LAUGARDAGUR
04.06.16
UPPLIFÐI MIG EKKI SEM SÆTU STELPUNA Í ÍÞRÓTTAFRÉTTUNUM SILUNGUR Á VIÐARPLANKA AÐ HÆTTI LÆKNISINS Á FERÐ UM VESTFIRÐI HVAÐA FYLGIHLUTIR ERU ÓMISSANDI Í SUMAR?
Mynd | Berglind Óttarsdóttir
SALÓME GUNNARS
MEÐREIÐARSVEINN ARMSTRONGS KEPPIR Á WOW CYCLOTHON
STREITTIST Á MÓTI KÖLLUN SINNI JÖKULLINN LOGAR HJÁ BJÖRGÓLFI THOR
PORCELANOSA
flísar fyrir vandláta
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
2
…fólk
2 | amk… LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2016
Kvikmynd Sölva Tryggvasonar, Jökullinn logar, féll feiknarvel í kramið hjá bíógestum á heiðursforsýningu í Háskólabíói
Hlegið og grátið í Háskólabíói
Það ríkti mikil eftirvænting í Háskólabíói á fimmtudagskvöld þegar myndin Jökullinn logar var forsýnd fyrir fullum sal. Myndin fjallar um leið íslenska landsliðsins á Evrópumeistaramótið í knattspyrnu sem hefst í næstu viku. Sölvi Tryggvason, höfundur og framleiðandi myndarinnar, ávarpaði gesti áður en sýningin hófst og þakkaði meðal annars foreldrum sínum fyrir góðan stuðning. Myndin virtist leggjast vel í fólk, en það var bæði hlegið og grátið í salnum,
enda mikið um broslegar uppákomur og hjartnæm augnablik sem fest voru á filmu. Hluti landsliðshópsins lét sig ekki vanta, en í salnum voru meðal annar Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Hannes Þór Halldórsson og landsliðsfyrirliðinn sjálfur, Aron Einar Gunnarsson. Sölvi kallaði þá Gylfa Þór og Jóhann Berg upp á svið og lét þá taka þátt í smá sprelli þar sem þeir spörkuð bolta á milli sín og svo út í sal. Bað Sölvi bíógesti um að reyna að festa spörkin á filmu og birta á samfélagsmiðlum með kassamerkinu #jökullinnlogar. Eigandi bestu
myndarinnar myndi svo fá bolta í verðlaun. Kristín Ólafsdóttir, eiginkona Björgólfs Thors Björgólfssonar, er meðframleiðandi myndarinnar og var hún að sjálfsögðu mætt til að taka á móti bíógestum. Eiginmaðurinn var ekki langt undan, gekk á milli fólks og blandaði geði. Þarna var, að sjálfsögðu, mætt öll knattspyrnuelítan og öflugustu knattspyrnuáhugamenn landsmenn, ásamt fylgifiskum. Eftir myndina var svo blásið til frumsýningarteitis á barnum á hinu nýopnaða hosteli, Oddsson í JL-húsinu, þar sem skálað var í freyðivíni undir ljúfum djasstónum.
Sharon og Ozzy ekki að skilja í alvöru Skilnaður rokkarans Ozzy Osbourne og eiginkonu hans til rúmlega 30 ára, Sharon Osbourne, hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið. Nú hefur Steven Machat, fyrrum umboðsmaður Ozzy, stigið fram og vill meina að þessi skilnaður sé ekki alvöru skilnaður. Hann vill meina að hjónakornin séu einfaldlega að vekja á sér athygli vegna komandi tónleikaferðar Ozzy, Black Sabbath tour. Í viðtali við slúðurmiðilinn RadarOnline segir Steven: „Ég myndi þora að veðja peningum á það að þetta er fjölmiðlabragð. Sharon myndi ekki hika við að beita svona brögðum til að vekja athygli á þeim.“
Jessica Alba var strákastelpa Jessica Alba var í viðtali í Instyle á dögunum og segir hún frá því þar að hún hafi verið mikil strákastelpa í uppvextinum. Hún eyddi miklum tíma með bræðrum sínum og spilaði fótbolta. Það var ekki fyrr hún fór að vera þekkt
fyrir að leika að hún fór að klæða sig upp. Það var svo árið 2001 sem hún var í efsta sæti á Maxinm´s Hot 100 listanum. Fyrir þann tíma var hún mikið í víðum buxum og toppum og hettupeysum og segir hún sjálf að þessi klæðnaður hafi verið andstæðan við kynþokkafullt.
Rob Kardashian og Blac Chyna með sinn eigin þátt E! News hefur staðfest að Rob Kardashian og Blac Chyna ætli sér að vera með sinn eigin raunveruleikaþátt, sem hefur verið kallaður Rob & Chyna. Eins og flestir vita eru fjölskyldumeðlimir Rob með einn vinsælasta raunveruleikaþátt í heimi og samkvæmt mörgum slúðurmiðlum ytra, eru Kardashian og Jenner systur misánægðar með þessa samkeppni. Fyrst var áformað að Rob og Chyna myndu koma fram í þættinum Keeping Up With The Kardashians, en Blac var ekki sátt við þá upphæð sem hún átti að fá fyrir það svo hún hafnaði því.
Skemmtilegt Svava Kristín segir íþróttafréttamannsstarfið það skemmtilegasta sem hún hefur unnið og þráir að komast aftur í bransann. Mynd | Hari
Ég þarf bara að berjast við þessa karla
Svava Kristín starfaði sem íþróttafréttamaður á 365 um nokkura mánaða skeið og upplifði aldrei vanvirðingu í sinn garð. Hún telur að fjölmiðlafyrirtækin vilji ráða konur en það sé oft erfitt vegna reynsluleysis Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is
A
llir á þessari mynd eru betri íþróttafréttamenn en ég. Það er ekki af því ég er kona, heldur af því ég hef bara sex mánaða reynslu af því að starfa sem íþróttafréttamaður, á meðan þeir hafa verið þarna í mörg ár,“ segir Svava Kristín Grétarsdóttir sem gegndi starfi íþróttafréttamanns á 365 á síðasta ári og vísar þar í auglýsingu frá fyrirtækinu sem gekk eins eldur í sinu um netheima í vikunni. Á henni eru 12 karlmenn og þeir sagðir starfa á öflugustu íþróttadeild landins.
6 ára í viðtali hjá Gaupa
„Auðvitað hefði verið gaman að sjá konu á þessari mynd, en akkúrat núna er bara ekki kona í 100 prósent starfi þarna,“ heldur Svava áfram. Hún er sannfærð um að ástæðan fyrir því að svo fáar konur starfi sem íþróttamenn hérlendis sé ekki sú að það sé ekki vilji til þess að ráða konur á íþróttadeildirnar. „Ég á karlkyns vini á svipuðum aldri og ég sem hafa sótt um starf á íþróttadeildinni en ekki fengið. Þeir vilja einfaldlega fólk með reynslu. Ég man eftir því þegar ég var sex ára þá tók Gaupi (Guðjón Guðmundsson) viðtal við mig á Pæjumótinu. Eðlilega veit hann meira um íþróttir en ég, hann hef-
Ég þrái að komast þarna inn aftur. Þetta er skemmtilegasta starf sem ég hef unnið.
ur miklu meiri reynslu. Ég held að þetta sé miklu meira spurning um að það er stöðugur niðurskurður hjá fjölmiðlafyrirtækjunum í landinu og því erfitt að hleypa reynslulausu fólki að. Auðvitað er það svo alveg umræða sem má taka, hvort megi ekki fara að skipta út og yngja upp.“
Hrósað af þjálfara
Sjálf brennur Svava fyrir því að starfa sem íþróttafréttamaður. „Ég er búin að sækja um. Um leið og samningurinn minn rann út í fyrra þá sótti ég um aftur og líka fyrir sumarið. Ég þrái að komast þarna inn aftur. Þetta er skemmtilegasta starf sem ég hef unnið. Ég þarf þá bara að berjast við þessa karla,“ segir hún kímin. Svava, sem hefur mikinn áhuga á íþróttum og fylgist vel með, viðurkennir að hún hafi verið töluvert stressuð þegar kom að því að taka fyrsta alvöru viðtalið við þjálfara í Pepsídeild karla í fót-
bolta. „Ég fór að ímynda mér að hann héldi að hann væri að fara að tala við einhverja litla stelpu sem vissi ekki neitt um fótbolta. En það var bara eitthvað sem ég bjó til og var aldrei til staðar. Ég frétti það svo eftir viðtalið að þessi þjálfari talaði um hvað hann hafi verið ánægður með mig, bjóst ekki við því hversu ágeng ég var, enda gaf ég honum ekkert eftir.“
Ekki bara sæta stelpan
Svava segist aldrei hafa upplifað vanvirðingu í sinn garð innan íþróttaheimsins eða frá kollegum. Það hafi frekar verið hinn almenni borgari sem virtist telja að hún væri bara sæta stelpan sem fengi fréttirnar skrifaðar og læsi þær upp. „Mér fannst frábært að finna virðinguna sem ég fékk frá íþróttamönnum og þjálfurum á landinu, sérstaklega frá strákunum í Pepsídeildinni sem fólk heldur að gagnrýnin sé að koma mest frá.“
…viðtal
4 | amk… LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2016
Tekur stundum ákvarðanir í „blackouti“
Salóme Gunnarsdóttir ætlaði alltaf að verða góður og gildur þjóðfélagsþegn þegar hún yrði stór. Hún lærði lögfræði í þrjú ár áður en hún gafst upp fyrir leiklistargyðjunni sem fylgdi henni hvert fótspor. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is
Þ
etta er búið að vera mikið stuð og mikil áskorun, að þreifa fyrir mér í tónlistinni,“ segir Salóme Gunnarsdóttir, leikkona og meðlimur í hljómsveitinni Pocket Disco, sem kom fram á sjónarsviðið fyrr á árinu og hefur gefið út tvö lög ásamt tveimur gjörólíkum tónlistarmyndböndum. Salóme viðurkennir reyndar að hún sé ekki vel að sér í tæknilegum hliðum tónsmíðanna, en það kemur ekki að sök. „Ég er heppin að hafa frábæran hljómsveitarfélaga í honum Steindóri Grétari og svo reynsluboltann Viktor Orra sem pródúserar lögin okkar frá Berlín.”
Sagði bara já
En hvernig kom það til að Salóme ákvað að reyna fyrir sér í tónlistinni? „Steindór spurði mig hvort ég vildi vera með sér í hljómsveit og ég sagði bara já. Ég þekkti hann ekkert á þeim tíma, en hann langaði mikið að starta tónlistarverkefni og sameiginleg vinkona okkar, Margrét Erla Maack, sagðist viss um að við tvö gætum myndað dúndurdúett. Margrét stakk líka upp á nafninu, ég kýs að kalla hana guðmóður Pocket Disco.”
