VEIÐISLÓÐ tímarit um sportveiði og tengt efni
2/2014
ÁREIÐAN
VEIÐIHORNIÐ
•
SÍÐUMÚLA 8
•
108 REYKJAVÍK
•
SÍMI 568 8410
•
VEIÐIHORNID.IS
NLEGAR VÖÐLUR OG VEIÐIFATNAÐUR
frá ritstjórn Hér er komið seinna tölublað Veiðislóðar 2014, blaðið sem við köllum jólablað. Afstaðin er afar athyglisverð stangaveiðivertíð þar sem laxveiði dróst gríðarlega saman frá fyrra ári og sjóbleikju hélt áfram að fækka þó að víða sé enn talsvert af henni. Sjóbirtings- og urriðaveiði var þó yfirleitt í lagi. Vonandi að veiðimenn eigi fínar minningar frá vertíðinni þó að viðbúið sé að einhverjir hafi veitt eitthvað minna en áður. Við viljum nota þetta tækifæri til að þakka ykkur samfylgdina. Eigiði frábærar hátíðir. Með kveðju frá GHJ útgáfu: Guðmundur Guðjónsson, ritstjóri Heimir Óskarsson, útlit og umbrot Jón Eyfjörð Friðriksson, greinaskrif.
S!
N NSI
J
G ÓLA
JÖ
EI FV
Ð
N IMA
Eitt kort 38 vötn 6.900 kr www.veidikortid.is
00000 SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA NÁNAR!
Náttúrubarn Sturla Friðriksson Hér rekur Sturla minningar sínar, m.a. við Laxfoss í Norðurá, segir af forfeðrum, samferðamönnum og upphafsárum við Laxfoss, fyrstu stangaveiðimönnunum í Norðurá, innlendum sem erlendum. Uppeldi sitt hlaut Sturla Friðriksson á ríkmannlegu menningarheimili og ber hann sterkan svip af erfðum og umhverfi, dæmigerður fræðimaður sem fátt er óviðkomandi í ríki vísinda og mennta og ber frásögn hans ríkan keim af því.
HÁSKÓLAÚTGÁFAN haskolautgafan.hi.is • hu@hi.is • 525 4003
http://haskolautgafan.hi.is/náttúrubarn
efnið 8
Stiklað á stóru
Vertíðin var um margt sérstök, en hér gerum við hana upp í máli og myndum
18 Viðtalið Viðtalið að þessu sinni er við Einar Þorvarðarson formann Handknattleikssambands Ís lands, en hann er reynslubolti á árbakkanum.
28 Fluguboxið Í fluguboxinu lítum við á hinn fræga Frigga, magnaða flugu úr smiðju Baldurs Hermanns sonar, og aðra magnaða flugu, Langskegg, sem er ofurfluga í silunginn úr smiðju Arnar Hjálmarssonar.
34 Veiðistaðurinn Vatnsdalsá.
44 Spurt og svarað Laxveiðin var döpur s.l. sumar og við spurðum nokkra valinkunna sérfræðinga um skoðanir þeirra á því hvert stefni héðan af. Þetta eru Óðinn Sigþórsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Haraldur Eiríks son og Bjarni Júlíusson.
52 Eitt og annað Angela Lenz er austurrískur myndlistarmaður sem hefur sérhæft sig í að skreyta flugu box og annan veiðivarning. Veiðislóð ræddi við hana.
54 Eitt og annað Hafsteinn Þórisson, ferðaþjón ustubóndi og fluguhnýtari á Brennistöðum í Flókadal er annað og meira: Hann er líka uppstoppari og okkur langaði að skyggnast inn í þann heim.
56 Ljósmyndun Ljósmyndagalleríið okkar að þessu sinni er í ótrúlega traustum höndum Einars Fals Ingólfssonar, blaðamanns og ljósmyndara á Morgun blaðinnu.
76 Einu sinni var Árið 1985 sagði Gulli Bergmann magnaðar veiðisögur í viðtali í bókinni Vatnavitjun. Hér birtum við nokkrar af sögum Gulla heitins, sem var einn fremsti stangaveiðimaður landsins og lést langt um aldur fram.
80 Villibráðareldhúsið Að þessu sinni töfra Oddný Magnadóttir, Mjöll Daníel dóttir og Vignir Arnarson fram snilldarrétti. Auk þess segjum við frá tveimur frönskum eðal koníökum með Írskum og Norrænum nöfnum.
86 Græjur Að vanda eru margvíslegar vörur kynntar á sérstökum græjusíðum. Það eru auglýs endur blaðsins sem að reiða fram efnið, sem er hið fjöl breytilegasta.
90 Bækur veiðimanna Hér getur að líta valda kafla úr fimm bókum sem að VoV kemur að, auk kafla úr bókinni Náttúrubarn eftir doktor Sturlu Friðriksson. Bækur VoV eru Stangaveiðiárbókin 2014, handbækurnar Veiddu betur – lax, Veiddu betur – silung og Strandstangaveiði á Íslandi, auk bókarinnar Skotveiði í máli og myndum 2.
Forsíðuljósmynd: Heimir Óskarsson.
Norðurá "fegurst áa" Sala veiðileyfa í Norðurá fyrir sumarið 2015 er hafin. Upplýsingar gefur Einar Sigfússon, gsm 8939111 og netfang einar@nordura.is Einnig má skoða margvíslegar upplýsingar á www.nordura.is
stiklað á stóru
Þorgils Heimisson sleppir boltalax í Hofsá. Ljósmynd: Heimir Óskarsson.
8
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
Mikill samdráttur
í laxveiði er stóra ...
Mikill samdráttur í laxveiði er stóra umræðuefnið eftir stangaveiðivertíðina 2014 og þá ekki einungis vegna þess hversu slök hún var heldur ekki síst vegna þess hvesu öfgakenndar sveiflur hafa verið í laxveiðinni þar sem 2013 bauð uppá næstum metveiði, en 2012 var hins vegar á pari við 2014. Svona miklar sveiflur eru áður óþekktar og þó að margur gruni makrílinn um að éta laxaseiðin út á gaddinn, þá verður ekkert um það fullyrt að svo stöddu. Ljóst er þó að skakkaföllin eru í hafinu því seiðabúskapur og útganga seiða hefur verið með ágætum.
9
stiklað á stóru Þetta leiðir allt af sér háværa umræðu um að nú skuli og hljóti laxveiðileyfi að lækka. Í því sambandi er vert að benda lesendum á grein hér í blaðinu þar sem nokkrir valinkunnir einstakl ingar gera úttekt á sumrinu og koma meðal annars inn á hin svokölluðu verðlagsmál. En þó að laxveiðin hafi verið léleg víðast hvar, þá var veiðin þó víða betri í einstökum ám heldur en 2012. Og, það var aðeins smálaxinn sem vantaði. Óvenju mikið var af stórlaxi og víða óvenjumikið af súperstórlaxi, 95 cm og upp í 119 cm. Nokkrar ár voru að gefa slíka fiska í tugatali. En við skulum ekki vera að hlaða niður orðum, þessi fastapunktur í blaðinu leyfir myndum að tala sínu máli. Gersovel, myndsjá frá sumrinu ...
Ágústa Steingrímsdóttir með 102 cm hæng úr Þverá. Laxinn tók Frigga.
Lilla Rowcliffe með fallegan lax af Nessvæðunum í Laxá í Aðaldal. Douglas Biederbeck með tuttugu pundara úr Haffjarðará.
10
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
Ásgeir Magnús Ólafsson og Steinunn Brynjarsdóttir með stórlax úr Haukadalsá.
Hjörleifur Jakobsson með boltalax úr Selá.
Chad Pike með einn stóran úr Fljótaá.
Einn af stærstu löxum sumarsins, 110 cm af Hólmavaðsstíflu í Laxá. Veiðimaður var Gunnar Arngrímur Arngrímsson og leiðsögumaður Hermóður Hilmarsson.
Ásdís Guðmundsdóttir með fallegan lax úr Vatnsá.
Stewart Spence með 105 cm drjóla úr Laxá á Ásum.
11
stiklað á stóru
Danskur veiðimaður með stóra sjóbleikju af ósasvæði Laxár á Ásum.
Bjarni Benediktsson með fyrsta laxinn úr Norðurá 2014.
Nils Folmer Jörgensen með einn af alstærstu löxum sumarsins úr Laxá í Aðaldal.
Ágúst Sigurðsson, þrautreyndur leiðsögumaður í Vatnsdalsá með einn vænann.
Jóhann Rafnsson með boltalax úr Þverá.
Gunnleifur Guðleifsson með boltafiskur úr Laxá í Þing. Mortan Carlsen með flottan lax úr Laxá í Aðaldal.
12
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
Axel Óskarsson með 100 cm bolta úr Hrútafjarðará.
Vigfús Bjarni Jónsson með einn 90 cm úr Laxá í Aðaldal.
Fallegur birtingur úr Geirlandsá.
Dagur B. Eggertsson að landa laxi úr Elliðaánum með aðstoð Ásgeirs Heiðars.
13
stiklað á stóru
Ingólfur Ásgeirsson með boltalax úr Víðidalsá.
Kristján Ævar Gunnarsson með flottan stórlax.
Kristján Páll Rafnsson með stóran urriða úr Árbót í Laxá í Aðaldal.
Bjarki Már Jóhannsson með 100 cm hæng úr Norðurá.
14
Finnskur veiðimaður með stórlax í opnun Selár.
Rafn Valur Alfreðsson með flottan fisk úr Miðfjarðará.
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
14
Teitur Örlygsson með fallegan lax af Æðarfossasvæðinu í Laxá í Aðaldal. Glæsileg hrygna úr Blöndu.
Flottur fengur.
Pétur Pálsson með fyrsta laxinn úr Blöndu 2014. Veiðifélagar á bökkum vatnanna.
Kári Ársælsson með fallegan birting úr Tungulæk.
Hector Snær með einn flottan úr Langadalsá við Djúp.
stiklað á stóru
Svona sporðar sáust vítt og breytt í mörgum ám.
Ingibjörg Kjartansdóttir Lorange með fallegan birting úr Úlfarsá.
Urriðatröll úr Elliðaánum.
Stórlax úr Eystri Rangá.
Stórlax úr Ytri Rangá.
16
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
viðtal
Einar Þorvarðarson
hausinn á laxinum stóð u „Ég fór fyrst á veiðar um sjö ára aldurinn, það var í Hrútafjarðará og síðan ferðaðist ég um landið með karli föður mínum, Þorvarði Áka Eiríkssyni og afa í veiði Þetta voru fyrst og fremst silungsveiðitúrar og mikill áhugi og ánægja fylgdu þessu tímabili. Ég var nú svona aðallega að þvælast með og alvöru veiðiskapur byrjaði löngu síðar. Þarna var fræjunum þó sannarlega sáð og segja má að ég hafi alist upp við stangveiðar,“ segir viðmælandi Veiðislóðar, Einar Þorvarðarson framkvæmdastóri Handknattleikssambands Íslands, en hann er öflugur stangaveiðimaður og hefur lengi verið.
18
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
upp úr á milli læranna
19
viðtal
Einar Þorvarðarson
Einar tók aftur upp þráðinn sem ungur maður, en það
af önglinum, en hvort að það var vegna þess hversu
var á árunum í kring um 1977-1978. Tengdafaðir hans
hátt ég öskraði eða ekki þá skellti Rúna sér ofan á
var maður að nafni Kristinn Finnbogason, landsþekktur
laxinn, settist bókstaflega ofan á hann. Var þá upp
athafnamaður á sinni tíð og hann var leigutaki í Þverá í
undir brjóst í vatni og hausinn á laxinum stóð upp úr
Borgarfirði ásamt Vali Arnþórssyni og fleirum á þessum
á milli læranna, Þannig hélt hún laxinum þangað til
árum. „Ég fékk sem sagt að kynnast laxveiðinni í gegn
að ég gat stokkið út í til hennar og troðið fingrunum
um Rúnu eiginkonu mína. Það var eftirminnilegt að
undir tálknin og borið hann í land. Hún fórnaði sér
Kristinn hringdi í mig um Jónsmessuleytið og sagði
þarna alveg fyrir bráðina og þessum stóra laxi lönd-
að við Rúna gætum skroppið í Þverána og verið þrjá
uðum við.“
næstu daga. Ég varð yfir mig spenntur, en sá hængur var á , að fyrsta barnið okkar var aðeins tveggja vikna
Þar með með var þá tónninn gefinn?
gamalt. En þegar svona tækifæri gefast þá lætur maður fátt stoppa sig og það var stórkostlegt að komast í á í
„Það má segja það og við gátum farið talsvert í Þverá
þessum gæðaflokki. Það var því brunað upp eftir og
næstu árin og lærðum þá betur inn á þetta. Síðan höfum
barnið og burðarrúmið fylgdi okkur í veiðitúrnum og
við veitt vítt og breytt. Vorum mikið í Svartá og Laxá á
á árbakkanum.
Refasveit fyrstu árin og síðan bara út um allt..“
Þetta var mikill skóli því hollið var skipað frábærum veiði-
Ert þú fyrst og fremst fluguveiðimaður?
mönnum. Þarna var t.d. Hannes Pálsson þá bankastjóri í gamla Búnaðarbankanum, frábær fluguveiðimaður og
„Ég veiði á það sem leyfilegt er á hverjum stað. Mér
ég varð vitni að því er hann setti í og landaði tveimur
finnst fluguveiðin skemmtileg, en það sama á við um
21 punda löxum. Manni var kennt að kasta flugu þó að
maðkveiðina. Maður hefur svolítið valið sér veiðistaði
fyrstu flugulaxarnir kæmu seinna.“
hin síðari ár með það fyrir augum að geta viðhaldið maðkveiðinni samhliða fluguveiðinni, því mér finnst
Hvernig gekk ykkur síðan veiðin?
það virkilega skemmtilegur veiðiskapur.“
„Jah, við vorum kannski ekki með bestu græjurnar
Hvað finnst þér þá um fluguveiðivæðinguna,
eða mestu reynsluna. En við vorum heppin að þarna
að æ fleiri ár séu aðeins opnar fyrir fluguveiði
voru menn sem sögðu okkur að hvaða steinum ætti
og maðki úthýst?
að kasta. Það var varla liðinn klukkutími þegar þrír
20
voru komnir á land hjá okkur og einn þeirra var 14
„Mér finnst ekkert athugavert við fluguveiðivæðinguna
punda dreki. Það var saga að segja frá honum og lýsir
hún er bara eðlileg þróun,en engu að síður myndi ég
best hversu lítið við kunnum og hvað adrenalínið
á vissan hátt sakna þess að geta ekki veitt á maðk.Það
getur leitt mann út í. Ég sem sagt setti í þennan væna
er allt önnur tækni og á vissum stöðum það sem best
lax og það gekk mikið á hjá okkur. Svo þegar fór að
virkar. Ég fékk kennslu í maðkveiði frá sannkölluðum
koma að löndum óð Rúna út í ána til að aðstoða við
meistara. Við vorum að veiða í Laxá í Kjós og Ásgeir
löndunina. Ég kallaði til hennar að taka um sporðinn
Heiðar, sem þá var umsjónarmaður árinnar, gaf mér
með annarri hendi og undir kviðinn á laxinum með
tvo tíma til að kenna mér sjónrennslið. Það eru fáir ef
hinni, en hún misskyldi þetta hressilega, enda var
nokkrir flinkari en hann í þessu og þetta var mikill skóli.
spennan mikil. Það skipti engum togum að hún tók
Síðan þá finnst mér þetta afar skemmtilegur veiðiskapur.
í línuna og lyfti þessum 14 punda fiski uppúr ánni,
Og sem ég og sagði þá hefur maður farið út í að velja
hangandi á línunni. Laxinn barðist um og losnaði
sér staði þannig að hægt sé að viðhalda þekkingunni.“
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
21
viðtal
Einar Þorvarðarson
Hvaða staðir eru það? „Ég get nefnt sem dæmi Flókadalsá í Borgarfirði. Þangað bauðst mér að fara fyrir um 25 árum. Áin er afskaplega skemmtileg, fjölbreytt og falleg. Í Flókuna hef ég farið 2-3svar á sumri, á hverju ári. Við förum alltaf um mánaðamót júní og júlí og síðan aftur í september. Stundum býðst þriðji túrinn og þá höfum við reynt að skella okkur á það. Þetta er góður hópur og í kringum Flókuferðirnar hafa skapast skemmtilegar hefðir. Veiðimennskan mín hefur þróast út í að vera virkur í nokkrum hópum sem fara á sömu slóðirnar ár eftir ár. Það er, finnst mér, skemmtilegra heldur en að vera á stöðugu flakki, maður lærir á hvern veiðistað og þegar maður safnar upp reynslunni kemur það manni alltaf meira og meira á óvart hvað hver staður lúrir á mörgum leyndardómum.“ Hvaða hópar eru þetta og hvar er verið að veiða? „Þetta eru mismunandi veiðihópar. Mér var þannig boðið að ganga í átta manna hóp sem heitir Kippur og er með hluta veiðidaga í Fitjaflóði og Jónskvísl í Landbroti fyrir landi Eystra Hrauns á leigu. Þetta eru þekkt sjóbirtingssvæði, en þar er líka staðbundinn silungur, m.a. ótrúlega væn og falleg bleikja. Þetta er kraftmikill hópur og hluti af samningi okkar var að reisa þar veiðihús og það gerðum við myndarlega, þetta er 110 fermetra hús fyrir þriggja stanga svæði og það er heitur pottur og allt sem til þarf í góða veiðiferð. Við seljum í þetta, en notum mikið hásumarið sjálfir og svo vorveiðina. Þarna byrjar veiðin um það bil viku af mai og þá hefur safnast þarna saman ótrúlegt magn af sjóbirtingi sem er að búa sig undir að ganga til sjávar. Þetta er bæði hrygningarfiskur ofan úr Grenlæk og geldfiskur sem er að ganga seint um haustið og fram á vetur, og eyðir vetrinum í ánni. Þarna er stundum algert mok á vorin, fiskur stanslaust á, en það er stúdía að læra á Flóðið þó að vissir staðir séu líka nokkuð traustir. En þegar við erum að veiða þarna á vorin þá er þetta bara stutt törn og stuttu eftir opnun er fiskurinn farinn. Við gætum byrjað fyrr og gætum tvímælalaust veitt lengur. Þetta er
22
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
Einar er aðallega virkur í öflugum veiðiklúbbum sem stunda mikið til sömu veiðisvæðin.
hefðbundinn tími, frá viku af mai og til 20.október, en það magn sem við finnum þarna af fiski í mai er ekki í neinu samræmi við það sem við upplifum undir lok október. Hrygningarfiskurinn er jú kominn og farinn í gegn og upp í Grenlækinn, en það koma augljóslega stórar göngur af geldfiski undir lok veiðitímans og eftir að honum lýkur. Þetta er nú eitthvað sem mætti skoða.“ Það er nú stundum talað um að Fitjaflóð ásamt Grenlæk öllum sé í niðursveiflu út af vatnsbúskapsmálum og fleira. Að birtingi og bleikju hafi fækkað þar mikið? „Flóðið breyttist þegar þegar svokölluðum Efri Skurði var lokað. Þá er eins og fiskurinn gangi hægar í gegn. Þetta var gert fyrir 4-5 árum síðan og fiskur virðist stoppa meira í Flóðinu líkt og hann gerði áður. Staðir eins og Trektin og Hólmasvæðið eru meira inni þó að síðar nefnda svæðið sé alltaf þannig að það þarf að leita að fiski þar. Bleikjunni hefur fækkað að því er virðist, en félagar mínir eru betur til frásagnar um það en ég. Hún er mjög staðbundin, það getur skipt máli hvort þú kastar 2 metrum ofar eða neðar, en það koma enn skot og þetta er afar falleg og stór bleikja, mest 3 til 5 pund og s.l. sumar frétti ég af 10 punda bleikju sem veiddist í Bátalæginu. Hún veiðist helst um hásumarið og tekur helst púpur veiddar hægt og djúpt. Jónskvíslin er annað mál, hana er hægt að veiða án þess að fara í vöðlur og mér finnst afar gaman að ganga með henni, það tekur ekki nema 3 til 4 tíma. Það er hægt að gera á strigaskónum. Ég er mest þarna um hásumarið og það er staðbundinn urriði og bleikja í ánni. Það er líka hægt að hitta á birting þó ekki sé komið haust. Það eru ansi stórir birtingar í Jónskvísl, þessi þekkti Skaftfellski birtingur og við höfum fengið fiska upp í 12 til 14 pund.“ Þú ert þá að veiða á rómuðum sjóbirtingsslóðum áður en að besti tíminn gengur í garð? „Já, eiginlega, ég hef farið þarna í lok september, en það
23
Einar og Rúna með fallega veiði.
viðtal
Einar Þorvarðarson
24
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
er aldrei meira að gera í vinnunni hjá mér heldur en á
En líka tvíhendu þegar aðstæður bjóða upp á það. Þar
haustin. Þess vegna verð ég að nýta sumarmánuðina,
kem ég að minni eftirlætistöng. Mér finnst líka eigin-
en ég fæ þarna samt oft fína veiði.“
lega flestar þær ár sem ég hef prófað skemmtilegar og hafa margt til brunns að bera. En ég verð að nefna
Þú ert síðan í fleiri klúbbum?
