01 11 2013 lr

Page 1

jessica leigh andrésdóttir glímdi við ófrjósemi í sjö ár en er nú ólétt og komin 15 vikur á leið. viðtal 36

Íslensk indjánakona Björk Bjarnadóttir umhverfisþjóðfræðingur fékk indjánanafnið Blue Wolf Woman þegar hún bjó meðal frumbyggja í kanada. michelsenwatch.com

28 viðtal

helgarblað

1.–3. nóvember 2013 44. tölublað 4. árgangur

ókeypis  Viðtal Jónína leósdóttir, eiginkona Jóhönnu sigurðardóttur.

Var sjálf með fordóma jónína leósdóttir segist ung hafa verið með fordóma gagnvart samkynhneigðum enda grunaði hana ekki að hún væri samkynhneigð – fyrr en hún og jóhanna Sigurðardóttir felldu hugi saman fyrir um þrjátíu árum. Þær voru þá báðar giftar mæður. Þær lögðu alla tíð mikið upp úr því að halda einkalífinu utan sviðsljóssins. Þegar jóhanna varð forsætisráðherra rötuðu þau tíðindi hins vegar í erlenda fjölmiðla enda var hún fyrsti samkynhneigði forsætisráðherrann. í kjölfarið varð jóhanna ein frægasta lesbía í heimi og hjónaband þeirra jónínu heimsfrægt.

Elín Ey Í nógu að snúast á Iceland Airwaves

Dægurmál 76

87 ára og málar enn Listakonan Rúna segir ljóð oft gefa sér innblástur. viðtal

ljósmynd/Hari

30

síða 20

SÍA

110613

GÖNGUGREINING FLEXOR PIPAR \ TBWA

Einnig í Fréttatímanum í dag: gunnar Smári um HúS BernHörðu alBa

– Valur gunnarSSon Sendir Frá Sér SkáldSögu – Vince VaugHn í Skýjunum

Ólétt eftir glímu við ófrjósemi

TÍMA PANTAÐU

517 3900

getur komið í veg fyrir ýmis stoðkerfisvandamál og kvilla í helstu álagspunktum líkamans. Orkuhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 108 Reykjavík / S. 517 3900 / www.flexor.is


2

fréttir

Helgin 1.-3. nóvember 2013

 Vinnumark aður ViðSnÚningur í fjölda innflytjEnda

Fjöldi innflytjenda

Innflytjendum fjölgar í fyrsta sinn frá hruni Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is

Innflytjendum hefur fjölgað hér á landi í fyrsta sinn frá hruni og eru orðnir fleiri en þeir voru í byrjun árs 2007. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir að fleiri útlendingar hafi komið til landsins á árinu en reiknað var með þótt erfitt sé að segja til um nákvæmlega af hverju það stafar. „Við sjáum að meiri fjölgun hefur orðið á störfum fyrir ófaglærða og lítt menntaða en fyrir fólk með háskólapróf,“ segir Karl. „Þetta eru sennilega störf í ferðaþjónustu en byggingamarkaðurinn hefur þó verið að taka eitthvað við sér. Það

kann að vera að þessi hreyfing valdi því að útlendingar komi frekar hingað til lands eftir vinnu. Þess má geta að við erum komin með stóran hóp útlendinga hér á landi sem skapar ákveðið tengslanet sem fólk getur sótt í,“ segir Karl. Flestir innflytjendur voru á Íslandi árið 2008, rúm 22 þúsund, en þeim hefur fækkað jafnt og þétt síðan og voru fæstir í ársbyrjun 2012, tæp 20 þúsund. Í byrjun þess árs voru þeir hins vegar orðnir 19.262, fleiri en í ársbyrjun 2007. Flestir innflytjendur eru sem áður af pólsku þjóðerni og í byrjun

árs voru þeir um 19.400 talsins. Þegar þeir voru flestir, í ársbyrjun 2009 voru þeir um 11.600. „Fólk flutti í mun minna mæli burt frá landinu eftir hrun en gert var ráð fyrir. Hlutfall erlends vinnuafls var hér mest um 10% rétt fyrir hrun en fór ekki undir 8%. Meira atvinnuleysi mælist hins vegar meðal útlendinga en Íslendinga, 12-13% meðal útlendinga en um 4-5% hjá Íslendingum,“ bendir hann á. Fjölgun ferðamanna hefur skapað aukinn fjölda starfa fyrir ófaglærða.

2005

9.604

2006

12.721

2007

17.505

2008

22.236

2009

22.983

2010

20.117

2011

19.371

2012

18.972

2013

19.262

 Endurhæfing Úrr æðalEySi Eftir ÚtSkrift

Sjá efnahagsbata á Norðurlöndum Fjármálaráðherrar Norðurlandanna segjast sjá merki efnahagsbata í norrænum ríkjum, að því er fram kom á fundi í ráðherranefnd um efnahags- og fjármál sem nú fer fram í Ósló. Hagvöxtur á Norðurlöndum myndi styrkjast enn frekar ef efnahagsbati í Evrópu og Bandaríkjunum væri meiri, segir í tilkynningu frá norrænu ráðherranefndinni. Norrænu ríkin reiða sig á útflutning og ráðherrarnir ítrekuðu mikilvægi þess að reka ábyrgðarfulla efnahagsstefnu til lengri tíma litið. Jafnframt eru frekari aðgerðir til að bæta samkeppnishæfni og auka hagvöxt nauðsynlegar til framtíðar. Húsnæðismarkaðurinn

á Norðurlöndum var einnig á dagskrá fundar fjármálaráðherranna. Áskoranir á húsnæðismarkaðnum eru að hluta til ólíkar í norrænu ríkjunum. Nauðsynlegt er að hvert einstakt land grípi til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja fjármálastöðugleika og efnahagslega þróun. -sda

Sjúklingur með lögheimili á Grensásdeild Sjúklingur í öndunarvél hefur fengið lögheimili á Grensásdeild því engin úrræði taka við. Hjúkrunarheimili vilja ekki sjúklinga í öndunarvélum. Annar sjúklingur þarf að öllum líkindum að bíða í fimm ár eftir búsetuúrræði. Leguplássum á Grensási hefur verið fækkað úr 40 í 24 eftir hrun sem eykur álag á sjúklinga og ættingja þeirra.

Útflutningur 8,7 milljörðum meiri en innflutningur Útflutningur í september var 8,7 milljörðum krónum hærri en innflutningur í september og er það mjög svipað því sem var í september í fyrra. Fluttar voru út vörur fyrir 55,3 milljarða króna og inn fyrir 46,6 milljarða króna. Fyrstu níu mánuðina 2013 voru fluttar út vörur fyrir 453,9 milljarða króna en inn fyrir 409,3 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptum við útlönd sem nam 44,7 milljörðum króna en þó 4,3 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 51,6% alls útflutnings en sjávarafurðir voru 44,3%. Fyrstu níu mánuði ársins 2013 var verðmæti vöruinnflutnings 11,5 milljörðum minna er árið áður, sem samsvarar 2,7%, aðallega vegna minni innflutnings á skipum og flugvélum. Einnig minnkaði innflutningur á eldsneyti en á móti kom aukinn innflutningur fjárfestingarvara, hrávara og rekstrarvara. -sda

Hollvinasamtök Reykjalundar stofnuð Hollvinasamtök Reykjalundar verða stofnuð á laugardaginn. Meginhlutverk þeirra verður að styðja við starfsemi Reykjalundar eins og kostur er með fjáröflun og fjárstuðningi frá öðrum aðilum sem vilja leggja starfseminni lið. Félagar úr Styrktar- og sjúkrasjóði verslunarmanna eru upphaflegir hvatamenn að stofnun hollvinasamtakanna, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjalundi. Reykjalundur er stærsta endurhæfingarmiðstöð Íslands sem þjónar árlega mörg þúsund manns hvaðanæva að á landinu. Í tilkynningu segir jafnframt að meðalaldur sjúklinga sé einungis um 50 ár og því megi vera ljóst hversu mikilvægu samfélagshlutverki Reykjalundur gegni í endurhæfingu sem leiðir til þess að einstaklingar komist út á vinnumarkaðinn á ný. -sda

SÁLFRÆÐINGUR - Benedikt Bragi Sigurðsson

Sálfræðiþjónusta Klapparstíg

Tímapantanir kl 9-16 virka daga í síma 847 3600 eða á benedikt.bragi@gmail.com

www.benedikt.is Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík.

Um 70 af þeim hundrað milljónum sem söfnuðust í átakinu bíða því enn á bankareikningi því ríkið hefur ekki enn séð sér fært að reiða fram mótframlag svo bæta megi húsnæði deildarinnar en að sögn hjúkrunardeildarstjóra er kostnaður við nauðsynlegar endurbætur á sjúkrastofum um 300 milljónir.

S

júklingur í öndunarvél hefur fengið lögheimili á Grensásdeild Landspítalans því engin úrræði taka við eftir útskrift af endurhæfingardeildinni. Sjúklingur sem fékk heilaskemmd í kjölfar heilablóðfalls og hefur dvalist á Grensásdeild í um ár þarf að bíða í allt að fimm ár eftir búsetuúrræði. „Hjúkrunarheimilin eru treg að taka við sjúklingum í öndunarvél,“ segir Sigríður Guðmundsdóttir, deildarstjóri hjúkrunar á Grensásdeild. Alls eru 24 pláss á legudeild Grensáss. Fyrir hrun voru leguplássin 40. Síðan þá hefur hjúkrunarfræðingum

og sjúkraliðum verið fækkað um 12 og deildarstjórum um einn. „Við höfum reynt að koma í veg fyrir að biðlistar myndist með því að færa sjúklinga mun fyrr á dagdeild sem við nýtum í æ meira mæli,“ segir Sigríður. „En það þýðir aukinn kostnað fyrir sjúklinginn og oft mikla vinnu fyrir ættingja hans. Sjúklingurinn greiðir þá öll lyf og greiðir fyrir ferðakostnað og þeir sem eru utan af landi þurfa að greiða fyrir sjúkrahótel. Það getur tekið á fyrir öryrkja að búa í margar vikur á sjúkrahótelinu og greiða fyrir ferðaþjónustu,“ segir hún. Þó svo að húsnæði endurhæfingardeildar Landspítalans hafi ekki breyst frá því fyrir fjörutíu árum og legudeildarrýmum verið fækkað umtalsvert undanfarin ár er þörfin á þjónustu Grensásdeildar meiri nú en nokkru sinni fyrr, að sögn Sigríðar. „Tækninni hefur fleygt svo fram að fólk lifir nú miklu frekar af en áður erfiðar aðgerðir og slys,“ bendir hún á. „Við sinnum nú fólki í öndunarvélum sem hefur hlotið svo alvarlegan mænuskaða að lungun lamast,“ segir Sigríður. „Við erum mjög framarlega í endurhæfingu hér á landi. Vandamálið er hins vegar það að fá úrræði eru fyrir sjúklinga sem útskrifast héðan,“ bendir hún á. „Hér er til að mynda sjúklingur sem fékk heilaskaða vegna heilablóðfalls og hefur mjög skerta færni en þarf að öllum líkindum að bíða í fimm ár eftir búsetuúrræði,“ segir Sigríður. Í kjölfar landssöfnunarinnar Á rás fyrir Grensás, sem Edda Backman leikkona stóð fyrir undir merkjum samtakanna Hollvinir Grensásdeildar árið 2009 fól Álfheiður Ingadóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, Landspítala að gera tillögur um endurbætur og stækkun á húsnæðiskosti Grensásdeildar. Heildarkostnaður við þær framkvæmdir framreiknaður til verðlags í dag er um 1,1 milljarður króna. Gunnar Finnsson, formaður hollvinasamtakanna bendir á að ráðuneytið hafi átt að vinna að mögulegri aðkomu lífeyrissjóðanna að fjármögnun þessara framkvæmda. „Það var aldrei gert og nýr ráðherra fylgdi því ekki eftir og aldrei var svarað ítrekuðum spurningum um stöðu mála,“ segir Gunnar. Um 70 af þeim hundrað milljónum sem söfnuðust í átakinu bíða því enn á bankareikningi því ríkið hefur ekki enn séð sér fært að reiða fram mótframlag svo bæta megi húsnæði deildarinnar en að sögn Sigríðar er kostnaður við nauðsynlegar endurbætur á sjúkrastofum um 300 milljónir. Sjá nánar síðu 26 Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is


1 GánB uði á m mán. í 3 ir! fylg

1 GB

1 GB

á má í 6 mnuði fylgiár n. !

á má í 6 mnuði fylgiár n. !

Nokia Lumia 1020

129.990 kr.

Nokia Lumia 625 stgr.

7.890 kr. /18 mán.

46.990 kr.

Samsung Galaxy S4 stgr.

4.190 kr. /12 mán.

99.990 kr.

stgr.

5.990 kr. /18 mán.

farsímar hjá Nova! Símar sem virða engin hraðatakmörk

10i hxraði

meir en í 3G!

1 GánB uði á m mán. í 3 ir! fylg

1 GánB uði

1 GB i

á m mán. í 3 ir! fylg

uð á mámnán. 3 í fylgir!

Samsung Galaxy S4 Mini

Samsung Galaxy Ace 3

LG G2

79.990 kr.

49.990 kr.

99.990 kr.

Brandenburg

4.890 kr. /18 mán.

stgr.

stgr.

4.490 kr. /12 mán.

stgr.

5.990 kr. /18 mán.

Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | Facebook | Twitter

Mánaðarleg afborgun greidd með kreditkorti + 325 kr./mán. greiðslugjald. 1 GB fylgir 0 kr. Nova í Nova og Súper Nova, áskrift og frelsi.

4G styður yfir 100 Mb/s hraða. Algengur hraði til notenda er um 20–40 Mb/s. Til samanburðar má nefna að hraði ADSL er um 6 Mb/s og 3G um 2–4 Mb/s.


4

fréttir

helgin 1.-3. nóvember 2013

vEður

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

Áfram vetrarveður – þó ekki snjór sv-lands. fremur kalt loft sækir að úr norðri og raki berst úr austri. sú blanda getur af sér snjó um norðan- og austanvert landið. þar heldur áfram að setja niður nýsnævi fram á laugardag, í mismiklum mæli þó. allhvass vindur lengst af og þá skafrenningur. sunnantil verður veður skárra og að mestu úrkomulaust. á sunnudag lægir og birtir upp á landinu. jafnframt herðir þá frostið til landsins. Einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is

0

0

-3

-3

0

3

-7

-3

0

2

-6

-5

-1

0

-5

ÁkvEðin nA-Átt MEð éljuM og síðAr snjókoMu norðAntil.

n-Átt og kólnAndi. snjókoMA nA- og A-lAnds.

lægir uM lAnd Allt og rofAr Mikið til. nokkurt frost til lAndsins.

HöfuðborgArsvæðið: Lengst af þurrt, en Líkur á sLyddu eða snjó síðdegis.

HöfuðborgArsvæðið: n-strekkingur og hiti um eða undir frostmarki.

HöfuðborgArsvæðið: hægLæti og bjart.

 HugvErk aréttur Margir k aupa EFtirlíkingar á nEtinu

Erlend verðbréfaeign nær 1100 milljarðar króna

erlend verðbréfaeign innlendra aðila nam 1.081,3 milljörðum króna í lok árs 2012 og hafði aukist um 164,4 milljarða frá árinu á undan, eða um 18%. seðlabanki íslands greinir frá þessu. erlend verðbréfaeign innlendra aðila var erlend verðbréfaeign innlendra aðila nam mest í bandaríkjunum, 247,4 milljarðar 1.081,3 milljörðum króna í lok síðasta árs. króna, en þar á eftir í Lúxemborg, 165,3 milljarðar. íslenskir lífeyrissjóðir eigna mest af erlendum verðbréfum, 548,8 milljörðarða króna. innlánsstofnanir í slitameðferð áttu næst mest af erlendum verðbréfum, eða 356,8 milljarða, og höfðu aukið hlut sinn um 95,4 milljarða á milli ára. innlend verðbréfaeign erlendra aðila nam 819,1 milljarði króna í árslok 2012. eign þeirra var að mestu leyti í langtímaskuldaskjölum, eða um 740,6 milljarðar. þeir erlendu aðilar sem mest áttu af verðbréfaeignum hérlendis voru skráðir í Lúxemborg. þeir áttu um 35% af innlendum verðbréfum í eigu erlendra aðila, en þar á eftir komu aðilar skráðir í bandaríkjunum með um 34%. -jh

Ekki lagabrot að kaupa eftirlíkingar til eigin nota 48

d n u s þú

1,1

n ó j l mil

meteyðsla útlendinga í september

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

erlendir ferðamenn eyddu 6,5 milljörðum króna í verslun og þjónustu hér á landi í september með greiðslukortum, samkvæmt tölum frá rannsóknarsetri verslunarinnar við háskólann á bifröst. jókst greiðslukortavelta um fjórðung milli ára. hver erlendur ferðamaður greiddi að jafnaði 89.000 krónur með greiðslukortum hér á landi í september sem er 8,1% hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra. inn í þessum tölum eru ekki úttektir erlendra ferðamanna í hraðbönkum. stærsti einstaki útgjaldaliður erlendra ferðamanna er gistiþjónusta. erlend kortavelta á gististöðum var um 1,6

milljarður í september og hækkaði um 26% frá sama mánuði í fyrra. kortavelta erlendra ferðamanna í verslunum var 1,4 milljarðar sem er 9% meiri velta en í september í fyrra. eins og fram hefur komið í umræðu nær ferðamannastraumur yfir sífellt lengra tímabil ársins. þess sjást greinileg merki því aukin velta er í öllum flokkum nema fataverslun og minjagripaverslun. þannig var erlend kortavelta bílaleiga 39% meiri í september en í sama mánuði í fyrra. fjórföldun var í veltu gistirýmis utan hótela og 53% aukning á milli ára í skipulögðum ferðum eins og hvalaskoðun.

LÉTT OG LAKTÓSAFRÍ SÚRMJÓLK

finna má eftirlíkingar af frægum hönnunarvörum á síðum á borð við aliexpress. sem dæmi um verðmun á einstakri vöru má taka ljósið Ph artichoke eftir hönnuðinn Paul henningsen sem Lois Paulsen framleiddi. hvítt 48 cm ljós kostar 1,1 milljón í ePaL en eftirlíkingin kostar 48 þúsund á ali express.

ólöglegt er að flytja inn eftirlíkingar af hönnunarvörum til landsins en gerð er undantekning ef greinilegt er að innflutningur á vöru er til eigin nota. hægt er að nálgast eftirlíkingar af íslenskri hönnun á erlendum síðum og tollyfirvöldum ber að senda tilkynningu til rétthafa ef grunur vaknar um innflutning í viðskiptaskyni.

E

kki er ólöglegt samkvæmt íslenskum lögum að kaupa eftirlíkingar af hönnunarvörum á erlendum netsíðum til eigin nota. Umræða hefur verið í íslenskum fjölmiðlum að síðan Aliexpress.com selji eftirlíkingar af íslenskum hönnunarvörum og að reglulega komi upp mál þar sem grunur leiki á að brotið sé gegn hugverkaréttindum. „Ef tollgæslu grunar að einhver vara sé fölsuð þá stöðvum við hana tímabundið og sendum tilkynningu á rétthafa. Rétthafinn ákveður hvað hann vill gera og hann fær ákveðinn tímafrest til þess að grípa til aðgerða. Þessi ferill á ekki við um vörur í litlu magni sem ferðamenn koma með eða litlar vörusendingar sem ekki líta út fyrir að vera í viðskiptaskyni,“ segir Ásgrímur Ásmundsson, lögfræðingur hjá tollasviði Tollstjóra. Ásgrímur segir hins vegar að flestar þjóðir berjist við innflutning á fölsuðum vörum og sjaldnast sé það þannig að menn flytji inn mjög stórar sendingar í gámum af fölsuðum vörum. Menn reyni að flytja inn litlar sendingar og panta minna í einu, einnig þeir sem eru að stunda sölu. „Hjá Evrópusambandinu er verið að vinna að reglugerð

sem taki á þessu vandamáli og nú er hún í meðferð eins og það er kallað,“ segir Ásgrímur. „Við erum hlutlaus í þessu og sendum á rétthafann ef okkur grunar að um endurtekningu sé að ræða en svo er það hann sem þarf að ákveða hvor að hann vilji fara með málið lengra fyrir dómstólum eða ekki,“ segir Ásgrímur. Lovísa Jónsdóttir, lögfræðingur í hugverkarétti, segir að margir kaupi eftirlíkingar á netinu og viti ekki af því. Svo sé líka fólk sem standi á sama og panti mikið af vörum á netinu án þess að hugsa um viðskiptin í stóra samhenginu. Það hugsi til dæmis ekki til íslenskra hönnuða og hversu gríðarlega mikil vinna hefur farið hjá þeim í að búa til vöru fyrir okkar litla markað, því mikið magn þurfi að selja til að vinnan borgi sig. „Svo kemur einhver og gerir „copypaste“ og eignar sér vinnuna. Þeir sem framleiða og selja eftirlíkingar borga litla eða enga skatta né launatengd gjöld. Mikið er af slíkum vörum á Bland.is og við þurfum ekki að fara á AliExpress.com til að sjá þetta,“ segir Lovísa. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is


Bílaleiga Húsavíkur

Bílatangi Ísafirði

KS Sauðárkróki

Toyota Akureyri

Bílaverkstæði Austurlands

Bifreiðaverkstæðið Ásinn

ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 66231 10/13

Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur

Arctic Trucks Bílageirinn

Toyota Kauptúni

Toyota Selfossi

Toyota Reykjanesbæ

Engin vandamál - bara lausnir. Sértilboð á olíum, síum, þurrkublöðum, bílaperum, rúðuvökva og frostlegi hjá viðurkenndum þjónustuaðilum Toyota.* Toyota Kauptúni Toyota Akureyri Toyota Selfossi Toyota Reykjanesbæ Arctic Trucks Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur Bifreiðaverkstæðið Ásinn Bílatangi Bifreiðaverkstæði KS Bílaleiga Húsavíkur Bílaverkstæði Austurlands Bílageirinn

Kauptúni 6 Baldursnesi 1 Fossnesi 14 Njarðarbraut 17 Kletthálsi 3 Bæjarflöt 13 Skemmuvegi 16 Kalmansvöllum 3 Suðurgötu 9 Hesteyri 2 Garðarsbraut 66 Miðási 2 Grófinni 14a

15% afsláttur

af vinnu við smurningu. Komdu í heimsókn. Við tökum vel á móti þér.

Garðabæ Akureyri Selfossi Reykjanesbæ Reykjavík Reykjavík Kópavogi Akranesi Ísafirði Sauðárkróki Húsavík Egilsstöðum Reykjanesbæ

570 5070 460 4300 480 8000 420 6610 540 4900 440 8000 440 8000 431 5050 456 4580 455 4570 464 1888 470 5070 421 6901

Kynntu þér betur þjónustu okkar á www.toyota.is *Olíur, olíusíur, loftsíur, frjókornasíur, bensín- og hráolíusíur, þurrkublöð, þurrkugúmmí, bílaperur, rúðuvökvi og frostlögur.

Þa B ð ók er að ei u nf tí al ma to í g da flj g ót . le gt .

20% afsláttur


6

fréttir

Helgin­1.-3.­nóvember­2013

 Vogabyggð Skipulag SVæðiSinS endurnýjað

Samkeppni um skipulag byggðar við Elliðaárvog Reykjavíkurborg auglýsir eftir þátttakendum í forval fyrir lokaða hugmyndasamkeppni um skipulag Vogabyggðar og nánasta umhverfis en reiturinn afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi, Elliða árósum og aðrein að Sæbraut, að því er fram kemur í tilkynningu borgarinnar. Samkeppnin er haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og Hömlur ehf. og er ætlunin að endurnýja skipulag svæðisins svo það geti þróast og öðlast nýtt

hlutverk sem blönduð byggð búsetu og atvinnu í samræmi við tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Samkeppnissvæðinu er skipt í þrjú meginsvæði. Tvö byggðarsvæði meðfram Súðarvogi sem greinast í tvennt um Tranavog og hið þriðja opið svæði umhverfis smábátahöfn við Elliðaárvog og út á Geirsnef. Leiðarljós, markmið og helstu áherslur ásamt öllum nánari upplýsingum um lágmarkskröfur og hæfni þátttakenda koma fram í

tillögu að keppnislýsingu sem er aðgengileg á www.hugmyndasamkeppni.is. Áhugasamir sendi nafn/ nöfn þátttakenda og starfsheiti ásamt samantekt á þátttöku og árangri í samkeppnum og öðrum sambærilegum verkefnum til Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, skipulagsfulltrúi, Borgartúni 12–14, 105 Reykjavík merkt „Vogabyggð – hugmyndasamkeppni, forvalsnefnd“ fyrir lok dags 5. nóvember næstkomandi. - jh

Reiturinn afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi, Elliðaárósum og aðrein að Sæbraut.

 atVinnur áðStefna r áðherr ar og heimamenn líta til fr amtíðar Verðlaunagripurinn­ sem veittur er markaðsfyrirtæki og markaðsmanni ársins.

Dominos, Landsbankinn og Nova tilnefnd

ÍMARK, samtök markaðsfólks á Íslandi, mun velja markaðsfyrirtæki ársins á sérstakri verðlaunafhendingu­fimmtudaginn­14.­nóvember­ næstkonandi á Hilton Reykjavík Nordica. Þrjú fyrirtæki eru tilnefnd til verðlaunanna fyrir árið 2013­en­þau­eru­Dominos,­Landsbankinn­og­ Nova. Þá verður einnig valinn markaðsmaður ársins­2013. „Það er með stolti og ánægju sem ÍMARK veitir Íslensku markaðsverðlaunin fyrir faglegt og­framúrskarandi­markaðsstarf.­Þetta­er­í­23.­ skiptið­sem­ÍMARK­veitir­þessa­viðurkenningu­ sem vakið hefur verðskuldaða athygli og hvatningu­til­þeirra­sem­hljóta.­Verðlaunin­verða­sem­ fyrr­veitt­því­fyrirtæki­og­einstaklingi­sem­skarað­hefur­fram­úr­í­markaðsmálum­og­ sinnt­þeim­af­fagmennsku,“­segir­Klara­Íris­Vigfúsdóttir,­framkvæmdastjóri­ÍMARK. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun afhenda Íslensku markaðsverðlaunin 2013.­Ingólfur­Örn­Guðmundsson,­framkvæmdastjóri­markaðssviðs­Marels,­flytur­ ávarp­en­Marel­var­valið­markaðsfyrirtæki­ársins­2012.­-jh

Frábærar daglinsur á sama góða verðinu 2.800 kr. pakkinn Verið velkomin í eina glæsilegustu gleraugnaverslun landsins Ný verslun í göngugötu

Auðlindin Austurland

Samgöngu­mál,­ósnert­víðerni,­umskipunarhöfn­í­Finnafirði,­hæglæti­sem­lífsmáti,­þjónusta­við­ olíuleit­og­fleira­til­umræðu.

a

usturbrú stendur fyrir atvinnumálaráðstefnu á þriðjudag og miðvikudag, 5.-7. nóvember, undir yfirskriftinni „Auðlindin Austurland“ á Hótel Hallormsstað. Boðið verður upp á fjölda fyrirlestra, málstofu og tengslatorg. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra mun setja ráðstefnuna en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun einnig flytja erindi um tækifæri á Norðurslóðum. Samgöngumál til framtíðar, ósnert víðerni, umskipunarhöfn í Finnafirði, hæglæti sem lífsmáti, þjónusta við olíuleit, álhönnun, listalýðháskóli, hátækni í fiskiðnaði, sjálfbærni, staðbundin menning og háskólarannsóknir. Þessi umfjöllunarefni og mörg fleiri verða í brennidepli á atvinnuráðstefnu sem Austurbrú stendur fyrir, að því er fram kemur í tilkynningu. Horft verður til framtíðar og farið yfir þau gríðarlegu tækifæri sem fjórðungurinn hefur upp á að bjóða. „Austurland hefur alla burði til að vera í fararbroddi á komandi árum sem umhverfisvænt og sjálfbært landssvæði með fjölbreyttum atvinnumöguleikum og miklum lífsgæðum. Verðmætasköpun á Austurlandi hefur vaxið meira en á flestum öðrum landssvæðum á undanförnum árum. Austurland er með hæsta hlutfall íbúa á aldrinum 1866 ára eða 65,5% sem er það sama og á höfuðborgarsvæðinu. Íbúar svæðisins eru því fremur ungir og eru flestir á vinnualdri sem gerir það að verkum að mögulegir skattgreiðendur eru tiltölulega margir. Atvinnuleysi á Austursvæði er talsvert undir landsmeðaltali og einungis lægra á Vestfjörðum og Norðvestursvæði,“ segir enn fremur.

Fyrirlesarar munu fara vítt og breitt í umræðu um „Auðlindina Austurland“ en einnig verður boðið upp á vinnustofur í tengslum við ráðstefnuna 4. og 7. nóvember, þar sem áhugasömum gefst tækifæri til að taka þátt í gagnlegum námskeiðum og vinnuhópum. Austurbrú vinnur að hagsmunamálum íbúa, sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja á Austurlandi og veitir samræmda og þverfaglega þjónustu tengda atvinnulífi, menntun og menningu. Stofnunin er í forsvari fyrir þróun atvinnulífs, samfélags, stjórnsýslu, háskólanáms, símenntunar, rannsókna, þekkingar- og menningarstarfs á Austurlandi. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is

Ráðherrarnir Ragnheiður Elín Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ávarpa ráðstefnugesti.


Heilsíða 5x39 BIRT

Jóhanna Hauksdóttir Fjármálaráðgjafi hjá Arion banka

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

13-1019

„Við mælum með því að þú setjir ekki meira en 25% af ráðstöfunartekjum í húsnæði, aðallega vegna þess að það er svo dýrt að lifa.“

STÓR ÁKVÖRÐUN KALLAR Á VANDAÐA RÁÐGJÖF Frá bráðabirgðagreiðslumati að kaupsamningi er langt ferli sem getur verið flókið. Íbúðakaup eru stærsta fjárfesting flestra fjölskyldna og nauðsynlegt að fá trausta ráðgjöf um hvert skref. Á arionbanki.is/ibudalausnir finnur þú myndbönd þar sem Jóhanna og aðrir ráðgjafar Arion banka fara yfir ýmis atriði sem varða íbúðalán.

ARION ÍBÚÐALAUSNIR


Ný námskeið hefjast 4. og 5. nóvember 4 vikna námskeið

8

fréttaviðtal

Helgin 1.-3. nóvember 2013

Mikilvægt að einfalda skattkerfið og lækka skatta

Í form fyrir golfið Sérhæfð þjálfun fyrir golfara Þri. og fim. kl. 12:10.

Jóga

Þri. og fim. kl. 12:00.

Ný námskeið

Ásdís Kristjánsdóttir er nýráðin sem forstöðumaður nýs efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Megin áherslur verða að móta sýn um efnahagshorfurnar og koma með tillögur um mikilvæg málefni sem skapa skilyrði til vaxtar hjá íslenskum fyrirtækjum. Segir hún mikilvægt að ríkisstjórnin komi með skýra framtíðarsýn og raunhæfa tímasetningu á afnámi hafta.

Zumba og Zumba toning Dansaðu þig í form! Þri. og fim. kl. 16:30.

Kvennaleikfimi

þeirra aukist með hverju árinu sem líður. „Við höfum gengið á fjármunaeign okkar á undanförnum árum vegna þess að fjárfestingar síðustu ára hafa ekki dugað til að mæta afskriftum. Auðvitað er eðlilegt að ákveðin leiðrétting hafi átt sér stað eftir offjárfestingu í einstökum atvinnugeirum í aðdraganda hrunsins. Hins vegar er afar mikilvægt að fjárfesting nái sér fljótlega á strik, að öðrum kosti er útlit fyrir að hagvöxtur verði hér lítill í haftaskjóli.” Að mati Ásdísar er okkar stærsta verkefni framundan að finna leiðir til að opna hagkerfið á nýjan leik og fyrir íslenskt atvinnulíf er mikilvægt að það gerist í náinni framtíð. Þá liggur nú fyrir að krónan verði áfram okkar gjaldmiðill á komandi árum og engra breytinga að vænta í þeim efnum í það minnsta undir núverandi ríkisstjórn. „Að mínu mati er því forgangsverkefni að móta umgjörð um stjórn peninga- og ríkisfjármála þannig að unnt sé að viðhalda hér stöðugleika með krónuna,“ segir Ásdís.

Mikilvægi þess að hafa skýra framtíðarsýn

Ásdís Kristjánsdóttir, nýr forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, hlakkar til að takast á við nýjar áskoranir. Ljósmynd/Hari

Gamla góða leikfimin fyrir konur Mán., mið. og föst. kl. 16:30. Uppselt Þri. og fim. kl. 10:00.

Morgunþrek

Erum betur í stakk búin til að semja

Fjölbreyttir púl tímar fyrir karla og konur Mán., mið. og föst. kl. 7:45 eða 09:00

60 ára og eldri: Leikfimi 60+ Mán. og mið. kl. 11:00. Mán. og mið. kl. 15:00. Þri. og fim. kl. 10:00.

Zumba Gold 60+ Fyrir þá sem hafa gaman af að dansa. Þri. og fim. kl. 11:00.

Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is

M

ér finnst spennandi verkefni að fá að taka þátt í að byggja upp nýtt svið innan samtakanna. Megin áherslur sviðsins verða að móta sýn um efnahagshorfurnar og koma með tillögur um mikilvæg málefni sem við teljum að skapi skilyrði til vaxtar fyrir íslensk fyrirtæki,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur sem hefur veitt greiningardeild Arion banka forstöðu síðustu þrjú ár en mun taka við sem forstöðumaður nýs efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins nú í nóvember. Ásdís segir að nýjar áherslur komi með nýjum framkvæmdastjóra og er nýtt efnahagssvið innan SA liður í slíkum breytingum.

Á þeim tíma ... var hrein erlend skuldastaða landsins metin langtum lægri en hún raunverulega var og er.

Ásdís segir að þó að hún telji ákveðna stöðnun ríkja fimm árum eftir hrun fjármálakerfisins þá megi ekki horfa fram hjá því að ýmislegt jákvætt hefur áunnist á síðastliðnum árum. Tekist hefur að draga úr hallarekstri ríkissjóðs og ef áform núverandi ríkisstjórnar ganga eftir þá verður afgangur á rekstri ríkissjóðs á næsta ári. „Vissulega hefur þessi aðlögun ekki verið sársaukalaus en mikilvægt er að komið sé í veg fyrir frekari skuldasöfnun og að svigrúm skapist sem fyrst þannig að hægt sé að greiða niður skuldir.“ Ásdís telur hins vegar að það hafi verið rétt ákvörðun að setja hér á fjármagnshöft í árslok 2008 enda komu þau í veg fyrir að samdrátturinn yrði meiri og gáfu ríkissjóði svigrúm til að fjármagna hallarekstur sinn á lágum vöxtum. „Við megum ekki gleyma því að höftin veittu okkur svigrúm til að endurskipuleggja bankana og ná utan um hina raunverulegu stöðu þjóðarbúsins. Í febrúar 2011 gaf Seðlabankinn út sérrit sem ber heitið „Hvað skuldar þjóðin.“ Á þeim tíma var enn stórlega verið að vanmeta hið raunverulega vandamál sem við stóðum frammi fyrir og var hrein erlend skuldastaða landsins metin langtum lægri en hún raunverulega var og er. Í dag erum við að minnsta kosti með meiri vissu og búin að átta okkur betur á stöðunni. Við erum því betur í stakk búin til að semja við kröfuhafa þrotabúa gömlu bankanna um lausn sem ógnar ekki fjármálastöðugleika landsins,“ segir Ásdís. Hún telur hins vegar að þrátt fyrir að setning fjármagnshaftanna hafi verið nauðsynleg í upphafi þá sé nú, fimm árum síðar, skaðsemi þeirra orðin veruleg og að kostnaður vegna

Mestu áskoranir á næstu fimm árum segir Ásdís vera hvernig staðið verði að uppgjörum þrotabúa gömlu bankanna. Hún vonar að það taki ekki fimm ár til viðbótar að semja við kröfuhafa gömlu bankana en miðað við hversu hægt hefur gengið að leysa þessi mál þá treysti hún sér ekki til að vera of bjartsýn í þeim efnum. „Það skiptir að sjálfsögðu máli fyrir orðspor Íslands erlendis að við beitum ekki þvingunarúrræðum heldur að menn gangi sæmilega sáttir frá borði. Mér finnst umræðan oft á tíðum vera á rangri braut og ég efast um að margar af þeim tillögum sem hafa verið nefndar opinberlega séu gerlegar eða standist lög,“ segir Ásdís. Þá telur hún að það muni hafa úrslitaáhrif hvað varðar horfurnar í íslensku efnahagslífi hvernig staðið verður að þessum uppgjörum. „Ef vel tekst til þá sé ég ekki betur en að við lítum ágætlega út í alþjóðlegum samanburði,“ segir Ásdís. Á næstu árum eru þungar afborganir af erlendum lánum og munar þar mestu um skuldabréf milli nýja Landsbankans og þess gamla, en samkvæmt núverandi skilmálum þarf Landsbankinn að greiða ríflega 290 milljarða króna í erlendri mynt á næstu fimm árum. „Ef við berum saman afborgunarferil okkar í erlendri mynt á komandi árum við gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins þá er alveg ljóst að við þurfum að endursemja um einhverja af þeim gjalddögum sem framundan eru. Viðræður eru sem betur fer hafnar um lengingu á skuldabréfi Landsbankans og ef næst að lengja í því á viðráðanlegum kjörum er mikilvægt skref stigið í átt að því að afnema fjármagnshöftin,“ segir Ásdís. Orkufyrirtækin, sveitarfélögin og Landsbankinn hafa verið iðin við að safna til sín gjaldeyri til að standa við afborganir og vexti á þessu ári og komandi árum sem eru vissulega skref í rétta átt, að sögn Ásdísar. „Mikilvægt er að ríkistjórnin hafi skýra framtíðarsýn og komi fram með raunhæfa tímasetningu á afnámi hafta svo að væntingar aðila í hagkerfinu verði svipaðar þannig að aðlögun að því sem koma skal geti hafist. Ég óttast að það sé búið að byggja hér upp óraunhæfar væntingar um skuldaleiðréttingu til heimila með fjármagni sem ekki er fast í hendi. Mikill tími hefur og mun áfram fara í að finna leiðir til að efna slík loforð. Forgangsverkefni núverandi ríkisstjórnar ætti að vera að skapa hér aðlaðandi umhverfi fyrir fjárfesta og fyrirtæki, og í því samhengi er sérstaklega mikilvægt að einfalda skattakerfið og lækka skatta. Fyrstu skrefin eru sem betur fer stigin í þeim efnum í hinu nýbirta fjárlagafrumvarpi en vonandi skapast svigrúm til að ganga lengra í þeim efnum á komandi árum. Forsenda þess að við fáum hér sjálfbæran hagvöxt til langs tíma er að fjárfesting nái sér á strik, það á bæði við um innlenda og erlenda fjárfestingu,“ segir Ásdís. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is



ENNEMM / SÍA / NM59848


Eftir að hafa verið hluti af fjölskyldunni í áraraðir vitum við að allt getur gerst ÞESS VEGNA ER F PLÚS VINSÆLASTA FJÖLSKYLDUTRYGGINGIN Á ÍSLANDI Best er auðvitað að fyrirbyggja slysin. En eins og við vitum eru nánast engin takmörk fyrir því óvænta sem getur komið upp á. F plús veitir víðtæka tryggingavernd sem sniðin er að VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS

breytilegum þörfum fjölskyldunnar á hverjum tíma. Njótum lífsins áhyggjulaus með F plús fjölskyldutryggingu. VÍS – þar sem tryggingar snúast um fólk.


12

fréttir

Helgin 1.-3. nóvember 2013

 Heilsa NýstofNuð samtök Hvetja almeNNiNg til að kyNNa sé óHefðbuNdNar aðferðir

Upplýsingar forsenda þess að velja Regnhlífasamtökin Heilsufrelsi Íslands berjast fyrir því að fólk geti valið um að nota náttúrulyf og aðrar óhefðbundnar aðferðir til lækninga í stað lyfja. Auk þess stefna þau að því að koma til almennings upplýsingum sem miða að heilbrigði manna, dýra og náttúru. Doktor Robert Verkerk er sérstakur gestur á kynningarfundi samtakanna en hann stýrir sambærilegum samtökum í Bretlandi.

