Veidislod 6. tbl 2011

Page 1

VEIÐISLÓÐ tímarit um sportveiði og tengt efni

6.

2011

Gleðilega hátíð



frá ritstjórn Tímaritið Veiðislóð kemur nú út í sjötta skiptið. Sjötta blað af sex sem tilraunin okkar samanstendur af. Flest bendir til þess að við höldum þessu stússi áfram á einn veg eða annan. Nú er kominn desember og örstutt til jóla. Veturinn genginn í garð, en þó byrjar daginn að lengja aftur innan skamms og um áramótin eru aðeins þrír mánuðir þar til að stangaveiðin hefst á ný. Þó að tiltölulega fáir stundi hinar vosbúðarlegu vorveiðar í apríl, þá fylgjast eflaust flestir með gangi mála og bíða enn spenntari eftir „sínum tíma“. Nú spá menn í hvernig 2012 verði og það eina sem við myndum voga okkur að segja er: Það verða án vafa margar nýjar veiðisögur á kreiki. Margar frásagnir af ógleymanlegum dögum, og eflaust einnig margar af vatnsleysi, flóðum og fiskleysi. Eða með öðrum orðum: Allt við það sama! Hér breytist ekkert. Þetta er veiðiparadís af bestu gerð, en það er aldrei á vísan að róa. Ekkert gefið. Við óskum lesendum okkar, og raunar landsmönnum öllum, gleðilegra hátíða og megi menn upp til hópa koma vel undan vetrinum. Við þökkum hér með fyrir okkur fyrir árið 2011. Guðmundur Guðjónsson, ritstjóri Heimir Óskarsson, útlit og umbrot Jón Eyfjörð Friðriksson, greinaskrif.

efnið 6

Stiklað á stóru Hvað hefur helst verið að gerast í bransanum síðan að við komum síðast út?

8 Veiðisaga Sögur frá sumri eru sumar hverjar skrýtnar og skemmtilegar og hér er ein af veiðimanni sem lenti í nokkru mótlæti. 12 Bog-/Skotveiði Við förum vestur um haf með Dúa Landmark kvikmyndagerðarmanni sem fór hjartarveiðar með boga og myndavélar að vopni. 22 Veiðistaðurinn Mýrarkvísl er í Reykjahverfi í Suður Þingeyjarsýslu. Margslungin lax- og urriðaveiðiá sem tiltölulega fáir þekkja, en hefur samt ótrúlega marga kosti til brunns að bera.

32 Fluguboxið Það er mikilvægt að okkar dómi að hnykkja á nýjungum í fluguhnýtingum og birtum því uppskrift Nils Folmers Jorgensen að HKA/Bismó afbrigðinu af Sunrey Shadow. 34 Lífríkið Þjórsárvirkjanirnar væntanlegu eru vægast sagt umdeildar. Orri Vigfússon hefur „fyrir hönd laxfiska“ tekið þetta mál upp á arma sína og segir hér frá því sem gæti gerst með fiskistofna Þjórsár ef að virkjunarframmkvæmdir verða að veruleika. 42 Ljósmyndun Að þessu sinni eru tveir ungir Danir höfundar að galleríinu. Þeir heita David Thormar og Peter Kirkeby.

64 Einu sinni var Árið 1929 kom út bókin Laxa- og silungaklak á Íslandi eftir Þórð Flóventsson. Í stuttu máli þá er bókin alger perla sem veitir innsýn í þennan heim frá því fyrir tíma flestra sem lesa þessar línur. Við birtum kafla úr bókinni, kafla sem fjallar um gildi þess að merkja laxa og silunga... 68 Veiðihundar – Pointer Við ræðum við Ásgeir Heiðar alhliða veiðihunda- og hestamann um hina óborganlegu Pointer veiðihunda sem hann flutti til landsins manna fyrstur. Hundar Ásgeirs hafa sópað að sér verðlaunum hér á landi síðustu árin.

72 Útgáfumál Jólin 2011 verða lengi í minnum höfð fyrir þann furðulega fjölda bóka sem koma út og höfða til veiðimanna og útivistarfólks almennt. 78 Villibráðareldhúsið Að þessu sinni fáum við vínspekinginn til að mæla með vínum sem fara vel með villibráð 82 Græjur og fleira Hér er margt að finna sem gæti hentað í jólapakkann frá hinum ýmsu verslunum sem auglýsa í blaði voru. Frásagnir af spennandi nýjungum og öðrum sniðugheitum.



Veiðiflugan er veiðibúðin þín í hjarta austurlands Veiðiflugan er veiðibúðin þínáí www.veidiflugan.is hjarta austurlands Kynntu þér úrvalið og verðin Veiðiflugan er veiðibúðin þínáí www.veidiflugan.is hjarta austurlands Kynntu þér úrvalið og verðin Sendumogfrítt um allt land. Kynntu þér úrvalið verðin á www.veidiflugan.is Sendum frítt um allt land. Sendum frítt um allt land. Veidiflugan.is Veidiflugan.is Veidiflugan.is


Stefán Magnússon veiddi þennan 16 punda risabirting í Tungufljóti. Mynd Guðmundur Bergkvist.

kurá stóru stik floklað Síðan að við komum síðast út hefur eitt og annað gengið á. Ríflega 111 milljón króna tilboð, án kostnaðar og vísitöluhækkana, barst hæst í Þverá/Kjarrá og óttast margir að það sé vísbending um það sem koma skal í nánustu framtíð í útleigu á þekktustu laxveiðiánum. Áður þótti mörgum nóg um það sem boðið var í Laxá á Ásum. En allt um það, markaðurinn ræður för í þessum efnum sem endranær og sem betur fer er Ísland auðugt af veiðimöguleikum ef einhverjum finnst sér hafa verið þrýst út af borðinu. Nú, veiðar gengu sinn gang. Sjóbirtingsvertíðinni lauk og má segja að oft hefur hún gengið betur. Tungulækur stóð fyrir sínu, en aðrar ár frekar ekki, nema kannski að menn töldu sig sjá mikil batamerki á Eldvatni í Meðallandi. Það vakti áhyggjur manna að sjá óvenjulega mikið um steinsugubit á sjóbirtingum þetta haustið. Það voru ekki vísindalegar athuganir og mælingar heldur tilfinning manna, enda kom fyrir að í heilu hollunum voru allir fiskar bitnir og margir á fleiri stöðum en einum.

Skotveiðin gekk sinn gang. Menn sóttu sín hreindýr og gæsaveiði gekk vel. Mikil reiði var meðal rjúpnaskytta þegar mönnum var úthluta níu dögum til að ganga til rjúpna, fjórar helgar plús einn föstudagur. Þetta „mikla svigrúm“ nýttist mönnum misjafnlega, því veður voru misjöfn og sums staðar hlýindi og snjóleysi. Víða var þó haft á orði að talsvert væri af fugli og yfir höfuð gengu veiðar vel. Ekki hvað síst á austanverðu landinu.

Menn fengu fjórar helgar til að ganga til rjúpna og veðurfar spillti hluta tímans eins og vænta mátti.

Veiðimálastofnun birti bráðabirgðatölur sem staðfestu að 2011 var eitt besta laxveiðisumarið frá upphafi talninga. Það sjötta besta til að vera nákvæmari.

Kastað í kaðalstaðahyl í Þverá, en í ána bárust afar há tilboð.

6

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011


Guðmundur Bergkvist undir regnboga með tíu punda birting úr Tungufljóti.


Ljósmynd: Ríkharður Hjálmarsson

saga frá sumri

Allt e

8

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011


Þingvallavatn

er þegar þrennt er Hér segir af veiðimanni sem verður að teljast hafa verið seinheppinn á nýliðinni vertíð. Við þekkjum þennan náunga. Hittum hann af og til og jafnan lumar hann á veiðisögu fyrir okkur. Oftast af sjálfum sér því hann fer oft og veiðir gjarnan vel. Hann er miklu meira fyrir silungsveiðarnar, segist fá miklu meira út úr frelsinu sem því fylgir og sér líði jafn framt betur hið innra hafandi eytt margfalt minni pening í stússið sitt. Hann er ekki fyrir sviðsljósið þessi, og baðst undan nafnbirtingu, ef við ætluðum á annað borð að segja af honum sögur. Við virðum það að sjálfsögðu, en hér kemur brot af sumrinu hans 2011. Þingvallavatn er einn af hans aðal stöðum. Hann á sér ekkert sérstakt eftirlætissvæði þar, reynir þar víða og fer það gjarnan eftir því hvar mest er um aðra veiðimenn, hvar hann endar sjálfur. En snemma í júlí var hann kominn eldsnemma morguns, um fimmleytið, í Lambhagann og hugsaði sér gott til glóðarinnar, enda veðrið með eindæmum fallegt. Bjartur himinn og kyrrðin alger. Vatnið einn samfelldur spegill. Ekkert rauf kyrriðina nema eitthvert fuglatíst. Óðinshani sem hann truflaði. Fyrir utan hann sveimuðu bleikjur. Sumar stórar og hann skipti nokkrum sinnum um flugu. Hann var einn og naut stundarinnar. Loks tók fiskur og var það ein af þeim stóru sem hann sá. Bleikjan lét strax ófriðlega, strikaði af hörku og reif út línu aftur og

aftur. Okkar maður naut bara stundarinnar, fylgdist með stöng sinni dúa upp og niður og smátt og smátt tók hún sinn toll af þreki bleikjunnar stóru. Þetta var svaka fiskur, 5 til 6 punda og hún var örstutt frá háfnum þegar veiðimaður sá sér til hryllings vindhnútinn. Sekúndubroti síðar skyldu leiðir fyrir tilstilli þessa sama vindhnúts! Þótt hér sé um mikinn reynslubolta í veiðinni að ræða, þá sá hann meira eftir þessum fiski en mörgum öðrum sem hann hefur misst í gegnum tíðina. Ekki hvað síst vegna þess að einhvern veginn virtust töfrar morgunsins vera rofnir. Það kulaði, hann hætti að sjá bleikjurnar sveima stutt frá sér og það var sama hvað hann bauð upp á, enginn fiskur snerti fluguna hjá honum.

9


Nokkru síðar var komið að því að hanka upp og halda til vinnu. Okkar maður rölti hugsi og er hann átti nokkra tugi metra ófarna að bíl sínum hóf geitungur allt í einu að áreita hann. Smellti sér á plastið á polaroidgleraugunum. Síðan tveir og síðan þrír....og svo heill sveimur, 30-40 flugur, suðandi í kringum hausinn á honum og klárlega reiðar. Hann kveikti á perunni, hann hlaut að hafa stigið ofan á holugeitungabú í kjarrinu sem hann hafði öslað í gegnum! Nú var málið að taka til fótanna og hann hljóp sem mest hann mátti þessa 30-40 metra, baðandi út öllum öngum, og þakkaði hátt og í hljóði öllum vættum Þingvalla í bak og fyrir að svo stutt var í bílinn því flugurnar linntu ekki eftirförinni og ró komst ekki á fyrr en veiðimaðurinn hafði varpað frá sér stönginni og skutlast inn í bíl. Stuttu seinna voru geitungarnir á bak og burt og stöngin var þá sótt út í móa, tekin í sundur og ekið til byggða. Eina stungu hafði hann fengið og taldi sig hafa sloppið vel. Óhugurinn sem fyllti hann eftir þessa árás var eiginlega miklu verri

10

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011

heldur en sviði undan einni stungu.

Við Þingvallavatn. Mynd Heimir Óskarsson.

Allt er þegar þrennt er nefndum við þessa sögu. Þannig er nefnilega mál vexti að næsti veiðitúr þessa vinar okkar var planaður í Veiðivötn. Það fylgdi nú aldrei sögunni við hvaða vatn næsti atburður átti sér stað, en allt um það, þá var okkar maður að vaða nærrri einhverjum hólma þegar himbrimi gerði skyndilega harðan aðsúg að honum. Flugdrekinn kafaði ógnandi hvað eftir annað að fótum okkar manns, sem hafði heyrt sögurnar um viðskipti himbrima og annarra fugla, að goggur himbrimans væri svo hvass að hann gæti veitt svöðusár. Það var því ekkert annað að gera en að ösla til lands, lemjandi frá sér með bæði háf og stöng. Á ríflega hnédjúpu vatni rann okkar maður og fór á hnén. Bleytti sig rækilega og hruflaði hnéð, en komst á lappir aftur og haltraði upp á þurrt. Himbriminn spangólaði sigri hróasandi á vatninu skammt undan, en okkar maður hætti alfarið við veiðar í þessu vatni og fór annað, blessunarlega af nógu að taka í Veiðivötnum. Og sem betur fer, fór nú að ganga betur. Á endanum veiddi okkar maður vel, tæpa tuttugu væna urriða ef við munum rétt og hrakförum hans þetta sumarið var lolkið.....í bili a.m.k.


VINSÆLASTA FLUGUSTÖNGIN. ÞAÐ ER EKKI TILVILJUN

“The ONE” er komin! BEST FRESHWATER ROD - International Dealer Show í New Orleans 2011

BEST SALTWATER ROD - International Dealer Show í New Orleans 2011

BEST ROD - Efftex 2011

Það er ekki tilviljun að Sage flugustangirnar eru þær vinsælustu í úrvalsflokki flugustanga. Að margra mati eru flugustangirnar frá Sage þær bestu á markaðnum. Því mótmælum við ekki. Allar Sage flugustangir eru hannaðar og þróaðar af flugveiðimönnum og framleiddar í Seattle í Bandaríkjunum. Að kasta fyrir fisk og veiða með Sage er einstök upplifun. Allir fluguveiðimenn verða að eiga að minnsta kosti eina Sage stöng. Allar Sage stangir eru með lífstíðarábyrgð frá framleiðanda! “ONEtm” SERIES - Verð 109.990,Hröð stöng. Kröftug hleðsla sem auðveldar lengdar og nákvæmnisköst. Z-AXIS ROD SERIES - Verð 99.990,Hröð stöng. Kröftug hleðsla sem auðveldar lengdar og nákvæmnisköst. 99 ROD SERIES - Verð 99.990,Mið-hröð stöng. Djúp hleðsla. Sérhönnuð til að bera þungar flugur og túpur. VXP ROD SERIES - Verð 74.990,Mið-hröð stöng. Kraftmikil og fínleg stöng fyrir allar aðstæður. FLIGHT ROD SERIES - Verð 59.990,Mið-hröð stöng. Góð alhliða flugustöng. VANTAGE ROD SERIES - Verð 39.990,Mið-hröð stöng. Góð byrjendastöng á góðu verði.

SÍÐUMÚLI 8 - SÍMI 568 8410

11


bog/skotveiði

Hjartarveiðar í Colorado

Best að veiða þegar tarfar Margar eru freistingar skotveiðimanna þegar þeim finnst úrvalið á Íslandi eitthvað takmarkað. Eigi menn smá aur, þá er hægt að komast í spennandi veiðiskap út um allan heim. Sumt er dýrara en annað, fáir vita það betur en Dúi Landmark, kvikmyndagerðarmaður og veiðimaður fram í fingurgóma, en hann hefur farið um heim allann með tökuvélar sínar, stangir og byssur og staldrað við bæði nær og fjær, eða allt frá Grænlandi og til Kazakstan og Mongólíu. Hér ætlar hann hins vegar að segja okkur frá hjartarveiðum í Colorado og þar nota menn ekki riffla heldur boga.

12

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011


DĂşi Landmark

arnir eru graĂ°astir!