Laxá í Aðaldal sem er einstök en ég hef farið nokkrum sinnum í Nesveiðarnar og það er ekki líkt neinu sem
„Já, það er einn hjónaklúbbur sem að við erum í sem
maður upplifir annars staðar. Ég hef veitt þar nokkra
hefur farið vítt og breytt, alltaf einn túr á sumri. Við
laxa en engan stærri en 16 pund, þannig að ég er ekki í
höfum komið okkur niður á Laxá í Kjós eftir að hafa
20 punda klúbbinum þar, því miður. En fyrir utan hvað
farið víða. Þetta er skemmtilegur félagsskapur og við
áin og dalurinn eru falleg, þá er það hefðin og sagan
fórum m.a. í Miðfjarðará, Grímsá og Laxá í Aðaldal áður
sem þarna lifir sem gefur þessu gildi. Þar er allt veitt á
en við enduðum í Kjósinni. Síðan er ég ásamt Gunnari
flotlínu og á allt aðrar flugur heldur en gengur og gerist
Harðarsyni svila mínum í veiðifélagi sem heitir Norður-
í öðrum ám, aðallega á flugurnar hans Péturs gamla í
kot og er búinn til utan um hluta af veiðisvæði Skugga í
Nesi. Síðan er það viðmótið og veiðihefðin, mann fram
Borgarfirði. Skuggi er þar sem Grímsá kemur út í Hvítá
af manni, kynslóð fram af kynslóð. Að veiða þarna er
og auk þess hefur verið bætt inn svæði Hvítárvalla í
ekki líkt neinu öðru og það er ekki hægt annað en að
Hvítá, en þar t.d. veiðistaðurinn Þvottaklöpp sem er
hrífast með. Þetta er eitthvað sem flestir mættu upp-
prýðisgóður veiðistaður. Þetta veiðisvæði er meira
lifa á sinni veiðimannsævi. Það kveikir ekki í öllum, en
hugsað sem fjölskylduveiði og fólk á sína föstu daga og
þetta er afar krefjandi veiðiskapur, sem gott er að hafa
börnin geta tekið þátt. Þarna er bæði lax og sjóbirtingur
í reynslubankanum.“
og þetta svæði leynir á sér og gefur oft vel, en þetta er „flókið“ svæði, það gætir flóðs og fjöru og svo veit maður
Hvað heldur þú að valdi þessum
aldrei fyrir fram hvernig skilin eru.
hrikalegu sveiflum sem við höfum horft uppá síðustu þrjú árin?
En hvað finnst þér um verðlagsmálin í laxinum? „Ég treysti mér bara ekki í það. Lífríkið í hafinu hefur „Það er mikið talað um þetta og laxveiðileyfi eru dýr.
breyst, það vita allir með hlýnuninni. Menn tala um
Það er ekki hægt að neita því, en maður hefur val
makrílinn, en hvar var hann 2013 þegar allar ár voru fullar
og velur sér svæði þar sem hægt er að hugsa um sig
af laxi? Þar fyrir utan, þá finnst mér hafa verið nokkur
sjálfur, velja 2-3 stanga árnar og vera með “veisluna í
munur á þessum tveimur svokölluðu hrunsumrum.
farteskinu” og veiðitúrinn er fullkominn. Ég nefni sem
Núna, s.l. sumar fannst mér t.d. vera miklu meira af
dæmi Flókutúrana okkar, þar er alltaf gert vel við sig
tveggja ára laxi heldur en 2012, þá var mun minna af
í mat og drykk, humar fyrra kvöldið og nautalundir
honum en meira af eins árs laxi þó að bæði sumrin
Bernese seinna kvöldið, eldað að hætti hússins. Það er
hafi smálaxinn verið mikið til horaður og lítill. Það sem
líka liður í því sem ég nefndi áður að halda sig við sömu
bjargaði þessu síðasta sumar var klárlega að það var
svæðin og læra sífellt betur og betur á þau.“
meira af stórlaxi en 2012. Hvort að lesa megi eitthvað útúr því, og þá hvað, er svo annað mál.“
En ef við ræðum aðeins aðferðarfræðina nánar og eftirlætis veiðistaði þína?
Hefurðu skoðun á vaxandi kúltúr að sleppa öllum laxi?
„Mér finnst öll fluguveiði skemmtileg og ég nota mikið mjög léttar græjur, til dæmis oft fimmu í laxveiðinni.
„Mér finnst gott að borða lax og silung, kannski ekki
Stemmning á árbakkanum á Nesveiðunum.
í veiðitúrnum sjálfum, en þá bara heima. Þetta er
og beinhreinsar eftir kúnstarinnar reglum. Það er hægt
veislumatur. Ég hef engar atugasemdir samt við þessar
að nota hvort heldur er gasgrill eða kolagrill. Það vilja
reglur sem víða eru settar, ef maður vill drepa eitthvað
sumir nota heitreykingarbox með viðarsagi sem fást í
og taka heim og borða, þá eru mörg svæði sem bjóða
veiðibúðum, en ég kaupi rauðviðarplanka sem fást bæði
upp á það. En þar fyrir utan þá finnst mér ekki að þau
í grillbúðum og í Bauhaus. Plankarnir eru lagðir í vatn
svæði þar sem þetta hefur verið stundað hafi skilað
í tvær klukkustundir. Þeir drekka í sig vatn og brenna
neinu í aukinni veiði. Það sem skilast hefur er jafnari og
þess vegna hægar. Þeir eru lagðir ofan á grindurnar og
betri seiðabúskapur, en þegar öllu er á botninn hvolft og
flökin ofan á, flökin eru ekki krydduð, þau eiga að taka
seiðin ganga til sjávar, þá lenda þau öll í sömu súpunni.“
í sig reykjarbragðið og maður þarf að fylgjast með því hvernig þeim vegnar á plönkunum. Þegar kraftur er
Eigum við að ljúka þessu með
kominn á grillið ætti það að taka svona 10 til 15 mínútur.
smá matreiðslupunktum?
Þetta er algjör veislumatur.“
„Ég elda oft lax og silung þegar heim er komið. Ég geri það með margvíslegum hætti. Ein af þeim er að heitreykja lax- eða silungsflök. Maður slægir og flakar
26
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
fluguboxið Baldur Hermannsson
Báta-Friggi
„Þetta er enginn Nobbler, þ Baldur Hermannsson er höfundur hinnar bráðveiðnu flugu Friggi. Friggi er aðallega laxafluga hin síðari ár, en var ekki hnýtt með lax í huga á sínum tíma, en allnokkur ár eru síðan að fyrsti Frigginn var hnýttur. Hann gengur nú undir nafninu Báta-Friggi, ástæðan er sú að hann var hannaður til að draga aftan í báti á Flókadalsvatni norður í Fljótum. Og það var sjóbirtingur, staðbundinn urriði og sjóbleikja sem sótt var í. Baldur segir: „Flugan Friggi ber nafn bróður míns er lést ásamt unnustu sinni í sjóslysinu í Viðeyjarsundi, en Friðrik var fyrstur til að taka fiska á hana, og fékk hún því nafnið Friggi sem hann var ávallt kallaður meðal vina og ættingja.“ Til upprifjunnar þá varð umrætt slys með þeim hætti að hraðbát sem Jónas Garðarsson stýrði ekið upp á Skarfasker í myrkri, síðan bakkað af skerinu aftur. Þá drukknuðu Friðrik Hermannsson og Matthildur Harðardóttir. Jónas var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi og fékk þriggja ára fangelsisdóm. Þetta var útúrdúr ritstjóra, en Baldur heldur áfram frásögninni af tilurð og uppruna þessarar merku og sérstöku flugu, sem eingöngu er hnýtt sem túpa. „Ég og Friðrik vorum, ásamt fleirum, leigutakar að Flókadalsá, Hópsvatni og Flókadalsvatni í Fljótum í Skagafirði. Veiði á bátum með utanborðsmótor á vötnunum tíðkast þar með spún. Fyrir um sextán árum byrjaði ég að hnýta flugur, og fór að búa til bleikju og sjóbirtingsflugur, hnýttar á túbur til að draga á eftir bátnum, með sökkenda og flugustöng. Ég byrjaði að setja Nobblera, Ghostinn, Flæðarmúsina og fleiri á túpu.
28
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
Demants Friggi
Baldur, Friðrik og félagi þeirra Ingvar Þorvaldsson.
Rauður-Friggi
þetta er Friggi“ Siggi Páls sagði mér löngu seinna að hann haldi að þetta hafi verið fyrstu Flæðarmýsnar sem settar voru á túpu. Það er algengt form á þeirri flugu síðan. En þetta virkaði mjög vel, við drógum þessar túpur utan í köntunum og fengum ofboðslegar neglingar. Yfirleitt voru þetta yfirborðstökur. Upp úr þessu fikti varð fyrsti Frigginn til á 1 1/2” eirtúbu, með vaskakeðjuaugum, vafinn selshársræmu, en sama vængform og er á Friggi (fjarki), oftast kallaður “Þýskur Friggi”
þessum endanlega Frigga með kóninum sem við veiðum mest á í dag. Selshárin gáfu túpunni loftbólu-effekt sem virðist draga fiskinn að. Þannig var, að við vorum fyrir norðan að veiða, ég, Friðrik og félagi okkar Ingvar Þorvaldsson. Þetta var lokatúr haustsins. Við Ingvar skyldum Friðrik eftir
Baldur með fallegan lax norður í Fljótum.
síðasta daginn, þurftum að fara suður á undan. Friðrik var svo alltaf að hringja í okkur til að segja okkur frá því hversu stórkostleg veiðin hjá honum var, hver fiskurinn af öðrum, Rauður-svartur Friggi
margir þeirra 5 til 6 punda urriðar. „Hvað er hann að taka?“ spurðum við, „Nobblerinn“, svaraði hann. Næsta ár vorum við enn komnir norður, í fyrsta túr þeirrar vertíðar og úti á plani rak ég augun í eina af frumhönnunum mínum á taumnum hjá Frigga. Ég gerði það oft þegar félagar mínir voru í fiski, að reyna eitthvað sem var nýtt og óreynt og þannig hafði farið með Frigga. Ég spurði Friðrik hvað þessi fluga væri að gera á taumnum hjá honum og hann svaraði því til að þetta væri Nobblerinn sem hann hefði mokað á árið áður.
29
Orange Friggi Svartur-grænn Friggi
Síðan hafa margir gert frábæra veiði með þessari svipmiklu túpuflugu. Dæmi sem Baldur nefnir sjálfur eru t.d. ferð í Búðardalsá þar sem félagarnir komu að ánni illveiðanlegri þar sem hún var rétt að byrja að sjatna eftir flóð. En þeir fengu engu að síður 28 laxa, þar af 27 á Frigga. Þá nefnir Baldur holl í Laxá í Leirársveit sem var með 55 laxa, þar af 30 á Frigga. Og þannig mætti lengi telja. Sjóbirtingur er líka Frigga-tækur í fallvötnum Sunnanlands. Gull Friggi
Baldur hefur skráð Frigga hjá einkaleyfastofu og þar nýtur hann það sem Baldur kallar „innlenda hönnunarvernd“. Flugan gefur afar
Dimmblár Friggi
„Nei,“ sagði ég, „þetta er ekki Nobbler, þetta
vel um land allt og í hinum ýmsu myndum.
er Friggi“. Þannig var flugan bara skýrð úti
Gott dæmi er Vatnsdalsá á liðnu sumri, þar
á plani, á bílhúddinu.“
sem flugan gaf nærri tíu prósent aflans og þar af fjóra af átta löxum 100 cm og yfir. Það
Þetta var Báta-Friggi sem skoða má á myndum
eru hins vegar þekkt dæmi annars staðar frá
með þessari grein. Síðan er Friggi kominn í
að leigutakar láti bóka á aðrar flugur þegar
mörgum tilbrigðum, ýmist í 1/2t, 1t eða 1,5t.
sú sem veiddi var Friggi. Hún hefur því hjá
Báta-Friggi var og er mögnuð fluga. Eitt sinn
sumum þennan ámóta stympil og Sun Ray
veiddu þeir félagar 350 sjóbirtinga, urriða
Shadow og að einhverju leyti líka stórar
og bleikjur á sjö stangir og þremur dögum
Frances túpur. Það er fleira en þetta sem
í opnun á Flókadalsvatni og mest af því var
angrar hnýtarann og höfundinn. Hann segir:
á þennan upprunalega Frigga. „Flugan Friggi hefur verið kölluð og skráð í Blár-svartur Friggi
Til eru þeir fluguveiðimenn sem hafa horn
veiðibækur ýmsum rangnefnum sem mér
í síðu Frigga. Segja hann ekkert annað en
finnst mjög miður. Hún hefur verið kölluð:
loðinn spún. Hann sé grófur og fæli laxinn.
Friddi, Frikki, Frigga og Slæðarinn. Við Friðrik
Þó eru mýmörg dæmi þess að menn setji
vorum ekki bara bræður. Við vorum vinir
í laxa eftir að hafa áður sett í fiska á Frigga.
og veiðifélagar.
Í fyrsta skiptið sem Friggi var notaður sem
30
laxafluga var í Núpsá í Miðfirði. Baldur var
Í okkar síðasta samtali er hann var að stíga
þá staddur við lítinn hyl og datt í hug að
um borð í hina örlagaríku sjóferð, þá var ég
reyna Frigga. Hann tók þrjá laxa á stuttum
að fá fréttir af veiði á Friggann, og ég sagði
tíma og í framhaldinu tvo í viðbót á litla
við hann að Friggi “flugan” yrði frægari en
Monroe Killer.
hann sem lögmaður.“
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
vinsælasta flugustöngin. Það er engin tilviljun.
• Bestu stangir sem völ er á • Allar handgerðar í Bandaríkjunum • Einstök gæði • Karakter sem hentar byrjendum og lengra komnum • Allar með lífstíðar ábyrgð Frá framleiðanda • Sanngjarnt verð
Síðumúla 8 • 108 Reykjavík • sími 568 8410 • Veiðihornid.is
Fluguboxið Örn Hjálmarsson
„Þessi fluga er eitthvað smáskrýtin“ Ein er sú silungafluga sem vakið hefur hvað mestu athyglina allra síðustu árin og það er Langskeggur. Höfundur hennar er Örn Hjálmarsson, kenndur við veiðideildina í Útilíf þar sem hann hefur staðið vaktina um árabil. Örn er „bara silungakall“ eins og hann lýsir sér sjálfur, en afar fengsæll sem slíkur. Langskeggur lætur lítið yfir sér og menn gætu spurt sig hvað gerir fluguna svona sérstaka og Örn segir: „Menn fara bara ekkert út og moka upp fiski. En þessi fluga er eitthvað smáskrýtin og hún nær sér ótrúlega oft á strik og kemst þá í alveg fáránlegan gír.“ Fyrsti Langskeggurinn var með brúnt bak.
umhverfið eins og fiskur. Þá var fyrsta flugan
Seinna kom sá alsvarti. Sá brúni er enn upp-
brúnbakur, því fyrst á vorin hefur mér virst
áhald Arnar og flestra, en margir eru þó ekki
sem brúnar flugur gefi best, kannski þar sem
síður hrifnir af þeirri svörtu. Eins og sjá má
steinflugan er fyrst af stað á þeim árstíma.
á myndunum þá er þetta ekki púpa og ekki
Svartar koma síðan sterkari inn í júní þegar
þurrfluga. Og alls ekki í anda gamalkunnra
stóra toppflugan dettur inn.
votflugna. Það var samt þannig að Tommi fór einn með
32
„Það var skýr hugsun í gangi þegar Lang-
fyrstu flugurnar í Þorsteinsvíkina. Hann
skeggur varð til. Við vorum að veiða í Þor-
setti í hvern stórfiskinn af öðrum og átti
steinsvík, við Tommi í Veiðiportinu. Þar eru
ekki orð. Seinna fundum við að flugan gaf
festur og klappir og þess vegna datt mér í
fiska þó að aðrar brygðust. Þannig var hann
hug að hnýta flugu sem væri löng og mjó.
eitt sinn þarna með tvo tékkneska lækna,
Þarna eru stórir fiskar sem kunnugt er og að
annan venjulegan lækni, hinn dýralækni.
hafa flugurnar svona „flöffí“ fannst mér að
Tékkar eru mjög flinkir fluguhnýtarar og
myndi koma vel út. Með því að hafa engan
þessir voru með full box af vönduðum
yfirvæng, bara skegg úr mjúku efni tekst
straumflugum og púpum. Það var ekkert að
manni að gæða fluguna mjög sérstökum
ganga hjá þeim þangað til að Tommi opnaði
hreyfingum, hreyfingum sem greinilega
sitt box og dró fram Langskegginn. Sá fyrri
virka. Þetta er svona líkt og sá frægi veiði-
gesta hans sem sá fluguna hristi hausinn
kappi Lafontain skrifaði eitt sinn, að hann
og sagðist ekki hafa trú á þessu fyrirbæri,
skoðaði alltaf undir yfirborðið. Til þess að sjá
en Tommi pressaði hann til að reyna og
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
Svartur Langskeggur
En þó að mikið sé hér talað um Þorsteinsvík í Þingvallavatni þá er það sannast sagna að
Dísa
varð það úr. Það var 9 punda urriði á í öðru
flugan virkar út um allt. Hún er t.d. ein allra
kasti. Lang stærsti urriði þessa veiðimanns
besta flugan í sjóbleikjuna í Hraunsfirði og
og félagi hans fékk stuttu seinna sinn met-
á það til að særa upp stærstu fiskana þar.
fisk að auki og þeir veiddu mjög vel. Tommi
Staðbundinn silungur tekur hana og grimmt,
fór síðan með þá á Arnarvatnsheiði og þar
þannig hefur Örn sjálfur gert stórveiði á
svínvirkaði flugan líka. Þessir vinir sendu
Arnarvatnsheiðinni.
Tomma síðan tölvupóst seinna frá Írlandi Brúnn Langskeggur
þar sem þeir voru líka að moka upp fiski á Langskegg. Ég veit til að hún hafi líka virkað gríðarlega vel í Noregi.
Dísa og Golden eye Fyrst að við vorum hér með Örn, þá báðum við hann um aðeins meira. Hann sótti því
Þegar orðspor Langskeggs fór vaxandi
góðfúslega tvær af hans bestu silungapúpum.
fóru fleiri að vilja eiga hana og prófa. Ég
Dísu og Golden eye.
hef aldrei verið þannig þenkjandi að ég vilji hafa eitthvað út fyrir mig. Ég hef veitt
Fyrst Dísa: „Hún varð til fyrir 12-14 árum og
allt of mikið á annarra manna flugur til að
hefur gefist sérstaklega vel í Elliðavatninu.
vilja ekki að aðrir veiði ámínar. Þannig að
Hún á það til að gefa rosalega vel þegar klak
ég hnýtti fyrir búðina og pantanir. Ég var
er í gangi. Hún er ekki beinlínis eitthvað
alveg forviða stundum, eitt sinn hafði ég
eitt, hún er sambland af hinu og þessu sem
skilað 60 flugum í búðina og stuttu seinna
silungurinn gæti verið að éta, svoleiðis flugur
voru 40 þeirra horfnar. Tveir félagar sem
virka oft mjög vel.
mikið stunduðu þá Þorsteinsvíkina keyptu sínar tuttugu hvor.
Síðan Golden eye: „Þetta er afar góð fluga sem ég kom með fyrir allnokkrum árum. Hún er
Goldeneye
Það var Tommi sem gaf flugunni nafn, en
mjög einföld og ekki alltaf nákvæmlega eins.
kallaði hana að vísu í fyrstu Þorstein Lang-
Stundum hef ég kragann grænan, stundum
skegg, í höfuðið á Þorsteinsvík. Þetta styttum
rauðan. En góð er hún, oft fantalega góð og
við seinna í einfaldlega Langskegg.
alveg sérstaklega í sólríku veðri.
33
veiðistaðurinn Vatnsdalsá
Bók um sögu veiða í „Enginn dalur er fegurri en Vatnsdalur,“ sagði Lionel S. Fortesque sem fyrstur leigði veiðiréttinn í Vatnsdalsá, einni bestu lax- og silungsveiðiá landsins. Í nýrri og ríkulega myndskreyttri bók í stóru broti, Vatnsdalsá – Sagan og veiðimennirnir, er fjallað um sögu veiða í ánni, allt frá frásögn Vatnsdælu frá landnámsöld, þegar landnámsmaðurinn Ingimundur gamli var drepinn vegna átaka um laxveiði í henni, til dagsins í dag. Fjallað er um náttúrfar í dalnum, ána og Húnavatn, veiðifélagið og gjöful laxa- og silungasvæðin. Þá er rætt við fjölda fólks, veiðimenn, leigutaka sem leiðsögumenn, auk þess sem birtar eru eldri frásagnir um veiði í ánni og fólk í Vatnsdal.
34
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
Vatnsdalsá
Veiðihús laxveiðimanna, Flóðvangur, stendur á fallegum og skjólsælum stað sunnan undir Vatnsdalshólum með útsýni yfir Flóðið. Skógarreiturinn Þórdísarlundur er nefndur eftir dóttur Ingimundar gamla og Vigdísar konu hans, en hún var fyrsta barnið sem fæddist í dalnum. Í miðjum Vatnsdalshólum stendur bærinn Vatnsdalshólar en Hnausar og Hnausatjörn austan ár. Þar sem áin fellur úr Flóðinu til hægri eru Hólakvörn og Bjarnastaðakvörn. Vatnsdalsfjall rís hér yfir Þingi en í fjarska blasa Skagastrandarfjöll við. Mynd: Einar Falur Ingólfsson.
