Tímaritið Veiðislóð kemur nú út í sjötta skiptið. Sjötta blað af sex sem tilraunin okkar samanstendur af. Flest bendir til þess að við höldum þessu stússi áfram á einn veg eða annan. Nú er kominn desember og stutt til jóla. Veturinn genginn í garð, en þó byrjar daginn að lengja aftur innan skamms og um áramótin eru aðeins þrír mánuðir þar til að stangaveiðin hefst á ný. Þó að tiltölulega fáir stundi hinar vosbúðarlegu vorveiðar í apríl, þá fylgjast eflaust flestir með gangi mála og bíða enn spenntari eftir „sínum tíma“.