frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 27. tölublað 7. árgangur
Laugardagur 04.06.2016 Múslimar snúast til kristni á Íslandi Hælisleitendur leita á náðir kirkjunnar 6
Matur á 1000-kall 26
Femínisti og alls engin tískudrós Verður Eliza Reid næsta forsetafrú Íslands? 18
Eltihrellar Alvarlegir glæpir án afleiðinga Vill vera í friði í kústaskáp Kristófer Páll á stúdentagörðunum
34
Ívar í Rúmfatalagernum Skemmtilegasti verslunarstjóri landsins
36
Ekki alltaf auðvelt að vera Íslendingur Heimsferðalag Kristins Sigmundssonar á tímum Panama
24
EITT SAMTAL VARÐ AÐ FJÖGURRA ÁRA OFSÓKNUM ALEXANDRA ARNDÍSARDÓTTIR FANN HJÁLP Á FACEBOOK
Gígja er einkabílstjóri Lilla apa Skrítin sumarvinna
38
LAUGARDAGUR
04.06.16
UPPLIFÐI MIG EKKI SEM SÆTU STELPUNA Í ÍÞRÓTTAFRÉTTUNUM SILUNGUR Á VIÐARPLANKA AÐ HÆTTI LÆKNISINS
REYNDI AÐ NEYÐA HANA Í VÆNDI
Á FERÐ UM VESTFIRÐI HVAÐA FYLGIHLUTIR ERU ÓMISSANDI Í SUMAR?
HREFNA I. JÓNSDÓTTIR VAR OFSÓTT ÁRUM SAMAN Mynd | Berglind Óttarsdóttir
SALÓME GUNNARS
MEÐREIÐARSVEINN ARMSTRONGS KEPPIR Á WOW CYCLOTHON
STREITTIST Á MÓTI KÖLLUN SINNI JÖKULLINN LOGAR HJÁ BJÖRGÓLFI THOR
2
Vestfirðingar og fleira fólk Mynd | Hari
PORCELANOSA
flísar fyrir vandláta
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
2|
FRÉTTATÍMINN | Helgin 4. júní – 5. júní 2016
Leigja vændiskonum íbúðir á uppsprengdu verði Vændi Nokkrar erlendar vændiskonur halda til í Reykjavík og leigja íbúðir á uppsprengdu verði af íslenskum karlmönnum tengdum fíkniefnaheiminum. Konurnar auglýsa vændi í gegnum vefsíðuna City of Love, og taka á móti viðskiptavinum í íbúðunum Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is
Samkvæmt heimildum Fréttatímans gera mennirnir húsaleigusamninga við konurnar um miklu lægri
húsaleigu en þær þurfa raunverulega að borga. Þær greiða hátt í 400 þúsund krónur á mánuði fyrir tveggja til þriggja herbergja íbúðir og þurfa reiða fram greiðslur vikulega. Talið er að að minnsta kosti fjórar til sex slíkar íbúðir séu í höfuðborginni sem sömu einstaklingar eiga og leigja út. Hver kona er ein í íbúð. Húseigendurnir bjóða konunum vernd, ef viðskiptavinir þeirra eru með vesen. Mennirnir settu sig í samband við konurnar í gegnum vefsíðuna City of Love og buðu þeim íbúðirnar til leigu. Þeir tengjast fíkniefnaheim-
Kona slær ræðumet Alþingis í fyrsta sinn Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG, talaði lengst allra þingmanna á vorþingi eða alls í 1173 mínútur Þetta er í fyrsta sinn sem kona slær metið en þær hafa löngum verið hógværari á ræðutíma en þingkarlarnir. Athygli vekur að f lokksbróðir hennar úr sama kjördæmi, Steingrímur J. Sigfússon, er í öðru sæti og talaði í heilar 1017 mínútur. Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra er í þriðja sæti en hann talaði í 915 mínútur. Alþingismenn fóru í sumarfrí í Bjarkey Olsen gær þegar Gunnarsdóttir fundum talaði lengst allra þingmanna var frestað fram til 15. á síðasta þingi. ágúst. Alls urðu 79 mál að lögum á þessu þingi auk þess sem þingmenn samþykktu 52 ályktanir. Enginn dagsetning er komin á alþingiskosningar í haust en ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa sagst vilja afgreiða tugi mála áður en kosið er. | þká
Horfið frá tekjutengingum sem önnur lönd vilja taka upp Frumvarp Illuga vill afnema kerfi sem Bandaríkjamenn vilja taka upp. Ísland eina landið í heiminum þar sem tekjutengd námslán fyrnast ekki Í Ba nda r í kju nu m er öllu m námsmönnum nú boðið upp á tekjutengd lán og var það fært í lög í desember í fyrra. Áður var hluta námsmanna boðið upp á þessa endurgreiðsluleið og gafst kerfið svo vel að ákveðið var að víkka það út. Ísland var fyrsta landið í heiminum til að innleiða tekjutengd námslán, en verði frumvarp Illuga að veruleika á næsta þingi verður þessi leið afnumin. Hérlendis hefur verið boðið upp á tekjutengd námslán frá árinu 1976, en lönd á borð við Bretland, Ástralíu, Suður-Kóreu og Ungverjaland hafa fylgt í kjölfarið. Helstu kostir þessara lána eru taldir vera minni greiðslubyrði fyrir nemendur, sem eykur fjárhagslegt öryggi. Jafnframt tryggir þetta að nemendur standi
Nemendur í HR.
í skilum, en vanskil settu lánasjóð Síle á hausinn árið 2011. Í frumvarpi Illuga er eitt helsta markmið breytinganna að koma í veg fyrir að lánasjóðurinn verði af tekjum þegar nemendur deyja frá ógreiddum lánum, en Ísland er eina landið þar sem endurgreiðslna er krafist fram á dánardag. Annarsstaðar fyrnast tekjutengd lán á 20 til 25 árum, svo hluti þeirra er aldrei greiddur. Því virðist sem endurheimtur af slíkum lánum séu meiri hér en annarsstaðar, en dugir það ekki til að menn vilja hér afnema kerfi sem aðrir eru að innleiða. | vsg
AFMÆLISTILBOÐ 50 ára gasgrill 3ja brennara Niðurfellanleg hliðarborð
• Afl 10,5 KW
VERÐ ÁÐUR 98.900 AFMÆLISTILBOÐ
79.900 Nr. 12934
Á R A
• 3 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveiking í öllum tökkum • Niðurfellanleg hliðarborð • Tvöfalt einangrað lok • Postulínsemaleruð efri grind • Hitamælir • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu • Vönduð yfirbreiðsla fylgir
grillbudin.is
Grillbúðin
Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400
inum á Íslandi og innflutningi á eiturlyfjum. Lögreglan hefur fylgst með síðunni í nokkur ár og átt í samskiptum við nokkrar þeirra kvenna sem þar bjóða fram vændi. Lögreglan hefur sérstaklega haft afskipti af yngstu konunum og segir mynstrið líkjast mansali, þar sem bakgrunnur kvennana er keimlíkur. Þær hafi verið sendar á milli landa til að stunda vændi. Á vefsíðunni er útlit fyrir að rúmlega hundrað einstaklingar af báðum kynjum bjóði vændi á Íslandi en lögreglan hefur ekki yfirsýn yfir hve margir þeir eru í raun. Fyrir um
Íslenskir íbúðaeigendur settu sig í samband við vændiskonurnar í gegnum vefsíðuna City of Love.
ári síðan gerði lögreglan lauslega könnun á umfangi vændisstarfseminnar á síðunni og fann á bilinu 8-15 virkar prófílsíður. Nú er útlit fyrir að enn fleiri séu virkir. City of love er velþekkt vændissíða og auglýst sem fylgdarþjónusta. Á prófílsíðu hverrar vændiskonu eru nákvæmar upplýsingar um hverskonar kynlíf þær bjóða, og ítarleg verðskrá fyrir hverja og eina. Þannig kostar klukkustund um 40-60 þúsund krónur en heill sólarhringur frá 300 -500 þúsund krónur. Símanúmer og netföng kvennanna fylgja með.
Faðir drengsins titraði af reiði Dómsmál Kaj Anton játaði fíkniefnaneyslu og sagði barnið hafa dottið Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is
Sindri Kristjánsson, faðir hins tveggja ára drengs sem Kaj Anton er sakaður um að hafa misþyrmt, sýndi mikla bræði í réttarhöldum málsins sem fram fóru Jæren Tingrett í Noregi í vikunni. „Það er óskiljanlegt hvernig hægt er að gera svona við lítið barn.“ Kaj Anton Arnarsson Larsen bíður niðurstöðu dómara við Jæren Tingrett í Noregi. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi í átta mánuði, grunaður um að hafa misþyrmt tveggja ára syni Sindra K ristjánssonar í Stavanger í fyrra. Réttarhöldin fóru an var að byrja í fram í vikunni en nýrri vinnu á leikmóðir barnsins var skóla. Litli drengurkærasta Kaj Antons inn, sem þá var rétt þegar málið kom tveggja ára gamall, upp. var veikur og gat Við aðalmeðferð ekki farið í leikskólmálsins kom fram ann. Kaj Anton var Kaj Anton Arnarsson Larsen því með drenginn. að fram að bæði bíður dóms í málinu. Þegar konan kom Kaj Anton og móðheim úr vinnu var ir barnsins hefðu verið í fíkniefnaneyslu þegar málið drengurinn meiddur og fór hún, kom upp. Móðirin og barnið hafa ásamt Kaj Antoni, með hann á spítdvalið í sérstökum fjölskylduúrræð- ala. um í Stavanger og Bergen síðan. Þar vöknuðu grunsemdir heilVið réttarhöldin hélt Kaj Anton brigðisstarfsfólks um að drengnum fram sakleysi sínu og skýrði áverka hefði verið misþyrmt. Drengurinn á barninu með þeim hætti að það var handleggsbrotinn, með mar á hefði dottið í tví- eða þrígang. höfði, stóran marblett á baki og ældi Forsagan er sú að Kaj Antoni var sökum heilahristings. treyst fyrir drengnum þegar konSindri Kristjánsson, faðir barns-
Sindri Kristjánsson er faðir drengsins sem talið er að Kaj hafi misþyrmt.
ins, gaf einnig skýrslu fyrir dómi og var mjög mikið niðri fyrir. Þeir Kaj Anton eiga sögu saman en þeir hafa báðir afplánað dóma fyrir aðild að Háholtsárásinni svokölluðu. Árásin var hluti af uppgjöri tveggja glæpahópa en Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson fóru fyrir árásinni. „Ég var mjög reiður og bara titraði við að sjá þennan mann. Það kemur enginn annar til greina,“ segir Sindri. Hann sat í fangelsi í Noregi þegar málið kom upp en kom á spítalann tveimur dögum síðar. „Þegar ég hitti son minn loksins var hann afmyndaður í andlitinu. Mjög lítill í sér og hræddur í einhvern tíma á eftir. Það er gjörsamlega óskiljanlegt hvernig menn geta gert svona. Þetta er bara algjör rotta.“
Skorar á fyrirtækin að birta gögnin „Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessi svör,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Hvorki Seðlabanki Íslands né fjármálaráðuneytið geta svarað því hversu mikið fé álfyrirtækin á Íslandi hafa flutt úr landi eftir að fjármagnshöftum var komið á „Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessi svör,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Hvorki Seðlabanki Íslands né fjármálaráðuneytið geta svarað því hversu mikið fé álfyrirtækin á Íslandi hafa flutt úr landi eftir að fjármagnshöftum var
komið á. Þá fást ekki heldur upplýsingar um arðgreiðslur á árunum 2009 til 2015. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn hennar á Alþingi. Fjármálaráðuneytið segist ekki búa yfir upplýsingunum og Seðlabankinn ber fyrir sig þagnarskyldu o g p e r s ó nu ver nd. „Hér hefur verið umræða um þunna eiginfjármögnun stórfyrirtækja sem snýst um
að færa fjármuni innan sömu samstæðu milli landa. Þetta er mál sem varðar hagsmuni almennings og ég held að þessi fyrirtæki ættu að sjá sér hag í því að hafa þessar upplýsingar uppi á borðinu, ég skora á þau að höggva á hnútinn og birta gögnin,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir segir málið varða almannahagsmuni.
Vatnsslagur á sjómannadaginn Ingólfstorg 5. júní kl. 14:00 Skráðu þitt lið á Facebook síðu 66°Norður. Síðast fór allt á flot. Hvetjum áhafnir sérstaklega til að skrá sig.
• • • • •
Vatnsbyssur, vatnsblöðrur og vatnsfötur. Tíu í liði. Þátttakendur fá lánaða pollagalla. Liðið sem er fyrst til að klára vatnsbirgðirnar sigrar. Aldurstakmark 16 ára.
4|
FRÉTTATÍMINN | Helgin 4. júní – 5. júní 2016
Dýraníðingur má ekki eiga dýr Dýravernd Andlega veikur maður var sviptur réttinum til þess að eiga dýr eftir að hann kveikti í kanínu „Mín skoðun er sú að þarna sé komið gott fordæmi, og líklega án fordæma,“ segir Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og baráttumaður fyrir réttindum dýra, en karlmaður var sviptur réttinum til þess að eiga dýr til æviloka í Héraðsdómi Norðurlands eystra á fimmtudaginn. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa bundið lifandi kanínu með
vír við brunahana fyrir framan afgreiðslu tryggingafélagsins VÍS við Glerárgötu á Akureyri í janúar á síðasta ári. Maðurinn aflífaði hana svo með sérstaklega grimmilegum og þjáningarfullum hætti þegar hann hellti fyrir hana bensíni og kveikti í henni. Kanínuna hafði maðurinn keypt í gæludýrabúð skammt frá vettvangi. Í niðurstöðu dómsins segir að maðurinn sé sakfelldur fyrir stórfellt brot gagnvart dýrinu og verður hann sviptur heimild til að hafa dýr í umsjá sinni, versla með þau eða sýsla með þau með öðrum
hætti. Þá þótti ekki tilefni til að takmarka sviptinguna, hvorki við tiltekið tímabil né tilteknar dýrategundir. Árni Stefán bendir á að karlmaður hafi verið sviptur réttinum til þess að eiga dýr í fimm ár eftir að hann var fundinn sekur um að drekkja hundi með grimmilegum hætti á Vestfjörðum. Árni segir að sú niðurstaða hafi verði vond, enda sé lítill munur á þessu afbroti og þegar hundur er aflífaður með svo grimmilegum hætti. „Ég er því á þeirri skoðun að þarna sé komið verulega gott for-
dæmi í dýravernd á Íslandi og að þarna sé um dóm að ræða sem hefur varnaráhrif,“ segir Stefán Árni. Maðurinn sem um ræðir er andlega veikur. Hann var einnig dæmdur fyrir vopnalagabrot og brot á fíkniefnalöggjöfinni. Var hann dæmdur í 8 mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára.
Maðurinn kveikti í kanínunni úti á miðri götu.
Afi Guðna Th. var barinn af Bretum Lögreglan þurfti að aðstoða Karim Askari við að bera út eigur Menningarseturs múslima. Mynd | Hari
Segir íslamskan skóla algjört rugl Samfélagsmál Formaður félags múslima segist ekki sammála því að sérstakur skóli verði opnaður í Ýmishúsinu fyrir múslimsk börn „Ég er algjörlega á móti þessu, þetta er algjört rugl,“ segir Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, en honum hugnast ekki áætlanir Karim Askari, sem vill breyta Ýmishúsinu í Menningarmiðstöð fyrir múslima, þar sem meðal annars verður boðið upp á skóla og frístund fyrir börn. Salmann segist kannast vel við hugmyndina um að koma á fót skóla fyrir múslima hér á landi en hann er alfarið á móti slíkum hugmyndum. „Þetta verður til þess að aðskilja múslima frá Íslendingum,“ útskýrir hann og bætir við að það sé bæði mikilvægt að börn aðlagist íslensku samfélagi, og ekki síst að þau fari ekki á mis við tengslanetið sem myndist strax í grunnskóla hjá skólabörnum.
