VEIÐISLÓÐ tímarit um sportveiði og tengt efni
4.
2011
VINSÆLASTA FLUGUSTÖNGIN. ÞAÐ ER EKKI TILVILJUN
“The ONE” er komin! BEST FRESHWATER ROD - International Dealer Show í New Orleans 2011
BEST SALTWATER ROD - International Dealer Show í New Orleans 2011
BEST ROD - Efftex 2011
Það er ekki tilviljun að Sage flugustangirnar eru þær vinsælustu í úrvalsflokki flugustanga. Að margra mati eru flugustangirnar frá Sage þær bestu á markaðnum. Því mótmælum við ekki. Allar Sage flugustangir eru hannaðar og þróaðar af flugveiðimönnum og framleiddar í Seattle í Bandaríkjunum. Að kasta fyrir fisk og veiða með Sage er einstök upplifun. Allir fluguveiðimenn verða að eiga að minnsta kosti eina Sage stöng. Allar Sage stangir eru með lífstíðarábyrgð frá framleiðanda! “ONEtm” SERIES - Verð 109.990,Hröð stöng. Kröftug hleðsla sem auðveldar lengdar og nákvæmnisköst. Z-AXIS ROD SERIES - Verð 99.990,Hröð stöng. Kröftug hleðsla sem auðveldar lengdar og nákvæmnisköst. 99 ROD SERIES - Verð 99.990,Mið-hröð stöng. Djúp hleðsla. Sérhönnuð til að bera þungar flugur og túpur. VXP ROD SERIES - Verð 74.990,Mið-hröð stöng. Kraftmikil og fínleg stöng fyrir allar aðstæður. FLIGHT ROD SERIES - Verð 59.990,Mið-hröð stöng. Góð alhliða flugustöng. VANTAGE ROD SERIES - Verð 39.990,Mið-hröð stöng. Góð byrjendastöng á góðu verði.
SÍÐUMÚLI 8 - SÍMI 568 8410
frá ritstjórn Tímaritið Veiðislóð kemur nú út í fjórða skiptið á jafn mörgum mánuðum. Fjórða blað af sex sem tilraunin okkar samanstendur af. Fljótlega munum við setjast niður og athuga okkar gang. Ætlum við að halda þessu áfram í framhaldinu, eða gera eitthvað annað? Þetta er ritað í byrjun september og sumarið sama sem búið, veðurfar og náttúran að breytast. Margir farfuglar flognir, laxinn orðinn leginn að stórum hluta. Sjóbirtingur að byrja að ganga, gæsatíminn byrjaður og hreindýratíminn líka. Lesendur munu sjá hér að í fyrsta skipti er í bland við annað efni um skotveiðar. Þannig verður þetta framvegis, en áherslur alltaf þó breytilegar eftir því hvar vertíðin stendur hverju sinni. Allt stefnir í sæmilegt laxveiðisumar, gott silungsveiðisumar, sjóbleikjuvertíð sem var sums staðar góð en annars staðar mörkuð hnignun tegundarinnar. Óvíst enn með sjóbirtingsvertíðina. Vonum þó það besta þar.Við óskum lesendum okkar og veiðimönnum öllum góðri haustvertíð. Vonandi að hjól eigi eftir að væla og skot að hæfa. Guðmundur Guðjónsson, ritstjóri Heimir Óskarsson, útlit og umbrot Jón Eyfjörð Friðriksson, greinaskrif.
Lystaukandi veislur Fermingar Árshátíðir Brúðkaup Fundir Afmæli Móttökur
veis luþ j ó n u st a Búðakór 1
•
203 Kópavogi
•
Sími 820 7085
•
lystauki@lystauki.is
efnið 6
Stiklað á Stóru Farið í máli og myndum yfir gang mála á veiðislóðum síðustu vikurnar.
10 Veiðistaðurinn Við kynnumst hér urriðasvæðinu í Laxá í Laxárdal í fylgd Ásgeirs Steingrímssonar. 18 Veiðistaðurinn Varmá/Þorleifslækur er vanmetin veiðiá, aðeins steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu. 24 Fluguboxið Valgarð Ragnarsson kann á sjóbirtinginn og hér sýnir hann okkur helstu stórfiskafluguna sína. 28 Fluguboxið Það getur verið blátt áfram sorglegt hversu margar góðar flugur týnast og gleymast.
32 Fluguboxið Nils Folmer Jörgensen var iðinn við stórlaxa í sumar. 34 Viðtal Veiðislóð ræddi í sumar við Rick Rosenthal margverðlaunaðan kvikmyndatökumann og Deirdre Brennan framleiðanda, um magnaða kvikmynd, Lost at Sea, sem þau eru að vinna um hver afdrif laxa verða í úthafinu. 44 Skotveiði Sumum getur þótt það frekar snúið að stíga sín fyrstu skref á skotveiðibrautinni. 48 Hreindýraveiðar Axel Eyfjörð Friðriksson rifjar upp fyrsta hreindýrið..... 51 Lífríkið Ólafur Karl Nielsen segir okkur eitt og annað um ástand rjúpnastofnsins.
52 Neoprenið góða Lárus Gunnsteinsson heldur áfram að fræða okkur um allt millli himins og jarðar um vöðlur, eðli þeirra, hirðingu og fleira. Núna er það neoprenið. 54 Ljósmyndun Ljósmyndagallerí mánaðarins er núna í höndum Svövu Bjarnadóttur og óhætt að segja að kvenleg sýn er á myndum hennar. 72 Strandveiði Þorsteinn Geirsson er að kortleggja strandveiðikosti á Íslandi og þeir eru bæði magnaðir og ótæmandi. 78 Útivst – ferðalög í óbyggðum Við ræddum við Pál Ásgeir Ásgeirsson höfund Hálendishandbókarinnar sem hefur nýlega verið endurútgefin.
86 Villibráðareldhúsið Við leituðum í smiðju Klúbbs matreiðslumeistara og fundum girnilegan silungarétt sem ugglaust mætti nota lax í einnig. 88 Veiðisagan Þuríður Björg Wiium veiddi stærsta laxinn í Hofsá. 92 Lífríkið Við kynnumst hinu margslungna rándýri minknum. 96 Einu sinni var Já, einu sinni voru hreindýr á Reykjanesskaganum. Í Einu sinni var, rifjum við upp nokkrar sögur af hreindýraskyttum á Reykjanesinu. 100 Græjusíður Hér kennir margra grasa úr veiðibúðum þeim sem með okkur starfa.
stiklað á STÓRU
Laxveiðinni var afar misskipt í ágúst. Nokkrar ár á austanverðu landinu stefndu í metveiði, Svalbarðsá, Breiðdalsá og Selá í Vopnafirði. Svalbarðsáin náði metinu áður en við fórum í loftið með þetta 4. tölublað. Á sama tíma var veiði sums staðar afar róleg. Og síðan var þetta allt þar á milli.
6
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
Nils Folmer Jörgensen var drjúgur í stórlöxunum í sumar og þessi 104 cm hængur úr Hafralónsá var hans þriðji yfir 100 cm í sumar.
7
kurá stóru stik floklað Helst voru það Dalaárnar og nokkrar á vestanverðu Norðurlandi sem voru slakar. Ekki laxlausar, langt frá því, en ekki að gefa meðalveiði, hvað þá meira. Aðrar ár voru í þokkalegu til góðu lagi. Sunnanlands gerðist allt mjög seint og það var ekki fyrr en í ágúst að t.d. Rangárnar fóru almennilega í gang. Víðast voru ár seinar í gang vegna vorkulda að talið er. Nú er haustið að ganga í garð og september er mánuður sem hefur hrest upp á veiðitölur síðustu árin að því síðasta undanskyldu, en í fyrra komu haustrigningar allt of seint. Við sjáum hvað setur þetta árið og spyrjum að leikslokum. Á silungsveiðisviðinu þá fjaraði rólega undan vatnaveiðinni líkt og gerist gjarnan í ágústmánuði. Veiðivötn héldu þó ágætis dampi og víða voru menn að fá fín skot þó að þetta væri að lognast rólega útaf. Sjóbleikjan var sums staðar afar liðfá, en annars staðar var meira af henni. Alls staðar gekk hún mjög seint og að venju var köldu vori og snemmsumri kennt um. Sjóbirtingsveiði virtist lofa góðu, því fyrstu skotin í Vestur Skaftafellssýlu voru óvenjulega kröftug í ágúst, hvað sem það leiðir af sér. Vestanlands var enn niðursveifla í sjóbirtignsgöngum. En leyfum myndunum að tala sínu máli:
Veiðin í Veiðivötnum var góð, hér er sá stærsti, 12 punda úr Hraunvötnum. Mynd Bryndís Magnúsdóttir, fengin af veidivotn.is
8
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
Jóhann Hafnfjörð veiddi þennan glæsilega 20 punda lax í Víðidalsá.
1 Björgvin Viðarsson, nefndur Krauni, með 25 punda hængtröll úr Laxá í Aðaldal, Nesveiðum. Mynd af www.svfr.is 2 Spænsk veiðikona með fallegan feng úr Norðlingafljóti. Mynd Jóhannes Sigmarsson. 3 Richard Crosby veiddi þennan tæplega 20 punda hæng í Svartabakka í Straumfjarðará. 4 Mögulega stærsti lax sumarsins til þessa, Gunnar Helgason með 107 cm 26 punda bolta úr Presthyl í Laxá í Aðaldal. 5 Sjóbirtingurinn kom víða í ágúst. Hér er Gunnar Óskarsson með óvænta hrúgu úr Fossálum. Mynd af www.svfk.is 6 Gréta Guðbrands dóttir með fallegan rígvænan smálax úr Soginu. Mynd Kjartan Antonsson. 7 Þekktur bandarískur veiðimaður, John Teeney, með 101 cm tuttugu pundara úr Selá. Mynd frá Streng.
1
2
4
5
3
6
7
10
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
veiðistaðurinn
Laxá í Laxárdal
Paradís á jörðu Neðri hluti hins heimsfræga urriðasvæðis Laxár í Suður Þingeyjarsýslu er kennt við hinn ægifagra Laxárdal. Þar er áin breið og mikil og með þungum, tiltölulega jöfnum straumi. Gróðurfar er með ólíkindum og fuglalíf fjölskrúðugt. Urriðinn sem byggir þennan hluta Laxár er líklega sá stærsti að meðaltali sem finnst í ánni. Það er því ekki að undra að Laxá í Laxárdal þyki vera paradís á jörðu, séð með augum stangaveiðimanna. Við tekur nú yfirferð yfir veiðistaði í Laxá sem teljast til Laxárdals, en í dalnum er áin mjög ólík í eðli sínu því sem menn kynnast í Mývatnssveit. Fylgdarmaður okkar í Laxárdal er Ásgeir Hermann Steingrímsson trompetleikari og fluguveiðimaður með meiru. Hann hefur áratuga reynslu af bökkum Laxár og er leiðsögumaður við ána, jafnvígur á öll svæði, á sumri hverju.
annarri öld og öðru tölublaði. Tilheyrir sérstakri bók ef út í það er farið, en það er önnur…..
Ásgeir er að upplagi Húsvíkingur og lesendur kunna ef til vill sumir að setja Ásgeir í ákveðið samhengi þegar þess er getið að hann á bróðir sem heitir Birgir Steingrímsson og er magnaður veiðimaður og leiðsögumaður á bökkum Laxár einnig. Afi þeirra var alnafni Birgis og var Birgir eldri einn af stofnendum Húsavíkurdeildar Laxárfélagsins ásamt þeim bræðrum Benedikt og Snorra Jónssonum. En það er saga sem tilheyrir
En áður en yfirreiðin hefst tekur Ásgeir fram að hann muni ekki nefna alla veiðistaði, aðeins þá sem skipta máli og öllum sé hollt að athuga sinn gang þegar farið er með Laxá á þessum slóðum, að urriði getur verið nánast hvar sem er og sjálfur veiði hann mest orðið í Laxá með þeim hætti að rölta bara bakkana og veiða nærri landi. Og ætli menn að vaða, kasta þá fyrst yfir svæðið þar sem vaða skal og alls ekki að vaða sérlega langt. Góð regla
Ásgeir vill fara með okkur niður vesturbakka Laxár fyrst og síðan eystri bakkann. Hann getur þess að umræða sé í gangi að fella Hamarssvæðið inn í Laxárdal og landfræðilega sé það skynsamlegt, hvað svo sem verður.
11
1 2
12
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
Laxá í Laxárdal sé að þegar maður er kominn í ríflega miðjan legg, hvað þá upp undir hné, þá er von á fiski. “Sjálfur veiði ég mest orðið á þurrflugur og veð lítið. Þurrfluguveiði hefur mjög sótt á í Laxárdal, en það er einnig fengsælt að nota straumflugur og andstreymisveiddar púpur. Allt fer þetta eftir aðstæðum hverju sinni og menn verða að finna sjálfir út hvað hentar best. Þá vil ég nefna það, að það er afar erfitt fyrir ókunnuga að koma til veiða í Laxárdal án þess að njóta fulltingis kunnugra. Það getur algerlega skipt sköpum og ég þekki fjölda dæma um að jafnvel vanir menn hafa komið, ætlað að finna út úr þessu sjálfir og farið heim með öngulinn í óæðri endanum.” Efst eru Ljótsstaðir. Þar er efst Æsufit þar sem veiðist í svokölluðum svifum með bökkum. Áin er frekar stríð á þessum slóðum. Næstur er Varastaðahólmi, afar sterkur veiðistaður og fornfrægur að sögn Ásgeirs. Er veitt “norður úr honum” eftir að vaðið hefur verið frá bílastæðinu, út í efra hornið. Þar fyrir neðan kemur klasi veiðistaða sem gjarnan eru nefndir undir einu nafni, Ljótsstaðabakkar. Á þessum kafla er talað um Hvíthólspoll, Garðspoll, Kofastreng og Ljótsstaðaeyri. “Þetta eru allt góðir staðir og best að veiða frá bakkanum. Áin er illvæð þarna og fiskur nærri landi á löngu svæði,” segir Ásgeir. Áin er síðan áfram stríð þar til hún kemur að Beygjunni sem er einn af “gömlu fornfrægu veiðistöðunum,” eins og Ásgeir segir. Hann segir að Stefán heitinn Jónsson fréttamaður, sem þekkti svæðið eins og handarbökin á sér, hafi sagt um Beygjuna að það væri dauft í ánni ef ekki væri lífsmark þar. Þarna er vaðið aðeins út, en ekki of langt”. Þarna fyrir neðan er brot á ánni og þar er staður
sem heitir Nauteyri, “fallegur staður og gjöfull” að mati Ásgeirs og er veitt bæði ofan og neðan við brotið. Þar fyrir neðan er Ferjuflói og gefur nafnið til kynna að áin sé hér að breyta aðeins um eðli. Hún er ekki eins stríð, straumur er hægari og jafnari og áin breikkar mikið. Ferjuflói er einn af stóru veiðistöðunum í Laxárdal og veiðist þar “bakka á milli” eins og Ásgeir orðar það. Á veiðistöðum eins og Ferjuflóa þurfa veiðimenn tíðum að finna hvernig þeir best geta lifað í sátt og samlyndi því á slíkum stöðum er einnig veitt frá öndverðum bakka og hér er talsvert vaðið. Miðlínuregla er aldrei annað en viðmið, því miklu frekar er miðað við miðlínu megináls, sem getur legið mun nær öðru landinu heldur en hinu og svo geta verið fleiri álar. Ferjuflói er samfellt veiðisvæði eina tvo kílómetra og er talað um veiðistaðina Hagakíl, Háahraun, Sláttu, Flúðir, Merkivík, Jóelsbakka, Grjótbakka og svo endar flóinn í Djúpadrætti sem er einhver frægasti og besti veiðistaðurinn í Laxárdal. Þá er þetta svæði allt annálað stórfiskasvæði. Þar niður af eru Þverárhólmar og Pollnesáll, sem Ásgeir segir “óskaplega fallegan”, en að sama skapi viðkvæman veiðistað, kannski vegna þess að þar er skjól fyrir norðanáttinni sem er svo oft blásandi um Laxárdal. Það var í Merkivík sem Ásgeir setti í sama urriðann með klukkustundar millibili. Þetta var fallegur um það bil 4 punda fiskur sem tók fyrst MME en náði að krækja taumnum í grjót og slíta eftir nokkrar góðar rokur. Ásgeir fór síðan niður með á og reyndi eitthvað fyrir sér, en var kominn í Merkivíkina aftur klukkustundu
13
veiðistaðurinn síðar og setti þá í sama fiskinn á Hopper þurrflugu. Ekki var um að villast, MME paddan var í öðru kjaftvikinu með taumstubb, Hopperinn í hinu. Ljótsstaðaveiðum lýkur svo með Slæðunni sem er enn einn stórveiðistaðurinn, “einn af þessum fornfrægu og veiðist þar bakka á milli.” Nú taka við Halldórsstaðaveiðar. Þar er fyrst um það bil kilómeters langur kafli þar sem áin rennur fremur hröð og býður ekki upp á stóra veiðistaði. Helst að fiskar fáist á stangli í litlum holum og gjótum, en fáir stunda það því neðar taka við frægir veiðistaðir. Á þeim kafla hefur áin hægt aftur á sér, en veiðisvæðið byrjar um það bil á móts við Halldórsstaðabæinn. Þar er veiðistaðurinn Slátta og byrjar þar um kilometers langt veiðisvæði sem nær niður fyrir Halldórsstaðahólma. Á því svæði er talað um m.a. Nautatanga og Sauðatanga. Þetta er öflugt veiðisvæði og fást oft stórir fiskar á þessum slóðum. Birningsstaðaveiðar taka nú við og þar er hinn fornfrægi Birningsstaðaflói, en þar er áin hvað breiðust í öllum dalnum, hátt í 200 metrar að mati Ásgeirs. Eins og títt er um hina stóru staði Laxárdals, þá er reynt að afmarka bakkahluta með nafngiftum. Þannig er talað um YtraVað, Ullarnef og fleiri nöfn, uns áin smá þrengist aftur og fellur í Sogið, sem er djúpur og mikill veiðistaður skammt frá veiðihúsinu að Rauðhólum. Hér staldraði Ásgeir við til að lauma með einni merkilegri veiðisögu. Ásgeir hefur orðið: “Þessi saga byrjar eiginlega við Steinbogaey á veiðisvæðinu í Mývatnssveit, en þar höfðum við Gunnlaugur Kristjánsson verið að veiðum daginn
14
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
áður. Veiðin þann daginn er ekki í frásögur færandi en dagurinn minnistæðastur fyrir þær sakir að Gunnlaugur tapaði þar tveimur fluguboxum. Hann áttaði sig ekki á því hvar hann hefði glatað þeim og við leituðum talsvert en án árangurs. En daginn eftir vorum við sem sagt komnir á Birningsstaðasvæðið, Þarna henti það mig að setja í tvo fiska í einu. Lítill urriði tók fluguna og ég gerði þá það sem ég geri stundum til að losna við titti, að ég gaf allt slakt. Vonaði að það myndi losna úr þeim litla, en þess í stað synti hann með lykkju yfir hausinn á mun stærri fiski og var glíman við hann hörð. Sá ég fljótlega að litli urriðinn lá þvert á hausinn á þeim stóra og hafði hann sig lítt í frammi. Um síðir losnaði stóri urriðinn úr snörunni, en í land kom litli titturinn, allur kraminn og steindauður. En á meðan á þessu stóð var Gunnlaugur úti í flóanum að kasta. Allt í einu sér hann eitthvað fljóta upp að löppunum á sér, beygir sig niður og tekur það upp. Var þetta þá ekki annað fluguboxana sem hann týndi upp í Mývatnssveitinni næstum því sólarhring áður. Búið að reka alla þessa kílómetra niður ána og síðan upp að fótunum á eigandanum 23 klukkustundum eftir að hann uppgötvaði að boxið væri horfið úr vasanum! En við erum komin að Soginu, sem er einn af “þessum stóru og mögnuðu” veiðistöðum í Laxárdal. Hér er brú yfir ána og er Sogið ofan hennar, í þrengingunni. Algengt er að menn veiði þennan stað með hröðum og öflugum sökkbúnaði, enda er straumur hér mikill svo og dýpi og því mikilsvert að koma flugunni hratt niður áður en hún nær að slá upp að landi eftir hvert kast.