13


bog/skotveiði

Dúi hefur um all nokkurt skeið starfað mikið fyrir franska sjóvarpsstöð sem heitir Seasons. Stöðin sérhæfir sig í veiðiefni og er enginn kotrass svo ómerkilegur að ekki sé kíkt þar eftir sniðugri veiði. Dúi er einn af all nokkrum sem sjá stöðinni fyrir efni og hann hefur m.a. tekið upp þætti fyrir stöðina hér á landi. Í fyrra gerði hann t.d. þátt um silungsveiði á Íslandi og vann það í samvinnu við G&P, hina frönsku ferðaskrifstofu sem Pétur Pétursson er í samvinnu við um leigu á Vatnsdalsá, Reykjadalsá í Reykjadal og Eldvatn í Meðallandi, enda eru það vatnsföllin sem fram koma í umræddum þætti. Þá hefur hann gert þátt hér á landi um gæsaveiðar. Því miður næst Seasons ekki hér á landi.

„Oftast er ég ekki beint að veiða sjálfur þó ég grípi af og til í stöng eða byssu. Oftast er ég í hlutverki tökumannsins og leikstjórans. Þá er það stöðin sem velur með mér sérfræðinga á vissum sviðum veiðinnar. Kannski einn mann eða fleiri, eftir atvikum. Að þessu sinni var verkefnið að veiða hjartardýr sem heitir á ensku Elk og með mér í það fór Gilles Remond, reyndur skot- og bogveiðimaður. Þetta var um haustið í fyrra og ferðinni var heitið til Colorado, á risajörð sem liggur utan í Klettafjöllunum. Þar, í þéttu skóglendi, lifa þessir hirtir. Veitt er um fengitímann og þarna er óhemjufallegt og gaman að koma.“

Lagt á ráðin í búðunum.


Dúi Landmark

Paradís fyrir krakkana!

Hvað geturðu sagt okkur um þessar veiðar? „Jú, það er gaman að kynnast þessum heimi. Maður fer þarna bara út í mörkina og leitar að bráð. Leyfið er fyrir eitt dýr og það þarf að finna rétt dýr. Velja það sem maður vill og reyna að komast í færi við það. Þetta er gríðarlega krefjandi og spennandi því maður þarf að komast í miklu meira návígi heldur en ef maður væri með skotvopn við hæfi. Færið má ekki vera undir 30 metrum og helst minna, 10 til 20 metra. Þetta þýðir algerlega kamóaða búninga. Hanskar líka og andlitið málað. Síðan er um að gera að læðast, fela sig, alls ekki má vera vindur í bakið og það má ekki einu stíga ofan á sprek eða grein, þá er tækifærið farið. Hjá okkur var þetta 5-6 daga ferð og allan tímann vorum við úti í skógi að laumast og leita að dýrum. Dýrið náðist á fimmta degi, fallegur tarfur.“

10-30 metrar, eru þessi dýr þá ekkert stygg? „Jú, þau eru það svo sannarlega, að öllu jöfnu, en Bandaríkjamenn skipta vertíðinni í þrjá hluta og fá bogveiðimennirnir að byrja. Það stafar af því að þá er fengitíminn og tarfarnir hvað graðastir og uppteknir í meira lagi. Þó þeir séu varir um sig, þá er þetta sá tími sem menn komast helst svona nærri þeim. Á eftir bogveiðimönnunum koma „hefðbundnir“ skotveiðimenn og loks sérrvitur hópur sem vill veiða á framhlaðninga, hálfgerðar antíkbyssur. En þessi tími er alveg magnaður, þegar við héldum út í skóg á hverjum morgni, ómaði skógurinn allur í gredduöskrum tarfanna. Stanslaus söngur og þarna um allt voru beljurnar inni í rjóðrum, bíðandi með blikkandi augnhár eftir því að hetjurnar þeirra kæmu æðandi inn í kjarrið til þeirra. Þegar við loks náðum dýrinu hafði gædinn notað í fyrsta skipti svokallað „decoy“ eða blekkingarmynd sem hann renndi út og sýndi beljurass! Hann sagðist að fyrra bragði ekki vera þess viss að það myndi virka, en það virkaði svo sannarlega, tarfurinn kom í dauðafæri og það varð hans síðasta. Menn vona auðvitað að dýrið falli stra við fyrsta skot, en drepist það ekki strax og það rýkur af stað, þá mega menn alls ekki taka til fótanna á eftir því. Það á að rölta í rólegheitum og rekja slóðina. Þetta er úthugsað því ef menn stilla upp hröðum eltingarleik þá brjálast dýrið og hleypur svo langt í burtu að hugsanlega finnst það aldrei aftur. En taki menn það rólega þá róast dýrið venjulega þegar það dregur af því. Á endanum heldur það kyrru fyrir og blæðir út.“

15


bog/skotveiði

Tarfurinn er hinn glæsilegasti.

Dúi Landmark

Hvernig er aðbúnaðurinn, er gist í flottum veiðihúsum og eru margir veiðimenn í einu? „Við vorum í tjöldum, svona stórum haldgóðum með gólfum og svoleiðis. Það sem menn kalla gjarnan basecamp. Það eru hjón sem reka þetta, fimmti ættliðurinn á jörðinni sem er gríðarlega víðfeðm. Þau eru líklega Írar að upplagi og reka þetta alfarið á eigin forsendum. Öll veiðistjórnun og utanumhald er til mikillar fyrirmyndar. Karlinn sér um allt saman og frúin eldar. Við vorum einir þarna, Gilles, gædinn og svo ég, auk hjónanna.“ Er þetta á einhvern hátt umdeild veiði? „Alls ekki. Þetta er hluti af lífsstílnum. Þetta er meira krefjandi heldur en veiðar með riffli og ef menn vilja hafa þetta svona þá mega þeir það svo lengi sem þeir fara eftir og virða reglurnar.

16

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011

Af reglum má t.d. nefna, að lásbogaveiði er bönnuð. Veitt er eingöngu með hefðbundnum veiðibogum með hjóli uppi til að strengja betur og styrkja. Það er mið og sigti á þessum vopnum og þetta eru hin ágætustu vopn. Ég var nú ekki að veiða í þessum túr, en fékk að skjóta af boganum og mér blandast ekki hugur um að ef maður er í veiði, þá mun maður hafa gaman að þessum veiðiskap. Það hjálpar auðvitað með viðhorfið að veiðunum er stýrt af skynsemi. Það er líka gaman að því að sjá skilti utan á krám og veitingastöðum: Hunters Welcome! Þá finnur maður að þetta er viðurkenndur hluti af ferðamannaiðnaðinum og veitingahúsaeigendur vilja gjarnan fá veiðimenn í heimsókn, þess vegna í veiðigallanum á heimleið! Síðan taka menn þetta heim með sér. Þar sem vorum við veiðar er starfrækt vinnsluhús sem verkar pylsur og reykir kjöt úr hjörtunum og skinnið og hornin eru gerð klár fyrir viðskiptavinina. Hins vegar hef ég ekki hugmynd um hvort að það megi koma inn í landið með þetta kjöt, það verða menn að finna út sjálfir ef út í það fer.“



Proghorn antilรณpurnar voru um allt og auรฐveld brรกรฐ!



bog/skotveiði Þú mælir þá með þessu? „Heldur betur. Hins vegar er þessi veiðiskapur ábyggilega misspennandi eftir bráðinni. Eftir að við felldum t.d. hjörtinn þá keyrðum við klukkustundum saman yfir endalausar slétturnar yfir til Wisconsin þar sem ætlunin var að veiða svokallaða Pronghorn antilópu. Karlinn felldi þarna flott dýr, fékk fínasta trófí, en það var allt fullt af þeim þarna, við vorum 2-3 klukkustundir að velja dýr og vorum búnir að fella það og ganga frá því eftir 4 klukkustundir. Ég veit ekki alveg hvort ég myndi mæla með eða nenna svoleiðis veiði aftur.“ Bogveiðar eru bannaðar á Íslandi ekki satt? „Jú, þær eru það. Mér finnst ekki vera tilefni til þess og vel mætti leyfa bogveiðar ef þeim væri stýrt af ákveðinni skynsemi. Það eru einhverjir karlar byrjaðir að hópa sig saman til að fá þetta leyft, en það er hætt við að það fari í sama farveg og tilraunir manna til að koma hreindýrum á Vestfirði eða hvort að leyfa eigi veiðar á hrossagauk. Það er sorglegt hvað umræða um nýjungar í veiði hér á landi fer fljótt og örugglega upp á hæsta stig tilfinninganna.“

20

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011

Dúi Landmark En er nokkuð annað hægt að veiða hérna með boga nema hreindýr og eru þau ekki allt of stygg í þessa 10-30 metra? „Eflaust væri mjög erfitt að komast í gott bogafæri við hreindýr, en ef einhverjir vilja veiða svoleiðis, hvers vegna þá ekki að leyfa það, svo fremi sem að menn uppfylli þau skilyrði sem teldust sanngjörn og eðlileg? Hreindýrin eru vissulega stygg, en það gildir þó það sama um þau og hirtina um fengitímann, að tarfarnir eru kannski ekki alveg með varnargenin glaðvakandi um tíma og tíu daga gluggi í ágúst, á meðan þetta ástand varir, gæti verið sá tími sem bogmenn gætu fengið að spreyta sig. Það mætti jafnvel byrja þetta sem tilraun á vissum svæðum. Síðan er það ekki rétt að það sé einungis hægt að veiða hreindýr á Íslandi með boga. Það er alveg hægt að veiða fugla með boga, t.d. endur og gæsir. Það er áreiðanlega mjög skemmtilegt að læðast um andaslóðirnar með bogann tilbúinn. Á gæsinni fer maður í felubyrgið og kallar þær til sín. Þetta snýst allt um að komast í færi. Það er á hreinu að menn taka ekki eins marga fugla með boga eða með byssu, en fyrir suma skiptir áskorunin meira máli.


Lystaukandi veislur Fermingar Árshátíðir Brúðkaup Fundir Afmæli Móttökur

veis luþ j ó n u st a Búðakór 1

203 Kópavogi

Sími 820 7085

lystauki@lystauki.is



veiðistaðurinn

Mýrarkvísl

Önnur eins fjölbreytni er vandfundin Mýrarkvísl í Reykjahverfi hefur verið meira í umræðunni síðustu misserin heldur en lengi vel, líklega vegna þess að nýju strákarnir í hverfinu, Salmon tails, riðu á vaðið með því að taka ána á leigu. Það er margt sagtum Mýrarkvísl, að hún sé ekki allra, að hún sé á köflum óveiðandi og hún sé á köflum bara ein alls herjar maðkahola. En þeir sem kynnast ánni fá allt annað beint í æð. Ritstjóri þessa blaðs fékk t.d. að reyna það sumarið 2010 og Arnar Jón Agnarsson, einn Laxasporðanna, leiðsagði veiðimönnum við ána á nýliðnu sumri og kynntist henni vel. Hann færðist ekki undan að skrifa fyrir okkur lýsingu á ánni, kostum hennar og leyndardómum, með lýsingu á helstu veiðistöðum í bland. Arnar skrifar: „Mýrarkvísl á upptök sín í Langavatni í Reykjahverfi í Suður Þingeyjarsýslu og fellur í Laxá í Aðaldal um 25 kílómetrum neðar, eða fyrir landi Laxamýrar. Í ánni eru þrjár stangir leyfðar og er því mjög rúmt um menn á hinum 54 merktu veiðistöðum í ánni. Í ánni veiðist lax, urriði og bleikja. Þar sem Mýrarkvísl er

hliðará Laxár í Aðaldal er laxastofninn í ánni mjög svipaður stofninum í Aðaldalnum að stærð og gerð og hlutfall stórlaxa því hátt. Þar með sleppir hins vegar skyldleikanum því Mýrarkvísl er frekar lítil og nett veiðiá, en kemur þó mikið á óvart, ef miðað er við hvernig hún lítur út frá brúnni við Laxá í Aðaldal.

23


24

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011


25


veiðistaðurinn Í gegnum tíðina hefur Mýrarkvísl að mestu verið veidd af heimamönnum og nágrönnum og hafa Dalvíkingar verið mjög fyrirferðamiklir í ánni seinustu 40 árin. Þekkja hana fáir betur en þeir, þó ekki sé hægt að horfa framhjá stórum hópi Akureyringa sem hafa veitt þarna mikið samhliða Dalvíkingum. Áin er gríðarlega skemmtileg og fjölbreytt og má segja að allar mögulegar og ómögulegar veiðiaðstæður megi finni í ánni. Gilið svokallaða eða svæði 2 hefur oftast verið nefnt þegar talað er um ómögulega veiðistaði, þar sem á mörgum stöðum þarf að láta sig hálf síga niður kletta til að komast að vænlegum veiðistað. Oft þarf að halda sér í reipi á meðan maðki er rennt meðfram klettsnefum og þegar laxinn tekur í þannig aðstæðum er eins gott að vera tilbúinn í ævintýri og eiga góðan veiðifélaga. Við ána kemur til með að rísa nýtt veiðihús á næsta ári og mun þá aðstaða fyrir veiðimenn batna til muna þar sem ekki hefur verið veiðihús við ána seinstu ár. Það verður staðsett á bakkanum fyrir landi Þverár sem er fyrir miðri á. Ég ætla hér að stikla á stóru um ána og byrja á veiðisvæði 1 sem nær frá ós Laxár upp að veiðistað 22. Oft hefur verið á töluverðu reiki hversu neðarlega menn mega veiða í Mýrarkvísl eða réttara sagt hversu nálægt Laxá menn mega fara. Það er komið á hreint núna og er ætlunin að merkja veiðimörk fyrir næsta sumar. Hægt er að miða við að ekki megi agn berast í Laxá, en þó má veiða að ystu mörkum Mýrakvíslar. Þar er eftir miklu að slæjast þar sem laxar synda iðulega inn í Mýrarkvíslina fram og til baka frá Laxá á meðan þeir eru að átta sig á því hvert ferðinni er heitið. Flestir veiði-

