góð fjölskyldutengsl eru það dýrmætasta að sögn kristbjargar sem leikur nú í verki um samhengi kynslóðanna. ViðTal 16
Fylgir Fréttatímanum í dag Allt um hjólreiðar í fylgiblaði Fréttatímans í dag. Jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna.
erfiðara að leysa úr ágreiningsmálum í smærri samfélögum að sögn helga gunnlaugssonar afbrotafræðings.
Hjólreiðar
Sérblað um reiðhjó l og
hjólreiðar
Helgin 2.-4. maí
gullhringu
rinn 2014
Stærsta hjólreiðak eppni fer fram í júlí. Keppnin landsins er jafnt fyrir afreksfólk sem áhugamen n
2014
bls. 2
Fimm leiðir til að hjóla í vinnuna Hafið öryggið í fyrirúmi
bls. 2
Komdu tækninni í lag
Nauðsynlegt er að æfa tæknina þegar hjólreiðar eru orðnar sport
bls. 10
ÚTTeKT
22
helgarblað SIRRUS ELITE DISC
Götuhjól með fjallahjólastýri og vökvastýrðum getir hjólað hratt diskabremsum á löngum ferðum, en einnig verið eldsnöggursvo þú niðrí bæ.
Verð: 149.990 kr.
2.—4. maí 2014 18. tölublað 5. árgangur DOLCE SPORT
EQ
Þú ferð jafn léttilega í helgarhjólatúrinn og í 160 km keppni EQ með A1 álgrind á og traustri Shimano Sora gírskiptingu.
Kria Hjól ehf // Grandagar
ður 7 // 101 Reykjavík
Verð: 159.990 kr.
ókeypis viðtal MisMunandi úrvinnsla Móður og öMMu eftir hörMulegt fráfall 5 ára drengs
Græt meðan ég syndi Tæp þrjú ár eru síðan hinn fimm ára gamli Vilhelm Þór Guðmundsson drukknaði í sundlauginni á Selfossi. Elísa Björk Jónsdóttir, móðir Vilhelms Þórs og Guðný Sigurðardóttir, móðuramma hans, hafa unnið á afar misjafnan hátt úr áfallinu og voru viðbrögð þeirra mjög ólík. Áfall Elísu er nýkomið fram en Guðný lagðist í þunglyndi fljótlega eftir slysið en náði heilsu með gönguferðum, auk þess sem hún lærði almennilega að synda. „Ég veit ekki hve oft ég hef grátið meðan ég er syndi,“ segir hún. Hinn 21. maí, þegar slétt þrjú ár eru liðin frá slysinu, ætlar Guðný að ganga og synda í minningu dóttursonar síns og safna áheitum fyrir Birtu, félag aðstandenda sem misst hafa börn skyndilega.
lét drauminn rætast valgerður skipti um starfsvettvang um miðjan aldur. ViðTal 28
lay low prófar sig áfram í tónlistinni
62 menning
Y·A·S ER KOMIÐ Í VERO MODA Fylgstu með á Facebook og Instagram
Kringlunni og Smáralind
síða 20
Facebook.com/veromodaiceland Instagram @veromodaiceland
•
SÍA
•
131647
Sólgler með styrkleika fylgja kaupum á gleraugum PIPAR \ TBWA
einnig í FréttAtímAnum í dAg: Frét tAskýringAr: hinir gömlu eigA FrAmtíðinA Fyrir sér & spánverJAr setJA lög gegn Fóstureyðingum
Kristbjörg Kjeld ekki fyrir alla að leikkona búa í fámenni
FIRÐI Fjarðargötu 13–15 Opið: virka daga 10–18 og laugardaga 11–15
MJÓDDINNI Álfabakka 14 Opið: virka daga 9–18
SELFOSSI Austurvegi 4 Opið: virka daga 10–18
Gleraugnaverslunin þín
2
fréttir
Helgin 2.-4. maí 2014
VatNseNdalaNd KópaVogsbær blaNdast í harðVítugar deilur erfiNgja dáNarbús
Kópavogsbær segir 75 milljarða kröfu tilhæfulausa Kópavogsbæ hefur verið birt stefna af hálfu hluta erfingja Sigurðar K. Hjaltested, fyrrum ábúenda á Vatnsenda. Eru dómkröfur stefnenda þær að Kópavogsbær greiði þeim 74.811.389.954 krónur, tæplega 75 milljarða, vegna eignarnáms á landi í Vatnsenda árin 1992, 1998, 2000 og 2007. Fjárhæð varakröfu er 47.558.500.000 krónur, rúmlega 47,5 milljarðar, að því er fram kemur í tilkynningu Kópavogsbæjar. Málið verður þingfest 5. nóvember. „Kópavogsbær telur umrædda málsókn með öllu tilhæfulausa og fjárhæð dómkröfunnar í besta falli fráleita. Mun
Kópavogsbær krefjst sýknu af öllum kröfum stefnenda,“ segir í tilkynningunni. „Kópavogsbæ hefur í fjögur skipti verið heimilað að taka land í Vatnsenda eignarnámi. Í öllum tilvikum fór eignarnám fram á grundvelli eignarnámsheimildar frá opinberum stofnunum og ráðherra. Var Kópavogsbæ skylt að ráðstafa eignarnámsbótum til þinglýsts eiganda Vatnsenda sem jafnframt var ábúandi jarðarinnar. Aðrir opinberir aðilar sem framkvæmt hafa eignarnám í landi Vatnsenda hafa jafnframt ráðstafað eignarnámsbótum til ábúenda jarðarinnar
á hverjum tíma. Þeir opinberu aðilar eru íslenska ríkið, Reykjavíkurborg og Landsvirkjun. Áréttað er að öll aðilaskipti að fasteignum eru háð þeirri grundvallarforsendu að aðilar megi treysta á réttmæti upplýsinga úr þinglýsingarbók. Önnur regla myndi leiða til gríðarlegrar óvissu um það kerfi sem gildir um skráningu eignarhalds að fasteignum á Íslandi. Kópavogsbær harmar að hann hafi verið dreginn inn í harðvítugar deilur milli erfingja að dánarbúi Sigurðar K. Hjaltested sem lést árið 1966. Umrætt dánarbú er enn til opinberra skipta.“ -jh
Vatnsendaland. Kópavogsbæ hefur verið stefnt til að greiða nær 75 milljarða króna vegna eignarnáms þar. Bærinn telur málsóknina tilhæfulausa og fjárkröfur fráleitar.
fjölmiðlar istV er NýjuNg á ljósVaK amarK aði
Safnahúsið endurheimtir sitt gamla nafn Safnahúsið við Hverfisgötu, áður Þjóðmenningarhúsið, sem var vígt 28. apríl 1909 hefur nú fengið gamla nafn sitt aftur, að því er fram kemur í tilkynningu Þjóðminjasafnsins. Þar segir að um þessar mundir sé unnið að grunnsýningu um íslenska listasögu og sjónrænan menningararf sem fyrirhugað er að opna í Safnahúsinu í haust. „Það er í anda samstarfs nokkurra stofnana sem að sýningunni standa að nafnbreytingin á sér stað nú, en stofnanirnar eru Þjóðminjasafn Íslands, sem sér um rekstur hússins, Listasafn Íslands, Náttúruminjasafn Íslands, Þjóðskjalasafn Íslands,
Safnahúsið við Hverfisgötu var vígt fyrir 105 árum, í apríl 1909. Mynd/Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Sýningarstjóri nýrrar grunnsýningar Safnahússins er Markús Þór Andrésson en valinn hluti safnkosts áðurnefndra menningarstofnana verður til sýnis, frá elstu varðveittu heimildum til
dagsins í dag. Samstarf þessara stofnana býður upp á einstakt tækifæri til að skoða arfleifðina í nýju samhengi og varpa ljósi á ósagða sögu með nýstárlegum hætti. Markmið aðstandenda sýningarinnar er að ná sérstaklega til skólafólks og fjölskyldna en um leið til ferðamanna.“ - jh
Sveinbjörg nýr foringi Framsóknar Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir héraðsdómslögmaður verður í fyrsta sæti B-lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina við borgarstjórnarkosningarnar 31. maí. Nýr framboðslisti var samþykktur á kjördæmisþingi í vikunni. Áður hafði Óskar Bergsson dregið sig í hlé af samþykktum lista Framsóknarflokksins. Vangaveltur um að Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður flokksins, mundi snúa aftur í stjórnmál sem oddviti flokksins runnu út í sandinn. Í öðru sæti verður Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem einnig er héraðsdómslögmaður. Þriðja sæti skipar Gréta Björg Egilsdóttir íþróttafræðingur, í fjórða sæti er Jóna Björg Sætran, menntunarfræðingur og markþjálfi, og í fimmta sæti Hreiðar Eiríksson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi lögreglumaður.
Samið við Isavia en verkfall boðað hjá Icelandair Félag flugmálastarfsmanna ríkisins hefur undirritað nýjan kjarasamning við Isavia. Samningurinn gildir í þrjú ár og felur í sér 14% launahækkun á þeim tíma en 2,8% á þessu ári. Allsherjarverkfalli, sem átti að hefjast síðastliðinn miðvikudag, hefur því verið frestað til 22. maí, og verður afboðað ef félagsmenn samþykkja samninginn í atkvæðagreiðslu. Vinnudeilur, sem tengjast millilandaflugi, eru þó ekki að baki því flugmenn hjá Icelandair hafa boðað ótímabundið yfirvinnubann jafnframt því sem þeir hafa boðað til verkfalls á dagvinnutíma fimm daga í maímánuði og skellur hið fyrsta á þann 9. maí, hafi ekki samist fyrir þann tíma.
SUMARTILBOÐ Niðurfellanleg hliðarborð
94.900
• 3 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • Kveiking í öllum rofum • Auka steikarplata fylgir • Niðurfellanleg hliðarborð • Efri grind • Bakki fyrir fitu • Hitamælir • Fáanlegt í fleiri litum
Er frá Þýskalandi
Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
Opið til kl. 16 á laugardag
Ný sjónvarpsstöð, iSTV, í loftið í júní Ný sjónvarpsstöð hefur útsendingar þann 17. júní. Markmiðið er að gefa nýju þáttagerðarfólki tækifæri til að koma sjónvarpsefni sínu á framfæri. Stöðin, sem nefnist iSTV, verður ekki með eigin framleiðslu á efni, heldur er einungis efnisveita fyrir aðra framleiðendur.
„Það er mikil gróska í þáttagerð og ekki allir sem koma efninu sínu að hjá stóru stöðvunum. Við ætlum að gefa þeim pláss hjá okkur,“ segir Sigurjón Haraldsson, einn af stofnendum nýrrar sjónvarpsstöðvar, iSTV, sem hefur útsendingar 17. júní.
N
ý sjónvarpsstöð, iSTV, hefur útsendingar á þjóðhátíðardaginn. Sigurjón Haraldsson er einn stofnenda og segir hann að stöðin verði fyrst og fremst efnisveita og muni ekki sjálf framleiða efni. „Við ætlum að gefa ungu og efnilegu þáttagerðafólki tækifæri til þess að koma efni sínu á framfæri og erum því ekki hefðbundin sjónvarpsstöð í þeim skilningi,“ segir Sigurjón. Stöðin verður ekki með eigið stúdíó heldur sendir út efni frá öðrum. „Það er mikil gróska í þáttagerð og ekki allir sem koma efninu sínu að hjá stóru stöðvunum. Við ætlum að gefa þeim pláss hjá okkur,“ segir Sigurjón. Á miðvikudaginn tilkynnti Konunglega kvikmyndafélagið, sem rekur fjölmiðlana Bravó og Miklagarð, að öllu starfsfólki hefði verið sagt upp eftir tæplega tveggja mánaða rekstur. Sigmar Vilhjálmsson, stofnandi félagsins, segir að verið sé að leita að nýju hlutafé til að styrkja reksturinn og vonast til að hægt verði að ráða alla starfsmenn sjónvarpsstöðvanna aftur. Sigurjón óttast ekki rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi þrátt fyrir þessar fréttir. „Við erum með mjög litla yfirbyggingu og engan kostnað við stúdíó og þess háttar,“ segir Sigurjón. Rekstrargrundvöllur iSTV verður sala auglýsinga. Fólki gefst kostur á að senda út þætti sína á iSTV og selja sjálft auglýsingar í þá. Þá taki iSTV hlutfall af auglýsingasölu. Velji þáttagerðarfólk að selja ekki auglýsingar sjálft mun sjónvarpsstöðin sjálf selja auglýsingar í þættina. Aðspurður segir Sigurjón að stöðin muni gæta þess að sjónvarpsefnið sem sent verður út uppfylli ákveðnar kröfur. „Við sendum ekki út hvað sem er en þetta er hins vegar frábært tækifæri fyrir fólk sem hefur áhuga á þáttagerð og hefur verið að vinna að eigin efni,“ segir hann. Jón Emil Árnason er sjónvarpsstjóri iSTV, Guðmundur Týr Þórarinsson dagskrárstjóri og Bonni ljósmyndari markaðsstjóri. „Við erum ekki að fara af stað til höfuðs einum né neinum,“ segir Sigurjón, „heldur að bæta við nýjung á markaðinn. Sem dæmi um þátt sem verður hjá okkur er matreiðsluþáttur fyrir fólk sem nennir ekki að elda. Allir hinir eru með hefðbunda þætti en við ætlum að fara aðrar leiðir,“ segir hann. Hægt verður að horfa á útsendingar stöðvarinnar í gegnum myndlykla Símans og Vodafone sem og á netinu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is
�
�
Baksviðs með Sinfóníuhljómsveit Íslands
Sigrún Eðvaldsdóttir, 1. konsertmeistari, og systir hennar, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, eru hluti af fiðlusveitinni.
Sigrún: Auðvitað þykir okkur rosalega vænt um fiðluna en þetta er líka stundum svolítið erfitt samband. Hljóðfærið er oft harður húsbóndi. Sigurlaug: Einmitt, en samt er gott samband við góða fiðlu eins og gott ástarsamband, það svarar allt svo vel. Við vitum öll hvað það merkir að stilla saman strengi, en í starfi Sinfóníu hljómsveitar Íslands er orðtakið notað í bókstaflegri merkingu og í raun er fátt nauðsynlegra. Fagmennska er leiðarstef í öllu starfi hljómsveitarinnar.
Sigrún Eðvaldsdóttir er ástríðufullur tónlistarmaður sem gefur allt í flutninginn á milli þess sem hún leikur angurvært á fiðluna. Sigrún hefur leikið víða um lönd og náð góðum árangri í alþjóðlegum fiðlukeppnum. Eldri systir Sigrúnar, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, hefur kennt þeirri yngri allt sem hún kann.
Framhaldsnám í fiðluleik stunduðu þær báðar fyrir vestan haf, Sigurlaug í New York við Manhattan School of Music en Sigrún við hinn sögufræga Curtis tónlistarháskóla í Philadelphiu. Fiðlan ber oftar en ekki uppi laglínur tónbókmenntanna, getur fengið hárin til að rísa og á hug þeirra systra allan.
gamma er aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Við erum stolt af samstarfi okkar við hljómsveitina og ánægð með að geta tekið höndum saman með ástríðufullu fagfólki um þetta mikilvæga starf. www.gamma.is
4
fréttir
Helgin 2.-4. maí 2014
veður
FöstudAgur
lAugArdAgur
sunnudAgur
vorlegt veður og væta þegar frá líður reiknað er með björtu og fallegu veðri um land allt í dag, en á morgun nálgast veðraskil úr suðri. annað kvöld fer að rigna sunnantil, en bjart og kólnar niður fyrir frostmark n-til aðra nótt. Skilunum er spáð norður yfir landi snemma á sunnudag og rigning með sa-strekkingi um tíma um mest allt land. styttir upp að mestu með s-átt þegar líður á daginn. Meira af mildu lofti er spáð eftir helgina.
8
7 10
HöfuðborGarsvæðið: BjarTað MEsTu og HægLÁTT.
5
5
7 7
Heiðríkja oG HæGur vindur. Hlýtt í sólinni yfir daGinn.
vedurvaktin@vedurvaktin.is
5
7
9
einar sveinbjörnsson
5
4
9
6
6
dreGur fyrir sólu oG fer að riGna syðra. Áfram bjart na-til.
víða riGninG, einkum framan af deGi.
HöfuðborGarsvæðið: skýjað og sMÁrigning sÍðdEgis.
HöfuðborGarsvæðið: VæTa uM Morguninn, En sÍðan ÞurrT.
HvAlveiðAr skipið AlmA tengt dótturFélAgi sAmskipA
Tuttugu ár eru síðan Árbæjarlaug var tekin í notkun.
Þrjú hundruð þúsund árlega í Árbæjarlaug Árbæjarsundlaug fagnaði 20 ára afmæli sínu síðastliðinn miðvikudag, 30. apríl. „Laugin var og er ein allra glæsilegasta laug borgarinnar með stórkostlegu útsýni yfir Elliðaárdalinn,“ segir guðrún arna gylfadóttir forstöðukona. „Borgarbúar tóku lauginni vel og gera enn,“ segir guðrún arna. Heildarfjöldi heimsókna á
ári er um 300 þúsund. síðustu ár hefur verið hlúð að Árbæjarlaug, að því er fram kemur í tilkynningu reykjavíkurborgar. nýr nuddpottur var settur upp fyrir tveimur árum með tilheyrandi stýrikerfi. Eimbaði var einnig komið upp, auk þess sem ráðist var í úrbætur vegna ferlimála.
Mikil fjölgun á almennum leigumarkaði Heimilum í leiguhúsnæði á almennum markaði hefur fjölgað umtalsvert síðan 2007. Það ár voru 15,4% heimila í leiguhúsnæði á almennum markaði en 24,9% árið 2013, að því er fram kemur hjá Hagstofu Íslands. „Árið 2007 var hlutfall heimila í leiguhúsnæði á almennum markaði svipað og hlutfall heimila í leiguhúsnæði í gegnum hverskyns búsetuúrræði á borð við félagslegar leiguíbúðir sveitarfélaga og námsmannahúsnæði, eða 7,6% samanborið við 7,8%. Fjölgunin var hinsvegar meiri í fyrrnefnda hópnum og árið 2013 voru
Árbæjarlaug stendur við útivistarsvæði reykvíkinga í Elliðaárdalnum með aðkomu um Fylkisveg. Bygging sundlaugarinnar hófst árið 1991 og er hvolfþak úr gleri yfir innilaug og innigarði einkennandi fyrir hana. Útisundlaugin er 25 metrar og á útisvæði eru iðulaugar, heitir pottar og leiktæki. -jh
14,2% heimila í leiguhúsnæði á almennum markaði en 10,7% í búsetuúrræði. Leigjendum á almennum markaði hefur ekki aðeins fjölgað, heldur hefur samsetning hópsins breyst, bæði hvað varðar aldur, heimilisgerðir og tekjur. Eftir 2007 óx hlutfall fólks á aldrinum 25-34 ára á almennum leigumarkaði hraðar en í eldri aldurshópum, úr 8,6% í 23,7%. Á sama tíma hækkaði hlutfall leigjenda á almennum markaði í lægsta tekjubilinu hraðar en á hærri tekjubilum, úr 9,5% í 28,9%. Þá hækkaði hlutfallið á meðal heimila einhleypra með eitt eða fleiri börn úr 9,7% í 27,7%, sem er meiri aukning en mælist fyrir aðrar heimilisgerðir.“ - jh
Frítt söluverðmat án allra skuldbindinga
Halldór Kristján Sigurðsson sölufulltrúi 695 4649 hks@remax.is
Sylvía Guðrún Walthersdóttir
löggiltur fasteignasali 477 7777 sylvia@remax.is
skipið alma er komið í gegnum singapore-sund og heldur áfram siglingu sinni með 2000 tonn af hvalkjöti til japans. skipinu er hvarvetna bannað að koma til hafnar þar sem farmurinn er afurðir dýrs sem er á alþjóðlegum lista yfir tegundir í útrýmingarhættu.
Áhöfn í land en Alma utan hafnar á Máritíus alma hefur mikið verið í verkefnum fyrir norskt skipafélag þar sem forstjóri samskipa situr í stjórn og samskip eru 25% eigandi.
A
Þann 10. júlí í fyrra gáfu Samskip út yfirlýsingu um að fyrirtækið hafi engin áform um að taka að sér flutninga á hvalkjöti í framtíðinni.
lma, skipið sem nú er á leið til Japans með um 2.000 tonn af frosnu langreyðarkjöti, er eitt þeirra skipa sem norskt dótturfélag Samskipa, Silver Green, hefur leigt út til ýmissa verkefna og er talið með flota Silver Green á heimasíðu félagsins. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, segir að Silver Green tengist þó á engan hátt flutningum hvalkjötsins til Japans. Hann segist hafa upplýsingar um að flutningarnir fyrir Hval hf. byggist á milliliðalausum samningum Hvals hf. við úkraínska útgerðarfélagið sem er skráður eigandi Alma en það heitir Armidia Shipping Co Ltd. Samskip eiga 25% hlut í Silver Green og Ásbjörn situr í stjórn félagsins. Hann segir að Alma er eitt þeirra skipa sem Silver Green hafi notað til þess að flytja uppsjávarafurðir frá Íslandi. Það séu árstíðarbundin verkefni og að öðru leyti séu verkefni Alma Silver Green óviðkomandi og á vegum úkraínska eigandans. Þann 10. júlí í fyrra gáfu Samskip út yfirlýsingu um að fyrirtækið hafi engin áform um að taka að sér flutninga á hvalkjöti í framtíðinni. Sú yfirlýsing var gefin að kröfu hafnaryfirvalda í Rotterdam vegna sex gáma af hvalkjöti frá Hval hf, sem fluttir höfðu verið með skipi Samskipa og á farmbréfum frá Samskipum til Rotterdam. Hafnaryfirvöld í Rotterdam brugðust harkalega við og bönnuðu að kjötið yrði flutt áfram á áfangastað í Japan enda er langreyður á lista yfir dýr í útrýmingarhættu og viðskipti með kjöt af dýrinu eru ólögleg, sam-
kvæmt alþjóðlegum sáttmála sem nefnist CITES. Ísland hefur ekki staðfest þann sáttmála en það hefur Holland gert og flest ríki, önnur en Noregur og Japan, auk Íslendinga. Gámarnir sex voru því fluttir á ný til Íslands. Ásbjörn sagði við Fréttatímann að eftir þetta hafi verið ljóst að flutningum á hvalkjöti væri sjálfhætt fyrir Samskip. Flutninganet fyrirtækisins er þannig upp byggt að Rotterdam og Hamborg eru umskipunarhafnir fyrir flutninga til fjarlægari áfangastaða á borð við Japan. Alma var á miðvikudaginn stödd við Singapore-sund og virtist á leið austur með norðurströnd Borneo áleiðis til Japans þangað sem talið er að skipið komi um eða fyrir miðjan mánuðinn. Eins og fram er komið var skipinu neitað að koma inn til hafnar í Durban í Suður-Afríku. Um páskana lá skipið í nokkra daga við akkeri utan við höfnina í Port Louis, sem er hafnarborg á stærð við Reykjavík, á eyríkinu Máritíus í Indlandshafi. Vefmiðillinn Trade Winds News hefur það eftir embættismanni hjá hafnarstjórninni í Port Louis að skipið hafi staldrað stutt við og allan tímann haldið sig utan við lögsögu hafnarinnar en áhöfnin hafi farið með léttabáti í land. Ekki fékkst staðfest hvort skipið tók olíu meðan það lá undan Máritíus en það er talið ólíklegt þar sem alþjóðlegar siglingareglur leyfa ekki að tekin sé olía úr tankskipum utan við lögsögu hafnar. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is
Módelleit Smáralindar verður haldin í Smáralind 3. maí kl. 13. Ef þú ert á aldrinum 18-35 ára og hefur áhuga á fyrirsætustörfum er þetta tækifærið fyrir þig!
TAKTU ÞÁTT OG ÞITT ANDLIT GÆTI BIRST HÉR.
6
fréttir
Helgin 2.-4. maí 2014
ReiðhjólahjálmaR eimskip og kiwanishReyfingin
Gefa 4.500 grunnskólabörnum hjálma Eimskipafélag Íslands og Kiwanishreyfingin gefa öllum grunnskólabörnum sem ljúka 1. bekk grunnskóla í vor reiðhjólahjálma. Verkefnið er árviss viðburður félaganna til að stuðla að umferðaröryggi yngstu hjólreiðamanna landsins. Verkefnið nefnist „Óskabörn þjóðarinnar“ en samtals munu um 4.500 börn fá reiðhjólahjálma að gjöf í ár, að því er fram kemur í tilkynningu. Á þeim 10 árum sem verkefnið hefur staðið yfir hafa um 45 þúsund börn, um 14% af þjóðinni, notið góðs af því. „Verkefnið er okkur afar kært og stendur okkur nærri. Eimskip leggur ríka áherslu á öryggismál í allri sinni starfsemi og vill með þessum hætti leitast við að miðla þeirri reynslu til barnanna sem þurfa að vera meðvituð um mikilvægi öryggis í umferðinni. Ljóst er samkvæmt upplýsingum
frá lögreglunni víðsvegar um land að hjálmarnir hafa bjargað mörgum börnum frá alvarlegum meiðslum,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips. Félagið hlaut á síðasta ári mestu viðurkenningu sem alþjóða Kiwanishreyfingin veitir fyrir framlag sitt til samfélagslegra málefna. Kiwanishreyfingin mun á næstu vikum fara í alla grunnskóla landsins og afhenda börnum 1. bekkjar grunnskóla hjálma. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um, segir enn fremur, að vera vakandi fyrir því þegar börn þeirra koma heim með hjálma og aðstoða þau við að stilla þá rétt. Jónas Haraldsson
Gjöf reiðhjólahjálmanna til barna sem ljúka 1. bekk í grunnskóla í vor stuðlar að umferðaröryggi yngstu hjólreiðamanna landsins.
jonas@frettatiminn.is
fönduRBók fR amhaldslíf ýmissa muna
Tempur dagar nú er Tækifærið!
20% afsláttur í maí
Hljóðfæri úr endurvinnanlegu efni Sorpa styrkir útgáfu föndurbókarinnar Gaman í drasli. Raggi ruslakarl hjálpar til og talar vistvænt tungumál.
B DÝNUR OG KODDAR
va x ta l a
a
r
afb
orga
ni
r
TEMPUR Original eða Cloud heilsudýna með Standard botni og löppum Verðdæmi: 160x200 cm. Fullt verð kr. 390.700 TILBOÐSVERÐ: kr. 312.560
2 í 1
us
TEMPUR® Original & Cloud heilsurúm
mán*
Aðeins
27.123 kr. á mán.
EINA DÝNAN OG KODDINN SEM VIÐURKENND ERU AF NASA OG VOTTUÐ AF GEIMFERÐASTOFNUNINNI
afb
orga
ni
Aðeins
55.627 kr. á mán.
r
C&J stillanlegt rúm með TEMPUR Original eða Cloud heilsudýnu. Verðdæmi: 2x90x200 cm. Fullt verð kr. 803.800 TILBOÐSVERÐ: kr. 643.040
mán*
va x ta l a
a
r
2 í 1
us
C&J stillanlegt rúm með TEMPUR® dýnu
Veitir stuðning þar sem þú þarft hann.
Leggur grunn að góðum degi Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16 Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100 og Skeiði 1 Ísafirði • Sími 456 4566 betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is
jörn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, afhenti Pamelu De Sensi nýverið hálfrar milljónar króna styrk til útgáfu á föndurbók fyrir börn. Pamela er flautuleikari og stjórnandi Töfrahurðar sem er tónlistarhátíð fyrir yngstu kynslóðina í Salnum í Kópavogi. Á vegum Töfrahurðar hafa reglulega verið haldin námskeið fyrir börn þar sem hljóðfæri eru smíðuð úr endurvinnanlegu efni. „Gaman í drasli“ er föndurbók þar sem kennt er að búa til hljóðfæri úr endurvinnanlegu efni ásamt ýmsum skemmtilegum leikjum. Í bókinni eru fimm söguhetjur, álfarnir Plasti, Pappa og Gleri sem sérhæfa sig í leikjum ýmis konar, Pamflauta sem kennir að búa til hljóðfæri og loks risinn góði, Raggi ruslakarl. Raggi varð til á ruslahaugi úr alls konar dóti, talar eingöngu vistvænt tungumál og gefur álfunum af sér hitt og þetta sem þeir nota til að skapa sína leiki og hljóðfæri. Bókinni er skipt upp í mánuði og inniheldur hver mánuður tvo leiki og eitt hljóðfæri. „Bók þessi hefur það að markmiði,“ segir í tilkynningu, „að vekja fólk til umhugsunar um allt það sem við hendum en mætti öðlast framhaldslíf undir öðrum formerkjum, því hver segir að endilega þurfi að eyða stórfé til að börn skemmti sér. Klósettrúlla, efnisbútur, mjólkurferna, plastflaska utan af þvottaefni, gosdósir, iðnaðarrör, pappakassar, áldósir, allt þetta getur breyst í trommur, horn, flautur, marimbur, eða í bíla, sjónvörp, kastala, farsíma, flugvélar og margt margt fleira. Bókin inniheldur margar sniðugar hugmyndir fyrir börn frá fjögurra ára aldri sem fjölskyldur og vinir geta skemmt sér við að búa til.“ Nákvæmar skýringarmyndir eru í bland við söguna og lögð áhersla á að hafa allar skýringar einfaldar og skýrar. „Á þennan hátt,“ segir enn fremur, „má vekja upp meiri áhuga á endurvinnslu, áhuga á náttúru og nýtni og síðast en ekki síst til að örva ímyndunarafl og sköpunargleði barna.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is
Pamela De Sensi tók við styrk Sorpu. Með á myndinni er Raggi ruslakarl, listaverk sem búið er til úr endurvinnanlegu efni og var útskriftarverkefni Auðar Lóu Guðnadóttur frá listabraut Fjölbrautarskóla Breiðholts vorið 2012.
Drögum út 47 þúsund vinninga á árinu. Heildarverðmæti vinninga á mánuði allt að 107 milljónir!
HAP P
- 3 íbúðir að verðmæti 30 milljónir krónur hver á tvöfaldan miða - 15 milljónir á einfaldan miða
DAS drögum við út þrjár glæsilegar íbúðir að Dalsási í Hafnarfirði. Fylgist með DAS á Facebook og á DAS.is
BYGGINGARVERKTAKI
Miðaverð 1.300 kr. á mánuði fyrir einfaldan miða og 2.600 fyrir tvöfaldan miða.
ÍSLENSKA SIA.IS DAS 66903 04/14
Kauptu miða á www.das.is eða í síma 561 7757.
Taktu þátt í Facebook-leiknum. Vegleg verðlaun í boði.
dregið í hverri viku!
A ÁR
Þrisvar á happdrættisárinu verður dregið um stóra vinninginn:
TTI DAS Æ 6 R D Í tilefni af 60 ára afmæli
0
Nýtt happdrættisár framundan og heill milljarður króna í skattfrjálsum vinningum
8
fréttir
Helgin 2.-4. maí 2014
Mannréttindi UMdeild löggjöf á leið gegnUM SpænSk a Þingið Abortion Travel skrifstofur hafa verið settar upp víða um Spán síðustu vikur og mánuði. Þær eru liður í baráttunni gegn frumvarpi spænsku ríkisstjórnarinnar um bann við fóstureyðingum og er ætlað að benda á að lögin muni neyða þær konur sem hafa efni á að fara úr landi í leit að fóstureyðingum. Fátækari konur munu verða verst út úr breytingunum.
Fóstureyðingar bannaðar á Spáni Fóstureyðingar verða eingöngu leyfðar ef líf móður er í hættu eða ef getnaður varð við nauðgun sem búið er að kæra til lögreglu samkvæmt frumvarpi sem spænska þingið virðist ætla að samþykkja þótt kannanir bendi til að 80% þjóðarinnar séu andvíg málinu.
Þ
ÞóRiR BalduRSSon SjötuguR
stóRsveit ReykjAvíkuR og ÞóRiR BalduRSSon Stórsveit Reykjavíkur fagnar sjötusafmæli meistara Þóris Baldurssonar með afmælisbarninu á sérstökum hátíðartónleikum. Þórir mun stjórna hljómsveitinni, spila á Hammond-orgel og útsetja alla efnisskránna en hún mun koma víða við á löngum og viðburðaríkum ferli Þóris.
GestAsönGvARAR Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens, Ragnar Bjarnason og Sunna Þórisdóttir
HARPA SILFURBERG
Styrkt af
Mánudag 5. maí kl. 20:30 Miðaverð kr. 3.000 / 2.000
Miðar á midi.is s harpa.is s í miðasölu Hörpu
ingmenn á Spáni virðast í þann veginn að setja lög sem banna fóstureyðingar. Skoðanakannanir sýna að um 80% eru á móti áformum stjórnvalda en ríkisstjórn landsins ætlar að keyra málið í gegn og setja löggjöf sem verður ein hin strangasta í Evrópu. Samkvæmt núgildandi lögum geta konur fengið fóstureyðingu ef þær kjósa svo fyrstu 14 vikur meðgöngu. Nýju lögin munu banna allar fóstureyðingar nema þær séu nauðsynlegar til að bjarga lífi móður á fyrstu 22 vikum meðgöngu. Ef getnaður varð vegna nauðgunar, sem búið er að kæra til lögreglu, verður hægt að eyða fóstri fyrstu 12 vikur meðgöngu. Stúlkur undir 18 ára aldri munu þurfa samþykki foreldra fyrir fóstureyðingu. Breytingartillögu um að leyfa fóstureyðingar vegna erfðagalla eða líffæragalla í fóstri hefur verið hafnað. Það hefur farið undarlega lítið fyrir þessu máli í fréttum en það hefur valdið mikilli ólgu á Spáni frá því í desember á síðasta ári og er helsta fréttamál þarlendra fjölmiðla þessa dagana enda er meðferð þingsins á málinu komin á lokastig. Stjórnarandstæðingar og baráttufólk telur að breytingin sé liður í viðleitni hægri stjórnarinnar í landinu til að vinda ofan af þeim framförum sem orðið hafa í mannréttindamálum á Spáni eftir að einræðisstjórn Francos leið undir lok á áttunda áratug síðustu aldar. Þátttaka í mótmælaaðgerðum í Madrid hefur farið stöðugt vaxandi.
Undir þrýstingi frá kaþólsku kirkjunni
Fóstureyðingar urðu fyrst löglegar á Spáni á níunda áratugnum. Þær voru hluti af þeim úrbótum sem urðu í mannréttindamálum í landinu eftir að einræðisherrann Franco féll frá og lýðræðislega kjörin ríkisstjórn tók við völdum. Það eru íhaldsmenn í Þjóðarflokknum, sem nú sitja í ríkisstjórn, sem knýja málið áfram í þinginu og eru undir þrýstingi frá kaþólsku kirkjunni. „Við verðum eftirbátar annarra ríkja í Evrópu og þetta hefur ekki bara áhrif á lagaleg réttindi kvenna. Við teljum að þessar breytingar muni hafa neikvæð áhrif á lýðheilsu og heilsufar kvenna í landinu, segir Marisa Soleto, sem er talsmaður kvennahreyfingarinnar sem hefur skipulagt mótmælaaðgerðir gegn frumvarpi stjórnvalda. Það að herða löggjöf um fóstureyðingar var á stefnuskrá Þjóðarflokksins (Partido Popular) í þingkosningunum árið 2011. Í kjölfar kosninganna komst flokkurinn til valda og Mariano Rajoy, leiðtogi flokksins, varð forsætisráðherra. Fóstureyðingafrumvarpið var lagt fram rétt fyrir jól og virðist ríkisstjórnin hafa talið að hún gæti komið því í gegnum þingið án mikillar mótstöðu. Annað hefur komið á daginn.
„Við verðum í fararbroddi á 21. öldinni“
Þjóðarflokkurinn hefur sterk tengsl við kaþólsku kirkjuna og málið er drifið áfram af trúarhita stjórnmálamannanna. Flutningsmaður frumvarpsins er Alberto Ruiz Gallardón dómsmálaráðherra og hann talar um þetta sem „þá framsæknustu löggjöf sem þessi ríkisstjórn hefur staðið að.“ Þau sem berjast gegn lögunum segja að með þeim dragist Spánn aftur úr öðrum ríkjum Evrópu í mannréttindamálum en ráðherrann er á öðru máli. Með þessum lögum „verðum við í fararbroddi á 21. öldinni,“
hefur hann sagt. Stjórnarandstaðan beitir sér af hörku innan þingsins. Hún reyndi að fá málinu vísað frá þegar það kom fram. En Þjóðarflokkurinn traustan meirihluta í þinginu og felldi frávísunartillögu með 183 atkvæðum gegn 151 í leynilegri atkvæðagreiðslu þar sem sex þingmenn skiluðu auðu. En þótt ríkisstjórnin sé drifin áfram af hugsjón kaþólskra og virðist hafa öruggan meirihluta fyrir málinu á þingi í andstöðu við vilja 80% þjóðarinnar eru kaþólskir leikmenn ekki ánægðir. Þeir telja lögin ekki ganga nógu langt og eru ósáttir við undanþágur vegna heilsufars móður og getnaðar við nauðgun. „Þeir eru bara að reyna að þagga niðri í þeim sem berjast fyrir lífinu,“ segir Alvaro Gutiérrez, talsmaður samtakanna Kaþólskar raddir í samtali við Deutsche Welle. Hann segir að meðan undanþágur sé að finna í lögunum séu þau ekkert nema fegrunaraðgerð á núgildandi lögum.
Franco snýr aftur
Um 100.000 fóstureyðingar hafa verið gerðar ár hvert á Spáni. Empar Pineda, forstjóri læknastöðvar sem gerir fóstureyðingar, hefur tekið þátt í baráttu kvenna fyrir réttinum til fóstureyðingar síðan á áttunda áratugnum. Hún óttast að óléttar konur verði neyddar til þess að fara til útlanda í leit að fóstureyðingum og að hins vegar muni spretta upp neðanjarðarstarfsemi í landinu þar sem farið verði að veita fóstureyðingar við ömurlegar aðstæður þar sem heilsu kvenna verður stofnað í hættu. Hún segir að áform ríkisstjórnarinnar beri merki um að þau viðhorf sem einkenndu spænsk stjórnvöld á dögum Francos séu að snúa aftur. „Þessi löggjöf umgengst konur eins og eilíf börn sem þarf að hafa umsjón með og vernda af fólki sem þykist geta tekið sér vald til þess að ákveða hvort konur geta látið eyða fóstri eða ekki,“ segir hún.
Hættulegar aðgerðir og efnahagsleg mismunun
Fjölmargar alþjóðlegar stofnanir og mannréttindasamtök hafa skorað á spænsk stjórnvöld að draga frumvarpið til baka. „Ef frumvarpið verður að lögum mun það færa landið marga áratugi aftur í tímann hvað varðar mannréttindi kvenna og stúlkna,“ segir Jezerca Tigani, hjá Amnesty. Hún segir að lögunum fylgi hætta á að fjölmargar konur og stúlkur sæki í ólöglegar aðgerðir við óviðunandi og hættulegar aðstæður sem geti teflt lífi þeirra og heilsu í hættu. „Lögin takmarka líka réttindi kvenna og stúlkna til þess að taka eigin ákvarðanir og þau brjóta gegn sjálfsákvörðunarrétti kvenna.“ Amnesty telur að lögin brjóti gegn alþjóðlegum skuldbindingum Spánar í mannréttindamálum og ráðleggingum sérfræðinga. „Þetta frumvarp eykur líka efnahagslega mismunun. Ef það verður að lögum mundi það einkum bitna á ungum og fátækum konum sem hafa ekki efni á að ferðast á milli landa til þess að tryggja sér öruggar og löglegar fóstureyðingar, segir Esteban Beltrán, framkvæmdastjóri Amnesty International á Spáni. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA
HVAR ER BARNIÐ ÞITT? Í byrjun árs mættu þúsundir unglinga fyrirvaralaust í Smáralindina til að sjá Vine-stjörnur og sagan endurtók sig svo nýlega þegar YouTube-stjarna mætti til landsins. Nánast ekkert foreldri hafði heyrt um þessar stjörnur og uppákomurnar komu mörgum á óvart.
Það er kominn tími til að tala saman Vodafone og Dale Carnegie bjóða því foreldrum og forráðamönnum um land allt á ókeypis vinnustofu um góð samskipti á netinu.
Hverjar eru þær nýju áskoranir sem netið og samfélagsmiðlar búa til í samskiptum? Hvað þarf að vita um netsamskipti? Hvernig byggjum við upp góð tengsl og traust í leik og starfi? Hvað eru góð samskipti á milli foreldra og barna? Skráning og nánari upplýsingar á dale.is/vodafone eða í síma 555 7080.
