ánægð með byltingaranda ungra kvenna
Besta ákvörðunin að hætta að drekka
lesblindan er náðargáfa
viðTal 24
viðTal 20
viðTal 38
4.-6. desember 2015 48. tölublað 6. árgangur
Smíðar flugvél en kann ekki að skúra
Teiknaði mest í dönskutímum dægurmál 106
Marimekko ullarsokkar
3.690,-
FINNSKA BÚÐIN #finnskabudin Kringlunni, 787 7744 Laugavegi 27, 778 7744
Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir greindist með ADHD fyrir ári síðan og vakti mikla athygli í þáttum á Stöð 2 á dögunum þar sem fjallað var um ofvirkni hennar. Skömmu eftir að þættirnir fóru í loftið var henni sagt upp störfum á Stöð 2 og til að bæta gráu ofan á svart fótbrotnaði hún við smákökubakstur í kjölfarið. Sigríður Elva lætur ekki mótlætið stöðva sig og notar nú lausar stundir til að smíða vængi á flugvél. Hún er meira fyrir gauraleg áhugamál á borð við bíla og skriðdreka heldur en hefðbundin heimilisstörf. síða 40
Ljósmynd/Hari
Apple TV 4
Vertu þinn eiginn dagskrárstjóri
Frá 28.990 kr.
iPad Pro
iPad Air 2
Frá 149.990 kr.
Frá 84.990 kr.
Með heiminn í lófanum
Léttur í þungavigt
Sérverslun með Apple vörur
KRINGLUNNI ISTORE.IS
2
fréttir
Helgin 4.-6. desember 2015
HúSnæðiSmál r áðHerr A leggur fr Am breytingAr á HúSAleigulögum
Leigjendum tryggt aukið réttaröryggi Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, lagði í gær, fimmtudag, fram á Alþingi frumvarp til breytinga á húsaleigulögum. Við kynningu á breytingunum lagði Eygló sérstaka áherslu á ákvæði um að leigjendur muni nú njóta sams konar réttinda og eigendur íbúðarhúsnæðis ef húsnæðið er selt nauðungarsölu. Markmið breytinganna í heild er að auka réttaröryggi leigjenda og skapa betri umgjörð um samskipti leigusala og leigutaka. Frumvarpið var samið í framhaldi af tillögum verkefnisstjórnar
um framtíðarskipan húsnæðismála, sem skipuð var samkvæmt þingsályktun um aðgerðir vegna skuldavanda heimila, og samþykkt á Alþingi 28. júní 2013. Það var einnig lagt fram á 144. löggjafarþingi og er því lagt fram öðru sinni en með tilteknum breytingum sem byggjast á umsögnum sem bárust Alþingi þegar velferðarnefnd þingsins hafði frumvarpið til meðferðar á síðasta þingi. Meðal breytinga sem frumvarpið felur í sér eru skilyrði um brunavarnir, skýrari ákvæði um úrræði sem leigjandi getur gripið
HitA m ælir inn
Almar allsber í kassanum
„Mér finnst þetta mjög áhugavert. Þessi gjörningur snýst eiginlega meira um okkur sem stöndum fyrir utan kassann, en Almar sjálfan. Mér finnst verkið vinna mjög á. Hann er viljandi að gera sig skotspón þeirra sem gagnrýna þetta. Þá er spurningin frekar: Af hverju er okkur ekki bara sama? Af hverju er þetta að pirra
fólk? Það er magnað að sjá líka hvernig hann glatar mannlegu eiginleikunum inni í þessum kassa. Það er áhugavert. Það er meira litið á hann eins og eitthvað dýr. Það verður söknuður af Almari þegar hann er búinn með þetta.“ Atli Bollason texta- og hugmyndasmiður.
af völdum stungusárs. Danuta Kaliszewska neitaði sök í héraði og áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar.
Nýrnagjöf frá gömlum skólafélaga 800 manns hafa lýst yfir stuðningi sínum við forsetaframboð Höllu Tómasdóttur frumkvöðuls á Facebook-síðu þar sem skorað er á hana að bjóða sig fram. „Höllu fylgir bjartsýni og áræðni, hún er verðugur fulltrúi þjóðarinnar,“ segir á síðunni.
Dæmd í 16 ára fangelsi Hæstiréttur staðfesti í gær 16 ára fangelsisdóm yfir Danuta Kaliszewska fyrir að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra í Hafnarfirði í febrúar. Maðurinn, sem var fæddur árið 1974, lést
Gyða Thorlacius Guðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur fékk ansi óhefðbundna jólagjöf í vikunni þegar gamall skólabróðir hennar gaf úr sér líffæri til að bjarga lífi hennar. Gyða hefur verið nýrnaveik í 15 ár og var orðin ráðþrota þegar hún fór í viðtal við Ísland í dag á Stöð 2 fyrir ári síðan. Fjölskylda hennar gat ekki gefið henni líffæri og því biðlaði hún til þjóðarinnar. „Loksins er 4 ára bið lokið og ég komin með nýtt nýra sem hann Kjartan Jón Bjarnason gamli bekkjarfélagi minn og vinur úr MR ákvað að vera svo yndislegur að gefa mér. Okkur heilsast báðum rosalega vel eftir aðgerðina og allt hefur gengið framar öllum vonum,“ sagði Gyða á Facebook-síðu sinni.
R A T VAN ÞIG ? U K OR Koffein Apofri - 100% hreinar koffíntöflur ÞÆGILEG ORKA ÞEGAR ÞÚ ÞARFT Á HENNI AÐ HALDA
• Á morgnana • Í vinnuna • Í skólann og prófalesturinn • Fyrir æfinguna
ÁN ALLRA AUKAEFNA
Fæst í næsta apóteki
til þegar ástand leiguhúsnæðis er ófullnægjandi, breytt ákvæði um uppsagnarfrest leigusamnings og ákvæði sem tryggja eiga leigjendum sama rétt og eigendum íbúðarhúsnæðis ef húsnæði er selt nauðungarsölu. -emm
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, lagði fram frumvarp um breytingar á húsaleigulögum á Alþingi í gær.
Stjórnmál AlnAfnA VigdíSAr HAukSdóttur HyggSt ekki SkiptA um nAfn
Fær reiðipósta vegna ummæla Vigdísar Hauks Vigdís Hauksdóttir er 26 ára flugfreyja og meistaranemi í reikningsskilum og endurskoðun. Hún er einnig ein af þremur alnöfnum Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins og formanns fjárlaganefndar. Eftir því sem alþingismaðurinn er meira í umræðunni fær meistaraneminn sífellt fleiri skilaboð sem eru ætluð nöfnu hennar, oftast í gegnum samfélagsmiðla. Skilaboðin eru mis falleg og eftir að Vigdís komst í fréttir í vikunni fyrir ummæli sín um andlegt ofbeldi forstjóra Landspítalans í garð fjárlaganefndar fékk Vigdís, nafna þingmannsins, skilaboð sem hún gat ekki annað en deilt á samfélagsmiðlum.
„Mamma mín heitir Ingibjörg Benediktsdóttir og er því alnafna hæstaréttardómara. Við mæðgurnar höfum því báðar lent í því að fá harðorð skilaboð sem eru ætluð öðrum,“ segir flugfreyjan, meistaraneminn og alnafna Vigdísar Hauksdóttur alþingismanns. Samsett mynd
É
Skilaboðin sem hin 26 ára gamla Vigdís Hauksdóttir fékk á Facebook í vikunni. Innboxið hennar hefur að geyma mörg mis skemmtileg skilaboð sem eru ætluð nöfnu hennar, þingmanninum Vigdísi Hauksdóttur. Ljósmynd/Skjáskot af Facebook.
g fæ oft ýmis skilaboð sem eru ætluð þingmanninum, sem snúast yfirleitt um það að ég sé ekki að standa mig og mér finnst þetta alltaf jafn fyndið,“ segir hin 26 ára gamla Vigdís Hauksdóttir. „En ég er ekki í símaskránni þannig ég hef ekki fengið símtöl, sem er ágætt.“ Síðastliðinn sunnudag fékk Vigdís skilaboð líkt og oft áður, auk myndbands, og ákvað hún því í þetta skiptið að deila þeim skilaboðum konu einnar með vinum sínum á Facebook. Í skilaboðunum stóð meðal annars: „Manstu kannski ekkert eftir því hverju þú hést í kosningabaráttunni? Er það allt gleymt og grafið?“ „Mér fannst þetta bara svo fyndið. Ég hef ekki hugmynd um hvaða kona þetta er en hún hefur greinilega verið í einhverju brjálæði, sem tengist kannski því að ég fékk skilaboðin fljótlega eftir að Vigdís þingmaður var í viðtali í fjölmiðlum um helgina. Það fyrsta sem ég hugsaði var einfaldlega hvort hún hefði ekki skoðað einkennismyndina mína á Facebook,“ segir Vigdís, en þar sést bersýnilega að ekki er um þingmanninn að ræða. Auk þess er einkennismyndin af
henni að hoppa í hyl við foss, sem kannski gæti verið þingmaðurinn úr ákveðinni fjarlægð, hver veit?
Ætlar ekki að skipta um nafn en íhugar blómaskreytingar
Vigdís segist oft vera spurð um hvort hún sé skyld nöfnu sinni, en sú er ekki raunin. „Við erum hins vegar tvær í fjölskyldunni sem heitum Vigdís Hauksdóttir, en við tengjumst þingmanninum ekki neitt.“ Hún berist þó oft í tal, jafnvel á hinum ólíklegustu stöðum. „Einu sinni var ég í leghálskrabbameinsskoðun og fékk þá spurninguna: „Já, ert þú þá líka í Framsóknarflokknum?“ Ég fæ þessa spurningu því á ótrúlegustu tímum.“ Vigdís ber nafn sitt með stolti og hyggst ekki breyta því. „Ég er mjög ánægð með nafnið mitt og væri því frekar til í að hún myndi breyta sínu nafni,“ segir hún og hlær – og á þá við þingmanninn, nöfnu sína. Vigdís getur þó hugsað sér að líkjast nöfnu sinni á einn hátt. „Ég ætti kannski að leggja blómaskreytingar fyrir mig, til að bæta aðeins við ruglinginn.“ Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is
Nýr Up! frá:
1.790.000 kr.
Verð á mánuði frá: 22.750
Nýr Polo frá: kr.*
2.390.000 kr.
Verð á mánuði frá: 30.290
Nýr Golf frá: kr.*
3.090.000 kr.
Verð á mánuði frá: 38.837
Nýr Passat frá: kr.*
VWeldu þann sem hentar þér. Samsung sjónvarp fylgir kaupum á nýjum Volkswagen!
Nú er góður tími til að skipta yfir í nýjan Volkswagen Up!, Polo, Golf eða Passat því honum fylgir Samsung sjónvarp sem erfitt er að taka augun af. Komdu í kaffi til okkar og við hjálpum þér að finna út hvaða Volkswagen hentar þér best. Hlökkum til að sjá þig!
*M.v. 25% innborgun og 75% lán í allt að 84 mánuði (nánari upplýsingar hjá sölumönnum).
www.volkswagen.is
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
3.990.000 kr.
Verð á mánuði frá: 50.567
kr.*
4
fréttir
Helgin 4.-6. desember 2015
veður
Föstudagur
laugardagur
sunnudagur
bætir í snjóinn, einkum norðanlands Lausamjöll, fannfergi, logndrífa og fleiri falleg íslensk veðurorð hafa á síðustu dögum heyrst að nýju og ástæðan er kunn: mesti snjór í höfuðborginni í allmörg ár og ekkert sem bendir til að hann muni leysa í bráð. um helgina mun mjög djúp lægð fara norður yfir austanvert landið og með henni gerir væga þíðu um tíma sunnan- og austanlands, en það sem mestu skiptir að á morgun laugardag, er útlit fyrir illviðri og stórhríð um norðanvert landið. einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is
-1
-5
-2
0
-6
1
-6
-4
-9 0
-11
Versnandi þegar líður á daginn, hVessir með snjókomu s- og a-lands.
norðan stórhríðarVeður á norðurlandi og Vestfjörðum, en skárra a-lands.
Veður gengur niður, léttir til og Vaxandi frost.
höfuðborgarsVæðið: Að mestu úrkomulAus, snjóAr um tímA í kvöld.
höfuðborgarsVæðið: HlánAr Aðeins um stund. HvAsst, en úrkomulAust.
höfuðborgarsVæðið: tAlsvert frost og léttskýjAð.
13,8
Allsber í kassa í viku Almar Atlason, 23 ára listnemi, hefur frá því á mánudag dvalið nakinn inni í glerkassa í listaháskólanum. Þúsundir hafa fylgst með Almari í beinni útsendingu á Youtube.
-2
1
-1
loFtslagsmál 75% losunar gróðurhúsaloFttegunda Frá skurðum
vik an sem var
Kobe hættir í vor kobe Bryant, leikmaður los Angeles lakers, mun leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. Bryant er 37 ára gamall. Hann hefur fimm sinnum unnið NBA meistara titilinn og er í þriðja sæti yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar frá upphafi, með 32.670 stig. kobe Bryant hefur 17 sinnum verið valinn í stjörnuleik nBA á 20 ára ferli með lakers og var kjörinn besti leikmaður deildarinnar árið 2008.
-3
milljarða velta var hjá kortafyrirtækjunum valitor, Borgun og kortaþjónustunni í fyrra.
Sóley tók sæti Lífar sóley tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, ýtti líf magneudóttur, flokkssystur sinni í vg, til hliðar og tók sjálf við stöðu formanns í mannréttindaráði borgarinnar. deilur hafa verið þeirra í millum en ekki hefur verið upplýst um ástæður deilnanna.
5
íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu féll niður um 5 sæti á nýjum styrkleikalista fifA og er nú í 36. sæti. einu sæti ofar í 35. sæti eru svíar sem eru nú efstir norðurlandaþjóðanna. Belgar eru efstir, Argentína í öðru sæti, spánn í því þriðja og Þjóðverjar í fjórða.
ragnhildur sigurðardóttir er einn af stofnendum Auðlindar - minningarsjóðs guðmundar Páls ólafssonar. „sjóðurinn styrkir verkefni sem snúa að endurheimt votlendis en það hefur komið okkur á óvart hversu erfitt er að fá fólk til að þiggja peninga til að koma landinu í sitt eðlilega form.“
Ríkið styrkir enn mengandi framkvæmdir losun gróðurhúsalofttegunda vegna landnýtingar á íslandi er um 12.000 kílótonn á meðan öll önnur losun telur um 4500 kílotonn. langstærsti hluti þessarar losunar er vegna framræsluskurða. ragnhildur sigurðardóttir vistfræðingur og bóndi segir ríkið enn setja peninga í þessa mengandi starfsemi og á sama tíma svindla á losunarbókaldi með því að vera enn að grafa og gefa losun ekki upp.
losun íslands 2013, án landnotkunar, (þúsundir tonna Co2 ígilda)
Iðnaður og efnanotkun 2112 (47%)
Líttu við hjá okkur á nýjum stað Skólavörðustíg 18
FRIDASKART.IS
Samgöngur
811 (18%)
Landbúnaður
656 (15%)
Sjávarútvegur
478 (11%)
Úrgangur
226 (5%)
Rafmagn og hiti
178 (4%)
Landnotkun 11.872 (þúsundir tonna CO2 ígilda)
v
ið höldum alltaf að við séum svo umhverfisvæn og frábær en ef við skoðum tölur frá Umhverfisstofnun Evrópu þá sjáum við að útblástur CO2 á hvern íbúa er næstmestur á Íslandi á eftir Lúxemborg. Og þar spila skurðir í landið stærst hlutverk, stærra en allur iðnaður samanlagður,“ segir Ragnhildur Sigurðardóttir vistfræðingur og bóndi. „Þegar þú ræsir fram votlendi þá veldur það ekki aðeins gríðarlegu útstreymi gróðurhúsalofttegunda heldur breytir það ásýnd landsins og vistkerfi þess, líffræðilegum fjölbreytileika og búsvæðum fugla. Röskun votlendis veldur líka járnmengun í vötnum og tjörnum.“
75% allrar losunar frá skurðum
íslensk hönnun í gulli og silfri
G U L L S M I Ð U R - S K A R T G R I PA H Ö N N U Ð U R
18% C02 losunar er vegna samgangna
„Nýjustu tölur sýna að nettólosun úr landnýtingunni er um 12.000 kílótonn kolefnisígilda fyrir árið 2013 og langstærsti hluti þessarar losunar er vegna framræsluskurða,“ segir Jón Guðmundsson, lektor við Landbúnaðarháskólann. „Samkvæmt þessum nýju útreikningum er þessi þáttur farinn að vega um 75% af allri losun frá Íslandi. Hingað til hefur ekki verið gert ráð fyrir þessari losun en á næsta skuldbindingartímabili verður endurheimt votlendis og framræslu á móti, með inni í markmiðunum. Það blasir
við að þarna getum við náð árangri með því að draga úr losun og stór hluti af þessum skurðum má örugglega alveg missa sín án mikils skaða.“
ríkið er enn að grafa skurði
„Við erum í raun að svindla á losunarbókhaldinu, sem við skulbundum okkur til að standast í Kyoto-samningnum, með því að taka ekki til greina þá skurði sem enn er verið að grafa,“ segir Ragnhildur. „Ríkisframlög til framræslu voru 62 milljónir á árunum 2005 til 2009. Þannig að þetta mengandi verkefni var styrkt um 20 milljónir á ári og það er vegna þess að þó ríkið megi ekki greiða fyrir nýja skurði samkvæmt lögum, þá má borga bændum fyrir viðhald á gamalli framræslu. Aftur á móti þá er ég bóndi og veit af reynslu að bændur hér á Suðurlandi eru enn að gera skurði í stað þess að setja girðingar. Það halda mjög margir að þessu hafi verið hætt fyrir löngu síðan en málið er það að enn í dag er verið að grafa djúpa skurði. Á árunum 1993 til 2010 voru grafnir 1000 km af nýjum skurðum bara hér í Árnes- og Rangárvallasýslu sem þýðir að árlega nemur endurheimt votlendis ekki nema 1% af því sem er grafið nýtt.“ halla harðardóttir halla@frettatiminn.is
HVÍTA HÚSIÐ/SÍA - 15-2667
Hreint – hlýtt – bjart
Öflugt þjónustufyrirtæki á traustum grunni Veitur eru dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Veitur hafa séð um rekstur hitaveitu, rafveitu, vatnsveitu og fráveitu á þjónustusvæði fyrirtækisins frá því að OR var skipt upp 1. janúar 2014. Nú kynnum við nýtt merki og nýja ásýnd. Veitur annast umfangsmikil kerfi sem hafa þróast með breyttum lífsháttum og byggðamynstri og munu halda áfram að taka mið af þörfum íbúanna fyrir vatn, rafmagn og umhverfisvæna fráveitu. Það sem við gerum er að miklu leyti ósýnilegt. Engu að síður erum við í sambandi alla daga. Við erum Veitur
Hjá Veitum starfar mjög fjölbreyttur hópur við fjölbreytileg verkefni sem hafa það sameiginlega markmið að vinna að þjónustu í almannaþágu.
Nánari upplýsingar um þjónustu okkar má finna á veitur.is
6
fréttir
Helgin 4.-6. desember 2015
Fundur Fjórir Flóttamenn tak a til máls ásamt Fulltrúum r auða krossins
Flóttamenn segja sögu sína á leiksviði
F
jórir flóttamenn segja sína sögu á stóra sviði Borgarleikhússins á laugardaginn. Auk þeirra taka þrír fyrirlesarar frá Rauða krossinum til máls. Skipuleggjendur segja að þarna eigi að vera einlæg samverustund sem er öllum opin og að kostnaðarlausu. Málefni flóttamanna hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og því ætti að vera áhugavert að heyra sjónarmið flóttafólks. Leikararnir Halldóra Geirharðsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson halda utan um dagskrána sem hefst klukkan 13 á laugardaginn.
„Ekkert er leikhúsinu óviðkomandi. Það er musteri skemmtunar og gleði en um leið musteri mannúðar og mannskilnings. Hlutverk þess er meðal annars að varpa ljósi á málefni líðandi stundar, rýna í samtímann bæði með leiksýningum og einnig með öðrum hætti með því að halda á lofti vitsmunalegri umræðu um þjóðfélagið, stjórnmálin, menningu og listir. Það sem brennur á fólki um allan heim þessi misserin er hinn stórbrotni flóttamannastraumur,“ segir í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu. Halldóra Geirharðsdóttir.
Fjórir flóttamenn segja sögu sína á fjölum Borgarleikhússins klukkan 13 á laugardag.
samgöngur millilandaFlug Frek ar um aðaldal en eyjaFjörð
Hafðu það notalegt um jólin Komdu í Dorma
Húsavíkurflugvöllur betri kostur en Akureyri?
MEIRA Á
dorma.is
NATURE’S DIAMOND heilsurúm Aukahlutur á mynd: rúmgafl.
Nature’s Diamond heilsudýna með Classic botni og löppum nú á jólatilboði í Dorma. Verðdæmi: Stærð: 180x200 cm.
25%
Fullt verð: 204.900 kr.
AFSLÁTTUR
Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á botni.
Jólatilboð 180 x 200 cm
Aðeins 153.675 kr.
SHAPE DELUXE heilsurúm m/classic botni Langt er í há fjöll í nágrenni Húsavíkurflugvallar. Mynd/Húsavíkurflugvöllur
Shape deluxe heilsurúm: • Lagar sig fullkomlega að líkama þínum • 26 cm þykk heilsudýna
SHAPE
• 2 cm latexlag bólstrað í áklæði
B Y N AT U R E ’ S B E D D I N G
• 4 cm gel memoryfoam • 4 cm shape memoryfoam • Non-slip efni á botni dýnunnar • Engir rykmaurar
Stærð cm.
Fullt verð
Jólatilboð
100x200
129.900
103.920
120x200
164.900
131.920
• 5 ára ábyrgð!
140x200
184.900
147.920
• Ofnæmisprófuð
160x200
209.900
167.920
• Burstaðir stálfætur
180x200
234.900
187.920
Jólatilboð 20% afsláttur TVENNUTILBOÐ dúnsæng + koddi O&D dúnsæng – Stóri björn
· 50% dúnn og 50% smáfiður Fullt verð: 19.900 kr. + Dúnkoddi – Stóri björn Fullt verð: 5.900 kr.
Fullt verð samtals: 25.800 kr.
JÓLA-
TILBOÐ
Aðeins 19.900 kr. Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100
Afgreiðslutími Mán. til fös. frá kl. 10–18 Laugardaga frá kl. 11–16 www.dorma.is
20% AFSLÁTTUR
Tvisvar nýverið hefur beinu millilandaflugi til Akureyrar verið beint til Keflavíkur vegna veðurskilyrða eða þess að óvanir flugmenn treystu sér ekki til að lenda.
H
úsavíkurflugvöllur í Aðaldal hentar mun betur til millilandaflugs en Akureyrarflugvöllur, að því er fram kemur í leiðara Hermanns Aðalsteinssonar, ritstjóra þingeyska vefmiðilsins 641, þar sem hann ræðir umfjöllun undanfarið um kosti Húsavíkurflugvallar (Aðaldalsflugvallar) umfram kosti flugvallarins á Akureyri í sambandi við millilandaflug. „Það hefur komið a.m.k. tvisvar fyrir nú nýlega,“ segir Hermann, „að lenda hafi þurft á Keflavíkurflugvelli við heimkomu þegar til stóð að lenda á Akureyrarflugvelli, vegna veðurskilyrða, eða þá að óvanir flugmenn þorðu ekki að lenda á Akureyrarflugvelli.“ „Í framhaldi af þessu hafa eðlilega vaknað upp spurningar um hvort ekki væri nær að horfa til Húsavíkurf lugvallar sem betri kosts fyrir beint millilandaflug fyrir Norðlendinga. A.m.k. einn bæjarfulltrúi á Akureyri hefur velt þessari spurningu upp og er það fagnaðarefni þegar Akureyringar sjálfir eru farnir að sjá það sem augljóst hefur verið í augum okkar Þingey-
inga lengi, að Húsvíkurflugvöllur er einfaldlega mun betri kostur fyrir millilandaflug heldur en Akureyrarflugvöllur.“ Hermann rekur síðan ástæður þess, meðal annars að með tilkomu Vaðlaheiðarganga verður aksturstími frá Akureyri til Húsavíkurflugvallar innan við 40 mínútur sem er svipað og fyrir fólk á höfuðborgarsvæðinu að aka til Keflavíkur. Auðvelt er að lengja Húsavíkurflugvöll í báða enda, nóg pláss, engar byggingar og engin há fjöll í næsta nágrenni. Núverandi þjóðveg, sem liggur við norðurenda brautarinnar, væri hægt að leggja í stokk undir brautina. „Stærsta vandamál Akureyrarflugvallar er staðsetning hans í þröngum Eyjafirðinum. Sama hvað gert er við þann völl að þá lækka fjöllin sem umkringja hann ekkert,“ sagði Friðrik Sigurðsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings og flugrekstarfræðingur, í viðtali á sjónvarpstöðinni Hringbraut nýverið, sem vísað er til í veffréttinni. Hins vegar er, segir enn fremur, langt í há fjöll í nágrenni Húsavíkur-
flugvallar og lágar heiðar í nágrenni hans ættu ekki að vera til vandræða í aðflugi fyrir stórar flugvélar. Því er svo bætt við í umfjöllun þingeyska vefmiðilsins að veðurfarsleg skilyrði séu betri við Húsavíkurflugvöll en Akureyrarflugvöll. Ritstjóri 641 bendir þó á að beint millilandaflug frá Húsavíkurvelli sé ekki raunhæfur kostur í dag. Til þess skorti ýmislegt. „Lengja þarf flugbrautina svo að hún nái 2300 metrum, en í dag er brautin 1600 metrar. Bæta þarf búnað við Húsavíkurflugvöll til þess að beint millilandaflug um völlinn geti orðið að veruleika. Bent hefur verið á það að það skorti burðarþolsmat fyrir Húsavíkurflugvöll og því ekki ljóst hvernig hann þolir stórar flugvélar. Úr því þarf að bæta, segir Hermann. Líklega þyrfti að stækka flugstöðina eða byggja nýja, svo hún gæti nýst gagnvart vegabréfaeftirliti, vopnaleit og aðskilnaði farþega. Svo þyrfti að tryggja aðgengi að þotueldsneyti. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is
Breytt sorphirða í Reykjavík
TAKK FYRIR AÐ FLOKKA
Nú standa yfir breytingar á sorphirðu í Reykjavík sem stuðla eiga að aukinni endurvinnslu í takt við stefnu Reykjavíkurborgar í umhverfismálum.
GRÆN TUNNA FYRIR PLAST
Nú bjóðum við borgarbúum upp á græna tunnu undir plast til að auðvelda flokkun á endurnýtanlegu plasti. Með flokkun eykst endurvinnsla plasts og magn urðaðs úrgangs minnkar – okkur öllum til hagsbóta. Gjald fyrir græna tunnu verður 8.400 krónur á ári og verður hún losuð á 21 dags fresti líkt og bláa tunnan. Borgarbúar sem ekki kjósa græna tunnu hafa val um að koma plasti sjálfir á næstu grenndar- eða endurvinnslustöð og spara sér gjaldið.
BREYTT HIRÐUTÍÐNI
Frá áramótum verða gráar tunnur undir blandaðan úrgang tæmdar á 14 daga fresti í stað 10. Þessi breyting tekur mið af þeirri rúmmálsminnkun sem söfnun plasts við heimili mun leiða af sér og eftir hana verður hirðutíðnin í takt við það sem tíðkast í nágrannasveitarfélögum borgarinnar.
NÝ GRÁ SPARTUNNA
Við kynnum til sögunnar nýja spartunnu fyrir blandaðan úrgang. Hún er mjórri en sú hefðbundna gráa og tekur 120 lítra í stað 240. Spartunnan er losuð jafn oft, eða á 14 daga fresti frá áramótum. Gjald fyrir spartunnu verður 11.800 kr. á ári sem er 9.500 kr. lægra en fyrir gráa tunnu.
HVERNIG SAMSETNING HENTAR ÞÉR? Þú getur pantað græna tunnu eða spartunnu og gert aðrar breytingar á þinni tunnusamsetningu með einu símtali við þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 411 1111 eða með tölvupósti á sorphirda@reykjavik.is. Nánari upplýsingar um allt sem lýtur að sorphirðu og flokkun er að finna á www.ekkirusl.is
GRÆN TUNNA
BLÁ TUNNA
FYRIR PLAST
FYRIR PAPPÍR
– Takk fyrir að flokka!
GRÁ TUNNA
SPARTUNNA
FYRIR BLANDAÐAN ÚRGANG
Jólasöfnun
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin
8
fréttir
Helgin 4.-6. desember 2015
Heilbrigðismál Tengsl næringar og geðHeilsu
Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is
Ingibjörg Gunnarsdóttir er forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands og yfirnæringarfræðingur Landspítala Háskólasjúkrahúss. Hún er verkefnisstjóri íslenska hluta Evrópuverkefnisins Mood Food sem fjallar um tengls næringarástands og þunglyndis. Mynd/Hari
Ný rannsókn bendir til mikilvægis D-vítamíns fyrir geðheilsu Ný íslensk rannsókn, sem birt var í Journal of Nutritional Science í vikunni, styður þá kenningu að samband sé milli D-vítamínskorts og þunglyndis. Rannsóknin er hluti af risavaxna samevrópska verkefninu MooDFOOD. Ingibjörg Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri íslenska hlutans, segir niðurstöður benda til þess að stórir skammtar af D-vítamini hjálpi ekki til að bæta geðið, heldur sé mikilvægt að halda sér rétt ofan við lágmarksmörk. Allir ættu því að taka inn D-vítamín en ekki of mikið.
H
Full búð af...
ÍSLENSKU HANDVERKI OG HÖNNUN
ICEMART · AUSTURSTRÆTI 5 · NEÐRI HÆÐ Í VERSLUN ICEWEAR MAGASÍN · OPIÐ ALLA DAGA
lutverk D-vítamíns í beinheilsu er vel þekkt en D-vítamín virðist einnig geta haft áhrif á fleira, eins og geðheilsu. Þessi grein sem við vorum að birta styður þá kenningu að samband sé milli Dvítamínskorts og þunglyndis,“ segir Ingibjörg Gunnarsdóttir forstöðumaður Rannsóknarstofu í næringarfræði og yfirnæringarfræðingur Landspítala Háskólasjúkrahúss en hún er verkefnisstjóri íslenska hluta Evrópuverkefnisins MooDFOOD. 14 rannsóknarstofnanir í 9 löndum taka þátt í MooDFOOD verkefninu sem fjallar um tengsl næringarástands og þunglyndis og er umfang verkefnisins um 1,4 milljarðar króna.
Nýta sér gögn Hjartaverndar
„Evrópusambandið kallar reglulega eftir ákveðnum tegundum af rannsóknum á þeim sviðum þar sem talið er að staða þekkingar sé ekki nægilega mikil,“ segir Ingibjörg en árið 2013 var kallað eftir hugmyndum að rannsóknum á sviði næringar og þunglyndis. Rannsóknarhópurinn MooDFOOD varð fyrir valinu en Hjartavernd og Rannsóknarstofa í næringarfræði eru fulltrúar Íslands í hópnum. „Okkar aðkoma í verkefninu er fyrst og fremst í faraldsfræði þar sem við notum gögn úr öldrunarrannsókn Hjartaverndar en þar er
meðal annars að finna upplýsingar um styrk D-vítamíns í blóði, fitusýrusamsetningu í rauðum blóðkornum, fæðuval og þyngdarbreytingar allt niður í barnæsku. “
Stórir skammtar hjálpa ekki
Fyrstu niðurstöður íslenska hluta verkefnisins birtust í Journal of Nutritional Science í vikunni. Þar er sýnt fram á það að þeir sem mælast með lágt D-vítmín í blóði eru líklegri til þess að hafa verið þunglyndir á einhverjum tímapunkti. „Okkar greiningar benda samt ekki til þess að fólk myndi hafa gagn af mjög stórum skömmtum af D-vítamíni til þess að bæta geðið, heldur eru það eingöngu þeir sem eru mjög lágir sem voru líklegri til að vera þunglyndir. Margir samverkandi þættir geta haft áhrif á D-vítamín í blóði, en það virðist mikilvægt að koma öllum upp fyrir 30 nmól/l, meðan hærri D-vítamín gildi myndu líklega ekki skila bættri geðheilsu miðað við niðurstöður rannsóknarinnar. Þannig að allir ættu að taka inn eitthvað af D-vítamíni en kannski ekki allt of mikið.“
Mælir með síld og laxi um jólin
Ingibjörg segir að verkefnið sé í fullum gangi þar sem meðal annars sé verið að nota gögn sem liggja fyrir víða um Evrópu til að skoða tengsl
á milli næringarástands og þunglyndis í stórum faraldsfræðilegum rannsóknum og að bráðlega fari fleiri greinar að birtast. Undirbúningur íhlutandi rannsóknar stendur einnig yfir, þar sem markmiðið er að rannsaka áhrif næringarmeðferðar á geðheilsu. En fáum við nægt D-vítamín úr matnum, þar sem sólarljósið er ekkert þessa dagana? „Næstu mánuði þegar ekkert er sólarljósið þurfum við að fá D-vítamín úr matnum, bætiefnum eða lýsi og það er mikilvægt að fólk passi upp á þetta. Við erum mjög gjörn á að taka vítamín og lýsi á morgnanna og ef það gleymist þennan morguninn þá er það svo fast í okkur að við þurfum að bíða til næsta morguns, en auðvitað má þá bara taka það í hádeginu eða um kvöldið. Það að velja D-vítamínbætta mjólk kemur okkur ansi langt, þannig að ef fólk velur hana frekar en þá venjulega þá hjálpar það til við að halda D-vítamíngildum í blóði innan eðlilegra marka. Þetta er kannski sérstaklega mikilvægt fyrir þá sem gleyma oft að taka Dvítamín sem bætiefni. En svo er ráðlagt að borða feitan fisk reglulega og við getum gert vel við okkur með síld og laxi um jólin .“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
Skemmtilegt spilasett fylgir þinni peningagjöf Þegar lagðar eru inn 3.000 kr. á Framtíðarreikning fylgir skemmtilegt spilasett með sex spilum. Sparnaður sem vex með barninu er tilvalin jólagjöf og spilasett að auki gerir gjöfina enn meira spennandi.
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 5 - 2 4 3 3
Kynntu þér málið í næsta útibúi eða á arionbanki.is/spariland
fréttaviðtal
10
Helgin 4.-6. desember 2015
Það eru engin stöðluð viðbrögð við nauðgun
Helstu ástæður þess að þolandi kærir ekki n Skömm, sektarkennd og niðurlæging n Þolandi hefur óhlýðnast foreldrum n Ótti við umtal n Ótti við geranda n Samúð með geranda n Gerandi nýtur virðingar n Viðbrögð vina og vandamanna
Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR, kynnti í gær fimmtudag, á ráðstefnu um kynferðisbrot í Háskólanum í Reykjavík, niðurstöður rannsóknar sinnar á dómum Hæstaréttar, þar sem sakfellt er fyrir nauðgun og þolandi brotsins er barn yngra en 18 ára. Hún segir mikinn lærdóm mega draga af þessum dómum, sérstaklega af upplýsingum er varða líðan þolendanna. Einnig veki það athygli hversu persónulegar lýsingar um kynhegðun kvennanna fyrir brotið birtist í dómunum. Hún segir drusluskömm þó ekki lengur endurspeglast í löggjöfinni þó enn eimi eftir af henni annars staðar.
S
vala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR, kynnti í gær niðurstöður rannsóknar sinnar á dómum Hæstaréttar, þar sem sakfellt er fyrir nauðgun og þolandi brotsins er barn yngra en 18 ára. Í rannsókn hennar kemur í ljós að frá og með stofnun Hæstaréttar árið 1920 þar til í ágúst á þessu ári hafa á þriðja hundrað dóma fallið vegna kynferðisbrota gegn börnum. 32 þessara dóma varða nauðgun ungmenna sem falla ekki undir sérákvæði gagnvart börnum, þ.e. sifjaspell, trúnaðartengsl eða brot gegn barni undir lögaldri. Í öllum tilfellum var þolandinn stúlka og gerandinn karlmaður. Meðalaldur þolenda var 15,7 ár og meðalaldur geranda 26 ár. Brotin voru langoftast, í tuttugu tilfellum, framin á umráðasvæði geranda (heimili, sumarbústað, bifreið eða hlöðu). Það sem er áhugavert við þessa rannsókn á dómunum er að þú skoðar sérstaklega og dregur fram upplýsingar sem snúa að líðan, tilfinningum og hugsunum þolendanna. „Já, mér fannst mikilvægt að skoða dóma þar sem sakfellt er fyrir þessi brot sérstaklega því þar er að finna margvíslegar þýðingarmiklar upplýsingar sem við getum dregið lærdóm af. Það má átta sig betur á eðli brotanna og einkennum með því að lesa dóma hæstaréttar. Ég skoðaði sérstaklega upplýsingar um líðan, tilfinningar og hugsanir þolendanna. Ekki síst í þeim tilgangi að mæta þolendum af meiri skilningi, til þess að konur þori að segja frá eins alvarlegum atburði og nauðgun er og leiti sér hjálpar. Skömmin sem svo margar konur upplifa gerir það að verkum að þær byrgja
þetta inni og getur það síðar meir valdið veikindum, bæði andlegum og líkamlegum. Í kjölfarið kemur allt annað, eins og til dæmis hvort þær vilja kæra. Mikilvægt er að við spyrjum okkur hvað við getum gert til að stuðla að því að konum sem er nauðgað líði ekki eins og sakborningum. Að þær þurfi ekki að skammast sín og upplifa að þær hafi gert eitthvað rangt. Númer eitt í mínum huga er að þolanda kynferðisbrots finnist hann hafa frelsi til að segja frá.“ En í ljósi þess sem hefur gerst nýlega, að meintur gerandi kæri meintan þolanda fyrir rangar sakagiftir, eins og í hinu svokallaða Hlíðamáli. Það er nú varla til þess að hvetja þolendur til að segja frá, hvað þá kæra? „Það er mjög óvenjulegt að meintur þolandi skuli vera kærður fyrir rangar sakargiftir strax á frumstigi rannsóknar. Þetta er einstakt tilvik og ég man ekki eftir öðru dæmi. Ég hef enga trú á því að aðrir lögmenn muni almennt leika þetta eftir. Í þessu máli er staðan sú að kærandi brots er samtímis kærður fyrir alvarlegt hegningarlagabrot. Hann er því sakborningur samhliða því að kæra. Þetta hefur án efa neikvæð áhrif á þá sem velta fyrir sér hvort þeir eigi að leggja í að kæra eða ekki og til þess fallið að fæla þolendur frá því að kæra. Svo spyr maður sig; verði einhver sakfelldur fyrir nauðgun sem hefur kært þolanda fyrir rangar sakargiftir, er það ekki ávísun á kæru fyrir rangar sakargiftir af hálfu þolandans? Hvar endar þetta?“ Nú er það svo að aðeins lítill hluti kæra vegna nauðgunar kemst áfram í kerfinu og stundum hefur maður
á tilfinningunni að dómstólar leiti hverrar glufu til að sýkna gerendur. Er það svo, að dómskerfið sé “gerendavænt”? „Nei, það er ekki svo. Ég ber traust til dómstólanna og þeir fara eftir reglum sakamálalaganna um sönnun og sönnunarmat. Engar sérkröfur eru gerðar til strangara sönnunarmats í þessum málum umfram önnur. Vandinn í þessum brotaflokki byggist á hinum oft og tíðum veikburða sönnunargögnum í málunum þar sem orð er gegn orði, engum vitnum til að dreifa eða sýnilegum sönnunargögnum, s.s. áverkum. Þetta gerir sönnun erfiða. Þó tel ég að styrkja megi framburði og skýrslur sérfræðinga sem skoða þolendur í kjölfar brots og að skoða megi hvað sé nauðsynlegt að þar komi fram til að þær nýtist sem gagn í dómi til sönnunar á sekt.“ Hvað með nýju lögin í Bretlandi, þar sem meintir gerendur þurfa að sanna að þeir hafi fengið “já”, frekar en að meintur þolandi þurfi að sanna að hann hafi sagt “nei”. „Ég er ekki búin að skoða hina bresku löggjöf í kjölinn en sýnist í fljótu bragði að sakborningur þurfi að sýna fram á að hann hafi haft gilda ástæðu til að vera í góðri trú um samþykki. Íslenska ákvæðið segir ekkert um samþykki berum orðum, þótt það sé undirliggjandi skilyrði. Breska framsetningin er áhugaverð og ef til vill ástæða til að skoða íslenska ákvæðið í því ljósi, þ.e. hvort herða megi á skilyrði, í lögum eða dómaframkvæmd, um að gerandi geti talist hafa verið í góðri trú um samþykki. Það myndi þó ekki leysa úr öllum álitamálum og er vandrötuð leið.“
Í 29 af 32 tilfellum leitaði þolandi læknisaðstoðar 76% tilfella sjást líkamlegir áverkar á þolanda 75% brotanna voru kærð innan tveggja sólarhringa 95% tilfella neitar gerandi sök 34% tilfella sætir gerandi gæsluvarðhaldi 18% tilfella sætir gerandi geðrannsókn
Þegar dómar eru skoðaðir þá er þar oft tekið fram hvernig þolandi hegðar sér gagnvart geranda eftir verknað. Skiptir þetta máli fyrir dómi? „Það eru engin stöðluð viðbrögð við nauðgun eða eftir verknað. Viðbrögð eru ekki mælikvarði á það hvort verknaður hafi verið framin eða ekki, en tiltekin viðbrögð sem lýst er í dómi geta stutt við framburði og frásagnir aðila og vitna. Rannsóknin á sakfellingardómum Hæstaréttar sýnir að viðbrögð þolenda á meðan á verknaði stendur og eftir framningu hans eru afar ólík. Sumir berjast á móti meðan aðrir streitast á móti, sumir biðja geranda um að hætta, aðrir frjósa eða gráta og í einu tilviki sagðist stúlka hafa látið sem hún svæfi í þeirri von að áhugaleysi hennar myndi leiða til þess að maðurinn léti hana í friði. Svo eru tilvikin þar sem þolandinn sefur ölvunarsvefni og er ófær bæði um að gefa samþykki eða streitast á móti.“ En hvað með klæðnað þolanda og ölvun? Í hegningarlögunum frá 1869 þá var refsing við nauðgun vægari er þolandi hafði á sér “óorð”, er þessi drusluskömm enn til staðar? „Það má vel vera að drusluskömm sé enn til staðar í samfélaginu. Með breytingunum á hegningarlögunum
Glæsilegar vörur á sérstöku jólaverði.
Palma Gólflampi
Jólabæklingurinn er kominn út. Sjá nánar á sminor.is. SIEMENS Bakstursofn
HB 23AB221S (hvítur) Hagkvæmur með 67 lítra ofnrými. Fimm ofnaðgerðir.
Jólaverð:
89.900
Fullt verð: 119.900 kr.
Umboðsmenn um land allt.
kr.
SIEMENS Kæli- og frystiskápur KG 36VUW20 (hvítur) Orkuflokkur A+. „crisperBox“-skúffa. LED-lýsing. H x b x d: 186 x 60 x 65 sm.
19901-xx Fáanlegur í antíklit og stáli.
Jólaverð:
74.900
Fullt verð: 94.900 kr.
kr.
SIEMENS Þvottavél
WM 14E477DN Tekur 7 kg, vindur upp í 1400 sn. Mjög stutt kerfi (15 mín.). Orkuflokkur A+++.
í gegnum tíðina hefur orðfæri sem gerir lítið úr verðleikum kvenna verið afnumið í samræmi við breyttan tíðaranda. Drusluskömmin endurspeglast þannig ekki í löggjöfinni þó að eima kunni eftir af henni annars staðar. Þegar dómarnir þrjátíu og tveir eru lesnir vekur athygli manns að áður fyrr var að finna mjög persónulegar upplýsingar um kynhegðun kvennanna fyrir brotið. Skýringin er m.a. sú að fram til ársins 1992 var eingöngu litið svo á í réttarframkvæmd að konu hefði verið nauðgað ef maður hafði komið getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar og hafið samfarahreyfingar. Árið 1992 var nauðgunarákvæðinu breytt á þann veg í fyrsta lagi að það verndaði bæði karla og konur, en fram að því gátu eingöngu konur verið þolendur brotanna. Í öðru lagi voru „önnur kynferðismök“ lögð að jöfnu við samræði. Árið 2007 var síðan ákveðið að innlima í nauðgunarákvæðið verknaði sem höfðu varðað vægari refsingu, eins og að notfæra sér ástand manneskju sem ekki getur spornað við verknaði, s.s. vegna ölvunar eða notfæra sér andleg vanheilindi manneskju. “ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
Jólaverð:
11.900
kr.
Fullt verð: 18.900 kr.
Jólaverð:
84.900
kr.
Fullt verð: 104.900 kr.
Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is
Notaleg jólastemning í Garðheimum tIlbOð
20% AfsLátTur aF lJósAhúsuM og aðvEntULjósuM
Mikið úrval af fallegu jólaskrauti
20% AfsLáttUr gErvIjólaTré nOrdManNsþiNur iNniLjósAseRíuR
Lifandi jólatré nOrdManNsþiNur vErð Frá
2.792kR
mIKið úrVal aF fAlLegUm jólaTréSdúkuM oG sEríuM
opið til 21:00 öll kvöld ÍsLenSkT gReIni í PotTuM X fUrA X rAuðgRenI X bLágRenI X nOrdManNsþiNur
^ ¶ Í ^ ÏlÏ2 Í ^ _^ ^Ï?ÏlÏ>=9Ï<<99ÏlÏÌ^ Í ^
12
úttekt
Helgin 4.-6. desember 2015
Hæsti turninn verður kílómetri á hæð Hafnar eru framkvæmdir við Kingdom turninn í Jeddah í Saudi-Arabíu en hann mun ryðja Burj Khalifa turninum í Dubai úr vegi sem hæsta bygging heims. Nú þegar hafa 26 hæðir risið en áætlað er að turninn verði fullkláraður árið 2020 og að alls muni fara 80.000 tonn af stáli í herlegheitin. Turninn er hannaður af arkitektateymi frá Chicago, þeim Adrian Smith og Gordon Gill, og mun hann telja 200 hæðir og verða 1 kílómetri á hæð. Turninn mun hýsa Four Seasons hótel, Four Season íbúðir, lúxus skrifstofur og hæsta útsýnispall í heimi þaðan sem verður hægt að njóta útsýnis yfir Rauðahafið. Það er prinsinn og billjónamæringurinn Alwaleed bin Talal sem stendur á bak við byggingu turnsins, sem margir telja að verði seint vikið úr sessi sem þess hæsta í heimi, og hefur hann sagt að byggingin muni ekki aðeins styrkja ímynd konungdæmisins heldur einnig skapa tugi þúsunda nýrra starfa. 1000 m 900 m 800 m 700 m 600 m 500 m 400 m 300 m 200 m 100 m
Kingdom turninn Jeddah 2020 (1 km.)
Burj Khalifa Dubai 2010
Guangzhou turninn Guangzou 2010
CN turninn Toronto 1976
World Trade Center New York 2013
Ostankino turninn Moskva 1967
Taipei Taipei 2004
Shangahai WFC Shanghai 2008
ICN Center Hong Kong 2009
Petronas turninn Kuala Lumpur 1998
Oriental Pearl Shanghai 1995
Willis turninn Chicago 1973
Empire State New York 1931
John Hancock Center Chicago 1969
TAX-FREE DAGAR Áklæði
Með nýrri AquaClean tækni kni ast er nú hægt að hreinsa nánast ni! alla bletti aðeins með vatni! Erfiðir blettir eins og eftir tómatsósu, léttvín, kaffi, te, meira að segja kúlupenna, nást á auðveldan hátt úr áklæðinu.
SÓFAR Í ÖLLUM STÆRÐUM SNIRÐIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM Ö MÁL OG ÁKLÆÐI AÐ EIGIN VALI
Basel Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-15
Roma Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík sími: 557 9510 - www.patti.is
Lyon
Havana H avana
Hallgrímskirkja Reykjavík 1945 (75 metrar)
Þú hefur aldrei séð þetta áður!
Þessa liti, þessa birtu og þessa dýpt í sjónvarpstæki Allt kemur þetta með nýju SUHD línunni frá Samsung. Þú verður að horfa til að upplifa þetta í Samsung sjónvarpinu þínu.
55”
65”
Verð kr. 419.900,-
Samsung Tab A 9,7” , WiFi, T550 spjaldtölva að verðmæti kr. 54.900,fylgir kaupunum.
Verð kr. 740.000,-
Samsung Tab S2 9,7” , WiFi, T810 spjaldtölva að verðmæti kr. 93.900,fylgir kaupunum.