Með umboðsmenn í London
Undanfarin ár hefur Salóme hinsvegar fyrst og fremst starfað sem leikkona, bæði á sviði og fyrir framan myndavélar. Þá er hún meðlimur í spunahópnum Improv
Ísland sem hefur verið með vikulegar sýningar í Þjóðleikhúskjallaranum í vetur. „Ég er búin að vera með umboðsmenn í London í eitt ár og hef fengið nokkur verkefni í gegnum þá. Meðal annars hlutverk í leikritinu Fuck the Polar Bears í Bush Theatre í vetur sem var frábær reynsla,“ segir Salóme sem hefur flogið ansi oft á milli Íslands og Bretlands síðustu vikur, en hún er búsett á Íslandi. „Mér finnst mikilvægt að taka það fram að það eru mörg verkefni sem ég fæ ekki. Ég fæ iðulega sendar prufusenur og handrit fyrir erlend verkefni sem ég þarf svo að vinna og senda frá mér á stuttum tíma. Ég lít eiginlega á þetta sem ókeypis fjarnám.“
Hrædd við öryggi
Salóme kann ágætlega að meta þetta fyrirkomulag og óvissuna sem fylgir. „Sumir þurfa að hafa öryggi, en ég verð hálf hrædd við tilhugsunina um of mikið öryggi og að vita hvernig framtíð mín verður næsta árið. Ég fæ bara innilokunarkennd. Það er eflaust eitthvað sem ég þarf að vinna í,“ segir hún og hlær. „Ég er að gera handahófskennda hluti og einhvern veginn gengur það upp. Ég vona bara að ég sé ekki að valda fólki óþægindum með þessari hegðun.“
Sá leiklistina sem áhugamál
Salóme hefur þó ekki alltaf verið á þessum stað. Það stefndi í að hún fetaði allt aðra og hefðbundnari braut í lífinu. „Ég fattaði ekki að það væri hægt að vinna við þetta. Ég sá leiklistina bara sem áhuga-
Það hentaði mér vel að vera flippskunkur á kvöldin, en sökum þess hve ég var óábyrg og fljótfær, og ekki í viðeigandi öryggisbúnaði, þá hryggbrotnaði ég – braut tvo hryggjarliði – og mátti ekki mæta á æfingar.
mál og hélt að þegar ég yrði fullorðin þyrfti ég að fara í „alvöru vinnu“. Ég hafði ekki hugmynd um það hvað það er sjúklega mikil vinna að starfa við listsköpun,“ segir Salóme sem var á þriðja ári í lögfræði þegar hún venti sínu kvæði í kross og sótti um inngöngu í leiklistardeild Listaháskólans. „Ég kom ekki auga á það fyrr en ég var komin inn í skólann að ég var búin að vera stanslaust í leiklist frá því ég var í grunnskóla. Sumarstörfin mín og allt það sem ég gerði eftir skóla var mjög leiklistarmiðað.“
Greip lögfræðina
Salóme stóð sig alltaf vel í skóla og vildi halda því áfram. Hún vildi gera foreldra sína stolta, fá góðar einkunnir og verða góður og gildur þjóðfélagsþegn. Læra eitthvað virðulegt. Hugmyndin um leiklistina sem nám eða starfsvettvang var henni mjög fjarlæg. Ýmsir höfðu gert sér í hugarlund að ég færi á náttúrufræðibraut í MR og yrði jafnvel læknir, en í staðinn fór ég á málabraut í MH og hafði því engan grundvöll til að fara í læknisfræði. Vali mínu til varnar benti ég á að ég gæti alveg lært eitthvað „flott“ þrátt fyrir að vera ekki með aukastærðfræði í farteskinu. Lögfræðin var það fyrsta sem ég greip sem eitthvert „alvöru“ sem ég gæti gert, þrátt fyrir að hafa farið á málabraut. Raunveruleg ástæða var hins vegar sú að mér þóttu tungumál frábær og ég fór í MH út af leiklistinni.“ Þegar Salóme lítur til baka þá finnst henni eins og undirmeðvitundin hafi stöðugt verið að stýra henni í átt að leiklistinni á sama tíma og hún á yfirborðinu reyndi að streitast á móti. „Ég var að reyna að skrifa einhverja yfirsögu þar sem ég yrði ábyrgur og flottur fullorðinn einstaklingur,“ útskýrir hún.
Hryggbrotnaði í sirkus
Salóme hafði starfað með Sirkus Íslands meðfram lögfræðinni og fékk þar góða útrás. „Það hentaði mér vel að vera flippskunkur á kvöldin, en sökum þess hve ég var óábyrg og fljótfær, og ekki í viðeigandi öryggisbúnaði, þá hryggbrotnaði ég – braut tvo hryggjarliði – og mátti ekki mæta á æfingar. Svo ég varð að finna mér eitthvað annað að gera á kvöldin og þannig endaði ég í Stúdentaleikhúsinu.“ Fljótlega fór Stúdentaleikhúsið að ganga fyrir hjá Salóme og námið sat á hakanum. „Til að gera langa sögu stutta þá stóð ég mig illa í lögfræðinni. Þó ég hafi verið duglegur námsmaður þegar ég var yngri þá gat ég ekki setið og lesið þegar ég var komin í háskólann. Það er svo mikill dugnaður í þessum krökkum. Ég man eftir því að hafa horft kringum mig í lesstofunni og velti því fyrir mér hvort ég væri virkilega sú eina sem væri að þykjast lesa,“ segir hún og skellir upp úr.
Varð fljótt óhamingjusöm
Á þriðja árinu í lögfræðinni tók Salóme ákvörðun um að taka sér tak. Hún fékk undanþágu til að taka fleiri einingar á önninni en leyfilegt var og ætlaði að einbeita sé alfarið að náminu. Setti sjálfa sig í leiklistarbann. „Ég var ekki lengi að verða mjög óhamingju-
Fór í bann Salóme setti sjálfa sig í leiklistarbann til að sinna lögfræðinni betur en varð fljótt mjög óhamingjusöm. Hún hafði valið rangt.
söm. Og ég man varla eftir því hvernig ég tók svo loksins U-beygjuna. Allt í einu var ég bara mætt í inntökuprófin í LHÍ og sem betur fer tóku þeir mig inn. Það er stundum eins og ég fari í „blackout“ og taki þá þær ákvarðanir sem beina mér í þá átt að gera mig hamingjusama.“ Salóme þóttist þó alltaf ætla að klára prófin í lögfræðinni og gekk lengi vel með bók í refsirétti í töskunni sinni. Sumum félögum hennar í lögfræðinni þótti þetta undarleg ákvörðun. „Þau skildu ekki af hverju ég var að hætta í geggjuðu fagi þar sem ég var að díla við alvöru hluti, til að leika hund í leikfimitíma á Sölvhólsgötu,“ segir Salóme sem fann þó fljótt að leikaranámið snerist um svo miklu meira en fíflalæti. „Þótt það sé að sjálfsögðu líka mjög mikilvægt að vera góður í að fíflast,“ bætir hún við.
Margfalt meira álag
„Þegar ég var í lögfræðinni þá leið mér eins og ég væri í seigfljótandi umhverfi að bíða eftir því að tíminn liði. Það var bara suð í hausnum á mér. En um leið og ég byrjaði í Listaháskólanum var ég að frá morgni til kvölds. Ég átti bágt með að trúa því, en ég var skyndilega komin í margfalt meira námsálag en hafði verið í lögfræðinni. Þá meina ég ekki að það sé erfiðara að vera í leiklist en lögfræði, ég held að munurinn hafi að stóru leyti legið í því að ég var loksins að vinna vinnuna. Auðvitað er ekki til neitt nám eða starf sem er eintóm hamingja og gleði. Það eru alltaf einhver leiðinleg verkefni, en maður bara klárar þau. Aðeins þannig getur maður haldið áfram að njóta verkefnanna sem næra mann.”
VIÐ OPNUM 1.OKT 2016 Í SUNDLAUGUM KÓPAVOGS TILBOÐIÐ GILDIR TIL 1. JÚLÍ!
TILBOÐ Í JÚNÍ 2016 ÞÚ KAUPIR ÁRSKORT Í JÚNÍ OG FÆRÐ FRÍTT Í SUND OG AÐGANG Í ALLAR STÖÐVAR REEBOK FITNESS FRAM AÐ OPNUN. ÞÚ GREIÐIR FYRIR 12 MÁNUÐI Í LIKAMSRÆKT OG SUND EN FÆRÐ 16 MÁNUÐI.
ÁRSKORT GILDIR TIL 1. OKTÓBER 2017.
VERÐ AÐEINS
39.900 KR VERÐ 25.000 KR FYRIR ELDRI BORGARA OG ÖRYRKJA
Innifalið í tilboði: Aðgangur að líkamsrækt og sundlaugum Kópavogs til 1.október 2017. Frítt í Reebok Fitness Holtagörðum, Tjarnarvöllum og Urðarhvarfi fram að opnun.
Árskort gilda einungis í Kópavogslaug og Salalaug. Báðar stöðvarnar verða fullbúnar glænýjum tækjum frá Nautilus og StarTrac. Fjölbreytt hóptímatafla fyrir Kópavogslaug verður kynnt í haust. Tilboð er selt í afgreiðslu Salalaugar og Kópavogslaugar.
STARFSMÖNNUM REEBOK FITNESS HLAKKAR ÓTRÚLEGA MIKIÐ TIL AÐ VINNA MEÐ YKKUR.
HOLTAGARÐAR · URÐARHVARF · TJARNARVELLIR | REEBOKFITNESS.IS
ENGIN BINDING!
…tíska
6 | amk… LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2016
Komdu í veg fyrir að glingrið verði grænt Angel
Angel
7.400 kr.
6.100 kr.
Glæsilegt skart frá Ítalíu
Bella
Það er oft gáfulegra að kaupa skart í ódýrari kantinum þegar verið er að eltast við tískustrauma og hlutir keyptir sem verða jafnvel ekki í notkun í mjög langan tíma. Ókosturinn við ódýrt skart er þó að það fær oft á sig græna slikju og skilur eftir sig för á húðinni. Hægt er að koma í veg fyrir bæði grænt skart og græna húð til dæmis með því að fara eina umferð með glæru naglalakki á þann hluta skartsins sem kemst í snertingu við húðina. Eins og innan í hringi og á bakhlið hálsmena. Eins getur verið gott að passa að húðin sé alveg þurr áður en skartið er sett á. Ekki skella á þig hálsmeni strax eftir sturtu eða þegar þú ert nýbúin að bera á þig krem.
10.400 kr.
Bella
6.100 kr.
Laugavegi 15 og Kringlunni – sími 511 1900 – www.michelsen.is
Hattar hafa verið vinsæll fylgihlutur undanfarin sumur og eru vinsældir þeirra ekkert að dvína ef marka má helstu tískuverslanir. Flottur hattur getur líka bjargað slæmum hárdegi hratt og örugglega.
Hvaða fylgihlutir eru ómissandi í sumar?
SKETCH
Þ
að góða við sumarið er að loksins er hægt að fleygja húfum, treflum og hönskum inn í skáp og skreyta sig með fallegum fylgihlutum í staðinn og leyfa þeim að njóta sín. Tískan í fylgihlutaflórunni er fjölbreytt í sumar og þess vegna ættu allir að eiga auðvelt með að finna eitthvað við sitt hæfi. Hattar, hálsmen, eyrnalokkar, hárbönd og hringir – fallegir fylgihlutir setja oft punktinn yfir i-ið hvað heildarútlitið varðar.
Bönd um hálsinn og hin svokölluðu mellubönd (choker) eru það heitasta um þessar mundir og ómissandi fyrir sumarið.
Bee Shaffer, dóttir Anna Wintour ritstjóra tískutímaritsins Vogue, var með einfalt band á höfðinu á Met Gala samkomunni í byrjun maí.
Dýnudagar
20-40%
afsláttur
Síðumúla 30 . Reykjavík Hofsbót 4 . Akureyri www.vogue.is
Hárbönd hafa verið áberandi á tískupöllunum í allskonar útfærslum. Það getur líka verið voðalega þægilegt að notast við hárband þegar ekki er nenna til þess að leggja mikinn metnað í hárgreiðsluna. Hippatískan virðist einnig alltaf gera aðeins vart við sig með hækkandi sól. Þess vegna eru hvers kyns blómahárbönd og spangir oft vinsælir fylgihlutir á sumrin.