35
veiðistaðurinn Vatnsdalsá
Það vakti mikla athygli þegar nýir leigutakar ákváðu
„Heimir, af hverju viltu fara úr þessum hyl til þess eins
árið 1997, í samráði við Veiðifélags Vatnsdalsár, að öllum
að ná að veiða allt svæðið?“ spurðu þeir gjarnan þegar
veiddum laxi skyldi sleppt aftur í ána. Stór hópur veiði-
ég vildi rjúka af stað eftir eitt eða tvö rennsli. „Það er
manna studdi framtakið sem hefur sannað ágæti sitt,
fullt af fiski hér!“
með sjálfbærum fiskistofnum, stórum löxum og afar góðum seiðabúskap. Fjöldi vandaðra ljósmynda prýðir bókina og henni fylgir nýtt kort af allri ánni. Höfundarnir hafa unnið að verkinu í nokkur ár. Þeir eru Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari og blaðamaður, sem komið hefur að útgáfu margra bóka að veiði; Sigurður Árni Sigurðsson myndlistarmaður, sem auk þess að skrifa
Mjög sterk vinátta myndaðist milli mín og Jack Ziebarth og mig langar að segja aðeins frá honum. Jack var sérvitrasti veiðimaður sem ég hef kynnst og er þá mikið sagt! Ef hann sá kúamykju á leið út í hyl þá trampaði hann í vöðlunum í mykjunni. Sagði að það gæfi rétt „aroma“, eins og hann orðaði það.
hluta bókarinnar hefur málar fallegar vatnslitamyndir
Jack notaði „split-cane“ bambusstöng við veiðar, vafna
af flugum sem prýða verkið og gjörþekkir ánna þar
með límbandi svo hún gliðnaði ekki í sundur. Hann var
sem hann hefur verið leiðsögumaður í Vatnsdal; og
alltaf með fjögur flugubox með sér. Þegar ég skoðaði
Þorsteinn J., frétta- og dagskrárgerðarmaður. Hann
í fyrsta skipti í boxin hjá honum sá ég að þau voru öll
skrifar einnig hluta bókarinnar og vinnur líka að heim-
með sömu fluguna. Allt Hairy Mary í stærðum 6 og
ildarmynd um Vatnsdalsá.
8! Og þar að auki gat hann verið heila eilífð að velja réttu fluguna.
Hér fylgir hluti eins kafla bókarinnar, „Með Hardyhjól án bremsu“, þar sem Þorsteinn J. ræðir við Heimi Barðason en hann er einn þeirra sem gjörþekkja Vatnsdalsá og hefur verið leiðsögumaður við ána á hverju sumri síðan 1986: Gripið er niður í frásögnina þar sem Heimir segir frá fyrstu sumrum sínum við Vatnsdalsá. „Ég var eingöngu með útlendinga, í fimm vikur samfellt. Þetta var mjög sérstakur skóli. Sama fólkið kom árlega eins og farfuglarnir; Jack Ziebarth, Perry Bass, Bill Klopman, Ritchie Vial og Merrill Lynch hópurinn,
„Hvað áttu við með því, drengur, ég þarf ekkert annað en þessar!“ hreytti hann í mig. Svo hélt hann áfram að veiða með sínum blessuðu Hairy Mary flugum og var ekki að spyrja mig frekara álits á því. Í mörg ár veiddi hann bara á steindauðu reki með þessari flugu. Það var ekki fyrr en ég kynntist honum betur sem hann fékkst til að prófa eitthvað annað. Hann gat verið tímunum saman á neðsta tökustaðnum við hvítu grjótin í Hnausastreng, vaðandi undir hendur með Camel í munnvikinu. Hann vissi af stóru boltafiskunum þar og dreymdi um tökurnar allan veturinn.
með höfðingjann írska, Padraic Fallon. Hann kunni
„Mér gekk alltaf miklu betur með Hairy Mary á dauða
Vatnsdælu og Grettis sögu svo til utanbókar og var ein-
reki en allt þetta nýja bullshit, er það ekki, Heimir?“
stakur maður á alla lund. Þessir veiðimenn voru með
spurði hann.
sterkar hefðir, allt þurfti að vera nákvæmlega eins við veiðarnar. Þeir veiddu á stórar einkrækjur og tvíkrækjur númer fjögur til átta og hlustuðu mjög hóflega á mig sem ungan leiðsögumann. Veiðiaðferðirnar voru eins og höggnar í granít, það mátti engu breyta. Þegar ég lít til baka finnst mér ég nú hafa lært mikið af þessum mönnum. Þeir kenndu mér rósemi og aga við leiðsögn og veiðar.
36
„Áttu engar aðrar flugur?“ spurði ég í sakleysi mínu.
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
Við hittumst í síðasta sinn í New York skömmu áður en hann lést árið 2008. Hann skutlaði okkur fjölskyldunni þangað sem við gistum hjá öðrum veiðimanni sem sækir Vatnsdalinn, Tom Swayne, og ók síðan burt. Stuttu seinna kom hann óvænt aftur á gamla jeppanum sínum með snjáðan plastpoka í framsætinu. Hann var með banvænan sjúkdóm og útséð með að hann kæmist aftur í Vatnsdalsá. Í pokanum var skilnaðargjöf, hið forláta
Eitt septemberkvöld haustið 2006 veiddi Ingólfur Davíð Sigurðsson 115 cm langan hæng í Hnausastreng. Laxinn tók fluguna Black and blue númer 10 og var talinn vega 30 pund hið minnsta. Laxinn reyndist sá stærsti sem veiðst hafði á Íslandi í fjölda ára. Var honum sleppt að myndatöku lokinni.
Heimir Barðason ungur að árum með Þingeying við hinn fornfræga veiðistað Búbót.
veiðistaðurinn Vatnsdalsá
Bogdan fluguveiðihjól hans. „Use it well, Heimir,“ sagði
aðferðum upp á fólk. Það er ekki nema veiðimaðurinn
hann hægt með þungri áherslu. Hann lést svo skömmu
sé að gera eitthvað útí hött, þá læt ég hann vita og laga
síðar, 88 ára að aldri. Hann hafði komið í Vatnsdalinn
það. Veiðimaðurinn þarf að kasta flugunni á réttan stað
árlega síðan 1974 eða í 40 ár. Jack sagði mér einu sinni
í hylnum þannig að þetta sé ekki einhver vitleysa. Í
í trúnaði að besta fjárfesting sín á farsælum viðskipta-
Vatnsdalsá eru sumir staðir þannig að fólk getur verið
ferli hafi verið veiðileyfin í Vatnsdalsá.“
daglangt að kasta án þess að flugan komi nokkru sinni
– Þannig að þú hefur orðið góður vinur sumra þeirra sem þú hefur verið að aðstoða við Vatnsdalsá? „Já, það má segja það um samband okkar Jacks og sömuleiðis Tom Swayne. Hann er einstakur maður með ótrúlega rétta sýn á veiði. Það er einkennilegt hvað veiðiheimurinn er lítill og leiðir þessara heiðursmanna lágu saman á mjög furðulegan hátt.
Bjarnastein og Bleikjufljót. Næsta verkefni er að hindra að veiðimaðurinn kasti lengra en hann ræður við. Þegar flugan lendir eftir langt kast þá er taumurinn stundum allur í flækju og réttir ekki strax úr sér. Það eru einmitt fyrstu sekúndurnar eftir að flugan lendir sem skipta svo miklu máli, að flugan byrji strax að veiða en fljóti ekki eitthvað í
Þannig var að Jack var að selja húsið sitt rétt utan við
flækju. Svo þarf að kenna mönnum að fylgjast með
New York, og eins og gerist og gengur þá kom fólk að
en vera ekki að góna eitthvað út í bláinn. Veiðimaður
skoða. Einn þeirra var Tom Swayne. Hann gekk um
þarf að horfa vel á eftir flugunni þannig að hann
húsið og kom loks að vegg með veiðiljósmyndum frá
sjái þegar lax eltir og snýr síðan við, hann verður sjá
Íslandi. Honum fannst ein veiðiáin harla kunnugleg og
breytinguna sem verður á yfirborðinu. Þetta snýst um
ekki síst einn maður á myndinni. „Er þetta ekki Vatns-
að nýta færin en labba ekki fram hjá þeim, sem er nú
dalsá og Heimir Barðason?“ sagði hann stundarhátt
nokkuð algengt.
og Jack svaraði því játandi. „Hvernig í ósköpunum þekkir þú hann,“ spurði Tom. Þá kom í ljós að ég var leiðsögumaður þeirra beggja í sömu ánni!“
Síðan er ég sem leiðsögumaður sífellt með augun opin að skima eftir lífi, til dæmis „head and tail“ í næsta hyl fyrir neðan, eða fyrir ofan veiðimanninn.
– Hlutverk leiðsögumannsins er svolítið sérstakt,
Ég er alltaf með augun á vatninu. Þannig get ég vísað
Heimir. Hann er að segja öðrum til og fylgjast með af
veiðimanninum annað ef hann verður ekki var við
bakkanum, en ekki veiða sjálfur.
fisk á hefðbundnum legustað.
„Já, þetta eru tvö gerólík hlutverk. Ég hef dundað við
Þá þarf að vinna með veiðimanni sem reisir lax hvað eftir
þetta í um þrjátíu ár og þegar ég var að byrja þá var ég
annað en nær honum ekki, til dæmis með mismunandi
stanslaust að koma með ábendingar. Ég er sem betur
rennsli og fluguvali. Það er líka hægt að merkja staðinn
fer löngu hættur því. Ef ég tek dæmi um veiðimann
og koma seinna. Þarna spilar reynslan sannarlega inn
sem ég er að veiða með í fyrsta skipti, þá segi ég honum
í því þrátt fyrir allt þá er ákveðið mynstur í því þegar
nákvæmlega hvar aðaltökustaðirnir eru svo hann sé
maður reisir fisk.“
ekki að henda á dautt vatn. Svo læt ég hann bara vera í friði til að byrja með, veiða einn eða tvo hylji án þess að skipta mér af, fæ mér bara kaffi og smók á meðan.
38
nálægt laxi! Ég nefni sem dæmi staði eins og Vaðhvamm,
– Finnst þér ekkert óþægilegt að fara á milli þessara tveggja heima, að vera leiðsögumaður og veiðimaður?
En ég fylgist vel með honum og skynja þannig hvernig
„Nei, í sjálfu sér ekki. Þegar ég er leiðsögumaður þá er
karakter hann er og hvernig hann veiðir. Mér finnst
ég fyrst og fremst að hugsa um að láta aðra veiða og
ekki skipta öllu máli hvort hann er góður kastari eða
er stilltur inn á það. Ég er í allt öðrum gír þegar ég er
ekki, bara að flugan lendi sæmilega og taumurinn sé
sjálfur við veiðar og við ákveðnar aðstæður gleymi ég
beinn. Mér hefur ekki reynst vel að þvinga mínum
öllu öðru. Þegar ég veit af fiski í ánni þá blossar veiði-
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014 2014
Ásgeir Ásgeirsson forseti á sjöunda áratug liðinnar aldar með lax við veiðibílinn hjá Hólakvörn. Með honum er Magnús Ólafsson sem var þá leiðsögumaður við ána og segir frá þeim árum í bókinni.
veiðistaðurinn Vatnsdalsá
ástríðan upp og ég kem varla girninu í augað á flugunni,
það, bölvaður! Ég náði ekki að losa flækjuna og óð því
það er svo mikill spenningur maður!“
út að grjótinu í djúpu og straumhörðu vatni. Ég losaði
– Kemur þér eitthvað á óvart í veiði?
á hreyfingu, klöngraðist því með erfiðismunum upp
„Já, sem betur fer,“ segir Heimir og brosir. „Ennþá kemur
á grjótið og sá að þetta var tröll.
mér á óvart hvað stemningin við þetta allt saman skiptir
Það skipti engu togum að laxinn trompaðist. Hann
miklu máli. Maður þarf ekki alltaf að vera að veiða til að
rauk upp hylinn svo orgaði í öllu, sneri síðan við og fór
njóta. Ég geng stundum frá heimili mínu hér í Vogunum
eins og hraðlest rakleitt niður flúðirnar framhjá mér á
og að Elliðaánum og skima eftir fyrstu fiskunum á vorin;
blessuðum steininum. Ég stóð líkt og fiskur á þurru
geng frá Ullarfossi upp að Árbæjarstíflu. Það veitir mér
landi en tók á sekúndubroti þá ákvörðun fara á eftir
mikla ánægju, svo merkilegt sem það er.
honum. Um leið og ég hoppaði af steininum missti
Mér finnst ég stundum hafa farið allan hringinn í
ég fótanna og fór á bólakaf. Ég saup hveljur en náði að
veiðinni, veitt í flestum bestu laxveiðiám á Íslandi og
halda stönginni á lofti og flaut þannig niður eftir, kom
við allar bestu mögulegu aðstæður.“
svo fljótlega úr kafi þar sem kennir grunns í strengnum
– Þetta hljómar nú eins og þú sért bara orðinn gamall
anum, hundblautur. Þá lá fiskurinn á tiltölulega grunnu
og stirður, Heimir! En þú ert vonandi ekki orðinn of
vatni áður en áin fellur í Hundahyl fyrir neðan. Ég dró
gamall til að segja góða veiðisögu úr Vatnsdal?
inn línuna sem var flækt og út um allt og kom mér í
„Jú eiginlega! En ég get svo sem slegið mér á brjóst með einni ágætri sögu. Í Nónhyl, á svæði þrjú sem mér finnst einna mest spennandi svæðið í dalnum, fékk ég fyrir fáeinum árum stærsta laxinn minn. Ég hef fengið
40
línuna en ekkert gerðist svo ég ákvað koma boltanum
fyrir neðan og klöngraðist einhvern veginn að bakk-
góða stöðu. Hélt síðan fast með hendinni um spóluna á gamla Hardy-hjólinu sem ég fékk í fermingargjöf. Það er engin bremsa á þessu hjóli. Breska heimsveldinu hefur fundist það vera óþarfa munaður!
marga tuttugu punda og þar rétt fyrir neðan en engan
Um leið og strekktist á línunni sturlaðist laxinn, tók
stærri, hef bara misst þá! Ég var búinn að sjá þrjá tólf til
hvínandi roku og beint niður í Hundahyl. Ég göslaðist
fjórtán punda fiska í Nónhyl á hefðbundnum stað við
yfir ána á brotinu fyrir ofan og elti eins og hundur!
grjótið neðarlega, og vildi endilega fá veiðimanninn sem
Þegar ég var kominn til hliðar við hann við stóra
ég var með til að reyna við þá. Hann var alls ekki vanur
bergið í Hundahyl tók ég eins fast á honum og stöngin
neinu klöngri. Hann einfaldlega þverneitaði að fara niður
þoldi, alveg niður í kork. Það skipti engum togum að
bratta brekkuna en heimtaði að ég reyndi að glíma við
fiskurinn tók risastökk, þurrkaði sig upp í kollhnís og
þessa laxa. Ég legg ekki í vana minn að veiða sjálfur ef
spændi niður eftir, yfir allar grynningarnar og alla
ég er leiðsögumaður, vil frekar að veiðimaðurinn njóti,
leið niður í Krubbu fyrir neðan. Þetta er um 100 metra
en lét til leiðast í þetta skiptið. Þeir voru nú einu sinni í
spotti, takk fyrir! Þeir sem hafa gengið þessa leið vita
dauðafæri! Ég fór niður og kom mér í gott færi við þá,
að það er bölvanlegt að elta skapstóran stórfisk eftir
tróð tóbaki í pípuna og reykti svolítið áður en ég byrjaði
árbakkanum. Þegar ég hafði klöngrast niður í Krubbu,
að kasta. Ég reisti strax fisk í öðru kasti eins og ég hafði
blautur og lafmóður, hugsaði ég með mér að hér þyrfti
átt von á, hægði á strippinu í því næsta og hann tók hægt
þessari viðureign að ljúka. Ég var ekki tilbúinn að elta
og ákveðið. „Þetta er svona fjórtán punda lax,“ hugsaði
laxinn alla leið niður í Torfhvammshyl, hafði á tilfinn-
ég með mér. Um leið og hann fór að hreyfa sig þá fann
ingunni að þá myndi ég missa hann. Þannig að þessu
ég að þetta var eitthvað allt annað. Laxinn synti letilega
lauk með hreinu reipitogi á brotinu við Krubbu, fram
alveg yfir að bakkanum hinumegin og lagðist á bak
og aftur, aftur og fram. Ég tók eins fast á honum og ég
við stórt grjót sem þar er, og flækti allt draslið kringum
mögulega gat og landaði loks þessu trölli eftir dágóða
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014 2014
Neðra laxasvæðið. Við útfallið úr Flóðinu byrjar hið rómaða neðra laxasvæði Vatnsdalsár. Efst er Hólakvörn, við vesturbakkann, en hægra megin við grunna helluna í miðri á er Bjarnastaðakvörn. Yfirborð árinnar verður allt órólegra þegar hún streymir yfir frekar grunnt Skriðuvaðið og þá tekur Hnausastrengur við þar sem áin beygir við grjótgarðinn og hægist á rennslinu. Bærinn Hnausar er fyrir miðju austan ár og Hnausatjörn. Hinum megin ár eru Steinnes og Þingeyrar. Ekki er veitt neðan Hnausastrengs niður að brúnni á þjóðvegi 1, en þar tekur neðra silungasvæði árinnar við. Mynd: Einar Falur Ingólfsson.
stund. Ég mældi hann við stöngina mína og laxinn var
af steininum og í ána, taldi víst að ég hefði drukknað
nákvæmlega 103 centimetrar, nýgenginn hnausþykkur
þegar hann sá mig fljóta niður eftir. Hann náði þar að
og skapstór hængur. Flugan sem hann tók var Arndilly
auki engu símasambandi við veiðihúsið eða nokkurn
Fancy númer 8, mín uppáhalds fluga. Ég rölti síðan til
annan til að tilkynna um þennan voðalega atburð.“
baka upp gilbarminn, holdvotur og alsæll. Þetta var
– Náðir þú ljósmynd af tröllinu?
erfiðasti fiskur og sá stærsti sem ég hef landað.
„Nei, myndavélin rennblotnaði, pípan og tóbakið líka.
Veiðimaðurinn var ennþá uppi á hæðinni við Nónhyl og
Þetta geymist bara í stjórnstöðinni í kollinum,“ segir
gjörsamlega niðurbrotinn. Hann hafði horft á mig hoppa
Heimir Barðason.
Öll gögn málsins.
spurt og svarað ... um helstu álitamálin
Laxveiðisumarið 2014
Hrun? Verðlagið?
Bjarni Júlíusson
Hið slaka laxveiðisumar sem nú er að baki, sem kom í kjölfar tveggja þar sem annað var jafn lélegt og hitt frábært, hefur leitt af sér miklar vangaveltur um skýringar á sveiflunum og í framhaldi af því, hið eilífa bitbein, verðlag laxveiðileyfa. Við báðum fjóra valinkunna aðila sem verið hafa í eldlínunni, að reyna að komast til botns í þessum álitamálum og segja skorinort frá skoðunum sínum. Þetta eru Bjarni Júlíusson fyrrum formaður SVFR, Haraldur Eiríksson sölufulltrúi hjá Hreggnasa, Óðinn Sigþórsson formaður Landsambands veiðifélaga og Þorsteinn Þorsteinsson bóndi á Skálpastöðum í Lundareykjadal, en hann var um árabil formaður Veiðifélags Grímsár og er nú ritstjóri vefs LV, www.angling.is
Við lögðum fimm spurningar fyrir þá félaga eru þessar ...
Halli: Ég met þetta sem bland beggja. Hrun vegna náttúrulegra orsaka í hafi. Það liggur algjörlega ljóst fyrir í mínum huga að útganga seiða vorið 2013 var í lagi.
1
Hvernig metur þú útkomu íslenska laxveiðisumarsins 2014, hrun eða náttúruleg sveifla?
Bjarni: Mér er alveg sama hvaða orð við viljum nota til að lýsa þessari hörmung. Ég vona bara að þetta sé ekki
44
Hins vegar skilaði laxinn sér ekki aftur af beitarslóðum, ef hann náði þangað á annað borð, og sá smálax sem kom til baka var hrikalega rýr. Tveggja ára laxinn var hins vegar í fullkomnu ástandi. Ég vil sjá þá aðila sem fylgjast eiga með þessari auðlind gefa okkur fullnægjandi svör við því hvað þarna gerðist.
náttúruleg sveifla sem sé komin til að vera eða halda
Óðinn: Ég held að við séum að horfa þarna á mynstur
áfram að sveiflast niðurávið! Það er hrun í veiðinni.
sem nýtt af nálinni þegar litið er til síðustu áratuga.