ÞÚ FÆRÐ SIMMS EINNIG HJÁ VEIÐIMANNINUM
SÍÐUMÚLI 8 - SÍMI 568 8410 Veiðibúð allra landsmanna á netinu.
veidimadurinn.is
Gore-tex gerir gæfumuninn. Gore-tex öndunarfilman ber höfuð og herðar yfir aðrar öndunarfilmur bæði hvað varðar vatnsheldni og útöndun. Simms notar Gore-tex Performance-Shell og Gore-tex Pro-Shell í vöðlur og jakka. Engar málamiðlanir. Simms er málið
ALLIR VEIÐIMENN ÞEKKJA SIMMS GÆÐI!
1 2
3
4
16
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
Laxá í Laxárdal Neðan brúar eru fyrst nokkrir minni háttar veiðistaðir eins og Laugarhvammar og Bæjarpollur, en fæstir staldra við þar heldur fara beint í Árgilsstaðaflóa sem er síðasti “stóri” veiðistaðurinn. Og mjög góður. Neðan hans eru staðir og síðan uppistöðulónið sjálft. Sumir veiða þar og þar er vissulega veiðivon. En nú höldum við aftur upp með á, Ásgeir ætlar að segja okkur frá veiðistöðum frá austurbakkanum. Fyrst eru veiðistaðir frá jörðum Hóla og Árhóla. Þetta er norðan við Varastaðahólma sem áður var nefndur. Hér segir Ásgeir að veiðistaðir séu víða, en svæðið sé erfitt og lítið veitt sökum hrauns og skóglendis. Gegnt Beygjunni sem áður var nefnd er hins vegar vænlegur staður, Húsapollar. Þá er komið að Ferjuflóa hinum sama og áður var nefndur og er veiddur frá eystri bakka ekki síður en þeim vestari. Á móti Hagakíl á öndverðum bakka er Nestá, fallegur stórfiskastaður en þar er erfitt að vaða. Hér niður af er áin hraðari og lakari til veiða heldur en vesturbakkinn, utan að Pollahvammar á móts við Jóelsbakka er líklegur. Endar síðan flóinn í Djúpadrætti eins og frá var greint í umfjöllun um vesturbakkann. 1 Ásgeir með‘ann á. 2 Að mörgu leyti dæmigerð mynd fyrir Laxárdalinn. 3 Glæsilegur urriði hjá Ásgeiri.. 4 Um að gera að æfa sig á tromp ettið, enda góður hljómburður í hrauninu.
Djúpidráttur er einnig sterkur og stór veiðistaður að austan og þar eru afmarkaðir blettir með nöfnunum Bárnavík og Ysti Bakki, en það svæði nær samfellt að Merkjahólma, en þar eru landamerki. Á þessum slóðum er bæði veitt frá landi og einnig vaðið aðeins út. Algengt er að hér sé var fyrir vindi, uppitökur og þurrflugumöguleikar.
Nú erum við komin í umráðasvæði Árhvamms og Kasthvamms og fyrsti veiðistaður þar frá austurbakka er Slæðan, hin sama og áður var getið, stór og mikill veiðistaður landa á milli. Þaðan rennur áin síðan fremur hröð og ekki eru eiginlegir veiðistaðir fyrr en komið er að Geitanefi sem er um það bil á móts við Sláttu og Halldórsstaðahólma sem áður var getið í landi Halldórsstaða. Þetta er mjög stór og lygn veiðistaður sem er samfelldur allt ofan í Strákál, sem eru einhverjir 3-400 metrar. Því næst fellur þetta allt saman við Birningsstaðaflóa sem áður var getið og er veiddur bakka á milli. Frá austurlandinu eru nöfn eins og Bakkahorn á móts við Ytra-Vað, Álftanef á móts við Ullarnefi og síðan endar þetta ofan í Sogi líkt og við hinn bakkann og er Sogið einnig drjúggóður veiðistaður frá austurlandinu. Gildir það sama hérna megin og hinu megin, að sökkva flugunni hratt og vel. Neðan við brú er Rauðhólakvísl um það bil 200 metra frá veginum og ágætur veiðistaður sem fáir reyna. Þarna er auðveitt og neðar eru einnig prýðisgóðir veiðistaðir á borð við Heygarðsnes, Kerlingarbakka og Mangapoll. Loks er komið í Árgilsstaðaflóa sem áður var getið. Hann er mikill veiðistaður hérna megin ekki síður en hinu megin, en neðst á honum er Hellan. Þar þrengist áin nokkuð og er þar hraunhella mikil í botni. Þar sem hellan byrjar er góður veiðistaður , en neðan við Árgilsstaðaflóa eru lítt reyndir veiðistaðir eins og Presthólmi og Presthólmakvísl og loks lónið sem einstaka veiðimaður hefur dálæti á og býður vissulega upp á veiðivon. Lýkur þá lýsingu Ásgeirs Steingrímssonar á helstu veiðistöðum Laxárdals.
17
veiðistaðurinn Varmá/Þorleifslækur
Ómissandi valkostur Varmá/Þorleifslækur er lítil bergvatnsá sem rennur um Ölfusið niður í Ölfusá skammt ofan við Hraunssand. Varmá á sér langa sögu sem mengað og rislítið veiðivatn og fékk gjarnan viðurnefni eins og Þarmá með skírskotun til ólesturs í klóakmálum Hvergerðinga, en áin rennur einmitt í gegn um þorpið. Þar hafa og orðið mengunarslys, logsjóðandi vatni hleypt einu sinni frá ullarþvottastöð, klórslysið fræga þegar gríðarlegt magn af klór lak í ána frá sundlauginni í Hveragerði og síðan var lengi eftirlitslítið fiskeldi á bökkum árinnar neðan við Þjóðveg 1. En einhvern vegin rakst áin í gegnum þetta allt saman og í raun er hér um stórmerkilega veiðiá að ræða. Og afar gjöfula.
18
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
Varmá/Þorleifslækur Áin kemur upp í Hengladölunum og tínast til nokkrar sprænur. Fiskur kemst alla leið til þeirra þar sem þær húrra úr jarðhitadölunum þar efra. Þar lengst upp frá, nokkru ofan við bílastæðið þar sem lengst verður ekið upp dalinn, veiddi góðkunningi okkar eitt sinn 6 punda birting með því að andstreymisveiða púpu. Rétt þar fyrir neðan er fallegur ármótahylur þar sem tveir lækir mætast. Mikið af smáurriða þar, en líka möguleiki á birtingi. Þar neðan við eru bæði golfvöllur og skeiðvöllur og eðli málsins samkvæmt er áin þá farin að renna um sléttlendi. Þarna hlykkjast áin og víða eru vænlegir hyljir og strengir. Þeir heita alls ekki allir einhverjum nöfnum, einn þeirra heitir þó því einkennilega nafni Einkahylur.
Vitum við um fleiri en eitt dæmi þess að menn hafa sleppt honum af því að þeir héldu að hann væri í einkaeign! Einkahylur er fallegur hylur þar sem fiskur er sagður taka best upp af og út af gamla brúarstólpanum. Rétt neðan við Einkahyl kvíslast áin og þar sem þær pota sér saman aftur er fallegur hylur sem heldur fiski í góðu vatni. Út af gras totu neðarlega er best að setja í fisk. Hér neðan við fer áin ofan í grunnt gil sem nær alveg niður undir þorpið. Efst í því er fossinn Baula og þar segja kunnugir að talsvert geti legið af fiski. Það er erfitt að veiða Baulu í miklu vatni, betra í minna vatni og þar hafa menn bæði verið fyrir ofan og skautað
19
veiðistaðurinn
Einar Falur Ingólfsson með einn af þessum risaurriðum sem áin er fræg fyrir. Mynd gg.
20
flugum, eða staðið neðan við hylinn og veitt andstreymis. Síðan eru smástrengir niður undir brú við efri kant gistiheimilisins Frost og Funa. Neðan við göngubrúna er fallegur strengur með hyl. Þar getur fiskur víða verið og sérstaklega við stein réttneðan við miðjan streng. Næst er góður staður, í góðu vatni, sem er nánast hægt að kasta í úr heita pottinum á gistihúsinu. Þar fyrir neðan er komið niður að stíflu og rétt ofan hennar er einn afar fallegur veiðistaður sem heitir Funi, með skírskotun til hvissandi hvera í árfjörunni og klettaveggjunum að austan. Er mjög sérstakt að standa þarna og kasta með þetta stöðuga hviss í eyrunum og klettarnir allir ljósskellóttir vegna jarðhitans og efnasamsetninga af völdum hans. En þarna er ljómandi falleg breiða sem fiskur leggst gjarnan á eftir að hafa farið „upp“ stífluna.
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
Hvers vegna „upp“ stífluna? Jú, það er vegna þess að fiskurinn gerir einmitt það. Þetta er 3-4 metra hár stífluveggur, nánast snarbrattur og enginn fiskvegur. Áin safnast í uppistöðu fyrir ofan og húrrar niður yfir stíflubrúnina. Lítið ef vatn er lítið, en mikill kraftur og mikið vatn þegar rignt hefur hressilega. Og þótt ótrúlegt megi virðast, þá kemst birtingurinn upp þennan straumþunga þverhnípta vegg. Það er þvílík upplifun að horfa á það sjónarspil, að það kallar fram gæsahúð áhorfenda. Krafturinn og djöfulgangurinn þegar birtingarnir, stórir sem smáir, láta sig vaða upp úr strengpottum undir veggnum, smella í flauminn og reyna að taka til sporðsins. Orðið „túrbó“ fær nýja merkingu að horfa upp á slíkt! Margir fljúga til baka, en þeir reyna alltaf aftur. Og aftur og aftur, þangað til þeir komast upp. Þar sem áin byrjar að breikka út í uppistöðuna, leggjast þeir meðfram kletti og tökur þar geta verið æsilegar, ef menn fylgja flugunni og sjá birtingana þjóta útúr skugganum og hremma agnið með látum á frekar grunnuvatni. Neðan við stífluna og Funa rennur áin í mörgum smáum strengjum niður í þorpið og það er veiðivon þar hér og þar í góðu vatni. A.m.k. einn ágætur hylur þar sem heldur fiski, en síðan er það fossinn sem allir Hvergerðingar þekkja og er mikill fiskipottur. Þar safnast oftast fljótlega mikið af fiski og getur verið sjónarspil að horfa þar ofan í, því margir eru verulega stórir. Menn reyna að standa fyrir ofan og neðan, en flugan fær sjaldnast gott rennsli og þetta er einn af þeim stöðum þar sem menn geta stðið út í eitt án þess að fá högg þrátt fyrir að allt sé morandi af birtingi. Einstaka maður hefur komist upp á lagið og veitt vel, en svo koma þessi
Varmá/Þorleifslækur óvæntu skot þar sem menn kannski áttuðu sig ekki almennilega á því hvað það var sem þeir gerðu, og gerði gæfumuninn! Yfirleitt hefur Fossinn því gefið á heildina litið vel í lok hverrar vertíðar. Það eru smástrengir frá Fossinum og niður að þjóðvegarbrú, en neðan brúar taka við stórveiðistaðir. Þar erum við líka komin á það svæði sem leyft er að veiða á vorin. Ofan brúar er lokað þar til komið er fram á sumar. Fyrst er að nefna sannkallaðan Hornhyl niður með bergi skammt neðan vegar. Þar er oft fiskur, en lítið reynt vegna nálægðar hinna frægu Stöðvarhylja. Það eru síðan strengir á leiðinni til fyrirheitna landsins, en flestir flýta sér hratt þangað. Fyrst er Stöðvarhylur, þétt undan stöðinni og í framhaldi Stöðvarbreiða sem er nokkuð löng og endar með broti. Hér veiða menn aðallega á vorin og þá bæði birtinga á leið niður og síðan staðbundna urriða sem sumir hverjir eru svo stórir að það er næstum grín. Á hverju vori veiðast all nokkrir 10 til jah, 16-18 punda. Eflaust eru menn eitthvað að setja í sömu fiskana því öllum fiski skal sleppt í ánni, en það breytir því ekki að tilvist þessara ógnarmiklu fiska gerir þetta svæði frekar heillandi þó svo að mörgum þyki lítil reisn yfir veiðistöðunum sem slíkum vegna nálægðar stöðvarinnar. Og það er einmitt stöðin sem laðar þessi tröll að og gerir þeim kleift að stækka og fitna jafn mikið og raun ber vitni. Þetta er sama fyrirbærið og í Minnivallalæk, urriðinn kemst þarna í fóðurafganga í frárennslinu og kýlir vömbina. Einn helsti tökustaðurinn er eimitt á Stöðvarbreiðu, beint niður af frárennslisrörinu!
Neðan við Stöðvarsvæðið er víða veiðilegt. Stuttur gangur er að göngubrúm þar sem miklir pottar eru fyrir neðan. Veiðivon þar góð og síðan er þekkt að menn fara niður með öllum bökkum og geta rekið í fisk hvar sem er. Kunnugir segja meira að segja sérstakan bleikjustofn í Grímslæk sem kemur í ána lengst niður á sléttlendinu.
Stefán Kristjánsson með eina af risableikjunum sem finnast í ánni. Mynd Stefán Sigurðsson.
En Varmá/Þorleifslækur, sérstaklega neðan þjóðvegar er einnig þekkt fyrir stærri kokteila. Þar veiddist árlega slangur af regnbogasilungi, sem eflaust hefur sloppið frá fiskeldinu. Sumt af þessum regnboga gekk til sjávar og Ísland átti allt í einu sinn eigin „stealhead“stofn. Ólafur sérstakur saksóknari veiddi þann stærsta sem var góð 14 pund ef við munum rétt. Þessum fiski hefur hins vegar fækkað mikið og sést nú lítið. Þá er þarna að koma og fara
21
veiðistaðurinn torfa af risavöxnum bleikjum sem almennt er talið að séu afkomendur eldisfiska sem einnig sluppu frá stöðinni! Sumar af þessum bleikjum hafa verið yfir 10 pund. Heyrst hefur af fiskum allt að 14 pundum. Þegar menn voru að setja í þessi kvikindi með léttum græjum voru þeir dregnir upp og niður alla á. Þá er þarna flundra, komin langt frá sjó. Eitt sinn óð skrásetjari þessa texta yfir brotið neðst á Stöðvarbreiðu og botninn fór bara allur af stað! Tugir af smákolum þar á ferð. Loks eru nokkrir laxar í þessari á og þeir ganga í það minnsta inn að fossi og líklega lengra. Fiskifræðingar hafa fundið þau hraðvöxnustu laxaseiði sem fundist hafa á Íslandi rétt neðan við heitan læk sem kemur út í Varmá ofarlega í byggðinni. Seiðin voru að ná sjógönguþroska á ríflega einu ári og er vafalaust að jarðhitinn hefur valdið því hversu skilyrði fyrir þessi seiði eru góð. Fyrrum fór orð af meiri laxgengd í ánni, a.m.k. sum sumur og eitt sumarið, fyrir einhverjum áratugum, veiddust tveir laxar í ánni sem voru vel yfir 20 pundum. Sá stærri 26 pund! Slíkt er nú varla til lengur, en teljarinn sem settur var neðarlega í ána eftir klórslysið fyrir þremur árum hefur mælt allt að 90 cm langa göngufiska á leið upp ána. Líklega trúa því flestir að þar séu eldgamlir sjóbirtingar á ferð. Af þessari umfjöllun má ráða að Varmá/ Þorleifslækurer um margt merkileg og sérstök á. Frá sjónarhóli veiðimanna á höfuðborgarsvæðinu þá er það frábært að geta skroppið í góða veiði í straumvatni á innan við hálftíma. Og oft og iðulega með litlum fyrirvara.
22
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
Varmá er gjöful og spennandi, ef menn geta horft fram hjá nálægðinni við byggðina í Hveragerði. Enn fremur ef menn geta horft fram hjá því að flugan er eina leyfilega agnið og skylt er að sleppa öllum fiski aftur í ána. Varmá er gríðarlega fjölbreytt, lengst niður frá nánast langur skurður, síðan hyljir á sléttlendi er ofar dregur, m.a. hinn frægi og umtalaði Stöðvarhylur ásamt Stöðvarbreiðu, síðan er gil með hinum fallega Reykjafossi í miðju þorpinu og síðan kyngimagnað gil við og upp af Frosti og Funa...loks sléttlendi aftur með fallegum bakkahyljum. Þar upp frá eru mikilvægar hrygningarstöðvar sjóbirtingsins og þær munu hafa stuðlað að því að tjónið af klórslysinu varð ekki verra og meira en raun bar vitni, slysið varð í vetrarbyrjun þegar allur sá fiskur sem hrygnir þar efra var kominn upp eftir og lenti því ekki í klórnum. Varmá/Þorleifslækur er ómissandi valkostur fyrir stangaveiðimenn á suðvestanverðu landinu. Þangað er hægt að skreppa dagstund, oft með litlum fyrirvara alveg frá apríl og fram í október. Það er alltaf eitthvað að gerast, alltaf von á einhverju spennandi og skemmitlegu.
24
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
fluguboxið Sjóbirtingstíminn fer í hönd
Stórveiðimaður segir frá leynivopninu sínu Nú fer sjóbirtingstíminn í hönd og þá gleðjast margir. Margir stangaveiðimenn hafa uppgötvað að sjóbirtingsveiðar gefa laxveiði lítið eftir þótt síður sé, fiskurinn er síst ómerkilegri og fyrir utan jú, að það er algengt að veiðimenn séu með hærri meðalþyngd úr sjóbirtingstúrnum heldur en úr laxveiðiturum sumarsins. Þá er birtingurinn dyntóttur og skemmtilegur og ef það má hirða eitthvað til að taka heim þá er hann ekki síðri til neyslu en lax eða bleikja. Flestir sem reynt hafa, þykir skemmtilegast að taka birtinginn á flugu og sums staðar er annað agn beinlínis óheimilt. Þær eru ýmsar sjóbirtingsflugurnar og í eðli sínu eru þær flestar ólíkar laxaflugunum þó að fiskarnir séu náskyldir. Margar eru vel þekktar, en okkur langaði til að kynnast einhverju nýju og heyrðum því í hörðum sjóbirtingsmanni að nafni Valgarð Ragnarsson. Valgarð er leigutaki Húseyjarkvíslar í Skagafirði og í þá á gengur margur stór sjóbirtingurinn. Valli leiðsegir einnig veiðimönnum víða um land og reynir að veiða eins mikið sjálfur og frekast er kostur. Þeir sem horft hafa á manninn að veiðum velkjast ekki í vafa um tvennt: 1)Hann er með veiðidellu...og 2) Hann kann að veiða. Hann féllst á sýna okkur þá flugu sem hann hefur veitt nánast alla sína stærstu sjóbirtinga á.