26

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011

Mýrarkvísl staðir á svæði 1 eru klassískir göngustaðir þar sem laxar hvíla sig í stutta stund og halda síðan ferð sinni áfram upp ána. Helsti kosturinn við svæði 1 er að mjög aðvelt er að skyggna flesta staði og ef laxar sjást er ekkert annað en að koma sér niður að hylnum og reyna við þá. Flestir veiðimenn byrja þó í hinum magnaða Borgarhúsapolli nr. 21 sem er margslunginn veiðistaður sem þarf að fara varlega að og nota reipi til að komast niður snarbratta klettabrekkuna. Þegar niður er komið er lent á hentugum stað til að byrja að veiða en þar dýpkar mjög fljótlega og er þarna hyldjúpur hylur sem laxar geta legið víða í, þó aðallega upp við stóra klettinn sem staðið er þétt upp að, þarna er því gott að vera örvhentur. Gott er að hafa í huga á leið að hylnum að skyggna hylinn neðst, en þar liggja oft laxar sem eru á leið upp ána og þarf þá ansi löng köst frá staðnum sem lýst var áður. Laxinn tekur oft vel þegar hann stoppar þarna. Borgarhúsapollurinn er veiddur Húsavíkurmegin. Um 300 metrum neðar eru Kisturnar og Skáfoss sem eru góðir maðkastaðir, klassískir smápyttir þar sem laxinn getur legið víða, oftast við endan á hvítfrissinu. Þetta eru staðir 20-19-18-17-16. Frá stað nr. 15 Táarhyl, sem er mjög fallegur hylur, er gott að veiða eins marga hylji og maður kemst yfir og gefa sérstakan gaum að hyljum 15-11-7-4. Svæði 2 er gullið í Mýrarkvísl og er þarna iðulega besta veiðin af svæðunum þremur. Þarna eru margir mikilfenglegir hylir og eru oftar en ekki stærstu laxarnir í Kvíslinni sem liggja þarna. Byrjum á hyl 24 Ytri Ármótum, en þar er ekki gott fyrir lofthrædda að veiða. Þarna liggur alltaf lax. Hægt er að veiða staðinn frá báðum bökkum en hafa má í huga að verið er að veiða í 10 metra hæð upp á þverhnýpt-



veiðistaðurinn um kletti. Þetta er aðallega maðkastaður, einnig er hægt að veiða á flugu þarna en þá þarf helst að veiða hann á tvíhendu. Nokkrir veiðimenn hafa náð tökum á að veiða staðinn andstreymis með flugu og túpum frá breiðunni sem er neðst í hylnum. Laxinn liggur aðallega alveg upp að klettinum Húsavíkurmegin en getur þó legið fyrir miðjum hyl líka, þá mjög ofarlega í honum. Munið bara að athuga hvernig á að fara niður að ánni frá klettinum áður en byrjað er að veiða en það er gert með því að feta einstigi neðst í hylnum. Hylur 25 kallast Nafarhylur og er besti fluguhylurinn á svæði 2 en þar liggur tökulax jafnan neðarlega í hylnum fyrir honum miðjum. Nánast besta rennslið á fluguna er Húsavíkurmegin en einnig er hægt að standa bak við stóran klett Akureyrarmegin sem fer ekki framhjá neinum og þarf þá nokkuð löng köst. Laxinn sér veiðimenn aldrei frá þeim stað. Flestir halda að laxinn liggi efst í hylnum en ef varlega er farið og hylurinn skyggndur frá Akureyrarbakkanum sést laxinn mjög greinilega ef hann er neðarlega í hylnum. Frábær hylur í alla staði og ekki skemmir fyrir að þarna er fálkahreiðurstæði og jafnast fátt við það að þreyta stórlax með fálka steypandi sér yfir. Voðhylur er nr. 27 og þar eru oft mjög stórir laxar á sveimi en þó reynist iðulega erfitt að fá þá til að taka. Laxarnir liggja ofast frekar neðarlega og sjást þeir ef maður skyggnir hylin Húsavíkurmegin og þarf þá að laumast niður að grónum kletti sem hægt er að kasta flugu á eða renna maðki, en rennslið þarna er ekki gott og er gríðalegt magn af afætu sem gerir manni lífið leitt. Þarna var risalax allt sumarið 2011 sem tók aldrei en fékkst örfáum sinnum til að sýna viðbragð við agni og þá var gaman.

28

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011

Mýrarkvísl Frægasti staðurinn í Mýrarkvísl og sennilega einn sá allra besti er Stokkhylur nr. 28., stórfenglegur hylur og þarna liggja oft margir laxar og stærstu laxarnir í Mýrarkvíslinni fást iðulega þarna. Þetta er einn af þessum hyljum sem þarf að notast við reipi til að komast niður að. Ef hann er veiddur Húsavíkurmegin þarf að fara niður snarbratta brekku sem lítur ekki vel út en er þó ekki erfið þegar í hana er komið, hvorki að fara upp eða niður. Þarna er hægt að nota flugu og maðk, laxinn liggur oftast alveg við lappirnar á mönnum fyrir neðan klettarönd sem liggur meðfram öllum hylnum. Hann getur tekið alveg efst og svo alla leið niður að broti og þarf að veiða þetta mjög vel, þarna er alltaf lax. Hafa ber í hug að sterkir taumar og stórir háfar eru nauðsynlegir þarna. Akureyramegin er þetta allt auðveldara en þar þarf samt að fara niður með reipi alveg út á sillu, þó ekki gróna sillu sem flestir óvanir fara strax á heldur aðra sem er nær brotinu og passar akkúrat fyrir einn veiðimann. Þarna er bara hægt að nota maðk og er hægt að renna á laxa sem liggja beint fyrir neðan lappirnar á mönnum og að brotinu.Einnig er hægt að renna á laxana sem liggja við klettaröndina Húsavíkurmegin og þó að segja megi að veiðimenn blasi við laxinum þá tekur hann oft ótrúlega vel þarna. Ef það gerist þarf að fara upp á klettinn aftur og niður smá skriðu sem er þarna aðeins neðar að brotinu og er þá auðvelt við laxinn að eiga svo lengi sem þú missar hann ekki niður úr hylnum en þá eru góð ráð dýr. Þarna veiddist 103 cm lax og tveir 99 cm laxar sumarið 2011. Hylir 29-30 eru vel þess virði að stoppa í og er hylur 30 sérstaklega fallegur fluguveiðistaður. Sigmarsdráttur er nefndur veiðistaður sem er númer 33.5, smá


Join the CULT

Hrygnan ehf. | Síðumúla 37 | Sími: 581-2121 | www.hrygnan.is


beygja þar sem áin hefur náð að grafa sig niður. Þetta hefur verið spútnik staður árinnar seinustu ár og má segja að þarna stoppi allir laxar sem ætla upp á svæði 3 og er þarna oft mikið af laxi. Þetta er fallegur flugustaður en alveg magnað hvað illa gengur að fá hann til að taka fluguna þarna. Á móti kemur að fátt er einfaldara en að renna maðki á þennan stað, hvort sem staðið er fyrir ofan staðinn og rennt eða legið á bakkanum og rennt og tekur laxinn alla jafna vel þarna ef hann verður ekki á annað borð var við veiðimanninn. Efsti veiðistaðurinn á svæði 2 er Gljúfrapollur sem var forðum frábær veiðistaður en er nú ekki sjón að sjá sem er mikill synd. Stendur til að reyna að laga hann, enda er þetta síðasti veiðistaðurinn áður en laxinn fer upp tvo mikla laxastiga og hefur hann því oft reynst vel sem seinasta stopp áður en í stigann er haldið. Svæði 3 er mjög ólíkt svæðum 1 & 2 en þetta er að mestu leiti flatlendi þar sem áin hækkar sig mjög hægt á leið upp í Langavatn. Hér má aðeins nota flugu og er verið að reyna að bæta svæðið sem hrygningarsvæði en aðstæður eru frábærar. Því miður virðist ekki mikiði af laxi hrygna hérna miðað við stærðina á svæðinu. Þetta er gríðalega skemmtilegt svæði þegar það dettur inn sem er alla jafna í byrjun ágúst og er það virkt alveg til enda veiðitímans. Hérna eru nokkrir magnþrungnir veiðistaðir. Fyrst ber að nefna Gæsahólma nr. 38 sem má segja að skiptist í þrjá smápytti, örlítill foss sem lax liggur iðulega undir eftir að hafa farið upp stigann en þar sem bannað er að nota maðk hér þá hefur veiðin ekki verið mikil hér seinustu ár. Næsti hylur sem nauðsynlegt er að stoppa við er Langalygna nr. 41 en það er hylur sem ber svo sannarlega nafn með rentu, mjög langur og mjög lygn hylur.Menn geta verið


Mýrarkvísl vissir um að ef ekki er farið nógu varlega sést á eftir löxunum bruna niður ána. Laxinn liggur aðallega í vík Húsavíkurmegin, frekar ofarlega í hylnum og svo mjög neðarlega þar sem áin brýtur á smásteini fyrir miðri á. Hérna verður að vera vindur til að mögulegt sé að veiða. Krókhylur nr. 42 er góður hylur sem er rétt fyrir ofan Langalygnu. Þarna liggja laxar aðallega við stóran stein sem er nær Húsavík um 50 metrum fyrir ofan skiltið. Beygjurnar nr. 46 hafa löngum verið einn besti veiðistaðurinn á svæði 3 og halda þær laxi vel, lax getur legið allan strenginn góður tökustaður er mjög ofarlega og einnig um 20 metrum neðar þar sem örlítið meira dýpi er að finna, rétt áður en moldarbakkinn sem er Húsavíkurmegin breytist í grasbakka. Þar rétt fyrir neðan er lítil vík sem þótt ótrúlegt megi virðast voru laxar í allt sumarið 2011. Þetta er hvorki djúp né straumþung vík en eitthvað er þarna sem laxinum líkar. Næst má nefna tvo fína staði sem kallast Seláspollur og Víðihólmi. Í Seláspollum liggur lax oft á milli steina á mjög grunnu vatni en í Víðihólma getur lax legið víða í smá pyttum og undir bökkum menn keyra oft framhjá þessum stöðum en vert er að teygja úr sér og kasta á þá. Kötustrengur er ekki númeraður staður en þó merktur rétt fyrir neðan Straumbrot nr. 49. Þetta er staður sem lætur ekki mikið yfir sér en þarna liggur þó merkilega oft lax og tekur hann þá alla jafna fyrir miðjum hyl. Þá er komið að Straumbrotinu sem er magnaður hylur og segja menn gjarnan að þetta sé einn af þessum stöðum sem alltaf geymir lax. Hvort sem það er rétt eða ekki er

mjög oft lax hérna. Staðurinn er hyldjúp beygja og liggja laxarnir oft á mjög erfiðum stað nánast á hlið og stundum öfugir sem gerir veiðina töluvert erfiða. Með klókindum er hægt að ná góðum árangri hérna, það verður bara að fara mjög varlega að laxinum og á það við um allt svæði 3 sem er mjög viðkvæmt enda fátt sem byrgir laxinum sýn. Síðasti laxastaðurinn sem vert er að stopp á er staður nr. 51 Neðra Selvaðsbrot en oftast hefur verið talið að laxinn fari ekki ofar en þetta. Það er nú sennilega ekki rétt þar sem laxinn á greiða leið upp að Langavatni héðan og það hafa nú veiðst laxar fyrir ofan stað 51. Það hefur verið nefnt sem kenning að töluvert af laxi strauji beinustu leið upp í vatn og sakki sér síðan niður þegar að hrygningu kemur, en slíkt hefur ekki verið sannað. En kenninginn er góð þar sem svæði 3 á það til að verða allt í einu steindautt en svo fyllist það af laxi aftur. Á svæði 3 er gríðarlega mikið af urriða og má segja að það sé hægt að veiða eins marga urriða og maður hefur vilja og þrek í. Sérstaklega er svæðið frá Langavatni að Selvaðsdrætti fullt af urriða og ef labbað er þá leið með stöng í hönd að vori er hægt að skemmta sér konunglega að veiða urriða. Langavatn er gríðarlega gott veiðivatn og veiðist þar mikið af bleikju, ekki mjög stórri en flottri á grillið, oftast í kringum 1-2 pund. Þá er leið okkar í gegnum Mýrarkvísl lokið og bjóðum við að lokum alla veiðimenn velkomna í heimsókn á vit ævintýranna.“


fluguboxið Sunray HKA í Pro Tube kerfinu

Sunray HKA í Pro Tube kerfinu Margir eru þeirrar skoðunar að fluguhnýtingar á Íslandi séu fremur staðnaðar og ekki veitti af því að koma með innspýtingu af nýjum hugmyndum og straumum og stefnum. Það er sama í hvaða veiðibók er rýnt á laxveiðislóðum, ef það er ekki Frances, þá er það Sunray og það er hvorug þeirra þá er það þýsk Snælda eða hitstúpa. Alls konar skemmtilegar flugur sjást ekki lengur, eða varla, og nýjungar samanstanda að mestu af nýjum afbrigðum af því sem tröllríður öllu þessi misserin.

32

Og ef staldrað er við hjá silungsveiðimönnum þá er það bara Vinil rib út í eitt, aðeins leikið sér með liti og afbrigði. Vissulega hefur þurrfluguveiði aðeins rutt sér betur til rúms, en ekki að neinu ráði. Þetta er frekar staðnað. Það er í sjálfu sér ekkert athugunarvert við það að hnýta og veiða með þeim flugum sem mest gefa, en kannski gefa þær mest vegna þess að aðrar flugur fá lítinn tíma í ánum?

nýliðnu sumri og öðru eins 2010. Meðal laxa í sumar sem leið var 108-110 cm hængur, bjartur og sílspikaður, veiddur í Hólakvörn í Vatnsdalsá. Laxinn var ekki veginn og mældur spriklandi við stöng. En þetta gæti vel hafa verið stærsti lax sumarsins, en til þessa höfum við talið þann lax vera 106 cm 27 punda(veginn) hæng sem Björn K. Rúnarsson landaði í Laxá í Aðaldal.

Hvað sem þessu öllu líður, þá sögðum við frá því á vordögum á vefnum okkar www. votnogveidi.is að ný týpa af túpuflugum væri að ryðja sér til rúms og hnýtingarmaðurinn Nils Folmer Jorgensen hefði innleitt kerfið hingað til lands, en hann býr hér á landi, veiðir og leiðsegir veiðimönnum. Kerfið heitir Pro Tube og er Nils óþreytandi að segja mönnum frá kostum þess, en hann segir auðvelt að tileinka sér hnýtinguna og að túpuflugur hnýttar með þessum hætti hafi vissa eiginleika umfram aðrar túpuflugur og gefi oft fiska sem hinar hefðbundnari skili ekki á land. Það eigi ekki hvað síst við um stórlaxa, en Nils hefur verið ótrúlega slyngur að setja í og landa löxum í yfirstærð. Landaði a.m.k. fjórum slíkum á

Nils ætlar hér að segja okkur frá Sunray HKA/Bismo: „Samkvæmt minni reynslu þá er þetta sú flugan sem gefur lang bestu raunina í stærrí ánum á Íslandi. Vinur minn Henrik Kassow Anderson og ég höfum notað þessa flugu mikið síðan sumarið 2004 og afraksturinn er ótrúlegur. Hún gaf svo vel að einbeittur leiðsögumaður nokkur hnýtti nærri því eins flugu og skýrði hana Bismo. Flugan er frekar einföld í smíðum, en ef menn vilja einfaldlega kaupa hana þá fæst hún í Veiðihorninu. Hér mun ég setja hana saman með Pro Tube kerfinu sem þýðir að ekkert lím er notað. Upprunalega flugan var óþyngd, en ég ætla í þessu tilviki að bæta smá þyngd við hana.

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011


1. Pro Tube Flexi tube

2. Bæta við Flexi, þyngd 10 mm

3. Pearl Mylar í stærð M. Hnýta til beggja enda.

4. Bæta við silver fox undirvæng

5. Bæta við 4 pearl Krystal Flash

6. Bæta við 3XL long Artic Fox

7. Bæta við 4 peacock hearls

8. Bæta við 3D augum and ganga frá epoxy haus.

9. Skera til túpuna og síðan út að veiða!

Svo mörg voru þau orð Nils Folmars. Eftir hátíðirnar setjast margir niður og hnýta fyrir sumarið. Ekki væri úr vegi að kynna sér bæði þessa nýjung og fleiri sem kann að vera boðið upp á í verslunum hér á landi.


Urriðafoss í öllu sínu veldi.