24/25 Bestu sjónvörpin skv. skv. Neytendablaðinu Neytendablaðinu 24.09.15 24.09.15 og og IRCT IRCT
1 FYRSTA SUHD sjónvarpið kemur frá Samsung
2.5
UE55JS9005
Myndin er 2.5 sinnum bjartari en í venjulegum sjónvörpum
64
88
Quantum litatæknin gefur 64 sinnum fleiri liti en í venjulegum sjónvörpum
Samsung býður þrjár nýjar línur af SUHD sjónvörpum frá 55“ til 78“
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
lágMúlA 8 · SÍMi 530 2800 · ormsson.is
SÍÐUMúlA 9 · SÍMi 530 2900
14
nærmynd
Helgin 4.-6. desember 2015
Fallegur, heilbrigður og heiðarlegur en glataður kokkur Þorgrímur Þráinsson rithöfundur tilkynnti í síðustu viku að hann hygðist bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Fréttin vakti mikla athygli og hefur fólk keppst við að tjá skoðun sína á Þorgrími á samfélagsmiðlum síðan. Flestum ber þar saman um að þessi þekkti knattspyrnumaður og elskaði rithöfundur sé gull af manni og við eftirgrennslan reynist sú vera raunin. Helst á fólki að skilja að það eina sem hann geri ekki vel sé að elda mat.
Þ
orgrímur Þráinsson fæddist í Reykjavík og bjó þar fyrstu sjö æviárin. Þá lá leiðin í Kópavoginn í nokkur ár en ellefu ára gamall flutti hann í Ólafsvík og bjó þar til 23 ára aldurs. Hann sótti þó menntaskóla í Reykjavík á vetrum en á sumrin var hann fyrir vestan enda hafði hann vanist því frá því hann var lítill drengur að verja sumrunum hjá afa sínum og ömmu á Staðastað á Snæfellsnesi. Knattspyrnuferillinn hófst með Víkingi í Ólafsvík og með því liði spilaði Þorgrímur til tvítugs þegar hann gekk til liðs við Val. Hann spilaði stöðu bakvarðar og þótti standa sig vel í vörninni. „Þorgrímur var nokkuð röskur og klókur bakvörður,“ segir einn mótherja hans úr fótboltanum. „Það var erfitt að komast framhjá honum og styrkur hans sem leikmanns lá meira í varnarleiknum en í sóknarleiknum.“ Seinustu árin með Val var Þorgrímur fyrirliði liðsins og það hlutverk hæfði honum vel. „Þorgrímur var leiðtogi á velli, stjórnaði vörninni með félögum sínum. Mikill styrkleiki í hans leik var einnig sá að hann hafði alla tíð góða leikmenn í kringum sig,“ segir sami mótherji, sem reyndar er einnig góður vinur. Eftir nám við Sorbonneháskóla í París lagði Þorgrímur fyrir sig blaðamennsku, var meðal annars ritstjóri Íþróttablaðsins um hríð og einnig þar þótti hann standa sig vel. „Hann var lunkinn blaðamaður og ég held að sú reynsla hafi ýtt
honum út í að fara að skrifa bækur,“ segir samstarfsmaður úr blaðamennskunni. Fyrsta unglingabókin, Með fiðring í tánum, kom út 1989 og síðan hefur Þorgrímur verið einn okkar afkastamesti og vinsælasti barnabókahöfundur. Hann hefur þó ekki hlotið náð fyrir augum úthlutunarnefndar listamannalauna, hefur 25 sinnum verið synjað um úthlutun en aðeins tvisvar fengið þriggja mánaða laun. „Ég veit hann hefur tekið það nærri sér,“ segir gömul vinkona. „Hann er ekki skaplaus maður. Auðvitað sárnaði honum þessi höfnun, enda er hún alveg fáránleg. Hann hefur oft verið á topp fimm í vali þjóðarinnar á bestu rithöfundum í fjölmiðlum og það er bara kjánalegt af elítunni að hunsa hann.“ Mikið hefur verið rætt um góðmennsku Þorgríms eftir að hann tilkynnti um væntanlegt forsetaframboð og öllum sem rætt er við ber saman um að þar sé engu logið. „Þorgrímur er mjög hjálpsamur en þiggur sjaldan aðstoð sjálfur. Hann segir engum frá góðverkum sínum sem eru daglegt brauð hjá honum en ástæða fyrir því að ég veit af einhverjum þeirra er að fólk sem ég hitti á förnum vegi segir mér frá einhverju sem hann hefur gert eða ég fæ skilaboð um það á facebókinni,“ segir eiginkona hans. „Þó Þorgrímur sé þekktur fyrir ytri fegurð og fágun þá er hans innri fegurð ekki minni,“ segir gamall vinur. „Hann er traustur og trúverðugur og þú hreinlega veist ekki fyrr
Ert þú að rannsaka orku og umhverfi? Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar styrkir námsmenn og rannsóknarverkefni á sviði umhverfis- og orkumála. Ísland er ríkt af endurnýjanlegum orkuauðlindum. Þess vegna felast mikil verðmæti í íslensku hugviti til að auka þekkingu á orku og umhverfismálum. Til úthlutunar úr Orkurannsóknasjóði árið 2016 eru í heild allt að 56 milljónir króna. Styrkir til efnilegra nemenda í meistara- eða doktorsnámi á sviði umhverfis- eða orkumála. Styrkir til rannsókna á sviði umhverfis- og orkumála, veittir til að mæta kostnaði vegna vinnu sérfræðinga, þátttöku meistara- og doktorsnema og öðrum útgjöldum. Nánari upplýsingar um sjóðinn og úthlutunarreglur eru á landsvirkjun.is/orkurannsoknasjodur. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til og með 8. janúar 2016.
en þú hefur sagt honum þín dýpstu leyndarmál og vandamál. Þau eru vel geymd hjá Þorgrími og oft leyst á staðnum í góðu spjalli.“ Þorgrímur er þó ekki almáttugur, eins og halda mætti af lýsingum fólks á honum, matargerð er til dæmis ekki hans sterkasta hlið. „Ég held að hann sé með lélegt bragðskyn því hann hefur lítinn áhuga á mat og borðar eingöngu til að lifa af,“ segir eiginkonan. „Hann eldar en maturinn hans er lítið spennandi og einhvern tímann tók það hann fjóra klukkutíma að búa til grjónagraut; hann þurfti þrisvar sinnum að fara út í búð að kaupa meiri mjólk og skipta um pott nokkrum sinnum. Hann er mjög flinkur í mörgu og nokkuð vel að sér á mörgum sviðum en tæknimál eru ekki hans sterkasta hlið. Ég held hann kunni varla að kveikja á sjónvarpinu á heimilinu.“ Þegar leitað er svara við því hvort fólki þyki Þorgrímur eiga erindi í forsetaembættið eru svörin á eina lund. „Ég held að framboð hans verði til góðs fyrir umræðuna,“ segir fyrrum samstarfskona. „Hann tekur allt annan pól í hæðina en aðrir. Hann er ekki pólitískur í hefðbundnum skilningi, nema við köllum það pólitík að vera heittrúaður Valsari, en hann er mjög ástríðufullur og heitur í þeim málefnum sem hann trúir á, ekki síst þeim sem snúa að börnum, lestri og lífsviðhorfum, sem er auðvitað ákveðin pólitík. Hann leggur sig allan fram um að lifa og miðla, í
gegnum sitt líf, starf og ekki síst skriftir, ákveðnum lífsgildum sem hann stendur algjörlega heill á bak við. Hann er fallegur, heilbrigður, heiðarlegur og hjálpsamur. Er það ekki markmið okkar allra?“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatimi nn.is
Þorgr ímur Þr áinsson
Fæddur í Reykjavík 8. janúar 1959 Foreldrar: Þráinn Þorvaldsson og Soffía Margrét Vídalín Þorgrímsdóttir Maki: Ragnhildur Eiríksdóttir Börn: Kristófer 23 ára, Kolfinna 19 ára, Þorlákur Helgi 15 ára Nám og starfsferill: Lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1980 og stundaði nám í frönsku við Sorbonne háskóla í París 19831984. Hann var blaðamaður hjá Fróða frá 1985 og ritstjóri Íþróttablaðsins og ritstjórnarfulltrúi barnablaðsins ABC frá 1989. Í lok árs 1996 var hann ráðinn framkvæmdastjóri Tóbaksvarnanefndar. Knattspyrnuferill: Þorgrímur lék með meistaraflokki Vals í knattspyrnu frá 1979 til 1990 og gegndi fyrirliðastöðunni síðustu fimm tímabilin. Áður lék hann með Víkingi frá Ólafsvík. Hann varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari á knattspyrnuferlinum með Val og tvisvar sinnum bikarmeistari. Þorgrímur lék alls um 180 leiki í efstu deild og 17 landsleiki fyrir Íslands hönd. Þá varð hann bikarmeistari í frjálsíþróttum með FH árið 1988 en hann keppti í spjótkasti. Rithöfundarferill: Þorgrímur hefur skrifað fjölda bóka fyrir börn og unglinga og var fyrsta bók hans Með fiðring í tánum sem kom út 1989 og varð metsölubók á sínum tíma. Hann hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 1997 fyrir bókina Margt býr í myrkrinu og aftur árið 2010 fyrir bókina Ertu Guð, afi?. Fyrsta skáldsaga hans fyrir fullorðna, Allt hold er hey, kom út 2004. Árið 2013 var hann útnefndur Borgarlistamaður Reykjavíkur og gegndi því hlutverki í eitt ár.
ASA Sumarblær hálsmen
17.900 kr.
ASA Sumarblær lokkar
Georg Jensen Torun armspöng
14.700 kr.
45.000 kr.
Georg Jensen Moonlight Grapes silfurhringur
55.000 kr.
Georg Jensen Sunflower silfurlokkar
69.900 kr.
Georg Jensen Sunflower silfurhálsmen
69.900 kr.
Glæsilegar jólagjafir Hugo Boss Ambassador
37.600 kr.
Armani Classic
71.100 kr.
Michael Kors Darci
52.200 kr.
Georg Jensen Koppel
Daniel Wellington Dapper
Jacques Lemans Lugano
Fossil Coachman
151.900 kr.
30.400 kr.
Skagen Lenora
25.700 kr.
43.900 kr.
29.900 kr.
Fossil Georgia
Daniel Wellington Classic
29.800 kr.
Michelsen Tradition
73.000 kr.
Tissot Classic Dream
24.400 kr.
48.500 kr.
Kenneth Cole Transparent
30.900 kr.
Michelsen Tradition
73.000 kr.
Movado Museum New
122.200 kr.
Kíktu á úrvalið hjá okkur á Laugaveginum, í Kringlunni eða í vefversluninni á michelsen.is
Casio Retro
13.300 kr.
Rosendahl Watch II
24.900 kr.
Laugavegi 15 og Kringlunni - sími 511 1900 - www.michelsen.is
Arne Jacobsen City Hall
64.900 kr.
PIPAR \ TBWA • SÍA • 155678
FÆRÐ ÞÚ STÆRSTA
MILLJÓNIR Á EINN MIÐA
og nú fer hann út!
JÓLABÓNUSINN? Þú átt möguleika
Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma 563 83OO eða hjá næsta umboðsmanni. Miðaverð er aðeins 1.300 kr. Einn miði gildir í heila 3 leiki í sama útdrætti.
18
viðhorf
Helgin 4.-6. desember 2015
LóABOR ATORíUM
LóA hjÁLMTýsdóTTiR
Galdurinn við ferskt hráefni Vitamix Pro 750 á sér engann jafningja. Nýtt útlit og nýir valmöguleikar. 5 prógrömm og hraðastillir sjá til þess að blandan verður ávallt fullkomin og fersk!
Óhóflegt tryggingagjald
Jólatilboðsverð kr. 159.615,Með fylgir Vitamix sleif, drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 199.518,-
Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is
Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Hugrún Jónsdóttir
Útfarar- og lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undirbúnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Með kærleik og virðingu
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Hærri skattlagning á launatekjur
Á
Á kjörtímabilinu verður tryggingagjald lækkað. Svo sagði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vorið 2013. Það hefur þó aðeins gerst í mýflugumynd hvað þetta gjald varðar sem launagreiðendum ber að greiða af heildarlaunum launamanna og er ætlað að mæta greiðslum til atvinnulausra. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bendir á það í leiðara á síðu samtakanna að engin áform séu um að lækka tryggingagjaldið árið 2016 þrátt fyrir að atvinnuleysi sé hverfandi og fari minnkandi. Árlegt gjald sem fyrirtækin greiða sé því 20-25 milljörðum króna hærra en það ætti að vera miðað við stöðuna á vinnumarkaði. Skattlagning á launagreiðslur hefur því hækkJónas Haraldsson að verulega. Framkvæmdastjórinn minnir á það í pistli sínum jonas@frettatiminn.is að samstaða hafi verið meðal stjórnmálaflokkanna fyrir síðustu þingkosningar að lækka tryggingagjaldið og þessi þverpólitíska samstaða hafi verið ítrekuð á fundi um fjárlögin í nýliðnum nóvember. Samt eru engin merki þess, segir framkvæmdastjórinn, að staðið verði við þessi orð. Hann minnir á að tryggingagjaldið komi harðast niður á litlum og meðalstórum fyrirtækjum þar sem flest ný störf verða til. Hátt tryggingagjald minnkar því getu fyrirtækja til að ráða fleiri í vinnu eða hækka laun. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, talaði á svipuðum nótum í september síðastliðnum, þegar fyrir lá að ekki var gert ráð fyrir lækkun tryggingagjalds í fjárlagafrumvarpinu umfram smávægilega lækkun sem lögfest var fyrir tveimur árum. Hagfræðingurinn sagði tryggingagjald þungan skatt sem legðist á öll laun en væri þó í raun falinn. Skatturinn er greiddur af fyrirtækjum en ólíkt tekjuskattinum sést hann ekki á launaseðli. Fyrir launamenn í landinu, bætti hagfræðingurinn við, er það jafn mikið hagsmunamál að tryggingagjald lækki eins og aðrir skattar. Það hefur bein áhrif á kjör landsmanna og getu fyrirtækja til að greiða laun og ráða fólk í vinnu. Tryggingagjaldið kemur
því sérstaklega illa við lítil fyrirtæki þar sem sérhver ráðning í starf vegur þungt. Ennfremur finna mannauðsfrek fyrirtæki óþyrmilega fyrir gjaldinu þar sem launahlutfall er hátt og veldur því að fyrirtækin vaxa hægar en ella og verðmætasköpun verður minni. Lækki tryggingagjaldið ekki á næsta ári segir Þorsteinn Víglundsson að kjarasamningar fyrir tímabilið 2016-2018 séu í uppnámi, en þeir koma til endurskoðunar í febrúar. Samningarnir voru atvinnulífinu dýrir, en var ætlað að skapa frið á vinnumarkaði til ársloka 2018. Gerðardómur í málum BHM og hjúkrunarfræðinga bjó hins vegar til nýja launastefnu með þeim afleiðingum að forsendur samninga á almennum markaði brustu. Rammasamkomulaginu frá því í okóberlok er ætlað að taka á þeirri stöðu. Til að koma til móts við fyrirsjáanlegan kostnaðarauka kallar Þorsteinn meðal annars eftir því að ríkið komi til móts við atvinnulífið með lækkun tryggingagjaldsins. Nauðsyn þessarar lækkunar er ítrekuð í máli hagfræðings Samtaka iðnaðarins, enda standi fyrirtækin frammi fyrir meiri kjarasamningsbundnum launahækkunum en efnahagslífið standi undir sér sé horft til lítils framleiðnivaxtar. Kjarasamningarnir einir hækki gjaldstofn tryggingagjaldsins um næstum 10% og þar með skatttekjur ríkisins um 5-6 milljarða króna, bara vegna samninganna. Það er því sanngjörn krafa, segir hann, að gjaldið lækki á móti um að minnsta kosti 1 prósentustig. Slíkt sé allra hagur. Gjaldið stendur undir greiðslu atvinnuleysisbóta en atvinnuleysi nú er lítið, sem betur fer. Gjaldið var hækkað í kjölfar hrunsins, þegar atvinnuleysi fór í hæstu hæðir, og var eðlileg ákvörðun eins og á stóð þá, eins og Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, benti á nýverið. Staðan er hins vegar önnur nú, eins og fram kom hjá henni. Tryggingagjaldið var um 5,5% þegar atvinnuleysi var á svipuðum slóðum og það er í dag, en hefur ekki lækkað í samræmi við það. Tryggingagjaldið er nú 7,49%. Fyrirtækin eru því að greiða í meira mæli til ríkissjóðs til annarra útgjalda en greiðslu atvinnuleysisbóta.
Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is . Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is . Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
Gott til gjafa... Jólatré 150 cm
ALLAR JÓLAKÚLUR = ÞRÍR FYRIR EINN
Kaffivél með Thermo hitakönnu 10-12 bolla, 900w
1.250
2.690
Djús/ávaxtablandari með glerkönnu, mylur ís, 400w 1,3l.
Þú tekur 3 pakka og greiðir fyrir 1 Jólakúlur 10 cm 6 stk. Jólakúlur 7 cm 12 stk.
Jólakúlur 7 cm 6 stk.
Margir litir
Margir litir
290
395
3.942
195
Rafhlöðuborvél /skrúfvél HDD 3213 12V DIY
Töfrasproti – Blandari
1.867 ALM18DB 18V Li-Ion borvél 2,8Ah / 38Nm
29.990
8.990
Jólatré 120 cm
750
Black&Decker háþrýstidæla max bar 110
JABO reykskynjari með Li-lon rafhlöðu
14.990
1.890
1400W, 360 lítr./klst. Þolir 50°C heitt vatn 5 metra barki, sápubox
Rafhlöðuborvél 18V 2 gíra LiIon rafhl kr.
13.990
Lavor Vertico 20 140bör 400 min ltr.
Black&Decker háþrýstidæla max bar 130
29.990
35.990 INDUCTION
MOTOR POWERED
1700W, 370 lítr./klst. Þolir 50°C heitt vatn 5,5 metra barki, sápubox
SHA-2625 Drive ryksuga í bílskúrinn Vinnuljóskastari Rone 28W m. innst. blár • 1200W • 20 lítra • sogkraftur > 16KPA • fjöldi fylgihluta
6.990
7.590
MJÖG ÖFLUG dæla 16,7kg
HDD1106 580W stingsög DIY
3.992
Tact-320020 Tactix Smáhlutabox 4stk
1.799
Drive skrúfvél Lion rafhlaða 12V
6.990
Spandy heimilisryksugan
Búkki – Vinnuborð stillanlegt (E)
• 1600W • mikill sogkraftur > 18KPA • Hepa filter • margnota poki
3.942
Protool fjölnota verkfæri 220W með 37 10 metra raffylgihluti í tösku
11.990
6.990
magnssnúra
2.590
LED perur 7W
995
Límbyssa í tösku
1.590 Reykjavík
Kletthálsi 7.
Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-16
Reykjanesbær
Fuglavík 18.
Opið virka daga kl. 8-18
Drive hornalaser 360 gráður
17.990
þrífótur kr 3.690 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!
20
viðtal
Helgin 4.-6. desember 2015
Kvíðinn ágerðist eftir því sem ég drakk meira
Þ
etta er bók sem byggir að einhverju leyti á minni eigin reynslu svo lesandinn á örugglega eftir að hugsa hvað úr sögunni sé raunverulegt,“ segir Guðrún Sæmundsen, 33 ára Hafnfirðingur, sem gaf nýverið út sína fyrstu skáldsögu. Bókin nefnist „Hann kallar á mig“ og er að sögn Guðrúnar bersögul samtímasaga sem fjallar um fíkn, ofbeldi, vináttu og svik.
Notar eigin upplifun í skáldskapinn
„Sagan er dramatísk og spennandi en það er líka léttleiki í henni. Þetta er örugglega oft á tíðum áhrifamikil lesning enda eru þetta raunsannar lýsingar. Ég hef heyrt frá fólki sem fannst á köflum erfitt að lesa söguna, því hún snerti djúpt en síðan gat það hlegið að húmornum. En það er einmitt það sem mig langar að gera, hrista upp í fólki. Ég reyni að lýsa vel tilfinningum, hugsunum og hegðunarbreytingum söguhetjunnar og því hvernig fíknin breytir henni og samskiptum hennar við alla sem þykir vænt um hana. Þeir sem þekkja mig geta alveg pikkað út einhver karaktereinkenni, því að einhverju leyti er ég að nota mína eigin upplifun, en sögupersónur og aðstæður eru skáldaðar. Ég myndi segja að þetta væri mikil saga með sterk skilaboð. Hún fjallar um það
Guðrún Sæmundsen hefur alla tíð skrifað ljóð og smásögur og nýlega gaf hún út sína fyrstu skáldsögu, Hann kallar á mig. Þó bókin sé skáldskapur þá byggir hún á reynslu og raunverulegum upplifunum Guðrúnar sjálfrar sem barðist við alkóhólisma og kvíða í nokkur ár. Hún segist ekkert skafa af reynslu sinni í bókinni sem hafi í upphafi valdið henni kvíða, því samfélagið eigi það til að dæma konur hart. Í dag viti hún þó að efnið sé of gott til í liggja ofan í skúffu.
Guðrún SæmundSen
Aldur og fyrri störf: Fædd árið 1982 í Stokkhólmi en ólst upp í Reykjavík frá 1 árs aldri. Fór í viðskiptafræði í HR og útskrifaðist 2006 með B.Sc., lauk master í alþjóðaviðskiptum frá Grenoble Graduate School of Business 2009. „Ég var í starfsnámi hjá EFTA 2009 á sama tíma og ég lauk við mastersritgerðina, fór svo að vinna í fjármálageiranum og þaðan yfir í ferðabransann, til loka árs 2014.“ Starf: Starfar sem menningar- og vísindafulltrúi hjá franska sendiráðinu og sem Pole fitness þjálfari hjá Eríal Pole. Búsetuhagir: Einhleyp. Uppáhaldsrithöfundur: Kristín Marja Baldursdóttir og Sofi Oksanen. Besta kaffihús í Reykjavík: Kaffitár í Bankastræti.
www.lyfja.is - Lifi› heil
Allir fá þá eitthvað fallegt... Í jólagjafahandbók Lyfju finnur þú fjölbreytt úrval af fallegum og nytsamlegum gjafavörum fyrir alla fjölskylduna. Nældu þér í eintak af jólagjafahandbókinni í næstu verslun Lyfju.
Lágmúla Laugavegi Nýbýlavegi
Smáralind Smáratorgi Borgarnesi
Grundarfirði Stykkishólmi Búðardal
Patreksfirði Ísafirði Blönduósi
Hvammstanga ga Skagaströnd Sauðárkróki
Húsavík a avík Þórshöfn Egilsstöðum
Seyðisfirði Neskaupstað Eskifirði
Reyðarfirði Höfn Laugarási
Selfossi Grindavík Keflavík
viðtal 21
Helgin 4.-6. desember 2015
hversu mikilvægt það er að halda alltaf áfram, sama hvað bjátar á,“ segir Guðrún sem byrjaði fyrst að vinna í bókinni árið 2011, árið sem hún hætti að smakka áfengi.
Snjóboltaáhrif kvíða og drykkju
„Ég var fúnkerandi alkóhólisti í nokkur ár. Ég vann mína vinnu, kláraði nám og gerði allt sem ég þurfti að gera, en áfengið fylgdi mér alltaf og ég réð engan veginn við það. Ég hef alltaf verið kvíðin og á tímabili félagsfælin og átti erfitt með að vera í kringum mikið af fólki. Mér leið best undir áhrifum og það ágerðist með tímanum. Kvíða og drykkju fylgja þessi snjóboltaáhrif, kvíðinn ágerist með meiri drykkju og á endanum hættir áfengið að slaka á kvíðanum sem gerir það að verkum að maður drekkur alltaf meira. Á endanum er hægt að segja að ástandið sem maður sækir í sé „blackout“, sem er náttúrulega bara ógeð. Ég var meðvituð um það að flest vandamál í mínu lífi voru tengd áfengi en gerði mér þó engan veginn grein fyrir því að ég gæti verið alkóhólisti. Áður en ég hætti að drekka þá var alkóhólisti fyrir mér einhver sem hafði misst allt, átti hvergi heima og væri það sem í daglegu tali er kallaður róni, en maður getur auðvitað verið með fordóma fyrir því sem maður þekkir ekki. Ég hafði nokkrum sinnum reynt að hætta sjálf en gat það ekki og byrjaði alltaf aftur. Og í hvert einasta skipti sem ég byrjaði aftur varð neyslan miklu verri.“
Missti vinnuna og byrjaði að skrifa
„Fyrsta árið eftir að ég varð edrú neitaði ég allri utanaðkomandi hjálp við að ná bata því ég hafði enga trú á því að ég þyrfti aðstoð. En það var fyrst þá sem ég upplifði geðveikina sem fylgir þessum sjúkdómi. Þetta eina ár er það langerfiðasta sem ég hef upplifað í mínu lífi. Þá koma allar erfiðu tilfinningarnar fram en það er ekki hægt að deyfa sig og svo er þetta líka svo róttæk lífsbreyting. Það var svo ekki fyrr en ég var algjörlega andlega búin sem ég loksins sá að ég þurfti hjálp. Ég átti ekkert eftir. Það var svo mamma sem fór að ýja að því við mig hvort ég þyrfti ekki bara aðstoð og opnaði í raun augu mín fyrir því.“ Það var á þessu erfiðasta ári í lífi Guðrúnar sem hún byrjaði að skrifa söguna. „Ég fór að skrifa niður hugmyndir og ætli ég hafi ekki í upphafi verið að skrifa mig frá ákveðnum hlutum. Sagan var samt engan veginn fullmótuð á þessum tíma, ég var bara að skrifa fyrir sjálfa mig. Það hefur alltaf verið stór hluti af mér að skrifa. Sem krakki sat ég alltaf við skrifborðið heima að skrifa og semja ljóð. Það er til fullt af ljóðum og smásögum eftir mig frá því ég var lítil en síðustu árin hef ég mest verið að semja ljóð því mér finnst svo gott að setja mína eigin líðan í þetta knappa form,“ segir Guðrún sem ákvað svo að nýta þessi ómótuðu brot í söguna sem nú hefur litið dagsins ljós. „Þegar ég missti vinnuna í fyrra þá kom eitthvað svo sterkt til mín að nú ætti ég að ljúka við söguna. Tilfinningin lét mig ekki í friði, svo ég bara settist niður og byrjaði að skrifa. Og þegar ég byrjaði þá opnaðist fyrir eitthvert flæði og ég hætti ekki fyrr en ég var orðin sátt með söguna. Ég hef fengið svakalega hvatningu frá fjölskyldu og vinum sem virðast hafa ótrúlega trú á mér. Margir segjast hafa verið að bíða eftir sögu frá mér því flestir vita að ég hef alla tíð verið að skrifa.“
Var hrædd um sjálfa sig
Guðrún segist vera breytt manneskja í dag og að skrifin hafi hiklaust hjálpað sér að vinna sig út
Þetta er mjög persónuleg og bersögul saga, ég skef ekkert af tilfinningum né ofbeldis- eða kynlífslýsingum svo ég var dálítið stressuð yfir því og viðbrögðum annara.
úr líferni sem nú sé að baki. „Öll neikvæð reynsla er hluti af þeim verkefnum sem lífið lætur manni í té hverju sinni, til að læra af og þroskast. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þetta allt saman. Í dag er himinn og haf á milli þess hver ég er og hver ég var. Mig langar aldrei í áfengi og þessi ákvörðun að hætta að drekka er sú flottasta sem ég hef tekið í lífinu. Þegar ég hugsa til baka þá er ég svo þakklát fyrir að það hafi ekki komið eitthvað slæmt fyrir mig í þessu ástandi sem ég var oft í. Þessu lífi fylgir svo mikið ábyrgðarleysi, maður hendir bara öllu frá sér og verður alveg sama. Ég var orðin virkilega hrædd um sjálfa mig þegar ég loksins ákvað að hætta þessu.“
Samfélagið gagnrýnir konur harðar en karla Í dag starfar Guðrún í franska sendiráðinu auk þess að kenna Pole fitness. Hún stendur í ströngu þessa dagana við að kynna bókina sína sem hún gefur sjálf út eftir hópfjármögnun á Karolina fund. Hún segir kvíðann og óöryggið að baki en það sé þó skrýtið að standa skyndilega í sviðsljósinu. „Mér fannst óþægileg tilhugsun að setja sjálfa mig í forgrunn þegar ég byrjaði að kynna bókina. En svo fékk ég að heyra það að það væri algengt að konur hugsuðu þannig, vildu ekki vera að trana sér fram. Mér fannst það áhugavert og
ég held að það sé að einhverju leyti rétt. Einhverra hluta vegna eigum við konur það til að vanmeta eigin getu. Kannski því við erum hræddar við gagnrýni, vegna þess að samfélagið gagnrýnir okkur harðar en karlana. Þetta er mjög persónuleg og bersögul saga, ég skef ekkert af tilfinningum né ofbeldis- eða kynlífslýsingum svo ég var dálítið stressuð yfir því og viðbrögðum annara. En svo er þetta bara of gott efni til að láta þannig pælingar stoppa sig. Fólki má bara finnast það sem því sýnist.“
fréttablaðið 4x30 Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
VELKOMIN HEIM
Á jólunum viljum við að gleðin sé við völd. Við viljum halda í hefðirnar og vera í faðmi fjölskyldu og vina. Á stað sem okkur er kær. Heima hjá okkur. Stundum flækist lífið fyrir fögrum fyrirheitum. Áætlanir breytast. Rétt eins og lífið. Þá aðlögum við okkur. Við getum pakkað jólunum niður og flutt þau þangað sem hjartað slær. Flogið yfir fjöll og höf og búið okkur til nýjar hefðir þar sem ástvinir okkar eru.
Gleðilega hátíð.
+ icelandair.is
Vertu með okkur ÍSLENSKA SIA.IS ÍSLENSKA ICE 70229 SIA.IS 11/14 ICE 71533 11/14
24
viðtal
Helgin 4.-6. desember 2015
Eigum ekkert í þessar ungu stelpur Leikkonan Unnur Ösp Stefánsdóttir stekkur öfganna á milli í starfi sínu í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Hún leikur eitt hlutverkanna í jólasýningunni Njálu og er einnig að undirbúa uppfærslu leikhússins á söngleiknum Mamma mia sem Unnur leikstýrir og verður frumsýndur í mars. Hún segir bæði verkefnin hvíld frá hvoru öðru og hlakkar gríðarlega til að frumsýna þau bæði. Unnur segir Þorleif Arnarsson leikstjóra Njálu vera brjálæðing, sem sé akkúrat það sem leikhúsin þurfi.
É
„Ég er nú bara tæplega fertug en ég á ekki orð yfir viðhorf ungra kvenna í dag. Ég þótti mjög kræf að vera að skrifa í Moggann í kringum tvítugt og fólki fannst það skrýtið. Í dag eru þær bara trylltar að labba niður Skólavörðustíginn berar að ofan.“ Ljósmynd/Hari
g er klárlega að leika Hallgerði Langbrók í einhverri mynd,“ segir Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona, þegar hún er spurð út í sitt hlutverk í Njálu, en mikil leynd hefur verið yfir efnistökum og hlutverkaskipan í þessari jólasýningu Borgarleikhússins. „Þetta er alveg tryllt ferli. Okkur var sett það verkefni í sumar að fara vel yfir bókina og undirbúa gjörninga innblásna af sögunni. Sem er ekkert smá verkefni,“ segir hún. „Þó flestir Íslendingar segist hafa lesið Njálu, þá eru fæstir sem hafa lesið Njálu af þessari nákvæmni. Í henni er milli fimm og sexhundruð persónur og þetta er lang flóknasta Íslendingasagan,“ segir hún. „Þetta verkefni var strax mjög ögrandi fyrir mig. Ég er ekki með athyglisbrest eða lesblindu, en ég gat samt ekki lesið þessa bók. Ég keypti mér hljóðbókina. Ég hef aldrei lent í þessu,“ segir Unnur. „Fólk þekkir þessa helstu atburði sögunnar eins og brennuna og dramatíkina á milli Hallgerðar og Gunnars, en allar lagaflækjurnar í þessari sögu og allar orrusturnar eru fólki ekki eins kunnugar. Mér fannst þetta mjög erfitt í byrjun og dauðleiddist á tímabili,“ segir hún. „Sýningin okkar er atlaga að Njálu og okkar túlkun á bókinni. Þetta á ekkert skylt við hefðbundið leikhús, en ég get lofað því að þetta verði skemmtilegt leikhús. Ég má hundur heita ef fólk getur ekki haft gaman af þessu. Fyrst var ég á því að amma gæti ekki séð þetta, en í dag finnst mér vera eitthvað fyrir alla þarna. Nema kannski fyrir unga áhorfendur, enda gríðarlega mikið ofbeldi og kynlíf.“ segir Unnur.
Hefur eitthvað breyst frá kristintökunni?
Þorleifur Arnarsson leikstjóri Njálu er þekktur fyrir að fara óhefðbundnar leiðir í sínum uppfærslum og heyrst hafa þær kjaftasögur að Njáll sjálfur verði leikinn af konu og verði jafnvel offitusjúklingur í þessari leikgerð hans og Mikaels Torfasonar. Unnur segir þó að hinn hefðbundni Íslendingasöguaðdáandi fái söguna ljóslifandi í leikhúsinu. „Þorleifur og Mikael fóru um daginn á endurmenntunarnámskeið með öllum helstu fræðimönnum landsins á þessu sviði, og töluðu af mikilli hreinskilni um það sem við erum að gera,“ segir hún. „Það voru all flestir mjög spenntir fyrir þessari útgáfu. Það er ekki hægt Framhald á næstu opnu
Gefðu Gauragang, Godzilla og Gandalf
Vodafone Við tengjum þig
með Samsung S6 Edge
Samsung S6 Edge – 32GB
109.990 kr. stgr. Þráðlaus hleðsla og bílhleðslutæki fylgja með
Nýja Vodafone PLAY appið er frítt og tiltækt í öllum snjalltækjum frá 5. desember
Jólin eru innihaldsrík hjá Vodafone Með völdum snjallsímum fylgir aðgangur að gæða sjónvarpsefni í Vodafone PLAY M og 5GB gagnamagn pr. mán. í tvo mánuði. Efnið er aðgengilegt öllum eigendum snjalltækja gegnum nýja Vodafone PLAY appið. Virkja þarf áskriftina fyrir 31. desember 2015. Jólapakkarnir eru á vodafone.is
PIPAR \ TBWA
•
SÍA
•
144321
Helgin 4.-6. desember 2015
Þinn stuðningur gerir kraftaverk Skortur á drykkjarhæfu vatni og hreinlætisaðstöðu veldur banvænum sjúkdómum en með aðgangi að hreinu vatni hefur allt líf möguleika á að vaxa og dafna. Hjálparstarf kirkjunnar tryggir fólki aðgang að hreinu vatni í Úganda og Eþíópíu – og þitt framlag skiptir sköpum. Þú getur hjálpað núna með því að greiða valgreiðslu í heimabanka.
Einnig:
• Frjálst framlag á framlag.is • Gjafabréf á gjofsemgefur.is • Styrktarsími: 907 2003 (2.500 kr.) • Söfnunarreikningur:
0334–26–50886, kt. 450670-0499
að setja þessa sögu upp línulega. Nema kannski ef sýningin yrði vikulöng,“ segir hún. Ég hef samt aldrei verið jafn æðrulaus í væntingum mínum um viðtökur,“ segir Unnur. „Maður hefur alltaf verið með þennan kvíða gagnvart öllum sýningum. Ég er æðrulaus vegna þess hversu rosalega óvenjulegt þetta er,“ segir hún. „Ég var í búningamátun um daginn og var sett í skærgrænan sundbol. Þetta var svo öfgafullt að ég gat ekki annað en þótt þetta geðveikt. Mjög hressandi. Þetta er líka mjög innblásið af samtímanum. Spurningin um hvað hafi breyst á Íslandi síðan á tímum kristnitökunnar. Hvernig höfum við breyst sem manneskjur og eins öll lögfræðin sem fróðlegt er að skoða í dag, í ljósi þess sem er að gerast í kynferðisafbrotamálum og eins í tengslum við hrunið og slíkt. Í Njálu eru þetta bara einhverjir kallar sem ráða og beygja og sveigja lögin. Erum við ekki að gera það sama í dag, fyrir utan það að fara út og drepa hvort annað? Við erum enn þann dag í dag að dansa á siðferðislegum línum hvað margt varðar, niðurstaðan er oft lögleg en siðlaus,“ segir Unnur. „Þorleifur er innblásinn brjálæðingur sem vill ögra og það er ekki leiðinlegt að vinna með brjálæðingum.“
Vildi hætta í Njálu
Leikarar berskjalda sig oft á sínum ferli og segir Unnur mjög misjafnt hvernig leikarar taki því að sleppa fram af sér beislinu eins og krafist er af þeim í sýningu eins og Njálu. „Ég hefði haldið að ég væri mjög opin fyrir þessu, en þetta reyndist mér erfiðara en ég hélt,“ segir hún. „Svo eru aðrir leikarar sem ég hefði haldið að ættu erfitt með þetta sem gjörsamlega taka þetta alla leið og taka flugið frá fyrsta degi. Mér fannst þetta rosalega erfitt til að byrja með. Alveg á þann hátt að mig langaði að hætta,“ segir Unnur. „Það kom mér svo á óvart. Það er svo gaman þegar maður lærir eitthvað nýtt um sig sem listamann. Ég hef bara mjög gaman af spuna og að vera í opnu flæði en í byrjun var þetta svo rosalega opið ferli og allir áttu að vera að keppast um rullurnar. Ég fann bara að þetta átti ekki við mig og ég man ekki hvenær mér leið svona síðast. Ég átti samtal við Þorleif og sagði honum að mér þætti þetta rosalega erfitt. Hann sagði að list ætti ekki alltaf að vera auðveld, mér fannst það gott svar“ segir hún. „Þegar manni finnst eins og maður kunni mögulega eitthvað í þessari listgrein, búin að leika í yfir tíu ár og nýkomin úr stóru hlutverki Nóru í Dúkkuheimilinu, þá er jörðinni kippt undan manni og maður áttar sig á því að maður kann ekki neitt. Svona er bara að vera leikari og listamaður, maður er alltaf á byrjunarreit. Það eru samt svo mikil forréttindi hér á landi að geta stokkið á milli hlutverka, öfganna á milli. Þegar ég er ekki blóðug upp að hnjám að æfa Njálu er ég að panta konfetti og hlusta á ABBA lög fyrir Mamma mia.“
Enduruppgötvar ABBA
Unnur mun leikstýra söngleiknum Mamma mia í Borgarleikhúsinu eftir áramót og er það ein stærsta uppfærsla ársins í íslensku leikhúslífi. Hún segist mjög spennt fyrir verkinu og hlakkar mikið til þess að komast í smá sól og hör á sviðinu. „Ég er búin að vera um ár að undirbúa það,“ segir hún. „Ég er búin að einbeita mér svo lengi að því að leika að ég gat ekki skorast undan því að leikstýra þessu verki. Tónlist er svo mikill þáttur af okkur og sameinar svo margt í okkur,“ segir hún. „Ég er búin að vera að enduruppgötva ABBA í þessu ferli og þessi tónlist hreyfir svo mikið við okkur. Það er engin tilviljun að þessi söngleikur, sem er frekar
einföld saga, sé svona gríðarlega vinsæll, yfir 42 milljónir manna búnir að sjá hann. Kvikmyndin er vinsælasta kvikmynd Breta frá upphafi. Það þarf ekki alltaf að hafa þetta flókið til að hreyfa við fólki og þetta liggur aðallega í músíkinni. Það er einhver strengur í þessari tónlist sem hefur beint aðgengi að hjarta fólks. The Winner Takes It All er náttúrulega bara fallegasta popplag sem samið hefur verið,“ segir Unnur. „Ég fer að gráta bara við það að lesa textann. Þegar maður er með svona efni í höndunum þá tekur maður slaginn, þrátt fyrir alla pressuna og ábyrgðina. Eitt af mikilvægustu skrefunum í byrjun var að velja þýðanda,“ segir hún. „Ég hafði mjög sterka skoðun á því og vildi fá Þórarinn Eldjárn strax inn. Hann er mikill hæfileikamaður og þetta er viðkvæmt efni. Þetta eru textar sem allir þekkja. Ég valdi mjög gott og reynslumikið fólk í allar stjórnunarstöður og mitt hlutverk er svo að halda utan um allt batteríið og sjá til þess að allir séu um borð í sama skipi,“ segir Unnur. „Við sköpum svo heiminn sem sýningin er öll saman og vinnum þetta í sameiningu. Ég hef engar áhyggjur af því hvernig fólk tekur þessu á íslensku. Þetta er sannarlega áhætta, en ég er búin að sjá textana. Þórarinn er snillingur og það hættu allir að hugsa um þetta þegar við byrjuðum að syngja þetta á söngæfingunum,“ segir hún.
Konur verða að segja sögurnar
Á undanförnum tveimur árum hafa stóru leikhúsin lagt mikla áherslu á að rétta hlut kvenna í íslensku leikhúslífi og segir Unnur verkefnavalið bera þess merki. Það sem henni finnst enn stórkostlegra er sú unga kynslóð kvenna sem er að stíga sín fyrstu skref innan leikhúsanna og annars staðar. „Mér finnst þetta allt vera að þokast í rétta átt,“ segir hún. „Þetta er auðvitað misjafnt á milli ára, en það sem er nýtt er að það er gríðarleg meðvitund um þetta. Sama hvaða nöfn þessu eru gefin. Kynjakvóti eða hvað annað. Það er komin krafa um að þetta sé til staðar. Maður hefur fundið það í gegnum tíðina, hvort sem það er í viðskiptum eða listum. Ef það eru karlar að plotta allt þá er auðveldast fyrir þá að fá einhvern karlkyns vin sinn til þess að vera með,“ segir hún. „Við verðum að segja sögur af konum, og konur verða að segja sögurnar. Ég er sjálf að byrja á framleiðslu á nýjum sjónvarpsþáttum sem ég hef verið að vinna að í mörg ár, sem fjalla mikið um konur,“ segir Unnur og talar þar um sjónvarpsseríuna Fanga sem hún hefur unnið með Nínu Dögg Filippusdóttur, Margréti Örnólfsdóttur og Ragnari Bragasyni. Þetta er leikin sjónvarpsþáttasería innblásin af föngunum í Kvennafangelsinu í Kópavogi. „Ef manni finnst halla á þessa hluti þá verður maður að breyta þeim sjálfur,“ segir hún. „Ég er nú bara tæplega fertug en ég á ekki orð yfir kraft ungra kvenna í dag. Ég þótti mjög kræf að vera að skrifa í Moggann um kvenréttindi í kringum tvítugt og fólki fannst það skrýtið. Í dag eru þær bara trylltar að labba niður Skólavörðustíginn berar að ofan. Þær eru svo miklir naglar að við hinar eigum ekkert í þessar ungu stelpur. Ég er rosalega stolt af þessum ungu stúlkum í dag,“ segir hún. „Þær láta ekkert stoppa sig. Margar orðnar agressívar rappstjörnur áður en þær komast inn í leiklistarskólann. Ég þorði ekki í leikfélagið í menntaskóla fyrr en á þriðja árinu mínu. Það eru byltingar alls staðar og ólga í samfélaginu og ég er brjálæðislega bjartsýn,“ segir Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is
Taktu þátt í
Jólagjafaleik Húsasmiðjunnar á Facebook Drögum út glæsilega vinninga alla daga til jóla!
sjá nánar á www.husa.is/jolagjafaleikur
JÓLA GJAFIR
ótrúlegt úrval • frábært verð
40%
ÚRVAL VERKFÆRA Á FRÁBÆRU TILBOÐI!
26%
12.995 kr 17.632
afsláttur
afsláttur á Legacy frá
8.874 kr 7.134kr 14.790 11.890 kr
7.794 kr 12.990
kr
Kaffivél Legacy
Brauðrist Legacy
Stál,10 bollar.
Stál,
1840125
1840127
kr
kr
Hraðsuðukanna Legacy
Hleðsluborvél Blac & Decker
1840126
5246006
Stál
EPC14CAB 14.4V, 2 rafhlöður
Matarstell 30 stk
Aida 6stk, matar- súpu og kökudiskar ásamt bollum og undirskálum 2000419
Jólagjöf
Jólagjöf
27.995 kr
FULLT VERÐ: 36.995
Hleðsluborvél DeWalt
24%
afsláttur
18V, 1.3 Ah, 42Nm DCD771C2 5159043
Jólagjöf
8.990 kr
18.990 kr
FULLT VERÐ: 11.990
Eldhúshnífar
5.990 kr
FULLT VERÐ: 7.990
Beka Pottasett 3stk.
5 stk í standi
Með loki, 16/20/24 cm
2007432
ÚRVAL SNJÓSLEÐA Á FRÁBÆRU VERÐI!
FULLT VERÐ: 23.999
Jólagjöf
2006789
Jólagjöf
12.990 kr FRÁBÆRT VERÐ
Jólagjöf
7.490 kr
FRÁBÆRT VERÐ
Snjósleði Snow Racer
Djúpsteikingarpottur
3900896
1840998
Snjósleði með stýri og bremsu.
2200w. 3ltr. 90°-190°c.
Jólagjöf
6.999 kr
FRÁBÆRT VERÐ
Litaðir eldhúshnífar í gjafaöskju 5 stk litaðir hnífar 2007433
Jólagjöf
Jólagjöf
Jólagjöf
6.995 kr
Á hjólum, álhandfang. 63x40x35.5 cm 5024813
14.990 kr
FULLT VERÐ: 6.490
9.990 kr
FULLT VERÐ: 9.495
Verkfærakista Neo
Jólagjöf
4.868 kr
FULLT VERÐ: 13.999
Pottjárnspottur Aroma 2006780
Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl, úrval getur verið mismunandi milli verslana.
FULLT VERÐ: 19.999
Hraðsuðukanna
ELOISE EEWA3100, 1,5 ltr 1829123
Úlpa True North
Parka, dökkblá eða svört. 5872621-30
LANDSINS MESTA ÚRVAL AF ERLENDUM OSTUM
Breskur Cheddar
Snowdonian Cheddar
Í hinum ýmsu bragðtegundum
Margverðlaunaðir Cheddar ostar frá Wales, smakkaðu þá alla!
Franskir truffluostar Mikið úrval!
Geitaostar í úrvali!
Chili sulta
Smellpassar með ostunum.
Old Amsterdam
TILBOÐ
30% afsláttur á kassa
Tilboð
258 kr/stk
2.899 kr/stk
verð áður 369
verð áður 3.749
Jólakaffi frá Te & kaffi
Gildir til 6.desember á meðan birgðir endast.
Ilmríkt með keim af hnetum og ávöxtum.
Myllu heimilisbrauð
Quality Street 2 kg
Fyrir alla fjölskylduna.
Hver er þinn uppáhalds moli?
HANDGERT Í MEIRA EN HUNDRAÐ ÁR ÚR 100% NÁTTÚRULEGUM EFNUM Sörur
Þessar einu sönnu. 450 gr.
R! N Ý BA K A Ð A
JÓLASMÁKÖKUR HAGKAUPS
Hvernig væri að eiga notalega stund og gleðja einhvern nákominn með ljúffengum smákökum, tilvöldum með rjúkandi kaffi eða kakóbolla? Hver er uppáhaldstegundin þín? Súkkulaðibitar Hunang & múslí Rúsínur & hafrar ˚ Hnetusmjör Hvítt ˚ súkkulaði & macadamia ˚ hnetur ˚ ˚ Brownies Karamellu og mjólkursúkkulaði
˚
˚
MALTGRÍS
HAMBORGARHRYGGUR
1.799kr/kg TILBOÐ
TILBOÐ
25%
TILBOÐ
30%
afsláttur á kassa
20%
afsláttur á kassa
afsláttur á kassa
LAMBATVÍRIFJUR KRYDDLEGNAR
KALKÚNASNEIÐAR MARINERAÐAR
NAUTAHAKK 4% FITA
verð áður 3.499
verð áður 2.199
verð áður 2.489
1.539 kr/kg
2.624 kr/kg
1.991 kr/kg
TILBOÐ
30% afsláttur á kassa
TILBOÐ
35% afsláttur á kassa
Beint frá Bónda
KJÚKLINGABRINGUR
GRÍSALUNDIR
verð áður 2.799
verð áður 2.649
1.959 kr/kg
1.722 kr/kg
LÍFRÆN ÍTÖLSK HRÁSKINKA OG SALAMI
frá Ítalíu!
30
úttekt
Helgin 4.-6. desember 2015
Brúin sigrar heiminn Vinsældir sjónvarpsþáttanna um Brúna eiga sér varla hliðstæðu. Þættirnir sem eru samvinnuverkefni DR í Danmörku og SVT í Svíþjóð hafa farið sigurför um heiminn og hafa gert það að verkum að skandinavískir sjónvarpsþættir eru það allra vinsælasta í sjónvarpsdagskrá um allan heim, hvort sem litið er til austurs eða vesturs. Í þriðju þáttaröðinni sem var að klárast bendir allt til þess að sú fjórða fari í framleiðslu og hefur því heimsbyggðin ekki séð Sögu Norén í síðasta sinn. Hér eru nokkrar áhugaverðar staðreyndir um þessa langvinsælustu sjónvarpsþáttaröð í heimi í dag.
