1. mars 2013

Page 1

Flokkurinn oftast kenndur við Gumma

kristín jóhannesdóttir leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd 1983. Þá var miklu auðveldara að vera kona í kvikmyndagerð en í dag. okkur hefur farið aftur, segir hún.

Heiða kristín Helgadóttir er annar tveggja formanna bjartrar framtíðar. Hún segir að oft sé gengið framhjá sér í opinberri umræðu og björt framtíð kennd við hinn formanninn, guðmund steingrímsson.

viðtal 38

viðtal 26

Helgarblað

1.-3. mars 2013 9. tölublað 4. árgangur

 Viðtal ingólfur Júlíusson greindist með HVítblæði og nú Hefur meðferð Verið Hætt

Hugsar ekki um dauðann Ingólfur Júlíusson er undrandi og þakklátur fyrir allan stuðninginn sem hann hefur fengið eftir að hann greindist með hvítblæði en sjálfur er hann upptekinn við að lifa lífinu og skilur ekkert í því hvað saga hans er okkur öllum mikill innblástur.

Lentu í snjóflóði og eldgosi á fimm ára tímabili Þriðja áfallið var þó verst viðtal 32

Fermingarblaðið fylgir FréttaFermingar tímanum Helgin 1.-3. mars

Hlakkar til að

Fermingargreiðslan heima í stofu

2013

 bls. 12

ferma soninn Skúli Sigurður Ólafsson, sóknarprestur í Keflavíkurkirkju, fermir son sinn, Ólaf Þorstein, á næstunni og viðheldur þar með hefð innan fjölskyldunnar því Ólafur Skúlason, fyrrverandi biskup og faðir Skúla, fermdi hann á sínum tíma. Sonurinn segist vera spenntur fyrir fermingardeginu m. Ljósmynd/Hari

 bls. 8

Fermingar­ fötin í ár

Sígilt útlit er alltaf jafn vinsælt

 bls. 2

Snjallprestur

Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í Grafarvogskir kju, nýtir sér ýmsar nýjungar í starfi sínu.

 bls. 4

TILBOÐ MÁNAÐARINS

Ljósmynd/Hari Ljósmynd/Hari

Tilvalin í páskaföndrið

síða 20

Tilboðsverð í mars

1.999 kr. Fullt verð: 3.799 kr.

Sjá nánar á www.ungaastinmin.is Sölustaðir um allt land

SÍA

110613

GÖNGUGREINING FLEXOR PIPAR \ TBWA

Fer mi nga r Í FréttatÍmanum Í dag: prestur Fermir son sinn – snjallprestur Í graFarvogskirkju – borgaralegar Fermingar Í 25 ár

Miklu auðveldara að vera kona 1980

TÍMA PANTAÐU

517 3900

getur komið í veg fyrir ýmis stoðkerfisvandamál og kvilla í helstu álagspunktum líkamans. Orkuhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 108 Reykjavík / S. 517 3900 / www.flexor.is


2

fréttir

Helgin 1.-3. mars 2013

 Börn Úti er ævintýri vegna erfiðs reksturs

Sumarbúðum lokað eftir 15 ár Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is

f

orsvarsmenn sumarbúðanna Ævintýralands hafa tilkynnt um að þær verði lagðar niður vegna rekstrarörðugleika. Ævintýraland hefur verið starfandi í 15 ár og hafa þúsundir barna dvalið í búðunum, að sögn Svanhildar Sifjar Haraldsdóttur sumarbúðastjóra. „Þessi ákvörðun fyllir mig miklum söknuði en einnig nokkrum létti því okkur hefur ekki tekist að láta reksturinn standa undir sér,“ segir Svanhildur, sem hefur árum saman unnið í sjálfboðavinnu við starfsemina meðfram öðru. Hún segir að eftirsjáin hefði óneitan-

lega orðið minni ef reksturinn héldi áfram í höndum annarra, en því miður sé það ekki raunin. „Mér þykir leitt að í því fjölmenningasamfélagi sem við búum í sé ekki hægt að bjóða upp á sumarbúðir sem eru hlutlausar í trúmálum,“ segir Gunnhildur. „Okkur tókst ekki að fá nægilega styrki svo starfsemin gæti staðið undir sér þrátt fyrir að öðrum sumarbúðum hafi tekist það,“ segir Svanhildur. Svanhildur Sif Haraldsdóttir fagnar afmæli sumarbúðabarns í Ævintýralandi.

 gæludýr nagdýr sem minnir á íkorna til sölu á íslandi

Krefjast afsagnar Braga Arndís Ósk Hauksdóttir prestur er ein þeirra sem stendur fyrir mótmælafundi fyrir utan Barnaverndarstofu sem hefst á hádegi í dag, föstudag. Tilefnið er meðferð máls dætra Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur og segir Arndís að Barnaverndarstofa hafi brugðist börnunum í því máli. „Við ætlum að krefjast afsagnar Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu,“ segir Arndís. „Þetta verða friðsamleg mótmæli en tilgangurinn er að benda á þá gífurlegu handvömm og jafnvel lögbrot af hendi stjórnvalda og Barnaverndarstofu í málum þessara stúlkna,“ segir Arndís. Arndís stendur jafnframt að undirbúningi stofnun samtakanna Vörn fyrir börn. „Tilgangur þeirra er fyrst og fremst að breyta hugsanagangi og þeim aðferðum sem er beitt í barnaverndarmálum. Ekki er nægilega hlustað á börnin og því oft brotið á rétti þeirra. Rétturinn á alltaf að vera barnanna og börnin eiga alltaf að njóta vafans,“ segir Arndís. -sda

Degúar nýjasta gæludýraæðið hér á landi Ný tegund gæludýrs, sem kallast degú, nýtur vaxandi vinsælda hér á landi. Það minnir á íkorna með músarskott og er gáfaðri en flest önnur nagdýr, getur lært að þekkja nafnið sitt og leika kúnstir.

Þrjú leikarabörn í Leiklistarskólann Inntökuprófum fyrir leiklistardeild Listaháskóla Íslands er nú lokið. Að þessu sinni komust tíu ungmenni í gegnum síuna og munu þau hefja nám við skólann næsta haust. Sex konur hlutu náð fyrir augum dómnefndar, en fjórir karlar. Athygli vekur að þrjú af þessum tíu ungmennum eru afkomendur þekktra einstaklinga í leiklistarheiminum. Hjalti Rúnar Jónsson er sonur Maríu Sigurðardóttur, leikstjóra og fyrrum leikhússtjóra á Akureyri. Hjalti hefur áður haft sig í frammi á leiklistarsviðinu og lék meðal annars í kvikmyndinni Ikingut. Snæfríður Ingvarsdóttir er dóttir leikarahjónanna Ingvars E. Sigurðssonar og Eddu Arnljótsdóttur. Snæfríður lék í kvikmyndinni Kaldaljósi með föður sínum og Ásláki bróður sínum. Að síðustu er það Sigurbjartur Atlason, sem er sonur Atla Rafns Sigurðarsonar leikara. Sigurbjartur lék í kvikmyndinni Gauragangi. -hdm

n

Dóttir Ingvars E. Sigurðssonar ætlar að feta í fótspor föður síns. Snæfríður Ingvarsdóttir er komin inn í leiklistardeild Listaháskólans.

Heimilis

RIFINN OSTUR Ómissandi á pizzuna, í ofn- og pastaréttina, á tortillurnar og salatið.

100% ÍSLENSKUR OSTUR

Gunnar Vilhelmsson, eigandi Dýraríkisins, segir að degú, sem hann heldur hér á, sér gáfaðri en flest önnur nagdýr. Hann geti lært að þekkja nafnið sitt og leika ýmsar kúnstir. Ljósmynd/Hari

Degú er mjög sér á parti og á engan náinn ættingja, er eina tegundin í þessum ættlegg.

ý tegund gæludýra nýtur sífellt meiri vinsælda hér á landi, svokallaðir degúar. Gunnar Vilhelmsson, eigandi Dýraríkisins, segir degú mjög forvitið og skemmtilegt nagdýr með meira vit í kollinum en önnur nagdýr. Hann getur til að mynda lært að þekkja nafnið sitt. „Að auki er hann dagdýr, ekki næturdýr eins og hamstur og mörg önnur nagdýr,“ segir Gunnar. Degú minnir lítið eitt á íkorna með músarskott og er á stærð við hið fyrrnefnda. Hann er orkumikill og félagslyndur og mælir Gunnar með því að fólk hafi aldrei færri en tvo degúa saman í búri. Degú þarf að vera í sérstökum járnbúrum því hann nagar sig á augabragði í gegnum hvaða plast og tré sem er, að sögn Gunnars. Degúinn getur lært ýmsar kúnstir og er jafnframt mjög kelinn, ólíkt mörgum öðrum nagdýrum. „Ef degú er klórað á kollinum leggst hann á bakið til að láta klóra sér á maganum. Aðeins hundar gera það, og jafnvel kettir,“ segir Gunnar. Fræðiheiti degúa er Octodon Degus og koma þeir upprunalega frá Chile. Þeir eru 25-30 sentímetrar á lengd og vega 170-300 grömm. Þeir eru ljósbrúnir á lit, ljósari á kviðnum og fer brúni liturinn út í gult í kringum augum. „Degú er mjög sér á parti og á engan náinn ættingja, er eina tegundin í þessum ættlegg. Í genatöflu hans er að finna einhver tengsl við kanínu þó svo að útlitið gefi það ekki til kynna,“ útskýrir Gunnar. Degúar krefjast nokkurrar sérþekkingar í umönnun þar sem þeir eru gjarnir á að þróa með sér sykursýki. „Það er svo sem eins og með öll önnur dýr,“ segir Gunnar. „Fólk á að kynna sér þarfir dýra áður en það fær sér gæludýr,“ segir hann. „Sjálfur hef ég neitað að selja manni dísarpáfagaukinn Dísu þó svo að hann byði 700 þúsund krónur í hana. Ég treysti honum ekki til þess að hugsa nógu vel um hana,“ segir Gunnar. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is


LEXUS SÝNING Á MORGUN

leyfðU þéR SMÁ lexUS Á morgun, laugardag á milli klukkan 12 og 16, býður Lexus þér að kynnast vörulínu sinni fyrir árið 2013 í einum glæsilegasta sýningarsal landsins, Kauptúni 6 Garðabæ.

ÍSLENSKA/SIA.IS/LEX 63252 02/13

Komdu í heimsókn og upplifðu nýstárlega hönnun, framúrskarandi gæði og óhefðbundinn lúxus. Við tökum vel á móti þér og leyfum þér að prófa.

Lexus-Ísland | Kauptúni 6 | Sími: 570 5400


4

fréttir

Helgin 1.-3. mars 2013

veður

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

kólnar um land allt Hvöss vestanátt og vætusamt í dag, en lægir í kvöld og víðast hvar hæg suðaustlæg átt og úrkomulítið á morgun, en þykknar þó aftur upp vestantil. á sunndag snýst svo í hvassa norðanátt með snjókomu um landið norðvestanvert og kólnar um allt land. Vestanátt með skúrum og síðar éljum í dag, en hægviðri á morgun. gengur í hvassa norðaustanátt með snjókomu á Vestfjörðum á sunnudag, en hægari suðvestanátt annars staðar.

5

2

5

2 6

elín björk jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is

-5

-4

6

-5

0

-4

1

1 2

3

V 10-18 m/s. skúrir V-til, en él sennipartinn. kólnar en frostlaust syðst.

sV-læg eða V-læg átt, 3-8 m/s . Þykknar upp með sa-átt og snjókomu V- og nV-lands.

sV 5-10 m/s og snjókoma V-til gengur í naHVassViðri með snjókomu á nV-lands.

HöfuðborgarsVæðið: Vestan 10-15 m/s og skúrir. Hiti 2 til 5 stig, en kólnar í kVöld.

HöfuðborgarsVæði : suðlæg átt, 5-10 m/s og líkur á slyddu um kVöldið. Hiti um frostmark.

HöfuðborgarsVæðið: suðaustan 3-10 og dálítl snjómugga. Hiti um og undir frostmarki.

 dómsmál ÞingFesting í máli KirKjugarða gegn ÚtFar arÞjónustu

Krafinn um hálfa milljón vegna kirkjugarðsgjalda eignin skoðuð á youtube Það fylgir því mikið umstang að sýna fasteignir sem eru til sölu. landmark fasteignasala hefur kynnt nýjung til að auðvelda kaupendum val og létta álagi af seljendum, hreyfimyndakynningu af eignum sem eru í sölumeðferð sem settar eru upp á youtube. Þeir sem koma og skoða hafa því raunverulegan áhuga, þar sem þeir hafa að öllum líkindum bæði kynnt sér eignina með hágæðamyndum og síðan myndbandi sem gefur enn betri mynd af eigninni og innra skipulagi. Verkefnið er unnið í samstarfi við Vigni Má Garðarsson hjá Fasteignaljósmyndun.is og er gert að erlendri fyrirmynd. „Þetta auðveldar neytendum að velja úr þær eignir sem þeir hafa raunverulegan áhuga á að skoða og sparar þannig tíma og fyrirhöfn fyrir bæði seljendur og kaupendur. Þessi kynningaraðferð er nýjung á íslandi en hefur verið notuð í töluverðan tíma í Bandaríkjunum. Ég held að innan fárra ára verði allar eignir kynntar á netinu með þessum hætti, það mun þykja jafn sjálfsagt og ljósmyndir inn á netinu af eignum í dag,“ segir magnús einarsson, framkvæmdastjóri landmark. Seljandi greiðir kostnaðinn við myndböndin, 39 þúsund krónur með virðisaukaskatti. -jh

rúnar geirmundsson útfararstjóri er ósáttur við að kirkjugarðar reykjavíkur geri hann ábyrgan fyrir að rukka aðstandendur látinna um kirkjugarðsgjald. rúnar telur gjaldið ólögmætt og innanríkisráðuneytið er sama sinnis. kirkjugarðarnir stefndu rúnari fyrir dóm vegna þess að hann hefur ekki greitt gjaldið.

sparifé leitar frá bönkum í hlutabréf innlán heimilanna hjá innlánsstofnunum lækkuðu um ríflega 5,9 milljarða í janúar eftir að hafa lækkað um rúmlega 5 milljarða í desember. lækkun innlána þessa tvo mánuði hefur verið heldur meiri en að meðaltali undanfarna mánuði. síðustu tólf mánuði hafa innlán heimilanna hjá innlánsstofnunum lækkað um ríflega 19,5 milljarða króna. innlán heimilanna hjá innlánsstofnunum eru nú 594,2 milljarðar króna og hafa ekki verið svo lítil frá hruni bankakerfisins 2008, að því er fram kemur í gögnum seðlabankans. „leiða má líkur að því að ástæður þess að heimilin eru nú að taka út innlán með meiri hraða en áður séu þær m.a. að heimilin leiti með það fjármagn í betri ávöxtun en innlánsreikningar bjóða um þessar mundir,“ segir greining íslandsbanka. „ávöxtun á hlutabréfamarkaði hefur verið mikil bæði í

desember og janúar, og af stöðu hlutabréfasjóða er ljóst að talsvert fjárstreymi hefur verið inn í þá sjóði.“ í desember hækkaði hlutabréfaeign verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða um 4,2 milljarða króna, fór úr 31,4 milljörðum í 35,6 milljarða. Heimilin virðast því í auknum mæli að leita með sparifé sitt í skráð innlend hlutabréf að nýju eftir að sá hluti sparnaðar þeirra hvarf nær alfarið í hruninu 2008. greiningin bendir raunar á að vel sé hugsanlegt að innlán hafi einnig farið í aðra þætti. „Hægt hefur á vexti kaupmáttar launa undanfarið og þó svo að samhliða hafi hægt að vexti einkaneyslu þá er ekki loku fyrir það skotið að heimilin hafi fjármagnað neyslu sína síðustu tvo mánuði með innlánum að hluta.“ - jh

rúnar geirmundsson útfararstjóri hefur neitað að innheimta kirkjugarðsgjald kirkjugarða reykjavíkur hjá viðskiptavinum sínum. kirkjugarðarnir hafa stefnt honum fyrir dóm vegna þess. Ljósmynd/Hari

Höskuldur daði magnússon hdm@frettatiminn.is

É

g skil ekki af hverju við útfararstjórar erum gerðir ábyrgir fyrir að rukka þetta gjald. Við eigum nefnilega að leggja út fyrir aðstandendur um hver mánaðarmót og rukka þá svo. Ég álít að við séum neyddir til að taka þátt í ólögmætum gjörningi,“ segir Rúnar Geirmundsson útfararstjóri. Kirkjugarðar Reykjavíkur hafa höfðað mál gegn Rúnari og fyrirtæki hans, Útfararþjónustunni ehf., vegna ógreiddra kirkjugarðsgjalda. Fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Kirkjugarðarnir krefja Rúnar um 471 þúsund krónur auk dráttarvaxta frá því málið var höfðað. Rúmt ár er síðan Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma hófu að innheimta kirkjugarðsgjald. Annars vegar er um að ræða gjald vegna kistulagninga en hins vegar vegna útfara. Alls 9.500 krónur sem útfararþjónustum er gert að innheimta hjá aðstandendum hins látna vegna útfara. Félag íslenskra útfararstjóra mótmælti strax gjöldunum þegar þau voru kynnt. Um mitt síðasta ár sendi innanríkisráðu-

neytið Kirkjugarðsráði bréf þar sem ráðuneytið mælist til þess gjaldtöku þessari verði hætt. Að minnsta kosti þar til Umboðsmaður Alþingis hafi sagt álit sitt á lögmæti þess. Við því hafa Kirkjugarðarnir ekki orðið. Í bréfi innanríkisráðuneytisins til Umboðsmanns Alþingis sem sent var í febrúar er sú afstaða ráðuneytisins ítrekuð að gjaldtakan sé ólögmæt. „Kirkjugarðarnir hafa í sex ár reynt að fá ráðuneytið til að breyta lögum svo þeir geti innheimt gjaldið því þeir vissu að það væri ólöglegt að taka það. Síðan segjast þeir ætla að láta reyna á þetta fyrir dómstólum. Mínir lögmenn munu að sjálfsögðu fara fram á skaðabætur fyrir að ég sé dreginn inn sem þriðji aðili í deilu einnar ríkisstofnunar við ráðuneyti,“ segir Rúnar. Umboðsmaður Alþingis hefur enn ekki kveðið upp sinn úrskurð en Rúnar kveðst telja að von sé á honum á næstunni. Aðspurður segir Rúnar að þreytandi sé að standa í þessu stappi en hún sé þess virði. „Annars tekur enginn upp hanskann fyrir hina látnu eða aðstandendurna.“


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A


6

fréttir

Helgin 1.-3. mars 2013

 VæntingaVísitala CapaCent gallup

Neytendur heldur svartsýnni Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

Svartsýni neytenda jókst lítið eitt í febrúar, samkvæmt væntingavísitölu Capacent Gallup sem birt var í vikunni. Vísitalan mælist 80,7 stig og lækkar um 1 stig á milli mánaða en vísitalan mælir væntingar neytenda til efnahags- og atvinnulífsins. Þegar vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri neytendur svartsýnir en bjartsýnir „Þessi lækkun kemur í kjölfar þess að væntingar neytenda jukust mikið í janúar, eða um rúmlega 12 stig. Reyndar kemur það talsvert á óvart að væntingar neytenda skuli minnka nú en yfirleitt fer bjartsýni vaxandi milli

þessa tveggja mánaða. Þá var niðurstaða EFTA dómstólsins í hinni þrálátu Icesave deilu birt í lok janúar og vann Ísland fullnaðarsigur í málinu. Það virðist þó hafa haft skammvinn áhrif á bjartsýni landans sem þrátt fyrir þessi góðu tíðindi er svartsýnni nú en í fyrri mánuði,“ segir Greining Íslandsbanka. „Það virðist vera að aðrir þættir vegi þyngra nú í febrúar. Samkvæmt undirvísitölum vísitölunnar er það helst mat á atvinnuástandi sem er að draga niður vísitöluna nú, en sú undirvísitala lækkar um fjögur stig á milli mánaða.

Árstíðarsveifla á vinnumarkaði veldur því að atvinnuleysi hefur farið lítillega hækkandi undanfarna mánuði og gæti það haft áhrif til lækkunar væntinga neytenda nú. Þannig töldu 36% aðspurðra nú að atvinnumöguleikar væru litlir og 9,3% töldu atvinnumöguleika mikla. Þá lækka væntingar til 6 mánaða um eitt stig frá fyrri mánuði en sú vísitala er nú 114 ,3 stig. Er þetta annar mánuðurinn í röð sem vísitalan er yfir 100 stigum, sem bendir til þess að fleiri eru jákvæðir en neikvæðir á þróun mála næsta hálfa árið.“

 snjóbrettamót Úr bláfjöllum í miðbæinn

Hagnaður Íslandsbanka 23,4 milljarðar Fjárhagsstaða Íslandsbanka er traust. Afkoma hans á árinu 2012, eftir skatta, var jákvæð um 23,4 milljarða. Hagnaður nam 1,9 milljörðum árið 2011. Þar gætti áhrifa virðisr ýrnunar á við skiptavild vegna yfirtöku Byrs sem olli 17,9 milljarða króna einskiptiskostnaði. Hagnaður ársins eftir skatta af reglulegri starfsemi var 15,7 milljarðar en var 13,9 milljarðar árið 2011. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 17,2% en 1,5% árið 2011. Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi var 11,6% miðað við 11,0% árið 2011. Skattar og gjöld greidd ríkisstofnunum voru 9,3 milljarðar á árinu. Þau námu 2,0 milljörðum

árið 2011. Heildareignir við árslok námu 823 milljörðum en 796 milljörðum í árslok 2011. Vaxtamunur var 3,9% árið 2012 en hann var 4,5% árið 2011. Frá stofnun bankans hafa um 20.900 einstaklingar og um 3.660 fyrirtæki fengið afskriftir, eftirgjöf eða leiðréttingu á skuldum sem nema um 463 milljörðum króna. Heildarinnlán við árslok námu 509 milljörðum. Þau námu 526 milljörðum í árslok 2011. Eigið var 148 milljarðar í árslok, hækkun um 19,4% frá árslokum 2011. Eiginfjárhlutfall var 25,5% í árslok 2012 en var 22,6% í árslok 2011. - jh

15% afsláttur

Emmsjé Gauti er annar aðstandenda „Jib Sessions“ sem haldið verður í miðborginni á morgun.

5 mg Voltaren Dolo 25 mg

Mjódd Álftamýri Bílaapótek Hæðasmára

Flytja fullan trukk af snjó í bæinn Áætluðu snjóbrettamóti, Mintan, sem halda átti í Bláfjöllunum um helgina verður frestað vegna veðurs. Aðstandendurnir, Davíð Arnar Oddgeirsson og Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem emmsjé Gauti deyja þó ekki ráðalausir og hyggjast halda svokallað „Jib-Session“ í miðborg Reykjavíkur á morgun, laugardag, í staðinn. Til þess að það gangi upp þurfa þeir meðal annars að fylla tuttugu og fimm rúmmetra trukk af snjó úr Bláfjöllum og flytja í miðborgina.

Lyfjaval.is • sími 577 1160

O

GILDIR F ÖSTU- & LAUGARD AG

TOPPMÓDEL!

ERES-38820X Kæliskápur stál Vatn eða sódavatn? Svalaðu þorstanum V með einu glasi eða heilli könnu af fersku vatni með eða án kolsýru, úr þessum glæsilega kæliskáp frá Electrolux, sá eini sinnar tegundar á markaðinum. Stöðluð stærð 180x60 cm svo hann smellpassar í eldhúsið þitt. Glæsileg innrétting. Sjón er sögu ríka ríkari. Verð áður kr. 299.900

199.900 SPARAÐU 1 00 OFURTILBOÐ KR.

Sódavatn Vatn

.000

Þetta er bara fyrir þá allra færustu því við getum ekki verið að taka ábyrgð á því að óreyndara fólk sé að slasa sig á brautinni.

kkur fannst svo ótrúlega fúlt að geta ekki haldið þetta þar sem við vorum búnir að leggja mikla vinnu í undirbúninginn. Við lögðum höfuðið í bleyti og ákváðum að færa þetta bara í bæinn,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson, annar skipuleggjenda Mintunnar sem halda átti í Bláfjöllum um helgina. Sökum veðurfars á svæðinu þurfti að fresta keppninni um óákveðinn tíma. Aðstandendurnir, Emmsjé Gauti Þeyr og Davíð Arnar, dóu þó ekki ráðalausir. Þeir hyggjast bregða á það ráð flytja keppnina í miðborgina, nánar tiltekið í Naustin milli Tryggvagötu og Hafnarstrætis, fyrir utan skemmtistaðinn Gauk á Stöng. Til þess að þetta verði að veruleika þurfa strákarnir að ráðast í heilmikla framkvæmd á skömmum tíma og meðal annars flytja í bæinn risatrukk fullan af snjó, úr Bláfjöllum. „Þetta eru um 25 rúmmetrar af snjó sem þarf. Við smíðum brautina úr stillans og vörubrettum og þekjum með 20 sentímetra lagi af snjó,“ útskýrir Davíð. Hann segir þó ekki víst með keppnina þó mögulega verði veitt verðlaun fyrir einstaka flokka, líkt og stíl og annað, það sé þó ekki alveg komið í ljós. Þetta verði því ekki eiginlegt mót heldur svokallað „Jib–session“.

Emmsjé Gauti segir það miður að ekki hafi allt farið að óskum, en bendir á að keppnin verði þó haldin í Bláfjöllum um leið og færi gefist. Hann bendir jafnframt á að tónleikar sem halda á, á Gauknum séu enn á dagskrá um kvöldið og miðasala í fullum gangi. „Þetta verður eitthvað fyrir alla. En til að taka þátt er mikilvægt að vera með smá „skills“,“ segir Gauti og Davíð tekur í sama streng. „Þetta er bara fyrir þá allra færustu því við getum ekki verið að taka ábyrgð á því að óreyndara fólk sé að slasa sig á brautinni. Hins vegar, teljir þú þig hafa erindi þá kemur þú með brettið þitt og talar við okkur og jafnvel prófar og við metum það svo hvort þú getir verið með í „sjóvinu“.“ Sjálfur segist Davíð hafa á sínum tíma mætt með brettið sitt og spreytt sig opinberlega í fyrsta skipti undir svipuðum kringumstæðum og þannig komist inn í snjóbrettasenuna sem ku vera lítill afmarkaður hópur. Atburðurinn hefst klukkan 15 á morgun laugardag og hvetja strákarnir alla að mæta og fylgjast með. María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Vodafone hefur trú á góðum samskiptum Það bætir lífið þegar við leggjum okkur fram um að eiga góð samskipti. Vodafone vill tala máli góðra samskipta í samfélaginu því þau eru grundvöllurinn að allri þjónustu sem við veitum.

Þín ánægja er okkar markmið vodafone.is/godsamskipti


8

fréttir

Helgin 1.-3. mars 2013

 forr æðismál svok allaðir leynifeður eru réttlausir gagnvart lögum

Faðir fær ekki að eiga barnið sitt

Faðir á fimmtugsaldri hefur aldrei litið þriggja ára son sinn augum því móðir barnsins var gift öðrum manni þegar það fæddist og rangfeðraði það vísvitandi þótt hjónin vissu bæði hver var faðir barnsins. Lög meina feðrum að leita réttar síns og barna sinna fyrir dómstólum því þeim er óheimilt að höfða faðernismál. Móðirin getur þannig komið í veg fyrir að barnið og faðirinn kynnist. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is

k

arlmaður á fimmtugsaldri hefur aldrei litið þriggja ára son sinn augum því móðir barnsins rangfeðraði barnið vísvitandi. Hann er einn svokallaðra leynifeðra sem Helga Vala Helgadóttir lögmaður berst fyrir, því lög meina körlum, sem telja sig feður barna, að leita réttar síns og barna sinna fyrir dómstólum. Karlmaðurinn eignaðist barn með giftri konu. Eiginmaður hennar var sjálfkrafa skráður Helga Vala Helgadóttir er lögmaður karlmanns sem þráir að kynnast þriggja ára syni sínum sem er rangfeðraður því móðirin var gift öðrum manni þegar drengurinn fæddist.

faðir barnsins við fæðingu þess þótt hjónin vissu bæði að þar með væri barnið rangfeðrað. Samkvæmt lögum hefur faðirinn engan rétt á því að fara í faðernismál og getur móðirin þannig komið í veg fyrir að barnið og faðirinn kynnist. Karlmaðurinn kynntist konu árið 2009 í gegnum Netið og með þeim þróaðist vinskapur. Hann vill ekki láta nafns síns getið af tillitssemi við barnið. „Hún sagði mér áður en við hittumst í fyrsta skipti að hún byggi með fyrrverandi eiginmanni sínum af hagkvæmnisástæðum,“ segir hann. Hann trúði því og vinskapurinn þróaðist út í ástarsamband. „Hún varð mjög fljótlega ófrísk. Það var ekki planað en við vorum bæði mjög spennt yfir því,“ segir hann. Þau fóru saman í mæðraskoðun og hlökkuðu til að eignast barn. „Sambandið varð fljótlega mjög erfitt,“ segir hann. „Við rifumst mikið

Óttar Snædal borgar félaga sínum fyrir kaffi

Ég varð bæði glaður og sorgmæddur í senn. Ég var orðinn faðir, en vissi ekki hvernig barnið mitt leit út.

og öll okkar rifrildi enduðu á því að hún slengdi því framan í mig að ég myndi ekki fá að eiga þetta barn. Ég tók því ekki bókstaflega á þessum tíma en annað kom á daginn,“ segir maðurinn. „Í 20 vikna sónar fengum við að vita að við ættum von á syni. Tveimur dögum síðar var síðasta rifrildið okkar. Það endaði með því að hún sagði: „Þú lamdir mig!“, sem var alls ekki satt. Stuttu síðar fékk ég upphringingu frá löreglunni þar sem mér var tilkynnt að hún hefði óskað eftir því að ég hefði ekki samband við hana aftur,“ segir maðurinn. Konan sleit sambandinu og þrátt fyrir marg ítrekaðar óskir hefur maðurinn ekki fengið neinar upplýsingar um son sinn. Hann á engan rétt samkvæmt lögum og er það því fullkomlega í valdi móðurinnar að upplýsa um rétt faðerni barnsins. „Hún var


fréttir 9

Helgin 1.-3. mars 2013

Við rifumst mikið og öll okkar rifrildi enduðu á því að hún slengdi því framan í mig að ég myndi ekki fá að eiga þetta barn.

Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images

sett 21. desember 2009. Ég hugsaði stöðugt til barnsins míns og vonaðist eftir því að hún myndi hafa samband þegar barnið væri fætt. Ég vildi gefa henni svigrúm fyrst eftir fæðinguna og hafði því ekki samband við hana strax. Í janúar sendi hún mér SMS: „Við sjáumst fyrir rétti“. Ég tók því þannig að hún væri þar með að segja mér að ég væri orðinn faðir. Ég varð bæði glaður og sorgmæddur í senn. Ég var orðinn faðir, en vissi ekki hvernig barnið mitt leit út. Ég sendi henni tölvupósta og skilaboð og grátbað hana að senda mér mynd af syni mínum, og síðar að segja mér hvernig einstaklingur hann væri, hvað honum fyndist gott að borða, skemmtilegast að gera. Mig langar svo að kynnast honum,“ segir hann. Faðirinn leitaði til lögmanns og eftir að einn hafði sagt honum að ekkert væri hægt að gera fyrir hann tók Helga Vala Helgadóttir að sér málið. „Helga Vala komst að því að sonur minn hafði fæðst á 40 ára afmælisdaginn minn,“ segir hann. Aðspurður segir faðirinn að eiginmaður konunnar sé sáttur við fyrirkomulagið þrátt fyrir að vita að annar karlmaður sé faðir barnsins. „Við höfum rætt saman í síma og hann mun berjast gegn mér með konu sinni,“ segir hann. Um þessar mundir er frumvarp til meðferðar hjá Alþingi þar sem lagt er til að lögum verði breytt þannig að feður muni hafa rétt á að höfða faðernismál telji þeir barn sitt rangfeðrað. Helga Vala óttast hins vegar að frumvarpið dagi uppi því svo virðist sem sumir telji það sjálfsákvörðunarrétt kvenna hverjum þær feðri börnin sín.

„Ég legg kaffið bara inn á símanúmerið þitt“ Nú býðst viðskiptavinum Landsbankans ný leið til að millifæra. Það eina sem þarf er netfang eða farsímanúmer viðtakanda, sem getur verið í hvaða banka sem er. Kynntu þér snjallgreiðslur á landsbankinn.is eða á farsímavefnum L.is.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


10

viðhorf

Helgin 1.-3. mars 2013

 Vik an sem Var LeiÐari

Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

Væntingar til nýrra forystumanna stjórnmálaflokkanna

Í

Kynslóðaskipti

aðdraganda alþingiskosninganna í næsta mánuði hafa orðið kynslóðaskipti í forystu stjórnmálaflokkanna. Það eru merk tíðindi og tímabær. Landsfundir flokkanna hafa markað stefnu þeirra og falið forystumönnunum að fylgja henni eftir og leiða flokka sína í þeirri baráttu sem fram undan er. Mikilvægt er að vel takist til, að við taki sterk og samhent ríkisstjórn sem hafi burði til að takast á við þau vandamál sem við blasa. Þau eru mörg og mikil. Núverandi ríkisstjórn tók við erfiðu búi árið 2009, eftir fall bankanna og upplausn í samfélaginu. Ekki skal gert lítið úr þeim árangri sem náðst hefur. Halli ríkissjóðs hefur minnkað með hverju árinu og mjög hefur dregið úr atvinnuleysi. Hagvöxtur hefur verið meiri en í helstu samanburðarlöndum. Fjárfesting hefur hins vegar ekki verið næg. Þar munar ekki síst um það að sjávarútvegurinn hefur verið í mikilli óvissu allt kjörtímabilið sem óhjákvæmilega hefur leitt til þess að stjórnendur útgerða hafa haldið að sér höndum. Tími og fjármunir hafa farið í aðildarumsókn að Evrópusambandinu, í máli sem skipt hefur þjóðinni í tvær fylkingar. Átök hafa síðan verið um breytingar á stjórnarskrá, verkefni sem ná verður fram í þokkalegri sátt og án þess að slíkt grundvallarmál sé keyrt í gegn í tímahraki og óvissu um hvaða áhrif breytingarnar hafa. Síðasti hluti kjörtímabilsins hefur verið ríkisstjórninni erfiður. Þingmenn beggja stjórnarflokkanna hafa sagt sig úr þeim svo stuðningur við ríkisstjórnina hefur undanfarin misseri verið ótryggur, svo ekki sé meira sagt. Í raun hefur ríkisstjórnin verið minnihlutastjórn í skjóli þingmanna Hreyfingarinnar og þeirra tveggja þingmanna sem standa að Bjartri framtíð, nánast setið meðan sætt er. Þar hefur tími farið til spillis. Kjósa hefði átt fyrr. Frá sjónarhóli almennings hafa þingstörf á því kjörtímabili sem er að líða markast af átökum og óbilgirni. Þar má vafalaust mörgum um kenna en því er ekki að neita að ásýnd ríkisstjórnarinnar hefur einkennst af hörku og að því er virðist takmörkuðum vilja til málamiðlana. Það á við um oddvita ríkisstjórnarinnar, Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússon. Þau eru þingreyndust allra en hafa á þessum síðustu – og mestu valdaárum sínum á löngum ferlinum – að nokkru fært stjórnmálin áratugi aftur í tímann þegar pólitísk átök voru persónulegri og óvægnari og heiftin meiri en viðunandi er. Mál er að linni. Þess vegna ber að fagna ákvörðun beggja um að draga sig í hlé. Ásýnd nýrrar flokksforystu Samfylkingarinnar og Vinstri grænna er önnur og nútímalegri en þeirrar sem var. Vonir eru til þess að Árni Páll Árnason og Katrín Júlíusdóttir, fyrir hönd Samfylkingarinnar, standi undir væntingum sem og Katrín Jakobsdóttir og Björn Valur Gíslason hjá Vinstri grænum. Sömu kröfur eru gerðar til forystu Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Bjarni tók við flokknum við erfiðar aðstæður eftir bankahrunið og Hanna Birna kemur nú upp að hlið hans. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók við formennsku í Framsóknarflokknum skömmu fyrir síðustu alþingiskosningar og á nýafstöðnu flokksþingi tók Sigurður Ingi Jóhannsson við varaformennskunni. Mikil hreyfing er á fylgi kjósenda, nú tveimur mánuðum fyrir kosningar, en kannanir sýna að Framsóknarflokkurinn siglir í byr. Sú krafa er gerð til forystumanna hans, ekki síður en til annarra, að þeir standi undir væntingum um frjórra og skilvirkara stjórnmálastarf en verið hefur. Af nýjum framboðum virðist Björt framtíð njóta mest fylgis og ná, samkvæmt könnunum, mönnum á þing. Þar fer fyrir hófsamt og nútímalegt fólk, formennirnir Guðmundur Steingrímsson og Heiða Kristín Helgadóttir. Vonir standa til að þau kynslóðaskipti sem orðið hafa í stjórnmálaflokkunum verði þjóðinni til farsældar. Til forystumanna þeirra allra eru gerðar kröfur um bærilega samvinnu og árangur í þjóðarþágu. Oft var þörf en nú er nauðsyn.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

Ljósár í burtu Ég veit ekki hvort margir mættu þangað í Star Wars búningum – en í borgarstjórn hljóma þeir að minnsta kosti oft eins og þeir séu af allt annarri plánetu. Hanna Birna Kristjánsdóttir sendi Bjartri framtíð og þeim framandi verum sem gengið hafa til liðs við framboðið frá Besta flokknum tóninn af landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Skjaldborgin er fundin! Netklámskjöldur Íslands mun takast á við hart ofbeldi. Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra, fræddi lesendur breska blaðsins The Guardian um klámsíurnar sem til stendur á að setja á internetumferðina á Íslandi.

Kjötið sem hvarf Við kunnum alls engar skýringar á þessum mælingum þeirra og förum nú í nákvæma skoðun á hvað hefur þarna átt sér stað. Magnús Níelsson, forstjóri Gæðakokka, botnar ekkert í því hvers vegna ekkert nautakjöt var í nautakjötlokum fyrirtækisins. Sú sem síðast hlær En við fögnum ekki sigri fyrr en á kjördag. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, bregst fagnandi við fylgisaukningu flokksins en heldur þó ró sinni. Á sjó Ég er búinn að vera í þessu lengi og kominn tími á að breyta til. Svavar Halldórsson hefur sagt upp störfum hjá Ríkisútvarpinu. Óvíst er hvað tekur við en konan hans, Þóra Arnórsdóttir, talaði um að senda hann á sjóinn að lokinni baráttunni um forsetaembættið. Hann er flokkurinn! Við skulum átta okkur á því að árásir á hann, eru árásir á okkur,

það eru árásir á Sjálfstæðisflokkinn. Ólöf Nordal, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, kvaddi á landsfundi og setti árásir á formanninn Bjarna Benediktsson í samhengi. Naut verður að hrossi Þetta ástand er allavega óþolandi og þarf að koma þessu í lag. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, er óhress með hvernig skjólstæðingar hans eru blekktir með röngum innihaldslýsingum á umbúðum matvæla. Öðruvísi formaður En, það er alveg öruggt að við höfum haft formann sem er karl í krapinu og ég er örugglega ekki þannig formaður. Katrín Jakobsdóttir, nýr formaður VG, ber sig saman við forverann Steingrím J. Sigfússon.


5 MAR

JÓN JÓNSSON Á SELFOSSI Fræðslufundur um fjármál

12 MAR

fyrir ungt fólk á aldrinum 12-16 ára 6 MAR

JÓN JÓNSSON Á EGILSSTÖÐUM

MAR

12

MAR

SKATTAMÁL Á MANNAMÁLI

Fræðslufundur um fjármál

MAR

Guðrún Bragadóttir, sérfræðingur hjá KPMG, fjallar um skattskil einstaklinga

JÓN JÓNSSON Í REYKJAVÍK

13

JÓN JÓNSSON Á AKUREYRI

Fræðslufundur um fjármál

MAR

fyrir ungt fólk á aldrinum 12-16 ára 8

Fræðslufundur um fjármál

fyrir ungt fólk á aldrinum 12-16 ára

fyrir ungt fólk á aldrinum 12-16 ára 7

JÓN JÓNSSON Í BORGARNESI

ÍSLENSKI FJÁRSTÝRINGARDAGURINN Ráðstefna um fjármál fyrirtækja

Arion banki er einn aðalstyrktaraðili

Fræðslufundur um fjármál

fyrir ungt fólk á aldrinum 12-16 ára 19 FJÁRMÁL FYRIR FORELDRA MAR

Fræðslufundur um það hvernig við kennum börnunum okkar á peninga

VIÐBURÐADAGATAL ARION BANKA Við hjá Arion banka bjóðum fjölbreytt úrval af námskeiðum, fyrirlestrum og ráðstefnum þér að kostnaðarlausu. Hér að ofan eru nokkrir af viðburðum marsmánaðar. Alla viðburði, nánari upplýsingar og skráningu er að finna á arionbanki.is/vidburdadagatal Hlökkum til að sjá þig.


okkar Árlega

Lagerú

stillanleg rúm • heilsurúm og -dýnur • gaflar • sæn

Bak við Holtagarða!

Ekki missa af þEssu! www.betrabak.is


útsaLa! aÐeins í 4 daga!

ngur • koddar • svefnsófar • sófar • teppasett o.fl.

nýttu tækifæriÐ 30-70% afsláttur fim. – fös. kl. 1200–1800 lau. – sun. kl. 1200–1700 reykjavík lagarsalan er í holtagörðum en verslunin í faxafeni 5 sími 588 8477


14

fréttir vikunnar

Helgin 1.-3. mars 2013

VikAn í tölum

4.500

Pétur hættir hjá Straumi Pétur Einarsson, forstjóri Straums fjárfestingabanka, er hættur störfum. Pétur samdi við stofnun sem hefur með gjaldþrot fyrirtækja að gera í Bretlandi um að hann mætti ekki stýra fyrirtæki í Bretlandi í fimm ár vegna skattaskuldar. Jakob Ásmundsson tekur við forstjórastarfinu.

unglingar og rúmlega það verða saman komnir á Samfésballinu í Laugardagshöll í kvöld, föstudagskvöld.