Derhúfur gefa höttunum ekkert eftir. Leðurderhúfur eru vinsælar sem og hefðbundnar íþróttaderhúfur.
SOKKABUXUR 1.950 KR.
SOKKAR.IS OPNAR Á ÍSLANDI VERTU MEÐ ÍSLAND Á TÁNUM !
DÖMUSOKKAR
HERRASOKKAR
ÍSLANDSSOKKARNIR TRYGGJA RÉTTU STEMNINGUNA, ÁFRAM ÍSLAND!
VERÐ FRÁ 790 KR.
560 KR.
570 KR.
BARNASOKKAR & SOKKABUXUR
Á SOKKAR.IS FÆRÐU MIKIÐ ÚRVAL GÆÐASOKKA Á FRÁBÆRU VERÐI. HEILSUSOKKAR, GÖNGUSOKKAR, BAMBUSSOKKAR
520 KR.
SOKKABUXUR 1.165 KR.
…heilsa
8 | amk… LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2016
3.-15. NÓVEMBER 2016
BANGKOK - HUA HIN
THAILAND
Hindranir Um er að ræða sjö kílómetra langt hlaup og tólf hindranir á leiðinni. Hugmyndina fékk Margrét eftir að hafa tekið þátt í Spartan Race.
Hér er þitt austurlenska ævintýri. 8 nætur á Hua Hin og 3 nætur í Bangkok.
„Það geta allir tekið þátt“
FRÁBÆRT KYNNINGARVERÐ
298.900 KR.
NÁNAR Á UU.IS
Margrét skipuleggur Berserkjarhlaup í Skálafelli. Tók sjálf þátt í fjallahindranahlaupi í útlöndum og heillaðist af hugmyndinni
Innifalið er flug, gisting, skattar, íslenskfararstjórn, taska og handfarangur.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is
Þ
Fatnaður
Pumpur
Götuhjól Hjálmar
ÞÝSKT GÆÐAHJÓL Á FRÁBÆRU VERÐI Fatnaður
Pumpur
Hjálmar
Verð áður 249.900
AFSLÁTTUR
Fatnaður
Pumpur
Hjálmar
Planet Pro
199.920
Focus Planet hjóin eru sérstaklega viðhaldsfrí, töff, þægileg, hraðskreið og skemmtileg bæjarhjól. Það hægt er að setja á þau bretti, standara, bögglabera og nagladekk. Það er búið glussa diskabremsum, innbyggðum 8 gíra Shimano alfine gírbúnaði og endingargóðri carbon reim sem endist 10 x lengur en hefðbundin keðja. Þannig losnar maður við að þurfa að smyrja skítuga og ryðgaða keðju á samgönguhjólinu sem er í stöðugri notkun. Vönduð Þýsk hönnun og verkvit færir manni úrvals hjól á góðu verði.
hjolasprettur.is Dalshrauni 13 Hafnarfjörður 565 2292 hjolasprettur@hjolasprettur.is
ú þarft ekki að vera íþróttamanneskja til að taka þátt. Ég er til dæmis bara venjuleg 26 ára kona, sem á tvö börn og vinn á leikskóla. Ég er ekkert alltaf í ræktinni,“ segir Margrét Bjarnadóttir, einn skipuleggjanda hins svokallaða Berserkjarhlaups sem fer fram í Skálafelli þann 23. júlí næstkomandi.
Val um aðferðir
Um er að ræða 7 kílómetra langt fjallahlaup með tólf hindrunum sem hannaðar eru með venjulegt fólk í huga, að sögn Margrétar. Mismunandi útfærslur eru á hverri hindrun og fólk velur þá aðferð sem hentar getu og formi. Þetta er í fyrsta skipti sem Berserkjarhlaupið er haldið en það er sett upp að erlendri fyrirmynd leðju- og hindranahlaupa á borð við Mud Runner og Spartan Race „Þrautirnar geta verið erfiðar. Ein þrautin er til dæmis að færa sandpoka frá einum stað yfir á ann-
an og fólk getur valið mismunandi þyngd á pokunum. Allt frá þremur kílóum upp í fimmtán. Og ef það er þraut sem einhver getur ekki, eins og til dæmis að hífa sig upp kaðal, þá verður í boði að gera aðrar æfingu í staðinn,“ útskýrir Margrét.
Víkingaþema
Hún hefur sjálf tekið þátt í Spartan Race og heillaðist af hlaupaforminu. „Þetta er hugmynd sem mig langaði að koma með til Íslands og ég veit að Íslendingar vilja taka þátt í svona hlaupum. Ég veit um þó nokkra sem hafa farið út og tekið þátt í sambærilegum hlaupum.“ Hugmynd Margrétar er að hafa víkingaþema í hlaupinu, að þátttakendur komi víkingablóðinu í sér á hreyfingu og geri forfeðurna stolta. „Við erum búin að vera að kynna okkur víkingatímann aðeins. Erum til dæmis búin að fara á Landnámssetrið í Borgarnesi og lesa ýmsar víkingasögur. Við viljum hafa einhverjar þrautirnar í þeim anda. Ég sjálf er búin að hugsa um þetta í langan tíma og langaði að koma þessu af stað.“
Ekki gleyma baki og maga
Tímataka verður í hlaupinu en fólk þarf þó ekki að ná í mark innan ákveðins tímaramma. „Fólk getur verið eins lengi og það þarf að klára. Þegar ég tók þátt í hlaupinu úti var ég einn og hálfan tíma að fara í gegnum brautina þó hún væri bara fimm kílómetrar. Venjulega hleypur maður þá lengd á um hálftíma. Mér finnst bara mikilvægt að fólk viti að það geta allir tekið þátt, nema kannski þeir sem eiga við stoðkerfisvandamál að stríða og sjúklingar.“ En fyrir þá sem hafa áhuga á hlaupinu, hvernig er best að undirbúa sig? „Það er gott að æfa sig að hlaupa utanvega, vera svolítið í þúfum og fara upp og niður brekkur. Þá er gott að gera alhliða æfingar, ekki gleyma maga- og bakæfingum. Það munar miklu að vera sterkur á því svæði, það verður allt auðveldara.“ Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Berserkjarhlaupið á heimasíðunni: berserkjarhlaup.com og á facebook-síðunni Berserkjarhlaup.
Laus við fótaóeirð Melissa Dream-töflurnar fá þig til að slaka á, stuðla að eðlilegum svefni og þú vaknar endurnærð/ur. Þetta er ekki lyf heldur náttúruleg vítamín og jurtir Kynning í samstarfi við Icecare
S
vefn skiptir miklu máli. Við búum í hröðu og erilsömu samfélagi sem veldur því að svefntruflanir eru gríðarlega algengar. Ef þú færð ekki nægan svefn geturðu fengið bauga undir augun, húðin orðið föl og einnig getur það valdið þyngdaraukningu þar sem þú eykur framleiðslu á hormónum sem kalla fram hungurtilfinningu.
Laus við fótaóeirð
Sigríður Helgadóttir fór að nota Melissa Dream þegar hún var búin að eiga nokkrar andvökunætur vegna fótaóeirðar sem truflaði svefn hennar. „Fótaóeirðin var mjög óþægileg og hélt fyrir mér vöku en ég er ekki vön að vera andvaka. Ég fór að leita mér ráða, þá sá ég reynslusögur í blöðunum um Melissa Dream. Ég fór að lesa mér til um vöruna og ákvað að prófa, því það sakaði ekki að reyna.“ Sigríður tekur tvær töflur klukkutíma fyrir svefn þegar henni finnst hún þurfa á því að halda. „Þá næ ég að sofna fljótlega og svo finn ég ekki fyrir þessum fótapirringi. Það sem mér finnst líka æðislegt við þessar töflur er að þær eru náttúrulegar og hafa engin eftirköst þegar maður vaknar.
Mynd | Shutterstock
Ég þarf ekki að taka þær á hverju kvöldi en mér finnst ég ná að slaka svo vel á þegar ég tek þær. Ég er mjög ánægð með Melissa Dream og ég mæli með því fyrir alla”.
Skaðlegt fyrir líkamann
Svefnleysi veldur því að líkaminn endurnýjar sig hægar, sem getur veikt ónæmiskerfið. Í raun getur svefnleysi verið mjög skaðlegt fyrir líkamann. Það er ekki óalgengt að vinir og samstarfsmenn hafi áhyggjur af þér. Svefnleysi er svo skaðlegt fyrir fólk að það er viðurkennt sem áhrifarík pyntingaraðferð. Til þess að stuðla að eðlilegri svefni og vakna endurnærðari ættir þú að prófa
Melissa Dream-töflurnar. Sítrónu-melis-töflurnar viðhalda góðum og endurnærandi svefni.
Sofðu betur með Melissa Dream
Í gegnum aldirnar hefur sítrónumelis (lemon balm), melissa officinalis, verið vinsæl meðal grasalækna. Þaðan dregur varan nafn sitt, Melissa Dream. Þessar vísindalegu samsettu náttúruvörur eru hannaðar til að aðstoða þig við að sofa betur og vakna endurnærð/ur og innihalda ekki efni sem hafa sljóvgandi áhrif. Sítrónumelis taflan inniheldur náttúrulegu amínósýruna L-theanine, sem hjálpar til við slökun auk alhliða B-vítamína, sem stuðla að eðlilegri taugastarfsemi. Auk þess inniheldur taflan mikið af magnesíum, sem stuðlar að eðlilegri vöðvastarfsemi og dregur þar með úr óþægindum í fótum og handleggjum og bætir svefn.
…heilsa
9 | amk… LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2016
Ísland var á listanum yfir lönd sem mig langaði til heimsækja
George Hincapie, sem hefur keppt 17 sinnum í Frakklandshjólreiðunum og unnið liðakeppnina með þremur ólíkum meisturum, keppir í WOW Cyclothon sem hefst 14. júní næstkomandi
A
ldrei hafa fleiri þátttakendur eða lið skráð sig leiks í hjólreiðakeppnina WOW Cyclothon sem fram fer dagana 14. til 17. júní næstkomandi. Rétt tæplega 1200 þátttakendur í 123 liðum hafa skráð sig til leiks en ræst verður frá Egilshöll og endað í Hafnarfirði. Einn af þátttakendunum í ár er bandaríski hjólreiðakappinn George Hincapie. Sá er enginn aukvisi en hann hefur meðal annars unnið það sér til frægðar að hafa klárað erfiðustu hjólreiðakeppni heims, Frakklandshjólreiðarnar, alls 17 sinnum og verið liðsfélagi
Hjólakraftur styrktur í ár Í ár renna þeir fjármunir sem safnast í áheitasöfnun WOW Cyclothon til Hjólakrafts en samtökin hafa það að markmiði að virkja börn og unglinga sem eiga í baráttu við lífsstílssjúkdóma og hafa ekki fundið sig í hefðbundnum íþróttagreinum. Hjólakraftur hefur vaxið og dafnað frá stofnun samtakanna sem sést líklega best á því að árið 2014 tók eitt Hjólakraftslið þátt í WOW Cyclothon en í ár verða þau 16 og hjóla nú í sínum eigin Hjólakraftsflokki innan keppninnar.
Súrsætir sigrar Hincapie hjólaði með Lance Armstrong í öllum hans sigrum í Frakklandshjólreiðunum – sigrum sem voru teknir af honum vegna lyfjahneykslis.