Eins og fram kom í fréttum í vikunni lét framkvæmdastjóri Stofnunar múslima á Íslandi, Karim Askari, bera Menningarsetur múslima út úr húsinu. Félag Karim hefur fengið umtalsvert fé frá Saudi-Arabíu auk þess sem yfir 200 milljónir króna söfnuðust í söfnun á vegum sænska hópsins Ar-Risalah fyrir kaupum á Ýmishúsinu árið 2012. „Ég skil ekki heldur af hverju það ætti að vera áhugi á þessu hjá múslimum. Þannig sé ég ekki fyrir mér að foreldrar í Breiðholti nenni að keyra börnin í Ýmishúsið í íslamskt nám,“ segir Salmann. Spurður hvað honum hafi fundist um útburðarmál Stofnunar múslima á Íslandi gegn Menningarsetri múslima sem imaminn Ahmed Seddaq fer fyrir, svarar Salmann að það hafi verið sorgleg sjón. „Þarna voru fullorðnir menn að berjast eins og einhverjir bjánar, það er eitthvað sem á ekki að gerast,“ segir Salmann. | vg
Þorskastríð Í vikunni var þess minnst að 40 ár eru liðin frá lokum síðasta þorskastríðsins við Breta. Óvæntara var að Landhelgismálin rötuðu aftur inn í stjórnmálaumræðuna þegar forsetaframbjóðandinn Davíð Oddsson ásakaði forsetaframbjóðandann Guðna Th. Jóhannesson um að efast um að Íslendingar hafi unnið fullan sigur í þorskastríðinu, og voru þeir ósammála um hver hefði sagt hvað Valur Gunnarsson valurgunnarsson@frettatiminn.is
Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi var átta ára gamall þegar síðasta þorskastríðinu lauk, og ekki enn fæddur þegar það fyrsta hófst. Afi hans og nafni, Guðni Thorlacius, var skipherra í fyrsta þorskastríðinu sem stóð frá 1958 til 1961 og snérist um útfærslu landhelginnar í 12 mílur. En það var ekki í eina skiptið sem hann þurfti að kljást við Breta. Guðni Thorlacius var skipherra á vitaskipinu Hermóði sem beitti sér í fyrsta þorskastríðinu og síðan á skipinu Árvakri. En það var ekki í eina skiptið sem hann lenti í útistöðum við Breta. Í seinni heimsstyrjöld var hann 1. stýrimaður á fragtskipinu Arctic sem keypt var til landsins árið 1940. Undir lok árs 1941 var það sent með fisk til Vigo á Spáni þar sem útsendarar Þjóðverja hótuðu að sökkva því á heimleiðinni ef skipstjóri samþykkti ekki að senda þeim veðurskeyti. Eftir samráð við íslenska konsúlinn í Vigo ákváðu skipstjórinn og
Guðni Thorlacius var skipherra á vitaskipinu Hermóði og afi Guðna Th. forsetaframbjóðanda.
Guðni Th. Jóhannesson var átta ára þegar síðasta þorskastríðinu lauk.
Davíð Oddsson sakaði Guðna Th. um að efast um fullnaðarsigur Íslendinga í þorskastríðinu.
loftskeytamaðurinn að ganga að kröfunum, en ekki er vitað til þess að aðrir í áhöfninni væru með í ráðum. Voru sjö skeyti send til Þjóðverja meðan á heimferð stóð, en Bretar miðuðu skipið út og var þar loks hertekið af þeim í Vestmannaeyjum. Bretar fluttu áhöfnina í fangelsi á Kirkjusandi, þar sem hún mátti þola mikið harðræði. Sigurjón Jónsson skipstjóri andaðist umborð í skipi sem átti að flytja hann til fangabúða í Bretlandi, sem líklega má rekja til illrar meðferðar. Segir jafnframt í heimildum að Guðni hafi verið „barinn í plokkfisk,“ þar sem tveir hermenn stóðu sitt hvorum megin við hann og reistu hann þrisvar upp til áframhaldandi barsmíða þegar hann féll niður. Guðni eldri lést árið 1975, 67 ára
Landhelgisdeilan hin fjórða
Davíð Oddsson ásakaði Guðna Th. í viðtali á Eyjunni um að telja fólk vera með „falskar minningar“ varðandi fullnaðarsigur í þorskastríðunum. Í framhaldinu var dregin fram grein frá 1977 þar sem Davíð hrósaði Ólafi Jóhannessyni forsætisráðherra fyrir að hafa farið samningaleiðina í stað þess að berjast til þrautar. Á miðvikudaginn var þess minnst að 40 ár eru liðin frá því síðasta þorskastríðinu lauk, en fáir bjuggust við að það yrði að kosningamáli. að aldri. Í spjalli á vefsíðunni fornleifur segist Guðni Th. aldrei hafa heyrt afa sinn segja sögur úr stríðinu, en hann ávallt hafa borið helbláan blett á efri vörinni, sem var ummerki eftir barsmíðar Breta. Því ekki að undra að forsetaframbjóðandinn hafi haft mikinn áhuga á þorskastríðum og sagnfræði almennt, með svo beina tengingu við söguna fyrir augunum.
Grísk jógúrt Jafnréttisstefna ein og Ofurfæða! Stútfull af góðri fitu og próteini Morgunmatur: Grísk jógúrt, múslí, sletta af agave
Eftirréttur: Grísk jógúrt, kakó, agave chia fræ
Köld sósa: Grísk jógúrt, handfylli rifin gúrka, 2 hvítlauksrif, salt og pipar
Lífrænar mjólkurvörur
www.biobu.is
sér skilar ekki árangri Jafnrétti Ný rannsókn sýnir að jafnréttisstefna skilar ekki árangri nema jafnlaunavottun sé til staðar
eða stýra jafnrétti og fjölbreytni í skipulagi á vinnustöðum hafi haft jákvæð áhrif á skynjun starfsmanna á jafnrétti, fjölbreytileika, réttlæti og trausti,“ segir Jafnréttisstefna ein og Laura Nesaule. „Ég vildi sér hefur engin tengsl sjá hvor stefnan hefði áhrif en var þó full efavið upplifun starfsmanna semda því samkvæmt af jafnrétti á vinnustað. þeim rannsóknum sem Jafnlaunavottun og góð þegar hafa verið gerðar mannauðsstjórnun hafa fylgir aðeins lítill hluti það hinsvegar. Þetta kemur fram í rannsóknafyrirtækja jafnréttisstefnu verkefni Laura Nesaule, Laura Nesaule. eftir á meðan önnur framsem er að ljúka MSc í fylgja aðeins lágmarks mannauðsstjórnun og k röfum. Rannsók nin sýndi einnig að jafnréttisstefnan vinnusálfræði við HR. „Markmiðið var að athuga hvort skilar sér til starfsmanna þar sem áætlanir stjórnenda til að auka jafnlaunavottun er til staðar og það
Ný rannsókn sýnir að jafnlaunastefna skilar ekki árangri nema jafnlaunavottun sé til staðar. Þátttakendur í fyrsta áfanga rannsóknarinnar voru 35 mannauðsstjórar í íslenskum fyrirtækjum með 70 eða fleiri starfsmenn. Í seinni áfanga rannsóknarinnar tóku 1041 starfsmenn innan sömu fyrirtækja þátt. er athyglisvert. En andstætt jafnréttisstefnu þá eru fyrirtæki ekki skyldug til að vera með jafnlaunavottun, það er bara í höndum fyrirtækjanna að ákveða það.“ | hh
Keilir | Ásbrú | 578 4000 | keilir.net | facebook.com/keilir
Tæknifræðinám umsóknarfrestur til 5. júní
Háskólabrú Keilis umsóknarfrestur til 15. júní
Einkaþjálfun umsóknarfrestur til 13. júní
Langar þig í háskólanám en vantar stúdentspróf? 1.400 manns hafa uppgötvað nýjar kennsluaðferðir Keilis og aðgengilega leið inn í fjölbreytta menntun á háskólastigi. Vandað nám Keilis í tæknifræði (BSc gráða) í samstarfi við HÍ er ein leið til að láta draumana rætast. Orku- og umhverfistæknifræði eða Mekatróník hátæknifræði. Íþróttaakademía Keilis býður upp á krefjandi og skemmtilegt nám í einkaog styrktarþjálfun, auk leiðsögunáms í ævintýraferðamennsku í samstarfi við Thompson Rivers University í Kanada. Sæktu um strax á keilir.net
Leiðsögunám
umsóknarfrestur til 13. júní
6|
FRÉTTATÍMINN | Helgin 4. júní – 5. júní 2016
Hópur hælisleitenda hefur snúist frá íslam til kristni Myndir | Hari
Laugarneskirkja, klukkan er þrjú á þriðjudegi. Á þriðja tug karla og tvær konur frá Miðausturlöndum sitja í bænahring undir handleiðslu Toshiki Toma, prests innflytjenda í Reykjavík, og Kristínar Þórunnar Tómasdóttur, sóknarprests í Laugarneskirkju.
Hópur hælisleitenda hefur snúist til kristni undir handleiðslu Toshiki. Þeir segjast hafa heillast af kristninni þar sem hún sé friðsamari trúarbrögð og leiði til betri lífshátta. Sjálfur segir Toshiki að þeim finnist sem íslamskir lifnaðarhættir séu of herskáir en útilokar ekki að þeir líti á trúskiptin sem aðgöngumiða að betra lífi.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is
Fjórtán snerust til kristni „Ég veit ekki um múslima hér á
r u t t á l s f a 50% gjarðir frá: Jil Sander um
5
% afsl0 áttur
kr. 17.5030 5.000 kr Fullt verð:
o - Laura M n li o s a G s e p Claudio Lo
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI
landi sem tóku kristna trú á öðrum stöðum á Íslandi, en ég hef skírt 16 manns, 15 fullorðna og 1 barn, síðan í fyrrasumar. Þá eru um 10 aðrir hjá mér í skírnarfræðslu. Þeir eru frá Afganistan, Írak og öðrum Miðausturlöndum eða Norður Afríku, en ég get ekki verið nákvæmari af ótta við að samlandar þeirra ráðist á þá.“ Toshiki segir að ástæðan fyrir trúskiptunum sé mismunandi og einstaklingsbundin, sumir hafi haft trúarlegan bakgrunn en aðrir ekki. Það sé þó algengt að þeir hafi fengið alveg nóg af íslam í heimalöndum sínum vegna átaka og segist hafa fengið nóg af því að fólk sé jafnvel drepið í nafni trúarinnar. „Fyrir fólkið sem sækist eftir trú-
Sumir eru haldnir þeim misskilningi að kristnitaka geti greitt fyrir hælisumsókn en ég útskýri fyrir þeim að þannig sé það ekki. Það er þó engu að síður staðreynd að víða í Evrópu er sterk andúð gegn múslimum og það er því ekki útilokað að kristnitaka geti haft einhver áhrif Toshiki Toma
skiptum er kristnin oftar en ekki tákn fyrir nýjan heim, nýtt líf og nýja von. Ástæðan sé þó sjaldan mjög einföld heldur verki margir þættir saman. „Þannig er kristnin í augum sumra eins og miði til Evrópu en aðrir vilja raunverulega breyta einhverju í lífi sínu,“ segir Toshiki. „Sumir eru haldnir þeim misskilningi að kristnitaka geti greitt fyrir hælisumsókn en ég útskýri fyrir þeim að þannig sé það ekki. Það er þó engu að síður staðreynd að víða í Evrópu er sterk andúð gegn múslimum og það er því ekki útilokað að kristnitaka geti haft einhver áhrif.“ Þetta er síður en svo einsdæmi, í Þýskalandi er þetta þekkt fyrirbæri, þar aðstoðar kirkjan flóttamenn með fæði og húsaskjól, sem ýtir undir samskipti kristinna og múslima. Hér er því ekki þannig farið en engu að síður hafa sumir prestar innan þjóðkirkjunnar haft faðminn opinn fyrir fólk sem sækist eftir alþjóðlegri vernd hér á landi og fjölskyldur þeirra sem oft búa við mikla einangrun í samfélaginu. Ekki að leika í leikriti Margt fólk sækir bænastundir saman tvisvar í viku, bæði í Laugarneskirkju og Hjallakirkju í Kópavogi. Bænastundirnar fara fram á ensku, en þótt sum þeirra tali enga ensku, hjálpast þau að og þýða hvert fyrir annað. Nokkur sækja einnig íslenskar messur. Toshiki segir að sem vanur prestur geti hann fullyrt að fólkið sé ekki
Bænahringur í Laugarneskirkju. Þar var fjöldi manns samankominn sem hefur skipt um trú eða ætlar að gera það. Ekki vildu þó allir vera á mynd.
Ég vil ráða hvernig manneskja ég er, segir Tahseen.
Íslam tekur öll völd af einstaklingum
Tahseen, dvelur í Arnarholti á Kjalarnesi, en verður fluttur nauðugur til Noregs á miðvikudag. Hann segir að íslam taki öll völd af einstaklingum. Hann er núna í skírnarfræðslu undir handleiðslu Toshiki. „Ég vil ráða hvernig manneskja ég er, í íslam eru allar ákvarðanir teknar fyrir þig og þú hefur mjög takmörkuð mannréttindi. Ég er ekki túristi, ég er á flótta og hef lifað mjög hættulegu lífi. Ég gerði þau mistök að skilja eftir fingraförin mín í Noregi og verð því sendur þangað aftur. En af hverju má ég ekki ráða því hvar ég vil vera.“
AF ÖLLUM SUMARBLÓMUM í Húsasmiðjunni og Blómavali alla helgina
R STJÚPU LT TVÖFA E E TAX aFfsR láttur 38,7%
lda Mestasoelían pall í Húsa- i n smiðjun
SÚPER AFMÆLISTILBOÐ
14.995 20.995 kr
kr
SÚPER AFMÆLISTILBOÐ
SÚPER AFMÆLISTILBOÐ
12.995 3.995 15.995 kr
kr
Á ÍS ALLIR F DAG LAUGARvogi
kr
4.995 kr
í Skútu kl 11-16
SÚPER AFMÆLISTILBOÐ
7.495
SÚPER AFMÆLISTILBOÐ
3 ltr
Pallaolía Jotun Treolje
1.995 2.385 kr
kr
7049123-27
11.995 kr
Sláttuvél ELM 1434U 1400w, 34 cm slátturbreidd, 35 ltr. safnkassi, 5 þrepa hæðarstilling 25-65 mm, eitt handtak. 5085137
ft EM áskrilgir fy i lt o b og g Broil Kinog m u grill jólum Author h
Orf BT25
25 cc, 0,75 kW, slátturbreidd, 38 cm, þyngd 4,55 kg með tvígengismótor. 5086604
Rafmagnsorf IGT350
350W, 25 cm sláttubreidd, stillanlegt skaft.
kr
Rafmagnshekkklippur IKRA
600W, 55 cm blað, 20 mm klippigeta. 5083538
5086616
EM áskrift og bolti fylgir Broil King grillum og Author hjólum Ef þú kaupir BROIL KING gasgrill eða AUTHOR reiðhjól í Húsasmiðjunni færð þú EM áskrift, að verðmæti 6.900 kr, hjá Símanum og getur horft á alla leikina á EM heima í stofu. Að auki færðu EM bolta Húsasmiðjunnar sem kaupauka.
Byggjum á betra verði
Tax free tilboð jafngildir 19,35% afslætti, tvöfalt Tax free jafngildir 38,7% afslætti. Að sjálfsögðu stendur Húsasmiðjan skil á virðisauka-skatti til ríkissjóðs.
8|
FRÉTTATÍMINN | Helgin 4. júní – 5. júní 2016
Kristni og Íslam eru ekki svo ólík trúarbrögð
Toshiki Toma og Rezhik, sem fékk nýlega dvalarleyfi hér á landi. Hann hefur verið um tólf ár á flótta, lengst af í Noregi, en snerist til kristni hér á landi og hefur verið virkur í safnaðarstarfi í Laugarneskirkju.
HVÍTA HÚSIÐ/SÍA – 16-1268
að leika eitthvert leikrit, það komi af því að því líði vel í kristnu samfélagi. Þau séu hinsvegar stundum viðkvæm fyrir því að aðrir viti að þau sæki kirkju, það komi fyrir að samlandar þeirra ráðist á þau eða þau verði fyrir aðkasti vegna trúskiptanna. Hann segir að trúskiptin geti haft alvarleg áhrif verði fólk sent til baka til heimalanda sinna. Þetta sé því mjög stór ákvörðun.
Ef fólk er sent til baka til Írans eða Afganistan geti þetta varðað dauðarefsingu. Fyrir fólk frá Írak eða öðrum múslimalöndum geti þetta þýtt talsverða erfiðleika eða vandræði. Miði til Evrópu En líta flóttamennirnir á trúskiptin sem aðgöngumiða að betra lífi? Mohammed Reza Moghadam er 27 ára Kúrdi frá Íran sem fékk nýlega
„Það er svo gott og einfalt að vera kristinn,“ segir Sabah, einn þeirra fyrrverandi múslima sem hafa snúist til kristni hér á landi. Hann er 35 ára Íraki sem Útlendingastofnun lét flytja nauðugan til Noregs klukkan fimm á þriðjudagsmorgun. „Kristni og íslam eru ekki svo ólík trúarbrögð, munurinn er minni en margir halda. En kristna samfélagið er svo fallegt og ekki jafn herskátt og í íslam,“ segir hann. Sabah var í íraska hernum og vann þar við bílaviðgerðir. Hann vann líka fyrir mannréttindasamtök við að afla upplýsinga um spillingu í stjórnkerfinu og vegna þess lenti hann upp á kant við lögreglusveitir sem réðust inn á heimili hans og höfðu í hótunum við hann og konu hans. Konan hans fór aftur til fjölskyldu sinnar en hann flúði til Noregs. Í Noregi dvaldi hann í móttökumiðstöð fyrir flóttamenn, fyrst í Trysil og síðan í Hönefoss, og hitti fáa eða enga Norðmenn. „Ég var í tvo mánuði í Noregi. Mér leið ekki vel, það voru mjög margir saman og óþrifalegt, sérstaklega í Hönefoss. Ég var veikur fyrstu dagana í Noregi en enginn læknir kom til mín.“ Hann sagðist vera afar sorgmæddur yfir flutningunum, enda líkaði honum vel á Íslandi en hér dvaldi hann í rúma 6 mánuði. „Norðmenn líta svo á að það sé í lagi með ástandið í Suður Írak og senda mig sjálfsagt til baka þangað. Ég er bara að biðja um að geta verið dvalarleyfi á Íslandi en hann var á flótta frá heimalandinu í tólf ár, þar af átta ár í Noregi, þar sem líf hans var meira og minna bak við luktar dyr, enda var hann pappírslaus og réttlaus í landinu og gat því
Abbas og Sabah voru báðir handteknir og sendir til Noregs á þriðjudag. Þeir snerust til kristni hér á landi undir handleiðslu Toshikis Toma.
