VEIDISLOD JUNE 2011

Page 1

VEIÐISLÓÐ tímarit um sportveiði og tengt efni

júní 2011


VINSÆLASTA FLUGUSTÖNGIN. ÞAÐ ER EKKI TILVILJUN

Það er ekki tilviljun að Sage flugustangirnar eru þær vinsælustu í úrvalsflokki flugustanga. Að margra mati eru flugustangirnar frá Sage þær bestu á markaðnum. Því mótmælum við ekki. Allar Sage flugustangir eru hannaðar og þróaðar af flugveiðimönnum og framleiddar í Seattle í Bandaríkjunum. Að kasta fyrir fisk og veiða með Sage er einstök upplifun. Allir fluguveiðimenn verða að eiga að minnsta kosti eina Sage stöng. Allar Sage stangir eru með lífstíðarábyrgð frá framleiðanda!

Z-AXIS ROD SERIES - Verð 99.990,Hröð stöng. Kröftug hleðsla sem auðveldar lengdar og nákvæmnisköst. 99 ROD SERIES - Verð 99.990,Mið-hröð stöng. Djúp hleðsla. Sérhönnuð til að bera þungar flugur og túpur. VXP ROD SERIES - Verð 74.990,Mið-hröð stöng. Kraftmikil og fínleg stöng fyrir allar aðstæður. FLIGHT ROD SERIES - Verð 59.990,Mið-hröð stöng. Góð alhliða flugustöng. VANTAGE ROD SERIES - Verð 39.990,Mið-hröð stöng. Góð byrjendastöng á góðu verði.

SÍÐUMÚLI 8 - SÍMI 568 8410


frá ritstjórn Jæja kæru lesendur, þá er komið 2. tölublað Veiðislóðar. Við höfum ekki heyrt mikið annað en góð orð um fyrsta tölublaðið þannig að við lýsum eftir gagnrýni. Hún má vera óvægin svo fremi sem hún er rökstudd og sanngjörn. Það er metnaður okkar að gera gott og fjölbreytt blað. Eitt af því sem við ætlum að gera er að vera með ljósmyndagallerí. Líkt og eftir Pálma Einarsson í fyrsta blaði og Óskar Pál Sveinsson í þessu blaði. Í þessum efnum gerum við miklar kröfur og gæti það orðið okkur fjötur um fót, þannig að við hvetjum hér með lesendur til að benda okkur á snjalla veiðiljósmyndara, nú eða að þeir gefi sig sjálfir fram. Þetta er ótrúlega spennandi tilraun, markmiðið er eitt blað á mánuði yfir vertíðina fram í október. Um miðbik þeirrar hrinu mun fara að bera á skotveiði í bland við annað efni. Við erum með netfang, ritstjorn@votnogveidi.is og þangað skuluð þið endilega senda ábendingar og hugmyndir. hugmyndir um efni og efnistök með opnum hug. Guðmundur Guðjónsson, ritstjóri Heimir Óskarsson, útlit og umbrot Jón Eyfjörð Friðriksson, greinaskrif.

Ertu búinn að fá þér Veiðikortið?

35 vatnasvæði aðeins kr. 6000 00000

www.veidikortid.is



efnið 6

Stiklað á stóru Samantekt frá opnunm laxveiðiáa í júnímánuði.

10 Veiðistaðurinn Minnivallalækur er magnaður og marg­slunginn. 16 Fluguboxið: Mjöll Daníelsdóttir er hrifin af Night Hawk. 20 Fluguboxið Kolskeggurinn, kafar nú dýpra í árnar. 22 Fluguboxið Loðmundur er veiðileg sjóbleikjufluga, gömul og ný í senn. 24 Fluguboxið Danskir urriðakarlar sem voru hér á landi í vor festu spinnera framan á Nobblerana sína með mögnuðum árangri.

26 Eitt og annað Á meðan laxveiði er á uppleið á Íslandi hrakar henni í Noregi. 28 Vöðlur Lárus Gunnsteinsson segir okkur eitt og annað fróðlegt um Gore Tex. 30 Viðtal Bjarki Már Jóhannsson gerir sér lítið fyrir og veiðir stór urriðann á Þingvöllum á þurrflugur. 40 Fjölskylduveiði Heiðarvatn upp af Mýrdal. 44 Fjölskylduveiði Við ræðum við Ingimund Bergsson hjá Veiðikortinu um alla hina mörgu kosti þess. 48 Ljósmyndir Óskar Páll Sveinsson á galleríið að þessu sinni.

62 Sjóstangaveiði Við ræðum hér við Elínu Snorradóttur formann Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur um adrenalínið og margt fleira sem tengist þessu sporti. 66 Einu sinni var Snorri Jónsson sat blautur og mosavaxinn við hliðina á ilmandi blómarós. 70 Villibráðareldhúsið Við vorum síðast með magnaða uppskrift úr reyktum laxfiski og höldum okkur á svipuðum nótum. 72 Lífríkið Straumöndin er mögulega og líklega fallegasti fuglinn í fuglaríkinu og förunautur veiðimanna við árnar á vorin og sumrin.

74 Veiðisaga Morgunn einn í Efra Rauðabergi í Kjarrá, metveiðisumarið 2005, var gömul og lúin Black Sheep túpa í aðalhlutverki. 76 Græjur Hér er eitt og annað fróðlegt, taumar, taumefni og sökktaumar í fróðleikshorni Óla í Veiðihorninu, Patagónía og magnaðir nýir vöðluskór í Veiðiflugum og sleipiefni, lúðuspónn og handsmíðaðir silungaháfar í Vesturröst.

Forsíðumyndina tók Frosti Heimisson þegar Laxá í Kjós var opnuð.

Nánari upplýsingar um útgáfuna er að finna á „bakinu“ á ritinu.


stiklað á stóru

Horft yfir sviðið, þegar Norðurá er opnuð er mikil eftirvænting og spenna í loftinu, fjölmiðlamenn, þar á meðal við – útgefendur Veiðislóðar, hópast á staðinn ásamt stjórn SVFR.

6

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júní 2011


Júní er mánuður opnana laxveiðiáa hér á landi. Eins og apríl er mánuður sjóbirtingsáa, maí mánuður silungsvatna, þá snýst júní um laxinn. Og þó urrðinn potar í laxinn norðan úr Þingeyjarsýslum og úr Þingvallahreppi, en fyrst og fremst snýst þetta um laxinn. 7


kurá stóru stik floklað Norðurá og Blanda opna fyrstar ásamt Straumunum sem eru ekki vanir að stela senunni. Síðan rekur hver áin aðra, en allt gerist þetta þó seinna en fyrrum, því fyrir nokkrum árum tók stórlaxi að fækka mjög og þar með voru júnígöngur í árnar orðnar svo litlar að það tók því ekki að opna snemma lengur. Einhver tilfærsla í gamla mátann hefur komið fram síðustu 1-2 árin og byrjunin þetta árið gaf það sama til kynna, fiskur snemma á ferð, þrátt fyrir kaldasta vor í mörg ár, mikið vatn í ám og kalt vatn. Norðurá byrjaði vel, Blanda enn betur þó laxarnir hafi verið færri þá var veitt þar á á fjórar stangir á móti níu í Norðurá. Síðan rak hver áin aðra og alls staðar var fiskur undir. Kannski var opnun Laxár í Aðaldal mögnuðust, en þar er byrjað með tveimur stöngum neðan við Æðarfossa þann 20.6. Alls komu 10 laxar á land, þar á meðal tveir sem voru metnir 20 og 21 pund og sá

þriðji sem var metinn 17 pund. Hinir 10 til 15 pund. Enda var Orri Vigfússon formaður Laxárfélagsins gersamlega í skýjunum. En, líkt og í fyrsta tölublaði, þá leyfum við myndunum að tala sínu máli, af þeim eigum við nóg, bæði myndir sem við tókum sjálfir og aðrar sem velunnarar okkar hafa tekið og leyft okkur að birta. Gerið svo vel, byrjun laxveiðiársins 2011......

Laxá í Kjós opnaði einnig með glæsibrag og hér eru formannshjónin Ólafur Þór og Þórdís með fyrsta laxinn úr ánni 2011. Mynd Heimir Óskarsson.

8

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júní 2011

1 Agnes Veronika með fallegan lax úr Vesturá ásamt tíkinni Negru. Ljósmynd: Rafn Valur 2 Ásmundur Helgason veiddi fyrsta laxinn í Norðurá 2011. 3 Jón Helgi Björnsson með 20 pundara við opnun Laxár í Aðaldal. Mynd Jón Helgi Vigfússon. 4 Veiðikona með glæsilegan feng úr opnun Vatnsdalsár. Mynd Pétur Pétursson 5 Það voru líka opnaðar urriða­ veiðislóðir. Hér er Birnir Bergsson með glæsi­­legan urriða úr Geira­ staðaskurði í Laxá í Mývatns­sveit.

Reykvíkingur ársins Gunnlaugur Sigurðsson ánægður með fyrsta laxinn úr Elliðaánum. Mynd Heimir Óskarsson.


1

2

3

4

5


veiðistaðurinn

Minnivallalækur

Hér eru það gæðin umfram magnið Minnivallalækur er orðinn vel þekktur sem ein besta urriðaveiðiá landsins. Hróður hans hefur borist víða um heim og erlendir veiðimenn heimsækja hann í hópum ár hvert. Sækjast þá eftir því að veiða urriðann á þurrflugu sem hefur ekki heillað marga innlennda veiðimenn. Jafnvel andstreymisveiði hefur vafist fyrir innlenndum veiðimönnum í ánni þó að aðferðin virki vel og miklu fleiri Íslendingar séu snjallir í þeirri aðferð heldur en þurrfluguveiðinni. 10

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júní 2011


Hér sést frábær staðsetning veiðihússins, frammi á bakka Húsabreiðu sem er einn besti veiðistaður árinnar. Ljósmynd Roy Arris

Minnivallalækur telst því vera mjög „tæknileg“ veiðislóð og alls ekki allra. Fyrir þá sem eru mjög „basik“ í flugu­ veiðinni ættu vormánuðirnir apríl og mai þó að henta, því þá má hæglega beita straumflugu með góðum árangri. Sama má segja um september, sem er vannýttur mánuður í ánni, þá fyllast urriðarnir streitu vegna yfirvofandi hrygningar. Þá fara straumflugur að virka aftur. En hvernig sem á það er horft, þá er Minnivallalækur ekki magnveiðistaður heldur eru það gæði þeirra fiska sem að veiðast og sjást sem

öllu máli skiptir. Sem sagt, fiskurinn í ánni er að jafnaði afar vænn. Oft er meðalþyngdin eftir sumarið um 3 pund, þrátt fyrir að nokkuð veiðist af 1-2 punda fiski um hásumarið. Það segir mikið um meðalþyngdina að vori. Þó að Minnivallalækur sé ekki allra, þá ætti hann alveg svo sem að geta verið það. Það er öllum veiðimönnum hollt að þurfa að hafa vel fyrir hlutunum og gleðjast kannski yfir litlu á stundum. Það getur sá er þetta skrifar vottað, að það eitt og sér að horfa ofan í hyl

11


1 2

3

4

12

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júní 2011


veiðistaðurinn og kikna í hnjánum yfir stærðinni á urriðanum sem þar liggur, er ótrúleg upplifun. Eða að sitja á bekknum við Húsabreiðu þegar vindur deyr og það snögghlýnar. Skyndilega byrja uppitökur um alla breiðu. Og það eru ansi stór sum bökin og nefin sem þá sést brjóta á. Sumir íbúa Minnivallalækjar eru af yfir­ stærð. Til vitnis um það eru þrír jaxlar sem hanga á veggnum í veiðihúsinu, sá stærsti þeirra var veginn slétt 20 pund og slíkir fiskar finnast í ánni enn. Sá er þetta ritar barðist við einn á bilinu 15-17 pund í nærri 40 mínútur á Húsabreiðu, á haustkvöldi, fyrir fáum árum. Sú viður­ eign endaði í strengjunum ofan við Stöðvarhyl, þá losnaði flugan úr dýrinu, stór Black Ghost Sunburst. Nokkrir frá 10 pundum og stærri veiðast í ánni á hverri vertíð og margir enn fremur á bilinu frá 4-5 pundum og upp í téð tíu pund. Þetta eru engir smá silungar, og teknir með léttum græjum þá er engin laxveiði að toppa þetta. 1 Áin er viðkvæm þó hún sé talsvert vatnsfall. Mynd: Roy Arris. 2 Stórir urriðar er það sem allt snýst um.... Mynd: Strengir. 3 Einmitt, stórir urriðar. Mynd: Strengir. 4 Veiðihúsið Lækjarmót er einstaklega vistlegt Mynd: Strengir