Hagnaðist um 451 milljón Fasteignafélagið Eik hagnaðist um 451 milljón króna árið 2012. Rekstrarhagnaður félagsins jókst um 37 prósent á milli ára og nam 1,9 milljarði króna. Leigutekjur félagsins voru 1,8 milljarður króna og jukust þær um fjögur prósent.

Vöruskipti hagstæð Vöruskiptin í janúar voru hagstæð um 11,6 milljarða króna, en þau voru hagstæð um hálfan milljarð í sama mánuði í fyrra. Fluttar voru út vörur fyrir 55,7 milljarða króna og inn fyrir 44,2 milljarða.

Gull í Þormóðsdal Allt að fjórfalt meira gull kann að vera í hverju tonni af bergi í Þormóðsdal austan Reykjavíkur en áður var talið. Hingað til hefur verið talið að eitt hundrað grömm af gulli séu í hverju tonni af bergi í dalnum.

Ekkert nautakjöt í nautaböku Ekkert nautakjöt er í nautaböku frá Gæðakokkum í Borgarnesi þrátt fyrir að bakan sé í innahaldslýsingu sögð innihalda þrjátíu prósent af nautahakki.

Tillögur að breyttu frumvarpi Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis lagði fram til kynningar á fundi nefndarinnar á miðvikudaginn breytingartillögur á frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár.

Borgin styður RIFF Reykjavíkurborg hefur ákveðið að styðja Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, RIFF, áfram. Styrkurinn nemur níu milljónum króna. Eftirlitsnefnd á vegum borgarinnar gerði athugasemdir við starfsemi hátíðarinnar. Bragarbót hefur verið heitið.

Staða verslunarinnar þröng Staða verslunarinnar er mjög þröng vegna mikilla kauphækkana og veikingar krónunnar, segir Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu.

Stjúpömmur og -afar þurfa líka leiðbeiningar

Má ég vera afi barnsins?

Á

síðasta stjúpuhittingi okkar „áttkvenninganna“ fyrir fáeinum vikum ræddum við meðal annars um stöðu ömmunnar og afans í stjúpfjölskyldunni og komumst að því að full þörf er á opnari umræðu um hlutverk sjónarhóll þeirra. Engin okkar hafði til að mynda rætt við ömmuna og afann um hvernig best væri að haga aðkomu þeirra að lífi stjúp-barnabarnsins. Fyrst við sjálfar Sigríður erum óöruggar um Dögg stöðu okkar sem Auðunsdóttir stjúpmæðra – má sigridur@ gera ráð fyrir að forfrettatiminn.is eldrar okkar séu það líka? Við vorum sammála um að foreldrar okkar væru oftar en ekki mjög hikandi varðandi það hvernig þau megi nálgast stjúp-barnabarnið og jafnframt mjög óörugg um hlutverk sitt og stöðu. „Má ég kalla mig afa barnsins?“ var spurning sem ein stjúpan í hópnum fékk frá föður sínum. Foreldrar annarrar höfðu reynslu af því að eiga stjúpbarn sem bjó á heimili

sonar þeirra og stjúpbarn sem var aðra hvora helgi á heimili dóttur þeirra. Þeim fannst þau eiga meira í stjúpbarninu sem varði meiri tíma hjá barni þeirra. Ég efast hins vegar um að það hafi skipt máli fyrir börnin – sem bæði kölluðu þau ömmu og afa. Ég hef reynslu af stjúpafa og -ömmu flækjunni úr báðum áttum. Ég á barn af fyrra sambandi og er maðurinn minn því stjúpfaðir þess. Það barn á tvö sett af stjúpömmum og -öfum, því ég var áður gift manni sem var ekki blóðfaðir barnsins. Að auki á hún tvö sett af ömmum og öfum. (Flókið? Ég veit.) Svo á ég þrjú stjúpbörn sem urðu stjúp-barnabörn foreldra minna þegar ég tók saman við pabba barnanna. Ég hef hins vegar aldrei rætt það við foreldra mína hvers ég vænti af þeim í stjúpömmu og -afahlutverkinu og gerði mér grein fyrir því á þessum stjúpuhittingi að ég hef eiginlega alltaf verið í vandræðum með það. Vitanlega verða stjúptengsl mjög mismunandi eftir því á hvaða aldri barnið er þegar stjúpfjölskyldan

verður til. Eftir því sem börnin eru yngri verður náttúrulegra að tengjast þeim. Það á jafnt við um stjúpforeldra sem og stjúpömmur og -afa. Við stjúpurnar vorum sammála um að ömmurnar og afarnir virðist hikandi við að tengjast stjúp-barnabarninu til að byrja með. Ef til vill er ástæðan ótti við sársauka og missi gangi sambandið ekki upp. Við skilnað missi þau ekki aðeins tengdabarn heldur einnig barnabarn. Hins vegar sé erfitt að byggja upp samband við barn byggt á ótta við missi. Þá má spyrja: hvort viltu elska einhvern og eiga á hættu að missa – eða elska ekki neitt? Ég vil frekar elska. Við komumst að minnsta kosti að þeirri niðurstöðu að við þurfum að ræða þetta við foreldra okkar. Spyrja þau hvort þau vilji tengjast stjúpbarninu sínu nánar – eða ekki – og vinna svo út frá því í sameiningu. Því það er hagur barnsins að allir séu samstíga og enginn í fjölskyldunni sé með ósagðar væntingar. Það er fyrir öllu.

Matarveisla í Reykjavík

Fundur forsætisráðherra Bretlands, Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna hófst í Riga í Lettlandi á miðvikudagskvöld. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sat fundinn.

herbergi verða á hótelinu Reykjavík Lights sem KEA hótel opna að Suðurlandsbraut 12 innan tíðar.

12

ár eru síðan fyrsta Food and Fun matarhátíðin var haldin í Reykjavík. Hátíðin stendur nú yfir og nær hámarki með keppni um titilinn Food and Fun kokkur ársins í Hörpu frá klukkan 12-15 á morgun, laugardag.

718

fyrirtæki eru á skrá hjá Ferðamálastofu sem hafa leyfi til að þjónusta ferðamenn hér á landi. Þeim hefur fjölgað um rúmlega fimm hundruð frá árinu 2008, samkvæmt úttekt DV.

1,5

milljarður króna skilaði sér í kassann hjá íslenskum kvikmyndahúsum á síðasta ári. Þó seldust 4,3 prósent færri miðar en árið áður.

100

Food and Fun hátíðin í Reykjavík var sett á miðvikudag. Hátíðin er haldin í tólfta sinn og taka fjölmargir íslenskir og útlenskir matreiðslusnillingar þátt.

Jóhanna á forsætis­ ráðherrafundi

105

Hins vegar sé erfitt að byggja upp samband við barn byggt á ótta við missi. Þá má spyrja: hvort viltu elska einhvern og eiga á hættu að missa – eða elska ekki neitt? Ég vil frekar elska.

ökumenn fengu sekt í Laugardalnum um liðna helgi fyrir að leggja ólöglega. Segir lögregla að nóg hafi verið af ónotuðum stæðum í nágrenninu. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram í Laugardalshöll um helgina.


www.husa.is

10% afsláttur af öllum vörum í Heilsutorginu föstudag-sunnudags

Heilsuhelgi Blómavali Skútuvogi

Kynningar um helgina laugardag og sunnudag kl. 13- 17 10% afsláttur af öllum vörum í Heilsutorginu

Benedikta sölustjóri og heilsuráðgjafi Heilsutorgsins kynnir Vinsælu bætiefnin frá Mercola sem fást eingöngu í Heilsutorgi Blómavals Yggdrasill kynnir: Dr.Hauschka snyrtivörur Heilsa kynnir: Ame drykkinn Ráðgjafi frá Weleda verður frá kl. 13:00 -16:00 komið og fáið prufur og bækling á íslensku um vöruna Sólheimar kynna: Kökur Íslensk hollusta kynnir: Berjasafa og fl. Einnig verða kynningar á: • Femarella, fyrir hormónabúskapinn • Green people, snyrtivörur • Tulsa tea • Gingseng • Lúpínuseyði • Oxy Tarm • Purity Herbs, snyrtivörur • Little miracles, ice tea • Organic hráfæðiskökur • Saga Medica kynnir: hágæðavörur úr íslenskum lækningajurtum

ðubótarefni vítamín og fæ Dr. Mercola,

BENEDIKTA JÓNSDÓTTIR

sölustjóri og heilsuráðgjafi Heilsutorgsins

rinn sumardrykku AMÉ vinsæli

Í samhljómi við mann og náttúru

Síðan 1921

yrtivörur Dr. Hauscka sn

FERSKUR FÖSTUDAGUR Afskorin blóm á lægra verði alla föstudaga

Rósabúnt

999

kr.

elgina. vaktinni alla h ra á r u rð ve ta sölustjó Benedik ðu ráðgjöf hjá Komdu og fá gjafa okkar. og heilsuráð

örur Weleda snyrtiv

10 stk. túlipanar

999

kr.

Skútuvogur - Grafarholt - Hafnarfjörður - Akureyri - Egilsstaðir Vestmannaeyjar - Akranes - Ísafjörður - Selfoss - Reykjanesbær


16

viðhorf

Helgin 1.-3. mars 2013

Áhugaleysi Þjóðminjasafns og LÍÚ

Nýr ríkisdalur verði lögeyrir

Hvalreki af gjaldeyri

F

ólkið í landinu fagnar niðurGjaldeyrishöftin stöðu Icesave-dómsins og Gjaldeyrishöftin valda því meðal misvitrir stjórnmálamenn annars að aflandskrónur og innireyna að nudda sér upp við sigurstæður erlendra aðila eru og verða vegarana til að komast í kastljós fastar í krónum sem vaxa dag frá þessarar frábæru niðurstöðu. degi á fullum vöxtum í bankakerfinu Það var ömurlegt að sjá svipinn á og köllum við þetta allt saman snjósumum þegar niðurstaðan lá fyrir hengju. Vextir á þessar innistæður og fékk maður á tilfinninguna eru að lágmarki um 60 milljarðar á að þessir sömu hefðu vonað að ári og fer hækkandi. Við þetta bætist niðurstaðan væri öðruvísi og beint svo innheimtur þrotabúa föllnu lýðræði ætti ekki upp á pallborðið bankanna og uppsöfnun á reiðufé Guðmundur hjá Íslendingum þegar sérfræðsem þarf að borga vexti af. SnjóFranklín Jónsson ingar stjórnvalda væru til staðar. hengjan er í dag talin vera um 1.200 Formaður XG-Hægri Viðbrögð stjórnvalda og annarra milljarðar, en með tíð og tíma verður grænna, flokks fólksins flokka sem studdu síðasta Icehún að lágmarki 2.500 milljarðar. save-samninginn voru: „Það hefði Það þarf nú vart að taka það fram getað farið verr, hvað ef við hefðum tapað!“ Já, að kostnaðinn af þessu þurfa íslensk heimili og hvað ef við hefðum tapað? Lítið hefði gerst, Ísfyrirtæki að bera. lendingar hefðu allavega ekki verið dæmdir í Ríkisdalur er lausnin fjársektir, en eitt er víst að stjórnmálamenn, nú á útleið, hefðu áminnt þjóðina og þ.a.l. alla þá Ef landsmenn vilja koma á efnahagslegum sem tóku þátt í að kveða þennann draug niður stöðugleika og losna við gjaldeyrishöftin og um langa tíð um vanhæfni almennings um að snjóhengjuna, er ein aðferðin, að gera nýjan ríktaka „réttar“ ákvarðanir. isdal að lögeyri og festa gengi hans við bandaríkjadal. Bandaríkjadalur er aðalviðskiptamynt Gríðarleg tækifæri Íslands og mest notaði gjaldmiðill veraldar. Öllum íslenskum krónum landsmanna, launum, Gríðarleg tækifæri liggja í niðurstöðu Icesavelausu fé, innistæðum, skuldum, verðbréfum, dómsins, en hún gerir m.a. Íslendingum kleift o.s.frv. yrði skipt út fyrir ríkisdal. Gengi ríkisað gera upp þrotabú Landsbankans í íslenskum dalsins myndi sveiflast eins og gengi bandakrónum og þvinga alla aðra erlenda kröfuhafa ríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Gamla til að taka við krónum sem er okkar lögeyrir. Bretar og Hollendingar sem aðrir, verða að sætta sig við að fá restina af kröfum sínum vegna Icesave greiddar í krónum vegna gjaldeyrishaftanna. Þeir eru í kjölfar niðurstöðu EFTA-dómstólsins í sömu stöðu og aðrir kröfuhafar bankanna. Þetta leiðir allt til þess að hér verður hvalreki af erlendum gjaldeyri sem við þurfum ekki að greiða strax úr landi.

krónan yrði áfram í gildi, en eignir þrotabúanna og allar aflandskrónur þ.e. snjóhengjan sætu eftir í gömlu krónunni og gætum við þá samið sérstaklega við hrægammasjóðina, þrotabúin og aðra eigendur gömlu krónunnar um að losna úr prísundinni. Innlánsvextir á gömlu aflandskrónunum yrðu keyrðir niður í 0,0% og hagkerfið leyst úr gíslingu.

Lausnargjaldið

Þrotabúum föllnu bankanna, eigendum aflandskrónanna, erlendu hrægammasjóðunum yrðu boðnar tvær leiðir til að losna úr viðjum gjaldeyrishaftanna: a) að skipta yfir í ríkisdal með 95% afföllum, eða b) skipta á aflandskrónugengi í 30 ára skuldabréf, útgefnu í bandaríkjadölum á mjög lágum vöxtum. Ef erlendu hrægammasjóðirnir vilja ekki þiggja þetta boð, þá verða þeir rukkaðir um vexti á innistæðum sínum eftir fyrsta árið fyrir allt umstangið, en við þetta má bæta að bankar í Sviss rukka geymslugjald fyrir fé sem þeir varðveita. Þetta sparar tugi milljarða kr. á ári í vaxtakostnað. Peningarnir sem koma í ríkissjóð með útgáfu nýja skuldabréfsins má nota til þess að borga upp það sem hægt er og skuldbreyta erlendum skuldum ríkissjóðs og fara í nauðsynlegar fjárfestingar hér á landi. Líta verður á aflandskrónurnar og niðurstöðu Icesave dómsins sem sérstakt tækifæri, snúa verður taflinu við og veita erlendum hrægammasjóðum makleg málagjöld. Þessari leið tæki 6 til 9 mánuði að koma í verk.

Ef erlendu hrægammasjóðirnir vilja ekki þiggja þetta boð, þá verða þeir rukkaðir um vexti á innistæðum sínum eftir fyrsta árið fyrir allt umstangið …

Sorgarsaga um varðveislu tæknibúnaðar

Þ

egar litið er yfir farinn veg og eftir að hafa skoðað söfn erlendis og séð hvað aðrar þjóðir leggja mikinn metnað í að varðveita tækniþróun í fiskileitar-, siglinga- og fjarskiptatækjum kemur upp í hugann hvernig á því stendur að ekki virðist vera neinn áhugi af hálfu Þjóðminjasafnsins eða LÍÚ að varðveita þau tæki og tól sem komu þjóðinni til efnahags og velsældar með nýjustu tækni til fiskveiða á sínum tíma. Það er sem betur fer ekki búið að henda öllum þessum tækjum. Það eru nokkrir menn sem hafa safnað að sér gömlum tækjum og varðveita þau á eigin vegum þar sem því miður ekki er hægt að bjóða fólki inn vegna plássleysis. Það fer nú hver að verða síðastur að nýta sér þekkingu þessara manna sem eru nú allir komnir yfir sjötugt og fer nú fækkandi. Að mínu mati hafa orðið stórslys í þessum málaflokki. Tökum t.d. gömlu Loftskeytastöðina vestur á Melum. Landsíminn átti stöðina og seldi Háskólanum húsið, síðan keypti Landsíminn húsið af Háskólanum og kom upp fyrirmyndarsafni af þróun símtækninnar bæði loftskeyta - og símatækni frá upphafi.

Vefverslun á að virka alls staðar

Jónsson & Le’macks

jl.is

sÍa

Meira en helmingur Íslendinga notar netið með farsímum og spjaldtölvum. Er þín vefverslun tilbúin?

Með Borgun tekur þú við öllum kortum – hvar og hvenær sem er Fáðu frekari upplýsingar á borgun.is/vefgreidslur eða í síma 560 1600

Inngangur að lögfræði

3.350 kr.


viðhorf 17

Helgin 1.-3. mars 2013

þarna eru til Þegar Landtæki frá upphafi síminn var seldur útvarps á Ísákváðu yfirlandi svo ekki sé menn Símans að minnst á íslenska afhenda Þjóðsmíði á útvörpum minjasafninu og sjónvörpum. safnið til eignar Þriðja slysið og varðveislu og varð þegar húsið enn fremur fylgdi uppi á Rjúpnapeningaupphæð hæð, sem var með. Þetta staðbyggt sem fjarfestu þeir verkskiptastöð með fræðingarnir Þor- Jóhannes Helgason sendum, var varður Jónsson rafeindavirkjameistekið úr notkun og Gústaf Arnar tari. Áhugamaður um og brotið niður. við undirritaðan. varðveislu tæknibúnaðar. Reynt var að Var þetta safn hafa áhrif í þá átt að varðmikið notað af ýmsum skólveita húsið undir safn en það um og fengu nemendur þar fékkst ekki hljómgrunnur mjög góða yfirsýn á tæknifyrir því. Brjóta átti það niður þróunina. Háskólinn fékk og byggja íbúðarhús á staðnáhuga á þessu húsi undir um. Þar hefði mátt koma upp skrifstofur fyrir sig og sína. mjög góðu safni fyrir megnið Þjóðminjavörður gaf húsið eftir og var tæknibúnaðurinn af þessum tæknibúnaði sem hér um ræðir. Ekki verður sendur hingað og þangað, og þetta tekið aftur og nú er að nú er ekki neitt fjarskiptasjá hvort Þjóðminjasafnið, safn í Reykjavík. menntamálaráðuneytið, Uppi á Vatnsendahæð, í útatvinnumálaráðuneytið, LÍÚ, varpsstöðinni, er mikið safn Rafiðnaðarsambandið, Símgamalla útvarpstækja sem inn eða önnur félagssamtök eru þar uppi á lofti og engum gætu hugsað sér að reyna að til sýnis. Ekki hefur fengist bjarga þessu fyrir horn áður vilyrði frá RÚV að fá að nota en allt er um seinan. húsið sem sýningarsal, en

Ekki verður þetta tekið aftur og nú er að sjá hvort … gætu hugsað sér að reyna að bjarga þessu fyrir horn áður en allt er um seinan.

3 nætur á Mývatni

Endursköpun höfuðborgarinnar kallar á mörg úrlausnarefni

Reykjavík þarfnast viðreisnar

R

kallar á mörg eykjavík – úrlausnarefni. Sum höfuðborg stór og önnur minni. Íslands – En þau þarfnast öll þarfnast sárlega öflugrar forystu breytinga. Hún byggðri á algjörlega þarfnast styrkrar óeigingjarnri köllun og innblásinnar – en ekki þeirri leiðsagnar til uppfirrtu sjálfhverfu byggingar og og fíflagangs sem endurreisnar. Hún hefur að mínu mati þarfnast þess að einkennt óstjórn blómstra á ný sem Ragnar Halldórsson hennar undanfarin nyrsta höfuðborg ráðgjafi ár. Borgin þarfnast heimsins. Ekki síst alveg nýs endurvegna þeirra hundrreisnartímabils sem byggir uða þúsunda erlendra ferðaá sterkri og uppbyggjandi manna sem sækja hana heim leiðsögn þar sem samkennd og ár hvert. En sérstaklega vegna væntumþykja gagnvart hverjum Reykvíkinga sjálfra og allra einasta borgarbúa gerir að veruÍslendinga, þ.m.t. allra íbúa leika þá stoltu og fallegu höfuðsveitarfélaga á höfuðborgarborg sem við óskum okkur öll. svæðinu sem líta til hennar sem fyrirmyndar sem höfuðborgar Fegrun og uppbygging okkar stolta lýðveldis – alveg eins og allir aðrir landsmenn. Allt ofangreint lá til grundvallar í máli þeirra sem hafa hvatt Nýtt endurreisnartímabil mig til að láta mig málefni Reykjavíkur varða. Oft var þörf Því Reykjavík er höfuðborg en nú er nauðsyn segja þeir allra Íslendinga. Hún tilheyrir sem hafa hvatt mig til þess. Og öllum Íslendingum og við þess vegna er ég nú að íhuga eigum hana öll jafnt. Og einmitt að bjóða mig fram til borgarþess vegna þarfnast Reykjavík stjórnar Reykjavíkur fyrir þess svo mjög sem höfuðborg Sjálfstæðisflokkinn á næsta ári allra Íslendinga – að allir Ís– þótt enn sé langt í land að ég lendingar – hvar sem þeir búa taki ákvörðun um slíkt. á landinu – ali önn fyrir henni Og hér eru nokkur þeirra og vilji veg hennar sem mestan málefna sem ég myndi beita sem höfuðborgar okkar allra. mér fyrir í þágu Reykjavíkur: Endursköpun Reykjavíkur

• Andhöfuðborgarstefnu linni og við taki höfuðborgaruppbygging með því að hugsa um þarfir allra Reykvíkinga og Reykjavíkur sem höfuðborgar fyrir alla Íslendinga og ferðamenn á öllum aldri. • Skapa alveg nýtt hverfi í miðborginni á lóð gamla Landspítalans við Gömlu Hringbraut og finna nýju sjúkrahúsi nýja lóð við hæfi í samstarfi við ríkið. • Undirbúa að flytja flugvöllinn frá póstnúmeri 101 í miðborg Reykjavíkur og sjá götur í anda Skólavörðustígs rísa í Vatnsmýrinni, auk e.t.v. nýs forsætisráðuneytis og nýs dómshúss Héraðsdóms Reykjavíkur þar. • Færa hið harða næturlíf alveg úr miðborginni með nýrri og frábærri lausn sem allir ættu að fagna. • Styrkja viðhald húsa í gamla miðbænum og móta byggingarstíl fyrir nýbyggingar í miðborg Reykjavíkur. • Auka tækifæri fyrir fleiri kaffihús í íbúðarhverfum, tryggja falleg og andrík nöfn á götur í nýjum hverfum og endurreisa m.a. Laugaveg, Hverfisgötu, Hafnarstræti, Hlemm og Lækjartorg. • Allsherjar fegrun og andlytslyftingu á allri borginni, þ.m.t. að koma upp torgum og lystigörðum í öllum stærðum, gróðursetja tré í hrárri hverfum og reisa nýjar styttur og gosbrunna á torgum og umferðareyjum. • Skoða lestarferðir milli helstu punkta, ókeypis miðborgarstrætó og 50% lægra gjald í strætó fyrir alla. • Læra af hjólaborgum eins og Kaupmannahöfn til að þróa Reykjavík sem alvöru hjólaborg. • Læra af sveitarfélögum sem hafa sýnt afburða árangur, eins og t.d. Garðabær í skólamálum og Reykjanesbær í launamálum kynjanna. • Fegra og bæta skólalóðir, leikvelli og leikskólalóðir til muna og undirbúa byltingu í skólastarfi byggðu á upplýsingu og nýjum tilboðum fyrir börn og ungt fólk m.a. í samstarfi við ríkið. • Nútímavæða bókasöfn, byggja upp borgaraþjónustu og barna- og unglingamiðstöðvar og koma með alveg nýjar lausnir í barnaverndarmálum fyrir fátæk börn og fjölskyldur þeirra.

46.370 kr.

Ketilbjöllur

8.390 kr.

Gönguskór

Á r m úla 3 0 | 10 8 Re y k ja v í k | S ím i 5 6 0 16 0 0 | w w w. b o r g un . is

22.890 kr.


„Allþokkalega pottþétt“ að þú fáir miða

Taktu þátt í AN GRÍM2 201 ins

g ár s sýnin ld ársins s á k s ik ársin le mynd hljóð ari ársins leik

„Alger þrusa ... ég man varla eftir annarri eins veislu ...“ – SV, Mbl „Það flottasta sem ég hef séð á íslensku leiksviði“

„Frábærlega vel heppnuð.“ SGV, Mbl

„Alvörustórsýning á klassísku verki.“ – AÞ, Fbl

„Þetta er sýning sem þig megið alls ekki missa af.“ – JVJ, DV „Unnin af ást, virðingu og umhyggju“ – EB, Fbl

„... bráðfyndið en samt svo einlægt í annarleika sínum“ – AÞ, Fbl „Frábært stykki. Meiriháttar sýning.“ Yrsa Sigurðardóttir, Djöflaeyjan RÚV

PÓH, Djöflaeyjan RUV

UPPSELT Á 43 SÝNINGAR

UPPSELT Á 30 SÝNINGAR

UPPSELT Á 54 SÝNINGAR

UPPSELT Á 51 SÝNINGU

Þri. 30/4 Fim. 2/5 Mið. 8/5 Mið. 15/5 Mán. 20/5

Fös. 24/5 Sun. 26/5 Lau. 1/6

Fös. 19/4 Fim. 25/4 Sun. 5/5 Fös. 10/5

Mið. 12/6 Fim. 13/6

FÍTON / SÍA

Lausir miðar á eftirtaldar sýningar:

Fim. 23/5 Fös. 31/5 Lau. 1/6 Sun. 2/6 Mið. 5/6

Fim. 6/6 Fös. 7/6 Lau. 8/6

Lausir miðar á eftirtaldar sýningar:

Sun. 2/6 Sun. 9/6

Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

Lausir miðar á eftirtaldar sýningar:

Lau. 11/5 Fös. 16/5 Lau. 17/5 Sun. 18/5

Fim. 23/5 Lau. 25/5 Sun. 26/5 Fös. 31/5

Lausir miðar á eftirtaldar sýningar:

Fös. 14/6 Lau. 15/6


í töfrunum! Aðsóknin í Borgarleikhúsið er ævintýri líkust á frábæru leikári. En örvæntið ekki ... Við bættum inn aukasýningum, hrókeruðum til á sviðum, tókum upp sýningar á ný og lumum enn á tveimur spennandi frumsýningum. Allt til að tryggja öllum sæti sem vilja. Þökkum einstakar móttökur. Hlökkum til að sjá þig!

Snýr aftur á svið ÅRETS REUMERT 2012 SÝNING ÁRSINS

„Frábær matreiðsla á menningararfinum“ – JAB, VB „Einhver besta útfærsla sem maður hefur séð á leiksviði lengi“ BS, Pressan.is

„Leikræn og lipur fengitíð“ – EB, Fbl „ ... leiksýning sem óhætt er að mæla með“ – SVG, Mbl „ leikhús eins og best verður á kosið“ – JBG, Ftíminn

Þrjú ný íslensk verk Ung og öflug leikskáld sameina krafta sína í spennandi sýningu

Háskaleikritið sem var sýning ársins í Danmörku „Eitt það allra trylltasta sem ég hef séð um ævina“ – Politiken

UPPSELT Á 12 SÝNINGAR

UPPSELT Á 56 SÝNINGAR

Frumsýning 12. apríl kl. 20

AÐEINS FIMM SÝNINGAR Á ÍSLANDI

Fös. 1/3 Lau. 2/3 Fim. 7/3 Mið. 13/3

Mið. 24/4 Þri. 30/4 Fim. 25/4

Fös 12/4 Þri 16/4

Mið. 3/4 Fim. 4/4

Lausir miðar á eftirtaldar sýningar:

Fim. 14/3 Lau. 16/3 Mið. 20/3 Fös. 22/3

Lau. 23/3 Fös. 5/4

Lausir miðar á eftirtaldar sýningar:

Lau. 27/4 Fös. 3/5 Lau. 4/5

Sun. 5/6

Mið 17/4 Þri 23/4

Sun 28/4

Ósóttar pantanir seldar daglega

Fös. 5/4 Lau. 6/4

Sun. 7/4


20

viðtal

Helgin 1.-3. mars 2013

Vandræðalegt að vera veikindaseleb Ljósmyndarinn Ingólfur Júlíusson greindist með hvítblæði í október og hefur farið í gegnum þrjár árangurslausar lyfjameðferðir. Meðferð hefur því verið hætt en Ingólfur er óbugaður og prófar sig nú áfram með náttúrulyfjum og óhefðbundnum aðferðum. Hann veit að hann gæti átt stutt eftir en hugsar ekki um dauðann og einbeitir sér að því að lifa lífinu og njóta þess að vera til. Hann er sannur víkingur sem bregður hvorki við sár né bana og ætlar að banka upp á í Valhöll þegar kallið kemur enda er hann fullviss um að við veisluborðið þar vanti nýjan og ferskan mannskap.

É

g kynntist Ingó fyrir fjórtán árum eða svo þegar ég hóf störf á Vísi.is. Vefmiðillinn var öllu minni þá en nú og var rekinn samhliða DV og var með fréttavakt í þröngu horni á ritstjórn DV í Þverholti. Og þar var Ingó hrókur alls fagnaðar. Ingó var skegglaus og stutthærður þegar ég sá hann fyrst þar sem hann talaði hátt og hló dátt í gulan gsm-síma. Hann var manna fyrstur til þess að gefa sig á tal við feimna nýliðann á vefmiðlinum sem þótti nú ekki merkilegt fyrirbæri á pappírsmiðlinum í þá daga sem netið var enn bara bóla. Fyrsta sígarettan okkar úti á svölum gamla DV-hússins varð upphafið á góðri og ekki síður ánægjulegri vináttu. Síðan þá hafa leiðir okkar legið saman á Fréttablaðinu og nú síðast Fréttatímanum þar sem Ingó stökk til í umbrotið þegar á þurfti að halda. Það er alltaf gaman að hitta Ingó og maður kveður hann alltaf kátari en þegar maður heilsar honum en samt var tilhlökkun þessarar heimsóknar dálítið kvíðablandin enda eitthvað undarlegt við að taka viðtal við góðan vin sem er nýkominn heim eftir fimm mánaða sjúkrahússlegu og árangurslausa meðferð við banvænu meini.

Verðum við ekki að reykja?

Ingó kemur sjálfur til dyra þegar bankað er upp á. Skælbrosandi og sjálfum sér líkur þótt líkaminn hafi látið á sjá. Hann hreyfir sig hægar en maður er vanur enda þekkir maður hann best á þönum með ótal járn í eldinum. „Verðum við ekki að reykja?“ Spyr hann og vill greinilega nota ferðina fyrst hann er á annað borð kominn í útidyrnar. „Það er bara full atvinna að vera sjúklingaseleb,“ segir hann og skellihlær. „Um daginn var það Kastljós, Stöð 2 var hérna áðan og DV hringdi í dag. Ég skil eiginlega ekkert í þessu og nú ert þú mættur. Það er nú eitthvað kjánalegt við að ég sé í viðtali hjá þér.“ Alltaf þegar við Ingó hittumst segir hann að við séum hér saman komnir til þess að fara með „gamanmál“ og þótt umræðuefnið núna sé dauðans alvara er stuðboltinn samkvæmur sjálfum sér og sér til þess að léttleikinn svífi yfir okkur. Í augnablik er eins og ekkert hafi breyst síðan við reyktum fyrstu sígarettuna í Þverholti einhvern sólríkan ágústmorgun árið 1999. Annað en að minn góði vinur hefur rýrnað og misst allt hár. Annars er Ingó bara Ingó.

Ingó líður best heima í faðmi fjölskyldunnar og er feginn að vera laus af spítalanum. Hrafnhildur Sif strýkur pabba sínum um kollinn þar sem áður var mikill makki. Sara Lilja hefur gætur á tryggðartröllinu henni Betu sem aldrei víkur frá húsbóndanum og Monica hefur góðar gætur á öllu og hugsar um karlinn eins og ungbarn. Ljósmynd/Hari

Ingó hætti að reykja þegar hann veiktist og fiktaði með rafmagnssígarettu um stund en þegar önnur lyfjameðferðin skilaði engu kastaði hann gervisígarettunni og keypti sér pakka. Honum fannst hann ekki hafa neinu að tapa og fór út að reykja með grímu fyrir vitunum vegna sýkingahættunnar. Við eitt slíkt tækifæri sagði hann mér að það væru ekki sígaretturnar sem væru hættulegar heldur fólkið. „Eru þetta ekki flott hinstu orð?“ Og svo var hlegið.

Ég hef haft mestar áhyggjur af því undanfarið að meinið sé að kvelja vin minn en hann blæs á þær áhyggjur. „Nei, blessaður vertu. Ég hef ekki fengið morfín síðan í janúar og mikið er gott að vera laus við það helvíti. Dagarnir eru bara frábærir. Ég fer á spítalann annan hvern dag, fer í blóðprufu og fæ blóð eða eitthvað svoleiðis. Annars er ég bara veikur heima. En ég fór mjög illa þegar ég fékk slæma sýkingu og mátti ekki fara úr rúminu í fjórar vikur. Ég var alveg fárveikur og það drap niður allt þol,

þrek og vöðva. Það fór djöfullega með mig og ég er að reyna að ná mér upp núna. Ég er búinn með þrjár lyfjameðferðir síðan í byrjun október og það er djöfullegt. En fólkið á deild 11-G er alveg frábært. Maður trúir því ekki fyrr en maður reynir það hvað það er ótrúlega gott fólk þarna,“ segir Ingó um dvölina á blóðlækningadeild Landspítalans.

Heima er best

Þeir sem þekkja Ingó vita að hann er manna


viðtal 21

Helgin 1.-3. mars 2013

Skemmtir sér fram í rauðan dauðann

Eins og gefur að skilja var greiningin mikið áfall en Ingó tók henni af æðruleysi og hefur aldrei misst móðinn. „Já, já. Þetta var áfall maður. En svo var alltaf vonin um að lyfjameðferðirnar myndu duga og ég kæmist til Svíþjóðar í mergskipti og yrði þar með sloppinn. Á leiðinni missti ég 34 kíló og er alveg rígmontinn yfir því,“ segir Ingó og hlær. „Ég var orðinn svo þreyttur á því að bíða í fimm mánuði eftir einhverjum dómi eða bara fá að vita eitthvað þannig að þegar dauðadómurinn kom, eða þú veist. Stóri dómurinn þá varð ég bara rosalega feginn. Að loksins væri eitthvað komið út úr þessu og ég gæti þá brugðist einhvern veginn við. Gert eitthvað. Ég var alveg pollrólegur yfir þessu og hef það bara helvíti fínt.“ Og það sem Ingó ætlar að gera er að njóta lífsins til fullnustu með fjölskyldu sinni og vinum. Hann er kominn á heilmikinn grasalækningakúr og horfir bjartsýnn fram á veginn. „Ég er bara frekar bjartsýnn miðað við allt og allt. Það hafa líka margir haft samband og sagt mér frá því að þeir hafi átt þrjár mínútur eða eitthvað álíka ólífaðar samkvæmt læknum en tóku svo inn eitthvert granóla eða eitthvað og krabbinn hvarf og svona,“ segir Ingó sem eins og sannur heiðingi hefur mikla trú á mætti náttúrunnar. „En ég meina það er kannski óraunhæft en það þýðir ekkert að grenja yfir því sem maður getur ekki breytt sjálfur og maður á alltaf að spila úr stöðunni sem maður er í. Ég er náttúrlega illu vanur,“ segir hann og glottir. „Og ég ætla bara að skemmta mér alveg fram í rauðan dauðann,“ segir hann og hlær sínum smitandi og dillandi hlátri.

Vissi ekki að hann væri svona vinsæll Ingó hefur árum saman starfað

En svo var alltaf vonin um að lyfjameðferðirnar myndu duga og ég kæmist til Svíþjóðar í mergskipti og yrði þar með sloppinn.

H:N Markaðssamskipti / SÍA / Svansprent

kátastur, lífsglaður vinnuþjarkur sem tók að sér með bros á vör fleiri verkefni en hægt er að komast yfir á venjulegum vinnudegi og var oftast að fram á nótt og er aldrei í meira stuði en þegar mikið gengur á. Þegar eldfjöll gjósa eða Hollywood-stjörnur spóka sig á almannafæri er Ingó alltaf í fremstu víglínu með myndavélina á lofti. Það hljóta því að mikil viðbrigði að neyðast til að halda kyrru fyrir? „Já. Ég er vanur því að vera allaf eitthvað að stússast og það er náttúrlega hundleiðinlegt að geta ekki verið á fullu alla daga. Ég vona bara að ég nái upp einhverju þreki til að geta stússast í mínu handverki og jafnvel tekið einhver smá verkefni. Ef ég næ upp þreki held ég líka að ég geti unnið krabbann af því hann fær þá ekki að komast að... eða og þó. Það gengur náttúrlega ekki upp því hann braut mig þarna í haust,“ segir Ingó sem var búinn að vera slappur lengi áður en hann komst að því hversu alvarlegt meinið var. „Ég var orðinn helvíti veikur þegar ég heimtaði blóðprufu og fékk þessa greiningu. Ég var búinn að keyra á viljastyrknum þangað til ég datt fram á lyklaborðið. Alveg búinn. Og þá gerði ég eitthvað í þessu. Ég var reyndar búinn að fara fjórum sinnum til læknis. Alls konar lækna en svo fór ég bara og heimtaði blóðprufu og þá kom þetta í ljós og ég var fluttur með sjúkrabíl á 11-G sem varð heimili mitt næstu fimm mánuði.“ Það er ekki nóg með að þrjár erfiðar lyfjameðferðir hafi allar endað með vonbrigðum heldur hefur varnarlaus líkami Ingós fengið slæmar sýkingar sem urðu meðal annars til þess að hann var lengi í einangrun. „Ég er búinn að vera með leiðinda sýkingar og vesen en það er alveg yndislegt að vera kominn heim.“

sem verktaki þannig að skrúfað var fyrir tekjur fjölskyldunnar þegar heilsan brást og hann hefur ekkert stéttarfélag eða sjúkrasjóð sem hleypur undir bagga. Vinir Ingós brugðust því við og ótal margir hafa lagt hönd á plóg til þess að hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af fjármálum á meðan hann berst fyrir lífi sínu. „Það er búin að vera söfnun fyrir mig, það er búið að halda myndauppboð fyrir mig og nú síðast tónleika. Og svo öll þessi fjölmiðlaumfjöllun. Mér þykir rosalega vænt um þetta en finnst pínu vandræðalegt að vera veikindaseleb. Ég vil alls ekki hljóma vanþakklátur en ég hef ekki beðið um neitt af þessu þetta er bara sjálfsprottið hjá vinum

mínum sem hafa tekið upp á þessu hjá sjálfum sér og ég vissi ekki að ég væri svona vinsæll,“ segir Ingó og skellir upp úr. Þú hefur náttúrlega komið ótrúlega víða við og þekkir ótrúlegan fjölda fólks og það er bara þannig að öllum sem kynnast þér þykir vænt um þig. Þú áttar þig líka á því að þú ert að uppskera eins og þú hefur sáð. Allir vita að ef þessu væri öfugt farið og einhver vina þinna væri í þessari stöðu þá værir þú fremstur í flokki að hjálpa. „Jú,jú. En þetta kemur mér samt rosalega á óvart. Krabbi er kannski svolítið spari og ég hef spáð í því hvort viðbrögðin hefðu verið þau sömu ef ég væri að drepast úr ein-

hverjum hörmulegum kynsjúkdómi.“ Og enn er hlegið. „Ég hef líka hugsað út í það hvað það yrði svo kjánalegt ef ég myndi síðan lifa þetta af eftir allan þennan stuðning og góða hug sem mér hefur verið sýndur. Safnanirnar og allt þetta. Nú er ég að fara í alls konar óhefðbundnar meðferðir og éta alveg haug af grösum og það yrði svolítið asnalegt að batna svo bara og lifa árum saman. Svo myndi maður fara niður í bæ og hitta fólk og það myndi segja: „Bíddu, átt þú ekki að vera löngu dauður? Veistu hvað ég gaf mikið í söfnunina? Var þetta bara plat? Þetta situr svolítið í mér.“ Framhald á næstu síðu


22

viðtal

Helgin 1.-3. mars 2013

Vill kveðja félagana

Já, blessaður vertu. Þetta er seinni tíma vandamál. Það er alveg dæmigert fyrir ljúflinginn Ingó, sem má ekkert aumt sjá, að verða feiminn og hrökkva í kút þegar fólk sýnir honum sama hlýhug og hann hefur sýnt öðrum umhugsunarlaust í gegnum árin en hann er að venjast þessu. „Þegar ég lá á spítalanum einangraði ég mig dálítið og var lítið á netinu og Facebook. Fólk var svo mikið að spyrja og ég vissi ekkert sjálfur og gat engu svarað. Síðan fannst mér þetta svo yfirþyrmandi einhvern veginn. Allur þessi stuðningur en nú veit maður að fólk vill vel og þetta er þess leið til þess að takast á við þetta með mér og nú reyni ég að vera virkari.“ Ingó hefur árum saman verið eins og þeytispjald út um allar koppagrundir og hitt fjölda fólks og þeir eru margir sem muna eftir kynnum sínum af þessu einstaka ljúfmenni og þessa dagana er hann oft minntur á þetta. „Við hjónin fórum til Umboðsmanns skuldara og töluðum þar við góðan mann sem ætlar að sjá um mín mál. Þegar við vorum inni hjá honum sagði hann að ég myndi kannski ekki eftir honum en hann hefði einhvern tíma verið á puttanum þegar ég kom að og skutlaði honum frá Hellu til Selfoss. Þetta var mjög fyndið og það er alltaf eitthvað svona að koma upp.“

„Þú hefur líka haldið þínu góða geði í gegnum þetta allt og menn geta nú farið langt á því og það er fátt sem bendir til þess að þú sért á förum akkúrat núna,“ segi ég og minni Ingó á að við strengdum þess heit eftir að önnur meðferð mistókst að við ætluðum að fara saman að æfa í Mjölni þegar hann væri búinn að sigrast á hvítblæðinu. „Já, við stefnum á það! Ég hef aldrei verið bjartsýnni en núna. Það er bara furðulegt og ég er ekkert hræddur við hinn möguleikann. Ég nýt þess bara að vera til, ógeðslega grannur og hef það bara gott. Ég meina þetta fer eins og það fer og ég geri mitt til að grasa þetta og svona. Kannski þrauka ég en ef maður fer þá fer maður bara.“ Ingó er eins og margir vita mikill víkingur og hann segist á tímabili aðeins hafa velt útförinni fyrir sér en hann nenni því ekki lengur. „Ég ætla að hafa opna kistu, vera í víkingagallanum með hendur á sverðinu. En æ, ég nenni ekki að pæla í þessu.“ En var það ekki erfitt fyrir víkinginn að missa sitt mikla hár og skegg? „Nei! Vegna þess að ég fékk að vita það að það kemur alltaf einhvern veginn allt öðruvísi til baka. Hárið og skeggið. Og ég er svo spenntur yfir því að sjá hvernig það verður núna. Þetta er í þriðja skiptið sem þetta er að koma aftur og þetta er búið að vera alls konar. Það er æsispennandi að bíða eftir þessu.“