Robert Verkerk er sérstakur gestur á kynningarfundi Heilsufrelsis. Mynd úr einkasafni

H

eilsufrelsi Ísland eru ný regnhlífasamtök fagráða sem gefa sig út fyrir að standa vörð um grundvallarréttindi þegar kemur að heilsu manna, dýra og náttúru. Meðal helstu markmiða samtakanna er að sýna þjóðinni fram á að hagkvæmni og árangur gæti náðst í heilbrigðismálum ef læknar, heilbrigðisstarfsfólk og menntaðir meðferðaraðilar í heildrænum- og óhefðbundnum meðferðum myndu vinna saman. Anna Katrín Ottesen sjúkraþjálfari er meðal

þeirra sem eru í forsvari fyrir Heilsufrelsi. Hún segir að meðal langtímamarkmiða samtakanna sé að fræða fólk um hættur sem geta fylgt neyslu erfðabreyttra, neyslu gervisykurs og bólusetninga, en margt af því sem samtökin berjast fyrir er í andstöðu við það sem hefðbundin læknavísindi halda fram. Fagráðin sem um ræðir innan samtakanna er til að mynda Fæðufrelsi, Efnafrelsi og Lyfjafrelsi, en eins og stendur á vefsíðu samtakanna: „Lyfjafrelsi felst í rétti til að velja

þau náttúrulyf, kemísk lyf, fæðubótarefni eða hómópatískar remedíur sem hver og einn kýs að nota vegna veikinda eða til að viðhalda heilsu. Lyfjafrelsi leggur áherslu á ábyrgð hvers einstaklings á eigin heilsu og aðgengi að upplýsingum og úrræðum um náttúrulyf jafnt sem kemísk lyf.“ Kynningarfundur Heilsufrelsi Ísland verður haldinn á laugardag á Grand Hótel. Sérstakur gestur fundarins verður Robert Verkerk sem stofnaði Alliance for Natural Health í Bretlandi. Hann er menntaður vistfræðingur með doktorsgráðu frá Imperial College í London. Verkerk hefur lengi barist fyrir því að fólk hafi val um að leita óhefðbundinna leiða þegar kemur að heilsumeðferðum. „Ég hef meðal annars unnið að því að fræða fólk um kosti þess að neyta hreinnar fæðu og bætiefna til að efla heilsuna í stað þess að nota lyf. Lyfjaneyslan byrjar strax þegar börn fæðast og eru bólusett og mega varla veikjast án þess að vera sett á sýklalyf. Með þessu er ekki verið að byggja upp ónæmiskerfið til að það sér sterkt á fullorðinsárum heldur verið að gera fólk háð lyfjum,“ segir hann. Á vef embættis landlæknis segir að „vegna almennrar þátttöku landsmanna í bólusetningum hefur ekki verið talin þörf á að gera bólusetningu að skyldu.“ Það heyrir til undantekninga ef fólk hér á landi lætur ekki bólusetja börnin sín og þeir sem ekki gera það jafnvel litnir hornauga. „Það er þekkt um allan heim að þeir sem láta ekki bólusetja börnin eru hálfgerðir útlagar. Það eru enn það fáir sem taka þessa ákvörðun að þeir mæta litlum skilningi,“ segir hann. Bólusetningar eru almennt taldar gera samfélagslegt

gagn með því að halda í skefjum og jafnvel útrýma hættulegum sjúkdómum. Ýmsar rannsóknir hafa verið birtar þar sem bólusetningar virðast gera meira gagn en ógagn en þessar rannsóknir hafa sætt gagnrýni. Verkerk segir að lyfjafyrirtækin hafi hagsmuni af því að fólk sé bólusett og sömuleiðis læknarnir sem hvetja til bólusetninga því þeir hafi hagsmuna að gæta gagnvart lyfjafyrirtækjunum. Samtökin sem Verkerk fer fyrir í Bretlandi byggja á sömu hugmyndafræði og Heilsufrelsi hér á landi. „Það er mikilvægt að tengja saman sérfræðinga, fyrirtæki og neytendur sem hafa öll hagsmuni almennings að leiðarljósi, og gott að búa þá til einhvers konar regnhlífasamtök.“ Önnur baráttu mál Heilsufrelsi er að fá lögum og reglum aflétt sem takmarka aðgang að vítamínum, steinefnum og öðrum vörum sem meðferðaraðilar í heildrænum meðferðum nota við vinnu sína. Verkerk hefur einmitt lengi barist gegn Alþjóðamatvælaskránni en á grundvelli hennar hefur aðgengi að vítamínum og öðrum fæðubótarefnum verið takmarkað að einhverju leyti. Anna Katrín segir að til þess að geta tekið heilbrigðar ákvarðanir verði fólk að vera vel upplýst og hafa aðgengi að upplýsingum. „Mikið af upplýsingum sem eru aðgengilegar eru tengdar hagsmunaaðilum sem hugsa meira um gróða en heilsu almennings. Heilsufrelsi leggur áherslu á að koma til skila upplýsingum frá óháðum aðilum.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Veldu notaðan Kia með lengri ábyrgð 6 ár eftir af ábyrgð

6 ár eftir af ábyrgð

6 ár eftir af ábyrgð

Kia cee’d Sportswagon LX 1,6 Árg. 2012, ekinn 37 þús. km, dísil, 116 hö., 6 gíra, eyðsla 4,6 l/100 km*.

Verð: 2.990.000 kr. Greiðsla á mánuði

Kia cee’d Sportswagon EX 1,6

Kia cee’d EX 1,6

Árg. 2012, ekinn 19 þús. km, dísil, 128 hö., 6 gíra, eyðsla 4,3 l/100 km*.

Árg. 2012, ekinn 4 þús. km, dísil, 128 hö., sjálfskiptur, eyðsla 5,5 l/100 km*.

Verð 3.890.000 kr.

Verð: 3.890.000 kr.

28.311 kr. M.v. 50% innborgun og 72 mán. óverðtryggt lán á 9,7% vöxtum. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 11,49%.

6 ár eftir af ábyrgð

6 ár eftir af ábyrgð

6 ár eftir af ábyrgð

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 2 4 9 3

6 ár eftir af ábyrgð

Kia Sorento EX Classic 4wd

Kia Sportage EX 4wd

Kia cee’d Sportswagon EX 1,6

Kia cee‘d LX 1,6

Árg. 2012, ekinn 43 þús. km, 197 hö., dísil, sjálfskiptur, eyðsla 7,4 l/100 km*.

Árg. 2012, ekinn 32 þús. km, dísil, 136 hö., sjálfskiptur, eyðsla 6,9 l/100 km*.

Árg. 2012, ekinn 30 þús. km, dísil, 116 hö., 6 gíra, eyðsla 5,6 l/100 km*.

Árg. 2012, ekinn 41 þús. km, dísil, 116 hö., sjálfskiptur, eyðsla 5,6 l/100 km*.

Verð: 6.090.000 kr.

Verð: 5.650.000 kr.

Verð 3.190.000 kr.

Verð 2.850.000 kr. * Skv. uppgefnum meðaleyðslutölum frá framleiðanda.

NOTAÐIR BÍLAR

Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is

Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16


N E Y Ð A R K A L L

B J Ö R G U N A R S V E I T A

Nú stendur yfir fjáröflunarátakið Neyðarkall björgunarsveita. Líkt og áður er um að ræða sölu á litlum neyðarkalli á lyklakippu en sjálfboðaliðar björgunarsveita bjóða hann til sölu á 1.500 krónur.

Mikil fjölgun verkefna kallar á meira fé til starfseminnar og reynslan hefur sýnt að Íslendingar vilja öflugar björgunarsveitir sem mynda þétt öryggisnet um allt land.

Almenningur er því hvattur til þess að stuðla að eigin öryggi með því að styðja þetta átak og taka vel á móti sjálfboðaliðum sveitanna.

Þetta er Neyðarkall til þín!

Aðalstyrktaraðilar Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru:

2 0 1 3


14

viðhorf

Helgin 1.-3. nóvember 2013

Lífsskilyrðin ráða

hvernig fjalla fjölmiðlar um regluvæðingu fjármálamarkaða?

mark Schoeff jr. heldur fyrirleStur í hátíðaSal háSkóla íSlandS mánudaginn 4. nóv. kl. 12 - 13.30 Mark Schoeff Jr. er blaðamaður hjá Investment News í Washington sem er viðskiptatímarit, gefið út af Crain Communications. Schoeff Jr. skrifar um löggjöf og reglugerðir tengdar verðbréfaviðskiptum og fjármálamörkuðum og hefur sérstaklega fjallað um innleiðingu Dodd-Frank laganna. Hann fjallar einnig um bandaríska þingið, verðbréfaeftirlitið (SEC), atvinnuvegaráðuneytið, auk fleiri eftirlitsaðila. Mark Schoeff Jr. er með meistaragráðu í Alþjóðaviðskiptum og stjórnsýslu frá George Mason háskóla í Fairfax, Virginia. Hann lauk BA gráðu í stjórnun og ensku frá Purdue háskóla. aðgangur ókeypis, allir velkomnir!

M

Hreyfanlegt vinnuafl

Meirihluti þeirra sem unnið hafa með útlendingum hefur jákvæða reynslu af samstarfinu. Það kemur fram í könnun Unnar Dísar Skaptadóttur, prófessors í mannfræði við Háskóla Íslands, að því er Morgunblaðið greindi frá í vikunni. Niðurstöðurnar sýna almennt ekki neikvætt viðhorf til útlendinga, að sögn Unnar Dísar. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands eru erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi 22.760, um 8 prósent vinnuaflsins. Þeirra skerfur til samfélagsins er mikilvægur. Atvinnuleysið sem fylgdi hruninu kom verr niður á erlendu vinnuafli en öðrum. Margir fluttu héðan en aðrir höfðu fest rætur í ísJónas Haraldsson lensku samfélagi og kusu að jonas@frettatiminn.is búa hér áfram, þótt tímabundið gæfi á bátinn. Mjög hefur dregið út atvinnuleysi frá þeim tíma er það var mest í kjölfar hrunsins en batinn gengur hægar meðal erlends vinnuafls. Þegar verst lét, í mars 2010, var 2.421 erlendur ríkisborgari án atvinnu en í lok nýliðins september var talan komin niður í 1.211. Atvinnuleysi hér á landi var 5,2 prósent í september en tæplega fimmti hver þeirra sem er með erlent ríkisfang er enn á atvinnuleysisskrá. Í fyrrnefndri könnun Unnar Dísar kemur fram að kreppa getur valdið minnkandi umburðarlyndi í samfélögum. Það kom bæði fram í Evrópu og Bandaríkjunum eftir efnahagshrunið 2008. Hér á landi breytti kreppan einnig viðhorfum. Íslenskukunnátta er víða orðin skilyrði fyrir því að fólk fái starf, jafnvel sambærileg störf og ekki þurfti að hafa íslenskukunnáttu í fyrir hrun. Þessar kröfur eru raunar þær sömu og gerðar eru til Íslendinga sem flytja til starfa í öðrum löndum. Menn komast lítt áfram nema þeir læri tungumál þeirrar þjóðar þar sem þeir kjósa að búa og starfa. Vinnuafl milli landa er mjög hreyfanlegt. Því vinnur fjöldi Íslendinga meðal annarra þjóða, grípur þau tækifæri sem

gefast. Ævintýragirni ræður einnig – og hefur lengi gert. Ný könnun MMR sýnir að 40 prósent Íslendinga hafa hugsað um að flytja til útlanda síðastliðna mánuði. Það er nánast sama hlutfall og árið 2011. Ekki kemur á óvart að hinir yngri hafa fremur leitt hugann að slíkum flutningum en þeir sem eldri eru. Þá kemur heldur ekki á óvart að þeir sem höfðu hæstu eða lægstu heimilistekjurnar voru líklegastir til slíkra hugleiðinga. Þeir tekjuhæstu eiga auðvelt með, til dæmis vegna tiltekinnar sérhæfingar, að fá enn betur launuð störf ytra – en hinir tekjulægstu, ekki síst atvinnulausir í þeim hópi, leita leiða til að framfleyta sér og sínum. Þótt fólk hugleiði slíka flutninga lætur ekki nema hluti þess hóps af þeim verða. Enn eru þessar tölur með „öfugum“ formerkjum hjá okkur. Á þriðja ársfjórðungi þessa árs voru brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang 170 umfram aðflutta. Á móti kemur að aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 790 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Ástandið er, þrátt fyrir allt, ekki verra en svo að útlendingar sjá sér hag í því að flytjast hingað. Með þessum flutningum – og umtalsvert fleiri fæddum en látnum – fjölgaði landsmönnum um 1200 á þriðja ársfjórðungi. Það er jákvætt, ekki síst þegar litið er til þess að þegar kreppan skall á fækkaði landsmönnum í fyrsta skipti í langan tíma. Helstu áfangastaðir brottfluttra íslenskra ríkisborgara eru sem fyrr Norðurlöndin, Danmörk, Noregur og Svíþjóð. Þaðan komu líka flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar. Það er og verður hreyfing á vinnuafli. Sumir fara og koma ekki aftur, aðrir koma aftur þegar aðstæður batna. Eftirsjá er að góðu fólki en það ræður sínum næturstað. Annað prýðisfólk kemur í staðinn og aðlagast aðstæðum hér. Aðalatriðið er að hér séu skapaðar þær aðstæður að atvinnulíf og öll þjónusta fái blómstrað svo lífsskilyrði séu á við það besta sem gerist annars staðar. Þá þarf ekki að hafa áhyggjur af atgervisflótta.

Eftirsjá er að góðu fólki en það ræður sínum næturstað. Annað prýðisfólk kemur í staðinn og aðlagast aðstæðum hér.  Vik an seM Var Fussumsvei! Það að ráðherra Sjálfstæðisflokksins sé að gefa ríkinu frítt spil í auglýsingum er bara fyrirlitlegt. Ingvi Hrafn Jónsson, eigandi ÍNN, er saltvondur yfir hugmyndum Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra að gefa RÚV aukið svigrúm á auglýsingamarkaði. Það er ekki gó, fyrr en Bó segir gó Við einfaldlega búum ekki við það landslag eins og Björgvin Halldórsson og aðrir tónlistarmenn að bjóða upp á aukasýningu. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, útskýrir muninn á landsleik og tónleikahaldi. Myrkraverk Mér finnst lágmark að fólki sé gefið að berjast um þessa miða á jafnréttis grunni og allir sitji við sama borð. Ég spyr mig að því hvort verið sé að stýra því hverjir fái miða þegar miðasala er hafin um miðja nótt. Friðrik Ómarsson, flugstjóri hjá Icelandair, var ekki hress með ákvörðun

KSÍ að selja miða á landsleik Íslands og Króatíu að næturlagi. Kampavínsklúbbur? KSÍ er ekki geðslegur klúbbur. Pétur Gunnarsson blaðamaður var ekki heldur sáttur við KSÍ. Sverð og skjöldur fortíðar Það kemur okkur mjög á óvart að svona flott fyrirtæki eins og Tal sé að bjóða upp á svona lagað, en við munum kæra það sem og Flix.is. Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, ætlar sér að koma í veg fyrir að Tal geti boðið notendum útlendar IP-tölur til þess að eiga greiðan aðgang að Netflix. Komdu fagnandi Afsakið gott fólk, að ég blanda mér í umræðuna. Jón Viðar Jónsson leiklistargagnrýnandi hætti sér á forað athugsaemdakerfis Vísis.is til þess að útskýra forsendur leikdómenda. Söknuður Takk Jón Gnarr fyrir að hafa verið besti

borgarstjórinn í sögu Íslands, mannlegur, klár en umfram allt skemmtilegur snillingur. Ég mun sakna þín í þessu hlutverki. Lífið í borginni verður aldrei eins eftir þína aðkomu að stjórn borgarinnar. Birgitta Jónsdóttir alþingiskona kvaddi Jón Gnarr með trega en hann ætlar að draga sig út úr borgarpólitíkinni. Hvernig endaði The Wire? Þetta hefur verið frábært samstarf, og að mörgu leyti einstakt. Það hefur verið byggt á hreinskilni, hreinskiptni, samræðu og samstöðu. Dagur B. Eggertsson mun líka sakna Jóns Gnarr. Er hann að djóka? Ég veit ekki hverju ég á að trúa þegar Jón Gnarr er annars vegar. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi gengur ekki að neinu sem gefnu þegar Jón Gnarr er annars vegar.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


Hafa skal það sem betur hljómar Frábær hljómtæk frá Samsung – Tækið sem þig dreymir um er hér: HEIMABÍÓ

BLU-RAY SPILARAR

HLJÓMTÆKI

HT-E5530

BD-ES6000

HW-F751

Verð: 54.900

Tilboðsverð: 39.900

Verð: 129.900

Tilboðsverð: 109.900

Verð: 189.900

Spilar 3D Blu-ray, DVD-Video/DVD±R/DVD±RW, CD DA/CD-R/CD-RW. Multi Codec: Spilar alla helstu staðla. Til hvítir og svartir.

Hágæða heimabíóstæða. "Sound-Bar" við sjónvarp/hljómtæki með afspilun frá snjallsíma og USB. Til í mörgum stærðum.

HÁTALARAR

DOKKUR

HEIMABÍÓ

DA-F61

DA-E750

HT-F4200

Glæsilegt 5.1 heimabíókerfi. Heildarkraftur 1000w. Gerist ekki betra.

Verð: 79.900

Verð: 159.900

Kraftmikill hátalari fyrir snjallsíma /spjaldtölvu. Einföld, stílhrein og mjög falleg hönnun. 12 tíma rafhlöðuending.

Verð: 69.900

Þráðlaus lampa dokka fyrir snjallsíma. Glæsileg hönnun – frábær hljómgæði.

250W. Frábær heimabíóstæða. 3D Blu-ray spilari sem spilar alla helstu staðla.

HEIMABÍÓ

HEIMABÍÓ

BLU-RAY SPILARAR

HT-F5200

SAHT-ES6600

BD-F5100

Verð: 89.900

Verð: 149.900

Verð: 22.900

500W. Dúndur heimabíóstæða. 3D Blu-ray. Nett, flott, kröftug– ein með öllu.

400W. Hágæða heimabíóstæða. Nýstárleg hönnun. 3D Blu-ray spilari. Stútfull af hátækni.

Spilar Blue-ray, DVD-Video/DVD±R/DVD±RW, CD DA/CD-R/CD-RW. Spilar alla helstu staðla.

BLU-RAY SPILARAR

DOKKUR

HEIMABÍÓ

BD-F5500

DA-E550

HW-E450

Tilboðsverð: 79.900

Verð: 32.900 Spilar 3D-Blue-ray, DVD-Video/DVD±R/ DVD±RW, CD DA/CD-R/CD-RW. Spilar alla helstu staðla. Magnað tæki.

Verð frá: 39.900 Hátalaradokka fyrir snjallsíma. Svöl og nýstárleg hönnun. Gerð fyrir Samsung Galaxy S3, S2, Note og Apple Iphone og Ipod

Með réttu hljómgæðunum verður bíókvöldið fullkomið. Frábær lítil og nett heimabíóstæða með þráðlausu bassaboxi. Falleg hönnun.

Verslanir og umboðsmenn um land allt

samsungsetrid.is

SÍÐUMÚLA 9 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2900 ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

ORMSSON KEFLAVÍK SÍMI 421 1535

ORMSSON AKRANESI SÍMI 530 2870

ORMSSON ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SÍMI 456 4751

KS SAUÐÁRKRÓKI 455 4500

SKEIFUNNI 11 · SÍMAR: 530 2800 / 550 4444 ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

ORMSSON VÍK-EGILSSTÖÐUM SÍMI 471 2038

ORMSSON PAN-NESKAUPSTAÐ SÍMI 477 1900

ORMSSON ÁRVIRKINN-SELFOSSI SÍMI 480 1160

GEISLI VESTMANNAEYJUM SÍMI 481 3333


16

viðhorf

Helgin 1.-3. nóvember 2013

Göngu- og hjólreiðastígar eru krafa samtímans – einnig á Arnarnesi Við Íslendingar getum verið stoltir að eiga fyrsta samkynhneigða forsætisráðherrann

H

Við öll og Jóhanna

var sem fólk stóð í pólitík þá gerðu sér allir grein fyrir hversu mikill merkisdagur 1. febrúar 2009 var. Þetta var dagurinn sem Jóhanna Sigurðardóttir tók við embætti forsætisráðherra, hún varð fyrsta konan til að gegna þessu embætti á ÍssjónarHóll landi en þar að auki er hún fyrsti opinberlega samkynhneigði einstaklingurinn til að verða forsætisráðherra. Hennar verður getið í sögubókum um allan heim. „Minn tími mun Erla koma,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir eftirHlynsdóttir minnilega eftir að erla@ hún tapaði fyrir Jóni frettatiminn.is Baldvin Hannibalssyni í formannskjöri á flokksþingi Alþýðuflokksins árið 1994. Það er auðvitað löngu orðin klisja að vitna í þessi orð en samt eru þau svo afskaplega sönn. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að hljóta Jafnréttisviðurkenningu Stígamóta árið 2012, sama ár og Jóhanna. Stígamót voru einmitt stofnuð í tíð hennar sem félagsmálaráðherra árið 1990 og var það meðal annars

fyrir hennar skilning og fjárhagslega stuðning sem starfsemin hófst. Í rökstuðningi fyrir því að Jóhanna var heiðruð sagði meðal annars: „Forsætisráðherra hefur alltaf notið persónulegs trausts langt út fyrir raðir eigin flokks og skapað sér virðingu fyrir óeigingjarnt starf, heilindi og óbilandi baráttuþrek. Með framgöngu sinni hefur Jóhanna Sigurðardóttir orðið að mikilvægri fyrirmynd fyrir stelpur og konur og fyrir það á hún þakkir skildar.“ Jóhanna er nefnilega fyrirmynd og eftir að allir höfðu fengið sín viðurkenningarskjöl frá Stígamótum gekk ég feimnislega að Jóhönnu og spurði hvort ég mætti taka mynd af henni með dóttur minni, sem þá var tæplega þriggja ára. Hún tók vel í það og hélt brosandi á barninu mínu meðan ég smellti af mynd sem líka fer í sögubækurnar, mínar eigin. Ég hugsaði myndatökuna allra helst fyrir dótturina og seinna meir ætla ég að sýna henni myndina og segja: „Sko, þarna ert þú og Jóhanna Sigurðardóttir,“ og hún verður alveg með á hreinu hver þessi Jóhanna er. Ég á líka aðra mynd af Jóhönnu sem ég man vel eftir. Í raun er það mynd af mynd. Þrátt fyrir að

Jóhanna væri ekkert að básúna kynhneigð sína hefur það verið svona almenn vitneskja, sérstaklega eftir að Jónína Leósdóttir var skráð sem maki hennar á vef Alþingis. Samkynhneigður góðvinur minn hefur Jóhönnu til heiðurs sett upp mynd af henni í hvert skipti sem hann heldur boð á Gay Pride, og ekki nóg með það heldur hefur hann sett regnbogalitan krans utan um myndina, og það var mynd af myndinni í faðmi regnbogans sem ég tók. Í viðtali hér í Fréttatímanum segir Jónína að mikið hafi verið þrýst á þær að koma í hjónaviðtöl því þær væru svo góðar fyrirmyndir. Þær neituðu alltaf og vildu halda einkalífinu fyrir sig. Eftir að Jóhanna varð forsætisráðherra var í heimspressunni fjallað um þá staðreynd að ráðherrann væri gift konu og því ekki aftur snúið. Jónína segir að bókin „Við Jóhanna“ sé að hluta eins konar þakklætisvottur til allra þeirra sem börðust fyrir því að koma íslensku þjóðfélagi á þann stað sem það er í dag, þar sem samkynhneigðir hafa full réttindi á við gagnkynhneigða og njóta samfélagslegrar viðurkenningar. Við öll hljótum líka að vera þakklát.

Er bíllinn þinn klár fyrir veturinn? Löður kynnir

Stiklað um Garðabæ

B

þeim forsendum æjarstjóri að bæjaryfirGarðabæjar völd hafi lofað því er þessar að ekki kæmi vikurnar að funda göngustígur meðmeð íbúum bæjarfram ströndinni er ins á opnum hverfaalröng, að minnsta fundum. Þriðjukosti samkvæmt daginn 15. október skjalfestum opinsl. var fundur með berum gögnum íbúum Túna, Akra og bæjarins. Ekki er Mýra. Athyglisvert hægt að fullyrða var í málflutningi neitt um loforð bæjarstjóra mikilAuður Hallgrímsdóttir gefin á öðrum vægi framkvæmda varamaður Fólksins í vettvangi eða við gerð göngu- og bænum í skipulagsnefnd hefðir. hjólastíga í bænum. Einn fundarmanna spurði hvort ekki ætti að koma Gamaldags valdbeiting í krafti göngustígur um strandlengju meirihlutaræðis Arnarness. Bæjarstjóri svaraði með þeim orðum að allt land við Strandstígurinn er staðfestur í ströndina væri í einkaeign og aðalskipulagi allt til ársins 1997 hefð væri komin á nýtingu þess en það ár er samþykkt nýtt aðallandsvæðis. skipulag fyrir Garðabæ (19952015). Síðasta auglýsing og Hvar eru stiklurnar? kynning sem haldin var af bæjaryfirvöldum fyrir íbúa Garðabæjar Ný deiliskipulagslýsing um á aðalskipulagi (1995-2015) er á Arnarnes gerir ráð fyrir „stiklíbúafundi 9. janúar 1997, en þá er um“ á hluta strandlengjunnar útivistarstígur umhverfis Arnarog göngustíg á hluta. Stiklurnar nesið kynntur og sýndur á uppeiga að auðvelda aðgengi að og drætti. Þrettán dögum síðar gerist um strandlengjuna og auðþað svo á skipulagsnefndarfundi velda aðgengi að væntanlegum þann 22. janúar 1997 að meirihluti göngustíg frá Arnarneslæk að sjálfstæðismanna samþykkir að Mávanesi. fella útivistarstíginn niður og setja Hefð eða skjalfest ákvörðun? í hans stað svokallaða útivistarleið. Þessi breyting var aldrei auglýst 1) Strandlengjan sunnanmegin eða kynnt fyrir íbúum. Þetta var á Arnarnesi er land í eigu ólýðræðisleg framkvæmd í krafti og umsjón Garðabæjar en meirihlutaræðis. strandlengjan norðan megin Það er síðan við deiliskipulagser land í eigu allra íbúa gerð Arnarness 2011 – 2013 að Arnarness. Þetta er skjalfest útivistarleiðin í aðalskipulaginu á uppdrætti. Einstaka lóðarverður að „stiklum“. Því skal haldeigendur sjávarlóða hafa því ið til haga að orðið útivistarleið er ekki umráðarétt umfram aðra ekki til í orðabók umhverfisráðuíbúa Garðabæjar að ströndneytisins og voru bæjaryfirvöld inni umhverfis nesið. Garðabæjar á sínum tíma sérstak2) Á skipulagsuppdráttum kemlega beðin um að útskýra hversur skýrt fram að enginn íbúi lags stígur útivistarleið væri. á eignarland að sjávarmáli, þó sumir með hefðinni hafi tekið Pólitík með hefðir og sérhagssér þar land til „eignar“. muni að leiðarljósi 3) Nægt rými er fyrir ofan fjöru til lagningar á útivistarstíg, Strandstígur um Arnarnesið er þ.e. malarbornum stíg eða framkvæmd sem verið hefur í „stiklum“ sem lagar sig að umræðunni allt frá því íbúabyggð landslaginu. hófst á Arnarnesi upp úr 1963. 4) Friðlýsing við Skerjafjörðinn Af einhverjum ástæðum hefur þýðir ekki að umgangur fólks stígnum þó ávallt verið frestað eða sé bannaður. Þvert á móti þá hann ekki settur á dagskrá, frekar er markmið friðlýsingar bæði en gerð annarra almennra göngað vernda lífríki á strönd, í stíga um Arnarnesið. Árið 2013 fjöru og grunnsævi Skerjaeru íbúar að spyrja bæjaryfirvöld fjarðar, en einnig að vernda „hvenær kemur strandstígur um útivistar- og fræðslugildi Arnarnesið“ og bæjarstjóri svarar svæðisins með því að tryggja árið 2013 „það kemur enginn þar möguleika til útivistar. strandstígur – ströndin er eignar5) Fullyrðing um að eigendur land sem komin er ákveðin hefð sjávarlóða hafi keypt þær á fyrir“.

Jólablað Fréttatímans Rain-X býður upp á fullkomna yfirborðsvörn Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti Rain-X fylgir öllum bílaþvotti í svampburstastöð Löðurs á Fiskislóð 29 og er fáanlegur á snertilausu þvottastöðum Löðurs á Grjóthálsi og Fiskislóð 29

Jólablað Fréttatímans kemur út fimmtudaginn 28. nóvember

Jólablað Fréttatímans er góður staður til þess að kynna jólavörunar. Blaðið verður stútfullt af spennandi, jólatengdu efni sem er skrifað af reyndum blaðamönnum. Ekki missa af glæsilegu blaði til þess að koma skilaboðum til viðskiptavina þinna. Auglýsingin mun án efa lifa lengi í jólablaðinu, enda er efnið þannig uppbyggt að fólk geymir blaðið og gluggar ítrekað í það við jólaundirbúninginn. Við bjóðum gæði, gott verð og um 109.000 lesendur HELGARBLAÐ

Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu www.lodur.is - Sími 544 4540

ÓKEYPIS

ELGARBLAÐ Hafðu samband við Hauglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is ÓKEY

PIS

HELGARBLAÐ


VIÐ FRUMSÝNUM JÓLIN DYNAMO REYKJAVÍK

KOMDU OG GERÐU FRÁBÆR KAUP ALDREI MEIRA ÚRVAL!

HLUTI AF BYGMA

ALLT FRÁ GRUNNI AÐ GÓÐU HEIMILI SÍÐAN 1956



Kraftmikill og léttur

Kominn í verslanir


viðtal

Helgin 1.-3. nóvember 2013

Sigursaga Jónínu og Jóhönnu Jónína Leósdóttir var ung með fordóma í garð samkynhneigðra og kom það henni mjög á óvart þegar hún varð ástfangin af konu. Þær Jóhanna Sigurðardóttir voru báðar giftar karlmönnum þegar þær kynntust og langur tími leið þar til þær fóru að búa saman. Jónína segir byltingu hafa átt sér stað í réttindamálum samkynhneigðra síðan hún var ung en dæmin sýni að ekki megi sofna á verðinum.

Framhald á næstu opnu

Mynd/Hari

20


heimkaup.is

• allt að r u t 70 t á l

70% ð a t l l afs a •

Tölv

Fylgih l

a 70% fslát t u r að

ir ut

útlit og

milið Hei

g

R

ur

Leikfö n

æki t f a Barna v

reying Afþ

PIPAR \ TBWA

SÍA

r öru

132670

áttur • a afsl l lt

ttir og ó r þ Í

a iver út

Heilsa

70

%

rur uvö of

Skrifs t

Bæku r

SENDUM FRÍTT HEIM STRAX Í KVÖLD

Njóttu þess að versla á útsölu Heimkaupa – heima hjá þér. Við sendum vöruna til þín frítt hvert á land sem er.

innan höfuðborgarsvæðisins.

Smáratorgi 3 / 201 Kópavogi / 550 2700

heimkaup.is

Örugg vefverslun

Hagstætt verð

Hraðsending

Sendum um allt land


22

viðtal

Helgin 1.-3. nóvember 2013

H

ugmyndin að bókinni kom frá Jóhönnu. Það kom mér mjög á óvart en ég var ótrúlega fljót að samþykkja að skrifa hana. Margar undirliggjandi ástæður voru fyrir því að hún vildi láta skrifa bók en þetta er jú sigursaga, saga um mótlæti sem við sigruðumst á – mótlæti sem bæði kom til af ytri ástæðum og líka sem maður skapaði sér sjálfur því stundum getur maður verið sinn versti óvinur. Hennar upplegg var að þetta gæti verið uppörvandi saga, ekki endilega bara fyrir samkynhneigð pör heldur til að hvetja fólk til að standa með sjálfu sér og berjast þar til það er komið á þann stað sem það vill vera. Reyndar var þetta kannski svolítið mikið úthald og svolítið mikil þolinmæði,“ segir Jónína Leósdóttir, eiginkona Jóhönnu Sigurðardóttur, um sögu þeirra sem er nýkomin út, bókin: Við Jóhanna. Jónína hafði stungið upp á að við hittumst á barnum á Hótel Nordica því þar væri enginn um miðjan dag nema útlendingar sem ekki myndu skilja orð af því sem við segðum. Á leiðinni varð mér hugsað til þess að ég var með rauðan trefil og mundi að ég hafði oft séð myndir af Jónínu í rauðu. Það var eins og hún læsi hugsanir mínar þegar við hittumst. „Við erum báðar með rauðan trefil,“ sagði hún brosandi um leið og við tókum af okkur treflana. Hún var líka með rauða tösku og rauðan varalit – líkt og eiginkonan ber gjarnan – peysan rauð og svört, og allt annað í stíl. „Þegar ég var að vinna á Fróða með Þórarni Jóni Magnússyni tók ég eftir að hann var alltaf í svörtu. Hann sagði að þannig væri svo þægilegt að velja saman föt og ég komst að því að það er mjög þægilegt að kaupa alltaf föt í svipuðum litum.“ Í ljós kemur að verið er að gera upp barinn á hótelinu og við endum því á Vox, einum flottasta veitingastað landsins, en pöntum okkur bara cappuccino – hún einfaldan, ég tvöfaldan.

Fór úr böndunum

Það eru tíðindi að saga Jóhönnu og Jónínu sé gerð opinber enda lögðu þær alla tíð mikið upp úr því að halda einkalífinu utan sviðsljóssins. Það var eins konar þegjandi samkomulag íslenskra fjölmiðla að fjalla lítið sem ekkert um kynhneigð einnar þrautseigustu stjórnmálakonu landsins. Þegar hún varð forsætisráðherra rötuðu þau tíðindi hins vegar í erlenda fjölmiðla enda var hún fyrsti samkynhneigði forsætisráðherrann. „Fyrsti samkynhneigði forsætisráðherrann svo vitað sé,“ bendir Jónína á. „Fyrir þá sem eru í þeirri stöðu, eins og Jóhanna, að fólk þekkir þá úti á götu er svo dýrmætt að eiga eitthvað sem aðrir hafa ekki aðgang að. Okkur fannst mikilvægt að halda okkar einkalífi fyrir okkur. Það var alltaf sagt til að þrýsta á okkur þegar fjölmiðlar reyndu að fá okkur í hjónaviðtöl að við værum svo mikilvægar fyrirmyndir. Við vildum hins vegar vera fyrirmyndir sem hlaupa ekki með allt í blöðin. Þetta brast síðan þegar hún varð forsætisráðherra. Þá ákváðu fjölmiðlar á Íslandi að fjalla um þetta, skiljanlega, fyrst fjallað var um kynhneigð hennar í Timbúktú. Allir helstu fjölmiðlar heims óskuðu eftir persónulegum viðtölum en þeim var öllum hafnað.“ Það er ekki orðum aukið að þær séu nú heimsfræg hjón og ég spyr hvort það sé ekki svolítið skrýtin tilhugsun. „Við sem vildum ekki gefa sameiginlega uppskriftir að jóladessert í blöðunum?“ spyr Jónína hlæjandi. „Þetta er auðvitað mjög skrýtið og fór alveg úr böndunum. Það er mjög óraunverulegt en líka fyndið að sjá hana á einhverjum listum með Ellen DeGeneres,” segir Jónína en einn listinn var spænskur þar

OKKAR LOFORÐ:

Lífrænt og náttúrulegt

Engin óæskileg aukefni

Persónuleg þjónusta

HEILSUSPRENGJA Veldu gæði fyrir þig og þína Allt Rapunzel með 20% afslætti Rapunzel framleiðir hágæða lífrænt vottaðar vörur með ást og umhyggju að leiðarljósi

Borgartún

1 Fákafen 1 Hæðasmári

www.lifandimarkadur.is

Yfir tegun2d00 ir!

20% ur!

afslátt


viðtal 23

Helgin 1.-3. nóvember 2013

sem lesbía ársins 2011 var valin. Jóhanna trónaði á toppnum en Ellen var í öðru sæti. „Auðvitað er ég ekkert að hugsa um þetta dagsdaglega. Stundum hrópar maður upp yfir sig og hlær að því sem er allra fjarlægast raunveruleikanum en síðan fer maður bara út í búð og kaupir í matinn.“

Ekki hrifin af orðinu „lesbía”

Veruleiki Jónínu hefur tekið miklum stakkaskiptum en hún viðurkennir að eitt sinn hafi hún hreinlega verið með fordóma í garð samkynhneigðra. „Orðið fordómar er í raun mjög lýsandi, og það er það líka á öðrum tungumálum, „prejudge.“ Þetta snýst um að dæma fyrirfram það sem maður þekkir ekki. Ég var alin upp á heimili þar sem ekki var talað um svona hluti, hvorki samkynhneigð né kynlíf yfir höfuð. Ég vissi ekkert í minn haus því ég hafði ekki kynnst þessu. Ég man eftir því að mamma notaði afskaplega teprulegt orð þegar hún var að tala um ákveðna konu. Hún varð vandræðaleg og flekkótt á hálsinum og eiginlega spýtti út úr sér orðinu: „Kvenhommi!“ Mér fannst samkynhneigð vera algjörlega ótengd mér. Þetta var bara eitthvað fólk úti í bæ.“ Í bókinni segir Jónína að þarna hafi líklega verið upphafið að andúð hennar á orðinu lesbía. Fyrst mamma hennar gat ekki einu sinni tekið sér það í munn hlaut það að vera alveg agalegt. Jónína trúlofaði sig 18 ára og rétt um tvítugt giftist hún Jón Ormi Halldórssyni. Ári síðar, árið 1975, byrjaði hún í skóla Essex í Bretlandi. Skólinn var þekktur fyrir frjálslyndi og starfræktu nemendur þar sérstakt félag samkynhneigðra. „Starfsemi þess var auglýst rétt eins og íhaldsfélagsins og fótboltafélagsins. Mér fannst þetta framandi, hvorki spennandi né óspennandi, heldur bara skrýtið að það væru krakkar í kringum mig sem væru samkynhneigðir.“ Hún rifjar upp þegar hún ásamt eiginmanni sínum og fleiri nemendum voru á háskólabarnum en á sama gangi voru samkynhneigðu nemendurnir með ball. „Mér varð um og ó þegar ég gerði mér grein fyrir að það væri bara eitt klósett fyrir þá sem voru á barnum og þá sem voru á ballinu. Þegar leið á kvöldið þurfti ég að fara á salernið en mér fannst mjög óþægilegt að eiga að fara á klósett með konum sem voru að skemmta sér á „gay“-balli. Í raun leið mér eins og ég ætti að fara á sama klósett og strákarnir á barnum sem voru búnir að drekka nokkra stjóra bjóra. Það endaði með því að ég krosslagði fótleggina og hélt í mér þar til ég var komin heim. Svona vitlaus var ég.“ Eftir að Jónína kom heim frá Bretlandi var umræðan um samkynhneigð orðin meiri í samfélaginu og Samtökin 78 stofnuð um þetta leyti. Orðin „hommi“ og „lesbía“ þóttu svo mikil skammaryrði að þau mátti ekki segja í Ríkisútvarpinu, yfirlýstum hommum var meinaður aðgangur að skemmtistöðum og þeir jafnvel beittir ofbeldi vegna kynhneigðar sinnar.

Símtal frá fyrrverandi tengdamóður

Nokkru fyrir alþingiskosningarnar 1983 var Bandalag jafnaðarmanna stofnað og leitað til eiginmanns Jónínu, Jóns Orms, sem þá var aðstoðarmaður fráfarandi forsætisráðherra og menntaður stjórnmálafræðingur, um að taka sæti á lista. Hann hafði ákveðið að segja skilið við stjórnmálaþátttöku en Jónína samþykkti að taka sæti neðarlega á lista með fyrirheitum um að hún þyrfti ekki að gera neitt. Annað kom í ljós. Eftir kosningar barst flokknum beiðni frá Jóhönnu, sem þá var þingmaður Alþýðuflokksins, um að tilefna fulltrúa í Fram-

Hún varð vandræðaleg og flekkótt á hálsinum og eiginlega spýtti út úr sér orðinu: „Kvenhommi!“

kvæmdanefnd um launamál kvenna sem hún var að stofna. Jónína varð þessi fulltrúi Bandalags jafnaðarmanna, hún smitaðist af eldmóði Jóhönnu og gerði sér brátt grein fyrir að tilhlökkunin fyrir fundum nefndarinnar var ekki aðeins vegna áhuga á launamálum kvenna. Þarna var Jónína þrítug og Jóhanna 42 ára, báðar giftar með börn. Þrátt fyrir að ástin byrjaði brátt að blómstra var langt þangað til að þær byrjuðu að búa saman, hvað þá að þær gerðu sambandið opinbert. Báðar eru þær í góðu sambandi við sína fyrrverandi eiginmenn og þeirra fjölskyldur, og auðvitað börnin og barnabörnin. Jónína var í viðtali í Kastljósi fyrir viku um bókina og fékk hún

sterk viðbrögð. „Eftir þetta viðtal fann ég enn einu sinni hvað ég er ótrúlega heppin með fólkið í kring um mig. Eitt fyrsta símtalið sem ég fékk var frá fyrrverandi tengdamömmu minni, áttræðri konu úti á landi, sem hringdi til að segja mér hvað hún væri stolt af mér og að ég myndi aldrei hætta að vera tengd henni. Núverandi eiginkona fyrrverandi mannsins míns skrifaði líka á Facebook að viðtalið hefði snortið hana. Það er ekki sjálfgefið að kynnast fólki sem stendur svona með manni, þroskuðum hugsandi manneskjum.“ Þrátt fyrir að staða samkynhneigðra væri önnur en nú þegar þær Jóhanna urðu ástfangnar var það aldrei nein spurning hjá Jónínu um að hún yrði að skilja við

eiginmann sinn. „Ég var kannski galvösk og hugsaði ekki fram í tímann en um leið og ég fann hvað var í gangi og um leið og ég fann að þetta var alvöru ást þá sleit ég mínu hjónabandi án þess að hafa neitt í hendi um framtíðina.“

Þurfti að prófa að búa ein

Eftir skilnaðinn við eiginmanninn bjó Jónína ein um árabil, ásamt einkasyni þeirra, og voru þær Jóhanna ýmist saman eða sundur í lengri tíma enda aðstæður til sambands þeirra ekki eins og best var á kosið. „Ég trúlofaði mig mjög ung þannig að þetta var í raun tímabil sem ég hafði sleppt úr lífinu. Þetta var því ekki bara neikvætt. Ég held

LESUM SAMAN

Lestrarviku Arion banka og Disney-klúbbsins lauk sunnudaginn 27. október sl. og skráðu um 2200 krakkar sig til leiks. Yfir 100 heppnir þátttakendur hafa verið dregnir út og fengið veglega vinninga. Lestrarhestur Arion banka hefur verið valinn og hlaut hann iPad spjaldtölvu í verðlaun.

Allir sem tóku þátt eiga von á Andrésblaði og viðurkenningarskjali í pósti. Arion banki og Disney-klúbburinn þakkar öllum fyrir þátttökuna og hvetja krakka til áframhaldandi lesturs.

Framhald á næstu opnu


24

viðtal

Helgin 1.-3. nóvember 2013

 Jónína og Jóhanna í

kveðjuhófi forsætisráðuneytisins vorið 2013. Ljósmyndari/

Gunnar Geir Vigfússon.

 Í veislu vegna 70

ára afmælis Alþýðublaðsins árið 1989. Jóhanna mætti sem varaformaður Alþýðuflokksins en Jónína sem ritstjóri Pressunnar. Myndir úr

einkasafni.

 Framkvæmda-

nefnd um launamál kvenna. Jóhanna er fyrir miðju í fremri röð og Jónína þriðja frá vinstri í aftari röð.

