05 júlí 2013

Page 1

Fjögurra barna móðir af Suðurnesjunum fór ein í Hot jóga-nám til tælands. viðtal 24

Hélt ég yrði rekinn Hinn litríki sendiherra bandaríkjanna, luis arreaga, kveður land og þjóð með söknuði en tekur íslenskan fjárhund með sér. Hann átti allt eins von á því að vera rekinn þegar hann gekk um götur reykjavíkur í uppvakningsbúningi. Helgarblað

viðtal 32

Trúlofunarhringar Okkar hönnun og sérsmíði PIPAR\TBWA • SÍA • 131919

jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind

5.–7. júlí 2013 27. tölublað 4. árgangur

ókeypis  viðtal inga lind k arlsdóttir snýr aftur á skjáinn

Skrápurinn þykknar með árunum Inga Lind Karlsdóttir tekur umtal ekki nærri sér. Hún hefur myndið þykkan skráp á þeim 17 árum sem hún hefur starfað í fjölmiðlum. Henni sárnaði hins vegar umtalið um húsið sem hún og eiginmaður hennar, Árni Hauksson fjárfestir, byggðu á Arnarnesinu því það snerti það allraheilagasta í hennar huga: börnin og fjölskylduna. Fyrir ári létu hjónin gamlan draum rætast og fluttu með fjögur börn sín af fimm til Barcelona. Þau eru hér með annan fótinn og hefur Inga Lind tekið að sér nýtt og spennandi sjónvarpsverkefni eftir fimm ára barnseignarfrí með tveimur hléum.

Eiginmaðurinn lést eftir raflost Íslensk ekkja berst fyrir úrbótum í Brasilíu viðtal 20

Heilsuréttir Ebbu í sjónvarp Hinn vinsæli heilsukokkur Ebba Guðný Guðmundsdóttir verður með þætti á RÚV í vetur. 62

Ljósmynd/Hari

dægurmál

síða 28

SÍA

131647

Sólgler með styrkleika fylgja kaupum á gleraugum PIPAR \ TBWA

Einnig í Fréttatímanum í dag: Samtíminn: HeimSkan er SterkaSta aFlið – matur: rabarbarauppSkriFtir – HeilSa: teygjur og liðleiki – tíSka: magnea FataHönnuður

Í húsmæðraorlof og Hot jóga-nám

FIRÐI Fjarðargötu 13–15 Opið: virka daga 10–18 og laugardaga 11–15

MJÓDDINNI Álfabakka 14 Opið: virka daga 9–18

SELFOSSI Austurvegi 4 Opið: virka daga 10–18

Gleraugnaverslunin þín


2

fréttir

Helgin 5.-7. júlí 2013

 Menning listaMönnuM létt eftir fund Með MenntaMálar áðHerr a

Ekki verður hróflað við listamannalaunum „Nú höfum við fengið að heyra frá báðum stjórnarflokkum að það verður ekki hróflað við launasjóðum listamanna. Það var okkur mikill léttir,“ segir Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands. Talsverð umræða hefur verið um listamannalaun eftir að ný ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks tók við völdum. Yfirlýsingar Vigdísar Hauksdóttur í DV og víðar vöktu mikla athygli. Listamenn voru uggandi og óttuðust um sinn hag. Kristín gekk á fund Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra í byrjun vik-

unnar ásamt Kolbrúnu Halldórsdóttur og Randveri Þorlákssyni fyrir hönd stjórnar Bandalags íslenskra listamanna. Kristín segir að fundurinn hafi verið mjög gagnlegur en framhaldsfundur hefur þegar verið boðaður á mánudag. „Hann sagði okkur að ekki væri fyrirhuguð nein breyting á listamannalaunum í þá veru að leggja þau niður,“ segir Kristín. Hún segir að framsóknarmenn hafi viðrað hugmyndir um endurskoða heiðurslaun listamanna. Hugmyndir þeirra snúist um að beina þeim fjármunum til ungra listamanna. „En þeir vilja alls ekki

hrófla við listamannalaununum.“ Sjálfstæðismenn virðast ekki áhugasamir um að endurskoða heiðurslaunin miðað við fund Kristínar og félaga með menntamálaráðherra. „Hann sér heldur fyrir sér að efla þau ef eitthvað er.“-hdm Illugi Gunnarsson, ráðherra menntaog menningarmála, tók á móti Kristínu Steinsdóttur og fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna í byrjun vikunnar. Listamennirnir gengu ánægðir af fundi eftir að hafa verið fullvissaðir um að ekki yrði hróflað við listamannalaunum.

 Hjálparstarf Margrét pála lét gaMlan dr auM r ætast

Metskráning í Reykjavíkurmaraþon Alls hafa 5.892 hlauparar skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið sem fer fram 24. ágúst næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu maraþonsins eru skráningar í ár 42% fleiri en á sama tíma í fyrra. Hlauparar frá 53 löndum hafa skráð sig til þátttöku og eru flestir þeirra frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada. 950 hlauparar hafa þegar skráð sig í heilt maraþon en í fyrra hlupu 806 þá vegalengd. Alls hafa 1.586 hlauparar skráð sig til þátttöku í hálfmaraþoni og 2.841 í 10 kílómetra hlaup. 282 hafa skráð sig í þriggja kílómetra skemmtiskokk en 208 í Latabæjarhlaupið. Í ár fagnar Reykjavíkurmaraþonið 30

ára afmæli sínu en það fór fyrst fram 1984. Hlauparar geta safnað áheitum fyrir góðgerðafélög og hafa þegar safnast yfir þrjár milljónir króna. Í fyrra var met slegið í áheitasöfnun þegar tæplega 46 milljónir söfnuðust. dhe

Átak vegna málefna Vilja að Snowden fái hælisleitanda framlengt ríkisborgararétt Framlengja á átak innanríkisráðuneytisins vegna málefna hælisleitanda en umsóknum hefur fjölgað mikið á milli ára. Kostnaðurinn vegna fjölgunarinnar hefur vaxið mjög vegna fjölda umsókna og lengri málsmeðferðartíma. Stöðugildum hefur verið fjölgað tímabundið og með því hefur tekist að stytta meðal málsmeðferðartímann fyrstu fimm mánuði ársins úr 548 dögum í 393 daga. Átakið fólst í því að fjórum tímabundnum stöðugildum lögfræðinga var bætt við hjá Útlendingastofnun og hjá innanríkisráðuneytinu. Framlengja á ráðningu lögfræðinganna til áramóta sem mun kosta í kringum 13 milljónir króna. Ráðuneytið mun í haust móta stefnu til framtíðar um fyrirkomulag hælismála.

Þingmenn úr öllum stjórnarandstöðuflokkum hafa lagt fram frumvarp til laga um að Edward Snowden fái íslenskan ríkisborgararétt. Ögmundur Jónasson þingmaður VG lagði til við upphaf þingfundar í gær að Snowden yrði boðin landvist á Íslandi., ,Alþingi Íslendinga og Íslendingar hafi forgöngu um það að bjóða þessum einstaklingi sem heimsbyggðin öll á skuld að gjalda landvis.’’ sagði Ögmundur. Unnur Brá Konráðsdóttir formaður allsherjarnefndar sagði að umsókn um ríkisborgararétt hafi ekki komið frá Snowden og umsækjandi verði að vera staddur á landinu. Að frumvarpinu standa þingmenn Pírata, Helgi Hjörvar frá Samfylkingu, Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar og Ögmundur Jónasson þingmaður VG. RÚV greindi frá þessari frétt.

Á heimilinu Malaika í Tansaníu búa ellefu munaðarlausar stúlkur en stefnt er á að fjölga þeim í sextán næsta vor.

Stofnaði heimili fyrir munaðarlausa í Tansaníu Margréti Pálu Ólafsdóttur stofnanda Hjallastefnunnar langaði að þakka fyrir velgengni sína og láta gamlan draum rætast, að hjálpa börnum í neyð. Hún ásamt fjölskyldu og vinum á Íslandi og í Tanzaníu hafa stofnað heimili fyrir munaðarlausar stúlkur í Tansaníu. Malaikia heimilið mun vinna með sjálfsmynd stúlknanna og sjálfstyrkingu auk þess að veita þeim góða menntun til framtíðar.

H

Rannsókn á einkavæðingu enn í bið Alþingi hefur enn ekki skipað nefnd til að rannsaka einkavæðingu bankanna á fyrstu árum aldarinnar, þrátt fyrir að Alþingi hafi samþykkt þingsályktun um slíka rannsókn í nóvember á síðasta ári.

Samkvæmt ályktun þingsins átti þriggja manna nefnd að skila niðurstöðum rannsóknar á einkavæðingu Fjárfestingabanka atvinnulífsins, Landsbankans og Búnaðarbankans nú í september. Einar K. Guð-

finnsson, forseti Alþingis, segir við fréttastofu RÚV, að forsætisnefnd þingsins muni ræða um skipun nefndarinnar fljótlega. Fjárveitingar vegna rannsóknarinnar liggi hins vegar ekki fyrir.

Bændur og búalið athugið!

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Nú er Bóndabrie kominn í nýjar umbúðir. Gríptu hann með þér í næstu verslun.

Margrét Pála með einni af stúlkum heimilisins.

jartað mitt og sál er ennþá í Tansaníu. Ég fer aftur í október, vil ekki að það líði mánuður áður en fulltrúi frá okkur heimsækir þær.“ Margét Pála er svo gífurlega þakklát fyrir velgengni sína í Hjallastefnuleikskólunum og grunnskólum að hana langaði að þakka fyrir sig. „Hjartað mitt krafðist þess að ég þakkaði fyrir mig með einhverjum hætti því að draumur minn var að styðja við börn þar sem þörfin væri mest,“ segir Margrét. Þegar hún og kona hennar tengdust Tansaníu fjölskylduböndum, kom tækifærið til að leggja sitt af mörkum milliliðalaust en 3 milljónir barna eru munaðarlaus í Tansaníu sem samsvarar hlutfallsega 20 þúsund munaðarlausum börnum á Íslandi. „ Ef þú menntar dreng þá menntar þú karlmann en ef þú menntar stúlku þá menntar þú heila fjölskyldu því hún mun sjá um fjölskyldu sína,“ segir Margrét. Margrét ásamt fjölskyldu og vinum í Tansaníu komu á fót litlu heimili þar sem tveir starfsmenn í hlutverki „ömmu“ búa inná heimilinu. Markmiðið er að stúlkurnar búi á kærleiksríku heimili, fái góða menntun og munu „ömmurnar“ meðal annars vinna með sjálfs-

mynd þeirra og sjálfsstyrkingu. „Langtímamarkmiðið er að mennta konur fyrir þessa álfu. Þetta hljómar nánast óframkvæmanlegt en við trúum þessu, að með því að styrkja sjálfsmynd þeirra og sjálfsvitund þeirra, veita þeim bestu menntunina og öruggt heimili muni það skila sér. Við ætlum að standa með þeim í gegnum háskólanám eða starfsþjálfun eftir því hvað hentar þeim þannig að þær geti síðar orðið áhrifamanneskjur hvort sem það er innan fjölskyldunnar eða í nærsamfélaginu sínu, við ætlum að fara með þeim alla leið,“ segir Margrét. Á heimilinu í Malaika búa 11 stúlkur en stefnan er að fjölga þeim í 16 næsta vor. „Þetta var ólýsanlegt, að sjá óttann hjá þeim og kvíðann við óvissuna. Þær gengu inní hjartað mitt. Fæstar þeirra vissu hvað þær voru gamlar og vissu ekki hvenær þær ættu afmæli. Á heilsugæslustöðinni voru þær aldursgreindar út frá tönnum þeirra. Sú yngsta er fjögurra og sú elsta 12 ára.“ segir Margrét. „Ég söng látlaust, á öllum tungumálum og svo þetta eina lag sem ég kann á svahílí og þegar ég var að fara til Íslands voru þær farnar að syngja fyrir mig á ensku og íslensku,“ segir Margrét og getur ekki beðið eftir því að sjá þær aftur í haust. Margrét og hennar hópur mun senda fjármagn sem og heimsækja heimilið reglulega. „Við höfum bæði þörf fyrir fleiri styrktaraðila sem og fleiri sem geta komið að því að ljúka stofnkostnaðinum með okkur,“ segir Margét. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is


NETIÐ hjá NOVA

Ofur

hraði EINFALT

Fáðu 4G box hjá okkur og komdu heimilinu í ofurgott netsamband.

4G box

1.690 kr /mán. í 12 mán. með þjónustusamningi í áskrift. Fullt verð í áskrift og frelsi: 2.190 kr./mán.

4G netþjónusta Nova 1 GB

1.190 kr.

15 GB

3.990 kr.

50 GB

4.990 kr. 100 GB Brandenburg

5.990 kr.

Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | m.nova.is | Facebook | Twitter Þjónustusamningur í áskrift er til 6 mánaða, greitt með kreditkorti auk 325 kr. greiðsludreifingargjalds. Fyrsti mánuðurinn á 0 kr. í áskrift en í frelsi færðu 1 GB fyrsta mánuðinn. Nánari upplýsingar á nova.is.


4

fréttir

Helgin 5.-7. júlí 2013

veður

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

Snörp lægð og úrkomusamt SA-átt með snörpum vindhviðum S- og V-lands í dag og talsverðri rigning síðdegis en minni vindur og úrkoma nA-til. Dregur úr vindi inn til landsins á morgun en áfram hvasst við ströndina. Hægari SV-átt á sunnudag.

9

13

12

13

8

Elín björk jónasdóttir

14

11

14

15

11

11 12

10

vedurvaktin@vedurvaktin.is

11

SA 10-18. Rigning og hiti 7-15 Stig, hlýASt nA-lAndS.

SV og V 8-15 En n 8-13 n-lAndS í kVöld. SkúRiR og hiti 8-14 Stig.

S-læg átt, 5-10 m/S. SkýjAð V-til En léttSkýjAð A-lAndS. hiti 8-15 Stig.

höfuðboRgARSVæðið: SA 8-15 m/S og rigning. Hiti 9-13 Stig.

höfuðboRgARSVæði : V 3-10 m/S, Skúrir og Hiti 9-14 Stig.

höfuðboRgARSVæði : SV 3-5 m/S og SkýjAð. Hiti 10 til 14 Stig.