Höfundur
Saga
Henrik
Hans Rosenfeldt
Sofia Helin
Thure Lindhard
Rúmlega fimmtugur Svíi sem fyrir tíma Brúarinnar var meðhöfundur að nokkrum sænskum sjónvarpsseríum. Hann hefur einnig verið vinsæll dagskrárgerðarmaður í útvarpi og samið nokkrar skáldsögur. Hans ætlaði sér að verða körfuknattleiksmaður, enda er hann rúmir tveir metrar á hæð.
Helin er 43 ára gömul sænsk leikkona. Hún er með gráðu í heimspeki frá háskólanum í Lundi og útskrifaðist sem leikkona árið 2001. Eiginmaður hennar er prestur og hún fékk örið í andlitinu í hjólreiðaslysi þegar hún var 24 ára gömul. Hún er tveggja barna móðir og býr í smábæ fyrir utan Linköping.
Fæddur á aðfangadag árið 1974 í Danmörku. Útskrifaðist sem leikari árið 1998. 12 ára gamall lék hann í kvikmyndinni um Pelle sigurvegara eftir Bille August, sem naut mikilla vinsælda. Síðan þá hefur hann leikið í nokkrum kvikmyndum. Meðal annars í Into The Wild frá 2007 og Angels And Demons með Tom Hanks frá árinu 2009. Einnig fór hann með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Borgias.
Brúin er aðeins Brúin á áhorfsmetið í Svíþjóð og Danmörku, þar sem 1,3 milljónir fylgdust með þáttunum. Í Bretlandi horfðu 1,6 milljónir á þættina sem er met fyrir efni sem ekki er framleitt í Bretlandi.
önnur þáttaserían sem sýnd er á BBC með enskum texta. Sú fyrsta var Forbrydelsen frá Danmörku.
Íslenska
Brúin hefur verið sýnd í 174 löndum í heiminum, og alls staðar hafa þættirnir notið mikilla vinsælda.
Endurgerðir hafa verið gerðar í Bandaríkjunum, þar sem sögusviðið er landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Sem og í Frakklandi og Englandi þar sem sögusviðið eru göngin á milli þessara tveggja stórvelda.
leikkonan María Árnadóttir lék prest í lokaþætti þriðju seríunnar, og ljósmyndarinn Baldur Bragason tók ljósmyndir fyrir kynningarefni seríunnar.
Saga
Upphafslag þáttanna heitir Hollow Talk og er flutt af dönsku hljómsveitinni Choir Of Young Believers, og er tekið af plötu sveitarinnar frá árinu 2008.
Norén tekur munntóbak í þáttunum og er það viljandi gert af Svíum að gera þessari framleiðslu sinni hátt undir höfði með von um frekari útflutning vörunnar. Tegund Sögu er Jagar Pris, sem er vinsæl meðal kvenna í Svíþjóð.
Leikarinn
Nikolas Bro sem leikur Freddy Holst í þriðju seríunni, lék í kvikmynd Dags Kára Voksne Mennesker frá árinu 2005. Þeir kynntust í kvikmyndanámi í Danmörku.
ÓÐALSOSTUR TIGNARLEGUR Óðalsostur hefur verið á borðum landsmanna frá árinu 1972. Fyrirmynd hans er Jarlsberg, frægasti ostur Norðmanna. Óðalsostur er mildur með örlítinn möndlukeim og skarpa, sæta, grösuga tóna. Frábær á morgunverðarborðið, hádegishlaðborð eða bara einn og sér.
www.odalsostar.is
KOMDU OG GERÐU EIN BESTU K AUP ÁRSINS NÚNA F YRIR JÓLIN
J Ó L AT I L B O Ð
1 5 % A F S L ÁT T U R VERÐDÆMI
S E R TA D E L U X E H E I L S U R Ú M
Stærð: 160 x 200 cm.
Fimm svæðaskipt pokagormakerfi
Serta Deluxe heilsurúm
Steyptar kantstyrkingar
með hlífðardýnu og laki.
Heilsu- og hægindalag í yfirdýnu Botn - val um svartan eða hvítan
AÐEINS
Lappir – val milli fjögurra gerða
1 6 9 .0 0 0 K R.
Fáanleg í 120/140/160/180/192 x 200 cm.
213.200 KR.
Pure&Care hlífðardýna og Bella Donna lak fylgir með Serta jólatiboðum
Stærsti dýnuframleiðandi heims
Í BOÐI VA X TA L A U S T Í 12 MÁNUÐI
TVENNUTILBOÐ
1 5 % A F S L ÁT T U R ELEGANTE RÚMFÖT
Dúnsæng og dúnkoddi 60% dúnn, 40% smáfiður.
Þegar mjúkt á að vera mjúkt.
23.840 KR.
2 2 .0 1 5 K R . 2 5 .9 0 0 K R .
FA X A F E N I 5 Reykjavík 588 8477
DA L S B R AU T 1 Akureyri 588 1100
* Aukahlutur á mynd: höfuðgafl
1 4 .9 8 1 K R. Á M Á N
S KE I Ð I 1 Ísafirði 456 4566
A F G R E I Ð S LU T Í M I Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is
HEILSUINNISKÓR Tilvalin jólagjöf. Inniskór sem laga sig að fætinum og dreifa þyngd jafnt um allt fótsvæðið. 1 PA R
2 PÖR
3 PÖR
3 .9 0 0 K R .
6 .9 8 0 K R . 9 .9 0 0 K R .
32
viðtal
Helgin 4.-6. desember 2015
Þ E T TA VERÐUR SNILLD! MONTRÉAL
fl u g f r á
18.999 kr. *
maí - september 2016
TO RO N TO
„Öll lögin eru samt um eitthvað sérstakt sem ég hef upplifað, og ég er mjög ánægð með það. Ég held að ég ætti erfitt með að finna mig í þessu ef svo væri ekki,“ segir Erla. Ljósmynd/Hari
Diskóprinsessan á bassanum fl u g f r á
18.999 kr. *
maí - september 2016
S TO K K H Ó L M U R
Hljómsveitin Dalí sendi á dögunum frá sér sína fyrstu plötu sem heitir einfaldlega eftir sveitinni. Dalí er hugarfóstur söngkonunnar og bassaleikarans Erlu Stefánsdóttur sem segir hljómsveitina hafa smollið saman snemma á þessu ári. Hún er ein fárra kvenna sem lagt hefur fyrir sig að spila á bassa en hún segir konunum þó fjölga á hverju ári. Hún valdi hljóðfærið í þeirri von um að verða meira töff.
É fl u g f r á
9.999 kr. *
maí - júní 2016
NICE
fl u g f r á
12.999 kr. *
september 2016
B R I S TO L
fl u g f r á
9.999 kr. *
maí - september 2016
GERÐU VERÐSAMANBURÐ
KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS *999 kr. bókunargjald leggst ofan á hverja bókun og töskugjald er ekki innifalið.
Pabbi var ekkert að spila mig í svefn með saxófóninum, ekki frekar en ég svæfi börnin mín með bassanum.
g sem meirihlutann af efninu á plötunni og má því segja að þetta sé mitt „baby“, segir Erla Stefánsdóttir í hljómsveitinni Dalí, en ásamt henni skipa sveitina þeir Helgi Reynir gítarleikari og Sigfús Óttarsson trommuleikari. Einnig spilar gítarleikarinn Franz Gunnarsson með sveitinni á tónleikum. „Þetta samstarf byrjaði eiginlega bara fyrir ári síðan en við vorum alltaf í einhverju trommaraveseni þangað til Fúsi kom til sögunnar í janúar eða febrúar, þá small þetta allt saman. Hann var svona púslið sem vantaði,“ segir hún. „Svo þetta er ekki gömul hljómsveit, en mikið búið að gerast á stuttum tíma. Flest af þessum lögum eru samin á síðustu tveimur árum. Bestu lögin eru þau nýjustu, er það ekki alltaf þannig? Ég byrjaði að læra á píanó sem smástelpa og var í því í mörg ár,“ segir Erla. „Þegar ég komst á gelgjuna þá langaði mig að verða eitthvað meira kúl svo ég byrjaði að læra á bassann í sjöunda eða áttunda bekk,“ segir hún. „Ég lærði á bassann í nokkur ár og fór svo í Tónlistarskóla FÍH í söngnám og kláraði söngnám þar. Mér fannst ég ekkert verða neitt meira kúl, svosem, en þessi blanda af söng og bassaleik var að virka fyrir mig,“ segir hún. „Ég finn mig best í því, en mér finnst ég ekkert kúl. Það má segja að þetta hafi verið misheppnuð tilraun.“
Stelpunum fer fjölgandi
Það er ekki algengt að sjá stelpur sem bassaleikara í dag þó þeim fari nú alltaf fjölgandi. Erla segir þetta vera að breytast. „Við erum nokkrar,“ segir hún. „Þegar ég byrjaði fyrst í hljómsveit þá var það mjög hart rokk. Þá var hljómsveitin Mínus mjög vinsæl og ég var í svoleiðis bandi. Þá man ég að ég var eiginlega sú eina sem var að spila á bassa. Hljómsveitin fékk mjög ósanngjarna umfjöllun af því að ég var með,“ segir hún. „Það snérist ekkert um músíkina heldur meira um það að það væri stelpa á bassa. Mér hefur samt aldrei fundist ég þurfa að sanna mig eitthvað meira sem bassaleikari þó ég sé stelpa,“ segir Erla. „Ég hef alltaf verið svo mikil strákastelpa og tek þessu ekki mjög hátíðlega, né nærri mér. Ég held að þetta sé sjálfsagt í dag og kven-bassaleikarar poppa upp hér og þar. Ég tek hverri dömu fagnandi sem tileinkar sér lágtíðnina,“ segir Erla. „Ég er með eina stelpu til dæmis hjá mér í söng- og bassanámi, og við náum vel saman,“ segir hún, en Erla er kennari í tónlistarskóla Árbæjar.
Svartur húmor og kaldhæðni
Dalí kom fram nokkrum sinnum á nýafstaðinni Airwaves hátíð og segir Erla að þau hafi flýtt útgáfu plötunnar fyrir hátíðina. „Það gekk alveg ótrúlega vel,“ segir hún. „Það var mikil stemning og það gekk allt upp á öllum sviðum. Þegar við fengum inn á hátíðina þá settum við allt í gang hvað plötuna varðar, svo hún væri tilbúin fyrir hátíðina. Það sparkaði svolítið í rassinn á okkur, sem betur fer,“ segir Erla. „Ég er búin að reyna að finna einhverjar gáfulegar útskýringar á tónlistinni sem við erum að spila, en er engu nær samt. Þetta er einhver blanda af poppi og rokki,“ segir hún. „Röddin mín er þó mjúk svo undirspilið er meira rokkað. Einhver blanda af þessu tvennu. Mig langar alltaf að hljóma eins og Tom Waits eða Nick Cave en það er víst ekki hægt,“ segir hún. „Ég verð bara að nota það sem ég hef. Yrkisefnin eru misjöfn og það er svolítið af svörtum húmor og kaldhæðni í þessu, í bland við lífsins alvöru. Öll lögin eru samt um eitthvað sérstakt sem ég hef upplifað, og ég er mjög ánægð með það. Ég held að ég ætti erfitt með að finna mig í þessu ef svo væri ekki,“ segir Erla.
Diskóprinsessan
Erla er dóttir Stefáns S. Stefánssonar djasstónlistarmanns sem einnig er höfundur hins eiginlega diskólags Íslands, Diskó friskó. Erla segist þó aldrei hafa tengt mikið við diskóið, en þeim mun meira við djassinn. „Bassaáhuginn kom til vegna þess að pabbi lét mig fá plötu með Jaco Pastorius á svipuðum tíma og hann var að kynna mig fyrir söngkonunni Joni Mitchell þegar ég var 13 ára,“ segir hún. „Um svipað leyti heyrði ég fyrst í Red Hot Chili Peppers og þá var þetta ákveðið. Þetta var nákvæmlega það sem ég vildi. Mér fannst gítarinn alltof áberandi og bassinn límdi þetta allt saman, og ég vildi gera það. Pabbi var ekkert að spila mig í svefn með saxófóninum, ekki frekar en ég svæfi börnin mín með bassanum,“ segir Erla sem er tveggja barna móðir. „Pabbi er allt annað en einhver diskóbolti, en ef hann er diskókonungurinn þá hlýt ég að vera diskóprinsessan. Einhvernveginn er ég samt ekki hneigð til diskótónlistarinnar. Ég var á kafi í djassinum en var svo eini fjölskyldumeðlimurinn sem fór í rokkið,“ segir hún. „Enda miðjubarnið,“ segir Erla Stefánsdóttir söngkona og bassaleikari. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is
BEOLIT 15
H7
A2
kr. 72.000
H6
kr. 66.000
A9
BEOLIT 15: kr. 85.000 A2: kr. 62.000
H8
kr. 82.000
kr. 365.000
JÓLAGJÖFIN Í ÁR
Tær og einstakur hljómur með BANG OG OLUFSEN.
Lágmúla 8 - 108 Reykjavík - Sími 530 2800
36
bækur
Helgin 4.-6. desember 2015
Háski á sjó og landi Ragnhildur Thorlacius fréttamaður hefur skráð magnaða ævisögu Brynhildar Georgíu Björnsson, konunnar sem var fyrirmyndin að Herbjörgu Maríu Björnsson í bók Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000°. Brynhildur, sem alltaf var kölluð Hildí, var fædd í hálfgerðum felum. Hún var barn ungra ógiftra foreldra og barnabarn fyrstu forsetahjóna Íslands. Hún ólst upp í stríðshrjáðu Þýskalandi, hernuminni Danmörku og á Bessastöðum. Hún seldi þvottasnúrur í Argentínu, sótti sjóinn frá Suðurnesjum, hlýddi á óperur og bakaði baguette við Ísafjarðardjúp. Hún missti tvö börn, átti fimm menn og eyddi sautján síðustu árum ævi sinnar rúmföst í bílskúr í Reykjavík. Við grípum niður í 6. kafla bókarinnar.
S
íðan hitti Hildí þann þriðja – „Der Dritte“ – hjá vinkonu sinni á Ránargötunni. Ekki veit þó fjölskyldan með vissu hvenær það var. Eyþór var hávaxinn maður og dökkur yfirlitum. „Því er ekki að neita, mér þótti hann svellmyndarlegur,“ segir hún í minningum sínum. Nokkrum mánuðum síðar var hún gift Eyþóri Björgvinssyni og flutt í hálfgerða verbúð í Njarðvík. Seinna keyptu hjónin litla jörð, Bursthús, rétt við Hvalsneskirkju sunnan við Sandgerði. Guðrún Brynjúlfsdóttir, sem hafði fóstrað Elísabetu og Guðrúnu litlu, kom til hjónanna með nöfnu sína litlu sem hafði búið hjá Jóni föður sínum eftir að Elísabet systir
hennar dó. Guðrún fóstra dvaldi talsvert hjá þeim næstu árin, þó með hléum því að samkomulagið var ekki alltaf með besta móti. Það var í ágúst 1963 sem Rannveig Eyþórsdóttir kom í heiminn með látum. Hún segir svo frá: Ég er fædd í Útsölum á Seltjarnarnesi, þar sem amma María og Friðrik Dungal bjuggu. Mamma og pabbi voru á leið til Reykjavíkur í veislu. Þau komu við í Útsölum því að mamma þurfti að fara í sturtu. En hún fékk hríðir og fór bara beint í rúmið, hausinn ýtti á nærbuxurnar og María amma sagði víst: „Guð minn góður, ég held að barnið sé að koma.“ Í því kom ég bara. Þannig heyrði ég söguna. Hildí vann við skrifstofustörf á Keflavíkurflugvelli. Hún var ekki
Sjómaðurinn Hildí.
með bílpróf sem hefði sett strik í reikninginn fyrir flesta en Hildí lét það aldrei stöðva sig við aksturinn. Eyþór var lengstum á sjónum en vann þess á milli við pípulagningar á Vellinum. Tveimur árum eftir að Rannveig kom í heiminn, fæddist Hjördís, í júlí 1965. Hildí var 35 ára.
Heltekin af veiðibakteríu
Hildí og Jón, annar eiginmaður hennar, nutu lífsins fyrstu árin saman.
Eyþór langaði til að gera út sjálfur og tókst að festa kaup á fjögurra tonna trillu – Guðrúnu. Hildí fékk þá flugu í höfuðið sumarið 1967 að fara með honum í róður. Eftir fjögurra tíma stím suður á Reykjanesröst var hún orðin illa sjóveik og það varð hún alltaf á sjó, eins og hún segir frá í viðtali við Vikuna árið 1980: Ég varð fljótlega heltekin af veiðibakteríunni. Ég var geysilega sjóveik allan tímann en þegar sjórinn moraði í fiski hvarf allt annað í skuggann. Ég stóð bara titrandi og skjálfandi af spenningi eins og eiturlyfjaneytandi. Eftir fiskitarnirnar var ég oft svo þreytt að ég komst varla niður í lúkar. Ég skil svo sannarlega af hverju menn hætta lífi sínu í vondum veðrum þegar vel fiskast. Systurnar litlu voru í umsjón Guðrúnar gömlu en hjónin voru á skaki fram á haust. Þá réðu þau sig á 27 tonna bát, hún sem kokkur. Um áramótin tókst Eyþóri að kaupa gamlan nótabát, Tindfell, sem hafði verið breytt í fiskibát. Vélin í honum eyðilagðist og þá urðu þau að selja Tindfellið. Næst réðu þau sig á línubátinn Ásdísi HU, 22 lesta eikarbát, sem smíðaður var á Skagaströnd og sjósettur þá um sumarið. Ásdísi var fyrst róið í september 1971. Hún reyndist ekki gæfufley.
Sjávarháski
Það gaf illa um haustið svo að haldið var á Selvogsbanka, úti fyrir Þorlákshöfn, og róið nokkrum sinnum. Með í för voru eigendur
Burtshús
Ásdísar, Elvar Valdimarsson og Guðbjörn Hallgrímsson. Hildí segir þannig frá (bls. 98): Svo kynlega bar við, að ég skynjaði fyrirboða á leiðinni á miðin. Á stíminu frá Sandgerði austur á Selvogsbanka lá ég í efri koju. Lúgan var opin til hálfs út á þilfar. Þá kom ég auga á fimm menn í sjóklæðum á dekki. Raunar voru það ekki sjóklæði eins og nú tíðkast. Þetta sá ég greinilega. Lagt var í róður að kvöldi 1. desember. Hildí vakti og átti að vekja áhöfnina klukkan sex um morguninn. Aftur sá hún mennina fimm og lúguna á lúkarnum hálfopna. Hildí ýtti við áhöfninni í fyrra fallinu, veður var tekið að versna. Þegar leið á daginn setti hún upp kjötsúpu í stóran pott þótt erfitt væri að athafna sig í sjóganginum. Síðan lagðist hún í efri kojuna (bls. 99): Ég vissi ekki fyrr en að báturinn lagðist á hliðina. Ljósin slokknuðu. Ég hentist framúr. Allt draslið úr hinum kojunum hrundi ofan á mig. Sjórinn streymdi niður í lúkar. Ég var ráðalaus í fyrstu – vissi ekki, hvernig ég ætti að komast út á dekk. Smeygði mér í einhver föt. Ég heyrði drynjandi öskur. Þetta var Eyþór. Skyndilega lagði mikinn eld úr kabyssunni svo að Hildí sá til, gat opnað lúguna og komist út. Það var hríð og suðaustan níu vindstig. Báturinn var á hliðinni, Eyþór hékk í mastrinu í sjónum og skipaði henni að stökkva út í (bls. 100): Stökk ég þá í hafið til hans. Syntum við síðan yfir í gúmíbátinn. Vorum við rétt búin að skera hann frá og aðeins komin stuttan spöl frá bátnum, þegar hann bókstaflega hvarf ofan í hafið. Rannveig, sem var átta ára, var hjá afa sínum og ömmu á Akranesi þegar Ásdísin sökk. „Ég man,“ segir Rannveig, „að mamma sagði mér seinna að hún hefði verið búin að gefa upp alla von um að komast af.“
Nýr Microsoft Lumia 950 og 950XL með Windows 10 á íslensku • Notaðu símann eins og tölvu með Continuum • Öflugur vökvakældur örgjörvi • Ný og betri 20MP myndavél • Augnskanni - ekkert lykilorð • 4K myndbandsupptaka • Háskerpu skjár • Hraðhleðsla
Nánari upplýsingar á: www.ok.is/Lumia950 | www.ok.is/Lumia950XL
38
viðtal
Helgin 4.-6. desember 2015
Fullorðnir É eru oft svo ferkantaðir
g er alltaf með minnisbók í töskunni minni þar sem ég skrifa niður allar hugmyndir,“ segir Helga Helgadóttir barnabókahöfundur sem gaf nýverið út sína fyrstu barnabók, Dóttir Veðurguðsins. Helga skrifar ekki einungis niður sínar eigin hugmyndir heldur líka eiginmannsins, leikarans Þrastar Leó Gunnarssonar, og dóttur þeirra hjóna, hennar Maríu sem er 10 ára og er bókin í raun samstarfsverkefni fjölskyldunnar.
Sína fyrstu barnabók byggir Helga Helgadóttir á hugmyndum og sögum sem hún, dóttir hennar María og eiginmaðurinn Þröstur Leó Gunnarsson, hafa safnað saman í litlar minnisbækur. Það er svo söguhetjan Blær, 8 ára Vesturbæingur og dóttir tvíkynhneigðrar móður og pönkarapabba, sem tengir saman sögurnar í bókinni Dóttir Veðurguðsins. Helga segir einlægar sögur sem tali ekki niður til barna og sem foreldrar og börn geti skemmt sér saman yfir vera bestu barnabækurnar.
LEIKFÖNGIN FÆRÐU Í KRUMMA
KÍKTU Á VEFVERSLUN KRUMMA.IS
Lesblinda er náðargáfa
„Ég skrifa þarna allt sem mér dettur í hug en líka þeirra hugmyndir því þau er bæði endalaus uppspretta. Sérstaklega María sem sér heiminn í öðruvísi ljósi en flestir. Ég held alveg örugglega að það tengist lesblindunni,“ segir María en feðginin eru bæði lesblind. „Ég er alveg sannfærð um það að lesblinda sé náðargáfa því lesblindir sjá heiminn allt öðruvísi en við hin. María er iðulega að benda mér á hluti sem ég hefði aldrei tekið eftir sjálf. Þegar við erum til dæmis á göngu um hverfið þá bendir hún mér að hluti sem ég hef ekki tekið eftir í þau tuttugu ár sem ég hef búið hér. Þröstur er líka alltaf að koma með allskonar hugmyndir, sumar eru alls ekki góðar en svo koma algjör gullkorn inn á milli,“ segir Helga og hlær. „Ég held að þetta sé spurning um það hvernig við notum heilann, ég er kannski aðeins meira í excel-skjalinu en þau.“
Fullorðnir oft ferkantaðir
Gylfaflöt 7
112 Reykjavík
587 8700
krumma.is
Helga og María ákváðu svo í sameiningu að binda saman allar skemmtilegu sögurnar sem voru komnar blað með söguhetjunni Blævi, sem að einhverju leyti er byggð á Maríu. Helga segir ýmislegt annað byggja á fjölskyldunni eins og það að foreldrarnir eru í eldra lagi og að mamman er í háskóla. Hún segist þó ekki vera tvíkynhneigð eins og mamman í bókinni. „Nei, það er ég nú ekki,“ segir Helga og hlær, „þó það myndi nú ekki skipta neinu máli. Það var ýmislegt sem mig langaði til að kæmi fram í bókinni án þess að það yrði samt aðalatriði. Það eru til allskonar fjölskyldur og það er svo fínt. Mér
finnst barnabækur sem tala niður til barna svo leiðinlegar. Ég reyndi að vera einlæg í þessari bók með því að setja mig í spor Blævar og taka á hlutum eins og fordómum og pólitík. Við fullorðna fólkið getum oft verið svo ferköntuð á meðan börn eru það alls ekki.“
Framhaldið gerist fyrir vestan
Helga segir Dóttur Veðurguðsins vera ekta bók fyrir börn og foreldra að lesa saman. „Það hefur verið hefð frá því að elstu börnin okkar Þrastar voru yngri að hafa sögustund öll kvöld og þá er það annaðhvort ég sem les eða Þröstur sem skáldar einhverja snilld,“ segir Helga en þau hjónin eiga sameiginlega sjö börn. „María er litla örverpið okkar og það eru okkar mestu gæðastundir þegar við leggjumst upp í rúm á kvöldin og lesum saman. Við höfum það vanalega þannig að María les fyrst tvær síður og svo les ég svona fimm en stundum fleiri ef við getum ekki hætt. Þetta er svo góð leið til að hafa það notalegt saman og til að virkja ímyndunaraflið sem er kannski ekki nógu mikið gert af í gegnum sjónvarp og tölvuleiki. Yfir sumum bókum getum við hlegið á sama stað en samt að sitthvorum hlutnum, það finnst mér vera góð barnabók ef það er hægt,“ segir Helga sem nú þegar er byrjuð á næstu bók. „Síðasta sumar leigðum við út íbúðina hér í bænum og komum okkur fyrir á Bíldudal þar sem við vorum við með menningarviðburði á Skrímslasetrinu og elduðum saman mat fyrir gesti og gangandi. Við keyrðum oft í bæinn og þá notuðum við tímann til að skrifa sögur í minnisbókina. Svo þegar Þröstur var að leikstýra Dýrunum í Hálsaskógi á Bíldudal í haust þá fórum við María með og ég byrjaði að skrifa næstu bók um Blæ. Hún gerist líka fyrir vestan þar sem fjölskyldan býr einmitt eftir að hafa leigt út íbúðina sína á Holtsgötu, og Blær er þá orðin 10 ára og þau búa einmitt líka í húsi í fjöruborðinu,“ segir Helga og hlær, „svo jú það eru einhver líkindi þarna.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
Helga Helgadóttir gaf nýverið út sýna fyrstu barnabók, Dóttir Veðurguðsins, en bókin er samstarfsverkefni fjölskyldunnar. Aðalsöguhetjan Blær er byggð á Maríu, dóttur Helgu og leikararans Þrastar Leós Gunnarssonar. Ljósmynd/ Hari
Þröstur er líka alltaf að koma með allskonar hugmyndir, sumar eru alls ekki góðar en svo koma algjör gullkorn inn á milli.
SPENNA OG GULLMOLI!
6. SÆTI ULISTI METSÖL SSON EYMUND -2.12. ERK 25.11. SKÁLDV
★★★★
„Endirinn hittir lesandann eins og spark í magann“ FRIÐRIKA BENÓNÝS, FRÉTTATÍMANUM
5. SÆTI BÓKSÖL ULISTIN N ÆVISÖG UR 23.-29. N ÓVEMBE R
★★★★
„Afar vel skrifuð bók, gullmoli í jólabókaflóðinu ... Þetta er bók fyrir alla. Hún er í senn sorgleg, skemmtileg, fræðandi og mannbætandi.“ REYNIR TRAUSTASON, STUNDINNI
40
viðtal
Helgin 4.-6. desember 2015
Alltaf verið svolítill gaur
„Ég held að sumir hafi haldið það í alvöru, eins og Stöð 2 hafi haft mig í þessum þáttum til að sýna þjóðinni ástæðu þess að ég var rekin.” Ljósmyndir/Hari
ég hafði haldið. Út frá Íslandi í dag lá leiðin svo í fjölbreyttari dagskrárgerð og í því hef ég verið síðan.“
Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir vakti mikla athygli í þáttum Stöðvar 2 um fullorðna einstaklinga með ADHD. Ekki það að hún hafi verið óþekkt fyrir, en fáir vissu að hún væri með þessa greiningu. Stuttu eftir að þættirnir fóru í loftið var henni sagt upp starfi sínu hjá Stöð 2 og til að kóróna allt saman fótbrotnaði hún í eldhúsinu heima hjá sér nokkrum dögum seinna. Hún er þó voðalega lítið að stressa sig á þessu öllu saman, ver dögunum úti á Reykjavíkurflugvelli við að smíða vængi á flugvél og prjónar til að fækka sjónvarpsstöðvunum í höfðinu.
H
æ, ég er að koma,“ kallar kona út um bílglugga á Laugaveginum þar sem ég stend og reyni að átta mig á því í hvaða húsi Sigríður Elva búi. Bíllinn stansar og út staulast fótbrotin kona á hækjum, biður mig að halda á þeim og hoppar aftur á bak á rassinum upp stigana upp á þriðju hæð. Hún er að koma af flugvellinum þar sem hún situr dagana langa við flugvélavængjasmíð á meðan hún bíður eftir að fótbrotið grói. Hvernig í ósköpunum lenti hún þangað? „Vinur minn á litla listflugvél, sem honum fannst ekki nógu spræk svo hann er að smíða á hana nýja vængi og ég er að hjálpa honum við það. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á flugi, enda nánast alin upp í svona lítilli rellu. Pabbi var hobbíflugmaður og hann leyfði okkur snemma að taka í vélina, þótt það sé víst ekki vinsælt að segja frá því. Ég hef lengi ætlað mér að læra að fljúga, er búin með bóklega partinn af náminu, en til þess að geta klárað verklega hlutann þyrfti ég sennilega að byrja á því að ræna banka.“ Sigríði var á dögunum sagt upp á Stöð 2 svo hún segist sjá fram á það að hafa „allan tíma í heimi“ til að sinna áhugamálum sínum á næstunni. Hvernig stóð á því að henni var sagt upp? „Það er bara þessi klassíski niðurskurður. Enn ein hópuppsögnin, ég man ekki einu sinni hvað þær eru orðnar margar þessi tíu ár sem ég hef unnið þarna. Ég mun samt vinna uppsagnarfrestinn og hugsanlega taka einhver frílansverkefni eftir það, ég bara veit það ekki á þessu stigi. Það kemur í ljós.“
Eins og fjölvarp í höfðinu
Sigríður var einn þátttakenda í þáttum Stöðvar 2 um ADHD-greinda einstaklinga á fullorðinsaldri og hún segist hafa fengið skilaboð frá fólki sem haldi
að henni hafi verið sagt upp vegna greiningarinnar. „Ég held að sumir hafi haldið það í alvöru, eins og Stöð 2 hafi haft mig í þessum þáttum til að sýna þjóðinni ástæðu þess að ég var rekin. Það er nú alls ekki málið, en brottreksturinn kom á frekar óheppilegum tíma upp á það að gera. Ég fékk fullt af kommentum frá fólki sem tjáði sig um það hversu illa gert væri að segja upp svona veikri manneskju. Það var mjög fyndið.“ ADHD-greininguna fékk Sigríður ekki fyrr en fyrir ári síðan og hefur síðan verið á lyfinu concerta, sem hún segir hjálpa heilmikið. En hvers vegna kom greiningin svona seint, datt engum ofvirkni í hug þegar hún var krakki? „Nei, mér gekk alltaf vel í skólanum, fékk góðar einkunnir og ég held að enginn hafi verið að pæla í þessu á þeim tíma, ég var bara uppreisnargjörn og óþekk. Mamma er reyndar sálfræðimenntuð og það var hún sem byrjaði að tala um að kannski væri ég ofvirk fyrir nokkrum árum. Í október í fyrra fór ég svo loksins í rannsókn og fékk þessa fínu greiningu – eða þannig. Ég var ekkert hrifin af því að fara á lyf en ég sé það að ég er skárri á þeim. Þau breyta manni samt ekki á þann hátt að ég fari skyndilega að verða einhver Martha Stewart, eldandi og þrífandi alla daga, en þau hjálpa manni að einbeita sér að einu í einu.“ Upplifun ADHD-einstaklinga hefur verið líkt við að hafa fjölda sjónvarpsskjáa með mismunandi efni í gangi inni í höfðinu alla daga og Sigríður segir það einmitt vera þannig. „Ég hef oft sagt að ég sé með fjölvarpið í hausnum og fjarstýringin sé föst á því að skipta á milli stöðva á nokkurra sekúndna fresti. Concertað stoppar það. Áður þurfti ég alltaf að vera með minnisbók við hendina og skrá niður allt sem mér datt í hug og þurfti að gera, annars
bara gleymdi ég því og fór að hugsa um eitthvað allt annað. Þannig að lyfin eru búin að slökkva á fjölvarpinu og nú er ég bara með RÚV í hausnum. Ég saknaði ákveðinna hluta af þessu ástandi eftir að ég fór á lyfin, mér þykir til dæmis vænt um hvatvísina mína, en það mátti alveg slökkva á fjölvarpinu mín vegna.“
Frá Britney Spears í fjármálafréttir
Sigríður hefur unnið hjá 365 miðlum í tíu ár og komið víða við. „Ég byrjaði baksviðs, var skrifta, langaði að verða fréttapródúsent en náði aldrei alveg þangað var að skjóta og klippa fyrir Bítið um tíma, vann svo á Vísi, en ég var alveg gasalega feimin við að vera fyrir framan myndavélarnar og hafði engan áhuga á því. Ég var reyndar sett í bleiku fréttirnar á Vísi, sem mér fannst algjörlega skelfilegt og alls ekki nógu virðulegt, en ég lét mig nú engu að síður hafa það að skrifa fréttir af Britney Spears og vinkonum í nokkra mánuði. Var meira að segja undir lokin farin að hafa bara gaman af því að skrifa steiktar slúðurfréttir af fræga fólkinu, sökkti mér niður í Eurovision og varð um tíma rosalegur Eurovisionnörd, sem var kannski ekki mjög líkt mér. Loksins komst ég svo í „alvarlegri“ fréttir og þá varð eitt stykki hrun. Eftir að hafa talað endalaust við hagfræðinga og pólítíkusa í einhvern tíma varð ég bara pínulítið fegin þegar mér var boðið að fara yfir í Ísland í dag. Þegar maður er á kafi í fjármálafréttum allan daginn, lesandi allt sem maður nær í sem tengist fjármálaerfiðleikum þá fær maður dálítið skekkta mynd af því hvernig ástandið er í raun og veru. Ég hélt að við myndum bara breytast í Argentínu og hér yrðu vopnaðir verðir við allar búðir en ég komst að því þegar ég hætti í fréttunum að ástandið var ekki nærri eins slæmt og
Langar í skriðdreka
Ég var ekkert hrifin af því að fara á lyf en ég sé það að ég er skárri á þeim. Þau breyta manni samt ekki á þann hátt að ég fari skyndilega að verða einhver Martha Stewart, eldandi og þrífandi alla daga, en þau hjálpa manni að einbeita sér að einu í einu.
Einn af þeim þáttum sem Sigríður hefur séð um hjá Stöð 2 er bíla- og tryllitækjaþátturinn Á fullu gasi, hefur hún alltaf verið með bíladellu? „Alls ekki og var ekki með hana þegar ég var beðin að vera með þáttinn, mér fannst alveg gaman að bílum sem keyrðu hratt, sérstaklega ef þeir voru fallegir, en það var ekkert sérstakt áhugasvið. Ég var bara búin að vera heima í fæðingarorlofi í fjóra mánuði og hefði með gleði farið að stjórna ruslabíl til að losna út af heimilinu, ég var bókstaflega að tryllast úr leiðindum. Ég get ekki ímyndað mér að það sé til neitt leiðinlegra en fæðingarorlof. Ég er búin að vera með flugvéladellu síðan ég var pínulítil og með tíð og tíma þróaðist þátturinn út í það að vera meira um alls kyns flugtæki heldur en bíla, en ég náði samt að þróa með mér áhuga á bílum sem eru mjög stórir og geta keyrt yfir allt, vinnuvélar og svoleiðis dót. Mig langar svolítið í skriðdreka þegar ég verð stór. Verst hvað það yrði mikið vesen að leggja honum hérna í miðbænum.“ Spurð hvort hún hafi lært eitthvað í sambandi við sjónvarpsþáttagerð segir Sigríður fyrst nei, en man svo eftir að hún hafi tekið eina önn í Kvikmyndaskólanum í gamla daga. Það er reyndar ekki skrítið þótt hún muni ekki hvað hún hefur lært því að námsefnin hafa verið æði fjölbreytt í gegnum tíðina. „Ég hef reyndar ekki klárað neitt. Á held ég fjórar einingar eftir í stúdentspróf. Var eitt ár í Verzló og síðan í fjarnámi í öllum þeim skólum sem buðu upp á það á þeim tíma. Svo fluttum við til Sri Lanka í smá tíma þar sem Teitur, maðurinn minn, var að vinna á vegum friðargæsluliðsins þar og þá fékk ég dellu fyrir því, tók nokkra kúrsa hjá Sameinuðu þjóðunum sem bjóða upp á nám í friðargæslu. Í millitíðinni fór ég reyndar í nám í kerfisfræði, var svo mikill tölvunörd, en komst að því að það var ekki skemmtilegt nám. Eftir að Framhald á næstu opnu
Hafðu það notalegt um jólin Komdu í Dorma Hver er þinn jóla jólailmur? ILMUR DESEMBER MÁNAÐAR „Christmas Garland“ greniilmurinn fæst í nokkrum stærðum og útfærslum.
Ilmur mánaðarins
25% AFSLÁTTUR
Verðdæmi: Millistórt kerti í glerkrukku Fullt verð: 4.290 kr.
Aðeins 3.218 kr. NATURE’S LUXURY heilsurúm m/classic botni
Aðeins 151.920 kr.
AFSLÁTTUR
Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á botni.
• Svæðaskipt pokagormakerfi • Þrýstijöfnunar yfirdýna
Frábært
O&D dúnsæng – Stóri björn
verð
· 50% dúnn og 50% smáfiður Fullt verð: 19.900 kr.
Fullt verð samtals: 25.800 kr.
JÓLA-
og gæði
TILBOÐ
Aðeins 19.900 kr.
Dormaverð 8.990 kr. LÚXUS HANDKLÆÐI á ótrúlegu verði
O&D dúnsæng · 90% dúnn · 10% smáfiður
Lúxus á hverjum degi Okkar frábæru Grand handklæði eru ofin úr 100% tyrkneskri
Fullt verð: 25.900 kr.
bómull. Sérstök aðferð við gerð handklæðanna gerir það að verkum að þau þerra einstaklega vel og veita þér þá mýkt sem þú átt skilið.
Stærð cm 15 x 21 30 x 30 40 x 60 50 x 100 70 x 140 90 x 170
Jólatilboð 20.900 kr. Afgreiðslutími Mánudaga til föstudaga frá kl. 10–18 Laugardaga frá kl. 11–16 www.dorma.is
• Burstaðir stálfætur • Sterkur botn • 320 gormar pr fm2
Sængurföt úr 100% bómullarsatíni frá MistralHome, þrír litir. 300 tc.
TVENNUTILBOÐ dúnsæng + koddi + Dúnkoddi – Stóri björn Fullt verð: 5.900 kr.
Fullt verð 189.900 kr.
Jólatilboð 180 x 200 cm
20% af 120x 200 cm á meðan birgðir endast.
Stærð cm 180x200
Gerð Þvottapoki Þvottastykki Handklæði Handklæði Handklæði Handklæði
Dormaverð 125 kr. 175 kr. 475 kr. 795 kr. 1.495 kr. 2.495 kr.
100% tyrknesk lúxusbómull, 500 gsm Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 Skeiði 1, Ísafirði 456 4566
42
viðtal
Helgin 4.-6. desember 2015
við komum heim ákvað ég að læra húsasmíði í kvöldskóla en þá kom hrunið, allir strákarnir sem voru í sama námi misstu vinnuna á einni nóttu og í framhaldi af því var hætt að bjóða upp á þetta nám í kvöldskóla. Svo er ég náttúrulega búin með bóklega partinn af flugnáminu og ég er alveg örugglega að gleyma einhverju. Ég er sem sagt ekki búin með neitt, er atvinnulaus og hreyfihamlaður öryrki með enga menntun og fótinn í gipsi.“
bókasafninu í þeirri múnderingu og einhver ókunnug kona spyr hvað HANN sé gamall. Hann segir henni að þetta sé eins árs stelpa og konan verður bara stórhneyksluð. „Af hverju er hún í strákafötum? Þetta er blátt með flugvélum!“ eins og maður væri að valda barninu kynáttunarvanda síðar á lífsleiðinni með því að klæða hana svona. Mér finnst svona hlutir ættu löngu að vera hættir að skipta máli, en þetta er ótrúlega lífseigt.“
Uppgötvaði eigin fordóma
Bannað að gera allt þegar maður er óléttur
Spurð hvort hún hafi alltaf verið strákastelpa fitjar Sigríður dálítið upp á nefið, henni hugnast ekki sú skilgreining. „Ég held ég hafi alltaf verið dálítill gaur, já, og ég er ekki viss um að það hafi þýtt mikið að klæða mig í fín föt þegar ég var lítil, ég var alltaf komin beint út í næsta drullupoll. Ég hef alltaf átt fleiri stráka en stelpur sem vini en ég hef aldrei pælt í þessu sem einhverju stráka/stelpu máli. Það hefur bara æxlast þannig að mín áhugasvið eru þannig að þau höfða kannski frekar til karla en kvenna.“ Hér leiðist samræðan út í þessi úreltu viðmið um hvað sé kven- og karllegt og Sigríður segir það hafa komið sér mjög á óvart eftir að hún eignaðist dóttur hvað þau viðmið séu enn rótgróin í samfélaginu. „Ég meira að segja stóð mig að því að hafa þessa fordóma sjálf. Mig langaði í strák svo hann gæti komið með mér að gaurast. Þegar ég komst svo að því að ég gengi með stelpu þurfti ég aðeins að taka í hnakkadrambið á sjálfri mér og hrista þessa fordóma af mér. Ég var svo hrædd um að hún yrði fyrir eitthvað prinsessudót. Það síðasta sem hún má verða í lífinu er skinka, hún verður þá allavega að gera það án minnar aðstoðar, það er alveg ljóst. Ég gaf sterk skilaboð um það að bleikir prinsessukjólar væru ekki velkomnir á þetta heimili en einhvern veginn gerist það þegar maður eignast stelpu að það hrúgast að manni alls konar bleikt dót. Hvenær varð bleikt einhver ásættanlegur einkennislitur fyrir stelpur? Ég valdi bara þau föt sem mér fannst fín á hana og uppáhaldsflíkin mín var blár samfestingur með Spitfire-flugvélum á. Einhvern tíma var Teitur með hana á
Sigríður brestur í dásömun á dótturinni, en stoppar sig af og biðst hálfvegis afsökunar. „Ég hélt aldrei að ég yrði þessi týpa. Ég var aldrei hrifin af börnum og ætlaði aldrei að eignast barn, þannig að ég hélt að ég yrði raunsæja og skynsama foreldrið sem sæi barnið sitt nákvæmlega eins og það er en ég bara stari á hana með aðdáun eins og hún sé það stórfenglegasta sem hafi komið fyrir heiminn og finnst hún að sjálfsögðu fallegasta og skemmtilegasta barn sem hafi nokkurn tíma fæðst – kalt mat.“ Hér er viðeigandi að skella inn hinni sígildu spurningu: Og á ekkert að fara að henda í annað? „Ég væri alveg til í það ef hægt væri að taka þessa meðgöngu og stytta hana niðrí svona mánuð. Mér fannst alveg ógeðslega leiðinlegt að vera ólétt, maður mátti ekki gera neitt skemmtilegt. Það var alveg sama hvað mér datt í hug, það var allt bannað. Ég mátti ekki kafa, ekki stunda listflug, ekki fara í paragliding, ekki neitt. Þá datt mér í hug að nota tímann til að læra á brimbretti en það var ekki heldur málið. Ég var að fríka út af leiðindum. Þannig að áður en ég legg í það að verða ófrísk aftur verð ég að finna mér eitthvert skemmtilegt hobbí sem hægt er að stunda á meðan.“ Talandi um hobbí þá hefur Sigríður setið og prjónað allan tímann sem við höfum talað saman og hún segist vera síprjónandi, hún hafi komist að því að fjölvarpið í höfðinu róist heilmikið við prjónaskapinn. Framhald á næstu opnu
„Ég meira að segja stóð mig að því að hafa þessa fordóma sjálf. Mig langaði í strák svo hann gæti komið með mér að gaurast. Þegar ég komst svo að því að ég gengi með stelpu þurfti ég aðeins að taka í hnakkadrambið á sjálfri mér og hrista þessa fordóma af mér.
RÉTTU JEPPADEKKIN KOMA ÞÉR ALLA LEIÐ Jeppi stendur ekki undir nafni nema hann sé vel dekkjaður. Ef þú vilt nýta til fullnustu, orku, aksturseiginleika og öryggi jeppans, skiptir sköpum að velja réttu dekkin. Þegar jeppadekk eru annars vegar búum við yfir áratuga reynslu og þekkjum þá eiginleika sem breytilegar akstursaðstæður kalla á. Söluaðilar um land allt
Open Country AT
Open Country MT
Tangarhöfði 15 110 Reykjavík 590 2045 590 2045
benni.is
Grjótháls 10 110 Reykjavík 561 4210
All-terrain AT
Fiskislóð 30 101 Reykjavík 561 4110
Mud-terrain KM2
Lyngási 8 210 Garðabæ 565 8600
Bighorn MT-762
Bravo AT-771
Njarðarbraut 9 260 Reykjanesbæ 420 3333 nesdekk.is
561 4200
BRYNHILDUR GEORGÍA BJÖRNSSON BR
LUM, E F Í T S FÆDDI ÖÐUM, T S A S S E BJÓ Á B IFTIST G G O JÓINN SÓTTI S NNUM I S M M FI
ÖRLAGASAGA Ragnhildur Thorlacius fréttamaður skráði.
Fim Fimmtug flúði Brynhildur Georgía Ísafjörð og sitt fjórða hjónaband. Hún fór til Þýskalands til þess að deyja. hjón Viku síðar var Brynhildur Georgía komin á fast með 16 áárum yngri manni.
1. SÆTI
Bóksölu Ævisögur. 23 listinn .-29. nóvembe r
„... sskemmtileg og áhugverð aflestrar og lesandinn er margs fróðari að lestri loknum.“ MAGNÚS GUÐMUNDSSON, FRÉTTABLAÐIÐ fróða
TAR ÁÐUR ÓBIR R HEIMILDI
GEIRMUNDAR SAGA HELJARSKINNS ÍSLENZKT FORNRIT
„ALGJÖR SNILLD“ ÁRNI MATTHÍASSON, BLAÐAMAÐUR MORGUNBLAÐINU
Bergsveinn Birgisson
„Ein athyglisverðasta skáldsaga ársins.“ KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR, KILJUNNI
„Geirmundar saga heljarskinns er bók sem unnendur Íslendingasagna hljóta að njóta að lesa og skemmta sér yfir.“ EFI, MORGUNBLAÐINU
EFI, MORGUNBLAÐINU
44
viðtal
Helgin 4.-6. desember 2015
Jólagjöfin fæst hjá okkur
Svuntan er í anda íslenska skautbúningsins sem hannaður var af Sigurði Guðmundssyni. SKAUTBÚNINGASVUNTA HÖFUM OPNAÐ Í KRINGLUNNI
Ég mæli eindregið með prjónaskap sem slökunartæki.
5.990 Herrasvunta 5.990
LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
Teg. Mary 3 – 1 – 1
Teg. Giulia 3 – 1 – 1
„Það eru auðvitað til skemmtilegri ástæður fyrir að fara að leita fyrir sér á nýjum vettvangi en að vera rekin, en það er örugglega hollt að þurfa að endurskoða það annað slagið hvað maður vill gera við líf sitt.“
Rafdrifnir hvídarstólar
Opið virka daga 10 - 18 á laugardögum 11 - 16
Rókókóstólar margar gerðir
Borðstofuhúsgögn teg. Amadeus
Strandgötu 24 – 220 Hafnarfjörður Sími 565 4100 - www.nyform.is
„Það kom þannig til að árið 2009 þurfti ég að fara í rútu norður í land og velti því fyrir mér hvernig í ósköpunum ég ætti að geta setið kyrr allan þann tíma. Greip með mér eitthvert garn og prjóna sem voru til heima hjá mömmu og prjónaði bara endalaust garðaprjón alla leiðina, því það var það eina sem ég kunni. Þá komst ég að því að þetta er frábær leið til þess að þola það að sitja fyrir framan sjónvarp eða í bíói. Síðan er ég alltaf með svona eitt eða tvö stykki í gangi sem ég get prjónað í myrkri og tek prjónana með mér í hverja bíóferð. Þetta er svo róandi og tekur út alveg tvær, þrjár rásir af fjölvarpinu í höfðinu. Ég mæli eindregið með prjónaskap sem slökunartæki.“
Köfun og franska, því ekki?