 Sumarleyfi í Cambridge í júlí 2002.

Eftirlitsmyndavél fyrir sumarbústaði og heimili · Tekur venjulegt GSM SIM kort · Hægt að panta mynd eða hlusta svæði. · SMS og MMS viðvörun í síma og netf. · Lætur vita ef rafmagn fer af og hiti breytist. · Hægt er að tengja allt að 15 auka skynjara. · Vöktun á heitum potti, raka, þrýstingi o.fl.

S. 699-6869 · rafeindir@internet.is · www.rafeindir.is

GÆÐAMÁLNING Deka Meistaralakk 70 Akrýllakk. hvítt. 1 líter

LDNI

HE VOTTA

GÓÐ Þ

1.895 Deka Pro 10 Innimálning. 10 lítrar

6.690

Deka Gólfmálning grá 3 lítrar

DekaCryl 7 Innimálning. 10 lítrar

5.995

Deka Pro 4. Veggja- og loftamálning. 10 lítrar

5.795

4.295

Deka Spartl LH. 3lítrar Mako pensill 50mm Bakki, 25 cm rúlla, grind og pensill. - Sett

1.595

225

1.990

LF Veggspartl 0,5 litrar

795

Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum

– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

að það þurfi allir að prófa að búa einir og vera sjálfstæðir áður en þeir verða helmingur af pari. Ég get ekki talað fyrir Jóhönnu, hún var auðvitað eldri en ég þegar hún gifti sig, en mig hreinlega vantaði þennan kafla í líf mitt.“ Yfirleitt er talað um að samkynhneigðir viti snemma á lífsleiðinni af kynhneigð sinni en því var ekki að heilsa hjá Jónínu og Jóhönnu. „Lífið er greinilega ekki svo einfalt. Ég las mér mikið til um þetta þegar ég fór að finna fyrir þessum tilfinningum og sérstaklega þegar við Jóhanna fórum að nálgast hvor aðra. Samkvæmt öllum fræðum virðast margir uppgötva þetta í kringum kynþroskaaldurinn en það er greinilega ekki nein regla. Ég gæti alveg trúað að þetta helltist yfir fólk eldra en við vorum. Þetta snýst jú um tilfinningar. Ég hef verið spurð að því vegna þess að ég var gift karlmanni, með hverjum ég væri ef ég væri ekki með Jóhönnu. Ég bara veit ekki svarið við þeirri spurningu og hef ekki áhuga á að velta því fyrir mér. Ég held að enginn sem er í hamingjusömu hjónabandi velti slíku fyrir sér. En það er greinilegt að þetta getur komið mjög óvænt. Ég þekki fleiri sem voru á fertugsaldri þegar þeir gerðu sér grein fyrir kynhneigð sinni. Við erum því ekki eina dæmið.“ Þrátt fyrir allt þá segir Jónína það vera forréttindi að hafa fengið að upplifa að lifa í þjóðfélagi eins og það er í dag þar sem samkynhneigðir búa við skýr lagaleg réttindi og samfélagslegan skilning. „Okkar samband byrjaði hægum skrefum árið 1985 og við áttum enn í erfiðleikum milli 1990 og 2000. Rétt undir aldamót virkaði mjög óraunverulegt að við ættum eftir að búa í samfélagi þar sem hálf þjóðin flykkist á

Gay Pride og öll lagaleg réttindi til staðar, til að mynda hvað varðar ættleiðingar og glasafrjóvganir.“ Jónína og Jóhanna gengu í hjónaband þann 27. júní 2010 þegar ný hjúskaparlög tóku gildi á Íslandi á alþjóðlegum baráttudegi samkynhneigðra. „Við erum meðvitaðar um allt þetta frábæra fólk – bæði gagnkynhneigt og samkynhneigt, í Samtökunum 78, inni á þingi og í þrýstihópum í samfélaginu – sem hefur barist fyrir því að koma okkur á Íslandi á þann stað sem við erum í dag. Það er ein af mörgum ástæðum þess að við ákváðum að skrifa bókina, að leggja okkar lóð á vogarskálarnar og sýna þakklæti. Við tókum ekki þátt í þessari baráttu, við vorum að berjast annars staðar. Bókin er því þakklætisvottur til allra þeirra sem eru búnir að breyta þjóðfélaginu á ótrúlega skömmum tíma. Það hefur krafist hugrekkis að stíga fram fyrir skjöldu og berjast. Það var erfitt að vera formaður Samtakanna 78 fyrstu árin og Hörður Torfason hrökklaðist hreinlega úr landi. Við erum mörgum mjög þakklátar.“

Sorgleg viðhorf

Hún tekur þó fram að það geti alltaf komið bakslag og að það megi ekki taka mannréttindum samkynhneigðra sem sjálfsögðum. „Við sáum það til dæmis í umræðunni eftir síðasta Gay Pride. Það eru enn hópar sem horfa á þetta með annarlegum gleraugum.“ Ég átta mig á að hún er að tala um ummæli Gylfa Ægissonar sem hefur lagt fram kæru vegna Gleðigöngunnar og spyr hvort hún vilji tjá sig beint um hans framgöngu. „Mér finnst þetta bara dapurt. Fyrst fannst mér þetta fyndið og hló að þessu en þetta er ekki fyndið. Mér finnst

GLANSANDI GÓÐUR ÁRANGUR, LÁGMARKSÁHRIF Á UMHVERFIÐ

þetta sorglegt og mér finnst þetta hættulegt. Það er ótrúlega grunnt á þessum viðhorfum. Það er eins og hann hafi rutt brautina og öðrum þá fundist í lagi að taka undir. Þessi umræða er samt jákvæð að því leyti að hún brýnir fyrir þeim sem héldu að sigur væri í höfn að það má ekki hætta baráttunni.“ Og þrátt fyrir almennt góða stöðu samkynhneigðra í dag rifjar hún upp að það er skuggalega stutt síðan veröldin var allt önnur. „Á fyrsta árinu eftir að við Jóhanna tókum saman lásum við sögu norskrar stjórnmálakonu sem var kjörin á þing árið 1977 og var ástfangin af ungri blaðakonu. Tveimur árum síðar kom hún út úr skápnum og frami hennar hrundi. Það er ekkert grín að hugsa til þess hvað hefði getað gerst á sínum tíma hjá okkur. Sem betur fer skiptir kynhneigð engu máli í dag, sama hvaða starfi fólk sinnir. Það hefur orðið bylting.“ Kaffið er löngu búið og varalitur á brún bollanna. Jónína dregur upp rauða varalitinn áður en við setjum á okkur rauða treflana. Hún segist vera örlítið stressuð fyrir myndatökunni, sem ég skil ekkert í enda hafa þær báðar oft setið fyrir á ljósmyndum. Hún útskýrir málið: „Þetta verður í fyrsta skipti sem við sitjum fyrir saman hjá fjölmiðli. Það hafa náðst myndir af okkur saman en það er ekkert sem hefur verið planað. Til dæmis á rósaafhendingunni,“ segir hún og vísar til þess þegar fjöldi fólks þakkaði Jóhönnu 35 ára starf í stjórnmálum fyrr á þessu ári. „Þetta er því eitthvað sem við höfum ekki gert áður.“ Ég sýni áhyggjunum örlítið meiri skilning og bíð spennt eftir myndunum. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

SÉRÞRÓAÐ FYRIR ÍSLENSKT VATN

NÝJUNG! VÉL ATÖFLU UPPÞVOT TA

R

Glitra er sérþróað með tilliti til eiginleika íslenska vatnsins, sem þýðir að minna magn þarf af uppþvottaefni. Hagkvæmara fyrir heimilið og umhverfið.


15

Aðeins

íslenskt

afsláttu% r

kjöt

í kjötborði

Húsavíkur hangiframpartur, úrbeinaður

2798 3298

kr./kg

kr./kg

15

Við g

afslátt % ur

e bafill nd m a L fiturö með

8 7 40

g

rir þi

ira fy

me erum

Lamba framhryggjarsneiðar

15

g

kr./k 4798

kr./kg

kr./kg

% afsláttur

ir Bestöti í kj

g kr./k

2248 2498

Aðeins

íslenskt kjöt

Aðeins

í kjötborði

íslenskt kjöt

í kjötborði

Ungnauta Rib Eye

4248 4998

A

ísleðneins kjötskt

kr./kg

kr./kg

15

í kjö tbor ði

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

Ungnauta hamborgari, 90 g, 100% nautakjöt

% r u t t á l afs

169 198

kr./stk.

kr./stk.

Helgartilboð! Íslenskar agúrkur, heilar

149 189

kr./stk.

20

% afsláttur

Voga ídýfa paprikublanda

kr./stk.

20

afsláttu% r

Hollt & Gott Veislusalat, 100 g

499 578

229 263

kr./stk.

kr./stk.

20

kr./pk.

kr./pk.

Allra kleinur, 10 stk.

349 415

15

% ur afslátt

kr./pk.

kr./pk.

% ur afslátt

17

afsláttu% r

Sprite/ Sprite Zero, 2 lítrar

279 348

kr./stk.

kr./stk.

Stjörnu partý mix með papriku

298 359

kr./pk.

kr./pk.

Jólabrauð

398 498

kr./stk.

kr./stk.

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

Höfðingi, blár

398 459

kr./stk.

kr./stk.


26

fréttaskýring

Helgin 1.-3. nóvember 2013

5. hluti Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm

Söfnunarfé nær allt enn inni á bók Húsnæði Grensásdeildar hefur ekki verið endurnýjað frá bygginu þess árið 1973 og er orðið úrelt. Ekki er hægt að tryggja öryggi sjúklinga hvað smitvarnir varðar og einungis hægt að baða þá tvisvar í viku vegna bágborinnar baðaðstöðu. Fá úrræði eru fyrir sjúklinga að lokinni dvöl á Grensási og er einn sjúklingur kominn með lögheimili þar því hjúkrunarheimili eru treg við að taka við sjúklingum í öndunarvél. Féð sem safnaðist í landssöfnuninni Á rás fyrir Grensás er nær allt enn inni á bankabók, því ríkið fæst ekki til að reiða fram það fjármagn sem upp á vantar svo hægt sé að ráðast í nauðsynlegar endurbætur.

H

úsnæði Grensásdeildar hefur ekki breyst frá því það var tekið í notkun fyrir fjörutíu árum, að því undanskildu að sundlaug var byggð við húsið og tekin í notkun árið 1985. Aðbúnaður sjúklinga og starfsfólks á Grensási er þjóðinni vel kunnur. Fyrir fjórum árum fór í gang átakið Á rás fyrir Grensás, sem Edda Heiðrún Backman leikkona stóð fyrir undir merkjum Hollvina Grensásdeildar. Söfnuðust rúmlega 100 milljónir króna og var hluti söfnunarfjárins nýttur til að bæta aðgengi að húsnæði deildarinnar. Grensásdeild er hluti af lyflækningasviði Landspítalans. Á deildinni fer fram sérhæfð endurhæfing þeirra sem verða fyrir heilsutapi af völdum slysa og sjúkdóma, svo sem heilaskemmda í kjölfar heilablóðfalls eða heilaáverka eða mænuskaða vegna slyss. Flestir sjúklingar koma beint á Grensásdeild af öðrum deildum spítalans. Alls eru 400 sjúklingar útskrifaðir af Grensásdeild árlega. Meðallegutími sjúklinga er tæpur mánuðir en sumir liggja allt upp í ár og jafnvel lengur. Þar eru til að mynda sjúklingar í öndunarvél í lengri eða skemmri tíma, sem hafa lamast vegna mænuskaða.

Tæki fyrir gjafafé

„Hér fer fram mjög þung hjúkrun og því er nauðsynlegt að vera með fjölda tækja til að auðvelda starfsfólki vinnu sína og bæta aðbúnað sjúklinga,“ segir Sigríður Guðmundsdóttir, deildarstjóri hjúkrunar á Grensásdeild. Flest þau tæki sem eru í notkun á deildinni hafa fengist fyrir gjafafé. Þegar söfnunarátakið fór í gang fyrir fjórum

Leguplássum á Grensási hefur verið fækkað úr 40 í 24 eftir hrun. Sjúklingar eru færðir fyrr á dagdeildir en áður sem þýðir aukinn kostnað fyrir sjúklinginn sjálfan og oft mikla vinnu fyrir ættingja sjúklingsins. Ljósmyndir/Hari

árum var mikið rætt um nauðsyn þess að auka við húsrými og bæta aðbúnað sjúklinga á deildinni. Ekkert hefur gerst í þeim málum. Að sögn Sigríðar var húsnæði Grensásdeildar byggt sem hjúkrunarheimili fyrir fjörutíu árum. Það var því ekki byggt með þá starfsemi í huga sem þar fer fram. Herbergin eru lítil og mjög fá einbýli. „Það er varla hægt að bjóða fólki upp á það nú til dags að deila herbergi með öðrum vikum og mánuðum saman,“ segir Sigríður. Sjúklingar hafa ekki aðgang að eigin baðherbergi og er baðaðstaða svo bágborin að einungis er hægt að baða sjúklinga tvisvar í viku. Þau fáu einbýli sem eru á deildinni eru notuð fyrir veikustu sjúklingana. „Á þeim er samt sem áður engin handlaug, sem er nauðsynleg til að draga úr smithættu milli sjúklinga,“ segir Sigríður. Einbýlin hafa heldur ekki sér salernisaðstöðu eða sturtu og því þarf að fara með veikustu sjúklingana fram á gang til þess að komast inn á baðherbergi svo megi baða þá. Nauðsynlegur tækjabúnaður er ekki innbyggður á sjúkrastofurnar líkt og æskilegt væri, svo sem súrefni og sog, og fyrir vikið eru stofurnar, sem þegar eru

of litlar, oft fullar af tækjum, og langt frá því vistlegar þó svo að þar þurfi sjúklingar oft að dveljast í upp undir ár. Að sögn Sigríðar hafa verið teiknaðar nauðsynlegar breytingar á legudeildum Grensáss og áætlað er að þær kosti rúmar 300 milljónir. Þær fást ekki. Alls eru 24 pláss á legudeild Grensáss. Fyrir hrun voru leguplássin 40. Síðan þá hefur hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum verið fækkað um 12 og deildarstjórum um einn. „Við höfum reynt að koma í veg fyrir að biðlistar myndist með því að færa sjúklinga mun fyrr á dagdeild sem við nýtum í æ meira mæli,“ segir Sigríður. „En það þýðir aukinn kostnað fyrir sjúklinginn og oft mikla vinnu fyrir ættingja hans. Sjúklingurinn greiðir þá öll lyf og greiðir fyrir ferðakostnað og þeir sem eru utan af landi þurfa að greiða fyrir sjúkrahótel. Það getur tekið á fyrir öryrkja að búa í margar vikur á sjúkrahótelinu og greiða fyrir ferðaþjónustu,“ segir hún.

Málstol ein erfiðasta fötlunin

Einn stærsti hluti starfseminnar á Grensási er

Upplifðu Iceland Airwaves með Símanum Daníel Bjarnason

Jófríður Ákadóttir

Elín Ey

Úlfur Eldjárn

Samaris

Sísý Ey

Apparat Organ Quartet


fréttaskýring 27

Helgin 1.-3. nóvember 2013

sjúkra- og iðjuþjálfun auk mat. Iðjuþjálfunin aðlagar talþjálfunar. Við deildina einnig fólk að nýjum starfa fjórir talmeinafræðhjálpartækjum, svo sem ingar sem gert er að sinna hljólastólum. „Við hjálpum öllum sjúklingum Landfólki einnig að finna sér spítalans. Sjálfir telja talný áhugamál, því oft getur meinafræðingar að þörfin fólk ekki stundað sömu sé tíu stöðugildi. Algengt áhugamál og áður en það er að sjúklingar þurfi talveiktist,“ segir Sigríður. þjálfun eftir heilablóðfall Skortur á úrræðum og heilaskaða og fer hún fram á Grensási. Dæmi eru eftir Grensás um að fólk missi algjörlega Þó svo að húsnæði endurmálið og felst þá hlutverk hæfingardeildar Landtalmeinafræðings í því að spítalans hafi ekki breyst aðstoða viðkomandi við að frá því fyrir fjörutíu árum geta gert sig skiljanlegan og legudeildarrýmum á ný. „Ég myndi segja að verið fækkað umtalsvert það að missa málið sé ein undanfarin ár er þörfin á erfiðasta fötlun sem hægt þjónustu Grensásdeildar Sigríður Guðmundsdóttir, deildarstjóri hjúkrer að glíma við,“ segir meiri nú en nokkru sinni unar á Grensásdeild. Sigríður. fyrr, að sögn Sigríðar. Sjúkraþjálfun Grensás„Tækninni hefur fleygt deildar fer fram í litlu rými á jarðhæð auk svo fram að fólk lifir nú miklu frekar af en áður þess sem gangar og hol víða um deildina eru erfiðar aðgerðir og slys,“ bendir hún á. „Við notaðir til sjúkraþjálfunar vegna plássleysis í sinnum nú fólki í öndunarvélum sem hefur sjúkraþjálfunarsalnum. Þröngt er um tæki og hlotið svo alvarlegan mænuskaða að lungun sjúklingar og starfsfólk þurfa að hafa sig alla lamast,“ segir Sigríður. „Við erum mjög framarvið til að rekast ekki á þau, og hvort annað. lega í endurhæfingu hér á landi. Vandamálið er Nýverið bættist við tæki í sjúkraþjálfuninni, hins vegar það að fá úrræði eru fyrir sjúklinga sem sérstaklega er ætlað til að veita lömuðu sem útskrifast héðan,“ bendir hún á. „Hér er fólki hreyfingu. Tækið var gjöf frá Fiskþurrktil að mynda sjúklingur sem fékk heilaskaða unarfyrirtækinu Klofningi á Suðureyri, en tveir vegna heilablóðfalls og hefur mjög skerta færni starfsmenn fyrirtækisins höfðu nýverið þurft að en þarf að öllum líkindum að bíða í fimm ár eftir nýta sér þjónustu Grensáss. búsetuúrræði,“ segir Sigríður. „HjúkrunarheimIðjuþjálfunin er veigamikill þáttur í endurilin eru treg að taka við sjúklingum í öndunarhæfingu sjúklinga, að sögn Sigríðar. Hún fer vél. Við erum til að mynda með einn sjúkling fram í rými í kjallara sem hugsað var sem sem er með lögheimili hér hjá okkur því hann geymslurými. Þar er lágt til lofts og gluggar fær hvergi annars staðar inni,“ bendir hún á. litlir og hátt uppi á veggjum. „Þetta er alls ekki Sigríður er afskaplega þakklát fyrir það mikla ákjósanlegt húsnæði fyrir þá starfsemi sem verk sem starfsfólkið innir af hendi dag hvern. hér fer fram,“ segir Sigríður, „en við gerum „Við erum líka mjög heppin með að hér eru okkar besta miðað við aðstæður.“ Iðjuþjálfunin þakklátir og þolinmóðir sjúklingar og það eru í miðast við að þjálfa upp færni sjúklinga svo þeir raun forréttindi að fá að vinna með þeim,“ segir aðlagist sem best nýju lífi við breyttar aðstæðhún. ur. Mikil handaþjálfun fer fram, sem og þjálfun Sigríður Dögg Auðunsdóttir í athöfnum daglegs lífs, til að mynda er eldhús í iðjuþjálfuninni þar sem fólk þjálfast í að elda sigridur@frettatiminn.is

Gunnar Finnsson, formaður samtakanna Hollvinir Grensásdeildar

Heilbrigðisráðherra svaraði engu Gunnar Finnsson er formaður samtakanna Hollvinir Grensásdeildar sem stofnuð voru árið 2006 í þeim tilgangi að styrkja endurhæfingarstarf Grensáss. Hann hefur þrívegis sjálfur þurft að nýta sér þjónustu Grensáss. Hann segir nauðsynlegt að byggja viðbótarálmu við Grensásdeild og bæta með því aðstöðu fyrir sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun. Með því að flytja þjálfunina í nýja álmu myndi einnig skapast rými til að bæta legudeildir þannig að breyta megi sjúkrarýmum í einbýli og koma upp nauðsynlegri salernis- og baðaðstöðu fyrir sjúklinga. „Það þýðir lítið að höfða til hjartans þegar talað er við ráðamenn – það þarf að tala til pyngjunnar,“ segir Gunnar. „Því höfum við reiknað út fjárhagslegan ávinning Grensásdeildar þar sem við sýnum fram á að rekstur deildarinnar er mjög arðbær fyrir ríkið,“ segir Gunnar. Hann bendir á að rekstrarkostnaður Grensásdeildar sé rúmlega hálfur milljarður á ári. „Um 70 prósent allra sjúklinga á Grensási eru á vinnufærum aldri. Fjórðungur þeirra fjögur hundruð sem útskrifast árlega, um 100 manns, geta horfið til fullra starfa að nýju og greiða skatta og gjöld til ríkisins sem á sex árum eru orðin hærri upphæð en nam rekstrarkostnaði Greinsásdeildar á einu ári. Þá er ótalinn sá sparnaður sem felst í því að ekki þurfi að greiða þessu fólki örorkubætur,“ segir Gunnar. „Hvað sjúklingana sjálfa snertir, sem geta ekki farið á vinnumarkaðinn aftur en þjálfast nóg til að geta sinnt nauðþurftum sínum sjálfir, þá er seint metið til fjár þau auknu lífsgæði sem það færir þeim. Hafa ber í huga að endurhæfing kemur fyrst og fremst að gagni sé henni beitt tímanlega,“ segir hann.

Árið 2010 fól Álfheiður Ingadóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, Landspítala að gera tillögur um endurbætur og stækkun á húsnæðiskosti Grensásdeildar, að sögn Gunnars. Heildarkostnaður við þær framkvæmdir framreiknaður til verðlags í dag er um 1,1 milljarður króna. Þá átti ráðuneytið að vinna að mögulegri aðkomu lífeyrissjóðanna að fjármögnun þessara framkvæmda. „Það var aldrei gert og nýr ráðherra fylgdi því ekki eftir og aldrei var svarað ítrekuðum spurningum um stöðu mála,“ segir Gunnar. „Hollvinir Grensásdeildar, með samþykki forstjóra LSH, hófu því, sem hlutlaus milliliður, viðræður við Landssamtök lífeyrissjóða um mögulega aðkomu lífeyrissjóða að fjármögnun framkvæmdanna,“ segir Gunnar. „Nokkrir lífeyrissjóðir lýstu sig reiðubúna til viðræðna um þessa fjármögnun og var það tilkynnt velferðarráðherra í desember á síðasta ári og farið fram á viðræður um mögulega framkvæmd hennar. Þeirri beiðni var aldrei svarað þrátt fyrir skriflega ítrekun,“ segir hann. „Það ber að hafa í huga í þessu sambandi að lífeyrissjóðir hafa mikinn hag af endurhæfingu og að hún sé sem skilvirkust vegna þess að endurhæfing og sá árangur sem hún skilar hefur bein áhrif á upphæð og lengd bótagreiðslna í hverju tilviki. Þar sem um ævilangar greiðslur getur verið að ræða skipta gæði og hraði endurhæfingarinnar miklu máli en endurhæfing kemur fyrst og fremst að gagni ef henni er beitt tímanlega en það gerist ekki nú sakir sífelldra biðlista. Með bættum og stækkuðum húsakosti er áætlað að fjöldi þeirra sjúklinga sem deildin útskrifar og geta horfið til fullra starfa á ný mundi aukast um 20% á ári,“ segir Gunnar.

Sæktu appið

Margrét Rán

Daníel Þorsteinsson

Lára Rúnarsdóttir

Sveinbjörn Thorarensen

Vök

Sometime

Lára Rúnars

Hermigervill


28

viðtal

Helgin 1.-3. nóvember 2013

Bláa úlfakonan í Mosfellsdalnum Umhverfisþjóðfræðingurinn og býflugnabóndinn Björk Bjarnadóttir býr í Mosfellsdalnum þar sem hún er með lífræna ræktun. Hún er nátengd jörðinni, ekki síst eftir að hafa dvalið langdvölum meðal frumbyggja á verndarsvæðinu Hollow Water í Manitoba í Kanada. Þar fékk hún indíánanafnið Blue Wolf Woman og lærði ævaforna náttúruheimspeki frumbyggjanna af vini sínum og félaga Garry „Morning Star“ Raven. Garry hvarf á vit forfeðra sinn inn í andaheimana í byrjun árs 2010 en Björk hefur nú gefið visku hans út í bókinni The Seven Teachings And More sem kemur út samtímis í Kanada og á Íslandi.

B

jörk Bjarnadóttir umhverfisþjóðfræðingur stundaði nám í háskólanum í Manitoba og í leit hennar að sannri þekkingu fólks á náttúrunni lá leið hennar þaðan út á verndarsvæðið Hollow Water í Manitoba. Þar kynntist hún hinum djúpvitra indíána Garry Raven sem hafði mikil áhrif á hana. Í fimm ár hljóðritaði hún samtöl sín um náttúruheimspeki frumbyggjanna og afrakstur þeirrar vinnu er nú kominn út í bókinni The Seven Teachings And More: Anishinaabeg share their traditional teachings with an Icelander. „Ég fór fyrst í háskólann í Manitoba 2003 og þá var ég alltaf að leita að alvöru fólki sem vissi eitthvað annað og meira um náttúruna en það sem er skráð í bækur,“ segir Björk. „Ég kynntist Garry Raven svo rétt áður en ég fór aftur heim.“ Björk gerði þó stuttan stans á Íslandi og árið 2005 flutti hún á verndarsvæðið, sem er um 1600 manna samfélag. „Og þar ákváðum við að skrifa þessa bók saman. Fróðleikurinn í bókinni er það sem hann lærði af sínu fólki, hin forna náttúruheimspeki frumbyggjanna,“ segir Björk og bætir við að frumbyggjunum finnist sjálfsagt að allir kunni þessa speki eða leiti til þeirra eftir fróðleik vilji þeir vita meira. „Þannig varð Garry líka kennarinn minn og loksins eftir að ég kynntist honum eftir mikla leit fann ég þetta sem ég var að leita að. Einhverja alvöru þekkingu sem bjó í fólki. Maður finnur oftast það sem maður leitar að ef maður leitar nógu lengi og þegar við Garry hittumst small þetta allt saman.“

Ofvirki indíáninn

Björk segist lengi hafa haft áhuga á fornri náttúrusýn og sem landvörður hér á Íslandi hafi hún notað tengingar við heiðnar sögur til að skýra tengsl okkar við náttúruna þegar hún uppfræddi gesti sína. Þessi áhugi rak hana síðar á slóðir indíánanna. „Ég fór síðan bara með Garry út um allt, á mörg verndarsvæði og tók þátt í helgiathöfnum frumbyggjanna og ég lærði af mjög mörgum þarna og ég á ennþá mjög góða vini á verndarsvæðunum sem sakna mín margir mjög mikið. Það má segja að Garry hafi verið þjóðháttakennari og hann fór mjög víða með fróðleik sinn og uppfræddi fólk um menningu sína. Hann treysti þó mjög fáum og tortryggði menntafólk sérstaklega en ég ávann mér traust hans

og við urðum miklir vinir. Við unnum saman þarna í fimm ár,“ segir Björk sem notaði langar bílferðir þeirra til þess að taka viðtöl sín við Garry. „Ég fór alltaf heim á sumrin til þess að vinna mér inn peninga svo ég gæti verið þarna áfram og fór aftur út á haustin. Þannig að ég vann alltaf á Galdrasýningunni á Ströndum á Hólmavík á sumrin og var úti á veturna. Fyrir utan eitt skipti sem ég var úti í eitt og hálft ár.“ Björk segir að ófært hafi verið að skipuleggja viðtölin við Garry þar sem hann hafi verið svo ofvirkur og alltaf að fást við eitthvað. „Hann var alltaf úti að vinna, eitthvað að gera á bátnum sínum, höggva eldivið eða eitthvað. Þannig að eina leiðin var að ræða við hann í tíðum og löngum bílferðum á milli Manitoba og Winnipeg. Við fórum svo mikið til Winnipeg. Hann var bæði mjög eftirsóttur fyrirlesari og fenginn á alls konar fundi um náttúruauðlindir í Kanada. Þannig að bókin er tekin upp á Highway 59. Þetta gekk ekki öðruvísi vegna þess að hann skilaði sér aldrei á tilsettum tíma.“

Dauðinn er ferðalag

Afrakstur þessara ótal ökuferða á fimm ára tímabili hafa nú loks skilað sér á prent og Garry auðnaðist að samþykkja handritið áður en hann féll frá. „Við söfnuðum þessu saman á fimm árum en hann las handritið fyrst í desember 2009 og dó svo 17. janúar 2010 en þá var hann búinn að samþykkja handritið.“ Björk segir viðhorf frumbyggjanna til dauðans allt öðruvísi en við eigum að venjast. Hinna látnu er minnst með fjögurra daga vökum þar sem bæði er hlegið og grátið en dauðinn markar samt síður en svo endalok. „Fyrir þeim er dauðinn bara áframhaldandi ferðalag og eitthvað til að gleðjast yfir. Vegna þess að þá er viðkomandi frjáls. Þannig er þeirra sýn og þeir keppast að því að komast í andaheimana og þangað kemst maður með því að gera góða hluti í lífinu.“ Garry kom einu sinni til Íslands og varð, eins og kannski við mátti búast, yfir sig hrifinn af landinu. „Hann sagði líka að við yrðum að passa þetta land vegna þess að það ágirnist það svo margir.“

Í okkur öllum rennur rautt blóð

Garry og Björk urðu síðar par, þrátt fyrir nokkurn aldursmun en það var þó

ekki það sem vakti furðu frumbyggjanna við sambandið. „Frumbyggjunum fannst þetta mörgum dálítið skrítið, vegna þess að í Kanada er fólk mjög flokkað eftir hörundslit. Og þar komst ég heldur betur að því að ég er hvít. En Garry sagðist aldrei sjá liti. Hann sagði bara alltaf að allir væru með rautt blóð. „Ég sé ekki liti þegar ég tala við fólk. Ég sé fólk.“ Sagði Garry um þetta.“ Indíánanafn Garrys var Morning Star, eða Morgunstjarna og þar sem segja má að Björk sé innvígð í ættbálk bifursins ber hún indíánanafnið Blue Wolf Woman. Bláa úlfakonan. „Það eru aðrir frumbyggjar sem gefa manni nafn út frá einhverju sem þeir sjá þegar þeir tala við mann. Bróðir hans Garrys, Raymond Raven (Black Bear Medicine Man) var blindur. Ég tók eitt viðtal við hann áður en hann dó. Þegar hann talaði við mig þá sá hann þennan sérstaka bláa lit og þá gaf hann mér þetta nafn. Annars erum við Íslendingar flestir óvart með indíánanöfn af því að við heitum svo mörg eftir einhverju úr náttúrunni. Þegar maður fær indíánanafn snýst það um að tengja mann með því einhverju úr náttúrunni og þér er síðan ætlað að tala fyrir því fyrirbæri eða dýri sem þú ert nefndur eftir.“

Dans Bláu úlfakonunnar

Þótt Björk sé komin með indíánanafn er hún ekki útskrifuð ennþá. „Ég er ekki búin að klára það sem segja má að sá háskólagráðan. Ég er búin að dansa einn „sundance“ en þeir eru fjórir þannig að ég á þrjá eftir.“ Og sólardansinn er enginn dans á rósum en þá „dansar maður í fjóra daga án matar og drykkjar. Þú færð eitt glas á dag af jurtardrykk. Maður verður að vera virkilega tilbúinn og dansar fyrir eitthvað sem skiptir þig mjög miklu máli. Einhverju sem heldur manni gangandi í gegnum þessa daga. Þegar maður dansar fjórða dansinn er maður útskrifaður, þannig séð, og getur meira farið að hjálpa öðrum og kenna. Þetta snýst allt um að koma þekkingunni áfram. Og skilja við jörðina þannig að komandi kynslóðir geti tekið við henni í betra ásigkomulagi. Þetta er nákvæmlega sama heimspeki og liggur að baki sjálfbærri þróun.“

Jörð, loft, vatn og eldur

Björk segir útlitið því ekki gott þar sem nútímamaðurinn virðist almennt kæra sig kollóttan um hvernig hann skilur

Björk hefur stofnað sjóðinn Krummi’s Fund sem ætlað er að styrkja unga frumbyggja sem hyggja á háskólanám. Allur ágóði af sölu bókar hennar rennur í sjóðinn. Frumbygginn Gerald Folster myndskreytir bókin sem KIND publisihing gefur út. Ljósmynd/Hari.

Garry féll aldrei verk úr hendi.

Hann sagði líka að við yrðum að passa þetta land vegna þess að það ágirnist það svo margir.

við jörðina. Hún segir Garry hafa haft af þessu þungar áhyggjur. „Honum leist ekkert á þetta. Vegna þess að við erum alltaf svo gráðug og gefum aldrei neitt til baka. Viljum alltaf bara meira, meira og meira. Við kennum ekki börnunum okkar að við getum ekki lifað án jarðarinnar. Í dag gengur allt út á að eiga flottasta símann, flottustu tölvuna og vera með hröðustu nettenginguna. Það er svo mikill gerviheimur í kringum okkur og hann er orðinn áhugaverðari en alvöru heimurinn. Þetta er svona í öllum hinum vestræna heimi og við erum hægt og bítandi, með þessari græðgi okkar og stefnuleysi í því hvað við viljum gera fyrir jörð, loft, vatn og eld, bara að tortíma sjálfum okkur og jörðinni um leið. Því eins og frumbyggjarnir segja, þá getum við ekki verið heilbrigð ef jörðin er það ekki. Þetta er mjög einfalt. Jörð, loft vatn og eldur eru það eina sem við þurfum að hugsa um. En einhvern veginn virðist það vera mjög flókið.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


NÝTT DREYMIR ÞIG UM JAFNAN HÚÐLIT. ÞITT DREAMTONE NR.1.

HÚÐTÓNN DRAUMA ÞINNA. JAFNVEL ÁN FARÐA. NÝTT

DREAMTONE FYRSTA SERUMKREMIÐ SEM DREGUR ÚR DÖKKUM BLETTUM – ÓJÖFNUM HÚÐLIT – LITAFLEKKJUM


30

viðtal

Helgin 1.-3. nóvember 2013

Hlakkar til að horfa til baka á langan og glæsilegan feril

Rúna við undirbúning sýningarinnar „Dvalið hjá djúpu vatni‘‘ sem opnuð verður um helgina í Hafnarborg. Mynd/Hari


viðtal 31

Helgin 1.-3. nóvember 2013

Listakonan Sigrún Guðjónsdóttir, eða Rúna, heldur yfirlitssýninguna „Dvalið hjá djúpu vatni‘‘ í Hafnarborg um helgina. Rúna er þekkt fyrir sína frjálsu myndsköpun sem og hönnunarstörf. Hún ásamt eiginmanni sínum, Gesti Þorgrímssyni, var meðal frumkvöðla í gerð leirmuna á Íslandi en Gestur lést árið 2003. Þrátt fyrir háan aldur vinnur Rúna enn að listsköpun sinni og nýtur þess mjög.

að kynnast þessu en ég hefði ekki viljað vinna alltaf við framleiðslu. Mér fannst mun meira spennandi að vinna við leirmunina og vildi líka vera á Íslandi,“ segir Rúna. Þegar hún vann hjá Villeroy & Boch minnist hún þess að hafa skreytt flísar með myndum af hafmeyjum og fiskum fyrir baðherbergi. „Fyrirtækið seldi mikið til Ítalíu, en sölustjórinn komst að því að Ítalirnir voru feimnir við berbrjósta hafmeyjar og óttaðist að það myndi hefta söluna,“ segir Rúna.

Áhrif frá Gesti

Rúna er meðal annars þekkt fyrir kvenfígúrur sínar og segir að áherslan á mjúkar og ávalar línur

megi rekja að einhverju leyti til þrívíðrar listar. Önnur algeng minni í list hennar eru fuglar og fiskar. „Þegar við Gestur byrjuðum í leirnum þá fór ég strax að skreyta. Við stúderuðum mikið bæði suður- og mið-ameríska gamla keramik þar sem dýraformin eru afskaplega algeng í skreytingu. Svo þróaðist það þannig að ég fór að nota dýraformin í myndlistinni líka,“ segir Rúna. „Þegar maður situr við vinnuborðið þá sækir ýmislegt á mann og íslenskt landslag hefur líka alltaf haft mjög mikil áhrif á mig,“ segir hún.

Bókmenntir veita innblástur

Rúna segir ljóð oft hafa gefið sér

innblástur. „Ljóðið á mikið sameiginlegt með myndlist því það er svo knappt í formi og afmarkað en segir svo mikið í stuttu máli og það getur kveikt í mér,“ segir hún. Rúna segist alla tíð hafa notið þess að lesa og að sjálfsögðu hafi það ákveðin áhrif á sköpun hennar. „Ég sæki mikið í það sem ég kalla „mína“ öld og þessi ár um miðbik hennar. Ég er reyndar núna að lesa trílógíu eftir japanska rithöfundinn Haruki Murakami en ég hafði reyndar alltaf sagt að ég ætlaði aldrei að lesa vísindaskáldsögur því að þær höfðuðu ekki til mín en mér finnst Murakami stórkostlegur höfundur,“ segir Rúna

„Ég vildi gjarnan vera 50 árum yngri, þá myndi ég kannski byrja á einhverjum öðrum miðli en ég fann japanska pappírinn sem hefur fylgt mér lengi núna. Ég verð að eiga japanskan pappír því annars líður mér illa,“ segir Rúna. Rúna hélt sýningu árið 2011 en nú var hún spurð hvort hún hefði ekki áhuga á að halda yfirlitssýningu. Hún er mjög ánægð með þá ákvörðun. „Ég er með þó nokkuð af nýjum verkum á sýningunni en hlakka til að horfa til baka og skoða ýmislegt aftur, sem ég var kannski búin að gleyma,“ segir Rúna. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 2 2 1 7

Þ

egar maður sest við teikniborðið þá fær maður alltaf hugmyndir. Ég er afskaplega þakklát fyrir að vera það sæmilega skýr í kollinum að geta unnið með þær hugmyndir. Það er svo mikils virði geta haldið áfram að vinna, það heldur manni vakandi,“ segir Sigrún Guðjónsdóttir eða Rúna sem er orðin 87 ára gömul og hefur myndlistin átt hug hennar allan frá því að hún var í barnaskóla. „Við vorum saman í bekk við Eiríkur Smith myndlistarmaður sem var alveg óvenjulega bráðþroska sem listamaður. Það getur vel verið að hann hafi haft hvetjandi áhrif á mig, að ég hafi farið að teikna meira því að hann var síteiknandi,“ segir Rúna. Rúna, ásamt eiginmanni sínum Gesti Þorgrímssyni, var meðal frumkvöðla í gerð leirmuna á Íslandi. Á listamannsferli sínum starfaði hún meðal annars hjá virtum hönnunarfyrirtækjum, vann að bókaskreytingum, veggmyndum, vann myndir á steinflísar og japanskan pappír. Segir Rúna misjafnt hversu mikið fólk þroskar hæfileika sína og löngun til listsköpunar. „Það hafa allir örugglega einhvern neista í sér. Það er afskaplega ríkt í fólki og þó að það vinni ekki sjálft í því þá hefur það meiri ánægju af því að horfa á það sem aðrir skapa,“ segir Rúna. Það var mikið lesið á heimili Rúnu en faðir hennar var skólastjóri og móðir hennar rithöfundur. Hún hafði mikinn áhuga á bókum sem barn og að vera í kringum bækur og hefði getað hugsað sér að vinna í bókasafni. Myndlistin varð ofan á og hún ákvað að fara í í Handíða- og myndlistarskólann en á þeim tíma voru nemendur fáir og unnu mjög náið saman. „Ég gleymi aldrei gleðinni þegar ég kom í skólann. Við höfðum afskaplega góðan kennara. Það var bara einn kennari í skólanum, Kurt Zir, sem var gyðingur. Lúðvík Guðmundsson skólastjóri fór til Þýskalands rétt fyrir stríð og bjargaði honum til landsins. Að hafa fengið að kynnast þessum manni, sem var mjög góður kennari og færði okkur andblæ evrópskrar menningar, var ómetanlegt,“ segir Rúna. Eftir að Rúna hafði lokið námi sínu á Íslandi fór hún ásamt eiginmanni sínum, Gesti, til Kaupmannahafnar þar sem þau hófu bæði nám við Konunglegu listaakademíuna. Lagði hún stund á málaralist og hann á myndmótun. Þegar til Íslands var komið á ný settu Rúna og Gestur á fót leirmunagerðina Laugarnesleir á heimili sínu við Hofteig í Reykjavík sem má segja að hafi verið grunnurinn að lífsverki þeirra. Á sínum listamannsferli vann Rúna fyrir danska postulínsfyrirtækið Bing & Grøndahl á tímabili sem og hjá þýska fyrirtækinu Villeroy & Boch. „Mér fannst gaman

Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.


32

úttekt

Helgin 1.­3. nóvember 2013

Ómissandi hrollvekjur á hrekkjavöku Hrekkjavakan, eða Halloween, er haldin hátíðleg víða um heim þann 31. október ár hvert á aðfarardegi allraheilagramessu sem rennur upp þann 1. nóvember á degi píslarvotta og helgra manna án messudags. Í Bandaríkjunum klæða krakkar sig upp í grímubúninga, alla jafna með hryllingsívafi, ganga í hús og krefjast sælgætis af húsráðendum sem geta með því keypt sig undan hrekkjum. Galsafenginn drungi og hrollur svífa yfir þessum degi og í raun helginni á eftir líka en þá notar fólk gjarna tækifærið, klæðir sig upp í hryllings­ búninga og slær upp hrekkja­ vökupartíum.

Í

slendingar hafa á síðustu áratugum gengið vasklega fram við að taka upp ýmsa siði og ósiði frá Bandaríkjunum. Hrekkjavakan er sjálfsagt einna skást og skemmtilegust

af þessu og er til dæmis mun hressilegri en hinn vemmilegi Valentínusardagur. Fréttatíminn dregur hér fram nokkrar sígildar kvikmyndir sem sjaldan eiga betur

við en í kringum hrekkjavökuna. Þær eru nefnilega ekki bara sígildar hrollvekjur heldur einnig endalaus uppspretta hugmynda að góðum hrekkjavökubúningum.