34

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011


lífríkið

Þjórsárvirkjanir

Eins og að kaupa kjallaraíbúð og rústa síðan allri blokkinni Óhætt er að segja að málefni virkjana í neðanverðri Þjórsá hafi verið mjög til umræðu hin seinni misseri. Þar sækir Landsvirkjun hart fram að setja af stað vinnu við þrjár virkjanir til að keyra stóriðju. Stjórnvöld eru á öndverðum meiði, annar flokkurinn vill halda strikinu en öfl innan hins hika. Landeigendur skiptast í fylkingar og skyldi engan undra, þeir eru fjölmargir og hagsmunir manna ekki allir hinir sömu! Þá óttast umhverfissinar og veiðimenn um afdrif laxa- og sjóbirtingsstofna Þjórsársvæðisins ef til virkjanagerðar kemur, því þeir eru einhverjir hinir stærstu í landinu og hafa verið færð rök fyrir því að þeir væru í hættu staddir ef af öllu saman verður. Orri Vigfússon/NASF og fleiri hafa tekið málið í sínar hendur að undanförnu og við ræddum við Orra. „Við höfum farið í þetta verkefni, því enginn sem hlustað er á hefur tekið það upp, en það er hlustað þegar NASF kemur að málum. Það hefur enginn verið að vinna í þessu fyrir laxinn, þangað til núna. En allt er þetta mál með miklum ólíkindum. Og skyldi engan undra þó að menn séu ekki samstiga heima í héraði því lögbýli á þessu svæði eru 161 með um 500 skráðum eigendum og hér er verið að tala um mannvirkjagerð neðarlega í vatnakerfi þar sem 90 prósent búsvæða laxfiska eru ofan við,

en fáeinir netabændur neðan við. Hvað með arðskrármálin? Mannvirkin munu svo gerbreyta öllu lífríki og eðli árinnar að það er algerlega ótrúlegt hversu lítinn hljómgrunn þær raddir hafa fengið sem að hafa bent á þetta,” sagði Orri Vigfússon, en hann bauð á dögunum Margréti J. Filardo til ráðstefnu hér á landi, en Margrét þessi er forstöðumaður Fiskvegamiðstöðvarinnar (Fish Passage Center) í Oregon, en sú stofnun hefur staðið fyrir margvíslegum rannsóknum á afdrifum gönguseiða sem

35


lífríkið leita niður virkjaðar ár og freista þess að sleppa lifandi og ósködduð niður fyrir stíflurnar um þar til gerðar „leiðir”. Orri segir að hann hafi verið beðinn um að koma til skrafs og ráðagerða af nokkrum landeigendum og þá fundið út að nokkuð vantaði upp á skipulag veiðifélags Þjórsár og hafi hann hjálpað til við að endurstofna félagið. Þá hefði komið fram að ekkert erindi hefði borist frá Landsvirkjun til Veiðifélagsins varðandi virkjanagerð. „Það var eins og LV ætlaði bara að vaða þarna inn á skítugum skóm án þess að hirða um það hvort þeir væru velkomnir eða ekki. Ég hitti ráðamenn hjá LV og þar var m.a. gefið til kynna að LV myndi m.a. kaupa upp netaveiðiréttindi þessara örfáu netabænda neðan við virkjanirnar. Lagastoðin fyrir því er hins vegar ekki til staðar því það má einfaldlega ekki gera slíkt, að kaupa hlunnindi frá jörðum. Það má leigja þau, en ekki selja þannig að ég átta mig ekki á því hvað LV er að hugsa þarna. Þetta er eins og að kaupa kjallaraíbúð í blokk og hefjast síðan handa við að gerbreyta allri blokkinni og haga sér eins og þeir sem byggju ofar í húsinu hefðu ekkert með það að segja. Síðan er líka alltaf þessi grundvallarspurning sem kemur að félagslega þættinum: Þarna er blómlegt landbúnaðar- og ferðaþjónustuhérað og hvaða glóra er í því að rústa lífríki þess til þess að leiða orku á Suðvesturhornið?”

36

fari sem skaðar lífríkið með afdrifaríkum afleiðingum. Sumstaðar hafa allt að því 8590% fiskstofna dáið út. Árfarvegurinn fer á köflum undir uppistöðulón, annars staðar stórminnkar vatnsrennslið, kvíslar eru stíflaðar og aðrar breytingar gerðar á farveginum. Nær öll bestu búsvæðin í Þjórsá eru fyrir ofan Urriðafoss og á stöðum sem ráðgert er að virkja. Breytingar á hitastigi, súrefnimagni, dreifingu botnsfalls og fánu vatnaskordýra eru gífurlegar og koma í veg fyrir að þau seiði sem kynnu að lifa af röskunina búi við nægilega góð skilyrði til að þroskast og ganga til sjávar. Seiðaveitur og aðgerðir til að reyna að minnka umhverfisáhrif virkjana á laxfiska í Columbíaánni í Bandaríkjunum hafa kostað yfir 10 milljarða Bandaríkjadala á síðustu 35 árum, án þess að aðgerðirnar hafi komið í veg fyrir frekara hrun fiskistofna. Laxaseiði ganga til hafs frá mars og fram í ágúst, þannig að það mun skerða gríðarlega hagkvæmni virkjunarinnar sé ætlunin að taka tillit til þessa líffræðilega þáttar og minnka orkuframleiðslu meðan á niðurgöngunni stendur.

Margret Filardo kom síðan hingað til lands í nóvember og hélt sitt erindi eftir að hafa sent NASF svör við áleitnum spurningum. Fyrirlestur frú Filardo um stíflur í ám og áhrif þeirra á lífríki vakti mikla athygli. Þetta kom helst fram:

Fyrir virkjanir var árleg laxveiði í Columbíaánni 10-16 milljón laxar. Nú er veiðin einungis 1,5 til 2 milljón laxar, en 75% þeirra koma úr seiðasleppingum. Veiðin hefur minnkað um 90% en af núverandi laxafjölda í ánni eru 75% eldislax úr seiðaeldisstöðvum, ekki upprunarlegur villtur lax, lax sem er erfðafræðilega mjög einsleitur og ekki líklegur til að viðhalda stofninum í ánni til langframa.

Virkjanir og stíflur eru afdrifaríkar fyrir fiskgengd í veiðiám. Ekki hvað síst í ám með sjógöngustofna. Virkjanir hafa áhrif á vatnafar, búsvæði og göngur laxfiska og því hafa menn áhyggjur af fyrirhuguðum virkjunum í Þjórsá sem hefðu í för með sér grundvallarbreytingar á lífskerfi fiskanna.

Í framhaldi af heimsókn frú Filardo og þeim upplýsingum sem hún kom hingað með færandi hendi, sendi NASF bréf til bæði Iðnaðar- og Umhverfisráðuneytisins þar sem gerðar voru alvarlegar athugasemdir við virkjanagerðina. Við grípum hér niður í bréfið:

Í erindi dr.Filardo kom fram að stíflur og virkjanir í ám valda mikilli röskun á vatna-

NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna (North Atlantic Salmon Fund), gerir með

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011


þessu bréfi alvarlegar athugasemdir við tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, sem gerir ráð fyrir að virkjanir í neðri hluta Þjórsár, Urriðafossvirkjun, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun, verði settar í virkjunarflokk. NASF telur að þær skuli settar í verndarflokk, til að vernda laxa- og sjóbirtingsstofna í ánni, en til vara að virkjanirnar verði settar í biðflokk á meðan rannsóknir hæfra og óvilhallra vísindamanna fari fram til að meta áhrif framkvæmdanna á einstakan laxastofn árinnar. Ennfremur telur NASF að greina þurfi afdrif sjóbirtingsstofns árinnar áður en tekin er ákvörðun um virkjanaframkvæmdir. Iðnaðar- og umhverfisráðuneyti hafa lagt fram drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða. Við flokkun virkjunarkosta í orkunýtingarflokk, biðflokk og verndarflokk samkvæmt þingsályktunartillögu þessari var stuðst m.a. við eftirfarandi forsendur:

Ennfremur kemur fram í nefndaráliti iðnaðarnefndar um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða að líta skuli til almannahagsmuna um það hvort virkjanahugmyndir fari í biðflokk eða ekki. Til almannahagsmuna teljast meðal annars félagslegir þættir. NASF vill benda á að mikil andstaða er meðal íbúa við ána og andstaða veiðifélags árinnar er einnig skýr. Þrátt fyrir ofangreint eru Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun settar í virkjunarflokk. NASF telur að gæði gagna séu alls ekki nægjanleg til þess að taka slíka ákvörðun og bendir á að byggingar- og framkvæmdarleyfi liggja ekki fyrir, auk þess sem virkjanarnir eru umdeildar og því almannahagsmunir fyrir því að taka þær úr orkunýtingarflokki. Mikilvægi árinnar fyrir laxfiska er svo mikið að réttara væri að setja allar þrjár virkjanirnar í verndarflokk.

Merktur sjóbirtingur úr Þjórsá. Mynd Magnús Jóhannsson.

1) Gæði þeirra gagna sem unnið var með. 2) Í biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar falla virkjunarkostir sem talið er að afla þurfi frekari upplýsinga um. 3) Hvort búið sé að gefa út byggingarog/eða framkvæmdarleyfi fyrir mannvirkjum.

37


lífríkið Stærsti sjálfbæri laxastofninn Í Þjórsá er stærsti villti sjálfbæri laxastofn á Íslandi. Samkvæmt áliti NASF þá er veruleg hætta á því að stofninn verði fyrir umtalsverðum áhrifum vegna virkjananna og gæti jafnvel dáið út á nokkrum árum. Í það minnsta hefur sú rannsóknarvinna ekki farið fram sem sýnir að svo verði ekki. Ennfremur er ljóst að stofn sjóbirtings í ánni hverfur með öllu, þar sem fullorðnir fiskar munu ekki með nokkru móti ná að komast klakklaust niður seiðaveitur. Virkjanir í neðri hluta Þjórsár setja náttúrulega stofna laxfiska í hættu og eru virkjanirnar því klárlega brot á samningnum um líffræðilega fjölbreytni. Þær ganga einnig gegn Bernarsamningnum um villtar plöntur og dýr og búsvæði þeirra í Evrópu, en Atlantshafslaxinn (Salmo salar) er á lista Bernarsamningsins sem dýrategund sem nýtur verndar þeirra aðila sem undirritað hafa samninginn. Að auki eru virkjanarnir mjög sennilega brot á Vatnatilskipun ESB, en meginmarkmið vatnatilskipunarinnar er að vernda vatn og vatnasvæði sem og vistkerfi í vötnum og vistkerfi sem tengjast vötnum. NASF mun leggja fram kæru til viðeigandi stofnana sem sjá um að samningurinn um líffræðilega fjölbreytni og að Bernarsamningurinn sé uppfylltur af aðildarlöndum ef viðkomandi virkjanir verða ekki settar í verndarflokk, í það minnsta biðflokk á meðan óháðir aðilar meta áhrif virkjananna á laxastofninn í ánni. Umhverfismat Urriðafossvirkjunar annars vegar og Núpsvirkjunar (Holtaog Hvammsvirkjunar) hins vegar, var lagt inn á borð Skipulagsstofnunar fyrir meira en 8 árum.

Umhverfismatið er því orðið gamalt, auk þess sem nauðsynlegt hefði verið að gera sameiginlegt mat fyrir þessar þrjár virkjanir, þar sem þær eru nær samliggjandi. Mest af þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á lífríki árinnar voru framkvæmdar mun seinna og eru í raun enn í gangi. Miklar breytingar virðast hafa orðið á virkjunaráformum og hönnun virkjananna frá því matsskýrslurnar voru gerðar án þess að breytingarnar hafi verið kynntar á fullnægjandi hátt. Að auki lágu mjög ófullnægjandi upplýsingar fyrir um lífríki og umhverfi árinnar þegar matið fór fram. Það var því ekki að ástæðulausu sem virkjanirnar voru samþykktar af Skipulagsstofnun með skilyrðum sem miðuðu að því m.a. að laxa- og sjóbirtingsstofnarnir yrðu ekki fyrir umtalsverðum umhverfisáhrifum, auk þess sem sett voru skilyrði um viðbótarrannsóknir. Samkvæmt úrskurði Skipulagsstofnunar þarf að meta skilvirkni seiðaveitna og væntanlegan árangur af slíkum mannvirkjum. Úrskurðurinn setur þau skilyrði, út frá tillögum Veiðimálastofnunar um frekari rannsóknir að skilgreina þurfi verkfræðilegar útfærslur á þeim aðgerðum sem líklegast er að komi að gagni, og meta þær út frá straumfræði og fiskatferli. • Kanna þurfi gönguhegðun og finna göngutíma laxaseiða til sjávar í Þjórsá svo unnt sé að tímastilla og hagræða aðferðum til að veita seiðum niður framhjá virkjunum. • Kanna þurfi mun betur göngur sjóbirtingsseiða og stálpaðs sjóbirtings á leið til sjávar. Einnig séu takmarkaðar upplýsingar um stærð og útbreiðslu sjóbirtings á vatnakerfinu sem bæta þyrfti. • Kanna þurfi gönguhegðun laxfiska á leið upp Þjórsá með rafeindamerkingum.

38

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011


Þjórsárvirkjanir Rannsóknir og málflutningur VMSt Að auki kemur fram í úrskurðinum að nauðsynlegt sé að hefja vöktunarrannsóknir á áhrifum á lífríki árinnar. Þessar rannsóknir skuli einkum miða að því að nema breytingar vegna myndunar lóna og breyttra rennslishátta og meta árangur mótvægisaðgerða. NASF telur að mat á árangri mótvægisaðgerða hafi aldrei farið fram og bendir á málflutning Veiðimálastofnunar sjálfrar í því efni. Auk þess telur NASF að Veiðimálastofnun hafi ekki í tillögum sínum á rannsóknum og í starfi sínu síðustu árin komist að raun um hver verði umhverfisáhrif virkjananna á stofna laxfiska í ánni. Engar rannsóknir hafa farið fram á því hvaða áhrif virkjanirnar hafa á sjóbirting í ánni. Hrygningasvæðin hafa heldur ekki verið rannsökuð, en langmestur hluti farvegarins verður fyrir áhrifum af framkvæmdunum. Sums staðar verður grafið og dýpkað, vatnsflæði mun minnka eða aukast eftir aðstæðum, rennslissveiflur verða miklar auk þess sem hluti árfarvegarins og stór hluti búsvæða fiskanna fer undir lón. Allt eru þetta aðgerðir sem hafa mikil og neikvæð áhrif á hrygningu, viðkomu og uppeldisskilyrði laxfiska. Fæða laxfiska er mestmegnis botndýr. Fyrrgreindar breytingar á farvegi geta haft mjög mikil áhrif á lífsferla botndýra og þar af leiðandi fæðuskilyrði fiskanna. Þess má geta að bitmýslirfur eru mikilvæg fæða laxfiska í ám, en bitmý er háð rennsli og þrífst ekki í lónum né þar sem miklar sveiflur eru í rennsli. Framkvæmdaraðili hefur gefið sér að árangur seiðaveitna sé nálægt 100% og bendir máli sínu til stuðnings á árangur seiðaveitna við Bonneville og Lower Granite stíflurnar í Columbiaá í Bandaríkjunum. Þar hefur mikið verið reynt til að viðhalda laxastofnum í ánni en eins og sjá má á svörum frá The Fish Passage Center í Oregon þá sýna rannsóknir að fyrri mælingar á lifun seiða sem fara um seiðaveitur í Columbiaá gáfu ekki rétta

mynd af áhrifum veitanna. Seiði verða fyrir miklu hnjaski og áreiti við að fara í gegnum seiðaveitur. Þau koma því lemstruð út úr veitunum, en það hefur mikil áhrif á lífslíkur seiðanna og endurheimtur eftir dvöl í sjó. Það hefur því lítið að segja þótt seiðin séu að nafninu til lifandi þegar þau koma niður úr veitunum. Áður en áin var stífluð gengu 10–16 milljónir laxa upp í Columbiaá. Nú eru árlegar laxagöngur aðeins 1,5-2 milljón fiskar, þar af um 75% af sleppiuppruna, auk þess laxveiðin hefur minnkað um 90%. Seiðaveitur hafa verið starfræktar í meira en 35 ár en þær hafa ekki komið í veg fyrir frekari hnignun laxastofnsins í ánni og því vafasamt að ganga út frá því að seiðaveitur í neðrihluta Þjórsár muni skila betri árangri. Ennfremur má benda á að hlutfallslega stærri hluti fiskgengs hluta Þjórsár (í raun nær allur farvegurinn) verður fyrir röskun, á meðan svæði á milli virkjana er mun meira í Columbíaánni. Í áliti The Fish Passage Center kemur fram að allar þessar breytingar í Þjórsá komi til með að hafa áhrif á laxinn og þurfi að meta þær sérstaklega.The Fish Passage Center telur einnig upp fjölda rannsókna og upplýsinga sem vantar um vatnasvið Þjórsár, en telur þær nauðsynlegar til að meta megi áhrif virkjana á stofna laxfiska. Brýna nauðsyn ber til að afla mun nákvæmari upplýsinga um áætlaða virkni seiðaveitna áður en virkjanirnar verða settar í orkunýtingarflokk, enda er það eitt af skilyrðum Skipulagsstofnunar fyrir framkvæmdunum. Alls hafa 12 stofnar laxfiska í Columbíaánni verið settir á lista yfir dýrategundir í útrýmingarhættu. Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru skv. lögum skuldbundin til að bregðast við og taka 11 ríkisstofnanir þátt í þeirri vinnu. Alls eyddu þessar stofnanir um 3,3 milljörðum Bandaríkjadala í þessar aðgerðir á árunum 1982-2001, en heildarkostnaður síðustu 35 ára hefur verið áætlaður um 10 milljarðar Bandaríkjadala. Á árunum 1997-2001 fóru 590 milljón Bandaríkjadala í það eitt að byggja seiðaveitur við nokkrar