Vodafone
Góð samskipti bæta lífið
10
fréttaskýring
Láttu hjartað ráða Himneska súkkulaðið mitt er úr lífrænt ræktuðu hráefni og Fairtradevottað. Hágæða súkkulaði sem kætir bragðlaukana.
Helgin 2.-4. maí 2014
Víða um heim er þróunin sú að fólk með góða menntun og góðar tekjur vinnur langt fram á elliárin en láglaunafólk sem unnið hefur störf sem ekki krefjast sérmenntunar fer frekar á eftirlaun og er háð lífeyri frá hinu opinbera eftir að hefðbundnum vinnualdri lýkur. Þetta dregur enn úr efnahagslegum jöfnuði í samfélaginu.
Þau gömlu eiga framtíðina fyrir sér Það verður sífellt algengara að fólk haldi áfram að vinna á fullum afköstum löngu eftir að eftirlaunaaldri er náð. Þetta á einkum við um fólk sem er í vellaunuðum störfum sem krefjast sérmenntunar. Þetta á eftir að hafa mikil áhrif á þróun samfélagsins næstu ár. Tímaritið The Economist fjallaði ítarlega um þessa þróun nýlega.
W
arren Buffett er einn þekktasti og auðugasti viðskiptajöfur í heimi. Á morgun stýrir hann aðalfundi Berkshire Hathaway, fyrirtækisins sem hann stofnaði og rekur enn þann dag í dag. Buffett er orðinn 83 ára gamall. Eins og margt fólk af hans kynslóð hefur hann ekkert slegið af þótt hann sé kominn á eftirlaunaaldur. Tímaritið The Economist fjallar í síðasta tölublaði um þær öru breytingar sem eru að verða á vestrænum þjóðfélögum vegna þess að það er alltaf að verða algengara að fólk haldi áfram á vinnumarkaði löngu eftir að það er komið á hinn lögbundna eftirlaunaaldur. Við endursegjum þá umfjöllun hér á eftir. Á fáum árum hafa orðið örar breytingar hvað þetta varðar en fyrst og fremst er það efnað og velmenntað fólk sem heldur áfram að vinna fram á elliárin en þeir sem unnið hafa láglaunastörf sem ekki krefjast sérmenntunar fara
yfirleitt á eftirlaun þegar tilteknum aldri er náð.
65% háskólamenntaðra en 32% annarra vinna lengur Í Bandaríkjunum eru um 65% karlmanna, háskólamenntaðra sérfræðinga á aldrinum 62-74 ára, enn á vinnumarkaði en aðeins 32% þeirra jafnaldra sem hættu námi eftir framhaldsskóla. Í ríkjum ESB er munurinn á þessum hópum svipaður. Því er spáð að næstu áratugi muni fjöldi þess fólks í heiminum sem lifir það að verða 65 ára eða eldri nærri því tvöfaldast. Nú eru um 600 milljónir manna á þessum aldri en verða um 1.100 milljónir eftir um 20 ár. Hingað til hefur hækkandi meðalaldur fólks þýtt fjölgun ellilífeyrisþega. Fólk hefur verið skikkað til að setjast í helgan stein einhvern tímann milli sextugs og sjötugs. Í flestum vestrænum löndum er það enn langalgengast. Margir hagfræðingar hafa spáð því að með tímanum muni þetta verða þungur baggi á hagkerfum þjóð-
anna. Það verði of fáir eftir á vinnumarkaði til að standa undir framfærslu allra gamlingjanna sem hættir eru að vinna og farnir á eftirlaun. Nú bendir hins vegar margt til að það hægist verulega á þessari þróun. Sífellt fleiri vinna langt fram á efri ár, jafnvel allan áttræðisaldurinn og eru í svipuðum sporum um áttrætt og fólk var almennt um sjötugt fyrir ekki svo löngu.
Bilið breikkar
Þetta á hins vegar fyrst og fremst við um það fólk sem býr við bestan efnahag og vinnur störf sem krefjast sérmenntunar. Þeir sem eru hinum megin á skalanum, vinna láglaunastörf sem ekki krefjast sérmenntunar, fara í svipuðum mæli og áður á eftirlaun á sjötugsaldri. Starfsævi menntuðu sérfræðinganna er sífellt að lengjast samanborið við starfsævi hinna. Þetta mun hafa djúpstæðar afleiðingar fyrir einstaklingana og þjóðfélagið allt. Það mun ekki draga ekki eins ört úr hag-
fréttaskýring 11
Helgin 2.-4. maí 2014
vexti og óttast hafði verið sem er jákvætt fyrir fjármál hins opinbera sem þarf ekki að greiða eins mikið í ellilífeyri og hefur skatttekjur af fleira fólki sem vinnur fyrir háum launum. Þess vegna muni fjölgun eldra fólks ekki íþyngja jafnmikið og óttast var í þeim þjóðfélögum þar sem mikið er um velmenntað og vel sett eldra fólk. En varðandi þá sem eru á þessum aldri og hættu námi eftir framhaldsskóla eða áður en honum lauk er staðan önnur. Fólk í þeirri stöðu sér ekki fram á sérstaklega góða tíma á sjötugsog áttræðisaldri. Starfsfólk í atvinnugreinum þar sem nægt framboð er af vinnuafli og lág laun eru í boði er mun líklegra til að setjast í helgan stein um leið og eftirlaunaaldri er náð. The Economist veltir upp þeim möguleika að samfélagið fari að líta hornauga það fólk sem hættir að vinna og fer að framfleyta sér fyrir lífeyri úr opinberum sjóðum á sama tíma og jafnaldrarnir sem standa betur fjárhagslega og eru betur menntaðir halda áfram að vinna og greiða skatta langt fram á elliárin. Þessi þróun muni þannig ýta undir ójöfnuð og breikka enn bilið milli ríkra og fátækra. Þeir sem halda áfram að vinna vellaunuð sérfræðistörf í ellinni halda áfram að spara og mynda eignir meðan þeir sem fara að lifa á lífeyrinum sínum og ganga á það litla sem tókst að spara af lágu launum. Þetta mun enn auka samþjöppun eigna hjá þeim best menntuðu og tekjuhæstu og leiða til þess að stærri sneið af auðæfum heimsins en nokkru sinni áður mun erfast til næstu kynslóðar – þ.e.a.s. til þeirra meðal næstu kynslóðar sem eru afkomendur velmenntaðs og efnaðs fólks. Þannig dýpkar stöðugt gjáin milli þeirra sem verða ofan á og hinna sem verða undir. Ungt fólk sem nær ekki að mennta sig og verða samkeppnishæft á vinnumarkaði mun eiga erfitt með að komast í „vinningsliðið“ þar sem fólk heldur fullum afköstum og er verðmætur starfskraftur með góð laun langt fram á elliárin.
Varðandi þá sem eru á þessum aldri og hættu námi eftir framhaldsskóla eða áður en honum lauk er staðan önnur. Fólk í þeirri stöðu sér ekki fram á sérstaklega góða tíma á sjötugs- og áttræðisaldri
vinsælt að taka upp tekjutengingar í opinbera lífeyriskerfið og heilbrigðiskerfið í staðinn fyrir að veita öllum sömu réttindi óháð efnahag. Með tekjutengingum væri verið að tryggja rétt þeirra sem standa verst og eru háðir opinberu kerfunum en skerða um leið réttindi þeirra sem hafa hærri tekjur og eiga meiri eignir. The Economist telur að áhrif eldra, vel setta fólksins eigi þátt í því að ekki er pólitískur vilji til að gera slíkar breytingar. Að sama skapi er ekki
hljómgrunnur meðal þessa hóps fyrir því að samfélögin nýti nú tækifærin sem gefast til þess að ráðast í langtímafjárfestingar meðan vextir eru óvenjulega lágir á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Eldra fólkið vill víðast hvar skattalækkanir sem koma því sjálfu vel. Og niðurstaða blaðsins er sú að þrátt fyrir þau margvíslegu jákvæðu áhrif sem fylgja því á líf einstaklinganna sjálfra og fyrir samfélagið að velmenntað, efnað fólk
haldi fullri virkni og þátttöku í þjóðfélaginu lengur en áður muni þetta þrátt fyrir allt stuðla að dvínandi hagvexti. Ekki vegna þess að ellilífeyrisgreiðslur sligi samfélögin. Heldur vegna þess að þótt gamla, velmenntaða og efnaða fólkið eigi framtíðina fyrir sér í stjórnmálunum virðist þessi hópur ekki hafa sérstaklega mikinn áhuga á framtíðinni. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is
Áhrifaríkur og skammsýnn þrýstihópur
Hvernig eiga samfélögin að bregðast við þessari þróun? Boltinn er hjá ríkisstjórnum og þeim sem móta hina opinberu stefnu. Hins vegar er gamla, velmenntaða og auðuga fólkið sjálft í þeirri stöðu að hafa ákaflega mikil áhrif á hvaða stefnu samfélagið tekur. Hækkandi meðalaldur þýðir jú að eldra fólkið verður enn fjölmennari og sterkari þrýstihópur en áður. Í lýðræðisríkjum er reynslan sú að eldra fólk tekur virkari þátt í stjórnmálum og tekur frekar þátt í kosningum en það sem yngra er. Margt bendir til þess að í auknum mæli taki forgangsröðun mið af hagsmunum þessa hóps og að lög sem sett eru séu hagstæð eldra fólki sem hefur úr miklu að spila. Í Bandaríkjunum hafa útgjöld ríkisins í málaflokka sem gagnast ungu fólki og fátækra verið skorin harkalega niður. Það hefur hins vegar ekki verið pólitískt
Háskólabærinn Akureyri Skóli er ekki aðeins hús, ekki aðeins upplýsingar og fræðsla. Skóli er samfélag. Háskólinn á Akureyri er litríkt samfélag fræðimanna og nemenda sem hefur sett mikinn svip á höfuðstað Norðurlands. Stærð samfélagsins gerir það að verkum að vægi hvers og eins er meira en þekkist í stærri skólum. Við hlökkum til að taka á móti þér og sjá þig vaxa og springa út í Háskólanum á Akureyri.
Umsóknarfrestur til 5. júní
unak.is
12
viðhorf
Helgin 2.-4. maí 2014
Ísafjörður og Hrunið
Sjálfskaparviðleitni og sköpunarkraftur
Þ
að er eitthvað töfrandi við þá breytingu sem átt hefur sér stað á Ísafirði frá því ég bjó þar í tvö ár á menntaskólaárum mínum á níunda áratug síðustu aldar. Þá flæddi þar allt í peningum (að minnsta kosti miðað við láglaunaplássið Borgarnes þar sem ég ólst upp) og nóga vinnu var að hafa fyrir alla. Ungir menn reiknuðu út að það myndi ekki borga sig að mennta sig því sjónarhóll verkamanna- eða sjómannslaunin í sjávarplássinu væru miklu hærri en laun menntafólks – svo ekki sé talað um þegar reiknað er inn í launaleysi á námsárum. Ég man eftir að hafa fengið að koma í stuttan tíma á sumrin sem unglingur og búa hjá frænku minni og vinna í frystiSigríður húsinu. Það voru uppgrip fyrir Dögg Borgnesinginn enda meiri laun í viku í frystihúsinu en fyrir heilt Auðunsdóttir sumar í barnapíustörfum í Nessigridur@ inu. Þau þrjú sumur á menntafrettatiminn.is skólaárunum á Ísafirði vann ég þrjár vinnur auk þess sem ég æfði sund. Ég vann í Útvegsbankanum/ Íslandsbanka á daginn og sjoppu um helgar. Við vinkona mín skiptum síðan á milli okkar einni næturvakt í rækjuverksmiðjunni enda þarf ungt fólk ekki að sofa. Ég held ég hafi aldrei fyrr né síðar
haft eins mikla peninga milli handanna og þá. En svona var lífið á Ísafirði. Svo breyttist útgerðin. Nú er innan við helmingur þess þorskkvóta sem áður var á Ísafirði enn veiddur þar og frystihúsum hefur fækkað úr sjö í eitt. Atvinnutækifærum fækkaði og fólkið fór að flytjast á brott. Við tóku áratugir bölmóðs. Vestfirðingar kvörtuðu undan „fólkinu fyrir sunnan“ sem hirti alla peningana og lifði í vellystingum á árunum fyrir hrun. Fasteignabólan á höfuðborgarsvæðinu blés út þannig að ekki var lengur hægt að selja íbúðina fyrir vestan og kaupa sér aðra fyrir sunnan. Byggðastefna varð tískuorð og hnignandi sjávarplássum úti á landi sendir bitlingar á borð við fámennar, opinberar stofnanir, til að stinga upp í hina kvartandi. En allt kom fyrir ekki. Bölmóðurinn var alltumlykjandi. Svo varð hrun og allt breyttist. Vestfirðingar sáu allt í einu að hið uppblásna íbúðaverð fyrir sunnan var íbúðaeigendum alls ekki blessun þar sem lánin margfölduðust og íbúðaverð hrundi. Sprenging í atvinnuleysi bitnaði mest á höfuðborgarbúum sem þurftu nú að takast á við svipaðar breytingar á efnahagsumhverfi sínu á einni nóttu og Vestfirðingar höfðu þurft að glíma við um áratuga skeið. Eins og allir muna varð hér gífurleg viðhorfsbreyting á mánuðunum og
misserunum eftir hrun sem varð til þess að sú gegndarlausa peningadýrkun sem hér var í gangi vék fyrir sköpunarkrafti og sjálfsbjargarviðleitni. Lítil fyrirtæki spruttu upp á höfuðborgarsvæðinu sem á landsbyggðinni sem gerði það að verkum að viðhorfsbreyting varð meðal þjóðarinnar. Ótrúleg fjölgun ferðamanna ýtti undir þessa þróun því með tilkomu nýs neytendahóps varð til markaður fyrir afrakstur nýsköpunar. Ísafjörður hefur ekki farið varhluta af þessari þróun. Þar eru nú starfandi öflug
nýsköpunarfyrirtæki og lítil og áhugaverð fyrirtæki í ferðaþjónustu. Bærinn er farinn að laða til sín áhugafólk um útivist og menningu og hefur tekist að breyta ímynd sinni í það að vera aðlaðandi og áhugaverður staður heim að sækja, jafnt á vetri sem sumri sem og gróskumikill suðupottur fyrir skapandi íbúa. Umræðan hefur einnig breyst. Nú heyrist fólkinu „fyrir sunnan“ ekki lengur blótað. Það er boðið velkomið í dýrðina. Og margir þeirra ílengjast. Enda ekkert skrýtið.
Ég held ég hafi aldrei fyrr né síðar haft eins mikla peninga milli handanna og þá. En svona var lífið á Ísafirði.
Sparnaður
Byrjaðu strax í séreignarsparnaði Nýttu tækifærið til bjartari framtíðar Kostir séreignarsparnaðar eru augljósir: Þú hefur hærri ráðstöfunartekjur við starfslok, mótframlag vinnuveitanda jafngildir í raun tveggja prósenta launahækkun og bráðum getur þú valið að nýta iðgjöldin til að lækka höfuðstól húsnæðislánsins. Hafðu samband við ráðgjafa í síma 440 4900. Þú finnur nánari upplýsingar um séreignasparnað á islandsbanki.is
Lífeyrissparnaður
islandsbanki.is
Netspjall
Sími 440 4000
16.900,-
Summer eldstæði Eldstæði. Ø 75 cm 16.900,-
1.795,-
2.295,-
Bubble glös handblásið gler
Circle garðborð og Click stóll
Hvítvínsglas 1.795,- Rauðvínsglas 2.295,-
Garðborð. Ómeðhöndlaður bambus með granítplötu í miðju. Málmgrind. Ø110 cm 109.900,- Click stóll með stillanlegum plastrimlum og bambus armhvílum. Ýmsir litir. 24.900,-
4.900,-
9.995,-
99.900,-
Summer garðstóll
Digital tern púði
Summer garðsett
Bistro svartur garðstóll. 4.900,-
Púði. 50% ull, 50% akrýl. 45 x 45 cm 9.995,-
Garðsett. 2ja sæta sófi, 2 hægindastólar og borð með glerplötu. 99.900,-
24.995,-
3.995,-
8.995,-
14.900,-
Outdoor
Knit ábreiða
Summer felllistóll
Útikerti með svörtu eða bláu mynstri. “Branch” Ø15 x 15 cm 3.995,-
Ábreiða, ýmsir litir. 130x170 cm 8.995,-
Fellistóll með 7 stillingum. 14.900,-
14.995,-
2.995,-
995,-
SPARAðu
10.000,-
1.495,-
Fig gerviplanta
Criss sessa/skemill
Summer lugt
Fíkjutré 170 cm 34.995,- NÚ 24.995,-
Sinnepsgulur skemill eða sessa. Bómull. Ø50 cm 14.995,-
Svört eða hvít lugt. H30 cm 2.995,H 23 cm 1.995,- H16 cm 1.495,-
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30
Mexicobeygla Kjúklingur, hvítlauksrjómaostur, ólífur, paprika, hvítlauksdressing, ostur og salatblanda 995,-
Nรฝ nรกmskeiรฐ
Hugarlausnir
Nรฝ nรกmskeiรฐ
hefjast 12. og 13. maรญ 4 vikna nรกmskeiรฐ
)FOUBS ย FJN TFN HMร NB WJยฃ FJOLFOOJ TUSFJUV EFQVSยฃBS LWร ยฃB PH FยฃB ย VOHMZOEJT .ร O NJยฃ PH Gร T LM &JOOJH GSBNIBMETIร QVS LM Hefst 12. maรญ.
Stoรฐkerfislausnir
Hentar einstaklingum meรฐ verki รญ baki, IOKร N FยฃB IFSยฃVN .ร O NJยฃ PH Gร T LM Hefst 12. maรญ. ย SJ PH รฑN LM Hefst 13. maรญ.
Orkulausnir
)FOUBS ย FJN TFN WJMKB CZHHKB VQQ PSLV U E WFHOB WFรฒBHJHUBS FยฃB FGUJS WFJLJOEJ ย SJ PH รฑN LM FยฃB &JOOJH GSBNIBMETIร QVS LM Hefst 13. maรญ.
14
viรฐhorf
Helgin 2.-4. maรญ 2014
โ Hjรณlaรฐ รญ vinnunaโ
Samgรถngubรณt hjรณlastรญganna
M
Maรญ er genginn รญ garรฐ, hinn eiginlegi vormรกnuรฐur รก ร slandi. ร vorbirtunni strjรบka menn meรฐal annars vetrarrykiรฐ af reiรฐhjรณlum sรญnum og nรฝta รพau รฝmist sรฉr til skemmtunar og heilsubรณtar โ eรฐa sem samgรถngutรฆki. ร hรฆtt er aรฐ segja aรฐ viรฐhorfsbreyting hafi orรฐiรฐ gagnvart reiรฐhjรณlinu. Hรฉr hefur fremur veriรฐ litiรฐ รก reiรฐhjรณl sem samgรถngutรฆki barna en fullorรฐinna, aรฐ minnsta kosti eftir aรฐ bรญlaรถld gekk รญ garรฐ. Svo er ekki lengur. ร fleiri fullorรฐnir nรฝta reiรฐhjรณl sem samgรถngutรฆki, aรฐ minnsta kosti รพegar bรฆrilega viรฐrar โ og einhverjir allan รกrsins hring. Veรฐurfar hรฉrlendis aรฐ vetri til er hins vegar ekki hagstรฆtt hjรณlreiรฐamรถnnum. Gรณรฐ samgรถngumannJรณnas Haraldsson virki, รพar sem fรณlk hjรณlar til jonas@frettatiminn.is vinnu eรฐa sรฉr til heilsubรณtar, eru grundvallaratriรฐi. Net hjรณlastรญga รก hรถfuรฐborgarsvรฆรฐinu hefur gerbreytt aรฐstรถรฐu til hjรณlamennsku, auk รพeirrar รกkvรถrรฐunar sem tekin var รก sรญnum tรญma aรฐ reiรฐhjรณlamenn mรฆttu hjรณla รก gangstรฉttum โ meรฐ รพvรญ fororรฐi vitaskuld aรฐ taka fyllsta tillit til gangandi vegfarenda. Reiรฐhjรณl eiga ekki heima innan um bรญla รก akbrautum. Reykjavรญkurborg tilkynnti รญ febrรบar aรฐ รญ รกr verรฐi lagรฐir hjรณlastรญgar รญ borginni fyrir um hรกlfan milljarรฐ krรณna. ร รฆtlun um รพessar aรฐgerรฐir tekur bรฆรฐi til nรฝrra hjรณlastรญga og endurbรณta รก eldri stรญgum รบt frรก รถryggissjรณnarmiรฐum og bรฆttu aรฐgengi. Unniรฐ verรฐur aรฐ nรฝjum stofnstรญgum รญ samvinnu viรฐ Vegagerรฐina, og viรฐ eldri stรญga รพar sem รกhersla er lรถgรฐ รก aรฐ skilja aรฐ gangandi umferรฐ og hjรณlandi. Meรฐal รพeirra stรญga sem gerรฐir verรฐa รญ รกr er nรฝr hjรณlastรญgur รญ ร skjuhlรญรฐ frรก Flugvallarvegi aรฐ HR, samhliรฐa gรถngustรญg sem verรฐur lagfรฆrรฐur. Einnig kemur nรฝ รพverun yfir Flugvallarveg รกsamt breikkun miรฐeyju og hraรฐahindrun. Meรฐfram Kringlumรฝrarbraut kemur nรฝr hjรณlastรญgur รก tveimur stรถรฐum. Annars vegar frรก syรฐri enda Suรฐurhlรญรฐar upp fyrir Slรฉttuveg og hins vegar รก kaflanum frรก Laugavegi aรฐ Sรณltรบni. ร hinni fjรถlfรถrnu leiรฐ meรฐfram Sรฆbraut frรก Faxagรถtu aรฐ Kringlumรฝrarbraut kemur nรฝr
hjรณlastรญgur og gangandi fรก eldri stรญginn allan fyrir sig. ร รก verรฐur hjรณlastรญgur viรฐ Sรฆvarhรถfรฐa endurbรฆttur aรฐ Gullinbrรบ. Einnig er gert rรกรฐ fyrir aรฐ gera nรฝja hjรณlastรญga รก nokkrum stรถรฐum samhliรฐa endurnรฝjun gรถnguleiรฐa, รพaรฐ er aรฐ segja viรฐ Hรกaleitisbraut milli Bรบstaรฐavegar og Brekkugerรฐis, viรฐ Stjรถrnugrรณf milli Bรบstaรฐavegar og Traรฐarlands, og meรฐfram syรฐsta hluta Suรฐurgรถtu frรก Starhaga og inn Einarsnes aรฐ Bauganesi. ร รก verรฐur รกfram unniรฐ viรฐ hjรณlaleiรฐir รญ Borgartรบni. Borgarrรกรฐ samรพykkti einnig รญ febrรบar aรฐ hefja undirbรบning og hรถnnun vegna gรถngu- og hjรณlastรญga รญ Elliรฐaรกrdal, auk brรบar yfir Elliรฐaรกr viรฐ Rafstรถรฐ. Auk Reykjavรญkur er net gรถngu- og hjรณlreiรฐastรญga nรกgrannasveitarfรฉlรถgum borgarinnar, meรฐal annars รญ Kรณpavogi meรฐ tengingum milli hverfa og til nรฆrliggjandi sveitarfรฉlaga. Hjรณla- og gรถngustรญgakort var gefiรฐ รบt รญ Kรณpavogi รญ fyrra og gagnvirkur vefur, Hjรณlavefsjรกin, sรฝnir Reykvรญkingum og gestum รพeirra hvernig รพeir komast รก hjรณli frรก einum staรฐ til annars รก skjรณtan og รถruggan mรกta. Sex รกningarstaรฐir eru viรฐ stรญgakerfiรฐ รพar sem vegfarendur geta kastaรฐ mรฆรฐinni, notiรฐ รบtsรฝnis og skoรฐaรฐ gรถngu- og hjรณlastรญgakort af svรฆรฐinu. Hjรณla- og gรถngustรญgarnir eru mikil samgรถngubรณt og ber aรฐ halda รกfram รก รพeirri braut sem mรถrkuรฐ hefur veriรฐ โ รกn รพess รพรณ aรฐ รพrengja um of aรฐ akreinum bรญla, eins og boriรฐ hefur รก, t.d. viรฐ framkvรฆmdir รญ Borgartรบni. Frรก รกrinu 2003 hefur ร รพrรณtta- og รณlympรญusamband ร slands staรฐiรฐ aรฐ รพvรญ aรฐ efla hreyfingu og starfsanda รก vinnustรถรฐum meรฐ heilsu- og hvatningarverkefninu โ Hjรณlaรฐ รญ vinnunaโ . Stรถรฐugt hefur fjรถlgaรฐ รพeim vinnustรถรฐum sem taka รพรกtt. ร upphafi voru vinnustaรฐirnir sem รพรกtt tรณku 45 en sรญรฐari รกr hafa รพeir veriรฐ รก sjรถunda hundraรฐ โ og รพรกtttรถkuliรฐ รก annaรฐ รพรบsund. Megin markmiรฐ verkefnisins er aรฐ vekja athygli รก virkum ferรฐamรกta sem heilsusamlegum, umhverfisvรฆnum og hagkvรฆmum samgรถngumรกta. ร รกtttakendur eru hvattir til รพess aรฐ hjรณla, ganga, hlaupa eรฐa nรฝta almenningssamgรถngur til og frรก vinnu meรฐan รก รกtakinu stendur โ dagana 7. - 27. maรญ โ og eftir รพaรฐ aรฐ sjรกlfsรถgรฐu.
Sรฆtรบni 8, 105 Reykjavรญk. Sรญmi: 531 3300. ritstjรณrn@frettatiminn.is Ritstjรณrar: Jรณnas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigrรญรฐur Dรถgg Auรฐunsdรณttir sigridur@frettatiminn.is. Frรฉttastjรณri: Hรถskuldur Daรฐi Magnรบsson hdm@frettatiminn.is. Framkvรฆmda- og auglรฝsingastjรณri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is . ร tgรกfustjรณri: Teitur Jรณnasson teitur@frettatiminn.is . Frรฉttatรญminn er gefinn รบt af Morgundegi ehf. og er prentaรฐur รญ 82.000 eintรถkum รญ Landsprenti.
Flott aรฐ tรณra? tรณra? Flott flรณra - leiรฐin til aรฐ Heill heimur stendur fyrir rรกรฐstefnu um bakterรญuflรณruna รญ meltingarveginum Miรฐvikudaginn 14. maรญ, kl. 13-17 รญ Salnum, Kรณpavogi
6QQMร TJOHBS ร Tร NB FยฃB ร NPUUBLB!IFJMTVCPSH JT
60 รกra og eldri: Leikfimi 60+
12.00 13.00 13.05 13.15
.ร O PH NJยฃ LM ย SJ PH รฑN LM
14.00
Zumba Gold 60+
14.25
'ZSJS ย ร TFN IBGB HBNBO BG Bยฃ EBOTB ย SJ PH รฑN LM
14.45 15.15 15.40 16.05 16.30 16.45
)FJMTVCPSH FIG r 'BYBGFOJ r 3FZLKBWร L 4ร NJ r XXX IFJMTVCPSH JT
Mรณttaka og skrรกning Setning Opnunaratriรฐi Bakterรญur รญ gรถrninni stjรณrna heilsu og lรญรฐan okkar Michael Clausen, barnalรฆknir og sรฉrfr. รญ ofnรฆmissjรบkdรณmum barna ร hrif bakterรญuflรณrunnar รก รพyngdarstjรณrnun Erla G. Sveinsdรณttir, lรฆknir Heilsuborg Mรญn leiรฐ - reynslusaga af sรกraristilbรณlgu Margrรฉt Alice Birgisdรณttir, heilsumarkรพjรกlfi Kaffihlรฉ Hvaรฐa sรถgu segir flรณran um matarรฆรฐiรฐ? ร la Kallรฝ Magnรบsdรณttir, nรฆringarfr. viรฐ LSH og doktorsnemi viรฐ Hร Eru tengsl milli รพarmaflรณrunnar og ristilkrabbameins? Sigurjรณn Vilbergsson, sรฉrfr. รญ lyflรฆkningum og meltingarsjรบkdรณmum Heilbrigรฐ รพarmaflรณra - er hรบn til? Kolbrรบn Bjรถrnsdรณttir, grasalรฆknir Spurningar Rรกรฐstefnuslit Verรฐ kr. 4.900 Skrรกning รก heillheimur@heillheimur.is eรฐa รญ sรญma 697 4545 Nรกnari upplรฝsingar รก www.heillheimur.is
20%
afsláttur af hágæða eldhústækjum með kaupum á HTH eldhúsinnréttingum
INNRÉTTINGAR
Það er allt hægt!
eldhúsinnréttingar baðinnréttingar þvottahúsinnréttingar fataskápar
HTH er einn stærsti framleiðandi innréttinga í Evrópu, enda er dönsk hönnun mikils metin og danskt handverk eftirsótt um allan heim. Við teiknum tillögur að nýju draumaeldhúsi fyrir þig, án skuldbindinga, og gerum þér frábært verðtilboð. Velkomin í ORMSSON LÁGMÚLA 8 og kynnist því nýjasta í innréttingum frá HTH – og því heitasta í AEG eldhústækjum.
Opið: Mánudaga – föstudaga frá kl.10-18 og laugardaga frá kl.11-15 Ath: Á Akureyri er HTH sýningarsalur í ORMSSON, Furuvöllum 5
LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · 2. HÆÐ · SÍMI: 530-2819 & 530-2821 · www.ormsson.is
16
viðtal
Helgin 2.-4. maí 2014
Góð fjölskyldutengsl það dýrmætasta Hin ástsæla leikkona Kristbjörg Kjeld segir Íslendinga heppna með hvað þeir eiga margar góðar skáldkonur en Auður Ava Ólafsdóttir er í sérstöku uppáhaldi hjá Kristbjörgu. Auk þess að lesa og fara í göngutúra leggur hún miklar rækt við fjölskylduna og segir ekkert dýrmætara en fjölskyldutengslin. Kristbjörg leikur um þessar mundir í verkinu Dagbók Jazzsöngvarans þar sem tekist er á við samhengi kynslóða og afleiðingar tengslaleysis innan fjölskyldna.
G
óð tengsl við fjölskylduna sína er það allra dýrmætasta,“ segir Kristbjörg Kjeld, ein ástsælasta leikkona Íslendinga, sem fer með hlutverk í leikritinu „Dagbók Jazzsöngvarans“ sem nýlega var frumsýnt í Borgarleikhúsinu. Verkið fjallar um samhengi kynslóða og hvernig sársauki einnar kynslóðar flyst yfir á þá næstu ef ekki er tekist á við hann. Um er að ræða nýtt íslenskt nútímaverk eftir Val Frey Einarsson sem einnig leikur aðalsöguhetjuna Ólaf. „Ég er í hlutverki konu sem hefur verið heimilishjálp hjá föður Ólafs og hringir í hann til að tilkynna honum að faðir hans sé látinn. Faðirinn hefur opnað sig gagnvart þessari konu og náðu þau góðum tengslum undir lokin. Í framhaldi af símtalinu fer þessi kona að aðstoða Ólaf í sambandi við útförina,“ segir Kristbjörg. Auk þeirra leikur hinn ungi Valur Grettisson í verkinu og fer hann með hlutverk föður Ólafs þegar hann var 7 ára. Þau þrjú eru meira og minna á sviðinu allan tímann en Valur bregður sér einnig í hlutverk afa Ólafs og Kristbjörg í hlutverk ömmu hans. „Þetta verk fjallar um tengsl fólks, eða tengslaleysi og hvernig það flyst milli kynslóða. Það fjallar líka um þögnina,“ segir Kristbjörg og tekur fram að þó undirtónninn sé alvarlegur sé einnig hægt að hlæja á sýningunni. „Það er öllum hollt að skoða samskiptin við sína fjölskyldu og hvort maður getur gert eitthvað til að bæta þau. Flestir geta tengt við þetta verk á einhvern hátt. Ég hef líka fundið hjá fólki sem hefur komið á sýningar að verkið hefur haft mikil áhrif á það,“ segir hún.
Gengur að Sólfarinu
Kristbjörg hefur verið afar áberandi í leiklistarlífinu undanfarin ár og tekið að sér fjölmörg krefjandi hlutverk bæði í kvikmyndum og leikhúsi, en hún er sjálfstætt starfandi. „Ég útskrifaðist úr leiklistarskóla árið 1958 þannig að ég er búin að vera í þessu ansi lengi,“ segir hún en 56 ár eru frá útskrift. Enn fer mestur tími hennar í leiklistina enda er það hennar lífsstarf. „Það er mikil fylling í að starfa við það sem maður hefur gaman af. Þetta er svo fjölbreytt, og síðan er það ekki síst
Hugsaðu vel um húðina
Sérkafli um umhirðu húðar 16. mai
Sólarvarnir, dagkrem, serum og góð ráð fyrir fólk á öllum aldri
Nánari upplýsingar veitir Kristi Jo Kristinsson S. 531 3307 • kristijo@frettatiminn.is HELGARBLAÐ
ÓKEYPIS
HELGARBLAÐ
ÓKEY
PIS
Kristbjörg Kjeld segir að þó hlutverk fyrir eldri konur séu mun færri hafi hún alltaf nóg að gera og ætlar að halda áfram að leika eins lengi og hún hefur orku til. Ljósmynd/Hari
allt þetta yndislega fólk sem maður er að leika með. Í þessu starfi er unnið með tilfinningar þannig að við verðum yfirleitt dálítið náin og það er það sem gefur þessu gildi líka, þessi góði félagsskapur.“ Þegar Kristbjörg hefur lausa stund reynir hún að vera dugleg að ganga og hefur auk þess unun af því að lesa. „Ég hef gaman af því að fara út að ganga og reyni að halda mér við. Mér finnst gott að labba niður að sjó og að verkinu hans Jóns Gunnars Árnasonar,“ segir hún en Sólfarið hans stendur við Sæbrautina og er eitt af þekktari kennileitum Reykjavíkur. Kristbjörg býr við Lindargötu og því er stutt að sjávarsíðunni. „Ef mér leiðist get ég líka farið upp á Laugaveg, þar er fullt af mannlífi og ég hitti alltaf einhvern sem ég þekki. Það er afskaplega gott, líka svona fyrst ég er orðin ein, og þá er ákveðinn félagsskapur í því.“ Kristbjörg á tvö börn, son og
dóttur, og þrjú barnabörn sem hún er í nánu sambandið við. „Við erum ekki mörg en við erum náin. Ég er í miklu sambandi við þau enda er fjölskyldan það dýrmætasta sem til er,“ segir hún.
Afleggjarinn í uppáhaldi
Hvað bækurnar varðar les Kristbjörg allar nýjustu bækurnar sem hún fær í jólagjöf en í sérstöku uppáhaldi er skáldkonan Auður Ava Ólafsdóttir. „Mér finnst hún dásamlegur höfundur, algjörlega mögnuð. Afleggjarinn er með betri bókum sem ég hef lesið. Svo lék ég í verki eftir hana sem mér fannst mjög gaman,“ segir Kristbjörg sem lék í verkinu „Svartur hundur prestsins“ – fyrsta leikverki Auðar Övu en áður hafði Kristbjörg þegar lesið Afleggjarann og orðin heilluð. „Þær konur sem eru að skrifa bækur í dag eru alveg frábærar. Við eigum virkilega flottar skáldkonur,“ segir hún og nefnir aðrar
til sögunnar, þær Kristínu Marju Baldursdóttur og Vigdísi Grímsdóttur. „Þetta eru hörkukonur. Ég hef líka sérstaklega gaman af því að undanförnu hef ég mikið leikið í íslenskum verkum og mér finnst það einstaklega skemmtilegt,“ en á sínum tíma lék hún einmitt í kvikmyndinni Kaldaljós eftir sögu Vigdísar. Kristbjörg er ein af fáum eldri íslenskum leikkonum sem eru „á markaðnum“ eins og hún orðar það en hún segist sannarlega ekki hafa undan neinu að kvarta, rétt tæplega 79 ára. „Það er auðvitað miklu minna af hlutverkum fyrir eldri konur í bókmenntunum en ég hef haft nóg að gera. Ég er sjálfstætt starfandi og ræð mér alveg sjálf. En ég er staðráðin í að halda þessu brölti áfram á meðan ég er get. Ég lifi fyrir leiklistina og auðvitað fjölskylduna.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is
Aðeins
íslenskt kjöt
í kjötborði
Lambalærissneiðar
2098 2398
erum
Við g
a
meir
þig fyrir
kr./kg
ÍM heill kjúklingur
798 969
kr./kg
kr./kg
kr./kg
ir Bestöti í kj
ode trec n e auta Ungn
8 6 7 4
g kr./k
g kr./k 8 9 2 5
Aðeins
skt íslen jöt k
orði í kjötb
Ferskir
Bleikjuflök
1798 1998
kr./kg
í fiski
Helgartilboð! kr./kg
Þykkvabæjar fors. grillkartöflur
2 fyrir
349 609
1
Piparostur, 150 g
BB kleinuhringir
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
Myllu Fitty samlokubrauð
Góu Hraun og Æði bitar
219 227
kr./pk.
kr./pk.
338 398
kr./pk.
kr./pk.
Monster orkudrykkur, 500 ml
279
kr./stk.
kr./pk.
kr./pk.
259 273
kr./stk.
kr./stk.
Maarud flögur, 3 teg., 250 g
538
kr./pk.
Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt
Coca Cola 3 tegundir, 4x2 lítrar
998
kr./kippan
18
viðtal
Helgin 2.-4. maí 2014
Vissi að hann myndi deyja ungur Tæp þrjú ár eru síðan hinn fimm ára gamli Vilhelm Þór Guðmundsson drukknaði í sundlauginni á Selfossi. Þegar mamma hans fékk hann fyrst í hendurnar fékk hún á tilfinninguna að hann ætti ekki eftir að stoppa lengi hjá henni. Amma Vilhelms Þórs lagðist í þunglyndi eftir slysið en kom sér úr rúminu með gönguferðum. Þann 21. maí, þegar slétt þrjú ár eru liðin frá slysinu, ætlar hún að ganga og synda í minningu dóttursonar síns og safna áheitum fyrir aðra aðstandendur sem missa börn skyndilega.
V
ilhelm Þór Guðmundsson var aðeins fimm ára þegar hann drukknaði í sundlauginni á Selfossi. Það var á sólríkum degi, þann 21. maí 2011, sem hann fór í hinstu sundferðina ásamt systkinum sínum, frændfólki og vinum. Það var eins og fyrir tilviljun að ömmusystir hans ákvað að taka mynd af barnaskaranum fyrir utan heimili Vilhelms Þórs áður en haldið var á stað í laugina og voru þau aðeins búin að vera ofan í lauginni í um 20 mínútur þegar slysið varð. Móðir Vilhelms Þórs, Elísa Björk Jónsdóttir, segir að frá því hann fæddist hafi hún fundið fyrir þeirri ónotatilfinningu að hann ætti ekki eftir að stoppa lengi. „Í fyrsta skipti sem ég fékk hann í hendurnar fann ég fyrir þessari tilfinningu. Það var samt ekki þannig að hún íþyngdi mér alltaf. Fólk hefur spurt mig hvort ég hafi ekki ofverndað hann út af þessu en ég einmitt hvatti hann til að prófa sig áfram. Þegar hann langaði til að fara í myrkrarússíbanann í tívolíinu þá hvatti ég hann til þess. Ég vildi að hann myndi njóta lífsins,“ segir hún. Elísa tekur á móti mér á heimili sínu á Selfossi þar sem hún býr með hinum börnunum sínum tveimur; Sóleyju Björk sem er á ellefta ári og Tómasi Val sem er á fimmta ári. Þar er líka amma þeirra, Guðný Sigurðardóttir, sem ætlar bæði að ganga og synda í minningu Vilhelms Þórs þegar slétt þrjú ár verða liðin frá slysinu, og samhliða safna áheitum fyrir Birtu, félag foreldra sem hafa misst börn eða ungmenni skyndilega. Ljósmyndir af Vilhelm Þór prýða stofuvegginn, þar er einnig
Elísa Björk Jónsdóttir, móðir Vilhelms Þórs, og Guðný Sigurðardóttir, amma hans. Ljósmynd/Hari.