þriggja sigurvegara í keppninni, Spánverjans Alberto Contador, Ástralans Cadel Evans og frægasta hjólreiðakappa sögunnar, Lance Armstrong, en Hincapie hjólaði sjö sinnum með honum til sigurs – sigrar sem síðar voru teknir af honum vegna frægasta lyfjahneykslis íþróttasögunnar. Hincapie sjálfur viðurkenndi sjálfur árið 2012 að hafa neytt ólöglegra lyfja á árunum 2004 til 2006 og sagði þá í yfirlýsingu að hann hefði metið það sem svo að allir notuðu ólögleg lyf og það væri eini möguleikinn til að ná í fremstu röð. Hann sæi hins vegar mikið eftir þeirri ákvörðun. Hincapie var dæmdur í sex mánaða bann sama ár og hætti sem atvinnumaður. Í samtali við amk... vill hann lítið tjá sig um sitt eigið dópmál – segist hafa skrifað
George Hincapie Hann telur mesta afrek sitt hafa verið að hafa klárað 17 Frakklandshjólreiðar, fengið að skoða heiminn á hjóli og unnið nokkra sigra í keppnum. Mynd | Nordic Photos/Getty Images
bók um það, langt sé síðan það kom upp, hann hafi orðið vitni að miklum breytingum og telur sjálfur að hann eigi mikinn þátt í þeim breytingum. Hincapie segir að Ísland hafi lengi verið á lista yfir lönd sem hann hafi langað til að heimsækja og þegar tækifærið gafst gat hann ekki sleppt því. „Lítur
út fyrir að vera virkilega fallegt land og er nokkur leið betri til að skoða það en á hjóli,“ segir hann og bætir við að hjólreiðar séu svo sérstök íþrótt. „Ein erfiðasta en jafnframt fallegasta íþrótt veraldar. Það besta við hana er að allir geta stundað hana. Hraðinn er mismunandi en sársaukinn og fegurðin er sú sama.“
Ekki er hægt að sleppa Hincapie án þess að minnast á Lance Armstrong. „Auðvitað vissi ég að hann neytti ólöglegra lyfja og hans mál hafði áhrif á marga á mismunandi hátt. En hann var óttalaus keppnismaður sem var tilbúinn til að gera allt til að vinna.“
Tækniskóli unga fólksins Langar þig að læra að búa til tæknibrellur í þrívídd, sauma flík, búa til þína heimasíðu, forrita eða fljúga, læra að logsjóða og búa til verðlaunagrip úr málmi, gera tilraunir með rafmagn, teikna og mála andlit? Tækniskóli unga fólksins býður upp á fjölbreytt námskeið 13. - 16. júní og 20. til 24. júní fyrir fólk á aldrinum 12 –16 ára. Skráning og upplýsingar á tskoli.is Rafrásarföndur
Fatasaumur
Rafeindarásir búnar til, lóðning með lóðbolta og fleira.
Saumuð er einföld flík.
Medalíur og rósir
Heimasíðan þín
Stálrós, kertastjaki og medalía smíðuð.
HTML, CSS og myndir.
Forritun - tungumál framtíðarinnar
Tæknibrellur & 3D
Ljósmyndanámskeið
Efni er tekið upp í Green Screen og unnið í After Effects forritinu.
Ljósmyndun og myndvinnsla fyrir byrjendur.
Grunnatriði í forritun, skemmtileg verkefni.
3D hönnun í Inventor Tækniteiknun, hanna brú og setja hana saman.
Kassabílar og rallý
Leitin að andlitum – myndlist Áhersla lögð á opinn hug og fjölbreytt vinnubrögð.
Framtíðarflugmenn Kynnast flugtengdum störfum, fljúga sjálf.
Sumarfjör með myndavél
Lögð er áhersla á einfaldleika, léttleika og jákvæðni.
Smíða sinn eigin kassabíl.
tskoli.is/taekniskoli-unga-folksins | endurmenntun@tskoli.is
| Sími 514 9602 www.tskoli.is
…heilabrot
10 | amk… LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2016
Sudoku miðlungs
Krossgátan
6 1 3 7 4 2 1 8 2 5 7 3
5 2
UPPLIFUN
7
4
mynd: GOKLuLe (CC By-SA 3.0)
3
6
1 3 1 3
7 1 4
FJÁRHIRÐIR
2
MÁTTUR
ÁMÆLA
LÍTIÐ
STANDA SIG
TVEIR EINS
HLUTVERK
ÞRÆLKUN
TAMNING
MÓTI
KRAÐAK FORFAÐIR
295
T T S K R A M B A N A F Y L G Ö Ð U S K E L G A T J K G L A T A S U L N A K Ý R K Ó L N Á V A N I E M A Ý F A D U R T A S D R I T A N A N Ý S A I N N A N Í Ð A L U R R N A A Ð A A G G A S N A Ð R A S R A U L A G I F L U G L A S I Y N S N Ú A A N
SKJÓTUR FJANDANS KVK NAFN
U
Í RÖÐ
HOLA
NÖLDRA
ÞRÁTTA
EYÐILEGGJA
VÉLRÁÐ
TUNNUR
KÆKUR
SKJÓLA
KVK NAFN
ÁN
GLATA
SKÍTA
HVÍLD
SÝNISHORN
PRETTA
TREYSTA SPRIKL
UNG
VIÐSKIPTI
FAG
FÆÐA
ÚT
Á FÆTI
RÍKI Í ARABÍU
AFTURENDI
ÓNEFNDUR
GEISLA
N S N I N B D Æ R T A A S S T K A Á Ð L A I L
ÞEI
FLATORMUR
MOLA
YFIRSTÉTT
STOPPA Í
RÓTA
MJAKA NÝR
TVEIR EINS
HEIMSÁLFA
STÓ
HEILA
SKILABOÐ
SLANGA
ELDHÚSÁHALD
FLAN
SÖNGLA
TÓNLEIKAR
VÆTA
TVEIR EINS
ÞÖRF
VELTA
BERIST TIL
HÁÐ
KJAFTUR
SKORDÝR
SLAPPUR
BLÁSA
SKÝLA
REKALD FÁST VIÐ
EGG
PLATA
STARFA
STILLA
FÆDDI
VARKÁRNI
SLÁ
DREIFT
ÓÐAGOT RÓMVERSK TALA
TÓNLIST
AFKVÆMI
AUGNHÁR
KK NAFN
GAN
FÍFLAST GEÐ
SANKA SAMAN
REIÐIHLJÓÐ
NUDDAST
DRAUP
Í RÖÐ
LOKAORÐ
MJÚKUR
ÖRUGGLEGA
MÆLIR
SPJALLA
FASTA STÆRÐ
HÆRRI
ÁVÖXTUR
AFLÝSA
STEINTEGUND
STJÓRNPALLUR
EINING
KLÓ
SKÝLI
ÓVISS
ÍSHROÐI
SAMTÖK
STAKUR
KÆLA
HALD
TEIP
BAKTAL
L Í M B A N D
L A S T ÁTT
N A
DÝRAHLJÓÐ
KANN
SJÚKDÓMUR
BERIST TIL HREYFAST
VARLA
TUNGUMÁL
MERKJA
SRI LANKA FERÐAÁÆTLUN 03. - 16. NÓVEMBER 2016
Stórkostleg náttúra, einstakt mannlíf og forn menning. Kynnstu fjölbreyttu dýralífi í safaríferð um þjóðgarð eyjunnar en þar má m.a sjá fílahjarðir, hlébarða, krókódíla, buffala, apa, slöngur og einstakt fuglalíf.
549.900.á mann í 2ja manna herbergi Innifalið í verði: Hálft fæði, flug, hótel, skattar, islenskur fararstjóri og allar ferðir m.a. Safarí ferð um Yala þjóðgarðinn
WWW.TRANSATLANTIC.IS
SNERILL
LAGFÆRA
SÍLL
TÍMABIL
VARKÁRNI
TEGUND
ÁNA
VESKI
TENGILL
TÁLKNBLÖÐ
KULNA
VERNDAÐUR
BYLGJAST
FUGL
BRODDUR
ÉTANDI
SJÓN
MAR
KALDUR
DYGGUR
Í RÖÐ
STELA
FÝSN
MUN
STERTUR
LITAREFNI
ÁN
MISSA
VISNA
KÚASKÍTUR
STAGL
SAMSVÖRUN
AÐA
N G K L Æ K I N A P U R F A T A N T U O D T R Ú R L T R Ú H E I T I R I Ð A T K K V A S S A K Æ T U R F A N I R G I G G A N A U Ð S G E R Ð
REIPI
VÖRUBYRGÐIR
TILLAGA
Allar gáturnar á netinu Allar krossgátur Fréttatímans frá upphafi er hægt að nálgast á vefnum krossgatur.gatur.net
MATJURT
HÓTA
SKIN
ÞORA
Lausn síðustu krossgátu
EITILL
MATARSÓDI
RÓSEMD
ILLT UMTAL
4
DUGLAUS
FUGL
BLEYTUKRAP
5
1
VÖRUMERKI
DRULLA
ÚTDRÁTTUR
UMHVERFIS
7 2 6
RÖST
ENDURBÆTA
STÍFA
6
NEFNIST
NÆSTUM
HLJÓÐFÆRI GOGG
LIÐORMUR
9 8
Í RÖÐ
ÍLÁT
KVÍSL
6
3
ÁLANDSVINDUR
VIÐMÓT
GANTAST
4
7
SKÓLI
VEIÐISTÖÐIN
SLAPPUR
Sudoku þung
3
TÖNG
ÆTT
8
2 5
BLÝKÚLA
VANTRÚAÐUR
5
8
LEGGJA NIÐUR
KVEINSTAFIR
9 9 3
296
SÍMI: 588 8900
ÁTT
ferðir
... alla föstudaga og laugardaga auglysingar@frettatiminn.is
Á ferð um Vestfirði 12
18
STYTTU FERÐALAGIÐ LENGDU FESTIVALIÐ SUMARHÁTÍÐIR 2016
FLUGFELAG.IS
FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ því að fljúga á sumarhátíðirnar sem þú elskar. Þú átt fullt í fangi með að velja milli þeirra, hvað þá aka! Þá er nú betra að fljúga. Vertu tímanlega og bókaðu flugið núna á FLUGFELAG.IS
ISLENSKA/SIA.IS FLU 80165 06/16
Mynd | Ágúst Atlason
…ferðir
12 | amk… LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2016
Dýrafjörður Landslagið á Vestfjörðum er stórbrotið og magnað að ferðast þar um í góðu veðri.
Eitt kort 35 vötn 6.900 kr Frelsi til að veiða!