Aðalveiðistaðurinn er kannski jafnframt sá leiðinlegasti og það þykir sumum kannski ákveðinn galli. Um er að ræða Stöðvarhylinn og bæði er frekar leiðin­legt að vera með ljót mannvirki á öndverðum bakka og svo vita allir hvers vegna fiskurinn sækir svo mjög í þennan ákveðna veiðistað. Mun það stafa af fóðurafgöngum í frárennsli stöðvarinnar. En staðurinn er magnaður og margslunginn. Ef maður rýnir ofan í ána, en ekki á húskost eldisstöðvarinnar, þá sér maður afar veiðilega strengi og breiður. Þetta er og afar mislyndur veiðistaður, stundum er eins og hann sé steindauður, en það er hann auðvitað aldrei. Þess á milli er allt kvikt af fiski. Svo geta komið þar þessar þekktu

Minnivallalækur tökuhryðjur þegar menn hitta fyrir rétta flugu og hver fiskurinn af öðrum tekur. Dæmi um hvers konar ævintýri geta leynst í þessu netta vatnsfalli fannst við skoðun á ekki svo ýkja gamalli veiðibók. Þar hafði veiðimaður einn landað þremur urriðum í Stöðvarhyl og tippað á vigt þeirra í veiðibókinni. Þar voru sum sé skráðir tveir 9 punda og einn 12 punda. Þeir sem lenda í þeim vænu geta lent í stóru vandamáli með gaddavírinn sem liggur yfir breiðuna rétt ofan brúarinnar sem þarna er. Einn sem atti þar kappi við risafisk fékk svo fádæma magnaða tilviljun að fiskurinn tók upp á því að fleyta kerlingar þegar hann kom að vírnum. Stökk sem sagt yfir vírinn og var landað neðan við hann. Sá sem þetta skrifar barðist þarna í fyrra við 8 punda fisk sem þurfti að beita fáránlegu afli á síðasta metranum til að halda honum ofan við vírinn. Þetta eykur spennuna við að veiða í Stöðvarhyl, en samt væri fínt ef þessi helv... vír væri fjarlægður! Frá eldisstöðinni sér í fallegan hávaxinn skógarlund þegar horft er niður með á. Þar er viði vaxinn hólmi sem heitir að sjálfsögðu Viðarhólmi. Ofan við hann er samnefndur veiðistaður í krappri beygju. Er það annálaður stórfiskastaður. Síðan er dálítið rölt niður að Djúphyl og er hann efstur í röð mjög fallegra veiðistaða sem allir halda fiski og þarf að fara varlega að. Má þar nefna Arnarhólsflúð, Arnarhólsbreiðu og fleiri. Síðan er bíllinn tekinn og ekið í suður, yfir brúna yfir Minnivallalæk og rakleiðis upp með á eftir austur­ bakkanum. Þar eru Hólmakvíslar. Nokkuð vítt svæði og veiðilegast efst þar sem þrír fallegir hyljir reka

13


veiðistaðurinn

Minnivallalækur

hver annan í krappri beygju fyrir hraunhól einn reisulegann. Hér er alltaf fiskur og sömu sögu er að segja um Dráttarhólshyl sem er niður frá brú að sumarhúsi sem þarna er nokkru ofar. Dráttarhólshylur er langur og þar er veiðivon góð, langt niður alla breiðu. Minna er farið niður fyrir brúna á þjóðveginum. Þar eru hins vegar fallegir veiðistaðir. Nokkru neðan við brú þrengist áin hins vegar talsvert og rennur hröð um tíma. Þar er talsvert af sumarhúsum alveg fram á bakkana. Þar sem Minnivallalækur mætir Þjórsá heitir Ósbotn og þangað fara fáir. Þar fæst þó oft fiskur. Minnivallalækur samanstendur af tveimur stútungs lindarlækjum sem sameinast við gaflinn á veiðihúsinu Lækjarmóti. Eftir það er þetta talsvert vatnsfall. Þetta er þriggja stanga á þar sem aðeins má veiða á flugu og er öllum afla sleppt. Auðvelt væri að eyðileggja svona veiðistað með drápi, enginn vafi á því að veiða-sleppa fyrir­komulagið á fullt erindi hér. Aflinn er fyrst og fremst urriði. Hann er oft talinn vera af tveimur stofnum, dökk týpa sem er talin staðbundin og síðan bjartari týpa sem er talin eiga rætur að rekja til Þjórsár. Geta menn séð fiska af báðum tegundum uppi á vegg veiðihússins. Sá bjarti svipar jafnvel til sjóbirtings, ef ekki væru þarna rauðir dílar á stangli. En talandi um sjóbirting, þá er fiskgengt í Minnivallalæk úr sjó, svo er fyrir að þakka laxastiga í Búðafossi í Þjórsá. Lax hefur alltaf sést af og til í Minnivallalæk, en oftast ekki fyrr en komið er fram á haust. Eitt sumarið var stærsti fisk­urinn úr ánni hoplax sem veiddist á stóra Bomber þurrflugu í Stöðvarhyl í aprílmánuði. Var hann veginn um 15 pund.

14

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júní 2011

En menn fara ekki í Minnivallalæk vegna laxavonar. Til þess eru þeir fiskar of fáir. Það sama á við um bleikju. Hún hefur sést í ánni, en bara örsjaldan og bara einn og einn fiskur. Eflaust eru þær aðkomnar úr Þjórsá líkt og bjarti urriðinn. Veiðiþjónustan Strengir hefur haft Minnivallalæk á leigu um árabil og heldur þar úti afskaplega notalegu og vel staðsettu veiðihúsi. Þar geta átta sofið í fjórum tveggja manna herbergjum.




fluguboxið

Margbrotin og sérstök fluga Night Hawk er fluga sem margir hafa eflaust heyrt um, en fáir þekkja. Og enn færri nota. Þetta er laxafluga, svo það sé strax tekið fram og afar falleg. Hún á sér þrátt fyrir allt nokkra áhangendur hér á landi, en eins og oft vill verða þegar skoðaðar eru flugur og myndir af þeim, þá eru útfærslurnar fleiri en ein og fleiri en tvær.

Einn af sérlegum aðdáendum Night Hawk er Mjöll Daníelsdóttir bústýra í nokkrum veiðihúsa SVFR, en hún landaði m.a. í fyrra sínum lang stærsta laxi á þessa flugu sem hún segir að sé sérstak afbrigði eftir Pétur gamla í Nesi. Menn geta velt því fyrir sér á myndinni sem hér fylgir af Mjöll með fluguna, í öðru tilvikinu þá sem laxinn tók og nagaði ofan í svörð og síðan aðra sem enn á eftir að sanna sig í laxi og lítur því enn sem komið er býsna vel út. Rifjum til gamans upp frásögn Mjallar af stórlaxinum í fyrra: „Ég var við veiðar í Laxá í Aðaldal, á Nessvæðinu, þann 2-5 September. Það er alltaf mikill spenningur þegar þangað er komið, tilhugsunin að maður setji í þann stóra er alltaf mikil. Ég var vel undir

búin, setti undir 25 punda taum og byrjaði með Randy Candy no. 10. Við vorum í fullt af lífi reistum nokkra, en enginn tók. Um áttaleytið vorum við á Vitaðsgjafa og ég setti undir Night Hawk no. 10. Eftir nokkur köst gerðist það, hann tók ,mjög flott taka, en Guð minn góður allt fór á fullt, öll línan út, hann rauk niður eftir öllu og upp aftur. Hann var alveg trylltur, stökk nokkrum sinnum þannig að við sáum að þetta var stórlax. Viðureignin stóð yfir í 45 mínútur eftir mikil hlaup og slýlosun, en það hafði safnast mikill bunki á línuna, þannig að við enduðum á bát til að komast nær laxinum. Fórum svo til baka, upp á bakka, og náðum að landa honum niður í Presthyl. Þetta var fallegur hængur, 24 punda rísi, 103-104 cm. Árni Pétur í Nesi var að gæda mig

17


fluguboxið og án hans hefði laxinn aldrei komið á land. Ég setti svo í annan í Oddahyl daginn eftir, fallega 17 punda hrygnu, og tvo aðra minni. Þannig að þessi veiðitúr verður í minningunni lengi, lengi, lengi.” Einmitt það. Mjöll segist hafa stúderað gæði ýmissa flugna sem hún notar mikið og segir að hefði hún verið að opna Norðurá þá hefði hún sett Night Hawk undir, sérstaklega þegar annað var að bregast fram eftir morgni. „Ég á mér tvær flugur sem virka best fyrir mig þegar ég kasta þeim þegar annað hefur brugðist. Þannig sannar maður fyrir sér hvaða yfirburði þær hafa. En skilyrðin ráða því hvenær ég nota þér. Skilyrðin á opnunarmorgninum í Norðurá buðu algerlega upp á Night Hawk. Hin flugan sem ég nota svona er Haugurinn.“ Annar þekktur veiðimaður sem telur Night Hawk með eftirlætisflugum sínum er Orri Vigfússon, laxverndar­ frömuður og formaður Laxárfélagsins og Strengs. Dálæti hans á Night Hawk stemmir til fjölda ára við veiðar í Laxá í Aðaldal þannig að kannski hentar flugan einmitt þeirri á einstaklega vel. Lengi vel var Night Hawk einmitt vinsæl fluga í Laxá. Í bókinni Salmon Flies sem byggð er á ljósmyndum Lárusar Karls Ingasonar segir Orri þetta um Night Hawk: „Stundum þarf fólk að taka erfiðar ákvarðanir í lífinu. Framtíð laxastofna heimsins má þó ekki vera neinum valkostum undirorpin. Valkosturinn er aðeins einn, við verðum að vinna sleitulaust að því að tryggja vöxt þeirra og viðgang. Þegar kemur að því að velja réttu fluguna eru valkostirnir hins vegar óteljandi. Night Hawk er eftirlætið mitt vegna þess að það er stíll yfir henni og

18

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011

Night Hawk hún er til alls vís, hvort heldur veidd neðan vatnsborðs eða með gáruhnút í yfirborðinu. Flugan sú raunverulega veiðir hvort sem að vatn er mikið eða lítið, hvort sem það er kalt eða heitt. Ég nota Night Hawk í íslenskum ám, skoskum, norskum og rússneskum. Hún er alls staðar gjöful Í bókinni Veiðiflugur Íslands eftir Jón Inga Ágústsson segir að flugan sé kanadísk og hnýtt fyrst af Stanford White árið 1890 á bökkum hinnar frægu Restigouche. Bókin, sem kom út 1989, segir að flugan „sé talsvert notuð hérlendis“. Það stemmir, en notkum á henni hefur farið minnkandi með tilkomu Frances, Snælda, Sunrey o.s.frv. Breytileiki Night Hawk kemur skýrt fram í þessum myndum sem við fundum með einföldum hætti á netinu. Við „Googluðum“ Night Hawk og fengum þetta....

Hér má sjá ýmsar útgáfur af Night Hawk.