öruggur. Í dag veit ég ekkert um framtíðina, ég er bara leiður og sorgmæddur.“ Abbas, 25 ára fyrrverandi hermaður og vélvirki frá Írak, sem var fluttur með sömu vél til Noregs á þriðjudag hefur líka skipt um trú. Hann segist hafa flúið undan vopnuðum öryggissveitum stjórnvalda sem vildu að hann gengi til liðs við þær. Hann flúði til Noregs þar sem hann var í tvo og hálfan mánuð áður en hann fór til Íslands. „Ég er mjög hræddur við framtíðina,“ segir hann en ekkert blasir við nema ferð aftur til Íraks þar sem óöryggið tekur við.
ekki haldið áfram með líf sitt. Hann segist hafa átt erfiða daga í Noregi en ástandið hafi þó versnað mikið síðustu árin enda mikil ásókn flóttamanna þangað. Hann snerist til kristni hér á landi en hann segist
trúa á vestræn gildi. „Á Íslandi er gott og fallegt samfélag fólks. Það eru svo margir hlutir sem hafa farið á versta veg í íslam. Ég vil bara segja að það sé fallegra að vera kristinn,“ segir hann.
FRÉTTATÍMINN | Helgin 4. júní – 5. júní 2016
|9
það er áþreifanlegt og sýnilegt skref í þá átt að tilheyra samfélaginu sem þau vilja vera hluti af. Þau sem vilja skírast fá fræðslu og undirbúning hjá presti og þetta verður því mikilvægt og merkingarbært fyrir þau. Við lítum ekki á skírnina sem stjórnsýsluaðgerð heldur leið til að miðla náð Guðs og kærleika sama hvernig stendur á – því að í guðsríkinu eru engin landamæri,“ segir hún. Hissa á Norðmönnum
Allir þessir menn koma frá Suður Írak og hafa skipt um trú á Íslandi.
Engin landamæri „Einn vinur okkar, Kúrdi sem dvaldi lengi í Noregi og hefur reyndar verið sendur þangað aftur, vildi fá skírn í norsku kirkjunni en fékk það ekki vegna þess að hann var pappírslaus og ekki inni í kerf-
inu. Í Danmörku hafa stjórnmálamenn skipt sér af starfi presta með hælisleitendum og hvatt til þess að enginn án gildra pappíra fái skírn,“ segir Kristín Þórunn Tómasdóttir, prestur í Laugarneskirkju. Hún segir að trúarafstaðan sé ekki at-
riði í starfi þjóðkirkjunnar með hælisleitendum. „Við spyrjum ekki um trúarlegan bakgrunn þeirra sem koma á Seekers fundina okkar heldur bjóðum alla velkomna. Sumir hælisleitendur sem koma í starfið okkar vilja taka skírn, því
„Þeir sem vilja skírast þurfa að sækja fræðslu til mín sex sinnum áður en af skírninni getur orðið. Fræðslan fjallar um Biblíuna, boðorð Móses, líf Jesús, fyrirgefninguna og merkingu hennar, hina heilögu þrenningu, faðirvorið og trúarjátninguna,“ segir Toshiki Toma. Hann segist vera mjög hissa á þeirri afstöðu norsku kirkjunnar að skíra ekki flóttamenn til kristinnar trúar ef þeir eru ekki með vegabréf. Hann hafi stundum boðið upp á styttri fræðslu vegna þessa svo hælisleitendur geti látið skírast ef til stendur að senda þá til Noregs. Ég lít svo á að skírnin sé á grundvelli guðlegrar náðar en ekki eitthvað sem hann geti haft stjórn á.
Raisan segir að þeir sem snúist til kristni eigi ekki sjö dagana sæla.
Þeir sem skipta um trú eru réttdræpir, samkvæmt íslam
„Ég get ekki sótt kirkju í Noregi og ekki heldur í Írak,“ segir Raisan sem er 39 ára Íraki sem var dæmdur í fangelsi fyrir liðhlaup en komst undan til Noregs. Hann snerist til kristinnar trúar fyrir tveimur mánuðum. Hann segir að Norðmenn setji alla frá Suður Írak undir sama hatt og sendi þá sjálfkrafa til baka. Þeir sem verði fluttir héðan til Noregs verði sendir þangað með hraðpósti, án tillits til aðstæðna. Ástandið í íröskum fangelsum sé þó hræðilegt. Hann segir að þeir sem snúist til kristinnar trúar eigi ekki sjö dagana sæla í múslimskum löndum, þeir séu í raun réttdræpir samkvæmt íslam.
Gjaldeyrir.is er tímasparnaður fyrir alla Pantaðu ferðagjaldeyrinn á gjaldeyrir.is og gríptu hann með þér í nýja útibúinu okkar á Keflavíkurflugvelli á leið út í heim. Viðskiptavinir allra banka geta nýtt sér þessa þjónustu. Það verður ekki mikið þægilegra.
10 |
FRÉTTATÍMINN | Helgin 4. júní – 5. júní 2016
Reyndi að neyða fórnarlambið í vændi Hrefna I. Jónsdóttir var kúguð og ofsótt af manni í fjölda ára eftir að hann myndaði hana í kynlífsathöfnum
Mynd | Hari
Eltihrelling er alvarlegt vandamál í íslensku samfélagi, en svo virðist sem lögin nái afar sjaldan í skottið fólki sem ofsækir einstaklinga sem þeir þekkja lítið sem ekkert.
Eltihrelling refsilaus glæpur Ofsóknir eru vaxandi vandamál í tæknisamfélagi. Einstaklingar ofsækja ókunnugt fólk árum saman án þess að þeim sé refsað fyrir háttsemi sína. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is
Enginn maður hefur verið dæmdur hér á landi fyrir að hrella aðra manneskju og brjóta þannig gróflega gegn friðhelgi einkalífs viðkomandi en þó er ljóst að eltihrellar eru stigvaxandi vandamál, þá ekki síst vegna nýrra tækni og nálægðar sem skapast á internetinu. Þetta kemur meðal annars fram í samtali við yfirlögregluþjón lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, og talskonu Stígamóta, Guðrúnu Jónsdóttur. Fréttatíminn hefur rætt við nokkrar konur sem allar lýsa grófu langvarandi ofsóknum sem hafa breytt hegðunarmynstri þeirra. Allar eiga þær það sameiginlegt að vera varar um sig, að berjast við kvíða og haga lífi sínu af ótta við
ofsóknir eltihrellanna – jafnvel þó mörg ár séu liðin frá því ofbeldinu lauk. Það er ljóst að ofbeldið er gífurlega flókið og djúpstætt. Vilja drottna Aðeins tvær konur vildu koma fram undir nafni og lýsa reynslu sinni. Hinar óttuðust að ofsóknirnar tækju sig upp aftur ef þær veittu eltihrellinum minnstu athygli; þó slík athygli sé ekki sú sem hrellunum hugnast, enda þrífast þeir best í myrkum skúmaskotum og þrúgandi þögn. Tilgangur eltihrellanna er misjafn samkvæmt sérfræðingum; sumir þeirra eru ástsjúkir á meðan aðrir vilja einfaldlega drottna yfir fórnarlömbum sínum. Þá er þriðji hópurinn sem verður heltekinn
Á SLÓÐIR MAYA INDÍÁNA
w
MEXICO, BELIZE & GUATEMALA 04
-
19
Október
2016
Við kynnumst stórkostlegri náttúru, dýralíf og hinum forna menningarheimi Maya indíána. Skoðum m.a. píramída,gamlar menningaborgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims og upplifum regnskóginn. Endum svo á lúxus hóteli við Karabíska, þar sem allt er innifalið.
568.320.á mann í 2ja manna herbergi
Innifalið: Flug, skattar, hótel með morgunmat, islenskur fararstjóri, allar ferðir og aðgangur þar sem við á.
WWW.TRANSATLANTIC.IS
SÍMI: 588 8900
alla föstudaga og laugardaga
af frægðarmennum og eru til slík dæmi hér á landi. Öll mál sem snúa að nálgunarbanni, sem hafa ratað fyrir Hæstarétt Íslands, snúa að fyrrverandi mökum. Þar er oft um líkamlegt ofbeldi að ræða og oftar en ekki eru börn í spilinu. Aftur á móti eru nær engin dæmi, eftir því sem Fréttatíminn kemst næst, um að eltihrellar, sem eiga engin tengsl við fórnarlömb sín, hafi verið úrskurðaðir í nálgunarbann – nema um sé að ræða mál er snúa að opinberum starfsmönnum, svo sem lögreglumönnum og starfsfólki barnaverndanefnda. Konurnar tvær, sem Fréttatíminn ræddi við, eru fórnarlömb tveggja eltihrella sem höfðu engin tengsl við þær. Fjölmargar konur hafa sakað mennina tvo um að ofsækja sig og því er ljóst að gerendur af þessari tegund eru fáir, á meðan fórnarlömbin eru mörg. Fangar óttans Þetta eru ekki endilega „venjulegir“ brotamenn, þetta eru líka menn sem hafa ekki neinn brotaferil,“ segir Alda Hrönn sem segir eltihrella vel þekkt fyrirbæri víða um heim og tekur undir að ákveðin brotalöm séu í lögum á Íslandi þegar kemur að þessari tegund afbrota. Það sýnir sig helst að engum hefur verði refsað fyrir að brjóta með svo grófum hætti á friðhelgi einkalífs annarrar manneskju. „Við höfum þó fengið ákveðin vopn í þessari baráttu, meðal annars með lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Það skipti miklu máli. Við teljum þó að ganga þurfi lengra í að tryggja úrræði er varðar eltihrella til þess að fullnægja skuldbindingum Íslands hvað Istanbúl-samninginn varðar,“ segir Alda Hrönn. Istanbúl-samningurinn snýr að forvörnum og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi og var samþykktur hér á landi 2011. Alda segir að lögreglan hafi óskað eftir því að það verði skerpt á þessu atriði í lögum til þess að auðvelda þeim að vernda einstaklinga sem mega þola ofsóknir. „Þetta eru svakalega alvarleg brot,“ segir Alda Hrönn. „Og þó að áreitið hætti, tímabundið, þá taka þyngstu áhyggjurnar við. Þannig verður sá, sem fyrir þessu verður, fangi óttans,“ segir Alda Hrönn.
„Það er náttúrulega mjög sérkennileg staða að þegar maður kynnist fólki, byrjar í samböndum, nýrri vinnu, eða eitthvað slíkt, þá þurfi maður að upplýsa að þeir geti búist við því að fá í hendurnar kynlífsmyndband af mér,“ segir Hrefna I. Jónsdóttir, sem mátti sæta ofsóknum mun eldri manns frá menntaskólaaldri sem reyndi að lokum að neyða hana í vændi, ella yrði myndbandið gert opinbert. Maðurinn, sem ofsótti hana í tæpan áratug, komst í samband við hana í gegnum netið. Hrefna segir manninn, sem hún taldi þá pilt á sínum aldri, hafa verið næman, hrósað henni og látið henni líða vel. Hún hafi þurft á stuðningi að halda á þeim tíma og því tekið vel í athyglina. Síðar féllst hún á að hitta manninn og kom þá í ljós að um var ræða karlmann á miðjum aldri, ekki ungan áhugasaman pilt. Það breytti því ekki að Hrefna upplifði sambandið sem eitthvað jákvætt. Hrefna segir að það sé flókið að útskýra hvað kom næst. Hún féllst á að sofa hjá honum í eitt skipti. Hún hafi upplifað hann sem klett í sínu lífi og það er meðal annars ástæðan fyrir því að hún kenndi sér sjálfri um að einhverju leyti hvernig fór. Maðurinn brást trausti hennar algjörlega og tók kynlífið upp án hennar samþykkis. Þar með hófst matraðakennt tímabil í lífi Hrefnu. Maðurinn hótaði ítrekað að birta myndbandið opinberlega eða senda það á ástvini hennar ef hún hitti hann ekki, eða væri í samskiptum við hann. Að lokum reyndi hann að neyða hana út í vændi; það var þá sem hún braust út úr ofbeldinu. „Hann náði bara algjörum tökum á lífi mínu,“ segir Hrefna sem náði að brjótast undan ægivaldi mannsins árið 2005. Meðal annars með aðstoð lögreglu. „Það er samt sorglegt að segja frá því að ég hringdi í lögregluna um daginn, eftir að önnur kona lenti í honum, og þá kom í ljós að engar upplýsingar voru inni í kerfi lögreglunnar um að ég hefði óskað eftir aðstoð,“ segir Hrefna sem telur að lögreglan verði að bæta verklagsreglur þegar kemur að eltihrellum. Hún segir ofbeldið sem hún mátti þola hafa verið mikið á netinu. Þar hafi stærsti hluti samskiptanna farið fram og hann hafi neytt hana til þess að vera í samskiptum við sig með hótunum. Hún framvísaði þeim upplýsingum til lögreglu, meðal annars hótunum um að hann myndi gera myndbandið opinbert. „En þeir sögðust aldrei geta gert neitt,“ segir hún, og lýsir upplifun sinni þannig að lögreglan hafi verið algjörlega úrræðalaus þegar það kom að málinu. Nokkrar konur hafa lýst því hvernig þessi sami maður hafi ofsótt þær og hefur ein þeirra meðal annars kært hann til lögreglu vegna ofsókna og er það mál í rannsókn. Þá hefur þriðja konan óskað eftir nálgunarbanni gegn Mynd | Rut honum.
Njótið sumarsins
helgartilboð
10 sumarblóm í bakka
» NellikA » Sólblóm » Sýprus
stjúpur, Flauelisblóm, skrautnál, Daggarbrá eða silfurkambur
1.290kr
í bastpotti
990kr 1.190kr 3.790kr
Munið að umpotta sumarblómunum þegar heim er komið
Glæsilegt úrval af fallegum plöntum í garðinn
Kynning á Big Green Egg grillinu laugardag milli 13 og 15
Smakkið ekta kolagrillaðan mat hVer vökVar á MeðaN þú Ert í FríiNu? vAtnSkRisTaLlaR 20% AfsLátTur
vIlTu ráðGjöf? vIlMunDuR hAnSen gArðyRkjUFræðiNguR vErðuR tIl skRaFs Og ráðagErðar lAugArDag mIllI 13 oG 17
Garðrósir og fræ
20 %
ÞeNjaST út og gEymA í sér vaTn. bLanDað út í PotTaMolDiNa.
^ ¶ Í ^ ÏlÏ2 Í ^ _^ ^Ï?ÏlÏ>=9Ï<<99ÏlÏÌ^ Í ^
12 |
FRÉTTATÍMINN | Helgin 4. júní – 5. júní 2016
Hún segir það skelfilegt að konur, og raunar karlar einnig, þurfi að draga sig hreinlega úr samfélaginu af ótta við að sæta ofsóknum af þessu tagi. Aðspurð hvað sé til ráða svarar Alda Hrönn, að lykillinn sé að tilkynna allt til lögreglunnar. „Við getum bara hvatt fólk til þess að tilkynna þetta í hvert skipti. Það er mikilvægt að tilkynna smávægilegasta ónæði. Það styrkir málareksturinn, sérstaklega ef maður ætlar að fá nálgunarbann,“ segir Alda Hrönn sem áréttar þó að það sé verið að vinna í mikilvægum úrbótum í lögum hvað þetta varðar. Tekur líf yfir á lúmskan hátt Stígamót gerðu gangskör að málaf lokknum á dögunum, meðal annars vegna þrýstings fórnarlamba eltihrella. „Við höfum lengi haft vonda samvisku yfir því að komast ekki yfir allt sem við vildum gera. Þar sem nauðganir, sifjaspell og vændi eru þau of beldisform sem við vinnum með dagsdaglega hefur það orðið útundan að ráðast í vitundarvakningu um kynferðislega áreitni, stafrænt ofbeldi af ýmsum toga,“ útskýrir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. „Það þarf að koma því til skila að ofbeldi án snertingar getur verið mjög gróft og það getur tekið yfir líf fólks á lúmskan hátt. Vanmáttur hefur einkennt umræðuna. Það þarf að bæta lagaumhverfi, þó það eitt og sér muni ekki leysa neinn vanda.