Hún er búin að vera til í „10 til 15 ár“ og er mikið notuð af ákveðnum vinahópi, en ekki sérlega mikið þar fyrir utan. „Hún er eftir Ingó bakara, eða Ingólf Davíð Sigurðsson og við höfum alltaf bara bókað á Zonker sem er skírskotun til efnis í flugunni. Ég ætla bara að taka mig til núna og skýra fluguna formlega Gollann fyrst að við erum að fjalla um hana svona opinberlega. Þetta er
25
fluguboxið mögnuð fluga sem við notum ýmist sem eins til tveggja tommu brasstúpu eða sem straumflugu með keiluhaus, oftast númer 2 og 4. Við notum í hana Crystal Chanel, oftast svart og rautt, en líka stundum silfur. Zonkerinn er svart kanínuskinn, stélið grænt. Síðan erum við með gular eða hvítar gúmmílappir. Ég las einhvers staðar að þessar gúmmílappir gæfu frá sér einhver hljóð. Ekki veit ég nánar um það, en hitt er að þær gæða fluguna talsverðu lífi í vatninu. Aðferðarfræðin er ekki flókin.Ég veiði mjög djúpt, oftast með 10-300. Kasta þvert, menda og flugan sekkur hratt, jafnvel alveg niður á botn og þegar rekið er um það bil hálfnað byrja ég að strippa og strippa hratt. Hún skýst þá til baka rétt yfir botninum. Birtingurinn liggur oftast djúpt á vorin og haustin og það þarf að sækja niður til hans. Þetta svínvirkar og á þessa flugu hef ég veitt nánast alla mína stærstu sjóbirtinga, bæði í Húseyjarkvísl og einnig Tungufljóti þar sem ég veiði líka mikið. Þetta eru að vísu stórar ár og víða sandbotn þar sem maður er með þessa aðferð. Smærri vatnsföll myndu kalla á hægari sökkhraða og svo verður líka alltaf að taka mið af botnlaginu. Ef það eru festur þá þarf að hafa þær í huga og veiða eftir því.“ Hvað meinar Valli þegar hann talar um sína stærstu birtinga? „Sá stærsti í Tungufljótinu kom eitt vorið fyrir nokkrum árum. Setti í hann við brúna yfir Fljótið. Hann var 96 cm og þó að um vorfisk væri að ræða þá var hann vel þykkur og eflaust vel yfir 20 pundum. Stærsti birtingurinn í Húseyjarkvísl var 89 cm, sílspikaður geldfiskur. Þá hef ég veitt fullt af 70 til 80-plús sentimetra fiskum í báðum ánum og þá stærstu nánast alla á Goll-
26
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011
Gollinn
ann. Margir af þeim hafa verið geldfiskar og finnst manni það með miklum ólíkindum hvað þeir eru stórir án þess að vera kynþroska. Manni hefur dottið í hug að þetta sé kannski eins og í Þingvallavatni, að þessir stóru urriðar sleppi jafnvel úr hrygningu til að hvíla sig og næra sig. Það er jú mótsagnakennt að landa kannski 89 cm geldfiski og síðan rétt á eftir 3 punda sláp! Ég nota líka talsvert þessar þekktu sjóbirtingsflugur, Black Ghost, Flæðarmús og síðan bæði svartan og appelsínugulan Nobbler. Set þær líka ýmist á brasstúpur eða straumfluguöngla með keilu. En ég hnýti þær allar með blýeða tungstenaugum til að kýla þær hratt niður,“ segir Valgarður Ragnarsson.
Join the CULT
Hrygnan ehf. Síðumúla 37 Sími: 581-2121 www.hrygnan.is
kurxið flug flokubo
Blue Charm
Yfirburðafluga sem er varla notuð lengur Fyrir ekkert allt of mörgum árum síðan var laxafluga ein nánast alltaf í efsta sætinu yfir gjöfulustu flugurnar. Ár eftir ár, sama hvaða á um var rætt. Alltaf sat þessi fluga efst. Nú til dags er hún varla notuð. Sést varla í veiðibókum og kúrir nú orðið helst í einhverjum eldri boxum veiðimanna sem sjaldnast koma upp úr töskunum. Þetta er Blue Charm sem svo sannarlega má muna sinn fífil fegri, en er án nokkurs vafa alveg jafn góð fluga í dag og hún var í gær! Þarna sátu þær einráðar, Blue Charm efst, Black Doctor alltaf skammt undan. Svo voru Thunder and Lightning, Hairy Mary, Sweep og öll þessi kunnuglegu nöfn. Það komu tískuflugur, Muddlerar, hárflugur og menn fóru að hitsa. En Blue Charm hélt alltaf sínu. En síðan fóru tímar að breytast. Frances kom fram á sjónarsviðið. Síðan hafa komið í einhvers konar röð, Snælda, Sunray, hitstúpur og allar þessar flugur eru í mýmörgum litar- og útfærsluafbrigðum. Þær fljóta, sökkva, sökkva hratt eða skauta í yfirborðinu. Síðan er heill her af smáum flugum á þríkrókum sem ætlaðir eru til að veiða á strippi og í litlu og viðkvæmu vatni. Það er varla tími lengur til að hugsa aftur til gömlu góðu daganna og leyfa Blue Charm að fara eins og nokkrar bunur yfir hyl.
28
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011
Blue Charm er sannarlega ein af gömlu djásnunum. Í Flugubók Jóns Inga Ágústssonar frá árinu 1997 stendur þetta: „Var hönnuð um miðja 18 öldina og er án vafa ein vinsælasta laxafluga veraldar. Hefur verið notuð hérlendis frá upphafi fluguveiði og var gjarnan fengsælust. Hún er enn yfirleitt á blaði yfir gjöfulustu flugurnar í fjölmörgum ám. Önnur útfærsla er til af Blue Charm eftir George M.Kelson, en hún er með vínrauðu silki (flos) í búk og svartri Berlínarull um hausinn.“ Ekki eru þó allir sáttir við þessa söguskýringu, því í Laxaflugubók Lárusar Karls Ingasonar sem kom út árið 2007 stendur að flugan sé ein af hinum klassísku gömlu ensku flugum. Og að talið sé að hún hafi verið hönnuð fyrst á 15. öld
29
fluguboxið hafi landað jafn mörgum löxum um daganna. Þórarinn var þó lengst af best þekktur fyrir leikni sína við maðkveiðar, en flugan flaut alltaf með og með árunum færði hann sig meira yfir í fluguveiði. Og þá fékk Blue Charm þennan líka háa sess. Þórarinn segir: „Ef ég mætti velja aðeins eina flugu til að taka með mér í laxveiðiferð, þá stæði valið á milli Blue Charm og rauðrar eða svartrar Frances. Ég veiddi í mörg ár á besta tímanum í Norðurá með vini mínum Ingólfi Ásgeirssyni. Við veiddum feiknalega vel og flesta laxana á Blue Charm. Hún virkar einmitt best um hásumarið, eða a.m.k. gildir það um Suðvesturlandið. Mín stærsta stund með Blue Charm kom þó í Selá í Vopnafirði við hyl sem heitir Krókur. Þar horfði ég upp á röð eftir röð af stórlöxum sem litu ekki við neinu. En þegar ég kastaði á þá long tail afbrigði af Blue Charm voru 3-4 á eftir flugunni í hverju kasti og áður en ég vissi var kvótinn kominn!“
af Colin Simpson sem var atvinnuhnýtari sem lærði handbrögðin hjá föður sínum Alex Simpson. En hvað um það, vinsæl var hún og gjöful með afbrigðum. Og kannski einmitt vegna þess að hún hefur þetta látlausa og einfalda yfirbragð sem einkennir svo margar afburðagóðar flugur. Í bók Lárusar Karls er mikil lofrolla um fluguna frá Þórarni Sigþórssyni sem allir laxveiðimenn á Íslandi þekkja. Hann er einn fengsælasti laxveiðimaður hér á landi sem enn dregur andann og vel má vera að enginn núlifandi veiðikappi
30
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
Árið 1997 gaf NASF/Orri Vigfússon út fjáröflunarbókarkver sem bar heitið Worlds Best Flies. Bókin var í litlu broti og ómyndskreytt, en efni hennar var stórt og mikið samansafn af textum frá vinum og vandamönnum NASF-sjóðsins, þar sem viðkomandi upplýstu um eftirlætislaxaflugu sína og hvers vegna viðkomandi fluga var í hásætinu. Ótrúlega margir nefndu Blue Charm, enda var hún enn feikna vinsæl árið 1997. Hér eru nokkrar umsagnir: Hansbjorg Dietiker frá Sviss: Blue Charm er uppáhaldsflugan mín vegna þess að á hana veiddi ég minn fyrsta lax í Errif ánni á Írlandi. Andrew Douglas-Home frá Skotlandi: Ég veiddi tólf fyrstu laxa mína á Blue
Blue Charm Charm, í apríl 1960 og apríl 1961, þá 10 og 11 ára gamall. Uffe Elleman-Jensen, Danmörku: Ég fékk minn stærsta lax á Íslandi á Blue Charm, 17 punda í Laxá í Aðaldal og auk þess er blár eftirlætisliturinn minn.
Látum hér fylgja til gamans uppskrift af nútímalegri hárfluguútgáfu af BC. Uppskriftin er úr flugubók Jóns Inga. Menn geta hrært í þessari uppskrift að vild að sjálfsögðu, en hér kemur þetta:
Dr.Derek Mills , Skotlandi: Blue Charm er klassísk fluga og einföld. Nota má hana í ýmsum stærðum með góðum árangri í flestum ám í Skotlandi frá mai og fram í september. Litir hennar minna á hafið og tærar, hreinar bergvatnsár.
Öngull: 6-16 hefðbundnir (sem þýðir væntanlega að eigin vali)
Matthías Johannessen, Íslandi: Ég veiddi tvo 17 punda laxa í sömu vikunni, í Þverá og Langá, á sömu Blue Charm fluguna.
Svo mörg voru þau orð. Það mætti kannski fara að grafast fyrir um afdrif Blue Charm flugnanna í veiðitöskunum, því hún er án efa enn í mörgum þeirra. Ritstjóri var aldrei að kaupa Blue Charm og veiddi árum saman á aðrar flugur. En dag einn fyrir mörgum árum varð Antonio Ruiz Ochoa, Toni, á veginum. Toni veiddi um árabil í Langá ásamt vinum og fjölskyldu. Dvaldi hópurinn við ána í 3-4 vikur á hverju sumri. Þetta var áður en áin var leigð í heilu lagi og Spánverjarnir veiddu í löndum Ánabrekku og Langárfoss. Toni gaf ritstjóra að skilnaði þrjú eintök af Blue Charm sem hann sagði hópinn yfirleitt moka
Broddur: Ávalt silfur, gult flos
Stél: Hausfjöður af gullfashana
Loðkragi: Svartlituð strútsfjaðrarfön Vöf: Ávalt silfur
Búkur: Svart flos
Skegg: Ljósblálituð hanahálsfjöður
Steingrímur Hermannsson, Íslandi: Þetta er erfið spurning. Ég á svo margar eftirlætisflugur, næstum því má segja að það sé ný fluga á hverju sumri þau 47 ár sem ég hef veitt lax á flugu. En á Blue Charm veiddi ég minn fyrsta lax 12 ára gamall og allar götur síðan mun fleiri laxa heldur en aðrar flugur hafa gefið mér.
Tvinni: Svartur Danville
Vængur: Hár úr gráu íkornaskotti
Haus: Svartur (nú, eða brúnn! Og af hverju ekki að prófa að hafa hausinn rauðann?)
Það ætti að vera hægt að gera BC hitstúpu, BC strippara á smáum þríkrók og meira að segja BC keilutúpu, sbr velgengni sem flugur á borð við Black and Blue og Green Butt hafa notið. Áfram Blue Charm!
upp laxi á. Þetta var dálítið sérstök Blue Charm, því hún var með brúnum haus. Dettur manni þá í hug að í viðtali við Sigurð Héðinn í síðasta tölublaði Veiðislóðar, að hann nefndi spænska fluguhnýtarann Bella Martinez sem hafði alla fluguhausa sína brúna. Ritstjóri fór að nota þessar flugur. Gaf eina einhverjum, veiddi aðra síðan þangað til að hún var orðin trosnuð og ónýt af laxakjöftum. Þegar stefndi í það sama með þá þriðju og síðustu var henni lagt í hvíldar- og hressingar fluguboxið og því er hér mynd af brúnhausa-afbrigðinu.
31
fluguboxið
Ljót fluga sem gefur bara stórlaxa! Við vorum á vordögum með nokkur sýnishorn á vefnum okkar votnogveidi.is af Pro Tube túpuflugunum sem Nils Folmer Jörgensen hefur hannað ýmsar magnaðar flugur eftir. Og fyrir skemmstu greindum við frá því að hann hefði hannað eina nýja sem gaf honum við fyrstu notkun tvo sannkallaða stórlaxa í Hafralónsá, annan 104 cm og hinn 98 cm.
Nils segir: „Veiðin hafði verið á rólegu nótunum og veiðimennirnir, ég meðtalinn, að berjast við að ná einum og einum fiski. Á síðustu kvöldvaktinni var ég búinn að vera fisklaus ansi lengi í túrnum, þrátt fyrir að hafa reynt alls konar aðferðir og afbrigði af þeim. Ég var staddur við hyl einn ofarlega í ánni og eins og hefur hent mig ótrúlega oft í seinni tíð, þá varð risalax á vegi mínum. Efst í hylnum, þar sem straumurinn var stríður, fékk ég góða töku en laxinn festi sig ekki. Ég var frekar leiður yfir því að klúðra tækifærinu loksins þegar það gaf sig, en gaf laxinum þó kortér til að jafna sig. Kastaði þá aftur og laxinn tók um leið. Fyrst hélt ég að þetta væri bara venjulegur lax, en þegar hann tók roku undan strengum og sýndi sig var ekki um að villast að ég var kominn með tröll á hinn endann. Hann æddi niður í næsta hyl og síðan aftur til baka, en það
32
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
gekk allt að óskum og laxinum landaði ég í fyllingu tímans. Þetta var glæsilegur hængur, 104 cm. Síðasta morguninn var ég með sömu fluguna í hyl númer 13. Laxinn negldi fluguna og brjálaðist um leið. Æddi fram og aftur og síðan niður úr hylnum og þurfti ég að elta hann niður í hyl númer 11. Á þeirri leið eru klettar og þurfti ég að gefa laust á meðan ég prílaði á eftir laxinum. Þegar komið var í hyl 11 hófst bardaginn aftur af fullum krafti og þá tókst laxinum að brjóta stöngina mína. En sem betur fer var fljótlega eftir það svo mjög af honum dregið að ég gat gripið í tauminn og stýrt fiskinum að bakkanum. Þar greip ég hann, losaði úr honum, mældi hann og sleppti síðan aftur. Þetta var líka hængur, 98 cm og mjög þykkur. Sannkölluð veiðisaga á ferðinni hérna. Mikil dramatík.
Ugly Hann
Báðir þessir laxar tóku nýja flugu sem er ljót og kalla ég hana Ugly Hann. Hún hefur aðeins gefið tvo laxa til þessa, en meðalstærðin er svakaleg. En talandi um að rekast reglulega á risalaxa. Þetta var minn þriðji yfir 100 cm í sumar og í fyrra fékk ég fjóra slíka. Alveg hreint brjálað að lenda stanslaust í þessum tröllum.“ Síðan sagði Nils okkur frá flugunni og tilurð hennar. Hann sagði að hugmyndin væri fengin hjá Pot Belly Pig og þetta væri fluga sem hann notaði einvörðungu í mjög sterkum straumi. „UH er smíðuð til að kasta yfir strenginn þar sem hún sekkur hratt og kemst undir meginstrauminn áður en hann hrífur hana með sér, enda er hann oft stríðari í efri lögunum heldur en neðar.
Hnýtingin: Túpa: Pro Tube Flexi Tube, hvort heldur er glær eða svört
Þynging: Pro Tube Drop Weight (þyngingin)
Pro Tube Sonic Disc - svartur
Buck Tail: Appelsínugult, gult og svart
Skeggin: Appelsínugult, gult og svart
Búkur: kopar
Tinsel: Gull
„Klær“ : Hani - Fire Orange
Flash: Crystal Flash
Augu: Frumskógarhani - appaelsínugul
33
Rick Rosenthal á tökustað. Ljósmynd: Deirdre Brennan
34
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
viðtal
Týndur í úthafinu Verður Atlantshafslaxinum bjargað? Á nýliðnu sumri var staddur hér á landi hópur kvkmynda gerðarmanna frá írska fyrirtækinu Castletown Productions. Í hópnum var einn fremsti kvikmyndatökumaður veraldar á sviði náttúrulífsmynda, Rick Rosenthal, sem hefur unnið til tveggja Emmyverðlauna og hefur komið að kvikmyndun á heimsþekktum þáttaröðum á borð við Blue Planet og Planet Earth hjá BBC og Great Migrations hjá National Geographic Television. Hópurinn vinnur nú að gerð risaverkefnis sem er kvikmyndin Lost at Sea og fjallar um Atlantshafslaxinn, líf hans og hættur þær sem að honum steðja. Hópnum til halds og trausts á meðan á Íslandsdvölinni stóð var Lax-á, en fyrirtæki Árna Baldurssonar er einn af styrktaraðilum Castletown vegna myndarinnar. Veiðislóð ræddi við bæði Deirdre Brennan, forsprakka Castletown Productions og Rick Rosenthal kvikmyndatökumann.
35
viðtal
Deirdre Brennan, framleiðandi myndarinnar. Ljósmynd: Martin Silverstone
36
Hópurinn fór vítt og breytt um landið í fylgd Árna Baldurssonar og Hörpu Hlínar Þórðardóttur. Fóru tökur m.a. fram við Tungufljót í Árnessýslu, Svartá, Víðidalsá, Haffjarðará og víðar. Hópurinn var ánægður með aðstöðuna og tækifærin sem hér buðust, en við báðum Deirdre fyrst að segja okkur um tilurð myndarinnar. „Sem barn eyddi ég sumrum á búgarði afa og ömmu sem að stóð við ós Shannon árinnar. Fylgdist þar með veiðimönnum á laxveiðum úr litlum bátum. Strax á barnsaldri heillaðist ég af laxinum, þessum fallega, stóra og sterka fiski sem var að koma aftur til heimahaga sinna í Shannon eftir langt ferðalag í úthafinu. Lífsstarf mitt við kvikmyndagerð hefur gert mér kleift að koma þessari hrifningu á framfæri, þ.e.a.s. með gerð náttúrulífskvikmynda,
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
að segja sögur úr náttúrunni með kvikmynd. Fyrsta myndin sem ég gerði var um einn sjaldgæfasta fugl veraldar, Bermuda skrofuna, og tilraunir eins manns til að bjarga henni frá útrýmingu. Leikstjóri þeirrar myndar, Eamon de Buitlear, leiddi mig í allan sannleikann um lífshlaup laxins í framhaldinu. Hann kynnti mig fyrir Ken Whelan Íra sem var í þann mund að hleypa af stokkunum gríðarlega stóru og metnaðarfullu átaki til að bjarga villtum laxastofnum. Yfir kvöldverði í New York talaði Ken af svo miklum tilfinningahita um verkefnið að ég smitaðist gersamlega og þarna um kvöldið fæddist hugmyndin að „Lost at Sea“. Ég kynnti mér betur sögu hnignandi laxastofna, hnignun sem byrjaði á sjöunda áratugnum og stendur enn. Hvernig laxarnir tína tölunni í hafinu og alla þá vísindavinnu sem unnin hefur verið til þess að grafast fyrir um afdrif þeirra. Mér fannst þessi saga verða meira og meira heillandi, hvernig barátta manna við að bjarga laxastofnun hefur opnað fyrir enn meiri þekkingu sem tengist ekki aðeins laxastofnun heldur lífríkinu öllu í hafinu og hvernig það tvinnast saman. Það eru margir úti á örkinni sem hafa sterkar tilfinningar gagnvart villtum laxastofnum og margir úr þeim hópi koma að fjármögnun myndarinnar.“
Deirdre Brennan og Rick Rosenthal Stórt verkefni varð enn stærra ekki satt? „Jú. Eins og ég gat um áðan þá var Lost at Sea í fyrstu ætlað að fjalla um SALSEA-Merge verkefnið sem er fjölþjóðleg rannsókn sem ætluð er að kortleggja ferðir laxa um Norður Atlantshafið, hvaða leiðir laxarnir fara, hvað þeir éta og hvar og hvað það er í umhverfi þeirra sem hefur breyst í þá veru að laxarnir tína tölunni. En fljótlega varð okkur ljóst að ef við ætluðum aðs egja alla söguna þá urðum við að heimsækja árnar, upphaf og endi á ævi laxins. Við hófumst handa í Evrópu, en ákváðum síðan að ná utan um allt útbreiðslusvæði Atlantshafslaxins og nú er svo komið að kvikmyndin mun ná yfir allt konungsríki þessa konungs fiskanna, Norður Ameríku, Evrópu, Skandinavíu, Ísland og ekki síst Grænland, þar sem laxar koma frá báðum heimsálfum, blandast þar í áturíkum sjó og éta í 1,2 eða 3 ár áður en þeir snúa til heimahaga sinna á ný. Það sem setur þessa mynd á skör yfir aðrar er að við getum sagt sjávarsöguna sem aldrei hefur verið sögð. Við getum það vegna hinna mikilvægu rannsókna sem gerðar hafa verið á sjávarferðum laxins hin allra síðustu ár.“
Þetta hlýtur að kosta stórar fjárhæðir? –Hvernig farið þið að? „Já, svona kvikmynd er risavaxið verkefni og henni verður ekkert rumpað af. Við þurfum að kynnast allri sögunni við allar árnar sem við heimsækjum, í öllum löndunum. Hitta fólk sem kemur við sögu, hópa og samtök sem hafa reynt að bjarga stofnum. Finna út hvað ógnar laxastofnum á hinum margbreytilegustu stöðum. Því tekur þetta lengri tíma en margt annað sem hægt væri að taka sér fyrir hendur, en á móti kemur að við munum geta sagt mjög djúpa og vel ígrundaða sögu. Fjárlögin fyrir kvikmyndina eru 500þúsund Evrur. Við náum endum saman með samningagjörð við ýmsa styrktaraðila sem við vinnum náið með. Dæmi um það er The Atlantic Salmon Federation. Aðrir aðilar eru t.d. veiðifélög, líffræðistofnanir og jafnvel veiðileyfasalar á borð við Lax-á á Íslandi. Við erum búin með um það bil 40 prósent af tökum og þurfum því að bæta heilmiklu við okkur fyrir utan jú alla ritstjórnarvinnu.