Spurð hvað hún ætli sér að gera þegar uppsagnarfresturinn á Stöðinni er liðinn yppir Sigríður öxlum og segist ekki hafa hugmynd um það. „Ég er merkilega lítið stressuð yfir þessu. Ég hafði aldrei séð það
fyrir mér að ég yrði á sama vinnustað í tíu ár, það út af fyrir sig er heilmikið afrek fyrir mig. Þar fyrir utan er fjölmiðlun ekki stabílasta atvinnugrein í heimi þannig að ég hef alveg haft það bak við eyrað að ég yrði að koma mér upp plani B. Það eru auðvitað til skemmtilegri ástæður fyrir að fara að leita fyrir sér á nýjum vettvangi en að vera rekin, en það er örugglega hollt að þurfa að endurskoða það annað slagið hvað maður vill gera við líf sitt. Ég hef þá einlægu trú að eftir svona breytingar þá endi maður á einhverjum betri stað og þetta verði allt saman til góðs á endanum. Mig langar til að fara að kafa og læra frönsku, þannig að kannski fer ég bara á einhverja frönskumælandi eyju í Karíbahafinu og læt þá drauma verða að veruleika á meðan ég finn út úr því hver næstu skref verða. Það hljómar nú bara nokkuð vel, er það ekki?“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is
l á m s g a l s t f o L fyrir by r j e n d u r
Greinargóð bók um jökla og loftslagsmál fyrir alla fjölskylduna. Gefin út í samstarfi við Vísindavefinn.
w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39
46
100% DÚNN
viðtal
Helgin 4.-6. desember 2015
Útköllin hafa opnað fólk Við viljum einungis það besta fyrir börnin okkar og því völdum við 100% dúnfyllingu með ekta loðskinnskraga. DÚNÚLPA
15.980
HÖFUM OPNAÐ Í KRINGLUNNI
Fæst í 5 litum 2 til 10 ára
LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
100% DÚNN
Óttar Sveinsson hefur gefið út bækurnar Útkall á hverju ári síðan árið 1994 og eru þær því orðnar 22 talsins með þeirri nýjustu, sem nefnist Útkall í hamfarasjó. Óttar segir vinnu sína við Útkallsbækurnar hafa verið um margt fróðlega og á undanförnum árum hefur hann áttað sig á því hve nauðsynlegt það er að tala um áföll og upplifanir. Fólkið sem Óttar hefur talað við á þessum 22 árum skiptir hundruðum og eru bækurnar orðnar mikilvægur liður í því að skrásetja sögu þjóðarinnar. Óttar segir nóg af sögum vera eftir og ætlar að halda áfram að skrifa.
Þetta eru í kringum 25 til 30 manns í hverri bók. Þegar ég fór að líta til baka þá hefur það komið mér mest á óvart að þessi vegferð sem það er að fara í gegnum slys og slíka atburði, var að hafa mikil áhrif á sögupersónurnar.
Þ Við viljum einungis það besta fyrir börnin okkar og því völdum við 100% dúnfyllingu með ekta loðskinnskraga. DÚNÚLPA
15.980
HÖFUM OPNAÐ Í KRINGLUNNI
Fæst í 5 litum 2 til 10 ára
etta byrjaði nú allt saman árið 1994 þegar ég vann sem blaðamaður á DV,“ segir Óttar Sveinsson höfundur Útkallsbókanna. „Ég kynntist þá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar í gegnum starfið og snemma á því ári þá spyr ég Pál Halldórsson yfirflugstjóra hvort það hefði einhvern tímann verið skrifuð bók um þeirra fræknu ferðir. Svo þróaðist það út í það að ég gerði bók það árið sem hét Útkall: Alfa TF Sif. Sú bók fór í efstu sæti metsölulistanna og maður var alveg hlessa og ánægður, svo gerist það að þættirnir Rescue 911, sem framleiddir voru í Hollywood, sýndu þessu áhuga,“
LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
JÓLASKÓGURINN Á HÓLMSHEIÐI
OPINN UM HELGAR Í DESEMBER FRÁ 11 - 16 -HÖGGVIÐ YKKAR EIGIÐ JÓLATRÉ HEITT KAKÓ & JÓLASVEINAR
REYKJAVÍK
JÓLASKÓGURINN
RAUÐHÓLAR ÞJÓÐVEGUR SELFOSS
JÓLAMARKAÐUR
HEIDMORK.IS
„Þar var biðröð í suma titlana á bókasafninu. Mér fannst mjög gleðilegt að allt þetta brölt í gegnum tíðina hefur orðið til þess að börnin sækja í þetta lesefni. Á tímum þar sem lestur á undir högg að sækja,“ Ljósmynd/Hari
segir hann. „Það var strax komið á samstarfi um þátt upp úr bókinni og svo kvikmynd úr efninu í næstu bók. Ég ætlaði nú aldrei að að gera aðra bók, en hún gekk jafnvel enn betur en sú fyrsta. Svo það varð ekki aftur snúið,“ segir Óttar.
Samtölin verið áfallahjálp
Árið 2003 stofnar Óttar bókaútgáfuna Útkall enda bækurnar orðnar tíu talsins. Útgáfan hefur svo stækkað, hefur nú fleiri titla á sínum snærum og Útkallið ekki eina útgáfan. „Ég hef verið í samstarfi við frændur mína Örn og Örlyg,“ segir Óttar. „Örlygur er föðurbróðir minn, og sonur hans Halldór hefur verið í samstarfi með mér. Það var því byggt á gömlum grunni. Það sem er kannski merkilegast við þessar útkallsbækur mínar er það hvað ég hef talað við marga við gerð bókanna,“ segir hann. „Þetta eru í kringum 25 til 30 manns í hverri bók. Þegar ég fór að líta til baka þá hefur það komið mér mest á óvart að þessi vegferð sem það er að fara í gegnum slys og slíka atburði, var að hafa mikil áhrif á sögupersónurnar. Að því leytinu til að þessi samtöl voru að gefa þessu fólki ákveðna áfallahjálp,“ segir Óttar. „Mjög lýsandi dæmi er til dæmis sagan úr bókinni sem kom út fyrir þremur árum. Hún fjallaði um snjóflóðin sem féllu í Neskaupsstað árið 1974. Þá gerist það að ég kem úr Reykjavík og fer að skrifa um þennan atburð. Allir sem mundu eftir þessu og upplifðu voru til í að segja sína sögu af þessu og mikið af þessu fólki hafði ekki sagt frá eða talað um þennan atburð í öll þessi ár,“ segir hann. „Hvað þá fengið einhverja áfallahjálp eða slíkt. Það sama gekk yfir alla aðra íbúa bæjarins. Fólk upplifði samtölin við mig fyrir bókina, sem einhvers konar hjálp. Það sem ég er að fara yfir í þessum bókum eru hamfarir. Þeir sem upplifa þetta þurfa að tala um þetta. Hvort sem það eru íbúar bæjarfélaganna eða líka björgunarsveitafólk sem fer einnig í ákveðna vegferð sem tengist áfallahjálp við gerð þessara bóka. Þetta er það sem hefur gefið manni mesta gleði í hjartað,“ segir hann. „Svo með þessu fór ég sjálfur
að hugsa um mín áföll og sótti mér áfallahjálp vegna systurmissis sem ég varð fyrir, fyrir nokkrum árum,“ segir Óttar. „Á sínum tíma var ekkert um það að leita sér hjálpar við áföllum. Fólk hélt bara áfram og þótti óþarfi að vera að ræða þessa hluti eitthvað frekar. Þjóðin ræddi þessa hluti ekki neitt, nema kannski undir áhrifum áfengis.“
Útkallið vinsælt í skólum landsins
Útkallsbækurnar eru merkileg heimild um sögu þjóðarinnar í gegnum tíðina. Það gleður Óttar mjög hvað margir skólar hafa tekið það upp að láta nemendur lesa bækurnar. Hann segir sögurnar vera nægar í næstu bækur. „Það er nóg til,“ segir Óttar. „Það er mikið eftir. Margir hverjir stórir hlutir. Það sem er skemmtilegt er að í fyrra var farið að hringja töluvert í mig úr grunnskólum landsins,“ segir hann. „Til dæmis var hringt í mig frá grunnskólanum á Dalvík þar sem ég var beðinn um að koma í heimsókn. Þar áttu kennararnir mjög gott með að fá börnin til þess að lesa Útkallsbækurnar,“ segir Óttar. „Þar var biðröð í suma titlana á bókasafninu. Mér fannst mjög gleðilegt að allt þetta brölt í gegnum tíðina hefur orðið til þess að börnin sækja í þetta lesefni. Á tímum þar sem lestur á undir högg að sækja,“ segir hann. „Þessar sögur eru partur af sögu þjóðarinnar. Fólk um allt land á tengingu við þessar sögur því þetta er íslenskur raunveruleiki. Á Dalvík spurði ég börnin hve mörg þeirra hefðu orðið fyrir áfalli í lífinu. Það komu blik í mörg augun og þá fór ég yfir það með þeim hve mikilvægt það er að tala við einhvern um áföll sem maður verður fyrir,“ segir Óttar. „Þetta eru frásagnir og flestir eiga auðvelt með að lesa þessar sögur. Þetta eru spennusögur fyrst og fremst. Nú er búið að gefa þetta út í mörgum löndum erlendis og nú liggur fyrir að framleiða kvikmynd eftir sögunni Útkall á jólanótt, svo þetta hefur nú undið upp á sig á þessum 22 árum,“ segir Óttar Sveinsson rithöfundur. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is
48
bækur
Helgin 4.-6. desember 2015
Konurnar sem hófu baráttuna Barátta kvenna fyrir réttindum sem nú eru víðast talin sjálfsögð kostaði blóð, svita og tár, niðurlægingu og útskúfun. Í bókinni Þær ruddu brautina – Kvenréttindakonur fyrri tíma er að finna æviágrip kvenna sem hófu baráttuna víða um heim og ruddu brautina fyrir kvenfrelsisbaráttu seinni ára. Kolbrún S. Ingólfsdóttir segir í bókinni sögu kvenna sem stóðu í baráttunni framan af, einkum á 19. öld og fram yfir heimsstyrjöldina síðari. Einnig fjallar hún í stuttu máli um sögu kvenréttindabaráttu í ríkjum Evrópu, Ameríku og víðar. Hér gripið niður í kaflann um breskar kvenréttindakonur.
E
mmeline Goulden Pankhurst (1858-1928) var fremst meðal jafningja þegar kom að kvenréttindakonum á Bretlandi og barðist alla ævi hatrammri baráttu fyrir hugsjónum sínum. Hún var leiðtogi innan kvenréttindahreyfingarinnar þar í landi og stofnaði stjórnmálasamband kvenna sem krafðist kosningaréttar fyrir konur. Hún fór í mótmælagöngur og lenti oft í fangelsi með dætrum sínum. Emmeline fæddist í Manchester og ólst þar upp en Robert faðir hennar var róttækur viðskiptajöfur og Sophia móðir hennar var mikill kvenréttindasinni sem tók Emmeline með á kvenréttindafundi, en foreldrarnir voru báðir fylgjandi kosningarétti kvenna. Emmeline var send í skóla í París 15 ára gömul og dvaldi þar næstu fjögur árin. Þá var að bíða giftingar enda töldu foreldrar hennar, þrátt fyrir skoðanir sínar á kosningarétti kvenna, að þær systur ættu ekki að stunda neina vinnu. Þegar hún var tvítug giftist
hún lögfræðingnum Richard Marsden Pankhurst (1834-1898) sem þá var 44 ára gamall.
Öll fjölskyldan í baráttunni
Richard var ákafur kvenréttindasinni og róttæklingur. Hann kom því til leiðar að ógiftar konur í eigin húsnæði fengju kosningarétt til borgarstjórnar í Manchester árið 1869, og sat í nefnd sem samdi lög um séreignarrétt kvenna sem voru samþykkt í breska þinginu árið 1870. Þau hjónin eignuðust fimm börn og urðu dætur þeirra þrjár, Christabel (1880-1958), Sylvia (1882-1960) og Adela (1885-1961), allar þekktar kvenréttindakonur. Ári eftir að yngsta dóttirin fæddist fluttist fjölskyldan til Lundúna, en sneri sjö árum síðar aftur til Manchester. Emmeline rann til rifja hve slæmur allur aðbúnaður var meðal kvenna sem unnu í verksmiðjum þar í borg. Hún taldi að eini möguleikinn fyrir betri aðbúnaði á vinnustöðum kvenna væri að þær fengju kosningarétt og gætu
Mörgum blöskraði einnig þessi valdabarátta kvenna, kröfugöngur og hungurverkföll auk óspekta þegar þær brutu glugga í verslunum og í bústað forsætisráðherrans með grjótkasti.
Sama ár og heimsstyrjöldin hófst safnaði Emmeline saman 30.000 konum í göngu til að hvetja atvinnurekendur til að ráða konur í störf þeirra karla sem kallaðir höfðu verið í herinn.
Ljúf og falleg saga um einmana kanínu sem ákveður að byggja brú í von um að finna vini hinum megin við lækinn. Bergrún Íris hlaut tilnefningu til Norrænu barnabókaverðlaunanna fyrir bókina Vinur minn, vindurinn.
sölum. Á árunum 1912-1914 fór þannig beitt áhrifum sínum. Emmeline inn og út úr fangelsum Þau Richard voru bæði félagar í og hóf alltaf hungurverkfall og Independent Labour Party (Óháða var þá sleppt en átti að koma aftur verkamannaflokknum) sem var þegar henni batnaði. Hún stóð hins stofnaður árið 1893, en tilraunir vegar ekki við það og var þá handRichards til að komast á þing báru tekin aftur. Þetta varð síðar þekkt ekki árangur. Árið 1889 stofnaði sem „Cat and Mouse“-aðferðin og Emmeline Women’s Franchise var óspart notuð. League (Kvenréttindabandalagið) ásamt manni sínum. Eftir að hún Lifði það að sjá konur fá kosnvarð ekkja stofnaði hún árið 1903 Women’s Social and Political Union ingarétt eða WSPU (Félags- og stjórnmálaÖll barátta fyrir kosningarétti samband kvenna) og lá niðri meðan á kröfðust konurnar fyrri heimsstyrjöldí þessu nýja félagi inni stóð enda taldi sams konar kosnEmmeline að ekkert ingaréttar og karlar mætti standa í vegi höfðu. Ætlunin var fyrir sigri Breta. að fá verkakonur Emmeline fékk kventil að berjast fyrir réttindakonur lausar kosningarétti en frá úr fangelsi, studdi árinu 1894 máttu stríðsyfirlýsingu giftar konur kjósa Breta og vildi að til borgar- og bæjarfélagskonur í WSPU stjórna á Englandi. legðu sitt af mörkum Christabel var ritari á styrjaldarárunum. hjá WSPU og Sylvia Sama ár og heimskom til liðs við flokk- Emmeline Goulden Pankhurst styrjöldin hófst safninn árið 1906. Krafaði Emmeline saman var fremst meðal jafningja an um kosningarétt 30.000 konum í þegar kom að kvenréttindaþróaðist síðan frá því konum á Bretlandi. göngu til að hvetja að vera stéttbundin atvinnurekendur og bundin við eignir, og tók að til að ráða konur í störf þeirra snúast um kosningarétt fyrir allar karla sem kallaðir höfðu verið í konur 21 árs og eldri. herinn. Þegar stríðinu lauk héldu Emmeline og Christabel áfram Blöskraði barátta kvenna baráttunni á heimavígstöðvunum. Upp úr 1905-1906 misstu fjölmiðlar Sylvia sneri hins vegar við blaðinu og sneri baki við WSPU árið 1914. áhuga á að birta fréttir eða greinar Hún var andvíg þátttöku Breta í af baráttu kvenréttindakvenna fyrri heimsstyrjöldinni og þar af og stóð það áhugaleysi fram að leiðandi ósátt við stuðning WSPU fyrri heimsstyrjöldinni. Mörgum við þá enda var hún afar vinstri blöskraði einnig þessi valdasinnuð og hreifst af skoðunum barátta kvenna, kröfugöngur og kommúnista. hungurverkföll auk óspekta þegar Emmeline ritaði ævisögu sína, þær brutu glugga í verslunum og My own Story (Mín eigin saga), í bústað forsætisráðherrans með sem kom út árið 1914. Árið 1915 grjótkasti. Margar þeirra lentu í var nafninu á fréttablaði WSPU fangelsi um lengri eða skemmri breytt úr The Suffragette í Brittíma, meira að segja rosknar konur eins og Emmeline sem lenti þrisvar annia og það varð þjóðernissinnaðra en áður. Árið 1917 stofnuðu í fangelsi 1908-1909, þá orðin Emmeline og Christabel stjórfimmtug, og var matur píndur ofan nmálaflokkinn Women’s Party sem í hana. Þann 18. nóvember 1910 stundaði kvennabaráttu en einnig komu um 300 kvenréttindakonur á vegum WSPU saman við þinghúsið var markmið flokksins að ljúka stríðinu við Þjóðverja með samnog vildu ná fundi með forsætisingum og afvopna þá. Flokkskonur ráðherra og mótmæla því að frumvildu sömu laun fyrir sömu vinnu varp um kosningarétt kvenna hefði og karlar, jafnrétti hjóna við giftverið tekið af dagskrá þingsins. Þar mættu þær harðri mótstöðu frá ingu og í skilnaðarmálum, sama umráðarétt yfir börnunum, sama lögreglumönnum sem börðu þær, rétt og tækifæri í opinberu starfi klipu og töluðu með niðurlægjandi hætti til þeirra. Um 200 konur voru og koma á betri fæðingaraðstoð fyrir konur. Emmeline lifði þann í kjölfarið fangelsaðar. Dagurinn merka áfanga að allar breskar konvar eftir þetta kallaður Black ur, 21 árs og eldri, fengu kosnFriday. Árið 1912 voru mæðgurnar ingarétt árið 1928, en lést aðeins dæmdar í þriggja ára fangelsi fyrir nokkrum vikum síðar. óspektir á almannafæri og í þing-
Jร LA GJAFIR FYRIR ALLA
Frรก 9.900,-
Plastmottur
Frรก 15.900,-
www.hrim.is LAUGAVEGI 25 - S: 553-3003
KRINGLUNNI - S: 553-0500
LAUGAVEGI 32 - S: 553-2002
50
viðtal
Helgin 4.-6. desember 2015
Unnið að Á bleikum náttkjólum Egill Ólafsson hefur lifað viðburðaríku lífi, kynnst og unnið með fjölda fólks af öllum sviðum þjóðlífsins og kann að lýsa því af næmri tilfinningu. Í Egils sögum lifnar Reykjavík stillansa og nýreistra blokka í nýjum hverfum austurborgarinnar, tíðarandi hippaáranna og MH, Spilverkstíminn, ævintýri Stuðmanna og Þursa, árin í leikhúsinu og íslenska kvikmyndavorið. Páll Valsson skráði. Egill og Meistarinn á góðri stund á Dunhaganum að leggja drög að söngleiknum um Grísalappalísu sem þeir ætluðu að semja ásamt Bjólunni eftir Bleiku náttkjólana.
H
ér er gripið niður í kaflanum Paradísarfuglinn fló og gelti, þar sem Egill lýsir samvinnu Spilverks þjóðanna og Megasar við gerð einnar rómuðustu plötu Íslandssögunnar; Á bleikum náttkjólum.
Jólagjöfin fæst hjá okkur
Vinsæli mjúki pakkinn fyrir börnin. Mikið úrval af barnarúmföt. PRINSESSAN Á HEIMILINU HÖFUM OPNAÐ Í KRINGLUNNI
LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
8.990 70x100cm Fæst líka í 140x200cm
ings unglinga, sem við vorum, segja sér fyrir verkum. „Á þetta að vera eins og í Pólýfónkórnum?“ sagði hann stundum og vildi rokka þetta upp. Lögin sem við unnum í nánu samstarfi við Megas voru „Paradísarfuglinn“ og „Við sem heima sitjum“. Megas var ánægður með þessi lög, hann þráði innilega að vera rokkari og jafnvel pönkari, en pönkið var á þessum árum ekki komið til landsins, þó það hefði fæðst árinu áður á meginlandinu og á Englandi. Við lögðum til bassagang, hljómana og bítið, hann var með textana og deklameraði laglínuna í hálf-söng. Ég held að það megi segja að þetta hafi verið fyrstu lögin sem tekin voru upp á Íslandi, þar sem gætti pönkáhrifa.
Sumir í kringum okkur voru lítt hrifnir af því að Spilverkið færi í samstarf við þennan voðalega mann og margir urðu til þess að skamma okkur og átelja fyrir það. En við bárum óttablandna virðingu fyrir Megasi og litum á þetta sem heiður. Ég var mikill aðdáandi Megasar og lagasmíðar hans voru Lilja sem við vildum gjarnan kveðið hafa. Það var köflótt ástand á Magnúsi á þessum tíma og gekk ekki alltaf vel að ná í hann Tómas í prufum hjá Sex Pistols og stundum til hans þó hann væri til staðar. Snemma sóttum við hann í eitthvert greni í smáíbúðahverfinu Ég hafði séð Sex Pistols í London sumarið sem við og aðkoman var skelfileg, þarna bjó hann í bílskúr við Stuðmenn vorum að taka upp Tívolíplötuna, algjörlega mikla óreiðu og sóðaskap, en ég tók eftir því að ólíkt óvart. Þeir voru sennilega varla öllu innanstokks þá var fullkomin regla á bóka- og þekktir í London þegar þetta var. Ég gekk á hljóðið plötusafninu og hinu svokallaða möppusafni þar sem og inni á skítugum pöbb við King’s Road stóð töluvoru um það bil tólf möppur fullar af verður fjöldi fólks framan við lítið frumsömdu efni. Megas hafði þann svið þar sem John Joseph Lydon eða hátt að skrifa texta og nótur niður og Johnny Rotten stóð með félögum setti svo lögin inn í möppurnar. Allt sínum í Sex Pistols og hrópaði og var þar vel frágengið, hreinskrifað og öskraði alveg óskiljanlega reiður; í krónólógískri röð með dagsetninghávaðinn í hljómsveitinni var ærandi um og öllu. og takturinn óbeislaður og hraður og Það varð úr að við fengum möppstefna laga fullkomlega óviss. Ekki urnar í hendur og völdum svo úr þeim hafði ég hugmynd um að ég hefði séð lögin á plötuna, þau voru ýmist á eða heyrt Sex Pistols fyrr en töluvert þremur strengjum, píanópartur með löngu síðar – þegar ég sá mynd af laglínu og texta, og stundum var um Johnny í blöðum og þekkti manninn að ræða „lead sheet“, laglínu með bókaftur frá þessu laugardagssíðdegi á stafahljómum og uppgefinni bassKing’s Road. Jakob var þá í kunnanótu og jafnvel með hugmynd að ingsskap við umboðsmann þeirra, mótröddum við laglínu. Í þessu fyrsta hinn þekkta Malcolm McLaren, sem uppleggi frá Megasi voru um það bil rak sérkennilega búð á King’s Road sjötíu lög, minnir mig. Mér þótti Megásamt sambýliskonu sinni, Vivienne as treysta okkur vel til að velja lögin Westwood, búðin hét einmitt Sex. og eins að láta okkur um að koma Gott ef við fórum ekki í búðina með Þegar Egill hafði hár. með hugmyndir að útsetningum. JFM og heilsuðum upp á parið sem Þó hafði hann gjarnan á orði að kannski mætti rokka var æði skrautlegt um fax og farða. Gólfið í búðinni lögin upp. Hann vitnaði gjarnan í hin og þessi Dylanhallaði ískyggilega og tröppur úti fyrir innganginum lög þar sem honum þótti hafa tekist vel með útsetnvoru ævintýralega skakkar og ef ég man rétt snerust ingar. Þegar við höfðum valið lögin, með hliðsjón af því þarna klukkuvísar á stórri skífu bæði öfugt og skrykkjsem Megas vildi absólút sjálfur hafa á plötunni, virtist ótt. Þarna inni héngu svo undarlegustu flíkur. Nær allt þetta koma svolítið af sjálfu sér. Við vorum ekki á því var í svörtu og svo var einstaka keðja eða eitthvað sem að rokka lögin upp, heldur vildum við leita útsetninga líktist hlekkjum, silfrað. Þetta voru svokallaðir latexsem bæði texti og lag kallaði eftir. Við vorum einnig á búningar, ætlaðir fólki á öllum aldri sem hafði ýmist því að Megas ætti að leggja sig eftir því að skila textyndi af að ógna öðru fólki í hálfkæringi með píski, anum með skýrum og góðum framburði. Þá vildum við nema það væri á hinn veginn að það vildi láta annað að tempó eða hraði laganna réðist af því hvað hentaði fólk píska sig til léttilega og áfram. textaflutningnum best og oftar en ekki hægðum við á Sex Pistols hófu sinn feril í Majestic Studio í Claplögum svo textinn fengið notið sín til fullnustu. ham. Það var nánast á sama tíma og við Stuðmenn tókum upp Sumarið Sýrlenska. Skömmu síðar var Tómas „Á þetta að vera eins og í Pólýfónkórnum?“ M. Tómasson kallaður í prufu hjá sveitinni sem mögulega verðandi bassaleikari en þótti of góður og því var Við komumst fljótlega að því að Megas var í grunninn ráðinn miklu síðri maður en Tómas, Sid Vicious. En frábær söngvari. Enda hafði hann sungið með kórum þeir voru hrifnir af útliti Tomma og það var allt rétt við sem ungur drengur. Hann lét vel að stjórn og orðaði hann, hann gat verið ógnandi í útliti, hárið mátti setja þetta þannig að hann vildi vanda sig, eins og í sunnuí kamb, hæðin var rétt og hann var þvengur mjór, sem dagaskólanum – bera orðin fallega fram og svo hló var best, enda voru þeir í andstöðu við millistétt og hann. Á bleiku náttkjólunum syngur hann mörg laga velmegun – það eina sem þeir fundu að Tómasi var að sinna snilldarvel – ég er á því að það megi í einhverju hann var of klár á bassann og alltof músíkalskur. þakka okkur spilverkurum – við störfuðum á honum En þetta band þótti mér skelfilegt þá – og í raun varð og kröfðumst þess að allt heyrðist, án þess að það ég fyrir hálfgerðu kúltúrsjokki að heyra svona nokkuð kæmi niður á hans persónulega stíl – þetta var erfitt og í miðri London, á þessum líka flotta stað í bænum. Háoft virtist Megas sjálfur verða pirraður á aðfinnslunum vaðinn var svo mikill, ég var allan næsta dag með hellu, – þó hann væri til fyrirmyndar og ávallt kurteis í þeim pirringi. Lög sem mér þóttu takast einstaklega vel voru en viðhorfið – eða andófið var líka rosalegt. Ekki sá ég betur en þeir hræktu í átt að fólkinu sem virtist láta sér „Orfeus og Evridís“ og líka „Heimspekilegar vangaveltur um þjóðfélagsstöðu“ ... sem er meistaralega flutt, það vel líka. Af og til rauk einhver virðulegur maður upp á sviðið og öskraði í hljóðnemann „The Queen is fyrir utan að tónsmíðin er fyrsta flokks í báðum þessdead“, og svo kom nafnaruna með viðhenginu „... it ara laga. En ekki má gleyma því að hann var Meistarsucks“, ég botnaði ekkert í þessu, skildi þetta ekki. inn og ekki alltaf alveg til í að láta einhverja hálfgild-
Tilboð þetta gildir til 23. desember
Tilboð á rúðuþurrkum
Með hverjum tveimur Trico rúðuþurrkum fylgja 5 lítrar af Vaski rúðuvökva
Silikon á gúmmílista Kemur í veg fyrir að gúmmílistar frjósi í hurðarfalsi.
Mottur
Húsráð: Gott að setja gömul dagblöð undir motturnar til að losna við raka.
Rúðusköfur Ýmsar gerðir
Lásasprey frá Liqui Moly
Frostlögur frá Car Plan
Skíðabox og skíðafestingar Stilling hf. | Sími 520 8000 | stilling.is | stilling@stilling.is
52
WOW FYRIR ALLA! ALICANTE
N
HELGARPISTILL
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is
fl u g f r á
16.999 kr. apríl -maí 2016
fl u g f r á
14.999 kr. *
janúar -mars 2016
GRAN CANARIA
fl u g f r á
14.999 kr. *
febrúar -maí 2016
B O S TO N
Helgin 4.-6. desember 2015
Þrautalending á Þorláksmessu
*
TENERIFE
viðhorf
fl u g f r á
14.999 kr. *
WA S H I N G TO N, D.C .
14.999 kr.
fl u g f r á
*
janúar - mars 2016
GERÐU VERÐSAMANBURÐ
KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS *999 kr. bókunargjald leggst ofan á hverja bókun og töskugjald er ekki innifalið.
Teikning/Hari
janúar - mars 2016
Nú er jólamánuðurinn hafinn og þá er betra að hafa eyrun opin. Mín ágæta eiginkona segir stundum við mig, þegar hún flettir blöðum á þessum árstíma og sér auglýsingar, að þetta eða hitt gæti verið gaman að eiga. Þegar undirtektir eiginmannsins eru takmarkaðar eða hann annars hugar, eins og stundum gerist, þá bætir hún gjarna við: „Þú getur bara gefið mér þetta í jólagjöf.“ Það finnst mér tilvalið þegar ég heyri ábendinguna, enda á ég oft í vandræðum með val á slíkri gjöf þegar nær dregur jólum, en gallinn er sá að mér hættir til að gleyma því, þegar á hólminn er komið, hver tillagan var. Ég kann ekki við að spyrja konuna að því á Þorláksmessu hvað hún hafi verið að tala um í upphafi aðventunnar og reyni því að bjarga mér eftir öðrum leiðum. Best hefur mér reynst, eftir að dætur okkar komust á fullorðinsár, að ráðfæra mig við þær. Þar taka betur eftir leyndum og ljósum ábendingum móður sinnar en eiginmannsnefnan, en vandinn er sá að þær hafa báðar stofnað sín heimili og eru því sjaldnast viðstaddar þegar ábendingin er sett fram. Því verð ég að treysta á mat dætranna á því hvað móður þeirra langar helst í – og hvað hún hafi hugsanlega bent mér á að kaupa. Í fyrra var ég þó ekki í neinum vafa, vissi nákvæmlega hvað ég átti að kaupa. Mín góða kona átti nefnilega forláta vasa, dökkgráan með gylltu skrauti. Þennan vasa keypti hún af leirlistakonu á Akureyri á sínum tíma og hafði á honum dálæti, enda stillti hún honum upp á besta stað í stofunni okkar, á litlu borði við hliðina á rauða sparistólnum sem við splæstum einu sinni í fyrir tvenn mánaðarlaun. Ég er að jafnaði dagfarsprúður og heldur umhverfisvænn þannig að konan taldi vasann óhultan á þessum stað, að minnsta kosti fyrir mér. Það var frekar að hún óttaðist að barnabörnin hlypu hann niður í þeim ærslum sem eðlilega fylgja börnum, einkum ef þau koma mörg saman. Hún var því á varðbergi með fíniríið og kom vasanum stundum í skjól þegar mest gekk á hjá skaranum. Hún taldi hins vegar enga hættu á ferð þegar ég settist í fína stólinn síðla á aðventunni í fyrra og teygði vel úr mér. Stóllinn er þeirrar náttúru að snúa má honum í hringi og því vissara að fylgjast með ef barnabörnin freistast til að taka of marga og snögga snúninga í hægindinu. Þau voru hins vegar víðs fjarri þegar áköf snúningsþrá sótti á mig í stólnum góða og ég lét undan þeirri löngun með þeim afleiðingum að ég slengdi hægri handleggnum í fína vasann. Í svokallaðri slómósjón sá ég vasann fara í boga af borðinu í gólfið – með óhjákvæmilegum afleiðingum fyrir listunninn leirvasa.
Ég horfði á brotin á gólfinu annars vegar og konuna hins vegar. Hún sagði ekki margt, það þurfti ekki. Strax næsta dag gúglaði ég listakonuna á Akureyri, hringdi og sagði mínar farir ekki sléttar. Hún hafði skilning á stöðu minni en vandinn var sá að mörg ár voru liðin frá því að hún skóp vasa konu minnar úr leir, dökkgráan og gylltan. Nú eru allir mínir vasar, sagði hún, með hvítum glerungi. Þarna vandaðist málið en ég átti samt engan annan leik í stöðunni en að biðja listakonuna að senda mér þegar í stað með flugi sinn fallegasta vasa, þótt hvítur væri. Vasann sótti ég á flugvöllinn á Þorláksmessu og hann fékk eiginkona mín í jólagjöf en ég áttaði mig fljótt á því að hann skipaði ekki sama sess og sá brotni. Hvíti vasinn fór ekki í það öndvegi sem sá grái hafði prýtt. Hann hefur, satt best að segja, aldrei komist úr eldhúsinu þar sem hann fékk náðarsamlegast pláss við hliðina á ólífuolíunni og piparstauknum. Hann er óæðri, það dylst mér ekki. Sá dökkgrái er hins vegar kominn aftur á sinn stað eftir viðgerð. Brotin var hægt að líma saman af listfengi, sem betur fer. Allir eru því sáttir. Barnabörnin tipla á tánum framhjá vasanum og ég gæti að skönkunum þegar ég sest í fína stólinn. Það er því ólíklegt að ég þurfi að hringja neyðarhringingu í listakonuna á Akureyri fyrir þessi jól. Þess utan er ég með eyrun sperrtari nú en endranær ef frúin gefur mér ábendingu um hugsanlega jólagjöf. Strax í september brá ég við skjótt er ég varð var við dálæti hennar á rauðum skrautfugli með langan gogg sem hún sá í hönnunarbúð. Ég keypti flygildið, lét pakka því inn í skartpappír og gaf konunni það sama kvöld með ósk um gleðileg jól. Hún tók framtakinu með jafnaðargeði, þótt aðeins væri kominn níundi mánuður ársins. Í nýliðnum nóvember nefndi hún tvær listaverkabækur við mig. Ég lét ekki segja mér það tvisvar, brá mér í bókabúð og keypti báðar og afhenti nýjum eiganda. Þetta breytir samt engu. Þótt konan sé sátt við þessar gjafir verður því ekki neitað að þær eru löngu komnar í hennar hendur og því ekki eiginlegar jólagjafir. Þær gefur maður hvorki í september né nóvember. Því verð ég að leggja við hlustir það sem eftir lifir desember ef hún bendir á eitthvað fallegt, með beinum eða óbeinum hætti, í þeirri von að fyrir þessi jól reki ég hvorki griparm né ganglim í annan og minni vasa sem hún á – dökkbláan frá löngu dánum afabróður í Ameríku – og þykir enn vænna um en þann gráa. Sá vasi verður ekki bættur með öðrum, hvorki hvítum né gráum.
HITUM UPP F STÚTFULLAR VERSLANIR AF ÖLLUM 2 LITIR
1280x800
IPS
HD SKJÁR MEÐ 178° SJÓN ALLT AÐ ARHORN
JÓLA
4 LITIR
ICONIA
B1-750
LA JÓ ILBOÐ
TILBOÐ
T
VERÐ ÁÐ
UR 6.990
0
UR 29.90
VERÐ ÁÐ
STÓRGLÆSILEG SPJALDTÖLVA Ný kynslóð enn öflugri og þynnri spjaldtölva frá Acer með 7” IPS HD fjölsnertiskjá með Zero Air Gap og Anti-fingerprint tækni.
Ý N LÓÐ S N KY S
%
5843 6000 5000 4000
Intel Clover Trail+ CPU
3000 2000
2229
Standard CPU
1000
0 RI 25LU M FSTU 3DG LEIKJUIL ÖÝJU A BAYTR
EIN NN AÐ ÖRÞU mm OG 8.6 gr 0 32
7
ÍN TEL VA R MEÐ IN ÖRGJÖ
0
• • • • • • • • •
60
AFSLÁ
• • • • • • •
Hágæða lokuð heyrnartól frá KOSS Kristaltær hljómur og þéttur bassi Stórir lokaðir og “ultra” mjúkir púðar Einstaklega þægileg D-laga hönnun Svarhnappur og hljóðnemi í snúru Einstaklega létt fyrir langtíma notkun 1.2 metra flöt flækjulaus snúra
VERÐ ÁÐ
TTUR
TIL
0
YOGA3 PRO LENOVO MEÐ QHD+ SNERTISKJÁ
Intel Core M-5Y71 2.9GHz Turbo 4xHT 8GB DDR3 1600MHz vinnsluminni 256GB SATA3 SSD ofur hraður diskur 13.3’’ QHD+ IPS fjölsnertiskjár 3200x1800 1GB Intel HD 5300 DX12 skjákjarni AccuType lyklaborð með baklýsingu 867Mbps WiFi AC, Bluetooth 4.0, USB 3.0 Örþunn 12.7mm og aðeins 1,19kg Windows 8.1 & Windows 10 Update!
199.900
VALED
A3
J4120DW
FLICKER-FREE SKJÁR!
Ð EÐ ALLT A TÆKNI M NARHORN JÓ S ° 8 17
Þráðlaust A4/A3 lita fjölnotatæki Prentar allt að 18 bls/mín, 16 bls/mín í lit 4 hagkvæm hylki, fáanleg allt að 1200 bls 6000x1200 dpi prentari og 2400 dpi skanni 150 bls A4 bakki og A3 bak-matari Duplex sjálfvirk tvíhliða prentun, 6bls/mín 4.5cm lita snertiskjár fyrir allar aðgerðir Þráðlaust WIFI / Airprint / Cloud Print USB 2.0 tengi, PC, MAC og LINUX
19.900
FÆST Í 3 LITUM
Stórglæsilegur VA-LED skjár með 178° True To Life sjónarhorn og nýrri True Black tækni sem er algjör bylting í myndgæðum og skerpu. Frábær skjár í alla notkun! :) • • • • • • • •
TENGD
U ALLT 2x HDM TENGI;)
I
1.690 RASPBERR Y
2 LITIR
2.0 HÁTALARAR
PI 2 MODEL B ÓTRÚLE FJÖLDA ST G TÖLVA MEÐ FULL HD HDÝRIKERFA Í BOÐI. MI STUÐNING EIN BESTA ME UR DIA CENTER LAUSNIN Í DA G!
22” 24.900 | 24” 29.900
VERÐ FRÁ
9.990
FALLEGA HÝSINGA R R
28’’ VA LED Full HD 1920x1080 16:9 20 milljón:1 DCR og flicker-free tækni 5ms GTG viðbragðstími fyrir leikina 178° True to Life Ultra Wide sjónarhorn Aukin myndgæði með True Black tækni 2xHDMI HDCP, VGA og 3.5mm jack Low Blue Light heilsubætandi tækni Ótrúlega falleg hönnun á traustum skjá
49.900
HINN FULLKOMNI PRENTARI! TATOO 101
FÁST Í SVÖRTU E ÐA RAUÐU
1.990
ROLLEI
KA KLUK AL T A G DA YNDOG M ING SÝN
9.990
VERÐ AÐEI NS 4.990
RASPBERRY PI 2
SNERTIHANSKAR
7” MYNDARAMMI
OPNUNARTÍMAR
Virka daga 10:00 - 18:30 Laugardaga 11:00 - 16:00
v
28”VALED
CK TRUE BLA
UR 24.900
PREN LJÓSMY TAÐU ND Í A3 ST IRNAR ÆRÐ
• • • • • • • • •
NÝ KYNSLÓÐ - ENN ÖFLUGRI
GW2870H
VERÐ ÁÐ
7
24.900
FÆST Í 4 LITUM
JÓBLOAÐ
80HE00GXM
UR 259.90
• • • • • • • • •
4.990
FÆST Í 2 LITUM
60° 3 SNÚNINGUR
HÁGÆÐA 2.0 HLJÓÐKERFI • Hágæða Thonet & Vander hljóðkerfi • 60W RMS og 50Hz - 20kHz tíðnissvið • Öflug 5.25’’ Aramid Fiber bassakeila • Hárnákvæmur 1’’ tweeter úr 100% silki • Jafn og góður hljómur yfir allt tíðnissviðið • Drone FX tæknin skilar kristaltærum hljóm • Hammer Bass tækni fyrir meiri bassa • BT 4.0, Stereo RCA og Jack tengi • Tengist þráðlaust við síma og fleiri tæki
FISLÉTT HEYRNARTÓL
7’’ HD IPS fjölsnertiskjár 1280x800 Intel Quad Core Z3735G 1.83GHz Burst Intel HD Graphics DX11 skjákjarni 8GB flash og allt að 64GB Micro SD 300Mbps WiFi net, Bluetooth 4.0, GPS Li-Polymer rafhlaða allt að 7 tímar USB2 micro og Micro SD kortalesari Tvær vefmyndavélar 5MP og 0.3MP Android 4.4 stýrikerfi og fjöldi forrita
19.900 ÞÚSUND
KÜRBISBT
UR23i 23i
Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900
G
L F
FYRIR JÓLIN HEITUSTU TÖLVUGRÆJUNUM Í ÁR:)
0%
GOO
LE CHROMEG CAST2 Stjórn aðu varpinu þín sjónu hvaða snjall með tæk sem er ;) i
VALEXTIR LAR VÖRUR
VAXTALAU ST 12 MÁNUÐ Í I
CHROMECAST 2
Gerðu sjónvarpið snjallara á augabragði og notaðu þjónustur eins og Netflix eða Hulu;)
6.990 UPPFÆRÐU Í SNJALLSJÓNVARP!
UPPLIFÐU!
360°
NÆR ÓTAK M AF 360° 3D ARKAÐ ÚRVAL TÓNLISTAR VR LEIKJUM, MYND KVIKMYND BÖNDUM, UM OFL. OFL. ,
R V GLERAUGU
LEIKJASTÓLAR
Stórglæsilegir hágæða Enzo leikjastólar frá Arozzi úr slitsterku PU-leðri með þykkum og mjúkum örmum.
34.900 ÞÚ SEKKUR Í ÞENNANN;)
KOMDU A
PRUFA Ð:) OKKAR F
REE SÉRFRÆÐINFLY VR VERÐUR Á S GUR TAÐ TIL JÓLA;) NUM
IKA-GLERAUGU LÚXUS 360° SÝNDARVERULE LA SNJALLSÍMA, FRÁ FREEFLY FYRIR NÆR AL GÆÐA 120° MEÐ MJÚKUM PÚÐUM OG HÁ UM STÝRIPINNA LINSUM ÁSAMT ÞRÁÐLAUS
3 LITIR
PEBBLE TIME STEEL
19.900
Lúxus útgáfa mest selda snjallúrs í heimi nú með stórglæsilegum háskerpu E-ink litaskjá!
49.900 10 DAGA RAFHLÖÐUENDING;)
NDUM
STÆRSTA TÖLVUVERSLUN LANDSINS
4 LITIR
HRAÐSE
R K 0 0 5
* GILDIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU • ALLT AÐ 10KG • EF PANTAÐ ER FYRIR KL. 15:00;)
STÆRSTA TÖLVUVERSLUN NORÐURLANDS
EIM ÖRUR H ALLAR V GURS* SAMDÆ
Hallarmúla 2 Reykjavík
Undirhlíð 2 Akureyri
4. Desember 2015 - Birt með fyrirvara um breytingar, prentvillur og myndabrengl
ar fást all Til jóla axtalausum eð v % vörur m slum með 3.5 r k ið 0 e r 9 g 3 ð ra jaldi og erjum g u k tö lán f hv gjaldi a greiðslu lddaga gja
n su Mjó
44
d
38
Aus turg ata
48
47 ykja
vík
7
5
egu
r
8 36 35 34 33
40 Fjarðartorg
Ham
arsb
raut
t
31
56
4
2 1
Vö r t
14 Lilja Boutique Verslun Strandgata 21
27 Toppur Hársnyrtistofa Strandgata 41
15 Thorsplan Dagskrá Strandgata 24
28 Vort Daglegt brauð Bakarí Strandgata 49
3 Gamla Vínhúsið Veitingastaður Vesturgata 4
16 Rauða Kross búðin Kakósala Strandgata 24
29 Einarsbúð Dagskrá Strandgata 49
4 Norðurbakkinn Kaffihús Kaffihús Norðurbakki 1
17 Studíó Snilld Verslun Strandgata 29
30 Fagfólk Hársnyrtistofa Fjarðargata 19
40 Fjörukráin Veitingastaður Víkingastræti 1
5 Bókasafnið Dagskrá Strandgata 1
18 Cafe Deluxe Kaffihús Strandgata 29
31 Stúdíó hár og húð Hársnyrtistofa Fjarðargata 17
41 Pallett Kaffikompaní Kaffihús Strandgata 75
51 Gallerí Múkki Vinnustofa Fornubúðum 8
6 Súfistinn Kaffihús Strandgata 9
19 Eymundsson Bókabúð Strandgata 31
32 Fjörður Verslunarmiðstöð Fjarðargata 13-15
42 VON Mathús & Bar Veitingastaður Strandgata 75
52 Gúttó Jólaball Suðurgötu 7
7 Bæjarbíó Bíó Strandgata 6
20 HB Búðin Verslun Strandgata 33
33 Tilveran Veitingastaður Linnetstígur 1
43 Íshús Hafnarfjarðar Verslun Strandgata 84
53 Fríkirkjan Jólaball á Thorsplani Linnetstígur 6
8 Íslandsbanki Banki Strandgata 8-10
21 Útgerðin Verslun Strandgata 32
34 Burkni Blómabúð Linnetstígur 3
44 Gamla Matarbúðin Verslun Austurgata 47
54 Annríki Verslun Suðurgötu 73
9 Kailash Verslun Strandgata 11
22 Hafnarborg Listasafn Strandgata 34
35 220 Hársnyrtistofa Linnetstígur 3
45 Austurgata Skreytingar Austurgata 1-47
55 Subway Veitingastaður Fjarðargata 19
10 Kaki Verslun Strandgata 11
23 Gló Veitingastaður Strandgata 34
36 Sigga & Tímó Verslun Linnetstígur 2
46 Linnetstígur Hestvagn Strandgata/Austurgata
56 Domino´s Pizza Veitingastaður Fjarðargata 11
11 Systur & Makar Pop Up Verslun Strandgata 11
24 Nonni gull Verslun Strandgata 37
37 Tónlistarskólinn Tónlistarskóli Strandgata 51
47 Böddaplan Snæfinnur Við bókasafnið
57 Pylsubarinn Veitingastaður Fjarðargata 9a
12 Litla hönnunarbúðin Verslun Strandgata 17
25 Lyng Ljósritun & prentun Strandgata 39
38 Þjóðkirkjan Kirkja Strandgata 51
48 Hellisgerði Dagskrá Reykjavíkurvegi 15b
58 Pizzan Veitingastaður Strandgata 75
13 Andrea Verslun Strandgata 19
26 Sjónlínan Verslun Strandgata 39
39 Dvergshúsið Vinnustofa Lækjargötu 2
49 Sign Verslun Fornubúðum 12
59 Ísbúð Vesturbæjar Ísbúð Fjarðargata 19
No
rð
2 Byggðasafnið Dagskrá Vesturgata 8 No
rð
Kærar þakkir: AC Raf ALI Antonia Hevesi Atlantsolía Bettina Wunsch
ur
ba
ur
ba
kk
i
kk
i
Danco Elísabet Valgeirsdóttir Fjarðarkaup Flúrlampar FM hús
Gerður G. Bjarklind Góa Hafnarfjarðarhöfn Hlaðbær Colas Hópbílar
Nánar á facebooksíðunni: Jólaþorpið í Hafnarfirði.
51 50 49
Fornubú
ðir
Hótel Hafnarfjörður Íslandsbanki KFC Markaðsstofa Hafnarfjarðar Músík og sport
NNW Nói Síríus Rafgeymasalan S.Annesson ehf Saltkaup
50 Soffía Sæmundsdóttir Vinnustofa Fornubúðum 8
SIGN Skor ehf Skólamatur ehf Stefán Ómar Jakobsson VHE
ð
rtrö
ða
bú
Ás
ut
1 Beggubúð Markaður Vesturgata 8
Óseyrarbra
ar v
Norðurbakki
au
gata
ey r
br
43
Cuxhaven
eg ur
ðu
stí gu
r
Verið velkomin í Jólaþorpið í Hafnarfirði. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Verslanir, veitingastaðir og jólamarkaður.