 Húsaleiga Hæsta leiga er 250.000 kr . Fyrir 3ja Herbergja Íbúð

Safnadagurinn á sunnudaginn Íslenski safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur á sunnudaginn. Söfn um land allt taka þátt í deginum og bjóða þau mörg upp á sérstaka dagskrá í tilefni hans. Íslenski safnadagurinn var fyrst haldinn árið 1997 og hefur notið talsverðra vinsælda síðan. markmiðið með deginum er að benda á mikilvægi faglegrar varðveislu og miðlunar sameiginlegra verðmæta þjóðarinnar og þá einstöku leið til lifandi þekkingaröflunar og skemmtunar

14

Byggðasafn Hafnarfjarðar verður að sjálfsögðu opið á íslenska safnadaginn á sunnudaginn. íslenska safnadagsins og á Safnabokin.is.

sem finna má á söfnum. Dagskrá safnanna má nálgast á Facebook-síðu

læsistefna fyrir leikskóla í reykjavík samþykkt Skóla- og frístundaráð reykjavíkurborgar samþykkti í vikunni tillögur starfshóps um læsistefnu fyrir leikskóla reykjavíkur. Samkvæmt stefnunni skulu allir leikskólar reykjavíkur gera áætlun um læsi sem byggir á stefnunni „lesið í leik“ og aðalnámskrá fyrir leikskóla. Að sögn oddnýjar Sturludóttur, borgarfulltrúa Samfylkingar, er stefnan góð og markar nokkur tímamót í sögu skólamála. „markmið stefnunnar er að grípa fyrr inn í með markvissri eflingu læsis og málþroska á

leikskólaaldri,“ segir hún. Í skýrslu með tillögum starfshópsins kemur fram að leikskólar séu í lykilstöðu til að finna og styðja sérstaklega við þau börn sem ljóst er að þurfi á stuðningi að halda til að dragast ekki aftur úr í málþroska og læsi og að með markmissri vinnu, þar sem lögð er áhersla á að efla mál og læsi allra barna, stuðli leikskólinn að jöfnum tækifærum þeirra til að ná árangri í námi og lífinu öllu. dhe

Dýrasta meðalverðið fyrir 2ja til 3ja herbergja leiguhúsnæði er í reykjavíkur vestan kringlumýrarbrautar og á Seltjarnarnesi. meðalverðið er 1700-2900 krónur. Í sama hverfi má hins vegar einnig finna leiguíbúðir þar sem umsamin leiga samkvæmt samningi er allt frá 600 og upp í um 2.500 krónur.

Borga frá 400-3.221 krónu á fermetrann

GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST

Varað við ástandinu í Egyptalandi Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Egyptalands, að frátöldum ferðamannastöðum við rauðahaf, vegna ótryggs

ástands þar í landi. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að fylgst sé með þróun mála og fólki er eindregið ráðlagt að fylgjast með ferðaleið-

beiningum annarra ríkja, t.d. norrænu ríkjanna, sem eru með sendiráð í landinu. nánari upplýsingar má fá á vefsíðu utanríkisráðuneytisins.

U VELD GRILL T NDIS SEM E Ú OG Þ AR SPAR

Kraftmikið, meðfærilegt og frábærlega hannað gasgrill fyrir heimilið eða í ferðalagið Frábært á svalirnar eða á veröndina

49.900 Opið kl. 11 - 18 virka daga Opið kl. 11 - 16 laugardaga

www.grillbudin.is BERIÐ SAMAN VERÐ OG GÆÐI

Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400

Húsaleigusamningar um 2ja og 3ja herbergja íbúðir á almennum leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu eru mjög breytilegir. Í nokkrum samningum er leigan aðeins á bilinu 35-50.000 krónur en í öðrum yfir 200.000. Meðaltalsverðið á hvern fermetra er hæst í vesturhluta Reykjavíkur en lægst í Breiðholti, Kjalarnesi og Mosfellsbæ. Hæsta leigan er 3.321 krónur en sú lægsta 400 krónur á hvern fermetra.

Í

níu almennum húsaleigusamningum af 1.765 sem þinglýst hefur verið um 2ja eða 3ja herbergja íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á árinu er gert ráð fyrir því að húsaleiga sé hærri en 200.000 krónur. Meðalverð allra leigusamninga er á bilinu 100-135.000 krónur eftir hverfum. Dýrasta meðalverðið á fermetra er á svæðinu Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar að Seltjarnarnesi meðtöldu en ódýrast er það í Breiðholti, Kjalarnesi og Mosfellsbæ. Þjóðskrá hefur birt upplýsingar um meðalfermetraverð samkvæmt leigusamningum í einstökum hverfum. Starfsmenn Þjóðskrár létu Fréttatímanum einnig í té upplýsingar um meðalfjárhæðir leigusamninga. Í þessum upplýsingum er búið að uindanskilja þá samninga sem gerðir er milli skyldra aðila og einnig samningar um félagslegar íbúðir eða stúdentaíbúðir. Þetta endur-

speglar þess vegna umsamda leigu á hinum almenna leigumarkaði. Alls var 1765 leigusamningum um 2ja og 3ja herbergja íbúðir á landinu öllu þinglýst fyrstu fimm mánuði ársins, og voru um fjórir af hverjum fimm þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Dýrustu íbúðirnar níu eru allar þriggja herbergja íbúðir og átta þeirra eru stærri en 100 fermetrar. Hæsta fermetraverðið sem greitt er fyrir 2ja eða 3ja herbergja íbúð í þeim samningum sem Fréttatíminn hefur upplýsingar um er 3,321 króna á hvern fermetra fyrir leigu á 54,2 fermetra 2ja herbergja íbúð í Kópavogi. Það er eini samningurinn sem þinglýstur hefur verið á árinu þar sem fermetraverðið fer yfir 3.000 krónur. Í tveimur samningum um tveggja herbergja íbúðir í vesturhluta Reykjavíkur fer fermetraverðið yfir 2.500 krónur. Frávikin sem lækka meðalverðið

eru líka athyglisverð. Þannig hafa verið þinglýst þremur leigusamningum í vestanverðri Reykjavík þar sem leiga fyrir 44-58 fermetra íbúðir er á bilinu 35-40.000 og er fermetraverðið þar frá 636-915 krónur á mánuði. Í flestum hverfum má finna frávik af þessu tagi. Lægsta fermetraverð sem samið er um í þinglýstum leigusamningi er 400 krónur. Varðandi lægstu samningana ber þó að hafa í huga að samkvæmt heimildum Fréttatímans er það vel þekkt á leigumarkaði að hluti húsaleigu sé greiddur undir borðið við upphaf samningstíma en hluti með mánaðargreiðslum samkvæmt þinglýstum leigusamningi. Vegna þess kann að vera að í einhverjum tilvikum sé raunveruleg leiga hærri en um er samið í þinglýstum samningi. Pétur gunnarsson petur@frettatiminn.is

mEðAltAlS húSlEigA í EinStökum hlutum höfuðboRgARSVæðiSinS

2ja herbergja meðaltal Reykjavík vestur, Seltjarnarnes* reykjavík austur** kópavogur garðabær og Hafnarfjörður Grafarvogur, Grafarholt o.fl *** Breiðholt kjalarnes og mosfellsbær

leiga 103.531 101.217 100.394 106.083 103.641 99.652 95.938

fermetraverð 1.936 1.826 1.694 1.683 1.702 1.641 1.554

3ja herbergja meðaltal leiga 130.891 125.105 132.186 131.588 135.171 125.000 126.981

* Vestan Kringlumýrarbrautar ** Milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar *** Einnig Árbær, Norðlingaholt og Úlfarsárdalur.

fermetraverð 1.774 1.541 1.511 1.485 1.543 1.495 1.408


56 MILLJÓNIR

2

8

5 11

4

56 MILLJÓNIR BEINT Í VASANN!

FÍTON / S ÍA

Sexfaldur Lottópottur stefnir í 56 milljónir. Skjóttu á smá Lottó!

Skráðu þig sem aðdáanda Lottó á facebook.com/lotto.is

W W.L 013 | W 0 6/07 2

OT TO.I

S


6

fréttir

Helgin 5.-7. júlí 2013

 ESB aðildarviðr æður landBúnaðarmál

Ísland hefði rétt á hærri styrkjum en almennt gerist innan ESB Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@ frettatiminn.is

„Við ESB-aðild myndu íslenskir bændur fá hærri styrki en almennt gerist innan sambandsins vegna legu landsins og hversu harðbýlt það er en harðbýl landbúnaðarsvæði í nyrstu héruðum ESB fá sérstaka styrki frá sambandinu. Auk þess hafa norðlægustu aðildarríkin heimild til aukastyrkveitinga úr eigin vasa,“ segir dr. Magnús Bjarnason, stjórnmálahagfræðingur. Hann segir þó styrkjakerfi ESB ekki alveg eins og á Íslandi þannig nauðsynlegt yrði að hafa ákveðinn aðlögunartíma. Auk þess gæti

orðið munur á styrkveitingum eftir búgreinum og héruðum. Að sögn Magnúsar tíðkuðust háir landbúnaðarstyrkir í Finnlandi áður en ríkið gekk í ESB árið 1995. Finnar fengu þó undanþágu vegna þess hversu strjábýlt landið er og gátu áfram styrkt sinn landbúnað ríkulega. „Fyrst gilti undanþágan í tíu ár en var svo framlengd svo það er fyrst núna, átján árum eftir aðild, sem þeir hafa þurft að lækka sína styrki en þeir eru þó hærri en almennt gerist vegna þess hversu norðarlega Finnland

liggur,“ segir Magnús. Að mati Magnúsar er margt líkt með stefnu ESB í landbúnaðarmálum og þeirri stefnu sem fylgt er á Íslandi. „Á báðum stöðum er stefnt að aukinni framleiðni og hagkvæmni í framleiðslu og jafnvægi á milli eftirspurnar og framboðs. Stefnan er sú að bændur hafi sitt lifibrauð áfram og að matarverð sé hæfilegt þó það hafi nú ekki gengið fyllilega sem skyldi á Íslandi þar sem matarverð er sautján til átján prósentum hærra en að meðaltali í aðildarríkjum ESB.“

Dr. Magnús Bjarnason stjórnmálahagfræðingur telur margt líkt með landbúnaðarstefnu ESB og þeirri sem framfylgt sé á Íslandi. Stefnt sé að aukinni framleiðni og hagkvæmi og jafnvægi á milli eftirspurnar og framboðs.

 Samnorrænir Samningar Erfiðara að komaSt inn í kErfið á íSlandi

5. - 12. september Fararstjóri: Sigrún Valbergsdóttir Verð: 178.400 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið!

Tíról í Austurríki er aðal áfangastaður okkar í þessari ferð. Náttúrufegurð einkennir þetta svæði og töfrandi umhverfi Alpanna. Örfá sæti laus!

Spör ehf.

Trítlað um Keisarafjöllin Sumar 19

Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK

Ingibjörg ásamt Ólafi Rafnar Ólafssyni eiginmanni sínum og sonum þeirra þremur, Birni, Úlfi og Hrafni. Ljósmynd/Hari

Undrandi á íslenska kerfinu Íslendingar sem nýverið fluttu aftur heim þurftu að sanna sig fyrir íslenska almannatrygginga- og velferðarkerfinu til að komast þar aftur inn. Á hinum Norðurlöndunum fóru þau beint inn í kerfið enda samnorrænir samningar í gangi þess efnis. Eiginmaðurinn er nú atvinnulaus en má ekki skrá sig atvinnulausan því hann starfaði síðast erlendis.

v

K R A F T M IK IL H O L L U STA

Á hinum Norðurlöndunum fá foreldrar sjálfkrafa barnabætur um leið og þeir eru komnir með lögheimili í landinu

ið vorum eiginlega bara furðu lostin,“ segir Ingibjörg H. Björnsdóttir sem í nóvember flutti aftur til Íslands eftir að hafa búið ásamt fjölskyldu sinni í Danmörku og Grænlandi í rúman áratug. Milli Norðurlandanna eru í gangi samningar um almannatryggingar og félagslega þjónustu. Vegna þessa hafa Ingibjörg og fjölskylda hennar sjálfkrafa gengið strax inn í kerfið þegar þau fluttu til bæði Danmerkur og Grænlands en annað var uppi á teningnum þegar þau komu aftur til Íslands. „Þegnar á Norðurlöndunum halda réttindum sínum þegar þeir flytja til annarra Norðurlanda og við höfum aldrei þurft að hafa fyrir neinu. Þegar við komum til Íslands þurftum við hins vegar að sanna okkur fyrir kerfinu. Við þurftum að koma með vottorð frá fyrra landi um að við værum heilbrigð áður en við fengum heilbrigðistryggingu. Á hinum Norðurlöndunum fá foreldrar sjálfkrafa barnabætur um leið og þeir eru komnir með lögheimili í landinu en hér þarf að sækja sérstaklega um þær,“ segir Ingibjörg. Hún er fyrst og fremst undrandi á því hversu ólíkt viðmót þau fá í kerfinu hér miðað við erlendis. Eiginmaður Ingibjargar var með vinnu úti en er enn ekki kominn með fast starf á Íslandi. Vegna þess að hann kemur inn í kerfið án vinnu má hann ekki skrá sig atvinnulausan, hefur ekki rétt á atvinnuleysisbótum og má ekki sækja um störf sem Vinnumálastofnun auglýsir laus heldur aðeins störf á almennum markaði. „Hann þarf að vera búinn að vinna hér í 6 mánuði áður en hann getur sótt um atvinnuleysisbætur. Þetta er enn eitt dæmið um hvernig fólk þarf að sanna sig fyrir kerfinu hér,“ segir hún.

Það blasir við fólki sem hefur búið á hinum Norðurlöndunum hvað norræna velferðarkerfið er stutt á veg komið á Íslandi. Þau hjónin fluttu hingað með lítinn dreng sem fékk fyrst leikskólapláss nú í vor, rúmlega tveggja ára gamall. „Við fengum pláss fyrir hann hjá dagmömmu, sem er yndisleg en mér finnst út í hött að gæsla fyrir yngri börn sé ekki hluti af þjónustunni í samfélaginu,“ segir hún. Ingibjörg leggur áherslu á að hún sé ekki að kvarta en vilji engu að síður benda á muninn á milli Íslands og hinna Norðurlandanna. „Í Grænlandi komast börn inn á leiksóla um 9 mánað aldurinn og í Danmörku um árs gömul. Í Danmörku eru líka dagmömmur en þær starfa þá hjá hinu opinbera og ef þær verða veikar þá eru börnin vistuð hjá öðrum dagmæðrum,“ segir hún. Á Íslandi skapar það einnig togstreitu milli fjölskyldu og vinnu þegar leikskólar og skólar taka starfsdaga og vetrarfrí án þess að það sé samræmt milli skóla. „Á Norðurlöndunum er vetrarfríið skipulagt þannig að samfélagið veit að á ákveðnum tíma eru vetrarfrí. Þá reikna vinnustaðir með því að foreldrar þurfi að vera fjarverandi og ýmis tómstundaiðja fyrir börn er sérstaklega í boði á þeim tíma. Allt samfélagið tekur þátt,“ segir hún. Að sögn Ingibjargar verður fólk hér mjög undrandi þegar hún segir frá þessu enda sé hér ríkjandi sú hugsun að allt reddist. „En fólk er þreytt á að þurfa alltaf að redda börnunum sínum. Þetta skapar auka álag,“ segir Ingibjörg sem telur að íslenska kerfið megi bæta að mörgu leyti til að standast samanburð við önnur Norðurlönd. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


Fáðu þér síma sem skilur þig

Snjallsími sem skilur íslensku Samsung Galaxy S4 hefur þann skemmtilega eiginleika að skilja okkar ástkæra ylhýra. Þannig má stjórna ýmsum aðgerðum og einnig er hægt að skrifa tölvupósta og SMS með því að tala við símann á íslensku. Fáðu þér síma sem skilur þig.