39


lífríkið virkjanir í ánni. NASF telur kostnað við framkvæmdir við seiðaveitur og aðgerðir til bjargar laxastofninum vera mjög vanáætlaðar af hálfu Landsvirkjunar og bendir á að auk mats á skilvirkni þeirra þarf að liggja fyrir hversu mikla fjármuni íslenska ríkið sé tilbúið til að leggja í björgunaraðgerðir fyrir stofna laxfiska í Þjórsá. Þær fiskirannsóknir sem unnar hafa verið fyrir Landsvirkjun á síðustu árum hafa ekki beinst að hvaða áhrif framkvæmdirnar hafa á stofna laxfiska, þrátt fyrir að þær rannsóknir væru skilyrði fyrir samþykkt umhverfismatsins á sínum tíma. Óskiljanlegt er einnig af hverju ekki hafa verið gerðar rannsóknir á hrygningastöðvum í ánni, hrygningaraðstæðum, og áhrifum virkjananna á þær, auk þess sem frekari rannsókna er þörf á ýmsum neikvæðum áhrifum sem skapast vegna breytts rennslis, mannvirkja, og minni möguleikum seiða til fæðuöflunar. Óhjákvæmilegt er að fram fari nýtt heildarmat á umhverfisáhrifum vegna virkjunarframkvæmda þar sem ofangreindir þættir verði rannsakaðir og niðurstaða fengin sem sýni hver áhrif framkvæmdanna verði á laxfiska í ánni.“

40

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011

Svo mörg voru þau orð. Orri bætir við þetta: Veiðimálastofnun lítur ekki vel út þegar farið er svona í saumana á þessu máli. Á þeim bæ hefur verið gefið grænt ljós án þess að fyrir liggi faglegar forsendur fyrir því. Helst að þar sé vonast til þess að hægt verði að þróa einhverja tækni til að redda málunum áður en í óefni er komið. Menn gætu allt eins hoppað út úr flugvél í tíu þúsund feta hæð og vonast til þess að fá lánaða fallhlíf einhvers staðar á leiðinni niður. Það sem við höfum lesið útúr þeim upplýsingum sem Margret Filardo og stofnun hennar hafa látið okkur í té er, að ef við gefum okkur 100 gönguseiði sem hefja hættulega för sína til sjávar, þá eru kannski fjörtíu þeirra dauð þegar kemur að seiðaveitunum. Það er margt við þetta rask sem eykur á hættu þeirra og skert búsvæði ofan virkjana eykur á dauðsföllin. Það eru kannski 5 til 10 seiði af þessum upprunalegu 100 sem deyja í veitunum og túrbínunum, en lykilatriðið í þessu máli er, hvað gerist eftir það. Það eru kannski 5 seiði sem drepast, en þær rannsóknir sem gerðar hafa verið fyrir vestan haf gefa til kynna að seiðin koma meira og minna lemstruð frá virkjuninni og eru að tína tölunni vegna þessa . Á endanum verði 5 seiði öllu heldur 85 seiði og þá eru bara 15 eftir. Og þeirra bíða nýjar hættur í hafinu. Og ekki má gleyma því að niðurganga seiðanna kviknar á mjög afmörkuðum tíma og finni seiðin ekki leið niður, fram hjá virkjununum, þá missa þau af strætó og bíða í eitt ár í viðbót. Og eru þá stödd í miðlunarlóni með tilheyrandi lakari lífskjörum. Það hljóta allir sem sjá vilja að þetta gengur ekki upp svona og fagleg umræða verður að komast fram fyrir pólitíkina áður en það er um seinan,“ sagði Orri.


Lax-, silungs- og skotveiði Hrútafjarðará, Breiðdalsá, Jökla, Tungulækur, Minnivallalækur og Fögruhlíðará

www.strengir.is


42

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011


ljósmyndun David Thormar

Á ótrúlegum sjóbleikjuslóðum! Ljósmyndagalleríið að þessu sinni er í höndum Davids Thormar, sem er danskur þegn með fjölskyldutengsl til Íslands (Þormar). David er ungur að árum, en mikið náttúrubarn og fluguveiðimaður fram í fingurgóma. Lesendur sjá hér, að hann er einnig ljósmyndari góður og það sama má segja um félaga hans Peter Kirkeby sem tók einnig nokkrar þessara mynda. David hefur komist í veiðifréttirnar hér á landi síðustu sumur. Vorið 2009 var hann á urriðaveiðum í Aðaldalnum, í Laxá á svæðum Laxárfélagsins, og setti þá í og landaði ríflega 20 punda laxi á silungagræjur, grannan taum og litla Black Ghost. Gott ef laxinn mölvaði ekki stöngina áður en honum var landað. Næsta vor var hann mætt­ ur aftur og setti þá í og landaði öðrum eins dreka, svo stórum og flottum að menn fóru strax að fletta upp myndum af þeim fyrri til að spá í hvort þetta væri mögulega sá sami, árinu eldri, því svoleiðis tilviljun væri gulls ígildi. Töluverð skoðun í þeim efnum leiddi í ljós hverfandi líkur á slíkum ótrúleika, maðurinn hafði einfaldlega dottið aftur í lokkupottinn og þetta segir okkur dálítið um göngumynstur þeirra allra stærstu í Laxá, var ekki David að setja í þessa sem eru að koma snemma og hreiðra um sig á Nessvæðunum, eru orðnir fáránlega legnir furðu snemma sumars og byrjaðir að leggja af? Allt um það, David kom síðan aftur nú í vor og ætlaði auðvitað að setja í og landa þeim þriðja. En það gekk ekki eftir, hvernig sem á því stóð (!), hins vegar fór hann beint úr Laxá yfir í Mýrarkvísl til að veiða urriða og landaði þá ríflega 90 cm laxi sem var sá fyrsti úr ánni s.l. sumar. En David Thormar veiðir víða en á Íslandi, hann veiðir heima fyrir í Danmörku og svo fer hann líka til Grænlands, meðal annars á fáfarnar slóðir á vestur­ ströndinni og þangað fer hann með hópa ásamt félaga sínu Peter Kirkeby. Um galleríið segir David: „Myndirnar eru teknar með bæði Canon EOS 60D og Olympus PEN E-PL1. Þær eru bæði úr minni smiðju og Peters Kirkeby hjá http://www.kineticfishing.com/. Ég hef ekkert unnið með þessar myndir, þær eru bara eins og beint af kúnni. Eflaust mætti eiga eitthvað við þær en okkur finnst þær bara bestar eins og þær eru. Myndirnar eru teknar í veiðitúr sem við fórum með Getaway Tours til Grænlands í júlí á þessu ári. Það er mikil fjölbreytni þarna, en stóru bleikjurnar veiddum við í lítilli á fyrir norðan Sisimiut.“

43


44

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011


45


46

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011


47


48

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011


ÞÚ FÆRÐ SIMMS EINNIG HJÁ VEIÐIMANNINUM

SÍÐUMÚLI 8 - SÍMI 568 8410 Veiðibúð allra landsmanna á netinu.

veidimadurinn.is

Gore-tex gerir gæfumuninn. Gore-tex öndunarfilman ber höfuð og herðar yfir aðrar öndunarfilmur bæði hvað varðar vatnsheldni og útöndun. Simms notar Gore-tex Performance-Shell og Gore-tex Pro-Shell í vöðlur og jakka. Engar málamiðlanir. Simms er málið

ALLIR VEIÐIMENN ÞEKKJA SIMMS GÆÐI! 49


50

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011


51


52

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011


53


54

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011


55


56

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011


57


58

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011


59


60

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011


61


62

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011


63


einu sinni var Þórður Flóventsson

Um gildi merkinga á laxi og silungi Árið 1929 var gefin út í Reykjavík bókin Laxa- og silungaklak á Íslandi eftir Þórð Flóventsson. Í bókinni eru skýrslur um ferðir höfundar um land allt, og framkvæmdir, en verkefni Þórðar var að gera úttekt á veiðivötnum, kanna ástand þeirra og möguleika til fiskeldis, ásamt því að veita heimamönnum ráð til að betrumbæta veiðivötn og ár til að fá betri veiði úr þeim. Ferðir þessar fór hann á árunum 1920 til 1927, en jafnframt er að finna í bókinni „fræðslu um lifnaðarháttu laxfiska hjer og erlendis“ eins og það er orðað.

Óhætt er að segja að bók þessi sé stórmerkileg heimild um fyrstu ár fiskræktar á Íslandi auk þess að gefa dálitla innsýn í nýtingu Íslendinga á veiðivötnum sínum og ástand þeirra á öndverðri tuttugustu öld, en 82 ár eru síðan að bók þessi kom út. Það má því kannski kalla bókina aldarspegil á sinn hátt. Hún telur alls 192 blaðsíður og okkur langar til að birta hér kafla úr henni. En það var úr vöndu að ráða. Margt fróðlegt og sumt óborganlegt þar á síðum hennar. En á endanum ákváðum við að birta ykkur kafla sem heitir: „Um að merkja bleikjusilunga og laxa“, en í þeim kafla reifar Þórður mikilvægi þess að Íslendingar taki upp merkingar á laxfiskum. Það var óþekkt á þeim tíma,

64

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011

en aðrar þjóðir höfðu þá fyrir nokkuð löngu komið sér upp hefðum í þeim efnum. Þórður skrifaði: – Því miður er engin hugsjón komin til okkar Íslendinga, og erum við langt á eftir öðrum þjóðum í því sem öðru fleira. T.d. hafa Skotlendingar merkt laxa og kannske fleiri fiskategundir nú til margra ára, og er það fjelag eitt, sem hefir þann starfa, að sjá um, að nóg sje til af merkjum fyrir hendi. Merkin eru ýmist plötur með tölu á, bæði daga- og ártal, og hvar sílinu var sleppt, og svo hvar það veiddist aftur. Merki þessi eru látin annaðhvort í kinnfiskinn eða þá í ugga, eða með hring í sporðinn, eða veiðiugga.


Fiskrækt á Íslandi

Þetta er afar nauðsynlegt fyrir fiskræktina, ef hún á að hafa nokkuð verulegt gildi, og byggjast á hreinni reynslu, sem endilega þarf eins og hvað annað, sem ríður mikið á, að rjett sé farið með. Jeg þekki tvö dæmi, sem jeg hugsa, að fáir eða enginn geti svarað með vissum rökum svo ábyggilegt sje, og er fyrra dæmið þannig: Á Grásíðu í Kelduhverfi í Norður Þingeyjarsýslu, er stutt ofan við bæinn kringlótt vatnsker, mikið djúpt, en rennur sama sem ekkert úr því. Þetta ker var hjer áður kallað Kvígildisauga, því hjer áður, um 1800 og þar áður, var prestinum í Garði í Kelduhverfi goldið eftir þetta ker sem eitt ásauðar kúgildi, því ekki þurfti Grásíðubóndinn annað en að fara upp í kerið og sækja sjer silunginn í soðið. Alt var þetta bleikjusilungur mjög vænn, nálægt 5 til 6 pundum, sem þarna veiddist. Hann var kræktur með öngli, því alla jafnan, á hverju hausti, kom þessi stóri silungur upp úr holunni, undan hellisskútanum, og þó hann væri veiddur kvöld eftir kvöld, þá kom altaf áframhaldandi uppganga þarna. Þetta Kvígildisauga er ofurlítið frá hraunjaðri, sem er ofan við bæinn á Grásíðu, en hvergi eru veiðivötn eða ár, sem gætu gefið líkur til, að þessi væni silungur geti runnið þaðan, því frá Mývatni eru 5 til 6 mílur vega, en hraun og gjár á allri leiðinn, en engin vötn, og er því spursmál mitt til fiskifræðinga vorra: Hvað getur silungur lifað lengi niður í jörðinni, án þess að komast upp úr henni?

Þórður Flóventsson.

En ef nú hefði verið búið að merkja hann til fleiri ára á vissum stöðum, til dæmis úr Mývatni og víðar, og merktur silungur hefði komið upp þarna úr Kvígildisauga þessu, þá hefði verið tilganginum náð. Hitt dæmið er það, að á Haursstöðum í Axarfirði í Norður Þingeyjarsýslu, stutt neðan við bæinn, rennur lækur sem kallaður er Kíll, og kemur upp úr jörðinni á að giska þúsund faðma sunnan við bæinn, og kemur vatnið þar alt upp

65


einu sinni var úr nokkuð stórri gjá, á dýpt á að giska 5 til 6 álnir, og á hverju hausti kemur þarna upp bleikjusilungur, oft fyrst einir 4 til 5 og smáfjölgar þeim, þangað til að þeir eru orðnir um 20, og er þá oft farið að veiða þá, þannig að lagt er net þvert yfir lækinn, og svo eru þeir reknir í það og fengum við oft þettað 40 til 50 á hverju hausti, og þó við vissum af, að einhver yrði eftir, þá hvarf hann ofan í gjána, gat ekki farið annað. Þarna er ekkert hraun nálægt og engin veiðivötn nokkursstaðar nær en Mývatn. En þessi kíll er austan við Jökulsá, sem er á milli Svínadals og Hafursstaða, svo hjer ræðir ekki um neina hugsanlega leið, nema langt niður í jörðinni. En spursmálið er hið sama til fiskifræðinganna hjer: Hvað getur silungurinn lifað lengi niður í jörðinni, eða getur hann tímgast þar og vaxið og orðið svona stór? Sá sem veiddist á Hafursstöðum var mjög misjafnlega stór. Sumir 3 til 4 pund, og aftur miklu fleiri 2 til 3 pund, og taldi jeg það ungan silung, of ungan til að gefa hrogn af sjer. En sá stóri var fullur af hrognum og svilamjólk.