00000
www.veidikortid.is
Leggðu leið þína um Kjaransbraut
Elís Kjaran Friðfinnsson ruddi veg á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar á áttunda áratug síðustu aldar. Vegurinn er í dag vinsæl göngu- og hjólaleið
Þ
egar ferðast er um Vestfirði er alveg þess virði að gera góðan krók á hina hefðbundnu ferðaleið og annað hvort keyra eða ganga eftir Vesturgötunni svokölluðu sem liggur á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Vegurinn er reyndar stundum kallaður Svalvogavegur en heitir réttu nafni Kjaransbraut í höfuðið á Elís Kjaran Friðfinnssyni, frumkvöðli í vegagerð á Vestfjörðum, sem ruddi veginn ásamt syni sínum á áttunda áratugnum. Stundum er talað um þetta svæði sem vestfirsku Alpana og útsýnið undurfagurt hvert sem litið er. Þeir feðgar eru taldir hafa unnið þrekvirki með lagningu vegarins, en Vegagerðin hafði nokkrum árum áður reynt að ryðja veg á þessu svæði en starfsmenn urðu frá að hverfa vegna erfiðra aðstæðna. Elís Kjaran greiddi fyrir framkvæmdina úr eigin vasa en honum var neitað um styrk frá Vegagerðinni á Ísafirði. Þar voru svörin þau að ekki væru til peningar til framkvæmdarinnar. Vegurinn var stórkostlegt framfaraskref fyrir bændur á svæðinu
Bratt Vegurinn er ekki fyrir lofthrædda enda liggur hann um snarbrattar hlíðar.
og Kjaransbraut opnaði landslag og sögu fyrir gestum og gangandi. Vert er að taka fram að vegurinn er einungis fær yfir sumartímann og aðeins fjórhjóladrifnum farartækjum. Að keyra veginn er alls ekki fyrir lofthrædda, enda hann mjög þröngur og þverhnípt björg niður í sjó á köflum. En Vesturgatan er einnig vinsæl
göngu-, hlaupa og hjólaleið. Frá árinu 2006 hefur til að mynda verið haldið árlegt Vesturgötuhlaup þar sem boðið er upp á þrjár hlaupavegalengdir og ættu því flestir hlaupagarpar að geta fundið erfiðleikastig við sitt hæfi. Hlaupið er haldið í tengslum við hlaupahátíð á Vestfjörðum og í ár fer það fram þann 17. júlí næstkomandi.
Hjaltalín kemur fram á Sumarmölinni.
Sumarmölin á Drangsnesi Tónlistarhátíðin Sumarmölin á Drangsnesi fer fram í fjórða sinn þann 11. júní næstkomandi. Á hátíðinni skapast jafnan einstök stemning þar sem fólk á öllum aldri kemur saman til að njóta tónlistarflutnings margra af fremstu listamanna þjóðarinnar í einstöku umhverfi. Sumarmölin fer venju samkvæmt fram í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Í ár koma fram: FM Belfast, Hjaltalín, Karó, Kippi Kaninus, Rúna Esra, Snorri Helgason og Úlfur Úlfur.
…ferðir
13 | amk… LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2016
kynningar
Skemmtilegir viðkomustaðir fyrir fjölskylduna Fjölskyldan getur komið víða við til þess að njóta lífsins á Vestfjörðum
Þ
að verður enginn svikinn af því að heimsækja Vestfirði, hvorki fjölskyldufólk eða aðrir. Nóg er að sjá og skoða og margir viðkomustaðir sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Raggagarður í Súðavík
Það er vart hægt að fara til Súðavíkur án þess að koma við í Raggagarði. Raggagarður er virkilega skemmtilegur garður fyrir alla fjölskylduna. Í garðinum eru bekkir og borð ásamt grilli sem gestir geta notað. Nóg af leiktækjum er í garðinum, þar sem bæði börn og fullorðnir geta sleppt fram af sér beislinu. Raggagarður er einnig með mini-golfbrautir hjá Melrakkasetrinu í Súðavík og þar er hægt að leigja bæði kúlur og kylfur.
Skrúður við Núp í Dýrafirði
Skrúður er grasa- og trjágarður innan við Núp í Dýrafirði. Til listigarðsins var stofnað af séra Sigtryggi Guðlaugssyni en hann var skólastjóri Unglingaskólans á Núpi frá 1907-1929. Skrúður er sérstök perla á norðanverðum Vestfjörðum sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Litlibær í Skötufirði
Litlibær í Skötufirði er torfbær sem reistur var árið 1895 af tveimur fjölskyldum sem bjuggu í húsinu, bærinn fór svo í eyði í kringum árið 1969. Árið 1999 lét Þjóðminjasafn Íslands endurbyggja bæinn og er hann nú vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn. Litlibær er opinn alla daga yfir sumartímann og hægt er að fá leiðsögn um hann.
Litlibær í Skötufirði.
Skrúður er glæsilegur skrúðgarður.
Horfðu á sólsetrið í flæðarmálinu Mörgum ferðalöngum þykir það alveg nauðsynlegt að geta komist í sund þegar ferðast er um landið. Það ætti að vera hægðarleikur á Vestfjörðum, enda sautján sundlaugar skráðar í þeim landshluta á vefnum sundlaug.is. Sem er magnað í ljósi þess að vatn þarf að hita upp með rafmagni á ýmsum stöðum. Innilaugar eru á nokkrum stöðum og þykir sundlaugin í íþróttamiðstöðinni á Þingeyri einkar glæsileg. Fyrir þá ævintýragjarnari er vert að vekja athygli á hinni stórskemmtilegu Krossaneslaug sem er í flæðarmálinu í Norðurfirði. Um er að ræða litla laug og heitan pott ásamt búningsklefum. Rukk-
að er inn í laugina og gert er ráð fyrir því að gestir skilji eftir þar til gert gjald í bauk í búningsklefunum. Í góðu veðri er guðdómlegt að láta þreytuna líða úr sér í lauginni og jafnvel fylgjast með sólsetrinu, ef maður er á svæðinu á þeim tíma.
Gistiheimilið Malarhorn er á fallegum stað við sjóinn.
Gistiheimili á fallegum stað við sjóinn
Sigla með ferðamenn til Grímseyjar og bjóða upp á sjóstangaveiði Unnið í samstarfi við gistiheimilið Malarhorn
V
ið hjónin fórum út í ferðaþjónustu árið 2007 og opnuðum gistiheimilið Malarhorn sem er á fallegum stað við sjóinn í mynni Steingrímsfjarðar við Húnaflóa á Ströndum,“ segir Ásbjörn Magnússon sem rekur Malarhorn ásamt eiginkonu sinni, Valgerði Magnúsdóttur. „Við höfum stækkað mikið síðan við byrjuðum og erum núna með gistipláss fyrir 48 manns. Við erum með þrjú hús, 10 herbergja hús þar sem hvert herbergi er með sér inngangi, snyrtingu og sturtu. Það er hljóðeinangrun á milli herbergja og góð loftræsting. Í öðru húsi eru fjögur tveggja manna herbergi með aðgangi að snyrtingu og sturtu. Þar er setustofa og góður sólpallur með gasgrilli sem gestir geta notað. Í þriðja húsinu er íbúð með aðgengi fyrir fatlaða, fjögur 2 manna her-
Gistiheimilið er huggulegt með góðu útsýni.
bergi með baði, eitt fjölskylduherbergi og svo eitt lúxusherbergi,“ segir Ásbjörn. Í fjöruborðinu, örstutt frá gistiheimilinu, eru þrír heitir pottar. „Þeim var komið fyrir þegar heitt vatn fannst á Drangsnesi árið 1997 og hafa verið afskaplega vinsælir bæði hjá ferðamönnum og heimafólki. Það stendur ekki til að fjarlægja
þá þó byggð hafi verið glæsileg sundlaug hérna.“ Ásbjörn segir nóg vera um góðar gönguleiðir á svæðinu. „Það er merkt gönguleið upp á fjallið okkar hérna, Bæjarfell. Svo er virkilega gaman að ganga ströndina við Bjarnanes, þar er margt áhugavert og fallegt að sjá. “ Frá og með 15. júní er boðið upp á siglingar út í Grímsey í Steingrímsfirði. „Það er svona sjö mínútna sigling út í eyjuna, svo er farið í kringum hana og til dæmis fjölbreytt fuglalífið skoðað. Grímsey er mikil náttúruperla og þar er eitt stærsta lundavarp á Íslandi. Einnig býð ég upp á sjóstangaveiði,“ segir Ásbjörn. Ásbjörn og Valgerður reka líka veitingastaðinn Malarkaffi sem tekur 60 manns í sæti og opið er yfir allt sumarið. „Þar erum við með morgunverðarhlaðborð, hádegismat, kvöldmat og kaffiveitingar. Á Malarkaffi eru svo svalir með frábæru útsýni yfir Steingrímsfjörð og út í Grímsey.“
…ferðir
14 | amk… LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2016
kynningar
Ótrúleg fegurð Hornstrandir eru einn fallegasti staður landsins og þótt víðar væri leitað.
Gönguleiðir um Hornstrandir
H
ornstrandir eru einn fallegasti staður landsins og margar dásamlegar gönguleiðir sem staðurinn býður upp á.
1. Sæból – Látrar í Aðalvík
Gengið er inn með fjörunni og um lítinn klettabás þar sem þarf að sæta sjávarföllum fyrir Hvarfnúp og síðan áfram fyrir Mannafjall og að Látrum. Vaða þarf tvær ár á leiðinni (4 klukkustundir)
2. Hesteyri – Látrar í Aðalvík um Hesteyrarskarð Leiðin liggur um göngustíg frá Hesteyri og upp í Hesteyrar-
skarð en þar tekur við vörðuð leið fram á efstu drög Stakkadals. Stakkadalsós þarf að vaða rétt neðan Stakkadalsvatns. Þaðan er skammur gangur að Látrum (3-4 klukkustundir)
3. Hlöðuvík – Hornvík – um Atlaskarð
Frá Hlöðuvík liggur leiðin upp gönguslóða í brattri hlíð í innanverðum Skálakambi. Þar tekur við vörðuð leið ofan Hælavíkur og í Atlaskarð (327 metrar). Úr skarðinu er gengið niður í Rekavík og áfram í bröttum hliðarsneiðingi fyrir Kollinn að Höfn í Hornvík (4-5 klukkustundir)
4. Veiðileysufjörður – Hornvík – um Hafnarskarð
Úr botni Veiðileysufjarðar er farið um Hafnarskarð (519 metrar). Fáar vörður eru á leiðinni upp í skarðið en vel er varðað úr skarðinu niður í Hornvík (4-5 klukkustundir)
5. Hrafnsfjörður – Furufjörður – um Skorarheiði Leiðin liggur úr botni Hrafnsfjarðar um lága heiði, Skorarheiði (200 metrar), í Furufjörð. Hún liggur að hluta til á stíg en einnig eru vörður austan megin (3 klukkustundir)
Gistihúsið er vel staðsett og með góðri aðstöðu fyrir bæði einstaklinga og hópa.