Deirdre Brennan setti í sinn fyrsta lax í ferðinni og þreytir hann hér undir handleiðslu Árna Baldurssonar og Stefáns Sigurðssonar. Ljósmynd: Martin Silverstone
37
viðtal
Deirdre Brennan og Rick Rosenthal við Haffjarðará. Ljósmynd: Martin Silverstone
38
Við erum samt sem áður komin á það stig í vinnslunni að ganga til samninga við dreifingaraðila og ljósvakafyrirtæki. Þetta er viðskiptamódel sem við höfum unnið eftir alveg síðan að við gerðum fyrstu myndina um Bermuda-skrofuna og virkar vel. Á sínum tíma kom t.d. írska ljósvakafyrirtækið RTE að myndinni á svipuðu vinnslustigi, með þeim kom aukin velta og RTE sýndi síðan myndina all nokkrum sinnum. Við erum því enn opin fyrir fleiri styrktarog samstarfsaðilum.“
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
Hvenær ætlið þið að ljúka við myndina? „Planið er að klára hana á næsta ári, 2012.“ Hvenær munið þið sýna myndina og hvar? „Við komum með myndina til þeirra staða þar sem við tókum upp efni. Þar verður hún kynnt og sýnd. Ísland er eitt af okkar helstu löndum þannig að við vonumst til að geta komið með hana til Íslands næsta sumar. Myndin verður einnig sýnd völdum áhorfendahópum í ýmsum borgum og einnig notuð til kennslu. Þá munum við kynna myndina á náttúrulífs- og heimildamyndamessum og gerum okkur miklar vonir um að í framhaldinu kaupi sjónvarpsstöðvar sýningarrétt. Útgáfa DVD diska er einnig inni í myndinni. Vefsvæðið okkar verður notað til að áhugasamir geti fylgst með allri framvindu mála.“
Deirdre Brennan og Rick Rosenthal
Hvernig er þér innanbrjósts eftir að hafa ferðast um hin ýmsu lönd og kynnst laxinum af eigin raun? „Þegar ég fór af stað með þessa kvikmynd var ætlunin að segja frá þessari dýrðarskepnu sem hefur fækkað svo mjög og rannsóknum þeim sem fram hafa farið á því hvað það er sem veldur. Það sem hefur kannski komið mér hvað mest á óvart er hin ómælanlegi eldhugur fjölmargra sem að ég hef hitt. Fólk beggja vegna hafsins, veiðiréttareigendur, veiðimenn, vísindamenn, allir eru fullir eldmóðs, sjá hættuna og hafa gripið til sinna ráða. Sú aukna vitneskja sem fengist hefur um sjávarslóðir laxa getur skipt sköpum í baráttunni til að hjálpa laxinum að rétta sig af. Að geta sagt söguna gæti því leitt af sér eitthvað gott.“
Það má sjá af myndum sem við höfum undir höndum frá ferð ykkar að þú ert að þreyta lax. Var þetta þinn fyrsti, eða ertu alvön? „Þetta var fyrsti laxinn minn og hversu frábært var að fá hann hér á Íslandi. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt, en ég hefði viljað sleppa laxinum ef hann hefði ekki slitið sig lausan þegar ég ætlaði að landa honum. Árni sagði mér samt að laxinn teldi, því hann hefði náð að snerta tauminn. Ég veit ekki, ég hefði kannski verið neydd til að drepa hann og fara í gegnum þessa seremóníu að bíta veiðiuggann af. Ég var í veiðihúsi þegar tveir krakkar úr stórfjölskyldu sem var að veiða voru látnir bíta uggana af og kyngja þeim. Ég er ekki viss um að ég hefði verið til í það!“
Við Tungufljót, Deirdre Brennan, Rick Rosenthal, Árni Baldursson og Katya Shirokov skiptast á skoðunum. Ljósmynd: Martin Silverstone
39
viðtal
40
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
Deirdre Brennan og Rick Rosenthal
Sjávarlíffræðingur skiptir yfir í kvikmyndatökur Rick Rosenthal er þekktur í sínum ranni. Maður með tvenn Emmy-verðlaun fyrir kvikmyndun. Aðal myndasmiðurinn á stórvirkjum á borð við BBC þáttaröðina Planet Earth. Maður sem hefur unnið náið með náttúrulífshetjum á borð við David Attenborough. Rick er menntaður sjávarlíffræðingur, er frá Bandaríkjunum, og starfaði sem slíkur til margra ára. Eftir hann liggja skýrslur og rannsóknarniðurstöður í stórum stíl. En hann fann hjá sér aðra köllun.
„Ég var reyndar byrjaður að kafa mér til skemmtunar á yngri árum, en það var þegar ég áttaði mig á því að það var enginn að lesa allar þessar rannsóknarskýrslur sem ég sendi frá mér, þegar ég fann að tími var kominn til að breyta til. Ég vildi koma þessum heillandi heimi undirdjúpanna inn á borð til almennings með þeim hætti að eftir yrði tekið. Ég man vel enn þá svipinn á bankastjóranum þegar ég sótti um lán til að kaupa fyrstu myndavélina. Hann var bara hinn vingjarnlegasti og hélt mig ætla að kaupa eitthvað ósköp venjulegt, en brosið stirðnaði þegar ég nefndi upphæðina. Ég var nefnilega á höttunum eftir vönduðum upptökugræjum,“ sagði Rick í samtali við Veiðislóð. Um kvikmyndina Lost at Sea sagði hann: „Þetta er hugarfóstur Deirdre´s. Hugmyndin er hennar og hún var byrjuð með þetta verkefni þegar við hittumst. Ég hitti hana í Kanada og hún sagði mér að hún væri með kvikmynd í burðarliðnum þar sem laxaseiðin væru elt úr ánni til hafs til að grennslast fyrir um afdrif þeirra. Þetta heillaði mig og fljótlega var kominn stærri rammi á verkið. Þetta smellpassar við það sem mér finnst sjálfum skemmtilegast að gera. Ferill minn við kvikmyndun í undirdjúpunum hefur að stóru leyti snúist um að mynda lífríkið úti á rúmsjó. Það er svið sem ég hef tileinkað mér og ég hef unnið í slíku návígi og gert kvikmyndir um hvali, túnfiska og fleira og fleira.“
Rick Rosenthal mundar vélina. Ljósmynd: Martin Silverstone
41
viðtal
Rick Rosenthal. Ljósmynd: Deirdre Brennan
Um Íslandsdvölina: „Það var magnað að koma hingað. Fyrir utan að vinna þessa kvikmynd með Deirdre, þá höfum við aðstoðarkona mín Katya Shirokov, séð hér eitt og annað sem við myndum vilja koma aftur til að vinna. En burtséð frá því þá var Íslandsdvölin hreinasta ævintýri. Hér eru gífurlega fallegar ár og mikill eldmóður í því fólki sem við kynntumst. Tökum sem dæmi Árna Baldursson. Hann fór með okkur um allt og líf hans virðist vera eitt óþrjótandi og samhangandi ævintýri. Hann var talsvert í mynd hér og það þurfti ekki að leikstýra honum. Hann eiginlega tók stjórnina og sagði alla réttu hlutina, á réttan hátt og á réttum tíma. Skemmtilegur náungi og myndast vel. Ég óska honum góðs gengis, við lukum verki okkar á Íslandi og ævintýrið hans heldur áfram!“ Um áhrif sem Lost at Sea gæti haft: „Vonandi mikil. Myndin ætti í það minnsta að fá fólk til að hugsa aðeins um hvað er í gangi í lífríkinu og hvað það gæti hugsanlega gert. Það er margt sem þarf að gera. Norðmenn eru t.d. ekkert að hjálpa til. Þeir gera ekkert með
42
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
sjókvíaeldið sitt, það leikur bara lausum hala, og þeir banna ekki netaveiði í sjónum. Helmingurinn af ánum þeirra eru orðnar laxlausar af þessum sökum og fleirum. Í Main þarf að rífa stíflur. Í Fundyflóa í Nova Scotia er umfangsmikið sjókvíaeldi sem fer hratt vaxandi með tilheyrandi lúsafaraldri, mengun og sjúkdómum. Það er svo mikil pólitík í þessu, forgangsröðunin virðist vera svo augljós, en stjórnvöld eru með annað á prjónunum. Hagsmunagæsla, skeytingarleysi. Menn verða að spyrja sig: Hvað vilja stjórnvöld? Það þarf að forgangsraða. Íslendingar gera margt vel og margur gæti lært af þeirri veiðistjórnun og umhverfisvöktun sem hér viðgengst. Við töluðum meðal annars við Orra Vigfússon formann NASF og þar voru skilaboðin skýr. Vísindarannsóknir eru góðar og gildar, en ef að netaveiðar í hafinu eru ekki bannaðar umsvifalaust þá er þetta bara búið.“ Um að taka upp efni á Íslandi: „Fyrir mér er þetta mikið adrenalínmál. Að komast í návígi við fisk eða sjávarspendýr, mynda það og fanga um leið eitthvað magnað við lífsmynstur þess. Uppgötva eitthvað nýtt, ekkert jafnast á við það. Að vinna á Íslandi var magnað. Árnar eru stórkostlega fallegar og tærleikinn ótrúlegur. Það gerði verkefnið að sama skapi erfiðara því maður varð að fara sér hægt og læðast að „bráðinni“. Í Kanada eru árnar dökkar, alls ekki svo tærar. Hér eru þær algerlega hið gagnstæða þannig að það eru hreinir töfrar að fara í árnar hér, jafnvel með þrífót til að bíða við botninn, gjarnan á bak við steina, eftir réttu augnablikunum. Að komast í návígið, jafnvel þó það sé ekki nema laxaseiði sem taka á myndina af.“
Infinity
NÝJA NORSKA STÓRFISKASTÖNGIN FRÁ HENRIK MORTENSEN
SÍÐUMÚLI 8 - SÍMI 568 8410
43
44
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
Skotveiði
Ármann Höskuldsson
Fyrstu skrefin vefjast fyrir sumum en það er ekki flókið að byrja Það er enginn vafi á því að úti í þjóðfélaginu er fólk, konur og karlar, sem vilja gjarnan leggja fyrir sig skotveiði, en vita kannski ekki alveg hvar og hvernig eigi að stíga fyrsta skrefið. Hvað þá fyrstu skrefin. Allir þurfa að byrja einhvers staðar og margir eru svo heppnir að þekkja einhverja velviljaða skotveiðimenn. Annað hvort innan fjölskyldu eða í vinahópnum. En það eru ekki allir svo heppnir. Þetta ætti þó ekki að vefjast fyrir neinum, sú varð niðurstaða okkar eftir að hafa rætt við Ármann Höskuldsson eldfjallafræðing og veiðimann af guðs náð, bæði með stöng og byssu. Ármann er meðstjórnandi í stjórn Skotvís, hefur setið þar í 5-6 ár og meðal annars gegnt embætti ritara. Um leið og við viðruðum þessa spurningu við Ármann var hann ekki lengi að svara með einu orði: Skotreyn. „Fyrir byrjendur, hafi þeir engan í tengslanetinu til að virkja, þá er einfaldlega að fara á æfingarsvæði Skotreynar. Svæðið er á Álfsnesi, frábærlega hannað æfingasvæði fyrir vana sem óvana og þar er einnig góður húsakostur. Best er fyrir fólk að fara á vef Skotreynar, www.skotreyn.is og kynna sér það sem þar er í boði. Þar eru opnunartímar og upplýsingar um námskeið og aðra þjónustu sem stendur til boða. Skotreyn
er angi af Skotvís og allt er þetta batterí sem heldur utan um hagsmuni skotveiðimanna. Ævinlega þegar svæði Skotreynar stendur opið, er þar að finna mjög færa og reynslumikla skotveiðimenn sem eru boðnir og búnir til að hjálpa hverjum sem þangað sækir, hvort heldur menn eru skráðir eða ekki,“ sagði Ármann, og hélt áfram: „Það sem Skotreynarmenn munu segja nýliðum, eftir að hafa frætt þá um skotvopn og skotveiðar á almennum nótum, er að þeir leiti til Lögreglustjóra
45
skotveiði embættisins og skrá sig þar í námskeið fyrir skotvopnaleyfi. Það eru nokkur kvöld þar sem farið er yfir margt og mikið, m.a. grunnreglur um útivist, líffræði veiðidýra, tegundir, veiðitíma, lög og reglur sem viðkoma skotveiðum, meðferð vopna o.m.fl. Að þessu loknu er gengist undir próf og ef að menn klúðra því þá liggur fyrir að viðkomandi hefur ekkert með byssuleyfi að gera. Þegar menn hafa staðist prófið fá þeir útgefið leyfi til að kaupa eða fá lánað vopn. Sumir vilja fá lánað fyrst á meðan þeir finna út hvort að þetta er eitthvað fyrir þá eða ekki. Þetta er svokallað A-leyfi og gildir fyrir 22 kalibera riffil og einfaldar haglabyssur. Með þetta leyfi ganga menn áður en þeir geta sótt um næsta stigs leyfi, sem gildir fyrir öflugri vopn. Þá erum við komnir út í hreindýrariffla og þess háttar. Menn fara því ekki beint á hreindýr þó þeir hafi lokið grunnkúrsinum. Síðan eru tvö stig þar fyrir ofan sem eru fyrir enn öflugri vopn og eru þau aðeins fyrir reglulega proffa. Það eru ný vopnalög í pípunum á Alþingi þannig að ég ætla ekki að segja hvernig staðan er með hoppið frá fyrsta leyfi yfir í næsta að sinni.“ En kaupa menn bara vopnið sem er ódýrast? „Margir gera það og það er viss lógík í því að það borgi sig ekki að kaupa dýrt vopn í byrjun. Það eru til mjög góðar einfaldar ein- og tvíhleypur og það er staðreynd, eða a.m.k. algengt að menn vandi sig betur ef þeir vita að þeir eru með fá skot tiltæk. Hins vegar geta byssur orðið nokkuð persónulegar að því leyti að þær þurfa að henta þeim sem notar þær. Þær þurfa að falla rétt að líkamanum og það er ekki víst að ódýra byssan geri það. Sumir láta breyta skeftunum, sérsmíða þau. Jói byssusmiður er sérfræðingur í því og sérfræðingarnir hjá Skotreyn geta lika veitt nauðsynlega ráðgjöf í þeim efnum.“
46
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
Ármann Höskuldsson Hversu dýrt er að fara í skotveiði.... stofnkostnaður? „Það þarf ekki að vera svo ýkja mikið. Fyrsta vopn, fatnaður, gps-tæki. Eins og ég segi, fyrsta byssan þarf ekki að vera dýrt vopn. Það væri möguleiki að koma sér í gang fyrir 200 til 250þúsund krónur.“ En það er síðan ekki nóg....hvar eiga menn síðan að veiða? Sífelld fjölgar skotveiðimönnum og það þrengist um veiðislóðirnar.... „Best er auðvitað að reyna að smeygja sér inn í hóp kunningja sem stunda þetta eitthvað. Fá að fljóta með þeim eða leita leiðsagnar. Ef það er ekki tiltækt þá hafa flestar fjölskyldur meiri eða minni sambönd út á land. Það eiga allri einhver tengsl við landsbyggðina og menn verða að vera duglegir að spyrjast fyrir. Það er líka hægt að kíkja á mjög góðan umræðuvef sem rekinn er af www.hlad.is . Umræðan þar á það að vísu til að vera svolítið groddaleg, en almennt þá er það fínn staður til að fá ráð og leiðsögn. Hægt er enn fremur að senda fyrirspurnir inn á www.skotvis.is og eitt af því sem mætti spyrja um þar, er út í skotfélög sem er að finna út um allt land. Fá uppgefið hverjir eru í stjórnum þeirra félaga og hika ekki við að vera með fyrirspurnir til þeirra aðila. Þetta kann að hljóma flókið, en er ekki svo. Þetta eru tiltölulega fáir aðilar sem geta gefið miklar upplýsingar og með ólíkindum hvað hægt er að fræðast margt á stuttum tíma hjá reynslumiklum einstaklingum. Síðan, þegar menn komast í fyrsta túrinn þá fer um leið að safnast í reynslubankann. Auðvitað er fyrsta skrefið oft erfiðast, en ef það er ekki stigið, þá gerist ekki neitt.“
Sérhannaðar flautur fyrir grágæs og heiðagæs
48
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
hreindýraveiðar
Axel Eyfjörð Friðriksson
Minning um fyrsta dýrið Ég hef stundað hreindýraveiðar í nokkur ár ásamt tveimur félögum mínum, þeim Bolla Pétri, sóknarpresti í Laufási og Þorláki, útgerðarmanni á Skagaströnd. Við ræðum þessar veiðar í hvert sinn sem við hittumst og minnum okkur á þessar ánægjulegu ferðir mánaðarlega, þegar hver og einn okkar leggur inn á sameiginlegan hreindýrasjóð okkar félaganna. Þetta hafa verið afar skemmtilegar ferðir þar sem við höfum kynnst mörgu skemmtilegu fólki og fengið að njóta þeirrar náttúrufegurðar sem Fljótsdalshérað býr yfir.Fyrsta ferðin er að sjálfsögðu mjög minnisstæð. Við sóttum allir um og Bolli Pétur fékk úthlutað kú á svæði 1. Við ákváðum að halda til veiða strax eftir Verslunarmannahelgi til þess að lenda ekki í veiðimannaröðinni sem oft skapast eftir 20. ágúst. Við gistum á Hótel Eddu á Eiðum í góðu yfirlæti. Leiðsögumaðurinn okkar var Gunnar Guttormsson bóndi að Litla Bakka í Hróarstungu eða Gunni Gutt eins og hann er alltaf kallaður. Gunnar er handhafi skírteinis nr 1 fyrir leiðsögn á hreindýraveiðar og kallar sig að sjálfsögðu hreindýraskyttu númer 1. Gunnar er kominn á níræðisaldur og hann fer ennþá með okkur til veiða enda er hann ungur í anda og í fínu formi.