Kynntu þér málið á GalaxyS4.is


8

fréttir

Helgin 5.-7. júlí 2013

 Aldr Aðir KomA þArf í veg fyrir félAgslegA einAngrun eldri borgAr A

Vilja stefnumótasíðu fyrir eldri borgara Samskiptamiðlar á Netinu geta minnkað líkur á að eldri borgarar einangrist. Á framtíðarþingi um farsæla öldrum var lagt til að skylda 67 ára og eldri á tölvunámskeið þannig að þeir haldi betri tengslum við aðra. Dæmi eru um að aldraðir lesi kvöldsöguna fyrir barnabörnin í gegnum Skype.

T

ölvur og tækni er vel hægt að nota til að örva félagslíf eldri borgara. Þetta hefur verið mikið til umræðu á Norðurlöndunum,“ segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. Á nýloknu framtíðarþingi um farsæla öldrun, sem haldið var að frumkvæði Öldrunarráðs Íslands í samstarfi við fjölda samtaka, var meðal annars leitað leiða til að minna einangrun eldri borgara. Markmið þingsins voru að skapa umræðu um öldrunarmál, væntingar og viðhorf til efri áranna. Á annað hundrað manns tóku þátt og fóru umræður fram í hópum þar sem hugmyndum var varpað fram til frekari úrvinnslu. „Það er alltaf hópur af fólki sem hefur sig aldrei í félagsstarf þrátt fyrir að mikið sé að gerast í félögum eldri borgara um allt land,“ segir Jóna Valgerður. Í skýrslu um niðurstöður þingsins koma fram hugmyndir um hvernig sé hægt

að minnka einangrun. Þar er bæði lagt til að bjóða 67 ára og eldri á tölvunámskeið, jafnvel skylda fólk á slík námsskeið, og að koma upp eins konar stefnumótasíðu fyrir eldri borgara. „Það eru margir eldri borgar sem þegar nýta sér tölvutæknina, hafa lært á Skype, Facebook og Twitter. Ég þekki fólk sem les fyrir barnabörnin í gegnum Skype áður en þau fara að sofa. Svo er þetta góð leið til að halda tengslum við vini og ættingja og kynnast nýju fólki,“ segir hún. Að undanförnu hefur Ríkissjónvarpið sýnt þættina Síðasti tangó í Halifax en hann fjallar einmitt um einhleypa eldri borgara, karl og konu, sem ná saman og verða ástfangin eftir að börnin þeirra skrá þau á Facebook. Jóna Valgerður bendir á að efstu bekkir grunnskóla víða um land heimsæki félagsmiðstöðvar eldri borgara og kenni þeim á tölvur. Þannig kynnist kynslóðirnar betur, en það eru einnig aldraðir sem heim-

Hvað er farsæl öldrun?

Dæmi um svör fundarmanna  Að vera sáttur við sjálfan sig og aðra.  Gott tengslanet við fjölskyldu og vini.  Að geta fengið gleraugu og heyrnartæki eins oft og þörf krefur.  Að vera ekki upp á aðra kominn.  Að yngri fjölskyldumeðlimir leiti til manns og leiti ráða hjá manni.  Að vera virtur sem þjóðfélagsþegn.  Að deila lífinu með maka/vini/vinkonu.  Aldraðir eiga líka framtíðina fyrir sér.  Að geta stundað félagsstarfsemi, notið listsýninga, tónleika, leikhúss.  Líf þar sem maður hlakkar til næsta dags.  Að vera jafn ástfanginn af makanum og fyrir 30-40 árum.  Líf þar sem karakterinn fær að halda sér þar sem fólk er ekki steypt í sama mót.  Að njóta virðingar og vera virtur sem manneskja, ekki sem gamall.  Að vera í dúndurstemmningu þar til yfir lýkur.

sækja skóla til að kenna börnum skák. Aðrar hugmyndir á framtíðarþinginu til að rjúfa einangrun voru til að mynda að boðið verði upp á félagslega heimaþjónustu og hjálpa öldruðum að taka fyrsta skrefið inn í félagsmiðstöð. Þá var einnig lagt til að boðið verði upp á bíó- og leiksýningar sérstaklega fyrir eldri borgara, kannski einu sinni í viku, og að finna veitingahús sem væru tilbúin til að veita öldruðum afslátt. „Auðvitað eru þegar margir sem bjóða upp á afslátt fyrir eldri borgara. Síðan hefur nýja kaffihúsið á Hrafnistu verið vinsælt. Það er opið til klukkan átta á kvöldin og þangað getur fólk komið inn af götunni, sest og spjallað,“ segir Jóna Valgerður. Þátttakendur á þinginu ræddu einnig sérstaklega hvað farsæl öldrun feli í sér. Þar fannst þeim skipta máli að vera virtir sem þjóðfélagsþegnar, hafa aðgang að góðu heilbrigðiskerfi, vera virkur á eigin forsendum til æviloka og halda góðum tengslum við vini og fjölskyldu. Að mati fundarmanna þótti

Gagnvirka orkusýningin í Búrfellsstöð við Þjórsá er skemmtileg og lærdómsrík fyrir fólk á öllum aldri. Skammt fyrir norðan stöðina standa vindmyllur Landsvirkjunar, þær fyrstu sinnar gerðar á Íslandi. Svo gæti farið að vindmyllur starfi samhliða vatnsaflsvirkjunum og vinni orku úr endurnýjanlegustu orkugjöfum sem völ er á; fallandi vatni og hressandi strekkingi.

Starfsfólk Landsvirkjunar tekur á móti gestum við vindmyllurnar kl. 13-17 alla laugardaga í júlí. Búrfell Gagnvirk orkusýning og vindmyllur á Hafinu. Opið alla daga í allt sumar frá kl. 10-17. Akstur frá Reykjavík tekur aðeins um eina og hálfa klukkustund. www.landsvirkjun.is/heimsoknir Vindmyllur

32

Búrfellsstöð

30 Árborg

1

3 m/s - raforkuframleiðsla hefst

15 m/s


fréttir 9

Helgin 5.-7. júlí 2013

Síðasti tangó í Halifax fjallar um einhleypa eldri borgara, karl og konu, sem ná saman og verða ástfangin eftir að börnin þeirra skrá þau á Facebook.

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara

mikilvægt að rödd aldraðra heyrist og að aldraðir fái jákvæðan og sterkan talsmann eða réttindagæslumann í samfélaginu. Í þessu sambandi var meðal annars nefnd að stofna embætti Umboðsmanns aldraðra. Jóna Valgerður er fulltrúi Landssambands eldri borgara í Öldrunarráði sem í haust heldur sérstakan fund um niðurstöður framtíðarþingsins. „Þetta verður vinnufundur um hvernig hægt er að koma hugmyndum aldraðra um sín málefni betur á framfæri og inn í almenna umræðu,“ segir Jóna Valgerður. Skýrsla um niðurstöður fundarins er aðgengileg á netinu en hún hefur engu að síður verið send aðildarfélögum Landssambands eldri borgara því enn eru sum þeirra ekki tölvuvædd. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Kjöraðstæður til raforkuvinnslu

Margir eldri borgarar nota samskiptamiðla á netinu og hafa sumir þar jafnvel fundið sér förunaut. Ljósmynd/NordicPhotos/GettyImages

28 m/s

34 m/s - raforkuframleiðsla stöðvast


10

fréttir

Helgin 5.-7. júlí 2013

 Skólamál Sameiningar grunnSkóla Í árSbyr jun 2012

Enginn ávinningur af umdeildri sameiningu Með sameiningu Hvassaleitis- og Álftamýrarskóla var áætlað að spara 32 milljónir á ári en fyrsta árið var enginn sparnaður vegna greiðslu biðlauna. Í ársreikningi borgarinnar fyrir síðasta ár kemur fram að halli undir liðnum „annar rekstrarkostnaður grunnskóla“ hafi verið 1,2 milljarðar og telur Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, það sýna að sparnaður af sameiningum grunnskóla í byrjun árs 2012 hafi verið lítill og að nær hefði verið að rýna í annan kostnað grunnskóla.

Í

byrjun árs 2012 voru nokkrir grunnskólar í Reykjavík sameinaðir í hagræðingarskyni. Meðal þeirra voru Hvassaleitis- og Álftamýrarskólar en sameinaður skóli ber nú heitið Háaleitisskóli. Með sameiningunni var áætlað að spara þrjátíu og tvær milljónir á ári en samkvæmt upplýsingum frá Bjarna Brynjólfssyni, upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar, var enginn sparnaður á síðasta ári vegna greiðslu biðlauna. „Hins vegar er áætlað að sparnaður af sameiningunni verði þrjátíu og tvær milljónir á ári þegar tillagan kemur til framkvæmda að fullu,“ segir hann. Bjarni segir það alltaf taka nokkurn tíma að ná fram sparnaði vegna biðlaunaréttar og kostnaðar sem til fellur. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem á sæti á Skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar hefur ítrekað sótt um sundurliðun á sparnaði við sameininguna en ekki fengið og telur hún ljóst að áætlaður sparnaður hafi ekki náðst. Þorbjörg bendir á að í ársreikningi borgarinnar komi fram að halli undir liðnum annar rekstrarkostnaður grunnskóla sé 1,2 milljarðar sem sé 14 prósent yfir fjárheimildum. „Þessi halli sýnir að það var óðs manns æði að fara í þessar sameiningar. Betra hefði verið að rýna í annan kostnað grunnskóla.“ Þorbjörg telur með ólíkindum að ekki sé minnst á afrakstur hagræðingarinnar í ársreikningi borgarinnar. Eftir sameiningu Hvassaleitis- og Álfta-

mýrarskóla er ein yfirstjórn og var efsta stig Hvassaleitisskóla, áttundi til tíundi bekkur, lagt niður. Elstu nemendurnir hafa val um að halda námi sínu áfram í hinum sameinaða Háaleitisskóla eða í Réttarholtsskóla en hingað til hefur mikill meirihluti þeirra kosið Réttarholtsskóla. Töluverð óánægja var meðal foreldra og nemenda á sínum tíma um sameininguna, meðal annars vegna þess að sama hvorn skólann nemendur veldu myndu þeir þurfa að ganga yfir þungar umferðargötur. Á leið sinni í Áltamýrardeild Háaleitisskóla þyrftu nemendur að fara yfir Miklubraut en á leið sinni í Réttarholtsskóla yfir Grensásveg. Gunnar Alexander Ólafsson, formaður foreldrafélags hins nýja Háaleitisskóla telur almenna og vaxandi sátt ríkja meðal foreldra með sameininguna þótt enn sé óánægja meðal hluta foreldra barna í starfsstöðinni í Hvassaleiti. Hann segir vissulega óvenjulegt að mikill meirihluti eldri nemenda velji að fara í annan skóla en unglingadeild Háaleitisskóla sem er staðsett

Hluti Hvassaleitisskóla stendur nú auður eftir að kennslu 8. til 10. bekkjar var hætt. Ljósmynd/Hari.

í starfstöðinni í Álftamýri en að um val unglinganna og foreldranna sé að ræða. Gunnar telur að sú staða breytist þegar fram líði stundir og að fleiri börn úr Hvassaleiti muni halda námi sínu áfram í unglingadeild Háaleitisskóla. Gunnar leggur áherslu á að betur hefði mátt standa að sameiningu skólans, en að nú þurfi að horfa fram á veginn. Háaleitisskóli sé öflugur skóli sem hafi innan sinna raða öflugt starfsfólk, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar. Ljósmynd/Hari.

sem hafi trú á nýja skólanum og sé tilbúið að takast á við nýjar áherslur. Almennt treysti foreldrar skólayfirvöldum og nýr skólastjóri hefji störf við skólann í haust. Þá hafi nánast engir kennarar hætt vegna sameiningarinnar, þannig að skólinn búi að mikilli fagþekkingu sem muni nýtast þegar fram í sækir. Eftir sameininguna stendur hluti húsnæðis Hvassaleitisskóla auður en síðastliðinn vetur var það nýtt fyrir nemendur Breiðagerðisskóla vegna endurbóta þar. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg kemur fram að skili skóla- og frístundasvið húsnæðinu til skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar muni hún finna önnur not fyrir það. Einnig að til greina komi að leigja húsnæðið þriðja aðila en þó aðeins undir starfsemi sem samræmist grunnskólastarfi. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is


20-70 % a fSláT Tur

TrjáplönTur 50%•maTjurTir 50% Sumarblóm 20-50%•garðálfar 50%

úTipoTTar 30% • goSbrunnar 30% Silkiblóm 30%•ýmSar Sumarvörur 70% og margT fleira

SÝPR 799 IS kr garð á 995 lfar kr

ÍS

99kr

úTip o verð TTar

f 999 rá kr

Komdu með börnin og skoðaðu fuglana í Fuglalandi Blómavals Skútuvogi

Kaffi Garður Skútuvogi

Skútuvogur - Grafarholt - Hafnarfjörður - Akureyri - Egilsstaðir Vestmannaeyjar - Akranes - Ísafjörður - Selfoss - Reykjanesbær