Ég veit ekki hversu oft ég hef grátið á meðan ég er að synda.
kross og síðasta myndin sem var tekin af honum aðeins um hálftíma áður en hann drukknaði. Það er hægara sagt en gert að hefja viðtal um litinn dreng sem kvaddi lífið allt of fljótt og áður en ég finn réttu orðin gríp ég kaffikönnu á borðinu, spyr þær mæðgur hvort þær vilji kaffi og helli svo í bollana þeirra. Við hlæjum saman að framhleypninni í mér, sem er gott. Það er heftandi að vera of formlegur. Elísa er í stjórn Birtu og hún segir að það hafi gefið sér mikið. „Þar get ég talað um reynslu mína og við leitum stuðnings hvort hjá öðru. Stundum veit fólk ekki hvernig það á að vera í kringum fólk sem er nýbúið að missa barnið sitt, það langar að sýna samhug en vill ekki vera óviðeigandi og endar þá jafnvel á að segja ekkert sem er auðvitað mjög óviðeigandi. Þó enginn geti sett sig í spor annarra foreldra þá deilum við sama reynsluheimi,“ segir hún. Elísa og Guðný, mamma Elísu og amma Vilhelms Þórs, hafa frá upphafi unnið á afar misjafnan hátt úr áfallinu og voru viðbrögð þeirra mjög ólík – Elísa bjóst strax við hinu versta þegar hún fékk fregnir af slysinu en Guðný reiknaði með kraftaverki.
Datt trúlega og rak höfuðið í
www.siggaogtimo.is
Aldrei hefur verið fyllilega upplýst hvernig slysið átti sér stað, búið var að kaupa eftirlitsmyndavélar til að setja upp við innilaugina en til stóð
að setja þær upp í vikunni á eftir. „Við teljum okkur samt vita hvað gerðist en myndavélar hefðu þá getað staðfest grun okkar. Við teljum að hann hafi komið upp úr lauginni, rifið af sér kútana og hlaupið af stað með þeim afleiðingum að hann rennur til, dettur út í laugina og rekur trúlega höfuðið í. Hann var með mar á höfðinu sem hann var ekki með fyrir sundferðina þannig að hann hefur rekið höfuðið í,“ segir Guðný. „Hann var alltaf mjög varkár og notaði alltaf kúta þegar hann var í lauginni, og líka þegar hann fór í pottinn. Þó hann væri mikill gaur þá var hann með lítið hjarta og fór varlega,“ segir hún. Síðan slysið varð er bæði búið að setja upp myndavélar og band við laugina til að minnka líkur á viðlíka slysi, auk þess sem skerpt hefur verið á verklagsreglum sundlaugarstarfsfólks. Sundferðin var vandlega skipulögð með nokkrum fyrirvara og til stóð að Guðný myndi fara með en Elísa var þessa sömu helgi að fara í óvissuferð með vinnustaðnum sínum. „Þennan morgun vaknaði ég síðan með svo háan blóðþrýsting að ég treysti mér ekki,“ segir Guðný sem hefur lengi glímt við háþrýsting. Fyrir tilviljun var hjúkrunarfræðingur sem hafði sinnt systur Guðnýjar í sundlauginni og hringdi hún strax í Guðnýju sem hún vissi að var hennar nánasti aðstandandi. „Þau leggja af stað í
sund um klukkan tólf og korter í eitt er hringt í mig. Þá eru þau búin að labba út í laugina, allir búnir að fara í sturtu og í sundföt þannig að þau hafa bara verið ofan í lauginni í um tuttugu mínútur,“ segir Guðný. Tveir drengir, ellefu og tólf ára, komu að Vilhelm og þannig vildi til að fjöldi hjúkrunarfólks, lögreglumaður, sjúkraflutningafólk og læknir voru á staðnum. „Hann fékk því strax allra bestu aðhlynningu og fyrstu hjálp. Við hefðum ekki getað verið heppnari með það,“ segir hún. Þó Guðný hafi fengið símtal um að slys hafi átt sér stað upplifði hún ekki strax alvarleikann og spurði sérstaklega hvort þetta væri svo alvarlegt að hún ætti að hringja líka í mömmu Vilhelms Þórs og pabba hans. Elísa var lögð af stað í óvissuferðina, íklædd neonlituðu pilsi með neongrifflur í takt við þema ferðarinnar þegar móðir hennar hringdi og sagði henni að Vilhelm Þór hefði lent í slysi í sundlauginni og að hún þyrfti að koma strax. Elísa segist í raun ekki hafa orðið svo undrandi þegar hún fékk símtalið. „Ég hugsaði bara með mér: „Nú er komið að því.“ Ég reiknaði aldrei með því að við fengum að hafa hann hjá okkur þetta lengi,“ segir hún með ró í röddinni. Sjúkrabíll sótti Vilhelm Þór og var lagt af stað rakleiðis á Landspítalann við Hringbraut í Reykjavík en Framhald á næstu opnu
80 MILLJÓNIR
MOKAÐU UPP MILLJÓNUM!
JANÚAR
Sjöfaldur Lottópottur stefnir í 80 spriklandi ferskar milljónir. Leyfðu þér smá Lottó!
Ert þú á Facebook? Magnað, við líka! facebook.com/lotto.is
W W.L 014 | W 0 3/0 5 2
OT TO.I
S
20
viðtal
Helgin 2.-4. maí 2014
Systkinin þrjú saman, Sóley Björk, Tómas Valur og Vilhelm Þór. Ljósmynd/Úr einkasafni.
Elísa og Guðný fengu far með lögreglunni sem ók á eftir sjúkrabílnum. Þessa ferð upplifðu þær einnig á mjög ólíkan hátt. „Ég vonaði bara að hann myndi ekki deyja í bílnum því þá gæti pabbi hans ekki kvatt hann,“ segir Elísa en Guðný var öllu bjartsýnni: „Ég reiknaði hreinlega með kraftaverki.“
Lá hjá honum þegar slökkt var á vélunum
Stórfjölskylda Vilhelms Þórs, bæði í móður- og föðurætt, kom á spítalann þann sólarhring sem hann var þar. „Það var virkilega vel hugsað um okkur. Starfsfólkið þarna er gert úr alveg einstökum efnivið,“ segir Guðný en þær voru á spítalanum þar til hann lést. „Eftir nákvæmar taugarannsóknir vorum við, nánustu aðstandendur, boðaðir á fund með læknateyminu þar sem farið var yfir niðurstöðurnar og hann í raun úrskurðaður látinn. Það var síðan okkar val hvenær við værum tilbúin að taka vélarnar úr sambandi,“ segir Elísa. „Þarna fraus ég algjörlega í smá tíma. Ég gat ekki hugsað,“ segir hún og móðir hennar tekur við: „Þú meðtókst þetta ekki strax. Þetta voru auðvitað hryllilegar fregnir. Þetta er eitthvað sem enginn vill fá að heyra.“ Ákveðið var að leyfa öllum sem vildu að kveðja Vilhelm Þór þar sem hann lá í rúminu með slöngur á dreif um litla líkamann. Elísa lá hjá honum hinstu stundina. „Ég lagðist bara upp í til hans og söng
fyrir hann, ég lá með hann í fanginu þegar vélarnar voru teknar úr sambandi. Lagið sem ég söng köllum við „Gleraugun hans afa“,“ segir hún en fyrsta erindið hljóðar svo: „Til himins upp hann afi fór, en ekkert þar hann sér. Því gleraugunum gleymdi hann í glugganum hjá mér.“ Elísa er sannfærð um að afi Vilhelms Þórs hafi tekið vel á móti honum á himnum. „Þegar það var búið að slökkva á vélunum reif ég blöðkurnar af honum og faðmaði hann á meðan pabbi hans hélt í litlu höndina á honum. Okkur var svo boðið að þvo hann og svo klæddum við hann í ný föt. Síðar var haldin athöfn með sjúkrahúsprestinum og öllu okkar fólki og það bókstaflega fylltist allt. Þarna voru yfir 40 manns á spítalanum að kveðja,“ segir hún.
Brugðust við á ólíkan hátt
Fyrstu vikurnar á eftir dvaldi Elísa heima hjá foreldrum sínum með hin börnin tvö en fór svo aftur heim og reyndi að halda sínu striki. „Það var ekkert annað í boði fyrir mig. Ég var með eins og hálfs árs gamalt barn á heimilinu og dóttir mín var ekki bara að missa bróður sinn heldur líka besta vin sinn. Ég þurfti að vakna á morgnana og sinna þeim,“ segir Elísa en það liðu tvö og hálft ár þar til hún leyfði sér að gefa sjálfri sér tíma til að syrgja. Guðný segir að Elísa hafi verið hálf ofvirk fyrst eftir andlátið og tekur sem dæmi að hún hafi strax eftir
kistulagninguna farið á völlinn að styðja íþróttafélagið sem hún æfði fótbolta með. „Nú er strákurinn að verða fimm ára og farinn að geta gert meira sjálfur þannig að það hefur kannski haft áhrif á að áfallið kemur núna. Það byrjaði hægt og rólega síðasta haust. Vilhelm Þór hefði átt afmæli fyrsta desember og eftir það hætti ég að geta mætt til vinnu. Ég vann sem stuðningsfulltrúi í skóla og áreitið var orðið mjög erfitt. Þegar börnin kvörtuðu yfir því að þurfa að læra stærðfræði hugsaði ég með mér að þau gætu bara verið þakklát fyrir að draga andann og fá að mæta í skóla, en auðvitað sagði ég það ekki við þau. Ég fór í veikindaleyfi í janúar og er síðan búin að vera hjá sálfræðingi og í starfsendurhæfingu og andlegri endurhæfingu. Það er svo misjafnt hvenær maður þarf á áfallahjálpinni að halda,“ segir Elísa. Guðný náði botninum skömmu eftir slysið. „Ég eiginlega hrundi bara strax. Ég fór fljótt aftur að vinna, taldi það vera best, en fljótlega þáði ég áfallahjálp. Rútína hjá mér var orðin þannig að ég mætti í vinnuna, fór beint heim og í náttfötin. Á hefðbundnum degi var ég undir sæng eftir klukkan fjögur á daginn. Ég var komin á verkjalyf, svefnlyf og prófaði meira að segja gigtarlyf því læknar töldu jafnvel að ég væri komin með einkenni gigtar. Það var síðan þann 10. júlí í fyrra sem mér var eiginlega sparkað fram úr rúminu og ég ákvað að fara út að labba. Ég labbaði um 5 kílómetra hring, fór upp í kirkjugarð sem ég gerði mjög oft og talaði við litla drenginn yfir leiðinu. Þá lofaði ég honum að ég myndi fara aftur út að ganga daginn eftir eða þarnæsta dag, bæta heilsu mína og verða sú amma sem mig langar að vera barnabörnunum mínum. Daginn eftir dreif ég mig aftur af stað og þetta gerði ég í nokkra daga. Síðan stækkaði ég hringinn í 7 kílómetra og fékk fljótt þá hugmynd að gera eitthvað með þetta. Ég var með háleitar hugmyndir, ætlaði jafnvel að ganga hringinn í kring um landið en á endanum ákvað ég að ganga öfuga leið við leiðina sem sjúkrabíllinn fór með Vilhelm. Fljótlega eftir það langaði mig að gera eitthvað meira og þá bættist
Borgarstjórnarkosningar 2014 Auglýsing frá yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi Framboðsfrestur til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík 31. maí 2014 rennur út laugardaginn 10. maí nk. kl. 12.00 á hádegi. Yfirkjörstjórn tekur á móti framboðslistum þann dag frá kl. 10.00 til 12.00 í fundarherbergi borgarráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11. Á framboðslista skulu vera að lágmarki 15 nöfn frambjóðenda og eigi fleiri en 30. Framboðslista fylgi yfirlýsing, undirrituð eigin hendi, þeirra sem á listanum eru um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina skýrlega fullt nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu og heimili, til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir eru í kjöri. Framboðslista skal einnig fylgja skrifleg yfirlýsing, undirrituð eigin hendi, um stuðning við listann frá kjósendum í hlutaðeigandi kjördæmi. Fjöldi meðmælenda sé á bilinu 160-320. Tilgreina skal fullt nafn, kennitölu og heimilisfang hvers meðmælanda. Þá skal fylgja tilkynning um hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans. Enginn kjósandi getur mælt með fleiri en einum framboðslista. Komi það fyrir verður nafn kjósanda fjarlægt í báðum/öllum tilvikum. Á skrifstofu borgarstjórnar verða USB-lyklar tilbúnir til afhendingar til framboða frá og með 30. apríl. Lyklarnir innihalda rafræn eyðublöð fyrir framboðslista og meðmælendalista, auk leiðbeininga. Mælst er til þess að framboðslistum og meðmælendalistum sé skilað á þessu formi, auk undirritaðra lista. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu borgarstjórnar í s. 411-4706. Að öðru leyti er vísað til ákvæða um skilyrði framboðs í VI. kafla laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998, með síðari breytingum. Jafnframt er vísað til upplýsinga og leiðbeininga á kosningavef innanríkisráðuneytisins, www.kosning.is. Kosningavefur Reykjavíkurborgar er á www.reykjavik.is/kosningar. Meðan kosning fer fram, laugardaginn 31. maí nk., mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem talning atkvæða fer fram að kjörfundi loknum. Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis
taki um 14 klukkutíma. Því næst leggst hún til sunds og ætlar að synda 286 ferðir í lauginni, eina ferð fyrir hverja viku sem Vilhelm Þór lifði. „Sumir hafa efast um að ég geti þetta og finnst þetta jafnvel svolítið undarlegt en það voru göngurnar og sundið sem hjálpuðu mér mikið í sorgarferlinu, auk þess sem ég er nú laus við öll lyfin nema blóðþrýstingslyfin sem ég þarf líklega að taka alltaf,“ segir Guðný.
Systir hans fór að æfa sund
Fjölskyldan hefur haldið minningu Vilhelms Þórs á lofti frá andláti hans. Ljósmynd/Úr einkasafni.
sundið við. Það er henni Sóleyju að þakka,“ segir Guðný sem lítur um öxl til að barnabarnið Sóley, sem situr í sófanum að spila tölvuspil, heyri örugglega það sem amman er að segja. „Ég hringdi í þig og spurði hvort þú vildir koma í s-un-d,“ segir Sóley en hún stafaði orðið til að yngri bróðir hennar yrði ekki leiður ef amma myndi segja nei. Amman ákvað hins vegar að slá til þó henni hefði aldrei verið vel við sund. „Ég kunni rétt bringusund en vildi alltaf synda nálægt bakkanum til að geta haldið mér í hann til öryggis. Mér var illa við sund frá því ég var barn og sagði meira að segja við mömmu mína að ég væri viss um að ég hefði drukknað í fyrra lífi. Eftir þessa sundferð með krökkunum ákvað ég að læra sund almennilega, talaði við sundkennara á svæðinu og byrjaði í einkatímum í lok september. Þá var ég orðin staðráðin í að ekki bara ganga í minningu Vilhelms Þórs heldur líka synda og ég ætla að synda í lauginni sem hann var í þegar hann drukknaði,“ segir Guðný. Samkvæmt ráðleggingum fagaðila fór hún nokkru eftir slysið að lauginni með systur sinni sem var með honum daginn örlagaríka. „Það tók ótrúlega mikið á. Eftir á að hyggja hefðum við frekar átt að fara þegar sundlaugin var tóm því við brotnuðum báðar algjörlega niður þarna fyrir framan sundlaugargestina. Seinna fór ég að fara í laugina og ég veit ekki hversu oft ég hef grátið á meðan ég er að synda,“ segir hún. Í kringum mánaðamótin október/nóvember bar Guðný hugmynd sína um að ganga og synda í minningu Vilhelms og safna áheitum fyrir samtökin undir dóttur sína sem tók strax vel í það, og ræddi Guðný þá í framhaldinu við föður Vilhelms. „Ég hafði áhyggjur af því að ég væri að gera foreldrunum óleik með þessu brölti mínu en þau tóku þessu mjög vel,“ segir hún. Guðný hefur gönguna upp úr miðnætti miðvikudaginn 21. maí en það er dagurinn sem slysið varð. Leiðin frá sjúkrahúsinu að sundlaug Selfoss er tæpir 58 kílómetrar og reiknar hún með því að gangan
Sóley er afar stolt af ömmu sinni, sem og vitanlega öll hin barnabörnin. Sóley var skömmu eftir slysið farin að fara aftur í sund í útilauginni en ákvað síðan að hana langaði að æfa sund. „Ég spurði hana hvort hún gerði sér grein fyrir að sundæfingarnar færu fram þar sem bróðir hennar drukknaði og hún sagðist gera það. Hún var þá nýorðin átta ára. Ég vildi ekki banna henni að æfa sund því mér fannst það óþægilegt og hún æfði sund í tvö ár,“ segir Elísa. Tómas Valur var svo lítill þegar bróðir hans lést að hann man minna eftir honum en Sóley. „Þegar við vorum að fara með ljósakrossa upp á leiðið hans 1. desember í hittifyrra leit hann á okkur og sagði: „En Vilhelm er dáinn,“ svona eins og til að tryggja að við gerðum okkur grein fyrir því og þess vegna óþarfi að fara með kross til hans. Í fyrravetur kom hann svo til mín í eitt skiptið og sagðist sakna bróður síns svo mikið. Ég fann þá mynd af Vilhelm sem hafði einhverra hluta vegna verið plöstuð inn og hann sofnaði með myndina í fanginu. Maður gerir sér ekki grein fyrir hvort hann man í raun eftir honum eða hvort við höfum einfaldlega verið svona dugleg við að halda minningu hans á lofti,“ segir Elísa. Draumur Guðnýjar er að með göngunni og sundinu nái hún að safna nógu miklum áheitum til að færa aukinn kraft í starfsemi Birtu, landssamtaka foreldra og aðstandenda barna sem látast skyndilega. Samtökin eru ekki gömul, voru stofnuð á aðventunni árið 2011 og mættu á annað hundrað manns á stofnfundinn. „Ég vissi ekki af því fyrr en eftir á því allir héldu að ég vissi af samtökunum og þess vegna sagði mér enginn frá þeim,“ segir Elísa sem fór inn í stjórnina á aðalfundinum sem haldinn var vorið eftir og var kjörin formaður á aðalfundi samtakanna um síðustu helgi. Samtökin eru ekki aðeins vettvangur þar sem fólk kemur saman og deilir reynslu sinni, heldur veita þau einnig ráðgjöf um hagnýt málefni á borð við réttindi foreldra, og nú er byrjað að vinna að því að hjálpa fólki að komast frá í orlofshús til að hlaða batteríin og ná áttum. „Eftir að hafa misst barn hefur fólk ekki rænu á að borða, hvað þá að kynna sér réttindi sín. Við mamma fórum saman í slökun til útlanda og það var mjög dýrmætt. Þeir sem ég þekki sem hafa komist í burtu, þó það sé bara í bústað yfir helgi, segja það hafa skipt miklu,“ segir Elísa. Guðný tekur undir og vill auðvelda lífið öðrum sem lenda í þessari erfiðu reynslu. „Við verðum að kyngja því að í framtíðinni eiga foreldrar/forráðamenn eftir að missa börn fyrirvaralaust. Það verður ekki hjá því komist. Það sem við getum gert er að hlúa að því.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is
Vilhelm Þór Guðmundsson f. 01.12. 2005 – d. 22.5. 2011. Reikningur: 1169-05-1100 Kennitala: 2312612579 Styrktarnúmer 901-5050 1000 kr. Allt söfnunarfé rennur óskipt til landssamtakanna Birtu.
Helgartilboð í Kosti! Fulleldaðir kjúklingaleggir
Gott á grillið eða í ofninn!
í Buffalo og Barbecue sósu
698 kr. Áður 798 kr.
20% AFSLÁTTUR
Kingsford viðarkol
Maísstönglar
2.498 kr.
439 kr/kg. Áður 549 kr/kg.
30%
20%
AFSLÁTTUR
Ananas 327 kr/kg. Áður 467 kr/kg.
AFSLÁTTUR
31% AFSLÁTTUR
Ferskir með hýði
33% AFSLÁTTUR
Grísakótelettur
Pólskar pylsur
Lambalærissneiðar
1.598 kr/kg. Áður 1.998 kr/kg.
319 kr. Áður 463 kr.
1.875 kr/kg. Áður 2.798 kr/kg.
Kryddaðar og úrbeinaðar
frá Kjarnafæði
20% AFSLÁTTUR
Villibráðakryddaðar
20% AFSLÁTTUR
Kynning á laugardag á milli kl. 13.00 og 17.00!
Komdu og smakkaðu ljúffenga drykki blandaða í þessu magnaða tæki. Nú loksins á Íslandi!
Ferskir ávextir og grænmeti daglega með flugi frá New York!
Stubb’s mareneringar 447 kr. Áður 559 kr.
20% AFSLÁTTUR
Stubb’s krydd 447 kr. Áður 559 kr.
Stubb’s BBQ sósur 447 kr. Áður 559 kr.
20% AFSLÁTTUR
Bökunarkartöflur 151 kr/kg. Áður 189 kr/kg.
Dalvegur 10-14 | 201 Kópavogur Sími: 560-2500 | kostur@kostur.is | www.kostur.is
Tilboðin gilda föstudaginn 02.05, laugardaginn 03.05 og sunnudaginn 04.05. Með fyrirvara um villur og á meðan birgðir endast.
8.16 kg.
22
fréttaskýring
Helgin 2.-4. maí 2014
Ekki fyrir alla að búa í fámenni Mun erfiðara getur verið að leysa úr ágreiningsmálum eins og einelti í smærri samfélögum, segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og forseti félags-og mannvísindadeildar Háskóla Íslands. Þar að auki sé fólksflutninga til borgarinnar ekki alltaf hægt að rekja til færri atvinnutækifæra heldur líka til þrúgandi samfélagsgerðar, en það sé þáttur sem mætti skoða og ræða frekar á Íslandi.
Þ
að getur verið þrúgandi fyrir suma aðila að búa í litlum samfélögum, sérstaklega ef þú ert eitthvað aðeins öðruvísi en meirihlutinn,“ segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og forseti félags- og mannvísindadeildar Háskóla Íslands. „Allar ákvarðanir, hvort sem þær tengjast léttvægum hlutum eins og fatavali, lesefni eða áfengiskaupum eða öðru, verða miklu þyngri en ella í minni samfélögum. Allir vita allt um alla og persónur skipta oft meira máli en þær stöður sem menn gegna. Fólk fer til vinnu sem ákveðin persóna, er í vinnu sem þessi persóna og kemur heim aftur sem þessi sama persóna. Það er oft lítill aðskilnaður milli persónunnar og hlutverksins innan samfélagsins. Menn búa hlið við hlið og hitta einstaklingana sem þeir fást við á hverjum degi. Samskiptin byggjast oft á tíðum á flóknu munstri sem hefur verið að þróast til margra ára og stundum erfitt að breyta því.“ Helgi segir algengt að fólk finni til ófrelsis í slíkum samfélögum þar sem stöðugt sé verið að fylgjast með því. Hið alsjáandi auga sé alltaf til staðar. „Þetta er alls ekki fyrir alla og ýtir undir fækkun í þessum fámennu samfélögum. Á þéttbýlli svæðum er flestum sama hvað nágranninn er að gera. Þú bara ferð í vinnuna og skilin milli persónunnar og vinnunnar eru mun skýrari.“
Erfiðara fyrir starfssviðin að virka sem skyldi
Helgi bendir á að þar sem formleg tæki samfélagsins, sem eigi að leysa úr ágreiningsmálum, séu oft veikari í litlum samfélögum, sé stundum nauðsynlegt að fá utanaðkomandi aðila sem geti horft á atvik málsins utan frá og komið með lausn sem tekur tillit til allra aðila. „Fólk tekur frekar ákvarðanir í krafti embætta sinna en á forsendum persónu sinnar í stærri samfélögum og þegar kemur að því að takast á við einelti þá virkar taumhald samfélagsins oft betur. Í smærri samfélögum verður taumhaldið oft persónulegra, þessi formlegu tæki sem við höfum til að takast á við vandann, þar sem samfélagið byggist meira á einstaklingum og persónum. Þegar upp koma vandamál eins og einelti þá eru þessu formlegu tæki, t.d. skólastjórinn og bæjarstjórnin, oft veikari því afstaðan er stundum túlkuð með þeim hætti að hún sé persónuleg. Kennarinn er ekki bara kennari heldur einnig vinur pabba Siggu sem er aftur mamma hennar Gunnu – og svo framvegis – og mikil lífssaga oft að baki sem öllum er kunn. En ég er alls ekki að segja að samfélögin séu annað hvort svört eða hvít, auðvitað hafa öll samfélög sína kosti og galla. Það getur líka verið kostur að menn viti hver af öðrum og fólk stendur oft mun þéttar saman í minni samfélögum.“
„Það getur verið jákvætt þegar fólk fremur ekki alvarlega glæpi en það getur líka farið algjörlega í hina áttina og orðið til þess að samfélagið bara lamist. Þegar menn gera eitthvað af sér segir fólk stundum bara, „já, já, þetta er nú hann Gummi, sonur hennar Dísu, ég þekki aðstæður þar og mamma hans er nú svo fín“ – og svo framvegis. Það er horft meira á einstaklinginn sem manneskju heldur en bara út frá því sem hann gerði af sér. Í fámennum samfélögum er oft hægt að leysa brotið óformlega því þú þekkir viðkomandi sem braut af sér. Það getur að einhverju leyti verið kostur þar sem málin eru leyst í nærsamfélaginu án þess að lenda í kvörn hins ópersónulega kerfis,“ segir Helgi. „En svo er það hin hliðin á málinu og það er að fámenn samfélög eiga það til að standa með einstaklingum sem fremja alvarleg brot, eins og gerðist í kynferðisbrotamálinu á Húsavík. Og þá verður þolandinn allt í einu að geranda og hreinlega hrakinn í burtu meðan gerandinn í brotinu er gerður að fórnarlambi.“
Fólksflutningar vegna þrúgandi samfélagsgerðar Helgi tók fyrir nokkru þátt í stóru samevrópsku rannsóknarverkefni um félagsleg samskipti í fámennum samfélögum. Hann segir vanta frekari rannsóknir af þessu tagi um málefnið á Íslandi. „Hér hefur þróunin verið mjög hröð, fólki hefur fækkað verulega í mörgum litlum samfélögum og hér tengja menn þetta meira við atvinnumöguleika og slæmar samgöngur en taka félagslega þáttinn minna inn í myndina. Í verkefninu skoðuðum við aðra þætti sem spila inn í brottflutninga og það er fámennið sjálft. Samskipti fólks í fámenni eru oft mjög persónuleg og geta í sumum tilfellum verið þrúgandi. Þessi þáttur brottflutnings hefur ekki verið nægilega kannaður hérlendis en meira fókusað á þjónustu. Að fólk hverfi frá stöðum vegna skorts á þjónustu og valkostum þegar kemur að afþreyingu og starfsmöguleikum. En við töldum að þessir mannlegu þættir væru jafn mikilvægir ef ekki mikilvægari. Það er bara alls ekki fyrir alla að búa í fámenni.“ Halla Harðardóttir. halla@frettatiminn.is
F
lestar mínar minningar úr Grindavík eru mjög góðar. Ég átti góða vini og mjög góða fjölskyldu þar sem ég fékk mikinn stuðning. En maður finnur það sem unglingur í svona litlu samfélagi hversu erfitt það getur verið að finna sig, og bara finna hvernig manneskja maður vill verða. Maður er ennþá að móta sig og verður því að fá að gera sín mistök,“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir sem fann fyrir miklu frelsi þegar hún fluttist í burtu. „Ég fann frelsi til að móta mig og þroskast á annan hátt þegar ég komst í kynni við nýja einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu. Þá var ég komin í stærra samfélag og í kynni við fólk sem hafði ekki þekkt mig alla ævi. Þetta snýst svolítið mikið um það, að fólk sé ekki að dæma þig fyrir mistökin sem þú gerðir þegar þú varst tólf ára. Það fylgir því svo mikið frelsi að enginn viti hver þú ert. Ég varð að komast í burtu til að finna út úr því hver ég vildi vera. Og svo þegar ég var búin að finna mig þá gat ég flutt mig aftur til Grindavíkur og staðið sterk og bara sagt; „Svona er ég“.“
Frelsi til að vera þú sjálfur
Bryndís vill þó ekki meina að samfélagið sé dómhart í Grindavík og telur að sú staðreynd að allir skuli vita allt um alla geti verið bæði jákvæð og neikvæð. „Samfélagið er bara mjög samheldið, sérstaklega þegar kemur að utanaðkomandi hlutum. En fólk veit og fólk man. Við verndum hvert annað og allir vita af því hvaða börn eru með sykursýki eða eitthvað veik og allir bregðast við ef eitthvað kemur upp á. En að sama skapi vita allir ef þú gerðir
Bryndís Gunnlaugsdóttir.
mistök þegar þú varst 14 ára eða ef þú varðst fullur 16 ára. Það tekur ákveðin þroska að læra að lifa í svona samfélagi og ég held að þessi þrýstingur sé ómeðvitaður. Þú kemur úr fjölskyldu sjómanna og þá er bara ósjálfrátt gert ráð fyrir því að þú farir þá leið,“ segir Bryndís og bendir á að auðveldara sé að finna sér leið út þessum farveg í stórborg þar sem meira frelsi sé til að vera öðruvísi því þar séu fleiri öðruvísi. Hún segir eitt mikilvægasta verkefni Grindavíkur núna vera það að læra að gefa börnum frelsi til að vera þau sjálf.„Í Grindavík eru svona 40 til 60 börn í hverjum árgangi og kannski er einn af hverjum tíu öðruvísi en meirihlutinn og það er mjög lítill hópur. Íþróttir eru mjög sterkar í Grindavík og við verðum að styðja betur við þá sem eru meira fyrir aðra hluti, t.d. menningu og listir.“
Einelti í Grindavík
Bryndís segir umræðuna um einelti og neikvæð samskipti hafa verið líflega síðustu ár. Skólinn hafi verið með átak í gangi og
ungmennafélagið hafi verið með sérstakt teymi gegn einelti sem hafi verið mjög sýnilegt. Þar að auki var heill dagur í haust tileinkaður einelti. „Það sem gerist þegar svona mikið er unnið með einelti að þá koma málin upp á yfirborðið. Við erum búin að kenna börnunum að segja frá ef þau upplifa einelti og það er það sem er að gerast núna og það er mjög gott. En við sem samfélag verðum þá að vera yfirveguð og takast á við málin af yfirveguðum hætti. Það er ekki jákvætt þegar samfélag skiptist upp í fylkingar og öllu sem gerist er slengt upp í blöðum. Að sjá kommentakerfið er bara að upplifa nýtt einelti. Allt þetta á eftir að gera börnum erfitt fyrir með að stíga fram í framtíðinni, og þar er ekki jákvætt.“
Ákvað að snúa aftur
Bryndís ákvað, þrátt fyrir nýfundið frelsi til að vera hún sjálf í höfuðborginni, að snúa aftur til Grindavíkur. Hún segir að þrátt fyrir smæðina þá séu kostirnir svo miklu fleiri en gallarnir. „Að geta gengið út í búð og þekkja þar alla svo þú endar á klukkutíma spjalli um daginn og veginn er ómetanlegt. Eins að fylgjast með því þegar bæjarbúar sameinast þegar vel gengur í íþróttum, Útsvarinu eða á Sjómannadaginn. En ég þurfti að þroskast og læra að vera ég sjálf áður en ég gat notið þess. Það hafa auðvitað allir gott af því að sjá heiminn og koma svo aftur heim. Ég þurfti að komast í burtu til að átta mig á því að Grindavík væri besti staðurinn fyrir mig til að vera á.“ Halla Harðardóttir. halla@frettatiminn.is
EinElti í Gr indavík
Allt verður persónulegt í litlum samfélögum
Helgi segir það geta verið bæði jákvætt og neikvætt að mörkin milli þess persónulega og þess formlega blandist saman í litlum samfélögum.
Þurfti frelsi til að vera ég sjálf
Helgi Gunnlaugsson segir þurfa að skoða betur fólksflutninga úr litlum samfélögum.
Tveir nemendur í Grunnskóla Grindavíkur, sem upplifðu einelti af hálfu sama kennara við skólann, sendu inn formlega kvörtun til skólans nú í vetur. Í kjölfarið voru málin send til rannsóknar sérfræðinga. Niðurstaða sérfræðinganna var sú að
í öðru tilfellinu hafi um einelti verið að ræða en í hinu tilfellinu hafi ekki verið um einelti að ræða en töldu sérfræðingarnir þó hegðun kennarans ámælisverða. Nú hafa eldri nemendur stigið fram með sögur af einelti af hálfu sama kennara en
hann hefur starfað við skólann í þrjá áratugi. Þrátt fyrir að einelti hafi verið staðfest af sérfræðingum var kennaranum ekki vikið frá störfum til að byrja með. Annar nemandinn skipti um skóla en hinn fær sjúkrakennslu á skrifstofu
skólans til að þurfa ekki að sitja tíma hjá kennaranum. Nú hefur kennarinn farið í veikindafrí og samkvæmt Bryndísi Gunnlaugsdóttur er nú unnið að því, í nánu samstarfi við foreldra þeirra, að fá umrædda nemendur aftur í skólann.
WEBER GRILL
OG ALLT Á GRILLIÐ!
Gildir til 4. maí á meðan birgðir endast. WEBER færðu í Skeifunni, Smáralind, Garðabæ, Holtagörðum og á hagkaup.is. Minna úrval í öðrum verslunum.
W EB ER ÚR VA LI Ð FI NN UR ÞÚ Á W W W.H AG KAUP .IS
NAUTALUNDIR FERSKAR
3.999 kr/kg verð áður 4.799
RIBEY FERSKT
4 STK. 80 GR. M/ BRAUÐI
verð áður 4.499
verð áður 899
3.374 kr/kg
GLÆSILEG KJÖTBORÐ
HAMBORGARAR
699 kr/pk
UÁN AÐ
I K A U P.
S
H
AG
INU ET
VERS L
Í KRINGLUNNI, GARÐABÆ, EIÐISTORGI OG Á AKUREYRI
24
fótbolti
Helgin 2.-4. maí 2014
Fimm mánaða fótboltaveisla að hefjast Langþráð bið margra verður á enda á sunnudag þegar flautað verður til leiks í Pepsi-deild karla í fótbolta. Tveir stórleikir eru á dagskrá í fyrstu umferð og spenna er í loftinu. Fréttatíminn tók púlsinn á fjórum mönnum sem eiga væntanlega eftir að vera áberandi í sumar. Ljósmyndir/Hari Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is
Hetjan sem skora á mörkin
Hetjan úr utandeildinni
Aron Elís skoraði 14 mörk í 14 leikjum í 1. deildinni í fyrra. Hann var markakóngur deildarinnar og var í kjölfarið kjörinn bæði besti og efnilegasti leikmaðurinn. Það er því búist við miklu af þessum unga manni í Fossvoginum í sumar.
Fyrir þremur árum var Haukur Lárusson að spila utandeildarbolta í sjö manna liði en í fyrra var hann lykilmaður í að koma Fjölnismönnum upp í Pepsideildina. Meiðsli höfðu hamlað framgangi hans á yngri árum en nú er Haukur klár í slaginn og mun væntanlega vekja athygli í sumar. Að minnsta kosti fyrir hæð sína en Rauði turninn, eins og hann er kallaður, er sagður vera hæsti leikmaður deildarinnar í ár.
Nafn: Aron Elís Þrándarson. Lið: Víkingur. Staða: Sóknarsinnaður miðjumaður. Aldur: 19 ára. Hæð: 1.86. Leikir/Mörk: 45/19 Fyrirmynd í boltanum: Ronaldo og Messi. Það er gaman að horfa á þá. Hvaða lið verður Íslandsmeistari? Ég giska á KR eins og stendur, þeir eru með sterkasta hópinn. Hver verður markahæstur? No comment.
Nafn: Haukur Lárusson. Lið: Fjölnir. Staða: Varnarmaður Aldur: 26 ára. Hæð: 1.96 Leikir/Mörk: 71/6 Markmið fyrir sumarið: Aðalmarkmiðið er að halda sér uppi. Fyrirmynd í boltanum: Ég hef aldrei pælt í því. Uppáhaldsleikmaðurinn minn er náttúrlega Peter Crouch. Það byrjaði sjálfsagt í léttu djóki en maður hefur elt hann síðan. Hvaða lið verður Íslandsmeistari? Fyrir utan Fjölni? KR. Hver verður markahæstur? Gary Martin eða Guðmundur Karl, ef hann verður ekki í bakverðinum.
Hetjan sem hætti á toppnum Það kom mörgum á óvart síðasta haust þegar tilkynnt var að Bjarni tæki við þjálfun Framara. Hann var enda nýbúinn að lyfta Íslandsbikarnum með KR og flestir bjuggust við að hann ætti alla vega eitt ár eftir sem leikmaður. En Bjarni hætti á toppnum og ætlar sér stóra hluti í þjálfun. Gaman verður að sjá hvort hann nær að gera Framara að því stórveldi sem stuðningsmenn liðsins vilja meina að það hafi eitt sinn verið. Takist honum það ekki mun eflaust verða nóg af fólki til að benda honum á hvar mistök hafi verið gerð. Nafn: Bjarni Guðjónsson. Lið: Fram. Staða: Þjálfari. Aldur: 35 ára. Hæð: 1.74. Leikir/Mörk: 537/71 Markmið fyrir sumarið: Við erum með markmið í hópnum sem við ræðum ekki út á við. Félagið er að fara í vinnu sem tekur sirka þrjú ár og, ég veit að þetta er gömul tugga, en við ætlum bara að nálgast hvern og einn leik fyrir sig og gera okkar besta. Fyrirmynd í boltanum: Sem leikmaður þá var það Alan Shearer. Hann var sér á báti hvernig hann æfði og nálgaðist leiki. Sem þjálfari reyni ég að taka það besta frá hverjum og einum þjálfara sem ég hef haft og vonandi verður útkoman góð. Ef ég á nefna einhvern einn þá er það Rúnar Kristins, hann hefur staðið sig rosalega vel. Hvaða lið verður Íslandsmeistari? Ég hugsa að það verði KR. Hver verður markahæstur? Ef Kjartan Henry verður í lagi þá er hann langbesti senterinn á Íslandi.
Hetjan sem sneri heim Stefán Gíslason hefur átt farsælan feril sem atvinnumaður í nokkrum löndum. Nú er hann snúinn heim og svanasöngurinn verður í grænum búningi í Kópavoginum. Stefán fær það hlutverk að miðla af reynslu sinni í fremur ungu liði og verður forvitnilegt að sjá hvernig honum reiðir af. Nafn: Stefán Gíslason. Lið: Breiðablik. Staða: Miðjumaður og miðvörður. Aldur: 34 ára. Hæð: 193. Leikir/Mörk: 341/28 Markmið fyrir sumarið: Mín markmið eru að spila vel og styðja við bakið á hinum leikmönnunum. Liðið verður vonandi að berjast um titilinn, þar á klúbburinn að vera. Fyrirmynd í boltanum: Patrick Vieira hefur alltaf verið ofarlega á blaði hjá mér. Hann var töffari frá fyrstu æfingu í Arsenal, þegar hann labbaði út úr klefanum með kassann tvo metra fram. Hvaða lið verður Íslandsmeistari? Það verður Breiðablik. Hver verður markahæstur? Árni Vil.
500 SÆTI Í MAÍSÓLINA FERÐATÍMABILIÐ 2. TIL 16. MAÍ
FLUGFELAG.IS
Staðgott TILBOÐ
L ARHRING AÐEINS Í SÓ A X! BÓKAÐU STR
ÍSLENSKA SÍA.IS FLU 68914 04/14
VERÐ FRÁ:
6.990 kr.*
FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ að fljúga inn í sumarið og finna hvernig maísólin skín fyrir austan, norðan, vestan og sunnan. Bókaðu í tæka tíð. Þú hefur sólarhring meðan enn eru laus sæti.
LAUS TIL BÓKUNAR Í EINN SÓLAR HRING FRÁ KL . 10 Í DAG 2. MAÍ
*Eingöngu bókanlegt á www.flugfelag.is frá 2. maí kl. 10:00 til 3. maí kl. 10:00 fyrir ferðatímabilið 2.–16. maí; aðra leið með sköttum til eða frá Reykjavík, Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum með skilmálum netfargjalda en gildir ekki í tengiflugi. Takmarkað sætaframboð og gildir eingöngu á völdum dagsetningum.
2.294
1.298
kr./kg
kr./kg
FjallalaMBs skyndigrill
svínakótilettur
verð áður 2.549 kr./kg
verð áður 1.698 kr./kg
2.240
2.998
kr./kg
kr./kg
laMBapriMe.
FjallalaMBs lærisn. kryddaðar
verð áður 2.489 kr./kg
haMBorgarar 2x115g M/Brauði
1.978 kr./kg
FjallalaMBs sirloin sneiðar krydd.
verð áður 2.198 kr./kg
Fk vínarpylsur 10 stk. pk.
verð 339 kr./pk.
149 kr.
Myllu pylsuBrauð
hunts unts BBQ sósur
verð áður 540 kr./pk.
kF laMBalærissneiðar villikr.
339
kr./stk.
kr./pk.
verð áður 2.190 kr./kg
hunts tóMatsósa atsósa 680g
verð áður 258,-kr.