Í þetta sinn var Gunnar með tvær aðrar skyttur sem áttu að fella tvö dýr á undan okkur. Við félagarnir sátum í góðu yfirlæti yfir morgunverðinum á Hótel Eddu á Eiðum þegar við fengum boð frá Gunnari um að vera komnir upp á gamla veginn upp að Kárahjúkum um hádegi. Hann var búinn að finna hjörð og hann reiknaði með að skytturnar tvær yrðu búnar að fella dýrin sín tvö mjög fljótlega. Við biðum ekki boðanna og rukum af stað. Þorláki fannst hins vegar pallurinn á bílnum sínum ekki vera boðlegur fyrir hreindýrsskrokk og því var komið við á þvottaplani til þess að þrífa pallinn. Ákafinn við þrifin var svo mikill og æsingurinn við að komast af stað að pallhúsglugginn á bílnum brotnaði í duft. Það hélt þó ekki fyrir okkur vöku, þar sem við litum svo á að þetta væri bara betra því það næði þá að lofta betur um skrokkinn og kæla hann betur. Um hádegi vorum við mættir upp á veginn og við okkur blöstu Hafrahvammagljúfur í allri sinni dýrð. Veðrið var samt frekar leiðinlegt, þokusuddi
49
hreindýraveiðar og rigning. Við hittum Gunnar og komumst fljótt að því að margt getur farið á annan veg en ætlað er í upphafi. Ekkert hafði gengið að koma skyttunum tveimur í færi við hjörðina og þær áttu því eftir að fella bæði dýrin. Það var ekki um annað að ræða en bíða en bið er afar algeng við veiðar á hreindýrum. Þarna sátum við í bílnum með nýþrifna pallinn og ræddum lífsins gagn og nauðsynjar þegar við sáum að hjörðin kom askvaðandi í áttina til okkar og nam staðar í haglabyssufæri við bílinn. Í sömu andrá renndi annar leiðsögumaður upp að okkur með þrjár skyttur. Þar var á ferðinni Aðalsteinn frá Vaðbrekku, mikill vinur Gunnars og skytturnar hans máttu fella tvö dýr. Hann átti ekki orð yfir að við skyldum ekki vera búnir að munda riffilinn og fella kúna og varð svo æstur að hann bauðst til þess að taka á okkur ábyrgð. Bolli hringdi í Gunnar og spurði hann hvort skytturnar hans tvær væru búnar að fella dýrin tvö. Svarið var stutt: „NEI“. Eftir samræður Gunnars og Aðalsteins var svo afráðið að Aðalsteinn færi með sínar skyttur, auk okkar að hjörðinni. Þá var það ljóst, biðin var á enda og nú skyldi málið klárað. Það var ekki laust við að hjartað í okkur færi að slá örlítið örar. Við læddumst að hjörðinni með vindinn í fangið því lyktarskyn hreindýra er slíkt að þau finna strax þefinn af veiðimönnum reyni þeir að læðast að þeim undan vindi. Eftir að hafa gengið og hlaupið hálfbognir, skriðið á fjórum fótum og á maganum komumst við svo í ágætt færi, móðir og másandi. Þá var að velja dýr til að fella og svo var ákveðið að talið yrði niður frá þremur og svo hleypt af. Bolli skyldi fella kúna sína en hann notar gleraugu. Uppgufun, hiti og sviti varð til þess að
50
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
Axel Eyfjörð Friðriksson hann var farinn að sjá ansi illa og þegar niðurtalningin byrjaði var allt í móðu. „Þrír, tveir, einn, Bang!!!!!“ Viti menn það lágu tvö dýr en eitt sat!! Það var dýrið hans Bolla. Aðalsteinn var fljótur að átta sig, sýndi snör handtök og aflífaði dýrið nokkrum sekúndum síðar. Þannig var það, fyrsta dýr okkar veiðifélaganna var fallið og presturinn mjög ánægður með veiðina. Hefð er fyrir því að þegar veiðimaður fellir fyrsta dýrið sitt taki hann bita af lifrinni. Það verður aldrei sagt að okkar maður hafi verið himinlifandi yfir þessari hefð en hann lét sig hafa það og kyngdi lifrarbitanum. Samstundis var fært í tal að felldur hefði verið tarfur niðri á fjörðum sem reyndist vera fullur af berklum! Litarhaft Bolla tók nú að breytast og í stað rjóðra kinna, mátti sjá fölva líða yfir andlit hans. Það var ekki laust við að lifrarbitinn hafi farið illa í hann en eftir að hafa rennt niður góðum sopa af veiðivatni náði hann aftur sínum eðlilega húðlit. Þá var velt innan úr og gert að dýrinu, það sett á pallinn hjá Gunnari og farið með það til Hjartar í Skóghlíð. Við hældum Þorláki á hvert reipi fyrir þrifnaðinn, það væri ekkert slor að geta ekið skrokknum á tandurhreinum bílpallinum niður í byggð. Í Skóghlíð er rekið vottað sláturhús og þar var gert að dýrinu fyrir okkur að það sett í neytendapakkningar. Veiðimennirnir þrír voru ánægðir þegar þeir kvöddu Fljótsdalshéraðið þetta árið og staðráðnir í að sækja allir um að ári. Axel Eyfjörð Friðriksson
lífríkið
Rjúpan
Hauststofn rjúpunnar 40% af því sem hann var í fyrra Fyrir skemmstu birtist í dagblaði frétt þess efnis að hert hefði á niðursveiflu rjúpnastofnsins, sem hófst 2010/2011 samkvæmt Ólafi Karli Nielsen fuglafræðingi og helsta sérfræðingi Íslands í rjúpum, vegna hins kalda árferðis í vor og framan af sumri. Þetta hefur leitt til þess að tillögur hafa komið frá Náttúrufræðistofnun til Umhverfisráðuneytis þess efnis að takmarka beri rjúpnaveiðar.
Ólafur sagði í samtali við Veiðislóð að hnignun rjúpunnar hefði byrjað eftir síðasta ár þegar stofninn var í hámarki víða um land. Í frétt sem birt var á vef Náttúrufræðistofnunar s.l. vor stóð m.a. eftirfarandi:
Pistillinn að ofan byggðist á talningu rjúpna á lykilstöðum víða um land og tók ekki með í reikninginn varpárangur rjúpna sem var með lakasta móti, ekki hvað síst á norðan – og norðaustanverðu landinu.
„Rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2011 sýna fækkun um nær allt land. Rjúpnastofninn á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum var í hámarki vorið 2010. Fækkunin er hröð sérstaklega á Norðausturlandi þar sem stofninn helmingaðist á milli ára. Á Suður-, Suðvestur- og Vesturlandi virðist stofninn hins vegar hafa verið í hámarki vorið 2009. Þar sýna talningar nú fækkun eða kyrrstöðu 2010 til 2011. Samandregið fyrir öll talningasvæði var meðalfækkun rjúpna 26% á milli áranna 2010 og 2011. Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins mun liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á varpárangri rjúpna, afföllum 2010 til 2011 og veiði 2010.“
Við spurðum Ólaf nánar út í stöðuna nú þegar það mat á varpárangri liggur að mestu fyrir. Hann sagði: „Ég er aðeins kominn með mælingar af Norðausturlandi, Austurlandi og Suðvesturlandi, Norðausturland sker sig úr, mjög lélegt, hin svæðin eru mun betri. Geri ráð fyrir að þetta nái yfir þau svæði þar sem vorhretin voru hvað hörðust, á Norðurlandi og Norðausturlandi. Þetta eru reyndar þau svæði sem fóstra flestar rjúpur á Íslandi.“
Nýlega kom einnig fram að fálkastofninn væri í hámarki og þekkt er að hann sveiflast í takt við rjúpuna. Þetta mun þá leiða af sér fækkun fálka? „Fálkastofninn sveiflast í takt við rjúpnastofninn en með hniki þannig að mest er um óðalsbundna fálka 2-4 árum á eftir hámarki í stærð rjúpnastofns. Samkvæmt þessu á fálkum að byrja að fækka eftir 20132014 og ná sér ekki aftur af stað fyrr en seint á þessum áratug og þá í kjölfar aukningar rjúpunnar.“
Eru menn að fara að sjá lítið af rjúpu í haust? „Fækkunin í varpstofni skiptir mestu máli hér, léleg ungaframleiðsa bætir í fallið. Hauststofninn núna er um 40% af því sem var í fyrra, þannig að það munar um minna.“
51
neoprene
Neoprane vöðlur og fatnaður. Nú er haustið. Haustveiðin í laxinum, sjóbirtingurinn að koma og oft er þetta ávísun á kalsadaga. Rigningu, rok, jafnvel frost á morgnanna og svo framvegis. Margir leggja þá Gore tex vöðlunum og léttari öndunarfatnaði og taka fram Neoprenið í staðinn, enda eru það meiri kuldaflíkur. Engin spurning um það. Í fróðleikshorni sínu að þessu sinni tekur Lárus Gunnsteinsson hjá Skóstofunni fyrir Neprene, vöðlur og fatnað og fer í gegnum eðli þess og viðhald.
„Meðhöndlun og geymsla á Neoprenevöðlum er ekki mjög erfið en fyrst og fremst er að þurrka þær og þvo, á milli veiðitúra. Þvo þær bara með venjulegu þvottarefni og bara með köldu eða volgu vatni. Skola síðan vel og hengja þær upp á böndunum á meðan þær eru að þorna við eðlilegan stofuhita. Snúa þeim svo við og geyma hangandi á hvolfi. Til þess er got að eiga vöðluhanka. Verst er að geyma allar vöðlur í brotum, böglaðar saman því þá springur gúmmíið og endist mun skemur. Líftími vöðla fer eftir geymslu og meðferð. Einnig aldri gúmmísins í flíkini. Venjulegur líftími er ca 3-5 ár en fer eftir notkun og geymslu auðvitað. Þegar farið er í veiðitúr er mjög gott að hafa þær í pokum eða töskum, hnjask og högg frá öðrum hlutum getur skaddað gúmmíið og marið það sem er á milli nylonlagana.
52
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011
Í flestum tilfellum er ekki erfitt að gera við vöðlur en það fer eftir meðferð. Borðar eru límdir á sauma og samskeyti. Mikið notað er Aquasure límið eða svipað sem er polyurethan lím sem þenur síg í úveggi gatssins við komu í súrefni.” Svo mörg voru þau orð Lárusar og rétt að taka mark á þessu. Fátt er verra í veiðitúr en að finna fyrir bleytunni læðast um fótlegg og niður í sokka. Sérstaklega þegar kalt er í veðri og veiðidagurinn kannski bara rétt að byrja!
Lรกrus Gunnsteinsson
53
54
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
ljósmyndun Svava Bjarnadóttir
Fer ekki langt frá raunveruleikanum Ljósmyndagalleríið að þessu sinni er í höndum Svövu Bjarnadóttur sem er áhugaljósmyndari, stangaveiðikona og fjármálastjóri hjá Verkfræðistofunni Mannvit. Eins og áður, þá hafa ljósmyndarar þeir sem birt hafa gallerí hjá okkur frjálsar hendur með hvaða og hvernig myndir eru birtar og er óhætt að segja að kvenleg sýn er á myndasafni Svövu. Svava bjó til sex ára aldurs á Gufuskálum á Snæfellsnesi og segir því að þakka að hún sé náttúrubarn og hafi tengst náttúrunni sterkum böndum sem barn. Fyrir tíu árum fór hún óvænt í fyrsta veiðitúrinn sinn þegar vinahópur hennar bauð henni í forföllum annarrar. Svava hafði aldrei veitt áður, en sló til. Ferðinni var heitið í Eystri Rangá og innan tíu mínútna var 8 punda lax kominn á land. Eftir það varð ekki aftur snúið. Hún er meðlimur í „Útgerðarfélaginu Árdísi“ sem telur um 70 veiðikonur ásamt þess að vera í öðrum minni hóp. Svava segir: „Ég er áhugaljósmyndari og hér eru nokkrar myndir eftir mig. Þegar ég var yngri ætlaði ég að verða myndlistarkona en endaði í viðskiptafræði og fjármálum (sem eru skapandi þótt ótrúlegt megi virðast). Nú fæ ég útrás fyrir sköpun á nýjan hátt. Ég hef ómælda ánægju af því að „veiða“ falleg augnablik og ekki sakar að tengja saman ánægjuna af því að njóta náttúrunnar og þess að veiða hvort sem það eru laxar eða myndir. Ég á þó við eitt vandamál að stríða, þegar ég er komin með veiðistöngina í hendurnar vill myndavélin gleymast. Það hefur tekið mig nokkur ár að koma mér upp ljósmyndagræjum, en í dag nota ég Canon EOS 5D Mark II og linsurnar mínar eru: 16 – 35 mm, 24 – 70 mm og 70 – 200 mm allar f 2,8. Ég nota svo Lightroom og Photoshop til að vinna myndirnar. Ég hef þó það markmið að fara ekki langt frá raunveruleikanum í myndvinnslunni.” 55
56
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
Hofsรก, foss 1
57
Silver Doctor frá Veiðiflugum
Hendi stoltrar veiðikonu, Hofsá
58
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
59
Góður hópur í við Laxfoss í Norðurá
61
62
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
Rjúkandi í Straumfjarðará
63
Veiðivinkonur úr Árdísunum á góðri stundu við veiðihúsið í Staumfjarðará
64
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
Dóttir mín, Berglind Una, nýbúin að landa maríulaxinum í Ytri Rangá.
65
Kvöldkyrrð við Búðaós
67
Miðnætti í Skarðsvík við Gufuskála
68
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
69
Leiðsögumaðurinn leiðbeinir veiðikonu í Straumfjarðará
Græjurnar á bílnum
70
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
71
strandveiði
„.....þá er hér alveg óheyr Vissulega er ákveðin vakning hér innanlands um þá möguleika sem strandveiði býður uppá. Þó má fastlega búast við því að þeir séu æði margir í röðum stangaveiðimanna sem gera sér þó enga hugarlund um hvað hér er á ferðinni. Sem sé, útivist í stórbrotnu umhverfi, fjölbreyttur afli og síðast en ekki síst ókeypis matur og lítil fjárfesting. Maður að nafni Þorsteinn Geirsson hefur vasast í því í seinni tíð að kortleggja strandveiðimöguleika við Íslandsstrendur í samstarfi við fjárfesta. Þorsteinn segist vera á eftir útlendingum, en strandlengjan sé nægilega löng og fiskmagnið miklu meira en nóg til að allir geti fengið sneið af kökunni.
72
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
Þorsteinn Geirsson
ilegt magn af fiski“ Við tókum hús á Þorsteini, sem er annars fluguveiðimaður fram í fingurgómana. Þorsteinn byrjaði á að segja þetta: „Við höfum verið að vinna samkvæmt ítarlegri verkáætlun. Rýnum í hvað þarf helst að vera og bæta, hvar er fiskur, hvernig fiskur, aðgengi, veiðitími, aðferðarfræðin. Þetta er ekki ósvipað því að maður komi á árbakka sem er manni ókunnugur. Áin lítur vel út en maður þekkir hana ekki og þarf að finna
veiðistaði og læra inn á leyndardóma hennar. Hvað strandveiðina hér varðar, þá vinnum við ekki út frá því að hér sé allt saman gjöfulast, fallegast og flottast, heldur samkvæmt plani. Við erum að athuga með grunnskilyrði og þá skipta hlutir eins og jarðfræði máli, eins hvort að það er aðgrunnt eða aðdjúpt.
73
1 2
3
4
5
6
74
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
strandveiði
Þorsteinn Geirsson Við Noregsstrendur er t.d. 100 metra dýpi bara um leið og þú horfir niður af klöppunum. Hér er þetta öðru vísi, miklu aðgrynnra og þá þarf að meta veiðiskapinn út frá því, en sú strandveiði sem við erum að kortleggja er þessi sem stunduð er með stóru stöngunum, 15 feta lurkunum, ofurlínunum og tilheyrandi. Mest er þetta beituveiði, en það er hægt að nota flugu líka.“
1 Ufsinn getur orðið vel stór og er geggjaður á stöng. Sumir taka hann á flugu og ekkert slær út þann djöfulgang. 2 Steinbíturinn er þungur í taumi, en er þeim mun betri að éta! 3 Þorsk er víða að finna í strandveiðinni. 4 Það veiðast margar tegundir, ein slík er lýsan sem fáir þekkja en er góð á grillið! 5 Um háfinn fjöl luðum við í síðasta blaði, vinsældir hans fara ört vax andi. 6 Mikið fjör, þetta hlýtur að vera gaman!
Og hvernig er búið að ganga? „Virkilega vel, en þó er margt óunnið. Ég er búinn að fara í alla landsfjórðunga í fylgd áhugamanna um strandveiði og þeir eru ótrúlega margir. Hefur fjölgað mikið eftir hrun, því eins og ég segi, þetta er lítil fjárfesting og ókeypis matur. Ég meina hvað kostar kíló af fiski út úr búð í dag? Enda hefur áhuginn vaxið gríðarlega og nú er svo komið að verkefnið hefur spurst út og ég er mikið spurður hvar vænlegt sé að veiða og hvernig eigi að bera sig að. Maður reynir að gefa ráð, en við erum enn að kortleggja þetta. Það þarf að finna hvar dýpið er, hvar heppilegi botninn er. Það má ekki vera mikill þari, þá hverfur beitan. Ef það er mikið grjót þá situr allt fast. Hvenær veiðist og hvar? Þetta eru spurnignar sem við erum að leita svara við og það kostar mikla vinnu og úttekt. Það væri freistandi að ljúka slíkri vinnu á stuttum tíma, en það er ógerningur.“ Þú segir frekar oft „við“, hverjir eru þessir „við“ og hvað gengur ykkur til með þessu verkefni? „Þessir „við“ má segja að séu fjárfestar. Þetta eru landeigendur og fleiri aðilar í ferðaþjónustu og ferðaskrifstofan Iceland Pro Travel. Svo hefur Icelandair einnig komið að þessu verkefni. Það er ekkert launungarmál að við stefnum að því að flytja inn erlenda veiðimenn. Ég hef farið
utan og kynnt strandveiði á Íslandi hjá erlendum veiðiklúbbum og á sölusýningum. Við erum tilbúnir með ýmsa pakka. Komið hefur í ljós að markhópurinn er gríðarlega stór, eða um 25 milljónir manna vítt og breytt. 98 prósent þessa hóps eru karlmenn og afar algengt form á þessu er að þeir taka sér viku til tíu daga frí til strandveiða sem undanfara að því að fara síðan eitthvað annað hefðbundnara með fjölskyldum sínum. Þetta eru svokölluð Angling Hollidays. Vestfirðingarnir hafa verið að gera frábæra hluti með sjóstangaveiðina og nú er svo komið að þeir eru uppseldir tvö ár fram í tímann. Raunin er hins vegar sú að strandveiðin er miklu stærri markaður. Svo er þetta heilsársveiði og þó að hér séu frekar fáar tegundir, kannski tuttugu eða svo, þá er hér alveg óheyrilegt magn af fiski.“ En hvers vegna Ísland þótt hér sé mikið af fiski. Einhvers staðar hafa allir þessir veiðimenn verið að vasast í sinni veiði? „Eins og ég segi, það er óheyrilegt magn af fiski hérna við strendurnar. Sums staðar þar sem menn standa við strandveiðar þakka þeir fyrir að fá fisk og fisk. Síðan er það annað sem eykur á þessi gríðarlegu sóknarfæri og það er þessi hlýnun sjávar. Fiskur er víða að hverfa og þoka sér norður. Gott nærtækt dæmi um það er makríllinn. Þetta hefur valdið því hin seinni ár, að strandveiðimenn hvaðanæva að hafa streymt til Noregs. Það er hins vegar miklu dýrara en að koma til Íslands og ströndin miklu lengri. Þegar við erum búnir að staðsetja þetta frá a til ö og merkja staði inn á kort með aðgengisupplýsingum þá er miklu fýsilegra að koma hingað til lands og stunda þessar veiðar, ekki hvað síst vegna þess að hér er miklu meira af fiski en víðast hvar annars staðar. Með þessari vinnu erum við í raun að votta strandveiðar á Íslandi.“
75
strandveiði
Stundum er talað um að stangaveiði í söltu sé fremur tilþrifalítil og helst fyrir kappsfulla sjóstangaveiðikappa.... „Það eru allir fiskar misjafnir og grundvallaratriði í þessu er að menn eru í góðri útivist í fallegri náttúru að veiða sér til matar. Hitt er svo annað mál að margir sjófiskar eru geysilega skemmtilegir á stöng. Tökum sem dæmi ufsann sem er í hrygningu í apríl til mai. Viti menn um slóðir hans þá er hægt að lenda í ógleymanlegu fjöri. Hann fékk ekki viðurnefnið sjólax fyrir ekkert og hann getur orðið mjög stór. Hann er brjálaður á færi, sterkur og hraðsyndur með afbrigðum. Þá þykir ekki leiðinlegt að setja í væna lúðu og svo voru þið með viðtal í síðasta blaði ykkar við strák á Hellu sem stundar að veiða háf á sendinni suðurströndinni. Háfurinn er mjög vinsæll stangaveiðifiskur erlendis, en hann er orðinn afar sjaldgæfur. Hann heitir Spur Dog og þar sem menn veiða hann ytra þykir gott að fá 1 til 3 á viku. Strákurinn á Hellu, Reynir Friðriksson, lærði þetta einmitt á kynningu sem ég hélt. Ég tók þá 24 háfa á tveimur klukkustundum og þetta eru upp í meterslangar skepnur.“
76
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
Og hvað er svo næst? „Vest Norden og sölumessur í haust. Við erum ekki búnir með alla vinnuna, en erum tilbúnir að auglýsa og selja. Við höfum þegar greitt fyrir götu margra erlendra veiðimanna og ummæli þeirra sumra segja alla söguna. Einn sagðist ekki vita hvort ætti að kalla strandveiðina hérna himnaríki eða helvíti því hann setti svo linnulaust í fisk að það var engan frið að fá. Annar sagði eftir fyrsta daginn að hann yrði að taka sér frí daginn eftir því hann réði varla við svona atgang! Eftir því sem við aukum við þekkingu okkar mun þetta spyrjast út. Hugmyndin með þessu var upprunalega að búa eitthvað atvinnuskapandi til eftir að kreppan skall á. Hér er svo sannarlega tækifæri til slíks og það tækifæri skal tekið föstum tökum.“ Þorsteinn og samstarfsaðilar hans hafa sett upp vefinn www.catch.is þar sem starfsemin er kynnt og veiðiskapurinn sem í boði er tíundaður. Þar má sjá að hópurinn múlbindur sig ekki við strandveiði, heldur kynnir einnig ferskvatnsveiði og skotveiði.