Það verður enginn svikinn af því að heimsækja Vestfirði Við Fjörðinn er huggulegt og vel staðsett gistihús á Þingeyri við Dýrafjörð Unnið í samstarfi við gistihúsið Við Fjörðinn
H
jónin Sigríður Helgadóttir og Friðfinnur Sigurðsson, betur þekkt sem Sirrý og Finni, reka gistihúsið Við Fjörðinn á Þingeyri við Dýrafjörð og hafa gert síðan árið 2000. „Við opnuðum fyrst árið 2000 og höfum stöðugt verið að bæta okkur síðan. Hjá okkur er góð aðstaða fyrir bæði hópa og einstaklinga, við erum með átta herbergi og þrjár íbúðir og ein íbúðin er sérútbúin fyrir hreyfihamlaða,“ segir Sirrý en gistihúsið Við Fjörðinn er opið yfir sumartímann og eftir samkomulagi yfir veturinn. „Herbergin í gistihúsinu eru
Sigríður Helgadóttir, annar eigandi gistihússins Við Fjörðinn.
rúmgóð og hægt er að leigja herbergi með baði eða með aðgangi að sameiginlegu baðherbergi. Eins bjóðum við upp á morgunmat og er hann borinn fram í garðskálanum okkar úti í garði. Aðgangur
að interneti er í húsinu, boltaáskriftin er klár fyrir þá sem hafa áhuga á fótbolta,“ segir Sirrý og hlær við. Nóg af bílastæðum er í kringum gistihúsið en Sirrý segist oft á tíðum fá spurningar um það hvort hægt sé að leggja bílum hjá þeim. „Örstutt er svo frá gistihúsinu í sundlaugina, bara nokkur hundruð metrar. Á Þingeyri er einnig hægt að fara út að borða á þremur stöðum og fimm kílómetrar eru frá okkur á golfvöllinn í Meðaldal, sem er einn flottasti golfvöllur landsins. Ekki má svo gleyma að Ísafjörður er í 45 mínútna fjarlægð og þar er auðvitað margt að sjá.“
DESIGNED & TESTED IN ICELAND
W W W. C I N T A M A N I . I S
…ferðir
16 | amk… LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2016
kynningar
Gæðagisting við ysta haf Mikil kyrrð og náttúran engu lík
Unnið í samstarfi við Urðartind
V
ið bjóðum upp á góða gistingu í Norðurfirði á Ströndum, bæði er hægt að leigja herbergi og smáhýsi hjá okkur og öll okkar gisting er með sér baðherbergjum,“ segir Arinbjörn Bernharðsson, eigandi gistiheimilisins Urðartinds. Arinbjörn segir einstaka náttúrufegurð umkringja gistiheimilið. „Norðurfjörður er dæmi um stað sem enn hefur ekki verið troðinn undir af ferðamönnum, hérna er ágætis streymi af túrist-
um en enginn örtröð. Kyrrðin er mikil hérna og náttúran engu lík. Í Norðurfirði er mikið af gönguleiðum, þú þarft ekki að keyra neitt heldur gengur bara út um dyrnar á gistiheimilinu og þú ert komin út í náttúruna að njóta.“ Norðurfjörður er miðpunktur ferðaþjónustu í Árneshreppi á Ströndum. „Hérna er sundlaug, veitingahús, verslun og siglingar á Hornstrandir. Svo iðar allt af lífi við höfnina þar sem eru 30 smábátar á strandveiðum á sumrin,“ segir Arinbjörn.
Róa, róa Keppt verður kappróðri í höfninni á sunnudaginn.
Patreksfjörður undirlagður á sjómannadaginn Unnið í samstarfi við Vesturbyggð
S
Einstök náttúrufegurð er í Norðurfirði á Ströndum.
jómennskan er Vestfirðingum í blóð borin og því er sjómannadagurinn hvert ár mikil hátíð. Í raun er varla hægt að tala um sjómannadag á Patreksfirði heldur væri nær að tala um sjómannaviku því hátíðarhöldin hófust á fimmtudag og lýkur á morgun, sunnudag. Um er
ræða þétta dagskrá frá morgni til miðnættis alla dagana. Í dag, laugardag, verða tónleikar með karlakórnum Vestra í Patreksfjarðarkirkju, boðið verður upp á módelsýningu, hátíðarsiglingu og kvöldinu er svo lokað með balli í félagsheimilinu undir taktföstum tónum Matta Matt, Stebba Jakobs, Stefaníu Svavars og stórhljómsveit. Á morgun, sunnudag, heldur
veislan áfram með sjómannamessu klukkan 11 þar sem sjómenn eru heiðraðir. Að athöfn lokinni verður skrúðganga frá kirkjunni að minnisvarða látinna sjómanna þar sem blóm verða lögð við minnis varðann. Árlegur kappróður fer fram í höfninni og kvöldinu lýkur svo með hátíðarkvöldverði á Foss Hótel. Frábær skemmtun sem enginn er svikinn af.
Gisting í friðsælu og fallegu umhverfi á Barðaströnd Góð gisting fyrir fólk sem hyggur á ferðalög um sunnanverða Vestfirði Unnið í samstarfi við gistihúsið í Rauðsdal
G
istihúsið í Rauðsdal á Barðaströnd hafa hjónin Nanna Áslaug Jónsdóttir og Gísli Ásbjörn Gíslason rekið í 20 ár. „Við byrjuðum smátt en svo hefur þetta sífellt verið að vinda upp á sig. Nú rekum við gistihúsið með dyggri aðstoð barnanna okkar og búum hérna með bæði kindur og kýr,“ segir Nanna Áslaug en gistihúsið í Rauðsdal er opið allt árið um kring. „Við bjóðum upp á bæði svefnpokapláss og uppábúin rúm. Gistingin er í sérhúsi með 12 herbergjum og aðgangur er að baði og eldunaraðstöðu. Bæði er hægt að gista í tveggja manna herbergjum og svo fjögurra manna fjölskylduherbergjum. Morgunmatur er í boði fyrir þá sem það kjósa yfir sumartímann.“ Gistihúsið er fimm kílómetrum vestan við Brjánslæk þar sem ferjan Baldur kemur að, 50 kílómetrar eru þaðan til Patreksfjarðar og 85 kílómetrar að Látrabjargi. „Það er mjög hentugt fyrir farþega Baldurs sem ætla að ferðast um sunnanverða Vestfirði að gista tvær nætur hjá okkur, til dæmis ef þeir hyggja á dagsferðir á Rauðasand eða Látrabjarg, við erum mjög vel staðsett fyrir slíkar ferðir,“ segir Nanna. Tvær sundlaugar eru í ná-
Gistiheimilið er í friðsælu og fallegu umhverfi. Gistingin er í sérhúsi með 12 herbergjum.
grenni við gistihúsið í Rauðsdal og tvær heitar náttúrulaugar. „Í Flókalundi, sem er í 12 kílómetra fjarlægð, er sundlaug og heitur náttúrupottur. Svo er einnig sund-
laug og heitur náttúrupottur á Krossholtum, sem er 6 kílómetrum frá okkur. Góður matsölustaður er einnig í Flókalundi og gott að geta vísað gestum mínum þangað í mat.“ Skemmtileg sandfjara er fyrir neðan gistiheimilið. „Nánast allir sem gista hjá okkur fara í góða gönguferð um fjöruna. Þegar
vel viðrar á sumrin hafa ferðamenn jafnvel gjarnan fengið sér sundsprett í sjónum. Reiðskörð eru líka hér í næsta nágrenni og í góðu göngufæri eftir fjörunni. Gönguleiðir eru hérna í margar áttir og einmitt nýbúið að gefa út gönguleiðabók um þetta svæði hérna á Barðaströnd,“ segir Nanna.
…ferðir
18 | amk… LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2016
kynningar
Bolungarvík Vestramenn æfa á þessum velli yfir sumartímann.
Markmið að búa til flott félag sem getur spilað á meðal þeirra bestu Unnið í samstarfi við knattspyrnudeild Vestra
Ónýtt gervigras Vestramenn æfa á þessum úr sér gengna gervigrasvelli þegar snjóa leysir og þar til þeir komast á gras.
S
ameinað lið Ísafjarðar og Bolungarvíkur leikur í fyrsta sinn undir nafni Vestra í deildarkeppninni í knattspyrnu ár. Liðið hét áður BÍ/Bolungarvík og gekk iðulega undir nafninu Skástrikið. Vestri spilar í 2. deildinni í ár, eftir að hafa fallið úr 1. deildinni á síðasta tímabili. Samúel Sigurjón Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs, hefur verið viðloðandi stjórn deildarinnar frá því að liðið var í 3. deildinni sumarið 2008. „Ég byrjaði að starfa fyrir fótboltann fyrir vestan árið 2008 en það ár fór BÍ/Bolungarvík upp úr 3. deildinni. Liðið var skipað ungum leikmönnum og þremur erlendum leikmönnum en það sem skipti mestu máli var þjálfarinn, Slobodan Milosic, betur þekktur sem Míló. Hann gjörbreytti hugarfari manna hérna fyrir vestan og á þeim tíma kom hann með öðruvísi áherslur en áður þekktust hér í þjálfun. Hann var grjótharður, mikill leiðtogi sem fékk menn til að trúa á það sem hann var að gera. Það gekk svo sannarlega upp. Við tryggðum okkur annað sætið í 3. deildinni og sæti í 2. deildinni árið eftir. Því miður þurfti Míló að hætta störfum og flytja aftur til Akureyrar þar sem hann hefur búið nær allan sinn tíma á Íslandi,“ segir Samúel. Í stað Míló var Svartfellingurinn Dragan Kazic ráðinn en hann hafði þjálfað í Grindavík og varð seinna aðstoðarþjálfari hjá Val og ÍBV. „Við notuðum sama upplegg og árið á undan. Uppistaðan var ungir heimamenn og þrír erlendir leikmenn römmuðu inn leikmannahópinn. Liðið stóð sig
þokkalega og endaði í 5. sæti á sínu fyrsta ári í 2. deild,“ segir Samúel.
Fjársterkir aðilar mættu á svæðið
Árið 2010 fóru hlutirnir svo að gerast, að sögn Samúels. Alfreð Elías Jóhannsson var ráðinn þjálfari og stefna var sett upp í 1. deild. „Leikmannahópurinn var sterkur fyrir 2. deildarlið. Okkar heimamenn voru árinu eldri og reynslunni ríkari og meðal leikmanna sem léku það ár má nefna Róbert Örn Óskarsson, Emil Pálsson og Andra Rúnar Bjarnason sem skoraði nítján mörk í deildinni það ár. Jónmundur Grétarsson kom í félagsskiptaglugganum, skoraði tíu mörk í tíu leikjum og hjálpaði okkur að enda í 2. sæti og tryggja sæti í 1. deild.“ Þegar vel gengur þá vilja allir vera með og leggja sitt af mörkum og segir Samúel að á þessum tímapunkti hafi fjársterkir aðilar komið að liðinu og markmiðið hafi verið að festa litla liðið af Vestfjörðum í 1. deildinni.
„Við tókum ákvörðun um að skipta um þjálfara, þrátt fyrir góðan árangur, og fengum Guðjón Þórðarson vestur. Við fórum mikinn á leikmannamarkaðnum um veturinn, sterkir leikmenn gengu til liðs við okkur og við töldum þegar mótið hófst að við gætum barist um að fara upp í efstu deild. Það gekk þó ekki eftir því liðið endaði í sjötta sæti í deildinni. Árangurinn í bikarnum var hins vegar frábær. Við slógum út stjörnum prýtt lið Breiðabliks í átta liða úrslitum og töpuðum síðan fyrir KR í undanúrslitum fyrir framan tvö þúsund áhorfendur á Torfnesvelli um verslunarmannahelgina,“ segir Samúel. Um haustið var Jörundur Áki Sveinsson ráðinn þjálfari og hann stýrði liðinu í þrjú ár í 1. deildinni. Samúel segir að með ráðningu Jörundar Áka hafi ætlunin verið að fá að stöðugleika en það hafi ekki alveg gengið eftir vegna breyttra aðstæðna. „Árið 2013 vorum við með besta fótboltaliðið sem spilaði undir merkjum BÍ/
Bolungarvíkur. Liðið var aðeins tveimur stigum frá því að komast í Pepsi-deildina en næstu tvö ár voru basl sem endaði með falli í 2. deild á síðasta tímabili enda þurftum við að draga saman seglin í rekstrinum.“ Samúel segir að deildin núna hafi ekki farið nógu vel af stað hjá Vestra. „Við unnum tvo fyrstu leikina en síðan höfum við tapað tveimur leikjum, gegn ÍR og KV. Stefnan var og er að fara upp og ég hef enga trú á öðru en við réttum úr kútnum og komumst aftur á skrið,“ segir Samúel.