Flensborgartorg
Kr os s
ur
ta
st
ga
Ve
nd
Norðurbakki
54
a Str
ta
rga
rku
Me
42 41 58
Jólaþorpið í Hafnarfirði
ta
rga
rða
Fja
gata
r
u tíg
g
ve
kju
Kir
ur
57
Bæjartorg
3
Mýrar
tss
ne
Lin
urv
15
nd
a Str
32
ta rga ðu Su
Re
16
ta ga
rau
10 9 6
14
gb
11
13
59
gata
Hrin
12
55
Suður
raut
r
ve
H
46
a
at
g fis
23
30
37
Hvaleyrarb
ur
22
braut
He llub rau t
tíg
21
29 28
Hlíðar
gata Lækjar
17
d un
rs
s ars nn Gu
r
ða
18
20
ta
gast ræti
u tíg
Ur
19
25 27 24 26
N
-L æ ns
53
kuga
52 kj ar g.
n
u ra H
45
Brek
Víkin
u ra
Álf
as
lah yr
ke
ið
Sm
39
ta
rga
stu
Au
Fimmtudaginn 17. desember
Sigríður Thorlacius Sigurður Guðmundsson
harpa.is | tix.is
58
jól í Skeifunni
Helgin 4.-6. desember 2015
Frábær jólastemning í Skeifunni Nú er jólaundirbúningur landsmanna kominn á fullt. Flestir þurfa að mörgu að huga; skreytingum, jólamatnum og ekki síst öllum gjöfunum. Í Skeifunni er að finna frábært úrval af verslunum og þjónustuaðilum og á litlu svæði má finna flest það sem hugurinn girnist.
Í Skeifunni eru verslanir sem selja húsgögn, gjafavöru, barnaföt, tískufatnað, raftæki, búnað fyrir útivistarfólk og bækur svo eitthvað sé nefnt. Að auki er þar gott úrval veitingastaða, kaffihús, vínbúð og matvöruverslanir.
Hjá Merkt, Faxafeni 12, er hægt að láta merkja ýmsa hluti og fatnað. Ef þú vilt gefa eitthvað sérstakt, þá fæst jólagjöfin hjá Merkt.
Útibú frá verkstæði jólasveinsins Merkt í Faxafeni býður upp á merkingarþjónustu, prent, bróderingu og lasermerkingu. Ekki er þörf á lágmarksfjölda vara, nóg er að koma með einn hlut sem þarf að merkja. Hjá Merkt er hægt að finna persónulegar gjafir fyrir alla fjölskylduna. Fákafeni 9 / 108 Reykjavík / S: 551-5100
STAFRÆN FRAMKÖLLUN
M
erkt er verslun sem getur merkt mjög margt. Hér koma viðskiptavinir til að gera hlutinn eða fatnaðinn sérstakan,“ segir Guðmunda Óskarsdóttir hjá Merkt. „Um leið og þú setur nafn, logo eða þína hönnun á hlut er hann orðinn mjög sérstakur bæði fyrir gefandann og þiggjandann.“ Merkt býður upp á hágæðaþjónustu sem er sérsniðin að þörfum viðskiptavinanna. Ekki er þörf á lágmarksfjölda vara, hægt er að merkja einn hlut ef þess er óskað.
Jólagjafir fyrir alla fjölskylduna
„Meðal nýjunga hjá okkur er að
merkja snuð, sem hefur vantað hér á landi,“ segir Guðmunda. Hjá Merkt er að finna jólagjafir fyrir alla fjölskylduna. „Ef þú vilt gefa eitthvað sérstakt, þá kemur þú til okkar.“ Guðmunda lýsir starfseminni og stemningunni hjá Merkt eins og á verkstæði jólasveinsins. „Framleiðsluhjólin snúast hratt, hér er allt á fullu. Gjafirnar sem nýtast ár eftir ár eru langvinsælastar, svo sem merkt handklæði og bollar, enginn er of gamall eða of ungur til að fá slíkar gjafir.“ Auk þess njóta púsl, lasermerkt vínglös, svuntur og nafnabindi mikilla vinsælda. „Svo slá gríngjafirnar alltaf í gegn, til
dæmis nærbuxur með texta,“ segir Guðmunda.
Hannaðu gjöfina heima í stofu
Á vefnum merkt.is er hægt að hanna merkingar á hluti eða fatnað. „Þannig er hægt að velja persónulega jólagjöf heima í rólegheitunum. Best er að senda pantanir inn fyrir 15. desember til að vera öruggur um að varan þín verði tilbúin fyrir jól. Við erum til skrafs og ráðagerða frá kl. 11-18 virka daga,“ segir Guðmunda. Unnið í samstarfi við Merkt ehf.
Sendum um allt land spi lavinir.is
Með allt fyrir jólasveina Faxafen 11
Gefðu spil
-.jólagjöf sem gleður!
Upplestur kl. 13:00
Salatbarinn / S: +354 588-0222 Opnunartími: Mán - Fös 11:30-20:00 Lau 11:30-15:00 Sun (lokað)
20%
Full búð af spilum fyrir allan aldur við aðstoðum þig við að velja spilin.
Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - www.spilavinir.is - sendum um allt land!
Troðfull verslun af merkjavöru!
40 -60% afsláttur af öllum vörum
Opið virka daga frá kl. 11 til 18 laugardaga frá kl. 11 til 17 sunnudaga frá 13 til 17 Sími 568 9512 Suðurlandsbraut 54 bláu húsin (við faxafen)
Barnafatnaður frá
60
jól í Glæsibæ
Helgin 4.-6. desember 2015
Frábær jólastemning í Glæsibæ J
ólaundirbúningurinn er kominn á fullt hjá flestum enda eru nú aðeins tuttugu dagar til jóla. Flestir hafa í mörg horn að líta, auk jólagjafanna þarf að huga að skreytingum, jólakortum, mat og fleiru. Þegar mikið liggur við er þægilegt að geta nálgast marga hluti á einum stað og í Glæsibæ við Álfheima er að finna margar skemmtilegar verslanir, veitingastaði og þjónustuaðila. Ekki skemmir fyrir að þeir eru allir undir sama þakinu svo ekki þarf að hafa áhyggjur af snjónum. Í Glæsibæ er hægt að finna verslanir sem selja íþróttavörur, útivistarfatnað og -græjur, gleraugu, úr, skartgripi, snyrtivörur, blóm, barnaföt, barnavörur og ýmsar heilsuvörur. Að auki eru þar bakarí og veitingastaðir, matvöruverslun, apótek og sitthvað fleira.
Engin venjuleg blómabúð S: 568-9120
Lyfsalinn í Glæsibæ er sjálfstætt starfandi apótek. „Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu í afslöppuðu umhverfi,“ segir Svavar Jóhannesson, eigandi Lyfsalans. Mynd/Hari
Verslun fyrir flotta foreldra www.tvolif.is www.facebook.com/barnshafandi Tvö Líf / Glæsibæ / Sími 5178500
Notaleg stemning í Lyfsalanum Lyfsalinn er sjálfstætt starfandi apótek sem fagnar tveggja ára starfsafmæli í janúar. Í Lyfsalanum er að finna ríkulegt úrval af vítamínum fæðubótarefnum og almennum apóteksvörum á hagkvæmu verði. Einnig er boðið upp á fyrsta flokks ráðgjöf og þjónustu í notalegu umhverfi í Glæsibæ.
V
ið erum lítið fjölskyldufyrirtæki og hér ríkir sannkölluð fjölskyldustemning,“ segir Svavar Jóhannesson, eigandi Lyfsalans í Glæsibæ. „Á meðan foreldrarnir versla geta börnin leikið sér á leiksvæði þar sem er meðal annars kastali.“
Persónuleg og góð þjónusta
Í Lyfsalanum er að finna gott úrval af gæðavítamínum og fæðubótarefnum, auk almennra apóteksvara. „Starfsfólk Lyfsalans býr yfir góðri þekkingu á ýmsu tengdu lyfjum, sjúkdómum og réttindum sjúklinga, en einnig hefur alveg komið
fyrir að það séu rædd prjónamál yfir afgreiðsluborðið. Við bjóðum upp á lausnir, ekki vandamál, og hér getur fólk fengið fyrsta flokks ráðgjöf og þjónustu,“ segir Svavar. Í Lyfsalanum er einnig hægt að fá mældan blóðþrýsting og blóðsykur. „Við tökum á móti hverjum og einum með bros á vör og markmiðið er að veita bestu mögulegu þjónustu hverju sinni. Við leggjum áherslu á afslappað umhverfi og persónulega þjónustu. Á þessum tveimur árum sem við höfum starfað höfum við eignast fullt af góðum vinum og erum þeim öllum afar þakklát.“
Ýmislegt í jólapakkann Í Lyfsalanum er einnig að finna ýmislegt sniðugt í jólapakkann. „Við bjóðum upp á úrval af gjafapakkningum fyrir bæði kynin og allan aldur. Svo er aldrei að vita nema við bjóðum upp á heitt súkkulaði og heimabakaðar smákökur ef þannig liggur á okkur,“ segir Svavar, sem hlakkar til að taka á móti viðskiptavinum Lyfsalans í desember. „Í Glæsibæ er mjög gott aðgengi fyrir fatlaða, næg bílastæði og rólegt og afslappað andrúmsloft. Við hönnun á Lyfsalanum var einmitt tekið mið af því að hafa rúma og góða aðstöðu. Svo erum við staðsett alveg við vestur innganginn og höfum meira að segja útsýni yfir Esjuna.“ Unnið í samstarfi við Lyfsalann
Niður brekku fer HJÁLMUR
HERRASKÍÐAS ÓR HERRASKÍÐASKÓR
ROSSIGNOL TOXIC
ROSSIGNOL ALIAS 80
11.990 kr.
35.990 kr.
SNJÓBRETTI
ROSSIGNOL GALA EÐA ROSSIGNOL CURCIUT
54.990 kr. DÖMUSKÍÐI
MEÐ BINDINGUM ROSSIGNOL UNIQUE 2
79.990 kr.
HERRASKÍÐI MEÐ BINDINGUM
ROSSIGNOL PURSUIT 400
94.990 kr.
HJÁLMUR
DÖMUSKÍÐASKÓR
SKÍÐAGLERAUGU
SNJÓBRETTASKÓR SNJÓBRET ÓR
14.990 kr.
29.990 kr.
frá 7.990 kr.
26.990 kr.
NORDICA CRUISE 55
K2 THRIVE
UVEX
NORTHWAVE VE SUPRA EÐA NORTHWAVE DIME
ÁRNASYNIR
20% PAKKAAFSLÁTTUR EF KEYPT ERU SKÍÐI OG SKÓR EÐA BRETTI, BINDINGAR OG SKÓR
Rossignol, Nordica, K2, Blizzard, Northwave Drake, UVEX, ARMADA og fleiri frábær merki
SKíðadeildin er í glæsibæ skíðavörur fást einnig í smáralind
GLÆSIBÆ
KRINGLUNNI
SMÁRALIND
utilif.is
62
jól í Glæsibæ
Helgin 4.-6. desember 2015
Falleg hálsfesti með stækkun handa mömmu eða ömmu. Gyllt/silfur. 13.726 kr.
Helga Kristinsdóttir, Maríanna Jónsdóttir, Anna Birgitta Bóasdóttir, Sjöfn Óskarsdóttir, Edda Friðfinnsdóttir og Erla Snorradóttir taka vel á móti fólki í gleraugna- og jólagjafaleit í Eyesland á 5. hæð í Glæsibæ. Mynd/Hari.
Sniðugar jólagjafir fyrir alla fjölskylduna
Ray Ban sólgleraugu. Verð frá 19.900 kr.
Vinnuljós með stækkun. 20% afsláttur til jóla. 21.699 kr.
Gleraugnaverslunin Eyesland á fimmtu hæðinni í Glæsibæ býður upp á fjölbreytt úrval umgjarða af ýmsu tagi. Þar má einnig finna eitthvað sniðugt í jólapakkann fyrir alla.
V
ið hjá Eyesland, gleraugnaverslun höfum upp á ýmislegt að bjóða sem gæti verið hin fullkomna jólagjöf fyrir fólk á öllum aldri,“ segir Edda Friðfinnsdóttir, sölufulltrúi hjá Eyesland. Í versluninni má finna fjölbreytt úrval af alls konar gleraugum. „Sólgleraugun eru alltaf vinsæl og svo voru veiðigleraugu með lespunkti fyrir veiðimanninn mjög vinsæl gjöf um síðustu jól,“ segir Edda. Auk þess eru Red-Bull skíðagleraugun tilvalin fyrir snjóbretta- og skíðafólkið. „Svo eigum við vinnulampa með stækk-
unargleri fyrir mömmu, pabba, ömmu eða afa, ýmis konar stækkunargler sem fara vel í vasa eða um hálsinn, augnhvílu sem getur hjálpað þeim sem þjást af augnþurrki eða eru með annars konar augnvandamál til dæmis hvarmabólgu og ýmislegt annað smálegt sem tilvalið er að skella með í jólapakkann.“ Starfsfólk Eyesland tekur ávallt vel á móti öllum þeim sem koma í verslunina á fimmtu hæð í Glæsibæ.
Mikið úrval af flottum sólgleraugum. Verð frá 7.399 kr.
Deraugu fyrir golfarann. 1.900 kr.
Unnið í samstarfi við Eyesland
Veiðigleraugu með styrk +1,50 og +2,50 fyrir veiðimanninn. Verð 11.880 kr. Gleraugnaklútar með jólamyndum, 3 í pakka.
Red-Bull skíðagleraugu fyrir brettaog skíðafólkið.
790 kr.
14.950 kr.
Sólgleraugu frá RedBull. Verð frá 24.800 kr.
Stækkunargler með ljósi, hentugt í vasann. 5.900 kr.
Handfrjálst stækkunargler fyrir handavinnukonuna. 5.950 kr.
Gjafakortin gilda í: Blue Lagoon spa Bláa Lónið Hreyfingu
Augnhvílan, margnota augnhitapoki sem hjálpar þeim sem eru með þurr augu eða hvarmabólgu. 4.880 kr.
Álfheimar 74 - 104 Reykjavík - S:414-4000 - www.hreyfing.is - hreyfing@hreyfing.is Vinnuljós með stækkun. 20% afsláttur til jóla. 25.530 kr.
opið allan sólahringinn í
LAYS 170G
399KR 2280 KR/KG
glæsibæ
CELEBRATION
399KR 2100 KR/KG
HELGAR OPIÐ ALLA HELGINA Á SUÐURLANDSBRAUT
AMBILIGHT 3 BAKLJÓS Philips Hue ljósaperusett fylgir!
3D Android HD LED Smart sjónvarp með Ultra HD 4K 3840 x 2160p upplausn. 800 Hz Perfect Motion Rate. Natural Motion. Quad Core örgjörvi. Ambilight 3 bakljós. Android 5.0. Wi-Fi. Stafrænn DVB-C/T2/S2 og gervihnattamóttakari. 3 x USB og 4 x HDMI. MyRemote Apple / Android App og 4 x Easy 3D gleraugu fylgja.
49“
INNBYGGÐUR SOUNDBAR
55“
Philips 49PUS7150
Philips 55PUS7150
HELGARTILBOÐ
HELGARTILBOÐ
199.995
239.995
FULLT VERÐ 269.995
FULLT VERÐ 299.995
Korona Philips HR1629 650W Daily Collection töfrasproti með 2 hraðar og Turbo. ProMix hnífar (Anti-splash). Tvöfaldur þeytari / hakkari og 0,5L skál fylgja.
Korona 24200 300w Smootie blandari með 2 hraðastillingum mog turbo. Ryðfríir stál hnífar. 2x 750ml glös fylgja. Auðvelt að taka í sundur og þrífa. Gúmmítappar undir fyrir betri stöðugleika.
HELGARTILBOÐ
9.995 FULLT VERÐ 14.995
Tvöfaldur þeytari fylgir
Panasonic MJL500SXE Slow Juicer safapressa með öflugum og hljóðlátum DC mótor sem snýst 45 rpm. Hámarksnýting á hráefni. Pressar ávexti, grænmeti, hveitigras, hnetur og soyjabaunir. Aukahlutur fyrir frosna ávexti fylgir.
HELGARTILBOÐ
HELGARTILBOÐ
3.995
24.995
FULLT VERÐ 5.995
FULLT VERÐ 39.995
WILFA RAKATÆKI FISSLER POTTAR OG PÖNNUR
20% AFSLÁTTUR
Symphony in RED limited edition vörurnar á tilboði
Melissa 16310147 Dósaopnari með segul og hnífabrýni. Slekkur sjálfkrafa á sér.
VERÐ FRÁ
HELGARTILBOÐ
6.396
1.995
FRÁBÆRT VERÐ
FULLT VERÐ 3.995
7 VERSLANIR UM LAND ALLT
REYKJAVÍK - AKUREYRI - HÚSAVÍK - SELFOSS EGILSSTAÐIR - REYKJANESBÆR - AKRANES www.ht.is - SJÁ ALLT VÖRUÚRVALIÐ - www.ht.is - ÞÚSUNDIR VÖRUTEGUNDA - www.ht.is - FRÁBÆR TILBOÐ - www.ht.is - SJÁ ALLT VÖRUÚRVALIÐ
RTILBOÐ LAUGARDAG 11-18 OG SUNNUDAG 13-18
4K ULTRA HD LED
DIGITAL CRYSTAL CLEAR
32”
50” MICRO DIMMING PRO Philips 50PUT6400 50" Ultra HD LED sjónvarp með 4K 3840 x 2160 upplausn. Pixel Precise Ultra HD. Micro Dimming Pro. 700 Hz Perfect Motion Rate. Natural Motion. Dual Core örgjörvi. Multiroom TV. Android 5.0. Wi-Fi. Stafrænn DVB-T2/S2 og gervihnattamóttakari. 3 x USB og upptökumöguleiki. 4 x HDMI. MyRemote Apple / Android síma- og spjaldtölvu App.
HELGARTILBOÐ
149.995 FULLT VERÐ 199.995
KYNNUM MIO HEILSUÚRIN 30% KYNNINGARAFSLÁTTUR
Philips 32PHT4200 32” LED sjónvarp með 1366 x 768p upplausn. Digital Crystal Clear. 100 Hz Perfect Motion Rate. Stafrænn DVB-C/ T2 móttakari. USB tengi og upptökumöguleiki. 2 x HDMI, heyrnartólstengi, optical út og CI rauf. EasyLink.
Dolce Gusto Circolo
HELGARTILBOÐ
42.995 FULLT VERÐ 59.995
KYNNING YFIR 30 TEGUNDIR AF KAFFI
LOKSINS FÁANLEG Á ÍSLANDI
DeLonghi EDG605B Sjálfvirk kaffivél fyrir Dolce Gusto kaffihylki. Stilling á vatnsmagni. Fáanleg í 3 litum og slekkur á sér eftir 5mín..
HELGARTILBOÐ
HELGARTILBOÐ
HELGARTILBOÐ
18.897
13.997
19.597
FULLT VERÐ 26.995
FULLT VERÐ 19.995
FULLT VERÐ 29.995
HELGARTILBOÐ
19.995
2kg af Quality Street fylgir
FULLT VERÐ 29.995
BLURAY SPILARI
MEL-16310167 Búðu til poppkorn eins og í bíó. Ferskt og bragðgott popp.
LG BP250 Full HD Blue-ray spilari með DVD uppskölun í 1080p.High Def 1080p @ 24fps myndgæði. Dolby True HD. Dolby Digital Plus. DTS-HD Master Audio. USB tengi SIMPLINK. Má tengja við harðan disk. HDMI tengi með Deep Color.
HELGARTILBOÐ
HELGARTILBOÐ
12.995
13.995
FULLT VERÐ 17.995
FULLT VERÐ 16.995
12 MÁNAÐA VAXTALAUSAR RAÐGREIÐSLUR
Philips SHB9150 Þráðlaus NFC Bluetooth heyrnatól með Neodymium hátölurum og púðum gerðir úr leðri. Li-ion rafhlaða endist allt að 9 klst. Má tengja með snúru. USB snúra fylgir.
HELGARTILBOÐ
12.995 FULLT VERÐ 19.995
ht.is SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500
HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • EYRARVEGI 21 SELFOSSI S: 480 3700 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRGÖTU 30 AKUREYRI S: 460 3380 • KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM S: 414 1735 • ÞJÓÐBRAUT 1 AKRANESI S: 431-3333 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500
komnar komnaraftur aftur
Loksins *leggings *leggings háar háarí íí *leggings háar 20% afsláttur afsláttur 20% afsláttur 30% Loksins Loksins Loksins Loksins Loksins20% Loksins komnar aftur mittinu mittinu mittinu afaf af öllum öllum vörum vörum öllum vörum afsláttur komnar komnar aftur aftur komnar aftur mnar mnar aftur aftur mnar aftur *leggings háar í 20% afsláttur Loksins Loksins til til 17. 17. júní júní til 17. júní öllum *leggings *leggings háar háarí íí háar eggings gings háar háarí íaf í *leggings eggings háar mittinu af öllum vörum komnar aftur komnar mittinu mittinu mittinu mittinu mittinu aftur mittinu vörum til 17. júní háar í *leggings háar í *leggings kr. . .. kr.5500 5500
66
kr. 5500
Heillandi hefð að klæða sig upp á um jólin
Túnika Túnika Túnika
föstudag, laugardag, mittinu kr. kr. 3000 3000 kr. 3000 .vörur, Frábær Frábær verð, smart vörur, Frábær verð, smart vörur, Túnika verð, sunnudag ogsmart mánudag. . .gæði . kr. 3000 góð góð þjónusta þjónusta góð þjónusta Frábær verð, smart Samkeppnishæf verð ogvörur,
kr. 5500
. vörur, .Frábær Reykjavík, London, Amsterdam, góð þjónusta Frábær verð, verð, smart smart vörur, vörur, París Frábær verð, smart ær verð, verð, smart smart vörur, vörur, ær verð, smart vörur, verð, smart vörur, Frábær verð, smart vörur, Frábær góð góð þjónusta þjónusta góð þjónusta góð góð þjónusta þjónusta góð þjónusta góð þjónusta
Helgin 4.-6. desember 2015
Jólaföt KlassísK og þægileg JólatísK K a í ár
kr. 5500 kr.5500 5500 kr. 5500 r.kr.5500 5500. .. kr. kr. 5500 mittinu
tíska & útlit
góð þjónusta
Ljósmyndarinn Helgi Ómarsson er búsettur í Danmörku þar Tökum Tökum upp upp nýjar nýjar vörur vörur daglega daglega Tökum upp nýjar vörur daglega sem hann starfar fyrir Elite módelskrifstofuna sem „model en í því starfi felst meðal annars að finna efnilegar Bláu Bláu húsin húsin Faxafeni Faxafeni ·S. 588 S. 588 4499 4499 ∙ Opið ∙Opið Opið mán.mán.fös. fös. 12-18 12-18 ∙ laug. laug. 11-16 11-16 Bláu Faxafeni ·588 588 4499 ∙nýjar mán.12-18 ∙∙scout,“ laug. 11-16 Tökum Tökum upp nýjar vörur vörur daglega daglega Tökum upp nýjar vörur daglega Tökum Tökum upphúsin upp nýjar nýjar vörur vörur daglega daglega Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · ·S.S. 4499 ∙upp Opið mán.fös. 12-18 ∙fös. laug. 11-16 Tökum upp nýjar vörur daglega Tökum upp nýjar vörur daglega fyrirsætur. Helgi hefur svo sannarlega næmt auga, en fyrir fyrirBláu húsin Faxafeni ·· 12-18 S. 4499 ∙4499 Opið mán.fös. 12-18 ∙ fös. laug. 11-16 áuFaxafeni húsin Faxafeni S. 588 4499 Opið mán.fös. 12-18 ∙·588 11-16 Bláu Bláu húsin Faxafeni Faxafeni S. S.laug. 4499 ∙11-16 Opið Opið mán.mán.fös.fös. 12-18 12-18 ∙ laug. laug. 11-16 11-16 húsin Faxafeni ·588 S. 588 ∙ ∙Opið mán.12-18 ∙ ∙laug. 11-16 Faxafeni Faxafeni · S.· ·588 588 4499 4499 ∙ Bláu Opið ∙∙Opið Opið mán.mán.fös. fös. 12-18 12-18 ∙laug. ∙4499 laug. 11-16 11-16 nin S.S.·588 4499 ∙ húsin mán.fös. ∙588 laug. sætur sem hann hefur uppgötvað hafa meðal annars gengið tískupallana fyrir Chanel, Burberry, Gucci og Louis Vuitton. Fréttatíminn fékk Helga til að fara aðeins yfir jólatískuna í ár, sem verður klassísk og þægileg að hans mati. Auk þess rifjaði Helgi upp skemmtilegar minningar sem tengjast jólafötum. Tökum upp nýjar vörur daglega
H
elgi segir hugmyndina um jólatísku vera heillandi. „Hefðin að maður eigi að vera í nýjum fötum, annars fari maður í jólaköttinn, finnst mér skemmtileg og einnig þessi kósý hlið, þá á ég við jólapeysurnar, jólalitina og hlýju kósý flíkurnar.“ Sjálfur kaupir Helgi sér samt ekki nýtt jóladress frá toppi til táar fyrir hver jól. „Ég finn mér kannski eina nýja skyrtu eða fínan jakka.“ Jólatískan hefur meira tilfinningalegt gildi hjá Helga. „Mér þykir ótrúlega vænt um að klæða mig upp á aðfangadag vegna hefðarinnar held ég.“
Full búð af nýjum vörum
Innpakkaður í hlý föt yfir hátíðirnar
Tösku-og hanskabúðin við Hlemm
Verð: 18.300 kr.
www.th.is
JÓLAKJÓLAR
Aðspurður um ómissandi flík yfir jólin koma mjúkar flíkur upp í hugann hjá Helga. „Það er allavega meira og minna það sem ég klæðist yfir hátíðirnar. Góð prjónuð peysa, lopapeysa jafnvel, stór góð dúnúlpa, stór og feitur trefill og mjúkir sokkar.“ Helgi ólst upp á Seyðisfirði og eyðir jólunum yfirleitt þar í faðmi fjölskyldu og vina. „Ég reyni að vera mikið úti í vetrarparadísinni á Seyðisfirði, fara út með hundana eða bara rölta með vinunum, það finnst mér best. Ég þarf því að vera
KJÓLL VERÐ 9.990 KR
STÆRÐIR 14-28
Skoðaðu úrvalið í netverslun www.curvy.is eða komdu við í verslun okkar að Fákafen 9
Helgi Ómarsson, ljósmyndari, heillast af hefðinni sem fylgir jólatísk jólatískunni.. „Mér þykir ótrúlega vænt um að klæða mig upp á á aðfangadag, hefðarinnar vegna.“ Mynd/ Helgi Ómars.
Hvað mun einkenna jólajólatískuna í ár? Hjá stelpunum er það algjörlega klassíkin. Rauður varalitur, naglalakk í stíl og fínn kjóll. Ætli straumar haustsins muni ekki hafa áhrif á jólajólamunsturflíkina ár. Blúndur, munsturgleðin, útvíðu háu buxurnar nátt eða jafnvel flippuðu náttfatasettin sem sáust mikið í götutískunni þetta árið. Sem betur fer er nóg um að velja og trendin, ef maður kýs að fylgja þeim, nógu mörg til að geta gert skemmtilega breytingu frá svarta örygginu. Klassíkin verði einnig í fyrirrúmi hjá strákunum. Rúllukragarnir eru hvað mest áberandi núna og hafa verið upp á síðkastið og eru ekkert á leiðinni út. Það gæti auðveldlega komið í staðinn fyrir skyrturnar góðu til dæmis. Einnig er litagleðin alltaf að verða meira og meira áberandi, ásamt víðari buxum, jafnvel mjög víðum. Annars eru vel aðsniðin jakkaföt algjör klassík, það væri tilvalið að bjóta það upp með litríkri, jafnvel munstraðari skyrtu eða fínum rúllukragabol. Helgi Ómarsson ljósmyndari og bloggari á TRENDNET
algjörlega pakkaður inn í góðar flíkur og hef aldeilis sankað að mér slíkum í gegnum tíðina.“ Þar sem kósýheitin einkenna klæðaval Helga segist hann sjaldan klæða sig mikið upp á, hann gerir þó sitt besta á aðfangadag. „Ég er sjaldan rosa fínn því miður, ég hef alltaf verið frekar feiminn við það. En mér finnst það mjög gaman þegar það passar. Jólin eru algjörlega tíminn til þess og hef ég alltaf klætt mig fínt á jólunum. Blazer, skyrta, bindi eða slaufa hafa orðið fyrir valinu síðustu ár, en í ár ætla ég aðeins að breyta til samt.“
Í of stóru vesti með gel í toppnum
Afgreiðslutímar í verslun okkar að Fákafeni 9 11-18 alla virka daga 11-16 á laugardögum PÓSTSENDU M HVERT Á LA FRÍTT ND SEM ER
Fákafeni 9 | Sími 581-1552 | www.curvy.is
Litli horaði ég endaði því í risa vesti með gel í toppnum og með gleraugu sem ég þurfti ekki. Hjálpi mér.
Þegar Helgi lítur til baka rifjast upp fyrir honum ein jólin þar sem hann hafði sterkar hugmyndir um jólafötin. „Ég var svona 10 eða 11 ára og tennurnar á mér voru allar á vitlausum stað. Ég var með gleraugu, en ég nota ekki gleraugu í dag, ég sannfærði bara augnlækni um að ég þyrfti þau því mig langaði að prófa. Ég valdi mér svo stórt dökkgrátt vesti og var í hvítum bol innanundir. Litli horaði ég endaði því í risa vesti með gel í toppnum beint uppí loftið og með gleraugu sem ég þurfti ekki. Hjálpi mér,“ segir Helgi og hlær. Hann hvetur fólk til að eyða ekki óþarfa orku um jólin í hluti sem skipta ekki máli. „Þetta er algjör klisja og væmið, en af biturri reynslu þá kemur þetta alveg frá hjartanu. Einbeitum okkur að því að njóta.“ Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is
tíska & útlit 67
Helgin 4.-6. desember 2015
jonamaria verslun og verkstæði í bæjarlind
3 ára afmæli 20% afsláttur af skóm og snyrtivörum út sunnudag Kjóll Kjóll "svartur" "svartur" Jóna María Norðdahl, klæðskeri, hannar klæðilegar og fallegar flíkur undir merkinu JonaMaria. Glæsilega verslun og verkstæði má finna í Bæjarlind 16 í Kópavogi. Mynd/Hari.
Draumur sem varð að veruleika Jóna María Norðdahl er kona sem lét draum sinn rætast þegar hún stofnaði sitt eigið fatahönnunarfyrirtæki. Í dag fer starfsemin fram á 2. hæð í Bæjarlind 16 í Kópavogi þar sem stór verslun, saumastofa og hönnunarstúdíó koma saman í glæsilegu og hlýlegu rými. Þar kvikna hugmyndir, hönnunin hefst, efni eru vandlega valin, saumavélar suða og flíkur verða að veruleika, tilbúnar í sölu.
Vera hringtrefill kr.9.900
Drífa kápa Kr.35.900
Jóna María kann mjög vel við sig í Bæjarlindinni þar sem JonaMaria hefur verið til húsa í eitt og hálft ár. „Viðtökurnar hafa verið frábærar og þar framleiðum við allan fatnað og skart og leggjum áherslu á
Tamaris skór stærðir 36-41, Verð: 10.990,20% afsl: 8.792,-
Desiqual Desiqual kjóll kjóll
16.990,16.990,-
Tamaris skór stærðir 36-41, Verð: 8.990,20% afsl: 7.192,-
Kjóll "Hawai" "Hawai" Kjóll stærðir stærðir 8-26 8-26
12.990,12.990,-
Yrsa kjóll kr. 22.500
Signý peysa kr.16.500
flæði milli verslunar og verkstæð verkstæðis. Við bjóðum einnig upp á stytt styttingu á fatnaði og fleira gegn vægu gjaldi,“ segir Jóna María. Stemningin í versluninni er notaleg og afslappandi. „Við leggjum áherslu á góða þjónustu og fjölskylduvænt umhverfi. Við viljum að konur gefi sér tíma til að máta og við hjálpum þeim að finna réttu flíkina. Margar koma í verslunina eftir að hafa séð ljósmyndir sem við tökum í okkar eigin stúdíói, bæði fyrir fésbókina,
Tamaris skór stærðir 36-41, Verð: 10.990,20% afsl: 8.792,stærðir 36-44 36-44 stærðir
19.990,19.990,-
Hannar með vellíðan og vaxtarlag í huga
Hell Hell Bunny Bunny kjóll kjóll
stærðir stærðir XS-4XL XS-4XL
10.990,10.990,-
stærðir stærðir S-XXL S-XXL
s
Verslun og verkstæði í Bæjarlind
12.990,12.990,-
Kjóll Kjóll 2-BIZ 2-BIZ
em unglingur hafði ég mikla ástríðu fyrir fötum og tísku en komst fljótt að því að það sem var í boði í verslunum passaði illa á mig. Þar sem ég er aðeins háhá vaxnari en margar hverjar og með breiðari axlir og bak, lengri handhand leggi og kvenlegan vöxt, ákvað ég í byrjun ferils míns að hanna föt sem pössuðu á konur eins og mig. Ég er lærður klæðskeri en mig hefur allt alltaf dreymt um að vera fatahönnuður. Þetta var í raun kveikjan að JonaMaria eins og hún er í dag,” segir Jóna María. Í dag er JonaMaria staðsett í Bæjarlind 16.
„Þegar kona klæðist fatnaði sem henni líður vel í og hæfir hennar vaxtarlagi þá geislar hún af sjálfstrausti og kynþokka,“ segir Jóna María. Sniðin hennar eru því útpæld og efnisvalið þaulhugsað. „Einlægustu ummælin sem ég hef fengið frá viðskiptavini eru: „Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer ekki grátandi út úr fataverslun.“ Þessa konu þurfti ég að faðma. Svona umsagnir eru ástæðan fyrir því að ég er í fatahönnun og ég veit ekkert skemmtilegra en að skapa fallega hluti sem gleðja konur og láta þeim líða vel.”
stærðir stærðir 8-26 8-26
Tamaris skór stærðir 36-41, Verð: 8.990,20% afsl: 7.192,-
Kjóll Kjóll "Esprit" "Esprit"
stærðir stærðir XS-XXL XS-XXL
17.990,17.990,-
Tamaris skór stærðir 36-41, Verð: 8.990,20% afsl: 7.192,-
Tamaris skór stærðir 36-41, Verð: 11.990,20% afsl: 9.592,-
Tamaris skór LIMB LIMB "páfagaukar" "páfagaukar" stærðir 8-20 8-20 stærðir stærðir 35-42 23.990,23.990,Verð: 11.990,20% afsl: 9.592,-
Tamaris Unicorn "Leo" Unicornskór "Leo" Íslenskt merki stærðir 35-42 Íslenskt merki Stærðir Stærðir XS/S, XS/S, S/M,M/L S/M,M/L & & L/XL L/XL Verð: 11.990,16.990,16.990,20% afsl: 9.592,-
Sirrý peysa kr.16.500
JónaMaría JM Design, snapchat, jonamariadesign, og vefverslunina okkar, jonamaria.is.” JónaMaría Design er í hátíðarskapi og á næstu dögum fer af stað á fésbókinni lukkuleikur með slagorðinu „Gleðileg jól í íslenskum kjól“ og hvetur Jóna María alla til að fylgjast vel með. Unnið í samstarfi við JónuMaríu Design
Kjólar Kjólar & & Konfekt Konfekt
Opnunartími: Opnunartími: Opnunartími: mánudaga-föstudaga mánudaga-föstudaga 11:00-18:00 11:00-18:00 laugardaga 11:00-17:00 mánudaga-föstudaga 11:00-18:00 laugardaga 11:00-17:00 sunnudaga:12:00-16:00 sunnudaga:12:00-16:00
laugardaga 11:00-17:00 Símisunnudaga: 13:00-17:00 Laugavegi Laugavegi 92 92 101 101 Reykjavík Reykjavík Sími 517 517 0200 0200 www.kjólar.is www.kjólar.is Laugavegi 92 / 101 Reykjavík / Sími 517 0200 / www.kjolar.is Kjólar & Konfekt
kjolarogkonfekt
68
tíska & útlit
Helgin 4.-6. desember 2015
sokkabuxur Rosa Líka í um yfirstærð
Fríða, eigandi Curvy, segir jólatískuna í ár einkennast af glamúr, gulli og hefðbundnum litum. Curvy er til húsa í Fákafeni 9 í Reykjavík. Á Curvy.is má skoða úrvalið og versla á netinu. „Við viljum veita viðskiptavinum á landsbyggðinni jafn góða þjónustu og viðskiptavinum okkar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Fríða. Mynd/Hari.
Bankastræti 3 / S. 551 / 3635 / www.stella.is
Augnhára og augabrúnalitur sem er einfaldur í notkun og þekur grá og fíngerð hár 100% Allt sem þú þarft er í pakningunni, sem dugar í 20 litanir Fáanlegur í 3 litum Þýsk gæðavara
Glæsileg jólaföt í mismunandi sniðum og stærðum C
urvy er verslun með fallegan fatnað á dömur með mjúkar línur. „Við byrjuðum sem netverslun árið 2011 og hafa hlutirnir þróast hratt síðan þá,“ segir Hólmfríður Guðmundsdóttir, eða Fríða eins og hún er alltaf kölluð, eigandi Curvy. Verslunin er nú í 150 fermetra húsnæði í Fákafeni 9. „Okkar markmið hefur frá upphafi verið að bjóða upp á tískufatnað í stærðum 14-28 sem höfðar til ungra kvenna. En hingað koma konur á öllum aldri enda er ekkert aldurstakmark þegar kemur að tískufatnaði. Við leggjum áherslu á að bjóða uppá fjölbreyttan fatnað í alls konar sniðum, á góðu verði.“ Meðal merkja sem finna má hjá Curvy eru JUNAROSE, ZIZZI, Cassiopeia og Forever 21.
Túlipana sniðið: Þetta er algjört bombu snið! Ýkir allar kvenlegar línur og rykkingarnar sem fara yfir magann klæða af.
Glamúr og litagleði einkennir jólatískuna í ár
Jólin í ár munu einkennast af miklum glamúr líkt og oft áður. „Lurex glitur og pallíettur eru mjög áberandi í ár,“ segir Fríða og að hennar mati verða rauður, gull, silfur og blár í bland við svart mest áberandi í litavali. Úrvalið er með fjölbreyttasta móti hjá Curvy fyrir jólin. „Sparibuxur, túnikur og kjólar eru vinsælustu flíkurnar hjá okkur fyrir jólin, en ermar og blazerjakkar eru einnig vinsælir yfir jóladressið,“ segir Fríða.
okkur vera ómissandi undir jólakjólinn til að slétta og móta en í Curvy bjóðum við bæði upp á aðhaldstoppa, kjóla og leggings og það kemur mörgum á óvart hversu þægileg aðhaldsfötin eru,“ segir Fríða. „Svo má ekki gleyma sokkabuxunum en við fáum sokkabuxur í öllum stærðum og höfum við frábæra reynslu af þeim enda eru þær háar upp og haldast á sínum stað.“ Lengdur opnunartími verður í Curvy frá og með 17. desember. Nánari upplýsingar má nálgast á curvy.is og á Facebook síðu Curvy.
Þægilegur aðhaldsfatnaður
Unnið í samstarfi við
Aðhaldsfatnaður er einnig vinsæll kostur þegar jólafötin eru keypt. „Góður aðhaldsfatnaður finnst
Lausa beina sniðið: Fyrir þær sem vilja klæða af magasvæðinu en eru ekki hrifnar af útvíðum sniðum. Hentar þó ekki skvísum sem eru mjaðmabreiðar.
Curvy
A-snið: Kvenlegt snið sem er aðsniðið að ofan en stækkar svo út frá sér. Eitt af vinsælustu sniðunum hjá okkur í Curvy. Býr til mitti og klæða af magasvæðinu.
Trésor LA NUIT ilmur edp 50 ml, húðmjólk 50 ml, maskari ferðastærð og taska.
Trésor LA NUIT ilmur edp 30 ml, sturtusápa 50 ml og húðmjólk 50 ml.
Algengt verð: 11.948 kr.
Algengt verð: 7.979 kr.
30%
VILDARAFSLÁTTUR AF
Carry On
Fat Cat Art
Winter Wonderland
Vildarverð: 1.749.Verð: 2.499.-
Vildarverð: 1.819.Verð: 2.599.-
Vildarverð: 2.099.Verð: 2.999.-
Marvel’s the Avengers Encyclopedia
Big Book of Knitting
Politics Book
Sociology Book
Vildarverð: 4.759.Verð: 6.799.-
Vildarverð: 2.799.Verð: 3.999.-
Vildarverð: 2.799.Verð: 3.999.-
StarWars Absolutely Everything Vildarverð: 3.149.Verð: 4.499.-
Vildarverð: 4.899.Verð: 6.999.-
Design
Wildlife of the World
Men & Cats
Vildarverð: 4.199.Verð: 5.999.-
Vildarverð: 4.199.Verð: 5.999.-
Vildarverð: 2.099.Verð: 2.999.-
VIÐ PÖKKUM INN FYRIR ÞIG OG ÞÚ KÍKIR Í TÍMARIT!
NÝ VERSLUN Í MJÓDDINNI
AF ÖLLUM ERLENDUM BÓKUM Girl Online: On Tour
Game of Thrones - Leather
Binge
Atlas of Architecture Today
Vildarverð: 2.309.Verð: 3.299.-
Vildarverð: 8.399.Verð: 11.999.-
Vildarverð: 3.149.Verð: 4.499.-
Vildarverð: 4.899.Verð: 6.999.-
Selp Helf
Color Inspirations
Great LEGO Sets
Kinfolk Home
Vildarverð: 2.799.Verð: 3.999.-
Vildarverð: 4.899.Verð: 6.999.-
Vildarverð: 4.199.Verð: 5.999.-
Vildarverð: 4.619.Verð: 6.599.-
Ivory Kings
Skull: Designed by Wintercroft
Fantastic Cities
Amazing Book is Not on Fire
Vildarverð: 3.219.Verð: 4.599.-
Vildarverð: 1.399.Verð: 1.999.-
Vildarverð: 2.099.Verð: 2.999.-
Austurstræti 18
Álfabakka 14b, Mjódd
Hafnarfirði - Strandgötu 31
Ísafirði - Hafnarstræti 2
Skólavörðustíg 11
Kringlunni norður
Keflavík - Sólvallagötu 2
Vestmannaeyjum - Bárustíg 2
Laugavegi 77
Kringlunni suður
Akureyri - Hafnarstræti 91-93
Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Hallarmúla 4
Smáralind
Akranesi - Dalbraut 1
Vildarverð: 2.799.Verð: 3.999.-
540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is
Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Vildarverð gilda 4. des, til og með 6. des. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.
72
tíska & útlit
Helgin 4.-6. desember 2015
Gúmmíbátaviðgerð sem varð að útivistarverslun GG Sport er útivistarverslun og þjónustuverkstæði sem býður upp á allt fyrir sjósportsiðkendur, fjalla- og göngugarpa. GG Sport er í eigu tveggja æskuvina og var upphaflega stofnað sem viðgerðaverkstæði á gúmmíbátum og göllum. Í dag reka félagarnir sérverslun og verkstæði á Smiðjuveginum í Kópavogi.
G
G stendur fyrir Gúmmíbátar og gallar og var fyrirtækið upphaf lega viðgerðaverkstæði á gúmmíbátum og göllum. „Við hófum störf í bílskúr árið 2004. Fljótlega bættist við innflutningur á vörum tengdum sjó- og fjallasporti,“ segir Leifur Dam Leifsson, sem stofnaði fyrirtækið ásamt æskufélaga sínum, Tómasi Jóni Sigmundssyni.
Allt fyrir sjó- og fjallasportið
GG Sport er útivistarbúð með allt fyrir sjó- og fjallasportið. „Búðin er innréttuð af okkur sjálfum, mikið til úr endurnýtanlegu efni því við viljum leggja umhverfinu lið,“ segir Leifur. Þeir Tómas eru vel upplýstir um vörurnar sem fáanlegar eru í versluninni, enda miklir útivistarmenn. „Viðskiptavinurinn skiptir höfuðmáli og fólk kann að meta hversu upplýst við erum auk þess
Æskufélagarnir Leifur og Tómas stofnuðu viðgerðaverkstæði á gúmmíbátum og göllum í litlum bílskúr fyrir 11 árum síðan. Í dag reka þeir útivistarbúðina GG Sport á Smiðjuvegi þar sem ávallt ríkir létt og skemmtileg stemning. Mynd/Hari.
sem við beinum fólki í rétta átt ef svo ber undir.“ „Við erum með mikið úrval af vörum sem henta vel í jólapakkann á hagstæðu verði,“ segir Leifur. Ullarfatnaður, gönguskór og aukahlutir í útivistina verða vinsælar jólagjafir í ár að hans mati. „Icebreaker ullarfatnaðurinn er mjög vinsæll, enda hágæða 100% merino ull sem stingur ekki. Við seljum mjög mikið af ítölskum gönguskóm frá AKU. Þeir eru á mjög hagstæðu verði og eiga auðvelt með að keppa við dýrustu merkin. Keðjubroddar og bakpokar frá Osprey koma þarna fast á eftir og svo eigum við allt í sjósundið.“
að fyrirtækið sé þekktast sem útivistarbúð. „Við erum enn með verkstæði auk þess að skjóta rótum á öðrum vettvangi,“ segir Leifur. GG Sport hefur til að mynda þjónustað björgunarsveitirnar frá upphafi. „Við höfum byggt upp traustan kúnnahóp sem stækkar á milli ára. Margir af okkar kúnnum koma reglulega í kaffi, bara til að spjalla og skoða,“ segir Leifur. GG Sport er staðsett á Smiðjuvegi 8 (græn gata) í Kópavogi. „Langflestar vörurnar eru á www.ggsport.is og fyrir þá sem eru með Facebook erum við alltaf með nýjungar og spennandi tilboð þannig að það er um að gera að vera vinur okkar þar,“ segir Leifur.
Traust og ánægja
Unnið í samstarfi við
Jólagjöf útivistarfólksins
GG Sport kemur víða við þó svo
Förðunarr áð í kuldanum
Barist gegn þurrki Nú Þegar kalt er í veðri finna margir fyrir þurrki í húðinni og á vörunum. Því fylgir ákveðin áskorun sérstaklega þegar viðkemur förðun. Hér eru nokkur ráð sem ættu að hjálpa í baráttunni gegn þurrki. Varirnar. Kalda loftið leikur um varirnar þegar við öndum því að okkur sem veldur því að þær þorna og flagna. Best er að bera varasalva á varirnar áður en maður fer út og nokkrum sinnum yfir daginn til að draga úr rakamissi. Það getur einnig verið gott að setja smá af augnkremi á varirnar áður en varasalvinn er borinn á. Það er líka nauðsynlegt að bera varasalva á varirnar áður en varalitur er settur á sérstaklega ef hann er mattur. Einnig má blanda saman púðursykri og hunangi og nudda varirnar til að losa dauðar húðflögur til að halda þeim fallegum og mjúkum. Andlitið. Rakakremið er nauðsynlegt að nota daglega til að viðhalda góðum raka í húðinni. Þá skiptir mestu að þekkja sína húðgerð til að velja rétt rakakrem, en hægt er að fá fljótlega húðgreiningu á snyrtistofum. Áður en farði er borinn á húðina er gott að nota léttan andlitsskrúbb einu sinni til tvisvar í viku en bera alltaf rakakrem á hana. Best er að nota fljótandi farða því hann blandast vel við húðina
GG Sport
Síðan
1902
Gæði Reynsla Þjónusta
FRÍAR LITAPRUFUR
og gefur náttúrulega áferð. Ágætt er að bera farðann á húðina með förðunarbursta til að fá jafnt og fallegt útlit. Augun. Ekki má gleyma húðinni í kringum augum. Það er ekki ráðlagt að nota hefðbundið rakakrem á húðina í kringum augun þar sem hún er þynnri og viðkvæmari. Hinsvegar gildir það sama um húðina í kringum augun og aðra húð að það þarf að bera á hana krem til að viðhalda raka. Best er að bera rakagefandi augnkrem á húðina kvölds og morgna, á hreina húð og passa að þrífa alla augnmálningu af á kvöldin. Þar að auki er best að forðast augnskugga sem þurrka húðina eða nota rakagefandi primer undir augnskugga. Hendurnar. Notaðu vettlinga til að halda góðum hita á höndunum, til að koma í veg fyrir að kalda loftið nái til þeirra. Ágætt er að bera handáburð á þær áður en farið er út í kuldann og nokkrum sinnum yfir daginn. Til að halda þeim mjúkum er hægt að skrúbba þær með heimatilbúnum skrúbb úr púðursykri, kókos- eða ólífuolíu og örlitlu af hunangi. Til að halda nöglunum fallegum er gott að nudda þær með olíu og ýta varlega niður naglaböndunum, þetta má jafnframt gera klukkustund áður en þær eru lakkaðar.
www.slippfelagid.is
SKREYTUM HÚS SÁ ALLRA VINSÆLASTI
45% AFSLÁTTUR TIL JÓLA
Það er engin tilviljun að Skreytum hús liturinn okkar er einn sá allra vinsælasti hjá okkur núna í innimálningu. Hann gefur þessa hugljúfu mjúku stemmingu en er í senn sérstaklega elegant og klassískur
Soffía Dögg hjá Skreytum hús valdi litinn Fæst einungis í Slippfélaginu
Opnunar Virka daga 08.00 – 18.00 -tími Laugardaga 10.00 – 14.00 Borgartúni 22 Rvk. Dalshrauni 11 Hfj.