Infinity

NÝJA NORSKA STÓRFISKASTÖNGIN FRÁ HENRIK MORTENSEN

SÍÐUMÚLI 8 - SÍMI 568 8410


kur xið flug flokubo

Kolskeggurinn kominn með keiluhaus Þótt Kolskeggurinn hafi komið með flugeldasýningu inn í fluguflóruna sumarið 2009, þá er flugan hundgömul. Og þrátt fyrir aldur hennar og fyrri störf, kom hún ekki fram með keilu fyrr en núna í sumarbyrjun. Er óhætt að segja að áhangendur þessarar mögnuðu flugu bíði spenntir eftir að kasta henni fyrir fisk, þ.e.a.s. þeir sem hafa ekki þegar gert það. Það eru margir sem halda að Kolskeggur sé eftir Kristján heitinn Gíslason, sem hnýtti og hannaði margar þekktar og gjöfular flugur. Það er reyndar rangt, því flugan er eftir son hans Stefán. Það eru líka margir sem halda að Kolskeggur sé ekkert annað en einn ein Sun Ray eftirherman. Það er líka rangt, nær væri að segja að Sunray Shadow væri enn ein Kolskeggstýpan, því Kolskeggurinn var fyrst hnýttur langt á undan fyrstu Sunray flugunni. Hvort að einhver var að finna upp hjólið vitum við þó ekki, því hönnun og samsetning Kolskeggs er svo hlægilega einföld. En oft er einfaldleikinn bestur. Silfur og svart. Punktur. Í það minnsta var slík fluga ekki komin fram hér á landi, en það eru löngu vængirnir sem vekja hin sterku viðbrögð árbúanna. Það voru og eru sagðar sögur af því að laxar hafi ærst og elt Sunray í svo miklu æðiskasti að þeir hafi nánast flogið upp í fjöru og strandað sig. Árni Baldursson sagði okkur slíka sögu af löxum í

20

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011

Skipahyl í Austurá og Ólafur Vigfússon sagði okkur frá álíka skaptæpum laxi í Bug í Austurá. Sömu sögurnar eru nú sagðar af Kolskegg. Einnig telja margir að líkt og Sunray, eigi menn ekki að byrja með Kolskegg heldur enda með hann, því hylurinn geti verið svo lengi að jafna sig eftir geðshræringu heimsóknarinnar! Stefán rekur veiðiverslun uppi á Höfða undir nafninu www.krafla.is og þar eru allar flugur fjölskyldunnar sem telur auk Kristjáns heitins og Stefáns, Gylfa sem einnig er látinn og var eldri bróðir Stefáns. Eftir Gylfa liggja einnig margar gjöfular flugur, sérstaklega þó silungaflugur á borð við Beyki, Krókinn, Mýslu og fleiri. Stefán segir: „Kolskeggur var spútnik fluga sumarsins 2009 hjá okkur. Við settum hann á markað síðsumars árið áður sem flottúpu í tveimur stærðum en hún var einnig fáanleg sem þung kopartúpa og hefðbundin


Kolskeggur kafar nú djúpt. Myndir: Heimir Óskarsson

þríkrækja. 2009 fóru veiðimenn fyrst fyrir alvöru að nota Kolskegg sem flottúpu og þá fór hún fyrst verulega að láta að sér kveða. Fjölmargir veiðimenn hafa haft samband við okkur í gegnum tíðina og lýst hreint ótrúlegum tökum á Kolskegginn eins og fram kemur á www.krafla.is.” Kolskeggur varð til árið 1970 og flugan því ríflega fertug. Stefán hannaði hana 12 ára gamall og gaf föður sínum sem var á leið í veiðitúr á Iðu. ,,Ég hafði ekki langan tíma til að setja fluguna saman því faðir minn var kominn í veiðigallann og var að leggja af stað austur. Flugan er því einföld en strax kom í ljós hve öflug hún var. Faðir minn mokveiddi á Kolskegginn og mér er enn í fersku minni fullt skottið á bíl hans af stórlaxi þegar hann kom heim frá Iðunni. Sjálfur hef ég alltaf veitt á Kolskegginn annað slagið og vitað hve öflug fluga hún er. Sem flottúpa er hún greinilega afar öflugt agn. Hafa fjölmargir okkar viðskiptavina lýst yfir mikilli ánægju

með að fram sé komin íslensk fluga sem sé mun betri en breska flugan Sunray Shadow. Við erum einnig með Iðu og Skrögg sem flottúpu og þær hafa báðar reynst mjög vel, einnig síðan með keilu. Flottúpur okkar er hægt að nota sem venjulegar flottúpur og einnig sem gárutúpu. Og nú erum við komnir með keiluhaus á Kolskegginn og fleiri af okkar helstu túpum. Bíðum við nú spenntir eftir viðtökunum” segir Stefán.

Látum þess “nýju” fljóta með, Elsu eftir Kristján Gíslason. Heitir í höfuðið á eiginkonu hans Elsu Sólrúnu Stefánsdóttur sem lést árið 1995. Elsa hefur reynst skæð bæði í laxi og birtingi.

21


fluguboxið

Ný/gömul frá Gylfa:

Loðmundur Þeir hjá Krafla.is sendu á markað nú í vor athyglisverða (og veiðilega) flugu sem mun eflaust slá í gegn. Þetta er ný/gömul fluga eftir hinn mikla meistara Gylfa heitinn Kristjánsson sem var m.a. höfundur Króksins, Mýslu, Beyglu og Beykis. Eins og þær allar, þá er nýja/gamla flugan silungapúpa og af útlitinu að dæma munu sjóbleikjar vart geta staðist hana.

22

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júní 2011

Loðmundur

Flugan heitir Loðmundur. Að sögn Stefáns Kristjánssonar hjá krafla.is þá eru tildrög nafnsins að vinur Gylfa, hvers nafn Stefán man ekki lengur, bauð Gylfa í veiði með sér í Fjarðará í Loðmundarfirði. Fjarðará er afar góð sjóbleikjuá með laxavon og Gylfa þótti við hæfi að hann hnýtti nýja flugu í tilefni þess að vera á leiðinni í nýja á. „Þetta var um líkt leyti og hann var að smíða hinar fjórar í fyrsta skipti, á þeim árum. Þetta er sjóbleikjuá og flugan hnýtt í samræmi við það. Gylfi veiddi gríðarlega vel á fluguna og skýrði hana Loðmund í höfuðið á firðinum. Þessi fluga fór þó ekki hátt, Gylfi hafði hana hjá sér og aðeins hans nánustu fengu að þefa af henni. Yfirleitt gerði hún góða hluti,“ segir Stefán. Og núna, nokkrum árum eftir lát Gylfa, um aldur fram, hefur fjölskyldan ákveðið að flugan skuli afhjúpuð. „Eins og allar nýjar flugur sem við setjum á markað, þá fór hún ekki óreynd, því í ofanálag það sem Gylfi reyndi með henni á sínum tíma, reyndu ég og fleiri hana í Djúpadalsá og víðar í fyrra sumar og gafst hún gríðarlega vel. Ég á því ekki von á öðru en að hún gleðji margan veiðimanninn á komandi sumri og í náinni framtíð,“ sagði Stefán.


Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal

BESTA URRIÐAVEIÐISVÆÐI Í HEIMI! Veiðileyfin færðu á SVFR.IS

23


fluguboxið

Flugur eða fluguspinnerar? Hér getur að líta myndir sem við fengum að skoða og birta frá hópi danskra veiðimanna sem var við urriða­­­veiðar í Laxá í Aðaldal, Mýrarkvísl og Litluá fyrr í mánuðinum. Þeir veiddu vel á heildina litið og voru með marga stæði­lega og glæsilega urriða, auk fyrsta laxins sem veiddist 2011 í Mýrarkvísl. En því birtum við þessar myndir að okkur varð starsýnt á flugurnar sem hanga þarna í kjaftvikunum.... ...eins og sjá má þá eru þetta í aðal­ atriðum ósköp venjulegir Nobblerar. En það er snúningsskífan sem fangar augað. Þetta er því í raun nokkurs konar fluguspinner og nánast enginn vafi að tilvist skífunnar getur í mörgum tilfellum skilið á milli töku og ekki töku. Hér er alls ekki verið að finna upp hjólið. Þetta er eldgömul hugmynd og má t.d. í bæklingum frá hinu virta Hardy Bro‘s frá því snemma á síðustu öld sjá auglýstar til sölu svokallaðar „Norsk Lures“, sem eru tröllvaxnar flugur með tvær tvíkrækjur á löngum legg og snúningsskífu við hausinn. Á síðustu öld voru „lúrur“ þekktar hér á landi, en þó þær væru stórkarlalegar

græjur þá komust þær ekki í hálfkvist við hinar norsku sem geta ekki hafa verið skemmtilegar að kasta, jafnvel með hinum stóru og þungu split cane stöngum fyrri tíma. Enginn veiðir lengur á þessar lúrur, allt of margar nýjar og hentugri útfærslur hafa litið dagsins ljós. En gaman er að sjá þessa gömlu hugmynd vakta upp og klædda í nútímalegan búning. En það fylgdi sögunni að Danirnir hefðu veitt einstaklega vel með þessum fluguspinnerum í Nobblerslíki. Þeir hefðu sökkt þeim vel og veitt þá hægt. Og stóru urriðarnir stóðustu það ekki.

www.votnogveidi.is

24

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júní 2011


25


eitt og annað

Það sem gerist ef að útsæðið er étið Það er kunnara en frá þurfi að segja, að laxveiðin á Íslandi hefur verið í rífandi uppsveiflu síðustu árin. Gott ástand til lands og sjávar, aukin slepping gönguseiða til hafbeitar úr mörgum ám, auknar sleppingar á laxi sem leiðir af sér endurveiði drjúgs hluta laxa og verndartilburðir NASF og fleiri, eru allt atriði sem telja í þessari þróun. NASF, Norður Atlantshafs Laxa­sjóð­urinn sem Orri Vigfússon veitir forstöðu hefur beitt sér víða og í mörgu. Sjóðurinn útbjó t.d. grafið sem hér fylgir sem sýnir þróun laxveiði á Íslandi síðustu árin til samanburðar við gang mála hjá frændum okkar Norðmönnum, en þar viðgengst enn margt af því sem þykir standa vaxandi laxgengd fyrir þrifum. Það er sjókvíaeldi inni í djúpum fjörðum nærri ósum laxveiðiáa, með tilheyrandi áhrifum eins og lúsafaraldri og stofna­ blöndun. Þar eru netaveiðar víða leyfðar í sjó og sjúkdómar hafa einnig herjað á norskar laxveiðiár. Norðmenn hafa verið seinir að grípa til aðgerða og hafa jafnvel viðrað á þingi að banna að laxi sé sleppt, sem þykir þó í versta falli koma í veg fyrir að náttúran fái ekki að njóta vafans. Súlurnar á töflunni eru vægt til orða tekið sláandi og þegar við óskuðum eftir því við Orra að við mættum birta töfluna, sagði hann að það væri sjálfsagt, hér væri lýsandi dæmi um hvað myndi gerast ef útsæðið væri étið.

26

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júní 2011


Veiðislóð NJ@RANGA.DK

Matseðill dagsins

27


vöðlur

Gott að vita um Gore-tex Flestir veiðimenn nota vöðlur úr Gore-texi. Lárus Gunnsteinsson skósmíðameistari er einn fremsti sérfræðingur landsins í vöðlum og meðbúnaði þeirra, hvort heldur er úr Gore-texi eða öðrum efnum. Hér tínir hann til ýmsa fróðleiksmola um Gore-tex og vöðlur úr því góða efni. Þetta eru punktar sem allir veiðimenn hafa not af að vita. Stíllinn er hentugur, Lárus tínir til helstu spurningar sem hann hefur þurft að svara og fókusar að auki á nokkra megin punkta.

Gore-tex er þunn himna sem virkar nánast eins og mannshúðin. Þ.e.a.s. Utanaðkomandi vatn síast ekki inn en gufa og sviti síast út. Hvernig virkar Gote-tex? Gore-tex himnan er samsett úr milljörðum að hárfinum holum pípum og er yfir 1 milljarður pípa á cm2. Hvert pípa er 20.000 sinnum minni en vatnsdropi en 7000 sinnum minni en svita mólikúlið. Þess vegna á gufa eða sviti auðvelt með að þröngva sér út um efnið en vatn kemst ekki inn. Ekki einu sinni við mikinn þrýsting. Gore-tex heldur vatni í 77 metra hárri vatnssúlu án þess að leka.

28

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011

Hvað gerir það svona sérstakt? Um leið og Gore-tex er vatns- og vindhelt, hleypir það út gufu. Heita loftið sem líkaminn gefur frá sér gufar hægt og sígandi út. Gore-tex virkar jafn vel í miklum kulda eins og í miklum hita. Gore-tex þolir 240 stiga frost og 270 stiga hita. Það skemmist ekki við sólarljós og það eldist ekki. Enda ekki skrýtið að það efni er notað í flestan jöklafatnað. Af hverju blæs ekki í gegn um Gore-tex þegar það hleypir út gufu? Stærð fíbrana (röranna) og lega þ.e.a.s. efnið er fléttað óreglulega en liggur ekki samsíða, það gerir það að verkum að það er vindþétt, sem betur fer því að loftið sem er á milli húðar og Gore-tex efnisins heldur á manni eðlilegu hitastigi.


Gore-tex

Lárus að vasast í Gore Tex vöðlum. Mynd Heimir Óskarsson.

Ef ytra efnið er blautt lekur þá Gore-tex efnið? Nei, en ef ytra efnið er blautt þá fær maður tilfinningu að maður sé blautur og rakur. Einnig verður maður blautur af svita ef að stöðugur þrýstingur er utan frá t.d. eftir bakpokaólar og ef lengi er staðið úti í vatni sem gerir vöðlur þéttar á manni og svitinn kemst ekki út. En þegar þú kemur upp úr hylnum þá þornar þú mjög fljótt þar sem uppgufun verður strax. Svitnar maður minna í Gore-tex fatnaði og vöðlum? Nei, líkaminn svitnar alveg eins í Gore-tex og venjulegum flíkum en Gore-tex hleypir út um sig svita og gufu svo minni hætta er á að maður svitni og kólni. Rétt klæddur undir skiptir miklu máli. Það er til dæmis ekki gott að vera í bómullarfatnaði innundir vegna þess að fíberþræðirnir í ullinni draga í sig raka og gerir mann blautann og kaldann. Best er að vera í undirfatnaði úr gerfiefni td fíber eða flees.