66

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011

Fiskrækt á Íslandi Það er enginn vafi á því, að þessir stóru silungar komu til þess að riða eða leggja hrognin á mölina í læknum, því sunnan við gjá þessa er lækjarseyra, og horfði jeg oft á, þegar silungurinn var að hringsnúast á mölinni, og lang fjörugastur var hann á þeim bletti, sem ekki var dýpra á en það, að bakugginn var upp úr allur. Þarna lagði hann hrogn á hverju hausti, og var það einkennilegt, að lækjarbotninn varð ljósblár, og allsstaðar, þar sem silungurinn hafði riðað eða lagt hrognum sínum, mátti sjá þessa ljósbláu bletti í lækjarbotninum, og var það annað hvort á grjóthellu eða þá á stórgjörðri grjótmöl, og af þessu lærði jeg að láta helst grjótmöl í botninn á klakkössum mínum.


Lystaukandi veislur Fermingar Árshátíðir Brúðkaup Fundir Afmæli Móttökur

veis luþ j ó n u st a Búðakór 1

203 Kópavogi

Sími 820 7085

lystauki@lystauki.is


veiðihundar Ásgeir Heiðar

Eiginlega ekkert annað en súrefnisbox, lappir og nef Í síðasta blaði sögðum við frá hinum óborganlega Labrador Camo og sérstöku uppeldi hans og þjálfun sem leiddi af sér verðlaunahund og yfirburða veiðigarp. Nú hittum við Ásgeir Heiðar sem má eiginlega segja að sé ættfaðir Pointer á Íslandi, en hann flutti þann fyrsta til landsins árið 1995 og nokkrir af Pointerum hans hafa glatt þann gamla með því að vinna ítrekað til æðstu metorða veiðihunda á Íslandi, en hann hefur hlotið á milli 60-70 verðlaun fyrir besta hund veiðiprófs. Smávegis fyrst um Pointer. Þeir hafa verið ræktaðir í nokkur árhundruð og hafa djúpstætt og magnað veiðieðli. Í fyrstu voru þeir helst í Suður Evrópu, en sem veiðihundar þróuðust þeir út í að vera fuglahundar og vegur þeirra óx mjög þegar Bretar fóru að blanda þá með hraðari hundum á borð við refahunda og Greyhound. „Þeir eru eins og flestir venjulegir hundar að greind og almennum gæðum, en veiðieðlið þeirra stendur upp úr. Byggingarlega eru þeir magnaðir og þeir eru hraðir og skipulagðir í veiði. Þá er skapferlið gott, og almennt geðslag, þannig að þeir eru líka góðir heimilishundar. En fyrst og fremst eru þeir veiðihundar með hænsnfugla að sérgrein og það má segja að þeir séu

68

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011

byggðir til að hlaupa. Þeir eru eiginlega ekkert annað en súrefnisbox, lappir og nef.“ segir Ásgeir. Sem fyrr segir flutti hann fyrsta Pointerinn til landsins árið 1995 og kom sá frá Svíþjóð og hét því skrautlega nafni Jo-Kjells Mysa, en Ásgeir stytti það í Nella. Hún var tveggja ára hingað komin. „Með henni komu ný viðmið í fuglahundaflóruna hér á landi. Menn sáu hraðari hund í veiði og hund með leitarmynstur sem ekki hafði sést hér áður. Enda varð Nella þrefaldur meistari, sem sagt veiðimeistari, íslenskur og alþjóðlegur sýningarmeistari. Hún varð tólf ára og má segja að hún sé ættmóðir Pointerhunda á Íslandi. Þeir eru þó ekki nema milli 20 og 30 í það heila hér á landi. Fimm frá okkur eru komnir til


Pointer

Bandaríkjanna, og einn þeirra hefur afrekað að verða í öðru sæti á bandarísku þjóðarleikunum,The American Nationals,“ segir Ásgeir og enginn vafi að það er stolt í rómnum! Ásgeir flutti síðan inn norskan Pointer með það fyrir augum að koma á goti, en sá reyndist ófrjór. Var þá reynt aftur og kom þá Jet-Set til landsins og úr goti hans og Nellu kom m.a. Vatnsenda –Laxi sem var gríðarlega góður

veiðihundur. Annar hvolpur, tík af góðum norskum ættum, bættist í hópinn, „feiknalegur veiðihundur“ sem fékk nafnið Donna, en Donna gladdi líka gamla með því að vinna fyrrnefnda þrennu. Undan Donnu og Laxa hafa komið mjög góðir hvolpar og fimm þeirra hafa endað í Bandaríkjunum, eins og að ofan var getið. Einn af hvolpum Donnu og Laxa er Nóra, nafna guls Labradors sem var

Bendir VERSLUN MEÐ HUNDAVÖRUR  511-4444 www.bendir.is 69


veiðihundar

Pointer Hardy, Nóra, Kara, Jón Ásgeir og Ásgeir Heiðar á góðri stundu.

einkum fræg fyrir flugu sem Ásgeir hnýtti úr feldi hennar og reyndist afburða vel, einkum í Laxá í Kjós. Nóra varð þriðji Pointer Ásgeirs til að taka þrennuna og árin 2008 og 2009 var hún valin besti fuglahundur landsins. Nóra er sem sagt afburðahundur og þegar að undaneldi kom var sóttur suðrænn foli nokkur, ítalsk/franskur Pointer sem fékk hið magnaða nafn Hardy d‘Costalot. „Það er nú létt skýring á því nafni. Við vorum búin að panta hundinn rétt áður en kreppan skall á og með henni hækkaði allt upp úr öllu valdi er að þessum hundi kom. Það tvöfaldaðist allt sem hét kostnaður, en þegar til kom þá var það allt hverrar krónu og fyrirhafnarinnar virði. Við höfðum aldrei séð eins hraðan hund í veiði og óhætt að segja að með d‘Costalot hafi nýtt blóð

70

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011

komið í íslenska Pointerstofninn. Þessi hundur heillaði okkur upp úr skónum og úr goti hans og Nóru kom síðan m.a. nýjasta stjarnan okkar, Kara. Hún er Unghundur ársins 2011 og verður gaman að sjá hvaða árangri hún nær í framtíðinni,“ bætir Ásgeir við. En hvað innifela þessi próf. Hvað er dæmt? Ásgeir nefnir eftirfarandi: „Veiðiáhugi, hraði, stíll, sjálfstæði, leitarbreidd, leitarmynstur og samvinna við leiðanda. Stig fást fyrir alla flokkana. Þá þurfa þeir að finna sjálfstætt a.m.k. einn fugl og taka stand, reisa hann gegn skipun og halda ró sinni við uppflug og skot. Síðan skulu fuglar sóttir, en unghundar mega þó sleppa við það.“ Það var og, og þá er að sjá hvað Kara gerir á næsta ári.


NJ@RANGA.DK

Matseรฐill dagsins


Aldrei hafa veiðimenn og útivistarfólk haft úr fleiri bókum að velja!

Leitin að stórlaxinum

– Ásmundur og Gunnar Helgasynir

Það stefnir í valkvíða hjá veiðimönnum þegar kemur að jólabókinni. Ætli þeir vilji ekki margir hverjir hafa orðið í fleirtölu, því okkur hjá Veiðislóð er til efs að nokkru sinni hafi verið jafn mikið úrval nýrra veiðibóka á boðstólum. Við röðuðum þessu öllu saman á borð og litum síðan yfir plötuna. Hvar að byrja, hvar að byrja? Byrjum þá bara í stafrófsröð og þá kemur upp nafnið Ásmundur Helgason, tökum svo hinar fyrir í einhverri skrýtinni röð....

Ásmundur og Gunnar Helgasynir, tvíburarnir. Annar í stjórn SVFR, hinn orðinn frægur meðal þjóðarinnar fyrir leikstjórn, barnabókaskrif, álitsgjöf og dómgæslu í hinum ýmsu hæfileikasjónvarpsþáttum. Þeir bræður eru miklir og ástríðufullir fluguveiðimenn sem hafa nokkrar fjörurnar sopið síðustu sumur. Þeir bitu í sig þetta árið að halda í leit að stórlaxinum og hafa nú gefið út bók og disk sem heitir einfaldlega Leitin að stórlaxinum. Þeir þræða þar nokkur veiðisvæði sem eru þekkt fyrir stóra laxa og stefnan sett að rjúfa tuttugu punda múrinn. Gluggum aðeins í fréttatilkynningu frá þeim kumpánum: „Út er kominn pakki um stórlaxaveiðar á Íslandi sem inniheldur bæði bók og kvikmynd! Betra verður það einfaldlega ekki! Þessi magnaði veiðipakki er eftir bræðurnar Gunnar og Ásmund Helgasyni og ber heitið Leitin að stórlaxinum.

Bókin – Leitin að stórlaxinum og flugurnar sem virka Í bókinni velja 10 valinkunnir stórlaxaveiðimenn 10 uppáhalds flugurnar sínar. Útkoman er ótrúlega fjölbreytt og fróðlegt úrval af stórlaxaflugum. Einn þessara manna er Þórður Pétursson, höfundur Laxá blá, sem sýnir hér bestu flugurnar sínar. Einnig er í bókinni bráðskemmtileg frásögn bræðranna Ásmundar og Gunnars af veiði­sumrinu og þá aðallega hvernig veiðin hjá þeim gekk. Auk þess segja þeir líka frá því hvernig tókst til við að taka upp og framleiða myndina Leitin að stórlaxinum. Myndirnar af flugunum í bókinni tók Jón Víðir Hauksson. Bókin er 80 bls.

Myndin – Leitin að stórlaxinum Við gerð myndarinnar settu bræðurnir Gunnar og Ásmundur Helgasynir sér það markmið að komast í 20 punda klúbbinn. Þeir fara víða í leit sinni að stórlaxinum, þangað sem helst er von til að markmiðið náist; í Laxá í Aðaldal, Jöklu, Breiðdalsá og Hofsá. Þeir skoða einnig hvernig Jökulsá á Dal hefur breyst úr jökulfljóti í laxveiðiá við þá miklu framkvæmd sem Kárahnjúkavirkjunin var. En fyrst og fremst er þetta skemmtileg, fróðleg og falleg mynd um leitina að íslenska stórlaxinum. Mennirnir á bak við myndavélarnar voru Jón Þór Víglundsson og Jón Víðir Hauksson. Myndin er 80 mínútur. Smelltu hér til að skoða stiklu úr myndinni.

72

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011


Veiðisögur

Íslenskar Veiðiár

Bubbi Morthens sendi frá sér sína þriðju veiðibók og þessi nýjasta heitir: Veiðisögur.

Þessi bók Roberts Neils Stewart hershöfðingja kom fyrst út árið 1950 undir heitinu Rivers of Iceland. Bókin var skrifuð fyrir erlenda stangveiðimenn og var markmiðið að kynna fyrir þeim helstu veiðiár landsins, aðstæður við ár og vötn, fiskistofnana og aðbúnaðinn á bæjum þar sem dvalið væri.

– Bubbi Morthens

„Þetta eru bara sögur. Sögur af veiðimönnum, veiðistöðum og upplifun í veiði. Síðan er það langt, langt frá því að vera þannig að þetta sé alfarið um mig og eftir mig. Það er einnig útlitshönnuðurinn Jón Ásgeir Hreinsson sem er hreinn listamaður og það sama má segja um Einar Fal ljósmyndara. Þá eru það konurnar sem koma að bókinni, Hildur Hermóðsdóttir útgefandi og Hrafnhildur eiginkona mín. Án þessa fólks hefði þessi bók ekki orðið til,“ sagði Bubbi á kynningu sem haldin var í tilefni af útgáfu bókarinnar. Síðan tók hann lagið, sýndi skyggnur og bauð gestum upp á margvíslega laxarétti í Rafstöðvarheimilinu við Elliðaárnar.

– R.N.Stewart, þýðing Einar Falur Ingólfsson

Íslenskar veiðiár var fyrsta bók sinnar tegundar, þar sem fjallað er á markvissan hátt um stangveiðiíþróttina á Íslandi, og hefur lengi verið talin til klassískra veiðibókmennta. Stewart var gjörkunnugur öllum aðstæðum hér, veiddi fyrst hér á landi árið 1912 og leigði um langt árabil veiðiréttinn í Hrútafjarðará og Síká. Stewart sendi alls frá sér ellefu bækur, um stangveiði og náttúru, og aðbúnaðinn á bæjum þar sem dvalið var.

Í bókinni staldrar Bubbi m.a. við í Kjósinni, Rangánum, Norðlingafljóti, Grímsá, Kjarrá, Miðfjarðará, Hítará, Norðurá, Langá, Vatnsdalsá, Stóru Laxá í Hreppum, Hofsá og Laxá í Aðaldal. Einnig gefur hann gagnleg ráð um græjur og ýmislegt er varðar réttu handtökin.

Íslenskar veiðiár er annað og meira en lýsingar á ám og fiskum. Þetta er merkileg frásögn um reynslu skosks ferðalangs sem dvaldi margoft hér á landi og kynntist þeim gríðarlegu breytingum sem urðu á högum landsmanna á fyrri hluta tuttugustu aldar.

Það er skemmtilegur vinkill á þessari útgáfu, að bókin kemur einnig út rafræn og voru gestir að fletta henni á Ipad-skjám þegar bókin var kynnt. Það er Salka forlag sem gefur bókina út.

Lýsingar Stewarts á samgöngum hér á landi, á sveitabæjunum þar sem hann dvaldi og fólkinu sem hann kynntist, eru ekki síður merkilegar en næmar lýsingar hans á veiðiánum, fiskum og fuglalífi, veiðiskap og íslenskum fylgdarmönnum erlendra veiðimanna. Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari og rithöfundur þýddi bókna. Hana prýða um fimmtíu ljósmyndir sem Stewart tók hér á landi. Margar þeirra hafa verið í vörslu afkomenda Stewarts og hafa ekki áður birst opinberlega. Það er Hið Íslenska Bókmenntafélag sem gefur bókina út.