Dugguvogi 4 Rvk. Gleráreyrum 2 Ak.
Sími: 588 8000 slippfelagid.is
notalegt í desember 1 HRINGUR + MIÐSTÆRÐ AF HEITU SÚKKULAÐI
699 KR.
Úti er kalt en inni hjá okkur er alltaf hlýtt og notalegt. Komdu til okkar í Kringluna eða á Laugaveg í desember og fáðu jólaskapið beint í æð. Upplýsingar um opnunartíma má finna á dunkindonuts.is.
74
Helgin 4.-6. desember 2015
Er allt stíflað? Í andlitsbeinum mannsins eru fjögur pör af holum sem kallast skútar og sýking í þeim því skútabólga eða kinnholubólga. Við sýkingu þrengjast frárennslisgöng frá kinnholum til nefsins. Einkennin eru verkir í kinnum, bak við augu, enni og stundum í hnakka. Kvillinn er algengur hjá eldri börnum og fullorðnum. Meðferðin felur í sér að losa um rennslið frá lokaða holrúminu. Hvað er til ráða? n Rétt er að forðast líkamlega áreynslu. n Rétt er að forðast mikinn hita og kulda því hitabreytingar auka á verkina. n Gott er að anda að sér gufu þar sem raki eykur á rennslið. n Gott er að drekka mikinn vökva þannig að líkaminn sé vel birgur, það þynnir einnig slímið. n Gott er að hafa hátt undir höfði við svefn. n Til eru lyf sem draga saman æðar í slímhúð nefsins. n Sýklalyf eru notuð í erfiðum tilfellum þar sem hiti fylgir.
Skiptir maturinn máli?
n Við krónískum kinnholubólgurm getur læknir þurft að blása og skola út úr holunum með þar til gerðu tæki.
Hvað á að forðast fyrir svefninn?
PISTILL
Mataræði og svefn tengjast mjög sterkum böndum og er því mikilvægt að huga að mataræðinu ef bæta á svefninn. Sömuleiðis getur bættur svefn hjálpað þér við að bæta mataræðið. Sum atriði eru augljós en það er margt sem getur haft áhrif á svefn þinn:
1
Koffein: Ef að þú átt erfitt með svefn er gott að draga úr inntöku koffeinríkra drykkja, s.s. kaffi, kóladrykkjum og orkudrykkjum upp úr hádegi því það tekur líkamann 8-12 tíma að skola út áhrifum þeirra.
2
Sykrað ruslfæði: Gosdrykkir og nammi getur skotið upp blóðsykrinum. Það getur verið einfalt að sofna í sykurfallinu en síðar um nóttina þegar blóðsykurinn nær lágmarki getur það raskað svefnferlinu og vakið þig.
Teitur Guðmundsson læknir
3
Unnar kjötvörur og þroskaðir ostar: Þessi matvæli innihalda amínósýruna tyramine sem losar örvandi boðefni og raskar blóðþrýstingsstjórn okkar. Mikið kryddaður matur getur einnig verið örvandi og raskað hitastýringu líkamans. Þessa fæðu ætti því að forðast á kvöldin.
4
Þungar máltíðir: Bakflæði er algeng orsök röskunar á svefni og er mikilvægt fyrir þá sem hafa einkenni að huga að mataræðinu fyrir svefninn. Þungar máltíðir fyrir svefn, brasaður skyndibiti, sítrusávextir, kaffi og gos eru því á bannlista. Trefjaríkur matur er lykilatriði og hnetusmjör getur verið hjálplegt kvöldsnarl.
5
Áfengi: Sumir fá sér einn áfengan drykk fyrir svefninn, það gæti þó verið meira til ógagns. Þó svo að áfengið sé slævandi þá eru áhrifin skammvinn. Áfengið raskar svefnferlinu og minnkar endurnærandi djúpsvefn og eykur líkur á að þú vaknir of snemma og óendurnærð(ur).
Næringarefnum bætt í matvæli Öll þurfum við nauðsynleg næringarefni til að halda heilsu. Hollt, fjölbreytt fæði getur veitt okkur öll þessi efni, þó með fáeinum mikilvægum undantekningum og þá sérstaklega D-vítamín sem ekki fæst í nægjanlegu magni úr algengu fæði. En verði fæðið of fábreytt eða lítilfjörlegt verða vítamín og steinefni oft af skornum skammti. Ákveðnir hópar, ekki síst aldraðir, eru líklegri en aðrir til að fá ófullnægjandi næringu. Ein leið til að tryggja
sem flestum bætiefnaríkt fæði og koma í veg fyrir skort er að bæta einstökum efnum í matvæli. Bætiefni sett í matvæli til að bæta lýðheilsu Dæmi eru um að íblöndun einstakra efna í ákveðin matvæli sé lögbundin eða að reglugerðarákvæði hvetji til íblöndunar í því skyni að bæta heilsu almennings eða hópa fólks.
Dæmi um slíka íblöndun eru: n D-vítamín í mjólk víða á norðurhveli.
n Joð í salt víða um heim þar sem joðskortur er landlægur.
n Járn og B-vítamín í mjöl.
Til að íblöndun bætiefna virki sem lýðheilsuaðgerð er mikilvægt að matvaran sem um ræðir sé vandlega valin og nái til alls þorra markhópsins. Íblöndun efna í mörg eða margs konar matvæli á markaði er ekki æskileg þar sem það eykur líkur á að fólk fái það mikið af einstökum næringarefnum að það skaði heilsuna. Unnið í samstarfi við Doktor.is.
Ýmislegt getur haft neikvæð áhrif á bragðskyn, ber þar fyrst að nefna reykingar, en tóbaksnotkun í nefi og munni getur líka haft skemmandi áhrif.
V
ið eyðum töluverðum tíma á hverjum degi í að hugsa um mat, ákveða hvað skuli snæða og svo auðvitað að borða matinn sjálfan. Þetta eru lífsnauðsynlegir hlutir, sumir njóta þess að spekúlera í mat og drykk, aðrir vilja helst klára þetta sem fyrst svo þeir geti farið að gera eitthvað annað mikilvægara. Vissulega getur farið mikill tími í þessar pælingar, sérstaklega ef maður lætur hugmyndaflugið og lystina ráða för. Það getur orðið ákveðin nautn að hlakka til og fá bragð í munninn af mat sem maður á eftir að elda, velta vöngum yfir hráefninu, öllum möguleikum samsetninga og meðlætis. Endalaus sæla kynnu sumir að segja, aðrir myndu kalla það tímaþjóf. Sumir eru svo það heppnir að geta sest að borðinu og einhver annar hefur tekið þetta að sér fyrir þá. Auðvitað geta allir eldað, það er spurning um að sýna því áhuga, í það minnsta að hafa áhuga á því hvað maður setur ofan í sig. Sérstaklega ef horft er til heilsu og lífsstíls almennt þá fer þetta að skipta verulegu máli.
Bragðskynið og truflanir
Það eru til ýmsar rannsóknir um það hversu miklum tíma við eyðum í þessar hugsanir, en svo virðist sem það sé allt frá hálftíma og upp í tvær klukkustundir á dag sem er býsna mikið ef það er talið saman. Þá er hér verið að tala um þá sem eru ekki með neina sjúklega tengingu við mat og matarinntöku samanber átraskanir eða kaloríuteljara. Bragðlaukarnir á tungunni og nefið auk augnanna eru þau skynfæri sem við notum mest til að ákveða hvaða mat okkur líkar við, það er einstaklingsbundið og hver og einn nemur bragð á ákveðinn máta og líklega enginn alveg eins. Það má þó segja að það séu ákveðnar tegundir sem við þekkjum samanber súrt, sætt, beiskt, salt og svo umami sem kemur frá Japan og þýðir bragðmikið. Flestir hafa þúsundir bragðlauka sem spila saman, en
aðrir hafa mun fleiri og hafa þannig eiginleika sem geta gagnast þeim verulega í matargerð, vínsmökkun og svo framvegis. Allt getur þetta bilað og í grunninn mætti segja að hlutverk bragðskyns sé að geta greint á milli skemmds matar og heilsuspillandi sem er býsna mikilvægt. Ýmislegt getur haft neikvæð áhrif á bragðskyn, ber þar fyrst að nefna reykingar, en tóbaksnotkun í nefi og munni getur líka haft skemmandi áhrif. Tannskemmdir, léleg tannhirða og bólgur eru alræmdar ástæður truflana. Sýkingar í munnholi, eyrum og kinnholum, ofnæmiskvef, aukaverkanir af lyfjanotkun, áverkar bæði í munni en einnig á taugum og heila geta breytt bragðskyni. Það getur verið flókið að átta sig á stundum og þá geta truflanirnar verið tímabundnar eða varanlegar.
Þjálfun og matarvenjur
Það er líka hægt að æfa bragðlaukana, venja þá við, jafnvel breyta því sem var vont í eitthvað gómsætt með tímanum. Frægasta dæmið eru líklega ólífur og máltækið að maður eigi eftir að þroskast líki manni þær ekki frá upphafi. En þjálfun með þessum hætti felst í því að vera óhræddur við að smakka og taka afstöðu til bragðsins, lyktarinnar og áferðarinnar sem þú finnur. Sem betur fer erum við ekki öll eins og því er matur jafn fjölbreytt og vinsælt viðfangsefni og raun ber vitni. Lykilatriðið er að njóta þess að borða, gefa sér tíma og vera meðvitaður um það hvað maður lætur ofan í sig, það sem er gott getur nefnilega líka verið hollt. Ef þú horfir á mat eingöngu sem eldsneyti, treður honum í hausinn á þér og skeytir engu um það hvernig hann er samsettur eða búinn til, þá ertu að vanvirða líkama þinn og það sem þér var gefið. Þú ferð einnig á mis við þau jákvæðu áhrif á líkama og sálarlíf sem góður matur og drykkur getur gefið. Ekki gera málamiðlanir, maturinn skiptir máli!
Breyta lyf bragðskyninu? Lyf geta haft áhrif á bragðskyn, sum meira en önnur. Eftirfarandi lyfjaflokkar geta valdið bragðskynstruflunum: n Sýklalyf
n Ofnæmislyf
n Krabbameinslyf
n Flogaveikilyf
n Háþrýstilyf
n Parkinsonlyf
n Þunglyndislyf
n Bólgueyðandi lyf
n Vöðvaslakandi lyf
n Kólesteróllækkandi lyf
n Geðrofslyf
76
Helgin 4.-6. desember 2015
Jólaleg hollusta Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi og næringarráðgjafi hefur gaman að smákökuhefðinni og hefur prófað sig áfram með alls kyns hollar uppskriftir. Hér deilir hún uppskrift að jólalegum smákökum og hrákúlum fyrir alla sem vilja bæta smá hollustu við jólaundirbúninginn.
Jólagjöfin fæst hjá okkur Yfir 40 gerðir rúmfata
Þ
essar uppskriftir eru sérstaklega hugsaðar fyrir þá sem vilja vera aðeins heilsuvænni um jólin, minnka glúten og sykur og á sama tíma styðja við orku og þyngdartap. Hrákúlurnar virka vel sem góð orka á milli mála því þær eru ekkert eldaðar svo nær-
ingin í fæðunni nýtist okkur sem best. Það er sniðugt að eiga þær til í ísskápnum yfir jólin til að grípa í þegar sætindaþörfin kemur yfir okkur. Þessar uppskriftir eru ljúffengar og sniðugar fyrir alla sem vilja bæta smá hollustu við jólin. Það er nefni-
lega alls ekki þannig að við þurfum að umturna öllum okkar hefðum heldur er gott að innleiða nokkra holla siði og halda góðu jafnvægi.“ Fyrir fleiri uppskriftir að sætubita og hrákökum má sækja ókeypis rafbók Júlíu á heimasíðunni www. Lifdutilfulls.is
Jólalegar kókoshrákúlur Þessi hrákúluuppskrift eru einföld, fljótleg, og umfram allt bragðast dásamlega! Innblástur af hönnun Lín Design er íslensk náttúra, menning og tískustraumar hverju sinni. RÚMFÖT HÖFUM OPNAÐ Í KRINGLUNNI
Frá
9.990 140x200
LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
3 dl kókosmjöl (og aukalega til að velta kúlum upp úr) 1 1/4 dl kakóduft 1 dl döðlur, smátt saxaðar 1 dl fíkjur, smátt saxaðar 1 dl apríkósur, smátt saxaðar 2 msk sítrónusafi 1/3 dl kakósmjör, brætt í vatnsbaði Salt eftir smekk Allt hráefni er sett í blandara eða matvinnsluvél. Deigið er síðan mótað í kúlur og velt upp úr kókosmjöli. Geymið í frysti eða kæli. Mörgum þykja þessar hrákúlur gefa frá sér örlítið rommbragð, það má rekja til fíkjanna. Ekki er því víst að öllum finnist þessar kúlur góðar og þá er vænlegra að prófa hrákúlur með höfrum, rúsínum eða kakói.
Jóla Jól 2015 verð
Hollar og sætar súkkulaðibitakökur Júlíu, sem þú trúir varla að séu hollar.
Áttablaðarósin Falleg svunta er byggt fyrir flöskuna á munstrií úr sjónabók jólaboðið. Jóns Einarssonar bónda og hagleiksmanns í Skaftafelli á 18. öld. ÁTTABLAÐARÓSIN JÓLA SEYÐUR HÖFUM OPNAÐ Í KRINGLUNNI
LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
9.990 990 Áður 12.980
1 bolli glútenlausir hafrar, malaðir 1 1/4 bolli möndlumjöl 1/2 tsk. matarsódi 1/2 tsk. vínsteinslyftiduft 1/2 tsk. salt 1/2 bolli + 1 msk ólífuolía 1/4 bolli hunang (einnig má nota hlynsíróp/agave fyrir vegansmákökur) 4-6 dropar steviu 1 tsk. vanilludropar 1/2 bolli lífrænt 70% súkkulaði eða dekkra
1. Forhitið ofn í 180°C . 2. Malið hafrana í matvinnsluvél eða blandara þar til þeir fá hveitiáferð. Setjið möndlumjöl, malaða hafra, matarsóda og lyftiduft í stóra skál. 3. Setjið olíu, hunang og vanilludropa í litla skál. 4. Setjið blautu blönduna í litlu skálinni saman við þurrefnin í stóru skálinni og hrærið saman með sleif. Bættið við söxuðu súkkulaði.
5. Takið deigið með matskeið og setjið á bökunarpappír. Hafið hverja köku um 4 cm með því að dreifa aðeins úr henni með blautum fingrum og hafið 4 cm á milli kaka. 6. Bakið við 180°C í 12-15 mín. og slökkvið þá á ofninum. Látið kökurnar bíða í ofninum í um 7-10 mínútur áður en þær eru fjarlægðar úr ofninum. Látið kólna. Njótið með kaldri möndlumjólk eða ljúffengu heitu kakói.
77
Helgin 4.-6. desember 2015
PreCold® - Lausn gegn kvefi Vistor kynnir: PreCold munnúði dregur úr líkum á kvefi og styttir tíma kvefeinkenna ef það er notað frá upphafi kvefeinkenna. PreCold inniheldur virk náttúruleg sjávarensím.
PreCold munnúðinn: n Hentar fullorðnum og börnum frá 2 ára aldri n Hefur staðbundna verkun í hálsi n Er án sykurs og rotvarnarefna
S
öngkonan og tónlistarkennarinn Guðrún Árný Karlsdóttir mælir með Pre Cold og segir það frábært fyrir söngvara og aðra sem þurfa að koma fram og beita röddinni að það sé loks komin vara sem geti fyrirbyggt og dregið úr líkum á kvefi. „Einnig dregur það verulega úr kvíða og áhyggjum á veturna þegar umgangspestir og kvef eru allt um kring en það er jú eitt það versta sem getur komið fyrir söngvara sem búinn er að bóka „gigg“ að fá kvef,“ segir Guðrún Árný. Auk þess hefur PreCold engin áhrif á röddina sjálfa. „Ég hafði mestar áhyggjur af því að PreCold myndi setjast í hálsinn og valda óþægindum en það voru óþarfa áhyggjur,“ segir Guðrún Árný, hin vinsæla söngkona, alsæl með PreCold.
Hvað er PreCold?
„PreCold er munnúði sem notaður er gegn kvefi, til að draga úr einkennum kvefs og til að stytta
Hvernig á að nota PreCold? Beinið stútnum að kokinu og úðið tvisvar
Í Klínískri rannsókn á PreCold blöndunni sem var framkvæmd á Skåne Háskólasjúkrahúsinu í Lundi í Svíþjóð fækkaði veirum í koki um 99% og kvefdögum fækkaði að meðaltali um helming í samanburði við lyfleysu.
Við kvefeinkennum: Notið PreCold á 2-3 tíma fresti, u.þ.b. sex sinnum á dag þar til einkenni hverfa. Hafið samband við lækni ef kvefeinkenni vara lengur en í 10 daga. Fyrirbyggjandi við kvefi: Notið tvo úðaskammta þrisvar sinnum á dag, þó ekki lengur en 30 daga í senn.
tíma kvefeinkenna,“ segir Guðný Traustadóttir, markaðstengill hjá Vistor hf. PreCold myndar verndandi filmu á slímhúðinni í kokinu. Filman sem inniheldur virk náttúruleg sjávarensím dregur úr getu
veiranna til að bindast við slímhúðina í kokinu og fyrirbyggir þannig kvef. PreCold minnkar líkurnar á að smitast af kvefi og styttir tíma veikindanna ef það er notað frá upphafi kvefeinkenna.
Söngkonan Guðrún Árný mælir með PreCold og segir það frábært fyrir söngvara og aðra sem þurfa að koma fram og beita röddinni. „Einnig dregur það verulega úr kvíða og áhyggjum á veturna þegar umgangspestir og kvef eru allt um kring.“
Fyrirbyggjandi notkun
Að sögn Guðnýjar er hægt að nota PreCold fyrirbyggjandi ef aukin hætta er á kvefsmiti, t.d. ef þú ert
innan um fólk með kvef eða ert að fara í flug. Ef nota á PreCold fyrirbyggjandi er úðinn notaður þrisvar sinnum á dag. PreCold er CE merkt vara skráð sem lækningatæki í flokki I. Zymetech, framleiðandi PreCold, er íslenskt líftæknifyrirtæki sem er leiðandi í heiminum í notkun sjávarensíma og sem sérhæfir sig í rannsóknum og þróun á vörum sem innihalda ensím, Penzyme®, úr Norður-Atlantshafs þorski. PreCold er íslenskt hugvit og íslensk framleiðsla. PreCold fæst í öllum apótekum Nánari upplýsingar um PreCold má nálgast á www. precold.is og www.facebook.com/ precold.is. Unnið í samstarfi við Vistor
Rósa Björg Guðlaugsdóttir fann fyrir aukinni orku eftir að hún byrjaði að nota Caralluma og henni gengur betur að ná markmiðum sínum. Rósa Björg er Íslandsmeistari í Fitness í flokki kvenna 35 ára og eldri.
Hvað er Caralluma? Caralluma er safaríkur kaktus sem vex villtur í eyðimörkum Indlands og Afríku. Caralluma kemur jafnvægi á svengdar hormónið „Ghrelin“ sem getur kallar á ofát, sætuþörf og löngun í óhollustu. Rannsóknir sýna að Caralluma hindrar fitumyndun með því að hamla virkni á ensíminu „enzyme citrate lyase“. Ensímið gegnir lykilhlutverki í myndun og uppbyggingu fitufrumna. Caralluma hjálpar til við að ná stjórn á mataræðinu, hindra fituuppbyggingu og auka brennslu. Virkni Caralluma: n Kemur jafnvægi á svengdarhormónið „Ghrelin“. n Eykur fitubrennslu og þyngdartap. n Seðjar hungur.
Mynd/Hari.
n Eykur orku og úthald.
Betri árangur með Caralluma BALSAM KYNNIR: Caralluma Fimbriata frá Natural Health Labs. Caralluma kemur jafnvægi á svengdarhormónið „Ghrelin“ sem er oft í of miklu magni í líkamanum og kallar á ofát, sætuþörf og löngun í óhollustu. Rósa Björg Guðlaugsdóttir, Íslandsmeistari í Fitness, fann fyrir aukinni orku eftir að hún byrjaði að nota Caralluma, auk þess sem henni gekk betur að ná markmiðum sínum.
C
aralluma er 100% náttúrulegur kaktus sem aðstoðar við þyngdarstjórnun, eykur fitubrennslu og hamlar fitumyndun. Caralluma kemur jafnvægi á svengdarhormónið „Ghrelin,“ dreg-
ur úr sykurþörf, narti milli mála og löngun í óhollustu. Caralluma hentar þeim sem vilja létta sig, auka fitubrennslu, ná stjórn á mataræðinu, losna við sykurlöngun og ná auknum árangri í líkamsræktinni.
n Hamlar fitumyndun í líkamanum.
Aukin orka
Rósa Björg Guðlaugsdóttir er 44 ára Kópavogsbúi, hárgreiðslumeistari og förðunarfræðingur, en íþróttir hafa einnig verið stór hluti af lífi hennar. „Ég hef alla ævi verið íþróttamanneskja og stundaði knattspyrnu til 20 ára aldurs, en þá tóku við lyftingar og þrektímar.“ Rósa Björg er einnig menntaður einkaþjálfari. Hún hefur hins vegar þurft að glíma við stoðkerfisvandamál. „Þegar þau komu upp byrjaði ég að lyfta af meiri áhuga. Ég er mikil keppnismanneskja og það er líklega ástæðan fyrir því að ég byrjaði í fitness. Í því get ég lyft og æft með meiðslin mín í huga.“ Rósa er Íslandsmeistari í fitness í flokki 35 ára og eldri. Hún lauk svo keppnisárinu með því að enda í öðru sæti á bikarmóti sem fram fór í nóvember. Rósa Björg notar Caralluma til að fá aukna orku. „Caralluma hefur bjargað mér síðastliðið hálfa árið. Ég var orðin
n Hjálpar til við að ná skjótari árangri samhliða líkamsrækt.
Hvert glas inniheldur 60 grænmetishylki. Ráðlögð notkun: 1-2 hylki á dag.
þreytt eftir sumarið, var að jafna mig eftir slys og það voru miklar breytingar í gangi hjá mér. Eftir að ég prófaði Caralluma fann ég fyrir aukinni orku yfir daginn.“
Gengur betur að ná settum markmiðum
Með Caralluma átti Rósa Björg auðveldara með að ná markmiðum sínum. „Ég fann að undirbúningur fyrir bikarmótið var auðveldari en áður, ég þreyttist minna og fitubrennslan var mun meiri en áður.“ Auk þess fann Rósa Björg minna fyrir svengd. „Ég fann að ég var ekki eins svöng eins og ég hef átt til á kvöldin en ég tengi það við þessa auknu brennslu sem hélt mér
gangandi.“ Rósa Björg mælir með Caralluma fyrir þá sem þarfnast aukinnar orku yfir daginn. „Þessi vara breytir fituforðanum okkar hraðar í orku og heldur blóðsykrinum jafnari yfir daginn. Þess vegna erum við orkumeiri, þurfum minna að borða á kvöldin og höfum betri stjórn á mataræðinu.“ Caralluma er fáanlegt í öllum helstu apótekum landsins, Heilsuhúsinu, Hagkaup, Lifandi markaði, Fjarðarkaupum, Heilsuveri, Heilsuhorninu Blómavali, Orkusetrinu, Líkami og lífstíll.is, Systrasel, Heilsulausn.is og á Heimkaup.is. Unnið í samstarfi við Balsam
78
Helgin 4.-6. desember 2015
Náttúruleg lausn fyrir konur á breytingaaldri Femarelle er náttúruleg vara og vinnur á einkennum tíðahvarfa hjá konum. Rannsóknir sýna að það slær á einkenni tíðahvarfa, svo sem hitakóf, nætursvita, skapsveiflur og verki í liðum og vöðvum. Virkni Femarelle hefur verið staðfest með fjölda rannsókna á undanförnum 14 árum.
E
va Ólöf Hjaltadóttir hefur glímt við sykursýki og veikindi í skjaldkirtli í dágóðan tíma og tekið lyf vegna þeirra. „Ég hafði þyngst vegna lyfjanna og hef einnig verið með gigt og haft verki vegna hennar. Mér fannst óþægilegt að vera of mikið innan um fólk, ég var orðin svolítið þunglynd af vanlíðan. Mér fannst ekki gott að vera innan um hávaða og var því mjög mikið að einangrast frá félagslífi. Ég er rúmlega sjötug og var ekki sátt við hvernig mér leið, ég vildi geta tekið meiri þátt í lífinu. Ég las umfjöllun í blaðinu um Femarelle og leist vel á að prófa náttúrulega og hormónalausa meðferð, sérstaklega þar sem ég sá að hún getur linað verki.“
Allt annað líf
Eftir fjögurra mánaða notkun á Femarelle hefur Eva Ólöf endurheimt sitt fyrra líf. „Mér líður svo vel að nú get ég farið daglega út að ganga með hundinn, í sund og sæki félagsvistina og fer í bingó vikulega. Mig er hætt að verkja um allan líkamann og ég nota Femarelle sem náttúrulega verkjameðferð því að ef ég er með verk, þá tek ég aukalega af því. Svo er það besta við þetta að núna segja börnin mín og tengdabörn að ég sé orðin svo lífleg og hress, mér finnst mun meira gaman að hitta barnabörnin mín, því ég get veitt þeim betri athygli. Ég hef þar að auki misst 11 kíló án þess að reyna það, vegna þess að mér líður betur
Hundurinn Adho Mukha Svanasana Byrjaðu á fjórum fótum með hendur undir öxlum og hné í mjaðmabreidd. Lyftu svo mjöðmum upp í loft og pressaðu hælana að jörðu. Finndu hrygginn lengjast án þess að fara með axlir upp að eyrum. Ef þú finnur kryppu í efra bakinu, þá er gott að beygja hnén dálítið til að finna opnun í efra bakinu. Andaðu djúpt og rólega í um það bil 10 andardrætti.
Slökun í skammdeginu
Myndir/Getty
„Mér líður svo vel að nú get ég farið daglega út að ganga með hundinn, í sund og sæki félagsvistina og fer í bingó vikulega,“ segir Eva Ólöf Hjaltadóttir, eftir að hafa tekið inn Femarelle hylkin í nokkra mánuði.
D
Femarelle: n Öruggur kostur fyrir konur. n Slær á óþægindi eins og höfuðverk, svefntruflanir, nætursvita, skapsveiflur og óþægindi í liðum og vöðvum.
n Þéttir bein. n Hefur ekki áhrif á móðurlíf eða brjóstavef. n Náttúruleg lausn, inniheldur Tofu-extract og hörfræja-duft.
og ég get hreyft mig óhindrað. Ég er svo ánægð með Femarelle hylkin, mér líður vel af þeim og ég mæli með þeim við vinkonur mínar.“ Femarelle er fáanlegt í apótekum, heilsuverslunum og í heilsuhillum
n Inniheldur engin hormón eða ísóflavóníða. n Staðfest með rannsóknum síðustu fjórtán ár. n GMO frí
stórmarkaða. Nánari upplýsingar má nálgast á icecare.is og á Facebook-síðunni IceCare þín heilsa. Unnið í samstarfi við Icecare
esember er nú runninn upp með öllu sem honum fylgir, jólaundirbúningi og jólasnjó, að ógleymdu jólastressinu. Í allri ösinni er því mikilvægt að gefa
sér tíma til að slaka á, þó svo að það sé ekki nema í örlitla stund. Jógafræðin innihalda fjöldann allan af slökunarstöðum sem geta hjálpað okkur að finna innri frið í jólaösinni.
Barnið Balasana Sestu á hælana með ennið í gólf og hendur niður með síðum. Barnið er hvíldarstaða. Einbeittu þér því að önduninni. Staðan hjálpar að virkja hné, bak og axlir og dregur úr verkjum í hálsi og hnakka með því að losa um spennu.
Pevaryl við sveppasýkingum í leggöngum Pevaryl stíll og krem fæst án lyfseðils í næsta apóteki.
Vistor kynnir: Pevaryl skeiðarstíla og Pevaryl krem til staðbundinnar notkunar við sveppasýkingum í leggöngum.
P
evaryl sveppalyf fæst án lyfseðils og er ætlað til sjálfsmeðhöndlunar á sveppasýkingum í leggöngum fyrir konur sem áður hafa verið greindar hjá lækni og þekkja einkennin. Pevaryl inniheldur virka efnið econazol sem hefur breiða sveppaeyðandi verkun. Econazol frásogast lítið og er því fyrst og fremst um staðbundna verkun að ræða. Að sögn Guðnýjar Traustadóttur, markaðstengils hjá Vistor, er mikil reynsla komin á lyfið en Pevaryl hefur verið á markaði hér á landi í 35 ár og verið notað af fjölda kvenna. Fjöldi kvenna á barneignaraldri fær einhvern tímann sveppasýkingu í leggöng og um það bil helmingur þeirra fær hana að minnsta kosti einu sinni aftur. Sýkingin kemur frá smásæjum sveppi, „Candida Albicans,“ sem almennt er til staðar í líkamanum en ef jafnvægi hans raskast getur það valdið sveppasýkingu.
Einkenni sveppasýkingar
Helstu einkenni sveppasýkingar eru kláði í og utan við leggöng, hvítleit og jafnvel kornkennd útferð. Slímhúðin getur auk þess verið sár, þurr og með sviða. Sveppasýking þrífst best þar sem er rakt, hlýtt og þétt, svo sem í leggöngum. Sveppasýking herjar oft á konur á barneignaraldri þar sem þær hafa meira af hormóninu östrógeni, en það eykur glúkósamagn í leggöngunum sem sveppurinn nærist á. Auk þess kemur sveppasýking oft fram í tengslum við sýklalyfjameðferð að sögn Guðnýjar. Að sögn Guðnýjar getur það verið kostur að nota staðbundið lyf eins og Pevaryl við sveppasýkingum í leggöngum þar sem frásog þess er lítið. Unnið í samstarfi við Vistor
Pakkningar Pevaryl: n 1 Depot forðastíll og krem (samsett meðferð) n 3 Skeiðarstílar og krem (samsett meðferð) n 1 Pevaryl depot forðastill (eins dags meðferð) Setjið skeiðarstílinn hátt í leggöng að kvöldi fyrir svefn. Berið kremið á og í kringum leggangaop og/eða á skapabarmana 2-3 sinnum á dag þar til óþægindin eru horfin og í þrjá daga til viðbótar. Þegar keyptur er pakki með 3 stílum er mjög mikilvægt að klára meðferðina þ.e. 3 kvöld í röð. Pevaryl má nota á öðrum og síðasta þriðjungi meðgöngu en ekki skal nota Pevaryl á fyrsta þriðjungi meðgöngu nema samkvæmt læknisráði. Pevaryl fæst án lyfseðils í næsta apóteki.
Pevaryl 150 mg skeiðarstíll, Pevaryl Depot 150 mg skeiðarstíll og Pevaryl 1% krem (í samsettum pakkningum) (innihalda econazolnítrat) eru breiðvirk sveppalyf við sveppasýkingum í leggöngum (leggangabólga og skapabólga af völdum gersveppa). Skammtar: Einn skeiðarstíll hátt í leggöng að kvöldi fyrir svefn, 3 daga í röð (Pevaryl skeiðarstíll) eða einu sinni (Pevaryl Depot skeiðarstíll). Krem: Berist á svæðið í kringum leggangaop og endaþarmsop 23 á dag. Meðferð á að vara í 3 daga eftir að óþægindi eru horfin. Meðhöndlun maka: Þvoið reður og forhúð og berið kremið á tvisvar á dag þar til óþægindi hverfa og í 3 daga eftir það. Þungaðar konur ættu að þvo hendur vandlega fyrir notkun skeiðarstíla. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Varnaðarorð: Pevaryl og Pevaryl Depot má ekki nota samhliða annarri meðferð í eða á kynfærum. Ef fram koma merki um ertingu eða ofnæmi skal hætta meðferð. Pevaryl krem inniheldur bensósýru sem getur haft væg ertandi áhrif á húð, augu og slímhúðir og bútýlhýdroxýanisól sem getur valdið staðbundnum aukaverkunum í húð (snertiexemi) eða haft ertandi áhrif á augu og slímhúð. Pevaryl skeiðarstílar innihalda efni í olíugrunni sem getur haft áhrif á og dregið úr öryggi latexhetta og latexverja. Ekki skal nota lyfin samtímis slíkum verjum. Þeir sem nota sæðisdrepandi lyf skulu ráðfæra sig við lækni, þar sem staðbundin meðferð í leggöngum getur gert sæðisdrepandi lyf óvirkt. Meðganga / brjóstagjöf: Pevaryl má ekki nota á fyrsta þriðjungi meðgöngu nema skv. læknisráði. Nota má Pevaryl á öðrum og síðasta þriðjungi meðgöngu ef hugsanlegur ávinningur fyrir móður vegur þyngra en möguleg hætta fyrir fóstrið. Ekki er þekkt hvort econazolnítrat berst í brjóstamjólk. Gæta skal varúðar við notkun Pevaryl hjá konum með barn á brjósti. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: McNeil Sweden AB. Umboð á Íslandi: Vistor hf., sími: 535-7000
L A V R Ú A MEIRA JÓL
! Ð R E V LÆGRA
SÍÐASTA SENDING FYRIR JÓL !
Ð 16
8” Nextbook spjaldtölvan er vinsælasta jólagjöfin hjá okkur fyrir börnin og rýkur út. Í stað þess að gefa leikfang sem börnin fá fljótt leið á fá þau tölvu með 2 ára ábyrgð þar sem þau geta leikið sér í tugþúsundum ókeypis leikja og fræðsluforrita og horft á bíómyndir. Gjöf sem gleður og endist.
Hágæða spjaldtölva sem er sérstaklega handhæg og létt. Kristaltær IPS skjár og Intel Atom örgjörvi sem gerir hana spræka í allri vinnslu. Kemur með nýjasta Android 5.0 Lollipop stýrikerfinu.
FULLT VER
iPAD AIR 2
8” ASUS ZENPAD MEÐ IPS
9,7“ bjartur skjár með ótrúlegri Retina upplausn og A8X örgjörvi. 8MP myndavél að framan með 1080 punkta HD upptöku. Allt að 10 tíma rafhlöðuending.
13” MACBOOK AIR
APL-Z0RH
194.995
240GB SANDISK SSD
SDI-SDSSDHII240G
18.995
4GB GTX 960 MEÐ 3 ÁRA ÁBYRGÐ
ASU-STRIX GTX960DC4OC
49.995
STEELSERIES MÚSAMOTTA
STE-QCK
2.895
Þessi er að slá í gegn! 10” spjaldtölva með Windows, lyklaborðsvöggu, 4 kjarna Intel Atom og Office 365 í eitt ár og löng rafhlöðuending.
49.995
ASU-Z380C1L046A
HEIMABÍÓSKJÁVARPI MEÐ 3LCD
EPS-EHTW570
99.995
2TB WD PASSPORT VASAFLAKKARI
WD-BMLA0020BBK
21.995
9.995
10” WINDOWS SPJALDTÖLVA MEÐ LYKLABORÐI
Fjórir Intel Atom kjarnar og IPS skjár. Allt að 8 tíma rafhlöðuending og Android 5.0 Lollipop. Bakhlíf með aukarafhlöðu fylgir.
v
89.995
APL-ME279
ASU-Z170C1A060A
14.995.995
NEX-NX785QC8G
7” ZENPAD MEÐ IPS
NEX-NXW10QC32G
ÞRÁÐLAUS HEIMAPRENTARI OG SKANNI
14.995
EPS-XP332
4K VEOLO SJÓNVARPSFLAKKARI
ACR-VE94000
29.995
39.995
ÞRÁÐLAUST LYKLABORÐ MEÐ MÚS
LOG-K400
7.995
KINDLE WI-FI LESTÖLVA
AMA-KINDLE GLAREFREE
14.995
AÐEINS BROT AF JÓLAÚRVALINU !
0% VEXTIR Í ALLT AÐ 12 MÁNUÐI
7 VERSLANIR UM ALLT LAND
T U A R B S D N A L R U Ð U S Á Ð I P O NUDAG 13-18 N U S / 8 1 1 1 G A D R A LAUG
INTEL PENTIUM FARTÖLVA Á 49.995 ! TOS-CL10WC105
360°SNÚNINGSSKJÁR !
TOS-CL10C102
Ofurlétt og meðfærileg fartölva með Intel Pentium örgjörva og 32GB SSD diski á ótrúlegu jólaverði. Allt að 7,5 tíma rafhlaða, Windows 10 og 100GB geymslupláss á OneDrive í 2 ár .
49.995
4 KJARNA A6
17,3” QUAD CORE A8
Ofurspræk 15,6” fartölva með AMD A6, 128GB SSD og Radeon R4 grafíkkjarna.
LOGITECH HÁTALARAKERFI
LOG-Z313
8.995 iPHONE 6S
APL-MKQJ2
123.995
27” FULL HD FRÁ PHILIPS
PHS-276E7QDSW
54.995
RAZER DEATHADDER CHROMA
RAZ-RZ01012 10100R3G1
ROG i7 LEIKJAFARTÖLVA
ASU-G551J WCN049H
249.995
Hraðvirkur fjögurra kjarna AMD A10 örgjörvi, stór 1TB diskur og Radeon R6 skjákort með 10 grafíkkjörnum.
99.995
TOS-C70DB34L
17.995
TOS-S50DB100
RAZER BLACKWIDOW CHROMA
RAZ-RZ03012 c20600R3N1
6.995
37.995 ROG GR6 LEIKJATÖLVA
LOGITECH HD VEFMYNDAVÉL
LOG-C270BK
69.995
HRÖÐ 8GB OG A10
Stór skjár og hröð vinnsla með fjögurra kjarna AMD A8, 1TB hörðum diski og Radeon R5 grafíkkjarna.
89.995
TOS-C55DC16H
Intel Pentium og snúningsskjár sem getur breytt tölvunni í spjaldtölvu með því að snúa skjánum. Intel HD Graphics skjákort, 32GB SSD diskur og löng rafhlöðuending.
ASU-GR6R015R
159.995
119.995
RAZER KRAKEN 7.1 CHROMA
RAZ-RZ0401250 100R3M1
27.995
FIREFLY LED MÚSAMOTTA
RAZ-RZ02013 50100R3M1
17.995
Þú getur greitt jólainnkaupin hjá okkur 1. febrúar 2016 vaxtalaust með jólareikningi Netgíró. Kr. 195 tilkynningar- og greiðslugjald og 3,95% lántökugjald.
Betri leið til að borga
REYKJAVÍK
SUÐURLANDSBRAUT 26 Sími 414 1700
AKUREYRI GLERÁRGÖTU 30 Sími 414 1730
HÚSAVÍK
GARÐARSBRAUT 18A Sími 464 1600
EGILSSTAÐIR KAUPVANGI 6 Sími 414 1735
KEFLAVÍK HAFNARGÖTU 90 Sími 414 1740
Betri leið til að borga
SELFOSS
AUSTURVEGI 34 Sími 414 1745
AKRANES ÞJÓÐBRAUT 1 SÍMI 431 3333
82
matur & vín
Helgin 4.-6. desember 2015
Létteldaðar rjúpubringur með soðsósu Jón Þór Finnbogason hefur alla tíð borðað rjúpu á aðfangadagskvöld. Hann matreiðir rjúpuna þó öðruvísi en gert var á æskuheimilinu. Í stað þess að sjóða hana í potti léttsteikir Jón bringurnar en gerir soð úr afganginum.
J
ón Þór Finnbogason fékk snemma áhuga á matreiðslu. Eftir að hafa lokið námi í verkfræði lét hann gamlan draum rætast og fluttist til Kanada þar sem hann lauk prófi frá Pacific Institue of Culinary Arts í Vancouver. Jón Þór veiðir rjúpur í jólamatinn sjálfur í félagi
við föður sinn. En þó hann haldi í þær hefðir frá æsku sinni að hafa rjúpur í jólamatinn matreiðir hann þær öðruvísi en gert er á æskuheimilinu. „Hin hefðbundna íslenska leið sem yfirleitt er brúkuð á jólum felur í sér að sjóða rjúpur í potti. Þetta er gott og gilt til að fá gott soð en bitnar töluvert
á viðkvæmu holdi rjúpunnar,“ segir Jón Þór. „Bringurnar eru sá hluti rjúpunnar sem yfirleitt er borðaður í fyrstu umferð en kjötið í þeim er orðið fulleldað eftir um það bil tíu mínútur í pottinum. Hins vegar er tiltölulega lítið kjöt annars staðar á fuglinum og vel hægt að hugsa sér að fórna því fyrir
góða sósu. Pælingin með þessari uppskrift er því nokkuð einföld; að elda þá hluta rjúpunnar með þeim aðferðum sem henta þeim best. Bringurnar eldum við létt en afganginn af fuglinum notum til að búa til kraftmikið soð og göngum lengra í eldunartíma heldur en hefðbundna leiðin segir til um.“
Létteldaðar rjúpubringur með soðsósu Fyrir 4
Flóttamenn eiga sviðið á sérstakri dagskrá í Borgarleikhúsinu laugardaginn 5. desember kl.13. Ókeypis aðgangur. Allir velkomnir. Já, allir!
Byrjið á því að búa til soðið. Soð – um 0.5-1 lítri 4 rjúpur 1 laukur 2 gulrætur 2 sellerístönglar 5 greinar af blóðbergi 10 steinseljustilkar 2 lárviðarlauf 10 piparkorn 5 einiber (hvítvín) Aðferð Takið til pott sem passar vel undir rjúpurnar. Skerið bringurnar af rjúpunum og leggið til hliðar. Skiptið beinum hverrar rjúpu í fernt. Takið innmatinn til hliðar. Fóarnið notum við í soðið, hjörtun má líka nota en best er að léttsteikja lifrina handa kokkinum á meðan á eldamensku stendur. Hitið olíu í potti og brúnið beinin og innmat. Ef potturinn hentar illa í
það eða það þarf að brúna stærri skammt er hægt að gera það á sér pönnu eða í skúffu inni í ofni. Með því að brúna beinin erum við að draga fram meira bragð úr beinunum. Meðan beinin brúnast skerið lauk, gulrætur og sellerí í 1-2 cm kubba/sneiðar. Bætið út í pottinn og eldið aðeins með beinunum. Þegar beinin hafa brúnast og grænmetið eldast aðeins má skella hálfu glasi af hvítvíni út í pottinn og hræra í þannig að ekkert sé fast við botninn. Bætið vatni í pottinn þannig að beinin fari rétt á kaf. Bætið kryddinu út í, látið suðuna koma upp og látið malla á eins lágum hita og hægt er að komast upp með í 2-3 klukkustundir. Sigtið soðið frá rjúpunum, setjið í pott og sjóðið niður þannig að það verði hæfilega bragðsterkt, um 10-20 mín. Hérna er hægt að bragða og salta til en haldið saltinu í minni kantinum, þar sem sósan verður einnig söltuð. Sigtið og setjið soðið til hliðar. Rjúpubringur og sósa 8 rjúpubringur 1 dl rjúpusoð 1 dl rjómi 25 g smjör 1 msk rifsberjahlaup Portvín Salt & pipar
Ný tt
PIPAR\TBWA - SÍA
N Ú Í H EI M IL IS
PA K K N IN G U
Aðferð Kryddið bringurnar með salti og pipar. Bræðið smjör á pönnu og brúnið bringurnar í um 1 mín á hvorri hlið. Hellið slurk af portvíni á pönnuna og veltið bringunum upp úr. Takið pönnuna af hitanum, bringurnar af pönnunni og leggið þær í eldfast mót inn í 175° ofn í 8-12 mínútur eftir stærð. Hægt er að prófa sig áfram með eldunartímann með því pota í bringurnar á þessu tímabili. Setjið pönnuna aftur á helluna. Bætið soði, rjóma og sultu á pönnuna. Hrærið og sjóðið þangað til hún þykknar. Kryddið eftir smekk með salti og pipar.
Nanna bjargar jólamatnum NaNNa RögNvaldaRdóttiR, matmóðiR ÍsleNdiNga
w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39
84
matur & vín
Helgin 4.-6. desember 2015
Bjór Íslenskur Bjór hlaut silfurverðlaun á european Beer star
Boli verðlaunaður í Þýskalandi „Við erum ótrúlega ánægð með þessa viðurkenningu. Á palli í þessari keppni eru mörg af flottustu brugghúsum heims um þessar mundir. Þetta er því mikil viðurkenning fyrir okkur,“ segir Guðmundur Mar Magnússon, bruggmeistari Ölgerðarinnar. Bjórinn Boli vann til verðlauna á European Beer Star í Þýskalandi á dögunum. Þetta var í tólfta sinn sem keppnin er haldin en hún stækkar með hverju árinu. Að þessu sinni tóku 1.957 bjórar frá 45 löndum þátt. Veitt eru gull-, silfur- og bronsverðlaun í hverjum flokki og hlaut Boli silfurverðlaunn í flokknum German Style Festbier. Meðal þekktra brugghúsa sem verðlaunuð voru á European Beer Star voru bandarísku brugghúsin Goose Island, Firestone Walker, Boston Beer Company, Left Hand Brewing Company, Sierra Nevada
L A N D S L A G
Í ÞÁGU FATLAÐRA BARNA OG UNGMENNA
Sölutímabil 5. – 19. desember Casa - Kringlunni og Skeifunni Epal - Kringlunni, Skeifunni og Hörpu Hafnarborg - Hafnarfirði Húsgagnahöllin - Reykjavík og Akureyri Kokka - Laugavegi Kraum - Aðalstræti og Garðatorgi Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsinu og Kjarvalsstöðum Litla jólabúðin – Laugavegi Líf og list - Smáralind Módern - Hlíðarsmára Þjóðminjasafnið - Suðurgötu Blómaval - um allt land Blóma- og gjafabúðin - Sauðárkróki Póley - Vestmannaeyjum Valrós - Akureyri Netverslun - www.kaerleikskulan.is
S T Y R K TA R F É L A G L A M A Ð R A O G FAT L A Ð R A
Guðmundur Mar Magnússon, bruggmeistari Ölgerðarinnar, er ánægður með viðtökurnar sem Boli hefur fengið. Boli hlaut silfurverðlaun í sínum flokki á European Beer Star á dögunum.
Brewing og Ballast Point auk OUD beersel frá Belgíu, Aegir Bryggeri frá Noregi og hins danska Hornbeer. Boli var settur á markað hér á landi 2012 og hefur hann fengið góðar viðtökur. Hann flokkast sem Märzen/Octoberfest að þýskri fyrirmynd, er 5,6% að styrkleika með þéttu bragði og ágætri humlabeiskju.
Samkvæmt upplýsingum frá Ölgerðinni tók það ekki nema nokkra mánuði að slá við sölunni á Egils Premium og undanfarin tvö ár hefur salan svo meira en tvöfaldast. Gerir Ölgerðin ráð fyrir að selja um 650.000 lítra af Bola á þessu ári, sem jafngildir tæplega tveimur milljónum 33 cl flaska á einu ári.
„Eins og að vera kominn aftur til Ítalíu“ Hjónin Massimo og Katia hafa verið búsett á Íslandi um árabil. Þau reka veitingastaðinn Massimo og Katia við hlið hins fornfræga Lauga-Áss á Laugarásveginum og reiða þar fram ítalskan heimilismat. Stórsöngvarinn Kristján Jóhannsson er meðal fastagesta og ber staðnum söguna afar vel.
É
g rambaði nú bara á þau fyrir tilviljun. Ég var þó búinn að heyra vel af staðnum látið. Þegar ég átti leið þarna hjá með félögum mínum ákváðum við að kíkja inn og fá okkur lasagne.“
Einlæg matargerð úr besta hráefninu
Kristján fer gjarnan í góðra vina hópi og nýtur þess að fá sér „genuine“ pasta eins og hann orðar það. „Mér finnst það mjög jákvætt fyrir íslenskt samfélag að fá smá tilbreytingu í lífið og tilveruna og ég álít að matreiðslan hjá Massimo og Katia komist næst því að færa okkur ekta ítalska matargerð.“ Kristján hefur verið búsettur erlendis meiri hlutann af ævinni, og lengst á Ítalíu þar sem hann sinnti söngnum. „Mér finnst ég vera kominn til Ítalíu þegar ég borða á Massimo og Katia. Ég hef alltaf verið hrifinn af matargerðinni á suður-Ítalíu og mestu máli skiptir að nota besta hráefnið og það er raunin hjá þeim.“ Veitingastaðurinn er sannkallaður fjölskyldustaður en Massimo og Katia elda allan mat saman enda líkar þeim það best. „Ég er þokkalegur kokkur sjálfur
Kristján Jóhannsson er afar hrifinn af matargerðinni á ítalska veitingastaðnum Massimo og Katia á Laugarásvegi 1. „Mér finnst ég vera kominn til Ítalíu þegar ég borða á Massimo og Katia.“ Mynd/ Hari
og ég gríp með mér handgert pasta þegar ég hef tíma,“ segir Kristján, en Massimo og Katia selja einmitt handgert pasta sem er tilvalið að taka með heim og matreiða sjálfur.