Lax-, silungs- og skotveiði Hrútafjarðará, Breiðdalsá, Jökla, Tungulækur, Minnivallalækur og Fögruhlíðará
www.strengir.is
Félagar úr Fjallafólki, sem er hópur Fjallaleiðsögumanna, er hér á Baulu í Norðurárdal s.l. haust. Mynd Heimir Óskarsson.
78
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
útivist
Páll Ásgeir Ásgeirsson
Kaldir og bjartir haustdagar á fjöllum eru engu líkir að fegurð Ísland er engu líkt og útivistarfólk kynnist landinu eins og engir aðrir. Það er misjafnt hvað fólk fæst við í útivistinni. Sumir veiða, aðrir spila golf, aðrir ganga eða aka um fjöll og öræfi. Einn í þeim hópi er Páll Ásgeir Ásgeirsson sem séð hefur útivistarfólki landsins fyrir Hálendishandbókinni þar sem hann lýsir fjölmörgum jeppaleiðum um hálendis- og eyðibyggðir á skemmtilegan hátt í máli og myndum. Eigi alls fyrir löngu kom bókin út í þriðju prentun, svo mjög eru vinsældir hennar. Við heyrðum í Páli......
79
1 2
3
4
útivist
Páll Ásgeir Ásgeirsson Okkur langaði áður en lengra væri haldið að heyra hjá Pálmi hvað kom hugmyndinni að bókinni af stað. Hann svaraði því svona: „Hálendishandbókin varð til þeim hætti að um aldamótin var ég að vinna í litlu útgáfufyrirtæki sem bar nafnið Skerpla. Eigandi þess, Þórarinn Friðjónsson, eignaðist jeppa og hóf að stunda fjallaferðir. Hann fékk hugmyndina að því að gera leiðsögubók um hálendið fyrir jeppamenn og útivistarfólk. Ég tók verkið að mér og bókin kom fyrst út sumarið 2001. Góðar undirtektir komu sumpart á óvart. Ég fór úr landi um líkt leyti og bókin fór í dreifingu og er það talsvert minnisstætt að Þórarinn hringdi í mig réttri viku síðar og sagði mér að fyrsta prentun væri á þrotum og ekkert lát á eftirspurninni. Ég var þá staddur í Tékklandi og þóttu þetta nokkur tíðindi og góð.“ Hvað hefur selst af þessari bók? „Hálendishandbókin hefur komið út þrisvar sinnum á tíu árum og hver útgáfa nokkuð endurbætt og uppfærð. Ég hef ekki nákvæmar tölur á takteinum en veit þó að eitthvað á þriðja tug þúsunda eintaka hafa selst á þessum tíma.“
1 Á Eyðislóðum. Myndir 1-4 eru úr safni Páls Ásgeirs Ásgeirssonar. 2 Jeppi í Lóns öræfum. 3 Einn með sjálfum sér í óbyggðum. 4 Göngurykið skolað af í tjörn í Svarta hnjúksfjöllum.
Ertu sjálfur lengi búinn að ganga með þessa ferðabakteríu? - hvað kveikti í þér? „Ég ólst upp í afskekktri sveit og nánu sambandi við náttúruna. Ég stundaði útilegur og fjallgöngur frá því að ég komst á unglingsár og hef gert til þessa dags. Þegar ég gerði Hálendishandbókina var ég búinn að skrifa eina leiðsögubók fyrir göngumenn um fjórar gönguleiðir á hálendi Íslands. Þegar vinna við gerð bókarinnar hófst hafði ég átt jeppa í tæplega áratug og ferðast víða um hálendið oft í ferð með kunnugum fjallaförum. Hvað vekur ferðabakteríuna er erfitt að segja. Ég
hef stundum sagt að það að alast upp í fáfarinni og afskekktri sveit sé til þess fallið að kveikja í manni löngun til að vita hvað er bak við fjöllin.“ Hvað er það sem heillar svo mjög við öræfin og óbyggðirnar og hvaða slóðir eru eftirlæti þitt? „Hin ósnortnu víðerni heilla mig en það gera líka fornar eyðibyggðir, fáfarnar slóðir og náttúran í sinni endalausu og ótæmandi fjölbreytni. Maður sækir út í náttúruna til þess að öðlast sálarró og innri frið og hlaða sig orku. Þannig getur dagsferð á Esjuna þar sem höfuðborgin er í sífellt í augsýn gefið manni kraft og innblástur rétt eins og erfiðar fjallgöngur á fáfarna tinda eða langar göngur fjarri mannabyggðum og öllu sem minnir á manninn. Úti undir berum himni er maðurinn í sínu náttúrulega umhverfi og þar vakna í brjósti hans skilningarvit og vitundarlíf sem annars er slökkt á. Þannig er maðurinn hann sjálfur úti í náttúrunni og þangað sækir maður kraft og gleði. Ég á alltaf svolítið erfitt með að svara spurningunni hvaða slóðir eða staður séu í mestu dálæti hjá mér. Ég hef ferðast mjög víða um Ísland á öllum árstímum og hrífst alltaf jafnmikið. Þó verð ég að segja að töfrar Hornstranda hafa gert mig háðan því landsvæði og ég leita þangað aftur og aftur. Ég hef einnig, sérstaklega á seinni árum, ferðast mjög mikið um Fjallabak og það landsvæði er síkvik uppspretta nýrra náttúruundra og hættir aldrei að koma manni á óvart. Þar hef ég á undanförnum árum komið á staði sem ég hafði ekki getað ímyndað mér að væru til á Íslandi.“ Síðan er komin þriðja útgáfan af bókinni, við gerum ráð fyrir að það sé eitthvað nýtt í henni....hvað er það helst? „Í þessari þriðju útgáfu bókarinnar var
81
Gengið á Hvannadalshnjúk eftir Virkisjökulsleið. Mynd Heimir Óskarsson.
82
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
83
útivist aðallega horft til þess að uppfæra upplýsingar um leiðir og aðstöðu á ýmsum stöðum. Vegakerfi hálendisins breytist eitthvað á hverju ári og sumstaðar koma nýjir skálar, leiðir verða greiðfærari eða torfærari eða brú er sett þar sem áður var vað og svo framvegis. Að þessu sinni var fáu nýju bætt við en þó er sagt til vegar að nokkrum áhugaverðum stöðum sem ekki var bent á í fyrri útgáfu. Af því er mér minnisstæðast ferð okkar inn í Hveragil sem er við jökulrönd austan Kverkfjalla. Þar er hægt að baða sig undir snarpheitum fossi í þröngu gili og sérstöku. Því hafði verið haldið fram að lítið þýddi að leita baðs þarna á sumrin því kalt leysingavatn lækkaði svo hitann í ánni. En með því að fara síðsumars þegar leysing er að baki og nætur orðnar kaldar má komast þarna í einstaka upplifun.“ Nú er haustið að ganga í garð...er það ekki rakinn tími til að fara um fáfarnar slóðir og skoða óbyggðirnar? – og viltu mæla með einhverjum leiðum sérstaklega....nefna kannski tvær til þrjár og þá hvers vegna? „Kaldir og bjartir haustdagar á fjöllum eru engu líkir að fegurð. Í náttúrunni allri ríkir sérstakt andrúmsloft hnignunar og dauða. Farfuglar eru þagnaðir eða á förum og gróður sölnar og það er hausthljóð í vindinum. En loftið er tært og víðsýni meira á haustin en oft gefur á sumardögum og því sérlega gaman að halda til fjalla á þessum árstíma. Sumar leiðir eru og betur færar á haustin en sumrin því lágt er orðið í vötnum og slóðir orðnar vel þurrar. Ég hef farið margar haustferðir á fjöll því þetta er oft góður tími til rannsóknarleiðangra því annríki sumarsins er að baki og ráðrúm til að skoða betur
84
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
Páll Ásgeir Ásgeirsson það sem sást í sjónhending í sumar. Dæmi um afar skemmtilega haustferð á fjöllum væri að fara inn á Hrunamannafrétt, inn í Leppistungur og Kerlingarfjöll. Kannski hittir maður bændur í smalamennsku eða drekkur kaffi með gæsaveiðimönnum í myrkum fjallaskála og kemst að einhverju nýju. Að ganga um Kerlingarfjöll er sannur gleðigjafi og á björtum haustdegi hægt að sannreyna sjálfur hvort það sé rétt sem sagt er að það sjáist til sjávar bæði í suðri og norðri af hæsta tindi þeirra Snækolli. Í Kerlingarfjöllum hafa smájöklar hopað mjög hratt síðasta áratuginn og því getur þar sums staðar að líta land sem fáir hafa séð og er ef til vill nýlega komið undan jökli. Á haustdegi væri líka gaman að aka gegnum Langavatnsdal á Mýrum og upp í Sópandaskarð að norðan og koma niður Dali. Þarna eru sumarhagar sauðfjár og gaman fyrir gamlan sveitamann að sjá vel fram gengna dilka rorrandi í mónum. Vilji maður komast í snertingu við öræfaþögn og kyrrð eins og hún gerist hvað dýpst er gott að aka norður Sprengisand á svölum haustdegi og stíga út snemma morguns í Laugafelli og horfa á hin björtu hvel Hofsjökuls í morgunljósinu. Við þetta má svo bæta að sjálfur ætla ég að fara inn á Fjallabak næst þegar spáir virkilega vel og fara fótgangandi frá brúnni við Innri-Emstruá austur fyrir Stórkonufell að stórum nafnlausum fossi í Fremri-Emstruánni sem kom undan jökli fyrir nokkrum árum. Þetta mikla náttúruundur hef ég aldrei séð nema úr fjarlægð en langar mikið til að koma að fótskör hans.“
Forúthlutun veiðileyfa fyrir sumarið 2012 Umsóknarfrestur til að sækja um veiðileyfi í forúthlutun fyrir veiðisumarið 2012 er til 20. september nk. Fyrirkomulag forúthlutunar verður með svipuðu sniði og sl. sumar og í samræmi við samþykktar úthlutunarreglur þar um. Í forúthlutun geta allir sótt um veiðileyfi, félagsmenn sem utanfélagsmenn og fyrirtæki. Hægt er að skila inn skriflegum umsóknum til skrifstofu SVFR, Háaleitisbraut 68 eða með tölvupósti til halli@svfr.is.
Umsóknarfrestur er til 20. september 2011. Eftirfarandi ársvæði og tímabil eru til forúthlutunar: LEIRVOGSÁ
8. júlí – 11. ágúst
NORÐURÁ I
21. júní – 8. ágúst
NORÐURÁ II
6. júlí – 8. ágúst
HÍTARÁ I LAXÁ Í AÐALDAL – NESSVÆÐIÐ
8. júlí – 5. ágúst 1. júlí – 20. september
LANGÁ Á MÝRUM
3. júlí – 24. ágúst
LAXÁ Í LAXÁRDAL
31. maí – 31.ágúst
LAXÁ Í MÝVATNSSVEIT
31. maí – 31.ágúst
STRAUMAR
23. júní – 4. ágúst
LAXÁ Í DÖLUM
18. júlí – 23. ágúst
Athygli skal vakin á því að allt tímabilið er til úthlutunar á urriðasvæðunum í Laxárdal og Mývatnssveit, en þau leyfi sem eftir standa fara í félagsúthlutun í janúar næstkomandi. Félagsmenn eru hvattir til að sækja um, þótt allt tímabilið sé í forúthlutun munu þeir njóta félagsaðildar sinnar við úthlutun. Að lokinni úthlutun þarf að greiða staðfestingargjald (25%) af verði veiðileyfa. Verðskrá liggur fyrir hjá SVFR. Í forúthlutun gildir sama verð fyrir alla og því er ekki um afslátt til félagsmanna að ræða. Félagsmenn þurfa ekki að nota A-umsókn sína í forúthlutun. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hvetur félagsmenn til að sækja um veiðidaga á forúthlutunartíma. Jafnframt er forsvarsmönnum veiðihópa bent á að senda inn fyrirspurnir og umsóknir en mikil eftirspurn er eftir veiðidögum hjá félaginu á forúthlutunartíma. Þess má geta að í fyrsta sinn er gefin út söluskrá fyrir umrædd veiðileyfi, og fæst hún á rafrænu formi á heimasíðu Stangaveiðifélags Reykjavíkur á www.svfr.is
www.svfr.is
villibráðareldhúsið
Klúbbur matreiðslumeistara
Einfalt og á allra færi
Grilluð silungsflök með grænmetisstrimlum Það er svo margt hægt að gera við silung og lax að það er hættulegt! Nú styttist þó í að við segjum frá uppskriftum að gæs, rjúpu og hreindýri, en endum lax- og silungsvertíðina með þessari skemmtilegu uppskrift sem hvort heldur er má vera forréttur eða aðalréttur. Þessi uppskrift er í Grillbók Hagkaupa frá árinu 1997. Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem skrifaður er fyrir bókinni en ekkert nafn er sérstaklega nefnt við hlið þessarar uppskriftar. Í bókinni stendur þessi eðal setning: Ekta veiðimannaréttur – tilvalið að elda á árbakkanum. Sjálfsagt gera þetta flestir heima. Talað er um að magnið henti fjórum sem forrétt eða tveimur sem eru svangir. Það er líka auðvelt að setja þennan rétt upp sem aðalrétt.
hráefni
aðferð
• Fjögur silunsgflök, 100 grömm hvert (þau mega vera stærri og fleiri)
• Skerið grænmetið í strimla.
• Tvær gulrætur • Einn rauðlaukur • ½ græn paprika (Hafa hana bara heila!)
• Sítrónusafinn yfir, salt og pipar. • Grænmetið yfir flökin. Grillið lokað og eldað í ca 10 mínútur. Að því loknu á fiskurinn að vera tilbúinn, en ef flökin eru stærri heldur en talað er um, þá að sjálfsöðgu tekur þetta einhverjar mínútur í viðbót.
• Tvær matskeiðar olífuolía
Grillbókin nefnir að brauð og íslenskt smjör sé hið besta meðlæti með þessu. Eflaust rétt, en með silungi myndum við sjálfir aldrei annað en sjóða nýjar íslenskar kartöflur. Helst rauðar með silungi.
• Álbakki!
Þá er þetta tilbúið. Frábær réttur tilbúin.
• Safi úr einni sítrónu. • Salt og pipar
86
• Flökin fara á bakkann með roðið niður.
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
Myndirnar tók Heimir Óskarsson
• ¼ blaðlaukur (það er reyndar aldrei of mikið af blaðlauk, má vera heill okkar vegna. Jafnvel tveir)
• Smyrja bakkann með olíu.