12

viðhorf

Helgin 5.-7. júlí 2013

Skýrsla Rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð

Ekki hlustað á varnaðarorð

N Unicorn "pallíettu-silfur" (íslenskt merki) Stærðir S/M, M/L, L/XL

14.990,-

Esprit kjóll Brúnn Stærðir 36-44

16.990,-

Cassy kjóll

L.I.M.B

Stærðir 8-22

rósamunstur Stærðir 8-18

12.990,-

23.990,-

Nýútkomin skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð dregur upp dökka mynd af afleiðingum ákvarðana ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í kjöl­ far kosningaloforða Framsóknarflokksins um svokölluð 90 prósenta húsnæðislán árið 2003. Í skýrslunni segir: „Árið 2004 ákváðu stjórnvöld að fara vissa vegferð með Íbúða­ lánasjóð. Hún fólst í breyttum útlánum og fjármögnun þeirra. Í fyrsta lagi var húsbréfakerfið lagt niður og íbúðabréfakerfið tekið upp með beinum peningalánum. Í öðru lagi var hámarksláns­ fjárhæð hækkuð mikið og veðhlutfall almennra lána sjóðsins hækkað úr 65% í 90%. Þessi vegferð endaði illa og varð þjóðinni dýrkeypt.“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Áfram segir: „Upphaf sigridur@frettatiminn.is áforma um 90% veðhlutfall lána Íbúðalánasjóðs (eða 90% lán eins og þau voru almennt kölluð) má rekja til kosningaloforðs Framsóknarflokks­ ins fyrir alþingiskosningarnar 2003. Hærra veðhlutfall var í framhaldinu sett í stjórnar­ sáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðis og Fram­ sóknarflokks.“ Þetta er ekki fyrsta – heldur önnur – skýrslan um afdrifaríkar afleiðingar kosn­ ingaloforðs Framsóknarflokksins árið 2003. Í rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 sem út kom árið 2010 segir orðrétt: „Breytingarnar á útlánareglunum voru með stærri hagstjórn­ armistökum í aðdraganda falls bankanna. Þau mistök voru gerð með fullri vitund um líklegar afleiðingar aðgerðanna. Afleiðing­ arnar létu ekki á sér standa. Áhrif þeirra urðu enn meiri í alþjóðlegu lágvaxtaumhverfi þess tíma. Þessar hagstjórnarákvarðanir og aðrar sem nefndar eru í skýrslunni ýktu ójafnvægið í hagkerfinu. Þær áttu þátt í að knýja fram aðlögun með afar harðri lendingu.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í viðtali í sjónvarpsfréttum RÚV síðast­ liðið þriðjudagskvöld um rannsóknarskýrsl­ una um íbúðalánasjóð: „Það er að minnsta kosti ljóst að lýst er mjög alvarlegum mis­ tökum, dregin upp dökk mynd af því sem gerðist enda afleiðingarnar mjög alvarlegar, þær birtast okkur í mjög alvarlegri stöðu Íbúðalánasjóðs í dag. Við þurfum að vanda okkur til þess að bregðast við skýrslunni, þeim mistökum sem greinilega hafa verið gerð, það hafa verið teknar margar rangar ákvarðanir. Það hlýtur líka að vera okkur mjög til umhugsunar að það kemur ítrekað fram í skýrslunni að það hefur ekki verið hlustað eftir varnaðarorðum.“ „Ekki var hlustað eftir varnaðarorðum,“ sagði Bjarni. Allt frá árinu 1999 hafa Efna­ hags­ og framfarastofnunin, OECD, og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, AGS, gert at­

hugasemdir við húsnæðisstefnu stjórnvalda og hefur OECD hvatt til einkavæðingar hús­ næðislánaveitinga ríkisins síðan á dögum Húsnæðisstofnunar. Frá árinu 2003 hefur verið talin brýn þörf á úrbótum í málefnum Íbúðalánasjóðs. OECD og AGS settu fram raunhæf leiðarljós og hugmyndir um út­ færslur og bentu á að fyrirkomulag íbúða­ lánasjóðs „hefði skaðleg áhrif á efnahagslífið, vaxtarmöguleika hagkerfisins og áhættu ríkissjóðs að fjármálastofnun í ríkiseigu, sem nýtur ríkisábyrgðar á skuldbindingum sínum og verður fyrir beinum afskiptum stjórnmálamanna, skuli veita almenna lána­ fyrirgreiðslu á niðurgreiddum kjörum í sam­ keppni við einkarekna aðila,“ líkt og segir í skýrslunni. Þá segir einnig: „Þrátt fyrir vilja og ein­ hverja viðleitni stjórnvalda til að fara eftir ráðleggingum AGS og OECD í gegnum tíðina var ekki gripið til neinna aðgerða sem hefðu getað skilað þeim árangri sem í húfi var. Loks virðist sem ítrekuð varnaðarorð og gagnrýni AGS og OECD á stefnuna í hús­ næðismálum á árunum 2003–2008 hafi ekki verið til þess fallin að afla íslenskum stjór­ nvöldum trausts og trúverðugleika á alþjóða­ vettvangi. Þessi hluti rannsóknarinnar hefur því staðfest að sú tregða sem ríkti gagnvart því að taka á málum Íbúðalánasjóðs var rök­ semdum og ráðleggingum færustu alþjóð­ legu sérfræðinga yfirsterkari.“ Ekki var hlustað eftir varnaðarorðum. En hvað svo? Stjórnvöld gerðu alvarleg, afdrifa­ rík og kostnaðarsöm mistök því þau hlustuðu ekki eftir varnaðarorðum. Sama heyrnar­ leysi virðist hrjá hina sömu flokka núna og fyrir tíu árum – og enn varða varnaðarorðin kosningaloforð Framsóknarflokksins. Sömu stofnanir vara nú við afleiðingum hugmynda Framsóknarflokksins um leiðréttingu verð­ tryggðra lána. Ekki er útlit fyrir að hlustað verði á þau, að minnsta kosti miðað við orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætis­ ráðherra sem vísaði á bug gagnrýni hinna er­ lendu stofnana á þingsályktunartillögu hans um aðgerðir ríkisstjórnarinnar varðandi skuldavanda heimilanna. „Hvað hins vegar OECD varðar, og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og allar þessar stofnanir þá hef ég ekki mikl­ ar áhyggjur af því hvað hinum og þessum skammstöfunum finnst um þetta frumvarp,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali. Stofnanirnar tvær eru ekki þær einu sem varað hafa við hugmyndum Framsóknar­ flokksins, fjöldi sérfræðinga hefur gert slíkt hið sama. Ef stjórnvöld eiga að draga lærdóm af rann­ sóknarskýrslunni um Íbúðalánasjóð, líkt og fjármálaráðherra hét felst lærdómurinn ekki í því að staldra við og grannskoða allar hugs­ anlegar afleiðingar kosningaloforða Fram­ sóknarflokksins til langs tíma? Og hlusta og bregaðst við?

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

Hell Bunny "Karen"

einnig til í svörtu og rauðu Stærðir XS-XL

12.990,-

Audrey kjóll

Cielo gæðasett úr tvöföldu leðri

Stærðir 8-22 einnig til í bláu, svörtu & Ivory

10.990,-

Útsalan er hafin hjá okkur. 50% afsláttur af öllum eldri vörum Kjólar & Konfekt Opnunartími: mánudaga-föstudaga 11:00-18:00 laugardaga 11:00-17:00 sunnudaga:12:00-16:00

Stóll B 103 cm H 80 cm D 92 cm HÚSGAGNAVERSLUN V/HALLARMÚLA 108 REYKJAVÍK SÍMI 553 8177 heimilisprydi.is heimilisprydi@simnet.is

Helgartilboð Verð nú 450.000 kr. Áður 750.000 kr.

Full búð af gæðavöru

Sófi B 235 cm H 80 cm D 92 cm


Aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

Aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

Ungnauta hamborgari, 120 g

249 289

kr./stk.

kr./stk.

er

Við g

15

e bafill Lam fiturönd með

% ur t t á l s f a

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

Holta grillbringur með lime og saffran

2293 2698

4256 4729

kr./kg

kr./kg

8 5 9 3 4398

Ungnauta Rib Eye

ir þig

a fyr

eir um m

g kr./k

ill r! Grm a

su

g kr./k

NÝTT!

Rósmarín smælki á spjóti

ísleAðeins n

kr./kg

99

kjö skt t

kr./kg

ík jöt bor ði

kr./pr. 100 g

Helgartilboð! 1 5 5 0 2 1 % ttur á l s f a

afsláttu% r

% afsláttur

Bertozzi Parmigiano, 150 g

Kea bearnaise

sósa, 250 g

269

149 189

698

kr./stk.

Grillbakki, kryddaðir kartöflubátar

Íslenskar agúrkur

399

kr./stk.

kr./pk.

kr./stk.

469 kr./pk.

kr./stk.

319 kr./stk.

Myllu pizzasnúðar, 25% meira magn

334

kr./pk.

15

% afsláttur

798 kr./stk.

Pågen kanilsnúðar, 300 g

349 368

kr./pk.

kr./pk.

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

Doritos snakk, 170 g, 4 teg.

239 255

kr./pk.

kr./pk.

Coke ferðafélaginn, 12 x 33 cl

998 1176

kr./pk.

kr./pk.


14

viðhorf

Helgin 5.­7. júlí 2013

600

Vikan í tölum

12.198

manns skráðu sig til leiks í óbyggðahlaupið RacingThePlanet: Iceland 2013 en aðeins helmingur þeirra komst að. Hlaupið hefst 4. ágúst og farnir verða 250 kílómetrar á sjö dögum, frá Kerlingarfjöllum í Bláa lónið.

bílaleigubílar eru í notkun á Íslandi og hafa aldrei verið fleiri. Ríflega þrjú þúsund hafa bæst í flotann í ár.

765

Eldri borgarar eru ekki einsleitur hópur með einsleitar þarfir

É

Aldraðir eiga framtíðina fyrir sér

g ætla ekki að kalla pabba minn eldri borgara. Hann er ekki nema 66 ára og á því ár í að verða „löglegt gamalmenni,“ eins og sagt er. Hann býr á Reykhólum og ég í Reykjavík. Ég er eina barnið hans og hjá mér býr eina barnabarnið hans, hún Lovísa mín. Við reynum að heimsækja hann og hann okkur en það er ekki alveg nógu oft. Ég hef alltaf verið ánægð með hvað pabbi er duglegur að nýta sér tæknina. Spjallforritið MSN var ekki fyrr komið til sögunnar en pabbi var kominn með það og skyndilega vorum við pabbi farin að spjalla Erla saman kvöldlangt á netinu um heima Hlynsdóttir og geima. Allt í einu vorum við farin erla@ að deila meiri hluta af lífi okkar með frettatiminn.is hvort öðru, þökk sé samskiptamiðli á Netinu. Á sínum tíma ritstýrði hann vef fréttablaðsins Bæjarins besta á Ísafirði og komst ekki hjá því að tileinka sér nýja tæknimöguleika og þess nýtur hann sannarlega í dag. 66 ára gamall sér hann um einn virkasta og auðvitað langbesta héraðsvef landsins, Reykhólavefinn. Ég man enn hvað mér fannst skondið þegar við pabbi byrjuðum að tala saman í gegn um sms í símanum. En það eru ekki bara unglingar

OKKAR LOFORÐ:

sem senda sms og hanga á Facebook. Pabbi er auðvitað á Facebook og einn daginn fékk hann þá stórgóðu hugmynd að spjalla við Lovísu mína í gegn um Skype. Hún segir honum hvað hún gerði á leikskólanum þann daginn, sýnir honum myndir sem hún hefur teiknað og gerir jafnvel nokkrar jógaæfingar fyrir afa. Afi sýnir Lovísu gretturnar sínar, boltann sem hún lék sér með síðast þegar hún var í heimsókn og barnabarnið fylgist vel með hversu sítt skeggið hans afa er á hverjum tíma. Þegar ég hringdi í formann Landsambands eldri borgara vegna umfjöllunar hér í Fréttatímanum kom í ljós að hún býr í Reykhólahreppi og er vinkona pabba míns. Svona er nú heimurinn lítill. En við ræddum um tölvur og aldraða og hún sagðist þekkja afa og ömmur sem búa fjarri barnabörnunum en nýta sér nýjustu tækni og lesa kvöldsögur fyrir börnin í gegn um Skype, þar sem þau eru með eina bók og barnið með aðra eins bók. Þannig deila þau einstökum stundum sem annars yrðu kannski aldrei til, fylgjast með barnabörnunum stækka og þroskast, og börnin halda einstökum tengslum við ömmur og afa. Já, gamalt fólk getur nefnilega alveg lært á tölvu. Á nýlegu framtíðarþingi um farsæla öldrun

Lífrænt og náttúrulegt

ræddu fundarmenn um að mikilvægt sé að breyta viðhorfi samfélagsins til aldraðra, minnka neikvæðni og efla skilning á því að þeir eru hópur fjölbreyttra einstaklinga. Þá var einnig rætt, bæði í gamni og alvöru, um að búa til nýja staðalmynd fyrir „gamla fólkið“ með því að „færa það úr baðstofunni og inn á Sushi-barinn“. Ég hef sjálf fallið í þá hugsanagildru að tala um „gamalt fólk“ eins og einsleitan hóp en það er auðvitað jafn fjarstæðukennt og að ætla öllum unglingum að vera eins. Á fundinum komu aldraðir þeirri upplifun sinni á framfæri að þeir séu gleymdur hópur sem ekki sé spurður álits á einu eða neinu og til marks um það þá eru þeir sjaldnast með þegar gerðar eru skoðanakannanir um allt milli himins og jarðar. Síðan eru sumir eldri borgarar hreinlega einmana, lokast af félagslega og eiga erfitt með að brjótast úr úr þeim vítahring. Stungið var upp á stefnumótasíðu fyrir aldraða sem ég held að sé hin besta hugmynd. Amma getur þá sett inn einkamálaauglýsingu og einhver afi í rómantískum hugleiðingum, já eða önnur amma, finnur sér félaga til að skjótast með til Kanarí og líka til að gera allt það hversdagslega sem gefur lífinu gildi. Eða eins og einn fundarmaðurinn sagði: „Aldraðir eiga líka framtíðina fyrir sér.“

Engin óæskileg aukefni

eintök hafa selst af nýjustu plötu Sigur Rósar, Kveik, hér á landi síðan hún kom út á þjóðhátíðardaginn.

9

milljarða króna krefur Sunshine Press Productions, rekstarfélag fyrirtækjanna WikiLeaks og DataCell, Valitor um í skaðabætur fyrir að hafa lokað á greiðslur til WikiLeaks.

39

milljónir króna fékk Árni Páll Árnason, formaður Samfylk­ ingarinnar, greiddar frá Íbúða­ lánasjóði fyrir lögfræði­ ráðgjöf á árunum 2004­ 2008.

Persónuleg þjónusta

HEILSUSPRENGJA Heilsusprengjan er frá fimmtud. 4. júlí til 7. júlí 2013

Veldu gæði á góðu verði.

20%

25%

afsláttur af völdum lágkolvetna­ matvörum

afsláttur af öllum NOW vítamínum

20%

25%

ur!

afslátt

ur!

afslátt

Bættu heilsuna fyrir þig og þína. Borgartún

1 Fákafen 1 Hæðasmári

www.lifandimarkadur.is

Yfir 20 tegund 0 ir!