Tilgangslaust að vera reiður Þegar ég frétti að þú værir kominn á spítala með hvítblæði varð ég fyrst reiður. Af hverju Ingó minn? Ég átti mjög erfitt með að sætta mig við þetta og vildi kenna einhverju um og datt Eyjafjallajökull í hug. Að gosið hefði komið einhverju helvítis eitri ofan í þig þegar þú varst að mynda í mekkinum en þá varst það þú sem útskýrðir fyrir mér að það þýddi ekkert að pæla í þessu, leita að ástæðum og kenna einhverju um. „Nei, nei. Það þýðir ekkert. Þetta gerist bara en fólk er bara leitt. Mínir nánustu og vinir mínir en eins og ég sagði þá er alveg tilgangslaust að vera reiður eða bitur yfir einhverju sem maður fær ekki breytt. Það er bara sóun á orku. Maður á bara að vera kúl á þessu og taka því sem að höndum ber. Ég er bara þannig að mér finnst ekkert vandræðalegt fyrir mig að tala um þetta og kannski slæ ég fólk út af laginu þegar ég segi bara: „Ja, ég er nú að drepast úr krabba og þyrfti eiginlega að fá hraðmeðferð í þessu. Þetta slær fólk svolítið.“ Ingó er ekki laus við veraldlega stússið þótt hann þurfi á allri sinni orku að halda í annað og hefur þurft að eiga við ýmsa lánardrottna en hann sér líka spaugilegu hliðarnar á því brölti jafnvel þótt hann hafi verið hársbreidd frá því að koma sér í örugga höfn áður en áfallið dundi yfir. „Þannig lagað er ég í afar vondum málum en það er fyndið að segja frá því að tryggingasölumenn eru búnir að vera að hringja í mig í allt sumar. Alveg tvisvar þrisvar í viku og vildu endilega selja mér líftryggingu, sjúkratryggingu og allan djöfulinn. Tækjatryggingu og ég veit ekki hvað og hvað. Ég var alveg til í þetta og ætlaði bara að ganga frá þessu. Svo var ég eitthvað að slugsa vegna þess að ég var svo upptekinn og náði ekki að ganga frá þessum fína tryggingapakka. Nema hvað að þegar ég er kominn inn á spítala þá hringir

Árangurslausum lyfjameðferðum hefur verið hætt og Ingó bíður þess sem verða vill. Honum líður vel núna og hann finnur þróttinn vera að koma aftur. Ljósmyndir/Hari

einn. Ég segist nú bara vera kominn inn á spítala með krabbamein og hann kveður í flýti en óskar mér góðs gengis. Og ég heyrði ekki í einum né neinum eftir það. Þannig að tryggingafélögin hljóta að vera með gagnagrunn,“ segir Ingó og hlær. Ætli það sé ekki bara merkt við mann: Þessi er búinn.“

Yndisleg fjölskylda og vinir

Ingó og eiginkona hans, Monica Haug, búa ásamt dætrum sínum tveimur, Hrafnhildi Sif sem er 11 ára og Söru Lilju sem er níu ára, og tíkinni Betu í Vesturbænum. Og það er óhætt að segja að feigðin svífi ekki yfir þessu huggulega heimili þar sem mikið er brosað og hlegið. Hrafnhildur Sif segir okkur ábúðarmikil frá nýju orði, „kynbundin launamunur“, sem hún lærði í skólanum í dag og síðan spinnast upp nokkrar umræður um mannréttindi. Fjölskyldan sest síðan fyrir framan sjónvarpið og horfir á heimsókn Stöðvar 2 til þeirra fyrr um daginn. Þegar Sara Lilja birtist í mynd að borða súkkulaðiköku felur hún andlit sitt og hrópar upp yfir sig: „Af hverju klipptu þeir þetta ekki út?“ Ingó slengir

Kæli- og frystiskápar í mörgum stærðum frá Siemens og Bomann.

svo fram einum krabbameinsbrandara og Hrafnhildur Sif lítur ákveðin á föður sinn: „Ég tek brjálæðiskast á þig ef því gerir grín að þessu!“ Ingó hlær og Beta liggur spök við hlið húsbónda síns sem hún víkur aldrei frá en eftir að Ingó veiktist horfir hann öðruvísi á göngutúrana sína með Betu sem urðu honum ómetanlegir þegar hann slapp úr einangruninni á spítalanum. „Við látum þetta ekki trufla heimilislífið. Við höfum leyft stelpunum að fylgjast vel með þessu og höldum þeim vel upplýstum. Ég á líka svo hrikalega góða konu sem hefur séð um mig eins og ungbarn og borið mig á höndum sér. Þannig að ég hef það bara gott. Það er ekki hægt að hugsa sér betri aðstæður til að lenda í veikindum þegar maður á svona konu. Og svona vini. Vá! Mér finnst líka matarlystin vera að koma aftur og er dauðhræddur um að ég fari að bæta á mig. Ég ætlaði að ná af mér tíu kílóum í viðbót,“ segir hann og hlær. „Og það gæti alveg tekist ef ég fer alveg eftir línunni frá Kollu grasalækni. Ég finn þróttinn vera að koma aftur og þetta er að verða helvíti fínt.“

Það skiptir ekki um lit er það? „Jú!,“ segir Ingó hátt og ákafinn leynir sér ekki. „Það getur orðið ljósara eða dekkra og alls konar. Ég get orðið röndóttur.“ Þegar talið berst að víkingum verður ekki aftur snúið og Ingó gerir sér vonir um mikið vopnaglamur í sumar. „Mig langar ferlega til að eiga gott sumar, fara á víkingahátíðir og kveðja félagana. Ég er á kafi í þessu víkingarugli og það er afar skemmtilegt.“ Í fyrra fór Ingó ásamt fleiri Íslendingum í víking til Jórvíkur þar sem þeir tóku þátt í heilmikilli víkingahátíð með Jórvíkurvíkingunum sem kalla sig Völsunga. Þar eignaðist Ingó góða vini sem ætla að sækja hann heim í júlí. „Þetta er mjög traustur flokkur og þeir koma hérna vinir mínir úr Völsunga víkingunum. Það kemur alveg djöfuldómur af Bretum hingað.“

Illt að vera sóttdauður Hugsar þú eitthvað um hvað tekur við þegar jarðvistinni lýkur. Kristnir menn geta huggað sig við vonina um himnaríkisvist en við heiðingjarnir höfum Valhöll. Sérð þú hana fyrir þér sem áfangastað? „Já. Maður vonast auðvitað eftir því að komast þangað. En það er sko illt að vera sóttdauður. Ég verð þá láta fallast á sverðið á síðustu sekúndunni. En ég reyni að tala við dyravörðinn í Valhöll og lauma mér inn. Það hlýtur að vanta ferskan mannskap þarna. Og auðvitað vill maður éta svínakjöt og drekka mjöð allan daginn. Annars er ég ekkert að hugsa um hvenær kallið kemur. Það kemur bara þegar það kemur,“ segir sköllótti víkingurinn sem er óbugaður og er byrjaður að safna hári og skeggi á ný. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is

Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is


© ILVA Ísland 2013 Virðisaukaskatturinn er reiknaður af við kassann. Afsláttarprósenta er 20.32%. Gildir fyrir allar vörur í verslun, nema á ILVA kaffi. Að sjálfsögðu stendur ILVA skil á virðisauka til ríkissjóðs. Verðlækkunin er alfarið á kostnað ILVA.

TAX-FREE HELGI

AF ÖLLUM VÖRUM

OG VIÐ MEINUM ÖLLUM VÖRUM!

1. - 3. MARS

ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík s: 522 4500 laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30


fréttir

24

Helgin 1.-3. mars 2013

 Stjórnandinn

Að elda góðan mat er mín hugleiðsla nafn: Guðný Helga Herbertsdóttir. Starf: Upplýsingafulltrúi Íslandsbanka. aldur: 34 ára. Menntun: BSc í viðskiptafræði og MSc í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins. Fyrri störf: Fréttamaður á Stöð 2. Maki: Pétur Rúnar Pétursson, flugstjóri hjá Icelandair. Börn: Ási Goði og svo á ég helling í Jóni Alex og Óskari, stjúpsonum mínum. Búseta: Garðabær.

Morgunstund

Betri helmingurinn er þessi ofurhressa A-týpa og sér um að létta mér lífið þessar mínútur sem tekur mig að vakna. Hann sér til þess að ég fái ískalt vatn með mikilli sítrónu en það er eitt það besta sem ég veit á morgnana. Eftir það er ég klár í flest.

Hefðir

Kannski ekki dags daglega

nema að ég renni alltaf í gegnum alla miðlana og best er ef ég fæ góðan kaffibolla með. Annars er lítið pláss fyrir hefðir þar sem verkefni dagsins eru sjaldan eins frá degi til dags.

Græjan

Ætli uppáhalds græjurnar mínar sé ekki iPhoninn minn og Apple TV. Í dag horfi ég nær eingöngu á

fréttir í sjónvarpinu en vel mér svo eitthvað á Apple TV-inu.

ansi hægt. Svo finnst mér æðislegt að fara á skíði með fjölskyldunni.

Minn tími

Klæðaburður

Minn tími er í eldhúsinu um helgar. Það að elda góðan mat er mín hugleiðsla. Það er fátt skemmtilegra en að bjóða góðum vinum í mat og við erum nokkuð dugleg við það. Matartími fjölskyldunnar er líka heilagur en það er oft eini tími dagsins þar sem allir eru saman og spjalla um tíðindi dagsins.

Áhugamál

Golf númer eitt, tvö og þrjú. Ég er að vona að áhuginn skili sér í lækkaðri forgjöf í sumar en það gerist

Mér gæti ekki staðið meira á sama um hvaða merki flíkin er sem ég klæðist, ef mér finnst hún flott þá er ég alsæl. Eva fær reyndar stórt prik í kladdann fyrir að bjóða upp á sófa og kaffi fyrir karlmennina sem lufsast með í búðaráp eiginkvenna sinna.

 ForMannSSkipti á aðalFundi SaMtak a atvinnulíFSinS

Björgólfur í kjöri eftir að Vilmundur ákvað að hætta Fjölbreyttur hópur stjórnenda fjallar á aðalfundinum á miðvikudaginn um leiðir til að skapa samstöðu um fleiri og betri störf á Íslandi á næstu árum og bætt lífskjör landsmanna.

F

ormannaskipti verða á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins sem haldinn verður næsta miðvikudag, 6. mars. Vilmundur Jósefsson, núverandi formaður, hefur ákveðið að hætta og stendur kosning formanns nú yfir meðal félagsmanna SA. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, hefur gefið kost á sér sem nýr formaður. Kjörgengir til embættis formanns SA eru stjórnendur og stjórnarmenn aðildarfyrirtækja og aðildarfélaga samtakanna. Rafrænni kosningu lýkur klukkan 12 á aðalfundardag. Ganga má frá því sem gefnu að Björgólfur verði kosinn. Hann hefur margháttaða reynslu úr atvinnulífi og félagsstarfi. Björgólfur hefur verið forstjóri Icelandair Group frá ársbyrjun 2008 en starfaði áður einkum í sjávarútvegi. Hann var forstjóri Icelandic Group um tveggja ára skeið frá

2006, starfaði sem framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar frá 1999, formaður stjórnar LÍÚ á árunum 2003-2008, var framkvæmdastjóri nýsköpunar- og þróunarsviðs Samherja frá 1996 og fjármálastjóri Útgerðarfélags Akureyringa frá 1992-1996. Björgólfur útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1983 og starfaði að námi loknu sem endurskoðandi. Aðalfundurinn verður á Hilton Reykjavík Nordica. Vilmundur Jósefsson og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, munu flytja erindi á opinni dagskrá fundarins. Þá mun fjölbreyttur hópur stjórnenda fjalla um leiðir til að skapa samstöðu um fleiri og betri störf á Íslandi á næstu árum og bæta lífskjör landsmanna. Venjuleg aðalfundarstörf hefjast klukkan 13 en opin dagskrá hefst klukkan 14 í aðalsal Nordica undir yfirskriftinni Samstöðuleiðin:

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica á miðvikudaginn. Vilmundur Jósefsson hættir sem formaður. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, er í framboði til formanns. Á fundinum munu stjórnendur fjalla um leiðir til að skapa samstöðu um fleiri og beetri störf á Íslandi á næstu árum. Mynd: Samtök avinnulífsins

Fleiri störf – betri störf. Eftirtaldir stíga á stokk, auk Vilmundar og Þorsteins: Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss, Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor, Adolf Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gullbergs og formaður LÍÚ, Rannveig Rist,

forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital, Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits, Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri tæknisviðs Símans og stjórnarformaður Festu. Fundarstjóri er Grímur Sæ-

mundsen, forstjóri Bláa Lónsins og varaformaður SA. Í lok fundar mun nýr formaður Samtaka atvinnulífsins flytja lokaorð og slíta fundi. Jónas Haraldsson jonas@frettatimann.is

Tölvutek & MP banki Tæknilega fullkomið viðskiptasamband Þau hjá Tölvutek vita sem er, að ánægðir viðskiptavinir koma aftur og aftur. Þetta er samstilltur hópur sem vill að öll smáatriði séu í lagi til að fyrirtækið geti gengið eins og malandi tölva – og haldið stöðugt áfram að vaxa.

Brandenburg

Þess vegna er Tölvutek í viðskiptum hjá okkur.

Ármúli 13a / Borgartún 26 / 540 3200 / www.mp.is

banki atvinnulífsins


Helgin 1.-3. mars 2013  R annsóknaRRitgeRð

Hästens eru umhverfisvæn sænsk hágæðarúm sem hafa verið framleidd frá árinu 1852. Komdu og finndu muninn.

Í líkaninu ráða fyrirtæki til sín starfskrafta í tvennum tilgangi: til framleiðslu á neysluvörum annars vegar og til framleiðslu á vélum og tækjum hins vegar. Ljósmynd/Hari

Aukin fjárfesting dregur úr atvinnuleysi Hagrannsóknir sýna að stöðugt og sterkt langtímasamband er á milli fjárfestingar og atvinnuleysis, þ.e. að lækkun atvinnuleysis fer saman við aukna fjárfestingu. Þetta kemur fram í nýútkominni rannsóknaritgerð eftir Jósef Sigurðsson í röð rannsóknarritgerða Seðlabanka Íslands, að því er fram kemur á síðu bankans. „Markmið greinarinnar er að varpa ljósi á þetta samband í fræðilegu samhengi. Byggt er líkan af vinnumarkaði þar sem tregða er í leit og pörun atvinnulausra við laus störf og því atvinnuleysi í jafnvægislausn líkansins. Í líkaninu

ráða fyrirtæki til sín starfskrafta í tvennum tilgangi: til framleiðslu á neysluvörum annars vegar og til framleiðslu á vélum og tækjum hins vegar. Niðurstöður sýna að í líkaninu leiðir örari tækniþróun í framleiðslu á vélum og tækjum til tilfærslu starfsmanna milli atvinnugreina, aukinnar atvinnu í framleiðslu á vélum og tækjum, aukinnar fjármunamyndunar og lækkunar atvinnuleysis í jafnstöðu. Í líkaninu myndast því neikvætt langtímasamband á milli fjárfestingar og atvinnuleysis líkt og hagrannsóknir hafa varpað ljósi á.“ - jh

Hästens | Grensásvegi 3 | Sími 581 1006

SAMSTÖÐULEIÐIN

FLEIRI STÖRF BETRI STÖRF

Vilmundur Jósefsson

Þorsteinn Pálsson

Guðrún Hafsteinsdóttir

Ásberg Jónsson

Adolf Guðmundsson

Rannveig Rist

Kristín Pétursdóttir

Eyjólfur Árni Rafnsson

Anna Björk Bjarnadóttir

Grímur Sæmundsen

Ávörp: Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra

Samstöðuleiðin: Fleiri störf – betri störf

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins miðvikudaginn 6. mars 2013 á Hilton Reykjavík Nordica Opin dagskrá kl. 14-16

Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor Adolf Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gullbergs og formaður LÍÚ Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri tæknisviðs Símans og stjórnarformaður Festu

Fundarstjóri: Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins Nýkjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins flytur lokaorð og slítur fundi.

SKRÁNING Á WWW.SA.IS


26

viðtal

Helgin 1.-3. mars 2013

Konur rísi undan oki innrætingarinnar „Ég vona að ég hafi lagt mitt til málanna þó ég hefði vissulega viljað að uppskeran hefði verið meiri og hlutur kvenna stærri,“ segir Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri. Kristín hlaut á dögunum heiðursverðlaun Eddunnar fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar síðustu þrjátíu árin. Ræða Kristínar vakti mikla athygli og þótti afar valdeflandi fyrir konur. Hún frumsýnir einnig nýtt verk í Þjóðleikhúsinu í kvöld sem snýr meðal annars að reynsluheimi kvenna.

Kristín Jóhannesdóttir heiðursverðlaunahafi hefur sterka réttlætiskennd og vill auka hlut kvenna innan listageirans. Ljósmyndir/Hari

Framhald á næstu síðu


Getum við aðstoðað?

Við bjóðum öllum sem verða 76 ára á árinu upp á öryggisheimsókn

PIPAR\TBWA - SÍA - 130693

„Glöggt er gests augað“ nefnist átaksverkefni um öryggi eldri borgara sem slysavarnadeildir innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Öryggismiðstöðin standa að. Á næstu vikum fá allir einstaklingar fæddir 1937 bréf – og býðst þeim í framhaldi að fá heimsókn frá fulltrúum Slysavarnafélagsins Landsbjargar þar sem farið verður yfir öryggismál og slysavarnir á heimilinu. Því okkur er annt um heill og heilsu okkar elstu borgara. Nánari upplýsingar á www.landsbjorg.is og www.oryggi.is

Hvert heimili sem þiggur heimsókn fær reykskynjara að gjöf!


28

viðtal

Helgin 1.-3. mars 2013

Matarblogg

Kári Sævarsson

Skíðamorgunverðurinn Ég veit fátt betra en að renna mér niður snævi þaktar fjallshlíðar á skíðum. Þetta er reyndar áhugi sem mínum nánustu þykir stappa nærri þráhyggju en ég tel að það sé öllum hollt að eiga sér áhugamál og stunda það af ástríðu. Það gefur lífinu tvímælalaust gildi og það verður bara að hafa það þó flestar samræður fari á endanum alltaf að snúast um áhugamálið.

Tvígrjónagrautur með sultuðu mangói, valhnetum og skyri.

meira á gottimatinn.is

Matarblogg

Erna Sverrisdóttir

Allt hefur sinn tíma - Sefun Salat og sódavatn eru í órafjarlægð á köldum, dimmum vetrarkvöldum, þrátt fyrir að matargestir séu dömur. Febrúar er sannarlega tími fyrir umvefjandi mat eins og pasta með kraftmiklum sósum, matarmiklar súpur og hægeldaða kjötrétti.

Tagliatelle með rækjum og tvenns konar tómötum

meira á gottimatinn.is

Kristín segir að þegar laginu sé flett ofan af siðmenningunni sé örstutt skref frá siðmenntuðum manni yfir í villimann. Konur séu vegna þessa óeðlis notaðar sem vopn, eða skiptimynt og farið er með þær eins og hlutgervinga.

Matarblogg

Thelma Þorbergsdóttir

Bananabrauð og bollakökur Nýtt ár og ný markmið! Það þarf þó ekki að koma nýtt ár svo maður geti sett sér ný markmið en það virðist þó mjög algengt að fólk sé ávallt að bíða eftir nýrri viku, ári og þess háttar. Mín markmið fyrir þetta ár eru mörg og hér er eitt þeirra! Ha, ha, ha. My Diet Plan: “Make all of my friends cupcakes; the fatter they get, the thinner I look” Og ég stóð við það og skellti í m&m bollakökur, flottar kökur t.d í barnaafmæli þar sem börnin hafa svo gaman af öllum þeim litum sem m&m eru í. Þær eru frekar fljótlegar og auðveldar.

m&m bollakökur

K

ristín Jóhannesdóttir ætti að vera flestum kunn. Hún var á dögunum heiðruð fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar og flutti þar ræðu sem mun seint líða úr minni viðstaddra. Hún hefur einnig á ferli sínum látið til sín taka á sviði leikstjórnar í leikhúsi og útvarpi. Kristín tekur vel á móti blaðakonu á skrifstofu Þjóðleikhússins. Leikhúsið hefur undanfarin misseri verið hennar annað heimili en þar hefur hún unnið hörðum höndum að uppsetningu nýs verks, Karma fyrir fugla, sem frumsýnt verður í Kassanum í kvöld.

Árþúsundagömlu innrætingarkerfi um að kenna

meira á gottimatinn.is

Fylgstu með matarbloggurunum á gottimatinn.is

„Ég kom inn í kvikmyndabransann þarna um áttatíu. Þegar ég átti að vera að klára fyrri doktorsritgerðina mína skrifaði ég handrit í staðinn,“ segir Kristín kímin. Hún lauk doktorsgráðu í kvikmyndafræðum í París auk þess að ljúka lokaprófi frá CLCF í kvikmyndaleikstjórn. „Satt best að segja var ég einfaldlega bara of saklaus til þess að átta mig á því að ég væri að fara út í eitthvað sem ekki var endilega ætlast til af mér,“ útskýrir hún. Kvikmynd Kristínar, Á hjara veraldar, kom út árið 1983. Hún

segir að á þeim tíma hafi hún ekki orðið þess mikið vör að kollegar hennar hefðu neitt á móti veru hennar í „rammgirtu vígi karlmennskunnar.“ „Ég fann samt fljótt að ég var aldrei hluti af sömu veröld og þeir. Samt, ef við skoðum þetta í sögulegu samhengi, þá var miklu auðveldara fyrir konu að brjótast inn í þetta karlavirki á þessum tíma heldur en í dag. Þá var alveg ótrúlega sterkur armur kvenna innan kvikmyndanna, stór og merk nöfn í Evrópu sem stóðu að öflugum samtökum og létu í sér heyra. Þetta gerði það að verkum að heimurinn var ekki alveg lokaður, eins og nú. Þetta var samt frekar einmanalegt. Ég var svo vonglöð að konur tækju til áranna og réru á þessi mið en núna finnst mér sem það hafi ekki orðið nein framþróun, heldur afturhvarf.“ Ástæður þess segir hún margþættar og meðal annars tengjast peningum og þeirri staðreynd að konum sé síður treyst fyrir fé. Einnig sæki þær síður fram og eru hræddar við að skapa sitt rými. Það sé svo komið til vegna árþúsundagamals innrætingarkerfis. „Það er ekki langt síðan konum innan heimilisins var skammtað fé því þær voru ekki fyrirvinnur og höfðu engan rétt. Heimur pening-

anna er harður og það gæti líka fælt konur frá. Fæstar okkar eru aldar upp við að sækja fram og við erum heldur ekki aldar upp við þessa áhættusækni og spennufíkn. Ég vona innilega að konur fari að taka til sinna ráða og mynda öfluga breiðfylkingu og læri að nota orðið „við“, það er einmitt mikilvægast í þessu öllu, að standa saman.“ Kristín segist hafa fengið sterk viðbrögð frá konum vegna ræðu sinnar á Edduverðlaununum. „Ég var mjög hissa á viðbrögðunum, verð ég að viðurkenna. Kannski er það vegna þess að ég hef verið að fara með þessa sömu ræðu í um þrjátíu ár og hef alltaf talað fyrir fremur daufum eyrum. En það er einhver annar kraftur í gangi núna. Ég er mjög vongóð um að nú hafist þetta.“

Karma fyrir fugla og hin óskráðu lög

Leikritið Karma fyrir fugla tekur, að sögn Kristínar, fyrir sjónarhorn kvenna á raunveruleika mannlegs eðlis. Þann raunveruleika sem flest okkar vilja líta á sem fjarlægan og erum gjörn á að loka augunum fyrir. „Ég hef haft óskaplega gaman af því að vinna þetta verk en það hefur einnig verið erfitt að komast að þessum grimma sannleika,“ segir


viðtal 29

Helgin 1.-3. mars 2013

Kristín. Verkið dregur fram í dagsbirtuna mörg skuggaverk karlsins gegn konunni og veltir upp spurningu hvaðan óeðlið sé sprottið og hversvegna það komi upp. Verkið er skrifað af tveimur höfundum, þeim Kristínu Eiríksdóttur og Kari Ósk. Það er sjaldgæft að tveir höfundar vinni saman líkt og ein manneskja og segir Kristín það hreint ótrúlegt hve samstíga þær séu. „Ég er sjálf ekki jafn samstíga sjálfri mér eins og þær,“ segir hún og hlær. Þó verkið sé langt frá því að vera á léttum nótum vegur Kristín salt með andstæða póla og blandar húmor saman við alvöruna, en andstæður sem takast á eru eitt margra einkenna verka Kristínar. Hún útskýrir að í framsetninginu verksins sé þróað sjónarhorn á svæðum sem allajafna eru ekki í dagsbirtunni. Svæðin þar sem gilda óskráð lög sem engin veit hvaðan koma. „Það væri takmarkandi ef ég segði að þetta fjallaði aðeins um niðurlægingu konunnar og ofbeldi, markaðssetningu og vændi. Því þetta fer mun dýpra en það.“ Kristín segir að þegar laginu sé flett ofan af siðmenningunni þá sé örstutt skref frá siðmenntuðum manni yfir í villimann. Konur séu þannig notaðar sem vopn, eða skiptimynt og farið er með þær eins og hlutgervinga. „Hvers vegna fara menn í stríð? Það er krafan um eignarrétt, ekki satt. Það vill svo til að frá árdögum mannkyns hefur það verið svo að konan nýtur ekki sama réttar og karlinum hefur verið það innrætt að hann hafi eignarrétt á konunni. Það þýðir að við ákveðin skilyrði þá finnst honum sem hann geti farið með hana eins og hann vill og það er það sem er svo hættulegt. Ef við skoðum söguna þá sjáum við hvernig konum hefur verið misboðið og þær misnotaðar og misþyrmt á svo ægilegan hátt. Þá áttar maður sig á nokkru. Hver var það sem gaf þetta leyfi? Hver gefur út þessi óskráðu lög? Eru það hin pólitísku öfl, trúaröfl eða eitthvað samtryggingarkerfi milli þessara valdakerfa. Það er ekkert um það að finna. Þessi óskráðu lög eiga þau kannski uppruna sinn í djúpinu sem finnst í manninum, villimanninum? Ég hef ekki fundið neina skýringu aðra en villimennsku á því hvernig körlum leyfist þessi hegðun gagnvart konum. Þeir taka sér bara leyfi og það er kannski það sem við skoðum í Karma fyrir fugla. Við förum inn á þessi svæði sem menn hafa ekki endilega verið að horfast í augu við.“

hafa verið keyptar hingað hafi verið læstar ofan í kjallara og aðeins hleypt upp til þess að „þjónusta“ einhverja karla með vændi.“

Ég vona innilega að konur fari að taka til sinna ráða og mynda öfluga breiðfylkingu og læri að nota orðið „við“, það er einmitt mikilvægast í þessu öllu, að standa saman.

Samkvæmt Kristínu er aðeins eitt ráð gegn illskunni og það er upplýsing og menntun kvenna. „Menntun, menntun, menntun,“ endurtekur hún og slær fingrunum á borðið til þess að leggja áherslu á orð sín. Hún segist jafnframt binda miklar vonir við veraldarvefinn í þeim skilningi. „Við sáum það best í frelsunargöngu Egyptalands og Túnis. Allt varð þetta til með konum sem höfðu aðgang að tölvum. Það er

ISIO 4 með D-vítamíni góð fyrir æðakerfið ISIO4 er heilsusamleg blanda af olíum — auðug af náttúrulegu E-vítamíni og viðbættu D-vítamíni. Olíurnar fjórar sem sameinast í ISIO4, repju-, oléisol-, sólblóma- og vínberjaolía, eru ríkar af E-vítamíni, andoxunarefni sem verndar frumur líkamans. Auk þess inniheldur ISIO4 núna meira af D-vítamíni sem hjálpar þér að styrkja ónæmiskerfið.

Útpæld aðferðafræði iðnaðarglæps

Hugsaðu um heilsuna og veldu ISIO4 með lífsnauðsynlegum Omega-3 fyrir hjarta og æðakerfi og Omega-6 til að halda kólesteróli í skefjum. Olían er bragðgóð og hentar vel í alla matargerð, heita rétti sem kalda.

ÍSLENSKA SIA.IS NAT 58050 03/12

Vegna eðlis verksins hefur Kristín sökkt sér í heimildavinnu og meðal annars kannað veruleika mansals. Hún segir það sorglega staðreynd að þar sem kona komi við sögu virðist ekki vera hjá því komist að verslað sé með líkama hennar. Í þessu samhengi megi nefna vændi og staðgöngumæðrun. Hún segir illskuna ekki eiga sér nein takmörk. „Það tekur ekki nema 20 daga að brjóta hvaða konu sem er niður og þvinga í einhverja tegund vændis. Aðferðafræðin er útpæld,“ Kristín gerir hlé á máli sínu og er augljóslega mikið niðri fyrir. Að andartaki liðnu heldur hún áfram og það er ekki laust við áhyggjutón í röddu hennar. „Hugsaðu þér hvernig þetta er orðið að skipulögðum iðnaðarglæp. Það þarf ekki nema einhverja smá gróðavon og þá eru menn búnir að stökkva á hana og selja dætur sínar, mæður og systur. Við sem þjóð erum hvergi undanskilin því til eru dæmi þess að konur sem

Ráðið að mennta konur gegn óhollustunni

mjög upplýsandi og skýrt dæmi um mátt tækisins til frelsunar. Malala er líka mjög skýrt dæmi.“ Malala Yousufzai er ung pakistönsk stúlka sem orðin er holdgervingur kvenfrelsis í arabalöndum. Hún hefur verið skotin fyrir að opinbera þá skoðun sína að konur eigi rétt á að mennta sig til jafns við karla. Rödd hennar er það framlag til samtímasögunnar sem Kristín segir vera eitt af þeim mikilvægustu í frelsun kvenna undan oki feðraveldisins. „Það er skrítið að á 21. öldinni að fólk skuli ekki vera búið að átta sig á því hvað þetta er mikil óhollusta. Hvernig ójafnvægið heftir eðlilega framþróun og stöðvar gullin tæki-

færi. En ég trúi því að menn séu loksins að vakna. Karlmenn þurfa bara að passa sig umfram allt að fara ekki í varnarstöðu yfir því að þurfa að deila svæðum og sviðum með konunni. Þær koma með þætti sem eru nauðsynlegir bættum heimi. Það á eftir að vera mjög erfitt fyrir karlinn að gefa eftir þessi völd, ég átta mig á því en garður verður ekki minni þótt þú ræktir þar fleiri plöntur. Í staðinn færðu bara litskrúðugri flóru, og margvísleg flóra verður bara styrking fyrir fallegri og betri garði.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is


Pizzadagur í dag... Gott er að láta deigið standa við stofuhita í klukkustund áður en það er flatt út. Stillið ofninn á 220°C. Fletjið deigið út á bökunarplötu, raðið því sem hugurinn girnist á botninn, bakið pizzuna í 10-15 mín. eða þar til hún er fullbökuð. Pizzadeig

299kr/pk

verð áður 329

á líka góð pizzuna!

Pizzadeig, spelt

399kr/pk

verð áður 440

ítalía pastasósa með grænmeti

ný sending frá frakklandi

199kr/stk

Mon sire

sapin, munster, camembert og geitaostur

verð áður 299

nýtt kornbrauð

299kr/stk verð áður 449

Pretzel kringla

229kr/stk FErsk lk! hrísMJÓ

kornbrauð Hagkaups er ljúffengt og bragðmikið brauð með stökkri skorpu. kornbrauðið inniheldur 4 tegundir fræja, hör-, birki-, sesam- og sólblómafræ sem gefa brauðinu einkennandi bragð.

gildir til 3. mars á meðan birgðir endast.

ritz kex

Páskaeggin eru komin í verslanir

hrísmjólk Með d-vítamíni

kalkúnabringa Við fengum Jóa Fel til að útbúa kalkúnabringur fylltar með gómsætri fyllingu sem meðal annars samanstendur af beikoni, eplum, rjómaosti, sveppum, ferskum kryddjurtum ofl. EldunarlEiðbEiningar: bringan er sett inní 170°C heitan ofn og elduð í c.a. 50 mín. (1 kg bringa + fylling) gott er að setja grillið á í restina til að fá góða grillaða húð.

tilboð

35% afsláttur á kassa jói fel kalkúnabringa

2599kr/kg verð áður 3998


tilboð

25% afsláttur á kassa

sítrónukjúklingur

fyrir 4 að hætti Rikku 4 kjúklingabringur, hver bringa skorin til helminga 1 1/2 rauðlaukur, grófskorinn 10 litlar kartöflur, skornar í 4 hluta 1 tsk paprikukrydd 1 tsk timjankrydd 1 kjúklingakraftur 60 ml vatn safi af 1 sítrónu 60 ml ólífuolía 5 sítrónusneiðar 10 svartar ólífur 1 msk kapers salt og pipar eftir smekk

kjúklingabringur

2249kr/kg

Hitið ofninn í 180°C. Raðið grænmetinu og kjúklingnum í eldfast mót. Myljið kjúklingakraftinn saman við kryddin og stráið yfir. Hellið vatninu, sítrónusafanum og ólífuolíunni yfir og raðið sítrónusneiðunum, ólífunum og kapersnum ofan á kjúklinginn. Kryddið með salti og pipar eftir smekk og bakið í 35 mínútur.

verð áður 2998

tilboð

tilboð

25% afsláttur á kassa

25% afsláttur á kassa

ítölsk nautasteik

2999kr/kg verð áður

kjúklingalundir

mínútusteik

2999kr/kg

3998

verð áður

2249kr/kg

4299

verð áður

tilboð

tilboð

25% afsláttur á kassa

25% afsláttur á kassa

grand orange lambafile

lambaprime

4125kr/kg verð áður

2924kr/kg

5499

verð áður

3898

SÉrValið Og SnYrT laMbakJÖT

lambakassi frosinn

1099kr/kg verð áður 1199

Heilt lambalæri • 1/2 hryggur, sagaður í kótilettur • Frampartur sagaður • Súpukjöt • Engin slög! •

2998


32

viðtal

Helgin 1.-3. mars 2013

Hjónin Jónína Víglundsdóttir og Þórir Björnsson ásamt fimm eftirlifandi börnum sínum, Gunnhildi Gígju, Birni, Fjólu, JónÞóri og Sonju. Sjötta systkinið, Hermann, drukknaði í Hvítá árið 1984, þá tvítugur. Fjölskyldan upplifði að snjóflóð féll á hús þeirra á Siglufirði árið 1968 og árið 1973 skemmdist hús þeirra í gosinu í Eyjum.

Þreföld ógæfa fjölskyldu Á fimm ára tímabili varð sama fjölskyldan fyrir því að hús þeirra stórskemmdust í snjóflóði og eldgosi og um áratug eftir gosið í Eyjum lést einn bróðirinn er hann féll í Hvítá í Borgarfirði. Feðginin Þórir Björnsson og Gunnhildur Gígja, elst sex systkina, segja magnaða, en átakanlega, sögu fjölskyldunnar.

Á

fimm ára tímabili varð sama fjölskyldan fyrir því að hús hennar stórskemmdust í snjóflóði og eldgosi. Þau fluttu frá Siglufirði í lok árs 1970 því þeim var ekki vært í húsi sínu sem stórskemmst hafði í snjóflóði árið 1968 og mikil mildi var að engin slys urðu á fólki. Frá Siglufirði fluttu þau til Vestmannaeyja í hús sem varð fyrir talsverðu tjóni í gosinu 1973. Þriðja ógæfan átti síðar eftir að dynja yfir þau og var hún erfiðust þeirra allra. Sonur hjónanna drukknaði í Hvítá í Borgarfirði árið 1984. Sunnudagsmorguninn 4. febrúar 1968 vöknuðu hjónin Þórir Björnsson og Jónína Víglundsdóttir við það að elsta dóttir þeirra, Gunnhildur Gígja, kom upp í rúm til þeirra. Þórir leit á klukkuna og sá að hún var 6.40. Yngsta barnið, Fjóla, svaf enn vært í rúmi við hliðina á hjónarúminu og drengirnir tveir, Björn, 6 ára, og Hermann, 5 ára, sváfu enn í herberginu sínu. Þau voru í nýbyggðu húsi að Suðurgötu 76 á Siglufirði og höfðu búið þar í þrjá mánuði. Á þeim tíma hafði fjölskyldan komið sér vel fyrir í húsi sem þau sáu fyrir sér sem hreiður til framtíðar. Þar ætluðu þau að ala upp börnin sín, í faðmi fjalla Siglufjarðar.

Snjóflóðið fyllti húsið

Í þann mund sem Gunnhildur vakti foreldra sína varð sprenging. Enn var niðamyrkur og tók það Þóri og Nínu fáeinar sekúndur að átta sig á því sem hafði gerst. Það var í raun ekki fyrr en Þórir kveikti ljósið í svefnherberginu að þeim varð ljóst að á húsið hafði fallið snjóflóð. „Húsið hafði fyllst af snjó. Ég fór strax í barnaherbergið og náði í drengina og mokaði snjónum út úr svefnherberginu með hillu úr fataskápnum svo ég gæti lokað dyrunum þar. Síðan fann ég mér skárra áhald svo ég gæti mokað okkur leið út

úr húsinu, stórt pottlok sem ég fann í þvottahúsinu,“ segir Þórir. Flóðið hafði fallið á vesturhlið hússins og brotið alla glugga og flætt þar inn og í gegnum mestallt húsið og út í gegnum glugga að austanverðu en einnig svipt hluta þaksins af húsinu og flætt inn á milli þilja og brotið sér leið í gegnum loftið fyrir framan hjónaherbergið. Til allrar hamingju höfðu barnaherbergin sloppið því gluggar þeirra voru á annarri húshlið en þeirri sem flóðið féll á. Gestaherbergið, sem einnig var saumaherbergi, var hins vegar á kafi í snjó og hugsuðu hjónin sér til mikillar skelfingar til þess að þar hefði í raun átt að vera gestur. Guðrún, systir Nínu, var í heimsókn hjá þeim hjónum en hafði skroppið út á laugardagskvöldinu. Vegna þess hve veðrið var slæmt þá um kvöldið ákvað hún að gista í bænum. Allar útgönguleiðir voru lokaðar og reyndi Þórir af fremsta megni að moka sér leið út með hjálp pottloksins. „Ég ákvað að reyna að moka upp símann svo ég gæti hringt á hjálp en það var að sjálfsögðu dautt á honum þegar ég náði honum upp,“ segir Þórir. Húsgögn voru á tjá og tundri, brotin og brömluð innan um glerbrot úr rúðum hússins saman við harðan snjóinn og var Þórir skorinn og blóðugur á fótum. Eftir nokkurn tíma var Þórir var við mannaferðir fyrir utan húsið. Var þar kominn nágranni hans, Reynir Sigurðsson. Náði Þórir að kalla til hans en þá hafði fjölskyldan verið lokuð inni í svefnherberginu í um tvo tíma. Þóri og Reyni tókst í sameiningu að grafa göng í gegnum snjóinn út um gluggann á eldhúsinu. Þórir mokaði innan frá og Reynir utan frá og um leið og leiðin var greið leitaði Framhald á næstu opnu

Á einum tíma taldi ég fimmtán manns uppi á þaki og jafnmarga inni að moka.


Vaxtaþrep 30 dagar:

ENNEMM / SÍA / NM56853

Leggðu grunn að framtíðarsparnaði

Allt að

4,85%

vextir

Vaxtaþrep 30 dagar er bundinn, óverðtryggður innlánsreikningur þar sem vextirnir hækka í þrepum eftir fjárhæð innistæðunnar.

Úttektir af reikningnum þarf að tilkynna með 30 daga fyrirvara en á móti eru vextirnir hærri en á almennum óbundnum innlánsreikningum og eru þeir greiddir út mánaðarlega inn á ráðstöfunarreikning að eigin vali. Vaxtaþrep 30 dagar hentar því þeim sem vilja örugga og háa ávöxtun en jafnframt að innistæðan sé laus með skömmum fyrirvara.

Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000

5,0% 4,0%

3,95%

4,25%

4,55%

4,85%

3,0% 2,0% 1,0% 0,0%

0–5 m.kr.

5–20 m.kr. 20–75 m.kr. +75 m.kr.

Ársvextir skv. vaxtatöflu 01.02.13: Vextir eru stighækkandi eftir innistæðu.

Fáðu nánari upplýsingar um Vaxtaþrep 30 dagar í næsta útibúi eða á islandsbanki.is.


34

viðtal

Helgin 1.-3. mars 2013

Útsýnið úr húsi Þóris og Nínu í Eyjum. „Ég ætla að sýna þér svolítið, þú þarft ekki að vera hrædd,“ sagði Þórir við dóttur sína þegar hann leiddi hana að stofuglugganum aðfaranótt 23. janúar 1973 og sýndi henni eldstrókinn. „Það er komið eldgos.“

Verkir í hálsi og öxlum?

hildur við símhringingu. Hún var tólf ára. Í símanum var móðursystir hennar sem bað hana að vekja foreldra sína. „Eftir að pabbi hafði talað við hana í símann sagði hann við mig: „Komdu, ég ætla að sýna þér svolítið. Þú þarft ekkert að vera hrædd.“ Síðan gekk hann með mig að glugganum og benti á þrjá eldstróka í fjarska og sagði: „Það er komið eldgos.“,“ segir Gunnhildur. Þegar fyrirmæli komu um að fólk ætti að pakka niður helstu nauðsynjum gerðu þau það og vöktu loks hin börnin og klæddu. „Ég sá að það voru komnir nokkrir krakkar út á götu,“ segir Gunnhildur, „svo ég spurði hvort ég mætti fara þangað. Ég fékk leyfi til þess og við stóðum þarna saman og horfðum á eldglæringarnar. Við vorum ekkert hrædd, það man ég,“ segir Gunnhildur. Þegar búið var að ferðbúa alla hélt fjölskyldan niður á bryggju líkt og aðrir bæjarbúar þar sem skip biðu til að flytja íbúa upp á land. „Þegar við stigum um borð í bátinn fundum við fyrir öskufallinu og sáum að þilfarið var svart af ösku,“ lýsir Gunnhildur. Margt var um manninn í bátnum og þröngt var setið. Mikil alda var á leiðinni og urðu fjölmargir sjóveikir um borð. Fjölskyldan stóð í hnappi uppi á þilfari og horfði á eldstrókana á meðan skipið sigldi úr höfn. „Ég man að svili minn náði í pott í eldhúsið svo fólk hefði eitthvað til að gubba í,“ segir Þórir. „Kokkurinn var ekkert ánægður með það og ætlaði að banna honum það en svili minn sagði að hann hlyti að geta þvegið hann,“ segir Þórir og brosir.