Lögin um kynferðislega áreitni eru til dæmis til fyrirmyndar, en þau eru lítt þekkt og þeim er sjaldan beitt. En það þarf að koma lögum yfir eltihrella,“ segir Guðrún. Ekki ásættanlegt að bregðast ekki við Guðrún segir fæsta meðvitaða um úrræði og ekki síst alvarleika málanna. Hún segir það ekki ásættanlegt að lögreglumenn bregðist ekki við, sérstaklega vegna þess að oft liggja fyrir áþreifanleg sönnunargögn. „Ég veit að innan lögreglunnar hefur áherslum verið breytt til þess að mannskapur sé til staðar til þess að fást við þessi mál.“ Guðrún segir fæsta meðvitaða um úrræði og ekki síst alvarleika málanna. „Það ber að taka þessum málum mjög alvarlega, því þó brotaþolar sæti ekki líkamlegu ofbeldi, þá getur verið um mjög alvarlegar ofsóknir að ræða,“ segir Guðrún sem segir að það sé ekki ásættanlegt að fórnarlömb slíkra ofsókna mæti algjört úrræðaleysi eins og fórnarlömbin upplifa í dag.
„Absolutely unmissable“ Reykjavík Grapevine
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Ofurlítið spjall endaði með ofsóknum í fjögur ár Alexandra var sautján ára gömul þegar hún talaði fyrir rælni við eltihrelli sem átti eftir að ofsækja hana í fjögur ár og hóta að ræna barninu hennar. Alexandra Arndísardóttir, rúmlega tvítug kona frá Akranesi, segist hafa gert þau mistök að hafa spurt eltihrellinn sinn á Facebook hver hann væri, eftir að hann bað hana um að vera vinur sinn á samskiptamiðlinum. „Hann átti svo eftir að ofsækja mig í fjögur ár eftir það,“ segir Alexandra sem segist hafa liðið eins og hún hefði gengið á vegg þegar hún leitaði aðstoðar hjá lögreglunni vegna ofsókna sem hún mátti þola. Alexandra segir ofsóknirnar hafa byrjað á vefnum þegar hún var 17 ára gömul en hún er 21 árs í dag. Hægt og rólega fór áreitið að færast yfir í stanslaust ónæði, meðal annars með linnulausum símhringingum auk þess sem hana grunar að hann hafi setið um sig. „Að lokum var hann bara farinn að anda í símann,“ segir Alexandra um það hvernig ofsóknirnar stigmögnuðust. Alexandra reyndi að útiloka hann á samskiptamiðlum, en allt kom fyrir ekki, hann bjó til nýjar síður og sendi henni endalaust skilaboð. Spurð hverskonar skilaboð var um að ræða, útskýrir hún að þetta hafi oft snúist um það hvað hún væri falleg, að hann ætlaði að giftast henni og svo framvegis. Eltihrellirinn er um 10 árum eldri en hún sjálf, eða í kringum þrítugt, og í mikilli fíkniefnaneyslu að hennar sögn. Það var ekki fyrr en ofsóknirnar breyttust í ljótar hótanir sem Alexandra fór að óttast um eigið öryggi. Ekki síst vegna þess að hún átti það til að sjá hann í nærumhverfi sínu. „Hann hótaði að taka af mér strákinn minn, sem var eins árs þarna,“ útskýrir Alexandra og bætir við að hann hefði tekið brjálæðisköst í hvert skiptið sem hún reyndi að slíta samskiptunum. Þá var hún farin að óttast manninn, en síðar átti eftir að koma í ljós að fjöldi kvenna segjast hafa lent í ofsóknum af hálfu mannsins. „Þegar ég leitaði til lögreglunnar sagðist hún ekki geta gert neitt þar sem maðurinn væri andlega veikur,“ segir hún og bætir við: „Ekki að það hafi fengið mig til þess að líða betur.“ Alexandra segist hafa fundið fyrir algjöru úrræðaleysi hjá lögreglunni.
MARGVERÐLAUNUÐ TÓNLISTARHÁTÍÐ
Mynd | Rut
Hún segir að það eina sem virkaði að lokum var að veita honum enga athygli. Þannig hafi tækninýjung á Facebook gert meira gagn en lögreglan; sem var að öll skilaboð frá þeim sem hún þekkti ekki fóru í inni í sérstaka síu, þannig að hann gæti ekki séð hvort hún hefði skoðað skilaboðin. Nokkuð sem notendur Facebook ættu að kannast vel við. „Hann er núna búinn að láta mig í friði síðan síðasta haust, maður vonar bara að það haldi áfram,“ segir Alexandra, vongóð að lokum.
„Einn af hápunktum tónlistarársins“ Fréttatíminn
16. - 19. júní 2016 í Hörpu Reykjavík Midsummer Music 4 DAGAR · 7 TÓNLEIKAR · 18 MAGNAÐIR LISTAMENN HÁTÍÐARPASSI AÐEINS 12.000 KR.
TAI MURRAY
Der Wanderer Grand finale 19. júní kl. 20 í Norðurljósum
KRISTINN SIGMUNDSSON
Söngvar förusveins 17. júní kl. 20 í Eldborg VIKTORIA MULLOVA
Gangandi geimfari w w w.rmm.is
16. júní kl. 20 í Norðurljósum HGM@HGM.IS
LISTRÆNN STJÓRNANDI: VÍKINGUR HEIÐAR ÓLAFSSON
YKKUR ER BOÐIÐ Á FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ HB GRANDA Á SJÓMANNADAGINN 5. JÚNÍ
skipið r Nýja erðu gur v og n i k í V yggju við br enningi lm opið a ðunar. til sko
ÍSLENSKA / SIA.IS / GRA 79890 06/16
Til að fagna sjómannadeginum bjóðum við til fjölskylduskemmtunar hjá HB Granda við Norðurgarð.
SKEMMTIDAGSKRÁ 13:00 14:00 14:30 15:00 15:30
Svæðið opnar Sprengjugengið Latibær Sirkus Íslands Lína Langsokkur og Eiríkur Langsokkur skipstjóri 16:00 Dagskrá lýkur
Hátíðarsvæðið opnar kl. 13:00 og boðið verður upp á fiskismakk, súpu, pylsur, kökur, kleinur og fleira góðgæti. Andlitsmálun og blöðrudýr verða á svæðinu. Frábærir skemmtikraftar sjá um fjöruga dagskrá fyrir alla fjölskylduna.
BMX Brós verða á svæðinu að sýna listir sínar
BÍLASTÆÐI
ÓÐ SL KI
FIS
BÍLASTÆÐI
HÁTÍÐARSVÆÐI HB GRANDA
ÓÐ SL KI
FIS
Kynntu þér dagskrá sjómannadagsins á hatidhafsins.is
#HBGRANDI
14 |
FRÉTTATÍMINN | Helgin 4. júní – 5. júní 2016
SUNNUDAGS LAMBALÆRI með öllu tilheyrandi
ALLA SUNNUDAGA FRÁ 12–14.30
og muldrað og tuldrað yfir því að nú væri hann enn og aftur að rölta um hverfið, eins og kóngur. Með djöfullegum klækjabrögðum ætlaði hann að leggja það undir sig og það tækist sjálfsagt.
SUNNUDAGSSTEIKIN SVÍKUR EKKI! HÆGELDAÐ LAMBALÆRI MEÐ RÓSMARÍN OG HVÍTLAUK Sykurbrúnaðar kartöflur
Hann hafði áður verið konungur hverfisins, rauður og úfinn, stór eins og hundur og grimmur þegar honum fannst að sér vegið. Allir aðrir húskettir báru óttablandna virðingu fyrir honum og viku ósjálfrátt úr vegi þegar hann gekk sína vanabundnu eftirlitsgöngu um hverfið. Hann þurfti aldrei að reisa burstir til að þeir kiknuðu í hnjáliðunum. Það var nóg að vita af honum.
„Crispy“ kartöfluteningar með rósmarín og hvítlauk Heimalagað rauðkál Pönnusteiktir blandaðir sveppir Ofnbakaðar gulrætur Grænar baunir með myntu Maís
Þegar ellin náði honum að lokum hélt hann uppteknum hætti en með erfiðismunum. Hann svaf mestallan sólarhringinn og nærðist nær eingöngu á fljótandi fæðu. Þegar kom að eftirlitsgöngunni, rétti hann úr stirðum limunum svo það brakaði og brast í honum, hvessti hálfblind-
Bjór- hollandaisesósa Sveppasósa 2.900 kr. á mann Aðeins framreitt fyrir allt borðið. APOTEK KITCHEN+BAR
Austurstræti 16
E
inu sinni þekkti ég kött sem komst nærri því að lifa sjálfan sig. En hann náði því þó ekki. Fjörgamall var hann orðinn tannlaus og nærri blindur. Hann var krepptur af gigt og næstum hárlaus en ekki alveg því honum tókst að skilja eftir sig gráa hárflóka eins og minnisvarða í stólum og sófum, þar sem hann hafði búið um sig, svo ekki sé minnst á stöku polla hér og þar.
Sími 551 0011
apotek.is
BARA KETTIR um augum fram fyrir sig og arkaði af stað. Ef hann sá ketti skjótast um setti hann upp kryppu með sársaukafullum herkjum, bretti upp á efri vörina og lét skína í tannlausan góminn. Þetta hafði áhrif en bara um skamma hríð. Það fóru að dúkka upp kettir í garðinum hans, á girðingunni sem hann hafði áður stjórnað, þeir ráku jafnvel ljóta hausana inn um þvottahúsgluggann þar sem matarskálarnar hans stóðu. Ef kettir gætu hlegið, þá hefði allt hverfið ómað af hlátrasköllum (þeir komast nærri því) og ef kettir gætu grátið, þá hefðum við heyrt háværar grátstunur þegar hann komst að því að þetta var búið og lagði sig niður og dó. En þetta voru bara kettir. Ef þetta hefði verið íslenska þjóðin, þá hefði þetta kannski tekist hjá honum, miklu, miklu lengur. Kettir eru nefnilega sjaldnast kvíðasjúklingar. Þeir eru mjög hreinir og beinir. Við manneskjurnar hefðum sjálfsagt lagst á Facebook og bölsótast
Látum hann ekki villa um fyrir okkur með þessum tannlausa gómi, hefðum við hvíslað að hvert öðru, hann er betur tenntur en við höldum, og þessi blindu augu sjá í gegnum holt og hæðir. Við hefðum lagt undir þennan ótta okkar heilu dagblöðin og útvarpsþættina og nötrað af kvíða fyrir því að þurfa að lúta þessari skelfingu. Kvöld eftir kvöld hefðum við setið við tölvurnar lauguð draugalegri birtu af skjánum og skipst á ógurlegum sögum af þessu fyrirbæri í fortíðinni. Og eins og eiturlyfjasjúklingar, sem þurfa sífellt stærri skammt, hefði það þrífeflst í meðförum okkar, fengið horn og klaufir og jafnvel spúð eldi. Og þökk sé okkur, hefði það fengið langt og auðugt framhaldslíf. En það er sælt að eiga sameiginlegan óvin. Meira að segja litlu börnin færu að suða í ömmu sinni að segja sögur af þessum ógurlega kóngi, þau myndu fyllast angist sem umbreytist í sæluhroll þegar þau muna að þau eru bara að hanga í pilsunum á ömmu og vondi kóngurinn kemst ekki úr sjónvarpinu, útvarpinu eða blöðunum. Eða hvað? En þetta voru bara kettir. Ég veit ekki af hverju þessi saga af kettinum kom upp í hugann þegar ég hlustaði á útvarpið í bílnum á leið í vinnuna á föstudagsmorgun. Auðvitað á hún ekkert erindi við aðra. Þetta voru bara kettir.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.
Hvort sem þú vilt öryggi, sparneytni og lipurð í borgarsnúningana eða þægindi, rými og útsýni í skoðunarferðina þá er Honda CR-V fyrir þig. Bættu við hagstæðu verði og 5-stjörnu öryggi og þú sérð heildarmynd hagkvæma borgarjeppans sem hefur rakað að sér verðlaunum í öllum heimsálfum. Heildarmyndin endurspeglast í háu endursöluverði og verðlaunum sem áreiðanlegasti bílaframleiðandi heims í tæp 10 ár í röð.
www.honda.is Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 • Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535
Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is
18 |
FRÉTTATÍMINN | Helgin 4. júní – 5. júní 2016
Feministi og engin tískudrós Nafn Elizu Reid var ekki mikið þekkt fyrir nokkrum vikum en eftir að maður hennar, Guðni Th. Jóhannesson, fór í forsetaframboð hefur heldur betur orðið breyting á því. Eliza er skyndilega komin í kastljós fjölmiðla og almennings og allir vilja vita hver þessi kona er. Hún segist þó ekki hafa í hyggju að breyta sér eða því sem skipti sig máli þótt hún verði forsetafrú.
Þ
Friðrika Benónýsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is
að er hægara sagt en gert fyrir Elizu Reid að finna tíma til að setjast niður yfir kaffibolla og spjalla við blaðamann. Kosningabatteríið sér um að skipuleggja stundaskrá hennar og oft veit hún ekki einu sinni sjálf hvernig dagsplanið á morgun lítur út. Loks tekst þó að finna lausan klukkutíma og við hittumst í Kvosinni eldsnemma morguns, með þeim fyrirmælum kosningskrifstofunnar að viðtalið megi alls ekki taka meira en klukkutíma. Eliza hlær þegar hún er spurð hvort það sé ekki erfitt að lifa undir slíkum aga og segir að það sé fínt, hún þurfi þá ekkert að hugsa um skipulagninguna sjálf, til tilbreytingar. Eliza hefur búið á Íslandi í þrettán ár, flutti hingað 2003 og gekk í hjónaband í júlí 2004, en hún og Guðni höfðu kynnst árið 1998 þegar þau stunduðu bæði nám í nútímasögu á meistarastigi í Oxford. Spurð hver Eliza Reid sé, hver sé hennar bakgrunnur og saga, hugsar hún sig um augnablik en byrjar síðan að stikla á stóru í ævisögunni: „Ég er fædd í Ottawa í Kanada, af skoskum ættum. Mamma er húsmóðir og pabbi er kennari, ég á tvo yngri bræður. Við bjuggum í Ottawa þangað til ég var tíu ára en þá fluttum við út í sveit um 40 kílómetrum frá miðbænum í Ottawa. Pabbi var auðvitað ennþá að vinna í borginni þannig að við vorum ekki með búskap, en við vorum samt með nokkrar kindur og hænur og endur. Þegar ég var átján kláraði ég stúdentsprófið og flutti til Toronto þar sem ég tók BA-gráðu í alþjóðasamskiptum við háskólann. Eftir það langaði mig í smá ævintýri og fá að sjá meira af heiminum og ákvað að fara eitthvert út fyrir Kanada í mastersnám. Ég fékk inngöngu í háskólann í Oxford, maður segir ekki nei við því, og flutti því til Bretlands þar sem ég bjó þangað til ég flutti alfarin til Íslands.“ Tók örlögin í eigin hendur Í Oxford biðu örlögin Elizu í líki þrítugs manns frá Íslandi sem hún viðurkennir að hafa verið dálítið skotin í í laumi. „Mér fannst Guðni klár og skemmtilegur – og sætur auðvitað – og þegar róðrarfélagið hélt uppboð á stefnumótum við strákana í róðrarteyminu sem fór þannig fram að þeir sem áhuga höfðu á slíku stefnumóti skrifuðu nöfnin sín á miða og settu í
Guðni flutti til Íslands í maí 2003 en Eliza var ekki tilbúin til að fara strax og ákvað að fara í ferðalag áður en hún hæfi nýtt líf. Hún tók Síberíulestina og ferðaðist um Austur-Evrópu og Asíu í hundrað daga áður en hún axlaði sín skinn og flutti alfarin til nýja heimalandsins.
„ Í meistaraf lok k i. “ Berlingske
Tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2015
Børsen
„Helle Helle tekur áhættuna, nýtur þess að villast og ratar heim með glæsibrag í þessari bestu bók sinni.“ Ekstra Bladet
w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39
20 |
FRÉTTATÍMINN | Helgin 4. júní – 5. júní 2016
85 gátur fyrir börn á öllum aldri
Þegar Guðni og Eliza sögðu börnunum að Guðni ætlaði í forsetaframboð spurðu þau: „Af hverju pabbi? Af hverju ekki mamma?“ Fjölskyldan í sófanum. Donald Gunnar, Duncan Tindur, Eliza með Sæþór Peter í fanginu og forsetaframbjóðandinn með Rut.