16

viðhorf

Helgin 5.-7. júlí 2013

(Sál)greining áhugamannesku og veiðileyfagjaldið á Alþingi

J

æja, þá læt ég það flakka. Frjálst flæði hugrenninga um veiðileyfagjaldið, pólitíkina og þennan vinnustað Alþingi sem við bindum öll svo miklar vonir við. Þeir sem hafa áður orðið fyrir vonbrigðum eru harðorðir og fljótir til dóms. Eygja þó alltaf smá svon. Aðrir eru jákvæðari. Nýbúnir að kjósa og bíða nú spenntir. Ég get ekki annað sagt en ég sé líka spennt. Skýst upp klukkan 6 á morgnana og til í slaginn. Skildi ekkert í hausverknum eftir fyrstu dagana en ég held svei mér þá að hann hafi stafað að því að ég gleymdi að

fullu. Atvinnuvegablikka augunum. Það nefnd á fundarmet má ekkert framhjá þetta þingið. Hitt mér fara. Drífa sig að tugi umsagnaaðila læra inn á þetta, gera og lesið hverja eitthvert gagn. skýrsluna á fætur Ég á sæti í Atvinnuannarri. Umræðan veganefnd þar sem við um fiskveiðistjórhöfum síðastliðnar viknun er auðvitað ur farið yfir frumvarp ekki ný af nálinni. Atvinnuvegaráðherra Það reynda fólk sem snýr að lækkun sem situr á Alþingi, veiðileyfagjalda. Þetta og þau sem vinna í eru eins og fólk veit Björt Ólafsdóttir eða hafa aðkomu miklir peningar. Eittþingmaður Bjartrar að geiranum eru hvað um 10 milljarðar framtíðar vel inni í málum. sem eiga nú að falla Hlutirnir eru eitthvert annað en í ekki einsleitir, og þeir sem verða ríkiskassann. pirraðir yfir reiknisdæmum sem Og á þinginu hefur allt verið á

Næsta námskeið byrjar 10. júlí 2013

Fögnum sumri með nýrri vörulínu

20% kynningarafsláttur af öllum nýjum vörum Tilboðin gilda í verslunum okkar í Reykjavík & Akureyri Dokkupoki eða hárband fylgir þegar verslað er fyrir 5.000 kr eða meira.

ganga ekki upp geta hætt að lesa núna. Sumt er á skjön, út um allt eru andstæðir pólar sem illa fara saman, en annað gengur ágætlega upp. Við erum að tala um byggðarsjónarmið og félagsleg sjónarmið ofan í kröfu um rekstrarhagræði. Arð til þjóðarinnar. Sjálfbærni til framtíðar. Skynsamlega nýtingu. Vissu um afla eftir X mörg ár og óþægilega lítil tölfræðileg líkindi í því sambandi. Aldrei hægt að vita neitt fyrir víst. Erfitt að gera langtímaspár fyrir rekstur bæði ríkis og fyrirtækja. Er nema furða að fólk hafi stuttan þráð vegna málsins.

Bláeygð á fyrstu vikunum

Já það er gott að vera bláeygð á þessum fyrstu vikum þingsins. Ég reyni eins og ég get að halda í þetta ástand opins huga því ég finn hvernig aukin vitneskja um umfang og erfiðleika í fiskveiðistjórnun getur lamað kraft til breytinga og framkvæmda. Eins og lært hjálparleysi í sálfræðikenningu Pavlovs. Það er gott að hafa andrými til að staldra við og taka stöðuna. Hver er aftur punkturinn með þessu öllu saman. Það kemur kannski á óvart en staðreyndin er sú að fólk er tiltölulega sammála. Við erum sammála um að þjóðin eigi að fá rentu af auðlind sinni. Það er sameining um að passa upp á lífríki sjávar, vernda og hlúa að sjálfbærninni.Við erum stolt af því að kunna að reka hagnýta fiskveiðistefnu og viljum halda því áfram. Fólk er almennt sammála um að passað sé upp á að auðlindin sé nýtt á sem arðbærastan máta. Hugað sé að fjölbreytni í rekstri og nýliðun. Að síðustu - og haldið ykkur. Útgerðin er sammála því að hún eigi að borga fyrir afnot sín. Meginspurningin sem við sitjum eftir með er þessi: hvaða verð er ásættanlegt fyrir auðlindina? Það er aftur á móti erfiðara mál. Mismunandi hagsmunir ráða för og mismunandi loforð hafa verið gefin sem eru vonandi byggð á fjölbreyttri hugmyndafræði sem leiðir af pólitík flokkanna. Það er allt gott og blessað. Í fullkomnum heimi myndum við einmitt læra meira og komast lengra með því að vera stöðugt að endurskoða hugmyndir, finna út galla þeirra í samtölum, færa rök fyrir máli okkar, komast að annarri niðurstöðu en það sem við lögðum fyrst upp með. Þroska og bæta. En við erum feimin við að breyta því þá höfum við fyrst haft rangt fyrir okkur. Önnur fræg kenning í sálfræðinni um hugrænt misræmi hjálpar okkur að skilja þetta.

Pirringur undir niðri

Lín Design Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri lindesign.is

Og þá áfram að sálgreiningunni, hún er nefninlega mikilvæg í þessu öllu saman. Að koma inn á Alþingi var svolítið eins og að labba inn í fjölskylduboð þar sem fólk á ýmislegt óuppgert. Skilnað, framhjáld eða aðra erfiðleika. Allt ágætt á yfirborðinu svona rétt á meðan maður sporðrennir brauðtertunni en ýmis særindi og pirringur sem leynast undir niðri. Ég get oft verið mjög sammála samstarfsmönnum mínum, þvert á flokka, en málið er að

flokkslínur eru ekki ósýnilegar línur. Þær hafa gríðarlegt vald og mynda grindverk, sérstaklega í erfiðum málum. Það sem er sorglegt við það vald er að það getur eins og í þessu tiltekna máli um lækkun veiðileyfagjalda knúið fram áætlanir 51% meirihluta en virt skoðanir hinna 49%, er kusu annað í kosningum að vettugi. Stjórnarflokkarnir leggja upp með breytingu á veiðileyfagjöldum sem að nýleg könnun Fréttablaðsins segir 70% þjóðarinnar vera á móti. 34.700 manns hafa lagst gegn henni með undirskrift sinni. Það er algjör óþarfi að fara að amast yfir formgalla í því sambandi. Mergur málsins er sá að fólki finnst verðið á auðlindinni allt of lágt. Hagfræðingar hafa tekið undir og lagst gegn lækkun. Útgerðarmenn hafa margir aðra sögu að segja. En því skal haldið til haga að allir í pólitíkinni eru sammála um mikilvægi þess að laga til það kerfi sem að sjávarútvegurinn býr nú við. Grunnurinn og hugmyndafræðin er hinsvegar af mörgum, mér sjálfri þar meðtalinni, álitinn vera góður. Stjórnarflokkarnir settu fram frumvarp um breytt veiðileyfagjald til þess að koma til móts við þá gagnrýni að litlu og meðalstóru fyrirtækin sem stunda bolfiskveiðar geti ekki rekið sig í núverandi fyrirkomulagi . Frumvarpið hækkar hinsvegar líka gjöld á uppsjávarveiðar umtalsvert og það er hugrökk ákvörðun. Endaniðurstaðan er þó sú að tekjur ríkisins lækka mikið. Um 10 milljarðar. Annað vandamál sem við stöndum frammi fyrir er lagaumgjörð veiðileyfagjalds. Okkur vantar að geta nálgast nauðsynlegar upplýsingar til þess að geta reiknað og áætlað grundvöll fyrir gjöldum hverju sinni. Það eru allir sammála um að þetta þurfi að laga.

Ábyrgðarmál að hlusta á fólk Mér finnst ábyrgðarmál að hlusta á fólk, ef ekki þarna á Alþingi þá hvar? Ég hélt satt best að segja lengi vel að stjórnarflokkarnir myndu gera það líka í þessu máli, fyrir mér hafa þeir þar allt að vinna. Að hafa hlustað á 15% kosningabæra manna hefði ekki verið amalegt fyrir ferilskrána. Myndin af afkomu þjóðarbúsins er svo svört að allt sem horfir til bóta hefði komið þeim í óskastöðu. Því miður var ekki í boði að finna flöt á því og mér virðist sem pólitíkin og óuppgerð mál fortíðarinnar séu að trufla þjóðarhagsmuni. Ég er hinsvegar glöð með minnihlutann í nefndinni sem opnaði hliðin á girðingunum og kom sér saman um leið. Vann að breytingatillögu sem að hækkar gjaldið aftur til ríkisjóðs en hækkar líka á móti frítekjumarkið til þess að koma til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki í sjávarútvegi. Ég vona svo sannarlega að pólitíkin á Alþingi geti sleppt egói flokkanna og hristi af sér gamla fjötra. Það er vandasamt og þingmenn verða að knýja sig til barnslægrar einlægni í því markmiði. Það myndi margt gerast hraðar hér á Íslandi ef við iðkuðum þau nýju vinnubrögð. Um það snýst Björt framtíð.


Birt með fyrirvara um villur í texta og/eða myndabrengl

Flottar vörur á Frábæru verði

SamSung 15,6” 355v5c-Soe FarTölva

SamSung 13,3” 535u3c-a06 bleik FarTölva

n 15.6” HD LED 1366x768 mattur skjár n AMD Quad-Core A8-4500M 1.9-2.8GHz örgjörvi n AMD HD7730 2GB grafíkstýring n DVD SuperMulti geisladrif n 750GB 5400RPM harður diskur n 6GB DDR3 1600MHz vinnsluminni n PowerPlus rafhlaða með allt að 1000 hleðslum n HDMI – 2xUSB2.0 – 2xUSB3.0 – VGA n Windows 8 64-Bit – Bluetooth 4.0

n 13.3” 1366x768 LED Non-Gloss skjár n AMD DualCore A6-4455M 2.1GHz örgjörvi n AMD Radeon HD7500G grafíkstýring n 500GB 5400RPM harður diskur n 4GB DDR3 1333MHz vinnsluminni n USB3.0 – 2xUSB2.0 – HDMI n PowerPlus rafhlaða með allt að 1500 hleðslum n Allt að 6 tíma rafhlöðuending n Windows 8 64-Bit n Þyngd aðeins 1,5kg

139.900

34.999

129.900

nýleg óháð samanburðarkönnun sýnir fram á afburða árangur Samsung fartölva hvað áreiðanleika varðar:

www.bt.is/page/samsungbest verð frá:

5.999

herculeS dJ conTrol air STreeT ediTion

Tech 21 imPacT hulSTur

n Þrýstingsnæm snúningshjól n Air þráðlaus stjórnun n 8 velocity takkar sem stjórna „sampler, loops og effects“ n Lime grænir „Street Edition“ takkar n DJUCED 18° hugbúnaður fylgir n Virkar með Traktor og VirtualDJ Pro n MIDI forritanlegur

SamSung bd-F5100 bluray SPilari

3.999 19.999

n Fyrir Samsung Galaxy S4 og S3 n Einstakt nýtt efni – D3O n Læsir saman sameindum við högg n Mikið úrval

129.900 SamSung nX210 20.3mP myndavél + galaXy Tab 2 7.0

n Spilar Blu-Ray, DVD ogCD n HDMI, nettengi, Coaxial og USB n Styður: MP4, AVCHD, MKV, WMV og fleira n ConnectShare Movie USB afspilun n FullHD 1080P upScale á DVD í gegnum HDMI n AllShare (DLNA) stuðningur

veho Pebble SmarTSTick FerðaraFhlaða

n Til í 3 litum — svört, fjólublá, silfur n 2.200mAh endurhlaðanleg rafhlaða n Tengi fyrir alla vinsælustu símana og önnur tæki n 5 mismunandi tengihausar fylgja n Vegur aðeins 70g

n 20.3 MP APS-C CMOS n 3.0” AMOLED Skjár n Allt að 8 myndir á sekúndu n ISO 100–12800 n 1920x1080@30fps myndbandsupptaka n Innbyggt þráðlaust net n 18-55mm i-Function OIS linsa og flass fylgja n Samsung Galaxy Tab 2 7.0 WiFi 8GB fylgir n Tekur allt að 128GB SDXC kort og vegur aðeins 222g

FullT aF FloTTum dvd og barna dvd

999 www.godverk.is

BT Skeifan · BT Glerártorg · Sími 550 4444 · www.bt.is


„Gerðu þinn eigin fabrikkuborgara - hráefnið fæst í Hagkaup"

Í pakkanum eru tveir Fabrikkuborgarar, tvö ferhyrnd Fabrikkubrauð, salt og pipar.

999

kr/pk

Grísarif

Grísarif Fabrikkunnar eru forelduð og þarf aðeins að hita.

morthens „Það er gott að elska“ Bubbi Morthens

1499

„Það er ekki gó fyrr en Bó segir gó“

kr/pk

Björgvin Halldórsson

tilbúið á grillið eða í ofninn!

tilboð

40% afsláttur á kassa

tilboð

30% afsláttur á kassa KAlkúnasneiðar með lemongrasi

tilboð

418kr/pk

tilboð

verð áður 697

lífrænir, léttir, ljúffengir og svalandi drykkir. verð áður 339 án viðbætts sykurs. engin aukefni.

kjúklingavængir 800 g - 2 tegundir

1539kr/kg verð áður 2199

tilboð

Berry White

299kr/stk

tilboð

30% afsláttur á kassa

tilboð

20% afsláttur á kassa

239kr/pk verð áður 279

KAlkúnalundir sesam og teryaki

rjómasúkkulaði

2239kr/kg

150 g

verð áður 3199

tilboð

25% afsláttur á kassa

tilboð

499kr/stk

t&k sumarkaffi malað og ómalað 400 g

verð áður 599

ítalskar LAmbalærissneiðar

tilboð

2849kr/kg

verð áður 3798

Vínarbrauðslengja

Gildir til 7. júlí á meðan birgðir endast.

aromatic crispy duck

pekingönd tilbúin á 35 mínútum

kleinuhringir

169kr/stk verð áður 198

3799 kr/pk

með 24 pönnukökum og hoisin sósu

eyri akur og á umar! s í


tilboð

40% afsláttur á kassa lambainnralæri

2998kr/kg verð áður

4997

íuArab ar ð a krydd tilboð

tilboð

30% afsláttur á kassa

tilboð

25% afsláttur á kassa

Lærissneiðar úr miðlæri

Kjúklingabringur

2379kr/kg

verð áður 3399

25% afsláttur á kassa

Kjúklingur ferskur

2099kr/kg

749kr/kg

verð áður 2799

verð áður 999

LAmbahryggur frosinn

LAmbalæri frosið

1699kr/kg

1199kr/kg

verð áður 1999

verð áður 1399

fabrikku eftirréttina færðu í hagkaup skyrterta

fabrikkuís

gulrótarkaka


20

viðtal

Helgin 5.-7. júlí 2013

Eiginmaðurinn lést eftir raflost

Pabbi Davi setti niður kross í minningu sonar síns fyrir utan höfuðstöðvar orkuveitunnar.

Kristín og Davi vissu um leið og þau kynntist að þeim var ætlað að vera saman. Hann lést þann 11. júní.

omin Tjaldasalur - verið velökGóðar ld utjöld - g ngutjö Kúlutjöld - fjölskyldfermingargjafir SNJÓBRETTAPAKKAR

30%

Savana

(blár) Kuldaþol -15°C Fyrir líkamsstærð 195cm Þyngd 1,45 kg

Verð kr. 13.995,MONTANA, 3000mm vatnsheld

Savana Junior

(blár og rauður) Kuldaþol -15°C Fyrir líkamsstærð 150 cm Þyngd 0,95 kg

2. manna 16.995 kr. 12.796 kr. 3. manna 19.995 kr. 15.996 kr. 4. manna 26.995 kr. 21.596 kr.

Verð 11.995,SWALLOW 250 Kuldaþol: -8 þyngd: 1,7 kg.