Svo mikið er víst. Ef við tökum meðalveiði áranna
Veiðiárið 2012 var erfitt. Þá var einnig talað um hrun
2004 – 2013 þá er stangaveiðin 59.226 laxar á ári að
enda var veiðin árin þar á undan með ágætum. Þegar
meðaltali. Minnst varð hún hrunsumarið 2012 eða
veiðin sumarið 2013 var hins vegar gerð upp blasti við
34.780 en mest 2008, 84.124 laxar. Þetta eru miklar
allt önnur mynd. Við höfðum búið okkur undir hið
sveiflur sl. áratug og mun meiri en áratuginn þar á
versta en niðurstaðan var að stangveiðin var langt yfir
undan. Í sumar (2014) var veiðin um 32.400 eða um
meðallagi. Ég sagði þá á ársfundi Veiðimálastofnunar
50% af veiði ársins 2013 (sem var reyndar mjög gott
líkt og veiðin 2013 hafi komið okkur þægilega að óvart
ár). Ég hef áhyggjur af þessum öfgakenndu sveiflum.
yrðum við að vera því viðbúnir að veiðin 2014 gæti
Ég hef áhyggjur af því að það eru komin tvö ömurleg
mögulega komið okkur óþægilega að óvart. Það varð
ár 2012 og 2014. Ég vona innilega að þetta batni en við
því miður niðurstaðan og væntingar um að 2012 væri
getum átt von á hverju sem er á árinu 2015.
einstakt og undantekning brugðust.
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
Haraldur Eiríksson
Óðinn Sigþórsson
Þorsteinn Þorsteinsson
Þær ályktanir sem ég þori að draga af þessari þróun
eitthvað í hafi sé að gera okkur skráveifu. Mælingar
meðan ekki liggja fyrir meiri upplýsingar er að við
á útgöngu seiða eru víðast hvar í mjög góðu lagi. Ég
kunnum að vera að horfa á gerbreytt mynstur hvað
blæs á kenningar um að köld vor hafi þessi áhrif á
varðar endurheimtur laxa úr sjó. Þannig má búast
laxastofnana.Við búum jú á Íslandi og laxaseiðin hafa nú
við því í framtíðinni að laxagengd geti sveiflast mikið
væntanlega séð það svartara en þetta! Það styrkir mig
milli árar.
í þeirri skoðun að einhver nýr áhrifavaldur sé kominn
Þorsteinn: Mér finnst spurningin örlítið ónákvæm.
til sögunnar.
Hrun í veiði getur vel verið náttúrulegum sveiflum
Óðinn: Ég vil í þessu sambandi bíða þess að okkar
að kenna. Þar er ekkert – annaðhvort eða -. Ég met
ágætu vísindamenn leggi eitthvað á borðið sem skýrt
það svo að allar breytingar á veiði vegna náttúrulegra
getur þessar sveiflur milli ára. Árið 2012 var köldum
umhverfisáhrifa séu „náttúrleg sveifla“ en aðrar
sjó og lítilli seltu sjávar sumarið 2011 kennt um mikil
breytingar, svo sem vegna sjaldgæfra náttúruhamfara
afföll unglaxa. Sú tilgáta byggði á traustum gögnum.
eða af mannavöldum, flokkist ekki undir slíkt. Fiski-
Nú var því ekki til að dreifa samt er ljóst af stærð eins
fræðingar segja okkur að vorin 2011 og 2013 hafi ríflegt
ár laxa og hreistursýnum að fæðuskilyrði hafa verið
magn af seiðum gengið til sjávar og ástand þeirra hafi
slæm. Mér þykir því sennilegt að ekki sé um eina
verið nokkuð gott. Báðir þessir árgangar skiluðu sér
ástæðu fyrir þessum sveiflum að ræða heldur séu
mjög illa sem eins árs lax. Gjarna var fiskurinn líka
hér margir samverkandi þættir að verki. Makríllinn í
smár og horaður. Mér finnst því liggja beinast við að
íslenskri lögsögu er örugglega ekki til bóta en áhrifa
kenna slæmu ástandi á ætisslóð um þessa sveiflu, sem
hans á laxastofa hefði átt að gæta árið 2013 ef hann
verður því að teljast vera „náttúrleg“.
væri eina og aðal orsök hinna slæmu ára. Þá þarf að skoða sérstaklega núna hvað veldur því að 2ja ára lax hefur skilað sér betur í árnar s.l. sumar en verið hefur
2
Hvaða kenningar aðhyllist þú um það hvað valdi þessum öfgakenndu sveiflum sem sést hafa frá 2012 til 2014?
Bjarni: Ég held að flestir séu sammála þeirri skoðun að það er eitthvað ástand í hafinu sem veldur því að laxinn gengur ekki uppí árnar – hann ferst í hafi. Eflaust eru margar ástæður, hitastig, fæða, afrán annarra „nýrra“ tegunda ... En seiðabúskapurinn í ánum hefur í flestum tilvikum verið í lagi þannig að þetta hlýtur að vera hafið. Þar getum við lítið gert annað en vonað að þetta líði hjá. Halli: Sem leikmaður þá get ég ekki annað séð en að
mörg undan gengin ár. Kannski er það hluti af breyttum umhverfisþáttum í sjó. Þorsteinn: Þessari spurningu er að nokkru leyti svarað í svari við fyrstu spurningu. Um ástæðurnar er erfiðara að segja. Ýmsir vilja kenna makrílnum um, en hann var jú líka á ferðinni hér við land sumarið 2012. Samt var sumarið 2013 dágott veiðiár. Mér þætti mjög athyglisvert að sjá einhvern bera saman útgöngutíma laxaseiða og dreyfingu makríls hér í hafinu á sama tíma. En kannske skortir heimildir um þessa þætti. Alla vegana er freistandi að telja að þetta séu einhverskonar áhrif frá hlýnun sjávar hér á norðurslóðum.
45
spurt og svarað ... um helstu álitamálin
3
Hver er þín skoðun á verðlagi laxveiðileyfa á Íslandi, sérstaklega m.t.t til sveiflna í veiði og þeirri staðreynd að erlendis hefur verið gert sameiginlegt átak víða milli veiðiréttareigenda annars vega og veiðileyfasala hins vegar um að draga úr kostnaði veiðimanna?
að fullu til veiðimanna. Það er bagalegt og ýtir undir tortryggni milli aðila. Mín skoðun á veiðileyfaverði er ofur einföld. Hún er sú að markaðurinn ræður verðinu. Persónulega finnst mér veiðileyfi of dýr, en það sama finnst mér um glænýjan jeppa, flugmiða á fyrsta farrými eða einbýlishús á góðum
Bjarni: Ég hef sagt það áður að verð veiðileyfa hefur
stað í Reykjavík. Ég einfaldlega kaupi það sem ég hef
líklega tvöfaldast að raunvirði á sl. 20 árum. Sú hækkun
efni á. Annað læt ég öðrum eftir sem hafa önnur við-
hefur verið rökstudd með því að veiðin hafi aukist mikið,
mið og geta leyft sér slíkan munað. Svo einfalt er það.
og vissulega höfum við séð mjög góð ár. En af þremur sl. árum hafa tvö þeirra verið algerlega ömurleg. Í því ljósi ætti verð veiðileyfa auðvitað að lækka. En það er veiðimannanna sjálfra að stýra því. Ef þeir kaupa veiðileyfi á þessum verðum, þá eru þeir greinilega sáttir, ef ekki þá hljóta veiðiréttareigendur að hugsa sinn gang. Halli: Væntanlega ert þú þarna að vitna í þær aðgerðir sem farið var í á Írlandi því það er eina sameiginlega átakið sem ég hef heyrt um. Veiðileyfasalar þar eru að hluta til að vinna á sama markaði og við hér heima. Vert er að hafa í huga að írsku árnar fyllast af ferðamönnum frá Þýskalandi og víðar yfir sumartímann. Sú rýrnun sem orðið hefur á íslensku krónunni hefur komið út sem verðlækkun á þessum sama markaði. Ég bendi á að sumarið 2007 kostaði dýrasti tíminn í Norðurá í Borgarfirði um 1.400 bresk pund, fyrir utan alla þjónustu. Í dag, 7 árum seinna, gæti ég trúað að greitt sé um 1.000 bresk pund fyrir sama leyfi. Verðlækkunin er heldur betur staðreynd, en þó má ekki gleyma því að óeðlilega sterk króna á árunum 2004-2007 vann
verðlag laxveiðileyfa á Íslandi er hátt og umræðan hefur verið á þeim nótum frá því að ég fór að fylgjast með veiðimálum. Sveiflur í veiði sem og efnahagsaðstæður hverju sinni hafa að mínu viti haft áhrif á verðlag á markaðnum. Hvort menn telji að þær sveiflur hefðu átt að vera meiri eða minni læt ég liggja milli hluta. Þá sé ég ekki fyrir mér hvernig ætti að haga sameiginlegu átaki veiðiréttareigenda og veiðileyfasala um að draga úr kostnaði veiðimanna. Samkeppniseftirlitið fylgist mjög grannt með því hvort veiðifélög hafa með sér verðsamráð og svo langt hefur það gengið að við treystum okkur ekki lengur til að taka saman hagtölur um verðmæti veiði líkt og gert var árum saman eftir að Samkeppniseftirlitið taldi að þær upplýsingar gætu verið leiðbeinandi um verð. Því er núna engin yfirsýn um vísitölu verðmæti veiði eins og áður var þar sem enginn aðili tekur þessar upplýsingar saman til viðmiðunar milli ára.
gegn ferðamanninum. En öfgarnar eru í báðar áttir
Okkar lærdómur er því að slíkt samráð gæti aldrei gengið
og sýna bara þann raunveruleika sem við íslendingar
þegar litið er til þess að fullkomin samkeppni skal ríkja
búum við, ekki bara í veiðileyfasölu, heldur í öllu sem
á þessum markaði og bæði veiðimenn og lögboðnir
viðkemur okkar daglega lífi. Fyrir okkur hefur verðið
eftirlitsaðilar fylgjast grannt með að slíkt sé í heiðri haft.
ýmisst staðið í stað eða hækkað.
46
Óðinn: Ég verð að svara þessari spurningu þannig að
Þorsteinn: Að mínu mati skapast verð laxveiðileyfa hér
Því skal svo einnig haldið til haga að í einhverjum
á landi af markaðslögmálinu um framboð og eftirspurn.
tilvikum hafa veiðiréttareigendur komið til móts við
Árnar eru boðnar út og yfirleitt er síðan samið við
veiðileyfasala með frystingum og raunlækkunum
hæstbjóðanda. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel að
samninga. Það virðist hins vegar vera allur gangur á
mínu mati. Hætt er við að allar handstýringar á verðinu
því hvort sá ávinningur sem náðst hefur í samninga-
með einhverjum reglugerðum skapi baktjaldamakk,
viðræðum milli veiðileyfasala og landeigenda skili sér
sölu undir borðinu og bjóði upp á allskonar spillingu.
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
Hvað samanburð við önnur laxveiðilönd varðar, þá tel
óraunhæft að ætla að selja þessa jaðartíma til erlendra
ég reynsluna sanna að okkar kerfi hefur skilað betri
veiðimanna. Svo einfalt er það nú.
árangri en grannar okkar geta státað af.
Halli: Sú skoðun á heldur betur rétt á sér því gjarnan hækka þau í kjölfarið á góðu árunum. En það að rjúka
4
Það virðist vera víðtæk skoðun meðal íslenskra stangaveiðimanna að eðlilegt sé að laxveiðileyfi lækki í kjölfar aflabrests. Er það raunhæft og hv ers vegna(eða ekki)?
upp til handa og fóta, og jafnvel hvetja til „laxveiðiverkfalls“ líkt og einhver gerði um daginn er fráleitt. Hér þarf að horfa á heildarmyndina og spyrja sig hvort slíkt sé raunhæft. Á hinum endanum er nefnilega fólk sem býr við sömu kjörin, þarf að greiða af sínum lánum og
Bjarni: Já það er alveg raunhæft, en íslenskir stanga-
er með fjölskyldur á framfæri. Í stórum veiðifélögum
veiðimenn verða að skilja að það eru þeir sjálfir sem ráða
eru gjarnan 20-30 jarðir á bak við arðgreiðslurnar -
verðinu á jaðartímunum að stórum hluta. Ef þeir kaupa
fólk sem stólar á þessar tekjur. Þó svo að ekki allar séu
ekki veiðileyfi á þeim verðum sem hafa verið í gangi
í byggð þá er það ekki mergur málsins. Þetta fólk er
sl. 2 – 3 ár, þá hljóta leyfin að lækka. Það er algerlega
ekkert móttækilegra fyrir kjaraskerðingu heldur en
Hafralónsá
Stórlaxaperla
á Norðausturlandi
Hafralónsá er eitt best geymda leyndarmálið í laxveiðinni á Íslandi. Þar vaka stórlaxar í öllum hyljum í fádæma hrikalegri og ósnortinni náttúrufegurð. Enn eru til lausar stangir fyrir 2015. Upplýsingar gefur Gísli Ásgeirsson í gsm 6961130 og e-mail gisli@laxinn.is
47
spurt og svarað ... um helstu álitamálin
aðrir, hvað þá þegar farið er fram með látum og offorsi
varðar stóraukist. Það eru komnir kvótar víða. Það er
líkt og mér hefur fundist einkenna málflutning sumra
bannað að veiða á maðk og spón í flestum ám. Yfirleitt
á haustdögum. Hér skiptir máli að vera málefnalegur
eigum við að sleppa öllum stórlaxi og í sumum ám er
í kröfum sínum og fara fram með sanngirni og sam-
okkur gert að sleppa öllum löxum. Þessar kvaðir hafa
vinnu. Með því móti næst mun betri árangur.
veriðmenn tekið á sig ofaná 100% raunhækkun á verði
Óðinn: Það er fyllilega raunhæft að laxveiðileyfi geti lækkað í kjölfar þess að veiðin er slök. Það hlýtur allt
veiðileyfa. Mér sýnist að margir veiðimenn séu farnir að hugsa málin þegar kemur að kaupum veiðileyfa.
að fara eftir því hvernig gengur að selja veiðileyfin í
Fyrir mér á laxveiði að vera hóflega verðlagt fjölskyldu-
kjölfar aflabrests. Við verðum að leggja það í hendur
sport. Veiðin getur verið upp og niður og við veiðmenn
markaðarins að veita endanlegt svar við þessari spurn-
getum alveg tekið því, en verðlagning verður að vera
ingu. Sala veiðileyfa virðist með ágætum það sem af er
hófleg. Hún er það varla í dag.
þannig að ég á varla von á miklum sveiflum í verði þeirra. Þorsteinn: Ég tel nokkuð eðlilegt að veiðileyfi lækki í kjölfar aflabrests. Enda er það innbyggt í kerfið sem við notum. Ef illa veiðist þá bjóða veiðileyfasalar lægra í árnar. Þau viðbrögð eru þó fullhæg til að mæta áhrifum af einstöku lélegum árum. Því hafa íslensk veiðifélög yfirleitt mætt með því að endurskoða og lækka samninga í slíkum tilvikum, (samanber haustið 2012.) Hafi slíkar lækkanir ekki skilað sér út í verðlagið er það öðrum að kenna.
Halli: Ég held að markaðurinn sé í ákveðnu jafnvægi. Hins vegar er hann svo lítill að ef það hriktir í stoðunum á einu stóru veiðisvæði, getur það sett hann í uppnám – og þá á báða vegu. Það sama á við um miklar gengissveiflur. Þessum staðreyndum held ég að flestir séu búnir að átta sig á. Við höfum séð útboð þar sem leigutakar hafa skotið yfir markið og þurft frá samningum að hverfa. Við höfum einnig séð útboð þar sem veiðifélög hafa fengið langt í frá þá niðurstöðu sem vænst var. Ég get ekki betur séð en að aðilar séu að sættast á að langtímamarkmiðin séu hin sömu og menn séu frekar
5
á því að halda í sína samstarfsaðila. Það er líka ljóst
Bjarni: Ég held að það sé ákveðið jafnvægi í ásókn
fengu menn heldur betur að reyna í hruninu þegar að
erlendra veiðimanna. Þetta er hópur sem ekki fer stækk-
þessu var öfugt farið. Þá stóðu veiðileyfasalar eftir með
andi, hann flakkar örlítið á milli landa svona eftir verði
tómar ár, erlendi markaðurinn hafði setið á hakanum,
og afla, en ég held að það verði ekki stórar breytingar
því landinn greiddi svo hátt verð.
Hvernig metur þú markaðinn í dag og hvernig vilt þú sjá hann þróast til framtíðar?
í ásókn þessa hóps næstu árin.
48
að sókn erlendra veiðimanna hefur aukist, á kostnað þeirra íslensku. En hafa ber í huga að það þarf að eiga sér stað eðlileg blöndun í viðskiptamannahópnum. Það
Á meðan við búum við gjaldeyrishöft og óstöðugan
Hvað íslenska veiðimenn varðar, þá tel ég að það sé
gjaldmiðil er ekki hægt að hafa neina sérstaka fram-
nokkuð ljóst að þeir munu halda að sér höndum og
tíðarsýn út frá markaðslegum forsendum. Jafnframt
kaupa minna á næsta ári en áður. Við sáum það gerast
þarf að finna út hvað orsakar þessar gríðarlegu sveiflur í
eftir hrunárið 2012. Það mun endurtaka sig að einhverju
afla á milli veiðitímabila og hvort þær séu komnar til að
leyti næsta sumar. Ef verðin lækka ekki og þessar sveiflur
vera. Hins vegar er ljóst að gagnvart Íslendingum þarf
halda áfram, þá verður verulegur samdráttur á íslenska
að búa þannig um vöruna að hérlendir veiðimenn geti
markaðinum. Þar að auki skal á það bent að á undan-
stundað þetta sport. Þetta er hægt með því að skerpa
förnum 15 árum eða svo, hafa allar kvaðir hvað veiði
á verðkúrfunni enn frekar. Dýrasti tíminn á að vera
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
NÁÐU FORSKOTI MEÐ SJÁLFVIRKNI Í VIÐSKIPTUM Við sérhæfum okkur í þjónustu við stór og meðalstór fyrirtæki með sjálfvirkni og rafrænum viðskiptaferlum. Með sjálfvirkni í skráningu skjala s.s. reikningum, pöntunum og skýrslum dregur verulega úr margskráningu, milliliðum fækkar, öryggi eykst og aðgengi að vöru og þjónustu verður betra. Með sérþekkingu og reynslu af sjálfvirknivæðingu auðveldar Staki innleiðingu rafrænna viðskiptaferla. Með öflugum samstarfsaðilum mætir Staki fjölbreyttum og ströngum kröfum viðskiptavina sinna. Staki rekur stærstu sérhæfðu skeytamiðju landsins fyrir stöðluð rafræn viðskiptaskeyti. Hafðu samband, sendu póst á staki@staki.is og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.
Staki Automation ehf. • Ármúla 27 • 108 Reykjavík • S: 510 0410 • staki.is
49
spurt og svarað ... um helstu álitamálin
dýrari og ódýrari tíminn þarf að falla í verði. Þá þarf að
Ég vil sjá markaðinn fjölbreyttan, þannig að sem flestir
auka þá möguleika sem menn hafa varðandi gistingu
geti notið þess að veiða. Ég vil sjá fjölbreytni í hópi
og fæðisskyldu. Með því móti eiga allir að geta stundað
þeirra sem taka veiði á leigu og að enginn þeirra verði
þetta stórkostlega tómstundagaman. Sem dæmi veiddi
það stór að staða hans geti stefnt markaðnum í hættu
ég sjálfur á stökum degi í Laxá í Kjós undir lokin í bestu
með neinu móti. Ég vil sjá markaðinn áfram stjórnast
viku sumarsins 2015, 23-30 september. Það var jafn-
af frjálsum markaðsöflum eins og nú er og að þeir sem
framt ódýrasta vikan í ánni.
spila á þessum markaði fylgi leikreglum í hvívetna. Ég held að farsælast sé að verðþróun ráðist í megindráttum
Óðinn: Það er ómögulegt að gerast spámaður um það.
í útboðum á veiði. Samt hljóta veiðifélög í mörgum
Við höfum horft uppá gríðarlegar breytingar á þessum
tilvikum að fara samningaleiðina við lok veiðitíma ef
markaði á undanförnum áratugum. Forsendur geta
félagið er sátt við leigutakann og viðskiptin við hann.
breyst sem gjörbylta markaðnum á svipstundu. Þar á
Ég held að þetta sé eina færa leiðin til að skapa traust
ég ekki síst við gengisskráninguna sem er sá þáttur sem
milli allra sem í hlut eiga þ.e. veiðifélaga, veiðileyfasala
hefur mikil áhrif á verð veiðileyfa erlendis. Við erum
og veiðimanna.
jú ekki einir í heiminum að selja veiðileyfi í laxveiðiár við Atlantshaf. Þar ríkir mikil samkeppni. Íslenskir
Þorsteinn: Þarna skortir mig spádómsgáfuna. Ef þú
veiðimenn verða ávallt í hópi okkar viðskiptavina og
getur sagt mér hvenær gjaldeyrirshöftum verður aflétt
þannig viljum við hafa það. Það hefur ekki reynst vel
og hvernig gengi íslensku krónunnar þróast á næstu
að hafa öll eggin í sömu körfunni. Það er hins vegar
árum, þá get ég ef til vill svarað þessu af einhverju viti.
ljóst að erlendir veiðimenn kunna vel að meta það rými sem þeir hafa til veiðanna og einnig eykur á ánægur
Ég kýs ekki að sjá neinar grundvallarbreytingar á
þeirra veran í óspilltri nátturu Íslands. Þá hefur veiðin
veiðileyfamarkaðnum. Þó sé ég merki um að leigutakar
í t.t. Noregi og Skotlandi verið afar slök og þar er við
vilja nú fá inn í samninga ákveðin endurskoðunar-
mörg umhverfisvandamál að etja sem við erum sem
rétt á leiguupphæðum ef veiði fer ákveðið langt undir
betur fer laus við á Íslandi. Spurning er sú hvort okkur
meðalveiði. Þetta finnast mér skiljanleg viðbrögð, en
tekst að verja þessa óspilltu náttúru t.d. fyrir laxeldis-
veiðifélög bregðast eðlilega við með því að krefjast
vánni til framtíðar.