Ysta lagið (efnið að utaverðu) Efnið sem Gore-tex er púnklímt innaná ( GT VÖÐLUR). Skiptir miklu máli hvað endingu varðar á Gore-tex. Það þarf að vera sterkt og má helst ekki teygjast mikið og enn betra ef það er á einhvern hátt vatnsfráhrindandi. Gore-tex má þvo við 30 til 40 gráður og til að auka vatnsfráhrindieiginleika ytra efnisins má setja Gore-tex í þurrkara í smá stund. Einnig má líka strauja flíkina eða vöðlurnar. Ef veitt er í saltvatni er nauðsynlegt að skola vöðlurnar því að saltkristallarnir binda raka og opna Gore-tex, en þá fer að leka. Þetta á að gera við allann fatnað sem blotnar í salti sem og skótau. Sumir segja að Gore-tex virki ekki neitt, það sé bara plat. Gore-tex er viðkvæmt fyrir óhreinindum og ættu menn að þrífa flíkina og skóna reglulega, einnig að bera feiti eða vatnsfráhrindandi efni eftir því hvert efnið í ytra byrðinu er. Gore-tex má þvo eins oft og maður vill, það eru engin efni í Gore-tex sem eyðast eða gufa upp.

29


viðtal

30

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júní 2011


Bjarki Már veiðir stór-urriðann á þurrflugu! Það hafa margir gaman að Þingvallavatni, en þeir sem þekkja það vel segja svo frá, og það ýkjulaust, að það þarf tíma til að kynnast því. Ekki stafar það eingöngu af stærð vatnsins, heldur og hinum ýmsu fiskitegundum sem það byggja, en þar búa alls fjórar skilgreindar bleikju-­ tegundir auk ísaldarurriðans sem vatnið er kannski hvað þekktast fyrir.

31


Galdrafluga, “skordýr í rugli”. Myndirnar af flugunum tók Heimir Óskarson


viðtal

Bjarki Már Jóhannsson

Bjarki ásamt veiðifélaga djúpt úti á Rangárflúðum.

Það er nú svo að aðeins tvær umræddra bleikjutegunda skipta stangaveiðimenn máli, og svo auðvitað urriðinn. En þetta er samt sem áður fjölbreytt flóra sem kallar á mörg horn til að líta í. Nú í vor hafa margir haft það fyrir satt að aldrei hafi annað eins verið af urriða í vatninu hin seinni ár. Ræktun urriða hefur verið í gangi í mörg undanfarin ár, en það eru samt takmörk fyrir því hvað vatnið getur framfleytt mörgum urriðum, því enn er lokað niður í Efra Sog. Það er því fyrst og fremst Öxará sem heldur stofninum uppi og í minna mæli Ölfusvatnsá. En margur heldur að til að veiða urriðann þurfi helst að stelast með bönnuðum beitum á borð við makríl, sára eða beikoni. Nú eða kasta stórum spónum, sem þó er leyfilegt. Að stóri urriðinn taki ekki flugu, nema kannski einn og einn á stangli og þá helst stórar straumflugur. En þetta er rangt. Við hittum veiðimann, ungan að árum, sem

gerir sér lítið fyrir og veiðir stórurriðann á smáflugur. Og jafnt púpur sem þurrflugur. Hann er búinn að fá 10, 12, 14 og ca 20 punda urriða á þessi kríli nú í vor og margir hafa rétt upp önglana hjá honum og sloppið. Hann er jafnvel með „þrista“ við veiðarnar og segir að það eina sem þurfi sé: Nægur tími, því menn geti verið lengi að þreyta slík tröll á jafn léttar græjur og raun ber vitni. Hann var svo „óheppinn“, að þegar hann landaði 12 punda urriðanum þá langaði hann í fiskinn upp á vegg. Hann drap því höfðingjann. Stuttu seinna hafði hann svo landað tveimur stærri. En „skaðinn“ var skeður og þeim stærri var gefið líf. Við erum að tala um Bjarka Má Jóhannsson sem er starfsmaður hjá Rapala á Íslandi og nýútskrifaður BSc líffræðingur frá Háskóla Íslands. Við hittum Bjarka og báðum hann um að fara í saumana á þessum ólíkindum að okkur fannst.

33


viðtal

Bjarki Már Jóhannsson

Þurrflugurnar

- fjöldi veiðsvæða um land allt

Söluvefur sem aldrei sefur Bestu verðin - Sértilboð í hverri viku

„Ef við byrjum á að tala um þurrflugu­ veiðina, þá tekur urriðinn þær alveg eins og hvað annað. Stundum ekkert nema þurrflugur. Ótrúlegt hvað stór urriði getur verið sólginn í smáa þurrflugu, en svona er þetta nú samt. Ég nota í þetta Parachute flugur, hvaða Parachuteflugu sem er í raun og veru. En ástæðan fyrir því að ég nota nær eingöngu Parachute flugur er sú, að það er algengur galli við aðrar þurrflugur að þær lenda vitlaust í vatninu. Lenda á hliðinni eða bakinu þegar maður vill að þær lendi með öngulinn niður. Vel hnýtt Parachute lendir hins vegar alltaf rétt. Og til þess að tryggja það enn betur, þá tek ég allar svoleiðis flugur, spenni aftur haklið og vængi milli fingranna og klippi burt auka hakl við kvið flugunnar sem gæti skemmt lendingu og flot flugunnar. Fyrir þá sem eru að byrja í þessu ættu menn að nota flugur með foam búk eða dádýrshárum því þau eru hol að innan og hafa því aukinn flotmátt á við önnur hár. Þá er sniðugt að maka smávegis af sökkefni við tauminn fremst við flugu­ augað, því þá flýtur hún með sjálf­stæð­ ari hætti. Einnig þarf að gæta þess að aldrei sé slaki, línan sé alltaf strengd að flugunni og menn mega ekki gleyma sér. Það þarf að hafa augun á flugunni.“


ร essi er nafnlaus, en mikiรฐ notuรฐ og baneitruรฐ.

Parachute afbrigรฐi af Black Gnat.

Elk Hair Caddis


Klakpúpa.

Langskeggur Arnar Hjálmarssonar.

Vorflugulirfa, velt uppúr möl.

“Malarútgáfa” af Peacock.


viðtal

Bjarki Már Jóhannsson

Bjarki með hann á í Þingvallavatni.

Púpurnar Bjarki segir okkur síðan frá púpuvís­ indum sínum, sem eru í sjálfu sér engin vísindi, einungis viti borinn og athugull veiðiskapur. Um púpuveiðarnar sagði hann þetta: „Það er mikilvægast af öllu að fylgjast vel með hvað er að gerast í lífríkinu. Á púpuveiðunum byrjum við í byrjun mai, en þá byrja vor- og maiflugur að klekjast og leita upp í yfirborðið. Við félagarnir notum frekar stærri en minni flugur, oft númer 8. Við notum oftast nær flotlínu og taumurinn er að lágmarki 12 fet og taperaður niður í svona 8 pund. En ef það er mjög bjart, glært og sólríkt, þá gæti þurft að hafa niður í 5 pund fremst. Þetta á bæði við um þurrflugu- og púpuveiðina. Við notum flotlínur og öfuga öngla, þ.e.a.s. öngla sem snúa önglinum upp. Flugurnar eru hnýttar þannig að þyngapunkturinn er öfugur. Það gerum við með því að hafa þyngingarefni ofan á bakinu. Með þessu móti sleppum við miklu betur við festur þegar við veiðum við botninn sem er nauðsynlegt. Flugan er látin sökkva niður undir botn og síðan, þegar hún er dregin af stað, þá er það sama hreyfing og þegar umræddar nymfur taka sundið frá botninum.

Peacock er gríðarlega öflug í þessum efnum, sömuleiðis Phesant tail. Pea­ cockinn hnýti ég oft þannig að ég byrja hefðbundið, stíflakka síðan búkinn og velti síðan flugunni upp úr fínni möl áður en lakkið þornar. Þá er ég kominn með bæði þyngingu í fluguna og svo þetta náttúrulega útlit nymfunnar sem einmitt hleður utan um sig botnefni. Þetta datt mér einhverju sinni í hug í kennslustund í Háskólanum. Seinna, þegar ég las mig betur til, þá kom í ljós að ég var ekki að finna upp hjólið, aðrir höfðu gert svipað á undan mér. En það breytti engu um að þetta svínvirkaði. Sú púpa sem við notum þó hvað mest er Langskeggurinn sem Örn Hjálmarsson í Útilífi hannaði. Við veiðum oft saman og hann, ég og fleiri, notum þessa flugu grimmt. Hún er gríðar­lega einföld, með svart eða glært latex í bakinu, fínlega ull í búknum og hanafanir í skeggi. Loks er annað trikk sem við notum oft og það er taka svona köngulóarflugu, Daddy Long Legs eða Galdrafluguna og baða hana upp úr þurrfluguspreyi. Síðan köstum við henni og drögum inn í yfirborðinu. Flugan skilar sér eins og skordýr í ein­ hverju rugli sem er að reyna að forða sér. Þetta gefur oft flottar tökur.“

37


viðtal Magnað vor Þegar við ræddum við Bjarka undir lok síðasta mánaðar var hann prívat og persónulega búinn að landa milli 20 og 30 urriðum á bilinu frá 4 og upp í um það bil 20 pund. Bleikjan var þá líka byrjuð að taka við sér og hann var búinn að landa mörgum slíkum, m.a. mjög stórum kusum. Hann veiddi þessa fiska alla á þurrflugur og smáar púpur. Félagar hans hafa einnig veitt vel og oft prýðilega þó að veiðimenn með annað agn hafi ekki verið að fá tökur. Hann segir einnig að meira sé af 2-3 punda fiski í vor heldur en síðustu ár og hefur hann veitt talsvert af slíkum fiski. Hann segir og, að púpuaðferðin virki jafn vel í bleikjuna, en þurrfluguna taki hún sjaldan. Þó komi það fyrir. Að lokum sagði Bjarki Már þetta: „Það er mjög mikilvægt að menn séu duglegir. Fiskurinn fer gjarnan um í hópum og stoppar þá gjarnan á vissum blettum. Tekur sig svo upp og fer annað. Ég veit um nokkra svoleiðis staði, en ætla ekkert að ljóstra því upp. Málið er nefnilega, að þegar menn hafa fundið urriðann þá fer það ekki á milli mála. Hann er að sýna sig, skvetta og stökkva um allt. Um að gera að hafa yfirferð. Og þessu er ekki lokið þó að júní líði, því að það eru vissir staðir í vatninu þar sem veiða má urriðann með þessum aðferðum allt sumarið. Bleikjan er einnig um allt vatn í nymfunum. Þá hefur mér reynst ljósaskiptin kvölds og morgna best, fiskur kemur þá meira upp á grunn og er ekki eins var um sig á meðan hann er að éta.“

38

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júní 2011

Bjarki Már Jóhannsson Það var og. Þær vikur sem liðnar eru síðan að við spjölluðum við Bjarka hefur hann gert víðreist um veiðilendurnar. Marg farið aftur í Þingvallavatn þar sem enn fleiri urriðar og bleikjur hafa náðst að landi. Síðast þegar við heyrðum í honum var hann staddur í Veiðivötnum og búinn að veiða sig fullsaddann þar í bili. „Urriðarnir voru margir vel stórir, 5-7 punda. Með mér var Ástralskur líffræðingur sem bara gapti á þennan 7 punda þegar hann svamlaði til og frá á meðan ég var að þreyta hann. Hann sagðist varla hafa vitað að urriði gæti orðið svona stór. Það fékk mig til að hugsa að sennilega gerum við Íslendingar okkur litla grein fyrir því hvers lags auðlind við höfum í silungsveiðinni. Ég hef ítrekað farið með erlenda gesti í urriða í Þingvallavatni til að mynda og menn trúa því vart sem fyrir augu ber. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að stór, stór hópur erlendra silungsveiðimanna líta á 2 punda urriða sem meiriháttar fisk. Íslenskir veiðimenn líta varla við svoleiðis og kalla það titti. Annars fannst mér hvað skemmtilegast í Veiðivatnaferðinni að taka á mig talsvert labb við Breiðavatn til að leita uppi útfallið og finna þar miklu stærri bleikjur en margur telur að sé að finna í Veiðivötnum. Ég setti í hverja af annarri, veiddi hægt með þungum púpum og þetta voru 3-5 punda fiskar, ein eða tvær jafn vel enn stærri,“ sagði Bjarki Már að lokum.