Myndir | Hari
kaffibolla sem strákarnir síðan drógu einn miða úr. Ég setti átta miða með nafninu mínu í bollann hans Guðna og auðvitað dró hann einn þeirra, þannig að ég vann stefnumótið við hann. Kvöldið eftir fórum við saman út að borða á mjög flottan veitingastað og ég man að ég var að velta því fyrir mér hvort hann væri hrifinn af mér, eða hvort Íslendingar væru bara almennt svona flottir á því. Ég vissi eiginlega ekkert um Ísland, vissi að höfuðborgin héti Reykjavík en ekki mikið meira. Ég vissi ekki einu sinni að Björk væri íslensk!“ Á þessum tíma var Eliza 22 ára en Guðni þrítugur og hún viðurkennir að sér hafi þótt það mikill aldursmunur. „Ég hafði aldrei verið með strák sem var svona gamall og mér fannst það svolítið skrítið. Við fórum í partí sem stóðu fram yfir miðnætti og ég var alveg steinhissa á að svona gamall maður gæti vakað svona lengi.“ Annað sem kom Elizu á óvart var að Guðni skyldi vera fráskilinn og eiga dóttur. „Eitt kvöldið vorum við að spjalla og hann sagði mér að í jólafríinu ætlaði hann að heimsækja dóttur sína, sem gerði mig eiginlega kjaftstopp, það hafði ekki einu sinni hvarflað að mér að hann ætti barn. Það hefur hins vegar aldrei verið neitt vandamál og samskiptin hafa alltaf verið mjög góð.“ Eliza og Guðni byrjuðu að búa saman árið 2000 og eftir að hann lauk doktorsprófinu fóru þau að ræða það að flytja til Íslands. Elizu leist hins vegar ekki á að fara þangað án þess að þau giftu sig fyrst svo hún lét vaða í helgarferð í Cornwall og bað hans. „Hann sagði já, sem betur fer,“ segir hún og hlær. „Mamma hans var reyndar oft búin að spyrja hann hvort hann ætlaði ekki að fara að biðja mín og þegar hann hringdi í hana til að segja henni að við værum trúlofuð gekk hún út frá því að hann hefði borið upp bónorðið og spurði hvort hann hefði ekki gert þetta fallega. Hann sagði bara já, þorði ekki að segja henni að það hefði reyndar verið ég sem spurði. En hann er búinn að segja henni það núna!“
tengslanet, vera ekki bara konan hans Guðna. Ég vildi líka finna starf á mínum vegum, ekki af því að Guðni þekkti einhvern og ég var mjög heppin að fá þetta starf.“ Spurð hvað henni hafi þótt mesta breytingin við að flytja til Íslands segist Eliza ekki hafa verið nógu dugleg að skrifa dagbók á þessum tíma og muni eiginlega ekki hvað hafi helst vakið athygli hennar. Smæð samfélagsins hafi henni þó fundist jákvæð, hvað það var einfalt að gera hlutina og hvað allt gekk hratt fyrir sig. „Mér fannst veturnir auðvitað erfiðir, erfitt að venjast myrkrinu, en það var ekkert hræðilegt. Íslendingar eru líka dálítið lokaðir og það tekur tíma að komast inn í samfélagið, en maður þarf bara að vera duglegur að taka þátt og gera eitthvað sjálfur. Ég fór að syngja með Mótettukórnum og gerðist sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og það hjálpaði mjög mikið, bæði með íslenskuna og að kynnast fólki.“
Vilhelm Anton Jónsson
Ráðgátubók Villa er best að lesa með öðrum. Einn spyr spurninganna og kíkir svo á svarið ÁN ÞESS AÐ GEFA ÞAÐ UPP. Hinir reyna að klóra sig í átt að réttu svari með því að spyrja spyrilinn
frábær
Njáll liggur andvaka í rúmi og getur engan veginn sofnað. Hann tekur upp símann, hringir eitt
í fríið
símtal, segir ekki neitt, leggur á og sofnar vært.
Hvað er í gangi hér?
Vilhelm Anton Jónsson er íslenskum börnum vel kunnur sem höfundur hinna geysivinsælu Vísindabóka Villa. Hér hefur hann tekið saman fjörugar gátur fyrir krakka, ætlaðar til að skapa frjóar og skemmtilegar samverustundir með fjölskyldu eða vinum.
Vilhelm Anton Jónsson
já- og nei- spurninga.
Af hverju ekki mamma? Tíminn er að hlaupa frá okkur og enn höfum við ekki minnst einu orði á forsetaframboð. Það er auðvelt að gleyma sér við að hlusta á Elizu segja frá lífi sínu, hún ljómar af frásagnargleði og það er alltaf stutt í hláturinn. Hún segir mér frá starfi sínu sem blaðamaður á Iceland Review, stofnun eigin fyrirtækis sem tekur að sér prófarkalestur og greinaskrif fyrir alls kyns fyrirtæki og stofnanir. Mest flug fer hún á þegar hún ræðir hvernig hún og bandarísk vinkona hennar komu verkefninu Iceland Writers Retreat á laggirnar, en það verkefni er það sem hún er stoltust af að hafa komið í framkvæmd. Annað umræðuefni sem fær hana til að ljóma eru börnin hennar fjögur og ég gríp tækifærið og spyr hvað þeim finnist um það að pabbi þeirra verði hugsanlega næsti forseti Íslands. „Við ræddum þetta auðvitað við þau áður en Guðni tók ákvörðun um framboð og eina spurningin sem þau höfðu var: Af hverju pabbi? Af hverju ekki mamma? Mér fannst það mjög gott að finna að þau litu ekki á þetta embætti sem eitthvað sem karl ætti að sinna frekar en kona. Auðvitað breytist ýmislegt í lífi þeirra ef Guðni verður kosinn, en við ræddum þetta mjög mikið og komumst að þeirri niðurstöðu að jákvæðu hliðarnar væru miklu fleiri en þær neikvæðu. Það er reyndar eitt sem hefur pirrað mig pínulítið í kosningabaráttunni að það hefur eiginlega enginn spurt hvernig Guðni ætli að fara að því að sinna embættinu með fjögur ung börn. Þóra Arnórsdóttir fékk þá spurningu á nánast hverjum fundi sem hún hélt fyrir fjórum árum, en
85 gátur fyrir krAkkA á öllum Aldri
w w w. f o rl a g i d . i s | B ó k a b ú ð Fo rl a g s i n s | F i s k i s l ó ð 3 9
Ekki bara konan hans Guðna Guðni flutti til Íslands í maí 2003 en Eliza var ekki tilbúin til að fara strax og ákvað að fara í ferðalag áður en hún hæfi nýtt líf. Hún tók Síberíulestina og ferðaðist um Austur-Evrópu og Asíu í hundrað daga áður en hún axlaði sín skinn og flutti alfarin til nýja heimalandsins. Hún segist hafa verið svo heppin að nokkrum dögum eftir komuna hingað hafi hún séð starf markaðsfræðings hjá litlu fyrirtæki auglýst í Mogganum, sótt um og fengið það. „Það var mjög mikilvægt fyrir mig að byrja að búa til mitt eigið
Eitt kvöldið vorum við að spjalla og hann sagði mér að í jólafríinu ætlaði hann að heimsækja dóttur sína, sem gerði mig eiginlega kjaftstopp, það hafði ekki einu sinni hvarflað að mér að hann ætti barn. Það hefur hins vegar aldrei verið neitt vandamál og samskiptin hafa alltaf verið mjög góð. það er greinilega ennþá álitið vera karlmönnum nánast óviðkomandi að ala upp börn.“ Ekki mesta tískudrósin Talandi um breytingar sem verða munu á lífi fjölskyldunnar ef Guðni nær kosningu spyr ég Elizu hvort henni finnist það ekkert ónotaleg tilhugsun að verða stöðugt í kastljósi fjölmiðla, krítíseruð fyrir klæðaburð og útlit og allt sem hún segir og gerir ef hún verður forsetafrú. „Mér finnst það fyndin tilhugsun. Ég er ekki beint mesta tískudrós í heimi og það þarf að finna balansinn á milli þess að halda áfram að vera maður sjálfur og sýna embættinu virðingu. Ég fæ smá æfingu í þessu núna í kosningabaráttunni, farin að mála mig og blása á mér hárið á hverjum degi, sem ég er ekki vön að gera. En ef það er erfiðasta raunin í lífi manns að einhverjum finnist maður ekki nógu smart, þá er nú ekki erfitt að lifa. Ég vil heldur ekki að börnin mín fái þá hugmynd að konur megi ekki láta sjá sig utandyra án þess að vera málaðar og uppstrílaðar þannig að ég vil alls ekki gera það að einhverju aðalatriði.“ Eliza segist vera mikill femínisti og gæti ekki hugsað sér að vera bara frú og viðhengi. Auðvitað geri hún sér grein fyrir því að ef hún verður forsetafrú muni hún ekki geta haldið áfram að vinna fyrir fyrirtæki og stofnanir en hún segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að halda áfram að stjórna Iceland Writers Retreat og að það geti jafnvel verið kostur að koma fram sem forsetafrú landsins í kynningu á bókmenntum og menningu þjóðarinnar. Hins vegar ætli hún ekki að fara að láta það halda fyrir sér vöku hvernig hún eigi að hegða sér sem forsetafrú, það komi ekki í ljós fyrr en 25. júní hvort nokkur ástæða sé til þess. „Núna hugsum við bara fram til 25. júní og höfum óskaplega gaman að því að ferðast um landið og hitta allt þetta yndislega og jákvæða fólk sem sækir fundina og starfar í kosningamiðstöðinni. Það er alveg ómetanleg lífsreynsla.“
Ráðgátubók Villa er best að
öðrum. Einn spyr spurningan
svo á svarið ÁN ÞESS AÐ GEFA
Hinir reyna að klóra sig í átt
svari með því að spyrja sp
já- og nei- spurn
GEORGE FOREMAN
HEILSUGRILLIN
20% COMPACT 38sm2 grillflötur
FULLT VERÐ ... 16.995 TILBOÐ ......... 11.995
EM
1400W
FAMILY
ENTERTAINMENT
51sm2 grillflötur
FULLT VERÐ ...19.995 TILBOÐ .........13.995
64sm2 grillflötur
FULLT VERÐ ...22.995 TILBOÐ .........15.995
TILBOÐSDAGAR
20-50% AFSL.
AEG RYKSUGA
VERÐ ÁÐUR ...15.995 TILBOÐ .........12.795 SEVERIN BLANDARI
Með losanlegum plötum
30%
SMOOTHIE GLAS MEÐ RÖRI
30%
500W
25% ÖFLUGUR MYLUR KLAKA
KRINGLUNNI • SÍMI 568 9400 • BYGGTOGBUID.IS
VERÐ ÁÐUR .....9.995 TILBOÐ ...........7.495
GRILLÁHÖLD KUCHENPROFI
KJÖTHITAMÆLIR
30% - 50%
KUCHENPROFI
DIGITAL
KJÚKLINGA STANDUR
30%
30%
VERÐ ÁÐUR ... 6.995 TILBOÐ ......... 4.895
VERÐ ÁÐUR ... 6.995 TILBOÐ ......... 4.895 KUCHENPROFI
GRILLÁHÖLD
HAMBORGARAPRESSA
50%
3STK
50%
50%
ALLIR HÁRBLÁSARAR
30%
VERÐ ÁÐUR ...1.495 TILBOÐ ............745
WALTHER BJÓRGLÖS
20% - 30%
BORÐ- OG GÓLFVIFTUR
ibili PÖNNUR
6 STK
VERÐ ÁÐUR ...3.995 TILBOÐ .........1.995
50%
VERÐ ÁÐUR ...4.995 TILBOÐ .........3.495 PIZZASTEINN Í GRIND 30sm
30%
25% - 30% Virka á allar gerðir hellna!
Scou KJÖTHITAMÆLIR DIGITAL
VERÐ ÁÐUR ...3.995 TILBOÐ .........1.995
VERÐ ÁÐUR ...2.495 TILBOÐ .........1.795
VERÐ ÁÐUR ...3.995 TILBOÐ .........2.795
VERÐ FRÁ .....2.495
GRILLTILBOÐ VEGLEGIR KAUPAUKAR
Frí heimsending og samsetning á höfuðborgarsvæðinu! TRU-Infrared er byltingarkennd nýjung sem tryggir jafnari hitadreifingu, útilokar að eldur logi upp yfir grindurnar og notar minna gas.
2ja brennara: • 2 brennarar 6,2kw/klst • Grillflötur: 47x47 cm • HxBxD: 113x118x55
FULLT VERÐ ..... 69.995 TILBOÐ ........... 59.995
3ja brennara: • 3 brennarar 8,8kw/klst • Hliðarbrennari: 3,8kw • Grillflötur: 67x47 cm • HxBxD: 116x139x55
4ja brennara: • 4 brennarar 11,7kw/klst • Hliðarbrennari: 3,8kw • Grillflötur: 79x47 cm • HxBxD: 120x150x55
FULLT VERÐ ... 109.995 TILBOÐ ........... 94.995
FULLT VERÐ ... 139.995 TILBOÐ ......... 119.995
Byggingatækniskólinn
Margmiðlunarskólinn
Raftækniskólinn
Skipstjórnarskólinn
Upplýsingatækniskólinn
Flugskólinn
Véltækniskólinn
Tæknimenntaskólinn
Verðlaunahafar við útskrift
Til hamingju,
framtíðin er ykkar! Frá útskrift Tækniskólans 27. maí 2016 Útskriftarnemendur Byggingatækniskólans, Handverksskólans, Hönnunarbrautar, Margmiðlunarskólans, Meistaraskólans, Raftækniskólans, Skipstjórnarskólans, Tæknimenntaskólans, Upplýsingatækniskólans og Véltækniskólans.
PIPAR\TBWA - SÍA - 162903
Handverksskólinn
Meistaraskólinn
www.tskoli.is
24 |
FRÉTTATÍMINN | Helgin 4. júní – 5. júní 2016
Reykjavík Midsummer Music í Hörpu 16-18. júní
Mynd | Hari
Kristinn Sigmundsson ferðast um heiminn til að syngja. Stundum snýst tónlistin um ferðalög.
Hinn frjálsi förusveinn Reykjavík Midsummer Music er forvitnileg tónlistarhátíð sem fer fram í Hörpu um það bil þegar sól er hæst á lofti í júnímánuði, dagana 16. - 19. júní. Þema hátíðarinnar að þessu sinni er „hinn frjálsi förusveinn“ sem er rómantísk hugmynd og nær langt út fyrir bara gönguferðir og ferðalög. Guðni Tómasson gudni@frettabladid.is
Það er Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari sem skipuleggur allt saman á Reykjavík Midsummer Music, eins og undanfarin ár. Hann safnar frábærum hópi listamanna í kringum sig úr ýmsum áttum. Einn þeirra er Kristinn Sigmundsson bassasöngvari sem flýgur um heiminn og syngur í óperum og á tónleikum, sem aldrei fyrr. Kristinn var nýlentur úr verkefni í Cincinnati þegar Fréttatíminn gekk með honum undir húsvegg til að ræða um það sem framundan er hjá honum á hátíðinni í Hörpu. „Mitt er aðallega að syngja þarna í tveimur frábærum ljóðaflokkum, An die ferne Gelibte eftir Beethoven, þar sem sungið er til ástarinnar í fjarska, og ljóðflokki Mahlers, Söngvum förusveinsins.“ Kristinn, sem syngur fleira á hátíðinni, segir flokkana tvo og reyndar allt sem hann fær að syngja á hátíðinni magnaða tónlist.