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is

The Texas Chainsaw Massacre (1974)

Halloween (1978) The Rocky Horror Picture Show (1975) The Exorcist (1973) Nosferatu (1922) Þótt hryllingsmyndir séu litnar hornauga og þyki iðulega ómerkilegt rusl þá nær þessi umfangs­ mikla og í raun íhaldssama kvikmyndagrein yfir ansi vítt svið og rúmar, eins og tónlistin, rokk, ról, djass, blús og klassík. Og Nosferatu frá 1922 er svo sannarlega klassík enda ber hún undirtitilinn eine Symphonie des Grauens, eða gráa sinfónían. Hér tók FW Murnau sögu Bram Stokers um Dracula sínum þöglu og svart/hvítu töfratökum og skilaði hryllingsmynd sem enn þann dag í dag býr yfir einhverju undarlegu seiðmagni. Þetta er hrekkjavökumynd fagurkeranna.

Einhver allra áhrifaríkasta hryll­ ingsmynd síðustu áratuga. Sjálfsagt verður þó fáum flökurt yfir henni lengur en á sínum tíma hrundi fólk niður í kvikmyndahúsum undir ósköpunum, féll í ómegin og kastaði upp. Slík voru undrin og stórmerkin sem fylgdu því þegar snarillur púki tók sér bólfestu í líkama hinnar þrettán ára gömlu Reagan. Tveir kaþólskir prestar mæta til leiks til þess að særa skrattakollinn úr barninu og við tekur magnaður djöfulgangur sem alltaf er hollt og gott að rifja upp á þessum árstíma.

Frábær og sígildur söngleikur með nettu hryllingsívafi. Myndin er jafn tímalaus og Grease en korselett, blóðrauðar varir og ein og ein kryppa á stangli eiga mun betur við í kringum hrekkjavökuna en leðurjakkar, brilljantín og smurðar eldingar. Kærustuparið Brad og Janet leita skjóls í kastala klikkaða vísindamannsins Dr. Frank­N­Furter eina drungalega óveðursnótt. Þar kynnast þau Frank og hyski hans þar sem hver kostuleg uppákoman rekur aðra. Lögin í myndinni eru brakandi snilld og tónlistin úr henni getur runnið í heild í gegn í góðu Halloween­teiti. Og af búningum er víst nóg þarna.

LÚXUSNET TALS

Halloween Johns Carpenter að auðvitað hrekkjavökumynd allra tíma. Þegar Michael litli Myers er barn að aldri setur hann upp grímu, sækir búrhníf og drepur barnfóstru sína. Barninu er komið fyrir á geðveikrahæli þar sem læknirinn Dr. Loomis sannfærist með árunum um að Michael sé í raun illskan í sinni tærustu mynd. Þegar Michael er orðinn stór tekur hann upp á því á hrekkjavökukvöldi að strjúka af hælinu og tekur stefnuna á gamla heimabæinn Haddonfield þar sem hann hrellir stúlku sem Jamie Lee Curtis leikur. Á meðan hann fikrar sig nær henni slátrar hann öllum vinum hennar og vinkonum og þessi nótt ætlar að reynast barnfóstrum sérlega hættuleg. Halloween er ekki síður dæmigerður unglingahrollur en Texas Chainsaw Massacre og sýnir mjög skýrt hversu íhaldssöm þessi kvikmyndagrein er í raun og veru. Í raun eru myndir af þessu tagi eins og áróðursmyndir frá Teboðshreyfingunni en venju samkvæmt eru þeir unglingar sem fikta við kynlíf, drekka eða reykja gras þeir fyrstu sem fá að kenna á hnífnum og söginni.

Þessi fremur ódýra hryllingsmynd hefur haft gríðarleg áhrif á hryllingsgeirann og getið af sér fjölda framhaldsmynda auk endurgerða. Hér er á ferðinni dæmigerð unglingahryllingsmynd um hóp táninga sem er með blekkingum og ofbeldi boðið að heimsækja úrkynjaða og snarbrenglaða fjölskyldu á afskekkt ættaróðal hennar. Þar eru alls konar pyntingatól í hverju horni og fjölskyldumeðlimir hver öðrum klikkaðari og áhugasamari um limlestingar, dráp og alls kyns misnotkun. Sýnu skæðastur er einn sonurinn, Leðurfés, sem er aldrei hressari en þegar hann fær að brytja unglingsstúlkur í spað með vélsöginni sinni. Þessi hryllings­ mynd er einna líklegust til þess að hljóta náð fyrir augum hinnar þjóðræknu ríkisstjórnar en Vestur­Íslendingurinn Gunnar Hansen leikur Leðurfésið þannig að með góðum vilja geta Íslendingar sagt sig eiga dálítið í þessu tímamótaverki. Leatherface er byggður á raðmorðingjanum alræmda Ed Gein sem var einnig grunnurinn að Norman Bates í Psycho og Buffallo Bill í The Silence of the Lambs en hann fláði fórnarlömb sín, dansaði í tungsljósinu í serkjum sem hann sneið sér úr húðum þeirra og föndraði einnig við lampaskermi og annað slíkt. Og þá ættu allir að vita úr hverju gríma Leðurfésins er.

NETP ÖKK UM

Góðar fréttir fyrir fólk sem fílar Netflix. Bættu smá lúxus í netið þitt

FYLG ÖLLU IR M


úttekt 33

Helgin 1.-3. nóvember 2013

r u l rol

www.opera.is

h a kk

ga arle v l a kk í inna na s jendaflo r a b r di yr ppel kana í b nokkra u a d u k n r er l, e kr a myn kvik innvígt una. Hé ánahrol a k j ta lk og vök r sem kifærið hrekkja ll, jafnve a r d l Fore gripið tæ kringum smá hro í a t ge ngnum em gefa mein. i l l r i y legt d s hr myn m varan r a fín engu gera

a r K

Monsters, Inc. (2001) Bráðskemmtileg Pixar-teiknimynd um skrímslin og vinina Mike og Sulley. Þeir búa í skrímslabæ sem framleiðir raforku sína með ótta barna. Þarna búa semsagt dularfullu ófétin sem fela sig undir rúmunum okkar og í skápunum í herbergjunum. Þetta eru samt meinleysisgrey og eru meira að segja skíthrædd við að smitast af einhverri óværu frá börnunum og þegar frökk stelpa mætir til borgarinnar fer allt á annan endann.

Casper (1995) Vingjarnlegi draugurinn Casper er ljúfasti draugur sem sögur fara af og krúttar svo yfir sig að smáfólkið getur ekki annað en heillast. Sérfræðingur í yfirskilvitlegum fyrirbærum kemur sér fyrir í draugahúsi ásamt dóttur sinni. Þar eru fyrir þrír pirraðir ærsladraugar og frændi þeirra hann Casper.

eftir

georgeS bizet

3. sýning 2. 11. 2013 - UppselT 4. sýning 10. 11. 2013 - UppselT

5. sýning 16. 11. 2013 - UppselT 6. sýning 23. 11. 2013 - UppselT

aUKasÝNiNG 8. Nóvember Kl. 20

The Nightmare Before Christmas (1993) Frábær mynd frá Tim Burton um Jack Skellington, sem ræður ríkjum í Hrekkjavökubæ. Þegar hann uppgötvar Jólabæ renna á hann tvær grímur þar sem hann fattar ekki alveg tilgang þess bæjar.

Monster House (2006) Þessi er fyrir þá sem hafa sjóast aðeins en hér er á ferðinni fyrirtaks spennumynd með hressandi hrolli. Þrír krakkar gruna nágranna sinn í hrörlegasta húsinu við götuna um eitthvað misjafnt en eftirgrennslan þeirra færir þeim heim sanninn um að það er í raun húsið sjálft sem er klikkað skrímsli.

„Sviðsetningin var rakin snilld“ - Ríkharður Örn Pálsson, Morgunblaðið

„Enn á ný brillerar Íslenska óperan í Hörpu“ - Ólafur Arnarson, timarim.is

„Íslensku óperunni til sóma“ - Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is

Coraline (2009)

óperUKYNNiNG FYrir sÝNiNGU: elsa waage óperusöngkona kynnir CarmeN í boði vinafélags Íslensku óperunnar kl. 19:15 hvert sýningarkvöld

Dásamleg mynd sem gerð er eftir samnefndri skáldsögu Neil Gaiman. Ævintýragjarna stelpan Coraline uppgötvar hliðarheim sem er brengluð útgáfa tilveru hennar og þar leynast ýmis leyndarmál og hættur. Sannkallaður gullmoli.

Landamæralaust internet

Aukið öryggi með netsíu Lúxusnetsins

Vefsíður á borð við Netflix og Hulu eru nú aðgengilegar án sérstakra stillinga sem bjóða upp á hafsjó af afþreyingu fyrir alla aldurshópa.

Á lúxusnetinu er öryggisnetsía sem stöðvar för viðskiptavina okkar inná óæskilegar og varasamar netsíður. Það eru netsíður sem eru af einhverjum ástæðum þekktar fyrir að dreifa vírusum eða öðrum leiðindum.

Enginn hugbúnaður. Engar stillingar. Ekkert vesen. Bara lúxus. Lúxusnetið er fyrir okkur hin sem viljum hafa hlutina auðvelda. Það þarf engan hugbúnað eða stillingar til að njóta Lúxusnetsins. Einungis virkja það á vefnum.

Virkjaðu þitt Lúxusnet á luxusnet.tal.is

*aðeins fyrir netviðskiptavini Tals

25%

afsláttur fylgir netáskrift

Og vegna þessa fá allir viðskiptavinir Loksins virkar Tals með netáskrift 25% afslátt af þessu tæki. Apple TV eins og það á að gera. 17.175 kr. með afslætti

Með internetþjónustu Tals getur viðskiptavinur fengið aðgang að erlendum efnisveitum og heimasíðum. Notkun á erlendum efnisveitum og heimasíðum er ávallt á ábyrgð viðskiptavinar og viðskiptavinurinn semur við erlendu efnisveituna og greiðir fyrir áskrift sína beint til hennar. Tal selur ekki slíkar áskriftir og eru þær Tali óviðkomandi.


34

viðtal

Helgin 1.-3. nóvember 2013

Frá Wall Street í Scoresbysund Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, er mjög áhugasamur um þá möguleika sem framtíðin ber í skauti sér á norðurslóðum og hefur skrifað bókina Norðurslóðasókn – Ísland og tækifærin um þetta hugðarefni sitt. Hann er sérstaklega hrifinn af Grænlandi en hann féll fyrir landinu eftir að hann fór þangað fyrst á skíði ásamt félögum sínum af Wall Street. Hann segir Grænland í raun ónumið land mikilla auðlinda.

Heiðar Már Guðjónsson hefur fært hugleiðingar sínar og hugmyndir um framtíðarmöguleika á norðurslóðum á bók. Mynd/Hari

H

eiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, rekur hugleiðingar sínar um framtíðarmöguleika norðurslóða í heimi sem er að breytast hratt. Kveikjan að vangaveltum Heiðars er sú staðreynd að eftir nokkra áratugi verða íbúar jarðar orðnir 10 milljarðar. Þá blasir við sú spurning hvort umhverfið muni þola allan þennan fjölda og hvort auðlindirnar muni ekki þrjóta. Heiðar horfir á norðurslóðir með augum hagf ræðingsins og sér mikla möguleika, ekki síst á Grænlandi sem er orðið honum mjög kært. Þá telur hann Íslendinga í öfundsverðri stöðu þegar norðurslóðir opnast en til þess að njóta þeirrar framtíðar segir hann ýmislegt þurfa að laga í samtímanum. Heiðar segist hafa freistast til þess að færa hugleiðingar sínar á bók þótt skrifin hafi tekið frá honum tíma sem hann ætti að eyða í viðskipti. „Maður á náttúrlega að sinna viðskiptunum fyrst og fremst en til þess að átta sig á kringumstæðum og taka skynsamlegar ákvarðanir þá er maður alltaf að lesa og reyna að kynna sér alls

konar málefni,“ segir hann og bendir á að heimurinn sé að taka miklum breytingum. Sérstaklega með tilliti til fólksfjölgunar og iðnvæðingar. „Það er verið að iðnvæða það sem við köllum þriðja heiminn og það leiðir af sér alveg gríðarlegar breytingar. Ég held því fram að þetta séu sambærilegar breytingar og gerðu það að verkum að víkingarnir tóku sig upp á sínum tíma og fóru að nema ný lönd.“ Heiðar bendir á að þegar landbúnaðarbyltingin kom til Skandinavíu í kringum árið 400 hafi hún valdið gríðarlegri fólksfjölgun. „Þá þurftu menn að fara að finna ný lönd til að brjóta til ræktunar og nýjar auðlindir og það leiddi þá norður á bóginn. Á þeim tíma var náttúrlega talsvert hlýrra en núna og kannski erum við að sjá söguna endurtaka sig ef það er hugsanlega að hlýna aftur núna á þessum sömu slóðum. Og núna má segja að það sé þessi iðnvæðing sem ýti fólki núna norður á bóginn til þess að nýta auðlindir þar.“

Gósenlandið Grænland

Grænland er Heiðari Má sérlega hugleikið en hann hreifst af landinu og möguleikum þess eftir að hann kom þangað fyrst árið 2004. Í bókinni segir hann frá þessu: „Saga Grænlands, sem áður hafði verið fjarlæg, fannst mér allt í einu stórkostlega áhugaverð. Saga landnáms Íslands og Grænlands er nátengd en samt virðist það vera að margir Íslendingar viti meira um tunglið en granna okkar.“ Heiðar segir Grænland í raun ónumið land. „Þetta er bara ókannað land og þar sem ég hef verið að skíða á austurströnd Grænlands eru varla til kort og við notum gervihnattamyndir og annað þvíumlíkt til að feta okkur áfram. Þannig að þetta er bara og þetta er það sem á ensku er kallað „the last frontier“, síðasta ókannaða svæðið í heiminum.“ Og Heiðar segir fulla ástæðu til að velta því fyrir sér hvernig auðlindir Grænlands geti haft áhrif á Íslandi. „Á víkingatímanum var Ísland miðstöð þjónustu fyrir nýtingu auðlinda á þessu svæði og skipin gerðu út héðan. Menn voru vissulega líka með búsetu á Grænlandi og voru með verbúðir meira að segja í Ameríku en Ísland var miðstöðin þannig að siglingarnar og annað fóru í gegnum Ísland. Og þegar fara á að nýta þessar auðlindir á Norðurheimskautinu þá væri óskandi að Ísland yrði aftur miðstöðin.“

Eymd ofan á auðlindum

Þegar Heiðar Már starfaði á Wall Street kynntist hann tvenns konar fjármálamönnum, golfurum og skíðamönnum. Hann segist hafa hrifist af skíðamönnunum sem voru „kraftmeiri og ævintýragjarnari einstaklingar.“ Þegar þessir kappar komust að því að Heiðar væri frá Íslandi vildu þeir ólmir fara með honum þangað á skíði. „Ég benti þeim á að miklu meira spennandi væri að fara til Grænlands,“ segir Heiðar og eftir nokkra eftirgrennslan þóttust þeir sá að enginn hefði rennt sér á skíðum á hæsta tindi Grænlands var stefnan að sjálfsögðu tekin þangað. Heiðar segir ferðafélaga sína af Wall Street ekki hafa orðið jafn heillaða af landinu og hann. „Þeir voru meira í menningarsjokki. Við fórum þarna í mjög afskekkt þorp norður af Scoresbysundi sem er plagað af miklum félagslegum vandamálum. Og þeir voru bara hálf hræddir og leið mjög illa þarna. Auðvitað var mjög óþægilegt að vera í þessu þorpi, sérstaklega yfir helgi þegar

fylliríið var algerlega yfirgengilegt.“ En Heiðar sá meira en mannlega eymd og þá ekki síst minjar um fyrri áætlanir um að nýta auðlindir á svæðinu. „Ég áttaði mig á því að þetta land væri í raun ókannað og að þarna er elsta berg í heimi. Það er bara við bæjardyrnar hjá okkur sem stöndum á Íslandi á yngsta bergi í heimi. Ísland er náttúrlega ennþá bara land í mótun. Þegar maður er með svona gamalt berg þá er maður náttúrlega með öll frumefnin úr lotukerfinu sem eru búin að safnast fyrir yfir tíð og tíma. Þannig að í raun og veru eru allar hugsanlegar auðlindir þarna. Málið er að tæknibreytingar eru að gera þær aðgengilegar núna og við erum bara komin með betri leiðir til þess að vinna auðlindirnar við erfiðar aðstæður. Jökulhettan er líka að hopa að einhverju leyti og þá koma auðlindirnar í ljós.“

Auðlindir ávísun á sjálfstæði

Grænlendingar eru enn háðir Dönum og undir hæl þeirra og er ekki hætt við að þeir verði arðrændir af þeim sem sjá möguleika í nýtingu auðlinda þeirra? „Það má líka horfa á okkur í þessu samhengi. Ég meina, Íslendingar eiga gríðarlegar auðlindir en eru mjög skuldugir. Við erum með erlenda kröfuhafa sem öskra á það að fá mestu verðmætin á Íslandi upp í hendurnar. Allir sem búa á svona slóðum þurfa að passa vel upp á nýtingu auðlinda sinna. Að hún sé þannig að þær skapi samfélaginu ávinning sem renni ekki bara allur úr landi. Nýja stjórnin sem tók við á Grænlandi í mars er sem betur fer með það á stefnuskránni að þjóðin fái eðlilegt gjald fyrir auðlindir sínar. Það var hreinlega kosningaloforð þeirra sem stjórna þar núna. Þannig að Grænlendingar eru að vakna mjög til vitundar um þetta. Í dag er styrkur frá Danmörku 30% af hagkerfinu og ef þeir opna eina stóra námu þá er það nóg til þess að hætta að þiggja styrkinn frá Dönum og þeir geta séð um sig sjálfir. Það eru hugsanlega sex, sjö stór námaverkefni sem eru komin akkúrat núna. Þannig að ég held að þetta sé bara tímaspursmál.“

Ísland hefur allt til alls

Íslendingar gæla nú við drauminn um að olía finnist í vinnanlegu magni á Drekasvæðinu og að íshafsflutningar geti haft hér mikil áhrif. En eru þetta ekki skýjaborgir og dæmi um íslenska drauminn um auðfenginn skyndigróða? „Það er bara stór spurning hvort það sé olía á Drekasvæðinu eða ekki. Og sem betur fer er íslenska ríkið ekki að borga fyrir að fá þeirri spurningu svarað. Íslenskur almenningur er ekkert að borga fyrir leit þar. Það eru aðrir sem gera það. Ef hins vegar eitthvað finnst þá fær íslenskur almenningur 50-60% af því sem finnst þannig að það er bara í góðum farvegi. En hvað varðar innviði okkar þá getum við þjónustað þessar gríðarlegu framkvæmdir sem eru að fara í gang allt í kringum okkur. Og þá erum við ekki að tala um að við séum upp á það komin hvort eitthvað finnist eða ekki, vegna þess að þessir flutningar og allt í kringum þá er komið til að vera. Við erum með þessa innviði og allt sem þarf til að þjónusta framkvæmdir á heimskautinu þannig að þetta er bara hrein viðbót. Þá erum við heldur ekki að leggja í nýfjárfestingar og erum einfaldlega að nýta betur það sem við höfum.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


Nóvembertilboð á gönguskóm Þægilegir og endingargóðir skór fyrir veturinn og útivistina.

Hiker Top Brúnn Stærðir 38–47

verð 18.990 kr.

tilboð 14.990 kr.

LeFlorians Ljós Stærðir 36–47

tilboð 15.990 kr.

tilboð 15.990 kr.

133196 •

SÍA

verð 19.990 kr.

LeFlorians Fjólublár Stærðir 36–42

LeFlorians Svartur Stærðir 36–47

tilboð 15.990 kr.

tilboð15.990 kr.

verð 19.990 kr.

AFSLÁTTUR

LeFlorians Turkis Stærðir 36–42

verð 19.990 kr.

PIPAR\TBWA

4.000 kr.

verð 19.990 kr.

Hjá Flexor fæst mikið úrval af vönduðum vetrarskóm fyrir alla fjölskylduna.

Opið virka daga kl. 9.00–17.30 Orkuhúsinu Suðurlandsbraut 34 S. 517 3900 Fylgstu með okkur á Facebook


36

viðtal

Helgin 1.-3. nóvember 2013

Ólétt eftir glímu við ófrjósemi Jessica Leigh Andrésdóttir glímdi við ófrjósemi í sjö ár en er nú ólétt og komin 15 vikur á leið. Henni fannst læknar afskrifa sig því hún væri of þung en þegar hún leitaði álits þriðja læknisins virtist allt bregða til betri vegar. Jessica var í fríi erlendis þegar hún varð ólétt. Hún og maðurinn hennar eru enn mjög hrædd og biðja fyrir því að fá að halda barninu.

Ég gladdist fyrir hönd fólks þegar það tilkynnti um óléttu en ég var samt sár inni í mér.

Þ

etta var svolítið sjokk. Ég þekki svo vel að fá nei og hef unnið með það mjög lengi. Að fá svo já er búið að vera flókið og erfitt og í raun hefur þetta verið algjör tilfinningarússíbani,“ segir Jessica Leigh Andrésdóttir sem er ólétt eftir að hafa glímt við ófrjósemi í sjö ár. Hún er komin 15 vikur á leið en segist oft eiga erfitt með að trúa að hún sé í raun barnshafandi. „Stundum er ég ekki viss um hvort ég sé ólétt. Ég er alltaf með það á bak við eyrað að mögulega verði þetta tekið af okkur. Við tökum bara einn dag í einu, og eina viku í einu,“ segir hún. Jessica situr í stjórn Tilveru, samtaka um ófrjósemi, og þegar samtökin stóðu fyrir vitundarvakningu um

ófrjósemi fyrir rúmu ári skrifaði hún grein um eigin reynslu. „Ég er hætt öllum feluleik. Ég persónulega skil ekki feluleikinn sem er oft í kringum ófrjósemi, þetta er sjúkdómur sem hrjáir 15% para,“ skrifaði hún. Jessica og maðurinn hennar byrjuðu árið 2006 að reyna að eignast barn. Þau reyndu glasafrjóvgun nokkrum sinnum og fór bæði tími og orka í að sprauta sig með hormónum, læknisheimsóknir og endurteknar fréttir um að ekkert gengi. Jessica varð ólétt fyrir um hálfu öðru ári en missti þá fljótt fóstur. „Þessu fylgdi bæði mikill kvíði og þunglyndi. Ég byrjaði í sálfræðimeðferð til að takast á við þetta. Ófrjósemin var í raun orðið það sem ég skilgreindi mig út frá. Það er svo margt í daglegu lífi sem minnir mann á þetta. Áður en ég fékk sálfræðiaðstoð átti ég erfitt með að hlusta á fólk tala um óléttu og meðgöngu. Ég gladdist fyrir hönd fólks þegar það tilkynnti um óléttu en ég var samt sár inni í mér.“

Leitaði þriðja álits

Jessica Leigh Andrésdóttir hefur í sjö ár reynt að eignast barn. Hún var greind með óskilgreinda ófrjósemi og fannst enginn hlusta á sig. Hún er nú orðin ólétt og tekur einn dag í einu. Mynd/ Hari

Lengi vel var ófrjósemin óútskýrð en Jessica segist loksins hafa fengið skýringuna þegar hún leitaði þriðja álits hjá lækni. „Auður Smith kvensjúkdómalæknir greindi mig með PCOS, fjölblöðrueggjastokkaheilkenni. Ég hafði þá verið bæði hjá mínum kvensjúkdómalækni og lækni á Art Medica. Ég held að það sé allt of sjaldgæft að fólk leiti annars eða jafnvel þriðja álits. Ég veit ekki hvort hinir læknarnir sáu þetta ekki en þeir sögðu mér allavega ekki frá því. Mér fannst enginn hlusta á mig. Mér var bara sagt að ég væri of þung. Eftir starfið í samtökunum veit ég að margir upplifa þetta þannig að ekki sé hlustað á þá. En auðvitað er afskaplega mikið að gera hjá kvensjúkdómalæknum og hjá Art Medica. Í örvæntingu minni skrifaði ég bréf til yfirmanns kvennadeildar, sem var alveg dásamleg, og hún vísaði mér á Auði.“ Móðir Jessicu greindist ung með krabbamein í eggjastokkum og létu bæði móðir hennar og amma fjarlægja legið úr sér. „Auður hringdi strax og fékk upplýsingar um hvaða rannsóknir mamma fór í og sendi mig í þær líka. Ég veit ekki hvort hún gerði það bara til að róa mig en það allavega virkaði. Ég fann að hún gaf sér tíma til að hlusta á mig.“ Í desember á síðasta ári sendi Auður Jessicu í aðgerð þar sem gerð voru göt á eggjastokkana. „Þetta kallast „ovarian drilling.“ Eggjastokkarnir mínir voru orðnir stórir. Þessi aðgerð átti að losa þrýsting og mögulega auka líkur á egglosi. Ég vissi af konum með PCOS sem höfðu tekið lyfið Metformín og ég skrifaði lækninum á Art Medica og spurði hvort það gæti verið gott fyrir mig að taka það. Hann sagði þetta vera frábæra hugmynd og ég fékk strax lyfseðil. Ég veit ekki nákvæmlega hvað varð til þess að ég varð ólétt, hvort það var aðgerðin, lyfin eða út af því að ég tók út alla streituvaldandi þætti. Ég held að það hafi verið sambland af þessu öllu.“

Varð ólétt í fríi

Þau hjónin voru í fríi í Bandaríkjunum þegar hún varð ólétt. „Í júlí og ágúst var ég bara að njóta lífsins í Bandaríkjunum þegar ég kemst að því að ég er ólétt. Ég er enn að átta mig á þessu. Allir í kring um okkur eru auðvitað rosalega glaðir en þeir skilja líka að við erum jarðbundin og pössum okkur á að vera ekki of vongóð. Ég er í bumbuhópi og mér finnst allar þar vera búnar að kaupa allt. Við eigum samt ekki að eiga fyrr en í apríl. Við höfum ekki keypt neitt.“ Jessica hefur hingað til

haldið áfram í sálfræðimeðferðinni sem hún hóf vegna glímunnar við ófrjósemi. „Í síðasta tíma töluðum við um hvað ég væri á góðu róli. En ég hef þurft hjálp við að takast á við hvað tekur við eftir að fá já-ið. Það er mikil hræðsla sem fylgir þessu. Ég lifði við ófrjósemi svo lengi. Ég er meðvituð um að ég er ekki enn komið með barnið í hendurnar. Það hræðir mig daglega að hugsa um hvort ég fái að halda barninu og hvort þetta verði raunverulegt.“ Þegar Jessica var enn í Bandaríkjunum fékk hún smávegis blæðingar og leitaði læknis. „Ég er frekar flughrædd þannig að ég framlengdi aðeins dvölina mína en maðurinn minn fór heim. Ég vildi síðan drífa mig heim til að vera hjá fólkinu mínu og heilbrigðiskerfinu sem ég treysti. Í flugvélinni fer síðan að blæða rosalega mikið og ég var sannfærð um að þetta væri farið. Daginn eftir fórum við á kvennadeildina í skoðun og vorum þá búin að búa okkur undir að þetta væri farið en það var hjartsláttur og auka sekkur. Það er talið að þau hafi verið tvö en ég misst annað. Ég er núna ekki í neinu sérstöku eftirliti nema að ég fæ að koma oftar á heilsugæsluna til að heyra hjartsláttinn. Ég fór síðast á þriðjudaginn í þessari viku. Starfsfólkið þarna er yndislegt og allir af vilja gerðir til að aðstoða. Mér skilst að um leið og ég fari að finna hreyfingar verði ég öruggari.“

Einn dagur í einu

Rúmt ár er síðan Jessica byrjaði í stjórn Tilveru. Eitt helsta baráttumálið núna er að fá niðurgreiðslu á ferðakostnaði fyrir fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins en þarf endurtekið að fara til læknis þar. „Við höfum unnið í ýmiss konar réttindamálum en höldum líka mánaðarlega kaffihúsafundi þar sem fólk getur hitt aðra í sömu sporum. Það hefur hjálpað mér gífurlega að kynnast öðrum sem glíma við þetta.“ Hluti af því að minnka streitu í daglegu lífi Jessicu var að segja upp í vinnunni en hún starfaði í lyfjageiranum. „Það var alltaf mjög mikið álag. Ég stefndi á háskólanám í haust en svo varð ég ólétt og bráðvantaði því tekjur. Ég sótti um á nokkrum stöðum og var boðuð í eitt atvinnuviðtal. Það gekk mjög vel og ég hafði samband við stéttarfélagið til að vita mína réttarstöðu hvað varðar óléttuna: Mér bar engin skylda að segja að ég væri ólétt en mér fannst að ég væri óheiðarleg ef ég gerði það ekki þannig að ég ákvað að ef mér yrði boðin vinnan þá myndi ég taka það fram. Ég fékk síðan símtal og mér var boðin vinnan. Sá sem hringdi tók mjög vel í það þegar ég sagðist vera ólétt. Fimm dögum seinna fékk ég svo annað símtal þar sem mér var sagt að það væri búið að ráða annan í starfið. Ég ákvað að gera ekki mál úr þessu því það væri auðvitað auka álag. Þessi í stað hafði ég samband við gömlu vinnuna mína, spurði hvort þá vantaði starfsmann tímabundið og ég er að vinna þar núna.“ Jessica og maðurinn hennar halda nú áfram að taka einn dag í einu og vona það allra besta. „Við erum mjög þakklát og ég bið fyrir því að þetta verði ekki tekið frá okkur. Allir eru glaðir og ánægðir en foreldrar mínir og tengdaforeldrar eru líka jarðbundnir og ég held að þau passi sig á að vera ekki brjálæðislega spennt í kring um okkur. Það var algjör draumur að segja frá óléttunni og allir urðu mjög hissa. Við erum samt enn hrædd og tökum öllu með ró.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


iPad Air er kominn í hús Léttari · Þynnri · Hraðari

iPad Air

frá 89.900 kr.

"Takmarkað magn í boði, fyrstir koma fyrstir fá. Opnum kl 10"

Heimilisfræði 101

Einstakt úrval af aukahlutum fyrir Apple græjurnar þínar.

Apple TV

frá 114.900 kr.

frá 149.900 kr.

Opið

mán. - mið. 10-18.30 fim. 10-21 fös. 10-19 lau. 10-18 sun. 13-18

jónusta, gó ðþ

agsleg ábyr fél

erð og sam ðv

21.900 kr.

566 8000 istore.is

í Kringlunni

Við viljum að þú brosir þegar þú kemur til okkar. Þess vegna bjóðum við góð verð, ljúft viðmót og faglega þjónustu. Að auki renna 1000 kr. af hverju seldu tæki í styrktarsjóð sem úthlutar hreyfihömluðum börnum iPad í hverjum mánuði.


hópkaup.is

EN EF ÉG

KAUPI

923

38

É

HELGARPISTILL

Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

Teikning/Hari PIPAR\TBWA • SÍA • 133045

Helgin 1.-3. nóvember 2013

Suðrænt Borgartún

PIZZUSNEIÐAR?

í krafti fjöldans

viðhorf

„Ég skal renna á Möve gegnum lífið,“ kvað Þórarinn Eldjárn í ódauðlegu Mövekvæði um austur-þýska hjólið svarta sem hann fékk um jól – og horfði með þeim lokaorðum beint framan í þá sem spottuðu það og kölluðu „mövedruslu“, „drasl og skrapatól“. Möve þótti ekki fínasta tegundin í þá daga. Þrátt fyrir það óku Þórarinn og hjólið saman yfir hvað sem var. Þórarinn er heldur eldri en pistilskrifarinn, þótt ekki muni mörgum árum – og reiðhjólið veitti okkur, ungviði þeirra daga, frelsi ekki síður en nú. Merkin skiptu máli og voru ákveðin stöðutákn, eins og bíltegundir hjá þeim fullorðnu. Vel man ég eftir niðrunarorðum um Möve og verð að viðurkenna að austur-þýski fákurinn var ekki efstur á óskalistanum, þótt hjólið væri stolt hins þýska verkamanns sem þreyttum höndum skrúfaði það saman. Fínust þótti tegundin DBS með verkfærabakka á bögglaberanum. Ég fékk ekki DBS frekar en Þórarinn, heldur Hopper. Það var prýðilegt hjól og ekki þurfti ég að mála yfir lit þess eins og Þórarinn sem beygði sig fyrir áróðri og auðvaldslygi og málaði hjólið blátt og yfir stolt þess, vörumerkið. Þó angraði það mig aðeins að dekkin á Hoppernum voru rauðbleik. Það þótti mér, á viðkvæmum aldri, heldur stelpulegt. Þeir barðar urðu þó að duga og holóttar götur með drullupollum og leðjubrautir fortíðar sáu til þess að liturinn dofnaði með drjúgri notkun. Ég var því kátur þann vordag er ég hjólaði á nýja hjólinu heim úr Fálkanum. Það var í stærra lagi fyrir sjö ára strák svo við lá á ég yrði að hjóla undir stöng. Viðkvæm líffæri voru í hættu vegna stangarinnar, ekki síður en hjá Þórarni

þar sem andskotar Möve héldu því fram að sætið meiddi scrotum. Allt slapp það þó slysalaust þótt ýmsa byltuna tækjum við Hopperinn, jafnvel heljarstökk aftur á bak þegar dönsku blöðin sem ég sótti fyrir mömmu flæktust í teinum framhjólsins. Þá lærðist mér að varhugavert er að hengja innkaupanet á stýrið. Hopperinn dugði mína hjólatíð sem lagðist að mestu af á unglingsárum og nánast alveg eftir að ég fékk bílpróf. Þó keyptum við hjónin okkur reiðhjól fyrir allmörgum árum til útivistar en þau hafa rykfallið í bílskúrnum, því miður. Synir okkar, sem báðir bjuggu í því mikla hjólalandi Danmörku um hríð, hafa stundað hjólreiðar eftir heimkomu, bæði sem sport og samgöngumáta. Það er fínt og aukinn áhugi á hjólreiðum er af hinu góða. Það er gaman að hjóla – þegar gott er veður. Flestir gefast hins vegar upp á að nota reiðhjól sem samgöngutæki þegar vetra tekur, þótt stöku maður haldi það út. Veður á landinu bláa frá nóvember og fram í mars er ekki hjólavænt. Sama gildir um þá sem ganga sér til skemmtunar eða í vinnuna. Það er frábært að gera hjólastíga og koma reiðhjólum með öllum tiltækum ráðum úr bílaumferð. Það bætir stöðu þeirra sem vilja hjóla og dregur úr slysahættu. Sama gildir um gangstéttagerð og breikkun þeirra þar sem pláss er. Hvort tveggja eykur möguleika á að nota hjól – eða tvo jafnfljóta, ýmist í hollri útivist eða sem samgöngutæki. Óþarfi er þó af yfirvalda hálfu að gera það beinlínis á kostnað bílnotenda. Ég ek Borgartúnið í Reykjavík í og úr vinnu alla virka daga. Bílaumferð um Borgartún er þung en fáir hjóla eða ganga meðfram götunni í þeim næðingi sem þar er meirihluta árs. Þar hafa staðið yfir miklar framkvæmdir í sumar og haust. Verið er að gera breiðar og fallegar gangstéttir beggja vegna akbrautarinnar, auk hjólastíga, en um leið er þrengt um of að umferð bíla. Vafalaust hefur þetta litið glæsilega út á tölvugerðum myndum áður en framkvæmdir hófust þar sem skrifstofufólkið í fjármálahverfinu sást skokka eða hjóla í hlýjum andvara á breiðum gangstéttum meðfram búluvarðinum – og líklega hafa blasað við á sömu myndum laufguð útlandaleg tré og blátt haf í baksýn. Raunveruleikinn er bara ekki svona. Breiðu gangstéttirnar og hjólabrautirnar eru að sönnu fallegar en þar er fátt um gangandi fólk í norðangarranum – og enn færri á hjólum. Eftir breytinguna er akbrautin hins vegar varla meira en fyrir einn og hálfan bíl og því þröngt að mætast. Ekki er gert ráð fyrir útskotum fyrir strætisvagna. Þeir stöðva því alla bílaumferð þegar þeir þjónusta farþega. Fróðlegt verður að fylgjast með því í vetur, þegar færð tekur að þyngjast, hvernig ökumönnum reiðir af á þessari miklu umferðaræð Reykjavíkurborgar. Ætli sex manns geti ekki gengið samhliða eftir hvorri gangstétt, auk hinna hjólandi, en nudd er fyrirsjáanlegt í bílaumferðinni. Yfirdrifið pláss hefði verið fyrir gangandi og hjólandi beggja vegna götunnar þótt bílarnir, burður samgangnanna, hefðu fengið metra eða tvo til viðbótar. Þótt það þyki fínt hjá sumum að tala einkabílinn niður verða yfirvöld að viðurkenna að annar samgöngumáti er fólki ekki nærtækari, hvort heldur litið er til almenningssamgangna eða hjólreiða, vegna þess sem við öll þekkjum – veðurfars á ísa köldu landi – og er það sagt með fullri virðingu fyrir strætisvögnum og reiðhjólum. Yfirvöld neyða almenning ekki til breyttrar hegðunar með því að þrengja um of að bílaumferð. Vilji þau bæta aðstöðu gangandi og hjólandi fólks, sem brýnt er, ber að gera það með jákvæðum formerkjum. Bæta á við göngu- og hjólastígum sem víðast án þess að stuðla samtímis að umferðartöfum og bílanuddi. Tölvumyndin af fínu gangstéttunum við Borgartún, í ljúfum blæ með hávaxinn hlyn, ask og Höfða í baksýn, hefði litið alveg eins vel út þótt akbrautin hefði verið örlítið breiðari – og með nokkrum strætóútskotum.


NOKIA LUMIA 1020

41 MEGAPIXLAR CARL ZEISS LINSA

PIPAR \ TBWA • SÍA • 132894

LANGBESTA MYNDAVÉLIN Í SNJALLSÍMUM

Mynd tekin á Nokia Lumia 1020 af Finni Andréssyni ljósmyndara af Akranesvita.


VIÐ FLYTJUM ÍSLENSKA TÓNLIST Á SLIPPBARNUM

Icelandair er með "off-venue" bækistöð á Slippbarnum á Iceland Airwaves. Þar er hægt að upplifa allt það besta sem Iceland Airwaves býður upp á. Rétt eins og í flugvélum Icelandair flytjum við íslenska tónlist. Icelandair er aðalstyrktaraðili Iceland Airwaves frá upphafi.


+ icelandair.is

Vertu meรฐ okkur ร SLENSKA SIA.IS ICE 64202 10/13


42

matur&vín

Helgin 1.-3. nóvember 2013

 vín vikunnar

Sígildur Spánverji Spánverjar voru alls ekki sáttir við bannárin á Íslandi og gerðu okkur það ljóst að ef keyptum ekki rauðvín af þeim þá myndu þeir ekki kaupa saltfisk af okkur. Skemmst er frá því að segja að í kjölfarið flæddi spænskt rauðvín hingað til lands og hófst þá ástarsamband Íslendinga við Rioja, svona hér um bil... Að vísu gleymdist að leyfa bjórinn þá en það er önnur saga. Campo Viejo kemur frá þessu ágæta héraði. Það er vinsælt hér á landi og ekki að ástæðulausu. Vín vikunnar er Gran Reserva-útgáfa tegundarinnar sem þýðir að hún hefur fengið lengri tíma á tunnu en systurtegundirnar; Crianza og Reserva. Þetta er gott vetrarvín, kröftugt og mikið.

Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson

Campo Viejo Gran Reserva Gerð: Rauðvín. Þrúgur: Tempranillo, Graciano og Mazuelo. Uppruni: Spánn, 2005. Styrkleiki: 13,5% Verð í Vínbúðunum: 2.899 kr. (750 ml)

ritstjorn@frettatiminn.is

Fréttatíminn mælir með á Airwaves

U N N E TV

remst – fyrst ooggfsnjöll! ódýr

Undir 2.000 kr.

2.000-4.000 kr.

Yfir 4.000 kr.

Einstök Pale Ale

! Ð O B TIL

44%

afsláttur

699

kr. tvennan tvennan

58 kr. 2 1 r u ð á rð g,

Ve

600 latöflur,79 kr. pk. é v a t t o v kr. stk. Uppþ verð áður 8 áður 379 ð . r k e t v s i 0 á 3 avélaglj Uppþvott

 Reyka vodka

Gerð: Bjór

Castillo Perelada Brut Reserva

Flokkur: Öl.

Gerð: Freyðivín.

Styrkleiki: 40%

Uppruni: Ísland.

Þrúgur: Maca-

Verð í Vínbúð-

Styrkleiki: 5,6%

unum: 5.799 kr.

Verð í Vínbúð-

beo, Xarel-lo og Parellada.

unum: 389 kr.

Uppruni: Spánn.

Umsögn: Nú

(330 ml)

Styrkleiki: 11,5%

Umsögn: Til-

Verð í Vínbúð-

valið er að byrja Airwaves-yfirreiðina á einum bragðmiklum og góðum flöskubjór. Einstök Pale Ale er humlaríkur en ferskur og gefur tóninn fyrir helgina.

unum: 2.165 kr. (750 ml) Umsögn: Þó fólk

sé í sveittum pytti á tónleikum á Airwaves og húki þess á milli í biðröðum í ískulda má samt halda uppi ákveðnum klassa við val á drykkjarföngum. Þetta freyðivín er fullkomið til að lyfta góðri skemmtun enn hærra upp.

Gerð: Vodka. Uppruni: Ísland.

(700 ml) er borgin full af erlendum ferðamönnum á Airwaves og þó bjórinn sé vinsælasti drykkurinn þá kallar stemningin stundum á einn sterkan. Þar gefur hinn íslenski Reyka vodki erlendum keppinautum ekkert eftir. Klukkan er hálf þrjú á Kaffibarnum og erlendu gestirnir eru til í hvað sem er. Þú byrjar á einum Reyka.