198
490
kr./kg
kr.
kr./pk.
verð áður 3.398 kr./kg
1.845
198
verð 149 kr.
verð áður frá 216 kr./stk.
1.398 kr./kg
kryddaðar svínakótilettur
verð 1.398 kr./kg
998 kr.
Coke dósir 12x 0,33l
verð 998 kr.
- Tilvalið gjafakort OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is
1.398 kr./kg
kryddaður grísahnakki
verð 1.398 kr./kg
410
frá
kr./stk.
Biotta saFi
verð frá 410 kr./stk.
1.855 kr./kg
kFF grísa grísaFille kryddað
verð 1.855 kr./kg
998 kr.
nesCaFéé gull 300g
verð áður 1.095 kr.
túlipanar
verð xxx kr.
258
285
kr.
661
689
kr.
365
1.148
kr.
kr./stk.
kr.
kr.
sMurkex
haFrakex 220g
verð 258 kr.
heilhveitikex
verð 365 kr.
verð 285 kr.
verð 689 kr./stk.
kuChen Meister kiwi kaka eða vanillukaka
extra virgin olía 1l
verð 1.148 kr.
598
388
kr.
kr.
kr./stk.
kr.
verð 661 kr.
578
118
869
kr.
FiskiBúðingur 1/1 FiskiBollur karrý 1/1 verð 598 kr. FiskiBollur 1/1
verð 118 kr./stk.
nesQuik uik plastBox 900g
extra virgin olía 500Ml
Basilolía eða hvítlauksolía
verð 578 kr.
verð 869 kr.
verð 388 kr.
FJAR-DARKAUP
Helgartilboð
486 kr.
dC gulrótarkaka lúxus
2. - 3. maí
verð 486 kr.
598
598
kr.
455 kr.
gúllassúpa 1/2 dós
verð 455 kr.
238
264
kr.
kr.
kr.
498 kr.
CoCoa puFFs 467g Cheerios 397g
weetos heilhveitihringir
verð 598 kr.
verð 598 kr.
verð 498 kr.
498
Frón FíkjuBitar 200g
verð áður 238 kr.
1.210
179
kr./stk.
Frón kreMkex 260g
verð áður 264 kr.
kr.
kr.
598 kr./pk.
1.160
1.198
kr./pk.
kr./pk.
826
kr./stk.
agave sýróp ljóst/dökkt ólí ólíFuolía uolía
verð 826 kr./stk.
verð 1.498 kr.
spelt gróFt/Fínt
verð 498 kr./stk.
heilhveiti
verð 179 kr.
sugarless sugar
verð 1.210 kr.
golden hörFræMjöl hörFræMjöl verð 1.160 kr. now erythritol
verð 598 kr.
verð 1.198 kr.
28
viðtal
Helgin 2.-4. maí 2014
Að upplifa nýjar slóðir með heimamönnum, helst ótroðnar, segir Valgerður Pálsdóttir vera bestu leiðina til að kynnast nýjum stöðum fyrir alvöru. Ljósmynd/Hari
Ætlaði alltaf að breyta til um miðjan aldur Valgerður Pálsdóttir ákvað að láta gamlan draum rætast og stofna ferðaskrifstofu sem sérhæfir sig í persónulegum ferðum fyrir fólk sem hefur áhuga á menningu, listum og stöðum úr alfaraleið. Hún er ekki hrifin af fjöldaframleiddum ferðum og leggur áherslu á að ferðamaðurinn upplifi landið með augum innfæddra listamanna.
L
istir og ferðalög eru mínar helstu ástríður í lífinu. Ég var búin að ganga með þennan draum í maganum mjög lengi. Ég hef verið að sinna leiðsögn með annarri vinnu í
nokkurn tíma og það kom snemma í ljós að ég er mjög persónulegur leiðsögumaður, mér finnst mjög gaman að leika mér með hópnum, gera öðruvísi hluti og helst koma fólki skemmtilega á óvart. Helst
17. júní í Reykjavík
Dagskráratriði óskast
Auglýst er eftir skemmti- og sýningaratriðum fyrir þjóðhátíðarskemmtun í Reykjavík. Í dagskránni er gert ráð fyrir barna og fjölskylduskemmtunum á sviðum, tónleikum, leiktækjum og ýmsum sýningum og götuuppákomum. Hægt er að sækja um flutning atriða, uppákomur og viðburði á vefnum www.17juni.is en umsóknum má einnig skila í Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 9. maí. Upplýsingar í síma 411 5502 eða á 17juni@reykjavik.is
Hitt Húsið Sími: 411 5500 17juni@hitthusid.is www.17juni.is
vil ég fara óhefðbundnar leiðir og með fullri virðingu fyrir öðruvísi ferðamennsku þá myndi ég ekki vilja vera á stórum skemmtiferðaskipum og þess háttar ferðum. Ég hugsa þetta algjörlega út frá sjálfri mér, og geri ferðir sem ég sjálf myndi vilja fara í.“
Langaði alltaf til að skapa
„Ég er ansi listræn í mér, og á ferðalögum held ég alltaf dagbækur þar sem ég teikna, mála og skrifa,“ segir Valgerður sem verður alltaf fyrir miklum innblæstri þegar hún ferðast. „Mér datt í hug að svona væri þessu líklega farið með fleira fólk en mig og ákvað að bara gera þetta að mínu starfi.“ Eftir að hafa farið á brautargengisnámskeið hjá Nýsköpunarmiðstöð ákvað Valgerður svo að láta slag standa og drauminn rætast. „Nafnið á fyrirtækinu, „ArtTravel“, var löngu komið, en svo fékk ég þarna aðstoð við að þróa viðskiptahugmyndina, sem var að flétta saman menningu, listum og ferðalögum. Í kjölfar námskeiðsins stofnaði ég svo fyrirtækið og hef verið að vinna í þessu hægt og bítandi síðan.“ Valgerður hefur verið að vinna sem náms-, félags- og uppeldisráðgjafi til margra ára en dreymdi alltaf um að skipta um starfsvettvang um miðjan aldur. „Ég hef notið þess að vinna með fólki, sem félags-og uppeldisráðgjafi, en vissi samt alltaf innst inni að ég myndi skipta algerlega um vettvang einhvern tímann. Þegar ég var unglingur stóð ég frammi fyrir því að velja milli listnáms og einhvers sem væri meira praktískt. Ég valdi praktísku leiðina en ákvað í leiðinni að ég myndi söðla um þegar ég væri komin á miðjan aldur, því ég vissi að ég yrði á ein-
hverjum tímapunkti að snúa mér að einhverri sköpun.“
Að upplifa með heimamönnum
Að upplifa nýjar slóðir með augum heimamanna, og meðal annars listamanna, er það sem ferðir Valgerðar snúast um. „Skemmtilegast finnst mér að ferðast með fólki sem þekkir staðina vel, helst heimamönnum,“ segir Valgerður og bætir því við að hún hafi kannski ekki ferðast svo víða en ferðalögin hafa verið mjög innihaldsrík. „Ein af mínum bestu ferðum var fyrir nokkrum árum þegar ég heimsótti gamlan vínbúgarð frá 18.öld, sem var búið að breyta í listasetur, rétt utan við Barcelona. Þar kynntist ég svo skemmtilegu og yndislegu fólki sem er einmitt minn helsti tengiliður í Barcelonaferðunum sem ég skipulegg núna sjálf. Fararstjórinn í þeirri ferð er einmitt listakona sem ég kynntist á vínbúgarðinum. Mér finnst skipta mjög miklu máli að það sé fólk sem vel þekkir til sem sér um leiðsögnina því ferðamaðurinn fær svo miklu meira út úr ferðinni þannig. Ég býð upp á öðruvísi ferðir fyrir menningarlega sinnað fólk, bæði fyrir Íslendinga erlendis og útlendinga hérlendis. Ef ferðamaðurinn er með heimamönnum og fær að kynnast listamönnum og skáldum í þeirra umhverfi, verður ferðin bara svo miklu innihaldsríkari.“
Ævintýraþyrstur ferðalangur
„Ég var á Suður-Spáni í fyrrasumar, en ég er einmitt að fara í ferð með Íslendinga til Andalúsíu og Marokkó í júní. Þegar ég var stödd þar langaði mig með bátnum yfir til Tangier í Marokkó, svo ég ákvað að skella mér bara yfir og fór ein. Ég var ekki fyrr lent en ég var komin upp á skellinöðru hjá Múhameð nokkrum á leið um borgina,“ segir Valgerður og skellihlær. „Hann gerðist minn einkafararstjóri og keyrði alveg eins og brjálæðingur þarna
með mig út um allar trissur. Svo hjálpaði hann mér að finna rútu til Chefchaouen sem er ótrúlega fallegt lítið þorp upp í fjöllunum inn í landi. En um leið og ég kem úr rútunni þá kom annar maður, sem hét líka Múhameð, og bauð fram aðstoð sína,“ segir Valgerður og skellir aftur upp úr. „Öll hótel voru uppbókuð svo þessi Múhameð númer tvö hjálpaði mér að finna gistiheimli, sem hafði auðvitað enga loftkælingu, en það var 48 stiga hiti! Ég ætlaði aldrei að geta sofnað þessa fyrstu nótt mína í Marokkó en svo þegar ég var loks alveg að festa blund þá byrjuðu bænaköllin,“ segir Valgerður og hlær ennþá meira og er greinilega mjög skemmt yfir minningunum. Hún segist aldrei vera hrædd á ferðalögum þrátt fyrir að ferðast ein. „Reyndar hugsaði ég þegar fyrri Múhameð var að leiða mig um allar þessar litlu, þröngu götur Tangier að ég gæti kannski verið í einhverskonar hættu. Hann hafði allavega mjög gott tækifæri til að ræna mig hefði hann viljað. Ég ýtti bara þeirri hugsun frá mér og ákvað að treysta honum.“
Ferðalagið rétt að byrja
Það er greinilegt að þetta nýja ferðalag Valgerðar er rétt að byrja því hún er komin á flug með fjölda ferða í kollinum. Nýjasta uppgötvunin er Slóvakía, þar sem dóttir hennar býr. „Ég var að koma úr ferð þaðan og við mæðgurnar fórum til Banska Stiavnica, sem er alveg stórkostlega fallegur bær sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Hann er þekktur fyrir gamlar gullog silfurnámur og hefur að geyma alveg ótrúlega mikla sögu. Næst á dagskrá er að skoða að búa til ferðir þangað fyrir Íslendinga,“ segir Valgerður sem er strax komin í kynni við listamenn í bænum sem munu væntanlega aðstoða hana við að gera upplifunina ógleymanlega. Halla Harðardóttir. halla@frettatiminn.is
rræna húsið sunnudag n 4. maí kl. 12–16:
VATNSMÝRARHÁTÍÐ – Ti kuð ná úru l ds s, börnum og vís dum
sirkusatriði vís di
Ú ikir
sögustu í Þjóðm jаafni
Lokaviðburður B n ¡n g hátíð Sápukúlur og krít
Sko m kaður FUGLASKOÐUN Tónl t atriði
dagskrá: 12.00–13.00 12.30–13.30 12.00–16.00 12.00–16.00 12.00–16.00 12.00–17.00 12.00–17.00 12.30–13.00 13.00–13.30 13.30–14.30 13.00–14.30 14.00 14.00–15.00 14.30–15.00 15.00–16.00 15.00–15.30 15.00–16.00
Finnska barna-teiknimyndin Sju bröder sýnd með enskum texta í salnum. Fisk í dag með Sveini Kjartanssyni og fleirum við Gróðurhúsið. Hjólafærni frá Dr. Bæk á malarplani við Norræna húsið Skottmarkaður á bílastæði Norræna hússins. Geymt en ekki gleymt dót kemst í nýjar hendur. Vísindasmiðja Háskóla Íslands í Háskólabíói. Kaffiveitingar til sölu á AALTO BISTRO – nýr veitingastaður í Norræna húsinu sem opnar formlega 10. maí n.k. Bókasafn Norræna hússins býður upp á örbókamarkað, sögustundir og sýningu á verkum leikskólabarna í Barnahelli (Barnabókasafnið). Klarínettukórinn treður upp í Gróðurhúsinu. Leiðsögn um friðlandið með Fuglafræðingi. Hefst á tröppum Norræna hússins. Djasstónlist við Gróðurhúsið Sirkuskúnstir með Sirkus Íslands, börnin fá að prófa og læra sirkusatriði á grasflötinni við Norræna húsið. Álfasögur í Silfurhelli á Þjóðminajsafni Íslands. Upplestar og píanótónlistin úr Amélie kvikmyndinni. Ungskáld lesa úr verkum sínum og ungur píanóleikari spilar píanótónlist úr Amélie og fleiri verk. Dagskráin fer fram í salnum. Sirkus Íslands með sirkusatriði á grasflöt Norræna hússins. Getur tedrykkja hjálpað okkur að skilja loftslagsbreytingar? Já, og getur þú aðstoðað okkur? Fer fram við Gróðurhúsið. Dansgjörningur frá Finnlandi í sýningarsal Norræna hússins í sýningu Lista án landamæra. Brasstónlist í Gróðurhúsinu.
Norræna húsið Sturlugata 5 101 Reykjavík Tel. 5517030 www.norraenahusid.is
30
fréttaskýring
Helgin 2.-4. maí 2014
Annar hver greiðir ekki í séreignalífeyrissjóð Iðgjöld í séreignalífeyrissjóði hafa dregist saman um helming milli áranna 2007 og 2012. Alls greiða 80 þúsund manns, tæplega helmingur alls vinnuafls, ekki í séreignasparnað. Framkvæmdastjóri Allianz segir að skortur á séreign verði til þess að meirihluti Íslendinga nái ekki að framfleyta sér á ellilífeyri. Kostnaður ríkisins vegna ellilífeyris hefur aukist um 75% milli áranna 2010 og 2014.
s
jö af hverjum tíu Íslendingum eru með laun undir 500 þúsund krónum á mánuði og munu þurfa að fá viðbótargreiðslu frá ríkinu til að ná lágmarksellilífeyri, sem er um 210 þúsund krónur á mánuði þegar þeir fara á eftirlaun, nema þeir hafi lagt fyrir með séreignalífeyrissparnaði. Launþegi með 500 þúsund krónur í tekjur fær um 200 þúsund í mánaðargreiðslur frá lífeyrissjóði sínum, samkvæmt upplýsingum frá Landssamtökum lífeyrissjóða (Ll). Árið 2012 voru meðallaun Íslendinga 588 þúsund krónur, samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands. Lífeyrisgreiðslur úr almenna kerfinu voru á sama ári 128 þúsund krónur að meðaltali á mánuði. Gunnar Baldvinsson, stjórnarformaður Ll og framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, segir að þeir sem greiði í lífeyrissjóð alla starfsævi geti vænst þess að fá 3545% af lokalaunum þegar þeir fara á eftirlaun. Mismuninn upp í lágmarkslífeyri greiðir því ríkið, nema hjá þeim sem bæta upp þennan mismun með viðbótarlífeyrissparnaði. Samkvæmt úteikningum Eyjólfs Lárussonar, framkvæmdastjóra Allianz, greiðir ríkið um 40 milljarða króna á árinu 2014, samkvæmt fjárlögum og hefur upphæðin aukist um 75% frá árinu 2010 á verðlagi hvers árs. Að sögn Gunnars er búist við því að eftirlaunaþegar verði tvöfalt fleiri á næstu áratugum og að helmingi færri vinnandi verði á
móti hverjum eftirlaunaþega. „Einstaklingar geta því ekki búist við að ríkið verði aflögufært til að bæta mikið við eftirlaunin,“ segir hann. Eyjólfur segir að sú aðgerð ríkisins að heimila úttektir á séreignasparnaði sé varhugaverð. „Árið 2009 var farið í þá tímabundnu aðgerða að opna fyrir úttektir á séreignasparnaði og leyfa fólki að taka fyrirfram hluta hans út til eigin neyslu,“ segir Eyjólfur. „Nú er staðan sú að þessi tímabundna aðgerð hefur verið framlengd á sjöunda ár og á sama tíma var leyft iðgjald einnig lækkað úr 4% í 2%. Ekki sér fyrir endann á þeim hugmyndum sem ráðamenn hafa um það hvernig best er að láta fólk eyða framtíðarlífeyri sínum til ýmissa hluta dagsins í dag,“ bendir Eyjólfur á.
Í hnotskur n
Launþegar eru 183 þúsund. 110 þúsund greiddu í séreignalífeyrissjóð árið 2012. Útborgaður lífeyrir úr sjóðum var krónur 128 þúsund að meðaltali á mann árið 2012. Iðgjöld í séreignalífeyrissjóði voru helmingi minni árið 2012 en 2007.
A
fer llt vei min fyr s g i 20 luna ar r 14
Nóatún býður upp á úrval af hlaðborðum fyrir fermingarveisluna! sjá www.noatun.is
Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt
Samkvæmt útreikningum Eyjólfs munu 80 þúsund Íslendingar ekki ná lágmarksframfærslu, samkvæmt viðmiðum velferðarráðuneytisins, sem er um 290 þúsund krónur á mánuði á einstakling. Á vinnumarkaði eru um 180 þúsund manns. Af þeim eru 80 þúsund manns ekki með séreignalífeyrissparnað og þurfa því að treysta á að ríkið tryggi þeim lágmarksframfærslu þegar þeir fara á eftirlaun. Þá hafa verið teknir út tæpir 90 milljarðar af séreignasparnaði á árunum 2009-2013. Samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra voru iðgjöld í séreignalífeyrissjóði helmingi minni árið
2012 en 2007. Eyjólfur segir að þessi þróun verði til þess að stór hluti Íslendinga fái eftirlaun undir lágmarksframfærslu samkvæmt opinberum stöðlum. Séreignasparnaðurinn myndi lyfta nær öllum yfir lágmarksframfærslu en þess í stað bæti ríkið upp mismuninn með þeim kostnaði sem það felur í sér. „Við getum hins vegar ekki gert ráð fyrir því að ríkið geti staðið straum af þessum kostnaði til framtíðar,“ segir Eyjólfur. „Ekki síst í ljósi þess hve kostnaðurinn eykst með hækkandi lífaldri,“ segir hann. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is
Tekjur Unnar lækka um 130 þúsund við eftirlaunatöku Unnur er að komast á eftirlaunaaldur í næsta mánuði. Hún hefur unnið í einkageiranum og er nú með 500 þúsund krónur í tekjur, sem er í kringum meðallaun á Íslandi. Útborgað fær hún um 345 þúsund á mánuði. Hún hefur ekki greitt í séreignalífeyrissparnað og á því einungis skyldulífeyrinn sinn. Samkvæmt útreikningum lífeyrissjóðs hennar á hún uppsöfnuð réttindi sem nema 200 þúsund krónum á mánuði í lífeyri. Af því greiðir hún 27 þúsund krónur í skatt og fær því útborgað 173 þúsund krónur á mánuði. Viðbótarlífeyrisframlag ríkisins er tæpar 66 þúsund krónur og greiðir hún 24 þúsund krónur af því í skatt. Samtals fær hún í lífeyrissjóðsgreiðslur 214 þúsund krónur á mánuði sem er um 130 þúsund krónum lægra en hún fékk útborgað af launum sínum. Tilbúið dæmi byggt á tölum úr fréttinni.
Tekjur Óskars lækka um 80 þúsund við eftirlaunatöku Óskar verður 67 ára í næsta mánuði og er á leið á eftirlaun. Hann býr einn og er með 400 þúsund krónur á mánuði og hefur unnið í einkageiranum alla sína starfsævi. Óskar tók út séreignalífeyrissparnaðinn sinn í hruninu og á því einungis skyldulífeyrinn sinn. Samkvæmt útreikningum frá lífeyrissjóðnum hans fær hann 160 þúsund krónur í lífeyri á mánuði. Tekjur hans fyrir skatta lækka samkvæmt þessu um 60 prósent við að fara á eftirlaun, sem er raunin í lífeyrissjóðakerfinu í dag, samkvæmt nýjum útreikningum. Af 160 þúsundum á Óskar eftir að greiða skatt því skattleysismörkin eru um 135 þúsund krónur á mánuði fyrir lífeyrisþega og greiðir hann því um 11.500 krónur í skatt af lífeyrissjóðsgreiðslum sínum. Hann fær því 148 þúsund útborgað frá lífeyrissjóði sínum. Ríkið tryggir lífeyrisþegum hins vegar lágmarksframfærslu með viðbótargreiðslum, það er ellilífeyri, tekjutryggingu og heimilisuppbót. Óskar fær tæpar 90 þúsund krónur frá ríkinu en greiðir af því 33 þúsund krónur í skatt. Framlagið frá ríkinu nemur því tæpum 56 þúsund krónum. Samanlagt er Óskar því með um 204 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði. Ráðstöfunartekjur hans lækka því um 80 þúsund krónur á mánuði, úr 286 þúsund krónum sem hann fékk í laun eftir skatt. Lífeyristekjur Óskars eru rúmum 30 þúsund krónum undir neysluviðmiðum velferðarráðuneytisins, sem er um 235 þúsund á mánuði án húsnæðiskostnaðar. Óskar var hins vegar svo heppinn að hann er búinn að greiða upp húsnæðislánið sitt og getur því búið áfram í íbúðinni sinni á höfuðborgarsvæðinu. Tilbúið dæmi byggt á tölum úr fréttinni.
Almannatryggingar tryggja lágmarkslífeyri Eftirlaun samanstanda af fjórum tekjuliðum sem eru ellilífeyrir almannatrygginga, ellilífeyrir lífeyrissjóða, viðbótarlífeyrissparnaður og annar sparnaður eða aðrar eignir,“ bendir Gunnar Baldvinsson á. „Almannatryggingar og lífeyrissjóðir eru með skylduaðild sem tryggir að allir sem búa og starfa á Íslandi fá eftirlaun til æviloka. Einstaklingar geta bætt við eftirlaunin með því að leggja fyrir og byggja upp eftirlaunasjóð eða eignir til að ganga á. Hlutverk almannatrygginga er að tryggja að eftirlaunaþegar hafi lágmarkslífeyri. Sá sem hefur engar aðrar tekjur og býr einn fær greiddan ellilífeyri að fjárhæð 219 þúsund krónur á mánuði (grunnlífeyrir 35 þúsund; tekjutenging 111 þúsund; heimilisuppbót 33 þúsund; framfærsluuppbót 39 þúsund) en fjárhæðin er 188 þúsund ef
einstaklingur er í sambúð eða hjónabandi. Ellilífeyririnn lækkar eftir því sem aðrar tekjur hækka. Lífeyrisgreiðslur lífeyrissjóða ráðast af iðgjaldagreiðslum á starfsævinni. Ef iðgjöldin eru 12% af launum má búast við að eftirlaun eftir 40 ára starfsævi verði á bilinu 30% til 50% af lokalaunum. Endanleg fjárhæð ræðst af launaþróun, réttindakerfum og afkomu sjóðanna. Einstaklingur sem greiðir af meðallaunum (369 þúsund á mánuði árið 2012) getur reiknað með grunneftirlaunum á bilinu 55%-75% af launum m.v. fjárhæðir almannatrygginga í janúar 2014 og 40 ára greiðslutíma í lífeyrissjóð. Sérfræðingur sem greiðir af 712 þúsund króna launum fær lægri lífeyri frá almannatryggingum og fær því um 42%-55% af launum sam-
tals í ævilangan lífeyri. Í þessum dæmum er ekki reiknað með fjármagnstekjum af öðrum eignum sem hafa áhrif á ellilífeyri almannatrygginga. Vænlegasta leiðin til að bæta við eftirlaunin er með reglulegum sparnaði. Vegna mótframlags launagreiðanda er viðbótarlífeyrissparnaður hagkvæmasti sparnaður sem völ er á. Sá sem leggur fyrir 2% af launum og fær 2% mótframlag í 30 ár getur t.d. safnað upp sjóði sem bætir við eftirlaunin mánaðarlegum tekjum allt að 25% af lokalaunum í 10 ár. Ef einstaklingar treysta sér til er einnig skynsamlegt að vera með annan reglulegan sparnað sem getur verið vara- og neyslusjóður á starfsævinni og bætt við eftirlaunin eftir að vinnu lýkur. Af almenni.is.
32
viðtal
Helgin 2.-4. maí 2014
Hamingjurík og heillandi matreiðsla Sigríður Gunnarsdóttir heillaðist af franskri matargerð þegar hún fluttist til Parísar fyrir meira en 40 árum. Hún gaf nýverið út sína þriðju matreiðslubók, „Sælkeraferð um Provance“, þar sem uppskriftum er fagurlega blandað saman við fróðleik um héraðið og ljósmyndir dóttur Sigríðar, Silju Sallé. Uppskriftirnar eru bragðsterkar og sólríkar líkt og héraðið sjálft þar sem matreiðsla hefur alltaf verið nátengd hamingjunni.
á
hugi minn á frönsku og franskri menningu byrjaði mjög snemma. Ég var svo heppin að hafa Teit Benediktsson sem frönskukennara í Menntaskólanum að Laugarvatni en hann var alveg einstakur kennari. Hann talaði um París eins og hún væri paradís á jörð svo öll vorum við gjörsamlega heilluð og vildum ólm fara til Frakklands og læra betur frönsku,“ segir Sigríður sem fluttist svo til Parísar eftir háskólanám, en þó ekki fyrr en eftir tveggja ára búsetu á Haití. „Ég kynntist manninum mínum Michel, sem er franskur, í háskólanum en við bjuggum bæði á stúdentagörðum Háskólans, Nýja garði. Sjálfsagt kynntist ég honum vegna þessa mikla frönskuáhuga en hann var eini franski stúdentinn á þeim tíma. En við sem sagt fórum að vera saman og giftum okkur svo á Haití eftir námið, því Marcel fékk vinnu þar. 1970 flytjum við svo til Parísar og þar hef ég verið síðan.“
Lærði að elda af tengdamömmu
Sigríður minnist matarins á Haití, sem er undir frönskum og afrískum áhrifum, en það var ekki fyrr en hún kynntist franskri tengdamóður sinni sem hún féll
algjörlega fyrir matargerð. „Ég kunni ekkert að elda þegar ég kom til Frakklands, bara alls ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég hafði bara aldrei haft áhuga á því, íslensk matargerð var svo frumstæð á þessum tíma. Fólk hafði alls engan áhuga á mat, borðaði ekki til að njóta heldur bara til að komast af. Allt var svo einhæft og ekki verið að nota nein krydd. En ég bara varð að bjarga mér því ég var orðin gift kona með heimili. Mér hafði verið kennt sem krakka að ég yrði að gera allt vel, svo ég bara ákvað að reyna að elda almennilega. Og ég lærði af tengdamömmu sem var svakalega góður kokkur. Hún var útivinnandi, með eigið fyrirtæki, en eldaði alltaf mjög góðan mat fyrir alla fjölskylduna, alla daga. Hún var ótrúlega natin og þolinmóður kokkur eins og franskar konur voru á þessum tíma en þær stóðu flestar í marga klukkutíma á dag við að elda.“
Parísarfjölskyldan hætt að borða saman
Sigríður segir tímana hafa breyst og kokkana með. „Konur eru ekkert að elda eins og þær gerðu. Fólk í stórborgum hefur bara engan tíma nú til dags til að elda góðan mat. Parísardömur vinna allan daginn og koma svo seint heim, jafnvel
þegar börnin eru háttuð. Flest allir eru með barnapíu og fæstar fjölskyldur borða saman kvöldmat. Þetta er svo stór borg að það fer ofboðslega mikill tími í að fara á milli staða. Áður fyrr borðaði fólk heita máltíð í hádeginu en nú er venjulega bara borðað létt salat í hádeginu en svo er haft meira fyrir matnum á kvöldin. Þá er borðað mjög seint, um níu, eftir að börnin eru sofnuð. Barnapían hefur þá venjulega gefið börnunum eitthvað einfalt að borða.“ Sigríður hefur sjálf alið upp þrjú börn, en aldrei notið aðstoðar barnapíu. „Aðstæður hafa verið þannig hjá mér að ég hef alltaf verið heimavinnandi, svo ég gerði bara gott úr því. Ég hef alltaf lagt metnað minn í það að elda góðan mat fyrir fjölskylduna og finnst það bara sjálfsagt.“
Hamingjurík matreiðsla
„Það sem mér finnst svo stórkostlegt í Frakklandi er hvað hrámetið er fjölbreytt og gott. Það er lagt svo mikið í að kaupa alltaf það sem er ferskast hverju sinni svo matreiðslan breytist algjörlega eftir árstímum. Það sem er eldað fer alveg eftir því hvað fæst á útimörkuðunum hverju sinni, svo matreiðslan er allt önnur um vetur, sumar, vor og haust. Þar að auki er hvert hérað með sínar hefðir og rétti,“ segir Sigríður en eitt af því skemmtilegra sem hún gerir er að ferðast og prófa nýja rétti. Hún segir Provance vera í sérstöku uppáhaldi. „Provance er alveg einstaklega heillandi hérað. Það er svo fallegt þar og ilmurinn af kryddjurtunum sem svífur yfir öllu er svo góður, maturinn svo bragðsterkur, loftið svo hlýtt og sólin svo sterk. Matreiðslan er svo sólrík og litsterk, svo heillandi og full af hamingju. Manni líður svo vel í Provance enda dreymir alla Frakka um að flytja þangað. Matreiðslan þar þykir samt ekki endilega sú fínasta. Í Suðvestur-Frakklandi, Atlantshafsmegin nálægt Bordeaux, er hún talin vera fágaðri. Þar er til dæmis mikið um önd og þar færðu bestu andalifrina. Svo er mikill rjómi og smjör í NorðurFrakklandi og besta nautakjötið er á Normandí. Við erum svo heppin að eiga sumarhús við Bretagnaskagann og þar er sjávarfangið alveg æðislegt.“ „Sælkeraflakk um Provance“ er þriðja matreiðslubólk Sigríðar en áður hefur hún gefið úr „Sælkera-
Sigríður Gunnarsdóttir er algjörlega heilluð af Provance. „Matreiðslan þar er svo sólrík og litsterk, svo heillandi og full af hamingju“. Ljósmynd/Teitur.
ferð um Frakkland“ og „Sælkeragöngur um París“. Dóttir hennar, Silja Sallé, hefur unnið bækurnar með móður sinni og tekið allar ljósmyndirnar. „Ég hef heyrt margar sögur frá fólki sem ferðast með bækurnar og það gleður mig afskaplega mikið. Ég talaði við konu sem sagðist hafa gengið um París
með bókin mína og ferðast um hverfin alveg eins og ég lýsti þeim, keypt svo í matinn og eldað upp úr bókinni. Hún var ægilega hrifin og ég líka svo þetta er allt eins skemmtilegt og hugsast getur.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
Nautasmásteik að hætti ProveNce Daube ProveNçale Undirbúningur 30 mín, sólarhring fyrirfram, suða 4 klst Fyrir 6 : 1200 g seigt nautakjöt, 200 g reykt flesk, 3 tómatar, Appelsínubörkur, Grænar ólífur, Salt. Í kryddlöginn þarf: 3 lauka, 4 hvítlauksrif, 2 stórar gulrætur í sneiðum, ½ flösku af bragðsterku rauðvíni frá Provence, sumir nota hvítvín, Timían, lárviðarlauf, steinselju, 2 negulnagla, Ólífuolíu, pipar.
Daginn áður útbúum við kryddlöginn: Skerið kjötið í bita, leggið í í fallegan steinpott eða leirpott með rauðvíninu og öllu kryddinu. Geymið í kæli í sólarhring. Snúið bitunum við nokkrum sinnum svo að þeir séu örugglega í bleyti. Daginn eftir tökum við kjötið upp, þerrum það og steikjum við góðan hita í olíunni. Setjum svo aftur í pottinn með kryddleginum, berkinum, afhýddum, niðurskornum tómötunum. Látum malla við
vægan hita í 4 klst. Setjum ólífur í soðið. Berum
fram í pottinum með kartöflum, hrísgrjónum, eða
pasta, að hætti Fransmanna. Við drekkum
samskonar vín og við notuðum í pottinn.
SÓFAR
Í ÖLLUM STÆRÐUM
Verðdæmi:
Tungusófar 2+tunga Hornsófar 2H2 Sófasett 3+1+1
frá 215.120kr. frá 275.120kr. frá 303.120kr.
ÍSLENSKIR SÓFAR SNIÐNIR AÐ ÞINUM ÞÖRFUM MÁL OG ÁKLÆÐI AÐ EIGIN VALI
20% afsláttur
af öllum sófum / sófasettum í völdum áklæðum
Lyon 2+4
Verð frá 299.840 kr
Dallas tunga+2
Torino tunga 4H2
Verð frá 149.900 kr
Verð frá 444.440 kr
Havana 2H2
Verð frá 299.120 kr
Texas 3+1+1
Verð frá 343.120 kr
Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is
34
viðtal
Helgin 2.-4. maí 2014
Helga Dögg Yngvadóttir, Paulina Garcia og dóttir hennar, og Benedikta Valtýsdóttir. Þessar mæður stóðu fyrir vitundarvakningu um taubleiur þar sem um fimmtíu foreldrar mættu og skiptu á börnum sínum með taubleiu.
Féll fyrir því hvað taubleiur eru krúttlegar Taubleiur njóta vaxandi vinsælda hjá foreldrum bleiubarna hér á landi enda eru þær ódýrari og umhverfisvænni. Benedikta Valtýsdóttir heillaðist fyrst af því hvað taubleiurnar eru krúttlegar og finnst virkilega gaman að kaupa nýjar bleiur fyrir son sinn. Hún var forsprakkinn í að skipuleggja þátttöku Íslands í því að slá heimsmet í taubleiuskiptum um liðna helgi. Dagmóðir sonar Helgu Daggar Yngvadóttur hafði aldrei áður notað taubleiur en fannst ekkert mál að prófa.
É
g byrjaði upphaflega að nota taubleiur því mér fannst þær svo krúttlegar,“ segir Benedikta Valtýsdóttir hlæjandi en hún notar taubleiur á 8 mánaða gamlan son sinn. „Ég sá mynd af dóttur vinkonu minnar með svona bleiu og fannst hún bara svo yfirgengilega sæt. Þegar ég fór svo að skoða þetta í framhaldinu sá ég að það eru fjölmargir kostir við taubleiurnar, maður getur stjórnað því hvaða efni eru næst húð barnsins og svo er þetta svo miklu ódýrara,“ segir hún. Benedikta, ásamt þeim Helgu Dögg Yngvadóttur og Paulinu Garcia, sem einnig nota taubleiur fyrir sín börn, skipulagði þátttöku Íslendinga í The Great Cloth Diaper Change sem fram fór síðustu helgi þar sem reynt var að slá heimsmet í fjölda taubleiuskipta á sólarhring. Ísland var eitt 15 landa sem tóku þátt í fyrra og var þá slegið met ársins þar á undan og það skilmerkilega fært í heimsmetabók Guinness þegar skipt var á 8.301 barni á heimsvísu. Um 50 foreldrar skiptu á börnum sínum á Íslandi um liðna helgi en það líða nokkrar vikur þar til ljóst verður hvort heimsmet var slegið.
Óæskileg efni í bréfbleium
Viðburðurinn var þó ekki aðeins skipulagður til að slá heimsmet heldur til að vekja athygli á notkun taubleia í stað bréfbleia sem umhverfisvænum og ódýrari kosti. „Það er talað um að kostnaður við bréfbleiur yfir bleiutímabilið hlaupi á 200-300 þúsund krónum en hægt er að sleppa með innan við 40 þúsund krónur ef fólk notar ódýrustu taubleiurnar. Hjá mörgum, eins og mér, er þetta samt líka hálfgert áhugamál því bleiurnar eru svo fallegar og þá er það svipað að kaupa bleiurnar eins og að kaupa sætan galla á barnið. Kostnaðurinn við taubleiurnar verður þá auðvitað meiri,“ segir hún. Helga Dögg tekur í sama streng
og segist upphaflega fengið áhuga á taubleiunum því þær væru svo fallegar. „Síðan fór ég að lesa mér til um kosti þeirra og öll aðskotaefnin sem eru í bréfbleiunum. Ég vil vera örugg með hvaða efni eru upp við heilögustu líkamsparta sonar míns. Auk þess finnst mér hryllilegt að vita til þess að það getur tekið bréfbleiurnar mörg hundruð ár að eyðast í náttúrunni,“ segir hún.
Smá vesen fyrst
Þær eru allar sammála um að það sem foreldrum finnst mest fráhrindandi í byrjun við notkun taubleia sé að það hljóti að vera mikið vesen. „Þetta var alveg smá vesen fyrst og við þurftum að prófa okkur áfram með tegundir en eftir tvær vikur var þetta komið og það hentar okkur mun betur að vera með taubleiur en bréfbleiur. Strákurinn minn hefur til dæmis aldrei komið heim frá dagmömmu með óhrein föt út af kúkaslysum því taubleiurnar halda betur við. Það reyndist mér líka mjög dýrmætt að geta farið á „Taubleiutjatt“ á Facebook sem er lokaður hópur fyrir foreldra sem nota taubleiur og þar er hægt að fá ráðgjöf varðandi hvað sem er,“ segir Helga Dögg. Benedikta segist aldrei hafa lent í neinum vandræðum. „Ég bara setti einhverja taubleiu á minn strák og það gekk strax vel. Ég man síðan eftir að hafa í mömmuhópnum heyrt aðrar mæður tala um hvað þvotturinn væri endalaus út af slysum sem fóru út fyrir bréfbleiurnar. Ég held því að á tímabili hafi þær verið að þvo jafn mikið og ég,“ segir hún. Þær mæla allar með því að taubleiuforeldrar, eins og þær kalla þá, sæki um aðgang að Facebook-hópnum en í honum eru um 900 manns.
Dagforeldrar misáhugasamir
Paulina á átján mánaða gamla stelpu og byrjaði að nota taubleiur eftir að vinkona hennar mælti með þeim. „Vin-
kona mín á tvíbura og hún dásamaði taubleiurnar. Maðurinn minn var í fyrstu mótfallinn því að nota þær en nú viljum við ekki annað. Þetta virtist í fyrstu vera smá mál en þetta er mjög auðvelt um leið og maður er búinn að læra á þetta,“ segir hún. Paulina lenti þó í smá mótlæti þegar hún var að finna dagforeldri fyrir dóttur sína því ein dagmamman neitaði að nota taubleiur þannig að Paulina leitaði annað. Helga Dögg segir að dagmamma sonar hennar hafi aldrei áður notað taubleiur en hún hafi ekki haft neitt á móti því að prófa. „Hann var fyrsta taubleiubarnið hennar. Ég sýndi henni bara hvernig þetta virkaði og hún lærði það strax,“ segir hún. Þær hafa fengið óstaðfestar fregnir af því að í sumum leikskólum sé neitað að nota taubleiur en halda samt að það sé mögulega á misskilningi byggt. „Margir foreldrar eru stressaðir yfir því að starfsfólk leik-
Paulina byrjaði að nota taubleiur eftir að vinkona hennar, sem á tvíbura, mælti með þeim.
Taubleiur byggjast upp á tveimur megin þáttum, ytra efni sem er vatnshelt og innra efni sem er rakadrægt efni til að draga í sig vökva. Þó nokkrar tegundir eru af bleiunum og þurfa foreldrar og börn oft að prófa sig áfram með notkun þeirra. Ljósmynd/Hari
skólanna sé á móti því að nota taubleiur en oft er það byggt á þeim misskilningi að taubleiurnar séu eins og gömlu gasbleiurnar en það er auðvitað himinn og haf þarna á milli,“ segir Benedikta. Foreldrar barna með taubleiur útvega dagforeldrum og leikskóla sérstakan PUL-poka með rennilás undir óhreinu bleiurnar sem einnig hamlar allri lykt. Þær benda á að sumir foreldrar noti taubleiurnar bara á daginn eða bara á nóttunni, allt eftir því sem hentar þeirra barni. „Takmarkið með þessari vitundarvakaningu er ekki endilega að allir noti taubleiur alltaf heldur að fólk sé meðvitað um hvernig taubleiurnar eru og geti tekið upplýsta ákvörðun,“ segir Benedikta. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is
viðhorf 35
Helgin 2.-4. maí 2014
Almennur leigumarkaður sem valkostur
Leiguíbúðir fyrir allskonar fólk
R
eykvísk heimili eru af öllum stærðum og gerðum. Sumir vilja leigja á meðan aðrir vilja eiga, en allir þurfa þak yfir höfuðið. Stjórnvöld hafa hingað til lagt ofuráherslu á að allir eigi húsnæði. Snúa þarf frá þeirri stefnu og byggja upp almennan leigumarkað sem valkost fyrir alla. Þess vegna ætlar Samfylkingin að beita sér fyrir því að fjölga leigu- og búseturéttaríbúðum í Reykjavík um 25003000 á næstu árum. Áður f yrr var leiguhúsnæði skammtímalausn, úrræði f yrir tekjulægstu fjölskyldurnar og þær sem þurftu á félagslegri aðstoð að halda. Félagslegar leiguíbúðir verða áfram til staðar fyrir þennan hóp. Nú er hins vegar einnig mikil eftirspurn eftir almennu leiguhúsnæði. Það sýnir mikil hækkun á leiguverði og niðurstöður rannsókna sem Reykjavíkurborg hefur látið vinna. Niðurstöðurnar sýna líka að fólk lítur ekki á leigu sem tímabundið úrræði heldur getur það hugsað sér að búa í leiguhúsnæði til lengri tíma.
