta er mjög stór lax eða einhverstaðar í kringum 90-100cm og hann stakk sér bara beint inní fossinn.
59
Svalbarðsá Var í veiðileiðsögn í Svalbarðsa í 7 daga en Svalbarðsá skipar sérstakan sess í mínum huga. Búinn að veiða þarna sjálfur 11 ár í röð og tel þetta vera með allra bestu ám á landinu. Þetta er nett á en mjög krefjandi. En með tímanum lærði maður á hana og á hverju ári lærir maður eitthvað nýtt. Laxinn er stór og meðalviktin með því allra besta sem gerist.
60
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011
Ekki er hægt að keyra uppá efsta svæðið í Svalbarðsá og finnst mér sjálfum það vera frábært. Það er einhver sjarmi yfir því að leggja í ca 60mín göngu til að sjá laxana í rennunni í Stórafossi. Veiðimaður er þarna í Litlafossi, einum besta veiðistaðnum í ánni.
Fyrir ofan efstu staðina í ánni er ótrúlegt gil sem er ólaxgengt.
Hafralónsá Var boðið að veiða í Hafralónsá og taka myndir fyrir Breskan veiðileyfasala. Þurfti ekki að hugsa mig um tvisvar. Var í 3 daga og veiddi 18 laxa og sá stærsti var 95cm. Hreint út sagt stórkostleg á í ótrúlegu umhverfi.
63
64
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011
Á leiðinni heim af efsta svæðinu, klukkan að nálgast 11 og ljósið ómótstæðilegt.
strandveiði
Áhugi á strandveiði fer ört vaxandi
Eiginlega hægt að veiða útum allt Fyrir 27 árum fór Finn Hansen að stunda strandveiðar á Íslandi, löngu, löngu áður en að nokkrum öðrum datt slíkt í hug og fólk stoppaði bíla sína til að virða fyrirbærið fyrir sér. En í dag er öldin önnur og strand veiði er vaxandi að vinsældum og talin hvað mesti vaxtarbroddurinn í stangaveiði á Íslandi í dag. Finn Hansen er danskur í gegn, en hann hefur verið búsettur á Íslandi síðan árið 1968 eða í 40 ár. Hann talar því nánast lýtalausa íslensku og er sjálf stætt starfandi málarameistari „með allt of mikið að gera“, eins og hann segir. Hingað kom hann vegna þess að hann var að „hlaupa á eftir stelpum“ og stelpan sem hann var aðallega að hlaupa á eftir var íslensk. Hann ætlaði upphaflega að vera hér aðeins í eitt ár, en hafa síðan frúna með sér til Danmerkur, en margt fer öðru vísi en ætlað er og héðan af segir Finn að það sé of seint að fara heim aftur. Strandveiði er nokkuð teygjanlegt hugtak. Hin seinni ár hafa ýmsir stundað það að skreppa niður í fjöru, gjarnan þar sem klappir skaga út og aðdýpi er fyrir hendi. Sveifla þar léttum
66
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011
kaststöngum með spinnerum sem annars eru yfirleitt notaðir í silungs veiði. Stöku kappi notar venjulegan fluguveiðibúnað. Og þessir menn eru að veiða. Þeir fá sjóbleikju, sjóbirting, ufsa, þorsk, þyrskling og stöku flatfiska. Þetta er vissulega strandveiði sem allir geta stundað en þá þarf bara að muna eftir að hreinsa veiðitækin vel því að saltið getur leikið þau grátt. En Finn Hansen stendur fyrir annarskonar strandveiðiskap. Upp á dönskuna er talað um kystfiskeri. Menn fara í fjöruna, eru með öflugar stangir og sterkar línur. Sökkurnar eru kannski 100 grömm eða meira og spúnninn eða slóðinn önnur 50 grömm. Menn eru sem sagt að kasta að jafnaði 150180 gramma agni út í sjó og í einstaka tilfellum er þyngdin enn meiri.
Strandveiði í Skagafirði. Mynd Ásdís Guðmundsdóttir.
„Það er gott að læra undirstöðurnar í svona köstum, því þetta er ekki eins og neitt annað í stangaveiði. Mín bestu köst, uppi á túni við góðar aðstæður eru 170 metrar, en í veiði, við aðrar aðstæður eru bestu köstin mín um 120 metrar. Það telst mjög gott, en menn mega þó ekki halda að þetta snúist um að þeyta þessu eins langt út í hafsauga og mögulegt er. 50 metra köst eru oftast meira en nóg. Heimsmetin í þessum köstum eru 290 metrar, hvorki meira né minna. Sjálfum finnst mér gott að hafa tvær stangir, aðra sem ég læt liggja, beiti þá gjarnan með makríl, og síðan aðra sem ég nota til að hafa eitthvað að gera, nota þá spún á henni eða beitu í flotholti. Sú sem liggur er þó alltaf með, það þarf að hnika til beitunni af og til og síðan skolast olían úr makrílnum á 15 til 20 mínútum og þá þarf að beita uppá nýtt.“
Er þetta stórfiskaveiði? „Ég hef nú ekki fengið mjög stóra fiska, þorskarnir eru kannski þetta 2 til 3 kíló. Þar sem menn hafa verið að fara og setja í steinbít veit ég dæmi þess að veiðst hafi 6 og 7 kílóa fiskar og það eru stórir fiskar. Menn eru ekkert að fá þessa fiska alla á sömu stöðunum. Til að fá flatfiskinn fer maður t.d. á grynnri staði og minnkar krókana. Sjógöngusilungur veiðist ekki á þessi veiðarfæri og ég hef heldur aldrei heyrt talað um að menn hafi veitt lax og heldur ekki í sjóstangaveiði. Ég var þess vegna frekar súr eitt skipti þegar ég var að leita mér að álitlegum nýjum veiðistöðum í Hvalfirði eitt skipti og þá kom maður aðvífandi og rak mig heim. Ég var víst of nálægt ósnum á einhverri laxveiðiánni og þetta var veiðivörðurinn!