þess að líka megi endurskoða samninga ef vel veiðist.
Öll gögn málsins.
50
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
eitt og annað Angela Lenz
Hefur ekki undan að mála flugur og fiska á flugubox Angela Lenz heitir ung austurrísk myndlistakona sem er að geta sér gott orð um gervalla Evrópu, Ísland þar með talið, fyrir listilega myndlist sína á flugubox og fleira sem veiðimenn óska. Málar hún flugur, laxa, silunga og allt hvað eina á boxin og pantanir hrannast upp. Hún hefur m.a. gefið verk á uppboð og happadrætti sem NASF, Verndarsjóður villtra laxa, stóð fyrir í lok síðasta vetrar. Veiðislóð forvitnaðist meira. Hvaða slysni kom þér í kynni við fólk í fluguveiðiheiminum og hvaða fólk var það? „Ég lenti í slysi og í endurhæfingunni kynntist ég Gerald Ecker, sem hvatti mig mjög til að taka upp þráðinn í myndlistinni þrátt fyrir skakkafallið. Í framhaldinu vorum við boðin á árlega veiðisýningu í Furstenfeldbruck, nærri Munchen í Þýskalandi. Robert kynnti okkur fyrir heimi fluguveiðinnar, sem þýðir að hann bauð okkur í veiðiferðir í Austurríki og sýndi okkur fjölda bóka um Angela og sambýlismaður hennar Gerald.
Angela er fædd í Bregenz, Vorarlberg í Austurríki
fluguveiðar, veiðigræjur og flugur.“ Þú hefur þá farið að veiða sjálf?
6.nóvember 1980. Allt frá barnæsku sótti hún í allt sem
„Ég reyndi nokkrum sinnum, en ég hef meira gaman
hún gat notað til að tjá mynd á flöt. Þegar hún fór að vaxa
að því að mála.“
úr grasi fór hún að vinna við allt annað en myndlist, en stundaði hana þó af kappi í frítímum. Smátt og smátt
Hvers vegna hafði þetta svona mikil
náði þó myndlistin yfirhöndinni og frá árinu 2004 hefur
áhrif á þig sem listamann?
hún haft atvinnu af listsköpun sinni. Viðfangsefnin voru löngum úr öllum áttum, en skemmtilegast þótti henni alltaf að mála viðfangsefni úr dýra- og jurtaríkinu. Fyrir „slysni“ eins og hún orðar það, kynntist hún fólki úr fluguveiðigeiranum í heimalandinu og þá varð ekki aftur snúið. Þó var það aldrei eins auðvelt og það kann að hljóma, Angela þurfti að leggjast í allar þær fluguveiðibókmenntir sem hún kom höndum yfir, hlutföll, smáatriði og litir, allt skiptir þetta máli í myndunum
52
„Mér líkar gríðarlega vel við fólk sem er í fluguveiði. Þetta er gott og indælt fólk. Fyrir mér er fluguveiði afskaplega friðsælt og róandi sport. Fluguveiðin er líka list, t.d. stangarsmíði úr bambus eða hnýtingar á yndislegum klassískum flugum. Þessi fíkn í smáatriði.“ Hversu eftirsótt eru verk þín núna og hefurðu selt til margra landa?
sem hún málar því fluguveiðimenn hafa flestir mjög
„Ég er með langan biðlista með pantanir og ég hef selt
þróaðan fegurðarsmekk eins og Angela segir.
til fjölmargra landa um víða veröld.“
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
Hvernig myndir þú helst lýsa þinni listsköpun í fluguveiðinni, hversu langt seilist þú? Flugubox, dagatöl....eru einhver takmörk fyrir því hvar þú getur málað eða teiknað silung eða flugu? „Yfirleitt mála ég á flugubox úr viði. Eða bara á hvað sem er úr viði. Ég mála líka með olíulitum, kolum eða blýanti á striga og það eru engin takmörk að því leyti að ég get málað hvað sem hugurinn girnist.“
Hefurðu selt verk þín á Íslandi? „Ég er ekki alveg viss um það, en ég gaf nokkur verk í happadrætti og uppboð sem EWF sýningin í Munchen og Orri Vigfússon, forstöðumaður NASF, Verndarsjóðs villtra laxa“ skipulögðu í mars á þessu ári. Auk þess hafa fjölmargir fluguveiðimenn keypt af mér máluð flugubox á EWF sýningunni síðustu níu árin og það má vel vera að þar hafi einhverjir íslenskir veiðimenn verið á ferðinni. Árið 2010 datt að vísu út því þá lenti sýningin í miklum vandræðum vegna eldgossins í
Anglea Lenz er undir nafni á Facebook og á Netinu
Eyjafjallajökli.“
er heimasíða hennar: www.AngelaLenz.at
53
eitt og annað Uppstoppun fugla
Hef geysilega gaman að uppstoppun Eitt er það sem lengi hefur fylgt veiðiskap, bæði með byssu og stöng og það eru uppstopparar. Hlutverk þeirra tekur breytingum, t.d. koma eflaust fáir þessa daganna með metlaxa sína þar sem þeim fiskum er yfirleitt sleppt nú til dags. En uppstoppararnir þrífast eigi að síður og það er þó nokkuð að gera. Og færist í vöxt eftir niðursveiflu í kjölfar hrunsins. Veiðislóð hitti uppstoppara að máli og hleraði hann, þetta var Hafsteinn Þórisson, sem auk þess að vera uppstoppari, er einnig bóndi á Brennistöðum í Flókadal í Borgarfirði, tónlistarkennari og mikilvirkur fluguhnýtari. En hvaða fugla kemur fólk helst með? „Það er nú mest þessir algengu garðfuglar eins og þrestir, en einnig mófugla, spóa, lóur og þess háttar. Útivistarfólk finnur þessa fugla stundum nýlega dauða á víðavangi og hefur gaman að því að skreyta hjá sér með þessu. Ég hef líka verið beðinn um gæsir og máfa og jafnvel skarfa. Þeir eru erfiðir, það er svo gríðarlega mikið verk að fituhreinsa þá að því marki að lýsislyktin hverfi. En þeir eru flottir, sérstaklega litarhaft þeirra snemma á vorin.“ Er fólk eitthvað að leita til þín með friðaða fugla? „Ég fæ fyrirspurnir. Smyrla, uglur og himbrima t.d. Það er ekki tilfellið að fólk sé að skjóta þessa fugla eða verða sér úti um þá með ólöglegum hætti. Smyrlar og uglur verða tíðum fyrir bílum. Ungu smyrlarnir fljúga „Ég er nú enginn atvinnumaður í þessu, en hef geysilega
á glugga og bíla þegar þeir eru að læra veiðiskapinn
gaman að uppstoppun og fólk sækir nokkuð til mín
síðsumars og á haustin, uglurnar hafa þennan sið að
með fugla sem orðið hafa á vegi þeirra. Það eru svona
vera að þvælast í vegakantinum og skjótast svo allt í
þrjú til fjögur ár sem ég hef stundað þetta af einhverju
einu upp. Þetta er helst í ljósaskiptunum og menn vita
viti,“ sagði Hafsteinn.
ekki fyrr en fuglinn skellur á bílnum. Ég hef sjálfur lenti í því að keyra á branduglu. En það kom ekki til greina
54
Hafsteinn sótti á sínum tíma námskeið hjá Sveinbirni
að stoppa hana upp, hún hentist undir bílinn og tættist
Sigurðssyni sem er atvinnumaður í faginu og geysilega
öll í sundur. Himbrimar veiðast mjög oft í silunganet
snjall á sínu sviði. „Sveinbjörn er atvinnumaður og með
í vötnum. Þeir eru gríðarlega fallegir fuglar og það er
afbrigðum fær. Sjálfur geri ég þetta bara í hjáverkum,“
eðlilegt að fólk vilji skreyta hjá sér með slíkum fuglum.
sagði Hafsteinn.
En þeir eru friðaðir og því óheimilt að stoppa þá upp.“
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
En hvað með minka og refi? Og fiska, stórlaxa? „Ég hef nú lítið átt við slíkt en stendur til bóta. Ég hef aðeins einu sinni stoppað upp ref, en er nú bæði með refi og minka tilbúna í frosti og hlakka mikið til að reyna mig við þá. Ég er líka með tvo kiðlinga sem drápust í fæðingu. Þeir verða líka settir upp. Um fiska hef ég ekki verið spurður og ég geri ráð fyrir því að það sé minna að gera í þeim geira nú orðið en áður þegar stórlöxum er nær alls staðar sleppt aftur lifandi í árnar.“ Er þetta erfitt fag og hvaða tól og tæki eru notuð? „Þetta er fyrst og fremst þjálfun. Aðal atriðið er að láta fuglana eða hvaða dýr sem það nú er, líta eðlilega út. Ég miða við ljósmyndir af viðkomandi fuglum og vissulega er verkið erfiðara eftir því sem fuglinn er gæddur meira „lífi“ ef þannig mætti taka til orða. Þá á ég við að fugl sé með lyfta vængi eða í þannig stellingu að það sé eins og hann sé að fara að hefja sig til flugs. Þannig vilja nú flestir hafa sína uppstoppuðu fugla. En þetta kemur með æfingunni. Hvað tæki og tól viðvíkur þá eru þetta aðallega hnífar ýmiss konar og tangir. Eina svona sértækið er rafknúinn grófur vírbursti til að hreinsa hami að innanverðu. Ýmislegt sem notað er, eins og augu og það sem stungið er inn í dýrin, er pantað að utan. Augun panta ég frá Þýskalandi, þau eru margvísleg, bæði að stærð og lit. Í Bandaríkjunum er oft hægt að kaupa tilbúna búka til að setja inn í haminu. Flest er nú hægt að kaupa tilbúið í Bandaríkjunum. Við Evrópubúar erum ekki með þetta á þeirri línu, sjálfur nota ég aðallega hálm. Það þarf að panta hann að utan og ég nota hálm vegna þess hversu auðvelt er að móta hann.“ Hafsteinn Þórisson er á Facebook.
55
ljósmyndun
Einar Falur Ingólfsson
Einar Falur með nýgenginn hæng við Hafralónsá. Ljósmynd: Golli
56
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
Ég er heimildaljósmyndari Ég er ljósmyndari, nota myndavélina meðal annars til að halda einskonar sjónræna dagbók, og þegar ég heillaðist af fluguveiði sumarið 1998, þá lá það í hlutarins eðli að ég tæki myndir af veiðinni; af veiðistöðum og veiðifélögum. Af lífinu og gleðinni, af þessum heillandi upplifunum og dögunum við árnar og vötnin. Ég er heimildaljósmyndari og hef frá upphafi veiðiljósmyndunar minnar nálgast hana með það í huga að fanga upplifanir, augnablik og stemningar. Ljósmyndatæknin hefur tekið töluverðum breytingum á síðustu sextán árum; fyrstu árin myndaði ég aðallega á Leica-myndavélar og slædsfilmur, smám saman hafa stafrænar vélar í ýmsum myndum tekið yfir. Ég nálgast veiðiljósmyndun í raun á sama hátt og hverja aðra íþróttaljósmyndun, þar sem ég vil fanga augnablikin; tökur, viðbrögð veiðimanna og veiðifélaga, skyndilega sólstafi, steypiregn, fugl sem lyftir sér af vatnsborðinu, eða fisk sem rýfur það. Ég hugsa veiðiljósmyndun mína ekki sem landslagsljósmyndun og mér leiðast veiðimyndir þar sem veiðimönnum er stillt upp eða þær eru unnar í hörgul eftirá og litum og aðstæðum breytt; slíkar myndir fara hreinlega í taugarnar á mér því mér finnst að þeir sem í hlut eiga reyni að gera eitthvað annað úr veiðigleðinni og þessari stórkostlegu náttúru en hún er einmitt þegar við erum á staðnum. Ég er að eltast við þá upplifun – að vera á staðnum. Ég hef átt hlut í ýmsum bókum um veiði og veiðiár á síðustu árum. Sumar þessara mynda hafa birst í þeim, aðrar eru í bókinni Vatnsdalsá – Sagan og veiðimennirninr sem er að koma út þegar þessar myndir eru valdar, og enn aðrar úr væntanlegri bók um Þverá og Kjarrá.
57
ljósmyndun
Einar Falur Ingólfsson
Tarquin Millington-Drake hefur sett í nýrenning í Þverá og er að stranda honum eftri snarpa viðureign.
ljósmyndun
Einar Falur Ingólfsson
Tökugleðin í sinni fallegustu mynd. Veiðifélagarnir Milington-Drake og Paul J. Drescher hafa sett í lax í Þverá.
Ævintýri á heiðinni. Halldór Hafsteinsson landar laxi í Störum í Kjarrá, langt inni á Tvídægru.
60
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
Ingólfur Ásgeirsson togast á við lax í Kjarrá.
61
Veiðimaður kastar flugu sinni neðst á Oddstaðafljót í Grímsá; rétt yfir ofan hann er laxatorfa í hylnum.
62
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
63
ljósmyndun
Einar Falur Ingólfsson
Sannkallaðar fenjaveiðar. Þorsteinn J. hefur sett í stórlax á silungasvæði Vatnsdalsár.
64
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
Norskur veiðimaður hefur sett í nýruninn lax í Skriðuvaði í Vatnsdalsá og Ágúst Sigurðsson leiðsögumaður bregður við og er lagður af stað upp á bakkann að fylgja laxinum eftir. Honum var landað í Hnausastreng.
Ævintýri við fossinn. Bjarni Jóhannesson óð yfir á brotinu fyrir neðan Stekkjarfoss í Vatnsdalsá, kastaði og setti strax í þennan stórlax sem lét hafa fyrir sér áður en hann slapp.
65
Ástþór Jóhannsson leigutaki Straumfjarðarár kastar á efsta veiðistað árinnar, við fossinn Rjúkanda.
66
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
67
ljósmyndun
Einar Falur Ingólfsson
Kvöldstund við Reykjadalsá.
Þorsteinn J. togast á við væna bleikju í Bjargahyl í Brunná.
Hin kunna breska veiðikona Lilla Rowcliffe kveður 11 punda hrygnu áður en Árni Pétur Hilmarsson leiðsögumaður sleppir henni aftur út í strauminn við Lönguflúð á Nesveiðum í Aðaldal.
68
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
Hermann Hilmarsson fylgdarmaður fagnar þegar strekkist á línu Bubba Morthens og enn einn laxinn hefur tekið flugu í Presthyl á Nesveiðum.
69
ljósmyndun
Einar Falur Ingólfsson
Lax stekkur í Skuggafoss í Langá á Mýrum.
70
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
Franski veiðimaðurinn Marc-Adrien Marcellier býr sig undir að sporðtaka nýgenginn stórlax neðarlega í Selá.
Sælustund við ána. Úrhellisrigning en veiðifélagarnir Magnús Ásgeirsson, Þorsteinn J. og Sigurður Árni Sigurðsson hella upp á kaffi við Lindarfossa í Brunná og skiptast á sögum.
71
Hรถskuldur Birkir Erlingsson
Félagar landa þungum og þrekmiklum stórlaxi við upphaf veiðitíðar í Víðidalsá.
ljósmyndun
Einar Falur Ingólfsson
Á hlýju sumarkvöldi gengur Þorsteinn J. frá ánni eftir góðan veiðidag.
Haustdagur við Flóðið í Vatnsdal og Sigurður Árni Sigurðsson hefur sett í sjóbirting efst í Hólakvörn.
Æsispennandi og erfið viðureign; Sölvi Ólafsson með stóran birting á í Tungulæk.
74
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
Kanadíska veiðikonan Kathryn Maroun glímir við lax við Pokafoss í Laxá í Kjós.
75
einu sinni var Gulli Bergmann
Laxatorfan fylgdi alveg upp í vatnsborð Einu sinni var Gulli Bergmann. Einn snjallasti stangaveiðimaður sem Ísland hefur átt. Sérfræðingurí sjónrennslinu, en einnig afburðagóður fluguveiðimaður. Einn af þeim sem yfirleitt veiddi miklu meira en aðrir í hollunum. Kappsamur, útsjónarsamur, fylginn sér og flinkur. Gulli lést fyrir aldur fram fyrir all nokkrum árum, en árið 1984 tók ritstjóri viðtal við Gulla, viðtal sem snérist að sjálfsögðu um veiðiskap og er fullt af mögnuðum veiðisögum. Viðtalið birtist í bókinni Vatnavitjun sem að Bókhlaðan gaf út. Við ætlum að staldra við nokkrar af sögunum. Fyrst er hér samt uppgjör Gulla á maðkveiði annars vegar
ekkert, ég var kominn út í miðja á, upp í mitti, en þá styggir
og fluguveiði hins vegar: - Það er stórkostlegt þegar lax
maður ekki nálægt því eins og maður væri dansandi á
þrífur í fluguna, sérstaklega þegar hann gerir það með
bakkanum. Og þó laxinn taki ekki strax hjá mér þá veit ég
boðaföllum og gusugangi. En ég held að ég noti maðkinn
að með því að sakka rétt og jafnvel elta hann svolítið um
meira vegna þess að ég fæ hápunkt ánægju minnar út úr
þá gæti ég fengið árásargirnina hans í gang. En þetta var
því að renna rétt fyrir laxinn, sakka rétt og horfa á hann
ekki hægt nú, laxinn var beinlínis hræddur við maðkinn.
reiðast, missa þolinmæðina og taka maðkinn með alls kyns
Ég valdi því túpu, flottúpu, sem heitir Skröggur.
kúnstum. Vissulega á lax sem gleypt hefur maðk minni möguleika á að sleppa en lax sem tekur flugu. Þeir sem kjósa fluguna tala um hve skemmtileg takan er og er það gott og rétt, en þeir fá líka feikn út úr hörðum og tvísýnum orrustum það sem laxinn ræður oft ferðinni langtímum framan af leiknum og á alltaf mikla möguleika að sleppa. En ég sagði áðan, ég er veiðimaður en ekki sportmaður. Ég vil veiða laxa en ekki missa þá. Niðurstaðan: Báðar eru stórskemmtilegar og sterkar aðferðir og ég vil ekki gera upp á milli þeirra.“
Þetta vildi hann svo sannarlega og tökurnar voru stórkostlegar, boðar og gusugangur. Ég fékk tíu laxa á þessa flugu á svæðinu frá Laugarkvörn og niður í Hræsvelg. Sá minnsti var 9 pund, sá stærsti 20 pund. Þann stóra fékk ég í Hvararhylnum, efst þar sem straumamót mynda mikinn svelg. Félagi minn einn sem þekkti Norðurá eins og handarbökin á sér sagði einu sinni við mig að stærstu laxarnir væru í Kaupamannapolli og Hvararhyl og þetta er satt. En það var stórkostlegt að sjá þegar þessi mikli bolti kom uppúr djúpinu á eftir flugunni þegar hún flaut yfir
Og þá að nokkrum sögum: - Ég fékk eitt sinn að veiða í
hann. Hann reyndi að ná henni, missti af henni, reyndi
Norðurá eins og ég sagði áðan og svæðið sem ég nefndi
aftur og aftur og loks er línan var að rétta úr sér, kom hann
er mitt uppáhald í þeirri á. Ég kann á það, það er erfitt og
upp úr og negldi hana. Þetta var geysilega erfiður fiskur
margir nenna ekki að veiða þar. Ég byrjaði í Laugarkvörn
og það tók mig hálfa aðra klukkustund að landa honum.
og sá strax að áin var afar glær, enda sólfar mikið. Lax sá
Þegar ég var kominn með hann niður með klettunum sem
ég strax, en er ég renndi fyrir hann með maðkinum fann
þarna eru og horfði niður á hann, blöskraði mér stærðin,
ég að hann var eins og sprengja, laxinn gerði meira en
hann virtist ægilegur. Konan mín var fyrir neðan að reyna
að víkja sér undan, hann flýði. Ég sá strax að þetta þýddi
að handsama hann og missti einu sinni af honum. Svo
meira. Maðurveiðir parið. Einu sinni var ég í Norðurá fyrir framan Króksfoss, ég held að staðurinn heiti Klapparfljót. Ég var rétt nýbúinn að dýfa maðkinum í vatnið, er trylltur 14 punda hængur kom siglandi úr djúpinu og renndi maðkinum niður. Ég landaði laxinum eftir harða orrustu, tók mér síðan stöðu á sama stað og renndi aftur. Um leið var ég aftur með lax á, 14 punda fisk. Og auðvitað hrygnu. Meira líf var þarna ekki. Í þessu sambandi má geta þess, að mér var einu sinni sagt að laxar hrygndu stundum í Paradísarlæknum og Hraunsánni sem renna í Norðurá á milli Laxfoss og Glanna. Eitt sinn er ég var á rjúpnaveiðum á þessum slóðum og skilyrði leyfðu, labbaði ég með fyrrnefnda læknum og skimaði eftir löxum. Ég fann þrjú pör og það fyrsta sem ég gekk fram á var minnistæðast. Hrygnan lá hreyfingarlaus á botninum, en er hængurinn varð mín var, synti hann hægt í hringi í kring um hana. -Önnur saga er trúlega einn merkilegasti hlutur sem hefur komið fyrir mig á laxveiðum. Það eru þó nokkur ár síðan og ég var að veiða í Kjarrá. Á þeim árum var farið á hestum fór að hún náði honum og þá sleppti ég mér alveg, hljóp til hennar og kyssti hana og kyssti hana, en hún hrópaði á móti, „drepu hann, dreptu hann“ og ég æpti á móti, „ég elska þig, ég elska þig“. Þetta var svo mikill bardagi maður.