Stöðugleiki mikilvægur
Hér á landi hefur almenni leigumarkaðurinn aldrei virkað sem skyldi og þess vegna viljum við taka þátt í að umbylta honum. Leigjendur þurfa að eiga val á milli ólíkra íbúða á mismunandi stöðum í borginni. Síðast en ekki síst þá þurfa þeir stöðugleika svo þeir geti gert langtímasamning. Borgin á að koma að uppbyggingu leigufélaga sem starfa á almennum markaði til að tryggja skjóta uppbyggingu á leiguíbúðum. Einkaframtakið eitt og sér hefur ekki ráðið við verkefnið. Reynsla síðustu ára hefur kennt okkur það.
Borgin leggur fram lóðir
Það er þó ekki þannig að Reykjavíkurborg ætli
að niðurgreiða leiguna eða leigja góðu aðalskipulagi sem opnar á út íbúðir líkt og meðframbjóðendur byggingu leiguíbúða á heppilegokkar til borgarstjórnar hafa reynt um stöðum. að telja fólki trú um. Við erum Forgangsmál aftur á móti reiðubúin til að beita afli borgarinnar til að stokka upp Eitt af forgangsmálum Reykjavíkur á næsta kjörtímabili eru staðnað kerfi einkaframtaksins og húsnæðismálin og uppbygging leita fjölbreyttra lausna. Framlag Reykjavíkur verður fyrst og fremst almenns leigumarkaðar. SamfylkMagnús Már Guðmundsson að leggja fram lóðir gegn hlut í ingin hefur lagt fram raunhæfa frambjóðandi Samfylkingarleigufélögum sem ætla að starfa til áætlun um að fjölga leigu- og búinnar til borgarstjórnar seturéttaríbúðum um allt að þrjú langtíma en eru ekki á eftir stundþúsund. Þess vegna er mikilvægt argróða. Þar skiptir miklu máli gott samstarf á kjörtímabilinu sem er að líða við að Samfylking fái sterkt umboð til að fara fyrir lífeyrissjóði og samvinnufélög. Ásamt nýju og stjórn borgarinnar á komandi árum.
Vikan í töluM
1.399
milljónir króna er upphæðin sem skuldir Hafnarfjarðarbæjar lækkuðu um á síðasta ári samkvæmt nýjum ársreikningum.
krónur eru meðaleyðsla hvers Bandaríkjamanns sem kom hingað til lands á síðasta ári en Bandaríkjamenn eyða mest allra þjóða hér á landi, samkvæmt Rannsóknarsetri verslunarinnar, 14 milljörðum króna.
212.000 krónur eru meðaleyðsla á hvern Svisslending hér á landi á síðasta ári en Svisslendingar eyða mest á hvern einstaka ferðamann ef horft er til þjóðernis.
8
sentímetrum munar á faðmlengd Gunnars Nelson og keppinautar hans, Bandaríkjamannsins Ryan LaFlare, en þeir munu berjast í Dublin á Írlandi þann 19. júlí.
47,2
prósent Íslendinga sögðust hlynnt því að ferðamönnum verði gert að kaupa náttúrupassa til að öðlast aðgengi að helstu ferðamannastöðum landsins, samkvæmt könnun MMR.
35
milljarða lækkun skulda Reykjavíkurborgar á síðasta ári er met, samkvæmt Degi B. Eggertssyni, borgarstjóraefnis Samfylkingarinnar.
PIPAR \ TBWA • SÍA • 140760
120.000
LISTIN Á SÉR ENGIN LANDAMÆRI Öryggismiðstöðin sýnir einstakt listaverkasafn sitt í tilefni af List án landamæra List án landamæra er árleg listahátíð með áherslu á fjölbreytileika mannlífsins. Við hjá Öryggismiðstöðinni höfum fylgst náið með hátíðinni og séð hana vaxa og dafna. Áhugi okkar og aðdáun hefur orðið til þess að við höfum síðustu ár keypt verk eftir listamenn hátíðarinnar. Nú opnum við dyrnar og leyfum öllum að njóta þeirrar einstöku listar. Sýningin verður opnuð föstudaginn 2. maí kl. 17 í Öryggismiðstöðinni, Askalind 1, Kópavogi – gengið inn að ofanverðu. Sýningin er opin helgarnar 3.–4. og 10.–11. maí frá kl. 12 til 15. Öryggismiðstöðin er stoltur styrktaraðili Listar án landamæra 2014. Eftirfarandi listafólk á verk á sýningunni: Atli Viðar Engilbertsson, Einar Baldursson (unnið á Sólheimum), Hugrún Dögg Þorfinnsdóttir (unnið á Bjarkarási), GÍA, Guðrún Bergsdóttir, Ína, Ingi Hrafn Stefánsson, Ísak Óli Sævarsson, Jón Grétar Höskuldsson (unnið á Bjarkarási), Sigrún Huld Hrafnsdóttir og Snorri Ásgeirsson. Á sýningunni verða einnig samstarfsverk Guðrúnar Bergsdóttur og Eggerts Péturssonar, Sigrúnar Huldar Hrafnsdóttur og Söru Riel og Ísaks Óla Sævarssonar og Hugleiks Dagssonar. Þá mun listakonan Unnur Mjöll S. Leifsdóttir sýna nýtt verk sem hún vinnur sérstaklega fyrir sýninguna með frænda sínum Degi Steini.
Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn
36
METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 23.04.14 - 29.04.14
viðhorf
Með körfu á stýrinu
B
HELGARPISTILL
1
Andóf Veronica Roth
2
Martröð Skúla skelfis Francesca Simon
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is
Íslenskar þjóðsögur
4
Skúli Skelfir - Risaeðlur Francesca Simon
5
Eða deyja ella Lee Child
6
Hamskiptin Ingi Freyr Vilhjálmsson
7
Nanna Pínulitla Laura Owen/Korky Paul
8
Nanna á fleygiferð Laura Owen/Korky Paul
9
Maxímús Músíkús kætist í kór Hallfríður Ólafsdóttir Þórarinn Már Baldursson
Teikning/Hari
3
10
Iceland Small World - lítil Sigurgeir Sigurjónsson
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT
Helgin 2.-4. maí 2014
ílskúrinn minn er fullur af reiðhjólum samt hjóla ég eiginlega ekki neitt, hvað sem líður blíðviðri og hvatningum um að draga fákinn fram nú á vordögum. Það er kannski ofmælt að skúrinn sé fullur af hjólum, en það fer mikið fyrir þeim. Ég á eitt, konan tvö og yngri dóttir okkar geymir stundum hjá okkur hjól. Það er að vísu komið í brúk núna – enda nýlegt og fullkomið hjól með dempurum og alls konar fíniríi sem milda högg upp undir botninn. Hjólið mitt er ekki eins flott, fjarri því. Við keyptum okkur eitt sinn sitt hvort hjólið í stórmarkaði, sjálfsagt á tilboði. Líklega hefur farið um okkur einhver vorfiðringur. Hjólin fengu varla tilkeyrslu, stóðu aðallega í bílskúrnum og rykféllu – með golfsettunum sem við eigum þar líka. Eitt árið vantaði afkomanda okkar pedala á sitt hjól. Þeir voru skrúfaðir af hjóli frúarinnar og þar með var ævidögum þess hjóls í raun lokið. Það stóð úti um hríð, eftir limlestinguna, náði aldrei fullri heilsu og endaði á haugunum. Hjólið mitt hélt pedulunum en það breytti svo sem ekki öllu. Í einhverju tiltektaræði fyrir ein jólin fannst mér reiðhjólin vera fyrir mér. Mitt hjól var því sett út í snjóinn þá köldu desemberdaga. Til stóð að kippa því inn í hlýjuna alveg á næstunni – en það fórst fyrir. Það var ekki fyrr en voraði að ég mundi eftir hjólinu. Þá mátti það muna fífil sinn fegurri – og skipti engu þótt það væri lítið notað. Ryðblettir voru komnir á stýrið og stellið – og keðjan kolryðguð og föst. Hið sama átti við um bremsurnar. Það var að vísu hægt að bremsa á framhjólinu en afturbremsan virkaði ekki. Það þekki ég af biturri reynslu að vont er að bremsa aðeins á framhjólinu. Þannig fór ég í óumbeðið heljarstökk sem ungur drengur, slapp að vísu óbrotinn en óþægilegt var það. Hjólið hefur því staðið óhreyft í bílskúrnum síðan. Það hætti að mestu að ryðga eftir að það komst í húsaskjól að nýju en hefur eingöngu þvælst fyrir mér síðan. Ég færi það stundum milli veggja, eða set það út fyrir um stundarsakir þegar ég þarf að grafa eftir einhverju dóti í skúrnum – en að öðru leyti er það gagnslaust. Þegar ég færði það enn einn ganginn í vortiltekt í veðurblíðunni um síðustu helgi ákvað ég að nóg væri komið. Betra væri að koma því í nytjagám hjá Sorpu en geyma það áfram. Þá gæti einhver handlaginn
komið hjólinu í viðunandi horf, hreinsað ryðblettina af stellinu, losað um fasta keðjuna og afturbremsuna og tékkað á gírunum. Það má vera að þeir séu fastir líka. Það fer því í gáminn núna í maí – og gleður þar með einhvern sam kann að kippa hlutum í liðinn – hjólið var nánast ónotað og dekkin óslitin þegar það fékk óverðskuldaða vetrarmeðferina um árið. Þótt þetta hjól fari úr skúrnum eigum við samt fararskjóta undir rassinn á okkur – sæki hjólanáttúran stíft á – sem sagt tvö hjól konunnar. Þegar synir okkar og fjölskyldur þeirra bjuggu í Kaupmannaöfn voru hjól brúkuð sem samgöngutæki, eins og alsiða er þar í landi. Báðar tengdadætur okkar áttu „konuhjól“ á danskan máta, þriggja gíra hjól, afar þægileg og í laginu eins og hjól voru í okkar ungdæmi. Á hjólum sem þessum situr maður uppréttur, í stað þess að liggja fram á við eins og tíðkast á hraðaksturshjólum samtímans. Þá eru á þeim þægilegir, breiðir og mjúkir hnakkar í stað þvengmjórra harðbaka sem fara illa með viðkvæm líffæri. Eins og þeir sem heimsótt hafa frændur okkar í Kaupmannahöfn þekkja, hjóla konur á þessum fínu hjólum í pilsum og kjólum, ekkert síður en buxum – og stundum háhæluðum skóm líka. Hjól þessar hefðbundnu gerðar eru að sjálfsögðu líka til fyrir karla, sem sitja þá jafn teinréttir í hnakknum og konurnar. Eini munurinn er stöngin. Þótt það komi þessu máli ekki beinlínis við, hef ég aldrei skilið það almennilega af hverju stöng er á drengja- og karlahjólum í stað þess að smíða þau eins og stúlknaog kvenreiðhjól, stangarlaus. Það man ég úr ungdæminu, að óþægilegt gat verið að detta á stöngina. Við fengum að nota þessi „konuhjól“ í heimsóknum til okkar fólks í Danaveldi á sínum tíma og kona mín hreifst mjög af þeim, svo mjög raunar að báðar tengdadætur okkar gáfu tengdamóður sinni dönsku „konuhjólin“ þegar þær endurnýjuðu sín eftir heimkomu hingað til lands. Hún sendi bæði hjólin á reiðhjólaverkstæði þar sem þau voru gerð klár til brúks – en það fór eins og áður í okkar reiðhjólamennsku. Andinn var að sönnu reiðubúinn en holdið veikt. Uppgerðu „konuhjólin“ fóru inn í bílskúr og þar hafa þau verið árum saman – og rykfallið. Þegar ég færði þau til um síðustu helgi sá ég að dekkin voru vindlaus að auki. Við svo búið má ekki standa. Ef ég manna mig upp í það að koma ryðgaða hjólinu mínu í nytjagám standa þessi tvö „konuhjól“ eftir í bílskúrnum, bæði stangarlaus og annað raunar með körfu á stýrinu fyrir léttan farangur. Einu sinni las ég um það að hjón sem hefðu eytt mest allri ævi sinni saman yrðu að lokum nánast eins, vöguðu saman inn í sólarlagið. Við erum að vísu ekki orðin svo gömul, fólk á besta aldri, en höfum engu að síður eytt saman yfir fjörutíu árum. Ætli það sé því ekki tilhlýðilegt að við hjólum saman inn í sólarlagið – sitjandi teinrétt á sitt hvoru „konuhjólinu“ – en frúin fái þó það sem er með körfuna á stýrinu.
LAGFÆRIR EINS OG SERUM, VERNDAR EINS OG KREM
ANDOXANDI OG VERNDAR HÚÐINA.
HÚÐIN Í SÍNU BESTA FORMI. NÚNA. Í KVÖLD. Á MORGUN. *Neytendapróf. 111 konur.
NÝTT
LEIGHTON MEESTER
SKIN � BEST
ÞREYTULEG HÚÐ – ÓJÖFN HÚÐ – FÍNAR LÍNUR STRAX: jafnari húð og mýkri húð, full af orku. EFTIR DAGINN: húðin er jafn mjúk og slétt og að morgni. EFTIR 8 VIKUR*: jafnvel vinir tala um hvað húðin er miklu fallegri.
BIOTHERM BOMBA Í HAGKAUP KRINGLUNNI, SMÁRALIND, HOLTAGÖRÐUM, SKEIFUNNI, GARÐABÆ, SELFOSSI OG AKUREYRI 1.– 7. MAÍ.
SKIN BEST LÍ NUNNI.
30% BIOTHERM AFSLÁTTUR AF VINSÆLUSTU
LÍKAMSVÖRUNUM.
KAUPAUKI* AÐ HÆTTI BIOTHERM FYLGIR ÞEGAR KEYPTAR ERU VÖRUR FYRIR 7.900 EÐA MEIRA.
*Einn kaupauki á viðskiptavin.
20%
AFSLÁTTUR AF
38
frítíminn
Helgin 2.-4. maí 2014
Stóri hundurinn þarf að borða Dræverinn er kylfan sem flestir kylfingar skipta út hvað örast. Þar hefur líka mesta þróunin orðið þessi síðustu ár. Nú dettur engum í hug að kaupa trékylfu sem ekki er hægt að stilla eitthvað aðeins. Allt þetta stillidót hófst með R7 kylfunni frá Taylormade og hefur nú náð til allra stóru kylfuframleiðendanna og nú er svo komið að tæknin er orðin svo mikil að engin leið er að velja nýjan dræver á pappírunum. Eina leiðin er að prófa sig í gegn um flóruna og velja með tilfinningunni einni saman.
Íslandsmeistarinn að störfum á Korpúlfsstöðum síðasta sumar.
Íslenska golfvorið er hafið
N
ú eru nokkrar vikur síðan fyrsta stórmótinu, sjálfu Masters, lauk á Augusta-vellinum í Georgíu, djúpt í suðurríkjum Bandaríkjanna. Það mót hefur alltaf haft þann kraftaverkamátt að koma golfurum landsins í stuð fyrir sumarið. Því er tíminn kominn að sleppa fjarstýringunni og gramsa eftir golfkylfunum. Það eru nokkrir hlutir sem gott getur verið að athuga áður en arkað er út á æfingasvæðið. Sveiflan hefur sennilega ryðgað aðeins í mestu vetrarhörkunni þannig að gott er að fyrsta símtalið sé við golfkennarann. Ef enginn er golfkennarinn er best að finna einn í símaskránni því sama hversu Youtube er sniðugt er best að hafa alvöru lifandi manneskju á hliðarlínunni. Svo eru það kylfurnar. Þær
þurfa að vera í lagi. Ef ánægja er með gömlu prikin er samt best að kíkja á gripin. Auk venjulegs slits geta þau þornað upp og þá er ekki gott að halda laust og sveifla með stóru vöðvunum. Ef gripin eru nokkuð komin til ára sinna er sennilega best að skipta. Ný grip eru ekki bara ódýrasta leiðin að betra setti heldur er líka kjörið að athuga hvaða stærð af gripum hentar. Það eru jú ekki allir með jafn stórar hendur. Það er líka ágætt að láta kíkja á sveifluþyngdina þegar búið er að taka gripin af. Sveifluþyngd fer eftir því hvort kylfan er haus- eða skaftþung. Það er hægt að breyta sveifluþyngdinni með því að þyngja annanhvorn endann á kylfunni og eins og venjulega, allt eftir tilfinningu hvers og eins.
Sldr
Titleist
Nýjasti Taylormade ásinn er með alveg nýrri pælingu í stillanleikanum. Þar sem sleða er rennt til hliðar eftir því hvernig boltaflug óskast.
Fyrir þá sem vilja vera flottir en ekki flíka því. Pakka kolsvörtum Titleist dræver ofan í pokann sinn.
Callaway Big Bertha Stóra Berta er komin aftur og reiðari en nokkru sinni. Kemur í tveimur misstillanlegum útgáfum.
Ping Þeir sem vilja láta fyrirgefa sér fá sér G25 og þeir sem vilja spila eins og Bubba Watson, svolítið villt en þó á pari, velja i25. Þennan með röndunum.
GOLD PLATED THE FSR EPIC - THE ONLY FULL-SUSPENSION XC BIKE TO WIN OLYMPIC GOLD AND MULTIPLE WORLD CHAMPIONSHIP GOLD MEDALS GOLD STANDARD REDEFINED. SPECIALIZED.COM
Cobra
SPECIALIZED BICYCLES & COMPONENTS
KRÍA HJÓL GRANDAÐGARÐUR 7 101 REYKJAVÍK s.5349164
Litríkustu kylfurnar. Appelsínugular, rauðar bláar, silfraðar og nýjasti litatónninn hjá þeim kóbramönnum: Svartur! Kylfur sem hægt er að stilla frá 8 upp í 11 gráður. Á einni og sömu kylfunni.
Nike Rory, Tiger og þú. Þeir sem vilja vera svalir á því skella sér á eldrauðan nækí.
40
fjölskyldan
Helgin 2.-4. maí 2014
10 leiðir til að kenna börnunum þínum að virða umhverfið 1.
2.
3.
Fræddu börnin þín um umhverfismál. Því meira sem þau vita um áhrif mengunar því betur skilja þau afleiðingar gjörða sinna. Lestu bækur og horfðu á heimildarmyndir fyrir börn, t.d. Nature's Ocean frá Disney. Kenndu þeim að afþakka ókeypis vörur sem eru gefnar í auglýsingaskyni. Það er algjör óþarfi að fylla heimilið af drasli sem enginn notar og fer svo beint á haugana. Hreinsaðu til í fataskápum og leikfangakistum. Það flokkast ekki undir dekur að fylla herbergi barnanna af drasli. Þau læra aldrei að kunna að meta dótið sitt
4.
5. 6. 7.
ef þau sjá það ekki fyrir drasli. Þar að auki er auðveldara fyrir þau að læra að laga til sjálf ef það er minna af dóti, og þá er meiri tími til að leika. Kenndu börnunum að njóta augnabliksins og að upplifun varir að eilífu. Að vera er mikilvægara en að eiga. Gefðu þeim upplifun í stað veraldlegra gjafa. Láttu þau hjálpa til við endurvinnsluna heima. Öll börn elska að vinna! Gefðu þeim nesti í skólann án umbúða. Þegar þú ferð í Sorpuferð, taktu þau þá með. Fyrir utan að læra af
því þá finnst börnum líka gott að finna að þau geti hjálpað til. 8. Láttu þau hjálpa til við garðvinnuna. Leyfðu þeim að grafa í moldinni og upplifa hringrás lífsins með því að sá og sjá blómin vaxa, dafna og deyja. 9. Farið út! Kenndu börnunum þínum að njóta útivistar. Farið í hjólaferð, skíðaferð, nestisferð, útilegur og fjallgöngur. Börn vita ekkert skemmtilegra en að njóta með foreldrum sínum. 10. Skemmtið ykkur. Umhverfisvernd snýst ekki um að hræða börnin heldur að láta þau vita að þau geti breytt heiminum. -hh.
Mayoral mini 3-9 ára Bolur: 2795.-
Ný viðmið til að fá fram upplýsingar um fjölskyldugerð Mayoral mini 3-9 ára Buxur: 5595.-
Orð skipta máli J
Mayoral mini 3-9 ára SumarJakki: 7395.-
Vor/sumar 2014
Mayoral mini 3-9 ára Skyrta: 4595.-
Iana Reykjavík
20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SUMARJÖKKUM OG KÁPUM
Laugavegi 53 Sími 552 3737 opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17
HÁDEGISTILBOÐ Aðeins 699-kr. Lítill bátur eða salat m/kjúkling / roastbeef & gos/Kristall að eigin vali
Miðstærð af bát
Aðeins 999-kr.
12” pizza 2 álegg Aðeins 999-kr.
Nýbýlavegi 32 S:577 577 3 supersub.is prooptik.is
20% afsláttur af KRINGLUNNI 2. HÆÐ HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI SÍMI 5 700 900 | WWW.PROOPTIK.IS
á ég er alveg sammála þér, mér finnst þetta orð „umgengnisforeldri“ leiðinlegt. Það er eitthvað svo niðurlægjandi eins og maður sé annars flokks foreldri“. Á vefnum syslumenn.is er að finna mikið af gagnlegum upplýsingum, meðal annars um svokallaða umgengni og fyrrnefnda umgengnisforeldra en það eru þeir foreldrar sem ekki eiga sama lögheimili og börn þeirra. Þar segir að tilgangur umgengninnar sé að tryggja að barn fái að umgangast og halda sambandi við það foreldri sitt sem það býr ekki hjá. Jafnframt að það sé réttur foreldris að fá að umgangast barn sitt og á því hvílir skylda að sinna umgengni við barnið. Flestir foreldrar vilja mikil samskipti við börn sín óháð því hvar lögheimili þeirra er skráð og gera það sem þeir geta til að börnin geti átt samvistir við báða foreldra sína, jafnvel þeir sem eiga í persónulegum deilum. Því miður á það ekki við um alla foreldra. heimur barna Sumir foreldrar ákveða að vera ekki inni í lífi barna sinna frá upphafi en aðrir láta sig smá saman hverfa úr lífi þeirra. Algengar ástæður þess að foreldrar draga úr tengslum við börn sín eftir skilnað eða skera á þau, eru að þeir geta átt erfitt með að þola þann sársauka sem fylgir að vera ekki lengur í daglegum samskiptum við þau, erfið samskipti við fyrrverandi maka eða vegna misskilinnar tillitssemi þ.e. til að skapa rými fyrir stjúpforeldri í lífi barnanna. Stundum er skorið á tengsl við eigin börn vegna erfiðra stjúptengsla í stað þess að reyna bæta og læra nýjar leiðir. Ef foreldri sinnir ekki börnum sínum hefur það engar lagalegar afleiðingar en fátt er erfiðara börnum en höfnun foreldra, sama hvaða ástæðu þeir gefa sér. Það er líklega ekki að ástæðulausu að sum börn upplifi sig minna metin að verðleikum en önnur börn. Valgerður Hið fyrrnefnda „umgengnisforeldri“ er ekki að finna á vef Hagstofunnar og því ekki sýnilegt í opinberum tölum hennar nema sem „einstaklingur“. Ef það er komið Halldórsí sambúð að nýju er það „hjón eða óvígð sambúð með börn“ séu börn með lögheimili dóttir á heimilinu eða „hjón eða óvígð sambúð án barna“ hvernig svo sem menn komast að félagsráðgjafi þeirri niðurstöðu. Þar má hinsvegar finna „einstætt foreldri“ og „einhleypt foreldri“, „kona með barn“ og „karl með barn“. Kannski það ætti að vera „karl (eða kona) með og kennari lögheimili barns“ ef ég skil þetta rétt þar sem ekki er verið að vísa í foreldra almennt. Á vefnum kemur líka fram að hugtakið lögheimili sé „tölfræðilegt“ hugtak. Það þýðir líklega að nota eigi hugtakið til mælinga en það er verra þegar það er notað til að skilgreina hverjir eru foreldrar og ekki foreldar samkvæmt Hagstofunni. En þegar rætt er um einhleypa foreldra hér á landi er líklega aðeins átt við um títtnefnda lögheimilisforeldra en fjöldi þeirra árið 2013, var um þrettán þúsund manns og yfirgnæfandi meirihluti konur. Svo virðist sem að litið sé á að lögheimili feli í sér „fasta búsetu“ og börn fari í „umgengni“. En hvað er föst búseta? Hún á að vera einhverskonar bækistöð okkar, þar sem við dveljumst að jafnaði í tómstundum okkar, höfum heimilismuni okkar og svefnstað þegar við erum ekki fjarverandi um stundarsakir vegna orlofs, vinnuferða, veikinda eða annarra hliðstæðra atvika. Ég velti því þá fyrir mér hvort barn sem dvelur viku og viku hjá hvoru foreldri um sig uppfylli skilyrði fastar búsetu? Ef svo er, á það þá ekki við um bæði heimilin? Nú hvað með börn sem eru 10 daga á heimili móður og 20 daga á heimili föður ef þau eiga sambærilega hluti á báðum stöðum og foreldrar deila ábyrgð og umönnun nokkuð jafnt? Spurning hvort við þurfum ekki ný viðmið til að fá fram upplýsingar um fjölskyldugerðir sem gefi betri mynd af veruleikanum og hugtök sem endurspegla sameiginlega ábyrgð foreldra. Kannski má kalla umgengnissamninga „foreldrasamninga“ þar sem fram kemur hvernig þeir ætla að sinna hlutverki sínu og tryggja rétt barna sinna. Ef til vill er orðið „samvistir“ meira lýsandi og viðeigandi orð en „umgengni“ og kostnaðarskipting jákvæðara en meðlag. Börn þurfa á því að halda að samfélagið styðji við báða foreldra þeirra, geri þá sýnilega og líti á þá sem jafn mikilvæga í lífi þeirra með aðgerðum sínum og orðum – er eftir einhverju að bíða?
Börn þurfa á því að halda að samfélagið styðji við báða foreldra þeirra, geri þá sýnilega og líti á þá sem jafn mikilvæga í lífi þeirra með aðgerðum sínum og orðum.
Spurning hvort við þurfum ekki ný viðmið til að fá fram upplýsingar um fjölskyldugerðir sem gefi betri mynd af veruleikanum og hugtök sem endurspegla sameiginlega ábyrgð foreldra.
42
grænn lífsstíll
Helgin 2.-4. maí 2014 KYNNING
Grænir leigusamningar vinsælir Græn leiga er samstarf Reita fasteignafélags og viðskiptavina um að starfrækja húsnæði með vistvænum hætti. Í Grænu leigunni felst einföld leið til að auðvelda vistvænar breytingar og kynna þær.
R
eitir fasteignafélag býður upp á græna leigu á atvinnuhúsnæði. Græn leiga er samstarf Reita og viðskiptavinar um að reka húsnæði með vistvænum hætti. Hún er viðbót við hefðbundna leigusamninga og getur ýmist verið markviss viðbót við önnur græn skref eða gagnleg ein og sér. Reitir buðu fyrst upp á græna leigu í lok síðasta árs og að sögn Kristjönu Óskar Jónsdóttur, markaðs- og kynningarstjóra, hafa þegar nokkrir tugir fyrirtækja gert slíka leigusamninga. „Einnig eru mörg fyrirtæki sem hafa kynnt sér þennan möguleika. Við hjá Reitum erum með um 410.000 fermetra af atvinnuhúsnæði til leigu svo það er til mikils að vinna að sem flestir taki upp vistvænan rekstur,“ segir Kristjana. Reitir er fyrsta fasteignafélagið á Íslandi sem býður upp á græna leigu en slíkt er vinsælt á hinum Norðurlöndunum, í Kanada og Bandaríkjunum. Í grænum leigusamningum eru ákvæði um vistvæn skref tengd sorpi og endurvinnslu, rekstri og
Guðmundur Oddgeirsson, framkvæmdastjóri Hýsingar, og Kristjana Ósk Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri.
viðhaldi, samgöngum, rafmagni, kerfum og heitu vatni. Reksturinn verður ekki kostnaðarsamari við græna leigu og segir Kristjana fyrirtæki stundum finna fyrir auknum kostnaði í einum flokki en lægri kostnaði í öðrum á móti. Hýsing vöruhótel hefur gert grænan leigusamning við Reiti um rekstur á húsnæði sínu við Skútuvog. Að sögn Guðmundar Oddgeirssonar, framkvæmdastjóra Hýsingar, er byggt á langri reynslu en þar á bæ hefur sorp verið flokkað í 20 ár. „Hjá okkur fellur til gríðarlega mikið af bylgjupappír og þegar mest er að gera eru það um tvö tonn á viku því við tökum upp vörur og hýsum fyrir fjölda fyrirtækja. Með því að flokka bylgjupappír fáum við greitt fyrir hann en ef við settum hann í blandaðan gám myndum við greiða fyrir losun
á hverju kílói svo það eru líka verðmæti í rusli,“ segir hann. Hjá Hýsingu er sorp flokkað í sjö flokka; gæðapappír, bylgjupappír, plast, eldhúsúrgang, timbur, járn og annað sorp. Þá notar Hýsing aðeins rekstrar- og hreinsivörur sem vottaðar eru með Svansmerkinu eða Evrópublóminu. Með daglegum skráningum og virku eftirliti með orkumálum næst umtalsverður sparnaður samhliða því að koma í veg fyrir sóun og segir Guðmundur daglega fylgst með notkun á vatni og rafmagni. „Eftirlitið er mikilvægt því ef til dæmis krani bilar geta nokkur tonn af vatni farið í gegn á klukkutíma því kerfið er stórt.“ Þá eru loftræstikerfi tímastillt og slökkt á þeim á nóttunni og kveikt og slökkt á snjóbræðslukerfi á haustin og vorin til að spara orku og vatn.
Förgum spilliefnum rétt Á öllum heimilum er að finna spilliefni og ber að gæta að því hvernig þeim er fargað. Spilliefni eru úrgangur sem getur valdið umhverfi og heilsu manna miklu tjóni og því mikilvægt að þeim sé fargað á réttan hátt. Spilliefnum ber að skila til viðurkenndrar spilliefnamóttöku, rafhlöðum í söfnunarílát fyrir notaðar rafhlöður í skólum, verslunum og bensínstöðvum, og gömlum lyfjum í lyfjaverslanir. Spilliefnum má ekki farga með því að setja þau í almennt heimilissorp, henda þeim í almenna gáma fyrir sorp og iðnaðarúr-
gang, sturta þeim niður í salerni, hella niður í vaskinn eða losa í niðurfall hvort sem er innanhúss eða úti við götu. Spilliefni geta verið mjög umhverfisspillandi eða hættuleg ef þeim er fleygt á þann hátt. Spillefni eru til dæmis kvikasilfur (finnst t.d. í hitamælum), blettaeyðir, hreinsilögur, klósetthreinsir og stíflueyðir, lakk, málning, tjöruhreinsir, vítissódi og þynnir, framköllunarvökvi, „tipp-ex“, naglalakk, skordýraeitur og önnur eiturefni, klór eða klórmenguð efni, olía, lím, rafhlöður og rafgeymar og lyf.
KYNNING
Forvitnileg bók um sjálfbærni fyrir alla fjölskylduna
Í
slendingar eru mjög móttækilegir fyrir aukinni sjálfbærni. Hér hefur til dæmis verið mikil vakning í endurnýtingu,“ segir Ásthildur Björg Jónsdóttir, lektor við listkennsludeild L ist aháskóla Ís lands. Á sthildur er einn höfunda bóka r i n na r „Ver um græn. Ferðalag í átt að sjálfbærni“ sem komin er út hjá Eddu útgáfu. Bókin fjallar fyrst og fremst um sjálfbærni og hugmyndafræði í kringum það hugtak. Bókin er hugsuð fyrir börn á grunnskólaaldri og fjölskyldur þeirra. „Svona hlutir virka best í samtali og krakkarnir eru oft miklu betur að sér en fullorðna fólkið. Kannski getum við lært mikið af þeim. Ef fjölskyldan veltir í þessum hlutum fyrir sér er líklegra að árangur náist,“ segir Ásthildur. Bókin er aðgengileg öllum, hvort sem það eru lesendur sem þekkja ekki hugtakið sjálfbærni eða lesendur sem þegar hafa tileinkað sér grænan lífsstíl. Í bókinni er lögð áhersla á að útskýra hugmyndina um sjálfbærni á einfaldan og skemmtilegan hátt og setja hana í skiljanlegt samhengi fyrir börn og fjölskyldur ásamt
einföldum leiðum til að tileinka sér grænan lífsstíl. Bókin er full af skemmtilegum ráðleggingum og staðreyndum um sjálf bærni og hún sýnir lesendum að það er mun einfaldara og léttara að tileinka sér sjálfbærar venjur en við höldum. Bókin er fyrsta sinnar tegundar á íslensku eftir íslenska höfunda og svarar þörfum markaðarins eftir þessu efni. Ásthildur skrifar bókina með þeim Ellen Gunnarsdóttur og Gunndísi Ýr Finnbogadóttur. Umbrot, hönnun og myndskreytingar eru eftir Magnús Óskarsson, teiknara og hönnuð. „Við leggjum áherslu á þessi litlu
Ásthildur Björg Jónsdóttir og Gunndís Ýr Finnbogadóttir eru tveir af þremur höfundum bókarinnar „Verum græn. Ferðalag í átt að sjálfbærni“ sem kom út nýlega. Þriðji höfundurinn, Ellen Gunnarsdóttir, er búsett í Boston.
skref sem hægt er að taka hér og nú. Við viljum ekki að fólki fallist hendur, þá er betra að taka lítil
skref í átt að sjálfbærni og finna árangur erfiðisins,“ segir Ásthildur. „Verum græn. Ferðalag í átt að
sjálfbærni“ er komin út og er fáanleg í öllum helstu bókaverslunum.
Grænt leigusamband Reita er samstarf um vistvænan rekstur atvinnuhúsnæðis.
Reitir fasteignafélag býður viðskiptavinum sínum upp á grænt leigusamband. Við hjálpum þér að breyta þínu atvinnuhúsnæði í vistvænan vinnustað. Reitir fasteignafélag er stærsta fasteignafélag landsins á sviði útleigu atvinnuhúsnæðis. Markmið okkar er að vera leiðandi í mótun umhverfisvitundar í íslensku atvinnulífi. Kynntu þér Græna Reiti á www.reitir.is. Kringlan 4–12
103 Reykjavík
www.reitir.is
575 9000
JÓNSSON & LE’MACKS
•
jl.is
•
SÍA
Reitir bjóða grænt leigusamband
44
matur & vín
Helgin 2.-4. maí 2014
vín vikunnar
Brakandi ferskleiki inn í vorið Það hlaut að koma að því. Vorið er komið, halelúja. Þá er bara eitt að gera; fara út að grilla og grilla mikið og grilla allt. Grillið er ekki bara fyrir steikur og hamborgara. Það er gaman að prófa sig áfram og grilla það sem hugurinn girnist, þetta er jú bara tegund að hitagjafa eins og ofninn eða eldavélin inni hjá þér. Hver einasti heimakokkur á að hafa metnað fyrir því að útbúa heilar máltíðir á grillinu, allt frá salati í forrétt að grillaðri köku í eftirrétt. Eitt það allra besta á grillið er fiskur og skelfiskur og þar er Sauvignon Blanc þrúgan á heimavelli. Þetta vín frá Marlbouroughhéraðinu í Nýja Sjálandi er erkitýpan af nýsjálenskum sauvignon með brakandi ferskleika, suðrænum ávöxtum, greipaldin og steinefnum. Það steinliggur með skelfiski en það er alveg þess virði að prófa það með grilluðu grænmeti eða grænmetisréttum.
Saint clair Sauvignon Blanc Marlborough Vicar's Choice
Fréttatíminn mælir með
Gerð: Hvítvín Þrúga: Sauvignon Blanc Uppruni: Nýja Sjáland, 2013 Styrkleiki: 13% Verð í Vínbúðunum: kr. 2.499
Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is
Giacondi Chardonnay
Cuvee Jean-Paul Demi Sec
Adobe Chardonnay Reserva
Gerð: Hvítvín
Gerð: Hvítvín
Gerð: Hvítvín
Þrúga: Chardonnay
Uppruni: Frakk-
Þrúga: Chardonnay
Uppruni: Ítalía,
land, 2012
Uppruni: Chile,
2012
Styrkleiki: 11,5%
2013
Styrkleiki: 12,5%
Verð í Vínbúð-
Styrkleiki: 13,5%
Verð í Vínbúð-
unum: kr. 1.570
Verð í Vínbúð-
unum: kr. 1.599
Þetta vín hefur frískan keim og létta sætu. Bragðið er ávaxtaríkt og sætan gefur góða fyllingu. Þetta er frábært vín í stúdentsveislum, sameinar eiginleika hvítvíns og sætari freyðivíns. Þetta er líka ágætis vín með sterkum og mikið krydduðum mat.
unum: kr. 1.570
Þó svo að Chardonnay sé vinsælasta hvítvínsþrúgan er hún ekkert endilega sú vinsælasta á Ítalíu. Þetta ítalska Chardonnay er í léttari kantinum, þurrt og sýruríkt með klassískan sítrus- og eplakeim. Frískandi vín á frábæru verði.
Víngerðarvinir okkar í Chile eru verulega góðir í því að gera óeikað frískt Chardonnay á góðu verði og þetta vín fellur vel í þann flokk. Suðrænir ávextir, fersk sýra og léttleiki. Frískandi fordrykkur og smellur líka með feitari fiski.
Uppskrift vikunnar
Sumargrillspjót Fiskikóngsins Sumarið er komið og nú má finna angan af grillmat úr öðru hverju húsi á kvöldin. Fiskikóngurinn Kristján Berg er atvinnumaður við grillið og leggur til að landsmenn renni þremur eðal fisktegundum upp á spjót þetta sumarið ásamt gómsætu grænmeti. Grillspjót fyrir 4 500 g laxaflak, roðlaust og beinlaust 300 g lönguhnakki, roðlaus og beinlaus 300 g keila, roðlaus og beinlaus 1 rauð paprika 1 gul paprika 1 sítróna 2 rauðlaukar Allur fiskurinn og allt grænmetið er skorið í jafna ferninga. C.a. 3x3 cm. Nema sítrónan, hún er skorin í sneiðar.
Maríneringar: Heimatilbúin hvítlauks marínering 5 hvítlauksrif 1 búnt steinselja 3-4 dl rapsolía 1/2 - 1/1, búnt fersk steinselja 1 tsk gróft salt 1/2 ferskur chilli m/fræjum Allt sett í mixerinn og tilbúið á 30 sekúndum. Afganginn af maríneringunni má nota í næstu pítsuveislu. Barbiecuesósa, bara þín uppáhalds Sojasósa (Kikkoman) Hún er sölt og góð. Þegar búið er að skera fiskinn í hæfilega bita þá er laxinn settur
í Kikkoman sojasósu – hún er sölt og góð. Langan sett í hvítlauksmaríneringu og keilan í eftirlætis Barbecue-sósuna þína. Fiskurinn er látinn marínerast í um það bil 30 mínútur. Krakkarnir geta síðan hjálpað við að raða fiskinum á grillspjótin. Allt gert til skiptis, fyrst paprika, lax, laukur, langa, sítróna, keila, paprika og svona er haldið áfram þar til grillspjótið er fullt. Grillað á góðum hita í 3-4 mínútur á hverri hlið. Helst með lokað grillið til þess að fá „smokey bragðið“. Borið fram með bakaðri kartöflu, fersku salati og ísköldu sódavatni. Bjór fyrir þá sem eru eldri en 20 ára.
46
bílar
Helgin 2.-4. maí 2014
Bílar Citroën C3
Flottur borgarbíll Nýr Citroën C3 er búinn vél sem eykur kraftinn en minnkar eyðslu á eldsneyti. Þetta er lítill og þægilegur bíll sem er lipur í akstri, og hægt að bakka honum í hvaða smáa bílastæði sem er. Vegna þess hve útblásturinn er lítill er hægt að leggja honum frítt. Þessi bíll er tilvalinn borgarbíll fyrir ungt fólk og minni fjölskyldur.