Lax-, silungs- og skotveiði Hrútafjarðará, Breiðdalsá, Jökla, Tungulækur, Minnivallalækur og Fögruhlíðará

www.strengir.is


fjölskylduveiði

Það er á allra færi að veiða í Heiðarvatni. Myndir: Heimir Óskarsson og Frosti Heimisson

40

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júní 2011


Eitt allra besta silungsveiðivatn fjölskyldunnar Eitt allra besta silungsveiðivatn landsins er án nokkurs vafa Heiðarvatn í Mýrdal. Forðum var það eitt vinsælasta veiðisvæði SVFK, en eftir að hinn svissneski Rudy Lamprecht keypti þar upp jarðir þá er þetta að mestu í hans eigu og lengi vel var engum leyft að veiða í vatninu. Á því hefur þó orðið breyting seinni árin, umsjónarmaður Rudy á Íslandi, Ásgeir Ásmundsson, sem rekur www.skoga.is selur í það veiðileyfi og er ekki vafi að fá veiðivötn hér á landi henta betur til fjölskylduveiða. 41


fjölskylduveiði Það má segja að allur fiskur fáist í Heiðar­vatni nema steinsuga og flundra. Þar er staðbundinn urriði og bleikja og sjóbirtingur og lax eiga þangað greiða leið um Kerlingardalsá og Vatnsá. Ekki hefur dregið úr laxavoninni eftir að Rudy hóf stórfelldar seiðasleppingar í Vatnsá. Hann gerði hana að þeirri á sem flesta hefur gefið laxana á dagstöngina síðustu tvö sumrin. Gríðarlega aflatölur þar á stuttri vertíð á aðeins tvær stangir. Laxinn þvælist talsvert upp í vatn og silungsveiðifólk setur oft í laxa. Þá er sá háttur sjóbirtings á svæðinu að fara mjög hratt yfir þegar hann er farinn úr hinni skoluðu Kerlingardalsá inn í hina krystaltæru Vatnsá. Sjóbirtingnum líður ekki par vel í nettum tærum sprænum og flýtir sér því upp í vatn. Dæmi um þetta er, að eitt sinn er ritstjóri var að veiðum í Vatnsá á septemberdegi, fyrir daga Rudy, kom hann að 20-30 fiska sjóbirtingstorfu í veiðistaðnum Svörtuloftum. Allt voru þetta ca 2-3 punda fiskar og þar sem sól var og kyrrt veður, var erfitt að athafna sig án þess að styggja hylinn. Tókst að setja í einn fisk áður en að hjörðin var farin

42

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júní 2011

að hringsóla. Var þá hætt að kasta um stund og komst þá kyrrð á torfuna. Afráðið var samt sem áður að halda annað og koma heldur undir kvöldið þegar byrjað væri að rökkva. Var það gert, en hver einasti fiskur var á bak og burt úr hylnum þegar komið var aftur aðeins tveimur tímum síðar. Birtingurinn gengur hins vegar aftur niður í ána til hrygningar þegar sá tími kemur. Þá er gjarnan búið að rigna vel og dagur mjög að styttast. Það líkar birtingnum meira. Til er mjög stór sjóbirtingur í Heiðarvatni og enn fremur gríðarlega stór staðbundinn urriði. Þar veiðast flest sumur fiskar frá 10-12 pundum og upp í einhver 20 plús pund. Oftast fá menn slíka fiska með spæni af bátum, en þó fiskast slíkir fiskar stundum líka frá bökkum. Tilvist þessara risavöxnu staðbundu og sjógengnu urriða, auk laxanna, hvetur til að gætt sé að nógu sterk lína sé á hjólum allra fjölskyldumeðlima. Ekki gleyma barnastöngunum í þeim efnum, því fúin eða of grönn lína á litla möguleika að halda gegn slíkum fiskum.

Náttúrufegurð er mikil við vatnið.


Heiðarvatn Allur þorri fiska í Heiðarvatni er hins vegar staðbundinn urriði og bleikja og er stærðin býsna blönduð. Þar veiðist allt frá smælki og upp í 2-3 punda silunga og stöku sinnum veiðast enn stærri staðbundnir fiskar. Fluguveiði gefur að jöfnu best og krakkarnir með flugu og flotkúlur fá oft ekki síðri veiði. Spinnerar virka líka vel. Fyrrum var SVFK með tvo vel búin veiði­hús við Heiðarvatn, en það er liðin tíð. Þeir sem veiða í vatninu nú til dags geta fengið veiðihús Vatnsár fyrir laxveiðitímann, en að öðrum kosti eru það tjöld eða tjaldvagnar. Fyrir utan að það er ekki lengra til Víkur frá höfuðborgarsvæðinu en svo að vel er hægt að aka austur að morgni og koma heim að kvöldi. Fínn dagur þar á ferð, fjölskyldan í veiði saman í fögrum fjallasal. Dálítið nánar um Heiðarvatn. Það er í 72 metra hæð yfir sjó og er flatarmál þess tæpir tveir ferkílómetrar. Meðaldýpi er um 13 metrar sem þýðir að það er býsna djúpt á köflum. Við slíkar kringumstæður þrífst stórurriði einkum mjög vel, dýpi til að lúra oní á daginn og svo grynnra vatn með miklu af smærri silungi til að éta í ljósaskiptunum. Lækurinn Þorleifsá rennur í vatnið og eitthvað af fleiri sprænum sem eru ekki mikið að sjá yfir sumartímann en geta bólgnað á haustin. Þarna koma oft vatnsskot, því Mýrdalurinn og umhverfi hans er mikið rigningarbæli. Heiðarvatn er með þeim gæðum að nær allt veiðitímabilið er gjöfult og eru hinar ýmsu tegundir sterkar á vissum tímum. Veiði byrjar t.d. snemma vors, eða í mai ef ís er ekki fyrir mönnum

og þá og fram í júní er oft hreyfing á sjóbirtingi sem ætlar til sjávar eftir vetrardvöl. Þegar hlýnar og kemur fram í sumarbyrjun tekur bleikjan við sér og þegar kemur fram á og yfir mitt sumar bætast sjóbirtingar og laxar í aflann. Allan tímann er staðbundinn urriði einnig sterkur. Þetta er þannig séð allra tíma vatnið og ekki spillir gleði dagsins að umhverfið er stórkostlegt. Það er alltaf hægt að mæla með Heiðarvatni.

Mikið er um mjög stóra fiska innan um smærri fiskinn í Heiðarvatni. Hér er 67 cm sjóbirtingur.

43


Ingimundur Bergsson meรฐ fallegar bleikjur.


fjölskylduveiði

Veiðikortið

Erum alltaf að skoða nýja og spennandi möguleika Veiðikortið er einn stærsti hvalreki sem sullast hefur upp í fjöru stangaveiðimanna sem vilja geta skotist eitthvert skemmtilegt með stuttum fyrirvara, fyrir lítinn pening, eða farið með alla fjölskylduna eða stoppað til að veiða á ferð um landið. Enda eru vinsældirnar miklar og hafa farið vaxandi. Vertíð Veiðikortsins er nú að komast í hámark þannig að við heyrðum í Ingimundi Bergssyni hjá Veiðikortinu og spurðum hann um eitt og annað.

45


fjölskylduveiði Hvernig hefur vöxtur Veiðikortsins þróast og hefur þú fundið fyrir auknum áhuga eftir breytingarnar sem urðu í hagkerfinu eftir bankahrun? „Veiðikortið hefur í raun vaxið jafnt og þétt frá því það kom fyrst út árið 2005. Það er augljóst að það var þörf fyrir það á markaðnum, enda vantaði einfalda og þægilega lausn fyrir þá sem stunda vatnaveiði. Einfaldleikinn hefur fengið að halda sér frá stofnun og hefur kortið nánast ekkert hækkað þrátt fyrir mikla aukningu á vatnasvæðum sem í boði eru milli ára. Bankahrunið hefur sennilega haft jákvæð áhrif á vöxt Veiðikortsins enda verðið mjög hagstætt og færri sem ferðast erlendis í sumarfríum. Það er klárt mál að veiðimönnum hefur einnig fjölgað eftir tilkomu Veiðikortsins þannig að það má segja að hagkerfið í veiðigeiranum hefur stækkað með fleiri veiðimönnum sem kaupa þá væntanlega græjur í veiðivöruverslununum og önnur veiðileyfi hjá veiðileyfasölum.“ Eru enn vaxtarmöguleikar...þ.e.a.s. muntu enn fjölga vötnum? „Við erum að alltaf að skoða nýja og spennandi möguleika fyrir notendur Veiðikortsins, og lykillinn að því að uppfylla þarfir notenda er m.a. með því að reyna að bjóða upp á ný svæði. Við styðjumst mikið við upplýsingar frá notendum kortsins varðandi hvaða vötn menn vilja sjá bætast við sem og hvaða vötn eru ekki að standa undir væntingum. Þess vegna er mjög mikilvægt að notendum séu duglegir við að senda okkur reynslusögur, bæði jákvæðar og neikvæðar um vatnasvæði kortsins. „ Veistu hverjir nýta sér helst Veiðikortið? „Notendahópur Veiðikortsins er mjög stór og má segja að aldursdreifing notenda er furðu jöfn, eða allt frá unglingum með veiðidellu upp í heldri borgara sem vilja komast í rólegheitin út í náttúrunni. Stærsti hópur notenda í dag er fjölskyldufólk á aldrinum 27-50 ára. Mikil aukning hefur verið í notkun á Veiðikortinu hjá veiðimönnum sem áður stunduðu nánast eingöngu veiðar í ám, en margir hafa hreinlega heillast af vatnaveiðinni enda ekki síður skemmtilegt að glíma við fallega bleikju með léttum veiðigræjum, heldur en lax. Einnig má sjá að

46

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júní 2011

veiðimenn eru farnir í meira mæli að fara saman í lengri veiðitúra sem eru skipulagðir í kringum vatnaveiði, t.d. með því að leigja sumarhús og fara þaðan í mismunandi vötn á milli daga.“ Notarðu sjálfur Veiðikortið og þá með hvaða hætti? „Ég hef mjög gaman að vatnaveiðinni og nota kortið að sjálfsögðu talsvert sjálfur. Þó hefði ég gjarnan viljað komast meira í veiði en það kemur að því þegar það róast eitthvað hjá manni. Ég reyni að fara nokkrar ferðir t.d. á Þingvelli, Úlfljótsvatn, Meðalfellsvatn og Hraunsfjörð á hverju ári, auk þess sem ég reyni að kíkja í einhver ný vötn eins og frekast er kostur.“ Ertu að nýta þér nýju samskiptaleiðirnar á netinu, eins og Facebook og þess háttar? „Með tilkomu Facebook er orðið mjög þægilegt og aðgengilegt að nálgast upplýsingar og jafnvel ráðleggingar frá öðrum veiðimönnum sem og til að deila myndum. Einnig virkar sú síða vel ef að veiðimenn eru duglegir að láta heyra í sér og láta aðra veiðimenn vita af því hvernig veiðin gengur á milli vatnasvæða. Við höfum reynt að leggja aukna áherslu á að veiðimenn skrái afla rafrænt, t.d. með því að skila inn veiðiskýrslu á tölvupósti sem hægt er að nálgast á heimasíðu Veiðikortsins, www.veidikortid.is auk þess sem við höfum verið í góðu samstarfi við Veiðibók, www.veidibok.is en þar geta menn t.d. skráð afla eftir hverja veiðiferð hvort sem menn hafa aðgang þar eða ekki á mjög einfaldan og hraðvirkan hátt. Samt viljum við hvetja veiðimenn til að stofna aðgang á Veiðibók, enda endurgjaldslaus þjónusta sem heldur á einfaldan hátt utan um allar veiðiferðir viðkomandi. Einnig hvetjum við veiðimenn til að senda okkur myndir og jafnvel veiðisögur (á netfangið veidikortid@veidikortid.is) til að miðla til annarra veiðimanna í gegnum vefinn okkar og Facebook, enda fátt betra en að skoða nógu margar myndir af svæðum sem menn hafa ekki komið á ef að menn eru t.d. að fara á eitthvað vatnasvæði í fyrsta sinn.“


SÍÐUMÚLI 8 - SÍMI 568 8410

ÞÚ FÆRÐ SIMMS EINNIG HJÁ VEIÐIMANNINUM. VEIÐIBÚÐ ALLRA LANDSMANNA Á NETINU.

VEIDIMADURINN.IS

Gore-tex gerir gæfumuninn. Gore-tex öndunarfilman ber höfuð og herðar yfir aðrar öndunarfilmur bæði hvað varðar vatnsheldni og útöndun. Simms notar Gore-tex Performance-Shell og Gore-tex Pro-Shell í vöðlur og jakka. Engar málamiðlanir. Simms er málið

ALLIR VEIÐIMENN ÞEKKJA SIMMS GÆÐI!