Og hvað er það sem þú veiðir? Og þá spyr maður, hvar veiðir þú? „Það er allt mögulegt. Þorskur, ufsi, koli, rauðspretta. Það hefur færst í vöxt að menn séu að fá steinbít líka og þeir geta orðið stórir.“
„Það er mjög víða hægt að veiða. Ótrúlega víða. Eiginlega út um allt. Ég ætla nú ekki að nefna alla mína
67
strandveiði
helstu staði, en það eru t.d. fínir staðir á Geldinganesi og líka fyrir sunnan Straumsvík, en að vísu er botninn fjandi grýttur þar. Þá er Helguvík mjög góð. Ég stundaði það eitt sinn fjögur sumur í röð að ganga með strandlengju Reykjanesskagans og reyna hér og þar. Ég fann marga staði, en sannast sagna þá er best að læra á frekar fáa staði en marga. Finna út hvernig þeir virka best. Ég hef reynt að stunda það að halda dagbók þar sem veður, hitastig, vindur og staða sjávarfalla kemur fram. Þetta hefur nýst mér mjög vel þegar ég hef ákveðið mig hvert ég ætla að fara næst.“
68
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011
Og er það skothelt? „Guð minn góður nei, ég er ekkert sérlega fiskinn. Ég hef oft og mörgum sinnum komið heim með öngulinn í rassinum. Að fá 4-5 fiska er góður dagur hjá mér, en ég kannski hætti þá líka. Maður verður að taka mið af því að maður hefur kannski labbað í 30 til 40 mínútur og það þarf auðvitað að labba alla leið tilbaka og þá er ekki sniðugt að vera með of mikin afla á bakinu. Mér dugar þetta fullkomlega. Ég er að leita eftir göngutúrnum, útiverunni og ef ég fæ eitthvað á grillið í leiðinni þá er
Stranveiði möguleikar eru víða um land og fengurinn marg víslegur. Myndin er frá Skagafirði, Drangey í baksýn. Mynd Ásdís Guðmundsdóttir.
það bara fínt. Þá er þetta ódýrt þó að tækin þurfi svolítinn stofnkostnað. Það kostar t.d. ekkert að veiða við ströndina, en menn skyldu þó alltaf banka uppá hjá bændum ef þeir vita hver á landið og spyrja um leyfi. Ég hef aldrei fengið annað en góðar móttökur. Mér finnst t.d. hæfilegt að ætla sér svona fjórar klukkustundir í veiðina og er best að fara þegar sjórinn er að falla að. Þá mega menn heldur ekki gleyma því að þessa veiði er hægt að stunda allt árið. Fiskurinn er alltaf til staðar.“ Finnurðu fyrir því að áhuginn á þessari veiði fari vaxandi? „Já, heldur betur. Þegar ég var að byrja á þessu hérna fyrir 25 árum gerðist það oft að fólk stoppaði bílana sína og spurði hveð ég væri eiginlega að gera. Og lengi vel var ég eiginlega bara einn í þessu. Þetta er hins vegar gríðarlega vinsælt sport alls staðar í Evrópu þar sem lönd liggja að sjó, t.d. á Bretlandseyjum, í Skandinavíu, Þýskalandi og víðar. Þannig að þetta hlaut að breiðast hingað líka, enda eru aðstæður frábærar. Það var stofnaður strandveiðiklúbbur síðasta vetur sem RB-veiðibúð gekkst fyrir. Það voru 200 manns á fundinum og ég finn það allt í kringum mig núna að það er fólk að fara í strandveiði. Maður er ekkert lengur einn á þessum veiðistöðum og þá er mál að fleiri finnist því nóg pláss er fyrir alla. Þetta er ennþá ódýrt eins og ég sagði og veiðileyfin kosta ekkert. En með tíð og tíma mun það breytast. Það er bara þróunin í þessu.“
einu sinni var
Rivers of Iceland
eftir R.N. Stewart í íslenskri þýðingu Á komandi hausti kemur út í íslenskri þýðingu ein sú merkasta bók sem skrifuð hefur verið um íslenskar laxveiðiár. Þar er á ferðinni bók breska hershöfðingjans R.N.Stewart Rivers of Iceland sem hefur lengi verið illfáanleg. Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari og blaðamaður hefur þýtt bókina, sem hefur að geyma dýrmætar lýsingar á landi og þjóð að ógleymdum laxveiðiánum sem skoðaður eru af gests auganu, auganu sem löngum hefur verið talið glöggt.