C
itroën C3 er þeim kostum gæddur að vera stærri að innan en utan. Já, sumir bílar eru bara þannig að þeir virka litlir þegar horft er á þá utan frá en eru svo afar rúmgóðir þegar inn í þá er komið. Dóttir mín hafði svo meira en nóg pláss þar sem hún sat aftur í og báðar sátum við hátt uppi, sem hinni lágvöxnu mér finnst alltaf vera kostur og ég upplifi mig alltaf í stærri bíl þegar sætin eru ofarlega. Það sem helst greinir nýjan C3 frá eldri gerðum, fyrir utan að búið er að hressa upp á útlitið, er PureTech vélin sem er gerð til að auka kraft bílsins um 15% en minnka eldsneytiseyðslu um 25%. Raunar er bíllinn með afar lítinn útblástur, aðeins 99 grömm af koltvísýringi fyrir hverja 100 ekna kílómetra og þar af leiðandi má leggja honum frítt í bílastæði í Reykjavík. Það munar um að þurfa ekki að leita um allt að klinki þegar maður bregður sér á Laugaveginn og ágætis tilfinning svona á þessum síðustu og verstu að menga ekkert allt of mikið. Citroën C3 er á mjög sanngjörnu verði og afar hentugur sem borgarbíll. Ég er almennt hrifnari af stórum
Lipur Gott verð Ókeypis í stæði Umhverfisvænn
Lítið farangursrými Helstu upplýsingar Vél 1,0 VTi PureTech Bensín Hestöfl 68 Tog 95 99 g CO2/100 km Eyðsla 4,3 l/100 km í blönduðum akstri 5 gíra Lengd 3940 mm Breidd 1710 mm Verð frá 2.250.000 kr.
bílum og myndi sjálf ekki kaupa mér smábíl en ég get vel skilið að þessi freisti ungs fólks og lítilla fjölskyldna, jafnvel eldri borgara, sem vilja traustan og lipran bíl sem auðvelt er að koma í bílastæði hvar sem er, og það án þess að borga fyrir andvirði handleggs. Á mínum bíl er ég orðin vön því að þurfa gott rými til að bakka og fannst mér því óendanlega þægilegt að bakka C3 bílnum vegna þess hversu hann er lítill. Það er akkúrat svona bíla sem maður þarf þegar bíllinn er helst nýttur í og úr vinnu, í Kringluna og í miðborgina. Grunnútgáfan kallast Attraction en í C3 Seduction sem ég reynsluók er töluvert meiri staðalbúnaður á borð við LED ljós í framstuðara, aksturstölva með útihitamæli og hraðastillir/cruise control. Fyrir 59 þúsund krónur er svo hægt að bæta við nálægðarskynjara að aftan. Það sem ég myndi helst gagnrýna við bílinn er lítið farangursrými en það er þó gott miðað við sambærilega bíla og það segir sig
Citroën C3 fékk andlitslyftingu auk þess sem hann er búinn nýrri vél sem minnkar eldsneytisnotkun og eykur kraft. Ljósmynd/Hari
sjálft að farangursrými í smábílum er, tja, smærra en í öðrum bílum. Vitanlega er síðan hægt að leggja aftursætin niður til að fá meira rými. Í heild var ég ánægð með bílinn, hann er lipur og þægilegur í akstri, og verðmiðinn er sanngjarn.
Mælaborðið er stílhreint og er hraðinn sýndur á skífu sem mér finnst alltaf þægilegra en þegar hann er sýndur stafrænt. Ljósmynd/Hari
Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is
Þ Ö K K U M M Ö G N U Ð V I Ð B RÖ G Ð við ferð okkar um Ástralíu, Tasmaníu, Nýja Sjáland og Dubai R NOKKUUS A SÆTI L
24. OKTÓBER TIL 21. NÓVEMBER Ógleymanleg 28 daga ævintýraferð til Ástralíu, Tasmaníu og Nýja Sjálands með viðkomu í Dubai á heimleið. Fararstjóri er Guðrún Bergmann.
Farið um stórbrotna náttúru, fylgst með villtum dýrum eins og kengúrum, mör gæsum og ótrúlegu fuglalífi. Siglt og synt um stærsta kóralrif heims og skyggnst inn í heim frumbyggja. Óperuhúsið fræga í Sydney skoðað að utan sem innan. Skoðaðar verða borgir eins og Melbourne, Hobart, Christchurch og Dubai.
Kynntu þér ferðina á uu.is Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19 í Kópavogi. Sími 585 4000 www.uu.is Facebook
- kaupum ljósið!
Ein af hverjum 5 stelpum og einn af hverjum 10 drengjum verða fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur.
Herferð Blátt áfram hefst 30. apríl og lýkur 4. maí grafik.is
Forvarnarsamtökin Blátt áfram hvetja til forvarnarfræðslu fyrir fullorðna í grunnskólum og samfélaginu öllu gegn kynferðisofbeldi á börnum. Starfið hjá forvarnarsamtökunum fer fram allt árið og fagna þau 10 ára afmæli á þessu ári.
Það er verkefninu mikilvægt að samfélagið sýni stuðning sinn í verki því án framlaga væru Blátt áfram ekki starfandi. Við
hvetjum landsmenn alla að hjálpa okkur í að upplýsa þjóðina um gildi forvarna með því að kaupa ljósið.
Verum upplýst, kaupum ljósið!
blattafram.is
Ljósið fæst í helstu verslunarkjörnum um land allt!
48
tíska
Helgin 2.-4. maí 2014
Litrík herratíska Uppskriftir, Lopi, Prjónar, Rennilásar og Tölur.
Gleðjist í sumar því nú er komið sumar! Herratískan er full af fjöri og ættu því hvorki ungir né aldnir herramenn að hræðast léttar og litríkar flíkur sem hressa vel upp á hversdagsleikann. Bleikur, gulur og fjólublár eru litirnir í ár!
Handprjónasamband Íslands Skólavörðustíg 19 s. 552-1890 www.handknit.is
Paul Smith
Í proactiv® solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkun koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því! Eftirtalin Apótek og heilsubudin.is selja Proactiv® Solution
AkureyrArApótek, Kaupangi - LyfjAver, Suðurlandsbraut 22 borgArApótek, Borgartúni 28 - gArðsApótek, Sogavegi 108 urðArApótek, Grafarholti - ÁrbæjArApótek, Hraunbæ 115 Apótek gArðAbæjAr, Litlatúni 3 - reykjAvíkurApótek, Seljavegi 2, Apótek HAfnArfjArðAr, Tjarnarvöllum 11 Heildsölubirgðir, Konkord ehf. S. 568 9999, heilsubudin@heilsubudin.is
Paul Smith Paul Smith
Túnikur í miklu úrvali Paul Smith
Verð frá 4.900 kr.
Henrik Vibskov
Paul Smith
Henrik Vibskov
Burberry
Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499
Flottir kjólar Kjóll á 12.900 kr. Einn litur (ermar einlitar svartar) Stærð 36 - 46
SUMARLEGUR OG OFSASÆTUR Teg 110915 fæst í 70-85B og 75-85C á kr. 5.800,-
Kjóll á 10.900 kr. Einn litur Stærð 36 - 46
Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16
buxurnar fást í S,M,L,XL á kr. 1.995,OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14
Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is
tíska 49
Helgin 2.-4. maí 2014
Henrik Vibskov
Burberry
Sumarið er loksins komið!
Við hjá Curves erum komnar í sumarskap og bjóðum upp á þriggja mánaða kort á 14.900kr! Curves er líkamsræktarstöð fyrir konur. Við bjóðum upp á æfingahring í sérhönnuðum tækjum.
h
Æfingin hjá okkur tekur aðeins 30 mínútur. Við erum ávallt til þjónustu reiðubúin fyrir þig.
Komdu og vertu með! Hlökkum til að sjá þig! Fyrir nánari upplýsingar getur þú sent póst á curves@curves.is eða skráð þig í afgreiðslu. Sími:566 6161 Hringið og pantið frían prufutíma í tækin.
Paul Smith
Burberry Paul Smith
14.990 kr.
9.990 kr.
við
kó s m u elsk
VORÚTSALA 5.990 kr. 4.792 kr.
4.990 kr. 3.992 kr.
VELKOMIN Í
20% afsláttur
4.990 kr. 3.992 kr.
TIL
af öllum barnaskóm .
30% 50%
6.990 kr. 5.592 kr.
SMÁRALIND
AFSLÁTTUR
Smáralind • Við elskum skó Vertu vinur á
50
ferðalög
Helgin 2.-4. maí 2014
IcelandaIr fer jómfrúarflug sItt tIl genfar í þessum mánuðI
Frönsk fjöll og svissneskar sveitir Það er auðvelt að fara í gjörólíkar dagsferðir frá Genf en sumar þeirra krefjast ferðalags út fyrir landamærin.
á
góðum degi blasir Mont Blanc við íbúum Genfar og eitt af breiðstrætum borgarinnar er nefnt eftir þessu hæsta tindi Alpanna. En Mont Blanc og öll önnur fjöll sem sjást frá Genf eru hinum megin við landamærin og tilheyra því Frakklandi. Það stoppar hins vegar ekki Genfarbúa eða gesti þeirra í að njóta þessara náttúrusvæða enda ekki langt að
VERTU
fara. Það tekur til að mynda aðeins klukkutíma að keyra frá Mont Blanc brúnni í Genf og upp til fjallaþorpsins Chamonix sem er við rætur tindsins. Frá Chamonix má svo ganga í átt að fjallinu eða taka fyrrum hæsta kláf í heimi upp í hinar 3500 metra háu hlíðar Aiguille du Midi. Þeir sem vilja ekki fara svona langt né hátt geta farið með hinum nýuppgerða kláfi við Mont Salève
VAKANDI!
93% þolenda þekkja þann sem beitir þá kynferðislegu ofbeldi!
blattafram.is
Fyrrum heimili hertogans af Savoy við Genfarvatn er í dag einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna í Sviss.
upp í ellefu hundruð metra hæð. Við þetta franska bæjarfjall Genfar er líka hægt að stunda alls kyns útivist og liggja ófáir göngustígar á þessum slóðum fyrir þá sem vilja hreyfa sig smá.
VERNDARI BARNA Í 10 ÁR
Legsteinar Mikið úrval af fylgihlutum
Drekka allt sjálfir
Í vínbúðunum grípa þeir í tómt sem vilja prófa svissneskt áfengi og það kemur kannski ekki á óvart því heimamenn segja vínið sitt of gott til að deila með öðrum. Þeir sem kynna sér þennan hluta svissnesks landbúnaðar ættu að gera sér ferð til bæjarins Satigny sem er
Vönduð vinna
Steinsmiðjan Mosaik Stofnað 1952
Hamarshöfði 4 - sími 587-1960 - www.mosaik.is
einn helsti vínræktarbærinn í Sviss. Þangað tekur aðeins tíu mínútur að komast með lest frá Genf. Við Entre Arve et Rhône eru nokkrar vínekrur og veitingastaðir þar sem kokkarnir halda í hefðirnar og því hægt að kynnast matar- og vínmenningu heimamanna á einu bretti. Ítalskt leynivopn Hinn kaþólski hertogi í Savoy reyndi ítrekað að ná Genf úr höndum Kalvinista með hervaldi en án árangurs. Hann reisti meiri að segja ítalskan bæ rétt við borgarmúrana í von um að Genfarbúar myndu fjölmenna þangað. Það tókst ekki þá en
Hið fallega þorp Hermance er eitt af því sem áhugavert er að gera skil á ferðalagi í útjaðri Genfar.
í dag er varla hægt að komast yfir íbúð í gamla hluta ítalska bæjarins sem nefnist Carouge. Þangað tekur aðeins nokkrar mínútur að komast með sporvagni frá Genf. Það þarf hins vegar að fara um áttatíu kílómetra til að komast í kastala hertogans sjálfs. Sá stendur við hinn enda Genfarvatns og er í dag einn vinsælasti ferðamannastaðurinn í Sviss. Á leiðinni þangað má til dæmis stoppa í hinu myndræna þorpi Hermance og jafnvel baða sig í vatninu áður en ferðinni er haldið áfram.
2 0 1 4
Eitt kort 36 vötn 6.900 kr FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ
Í næsta mánuði
fer Icelandair jómfrúarflug sitt til Genfar og á Túristi.is má lesa meira tengt ferðalögum til Genfar.
2 0 1 4
00000
w w w. v e i d i k o r t i d . i s
Það er auðvelt að brjóta upp borgarferðina til Genfar með stuttum ferðum upp í frönsk fjöll og um svissneskar sveitir.
Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is
4BLS
NÝR SJÓ SUMARB ÐHEITUR KLINGUR STÚTFUÆ LLU SNILLD :R AF )
Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is
BETRA LOFT BETRI LÍÐAN
Airfree lofthreinsitæki • Eyðir frjókornum og öðrum ofnæmisvöldum • Vinnur gegn myglusveppi og ólykt • Eyðir bakteríum og vírusum • Hljóðlaust og sjálfhreinsandi • Hæð aðeins 27 cm
Verð frá: 24.750 kr.
NoseBuddy® Nefskolunarkannan Gott ráð gegn kvefi og frjókornaofnæmi Skolar nefið með saltvatni virkar vel gegn: • Frjókornum • Ryki og bakteríum • Áhrifum loftmengunar • Kinn- og ennisholubólgum
Verð: 3.975 kr. Íslenskur leiðarvísir
Verslaðu á vefnum
Frí sending að 20 kg
1 árs skilaréttur
Eirberg ehf. • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
52
heilsa
Helgin 2.-4. maí 2014
Jóga er lík a hægt að stunda í vatni
Jóga í vatni J kökur og kruðerí að hætti jóa Fel
óga eykur liðleika og bætir líkamsstöðu en fyrir þá sem glíma við heilsufarsleg vandamál á borð við stoðkerfisvandamál getur jafnvel reynst enn betur að fara í jóga í vatni. Líkaminn verður enn léttari í vatni sem þýðir að það reynir minna á liðina en þegar jóga er stundað í sal. Vatn veitir líka stuðning sem gerir það auðveldara að fara í stöðurnar. Þyngdarleysi í vatninu gerir fólki með bakvandamál líka auðveldara fyrir að hreyfa sig.
Ef þú hefur stundað jóga og þekkir stöðurnar er um að gera að prófa sig áfram í næstu sundlaug. Fyrir byrjendur er hægt að finna á netinu upplýsingar um stöður sem er sérlega gott að gera í vatni, en best er að ráðfæra sig við sérfræðing ef um heilsufarslega vandamál er að ræða. Það er sannarlega ekki bara hægt að fara í hefðbundna vatnsleikfimi heldur er um að gera að nýta þetta forna austurlenska æfingakerfi á nýstárlegan hátt.
KYNNING
rósaterta með Frönsku hindberja-smjörkremi Eyrnabólga
flug
Sund Og köfun
Otovent er náttúruleg meðferð við hellum í eyrum og eyrnabólgu Otovent meðferðin léttir undirþrýsting í miðeyra og getur fyrirbyggt og unnið á eyrnabólgu og vanlíðan. Otovent virkar einnig vel við hellum í eyrum, til dæmis í flugferðum.
broskallar
Gulrótarterta
jarðarberjakaka
sími: 588 8998
O
tovent er einföld, áhrifarík og viðurkennd meðferð við undirþrýstingi og vökva í miðeyra. Að sögn Helgu Margrétar Clarke, hjúkrunar- og lýðheilsufræðings, er Otovent meðferðin fyrst og fremst notuð sem fyrsta stigs og fyrirbyggjandi meðferð við eyrnabólgu hjá bæði börnum og fullorðnum. „Þetta er ódýr og einstaklega einföld meðferð og samanstendur af litlu plastnefstykki og sérhannaðri þrýstingsprófaðri blöðru úr náttúru-latex sem blásin er upp í gegnum aðra nösina í einu. Blöðrurnar eru hannaðar á þann hátt að réttur þrýstingur næst þegar blaðran er blásin upp og kokhlust opnast. Þar með leiðréttist undirþrýstingur í miðeyra og á sama tíma rennur vökvi í miðeyra, ef svo ber undir, sína eðlilegu leið,“ segir Helga Margrét. Vökvi í miðeyra er eitt af byrjunareinkennum eyrnabólgu og segir Helga Margrét að sýklalyfjakúrar geti ekki tryggt að kokhlust opnist svo að vökvi geti runnið sína eðlilegu leið. Þess vegna sé brugðið á það ráð að setja rör í eyru, eða réttara sagt í hljóðhimnuna oft og tíðum. „Nú fer ferðavertíðin á fullt hjá Íslendingum og má því benda á að Otovent hefur reynst mjög árangursrík meðferð við hellum í eyrum, til dæmis í og eftir flug og einnig við sund eða köfun.“ Með Otovent pakkningunni kemur lítil, blá askja sem passar fyrir nefstykkið og að minnsta kosti eina blöðru. Otovent er því fyrirferðarlítið og er til dæmis hægt að hafa með sér í ferðalagið án þess að það taki of mikið pláss. Otovent hentar bæði börnum og fullorðnum. Flest börn frá þriggja ára aldri geta notað Otovent sjálf en fyrir yngri börn sem ekki ná að blása blöðruna upp sjálf er hægt að beita innstreymisaðferð. Þá blæs fullorðinn einstaklingur blöðruna upp og setur nefstykkið við aðra nös barnsins og loftið er látið streyma inn á meðan barnið kyngir. Ekki eru þekktar neinar aukaverkanir af Otovent meðferðinni og er varan CE merkt. Árangur Otovent hefur verið studdur í ótal rannsóknum sem birtar hafa verið í ritrýndum tímaritum. Otovent fæst í apótekum. Celsus ehf. fer með umboð Otovent á Íslandi.
Otovent meðferðin léttir undirþrýsting í
miðeyra og getur ennfremur fyrirbyggt og unnið á eyrnabólgu og vanlíðan með því að tryggja að loftflæði og vökvi eigi greiða leið frá miðeyra. Otovent meðferðin getur dregið úr:
• eyrnabólgum • sýklalyfjanotkun • ennis- og kinnholusýkingum • ástungum • röraísetningum
Helga Margrét Clarke, hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur, segir Otovent skjótvirka og einfalda lausn við undirþrýstingi í miðeyra hjá bæði börnum og fullorðnum. Engar aukaverkanir af notkun Otovent eru þekktar og hefur árangur þess verið staðfestur í fjölda rannsókna sem birtar hafa verið í ritrýndum tímaritum.
Ný og fersk Hleðsla með ekta súkkulaðibragði
ÍSLENSKA SIA.IS MSA 68426 04/14
Við vitum að það þarf úthald og einbeitingu til að halda sér gangandi. Hleðsla er gerð úr náttúrulegu íslensku hágæðapróteini, inniheldur engan hvítan sykur og byggir upp vöðvana. Fáðu sem mest út úr æfingunni með því að skella í þig Hleðslu eða njóttu hennar á milli mála.
Þinn líkami þarf Hleðslu
ms.is
54
heilsa
Helgin 2.-4. maí 2014
Heilsa Vanda sk al Valið þegar keypt er sólarVörn
Verndum húðina í sólinni Húðin er stærsta líffærið okkar og mikilvægt að halda henni heilbrigðri. Nú þegar sólargeislarnir eru farnir að láta sjá sig er mikilvægt að verja húðina og næra til að vernda þá fyrir skaðlegum áhrifum sólarinnar sem meðal annars geta leitt til sólbruna og jafnvel krabbameins. Einfaldasta leiðin, fyrir utan að halda sig innandyra, er að velja góða sólarvörn. Hér koma nokkur atriði sem hafa þarf í huga þegar sólin skín.
Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is
Góð sólarvörn er lykilatriði þegar kemur að því að verja húðina fyrir skaðlegum geislum sólarinnar. Veljið SPF-stuðul við hæfi, því hærri sem hann er því sterkari er vörnin.
Börn hafa sérlega viðkvæma húð og mikilvægt að verja þau vel í sólinni. Gott er að kaupa líka sólgleraugu fyrir þau yngstu til að verja augun.
Þegar lagt er í fjallgöngu þar sem enn er snjór eða gengið á jökul þarf að bera á sig sterka vörn vegna endurkastsins af ísnum. Ljósmyndir/NordicPhotos/Getty
1. Veldu góða sólarvörn
hana á þig, og börnin þín, minnst 20 mínútum áður en farið er út í sólskinið. Alltaf skal bera á sig aftur þegar komið er upp úr sundlaug og á um tveggja tíma fresti á meðan verið er úti í sólinni.
8. Drekktu nóg
Vandaðu valið þegar þú kaupir sólarvörn og ekki bara taka þá fyrstu sem ilmar vel. Best er að kaupa sólarvörn frá viðurkenndum aðilum sem bæta ekki skaðlegum aukaefnum í sólarvörnina, og í raun er best að hún sé ilmefnalaus til að minnka líkur á ertingu. Sneiddu líka hjá vörn sem inniheldur PABA, A-vítamín (retinyl palmitate) og skordýraeitur.
2. Athugaðu SPF stuðulinn SPF stuðullinn segir til um styrkleika sólarvarnarinnar, því hærra sem stuðullinn er því sterkari er vörnin og dugar lengur. Ágætt er að miða við að nota sólarvörn með SPF 15 á hefðbundnum vordegi en 30+ þegar farið er í sund eða sólbað í garðinum.
3. UVA og UVB-vörn Sólarvörnin þarf að innihalda bæði vörn gegn UVA og UVB geislum. Þetta eru tvær tegundir útfjólublárra geisla og þú þarft vörn gegn þeim báðum.
4. Berðu á þig tímanlega Sólarvörn byrjar aldrei að virka strax þannig að þú skalt bera
5. Ekki nota gamla sólarvörn Mundu að sólarvörn rennur út eins og annað þannig að keyptu nýja vörn á hverju vori. Ekki treysta á gamla vörn því hún ver húðina ekki jafn vel og ný. Allar gerðir sólarvarna eru merktar með síðasta notkunarmánuði.
6. Föt eru sólarvörn Ljósir litir hrinda geislunum frá sér og því er tilvalið að vera í ljósum bolum og buxum í sólinni. Það er hins vegar alveg hægt að brenna í gegnum fatnað en hægt er að fá föt sem eru með innbyggðri sólarvörn og eru þau þá merkt þannig. Sum vernda einnig gegn útfjólubláum geislum.
7. Notaðu sólgleraugu Sólgleraugu vernda augun gegn útfljólubláum geislum. Ekki kaupa samt flottustu gleraugun eða þau ódýrustu nema þú vitir að þau séu með UV-vörn. Gott er að setja einnig á sig sólhatt eða derhúfu til að vernda andlitið.
KYNNING
Vatn er alltaf besti kosturinn á heitum dögum, og reyndar þeim köldu líka. Ef þú ert að ganga eða hreyfa þig mikið í sólinni er einnig mælt með íþróttadrykk sem bætir einnig upp steinefnatap. Best er að drekka lítið í einu og oft. Mundu að sykur í drykkjum vegur upp á móti góðu áhrifunum og áfengisneysla í sólinni getur hreinlega leitt til ofþornunar.
9. Vertu í skugganum Sólin er hæst á lofti um miðjan daginn og á góðum sólardögum eru mestar líkur á sólbruna milli 10 á morgnana og 14 síðdegis. Á þeim tíma er tilvalið að sitja einfaldlega í skugganum, fá sér vatnssopa eða jafnvel skella sér í sund.
10. Líka í snjónum Þeir sem eru vanir því að ganga á jökla og stunda skíði vita að það er mikilvægt að bera vel á sig af sólarvörn, einnig á varirnar, því endurkast sólarinnar frá snjónum er svo mikið. Þetta er eitt af því sem byrjendur þurfa að hafa í huga því fátt er leiðinlegra en að vera sólbrunninn eftir góða jökulgöngu. Varasalva er hægt að fá með háu SPF gildi sem hentar vel bæði á jökul og við sjóinn.
KYNNING Margrét Kaldalóns fann oft til óþæginda í meltingu eftir máltíðir en líður mun betur eftir að hún byrjaði að taka inn Bio-Kult Original hylkin.
Lilja Oddsdóttir og Gitte Lassen eru skólastjórnendur Heilsumeistaraskólans þar sem nemendur læra um mátt náttúrunnar til heilunar.
Spennandi nám í náttúrulækningum Hversu mikilvæg er heilsan? Hversu mikilvægt er að nota náttúruna til heilsubótar? Hjá Heilsumeistaraskólanum er boðið upp á heildrænt og samþætt nám í náttúrulækningum. Þar læra nemendur um mátt náttúrunnar til að bæta heilsuna,” segir Gitte Lassen sem rekið hefur Heilsumeistaraskólann frá árinu 2007 ásamt Lilju Oddsdóttir. Sjálf notaði Gitte aðferðirnar sem kenndar eru í skólanum til að lækna sig af síþreytu eftir að læknirinn hennar tjáði henni að aðferðir vestrænnar læknisfræði myndu ekki duga. Gitte útskýrir að í Heilsumeistaraskólanum læri nemendur um læknandi mataræði. „Náttúran er heilari og við fræðum nemendur um íslenskar jurtir, kjarnaolíur og blómadropa. Einnig kennum við hefðbundnar meðferðir og víxlböð. Síðast en ekki síst læra nemendur okkur hvernig hugsanir og tilfinningar geta stuðlað að heilsufarsvandamálum,“ segir hún. Að sögn Lilju hentar námið bæði fyrir sérfræðinga í heilsu sem vilja ná enn betri árangri með skjólstæðinga sína og fyrir þá sem
vilja láta sér líða vel alla daga. „Nemendurnir eru mjög ánægðir því þeir upplifa sjálfir aðferðirnar sem við kennum,“ segja þær Gitte og Lilja. „Við beitum mjög lifandi kennsluháttum með árangri sem aldrei næðist með lesefni og upplýsingagjöf eingöngu. Niðurstaðan er sú að nemendur okkar gangast undir allsherjar lífsstílsbreytingu, bæði andlega og líkamlega,“ segja þær. Gitte nefnir dæmi um einn nemanda sem gat varla beygt hné sín þegar námið hófst en gat, eftir tæplega tvö ár, setið með krosslagða fætur í fyrsta sinn í tuttugu ár. „Það sem þó sennilega hefur mest áhrif á nemendurna er að upplifa aukinn sjálfsþroska,“ segir Gitte. Að loknu námi sagði einn nemandinn: „Umbreytingin sem ég upplifði var alger. Í raun þekki ég ekki sjálfa mig eftir þessi þrjú ár. Ég er léttari og frjálsari, sáttari og fróðari. Sjálfsþroskinn er gífurlegur.“ Nánari upplýsingar má nálgast á vef skólans www.heilsumeistaraskolinn. com.
Fann fljótlega mun á meltingunni Margrét Kaldalóns hefur tekið Bio-Kult gerlana inn í nokkra mánuði og fann fljótlega mjög mikinn mun á meltingunni. Hún hefur starfað í heilsugeiranum í 30 ár og því kynnst mörgum tegundum fæðubótarefna og mjólkursýrugerla.
É
g veit það af reynslunni að mjög margir þjást af meltingarvandamálum. Það eru ýmsar tegundir mjólkursýrugerla á markaði sem lifa magasýrurnar ekki af og ná því ekki að virka sem skyldi. Í mínum störfum hef ég prófað margar tegundir af mjólkursýrugerlum og finn að Bio-Kult gerlarnir henta mér best,“ segir Margrét. Áður fyrr var Margrét mjög viðkvæm fyrir ýmsum fæðutegundum og fann oft til óþæginda eftir
máltíðir. „Oft leið mér eins og ég væri með þyngsli í maganum. Eftir að ég byrjaði að taka Bio-Kult gerlana inn hef ég fundið mestan mun á líðaninni í smáþörmunum því ég var mjög viðkvæm í þeim áður. Ég tek inn fjögur hylki á dag og finnst henta best að taka þau með mat. Venjulegur skammtur er tvö hylki en mér finnst betra að taka aukalega. Ég er sérlega ánægð með BioKult gerlana því að þeir hafa hjálpað mér og meltingin hefur lagast til mikilla muna.“
Bio-Kult Original er fáanlegt í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaða. Nánari upplýsingar má nálgast á www.icecare.is
Bio-Kult Original er einstök og öflug blanda af 14 mismunandi vinveittum gerlum sem geta komið sér fyrir í þörmum meltingarvegar og hafa einstaklega góð áhrif á meltinguna. Ekki þarf að geyma hylkin í kæli. Þau er óhætt að nota að staðaldri og henta vel fyrir fólk með mjólkur- og soya óþol.
56
heilabrot
Helgin 2.-4. maí 2014
Spurningakeppni fólksins
Sudoku 1. 30. maí.
1. Hvenær verða næstu sveitarstjórnarkosningar? 2. Hvers dóttir var rithöfundurinn Guðrún 3. Hver er rektor Háskólans í Reykjavík?
4. Sigurður Ingi Jóhannsson.
4. Hver er varaformaður Framsóknar-
5. Frá Sauðárkróki.
flokksins?
7. Sergei Lavrov.
6. Hvaða farfugl sást í fyrsta sinn í ár á
8. Gutti.
sumardaginn fyrsta?
8. Hvað heitir köttur Páls Óskars Hjálmtýssonar sem týndist á dögunum?
13. Andrea Róbertsdóttir.
9 6
14. Pass. 15. Ronaldo.
Helgi Seljan dagskrárgerðarmaður hjá RÚV
legur dagur verkalýðshreyfingarinnar?
1. 31. maí.
10. Gerður Helgadóttir.
verkið sem prýðir Tollstöðina við
2. Árnadóttir.
Tryggvagötu?
3. Ari Kristinn Jónsson.
11. Hvað heitir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins? 12. Í hvaða landi er eldfjallið Etna?
5. Frá Sauðárkróki.
13. Hver var á dögunum ráðin sem mann-
6. Krían.
auðsstjóri RÚV?
7. Sergei Lavrov.
14. Hvaða arkitekt hannaði Þjóðarbók-
8. Gutti.
hlöðuna?
1 2
3
5
3
7 3
5 8 9 4
1
12. Hawai.
14. Manfreð Vilhjálmsson.
7 4
15. Ronaldo.
7
9. 1944.
15. Hver skoraði mark Real Madrid gegn
10 Stig
Bayern Munchen í meistardeild Evrópu í
Rakel Garðarsdóttir
vikunni?
framkvæmdastýra Vesturports
9 1 9 2 8
?
Svör
Helgi skorar á Gauk Úlfarsson, dagskrárgerðarmann hjá 365 miðlum.
2 7
6 3 5 3 2 6 8 2 8 9 1
13. Andrea Róbertsdóttir.
7 3
Sudoku fyrir lengr a komna
11. Þorsteinn Víglundsson.
4. Pass.
5 9
1
?
7 Stig
9. Síðan hvenær hefur 1. maí verið alþjóð10. Hvaða íslenski listamaður gerði mynd-
6
9. 1914.
7. Hvað heitir utanríkisráðherra Rússlands?
12. Ítalíu.
6. Lóan.
5. Hvaðan er íþróttafélagið Tindastóll?
11. Þorsteinn Víglundsson.
3. Pass.
frá Lundi?
1 8 3
10. Nína Tryggvadóttir.
2. Jónsdóttir.
2 3 4
5
kroSSgátan
1. 31. maí 2014. 2. Árnadóttir. 3. Ari Kristinn Jónsson. 4. Sigurður Ingi Jóhannsson. 5. Frá Sauðárkróki. 6. Krían, sást við Höfn í Hornafirði. 7. Sergei Lavrov. 8. Gutti. 9. Frá 1889, þegar hundrað ára afmæli frönsku byltingarinnar var fagnað. 10. Gerður Helgadóttir. 11. Þorsteinn Víglundsson. 12. Ítalíu. 13. Andrea Róbertsdóttir. 14. Manfreð Vilhjálmsson. 15. Karim Benzema.
187
ALDIN
ÁVÖXTUR
SKEMMTUN ÞANGAÐ TIL
BLESSUN
KOLLA
BLIKA
EFTIRSJÁ
HRÆSNI ÓSK ÁLOXÍÐ
lauSn
HOLA
Lausn á krossgátunni í síðustu viku. 186
B Á F T I R L E K A U I F K N L Æ T I A Ð I S T Ó T F E L L I Ó A U K L A N A K U L D M Á B G U S T A E R J U G K Á L N Á L A L A P J A K O B Ú S T Í A Á Ó
HEIMSÁLFA MISTAKAST
E H V R Ó S P K A O K L K I S R T S F Y N S Æ T S A F E R HYLLI
HVERSU
BEIN
SKARKALI TRIMM
H
Þ E F K Ö T T U R
MARGSKONAR
FYRIRMYND
SKRAUTPLANTA
N FLÍK SKORTUR
E MJÖÐUR FÍFLAST
A GLEÐI HREYFA
Ý M Ó T L Í F
ÞAMBA
FJÖRGA
SÍA
E L L I A T L A L S A S T V A N A Ð Æ R A Ð L I S M A E Y G F G A I L T HNOÐA
REKA
LABBA
NÖGL
FASTA STÆRÐ
AFHENDA AFTUR ANS
TÆPLEGA FRIÐUR
GRÓÐUR
TOLLSVIK
FISKUR
STEINTEGUND
ÁLITS VAFI
HORDAUÐI LEIKNI
SKAPANORN Í RÖÐ
NÆÐA HVÆS
HELDUR BROTT HLEYPA
KK NAFN FRÚ
VILJUGUR
SPÍRUN
TJARA
SAGGI
VERSLA FÁLÆTI
TEITI
NAFNBÆTUR
STAUR
KOFI
GEÐVONSKA
LÝÐ
GOÐMÖGN
UMFRAM VESÆLL
BOR
LÆSING
ÁLAG
GAULA
EYÐILEGGJA
MARR
MÓTI
SKÝRA FRÁ
PLANTA
ÚTUNGUN
DREPA
ÁMÆLA
BÁRA OT
GUMS
SNÍKJUDÝR
REYNDAR
KVIKMYNDAHÚS
MÓÐINS
Í RÖÐ
ÓGÆTINN
HRÓPA
PÚÐUR
Æ T I P A L A L L K U K Ú R E M R S T T F A R O K I R A K S A R T A V L D A L Ú S K K S K U V A R
TÁLKNBLÖÐ
TÆKIFÆRI
VONDUR
BÓK VEIFA
FÚLNA
RUGLA
KVAÐ
KIRNA
AUMA
MITTISÓL
GAMALL
YFIRRÁÐ
BÓKSTAFUR
JAFNOKI
MERKJA
HEPPNAST
TVEIR EINS AUR
ÁTT
SVALL
RÖSKUR
BRÚÐA
BAREFLI
STAGL
UTANMÁL
SKRÁ
ESPA
OFNEYSLA
TVEIR EINS ÁTT
AÐGÆTA ÁVÖXTUR
SKRÖKVA
BRESTA
HVETJA
HLÉ
NEITUN
TUDDI
MÁLÆÐI
BOR
PLATA
BRAGUR
DÝRAHLJÓÐ FYRIRTAK
Vertu með, við erum að búa til ööugt markaðstorg á netinu tað og nýtt
GAULA
PLANTA
BÓKSTAFUR
DANGL
GARÐI
HÝÐI
SIGTI
BRUNA
GÆTA
ÁTT
HA
HNUSA
HEITI
Markaðstorg á netinu
LÍÐA VEL
SKATTUR
VIÐSKIPTI
SMÁPENINGAR
BRYNNA
POT
HLÍFA
FÓSTRA
ÚTBÍA
SNUÐ
FEIKNA
BRAGARHÁTTUR
DRULLA
FISKA
ÁÆTLUN
TVEIR EINS
YFIRHÖFN
STORMUR
EGG
RAUS
SAMSTÆÐA
SIGAÐ
AFSPURN
BÚA UM
Í RÖÐ
ÚRGANGUR
KVAÐ
HLJÓM
ÁVÖXTUR
EKTA
NÁGRENNI
VERSTÖÐ
GORT
No
Í RÖÐ EINNIG
HJARA
SJÚKDÓM
Kanína með gulrót kr. 1.690
Ugla
Broddgöltur
Kanína
kr. 1.790
kr. 1.790
kr. 1.890
Sveppur
Íkorni
kr. 1.790
kr. 1.690
Pennastokkur
með 12 trélitum og yddara. kr. 1.390
Frístandandi Hnattlíkan
Þú stillir því upp og það snýst og snýst. Kr. 3.390
Krítartafla
Dominos
með 6 krítum, kr. 1.690
kr. 1.100
Pizza Peddler
Skafkort
Heico lampi
Apinn á einhjólinu sker pizzuna þína í sneiðar um leið og hann hjólar. Kr. 3.290
hvutti, kr. 10.700
Heico sparigrís
Þú skefur af þeim löndum sem þú hefur heimsótt. (Stærð: 82 X 58 cm) Kr. 2.990
Kr. 2.690
URBANEARS Hágæða heyrnatól sem hlotið hafa viðurkenningar fyrir hljómburð og hönnun. Hægt að tengja saman 2 eða fleiri. Tvær gerðir og ótal litir. Verð frá kr. 9.700 Kraftaverk
Eilíf›ardagatal MoMA Kr. 3.600,-
Disney bollar
Í fallegum gjafapakkningum. Kr. 790
Lasso flöskustandur
Einstök hönnun frá nútímalistasafni New York borgar. Aðeins kr. 5.900
(Vín)andi flöskunnar svífur í reipinu. Kr. 3.900
Cubebot Vélmenni úr við. Verð frá 1.590 kr.
Íslandskorti› gamla gó›a Stærð: 50x70 cm. Aðeins kr. 750
skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja
58
stjörnufréttir
Helgin 2.-4. maí 2014
Annað tækifæri í Survivor
SkjárEinn hefur sýningar á 25. þáttaröðinni af Survivor á næstunni og í þetta sinn er stefnan tekin á Filippseyjar. Survivor er einn vinsælasti raunveruleikaþáttur Bandaríkjanna frá upphafi en sýningar hófust árið 2000 með kynninum Jeff Probst í fararbroddi og hann hefur stjórnað þáttunum með sóma æ síðan. Keppendur eru átján talsins að þessu sinni. Fimmtán þeirra eru nýliðar en þrír eru að spreyta sig í annað sinn eftir að hafa dottið út á sínum tíma sökum veikinda eða meiðsla. Michael Skupin
VERTU
þurfti frá að hverfa í fyrstu þáttaröðinni í Ástralíu eftir að hann brenndist illa, Jonathan Penner var sendur heim frá Míkrónesíu eftir að hann fékk sýkingu í hné og Russell Swan var fluttur á brott frá Samóaeyjum eftir að of lágur blóðþrýstingur
McConaughey á 395 krónur í maí!
olli því að það leið yfir hann tvisvar. Það má með sanni segja að þremenningarnir hafi fengið annað tækifæri og það er vonandi að þeir nýti sér það sem best. Sýningar hefjast á Survivor föstudagskvöldið 30. maí klukkan 21.00!
VAKANDI!
93% þolenda þekkja þann sem beitir þá kynferðislegu ofbeldi!
blattafram.is
VERNDARI BARNA Í 10 ÁR
Frá og með 1. maí verða yfir tvö þúsund titlar á frábæru tilboði, aðeins 395 krónur, í SkjáBíó. Magnið er alveg hreint ótrúlegt og auk mikils úrvals af talsettum barnamyndum má finna allt milli himins og jarðar. Geggjað gaman, djúsí drama og æsilegar spennumyndir á borð við Lawless, Looper og hina klassísku Killer Joe þar sem óskarsverðlaunahafinn Matthew McConaughey fer á kostum. Allir eldri titlar eru á tilboði út maí!
Top Gear USA snýr aftur Bandarísk útgáfa Top Gear þáttanna hefur notið mikilla vinsælda beggja vegna Atlantshafsins. Nú snúa þeir félagar Adam Ferrara, Tanner Foust og Rutledge Wood aftur í þriðju þáttaröðinni. Það verður ekkert gefið eftir í fyrsta þættinum þar sem
þremenningarnir keppa í trylltum bílaþrautum í Detroit. Sigurvegarinn fær að keyra hraðskreiðasta bíl landsins, Corvette ZO6, og taka þátt í bílaeltingaleik á hafnarbökkum Long Beach í Kaliforníu. Top Gear USA snýr aftur sunnudaginn 18. maí klukkan 20.00!
Sumargjöf SkjásEins
S
ólin er farin að verma landsmenn og SkjárEinn er kominn í sumarskap. Að því tilefni höfum við ákveðið að gefa áskrifendum frímynd í hverri viku í allt sumar. Fyrsta frímyndin er stórskemmtilega gamanmyndin The Heat með þeim stöllum Söndru Bullock og Melissu McCarthy og verður hún aðgengileg í viku frá og með næsta mánudegi. Á sumargjafalistanum má finna eitthvað fyrir alla, jafnt unga sem aldna. Fyrir börnin verður boðið upp á teiknimyndirnar The Cro-
ods og Aulinn ég og Risaeðlurnar og eru þær allar með íslenskri talsetningu. Spennufíklunum bendum við á Kick-Ass 2 og fyrir þá rómantísku sýnum við About Time. Þann 25. ágúst verður svo botninn sleginn í sumarið með gamanmyndinni Bad Grandpa frá fjörkálfunum í Jackass. Allir áskrifendur SkjásEins geta horft á myndirnar endurgjaldslaust í SkjáFrelsi bæði í gegnum myndlykla eða á netinu á skjarinn.is Fyrsta frímyndin verður aðgengileg á mánudag!
Afsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja Færri komust að en vildu á fyrri tónleikana. Miðasala er nú hafin - salurinn.is sími: 5 700 400 - miðasala opin alla virka daga kl. 12-17
Stjörnufréttir eru í boði SkjáSeinS
30
%
afsláttur
1.-8. maí
eru
borðstofudagar
30% afsláttur af öllum borðstofuborðum og borðstofustólum
TEKK COMPANY og HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400 Opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13 -18
Vefverslun á www.tekk.is
60
sjónvarp
Helgin 2.-4. maí 2014
Föstudagur 2. maí
Föstudagur RÚV
20.25 Útsvar Úrslitaþáttur Reykjavík og Akranes eigast við.
19:15 Got to Dance LOKAÞÁTTUR
Laugardagur
19.50 Alla leið (5:5) Felix Bergsson og Reynir Þór Eggertsson fá til sín góða gesti
19:45 Thunderstruck Skemmtileg gamanmynd fyrir alla fjölskylduna með Kevin Durant í aðalhlutverki.
Sunnudagur allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
4
19:45 Britain's Got Talent (1/18) Skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna.
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
22:00 Leverage - NÝTT (1:15) Æsispennandi þáttaröð í anda Ocean’s Eleven 4 um þjófahóp sem rænir þá sem misnota vald sitt.
Sunnudagur
Laugardagur 3. maí RÚV
STÖÐ 2
RÚV
STÖÐ 2
07.00 Morgunstundin okkar 07.00 Morgunstundin okkar 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:00 Barnaefni Stöðvar 2 10.15 Handgert: Kristine Mandsberg 10.15 Landinn e. 08:00 Malcolm In The Middle (9/22) 11:35 Big Time Rush 10.25 Í garðinum með Gurrý II (1:6) e. 10.45 Útsvar. e. 08:25 Kingdom of Plants - specal 12:00 Bold and the Beautiful 11.00 Sunnudagsmorgunn 12.05 Tony Robinson í Ástralíu e. 09:15 Bold and the Beautiful 13:25 Ísland Got Talent 12.10 Alla leið (5:5) e. 12.55 Nautnafíkn – Viskí (4:4) e. 09:35 Doctors (149/175) 15:00 Lífsstíll 13.20 Skólahreysti (4:6) e. 13.45 Mótorsystur 10:20 Last Man Standing (1/24) 15:30 Íslenskir ástríðuglæpir (1/5) 14.05 Ari Eldjárn e. 14.00 Sólarsirkusinn e. 10:45 Fairly Legal (7/13) 15:55 Steindinn okkar 14.30 Leiðin á HM í Brasilíu e. 15.30 Skólaklíkur 11:35 Hið blómlega bú 16:30 ET Weekend (33/52) 15.00 Íslandsmótið í áhaldafimleikum 16.15 Grettir (24:52) 12:15 Heimsókn 17:15 Íslenski listinn allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 15.30 Fimleikaeinvígi 16.27 Babar 12:35 Nágrannar 17:45 Sjáðu 17.05 Fum og fát 16.49 Hrúturinn Hreinn (1:20) 13:00 Dear John 18:15 Hókus Pókus (7/14) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.10 Táknmálsfréttir 16.55 Fum og fát 14:50 The Glee Project (11/12) 18:23 Veður 17.20 Stella og Steinn (1:42) 17.05 Táknmálsfréttir 16:00 Frasier (1/24) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 17.32 Friðþjófur forvitni (1:10) 17.15 Leiðin til Ríó (1:6) 16:25 Mike & Molly (23/24) 18:45 Íþróttir 17.57 Skrípin (10:52) 18.05 Violetta (6:26) 16:45 How I Met Your Mother (1/24) 18:55 Modern Family (18/24) 18.00 Stundin okkar 18.54 Lottó 17:10 Bold and the Beautiful 19:156Lottó 4 5 4 5 6 18.25 Hvolpafjör (6:6) 19.00 Fréttir & Veðurfréttir 17:32 Nágrannar 19:20 Two and a Half Men (15/22) 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 17:57 Simpson-fjölskyldan (11/21) 19:45 Thunderstruck 19.20 Veðurfréttir 19.40 Hraðfréttir 18:23 Veður & Fréttir Stöðvar 2 21:20 Premium Rush 19.25 Íþróttir 19.50 Alla leið (5:5) 18:47 Íþróttir 22:50 The East 19.40 Landinn 21.00 Úr bálki hrakfalla (Lemony 18:54 Ísland í dag & Veður 00:50 Office Space 20.10 Ferðastiklur (4:8) BreiðaSnicket's A Series of Unfortunate 02:20 Paranormal Activity 19:20 The Simpsons fjarðareyjar Events) Óskarsverðlaunamynd 19:45 Impractical Jokers (5/8) 03:45 The Experiment 20.50 Leiðin til Kaupmannahafnar (1:2) frá árinu 2004 með Jim Carrey, 20:10 The Legend of Zorro 05:25 Modern Family (18/24) Fyrri hluti tveggja þátta þar sem Meryl Streep og Judd Law í aðal22:20 Being Flynn 05:50 Fréttir F Pollapönkurum er fylgt eftir. hlutverkum. 00:00 The Escape Artist (1/2) 21.20 Stundin (6:6) 22.45 Innsti ótti Spennumynd frá 01:30 The Escape Artist (2/2) 22.15 Alvöru fólk (2:10)Sænskur árinu 1996 með Richard Gere, 04:45 How I Met Your Mother (1/24) 10:15 Juventus - Benfica myndaflokkur. Atriði í þáttunum Edward Norton og Lauru Linney 05:10 Mike & Molly (23/24) 11:55 Evrópudeildarmörkin 2013/2014 eru ekki við hæfi ungra barna. í aðalhlutverkum. Myndin er ekki 12:50 Meistaradeild Evrópu 23.15 Hunang Ítölsk bíómynd frá við hæfi barna. 13:20 La Liga Report árinu 2013. 00.55 Svallveislan Gamanmynd 12:25 Pepsí deildin 2014 - upphitun 13:50 Barcelona - Getafe Beint 00.50 Sunnudagsmorgunn e. um vinir sem hafa þekkst síðan 13:40 3. liðið 16:00 Pepsí deildin 2014 - upphitun 02.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok í grunnskóla ákveða að halda 14:10 Kiel - Hannover 17:20 Grindavík - KR Beint allt fyrir áskrifendur meiri háttar svallveislu. Atriði í 15:30 Juventus - Benfica 18:50 Bayern Munchen - Real Madrid SkjárEinn myndinni eru ekki við hæfi ungra 17:10 Hamburg - Flensburg 20:30 Meistaramörk 06:00 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun Pepsi MAX tónlist barna. e. 18:30 Þýsku mörkin 21:00 Þýsku mörkin 11:40 Dr. Phil 02.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 19:00 La Liga Report 21:30 UFC Now 2014 allt fyrir áskrifendur 13:40 7th Heaven (17:22) SkjárEinn 19:30 Meistaradeild Evrópu 22:20 San Antonio - Dallas 14:20 Once Upon a Time (17:22) 06:00 Pepsi MAX tónlist SkjárEinn 20:00 Evrópudeildarmörkin 00:10 Barcelona - Getafe 15:05 90210 (16:22) 08:25 Dr. Phil 12:35 Dr. Phil fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:30 3. liðið 01:50 Hamburg - Flensburg 15:50 ... 09:05 Pepsi MAX tónlist 13:55 Judging Amy (13:23) 4 Gordon Ramsay Ultimate 5 6 21:00 Pepsí deildin 2014 - upphitun 16:15 Design Star (2:9) 15:05 Necessary Roughness 14:40 The Voice (19 & 20:28) 22:15 Grindavík - KR Beint 17:00 Unforgettable (10:13) 15:50 90210 (15:22) 16:55 Top Chef (5:15) 23:45 UFC 172 17:45 The Good Wife (12:22) 16:35 Gordon Ramsay Ultimate ... 17:45 Got to Dance (20:20) 09:20 Messan 18:30 Hawaii Five-0 (18:22) 17:00 Læknirinn í eldhúsinu (3:8) 18:55 4 Solsidan (4:10) 5 6 10:35 Enska úrvalsdeildin - upphitun 19:15 Læknirinn í eldhúsinu (3:8) 17:25 Dr. Phil 19:20 7th Heaven (17:22) 11:05 Match Pack 19:40 Judging Amy (14:23) 18:05 Minute To Win It 20:00 Once Upon a Time (17:22) 11:25 Southampton - Everton 11:35alltWest Ham - Tottenham Beint fyrir áskrifendur 20:25 Top Gear Best of (2:4) 18:50 America's Funniest Home Vid. 20:45 Beauty and the Beast (5:22) 13:05 Sunderland - Cardiff 13:50 Man. Utd. - Sunderlan Beint 21:15 Law & Order (12:22) 19:15 Got to Dance - LOKAÞÁTTUR 21:35 90210 (16:22) 14:45 Fulham - Hull 16:20 Everton - Man. City Beint 22:00 Leverage - NÝTT (1:15) 20:30 The Voice6 (19 & 20:28) 22:25 Dreamgirls fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 5 16:30 Premier League World 18:30 Aston Villa - Hull allt fyrir áskrifendur 22:45 Elementary (17:24) 22:45 The Tonight Show 00:25 Trophy Wife (16:22) 17:00 Messan 20:10 Newcastle - Cardiff 23:30 Agents of S.H.I.E.L.D. (3:22) 23:35 Royal Pains (3:16) 00:50 Blue Bloods (17:22) 18:20 Arsenal - Newcastle 21:50 Stoke - Fulham 00:15 Scandal (15:22) 00:25 The Good Wife (12:22) 01:35 Hawaii Five-0 (18:22) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:00 Match Pack 23:30 Swansea - Southampton 01:00 Beauty and the Beast (5:22) 01:15 CSI Miami (8:24) 02:25 Californication (12:12) 20:30 Enska úrvalsdeildin - upphitun 01:10 West Ham - Tottenham 01:55 Californication (11:12) 02:55 The Tonight Show 4 501:45 The Tonight Show 6 21:00 Colombia, Belo Horizonte 02:30 Leverage (1:15) 02:25 The Tonight Show 04:35 The Borgias (9:10) 21:30 Man. Utd. - Norwich SkjárSport 03:15 Pepsi MAX tónlist 04:05 Pepsi MAX tónlist 23:10 Stoke - Tottenham 06:00 Motors TV 4 5 6 00:50 Crystal Palace - Man. City 12:40 Bundesliga Highlights Show 08:50 & 16:15 One Fine Day 13:30 B. Dortmund - 1899 Hoffenheim SkjárSport 08:50 & 15:25 Win Win S 10:35 How To Make An American Quilt 15:30 Dutch League - Highlights 2014 11:50 & 16:50 The Other End of the Line allt fyrir áskrifendur 12:10 Bundesliga Highlights Show 10:35 & 17:10 Gandhi 12:30 & 19:55 Spider-Man 2 13:40 & 18:40 Everything Must Go 16:40 AFC Ajax - NEC Nijmegen allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 13:00 Dutch League - Highlights 2014 13:40 & 20:15 Night at the Museum 14:35 10 Years 15:15 & 20:20 LOL 18:40 AFC Ajax - NEC Nijmegen fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14:00 Heracles Almelo AFC Ajax 22:00 & 03:40 Snitch 22:00 & 02:55 Twelve 18:00 How To Make An American Quilt 20:40 Heracles Almelo - AFC Ajax fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:00 B. Leverkusen - B. Dortmund 23:50 Bad Lieutenant 23:35 Killer Joe 22:00 & 03:30 The Paperboy 22:40 Motors TV 5 18:00 Heracles Almelo - AFC Ajax 01:50 Immortals 01:20 Lockout 6 23:45 Die Hard 4 20:00 Dutch League - Highlights 2014 01:50 After life 21:00 Bundesliga Highlights Show
16.30 Ástareldur 17.20 Litli prinsinn (18:25) 17.43 Hið mikla Bé (18:20) 18.05 Nína Pataló (21:39) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Eldað með Ebbu (8:8) e. 19.00 Fréttir 19.25 Veðurfréttir 19.30 Íþróttir 19.40 Skólahreysti (4:6) 20.25 Útsvar Úrslitaþáttur 21.50 Tímaflakk í 50 ár Tímaflakk í 50 ár er spennandi vísindaskáldsaga frá BBC frá því á síðasta ári. Myndin fjallar um ævintýri geimhetjunnar Dr Who sem hefur skemmt ungum jafnt sem öldnum í bresku sjónvarpi síðastliðin 50 ár. Myndin er tileinkuð þessum 50 árum og öllum þeim sem hafa komið við sögu á þessum langa ferli. Með aðalhlutverk fara David Tennant, Matt Smith og John Hurt. 23.10 Leiðin til hjálpræðis Gamanmynd frá árinu 2011 með Pierce Brosnan og Marisu Tomei í aðalhlutverkum.Meðlimur í sértrúarsöfnuði ákveður að flýja söfnuðinn sem gerir það að verkum að á hæla hans koma skósveinar prestsins sem svifast einskis til að vernda hann. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 00.45 Ókindin e. 02.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
4
5
4
6 DCS-222K
5.1 rása
5
6
46"
TILBOÐ
36.900
4
UE46F5005AK
TILBOÐ
Hljómtækjadeildin er nú flutt til föðurhúsanna í Lágmúla 8 og því hefur allt vöruúrval ORMSSON nú fundið sér samastað á sama stað.
159.900 DVD-Heimabíókerfi
Verð: 49.900
LED sjónvarp
Verð: 189.900 ÚRVAL TÖLVULEIKJA
X-EM11
Tveir litir
TILBOÐ
19.900
25% Hljómtækjastæða
Verð: 25.900
afsláttur
Kr. 9.450 Kr. 7.990
Verð: 29.900
Kr. 7.990
LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800 · ORMSSON.IS
Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga frá 11-15
SPENNA SNERPA SNILLD
FERMINGAR
TILBOÐ
sjónvarp 61
Helgin 2.-4. maí 2014
4. maí
STÖÐ 2 07:00 Barnatími Stöðvar 2 10:50 Nágrannar 12:15 60 mínútur (30/52) 13:00 Heimsókn 13:25 Mr Selfridge (1/10) 14:30 Modern Family (9/24) 14:55 The Big Bang Theory (21/24) 15:15 Höfðingjar heim að sækja 15:35 Á fullu gazi Frábærir allt þættir þar fyrir áskrifendur sem fjallað er um glæsilega bíla og önnur flott farartæki. fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:10 Stóru málin 16:40 Ísland Got Talent 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (36/50) 4 19:10 Sjálfstætt fólk (28/30) 19:45 Britain's Got Talent (1/18) 20:50 Íslenskir ástríðuglæpir (2/5) 21:15 The Following (15/15) 22:00 Shameless (6/12) 22:55 60 mínútur (31/52) 23:40 Daily Show: Global Edition 00:05 Suits (12/16) 00:50 Game Of Thrones (4/10) 01:45 The Americans (8/13) 02:35 Vice (5/12) 03:05 Fish Tank 05:05 Britain's Got Talent (1/18) 06:05 Fréttir
Útvarp
Talvarpið í bílnum Ég keyri talsvert á vinnutíma og hlusta þá gjarnan á útvarpið í bílnum. Það er hins vegar ekki allt jafn gott sem þaðan ómar. Málið er þetta: Ég vil helst hlusta á talað mál en hið talaða mál sem boðið er upp á er yfirleitt eitthvert ódýrt plögg. Ég vil gjarnan heyra viðtöl og samræður skemmtilegs fólks á tímabilinu 9 - 5 ekki kynningar, misleiðinlega tónlist og auglýsingar. Þetta útilokar Bylgjuna nánast alveg og Rás 2 er ekki mikið skárri. Ég vakna ekki nógu snemma til að heyra Morgunútvarp Rásar 2 en hef heyrt góða hluti um talvarpið sem fram fer þar. Kannski breytist ég úr b-manni einhvern tímann á lífsleiðinni og næ að heyra hvað Bergsteinn og félagar hafa svona skemmtilegt að segja þetta snemma. 5
6
5
6
Svissa yfirleitt á milli Virkra morgna og Harmageddon og þegar plöggið keyrir um þverbak róa ég mig með rólegri tónlist á einhverri af þessum retróstöðvum. Fíkn mín í talað mál er þó nýlega búin að leiða mig út á svolítið hálan ís. Því ég er byrjaður að hlusta á Útvarp Sögu. Hún er reyndar ekki enn komin í minnið á Fordinum en það styttist sennilega í það. Pétur, Arnþrúður og allir hinir á stöðinni eru að tala sig inn á mig. Sérstaklega er það símatíminn sem dregur að. Þar mæta fastagestir á línuna sem er heilsað með virktum og Alvar, Guðjón og María eru einfaldlega að nöldra sig inn að hjartarótunum þar sem ég sit í bílstjórasætinu á Fókusnum.
Þessi Útvarp Sögu fíkn mín gekk meira segja svo langt að taka persónuleikapróf á intervebbnum. Um það hver af stjörnunum Sögunnar ég er. Skemmst er frá að segja að ég endaði sem Pétur sjálfur. Þótt mig, innst inni, langaði að sjálfsögðu að vera Alvar. Haraldur Jónasson
10:30 KS deildin 11:00 Þýsku mörkin 11:30 3. liðið 12:00 Moto GP Beint 13:00 Barcelona - Getafe 14:50 Levante - Atletico Madrid Beint 16:50 Chelsea - Atletico Madrid allt fyrir áskrifendur 18:30 Meistaradeildin - meistaramörk 19:00 KR - Valur Beint fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:15 RN Löwen - Hamburg 22:35 Real Madrid - Valencia 00:15 KR - Valur 02:05 Moto GP 4
09:00 Stoke - Fulham 10:40 Man. Utd. - Sunderlan 12:20 Arsenal - WBA Beint 14:50 Chelsea - Norwich Beint allt fyrir áskrifendur 17:00 Everton - Man. City 18:40 Arsenal - WBA fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:20 Chelsea - Norwich 22:00 Aston Villa - Hull 23:40 Newcastle - Cardiff 5
6
* Meðan birgðir endast.
SkjárSport 4
06:00 Motors TV 12:10 Bundesliga Highlights Show 13:00 Dutch League - Highlights 2014 16:00 AFC Ajax - NEC Nijmegen 18:00 B. Leverkusen - B. Dortmund 20:00 Heracles Almelo - AFC Ajax 22:00 Motors TV
Dior dagar í Lyfjum & heilsu Kringlunni föstudag og laugardag Sérfræðingur kynnir nýja varalitalínu Dior Addict Fluid Stick, ásamt nýrri naglalakkalínu Vertu velkomin og kynntu þér spennandi nýjungar frá Dior. 20% afsláttur af öllum Dior vörum þessa daga. Falleg gjöf fylgir kaupum á tveimur vörum.*
62
menning
Helgin 2.-4. maí 2014
Ný barnabók eftir Iðunni Steinsdóttur Furðulegt háttalag – HHHHH- HA, DV Furðulegt háttalag hunds um nótt (Stóra sviðið)
Lau 3/5 kl. 20:00 Sun 11/5 kl. 20:00 Fim 22/5 kl. 20:00 Sun 4/5 kl. 20:00 Fös 23/5 kl. 20:00 Fim 8/5 kl. 20:00 Lau 24/5 kl. 20:00 Fös 9/5 kl. 20:00 Ótvíræður sigurvegari Olivier Awards 2013.
Lau 31/5 kl. 20:00 Sun 1/6 kl. 20:00 Fös 6/6 kl. 20:00 Lau 7/6 kl. 20:00 lokas
BLAM (Stóra sviðið)
Þri 13/5 kl. 20:00 1.k Lau 17/5 kl. 14:00 Fös 20/6 kl. 20:00 aukas Mið 14/5 kl. 20:00 2.k Sun 18/5 kl. 14:00 6.k Lau 21/6 kl. 20:00 aukas Fim 15/5 kl. 20:00 3.k Sun 18/5 kl. 20:00 7.k Sun 22/6 kl. 20:00 lokas Fös 16/5 kl. 20:00 4.k Fim 19/6 kl. 20:00 aukas Sýning ársins í Danmörku 2012, 6 Grímutilnefningar 2013. Aðeins þessar sýningar!
Dagbók Jazzsöngvarans (Nýja sviðið)
Fös 2/5 kl. 20:00 5.k Fim 8/5 kl. 20:00 Lau 24/5 kl. 20:00 Fös 9/5 kl. 20:00 Lau 31/5 kl. 20:00 Lau 3/5 kl. 20:00 6.k Lau 17/5 kl. 20:00 Sun 4/5 kl. 20:00 Nýtt verk frá CommonNonsense sem færðu okkur Tengdó, Grímusýningu ársins 2012
Ferjan (Litla sviðið)
Leitin að geislasteininum, saga fyrir börn á aldrinum 6-11 ára eftir Iðunni Steinsdóttur, er komin út hjá Sölku. Söguhetjurnar, þrír tólf ára krakkar sem voru kynntir til sögunnar í bókinni Varið ykkur á Valahelli, komast aftur í hann krappan fjarri heimaslóðum. Á vegi þeirra verða skuggalegir ferðalangar og dularfullur drengur. Spennan tekur völdin þegar fréttist að dýrmætur geislasteinn hefur horfið, segir í tilkynningu útgáfunnar. Árið 1982 kom fyrsta bók Iðunnar út, barnabókin Knáir krakkar. Hún hefur skrifað bækur fyrir börn á öllum aldri og einnig fyrir unglinga, meðal annars bækurnar um
prakkarana Snuðru og Tuðru en flestar bækur Iðunnar eru miðaðar við lesendur á aldrinum níu til tólf ára. Iðunn hefur um árabil skrifað námsbækur fyrir grunnskólann og Umferðarráð. Hún hefur líka skrifað á annan tug leikrita. Iðunn Steinsdóttir hefur hlotið margskonar verðlaun og viðurkenningar, m.a. Íslensku barnabókaverðlaunin og heiðurslaun Bókasafnssjóðs. Þá er hún heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands. -jh Leitin að geislasteininum, Ný barnabók eftir Iðunni Steinsdóttur.
TónlisT lay low hiTar upp fyrir Tónleik a í englandi á rósenberg
Fös 2/5 kl. 20:00 13.k Sun 18/5 kl. 20:00 24.k Sun 1/6 kl. 20:00 33.k Lau 3/5 kl. 20:00 14.k Þri 20/5 kl. 20:00 25.k Þri 3/6 kl. 20:00 34.k Sun 4/5 kl. 20:00 15.k Mið 21/5 kl. 20:00 aukas Mið 4/6 kl. 20:00 35.k Þri 6/5 kl. 20:00 16.k Fim 22/5 kl. 20:00 26.k Fim 5/6 kl. 20:00 aukas Mið 7/5 kl. 20:00 17.k Fös 23/5 kl. 20:00 27.k Fös 6/6 kl. 20:00 36.k Fim 8/5 kl. 20:00 aukas Lau 24/5 kl. 20:00 aukas Lau 7/6 kl. 20:00 37.k Fös 9/5 kl. 20:00 18.k Sun 25/5 kl. 20:00 28.k Mið 11/6 kl. 20:00 38.k Sun 11/5 kl. 20:00 19.k Þri 27/5 kl. 20:00 29.k Fim 12/6 kl. 20:00 Mið 28/5 kl. 20:00 30.k Fös 13/6 kl. 20:00 Mið 14/5 kl. 20:00 20.k Fim 29/5 kl. 20:00 31.k Lau 14/6 kl. 20:00 Fim 15/5 kl. 20:00 21.k Fös 30/5 kl. 20:00 aukas Fös 16/5 kl. 20:00 22.k Lau 17/5 kl. 20:00 23.k Lau 31/5 kl. 20:00 32.k Fyrsta leikrit Kristínar Marju eins ástsælasta rithöfundar þjóðarinnar
Hamlet litli (Litla sviðið)
Fös 2/5 kl. 10:00 * Fim 8/5 kl. 10:00 * Mið 14/5 kl. 10:00 * Sun 4/5 kl. 13:00 4.k Fös 9/5 kl. 10:00 * Fim 15/5 kl. 10:00 * Sun 4/5 kl. 15:00 5.k Lau 10/5 kl. 13:00 ** Fös 16/5 kl. 10:00 * Þri 6/5 kl. 10:00 * Sun 11/5 kl. 13:00 Sun 18/5 kl. 13:00 Þri 13/5 kl. 10:00 * Mið 7/5 kl. 10:00 * Harmsaga Hamlets fyrir byrjendur. * Skólasýningar. **Táknmálstúlkuð sýning
Der Klang Der offenbarung Des Göttlichen (Stóra svið) Mið 28/5 kl. 20:00 1.k Fim 29/5 kl. 20:00 2.k Fös 30/5 kl. 20:00 3.k Myndlistarverk fyrir svið eftir Ragnar Kjartanson. Tónlist Kjartan Sveinsson
Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
VERTU
! I D N A K A V Lay Low treður upp á Café Rósenberg á laugardagskvöld.
93% þolenda þekkja þann sem beitir þá kynferðislegu ofbeldi!
blattafram.is
leikhusid.is
Kósí og persónuleg stemning
VERNDARI BARNA Í 10 ÁR
SPAMALOT–„alveg konunglega skemmtilegt bull“
SPAMALOT (Stóra sviðið)
Fös 2/5 kl. 19:30 28.sýn Lau 17/5 kl. 19:30 32.sýn Fös 9/5 kl. 19:30 30.sýn Sun 18/5 kl. 19:30 33.sýn Lau 10/5 kl. 16:00 31.sýn Lau 24/5 kl. 19:30 34.sýn Salurinn veltist um af hlátri. Fáránlega skemmtilegt!
Morgunblaðið
Lay Low hitar upp fyrir tónleika í Englandi með huggulegum tónleikum á Café Rósenberg á laugardagskvöld. Hún fagnar þar nýrri smáskífu og myndbandi og undirbýr útgáfu á nýju plötunni sinni á erlendum vettvangi.
T
Sun 25/5 kl. 19:30 35.sýn
Svanir skilja ekki (Kassinn)
Fös 2/5 kl. 19:30 21. sýn Mið 7/5 kl. 19:30 23. sýn Lau 17/5 kl. 19:30 25.sýn Lau 3/5 kl. 19:30 22. sýn Fös 9/5 kl. 19:30 24. sýn Sun 18/5 kl. 19:30 26.sýn Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur um undarlegt eðli hjónabandsins.
Eldraunin (Stóra sviðið)
Sun 4/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 15/5 kl. 19:30 7.sýn Fim 8/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 16/5 kl. 19:30 8.sýn Sun 11/5 kl. 19:30 6.sýn Fim 22/5 kl. 19:30 9.sýn Tímalaust meistaraverk - frumsýning 25.apríl.
Litli prinsinn (Kúlan)
Lau 3/5 kl. 14:00 Aukas. Lau 10/5 kl. 14:00 Aukas. Lau 10/5 kl. 16:00 Aukas. Lau 3/5 kl. 16:00 Aukas. Sun 11/5 kl. 14:00 13.sýn Sun 4/5 kl. 14:00 11.sýn Sun 11/5 kl. 16:00 14.sýn Sun 4/5 kl. 16:00 12.sýn Falleg sýning um vináttuna og það sem skiptir máli í lífinu.
Fös 23/5 kl. 19:30 10.sýn
Lau 17/5 kl. 14:00 Lau 17/5 kl. 16:00 Sun 18/5 kl. 14:00 Sun 18/5 kl. 16:00
Áfram Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 2/5 kl. 20:00 66.sýn Lau 3/5 kl. 20:00 68.sýn Fös 2/5 kl. 22:30 67.sýn Lau 3/5 kl. 22:30 69.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
551 1200 HVERFISGATA 19 LEIKHUSID.IS
MIDASALA@LEIKHUSID.IS
Þetta var strembið en á sama tíma mjög skemmtilegt og krefjandi.
ónlistarkonan Lay Low sendi nýverið frá sér plötuna Talking About the Weather og nú hefur hún sent frá sér smáskífu af plötunni með laginu „Our Conversation“. Tilefni útgáfunnar er að platan verður gefin út víða um heim í haust. Útgáfu smáskífunnar og nýs myndbands við lagið verður fagnað með tónleikum á Café Rósenberg á laugardagskvöld. „Talking About the Weather er mjög persónuleg plata,“ segir Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low. „Ég gerði hana bara sjálf heima hjá mér en fékk svo frábæran gaur frá London til að mixa hana. Hún er persónuleg því ég var svo mikið hangandi ein yfir henni. Það var líka pínu erfitt að gera hana og ég var eiginlega að fá nóg í lokin. Þetta var strembið en á sama tíma mjög skemmtilegt og krefjandi. Ég er líka ofsalega ánægð með útkomuna og hef fengið mjög góð viðbrögð. Ég hlakka bara svakalega til að fara með hana út,“ segir Lay Low en næst á dagskrá eru tónleikar í Englandi. „Ég er að fara að spila á tónlistarfestival-
inu Great Escape í Brighton í maí. Svo við ákváðum með mjög stuttum fyrirvara að skella í þessa tónleika til að svona hita okkur upp fyrir festivalið úti. Ég hef ekkert verið að spila þessa nýju plötu neitt svakalega mikið svo mér fannst við þurfa smá upphitun. Ég hef verið með nokkrar uppákomur en enga svona alvöru tónleika síðan útgáfutónleikarnir voru í nóvember,“ segir hún. Lovísa segir að gestir á tónleikunum fái að hlýða á fjölbreytta dagskrá. „Ég hef verið að prófa mig áfram með allskonar tegundir af tónlist og ætla að fara um víðan völl á tónleikunum, ekki bara spila lög af nýju plötunni. Sumt mun ég taka bara ein og annað með bandinu svo fólk má búast við mjög fjölbreyttu prógrammi. Allt frá einhverju mega rólegu yfir í alvöru rokk og ról. Þetta verður mjög kósí.“ Tónleikarnir á laugardaginn hefjast klukkan 21.30 og miðar fást á Miði.is og kosta 1.900 krónur. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
Glæsileg opnunartilboð og skemmtilegir kaupaukar fyrir hressa krakka*. Fylgstu með á Facebook.
Smáralind og Kringlunni
FACEBOOK: NAME IT ICELAND
·
INSTAGRAM: @NAMEITICELAND
* á meðan birgðir endast
Name It Smáralind opnar nýja og breytta búð 20% afsláttur af öllum vörum
64
dægurmál
Helgin 2.-4. maí 2014
Í takt við tÍmann Jökull vilhJálmsson
Maturinn hjá mömmu stendur upp úr
Jökull Vilhjálmsson er 24 ára Grafarvogsbúi og nemi í lyfjafræði við HÍ sem stofnaði á dögunum herrafatamerkið Suitup. Hann skemmtir sér á b5 og Austur og keyrir um á dýrari týpunni af Nissan Micra. „Ég byrjaði með litla netverslun síðasta sumar með bindi og slaufur og það gekk mjög vel. Ég sá svo gat á markaðnum og ákvað að nýta mér það. Suitup hefur farið mjög vel af stað,“ segir Jökull. Suitup virkar þannig að viðskiptavinirnir hanna jakkaföt sín frá grunni í samstarfi við Jökul og þau eru svo sérsaumuð í Sjanghæ. Jakkafötin kosta um 70 þúsund krónur og eru hágæðavara að sögn Jökuls: „Ég er það snobbaður sjálfur að ég myndi ekki selja eitthvað sem ekki er nógu gott,“ segir hann o Auk jakkafata er Jökull með úrval af sérsniðnum skyrtum og yfirhöfnum og bindi og slaufur frá Ítalíu.
Staðalbúnaður
Í vinnunni geng ég í jakkafötum og mismunandi skyrtu- og bindasamsetningum með. Ég geng í Allen Edmonds skóm við og tek almennt gæði fram yfir magn en er með nokkur pör í gangi. Utan vinnunnar geng
tölvu og Samsung Galaxy SIII. Ég nota símann aðallega við vinnu og skipulagningu en líka fyrir Facebook.
Aukabúnaður
Móðir mín sér alfarið um matseld heima hjá mér, ég er mjög takmarkaður á því sviði. Ég hef frekar einfaldan smekk. Fyrir utan mömmumatinn, sem stendur upp úr, er ég hrifinn af
pítsum og það hjálpar að Eldsmiðjan er beint fyrir neðan skrifstofuna mína. Ég prófaði sushi í fyrsta sinn fyrir svona ári og fannst það allt í lagi, svona miðað við hráan fisk. Ég keyri um á Nissan Micra. Þetta er dýrari týpan, 2007 eða 2008 árgerð. Ég reyni að ferðast eitthvað á hverju ári og á næstunni fer ég til Ítalíu. Þetta er vinnuferð en ég ætla að reyna að slaka aðeins á líka.
ég oft í raw denim gallabuxum og skyrtu eða peysu við. Eða bæði. Ég er þokkalega einfaldur þar. Ég kaupi eiginlega allt í útlöndum. Það eru tvö eða þrjú ár síðan ég byrjaði að spá í föt af einhverju viti. Þá var ég í skiptinámi úti í Kaliforníu og fólk lítur ágætlega vel út þar.“
Hugbúnaður
Ég reyni að fara svolítið út að skemmta mér. Það fer alveg eftir félagsskap og stemningu hvert ég fer en oftar en ekki enda ég á b5 eða Austur. Það á til að gerast. Oftast panta ég mér G&T á barnum. Ég reyni að mæta í World Class þegar ég hef tíma og svo spila ég bolta með félögunum þegar veður leyfir. Eftir að Breaking Bad og Dexter kláruðust horfi ég mest á Suits og House of Cards og síðan missir maður ekki af Liverpoolleik. Þetta er búið að vera frábært tímabil en ætli City taki þetta ekki á endanum.
Vélbúnaður
Ég er með eldgamla Dell-far-
Allen Edmonds Strand. Þetta eru klárlega uppáhalds skórnir mínir. Virka með nánast öllu og munu endast mér næstu tíu árin.
Samsung Galaxy S3. Nauðsynleg græja. Tölvupósturinn, dagbókin, vinnan og allt annað á einum stað.
Dökkblár ullarblazer frá Suitup. Jakki sem er hægt að nota allan ársins hring og virkar með öllu. tíu árin.
appafengur
Tastemade Appinu Tastemade hefur verið lýst sem einskonar blendingi af Vine, Instagram og YouTube. Tastemade gerir þig að sjónvarpsstjörnu í þínum eigin matreiðsluþætti. Þegar fólk fyrst sækir appið er það beðið um að velja nokkrar tegundir af mat eða víni það hefur mestan áhuga á, til dæmis indverskum eða sjávarréttum. Sjálfkrafa birtast síðan litlir sjónvarpsþættir, ein mínúta hver, þar sem áherslan er á þínu áhugasviði. Þar er fólk um allan heim ýmist að elda eða fara á veitingastað og lýsir upplifun sinni og aðförum, tekur mynd af sjálfu sér þar sem það kynnir réttinn og/eða veitingastaðinn til sögunnar og tekur svo myndbönd af herlegheitunum. Appið klippir sjálft saman myndbrotin, þú bætir við upphafstexta eins og á alvöru flottum sjónvarpsþætti og setur inn bakgrunnstónlist. Þessu deilir þú síðan með Tastemade-samfélaginu. Appið getur nýtt sér staðsetningartækið í símanum og fundið veitingastaði í nágrenni við þig, hvar sem þú ert í heiminum, en þú getur líka leitað eftir vinsælum myndböndum. Tastemade gefur þér tækifæri til að kynnast mat á nýjan hátt og verða þáttagerðarmaður í leiðinni. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is
66
dægurmál
Helgin 2.-4. maí 2014
Leikhús hátíðarsýning í ÞjóðLeikhúsinu á ÞriðjudagskvöLd
Sólheimabúar og spænskir vinir á stóra sviðinu Það verður mikið um dýrðir í Þjóðleikhúsinu á þriðjudaginn næsta, 6. maí, þegar leikfélag Sólheima og vinafélag þess frá Madríd á Spáni verða með hátíðarsýningu. Leikfélag Sólheima og Afanias frá Madríd hafa unnið að sýningunni saman síðan í september. Sólheimaleikhúsið sýnir Lorca og skóarakonan sem er leikgerð eftir Eddu Björgvinsdóttur og Spánverjar sýna Bergmál sem er dansverk. Í verkunum túlka Sólheimabúar spænska menningu og Madrídarbúar túlka íslenska menningu.
Bæði leikfélögin eru blönduð fötluðum og ófötluðum einstaklingum og er Sólheimaleikhúsið hið elsta starfandi í heiminum sem er þannig samsett. Það hefur frumsýnt leikverk á sumardeginum fyrsta í 84 ár. Sólheimabúar munu endurgjalda heimsókn Spánverjanna í lok júní. Þá verða verkin sýnd í Mira-leikhúsinu í Madríd. Sýningin á þriðjudag er á stóra sviðinu og hefst klukkan 19.30. Hún stendur í tvo tíma. Miðaverð er 2.500 krónur.
Leikfélag Sóheima og vinafélag þess frá Spáni sýna á stóra sviði Þjóðleikhússins. Mynd/Pétur Thomsen
MyndList Mæðgur Með sýningu í 002 gaLLerí
Helgi bókar Hörpuna Stórsöngvarinn Helgi Björnsson ætlar að hóa hljómsveit sinni, Reiðmönnum vindanna, saman á stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu hinn 16. júní í sumar. Helgi og Reiðmennirnir hafa notið mikilla vinsælda síðustu ár en langt er um liðið síðan sveitin hefur troðið upp í Reykjavík. Sveitin hefur gefið út fjórar plötur sem samtals hafa selst í yfir 40 þúsund eintökum. Sérstakir gestir á tónleikunum verða leikararnir og hestamennirnir Hilmir Snær Guðnason og Jóhann Sigurðarson auk Arnar Árnasonar og meðlima úr Buff. Miðasala fer fram á Harpa.is.
Mæðgurnar Steinunn Eldflaug og Þórunn Hjartardóttir eru algjörar andstæður í myndlistinni. Þær leiða saman hesta sína á sýningu í 002 Galleríi um helgina. Ljósmynd/Hari
BLAM! aftur í Borgarleikhúsið Hið vinsæla verk Kristjáns Ingimarssonar, BLAM!, kemur aftur á stóra svið Borgarleikhússins hinn 13. maí næstkomandi.
Sýningin sló í gegn í Danmörku og víðar um heim og fékk sex Grímutilnefningar í fyrra. Kristján hlaut ein þeirra, Sproti
ársins. BLAM! naut mikilla vinsælda í fyrra og er því ekki vitlaust að vera snemma á ferðinni í að tryggja sér miða.
Steinunn Eldflaug opnar sýningu með mömmu sinni Um helgina munu myndlistarkonurnar og mæðgurnar Þórunn Hjartardóttir og Steinunn Eldflaug Harðardóttir opna sína fyrstu sameiginlegu sýningu. Þrátt fyrir að vera samstiga í flestu mun sýningin leiða í ljós á hversu ólíkan hátt þær nálgast myndlistina en ólíkir heimar þessara tveggja skapandi kvenna munu án efa mynda saman nýjar og óvæntar víddir.
Þ
að má eiginlega segja að við séum algjörar andstæður í myndlistinni,“ segir Þórunn Hjartardóttir myndlistarkona en hún og dóttir hennar, Steinunn Eldflaug, lærðu báðar myndlist hér á landi en útskrifuðust með 24 ára millibili og eru með gjörólíka nálgun á sköpunina. „Ég er mjög mikið í geómetríu og einföldun. Verkin mín eru abstrakt og ganga út á að minna er meira. Ég var alltaf að mála abstrakt verk, með olíu og striga. Svo fann ég þessa aðferð til að færa geómetríuna út úr málverkinu og nota til þess bókbandslímband, sem er úr striga og bara til í fáum litum. Svo núna bý ég til geómetríu með því, bara beint á veggi, inni eða úti. Ég vinn beint í rýmið þannig að verkin eru bæði tíma- og staðbundin,“ segir Þórunn og bætir því við að hún hafi aldrei notað fígúrur í sínum verkum en Steinunn aftur á móti sé alltaf fígúratíf.