Trekking

(Petrol og Khaki) Kuldaþol -20 Fyrir líkamsstærð 190 eða 175cm Þyngd 190/1,70 kg og 175/1,65 kg

11.995 kr. 9.596 kr.

Verð kr. 13.995,-

Micra

(grænn og blár) Kuldaþol -14°C Fyrir líkamsstærð 195 eða 185cm Þyngd 195/1,0 kg og 185/0,95 kg

Verð kr. 16.995,-

Stakir stólar kr. 5.995.Stök borð kr. 5.995.-

Í s le n s k u

ALPARNIR

FaxaFeni 8, 108 ReyKjavíK • Sími 534 2727 • alPaRniR@alPaRniR.iS • www.alPaRniR.iS

Íslensk ekkja berst fyrir úrbótum í Brasilíu eftir að maðurinn hennar lést við að fá á sig rafmagnskapal þegar hann var úti að labba með hundinn þeirra. Á fjórða tug hafa látist eftir að fá raflost frá opnum vírum úr rafmagnsköplum í héraðinu og mótmæli hafa verið fyrir utan orkuveituna. Verið er að safna undirskriftum til að skylda orkufyrirtækin til að setja rafmagnskaplana í jörð.

É

g er bara ótrúlega reið. Þetta hefði ekki þurft að gerast,“ segir Kristín Santiago sem missti eiginmann sinn, Davi Lima Santiago Filho, eftir að hann fékk raflost frá hangandi rafmagnskapli sem ekki hafði verið gengið nægilega vel frá í heimaborg þeirra Recife í Brasilíu. Davi var aðeins 37 ára gamall. Það var 11. júní sem hann fór í hefðbunda gönguferð með hund þeirra hjóna, Penny Lane, og var að tala í símann við föður sinn sem skyndilega heyrði ekki meira frá syni sínum heldur aðeins ýlfur í hundinum. Í gegn um símann heyrði hann síðan þegar fólk kom aðvífandi og gerði endurlífgunartilraunir en án árangurs.

Kvartað yfir rafmagnsköplunum „Þessir rafmagnsvírar voru búnir

að liggja á jörðinni í 15 daga og nágrannar oft búnir að kvarta við orkufyrirtækið Celpe sem er einkarekið en þeir sinntu því ekki að laga þetta. Ég man að við Davi vorum búin að sjá svona hangandi víra niður að jörð hér og þar og töluðum um að einhver gæti hreinlega dáið af því að fá þetta í sig,“ segir Kristín. Hún er nýkomin til Íslands í faðm fjölskyldunnar en foreldrar hennar komu strax út til Brasilíu eftir að Davi lést. Kristín starfar sem enskukennari, hún skildi allt sitt eftir úti en er óviss hvort hún vill snúa aftur. Það væri þá helst til að sækja schaferhundinn Penny Lane sem var líf þeirra og yndi. „Við áttum annan hund áður sem David saknaði mikið. Nú veit ég að þeir eru saman aftur,“ segir hún. Leiðir þeirra Davi lágu fyrst saman í Kali-

forníu í Bandaríkjunum þar sem þau hittust fyrir tilviljun. Kristín var við nám en Davi hafði elt foreldra sína sem fluttu þangað. „Við fundum strax að við værum fullkomin saman. Við veltum fyrir okkur að flytja saman til Íslands árið 2008 en vinir mínir vöruðu okkur við því. Þarna var efnahagurinn allur á niðurleið. Það endaði því þannig að við fluttum til borgarinnar sem Davi hafði alist upp í, Recife.“

Þekktur tónlistarmaður

Kristín sýnir af sér mikinn styrk nú þegar innan við mánuður er síðan eiginmaður hennar lést. Henni finnst mikilvægt að tala um hvernig hann dó til að vekja athygli á ástandinu í Brasilíu, hvað þar sé mikil spilling og hvernig stórfyrirtæki komast upp með að


Helgin 5.-7. júlí 2013

virða öryggi íbúa að vettugi. Þrátt fyrir að 31 hafi látist í rafmagnsvírum Celpe, sem veitir rafmagni um allt fylkið Pernambuco, var það ekki fyr en eftir að David lést sem málið fékk athygli fjölmiðla. „Davi var vel þekktur í Brasilíu. Hann var í vinsælli hljómsveit áður en hann flutti til Kaliforníu. Hann var menntaður lögfræðingur og vann við það í Recife rúmt ár. Honum fannst hins vegar spillingin svo mikil að hann vildi ekki vinna við það lengur. En hann þekkti marga lögfræðinga sem hafa vakið athygli á málinu hans núna. Davi var mjög vinsæll og átti marga vini. Hann þekkti líka fjölmiðlafólk og allt hefur þetta hjálpað til að vekja athygli á því hvað Celpe er að gera.“ Hann má Borgin sem Kristín og Davi bjuggu í, ekki hafa Recife, er stærsta borg fylkisins Pernambuco dáið til og sér Celpe um að veita orku um allt einskis. fylkið. Vinir og félagar David stóðu fyrir mótmælum fyrir framan höfuðstöðvar Celpe þann 25. júní þar sem þeir negldu niður 32 krossa á lóðinni, einn kross fyrir hvern þann sem hafði dáið eftir að fá í sig opna rafmagnsvíra. Einn til viðbótar hefur dáið síðan þá. Foreldrar David tóku þátt í mótmælunum og setti faðir hans niður kross í minningu sonar síns. „Þetta voru friðsöm mótmæli hjá okkur. Það voru verðir sem gerðu ekki neitt og mér fannst svo merkilegt að það sást enginn úti í glugga hjá Celpe. Ég heild að þeir hafi vitað upp á sig skömmina,“ segir Kristín.

Afar illa er gengið frá rafmagnsvírum hjá Celpe og má sjá opna víra víða um Recife.

viðtal 21

Recife er strandborg í Brasilíu og þar búa um 1,5 milljón manns.

Henni finnst Brasilía dásamlegt land að mörgu leyti og segir fólkið í Recife alveg yndislegt. Þannig hafi nágrannar þeirra sífellt verið að athuga með líðan hennar eftir að Davi lést og gert það sem þeir gátu til að aðstoða hana og færa henni mat. Kristín er samt reið yfir því hvernig stjórnvöld haga sér og hversu miklu sé ábótavant. „Sjúkrabíllinn var endalaust lengi á leiðinni þegar Davi dó. Það er bara þannig þarna. Heilbrigðiskerfið er alveg hræðilegt. Þessir opnu rafmagnsvírar eru bara ein birtingarmynd ástandsins.“ Þetta er ástæðan fyrir því að hún er á báðum áttum með að búa áfram í Brasilíu. Hún bendir á að heimsmeistaramót karla í knattspyrnu fer þar fram á næsta ári og að nokkrir leikir verði í Recife. „Nú er miklum fjármunum eytt í að byggja upp ýmislegt í tengslum við heimsmeistaramótið en íbúar landsins eru látnir sitja á hakanum. Þegar við fyrst fluttum þangað var ég hissa á hvað fólk lét yfir sig ganga en mér finnst fólk núna vera að vakna. Sem betur fer.“ Mótmæli hafa verið víða um Brasilíu að undanförnu. Það var líkt og hækkun á strætófargjaldi hafi verið kornið sem fyllti mælinn, en það var hækkað úr 3.00 í 3.20 ríal en eitt ríal er um 55 krónur. Nú leggja mótmælendur áherslu á að þeir séu ekki bara að mótmæla þessum „20 centum“ heldur lélegu heilbrigðiskerfi, niðurskurði í menntamálum, spillingu og því hversu miklum fjármunum er varið beint í heimsmeistaramótið. „Þetta land er ekki í neinu ástandi til að halda þessa keppni. En ég er ánægð með að fólkið er byrjað að láta í sér heyra,“ segir Kristín. Verið er að safna undirskriftum til að krefja hið opinbera um að láta Celpe setja rafmagnskapla í jörð og hreinlega banna að Celpe sé einkarekið. „Ég vona innilega að þessu verði breytt. Hann má ekki hafa dáið til einskis,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Spilling og fjöldamótmæli

rjóminn er kominn í nýjar umbúðir Rjóminn er einstakur. Hann á sér fastan sess í matargerð okkar íslendinga. Þú finnur girnilegar og sumarlegar uppskriftir með rjóma á gottimatinn.is


22

úttekt

Helgin 5.-7. júlí 2013

Allt að 15.000 Íslendingar áskrifendur að Netflix Fjölmörg íslensk heimili – líklega 10-15 þúsund – hafa keypt áskrift að Netflix, sem er stærsta stafræna efnisveita fyrir sjónvarp og kvikmyndir (VOD) í heimi. Fyrir 8 dollara – eða um 1.000 krónur á mánuði – fá notendur aðgang að þúsundum nýlegra kvikmynda og sjónvarpsþátta. Samt á Netflix ekki að vera aðgengileg íslenskum netnotendum en einfaldar leiðbeiningar eru aðgengilegar á netinu.

Á

sama tíma og hefðbundnar sjónvarpsstöðvar eru að láta hanna fyrir sig öpp til að reyna að halda í áskrifendur og bjóða þeim að horfa á efni hvar og hvenær sem þeim hentar eru stafrænar efnisveitur með kvikmyndir og sjónvarpsefni að springa út á neytendamörkuðum um allan heim og bjóða áskriftarsjónvarpsstöðvum upp á nýja og harða samkeppni. Um 40.000 Íslendingar eru farnir að nota Spotify veituna, sem varð aðgengileg hér á landi fyrir nokkrum mánuðum og býður löglegan aðgang að tónlist á netinu. Netflix og Hulu Plus eru sambærilegar veitur fyrir sjónvarpsefni og kvikmyndir. Opinber aðgangur er ekki í boði með sama hætti og hjá Spotify. Engu að síður hafa fjölmargir tryggt sér áskrift að þessum veitum með því að gera einfaldar breytingar á stillingum í tölvunni sinni og nýta til þess leiðbeiningar sem eru aðgengilegar á íslenskri vefsíðu, einstein.is. Heimildarmenn Fréttatímans telja að 10-15.000 manns á Íslandi séu orðnir áskrifendur að Netflix, langstærstu stafrænu efnisveitu með kvikmyndir og sjónvarpsefni í heiminum. Fyrir átta dollara á mánuði fá þeir óheftan aðgang að gríðarlegu magni af nýlegu efni; sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.

17% heimila í Danmörku urðu áskrifendur á sjö mánuðum

Þessar veitur eru í gríðarlega örum vexti um allan heim, sérstaklega Netflix. Til marks um það má nefna að fyrirtækið opnaði sérstaka Norðurlandaþjónustu fyrir Danmörku, Noreg, Svíþjóð og Finnland í október á síðasta ári. Í lok maímánaðar voru 17% danskra heimila orðin áskrifendur, samkvæmt Politiken, og hafði Netflix þeim tíma náð 60% markaðshlutdeild á markaði fyrir stafrænar veitur myndefnis (VOD) í Danmörku. Alls er nú talið að um 1,5 milljón heimila á Norðurlöndunum séu áskrifendur að Netflix, flestir í gegnum Norðurlandaþjónustuna, en um fjórðungur notenda í Danmörku fer sömu leið og Íslendingar og kaupir þá þjónustu sem ætluð er Bandaríkjamönnum og Kanadamönnum. Fyrir Norðurlandaþjónustuna hjá Netflix eru greiddar um 90 danskar krónur á mánuði, eða um 2.000 íslenskar krónur og þar er efnið takmarkaðra en í bandarísku veitunni. Netflix býður ekki nýjustu kvikmyndirnar en þó nýrri en í íslenskum VOD-veitum og hvað varðar sjónvarpsþáttaseríur er í boði hálfs árs gamalt efni af flestum vinsælustu þáttaröðum í íslensku sjónvarpi – öðrum en þeim sem framleiddar eru af HBO, en það fyrirtæki á harðri samkeppni við Netflix. Á Netflix eru líka gamlir vinsælir þættir eins og Ally McBeal og Cheers. Hulu Plus býður upp á nýlegra efni frá fjölmörgum bandarískum sjónvarpsstöðum meðal annars fárra daga gamla þætti af vinsælum bandarískum gamanþáttum eins og The Daily Show og Colbert Report.

Allir eiga búnaðinn

Segja má að nánast öll heimili í landinu eiga þann tækjabúnað sem þarf til að nýta þessar efnisveitur. Talið að um 50.000 spjaldtölvur séu til í landinu þar af um 37.000 iPadar. Áætlað er að snjallsímar séu að nálgast 150.000. Þúsundir heimila hafa

fjárfest í Apple TV, sem gerir fólki kleift að sýna myndefni sem streymt er um net í sjónvarpi. Apple umboðið á Íslandi selur nú um 200 slík tæki í mánuði, segir Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri við Fréttatímann. Leikjatölvur af gerðunum Playstation 3, xBox og Wii má líka nýta til að tengja sjónvarp heimilisins við efnisveitur á borð við Netflix, að ógleymdum venjulegum tölvum með Windows eða iOS stýrikerfum.

Veitir leiðbeiningarþjónustu

Sverrir Björgvinsson er ritstjóri og ábyrgðarmaður vefsíðunnar Einstein.is og þar er að finna einfaldar leiðbeiningar um hvernig Íslendingar geta stillt tölvur sínar til þess að komast í viðskipti við veitur eins og Netflix og hvernig hægt er að greiða fyrir áskriftina með íslenskum greiðslukortum. Sverrir segir við Fréttatímann að áskriftin kalli ekki á aukna notkun eða breytingu á bandvídd í áskrift hjá íslensku netfyrirtækjunum. Einfalt er að stjórna notkuninni og stilla niðurhalið þannig að það takmarkist við 0,3 gígabæt á klukkustund í vel viðunandi gæðum. Sverrir segir að með þeirri stillingu sé notkunin vel innan marka og sjálfur aldrei hafa notað meira en 60 gígabæt af þeim 80 sem eru innifalin í mánaðaráskriftinni hans hjá Vodafone.

Vinnur gegn ólöglegu niðurhali, segir Smáís

Snæbjörn Steingrímsson er framkvæmdastjóri Samtaka myndrétthafa á Íslandi, Smáís, sem hafa löngum barist gegn ólöglegu niðurhali af heimasíðum eins og Pirate Bay. Snæbjörn segir hins vegar að hvað hagsmuni rétthafanna varðar gegni öðru máli um þessar erlendu gagnvirku efnisveitur. „Við gerum ekki athugasemdir við að fólk eigi viðskipti við löglega erlenda þjónustu þar sem erlendir rétthafar fá sitt greitt. En við vonum að Netflix kaupi rétt fyrir Ísland þannig að þessi leið komi löglega löglega til Íslands sem fyrst eins og á hinum Norðurlöndunum,“ segir Snæbjörn. Hann segist telja að útbreiðsla löglegrar þjónustu af þessu tagi muni hafa þau áhrif að draga úr ólöglegu niðurhali og auka kaup fólks á kvikmyndaefni. „Ég held að kakan mundi stækka ef fyrirtæki eins og Netflix kæmi til Íslands um leið og ólöglegi markaðurinn myndi minnka,“ segir hann. Fólk vilji eiga lögleg viðskipti þar sem rétthafar fái sitt. Í því sambandi bendir hann á að á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að Spotify varð aðgengileg hér á landi hafi orðið greinilegur samdráttur í ólöglegu niðurhali á tónlist í gegnum síður eins og Pirate Bay. Sama þróun muni væntanlega verða hvað varðar ólöglegt myndefni eftir því sem útbreiðsla stafrænu efnisveitnanna fer vaxandi. Snæbjörn segir hins vegar að meðan staðan er sú að Íslendingar nálgast Netflix-áskrift í gegnum Bandaríkin en ekki staðbundna þjónustu hjá aðila sem keypt hefur réttinn til að selja efnið á Íslandi séu ekki greiddir skattar og gjöld af þjónustunni og ekki sé hægt að bera þjónustuna saman við það sem er í boði hjá íslenskum aðilum sem þurfa að uppfylla kröfur laga um skatta, íslenskar þýðingar, talsetningu og annað.