Nína skjóls með börnin í næsta húsi. Úti fyrir var stórhríð.

Leið aldrei vel í húsinu eftir flóðið

VOL130102

Verkjastillandi og bólgueyðandi við verkjum í hálsi og öxlum!

Fæst án lyfseðils Voltaren 11,6 mg/g, hlaup. Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Síðustu 3 mánuðir meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir eða augu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á almennum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ

Þegar birti af degi varð ljóst hve tjónið var mikið. Þak hússins hafði flest af á stórum hluta, gler í mörgum gluggum var brotið og húsið var hálffullt af snjó. Þá var fjöldi fólks mættur á svæðið til að veita þeim hjónum hjálparhönd við björgunarstarfið. Allir, sem vettlingi gátu valdið, voru komnir með skóflu í hönd og mokuðu snjónum frá húsinu svo hægt væri að komast inn og um leið og það var hægt hófst mokstur innandyra. Fljótlega var hafist handa við bráðabirgðaviðgerðir á þaki og segir Þórir að það hafi verið ómetanlegt að finna allan þann stuðning sem bæjarbúar sýndi þeim, jafnt í orði sem verki. „Á einum tíma taldi ég fimmtán manns uppi á þaki og jafnmarga inni að moka,“ segir Þórir. Heilan mánuð tók að gera húsið íbúðarhæft að nýju þótt viðgerðum hefði ekki enn verið lokið þegar fjölskyldan flutti inn. Á meðan dvaldist Nína með börnin fjögur hjá foreldrum sínum á Akureyri. Á þessum tíma var enginn Viðlagasjóður við lýði og fengu hjónin því tjón sitt ekki bætt að undanskildu tjóni á innanstokksmunum að einhverju leyti. Lokað var fyrir alla glugga með hlerum þangað til glerið kom í húsið. „Ég man vel eftir þessum hlerum,“ segir Gunnhildur. „Það var ansi dimmt og drungalegt inni.“ Fjölskyldunni leið aldrei vel í húsinu eftir þetta. Þau flýðu í vondum veðrum og gistu ósjaldan hjá vinum í kaupstaðnum, eða á hótelinu. „Þetta voru harðir vetur,“ segir Þórir. „Þetta var erfiðast fyrir mömmu,“ segir Gunnhildur. „Herbergið sem fór hvað verst út úr flóðinu var saumaherbergið hennar. Ef systir hennar hefði gist þar hefði hún sennilega ekki lifað það af,“ segir hún. Að sögn Gunnhildar var það ekki síst vegna ótta móðurinnar að fjölskyldan ákvað að selja húsið tveimur og hálfu ári síðar og flytjast búferlum til Vestmannaeyja þar sem tvær systur Nínu bjuggu. Svili Þóris var yfirverkstjóri í Fiskiðjunni og miklar breytingar stóðu yfir á rafmagnskerfinu því á þessum tíma var breytt úr gamla 220 volta kerfinu í 380 volt. Þórir er rafvirki og bauðst því vinna hjá Fiskiðjunni.

„Það er komið eldgos“

Þau leigðu íbúð í húsi á Miðstræti 28 í Vestmannaeyjum í byrjun árs 1971 og festu kaup á því hálfu ári síðar. Þá hafði þeim hjónum fæðst sonurinn Jónþór. Eftir að fjölskyldan flutti til Eyja fæddist þeim hjónum dóttirin Sonja. Voru þau þá orðin átta í heimili. Aðfaranótt 23. janúar 1973 vaknaði Gunn-

Beint aftur til Eyja að bjarga verðmætum

Komdu, ég ætla að sýna þér svolítið. Þú þarft ekkert að vera hrædd.

Rúta tók á móti mannskapnum á bryggjunni í Þorlákshöfn og keyrði hann til Reykjavíkur. Komið hafði verið upp neyðarskýlum í hinum ýmsu skólum á höfuðborgarsvæðinu og var Þóri og Nínu með börnin sex vísað í Menntaskólann við Hamrahlíð þar sem gert var manntal áður en fólki var gefið að borða. Strax næsta dag fór Þórir um borð í Hofsjökul sem flutti menn út í Eyjar í því skyni að bjarga verðmætum í Fiskiðjunni. „Þá var talið að þetta væri spurning um nokkra klukkutíma. Þú getur ímyndað þér hvað menn voru hræddir,“ segir Þórir. Unnið var meðan bjart var við að ferma skip af fiski. Flýja þurfti svæðið ef vindáttin snerist þannig að ösku og logandi grjóti rigndi yfir. Þörfin fyrir vinnuafl í Vestmannaeyjum fyrst eftir gos reyndist meiri en aðeins nokkrir klukkutímar. Fyrstu vikurnar vann Þórir við að bjarga verðmætum Fiskiðjunnar en eftir það hófust miklar björgunaraðgerðir sem stýrt var af Viðlagasjóði. Framhald á næstu opnu


15

afsláttu% r

15

% r u t t á l s f a

Aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

Lambahryggur með villisveppum

2098 2498

er

Við g

kr./kg

kr./kg

afillend b m La fiturö með

9 9 8 3

g kr./k

g kr./k 4398

15

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

Grísasíður pörusteik

848 998

ir þig

a fyr

eir um m

% afsláttur

kr./kg

kr./kg

ir t s e B öti í kj

Ungnauta Rib Eye

15

3998 4729

kr./kg

kr./kg

% afsláttur

ísl Aðein en s s k í k jö kt j t

ÍM kjúklingalæri, úrbeinuð

1998 2398

öt bo rð i

kr./kg

kr./kg

Helgartilboð! 20 15

20

% afsláttur

% afsláttur

afsláttu% r

Óðals Tindur, 330 g

569 619

Þykkvabæjar kartöflugratín með beikoni

kr./stk.

kr./stk.

15

% afsláttur

253 298

Happy day 100% appelsínusafi, 2 lítrar

379 449

kr./stk.

kr./stk.

542 678

Rauð vatnsmelóna

Lambhagasalat kr./stk.

kr./stk.

Bakað á staðnum

255 319

kr./pk.

kr./pk.

kr./kg

kr./kg

Bakað á staðnum

Heilsubrauð

329 439

25

% afsláttur

kr./stk.

kr./stk.

Hnetuvínarbrauð

159 215

kr./stk.

kr./stk.

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

25

% afsláttur

Philadelphia ostur, classic

398 439

kr./stk.

kr./stk.


Skrefamælir AND-UWA101BEC1

Sýnir vegalengd, orkunotkun og tíma. Skynjar hröðun.

Withings vogin WIT-207

6.950 kr.

Mælir þyngd, fituhlutfall og vöðvamassa. Þráðlaus samskipti við tölvu, snjallsíma og iPod touch. Skynjar allt að 8 notendur. Birtir yfirlit í tölvunni yfir árangur og markmið. Framúrskarandi tækni og hönnun.

A&D blóðþrýstingsmælar Áreiðanleikaprófaðir. Einfaldir í notkun. Nema hjartsláttaróreglu. Minni fyrir 30-90 síðustu mælingar. Íslenskur leiðarvísir.

verð frá 9.980 kr.

32.750 kr.

Withings

HEILSUEFLING OG AUKIN LÍFSGÆÐI

Eirberg ehf. er innflutnings- og þjónustufyrirtæki sem hefur á að skipa fagmenntuðu starfsfólki. Markmið okkar eru að efla heilsu og auka lífsgæði, auðvelda störf og daglegt líf, stuðla að hagræði og vinnuvernd.

Viðurkenndar stuðningshlífar • Virkur stuðningur • Vandaður vefnaður • Góð öndun • Einstök hönnun • Fjölbreytt úrval

Hlaupasokkar • Veita góðan þrýsting við ökkla og kálfa • Minnka þreytuverki í kálfum • Auka blóðflæði og súrefnisupptöku • Minnka hættu á blöðrum og núningi Fagleg ráðgjöf sjúkraþjálfara

Eirberg ehf. Stórhöfða 25 • eirberg@eirberg.is • Sími 569 3100 • eirberg.is


Helgin 1.-3. mars 2013

Nína mokar vikri frá húsi sínu eftir goslok í Eyjum. Hún stendur uppi á bing sem nær upp á aðra hæð hússins.

Snjóflóð og eldgos! Hvað kemur næst?

„Eftir því sem húsin í austurbænum hrundu kom aukið álag á rafkerfið og því var mikil vinna við það á þessum tíma. Einnig þurfti að klippa niður rafmagnslínur sem voru komnar undir hraun og fleira,“ segir Þórir. „Menn voru fengnir til að vinna við hvað sem var á meðan þeim tókst að halda sér vakandi. Ég man í eitt skipti er það var smá stopp í rafmagnsvinnunni að ég var að vinna í Fiskiðjunni og vinnufélagi minn kallar á mig og biður mig að hjálpa sér að ná bílstjóra út úr flutningabíl. Þá var búið að fulllesta bílinn af fiski og átti að keyra hann niður á bryggju. Bílstjórinn, sem sat undir stýri, hafði hins vegar sofnað og engin leið var að vekja hann, svo örmagna var hann. Við þurftum að draga hann út úr bílnum og settist ég sjálfur undir stýri og ók bílnum niður á höfn,“ segir Þórir. „Unnið var dag og nótt þessa fyrstu daga og vikur.“ segir hann.

BÍLL DAGSINS PEUGEOT 407 SR 2.0 Nýskráður 8/2005, ekinn 41 þ.km, bensín, sjálfskiptur.

Tilboð dagsins kr. 1.290.000

Verð kr. 1.890.000

Vildu ekki aftur til Eyja

Í þær fimm vikur sem Þórir var í björgunaraðgerðum og að pakka niður búslóð þeirra í Vestmannaeyjum var Nína með yngstu börnin þrjú hjá fjölskyldu sinni á Akureyri en Gunnhildur, Björn og Hermann voru hjá föðurfjölskyldu sinni á Siglufirði. „Það var skrítið en gaman að koma í skólann á Siglufirði og hitta aftur skólasystkini okkar sem tóku vel á móti okkur,“ segir Gunnhildur. Eftir það bauðst þeim lítil íbúð í Njarðvík en Þóri hafði boðist vinna í Garðabæ. Í hálft ár bjó því átta manna fjölskyldan í 60 fermetra íbúð í Ytri Njarðvík og næsta hálfa árið leigðu þau þriggja herbergja íbúð í Garðabæ. En vegna þess hve þröngt var um þau var lagt ofurkapp í að ljúka við byggingu húss þeirra, svokallaðs viðlagasjóðshúss, sem þau höfðu sótt um að fá í Garðabæ. Þau vildu ekki snúa aftur til Eyja. Eftir að endurbótum við íbúð þeirra í Eyjum lauk leigðu þau hana út og seldu loks og festu þess í stað kaup á húsinu í Garðabæ. Voru þau fyrsta fjölskyldan sem flutti inn í viðlagasjóðshúsin þar í byrjun árs 1974. „Mér fannst svolítið óþægilegt að þegar ég byrjaði í Gagnfræðaskóla Garðahrepps, sögðu krakkarnir við mig: „Snjóflóð og eldgos! Hvað kemur næst?“ og gerðu því skóna að fjölskyldunni fylgdi ógæfa,“ segir Gunnhildur. „Auðvitað var þessu kastað fram í gríni, en mér fannst þetta ekki fyndið,“ segir hún. Rúmum áratug síðar, sumarið 1984, varð fjölskyldan fyrir þriðja áfallinu, þótt allt annars eðlis væri. Sonur Þóris og Nínu, Hermann, lést af slysförum er hann féll í Hvítá í Borgarfirði og drukknaði, 21 árs að aldri.

KIA

HONDA

SORENTO EX

Nýskráður 6/2005, ekinn 128 þ.km, bensín, 5 gírar.

INSIGHT HYBRID

Nýskráður 12/2010, ekinn 61 þ.km, bensín, sjálfskiptur.

SUBARU

FORESTER CS

Nýskráður 11/2003, ekinn 122 þ.km, bensín, sjálfskiptur.

Verð kr. 1.950.000

Verð kr. 3.450.000

Verð kr. 1.350.000

Tilboð kr. 1.490.000

Tilboð kr. 2.990.000

Tilboð kr. 1.090.000

NISSAN

VOLKSWAGEN

QASHQAI LE

Nýskráður 7/2007, ekinn 97 þ.km, dísel, sjálfskiptur.

PASSAT II 2,0 COMFORTLINE Nýskráður 11/2007, ekinn 80 þ.km, bensín, sjálfskiptur.

FORD

EDGE SEL PLUS

Nýskráður 8/2007, ekinn 95 þ.km, bensín, sjálfskiptur.

Verð kr. 3.590.000

Verð kr. 2.290.000

Verð kr. 3.290.000

Tilboð kr. 2.790.000

Tilboð kr. 1.950.000

Tilboð kr. 2.990.000

Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

HONDA

RENAULT

ACCORD EXECUTIVE

Nýskráður 11/2009, ekinn 135 þ.km, bensín, sjálfskiptur.

MODUS COMFORT 1.6

Nýskráður 1/2006, ekinn 66 þ.km, bensín, sjálfskiptur.

PEUGEOT

207 S16

Nýskráður 11/2007, ekinn 40 þ.km, bensín, 5 gírar.

Verð kr. 2.350.000

Verð kr. 1.090.000

Verð kr. 1.550.000

Tilboð kr. 1.990.000

Tilboð kr. 790.000

Tilboð kr. 1.250.000

Opnunartími Mánudaga - föstudaga milli kl. 10:00 og 18:00 Laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00

Gunnhildur og Þórir fyrir framan fyrsta viðlagasjóðshúsið sem flutt var inn í eftir gos og var í Garðabæ. Fjölskyldan flutti inn í ársbyrjun 1974.

Bílakjarnanum • Eirhöfða 11 • Sími 551 7171 • notadir.bernhard.is


38

viðtal

Helgin 1.-3. mars 2013

Stelpan í stjórnmálunum Heiða Kristín Helgadóttir er ásamt því að vera framkvæmdastjóri Besta flokksins annar tveggja formanna í Bjartri framtíð. Hún segir það geta verið gremjulegt hversu oft gengið er fram hjá henni í opinberri umræðu, en það kemur fyrir að Björt framtíð sé kennd við hinn formanninn, Guðmund Steingrímsson, og öll þau skipti sem eitthvað þurfi frá flokknum, sé venjan að fjölmiðlar og aðrir snúi sér til Guðmundar og hunsi þar með Heiðu.

Það er mikill misskilningur að það að mæta öllu af hörku og stífni geri þig að sterkum leiðtoga. Það vinnst mun fleira með gleði og léttleika.

H

vað geriðu eiginlega í Bjartri framtíð og Besta flokknum,“ er spurning sem Heiða Kristín Helgadóttir segist fá oft á tíðum þrátt fyrir að vera stofnandi beggja fylkinga og formaður Bjartrar framtíðar ásamt Guðmundi Steingrímssyni. Hún segir það sorglegan veruleika við að búa þegar ungt fólk, oftar en ekki konur, njóti ekki sannmælis á við eldri karla innan pólitíkurinnar og sé jafnvel kölluð stelpan. „Þetta getur verið pirrandi svona þeg­ ar ég veit að Gummi, Jón eða Róbert fá þessa spurningu aldrei nokkurn tímann. Ég velti því líka oft fyrir mér hvað fólk haldi að ég geri. Hvort það haldi að ég sjái bara um að hella upp á kaffi og ljós­ rita og svona. Eins og ég sé bara að dúlla mér og fái að fljóta með strákunum, af því þeir eru svo næs,“ segir Heiða Krist­ ín sem hefur þrátt fyrir ungan aldur náð langt innan stjórnmálanna á skömmum tíma. Hún er hörkudugleg og atorkusöm en þó virðist sem hún njóti ekki sama trausts út á við og karlkyns samstarfs­ menn hennar.

Strákarnir ákveða ekkert án mín

„Ég lendi alveg í því að fólk og fjölmiðlar ganga fram hjá mér og leita frekar til Gumma. Kannski er það vegna þess að hann er þingmaður að fólki finnist orð hans hafa meiri þunga en mín eða kannski vegna þess að hann er eldri. Ég get ekkert fullyrt um ástæðurnar en ég hef samt á tilfinningunni að það hafi fullt með það að gera að hann er karl,“ útskýrir Heiða og segir jafnframt að hún missi þó ekki svefn vegna þessa. Það geti þó valdið pirringi þegar ítrekað sé gengið fram hjá henni og hún fái ekki í öllum tilfellum þann heiður sem hún á skilinn fyrir vinnusemi. Oft sé jafnvel talað um flokk Guðmundar Steingríms­ sonar. Það finnist þeim báðum miður. Heiða Kristín segir einnig að fólk sem áttar sig á málum eigi það til að segja henni að vera bara sýnilegri út á við. „Ég skammaði vinkonu mína um daginn sem sagði við mig að ég ætti bara að taka mér meira pláss og vera sýnilegri því skil ekki alveg þá pælingu. Ég veit hvað ég hef gert og ég er ánægð með það. Það fer mér illa að vera endalaust að sækjast eftir athygli. Það er eins og til þess að fólk viðurkenni tilvist mína og veru í pólitík verði ég stöðugt að minna á mig,“ segir hún og bætir við, „og hvernig á ég að fara að því? Á ég að fara að skrifa pistla í blöðin, bara til þess að fólk viti að ég hafi skoðun á öllu. Ég tjái mig þegar mér þykir tilefni til en ég er ekki að fara að taka upp dálkapláss fyrir pistil um eitthvað bara til þess að vera sýnileg. Það er til alveg nóg til af þannig fólki.“ Hún segir að málunum innan flokks­ ins sjálfs sé þó öðruvísi háttað. Hún seg­ ir að Guðmundi þyki það alveg jafn leitt að hún hafi ekki sama vægi út á við og hann sjálfur. Hann hafi margoft þurft að taka upp símann til þess að leiðrétta til­ hneigingu fjölmiðla til að gleyma Heiðu. Innan flokksins sé þó allt gert í samráði við hana. „Gummi og Róbert færu aldrei og ákvæðu eitthvað án samráðs við mig. Það væri fáránlegt. Þá myndi ég líka skalla þá,“ segir hún og hlær.

Heiða Kristín Helgadóttir er formaður Bjartrar framtíðar. Hún segir að nú sé tími ungs fólks og kvenna að sækja fram í pólitík með nýjar hugmyndir og breyttar áherslur. Ljósmynd/Hari

Geimvísindi stjórnmálanna og rosknir karlar af báðum kynjum Heiða Kristín er glaðlynd kona sem segir að það sé mikilvægt að geta haft gaman af hlutunum. „Það er mikill misskilningur að það að mæta öllu af hörku og stífni geri þig að sterkum leiðtoga. Það vinnst mun fleira með gleði og léttleika." útskýrir Heiða, en óhætt er að segja að léttleikinn hafi ráðið för í sigurgöngu Besta flokksins í borginni. Heiða segist stundum fá það á tilfinninguna að þessi alvarleiki sem einkennir stjórmálaumhverfið sé til þess gerður að halda venjulegu fólki frá. „Ég er ósköp venjuleg, ég geri oft mistök, er lesblind og ekki mjög talna­ glögg. Samt hef ég ekki ennþá rekið mig

á geimvísindi stjórnmálanna. Það er nefnilega alveg á færi alls fólks að skilja kjarnann í öllum málum og það geta allir sem hafa vilja til sett sig inn í hvað sem er og það er mjög mikilvægt að halda því til haga svo að allskonar fólk komi og taki þátt í að móta samfélagið og um­ hverfi sitt. Í stað þess að setja það bara í hendur roskinna alvarlegra karla,“ segir hún og bætir við kímin, „sko af báðum kynjum.“ Heiða bendir á að í stjórnmálum sé borin mikil virðing fyrir festu og jafnvel stöðnun. Það vanti því oft alla blöndun og ungt fólk upplifi sig ekki velkomið. Það sé jafnvel hrætt við að rugga bátn­ um, hyggi það á einhverja framtíð innan stjórnmálanna. Þessu sé öfugt farið á

flestum öðrum stöðum atvinnulífsins þar sem sérstaklega sé litið til ungs fólks eftir nýjum og skapandi leiðum og hug­ myndum. Þessu hyggst hún breyta. „Ég ætla allavega að gera tilraun til þess, það verður svo bara að koma í ljós hvort að það tekst. Kannski er ég bara ein um þessa skoðun og það verður þá bara að koma í ljós. Ég hef alltaf valið mér ótroðnar slóðir í lífinu og gjörn á að láta bara vaða. Ég trúi því að það hafi skilað mér hingað og hver veit hvert það leiðir mig næst. Ég vona að það leiði inn á þing, en ef ekki þá reyndi ég allavega og fer sátt frá í leit nýrra ævintýra.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is


KF Reykt folaldakjöt

Ali Bayonne skinka

Ali Hunangskótilettur BBQ

Ali Hunangskótilettur úrb.

1.498,kr./kg

1.998,kr./kg

1.998,kr./kg

729,kr./kg

verð áður 1.662,-/kg

verð áður 2.411,-/kg

verð áður 2.411,-/kg

verð áður 1.174,-/kg

Kjarnafæði Lúxus lambalæri

1.398,kr./kg verð áður 1.598,-/kg

Fjarðarkaup 1. og 2. mars

Ferskar kjúklingabringur án aukaefna

2.498,kr./kg verð áður 2.998,-/kg

Fjallalambs blóðmör frosin

Fjallalambs blóðmör frosin

Páskajógúrt

Páskaostur 26%

Gulrætur 500g

549,kr./kg

589,kr.

142,kr.

1.498,kr./kg

188,kr./pk.

verð áður 753,-/kg

verð áður 795,-/kg

FK kindabjúgu 420g

219,kr.-/pk. verð áður 251,-/pk.

Fjallalambs kindabjúgu Malt&Appelsín 500ml

749,kr./kg

Páskaöl 500ml

Appelsínur

Jónagold epli

168,kr.

188,kr./kg

198,kr./kg

198,kr.

verð áður 966,-/kg

Páska gullegg 6 í pk.

379,kr./pk. Pampers Baby Wipes fylgir með kaupum á 2 pk. af Pampers bleyjum

Pampers Baby Dry 4 teg.

Rís dessert egg

Nói páskaegg nr.1

398,kr./pk.

1.998,kr.-/pk.

- Tilvalið gjafakort

898,kr.

Tilboð gilda til laugardagsins 2. mars

Opið mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00, fimmtudaga 09:00 - 18:30, föstudaga 09:00 - 19:00 og laugardaga 10:00 - 16:00, lokað sunnudag - www.fjardarkaup.is


40

viðhorf

Helgin 1.-3. mars 2013

Tímavillt dægurfluga

Auglýsing um sveinspróf Sveinspróf í eftirtöldum iðngreinum verða haldin í maí og júní ef næg þátttaka fæst: Í matvælagreinum í maí. Umsóknarfrestur er til 1. apríl.

Þ

HELGARPISTILL

Í byggingagreinum í maí - júní. Umsóknarfrestur er til 1. apríl. Í prentgreinum í maí - júní. Umsóknarfrestur er til 1. apríl. Í bílgreinum í maí - júní. Umsóknarfrestur er til 1. apríl. Í hönnunar- og handverksgreinum í maí - júní. Umsóknarfrestur er til 1. apríl.

Jónas Haraldsson

Í snyrtigreinum í maí - júní. Umsóknarfrestur er til 1. maí.

jonas@ frettatiminn.is

Í málmiðngreinum í maí - júní. Umsóknarfrestur til 1. maí. Í vélvirkjun í september. Umsóknarfrestur til 1. júní. Í ljósmyndun í september – október. Umsóknarfrestur til 1. júlí. Dagsetningar prófanna verða birtar á heimasíðu okkar um leið og þær liggja fyrir. Með umsókn skal leggja fram afrit af námssamningi, lífeyrissjóðsyfirlit og burtfararskírteini með einkunnum eða staðfestingu skóla á því að nemi muni útskrifast í maí 2013. Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður er mismunandi eftir iðngreinum. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu okkar, veffang: www.idan.is og á skrifstofunni. IÐAN - fræðslusetur, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík, sími: 590 6400, bréfsími: 590 6401, netfang: idan@idan.is

Nýttu MÁLNINGAR

ÁvísuNINA!

ar ng lni má sun

áví

3.000,-

Það er kominn mars. Skammdeginu er formlega lokið og sól það hátt á lofti að bærilega snemma birtir á morgnana og maður paufast ekki lengur heim í niðamyrkri síðdegis. Samt segja veður­ fræðingar að mars sé vetrarmánuður á Ís­ landi – sá síðasti áður en vorið tekur yfir – og hafa án efa rétt fyrir sér. Páskarnir eru í mánaðarlok og gjarnan er talað um páskahret, þótt það þurfi ekki endilega að bresta á páskahelgina sjálfa. Pásk­ arnir hitta enda misjafnlega á dagatalið eftir árum, allt frá 22. mars til 25. apríl. Þeir eru því með fyrra fallinu í ár, aðeins annar páskadagur teygir sig yfir í apríl. Hvort það leyfist að láta menn hlaupa apríl á svo helgum degi er svo önnur saga. Nýliðinn febrúar hefur raunar ekki verið neinn vetrarmánuður, að minnsta kosti ekki sunnan heiða, þótt almanakið segi annað. Hann hefur verið mildur, jafnvel svo að hitamet hafa verið í hættu. Þegar ég ók til vinnu á mánudaginn sýndi hitamælir bílsins 9 gráður og 11 gráður á heimleiðinni. Það las ég á vefmiðli þann sama dag að hitastigin hefðu verið 14 á Seyðisfirði, hvorki meira né minna. Það var nálægt landsdægurmeti 25. febrúar að því er þar kom fram, sem mun vera 15 stig. Það hefur því verið vor í lofti undan­ farna febrúardaga. Eftir því tókum við, af­ inn og amman, þegar við fórum með tvö barnabörn okkar að gefa öndunum síðast­ liðinn sunnudag, drengi á þriðja og fjórða aldursári. „Það er fluga í bílnum,“ heyrð­ ist í aftursætinu. Við tókum hæfilegt mark á því, þennan febrúardag, enda eiga flugur að liggja í dvala á þessum árstíma. Nóg er að hafa þær suðandi yfir sér á hlýrri enda ársins. En guttarnir fóru ekki með neitt fleipur. Flugan brá sér úr aftur­ sætinu og fram í til okkar, settist meira að segja á framrúðu bílsins, rétt fyrir framan nefið á mér. Hún áleit greinilega að hlýrri endi ársins væri byrjaður og hóf sitt flug og suð í kringum okkur. Hita­ stigið gaf þessu litla kvikindi allt annað í skyn en að enn væri febrúar. Flugan áleit greinilega að hennar tími væri kominn – og vissulega var hann það. Hún átti sér sína stund þarna hjá okkur þótt ef til væri þar aðeins dægurfluga á ferð. Tíðarfarið hefur ruglað fleiri í ríminu en dægurflugu drengjanna. Við sáum þegar við viðruðum okkur utan dyra að laukar voru farnir að

MA MA

BYG a ma Byg gm aff B y u t ii a h hll u t

HLUTI AF

gegn Greiðið sum tékka þes Krónur:

a Handhaf meira. 00 ur eða nd 00/1 su .000 krón þú jú Þr fyrir 12 ng ni ál n iðja t er m Húsasm Ef keyp s 2013 agsins til sunnud verslað -10. mar febrúar gu þegar inum 28. 28. feb mtudeg og eingön

um frá fim junnar, lningarvör Húsasmið málningu og má slunum ir af í öllum ver Ávísunin gild borgun meira. 00 kr. inn kr. eða kiptum. ir sem 3.0 g fyrir 12.000 iðs gild gsv n ávísuni málnin í reiknin en ekki keypt er b Málningar Banki-H 2013, ef ðgreiðslu 10. mars ditkorti eða í sta Fl kre er með Tékknr. i

Gildistím

stinga hluti af Bygma

facebook.com/frettatiminn

Teikning/Hari

inndu okkur á acebook

upp nefi sínu. Við tókum þá ákvörðun þegar við fluttum okkur um set fyrir nokkrum árum að sleppa grasi og trjágróðri að mestu í kringum húsið en stóðumst þó ekki freistinguna síðastliðið haust og splæstum í nokkra vorlauka, túlípana ef rétt er munað. Þeim stungum við niður í malarbeð upp á von og óvon, reiknuðum að minnsta kosti ekki með þeim fyrr en um eða eftir páska ef bæri­ lega tækist til. En laukarnir gátu ekki beðið, frekar en flugan, og telja greini­ lega að komið sé vor á landinu bláa. Lauk­ ar þessir hafa hvorki heyrt um páskahret né önnur og bíða því örlaga sinna. Hið sama má segja um þann eina runna sem við gróðursettum til að fá svolítinn lit með gráu grjótinu. Hann hefur látið blekkjast og það illilega í febrúarhlýind­ unum. Ég hef tekið eftir því að tré eru víða farin að bruma en þessi runni var kominn lengra, það sá ég þann sæla morgun fyrr í vikunni er hitinn fór í 14 stig á Seyðisfirði, þótt þau væru ekki nema 11 í Kópavogi og nærsveitum. Runninn var greinilega farinn að lauf­ gast. Ekki fulllaufgaður en grænn orðinn og smávaxin laufblöð farin að máta sig í tilverunni, rétt eins og febrúarflugan. Þetta getur verið hættulegt, bæði fyrir flugur og laufblöð. Þessir vorboðar álíta að Ísland sé eitthvað sunnar á jarðar­ kringlunni en það er í raun. Þess vegna bíður birkið og annar sá jarðargróður sem lengst hefur verið til sumarprýði á ísa köldu landi. Það hefur lært á íslenskt veðurfar sem ýmist er blítt eða strítt, raunar sama hvaða árstími er. Það er nefnilega ekki gefið að vorveður febrúar haldi nú þegar mars gengur í garð og ein­ hverjar veðurspár segja að vænta megi kólnandi veðurs, ef ekki hörkufrosts þegar líða tekur á helgina. Þá er hætt við að fari um laufblöðin grænu á runnanum vongóða – og ekki síður fluguna sem lifn­ aði við, nema um raunverulega dægur­ flugu hafi verið að ræða og hennar tími sé hvort sem er liðinn. En hvernig sem fer með laufblöðin á runnanum okkar og nefmjóa laukana sem farnir eru að minna á sig er samt víst að vorið er á næsta leiti. Vorjafndægur er 20. þessa mánaðar og eftir það verður birta dagsins lengri en myrkur næturinnar uns vorbirtan nær yfirhöndinni og ýtir myrkr­ inu algerlega frá sér. Fátt er dásamlegra en björt vor­ og snemmsumarnótt á Ís­ landi þegar fuglar kunna sér ekki læti og ættingjar genginnar dægurflugu febrúarmánaðar suða út í eitt. Við verðum bara að hafa þolinmæði til að bíða þar til þessi árstími dásemdar tekur völdin, rétt eins og birkið, en vissulega rugla vordagar í febrúar fleiri í ríminu en flugur, lauka og runna. Það sakar að minnsta kosti ekki að gá hvort grillið sé ekki enn á sínum stað.


Vaasa

659.514-

Innifalið eru skápar, hurðir, framhliðar, innvols og borðplata. Eðalskúffur. Fyrir utan eldhúsvask, blöndunartæki og heimilistæki.

ÞÚ GETUR UNNIÐ DRAUMAELDHÚS AÐ VERÐMÆTI

700.000,-

KVIK KVIK HÚRRA Framúrskarandi dönsk hönnun á óvenju lágu verði er lykillinn að velgengni Kvik í 30 ár – og nú opnum við einnig í Reykjavík. Þú getur því leyft þér að fylla skápa og skúffur með öllu því sem kryddar lífið og tilveruna. Við fögnum opnuninni með lukkuleik þar sem þú getur unnið draumaeldhúsið þitt*. Þú færð einnig 30% afslátt af borðplötum**. Sama fyrir hverju þú fellur, færð þú alltaf fallega danska hönnun á frábæru verði. Við höfum opið alla helgina.

Kvik Reykjavík: Suðurlandsbraut 16, Sími 5880500 *Leikurinn stendur frá 22. febrúar – 4. mars 2013. Vinningnum er ekki hægt að skipta í peninga. **Tilboðið gildir frá 22. febrúar - 24. mars 2013 og gildir ekki með öðrum tilboðum.


42

úttekt

Helgin 1.-3. mars 2013

Mest seldu bjórarnir á Íslandi Íslendingar hafa tekið bjórnum opnum örmum síðan hann var aftur leyfður árið 1989. Síðustu ár hefur neyslumynstrið breyst töluvert með tilkomu minni brugghúsa og fjölbreyttara vöruúrvali. Þannig hefur Kaldi frá Árskógsströnd náð mjög sterkri stöðu á markaðinum eins og sést þegar rýnt er í sölutölur Vínbúðanna frá síðasta ári. Eftir sem áður selst þó mest af innlendum lagerbjór í dósum. AllAr tölur eru selDAr einingAr í VínbúðunuM.

3.375.987

Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is

NordicPhotos/Getty Images

Víking Gylltur er mest seldi íslenski lagerbjórinn í dósum. Að auki seldust 1.117.858 litlar dósir af sama bjór. Aðrir bjórar sem njóta mikilla vinsælda eru Víking Lager, Tuborg Gold, Egils Gull, Tuborg og Thule.

907.158 Hollandia er mest seldi innflutti lagerbjórinn í dósum. Að auki seldust 147.551 litlar dósir af sama bjór. Aðrir bjórar sem njóta mikilla vinsælda eru Faxe Premium, Slots Pilsner, Saku Originaal, Heineken, Löwenbrau, Carlsberg Elephant og fleiri.

196.977 Jóla Kaldi er mest seldi jólabjórinn í flöskum. Næstir í röðinni voru Tuborg Christmas Brew og Víking jólabjór.

245.645 Tuborg Christmas Brew er mest seldi jólabjórinn í dósum. Að auki seldust 163.649 stórar dósir af sama bjór.

367.817

383.449

Kaldi er mest seldi íslenski lagerbjórinn í flöskum. Að auki seldust 124.776 flöskur af dökkum Kalda, 31.103 flöskur af StinningsKalda og 47.355 flöskur af Norðan Kalda.

Stella Artois er mest seldi innflutti lagerbjórinn í flöskum. Aðrir vinsælir eru til að mynda Corona, Tuborg, Miller og Budweiser Budvar.

70.643 Páskakaldi er mest seldi páskabjórinn.

1.304.159 Víking Lite er mest seldi lite-bjórinn. Að auki seldust 614.004 litlar dósir af sama bjór. Næstur í röðinni kom Egils Lite.

51.758 Þorra Kaldi er mest seldi þorrabjórinn.

51.451 Guinness Draught er mest selda ölið. Af öðrum vinsælum öltegundum má nefna Norðan Kalda, Úlf og Einstök Pale Ale.


1.

SÆTI

0 4

MATVÖRUVERSLANIR ÍSLENSKA ÁNÆGJUVOGIN

FYRSTA SÆTI Í FLOKKI MATVÖRUVERSLANA 2012

% ur

t t á l afs

2989

25

Verð áður 4998 kr. kg Ungnautalundir, erlendar

%

20

%

r u t t á l afs

r u t t á l s af

1298

kr. kg

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl

Verð áður 1698 kr. kg Grísahnakki, úrbeinaður

Verð áður 2298 kr. kg Grísalundir

n G a M G n i n K K pa

1398

Lambalæri ókryddað eða new York, hvítlauks- og rósmarín-, pipar- eða trönuberja- og eplamarinerað Krónan Granda

1698 % 20

kr. kg

kr. kg

Krónan Krónan Krónan Árbæ Bíldshöfða Breiðholti

kr. kg

Krónan Krónan Hvaleyrarbraut Lindum

afsláttur

1998

kr. kg

Krónu kjúklingabringur, magnpakkning Krónan Mosfellsbæ

1838

kr. kg

Verð áður 2298 kr. kg SS rifsberja lambalæri

Krónan Krónan Krónan Krónan Krónan Reykjavíkurvegi Akranesi Reyðarfirði Selfossi Vestmannaeyjum


44

bílar

Helgin 1.-3. mars 2013

 suzuki vinsæll jeppi endurbættur

Nýr og breyttur Grand Vitara Grand Vitara hefur notið mikilla vinsælda hér á landi enda duglegur jeppi af heppilegri stærð. Umboðið, Suzuki bílar, kynnti nýverið nýjan og breyttan Grand Vitara. Hann er, eins og forverinn, byggður á heilli grind. Hún gefur aukinn styrk og betri aksturseiginleika hvort sem er á vegum eða utan vega. Jeppinn er með sítengt hátt fjórhjóladrif, læst hátt fjórhjóladrif og lágt og læst fjórhjóladrif. Hann nýtur sín vel, hvort sem er á þjóðvegum, í bæjarakstri eða á fjallaslóðum, eins og umboðið segir í kynningu. Suzuki Grand Vitara er fyrsti bíllinn sem boðinn er hérlendis með Garmin leiðsögukerfi sem staðalbúnað, segir enn fremur. Kerfið er með snertiskjá og íslensku korti, ásamt handfrjálsum búnaði fyrir síma (Bluetooth) SD kortalesara og USB og Aux-tengjum.

Loftkæling með sjálfvirkri hitastillingu er staðalbúnaður. Fjarstýring er í stýri fyrir hljómtæki með stillimöguleikum á hljóðstyrk, stöðvarleit og stillingu á geislaspilara. Hraðastillir í stýri er staðalbúnaður. Mikið er lagt upp úr öryggi bílsins. Meðal staðalbúnaðar eru 6 öryggisloftpúðar, þriggja punkta bílbelti við öll sæti, styrktarbitar í hurðum, ISOFIX festingar fyrir barnabílstóla og þokuljós bæði að framan og aftan. Grand Vitara er búinn öflugu hemlakerfi með ABS og ESP stöðugleikakerfi. Farangursrýmið er 398 lítrar með upprétt aftursætisbök og 758 lítrar með samanbrotin aftursæti. Heildarrými er 1,386 lítrar.

Nýr og breyttur Suzuki Grand Vitara. Garmin leiðsögukerfi er staðalbúnaður.

 Chevrolet viðbót við flotann síðar á árinu

SS – kraftmikill fjölskyldubíll Fyrsti afturhjóladrifni Chevrolet fólksbíllinn í 17 ár. Bíllinn er með jafnri þyngdardreifingu á öxla og 6,2 lítra, 415 hestafla V8-vél. Kraftalegar formlínur eru útgangspunkturinn í hönnun Chevrolet SS. Bíllinn er með 6,2 lítra V8 vél sem skilar 415 hestöflum.

Nýttu MÁLNINGAR

ÁvísuNINA!

ar ng lni má u s n

áví

3.000,MA MA

BYG a ma Byg gm aff B y u t ii a h hll u t

HLUTI AF

gegn Greiðið sum tékka þes Krónur:

a Handhaf meira. 00 ur eða nd 00/1 .000 krón Þrjúþúsu fyrir 12 ng ni iðjan t er mál Húsasm Ef keyp s 2013 agsins r til sunnudar verslað -10. mar 28. febrúa þeg deginum 28. feb eingöngu

frá fimmtu garvörum og lnin iðjunnar, Húsasm málningu og má slunum ir af í öllum ver Ávísunin gild borgun meira. 00 kr. inn kr. eða iptum. ir sem 3.0 g fyrir 12.000 iðsk gild gsv n ávísuni málnin í reiknin en ekki keypt er b Málningar ef slu ki-H 3, eið Ban 201 ðgr 10. mars ditkorti eða í sta Fl kre er með Tékknr. i

Gildistím

hluti af Bygma

Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt

n

ýr kraftmikill fjölskyldubíll bætist í flota sportbíla frá Chevrolet síðar á þessu ári þegar Chevrolet SS verður kynntur til sögunnar. Hann verður fyrsti afturhjóladrifni fólksbíllinn með Chevrolet merkinu í 17 ár. Bíllinn er með nákvæmlega jafnri þyngdardreifingu á öxla og 6,2 lítra, 415 hestafla V8-vél. Chevrolet SS er hannaður fyrir þá sem sækjast eftir akstursupplifun þar sem ekkert skortir á aflið en um leið boðið upp á mikið lúxusinnanrými og þægindi fyrir allt að fimm fullorðna. Bíllinn verður einnig framleiddur í keppnisútfærslu og verður helsta sigurvon Chevrolet í NASCAR, að því er fram kemur í tilkynningu Chevrolet umboðsins, Bílabúðar Benna. „Glæsileiki og kraftalegar formlínur eru útgangspunkturinn í hönnun Chevrolet SS. Sterkleg, nútímaleg og um leið fínleg form einkenna yfirbyggingu bílsins og hlutföll hennar taka mið af kraftalegum afturhluta þessa afturhjóladrifna bíls. Flæðandi línur bílsins eiga upphaf sitt við svipsterkt grillið og innfelld HID-aðalljósin. Krafturinn leynir sér heldur ekki í útstæðum brettunum ásamt lágri vegstöðu bílsins og mikilli sporvídd." segir enn fremur. Bíllinn kemur á krómuðum 19 tommu álfelgum. „Lykilatriði í aksturseiginleikum bílsins er stíf yfirbyggingin sem hámarkar fjöðrunareiginleikana og veggripið. Að framan eru MacPherson fjöðrun og að aftan sjálfstæð fjölliðafjöðrun. Þyngdardreifing SS er nánast 50/50 sem dregur úr áhrifum þyngdar á aksturseiginleikana. Niðurstaðan er mikil öryggistilfinning í farþegarýminu og aksturseiginleikar sem einkennast af mikilli nákvæmni.“ SS er því vel undir 415 hestafla V8-vélina búinn sem hann verður boðinn með. Henni fylgir sex þrepa sjálfskipting með handskiptivali og rafeindastýrðri

H E LG A R B L A Ð Mikilvægum upplýsingum, eins og hraða bílsins og leiðbeiningum frá leiðsögukerfi, er varpað upp á framrúðuna þar sem þær birtast ökumanni í sjónhæð og í lit.

stöðugleikastýringu. Þetta ásamt spólvörn á afturhjólin skapar hraðskreiðan og sportlegan fólksbíl sem nær 100 km hraða úr kyrrstöðu á rétt rúmum 5 sekúndum. Chevrolet SS kemur með lyklalausu aðgengi og ræsingu. Þá er bíllinn með sjálfvirkri bílastæðalögn sem sér um það að finna nothæf bílastæði og leggja bílnum án þess að ökumaður þurfi að hafa mikil afskipti af því. SS kemur með Chevrolet MyLink upplýsinga- og afþreyingarkerfinu með leiðsögukerfi. Því fylgir 8 tommu háskerpulitaskjár með snertiaðgerðum sem einnig er notaður til að stjórna 9 hátalara hljómkerfinu. Sætin eru klædd handgerðu leðri. Þau eru rafstýrð og stillanleg á tíu vegu. Sætin eru með upphitun, loftkælingu og minni. Mikilvægum upplýsingum, eins og hraða bílsins og leiðbeiningum frá leiðsögukerfi, er varpað upp á framrúðuna þar sem þær birtast ökumanni í sjónhæð og í lit. Bíllinn er með búnaði eins og árekstrarvara og akreinavara, og virkum öryggisbúnaði sem styðst við stafræna myndavél. Búnaðurinn gefur frá sér hljóðmerki þegar önnur ökutæki nálgast of hratt eða ef árekstur virðist yfirvofandi. Þá er SS með blindblettsvara, baksýnismyndavél og umferðarvara að aftan.