Algjörar andstæður í tjáningu
„Mamma er svona „less is more“ á meðan ég er bara „more is more“. Hjá mér er alltaf eitthvað rosalega mikið og skrautlegt og eiginlega alltaf einhverjar fígúrur. Mamma er aldrei með dýr eða neinar lífverur í sínum verkum en ég er eiginlega alltaf með einhver dýr eða fólk. Svo nota ég sem mest af litum og sem minnst af beinum línum,“ segir Steinunn sem hefur
vakið athygli upp á síðkastið fyrir eins manns hljómsveitina sína Dj. Flugvél og geimskip. „Tónlistin er í raun bara annar vinkill á þessari sköpunarþörf. Það eru einhver ævintýri þarna inni í manni og svo kemur maður þeim frá sér á einhvern hátt.“ Þrátt fyrir að hafa gjörólíka nálgun í myndlistinni eru þær samstiga að öðru leyti, hafa svipaðar hugmyndir um lífið og tilveruna, dást að sömu listamönnunum og eru nánar vinkonur. „Já, það er eiginlega alveg ótrúlegt hvað við erum sammála um margt í bæði myndlist og tónlist því okkar persónulega tjáning er gjörólík,“ segir Þórunn.
Óvænt útkoma tveggja ólíkra heima
„Það verður furðuleiðsla og „kidpix“ í mínu boði, segir Steinunn. Kidpix er forrit sem var hannað fyrir börn til að leika sér við að gera myndlist í tölvum en enginn hefur tekið alvarlega sem myndlistarforrit. Furðuleiðslan er svo lifandi hljóðverk og við munum líka nota röddina á sýningunni, en það verður bara að koma í ljós hvernig, segja þær kankvísar, en báðar vinna með röddina dagsdaglega, Steinunn sem tónlistarkona en Þórunn hefur lesið inn á hljóðbækur til fjölda ára. Svo verður líka eitt samvinnuverk milli mín og ákveðins leynigestar,
segir Steinunn dularfull og neitar að gefa meira uppi um það en á Sýningunni megum við búast við að sjá ólíka heima þessara tveggja skapandi kvenna skarast og mynda nýja óvænta vídd. „Við erum ekki með neitt fyri fram ákveðið þema,“ segir Steinunn. „Nei,“ segir Þórunn. „Við bara mætum þarna upp eftir með okkar dót og byrjum að vinna. Vinnum bara hvor í sínu horni og sjáum svo hvað kemur úr því. Hugmyndin er ekki að skapa neitt verk sameiginlega en útkoman verður auðvitað okkar beggja. Ég mun allavega draga eitthvað fram með límbandinu mínu og það verður í rauninni bara að koma í ljós hvað og hvernig. Ég mun skoða rýmið vel og vinna mitt út frá því. Ég geri það á óræðan hátt, svo að áhorfandinn getur ekki verið alveg viss um hvort það sem ég geri hafi verið þar áður eða ekki,“ segir Þórunn. Sýningin „Mæðgur í myndlist“ er í 002 Galleríi, Þúfubarði 17 Hafnarfirði, og verður opin um helgina frá klukkan 14 til 17 á laugardag og sunnudag. Aðgangur er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir, en sýningin er aðeins opin þessa einu helgi. Hægt er að fræðast meira um sýninguna á Facebook síðu 002 Gallerís. Halla Harðardóttir. halla@frettatiminn.is
Vinir í raun Engifer hefur verið notað í lækningaskyni í þúsaldir. Þessi undrarót styrkir ónæmiskerfið, er bólgueyðandi og gefur hita í kroppinn. Gott að eiga þessa að þegar glímt er við kvef og hálsbólgu.
HE LG A RB L A Ð
Hrósið... fær Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra sem beitir sér fyrir bættri stöðu hinsegin fólks í landinu. Ný nefnd á að skila áætlun um aðgerðir fyrir hinsegin fólk. Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Bakhliðin RagnheiðuR gestsdóttiR
Orkumikill pælari Aldur: 38 ára. Maki: Enginn. Börn: Hrafnkell Tími Thoroddsen. Menntun: MA í myndlist frá Bard College New York, MA í sjónrænni mannfræði frá Goldsmiths London, BA í mannfræði frá Háskóla Íslands. Starf: Ég hef eiginleg prófað öll störf í heimi; dælt bensíni, unnið á ljósastofu, raðað í hillur í stórmarkaði, skúrað gólf, passað börn, unnið við útgáfu og menningarmál ýmisleg. Svo er það kennslan á hinum ýmsu aldursstigum. En fyrst og fremst unnið sjálfstætt að heimildamyndagerð og myndlist. Fyrri störf: Sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarkona, auk þess að hafa unnið mjög mikið með börnum. Áhugamál: Myndlist og kvikmyndir, menning, náttúran og að vera með öllu góða fólkinu sem ég þekki og elska. Stjörnumerki: Ljón. Stjörnuspá: Þú átt ekki eftir að sjá eftir því að vinna bak við tjöldin í dag. Menn vilja bara heyra hvað gerðist en ekki hvað þér finnst.
Þ
að fyrsta sem kemur upp í hugann er hvað hún Ragnheiður er ótrúlega fyndin og skemmtileg,“ segir Sigga Nanna æskuvinkona Ragnheiðar. „Hún er ekki bara endalaust skapandi og listræn heldur líka svo lifandi og orkumikil. Það er bara alltaf gott að vera nálægt henni. Hún er hreinskilin og fordómalaus, góður hlustandi og mikill pælari sem hefur endalausan áhuga á öllu fólki. Það er eins og maður hafi aldrei nægan tíma þegar maður hittir hana því það er hægt að tala um allt milli himins og jarðar við hana.“ Ragnheiður Gestsdóttir er myndlistar- og kvikmyndagerðarkona búsett í Reykjavík. Hún vinnur jöfnum höndum með filmu, vídeó og innsetningar. Hún opnar sýningu á nýjum verkum í Kunstschlager við Rauðarárstíg laugardaginn 3. maí klukkan 20.
Fallegar fermingargjafir
Verð 59.900,-
Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is
Hjólreiðar Sérblað um reiðhjól og hjólreiðar
gullhringurinn 2014
Stærsta hjólreiðakeppni landsins fer fram í júlí. Keppnin er jafnt fyrir afreksfólk sem áhugamenn
bls. 2
Helgin 2.-4. maí 2014
Fimm leiðir til að hjóla í vinnuna Hafið öryggið í fyrirúmi
bls. 2
Komdu tækninni í lag Nauðsynlegt er að æfa tæknina þegar hjólreiðar eru orðnar sport
bls. 10
SIRRUS ELITE DISC
DOLCE SPORT EQ
Götuhjól með fjallahjólastýri og vökvastýrðum diskabremsum svo þú getir hjólað hratt á löngum ferðum, en einnig verið eldsnöggur niðrí bæ.
Verð: 149.990 kr.
Þú ferð jafn léttilega í helgarhjólatúrinn og í 160 km keppni á EQ með A1 álgrind og traustri Shimano Sora gírskiptingu.
Kria Hjól ehf // Grandagarður 7 // 101 Reykjavík
Verð: 159.990 kr.
5
hjólreiðar
1
Vertu fyrirsjáanlegur
Á hjóli lýtur þú sömu reglum og vélknúin ökutæki og þarft að haga þér eftir því. Stoppa á rauðu ljósi og gefðu merki með hendinni ef þú þarft að beygja. Og passaðu þig á hægri beygjum bílanna, íslenskir bílstjórar eru ekki vanir að líta í spegilinn fyrir hægri beygju.
2
Hafðu hjólið ávallt í góðu standi
3
Vertu sýnilegur
4
Veldu hentugan klæðnað
5
Láttu hjólið um burðinn
Í hvert skipti sem þú sest á hjólið skaltu tékka á loftþrýstingnum í dekkjunum, bremsunum og keðjunni. Loftþrýstingurinn á að vera réttur miðað við dekkið, bremsurnar eiga að virka og keðjan á að vera hrein og án slaka.
Helgin 2.-4. maí 2014
Viltu vinna milljón? Gullhringurinn er stærsta hjólreiðakeppni ársins og fer fram í júlí. Keppnin er jafnt fyrir afreksfólk og dútlara og eru áhugamenn um hjólreiðar hvattir til að koma og hvetja keppendur áfram.
Á
rið 2012 var Gullhringurinn bara hugmynd að hjólreiðakeppni sem var framkvæmd með nokkurra vikna fyrirvara. Í fyrra var keppnin næst stærsta keppni ársins og í ár verður keppnin án vafa sú stærsta. Keppnisdagarnir eru orðnir þrír og hlykkjast um söguslóðir Suðurlands. Fyrsta leiðin er hjóluð fimmtudagskvöldið 10. júlí en þá er það Öxará. Ljósafossleggurinn verður hjólaður laugardaginn 12. júlí og svo er komið að sjálfum Gullhringnum, sunnudaginn 13. júlí. Gullhringurinn er 111 km leið og lagt er af stað frá Laugarvatni klukkan 8 að morgni sem leið liggur að Geysi. Beygt er inn á Biskupstungnabraut rétt fyrir neðan Geysi og hjólað niður allar Biskupstungurnar sem leið liggur yfir Brúará og inn á Gríms-
Guðbjörg Halldórsdóttir hjá Yndisauka og María Ögn Guðmundsdóttir, sigurvegari kvenna í Gullhringnum í fyrra og hjólreiðakona ársins 2013 hjá ÍSÍ, glaðar eftir vel heppnaðan Gullhring.
nesið alla leið niður að Þingvallaafleggjaranum. Þaðan er hjólað upp Þingvallasveitina að beygjunni inn á Lyngdalsheiði og svo hjólað í mark við Laugarvatn.
Allir velkomnir
Mottóið er „allir hjóla, allir vinna og allir velkomnir“. Keppnirnar eru bæði sniðnar að afreksfólki sem keppir í A-flokki og áhugafólki sem keppir í B-flokki. Tugir brautarvinninga og bætt heilsa tryggja öllum verðlaun með einum eða öðrum hætti. Hægt er að skrá sig í eina, tvær eða allar dagleiðirnar. Verðlaun eru veitt
Ljósmyndir/Pétur Þór Ragnarsson
leiðir til að komast örugglega í vinnuna
2
fyrir alla aldursflokka í öllum keppnunum auk glæsilegra brautarverðlaun veitt eru í lok allra keppnisdaga.
Liðakeppni
Lið mega nú skrá sig til leiks í fyrsta sinn í Gullhringum. Hvert lið þarf að telja fimm keppendur og bæði kyn geta verið saman í liði. Samanlagður tími þriggja bestu úr hverri dagleið gildir til samanlagðs árangurs. En rúsínan í pylsuendanum er sú að sigurliðið hlýtur eina alíslenska milljón að launum. Líklega hæstu peningaverðlaun í sögu íslenskra hjólreiðakeppna.
KYNNING
Það er skylda að hafa ljós á hjólinu þínu ef þú hjólar í myrkri (sem er nóg af hér á veturna). Vertu með öflugan kastara að framan og gott rautt ljós að aftan, ekki láta glitaugu duga.
Verðu þig gegn kulda og bleytu með góðum fatnaði. Það er algjört lykilatriði að vera með góða hanska og helst skóhlíf. Vertu í vel sýnilegum fatnaði, ef þú getur með endurskini.
Ef þú ert ekki á keppnishjóli er ágæt hugmynd að setja dótið þitt í hliðartöskur á bögglaberann til að létta á öxlunum og passa upp á bakið.
Skemmtilegar hjólaferðir í sumar með Útivist Ferðaáætlun á utivist.is
Íslenskar hjólagrindur fyrir íslenska veðráttu K rumma er íslenskt fyrirtæki sem var stofnað árið 1986. Starfsemi fyrirtækisins skiptist í þrjá hluta: framleiðslu og hönnun á vörum fyrir leikvelli og opin svæði; heildsölu til verslana og skóla; og leikfangaverslun, fyrir einstaklinga, sem staðsett er á Gylfaflöt 7 í Grafarvogi. Krumma býður fjölmargar gerðir af hjólagrindum sem henta bæði á almenningsstöðum, við vinnustaði og í heimahúsum. Hjólagrindur Krumma eru á allan hátt íslensk framleiðsla og hjólagrindur frá fyrirtækinu er að finna í flestum sveitarfélögum landsins.
Hjólagrindurnar eru ýmist ryðfríar eða heitgalvanhúðaðar og ryðga því ekki. Þær eru efnismiklar og því feikilega sterkar. Auðvelt er að sérsníða hjólagrindur til þess að mæta kröfum kaupenda. Einnig er hægt að
mála hjólagrindur í þeim lit sem kaupandi velur, ef það er gert eru þær húðaðar með „antigravity“ efni sem auðveldar til dæmis þrif á veggjakroti og hlífir málningunni vel. Þær grindur sem eru vinsælastar eru þær sem hlífa hjólunum sem best, þ.e. hjól eru ekki sett í rauf sem gæti eyðilagt gjarðir og dekk. Þær hjólagrindur eru í boga og standa sér, með því að hafa þær stakar er því hægt að læsa mörgum hjólum við þær en jafnframt vernda hjólin sjálf. Einnig býður Krumma upp á úrvalaf hjólagrindum með rauf sem er bæði hægt að festa á veggi og í jarðveg.
GLE
ÐIL
EGT
SUM
AR!
Vnr. 49620200-1 28“ götureiðhjól, karla, 6 gíra með brettum og bögglabera eða 26” kvenhjól með körfu.
29.995
kr.
MIKIÐ ÚRVAL AF REIÐHJÓLAHJÁLMUM
2.495
Vnr. 92420202-3 Reiðhjólahjálmar.
kr.
26”
26”
42.995
42.995
Vnr. 49620068 Reiðhjól SAFARI 26”.
kr.
kr.
Vnr. 49620064-5 Reiðhjól 20” FULL TILT eða LUCKY STAR.
9.895
375
kr.
kr.
Vnr. 41118338 Reiðhjólalúður.
Vnr. 41118027 Reiðhjólalás.
685
295
385
kr.
kr.
1.895
Vnr. 41118450 Taska á reiðhjól, tvöföld.
kr.
Verðvernd BYKO tryggir þér lægra verð. Sjá nánari upplýsingar og skilmála á www.byko.is.
facebook.com/BYKO.is
Vnr. 41118135 Stýristaska.
kr.
Vnr. 50692302 Reiðhjólastóll fyrir 22 kg þungt barn.
Vnr. 41120552 Reiðhjólalúður.
Vnr. 41121036 Reiðhjólapumpa.
26.995
kr.
895
kr.
Vnr. 41118648 Bögglaberi.
3.395
kr.
Vnr. 42370356 Reiðhjólastatíf fyrir 3 hjól, lakkað.
5.895
kr.
www.expo.is / EXPO auglýsingastofa
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. Allar vörur fást í BYKO Breidd en minna framboð getur verið í öðrum verslunum.
Vnr. 49620055 Reiðhjól LUXUS 26”, 21 gír.
20”
AUTHOR REIÐHJÓL í HúsAsmIÐJUnnI Author Trophy
í fremstu röð
32.900 kr. 26”
Author Trophy 26"
Bremsur: V- brake Gírar: 18 Gírskipting: Shimano Revoshift 3899987
AUTHOR REIÐHJÓL - EvRÓpsk gæÐI í fREmsTU RöÐ Author er einn af leiðandi framleiðendum reiðhjóla og fylgihluta í Evrópu. Author framleiðir vönduð reiðhjól á frábæru verði fyrir hinn almenna hjólreiðamann og atvinnumenn. Keppendur á reiðhjólum frá Author hafa verið í fremstu röð í keppnum í Evrópu í mörg ár. Komdu og kynntu þér Author gæðahjól á hreint út sagt frábæru verði.
Author matrix
Author Matrix 24"
Bremsur: Tektro 55AL Gírar: 18 Gírskipting: Shimano Revoshift 3899972
Author vectra
Author Vectra 26"
39.900 kr.
32.900 kr.
Bremsur: V- brake Gírar: 18 Gírskipting: Shimano Revoshift
24”
26”
3899998
Author Triumph 28"
Bremsur: Tektro 55 AL Gírar: 24 Gírskipting: Shimano Acera Þyngd: 16.3 kg 3899950
Author Triumph
89.990 kr. 28”
Author Compact 28"
Stell: 20" og 22" Bremsur: Tektro 855 AL Gírar: 21 Gírskipting: Shimano Revoshift Þyngd: 12.2 kg 3899922
Author Thema 26"
Bremsur: Tektro 855 AL Gírar: 21 Gírskipting: Shimano Revoshift Þyngd: 12.2 kg 3899924
Author Compact
Author Unica
Author Unica 26"
49.900 kr.
49.900 kr.
Bremsur: Tektro 837AL Gírar: 21 Gírskipting: Shimano Revoshift
28”
26”
3899951
Author Outset
Stell: 19" og 21" Bremsur: Tektro 55AL Gírar: 21 Gírskipting: Shimano Revoshift
49.900 kr. 26”
Bremsur: Tektro Draco WH Gírar: 27 Gírskipting: Shimano Alivo Þyngd: 13.6 kg 3899956
Author Outset 26"
Author Thema
Author Traction 29"
48.900 kr. 26”
3899921/20
Author Traction
159.900 kr. 29”
Author Energy
Author Energy 20"
Bremsur: Tektro 45AL Gírar: 6 Gírskipting: Shimano Revoshift 3899925/47
33.900 kr. 20”
Reiðhjólarekki
11.990 kr Fyrir 5 hjól
Reiðhjólarekki
5.990 kr Fyrir 3 hjól
Author Orbit
Author Orbit 16"
26.690 kr.
Bremsur: Tektro 855 AL Fótbremsur Þyngd: 9.1 kg
Reiðhjólarekki fyrir fimm eð þrjú hjól 5797470/69
16”
3899943/44
Reiðhjólahjálmur
Reiðhjólahjálmur
5.990 kr.
5.990 kr.
TRIGGER 54-58CM GRÁR/BLÁR
WIND 54-58 cm
Author reiðhjólahjálmur
Author reiðhjólahjálmur
3900250/52
3900245
Reiðhjólahjálmar
3.990 kr Frábært verð Barnareiðhjólahjálmur Barnareiðhjólahjálmur Reiðhjólahjálmur 5871964
48-52
5871965
Author Orbit
Bremsur: Tektro 855 AL Fótbremsur Þyngd: 9.1 kg
26.690 kr.
3899943/44
16”
262 gr.
220 gr.
48-52
Author Orbit 16"
S/M 55-58 5871966
LED Ljós
2.590 kr. Fyrir Reiðhjól 3900325
hluti af Bygma
ALLT fRá gRUnnI AÐ gÓÐU HEImILI síÐAn 1956
hjólreiðar
6
Helgin 2.-4. maí 2014
Baráttan á hjólastígunum Átakið hjólað í vinnuna er handan við hornið. Ég byrjaði að hjóla í vinnuna vorið 2008. Það var reyndar ekki vegna þessa sniðuga árlega átaks heldur þess að ég hafði brotið hnéskelina á mér í tvennt. Ég ákvað því að kaupa mér hjól, svokallaðan racer, byrja að hjóla í vinnuna og styrkja þannig hné og alla vöðva þar um kring. Vegalengdin er 13 kílómetrar aðra leið og leyfi ég mér að fullyrða að þessir 26 kílómetrar á dag þetta sumar voru lykillinn að afar skjótum bata. Ég hef
svo haldið áfram að hjóla í vinnuna, fyrst eingöngu á sumrin en undanfarin ár allt árið um kring. Ég man hvað ég fór hægt í byrjun. Ég fór ekki fram úr neinum og var endalaust skilinn eftir í ryki annarra hjóla. Þetta var töluvert pirrandi fyrir keppnismann og ég lofaði mér því að þegar fram liðu stundir skyldi enginn taka fram úr mér á hjólastígunum. Þetta markmið hefur svo þróast út í það að allir sem eru á stígunum eru svarnir andstæðingar mínir. Sökum þessarar áráttu minnar hef
ég oftar en einu sinni neyðst til þess að breyta leið minni til vinnu því hatrammur andstæðingur fer aðra leið en ég. Maður hættir ekki í miðri keppni. Ég verð þó að viðurkenna að yfirleitt er þetta nú ekkert sérstaklega dramatísk keppni enda aðrir hjólreiðamenn yfirleitt að hugsa um að koma sér í eða úr vinnu í rólegheitum. Þó var það eitt skipti sem ung kona í gallabuxum og strigaskóm, kom mér að óvörum og tók fram úr mér í Elliðaárdalnum. Hún sat hátt á hjólinu sem var með körfu á stýrinu og steig það furðulétt. Mér, sem var í bleiubuxum,
KYNNING
Hefur lést um 25 kíló síðan hann byrjaði að hjóla Íþrótta- og ólympíusamband Íslands stendur fyrir vinnustaðakeppninni Hjólað í vinnuna dagana 7. - 27. maí næstkomandi í tólfta sinn. Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum ferðamáta. Einn þeirra sem tekur þátt í Hjólað í vinnuna í ár er Ingvar Júlíus Tryggvason, starfsmaður Nýherja, en hann tekur nú þátt þriðja árið í röð. „Ég keypti mér hjól hjá GÁP fyrir tveimur árum og langaði að prófa. Ég bý í Hafnarfirði og vinn á Köllunarklettsvegi í Reykjavík. Í fyrstu var þetta erfitt enda stysta leiðin 12.7 kílómetrar en þetta varð alltaf léttara og léttara,“ segir Ingvar sem hefur hjólað reglulega síðan. „Oft lengi ég leiðina og verður leiðin út á Gróttu oft fyrir valinu, enda mjög skemmtileg og falleg leið. Ég hjóla líka á veturna ef veður leyfir, ég set mörkin við átta metra á sekúndu samkvæmt spánni. Þá nota ég Strætó í staðinn.“ Ingvar kveðst hjóla að jafnaði 1-3 sinnum í viku til og frá vinnu en auk þess hjólar hann mikið á kvöldin og um helgar. Hann hefur uppfært hjólakostinn og á nú bæði fjallahjól og racer. Alls hefur Ingvar hjólað vel yfir sex þúsund kílómetra á þessum tveimur árum. Þá hefur hann lést um 25 kíló frá því hann byrjaði að hjóla. „Ég er bæði léttari og miklu ánægðari. Og það er bara hjólreiðunum að þakka.“ Ingvar hefur sömuleiðis orðið var við breytt viðhorf meðal landsmanna. „Ég
hef prófað að labba þessa sömu leið og ég hjóla og það er svakalega gaman að fylgjast með öllum sem hjóluðu fram hjá mér. Skemmtilegast fannst mér að sjá fólk í öllum aldursflokkum vera að hjóla í vinnuna og fannst mér virðingin sem allir báru fyrir öðru hjólafólki og þeim sem voru gangandi vera til fyrirmyndar.“ Skráning fer fram á www.hjoladivinnuna.is. Bæði er hægt að skrá allan vinnustaðinn í eitt lið eða búa til nokkur lið og er þá hægt að hafa keppni innan vinnustaðarinns. Eftir það geta aðrir starfsmenn farið inn á heimasíðuna og skráð sig í lið.
nýjum hjólajakka og með hjólaklatta, var nóg boðið. Ég skipti um gír og þeysti á eftir henni og saxaði vel á. Þegar ég var alveg að ná henni við brekkuna í dalnum er eins og hún hafi orðið mín vör, gaf í upp brekkuna og skildi mig eftir. Ég var niðurbrotinn maður, svaf illa næstu nætur og fannst ég ekki eiga skilið að hjóla í bleiubuxum. Það var þó um tveimur vikum seinna að ég tók gleði mína á ný. Þá sá ég þessa sömu stúlku á hjólinu á leið niður Elliðaárbrekkuna. Ég spændi á eftir, tók fram úr henni og sá um leið að hún var á rafhjóli.
Ég hvet alla til að taka þátt í átakinu, setja sér markmið að hjóla sem oftast til vinnu þennan tíma og setja svo ný markmið í framhaldinu. Aðstæður til hjólreiða eru góðar og fara hratt batnandi. Þetta er ekkert mál og svo vantar mig fleiri andstæðinga á stígana.
Eiríkur Önundarson körfuboltasérfræðingur
ritstjorn@frettatiminn.is
KYNNING
Alveg ótrúlegt hvað Magnesíum Sport spreyið virkar hratt! Halldóra Matthíasdóttir þríþrautarkona er mjög ánægð með Magnesíum Sport spreyið frá Better You og notar það eftir allar æfingar. Sérstaklega finnur hún mikinn mun á endurheimt vöðva og bata eftir æfingar.
Ég mæli eindregið með Magnesíum Sport spreyinu því það hefur hjálpað mér við endurheimt vöðva, þreytuverki og til að koma í veg fyrir krampa og harðsperrur.
Halldóra Matthíasdóttir útibússtjóri breytti um lífsstíl árið 2008. Fyrst með því að breyta algjörlega um matarræði og tók því næst á hreyfingunni og byrjaði að hlaupa. Hún fór svo sitt fyrsta maraþon árið 2011 og tók einnig þátt í Laugavegshlaupinu og Jökulsárhlaupinu sama ár. Það var svo í upphafi árs 2012 að hún skráði sig í Ironman keppni í Cozumel í Mexíkó sem var haldin í lok nóvember. Í Ironman keppni synda þátttakendur 3,8 km, hjóla 180 km og hlaupa svo 42,2 km. Í kjölfarið fór hún því ei n n ig að æfa sund og hjólreiðar og lauk svo öðrum Ironman í Frankfurt í fyrra og er skráð í þann þriðja í Kalmar í Svíþjóð í ágúst.
Þríþrautarkonan Halldóra Matthíasdóttir æfir að meðaltali níu sinnum í viku notar alltaf Magnesíum Sport eftir æfingar.
Þreytan hvarf eins og dögg fyrir sólu! Halldóra æfir að meðaltali níu sinnum í viku, þrjár æfingar í hverri grein. „Eftir æfingar nota ég alltaf Magnesíum Sport spreyið því það hefur hjálpað mér verulega í „recovery“ eða endurheimt vöðva og minnkar líkur á krampa og harðsperrum. Ég hljóp um daginn með æfingafélögunum mínum frekar langt hlaup á laugardegi, eftir að hafa verið frá í nokkurn tíma vegna handleggs brots. Eftir hlaupið fékk ég mikla pirrings- og þreytuverki í sköflung og læri. Ég nuddaði vöðvana með Ma g nesíu m Sport spreyinu og fann þrey tuna og pirringinn strax líða hjá. Það var eiginlega alveg ótrúlegt hvað það virkaði hratt! Ég notaði líka Magnesíum Orginal spreyið á svæðið þar sem ég brotnaði á úlnliðnum og finnst það hafa hjálpað mér verulega í batanum,“ segir Halldóra.
Magnesíum Sport fæst á eftirtöldum stöðum: Lyfja, Lyf og heilsa, flest apótek, Fjarðarkaup, Heilsuhúsið, Lifandi markaður, Tri, Systrasamlagið, valdar Hagkaupsverslanir, Þín verslun Seljabraut, Crossfit Reykjavík, Lyfjaver/Heilsuver og World Class, Seltjarnarnesi. Nánari upplýsingar má nálgast á www.gengurvel.is. Þegar magnesíum í olíuformi er borið á húðina er magnesíum upptakan allt að 100 prósent og því mun áhrifaríkari en þegar magnesíum er tekið inn í gegnum meltingarveginn. Þar af leiðandi er engin hætta á ónotum í meltingu. Þá er magnesíum í sprey formi er allt að fimm sinnum fljótara að skila sér út í líkamann. Líkaminn þarfnast magnesíum til að auka: Orku, jafna blóðflæði, auka upptöku kalks og hjálpa vöðvastarfsemi. Við nútíma matvælaframleiðslu og lifnaðarhætti hefur upptaka á magnesíum í gegnum fæðuna minnkað til muna.
Notum virkan ferðamáta!
Helgin 2.-4. maí 2014 KYNNING
Evrópsk gæðahjól
jólin sem fást í Húsasmiðjunni koma frá tékkneskahjólaframleiðandanum Author. Framleiðslulína Author spannar allar gerðir af hjólum, allt frá barnahjólum upp í fislétt keppnishjól, en Author hefur verið framarlega í framleiðslu á keppnishjólum síðastliðin 20 ár,“ segir Egill Björnsson, þegar hann er spurður út í hjólin sem fást í Húsasmiðjunni. „Author hjólin hafa komið mjög vel út hér á landi enda fer framleiðslan eftir ströngum evrópskum gæðastöðlum sem tryggir endingu og gæði hjólanna. Við reynum að bjóða breitt úrval fyrir viðskiptavini Húsasmiðjunnar, stóra sem smáa, og erum því með góð hjól fyrir alla fjölskylduna á frábæru verði og líka öflugri hjól sem sóma sér vel í hvaða keppni sem er. Þannig ættu allir að finna hjól við sitt hæfi
hjá okkur.“ En hvað þarf að gera á vorin þegar hjólin eru tekin aftur fram eftir veturinn? „Við undirbúning á hjólinu fyrir sumarið er gott að stilla gírana, smyrja keðjuna og gírhjólin. Fara þarf yfir öryggisbúnað, svo sem bremsur, ljós og glitaugu og athuga hvort komið sé að dekkjaskiptum. Með öllum nýjum hjólum frá Author fylgir einmitt upphersla á bremsum og stilling á gírum hjá þeim innan árs frá kaupum. Þeir sem keyptu hjól hjá okkur síðasta sumar geta þannig fengið smá sumarundirbúning á hjólinu sínu hjá JS ljósasmiðjunni sem er okkar þjónustuaðili. Ég vil hvetja fólk til þess að leita ráða hjá okkur í Húsasmiðjunni því ég er þess fullviss að allir geta fundið hjól við sitt hæfi hjá okkur á verði sem kemur þægilega á óvart,“ segir Egill.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynnir:
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 68184 04/14
H
Hjólum • Göngum • Hlaupum • Tökum strætó
7.-27. maí
Vinnustaðakeppni
Keppt er um: • Flesta þátttökudaga – vinnustaðakeppni • Flesta kílómetra – liðakeppni Skráning og nánari upplýsingar á hjoladivinnuna.is Taktu þátt í instagramleik #hjólaðívinnuna
Samstarfsaðilar
Aðalstyrktaraðili
Þú kemst lengra
Racer • 29ER • Hybrid hjól • Comfort götuhjól • Fjallahjól • Barnahjól
ÖRNINN, POWERADE OG NETTÓ KYNNA: HJÓLREIÐAMÓT ALÞÝÐUNAR Á LAUGARV
ÁRNI MÁR JÓNSSON ANNAÐ SÆTI GULLHRINGSINS 2013
HAFSTEINN ÆGIR GEIRSSON FYRSTA SÆTI GULLHRINGSINS 2013 HJÓLREIÐAMAÐUR ÁRSINS 2013
LIÐ
SKR
FIM ÞIN
STYRKTARAÐILAR GULLHRINGSINS
UNN
VATNI 2014
ALLI R HJ VINN ÓLA, A LLIR A OG ALLI VELK R OMN IR !
LAUGARDAGURINN 12. JÚLÍ 2014 SILFURHRINGURINN 46 KM - BYRJENDUR OG NÝLIÐAR GULLHRINGURINN B FLOKKUR 65 KM - KEPPNISFORM GULLHRINGURINN A FLOKKUR 116 KM - AFREKSFÓLK SKRÁNING OG UPPLÝSINGAR Á GULLHRINGURINN.IS
ÐAKEPPNI Á ÞRIGGJAVATNALEIÐ:
RÁNING OG UPPLÝSINGAR Á GULLHRINGURINN.IS
MMTUDAGSKVÖLDIÐ 10. JÚLÍ 2014 NGVALLAVATN A&B FLOKKUR
FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 11. JÚLÍ 2014 ÚLFLJÓTSVATN A&B FLOKKUR
NIÐ Í SAMVINU VIÐ FERÐAÞJONUSTU AÐILA Á LAUGARVATNI YNNTU ÞÉR ÞJÓNUSTUN Á WWW. SOUTH.IS
LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2014 GULLHRINGURINN A&B FLOKKUR
hjólreiðar
10
Helgin 2.-4. maí 2014
Komdu tækninni í lag
Þó þú hafir sleppt hjálpardekkjunum þegar þú varst í 6 ára bekk er ekki þar með sagt að þú kunnir að hjóla. Fyrir þá sem vilja ná lengra í hjólasportinu er nauðsynlegt að hafa tæknina á hreinu og ekki síst kunna að spara orku. Hér eru 6 ráð sem koma þér lengra hraðar.
Vertu rétt settur Það er mikilvægt að hver og einn hjólari finni sína bestu stöðu á hjólinu. Að sitja of framarlega eða aftarlega eða halla sér of langt fram takmarkar þá orku sem fer í pedalana og gerir allt erfiðara. Fáðu hjálp hjá sérfræðingi ef þú ert ekki viss um hver þín rétta staða er.
Vertu taktfastur Hversu hratt og taktfast fæturnir spinna er gríðarlega mikilvægt. Það sparar vöðvaorku ef fæturnir komast með pedalana 80-100 hringi á mínútu í léttari gír í stað þess að fara 60-70 hringi í þyngri gír.
Sparaðu orkuna Ef þú átt langt að fara og ert gríðarlega hress í upphafi er samt mikilvægt að spara orkuna þó þú getir meira til þess að þú eigir eitthvað inni í seinni hlutanum. Haltu því góðu og jöfnu tempói. Það mun koma þér fyrr á leiðarenda.
Láttu lappirnar vinna vinnuna Reyndu að halda efri hluta líkamans eins kyrrum og hægt er. Því meira sem þú hreyfir þig þeim mun meiri orka fer til spillis. Einbeittu þér að því að koma allri orkunni frá löppunum í pedalana.
Nærðu þig Það er algjört lykilatriði að drekka vel á hjólinu og borða á lengri leiðum, annars verður lítið um árangur. Góður orkudrykkur og vönduð orkustöng kemur þér lengra. Vertu sídrekkandi, lítið í einu og reyndu að forðast þorstann.
Horfðu fram fyrir þig Ef þú ferð hratt yfir, sérstaklega þegar þú ferð niður í móti er nauðsynlegt að vera afslappaður í efri hluta líkamans og treysta hjólinu. Horfðu fram fyrir þig og stýrðu framdekkinu, afturdekkið mun fylgja. KYNNING
Vönduð hjól fyrir alla fjölskylduna hjá GÁP Hjá GÁP er gott úrval reiðhjóla fyrir fólk á öllum aldri. Vinsælasta nýjungin er einfaldur hraðamælir sem mælir hve mikill sparnaður hlýst af því að hjóla í stað þess að nota bílinn.
R
eiðhjólaverslunin GÁP býður upp á gott úrval vandaðra hjóla og fylgi- og varahluta fyrir alla fjölskylduna. Að sögn Mogens Markússonar eru toppmerki hjá GÁP, eins og Mongoose, Cannondale og Kross. Þessa dagana er mjög gott tilboð á Mongoose Assphalt Tripple sem kostar aðeins 99.900 krónur. „Þetta er ekta götuhjól sem hentar vel fyrir fólk sem vill hjóla í vinnuna. Við hjá GÁP köllum þetta hjól kílómetraskrímsli því það er svo létt og gott götuhjól og fer hratt yfir. Á því er mjög auðvelt að hjóla langar leiðir.“ Kross hjólin eru ný lína hjá GÁP en þau eru framleidd í Póllandi með evrópskum metnaði og hafa, að sögn Mogens, komið skemmtilega á óvart. „Þetta eru virkilega flott og góð Touring götuhjól sem hafa verið mjög vinsæl.“
Hraðamælar vinsælir
Næsta mánudag hefst Átakið Hjólað í vinnuna þar sem fólk keppist við að hjóla sem flesta kílómetra. Hjá GÁP fást einfaldir og góðir hraða- og kílómetramælar frá SigmaSport í Þýskalandi sem hafa verið mjög vinsælir. „Það besta er að hægt er að slá inn bensíneyðslu á bílnum og sjá hversu
mikill sparnaðurinn er með því að hjóla í vinnuna í stað þess að nota bílinn,“ segir Mogens.
Cyclocross í borginni og á mölinni
Cannondale Cyclocross hjólin hjá GÁP njóta sífellt meiri vinsælda en þau eru með hrútastýri eins og keppnishjól en þó með breiðari og grófari dekkjum. Mogens segir þau því bæði henta á götum borgarinnar og á malarvegum, eins og í Heiðmörk. „Þessi hjól eru mjög hentug fyrir þá sem flokka má „lengra komna“. Hægt er að ná miklum hraða og reiðhjólamaðurinn er framhallandi og vindmótstaðan lág.“
Ný og betri tegund af stelli
Synapse hjólin frá Cannondale eru með mjóum dekkjum en aðeins hærri ásetu en keppnishjól almennt svo þau henta vel til almennra hjólreiða eins og í og úr vinnunni. „Í þessum hjólum er alveg ný gerð af stelli. Í bæði fram- og afturgaffli er svokallað „Micrsusspencion“ sem tekur út þennan fína víbring sem finnst þegar hjólað er á grófu malbiki. Þessi hjól hafa slegið í gegn í Evrópu að undanförnu.“ Nánari upplýsingar má nálgast á www.gap.is
Gott úrval reiðhjóla fyrir alla er hjá GÁP, að sögn Mogens Markússonar.
Viðhald og varahlutir Nauðsynlegt er að hugsa vel um hjólið og smyrja það og bóna reglulega. Hjá GÁP er mjög gott úrval smur- og hreinsiefna. Þar er einnig verkstæði sem sinnir öllum reiðhjólaviðgerðum og almennu viðhaldi.
Réttur fatnaður
Fyrir börnin
Mogens segir að á lengri vegalengdum skipti sköpum að klæðast góðum hjólreiðafatnaði. „Hjá okkur er gott úrval frá Cannondale og Adidas. Það munar miklu að vera í hjólabuxum og góðum vindheldum jakka. Það hef ég margoft reynt sjálfur.“
GÁP er fjölskylduvæn verslun með gott úrval hjóla og fylgihluta fyrir reiðhjólafólk frá tveggja ára aldri. „Við erum með norska hjálma frá Etto sem einnig framleiðir Hamax barnastólana vinsælu,“ segir Mogens.
Helgin 2.-4. maí 2014
hjólreiðar
11
Mikið úrval af stuðningshlífum frá Sporlastic. Vandaðar vörur á góðu verði. Sporlastic vörurnar fást einnig í Lyfju Lágmúla, Reykjavíkurapóteki og Apóteki Vesturlands, Akranesi.
Veit á vandaða lausn
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16, 2.h. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is
FASTUS_H_22.04.14
Íþróttastuðningshlífar
TAKTU ÞÁTT! JÖ
KULMÍLAN 14. JÚNÍ 2014 SKRÁÐU ÞIG Á WWW.JOKULMILAN.IS
KROSS EV ADO FRÁ
86.900,-
KROSS EVADO
Þetta er hjólið sem þér hefur alltaf langað í – frábært götuhjól sem fer hratt yfir og er jafnframt öflugt fjallahjól.
LEIKA SÉR UM HELGAR HJÓLA Í VINNUNA Á VIRKUM DÖGUM! 125.900,VERÐ FRÁ
99.900,-
99.900,-
269.900,-
KROSS TEMPO MODERATO
MONGOOSE ASSPHALT TRIPLE
CAADX DISC 5 105
Ekta frúarhjól Þægileg há uppseta klárt með vönduðum brettum, bögglabera, körfu og ljósum F+A Einfalt og þægilegt þriggja gíra hjól með fótbremsu.
Flott 24 gíra hjól með diskabremsum sem fer hratt yfir, alvöru hjól til að komast í og úr vinnu, eða á lengri leiðum
Hentar mjög vel fyrir íslenskar aðstæður þar sem „micro“ fjaðrandi stellið étur í sig grófa malbikið og gerir hjólaferðina enn þægilegri
29er
139.900,-
MONGOOSE TYAX EXPERT 29ER
29er
29er
96.900,-
MONGOOSE TYAX SPORT 29ER
239.900,-
MONGOOSE METEORE 29ER COMP 2013
29er
105.900,-
MONGOOSE TYAX COMP 29ER
VERTU MEÐ ÖRYGGIÐ Á HREINU - ÚRVAL AF ÖRYGGISBÚNAÐI OG AUKAHLUTUM MORP HIS RE GNBU XUR KI IS JAK MORPH
,19.900
19.90 0,-
CANNONDALE HJÓLAFATNAÐUR
8.990 ,-
6.990 ,TVÖFÖLD HJÓLATASKA
ETTO REIÐHJÓLAHJÁLMUR
6.990 ,HRAÐAMÆLIR SEM LEYFIR ÞÉR AÐ FYLGJAST MEÐ ELDSNEYTISSPARNAÐINUM.
21.99 0,HAMAX SLEEPY BARNASTÓLL
HJÓLA- OG SPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200 · GAP.IS
NU
VIÐ MINNUM Á GREIÐSLUDREIFINGAR MÖGULEIKA – Í ALLT AÐ 36 MÁNUÐI.
SLAÐU Á NETI VER
WWW.GAP.IS NE TTILBOÐ Á HV
ERJUM DEGI!