Ítalskar jólakökur og freyðivín
Massimo og Katia bjóða upp á fleira en eingöngu pasta, svo sem hágæða ólífuolíu, kex og fleira. Kristján er nýbúinn að ganga frá pöntun á olíu og ítölskum jólakökum fyrir jólin. „Kökurnar minna svolítið á sandköku og eru fáanlegar hreinar, eða „pandoro“ sem nefnist einnig gullkaka, eða „panetone“ sem er með þurrkuðum ávöxtum,“ segir Kristján. Hann hlakkar því mikið til að gæða sér á ítölskum gæðaveigum yfir hátíðirnar. „Best er að njóta kökunnar með því að hella smávegis af góðum líkjör yfir hana og skála svo í köldu, þurru freyðivíni.“ Unnið í samstarfi við Massimo og Katia
ÍSLENSKT EFTIRLÆTI
Núna í ár kynnum við nýjan og einstakan konfektmola, innblásinn af íslenskum náttúruöflum, með stuðlaberg í forgrunni. Ljúffengt Síríus súkkulaði, fyllt með mjúkri saltkaramellu sem bráðnar í munni. Sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana og ómissandi hluti af hátíðunum.
ÁRNASYNIR
Við hjá Nóa Síríus erum þakklát fyrir að hafa fengið að fylgja Íslendingum á hátíðum og hamingjustundum í áratugi. Með notkun á fyrsta flokks hráefnum og ástríðu fyrir því sem við gerum höfum við unnið traust þjóðarinnar og erum stolt af því að vera órjúfanlegur hluti af hátíðarhöldum hennar.
Gott að gefa, himneskt að þiggja
86
heilabrot
Helgin 4.-6. desember 2015
Spurningakeppni fólksins
sudoku
1. Hvaða aldursskilyrði þarf frambjóðandi
2. 25. 3. Eldey. 1. 35 ár.
að uppfylla til að vera kjörgengur til forseta Íslands? 2. Hvað nefnist ný sólóplata bresku söng-
Vilhjálmsdóttir nefnd?
7. Hurðaskellir.
5. Hvaða póstnúmer er á Húsavík?
13. Hæpið.
7. Hvaða jólasveinn er númer sjö í röðinni?
Tómas Geir Howser Harðarson
8. Hvað merkir karlmannsnafnið Kalmann?
nemi
15. Ringo Starr.
2. 25. 3. Eldey.
ansinum? 11. Hver gaf nýlega út barnabókin Ugla og
4. Steven Spielberg.
Fóa og maðurinn sem fór í hundana? 12. Hvernig vernda órangútar svæðin sín?
5. 200.
13. Hvaða sjónvarpsþætti stjórnar Katrín
6. 100.
Ásmundsdóttir?
9. Pálmi Gunnarsson.
sudoku fyrir lengr a komna
1
7
9
8 stig
3 3 4 7
dagskrárgerðarkona á RÚV
?
svör
Tómas er kominn í undanúrslit.
5 2
8 9 6
6
3
4
krossgátan
1. 35 ár. 2. 25. 3. Eldey. 4. Steven Spielberg. 5. 640. 6. 40. 7. Hurðaskellir. 8. Lítil dúfa. 9. Pálmi Gunnarsson. 10. Betlehemskerti. 11. Ólafur Haukur Símonarson. 12. Með því að ropa. 13. Hæpinu á RÚV. 14. Jamie Vardy. 15. Ringo Starr. Var þremur mánuðum eldri en John Lennon.
270
GEISLA
Hjá Guði einum hlýtur sál mín hvíld því að frá honum kemur von mín. Hann einn er klettur minn og hjálpræði...
7
2 8 6 5 4 2 6
15. George Harrison.
Guðrún Sóley Gestsdóttir
15. Hver var elstur Bítlanna?
3
14. Jamie Vardy.
1 4 2 8
1
12. Þeir pissa. 13. Hæpið.
9
7
11. Ólafur Haukur Símonarson.
3 5 2
8. Stríðsmaður.
deildinni í fótbolta þegar hann skoraði í 11. leiknum í röð um síðustu helgi?
4
10. Friðarkertið.
7. Askasleikir.
14. Hver sló markamet í ensku úrvals-
9
2 4
?
9 stig
1. 35 ár.
10. Hvað nefnist annað kertið á aðventukr-
6 7
9. Hvaða söngvari gaf út skáldsöguna Hark á dögunum?
1
14. Pass.
8. Kaldur maður.
6. Hvað eru margar tölur í íslenska lottóinu?
6 1
4 9 6 2
12. Saur í kringum svæðið.
6. 32.
4. Hver leikstýrði kvikmyndinni Jaws?
11. Ólafur Haukur Símonarson.
5. 510.
3. Í höfuðið á hvaða eyju er söngkonan Ellý
3
10. Pass.
4. Steven Spielberg.
konunnar Adele?
8
9. Pálmi Gunnarsson.
LJÚKA
VEITT EFTIRFÖR
AFKVÆMI
STÓRHÝSI
HREÐKA
ÁI
NUDDAST
FUGL SKARÐ PILLA
lausn
HÁTTUR
Lausn á krossgátunni í síðustu viku. 269
ÁLPAST
F F L A N K A A J A A F K R I S T N E M R O I L L K R Á L
UPPNÁM
SKORDÝR
SIÐA
PASTA
BÁTUR
K D R A G V E L G R E Y K R R S G A T T R R E Á H Ö F S Á Ð A Ð K T S V Æ T T I K R A K N Ó G U I Ð A STEINTEGUND
KVK NAFN
BINDA
TVEIR EINS
TOGA
KLÍGJA MÖKK
ÞURRKA ÚT VIÐLAG
FET
TVEIR EINS
GATA
SAMNINGUR
AFGANGUR SPÉ
SKIPVERJAR
BÓKSTAFUR
DREIFT
UNDIRÖLDU
HELGITÁKN
TIL
STOPPA Í
MJÓLKVI
ÞJAPPAÐI
MÁ TIL
EITURLYF NÆGILEGUR
HREYFAST
www.versdagsins.is
SKOÐUN
TUÐA
UPPSKRIFT
EFTIRSJÁ VATT
FJÁRHIRÐIR
TÓNTEGUND
FRAUS BAR
HNÝSAST
TÁKN
I H J A Ð R A Ó N Ó T G A L A Ú Ð L A R L A G T A U T A G E M M Á I L E F N A Ð R U N A T F S M A L I M N E N S S S K I I A A G Ð I S N U Ð R M E R K I I T A Ð
MJÓLKURAFURÐ
ÓBEIT
FAG
LEIKTÆKI
GLÓSA TIGNA
SÍTT
BAÐ
HLAUP
ALDRAÐA
VEIKI
FLEINN
SÍMA
ÁSAMT
ENN LENGUR
ANGAN
KVABBA ÁN
GOÐ
FUGL
STRIT
FLYTJA
SKILABOÐ
LÆRIR
ATORKA
INNSIGLI
VIRKI
INNYFLI
TVEIR
SKYNFÆRI
SJÚKDÓMUR
STUNDA
MÁLMUR
SKJÖGUR
ÞÁTTTAKANDI
ÖÐLUÐUST
HLJÓÐFÆRI
ÍLÁT
F E N G U
O R G E L
GLUFA
FÉMUNIR
S M U G A
A U Ð U R
K A T L A R
BOLA
TOTA
N A U T A
A N S G A I N K Á T I L I
HEILAGUR
HROKI
TOGA
TIL SÖLU
HEIMTING
LISTAMAÐUR
SKÖRP BRÚN
HRISTA
FLOTTUR
FISK
SKVETTA
UNGDÓMUR
ÖTULL
FRÁ
FARMRÚM
VARKÁRNI BORÐA ÍSMOLA
OF LÍTIÐ
ÁTTABLAÐARÓSIN DÚNSÆNG
33.990 9.990 140x200 Áður 12.980 cm Áður 39.990
ÍÞRÓTTAFÉLAG
KINN TOLLA
BÓK
LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
SVEIPUR HLJÓÐFÆRALEIKARI
AFHENDING
LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
SKÍTUR
EI
Dúnsængurnar Áttablaðarósineru er eingöngu byggt á munstri fylltar með úr sjónabók 100 prósent Jóns Einarssonar hvítum andadúni bónda og hagleiksmanns (790 grömm).í Skaftafelli á 18. öld.
SEYTLAR
FÓSTRA
FYRIRGEFA
FYRIRVAF
EFTIRRIT
AFGLAPI
TVEIR EINS
HELGIMYNDIR
KLISJA
KÚGUN
MINNKUÐU
FLOTT
HA
TVEIR EINS
DJAMM
ANDVARI
LASLEIKI
LOKA
LIÐORMUR SÝNISHORN FJÖR STRAUMIÐA
DRABB
GRUNNFLÖTUR
SPENNANDI
KUSK
afsáttur
FORMA
HÚSDÝR
ÓHEILINDI
15%
ÁTTIR
MÓTMÆLA
ÍLÁT
BLAÐUR
SVELL MÁLMUR
SUÐA
EYÐA
TUNGUMÁL
100% dúnsæng verð
HÖFUM OPNAÐ Í KRINGLUNNI
FLUGFAR
BEKKUR
SNÆDDI
Jóla Jólatilboð
BRAK
TÓNLIST
FLOKKAÐ
R A Ð A Ð
MÝKJA
HOLUFISKUR
MÁNUÐUR
BLÓM
ERGJA
FUGLAHLJÓÐ ÁRSGAMALL
BÓKSTAFUR
SPIL
ÁTT
SLITNA
BUR
KRYDD
LAND Í AFRÍKU
By Wirth All on a string 4.990 kr
Gjafir undir 5000 kr OYOY diskamottur 4.490 kr / 2 stk Finnsdottir Alba kertastkjakar 3.150 kr
Skjalm P Siena krús 4.200 kr
Simply Chocolate glerkrús 3.700 kr
Raumgestalt Eikarbretti Verð frá 3.490 kr
Gjafir 5.000 - 10.000 kr Hands On eldhúsrúllustandur 7.300 kr
OYOY mörgæs 8.990 kr
Finnsdottir Winter Stories Squirrel 5.500 kr
Finnsdottir Hringur 7.800 kr
Skjalm P Eikarbakki 30 x 30 cm 7.990 kr
6.600 kr
Gjafir 10.000 - 20.000 kr The Oak Men Flip Tray 17.500 kr
Finnsdottir veggskraut 15.900 kr Finnsdottir Dancer 11.900 kr
Semibasic rúmföt 12.900 kr
Snuran.is - Síðumúla 21 - sími 537 5101 - snuran@snuran.is
Nýtt í Snúrunni Beolit 15 85.000 kr
Beoplay H2 heyrnartól 33.000 kr
Beoplay A2 Hátalari 62.000 kr
Mikið úrval af fallegum vörum í jólapakkann Fuss púðar 12.990 kr/stk By Wirth Magazine Hangout 8.400 kr
Woud Come Here borð 44.900 kr Copenhanger Fatahengi 29.900 kr Woud Kuppi veggljós 23.900 kr
Snuran.is - Síðumúla 21 - sími 537 5101 - snuran@snuran.is
90
sjónvarp
Helgin 4.-6. desember 2015
Föstudagur 4. desember
Föstudagur RÚV
22:40 Hot Tub Time Machine 2 Félagarnir Lou, Nick, Jacob og Adam sem fundu heitan pott sem var jafnframt tímavél fara nú til framtíðarinnar allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
20:00 The Voice Ísland4(10:10) Úrslitin ráðast í þessum þætti.
Laugardagur
16.30 Tímaflakkið e. 16.55 Íslendingar e. 17.45 Táknmálsfréttir 17.55 KrakkaRÚV 18.02 Litli prinsinn 18.25 Tímaflakkið 18.50 Öldin hennar e. 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.30 Veður 19.40 Vikan með Gísla Marteini 20.25 Frímínútur 20.40 Útsvar (Skagafjörður Fljótsdalshérað) b. 21.55 Poirot – Dauðinn á Níl Rannsóknarlögreglumaðurinn siðprúði, Hercule Poirot, tekst á5 við flókin sakamál af fádæma 6 innsæi. 23.35 Man in the Iron Mask e. 01.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
SkjárEinn 20.40 Geðveik jól 2015 Starfsfólk átta fyrirtækja leggur góðu málefni lið með því að keppa um titilinn Geðveikasta jólalagið 2015.
22:05 Before I Go To Sleep Spennutryllir frá 2015. Christine sem vaknar á hverjum morgni algjörlega minnislaus.
Sunnudagur allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
4
23.15 Sérsveitin (Tropa de Elite 2) Margverðlaunaður, brasilískur spennutryllir. Fátækrahverfin umhverfis Rio De Janeiro í Brasilíu eru meðal hættulegustu staða á jörðinni.
21:00 Law & Order: SVU Sakamálaþættir um kynferðisglæpadeild innan lögreglunnar í New York borg.
06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Everybody Loves Raymond 08:20 Dr. Phil 09:00 Kitchen Nightmares 09:50 Secret Street Crew 10:40 Pepsi MAX tónlist 13:35 Cheers 14:00 Dr. Phil 14:40 Bundesliga Weekly 15:10 Life In Pieces 15:35 Grandfathered 16:00 The Grinder 16:20 Reign 17:05 The Biggest Loser 17:50 Dr. Phil 18:30 The Tonight Show with Jimmy Fallon 19:10 America's Funniest Home Videos 19:35 The Muppets 20:00 The Voice Ísland 21:30 Bridget Jones Diary 23:10 Best Night Ever 00:40 The Tonight Show with Jimmy Fallon 01:20 Rookie Blue 02:05 Nurse Jackie 5 6 02:35 Californication 03:05 Ray Donovan 03:50 The Tonight Show with Jimmy Fallon 04:30 The Late Late Show with James Corden 05:10 Pepsi MAX tónlist
Laugardagur 5. desember RÚV
STÖÐ 2
07.00 KrakkaRÚV 07:00 Barnatími Stöðvar 2 11.10 Menningin 08:05 The Middle 11.35 Vikan með Gísla Marteini e. 08:30 Grand Designs 12.15 Frímínútur 09:15 Bold and the Beautiful 12.25 Útsvar (Skagafjörður - Fljóts09:35 Doctors dalshérað) e. 10:20 Hart of Dixie 13.30 Kiljan e. 11:05 Mindy Project 14.15 Stúdíó A e. 11:30 Guys With Kids 14.45 Eldað með Ebbu e. 11:50 Bad Teacher allt fyrir áskrifendur 15.15 Íþróttaafrek sögunnar (Ruðn12:15 Jólastjarnan 2015 ingsfótbolti og Emil Zátopek) e. 12:35 Nágrannar fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15.45 Tónleikakvöld e. 13:00 The Jane Austen Book Club 17.15 Íþróttaafrek sögunnar (Carl 14:45 Lego Batman: The Movie - DC Su Lewis) e. 16:00 Kalli kanína og félagar 17.40 Öldin hennar e. 16:25 Community 3 17.50 Táknmálsfréttir 16:50 Leðurblökumaðurinn 4 5 18.00 KrakkaRÚV 17:15 Bold and the Beautiful 18.01 Unnar og vinur 17:40 Nágrannar 18.25 Tímaflakkið 18:05 The Simpsons 18.54 Lottó 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19.00 Fréttir 18:47 Íþróttir 19.25 Íþróttir 18:55 Ísland í dag 19.35 Veður 19:25 Logi 19.45 Hraðfréttir 20:20 The X Factor UK 20.00 Þetta er bara Spaug... stofan 22:40 Hot Tub Time Machine 2 Það 20.40 Geðveik jól 2015 muna sjálfsagt flestir eftir grín21.45 Far and Away farsanum Hot Tub Time Machine 00.00 Lewis – Á meðal hinna um þá félaga Lou, Nick, Jacob óttaslegnu e. og Adam sem fundu heitan pott 01.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok sem var jafnframt tímavél og fóru aftur til ársins 1986. Nú fara þeir til framtíðarinnar 00:15 Time of Death 01:50 I Melt With You 03:50 Fright Night 2 05:30 Fréttir og Ísland í dag
SkjárEinn
06:00 Pepsi MAX tónlist 11:10 Dr. Phil 13:10 The Tonight Show with Jimmy Fallon 13:50 Bundesliga Weekly 14:20 Borussia Mönchengladbach Bayern München 10:50 S. Seahawks - P. Steelers 16:20 The Muppets 13:10 Middlesbrough - Everton 16:45 The Voice Ísland 14:50 Man. City - Hull 18:20 Parks & Recreation 16:30 League Cup Highlights '14/'15 18:45 The Biggest Loser 17:00 Stjarnan - Grindavík 20:15 Along Came Polly 18:30 La Liga Report 21:45 The 40 Year Old Virgin 19:00 KR - Tindastóll b. allt fyrir áskrifendur 23:45 The Bourne Identity 21:05 NFL Gameday 01:45 CSI 21:35 Bballography: Bob Pettit fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 02:30 Unforgettable 22:00 Körfuboltakvöld 03:15 The Late Late Show with James 23:30 KR - Tindastóll Corden 00:50 Lazio - Juventus 03:55 The Late Late Show with James 02:30 New Orleans - Cleveland b. Corden 4 5 04:35 Pepsi MAX tónlist
11:20 Football League Show 2015/16 11:50 Premier League Review 2015 12:45 Sheffield Wednesday - Arsenal 14:25 Tottenham - Chelsea allt fyrir áskrifendur 16:05 Southampton - Liverpool 17:45 Norwich - Arsenal 11:05 Ghostbusters fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:30 Messan 12:50 Someone Like You allt fyrir áskrifendur 20:45 PL Match Pack 2015/2016 14:30 Won’t Back Down 21:15 Premier League Preview '15/'16 16:30 Ghostbusters 21:45 Man. City - Hull 18:15 Someone Like You fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 23:25 League Cup Highlights '14/'15 19:55/00:15 Won’t Back Down 4 23:55 Premier League World '15/'16 22:00/04:00 X-Men 2 00:25 Man. City - Southampton 02:25 Dracula Untold
STÖÐ 2
Sunnudagur RÚV
07.00 KrakkaRÚV 07:01 Barnatími Stöðvar 2 10.40 Íþróttalífið e. 11:15 The Great Christmas Light Fight 11.05 Þegar hjörtun slá í takt e. 12:00 Bold and the Beautiful 11.50 Myndun heimsálfanna e. 13:45 Logi 12.40 Þetta er bara Spaug... stofan e. 14:40 Heimsókn 13.15 Geðveik jól 2015 e. 15:10 Eldhúsið hans Eyþórs 14.15 Paradísarheimt 15:45 How I Met Your Mother 15.15 Te með Mussolini e. 16:20 Sjáðu 17.10 Táknmálsfréttir 16:50 ET Weekend allt fyrir áskrifendur 17.20 KrakkaRÚV 17:40 Saturday Night Live 17.21 Kata og Mummi 18:30 Fréttir Stöðvar 2 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.31 Tillý og vinir 18:55 Sportpakkinn 17.42 Ævintýri Berta og Árna 19:10 Lottó 17.47 Skúli skelfir 19:15 The Simpsons 18.00 Stundin okkar 19:40 Spilakvöld 18.25 Tímaflakkið 20:30 Christmas With The Kranks 4 5 6 18.50 Öldin hennar 22:05 Before I Go To Sleep Spennutryllir frá 2015 með Nicole 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir Kidman og Colin Firth í aðalhlut19.35 Veður verkum. Nicole leikur Christine 19.45 Landinn sem vaknar á hverjum morgni algjörlega minnislaus. Colin leikur 20.15 Öldin hennar 20.20 Ísþjóðin með Ragnhildi Steinunni eiginmann hennar sem útskýrir fyrir henni á hverjum degi hvernig 20.50 Downton Abbey 21.40 Paradísarheimt (3:3) Myndin statt sé fyrir henni og segir henni er sýnd í þremur hlutum og í sögur úr fortíð hennar. Einn daghenni segir frá Steinari Steinssyni, inn hittir hún mann sem kveðst bónda í Hlíðum undir Steinavinna hjá lögreglunni og ráðhlíðum. Hann hverfur frá búi sínu leggur henni að treysta engum. og fjölskyldu til að lifa meðal 23:40 Justice for natalie Holloway mormóna í Utah í Bandaríkjunum. Þessi frábæra mynd frá 2011 er 23.15 Sérsveitin (Tropa de Elite 2) framhald myndarinnar Natalee 01.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok Holloway frá árinu 2009. 01:05 Unforgiven 03:15 The Railway Man 05:10 The Raid
SkjárEinn
06:00 Pepsi MAX tónlist 11:00 Dr. Phil 12:20 The Tonight Show with Jimmy Fallon 09:35 New Orleans - Cleveland 14:20 Stuttgart - Werder Bremen 11:25 KR - Tindastóll 16:20 Rules of Engagement 12:55 Körfuboltakvöld 16:45 The Biggest Loser 14:25 La Liga Report 18:15 Design Star 14:55 Real Madrid - Getafe b. 19:00 Minute To Win It Ísland 17:00 NBA - Rodman Revealed 17:25 Barcelona - Kielce b. allt fyrir áskrifendur19:50 Jennifer Falls 20:10 Top Gear 18:55 NFL Gameday 21:00 Law & Order: SVU 19:25 Valencia - Barcelonafréttir, b. fræðsla, sport og skemmtun 21:45 Fargo 21:30 UFC Now 2015 22:30 House of Lies 22:20 New Orleans - Cleveland 23:00 The Walking Dead 00:10 Internazionale - Genoa 23:50 Hawaii Five-0 00:35 CSI: Cyber 4 5 6 6 01:20 Law & Order: SVU 08:55 Middlesbrough - Everton 02:05 Fargo 10:35 League Cup Highlights '14/'15 02:50 House of Lies 11:05 Premier League World '15/'16 03:20 The Late Late Show with James 07:00 Jobs 11:35alltPL Match Pack '15/'16 Corden 09:10 Prelude to a Kiss fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 12:05 Premier League Preview '15/'16 04:00 Pepsi MAX tónlist 10:55 A Walk In the Clouds 12:35 Stoke - Man. City b. 12:40 Veronica Mars fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14:50 Man. Utd. - West Ham b. 14:30 Jobs 17:00 Markasyrpa 08:15/15:05 A Fish Called Wanda 16:40 Prelude to a Kiss 17:20 Chelsea - Bournemouth b. 10:05/16:55 Edward Scissorhands 18:25 A Walk In the Clouds allt fyrir áskrifendur 19:30 Arsenal - Sunderland 11:50/18:40 Diminished Capacity 20:10 Veronica Mars 21:10 Swansea - Leicester 20:10 One Chance 22:00 The Good Lie 4 513:20/ 6 4 6 22:50 WBA - Tottenham5 22:00/03:00 Breakout fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 23:55 Conviction 5 6 00:30 Southampton - Aston Villa 23:30 Sarah’s Key 01:45 Texas Chainsaw 3D 02:10 Watford - Norwich 01:20 Gimme Shelter 03:20 The Good Lie
Hafa skal það sem betur sést og heyrist 4
5
JU6415:
24/25 Bestu sjónvörpin skv. skv. Neytendablaðinu Neytendablaðinu 24.09.15 24.09.15 og og IRCT IRCT
ormsson.is
6
á góðu verði
• 4K • UHD • SMART • 1000 PQI
UE40”JU6415 UE UE40” 40” kr.159.900.UE48”JU6415 UE48” UE 48” kr.189.900.UE55”JU6415 UE55” UE 55” kr. 239.900.-
6
Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-15
síÐUmúLa 9 sími 530 2900
JU6675:
• 4K • UHD • SMART • 1300 PQI
UE40”JU6675 kr.169.900.UE48”JU6675 kr. 199.900.UE55”JU6675 kr. 249.900.-
24/25 Bestu sjónvörpin skv. skv. Neytendablaðinu Neytendablaðinu 24.09.15 24.09.15 og og IRCT IRCT
LágmúLa 8 · sími 530 2800
4
sjónvarp 91
Helgin 4.-6. desember 2015 Í sjónvarpinu Brúin á rúv
6. desember STÖÐ 2 07:00 Barnatími Stöðvar 2 12:00 Nágrannar 13:45 The X Factor UK 15:05 Spilakvöld 15:55 The X Factor UK 16:50 60 mínútur 17:40 Eyjan 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn allt fyrir áskrifendur 19:10 Kaleo 20:35 Humans fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:25 Réttur Fjórtán ára stúlka finnst látin á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Í kjölfarið hefst lögreglurannsókn sem teygir anga sína víða þar sem samfélagsmein 4 á borð við hefndarklám, einelti á netinu, eiturlyfjaneyslu og týndar unglingsstúlkur koma við sögu. Við gerð þáttanna var lögð rík áhersla á að leita ráðgjafar fagfólki úr ýmsum starfsstéttum til að þættirnir endurspegluðu íslenskan veruleika á raunsæjan hátt. 22:25 Homeland Við höldum áfram að fylgjast Með Carrie Mathieson nú fyrrverandi starfsmanni bandarísku leyniþjónustunnar. Líf hennar er alltaf jafn stormasamt og flókið en nú vinnur hún fyrir einkafyrirtæki í Berlín og verkefni hennar eru erfiðari en nokkru sinni fyrr. 23:15 60 mínútur 00:00 Proof 00:45 The Knick 01:35 The Leftovers 02:20 Murder in the First 03:05 Bless Me, Ultima 04:50 Fréttir
Brú yfir boðaföllin Undanfarna daga hefur mér liðið mjög skringilega. Ég hef átt erfitt með að sofna og þegar ég loksins sofna þá sef ég illa. Ég svitna í tíma og ótíma og er mjög oft óglatt yfir daginn. Tilfinningar mínar eru líka í miklu ójafnvægi og það þarf ekkert til þess að ég bresti í grát. Og ekkert kjökur. Heldur græt ég hástöfum. Ég á mjög erfitt með að ná mér niður og fjölskylda mín á erfitt með að sefa þessar tilfinningar mínar. Ég vil ekkert tala við annað fólk. Forðast það eiginlega mjög mikið. Konan mín hefur gert allt til þess að 5
6
08:10 Southampton - Liverpool 09:50 Valencia - Barcelona 11:30 Real Madrid - Getafe 13:10 Kiel - Vezprém b. 14:40 Barcelona - Kielce 16:10 New Orleans - Cleveland 18:00 Hellas Verona - Empoliallt fyrir áskrifendur 19:40 NBA Home Video - 2005 Spurs 20:50 NFL Gameday fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:20 NE. Patriots - P. Eagles b. 00:20 Sampdoria - Sassuolo
08:40 Watford - Norwich 10:20 PL Classic: Tottenham - Man. Utd. 10:50 Swansea - Leicester 12:30 Arsenal - Sunderland allt fyrir áskrifendur 14:10 Stoke - Man. City 15:50 Newcastle - Liverpool b. fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:00 Manstu 18:35 Man. Utd. - West Ham 20:15 Newcastle - Liverpool 21:55 WBA - Tottenham 23:35 Southampton - Aston Villa 4
ar vikur. Ég er samt bjartsýnn. Ég verð að halda í vonina, það er það eina sem ég hef. Það sem heldur í mér lífinu er það að Saga Norén
mun snúa aftur. Brúin er ekki hætt. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is
Ómissandi á jólunum
4
5
bæta þetta ástand en því miður dugar það ekki til. Hún er samt mjög skilningsrík og stundum grátum við saman. Það eina sem hefur varpað einhverri ljóstýru á þessa líðan mína undanfarna daga er dagskrá norrænu stöðvanna í fjölvarpinu. Samt er það stundum einum of yfirþyrmandi. Ástandið er bara mjög vont. Það eru ekki allir sem skilja mig í þessum aðstæðum og það er erfitt að útskýra þetta. Fólk getur ekki sett sig í þessi spor ef það hefur ekki fengið að njóta þess sama og ég undanfarn-
5
6
Sérvalin blanda af bestu kaffiuppskerum ársins.
6
kaffitar.is
bækur
92
Helgin 4.-6. desember 2015
Hallgrímur í kvennafans
metsöLuListi eymundsson
Snjóblinda meðal bestu frumrauna
Arnaldur aftur á toppinn
Á aðventuupplestri á Glúfrasteini á sunnudaginn, 6. desember, munu fjórir rithöfundar lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum. Þórunn Jarla Valdimarsdóttir les úr bók sinni Stúlka með höfuð sem er sjálfstætt framhald af Stúlku með fingur og Stúlku með maga, þar sem Þórunn notaði heimildir og skáldlega túlkun til að segja sögu móður sinnar og formæðra. Þórdís Gísladóttir les úr ljóðabók sinni Tilfinningarök þar sem ljósi er varpað á líf fólks sem lesandinn telur sig ef til vill kannast við. Hallgrímur Helgason les upp úr Sjóveikur í München. Bókin lýsir Hallgrímur Helgason verður umvafinn örlagavetri í lífi Hallgríms, hans fyrsta utan föðurkonum á aðventuupplands og móðurhúsa. Soffía Auður Birgisdóttir les lestri á Gljúfrasteini. upp úr Ég skapa þess vegna er ég. Um skrif Þórbergs Þórðarsonar. Bókin byggir á margra ára rannsóknum og er yfirgripsmikil heildarútekt á höfundarverki Þórbergs.
Það var harður slagur um fyrsta sætið á Metsölulista Eymundsson þessa vikuna en það endaði með því að Arnaldur Indriðason náði aftur fyrsta sætinu með bókina Þýska húsið. Yrsa Sigurðardóttir og Sogið er í öðru sæti. 1 Þýska húsið ArnAldur IndrIðAson 2 Sogið YrsA sIgurðArdóttIr 3 Stóri skjálfti Auður JónsdóttIr 4 Stríðsárin 1938 - 1945 Páll BAldvIn BAldvInsson 5 Þín eigin goðsaga ÆvAr Þór BenedIktsson 6 Mamma klikk! gunnAr HelgAson 7 Endurkoman ólAfur JóHAnn ólAfsson 8 Amma óþekka og tröllin í fjöllunum J.k. kolsöe 9 Dagbók Kidda klaufa 7 Jeff kInneY 10 Eitthvað á stærð við alheiminn Jón kAlmAn stefánsson
RitdómuR LitLaR byLtingaR ...
Kóngurinn hefur náð 1. sætinu á ný.
Snjóblinda eftir Ragnar Jónasson er ein af fimm bestu frumraunum ársins í Bretlandi að mati vefjarins Crime Fiction Lover. Þá útnefndi dagblaðið Independent hana sem eina af átta bestu glæpasögum ársins sem lesendur blaðsins ættu að lesa nú um jólin. Snjóblinda var gefin út á ensku fyrr á þessu ári og náði efsta sætinu á metSnjóblinda Ragnars sölulista Amazon Kindle í Bretlandi og Jónassonar gerir það Ástralíu. Viðtökurnar hafa verið framar gott í Bretlandi. vonum og ákvað breski útgefandinn að flýta útgáfu Náttblindu Ragnars og kom hún út í í síðustu viku á ensku. Fátítt er að tvær bækur sama höfundar komi út á sama árinu í Bretlandi.
FjöRuveRðLaunin HaLLdóR a K. tHoRoddsen tiLneFnd
Óður til hinnar íslensku konu
Litlar byltingar draumar um betri daga Kristín Helga Gunnarsdóttir Mál og menning 2015
Litlar byltingar - draumar um betri daga er fyrsta skáldsaga Kristínar Helgu Gunnarsdóttur fyrir fullorðna en hún er löngu landsþekktur og dáður barnabókahöfundur. Kristín ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í þessari sögu heldur samanstendur bókin af brotakenndum svipmyndum úr ævi fjölda kvenna á mismunandi tímum og er nokkurs konar óður til hinnar íslensku konu og þolgæðis hennar. Rammi sögunnar er spjall aðalpersónunnar Glóu við mun yngri frænku sína, Höllu, þegar sú fyrrnefnda sér fram á að dögum hennar fari fækkandi. Hennar kenning er sú að ævisaga einnar konu verði að innifela sögur þeirra kvenna sem gengu á undan og þannig verður form bókarinnar til. Hugmyndin er vissulega góð en gallinn er sá að þær konur sem við fáum að kynnast í Litlum byltingum eru hver annarra klisjukenndari og sögur þeirra sömuleiðis. Hér er unga uppreisnarstúlkan af hippakynslóðinni sem gefur dauðann og djöfulinn í hefðbundið strögl á Íslandi og flyst til Kaupmannahafnar þar sem hún drekkur rauðvín, reykir gras, elskar konur og klæðist litríkum fötum, sjómannsekkjan sem neitar að láta tíðarandann á fyrri hluta tuttugustu aldar kúga sig og berst fyrir að koma börnum sínum sjálf til manns, bóndakonan á litla býlinu þar sem fleiri börn deyja en þau sem komast á legg, unglingsstúlkan sem fellur fyrir fagurgala eldri manns og verður ófrísk, unga ráðvillta nútímakonan sem leitar á náðir jógaiðkunar og núvitundar til að þurfa ekki að horfast í augu við heiminn og svo framvegis og svo framvegis. Þær tvær konur sem áhugaverðustu sögurnar eiga, hin skyggna Finna og förukonan Torfa sem fór ein til Ameríku og kom til baka brotin kona, fá hins vegar lítið pláss fyrir sínar sögur og falla algjörlega í skugga hinna. Til að bæta gráu ofan á svart er texti bókarinnar óskaplega uppskrúfaður og tilgerðarlegur, einnig þar eru klisjurnar allsráðandi, og á köflum líður lesandanum eins og hann sé að lesa áróðursrit fyrir kvenfrelsi frá 1968. Það er mikið talað um skort á kvenlegri sýn á Íslandssöguna og krafan um að raddir kvenna fái að heyrast er hávær. Allt gott um það að segja en það þarf þá að segja þá sögu frá nýjum sjónarhóli, varpa ljósi á aðra þætti í sögum kvenna en þá sem margtuggðir hafa verið áður og helst af öllu að gera það á nýjan og ferskan hátt. Það tekst ekki hér, því miður. -fb
Jóla Jól 2015 verð
Fallegur Áttablaðarósin jólasokkur er sem byggt hengja á munstri má í gluggann, úr sjónabók á arininn Jóns eða Einarssonar bara á vegginn. bónda og hagleiksmanns í Skaftafelli á 18. öld. ÁTTABLAÐARÓSIN JÓLASOKKUR HÖFUM OPNAÐ Í KRINGLUNNI
LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
9.990 3.990 Grýla eða Áður Leppalúði 12.980 35x50cm
Konurnar níu sem tilnefndar eru til Fjöruverðlaunanna. Halldóra K. Thoroddsen er lengst til vinstri.
Gestir sem ybba sig
Ein þriggja bóka sem tilnefndar eru til Fjöruverðlaunanna 2016 er nóvella Halldóru K. Thoroddsen, Tvöfalt gler. Sagan fjallar um rúmlega sjötuga konu sem verður ástfangin, en Halldóra segist nú bara að vera að skrifa um eitt stykki líf, hún hefði alveg eins getað skrifað um lítið barn.
É
Ég ætla hins vegar ekki fólki sem les bækur þá heimsku að setja það fyrir sig þótt höfundurinn sé með píku.“
g sendi að sjálfsögðu bókina inn til þess að hún yrði tilnefnd,“ segir Halldóra K. Thoroddsen hlæjandi þegar hún er spurð hvort hún hafi átt von á því að nóvella hennar Tvöfalt gler yrði tilnefnd til Fjöruverðlaunanna. Sagan birtist í þriðja árgangi tímaritraðarinnar 1005 sem út kom í maí og er með öllu uppseldur. Halldóra segir þó öll bókasöfn landsins eiga eintak og því sé hægur vandi fyrir þá sem vilja lesa söguna að bregða sér þangað. „Á friðarhátíðinni framundan getur fólk farið á bókasafn í friði og ró og lesið bókina mína.“ Aðalpersóna sögunnar er rúmlega sjötug kona sem nýlega hefur misst mann sinn og er nú orðin ástfangin á ný. Í umsögn dómnefndarinnar sem tilnefndi bókina er tilvitnun í höfundinn þar sem kemur fram að bókin fjalli um ástir gamalmenna, en Halldóra er ekki alveg tilbúin að skrifa undir þá lýsingu. „Jú, jú, þetta er ástarsaga,“ segir hún. „En hún fjallar líka um allt mögulegt annað. Ég hefði alveg eins getað skrifað um lítið barn. Í okkar þjóðfélagi höfum við tvo hópa í einangrun; börn og gamalmenni. Hún er vissulega þetta gömul stelpan sem ég er að skrifa um en það er nú bara eitt stykki líf sem sagan fjallar um.“ Halldóra er þekktust sem ljóðskáld en hefur einnig gefið út örsögur og smásögur. Tvöfalt gler er lengsta útgefna verk hennar til þessa, kveikti það löngun til að skrifa stærri verk? „Hugmyndin kom til mín eins og aðrar ljóðahugmyndir en þessi kona komst ekki fyrir í ljóði og fékk því litla bók. Ég hef ekkert velt því fyrir mér að fara að skrifa stærri bækur, ég fæ bara hugmyndir og svo kemur í ljós hvað þær þurfa mikið pláss.“ Spurð hvort henni finnist að enn sé þörf á sérstökum bókmenntaverðlaunum fyrir konur kemur grallarinn upp í Halldóru og hún segir að það sé alltaf þörf fyrir verð-
laun sem hún sé tilnefnd til. „Og, jú, ég held það sé þörf á því að vekja athygli á bókum kvenna því við erum nú ekkert alveg komnar út úr karlasamfélaginu og bókmenntaheimurinn er auðvitað karllægur, við vitum það. Við konurnar erum bara gestir þarna og erum eitthvað að ybba okkur. Við erum ekkert komnar þarna upp á dekk. Ég ætla hins vegar ekki fólki sem les bækur þá heimsku að setja það fyrir sig þótt höfundurinn sé með píku. Ég þekki engan sem hefur þá hugsun að leiðarljósi þegar hann velur sér lesefni.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is
Þessar bækur eru tilnefndar til Fjöruverðlauna Fagurbókmenntir Humátt eftir Guðrúnu Hannesdóttur Tvöfalt gler eftir Halldóru K. Thoroddsen Mörk eftir Þóru Karítas Árnadóttur
Fræðibækur og rit almenns eðlis Rof – Frásagnir kvenna af fóstureyðingum eftir Silju Báru Ómarsdóttur og Steinunni Rögnvaldsdóttur Ástin, drekinn og dauðinn eftir Vilborgu Davíðsdóttur Heiður og huggun – Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld eftir Þórunni Sigurðardóttur
Barna- og unglingabókmenntir Vetrarfrí eftir Hildi Knútsdóttur Koparborgin eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur Randalín, Mundi og afturgöngurnar eftir Þórdísi Gísladóttur og Þórarin M. Baldursson
R B ÓK I N U N N I F A Ú Þ SK I SLÓ
I F Á
AFgReIÐSLUtímAR í deSemBeR Þriðjudagur
1. des.
10–18
miðvikudagur
2. des.
10–18
Fimmtudagur
3. des.
10–18
Föstudagur
4. des.
10–18
Laugardagur
5. des.
11–17
Sunnudagur
6. des.
11–17
mánudagur
7. des.
10–18
Þriðjudagur
8. des.
10–18
miðvikudagur
9. des.
10–18
Fimmtudagur
10. des.
10–18
Föstudagur
11. des.
10–18
Laugardagur
12. des.
11–17
Sunnudagur
13. des.
11–17
mánudagur
14. des.
10–18
Þriðjudagur
15. des.
10–18
miðvikudagur
16. des.
10–19
Fimmtudagur
17. des.
10–19
Föstudagur
18. des.
10–19
Laugardagur
19. des.
11–19
Sunnudagur
20. des.
11–19
mánudagur
21. des.
10–19
Þriðjudagur
22. des.
10–19
miðvikudagur
23. des.
10–19
Ð
JÓLA dAgA tA
L:
eIN N hepp IN N v IÐSK Ip tAv IN U R Á dAg FæR gJöF
I og Ð æ t S A L í B g Næ NI N U N N ö K Á t heI t ÓK e y p I S meRKImI ÐI F y LgI R h v eR R I BÓ K INN pöK K
UNA R
BoR Ð
Allar nýjustu bækurn ar
ÞÚSUNdIR tItLA FRÁ öLLUm heLStU ÚtgeFeNdUm LANdSINS – Á FoRLAgSveRÐI Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | 101 Reykjavík | Sími: 575-5636
94
Jólagjöfin fæst hjá okkur
menning
Helgin 4.-6. desember 2015
LeikList Bandrískur spunaLeik ari MeÐ iMprOV ísLand
Spunaveisla í Þjóðleikhúskjallaranum
Svuntan er í anda íslenska upphlutsins sem er hluti af þjóðararfi okkar Íslendinga. UPPHLUTSSVUNTUR
5.990
HÖFUM OPNAÐ Í KRINGLUNNI
Svuntur frá 2.980
Einn besti spunaleikari New York, Anthony Atamanuik, mun sýna með spunaleikurum frá Improv Ísland mánudagskvöldið 7. desember í Þjóðleikhúskjallaranum. Anthony er í einum þekktasta spunaleikhópi Bandaríkjanna, Asssscat, ásamt Amy Poehler, Tinu Fey og fleirum. Hann hefur m.a komið fram í Broad City og 30 Rock og sýnir reglulega og kennir í UCB leikhúsinu í New York. Gestir Spunaleikhússins þetta kvöld eru heldur ekki af verrri endanum. Ingvar E leikur sitt hlutverk úr
senu, á móti Anthony sem veit ekki um hvað senan er og spinnur á móti. Ari Eldjárn fer með sannsögulegan mónólóg út frá einu orði frá áhorfendum, og leikhópurinn spinnur sýningu ásamt Anthony út frá sömu aðstæðum. Karl Olgeirsson spilar undir frumsömdum söngleik og margt fleira. Næstu sýningar Improv Ísland eru ekki fyrr en í febrúar, svo þetta er kjörið tækifæri fyrir áhugafólk um spuna og almenna skemmtun að athuga. Miðasala er á midi.is og leikhusid.is og hefst sýningin kl. 20.00. -hf
Anthony Atamanuik kemur fram með Improv Ísland.
LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
tónList GuÐMundur péturssOn Gefur út pLötuna sensus
Jólatilboð Rúmföt
23% afsáttur
Innblástur Áttablaðarósarinnar er fenginn upp úr sjónabók Jóns Einarssonar bónda og hagleiksmanns í Skaftafelli á 18. öld. ÁTTABLAÐARÓSIN
9.990
HÖFUM OPNAÐ Í KRINGLUNNI
Áður 12.980 LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
Nú er vetur! Rúðuvökvi -18°C 4 lítrar
740
S805-10D 135cm ál snjóskófla
2.595
Rúðuskafa Hálkusalt 5 kg
585
165
S805-4L 170CM ál snjóskafa
2.190
„Það má segja sem svo að þetta sé minn stíll. Það er erfitt að finna út hvað maður vill hlusta á, þegar manni finnst maður hafa hlustað á allt,“ Ljósmynd/Hari
Varasamt að nefna húmor í þessu samhengi Guðmundur Pétursson gítarleikari og tónskáld hefur nú sent frá sér nýja plötu sem ber heitið Sensus. Hann hefur áður gefið út plöturnar Ologies árið 2008 og Elabórat árið 2011. Sensus er eins konar lokaþáttur í þessarri þrennu en tekur um leið alveg nýja stefnu tónlistarlega. Áhrifin eru margslungin eins og í fyrri verkum Guðmundar, þótt meiri áhersla sé á stílhreinni hljóðmynd. Tónlistin ferðast úr fönkrokki yfir í elektrónlskar stemningar ásamt óskilgreindri nýbreytni.
O
Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Svefnvandi, kvíði, depurð
MAGNOLIA OFFICINALIS
• • • •
Heilbrigður svefn Upphaf svefns Samfelldur svefn Þunglyndi og kvíði
Börkur af plöntunni MAGNOLIA OFFICINALIS, sem vex í fjallahéruðum Kína, hefur verið notaður við svefnvandamálum, kvíða og þunglyndi í yfir 2000 ár í Asíu.
“Hjálpar þér að losna úr vítahringnum og ná stjórn á svefninum” Dr. Michael Breus www.thesleepdoctor.com
Heilbrigður svefn
Fáanlegt í nær öllum apótekum landsins, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is og Heimkaup
Málið við þessa músík er það að hún er blanda af því að vera rythmísk band músík, yfir í það að vera mjög útsett. Músíkin er hugsuð út frá því að allir partar tali við hvorn annann.
logies sem kom út árið 2008 var efni sem ég hafði unnið eftir ákveðna leit að einhverju konsepti sem ég datt niður á við gerð tónlistarinnar,“ segir gítarleikarinn Guðmundur Pétursson. „Mig langaði að treysta alfarið eigin bragðlaukum. Elabórat var svo gerð 2011 undir sömu formerkjum og má segja með einhverjum hætti að Sensus sé að einhverju leyti lokapunkturinn í þessari vinnu,“ segir hann. „Það er allavega tilfinningin sem maður hefur. Þegar ég gerði Ologies þá setti ég mér ákveðnar vinnureglur, þar sem ég eyddi heilli viku í senn að klára hvert lag, og sá hvert það leiddi mig,“ segir Guðmundur. „Þannig datt ég meira og meira niður á ákveðin stíl sem ég hef svo verið að þróa síðan. Það má segja sem svo að þetta sé minn stíll. Það getur verið erfitt að finna út hvað maður vill hlusta á, þegar manni finnst maður hafa hlustað á allt,“ segir hann. „Kannski sest maður þá niður og reynir að búa það til. Áhrifin koma auðvitað úr ýmsum áttum. Allt frá einhverju nýrómantísku syntharokki, yfir í amerískan delta-blús. Ásamt einhverjum flækjum úr framúrstefnulegu rokki yfir í dökkan idie-rokk hávaða, í bland við tilfinningaþrunga. Jafnvel húmorískan,“ segir Guðmundur. „Annars veit ég það ekki. Það er varasamt að nefna húmor í þessu samhengi, nema í algeru framhjáhlaupi,“ segir hann. „Ég hef verið að vinna
að þessari plötu með hléum í tvö til þrjú ár. Það var meira svona hugmyndavinna, en undanfarið ár hef ég verið að taka hana upp.“ Með Guðmundi á plötunni leika þeir Kristinn Agnarsson á trommur, Samúel J. Samúelsson á básúnu og Haukur Gröndal á saxófóna, flautur og klarínett. „Málið við þessa músík er það að hún er blanda af því að vera rythmísk band músík, yfir í það að vera mjög útsett. Músíkin er hugsuð út frá því að allir partar tali við hvorn annann,“ segir hann. „Oft eru ekki skýr skil á milli tónsmíðarinnar og útsetninganna. Oft eru hugmyndirnar byggðar á ákveðnum hljóðheim og þá þarf að teikna hann upp og úr verður lag. Ég reikna með því að flytja þetta efni á nýju ári en ég er líka að undirbúa tónleika sem ég er að halda með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í mars,“ segir hann. „Það er annar vígvöllur. Ég mun spila tvo konserta með þeim. Annars vegar klassískan kosert eftir Manuel Ponce, og hins vegar verk eftir mig sem er fyrir rafmagnsgítar og sinfóníuhljómsveit. Ég var beðinn um að spila konsert með sveitinni og í hugmyndamótuninni varð það ofan á að ég mundi semja verk af þessu tilefni,“ segir Guðmundur Pétursson gítarleikari. Sensus fæst í öllum betri hljómplötuverslunum. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is
Löng helgi
Jólamarkaður í Húsi sjávarklasans Það verður sannkölluð jólastemning í Húsi sjávarklasans í dag, föstudag. Þá stendur Íslenski sjávarklasinn í fyrsta sinn fyrir jólamarkarkaði með sjávartengdu þema þar sem hægt verður að versla beint við framleiðendur og hönnuði og gæða sér á ýmis konar góðgæti. Markaðurinn verður opinn frá klukkan 12 til 18. Á jólamarkaði Húss sjávarklasans, að Grandagarði 16, verður gamaldags basarstemning og ýmislegt nýtt að sjá. Þar verður meðal annars að finna mat og drykk, ferskt og reykt sjávarfang, ýmsar snyrtivörur, borðspilið Aflakló, smjörhnífinn UGGA sem verður frumsýndur af frumkvöðlum úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og gjafapoka með ýmsu góðgæti úr sjávarfangi. Þá verður Omnom með súkkulaðikræsingar auk þess sem hægt verður að versla ýmsa hönnunarvöru, svo sem fylgihluti úr fiskroði, vörur úr rekaviði, keramik og margt fleira. Þá verður veitingastaðurinn Bergsson RE, sem er í sama húsi, með jólabröns meðan á markaðnum stendur.