ævintýri og veiðin oft frábær. Ég kom eitt sinn að Neðri Rauðabergshyl og var með flugu. Ég fór efst í strenginn og greip lax agnið á meðan ég var enn að lengja köstin. Þetta var vænn lax, 18 punda og eftir nokkurt þóf þarna
En það er alltaf sama sagan. Þannig var að ég hafði ekkert
efst í strengnum fór hann niður í brotið og ég þá sá ég að
til að setja utan um aflann. Ég hef þá hjátrú að það boði gott
margir laxar voru sveimandi í kring um hann. Mér þótti
ef maður gleymir plasti fyrir veiðina. Ég varð þó að bjarga
þetta einkennileg sjón og ekki minnkaði undrunin er ég
mér og fór úr vöðlunum. Ég man það, að stóri laxinn rétt
varð þess var að þessir fiskar, sem voru 8 eða 9 talsins,
passaði í aðra skálmina og svo var bara að troða. Svo var
voru að elta laxinn sem fastur var á önglinum hjá mér.
rogast af stað, upp með á, yfir á kláfnum og fyrir bergið.
Það sem meira var, þeir syntu á línuna hver af öðrum,
Loks klifrað og bókstaflega skriðið upp úr gilinu. Það var
allt virtist skipulagt og þeir virtust vita upp á hár hvað
því liðið talsvert á hvíldartímann er við skreyddumst upp
þeir voru að gera.
á flötina við Stokkhylsbrot algerlega útkeyrð.“
78
fram að Víghól og dvalið við ána í viku. Þetta voru mikil
Er draga fór af laxinum gerði hann það sem vænir laxar
Aftar í viðtalinu fer Gulli aftur í veiðisögunar eftir að hafa
gera gjarnan, hann lét strauminn taka sig, en fyrir neðan
verið tíðrætt um hversu slæm samskiptin gátu verið forðum
hylinn er mörg hundruð metra sprettur niður í næsta hyl
milli bænda, veiðileyfasala og erlendu veiðimannanna
sem er pínulítill pottur, en stórgrýttar flúðir á milli og allt
annars vegar og fengsælla innlendra veiðimanna eins og
annað en auðvelt að fylgja laxi eftir. Það tókst, en röstin á
Gulli sjálfur var. En svo komu fleiri veiðisögur: -Ef ég hugsa
eftir laxinum leyndi sér ekki, allt stóðið fylgdi honum og
út í það þá standa uppúr atvik þar sem laxarnir sýna mjög
þegar komið var í pottinn ólgaði hann allur og kraumaði
þróaða félagshyggju. Það er til dæmis alkunna að þegar líða
af fylgilöxum sem reyndu enn að synda á línuna. Þarna
tekur á sumarið, að ef maður fær hæng í ákveðnum hyl að
gafst laxinn upp og ég landaði honum. Laxatorfan fylgdi
þá er ótrúlega algengt að fá fljótlega hrygnu og svo ekkert
alveg upp í vatnsborð.“
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
Veiðihúsið við Vesturhóp
Frábært hús með gistingu fyrir 16-20 manns
STANGAVEIÐIFÉLAG KEFLAVÍKUR
býður fjölbreytt og spennandi veiðileyfi á einstaklega hagstæðu verði. Smelltu hér til að skoða laus veiðileyfi Fossálar
Geirlandsá
Grenlækur svæði 4
Hrolleifsdalsá
S!
N NSI
J
G ÓLA
JÖ
EI FV
Ð
N IMA
http://www.svfk.is/images/stories/rptLausleyfi.pdf
Jónskvísl
Reykjadalsá
Vesturhóp
Eitt kort 38 vötn 6.900 kr www.veidikortid.is
00000 SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA NÁNAR!
villibráðareldhúsið Oddný Magnadóttir
Grafnar rjúpur Oddný Magnadóttir í Veiðiflugum er mikill matgæðingur. Aðspurð hvort hún vildi deila með lesendum okkar einhverju sniðugu sem huga mætti að úr villibráð fyrir komandi hátíðir. „Hér kemur uppskrift af grafinni rjúpu með epla og pekanhnetu vinagrette,“ sagði Oddný og uppskriftin er eftirfarandi:
Bringur hráefni: • 8 rjúpubringur • 1/2 dl salt • 1/2 dl sykur • 2 msk þurrkað timian • 1 msk rósapipar • 1 msk.þurrkað rósmarin • Hungang, 2 til 3 msk
Aðferð: Skerið bringurnar frá beininu og látið í skál. Blandið saman krydd inu og sykrinum og sáldrið yfir bringurnar. Dreypið hunangi yfir allt setið í kæli og geymið í sólahring. Gott er að velta bringunum aðeins þegar hunangið og sykurinn hefur bráðnað saman.
80
Epla og pekanhnetu vinagrette, hráefni: • 1 grænt epli skorið mjög fínt • 20 stk pekanhnetur • 2 msk púðursykur • 3 msk eplaedik • 2 dl vínberjasteina olíu
Aðferð Mikilvægt er að nota vínberjaolíu þar sem hún er alveg bragðlaus. Ristið pekanhnetur á þurri pönnu og saxið smátt, blandið öllu saman og leyfið sykrinum að leysast upp. Gott er að gera dressinguna með smá fyrirvara þannig að hún nái að brjóta sig. Hreinsið kryddið af rjúpunni undir köldu vatni, þerrið og sneiðið í fínar sneiðar. Berið fram með vinagretti og jafnvel ristuðu brauði.
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
villibráðareldhúsið Mjöll Daníelsdóttir
Hreindýrabollur í villibráðarsósu
Mjöll er mörgum veiðimönnum og konum að góðu kunn, enda sáu hún og Guðmundur eiginmaður hennar um matseld í veiðihúsinu í Norðurá um árabil og ráku að auki veiðihúsin við Hítará, Laxá í Dölum og Langá. Samstarf þeirra og SVFR er nú fyrir bí, en þess í stað festu þau kaup á Kaffivagninum, þeim gamalkunna veitingastað við höfnina úti á Granda. Mjöll var til í að deila með lesendum Veiðislóðar einum af eftirlætis villibráðarréttum sínum.
Bollurnar
Villibráðarsósa
hráefni:
hráefni:
• 500 gr Hreindýrahakk • 100 gr Lifrakæfa • 2 egg • Salt og pipareftir smekk • 1 stk Laukur saxaður • 1 stk stór Portobellosveppur • 1 Bolli Brauðrasp
• 1 Líter Villibráða soð (Kraftur ) • 1 stk Laukur • 1 stór Portobellosveppur • 1 dl Púrtvín • 2 góðar Timiangreinar • 1/4 biti af Gráðosti • 2 msk Rifsberja sulta • salt og pipar eftir smekk • 2 dl Rjómi
Bollurnar, aðferð: Allt hrært saman og mótað í litlar kúlur, sett á ofnplötu og bakað í 10-15 mínútur við 180°
Villibráðarsósa, Aðferð Saxið Lauk og Portobellosveppinn og steikið í ólífuolíu í potti, Púrtvín sett út í, salt og pipar og timiangreinum bætt við. Soðið niður um helming. Villibráðasoði bætt við ásamt bita af gráðosti. Soðið í 10 mínútur og jafnað til með sósujafnara. Rifsberja sultu bætt við. Síðast sett í sósuna 2 dl af Rjóma, léttþeyttum, áður en helt er yfir hreindýrabollurnar. Borið fram með brúnuðum kartöflum, perum og rifsberjasultu. Verði ykkur að góðu.
81
villibráðareldhúsið Vignir Arnarson
Heitreyktar gæsaog stokkandarbringur Þegar hingað er komið (sjá mynd 1), uppá borð og bringurnar klárar er það fyrsta sem ég geri er að hreinsa þær vel, taka himnuna af og legg þær í gróft salt eins og sést á myndunum. Strái salti í botnin á fatinu og síðan yfir bringurnar, þar læt ég þær liggja í u.þ.b. 15- 30mín, þetta fer svolítið eftir hversu þykkar bringurnar eru, gæsin ætti að vera 20-30mín og öndin einungis í 1015mín. Þetta er gert til að ná mesta blóðvökvanum úr. Annars líkar mér vel að hafa svolítið að safa í kjötinu. Næst er að skola bringurnar vel, allt salt af þeim, þerra þær vel og skola bakkann ef þú ætlar að nota hann aftur. Þá er það kryddið, ég nota einfald lega það krydd sem landið gefur s.s. Blóðberg, berjaling og þ.h. einnig er gott að nota bara villikrydd frá Pottagöldrum. Stráið kryddinu vel yfir bringurnar og veltið þeim upp úr kryddinu (sjá mynd 2). Þá eru þær tilbúnar til þess að fara í reykingu.
Þá er það heitreykingin sjálf, best er að hafa þar til gerðan ofn sem fæst í öllum betri veiðibúðum landsins og kostar þetta 10-13þús. Einnig er hægt að gera þetta á grillinu. Á kolagrilli strá menn oft spænum yfir kolin, en á gasgrilli er gott að hafa ílát með saginu norðan meginn og það sem á að heitreykja sunnan megin! Ég hins vegar nota ofn til að gera þetta, þá byrjar maður á að setja ca eina lúku af Smokie Dust( fæst í öllum betri veiðibúðum og kostar ca þúsund kall pokinn ) einnig nota ég berjalyng og íslenskt birki sem ég er búinn að þurrka, bæði sag og einnig nota ég birkispæni. Í raun er gaman ef menn prufa sig áfram í þessu, hvaða trjátegund er best er eitthvað sem er gaman að upplifa sjálfur. Leggið bringurnar á báðar hæðir í ofninn ef þið eruð með það mikið magn, annars hafið þær í efri grind. Lokið ofninum vel og lofið honum að anda með þar til gerðu gati.
1
82
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
2
Kveikið undir ofninum og eftir ca 5mínútur ætti að vera komin ólýsanlega góð lykt. Sumir hita ofnin fyrst og setja svo bringurnar í, en þá fer líka mikið að reyk til spillis við það að opna ofnin. Gott er að taka ofnin af í lokinn og lofa bringunum að standa í honum lokuðum í smá tíma ef þú ert með þykkar bringur, en þetta geri ég alla jafna ekki við öndina. Að lokum set ég bringurnar strax í frysti eftir reykinguna, nema auðvitað að ég sé að fara að bera þær fram samdæg urs. Mér hefur fundist safinn haldast best í þeim svona. Bringurnar sker ég svo þunnt niður, steiki heimabakað snittubrauð, laga kampavíns hindberjavínagrette. Legg klettasalat á brauðið, smá slettu af vínagrette og bringuna ofan á. Í lokin set ég smá meira grette á kjötið (sjá mynd 3). Þetta gerir það að verkum að saman er þetta ólýsanlega bragðgott. Þetta er í raun hið fullkomna bragð. Ef kampavíns hindberjavínagrette er ekki heima lagað, er hægt að fá það t.d. í sælkerabúðinni á skólavörðustíg. Einnig er lítið mál að heitreykja t.d.lax, bleikju,sjóbirting og urriða til að nota sem forrétt með gæsini og öndini, kryddað með nýmöluðum pipar og enn þá erum við að tala um að 5-15mín í ofninum eftir þykkt flaksins. 3
Úrvals hátíðarvín
Castillo de Molina Chardonnay Reserva
Matua Sauvignon Blanc
2.230 KR – Chile Sítrónugult. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra. Suðrænir ávextir, vanilla, eik. Vín sem passar vel með öllum Fisk og Skelfisk réttum, Alifuglakjöti sem og smáréttum.
Matua framleiðandinn var sá fyrsti sem kom með Sauvignon Blanc vín frá Nýja Sjálandi en í dag eru ein bestu Sauvignon Blanc vínin þaðan Fölsítrónugult. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Sítrus, stikilsber, passjón. Frábært vín eitt sér sem t.d. fordrykkur, flott með Fisk og skelfisk réttum , grænmetis-réttum.
Piccini Memoro
Piccini Memoro Vintage 2010
1.990 KR – Ítalía
3.399 KR – Ítalía
2.299 KR – Nýja Sjáland
Frábært vín sem er gert úr 4 þrúgum sem koma Vín sem gert er úr 4 þrúgum frá fjórum hornum ítalíu. frá fjórum hornum Ítalíu Dökkrúbínrautt. Þétt fylling, Kirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, þurrt, fersk sýra, þroskuð tannín. Sælgætiskenndur miðlungstannín. Rauð ber, vanilla, jörð, minta. berjablámi, vanilla, eik. Smell-passar með Nauta og Passar með Nauta og Lambakjöti, Lambakjöti , gott með grillmat, pottréttum sem og Ostum. flott með villibráð sem og Ostum.
83
ráðareldhúsið Cocnac villib
Cognac með Norrænu og Keltnesku ívafi “Konsinn” er oft dreginn fram á síðkvöldum þegar skuggar taka að lengjast og veiðisögurnar gerast skrýtnari og fjarstæðukenndari. Stundum er skálað í tári fyrir lönduðum fiski, ef að kofinn er í göngufæri og engin ástæða til að snerta bílinn. „Konsinn“ er annars merkilegur drykkur og rétt að snarast núna yfir í réttnefnið, nefnilega Cognac. Cognac eru svokölluð Brandy og eru til í mörgum gerðum, en sammerkt eiga þær sortir allar saman, að uppfylla ákveðnar og strangar framleiðslukröfur og vera framleidd í Cognac eða næsta nágrenni. Cognac er nafnið á frönskum bæ sem er í miðju umræddu héraði. Þetta er ekki ósvipað fyrirkomulag og ríkir með kampavínin, þau þurfa að sama skapi að uppfylla strangar framleiðslukröfur og til að mega heita Champagne þarf drykkurinn að vera framleiddur í samnefndu héraði í Frakklandi. Annars staðar í henni veröld eru vín framleidd með sama hætti, en þau fá ekki að heita Kampavín, heldur Freyðivín. Framleiðslukröfurnar á Cognac eru annars þær helstar að það þarf að nota ákveðin ber í framleiðsluna. Ugni blanc er þeirra þekktast, en heima fyrir í Frakklandi er það kallað Saint-Emilion. Brandy-ið er í tvígang fleytt í koparámur og að því loknu látið standa í það minnsta í tvö ár í frönskum eikartunnum frá Limousin eða Troncais. Brandy, eða Cognac, þroskast með aldrinum, líkt og viskí og rauðvín Tvær tegundir af Cognac vekja sérstaka athygli fyrir þær sakir að þó að um hreinræktuð Cognöc sé að ræða frá réttu héruðum þá ber annað þeirra írskt nafn og hitt Norrænt. Það eru sögur að segja frá því. Fyrst er að nefna Larsen Cognac, sem oft er kallað Víkinga Koníak. Larsen er í þessu tilviki Norskt fjölskyldunafn, en fyrirtækið var stofnað af Reidar Larsen, Norðmanni sem flutti frá Tromsö til Bordeaux árið 1919. Þangað fór hann vegna áhuga síns á Brandíum, en hann var heillaður af þeim og þegar til Frakklands var komið, helgaði hann öllum tíma sínum í að læra inn og út á framleiðslu slíkra drykkja. Hann gerðist sérfræðingur og innan tíðar hafði hann fest kaup á Cognac framleiðslu
84
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
Josephs Gautier. Jens þráði þó ekkert heitar en að framleiða Cognac í eigin nafni og árið 1926 varð sá draumur að veruleika þegar stofnað var fyrirtækið Larsen Cognac. Vegna tengsla sinna við Noreg, var drykkurinn fyrst kynntur utan landsteina Frakklands í Noregi og fljótlega varð Larsen Cognac ekki aðeins vinsæll og eftirsóttur í Noregi, heldur á hinum Norðurlöndunum að auki. Þegar velgengni var svo skjótt náð bættust önnur lönd við hratt og örugglega og á fáum árum varð Larsen merkið eitt það þekktasta í Cognac brandíum. Hver ættliðurinn af öðrum í Larsenfjölskyldunni hefur síðan tekið við fyrirtækinu og ýmsar gerðir Larsen Cognac hafa verið þróaðar og framleiddar. Þá er það „írska“ Cognac-ið, en Hennessy heitir það. Það hefur mun eldri rætur heldur en Larsen merkið, því hinn írski Richard Hennessy stofnaði fyrirtækið árið 1765. Á áttunda áratugnum leiddi Kilian Hennessy, fimmti ættliður, fyrirtækið í samruna við Moet Chandon og úr því reis upp Moet Hennesy, sem aftur fór í samruna við Louis Vuitton árið 1987 og úr því varð ein öflugasta munaðarvöru samsteypa veraldar, eða LVMH. Árið eftir urðu hins vegar sviptingar sem enduðu með því að Bernard Arnault, eigandi Christian Dior tók yfir fyrirtækið með hið þekkta brugghús Guinnes að bakhjarli. Kilian Hennesy sat þó í ráðgjafanefnd fyrirtækisins til dauðadags árið 2010, en hann var þá orðinn 103 ára gamall! Hin seinni ár hafa framleiðendur Hennessy Cognac reynt að höfða til víðari aldurshópa með nýjum útfærslum og hefur orðið vel ágengt, enda er merkið eitt hið virtasta sem fyrirfinnst í þessum geira.
85
græjur ofl. Water Wolf HD myndavél – Veiðihornið Water Wolf er ný háskerpu myndavél fyrir veiðimenn. Hún er sérstaklega hönnuð til að nota undir vatnsyfirborði. Vélina er hægt að festa á línu fyrir framan agnið og draga hana inn eða láta hana liggja óhreyfða. Aldrei áður hefur verið jafn auðvelt að ná því á mynd þegar fiskur tekur eða skoðar agnið. Þessi myndavél er sú fyrsta sinnar tegunar og sú eina sem tekur upp viðbrögðin við agninu og „leyndardóma“ vatnsins. Í vélinni er hleðslurafhlaða og endist hún í 4 klukkustundir í upptöku. Vélin þolir að fara niður á allt að 100 metra dýpi. Myndavélin heldur jafnvægi ofan í vatninu og myndin snýr alltaf rétt. Reikna má með því að þessi skemmtilega nýjung verði mjög vinsæl meðal veiðimanna.
Dry Case snjallsíma hulstur – Veiðihornið Algjörlega vatnsheldur poki sem passar fyrir snjallsíma og mynda vélar. Einstefnuloki er á pokanum svo hægt er að lofttæma hann. Tengi fyrir heyrnartæki fylgir ásamt neoprenbelti með frönskum rennilás. Nauðsynlegur poki í alla útivist.
86
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
Sjá myndbrot og nánari upplýsingar hér: www.waterwolfhd.com/en/
græjur ofl. Sage Accel flugustöng – Veiðihornið Accel er ný stöng frá Sage byggð á nýju „Generation 5“ grafíti. Accel stangirnar koma sem einhendur, tvíhendur og switch stangir og vinnslan í þeim er millihröð. Accel nýtur góðs af hönnunarvinnu Sage á ONE og Method stöngunum og eru léttar en á sama tíma öflugar. Með Accel stönginni nærðu nákvæmum köstum og þröngum lykkjum sem auðvelda köst í vindi. Einhendurnar eru fáanlegar fyrir línuþyngdir 3 – 9 og koma í 17 mismunandi útfærslum í lengdum/línuþyngdum. Switch stangirnar eru 11,4“ að lengd og koma fyrir línuþyngdir 6 - 8. Tvíhendurnar koma í fjórum mismunandi útfærslum og eru fáanlegar fyrir línu 6 - 8 Accel stangirnar eru virkilega skemmtilegar stangir á góðu verði og eru flottur valkostur sem allir ættu að skoða.
Simms Headwaters sling pack – Veiðihornið Simms Headwaters sling pack er léttur og góður bakpoki hannað ur með það í huga að geta borið með sér mikið af dóti án þess að fórna þægindum veiðimanns ins. Þessi bakpoki situr þvert yfir aðra öxlina sem gerir það að verkum að hann takmarkar ekki hreyfigetu. Hægt er að losa um mittisólina og renna pokanum framan á sig án þess að taka hann af sér. Í pokanum er eitt stórt aðalhólf, eitt minna hólf með 4 innbyggðum vösum og svo er framan á pokanum sér stakt hólf fyrir flugubox, taumas pólur og aðra smáhluti.
http://www.youtube.com/watch?v=e5v-pTp28nk
87
græjur ofl. Zinger málband Carabina – Vesturröst Bæði hægt að mæla fisk með og hengja í klippur og önnur áhöld. Þarna getur maður verið með þessa græju smellta á sig svo að ekki vanti mælingu á fiskinn, alltaf er gaman að hafa réttu tölurnar.
Þetta er vönduð vara með tvenns konar festingarvalkostum. Mælir bæði í sentimetrum og þumlungum og málbandið sjálft er úr dugmiklu poliesterefni. Sniðug græja.
