Efni þessa 3.tölublaðs VEIÐISLÓÐAR er margvíslegt að venju, en lesendur munu kannski taka eftir því að ljósmyndun er nokkur þungamiðja. Það stafar af því að við erum sammála Einari Fal Ingólfssyni ljósmyndara, sem skrifar pistil hér í blaðið, þess efnis að myndavél sé nú nánast ófrávíkjanlegur fylgihlutur hvers veiðimanns, hvort heldur er til að skrá minnistæða fiska, atvik og/eða íslenska náttúru í öllu sínu sumarveldi. Annars erum við að upplifa athyglisvert sumar núna, veiðin tók seint við sér, en hefur glæðst upp á síðkastið. Við sjáum hvað setur með það, en það verða alltaf góðar stundir á bökkum vatnanna hvort sem fiskur er að rokveiðast eða ekki.