Óskar Páll Sveinsson með lax í opnun Kjarrár 2011.

48

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júní 2011


ljósmyndir

Á langt í land en æfingin skapar meistarann Ljósmyndagalleríið í þessu tölublaði er eign Óskars Páls Sveinssonar sem er einn af okkar snjöllustu fluguveiðimönnum og margreyndur leiðsögumaður auk þes að hafa náð lengra en flestir á tónlistarsviði, bæði við útsetningar og lagasmíðar. Hvert mannsbarn þekkir t.d. Eurovisionsmellinn Is it true sem náði sæti númer tvö í þeirri keppni hér um árið. En eitt af mörgu sem Óskar Páll leggur fyrir sig og gerir listavel er stangaveiðitengd ljósmyndun. Hann brást hinn besti við þegar við óskuðum þess að mega birta myndir eftir hann og um galleríið sitt segir hann: „Ég er lengi búinn að vera með áhuga á ljósmyndun en það er ekki fyrr en á síðustu árum að ég hef lært hjá nokkrum ágætum fagmönnum réttu handtökin við myndatöku og myndvinnslu. Ég á þó ennþá langt í land, en æfingin skapar meistarann og það er gríðarlega skemmtilegt að sameina þetta með veiðinni og leiðsögumennskunni. Eins og sjá má á þessum myndum hér þá hef ég bæði gaman af „náttúrulegum“ myndum og að vinna myndir með hinum ýmsu forritum. Einn af mörgum kostum veiðinnar er sá að oftar en ekki er maður umkringdur stórkostlegri náttúru sem gaman er að reyna að fanga á mynd. Þessar myndir eru flestar teknar á canon 550D og forritin sem ég nota mest eru Lightroom, Photoshop og Photomatix.

49


Hofsá í Vopnafirði.


51


Þingvellir.

52

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júní 2011


Kirkjuhólmakvísl á miðnætti.

53


Vesturá í Miðfirði.


55


Lax með flugu og stöng.

56

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júní 2011


Lax aรฐ hausti.

57


Kastað fyrir silfurbokka á Kúbu.

58

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júní 2011


Anthony Luke veiĂ°ir North Tyne Ă­ Bretlandi.

59


Veiðibíll við Rio Grande í Argentínu.

60

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júní 2011


61


sjóstangveiði

Þetta er mikið adrenalínsport Sjóstangaveiði á vaxandi vinsældum að fagna og sportið er jafn framt orðið að útflutningsvöru í ferðaþjónustu. En það er eitt að fara með sjóstangaveiðibát eitt eða tvö skipti þar sem allur búnaður er til taks, og annað að stunda sjóstöng sem sport. Í sumum tilvikum meira að segja sem keppnissport. En það er all nokkur hópur sem gerir það. Til er Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur og formaður þess, eða kannski öllu heldur forkona þess, er Elín Snorradóttir, starfsmaður hjá Skýrr.

62

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júní 2011


Elín Snorradóttir

Okkur þótti við hæfi að heyra aðeins í Elínu og spyrja hana út í sjóstanga­ veiðiskapinn og hvar mörkin liggi á milli kepnnismennskunnar og róleg­ heitanna. En fyrst spurðum við hana um félagið, stærð þess og tilgang. „Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur er eitt átta félaga á Íslandi sem snúast í kring um keppnishlutann. Reyndar átti félagið 50 ára afmæli 10. maí síðast liðinn. Sjávarútvegsráðuneytið úthlutar okkur þremur veiðidögum til að keppa á, einn þeirra fer í innanfélagsmót og hinir tveir fara í opin mót sem telja til Íslandsmóts. Þetta mótshald er mikið um sig og kostnaðarsamt. Við erum að leigja báta og fleira umstang í kring um þetta kostar sitt. Skráðir félagar í þessum félögum eru líklega eitthvað um 560 talsins, en mjög virkir eru kannski 60 til 70 manns og það er hóp­ urinn sem tekur þátt í mótunum. Okkar félag telur núna ríflega hundrað manns og hefur farið fjölgandi. Bæði hafa fyrrum félagar drifið sig aftur í gang og svo er líka nýtt fólk.“

63


1 2

3

4

5

64

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júní 2011


Elín Snorradóttir Hvernig á nýtt fólk að koma sér í svona félög? „Bara að hafa samband. Þetta er léttur og skemmtilegur félagsskapur og þó að við höfum flest þekkst lengi þá er engu að síður vel tekið á móti nýju fólki. Það þarf enginn að hafa áhyggjur af því að vera óvelkominn eða útundan. Það er einmitt eitt af því skemmtilegasta við þetta sport, þ.e.a.s. þessi frábæri félagsskapur.“

1 Skötuselir geta líka slæðst með! 2 Smáþorskur vekur gleði. 3 Aflinn er stundum ófrýnilegur. Hér er stór steinbítur á ferð. 4 Gleði og stemning um borð. 5 Það vantar ekki mikið upp á að þorskurinn sé jafn stór veiðikonunni! Ljósmyndir: Ragnar Valsson

Nú ert þú formaður og þú ert líka kona. Samt hefur einhvern veginn farið það orð af sjóstangaveiði að það sé meira karlasport. Hvað segir þú um það? „Jájá, ég get alveg fallist á það. Sjóstanga­veiði hefur haft svoleiðis yfirbragð, en það eru líka konur í þessu og það eru kvennaflokkar í öllum keppnis­greinunum. Konum hefur líka fjölgað og karlarnir taka því bara mjög vel. Þeir taka mér líka mjög vel í formannsstólnum og gegna mér alveg út í eitt!“ En hvert er fúttið í þessu, ekki er það takan og viðureignin eins og í lax- og silungsveiði, með þessar ferlegu stangir? „Þetta er bæði mikið adrenalínsport og svo fær fólk útrás fyrir keppnisskapið. Adrenalínhliðin felst fyrst og fremst í að þú veist aldrei hvað þú setur í, það getur verið allt frá litlu trönusíli og upp í 100 kg lúðu. Dæmi um þetta er síðasta opna mótið okkar. Þá vorum við í Vestmannaeyjum og sá sem vann bikar fyrir flestar tegundir var með tíu tegundir, mátti þar nefna m.a. þorsk, ýsu, löngu, keilu, kola, steinbít og til að toppa allt, marhnút! Samt var hann ekki með tegundir eins og lúðu, makríl, síld og fleira þannig að af því má sjá

að fjölbreytnin er gríðarleg. Talandi um makríl, þá veiddist ekki nema einn makríll á þessu móti og það var norsk kona sem hann veiddi. Það var talsvert hlegið að því í ljósi deilna landanna um makrílkvóta.“ En er þetta ekki svakaleg vinna og harrsperrur í marga daga á eftir? „Nei, ekki endilega. Stundum er miklu erfiðara að standa í lappirnar í bátnum ef veðrið er ekki heppilegt, heldur en að draga marga og stóra fiska. Veiðibúnaðurinn er líka þannig hannaður að hann dreifir álaginu á líkamann. Flestir sem eru í þessu sporti eru auk þess í góðu líkamlegu formi.“ Þetta snýst þá allt um keppni og kapp eða hvað? „Neinei, það eru líka margir í þessu sem afslappandi sportveiði. Eiga sína báta eða hafa aðgang að þeim og fara út á sjó til að veiða í soðið og slaka á. Það er allt annað andrúmsloft heldur en á keppnisdögum, en gott andrúmsloft líka. En það er keppnihlutinn sem heldur félögunum saman. Það er síðan keppt í svo mörgum flokkum að margir eiga þess kost að vinna eitthvað.“ Hvað hefur þú annars verið lengi í sjóstangaveiði og hvernig varst þú kynnt fyrir henni? „Ég byrjaði fyrir tíu árum og það bar þannig til að mér var boðið að koma og keppa sem gestur á innanfélagsmóti. Mér þótti spennandi að fá að kynnast þessu og sló til. Það var ekki annað en að ég vann síðan kvennaflokkinn og þá var ekki aftur snúið.“

65


einu sinni var

Sat mosagróinn og blautur við hliðina á ilmandi blómarós Árið 1983 kom út bókin Varstu að fá‘ann? Þar tók ritstjóri Veiðislóðar tali all margar veiðikempur og skráði langa röð af veiðisögum sem voru margvíslegar og allar skemmtilegar á sinn hátt. Það er til marks um að tíminn stendur aldrei kyrr, að að minnsta kosti átta viðmælenda ritstjóra eru nú látnir. Einn þeirra var Snorri Jónsson frá Húsavík. Snorri var stórmerkilegur veiðimaður. Hann var einn af stofnendum Húsa­ víkurdeildar Laxárfélagsins, bróðir Benedikts Jónssonar sem var nánast goðsögn í lifanda lífi sem Laxármaður, og ótrúlega seigur veiðimaður þegar tekið er tillit til þess að hann veiktist af lömunarveiki á unga aldri og gekk eftir það við staf, hokinn í baki og smá­­vaxinn. Ekki beint uppskrift að Laxá í Aðaldal myndi einhver kannski segja, en það sagði það enginn Snorra Jónssyni. Eitt viðtalanna í umræddri veiðimanna­ bók var einmitt við Snorra. Það var tekið á köldum og björtum mai-degi 1983. Ekki ætlum við að skrá allt viðtalið hér, en birta þó skemmtileg brot úr því. Gefum Snorra orðið: „Ég er einn af þeim lukkunar pam­fílum sem sem veitt hefur stærri lax í Laxá en 30 pund. Það var 13.júní 1962 í Kistukvísl.

66

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011

– Laxinn tók maðk og það voru heilmiklar sviptingar við að ná honum, en þó tók það aðeins um 25 mínútur. Maður verður að taka á löxum á þessum slóðum, annars geta þeir náð um of yfirhöndinni og þeir stóru eru vísir til að fljúga upp fossanna með allt aftan í sér, ef svo ber undir. Þegar ég veiddi stórlaxinn var háfjara og lágt í Laxá niður eftir öllum sandi. Laxinn þaut niður Kistukvísl og ég mátti vaða á eftir honum niður eftir öllum eyrum, því að aldrei lagðist hann eða fór sér rólega. Loks dró ég hann til mín og rotaði hann í vatninu með stafnum mínum. Þar með var björninn unninn og ég dró hann á land. Þetta var 30,4 punda lax, nýrunninn og glæsilegur.“ Seinna í viðtalinu segir Snorri frá því þegar honum varð á í messunni í viðskiptum við stórlax á þeim fræga stórlaxaveiðistað Núpafossbrún:


Snorri Jónsson frá Húsavík.

– Á Fossbrún gerðist eitt ævintýrið, eitt af þeim sem maður gleymir aldrei. Það var ekki sofið yfir sig þann morguninn, enda ekki veður til að sofa, logn og sólskin um miðjan júlí. Við vorum komnir að ánni um sex-leytið. Við, - jú, það vorum við gömlu skarfarnir Birgir Steingrímsson, Bendikt bróðir og ég. Við áttum veiði í Núpa- og Knútsstaðalöndum þennan dag. Ég rölti í hægðum mínum yfir neðri höfðann, stansaði svo uppi á háhöfðanum og settist niður. Á fáums töðum er fallegra útsýni yfir Aðaldal en þar. En ég hafði ekki eirð í mér til að sitja lengi, eitthvað kitlandi eirðarleysi rak mig áfram. Hann tekur oft vel á Fossbrún snemma morguns, þegar sólin er beint í bakið á manni, enda er strengurinn þá mjög bjartur og litfagur. Ég þurfti ekki lengi að bíða eftir því að eitthvað gerðist þennan morgun. Eftir fáein köst hafði ég fest í stórum og fallegum fiski. Hann var rólegur, stóð djúpt undir strengnum og stimpaðist við. Eftir nokkurt þóf fór hann þó að ókyrrast, létti á sér, tók hratt viðbragð, hljóp undir og fram fyrir aðalstrenginn og stökk. Allra laglegasti fiskur, 18-20 pund. Nú snéri hann við og hljóp hratt undan straumnum , alveg niður á Fossbrún. Og þá gerði ég það stóra glappaskot, sem varð til þess, að ég gat aldrei unnið þennan leik. Ég hljóp af stað fram á klöppina og gaf þannig fossinum tækifæri til að grípa í slakann á línunni og sá grái hafði snúið á mig. Á blábrúninni hafði hann snúið við, stungið sér upp með klöppinni og stökk nú góðan spöl ofan við brúnina.