Við heyrðum í Einari Fal og hann sagði: „Það var stjórnarmaður í Hinu íslenska bókmenntafélagi sem hafði áhuga á að sjá Rivers of Iceland þýdda á íslensku og spurði hvort ég hefði áhuga á verkinu. Sem ég vissulega hafði, enda er þetta stórmerkileg bók. Ég byrjaði að snara bókinni í haust og hún er væntanleg á markað í haust, með auknu myndefni frá þeim árum þegar Stewart veiddi í íslensku ánum, fyrstu áratugum síðustu aldar.
70
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011
Stewart kom fyrst hingað til lands ásamt félaga sínum rétt eftir aldamótin 1900 en þá til að stunda skotveiðar að haustlagi. Þeir dvöldu í Ensku húsunum við Langá og auk þess að lenda í sannkölluðum draumaaðstæðum skotveiðimanna, þá veiddi þeir nokkra laxa í Langá. Það varð til þess að hann ákvað að koma aftur sumarið eftir, án byssu, og veiða fisk. það gerði hann í nær fjóra áratugi, fyrir utan heimsstyrjaldarárin, bæði þau fyrri og þau seinni, en þá gegndi hann hermennsku. Stewart veiddi í mörgum ám hér á landi, en einkum i Hrútafjarðará en hana hafði hann á leigu árum saman.
Þegar leið á ævina skrifaði Stewart nokkrar bækur um veiði á stöng, með veiðisögum, en einnig bók fyrir börn og aðrar sem kenna fluguveiði. Það var líklega að undirlagi stjórnarmanna í forvera Ferðamálaráðs, Iceland Tourist Bureau, sem Stewart skrifaði þessa bók um íslenskar veiðiár. Hún kom út árið 1950 og er að miklu leyti skrifuð í Grænumýrartungu við Hrútu, þar sem Stewart hélt til er hann var hér við veiðar. Þetta er stórmerkileg bók, fyrir utan hvað hún er skemtileg. Lýst er nokkrum laxveiðiám hér á landi og er sjónarhornið forvitnilegt á margan hátt fyrir veiðimenn dagsins í dag. Til að mynda er þá aðeins veiddur hluti vatnasvæða á borð við Miðfjarðará og Stóru Laxá, sem hann kallar reyndar Laxá við Birtingarholt. Þá fór Stewart fór í rannsóknarleiðangur í á sem hann kallaði Laxá við Blönduós, til að kanna hvort það svaraði kostnaði að reyna að leigja hana út til útlendinga. Í dag er sú á þekkt sem Laxá á Ásum.
fyrir enska veiðimenn. Ef þeir eru ekki sáttir við að þurfa bara að leigja ána, en geta ekki keypt hana þar sem þeir eru útlendingar, þá á hann ráð við því: “Íslensk lög banna útlendingum að eiga á á Íslandi. Eina leiðin til að sigrast á þessu vandamáli, ef einhver þráir að eignast veiðiá, er að kvænast íslenskri konu, leyfa henni að halda ríkisborgararéttinum, biðja hana að kaupa ána og telja hana síðan á að leyfa sér að veiða í henni. Íslensku stúlkurnar eru afar aðlaðandi og mjög fallegar. Ókvæntir stangveiðimenn gætu vel haldið lengra í konuleit en með verri árangi.”
Efri mynd: Félagi Stewarts þreytir lax í Hrútafjarðará. Neðri mynd: Fylgdarmaður Stewarts hampar 21 punds laxi úr Víðidalsá.
Hann segir á greinargóðan hátt frá Hrútafjarðará og skrifar skemmtilega um heimsóknir í Laxá í Dölum, Víðidalsá, Vatnsdalsá og Straumfjarðará, svo eitthvað sé nefnt. Þá eru kaflar um bleikju, sjóbirting, legustaði laxa, veiðarfæri, veiði í lækjum og vatnaveiði, veiðileiðsögumenn og íslenska veiðimenn. En þetta er alls ekki bara bók um veiði. Í bókinni eru nefnilega afskaplega merkilegir kaflar um íslenskt samfélag og menningu; um ferðalög um landið, um sveitabæina þar sem veiðimenn gista, um efnahagslífið þegar bókin er skrifuð, um fuglalífið og veðrið, og auk þess eru líka í henni leiðbeiningar um það hvernig á að leigja sér á hér á landi því bókin er skrifuð sérstaklega
71
villibráðareldhúsið
Sölvi Ólafsson
Fljótlegur og fáránlega góður brauðréttur með taðreyktum laxfiski Við ætlum að vera hér með eitt og annað skemmtilegt sem hægt er að matreiða úr bráðinni, hvort heldur það er fiskur eða fugl. Þar sem stanga veiðivertíðin er að byrja og hugsanlegt er að ýmsir eigi enn eftir eitthvað af reyktumlaxi eða silungi, þá ætlum við að ryfja upp frábæran skyndirétt með því góða hráefni. Það er um að gera að ljúka nú við restarnar til að nýi aflinn komist fyrir í frystihólfunum.