20% afsláttur af öllum vörum föstudag, laugardag og sunnudag Verð eru án afsláttar
Verð 29.900,-
Verð 26.900,-
Verð 35.900,-
Verð 19.900 ,-
Verð 39.900,-
Verð 35.900,-
Verð 28.500,-
Verð 34.700 ,-
Verð 21.900,-
Demantssnúra 30 punkta demantur, 14K
157.000,-
Verð 45.400,Demantur 6p.
Verð 37.900,Demantur 2p.
Verð 32.900,-
Verð 61.200,-
Verð 39.700,-
Verð 34.900,-
Demantssnúra 9 punkta demantur, 14K
57.000,-
Verð 33.900,-
Verð 22.900,-
Verð 33.000,-
Verð 37.000,-
Gullhringur Handsmíðaður 14K, 2 iscon
45.700,-
Verð 47.000,-
Verð 36.800,-
Verð 39.900,-
Verð 34.000,-
Verð 38.000 ,-
Verð 28.500 ,-
Gullhálsmen Handsmíðað 14K, 2 iscon
Verð 77.900,-
Verð 16.300,-
Verð 36.700,-
Hjarta úr hvítagulli 25 punkta demantur
99.000,-
26.000,-
Verð 69.000,Demantur 11p.
Verð 35.900,-
Opnunartími: föstudag & laugardag 10-18 sunnudag 13-18 LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383
Ferðaáætlun Útivistar 2016 kemur út 10. desember
www.utivist.is
BORÐSTOFUDAGAR Í TEKK OG HABITAT GRÍPTU DAGINN!
30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM GLÖSUM FÖSTUDAG LAUGARDAG OG SUNNUDAG
20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM BORÐSTOFUBORÐUM OG BORÐSTOFUSTÓLUM
VELKOMIN Í NÝJU VERSLUNINA OKKAR Í SKÓGARLIND
NÝR STAÐUR: SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI UR: ND 2, GI
TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS
03
02
01
05
09
04
07 08 11 06
18
10
20 22 19 36
21
17
38
33
13 15
16 27
14
31
35
45
46
47
68
32
29
49
50
52 54
56
28
25
66
59
51 24
67
42
37
23
60
57
69
53
30
55
61
70 78
62
83
84
79
77
76 73
58
48
63
71
44
43
40
26
65
41
34
12
64
39
81
74
82 75
72
80
85 86
01 HOUSE DOCTOR JÓLAPAPPÍR 5MTR 1.200.02 GSTAAD KERTALUKT 7.900.03 VEGGBLÓM 4.950.04 HOUSE DOCTOR JÓLATRÉ 1.790.- OG 2.490.05 LENNY BLUETOOTH HÁTALARI 39.000.06 HOUSE DOCTOR GEYMSLUBÓK 2.900.07 MONTREAL TEKETILL 7.500.08 FADO RAMMI 3.900.09 LIEL LAMPI 19.550.10 MANOLO BLAHNIK SKÓHORN 11.500.11 EPHEDRA TEPPI 9.900.12 TOMMY SKRIFBORÐSLAMPI 3.900.13 DAISY - GO ROUND SKARTGRIPATRÉ 6.950.14 HOUSE DOCTOR KERTASTJAKI 700.15 PIXEL KODDAVER 3.900.16 BRIGHT SATEEN KODDAVER 2.850.17 BOW DRESS SKARTGRIPAKJÓLL - 2.950.18 DENVER KERAMIK POTTAR OG PÖNNUR FRÁ 7.500.19 CAMARGUE SALT OG PIPARKVARNIR 3.750.20 FANGA VISKUSTYKKI 3 STK 3.500.21 THIERRY MARX MORTEL 7.500.22 BERGEN KRÚSIR 2.500.- 4.800.- 6.800.-
ALLAR JÓLAGJAFIRNAR Á EINUM STAÐ
23 CASEY KLUKKA 3.900.24 ESBO KANNA 1.250.25 ESBO MATARDISKUR 2.750.26 FOTI VATNSFLASKA 1.950.27 CAYENNE PIPARKVÖRN 5.900.28 KONFEKT FRÁ HAFLIÐA RAGNARS 4.500.29 ESBO KAFFIBOLLI 1.250.30 ESBO HLIÐARDISKUR 1.450.31 HOUSE DOCTOR JÓLATRÉ 1.790.- OG 2.490.32 GATEAUX KÖKUDISKUR 4.500.- KÖKUSPAÐI 590.33 BEHAI KÖNNUR 950.34 BEHAI HLIÐARDISKAR 1.400.35 BEHAI MATARDISKAR 1.960.36 INNI EFTIR RUT KÁRA 9.950.37 CLUSAZ KOTEILHRISTARI 1.950.38 GIANNI KARAFLA 2.580.39 INCANTO KARAFLA 2.900.40 CLUSAZ VÍNKÆLIR 3.500.41 HOUSE DOCTOR HREINDÝRAPAR 3.600.42 CRABTREE &EVELYN ILMUR 10.950.43 VIENNA HVÍTVÍNSGLÖS 6 STK 5.460.44 VIENNA BURGUNDY GLÖS 6 STK 7.410.-
45 VIENNA RAUÐVÍNSGLÖS 6 STK 6.825.46 HOUSE DOCTOR JÓLATRÉ 1.990.47 CLUSAZ KAMPAVÍNSFATA 8.500.48 BALEARE BAÐHANDKLÆÐI 70X135 3.800.49 MERAKI BURSTI 2.695.50 MERAKI VALHNETU SKRÚBBUR 3.395.51 MERAKI HÚÐKREM 3.745.52 HOUSE DOCTOR FROSTRÓS 1.500.53 MERAKI ILMKERTI 2.895.54 MERAKI HANDKLÆÐI 40X60 2STK 3.595.55 MERAKI HANDKLÆÐI 50X100 2STK 5.995.56 TAP KOLLUR 19.500.57 GRANIT KERTASTJAKI 1.950.58 GRANIT BÓMULLARKRÚS 4.950.59 BALEARE ÞVOTTAPOKAR 495.60 BALEARE HANDKLÆÐI 70X135 3.800.61 BABETTE HANDKLÆÐI 70X140 3.850.62 GAMMA DISKAMOTTA 850.63 HOUSE DOCTOR SKÁL 6.200.64 KERTI 590.65 QUIN SERVÍETTUR 1.150.66 HOUSE DOCTOR KERTAGLAS 890.-
87
88
67 HOUSE DOCTOR VASI 1.800.68 CENTRAL PARK KRÚS 1.250.69 CENTRAL PARK KRÚS 1.850.70 ERGEN MJÓLKURKANNA 800.71 JERSEY SALATSKÁL 4.950.72 JERSEY HLIÐARDISKUR 1.250.73 JERSEY SKÁL 1.250.74 HOUSE DOCTOR SKÁLAR 3 Í SETTI 5.700.75 JERSEY MATARDISKUR 1.750.76 HOUSE DOCTOR SKÁL 2.300.- 6.200.77 GETZ TEGLAS 2.450.78 HOUSE DOCTOR GEYMSLUBÓK 2.900.79 BALI HVÍTUR SLOPPUR 12.500.80 MALDIVES GRÁR SLOPPUR 12.500.81 MERAKI SNYRTITASKA 3.295 82 GRANIT BAKKI 3.950.83 HOUSE DOCTOR JÓLATRÉ 1.790.- OG 2.490.84 SILKIRÚMTEPPI 230X260 59.000.85 GLAYDYS DÚKUR 180X270 8.500.86 CARRARE DÚKUR 140X250 22.500.87 GAMBO RÚMTEPPI 230X250 29.500.88 BALEARE HANDKLÆÐI 70X135 3.800.-
98
menning
Helgin 4.-6. desember 2015
FjáröFlunartónleik ar leiklistarnemar saFna Fyrir menningarFerð með því að syngja á rosenberg
Leiklistarnemar syngja lög með Eagles og Justin Bieber Leiklistarnemar á fyrsta ári í Listaháskólanum efna til fjáröflunarjólatónleika á Café Rosenberg næstkomandi mánudagskvöld. Í bekknum eru tíu framtíðarleikarar sem ætla að láta ljós sitt skína á þessum tónleikum með vinsælum jólalögum. Hákon Jóhannesson leiklistarnemi segir tónleikana vera lið í fjáröflun sem bekkurinn ætli að vera með á hverri önn, sem muni hjálpa þeim að fjármagna menningarferð til Berlínar í lok námsins. Hann segir lagavalið mjög fjölbreytt og ætlar meðal annars að bregða sér í skó Justin Bieber á þessum tónleikum.
þ
etta eru svona vetrarjólatónleikar ef svo má að orði komast,“ segir Hákon Jóhannesson leiklistarnemi um fjáröflunartónleika leiklistarnema á mánudagskvöldið næsta. „Á efnisskránni ætlum við að hafa hefðbundna tónlist í bland við jólalög. Bæði munum við koma fram sem hópur og einnig sem einstaklingar. Tilefnið af þessu er fjáröflun sem við ákváðum að ráðast í,“ segir hann. „Við ætlum að safna fyrir menningarferð sem okkur langar að fara í þegar líður að lokum námsins. Þetta er bara fyrsta skrefið þar sem við erum bara nýbyrjuð í náminu. Við gátum varla hugsað okkur betri endi á fyrstu önninni en að halda tónleika fyrir fjölskyldur og vini og auðvitað aðra sem vilja koma,“ segir Hákon. „Við vitum svo ekkert með hvaða hætti fjáröflunin verður á næstu önn, en hún verður haldin á hverri önn samt. Mér líst frábærlega á námið það sem af er,“ segir hann. „Þetta er mjög krefjandi og skemmtilegt og maður þarf að gefa mikið af sér til þess að uppskera. Andinn í bekknum er mjög góður og hjálpar okkur öllum að komast áfram í þessu öllu saman. Það er alltaf eitthvað sem kemur manni á óvart í svona námi en maður var líka viðbúinn því í upphafi að þetta yrði stórt skref að stíga. Svo maður var viðbúinn hinu óvænta,“ segir hann. „Við erum heldur betur að stíga út fyrir þægindarammann á þessum tónleikum þar sem við erum bara nýbyrjuð að læra að syngja í skólanum. Langflest okkar hafa aldrei sungið neitt að ráði áður,“ segir Hákon. „Svo þetta er stórt skref fyrir marga að stíga upp á svið og syngja fyrir vonandi fullum sal. Þetta er stökk í djúpu laugina og það er akkúrat það sem við viljum gera. Ég persónulega ætla að syngja jólablúsinn Please Come Home For Christmas sem Eagles gerðu á sínum tíma.
Fyrsta árs nemar leiklistarbrautar Listaháskólans halda fjáröflunartónleika á Rosenberg á mánudagskvöld. Ljósmynd/Hari
Svo ætla ég að taka einn góðan dúett með Árna Beinteini bekkjarfélaga mínum sem er Little Drummer Boy í útgáfu Justin Bieber. Þetta hefst kl 21.00 á mánudaginn og það kostar 1.000 krónur fyrir nema og 2.000 krónur fyrir óbreytta borgara, og það er enginn posi á staðnum,“ segir Hákon Jóhannesson leiklistarnemi. Aðrir bekkjarfélagar og þar með leikarar fram-
tíðarinnar eru þau Aron Már Ólafsson, Árni Beinteinn Árnason, Ebba Katrín Finnsdóttir, Elísabet Skagfjörð, Eygló Hilmarsdóttir, Hlynur Þorsteinsson, Júlí Heiðar Halldórsson, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Þórey Birgisdóttir. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is
Gefðu íslenska tónlist í jólagjöf
Of Monsters and Men Beneath The Skin
Agent Fresco Destrier Fáanlegar á CD og LP í öllum betri plötubúðum www.recordrecords.is
Júníus Meyvant EP
Hönnuðir og listafólk á jólamarkaði
Renndir leirmunir, handgerð skurðarbretti, púðar, dúkar, veggspjöld, jólaskraut og margt fleira verður á meðal þess sem verður á boðstólum á jólamarkaði á Bus Hostel í Skógarhlíð um helgina. Á markaðnum selja 13 hönnuðir og listafólk verk sín undir heitinu Ízlenska pop-up fjelagið. Opið verður milli klukkan 12-17 laugardag og sunnudag og piparkökur og heitt kaffi verður á staðnum til að ylja gestum. Þeir sem taka þátt eru: Bifurkolla, Ísa-fold design, Gluggagallery, Íris Ösp Heiðrúnardóttir, Aron Freyr Stefánsson, Hanna Gréta keramik hönnuður, Basalt Reykjavík, Ratdesign/Ragnheiður Tryggvadóttir, Valdór Bóasson, Gola & Glóra, Mixmix Reykjavík, Gunnarsbörn og Bismagg.
2x
CD
JÓLAGESTIR BJÖRGVINS • VINSÆLUSTU LÖGIN 1987-2014
DIKTA • EASY STREET
INNIH
JOHN GRANT • GREY TICKLES, BLACK PRESSURE
2x
CD
BRÁÐUM KOMA BLESSUÐ JÓLIN • 40 JÓLALÖG FYRIR BÖRNIN
MEMFISMAFÍAN OG BRAGI VALDIMAR • KARNIVALÍA
www.sena.is/tonlist
ELLY VILHJÁLMS • MINNINGAR
CD
UR ELD
3x
CD
DIDDÚ • 60 ÁRA
UR ELD
2x
INNIH
UR ELD
3x
MAGNÚS EIRÍKSSON • TÍMINN LÍÐUR HRATT
INNIH
INNIH
EIVØR • SLØR
UR ELD
CD
VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON • VIÐ EIGUM SAMLEIÐ
UR ELD
INNIH
HELGI BJÖRNS • VERÖLDIN ER NÝ
UR ELD
INNIH
INNIH
Nýjar plötur í jólapakkann
2x
CD
UR ELD
3x
CD
GÖMLU DAGANA GEFÐU MÉR • VINSÆLAR PERLUR FRÁ 1965-1975
BAGGALÚTUR • JÓLALAND
KOMNAR Í VERSLANIR OG Á TÓNLISTARVEITUR
100
menning
J
Helgin 4.-6. desember 2015
e i l k a n r ó t óla skyldun
r i r fy
l ö f a all
a
Barátta Sunnu Valdísar í bíó ónum manna með aðra taugasjúkHeimildarmyndin HUMAN dóma. Í myndinni kynnumst við TIMEBOMBS fjallar um flóknungri stúlku frá Reykjavík, Sunnu asta taugasjúkdóm í heimi, AHC, Valdísi, sem er eini Íslendingurverður sýnd í Sambíóunum Egilsinn sem greindur hefur verið með höll á laugardaginn kl 17.00. Árið sjúkdóminn. Við fylgjumst með 2012 var gerð vísindaleg uppgötvbaráttu fjölskyldu hennar sem un þar sem orsök sjúkdómsins vinnur nú hörðum höndum að því fannst. Vísindamenn í Bandaað finna lækninguna sem búið er ríkjunum halda því fram að með Sunna Valdís Sigurðardóttir. að staðfesta að sé í sjónmáli. Við réttu fjármagni geti þeir fundið fáum innsýn inn í það hvers vegna foreldrasamtök út lækningu á sjúkdómnum. Nú stendur yfir sannkallað um allan heim hafa sameinast um að gefast aldrei upp kapphlaup við tímann upp á líf og dauða til þess að fyrir þessum banvæna sjúkdómi þrátt fyrir margvísfinna lækningu. Lyfjafyrirtækin hafa ekki viljað taka legar hindranir. þátt í þróun lyfja við sjúkdómnum þar sem hann er Athugið að atriði í myndinni geta vakið óhug og er afar sjaldgæfur. AHC hefur einkenni allra annara því 12 ára aldurstakmark á sýningunni. Leikstjóri og taugasjúkdóma, einkennin eru vægast sagt hræðileg en lækning við AHC mun koma til með að hjálpa millj- handritshöfundur er Ágústa Fanney Snorradóttir. -hf Karlakór Reykjavíkur heldur sína árlegu aðventutónleika í Hallgrímskirkju 12. og 13. desember. Aðalgestur kórsins að þessu sinni er Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú.
Jólafjör ólafjör með Góa & Stórsveit Reykjavíkur 6. des. kl. 14:00, Silfurbergi, Hörpu Miðasala: harpa.is
Hátíðarstemning á aðventunni Á herrans hátíð syngjum: Aðventutónleikar Karlakórs Reykjavíkur fara fram í Hallgrímskirkju dagana 12. og 13. desember.
Þ
að hefur verið fastur liður hjá mörgum að koma á tónleikana eftir verslunarferð í miðbænum og upplifa hátíðleikann,“ segir Vigfús M. Vigfússon, sem hefur sungið með kórnum í 13 ár. Aðventutónleikarnir hafa verið fastur liður í starfi kórsins frá árinu 1993. Saga kórsins spannar hins vegar enn lengri tíma en kórinn fagnar 90 ára afmæli á næsta ári. „Elsti kórmeðlimurinn hefur sungið með kórnum í 60 ár, en hér eru einnig ungir söngvarar, þetta er því breiður aldurshópur.“ Alls eru á milli 70-80 meðlimir í kórnum.
Tilhlökkun að syngja með Diddú
Aðalgestur kórsins þetta árið er sópransöngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, sem hefur um árabil verið í fremstu röð klassískra söngkvenna hér á landi og þótt víðar væri leitað. „Þessi magnaða listakona hefur komið fram með Karlakór Reykjavíkur víða um lönd, bæði austan hafs og vestan en þetta er í fyrsta sinn sem hún skreytir aðventudagskrá kórsins. Við erum því afar spenntir fyrir því að syngja með henni,“ segir Vigfús. Þá kallar kórinn til fastagesti sína frá fyrri árum sér til fulltingis. Þeirra á meðal eru organistinn Lenka Mátéóva, trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson auk Eggerts Pálssonar pákuleikara.
Hátíðlegt yfirbragð „Við viljum að fólk upplifi hátíðleika og frið á aðventunni og því er efnisskráin bæði klassísk og létt í senn,“ segir Vigfús. Á tónleikunum verða flutt bæði íslensk og erlend jóla- og aðventulög. „Aðventutónleikarnir eru hluti af góðri hefð og því breytum við ekki miklu milli ára, en það er þó alltaf eitthvað nýtt að finna á efnisskránni á hverju ári,“ segir Vigfús. Stjórn aðventutónleikanna verður í höndum Friðriks S. Kristinssonar, farsæls stjórnanda Karlakórs Reykjavíkur í meira en aldarfjórðung. Tónleikarnir verða þrennir talsins, klukkan 17 á laugardag og klukkan 17 og 20 á sunnudag. Miðaverð á tónleikana er óbreytt frá fyrra ári eða kr. 4.900. Miðasala fer fram á miði.is Unnið í samstarfi við Karlakór Reykjavíkur
AÐVENTUTÓNLEIKAR KARLAKÓRS REYKJAVÍKUR 2015
Í HALLGRÍMSKIRKJU LAUGARDAGINN 12. DESEMBER KL 17.00 OG SUNNUDAGINN 13. DESEMBER KL. 17.00 OG 20.00
Einsöngvari
SIGRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR, DIDDÚ
Orgelleikari
LENKA MÁTÉÓVÁ
Trompetleikarar
ÁSGEIR H. STEINGRÍMSSON EIRÍKUR ÖRN PÁLSSON
Pákuleikari
EGGERT PÁLSSON
Stjórnandi
FRIÐRIK S. KRISTINSSON
MIÐAVERÐ KR. 4.900 - MIÐASALA Á MIDI.IS
102
menning
Helgin 4.-6. desember 2015 TónlisT ingibjörg AzimA gefUr úT Vorljóð á ýli
Billy Elliot – HHHHH ,
S.J. Fbl.
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Fös 4/12 kl. 19:00 Lau 19/12 kl. 19:00 Fös 8/1 kl. 19:00 Lau 26/12 kl. 19:00 Lau 9/1 kl. 19:00 Fös 11/12 kl. 19:00 Sun 27/12 kl. 19:00 Lau 12/12 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - sýningum lýkur í janúar
Njála (Stóra sviðið)
Mið 30/12 kl. 20:00 Frums. Sun 10/1 kl. 20:00 6.k Lau 2/1 kl. 20:00 2.k Mið 13/1 kl. 20:00 7.k Sun 3/1 kl. 20:00 3.k Fim 14/1 kl. 20:00 8.k Mið 6/1 kl. 20:00 4.k Sun 17/1 kl. 20:00 9.k Mið 20/1 kl. 20:00 10.k Fim 7/1 kl. 20:00 5.k Blóðheitar konur, hugrakkar hetjur og brennuvargar
Fim 21/1 kl. 20:00 11.k Sun 24/1 kl. 20:00 Fim 28/1 kl. 20:00 12.k Sun 31/1 kl. 20:00
Hver er hræddur við Virginíu Woolf? (Nýja sviðið) Fös 15/1 kl. 20:00 Frums. Sun 24/1 kl. 20:00 6.k Lau 16/1 kl. 20:00 2.k Fim 28/1 kl. 20:00 7.k Sun 17/1 kl. 20:00 3.k Fös 29/1 kl. 20:00 8.k Fim 21/1 kl. 20:00 4.k Lau 30/1 kl. 20:00 aukas. Fös 22/1 kl. 20:00 aukas. Sun 31/1 kl. 20:00 9.k Lau 23/1 kl. 20:00 5.k Fim 4/2 kl. 20:00 10.k Margverðlaunað meistarastykki
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Sun 6/12 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 13:00 Sýningum lýkur í janúar
Sun 27/12 kl. 13:00 Sun 3/1 kl. 13:00
Sun 10/1 kl. 13:00
Sókrates (Litla sviðið)
Fös 4/12 kl. 20:00 Sun 13/12 kl. 20:00 Lau 12/12 kl. 20:00 Lau 19/12 kl. 20:00 Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina
Sun 27/12 kl. 20:00
Vegbúar (Litla sviðið)
Sun 6/12 kl. 20:00 Fim 17/12 kl. 20:00 Fim 10/12 kl. 20:00 Þri 29/12 kl. 20:00 Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið
Mið 30/12 kl. 21:00
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 5/12 kl. 20:00 Fös 18/12 kl. 20:00 Fös 8/1 kl. 20:00 Fös 11/12 kl. 20:00 Kenneth Máni stelur senunni
Lau 23/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 20:00
Mávurinn (Stóra sviðið) Sun 6/12 kl. 20:00 Takmarkaður sýningartími
Fös 5/2 kl. 20:00 11.k Lau 6/2 kl. 20:00 12.k Sun 7/2 kl. 20:00 aukas. Fim 11/2 kl. 20:00 13.k
Fim 10/12 kl. 20:00
Sun 13/12 kl. 20:00
Og himinninn kristallast (Stóra sviðið) Lau 5/12 kl. 20:00 Inniflugeldasýning frá Dansflokknum
1950
DAVID FARR
HARÐINDIN
65
Nýlega kom út platan Vorljóð á ýli sem geymir lög tónskáldsins Ingibjargar Azima við ljóð Jakobínu Sigurðardóttur. Ingibjörg sem er barnabarn Jakobínu segir ljóðin hafa kallað fram lögin og samband hennar við ömmu sína hafi ekkert þvælst fyrir við tónsmíðarnar. Jakobína var betur þekkt fyrir skáldsögur sínar en Ingibjörg segir ljóðin með þeim betri sem hún hafi lesið. Á plötunni eru lögin sungin af þeim Margréti Hrafnsdóttur sópransöngkonu og tenórnum Gissuri Páli Gissurarsyni.
U
mslag plötunnar Vorljóð á ýli er afar fallegt og er það í raun uppsett eins og ljóðabók. Hönnunin var í höndum þeirra Margrétar H. Blöndal og Arnars Freys Guðmundssonar. „Hugmyndin að umslaginu kom bara á fyrstu fundum mínum með hönnuðunum,“ segir Ingi-
Ingibjörg Azima segir ljóð ömmu sinnar Jakobínu Sigurðardóttur tala sínu máli, og auðvelt hafi verið að semja tónlist við þau. Ljósmynd/Hari
björg Azima tónskáld. „Þau vou að finna einhvern punkt hjá mér og fyrir mér snérist þessi útgáfa að miku leyti í kringum ljóðin og ætti útgáfan mjög gjarnan að bera þess merki. Ég átti ekki von á þessari útkomu og ég er alveg rosalega hrifin,“ segir hún. „Í upphafi varð nú bara eitt lag til við
2015
Sjóminjasafnið í Reykjavík
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Grandagarði 8, Reykjavík
Lau 5/12 kl. 19:30 31.sýn Mið 30/12 kl. 19:30 38.sýn Sun 24/1 kl. 19:30 43.sýn Sun 6/12 kl. 19:30 32.sýn Lau 2/1 kl. 15:00 39.sýn Fös 29/1 kl. 19:30 44.sýn Fös 11/12 kl. 19:30 35.sýn Lau 2/1 kl. 19:30 40.sýn Lau 30/1 kl. 19:30 45.sýn Lau 12/12 kl. 19:30 36.sýn Sun 10/1 kl. 19:30 41.sýn Mið 30/12 kl. 15:00 37.sýn Fim 14/1 kl. 19:30 42.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Móðurharðindin (Kassinn) Lau 5/12 kl. 19:30 32.sýn
Ljóð Jakobínu tala fyrir sig sjálf
Sun 6/12 kl. 19:30
„Litlu jólin“ laugardag 5. des 10:00 - 21:00 17:00 og 19:00 fjölskylduvæn leiðsögn um safnið 2 f 1 af miðaverði á milli 17:00-21:00 - frítt f. börn! 15% afsláttur í safnbúðinni
Lokasýning
Síðustu sýningar - Nýtt verk eftir Björn Hlyn Haraldsson.
Árbæjarsafn
Heimkoman (Stóra sviðið) Fös 4/12 kl. 19:30 12.sýn
Kistuhyl, Reykjavík
Sun 13/12 kl. 19:30 Lokasýning
Síðustu sýningar á meistaraverki Nóbelsskáldsins Pinters.
Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Mið 9/12 kl. 19:30 10.sýn Fim 7/1 kl. 19:30 12. sýn Fim 10/12 kl. 19:30 11.sýn Fös 15/1 kl. 22:30 13.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!
551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið)
Lau 5/12 kl. 11:00 Lau 12/12 kl. 11:00 Lau 19/12 kl. 11:00 Lau 5/12 kl. 13:00 Lau 12/12 kl. 13:00 Lau 19/12 kl. 13:00 Lau 5/12 kl. 14:30 Lau 12/12 kl. 14:30 Lau 19/12 kl. 14:30 Sun 6/12 kl. 11:00 Sun 13/12 kl. 11:00 Sun 20/12 kl. 11:00 Sun 6/12 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 13:00 Sun 20/12 kl. 13:00 Sun 6/12 kl. 14:30 Sun 13/12 kl. 14:30 Sun 20/12 kl. 14:30 Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð.
1950
65
Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið) Lau 26/12 kl. 19:30 Frumsýning
Fös 8/1 kl. 19:30 4.sýn
2015
Sun 17/1 kl. 19:30 7.sýn
Sun 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 9/1 kl. 19:30 5.sýn Sun 3/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 16/1 kl. 19:30 6.sýn Eitt af meistaraverkum 20. aldarinnar
Um það bil (Kassinn)
Þri 29/12 kl. 19:30 Frums. Lau 9/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 22/1 kl. 19:30 8.sýn Sun 3/1 kl. 19:30 2.sýn Fös 15/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 8/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 6.sýn Glænýtt verk eftir þekktasta samtímaleikskáld Svía, bráðfyndið og harkalegt í se
Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið)
Sun 10/1 kl. 14:00 21.sýn Sun 17/1 kl. 14:00 23.sýn Sun 10/1 kl. 16:00 22.sýn Sun 17/1 kl. 16:00 24.sýn Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu
Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið)
Lau 23/1 kl. 13:00 Frums. Sun 31/1 kl. 13:00 3.sýn Lau 6/2 kl. 16:00 5.sýn Lau 23/1 kl. 16:00 2.sýn Lau 6/2 kl. 13:00 4.sýn Eldfjörug barnasýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst!
551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
Jóladagskrá sunnudag 6. des 13:00 - 17:00 14:00 Skólahljómsveit Grafarvogs leikur jólalög 14:00 Guðsþjónusta í safnkirkjunni 15:00 Jólatrésskemmtun, kór Ártúnsskóla syngur 14:00 -16:00 Jólasveinar á vappi um safnsvæðið www.borgarsogusafn.is
s: 411-6300
GAFLARALEIKHÚSIÐ Það er gaman í Gaflaraleikhúsinu á nýju ári Hvítt - Töfraheimur litanna Frumsýning Sunnudagur 17. janúar
kl 16.00
Heimsfræg verðlaunasýning fyrir yngstu börnin
Góði dátinn Hasek Frumsýning Laugardagur 5. mars, 2016
kl. 20.00
Nýtt sprellfjörugt verk eftir Karl Ágúst Úlfsson
Miðasala - 565 5900 - midi.is-gaflaraleikhusid.is
ljóð eftir ömmu, og var það bara alveg óvart,“ segir Ingibjörg sem er barnabarn Jakobínu. „Það kom lag upp í hugann við titilljóð plötunnar og lengi vel fylgdi því engin hugsun um framhald. Svo hafði Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari samband við mig þegar ég var í námi í Svíþjóð, og hana vantaði tónlist fyrir sig og sópransöngkonuna Margréti Hrafnsdóttur. Svo það kom eiginlega pöntun um að gera meira í þessum dúr,“ segir Ingibjörg. „Fyrst fannst mér þetta svolítið yfirþyrmandi, en var um leið spennt fyrir því og þegar ég fór að skoða ljóðin hennar ömmu þá gerðist þetta eiginlega af sjálfu sér. Amma gaf bara út eina ljóðabók sem heitir Kvæði og flest ljóðin á plötunni eru úr þeirri bók. Tvö þeirra voru svo birt í Skírni hér á árum áður. Sem eru ljóðin Næturljóð og Einu sinni var. Það er synd að það hafi ekki fleiri ljóð eftir hana komið út þar sem mér finnst þessi ljóð hennar alveg ótrúlega góð og með þeim betri sem ég hef lesið. Auðvitað er ég ekki hlutlaus,“ segir hún. „Hún hafði ekki mikið álit á sér sem ljóðskáldi sem ég get ómögulega verið sammála. Svo þróaðist þessi vinna og útsetningarnar með tímanum og ég átti mjög auðvelt með að vinna með þetta efni. Samband okkar var ekkert að flækjast fyrir í þeirri vinnu því ljóðin eru svo sterk að þau tala fyrir sig sjálf,“ segir hún. Ingibjörg hélt útgáfutónleika á dögunum en bið gæti orðið á því að þessi tónlist verði flutt aftur opinberlega. „Ég þarf að bíða aðeins þar sem ég er að eignast barn á næstu tveimur vikum og ég mun bara láta tímann leiða það í ljós hvenær okkur gefst tækifæri á að leika þessa tónlist aftur,“ segir hún. „Mig langar samt að fara með þessa tónlist víðar og mun eflaust gera það, þó ég viti ekki alveg hvenær það verður,“ segir Ingibjörg Azima tónskáld. Vorljóð á ýli fæst í öllum helstu plötu og bókaverslunum, sem og í verslunum Hagkaups. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is
Krono Original Sea Breeze Vnr. 0113456
Harðparket
Klúbbverð
1.295.verð fm2 fullt verð 1.695.Harðparket - Eik Stærð: 7 x 192 x 1285 mm
Krono Original er endingargott harðparket sem þolir vel högg, núning, álag og hitakerfi. Komdu til okkar í Hólf & Gólf og skoðaðu fjölbreytt úrval af Krono Original. Náttúrulegt útlit í hönnun og þýsk gæði.
Klúbbverð
Klúbbverð
Klúbbverð
Klúbbverð
Vnr. 0113449
Vnr. 0113454
Vnr. 0113475
Vnr. 0113767
1.295.-
1.295.-
1.995.-
6.595.-
verð m2
verð m2
verð m2
verð m2
fullt verð 1.695.-
fullt verð 1.695.-
fullt verð 2.695.-
fullt verð 7.995.-
Harðparket - Eik Stærð: 7 x 192 x 1285 mm Þriggja stafa eik
Harðparket - Eik Stærð: 7 x 192 x 1285 mm Þriggja stafa eik
Plankaparket - Eik Stærð: 8 x 192 x 1285 mm
Viðarparket - Eik planka Stærð: 14 x 140 x 2200 mm
Krono Original Santiago eik
Krono Original Royal eik
Krono Original Nevada eik
F E G R A Ð U HE I M I L I Ð Gólfefni er ákaflega mikilvægur þáttur í því að skapa fallega heildarmynd fyrir heimilið. Hjá BYKO færðu hágæða harðparket og viðarparket frá framleiðendum sem hafa skapað sér frábært orðspor á alþjóðlegum vettvangi.
Steirer Country eik
104
dægurmál
Helgin 4.-6. desember 2015
Í takt við tÍmann Sar a PéturSdóttir
Heimakær og hollustufrík Sara Pétursdóttir er 18 ára söngkona sem vakti athygli þegar hún sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna í fyrra. Síðan hefur hún gefið út tvö lög undir nafninu Glowie og vakið mikla athygli. Lögin vinnur Sara í samstarfi við strákana í StopWaitGo og það þriðja er á leiðinni. „Það er ótrúlega gaman að fá að vinna við það sem mann dreymir um, algjör draumur. Sérstaklega þar sem ég er svo ung,“ segir Sara um tónlistarferilinn. „Nú er ég bara að einbeita mér að tónlistinni. Það var svo mikið að gera í sumar og gekk svo vel með fyrsta lagið að ég ákvað að hvíla mig á skólanum. Nú er ég bara að safna fleiri lögum og fá meiri reynslu.“
Vélbúnaður
Staðalbúnaður
Þegar ég borða úti fer ég oft á Fresco og Lókal, ég fíla svona salatstaði mikið. Ég er svolítið hollustufrík. Ég og kærastinn minn erum með bíl svo hann er svo heppinn að fá að skutla mér hingað og þangað, greyið. Við búum saman heima hjá fjölskyldu hans og ætlum að eyða jólunum í Barcelona þar sem systir hans býr. Það verður frábært. Uppáhaldsstaðurinn minn er heima hjá mér, ég er mjög heimakær.
Ég hef ekki neinn ákveðinn fatastíl, ég finn bara föt sem mér finnst kúl og kaupi þau. Ég þori líka að vera í öðruvísi fötum, reyni að vera ekki eins og allir aðrir. Mér finnst ég ekki þurfa að falla í hópinn.
Hugbúnaður
Þegar ég á lausan tíma teikna ég mikið. Ég elda líka rosalega mikið, mér finnst bæði gaman að elda og baka eitthvað gott. Uppskriftirnar finn ég til dæmis á Króm. is. Ég fer ekkert á djammið en ég fíla að fara á kaffihús. Mér finnst til dæmis gott að fara á Te og kaffi. Ég fer út að skokka annað slagið eða geri sjálf æfingar heima. Ég er alveg húkkt á Friends. Það er eina sjónvarpsefnið sem ég horfi á, ég horfi ekki á neinar stöðvar, og er frábært ef ég hef ekkert að gera eða er veik.
Ég er með iPhone 6 sem er nokkuð nýr. Ég er á öllum samfélagsmiðlunum og er nýlega orðin svolítið aktív á Snapchat. Ég er að vísu enn að læra á það en ég fæ rosalega mikil viðbrögð frá fólki þar. Rosalega góð viðbrögð.
Aukabúnaður
Ljósmynd/Hari
Ábyrgð fylgir! s: ðein
na u g r
o Afb
n.* á m r./
k 7 7
7 . 8 5
Allt að 7 ára ábyrgð fylgir notuðum Kia**
ÁRA
ÁRA
Á ÁBYRGÐ
ÁRA
ÁBYRGÐ Notaðir
Notaðir
ÁBYRGÐ Notaðir
Kia cee’d SW 1.6
Kia Carens EX 1.7
Árgerð 2013, ekinn 34 þús. km, dísil, 128 hö, beinskiptur.
Árgerð 2014, ekinn 67 þús. km, dísil, 136 hö, sjálfskiptur.
3.250.000 kr.
3.890.000 kr.
42.777 kr. á mánuði*
50.777 kr. á mánuði*
ÁRA
ÁRA
ÁBYRGÐ
ÁBYRGÐ
Notaðir
Kia Sportage EX Árgerð 2014, ekinn 105 þús. km, dísil, 136 hö, sjálfskiptur.
4.490.000 kr.
*Mánaðargreiðsla m.v. 70% bílalán í 72 mánuði. Vextir 9,25% og árleg hlutfallstala kostnaðar er 11%. **Ábyrgð er í 7 ár frá skráningardegi bifreiðar.
NOTAÐIR BÍLAR www.notadir.is
Notaðir
Kia cee’d EX 1.6
Kia Sorento Classic
Árgerð 2014, ekinn 12 þús. km, dísil, 128 hö, sjálfskiptur.
Árgerð 2014, ekinn 43 þús. km, dísil, 198 hö, sjálfskiptur.
3.950.000 kr.
5.990.000 kr.
51.777 kr. á mánuði*
78.777 kr. á mánuði*
Kletthálsi 2 110 Reykjavík 590 2160
Opnunartími: Virka daga 10–18 Laugardaga 12–16
HORFÐU Í GÆÐIN 5 ÁRA ÁBYRGÐ Á ÖLLUM SONY SJÓNVÖRPUM
X9
Okkar þynnsta sjónvarp W8
X8
W85
Afburðahönnun og frábær myndgæði frá meisturum Sony
4K Ultra HD upplausn, sjáðu hvert smáatriði í nýju ljósi
Sjáðu stærstu myndina í snjallasta sjónvarpinu
43" – Verð: 149.990 kr. 50" – Tilboðsverð: 179.990 kr. 55" – Tilboðsverð: 209.990 kr.
43" – Verð: 199.990 kr. 49" – Tilboðsverð: 219.988 kr. 55" – Tilboðsverð: 279.990 kr.
65" – Verð: 369.990 kr. 75" – Verð: 569.990 kr.
S85
W7
Fullkominn bogi tryggir einstaka upplifun með 4K Ultra HD upplausn
Glæsilega hönnuð hágæða sjónvörp á frábæru verði
55" – Verð: 369.990 kr. 65" – Verð: 549.990 kr.
32" – Verð: 92.990 kr. 40" – Verð: 109.990 kr. 48" – Verð: 129.990 kr.
Nýherji / Borgartúni 37 / Kaupangi Akureyri / netverslun.is
X9
2
Upplifðu hvert einasta smáatriði í 4K Ultra HD kristaltærri upplausn 55" – Verð: 459.990 kr. 65" – Verð: 639.990 kr.
106
dægurmál
Helgin 4.-6. desember 2015
tónlist rokkjötnar haldnir í þriðja sinn uM hElgina
Hátíð ljóss og hávaða Þungarokkstónleikarnir Rokkjötnar verða haldnir í þriðja sinn í Vodafonehöllinni á laugardaginn. Í ár verður sú nýbreytni að erlend hljómsveit kemur fram á Rokkjötnum og er það ofursveitin Mastodon sem heimsækir landið kalda um helgina. „Nú er bara allt að smella. Búið að ganga frá hótelum og hetjurnar koma til landsins á morgun,“ sagði Kristinn Thorarensen skipuleggjandi þegar í hann náðist í síma í gær. „Þetta verður alveg stórkostlegt á laugardaginn og Mastodon-meðlimir eru mjög spenntir. Hátíðin átti að fara fram fyrr, en þar sem eiginkona eins meðlimanna fékk krabbamein var öllum tónleikum þeirra í Evrópu frestað. Þeir voru bara svo spenntir fyrir því að koma til Íslands að önnur dagsetning var fundin fyrir þetta og nú er komið að því,“ segir Kristinn.
„Þetta eru risar í þessum þungarokksbransa. Þeir komu hingað fyrir 12 árum síðan og spiluðu á Grand Rokk og Gauknum og síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar,“ segir hann. „Þeir selja mikið af plötum og síðustu tvær hafa báðar farið á Topp 10 listann í Bandaríkjunum. Þeir ætla svo að fara smá túristatúr um landið í snjónum og eru mjög spenntir fyrir ferðinni í alla staði. Rokkjötnar eru hátíð allra rokkara,“ segir Kristinn. „Alveg eins og Eistnaflug er á sumrin og allir eru vinir. Þrátt fyrir þunga rokkið þá eru það friður og kærleikur sem svífa yfir vötnum. Það verður öllu tjaldað til á laugardaginn,“ segir Kristinn Thorarensen skipuleggjandi. Rokkjötnar hefjast klukkan 16 og fram koma Meistarar dauðans, Bootlegs, Muck, Kontinuum, Vintage Caravan, Sólstafir, Dimma og að lokum Mastodon. -hf
Bækur yrsa hlaðin lofi í norEgi
Norðmenn ánægðir með Lygi Yrsu Endalokin í Lygi eftir Yrsu Sigurðardóttur eru nánast fullkomin, spennan helst fram á síðustu blaðsíðu, þetta er ein af þeim glæpasögum sem komu hvað skemmtilegast á óvart á árinu og Yrsa er sannkallaður meistari. Svona skrifa norskir gagnrýnendur um bók Yrsu Sigurðardóttur, Lygi, sem kom nýlega út þar í landi. Bókin kom út hér á landi árið 2013. Þá valdi Adresseavisen Lygi sem eina af tíu bestu þýddu glæpasögum ársins í Noregi. Fyrisögnin á gagnrýni um bók Yrsu er: „Í algjörum sérflokki.“ Gagnrýnandi blaðsins segir að þetta sé enn ein spennandi og frumleg glæpasaga frá einni af þeirri bestu í þessari grein bókmenntanna. „Við vorum varla búin að hrista af okkur óhugnaðinn í Kulda þegar Yrsa neglir okkur aftur niður í sætið með magnaðri glæpasögu. ... Lygi er glæpasaga í hæsta gæðaflokki; áhrifamikil, frumleg saga um sorg, söknuð, hefnd og kærleika.“ Í bókinni segir frá fjögurra manna hópi sem fer að sinna viðhaldi í Þrídrangavita úti fyrir suðurströndinni - þaðan sem enginn kemst lifandi nema í þyrlu. Fjöl-
Mastodon eru væntanlegir til landsins um helgina.
Bækur Erna Mist sEndir fá sÉr tEikniMyndasöguna fáfr æði
Teiknaði mest í dönskutímum Erna Mist er nýtt nafn í jólabókaflóðinu um þessi jól, en á dögunum kom út teiknimyndasaga hennar, Fáfræði. Teikningar Ernu eru einfaldar en textarnir eru mjög beittir og skemmtilegir. Hún segist hafa fengið mjög góðar viðtökur við þessum teikningum sínum sem margar urðu til í tímum í Menntaskólanum við Hamrahlíð hvar hún stundar nám.
Það grín sem mér finnst fyndnast er yfirleitt það sem engum öðrum finnst fyndið ... minn einkahúmor bara sem er svo absúrd stundum.
É Yrsa Sigurðardóttir fær mikið lof fyrir bók sína, Lygi, í norskum miðlum.
skylda snýr heim eftir íbúðaskipti en hvorki finnst tangur né tetur af gestum þeirra. Og ung lögreglukona rekst á áratugagamla skýrslu um eiginmann sinn sem umturnar lífi hennar. Yrsa sendi á dögunum frá sér nýja bók hér á landi, Sogið, og hefur hún fengið prýðilega dóma. -hdm
Gullhálsmen
Eðalsteinar og demantar
g hef lengi verið að skrifa sögur og ljóð, en byrjaði ekki á myndasögunum fyrr en rétt fyrir síðustu jól,“ segir Erna Mist, teiknari og höfundur teiknimyndasögunnar Fáfræði. „Þetta byrjaði eiginlega bara óvart. Ég byrjaði að leika mér að því að teikna í tímum í MH,“ segir hún. „Svo eftir skólaárið var ég komin með nóg af myndum í eina bók. Það var mjög auðvelt að leiðast út í það að teikna í tímum sem voru kannski leiðinlegir. Ætli ég hafi ekki teiknað mest í dönskutímunum,“ segir Erna. „Brandararnir eru bara eitthvað sem mér hefur dottið í hug og sumt af þessu er bara eitthvað sem ég hef heyrt í umhverfinu og er svo fyndið því það er skrýtið. Annars kemur þetta bara af sjálfu sér. Þegar ég var komin með svona mikið af myndum og fannst öllum sem sáu þetta hjá mér að þetta ætti að koma út. Ég hringdi því bara í bókaútgáfuna Tind sem voru bara til í að gefa þetta út,“ segir hún. „Ég hef svo alltaf haldið áfram og er langt komin með bók númer tvö núna og væntanlega kemur hún út um næstu páska. Svo er ég líka að vinna að ljóðabók sem kemur mögulega út fyrir næstu jól. Það grín sem mér finnst fyndnast er yfirleitt það sem engum öðrum finnst fyndið,“ segir Erna. „Minn einkahúmor bara sem er svo absúrd stundum. Það eru nokkrir svoleiðis brandarar í bókinni,“ segir hún. „Þeir sem eru vinsælastir eru þeir sem ég tengi við einhverja fáfræði. Ég er líka að teikna þessa dagana fyrir einn landsþekktan höfund, sem ég get ekki tjáð mig meira um,“ segir Erna sem er á öðru ári í MH. „Krakkarnir í skólanum hafa flestir hrósað mér mikið, en auðvitað eru einhverjir sem dæma þetta. Aðallega þeir sem segja þetta of líkt teikningum Hugleiks Dagssonar,“ segir hún. „Þetta er samt bara ein tegund teiknimynda og það eru margir að teikna
„Ég mundi ekki segja að minn húmor væri kvenlægari. Ég var á bókamessu um daginn og þar voru mun fleiri strákar en stelpur sem keyptu bókina, en ég held að bæði kynin hafi gaman af þessu. Ég fékk mjög jákvæð viðbrögð þar.“ Ljósmynd/Hari
svona myndir um allan heim. Hugleikur er ekki sá eini, þó hann sé fyrirmynd hér á Íslandi. Það sem skiptir samt meira máli í þessu er textinn og minn húmor er alls ekki sá sami og hans. Ég mundi samt ekki segja að minn húmor væri kvenlægari. Ég var á bókamessu um daginn
og þar voru mun fleiri strákar en stelpur sem keyptu bókina, en ég held að bæði kynin hafi gaman af þessu. Ég fékk mjög jákvæð viðbrögð þar,“ segir Erna Mist höfundur og teiknari. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is
Gjafakort
Borgarleikhússins gjöf sem lifnar við Gjafakortið er í fallegum umbúðum. Gildir á sýningu að eigin vali og rennur aldrei út. Sérstök jólatilboð Mamma Mia Miði fyrir tvo á ABBA söngleikinn sem enginn má missa af
Njála Miði fyrir tvo á Njálu og eitt eintak af Brennu-Njáls sögu.
Leikhúskvöld fyrir sælkera Gjafakort fyrir tvo og ljúffeng leikhúsmáltíð
12.900 kr.
12.200 kr.
12.500 kr.
MIÐASALA - 568 8000 - BORGARLEIKHUS.IS
HE LG A RB L A Ð
Hrósið ... ... fær skáldkonan Lilja Sigurðardóttir sem seldi Sigurjóni Sighvatssyni kvikmyndarétt að nýjustu bók sinni, Gildrunni, eftir að fimm aðilar bitust um réttinn.
Skeifan 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is netið
Haffi Hipster Tónlistarmaðurinn Haffi Haff hefur lítið látið á sér kræla að undanförnu en sást á Instagram skarta einu besta Hipstera-skeggi sem sést í Reykjavík um þessar mundir. Haffi er tískunnar maður og lætur sitt ekki eftir liggja í skeggtískunni.
HRESSANDI STURTUTILBOÐ
HRESSANDI STURTUTILBOÐ Frískaðu upp á baðherbergið fyrir jólin.
TVÖFALDUR STURTUBARKI 150 CM 1.290 kr.
Ð O B L I T A L JÓ
Verð áður
1.887 kr.
Forsetinn í Akraborginni Hjörtur Hjartarson umsjónarmaður Akraborgarinnar fékk Þorgrím Þráinsson í spjall í vikunni og smellti mynd af sér með hugsanlegum forseta lýðveldisins.
‛‛
Afi, af hverju ferðu alltaf í lopapeysu í pottinn?‛‛
EMOTION sturtuhaus 10 cm 2.990 kr. Verð áður
3.942 kr.
SPRING sturtuhaus 20 cm 6.500 kr.
Frískaðu upp á baðherbergið fyrir jólin.
Verð áður
9.337 kr.
Ísabella 2 ára.
K i d W i t s.n e t
Briston úr
í miklu úrvali
ONDA handsturtuhaus 1.790 kr.
SKINNY handsturtuhaus 1.490 kr.
FONTE handsturtuhaus 790 kr.
Verð áður
Verð áður
Verð áður
2.460 kr.
1.967 kr.
1.076 kr.
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Laugavegur 45 Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is
TVÖFALDUR STURTUBARKI 150 CM 1.290 kr.
Ð O B L I T A L JÓ
Verð áður