67


einu sinni var En línan mín var ofurseld afli og ógnarþunga fossins, hún lá klemmd undir klettabrúninni, föst, og engin leið að hnika neinu til. Laxinn hélt áfram að streitast á móti, nú var hann kominn upp á móts við efra nefið. Meter eftir meter hnikaðist út af hjólinu og það svarraði í þegar línan urgaðist á klettinum. Ég lagði frá mér stöngina. Lagðist á magann og reyndi að teygja hendina niður með línunni í þeirri veiku von að mér tækist að losa, en hér megnaði ekki einn mennskur hnefi á móti jötunafli fossins; hann þreif í hendina mína og mildi að hann kippti mér ekki til sín af hálli klöppinni. Ég reis seinlega upp, tók stöngina og reyndi að sporna við að laxinn drægi mjög hratt út af hjólinu. Hann stansaði annað slagið, eins og hann væri að hvíla sig, tók svo kipp og enn missti ég nokkuð út af hjólinu. Það var liðinn meira en hálftími síðan hann tók. Ég var orðinn rennandi blautur ofan frá bringu og niður að hnjám, löðrandi í mosa og leir af því að veltast á maganum á hálli og blautir klöppinni. Svitinn lak í dropatali af höku og nefi, ég titraði ofurlítið í hnjáliðunum og það var ekki frítt við að mér væri óglatt! Ég hrökk við, það brá skugga við hlið mér á klöppinni. Birgir var kominn til mín, hann hafði ekki orðið var í Höfðahyl, og rölt niður eftir til mín. Ég hafði ekki heyrt hann koma fyrir þrumuraust fossins. Birgir var fljótur að hugsa og ekki seinni að framkvæma: „Ég hleyp upp fyrir höfða, sæki ár í prammann og við losum línunna með henni.“ Og ég sá undir yljarnar á honum, þegar hann tók sprettinn suður yfir höfða.

68

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júní 2011

Nú var bara að þrauka þangað til Birgir kæmi aftur. Bara að laxinn vildi snúa við , hlaupa niður og fram af. Þá var von um að allt kæmi laust. En hann var ekki á þeim buxunum. Eftir ótrúlega stuttan tíma stóð Birgir aftur við hlið mér, hann mundaði árina og brá henni niður með línunni, en hvizz!! Það var gripið sterklega á móti, mildi að fossinn slöngvaði honum ekki eins og steini úr slöngubyssu beint í faðm sér. Skömmu seinna var leiknum lokið, yfirlínan öll farin út, og þegar grönn undirlínan fór að sargast á klöppinni, þoldi hún ekki átakið og skarst. Laxinn var farin og línan var farin, og nú hafði ég tíma til að setjast niður, þurrka af mér svitann og kveikja mér í sígarettu. Ég komst til Húsavíkur með Austur­lands­ rútunni, sat þar mosagróinn og blautur við hliðina á ilmandi blómarós. Keypti tuttugu manna rútu með mig einan fram eftir aftur, því engan annan farkost var að fá. Um kvöldið var ég búinn að fá þrjá laxa, alla á Fossbrún að austan. Ég var sáttur við laxinn sem vildi ekki snúa við, og fór þess vegna með línuna mína. Sáttur við sjálfan mig fyrir klaufaskapinn, og sáttur við fossinn, sem með jötunafli sínu hafði kennt mér að slaka aldrei á, og fara aldrei af stað á eftir laxi á Fossbrún, fyrr en ég væri viss um, að hann væri kominn fram af brúninni.“ Við látum þetta gott heita úr viðtalinu við Snorra Jónsson frá árinu 1983, en ef til vill kíkjum við aftur í það síðar, enda er það fullt af skemmtilegum sögum og gullkornum.


Lystaukandi veislur Fermingar Árshátíðir Brúðkaup Fundir Afmæli Móttökur

veis luþ j ó n u st a Búðakór 1

203 Kópavogi

Sími 820 7085

lystauki@lystauki.is


villibráðareldhúsið

Jón Eyfjörð Friðriksson

Forréttur sem gæti skyggt á aðalréttinn

Mývatnsreyktur urriði með mangó og engifersósu Við vorum með reyktan fisk í síðasta tölublaði og höldum okkur við það hér. Og notum Mývatnsreyktan urriða í tilefni af því að margir fengu þar fallega fiska í byrjun sumars. Að sjálfsögðu má nota aðra urriða, sjóbirting, bleikju eða lax. Aðalatriðð er að fiskurinn sé reyktur og helst með taði!

hráefni • Flak af reyktum urriða • Ferskt mangó Engifersósa: • 100 gr. ferskur engifer • 1 dós sýrður rjómi • Maldon salt • Pipar

aðferð 1. Rífið niður ferskan engifer og hrærið saman við eina dós af sýrðum rjóma. Bætið út í salti og pipar eftir smekk. Látið standa í a.m.k. tvær klukkustundir.

3. Afhýðið mangóið og saxið. 4. Ristið brauð skerið skorpuna frá og raðið á diska ásamt áðurtöldu og rétturinn er klár. Þetta er hugsað sem forréttur, en óhætt er að vara við því að snæða of mikið af þessu, því þá gæti aðalrétturinn farið fyrir lítið.

70

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júní 2011

Myndirnar tók Heimir Óskarsson

2. Beinhreinsið flak af silungi og skerið niður í þunnar sneiðar.


71


lífríkið

Hirðfíflið í fuglaríkinu Stangaveiðimenn hafa um sig hirð skemmtilegra og litríkra fugla sem glæða tilveruna meiri gleði og skemmtun. Sumir eru ekkert nema auganyndið, en aðrir getað hjálpað til við að meta veiðihorfur eins og kunnugt er. Fáir gleðja augað meira heldur en straumöndin.

72

Straumöndin er mest á lindám landsins og ekki síst þar sem þær taka sig upp og falla úr móðurvötnum sínum. Þær geta sést á dragám, en lindár eru málið. Þær eru flestar þar sem þéttast er mýið. Hvergi er meira af straumönd heldur en á Laxá í Suður Þingeyjarsýslu og fjölgar þeim á ánni eftir því sem ofar dregur. En straumönin finnst þó um land allt. Til útlistingar á útliti straumandar þá vísast hér með í glæsilega mynd Einars Fals Ingólfssonar, en mynd þessa tók hann fyrir okkur á Kráká nú í vor.

þéttastar. Hún er svo elsk á ánni sinni að hún flýgur aldrei hátt yfir og þræðir árfarveginn í hvívetna. Komi hún að brú, þá flýgur hún frekar undir hana heldur en að lyfta sér yfir hana.

Straumöndin er um margt merkileg í íslenskri náttúru. Fyrir utan að vera kannski litskrúðugasti fugl fuglaríkisins þá er hér um Ameríska tegund að ræða sem verpir hvergi í Evrópu nema á Íslandi. Hún finnst síðan austast í Síberíu, á Grænlandi og loks víða í norðurhéruðum Bandaríkjanna og Kanada. Hún heitir á ensku Harlequin, sem er nafnið á hirðfíflum miðalda. Vísar þar til fáránlega litskrúðugra búninga fíflanna. Straumönd heitir hún á íslensku til að skírskota til þess hversu straumsækin hún er. En hún er afar elsk að mikilum straumi og ólgum. Kannski vegna þess að þar undir eru mýlirfurnar

Straumöndin er svo falleg, að hún hefur verið sett í flokk með mandarínöndum og fyrrum var mikið reynt að koma straumöndum til í andagörðum í Evrópu. Hingað til lands komu menn gagngert til að safna eggjum hennar. Var mikið flutt út af eggjum, þau voru klakin í þar til gerðum útungunarhólfum og ungarnir skriðu úr eggjunum. En hvernig sem reynt var, tókst aldrei að gera straumöndina að sýningargrip í andagarði. Þær drápust jafn óðum.

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júní 2011

Straumöndin er staðfugl á Íslandi og heldur til við klettóttar strendur á veturna. Stundar þar sundlistir sínar í lemjandi brimi við hamra og sker. Gamalt nafn á henni er brimdúfa, með greinilegri skírskotun til vetrarstöðvanna.

Að sjálfsögðu er til gömul þjóðsaga um hvernig straumöndin fékk sinn ótrúlega skrautlega fjaðraham. Ekki


Straumönd kemur heldur á óvart að það skuli hafa verið Björn J.Blöndal sem skráði þá sögu í einni af fjölmörgum bókum sínum, en bækur hans er lesnar af fjölda stangaveiðimanna enn þann dag í dag. Algjörar perlur. Klassík í veiðibókmenntum Íslendinga. Sagan er þannig, að í árdaga var straumönin alls ekkert skrautleg. Hvorki steggurinn eða kollan. Þau voru eiginlegha bara brún bæði tvö.

En eðli þeirra var þá þegar að takast á straumhörðustu árnar. Eins og Björn skráir, þá þurfti höfundur lífsins að senda sendiboða sinn til þarfra erinda. Sendiboðinn var lítill dvergur og þegar hann kom að straumharðri á varð honum ljóst að yfir ána kæmist hann ekki án aðstoðar. Hann sá álengdar hvar straumandarkolla svaf á eggjum sínum. Hann gekk að henni og vakti hana með því að nema fingrum á kinn hennar. Hann bar síðan upp erindið, hann þyrfti lífsnauðsynlega að komast

yfir elfuna. Kollan kallaði til bónda sinn sem var nærstaddur á verðinum og bauð straumandarsteggurinn dvergnum að klifra upp á bak sér og halda sér fast. Steggurinn spyrnti síðan út á ána, en þegar þeir voru komnir yfir strangasta strenginn, skaust undir þá gedda ein bæði stór og hræðileg. Geddur þeirra tíma þóttu og spýta eitri með biti sínu. Geddan náði að bíta stegginn, en yfir komst hann þó og skilaði dvergnum áleiðis á för sinni. En steggurinn var illa brenndur á hamnum. Áður en þeir

skyldu að skiptum sagði dvergurinn: „Illa ert þú leikinn félagi og ekki skil ég svona við þig.“ Lagði dvergurinn síðan hendur yfir stegginn og útkoman var hinn stórkostlegi fjaðrahamur sem við þekkjum öll í dag. Kollan hins vegar er æ síðan með hvíta bletti á kinn eftir fingur dvergsins.

73


veiðisaga

Black Sheep túpa í aðalhlutverki Það var ansi skemmtileg uppákoman sem við félagarnir Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari og undirritaður upplifðum í Kjarrá að áliðnum ágúst metveiðisumarið 2005. Áin var vatnsmikil eftir miklar rigningar og dálítið lituð allan tímann. Þá var og mjög kalt í veðri þannig að árvatnið var aðeins um 2-3 gráður er menn hófu veiðar á morgnanna, en drattaðist í 6-8 gráður er leið á daginn. En á nóttunni fraus vatn í drullupollum á slóðinni með ánni og daginn sem við Einar áttum að aka inn fyrir Gilsbakkasel og ganga upp í Rauðabergin, var gnauðandi norðangarri og gekk á með éljum! Við tókum einn 7 punda hæng í Neðra Rauðabergi á göngunni upp eftir og misstum annan í löndum í Mið Rauðabergi. Einar fór fyrstu yfirferð í Efsta Rauðabergi og negldi strax fallegan 6 punda hæng á Sunray og síðan setti ég í og landaði ca 8-9 punda hrygnu á Black Sheep túpu, tveggja tommu þyngdu flykki sem átti síðan eftir að koma meira við sögu. Eftir hrygnuna góðu fór Einar eina ferð yfir hylinn en ekkert gerðist og fór ég þá aftur með Black Sheep-inn, en um það bil um miðjan hylinn sat allt fast, túpan hafði krækst í stein eða hnaus í botni og varð ekki rótað. Eftir ýmsar fettur, brettur, rykki og tog, vafði ég línunni um handlegginn og sleit fluguna af mér. Ég sá eftir henni þessari, búin að gefa mér marga laxa á mörgum

74

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júní 2011

árum. Hálfgerð happafluga og kvöldið áður hafði hún brotið fyrir mig ísinn á Gilsbakkaeyrum, eftir brokkgenga byrjun þar sem allir aðrir virtust vera að skófla upp laxi á nánast hvað sem sett var í ána. Ég gaf Einari merki um að röðin væri komin að honum og settist möglandi í skjól við stóran stein og fór að grafa í vasana eftir fluguboxi til að setja nýtt undir. Ég var búinn að velja mér snjáða gamla tommulanga svarta Frances, þegar ég sá út undan mér að Einar var fastur í botni, mjög á líkum slóðum og ég sleit nokkrum mínútum áður. Það hvarflaði að mér að ég kæmist aftur að fyrr en ég hugði og haskaði mér að hnýta nýju fluguna á tauminn. Því var um það bil lokið, þegar ég áttaði mig


á því, að Einar stóð skyndilega beint fyrir framan mig, alvarlegur á svipinn og sagði: „Ertu búinn að velja nýja? Viltu ekki bara halda áfram með þessa gömlu?“ Og þarna dinglaði hann fyrir framan mig taumstubbnum sem ég missti og Black Sheep túpunni góðu sem ég var nýbúinn að slíta frá mér. Einar hafði sum sé festi í botni og þegar hann náði að rykkja sitt hafurstask laust, kom túpan mín uppúr ánni, krækt í krókana á túpu Einars. Einhver flækja á taumstubbnum hafði komið í veg fyrir að túpan rynni fram af línunni í öfuga átt frá krókunum.

túpuna. Ég þurfti síðan ekki að skipta aftur um flugu, þess gerðist engin þörf, við vorum fimm vaktir í ánni og lönduðum tuttugu löxum á stöngina. Laxamagnið var með ólíkindum og maður gat bara velt fyrir sér hvað við hefðum landað mörgum ef að skilyrði hefðu verið betri, en þau voru blátt áfram hörmuleg. En það breytti því ekki að þetta var mikið ævintýri og forréttindi að hafa fengið að taka þátt í metsumrinu mikla í Þverá/Kjarrá 2005, þegar áin gaf yfir 4000 laxa. Black Sheep túpan góða er síðan búin að gefa mér fleiri fiska, bæði laxa og sjóbirtinga.