87
88
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
veiðisaga
Þuríður Björg Wiium Árnadóttir
Hann var óþarflega þrjóskur fannst mér þessi Konur eru alltaf að gera sig meira gildandi í stangaveiðinni og þær eru miklu fleiri en margan karlinn grunar. Ein heitir Þuríður Björn Wiium Árnadóttir, Vopnfirðingur og nemi við Háskóla Íslands, sem hefur starfað í veiðihúsinu við Hofsá síðustu sumur, eða frá 2008. Þegar þessar línur voru settar á blað undir lok ágúst átti Þuríður annan af tveimur stærstu löxunum úr Hofsá á þessu sumri, gríðarlegan hæng sem var 102 cm og með ummál upp á 51 cm. Án nokkurs vafa 23-24 punda tröll. Við heyrðum í Þuríði, eða Þuru, eins og hún er kölluð: „Ég get nú ekki sagt að ég sé vön að veiða, fer svona þegar tækifæri gefast og hef bullandi áhuga á því að verða betri og er öll að koma til! Ég byrjaði ekki að pæla í þessu af viti fyrr en ég byrjaði að vinna í kringum þetta en áhuginn og vitneskjan eykst með hverjum deginum! Hef veitt nokkra laxa og alla yfir 75 cm. Ég hef veitt aðallega í Hofsá og nokkrum sinnum í Sunnudalsá, ásamt nokkrum vötnum. Bíð eftir tækifærum til að veiða annarsstaðar!“ Uppáhaldsveiðistaðurinn og aðal flugan? „Ég held að uppáhaldsveiðistaðurinn minn sé pottþétt efsta svæðið í Hofsá þó að ég hafi aldrei fengið fisk þar. Fegurðin er ómetanleg og veiðistaðirnir frábærir. Ég er ekki enn búin að eignast uppáhaldsflugu, það kemur með tímanum,
en ég hef tvisvar fengið risafiska á Black and Blue! Ég elska alla veiði og fylgist líka mikið með fótbolta og tónlist, það eru helstu hobbyin.“ Hefðirðu ekki viljað fá risann upp á vegg? „Nei ég sá alls ekki eftir því að hafa sleppt honum, eða sleppa löxum yfirleitt. Ég myndi sjá mikið meira eftir því að drepa þá, þó að laxinn sé jú góður á bragðið.“ Hvernig er annars að vinna í veiðihúsi og þurfa að hlusta á allar þessar sögur af öðrum að veiða? „Það er eiginlega allt frábært við það að vinna i veiðihúsi og í kringum laxveiðina á hverju sumri. En það besta við vinnuna er sennilega þegar það losnar stöng eina og eina vakt og mér er sagt að drífa mig út að veiða. Það gerist ekki oft, en þegar það gerist þá er það alltaf ólýsanlega gaman.“
89
veiðisaga
Og veiðisagan? „Já. Hún byrjaði mjög rólega vaktin hja okkur Konráði Guðjónssyni, veiðifélaga mínum og veiðileiðsögumanni við Hofsá, þann 19. águst í rigningu og kulda. Við sáum í rauninni ekki mikið líf fyrr en í þriðja veiðihyl, Rauðalækjarhyl, þegar við sáum, það sem að við héldum að væri meðalstóran fisk, stökkva. Við prufuðum átta flugur, og reistum hann sjö sinnum. Við reistum á Black Brahan nr 14 einu sinni, Blue Boy nr 14 fjórum sinnum og micro hitch tvisvar. Þetta var skemmtun sem krafðist virkilega mikillar þolinmæði. Við höfðum kastað í langan tíma og vorum um það bil að gefast upp, þegar hængurinn ákvað loksins að nú væri rétta flugan komin, Black and Blue micro cone, með öngul nr. 16. Það var vissulega léttir og sigurtilfinning að finna loksins fyrir honum. Ég sagði við Konráð að þessi væri nú ekki jafn stór og sá sem ég fekk seinast, sem var 89 cm. Það var ekki fyrr en ég var búin að vera með hann á í um það bil hálftíma, að hann stökk aftur og ég sá hvað hann var í rauninni stór. Hann var óþarflega þrjóskur fannst mér þessi, og hreyfði sig sem minnst. Ég var með
90
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
Þuríður Björg Wiium Árnadóttir
einhendu og réði alls ekkert við hann, en reyndi að þreyta hann og stýra honum í “mark”, en ekki með neinum einasta árangri. Eftir 40 mínútur var þreytan hjá mér sjálfri farin að segja verulega til sín og við skiptum og Konráð tók við stönginni. Á hárréttum tíma ákvað laxinn að þjóta af stað, niður að broti og niður á næsta veiðisvæði, og Konráð á eftir með stöngina á lofti. Ég sá á eftir honum hlaupa um 400 metra niður eftir og rölti á eftir þeim glottandi. Það var ekki fyrr en eftir klukkutíma og korter að við náðum loksins að hafa hann. Þreytan, svitinn og þolinmæðin algjörlega þess virði. Hann mældist 102 cm að lengd, 51 cm i ummál og vilja menn meina að það séu um 23 pund. Við slepptum honum að sjálfsögðu eftir átökin og hann staldraði við hjá okkur augnablik áður en hann lagði í hann aftur upp ána, sallarólegur og sennilega hissa að vera á lífi. Þessi stutta vakt sem byrjaði rólega, endaði í algjöru ævintýri, og i rauninni fengum við allt í einum pakka. Að mínu mati er það alls ekki magnið sem gleður í laxveiði, heldur ævintýrið á bak við hvern fisk.“
- fjöldi veiðsvæða um land allt
Söluvefur sem aldrei sefur Bestu verðin - Sértilboð í hverri viku
91
lífríkið
Minkar
Með afbrigðum duglegir tækifærissinnar Minkar verða á vegi flestra veiðimanna fyrr eða síðar á ferlinum og sumir hitta þá fyrir oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Minkurinn er eins og allir vita, aðskotadýr í íslenskri náttúru og er talinn hafa valdið talsverðum skaða, enda er hann duglegur að draga sér björg í bú og á það til að drepa meira heldur en hann síðan getur nýtt sér. Veiðislóðarmenn hittu Reyni Bergsveinsson minkaveiðikempu að störfum vestur á Skógarströnd í síðasta mánuði. Var hann að vitja um minkasíu, sem er stórtækt minkaveiðitæki sem hann hefur þróað og heggur gríðarleg skörð í minkastofna þar sem því er beitt. Minkasíurnar eru ný gerð af minkagildrum sem Reynir hefur fundið upp, en þær samanstanda af röri úr steinsteypu sem lokað er með járnrist í annan endann. Í hinum endanum er einnig járnrist en með einskonar stút eða leiðara sem minkurinn syndir eftir inn í síuna og drukknar strax. Sían er lögð í minkaslóð og er höfð undir vatnsborði til að dýrið drukkni strax og það er komið í óefni. Aðalkosturinn við þessa gerð af gildrum er að ekki þarf agn í þær. Þá veiða þær jafnt og þétt allan ársins hring Reynir hóf að gera tilraunir með þetta nýja veiðitæki haustið 2002 en þá hafði hann stundað minkaveiðar í hálfa öld. Það réð úrslitum um að þróun minkasí-
92
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
unnar hófst að Vegagerðin styrkti Reyni í upphafi. Í framhaldinu kom stuðningur Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Æðarræktarfélags Íslands og umhverfisráðuneytisins. Sían er höfð undir vatnsborði á minkaslóð og minkur sem fer í hana á ekki afturkvæmt heldur drukknar strax. Sían er svo stórtæk, að yfirleitt eru fleiri en einn minkur í hverri síu þegar vitjað er um. Flestir hafa verið ellefu í sömu síu. Vitjað er um síurnar nokkrum sinnum á ári og aðkoman ekki alltaf kræsileg, eins og sú sem blasti okkur við Setbergsána. Úr síunni dró Reynir dragúldnar leifar af tveimur minkum, eða það sýndist okkur a.m.k. Hann sagði okkur að víða væri allt of mikið um mink og hann stæði lífríki fyrir þrifum. Hann taldi að ef sett væri meira fé til minkaveiða þá mætti halda stofninum vel niðri og veiðitölur þar sem síur hans hefðu verið notaðar sýndu það vel og sönnuðu.
Minkar Minkurinn er annars duglegt skaðræðiskvikindi en sá íslenski á uppruna til minka sem fluttir voru inn frá Norður Ameríku, en fyrstu dýrin, þrjú talsins, komu til landsins haustið 1931 og voru reyndar keypt af norskum loðdýrabændum. Minkabúin voru fyrst tvö talsins, en fjölgaði hratt úr því. Fyrstu minkarnir sem sluppu sannanlega komust út í náttúruna haustið 1932, þannig að ekki tók það langan tíma! Það bú var í Grímsnesi, en í framhaldinu sluppu minkar af fleiri búum og fljótlega urðu menn þess varir að þeir voru að spjara ágætlega sig í náttúrunni. Enda nægt æti fyrir þá og fuglar og fiskar kunnu ekkert á þetta nýja rándýr í hverfinu. 1939 var byrjað að veita fé fyrir drepna minka. Landnámi minka lauk þegar þeir komu í Öræfasveitina um 1975. Þeir voru reyndar fljótir í austur, en komust ekki yfir sandana miklu og urðu því að fara hringveginn norður og niður Austfirði til að komast í Öræfin.
Forfeður íslenskra minka voru upprunalega veiddir í Mississippi dalnum og við Hudson flóa. Þeir voru fremur smáir, en íslenska útgáfan stækkaði. Það er þekkt, íslenska hagamúsin er t.d. sú stærsta sem fyrirfinnst. Það er ekki skrýtið að dýrið fjölgi sér hratt, því bæði kynin verða kynþroska á fyrsta ári og það er síðan mikið havarí um fengitímann. Steggir fara þá um og vaða inn á öll þau óðul sem fyrir verða, læðurnar verja þau, nema um fengitímann þegar það er blaktandi hjarahurð fyrir alla steggi. Það er sjaldgæft að kynþroska minkalæða sé hvolpalaus að vori og hinir ýmsu hvolpar einnar læðu geta átt ýmsa feður.
93
lífríkið telji sér ógnað og því linni hann ekki látunum fyrr en allar púturnar eru dauðar.
Lax á afréttarsvæði Langár sem væntan lega minkur hefur étið innan úr. Mynd gg.
94
Að fengitíma loknum eru steggirnir ekki velkomnir á óðalið lengur og læðan rekur þá burt af grimmd. Fyrir vikið þarf læðan að sjá sjálf um öll aðföng til handa hvolpunum og er þá mikið álag á henni. Sem kann að valda því hveru stórtækur minkurinn getur verið ef hann fær til þess tækifæri. Mörg dæmi eru um það þegar minkar komast í kríu-, lunda- eða æðarvörp, að þeir drepa alla þá unga sem þeir komast yfir og raða þeim upp á góðum stað. Þetta getur verið mikið forðabúr, svo mikið að iðulega kemst minkurinn aldrei yfir að nýta það allt. Sögur af minkum í hænsnakofum geta verið af sama toga, en leitt hefur einnig verið að því getum að brjálæðisgangurinn í hænsnunum trylli minkinn sem
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
Það er fæðuval minka sem er veiðimönnum svo hugleikið. Minkurinn er undantekningalítið nærri vatni, ýmist sjó eða fersku vatni. Fæðuvalið fer eftir því hvort heldur er búið við ferkst vatn eða salt. Þetta hefur verið rannsakað, t.d. við Grindavík þar sem fjöruminkar sóttu mest í fjöru- og grunnsævisfiska á borð við marhnút, keilubróðir og sprettfisk. Hluta ársins voru sandsíli, hornsíli, hrognkelsi og ufsaseiði líka étin, auk fiska sem lifa dýpra en ráku dauðir á land. Fuglar voru og teknir og voru um fimmtungur fæðunnar. Voru það bæði veiddir fuglar og hræ sem dýrin nýttu sér. Mest var um fugla máfaættar og var krían þar drjúg á matseðlinum, enda sóttu dýrin nokkuð í kríuvarp í nágrenninu. Þá voru minkarnir miklir tækifærissinnar, áttu marflær, þanglýs og smá krabbadýr. Kom jafnvel fyrir að þeir nældu sér í stæðilega trjónukrabba eða bogkrabba. Dæmi um sjálfsbjargarviðleitnina er greni þar sem læða var drepin ásamt hvolpum við fjörukamb. Þar höfðu rottur lifað villtar um árabil og í greninu fundust tugir dauðra rotta. Ferskvatnsminkar voru eitt sinn rannsakaðir við Sogið og Álftavatn. 60 prósent ársneyslunnar voru laxfiskar og hornsíli, laxfiskarnir oftast smáir einstaklingar, eða undir 16 cm. Voru þessir fiskar étnir samhliða. Einn og sami minkasaurinn sem skoðaður var reyndist innihalda 40 hornsílakvarnir auk nokkurra úr silungaseiðum. Við komu farfugla kom meiri vídd í fæðuvalið og sóttu minkar þá helst í egg og unga skógarþrasta og þúfutitlinga. All nokkuð einnig í andarunga. Þegar ungar fóru að geta forðað sér minnkaði aftur hlut-
Minkar
Reynir Bergsveins son með minka sem hann tók úr síu við Setbergsá í ágúst s.l. Mynd gg.
deild fugla, en fleira mátti nýta sér, t.d. grófu minkar upp bú hunangsflugna í skóginum og átu upp til agna. Hagamýs voru einnig étnar og í vaxandi mæli er kom fram á haust, enda er stofn þeirra þá stærstur. Þá voru alls konar skordýr og þess háttar étin til lystauka á meðan slíkt var í boði.
við muna minkagrenisins. Eðli málsins samkvæmt kemst rebbi þó ekki inn í greni minksins. En ef hann fyndi hann á förnum vegi gæti minkurinn verið í vanda staddur. Dæmi eru um að refir hafi fært yrðlingum minkahræ heim að greni, en hvort þeir veiddu dýrin sjálfir eða hirtu þá upp dauða er ekki víst.
Fyrir utan mannskepnuna virðast minkar ekki eiga marga náttúrulega óvini. Þeir eru mjög ofarlega í fæðukeðjunni hér á landi. Menn hugsa sér að ernir og fálkar gætu veitt mink, en sjálfsagt er lítið um svoleiðis. Snæuglur eru svo fáar að þær teljast varla með. Af slóðum í snjó hafa menn stundum séð hvernig refir fylgja slóð minks og krafsið síðan sést
95
einu sinni var
„....og var lífi þessa fjallakóngs þar með lokið“ Árið 1960, eða fyrir 51 ári síðan kom út á vegum Bókaútgáfu Menningarsjóðs bókin Hreindýr á Íslandi þar sem Ólafur Þorvaldsson skráði sögu hreindýra á Íslandi á árunum 1771 til 1960. Það vita það kannski ekki allir í dag, að á meðan menn deila um hvort eigi að flytja hreindýr frá Austfjörðum til Vestfjarða, gætu menn skoðað reynslu sem er af hreindýrahjörðum á öðrum stöðum en á hálendi Austurlands, því fyrrum voru hjarðir á Reykjanesi og einnig í Arnarfelli við Þingvallavatn. Á síðarnefnda staðnum var þó aðeins um nokkur dýr að ræða. En þessir stofnar, ef það er hægt að tala um stofna, eru löngu horfnir í tímans haf. Bók Ólafs segir magnaða sögu og hér ætlum við að leyfa okkur að fara í kafla sem heitir: Eyðing hreindýranna á Reykjanesskaga – Veiðisögur þaðan, og birta úr honum dálítið. Þetta er fróðleg lesning og enn fremur er textinn sem slíkur athyglisverður í þá veru að í honum sést hversu langt menn geta gengið í notkun á kommusetningu án þess að fara yfir strikið: „Aldrei mun það vitað, hve mörg hreindýrin urðu á Reykjanesskaganum, þá flest voru, og sennilegt er, að engin tilraun hafi nokkru sinni verið gerð til að fá sem næst úr því skorið. Líklegt má þó telja, án þess að nokkuð verði nú um það fullyrt, að á blómaskeiði þeirra, hafi þau skipt þar hundruðum. Ég hef
96
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011
frá árunum 1860-1875 fengið nokkuð öruggar frásagnir þriggja veiðimanna, sem séð munu hafa flest dýr saman á þessu tímabili. Ekki mun þetta hafa verið á einu ári, og ekki var þetta heldur á einni slóð. Einn þessara hópa sást á stað, sem nefna mætti austurslóðir, þ.e. á Ölfusafrétti vestanverðum. Sæmundur Eiríksson bóndi að Vindheimum í Ölfusi, sennilega önnur mesta hreindýraskytta Árnessýslu, a.m.k. á þeim árum, sá eitt sinn nálægt Meitlum hreindýrahóp, sem hann, eftir því sem næst komst, taldi að hefðu verið í 70 til 75 dýr. Annar stór hópur hreindýra sást á miðslóðum, þ.e. við Vörðufell, suðaustur frá Kleifarvatni. Það var faðir minn og fjórir aðrir Hafnfirðingar, sem sáu þennan hóp, og sagði faðir minn mér, en svo vildi til, að
Hreindýr á Reykjanesinu
hann komst lang næst hópnum, að þar hefðu verið sem allra næst 70 dýr. Þriðji hópurinn, sem telja má allstóran, sást á vesturslóðum, þ.e. ofanvert við Keili, og mun það hafa verið það vestasta, sem þau héldu sig, svo að nokkru nam, og það þó ekki nema einhvern hluta úr vetrinum. Sá, sem þennan hóp sá, var hinn mikli veiðimaður Guðmundur Hannesson, síðast lengi bóndi á Ísólfsskála í Grindavík. Í hópi þessum voru 35 dýr, eftir því sem sonur hans, Guðmundur bóndi á Ísólfsskála, segir í bréfi um þetta efni – og bætir við: „og var það lang mesta, sem hann sá samankomið um sína daga.“ Þetta var á árunum milli 1860 og 1870. Guðmundur á Skálanum, en undir því nafni var hann alþekktur um Suðurland, var talinn mesta hreindýra- og refaskytta þar frá 1860 og fram undir aldamótin síðustu. Það, sem hér verður frá sagt um eyðingu hreindýranna á suðurslóðum af mannavöldum, þ.e. með skotum, hef ég
að nokkru frá mönnum, sem einu sinni eða oftar tóku þátt í þeim veiðiferðum og ég ungur hlýddi til þegar þeir síðar sögðu frá þeim ferðum. Annað er til mín komið frá mönnum, sem gagnkunnugir eða mjög nákomnir voru þeim þremur mönnum nítjándu aldarinnar, sem flest hreindýr munu hafa að velli lagt á þessu svæði Það má segja, að menn þessir stæðu all vel að vígi til þessara veiða, þar eð þeir bjuggu svo að segja sinn á hverjum jaðri þessara hreindýraslóða og höfðu því dýrin á milli sín. En annað, sem verður minnst á í þessu sambandi, liggur enn fjarlægur hvað tímann snertir og er því kannski orðið eitthvað þjóðsögublandið, en mun þó nokkur fótur fyrir. Á tímabili því, sem hreindýrin voru ófriðuð eða lítt friðuð, munu þau á hverju ári hafa verið skotin af ýmsum mönnum úr Árnes- og Gullbringusýslu, þ.e. höfuðstöðar þeirra lágu aðallega um þessi sýslumörk.
97
einu sinni var Mun nú lítillega getið þeirra þriggja manna, sem á síðari helmingi síðustu aldar voru mestar hriendýraskyttur á Suðurlandi. Allir þessir menn lifðu blómaskeið hreindýranna hér sunnanlands og lifðu allir fram um síðustu aldamót. Gleggstar og áreiðanlegastar sagnir hef ég af Guðmundi Hannessyni á Ísólfsskála í Grindavík og eru þær að mestu til mín komnar frá syni hans, Guðmundi, sem einnig býr á Ísólfsskála. Er hann glöggur maður og sannorður. Fátt eitt þessara sagna verður rakið hér, en þær fáu, sem sagðar verða lýsa nokkuð leikni hans og veiðikeppni, en ekki síður snarræði hans og karlmennsku, og kom engum á óvart, sem hann þekkti, svo orðlagður var hann fyrir afl og hreysti. Svo sem áður er á minnst, sá Guðmundur eitt sinn 35 hreindýr í einum flokki. Var það fyrir ofan Keili. Þetta var á jólaföstu. Dýrin lágu út um allt á sléttu og því vonlaust að komast í skotfæri við þau. „Varð því að reka þau upp og sjá, hvað vildi verða.“ Dýrin tóku á rás og höfðu stefnu á Trölladyngju. Hljóp þá Guðmundur í veg fyrir þau og kom eftir nokkur hlaup skoti á hópinn. Eitt dýranna féll við skotið, og þótti Guðmundi lítið. Hleypur hann á slóð þeirra og sér blóð í brautinni, leggur byssu sína hjá hinu fallna dýri og hleypur eftir hópnum. Brátt dregst eitt dýranna aftur úr, og sér hann, að annar lærleggur þess muni brotinn fyrir ofan hækil, „því að fóturinn slóst ýmist upp á bak eða undir kvið.“ Þegar hann nálgaðist dýrið, sem var stór tarfur, snýr það á móti Guðmundi og ber hornin fyrir sig. Var nú illt í efni, þ.e. hann var byssulaus, en dýrið sótti allfast á. Báðar hendur varð hann að hafa á hornum þess sér til varnar. Eftir nokkrar
98
VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
stympingar freistar Guðmundur þess að ná til hnífs úr vasa sínum, en á meðan varð hann að halda dýrinu með annarri hendi. Þegar hann hafði náð hnífnum upp, þá mænustakk hann dýrið, og var lífi þessa fjallakóngs þar með lokið. Þetta afrek Guðmundar flaug víða. Fleiri útgáfur voru af sögu þessari, en þetta mun sú rétta vera. Hún er sögð, svo að aðrar, sem hér á eftir fara, af syni hans, Guðmundi, sem fyrr er nefndur. Eitt sinn skaut Guðmundur hreindýr uppi á Fagradalsfjalli, sem er suðvestur frá Keili. Dýr þetta bar hann í snæri á öxlinni, hausinn og byssuna í fyrir, í mikilli ófærð niður á Vatnsleysuströnd. Hann hafði verið hættur að hvíla sig af ótta við, að hann hefði sig ekki á fætur aftur með byrði sína. Þess skal getið til skýringa, að vegalengdin mun vera ekki minna en þriggja stunda gangur í góðu færi og mest yfir brunahraun að fara. Þetta þótti mjög frækilega unni. Þegar framanskráðar sögur gerðust, bjó Guðmundur í Bræðragerði á Vatnsleysuströnd. Að síðustu get ég hér einnar veiðiferðar Guðmundar, sem sýnir m.a. heppni hans. Á höfuðdag, þ.e. 29. ágúst, var Guðmundur uppi í Brennisteinsfjöllum að leita hreindýra. Gekk honum illa að finna þau sökum þess, hve lítið var þá orðið af þeim. Loks sá hann þrjú og hæfði tvö í sama skoti. Þessi dýr flutti hann á hestum til Hafnarfjarðar. Þar lágu þá tvö herskip, og keyptu skipsmenn bæði dýrin. Fyrir þetta skot fékk hann 100 dali. „Það voru miklir peningar þá.“
NJ@RANGA.DK
Matseรฐill dagsins
græjur ofl.