Réttur vikunnar Kjúklingur með cumin hunangi og mintu borið fram með kartöflumús með chili, kóríander og karrílaufum og raita. Fyrir 2 6 kjúklingalæri úrbeinuð og skorin í munnbita 6 bambusgrillpinnar, lagðir í bleyti í 30 mínútur 15 g fersk mintulauf, söxuð 2 grænir chilibelgir (með eða án fræja) 1 msk balsamedik 2 tsk malað cumin ½ tsk cayenne 2 tsk hunang ½ tsk sjávarsalt ½ tsk ny´malaður, svartur pipar

Yesmine Olsson hefur gefið út sælkerabókina Í tilefni dagsins. Hún mun elda rétti úr bókinni í Munnhörpunni dagana 4.-21. nóvember. Yesmine gefur hér lesendum Fréttatímans forskot á þá sælu sem í bókinni er að finna.

Blandaðu öllu saman í skál, nema kjúklingnum og hrærðu vel. Leggðu kjúklinginn í grunnt fat og smyrðu kryddblöndunni jafnt yfir hann. Settu plastfilmu yfir og láttu standa í ísskáp í 1–4 klukkutíma. Þræddu bitana upp á spjót og grillaðu þar til kjötið er gegnsteikt, 10–15 mínútur. Berðu fram með hrísgrjónum og salati eða ..... kartöflumús með chili kóríander og karrílaufum 1 kg kartöflur, afhýddar 2 grænir chilibelgir, fínsaxaðir, með eða án fræja 25 g ferskur kóríander, fínsaxaður 8 heil karrílauf eða 2 msk þurrkuð

karrílauf 1½ tsk chilikrydd 1 dl mjólk 1½ msk repjuolía safi úr hálfri sítrónu 1 tsk hunang ½–1 tsk salt Sjóddu kartöflurnar. Hitaðu olíu á pönnu og léttsteiktu chili, kóríander og karrílauf í 3–5 mínútur. Hrærðu vel á meðan. Stappaðu kartöflurnar og settu í pottinn með ristuðu kryddunum, mjólkinni, chili-kryddinu og hunangi. Saltaðu eftir smekk. raita Fyrir 2 1½ dl hrein jógúrt 10 cm afhy´dd agúrka 1 rauður chilibelgur, með eða án fræja, fínsaxaður 1 tsk hunang ½ tsk cuminfræ, ristuð og möluð í mortéli (eða tilbúið cuminduft) fersk mintulauf eftir smekk Skerðu gúrkuna eftir endilöngu, hreinsaðu fræin Hugel Gewurztraminer burt með skeið, skerðu svo gúrkuna í litla bita. Gerð: Hvítvín. Blandaðu öllu saman í Þrúga: Gewurztraminer. skál og kældu. Uppruni: Frakkland. Með þessu er tilvalið að drekka Hugel GewStyrkleiki: 14% urztraminer hvítvín. Verð í Vínbúðunum: 2.997 kr.


Fylgstu með okkur á Facebook www.facebook.com/kostur.dalvegi

Amerískir dagar alla daga! Amerískar og öðruvísi vörur í miklu úrvali. Ferskir ávextir og grænmeti daglega með flugi frá New York.

LA DA G AL

O

PI

AG

0 2 0 1

A

A

OPIÐ

Verið velkomin til okkar á Dalveginn.

Ð A LA D L

Kostur ehf. | Dalvegur 10-14 | 201 Kópavogur | Sími: 560-2500 | kostur@kostur.is | www.kostur.is


áltíð fyrir

44

matur&vín

Helgin 1.-3. nóvember 2013

 Matur MarkMið náMskeiðanna er að fólk geti gert sitt eigið konfekt

Kennir konfektgerð Halldór Kristján Sigurðsson konditor segir karlmenn liðtæka á konfektgerðarnámskeiðum þó þeir sem mæti séu öllu færri en konurnar. Halldór hefur undanfarin ár haldið námskeið í konfektgerð fyrir jólin og er einnig með námskeið í samstarfi við Hagkaup þar sem boðið verður upp á námskeið fyrir börn allt niður í 8 ára.

4

+

1 flaska af 2L

Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero

Verð aðeins

1990,-

Þ

að eru frekar stelpur sem koma en þeir karlar sem mæta eru almennt mjög liðtækir,“ segir Halldór Kristján Sigurðsson, bakari og konditor, sem undanfarin ár hefur haldið konfekt­ gerðarnámskeið fyrir jólin. „Í faginu eru auðvitað fleiri karlmenn en ég veit ekki af hverju þeir eru ekki dug­ legri að koma á námskeið. Þeir eru kannski feimnir við stelpurnar,“ segir hann. Halldór útskrifaðist 1997 sem konditor og hafði þá þegar lært bakaraiðn. Fyrir páskana heldur hann nám­ skeið í kransakökugerð en nú er það tími konfektsins. „Ég byrja á að sýna þátt­ takendum hvernig á að búa til fyllingar. Ég kem ekki með neitt tilbúið heldur er allt gert á staðnum,“ segir hann. Hægt er að gera fyll­ ingar úr ýmsu hráefni, svo sem hnetum, möndlum og marsípani. Eitt af því sem Halldór kennir er að tempra súkkulaði. „Súkkulaðihjúpur eins og maður kaupir út úr búð storknar alltaf. Þegar

maður er að vinna með ekta súkkulaði eins og Nóa Sírí­ us Konsúm þá storknar þar ekki eftir að maður bræðir það heldur þarf að tempra það. Það er gríðarlegur mun­ ur á ekta súkkulaði sem þarf að tempra og svo súkkulaði­ hjúp,“ segir Halldór. Nú í byrjun nóvember verður hann einnig með námskeið í samstarfi við Hagkaup og þá verður líka boðið upp á námskeið fyrir börn frá 8 ára aldri. Takmarkið með námskeið­ unum er að fólk geti haldið áfram að búa til konfekt heima og Halldór segir marga vera undrandi á því hvernig konfektgerðin fer fram. „Fólk verður oft líka hissa á því hvað það nær miklum glans á súkkulaðið,“ segir hann. Meðfylgjandi myndir eru teknar á nám­ skeiði sem Halldór hélt um liðna helgi fyrir hóp kvenna. Hann deilir hér uppskrift af konfekti með lesendum Fréttatímans. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Lúxuskonfekt 3x55 g Nizza með karamellukurli 75 g grófsaxaðar LUXUS tamari-ristaðar möndlur 60 ml rjómi Nóa ljós hjúpur aðferð: Bræðið Nizza, látið suðuna koma upp á rjómanum,

hellið síðan rjómanum yfir Nizza í litlum skömmtum, blandið vel saman, setjið því næst möndlurnar saman við blönduna, látið kólna síðan vel í kæli. Þegar fyllingin er orðin stíf úr kælinum búið þá til kúlur og dýfið síðan í ljóst brætt ljóst súkkulaði.

 eldhúsperlur uppskriftir fyrir fjölskyldu og vini

Finnst ótrúlega notalegt

h

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

Helena Gunnarsdóttir.

elena Gunn­ arsdóttir meistara­ nemi hefur verið að dunda sér við að setja inn uppskriftir inn á síðuna Eldhúsperlur.com á með­ an hún skrifar lokaritgerðina sína í þroska­ þjálfafræðum. „Ég byrjaði að blogga síð­ asta haust og datt ekki í hug að svona marg­ ir myndu lesa þetta þannig að þetta vatt eigin­ lega upp á sig. Ég var að setja uppskriftir inn á síðuna fyrir mig, fjölskyld­ una og vinina. Mér fannst þetta skemmtileg leið til þess að láta þau fá upp­ skriftir. Ég hef alltaf verið mjög dugleg við að elda og baka. Mér líður svo vel þegar ég er að því, það er svo ótrúlega notaleg iðja,“ segir Helena Grillmatur er í upp­ áhaldi hjá Helenu og henni finnst best að grilla lambakjöt og kjúkling en það er oft lítið úrval til af því sem hana langar að elda. „Við reynum að fara út að borða einu sinni í mánuði og Fiskmarkað­ urinn er í miklu upp­ áhaldi hjá okkur,“ segir Helena. Besta ráð Helenu segir hún að vera ekki flækja hlutina í eldamennskunni heldur nota frekar færri og betri hráefni og leyfa þeim að njóta sín. Hér koma nokkrar af ljúffengum uppskriftum sem er að finnna á síðu Helenu, Eldhusperlur.com

Kjúklingaréttur Bangsimons (Kjúklingur í hunangs- og sinnepssósu) Fyrir 3-4 3 kjúklingabringur, skornar í tvennt og þynntar með kjöthamri eða botni á pönnu. 2 skallottulaukar, smátt saxaðir 1 glas hvítvín (2,5 dl) eða vatn, eða eplasafi 1/2 kjúklingateningur 1 msk grófkorna sinnep 1 tsk hunang 1 peli rjómi Salt, pipar og steinselja til skrauts. Aðferð: Kjúklingabringur kryddaðar með salti og pipar og brúnaðar á báðum hliðum á vel heitri pönnu. Teknar af pönnunni og settar til hliðar. Smá smjörklípa eða olía sett á pönnuna og skallottulaukurinn steiktur í um 1 mínútu. Þá er hvítvíninu hellt á pönnuna og látið sjóða niður um helming. Tekur 2-3 mínútur. Hunanginu, sinnepinu og rjómanum hellt saman við og kjúklingabringurnar settar aftur á pönnuna, látið malla í 10 mínútur þar til kjúklingurinn er tibúinn. Stráið steinseljunni yfir. Bera skal fram með kartöflumús og hvítvínsglasi.

Grilluð bleikja með rjómabökuðu blómkáli og pikkluðu epla- fennelsalati Rjómabakað blómkál 1 lítill blómkálshaus eða 1/2 stór 1 laukur Nokkrir kirsuberjatómatar 1,5 dl rjómi Rifinn parmesan ostur 1 msk ólífuolía, salt og pipar Aðferð: Allt skorið í hæfilega bita og sett í eldfast mót. Velt upp úr ólífuolíu, salti og pipar. Rjómanum hellt yfir og vel af rifnum parmesan stráð yfir. Bakað við 200 gráður í 20 mínútur. (Á meðan restin af réttinum er útbúin.)

Pikklað epla- og fennelsalat 1 epli 1 fennelhöfuð 1 dl hvítvínsedik 2 msk sykur (eða önnur sæta) Sjávarsalt og nýmalaður pipar Aðferð: Eplið og fennelið er skorið í frekar litla teninga og sett í skál. Edikið hitað í potti ásamt sykrinum þar til hann leysist upp (ekki sjóða edikið). Edikblöndunni hellt yfir eplið og


Helgin 1.-3. nóvember 2013

Þegar súkkulaðið hefur storknað eru molarnir losaðir úr forminu.

Halldór Kristján Sigurðsson hefur haldið konfektgerðarnámskeið fyrir jólin undanfarin ár. Ljósmyndir/Hari

matur&vín 45

Yfirleitt myndast skemmtileg stemning á námskeiðum og mikilvægt er að festa allt á mynd.

30%

afsláttur af nýbökuðu kruðeríi alla helgina Hér er búið að fletja út fyllingu og hún skorin í hæfilega stóra bita.

að elda fennelið og blandað vel saman. Kryddað með smá salti og pipar. Ef fennelið hefur falleg blöð er upplagt að nota dálítið af þeim með. Gefa gott bragð og eru falleg. Geymið við stofuhita á meðan bleikjan er grilluð.

Bleikjan Tvö væn glæný bleikjuflök skorin í tvennt (samtals 550 gr) Ólífuolía, sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar Aðferð: Hreinsið bleikjuna, beinhreinsið hana og skerið hvort flak í tvennt. Þerrið hana vel með eldhúspappír, penslið með ólífuolíu og kryddið með salti og pipar báðum megin. Hitið grill eða grillpönnu á hæsta mögulega styrk þar til fer að rjúka. Grillið bleikjuna í 1-2 mínútur með rorðið upp og snúið henni svo við og grillið í 2 mínútur á roðhliðinni áfram á hæsta styrk. Slökkvið undir og leyfið bleikjunni að jafna sig í 5-10 mínútur. Berið fram með rjómabakaða blómkálinu og setjið vel af epla- og fennel salatinu yfir bleikjuna.

Einföld og góð súkkulaðimús 200 grömm dökkt súkkulaði 2 heil egg og 1 eggjarauða 3 msk sykur 3,5 dl rjómi 1 tsk vanilluextract Salt á hnífsoddi Aðferð: Súkkulaði brætt yfir vatnsbaði með ögn af salti. Tekið af hitanum og leyft að kólna. Á meðan eru eggin, eggjarauðan og sykurinn þeytt vel saman þar til ljóst og létt. Súkkulaðinu og vanillunni hrært saman við. Rjóminn þeyttur og honum blandað varlega saman við súkkulaði- og eggjablönduna. Músin færð í nokkrar litlar skálar, glös á fæti eða eina stóra skál og kæld í 1 klst eða lengur. Borið fram með ferskum berjum.


46

fjölskyldan

Helgin 1.-3. nóvember 2013

 Pönnukökuboð Tók Við hefð ömmu sinnar

Fjölskyldan sólgin í pönnukökur á laugardagsmorgnum „Ég er alltaf með pönnukökur á laugardagsmorgnum um ellefuleytið og hef gert það síðastliðin 3 ár. Það er misjafnt hversu margir koma, við erum fimm systkinin og þá koma börnin og ömmubörnin þeirra. Ég baka yfirleitt þrefaldan skammt sem gera um 60 pönnsur en það klárast stundum ekki allt. Um síðustu helgi fór allt því að það komu svo margir. Ég baka bara pönnukökur á laugardögum því annars myndi ég bara borða allt ein,“ segir Marta Guðjónsdóttir sem er að verða 53

ára og hefur tekið við hlutverki ömmu og nöfnu sinnar, Mörtu, sem lést árið 2008, þá 96 ára að aldri og hafði bakað reglulega fyrir stórfjölskylduna. „Ég tek stundum frí þegar ég fer í sumarbústað. Ég er til dæmis að fara núna í sumarbústað í nóvember og þá læt ég alla vita svo að fólk komi ekki í tómt hús,“ segir Marta. Marta vinnur á kaffistofunni í Hýsingu vöruhóteli á daginn en þar útbýr hún hafragraut handa 40 manns. „Ég mæti klukkan

Nýjar vörur Húsgögn og smávara

9 og þarf að vera búin að útbúa grautinn fyrir 9.30. Fólki finnst hann bara mjög góður,“ segir Marta. „Þetta er ekki beint mötuneyti og fólk kemur með nesti með sér en ég sé um að ganga frá og þurrka af borðum. Þetta er mjög skemmtilegt fólk sem kemur,“ segir hún. Marta er gift Kristjáni Guðbrandssyni sem er 53 ára og vinnur á bensínstöðinni N1. Í sínum frítíma prjónar Marta barnateppi og hefur líka mjög gaman af því að sauma krosssaum. Hún saum-

ar mikið eftir vinnu og á kvöldin og segist vera mikill innipúki. „Ég geri sauma bara auðveld barnateppi og er að reyna selja þau en það hefur gengið frekar erfiðlega. Ég er búin að sauma 28 en hef selt 4,“ segir hún. Marta segir að hún mætti vera duglegri að fara út að ganga með hundinn sinn en henni finnst bara svo gott að vera inni og dunda sér við að sauma. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is

Marta Guðjónsdóttir með barnateppin sín. Hún er mikill innipúki og finnst gott að dunda sér við að sauma á kvöldin.

Of lítill svefn skapar vanlíðan og streitu hjá börnum í leik- og grunnskólum á degi hverjum

Lofið þreyttum að sofa – og seinkum skólunum V

Til í fjórum litum

WILBO frá Habitat 3ja sæta sófi 195.000 kr. 2ja sæta sófi 175.000 kr. Stóll 119.000 kr. tekk company og habitat kauptún 3 sími 564 4400 vefverslun á www.tekk.is

Síðar hnepptar skyrtur

ekjaraklukkan hringir alltaf löngu áður en þreyttir foreldrar eru tilbúnir að vakna inn í myrkan, kaldan og blautan vetrarmorgun. Það er þrekvirki að opna augun, sjálfsafneitun af göfugustu gerð að koma fótunum fram fyrir rúmstokkinn. Svo er að staulast svefndrukkin/n milli þreyttra fjölskyldumeðlima og ræsa mannskapinn. Grátbæna yngri börnin að vakna meðan leitað er að fataleppum sem hægt er að koma á smámennin án átaka. Banka með annarri hendinni í sautjánda sinni á herbergishurð unglingsins og smyrja nesti miðbarnsins með hinni hendinni. Flýta sér í fötin, ýta á eftir liðinu, hjálpa, stjórna, ýta og pressa látlaust. Enginn morgunmatur í rólegheitum og spjalli um daginn framundan, það er enginn tími til þess. Flýta sér loks af stað en auðvitað er eftir að skafa bílinn og börnin skjálfa í aftursætheimur barna unum. Allir eru að verða of seinir í skólann og vinnuna og á alla þessa áfangastaði sem krefja íslenskar fjölskyldur um tíma þeirra, athygli og stundvísi og á morgnum sem þessum kosta nánast geðheilsuna sjálfa. Svefn okkar allra á Vesturlöndum hefur styst alvarlega á síðustu áratugum og sérstaklega kemur það illa niður á börnum og unglingum. Afleiðingarnar eru einfaldlega margfalt alvarlegri en nokkurt okkar órar fyrir þegar fjölskyldan „leyfir“ barni að skrölta fram á kvöld og vekur það örþreytt að morgni. Of lítill svefn skapar vanlíðan og streitu hjá börnum í leik- og grunnskólum á degi hverjum. Of lítill svefn er tengdur við hreyfingarleysi og offitu barna og ungmenna. Einkenni ofvirkni, hvatvísi og einbeitingarskorts (ADHD einkenni) eru líka tengd við of lítinn svefn. Mælingar benda meira að segja til að svefnleysi lækki Margrét mælanlega greindarvísitölu til frambúðar og skaði hugsanagetu og sköpun. Börn Pála sem sofa samkvæmt skilgreindri svefnþörf ná mun meiri námsárangri en þau sem hafa tapað klukkustund eða meira úr svefntíma sínum eins og virðist vera á VesturÓlafsdóttir löndum í dag. Ætlum við virkilega að sætta okkur við þessi ósköp eða hvað. ritstjórn@ Þessar staðreyndir liggja fyrir og hlýtur ekki allt forráðafólk okkar elskaða ungfrettatiminn.is viðis vera tilbúið að bretta upp ermar og gera það sem gera þarf; auka svefntíma allrar fjölskyldunnar. Leitið einfaldlega á netinu að svefnþörf barna og ungmenna og berið saman við veruleikann á ykkar heimili. Ég giska á að ansi mörgum verði brugðið við klukkutímasamanburðinn. Þriggja til níu ára börn þurfa 10-12 klukkustunda svefn á sólarhring og yngri börn mun meira. Hins vegar bregðast börn við þreytu og svefnleysi með látum og gassagangi og eiga miklu erfiðara með að sofna heldur en vel hvíld börn. Við skulum ekki láta það blekkja okkur og taka miðdagsblundinn of snemma frá leikskólabörnunum. Unglingar þurfa að lágmarki 9 klukkustunda svefn og þurfa að sofa á öðrum tímum en börn. Þeir eru nefnilega líffræðilega að nálgast fullorðinssvefnklukkuna en þurfa samt að sofa 1-2 stundum meira en fullorðnir. Þar af leiðandi eiga þeir jafnerfitt að sofna snemma á kvöldin eins og þeir eiga erfitt með að vakna á morgnana. Líffræðilegar forsendur en skólasamfélagið mætir þörfum þeirra ekki. Niðurstaða þessa pistils er að annars vegar þurfa fjölskyldur að lengja svefntíma barna. Hver stundarfjórðungur hjálpar, svo einfalt er málið. Hins vegar er það hlutverk skólasamfélagsins að hefja skólastarf síðar en gert er í dag og seinka skóladegi unglinga verulega. Vilji er allt sem þarf – ef þarfir barna og unglinga eru raunverulega settar framar hefðum og venjum skólakerfisins.

str. 38-56 kr. 15.900.Litir: svart, blátt

Bæjarlind 6, sími 554 7030

www.rita.is

74,6% *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan - mars 2013 850 svör

Ríta tískuverslun

... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

Hins vegar er það hlutverk skólasamfélagsins að hefja skólastarf síðar en gert er í dag og seinka skóladegi unglinga verulega.


Jólagjafirnar eru komnar í Lyf & heilsu Kringlunni Af því tilefni bjóðum bjóðum við við 25% 25%afslátt afsláttafaf Clarins vörum vörum föstudaginn laugardaginn nóvember Clarins 1. 2. nóvember og sunnudagsins sunnudaginn 3. 3. nóvember. nóvember. til Mikið úrval af fal legum gjafa öskju m

Falleg snyrtitaska með vinsælustu vörunum frá Clarins. Beauty Flash Balm & Hand and Nail Treatment í fullri stærð, ásamt ferðastærð af korna­ hreinsi, augngeli, rakakremi og líkamskremi.

Lyf & heilsa Kringlunni www.lyfogheilsa.is


48

heilsa

Helgin 1.-3. nóvember 2013  Námsferð fjáröfluN

Betri melting

Fæst í næstu verslun Nánar á www.heilsa.is

Grjónapúðar til styrktar taugadeild

www.facebook.com/optibaciceland

Magaró

rinn mach kú a Flat sto kk a p erjum fylgir hv g in e b ll e w af Daily ast. d n e irgðir meðan b

vellíðan NINGAR KYNjafnvægi ! TILBOÐ Í vörulínunni eru 9 tegundir sem eru sérsniðnar til að leysa ýmis vandamál í meltingu, þær helstu eru: For daily wellbeing til að viðhalda daglegri heilsu. Daily Immunity til að styrkja ónæmiskerfið. For a flat stomach til að losa út loft og koma jafnvægi á meltinguna. Bowel Calm til að stoppa niðurgang. For maintaining Regularity minnkar harðlífi. For those on antibiotics er til að taka með sýklalyfjum.

Sölustaðir: Lyf & heilsa Austurveri, Domus, Firði, Glerártorgi, JL-Húsinu, Keflavík og Selfossi, Apótek Garðabæjar, Garðabæjar Apótek Hafnarfjarðar, Árbæjarapótek Árbæjarapótek, Lifandi markaður markaður, Reykjavíkurapótek Reykjavíkurapótek, Lyfjaval Hæðarsmára, Mjódd og Álftamýri, Lyfjaver, Apótek Suðurnesja og Apótek Vesturlands.

Betra blóðflæði Betri líðan - betri heilsa Eftir fertugt framleiðir líkaminn mun minna Nitric Oxide. SUPERBEETS örvar Nitric Oxide framleiðslu strax. Betra blóðflæði, allt að 30% æðaútvíkkun, 30% meiri súrefnisupptaka, réttur blóðsykur, aukin fitubrennsla, 20% meira þrek orka og úthald, hraðar bata eftir æfingar. Bætt ris hjá körlum, aukin kynörvun kvenna. Hefur áhrif á og bætir: Blóðþrýsting, kólesteról, hjarta- æða- og taugakerfi, þvagblöðru og ristil, lifur, nýru, ofnæmiskerfi, heila, skapferli, þynnku, astma, lungnaþembu. Ríkt af andoxunarefnum. 700

N-O Index

600 500 400 300 200

Stingur keppinautana af. 1. Superbeets dós = 22.5 lítrar af rauðrófusafa

100 0

BEETELITE SUPERBEETS

SUPERBEETS

Nitric Oxide

Nóbelsverðlaun 1998 Sameind ársins 1992

Rauðrófusafi

Rauðrófukristall

100% lífrænt og því fullkomlega öruggt 30 daga skammtur. 1 teskeið daglega (2 tsk. fyrir æfingar) blandað í 150 ml af vatni. Bætt blóðflæði 30 min eftir inntöku.

Náttúruleg kynörvun fyrir karla og konur

Grjónapokana má nota kalda eða heita og má setja bæði í örbylgjuofn og frysti.

ið erum 20 hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar á taugadeild Borgarspítalans sem hófum að framleiða grjónapúða sem hluta af fjáröflun til að fara í fjögurra daga námsferð til Boston en við ætlum að skoða taugagjörgæsludeild og taugalegudeild á Massachusetts General Hospital í Boston,“ segir Sólveig Haraldsdóttir hjúkrunarfræðingur. „Það eru tvö ár síðan við byrjuðum að undirbúa ferðina. Við þurfum að greiða kostnaðinn sjálf þó geta hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sótt um styrk í sínu félagi. Við fáum hver 10 þúsunda króna styrk á mann frá spítalanum og fáum tvo daga í námsleyfi,‘‘ segir Sólveig. „Við viljum nýta þekkinguna til að bæta þjónustuna á taugadeild spítalans. Námsferðin er að okkar eigin frumkvæði og það eru engin fordæmi fyrir því. Ekkert er um það í kjarasamningum hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða að þeir eigi rétt á styrkjum til endurmenntunar frá spítalanum, það er reyndar í kjarasamningum lækna,‘‘ segir Sólveig. Segir hún eina leiðina fyrir hópinn að gera ferðina mögulega að hafa sína eigin fjáröflun. Hópurinn hefur rekið sjoppu á deildinni, verið með kökubasar nokkrum sinnum og svo hafi hugmyndin um að sauma grjónapoka orðið að veruleika í september. „Sú sem ýtti helst á hugmyndina er einn hjúkrunarfræðingur sem er mikill áhugamaður um saumaskap og á mjög góða saumavél. Við höfðum notað svona grjónapoka á deildinni fyrir sjúklingana okkar og okkur langaði að hanna öðruvísi poka þar sem hver poki hefði ákveðið notagildi,‘‘ segir Sólveig. „Við erum með nokkrar stærðir af pokum til þess að hafa á herðunum. Herkúles er stærstur og vinsælastur og svo er það Herðubreið sem er hugsuð fyrir axlir, herðar og fram á brjóstkassa. Freyja er síðan fyrir mjaðmirnar og þá erum við að hugsa um ungar konur sem eru með túrverki,‘‘ segir Sólveig. Einnig er mögulegt að fá grjónapoka sem eru eins og lengja í laginu, sérstaklega fyrir augnsvæðið við þrota í augum og að auki er hægt að fá litla poka sem er ætluð eru meðal annars fyrir konur með börn á brjósti,‘‘ segir Sólveig. Allur hópurinn tók þátt í fyrstu en nú eru fimm hjúkrunarfræðingar á taugadeildinni sem hafa áhuga að halda saumaskapnum áfram. María Elísabet Pallé

Hvað gerir VIAGRA - SILDENAFIL The release of nitric oxide molecules causes erection.

Fæst í apótekum, heilsubúðum, World Class og Sportlíf

V

ÁRNASYNIR

Gott jafnvægi á veinveittum bakteríum stuðlar að betri meltingu og öflugra ónæmiskerfi.

Hópur hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða vill sækja sér þekkingu á taugagjörgæslu- og taugalegudeild í Boston til þess að bæta þjónustuna á Borgarspítalanum. Hópurinn hefur hannað sérstaka grjónapoka sem hægt er að nota við hina ýmsu kvilla og selur til að afla sér fjár fyrir ferðina.

maria@frettatiminn.is

Umboð: www.vitex.is


Chia mjöl. Upplagt í bakstur, grauta, búðinga og þeytinga. Getur komið í stað eggja í uppskriftum.

NOW framleiðir náttúrulegar og lífrænar matvörur án allra óæskilegra fyllingar- og aukefna í umbúðum sem varðveita gæðin fullkomlega út líftímann.

Stevíudropar. Sérstaklega bragðgóðir stevíudropar með mildara eftirbragði. Unnir úr 100% náttúrulegum hráefnum. Aðeins örfáir dropar eru nóg til að sæta þeytinga og eftirrétti.

Gullið hörfræmjöl. Upplagt í bakstur. Inniheldur 0 gr nettó kolvetni.

Möndlumjöl. Úr möndlum með hýði og því næringarríkara en hvítt möndlumjöl. Milt og sérstaklega gott möndlubragð.

Xanthan Gum. Náttúrulegt þykkingar- og bindiefni. Inniheldur 0 gr nettó kolvetni.

Drink sticks. Bragðbættu drykkinn á náttúrulegan hátt án sykurs! Fullkomið í sódavatn, þeytinga og klakavatn.

Makademíuhnetur. Ristaðar og léttsaltaðar möndlur. Hreinlega ómótstæðilega bragðgóðar. Fullkomið millimál.

Gæðakröfur NOW eru einstakar og bragðið eftir því. www.nowfoods.is

Fæst í öllum helstu matvöruverslunum um land allt.

Ljúffengar, þurrristaðar og léttsaltaðar.


50

langur laugardagur

Helgin 1.-3. nóvember 2013  MiðBorgin Fr áBær MiðBorgarvak a og Langur Laugardagur

Ilse Jacobsen í miðbæinn Danska lífsstíls- og kvenfatamerkið Ilse Jacobsen Hornbæk hefur opnað nýja verslun hér á landi. Nýja verslunin er í miðbænum, á Laugavegi 33. Ilse Jacobsen verslun hefur verið rekin á Garðatorgi í Garðabæ frá 2005 við góðar undirtektir. Vörur Ilse Jacobsen Hornbæk njóta mikilla vinsælda. Í hönnuninni er lögð áhersla Ný verslun Ilse Jacobsen var opnuð á á einfaldleika, þægindi, Laugavegi á dögunum. Ljósmynd/Hari nytsemi og fínleg form. Stofnandi merkisins er Ilse Jacobsen sem er frá Hornbæk á Norður-Sjálandi. Sérverslanir Ilse Jacobsen Hornbæk eru 20 talsins, auk þess sem merkið er selt í yfir tvö þúsund verslunum í 23 löndum.

Músíkveisla í miðbænum um helgina

Langur föstudagur og Laugardagur í Jólabúðinni Heimsækið miðborgina. Af öllu þar sem

slær.

Laugavegi 8 S. 552 2412

Prjónadagar 2014 Prjónauppskriftir og dagatal, eftir Kristínu Harðardóttur Handprjónasamband Íslands Skólavörðustíg 19 s. 552-1890 www.handknit.is

Krep sængurfatnaður úr kemdri bómul

John Grant og Elín Ey eru meðal þeirra sem troða upp á Kvosin Hotel um helgina á tónleikum sem opnir eru öllum og ókeypis er inn á. Ljósmyndir/Hari

1,40 / 2,00 cm. kr:11,500 Þú finnur okkur á Facebook undir “Fatabúðin”

Skólavörðustíg 21a

101 Reykjavík

S. 551 4050

Haust/Vetur

2013

Jóla fötin streyma inn Fallegar yfirhafnir á stelpur og stráka

20% AFSL AF ÖLLUM NÁTTFÖTUM

Laugavegi 53 Sími 552 3737 opið mán. - laug. frá kl. 10

Iceland Airwavestónlistarhátíðin stendur nú sem hæst í miðborg Reykjavíkur. Hundruð tónleika fara fram utan dagskrár og rekstraraðilar í miðborginni efna til Miðborgarvöku á föstudagskvöld.

B

úast má við því að fjölmenni verði í miðborg Reykjavíkur um helgina. Um átta þúsund manns sækja Iceland Airwaves-hátíðina og þar af eru erlendir gestir um 4.500 talsins. Gestir hátíðarinnar geta valið úr hátt í 300 tónleikum en þar fyrir utan eru yfir 600 tónleikar utan dagskrár. Þeir eru öllum opnir og ókeypis er inn á þá. Það má því búast við að mörg þúsund manns verði á ferðinni og mikið líf og fjör fylgi þeim. Kaupmenn í miðborginni taka þessum gestum fagnandi og í kvöld, föstudagskvöld, bjóða þeir til Miðborgarvöku. Auk tónlistarviðburða verður opið í verslunum til klukkan 22 og ýmislegt óvænt verður í boði. Sumar verslanir bjóða upp á veitingar, aðrar upp á tónlist og ýmis sértilboð verða á vörum. Daginn eftir er svo Langur laugardagur. Þá eru flestar verslanir opnar frá 11 til 17 og sumar lengur en það. Fjölmargir veitingastaðir taka þátt í „off venue“ á Airwaves í ár. Af þeim má nefna Lucky Records, Eymundsson, Kex Hostel, Norræna húsið, Slippbarinn og Kvosin Hotel. Dagskráin á Kvosin Hotel er til að mynda ansi vegleg. Á föstudagskvöld má sjá tónleika þar með Pétri Ben. Elínu Ey og KK og á laugardagskvöld er sjálfur John Grant aðalnúmerið. Alla tónleikadagskrána má finna á Icelandairwaves.is og í appi hátíðarinnar.


MIÐBORGIN OKK AR BÝÐUR ÞÉR HEIM

MIÐBORGARVAK A — OPIÐ TIL KL . 22 Í K VÖLD

Hundruð viðburða um alla borg, verslanir eru opnar til kl. 22:00 í kvöld og til kl. 17:00 á morgun, á Löngum laugardegi.

101

Tilvalið tækifæri til að bregða sér í miðborgina, versla, snæða og njóta góðrar tónlistar. Næg stæði í bílastæðahúsum og úrval kræsinga og varnings fyrir gesti og gangandi. Verum og verslum þar sem hjartað slær.

W W W.MIDBORGIN.IS GJAFAKORT MIÐBORGARINNAR Fáanleg í öllum bókaverslunum miðborgar

M U N I Ð B Í L A S TÆ ÐA H ÚS I N

Brandenburg/ Teikning: Sól Hrafnsdóttir

Airwaves hátíðin stendur nú sem hæst og miðborgin okkar iðar af lífi, takti og tónum.


52

tíska

Helgin 1.-3. nóvember 2013

 TíSk a STórir jakk ar í veTur

Garnier

FYRIR ALLAR HÚÐGERÐIR AUGNHREINSIR Hentar vel viðkvæm augum

798.-

Töff og kósí í kuldanum S

tórir jakkar í anda tíunda áratugarins komu með haust-/veturtískunni í ár. Það eru gleðifréttir fyrir íslenskt kvenfólk sem vill vera töff í íslenska vetrarkuldanum, þar sem stærðin gefur möguleika á því að klæðast mörgum lögum undir. Þá er til dæmis tilvalið að fara í hlýja peysu og stóran jakka yfir tónleikadressið ef leiðin liggur í raðirnar á Airwaves um helgina. Þessir jakkar geta líka verið alveg hrikalega kósí eins og oft vill vera með stór og hlý föt. Sigrún Ásgeirsdóttir sigrun@frettatiminn.is

798.-

HVERJUM HENTAR

GARNIER NORDIC ESSENTIALS? • Venjuleg/blönduð húð • Góður raki • Húðin verður frískari

Laura WhitMore.

HVERJUM HENTAR

GARNIER EYE ROLL-ON?

1.498.-

• Dregur úr baugum, þrota og pokum á augnsvæði • Gefur frískleika og raka • Einnig til litað, þekur bauga og dökk svæði undir augum með mineral pigmentum

Perrie Edwards.

1.498.Fearne Cotton.

Gemma Cairney.

Myndir/Getty/ NordicPhotos

Fearne Cotton.

Miranda Kerr, Orlando Bloom og Flynn.

Candela Novembre.

Kate Moss og Jamie Hince.

www.gabor.is - facebook.com/gaborserverslun

HVERJUM HENTAR

GARNIER BB MIRACLE SKIN PERFECTOR? • Nauðsynlegur raki og andoxunarefni • C vitamin og steinefni • Jafnar húðlitinn, lítalaus og einstaklega falleg áferð • SPF 15

Gabor sérverslun Fákafeni 9 S: 553-7060

Opið mán-fös 11-18 & lau 11-16

Myleene Klass og Hero.


MIÐNÆTUR SPRENGJA

ekki missa af þessu...

20%

afsláttur af öllum vörum

aðeins í dag 1. nóv. Opið til miðnættis

Kringlunni | s.512 1710 | ntc.is | Hudson Shoes | J.Lindeberg | Matinique | Moma | Paul Smith | Private Label | Tiger of Sweden | Bruuns Bazaar By Malene Birger | Diesel | G-Star | Ilaria Nistri | Imperial/Please | MF Girbaud | Moma | Strategia

MIÐNÆTUR SPRENGJA

opið til miðnættis

20% afsláttur

af öllum vörum aðeins í dag 1. nóv

Kringlunni | s. 512 1766 | www.ntc.is |


SVOO FLOTT !

Teg Aurora push up BH á kr. 6.850,buxur via á kr. 2.580,-

54

tíska

Helgin 1.-3. nóvember 2013 KYNNING

Gamall draumur um

OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14

Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is

Miðborgarvaka 1. nóv. Opið til 22:00

20%

afsláttur af völdum vörum

10%

afsláttur af öllu

H ö n n u n a r h ú s Laugavegi 25 - S: 553-3003

Ert þú búin að prófa ?

Heiðar Jónsson snyrtir er með mörg járn í eldinum nú sem endranær. Á dögunum sendi hann frá sér bókina Litgreining og stíll sem hann segir sjálfshjálparbók í litgreiningu. Frá æsku hefur hann dreymt um að gera sín eigin ilmvötn og sótti námskeið í Frakklandi þar sem hann lærði þá kúnst og eru ilmirnir væntanlegir á markað í mars á næsta ári. Núna um helgina mun Heiðar kynna hárliti frá L´Oréal á frönskum dögum í Smáralind.

H

Coconut Milk sjampó og næring

Nærandi hárvörur sem henta öllum hárgerðum. Blanda af náttúrulegri kókóshnetumjólk og þeyttu eggjahvitupróteini eykur mýkt, styrk og teygjanleika hársins og vinnur gegn daglegu sliti. Hentar sérlega vel lituðu hári.

Nú fer að kólna og allra veðra von. Uppháu herrakuldaskórnir komnir aftur. Þeir eru úr mjúku leðri og fóðraðir með lambsgæru. Litir: brúnt og svart. Stærðir: 40 - 48 Verð: 29.950.-

eiðar Jónsson er menntaður förðunarfræðingur og Image Designer kennari frá First Impressions í Bretlandi ásamt því að hafa diplómagráðu í litafræðum frá L‘Oréal Paris. Á dögunum sendi hann frá sér bókina Litgreining og stíll og hefur hún fengið góðar viðtökur. Að sögn Heiðars er bókin sú fyrsta í heiminum sem hjálpar fólki að litgreina sig sjálft. „Þetta er svona sjálfshjálparbók í litgreiningu,“ segir hann og hlær. Heiðar segir gríðarlega mikilvægt að fólk gangi í fötum sem passi saman og að þar sé mikið undir. „Flestir eiga fullan fataskáp af fötum en ekkert sem passar saman. Þar kemur litgreiningin til hjálpar og hefur mikil áhrif á það hvort fólk njóti trúverðugleika annarra. Stundum sjáum við stjórnmálamenn í sjónvarpinu í fötum sem passa engan veginn saman en ég nefni samt engin nöfn. Maður sér að það er eitthvað ekki alveg eins og það á að vera og á erfiðara með að trúa því sem viðkomandi segir,“ segir Heiðar. Aðspurður hvort lausnin sé ekki einfaldlega sú að fólk klæði sig í þá liti sem því finnst fallegir er svarið einfalt: „Nei! Reyndar kemur þó í ljós við litgreiningu að flest fullorðið fólk er búið að uppgötva þó nokkuð af sínum bestu litum en gerir mistök með því að nota ranga liti með og er þess vegna ekki trúverðugt því það er ekki í stíl.“

Svartur er ekki litur

Svarti liturinn hefur verið gríðarlega vinsæll á Íslandi en Heiðar segir hann óklæðilegan á flestum og draga fram mikla skugga og vera lokaðan og sálarlausan. „Svart telst ekki litur. Hann er frekar feluleikur. En það þýðir ekkert að ætla að taka svarta litinn af fólki í dag því allur grunnfatnaður eins og buxur, pils og jakkar, er svart.“ Hann segir þó mikilvægt að fólk finni sínar leiðir til að takmarka notkun á svörtum lit, sé það ekki litur þess. „Snjóhvítt og svart er í rauninni jafn óklæðilegt fyrir sama hópinn. Fólkið sem þolir svart er líka fínt í snjóhvítu. Hinir þurfa að mýkja þetta og leyfa litunum að flæða og þá á ég við að blanda saman til dæmis dökkgráu og ljósgráu.“

Bjó til sín eigin ilmvötn

Sími: 551 2070 Opið má. -fö. 10 - 18, á laugardögum 10 - 14 Góð þjónusta fagleg ráðgjöf.