Óslítanlegur hnýtingartvinni – Vesturröst Nú fer í hönd fluguhnýtingartím inn og þannig stytta menn biðina löngu yfir dimmustu vetrarmán uðina. Veiðifélagar hittast, rifja upp veiðisögur og hnýta nokkrar flugur sem munu gefa þá stóru á komandi vertíð. Vesturröst flytur inn og selur einn besta fluguhnýtingartvinna í heimi, Veevus heitir hann og er til í nokkrum litum og þykktum.
Hann er sérlega grannur og mjög sterkur , t.d. fylgir hér myndskeið þar sem brotinn er öngul no 10 og 8 í vice með því að toga í tvinnann sem slitnar ekki. Gott er að hafa góðan tvinna við fluguhnýtingar því fátt er ergilegra en að slíta tvinna í hnýtingu
https://www.youtube.com/watch?v=1favrtwJ8Ds
Kúluhausar sem lýsa í myrkri! – Vesturröst Kúluhausar á púpum eru kannski ekki beinlínis séríslenskt einkenni í fluguveiði, en mestar líkur eru á því að hvergi sé notkun þeirra jafn almenn og algeng. Við erum alltaf að bæta við úr valið þar í t.d. tungsten kúlum í nokkrum litum og stærðum, koparhausum í mörgum litum , stærðum og líka eru skemmti legir „glow in the dark“ sjálf lýsandi kúlur.
88
Hnýtið flugurnar ykkar með hinum ýmsu litum af kúlum það gæti virkað betur og er miklu flottara í boxinu , sem er kanski mikilvægara , svo velur maður alltaf flottu flugurnar í boxinu.
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
græjur ofl.
Lax-, silungs- og skotveiði Hrútafjarðará, Breiðdalsá, Jökla, Minnivallalækur og Fögruhlíðará
www.strengir.is
bækur
Sturla Friðriksson
Náttúrubarn
- Minningar frá Laxfossi Háskólaútgáfan hefur gefið út bókina Náttúrubarn eftir dr.Sturlu Friðriksson, en í bókinni rekur Sturla minningar sínar, m.a. við Laxfoss og Laufásveg, segir af forfeðrum, samferðamönnum og öðru því sem mótaði hann. Hér birtum við kafla úr bókinni og er vettvangurinn Laxfoss við Norðurá. Eðlilega hef ég eignast margar góðar endurminningar frá Norðurá og umhverfi hennar, og einkum frá bökkum árinnar við Laxfoss, því þar hef ég dvalist nær árlega síðan foreldrar mínir komu með mig þangað til sumarveru fjögurra mánaða gamlan hvítvoðung. Faðir minn Friðrik Jónsson átti jörðina Laxfoss í Stafholtstungum, og hann var þar með fjölskylduna á hverju sumri, stundaði laxveiðar og náttúruskoðun, átti hesta og málaði landslagsmyndir með olíulitum.
Sturla Friðriksson
90
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014 2013
Englendingar komu hingað til lands til laxveiða í lok nítjándu aldar. Kynntust Sturlubræður þá þessari íþrótt og lærðu tökin á stangveiðum af þessum erlendu mönnum. Munu Sturla og Friðrik vera einna fyrstir Íslendinga, sem iðkuðu þessa veiðiaðferð. Friðrik faðir minn og Sturla bróðir hans höfðu sem ungir menn reynt við laxveiðar í Elliðaánum, silungsveiðar í Hólmsá, Korpu og Bugðu og álaveiði í Varmá í Mosfellssveit. Þeir eignuðust veiðistengur og allan útbúnað fyrir fluguveiði og fluguhnýtingar. Bærinn hafði fest kaup á Elliðaánum. Um 1916 tók Sturla laxveiðina í ánum á leigu og bjó þá fyrst í ensku húsunum svo nefndu, sem stóðu niður við árósinn. Sturlu þótti erilsamt að vera í þessu húsi niður á oddanum. Byggði hann sér því nýtt hús ofar við ána, stóð það rétt vestan við skeiðvöllinn. Stundaði Sturla þarna veiðar í ein 5-6 sumur fram til ársins 1921, og margur gestur kom til hans og veiddi þar með honum. Notaði Sturla hest og kerru til þess að aka meðfram ánni. Fyrstu veiðar þeirra bræðra í nágrenni Reykjavíkur urðu til þess að faðir minn fór að huga að því, hvort ekki mætti víðar veiða lax á stöng en við Reykjavík. Eitt sinn í lok nítjándu aldar var faðir minn að koma úr sauðakaupum vestan úr Dölum. Reið hann þá yfir Bröttubrekku og þjóðleiðina niður með Norðurá. Áði hann við Laxfoss og þótti staðurinn undurfagur og áin veiðileg.
Laxfoss í Norðurá. Mynd gg.
Þegar faðir minn kom heim til Reykjavíkur eftir þessa verslunarför vestur í Dali, hafði hann orð á því við móður sína, sem þá átti jörðina Laxfoss, að fróðlegt væri að vita hvort unnt væri að veiða lax á stöng í Norðurá. Hann fékk þetta leyfi móður sinnar. Jörðin hafði verið í eigu ættarinnar frá því langalangafi minn, séra Pétur Pétursson prestur í Stafholti eignaðist hana. Hafði jörðin gengið í arf til langömmu minnar, Arndísar konu Friðriks Eggerz og þaðan til ömmu minnar Sigþrúðar. Síðar eignaðist faðir minn jörðina sem arfahlut frá móður sinni. Stangveiði þekktist þá ekki í Norðurá né í neinum ám þar í grennd, nema Englendingar höfðu eitthvað verið við veiðar í Þverá. Fór nú faðir minn að huga að veiðum í ánni. Sá hann brátt, að ágætir möguleikar gátu verið þar til stangveiða á skemmtilegu landsvæði. Hóf hann þá að kaupa upp nærliggjandi jarðir. Festi hann kaup á Veiðilæk, Einifelli, LitlaSkarði og Gröf. Grafarkot var þá landsjóðsjörð, sem svarar til ríkisjarða í dag. Jósef Björnsson frá Svarfhóli var umboðsmaður föður míns við þessi jarðakaup, en Jósef var þá
búsettur á Akranesi um það leyti. Var hann bróðir þeirra Jóns frá Bæ, kaupmanns í Borgarnesi, og Guðmundar sýslumanns á sama stað. Veiðinni við ána hafði fram að þessu verið þannig háttað, að stundaðar voru lagnir jafnt sem ádráttur. Var lögn í Nikulásarkeri, sem var í eigu Stafholtskirkju, og sá Laxfossbóndinn um veiðina fyrir kirkjuna upp á hlut. Einnig átti Laxfossbóndinn sjálfur lögn vestast í Laxfossi, í stað þeim, er síðar var nefndur Drottningarhylur. Veiðilækur og Einifell áttu hins vegar lögn í Gaflhyl. Net voru í Myrkhyl frá Einifelli og Litla-Skarði. Þá var ádráttur í Almenningi, enda lá þar oft mikill lax seinni hluta sumars; en sökum þess að aðstæður til fanga voru nokkuð erfiðar, söfnuðust bændur af jörðunum í kring og drógu í samfélagi á breiðuna. Voru þá hlaðnar steingirðingar á grynningunum neðan við pollinn. Dýpi mikið var við austurbakka svæðisins. Þar er víða stórgrýtt í botni, og vildu laxar oft leggjast við steinana og sleppa undir aðdráttarnetið. Voru þá menn látnir vaða með netinu, standa á steinateininum og halda netinu við botninn. Var það mikið svaml, því menn fóru þar oft á kaf í mesta dýpinu.
91
bækur
Sturla Friðriksson
Sturla, ungur að árum, með stóran lax.
Var starfið því ekki á færi annarra en vöskustu manna. Var kaupamönnum helst att út í dýpið, og ber svæðið því nafnið Kaupamannapollur. Til er sögn um lax, sem fékkst þarna í ádrætti og var svo stór, að þegar Einifellsbóndinn, sem fékk hann í hlut sinn, tók laxinn á bak sér og hélt hausnum við öxlina, þá dróst sporðurinn við jörðina. Net munu hafa verið í Stekkjarfljóti frá Grafarkoti og í Kálfhyl frá Gröf og Einifelli. Faðir minn lét þá hætta allri netaveiði undir sínum jörðum vorið 1907, nema í Nikulásarkeri. Hvíldi hann þvínæst ána að mestu leyti fyrsta sumarið, nema um hálfsmánaðar tíma, sem hann leigði veiðina Englendingi, Cross að nafni. Bjó Cross þessi með sínum mönnum í tjaldi, sem haft var í skógarrjóðri í slakkanum ofan Almennings. Þá var kofinn við fossinn enn óbyggður.
92
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
Faðir minn kom þá í heimsókn til Englendinganna það sumar. Hafði Englendingurinn fundið, að göngulax mátti oft fá í lítilli skvompu nokkru neðan við Nikulásarkerið, hafði hann jatnvel veitt þar stórlax, sem mun hafa vegið um 36 ensk pund. Eftir honum var þessi staður nefndur Krosshola. Er hún raunverulega einnig á krossgötum fyrir lax, sem er á leið upp í fossinn annarsvegar úr Gaflhyl en hins vegar úr Konungsstreng. Þannig að nafnið á vel við. Árið 1912 seldi faðir minn allar jarðirnar aftur, en hélt eftir veiðinni. Hann sá ekki fyrir þá lagasetningu, sem síðar varð, þegar bændum var veittur réttur til þess að innleysa aftur til sín hlunnindi jarða á matsverði. En þá missti hann aftur eignarrétt á stórum hluta árinnar. Þegar faðir minn tók að veiða lax á stöng í Norðurá, var mjög lítið um lax í ánni og fiskur gekk treglega upp fyrir Laxfoss. Veiðisvæðið neðan við fossinn var samt aðlaðandi og fór veiðin snarbatnandi eftir að netaveiði lauk á öllu þessu svæði. Fyrstu árin leigði faðir minn Englendingum ána tíma og tíma, en veiddi sjálfur aðeins nokkra daga öðru hvoru. Fékk hann þá Guðmund Magnússon prófessor og lækni stundum þangað með sér á veiðar. Tjöld voru þá í fyrstu höfð á hallandi grasbala, svo nefndri Tjaldbrekku, uppi undir Tjaldstapa, sem er nokkuð vestar við götuna upp að fossinum og á leið upp í Laxaskarð. Vorið 1915 hinn 16. júní fékk Guðmundur Magnússon keypta af landsjóði veiðina undan Grafarkots-jörðinni. Var þá Eggert Briem (1867-1936) skrifstofustjóri landsjóðs. Þótti föður mínum nokkuð súrt í broti, að Guðmundur skyldi kaupa þessa veiði í kapp við sig, þar sem hann átti veiðina allt í kring og hafði áður lagt drög að því að fá keypta þessa veiði. Kom Katrín, kona Guðmundar, og friðmæltist við föður minn, er hún vissi, að honum þótti miður. Gaf Guðmundur föður mínum í framhaldi af því forkaupsrétt að veiðinni 22. júní sama ár. Voru þeir jafnan góðir félagar faðir minn og prófessorinn, og urðu ekki vinslit út af þessu atferli. Guðmundur læknir andaðist síðan 23. nóvember 1924, og fékk faðir minn veiðina undir Grafarkoti vorið 1925. Átti hann þá alla veiði frá Glanna að Hábrekkuvaði.
bækur
Guðmundur Guðjónsson
Skotveiðar í máli og myndum 2 Út var að koma bókin Skotveiði í máli og myndum 2, ritstýrð af Guðmundi Guðjónssyni, gefin út af Litrófi. Bókin er sjálfstætt framhald af bókinni Skotveiði í máli og myndum sem út kom árið 2009. Nú eins og þá er komið víða við í nútíma og fortíð, veiðimenn segja sögur, afhjúpa stemningu og miðla af þekkingu og reynslu. Hér birtum við tvær skemmtilegar sögur úr bókinni, magnaðar báðar tvær, hvor á sinn hátt.
Óvæntur andaþjófnaður! Stundum heyra menn af öðrum, að þeir hafi séð eitthvað spennandi, óvænt eða fágætt. En svo lenda menn í einhverju alveg sérstöku sjálfir og stundum er atburðarrásin með þeim hætti að ýmsir eiga efitt með að trúa því sem sagt er. Gamall og góður frasi segir þó, að það sé varla hægt að skálda upp svo hrikalega lygasögu að sannleikurinn geti ekki tekið henni fram. Þannig leið Stefáni Þórðarsyni, tölvusnillingi og skotveiðimanni, hér um árið þegar hann sat fyrir gæsum og öndum á akri vestur á Mýrum að hausti til. Stefán var í sínu fylgsni, búinn að setja út tálfugla og það rökkvaði hratt eins og gerist þegar haustar að. Himinn var skafheiður og fullt tungl komið a loft áður en fulldimmt var orðið. Skyggnið gat því varla verið betra. Nú var bara að bíða og vona að það sýndi sig eitthvað af fugli. Þar kom að því að þytur heyrðist og stokkendur komu í færi. Stefán brá byssu sinni upp og hleypti af. Ein kolla féll. Einhver augnablik hreyfði Stefán sig ekki, ætlaði að sjá til með að sækja fuglinn sem lá ekki svo langt undan. Vildi bíða
og vita hvort að fleiri kæmu í humátt. Þegar svo var ekki, reis hann kvikum hreyfingum á fætur og hugðist snarast út á tún og sækja öndina áður en fleiri fuglar gæfu færi á sér. En um leið og Stefán stóð upp brá honum í brún við skyndilega hreyfingu við skurðbarm aðeins um 2-3 metra frá sér. Vissi hann ekki fyrr en risavaxinn hvítur fugl með geypilegt vænghaf lyfti sér hljóðlega til lofts og flaug hægu hljóðlausu vængjataki og stefndi útá túnið. Þegar flykki þetta fór yfir þar sem öndin lá, skellti það sér skyndilega til jarðar, lyfti sér strax aftur upp og flaug í hvarf með öndina í klónum. Það var og. Bráðin var horfin. Stefán segir svo frá: „Þó að það hafi verið farið að rökkva þá var enn nokkuð bjart og svo var tunglið fullt. Skyggnið var því mjög gott og nálægðin við þennan ránfugl mikil. Ekki er um annað að ræða en snæuglu, maður þekkir uglur, þetta fluglag og útlit. Stærðin og liturinn gefur ekki færi á öðru en snæuglu og auk þess sé ekki fyrir mér að brandugla ráði við að taka stokkandarkollu og fljúga burt með hana. Þetta var feiknalega stór fugl og algerlega stórkostlegt að fá að sjá svona lagað, að jafn
93
Vorsteh að sækja. Mynd Pétur Alan Guðmundsson.
bækur
Guðmundur Guðjónsson
sjaldgæfur fugl og raun ber vitni birtist utanúr húminu og steli af manni bráð er mögnuð upplifun. Daginn eftir fór ég út á tún með bílinn til að taka til eftir mig, hlaða tálfuglunum í bílinn og líta eftir einhverjum mögulegum eftirlegufuglum þó að ég hafi talið mig finna alla þá sem ég skaut um kvöldið. Aðeins um 150 metrum frá þeim stað þar sem uglan tók öndina var greinilegt að hún hafði sést að krásunum. Fiður út um allt,“ sagði Stefán.
94
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
Öndin í skurðinum Veiðimaður einn var á andaveiðum. Þetta var á Suðurlandi, snemma hausts, og var viðkomandi að „ganga upp endur“. Þarna var gamalt tún, sundurskorið af skurðum, fyrrverandi mýri sem sagt. Nýlega fallinn snjór huldi jörðu, fyrsti snjór haustsins og ekki líklegur til að stoppa lengi við, því lítið eða ekkert frost var í upphafi dags og sólin skriðin upp í austri. Stutt frá túni þessu liggur lítið vatn með litlum læk sem rennur til sjávar. Það skiptir máli þegar líður á frásögnina. Urriði er í þessu vatni, urriði sem hrygnir í læknum. Þar er einnig að finna ál og hornsíli. Veiðimaður þessi vissi, að möguleiki væri á því að laumast að öndum sem væru í skurðunum. En varlega yrði að fara,
þær væru afar styggar. Okkar maður var vel undirbúinn. Í hvítu yfir veiðijakkann og með góðan sjónauka hangandi framan á sér. Planið var að fara fyrir enda hvers skurðar og skima eftir þeim endilöngum. Ef sæist í önd þurfti síðan að plana hvernig best væri að laumast að henni, bæði að hún heyrði ekkert fyrr en í blálokin, eins að hún finndi ekki lykt. Veiðimaður þessi var reyndar ekki alveg viss með þetta með lyktina, en ákvað að reikna með því. Þetta leit vel út að því leyti, að það ríkti mikil kyrrð og ekki virtist vera neinn fugl þarna á sveimi sem væri líklegur til að eyðileggja allt með hættugjammi. Þessi veiðimaður hafði lent í því oftar en einu sinni og var stelkurinn sérlega slæmur. Þetta voru einir fimm skurðir og um miðbik túnsins þveraði gamall traktorslóði þá alla og höfðu þeir verið teknir í rör undir. Hann tók þetta kerfisbundið. Einbeitt sér fyrst að hverjum skurði þeim megin slóðans sem hann kom að túninu. Í þriðja skurði fældi hann upp eina stokkönd um leið og hann gægðist oní. Hún var of nærri og hann sá hana of seint. Hvarf hún og var furðu snögg að því, en hún gerði það þegjandi sem var gott. Hann var kominn að þriðja skurði í seinni umferðinni þegar hann kom auga á hreyfingu. Hann seig rólega niður á hnén og brá upp sjónaukanum. Jú, það leyndi sér ekki, tvær stokkendur voru þarna lónandi. Mögulega voru þær þrjár. Og þær virtust ekki hafa hugmynd um að með þeim væri fylgst. Okkar maður lagði á sig staðsetningunua, svo langt sem það nær. Kennileyti breytast þegar leitað er að þeim frá nýjum sjónarhornum og svo er alltaf möguleikinn að endurnar færi sig um set og það gera þær þá án þess að veiðimaður hafi hugmynd um það, hvað þá að hann geti reiknað það út. Það var því spennuþrungið þegar okkar maður hafði gengið nokkuð vel inn á túnið og tekið síðan stefnuna á skurðinn. Hann hægði gönguna með hverju skrefinu, lyfti byssunni, hætti að anda. Skref fyrir skref. Það marraði aðeins undan vöðlunum í snjónum. Honum fannst það vera eins og trompettleikur Þetta var að fara að gerast....eða ekki, á næstu andartökunum. Endurnar höfðu ekki skotist upp. Þær voru ennþá ofan í skurðinum. Enn eitt skref og hann sá glytta í vatnið í skurðinu. En einhver hreyfing hægra megin við hann rauf einbeitingu hans. Hægra auga hans nam hreyfinguna,
því hún var hljóðlaus, en nú renndi hann báðum augum til hægri, án þess að hreyfa sig að öðru leyti. Uppi á skurðbarminum, hinu megin, kom fullorðinn minkur á rösklegu rölti. Í kjaftinum var klemmdur spriklandi áll. Og enginn smá áll, okkar manni fannst að þetta gæti vel verið meterslangt kvikindi og það lét illa í kjafti minksins. Minkurinn var mjög upptekinn af bráð sinni og hafði ekki gefið veiðimanninum gaum, kannski vegna þess hversu hægar hreyfingar hans höfðu verið eftir að minkurinn kom í sjónmál. Hann kom nær og nær. Önd eða minkur? Eða öllu heldur önd, minkur OG áll? Það var freistandi að taka frekar minkinn. Láta stoppa hann upp og éta álinn, veiðimanni hafði alltaf þótt reyktur áll ofan á rúgbrauð með eggjahræru frábær matur. Heima átti hann nokkrar endur og gæsir líka, jú það yrði minkurinn. En skyndilega rufu endurnar kyrrðina. Líklega urðu þær varar við minkinn, því skyndilega ruku þær upp með miklu gargi, ögn ofar en okkar maður hafði miðað út. Þær voru fjórar og í sæmilegu færi. Viðbrögðin sviku nú okkar mann, hann færði haglabyssuna að öndunum og hleypti af þó að þær væru óðum að hverfa úr færi. Þetta var gert nánast ósjálfrátt. „Reflex“-hreyfing....og skotið geigaði og endurnar voru komnar úr færi á svipstundu. Þessi örfáu sekúndubrot dugðu til að minkurinn tók nú eftir veiðimanninum og honum varð illa hverft við þegar skotið reið af. Hann venti sínu kvæði í kross og tók á rás með bráð sína þvert yfir túnbitann á milli skurðarins og þess næsta. Færið var orðið of langt þannig að veiðimaðurinn hoppaði út í skurðinn til að komast upp á hinn bakkann, en þetta var „einn af þeim“ leiðindaskurðum og okkar maður sökk næstum upp í mitti í drullu og prísaði sig sælann að geta gripið í einhverja strátoppa til að rífa sig uppúr skurðinu á sama bakka og minkurinn hafði verið. Þegar uppúr kom var engan mink að sjá, hann hafði náð næsta skurði á meðan okkar maður barðist um í drullunni. Veiðimaðurinn hljóp nú sem hraðast að næsta skurði, en þar var ekkert að sjá. Jörðin hafði gleypt minkinn. Og álinn með.