GLER T P I K S G R A M E UMGJÖRÐ
! r k 0 0 9 . 49 95.800 kr og SELEST
Fullt verð:
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI
Innra ferðalagið Kristinn segir að hugmyndin um ferðalagið sé f yrirferðarmikil í ljóðasöng rómantíska tímans. „Þetta eru ekki bara einfaldir labbitúrar,“ útskýrir Kristinn. „Þetta snýst fyrst og fremst um að túlka lífið sjálft eða innri átök sálarinnar. Rómantíkin hefur verið uppfull af þessu. Ferðalagið er álitið þroskandi en er líka lýsing á innra lífi.“ Þeir Kristinn og Víkingur Heiðar hafa áður starfað saman að ljóðaflokknum Vetrarferðinni eftir Schubert, sem þeir fluttu tvívegis í Eldborg og gáfu út á hljóð- og mynddiski um árið, með þeim árangri að þeir hlutu Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir. „Í allri þessari tónlist er einhver harmur sem maður verður að koma til skila. Ástarsorgin vofir yfir en það birtir til inn á milli. Þetta er mjög mannlegt allt saman og það heyrist í tónlistinni.“ Hversu frjáls er förusveininn? Kristinn Sigmundsson f lýgur um veröldina til að syngja en er kannski ekki heldur alveg frjáls eins og fuglinn. Við taka ný og ný verkefni sem bókuð eru með löngum fyrirvara og samstarf við listamenn af ýmsu sauðahúsi. Á ferðum sínum fylgist Kristinn líka vel með landsmálunum hér heima. „Maður er ekki frjáls undan því,“ segir hann og setur í brýrnar. „Venjulega er alveg óskaplega gott að vera í burtu frá öllu kjaftæðinu hérna, sem er oft svo smátt. Ég þarf ekki að nefna nein dæmi, það getur hver og einn tínt þau til í huganum. Þá get ég bara einbeitt mér að mínu starfi og tónlistinni. Svo kemur fyrir að það er afskaplega vont að vera í burtu. Til dæmis var ég í París þegar hrunið gekk yfir. Þá var óskaplega erfitt að vera í burtu og að vera Íslendingur í útlöndum. Á svoleiðis stundum er alveg svakalegt að vera í burtu.“ Þessa tilfinningu upplifði Kristinn síðan aftur um daginn þegar Panamaskjölin settu Ísland aft-
ur í brennidepil heimspressunnar. Hann var þá staddur í Dallas. „Einn morguninn kom ég fram í hótellobbí og þar voru fjórar forsíður borgarblaðanna með Sigmund Davíð Gunnlaugsson á forsíðunni. Það jaðraði við að maður færi að svara því til að maður væri frá Færeyjum, eða eitthvað slíkt. Þá vissu allir hvar Ísland var, fólk sem hafði ruglað því við Írland nokkrum dögum áður. Fólki fannst þetta fyndið, en mér ekkert sérstaklega. Þetta er auðvitað hluti af manni, landið og þjóðin og þeir sem að fólkið manns kaus til að vera fulltrúar þess. Þá líður manni ekkert alltof vel með það. Þetta er ferlega skrítin tilfinning. Svo þegar það bætist við þessi mýta um að við séum búin að hreinsa hér allt upp eftir hrun og fangelsa alla bankaskúrkana og þeir séu allir bara í einangrun, þá á maður fá svör. Það er semsagt fínt að vera frjáls frá þessu á meðan ástandið hér er svona nokkurn veginn eðlilegt, en þegar allt snýst við þá getur verið óþægilegt að vera í burtu.“ Gott samstarf Kristinn hlakkar til að stíga á svið á Reykjavík Midsummer music um miðjan mánuðinn. Hann segir að þeir Víkingur Heiðar nái vel saman. „Samstarfið er mjög frjótt. Víkingur tekur engu sem sjálfsögðum hlut og spyr sjálfan sig og mig spurninga um tónlistina á öllum stigum vinnunnar. Það finnst mér svolítið gaman, það er alltaf allt undir. Sérstaklega fyrir mann eins og mig, sem er kominn á þennan aldur, þá eiga hlutirnir til að „setjast“ dálítið mikið. Maður verður vanur því að gera hlutina dálítið eins við endurtekningu. Þá er alltaf hollt að taka eitt skref til baka og athuga hvort það sé hægt að fara með tónlistina í aðrar áttir en maður hefur áður gert.“ Sólin hækkar enn á lofti, ferðalagið heldur áfram.
Venjulega er alveg óskaplega gott að vera í burtu frá öllu kjaftæðinu hérna, sem er oft svo smátt.
HVAÐ Á C4 CACTUS SAMEIGINLEGT MEÐ KAKTUSUM? CITROËN
C4 CACTUS
VERÐ FRÁ
2.690.000 KR. 300.000 KR. STÓRGLÆSILEGUR
KAUPAUKI FYLGIR MEÐ Í TAKMARKAÐAN TÍMA NÝTTU TÆKIFÆRIÐ
Kaktusar eru harðgerðir, lifa á nánast engu og verja sig á snjallan hátt. Það sama á við um Citroën C4 Cactus. Veldu hagnýta hönnun, sparneytni og lágan rekstrarkostnað. Ekkert prjál, einungis hlutir sem skipta máli í dag. Citroën C4 Cactus er fáanlegur með BlueHdi dísilvél eða nýrri PureTech bensínvél sem nýverið hlaut eftirsótta titilinn vél ársins (International Engine of the Year). Báðar vélarnar sameina frábæra frammistöðu, lága eyðslu og litla koltvísýringslosun. Citroën C4 Cactus hefur slegið í gegn um allan heim. Glæsilegur kaupauki fylgir með tímabundið. Tryggðu þér eintak.
Komdu í reynsluakstur
citroen.is
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.
Citroen_Cactus_meðCactusum_R_5x38_20160524_END.indd 1
24.5.2016 09:11:46
26 |
FRÉTTATÍMINN | Helgin 4. júní – 5. júní 2016
Fallegasta byggingin Ekkert tilgerðarlegt
Norræna húsið eftir finnska arkitektinn Alvar Aalto var opnað árið 1968 og er hlutverk þess að styrkja og efla menningartengsl milli Íslands og hinna Norðurlandanna.
„Það sem kemur fyrst upp í hugann er Norræna húsið, það er án efa númer eitt á blaði. Það er svo glæsilegt og stendur þarna í mýrinni án þess að vera nokkuð tilgerðarlegt. Það bara er. Það er líka svo nákvæmt að öllu leyti, það er hugað að öllum smáatriðum út í gegn að innan og utan. Það er svo flott að utan og svo þegar þú kemur inn þá er það svo hlýlegt. Og svo sakar ekki að ég gifti mig í húsinu.“
Aðalheiður Atladóttir, arkitekt hjá AF arkitektum og formaður arkitektafélags Íslands.
Klipptu mig út og límdu mig á ísskápinn
Máltíð undir þúsundkalli
Hugmyndir að ódýrum mat þegar þú átt litla peninga og nennir ekki að elda Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is
Fr m ét t æ a lir t ím m in eð n
IKEA
Kauptúni 4, Garðabæ ] -Grænmetisbuff með hrísgrjónum og snittubaunum 595 kr. -Sænskar kjötbollur, kartöflur, sósa og sulta 895 kr. -Réttur mánaðarins 995 kr. -Lágkolvetna kjúklingaréttir: 695 kr. -Smurbrauð með hangikjöti, laxi eða rækjum: 695 kr. Sennilega ódýrasti morgunmaturinn í bænum:
Johansen Deli
Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði.
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík
414 84 00
www.martex.is
25% afsláttur af linsum í netklúbbnum okkar!
Skráðu þig í netklúbbinn okkar á prooptik.is og þú færð 25% afslátt af linsum í öllum verslunum Prooptik www.prooptik.is
2 rúnstykki, 1 egg, 1 skinkusneið, 1 ostsneið, 1 smjör, 1 sulta og heitur drykkur 445 kr.
Þórunnartúni 2 ] Hægt að velja milli þrennskonar rétta dagsins á 1000 kr.
Laugavegi 86, Reykjavík og Bæjarhrauni 4, Hafnarfirði ] -Grænmetisnúðlusúpa 830 kr.
Fiskur eða kjöt með fersku salati og meðlæti, vel útilátið, ferskt og gott.
Reykjavík Roasters
Brautarholti 2 ] Tvær súrdeigsbrauðsneiðar með: -lárperu og sítrónu á 950 kr. -túnfisksalati á 800 kr. -hummus og döðlumauki: 750 kr. -smjöri, osti og sultu á 700 kr. -rjómaosti og sultu á 650 kr.
Shalimar
Austurstræti 4, Reykjavík ATH! Aðeins í hádeginu til kl. 15.30 alla virka daga.
] -Curry in a hurry hrísgrjónaréttur í frauðplastbakka Hægt að velja milli tvennskonar kjötrétta og eins grænmetisréttar. Brauð fylgir með. 990 kr.
Kannski ekki full máltíð en mjög gott og ágætlega mettandi.
Drekinn
Njálsgötu 23 ] -Samloka, franskar og gos 830 kr.
Bragðsterkt, ekki alveg full máltíð en fínasta fínt.
Mandi
Veltusundi 3b ] -Falafel með hummus og fersku salati: 1000 kr. -Hummus samloka með blönduðu salati: 1000 kr.
Stúdentakjallarinn
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI
Noodle station
Háskólatorgi, Sæmundargötu 4, Reykjavík ] -120 g hamborgari með salati, tómati og sósu, franskar fylgja með 990 kr. Ekkert að þessu.
Bike cave
Einarsnesi 36 ] -Hamborgari með majónesi og grænmeti: 795 kr. -Píta 995 kr. -Kjötsúpa 995 kr.
!
GRAR A I S N L I L T T S Á
Sagan um Indverjann sem hjólaði frá Nýju Delí til Borås í Svíþjóð er sönn og mun án efa hlýja þér um hjartaræturnar
SU R M AR Á Í S MELLURI NN
w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39
DROPLET VASI GULUR/BLÁR 950,-
20%
PÁSKA TILBOÐ EMMANUELLE LJÓS HVÍT/SVÖRT 11.900,-
afsláttur af öllum Ethnicraft vörum út Sunnudaginn NEST BASTLAMPI 34.500,-
HUGO BAÐVARA VERÐ FRÁ 1450,-
NÝJAR VÖRUR FRÁ HABITAT
NORDIC TV 132.000.BLYTH YELLOW 24.500,-
CITRONADE 9800,-
N101 SÓFI 176.000.-
TRIPOD BORÐLAMPI 12.500,-
BORÐ (200X90) 167.200.COULEUR DISKUR 950,-
TREPIED GÓLFLAMPI FLAT SKENKUR 19.900,-223.000.TILBOÐ 14.900,-
20%
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM HAL PÚÐI 5.900,-
AFRICA STÓLL 11.250,-
HELENA TEPPI 9.800,-
SHADI HANDKLÆÐI 2400,-
DENA ARMSTÓLL GRÁR/SVARTUR 145.000,-
AGNES MOTTA (120X180) 19.500,-
GRETA SKRIFBORÐ 48.000,-
GULUM VÖRUM
OKEN HLIÐARBORÐ HVÍTT/SVART 24.500,-
HANNAÐU ÞINN EIGIN SÓFA
HANNAÐU ÞINN EIGIN SÓFA
20%
AFSLÁTTUR AF EININGASÓFUM VELKOMIN Í NÝJU VERSLUNINA OKKAR Í SKÓGARLIND
NÝR STAÐUR: SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI
TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS
30 |
GAMAN Á TÓNLEIKUM! Gaman Ferðir bjóða upp á tónleikaferðir við allra hæfi. Kíktu á gaman.is og skoðaðu úrvalið.
GOTT UM HELGINA
Sprett úr spori á Hlíðarenda Á morgun klukkan ellefu hefst hið árlega Valshlaup þar sem ungir sem aldnir eru hvattir til þátttöku og hlaupið er tíu kílómetra frá bílastæðinu við Hlíðarenda út að Ægisíðu og til baka meðfram ylströnd Nauthólsvíkur. Keppt verður í karla- og kvennaflokki og verðlaun veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í báðum flokkum. Búist er við ágætis veðri og því kjörið tækifæri til hreyfingar undir sólinni. Hvar? Valsheimilinu, Hlíðarenda. Hvenær? Laugardaginn klukkan 11. Hvað kostar? 1000 - 2000 kr.
BEYONCE London 1-3 júlí
149.900 kr.
Frá
Verð á mann miðað við 2 í herbergi
LIONEL RICHIE London 1-3 júlí Frá
FRÉTTATÍMINN | Helgin 4. júní – 5. júní 2016
Hátíð hafsins stútfull af skemmtun Furðufiskasýning, sjóræningar, sjávarréttir, Sirkus Íslands og ótal margt fleira á Hátíð hafsins um helgina. Sýningar
Plast í hafinu: Umhverfisstofnun kynnir hvað hver og einn getur gert til að minnka mengun af völdum plasts. Sjóslys við Ísland 1870-2009: Ljósmyndasýning og fróðleikur um þau sjóslys sem hafa átt sér stað á slóðum við Ísland í gegnum árin. Listasafn Reykjavíkur: 2 fyrir 1 í Listasafnið um helgina. Fiskur dagsins: Franska listakonan Josée Conan kynnir japanskar aðferðir við að prenta fiskamunstur. Matur
UR_ óperan frumsýnd á Íslandi Fyrsta ópera Önnu Þorvalds tónskálds, UR_, verður frumsýnd á Íslandi í Norðurljósasal Hörpu í kvöld. Óperan er í leikstjórn Þorleifs Arnars Arnarssonar. Hugðarefni Önnu í fyrstu óperu sinni er upphaf heimsins eins og það birtist í grænlenskri goðafræði, leið mannsins aftur að uppruna sínum og hvernig hann hefur fjarlægst rætur sínar. Hvar? Norðurljósasal Hörpu. Hvenær? Laugardaginn kl. 8. Hvað kostar? Verð frá 5.500 kr.
129.900 kr. Verð á mann miðað við 2 í herbergi
Veitingahúsin við Granda; Bryggjan brugghús, Coocoo’s Nest, Texasborgarar og Bergsson mathús verða með sérstakan matseðil í tilefni hátíðarinnar. Það verður einnig kokkað á pallinum á Sjóminjasafninu og boðið upp á fiskismakk við Grandagarð. Skemmtun fyrir börnin
Sjávarklasinn: Í húsi Sjávarklasans verður teiknismiðja fyrir börnin, skipasmíðastöð, ískrapvél og rafstýrðir toghlerar. Fljótandi sjóræningjakaffihús: Vegfarendum gefst tækifæri til að kíkja um borð í Sæbjörgina þar sem sjóræningjar og skipstjóri taka á móti manni. Bryggjusprell: Þrautir, keppnir, leikir og allskyns uppákomur á höfninni fyrir unga sem aldna. Boðið verður upp á andlitsmálningu og björgunarsveitin Ársæll setur upp línubrú.
Langsokkur skipstjóri og Svabbi sjómaður skemmta börnum á sviði Grandagarðs. Furðufiskasýning: Ótrúlegustu og furðulegustu dýr sjávar verða til sýningar í Grandagarði. Bryggjuveiði: Efnt verður til bryggjuveiði krakka á Verbúðarbryggju. Krakkarnir eru hvattir til að koma með sínar eigin stangir ef möguleiki er á. Verðlaun í boði fyrir stærstu fiskana. Sirkus Íslands og Latibær mæta á sviðið í Grandagarði og skemmta allri fjölskyldunni. Tónlist
Á útisviði á Grandagarði troða ýmsir tónlistarmenn upp. Það verður harmonikkuhádegi í Hörpunni og tríóið Harmóníur kemur fram í sama húsi. Sjómannalögin duna og íslensk dægurlög við höfnina.
Nánari upplýsingar og dagskrá má nálgast á hatidhafsins.is
Heilsið upp á kanínurnar Barnasýningin Vera og vatnið
RIHANNA London 24-26 júní Frá
119.900 kr. Verð á mann miðað við 2 í herbergi
Gaman Ferðir fljúga með WOW air / www.gaman.is / gaman@gaman.is
Á morgun, klukkan 15, fer fram aukasýning á Veru og vatninu, sýningu eftir hópinn Bíbí & Blaka um veruna Veru. Fylgst verður með tilraunum hennar og upplifunum í veðri og vindum. Verkið er ætlað börnum á aldrinum eins til fimm ára og fjölskyldum þeirra. Hvar? Tjarnarbíói. Hvenær? Sunnudaginn kl. 15. Hvað kostar? 2.500 kr.
Birgit Kositze kanínubóndi opnar kanínubúið fyrir gesti og gangandi. Búið er á Syðri-Kárastöðum, skammt norðan Hvammstanga. Handverksmenn og konur verða á staðnum að vinna úr beinum, hornum og hrosshári. Einnig mætir Guðmundur Ísfeld frá Jaðri sem smíðar glæsilega hnífa. Kaffi og kleinur verða á boðstólum sem Kvenfélagið Freyja sér um. Það verða tónlistaratriði frá bændum í nágrenninu og að sjálfsögðu er frábær skemmtun að skoða kanínurnar, klappa þeim og kynnast. Hvar: Syðri-Kárastöðum. Hvenær: Laugardaginn frá klukkan 1317.
Götupartí og markaðir Á Laugavegi á milli Macland og Bravó verður blásið til útimarkaðar. Listafólk, plötusnúðar og veitingafólk kemur saman að bjóða upp á góða stemningu og selja af sér spjarirnar, listina sína og veitingar. Á sama tíma, nokkrum skrefum neðar á Laugaveginum, selja 19 glæsikvendi af sér spjarirnar á Loft Hostel. Hvar: Laugaveginum á milli Macland og Bravó og Loft Hostel. Hvenær: Milli klukkan 11- 18.
www.fabrikkan.is
borðapantanir: 575 7575
Dagfinnur Dýralæknir Dagfinnur er ómótstæðilegur andaborgari úr hægeldaðri og rifinni Pekingönd sem velt er upp úr Teriyakisósu. Með japönsku chilimajónesi og eplaediks- og hunangslegnu grænmeti. Borinn fram í sesamlausu brauði með frönskum.
þrjár Fabrikkur
Höfðatorg Kringlan Hótel Kea Akureyri
Happy Hour frá 16 – 18 alla daga alltaf. 2 fyrir 1 af bjór og húsvíni.
32 |
FRÉTTATÍMINN | Helgin 4. júní – 5. júní 2016
AIRWEIGHT TITANIUM UMGJÖRÐ
og létt harðplast gler með glampa-, rispu- og móðuvörn.