Frá barnæsku hefur Heiðar dreymt um að hanna ilmvötn og lét drauminn rætast á árinu og fór til Grass í Frakklandi í miðstöð ilmvatna í heiminum og lærði loks þá kúnst og verða ilmvötnin framleidd þar. „Maður þurfti að læra heilmikið um efnin sem eru mörg

hundruð. Þetta verða þrír ilmir fyrir konur og einn fyrir karla og koma á markað í mars á næsta ári.“ Heiðar heldur ýmis námskeið um útlit og framkomu og hefur leiðbeint fólki í atvinnuleit hjá Símenntun auk þess að vera með fyrirlestra í uppistands stíl. „Þar fer ég yfir það til dæmis hvernig Íslendingar ganga og setjast, koma inn um dyr og klæða sig í og úr yfirhöfnum. Með því umræðuefni er auðveldlega hægt að koma fólki til að hlæja.“ Heiðar heldur einnig fatastílsnámskeið fyrir einstaklinga og hópa. „Í gær var ég til dæmis afmælisgjöf eiginmanns til konu sem átti fimmtugsafmæli. Hann bað hana að vera heima á hádegi því þá kæmi gjöfin. Ég litgreindi hana og við fórum í gegnum allan fataskápinn, tókum fyrir hár, förðun og fleira.“

Leiðbeinir við val á háralitum

Nú um helgina verða franskir dagar í Smáralind og mun Heiðar standa vaktina í Hagkaup og kynna nýja línu frá L‘Oréal sem byggir á ráðgjöf í háralitun til heimabrúks. Auk þess kynnir hann snyrtivörur frá L´Oréal sem verða á spennandi tilboðum. „Ég vann hjá L´Oréal í gamla daga og tók próf hjá þeim árið 1972 og fékkst lengi við að kynna hárliti fyrir fagfólki í hárgreiðslu,“ segir Heiðar en síðasta sumar skellti hann sér í endurmenntun hjá L´Oreal og lærði um allar helstu nýjungar í hárlitun. Hann segir þetta afskaplega skemmtilegt starf og er fullur tilhlökkunar að byrja aftur að leiðbeina fólki um val á háralit. „Hárlitir innihalda sterk efni og því þarf að vanda vel til verka og fara eftir leiðbeiningum í hvívetna,“ segir hann. „Hingað til hefur háralitun heima mest verið notuð af fólki sem vill fela gráu hárin og úrvalið eftir því en núna eru fleiri og fleiri farnir að tóna tískuliti inn í hárið en alls ekki að þessu til að fela nein grá hár.“ Um helgina kynnir Heiðar nýja línu frá L‘Oréal sem inniheldur háraliti sem lýsa niður um allt að sex til átta litatóna en slíkt hefur ekki verið í boði áður, heldur aðeins aflitun. „Með háralit höfum við hingað til getað lýst um rúmlega tvo tóna en nú erum við að fá háraliti sem eru ekki aflitun en lýsa miklu meira en áður. Útkoman verður bæði fallegri og meðferðin á hárinu betri. Einnig eru í þessari nýju línu svokallaðir OMBRE litir sem eru þannig að öðruvísi litir eru í endum hársins. Þessi hárstíll hefur farið sigurför um heiminn hjá stjörnunum síðustu misseri. Ég mun kynna þessar frábæru nýjungar og að sjálfsögðu verða líka hinir sígildu litir á gráu hárin og til að fríska upp litatóna áfram í boði.“


tíska 55

Helgin 1.-3. nóvember 2013

ilmvatnsgerð rætist Flottir kjólar

Momentum

Heiðar Jónsson segir mikilvægt að föt fari vel saman og að flestir eigi fullan fataskáp af fötum en fátt sem passi saman. Þar komi litgreiningin til hjálpar og hafi mikil áhrif á það hvort fólk njóti trúverðugleika annarra. Mynd/Hari.

kjóll á 16.900 kr. Stærð 36 - 46

Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á

síðuna okkar

Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16


56

ferðalög

74,6% ... kvenna 35 til 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

Helgin 1.-3. nóvember 2013

Thailand

 Farmiðak aup Leit að hagstæðu verði og Ferðatíma

Brottför 7. janúar Einstök ævintýraferð Örfá sæti laus Upplýsingar á ferdin.is og í símum 893 8808 • 846 2510 HE LG A RBLA Ð

Mörg af stærstu lággjaldaflugfélögum Evrópu fljúga til og frá Gatwick flugvelli í London og það gera líka Icelandair og Wow Air. Það er því frekar auðvelt fyrir íslenska ferðalanga að finna ódýrt tengiflug frá Gatwick í vetur. *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan-mars. 2013 HELGAR BLAÐ

Bókunarsíður finna ekki alltaf ódýrasta tengiflugið Það getur borgað sig að sannreyna farmiðaverðið sem vinsælar leitarvélar telja að sé það lægsta.

Þ

ó flogið sé frá Keflavík til rúmlega þrjátíu áfangastaða í vetur þá þurfa íslenskir ferðamenn oft að millilenda á leið sinni út í heim. Þeir sem bóka ferðalagið sjálfir geta nýtt sér bókunarsíður eins og Dohop, Skyscanner og Kayak til að finna ódýr fargjöld en það er þó ekki víst að þar finnist hagstæðustu verðin eða heppilegustu ferðatímarnir.

Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt

... eins og dæmin hér að ofan sýna þá getur stutt leit á heimasíðum flugvalla og flugfélaga sparað töluverða peninga.

Mikið úrval á Gatwick

Það er flogið til þriggja flugvalla í nágrenni við London frá Keflavík. Á Gatwick halda mörg lággjaldaflugfélög til og þaðan er því hægt að fara í allar áttir fyrir frekar lítið. Icelandair og Wow Air fljúga reglulega til Gatwick sem minnkar líkurnar á löngum biðtíma milli flugferða, t.d. með því að fljúga út með öðru félaginu en heim með hinu. Ryanair, stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, hefur almennt ekki viljað vinna með bókunarsíðum og kemur því ekki alltaf upp í leitum þeirra eftir ódýrasta farinu. Sá sem vill til Sevilla á Spáni í vor og leitar á vinsælustu bókunarsíðunum finnur flug þangað á um áttatíu þúsund krónur. Hins vegar er hægt að ná verðinu niður í um 45 þúsund, fyrir utan farangursgjöld, með því að bóka farið frá Gatwick til Sevilla hjá Ryanair og flugið til London hjá Icelandair eða Wow Air.

Til Dubai fyrir rúmar 70 þúsund krónur Norwegian flugfélagið er mjög umsvifamikið á Oslóarflugvelli og flýgur meðal annars til Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á veturna. Íslendingur sem vill brjóta

upp veturinn með sólarlandaferð þangað kemst fyrir rúmar 70 þúsund krónur með því að fljúga til Oslóar með Icelandair, bíða nokkra tíma og halda svo áfram með Norwegian til Dubai. Bókunarsíðurnar leggja heldur til flug í gegnum London og þaðan áfram með dýrari flugfélögum en Norwegian. Heildarverðið verður því um helmingi hærra en í dæminu hér að ofan og ferðatíminn lengri.

Newark opnar dyr

Á mánudaginn hefur Icelandair flug til Newark í nágrenni við New York borg. Á þeim flugvelli er til að mynda hægt að fljúga með lággjaldaflugfélaginu Southwest áfram til Chicago. Sá sem bókar í tíma getur fengið farið alla leið á rétt tæpar 100 þúsund krónur í vor. Samskonar ferð kostar um tíu prósent meira ef notast er við leitarvélar. Það er hægt að setja saman óteljandi ferðaáætlanir og líklega fara öflugustu leitarvélarnar nærri því að finna ódýrustu samsetninguna í flestum tilfellum. En eins og dæmin hér að ofan sýna þá getur stutt leit á heimasíðum flugvalla og flugfélaga sparað töluverða peninga.

Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is

Kristján Sigurjónsson heldur úti ferðavefnum Túristi.is en þar er hægt að gera verðsamanburð á bílaleigubílum út um allan heim.

Fáðu meira út úr Fríinu Viltu afslátt af hótelgistingu, ókeypis morgunmat eða Frítt Freyðivín upp á herbergi? bókaðu sértilboð á gistingu, ódýr hótel og bílaleigubíla út um allan heim á túristi.is

TÚRISTI



58

bílar

Helgin 1.-3. nóvember 2013 KYNNING

 ReynsluakstuR audi a3 spoRtback

Fallegur og sparneytinn

Kristinn R. Sigurðsson tæknifræðingur og Helgi Geirharðsson, iðnaðarverkfræðingur og hugvitshönnuður harðkornadekkja. Ljósmynd/Hari

Harðkornadekk gera naglana óþarfa

H

in íslensku Harðkornadekk hafa sannað sig sem frábær vetrardekk. Þau hafa verið prófuð og rannsökuð við allar aðstæður og hafa staðist ströngustu gæðapróf óháðra aðila. Harðkornadekk eru heilsársdekk og því heyra árstíðabundin dekkjaskipti sögunni til. Kristinn R. Sigurðsson tæknifræðingur og Helgi Geirharðsson, iðnaðarverkfræðingur og einn frumkvöðla harðkornadekkja, eru forsvarsmenn Green Diamond Harðkornadekkja á Íslandi. Þeir hafa verið félagar frá átta ára aldri og hafa í leik og starfi við fjallamennsku ferðast um landið við allar aðstæður. Þeir sögðu skilið við nagladekk fyrir margt löngu og þróuðu í staðinn raunhæfan valkost fyrir kröfuharða ökumenn. Harðkornadekkin voru þróuð og framleidd hér á landi fyrir aldamót. Þau eru nú framleidd í Svíþjóð og á Ítalíu með íslensku einkaleyfi. Harðkornadekkin eru einu umhverfisvænu dekkin sem eru fáanleg. Starfshópur samgönguráðs komst að þeirri niðurstöðu árið 2009 að þau væru bestu vetrardekkin fyrir aðstæður á SV-horninu. Hvatti ráðið til þess að unnið

væri að því með fræðslu og áróðri að Harðkornadekk kæmu í stað nagladekkja. Samanburður á Harðkornadekkjum og nagladekkjum talar sínu máli. Árið 2001 var Landsíminn með 90 fólksbíla á Harðkornadekkjum sem áður höfðu verið á nagladekkjum. Forsvarsmenn Landssímans reiknuðu út að við þessa einföldu ráðstöfun sparaðist um 18 tonn af malbiki yfir vetrarmánuðina og má áætla að af því hafi nálægt eitt tonn verið svifryk. Fyrir borgaryfirvöld er því augljóslega um að ræða mikinn sparnað í viðhaldi gatna en miklu þyngra vegur betri loftgæði sem þýðir betri heilsa fyrir borgarbúa. Aukakostnaður vegna 100 bíla sem aka á nagladekkjum, vegna viðhalds gatna, má gróflega áætla 1 milljón króna á ári. Kostnaður heilbrigðiskerfisins vegur mun þyngra. Allar upplýsingar um Harðkornadekk má finna á Harðkornadekk.is og á Facebooksíðu fyrirtækisins. Harðkornadekkin fást í gegnum Harðkornadekk.is og panta@hardkornadekk.is eða í síma, 694 7720 og 896 9777. Tekið er við pöntunum og dekkin afhent þar sem kaupandi kýs á höfuðborgarsvæðinu.

Harðkornadekk eru sóluð dekk rétt eins og flugvéladekk sem eru endursóluð allt að 10 sinnum, sama má segja um 80% vörubifreiða- og rútudekkja. Á síðustu 15 árum hefur tækni og gæðaeftirliti fleygt fram við framleiðslu sólaðra dekkja svo enginn merkjanlegur munur er á gæðum þeirra og nýframleiddra dekkja Reynslan er þar besti vitnisburðurinn. Harðkornadekk eru umhverfisvæn. Við

framleiðslu þeirra eru belgir notaðra hjólbarða endurnýttir. Belgirnir eru langstærsti hluti dekkjanna og eru hjá betri framleiðendum framleiddir til að endast fyrir fleiri en eitt slitlag. Þannig er stuðlað að aukinni sjálfbærni um leið og Harðkornadekk hafa yfirburða virkni á móti þekktustu dekkjavörumerkjunum, samkvæmt samanburðarprófi hjá Swedish Road and Transport Institute.

Rauðvínsrauð glæsikerran var sérlega lipur í akstri. Mynd/Hari

G Fallegur Hljóðlátur Sparneytinn Tæknivæddur Ókeypis í bílastæði

Verð Engir glasahaldarar afturí Eldsneytisnotkun 5 l/100 km í blönduðum akstri CO2 blandaður akstur 116 g/km Hestöfl 122 9,3 sek upp í 100 km/klst Lengd 4310 mm Breidd 1785 mm Verð 4.990.00 kr.

læsilegur, er það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá nýja Audi A3 Sportbackinn. Liturinn á bílnum sem ég reynsluók var líka virkilega fallegur og hvert sem ég kom hafði fólk orð á því hvað hann væri flottur á litinn. Ég komst að því síðar að liturinn heitir Shiraz red þannig að bíllinn var bókstaflega rauðvínsrauður. Alltaf er hægt að treysta á hönnun Audi og bíllinn er hinn glæsilegasti bæði að utan og innan. Hliðarspeglarnir eru á hurðarrennunni líkt og á sportbílnum, lofttúðurnar minna á þotuhreyfla og þegar bílinn er settur í gang kemur upp úr miðju mælaborðinu 5,8 tommu skjár sem meðal annars sýnir útvarpsstöðvarnar. Eitt sem ég komst að þegar ég var að fikta er að ég get síðan talað við bílinn, beðið hann um að birta á skjánum hinar ýmsu tækniupplýsingar og þegar búið er að tengja símann með Blutooth getur maður hringt með raddskipunum. Raunar verður að gera það allt á ensku en ég er svosem vön því að tala við

Siri í iPhone-inum mínum og því orðin nokkuð góð að bera íslensku nöfnin í símaskránni fram með bandarískum hreim þannig að tölvukerfið skilji. Annað sem ég er nokkuð vön að gera er að festa barnabílstóla og ég veit ekki af hverju en einhvern veginn gekk það mun betur en venjulega í þessum bíl. Stundum þarf ég eiginlega að hafa margar hendur til að halda í beltið til að það dragist ekki aftur of fljótt en í þarna var þetta ekkert mál. Afturgluggarnir voru nægjanlega neðarlega til að barnið sæi út, en því er ekki alltaf að heilsa. Ég saknaði hins vegar glasahaldara afturí. Skottið er rúmgott, tekur 380 lítra, og með því að leggja niður aftursætin verður til 1.220 lítra rými. Auk glæsileikans er það sparneytni sem einkennir bílinn. Hann er búinn sérstökum Start/stopbúnaði sem slekkur á vélinni þegar bíllinn er í kyrrstöðu, til dæmis við umferðarljós. Ræsingin fer síðan aftur í gang þegar lagt er af stað. Önnur tækni til að spara eldsneytið sem bíllinn er búinn er að hreyfiorku er breytt í rafafl þegar bíllinn rennur eða þegar bremsað er og sparast þannig allt að 3% eldsneytis. Þá er hægt að stilla bílinn á sérstaka sparakstursstillingu sem leiðir af sér minni eldsneytisnotkun og minni útblástur. Bíllinn flokkast sem vistvænn og má því leggja honum gjaldfrjálst í bílastæði Reykjavíkurborgar. Mikið af aukabúnaði er í boði fyrir bílinn og sá sem ég ók var búinn hljómkerfi frá Bang & Olufsen sem jók enn á lúxusinn, og svo nálgunarvara að aftan þannig að bíllinn pípti þegar ég var við það að bakka á, svona eins og gerist stundum. Heilt yfir var skemmtilegt að keyra bílinn, hann er sérlega lipur og fegurð hans hafði þau áhrif að mér fannst ég alltaf þurfa að varalita mig áður en ég settist undir stýri.

Erla Hlynsdóttir erla@ frettatiminn.is



60

heilabrot

Helgin 1.-3. nóvember 2013

?

Spurningakeppni fólksins

 Sudoku

5 9 6

1. Hvað heitir nýkjörinn forseti Georgíu? 2. Hvað nefnist félagsskapur þeirra sem

6

9 7

4 3 7 1 5

berjast gegn lagningu vegar um Gálgahraun? 3. Hver er framkvæmdastjóri KSÍ?

9 1

4. Hvernig var þakið á húsinu í laginu Mér finnst rigningin góð á litinn?

2

5. 40 ár eru liðin frá því Óperuhúsið í Sydney var tekið í notkun. Hver hannaði það?

7 2

6. Hvað heitir nýjasti stórmeistari Íslendinga í skák?

Hannes Stefánsson

7. Á hvaða mánaðardegi er Hrekkjavaka?

Salka Guðmundsdóttir

kennari

8. Hvað heitir ný bók Jónínu Leósdóttur?

skáld

1. Gardasvílí eitthvað.

9. Keppni hófst að nýju í NBA-deildinni í

1. Giorgi Margvelashvili.

2. Hraunavinir.

3. Þórir Hákonarson. 4. Grænt.

5. Jørn Utzon.

vikunni. Hvaða lið varð meistari á síðustu leiktíð?

6. Hjörvar Steinn Grétarsson.

  9. Miami Heat.  10. Suðurpólnum.  11. Venus.  12. Thomas Edison. 

heims um þessar mundir. Hvað heitir eldri

7. 31 október.

Serenu undanfarin ár? þúsund einkaleyfi á uppfinningum þegar

10. Suðurpólnum.

hann lést?

11. Venus.

12. Thomas Edison. 13. Los Angeles?

deildinni. Hver verður heimaborg liðsins?

14. Angela Merkel.

14. Hvaða þjóðarleiðtogi er öskuillur yfir sím-

15. Björn Blöndal.

hlerunum Bandaríkjamanna?

12 rétt.

að setja á stofn nýtt lið í bandarísku MLS-

5 4 8 5 7 9 6 7 7 2 5 1 3 4 2

9. Detroit Pistons.

13. Knattspyrnuhetjan David Beckham ætlar

15. Georg Bjarnfreðarson.

6. Hjörvar Steinn Grétarsson.

 

 

11 rétt.

15. Hver er aðstoðarmaður borgarstjóra?

 kroSSgátan

Salka skorar á Hannes Óla Ágústsson leikara.

9 1 1 2

4

8 7

Svör: 1. Giorgi Margvelashvili. 2. Hraunavinir. 3. Þórir Hákonarson. 4. Grænt. 5. Jørn Utzon. 6. Hjörvar Steinn Grétarsson. 7. 31. október. 8. Við Jóhanna. 9. Miami Heat. 10. Suðurpólnum. 11. Venus. 12. Thomas Edison. 13. Miami. 14. Angela Merkel. 15. Björn Blöndal.

Hannes sigrar með 12 stigum gegn 11 stigum Sölku.

2

 Sudoku fyrir lengr a komna

8. Við Jóhanna.

12. Hvaða Bandaríkjamaður átti meira en

13. Los Angeles.

5. Lipei? 7. 31. október.

systir hennar sem staðið hefur í skugga

8. Við Jóhanna.

6 3 8 9 5 6

3

4. Blátt.

11. Serena Williams þykir vera besta tenniskona

3. Þórir Hákonarson.

10. Hvort er kaldara á Norðurpólnum eða Suðurpólnum?

14. Angela Merkel.

2. Hraunavinir.

4

9

4 6

ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. 161

PILAR

VARKÁRNI

VERALDIR

HEGNA

SKYLDI

KAUPSTAÐ

FIMUR

VONSKA

LOFTSLAGSBELTI ER AUMINGI

160

A O U N G U R M A R Ð T U T A A L Í A L L T T Ö L D E S K I K K F Ó K A N Á I M L A R M Ó F Æ Ð A S A R G L R H N I A G N T R I S M Ó T E L A Ð F E A Á S

SKRÍKJUR AFSPURN

H L G Á T F U M A R N T T E S A K P R O T A T T T M A G A Ó G G S A Æ S R B A S T SULTARLAUN Í RÖÐ

mynd: public domain

GETRAUN

BLÖKK

SKILJA

FJÖTUR ÞUSA

F J L A R Ó H U G D A

Á UNDAN EINS

DÆLD

Í RÖÐ SLYS

MERGÐ

FJÖRLÍTIÐ

RÓTARTAUGA

Fullur af andoxunarefnum fegurðin kemur innan frá!

Fæst í næstu verslun Nánar á www.heilsa.is

SKIPSHÖFN

T Á H Ö Ö F N

DROLLA

ÝKJUR

NÆSTUM

R A U S A

H A F T LÓÐ KÖNNUN

P R N Ó U F G G A A N G G A Á N FÚI

NÚA

SEYTLAR ILMUR

FUGL

AÐGÆTA

HELLINGUR Í RÖÐ

TRÉ

AKUR

VIÐARTEGUND ÞRÁÐ

PILAR

TVEIR EINS

VERÐA TIL KVIÐ

BLÓÐHLAUP

FJÁRMUNIR

ÓÞURFT GÁLA

VEGAHÓTEL BERIST TIL

ÓSKAÐI

SIÐA

L U K K A

S Ú R K Á L

HNOÐAÐ

MÆLIEINING

HEIÐURSMERKI

ÓLAFSJURT

SKERGÁLA

HEPPNI

ÁGÓÐI HÁR

HNAPPUR ÁHRIF

KLASTUR

TIL DÆMIS

HNAPPUR

FJÖRGAST

TÍMABIL

EI

SKAMMLÍFUR

LOGA

HARÐÆRI

ARKARBROT NÓTT

LANDSPILDA

SVÖRÐ

TÁL

HALDA BROTT

ARR ROF

HORNHIMNA TALA

MJAKA

HAGNAÐ

NÖLDRA GRAS

STÍGANDI

FLJÓTFÆRNI

SKÓLI

LÆRIR

ÞRAUTSEIGJU

Í RÖÐ

DRULLA

STAUR

S T I K A

ÞVAÐRA

mynd: public domain

 lauSn

Lausn á krossgátunni í síðustu viku.

TOGVINDA

SÚREFNI

KVEIKJA

BLÓÐHLAUP

ÞVOTTUR

MÖGLA

NAGLBÍTUR

STEFNA

ÍÞRÓTT

RÖND

EIGNIR

Í RÖÐ

FLINK

LÉST

E L D L Í Ó T T R Ó S I G T N Æ R A K A U Ð A R A S K S T U A U R

HRÆÐA

KYRRÐ

NÁM

DAUNILLUR

FLOKKA

MATARÍLÁT

ÁTT

REYKUR

FUGL

EKKI

MARGSKONAR

TÓNLISTARTEGUND

SKÓLI

EINING

GOÐ TÚNGUMÁL

DÝRAHLJÓÐ

ANDVARI TÓM

NÆGILEGUR

YFIRBRAGÐ

Í RÖÐ

MUN

ÁSAMT

STÓ

ERFIÐI

SLÆMA

MJÖG JÁRNA

að dreifingu?

Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is

Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur.

SKRAMBI

HEITI

Ert þú að huga Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt.

KERALD

STRIK

GANI

AÐFALL

RUGLA

TANGI KVABBA

ELDA

VISNA

ÁTT

BYLGJA

ÞYS

SÆLGÆTI

FISKUR

ÁÐUR

SKARÐ

SÝNISHORN

SKRAF

MÆLIEINING

SIGTA

HUND

PLATA

SVARAÐI ÁRSGAMALL

DVELJA

LOKAORÐ

BOR

TÆKI

STRITA

STEINTEGUND

SKJÖN

TRAUST

KOSTUR

ÍLÁT

FJANDMANNA

ÓGRYNNI

BELTI

DÁLÍTIÐ

LEIKTÆKI

EIGA FJÖLBREYTNI

RÁS LÍKAMSPARTUR


Kanína Heico Dád‡r

Kr. 7.400 (Margir litir)

Heico Ugla

Kr. 13.300

Kr. 7.400

Skafkort

Þú skefur gylltu himnuna af þeim löndum sem þú hefur heimsótt og útbýrð þannig persónulegt heimskort. (Stærð: 82 X 58 cm) Kr. 2.990

Diskamottur

Kennslukortið góða

Kisusnagi

50 mottur saman í blokk. Kr. 2.790,- 4 gerðir

Köttur úti í mýri... Kr. 10.900 Með texta úr bókinni “Matur og drykkur” Helgu Sigurðardóttur

Lasso flöskustandur

Skjaldarmerki Íslendinga

High Heel kökuspa›inn

(Vín)andi flöskunnar svífur í reipinu. Kr. 3.900

Fornkort

Kr. 3.390

Distortion

Plaggat Ísland

Hefðbundið form kertastjaka bjagað og útkoman er óvenjuleg. Margir litir. Kr. 4.690

Gamla góða kennslukortið. Stærð: 50x70 cm. Aðeins kr. 750,-

Kr. 3.600,-

KeepCup kaffimál Unzipped glerskál Kraftaverk

Kr. 3.690

Espresso mál.....kr. 2.100 Smámál............kr. 2.290

Miðlungs mál....kr. 2.490 Meiriháttarmál...........kr. 2.690

Volume snudda

Cubebot róbót úr vi› Vélarlaust vélmenni, hannað undir áhrifum japanskra Shinto Kumi-ki þrauta. Ferningsmennið fjölbreytilega er Einstök hönnun jafnt leikfang, skraut og þraut. frá nútímalistasafni Margir litir, okkrar stærðir. New York borgar. Verð frá 1.930 Aðeins kr. 8.900

Eilíf›ardagatal MoMA

skólavör›ustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja

Er mikill hávaði í barninu? Þú lækkar bara niður með volume snuðinu - (Svo má líka nota það á mömmu og pabba) Kr. 1.790


62

skák og bridge

Helgin 1.-3. nóvember 2013

 Sk ák ÍSlendingar eiga nú 13 StórmeiStar a og FlugFélagShátÍð hrókSinS er að ná hámarki

Galdrastrákurinn og Grænland

Þ

Gunnar Björnsson, forað hefur tæpast farið seti Skáksambands Íslands, framhjá nokkrum að er heldur ekki spar á hlý og galdrastrákurinn úr stór orð: „Það er stórkostlegt Grafarvogi, Hjörvar Steinn að fá Hjörvar í hóp íslenskra Grétarsson, tryggði sér stórstórmeistara. Hann er frábær meistaratitil með frábærri liðsmaður, ávallt jákvæður, frammistöðu á Evrópumóti góður skákkennari og mikil félagsliða á Grikklandi. og góð fyrirmynd fyrir ísHjörvar Steinn, sem er lensk skákungmenni. Hann tvítugur að aldri, hefur lengi er afar duglegur og skipuverið ein helsta vonarstjarna lagður í öllum sínum vinnuokkar í skákinni og er Hjörvar Steinn Grétarsson brögðum. Sjálfur man ég eftir líklegur til mikilla afreka í honum sjö ára og fljótlega framtíðinni. Hann varð marg- stórmeistari! tók ég eftir því að hann gerði faldur Norðurlandameistari aldrei sömu mistökin tvisvar. Ef eitthvað með Rimaskóla og hefur verið fastamaður fór úrskeiðis var hann með hlutina á hreinu í landsliði Íslands síðan 2010. Landsliðá næsta móti!“ seinvaldurinn Helgi Ólafsson stórmeistari Hér í þessum dálki er aðeins hægt að gera og einn helsti lærimeistari Hjörvars hefur eina athugasemd við þrettánda íslenska þetta að segja um um nýja meistarann stórmeistarann – þau ummæli hans í fréttaokkar: „Hjörvar Steinn er glæsilegur ungur stór- viðtali að skák væri ekki þjóðaríþrótt Íslendinga – heldur handbolti! Örfáar staðreyndir: meistari og í alla staði góð fyrirmynd. Mér Skák hefur verið tefld á Íslandi í meira en fundust strax við 10 ára aldur koma fram 800 ár og nánast öll þjóðin kann að tefla. Við eiginleikar sem hafa síðan fylgt honum alla eigum fleiri stórmeistara en nokkur þjóð tíð: Mikill baráttuvilji, hann var fljótur að skilja meginþætti skákarinnar, t.d. við byrj- í heiminum miðað við höfðatölu. Meistari Friðrik Ólafsson var um árabil meðal bestu anaundirbúning og hafði gott takískt auga. skákmanna heims og sannkölluð þjóðHann hefur alltaf haft góðan stuðning frá hetja á Íslandi – Jóhann Hjartarson komst í foreldrum sínum, bróður og nánasta umundanúrslit í sjálfri heimsmeistarakeppninni hverfi.“

Flugfélagshátíð Hróksins og félaga á Grænlandi stendur nú sem hæst. Síðustu daga hafa liðsmenn Hróksins haldið skákmót og fjöltefli, heimsótt barnaheimili, athvörf og skóla, lagt undir sig hina glæsilegu verslunarmiðstöð í Nuuk með hverjum viðburðinum á fætur öðrum og gefið hundruð skáksetta sem FÍ leggur til, auk fjölda annarra gjafa frá einstaklingum og fyrirtækjum. Þessi litla hnáta sendir lesendum Fréttatímans hamingjubros frá Grænlandi.

og við höfum eignast fjóra heimsmeistara í hinum ýmsu aldursflokkum! Og enn er það til marks um þá virðingu og sérstöðu sem skákíþróttin nýtur á Íslandi að hér eru í gildi tvenn lög frá Alþingi um skák – um launasjóð stórmeistara og Skákskóla Íslands. Og loks var það sjálf skákíþróttin sem kom okkar kornunga lýðveldi á heimskortið

með einvígi Fischers og Spasskys 1972. Allt er þetta rifjað upp með fullri virðingu fyrir handbolta og öðrum ágætum íþróttum – skákin er sú grein þar sem Íslendingar hafa náð lengst. Svo einfalt er það. Hjörvari Steini er óskað innilega til hamingju, og megi hann bera hróður þjóðaríþróttarinnar um lönd og álfur!

 Bridge

Flókin vinningsleið

d

agana 23. október til 28. október söfnuðust nokkrir íslenskir spilarar saman í húsi skammt frá Dijon í austur Frakklandi og eyddu mestum tímanum í að spila bridge sér til skemmtunar. Þeir spilarar sem mættu á staðinn voru Helgi Sigurðsson, Haukur Ingason, Gunnlaugur Karlsson, Ísak Örn Sigurðsson, Stefán Jónsson, Stefán Stefánsson, Sverrir Þórisson og Hermann Friðriksson. Spilararnir Bragi Hauksson og Helgi Jónsson bættust við tveimur dögum síðar. Til viðbótar voru Katrín Þórarinsdóttir eiginkona Hauks, Kristín Sigríður Færseth eiginkona Helga Jónssonar, Ingunn Vilhjálmsdóttir eigin-

♠ ♥ ♦ ♣ ♠ ♥ ♦ ♣

K953 G5 K752 1032

Á8642 D74 G10 Á64 N

V

A S

♠ ♥ ♦ ♣

D107 ÁK1092 Á9 KD5

♠ ♥ ♦ ♣

G 863 D8643 G987

kona Helga Sigurðssonar og Hulda Hrönn Bergþórsdóttir. Spilin voru öll handgefin og mörg áhugaverð spil sem komu upp við borðið. Þetta spil er eitt dæmi um það. Á öðru borðanna var samningurinn fjögur hjörtu í suður sem auðvelt var að vinna. Á hinu borðinu var metnaðurinn meiri og suður hafnaði í 6 hjörtum. Norður opnaði á einum spaða, suður geimkrafði með tveimur hjörtum og norður stökk í 4 hjörtu til að sýna stuðning í litnum og lágmarksopnun. Suður stökk í sex hjörtu. Útspil vesturs var tígull sem var ágætis byrjun fyrir vörnina. Útlitið ekki bjart og spilið vannst ekki við borðið. Sagnhafi getur hins vegar þrætt spilið heim með skemmtilegri spilamennsku. Drepið á tígulás, teknir tveir hæstu í hjarta, endað heima og spilað spaðadrottningu. Engu máli skiptir hvort vestur leggur á spaðann, næst eru 3 slagir teknir á lauf og tígli spilað. Vestur verður endaspilaður og verður að spila tígli í tvöfalda eyðu eða frá spaðanum. Erfið en skemmtileg leið til að vinna spilið.

Deildakeppnin 2013

Deildakeppni var háð í húsi Bridgesambands Íslands dagana 25.-27. október. Spilaðir voru 10 spila leikir og 14 umferðir í 1. og 2. deild. Sveit Lögfræðistofunnar tók snemma forystuna og hafði sigur í fyrstu deild. Lokastaða fimm efstu sveitanna varð þannig:

Spilararnir í Frakklandi stilltu sér upp fyrir myndatöku. Frá vinstri eru Sverrir Þórisson, Gunnlaugur Karlsson, Haukur Ingason, Katrín Þórarinsdóttir, Helgi Sigurðsson, Ísak Örn Sigurðsson, Stefán Jónsson og Stefán Stefánsson. Spilararana Hermann Friðriksson, Helga Jónsson og Braga Hauksson vantar á myndina.

1 . Lögfræðistofa Íslands 2 . Grant Thornton 3 . J.E. Skjanni 4 . Haustak 5 . Garðs Apótek

49 233 229 213 212

Spilarar í sveit Lögfræðistofu Íslands voru Bjarni Hólmar Einarsson, Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson, Sigurbjörn Haraldsson, Steinar Jónsson og Sverrir Ármannsson. Sveit Rúnars náði að sigra í annarri deild og vann sér rétt til spilamennsku í fyrstu deild að ári. Auk Rúnars Einarssonar voru Skúli Skúlason, Vignir Hauksson og Guðjón Sigurjónsson í sveitinni sem skoraði 255 stig, 6 stigum meira en sveit Frímanns Stefánssonar.

Mikil forysta í Grand hótel keppni BR Sveit Lögfræðistofunnar er búin að ná umtalsverðri forystu í Grand hótel hraðsveitakeppninni að loknum þremur kvöldum af fjórum. Staða 5 efstu sveitanna var þannig: 1. Lögfræðistofa Íslands 2. VÍS 3. Garðs apótek 4. Sölukerfið 5. Gunnar Björn Helgason

1761 1644 1620 1604 1558

Sveit Lögfræðistofunnar skoraði mest á þriðja spilakvöldinu, 598 stig, sveit VÍS var með 560 stig, J.E. Skjanna 556, Gunnar Björn Helgason 544 og Málning skoraði 537 stig. Meðalskor 504 stig.

MacBook Pro Retina Komin í verslanir

Verð frá: 249.990.-


ÚRVALIÐ ER HJÁ OKKUR

STÚTFULL BÚÐ AF NÝJUM TILBOÐUM SMELLT Á KÖRFUNU A NETBÆKLIN GU RÁ WWW.TOLV U T E K .IS MEÐ GAGN VIRKUM KÖRFUHNA PP

ENN A BETRÐ VER

16GB MINNISLYKILL Örsmár og sérlega glæsilegur Silicon Power Touch T01 minnislykill úr höggvörðu stáli

1.990 4GB 1.290 • 8GB 1.490 • 32GB 4.990

AÐEIN S 147gr Birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl

1TB FLAKKARI

Fisléttur, örsmár og hraðvirkur Diamond USB3.0 ferðaflakkari á ótrúlegu tilboðsverði!

12.900 500GB 9.990 | 1.5TB 19.900

ALLT AÐ

50% AFSLÁTTUR

SPJALDTÖLVUR

Notaðar og lítið útlitsgallaðar spjaldtölvur á ótrúlegu verði meðan birgðir endast

FRÁ 9.990 MEÐAN BIRGÐIR ENDAST!

OPNUNARTÍMAR

Virka daga 10:00 - 18:30 Laugardaga 11:00 - 16:00

Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900


64

sjónvarp

Helgin 1.-3. nóvember 2013

Föstudagur 1. nóvember

Föstudagur RÚV

19:45 Logi í beinni Þáttur í umsjá Loga Bergmann þar sem viðmælendur mæta í bland við tónlistaratriði.

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

20:00 The Biggest Loser LOKAÞÁTTUR (19:19)4Þættir þar sem fólk sem er orðið hættulega þungt snýr við blaðinu.

Laugardagur

20.25 Öryggið síðast! (Safety Last!) Sveitapiltur í stórborginni klifrar upp háhýsi í auglýsingaskyni fyrir stórverslun.

15.30 Ástareldur 17.10 Litli prinsinn (1:25) 17.40 Hið mikla Bé (3:20) 18.05 Táknmálsfréttir 18.15 Villt og grænt (1:8) (Svartfugl) e. 18.45 Íþróttir 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Kastljós 20.00 Útsvar (Sandgerði - Tálknafjarðarhreppur) 21.10 Endeavour – Fúga (Endeavour: Fugue) Bresk sakamálamynd úr flokki um Morse lögreglufulltrúa í Oxford á yngri árum. Hér er hann á slóð raðmorðingja sem er vel 5 að sér um óperutónlist. 6 22.45 Betra líf (A Better Life) Garðyrkjumaður í Los Angeles reynir að vernda son sinn fyrir klíkum og útsendurum innflytjendaeftirlitsins og veita honum þau tækifæri sem hann fór á mis við sjálfur. 00.20 Banks yfirfulltrúi: Köld er gröf – Köld er gröf (3:3) (DCI Banks: Cold Is the Grave) e. 01.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

RÚV

07.00 Barnatími 07:00 Barnatími Stöðvar 2 10.30 Stundin okkar e. 08:10 Ellen (78/170) 11.00 Fólkið í blokkinni (3:6) e. 08:55 Malcolm in the Middle (20/25) 11.30 Útsvar e. 09:15 Bold and the Beautiful 12.35 Kastljós e. 09:35 Doctors (75/175) 12.55 360 gráður e. 10:20 Fairly Legal (10/13) 13.25 Landinn e. 11:05 Drop Dead Diva (3/13) 13.55 Kiljane. 11:50 Dallas 14.40 Djöflaeyjan e. 12:35 Nágrannar allt fyrir áskrifendur 15.10 Fimmtug unglömb e. 13:00 Cyrus 16.45 Mótorsystur (4:10) e. 14:30 Ultimate Avengers fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.00 Táknmálsfréttir 15:40 Waybuloo 17.10 Grettir (3:52) 16:00 Skógardýrið Húgó 17.25 Ástin grípur unglinginn (82:85) 16:25 Ellen (79/170) 18.10 Íþróttir 17:10 Bold and the Beautiful 18.54 Lottó 17:32 Nágrannar 4 5 19.00 Fréttir 17:57 Simpson-fjölskyldan (7/22) 19.20 Veðurfréttir 18:23 Veður og Fréttir Stöðvar 2 19.30 Ævintýri Merlíns (10:13) 18:47 Íþróttir 20.15 Hraðfréttir e. 18:54 Ísland í dag 20.25 Öryggið síðast! (Safety Last!) 19:11 Veður 21.40 Adam Þetta er saga um sam19:20 Popp og kók band einmana manns með Asper19:45 Logi í beinni ger-heilkenni og stúlku sem býr 20:30 Hello Ladies (5/8) í sama húsi og hann. Bandarísk 21:00 Harry Potter and the verðlaunamynd frá 2009 Philosopher's Stone 23:30 The Box Spennandi hrollvekja. 23.20 Kúrekar og geimverur (Cowboys and Aliens) e. 01:20 Brüno 01.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 02:40 Unthinkable

STÖÐ 2

Sunnudagur RÚV

07.00 Barnatími 07:00 Barnatími 10.15 Ævintýri Merlíns (10:13) 11:35 Big Time Rush 11.00 Sunnudagsmorgunn 12:00 Bold and the Beautiful 12.15 Nautnafíkn – Tóbak (3:4) e. 13:40 Popp og kók 13.05 Saga kvikmyndanna – Hollywood14:05 Ástríður (7/10) draumurinn, 1920-1930 (2:15) e. 14:35 Kolla 14.05 Þyrnirós vakin e. 15:00 Heimsókn 15.30 Róm: Það sem jörðin geymir e. 15:20 Sælkeraferðin (7/8) 15:40 Sjálfstætt fólk (7/15) allt fyrir áskrifendur17.00 Táknmálsfréttir 17.10 Poppý kisuló (35:52) 16:15 ET Weekend 17.21 Teitur (45:52) 17:00 Íslenski listinn fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.31 Vöffluhjarta (2:7) 17:35 Sjáðu 17.51 Tóbí (2:4) 18:05 Ávaxtakarfan - þættir 18.00 Stundin okkar 18:23 Veður 18.25 Hraðfréttir e. 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18.35 Íþróttir 18:506 Íþróttir 4 5 19.00 Fréttir 18:55 Dagvaktin 19.20 Veðurfréttir 19:25 Lottó 19.30 Landinn 19:30 Spaugstofan 20.00 Fólkið í blokkinni (4:6) 19:55 Veistu hver ég var? 20.35 Downton Abbey (2:9) 20:35 Ruby Sparks 21.25 Vargöld í vestrinu (3:3) 22:20 Haywire (Hatfields & McCoys) 23:50 Ray 22.50 Brúin (6:10) (Broen II) e. 02:20 Fair Game 23.50 Sunnudagsmorgunn e. 04:05 Perfect Storm 01.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 06:10 Spaugstofan

6

RÚV Íþróttir

20.30 Íþróttir 07:45 Meistaradeild Evrópu 04:15 Red Factions: Origins RÚV Íþróttir 09:25 Meistarad. Evrópu - fréttaþáttur 05:45 Fréttir og Ísland í dag RÚV Íþróttir 19.30 Íþróttir SkjárEinn 09:55 Abu Dhabi - Æfing # 3 20.30 Íþróttir 06:00 Pepsi MAX tónlist 11:00 Arsenal - Chelsea 11:15 Dr.Phil SkjárEinn 12:50 Formúla 1 2013 - Tímataka 12:40 Kitchen Nightmares (12:17) 06:00 Pepsi MAX tónlist SkjárEinn 09:00 Abu Dhabi - Æfing # 1 14:50 WBA - Crystal Palace 08:25 Dr.Phil 06:00 Pepsi MAX tónlist 13:00 Abu Dhabi - Æfing # 2 16:50 Barcelona - Espanyol allt fyrir áskrifendur13:30 Secret Street Crew (3:9) 14:20 Save Me (6:13) 09:05 Pepsi MAX tónlist 09:45 Dr.Phil 15:50 Man. Utd - Norwich 18:30 La Liga Report 14:45 Rules of Engagement (11:13) 15:35 Once Upon A Time (8:22) 11:50 Gordon Ramsay Ultimate Coo17:30 Þýski handboltinn 2013/2014 18:55 Rayo - Real Madrid fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:10 30 Rock (6:13) 16:25 Secret Street Crew (2:9) kery Course (12:20) 18:55 Liðið mitt 20:55 Liðið mitt 15:35 Happy Endings (10:22) 17:15 Borð fyrir fimm (3:8) 12:20 Borð fyrir fimm (3:8) 19:25 La Liga Report 21:25 Miami - Chicago 16:00 Parks & Recreation (10:22) 17:45 Dr.Phil 12:50 Design Star (8:13) 19:55 Barcelona - Espanyol allt fyrir áskrifendur 23:25 NBA 16:25 The Bachelor (1:13) 18:25 Happy Endings (10:22) 21:55 Meistarad. Evrópu - fréttaþáttur 13:40 Judging Amy (11:24) 00:15 Rayo - Real Madrid 17:55 Rookie Blue (12:13) 18:50 Minute To Win It 14:25 The Voice (6:13) 22:25 Liðið mitt 02:00 Box Golovkin vs. Stevens 4 5 6 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:45 Unforgettable (7:13) 19:35 America's Funniest Home 17:25 America's Next Top Model (8:13) 22:55 Arsenal - Chelsea 19:35 Judging Amy (12:24) Videos (3:44) Fjölskylduþáttur þar 18:10 The Biggest Loser (19:19) 00:35 Barcelona - Espanyol 20:20 Top Gear Best Of (2:2) sem sýnd eru fyndin myndbrot 19:40 Secret Street Crew (3:9) 02:15 Newcastle - Man. City 09:00 Swansea - West Ham 21:15 Law & Order: Special Victims Unit sem venjulegar fjölskyldur hafa 20:30 The Bachelor - NÝTT (1:13) 10:40 Match Pack 22:00 Dexter (7:12) fest á filmu. 22:00 The Client List - NÝTT (1:10) 4 5 6 11:10 Ensku mörkin - úrvalsdeildin 22:50 The Borgias (7:10) 20:00 The Biggest Loser - LOKA22:45 A Few Good Men Stjörnum 16:40 Liverpool - WBA 12:05 Enska úrvalsdeildin upphitun 23:40 Sönn íslensk sakamál (2:8) ÞÁTTUR (19:19) prýdd kvikmynd frá árinu 1992 allt fyrir áskrifendur 18:20 Man. Utd. - Stoke 12:35 Newcastle - Chelsea 00:10 Under the Dome (6:13) 21:30 The Voice (6:13) 01:05 Rookie Blue (12:13) 20:00 Match Pack 14:35 Laugardagsmörkin 01:00 Hannibal (7:13) 00:30 Bachelor Pad (6:7) 01:55 The Client List (1:10) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:30 Premier League World 14:50 Fulham Man. Utd. 01:45 Dexter (7:12) 02:00 Excused 02:40 The Borgias (6:10) allt fyrir áskrifendur 21:00 Enska úrvalsdeildin - upphitun 17:00 Laugardagsmörkin 02:35 Excused 02:25 Ringer (3:22) 03:30 Excused 21:30 Football League Show 2013/14 17:20 Arsenal - Liverpool 03:00 Pepsi MAX tónlist 03:15 Pepsi MAX tónlist 03:55 Pepsi MAX tónlist fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:00 Norwich - Cardiff 19:30 Man. City - Norwich 23:40 Enska úrvalsdeildin - upphitun 21:10 Hull - Sunderland 4 5 6 00:10 Messan 22:50 West Ham - Aston Villa 01:20 Crystal Palace - Arsenal 00:30 Stoke - Southampton 10:30 Broadcast News 10:00 I Am Sam 11:40 Skate or Die 12:40 It's Kind of a Funny Story 12:10 A League of Their Own 13:15 Soul Surfer 4 5 6 allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 14:25 Dear John 14:15 Win Win 15:00 Love Happens SkjárGolf SkjárGolf 16:15 Broadcast News 16:00 I Am Sam 16:50 Skate or Die 06:00 Eurosport 06:00 Eurosport fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:25 It's Kind of a Funny Story 18:10 A League of Their Own 18:25 Soul Surfer 08:10 Golfing World 08:00 World Golf Championship 2013 20:10 Dear John 20:15 Win Win 20:10 Love Happens 09:00 World Golf Championship 2013 12:00 Inside the PGA Tour (44:47) 22:00 127 Hours 22:00 Pandorum 22:00 Snow White and the Huntsman 17:00 Champions Tour - Highlights 12:25 World Golf Championship 2013 23:35 More Than a Game 23:50 The Shining 00:10 Your Highness 17:55 Inside the PGA Tour (44:47) 16:25 PGA Tour - Highlights (40:45) 01:20 After.life 02:10 Kickin It Old Skool 01:55 Gardener of Eden 18:20 World Golf Championship 2013 17:20 World Golf Championship 2013 4 4 5 4 5 03:056 127 Hours 04:006 Pandorum 03:25 Snow White and the Huntsman 01:25 Eurosport 01:20 Eurosport

22:00 The Client List - NÝTT (1:10) Sam er þriggja barna móðir í Texas. Hún er hamingjusamlega gift en á í fjárhagsvandræðum.