95
bækur
Guðmundur Guðjónsson
Vötn og Veiði 2014 Út er komin stangaveiðiárbókin Vötn og Veiði – stangaveiði á Íslandi 2014 sem Litróf gefur út, en Guðmundur Guðjónsson ritstýrir. Árbók þessi hefur komið út á hverju ári síðan 1988. Að venju er farið yfir helstu fréttir og uppákomur í veiðiheiminum 2014, það hrærist saman í bókinni fréttir, veiðisögur, fjöldi mynda og árviss kynning ritstjóra á eigin reynslu af nýjum veiðisvæðum. Við kíkjum aðeins inn í kaflann sem heitir Sjóbirtingur á sumri þar sem leitað er að sjóbirtingi í Eldvatnsbotnum um verslunarmannahelgi ... Þá niður á Breiðu. Enn blés golan og ég byrjaði ofar en venjulega að þessu sinni eða vel uppi í streng. Óð fyrst en hypjaði mig í land er neðar dró og áður en ég lenti í kviksyndinu. Þegar ég var kominn niður að hríslunni góðu datt skyndilega í dúnalogn. Ég var þá að draga fluguna hægt, Glóðina eftir Svein Þór Arnarson, einhverja mögnuðustu bleikjuflugu sem ég hef kynnst. Hið skyndilega logn gerði mér kleift að sjá skuggann stóra sem fylgdi flugunni eftir! En hann snéri við og hvarf aftur út í dýpið. Hvernig væri þá að reyna dauðarek, hugsaði ég, kasta aðeins upp fyrir þvert og láta bara reka? Þetta framkvæmdi ég umsvifalaust og í fyrsta kasti stríkkaði á línunni og fiskurinn var á. Þessi barðist af hörku, strikaði um alla breiðu og ég sá fljótt að þetta var enn ein stórbleikjan. Á land kom hún, 56 cm bolti! Og tíu mínútum seinna önnur upp á 52 cm á sömu flugu, einnig á dauðareki. Þetta var nú orðið meira en gott og mál að halda í kofann í pásu og mat. Eystri kvíslin beið og síðan vonandi meira fjör á Breiðunni, nú þegar maður var kirfilega búinn að staðsetja tökusvæðið.
96
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
Eystri kvíslin er forkunnarfögur. Vatnsmeiri en sú vestari að sjá og rennur um annars konar land eins og komið var að fyrr hér í textanum. Við skröltum eftir jeppaslóðum beggja vegna og litum á nokkra staði. Suma merkta, aðra ekki. Þetta eru miklir dammar og sums staðar hringstreymi. Á einum eða tveimur stöðum hefði ég nánast drepið fyrir spón og kaststöng. Bara til að leita og koma agninu þangað sem mig grunaði að ég þyrfti að koma því! Á tveimur stöðum, báðum ómerktum, sá ég stórbleikjur tifa rétt ofan brota. Þær sýndu flugunni engan áhuga. Eftir þennan vísindaleiðangur var stutt til kvölds og tími í stutt skot niður á Breiðu áður en grillið tæki yfir kvöldið. Enn skein sólin glatt og vind hreyfði lítt. Ég byrjaði með Glóðina og fór vel upp fyrir hríslu og veiddi mig bæði með reki og strippi langt niður á breiðuna. En ekkert gekk. Datt þá í hug að prófa Krókinn og fann einn númer 14. Fór rétt upp fyrir hríslu og ákvað að veiða hann bara með dauðareki. Beint út af hríslunni var rifið í! Ég brá við og þessi kom beint upp og stökk uppúr og hristi sig einusinnitvisvar í loftinu....sjóbirtingur! Það var enginn vafi, enda var viður-
Krókurinn stóð tæpt í sjóbirtingshrygnunni. Sérkennilega útstætt auga hennar vakti athygli. Mynd gg.
eignin allt annarskonar en verið hafði með bleikjurnar. Þessi þumbaðist, en tók síðan miklar rokur á milli þar sem hann fleytti kerlingar í vatnsskorpunni. Tók þrjár slíkar rispur, en svo fór að draga af honum. Fimm mínútum seinna náði ég í sporðinn og vippaði 60 cm hrygnu upp á bakkann. Krókurinn rétt hékk fremst í nefinu og annað augað á hrygnunni var undarlega útstætt, líkt og stundum gerist þegar maður rotar fisk. Athygli mína vakti að það var nokkuð langt frá því að þessi fiskur hafði gengið í ána. Hún var ekki beinlínis legin, en hún var alls ekki björt lengur. Sem sagt! Og þetta var ekki búið, í næstu yfirferð, önnur taka og síðan 55 cm bleikja! Sama fluga, sami tökustaður og sama dauðarekið. Reyndi aftur en nú var þetta aftur búið. Skammturinn kominn, ég átti bara að fá 1-2 í hverri heimsókn. Enn flaug spóinn eini um vellandi og einhvers staðar niður með á vældu kjóar. Það var komið að kofa og farið að rökkva vel þegar grillið var búið og komið að síðasta klukkutímanum. En nú var komin slík flóðrigning að ég rigndi niður á skömmum tíma. Og hversu hratt það kólnaði!
Ólíkt kvöldinu áður, nánast hljóp ég inn í bíl....algerlega veiðisaddur eftir velgengnina fyrr um daginn. Á leiðinni upp í kofa skutust bæði mýs, minkur og hrossagaukur uppúr og yfir slóðina og yfir kofanum vakti Ris, uglan úr Jötunheimum. Hún var bæði illúðleg og dulúðleg í myrkrinu og liklega væri hægt að hræða börn með því að benda á hana. Seinni morguninn var ekki farið niður að á. Engin þörf á því, veiðigleðinni hafði verið fullnægt.
97
bækur
Guðmundur Guðjónsson
Veiddu betur - lax Síðasta sumar kom út handbókin Veiddu betur – lax. Ristjóri er Guðmundur Guðjónsson, en í bókinni eru nokkrir valinkunnir sérfræðingar beðnir um að segja frá aðferðarfræðinni og sérviskunum út frá hinum ýmsu skilyrðum sem taka á móti mönnum á bökkum vatnanna. Sérfræðingarnir eru Ásgeir Heiðar, Stefán Sigurðsson, áður kenndur við Lax-á og Haraldur Eiríksson, en ritstjóri leggur einnig orð í belg ef hann telur sig hafa eitthvað að segja. Við grípum hér niður í bókina þar sem fjallað er um rigningu og vaxandi vatnshæð annars vegar og slagveður og ört vaxandi vatnshæð/flóð hins vegar
Rigning/vaxandi vatnshæð ÁH: Nú ber vel í veiði!. Ég nýti nú tímann vel, því að oft dettur takan niður þegar flóð nær hámarki. Frábært að strippa Sunray við þessar aðstæður. Fiskur er mikið á ferðinni og staðir á milli veiðistaða fara að detta inn. HE: Það er ekkert sérstakt til árangurs að veiða í vaxandi vatnshæð. Lax fer gjarnan á mikla hreyfingu og grípur agn sjaldnast vel á göngu. Oft má gera fína veiði í blábyrjun þess er áin byrjar að hækka en eftir það þarf að bíða eftir að áin jafni sig. Gjarnan byrja árnar að skola sig, fá á sig gráma og dökkt agn verður mun vænlegra til árangurs. Þetta veltur þó oft á því hvernig aðstæður hafa verið á undan, ef langvarandi þurrkar hafa geysað þá geta nýjar göngur ruðst inn í ána með ferskum tökuglöðum laxi. Oft eru það lygnu hyljirnir sem gefa best ef lax er ekki nýgenginn þar sem hann getur yfirgefið straumharðari hylji. SS: Við þessar aðstæður er lax oft að skríða inn í ána framan af sumri eða um mitt sumarið. Það eru aðal tökulax-
98
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
arnir og þeir eru oft niðri á brotinu, jafnvel undir brotinu sjálfu. Ég myndi ekkert endilega vera með sérlega smáar flugur í þessari aðstöðu. Í talsverðu vatni jafnvel túpur upp í tommulangar. Í smærri vatnsföllum myndi þó smærri fluga virka betur. Sunray, rauð Frances og Colly dog yrðu fyrir valinu. gg: Rigning er oftast góð, en mjög margir eru þeirrar skoðunar að laxinn sé ekki endilega að taka vel þegar áin er í vexti. Sérstaklega ef vöxturinn er hraður. Þó geta komið skot, sérstaklega ef að þurrkurinn á undan hefur verið langur. Hér er ég oftast með hálftommu keilutúpur og hef oft slætt upp laxa, sérstaklega ef túpan er Black and blue.
Rigning/flóð-mikil hækkun á vatnshæð ÁH: Hér á það sama við og í síðasta tilsvari, nýta tímann, strippa Sunray og leita að hléum fyrir straumi. Gömlu veiði-
staðirnir eru nú yfirleitt „úti“ eins og sagt er, fiskur búinn að færa sig vegna aukins hraða vatnsins. Oft finnur maður ekki fiskinn fyrr en niðri á broti, sem stundum er langt, langt niður frá. Laxinn á það líka til við þessar aðstæður að flytja sig upp fyrir hyljina og leggjast á næsta brot fyrir ofan. Lykillinn er að finna hvar laxinn getur haft sem minnst fyrir lífinu í auknum straumi. HE: Hér getur verið gott að draga fram túbur og sökkenda, þó ekki sé það algilt. Lax getur séð agn í yfirborðinu í merkilega lituðu vatni. Hér gildir að vera nógu kreatívur og veiða það sem vel lítur út, ómerkta hylji sem merkta. Eins er gott að skoða hvar mest af laxinum hefur legið fram að því að áin fer í flóð, og finna út hvert hann getur mögulega hafa farið séu þeir staðir of straumharðir. Oftast sakkar laxinn sér niður á við ef um haustveiði er að ræða, hann er að finna á blábrotum hylja og lygnari stöðum. SS: Þegar hér er komið sögu í vatnavöxtum þá er fiskur farinn af sínum venjulegu stöðum. Þá finnur maður laxinn með því að leita með bökkum eða öðrum stöðum þar sem var fyrir straumnum. Það þarf ekki að vera nema hnédýpi, það sem laxinn leitar að er staður þar sem honum líður vel og getur haft það rólegt fyrir beljandanum. gg: Vel er hægt að veiða við þessi skilyrði en gæta skal að því að við þessar aðstæður eiga menn ekki að veiða of stíft eftir því hvar veiðistaðaskiltið er neglt í jörðina. Í flóðum leitar laxinn á rórra vatn. Það getur vissulega verið slíkur blettur nærri skiltinu, en líklegra er þó að laxinn sé að finna langt niður á breiðu, jafnvel alveg niður á broti. Það getur verið langt, langt frá skiltinu. Menn geta þurft að leita að laxinum og hann getur ýmist dreift sér yfir talsvert svæði, eða legið tiltölulega þétt á smærra rými. Ef að áin skolast þarf að nota stóra túpu í þennan veiðiskap, en ef að áin er tiltölulega hrein, þá er það ekki nauðsynlegt. Aðal atriðið er að kemba og leita vandlega. Getur þurft sökktaum, það þarf að meta hverju sinni eftir vatnshæð og dýpt. Laxinn sýnir sig yfirleitt lítið við þessar aðstæður, nema þegar hann sýnir flugunni áhuga. Vel mætti einnig athuga hvort að brotið fyrir ofan veiðistaðinn gæti haldið fiski. Dæmi eru um að laxinn færi sig upp um brot þegar hækkar í ánni.
Veiddu betur - silung Síðasta sumar kom út handbókin Veiddu betur – silung. Ritstjóri er Guðmundur Guðjónsson, en í bókinni eru m.a. nokkrir af snjöllustu silungsveiðimönnum landsins spurðir út í aðferðafræðina og sérviskurnar við hin ýmsu skilyrði sem mæta veiðimönnum á vatns- og/eða árbakkanum. Sérfræðingarnir eru Jón Eyfjörð, Bjarki Már Jóhannsson og Ríkarður Hjálmarsson, en ritstjóri læðir inn nokkrum línum þar sem hann telur sig hafa eitthvað fram að 99
bækur
Guðmundur Guðjónsson færa. Við birtum hér stutt brot úr bókinni þar sem fjallað er um veiðar í roki og rigningu annars vega og ljósaskiptum hins vegar
Rigning og rok? JE: Þá hef ég nú tilhneigingu til að vera í kofanum og bíða eftir að veðrið slaki á klónni. En sé ég úti að veiða þá er leitað með straumflugum. Í tiltölulega lygnum straum kasta ég á móti vindinum, en sé lítill straumur á veiðistaðnum leitar fiskur gjarnan upp í ölduna og þá er gott að kasta undan vindi á lygnari bletti þar sem var er að finna. BM: Leiðindaaðstæður til að fara út en oft góð veiði. Þarna eins og alltaf í roki skiptir máli að komast niður fyrir ölduna. Hvort sem maður notar bara flotlínu með löngum taum og þungaflugu eða sökktauma er ekki aðalatriði, bara koma þessu undir. RH: Þetta eru frábær skilyrði á urriðaslóðum. gg: Frábært veiðiveður fyrir sjóbirting, sérstaklega þegar um hlýja haustlægð er að ræða. Svona skilyrði geta þó verið erfið ef vindurinn er í fangið, en sé spónn leyfilegur þá leysist það mál umsvifalaust, menn stíga þá bara fram í vinstri fót og skjóta járninu með toppinn eins nærri vatnsborðinu og frekast er kostur. Í þessu veðri eltir birtingurinn oft alveg upp að bakka áður en hann tekur og gildir það um bæði spón og fluguna.
Ljósaskipti og fram í myrkur? JE: Frábær og spennandi veiðitími. Við öll skilyrði á þessum tíma veiðidagsins nota ég undantekningarlaust langa tauma og stórar svartar flugur, Wooly Bugger, Sun Ray Shadow eða svartan Nobbler. Best reynist að strippa og fiskur getur verið að taka alveg fram í rauðamyrkur. Þeir sem halda að fiskur sjái ekki svarta flugu í myrkri geta gleymt því. Hann sér hana vel og tekur oft með afbrigðum vel í ljósaskiptum og myrkri. Þetta er þó aldrei einhlýtt, ef að það snöggkólnar getur öll taka lagst af.
100 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
BM: Hlýtur að vera uppáhaldstími allra urriðaveiðimanna. Stóri fiskurinn fer af stað. Koma oft mjög nálægt landi. Þarna gengur nú flest allt ef fiskurinn er á annað borð nálægt. En sjálfur hef ég gaman af því að skipta upp og setja stærri flugur, kasta meðfram landi leita að stórum fisk. Stóri urriðinn er frekar latur og ef hann fær val velur hann stærri fæðuagnir því þá þarf hann að veiða minna - stór fiskur étur stórar flugur. Í myrkri vel ég stærri, meira dressaðar flugur, jafnvel með silly-kónum sem að valda meiri víbringi í vatni. Mikið dressaður Sunray virkar einnig vel í myrkri strippaður hratt. Sjóbirtingurinn gengur upp árnar í myrkri og því kemur oft órói á þann fisk sem fyrir er á stöðunum og það kveikir oft á tökunni. RH: Frábær tími fyrir urriða og alveg sérstaklega í sjóbirtingi. Alls ekki sleppa þessum tíma veiðidagsins! gg: Tek undir með félögunum að ljósaskipti og myrkur eru töfrum þrungnar veiðistundir. Meðalstór fluga, sem má vera svört, veidd djúpt og hægt, eða hærra uppi og hratt virkar. Setti eitt sinn í fjóra stórbirtinga í beit í Hrókshyl í Grenlæk í svo svörtu myrkri að ekki sá í lófann þó að honum væri haldið tuttugu sentimetra frá andlitinu. Flugan var svartur Nobbler sem hefði verið skipt út fyrr ef ekki hefði verið orðið of dimmt til að sjá til. Skyndilega fór fiskur að taka. Einn náðist, 5 punda, hinir þrír sluppu og voru auðfinnanlega allir stórir því allt fór í keng og ekki varð við neitt ráðið. Í eltingarleik upp og niður bakkann, hrasaði veiðimaður og datt ítrekað á hausinn. Mikið ævintýri og ekki það eina sem ritstjóri hefur upplifað í myrkurveiði.
101
bækur
Guðmundur Guðjónsson
Strandstangaveiði á Íslandi S.l. sumar kom út handbókin Strandstangaveiði á Íslandi. Ritstjóri hennar er Guðmundur Guðjónsson, en ráðgjafar og upplýsingagjafar nokkrir. Þeirra helstur þó Reynir Friðriksson sem er alger sérfræðingur í strandstangaveiði. Veiðiskapur þessi á vaxandi vinsældum að fagna enda möguleikarnir ótrúlegir á Íslandi. Við birtum hér stutta kafla úr bókinni þar sem fjallað er um þrjár fiskitegundir á almennum nótum, ufsa, steinbít og háf.
102 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2014
Ufsi
Steinbítur
Ufsinn er nokkuð sér á báti. Hann er uppsjávarfiskur og getur orðið mjög stór. Hann er óhemja veiddur á stöng. Það orð fer af smærri ufsanum sem elst upp við strendur landsins, að hann sé ræsisfiskur, en þó hann leiti stundum í æti við frárennsli fiskvinnslustöðva og veiðist oft frá bryggjum þá er hann ekki ræsisfiskur. Ungir ufsar alast upp við strendur landsins og veiðast þar allt árið. Sá fiskur er á bilinu 1-2 pund og slíka fiska má veiða með léttum spónstöngum og flugustöngum ef því er að skipta. Skrautlegar straumflugur og sílislagaðir spónar virka vel. Á bilinu frá júní og fram í september koma göngur af stórum ufsa upp að norður- og vesturströndinni. Góðir staðir eru víða í Ísafjarðardjúpi. Þekktir staðir eru við Bolungavík, Ólafsfjörð og Siglufjörð, en stórufsann, sem er frá 4 pundum upp í 20 pund og jafnvel enn stærri, má setja í víða. Stórfiskurinn fylgir smáfiski, síld, loðnu og jafnvel makríl, ufsinn er ofan á, þorskurinn undir. Þetta eru því hreyfanlegir fiskar og það er gott að fylgjast með fréttum um það hvar þessir smáfiskar eru að ganga við ströndina hverju sinni. Bryggjur, vita- og varnargarðar og klappir með góðu dýpi eru kjörstaðir. Þetta eru hraðsyndir, öflugir ránfiskar og það þarf að hafa að minnsta kosti 40 punda línu undir og 30 til 50 gramma spóna eða „Jig“. Því hraðar sem dregið er inn, þeim mun meiri líkur eru á stærri fiski. Ufsann er líka hægt að veiða á flugu og verður ævinlega að nota hraðsökkvandi línur, og ekki léttari en 8 til 10.Hægt er að versla sér fínar saltvatnsflugustangir, en það er einnig hægt að nota þær sömu og notast er við í ferskvatnsveiði. Bara muna eftir að skola vel eftir notkun. Flugurnar eru stórar litskrúðugar flugur. Sérstakar sjóveiðiflugur er upplagt að nota, en þær má fá í verslunum á borð við Veiðihornið.
Steinbít er víða að finna með ströndum landsins og hann er hægt að veiða allt árið. Þekktir veiðistaðir eru víða á Reykjanesi, t.d. í námunda við Straumsvík, Keflavík og Garðinn. Best er þar sem klettar ganga fram í sjó og djúpt er fram undan. Steinbít veiða menn ekki frá bryggjum eins og svo margar aðrar strandveiðitegundir. Dæmigerður steinbítur er á bilinu 40 til 80 cm og það er eins gott að fara varlega þegar búið er að landa steinbít því hann er jú frægur fyrir sínar ofurtennur. Hann getur bitið sig fastan við fót eða hönd og það er varla að hann sleppi takinu þó að hausinn sé höggvinn af. Steinbítur veiðist aðeins á beitu, hann er ekki týpan sem eltir spón eða Jig. Skelfiskur gefur vel og sumir beita kjúklingabeinum! Best er að nota slóða sem hannaðir eru fyrir klettaveiði. Á steinbítsveiðum skal aldrei gleyma að hafa langa og góða töng til að losa krókinn úr kjafti fisksins.
Háfur Æ fleiri eru að uppgötva háfinn sem frábærlega spennandi strandveiðifisk. Aðal veiðislóðirnar eru hin sendna Suðurströnd landsins, en einnig finnst hann við Vesturströndina. Veiðitíminn er frá byrjun júní og út september. Háfurinn kemur upp á grynningar á eftir sandsíli og trönusíli og ef menn hitta á göngur má sjá háfinn í ölduföldunum á eftir bráð sinni. Háfurinn veiðist fyrst og fremst á beitu. Beitt er fiski og þung sakka höfð með. Síst ber að nota bleikan fisk, þ.e. laxfisk. Vírtaumur er nauðsynlegur því beittar tennur háfsins sarga fljótt venjulegar veiðilínur í sundur. Línan sjálf má ekki vera minni en 40 punda og helst allt að 60 punda. Þetta eru stórir fiskar, en þó ekki eins þungir miðað við lengd og t.d. lax eða sjóbirtingur. 95 cm háfur þykir vera meðalstór, en hann er kannski ekki nema 5 kg, eða um 10 pund því hann er ekki feitur fiskur og einstaklega afturmjór. Það er engin regla með stutt köst eða löng þegar kastað er fyrir háf, hvoru tveggja getur virkað því hann getur verið bæði langt úti og einnig nánast í landssteinunum.
103
VEIÐISLÓÐ tímarit um sportveiði og tengt efni
Útgefandi: GHJ útgáfa ehf. Ritstjórn: Guðmundur Guðjónsson, ritstjóri Heimir Óskarsson, útlit og umbrot Jón Eyfjörð Friðriksson, greinaskrif Netfang: veidislod@veidislod.is