Mjög gott unglingastarf
Samúel er gríðarlega stoltur þegar talið berst að unglingastarfinu. „Unglingastarfið hefur verið mjög gott miðað við þá aðstöðu og fjölda iðkenda sem við höfum úr að spila. Við höfum til að mynda átt tvo til þrjá stráka sem hafa komist í svokallaða úrtökuhópa fyrir yngri landsliðin nánast ár hvert. Við áttum til að mynda þrjá stráka sem hafa verið á landsliðsæfingum í vetur með U16. Viktor Júlíusson og Daði Freyr Arnarsson voru í U17 ára landsliði Íslands á síðasta ári og Elmar Atli Garðarsson var á úrtökuæfingum fyrir U19. Þeir þekktustu sem hafa komið hér upp eru þó þeir Emil Pálsson og kóngurinn, Matthías Vilhjálmsson. Matti er klárlega besti leikmaðurinn sem hefur komið frá okkar svæði og erum við Vestra menn gríðarlega stoltir af Matta,“ segir Samúel en Matthías spilar
með Noregsmeisturum Rosenborg.
Aðstaðan ekki boðleg
Samúel segir að aðstaðan til knattspyrnuiðkunar á Ísafirði og Bolungarvík sé engan vegin boðleg. „Við æfum á parketi fyrir vetrartímann og á ónýtu gervigrasi fram á sumar. Svo sér Skeiðisvöllur í Bolungarvík um okkar yfir sumartímann þar sem Torfnesvöllur er aðeins nýttur undir leiki. Ég ætla að vona það að bæjarfélögin sjái nú sóma sinn í því að byggja fyrir okkur knattspyrnuhús og leggi gervigras yfir Torfnesvöll því að hann nýtist ekkert eins og er nema undir leiki yfir sumartímann.“
Eigum markmið og drauma en langt í land
„Markmið félagsins eru að til búa til flott félag sem getur vonandi spilað í deild þeirra bestu í framtíðinni. Við eigum gríðarlega langt í land en við verðum að hafa markmið og drauma. Við viljum búa til okkar knattspyrnumenn og ég held að félaginu hafi tekist það þokkalega gegnum tíðina. Það eru ákveðin kynslóðaskipti hjá okkur og margir ungir efnilegir leikmenn eru að fá tækifæri eins og kemur fram í úttekt á fotbolta.net í dag. Við erum það félag í þremur efstu deildunum sem gefur ungum leikmönnum hvað flest tækifæri en níu leikmenn undir 19 ára aldri hafa leikið fyrir Vestra það sem af er sumri. Ef okkur tekst að halda okkar uppöldu leikmönnum hjá okkur, og jafnvel að fá nokkra heim aftur, þá verða okkur allir vegir færir. En á meðan aðstaðan sem við búum við er ekki betri en hún er þá verðum við að setja okkur markmið í samræmi við það,“ segir Samúel.
15%
kaupauki til brúðhjóna
Vandaðar brúðargjafir Brúðhjón sem stofna brúðargjafalista hjá Kúnígúnd fá 15% kaupauka frá versluninni Setjið saman ykkar eigin brúðargjafalista á kunigund.is
Laugavegur - Kringlan - kunigund.is
…sjónvarp
20 | amk… LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2016
Þjóðbraut Sigurjóns
Bara vinir
Hringbraut Þjóðbraut á sunnudegi, klukkan 10. Sigurjón M. Egilsson er kominn yfir á Hringbraut og stjórnar spennandi umræðuþætti um málefni líðandi stundar, bæði á sjónvarpstöðinni Hringbraut og útvarpsstöðinni sem er á bylgjulengd 89,1.
Stöð 2 Just Friends laugardag klukkan 19.55. Fyndin og skemmtileg gamanmynd með Ryan Reynolds, Amy Smart og Chris Klein í aðalhlutverkum. Chris var of þungur unglingur sem fékk aldrei að vera annað en vinur Jamie, stúlkunnar sem hann elskaði. Mörgum árum síðar snýr hann til baka á æskuslóðirnar, gjörbreyttur í útliti, og fær annað tækifæri til þess að næla í æskuástina.
Heimildarmynd um Woody Allen RÚV Woody Allen: A Documentary laugardag klukkan 14.10. Áhugaverð heimildarmynd um leikstjórann og leikarann umdeilda Woody Allen. Kvikmyndagerðamaðurinn Robert B. Weide, sem tilnefndur hefur verið til Óskarsverðlauna, fékk að fylgja Woody Allen eftir í lífi, leik og starfi í yfir eitt og hálft ár við gerð myndarinnar. Fortíð Allen er skoðuð og hvað það er sem knýr hann áfram í sköpun sinni.
Laugardagur 04.06.16 rúv 07.00 KrakkaRÚV 10.35 Leiðin til Frakklands (7:12) e. 11.05 Umræðuþáttur - Forsetakosningar 2016 e. 12.50 Saga af strák (About a Boy) 13.10 Lottóhópurinn (1:6) (The Syndicate) e. 14.10 Woody Allen, heimildarmynd (Woody Allen, A Documentary) e. 17.15 Mótorsport (2:12) (Go-Kart og Kvartmíla) Þáttur um Íslandsmótin í rallý, torfæru og ýmsu öðru á fjórum hjólum. 17.45 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV (153:300) 18.20 Víkingaleikarnir (1:2) Víkingaleikarnir (Giants Live Viking Challenge) fór fram í Grindavík síðastliðið sumar og á meðal keppenda var fjallið Hafþór Júlíus Björnsson, sterkasti maður Evrópu. 18.54 Lottó (41:70) 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Áramótaskaup 2005 Tilefni af fimmtíu ára afmæli Sjónvarpsins sýnir RÚV sérvalin skaup frá síðustu fimmtíu árum. 20.45 Diary of a Wimpy Kid: Dog Days (Dagbók Kidda klaufa: Svakalegur sumarhiti) 22.20 Platoon (Flokksdeildin) Fjórföld óskarsverðlaunamynd. 00.15 Accidental Husband (Óvæntur eiginmaður) e. 01.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (73)
skjár 1 11:15 Dr. Phil 11:55 The Tonight Show with Jimmy Fallon 13:55 Korter í kvöldmat (1:12) 14:05 Survivor (14:15) 16:10 Kitchen Nightmares (4:4) 16:55 Top Gear (6:8) 17:45 Black-ish (20:24) 18:10 Saga Evrópumótsins (12:13) Skemmtilegir þættir þar sem rakin er saga Evrópumóts
landsliða í knattspyrnu. 19:05 Difficult People (8:8) Gamansería með Julie Klausner og Billy Eichner í aðalhlutverkum. 19:30 Life Unexpected (9:13) 20:15 Step Up 21:50 The Perks of Being a Wallfower Rómantísk mynd með Emma Watson, Logan Lerman og Ezra Miller í aðalhlutverkum. 23:35 Knocked Up Bráðfyndin gamanmynd með Seth Rogen, Katherine Heigl og Paul Rudd í aðalhlutverkum. 03:20 Law & Order: UK (7:8) 04:05 CSI (15:18)
Stöð 2 18:30 Fréttir Stöðvar 2 Fréttastofa Stöðvar 2 flytur fréttir í opinni dagskrá. 18:50 Íþróttir Íþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
Hringbraut 20:00 Lóa og lífið 20:30 Bankað upp á 21:00 Lífið / Ég bara spyr 22:00 Lífið / Mannamál 23:00 Þjóðbraut / Þinghóll
N4 15:30 Auðæfi hafsins 1 Fróðlegir þættir um auðæfin í hafinu við Ísland 16:00 Lífríki hafsins Við sláumst í för með Erlendi Bogasyni, kafara, og skoðum lífríkið í sjónum við Ísland 16:30 Auðæfi hafsins 2 17:00 Störf í uppsjávariðnaði 17:30 Auðæfi hafsins 3 18:00 Lífríki hafsins 18:30 Auðæfi hafsins 4 19:00 Störf í uppsjávariðnaði 19:30 Auðæfi hafsins 5 20:00 Lífríki hafsins 20:30 Auðæfi hafsins 1 21:00 Fiskidagurinn 2015 Dagskrá N4 er endurtekin allan sólarhringinn um helgar.
Lífið á sjó RÚV 1+31 dagur á sjó sunnudag klukkan 20.25. Íslensk heimildarmynd þar sem við fáum að kynnast lífinu um borð í tveimur fiskiskipum á Íslandsmiðum. Farið er með í dagróður á smábátnum Blossa ÍS 255 frá Flateyri og í mánaðarlangan túr með frystitogaranum Arnari HU 1 frá Skagaströnd. Áhugaverð mynd um erfið og hættuleg störf sjómanna.
Sunnudagur 05.06.16 rúv 07.00 KrakkaRÚV 10.10 Áramótaskaup 2005 e. 11.10 Augnablik - úr 50 ára sögu sjónvarps (22:50) e. 11.30 Refurinn e. 12.05 Bækur og staðir Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu. 12.10 Blenheim höll: e. 13.00 Eyðibýli (4:6) (Öxney) e. 13.40 Kristín Gunnlaugsdóttir e. 14.30 Á sömu torfu (Common Ground) e. 14.50 Þýskaland - Ísland (Forkeppni EM kvenna í handbolta) Bein útsending frá leik Þýskalands og Íslands í forkeppni Evrópumótsins kvenna í handbolta. 16.45 Víkingaleikarnir (2:2) 17.15 Saga af strák (About a Boy) e. 17.45 Táknmálsfréttir 17.55 KrakkaRÚV (154:300) 18.00 Stundin okkar (10:22) e. 18.25 Leiðin til Frakklands (10:12) (Vive la France) 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Eyðibýli (5:6) (Heiði) Ný þáttaröð um eyðibýli á Íslandi. 20.25 1+31 dagur á sjó Íslensk heimildarmynd þar sem fylgst er með lífi og starfi um borð í tveimur fiskiskipum á Íslandsmiðum. 21.25 Indian Summers (3:10) (Indversku sumrin) Ný þáttaröð frá BBC sem gerist við rætur Himalayafjalla sumarið 1932. 22.15 Íslenskt bíósumar - Brim Bíómynd frá 2010 eftir Árna Ólaf Ásgeirsson. 23.45 Vitnin (2:6) (Øyevitne) e. 00.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (74)
skjár 1 15:30 Growing Up Fisher (10:13) 15:50 Philly (22:22) 16:35 Life is Wild (4:13) 17:20 Parenthood (12:22)
18:45 Stjörnurnar á EM 2016 (11:12) 19:15 Top Gear: Patagonia Special (1:2) 20:15 Scorpion (25:25) Önnur þáttaraöðin af sérvitra snillingnum Walter O'Brien og teyminu hans sem eru með yfirburðarþekkingu hvert á sínu sviði. 21:00 Law & Order: Special Victims Unit (13:23) 21:45 The Family (8:12) 22:30 American Crime (8:10) 23:15 Penny Dreadful (2:10) 00:00 Hawaii Five-0 (25:25) 00:45 Limitless (8:22) 01:30 Law & Order: Special Victims Unit (13:23) 02:15 The Family (8:12) 03:00 American Crime (8:10) 03:45 Penny Dreadful (2:10) 05:10 Pepsi MAX tónlist
Stöð 2 18:30 Fréttir Stöðvar 2 Fréttastofa Stöðvar 2 flytur fréttir í opinni dagskrá. 18:50 Íþróttir Íþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
Hringbraut 10:00 Þjóðbraut á sunnudegi 12:00 Þjóðbraut á sunnudegi 14:00 Endurtekið efni 20:00 Heimilið / Afsal 21:00 Okkar fólk 21:30 Kokkasögur
N4 15:30 Auðæfi hafsins 1 16:00 Lífríki hafsins Við 16:30 Auðæfi hafsins 2 17:00 Störf í uppsjávariðnaði 17:30 Auðæfi hafsins 3 18:00 Lífríki hafsins 18:30 Auðæfi hafsins 4 19:00 Störf í uppsjávariðnaði 19:30 Auðæfi hafsins 5 20:00 Skeifnasprettur 20:30 Lífríki hafsins 21:00 Skeifnasprettur 21:30 Auðæfi hafsins 1 22:00 Skeifnasprettur Dagskrá N4 er endurtekin allan sólarhringinn um helgar.