Sunnudagur

20.35 Downton Abbey (2:9) Breskur myndaflokkur sem gerist upp úr fyrri heimsstyrjöld og segir frá Crawley-fjölskyldunni og þjónustufólki hennar.

20:40 Ástríður (8/10) Gamanþáttasería þar sem fjallað er um ástarmál og vináttu, starfsframa og sambönd og allt þar á milli.

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

STÖÐ 2

Laugardagur 2. nóvember

5

6


sjónvarp 65

Helgin 1.-3. nóvember 2013

3. nóvember

 sjónvarpinu Luther

STÖÐ 2 07:00 Barnatími 12:00 Spaugstofan 12:30 Nágrannar 14:15 Logi í beinni 15:05 Go On (13/22) 15:30 Veistu hver ég var? 16:15 Meistarmánuður (6/6) 16:40 Um land allt 17:10 Stóru málin allt fyrir áskrifendur 17:35 60 mínútur (4/52) 18:23 Veður fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (10/30) 19:10 Dagvaktin 19:40 Sjálfstætt fólk (9/15) 20:15 The Crazy Ones (5/13) Þættirnir 4 fjalla um Zach Cropper, sjálfs­ öruggan en sérvitran textahöfund sem vinnur fyrir auglýsingastofu dóttur sinnar, Sydne. 20:40 Ástríður (8/10) 21:05 Homeland (5/12) 21:55 Boardwalk Empire (8/12) 22:50 60 mínútur (5/52) 23:35 The Daily Show: Global Editon 00:05 Nashville (18/21) 00:50 Hostages (5/15) 01:35 The Americans (6/13) 02:25 The Untold History of The United States (10/10) 03:25 Our Family Wedding 05:05 Ástríður (8/10) 05:30 Fréttir



Geðþekkur skapofsamaður Sjónvarpið sýnir þessar vikurnar þriðju og væntanlega síðustu þáttaröð BBC um Lundúnalögguna Luther. Idris Elba hefur farið mikinn í hlutverki þessa óheflaða og óstýriláta rannsóknarlögreglumanns en er orðinn svo eftirsóttur í Hollywood að líklega þarf Luther að draga sig í hlé. Sem er miður vegna þess að þessi skapofsamaður sem lætur eftir sér að brjóta allt og bramla þegar honum er misboðið er skemmtilega á skjön við flestar sjónvarpslöggur sem eru ýmist þunglyndar, lífsleiðar, drykkfelldar eða allt þetta í einu. Luther virðist einfaldlega bara vera snarklikk og þarf ekkert áfengi eða neitt 5

6

5

6

sullumbull til þess að ganga berserksgang. Og það gerir hann með tilfinningaríkum stæl. Yfirmenn hans eiga auðvitað í standandi basli með að hafa taumhald á skepnunni sem fer sínar eign leiðir og virðir lög og reglur að vettugi ef svo ber undir. En hann klárar málin og nær vondu köllunum. Hann er svarið við spillingu og getuleysi kerfisins og grimmd skúrkanna. Og með því að vera klikkaðri en allir aðrir sem hann tekst á við reddar hann málunum og þriðjudagskvöldunum fyrir framan sjónvarpið. Þórarinn Þórarinsson

10:50 Newcastle - Man. City 12:30 Formúla 1 15:30 Sumarmótin 2013 16:10 La Liga Report 16:40 Barcelona - Espanyol 18:20 Rayo - Real Madrid 20:00 Man. Utd - Norwich allt fyrir áskrifendur 21:40 Liðið mitt 22:10 Njarðvík - Keflavík fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 23:40 NBA 00:30 Formúla 1

4

10:00 Arsenal - Liverpool 11:40 Man. City - Norwich 13:20 Everton - Tottenham 15:50 Cardiff - Swansea allt fyrir áskrifendur 18:00 Fulham - Man. Utd. 19:40 Newcastle - Chelsea fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:20 Everton - Tottenham 23:00 Cardiff - Swansea 00:40 Hull - Sunderland

SkjárGolf 4

06:00 Eurosport 08:00 World Golf Championship 2013 12:00 World Golf Championship 2013 20:00 World Golf Championship 2013 00:00 The Open Championship Official Film 2000 00:55 Eurosport

5

6

forsala hafin á

og


66

bíó

Helgin 1.-3. nóvember 2013

 Frumsýnd Philomena

Fur ðuFugl ar

Leit að týndum syni Sá snjalli leikstjóri Stephen Frears (Dangerous Liaisons, High Fidelity, The Queen) teflir fram úrvalsleikurunum Judy Dench og Steve Coogan í Philomena. Hér segir Frears ljúfsára sögu Philomenu í gamanmynd um ást og missi. Judy Dench leikur Philomenu Lee sem verður ólétt á unglingsárunum á Írlandi árið 1952 og er send í klaustur. Sonur hennar er tekinn frá henni þegar hann er ennþá ungbarn og er sendur til Bandaríkjanna til ættleiðingar. Næstu fimmtíu ár leitar Philomena árangurslaust að honum. Þegar hún kynnist lífsleiðum og tortryggnum blaðamanni, Martin Sixsmith,

 Bíó Par adís Við erum BesTar!

Pönkarar Moodyssons mættir

Judy Dench og Steve Coogan njóta sín í ljúfsárri gamanmynd Stephens Frears.

sem Coogan leikur, kemst hreyfing á málið. Þau leggja saman í leiðangur til Bandaríkjanna til þess að finna týnda soninn og styrkja vinabönd sín um leið.

Teiknimyndin Furðufuglar, Free Birds, er sýnd í 2D og 3D. Leikararnir Owen Wilson og Woody Harrelson leggja aðalpersónunum til raddir sínar en Wilson talar fyrir kalkúninn Reggie. Forseti Bandaríkjanna hefur náðað hann og hann lifir ósköp notalegu lífi þangað til hann þarf að fara aftur í tíma og breyta gangi sögunnar þannig að kalkúnar verði aldrei framar á matseðli Bandaríkjamanna á þakkargjörðardaginn.

Við erum bestar!, nýjasta mynd sænska leikstjórans Lukas Moodyssons, var sýnd nokkrum sinnum á RIFF og gerði mikla lukku. Þeir sem misstu af henni þá fá nú annað tækifæri þar sem sýningar á henni hefjast í Bíó Paradís í dag, föstudag. Myndin hefur fengið frábærar viðtökur um allan heim og hlaut meðal annars áhorfendaverðlaunin á nýafstaðinni RIFF og aðalverðlaun á Alþjóðlegu Kvikmyndahátíðinni í Tokyo. Myndin gerist í Stokkhólmi 1982 og fjallar um Bobó, Klöru og Hedvig, þrjár þrettán ára stelpur

sem bæði eru hugrakkar, sterkar, veiklyndar, ruglaðar og skrýtnar. Þær þurfa að sjá um sig sjálfar of snemma, og hita sér mat í örbylgjuofninum þegar foreldrarnir eru við vinnu. Þær stofna pönkhljómsveit án nokkurra hljóðfæra, en stöllurnar vilja svo sannarlega koma því á framfæri að pönkið sé ekki dautt.

 Frumsýnd: Thor: The dark World

Landsins mesta úrval

af sófum og sófasettum Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum • Gerð - fleiri en 900 mismunandi útfærslur • Stærð - engin takmörk • Áklæði - yfir 3000 tegundir

Havana

ENDALAUSIR MÖGULEIKAR Í STÆRÐUM OG ÚTFÆRSLUM

Natalie Portman og Chris Hemsworth endurtaka hlutverk sín úr Thor frá 2011 en nú mætir hin heittelskaða Þórs, Jane Foster, til Ásgarðs þar sem svartálfar stefna öllu í uppnám.

Lyon

Íslandsævintýri þrumuguðsins Marvel-myndasögurisinn herjar áfram á kvikmyndirnar af fullum þunga í kjölfar stórsigurs The Avengers í fyrra. Iron Man lét heldur betur til sín taka í sinni þriðju mynd þar sem saga hans var spunnin áfram eftir orrustuna miklu í New York í lok The Avengers. Og nú er röðin komin að þrumugoðinu Þór en í annarri myndinni um hann, The Dark World, eru þræðir úr bæði Thor og The Avengers fléttaðir saman.

Torino

m

Lyon

VIÐ ERUM FLUTT Á BÍLDSHÖFÐA 18

Vertu velkomin! Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is

74,6% *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan - mars 2013 850 svör

... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

Iron Man átti sviðið í sumar í sinni þriðju mynd en nú er röðin komin að Thor á ný.

yndasögurisinn Marvel hóf magnaða og útpælda leiftursókn sína í bíó árið 2008 þegar fyrsta Iron Man-myndin var frumsýnd auk þess sem græni berserkurinn The Hulk gerði aðra atrennu að hvíta tjaldinu. Hugmyndin var að kynna jafnt og þétt til leiks helstu Marvelhetjurnar í þeirra eigin myndum og safna þeim svo saman í allsherjar hasarveislu undir merkjum The Avengers. Iron Man, með frábærum Robert Downey Jr. í titilhlutverkinu, sló í gegn þannig að leikurinn var endurtekinn 2010 með Iron Man 2. Þar mættu Scarlett Johanson í hlutverki Black Widow til leiks ásamt Agent Coulson og Samuel L. Jackson sem Nick Fury en Coulson og Fury hafa dúkkað upp í smáhlutverkum í sjálfstæðu ofurhetjumyndunum og séð um að tengja þær saman í The Avengers. Captain America og Thor fengu að spreyta sig í myndum undir eigin nöfunum 2011, síðan kom allt galleríið saman í The Avengers 2012 og nú tínast hetjurnar aftur til baka á eigin forsendum þangað til þær munu sameinast á ný í The Avengers: Age of Ultron sem Joss Whedon ætlar að skila af sér 2015. Iron Man átti sviðið í sumar í sinni þriðju mynd en nú er röðin komin að Thor á ný. Thor: The Dark World er í raun framhald af fyrri myndinni um þrumuguðinn en að sjálfsögðu hefur The Avengers áhrif á atburðarásina. Í fyrstu myndinni háði Thor baráttu fyrir framtíð Ásgarðs á jörðu niðri og sömu sögu

er að segja af The Avengers sem vörðust vélabrögðum Loka Laufeyjarsonar í New York en þessi mynd gerist að mestu í goðheimum. Búið er að gera við Bifröst, Loki er í gæsluvarðhaldi og stemningin er almennt frekar góð með ásum. Thor verður þó ekki lengi í sinni paradís og föðurhúsum þar sem svatálfar undir forystu hins illa og valdasjúka Malekith ætla að kæfa goðheima í svartamyrkri sínu. Thor þarf því að láta illþýðið kenna á hamrinum góða en Malekith ætlar sér að draga mátt úr goðinu með því að beita fyrir sig Jane Foster, jarðneskri heitkonu Thors. Og að lokum syrtir svo í álinn að Thor neyðist til þess að leysa Loka úr læðingi og fá hann til þess að berjast sér við hlið gegn óvinum Valhallar. Allir helstu leikarar úr fyrri myndinni og The Avengers endurtaka rullur sínar. Chris Hemsworth leikur Thor, Natalie Portman er Jane Foster sem fyrr, Anthony Hopkins leikur Óðin og Idris Elba er Heimdallur. Breski öndvegisleikarinn Christopher Eccleston bætist í hópinn og leikur skúrkinn Malekith. Síðast en alls ekki síst stelur Tom Hiddleston senunni í hlutverki bragðarefsins Loka.

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is



68

bækur

Helgin 1.-3. nóvember 2013

Veglegt ritsafn Guðfinnu Þorsteinsdóttur Félag ljóðaunnenda á Austurlandi gaf í lok sumars út ritsafn Guðfinnu Þorsteinsdóttur í fimm bindum. Guðfinna gaf ljóð sín út undir skáldanafninu Erla í þremur bókum; Hélublóm (1937), Fífulogar (1945) og Ævintýri dagsins, þulur og barnaljóð (1958). Guðfinna fæddist 1891 og lést 1972. Hún var fljúgandi hagmælt og þótti gott skáld. Hún var í hópi fárra kvenna sem fékk gefið út eftir sig efni fyrir miðja síðustu öld. Hún sendi frá sér sex bækur, þrjár ljóðabækur, tvær bækur með þjóðlegum frásögnum og eina þýdda skáldsögu, Slagur vindhörpunnar, eftir William Heinesen. Í raun liggur ótrúlega mikið eftir Guðfinnu í rituðu máli miðað við annasamt líf hennar en hún ól upp níu börn og bjó lengst í Teigi í Vopnafirði ásamt manni sínum, Pétri Valdimar Jóhannessyni (1893-1953). Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, lektor í íslensku við menntavísindasvið Háskóla Íslands, ritstýrði útgáfu safnsins og birtir þar ritgerð um líf og ritstörf Guðfinnu.

 Bók adómur Vince Vaughn í skýjunum

ragnar tekur andköf

Spennusagan Andköf, eftir Ragnar Jónasson, er komin í verslanir. Ragnar hefur vakið athygli á undanförnum árum með glæpasögum sínum og heldur sínu striki ótrauður. Í Andköf finnst finnst ung kona látin undir klettum í Kálfshamarsvík, rétt norðan Skagastrandar, þar sem áður stóð þorp. Ari Þór Arason lögreglumaður fer á Þorláksmessu til að rannsaka málið og kemst að því að bæði móðir og barnung systir hinnar látnu hröpuðu fram af þessum sömu klettum aldarfjórðungi áður. Þeir fáu sem enn búa á staðnum virðast allir hafa eitthvað að fela og áður en jólahátíðin gengur í garð dynur ógæfan aftur yfir.

Nýjar persónur í Skuggasundi Skuggasund, sautjánda bók Arnaldar Indriðasonar, kemur í dag, föstudaginn 1. nóvember, en Arnaldur hefur haft þann sið árum saman að gefa bækur sínar út á þeim degi. Þeir lesendur Arnaldar sem hafa áhyggjur af örlögum Erlendar Sveinssonar rannsóknarlögreglumanns þurfa að bíða eitthvað lengur eftir að Arnaldur varpi ljósi á stöðu hans þar sem höfundurinn kynnir nýjar persónur til leiks í Skuggasundi. Sagan gerist annars vegar í samtímanum en hins vegar á árum síðari heimsstyrjaldar. Bækur Arnaldar hafa verið þýddar á tugi tungumála og selst vel víða um heim og nú hafa Spánverjar tekið honum opnum örmum en Skuggasund hlaut á dögunum spænsku PREMIO RBA DE NOVELA NEGRA 2013 verðlaunin sem veitt eru fyrir óútgefna glæpasögu og var sagan valin úr hátt í tvö hundruð handritum frá ýmsum löndum. Bókin kemur samtímis út á spænsku og íslensku.

 Viðtal Valur gunnarsson sendir fr á sér síðasta elskhugann

Spriklandi fjör

Halldór Armand Ásgeirsson

 Vince Vaughn í skýjunum Halldór Armand Ásgeirsson Mál og menning 149 s, 2013

Þótt allur skáldskapur hljóti einhvern veginn að tengjast samtíma sínum heyrast af og til ramakvein um að íslenskir rithöfundar forðist að takast á við samtíma sinn og kunni best við að kúra í fortíðinni. Dálítið klikkað umkvörtunarefni en lái svo sem hver sem vill fólki sem nennir ekki að menga hugverk sín með endalausum vangaveltum um eftirhrunsárin og það furðusamfélag sem reis upp úr rústunum. Halldór Armand Ásgeirsson bregst vasklega við samtímakröfunni í sinni fyrstu bók, Vince Vaughn í skýjunum og dembir sér út í sturlaðan netheiminn þar sem allir geta orðið frægir eða alræmdir í þeim alheimi sem hefur verið þjappað ofan í tölvur og snjallsíma. Þetta hendir einmitt menntaskólastelpuna Söru, sem vinnur í sundlaug, og lóttókynninn Þóri. Sara verður alþjóðleg stjarna en frægð hans er meira að endemum. Stíll Halldórs og myndmál eru í meira lagi lífleg og textinn flæðir áreynslulaust alveg spriklandi fjörugur og kallast þannig á við viðfangsefnið, þennan ofsahraða og tætingslega samtíma okkar þar sem öll merking er einhvern veginn upp í loft. Sögurnar í bókinni eru tvær langar smásögur eða stuttar nóvellur. Sara á sviðið í þeirri fyrri, Vince Vaughn í skýjunum og Þórir mætir til leiks í seinni sögunni, Hjartað er jójó. Halldór opnar á skemmtilegar pælingar um þann ágenga gerviheim sem hefur tekið yfir rúðustrikað samfélag fortíðarinnar og gerir þetta allt býsna vel og af ungæðislegum þrótti sem hlýtur að springa enn betur út í seinni verkum höfundarins. -ÞÞ

viÐ ERuM BEStAR!

SJÁ SÝNINGARTÍMA Á BIOPARADIS.IS

thE ShiNiNg

(16)

SuNNuDAG: 20.00

ErnEst & CElEstína lau - sun: 16.00 SKÓLANEMAR: 25% AfSLáttuR gEgN fRAMvíSuN SKíRtEiNiS! MEÐ StuÐNiNgi REYKJAvíKuRBORgAR & KviKMYNDAMiÐStÖÐvAR íSLANDS - MiÐASALA: 412 7711

Valur Gunnarsson hefur sent frá sér sína aðra skáldsögu, Síðasta elskhugann. Bókaútgáfan Ormstunga gefur út. Ljósmynd/Hari

Sneri aftur til nútímans þegar allt var komið í óefni á miðöldum Rithöfundurinn Valur Gunnarsson hefur sent frá sér sína aðra skáldsögu, Síðasta elskhugann. Fyrri bók hans gerðist á miðöldum en hér vendir hann kvæði sínu í kross og skrifar ástarsögu sem gerist í nútímanum. Aðalpersónan þykir minna um margt á höfundinn sjálfan.

a

Þessi bók snýst mikið um ástina og mig grunar að sú næsta muni snúast mikið um kynlíf.

llar skáldsögur hljóta einhvern veginn að fjalla um manns innstu þrár jafnt sem hugsanir,“ segir Valur Gunnarsson rithöfundur. Valur hefur sent frá sér skáldsöguna Síðasti elskhuginn. Þetta er önnur bók höfundar en sex ár eru liðin síðan Konungur norðursins kom út. Sögusvið hennar voru miðaldir en nýja bókin gerist á árunum eftir hrun. Síðasti elskhuginn er eins og nafnið gefur til kynna ástarsaga og aðalpersónunni svipar óneitanlega til höfundarins; nemi í sagnfræði og bókmenntafræði sem er á sífelldum ferðalögum og elskar Leonard Cohen. „Þetta er skáldsaga en ég hef unnið heimildarvinnuna mína vel,“ segir Valur þegar líkindin eru borin upp á hann. „Öllum nöfnum hefur verið breytt til að vernda hina seku. En þegar manneskja heitir Júlía Sesar þá getur maður ekki betrumbætt það neitt. Stundum er raunveruleikinn skáldskapnum yfirsterkari.“ Eftir að Valur sendi frá sér Konung norðursins kveðst hann hafa gert nokkrar atlögur að því að skrifa framhald bókarinnar. Um tíma var hann svo djúpt sokkinn í rannsóknarvinnu fyrir bókina að hann var farinn að nema miðaldafræði við háskóla í Árósum. „Þegar allt var í óefni komið fannst mér rétt að stíga úr úr miðaldaheiminum og inn í nútímann. Svo hefur það reynst ákveðið ferli að finna mína eigin rödd því eins og leikarar segja er oft erfiðast að leika sjálfan sig. Maður þarf að finna rétta tóninn og til þess gerði ég ýmislegt; ferðaðist, tók tvær gráður í bókmenntafræði og fylgdist með þróun mála frá Moskvu til New York. Bókin byrjar þar sem logarnir á Austurvelli eru að deyja út, og svo virðist sem þegar byltingarandinn hjaðnar fari fólk meira að huga að því sem stendur sér næst og ekki síst ástar-

málunum. En umheimurinn smýgur alltaf aftur inn, þó að maður reyni að loka hann úti. Sagan er því bæði hluti af en um leið viðbrögð við þessu síð-byltingarferli. “ Leonard Cohen kemur við sögu í Síðasta elskhuganum og þarf kannski engan að undra því Valur er mikill aðdáandi. Hann gaf til að mynda út plötu þar sem hann flutti lög Cohens á íslensku og hefur síðan margoft flutt lög hans opinberlega. Færðu aldrei nóg af honum? „Ég gref hann upp á svona tólf ára fresti, rétt eins og Kínverjar vilja meina að lífið komi í tólf ára hringjum. Cohen hefur verið góður ferðafélagi, það eru tólf ár síðan ég gaf út plötuna Reykjavík er köld og nú tók ég aðra rispu á hann. Bókin er um leið kveðjubréf til Cohens, tími er kominn til að halda áfram þessari vegferð án hans.“ Kveðjustundin verður þó vart fyrr en eftir 18. nóvember næstkomandi en þá mun Valur halda kveðjutónleika fyrir „Cohentímabil“ sitt. Tónleikarnir verða á Rósenberg. Ertu búinn að finna þína fjöl með þessari bók? „Þessi bók er alla vega það sem ég er að segja akkúrat núna og ég held ég geti varla sagt það betur en ég geri þarna. Þegar maður er búinn að finna sína eigin rödd held ég að manni séu allir vegir færir.“ Þannig að það verða varla sex ár í næstu bók? „Nei, ég býst við að við þurfum að komast endanlega til botns í þessum ástarmálum áður en við getum snúið aftur til byltingarinnar. Eða þá miðalda. Þessi bók snýst mikið um ástina og mig grunar að sú næsta muni snúast mikið um kynlíf. Og þá getum við kannski lagt þetta allt frá okkur.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is


m u n a bb m. a P ik öndu e l n i l e 0 a l 2 æ ns gn í um i v um ð í ge n i h i á g ð e l g s Byg hefur sem

Pabbinn er skáldsaga –

byggð á sönnum atburðum. Þetta gerðist svona, en samt ekki alveg … Á bráðskemmtilegan og einlægan hátt lýsir höfundur föðurhlutverkinu og öllu sem því viðkemur. Drepfyndin lýsing sem snertir streng hjá þeim sem lesa. Bókin er einnig komin út í Þýskalandi og hefur hlotið frábærar viðtökur. salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík


70

menning

Helgin 1.-3. nóvember 2013

 Leikhús kúgun og freLsisbar átta kvenna ryðst inn í Leikrit

Mun smartsíminn sameina konur? Umræðurnar um Hús Bernörðu Alba eru ekki síður líflegar og kröftugar en uppfærsla Kristínar Jóhannesdóttur. Þær hafa mikið til snúist um rétt leikstjóra til að setja upp leikrit eftir eigin hugmyndum og rétt gagnrýnenda til að segja sitt álit. Uppfærslan snýst hins vegar ekki um leikhús heldur um kúgun kvenna.

Þ

að hefur verið skemmtilegt að fylgjast með umræðunni í kjölfar frumsýningar á uppfærslu Kristínar Jóhannesdóttur á Húsi Bernörðu Alba eftir Lorca. Annars vegar hefur hún lagst í farveg deilna um hvort leikstjórar eigi eða megi efna til samtals við verkin sem þeir setja upp. Og hins vegar hvort gagnrýnendur eigi eða megi láta eigin smekk og væntingar stjórna umfjöllun sinni um leiksýningar. Og auðvitað er þetta í raun sama deilan. Ef Jón Viðar Jónsson má láta eigin smekk og væntingar stjórna umfjöllun sinni um uppfærslu Kristínar Jóhannesdóttur; má þá Kristín ekki láta eigin skoðanir og væntingar stjórna framsetningu sinni á verki Lorca? Eða öfugt: Ef Kristínu Jóhannesdóttur ber að halda sig við upprunalegt inntak leikrits Lorca ber Jóni Viðari ekki að sama skapi að vera trúr uppfærslu Kristínar og meta hana út frá hennar forsendum? Eins og oft vill verða er ekki endilega lógískt hvernig fólk tekur afstöðu. Það má víða lesa þá skoðun að Kristín megi en Jón Viðar alls ekki. Eða öfugt: Jón Viðar má vegna þess að Kristín mátti alls ekki. Ef listin heldur áfram eftir sýningar að

vinna í huga áhorfenda og út í samfélaginu; má segja að öll list á Íslandi hallist til absúrdisma.

Mismunandi þol fyrir kryddi

Það má víða sjá leikstjóra kallast á við eða snúa upp á gamalt efni í leikhúsunum þessa dagana. Þorleifur Örn Arnarsson snýr til dæmis rækilega upp á Engla alheimsins og Benedikt Erlingsson upp á Jeppa á Fjalli. Stefán Jónsson reynir líka að blása upp þjóðfélagsgagnrýnina í Maður að mínu skapi með samtali einnar persónunnar við salinn. Ef ég man rétt þá fannst Jóni Viðari allar þessar sýningar vondar. Hann hefur sömu afstöðu til leikstjóra og Jónas Kristjánsson til krydds; hann vill ekki að þeir kæfi hið náttúrlega bragð leikritanna. Honum finnst leikstjóraleikhúsið jafn mikið húmbúkk og Jónasi finnst tælenska eldhúsið vitlaust og vont. Auðvitað er það rétt hjá Jóni að galdur leikhússins verður aldrei stærri en þegar bitastætt leikrit lifnar við í meðförum góðra leikara. Sönn list er sjaldnast mjög hávaðasöm. Hún er ágeng á annan hátt. Þetta er skýrt í óperusýningum. Góðir söngvarar (og hljómsveit) geta lyft þokkalegum sýningum upp í hæstu hæðir á meðan það skiptir

Jólablað Fréttatímans Jólablað Fréttatímans kemur út fimmtudaginn 28. nóvember

Jólablað Fréttatímans er góður staður til þess að kynna jólavörunar. Blaðið verður stútfullt af spennandi, jólatengdu efni sem er skrifað af reyndum blaðamönnum. Ekki missa af glæsilegu blaði til þess að koma skilaboðum til viðskiptavina þinna. Auglýsingin mun án efa lifa lengi í jólablaðinu, enda er efnið þannig uppbyggt að fólk geymir blaðið og gluggar ítrekað í það við jólaundirbúninginn. Við bjóðum gæði, gott verð og um 109.000 lesendur HELGARBLAÐ

ÓKEYPIS

ELGARBLAÐ Hafðu samband við Hauglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is ÓKEY

PIS

HELGARBLAÐ

Tilvísanir Kristínar Jóhannesdóttur til baráttu kvenna gegn karlaveldinu voru hver um sig sterkar en svo ólíkar að saman mynduðu þær kannski veik skilaboð.

litlu máli hvað leikstjóri puðar eða búninga-, sviðs- og leikmyndahönnuðir; ef söngvararnir ná ekki að gæða persónur sínar ríku innra lífi er allt dautt á sviðinu. Listin býr ekki í verkinu eða fyrirætlunum uppsetningarinnar. Hún verður til á sviðinu og það eru söngvararnir sem búa hana til. En það eru ekki alltaf jólin, eins og margir hafa bent á. Og það heyrðist á sýningu Íslensku óperunnar á Carmen. Jafnvel þótt sú uppfærsla hefði verið einfölduð til að ýta undir sönginn þá hefði hún ekki náð flugi. Til þess réðu of fáir söngvarar við stóran sal og hinir voru flestir í hlutverkum sem hæfðu hvorki rödd þeirra né karakter. Að ósekju hefði leikstjórinn því mátt leggja til einhverja afgerandi sýn á verkið og persónurnar í stað þess að bjóða upp á einskonar ljósrit af hefðbundinni (og útjaskaðri) Carmen-sýningu. Uppfærsla drekkhlaðin virkum athugasemdum frá leikstjóra hefði ekki fært okkur þann galdur sem aðeins góðir söngvarar geta náð fram; en hún hefði hugsanlega frjóvgað huga okkar þessa kvöldstund sem við eyddum í Hörpu. Ef Íslenska óperan vill setja upp hefðbundnar óperusýningar verður hún að auka kröfur til söngvara og flytja þá inn listamenn sem hæfa verkefnunum. Að öðrum kosti verður hún að þróa verkefnaval sitt og uppfærslur frá hefðbundnum uppfærslum á allra vinsælustu óperunum. Enda má spyrja hvort áhorfendur hafi ekki þegar gott aðgengi að slíkum sýningum.

Smurt ofan á leikrit

En Kristín Jóhannesdóttir er ekki fyrirferðarmikil í uppfærslu sinni vegna þess að leikhópurinn sé ójafn eða ráði ekki við verkið. Hún er varla að breiða yfir veikleika verksins (eins og Benedikt Erlingsson og Stefán Jónsson) né að glíma við fastmótaðar fyrirframhugmyndir áhorfenda (eins og Þorleifur Örn Arnarsson) heldur ákvað hún líkast til að bæta við sínu lagi ofan á leikrit Lorca vegna þess að hún á þetta og má þetta (eins og strákarnir segja). Hún tekur sér þetta vald – og vei þeim sem efast um rétt hennar til þess. (Reyndar má segja að slíkar efasemdir fullkomni verk Kristínar. Það mætti vel lesa upp úr gagnrýni

Jóns Viðars með öðrum tilvitnunum í karla sem hafa viljað vísa konum til viðeigandi sætis.) Lagið sem Kristín smyr ofan á Lorca er annars vegar tilvitnanir (flestar æði fornar) í karla þar sem þeir skilgreina konur sem undirsettar og hins vegar tilvísanir í andóf kvenna gegn aldalangri kúgun sem er inngróin í menningu okkar og samfélag. Karlarnir hljóma allir meira og minna eins (ég viðurkenni að ég man ekki lengur í hverja var vitnað; en mér fannst ég hafa margsinnis heyrt þetta allt áður og í sambærilegu samhengi). Konurnar sem rufu leikrit Lorca voru hins vegar af ýmsum sortum. Simone de Beauvoir gekk inn á sviðið með gusti konu sem hefur öðlast viðurkenndan sess og hvatti hún til samstöðu kvenna. Tawakkol Karman og Malala Yousafzai huldu hár sitt að kröfu Islam og ræddu gildi menntunar og þátttöku kvenna í opinberu lífi. Guerrilla Girls, Pussy Riot og FEMEN voru herskárri og pönkaðri; gáfu feðraveldinu á kjaftinn og heimtuðu réttlæti; höfðu enga biðlund í hægfara þróun eða málamiðlanir. Svo stökk Black Mamba úr Kill Bill-myndum Quentin Tarantino fram á sviðið og sýndi leikni sína í að sveifla samuraisverði.

Ólíkar og andstæðar tilvísanir

Ég býst við að þetta samansafn tilvísana hafi verið búið til á æfingum. Kristín hefur líklega innt hópinn eftir táknmyndum um women's power og þessar verið nefndar. Og það fylgdi þeim mikill uppreisnarkraftur; alla vega Guerrilla Girls, Pussy Riot, FEMEN og Black Mamba. Múslimsku baráttukonurnar komu frekar með hjartað og þrautseigjuna og Simone de Beauvoir með greiningarvitið. Ef eitthvað af þessum konum hefðu sloppið inn í leikritið er ekki að efa að þeim hefði tekist að ögra þeim Alba-systrum til að aðgerða (og Black Mamba hefði líklega höggvið Bernörðu í tvennt). (Ég get ekki annað en nöldrað aðeins undan því að konurnar skyldu hleypa inn í sýninguna persónu sem Quentin Tarantino bjó til. Kill Bill er að sumu leyti fyrir konur það sem Inglourious Basterds var fyrir gyðinga og Django Unchained fyrir svarta. Þetta eru hefndarsögur þar sem fulltrúar kúgaðra hópa fá

að slátra kúgurum sínum á hvíta tjaldinu; einskonar sárabætur í boði bíónördsins fyrir að hafa ekki haft dug til þess í raunveruleikanum. Þrátt fyrir að drepa á mikilsverðum málum eru þessar myndir Tarantino hins vegar tóm froða. Allt virðist verða að Hrafninn flýgur hjá Tarantino.) Vandi uppfærslu Kristínar á Húsi Bernörðu Alba liggur í að ná þessum tilvísunum, sem hún leggur ofan á leikrit Lorca, í einhverja niðurstöðu. Og líka í að tengja hana lífi þeirra sem sitja út í sal og horfa og hlusta. Við vitum öll af heimskunni og grimmdinni að baki kúgun kvenna, við finnum til löngunar að sprengja hana upp; en hvað eigum við að gera til þess? Er hægt að setja Tawakkol Karman á bassann í Pussy Riot? Senda FEMEN á Tahrir-torg? Eða taka pennann úr hendi Simone de Beauvoir og fá henni samurai-sverð? Í einu inngripinu í sýninguna mætti kona sem hefur kallað eftir breiðri samstöðu og mikilvægi þess að kvennabaráttan sé samfléttuð inn í uppbyggingu réttláts samfélags. Í þeirri næstu birtust konur sem gefa skít í slíkt samstöðutal og telja það aðeins leiða til áframhaldandi kúgunar; gefi feðraveldinu færi á að aðlaga kúgun sína nýjum aðstæðum.

Fallin kenning

Gallinn við að safna saman svona sterkum táknmyndum úr kvennabaráttunni er að þeim hættir til að verða eins og myndskreyting við popplag (kannski Give Peace a Chance eða eitthvað ámóta). Þær vekja með okkur löngun til að allt verði betra; en við erum engu nær um hvernig það geti gerst. En á meðan lagið rúllaði í gegn fannst okkur við betra fólk; vegna þess að við fundum fyrir þessari löngun í brjóstinu — þótt við gerðum svo sem ekkert. (Þetta er viðvarandi andlegt og félagslegt ástand okkar flestra.) Í lok sýningarinnar ber Kristín áfram þá kenningu (eða ósk) að ný samskiptatækni geti sameinað fólk í baráttunni gegn kúgunaröflunum. Kvennaskari stendur á sviðinu, íklæddur slæðum, og heldur á lofti smartsímum og við heyrum smsin berast hvert af öðru. Byltingin er hafin. Því miður er þessi kenning hins vegar þegar fallin. Það vita Íslendingar eftir búsáhaldabyltingu, Egyptar eftir arabíska vorið, Íranir eftir grænu byltinguna, fólkið í Úkraínu eftir appelsínugulu byltinguna og svo áfram nær endalaust. Það hefur margendurtekið sig undanfarin ár að þótt takist að safna saman fólki til að andmæla þrúgandi ástandi og óréttlátum stjórnvöldum; þá leiðir það ekki til samfélagsbreytinga. Og, því miður; oftast þvert á móti. Nær án undantekninga hefur óróinn í samfélögunum opnað leið til valda fyrir enn afturhaldssamari öfl. Reynsla síðustu ára hefur dregið skýrt fram að það er ekki nóg að svara því hvað fólk vill EKKI til að kalla fram mótmæli; heldur verður að svara því hvað fólk vill til að ná fram breytingum. Og því þurfa femínistar að svara eins og aðrir sem knýja á um nýjan og réttlátan heim. Ég fór í Gamla bíó til að heyra nýtt og ferskt svar við þeirri spurningu. Ég fékk kröftuga og áhugaverða sýningu en hins vegar furðu veikt og æði velkt svar við hinni brennandi spurningu. En kannski hékk skýrt svar í loftinu þótt ég hafi ekki gripið það.

Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is


K VO S I N H O T E L

AIRWAVES Á AIRWAVE KVOSIN HOTEL Kvosin Hotel er nýtt hótel í hjarta Reykjavíkur. Kvosin stendur við Kirkjutorg, beint á móti Dómkirkjunni og Alþingi. Í Kvosarportinu, milli hótelsins, Vínbarsins og Bergsson Mathúss, er nýtt „off-venue“ á Iceland Airwaves. Það er ókeypis inn, þannig að það er engin sjáanleg ástæða fyrir því að mæta ekki.

FIMMTUDAGUR - 31/10

FÖSTUDAGUR - 01/11

LAUGARDAGUR - 02/11

19:45 ÞÓRUNN ANTONÍA

14:30 SARAH MACDOUGALL

20:30 HLJÓMSVEITIN EVA

15:15 WE ARE WOLVES

21:10 DRANGAR

16:00 SHINY DARKLY

(CA)

(DK)

16:45 CARMEN VILLAIN

ÞAÐ VÆRI LEIÐINLEGT AÐ MISSA AF ÞESSU.

17:30 GIRLS IN HAWAI

(NO)

(BE)

(CA)

12:00-14:00 2:00-14:00 AIR IS IN THE WORDS 12:00 ANDRI SNÆR OG RYAN BOUDINOT TÓNLIST: DANÍEL BJARNASON 13:00 MEÐGÖNGULJÓÐASTELPUR TÓNLIST: SAMARIS

18:15 ELÍN EY

14:15 AARON AND THE SEA

19:00 PÉTUR BEN

15:00 ELECTRIC EYE

19:45 KK

16:30 THE BALCONIES

20:30 FOX TRAIN SAFARI

17:15 CAVEMAN

(US)

(NO) (CA)

(US)

18:00 MYRRA RÓS 18:45 PIKKNIKK 19:20 JOHN GRANT

(US)

20:30 SÍSÝ EY

WO N D E R F U L RO O M S K I R K J U T O RG 4 – 101 R E Y K JAV Í K

WWW.KVOSINHOTEL.IS T: + 3 5 4 571 4 4 6 0 – F: + 3 5 4 5 52 16 01


72

menning

Helgin 1.-3. nóvember 2013

 Þjóðminjasafnið Beinagrindur og Þúsund ár a gömul sverð

Barnaleiðsögn og forngripagreining Boðið verður upp á ókeypis barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands næstkomandi sunnudag, 3. nóvember, klukkan 14. Safnkennarar munu ganga með börnunum gegnum grunnsýningu Þjóðminjasafnsins „Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár“. Ferðalagið hefst á slóðum landnámsmanna á 9. öld. Þaðan liggur leiðin gegnum sýninguna og 1200 ára sögu þjóðarinnar fram til nútímans. Ýmsir spennandi munir á safninu verða skoðaðir, meðal annars beinagrindur, 1000 ára gömul sverð, gamaldags leikföng og dularfullur álfapottur. Þá verður skyggnst inn í silfurhelli en þar leynast drekar, fiðrildi og annað forvitnilegt. Leiðsögnin er um 45 mínútur að lengd.

Þjóðminjasafnið býður almenningi enn fremur að koma á sunnudaginn klukkan 1416 með eigin gripi í greiningu til sérfræðinga Þjóðminjasafnsins. Eigendur taka gripina með sér aftur að greiningu og myndatöku lokinni en greiningin snýst um aldur, efni og uppruna gripanna en ekki verðgildi þeirra. Greiningin er ókeypis en fólk er beðið að hafa einungis 1-2 gripi meðferðis og að taka númer í afgreiðslu safnsins en aðeins 40 gestir komast að. -jh Ókeypis barnaleiðsögn verður í Þjóðminjasafninu á sunnudaginn. Sama dag býðst almenningi að koma með eigin gripi til greiningar.