ÁRNASYNIR

Uppáhaldsnammi * Íslendinga *skv. könnun í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 17. febrúar 2013


46

heilsa

Helgin 1.-3. mars 2013  Heilsa Út er komin bókin sofum betur

Kynlíf sem svefnlyf Bókin Sofum betur er nú komin út en hún er samansafn 52 hugmynda sem hjálpa lesanda að bæta svefn og svefnvenjur til þess að öðlast meiri orku svo auðveldara sé að fást við dagsverkin, hvort sem þau eru inni heimilinu eða utan þess. Til eru margar ástæður fyrir því að fólk þjáist af svefnleysi og leiðir til heilnæmari nætursvefns fjölmargar, meðal annars kynlíf.

inndu okkur á acebook

facebook.com/frettatiminn

Bókin Sofum betur er fræðandi og ku vera gagnleg þeim sem þjást vegna svefnleysis og óheilbrigðra svefnhátta.

„Það er mikilvægur fundur um miðjan dag og þú getur með engu móti haldið augunum opnum, svefninn sækir á. En um dimmar nætur liggur þú andvaka í rúminu, starir á vekjaraklukkuna – það stirnir á sjálflýsandi tölustafina og þú nærð ekki að þagga niður í þungmeltum hugrenningum. Hverju sem um er að kenna – álagi á vinnustað eða háværum hrotum ástvinar – hafa allir upplifað þá raun að fá ekki nægan svefn,“ segir í nýútkominni bók, Sofum betur frá Sölku forlagi í þýðingu Sigurðar Hróarssonar. Dæmið er eitt fjöldamargra sem farið er yfir til þess að aðstoða fólk við að festa heilnæman svefn. Uppsetning bókarinnar er samtal milli höfundar og lesanda. Fjöldamörgum spurningum sem vakna kynnu við lesturinn er þannig svarað jafnóðum. Í bókinni eru kynntar hugmyndir og ráð við hinum ýmsu kvillum auk þess sem farið er yfir helstu orsakir svefnleysis á einfaldan og fræðandi máta. Í bókinni sér kafli um kynlíf og hvernig það að stunda kynlíf getur stuðlað að betri svefni. „Við kynferðislega fullnægingu losar líkaminn fimmfalt meira magn en venjulega af kyrrðar–hormóninu oxýtósín sem róar okkur niður fyrir svefninn. Samfarablossi hleypir líka af stokkunum endorfínbylgju sem lyftir andanum.“ Því er haldið fram að fólk sem stundar reglulegt kynlíf með maka sé áhyggjulausara og léttara í lund. Það leiðir síðan að heilbrigðari nætursvefni þar sem andvökur geta fylgt áhyggjum og depurð. „Ef höfuðverkur veldur þér andvökum gætu kynmök verið heilsubótin,“ segir jafnframt í kynlífskafla bókarinnar. Höfundur bókarinnar lofar því að fari lesandi eftir öllum þeim ráðum sem gefin eru, muni viðkomandi hreinlega springa úr lífskrafti, vera hraustari, hressari og betri í alla staði.

25 ára afmæli

PROOPTIK

20 ÞÚSUND

króna umgjörð á

199 krónur! - Ef þú kaupir glerið hjá okkur

Allar aðrar umgjarðir á 50% afslætti

KRINGLUNNI 2. HÆÐ - HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI SÍMI 5 700 900 | WWW.PROOPTIK.IS


heilsa 47

Helgin 1.-3. mars 2013

Fimm fæðutegundir fyrir vorhreingerningu líkamans Innan kínverskra lækninga er það tekið fram að vorið sé besti tíminn til þess að afeitra lifrina og um leið líkamann allan. Það kann að tengjast því að í náttúrunni er vorið tími leysinga og umbrotamikilla hreinsana. Á veturna er líkamanum það eðlislægt að safna forða. Yfir mestu myrkurtíðina bregða mörg okkar á það ráð að létta lundina með þyngri mat en venjulega og jafnvel sætindum. Á vorin er kjörið að láta af þessu enda léttist lundin með hækkandi sól og við verðum orkumeiri með stöðugra flæði D–vítamíns í kroppnum. Við ættum því að borða minna af sterkjuríkum og feitum mat, kjöti, brauði og sykri en snúa okkur að grænmetinu. Þessar fimm fæðutegundir virka hreinsandi og andoxandi á líkamann og eru hver annari gómsætari.

Kál Því grænna því betra. Virkni káls er margvísleg en auk annars virkar það einkar andoxandi fyrir lifrina.

Okkar lOfOrð:

Lífrænt og náttúrulegt

Túrmerik Hindrar óheilbrigða stöðnun og söfnun eiturefna í lifur.

Engin óæskileg aukefni

Persónuleg þjónusta

HEIlSUSPrENGJa Veldu gæði á góðu verði.

Allt Rapunzel með 20% Hátt í afslætti 200

Graslaukur Þurrkar upp óhóflegan raka í lifrinni sem komið getur til vegna áfengisneyslu og neyslu fituríkrar fæðu.

20% ur!

afslátt

Tilboðin gilda til 7. mars 2013

vörutegundir. Hágæða lífræn matvörulína með mjög breitt vöruúrval.

Safaríkir safar

Agúrka Hindrar óheilbrigða stöðnun vessa í lifur og gallblöðrunni.

20%

Safarnir frá The Átta Berry Company eru mismunandi tegundir. án allra aukaefna, án viðbætts sykurs, fullir af andoxunarefnum og vítamínum.

ur!

afslátt

Borgartún

Bættu heilsuna fyrir þig og þína.

1 Fákafen 1 Hæðasmári

www.lifandimarkadur.is Aspas Inniheldur glútathíon sem hreinsar lifur.


48

heilsa

Helgin 1.-3. mars 2013  Matur Hollustuuppskriftir á gottiMatinn.is

Hollur laxahamborgari Gæði • Hreinleiki • Virkni

Hágæða prótein - án uppfylliefna Jakobína Jónsdóttir

NOW er breið lína hágæða fæðubótarefna sem er án allra óæskilegra aukefna, svo sem litar-, bragð- og rotvarnarefna og ódýrra uppfylliefna. www.nowfoods.is

NORÐURKRILL OMEGA 3 getur gengt lykilhlutverki þegar kemur að því að efla stoðkerfið, hugaog heilastarfsemi, hjarta og æðakerfi. NORÐURKRILL ein öflugasta uppspretta af OMEGA 3 úr hafinu unnið úr krilli (ljósátulýsi) Aðeins þarf 1-2 hylki á dag til að mæta dagsþörfinni og það er ekkert eftirbragð, uppþemba eða magaólga sem oft fylgir inntöku á fiski- og jurtaolíum.

20l% áttur

afs s r a m 5 1–1

Hressari á morgnana! „Í heilsueflingu minni sem hófst í ágúst 2011 hef ég notað Norðurkrill omega 3 gjafa og ég fann mjög fljótt mikinn mun á mér. PRENTUN.IS

Ég hafði lengi átt við skammdegisþunglyndi að stríða, var kraftlaus, síþreyttur og fann til í liðamótum. Eftir að ég byrjaði að taka inn Norðurkrill er miklu auðveldara að vakna á morgnana, liðverkir eru horfnir, lundin er léttari og ég finn gríðarlegan mun á heilsunni.

Uppskriftasíðan www.gottimatinn. is er flottur viðkomustaður þegar fólk vantar hugmyndir að réttum í kvöldmatinn. Nýlega bættist við fjöldi af girnilegum hollustuuppskriftum úr smiðju Ernu Sverrisdóttur og hjónanna Ingu Elsu Bergþórsdóttur og Gísla Egils Hrafnssonar. Á síðunni er nú að finna mikinn fjölda hollustuuppskrifta, bæði hollar hversdags uppskriftir en einnig uppskriftir að girnilegum en jafnframt hollum eftirréttum sem og fínni réttum. Á síðunni eru til að mynda uppskriftir að kjúklingasalati með jógúrthnetusósu, grófum hindberjamúffum og laxaborgurum með wasabi sósu, en uppskriftin að laxaborgurunum fylgir hér að neðan.

Laxahamborgarar með wasabi-eplasósu Fyrir fjóra

Innihald • 500 g laxaflak, bein- og roðlaust, skorið í bita • 1 stk egg • ½ dl graslaukur, fínsaxaður • 2 msk repjuolía • 4 stk gróf hamborgarabrauð eða 8 sneiðar af grófu súrdeigsbrauði • 50 g ferskt salat • 2 stk tómatar • 1 stk lárpera Sósa • 1 stk lítið grænt epli, skorið í bita • 1 ds sýrður rjómi 10% • fínrífinn börkur af 1 límónu • 1 tsk eða meira af wasabimauki • sjávarsalt og svartur pipar

Lax aðferð 1. Setjið fyrstu fjögur hráefnin í matvinnsluvél eða maukið gróft með töfrasprota. 2. Mótið fjóra hamborgara úr farsinu sem eru u.þ.b. 1 1/2 cm þykkir. 3. Steikið á pönnu við meðalhita í u.þ.b. 5 mínútur. 4. Ristið brauðin og leggið salat og wasabi- eplasaósu ofan á brauðbotninn. Setjið síðan laxaborgarann þar ofan á og meiri sósu. Toppið með tómötum, lárperu og sósu.

Wasabi-eplasósa Maukið eplið í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Bætið hinum hráefnunum saman við.kkið til með salti, pipar og wasabi ef vill.

E–vítamín nauðsynlegt

Þetta var eins og punkturinn yfir i-ið og ég ætla klárlega að halda áfram að nota Norðurkrill í minni heilsueflingu. Ég verð 40 ára á árinu og hef sjaldan verið í jafngóðu andlegu og líkamlegu formi.“ Björn Ólason

Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is

NORÐURKRILL er fáanlegt í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna

69% *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012

... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

E–vítamín er nauðsynlegt líkamanum en erfitt er að fá það magn sem þarf úr fæðunni einni saman og því gott að taka inn þar til gerðar töflur. Það sem vítamínið gerir er að aðstoða líkama við súrefnisflutning, bæta blóðrásina og hafa æðaútvíkkandi áhrif. Það náttúrulegur storkuvari og vinnur gegn æðakölkun. E-vítamín er að finna í grófu mjöli,

jurtaolíum, eggjum, grænlaufguðu grænmeti, sojabaunum, hveiti-, rúg- og maískími og spínati. Einkenni E-vítamínskorts er vöðvarýrnun, hrörnun kransæða, stífla í æðum lungna, eyðing rauðra blóðkorna, blóðrauðakvillar og kvillar tengdir æxlun, svo sem ófrjósemi og missir kyngetu. Einnig getur skortur á E-vítamíni leitt til hjartasjúkdóma og ótímabærrar öldrunar.


heilsa 49

Helgin 1.-3. mars 2013  Pistill Antoine Fons eink AþjálFAri

Regluleg hreyfing og heilbrigt líferni er lífsstíll s

umrin á Íslandi eru stutt. Mjög stutt. Við fáum lítið af dagsljósi yfir þessa níu löngu vetrarmánuði og þegar það loksins kemur þá viljum við nýta það! Um leið og það slær í tveggja stafa tölu á hitamælinum þarf ekki að bíða lengi eftir því að Austurvöllur og Nauthólsvíkin séu orðin pakkfull af glaðlegum andlitum og flest allir búnir að rífa sig úr nær hverri spjör. Það er eins og það brjótist út einhver sæluvíma um leið og sólin á Íslandi lætur loks sjá sig. Þetta er tækifærið til þess að sýna sig og sjá aðra. Margir hverjir liggja í lóðunum yfir vetrarmánuðina til þess eins að fá tækifæri til þess að sýna afraksturinn á góðviðrisdögum. Fólk vill frekar vera þakið svita nokkra tíma vikunnar en þakið flíkum á ströndinni. Ef takmarkið þitt er að stunda líkamsrækt til þess að vera spengileg/ur í sundi á sumrin eða fitt og flott á Austurvelli þá er það ekkert nema gott mál. Flest markmið sem að stuðla að aukinni hreyfingu eru jákvæð en þar liggur oft líka vandinn. Langflest markmið sem fólk setur sér í ræktinni eru útlitstengd. Að verða massaður og skorinn fyrir sumarið eða að komast í kjólinn fyrir jólin. Af hverju ekki að breyta takmarkinu í lífsstíl? Þó svo að flestir vilji líta vel út og að það sé allt gott og blessað þá er svo miklu meira sem regluleg hreyfing og heilbrigt líferni getur fært okkur. Hér eru nokkur dæmi:

Af hverju ætti ég að stunda líkamsrækt? Af því hún getur: • Hjálpað þér að losna við óæskilega fitu. • Aukið vöðvastyrk og þol. • Haldið efnaskiptum í hvíld stöðugum og/eða hækkað þau sem vinna á móti fitusöfnun. • Bætt þol og hæfnina til þess að hækka mjólkursýruþröskuld. • Bætt líkamshreysti og getu líkamans til þess að nota súrefni og flytja það skilvirkt um líkamann. • Minnkað meiðslahættu í vöðvum og liðamótum. • Bætt jafnvægi og samhæfingu líkamans. • Aukið þéttleika beina og getur komið í veg fyrir beinþynningu. • Lækkað líkamsmassastuðul (Lower Body Mass Index (BMI). • Dregið úr: þríglyseríði (tegund fitu í blóðinu), slæmu kólesteroli (LDL) og hækkað gott kólesteról (HDL). • Aukið kynlífslöngun og afkastagetu á því sviði. • Minnkað líkurnar á hjartasjúkdómum og hjartaslagi. • Minnkað hættuna á myndun sumra krabbameina. • Aukið næmni insúlínviðtaka í frumum sem getur afstýrt sykursýki II. • Dregið úr einkennum kvíða og andlegs álags. • Bætt virkni ónæmiskerfisins. • Aukið sjálfsálit og endurheimt/byggt upp sjálfstraust. • Veitt betri svefn, slökun og bætt skap.

Vilt þú fá meira út úr lífinu? Heilsuborg er með lausnina fyrir þá sem vilja læra að lifa heilbrigðu lífi! Heilsulausnir

Hentar þeim sem eru í ofþyngd og eru búnir að prófa „allt“ án árangurs og vilja tileinka sér heilbrigðan lífsstíl til langframa. Mán., mið. og fös. kl. 7:20, 12:00 eða 17:30 Verð kr. 16.900 á mánuði í 12 mán. Hefst 18. mars.

Meðgöngulausnir

Hentar öllum barnshafandi konum. Sjúkraþjálfari leiðbeinir og einstaklingsviðtöl við ljósmóður innifalin. Þri. og fim. kl. 16:15 Kynningarverð, 2x í viku í 8 vikur, kr. 14.900 pr. mán. Hefst 12. mars.

Stoðkerfislausnir

Hentar einstaklingum sem glíma við einkennifrá stoðkerfi svo sem bakverki, verki í hnjám eða eftirstöðvar eftir slys. Mán., mið. og fös. kl. 15:00 eða 16:30 Verð 3x í viku, 8 vikur, kr.19.900 pr. mán. (Samtals kr. 39.800) Hefst 11. mars.

Orkulausnir

Hentar þeim sem vilja byggja upp orku t.d. vegna vefjagigtar eða eftir veikindi. Þri. og fim. kl. 10:00 eða 15:00 Verð 2x í viku, 8 vikur, kr. 16.900 pr. mán. (Samtals kr. 33.800) Hefst 12. mars.

Hjartalausnir

Hentar einstaklingum sem hafa greinst með áhættuþætti hjartasjúkdóma, eru með kransæðaþrengingu eða hafa fengið hjartaáfall. Þri. og fim. kl. 07:00 eða 10:00 Verð 2x í viku, 8 vikur, kr. 16.900 pr. mán. (Samtals kr. 33.800) Hefst 12. mars.

Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is


50

langur laugardagur

Helgin 1.-3. mars 2013  Miðborg Lucky records fLytur á r auðar árstíg

Ingvar kominn aftur heim

VOR 2013

Ingvar Geirsson var í óða önn að raða upp í Lucky Records þegar Fréttatíminn kíkti í heimsókn á miðvikudagskvöld. Ljós-

Glæsilegt úrval af kjólum

mynd/Hari

Það verður líf og fjör í miðborginni um helgina, enda Langur laugardagur. Á Rauðarárstíg 6 verður innflutningshátíð plötubúðarinnar Lucky Records. Ingvar Geirsson kann vel við sig í mun stærri verslun.

É Laugavegur 58 S. 551 4884 still@stillfashion.is stillfashion.is

g kann vel við mig hérna uppi við Hlemm,“ segir Ingvar Geirsson, eigandi plötubúðarinnar Lucky Records. Ingvar setti Lucky Records á fót að Hverfisgötu 82 fyrir um þremur og hálfu ári. Verslunin hefur notið mikilla vinsælda og nú telur hann að tími sé kominn til að færa út kvíarnar. Í dag, föstudag, opnar Lucky Records að Rauðarárstíg 6, við Hlemmtorg. Í húsnæðinu var verslunin Yggdrasill síðast rekin en þar áður sjoppan og veitingastaðurinn Svarti svanurinn, við góðan orðstír. „Ég var nú einu sinni að vinna í Svarta

svaninum svo það má segja að ég sé kominn heim,“ segir Ingvar og hlær. Nýja búðin verður mun stærri en sú á Hverfisgötunni, Ingvar fer úr 67 fermetrum upp í 300. Það ætti því að fara betur um þær tugþúsundir vínylplatna sem eru til sölu í Lucky Records. Auk þess verður betra rými fyrir tónleikahald í búðinni. Ingvar er einmitt að skipuleggja veglega innflutningshátíð í búðinni nú um helgina. Tónleikadagskráin lá ekki fyrir þegar Fréttatíminn fór í prentun en Hjálmar og Epic Rain höfðu boðað komu sína ásamt fleiri.

Frábærar húfur með endurskini Vegleg bjórhátíð á Kexinu

Skólavörðustígur 18

Hettuhandklæði og handklæðasett til sængurgjafa, mikið úrval.

VERÐHRUN

70% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM FATNAÐI Á ÚTSÖLUNNI!!! 50% AF SKÓM OG TÖSKUM!

Úlpa 9.900 kr.

Vöggusængur og vöggusett í góðu úrvali NÝJAR VORVÖRUR KOMNAR ST. 36 - 44 Þú finnur okkur á Facebook undir “Fatabúðin”

Skólavörðustíg 21a

101 Reykjavík

S. 551 4050

Grímsbæ 108 Reykjavík S. 527 1999

Fjöldi gesta lagði leið sína á Kex Hostel á miðvikudag til að smakka erlenda gæðabjóra. Ljósmynd/Hari

Nú eru liðin 24 ár síðan Íslendingar fengu aftur að drekka bjór. Búast má við því að margir munu lyfta glösum af þessu tilefni í kvöld, hinn 1. mars, og reyndar alla helgina ef því er að skipta. Kex Hostel við Skúlagötu stendur fyrir metnaðarfullri dagskrá af þessu tilefni, Hinni árlegu íslensku bjórhátíð eins og hún kallast. Veislan hófst á miðvikudag þegar danski bjórframleiðandinn Mikkeller og Migration Brewing Co. kynntu afurðir sínar. Á fimmtudag var hægt að smakka á bjór frá Vífilfelli, Víking og Einstök. Í dag, föstudag, geta gestir gætt sér á bjórum frá Ölgerðinni og Borg brugghúsi. Á morgun er svo komið að bjórum frá Ölvisholti, Kalda og meðlimum Fágunar. Kynningarnar standa frá klukkan 17-19 og eru bæði ókeypis og öllum opnar sem náð hafa tilskyldum aldri.


langur laugardagur 51

Helgin 1.-3. mars 2013

Mikið var um dýrðir á sýningu Dolce & Gabbana á hausttískunni.

Fermingargjafir fyrir stráka og stelpur Mikið úrval af gjafavöru fyrir dömur og herra

®

Léttar ferðatöskur Sjá ítarlegar upplýsingar á www.drangey.is

Dolce & Gabbana

á tískuviku Mílanó

Ekki eru allir tískuunnendur á sama máli með haust- og vetrarlínu Dolce & Gabbana sem kynnt var á tískuviku í Mílanó um síðustu helgi. Línan, sem er allnokkuð frumleg, samanstendur af kjólum og fylgihlutum með sterka tengingu í kaþólska trú. Hafa sumir jafnvel gengið svo langt að tala um helgispjöll á meðan aðrir dásama línuna fyrir frumleika. Af línunni má álykta að komandi straumar í tísku beri með sér áframhaldandi notkun á krossum, blúndum gulli og þungu skarti. Fatnaðurinn samanstendur af kjólum og pilsum, ýmist rétt ofan hnés eða neðan þess og kápum í jarðlitum, jafnt sem dragsíðum pilsum og jökkum með víðu sniði. Einnig má sjá sterka vísan í sjöunda áratuginn í klæðskurðinum.

· Töskur · Hanskar · Seðlaveski · Ferðatöskur · Tölvutöskur · Belti · Skart og skartgripaskrín Góðar vörur Sanngjarnt verð Persónuleg þjónusta

Tru virtu ál kortahulstur.

Kr. 7200 Kemur í veg fyrir skönnun á kortaupplýsingum.

Kortaveski úr leðri

frá kr. 3900. Nafngylling kr. 1100.

PERFECT ROUGE

Perfect in every detail. Beautiful every moment.

NÝTT

Ljúfir vorboðar í Sigurboganum föstudag og laugardag frá kl. 12-17

Við kynnum nýjungar frá Shiseido: Varaliti, augnskugga, kinnaliti, nýtt Bio-Performance andlitskrem sem lyftir og þéttir. Ráðgjöf og förðun. Glæsilegir kaupaukar þegar keyptar eru Shiseido vörur.

Sýning Dolce & Gabbana á tískuviku í Mílanó var íburðarmikil og óhefðbundin.

69%

LAUGAVEGI 80

... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012

TEL: 561 1330

WWW.SIGURBOGINN.IS


52

tíska

Helgin 1.-3. mars 2013

Hvítt í sumar Hvítt er tískulitur sumarsins ef marka má spár tískufróðra. Hvítir kjólar voru til að mynda áberandi á rauða dregli Óskarsverðlaunanna líkt og þessar myndir bera með sér.

FRÁBÆRIR ÍÞRÓTTAHALDARAR teg AKTIV - fæst í D,DD,E,F,FF,G,GG,H skálum OPIÐ: á kr. 9.750,-

MÁN - FÖST 10 - 18 LAUGARD. 10 - 14

Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is

www.gabor.is - facebook.com/gaborserverslun

Mikið úrval af fallegum skóm og töskum Queen Latifah var einnig glæsileg í hvítum kjól frá Badgley Mischka. Taglið í hárinu fer vel saman við fagurbleikar varirnar.

Amanda Seyfried þótti bera af í Alexander McQueen með hárið uppsett á klassískan hátt.

Sérverslun með

25 ár á Íslandi

FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16

Nú fáanleg í Lyfjaveri Suðurlandsbraut á

25%

kynningarafslætti út mars

Kjóll Anne Hathaway var ögn umdeildari en annarra. Hún fékk verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í myndinni Les Misrerables.

Zoe Saldana sem þekkt er fyrir hlutverk sín í ævintýramyndum á borð við Avatar var í kjól frá Alexis Mabille.

LAGERSALA

Glæsilegir litir! Mikið úrval af bolum og toppum á "venjulegu" verði.

Allt á að seljast Verslunin Ríta lokar í EDDUFELLI

Kvarterma bolur á 6.900 kr. Síður ermalaus toppur á 3.900 kr. “Kryddaðu” fataskápinn með fatnaði frá

Ný verslun l Næg Bílastæði l Engir stöðumælar Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16

síðuna okkar

Velkomnar í Rítu Bæjarlind Eddufelli 2, sími 557-1730

www.rita.is

Ríta tískuverslun

Leikkonan Charlize Theron var stórglæsileg með knallstutt hárið í hvítum Dior kjól. Flestum bar saman að Charlize hafi verið í hópi þeirra glæsilegustu á dreglinum.

Nýjar vörur frá Masai


tíska 53

Helgin 1.-3. mars 2013  Tísk a Roxanne heiðuRsgesTuR RFF

Opnar ljósmyndasýningu á Íslandi

Ný sending góð verð

Stjörnuljósmyndarinn Roxanne Lowitt er væntanleg hingað til lands. Hún mun koma til með að opna sýningu á verkum sínum í Reykjavík í tengslum við RFF. Roxanne er einn þekktasti tísku- og stjörnuljósmyndari heims og hefur á ferli sínum komið víða við. Það var þó aðeins fyrir tilviljun að hún leiddist inn í heim ljósmyndanna. Roxanne segist spennt fyrir komunni til Íslands.

Þ

að var aðeins fyrir tilviljun að ég leiddist út í ljósmyndun,“ segir Roxanne Loweitt, ljósmyndari og heiðursgestur Reykjavík Fashion Festival (RFF). Hún mun koma til með að opna sýningu á verkum sínum í Reykjavík á meðan á RFF stendur. „Ég lærði textílhönnun og myndlist. Á sínum tíma langaði mig að mála portrettmyndir og ég tók því ljósmyndir af því fólki sem mig langaði að mála. Þá runnu upp fyrir mér tveir hlutir; ég hafði þá þegar portrettmyndirnar sem mig langaði í svo lítill tilgangur var í því að mála þær upp á nýtt. Svo hafði ég fundið köllun mína. Ég skipti því málningarpenslunum fljótlega út fyrir myndavélina.“

Strigaskór

8.995.-

Roxanne er einn þekktasti tískuljósmyndari heims. Myndir hennar hafa birst í Vogue blöðum allra landa og hún haldið sýningar á virtustu söfnum heims. Hún sýnir ljósmyndir á RFF. Ljósmynd/Jean Karotkin

Andy Warhol elskaði myndavélina

Roxanne, sem er einn virtasti tísku- og stjörnuljósmyndari í heiminum, er frá Bandaríkjunum. Hún lærði textílhönnun í FYT en snéri sér fljótlega alfarið að ljósmyndun. Verk hennar hafa meðal annars verið til sýnis í Metropolitan Museum of Art, the Whitney Museum of American Art, og í Victoria and Albert Museum í London. Roxanne segist hafa verið heppin þegar hún hafi fengið sitt fyrsta tækifæri innan bransans en það varð einnig fyrir tilviljun. Hún hafði ljósmyndað baksviðs á tískusýningum þar sem mynstur og textíll eftir hana sjálfa voru notuð í fatnað. Myndirnar sýndi hún vinkonu sem rak lítið listrænt tímarit „The Soho News“. Vinkonan var hrifin og bað hana að mynda fyrir blaðið á tískuviku. Það vatt síðan upp á sig og myndir Roxanne enduðu með að prýða forsíðu blaðsins auk þess að verða að plakati í miðju þess. „Þannig tvöfaldaðist umferð myndanna með útgáfunni,“ útskýrir Roxanne. Hún hélt því ótrauð áfram og laumaðist til þess að mynda fyrirsætur baksviðs á tískusýningunum. „Ég þekkti nokkrar fyrirsætur og fékk þær til þess að ljúga til um veru mína baksviðs ef einhver spurði. Ég var ekki þekkt svo ég hafði enga passa og fékk alls engin boð. Þær létu sem ég væri hárgreiðslukonan þeirra, jafnvel þær sem höfðu ekkert hár,“ segir hún kímin. Á ferli sínum í dag hefur hún myndað allar þekktustu fyrirsætur í heimi og tekið myndir fyrir flest Vogue í heiminum. Á meðal þeirra sem Roxanne hefur myndað eru Salvador Dali, Yves Saint-Laurent, Johnny Depp, Scarlett Johansson, George Clooney og Andy Warhol. En myndataka þess síðastnefnda er hennar persónulega uppáhald. „Hann elskaði myndavélina. Ég elska að mynda fólk sem elskar að láta mynda sig,“ segir hún. Roxanne segist vera spennt vegna komunnar hingað til lands og þá sérstaklega vegna sköpunargleði og glaðværðar Íslendinga. „Þeir Íslendingar sem ég þekki eru ótrúlega skapandi, skemmtilegt fólk og algjörlega yndislegt í alla staði. Ég hlakka því mikið til að hitta fleiri.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is

Strigaskór /6 litir í boði

5.995.-

Roxanne hefur myndað fjöldann allan af þekktum andlitum á glæstum ferli sínum.

Marstilboð NN-Cosmetics

Ballerínur með slaufu

4.995.-

Barnastrigaskór/4 litir í boði

5.995.-

Maskarar - 30% afsláttur Sensitive: 3.360 kr. Nú: 2.352 kr. Lush: 3.800 kr. Nú: 2.660 kr.

Ballerínur með hnút

4.995.-

Útsölustaðir NN-Cosmetics:

Dekurstofan Dagný - Ísafirði Abaco heilsulind - Akureyri Snyrtistofan Hildur Magg - Dalvík Snyrtistofan Makeover - Hafnarfirði Snyrtistofan Pandora - Mjódd Snyrtistofan Líkami og sál - Mosfellsbæ Snyrtistofan Systrasel - Háaleitisbraut Snyrtistofan Reykjavík Spa - Hótel Grand Snyrtistofan Táin - Sauðárkróki Hárstofan Ýr - Hólagarði Hárstofan Mojo - Laugavegi 94

Kringlan - Smáralind s.512 1733 - s.512 7733

Noname.is - sala@noname.is - 662-3121/694-5275 Opið Hlíðasmára 8, Kópavogi, fimmtudaga 11 - 18.

www.ntc.is | erum á


heilabrot

Helgin 1.-3. mars 2013

?

Spurningakeppni fólksins 1. Hvaðan kom óskarsverðlaunakjóll Jennifer Lawrence? 2. Hver leikstýrir íslensku bíómyndinni Þetta reddast? 3. Hvaða mánaðardag ganga Íslendingar til alþingiskosninga á þessu ári? 4. Hver var kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni? 5. Hvað heitir fyrrverandi njósnarinn sem kom til landsins fyrir skömmu og talaði fyrir lögleiðingu fíkniefna? 6. Hvaða rithöfundur hlaut Fjöruverðlaunin í flokki fagurbókmennta? 7. Hvað heitir draugaskipið sem rekur stjórnlaust um Atlantshafið? 8. Í viðamikilli rannsókn sem hefur verið gerð á kjötvörum á vegum Matvælastofnunar kom í ljós að ákveðin vara frá Gæðakokkum innihélt, þrátt fyrir nafnið, ekkert nautakjöt. Hvaða vara var þetta. 9. Með hverju var njósnabíllinn við Njarðvíkurhöfn að fylgjast? 10. Talið er bergið í Þormóðsdal sé mjög ríkt af ákveðnum málmi og renna leitarmenn nú hýrum augum þangað. Hvaða málmur er það? 11. Maria de Villota, fyrrum ökumaður í Formúlu eitt, fékk á dögunum leyfi til þess að setjast bak við stýrið á ný. Afhverju mátti hún það ekki áður? 12. Hvað heitir fráfarandi ritstýra Séð og Heyrt? 13. Milljarðamæringurinn Wissam Al Mana gekk að eiga konu sína fyrir nokkrum misserum en hún er þekkt poppstjarna. Hver er hún? 14. Hver er framkvæmdastjóri ÍSÍ? 15. Söngvari Stone Temple Pilots var rekinn úr bandinu á dögunum vegna vímuefnavanda, en hann er einnig í hljómsveitinni Velvet Revolver. Hvað heitir kauði?

Kristján Jónsson íþróttafréttamaður 1. Vercace.

3. 20. maí. 4. Seth MacFarlane.

5. Pass. 6. Eiríkur Örn. 7. Pass. 8. Kjötbökur.

9. Körfuboltaliðinu. 10. Gull.

11. Hún féll á lyfjaprófi.

 

12. Björk Eiðsdóttir. 13. Janet Jackson.

14. Líney Rut Haraldsdóttir. 15. Scott Weiland.

8 stig Kristján vinnur Guðrúnu naum­ lega með 8 stigum gegn 7

Staður fjölskyldunnar ! 12”pizza 2/álegg 1050 kr.

125

GÆSLU

mynd: gulcinb (cc by 2.0)

Bátur mánaðarins 750 kr.

HÉGÓMI

KAPPSAMT

S G J Ó R A U F E R N I Ð S N A K A R S T Í Y T R A Í Á T T T Æ L A T S L Í K D A S A EYÐSLA

ÁMÆLA

GRAFA

VÖRUMERKI

ÖSKU ÞUSA

FJÖGUR

2x16” pizza 2/álegg 2980 kr. rennibraut og boltaland fyrir börnin

HREYFING

GAFL

NASL

FUGL

STJÓRNA TIPL

YFIRBRAGÐ AÐ UTAN

RÁÐGERA

HIRSLA

TALA

LAND

4

Nýbýlavegi 32 S:577-5773

SKRAUT KLAKI

KROPPUR ÞREYTA

+

V R Ö R S Á L S K U S A F L S T A K K Á Ð A L R T I S U N A A N D K A R A M I A Ð VEGSAMA

ÁSTÆÐUR

Á FÆTI VERRI

HAMFLETTA GÍPA

LAUN

HREÐKA Í RÖÐ

MÁLMUR SAFNA

ÁTT

MJÖG

HEFÐARKONA

FISKUR

SKJÖGUR

AÐSTREYMI FÓLKS

O H Í Ð F R Æ K T A L O T B L N O B B A S A F S K O R R I S T Á A U G F N R E A U P M D R Ö S A D Í S A N O P D U R L L L B Y Á L L F T E I T L I Ð A S Ó K N

HELGIMYNDIR

STANDUR

MARGSINNIS

SPJALL

NÚMERA

TORNÆMUR NEMANDI

ÁSTARATLOT STRITA

FÁLM FRÚ

SPOR

MARÐARDÝR

STIG

VAFRA

UPPHRÓPUN

FARSÍMA

ÁSÝND RELL

ALDUR TITILL

HLUTA TRÉ

LAFA

DAUÐI

HOLA

SKAMMSTÖFUN

HÁR

HÆKKA

TVEIR EINS

KORNTEGUND KEPPNI

TRÉ FAG

SPILLA KUSK

SKIPTA

OF LÍTIÐ

FJALLSTINDUR

G N Í P A LÆGSTA HITASTIG

A L K U L Í RÖÐ BLEYTUKRAP

E L G U R SAMTÖK

V

MÆLIEINING RÖND

J A Ð A R

K A R A T

4 5

Guðrún Davíðsdóttir 1. Dior.

2. Pass. 3. 27. apríl.

4. Seth MacFarlane.

SÍÐAN

KRYDDA

  10. Gull.  8. Kjötbökur. 9. Löndun.

11. Missti sjón. 12. Pass.

1990,-

15. Pass.

7 stig

4

ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. BRAUÐGERÐ

SMÁSKILABOÐ

MERKARI

MERGÐ

UPP

HRAPA VÆTLA

SAGA KRISTS

BOR

SEGI UPP KVK NAFN GARGA YFIRSTÉTT

HÁTTUR

SJÁ EFTIR

RÆKSNI

TVÍHLJÓÐI

STINGA EFTIRRIT

950

FORMÓÐIR

LOFA

ÁTT

RAUS

SAMSKONAR ATVIKAST

PLANTA META OF MIKILS DÝRAHLJÓÐ

DAUÐI

STÚLKA

MJÓLKURVARA

ÁNÆGJU

MÁLMUR

ERLENDIS

MYNT SJÚKDÓMUR

ÖRK

HLEYPA

ÁRANS

HÁSPIL

RÆNA

EYRNAMARK

HARLA

SPIL

MAKA

SJÓ

TVEIR EINS

RANGL

HÆTTA

INNYFLI

KUSK

ELSKA

BUNDIÐ

MARÐARDÝR

FUGL

RÍKJA

ÚÐADÆLA

HORFÐU

LÍTILL SOPI

ANGAN

RÁNDÝRA

LÚSAEGG

SNÍKJUR

FYRIRTAK

FRILLULÍFI

FYRIRGEFA

ÁTT

NESODDI

SÝKJA

LANGINTES

HEILSA

FRÁSÖGN

DAUNILLUR

ÓÞEKKUR ÚRSKURÐ

OFSI

ÁTT

EINS

SÁLDA

ÚRKOMA

LIÐORMUR

MORGUNN

LOSTAKVALARI

BEKKUR SKYLDI

FLAGA

STRIT

LÉST

MASAR

STEFNA MÆLIEINING

RÖK

GJÁLFUR VIÐBÓT Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

3 1 7 5 2 6 4 9 3

1

4 2

8 2

1

13. Pass.

ÓNEFNDUR

*Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero

9 8 8 3 1 2

6

2 6 3 9 4 5

7. Pass.

2L

Verð aðeins

2

7

6. Pass.

14. Líney Rut.

5 1

 Sudoku fyrir lengr a komna

1 flaska af

Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar*

6 7

5. Pass.

Í RÖÐ

KROPP

1 7

verkefnastjóri

SKILJA

F H A I T T N A A R S T V O G R U A T S A A N

8 5

6

126

 lauSn

8 7

5 6 9

 kroSSgátan

Guðrún skorar því á Þorgeir Ragnarsson sagnfræðing í næstu viðureign.

Lausn á krossgátunni í síðustu viku.

Salat með kjúklingi eða roastbeef 990 kr.

9 3

mynd: bragi halldórsson (CC by-sa 3.0)

2. Börkur Gunnarsson.

 Sudoku

Svör: 1. Frá Dior. 2. Börkur Gunnarsson. 3. 27. apríl. 4. Seth MacFarlane. 5. Annie Machon. 6. Auður Jónsdóttir fyrir skáldsöguna Ósjálfrátt. 7. Lyubov Orlova. 8. Kjötbökur. 9. Löndun. 10. Gull. 11. Hún missti auga. 12. Björk Eiðsdóttir. 13. Janet Jackson 14. Líney Rut Halldórsdóttir. 15. Scott Weiland.

áltíð fyrir

54

TUDDA



56

skák og bridge

Helgin 1.-3. mars 2013

 Sk ák ak ademían

Sigurvegarar frá þremur heimsálfum á N1 Reykjavíkurmótinu Þegar orustugnýrinn á N1 Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu hljóðnaði stóðu þrír efstir og jafnir: Pavel Eljanov frá Úkraínu, Wesley So frá Filippseyjum og Bassem Amin frá Egyptalandi. Þeir fengu 8 vinninga af 10, en sjö meistarar komu í hnapp með 7,5 vinning. Í þeim hópi voru Anish Giri, stigahæsti keppandi mótsins, Kínverjinn Ding Liren og Íslandsvinirnir Ivan Sokolov og Gawain Jones. Stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson, Þröstur Þórhallsson og Henrik Danielsen og alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson urðu efstir Íslendinga með 6,5 vinning. Mótið var æsispennandi og vakti mikla athygli, enda umgjörðin glæsileg og kepp-

endalistinn langur og litríkur. Íslendingar glöddust sérstaklega yfir því að sjá Friðrik Ólafsson við taflborðið. Friðrik, sem varð 78 ára í janúar, vann þrjár skákir, gerði fimm jafntefli og tapaði aðeins einni. Ungu stjörnurnar skinu skært í Hörpu. Wei Yi varð stórmeistari með frábærri taflmennsku á mótinu, en hann er 13 ára og 8 mánaða, og fjórði yngsti stórmeistari sögunnar. Frammistaða hans jafngilti um 2670 skákstigum, sem sýnir hvílíkur efnispiltur Yi er. Sjálfur er hann hógværðin uppmáluð, segir Magnus Carlsen helstu fyrirmynd sína, og telur langsótt að hugsa um heimsmeistaratign að svo stöddu. Reykjavíkurskákmótið var fyrst haldið 1964 og nýtur stöðugt meiri vinsælda, jafnt

Yngsti stórmeistari í heimi. Wei Yi með diplómu upp á þriðja og síðasta stórmeistaraáfangann.

hjá bestu skákmönnum heims og „skáktúristum“ sem hingað streyma til að tefla og kynnast Íslandi. Erlendir keppendur nú voru um 170 og alls komu um 200 gestir til landsins. Það er einkum elja og metnaður Gunnars Björnssonar, forseta Skáksambandsins, sem gert hefur N1 Reykjavíkurmótið að einu glæsilegasta og vinsælasta opna móti í heimi.

Veislan heldur áfram í Hörpu!

Skákgyðjan sýnir ekki á sér neitt fararsnið úr Hörpu. Á föstudag og laugardag verði seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga haldinn á sama stað og N1 Reykjavíkurmótið. Íslandsmót skákfélaga er fjölmennasta skákmót ársins, þar keppa lið í fjórum deildum

Þrír sigurvegarar: Amin, Eljanov og So.

og er mikil spenna í toppbaráttu í flestum deildum. Í efstu deild keppa átta sveitir og eru 8 skákmenn í hverri sveit. Eftir fjórar umferðir af sjö eiga fjögur lið raunhæfa möguleika á sigri, svo búast má við rafmagnaðri spennu í Hörpunni. Efstir eru margfaldir Íslandsmeistarar Bolvíkinga með 22,5 vinning, þá kemur Víkingaklúbburinn með 22, TR 21,5 og Eyjamenn hafa 20,5. Seinni hluti Íslandsmótsins byrjar í Hörpu klukkan 20 í kvöld, föstudag, og á laugardag verða síðustu umferðirnar tvær. Áhorfendur eru velkomnir að fylgjast með tilþrifum meistaranna. Flestir bestu skákmenn Íslands verða með, sem og fjöldi erlendra meistara.

