Tímaritið Veiðislóð kemur nú út í fimmta skiptið. Fimmta blað af sex sem tilraunin okkar samanstendur af. Þetta er ritað seint í október og stangaveiðitíminn á enda. Veturinn að minna á sig og veðurfar og náttúran að breytast. Flestir farfuglar flognir, laxar og sjóbirtingar huga að hrygningu. Nú er skotveiðitími og lesendur sjá áherslubreytingar í efnistökum. Þetta verður allt saman mjög sveigjanlegt hjá okkur, stundum meira af þessu og minna af hinu. Og öfugt.