73


Stórlaxar

– Gunnar Bender og Þór Jónsson

Stórlaxar er viðtalsbók þar sem sjö landsþekktir einstaklingar segja veiðisögur og ræða um lífið á árbakkanum. Umsjónarmenn eru Gunnar Bender og Þór Jónsson. Þeir sendu okkur fréttatilkynningu um afurðina Í fréttinni stendur: „Margir viðmælenda eru þekktir fyrir allt annað en laxveiði og kemur það mörgum vafalaust á óvart að stangveiði sé þeirra aðaláhugamál utan vinnu. Aðrir lifa og hrærast í stangveiði. Stórlaxarnir eru: Kristinn Sigmundsson, óperusöngvari, Ragnheiður Thorsteinsson, dagskrárgerðarmaður RÚV, Björn Kristinn Rúnarsson, verslunar- og leiðsögumaður, Njörður P. Njarðvík, prófessor og rithöfundur, Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri, Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari, og Árni Baldursson, framkvæmdastjóri. Inngang skrifar Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Í bókinni eru 48 litsíður þar sem gefur að líta myndir af öllum stórlöxunum í sínu náttúrulega umhverfi, ef svo má að orði komast. Þar má einnig sjá ýmsa aðra góða menn og konur við veiðar. Kunnastir eru vafalaust Haraldur Noregskonungur og Eric Clapton tónlistarmaður. Höfundar bókarinnar eru þekktir blaðamenn og forfallnir veiðiáhugamenn, Gunnar Bender og Þór Jónsson, sem hafa báðir skrifað veiðibækur áður en leiða nú í fyrsta sinn saman hesta sína. Afraksturinn er forvitnileg, stórskemmtileg og vel stíluð bók fyrir alla veiðimenn – og hina líka. Til dæmis hafa sumir viðmælenda í bókinni ekki fyrr veitt viðtöl um veiðiáhuga sinn. Hér er sagt frá veiði og veiðiskap sem vera ber en einnig hvað tafði Ólaf frá því að fara á fæðingardeildina, hugljómun Ragnheiðar í drullupytti, heimsókn Guðmundar á slysadeild, áliti Kristins á því hvort fiskar hafi fögur hljóð, siðaboðskap Njarðar, leiðsögn Björns með auðkýfingi sem vildi veiða þar sem ekki var fisk að fá, hvers vegna Árni fleygði sér yfir peningahrúgu á gólfinu o.fl. o.fl. Magnaðar litmyndir, sumar úr einkasöfnum, aðrar teknar sérstaklega fyrir bókina, gera hann enn glæsilegri og eigulegri en ella. Hér ber vel í veiði. Tindur bókaútgáfa gefur bókina út. Hún er 139 blaðsíður að lengd. Þrándur í Götu annaðist kápuhönnun og umbrot og Prentmiðlun prentun.“

74

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011

Vötn og Veiði

Stangaveiði á Íslandi 2011 – Guðmundur Guðjónsson Gamla góða árbókin enn og aftur komin út, en bók þessi hefur komið út í einni mynd eða annarri allar götur síðan 1988, eða 23 ár. Eins og fyrri daginn er stiklað á stóru með það helsta sem gerðist fréttnæmt veiðiárið 2011. Lokatölur birtar úr fjölmörgum ám, helstu fréttir raktar, veiðisögur sagðar og eins og lenska hefur verið síðustu árin, hafa umsjónarmenn tekið fyrir nokkur veiðisvæði og greint frá persónulegri reynslu sinni af þeim á liðinni vertíð. Að þessi sinni er tekin fyrir vor- og haustveiði í Eldvatni í Meðallandi, veiði á silungasvæði Breiðdalsár, sem hefur verið stækkað og hefur nú umtalsverða laxavon, Kráká, Setbergsá og Straumfjarðará. Fjöldi mynda prýða og bókina og gefa henni enn meira gildi. Það er Litróf Hagprent sem gefur bókina út.


Grímsá og Tunguá

– Guðmundur Guðjónsson og Einar Falur Ingólfsson Þetta er þriðja bókin í ritröð Litrófs um íslenskar laxveiðiár, en áður hafa komið út bækur um Laxá í Kjós og Langá á Mýrum. Að þessu sinni er viðfangsefnið Grímsá í Borgarfirði ásamt hliðaránni Tunguá. Guðmundur Guðjónsson er ritstjóri textaefnis og bókin er glæsilega skreytt ljósmyndum Einars Fals Ingólfssonar, sem kom með einum eða öðrum hætti að þremur veiðibókum þetta árið. Bókin skiptist í eina sex hluta, fyrst er að nefna gamlar ljósmyndir frá fyrstu árum stangaveiða í Grímsá, þá er veiðistaðalýsing af Grímsá, sams konar kafli fyrir Tunguá, þá langur kafli af viðtölum og veiðisögum. Margt af því efni hefur fengið endurnýjaða lífdaga eftir að hafa birst í bók um Grímsá árið 1987. Má nefna viðtöl við nú látna höfðingja, Kristján Fjeldsted í Ferjukoti og Steingrím Hermannsson fyrrum forsætisráðherra, en báðir voru hafsjór af fróðleik og veiðisögum frá Grímsá frá fyrri árum. Fimmti hlutinn er kafli ritaður af Þorsteini Þorsteinssyni á Skálpastöðum, formanni veiðifélags Grímsár til margra ára, í tilefni af 40 ára afmæli veiðifélagsins. Óhætt er að segja að þar kenni margra grasa og Þorsteinn sviptir hulunni af stormasömum árum í tengslum við útleigu á ánni til SVFR, byggingu hins umdeilda veiðihúss við ána, sem setti SVFR nærri því á hausinn, samskiptum bænda innbyrðis og útá við og síðast enn síst netauppkaupamálinu í Borgarfirði. Loks er myndakafli þar sem getur að líta taumlausa gleði veiðimanna á bökkum Grímsár.

25 gönguleiðir á Hvalfjarðarvæðinu – Reynir Ingibjartsson

Undirtitill þessarar bókar er Náttúran við bæjarvegginn og er óhætt að segja að hér sé kominn kjörgripur fyrir útivistarfólk, því margir í þeim hópi halda sér við með hæfilegum göngutúrum yfir svörtustu vetrarmánuðina og síðan þarf ekki að taka fram að bókin missir síður en svo gildi sitt þegar dag tekur að lengja á ný. Í Bókatíðindum er bókinni svo lýst: -Hér er lýst 25 gönguleiðum á svæðinu kringum Esju, Akrafjall og Skarðsheiði, auk undirlendisins við Hvalfjörð. Kort og leiðbeiningar fylgja hverjum gönguhring. 161 blaðsíða. Það er Salka forlag sem gefur bókina út.

Það er Litróf Hagprent sem gefur bókina út og innnan skamms mun hún einnig líta dagsins ljós á ensku.

75


Stóra bókin um villibráð

Bara vatn og fiskur

Frá þessari bók greindum við í síðasta tölublaði Veiðislóðar. Fengum þá góðfúslegt leyfi til að birta dálítið efni úr bókinni, en óhætt er að segja að komin sé biblía fyrir þá sem skjóta og vilja verka og elda sjálfir. Fjölda verkunarferla og uppskrifta Úlfars er að finna í bókinni sem auk þess er ríkulega myndskreytt ljósmyndum Karls Peterssons og teikningum Jóns Baldurs Hlíðberg. Áhersla er lögð á nýtingu alls hráefnis sem til fellur af villibráð og segir það nokkra sögu um sviðið sem bókin nær yfir. Algjör galdragripur.

Síðast en ekki síst birtist þessi sérstaka bók í þessu jólabókaflóði, sem stendur nú heldur betur undir nafni hvað veiðimenn varðar. Það er Pálmi Einarsson hjá Designhouseone sem hefur sent frá sér bókina Bara vatn og fiskur.

– Úlfar Finnbjörnsson

Úlfar dregur línuna hér við spendýr og fugla, lax og silungur kemur kannski seinna, en fjölbreytnin er aðall þessarar bókar samt sem áður, þannig eru all nokkrar uppskriftir að selkjöti og hval, auk þess sem all nokkrar uppskriftir eru að fýl (múkka) sem mörgum myndi líklega ofbjóða að leggja sér til munns, en lítur og hljómar furðu girnilega út í meðförum Úlfars. Það sem síðan gefur þessari bók enn meiri vigt er sú staðreynd að sjálfur er Úlfar veiðimaður af lífi og sál....og sú sál flæðir yfir blaðsíðurnar. Það er Salka forlag sem gefur bókina út.

76

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011

– Pálmi Einarsson

Lesendur VoV og Veiðislóðar eiga orðið að þekkja vel til Pálma sem nokkrum sinnum hefur leyft okkur að birta stórfallegar ljósmyndir sínar af bökkum vatnanna. Hér kveður við líkan tón og viðfangsefnin eru nokkrar af sömu ám og við höfum fengið að njóta, t.d. Stóra Laxá, Hafralónsá, Svalbarðsá og Laxá í Kjós. Í fréttatilkynningu sem Pálmi sendi okkur segir eftirfarandi: Hinn reyndi laxveiði- og veiðileiðsögumaður Pálmi Einarsson sem rekur sitt eigið hönnunarfyrirtæki designhouseone, er að gefa út sína fyrstu bók fyrir þessi jól. Bókin heitir Bara vatn og fiskur og telur 64 síður, fallega innbundin og saumuð og sómir sér því vel á stofuborði, í veiðihúsum og frammi í fyrirtækjum. Í bókinni eru einstakar ljósmyndir af sex íslenskum laxveiðiám, ásamt áhugaverðum og nytsamlegum ráðum með skýringa­ rmyndum. Myndirnar tók Pálmi í veiðiferðum sínum s.l. tvö sumur og byggjast ráðin á áralangri reynslu hans af laxveiði. Allar skýringarmyndirnar teiknaði hann sjálfur og sá einnig um uppsetningu og umbrot. Bókin mun m.a. fást í öllum helstu veiðibúðum landsins. Nánari upplýsingar um sölustaði má finna á heimasíðunni, www.designhouseone.com. Þar er einnig hægt að skoða nokkrar opnur úr bókinni sem verður gefin út á ensku, þýsku og frönsku í vor.“


Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal

BESTA URRIÐAVEIÐISVÆÐI Í HEIMI! Veiðileyfin færðu á SVFR.IS

77


villibráð

Vín

Ávöxturinn þarf að skila sér með villibráðinni.... Vín og villibráð fara afar vel saman. En það er þó í sjálfu sér mikil einföldun að segja svoleiðis og hér er ekki verið að ræða um víndrykkju víndrykkjunnar vegna. Heldur, að villibráð er einstakt hráefni og oft og iðulega bragðmikil að ekki sé minnst á meðlætið sem samanstendur af ýmsu og kallar á, að ef drekka á vín með matnum á annað borð, þá er mikilvægt að það vín sé valið af kostgæfni til að hámarka ánægjuna við að snæða villibráðina. Sem í mörgum tilvikum var veidd af fjölskyldumeðlimi eða vini, sem eykur á gildi máltíðarinnar. Það er dálítið af snjöllum vínsmökkurum hér á landi og sumir þeirra eru býsna þróaðir og nánast fjölkunnugir í greininni. Einn þeirra er Hafliði Loftsson verkfræðingur sem hefur haft áhuga á vínum frá því að hann var ungur maður, en hann rekur fyrirtækið Ber ehf, sem flytur inn nokkur af þekktustu og bestu vínum Spánar. Hafliði er einn tólf félaga í Ítalska vínklúbbnum, stendur þar vaktina ásamt nokkrum af þekktustu vínsmökkurum landsins. Má þar nefna kempur á borð við Einar Thoroddsen, Börk Aðalsteinsson, Hörð Arnarson og Sigurð Sigfússon. Maður skyldi því ætla að Hafliði viti hvað hann syngur. Nú fara í hönd jól og áramót og vitað mál að á fjölmörgum heimilum er villibráð á borðum. Mjög víða á báðum stóru hátíðunum. Þá erum við að tala um allt frá graflaxi og reyktum laxi upp í rjúpu, gæs eða hrein-

78

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011

dýrasteik. Síðustu árin hefur verið hægt að nálgast erlenda villibráð í stórmörkuðum, en við báðum Hafliða að segja okkur hvaða vín færu best með hreinræktaðri íslenskri veiðibráð, laxi, silungi, gæs, önd, rjúpu og hreindýri. En fyrst aðeins nánar um nefndan Hafliða. „Ég er eiginlega alæta á vín, en hrifnastur er ég af spænskum vínum. Upphaflega heillaðist ég af vínum frá Rioja héraði. Vínáhuginn á sennilegast rætur að rekja til þess að ungur fékk ég mikinn áhuga á eldamennsku og við hjónin deilum þeim áhuga. Tengslin milli vína og matar eru afar sterk. Ég er örugglega talinn með meiri sérvitringum í þessari grein, t.d. þyki ég frekar hallur undir ung vín, gagnstætt mörgum félaga minna í Ítalska vínklúbbnum. Þá er ég hlynntur því að fara ekki endilega troðnar slóðir og segi t.d. að þó að meginreglan sé talin vera


Hafliði Loftsson

Hreindýr Hreindýr er víða á hátíðarmatseðli veiðimanna og menn elda það á mismunandi vegu. Hreindýrakjöt er öflugt villibráðarkjöt og Hafliði segir: „Það eru margir þeirrar skoðunar að hreindýravín eigi að vera dökk og kraft- og bragðmikil rauðvín. Það er álitamál, sumir vilja ung vín, aðrir vel þroskuð. Ávöxturinn þarf að skila sér með villibráðinni. Ég myndi segja að góð rauðvín með hreindýri séu til dæmis Valbuena og Alion frá Vega Sicilia í Ribera del Duero. Vínin frá Vega Sicilia eru mjög dýr vín og voru meira að segja lengi þau dýrustu þarna suður frá. Síðan eru önnur vín komin yfir þá og þeir eru frekar svekktir að vera ekki lengur dýrastir. Ribera del Duero er hérað á hásléttu norðan við Madrid og af flestum talið merkasta rauðvínshérað Spánar. Þar er vínið unnið í 8-900 metra hæð og þar er frost og kuldi þegar svo ber undir. Það drepur alls kyns óværu og gefur víninu þaðan ákveðinn ferskleika. Gran Cruor frá N-A horni Spánar er einnig tilvalið, en það hefur verið valið bezta Syrah vín Spánar 3 ár í röð. Þá má nefna að Castillo Perelada 5 Fincas er prýðisgott alhliða villibráðarvín. 5 Fincas er frá 5 mismunandi víngörðum, m.a. Finca Malaveinas, sem útleggst búgarður vonda nágrannans. Þetta er dökkt og mikið vín sem nær allri villibráð.“

hvítvín með fiski, rauðvín með kjöti, þá má alveg blanda þessu saman og hún er ágæt reglan sem segir, að ef þér finnst vínið gott, þá passar það með matnum sem þú ert að borða. Ég var einu sinni á veitingahúsi á Spáni og pantaði hvítvín með ákveðnum forrétti. Hann átti ekki þetta tiltekna vín en svaraði því að bestu hvítvínin væru alltaf rauð, en það er gaman að því að með aldrinum nálgast þessi vín talsvert í lit, hvítvínin dökkna og rauðvínin fölna. Þeir á Spáni drekka t.d. nær eingöngu rauðvín með saltfiskinum. Málið með að velja vín, er að velja það sem gefur skörp skil. Hátíðarmatur eins og villibráð er oft með bragðmiklum hliðarmat, eins og sultu og sósum og það er ekki góður praxís að vera með mat uppi í sér þegar maður sýpur á víninu.“ Og meðmælin ...

79


villibráð Rjúpa – ein er upp til fjalla

Gæs

„Rjúpa kallar á ívið mildari vín heldur en hreindýrið. Vínið má ekki rúlla yfir rjúpuna og sömuleiðis öfugt. Við þurfum að finna þroskaðra og mýkra vín, sem þýðir eldra. Það besta sem mér dettur í hug er Vina Pedrosa og Valduero Reserva frá Ribera del Duero.