Sölvi Ólafsson prentsmiðjustjóri Morgunblaðsins kom, sá og sigraði í veiðihúsinu við Tungufljót fyrir fáum árum er hann dró fram einfalda og frábæra uppskrift með reyktum laxi, sem hann sagði uppruna í Danmörku þar sem hann bjó lengi og lærði sitt fag. Líklega er þetta eitthvað sem maður gæti hnotið um á matseðli Jómfrúarinnar þó að við höfum raunar ekki séð það þar enn þá. En þetta er svona í anda þess. Sölvi var með flak af reyktum laxi í fórum sínum og var það af Elliðaárlaxi. Hafði Sölvi ætlað að sleppa því að borða af stykkinu, fannst ekki uppruni laxins vera nógu heillandi þegar til kastanna kom, en þegar einn veiðifélaga hans reyndist vera með stykki af 12 punda hæng úr Hafralónsá, taðreykt hjá Bensa á Hólmavaði, dró Sölvi fram meðlætið og lét slag standa: • Sneið af grófu brauði. • Kornbrauð úr Bónus kemur mjög vel út, en gera má tilraunir með ýmsum tegundum brauðs. • Kemur þó illa út með hvítu brauði. • Smjörvi • Parmesanostur • Rauðlaukur • Taðreyktur lax (eða silungur) • Kapers.
72
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011
1. Brauðsneiðin er ristuð og smurð með smjörva. Best er að sneiðin sé að minnsta kosti meðaldökk, yfirborðið a.m.k. stökkt. 2. Laxasneiðum er raðað á brauðið. Við erum hér með sjóbleikju úr Hofsá. 3. Rauðlaukurinn er saxaður smátt og dreift yfir fiskinn. 4. Parmesanost er dreift yfir. Það má vera duft, en betra er þó að sneiða smátt af stykki, eða nota rifjárn. 5. Þeir sem eru hrifnir af kapers setja nokkra hausa ofaná herlegheitin. Menn annað hvort elska kapers eða þola það ekki, en rétturinn er gríðarlega góður þótt kapers sé sleppt.
Að svo komnu er kominn tími til að bíta í brauðið. Þetta er magnað bragð. Þetta er auðveldur og fljótgerður réttur. Gengur sem hádegis- og/eða kvöldmatur. Skemmtilega öðru vísi þegar gesti ber að garði.
Vert er að geta þess, að þessi réttur virkar ekki síður með reyktum sjóbirtingi, urriða og bleikju. Vitaskuld er heldur ekki nauðsynlegt að fiskurinn sé taðreyktur þó vissulega sé bragðið sterkara og betra ef svo er. Þá gerðist það nýverið, að við smökkuðum réttinn með óðalsosti þar sem Parmesanostur var ekki haldbær. Það var ekki síður gríðarlega ljúffengt og gefur tilefni til að reyna fleiri gerðir osta. Um að gera að þreifa sig áfram.
73
lífríkið
Skarfar
Algjörir skarfar! Það ber margt skrýtið fyrir augun á bökkum vatnanna og getur verið skemmtilegt fyrir veiðimenn að vita hvað það er sem fyrir augu ber. Fuglar eru áberandi förunautar við veiðivötnin og það er kannski ekki síst vegna þess að veiðimenn geta haft gagn af því að þekkja tegundir og háttu þeirra, að þeir ættu að líta eftir hinum fiðruðu “veiðimönnum”. Af háttarlagi kríu geta menn t.d. ráðið hvort að fiskur liggur nærri eða lax er að ganga svo dæmi sé tekið. Nærvera annars mikils veiðifugls tryggir gersamlega nærveru fiska, en það er dílaskarfurinn. Mönnum á það til að bregða við það að sjá skarf við veiðivatn. Hann er stór og tígullegur, reyndar andsk. ljótur líka, og umfram allt ekki endilega alvanaleg sjón. Menn ganga fram á hann þerrandi vængi undir moldarbakka ef ekki hreinlega á svamli í hylnum sem til stóð að veiða í, en gæti verið heppilegra að fresta við umrædda heimsókn. Tvær tegundir skarfa verpa á Íslandi, toppskarfur og dílaskarfur og hér er um dílaskarf að ræða. Það eru geldfuglar sem leita upp eftir veiðiám og jafnvel inn á stöðuvötn langt inni í landi. Þannig munu skarfar hafa sést oftar en einu sinni við Þingvallavatn og undirritaður hefur séð þá á Norðlingafljóti við Helluvað, þar sem efra vaðið fram á Arnarvatnsheiði er að finna. Það er ekkert annað en ætisvonin sem rekur skarfinn upp árnar og ekki tilviljun að hann sést eigi ósjaldan við sleppitjarnir eða á stöðum þar sem vitað er að smáfiskur á til að þjappa sig saman. Þá er skarfurinn afar duglegur, kafar djarflega og veiðir af krafti. Og alveg með ólíkindum hvað þeir geta gripið og gleypt stóran fisk
74
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011