SAGE ONE - Mesta bylting í flugustöngum frá því grafítið kom til sögunnar. Hún er loksins komin á markaðinn. Sage One hefur verið í þróun í þrjú ár og margir voru farnir að bíða óþreyjufullir enda hafði kvisast út að eitthvað algjörlega nýtt og áður óþekkt væri í vinnslu í smiðju Sage í Seattle. Sá er þessar línur skrifar var svo lánsamur að fá að kasta með stönginni undir handleiðslu Jerry Siem í Bandaríkjunum í janúar á þessu ári er þróunarvinna var á lokastigi. Mér var strax ljóst að mikilla tíðinda væri að vænta frá Sage þegar stöngin sem þá var enn nafnlaus kæmi á markaðinn. Um leið og pantanaglugginn var opnaður lagði Veiðihornið inn pöntun og komu fyrstu stangirnar til landsins uppúr miðjum ágúst og voru það jafnframt fyrstu Sage One stangirnar sem komu á markað í Evrópu. Sage One hefur nú þegar sópað að sér verðlaunum og viðurkenningum á helstu sýningum í Evrópu og Bandaríkjunum.
Hvað er það sem gerir Sage One sérstaka? Á síðustu árum hafa komið á markað nýjar límblöndur sem notaðar eru til að binda saman koltrefjar (grafít) . Þessar límblöndur hafa opnað nýjar víddir í þróun og vinnslu koltrefja. Stangarsmiðir Sage hafa nýtt sér nýja möguleika sem skapast hafa og þróað vinnslu koltrefja á þann veg að hægt er að „pressa“ sem mest af „líminu“ úr grafítmottunum þannig að trefjarnar liggja þéttar saman. Með þessu verður stöngin bæði grennri og léttari. Helsta byltingin er þó sú að sökum þess hve trefjarnar liggja þétt saman liggja þær allar samsíða og línulega. Við þessa breytingu verður stöngin mun nákvæmari en ella enda er hægt að punktkasta af mikilli nákvæmni með Sage One af löngu færi en það hefur undirritaður reynt sjálfur í laxveiði nú síðsumars. Þetta sést glögglega á myndbandi sem sjá má hér (sjá tengil hér neðst)
100 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
Smelltu á myndina til að skoða kynningarmyndskeið http://vimeo.com/26791493
Eftir ítarlegar prófanir okkar á Sage One fjölskyldunni spáum við því að Sage One muni slá í gegn í vor þegar veiði hefst á ný og þá ekki síst One 697 (9,7 fet fyrir línu #6) og One 7100 (10 fet fyrir línu 7). Sage One er ekki bara ótrúlega nákvæm heldur er hér á ferð gríðarlega kraftmikil stöng sem ber vel þyngri flugur og gott er að kasta með í vindi. Við mælum með Rio Outbound Short línunni á Sage One.
Undirritaður leyfir sér að taka svo djúpt í árinni að fullyrða að Sage One sé mesta bylting í flugustöngum síðan koltrefjarnar (grafítið) kom til sögunnar. Úr fróðleikshorni Veiðihornsins Ólafur Vigfússon
Vafrað á barinn hjá Veiðiflugum Það er alveg magnað og með miklum ólíkindum hvað hægt er að sökkva sér ofan í flugubari veiðibúðanna hér á landi. Ef menn ætla ekki að versla, þá er bannað að skoða. Við litum á barinn hjá Veiðiflugum á Langholtsveginum og völdum þar nokkrar flugur sem hentað gætu með ágætum í haustveiðina. Þar gat m.a. að líta nokkrar nýlundur. Kíkjum á þetta....
Dreka Snælda Þetta er óárennilegt kvikindi og greinilegt að fyrir gúmmílöppunum eru engar flugur heilagar. Notkun gúmmílappa á alls kyns flugur fer vaxandi og nú eru þær komnar á Snælduna. Í Veiðiflugum fundum við þrjú afbrigði, tvö þeirra af vel þekktu Snælduformi. Hinu svarta og hinu „þýska“, sem er eflaust sú gjöfulasta. Eins og sjá má á myndunum þá er litur gúmmílappanna í stíl við meginliti túpunnar. Þessar flugur eru, eins og flestar aðrar flugur í Veiðiflugum, hnýttar af Jóni Inga Ágústssyni og hans fólki í Tælandi. Dreka Snælda virðist vera réttnefni á þessar flugur því þær eru algerir drekar. Það er komin talsverð reynsla á þær í ár, sérstaklega nú síðsumars og hefur rótveiðst á þær. Má nefna í ám á borð við Rangárnar báðar, Norðurá, Grímsá og Norðlingafljót.
Þriðja útfærslan sem við kipptum með okkur í stúdíóið er Kopar Snælda með gúmmílöppunum góðu og voru innanbúðarmenn í Veiðiflugum á því að af afbrigðunum þremur hefði þessi kopardreki reynst skæðastur. Sögð var sönn veiðisaga frá sumrinu. Tveir veiðimenn voru að veiða á Breiðunni í Blöndu. Var annar þeirra hinn kunni kappi Þórarinn Sigþórsson, en nafn félagans á öndverðum bakka liggur á milli hluta. Þeir þeyttu báðir flugu og félaginn á móti setti í hvern laxinn af öðrum á meðan Þórarinn varð ekki var. Eins og þeir vita sem þekkja Þórarinn þá á svoleiðis ekki við hann, þannig að hann kallaði yfir til félaga síns og spurði hann hvaða flugu hann væri með. Dreka Snældu með koparbúk var svarið. Þórarinn kleip þá fluguna af taum sínum og þeytti línu sinni yfir til félagans og kallaði, blessaður hnýttu eina á hjá mér! Félaginn greip tauminn, fór í boxið, sótti eina og hnýtti á hjá Þórarni og lagði hana síðan í vatnið og Þórarinn byrjaði að strippa hana yfir til sín til að hefja veiðar. En flugan náði aldrei yfir til hans, því lax rauk á hana eftir nokkur stripp og eftir það gekk Þórarni ekki síður veiðiskapurinn en öðrum.
Intruder Nobbler Þetta er hálfgerður vanskaplingur við fyrstu sýn. Nobbler vissulega, en í stað venjulegs fluguönguls, hangir örsmá einkrækja á stuttum nælontaum aftan úr flugunni og augað er auk þess bogið niður. Að þessu viðbættu eru stórar ógnvekjandi appelsínugular gúmmílappir við skeggrótina og spírandi út úr kvið flugunnar. Heldur „krípí“ fyrirbæri og ekki komin reynsla enn sem komið er. „Hún er tiltölulega ný úr væsinum hjá Jóni Inga og að stíga fyrstu skrefin, þetta er hálfgerður intruder finnst manni,“ sagði Hilmar í Veiðiflugum um þessa flugu.
Gamla klassíkin Bjarni Raunar heitir þessi alls ekki Bjarni. Hilmar og hans menn vissu ekki til að hún héti neitt! En þeir sögðu hana ekki nýja af nálinni og helst væri hún kennd við Bjarna Júlíusson formann SVFR sem mun hafa veitt á þessa flugu vinstri hægri, bæði sjóbirting, sjóbleikju og jafnvel lax á ögurstundum þegar annað hefur brugðist. Þetta er stuttur kubbur með fyrirferðarmiklum og blýþungum silfruðum haus. Það er eflaust fremur leiðinlegt að kasta henni, en hún sekkur eins og grjót ofan í dýpið. Í fljótu bragði sýnist þessi fluga vera góður valkostur fyrir þá veiðimenn sem vilja áberandi flugu sem sekkur hratt í haustvatnið, en án þess að verið sé að hrekkja fiskinn með allt of stóru númeri.
Black Ghost – venjuleg og Sunburst Ekkert nýtt af nálinni hér, ein traustasta fluga sem gerð hefur verið. Sú al-ljósa með marabúvæng, sú rauða hin svokallaða Sunburst. Báðar með tungstenhaus og veiða djúpt. Þessi fluga er alltaf jafn sterk, hvort heldur er vor, sumar eða haust og hún veiðir allar sortirnar, lax, bleikju og urriða, sjógenginn fisk jafnt sem staðbundinn.
Á þessum síðustu og verstu, þegar endalausar nýjungar í afbrigðum og tegundum dynja yfir veiðimenn, yljar það alltaf miðaldra og eldri veiðimenn að sjá gömlu góðu klassísku flugurnar ganga aftur í nútímalegri gervum. Gott að sjá að þær eru ekki gleymdar og grafnar, enda geta þær veitt enn þann dag í dag, alveg eins og þær gátu veitt hér fyrrum. Eftir að hafa hangið nokkuð lengi á barnum í Veiðiflugum rákum við augun í þær þessar, Silver og Black Doctor settar upp sem flottúpur með marabúvæng og hæfilegum skammti af glimmer. Vantaði bara Blue Doctor til að fullkomna gleðina við að hitta fyrir þessa gömlu vini. Sú þriðja hérna er svo sem ekki ein af þessum gömlu góðu klassísku bresku flugum, en klassísk er hún samt sem áður. Klassísk íslensk, því þetta er flottúpuafbrigði af Laxá blá Þórðar Péturssonar, fluga sem gerði garðinn fyrst frægan í Laxá í aðaldal og hefur síðan reynst vel í nánast öllum þeim laxveiðiám sem henni hefur verið kastað í. Frægðarsól Laxár bláar reis um tíma svo hátt að hún rataði inn á fluguverðlista Orvis. En hér er hún sem sagt komin sem flottúpa frá Tælandi og ekki ólíklegt að hún geti rótfiskað í þessum búningi rétt eins og þeim gamla góða.
101
græjur ofl.
Óþarfi að mölva stöngina við bílinn
Mikill kastmeistari afhjúpar allt Fluguveiðimenn geta lengi við sig þekkingu bætt og þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref, gera best í því að læra af sönnum meisturum. Nýlega kom út DVD diskur með bandarísku fluguveiðikonunni Joan Wulff sem hefur 60 ára reynslu af fluguköstum og kennslu í farteskinu. Á þessu 90 mínútna prógrammi sýnir Joan öll grundvallaratriðin og fer enn fremur djúpt í saumana á allrar handar afbrigðum og úrræðum sem fluguveiðimenn þurfa að geta tileinkað sér. Á löngum ferli hefur frúin auk þess sankað að sér ógrynni ráða sem hún geymir undir rifi hverju og fá áhorfendur að njóta góðs af. Joan ýmist kennir þetta beint í æð við straumvatn, ellegar að vönduð tölvugrafík er nýtt til fullnustu. Þessi DVD diskur fæst í Vesturröst og er mikill fengur fyrir luguveiðimenn.
Jafnvel gamlir hundar læra að sitja!
Veiðimönnum tekst að mölva stangir sínar á afar fjölbreytilegan hátt. Svæsnasta dæmið sem við höfum heyrt var af veiðimanni í Kanada sem vildi fá nýja stöng hjá framleiðanda vegna þess að að hann braut þá gömlu við að vejra líftóru sína er grábjörn einn vasklegur sótti að honum. En sannast sagna þá brotna flestar stangir við bílinn, ótrúlegt en satt.
Jafnvel vönum flugukösturum hættir til að missa samhæfingu milli framkasts og bakkasts. Í Vesturröst fæst afskaplega einfalt lítið tæki sem getur skipt sköpum. Tryggt nýbyrjuðum réttu handtökin frá byrjun og hefur um leið afsannað að ekki sé hægt að kenna gömlum hundum að sitja!
Menn eru að setja saman við bílinn eða rabba um daginn og veginn er þeir hittast við veiðimannaslóðann. Leggja þá stangirnar upp að bíl eða á jörðina við hlið þeirra. Síðan er skellt á þær hurðum, stigið ofan á þær eða guð má vita. Vesturröst er með lítið apparat til sölu sem tryggir öryggi stanga fyrir bílhurðum og vöðluskóm veiðimanna. Sjá myndina, þetta er einfaldlega lítill segull sem smellur á bílinn og styður stöngina mjúklega. Engin hætta á ferðinni!
Royal Wulff wristlock heitir fyrirbærið og kemur frá fyrirtæki þeirra goðsagnakenndu laxveiðihjóna Lee og Joan Wulff. Hafa þau notað ól þessa við flugukastkennslu um árabil með frábærum árangri. Þetta er góður einfaldur aukahlutur sem getur lagað köst, sérstaklega bakast, sem skiptir öllu máli því ef bakkastið er ekki gott þá verður framkastið það ekki heldur. Ólin kemur í veg fyrir að stöngin falli of aftarlega. Ein stærð passar á alla. Bætir kastið örugglega.
102 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
græjur ofl.
Sérhæfðar flautur fyrir grágæs og heiðagæs
Byssuskápar á áður óþekktu verði Veiðihornið hefur látið smíða einfalda og ódýra skotvopnaskápa sem uppfylla þó vinnureglur lögreglu um viðurkenningu slíkra skápa.
Veiðihúsið Sakka flytur inn eitt og annað, en gæsaskyttur geta glaðst yfir gæsaflautunum sem fyrirtækið flytur inn og eru sérhæfðar flautur fyrir annars vegar grágæs og hins vegar heiðagæs. Flautur þessa svínvirka og reynslan af þeim er afskaplega góð. Kjartan Lorange, sem er titlaður „skytta“ hjá Já.is stýrir Sökku og hann sagði okkur að grágæsaflautan hefði komið fram fyrir fimm árum og væri hún afsprengi samvinnu Danans Denis Poulsen og Bandaríkjamannsins Buck Gardner, sem einnig er hönnuður og framleiðandi að veiðiflautum. Þeir sameinuðust um að framleiða fyrstu sérhæfðu grágæsaflautuna, en fram að því höfðu menn notast við flautur sem voru svo sem brúklegar, en náðu ekki „tónsviði“ grágæsa með þeim hætti sem þessi flauta gerir. Hún heitir Greylag Hammer, en Hammer er nafnið á línunni. Áður voru t.d. Mallard Hammer (stokkönd), Canada Hammer (Kanadagæs)Speck Hammer (blesgæs) og fleiri.
Fyrir tveimur árum kom síðan Pink Foot Hammer, sérhönnuð flauta fyrir heiðagæs og er Kjartan hönnuður hennar. „Fyrra árið var ég meira og minna að ná saman þeim eiginleikum sem góð heiðagæsaflauta þarf, tónsviðinu og þeim skærleika sem þarf til að ná til fugla í þessum miklu víðáttum sem menn eru að eltast við heiðagæsina í,“ sagði Kjartan. Og bætti við, að reynslan af flautunni væri afar góð. „Hún skilar þeim tónum sem ég leitaði eftir og vanir jafnt sem óvanir eiga létt með að nota hana með góðum árangri,“ bætti Kjartan við.
Þriggja mm stál er í veggjum og hurð. Kólfalæsing er á hurð og innfelldar lamir. Þá eru skáparnir gataðir á baki til veggfestinga. Skáparnir eru fáanlegir í tveim stærðum. Annars vegar eru það skápar fyrir 5 byssur og hins vegar fyrir 7 byssur. Allir skáparnir eru með læsanlegu innra hólfi. Hér eru á ferð einfaldir en traustir skápar á ótrúlega góðu verði en
minni skápurinn kostar aðeins 38.900 og sá stærri 48.900. Þá er þeim sem festa kaup á skotvopnum í Veiðihorninu boðinn um helmingsafsláttur og fæst þá minni skápurinn á 19.950 krónur og sá stærri á 24.950 krónur. Á þessum síðustu og verstu tímum er vert að benda stangaveiðimönnum á að byssuskápar sem þessir eru ekki vitlaus varúðarráðstöfun þegar kemur að því að geyma verðmætar flugustangir og hjól en við heyrum æ oftar af veiðimönnum sem tapað hafa veiðibúnaði sínum í hendur innbrotsþjófa.
103
græjur ofl.
D-laga stangarskefti sem vekur athygli
Vision er eitt af þessum þekktu veiðivörumerkjum sem skotið hafa upp kollinum á Norðurlöndunum. Veiðibúðin Hrygnan í Síðumúlanum, eign Kristínar Reynisdóttur, er einmitt umboðsaðili Visiongræjanna hér á landi og kennir ýmissra grasa, enda lætur þetta fyrirtæki sér fátt
óviðkomandi. Á tímum þegar ýmsir framleiðendur hafa verið að hanna nýja hluti í stangarsmíðum, hafa Visionmenn komið með sitt eigið stangarskefti sem þeir kalla D-Shape. D-Shape verður best lýst með því að vísa til myndarinnar og hreinlega
Stealth Amphibia - efni sem leysir önnur af hólmi Það er stöðugt verið að þróa sólana undir vöðluskónum. Það sem virkar úti í vatninu virkar kannski ekki eins vel í blautu grasi, t.d. filtið sem kunnugt er, menn standa í fæturnar úti í á, en fá síðan byltur í brekkunni á leiðinni að næsta hyl. Í Hrygnunni fást nú vöðluskór með nýju efni sem gæti leyst öll hin af hólmi smátt og smátt. Það er frá Vision og er kallað Stealth Amphibia. Hér er um að ræða gúmmísóla sem eru stamari heldur en gengur og gerist og grípa því betur, hvort heldur gengið er í drullu, í vatnagróðri eða á hálum klöppum. Hjá Vision halda menn því fram að SA bæti svo mjög gæðin, að það muni leysa önnur efni af hólmi. Síðan er það talið SA til ómældra tekna, ofan á annað, að drulla og gróður úr ánni loðir illa við það, ekki eins og t.d. á filti, og því skolist allt saman jafn óðum af SA og því sé til muna ólíklegra að bakteríur og fleira berist með filtsólum frá einni veiðiá til þeirrar næstu. Hér sé því um umhverfisvæna viðbót að ræða.
Og ef að áðurtalið dugar ekki, þá endist SA helmingi betur og lengur heldur en venjulegt filt.
104 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 4. tbl. 2011
prófa, en Kristín segir að skaftið sé svo þægilegt og geri stöngina svo meðfærilega að um algera byltingu sé að ræða. Skeftið má kannski segja að sé í laginu, að upplagi, eins og stafurinn D, en það er sýnt hér á flugustangalínunni Venus sem Vision framleiðir. Þær eru smíðaðar
til að þola notkun í söltum sjó ekki síður en í fersku vatni, eru allar 9 feta langar en misþungar og fyrir hinar ýmsu línur. Þær eru millihraðar til hraðar og þykja henta nánast öllum þeim aðstæðum sem menn geta lent í hér á leikvelli vindanna.
Lystaukandi veislur Fermingar Árshátíðir Brúðkaup Fundir Afmæli Móttökur
veis luþ j ó n u st a Búðakór 1
•
203 Kópavogi
•
Sími 820 7085
•
lystauki@lystauki.is
VEIÐISLÓÐ tímarit um sportveiði og tengt efni
Útgefandi: GHJ útgáfa ehf. Ritstjórn: Guðmundur Guðjónsson, ritstjóri Heimir Óskarsson, útlit og umbrot Jón Eyfjörð Friðriksson, greinaskrif Netfang: ritstjorn@votnogveidi.is