Grágæs og heiðagæs er víða á hátíðarborðum og hvort heldur er að menn eru að éta bráð sína yfir hátíðirnar eða á öðrum tímum, þá er gott vín mikilvægt. „Gæsin liggur aðeins á milli í vínum. Ég mæli hér með Pesquera frá Ribera del Duero og enn fremur Guelbenzu Evo Cabernet Sauvignon frá Navarra. Segja má að þessi vín séu nokkuð frönsk í stíl, þau eru ekki eins kraftmikil og þau sem ég hef áður nefnt, en samt dökk og berjamikil. Krafturinn liggur gjarnan í þrúgunni og þau sem virka best með villibráð eru að minnsta kosti sæmilega kröftug. Allt fer þetta þó eftir smekk hvers og eins.“

Önd Líklega er önd ekki eins tíð á veisluborðum hátíðanna og það sem á undan er nefnt, en margir veiðimenn hafa þær á boðstólum til hátíðarbrigða. Hafliði segir: „Valduero Reserva, Condado de Haza og Dehesa la Granja smellpassa með önd. Þau eru mild en samt þroskuð. Þetta eru vín sem ég myndi enn fremur mæla með til að hafa með lambakjöti, en sumum finnst íslenska lambið vera hálfgildings villibráð þannig að það er allt í lagi að nefna það hér í leiðinni.“

80

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011


Hafliði Loftsson

Lax og silungur Lax og silungur eru ekki mikið notaðir sem aðalréttir yfir hátíðirnar, en grafnir og reyktir eru þeir geysilega algengir í forréttum og á hlaðborðum. Graflaxinn er margvíslegur og kryddblöndurnar eru líklega jafn margar og „grafarnir“ eru. Reyktur laxfiskur er lang bestur taðreyktur, þá fæst einstakt bragð sem gerir kröfur til vínsins. Margur myndi væntanlega álíta að hér myndi Hafliði tína til einhver hvítvín, en svo er ekki. Hér mælir sérfræðingurinn með freyðivíni og getur þess að það passi einnig með t.d. skelfiski, sushi og öflugum fiskisúpum. „Kolsýran í víninu hreinsar bragðið í munninum, frískar það upp, en í þessum laxfiskum er gjarnan mikið krydd og salt og veitir ekki af svona hressingu í kjölfarið. Ég myndi mæla með Cava freyðivínunum, en þau eru framleidd með sömu aðferðum og kampavínin og hafa sams konar vottun. Þau eru flest frá norðausturhorni Spánar og þau eru flokkuð í fimm flokka samsvarandi Kampavínum, Brut Nature sem er alþurrt, síðan Brut, Seco og Semi Seco sem eru sætari og loks Dulce sem telst sætt. Allt fer þetta eftir viðbætta sykrinum og velur hver fyrir sig. Þó eru þurrari vínin venjulega drukkin með mat eða ein og sér sem fordrykkir en þau sætu frekar með eftirréttum, jafnvel tertum. Nefna má Castillo Perelada í þessum sambandi en vín úr þremur þurrustu flokkunum eru nú fáanleg í Vínbúðum Lýðveldisins.

Ekkert hvítvín? Það hefur komið okkur dálítið í opna skjöldu hvað Hafliði er lítið að ræða hvítvínin. Hann hefur meira að segja talað um rauðvín með smjörsteiktum silungi og laxi, en það er önnur saga sem við tökum kannski upp með vorinu. En engin hvítvín? „Jú, hvítvín passa oft og þá helst með fiski. En með hvítvín þá dettur mér helst í hug, að á stöku sérvitru heimili er hafður reyktur áll í forrétt og þeim rétti passar vel sérviskulegt og bragðmikið hvítvín sem heitir Palacio de Bornos Verdejo. Það er sýruríkt og kraftmikið, frísklegt og hentar reyndar vel með skelfiski og flestum sjávarréttum.“

Svo mörg voru þau orð Hafliða og afskaplega líklegt að við leitum oftar í smiðju til hans. Hann nefndi t.d. rauðvín með steiktum laxfiski eins og áður var getið, við ræddum einnig um góð svartfuglavín og fleira og fleira. Það bíður betri tíma.

81


græjur ofl.

Heat Factory – heitasta jólagjöfin?

Heat Factory er bandarískur framleiðandi að varmapúðum. Varmapúðarnir hitna þegar innihaldið kemst í samband við súrefni. Pokarnir hitna í uppundir 40 gráður og haldast heitir í allt að 10 klukkustundir. Heat Factory pokarnir eru fáanlegir í húfur, sokka og vettlinga svo eitthvað sé nefnt. Heat Factory framleiðir einnig ullarvettlinga, sokka og annan fatnað sem er búinn vösum fyrir pokana.

Heat Factory varmapúðarnir eru mun ódýrari hér á landi en t.d. á skíðasvæðum Evrópu en par af varmapúðum kostar ekki nema um 200 krónur. Heat Factory vörurnar eru tilvaldar í vor- og haustveiðina, skotveiðina og alla almenna útivist á veturnar. Heat Factory er einhver heitasta jólagjöfin í Veiðihorninu Síðumúla 8 og Sportbúðinni Krókhálsi 5 – www.Veidimadurinn.is

Fyrir hnýtarann - Danvise Klárlega vinsælasta öngulheldan á markaðnum. Þessi danska hönnun og framleiðsla sló strax í gegn fyrir 15 árum þegar fyrstu eintökin voru flutt inn. Danvise er svokallaður „True Rotary“ væs en hann er byggður þannig upp að leggur öngulsins er í sama plani og öxull verkfærisins. Þetta gerir það að verkum að hægt er að snúa flugunni rétt um sjálfa sig, án hjámiðju og nota

82

þannig snúning öxulsins í stað þess að vefja búkklæðningu eða vöfum utan um flugulegg. Helsti kostur Danvise er þó sá að hann heldur öngli betur en flestir aðrir „væsar“ (öngulheldur), jafnvel mikið dýrari verkfæri. Danvise fæst í Veiðihorninu Síðumúla 8 og í Sportbúðinni Krókhálsi 5 og kostar aðeins 9.995.

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011


Vibe flugulínurnar standa fyrir sínu Hrygnan í Síðumúla er með nýjung í flugulínum. Vibe 85 og Vibe 125 eru nýjar flugulínur frá Vision sem komið hafa skemmtilega á óvart og reynst einstaklega vel hér á landi sem annars staðar. Vibe línan er með teflonblandaða húð sem gerir hana þjála og meðfærilega, meira svo en gengur og gerist, og aukinheldur eru þessar línur fyrir vikið lausar við hið hvimleiða „minni“ sem leggst á sumar línur í köldu veðri. Kjarninn er auk þess ekki mjög sveigjanlegur og veldur því að veiðimenn finna betur fyrir tökunni en ella, auk þess sem línan vinnur betur.

Vibe 85 er með 8,5 metra „haus“. Þyngd haussins er vandlega merkt og tilmæli um réttar stangir liggja fyrir. Vibe 85 er þyngri heldur en sem svarar til AFTM viðmiðsins. Það þýðir að lína sem merkt er fyrir stangir 5-6 virka best á stífari fimmur og mýkri sexur, svo dæmi sé tekið. Vibe 85 er í essinu sínu í þrengslum. Aftur á móti er Vibe 125 með 12,5 metra haus sem gerir hana að betri alhliðalínu. Þar sem hausinn er lengri, virkar línan léttari en Vibe 85 og hún er auk þess nær AFTM viðmiðinu og ber að taka mið af því þegar línuþyngdin er valin samkvæmt viðmiði stangarinnar.

Magnaður vöðlujakki frá G.Loomis Veiðiflugan, www.veidiflugan.is er með þessa vöru á boðstólum: G.Loomis vöðlujakkinn er einn sá allra öflugasti og er hann framleiddur úr bestu mögulegu hráefnum. G.Loomis hefur boðið upp á þenna glæsilega MAX vöðlujakka sem hefur þá kosti að vera fisléttur og hafa 20,000 mm vatnsheldni ásamt Sympatex öndun.

Allir rennilásar eru soðnir sem gerir hann mun öflugri en ella, enda ætti þessi jakki að halda mönnum þurrum í alvöru rigningum. Jakkinn hefur stillanlega hettu, franska lása á úlnliðum, ásamt hlífum til að verjast því að vatn komist inn í ermar. Frábær Jakki sem er framleiddur í Evrópu . Verð aðeins kr. 69.900.-

83


græjur ofl.

Fyrir pásurnar! Veiðiflugan, www.veidiflugan.is er með þessa vöru á boðstólum: Primus hitabrúsar og könnur eru bráðnauðsynlegur hluti af búnaði veiðimannsins hvort sem er til að halda kaffinu eða kakóinu heitu, eða einhverjum öðrum drykk köldum. Hitabrúsarnir eru úr burstuðu stáli og koma með aukatappa fyrir auka einangrun ef geyma þarf vökvan heitan eða kaldan lengi.

Verð kr. 6,500,- Kannan hefur siliconþéttingu í loki ásamt þrýstitappa til opnunar eða lokunar, passar í flestar könnuhöldur í bifreiðum. Verð kr. 5.500-

Hnýtingartaska sem fáir eiga Það færist í vöxt að veiðimenn séu með hnýtingartólin með sér í veiði, enda vita menn á stundum ekki hvaða aðstæður geta dúkkað upp og þá er gott að vera við öllu búinn. Í Vesturröst er skemmtileg hnýtingataska sem vert er að kíkja á.

84

„Þessi er frá Airflo og er flott gjöf fyrir fluguhnýtarann. Fáir eiga svona. Þetta er fluguhnýtingartaska , stærð 30cm x 45cm x 5cm. Stór vönduð taska fyrir efnið, fullt af hólfum fyrir efnið. Aðeins 12.900 kr. Sjón er sögu ríkari,“ segir Ingólfur í Vesturröst.

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011


Nýir tímar í vöðlum, þessar leka ekki! Hrygnan í Síðumúla er með nýjung í vöðlum. Vision er að koma á markað með nýjar vöðlur og er óhætt að segja að slagorðið veki vonir um þurrari og hlýrri tíma. „Ekki fleiri göt“ hljómar það og ætli það eigi ekki að þýða að senn heyri lekar vöðlur fortíðinni til? Það væri óskandi. En þeir hjá Vision eru ekki að grínast og segjast vera komnir með nýja tækni sem taki fyrir að vöðlur gangi sér til húðar eða skaddist og fari að leka. Visionvörurnar fást í Hrygnunni. Þetta eru hinar nýju Ultra vöðlur og má segja að grundvallaratriði í lekaleysi þeirra sé að hér er um að ræða saumalausar vöðlur sem byggja á nýrri tækni í samsetningu trefjanna. Útkoman er afar léttar vöðlur án sauma og án íþyngjandi teipunar á innra byrði. Þær eru reyndar teipaðar

innra, með léttu efni, bara til frekara öryggis! Ultra vöðlurnar eru smíðaðar með það fyrir augum að veiðimenn geti vaðið djúpt út í ána eða vatnið. Þrír vasar eru framan á vöðlunum, sá stærsti þeirra hátt uppi á bringu með vatnsheldum rennilási, hinir tveir smærri beint þar niður af. Sá stóri er svo hátt að vatn á ekki að renna ofan í hann frekar en ofan í vöðlurnar til veiðimanna. Þá eru festingar fyrir tangir og málbönd og vöðlur þessar eru ofan á annað með allt það helsta sem prýðir „venjulegar“ vel sniðnar og samansettar vöðlur. Ekki spillir smekkleg litasamsetning þeirra. SJón er sögu ríkari.

Reykofn – afar vinsæl jólagjöf Ron Thompson reykofn er alltaf vinsæll og ekki síst í jólagjafir. Á því er engin undantekning fyrir þessi jólin, nú þegar hefur þurft að taka aukasendingar með hraði. Heitreyking með Ron Thompson reykofni er bæði einföld og fljótleg en ekki tekur nema um 20 til 30 mínútur að heitreykja flök eða bringur. Þú færð allar upplýsingar um heitreykingu með Ron Thompson reykofni í Veiðihorninu Síðumúla 8. Beykisag sem margir veitingastaðir á höfuð-

borgarsvæðinu nota fæst einnig í Veiðihorninu. Ron Thompson reykofn kostar aðeins 8.995 kr. í Veiðihorninu Síðumúla 8 og í Sportbúðinni Krókhálsi 5. – www.Veidimadurinn.is

85


græjur ofl.

Eumer og Pro tube – nýjungar í hnýtingum Allt í fluguhnýtingarnar eftir áramótin. Í byrjun nýs árs hefst fluguhnýtingavertíðin. Veiðihornið mun hér eftir sem hingað til bjóða eitthvert mesta úrval af hnýtingaefni hér á landi. Meðal þess helsta sem Veiðihornið mun bjóða í fluguhnýtingaefni eru tvö vinsælustu skandinavísku túpukerfin. Annars vegar er það finnska kerfið frá Eumer en það kerfi byggir mest á þungum túpum. Í því kerfi eru fáanlegar

gulrótarlaga eirtúpur og passandi keilur sem tilvalið er að nota fyrir Frances og Snældu. Hins vegar er það hið frábæra kerfi frá ProTube en það kerfi sló í gegn hjá okkur í fyrra. Fjöldi stórlaxa lét glepjast af ProTube flugum liðið sumar þegar ýmsar nýjungar voru prófaðar af veiðimönnum um allt land. ProTube og Eumer túpukerfin verða fáanleg í góðu úrvali í Veiðihorninu Síðumúla 8 í janúar.

Jafnvel gáfuðustu gæsir falla fyrir þessu! Veiðiflugan, www.veidiflugan.is er með þessa vöru á boðstólum: Fluggæsirnar frá Sillosocks hafa sannað sig hér á landi undanfarin ár og eru að verða vinælli og vinsælli með hverri vertíðinni. Þessi viðbót við gervigæsaflóruna er í einu orði sagt alveg frábær og er það ekki nokkrum blöðum

86

um það að fletta að sú hreyfing sem er á þessum gerfifuglum er að nær athygli og áhuga innkomandi gæsa. Þær koma með stöng til að fljúga á og eru mun sterkari en ætla mætti við fyrstu sýn. Frábær viðbót í gervigæsaflóruna hjá öllum gæsaveiðimönnum. Gæsirnar eru seldar stakar og kosta aðeins 6.990 kr.

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011


Hrygnan með allt til hnýtinga Nú fer í hönd sá tími ársins að fluguveiðimenn eru hvað ákafastir að berja saman nýjar flugur fyrir komandi vertíð. Alltaf vantar eitthvað uppá og í Hrygnunni finnst flest ef ekki allt sem máli skiptir. Kristín í Hrygnunni hefur viðað að sér öllu mögulegu og ómögulegu til hnýtinga, meðal annars væsa sem hlaupa á bilinu 1.690 krónur og upp í 14.900 krónur. „Ég er með hnýtingarvörur frá Veniard, Hareline, Eumer, Kamasan króka og svo alls konar áhöld. Verðum líka með hnýtingarnámskeið í janúar og febrúar, segir Kristín.

Vönduð taska fyrir veiðihjólin Það er ótækt að troða, t.d. veiðihjólunum beint ofan í veiðitösku án þess að hirða um að skýla þeim. Þau geta virkað sterkleg, en hjól eru líka viðkvæm og góð meðferð og umhirða skilar sér ævinlega á endanum. Það á við um allan búnaðinn. Í Vesturröst fást mjög fallegar alhliða veiðitöskur. Ingólfur í Vesturröst segir: „Stór vönduð taska fyrir veiðihjól, box, fatnað og fleira. Stórt hólf í miðju þar sem hægt er að setja saman, jakkann, vöðlurnar og skóna. 10 hjóla taska í loki, tveir stórir vasar á hliðum og tveir stórir vasar að framan. Fóðruð axlaról. Glæsileg fjölnota taska og maður þarf ekki mikið meira til að koma öllu fyrir.“

87


VEIÐISLÓÐ tímarit um sportveiði og tengt efni

Útgefandi: GHJ útgáfa ehf. Ritstjórn: Guðmundur Guðjónsson, ritstjóri Heimir Óskarsson, útlit og umbrot Jón Eyfjörð Friðriksson, greinaskrif Netfang: veidislod@veidislod.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.