Gjaldmiðillinn og of smár markaður

En hvaða skýring er á því að Ísland á ekki aðild að þeirri Norðurlandaþjónustu sem fór í gang hjá Netflix í október á síðasta ári? Snæbjörn hefur ekki upplýsingar frá fyrstu hendi. „Við höfum heyrt utan að frá okkur að bæði iTunes og Netflix finnist flókið að fara inn í land þar sem gjaldeyrishöft eru og þeir séu bara ekki opnir fyrir því að leggja í kostnað við að læra á þannig umhverfi og flókið lagumhverfi.“ Eins sé skattkerfið talið flókið og tæknilegir innviðir séu ófullkomnari en á hinum Norðurlöndunum fyrir rekstur af þessu tagi. Að auki þarf að uppfylla kröfur um íslenska þýðingu, aldursmerkingu efnis, skráningu hjá Fjölmiðlanefnd og fleira. Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs, gætir hagsmuna rétthafa kvikmynda- og sjónvarpstónlistar og tók þátt í því að semja um komu Spotify til Íslands. Þá var samið í einu lagi fyrir öll Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin. Hún segir að Netflix hafi ekki haft áhuga á að hefja rekstur á Íslandi og í Eystrasaltslöndunum um leið og á hinum Norðurlöndunum. „Okkar tengiliður reyndi að vinna í því - og er enn að reyna," segir Guðrún Björk. „Ég held að aðallega hafi það verið smæð markaðarins sem réði niðurstöðunni en ég hef heyrt frá öðrum þjónustuveitendum að gjaldmiðillinn standi í þeim. En við höfum verið að ýta á þá að koma og mundum fagna því vegna þess að það vantar svona þjónustu hér á landi – áskriftarþjónustu að kvikmyndum og sjónvarpsefni – ég tala ekki um miðað við hvað það kostar í dag að leigja myndir í gegnum VOD-ið.“ Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is

Sverrir Björgvinsson, ritstjóri og eigandi Einstein.is, er með Netflix, Hulu Plus, Crackle og fleiri stafrænar efnisveitur í iPad og notar Apple TV til að horfa á efnið í sjónvarpi. Hann er líka með þessar veitur settar upp á Playstation3 leikjatölvu. Á vefsíðunni sinni veitir hann notendum leiðbeiningar um hvernig þeir geti greitt fyrir þessa bandarísku þjónustu með íslensku greiðslukorti og hvernig þeir geti notað hana án þess að fórna til þess of miklu af því niðurhali sem fylgir með netáskriftinni hjá íslenskum fjarskiptafyrirtækjum. Ljósmynd/Hari


Ný kynslóð af MacBook Air Batterí sem endist í allt að 12 klst. Þarf að segja eitthvað meira?

MacBook Air 11” frá 179.900 kr.

MacBook Air 13” frá 209.900 kr.

Fjórða kynslóð Intel örgjörva. Nýtt Wi-Fi (802.11ac). Hraðari flash gagnageymsla.

Fullt af spennandi aukahlum. Komdu og fiktaðu. Allt að 25% afsláttur af ZooGue og Ültra-Case vörum þessa dagana.

iPhone 5 frá 114.900

Phillips Hue þráðlaust ljósakerfi 44.900 kr.

Opið mán. - mið. 10-18.30 fim. 10-21 fös. 10-19 lau. 10-18 sun. 13-18

Þráðlaus púlsmælir f. iPhone 4S og 5 frá 13.990

Apple TV 21.900 kr.

566 8000 istore.is í Kringlunni

jónusta, gó ðþ

agsleg ábyr fél

erð og sam ðv

Það er allt að gerast.

Wahoo BlueHR

Við viljum að þú brosir þegar þú kemur til okkar. Þess vegna bjóðum við góð verð, ljúft viðmót og faglega þjónustu. Að auki renna 1000 kr. af hverju seldu tæki í styrktarsjóð sem úthlutar hreyfihömluðum börnum iPad í hverjum mánuði.


24

viðtal

Helgin 5.-7. júlí 2013

Lærði að kenna hot jóga á taílenskri eyju

Elín Rós Bjarnadóttir og Mariam á ströndinni að gera standing bow.

M

Elín Rós Bjarnadóttir er nýkomin heim frá eyjunni Koh Samui á Taílandi þar sem hún dvaldi í mánuð og lærði að kenna hot jóga. Erfiðast þótti henni að vera fjarri eiginmanni og fjórum börnum en kveðst sterkari en nokkru sinni fyrr eftir hot jóga námið.

Ný kynslóð sólarkrema Elín Rós á útskriftardaginn í Absolute Yoga Academy.

Swiss Nature fást á vefsíðunni www.skincare.is eða í Lækjargötu 34 • Hafnarfirði • Opið þriðjudaga kl 14 - 18 Sími 565 0500 • 897-1923

Námið var strembið og Elín Rós nýtti tímann vel og las um hot jóga í nuddi.

ig langaði til að verða hot jóga kennari og fann skólann á Google. Svo þegar ég spjallaði við hot jóga kennarann minn á Íslandi kom í ljós að hún hafði einmitt farið í þennan sama skóla og mælti eindregið með honum,“ segir Elín Rós Bjarnadóttir, kennari við Akurskóla í Njarðvík. Elín Rós dvaldi á eyjunni Koh Samui á Taílandi allan júnímánuð og lærði hot jóga með fólki alls staðar að úr heiminum. „Námið var mjög skemmtilegt og það var alveg dásamlegt að borða ferskar kókoshnetur eftir hot jóga tímana.“ Elín Rós segir námið hafa tekið á og að lítill tími hafi gefist til annars. „Það var þó svo sannarlega þess virði því ég er sterkari en nokkurn tíma áður, bæði andlega og líkamlega. Við fengum þó þrjá frídaga á tímabilinu og þá gafst tækifæri til að njóta þess sem Taíland hefur upp á að bjóða.“ Elín á fjögur börn og fannst erfitt að vera svo langt í burtu frá fjölskyldunni í heilan mánuð og saknaði þeirra mikið. „Ég fór fyrst í jóga fyrir tíu árum síðan en hef ekki stundað það markvisst, heldur tekið eitt og eitt námskeið. Síðasta vetur ákvað ég svo að prufa hot jóga og fann strax hvað það gerði mér gott því mér hefur aldrei liðið eins vel eftir líkamsrækt. Því ákvað ég að ganga skrefinu lengra og læra að kenna hot jóga,“ segir Elín Rós sem finnst ekkert jafnast á við það á köldum vetrardögum að komast í upphitaðan sal og stunda jóga. „Hitinn gerir það að verkum að líkaminn hitnar fyrr upp og verður þar af leiðandi sveigjanlegri og meðtækilegri. Maður svitnar meir en ella, húðin hreinsast og maður upplifir meiri vellíðan og endurnýjunaráhrif eða „detox“ eins og það er stundum kallað.“ Elín Rós ætlar strax að hefjast handa við kennsluna og mun á næstu dögum hefja störf sem hot jóga kennari hjá Sporthúsinu í Reykjanesbæ auk þess að kenna jóga í Akurskóla í Innri Njarðvík.

Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is

Fáðu meira út úr Fríinu Viltu afslátt af hótelgistingu, ókeypis morgunmat eða Frítt Freyðivín upp á herbergi? bókaðu sértilboð á gistingu, ódýr hótel og bílaleigubíla út um allan heim á túristi.is

TÚRISTI


SUMMER LOOK 2013

Yves Saint Laurent kynning LYFJUM & HEILSU KRINGLUNNI MIÐVIKUDAG TIL FÖSTUDAGS*

25% afsláttur af öllum

vörum á kynningu

Sérfræðingar frá Yves Saint Laurent aðstoða við val á snyrtivörum og kynna m.a. nýjustu sumarlitina ásamt nýju Beauty Balm dagkremi í Top Secrets línunni *3.-5. júlí.


úr kjötborði

Svínakótilettir

1.298,kr./kg úr kjötborði

verð áður 1.698,-/kg

Nautagúllas

Skyndigrill

Herragarðs grísakótilettur

Grillsneiðar

1.898,kr./kg

1.598,kr./kg

1.479,kr./kg

verð áður 2.379,-/kg

verð áður 1.698,-/kg

verð áður 1.849,-/kg

Súpukjöt

Frosinn kjúklingur

623,kr./kg

598,kr./kg

verð áður 779,-/kg

verð áður 798,-/kg

1.798,kr./kg verð áður 2.298,-/kg

Ítalskar grísahnakkasneiðar

1.998,kr./kg verð áður 2.545,-/kg

Svínakótilettur

1.398,kr./kg verð áður 1.598,-/kg

Kjúklingabringur 6 í pk. Pizza mozzarella

1.998,kr./kg

539,kr.

verð áður 2.293,-/kg

FK Bearnaisesósa

414,kr. verð áður 522,-

Broccoli-mix 2 1/2kg

748,kr. verð áður 890,-

www.FJARDARKAUP.is

1/2 L appelsín, pepsí eða pepsí max


Strumpakex

350,kr.

Súkkulaðikex Pik-Nik strá 113g

398,kr.

1/2 L appelsín, pepsí eða pepsí max

SS pylsur 10 í pk.

SS grillpylsur

598,kr.

348,kr.

verð áður 678,-

verð áður 431,-

Maryland Coconut eða Choc Chip

98,kr./stk.

377,kr.

Vanillukex

377,kr.

Coke eða coke light 12x0,33L

Caramba skordýraeyðir

998,kr./kassinn

98,kr./stk.

998,kr.

Toffypops 120g

159,kr. Kókómjólk 6x1/4L Pringles 3 tegundir

Myllu heimilisbrauð 770g

198,kr./stk.

248,kr.

398,kr.

Homeblest 300g

198,kr.

Doritos snakk 4 teg. Sjörvi 300g

Prins póló 56 x 18g

231,kr.

998,kr.

Matardiskar, pappi ø23cm

298,kr.

199,kr./stk.

Hnífar, gafflar eða skeiðar 20 í pk.

198,kr./pk.

Taktu þátt í skemmtilegum sumarleik.

Hvít glös 50 í pk.

198,kr.

Kaffibollar 10 stk.

198,kr.

Fylltu út þátttökuseðilinn og skilaðu honum í kassann. Vinningar eru dregnir út einu sinni í viku í beinni útsendingu á Bylgjunni hjá Ívari á föstudögum. Fyrsti vinningur verður dreginn út þann 21. júní. Leik lýkur 2 ágúst. Fjöldi vinninga.

Tilboð gilda til laugardagsins 6. júlí Opið mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00, fimmtudaga 09:00 - 18:30, föstudaga 09:00 - 19:00 og laugardaga 10:00 - 16:00, lokað sunnudaga - www.fjardarkaup.is


28

viðtal

Varð fullorðin tvítug Inga Lind Karlsdóttir varð fullorðin tvítug þegar hún hóf störf í fjölmiðlum og eignaðist sitt fyrsta barn. Hún hefur starfað nær óslitið í fjölmiðlum síðan þótt hún hafi tekið hlé til að bæta við þremur börnum. Fjölskyldan býr nú í Barcelona og segir hún íslenskt menntakerfi ekki koma vel út í samanburðinum við hið alþjóðlega. Hún stýrir nú þáttaröðinni Biggest Loser á Skjá einum sem sýnd verður eftir áramót og vonast til að geta gert heiminn aðeins betri.

„Ég tek umtal ekki nærri mér nema þegar það snýr að fjölskyldunni líkt og gerðist þegar við hjónin byggðum húsið okkar. Þá sárnaði mér – og þá mest fyrir hönd barnanna minna enda var umtalið farið að koma við þau,“ segir Inga Lind

Helgin 5.-7. júlí 2013


viðtal 29

Helgin 5.-7. júlí 2013

É

g er ekkert með offitu á heilanum,“ segir Inga Lind Karlsdóttir og skellihlær. Við höfðum mælt okkur mót í tilefni þess að hún er að fara að stýra nýjum sjónvarpsþætti, Biggest Loser, sem sýndur verður á Skjá einum næsta vor. Þetta verður einungis í þriðja sinn frá því hún eignaðist „kreppubarnið“ sitt, eins og hún orðar það hlæjandi, árið 2008 sem hún birtist landsmönnum aftur á sjónvarpsskjánum. Hin tvö skiptin voru annars vegar í vandaðri heimildaþáttaröð sem hún vann um offitu Íslendinga og sýnd var í fyrra og árið 2009 þegar hún las fréttir í tilraunaverkefni Skjás eins. „Markmiðið með þáttaröðinni um offitu Íslendinga var í raun að vekja athygli á þessum mikla samfélagsvanda. Það er stundum þannig að þegar fréttamaður hefur kafað djúpt í tiltekið mál, berast honum sífellt meiri upplýsingar um allt sem því tengist þannig að hann fær æ meiri áhuga og verður á endanum hálfgerður sérfræðingur um það,“ segir hún. „Þótt það sé reyndar oftast þannig um fréttamenn að þeir vita sitthvað um mjög margt en ekki mjög mikið um eitthvað eitt,“ segir hún og hlær. „Það er ef til vill þess vegna sem mér bauðst þetta tækifæri að stýra sjónvarpsþáttaröðinni Biggest Loser. Ég hef einfaldlega viðað að mér upplýsingum um þetta málefni,“ segir hún. Ingu Lind fannst tækifærið svo spennandi að henni fannst hún ekki getað annað en gripið það – þó svo að það þýddi að hún þyrfti að flakka talsvert milli Íslands og Barcelona þar sem hún er búsett með fjölskyldunni. „Þessir þættir eru svo jákvæðir fyrir svo marga. Ekki aðeins fyrir þá tólf sem eru svo heppnir að fá að taka þátt, heldur alla þá sem sitja heima í stofu og fylgjast með og fyllast vonandi innblæstri og tileinka sér hollari lífshætti,“ segir Inga Lind.“ „Þættirnir verða unnir í algjöru fordómaleysi. Það er sannarlega ekki verið að niðurlægja neinn, heldur er verið að leiða fólk fyrstu skefin í átt að betra lífi. Í könnun Thomson ReuÞetta er einstakt tækifæri til að fá að snúa ters frá árinu 2011 kemur við blaðinu – sem sést líka á þeim gríðarfram að um helmingur lega áhuga sem þættirnir hafa vakið. Yfir Bandaríkjamanna telur eitt þúsund manns hafa nú þegar óskað að raunveruleikaþættir á eftir að fá að taka þátt, sem segir sitthvað borð við The Biggest Loser um hversu jákvæðir þessir þættir eru í hafi jákvæð áhrif á heilsu huga fólks sem hefur fylgst með þeim í landsmanna. erlendu sjónvarpi,“ segir hún. Af þeim sem reglulega Inga Lind hefur einsett sér að því að horfa á þættina sögðu reyna að gera heiminn örlítið betri – og 57% að áhorf sitt á þá hafi reynir að miða allar ákvarðanir sínar út haft jákvæð áhrif á matfrá því. „Mér finnst ég fá tækifæri til þess aræði sitt og hreyfingu. með því að taka þátt í The Biggest Loser Af þeim þátttakendum enda eru þeir gerðir með umhyggju og sem voru í mikilli yfirnærgætni að leiðarljósi,“ segir hún og þyngd sögðu 73% þeirra leggur áherslu á þessi orð.