Gunnar Björnsson færðir Wei Yi stórfallega loðhúfu frá Eggert Jóhannssyni feldskera í viðurkenningarskyni fyrir stórmeistaratitilinn.

 Bridge Þr jár efStu Sveitirnar í hver jum riðli vinna Sér inn Þátttökurétt í úrSlitum

Dregið í undankeppni Íslandsmóts

B

úið er að draga í riðla fyrir undanúrslit Íslandsmótsins í sveitakeppni sem fer fram á Hótel Loftleiðum helgina 8-10 mars næstkomandi.

A - riðill Skúli Sveinsson GSE Sparisjóður Siglufjarðar VÍS Vinir Málning MS Selfossi Kaupfélag Skagfirðinga Garðsapótek Tryggingamiðstöðin B - riðill Stefán Vilhjálmsson Sproti Smári Víglundsson

Mývatnshotel .is Tarrot 2AGS Sigtryggur vann Grant Thornton Pétur og úlfarnir Billarnir C - riðill Karl Sigurhjartarson Logoflex Bjarki Dagsson Vestri Chile Brimberg Erla Sigurjónsdóttir

Guðmundur Ólafsson Sunnan 5 Stórsveit Þorvaldar D - riðill Bernódus Lífís/Vís Seldalsbræður FISK-Seafood KABO Lögfræðistofa Reykjavíkur Hreint ehf Stefán Sveinbjörnsson SFG Yfirhafnarstjórinn

4. Stefán Jóhannsson – Kjartan Ásmundsson 5. Hrólfur Hjaltason – Oddur Hjaltason 6. Helgi Sigurðsson – Haukur Ingason

Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson náðu fallegri laufaslemmu með góðum sögnum í spili 5 síðasta spilakvöldið. Þeir sátu í NS og sagnir gengu þannig:

♠Á102 ♥87 ♦ÁG92 ♣ÁD108 ♠ ♥ ♦ ♣

Sími 512 4900 landmark.is Landmark leiðir þig heim!

N

KG963 D104 K63

V

A S

93

♠ ♥ ♦ ♣

Vinningsparið Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson í viðureign sinni gegn Björgvini Sigurðssyni og Valgarð Jakobssyni.

D875 G632 1084

76

♠4 ♥ÁK95 ♦D75 ♣KG542

Þrjár efstu sveitirnar í hverjum riðli vinna sér inn þátttökurétt í úrslitum Íslandsmótsins sem fer fram í lok apríl. Inn á heimasíðu Bridgesambandsins www.bridge.is má finna getraun þar sem áhugasamir geta giskað á hvaða sveitir eru taldar líklegastar til að fara áfram. Aðaltvímenningi Bridgfélags Reykjavíkur, 4 kvöld, er lokið. Mikil og jöfn barátta var um efstu sætin og skiptu þau oft um eigendur. Landsliðsparið Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson náðu fyrsta sætinu að lokum en litlu munaði á næstu pörum. Lokastaða efstu para varð þannig: 1. Jón Baldursson – Þorlákur Jónsson 2224,8 2. Guðmundur Snorrason – Sveinn Rúnar Eiríksson 2177,3 3. Gunnlaugur Karlsson – Kjartan Ingvarsson 2177,2

2176,8 2175,9 2169,1

1N - 2♣ (hálitaspurning) 2♦ - 3♣ (2T neitar hálit og 3L eðlilegt og geimkrafa) 4♣ - 4♦ (samþykkt - 4T ásaspurning með samþykkt á lauf) 4♥ - 4♠ (4H var 0 eða 3 ásar, 4S spyr um tromp D) 4G - 6♣ (4G á tromp D, neita kóng til hliðar og 6L - þarf ekki að vita meir) Laufslemman náðist á 7 borðum af 14. Flestir þeir sem spiluðu ekki laufslemmu spiluðu 3 grönd með 10-12 slögum.

Magnús Einarsson

Löggiltur fasteignasali Sími 897 8266

Sigurður Samúelsson Löggiltur fasteignasali Sími 896 2312

Sveinn Eyland

Löggiltur fasteignasali Sími 690 0820

Íris Hall

Löggiltur fasteignasali

Bridgesamband Íslands hefur gert átak til kennslu á bridgeíþróttinni í skólum. Þessi mynd var tekin í Rimaskóla í Grafarvogi þar sem Björgvin Már Kristinsson sá um kennsluna.

Þórarinn Thorarensen Sölustjóri Sími 770 0309

Kristberg Snjólfsson

Sölufulltrúi Sími 892 1931

Eggert Maríuson

Sölufulltrúi Sími 690 1472

Haraldur Ómarsson

sölufulltrúi sími 845 8286

Sigurður Fannar Guðmundsson Sölufulltrúi Sími 897 5930

100% þjónusta = árangur

*

* Starfsemi Landmark byggir á öflugum mannauði sem veitir afburðaþjónustu! Okkur er sönn ánægja að sjá um þín fasteignaviðskipti – þú hringir við seljum!


ÁRNASYNIR

Uppáhaldsnammi * Íslendinga *skv. könnun í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 17. febrúar 2013


58

sjónvarp

Helgin 1.-3. mars 2013

Föstudagur 1. mars

Föstudagur RÚV

15.40 Ástareldur 17.20 Babar (11:26) 17.42 Bombubyrgið (23:26) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Ísþjóðin með Ragnhildi Steinunni (Harpa Einarsdóttir) e. 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Kastljós 20.00 Gettu betur (Fjölbrautaskólinn í Garðabæ - Verzlunarskóli Íslands) Spurningakeppni framhaldsskólanema. 21.10 Betrunarhúsið (House of D) Bandarískur myndlistarmaður í París gramsar í fortíð sinni, kemst að því hver hann í rauninni er og snýr heim til að sættast við fjölskyldu sína og vini. Bandarísk bíómynd frá 2004. 22.45 Seld í ánauð (Stolen) Bresk sjónvarpsmynd frá 2011 um lögreglumann sem rannsakar mansals- og barnaþrælkunarmál. 00.20 Úrvalssveitin (Tropa de Elite) e. 02.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

22:00 HA? (8:12) Spurningaog skemmtiþátturinn HA? er landsmönnum að góðu kunnur.

20:10 Spurningabomban (11/21) Logi Bergmann Eiðsson stjórnar þessum stórskemmtilega spurningaþætti.

Laugardagur allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

23.05 Veðurfréttamaðurinn (The Weather Man) Veðurfréttamaður í Chicago veltir því fyrir sér velgengni í starfi útiloki hamingju í einkalífi og öfugt.

21:15 Once Upon A Time (9:22) Í Storybrook er persónur úr sígildum ævintýrum eru á hverju strái.

Sunnudagur

20:30 Mannshvörf á Íslandi (8/8) Vönduð íslensk þáttaröð þar sem fréttakonan Helga Arnardóttir tekur til umfjöllunnar mannshvörf hér á landi. allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

21.15 John Grant Bandaríski 4 tónlistarmaðurinn John Grant leikur nokkur lög á tónleikum í myndveri RÚV og Ólafur Páll Gunnarsson spjallar við hann á milli laga.

DÝNA BOTN OG LAPPIR

5

6

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Dr. Phil 08:40 Dynasty (1:22) 09:25 Pepsi MAX tónlist 12:50 The Voice (9:15) 16:30 Top Chef (12:15) 17:15 Dr. Phil 17:55 An Idiot Abroad (1:8) 18:45 Everybody Loves Raymond (11:24) 19:05 Solsidan (5:10) 19:30 Family Guy (9:16) 19:55 America's Funniest Home Videos 20:20 The Biggest Loser (9:14) 22:00 HA? (8:12) 22:50 Green Room With Paul Provenza - NÝTT (1:8) Það er allt leyfilegt í græna herberginu þar sem ólíkir grínistar heimsækja húmoristann Paul Provenza. 23:20 Hæ Gosi (5:8) 00:00 Higher Learning 02:10 Excused 02:35 Combat Hospital (10:13) 03:15 CSI (18:23) 03:55 Pepsi MAX tónlist

90x200 100x200 120x200 120x200

08.00 Barnatími 07:00 Barnatími Stöðvar 2 10.25 Stephen Fry: Græjukarl – Í eld08:05 Malcolm in the Middle (2/25) húsinu (2:6) e. 08:30 Ellen (107/170) 10.50 Gettu betur (4:7) (Fjölbrauta09:15 Bold and the Beautiful skólinn í Garðabæ - Verzlunar09:35 Doctors (94/175) skóli Íslands) e. 10:15 Til Death (15/18) 11.55 Kastljós e. 10:45 Masterchef USA (18/20) 12.20 Hvað veistu? - Ótímabær kyn11:30 Two and a Half Men (12/16) 11:55 The Whole Truth (4/13)allt fyrir áskrifendurþroski og ávaxtaflugur e. 12.55 Landinn e. 12:35 Nágrannar 13.25 Kiljan e. 13:00 Frasier (2/24) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14.15 360 gráður e. 13:25 The White Planet 14.45 Íslandsmótið í handbolta 14:45 Sorry I've Got No Head 16.35 Að duga eða drepast (5:8) e. 15:15 Barnatími Stöðvar 2 17.20 Friðþjófur forvitni (8:10) 16:50 Bold and the Beautiful 17.45 Leonardo (8:13) 17:10 Nágrannar 4 5 18.15 Táknmálsfréttir 17:35 Ellen (108/170) 18.25 Úrval úr Kastljósi 18:23 Veður 18.54 Lottó 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19.00 Fréttir 18:47 Íþróttir 19.30 Veðurfréttir 18:54 Ísland í dag 19.40 Að temja drekann sinn (How to 19:11 Veður Train Your Dragon) 19:20 Simpson-fjölskyldan (4/22) 21.20 Hraðfréttir 19:45 Týnda kynslóðin (24/34) 21.30 Taktu lagið Lóa (Little Voice) Týnda kynslóðin er frábær 23.05 Veðurfréttamaðurinn (The skemmtiþáttur í stjórn Björns Weather Man) Braga Arnarssonar og félaga. 00.45 Vítisstrákur 2: Gullni herinn 20:10 Spurningabomban (11/21) (Hellboy II: The Golden Army) e. 21:00 American Idol (13/37) 02.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 22:25 What's Your Number 00:10 Saw V 01:45 The Mist 03:50 The Women 05:40 Fréttir og Ísland í dag

SkjárEinn

06:00 Pepsi MAX tónlist 10:20 Rachael Ray 11:05 Dr. Phil 13:05 7th Heaven (9:23) 13:45 Family Guy (9:16) 16:30 Þýski handboltinn 14:10 Judging Amy (2:24) 17:50 Meistaradeildin í handbolta 14:55 Hotel Hell (1:6) 18:20 Middlesbrough - Chelsea 15:45 Happy Endings (18:22) 20:00 Meistaradeild Evrópu 16:10 Parks & Recreation (16:22) 20:30 La Liga Report 16:35 The Good Wife (12:22) 22:55 Cage Contender XVI 17:25 The Biggest Loser (9:14) allt fyrir áskrifendur 18:55 HA? (8:12) 19:45 The Bachelorette (4:10) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:15 Once Upon A Time (9:22) 14:35 Sunnudagsmessan 22:00 Beauty and the Beast (4:22) 15:50 QPR - Man. Utd. 22:45 Dumb and Dumberer 17:30 Arsenal - Aston Villa 00:15 Our Idiot Brother 19:10 Premier League World 2012/13 allt fyrir áskrifendur 01:45 Green Room With Paul Provenza 19:40 Wolves - Watford 4 5 02:15 XIII (6:13) 21:45 Premier League Preview Show fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 03:00 Excused 22:15 Football League Show 2012/13 03:25 Beauty and the Beast (4:22) 22:45 Wolves - Watford 04:10 Pepsi MAX tónlist 00:25 Premier League Preview Show 00:55 Norwich - Everton 4

5

08.00 Barnatími 07:00 Barnatími 10.40 Íslensku tónlistarverðlaunin e. 10:40 Mad 12.15 Meistaradeildin í hestaíþróttum e. 10:50 Ozzy & Drix 12.30 Silfur Egils 11:10 Young Justice 13.50 Djöflaeyjan (24:30) e. 11:35 Big Time Rush 14.25 Rússneski ballettinn e. 12:00 Bold and the Beautiful 16.25 Heimskautin köldu - Á þunnum 13:40 American Idol (13/37) ís (Frozen Planet - On Thin Ice) e. 15:05 Mannshvörf á Íslandi (7/8) 17.20 Táknmálsfréttir 15:40 Sjálfstætt fólk allt fyrir áskrifendur17.30 Poppý kisuló (10:52) 16:20 ET Weekend 17.40 Teitur (15:52) 17:05 Íslenski listinn fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.51 Skotta Skrímsli (9:26) 17:30 Game Tíví 17.56 Hrúturinn Hreinn og verðlaunaféð 18:00 Sjáðu 18.00 Stundin okkar 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18.25 Basl er búskapur (9:12) 18:47 Íþróttir 19.00 Fréttir 18:546 Heimsókn 4 Veðurfréttir 5 19.30 19:11 Lottó 19.40 Landinn 19:20 Veður 20.10 Höllin (2:10) (Borgen) 19:30 Wipeout 21.15 John Grant 20:15 Spaugstofan (16/22) 22.05 Sunnudagsbíó - Lofaðu mér því 20:45 I Don't Know How She does it (Zavet) Gamall maður í sveit í 22:15 J. Edgar grennd við Belgrad biður þess að 00:30 The Road sonarsonur hans fari til borgarinn02:20 The Walker ar og komi með eiginkonu þaðan. 04:05 ET Weekend Serbnesk bíómynd frá 2007. 04:45 Wipeout 00.10 Silfur Egils 05:30 Fréttir 01.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn

09:30 Premier League Review Show 10:25 West Ham - Tottenham 12:05 Premier League World 2012/13 12:35 Wolves - Watford allt fyrir áskrifendur 14:15 Premier League Preview Show 14:456 Man. Utd. - Norwich fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:15 Wigan - Liverpool 19:30 Chelsea - WBA 21:10 Everton - Reading 22:50 Swansea - Newcastle 00:30 Stoke - West Ham 4

SkjárGolf 06:00 ESPN America 06:50 The Honda Classic 2013 (2:4) 09:50 Inside the PGA Tour (9:47) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 10:15 The Honda Classic 2013 (2:4) 13:15 PGA Tour - Highlights (8:45) 14:10 The Honda Classic 2013 (2:4) 17:10 Golfing World 18:00 The Honda Classic 2013 (3:4) 4 23:00 Golfing World 5 23:50 ESPN America allt fyrir áskrifendur

19:35 Judging Amy (3:24) 4 5 20:20 Top Gear USA (2:16) 21:10 Law & Order: Criminal Intent 22:00 The Walking Dead (5:16) 22:50 Combat Hospital (11:13) 23:30 Elementary (8:24) 00:15 Hæ Gosi (5:8) 00:55 CSI: Miami (16:22) 01:35 Excused 02:00 The Walking Dead (5:16) 02:50 Combat Hospital (11:13) 03:30 Pepsi MAX tónlist 5

12:50 Make It Happen 14:20 Azur og Asmar 15:55 King of California 17:25 Make It Happen 18:55 Azur og Asmar 20:30 King of California 22:00 In Bruges 23:45 Unthinkable 01:20 Dark Relic 02:456 In Bruges

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

12

Vaxtalaust* AfBORGANIR

krónur 65.365,krónur 68.765,krónur 76.415,krónur 84.915,-

Stærð cm. 100x200 120x200 140x200

Fullt verð Fermingartilboð 99.900,113.900,131.900,-

krónur 84.915,krónur 96.815,krónur 112.115,-

Nature’s Luxury heilsurúm Stærð cm. 120x200 120x200

Fullt verð Fermingartilboð 125.900,147.900,-

krónur 107.115,krónur 125.715,-

*3,5% lántökugjald

Pöntunarsími 512 6800 www.dorma.is • dorma@dorma.is

6

6

máNAðA

Nature’s Comfort heilsurúm

6

08:25 Þýski handboltinn 06:00 Pepsi MAX tónlist 09:50 Everton - Oldham 11:15 Rachael Ray 11:30 Middlesbrough - Chelsea 12:00 Dr. Phil 13:10 Meistaradeild Evrópu 13:20 Dynasty (1:22) 13:40 Blanda 14:05 Once Upon A Time (9:22) 14:10 La Liga Report 14:50 Top Chef (12:15) 14:45 Spænski boltinn allt fyrir áskrifendur15:35 The Bachelorette (4:10) 17:00 Þýski handboltinn 17:05 An Idiot Abroad (1:8) 18:20 Meistaradeildin í handbolta fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:55 Vegas (6:21) 18:50 Spænski boltinn 18:45 Blue Bloods (1:22) Vinsælir 20:30 Þýski handboltinn bandarískir þættir um líf Reagan 21:50 UFC London 2013 fjölskyldunnar í New York.

6

12:40 Adam 14:20 Ævintýraeyja Ibba 15:40 Her Best Move 17:20 Adam 19:00 Ævintýraeyja Ibba 20:20 Her Best Move 22:00 Stone 23:45 Saving God 01:306 Transsiberian 03:20 Saving God

RÚV

STÖÐ 2

Fermingartilboð á heilsurúmum!

Fullt verð Fermingartilboð 76.900,80.900,89.900,99.900,-

RÚV

STÖÐ 2

10:55 Unstable Fables: 3 Pigs & a Baby SkjárGolf 12:10 Smother 06:00 ESPN America allt fyrir áskrifendur 13:40 Four Weddings And A Funeral 08:50 The Honda Classic 2013 (1:4) 15:35 Unstable Fables: 3 Pigs & a Baby 11:50 PGA Tour - Highlights (8:45) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:50 Smother 12:45 The Honda Classic 2013 (1:4) 18:20 Four Weddings And A Funeral 15:45 Inside the PGA Tour (9:47) 5 6 20:15 Big Miracle 16:10 The Honda Classic 2013 (1:4) 22:00 This Means War 19:10 Golfing World 23:35 The Midnight Meat Train 20:00 The Honda Classic52013 (2:4) 4 01:15 Big Miracle 23:00 Golfing World 03:00 This Means War 23:50 ESPN America

Nature‘s Rest heilsurúm Stærð cm.

Sunnudagur

Laugardagur 2. mars

Holtagörðum og Húsgagnahöllinni OPIÐ Virka daga frá kl. 10-18, lau frá kl. 11-16 og sun frá kl. 13-16


sjónvarp 59

Helgin 1.-3. mars 2013  Í sjónvarpinu Blue Bloods

3. mars STÖÐ 2 07:00 Strumparnir / Villingarnir / Hello Kitty / UKI / Algjör Sveppi / Tasmanía / Ærlslagangur Kalla kanínu og félaga / Hundagengið / Ofurhetjusérsveitin / Victorious 12:00 Spaugstofan (16/22) 12:25 Nágrannar 14:05 American Idol (14/37) 15:30 Týnda kynslóðin (24/34) 15:55 The Newsroom (9/10) allt fyrir áskrifendur 16:50 Spurningabomban (11/21) 17:40 60 mínútur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Um land allt 19:20 Veður 19:30 The New Normal (8/22) Bandarísk gamanþáttaröð um unga konu sem 4 ákveður að gerast staðgöngumóðir fyrir hommapar. 19:55 Sjálfstætt fólk 20:30 Mannshvörf á Íslandi (8/8) 21:10 The Mentalist (14/22) 21:55 The Following 22:40 60 mínútur 23:25 The Daily Show: Global Editon 23:55 Boss (5/8) 00:40 Covert Affairs (11/16) 01:25 The Listener (1/13) 02:05 Boardwalk Empire (1/12) 03:00 Red Riding - 1983 04:40 Numbers (1/16) 05:25 Mannshvörf á Íslandi (8/8) 06:00 Fréttir

09:55 Þýski handboltinn 11:20 Nedbank Golf Challenge 2012 16:25 Þýski handboltinn 18:10 Meistaradeild Evrópu 18:45 Spænski boltinn 20:30 LA Clippers - Oklahoma 23:30 Þýski handboltinn allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

10:15 Premier League World 2012/13 10:45 Everton - Reading 12:25 Wigan - Liverpool 14:05 Chelsea - WBA allt fyrir áskrifendur 15:45 Tottenham - Arsenal 18:00 Sunnudagsmessan fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:15 Man. Utd. - Norwich 20:55 Sunnudagsmessan 22:10 Tottenham - Arsenal 23:50 Sunnudagsmessan 01:05 Swansea - Newcastle 4 02:45 Sunnudagsmessan

SkjárGolf 06:00 ESPN America 06:45 The Honda Classic 2013 (3:4) 11:45 Golfing World 12:35 The Honda Classic 2013 (3:4) 17:35 Inside the PGA Tour (9:47) 18:00 The Honda Classic 2013 (4:4) 23:00 Golfing World 23:50 ESPN America

4

5



Hinn eini sanni mottumaður Mottumars er byrjaður. Næstu þrjátíu dagana eru karlmenn hvattir til þess að láta sér vaxa yfirvaraskegg, safna áheitum og minna um leið á að karlar eru ekki ónæmir fyrir krabbameini. Þeir eru aftur á móti latir við að fara til læknis, greinast því sorglega oft seint og illa en að meðaltali greinast 725 karlar á ári með krabbamein á Íslandi. Nú veit ég ekkert hvort það var með ráðum gert hjá Skjá einum að hefja sýningar á þriðju þáttaröð lögguþáttanna Blue Bloods rétt fyrir mánaðamót en það var vel til fundið. Einfaldlega vegna þess að þekktasti og flottasti mottutöffari síðari tíma, sjálfur Tom Selleck, er þar í burðarhlutverki. Og skartar myndarlegri mottu. En ekki hvað?

Selleck leikur lögreglustjórann í New York. Hann er sonur fyrrverandi lögreglustjóra og synir hans þrír voru allir löggur en einn lést við skyldustörf. Dóttirin þjónar lögum og reglum eftir öðrum leiðum en hún er saksóknari í borginni. Það verður því oft núningur á milli hennar og karlpeningsins í fjölskyldunni. Sérstaklega þegar löggunum finnst ákæruvaldið ekki taka nógu harkalega á því hyski sem þeir hirða upp af götum borgarinnar. Blue Bloods eru fínerís spennuþættir. Engin snilld en ákaflega gott gláp að loknum vinnudegi þegar maður vill nota heilann til einhvers annars en að hugsa með honum. Hinn geðþekki leikari Donny Wahlberg leikur elsta soninn, harðan nagla sem sér um barning-

inn sem Selleck hefði farið létt með fyrir tuttugu árum eða svo. Þættirnir rísa þó jafnan hæst þegar Selleck blandar sér í leikinn og tekur skrílinn sínum tökum. Sá gamli er hryggjarstykkið í þáttunum og lyftir þeim upp enda töffari af guðs náð. Það gerir mottan, sjáiði til. Þórarinn Þórarinsson

Lager saLa Kauptúni 3 40-80% 5

6

5

6

6

aFsLÁttur

aF ÖLLuM VÖruM

VÖrur FrÁ HaBitat Og teKK-COMpanY ViÐ HLiÐina Á teKK-COMpanY OpiÐ FÖstudag Og Laugardag KL. 11-18 sunnudag KL. 13-18


60

bíó

Helgin 1.-3. mars 2013

 Frumsýnd BeautiFul Creatures

 Frumsýnd 21 and over

Yfirnáttúruleg ástarsaga Beautiful Creatures er gerð eftir samnefndri unglingasögu eftir Kami Garcia og Margaret Stohl en bókin er sú fyrsta í flokki sem kenndur er við Caster Chronicles. Hér segir frá Lenu og undarlegri fjölskyldu hennar þar sem allir búa yfir yfirnáttúrulegum kröftum. Lena er að verða sextán ára og þá þarf hún að ákveða hvort hún ætli að halla sér að myrkraöflunum í furðuveröld fjölskyldu hennar eða stíga yfir í ljósið. Ethan Wate er ungur maður sem verður hrifinn af Lenu daginn sem þau hittast fyrst en ást hans er því miður

forboðin og gæti stefnt þeim báðum í mikla hættu. Lena er meðvituð um þetta en getur illa barist á móti tilfinningum sem kvikna innra með henni. Ethan gefst heldur ekki upp og er staðráðinn í því að koma í veg fyrir að Lena gangi myrkrinu á hönd en má sín ekki mikils gegn mætti hins illa þannig að fram undan er tvísýn barátta um sál Lenu. Emma Thompson og Jeremy Irons leika í myndinni innan um minni spámenn. Aðrir miðlar: Imdb: 6.1, Rotten Tomatoes: 45%, Metacritic: 52%

Frelsið er hættulegt

Margt er undrið og verurnar einkennilegar í heimi Lenu.

Tuttugasti og fyrsti afmælisdagurinn er stór og mikill áfangi í lífi bandarískra ungmenna en þá mega þau lögum samkvæmt byrja að stunda skemmtistaði og djamma og djúsa. 21 and Over er gamansöm unglingamynd úr smiðju þeirra sem gerðu Hangover-myndirnar þannig að innihald og efnistök ættu að vera Jeff lendir í tómu rugli daginn sem hann flestum ljós. má byrja að drekka. Tveir vinir fyrirmyndarnemandans Jeff Chang fara með honum út á lífið á 21. afmælisdegi hans. Jeff er bókaður í mikilvægt inntökuviðtal í læknanám daginn eftir en slíkir smámunir aftra félögunum ekki frá því að kasta vini sínum út í djúpu laugina. Það sem átti að verða rólegt kvöld með einum bjór eða rennur út í tómt rugl og vitleysu og eina allsherjar niðurlægingarför læknanemans tilvonandi.

 Börkur Gunnarsson Frumsýnir Þetta reddast

MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  MIÐASALA: 412 7711

NÝTT Í BÍÓ PARADÍS

MADS MIKKELSEN:

JAGTEN

SVARTIR SUNNUDAGAR: Kl. 20 sunnudag. Aðeins þessi eina sýning.

SJÁ SÝNINGARTÍMA Á BIOPARADIS.IS OG MIDI.IS

SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis!

MEÐLIMUR Í

KOMDU Í KLÚBBINN! bioparadis.is/klubburinn

Berki Gunnarssyni finnst best að fjalla um samtímann út frá þeim sviðum sem hann þekkir best. „Í Sterku kaffi var það kvikmyndaleikstjóri og nær kemst maður ekki nema kannski ef það væri blaðamaður. Eins og núna.“ Ljósmynd/Hari

1.

SÆTI

MATVÖRUVERSLANIR ÍSLENSKA ÁNÆGJUVOGIN

UR Ð! DÚND O B L I T x2

FYRSTA SÆTI Í FLOKKI MATVÖRUVERSLANA 2012

% 0 4

v

4lítrar

afsláttur

598

kr. pk.

Allir fjölmiðlar eiga sína alkóhólista Íslenskar bíómyndir halda áfram að streyma í kvikmyndahús. XL reið á vaðið í janúar og nú hefur Börkur Gunnarsson frumsýnt mynd sína Þetta reddast og handan við hornið eru Falskur fugl og Ófeigur gengur aftur þannig að það verður heldur betur líf í tuskunum fram eftir árinu. Þetta reddast fjallar um drykkfelldan blaðamann sem rótar sér í botnlaus vandræði að hætti stjórnlausra alkóhólista en Börkur segist hafa kynnst fjölda slíkra á löngum ferli sínum á fjölmiðlum.

. 998 kr.4pxk2 ltr. r u ð á ð r e , V kippa Coca-Cola ðir endast

* Meðan birg

Háumr aármkann!

3 kipp

Nýttu MÁLNINGAR

ÁvísuNINA!

ar ng lni má sun

áví

3.000,MA MA

BYG a ma Byg gm aff B y u t ii a h hll u t

HLUTI AF

a Handhaf meira. 00 ur eða nd 00/1 00 krón Þrjúþúsu rir 12.0 ning fy Krónur: ál n ja m ið er t Húsasm Ef keyp s 2013 agsins til sunnud verslað -10. mar febrúar þegar inum 28. 28. feb eingöngu mtudeg i vörum og r, frá fim

gegn Greiðið sum tékka þes

Gildistím iðjunna málningar Húsasm lningu og slunum ir af má í öllum ver sunin gild innborgun eða meira. Áví kr. 3.000 kr. m. gildir sem lning fyrir 12.000 ningsviðskiptu ávísunin má í reik i er gar ekk pt lnin en key b Má Banki-H 2013, ef ðgreiðslu 10. mars ditkorti eða í sta Fl kre er með Tékknr.

hluti af Bygma

Þetta er vel meinandi náungi og allt það en er náttúrlega bara fársjúkur og allir meðvirkir í kringum hann.

Börkur hefur gert nokkrar stuttmyndir en Þetta reddast er önnur mynd hans í fullri lengd en hann gerði tékknesk-íslensku myndina Sterkt kaffi í Tékklandi fyrir nokkrum árum. Sú mynd sagði frá tveimur vinkonum sem hittust fyrir tilviljun í Prag og fóru í örlagaríkt sumarfrí á æskuslóðirnar úti í sveit. „Þessu fylgir alltaf spenningur og gleði en það er sérstaklega gaman að gera mynd fyrir íslenska áhorfendur. Ég fann það þegar ég kom hingað með tékknesku myndina hvað það var miklu skemmtilegra að sýna hana hér. Maður er fæddur og uppalinn hérna og finnst lang skemmtilegast að eiga samræðu við Íslendinga,“ segir Börkur sem hefur verið með Þetta reddast nokkuð lengi í vinnslu. „Ég var byrjaður að huga að sögunni 2005, fór ekki í tökur fyrr en 2009 og nú er hún loks frumsýnd. Ég er bara lengi með öll mín verk og malla í mörgu í einu og þannig er næsta mynd mín, sem fer í tökur á næsta ári, búin að vera í pípunum í mörg ár. Ég er náttúrlega aldrei frá morgni til miðnættis í hverju verkefni og finnst líka gott að leggja hlutina aðeins til hliðar, liggja á þeim og koma svo að þeim aftur.“ Börkur hefur starfað, með hléum, sem blaðamaður um langt árabil og hefur kynnst af eigin raun nokkrum fjölda blautra blaðamanna. „Ég hef verið lengi á fjölmiðlum og held ég hafi aldrei komið á fjölmiðil sem er ekki með sinn alkóhólista. Án þess að ég nefni nokkur nöfn,“ segir Börkur og hlær um leið og hann bætir við að hann hafi því ekki þurft að leita langt yfir skammt eftir innblæstri fyrir Þetta reddast.

Í Þetta reddast leikur Björn Thors blaðamann og alkóhólista sem er kominn á síðasta snúning bæði í vinnunni og sambandinu við kærustuna. Til þess að bjarga sambandinu býður hann kærustunni í rómantíska ferð á Búðir en babb kemur í bátinn þegar ritstjórinn hans sendir hann upp á Búrfellsvirkjun til þess að gera úttekt á virkjuninni. Hann ákveður því að slá þessu saman í rómantíska vinnuferð, eins gáfulega og það nú hljómar. „Þetta er vel meinandi náungi og allt það en er náttúrlega bara fársjúkur og allir meðvirkir í kringum hann. Og eins og gengur með svona fársjúkt fólk sem er með meðvirkt fólk í kringum sig þá gengur hann alltaf bara lengra og lengra þangað til hann er búinn að ofbjóða öllum og öllu.“ Þetta reddast er ekki gerð fyrir mikið fé en þegar peningar eru af skornum skammti segir Börkur ekkert annað í stöðunni en að keyra á góðum leik og samtölum. „Ódýrar bíómyndir ganga fyrst og fremst út á góðan leik og þá þýðir ekkert að fara af stað nema maður sé kominn með gott fólk með sér,“ segir Börkur sem teflir fram einvala liði leikara með Björn Thors í broddi fylkingar en honum til halds og trausts eru meðal annarra Ingvar Sigurðsson, Edda Björgvinsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir og Maríanna Clara Lúthersdóttir.

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


VERTU MEÐ

Í FJÖRINU

595 6000

pipar\tbwa • sía • 130528

www.skjareinn.is

Tryggðu þér áskrifT að MegaMars Ljósmyndakeppni Íslands, Megatíminn, Hæ Gosi, Elementary, HA? og The Voice SKJÁREINN


62

leikhús

Helgin 1.-3. mars 2013  Frumsýning k aFFibrúsak aLLarnir í austurbæ

Kaffibrúsakallar í fjóra áratugi

Fyrirheitna landið (Stóra sviðið)

Fös 1/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 8/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 2/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 9/3 kl. 19:30 7.sýn Fim 7/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 14/3 kl. 19:30 8.sýn Kraftmikið nýtt verðlaunaverk!

Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)

Sun 3/3 kl. 13:00 Sun 10/3 kl. 16:00 Sun 3/3 kl. 16:00 Sun 17/3 kl. 13:00 Sun 10/3 kl. 13:00 Sun 17/3 kl. 16:00 Eitt ástsælasta barnaleikrit á Íslandi!

Sun 24/3 kl. 13:00 Sun 24/3 kl. 16:00

Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið ) Sun 3/3 kl. 20:30 Sun 10/3 kl. 20:30 Nýtt sýningatímabil! Miðasala í fullum gangi!

Karíus og Baktus (Kúlan)

Lau 2/3 kl. 13:30 Sun 3/3 kl. 15:00 Sun 3/3 kl. 16:30 Lau 2/3 kl. 15:00 Lau 2/3 kl. 16:30 Lau 9/3 kl. 13:30 Sun 3/3 kl. 13:30 Lau 9/3 kl. 15:00 Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka!

Frumsýning

Sun 17/3 kl. 20:30

Lau 9/3 kl. 16:30 Sun 10/3 kl. 13:00 Sun 10/3 kl. 15:00 Sun 10/3 kl. 16:30

Karma fyrir fugla (Kassinn) Fös 1/3 kl. 19:30

Fös 15/3 kl. 19:30 9.sýn Lau 16/3 kl. 19:30 10.sýn

Sun 3/3 kl. 19:30 3.sýn

áður. Leiðir okkar Gísla hafa oft Þeir Júlíus Brjánsson og Gísli legið saman í leikhúsi og ég kynntRúnar Jónsson hófu feril sinn með ist Júlíusi um leið og ég útskrifaðKaffibrúsaköllunum í Sjónvarpinu ist og fór að talsetja hjá honum fyrir 40 árum. Nú eru þeir hinsteiknimyndir," heldur Gunni vegar búnir að snara upp sýningu áfram sem segir þá Júlíus og Gísla um þessa karla sem frumsýnd er frábæra gæja sem kunna þetta allt; í kvöld í Austurbæ. Kallarnir hafa „þeir eru æðislegir.“ fengið Helgu Brögu Jónsdóttur Aðspurður um hvort Júlíus rói og Lalla töframann til liðs við sig Gísla Rúnar niður í ofvirkninni og Gunnar Helgason leikstýrir sem hann er þekktur fyrir segir sýningunni. Gísli Rúnar Jónsson og Júlíus Brjánsson. Gunnar það ekki endilega vera og „Þetta er svona kabarettfílinghlær. „Þetta eru svakalega duglegir menn, alltaf á ur hjá okkur,“ segir leikstjórinn en Júlíus og Gísli tánum og hvenær sem er sólarhringins til í að ræða Rúnar vildu gera þetta að stórri og skemmtilegri hvað sem er. Í þeirra samstarfi mætast þeir í miðjsýningu svo þeir réðu Gunna sem leikstjóra. unni því óneitanlega er Júlli ívið rólegri en Gísli.“ „Ég þekki þá mjög vel og hef unnið með þeim

 Leikdómur mary PoPPins

Lau 9/3 kl. 19:30 5.sýn

Lau 2/3 kl. 19:30 2.sýn Fös 8/3 kl. 19:30 4.sýn Sun 10/3 kl. 19:30 6.sýn Fyrsta leikrit Kristínar Eiríksdóttur og Karí Óskar Grétudóttur

Uppistand - Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 1/3 kl. 20:00 Fös 1/3 kl. 23:00 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!

Segðu mér satt (Kúlan) Mið 6/3 kl. 19:30 Leikfélagið Geirfugl sýnir

Fim 7/3 kl. 19:30

Homo Erectus - pörupiltar standa upp (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 2/3 kl. 21:00 Pörupiltar eru mættir aftur!

Lau 16/3 kl. 21:00

Lau 23/3 kl. 21:00

VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR Hverfisgötu 19

551 1200

leikhusid.is

midasala@leikhusid.is

Mary Poppins í Borgarleikhúsinu. Frábær sýning.

Ósóttar pantanir seldar daglega Mary Poppins (Stóra sviðið)

Lau 2/3 kl. 19:00 aukas Fim 11/4 kl. 19:00 10.k Fös 10/5 kl. 19:00 Sun 3/3 kl. 19:00 3.k Lau 13/4 kl. 19:00 aukas Lau 11/5 kl. 19:00 Þri 5/3 kl. 19:00 4.k Sun 14/4 kl. 19:00 11.k Sun 12/5 kl. 13:00 Mið 6/3 kl. 19:00 5.k Fös 19/4 kl. 19:00 aukas Mið 15/5 kl. 19:00 aukas Fim 7/3 kl. 19:00 aukas Lau 20/4 kl. 19:00 aukas Fim 16/5 kl. 19:00 Lau 9/3 kl. 19:00 6.k Sun 21/4 kl. 19:00 12.k Fös 17/5 kl. 19:00 Sun 10/3 kl. 13:00 aukas Mið 24/4 kl. 19:00 Lau 18/5 kl. 19:00 Þri 12/3 kl. 19:00 aukas Fös 26/4 kl. 19:00 aukas Mán 20/5 kl. 13:00 aukas Mið 13/3 kl. 19:00 7.k Lau 27/4 kl. 19:00 Fim 23/5 kl. 19:00 Fim 14/3 kl. 19:00 aukas Sun 28/4 kl. 13:00 Sun 26/5 kl. 13:00 Lau 16/3 kl. 19:00 8.k Þri 30/4 kl. 19:00 aukas Fös 31/5 kl. 19:00 Sun 17/3 kl. 13:00 aukas Fim 2/5 kl. 19:00 aukas Lau 1/6 kl. 13:00 Mið 20/3 kl. 19:00 aukas Fös 3/5 kl. 19:00 Sun 2/6 kl. 13:00 aukas Fös 22/3 kl. 19:00 9.k Lau 4/5 kl. 19:00 Mið 5/6 kl. 19:00 aukas Lau 23/3 kl. 19:00 aukas Sun 5/5 kl. 13:00 Fim 6/6 kl. 19:00 Mið 8/5 kl. 19:00 aukas Fös 7/6 kl. 19:00 Sun 24/3 kl. 19:00 aukas Fim 9/5 kl. 14:00 Lau 8/6 kl. 19:00 Þri 26/3 kl. 19:00 aukas Einn vinsælasti söngleikur heims, nú loks á Íslandi. Allt að seljast upp!

Allþokkalega pottþétt! É

Mýs og menn (Stóra sviðið)

Fös 1/3 kl. 20:00 Sun 26/5 kl. 20:00 aukas Sun 2/6 kl. 20:00 aukas Fös 24/5 kl. 20:00 aukas Lau 1/6 kl. 20:00 aukas Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Nýjar aukasýningar komnar í sölu.

Gullregn (Stóra sviðið)

Fös 8/3 kl. 20:00 Sun 17/3 kl. 20:00 Þri 19/3 kl. 20:00 Sun 10/3 kl. 20:00 Fim 21/3 kl. 20:00 Fös 15/3 kl. 20:00 Mannlegt verk um íslenskt fólk og útlenskt tré.

Tengdó (Litla sviðið)

Fös 1/3 kl. 20:00 7.k Fös 5/4 kl. 20:00 16.k Mið 6/3 kl. 20:00 8.k Lau 6/4 kl. 20:00 17.k Lau 9/3 kl. 20:00 9.k Sun 7/4 kl. 20:00 aukas Fim 14/3 kl. 20:00 10.k Lau 13/4 kl. 20:00 18.k Sun 14/4 kl. 20:00 19.k Fös 15/3 kl. 20:00 aukas Lau 16/3 kl. 20:00 11.k Fim 18/4 kl. 20:00 aukas Sun 17/3 kl. 20:00 12.k Fös 19/4 kl. 20:00 aukas Lau 20/4 kl. 20:00 20.k Fim 21/3 kl. 20:00 13.k Sun 21/4 kl. 20:00 21.k Fös 22/3 kl. 20:00 14.k Lau 23/3 kl. 20:00 aukas Mið 24/4 kl. 20:00 22.k Fim 25/4 kl. 20:00 aukas Sun 24/3 kl. 20:00 15.k Grímusýning síðasta leikárs snýr aftur!

Mið 12/6 kl. 20:00 Fim 13/6 kl. 20:00 Fös 14/6 kl. 20:00

Lau 27/4 kl. 20:00 23.k Fös 3/5 kl. 20:00 24.k Lau 4/5 kl. 20:00 25.k Sun 5/5 kl. 20:00 Fös 10/5 kl. 20:00 Lau 11/5 kl. 20:00 Fim 16/5 kl. 20:00 Fös 17/5 kl. 20:00 Lau 18/5 kl. 20:00 Fim 23/5 kl. 20:00 Lau 25/5 kl. 20:00

Saga þjóðar (Litla sviðið)

Fim 7/3 kl. 20:00 Fös 8/3 kl. 20:00 lokas Tónsjónleikur með Hundi í óskilum. Allra síðustu sýningar.

Ormstunga (Nýja sviðið)

Fös 1/3 kl. 20:00 Fim 7/3 kl. 20:00 Lau 9/3 kl. 20:00 Lau 2/3 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00 Mið 6/3 kl. 20:00 Tungan rekin framan í þjóðararfinn á ný

Fim 14/3 kl. 20:00 Lau 16/3 kl. 20:00 Mið 20/3 kl. 20:00

Nóttin nærist á deginum (Litla sviðið)

Lau 2/3 kl. 20:00 Sun 3/3 kl. 20:00 Sun 10/3 kl. 20:00 Nýtt, íslenskt verk eftir Jón Atla Jónasson. Síðustu sýningar.