Skarfurinn getur verið lítt fyrir að deila veiðistað með stangaveiðimönnum og dæmi um að þeir hafi bæði gert atlögur að veiðimönnum, synt gapandi og kvakandi með ógnandi hætti að stangaveiðimönnum sem hugðust nýta veiðiréttindi sín, ef ekki hreinlega hrifsað í fiska sem veiðimenn hafa verið að þreyta. Það kom t.d. fyrir hjá Garðari Scheving hárskera, en um það ritaði hann eftirminnilega grein í Veiðimanninn. Hann setti í væna sjóbleikju í Norðfjarðará, en er hann þreytti hana vatt skarfur sér allt í einu úr kafi, með bleikjuna í kjaftinum, og neitaði að sleppa þar til í fulla hnefanna, en er sú niðurstaða var fengin, ærðist kvikindið og svam reiðilega með útþanda vængi að Garðari, en hörfaði síðan. Þá hefur leiðsögumaður einn við Laxá í Leirársveit sagt frá sams konar ryskingum við skarf í Laxfossi í Laxá í Leirársveit, þar sem það voru veiðimenn sem hörfuðu í fyrstu undan reiðum skarfi, en tóku sig síðan saman í andlitunum og snéru vörn í sókn, enda láta menn það ekki spyrjast að þeir láti skarf reka sig úr hyl.
Skarfur með stóran urriða við vegtjörn í Langadal við Blöndu. Mynd Arnór Sigfússon.
En það eru líka til dæmi þess að skarfar fari alvarlega halloka undan veiðimönnum. Sögð er saga frá Skálmardalsá á Barðaströnd, að þar var fyrir þónokkrum árum ungur flugukastari að veiðum í hyl frammi í gili. Þetta var þröngur hylur og allmikill klettur neðst í honum og að honum var köstunum beint, enda spegill þar og djúpt undir. Þar var talið að bleikjan héldi sig. Flugan var Tiel and Black tvíkrækja númer 12 og línan sökkvandi. Allt í einu stríkkaði á línunni og veiðimaður bjó sig undir hefðbundna 1,5 til 2 punda bleikju. En það var eitthvað annað, það var togað af feiknaafli og alltaf versnaði það, skyndilega rauk stórfygli uppúr hylnum með djöfulgangi og baksaði um ferlega og reyndi að komast á loft, en mótstaða stangarinnar kom í veg fyrir það. Þarna var nú háð afar ógeðfelld glíma sem endaði með því að fuglinn örmagnaðist, enda hafði flugan húkkast í bringu hans og sat þar pikkföst. Þegar dýrið kom á land var eftir að vinna á því, en fuglinn hafði enn þrek í að berjast talsvert um og reyna að bíta frá sér.Ekki var reynt að frelsa fuglinn, því flugan hafði rifið upp talsvert holsár og auk þess var það fingrum hættuspil að fara í einhverja lempni. Sá er þetta ritar hefur séð skarfa á Þingvallavatni, Úlfljótsvatni, Elliðavatni, Norðlingafljóti, við Grímsá, Norðurá, Litluá, Straumfjarðará, Haffjarðará, Laxá í Kjós, á Meðlafellsvatni, við Laxá í Aðaldal, við Kjarrá og frétt af þeim miklu mun víðar. Það má eiginlega segja að þar sem er fiskur, þar megi búast við skarfi. Þeir eru hluti af umhverfi okkar og skemmtileg uppákoma að koma auga á þá, enda svipmiklir, stórir og kræfir fuglar. Eflaust eru þeir illa séðir af þeim sem eiga og rækta árnar, enda miklir veiðifuglar. En þeir hafa sinn rétt eins og aðrir í náttúrunni.
75
isaga veið flokkur
penni
Uppstoppaður urriði í óvenjulegu hlutverki Þeir sem komið hafa í notalegt veiðihúsið við Minnivallalæk kannast við uppstoppuðu urriðatröllin sem hanga uppi á veggjum setustofunnar. Þau eru þrjú, hvert öðru hrikalegra, en stærstur og svakalegastur er dökkbrúnn og svartur drjóli sem var vigtaður 20 pund. Sá reyndar veiddist ekki á stöng, því veiðimaður einn fann hann nær dauða en lífi í ánni og er haldið að hann hafi verið að geyspa golunni þá stundina fyrir aldurs sakir. En þegar við heimsóttum Aðalstein Jóhannsson og félaga hans í fyrra sem voru að opna Minnivallalæk 1. apríl síðast liðinn var okkur sögð saga um óvænt hlutverk sem þessi urriði hefur lent í. „Það hafa fleiri en einn veiðimaður farið með þennan uppstoppaða höfðingja niður að á og stillt sér upp með hann líkt og viðkomandi væru að sleppa honum aftur. Svo fara menn heim og fótosjoppa viðarplattann burt og þetta verður býsna líklegt og raunverulegt. Þetta eru menn einkum að gera sér til gamans, en þó vitum við til þess að svoleiðis mynd rataði einu sinni inn í finnsk fluguveiðitímarit þar sem blaðamaðurinn lýsti reynslu sinni af stóru urriðnunum í Minnivallalæk,“ sögðu okkur Aðalsteinn og félagar.