…sjónvarp
21 | amk… LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2016
Föst í árinu 2003 Sófakartaflan
Brynhildur Bolladóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri
Íslenskt bíósumar hefst á RÚV RÚV Brim sunnudag klukkan 22.15. Íslensk bíómynd frá árinu 2010 eftir Árna Ólaf Ásgeirsson. Ung kona ræður sig sem háseta á bát þar sem fyrir er samheldin áhöfn fullskipuð karlmönnum. Hún kemst svo að því að plássið sem hún fékk losnaði vegna voveiflegra atburða og nærvera hennar fer illa í þá sem eru á skipinu fyrir. Aðalhlutverk: Ingvar E. Sigurðsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafur Egilsson og Víkingur Kristjánsson.
Magnaður danskur spennutryllir Netflix A Hijacking. Rafmögnuð spennumynd sem fjallar um danska flutningaskipið MV Rosen sem sómalskir sjóræningjar ræna á Indlandshafi. Skelfilegar aðstæður taka við þar sem skipverjar berjast við að halda lífi á meðan eigandi skipsins reynir að ná samkomulagi við sjóræningjana sem krefjast þess að fá milljónir dollara í lausnargjald. Aðalhlutverk: Søren Malling, Johan Philip Asbæk, Dar Salim, Amalie Ihle Alstrup, Linda Laursen, Hassan Abdullahi Mussa og Abdullah Jamal Mohamed.
Leituðu uppi sæðisgjafann Netflix The Kids Are All Right. Dramatísk og skemmtileg mynd með frábæru leikkonunum Annette Bening og Julianne Moore í aðalhlutverkum. Nic og Jules eiga tvö börn með hjálp sæðisgjafa. Börnin, sem forvitin eru um uppruna sinn, ákveða einn daginn að finna sæðisgjafann og mæta með hann heim til mæðra sinna, öllum að óvörum. Atburðarásin þegar sæðisgjafinn er kominn inn í myndina verður nokkuð skrautleg. Vönduð mynd sem tilnefnd var til fernra Óskarsverðlauna.
Sykursæt ástarsaga Netflix Maid in Manhattan. Sykursæt mynd með Jennifer Lopez og Ralph Fiennes í aðalhlutverkum. Marisa Ventrua er einstæð móðir og vinnur sem þerna á flottu hóteli á Manhattan. Einn daginn verður myndarlegur þingmaður á vegi hennar á hótelinu og Marisa villir á sér heimildir. Þingmaðurinn er ekki lengi að falla fyrir Marisu en hann veit í raun enginn deili á henni og hefur ekki hugmynd um að hún sé þerna á hótelinu þar sem hann dvelur sem gestur.
„Ég er mjög hrifin af línulegri dagskrá. Ég horfi mikið á RÚV og sé þannig allskonar hluti sem ég vissi ekki að ég hefði áhuga á. Það er það fallega við „venjulegt“ sjónvarp. Mér finnst mjög gaman að kíkja aðeins á þýsku stöðvarnar og halda þýskunni minni við. Uppáhaldssjónvarpsþættirnir mínir eru Survivor og ég hafði mjög gaman af The Good Wife. Annars virðist ég svolítið hafa fest bara í árinu 2003, The OC eru ennþá mjög ofarlega á lista hjá mér. Mér finnst vandræðalega gaman að horfa á My 600 lbs life, en í hverjum
þætti er akfeitu fólki fylgt eftir í ár eftir að það fer í hjáveituaðgerð. Það er svo gaman að sjá fólk takast á við vandamálin sín, sem eru oftast allt önnur en ofþyngd. Helst vil ég horfa á bíómyndir sem ég get speglað sjálfa mig í og eru svolítið hægar og þöglar. „Brynhildur vill bara horfa á myndir með skrýtnum skrúfum eins og hún sjálf er,“ segir kærastinn minn. Ég þoli eiginlega ekki Netflix. Maður gerir ekkert nema fletta í gegnum endalaust af efni og enda á að slökkva á sjónvarpinu og fara bara að lesa. Kannski er það öllum fyrir bestu.“
Mynd | Hari
Hrifin af línulegri dagskrá Brynhildur horfir mikið á RÚV og sér þannig allskonar hluti sem hún vissi ekki að hún hefði áhuga á.
…matur
22 | amk… LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2016
GASTROPUB
Hlynsírópsgljáður silungur á viðarplanka
A SVÍNVIRKAR FYRIR HÓPA KJALLARINN á Sæta svíninu er ný og skemmtileg aðstaða fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum. KJALLARINN er frábær fyrir alls konar tilefni; hádegis- eða kvöldverð, veislur, vinnufundi, kokteilboð, bjórkvöld eða fyrir „Happy Hour“ eftir vinnu. FYRSTA FLOKKS AÐSTAÐA Í NOTALEGUM SAL • Sæti fyrir allt 60 manns – hægt er að taka á móti fleirum í standandi veislu • Skjávarpi og tjald • Tilvalið er að koma með eigin tónlist og/eða skemmtiatriði • Bar • Frábær staðsetning í hjarta Reykjavíkur
Í boði eru fjölbreyttar veitingar; girnilegir hópmatseðlar, spennandi veitingar fyrir standandi veislur og auðvitað fljótandi veigar. Við hlökkum til að taka á móti þínum hóp!
ELDHÚSIÐ ER OPIÐ 11.30–23.30 SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is
ð elda á viðarplanka er klassísk grillaðferð í Norður-Ameríku. Aðferðin er komin frá frumbyggjum á norðvesturströnd Kyrrahafsins og mun hafa verið notuð frá ómunatíð. Fyrsta skráða heimildin um þessa aðferð er frá 1911 í Boston Cooking School Cookbook eftir Fannie Farmer – en þá var hún notuð til að elda kjúkling og kartöflur. Frumbyggjar munu hafa notað aðferðina við að reykja lax til geymslu. Nú er hún oftast notuð til að snöggreykja fisk, helst feitan fisk eins og lax, silung og makríl, þar sem reykurinn á auðveldara með að bindast feitari fisktegundum. Lykilatriði er að nota fjalir sem eru algjörlega ómeðhöndlaðar með gerviefnum og nota við sem gefur frá sér bragðgóðan reyk. Sedrusviður er mjög oft notaður en þó má nota hvaða við sem er, til dæmis af epla- eða kirsuberjatrjám svo eitthvað sé nefnt. Annað sem þarf að hafa í huga er að mikilvægt er að bleyta upp í viðnum í nokkrar klukkustundir svo hann reyki sem mest og kvikni síður í honum. Það er reyndar líka í góðu lagi hafi maður stjórn á hlutunum!
Fyrir fjóra 1 kg silungsflök 2-4 msk hlynsíróp 1 msk jómfrúarolía sítrónusneiðar salt og pipar 1. Leggið viðarplankann í bleyti í minnst klukkustund. 2. Skolið og þerrið silunginn að því loknu og leggið á viðarplankann. 3. Blandið saman olíu og sírópi og penslið silunginn vandlega. Saltið og piprið. 4. Skerið sítrónu í þunnar sneiðar og leggið ofan á silunginn.
5. Leggið viðarplankann á blússheitt grill og eldið í 10-12 mínútur þar til fiskurinn er gegnumeldaður.
María Tryggvadóttir heldur til
Grikklands á vegum Rauða krossins til að bregðast við neyðarástandi sem hefur skapast í norðurhluta landsins vegna fjölda flóttamanna.
alla föstudaga og laugardaga
Kardashian-klanið rukkar rappara
Í djúpum skít Tyga hefur reitt Kardashian-klanið til reiði.
Tyga sem er barnsfaðir Blac Chyna, heitkonu Rob Kardashian, var nýverið sagt upp af Kylie Jenner og nú hefur hann náð að reita Kardashian-klanið til reiði. Kylie Jenner var reyndar ekki lengi kona ólofuð heldur byrjaði með öðrum rappara sem ber hið frumlega nafn „Veisla í næsta herbergi“ en fjölskyldan sakar Tyga um að hafa fengið lánaðar 260 milljónir frá ungfrú Jenner
rapparann komast upp með að stela frá systur sinni og munu þær systurnar hafa rætt um mögulegar leiðir til að ná peningum til baka í raunveruleikaþættinum „Keeping up with the Kardashians“. Amk... hefur fulla trú á því að Khloe muni ná peningunum frá Tyga.
Rapparinn Tyga er fokinn út af jólakortalista Kardashian-fjölskyldunnar Skilaðu peningunum Systurnar Kylie Jenner og Khloe Kardashian vilja fá peningana til baka.
en ekki greitt lánið til baka. Og þótt Kylie sé lamb að leika sér við þá gegnir ekki sama máli um systur hennar, Khloe Kardashian. Sú er nýskilin við körfuboltakappann og krakksjúklinginn Lamar Odom og hefur því nægan tíma til að rukka Tyga. Og að sögn þeirra sem til þekkja þá er Khloe grjóthörð. Hún ætlar ekki að láta
Ellý á skólabók Fjölmiðlakonan Ellý Ármanns mun setjast á skólabekk næsta haust en hún tilkynnti á Facebook-síðu sinni að hún hefði fengið inngöngu í MBA-nám Háskóla Íslands. Ellý, sem rekur vefsíðuna Fréttanetið, segir að hún hafi loksins ákveðið að gera eitthvað fyrir sjálfa sig – hlusta á litlu stúlkuna innra með sér.
PORCELANOSA
flísar fyrir vandláta
Ný verkefni fram undan Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir, einkaþjálfari, lífsstílsbloggari og snapchat-drottning, er dugleg að gefa fylgjendum sínum góð ráð og halda stuttar hvatningarræður og fléttar gjarnan sinni eigin reynslu inn í þær. Á dögunum ljóstraði hún því upp að hún væri að vinna að nýju verkefni sem hún væri mjög spennt fyrir, en fyndi jafnframt fyrir kvíðahnút í maganum. Hún vill þó ekki ljóstra því upp strax hvað hún er að fara að gera en það kemur í ljós síðar í sumar. Kom þetta fram í ræðu þar sem hún fjallaði um að þegar fólk færi út fyrir þægindarammann þá hugsaði það alltof oft um hvort því myndi mistakast. Má því draga þá ályktun að Lína sé að fara að takast á við eitthvað sem hún hefur ekki gert áður.
Brjálað hjá Jakobi á þjóðhátíðardaginn Stuðmaðurinn og miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon mun hafa mörg járn í eldinum á þjóðhátíðardaginn sjálfan, 17. júní. Ekki bara við skipulagningu hátíðarhalda í miðborginni. Global Warming, ný plata hans undir listamannsnafninu Jack Magnet, kemur út í Bandaríkjunum auk þess sem hann treður upp á Secret Solstice tónlistarhátíðinni í Laugardal klukkan 17 þennan dag ásamt dóttur sinni, Bryndísi, sem hefur búið og starfað erlendis undanfarin sex ár.
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755