Fimmtíu þúsund gestir á Mary Poppins Velgengni Mary Poppins heldur áfram og mun gestur númer 50.000 mæta á sýningu nú um helgina, að því er fram kemur í tilkynningu Borgarleikhússins. Hann verður leystur út með veglegum vinningum. „Óhætt er að segja að leikhúsgestir hafi tekið Mary Poppins og Bert vini hennar fagnandi og laugardaginn 10. nóvember er komið að sýningu númer 100,“ segir enn fremur. Sýningin er sú viðamesta og flóknasta sem Borgarleikhúsið hefur nokkru sinni ráðist í – mannmörg og krefjandi dans- og söngatriði, hraðar og stórar sviðsskiptingar, háskaleg flugatriði og ótal tæknibrellur. Alls eru 50 manns á sviði í Mary Poppins. Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Guðjón Davíð Karlsson eru í hlutverkum Mary Poppins og sótarans Bert.

 myndlist steinunn Þór arins sýnir á Íslandi eftir sjö ár a hlé

Stebbi Hilmars með jólatónleika Stefán Hilmarsson heldur jólatónleika í Salnum föstudagskvöldið 20. desember. Þar verða flutt lög af plötunni „Ein handa þér“ í bland við sérvalin stemningar- og hátíðarlög og lög af nýrri jólaplötu sem Stefán hyggst gefa út að ári. „Fjölmargir hafa hvatt mig eindregið til að halda slíka tónleika frá því að ég sendi frá mér jólaplötuna fyrir fimm árum og ég finn það nú sterklega að ýmsir bíða í ofvæni,“ segir Stefán um tónleikana. Hann segir ennfremur að mörg laganna hafi hann ekki sungið opinberlega fyrr, því þegar „Ein handa þér“ kom út á sínum tíma gafst ekki tími til tónleikahalds sökum anna á öðrum vígstöðvum. Miðasala hefst í dag, föstudaginn 1. nóvember, á salurinn.is. Fram að jólatónleikunum geta aðdáendur Stefáns hlakkað til viðhafnartónleika Sálarinnar sem verða í Hörpu 9. nóvember. Enn eru lausir miðar á Stefán aukatónleika sem bætt var við. Hilmarsson.

Leikur sér í skemmtilegu rými Myndlistarkonan Steinunn Þórarinsdóttir hefur vakið athygli með verkum sínum víða um heim og eftirspurnin eftir verkum hennar til sýninga er það mikil að hún hefur ekki haft ráðrúm til þess að sýna hér heima í sjö ár. Úr þessu verður bætt á föstudaginn þegar Steinunn opnar sýningu í galleríinu Tveimur hröfnum þar sem hún segist njóta sín vel í skemmtilegu rými.

Mýs og Menn – HHHHH – „Frábærlega vel heppnuð“

– SGV, Mbl

Mary Poppins (Stóra sviðið)

Fös 1/11 kl. 19:00 aukas Sun 10/11 kl. 13:00 Lau 23/11 kl. 13:00 Lau 2/11 kl. 13:00 aukas Fim 14/11 kl. 19:00 aukas Sun 24/11 kl. 13:00 Sun 3/11 kl. 13:00 aukas Fös 15/11 kl. 19:00 aukas Fim 28/11 kl. 19:00 aukas Fim 7/11 kl. 19:00 aukas Sun 17/11 kl. 13:00 Fös 29/11 kl. 19:00 Fös 8/11 kl. 19:00 aukas Fim 21/11 kl. 19:00 aukas Lau 30/11 kl. 13:00 Lau 9/11 kl. 13:00 Fös 22/11 kl. 19:00 Sun 1/12 kl. 13:00 Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala.

Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið)

Fös 1/11 kl. 20:00 18.k Þri 19/11 kl. 20:00 aukas Fim 12/12 kl. 20:00 37.k Lau 2/11 kl. 20:00 19.k Mið 20/11 kl. 20:00 28.k Fös 13/12 kl. 20:00 38.k Sun 3/11 kl. 20:00 20.k Fim 21/11 kl. 20:00 29.k Lau 14/12 kl. 20:00 39.k Mið 6/11 kl. 20:00 aukas Fös 22/11 kl. 20:00 30.k Sun 15/12 kl. 20:00 40.k Fim 7/11 kl. 20:00 23.k Mið 27/11 kl. 20:00 aukas Þri 17/12 kl. 20:00 Fim 28/11 kl. 20:00 31.k Mið 18/12 kl. 20:00 Fös 8/11 kl. 20:00 21.k Fös 29/11 kl. 20:00 32.k Fim 19/12 kl. 20:00 Lau 9/11 kl. 20:00 22.k Sun 1/12 kl. 20:00 33.k Fös 20/12 kl. 20:00 Sun 10/11 kl. 20:00 24.k Fim 5/12 kl. 20:00 34.k Fim 26/12 kl. 20:00 Mið 13/11 kl. 20:00 25.k Fös 6/12 kl. 20:00 35.k Fös 27/12 kl. 20:00 Fim 14/11 kl. 20:00 26.k Fös 15/11 kl. 20:00 27.k Sun 8/12 kl. 20:00 36.k Lau 28/12 kl. 20:00 Epískur tónsjónleikur. ATH! Ekki unnt að hleypa inní sal eftir að sýning hefst

Mýs og menn (Stóra sviðið)

Lau 2/11 kl. 20:00 4.k Lau 16/11 kl. 20:00 7.k Sun 24/11 kl. 20:00 10.k Lau 9/11 kl. 20:00 5.k Sun 17/11 kl. 20:00 8.k Lau 30/11 kl. 20:00 Lau 23/11 kl. 20:00 9.k Sun 10/11 kl. 20:00 6.k Meistaraverkið eftir John Steinbeck aftur á svið í takmarkaðan tíma

Hús Bernhörðu Alba (Gamla bíó)

Sun 3/11 kl. 20:00 6.k Lau 16/11 kl. 20:00 9.k Sun 24/11 kl. 20:00 Lau 9/11 kl. 20:00 7.k Sun 17/11 kl. 20:00 10.k Lau 30/11 kl. 20:00 Lau 23/11 kl. 20:00 Sun 10/11 kl. 20:00 8.k Sígilt verk Lorca í kraftmikilli nálgun okkar fremstu listakvenna

Saumur (Litla sviðið)

Sun 10/11 kl. 20:00 3.k Fim 21/11 kl. 20:00 4.k Fös 22/11 kl. 20:00 5.k Nærgöngult og nístandi verk eftir eitt magnaðasta samtímaleikskáld Bretlands

Haustsýning ÍD: Tímar Sentimental, again (Stóra sviðið) Sun 3/11 kl. 20:00 5.k Tímar eftir Helenu Jónsdóttur; Sentimental, again eftir Jo Strömgren

Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is

Það er búið að vera svo mikið að gera á öðrum vettvangi í öðrum löndum.

s

teinunn Þórarinsdóttir hefur starfað sem myndlistarmaður í 35 ár. Hún hefur lengi haft í nógu að snúast í útlöndum en opnar nú fyrstu sýningu sína á Íslandi í sjö ár í galleríinu Tveir hrafnar. „Ég hef ekki verið með sýningu í galleríi eða safni á Íslandi síðan 2006,“ segir Steinunn. „Það er búið að vera svo mikið að gera á öðrum vettvangi í öðrum löndum. Öll

Steinunn Þórarinsdóttir kann ákaflega vel við sig í galleríinu Tveir hrafnar en klukkan 17 á föstudaginn opnar hún fyrstu sýningu sína á Íslandi síðan 2006. Ljósmynd/Hari

Kynlaus tákn mennskunnar Steinunn Þórarinsdóttir hefur verið starfandi myndlistarmaður í 35 ár. Steinunn hefur unnið að fígúratífum skúlptúr frá byrjun ferils síns en hún lærði í Bretlandi og á Ítalíu. Það markaði strax verkum hennar ákveðna

sérstöðu í íslenskum myndlistarheimi. Fígúrur hennar eru kynlaus tákn mennskunnar. Þær innihalda lífrænan sprengikraft í áferð og formun. Hún notar mörg mismunandi efni

til að þjóna hugmyndum verka sinna. Verk Steinunnar hafa frá upphafi tengst íslenskri náttúru sterkum böndum. Samtal mannsins við náttúruna, umhverfi sitt og samfélagið er leiðarstef í list hennar.

orkan og verkin hafa einhvern veginn farið í sýningar erlendis síðustu árin þannig að það er mjög gaman að takast á við þetta í þessu skemmtilega rými í Tveimur hröfnum hjá þeim hjónum Höllu og Gústa.“ Hjónin Halla Jóhanna Magnúsdóttir og Ágúst Skúlason reka Tvo hrafna saman en bæði hafa ákafan áhuga á myndlist og hafa undanfarið boðið upp á áhugaverðar sýningar þar sem til dæmis Jón Óskar og Hulda Hákon hafa sýnt saman og nú síðast sýndi Hallgrímur Helgason í galleríinu. „Við ákváðum að prófa samstarf fljótlega eftir að þau opnuðu galleríið. Þau eru svo jákvæð, áhugasöm og eru í þessu af fullum krafti. Það er svo gott hvað maður finnur vel fyrir því og við ákváðum bara að slá til og þetta er búið að vera mjög gaman.“ Steinunn segir að verkin á sýningunni séu mikið til ný verk úr ýmsum efnum en þar sem verk hennar eru mörg hver plássfrek leikur hún sér dálítið með rýmið. „Við skulum segja að mottóið „less is more“ eigi svolítið við á þessari sýningu. Á henni eru tvær fígúrur í líkamsstærð og ein sitjandi á bekk á torginu fyrir framan galleríið.“ Steinunn sýnir einnig minni fígúrur. „Þetta eru fígúrur sem eru um 40 sentímetra há og eru reyndar eitthvað sem ég hef gert alveg frá upphafi. Rýmið í galleríinu er fallegt og bjart þó það sé ekki mjög stórt og er með stórum gluggum sem vísa út í heiminn. Þess vegna er ég líka með verk úr gleri sem kalla á dagsljósið, installasjónir á frístandandi vegg sem er í galleríinu. Ég hef mótað gler alveg frá því ég var í námi í Bretlandi fyrir 35 árum síðan. Þannig að glerið hefur alltaf verið partur af mínum efnabanka. Veggurinn í galleríinu kallaði í mínum huga á eitthvað loftkennt eins og reyndar sýningin öll ber ákveðinn keim af. Báðar glerinnsetningarnar vísa í sköpun og fegurð náttúrunnar en einnig hversu viðkvæm hún er og brothætt“. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


Óumdeildur glæpasagnameistari Íslendinga bregst ekki í nýrri verðlaunabók. Skuggasund er mögnuð saga um syndir sem aldrei fyrnast og atvik sem aldrei gleymast.

KKKKK D e

T e l e g r a a f

Skuggasund hlaut spænsku glæpasagnaverðlaunin

www.forlagid.is


74 

samtíminn

Helgin 1.-3. nóvember 2013

Samkvæmt könnun mmR vill meiR a en helminguR ungS fólkS flytja til útlanda

Ísland þessarar aldar að breytast í Vestfirði síðustu aldar Þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld hafi alla síðustu öld rekið byggðastefnu til að stöðva fólksflóttann af landsbyggðinni og sú stefna hafi aðeins gert illt verra virðast stjórnvöld þessarar aldar ætla að útvíkka þessa sömu stefnu yfir á landið allt í von að hún færi okkur endurreisn landsins.

m

arkaðsrannsóknarfyrirtækið MMR birti í fyrri viku niðurstöður könnunar um hvort landsmenn hefðu hugsað um að flytja til útlanda á síðustu mánuðum. Samkvæmt könnuninni höfðu um 40 prósent landsmanna íhugað að flytja. Það er nokkuð stór hópur; tveir af hverjum fimm. Samkvæmt könnuninni höfðu fleiri karlar en konur íhugað flutning úr landi og ívið fleiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Eftir því sem fólk hefur lægri tekjur því líklegra er það til að vera að velta fyrir sér að byrja nýtt líf í öðru landi – kannski skiljanlega. En mesti munurinn á afstöðu fólks til brottflutnings var eftir aldursflokkum. Af fólki eldra en fimmtugt sagðist tæpur fjórðungur hafa hugsað sér til hreyfings, 2/5 af fólki milli þrítugs og fimmtugs en 57% fullorðins fólks undir þrítugu – vel rúmlega annar hver ungur maður og ung kona. Ef við gerum ráð fyrir að fólkið á aldrinum 30 til 50 ára eigi helminginn af börnunum og fólk undir þrítugu og fólk yfir fimmtugu sitt hvorn fjórðunginn; þá þýðir þetta að Íslendingum myndi fækka um rúmlega 120 þúsund ef allt þetta fólk léti verða af vangaveltum sínum um brottflutning. Íslendingar yrðu þá aftur 200 þúsund eins og þeir voru 1968; en náttúrlega miklu eldri þar sem fleira ungt fólk

vill flytja til útlanda. Og það tæki börnin með sér. Þetta hljómar svoldið kjánalega. Auðvitað er það æði ólíklegt að allir sem hafa hugsað með sér að flytja til útlanda láti verða að því samtímis. En samt ekki. Saga Íslands á tuttugustu öld snérist að stærstu leyti um fólk sem tók sig upp og flutti; ekki frá Íslandi til útlanda heldur frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar.

Saga Íslands er saga af fólksflótta

Þegar þessir þjóðflutningar brustu á voru engin könnarfyrirtæki til að kanna hug fólks. En ætli niðurstaðan hefði ekki orðið svipuð og í könnun MMR í vikunni; ætli 2/5 hlutar Vestfirðinga hefðu ekki haft hug á að taka sig upp og flytja í bæinn milli stríða og það hafi einkum verið unga fólkið. Það varð alla vega raunin. Árið 1925 voru Vestfirðingar rúmlega 13 prósent af þjóðinni en eru nú rúmlega 3 prósent. Vestfirðingar eru því aðeins fjórðungurinn af því sem þeir væru ef ekki hefði komið til fólksflóttans á síðustu öld. Um aldamótin 1900 bjuggu um 10 prósent landsmanna á höfuðborgarsvæðinu, 1950 var hlutfallið komið í 45 prósent, yfir 60 prósent um aldamótin 2000 og er í dag um 66 prósent — eða 2/3. Ísland er í raun borgríki og varð það fyrir löngu.

HEfur Þú HuGSað um að flytja ErlENdiS [utaN] á SÍðaStliðNum máNuðum? - þeir sem tóku afstöðu 80% 60%

60,1%

40% 20% 0

26,5% 13,3% Já vegna efnahagsástandsins

Já en vegna annarra ástæðna en efnahagsástandsins

Nei

Spurt var: „Hefur þú hugsað um að flytja erlendis [utan] á síðastliðnum mánuðum?“ Svarmöguleikar voru: „Já vegna efnahagsástandsins, já en vegna annarra ástæðna en efnahagsástandsins, nei og veit ekki/vil ekki svara“. Samtals tóku 97,6% afstöðu til spurningarinnar. Heimild: mmr

Ert þú að huga að dreifingu? Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt.

Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is

Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur.

Það skrítna er að alla síðustu öld var eitt helsta meginmarkmið stjórnvalda að sporna við flóttanum af landsbyggðinni og til þess var varið svimandi fjármunum. Þessi stefna fólst fyrst og fremst í því að styðja við forna atvinnu- og lífshætti; reyna að frysta fortíðina með einhverjum hætti. Það voru hins vegar þessir fornu lífshættir sem fólkið á landsbyggðinni var að flýja og því má segja að stefna stjórnvalda hafi í raun ýtt undir flóttann frekar en hitt. Það má svo sem deila um ýmsa þætti byggðastefnunnar; hvort þessi aðgerðin eða hin hafi verið til gagns eða ekki. En um eitt þarf ekki að deila. Ef markmiðið var að stöðva fólksflóttann af landsbyggðinni þá mistókst þessi stefna algjörlega. Byggðastefnan var næstum því jafn vitlaus og gjaldeyrisstefnan. Í ljósi þessarar sögu er því stórundarlegt að núverandi stjórnvöld virðast helst vilja yfirfæra hina föllnu byggðastefnu yfir á landið allt; beita nokkurs konar frystingu til endurreisnar gamalla atvinnuog lífshátta, gamalla hugmynda, afstöðu og gilda. Þetta er stefna sem eins og gamla byggðastefnan hafnar þeim sem hugsa sér til hreyfings; segir að farið hafi fé betra og leggur allt upp úr því að sannfæra hina sem hafa ekki getu, kjark eða vilja til að flýja um að þeir hafi rétt fyrir sér. En samkvæmt reynslu sögunnar getur slík stefna ekki annað en ýtt undir flóttann.

Nýjum láglaunahópum rennt undir fyrirtækin

En það skrítnasta við stefnu stjórnvalda er að samhliða endurreisn og útvíkkun fornrar byggðastefnu ýta þau undir andstöðu við innflytjendur. Það fer hins vegar alls ekki saman við byggðastefnuna gömlu; eins og reynslan af landsbyggðinni sýnir. Ef breyta á Íslandi þessarar aldar í Vestfirði síðustu aldar þarf að skapa rými fyrir stórkostlegan innflutning fólks til að vega á móti landflótta innfæddra. Byggðastefna síðustu aldar (sem í raun var fyrst og fremst stuðningur við þá sem áttu atvinnutækin, skipin og kvótann) breytti stórum hluta landsbyggðarinnar í vinnubúðir fyrir láglaunafólk; einhæf samfélög sem stóðu ekki undir óskum og væntingum meirihluta fólksins. Síðustu áratugina hafa flest samfélög á landsbyggðinni hrörnað; völd og áhrif hafa færst frá þessum samfélögum og æ fleiri mikilvægar ákvarðanir eru teknar utan þeirra. Flest fyrirtæki og stofnanir eru í raun útibú; æðstu stjórnendur og valdsfólk er flutt á brott. Í stað þess að almenningur (alþýðan) notaði ríkisvaldið til að móta samfélagið að eigin þörfum og væntingum var ríkisvaldið á tuttugustu öld notað til að vernda og styrkja hlut hinna ríku, eignaog valdamiklu. Og þegar stór hluti almennings flúði þessa þróun á landsbyggðinni (eða skort á þróun samfélaganna) var nýjum láglaunahópum rennt undir fyrirtækin svo þau gætu áfram haldið að greiða út lág laun og skila fámennum eigendahópi sínum (hinni eiginlegu elítu á Íslandi) meginþorranum af arðinum.

Til að stöðva fólksflóttann þurfa stjórnvöld að hugsa eins og fólkið sem vill flytja til útlanda – ekki eins og fólkið sem sættir sig við samfélagið eins og það er.

Íslendingar geta þakkað sínum sæla fyrir að nokkur fjöldi fólks (á okkar mælikvarða) hefur flutt hingað á undanförnum árum frá landsvæðum þar sem kjör er lakari. Af þessum sökum hanga Íslendingar enn í flokki þeirra þjóða sem hafa jákvæðan ballans í tilflutningi fólks. Ef þetta fólk hefði ekki flust hingað væru Íslendingar meðal þeirra þjóða sem eru að skreppa saman vegna brottflutnings fólks; fólks sem hefur misst trú á að samfélagið geti tryggt því gott og öruggt líf. Og það er ekki gott fyrir samfélög að falla niður í þann flokk; þegar þau skreppa saman vegna brottflutnings fólks. Þegar það gerist fer af stað illviðráðanleg keðjuverkun sem erfitt er að stöðva. Það er saga flestra byggðarlaga á landsbyggðinni. Og það getur vel orðið saga Íslands á næstu áratugum.

Þótt líkaminn sé á mölinni er andinn í sveitinni

Hin mislukkaða byggðastefna síðustu aldar ýtti ekki aðeins undir fólksflótta frá landsbyggðinni heldur hafði líka mikil áhrif á sjálfsmynd þjóðarinnar; gerði hana í raun að nokkurs konar andlegum krypplingi. Sú mikla og almenna áhersla á að þeir sem fluttu burt hafi svikið sína heimabyggð varð að rótgróinni sannfæringu um að samfélagið á höfuðborgarsvæðinu væri á einhvern hátt óekta og óæðra. Það er eitt af meginstefjum íslenskrar menningar að hið sanna líf sé á landsbyggðinni; að hún ein geti fóstrað rétt viðhorf og heilbrigð gildi. Samfélagið þar sem mestur fjöldinn býr og þar sem mannlífið er fjölbreyttast og líklegast til að geta af sér nýjar lausnir og viðhorf; hefur verið undirsett og véfengt; almennt talið spillt og afvegaleitt. Lífið á mölinni er einskonar Ástand; svik við fósturmoldina, fjallkonuna og allt það lið. Þetta eru ekki aðeins viðhorf fólks á landsbyggðinni heldur ekki síður fólksins á mölinni. Það er enn bundið andlegum átthagafjötrum. Það er varla að bókmenntir okkar eða kvikmyndir hafi skilað okkur einni heiðvirðri persónu sem er fædd og uppalin á mölinni. Samt er svo til allt af þessum verkum unnið á mölinni. Heiðarleiki, einurð og góðir mannkostir eru enn tengdir

afdölum í samfélagi sem er í raun borgríki.

Samfélag eins og fólk helst vill

Þrátt fyrir að byggðastefna síðustu aldar hafi verið kostnaðarsöm og unnið gegn öllum markmiðum sínum kannast ég ekki við að nokkurn tímann hafi staðið til að gera upp við þessa stefnu. Jafnvel enn síður en við gengisstefnuna. Þrátt fyrir að öllum hafi verið ljóst að byggðastefnan virkaði ekki og þarfnaðist róttækar endurskoðunar var vanalega brugðist við með því að gera enn meira af því sama. Ef stuðningur við forna lífs- og atvinnuhætti stöðvuðu ekki fólksflóttann var yfirleitt brugðist við með því að auka enn við þennan stuðning. Sem aftur jók fólksflóttann og kallaði á enn frekari stuðning. Margt í umræðu dagsins bendir til að við séum að endurtaka þennan vítahring; en nú gegn samfélaginu öllu. Þrátt fyrir að öllum sé ljóst að íslenskt samfélag hafi orðið fyrir gríðarlegu áfalli og að undirstöður þess hafi verið feysknar er ríkastur vilji til að endurreisa það helst nákvæmlega eins og það var. Jafnvel óþurftar fyrirbrigði á borð við tví- og þríokun í olíu-, byggingarvöru- og matvöruverslun, tryggingar-, fjarskipta- og bankastarfsemi er endurreist með afli lífeyrissjóðanna, fjármunum alþýðunnar, þrátt fyrir að þetta fákeppniskerfi sé ein helsta ástæða þess að hér eru lífskjör almennings lakari en í nálægum löndum. Vandi íslensks samfélags er hvorki lítill né tímabundinn. Þetta fámenna samfélagið stendur frammi fyrir því að stór hluti landsmanna (og meiri hluti ungs fólks) er að íhuga að flytja af landi brott í leit að betra lífi. Mörg undanfarin ár hafa fleiri Íslendingar flutt frá landinu en til þess. Til að stöðva þessa þróun þarf að flytja umræðuna og fókus stjórnvalda frá því samfélagi sem þeir sem eftir sitja geta sætt sig við og til þess að móta hér samfélag eins og þeir sem eru við það að flýja land myndu helst vilja búa í.

Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is


Ástarsögur af hvíta tjaldinu Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur kvikmyndatónlist úr ýmsum áttum Fim. 7. nóv. » 19:30

Verð frá 2.300 kr.

Tryggið ykkur miða

Tónlist úr ýmsum kvikmyndum Frank Strobel hljómsveitarstjóri

Á þessum tónleikum er rómantíkin í fyrirrúmi. Flutt verður kvikmyndatónlist úr mörgum frægum myndum á borð við Paradísarbíóið, Á hverfanda hveli, Doktor Zhivago og Brokeback Mountain. Þetta er tónlist frá ýmsum tímum kvikmyndasögunnar sem á það sam-

eiginlegt að snerta streng í hjarta hlustandans. Þýski hljómsveitarstjórinn Frank Strobel stjórnar hljómsveitinni en hann hefur unnið með fjölda þekktra sinfóníuhljómsveita á þessu sviði. Tryggið ykkur sæti.

Kvikmyndatónlist eftir Henry Mancini, Bernard Herrmann, Jerry Goldsmith, John Williams, Ennio Morricone, Nino Rota, John Barry o.fl.

Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Miðasala í anddyri Hörpu » Sími: 528 5050 » Opið 10-18 virka daga og 12-18 um helgar


76

dægurmál

Helgin 1.-3. nóvember 2013

Elín Ey segist oft fá þá undarlegu hugmynd í hausinn að veraldlegir hlutir veiti henni ekki hamingju. Ljósmynd/Hari

 Í takt við tÍmann ElÍn Eyþórsdóttir

Borðar Skittles og fer í spa og ökutíma Elín Eyþórsdóttir er 22 ára tónlistarkona úr Reykjavík sem vakið hefur verðskuldaða athygli síðustu misseri. Eins og flestir tónlistarmenn hefur Elín í nógu að snúast þessa helgina meðan Iceland Airwaves stendur yfir. Elín er byrjuð í ökutímum. Airwaves-hátíðin er hálfgerð árshátíð tónlistarbransans og flestir hafa í nógu að snúast frá miðvikudegi til sunnudags. Elín tróð upp í Kaldalóni á fimmtudagskvöldið en kemur fram með systrum sínum í Sísý Ey á Listasafninu í kvöld, föstudagskvöld, klukkan 23. Þá treður Elín líka upp utan dagskrár hátíðarinnar, til að mynda á Kvosin Downtown Hotel en hún er einn skipuleggjenda tónleikanna þar.

Staðalbúnaður

Það eru Timberland-skór með gulli. Jakki með gulli og húfa með gulli. Allt með gulli og ég er sátt.

Hugbúnaður

Ég fer á Kaffismiðjuna og Bergsson, Kvosina Downtown Hotel, Bergsson delí og djús og drekk mitt kaffi! Þess á milli er ég á fleka.

Horfi þar ýmist á þætti, spila aðeins á gítar, borða kannski smá Skittles og læt svo hugann reika.

Vélbúnaður

Ég og Mac eigum ágætlega saman. Ég er með iPhone 3. Þar er ég með allt sem maður þarf; Instagram, Facebook og Gmail. Að vísu ekkert gull, nema á Google. Ég hef átt allskyns græjur og selt allskyns græjur þar sem ég fæ oft þá undarlegu hugmynd í hausinn að veraldlegir hlutir veiti mér ekki hamingju.

Aukabúnaður

Mér finnst best að fara í spa og elda góðan mat. Ég labba lítið og hringi oft í Hreyfil Bæjarleiðir. En ég er byrjuð í ökutímum. Annars finnst mér æðislegt að vera með góðu fólki öllum stundum og vera bara hress!


THE LOCAL BEER FINELY TUNED

2.25% ALC. VOL. LÉTTBJÓR


78

dægurmál

Helgin 1.-3. nóvember 2013

 Þryðjy koSSSynn HúSband ÞjóðLeikHúSSinS

Fjölbreyttasta hljómsveit í heimi Hljómsveitin Þryðjy kosssynn er skipuð sviðs- og hljóðmönnum í Þjóðleikhúsinu og er því hálfgert húsband við Hverfisgötuna. „Það er eiginlega skilyrði fyrir því að fá að vera í hljómsveitinni að þú vinnir í Þjóðleikhúsinu,“ segir Viðar Jónsson, söngvari, gítar- og hljómborðsleikari. Hann semur einnig lög og texta sveitarinnar. „Við erum fjórir sem höfum verið frá upphafi og myndum kjarnann. Síðan eru svona einn og annar sem hafa fengið að spila með okkur. Halldór Snær Bjarnason spilar á gítar, Kristinn Gauti Einarsson á trommur og munnhörpu og Axel Cortez á bassa.“ Leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir er ein þeirra sem á það til að troða upp með bandinu og það ætlar

hún einmitt að gera á Rósenberg á laugardagskvöld þegar sveitin stígur þar á stokk klukkan 22. „Við erum með einhver fimmtán lög sem ég hef samið svo grípum við alltaf í einhver lög með. Lög sem við fílum. Þetta er eiginlega alveg sjúklega fjölbreytt. Þetta er örugglega fjölbreyttasta hljómsveit í heimi. Þetta er allt frá mjúkum ballöðum upp í þungarokk. Og allt þar á milli.“ Viðar segir hljómsveitina ekki hafa komið oft fram utan Þjóðleikhússins: „Þetta er í annað skiptið sem við spilum utan leikhússins. Við spiluðum á Siglufirði í sumar en annars höfum við mest verið að troða upp hérna innanhúss, með tónleika eða á einhverjum skemmtunum.“ -þþ

Þjóðleikhúshljómsveitin Þryðjy kosssynn treður upp á Rósenberg á laugardagskvöld og hefur leikkonuna Ólafíu Hrönn með sér.

 Lab Loki Stóru börnin

Á vændisrófi með bleyju á bossanum Birna Hafstein kafaði ásamt félögum sínum í sýningu Lab Loka, Stóru börnin, ofan í furðulegan heim svokallaðra infantílista. Hún leikur manneskju sem haldin er því blæti og er mikið í bleyju og með snuð á sviðinu. Það var skrýtið fyrst, segir hún, en hefur vanist ótrúlega vel.

Yuko Okura stendur hér fremst fyrir miðju í hópi Japana sem eru komnir á Iceland Airwaves-hátíðina. Mynd/Hari

Koma á Airwaves áður en þeir festast í vinnu Yuka Okura frá Japan hefur undanfarin átta ár verið leiðsögumaður fyrir japanska hópa á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves en íslensk tónlist nýtur mikilla vinsælda í Japan. Hátíðin stendur nú sem hæst og Yuka stóð í ströngu þegar Fréttatíminn náði af henni tali. Um 4.500 erlendir gestir sækja hátíðina í ár. Mjög dýrt er fyrir Japani að ferðast til Íslands og yfirleitt hafa japönsku gestirnir verið lengi að safna fyrir ferðinni. Oftast samanstendur hópurinn af ungu fólki sem er í háskóla eða að klára nám sitt því það er að sögn Yuka nánast ómögulegt fyrir þá sem stunda vinnu að frá frí hjá vinnuveitenda. Segir Yuka

að ungt fólk í vinnu fái ekki lengra en fimm daga frí á sumri. Þeir sem hingað komast reyna því að njóta ferðarinnar í botn. Yuka hefur tekist að rækta sín tengsl við Ísland og á marga vini hér á landi. Hefur hún kynnst mörgum í gegnum tónlistariðnaðinn og hefur forskot á marga því að hún talar góða ensku. Yuka er mjög hrifin af íslenskri menningu og nýlega tók hún þátt í að skrifa kafla um íslensku lopapeysuna í japönsku tímariti sem fjallar um norræna menningu. Hún stefnir á að opna verslun hér á landi í framtíðinni ef tækifæri skapast því bæði hún og sonur hennar elska Ísland. -mep

Ert þú að huga að dreifingu? Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt.

Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is

Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur.

Hjónin Birna Hafstein og Rúnar Guðbrandsson reka Lab Loka og frumsýna undir merkjum hans nýtt íslenskt leikrit, Stóru börnin, eftir Lilju Sigurðardóttur. Verkið fjallar um infantílista, undarlegt blæti fullorðins fólks sem vill láta meðhöndla sig eins og ungbörn. Birna segir þetta áhugavert jaðarfyrirbæri sem sé einhvers staðar á mörkum vændis. Hún segir verkið bæði vekja hlátur og óhug sem kemur henni alls ekki á óvart.

H

jónin Birna Hafstein og Rúnar Guðbrandsson í Lab Loka frumsýna nýtt íslenskt leikrit, Stóru börnin, í Tjarnarbíói á laugardaginn. Rúnar leikstýrir en með Birnu á sviðinu verða Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson og Stefán Hallur Stefánsson. Verkið er eftir Lilju Sigurðardóttur. Árni Pétur, Stefán Hallur og Birna eru mikið á bleyjum á sviðinu og með snuð enda eru persónur þeirra svokallaðir infantílistar, fólk sem haldið er því undarlega blæti að vilja láta meðhöndla sig eins og ungbörn. „Þetta þekkist í öllum stórborgum og það eru verslanir fyrir þetta í New York, London og út um allt,“ segir Birna. „Og það er af nógu að taka ef maður fer á netið. Þar eru endalausar heimildarmyndir og eitthvað um þetta. Þannig að þetta lifir góðu lífi en ég veit svosem ekki fyrir víst hvort það sé einhver sem veiti svona þjónustu hérna á Íslandi. Maður hefur heyrt af því en veit það ekki en það er svo sannarlega nóg af þessu í útlöndum.“ Verkið fjallar um Mömmu, konu sem býður móðurást sína til sölu, og viðskiptavini hennar, stóru börnin, sem koma til hennar með ólíkar byrðar úr lífinu. En hvernig líður þeim að vera meira og minna alltaf í bleyju á sviðinu? „Við erum orðin mjög samdauna þessu og okkur finnst þetta nú bara vera orðið frekar eðlilegt. En þetta var skrítinn heimur að fara inn í til að byrja með. Ég hef alltaf verið svolítið spennt fyrir þessu og það eru mörg ár síðan ég kynnti mér þetta aðeins. Það hefur alltaf blundað í mér að setja upp einhvers konar sýningu um eitthvað þessu tengt. Síðan kom Lilja Sigurðardóttir til okkar með þetta leikrit og þetta small allt saman. Enda hefur Rúnar líka alltaf verið spenntur fyrir þessu og fundist þetta dálítið fyndið,“ segir Birna og bætir við að þau hjá Lab Loka taki iðulega fyrir einhver jaðarfyrirbæri.

„Við hlógum oft rosalega mikið saman þegar við vorum að skoða þetta og kryfja. Stundum varð manni nú samt nóg um og sumar heimildarmyndirnar sem maður horfði á eru bara mjög sorglegar. En þetta er búið að vera ótrúlega spennandi viðfangsefni að takast á við og það hafa vaknað upp svo ótrúlega margar spurningar. Vegna þess að þetta er náttúrlega einhvers konar fetish og líka á einhverju vændisrófi. Það fléttast inn í þetta eitthvað kynferðislegt því þegar allt kemur til alls þá erum við náttúrlega fullorðið fólk en ekki börn. Þetta er í rauninni mjög marglaga. Við ræddum þessa vændispælingu mikið. Hvenær byrjar vændi að vera vændi? Ég meina, við kaupum okkur alls konar þjónustu hjá fólki en vissulega er þarna einhver lína sem er farið yfir þegar fólk er að kaupa sér einhvers konar aðgang að annarri manneskju. Þetta er svosem ekkert nýtt en þetta er mjög sérstakur heimur. Mjög áhugavert.“ Birna segir Stóru börnin þegar hafa vakið blendar tilfinningar þótt það hafi ekki verið frumsýnt. „Það er búið að vera svolítið fyndið þegar fólk er að koma að kíkja á rennsli hjá okkur að sumum finnst þetta bara ógeðslegt. Óhuggulegt. Eitthvað klikkað að sjá okkur með snuð og bleyjur og eitthvað svoleiðis. Sumir hlæja strax að þessu og það er mjög skiljanlegt en leikritið sem slíkt er svo sannarlega ekki hlægilegt. Þessi heimur getur verið svolítið fyndinn, svona sjónrænt, en fyrst og fremst er þetta mannlegur harmleikur, myndi ég segja. Fjölskylduharmleikur.“ Lab Loki frumsýnir Stóru börnin á laugardaginn í Tjarnarbíói. Fjöldi sýninga sem fylgja í kjölfarið verður takmarkaður þannig að Birna segir að það borgi sig ekki að slóra og drífa sig í að sjá verkið. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


O

d r a n pnu

agskrá

Fylgstu með á Facebook Lindex Iceland

kn ið eimsó g h a í l a r j a kík ó teku • Ing a og Skrítl ði opnunar ir íf pp • Sko f söluandv félagsins L tra a k r • 10% r til Styrkta r hendi þek m ú u gengu fá blöðr ur nasög na r r a b nin nskum Kr inglun æ s • Bör r ú a i, tum persón r t gefið ges og gangand ako es ti • Gjaf narl fyr ir g s • Létt sem smáa 0 s t ó ra l. 12:0 k r a n • Op

Skyrta,

2995,M U N P O I N N U L G N I Í KR G A D R A G U LA 0 0 : 2 1 . KL

kids


HE LG A RB L A Ð

Hrósið ... fá Margrét Lára Viðarsdóttir og félagar í íslenska kvennalandsliðinu sem bar sigurorð af Serbíu í undankeppni HM á fimmtudag. Margrét er nýr fyrirliði landsliðsins og gaf tóninn með því að skora fyrsta mark leiksins.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is  Bakhliðin Sóllilja GuðmuNDSDóttiR

Hugrökk og hress Aldur: 19 ára. Maki: Enginn. Börn: Engin. Foreldrar: Júlíanna Hansdóttir Aspelund iðjuþjálfi og Guðmundur Hjartarson, fjármálastjóri ÍSAGA. Áhugamál: Crossfit, ferðalög, jafnréttisog félagsmál. Menntun: Er á náttúrufræðibraut í Kvennaskólanum. Starf: Leiðbeinandi í frístundaseli Lágafellskóla. Stjörnumerki: Hrútur. Stjörnuspá: Það er vandi að velja og því meiri þeim mun fleira sem í boði er. Verslun og viðskipti ganga vel í dag.

S

óllilja er bara frábær í alla staði,“ segir Eva Nóra, vinkona og skólasystir Sóllilju. „Hún gerir allt vel sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er alltaf hress, stutt í húmorinn hjá henni og það er mjög auðvelt að koma henni til að hlæja. Við kynntumst í menntó og höfum bara verið óaðskiljanlegar síðan. Þetta er náttúrlega bara frábært hjá henni,“ segir Eva um ritdeilu Sóllilju við Brynjar Níelsson alþingismann. „Ég er ótrúlega stolt af henni. Flott hvað hún er meðvituð um þetta og skuli stíga þetta skref. Það eru ekki margir unglingar sem myndu þora þetta. Hún er ótrúlega hugrökk og veit hvað hún er að gera.“

Sóllilja Guðmundsdóttir er formaður Femínistafélags Kvennaskólans í Reykjavík. Hún brást hart við þegar Brynjar Níelsson alþingismaður, furðaði sig á því að lögreglan væri að standa í því að handtaka meinta vændiskaupendur. Hún sendi Brynjari tóninn í aðsendri grein í DV þar sem hún harmaði að lögmaður og einn fulltrúi þjóðarinnar á þingi tæki lögbrot ekki alvarlega. Brynjar hefur svarað skrifum Sóllilju í tvígang og meðal annars sagt að það gerist „nú ekki á hverjum degi hin síðari ár að menntaskólastúlkur veiti mér athygli.“

R I R Y F ALLT N N I N SVEF 6000 135 X 200 SM.

20%

Koddi 50 x 70 sm. 7.995 nú 6.395

AFSLÁTTUR AF KODDA

ei ns tö k Gæ ði

VERÐ FRÁ:

14.950

ALLT AÐ 36 MÁNUÐIR

SÆNG 135 X 200 SM.

17.950

PLUs Þæ Gi nD i & Gæ ði

KRONBORG GREENLAND ANDADúNsæNG Notaleg og góð sæng fyllt með 750 gr. af andadúni og andafiðri. Sængin er saumuð í ferninga og því helst dúnninn jafn yfir alla sængina. Stærð: 135 x 200 sm. 17.950 nú 2 stk. á 29.900 Extra löng: 135 x 220 sm. 19.950 nú 17.950 Koddi: 50 x 70 sm. 7.995 nú 6.395 Vnr. 4060050, 4260004

GOLD T30 yfiRDýNA Virkilega vönduð yfirdýna úr MEMORY FOAM svampi með þrýstijafnandi eiginleika. Lagar sig vel að líkamanum og veitir góðan stuðning. Endingargott áklæði sem hægt er að taka af og þvo við 60°C. Dýnan er 5 sm. þykk. Vnr. 3419432

SPARIÐ

20.000

ST ÁFÖ NA DÝ YFIR

sWEET DREAMs AMERísK DýNA Vönduð og góð dýna með sterkri hliðarstyrkingu. Í efra lagi er áföst 10 sm. þykk yfirdýna úr hágæða svampi. Í neðra lagi eru 110 BONNELL gormar pr. m2. Fætur og botn fylgja með. Vnr. 801-11-1008

120 X 200 SM.

120 X 200 SM. FULLT VERÐ: 99.950

KAUPTU 2 OG SPARAÐU

79.950

ALLT AÐ 36 MÁNUÐIR

NÁTTBORÐ

7.995

3

1000

20% AFSLÁTTUR

4

2

PLUs Þæ Gi nD i & Gæ ði

1

5

púðAR púð AR í MiKLu úRVALi 1. KAMELIA púði 45 x 45 sm. 2.495 2. CIKORIE púði 45 x 45 sm. 2.495 3. CINDY púði 50 x 50 sm. 1.995 4. AMARYLLIS púði 50 x 50 sm. 2.495 5. SOLSIKKE púði 30 x 50 sm. 1.495 Vnr. 4850400, 4849400, 4870000, 4856100, 4850300

HELLE SÆNGURVERASETT

2.995

HELLE sæNGuRVERAsETT Efni: 100% bómull. Lokað að neðan með tölum. Stærð: 140 x 200 sm. og 50 x 70 sm. 1 sett 2.995 nú 2 sett 4.990 Vnr. 1165680

sAVANNAH NáTTBORð Náttborð með 1 skúffu. Litur: Hvítt. Stærð: B45 x H51 x D40 sm. Vnr. 3698718

VERÐ FRÁ:

1.495

Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is

GOLD

KAUPTU 2 OG SPARAÐU

3 ÁRA AFMÆLI

AF ÖLLUM VÖRUM FIMMTUDAG—SUNNUDAGS

90 x 200 sm. 14.950 120 x 200 sm. 19.950 140 x 200 sm. 24.950 160 x 200 sm. 26.950 180 x 200 sm. 29.950

www.rumfatalagerinn.is

VERÐ FRÁ:

4.495 AVERy TEyGjuLöK Mjög góð teygjulök. Efni: 100% bómull. Fást í hvítu og kremuðu. Dýpt í öllum stærðum: 40 sm. Stærðir: 90 x 200 sm. 4.495 120 x 200 sm. 4.995 140 x 200 sm. 5.495 153 x 203 sm. 5.995 160 x 200 sm. 6.495 180 x 200 sm. 6.795 183 x 200 sm. 6.995 193 x 203 sm. 7.295 200 x 200 sm. 7.495 Vnr. 127-11-1038


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.