76
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011
EFRI MYND: Þetta er sá risaurriði sem um ræðir, var 20 pund á dauðastundu og eldgamall. NEÐRI MYND: Þessi hrikalegi urriði hangir líka á veggnum íveiðihúsinu við Minnivallalæk og hefur verið notaður með sama hætti og sá stærri.
græjur
Fluguhjólið frá Ísafirði Fyrir nokkrum árum hóf Steingrímur Einarsson að hanna og smíða flugu hjól eftir þeim kröfum sem hann gerði sjálfur til fluguhjóla og honum fannst að betur mætti fara hjá öðrum framleiðendum. Stofnað var fyrirtækið Fossdal og hjólin fengu nafn Steingríms, Einarsson, fluguhjól sem heita má að allir sem eru vel sokknir í heim fluguveiðinnar þekki. Hvert hjólið hefur rekið annað. Öll fengið glimrandi dóma og móttökur. Það nýjasta, Invictus, þykir þó bera af öðrum, ekki aðeins fyrri Einarssons hjólum, heldur einnig hjólum annarra leiðandi framleiðenda. Invictus var framleitt í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands þar sem Ingólfur Þorbjörnsson er innsti koppur í búri. Ingólfur er mikill veiðimaður sjálfur og var um tíma formaður Landssambands stangaveiðifélaga. Ingólfur var eigi alls fyrir löngu með glærusýningu og kynningu á Invictus í Veiðihorn inu, en þar einmitt fæst umrætt hjól ásamt því að nálgast má hjólið í versluninni Veiðiflugum. Invictus telst vera lúxusvara í hæsta gæðaog verðflokki, en einn góðan veður dag verða kannski öll fluguhjól smíðuð eftir þessu líkani. En kannski þó frekar eftir næstu gerð Invictus, því samkvæmt Ingólfi eru menn hvergi nærri hættir í þróunarvinnunni.
„Það var þá sem mig langaði til að sjá bestu bremsu í heimi eins og Steingrímur hafði rætt um verða að veruleika, bremsu sem tekur höggið og heldur, því kerfið tekur við, kerfið er samhæft og jafnar öll átök með þeim hætti sem ekki hefur áður sést. Ingólfur og Steingrímur lögðust yfir nýja og byltingarkennda hönnun á bremsu og hver frumgerðin hefur rekið aðra, hver annarri betri. Og nú er það toppurinn hingað til, Invictus,“ sagði Ingólfur í samtali. Invictus þýðir á Latínu „ósigrandi“ og liggur með því í augum uppi að hverju er keppt, þ.e.a.s. fluguhjóli
Ingólfur Þorbjörnsson, viðmælandi okkar, með Wish hjól, aðra snilldarhönnun frá Einarsson.
Steingrímur Einarsson var kominn á sporið með nýja og framsækna bremsutækni þegar Ingólfur óð út í Hnausastreng haustið 2006. Hann var með úrvals græjur og 16 punda taum. Stórfiskur sem hafði sýnt sig, réðist á fluguna. Hann fór síðan af stað af öllum sínum mikla þunga, Ingólfur herti bremsuna og hún hélt þangað til að laxinn stökk, hnykkti hausnum í stökkinu og sleit tauminn.