Skoppa og Skrítla í leikhúsinu (Litla sviðið)

Sun 3/3 kl. 13:00 Lau 9/3 kl. 13:00 Lau 9/3 kl. 15:00 lokas Leikhús með söng og dansi fyrir börn frá níu mánaða aldri. Síðustu sýningar.

Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

Sýningin var frábær skemmtun fyrir móður og barn.

g hef aldrei verið neitt sérstaklega gefin fyrir söngleiki. Mér finnst þeir helst til hávaðasamir og þreytandi til lengdar. Þó skellti ég mér á frumsýningu Mary Poppins í Borgarleikhúsinu síðasta föstudag. Því sá ég ekki eftir. Hin klassíska saga af barnfóstrunni glöðu er sem greypt í minni flestra frá barnæsku. Sjálf þurfti ég, dæmigert íslenskt alþýðubarn á fyrrihluta tíunda áratugarins, aldrei á barnfóstru að halda. En minnist þess þó að hafa óskað mér þess heitt að einhverntímann fengi ég Mary Poppins í heimsókn, þó ekki væri nema eina kvöldstund svona rétt á meðan mamma og pabbi skryppu í bíó. Mér varð ekki að ósk minni þá en þykir sem ég hafi komist ansi nálægt því á föstudaginn. Ég hélt á sýninguna ásamt fjögurra ára dóttur minni. Sýningin var í seinna lagi fyrir barnið, klukkan átta um kvöld og stendur yfir í rúmar þrjár klukkustundir að hléi meðtöldu. Ég mæli því ekkert sérstaklega með kvöldsýningunni fyrir svo ung börn.

Mikið sjónarspil

Niðurstaða: Sýningin er án efa með þeim allra flottustu sem settar hafa verið upp hér á landi. Bravó!

 mary Poppins Höfundur: P.L. Travers, Julian Fellows, George Stiles og Anthony Drew en Gísli Rúnar Jónsson þýddi. Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson. Aðalhlutverk: Jóhanna Vigdís Arnardóttir.

Sýningin byrjar strax með miklu sjónarspili. Notuð er skemmtileg tækni og blöndun ljóss og skugga. Strax frá upphafi er tónninn sleginn fyrir það sem koma skal. Gói gegnir hlutverki Berts og þótti mér honum takast afar vel til. Hann var mátulega kæruleysislegur og náði vel til áhorfandans er hann leiddi salinn inn í söguna af Banks fjölskyldunni óhamingjusömu. Herra og frú Banks eru leikin af þeim Esther Talíu og Halldóri. Þrátt fyrir mikilvægi þeirra eru þetta að mínu mati leiðinlegustu persónur verksins. Það var helst að Ester tækist að glæða móðurina lífi með túlkun sinni og vekja með henni samkennd en því miður þá tókst Halldóri ekki jafn vel upp með föðurinn, sem varð oft tilgerðarlegur og ósannfærandi. Börnin Mikael og Jane, leikin af þeim Rán og Gretti, sýndu af sér fádæma fag-

mennsku og alveg hreint magnaða sönghæfileika. Mér leið líkt og ég ætti smá í þeim á tímapunkti og fylltist einhverju óútskýrðu stolti yfir þessum ótrúlega flottu krökkum. Jóhanna Vigdís leikur svo sjálfa Mary Poppins. Ég viðurkenni að ég kveið aðeins fyrir því að sjá hvernig barnfóstra horfinna æskudrauma kæmi til með að verða í hennar höndum. Ekki vegna þess að ég hafi ekki trú á Jóhönnu, heldur vegna þess hver gríðarlega erfitt það má vera að feta í fótspor sjálfrar Julie Andrews.

Bravó!

Þessar áhyggjur mínar fengu að fjúka um leið og hún mætti á sviðið. Hún náði mér alveg frá byrjun fram til enda. Svo ekki sé minnst á undurfagra söngrödd Jóhönnu sem hefur fengið mig til þess að humma „allþokkalega pottþétt” alla vikuna. Á sviðinu, auk aðalleikara, voru nokkrar manneskjur sem hreinlega báru af. Þar ber helst að nefna Sigrúnu Eddu og Þóri Sæm, sem voru alveg hreint ótrúleg. Sigrún sem misheppnuð ráðskonan og Þórir í nokkrum mismunandi hlutverkum sem honum fórust öll einkar vel úr hendi. Um Margréti Eir gæti ég skrifað heilan pistil. Hún er einhverskonar ofurkona. Ég sá hana í heita pottinum um helgina og varð hálf „starstrucked” eftir frammistöðu hennar. Sýningin var frábær skemmtun fyrir móður og barn (sem sat sem neglt við sætið). Ótrúlegt samverkandi sjónarspil lita, ljósa, sviðsmyndar, búninga, söngva og dansa tekur áhorfandann á flug um klassískt ævintýrið. Sýningin er án efa með þeim allra flottustu sem settar hafa verið upp hér á landi. Bravó!

María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is


SÝNT Í KASSANUM

FRUMSÝNT 3.MARS Frumsýning:

3. mars 2013 Þjóðleikhúsið er á Facebook, fylgstu með – facebook.com/leikhusid

Miðasala:

551 1200 midasala@leikhusid.is leikhusid.is


64

menning

Helgin 1.-3. mars 2013

 Leikdómur Fyrirheitna Landið

Draumur um gott og grænt

J

erúsalem er afar merkingarþrungið heiti. Flestir þekkja það sem nafn á höfuðborg Ísraels en trúarleg- og menningarleg notkun þess hefur gefið því margþætta merkingu. Þann 23. febrúar síðastliðinn var Fyrirheitna landið – Jerúsalem eftir leikskáldið Jez Butterworth frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Leikritið byggir á ljóðinu Jerúsalem eftir hið rómantíska, breska 19. aldar ljóðskáld og listmálara William Blake. Ljóð Blake byggir á goðsögu

um heimsókn Jesú og frænda hans til Glastonbury í Englandi. Goðsagan á rætur sínar að rekja til Opinberunarbókarinnar þar sem sagt er frá yfirvofandi seinni komu Jesú til mannkynsins. Í þeirri endurkomu muni Jesús byggja nýja Jerúsalem en hún muni vera borg kærleika og friðar, sannkallað himnaríki á jörðu. Í Jerúsalem eftir Blake er himnaríki andstæða iðnvæðingarinnar sem er táknuð með dökkum satanískum myllum.. Þar ákallar Blake guð að fleiri

gerðust spámenn og berðust fyrir komu Jerúsalem til hins góða og græna Englands. Hubert Parry samdi tónlist við ljóðið árið 1916, breskum skólabörnum til mikillar gleði en lagið er víst hluti af skólahaldi víða í Englandi. Til gamans má geta að lagið lék stórt hlutverk í opnunaratriði á Ólympíuleikunum í London síðastliðið ár, hugsanlega til að sameina áhorfendur að keppast eftir grænu og góðu Englandi, enn á ný.

Satanískar myllur

Hilmir Snær skilar hlutverki útlagans vel af sér.

Leikstjórinn Jez Butterworth hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir Fyrirheitna landið – Jerúsalem, allt frá frumsýningu árið 2009. Í leikritinu svarar Butterworth ákalli Blake eftir aðstoð í baráttunni fyrir himnaríki á jörðu og býður fram höfuðpersónu sína, Johnny Rooster Byron, til þess verks (og skírskotar um leið enn frekar til rómantíkurinnar með því að vísa til Byrons lávarðar). Það er Hilmir Snær Guðnason sem fer með hlutverk hans í Þjóðleikhúsinu. Johnny Byron hefur snúið baki við nútímasamfélagi og gert sér bústað í villtum enskum skógi. Þar berst hann við eigin satanískar myllur, yfirvöld sem krefja hann um skatt og reyna stöðugt að koma honum burt til að landið megi nýta til byggingar íbúða og verslana. Margrét Vilhjálmsdóttir leikur barnsmóður Byron, sem seint telst eftirsóknarverð staða. Ýmsar ólíkar persónur koma fyrir í verkinu sem áhangendur Byron, eiturlyfjafíklar, rómantískir bareigendur (Baldur Trausti Hreinsson) og eldri draumóramenn (Eggert Þorleifsson) ásamt fleiri.

Stórbíómyndarlengd Niðurstaða: Fyrirheitna landið – Jerúsalem er leikrit um samband manns, samfélags og náttúru. Hugmyndir um himnaríki á jörðu eru settar fram út frá sjónarhorni þess sem hefur tekið sér stöðu útlaga frá samfélaginu.

Leikmynd Finns Arnars Arnarsonar var áhrifamikil sem bókstafleg birtingarmynd árekstrar iðnvæðingar og náttúru.

OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR Í BAKKALÁROG MEISTARANÁM TIL 15. MARS

 Fyrirheitna landið Höfundur: Jez Butterworth Leikstjórn: Guðjón Pedersen Aðstoðarleikstjóri: Stefán Hallur Stefánsson Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson Búningar: Elín Edda Árnadóttir Aðalhlutverk: Hilmir Snær Guðnason

BLÁSARAKENNARANÁM

Butterworth byggir verkið á vísunum í breska bókmenntasögu, kirkjusögu og gríska goðafræði svo dæmi séu tekin. Glöggir áhorfendur geta vafalaust fundið enn fleiri vísanir. Þó má halda því fram að leikritið haldi mestri tryggð við Blake og sé í raun nútímaóður til skáldsins. Sem dæmi má nefna að í Fyrirheitna landinu – Jerúsalem leika eiturlyf og vímukennt ástand stórt hlutverk. Blake sagði yfirnáttúrulegar sýnir hafa haft mikil áhrif á sig en þær eiga að hafa fylgt honum frá fjögurra ára aldri. Uppsetning Guðjóns Pedersen og samstarfsfólks hans á þessu yfirgripsmikla verki tókst mjög vel. Leikmynd Finns Arnars Arnarsonar var áhrifamikil sem bókstafleg birtingarmynd árekstrar iðnvæðingar og náttúru. Leikritið er ívið langt eða sígild stórbíómyndalengd, þrjár klukkustundir. Þar verður að hampa Hilmi Snæ Guðnasyni sérstaklega en hann er á sviðinu alla sýninguna og skilar hlutverki útlagans vel af sér. Annars var sterk, góð orka innan leikhópsins, góð samstaða sem skilaði þéttri sýningu.

Söng- og hljóðfærakennarabraut er nýstofnuð námsbraut þar sem boðið er upp á þriggja ára nám í söng- og hljóðfærakennslu. Námið er ákjósanlegur undirbúningur meistaranáms í söng- og hljóðfærakennslu. Aðeins verður tekið við umsóknum á blásarakennaralínu fyrir næsta skólaár. Umsóknarfrestur er til 15. mars. Rafrænar umsóknir og nánari upplýsingar um blásarakennaranámið, aðrar námsbrautir, inntökuskilyrði og inntökupróf eru á www.lhi.is

Hilmir Snær Guðnason er á sviðinu alla sýninguna og skilar sínu vel af sér, að mati gagnrýnanda Fréttatímans.

Sólveig Ásta Sigurðardóttir ritstjorn@frettatiminn.is


NÝTT

BB BB BB BB BB

NÝTT NÝTT Skin Perfecting Cream NÝTT sólvarnarstuðull (SPF) 25

Endurnærir. Verndar. Fullkomnar. NÝTT Skin Perfecting Cream Skin Perfecting(SPF) Cream sólvarnarstuðull 25

sólvarnarstuðull (SPF) 25 Endurnærir. Verndar. Fullkomnar. Endurnærir. Verndar. Fullkomnar. Skin Perfecting Cream sólvarnarstuðull Skin Perfecting falleg Cream(SPF) Einstaklega húð.25 sólvarnarstuðull (SPF) 25 Endurnærir. Verndar. Fullkomnar. Endurnærir. Verndar. Fullkomnar. Andlitsfarði sem býr yfir ákjósanlegustu kostum húðumhirðuvöru, samsetning þess Einstaklega falleg húð. allra besta og virkasta sem húð. Clarins Einstaklega falleg hefur upp á að bjóða. Andlitsfarði semfalleg býr yfir Einstaklega húð. Rétt eins og húðin séyfir sveipuð Andlitsfarði sem býr ákjósanlegustu kostum Einstaklega falleg húð. undurfínni silkislæðu laðar þessi létti Andlitsfarði sem býr yfir ákjósanlegustu kostum húðumhirðuvöru, samsetning þess ákjósanlegustu kostum og þægilegi farði fram náttúrulega húðumhirðuvöru, samsetning þess allra besta og virkasta sem Clarins húðumhirðuvöru, samsetning þess Andlitsfarði sem býr yfir fegurð um leið og hann kemur í allra besta og virkasta sem Clarins allra besta virkasta sem Clarins hefur upp og á að bjóða. ákjósanlegustu kostum veg fyrir að misfellur og þreytulegt hefur upp á að bjóða. hefureins uppog á að bjóða. Rétt húðin sé sveipuð samsetning þess Rétthúðumhirðuvöru, eins ogsjáist. húðin sé sveipuð yfirbragð Rétt eins og húðin sé sveipuð undurfínni silkislæðu laðar þessi létti undurfínni silkislæðu laðar þessisem létti allra besta og verður virkasta Clarins Á einu augnabliki undurfínni silkislæðu laðar þessi létti og þægilegi farði fram náttúrulega og þægilegi farði fram náttúrulega hefur upp á að bjóða. litarháttur húðarinnar fullkominn um leið ogog hann kemur í ogfegurð þægilegi farði fram náttúrulega fegurð um leið hann kemur í Rétt eins og húðin sé sveipuð veg fyrir aðtíma misfellur oghúðin þreytulegt en á sama fær bæði fegurð um leið og hann kemur í vegyfirbragð fyrir aðsjáist. misfellur og þreytulegt undurfínni silkislæðu laðar þessi létti nauðsynlega næringu og vernd, vegÁ einu fyriraugnabliki aðsjáist. misfellur verður og þreytulegt yfirbragð og þægilegi farðiþykkni fram náttúrulega þökk sé orkugefandi litarháttur húðarinnar fullkominn yfirbragð sjáist. Á einu augnabliki verður umfærleið hann kemur í en áfegurð sama tíma húðin bæði úr kívíávextinum* ogogöflugri Á einu augnabliki verður litarháttur húðarinnar fullkominn nauðsynlega næringu og vernd, veg fyrir að misfellur og þreytulegt sólarvörninni. litarháttur húðarinnar fullkominn þökk sé orkugefandi þykkni en á yfirbragð sama tíma fær húðin bæði sjáist. Háþróuð förðunarvara og árangurinn úr kívíávextinum* og öflugri en á sama tíma fær húðin bæði nauðsynlega næringu og vernd, Á einu augnabliki verður sólarvörninni. verður einstaklega falleg húð. nauðsynlega næringu og vernd, þökk sé orkugefandi Háþróuð förðunarvara ogþykkni árangurinn litarháttur húðarinnar fullkominn Clarins er í 1. sæti þegar kemur þökk sé orkugefandi þykkni verður einstaklega falleg húð. úr kívíávextinum* og öflugri en á sama tíma fær húðin bæði að lúxushúðsnyrtivörum á er í 1. sæti þegar úrClarins kívíávextinum* ogkemur öflugri sólarvörninni. nauðsynlega næringu og vernd, að lúxushúðsnyrtivörum á Evrópumarkaði**. sólarvörninni. Háþróuð ogþykkni árangurinn Evrópumarkaði**. þökkförðunarvara sé orkugefandi Háþróuð förðunarvara og árangurinn verður einstaklega falleg *In*In vitro úrprófað. kívíávextinum* oghúð. öflugri vitro prófað. verður einstaklega falleg kemur húð. **Heimild: European Forecasts **Heimild: European Forecasts Clarins er í 1. sæti þegar sólarvörninni. Clarins er í 1. sæti þegar kemur að lúxushúðsnyrtivörum á og árangurinn Háþróuð förðunarvara að lúxushúðsnyrtivörum á Evrópumarkaði**. verður einstaklega falleg húð. Evrópumarkaði**. Clarins er í 1. sæti þegar kemur *In vitro prófað. aðprófað. lúxushúðsnyrtivörum á **Heimild: European Forecasts *In vitro **Heimild: European Forecasts Evrópumarkaði**. *In vitro prófað. **Heimild: European Forecasts

Dagana 28. febrúar - 6. mars. Glæsilegur kaupauki* fylgir þegar verslað er fyrir 6.900 kr. eða meira. Líttu við og kynntu þér það allra nýjasta frá Clarins.

*Gildir meðan birgðir endast.

Clarins dagar í verslunum Hagkaups


66

menning

Helgin 1.­3. mars 2013

 AnnA Gunndís Komin Aftur heim

Leikur á móti mannlegum kaktus

„Það má segja að ég sé komin aftur heim en ég er borinn og barnfæddur Akureyringur. Hér er sól í heiði og stemningin rosalega góð,“ segir leikkonan Anna Gunndís Guðmundsdóttir sem hefur komið sér vel fyrir á æskuslóðunum á Akureyri þar sem hún er fastráðin hjá Leikfélagi Akureyrar. Leikfélagið frumsýnir í dag, föstudag verkið Kaktusinn eftir Juli Zeh. Leikritið gerist á lögreglustöð í Frankfurt þar sem meintur hryðjuverkamaður er í haldi en sá er grunsamlega líkur stórum kaktusi.

„Þetta er létt og skemmtilegt verk en fjallar samt á sama tíma um mjög alvarleg málefni. Þetta er fyndið en vekur okkur líka til umhugsunar, eins og öll góð leikrit eiga að gera. Við erum þarna fjögur á sviðinu og svo kaktusinn sem gegnir mjög mikilvægu hlutverki og er í raun fimmta persónan í verkinu.“ Kaktusinn var fluttur norður með heilmiklu tilstandi. „Hann reyndist miklu stærri og feitari þannig að við þurftum að breyta öllu í kringum hann. En hann er rosa flottur og mannlegur.“

Anna Gunndís leikur lögreglunemann Súsí sem flækist í mál hryðjuverkaka­ ktusins.

 KviKmyndAnámsKeið í hinu húsinu

Þorbjörg og Lee bjóða upp á kennslu í kvikmyndagerð fyrir ungmenni í samstarfi við Hitt Húsið. Þau segja mikinn sköpunarkraft einkenna ungt fólk og það sé því gaman og gefandi að vinna með því. Ljósmynd/Hari

Lynch hjónin kenna ungmennum kvikmyndagerð Hitt húsið býður upp á námskeið í kvikmyndagerð í samstarfi við kennarana og kvikmyndagerð­ arhjónin Þorbjörgu Jónsdóttur og Lee Lynch. Hugmyndin á bak við námskeiðið er, að sögn að­ standenda, að stofna kvikmyndalistahóp ungs fólks, það sem á ensku kallast „artist collective“ sem hittist einu sinni í viku og býr til kvikmyndir af ýmsum toga.

Svo er svo frábært að vera unglingur, það er svo kjörinn tími til þess að vera skapandi

69% *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012

... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

Námskeiðið kostar 17.000 kr og hægt er að greiða fyrir það með Frístundakorti ÍTR. Skráning og allar fleiri upplýsingar fást hjá Hinu Húsinu á net­ fanginu: hitthusid@ hitthusid.is eða í síma 411 5500. Námskeiðið er ætlað ungmennum á aldrinum 16–25 ára.

„Það er svo gefandi að vinna með ungmennum því það er svo mikill kraftur í þeim. Það gefur okkur líka svo mikið. Þau eru svo óheft og fá svo ferskar og skemmtilegar hugmyndir og hafa mikið minni áhyggjur af því að henda sér bara í í framkvæmd. Svo er svo frábært að vera unglingur, það er svo kjörinn tími til þess að vera skapandi,“ segir Þorbjörg Jónsdóttir, myndlistarog kvikmyndagerðarkona. Hún, ásamt eiginmanni sínum Lee Lynch, býður ungmennum upp á námskeið í samstarfi við Hitt Húsið. „Það er bara fyndin tilviljun að hann heiti Lynch og sé í kvikmyndagerð. Það er engin tenging þarna á milli,“ útskýrir Þorbjörg og hlær að spurningu blaðakonu þess eðlis. Þau hjónin eru bæði starfandi kvikmyndagerðarmenn, myndlistarmenn og kennarar en þau voru búsett í Los Angeles síðustu sjö ár. Þar kenndu þau kvikmyndagerð, bæði ungmennum og nemendum á háskólastigi. Þau eru einnig stofnendur listaskólans Teenage Wasteland of the Arts. „Hugmyndin er að við færum ungmennunum þau tæki sem best er að nýta við sköpunina og leiðbeinum þeim í rétta átt með hugmyndir sínar. Hópurinn hittist svo vikulega og hjálpast að við þróun verkefnanna þegar hver og einn sýnir hópnum það verk eða kvikmynd sem hann er að vinna í. Þannig skapast umræður sem nýta má í þróunina. Einnig munum við svo horfa á myndbandsverk og listrænar kvikmyndir og ræða efni þeirra og aðferðir. Svo

langar okkur að kenna þeim að finna leiðir til listsköpunar þrátt fyrir að hafa kannski ekki aðgang að fínustu græjunum,“ segir Þorbjörg. Námskeiðið er kennt bæði á ensku og íslensku en engar kröfur eru gerðar til tungumálakunnáttu. Það hefst í næstu viku eða þann 5. mars. Lee er „avant garde“ kvikmyndagerðarmaður sem hefur gert fjölda stuttmynda, auk mynda í fullri lengd. Myndir hans hafa verið sýndar á kvikmyndahátíðum um allan heim, meðal annars á Sundance Film Festival, Rotterdam International Film Festival, Tribeca og Marseille. Nýjasta kvikmynd hans er vestri í fullri lengd sem einnig hefur verið sýnd víða í Bandaríkjunum og Evrópu. Þorbjörg hefur komið víða við í verkum sínum. Hún hefur unnið bæði að myndbandsinnsetningum og tilraunakenndum stuttmyndum sem hún hefur einnig sýnt víða um heim. Þar ber helst að nefna kvikmyndahátíðina Zinebi í Bilbao, RIFF og FLEX Fest. Einnig hefur hún sýnt myndbandsinnsetningar sínar í galleríum í New York, París og Los Angeles. Hún vinnur nú að heimildarmynd í fullri lengd sem er tekin upp með indjánum í frumskógum Kólombíu og fjallar meðal annars um landslag frumskógarins, sjamanisma, söngva þeirra og plöntulyfið Ayahuasca. María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is


Vantar þig eitthVað að lesa? MetsÖlUBÆKUr FrÁ FOrlaginU*

„Fyrsta flokks fjölskyldusaga“ ALÞ / MBL

2. SÆTI

3. SÆTI

4. SÆTI

6. SÆTI

7. SÆTI

*Skv. metsölulista Eymundsson vikuna 20.02.13-26.02.13, vasabrotsbækur – skáldverk

„... þessi kaldhæðnislegi húmor er alveg dásamlegur“ KB / KiLjAn

5. SÆTI

w w w .f o r l a g i d . i s – a l v ö r u b ó k a b ú ð á n e t i n u


68

dægurmál

Helgin 1.-3. mars 2013

 Í takt við tÍmann Fannar SveinSSon

Mamma segir að ég sé eins og Japani Fannar Sveinsson er annar stjórnandi vinsælasta sjónvarpsþáttar landsins, Hraðfrétta. Fannar verður 25 ára í næsta mánuði. Hann hefur sama smekk á sjónvarpsþáttum og Jón Gnarr og ætlar að fara í sund á Hofsósi um páskana með kærustunni. Staðalbúnaður

Ég pæli alveg í hvaða fötum ég geng en er ekki duglegur að kaupa föt. Ég er búinn að ganga í sömu týpu af gallabuxum í svona fimm ár, Nudie. Það versta er að þær eru farnar að kosta svo mikið, 25 þúsund kall. Þegar ég fer til útlanda reyni ég að kaupa vel af fötum en annars er vinur minn verslunarstjóri í Sautján og það er auðvelt að fara þangað og láta hann tína eitthvað á mann. Ég er nefnilega með smá fóbíu fyrir búðum, mér líður ekki vel í búðum. Þess vegna er fínt að fara til vinar míns og láta hann sjá um þetta.

Fannar Sveinsson vann að sjónvarpsþáttunum Gunnar á völlum, Synir Jesú og þáttum Nilla á Mbl.is áður en hann byrjaði með Hraðfréttir með Benedikt Valssyni. Ljósmynd/Hari

Hugbúnaður

Það kemur alveg fyrir að ég fari á djammið en ég er aðallega mikill bíófíkill. Ég hugsa að ég fari tvisvar í viku í bíó, ég reyni að sjá eins mikið og ég get. Svo horfi ég talsvert á þætti í sjónvarpinu. Ég var að klára House of Cards þar sem Kevin Spacey er magnaður. Bestu þættir allra tíma eru núna The Wire, Breaking Bad og House of Cards. Ég fór með Annie Mist á heimsleikana í Crossfit árið 2011 fyrir Mbl.is og fór að stunda Crossfit í kjölfarið. Fyrir hálfu ári byrjaði ég svo að hreyfa mig á fullu. Formið kemur og fer því ég er líka duglegur að borða. Við kærastan förum mikið í sund. Langtímamarkmiðið er að fara í sundlaugina á Hofsósi, við erum að spá í að fara um páskana.

Vélbúnaður

Ég hef alltaf verið frekar mikið tækjanörd þó ég eigi ekki mikið af græjum. Ég átti alltaf Canon 400 myndavél en í fyrra skipti ég henni út fyrir Samsung Galaxy SII síma. Það eru einhver bestu skipti sem ég hef gert á ævinni. Ég er mikill calendar-perri og set allt þar inn. Svo flokka ég dagatalið. Ég hef eiginlega alltaf verið skipulagsfrík. Mamma segir að ég sé eins og Japani, ég vilji ekki eiga hluti því þá komi drasl. En þetta kemur sér vel í starfinu þegar þarf að skipuleggja tökudagana. Ég er nokkuð duglegur á Facebook, bara eins og hver annar. Svo spila ég Fifa en það hefur minnkað mikið, ég hef eiginlega ekki tíma í það lengur.

Aukabúnaður

Stærsta áhugamálið mitt er bíó og kvikmyndagerð. Ég keyri um á sex eða sjö ára gamalli Mözdu og ég er mjög einhæfur þegar kemur að því að panta mér drykk á bar, það er alltaf bjór. Eftir að ég kláraði Versló fór ég einn túr á frystitogara til að safna mér heimsreisu með nokkrum vinum mínum. Þetta var árið 2008. Svo hrundi allt og heimsreisan varð að ferðalagi til Ástralíu af því dollarinn þar var hagstæðastur. Svo reyndar hrundi hann í drasl þegar við komum þangað en ferðalagið var mjög skemmtilegt. Ég elda aldrei en borða mikið úti, ég verð að viðurkenna það. Það er í raun fáránlegt hvað það fara miklir peningar í mat en maður afsakar sig með því hvað vinnan er óregluleg. Ég fer mikið á Hanann, hann er í miklu uppáhaldi, og Serrano og Saffran. En ég er líka sukkari, ég dett í pítsu og viðbjóð inni á milli. Ég elska Búlluna og skil ekki hvar maður borðaði hamborgara áður en hún kom.

 Gettu betur Átta liða úrSlit

FG gegn Versló í kvöld ára 1983

Laugardagur 2. mars kl. 14 Tónlistardagskrá Í tilefni afmælisins verður boðið til móttöku og tónlistardagskrár í umsjón Margrétar Bóasdóttur. Þar kemur fram margt af okkar þekktasta tónlistarfólki og flytur okkur kunnar tónlistarperlur.

Síðasta viðureignin í átta liða úrslitum Gettu betur verður í beinni útsendingu í Sjónvarpinu í kvöld, föstudagskvöld, klukkan 20. Að þessu sinni mætast lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ og Verslunarskóla Íslands. Lið MH, MR og Kvennó eru þegar komin í undanúrslit.

Höfundar spurninga og dómarar eru Þórhildur Ólafsdóttir og Atli Freyr Steinþórsson. Spyrill er Edda Hermannsdóttir. Fréttatíminn tók púlsinn á keppendum liðanna í vikunni. Spurningaljónin voru beðin að nefna það lag sem kemur þeim í rétta gírinn fyrir keppnina í kvöld.

l 2013

Sunnudagur 3. mars kl. 14 Barnadagskrá Börnum og fjölskyldum þeirra er boðið á tvær kveðskaparsmiðjur; Krummi krunkar úti með Báru Grímsdóttur og Chris Foster og Dans vil ég heyra með Evu Maríu Jónsdóttur og Nönnu Hlíf Ingvadóttur.

Lið FG

Liðsmenn FG, frá vinstri eru Gunnar Sær, Tómas Geir og Einar Páll.

Gunnar Sær Ragnarsson: Freaks and Geeks – Childish Gmabino Tómas Geir Howser Harðarson: Que Veux Tu með Yelle (madeon remix) Einar Páll Tryggvason: Sympathy for the Devil með The Rolling Stones.

Allir vinir Gerðubergs eru hjartanlega velkomnir! Nánari upplýsingar um afmælisdagskrána á www.gerduberg.is Menningarmiðstöðin Gerðuberg l Gerðubergi 3-5 l 111 Reykjavík l Sími 575 7700

69% *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012

... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

Lið VersLó Úlfur Þór Andrason: Outro með M83. Gísli Þór Þórðarson: Ecstasy of Gold með Ennio Morricone. Axel Helgi Ívarsson: Glósóli með Sigur Rós.

Lið Verslinga, frá vinstri eru Úlfur Þór, Gísli Þór og Axel Helgi.



70

dægurmál

Helgin 1.-3. mars 2013

 FjÁrnÁm Það var gert FjÁrnÁm í Húsinu Hennar elísabetar

Bjargaði húsinu og gefur út ljóðabók „Jú, þetta fór svona. Það var gert fjárnám en mér tókst með samningum að bjarga húsinu,“ segir skáldkonan Elísabet Jökulsdóttir sem þurfti að heimsækja sýslumann á dögunum: „Þetta var eins og í einhverju verki eftir Kafka. Þeir sátu þarna tveir á skrifstofunni, persneskt teppi á gólfinu og þegar ég bað um að fá að hringja í endurskoðandann minn þá mátti ég það ekki.“ Elísabet segir að þótt niðurstaðan hafi á endanum verið góð þá hafi þetta tekið á. Um er

að ræða skattaskuld upp á tæpar átta hundruð þúsund krónur og hún vilji nú standa við sitt og borga í sameiginlega sjóði. „Það er samt á mörkunum að ég hafi skilið allt þetta tal þessara manna enda geri mér að leik að þykjast fávís í svona aðstæðum,“ segir Elísabet en hún er að fara að gefa út ljóðabók um páskana sem ber heitið Ástin er ígulker. Eins og nafnið ber með sér er um ástarljóð að ræða en hún stóð í skilnaði um svipaði leyti og sýslumannsævintýrið hófst.

Drykkjuvísa í nútímabúningi

Elísabet Jökulsdóttir bjargaði húsinu sínu úr klóm sýslumanns en þó var gert árangurslaust fjárnám. Hún tekur því af æðruleysi og gefur út ljóðabók um páskana. Ljósmynd/Hari

 Herdís Þorvaldsdóttir Á sviði í tæp 80 Ár

Marteinn Sindri og Birkir Blær hyggjast endurvekja gamlar hefðir í kveðskap og hafa samið drykkjuvísu og klætt í nýstárlegan búning. Ljósmynd/Hari

„Þrátt fyrir að vera mjög þjóðlegt sport þá tilheyrir það kannski frekar kúltúr gamalla karla en ungra stúdenta,“ segir Birkir Blær Ingólfsson tónlistarmaður og höfundur drykkjuvísu sem nýtur vinsælda innan háskólasamfélagsins. Birkir Blær segir að sig hafi langað til þess að nútímavæða þetta gamalkunna form og hefur hann nú ásamt félögum sínum í húsbandi Stúdentakjallarans gefið út popplag með vísan í drykkjuskap. Athygli vekur að drykkjuvísan er ort með tilliti til gamalla kveðskaparreglna en þar má finna innrím, endarím, stuðla og höfuðstafi. „Mér finnst þetta mjög skemmtileg tegund af kveðskap sem hefur kannski ekki endilega verið við líði í nútímanum. Það hefur ekki verið gerð ný drykkjuvísa í hundrað ár og ég vildi endurvekja þetta form á skemmtilegan hátt. Ég hef til liðs við mig ótrúlega hæfileikaríkt tónlistarfólk og okkur fannst pínu viðeigandi að húsband Stúdentakjallarans, þar sem nemar safnast saman til drykkju, gerði drykkjuvísu að gömlum sið,“ útskýrir Birkir Blær. Stúdentakjallarinn hefur svo ákveðið að grípa boltann á lofti og hefur efnt til drykkjukvæðasamkeppni í tilefni afmælis bjórsins í dag, 1. mars. Að sögn aðstandenda þar hafa vísurnar hrannast inn en vinningshafinn verður kynntur í kvöld á kjallaranum við hátíðlega athöfn. Hægt er að hlusta á drykkjuvísu Birkis Blæs á vefsíðunni yotube en hún heitir einfaldlega Drykkjuvísa – Húsband Stúdentakjallarans. - mlþ

1. Kvöldið dottar í dagsins skauti það drukknar pottþétt í stjörnuskrauti er nóttin stormar fram stríðsvöll tímans steypt í formlausa stjörnuskímu. 2. Miðbærinn fyllist af fullri þjóð sem að fegin tryllist og dansar óð. Allir gleyma nöldrinu, gleyma puðinu, grípa kvöldið og gera stuð. Því að Öl og gleði eru bræður. Ég jákvæður er. 3. Saman reikum við rykug strætin og saman feikum við bros og kæti. Því fjörið sniðgengur fólk sem þegir og feimnir menn eru leiðinlegir. 4. Þú stígur dansinn við dúndurslagið, í djúpum trans hverfur inní lagið. Og bassinn kreistir þig, bjórinn mettar og bráðum veist' í raun aðeins þetta, að Öl og gleði eru bræður. Lagið dunar dansinn ræður. Ég jákvæður er. 5. Nú klingi skálirnar. Kveðjum daginn. Þá kætast sálirnar. Tökum slaginn. Öl og gleði eru bræður. Blásum lífi í kvöldsins glæður. Lagið dunar dansinn ræður. Ég jákvæður er.

Herdís Þorvaldsdóttir verður 90 ára á þessu ári og lýkur nú löngum og glæsilegum leikferli í hlutverki 130 ára gamallar búdda-nunnu í verkinu Karma fyrir fugla. Ljósmynd/Hari

Lýkur ferlinum sem nunna Leikkonan Herdís Þorvaldsdóttir verður 90 ára á þessu ári en lætur aldurinn ekki trufla sig. Hún stígur á svið í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í hlutverki búdda-nunnu í leikritinu Karma fyrir fugla á föstudagskvöld. Hún fullyrðir að þessi sýning verði sín síðasta enda sé þetta orðið gott þar sem hún steig fyrst á svið níu ára gömul fyrir hartnær 80 árum.

H

Þetta er síðasta sýningin mín og það er nú kominn tími til.

erdís Þorvaldsdóttir hefur um áratugaskeið verið ein ástsælasta leikkona þjóðarinnar og þótt hún nálgist nú nírætt er hún enn að leika. Hún fer með hlutverk 130 ára gamallar búdda-nunnu í leikritinu Karma fyrir fugla eftir þær Kristínu Eiríksdóttur og Kari Ósk Grétudóttur en verkið er frumsýnt á föstudagskvöld. „Ég byrjaði að leika níu ára gömul og hef verið á sviði meira og minna síðan. Í ein 79 ár. Það er ekkert minna,“ segir Herdís sem taldi sig að vísu vera sesta í helgan stein þar til Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri fékk hana til þess að snúa aftur á fjalirnar. „Ég var alveg hætt en svo talaði hún Kristín við mig og vildi endilega fá mig til þess að leika þessa búdda-nunnu,“ segir Herdís sem hikaði ekki við að slá til enda finnst henni alltaf jafn gaman að stíga á svið. Höfundar Karma fyrir fugla, Kristín Eiríksdóttir og Kari Ósk Grétudóttir, eru báðar myndlistarmenntaðar og hér er á ferðinni frumraun þeirra í leikritun en Kristín hefur vakið athygli fyrir ljóð sín, smásagnasafnið Doris deyr og

skáldsöguna Hvítfeld sem kom út í fyrra. Karma fyrir fugla er í senn ljóðrænt og sálfræðilegt verk um afleiðingar ofbeldis, heljartök fortíðarinnar á sálinni, ranglæti og fegurð. Kannski er Elsa sautján ára stúlka sem er til sölu, kannski er hún miðaldra vændiskona, kannski heimilislaus gömul kona, kannski er hún 130 ára búddanunna. Herdís leikur sem fyrr segir hina öldnu búdda-nunnu en önnur ekki síður dáð leikhússdrottning, Kristbjörg Kjeld, tekur einnig þátt í sýningunni. Herdís segir að nú sé óhætt að fullyrða að Karma fyrir fugla verði sín síðasta sýning. „Þetta er síðasta sýningin mín og það er nú kominn tími til. Mér finnst þetta skemmtilegt hlutverk og gaman að enda á þessari nunnu. Það er ágætt.“ Auk Herdísar og Kristbjargar leika Maríanna Clara Lúthersdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Hilmir Jensson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Þorsteinn Bachmann í sýningunni. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


www.sonycenter.is

Verðlaunahafar á tilboðsverði

SlR R myndavél ársins að mati EiSA SLT-A57 • 16,2 Megapixlar • APS-C EXMOR myndflaga • 10 rammar á sekúndu • Full HD 1080 videotaka • 18-55mm linsa fylgir

Tilboð 119.990.-

Verð áður 149.990.-

lítil myndavél með útskiptanlegum linsum NEX-5N

Ný NEX myndavél með Gæði atvinnumannsins enn hraðari focus og WiFi í vasann þinn

Ein öflugasta smámyndavél veraldar

Framúrskarandi myndavél fyrir þá kröfuhörðustu

NEX-5R

NEX-7

DSC-RX100

SLT-A77

• 16,1 Megapixlar • EXMOR APS-C myndflaga • 10 rammar á sekúndu • Full HD 1080 videotaka • 18-55mm linsa fylgir

• 16,1 Megapixlar • EXMOR APS-C myndflaga • 10 rammar á sekúndu • Full HD 1080 videotaka • 18-55mm linsa fylgir

• 24,2 Megapixlar • EXMOR APS-C myndflaga • 10 rammar á sekúndu • Full HD 1080 videotaka • 18-55mm linsa fylgir

• 20,2 Megapixlar • EXMOR R CMOS myndflaga • 10 rammar á sekúndu • Full HD 1080 videotaka • Carl Zeiss linsa

• 24 Megapixlar • EXMOR APS HD CMOS myndflaga • 12 rammar á sekúndu • Full HD 1080 25/50p videotaka • 18-55mm linsa fylgir

Tilboð 89.990.-

Tilboð 119.990.-

Tilboð 189.990.-

Tilboð 119.990.-

Tilboð 199.990.-

Verð áður 139.990.-

Verð áður 139.990.-

Sony Center Verslun Nýherja Borgartúni 569 7700

Verð áður 219.990.-

Sony Center Verslun Nýherja Kaupangi Akureyri 569 7645

Verð áður 129.990.-

Verð áður 249.990.-


HE LG A RB L A Ð

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is

Hrósið... ... fá Hilmar Veigar Pétursson og hans fólk hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP sem stendur nú á þeim ánægjulegu tímamótum, eftir áralangt og öflugt starf, að áskrifendur fjölspilunarleiksins EVE Online eru komnir yfir hálfa milljón.

 Bakhliðin Guðrún BjarnadóTTir

GILdIR 01.03.13 - 03.03.13

Ljúf og hlý Aldur: 32 Maki: Makalaus. Foreldrar: Edda Sigurðardóttir fyrrum þingkona og öryrki. Bjarni Guðmundsson leigubílstjóri. Menntun: Leiklistarnám, Stella Adler í New York er að klára BA í félagsfræði. Starf: Nemi, leiðsögukona og leikkona. Fyrri störf: Vann á hosteli með námi og hef sett upp leiksýningar. Áhugamál: Vera í góðra vina hópi, útivist og að spá í stjörnurnar. Stjörnumerki: Vatnsberi. Stjörnuspá: Það er kominn tími til að sleppa alfarið fram af sér beislinu, jafnvel prófa eitthvað nýtt. Hugsanir þínar hafa dvalið hjá ákveðinni manneskju um tíma en þú ættir að losa þig undan þeim sem fyrst og halda áfram. Við það gætu hlutir sem þig óraði ekki fyrir gerst og viðkomandi komið þér mikið á óvart. Hafðu tölurnar 17, 11 og 21 í huga í næstu viku.

É

g veit bara ekkert hvort ég hafi nokkuð gott um hana að segja. Þetta var auðvitað hræðilega erfitt samstarf og Guðrún mjög erfið í skapi,“ segir Börkur Gunnarsson, leikstjóri myndarinnar Þetta reddast sem Guðrún leikur í, kíminn en bætir við um hæl: „Nei annars, svona að öllu gríni slepptu þá er Guðrún ein sú ljúfasta manneskja sem ég hef hitt. Manni líður sem maður þurfi að fara varlega að henni þar sem hún er svo ljúf og viðkvæm. Svo er hún ótrúlega gefandi persóna, hlý í alla staði og geislandi af jákvæðni. Hún er reyndar svolítið meðvirk og smellpassaði því inn í hlutverkið.“

3 Guðrún Bjarnadóttir leikur kærustu Björns Thors í rómantísku gamandramamyndinni Þetta reddast.

Lúpínuseyðið

3. mest keypta varan

í Heilsuhúsinu 2012 Sölustaðir:

Heilsuhúsið, Lifandi markaður, Hagkaup, Fjarðarkaup, Blómaval, Víðir, Vöruval V.eyjum Hlíðarkaup S.króki

www.lupinuseydi.is s. 517 0110

TAX FREE AF ÖLLUM VÖRUM ALLA HELGINA Í ÖLLUM BÚÐUM KOMDU OG GERÐU FRÁBÆR KAUP!

AFNEMUM VIRÐISAUKASKATT AF ÖLLUM VÖRUM. TAx FREE TILbOÐ jAFNGILdIR 20.32% AFSLæTTI. AFSLÁTTURINN ER Á KOSTNAÐ RÚMFATALAGERSINS. VIRÐISAUKA ER AÐ SjÁLFSÖGÐU SKILAÐ TIL RíKISSjóÐS.