Nær eða fjær styrkleiki Öll glerin koma með rispu-, glampa- og móðuvörn.
19.9553.7000 kkrr. Fullt verð:
Margskipt gler og umgjörð Evolis frönsku verðlaunaglerin frá BBGR eru með tvöfalda yfirborðsslípun sem færir þau í nýja vídd.
59.901009.10k0rk.r Fullt verð:
Hvernig lítur „dálítill sjór“ út? Súld, sjólítið, gráð – orðin sem lýsa veðrinu heilla Kristínu Bogadóttur ljósmyndara. Hún hefur nú opnað netta ljósmyndasýningu í Þjóðminjasafninu með myndum af veðri og sjólagi. „Mér finnst veðurfréttir heillandi, hvernig maður ferðast kringum landið þegar maður hlustar á veðrið,“ segir Kristín Bogadóttir. Þetta kann að virka gamaldags, en mér finnst þær svo skemmtilegar.“ Tungumálið í kringum veður er ríkulegt en sem ljósmyndari þarf Kristín að fylgjast vel með veðrinu.
Bolungarvík, Mánárbakki, austnorðaustan 7, austnorðaustan 8, skýjað, dálítill sjór, alskýjað, sjólítið, hiti við frostmark. hiti 7 stig.
„Mér finnst að við ættum að vera duglegri að reyna að lesa umhverfi okkar. Ég hafði lengi tekið myndir af sjónum en það var Trausti Jónsson veðurfræðingur sem sagði mér að ég væri í raun að tala um „sjólag“ og nú væri það aðeins á átta stöðum
Marsibil Erlendsdóttur, veðurathugunarkona á Dalatanga. Marsibil tekur veðrið á þriggja tíma fresti allan sólarhringinn. „Maður er alltaf að pæla í veðrinu,“ sagði Marsibil við Kristínu Bogadóttur.
veðurathugunarmenn sem fylgdust með því.“
Stúdentagarðarnir #5 KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI
Myndir | Hari
Kristófer nældi sér í ódýr húsgögn í Góða hirðinum og á haugunum. Hann segir engu máli skipta hvernig hann býr svo lengi sem hann hafi stúdíó.
„Sama þó ég byggi í kústaskáp“
Kristófer Páll Viðarsson er fimmti viðmælandi í myndaröðinni Stúdentagarðarnir. Hann er feginn að vera laus við hrellingar leigumarkaðarins og segist glaður búa smátt svo lengi sem það sé friður til að semja tónlist.
M
ér væri sama þó ég byggi í kústaskáp svo lengi sem ég hefði sæmilega stúdíóaðstöðu,“ segir 24 ára Kristófer Páll Viðarsson sem býr í einstaklingsíbúð á Stúdentagörðunum. Í háskólanum sækir hann listfræði með ritlist sem aukagrein og ver frítíma sínum í að semja tónlist undir nafninu Aska og skrifa ljóðabækur. „Ég ætla ekki að skafa utan af því, ég er með verst staðsettu íbúðina á stúdentagörðunum,“ segir Kristófer og vísar í aðkomu íbúðarinnar sem er staðsett við ruslagámana. „Aðkoman er mjög subbuleg og fyrir utan svalirnar má fylgjast með ruslinu hrannast upp í hverri viku. Fyrir utan það er ég mjög sáttur hérna og þakklátur fyrir að fá íbúð á hagstæðu verði.“ Kristófer er fæddur og uppalinn á Akureyri og flutti til Reykjavíkur í nám fyrir nokkrum árum, samferða vini sínum. „Félagi minn er búinn að flytja fjórum sinum síðan og er á stöðugu vappi á leigumarkaðinum. Ég vil ekki hugsa um það hvernig mínum högum væri háttað hefði ég ekki þessa aðstöðu. Sæki ég um meistaranám fæ ég að halda þessari íbúð í þrjú ár í viðbót, ég er hæstánægður með það.“ Húsgögn íbúðarinnar er samtínsla þess sem Kristófer hefur fundið og fengið gefins. Sjálfur er hann ódýr í rekstri og byggist fæðan á múslí, ávöxtum og kaffi „Félagi minn keypti sófann í Góða
Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is
Kristófer gaf út plötuna Grátónar undir nafninu Aska og ljóðabókina Feigðarórar í seríu Meðgönguljóða sem er uppseld í dag.
hirðinum og gaf mér hann síðan, annað skrifborðið fiskaði ég af haugunum og hitt hefur fylgt mér alla tíð.“ Dýrmætasta djásnið eru stúdíóhornið á skrifborðinu með hljóðgervli og öðrum búnaði sem Kristófer nýtir til að semja tónlist, sem gengur prýðisvel að eigin sögn. „Ég seldi tæplega helming af vínylplötunum mínum til að fjármagna græjurnar. Ég hætti að drekka og einblíni alfarið á tónlistina þessa dagana.“ Helsta áskorun Kristófers þessa dagana er að vakna fyrr. „Ég vil nýta daginn betur og semja tónlist á morgnana. Ég vakna oftast ekki fyrr en klukkan tvö og fer í vinnuna stuttu síðar.“ Í nánu sambýli Stúdentagarðanna þýðir ekki að spila tónlist fram eftir kvöldi. „Einu samskipti mín við ná-
„Ég ætla ekki að skafa utan af því, ég er með verst staðsettu íbúðina á Stúdentagörðunum.“ grannana eru hávaðakvartanir svo ég get ekki unnið fram eftir.“ En í hverju liggja áherslurnar að gera stúdentagarð að heimili? „Það skiptir mig mestu máli að fá að vera í friði. Ég hafði miklar áhyggjur af því að lenda á kollega íbúðum þar sem nokkrir deila eldhúsi, ég hefði ekki höndlað það. Hér er góður friður þar til um helgar, þetta er partíblokkin.“
Fleiri myndir á frettatiminn.is
PIPAR\TBWA • SÍA • 161670
VIÐ LÁTUM ÞAÐ BERAST Sex daga vikunnar, bera um 600 starfsmenn okkar út dagblöð, tímarit, fjölpóst, eða markpóst, inn á 80.000 heimili. Fyrir fyrirtæki sem vilja koma skilaboðum á framfæri erum við í lykilhlutverki.
Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is
PLUSFERDIR
.IS
Þar finnur þ ú fleiri áfangastað i og verðdæmi
Sólarhringur Ekki missa af þessum frábæru verðum sem gilda aðeins í einn sólarhing
Verð miðast við að bókað sé á netinu og aðeins með nýjum bókunum. Birt með fyrirvara um prentvillur.
Kanarí
Mallorca
Apartmentos Teneguia
Portofino/Sorrento
Golf Center
FRÁ:
FRÁ:
FRÁ:
39.900 kr.*
44.900 kr.*
37.900 kr.*
á mann m.v. tvo fullorðna og eitt barn í einu svefnherbergi. Verð frá 45.900 kr. á mann m.v. tvo fullorðna.
á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn í íbúð með einu svefnherbergi. Verð frá 58.400 kr. á mann m.v. tvo fullorðna.
á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn í íbúð með einu svefnherbergi. Verð frá 45.900 kr. á mann m.v. tvo fullorðna.
Albír
Albír
Benidorm
Brottför: 16. júní 7 nætur
Brottför: 7. júní 7 nætur
Brottför: 14. júní 7 nætur
Hotel Kaktus
Albir Playa
Bali
FRÁ:
FRÁ:
FRÁ:
69.900 kr.*
á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn í tvíbýli með hálfu fæði. Verð frá 82.900 kr. á mann m.v. tvo fullorðna.
Brottför: 10. júní 7 nætur
u alið; f f i n n I
g, skattar og taska á
57.700 kr.*
á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn í tvíbýli með morgunverði. Verð frá 74.500 kr. á mann m.v. tvo fullorðna.
Brottför: 7. júní 7 nætur
i t æ s g Felu 0 0 9 . 9 á r f ð r v
Almeria
e rði frábæ ru v
39.900 kr.*
á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn í tvíbýli með hálfu fæði. Verð frá 45.600 kr. á mann m.v. tvo fullorðna.
Brottför: 14. júní 3 nætur
ALLAR BROTTFARIR Í JÚNÍ
ALLAR BROTTFARIR Í JÚNÍ
KEF - Kanarí
KEF - Mallorca
Önnur leiðin með tösku
Önnur leiðin með tösku
FRÁ:
9.900 kr.
FRÁ:
9.900 kr.
R U T I E H Ð Ó J S
R A L SspÓrettur Plúsferða
Farðu í sólina á dúndurverði!
Hefst í dag 4. júní kl. 12:00! Kanarí IFA Buenaventura FRÁ:
47.700 kr.*
á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn í tvíbýli með hálfu fæði. Verð frá 53.900 kr. á mann m.v. tvo fullorðna.
Brottför: 22. júní 7 nætur
ALLAR BROTTFARIR Í JÚNÍ
Mallorca Vista Club FRÁ:
44.900 kr.*
á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn í íbúð með einu svefnherbergi. Verð frá 89.900 kr. á mann m.v. tvo fullorðna.
Brottför: 14. júní 7 nætur
ALLAR BROTTFARIR Í JÚNÍ
KEF - Almería
KEF- Alicante
Önnur leiðin með tösku
Önnur leiðin með tösku
FRÁ:
9.900 kr.
FRÁ:
9.900 kr.
Almeria Pierre Vacances FRÁ:
49.900 kr.*
á mann m.v. þrjá fullorðna og þrjú börn í íbúð með tveimur svefnherbergjum. Verð frá 68.900 kr. á mann m.v. tvo fullorðna.
Brottför: 16. júní 7 nætur
28 Síðustu sætin í júní Skelltu þér í sólina!
36 |
FRÉTTATÍMINN | Helgin 4. júní – 5. júní 2016
Fólk sækir í Ívar í Rúmfatalagernum Skemmtilegasti verslunarstjóri landsins „Fólk er stöðugt að koma til mín og biðja mig um að taka verslunardansinn“ „Tölurnar sýna aukna traffík í verslunina. Ég er bara ég, hress og kátur og finnst gaman að vera til,“ segir Ívar Þórður Ívarsson, verslunarstjóri Rúmfatalagersins á Korputorgi. Ívar hefur slegið í gegn í kynningarmyndböndum Rúmfatalagersins þar sem hann kynnir vörur af mikilli innlifun, einlægni og ástríðu. Myndskeiðin fá allt að 70.000 áhorf.
Fyrsta myndskeiðið birtist á Facebook um jólin og síðan hefur heimsóknum fjölgað í verslunina á Korputorgi. Fólk er æst í að hitta Ívar. „Fólk er stöðugt að koma til mín og biðja mig um að taka verslunardansinn,“ segir Ívar hlæjandi og vísar þá í dansspor sitt í nýjasta myndbandinu. „Ég kalla þetta dansspor „Shopping carter“ og hef notast við það í tugi ára. Ég hendi í sporið þegar ég er orðinn þreyttur á dansgólfinu, þá stend ég kyrr og einfaldlega set í körfuna. Ég bjóst ekki við því að myndbrotið færi á slíkt flug.“ Ívar hefur starfað hjá Rúm-
Byltingarkennd netverslun
Barkode er ný vefverslun sem einblínir á nýja hugsun, byltingu og nýtt form samstöðu þegar kemur að fatakaupum. Vörur Barkode eru keyptar af vottuðum framleiðendum og engar vörur innihalda dýr eða dýraafurðir. Prósenta af öllum sölum Barkode rennur þá einnig til styrktar UN WOMEN á Íslandi. „Saman stöndum við hærra og hugsum hærra,“ segir á vefsíðunni www.barkode.is
fatalagernum í 11 ár, byrjaði á kassanum og vann sig upp. Hann segist njóta hvers dags í starfinu. „Ég er 99% tímans á gólfinu að sinna kúnnum. Ég vil að fólk hafi gaman af því að koma á Korputorg og smita frá mér ánægju og gleði. Nú er að koma sumar, sólin skín og það er svakalega gaman í vinnunni. Ég hlakka sérstaklega til helgarinnar í búðinni.“ | sgk Ívar hefur unnið hug og hjarta þjóðarinnar í kynningarmyndböndum Rúmfatalagersins. Í því nýjasta tók hann „the shopping carter“ danssporið sem gerði allt vitlaust á netheimum. Mynd/skjáskot úr myndbandi Hringtorgs
Kaldir víkingar Glænýtt stuðningsmannalag fyrir EM í fótbolta ætti að koma íslenskum áhugamönnum um tuðruspark í stuð. Höfundur lagsins, Bertel Ólafsson, er undir áhrifum frá bresku sveitinni New Order.
Bertel Ólafsson er undir miklum áhrifum frá New Order og spyr: „af hverju ætti maður að breyta því sem virkar?“
Hinn dagfarsprúði viðskiptafræðingur Bertel Ólafsson starfar hjá Icelandair Cargo. Á kvöldin og um helgar er hann hins vegar tónlistarmaðurinn Ruddinn. Þegar aðeins nokkrir dagar eru í EM í fótbolta hefur Bertel sent frá sér nýtt lag til stuðnings íslenska landsliðinu. „Lagið varð til í einhverju fikti hjá mér,“ segir Bertel. „Ég var bara að leika mér. Söng þetta fyrst sjálfur með mínum takmörkuðu sönghæfileikum eftir að hafa lamið saman textann.“ Svo hófst leit að söngkonu til að syngja lagið og hana fann Bertel í Viðju Antonsdóttur. Lagið, sem heitir Kaldir víkingar, er samið undir sterkum áhrifum frá New Order. Sú sveit hefur lengi
Við erum Íslendingar –kaldir víkingar komnir á mót með þeim bestu. Við ætlum að slá í gegn annað er fáránlegt undur og stórmerki áður hafa gerst. verið uppáhalds hljómsveit Bertels og samdi einmitt baráttulag enska landsliðsins fyrir HM 1990, lagið World in Motion. Í texta Bertels er herhvöt um að þjóðin sameinist að baki landsliðinu en samt segist Bertel ekki vera grjótharður fótboltaáhugamaður. „Ég horfi samt alltaf á stórmótin. Þau eru skylduáhorf,“ segir Bertel. „Mér fannst bara vanta lag núna rétt fyrir mót, svo kemur keppnin og ég horfi á hana, en yfirleitt finnst mér best að fylgjast með
boltanum með því að sjá endursýningar og kannski umræðuna eftir leik.“ | gt
Stemningin var rosaleg þegar Ísland komst á EM, en nú þarf að girða sig í brók og standa sig!
Heyrðu lagið á frettatiminn.is Sænsk-eþíópíska söngkonan Sofia Jernberg er meðal flytjenda í óperunni UR_.
Sækir innblástur frá hljóðum í kringum sig Sofia Jernberg beitir rödd sinni á óhefðbundinn hátt
VIÐ GETUM TENGT ÞIG VIÐ BESTU PARKETSLÍPARA LANDSINS HAFÐU SAMBAND OG VIÐ RÁÐLEGGJUM ÞÉR MEÐ SLÍPUN, LÖKKUN, OLÍUBURÐ OG ALMENT VIÐHALD Suðurlandsbraut 20
108 Reykjavík
Sími: 595 0500
www.egillarnason.is
Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18 og lau kl. 11–15
„Ég syng aðallega spunasöng sem gerir hlutverk mitt í óperunni frábrugðið því sem ég er vön,“ segir sænsk-eþíópíska söngkonan Sofia Jernberg sem er meðal flytjenda óperunnar UR_ eftir Önnu Þorvaldsdóttur sem verður frumsýnd hér á landi í Hörpu í kvöld. Segja má að rödd Jernberg sé heldur óvenjuleg en hún fer tilraunakenndar leiðir við beitingu hennar. Aðspurð um hvernig hún beiti rödd sinni og hvaðan hún fái innblástur segir hún: „Venjulega spinn ég bara á staðnum og breyti röddinni í augnablikinu, ég veit ekki hvernig ég beiti röddinni tæknilega enda vekur það ekki áhuga minn. Innblásturinn sæki ég til allra hljóða í kringum mig. Þegar ég vinn með hljóðfæraleikurum, selló og píanistum, spinn ég til dæmis hljóðið í kringum hljóðfæri þeirra og hermi eftir þeim.“ Hún segir ekki síður skemmtilegt að breyta hlutverki söngvarans þannig hann sé ekki alltaf sólóisti heldur hluti af hljóðinu, skuggi hljóðanna, þannig hafi Anna skrifað óperuna UR_. En af hverju er Sofia í UR_ óperunni?
