Kæru lesendur. Nú er nýtt veiðitímabil hafið, sjóbirtignsvertíðin svona þokkaleg á heildina litið, en vatnasilungsveiðin sérdeilis lífleg á góðu vori. Allt um koll að keyra í Þingvallavatni. Laxveiðin hafin og lífið er dásamlegt. Hér er komið fyrra tbl af Veiðislóð 2014. Já, fyrra, líkt og í fyrra verða þau aðeins tvö þetta árið. Það gerir árferðið, ekki áhugi okkar. Þetta er fríblað sem stendur og fellur með auglýsingasölu og það er samdráttur á því sviði. Því er þetta svona eins og það er, að minnsta kosti enn um sinn. Við biðjum ykkur að njóta blaðsins og vertíðarinnar. Næst hittum við ykkur í nóvember þegar við mætum á vettvang með glæsilegt jólablað.