Hér kemur nýtt tölublað af Veiðislóð. Þau urðu tvö þetta árið. Fimm í fyrra, sex þar áður. Við höfum því dregið saman seglin eins og margir hafa gert.
Framhaldið er óráðið en viljinn er til staðar . Tilfellið er, að við byrjuðum af miklum krafti. Ákváðum að sjá hverju það skilaði. Þetta er fríblað og öllum opið og það er staðreynd að móttökur lesenda hafa verið ævintýri líkastar. Erum við að sjálfsögðu þakklátir fyrir það.