78
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011
sem á ekki sinn líka og stenst allar kröfur og raunir sem fyrir eru lagðar. Byggt er á nýrri bremsutækni sem verið er að fá einkaleyfi fyrir. Það er hægt að segja frá tækninni á tækni legan hátt, en við höldum okkur við einfaldleikann og berum hér fram lýsingu hugvitsmannanna sjálfra: „Með nýrri hugsun er orkukerfi hannað í hjólið, orkukerfi sem tekur upp og jafnar allt álag sem á línuna kemur og mun minnka og jafna út öll högg og rykki sem verða í baráttunni við fiskinn. Nýja Invictus hjólið er afrakstur þriggja ára þróunarvinnu, með stuðningi Tækniþróunarsjóðs, og er niður staðan ný og byltingarkennd tækni í bremsukerfi fluguveiðihjóla sem hefur vakið athygli víða um heim.“ Þetta er auðvelt að skilja, flugu veiðimenn þekkja höggið sem kemur gjarnan við tökuna og hvernig stöngin rykkist upp þegar línurokurnar fljúga út, þegar fiskur tekur mikið viðbragð. Frá eðlisfræðihliðinni má segja að bæði stöng og lína geymi orku fisksins, þetta þekkja veiðimenn því stöngin réttir úr sér til að halda línu strekktri og línan dregst saman. Veiðihjólin hafa hinsvegar verið þannig að þau brenna orku fisksins í núningsmótstöðu bremsunnar, en Invictus geymir að hluta til þessa orku og nýtir þessa orkugeymslu til að halda línu strekktri, á sama hátt og stöng og lína. Það má því segja
að í fyrsta skipti er hægt að tala um að allur búnaður veiðimanns virki á sömu lögmálum eðlisfræðinnar. En aftur að baráttunni, þegar fiskur tekur rokur eru hættuleg og viðkvæm augnablik, með tilheyrandi hjartslætti veiðimanns, og að ná að jafna út þessi miklu átök getur skilið á milli hvort að fiskurinn næst að landi eða missist. Ekki á þetta hvað síst við þegar um stóra fiska að ræða, því að högg þeirra og viðbrögð eru margfalt meiri og sterkari heldur en hjá smærri fiskum. Öll veiðihjól frá Einarsson eru smíðuð frá grunni á Ísafirði og markmiðið er skýrt eins og segir á vefsíðu þeirra: – að í gæðum og endingu standist hjólin allan samjöfnuð við þau veiðihjól sem teljast best á markaðnum. Ólæknandi veiðiáhugi og takmarka laus metnaður þe irra sem standa að fyrirtækinu er galdurinn að baki velgengni fyrirtækisins í framtíðinni. Lesendur geta kynnt sér Einarsson fluguhjólin sjálfir með því að fylgja hlekknum sem hér fylgir, en slóðin er: www.einarsson.is
Punktar um flugustangirnar vinsælu frá Sage Í vöruúrvali Veiðihornsins og Sport búðarinnar eru Sage flugustangirnar heimsfrægu fyrirferðamiklar. Ólafur og María hafa gert sér far um að kynna sér starfseminu, hefðina og vinnubrögðin við gerð stanganna. Við báðum Ólaf um að segja okkur aðeins frá þessum frábæru flugustöngum. „Við María höfum nokkru sinnum heimsótt höfuðstöðvar Sage á Bainbridge Island fyrir utan Seattle í Wasingtonfylki Bandaríkjanna. Það sem komið hefur okkur á óvart er hve lítið fyrirtækið er miðað við hve gríðarlega stóra markaðshlutdeild Sage hefur um allan heim. Andinn á vinnustaðnum er einstakur. Orðið heimilislegur er e.t.v. besta orðið til að lýsa þeim anda sem þarna ríkir. Það sem fyrst vekur athygli þegar komið er inn í móttöku hjá þessum virta framleiðanda flugustanga er gríðarlega stór mynd upp á vegg af Laxfossi í Norðurá. Enda er einn æðsti yfirmaður Sage, Marc Bale mikill íslandsvinur og hefur heimsótt Ísland mjög oft og veitt í mörgum ám hér. Við höfum fengið að fara um alla verksmiðju og séð framleiðsluna frá upphafi til enda. Allar Sage flugustangir, líka þær ódýrustu eru handgerðar þarna á staðnum. Grafítið í allar Sage stangir kemur
frá fyrirtæki í Seattle sem framleiðir grafít fyrir Boeing en nýjasta Boeing þotan er einmitt að miklu leiti gerð úr grafít. Generation 5 grafítið sem notað er í nýjustu stangir Sage er afsprengi úr þróunarvinnu þessarar verksmiðju fyrir Boeing. Grafíttrefjarnar eru fínlegri og límblandan sem notuð er í grafítmotturnar ný af nálinni. Sem fyrr segir eru líka ódýrustu Sage flugustangirnar handgerðar hjá Sage í Seattle. Það er því sérkennilegt að heyra haft eftir sölumönnum flugustanga sem framleiddar eru í Kína og Kóreu að notað sé sama „blank“ (grafít) og notað er í Sage flugustangir. Ábyrgð Sage stanganna er einstök en Sage býður lífstíðarábyrgð á sínum stöngum. Ekki er hægt að rétta topp yfir búðarborðið þegar stöng brotnar heldur þarf að senda brotna stykkið til Sage þar sem nýr hlutur er smíðaður í stað hins brotna. Þessi ferill tekur nokkrar vikur en við komum á móts við Sage eigendur og bjóðum þeim að fá lánaða Sage stöng ef viðkomandi er í vandræðum. Frá Sage koma nokkrar „fjölskyldur“ flugustanga en þær eru helstar: Z-Axis sem er að okkar mati besta flugustöngin á markaðnum. Z-Axis er
einstaklega létt stöng, feykiöflug en ekki svo stíf að ánægjan glatist þegar barist er við lítinn fisk. Margar stífar / hraðar stangir eru einmitt of stífar svo ekki finnst fyrir smærri fiskum. 99 stöngin hefur verið vanmetin. Hugmyndin á bakvið þróun þessarar stangar var sú að hanna góða stöng í andstreymisveiði, þar sem kasta þarf þungum flugum. 99 stöngin hentar einstaklega vel í okkar veiðiskap þar sem mikið er notast við þyngdar flugur og túpur. Nafnið 99 er tilkomið vegna þess að allar stangirnar í þessari fjölskyldu eru 9 fet og 9 tommur. VXP. Við veðjum á að þetta verði toppsölustöngin okkar í ár. Allir veiðimenn muna eftir XP stönginni sem naut gríðarlegra vinsælda fyrir fáeinum árum. Sage ákvað að endurvekja gömlu góðu XP stöngina með smávægilegum breytingum og setja á markað aftur undir nýju heiti og á betra verði en gamla stöngin var á. VXP er sannarlega stöng í hæsta klassa en ódýrari en margar Asíustangirnar sem seldar eru hér.