„Arnbjörg Þorvaldsdóttir, framleiðandi sýningarinnar, blés til ferðar til Grænlands með Önnu þar sem ég hitti hana í fyrsta skipti og við náðum vel saman. Þannig hófst okkar samstarf.“ Hún segir hlutverk sitt í UR_ ekki hefðbundið heldur eru þrír söngvarar sem leiki eina og sömu persónuna. „Við erum þrír söngvarar sem erum ein persóna, en ég veit ekki hvort ég er karl eða kona, persónan hefur ekkert nafn. Þetta er frekar abstrakt hlutverk en ég veit að ég er næst fæðingunni. Þar sem ég syng ekki óperusönginn, eins og hinir tveir söngvararnir, er ég meira að herma eftir hljóðunum, jörðinni og vindinum í kringum mig. Það er ekki svo auðvelt að útskýra.“ Hvort hlutverk Jernberg í UR_ sé ólíkt hinni hefðbundnu óperurullu segir hún: „Já, ég myndi segja það en ég er enginn hefðbundinn óperusöngvari og get því ekki svarað spurningunni réttilega.“ Það verði áhorfendur að dæma. - bg
Myndband af söng Sofiu er á vefsíðu Fréttatímasn
Við viljum þakka öllum fyrir komuna á Milwaukee hátíðina síðasta miðvikudag.
Milwaukee bíllinn ferðast nú um austurland
Slípirokkur AG800EK Slípirokkur 125mm. 800W mótor. MW 4933451211
Tilboð
11.900
Tilboð
29.900 Borvél M12 BDD-202C Átak 30Nm, 2x2,0Ah rafhlöður og hleðslutæki fylgir. MW 4933441915
AG10-125E Slípirokkur 125mm, 1000W mótor. MW 4933451220
Tilboð
14.900
Frábær tilboð á
Kíttisgrind M12PCG-201B 1x2,0Ah rafhlöður Tilboð og hleðslutæki 46.900 MW 4933441655
Tilboð
Tilboð
55.900
55.900
Tilboð
84.900
Borvél M18BPD-402C M12 BPP2D-402B Borvél 38Nm m/höggi og fjölnotavél M/höggi, átak 60Nm,2x4,0Ah rafhlöður og hleðslutæki. 2x4,0Ah rafhlöður MW 4933443520 MW 4933441250
Borvél M18FPD-502X M/höggi, átak 135Nm, 2x5,0Ah rafhlöður og hleðslutæki. MW 4933451061
Tilboð
99.900 M18SET2T-502W Borvél kolalaus 60Nm og fjölnotavél ásamt blöðum, 2x5,0Ah rafhlöður MW 4933451436
Tilboð
Tilboð
119.900
219.900
M18SET2H-502W Borvél 135Nm, slípirokkur 125mm, 2x5,0Ah rafhlöður og hleðslutæki MW 4933451432
M18 FPP6A-502B Borvél135NM, höggskrúfvél, slípirokkur, hjólsög, sverðsög, ljós LED, 3 x 5,0 Ah rafhlöður MW 4933451243
Verkfærasalan - Síðumúla 11 - 560-8888 - www.vfs.is
38 |
FRÉTTATÍMINN | Helgin 4. júní – 5. júní 2016
Morgunstundin Önnur í bláu og hin í bleiku
Mynd | Hari
Jóhanna og Rebekka Rut búa saman í Sjálandshverfinu í Garðabæ, viðeigandi tenging við Danmörku þangað sem þær flytja í haust.
„Við höfum verið að fljúga svo mikið í kross að við höfum varla hist í tvær vikur,“ segir kærustuparið Jóhanna og Rebekka Rut, en þær vinna báðar sem flugfreyjur í sumar. Jóhanna er hjá WOW-air og Rebekka hjá Icelandair: „Ég í bleiku og hún í bláu,“ segir Jóhanna brosandi. Því hafa báðar skilning á næturbrölti hinnar þegar þær vakna fjögur á morgnana til að undirbúa sig fyrir morgunflug: „Við vöknum venjulega báðar og sú sem er ekki að fara á vakt býr til hafragraut handa hinni á meðan hún gerir sig til, málar sig og setur upp hárið. Svo skutlum við hvor annarri almennt í vinnuna, enda erum við á einum bíl,“ segir Rebekka Rut. Þennan morguninn eru þær hins vegar báðar í fríi, og hafa því tíma til að njóta morgunsins saman með pönnukökum, drekaávexti og öllu tilheyrandi: „Við reynum að vera alltaf með í það minnsta einn spennandi ávöxt við morgunverðarborðið,“ segir Jóhanna. Jóhann og Rebekka hafa verið saman í 7 ár, allt frá því þær voru saman í Versló, og síðan hafa þær oft unnið saman, í flugfreyjustarfinu sem öðrum störfum. „Það gengur mjög vel að vinna saman, því við erum með alveg sitt hvora eiginleika,“ segir Rebekka. Jóhanna er lögfræðingur og Rebekka viðskiptafræðingur og stefna þær á að flytja á Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn í haust, þar sem Rebekka verður í mastersnámi í viðskiptafræði.
Óhefðbundin sumarstörf
Lotta fjárfesti í nýju og stærra mótorhjóli til þess að halda í við hóp strákanna sem hún hjólar með. Mynd | Hari
Úr spandexgallanum í fjárhúsið Karlotta Laufey keyrir á nýju mótorhjóli í sveitina þar sem hún starfar aðra hverja viku. Hina vikuna nýtur hún lífsins í miðbænum og treður upp sem gítarleikari í spandexgalla. Hún er heimilislaus í augnablikinu en tekur lífinu létt og flúrar sjálfa sig viðbótum í tattúsafnið. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is
„Ég var að klára að tattúera sjálfa mig rétt í þessu. Þess vegna er ég svona sein,“ útskýrir Karlotta Laufey Halldórsdóttir sem er oftast kölluð Lotta. „Ég er að prófa mig áfram í að teikna og flúra. Síðustu daga hefur setið í mér sú hugmynd að fá mér gamla köttinn minn á lærið. Ég lét að því verða áður en ég held aftur upp í sveit.“ Lotta starfar aðra hverja viku á veitingastað á sveitabæ undir Eyjafjöllum. Hina vikuna rúllar hún í bæinn á mótorhjólinu sínu og nýtur þess að vera í fríi. „Ég elska að eiga þessa tvo ólíka heima, sveitina og miðbæinn. Aðra vikuna er ég með túperað hár í spandexgalla að troða upp í miðbænum, hina er ég í sveitinni að kíkja á rollurnar í fjár-
„Aðra vikuna er ég kannski í spandexgalla að troða upp í miðbænum, hina er ég komin í sveitina að kíkja á rollurnar í fjárhúsinu.“ húsinu.“ Pabbi Lottu kenndi henni á gítar og spilaði hún lengi með rokkhljómsveitinni Vicky sem var ein af fáu stúlknarokkhljómsveitunum á þeim tíma. Hún var einnig meðlimur rokk- og metalhljómsveitinni Dimmu í tvö ár. Um þessar mundir er Lotta heimilislaus og f lakkar milli íbúðina þegar hún er í bænum. „Allt dótið mitt er læst í gámi einhversstaðar. Ég kom heim eina vikuna og þá hafði blöndunartækið inni á baði sprungið og sjóðandi vatn lak út um allt, þetta var eins og gufubað.“ Hún er þó ekki að stressa sig á kringumstæðum, það er ekki í hennar eðli. Í sumar ætlar Lotta að ferðast til Frakklands og njóta lífsins og ekki í kortunum að skjóta rótum. „Ég er langt frá þeim pælingum að fjárfesta í íbúð og eignast börn. Ég var loksins að kaupa mér nýtt mótorhjól, mér hundleiðist að keyra bíl.“
Rúntað með brúður og sýslað með kísil Á sumrin skipta margir um starfssvið: Ljóðskáld selja pylsur, unglingar reyta arfa og lögfræðinemar laga kaffi. Fréttatíminn tók púlsinn á nokkrum óhefðbundnum sumarstörfum. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is
Gígja á Brúðubílnum
Að mati Gígju Hólmgeirsdóttur sviðslistamanns er hún með besta sumarstarfið: Að keyra Brúðubílinn. Á mánudaginn er fyrsta sýning Brúðubílsins í Hallargarðinum og segir Gígja eitt það mikilvægasta við starfið að vera stundvís: „Brúðubíllinn má aldrei byrja of seint.“ Auk þess þarf bílstjórinn að vera frábær í að bakka bílnum og rata milli sýningarstaða. Á hverjum stað sér bílstjórinn um að setja upp leikmyndina, tengja rafmagn í bílinn og gera klárt svo sýningin geti byrjað. „Þetta er algjört draumastarf og að fá að hitta öll þessi börn á hverjum degi er galdur.“ Bílstjórinn er líka reddari ef eitthvað kemur upp á. Brúðubíllinn er útileikhús og tengjast vandamálin oft veðri: „Ég set plastpoka á hátalarana ef rignir, eða hleyp til ef brúðurnar fjúka úr bílnum í roki.“
Mynd | Hari
Miðlar sjálfsást til Garðbæinga
Myndlistarkonan Kristín Dóra ræddi við Fréttatímann í apríl um sjálfsástarátak sitt sem staðið hefur yfir í tvö ár. Átakið fólst í að hætta að rakka sjálfa sig niður og setja sjálfa sig í fyrsta sæti. Þetta sumarið miðlar Kristín sjálfsástinni áfram: „Við erum þrjár vinkonur, sálfræðinemi, mannfræðinemi og ég, sem vinnum verkefni sem heitir Málglaðar á vegum Garðabæjar.“ Í sumar ætla þær því að miðla sjálfsást með ýmsum leiðum, meðal annars með gerð hlaðvarps og þátttöku í ýmsum viðburðum: „Það er margt sem við höfum lært um sjálfsást sem við hefðum viljað vita fyrr.“ Því er markhópur Málglaðra yngra fólk og vonast þær til að geta unnið með vinnuskólahópum. „Þetta er frábært sumarstarf. Ég vil vera talsmaður sjálfsástar eins lengi og fólk vill hlusta,“ segir Kristín. Fylgjast má með hópnum í sumar á malgladar.tumblr.com
BARNAGLERAUGU til 18 ára aldurs frá
0 kr.
Miðast við endurgreiðslu frá Sjónstöð Íslands.
Brúðubílstjórinn Gígja segir sumarstarf sitt vera algjöran draum.
Kristín Dóra hefur verið í sjálfsástarátaki í tvö ár, en miðlar nú ástinni áfram.
Gefur kísil með annari og gleði með hinni
Starf Sturlaugs Haraldssonar sem gleðigjafa í Bláa lóninu felst meðal annars í að gefa gestum kísil, taka myndir af þeim ofan í lóninu og einfaldlega „mingla“. „Maður verður að þora að tala við fólk, geta gert grín að sér og hafa gaman. Margir gleðigjafar eru í leiklist, leiklistarnemar eru oft góðir að tjá sig. Ég er samt ekki leiklistarmenntaður, bara nógu hress.“ Sturlaugur sinnir starfinu mikið ofan í lóninu og segir gesti oft ekki átta sig á að hann sé starfsmaður og haldi að hann hafi tekið upp hjá sjálfum sér að útdeila kísil til þeirra. „Það eina erfiða er að halda uppi góðri orku á löngum vöktum.“ Sturlaugur hefur eytt ófáum stundum ofan í lóninu, en jarðsjórinn hefur löngum verið talinn góður fyrir húðina: „Ég er með fullkomna húð eftir þrjá mánuði í þessu starfi,“ segir Sturlaugur glettinn.
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI
Sturlaugur mun eyða dögunum ofan í Bláa lóninu í sumar – og fá borgað.
VIÐ ÞÖKKUM ÓTRÚLEGAR VIÐTÖKUR!
LEXUS OG EGILS APPELSÍN kynna með stolti
ELDBORG HÖRPU 11. DESEMBER
AUKATÓNLEIKAR SAMA DAG KL. 18
MIÐASALA HEFST Á FIMMTUDAGINN KL. 10.
PÓSTLISTAFORSALA SENU LIVE FYRIR AUKATÓNLEIKANA FER FRAM Á MIÐVIKUDAGINN KL. 10. NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Á PÓSTLISTA SENU LIVE HÉR: WWW.SENA.IS/SISSEL
Hlaupum kvennahlaupið og höldum sjómannadaginn hátíðlegan
NÝTT UM HELGINA
Nýtt í tónlist Samaris gefur í mánuðinum út langþráða nýja plötu sem ber nafnið Black Lights. Eitt lag plötunnar, Wanted 2 say, hefur þegar verið gefið út en vilji menn forskot á sæluna er hægt að kíkja í hlustunarpartí á plötunni á 12 tónum á Skólavörðustíg í dag.
Nýtt í bíó Það var líklega bara tímaspursmál hvenær yrði gerð mynd eftir einum vinsælasta tölvuleik heims. Warcraft: The Beginning er komin í bíó og segir sögu átaka milli orka og manna í heimi Warcraft frá byrjun. Að sjálfsögðu í þrívídd.
Nýtt að borða Wok on hefur loksins opnað í Borgartúni. Eins og nafn staðarins gefur til kynna eru þar í boði réttir sem eru eldaðir á Wok-pönnu. Á Wok on velja viðskiptavinir sér grunn, grænmeti, kjöt og sósu í skálina, svipað og gert er á vinsælum stöðum á borð við Nam.
Tölum um... Að gefa vinnuna sína Eysteinn Þórðarson, grafískur hönnuður
„Ungir hönnuðir lenda oft í þessu. Þeir eru að reyna að koma sér á framfæri og lítt harðir við að biðja um laun. Oft hugsa hönnuðir að ef verkefni verði stærra fái þeir eitthvað borgað á endanum. Ef hönnuðir eru að vinna sjálfstætt þá þurfa þeir að vera ákveðnari en ef þeir hafa fasta vinnu geta þeir meira leyft sér að taka eitthvað sem kemur og séð til hvort það borgi sig að lokum.“
Útsala
25-50% AF VÖLDUM VÖRUM
Aníta Eldjárn ljósmyndari
„Fólk heldur oft að það sé að gera mér greiða með því að biðja mig um að gera skemmtileg verkefni. Það áttar sig ekki á kostnaðinum sem fer í hverja myndatöku“ Fólk meini þó ekki illa. „Síðan er ágætt að hafa bak við eyrað að ljósmyndarar eru með námslán á bakinu og græjur sem kosta hátt upp í milljón króna. Ég geri skiptidíla sem er bara gaman, en hef lent í því að fá boðið áfengi í staðinn. Í fyrsta lagi þá drekk ég ekki þegar ég vinn og í öðru lagi þá felst áhætta í því að koma með myndavélina mína í partí.“
25%
40%
25%
Marseille-sápa. Ýmsar gerðir. 300 ml. 2.495 kr. Nú 1.870 kr. 1000 ml. 3.995 kr. Nú 2.995 kr. 500 ml. 3.495 kr. Nú 2.620 kr.
House-vegghillur. Þrjár vegghillur í setti. Stærð á stærstu H 47 x B 35 x D20 cm 16.900 kr. Nú 9.900 kr.
Andorra 2014-sófi. Þriggja sæta sófi með dökkgráu eða ljósgráu pólýpropylen áklæði. L 208 cm. 89.900 kr. Nú 66.900 kr.
40%
30%
40%
Kingston city-sófi. 1 ½ sæti með legubekk. Sandlitað áklæði. 205 x 161 cm. 219.900 kr. Nú 129.900 kr.
Nyhavn-stóll. Svartur eða hvítur stóll með viðarfótum. 19.900 kr. Nú 12.995 kr.
Ice-loftljós. Brúnt eða reyklitað. 20 cm. 24.995 kr. Nú 14.995 kr.
35%
50%
40%
Panama-stóll. Silfurlitaður. 14.995 kr. Nú 9.700 kr.
Saga-sólstóll. Svartur. 110 x 158 cm. 14.900 kr. Nú 7.450 kr.
24seven-grjónapúði. Ýmsir litir. 135 x 160 cm. 365 L. 100% pólýester. 17.900 kr. Nú 9.900 kr.
Helga Karólína Karlsdóttir, förðunarfræðingur og verslunareigandi
„Mér finnst oft asnalegt að spyrja hvort vinnan sé borguð enda býst ég bara við því og ég fæ því stundum samviskubit þegar ég spyr á hvern skuli senda reikning því fólk verður bara skrítið. Ég er búin að vera förðunarfræðingur í sex ár og það er enn verið að biðja mig um frí verkefni. Maður er búinn að borga skólagjöld fyrir að læra förðun og vörurnar kosta sitt, klárast fljótt og þarf að endurnýja reglulega, auk nokkurs ferðakostnaðar.“
30%
Goteborg-hægindastóll. Grind úr eik. Leðuráklæði á sessum. Verðflokkur B2. 124.900 kr. Nú 86.900 kr.
35%
50%
TILBOÐ
Camembertbeygla. Verð 1.195 kr. Nú
Summer-útisófasett. Tveir sófar, geymslukassi fyrir sessur og borð. 259.900 kr. Nú 168.900 kr.
LANGVIRK SÓLARVÖRN Sölustaði má finna á celsus.is
bakhlid.indd 1
11.5.2016 13:10:35
Blow up-hliðarborð. Króm, svart eða kopar. 43 cm. 19.900 kr. Nú 9.950 kr.
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30
995 kr.