Einar Falur að þreyta lax í Efra Rauðabergi rétt áður en Black Sheep túpan steig á sviðið. Mynd gg.

En ég var búinn að skipta um flugu og þar vit sat. Einar fór aftur í hylinn og setti í annan lax von bráðar og ég einn til stuttu seinna á gömlu snjáðu Frances

75


græjur

Taumar og taumaefni Allir veiðimenn eiga sér uppáhalds taumaefni. Taumaefni sem þeir hafa trú á, byggt á góðri reynslu. Taumaefni má skipta í 2 flokka. Annars vegar nælon taumaefni sem verið hefur á markaði í áratugi og hins vegar flúrokarbon efni sem kom á markað fyrir tiltölulega fáum árum. Helsti galli við nælon taumaefni er hve það eldist illa. Taumaefni getur ekki talist stór hluti af búnaði veiðimanna og því er skynsamlegt að kaupa nýtt taumaefni á vorin en setja allt eldra efni í ruslið. Sem dæmi má nefna kostar spólan af Maxima taumefni aðeins 595 krónur eða lítið meira en ein laxafluga. Það er ágætis ráð að toga hressilega í nælonið áður en haldið er til veiða því fátt er verra en að tapa fiski vegna lélegs taumaefnis. Við mælum með Maxima tauma­ efninu en það má með góðri samvisku fullyrða að ekkert nælon taumaefni hefur notið viðlíka trausts meðal veiðimanna í áratugi. Maxima Chameleon (brúna efnið) er stíft, þolir mikið hnjask og er sterkt í hnútum. Maxima Chameleon er taumaefnið sem nauðsynlegt er að nota þegar veitt er með þungum túpum og / eða þar sem er stórgrýtt, klappir, hraun og gljúfur vegna þess

76

hve slitsterkt það er og þolir mikið hnjask. Maxima Ultragreen (græna efnið) er frábært efni þegar veitt er við viðkvæmari aðstæður. Maxima Ultragreen er uppáhalds taumaefni flestra leiðsögumanna við laxveiðar. Flúrokarbon taumaefni kom á markað fyrir fáeinum árum eins og fyrr segir. Flúrokarbon efni eldist mun betur en nælonið en er talsvert dýrara efni. Helstu kostir Flúrokarbonefnis er hve sterkt það er miðað við sverleika auk þess sem flúrokarbon er nánast ósýnilegt í vatni og því kjörið þar sem aðstæð­ ur eru viðkvæmar svo sem í tæru litlu vatni, í björtu veðri og svo framvegis. Flúrokarbon er einnig tilvalið að nota þegar veitt er með þurrflugu þar sem eðlisþyngd efnisins er meiri en eðlisþyngd nælons. Flúrokarbon sekkur því örlítið en liggur ekki ofan á vatnsfilmunni líkt og nælon gerir.

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011

Við mælum með Seaguar í laxveiðar. Seaguar er það taumaefni sem flestir nota þar sem von er á þeim stóra svo sem í Rússlandi, Noregi, Aðaldal, Vatndalsá og víðar. Grand Max er flúrokarbonefnið sem við mælum með í silungsveiðina. Gott er að eiga nokkra sverleika af taumaefni og hnýta niður, þ.e. vera með 2 til 3 fet af mesta sverleika við flugulínuna og hnýta grennra taumaefni við og hnýta þannig tauminn niður í minnsta sverleikann. Með þessu leggst taumurinn betur en það skiftir miklu máli sér í lagi þegar veitt er með minni flugum.

Flúrokarbon og nælon eru ólík í upp­ byggingu og styrk. Því er ekki gott að hnýta saman nælon og flúrokarbon þar sem flúrokarbonið sker nælon­ efnið í sundur. Um lengd tauma má segja að góð þumalputta regla er að hafa tauminn í stangarlengd þegar veitt er með flotlínu en stytta jafnvel niður í 2 til 3 fet þegar veitt er með hraðsökkvandi línum. Veiðimenn, munið að taka með allt nælon og flúrokarbon heim en skilja það ekki eftir á veiðislóð. Fróðleikshorn Veiðihornsins Ólafur Vigfússon


græjur

Korkers Crome – hægt að skipta um skósólana! „Korkers Crome setur nýjan stand­ ard þegar kemur að tæknilegum vöðlu­skóm“, segir Hilmar Hansson í Veiðiflugum, en verslun hans er nú komin með umboð fyrir þessa þekktu vöðluskó. Beðinn um að lýsa þessum um­ töluðu vöðluskóm, sagði Hilmar eftirfarandi: Veiðiflugur hafa fengið umboðið fyrir Korkers vöðluskóna. Vara þessi sé þekkt fyrir gæði meðal veiðimanna um allan heim. Skórnir eru hertir með vír en ekki reimum og það er ótrúlega fljótlegt og þægilegt að fara í og úr þeim. Botnarnir á skónum eru mesta bylt­ ingin og það er hægt að skipta um botna eftir því hvernig aðstæðum menn eru að veiða í. Hægt er að fá filtbotn án nagla og filtbotn með nöglum. Skórnir koma með tveim botnum, gúmmíbotni og negldum gúmmíbotni. Eins og menn vita þá eru það botnarnir sem slitna mest og það er því hreint magnað að hægt sé að kaupa aukabotna þegar þeir sem fylgdu með skónum eru búnir. Skórnir kosta 33.900 kr.

Veiðiflugur með Verslunin Veiðiflugur hefur tekið að sér umboð hinnar þekktu útivistar­ línu Patagonia. Patagonia er hvað þekktust fyrir útivistar- og veiðifatn­ að, en kemur einnig víðar við. Að sögn Hilmars Hanssonar hjá Veiðiflugum, er Pataonia með 30 vöruflokka í veiðifötunum 2011. „Við vinnum bara með bestu efnin og með bestu hönnuðunum til að gera bestu veiðifötin. Við fáum hjálp frá veiðimönnum um allan heim til að vera viss um að fatalínan okkar fyrir 2011 sé sú besta sem völ er á,“ sagði Hilmar, og bætti við: „Ef þú notar Patagonia, þá getur þú einbeitt þér að veiðinni og þarft ekki að hafa áhyggjur af veiðiföt­ unum eða veðrinu“.

Patagonia sendi nýlega frá sér einstaklega skemmtilegt vefrit með nýjustu vörulínum sínum. Sjón er söggu ríkari, smelltu á forsíðuna til að skoða ritið.

77


græjur

Silungaháfarnir komnir í Vesturröst Vesturröst er nú farið að flytja aftur inn all sérstaka silungaháfa sem að eru af mörgum taldir þeir bestu sem finnast. Mjög vandaðir háfar sem hafa fengist af og til á Íslandi í 35 ár. Þeir eru framleiddir af feðgum langt inn í skógum Norður Ameríku. þeir eru úr léttu efni, með góðu kork haldfangi með langri og mjúkri teygju. Netið er sérlega gott að því leiti að það flækist ekki inní, þannig að gott er að setja þá beint í lykkju á bakið t.d. á veiðijakkanum eða veiðivestinu.

Gott í lúðuna Hraðvirkt sleipiefni! Hér er eitthvað fyrir sjóstangaveiðimennina, en marga þeirra dreymir um að setja í og glíma við stórlúðu. Glímur við þær geta verið all svakalegar, enda engin smásmíði sumar þeirra. Þetta fyrirbæri fæst í Vesturröst og um það segja menn þar á bæ eftirfarandi: Hér er smá Wildeye Giant gig. Þetta apparat frá Strom er mjög gott veiðitæki í sjó sem hefur reynst mjög vel á Íslandi í stærri botnfisk eins og t.d.lúðu. Hægt er að draga það með botni, það er síðan dregið upp um 10 metra og svo sleppt og dregið með botni aftur. Sporðurinn sveiflast til og frá og æsir bráðina.Giant gig kemur í 264 gr, 18 cm og 385 gr 23 cm. Það fæst í nokkrum litum, hægt er að skipta um hala og fá auka hala.

78

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011

Menn þekkja það ákfalega vel að flugulínur geta orðið stamar og stafar það oft af hreinum og klárum skít. Það þarf að hirða flugulínur eins og annan veiðibúnað, en mönnum vex það e.t.v. í augum að eyða miklum tíma í það á veiðistað að rekja niður línu og strjúka hana með rökum klút. Hér er komin lausn sem boðið er upp á í Vesturröst. Hér er gott efni til að gera flugulínur sleipari, en þessu má spreyja beint á línuna þegar hún er á hjólinu og allt klárt á svipstund. Einstaklega gott í þeim tilvikum þegar menn eru í veiði og vilja ekki nota dýrmætan veiðitíma til að renna línu í gegnum klút.


græjur

Eitt og annað um sökkenda Það má fullyrða að mikil bylting hafi orðið með tilkomu „poly­ tauma“ eða sökkenda fyrir fáeinum árum. Þegar plasthúðaðir sökk­ endar komu á markaðinn má segja að hrun hafi orðið í sölu á auka­ spólum í fluguhjól en sprenging í sölu á flotlínum á kostnað sökklína enda gagnast sökkendar í mörgum tilfellum þar sem áður voru not­ aðar sökklínur. Merkingar á sökkendum eru margvíslegar. Á meðan sumir framleiðendur merkja sökkeda sína „Intermediate“, „Sinking“, „Fast Sinking“ o.s.frv. merkja aðrir sökkenda sína með tölustöfum. Bandaríski línuframleiðandinn RIO merkir sína sökkenda með tölustöf­ unum 1,5 – 2,6 – 3,9 – 5,6 o.s.frv. Þessar tölur segja til um hve hratt sökkendinn sekkur eða 1,5 tomma á sekúndu, 2,6 tommur á sekúndu og svo framvegis.

Sökkendar eru fáanlegir mis­ langir. Lengstu sökkendar eru fyrir tvíhendur en þeir styttri ætlaðir einhendum. Sökkenda er auðvelt að tengja við flugulínu þar sem á þeim er lykkja sem tengist við taumalykkju flugulínunnar. Sökkendar eru byggðir upp líkt og flugulínur, þ.e. innst er kjarni sem klæddur er með kápu úr plasti. Í plastkápuna er blandað tungste­ nögnum í mismiklu magni. Mest í hraðsökkvandi enda en minnst í sökkenda sem sökkva hægar. Ólíkt flugulínum er kjarninn í sökkendum gjarnan úr næloni. Líkt og kemur fram í öðru fróðleikskorni Veiði­ hornsins eldist nælongirni illa. Því er skynsamlegt að taka vel á sökk­ endum áður en þeir eru tengdir við flugulínur. Það er ágætt á vorin að kíkja yfir sökkendana og henda þeim gömlu ef þeir eru farnir að veikjast því ekki er gott að tapa fiski á lélega tauma eða sökkenda.

Fróðleikshorn Veiðihornsins Ólafur Vigfússon

Ertu búinn að fá þér Veiðikortið?

35 vatnasvæði aðeins kr. 6000 00000

www.veidikortid.is


VEIÐISLÓÐ tímarit um sportveiði og tengt efni

Útgefandi: GHJ útgáfa ehf. Ritstjórn: Guðmundur Guðjónsson, ritstjóri Heimir Óskarsson, útlit og umbrot Jón Eyfjörð Friðriksson, greinaskrif Netfang: ritstjorn@votnogveidi.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.