hröð og skemmtileg stöng sem hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum. Sage Vantage er miðhröð stöng ætluð byrjendum. Mjög auðvelt er að ná tökum á kasttækninni með Vantage sem þó er alls ekki of mjúk. Sage Vantage er góður kostur fyrir þá sem vilja eignast flugustöng í úrvalsflokki á verði sem er lægra en margar þekktar Asíuflugustangir. Líkt og um rauðvín og osta er vart hægt að fullyrða að hin og þessi flugustöngin sé best. Þar ræður smekkur svo og kaststíll hvers og eins. Á hinn bóginn hefur stangarhönnuðum Sage tekist frá fyrsta degi tekist að hanna vel heppnaðar stangir sem farið hafa sigurför um fluguveiðiheiminn. Við segjum því Sage er vinsælasta flugustöngin og það er ekki tilviljun.
Flight er uppfærð Fli stangarinnar sem tók við af gömlu góðu DS2 sem gjarnan var kölluð Grafít tvö og var gerð úr annarri kynslóð grafíts fyrir margt löngu. Hér er á ferð
79
græjurnar
Vesturröst í strandog sjóstangaveiðina
Airflo línurnar
Strand- og sjóstangaveiði á vaxandi vinsældum að fagna hér á landi og veiðibúðirnar hafa ýmsar hverjar tekið þann slag af alvöru. Ein af þeim er Vesturröst sem hefur á boðstólum fín merki, bæði ódýr og dýrari, stangir, línur, agnið. Allt til alls og ekkert að vanbúnaði að setja sig inn í þennan áður lítt þekkta heim sportveiðinnar. Ingólfur Kolbeinsson í Vesturröst sagði við okkur: "Við höfum ekki gleymt sjótstangaveiðinni og standveiðinni. Þar eru alltaf fleiri og fleiri sem
Airflo er eitt þekkasta merkið í flugu línum og í Vesturröst fæst mikið úrval af þeim góðu línum á fínu verði. Vegna góðra samninga sem Vesturröst hefur náð við Airflo þá er hægt að bjóða Íslenskum veiði mönum upp á glæslileg tilboð. Eins og t.d. þetta: Airflo Scandi Compact skothaus , ridge rennslilína, og 4 sökk polytaumar allt í einum pakka á aðeins kr 14,900. Einnig Sama sett en með Skagit compact skothaus. þarna er hægt að finna réttu línuna fyrir allar tvíhendur, 11-15 feta, að
prófa þann anga sportveiðinnar og komast að því að þetta er spennandi og skemmtilegt og veiðileyfin kosta ekki neitt. Oft er veiðin frábær og menn geta verið að veiða í matinn margar vikur fram í tímann á sama tíma og þeir njóta útiveru og spennunnar sem fylgir stangaveiðinni. Þetta er vissulega ólíkt lax- og silungsveiði, en er spennandi stangaveiði samt sem áður. Vegna þess bjóðum við mikið úrval af fallegu og vönduðu dóti fyrir sjóstangaveiði og strandveiði.
www.votnogveidi.is
80
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011
sögn Ingólfs í Vesturröst. Og hann segir: "Þessar línur eru fundnar upp til að auðvelda öllum tvíhenduköstin án þess að vera með langan haus eða línu á lofti í einu. Einnig eru þær hannaðar með það í huga að auðvelt er að kasta þeim með sökkvandi endum og þungum túpum. Og ekki er slæmt að hafa hina frábæru og mest seldu rennslilínu Airflo Ridge með. Eina hættan með þessu er að þú kastir of langt yfir ána eða yfir fiskinn í vatninu!"
Lystaukandi veislur Fermingar Árshátíðir Brúðkaup Fundir Afmæli Móttökur
veis luþ j ó n u st a Búðakór 1
•
203 Kópavogi
•
Sími 820 7085
•
lystauki@lystauki.is
VEIÐISLÓÐ tímarit um sportveiði og tengt efni
Útgefandi: GHJ útgáfa ehf. Ritstjórn: Guðmundur Guðjónsson, ritstjóri Heimir Óskarsson, útlit og umbrot Jón Eyfjörð Friðriksson, greinaskrif Netfang: ritstjorn@votnogveidi.is