RÚMFATALAGERINN ER Á 5 STÖÐUM: SKEIFUNNI - SMÁRATORGI - KORPUTORGI - AKUREYRI - SELFOSSI


Fermingar

Fermingargreiðslan heima í stofu

Helgin 1.-3. mars 2013

 bls. 12

Hlakkar til að ferma soninn Skúli Sigurður Ólafsson, sóknarprestur í Keflavíkurkirkju, fermir son sinn, Ólaf Þorstein, á næstunni og viðheldur þar með hefð innan fjölskyldunnar því Ólafur Skúlason, fyrrverandi biskup og faðir Skúla, fermdi hann á sínum tíma. Sonurinn segist vera spenntur fyrir fermingardeginum. Ljósmynd/Hari

 bls. 8

Fermingar­ fötin í ár Sígilt útlit er alltaf jafn vinsælt

 bls. 2

Snjallprestur Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í Grafarvogskirkju, nýtir sér ýmsar nýjungar í starfi sínu.

 bls. 4


2

fermingar

Helgin 1.-3. mars 2013  Fermingar 2013 FermingarFötin

Fermingarfötin i ár Sígilt útlit er alltaf jafn vinsælt

Sígilt fyrir stelpurnar

Fermingargjöf sem gefur Fermingarskeyti eða gjafabréf frá Hjálparstarfi kirkjunnar er gjöf sem heldur áfram að gefa. Fermingarbarnið fær skeytið eða bréfið í hendurnar en andvirðið rennur til jafnaldra fermingarbarnsins sem býr við fátækt. Sendu skeyti, það kostar 1.990 kr. Eða gefðu fermingargjafabréf að upphæð 5.000 kr. Þú færð skeytin og gjafabréfin á www.gjofsemgefur.is eða pantar þau á skrifstofunni okkar, 528 4400. Þú prentar út, sækir til okkar – eða við sendum fyrir þig. Einfalt og gleðilegt.

PIPAR\TBWA • SÍA • 130691

Óskalistinn minn: Rúm Myndavél Svefnpoki iPod Vefmyndavél Handklæði Teppi Orðabók Hálsmen Svo væri gaman að fá pening og „Gjöf sem gefur“. Mig langar til að einhver sem er ekki eins heppinn og ég fái að njóta með mér.

www.gjofsemgefur.is

Óskalistinn minn: Við systkinin erum munaðarlaus. 1.990 kr. fermingarskeyti á Íslandi dugar fyrir 4 hænum. Þær gefa okkur fullt af eggjum. Eða við gætum fengið sparhlóðir. Þá færi ekki allur dagurinn í að leita að eldsneyti og við hefðum meiri tíma til að læra. 5.000 kr. gjafabréf á Íslandi myndi gefa okkur 2 geitur. Namm! Mjólk og kjöt, ekki lengur bara maísgrautur! Eða kannski reiðhjól. Þá kæmist ég á markað með uppskeruna okkar og við fengjum pening fyrir ýmsu sem okkur vantar.

Hönnuðirnir Hulda Dröfn Atladóttir og Linda Ósk Guðmundsdóttir standa að baki Leynibúðinni við Laugaveg 55. Þar hanna þær saman fatnað og ýmsa aukahluti undir merki þeirra, Deathflower. Þær segja merkið samansett af ólíkum samsetningum ævintýralegs töffaraskapar og rómantíkur. „Hrifnæmi okkar beggja mætist á skemmtilegan hátt og útkoman er innilega persónuleg veröld þar sem litir, efniskennd og tímaleysi ræður ríkjum.“ Þær stöllur bjóða upp á gott úrval fyrir stúlkur sem eru að leita sér að rétta kjólnum fyrir fermingardaginn. „Við höfum verið að gera rómantíska blómakjóla sem við hönnum og saumum sjálfar. Enginn kjóll er nákvæmlega eins og allir eru hugsaðir sem framtíðareign því sígilt útlitið stendur af sér stefnur og strauma tískunnar.“ Þær Hulda og Linda einbeita sér aðallega að fatnaði fyrir stelpur en bjóða einnig upp á slaufur fyrir fermingardrengina.

Strákarnir velja litríkar skyrtur og slaufur Outfitters Nation er fyrir ungt fólk sem er að vaxa upp úr stærðum barnafataverslana en er ekki endilega komið upp í fullorðinsstærðir. Verslunin er hluti af dönsku tískusamsteypunni Bestseller sem rekur einnig, Vero Moda og Jack&Jones og fá hönnuðirnir oft og tíðum innblástur þaðan. Sindri Már Hannesson er verslunarstjóri í Outfitters Nation sem er á 1. hæð Kringlunnar. Hann segir tískuna hjá drengjunum vera mjög fjölbreytta. Einna vinsælast eru þung og dökk jakkaföt í bland við litríkar og líflegar skyrtur. „Það er mjög vinsælt að taka flottan blazerjakka og vera svo í fínum gallabuxum við, vera vel dressaður en samt smá léttleiki yfir heildarmyndinni.“ Hann segir gollur vera sígildar fyrir þá sem vilja ekki vera í jakka. Þær ganga mjög vel við kakibuxur eða bara flottar gallabuxur. Slaufur hafa haft yfirhöndina í hálstauinu upp á síðkastið en þetta klassíska stendur auðvitað allt fyrir sínu. „Fyrir þá sem vilja hafa dressið frekar létt en samt sparilegt er gott að velja fallega skyrtu og vera svo í vesti utan yfir, það klikkar aldrei. Svo er auðvitað tímalaus klassík að vera í svörtum jakkafötum. Það er alltaf jafn vinsælt.“


ENNEMM / SÍA / NM57675

Við bjóðum góðar framtíðarhorfur Framtíðarreikningur Íslandsbanka er góð fermingargjöf Með honum geta foreldrar, ömmur, afar, frændur og frænkur tryggt fermingarbarninu veglegan sjóð sem losnar við 18 ára aldur, um það bil þegar næstu stóru áfangar í lífinu blasa við. Framtíðarreikningur ber ávallt hæstu vexti almennra verðtryggðra innlánsreikninga bankans og er því framúrskarandi valkostur fyrir langtímasparnað.

Hægt er að stofna og leggja inn á Framtíðarreikning í útibúum Íslandsbanka.

Leggðu fermingarpeningana inn á Framtíðarreikning Þeir sem leggja fermingarpeningana sína, 30.000 kr. eða meira, inn á Framtíðarreikning Íslandsbanka geta fengið 5.000 kr. í mótframlag inn á Framtíðarreikninginn sinn.* *Eitt framlag fyrir hvert fermingarbarn

Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000


fermingar

4

Helgin 1.-3. mars 2013 KYNNING

 Lín Design hLýja og veLLíðan í fermingargjöf

Gæðavara á góðu verði Hönnuðir Lín Design sækja innblástur í íslenska náttúru, menningu og tískustrauma hverju sinni.

Bragi Smith, framkvæmdastjóri Lin Design, segir markmið fyrirtækisins hafa verið þau sömu frá upphafi: Að hanna vörur sem veita hlýju og vellíðan á viðráðanlegu verði fyrir alla. „Þessum markmiðum reynum við að ná með því að framleiða allar okkar vörur sjálf. Við getum því valið sjálf bómullina sem við notum. Við höfum mjög háan gæðastaðal og með því að gera þetta svona getum við boðið upp á mjög vandaðar vörur á góðu verði.“ Hann segist vera með vörur frá því að vera mjög ódýrar og vandaðar og upp í mjög vandaðar dúnsængur. „Það ætti ekki að vera neitt vandamál fyrir fólk að finna fermingargjafirnar hjá okkur. Við erum með mjög breitt verðbil og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“

 facebook-ferming „samféLagsmiðLamessa“

Snjallprestur í Grafarvogskirkju Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í Grafarvogskirkju, fræðir fjölmennan hóp fermingarbarna og nýtir sér ýmsar nýjungar í starfi sínu. Fyrir vikið hefur hún verið nefnd snjallprestur og líkar þessi nýi titill bara vel.

T

ólf fermingar verða haldnar í Grafarvogskirkju í vor. Ekki veitir af því yfir 250 fermingarbörn fermast þar að þessu sinni. Guðrún segir þetta vera töluverðan fjölda og mikið umstang sem fylgi því að halda utan um fermingarfræðsluna. Ásamt Guðrúnu sjá Lena Rós Matthíasdóttir og Vigfús Þór Árnason, prestar í Grafarvogskirkju, um fermingarfræðsluna. Það er augljóslega flókið verk að hafa samskipti við alla, bæði foreldra og fermingarbörn. Guðrún telur sig hafa fundið bestu leiðina

Einstök gjöf fyrir fErmingarbarnið Óskaskrín henta fullkomlega í harða pakka fyrir þá sem vilja upplifa og njóta, þá sem velja sjálfir, þá sem eiga allt. Það er einfalt að velja

Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í Grafarvogskirkju. Ljósmynd/Hari

til þess, Facebook. „Þetta er besta leiðin til að hafa samskipti við alla í einu. Aðgangur foreldranna að okkur prestunum verður betri og þeir geta sent okkur skilaboð og spurt um allt sem þeim liggur á hjarta. Það er því auðvelt að koma skilaboðum á framfæri og þetta auðveldar öll samskipti.

rétta gjöf – gefðu upplifun í öskju, gefðu Óskaskrín.

PIPAR\TBWA

SÍA

Samfélagsmiðlamessa

sími 577 5600 info@oskaskrin.is www.oskaskrin.is

Opna – Velja – Njóta

Gospelmessa er haldin einu sinni í mánuði í Borgarholtsskóla. Þar hafa Guðrún og félagar verið að nýta sér tæknina og sýnt stuttmyndir og myndbönd af youtube og slíkt. „Við notum það líka mikið í fermingarfræðslunni sjálfri. Krakkarnir ná því oft mikið betur sem þar kemur fram heldur en þegar við erum að segja þeim hlutina. Svo höfum við notað myndaforritið Instagram svolítið líka. Þar getum við sett inn myndir og leikið okkur með það og krakkarnir hafa tekið vel í þetta. Í fyrra prófuðum við að vera með messu þar sem þau fengu að hafa símana með sér. Við hvöttum þau til að taka myndir og setja statusa á samfélagsmiðlana. Þetta var eiginlega svona samfélagsmiðlamessa.“ Hún segir þessa nýbreytni alls ekki hafa truflandi áhrif. Í það minnsta ekki meira en þegar þau eru að laumast í símana. Þetta sé orðið þannig núna að bæði krakkar og

fullorðnir noti þessa snjallsíma mjög mikið og hún sé þar engin undantekning.

Predikar með Ipad

Guðrún er í framhaldsnámi í predikunarfræðum. Hún segir námið hafa mikil áhrif á sig því þar er alltaf verið að skoða nýjar leiðir til að koma boðskapnum á framfæri. „Tvö síðustu skipti hef ég tekið upp predikun og sett inn á netið og þar er hægt að horfa á hana. Það hefur mælst ótrúlega vel fyrir. Ég ákvað að opna þetta aðeins og deila þessu áfram. Þetta er alls ekkert vitlaust, það er allt annað að horfa og hlusta heldur en bara að lesa.“ Guðrún hefur nýtt sér Ipad við predikanir síðustu tvö ár. Hún sparar því töluvert við sig í prentkostnaði og öðru slíku. Varðandi framtíðina segist hún ekki ætla að slá slöku við í því að innleiða tæknina enn frekar í messurnar. „Í Borgarholtsskóla er öll tækni til staðar og þar höfum við verið að leika okkur aðeins meira með messurnar. Við höfum varpað myndum á veggina og jafnvel myndböndum í messum. Núna á sunnudaginn ætlum við að halda kaffihúsagospel í Borgarholtsskóla. Ég fékk unglinga í æskulýðsfélaginu til þess að búa til myndband sem verður í rauninni predikun. Það verður spennandi að sjá hvernig það kemur út.“


FERMING 2013

Fleiri myndir og verð á facebook síðu

Kringlan | Smáralind

og á www.ntc.is


6

fermingar

Helgin 1.-3. mars 2013  Fermingar 2013 Borgar alegar Fermingar

Úrval af

fermingarhringjum

25 ára afmæli borgaralegra ferminga á Íslandi Rúmlega 200 börn fermast borgaralega í ár.

S

iðmennt hefur lengst af sinnt borgaralegum fermingum á Íslandi. Félagið var stofnað árið 1990, ári eftir að fyrsta borgaralega fermingin á Íslandi fór fram. Sextán börn fermdust árið 1989 eftir að nokkrir foreldrar þeirra höfðu lesið blaðagrein um borgaralegar fermingar sem höfðu tíðkast lengi í Noregi. Þeir lögðu grunninn að þessum athöfnum sem hafa farið fram á hverju ári síðan þá.

Dagskráin í höndum barnanna sjálfra

Sjö fermingarnámskeið hafa verið í gangi í vetur en sex athafnir verða haldnar á fjórum stöðum á landinu. Tvær verða á höfuðborgarsvæðinu, ein í Háskólabíó og önnur í Salnum í Kópavogi. Auk þess verður ein í Hofi á Akureyri og önnur í Hallormstaðaskógi. Jóhann Björnsson segir athafnirnar minna um margt á útskrift úr skóla. „Krakkarnir ganga í salinn og síðan hefst dagskráin. Hún er að mestu leyti í höndum barnanna sjálfra og þau lesa jafnvel upp ljóð, spila tónlist eða eitthvað þess háttar. Megnið af dagskránni er því í höndum þeirra sjálfra en svo er alltaf fenginn einn utanaðkomandi ræðumaður sem ávarpar samkomuna. Hún endar svo á því að hvert og eitt barn fær afhent viðurkenningarskjal fyrir að hafa lokið námskeiðinu.“

Fjalla um fjölmörg málefni

Jóhann Björnsson, kennslustjóri borgaralegra ferminga. Ljósmynd/

FERMING - ÚTSKRIFT - AFMÆLI SERVÍETTUR OG KERTI FRÁ HEKLAÍSLANDI FÆST UM ALLT LAND

www.heklaislandi.is - sími 5518066 - pontun@heklaislandi.is

Íslensk hönnun

Kristinn Theódórsson

Jóhann Björnsson hefur starfað hjá Siðmennt síðan 1997. Jóhann er heimspekingur og grunnskólakennari og sinnir kennslunni að mestu með hjálp gestafyrirlesara. „Við höfum verið með umfjallanir um mörg málefni. Meðal annars skaðsemi vímuefna, sjálfsmynd unglinga, samskipti kynjanna, hamingjuna, fordóma og fjölmenningu og fleira þess háttar.“ Helstu viðfangsefnin eru að efla umhugsunarvirkni og gagnrýna hugsun hjá krökkunum. Jóhann segist ekki leggja mikla áherslu á að kenna beinar staðreyndir því þær læri börnin í skólanum. „Við höfum reynt að hafa þetta aðeins öðruvísi og höfum haft það að meginmarkmiði að efla gagnrýna hugsun þeirra og siðferðislega nálgun á ýmsa hluti. Það er grundvöllurinn og við nálgumst þessi fjölmörgu viðfangsefni frá þeim sjónarhóli.“ Yfirgnæfandi meirihluti barnanna er íslenskur, úr ýmsum trúfélögum eða utan trúfélaga. Rúmlega 200 börn fermast borgaralega í ár og þróunin hefur verið upp á við síðustu ár en ekki með neinum látum, að mati Jóhanns. „Þetta er ágætis þróun. Við höfum einnig stundum verið með börn presta sem hafa af einhverjum ástæðum kosið þessa leið. Það geta því allir, burt séð frá skoðunum sínum, verið með. Þarna sameinumst við sem manneskjur.“

Við höfum reynt að hafa þetta aðeins öðruvísi og höfum haft það að meginmarkmiði að efla gagnrýna hugsun þeirra og siðferðislega nálgun á ýmsa hluti.

Fermingartilboð Tugir fermingargjafa

á tilboði fyrir hann & hana

Sendum frítt úr vefverslun

www.lindesign.is

Lín Design Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið Sími 533 2220 www.lindesign.is


GLANSIG GLANSIG kertastjakar kertastjakar 195,-/stk. 195,-/stk. Gler. Gler. H8cm. H8cm. Ýmsir Ýmsir litir litir

14.950,STRIND STRIND hliðarborð hliðarborð Ø50, Ø50, H62cm. H62cm. Hvítt/nikkelhúðað Hvítt/nikkelhúðað Einnig Einnig til til svart/nikkelhúðað svart/nikkelhúðað

ÖRSTED ÖRSTED motta motta 129.990,129.990,100% 100% ull. ull. Hátt Hátt flos. flos. B170×L240cm. B170×L240cm. Marglitt Marglitt


8

fermingar

Helgin 1.-3. mars 2013  Ferming 2013 Skúli Sigurður ÓlaFSSon, SÓknarpreStur í keFlavíkurkirkju

Hlakkar til að ferma

Höfuðhandklæðin frá Sif eru saumuð úr gæðabómull. Létt og þægileg í notkun og henta jafnt síðu sem stuttu hári og dömum á öllum aldri.

Skúli Sigurður Ólafsson, sóknarprestur í Keflavíkurkirkju, stendur í ströngu þessa dagana eins og margir í hans stétt. Hann, ásamt prestum um allt land, er að undirbúa fermingarbörnin undir stóra daginn. Skúli fermir son sinn, Ólaf Þorstein, og viðheldur þar með hefð innan fjölskyldunnar því Ólafur Skúlason, fyrrverandi biskup og faðir Skúla, fermdi hann á sínum tíma. Sonurinn segist vera spenntur fyrir fermingardeginum og það sé alls ekki svo slæmt að hafa pabba sér við hlið þegar hann gengur í fullorðinna manna tölu.

Ólafur Þorsteinn Skúlason fermist í vor í Keflavíkurkirkju. Pabbi hans, Skúli Sigurður Ólafsson, fermir hann, Ljósmyndi/Hari

Fáanleg í 10 litum

Þ Nánar um Sif höfuðhandklæði á facebook

Ferming 2013

egar Skúli er inntur eftir því hvort sýn fermingarbarna á ferminguna hafi breyst á síðustu árum segist hann ekki finna mjög fyrir því. Aðalatriðið sé ennþá trúin og hátíðleikinn á sjálfan fermingardaginn. „Þetta er það sem blasir við í samskiptum við þessi börn ár eftir ár. Ég hef ekki á tilfinningunni að stjórnlaus vöxtur sé í gjöfum, veislum og slíku. Við erum kannski líka á því svæði sem varð illa úti í hruninu. Það eru sennilega óvíða eins sterk áhrif af þessum áföllum í kringum hrunið og hér í Reykjanesbæ. Það endurspeglast sennilega í í tengslum við þessa þætti. Ég skynja að minnsta kosti ekki að einhver óskapleg vitleysa sé í kringum gjafirnar og slíkt.“

Alvaran meiri en áður Stærðir 40-58

Verslunin Belladonna á Facebook

Skeifan 8 I 108 Reykjavík I sími 517 6460 I www.belladonna.is

69% *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012

... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

Þegar sjálfur fermingardagurinn nálgast segist Skúli finna fyrir því að þetta sé augnablik sem krakkarnir gleyma aldrei. Þetta sé sennilega eitt af stærstu andartökum í lífi barnanna þegar þau ganga inn kirkjugólfið í fermingunni sjálfri. „Við höfum auðvitað verið með allt litrófið af ungu fólki hjá okkur í fermingarfræðslunni. Stundum læðist að sá grunur að fermingarathöfnin verði hávaðasöm en börnin taka alltaf til sín hátíðleika stundarinnar, jafnvel mestu fjörkálfarnir.“ Ef einhver sérstök breyting hefur átt sér stað á þeim tuttugu árum sem Skúli hefur tekið þátt í fermingarfræðslu þá nefnir hann að hughrifin og alvaran séu jafnvel meiri í dag en áður. „Ég hef svo sem enga skýringu á því en kannski er það stærri ákvörðun nú að fara þessa leið. Ég vann mikið við fermingarfræðslu með náminu og fór nokkrum sinnum með hópa í Vatnaskóg frá Reykjavík. Mér finnst virðingin hafa vaxið fyrir því sem prestarnir hafa fram að færa.“ Skúli var áður prestur í Svíþjóð en þar fermast börnin ári seinna en hjá okkur. Sænska kirkjan hefur

litla hlutdeild af þeim árgöngum sem fermast, um það bil fimmtung. „Þar er opnari umræða um þessi mál og áhugavert er að bera saman starf og skipulag kirkjunnar hér á landi og í Svíþjóð. Kirkjan í Svíþjóð hefur staðið sig miklu betur í því að halda utan um þetta og hefur jafnvel náð vexti í hlutfalli fermingarbarna á milli ára. Öfluga gæðastjórnun á þessu sviði má ekki síst rekja til þess hversu samkeppnin er hörð.“

Samkeppnin fer vaxandi

Samkeppnin hefur aukist hérlendis einnig. Skúli hallast að því að kröfurnar til þeirra sem starfa innan kirkjunnar fari vaxandi og að sífellt þurfi að endurskoða fræðsluna. „Það hafa verið erfiðir tímar undanfarið hjá kirkjunni. Við þurfum einfaldlega að gera betur og mér þykir það bara jákvætt. Þetta þýðir það kannski að minna hlutfall barna fer í gegnum okkar hendur. Á móti kemur að hópurinn sem eftir stendur verður jafnvel einbeittari heldur en hefur verið hingað til.“ Hann heldur því fram að þau svæði sem finni mest fyrir erfiðum tímum í kirkjunni sé miðborgarsvæðið. Það hafi sýnt sig í þjóðaratkvæðagreiðslunni í vetur að einu kjördæmin þar sem meirihluti vildi ekki þjóðkirkju í stjórnarskrána var frá því svæði. „Við hér í Reykjanesbæ erum nokkurs konar sambland af landsbyggð og þéttbýli og á landsbyggðinni hefur verið meiri stuðningur við þjóðkirkjuna. Þá hefur Keflavíkurkirkja boðið upp á umfangsmikla velferðarþjónustu hérna á svæðinu.“ Hann segir kirkjuna hafa unnið mikið með fólki sem er í atvinnuleit, flóttamönnum og ýmsum öðrum sem búa á svæðinu og eiga undir högg að sækja. Á vegum Keflavíkurkirkju hafa verið haldin námskeið, greiddar skólamáltíðir, skólagjöld og ýmislegt fleira. Skúli heldur því fram að staða kirkjunnar á svæðinu sé nokkuð sterkari heldur en hún var fyrir hrun.

Andstæður skerpa á sérkennum Þá nefnir Skúli að í þeim bekkjum þar sem börnin búa að margvíslegum menningarlegum bakgrunni skynji íslensku börnin hversu mikinn þátt trúin skipar í lífi bekkjarfélaganna. „Þau sjá þetta til dæmis hjá pólsku börnunum þar sem trúin skiptir miklu máli og spegla það á sér. Andstæður skerpa á sérkennum fólks. Þarna upplifa þau krakka frá öðru menningarumhverfi og þau velta þessum málum því betur fyrir sér.“ Skúli segir það ekki vera sína upplifun að ungmenni dagsins í dag séu erfiðari en þau hafa verið. Krakkarnir séu vanir ákveðnum aga úr skólakerfinu og samfélagið sé að njóta ávaxta þess. Samvinna heimila og skóla hafi aukist og kannski hjálpi þetta allt saman til. „Mér finnst þessi ungmenni sem eru hjá okkur í fermingarfræðslunni ákaflega hæf. Ég skynja að minnsta kosti ekki þennan barlóm með unglinga dagsins í dag af fenginni reynslu.“ Krakkarnir eru í skipulögðum tómstundum meirihluta dagsins. Að mati Skúla er mikið um að vera á daginn en það gerir þeim gott þegar til lengri tíma er litið. „Hjá syni mínum er stíf dagskrá frá því hann vaknar og þangað til hann fer að sofa. Þetta er bara rútínan og þessir krakkar eru vanir því að fara eftir fyrirmælum og standa í röð, eitthvað sem Íslendingar hafa aldrei kunnað. Þessi kynslóð sem núna er að fara að fermast er ólíkleg til þess að setja þjóðfélagið á hliðina eins og mín kynslóð gerði.“ segir Skúli og hlær.

Betra að hafa pabba en ekki

Ólafur hlakkar til fermingardagsins og segir fermingarfræðsluna hafa verið mjög skemmtilega. Það sé gaman að hafa pabba með en um leið svolítið skrítið. „Samt breytist ekkert mjög mikið hjá okkur, ég kalla hann bara pabba í fermingarfræðslunni alveg eins og


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 62890 02/13

Helgin 1.-3. mars 2013

soninn heima. Þetta er líka þægilegt því þá er ég ekki að hitta einhvern ókunnugan eða neitt svoleiðis. Þannig að mér finnst betra að hafa hann frekar en ekki, það er engin spurning.“ Spjallið berst að fermingargjöfunum og Óli segist vonast til þess að fá tölvu frá foreldrum sínum. Pabbi hans er fljótur að grípa inn í og bætir við að hann fái einnig námskeið í notkun tölvunnar. Pabbanum er greinilega umhugað um æskuna og aukna notkun þeirra á tölvum og þann tíma sem fylgir notkuninni. „Krakkar sem nota tölvur í dag eru bara neytendur. Það er mikilvægt að þeir læri að búa til eitthvað sem aðrir geta horft á notað. Það er mikilvægt að nýta tímann vel í tölvunni í stað þess að horfa bara á bíómyndir eða eitthvað slíkt.“ Skúli segir að það hafi komið svolítið á óvart hvernig það sé að hafa drenginn sinn í þessum hópi fermingarbarna. „Ég man að ég átti frekar erfitt með mig þegar ég var að ganga til fermingarfræðslu hjá föður mínum sem þótti nú mjög skemmtilegur. Margir eiga góðar minningar úr fermingarfræðslunni með honum og það á ég svo sem líka. En mér fannst þetta allt hálf óþægileg skörun á opinberu lífi og einkalífinu. En Óli minn er alveg sallarólegur. Hann fer hreinlega á kostum í leikþáttum sem eru hluti fræðslunnar og virðist ekki finna fyrir því á nokkurn hátt að þetta sé eitthvað óþægilegt. Kannski

er ég svona skilningsríkur því ég upplifði þetta með föður mínum á sínum tíma en þetta er gaman. Ég er í rauninni alsæll, það er mjög ánægjulegt að fylgjast með honum.

Fermast ekki frá Keflavíkurkirkju

Að mati Skúla á fermingarmessan að vera hátíðleg en líka létt og skemmtileg og aldrei lengri en klukkustund. Það leynir sér ekki þegar messugestir komi út úr kirkjunni hversu mikil hamingja ríki þar. „Það er svo mikil birta og bros á þessum degi eins og það á auðvitað að vera. Margir eiga minningar af athöfnum sem ætluðu engan endi að taka og allir voru orðnir slæmir í bakinu og örþreyttir á prestinum, organistanum og kórnum. Það eru auðvitað ekki góð skilaboð frá kirkjunni til þessa hóps. Við reynum að hafa fermingarmessurnar stuttar og hafa það þannig að fólk fermist ekki frá Keflavíkurkirkju, eins og stundum er sagt. Það er að segja, fermist og komi aldrei aftur.“ Hann segir þetta allt vera hluta af þeirri stefnu sem sé að ryðja sér til rúms innan þjóðkirkjunnar, að bæta þá þjónustu sem þar er veitt. Samkeppnin og samanburðurinn geri kirkjunni aðeins gott þegar til lengri tíma er litið en auðvitað verði alltaf að leitast við að gera betur.

BROT AF HEIMINUM Í FERMINGARGJÖF Gjafabréf Icelandair gildir sem greiðsla upp í flugfar til allra áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku. Þú velur upphæðina.

+ Pantaðu fermingargjöfina á www.icelandair.is

Bjarni Pétur Jónsson ritstjorn@frettatiminn.is

Vertu með okkur Gjafabréf Icelandair gildir í tvö ár frá útgáfudegi.


10

fermingar

Helgin 1.-3. mars 2013

Töff fatnaður við öll tækifæri

Töff fatnaður við öll tækifæri

Slá með lambaskinni 12.900 kr. Leðurlíkis pils 7.900 kr. Möst C Bláu húsin Faxafeni S. 588 4499

Jakki 12.900 kr. Kjóll 12.900 kr. Skór 9.900 kr. Möst C Bláu húsin Faxafeni S. 588 4499

Six Mix

Tamaris svartir

Töff jakki og kjóll

Stærðir 40-46 Verð: 15.995 kr. Svart, grátt Skór.is Kringlunni og Smáralind, Skór.is Netverslun

Einnig til í appelsínugulu Verð 12.995,Skóhöllin - Eurosko Firðinum Hafnarfirði S. 555 4420

Kjóllinn er einnig til í svörtu Verð 11.900,Jakkinn er einnig til í svörtu Verð 13.700,Dalakofinn Verslunarmiðstöðinni Firði Hafnarfirði S. 555 4295

Studio 56

Vagabond

Stærðir 40-45 Verð: 10.995 Skór.is Kringlunni og Smáralind Skór.is Netverslun

Stærðir 35-42 Verð: 16.995 kr. Kaupfélagið, Skór.is Netverslun

Gabor Six Mix

Stærðir: 36-41 Verð: 17.995 kr. Koma í rauðu, svörtu og beige Skór.is Kringlunni og Smáralind, Skór.is Netverslun

Tamaris nude

Einnig til í svörtu og bláu Verð 12.995,Skóhöllin - Eurosko Firðinum Hafnarfirði S. 555 4420

Fallegir hælaskór úr leðri með 5 cm hæl í stærðum 35-44 Verð 24.865,Gabor sérverslun í Fákafeni 9 S. 553 7060


Fa l l e g a r g j a Fav ö r u r á góðu verði

Crosely plötuspilari VERÐ 49.900,-

Skilti VERÐ 6.900,-

Crosley útvarp VERÐ 33.500,-

Eiffelturn púði VERÐ 7.800,-

Glerbox VERÐ 4.900,-

Skilti VERÐ 2.900,-

Þvottabjörn kragi lítill VERÐ 9.900,-

Heimurinn glerkúla VERÐ 5.900,-

Stjörnutaska VERÐ 14.900,-

Seva armband VERÐ 3.900,-

Dýraljós VERÐ 7.800,-

Verslun: Innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg / Sími: 519 6699 / Vefverslun: www.myconceptstore.is


12

FERMINGARTILBOÐ

fermingar

Helgin 1.-3. mars 2013

 Fermingar Vandasamt að Finna réttu greiðsluna

Fermingargreiðslan heima í stofu

Með hverri sæng fylgir andadúnskoddi

Mikilvægt er að finna réttu hárgreiðsluna fyrir ferminguna. Íris Sveinsdóttir, höfundur bókarinnar Frábært hár, gefur hér góð ráð fyrir fermingarnar.

Þ Laugavegi 86 101 Reykjavík S. 511 2004 www.dunogfidur.is

Sparifatnaður í úrvali

að getur verið vandaverk að finna réttu hárgreiðsluna fyrir ferminguna. Á fermingardaginn eru ungar dömur oft að standa í fyrsta skipti í sviðsljósinu alveg einar og þá er mjög mikilvægt að allt sé eins og það á að vera, og þær séu ánægðar með útkomuna. Það er ekkert eins slæmt fyrir sjálfstraustið og að finnast maður ekki flottur á þessum stóra degi. Þess vegna ráðlegg ég öllum foreldrum að gera eða koma með fermingarskvísurnar í prufu greiðslu og förðun svo að það sé ekkert happa glappa hvernig fermingarskvísan lítur út á stóra deginum. Þegar ég fermdist greiddi pabbi mér,

hann er að vísu rakari og var alveg „meðetta“ en það var mjög gaman og spennandi og er þetta ein fallegasta minningin úr fermingunni minni svona áður en allir komu og ég þurfti að „standa mig“ og brosa framan í fjölskylduna. Vinkonum mínum fannst það líka mjög kúl að pabbi minn hefði greitt mér. Það getur verið mjög skemmtilegt að mamman eða pabbinn spreyti sig á að greiða fermingargreiðsluna og hér er ein mjög auðveld og falleg.

Hárgreiðsla: Íris Sveinsdóttir höfundur bókarinnar Frábært hár. | Förðun: Natalie Hamzehpour. | myndir: Bernd Siegel.

Sérstaklega fallegir litir Stærðir 36 - 52

Skoðið úrvalið á facebook! www.hjahrafnhildi.is S. 581 2141

Sérverslun með kvensilfur

Margar gerðir af búningasilfri. Allar upplýsingar um hefð og gerðir búninga eru veittar á staðnum.

www.thjodbuningasilfur.is Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160.

Þegar ég er búin að setja lokka í hárið spreyja ég vel yfir það með hárspreyi svo að lokkarnir haldist betur. Þið getið notað mismunandi aðferðir við lokkagerð ( Í bókinni minni er hægt að finna 6 mismunandi aðferðir ) En endilega verið búin að gera prufu áður svo að þið vitið hvað það tekur ykkur langan tíma bæði að setja rúllurnar eða annað í hárið og fyrir hárið að þorna o.s.frv. Hér notaði ég mjög stórar franskar rúllur og var búin að

þurrka hárið mjög vel áður til að fá fallega liði en ekki krullur, en það er auðvitað smekksatriði.

 

Byrjið að flétta þeim megin sem skiptingin er. Fléttið eins og í fastri fléttu en dragið bara inn í fléttuna öðru megin, þar sem að skiptingin er hér hægra megin dreg ég inn í vinstra megin, ég flétta svona áfram út að vinstra gagnauga.

 

Nú sný ég fléttunni ég fer að draga inn í hana hægra megin. Ég flétta svona áfram út að hægri hliðinni ca. í sömu línu og ég byrjaði en reyni að láta fléttuna vera á ská niður til hægri, mikilvægt er að taka ekki of þykka lokka inn í fléttuna.

Þegar ég er komin út til hægri breyti ég aftur um stefnu og tek inní fléttuna frá vinstri á ská og flétta svo restina alveg niður.

Það getur verið fallegt að skreyta fléttuna neðst. Hér nota ég vír með laufum og blómum sem hægt er að kaupa í blómabúðum.

Nú toga ég ystu hárin í hverju fléttublaði aðeins út til að fá þrívídd í greiðsluna

Togið varlega alveg niður fléttuna. Stundum þarf maður að fara aðra umferð ef ekki er nægilega togað.


kr. 12.995

kr. 17.995

kr. 17.995

Vörunr.: Gva 3523-140-20 Stærðir 36-42

Vörunr.: Gva 3523-101-20 Stærðir 36-42

kr. 16.995

kr. 16.995

kr. 16.995

kr. 14.995

kr. 14.995

Vörunr.: Gva 3543-080-20 Stærðir 36-41

Vörunr.: Gva 3512-701-20 Stærðir 36-42

Vörunr.: Gva 3526-401-20 Stærðir 36-42

Vörunr.: Gva 3512-701-01 Stærðir 36-42

Vörunr.: Gva 3526-483-85 Stærðir: 36-42

Vörunr.: Gva 3512-001-01 Stærðir 36-42

kr. 19.995

kr. 17.995

Vörunr.: Gva 3439-201-20 Stærðir 36-41

Vörunr.: Gva 3521-001-20 Stærðir 36-41

kr. 14.995

kr. 14.995

Vörunr.: Gva 3525-050-20 Stærðir 37-42

Vörunr.: Gva 3526-450-20 Stærðir 36-42

Skór.is

www.

netverslun

Kringlan | Smáralind


14

fermingar

Helgin 1.-3. mars 2013

Plötuspilari – Crosley Til í svörtu og brúnu. Stereo hátalarar Innbyggður magnari Tengjanlegur við magnara USB tengi fyrir upptöku Tengi fyrir iPod/iPhone til að spila Tengi fyrir headphone Verð 49.900,Fæst í Myconceptstore Innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg í Kópavogi

FING’RS naglasnyrtistofa heima

Tilvalin fermingargjöf fyrir stúlkurnar. Með FING´RS UV geli og UV lampanum er leikur einn að skapa fallegar neglur fyrir þig og vinkonurnar rétt eins og hjá fagfólki. Frábær leið til að styrkja viðkvæmar neglur sem eiga það til að klofna eða brotna. Auðvelt er að lengja neglurnar með FING´RS toppum framan á neglurnar eða að setja french rönd frá FING´RS undir gelið. Leiðbeiningadiskur fylgir með lampanum sem gerir verkið auðvelt. Svo einfalt, fallegt og endingargott með naglastudio frá FING´RS heima hjá sér.

Snyrtitöskur til fermingargjafa

Axe snyrtitaska, hentug í fermingarpakkann. Snyrtitaskan inniheldur bæði Axe Vice sturtusápu og svitasprey. Axe Vice hefur frískandi ilm, sem hentar strákum á öllum aldri. Töskurnar fást í öllum helstu verslunum Hagkaups.

Snyrtitöskur til fermingargjafa

Neutral Face Care snyrtitaska. Taskan inniheldur: Andlitskrem, húðhreinsifroðu, hreinsiklúta og upplýsingablað um 10 góð ráð fyrir góða húðumhirðu. Neutral Face Care vörurnar eiga það sameiginlegt að vera mildar, rakagefandi og án allra aukaefna. Töskurnar fást í öllum helstu verslunum Hagkaups.

Nike 150 ilmir Tilvaldir í fermingarpakkann hjá herrunum. Nike 150 kemur í 150ml glasi en er á sama verði og 75ml ilmirnir. Mikið úrval af gjafapakkningum, annars vegar ilmur og svitalyktaeyðir eða hins vegar ilmur og sturtusápa. Nike 150 kemur í fjórum ilmum: On Fire, Green Storm, Blue Wave og Cool Wind. Einnig er hægt að fá svitalyktareyði í sama ilmi, annað hvort í spray-formi eða roll-on. Þá eru líka til sturtusápur stakar. Allir herrar geta fundið ilm við sitt hæfi frá Nike.

Lady Gaga FAME

FERMINGARTILBOÐ

20% AFSLÁTTUR af fisléttum ferðatöskum í millistærð

Fyrsti ilmur Lady Gaga heitir FAME og það sem er óvenjulegt við hann er að vökvinn er svartur í flöskunni – en þegar þú sprautar honum á þig þá verður hann glær. Gaga vildi hafa þrennt á hreinu þegar ilmurinn var þróaður. Hann átti að vera á sama tíma léttur, munúðarfullur og dökkur. Ilmurinn er ríkur af blómum og í honum er meðal annars Tígur Orkídea og Jasmína, það er einnig léttur ávaxtakeimur af honum en Gaga var hörð á því að hann ætti að vera léttur og vildi að hann hæfði sem flestum. Fáanlegt í: EDP 30 ml, 50 ml og 100 ml, Black body lotion 200 ml, Black shower Gel 200 ml.

David Beckham The Essence

Nýjasti ilmurinn frá David Beckham, The Essence, er fullur af orku. Fersk blanda af sítrusávöxtum og viðartónum. Beckham vildi láta ilmvatnsglasið endurspegla ástríðu sína á mótorhjólum; en það er eins og mótorhjól hafi keyrt yfir glasið og skilið eftir sig hjólför og tappinn er úr stáli til að undirstrika karlmennsku. Um ilminn segir Beckham: „Every man has something that makes him happy and for me, it is the smell of The Essence that conveys a sense of adventure and those special moments spent with the loved ones.“ Fáanlegt í: EDT 30 ml og 50 ml, After Shave 50 ml, Deo Stick og Hair & Body Wash.

Verð áður 13.100 kr. Verð nú 10.480 kr.

Tösku og hanskabúðin Skólavörðustíg 7 101 Reykjavík S. 551 5814 www.th.is

Beyoncé Midnight Heat Beyonce er Midnight Heat er flottur ilmur. Munúðarfullur og seiðandi ilmur sem slær í gegn eftir miðnætti. Fáanlegt í EDP 30 ml og 50 ml, Shower Cream 200 ml og Body Lotion 200 ml.


Tortillur í fermingarveisluna

7.500 kr.

Á undanförnum árum hefur færst í vöxt að foreldrar og forráðamenn sjái sjálfir um veitingar í fermingarveislunum. Þegar stór veisla er undirbúin þarf að huga að mörgu en á uppskriftavef MS, www. gottimatinn.is eru fjölmargar uppskriftir fyrir flest tilefni og þar er meðal annars að finna fjölda uppskrifta fyrir fermingarveislur. Alls eru um 50 uppskriftir sérstaklega fyrir fermingar. Hér fylgir ein uppskrift sem hentar vel fyrir fermingarveisluna.

Fylgir hver ju

RB RúM

RB rúm hla ut á dögun um alþjóðle á Internati g verð ona í London,fy l Quality Crown Award laun rir vandað s a framleiðslu markaðsset og ningu. Þet ta eru stór það er bara verðlaun en eitt fyrirtæ ki í hverri g þessi verðla rein sem fæ un ár hvert r .

FERMINGARGJÖF

Tortillur með pepperoniosti og spínati

í áraraðir hefur ragnar Björnsson ehf. framleitt rúm af öllum stærðum og gerðum, allt eftir óskum viðskiptavina. Mismunandi stífleika er hægt að

Hitið tortillurnar á pönnu svo það sé auðveldara að vinna með þær. Raðið á bretti eða borð. Smyrjið með rjómaosti og stráið pepperoniostinum yfir. Leggið pepperonisneiðarnar á og bætið við spínati og söxuðum rauðlauk. Rúllið upp og kælið. Skerið í sneiðar og setjið sýrðan rjóma á toppinn. Höfundur: Árni Þór Arnórsson

velja allt eftir þyngd þeirra sem á dýnunum hvíla. Þú velur rétta hæð á rúmið þitt og stígur létt framúr. Mikið úrval af öllum tegundum rúma. hafið samband við sölumenn okkar fyrir frekari upplýsingar.

Betri Stofan

Úr þessari uppskrift færðu u.þ.b. 30 bita, 6 bitar úr hverri rúllu. Innihald 5 stk stórar tortillukökur 125g rjómaostur 150g pepperoniostur rifinn 25 sneiðar pepperonisneiðar eða saxað 200g spínat 100g rauðlaukur saxaður

Aðferð:

rúmi

Kistill

Kistill

32.000 kr.

49.000 kr.

Rúm 90x200 - Verð frá

59.900 kr.

Opið alla virka Daga frá 8 - 18 Og á laugarDöguM frá 10 - 14

rB rÚM

Dalshraun 8

220 hafnarfirði

www.rBruM.is

síMi 555 0397



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.