Hér er komið seinna tölublað Veiðislóðar 2014, blaðið sem við köllum jólablað. Afstaðin er afar athyglisverð stangaveiðivertíð þar sem laxveiði dróst gríðarlega saman frá fyrra ári og sjóbleikju hélt áfram að fækka þó að víða sé enn talsvert af henni. Sjóbirtings- og urriðaveiði var þó yfirleitt í lagi. Vonandi að veiðimenn eigi fínar minningar frá vertíðinni þó að viðbúið sé að einhverjir hafi veitt eitthvað minna en áður. Við viljum nota þetta tækifæri til að þakka ykkur samfylgdina. Eigiði frábærar hátíðir.