Jákvæð áhrif út í samfélagið

að líkamsrækt sín tæki mið af þáttunum. Í hópnum 35 ára og yngri sögðust 20% horfa mikið á þætti á borð við The Biggest Loser. Af þeim sögðust 71% hafa breytt mataræði sínu og 73% breytt líkamsrækt sinni í takt við þær sem tíðkuðust í þáttunum.

Heppin að fá að reyna stjúpmóðurhlutverkið

Yngsta barnið sitt eignaðist hún fyrir fimm árum með eiginmanni sínum, Árna Haukssyni fjárfesti. Þau eiga einnig saman ellefu og tólf ára dreng og stúlku og að auki hvort sína dótturina úr fyrri samböndum. Inga Lind á því fjögur börn og eina stjúpdóttur. „Ég var á milli verkefna eftir að ég eignaðist yngstu dótturina og hef því verið svo heppin að hafa fengið að vera mikið heima með hana og hin börnin, enda veitti svo sem ekki af, hún var svo mikill pestargemlingur fyrstu tvö árin,“ segir Inga Lind. Segja má að Inga Lind hafi orðið fullorðin tvítug. Hún hóf starf á DV strax að loknu stúdentsprófi í FG og komst að því í sumarlok að hún ætti von á barni. „Ég ákvað þá að reyna að fá að vera áfram á DV, sem tókst, og hef verið í fjölmiðlum nánast óslitið síðan. Og nú eru komin sautján ár,“ segir hún. Inga Lind og Árni kynntust á DV þar sem hann var fjármálastjóri og síðar aðstoðarframkvæmdastjóri. „Hann þurfti nokkrar tilraunir til að ná mér út. Hann lifir hins vegar eftir mottóinu allt kann sá sem bíða kann,“ segir hún og hlær. „Mér finnst frábært að hafa fengið tækifæri til að vera í stjúpmóðurhlutverkinu, ég á yndislegustu stjúpdóttur sem hugsast getur. Hún er fyrirmynd barnanna minna og nú orðið fyrirmynd mín líka á mörgum sviðum. Börnin mín eru til dæmis öll búin að vera í fimleikum af því að hún var í fimleikum. Hún er dásamleg, ég er heppin kona að fá svona flotta stjúpdóttur.“ Inga Lind er einstaklega glaðleg og hláturmild. Hún er þakklát – og með jákvæða sýn á lífið. Fyrir ári ákváðu þau hjónin að söðla um, láta gamlan draum rætast og búa í útlöndum. „Okkur langaði að víkka sjóndeildarhringinn, bæði okkar og barnanna okkar. Og stuðla að því að þau læri annað tungumál, sem er svo dýrmætt,“ segir hún. Eftir sumarfrí í Barcelona slógu þau til og fluttu með fjögur börn til þessarar fallegu höfuðborgar Katalóníuhéraðs. Þau stefna á að vera að minnsta kosti annað ár til viðbótar. „Við erum ekkert farin til frambúðar, við komum aftur. Enda erum við svo sem hér með annan fótinn, Evrópa er lítil og ekkert mál að fara á milli, sérstaklega þegar komin er samkeppni í flugbransann,“ segir Inga Lind.

Þurfum að bæta menntakerfið

Börnin eru á öllum skólastigum og finnst Ingu Lind það dýrmæt reynsla að reyna alþjóðlegt skólakerfi á eigin skinni. Yngsta barnið er í katalónskum leikskóla en elstu þrjú í alþjóðlegum, enskumælandi skóla. „Það voru mikil

viðbrigði að fara úr íslensku menntakerfi í alþjóðlegt – enda tók nokkuð á börnin að skipta. Það er alveg ljóst að við þurfum að gera eitthvað í menntakerfinu okkar, íslensk börn eru á allt öðrum stað í náminu en í alþjóðlega kerfinu. Ég hef reyndar ekki samanburð við spænska skóla, heldur alþjóðlega kerfið. Ég vona hins vegar að það haldi ekki áfram að vera tabú að ræða um að það þurfi að breyta íslenska menntakerfinu þannig að það samræmist því sem tíðkast í kringum okkur,“ segir Inga Lind. Hún nefnir sem dæmi hversu fáránlegt það er að sextán ára börn stundi nám með fullorðnu fólki, um og yfir tvítugt, líkt og hér tíðkast. Í flestum löndum í kringum okkur útskrifist börn átján ára úr framhaldsskóla, sem oft er framhald af grunnskólanum, og fari átján ára í frekara nám á borð við háskólanám. „Sextán ára börn eiga náttúrlega ekkert erindi í þetta umhverfi enda hefur það sýnt sig að það hefur marga galla, t.d. að vímuefnaneysla hefst hjá allt of stórum hluta unglinga á fyrsta ári í framhaldsskóla,“ bendir hún á. Hér á landi er einnig meira brottfall úr framhaldsskólum en í öllum löndum sem við berum okkur saman við. Hún hefur brennandi áhuga á menntamálum og hefur setið í skólanefnd Fjölbrautaskólans í Garðabæ í sautján ár og stjórn Hjallastefnunnar í sjö ár. „Íslenska kerfið er alls ekki stórgallað,“ segir Inga Lind, „en það eru klárlega víða tækifæri til að breyta. Umræðan um breytingu skólakerfisins virðist vera hálfgert tabú – fólk fer upp á afturlappirnar og fer að verja kerfið eins og það eigi lífið að leysa. Við erum með leifar af gömlu kerfi sem virkaði einu sinni – en við verðum að horfast í augu við að það eru nýir tímar,“ segir hún með áhersluþunga. „Margrét Pála [stofnandi Hjallastefnunnar] komst að því, eftir að vera búin að vinna innan kerfisins, að ekki er hægt að breyta því innan frá. Hún stofnaði sína skóla sem urðu að heilu kerfi sem vex nú og dafnar og hefur aldrei verið flottara. Það gefur foreldrunum val – og þannig á það að vera. Hjallastefnan ekki endilega það eina rétta í heiminum, þótt hún sé það eina rétta fyrir mörg börn, en hún er valmöguleiki,“ segir Inga Lind. „Og val er lykillinn að farsæld.“ Hún segst vilja sjá sjálfstæðum grunnskólum gert lífð auðveldara. „Það er ótrúlega erfitt og eiginlega ómögulegt að stofna og reka sjálfstætt starfandi grunnskóla á Íslandi. Við getum þetta í Hjallastefnunni því fyrirtækið er orðið svo stórt og stöndugt og með rekstur á fleiri sviðum en grunnskólana. En þetta er erfitt. Hið opinbera borgar Framhald á næstu opnu

Ég tek umtal ekki nærri mér nema þegar það snýr að fjölskyldunni líkt og gerðist þegar við hjónin byggðum húsið okkar.


30

viðtal

Helgin 5.-7. júlí 2013

minna með hverju barni sem fer í sjálfstætt starfandi skóla en börnum sem fara í skóla sem sveitarfélögin reka. Hvaða réttlæti er í því? Þau börn kosta ekkert minna en börnin sem fara í opinbera skóla og foreldrar þeirra borga ekki minna í opinbera sjóði.“ Inga Lind hefur verið í skólanefnd FG frá því að hún útskrifaðist þaðan sem stúdent. „Það er eiginlega kostulegt, ég er konan sem hætti aldrei í fjölbrautaskólanum sínum,“ segir hún og hlær. „Ég var upphaflega í skólanefnd sem fulltrúi nemenda en hélt áfram að vera þarna eftir útskrift, þá tilnefnd af ráðherra. Svo liðu árin og ég var allt í einu búin að vera í nefndinni í 17 ár, þar af formaður í 8 ár. En nú er ég hætt, ég hætti þegar ég flutti til Barcelona, því miður.“

Sárnaði umtalið um húsið

Við konur þurfum að berjast við að við þurfum helst að vera viðkunnalegar og huggulegar - ekki bara í útliti, heldur líka framkomu.

Þegar talið berst aftur að Barcelona spyr ég Ingu Lind hvort það sé ekki ákveðinn léttir að komast út úr sviðsljósinu og umtalinu sem því fylgir. „Jú, það er ágætt. Hollt fyrir alla, annars verður fólk örugglega þreytt á manni. Ég hef samt sem áður ekki lent neitt sérstaklega illa í umtali – ég tek umtal ekki nærri mér nema þegar það snýr að fjölskyldunni líkt og gerðist þegar við hjónin byggðum húsið okkar. Þá sárnaði mér – og þá mest fyrir hönd barnanna minna enda var umtalið farið að koma við þau,“ segir hún. Inga Lind og Árni keyptu hús á Arnarnesi sem þau létu rífa og byggðu nýtt – sem mörgum fannst of stórt. „Ég veit bara ekki hvar línan er dregin í fermetrafjölda áður en fólk fer að hneykslast,“ segir Inga Lind. „Þarna sá ég umfjallanir í netheimum þar sem fólk fór að draga ályktanir út frá húsinu sem við vorum að byggja um hvernig fjölskyldulífi við lifðum. Þá var þetta farið að koma við börnin mín og var orðið óþægilegt. Fólk þarf að muna þetta með nærveru sálar og aðgátina,“ segir hún. „Umtal venst. Ég er búin að vera í fjölmiðlum í sautján ár og maður lærir að leiða þetta hjá sér. Maður fær þykkan skráp,“ segir hún. Staða kvenna í fjölmiðlum er málefni sem reglulega dúkkar upp. Fáar konur eru í stjórnunarstöðum í fjölmiðlum og eiga almennt erfiðara uppdráttar en karlar. Inga Lind segir þetta þó ekki bundið við sjónvarp og fjölmiðla. „Þetta á við alls staðar í atvinnulífinu. Við konur þurfum að berjast við að við þurfum helst að vera viðkunnanlegar og huggulegar – ekki bara í útliti, heldur líka framkomu, jafnvel í hörðu samkeppnisumhverfi. Það er mun erfiðara fyrir okkur en karlana að vera harðar í horn að taka og til að mynda að biðja um hærri laun. Við vitum alltaf að við þurfum að vera viðkunnanlegar og notalegar, annars fáum við stimpilinn: „Frekja“ eða „tík“ og hver vill vinna með svoleiðis manneskju? Kona sem gengur fram veginn eins og karl fær á sig þannig stimpil, að hún sé vargur og erfið viðureignar, meðan dáðst er að karli sem hagar sér alveg eins. Þetta gildir alls staðar, ekki bara í sjónvarpi,“ segir Inga Lind. Við dettum inn í umræðu um nýútkomna bók, Lean In, eftir Sheryl Sandberg, eina af áhrifamestu konunum í viðskiptaheiminum, næstráðanda hjá Facebook veldinu og fyrrum stjórnanda hjá Google, sem við erum báðar mjög hrifnar af. Sheryl er ein fárra yfirlýstra femínista í valdastöðu í viðskiptaheiminum. Megininntak bókar hennar er hvatning til kvenna um að gera það sem í þeirra valdi stendur til að gera sig sýnilegri í viðskiptaheiminum. Þær þurfi sjálfar að leggja sig fram við að grípa þau tækifæri sem bjóðast, líkt og karlarnir gera, þær þurfi að „halla sér fram“ (e. Lean In) í stað þess að halla sér aftur í stólunum

við stjórnarborð fyrirtækisins og þaðan er titill bókarinnar kominn. Eitt af því áhugaverða sem fram kom hjá Sandberg var lýsing hennar á því hvernig konur og karlar bregðast á ólíkan hátt við hrósi og byggir hún þær á eigin stjórnendareynslu. Sandberg bendir á að konur þakka velgengni sína því að þær hafi lagt hart að sér, þær hafi verið heppnar og að þær hafi fengið hjálp frá öðrum. Karlar þakka velgengni sína – sama á hvaða sviðum hún er – eigin verðleikum. Inga Lind segist kannast við það sem Sheryl talar um, til að mynda að konur sem hafi náð langt séu með stöðugar efasemdir um eigin getu. „Af hverju gerum við þetta?“ spyr Inga Lind. „Þegar ég var búin að samþykkja að taka að mér að stýra Biggest Loser fóru þessar hugsanir strax að læðast að mér. „Ég hef aldrei stýrt neinu nema fréttatengdu efni, ég get þetta örugglega ekki. Ég verð örugglega glötuð í þessu,“ lýsir hún. „Þetta er dæmigert fyrir konur, að tala sig svona niður. Við verðum að hætta því,“ segir hún. Inga Lind hefur sjálf brotið nokkur glerþök. Hún var til að mynda fyrst kvenna til að hljóta titilinn ræðumaður Íslands í Morfís-keppninni. „Ég legg mig fram við að innræta bæði dætrum mínum og syni þá lífsskoðun að segja já við öllum þeim tækifærum sem bjóðast, svo lengi sem þau eru innan siðlegra og löglegra marka. Það er miklu betra að sjá eftir einhverju sem maður hefur gert heldur en einhverju sem maður hefur ekki gert. Lífið hefur upp á svo ótal margt að bjóða og ef maður ætlar stöðugt að efast um eigin getu til að njóta þess, fer allt of margt fram hjá manni.“

Frekar fjölmiðlar en pólitík

Inga Lind hóf ung þátttöku í pólitík – starfaði í ungliðahreyfingu sjálfstæðismanna í Garðabæ – en hætti þegar hún byrjaði í blaðamennsku. Hún segist ekki getað hugsa sér að gera pólitík að atvinnu sinni. „Það er ekki að ástæðulausu að mjög margir fjölmiðlamenn hafa á einhverjum tíma daðrað við pólitík. Fjölmiðlafólk er einmitt í þessu starfi af því að það hefur löngun til að segja frá og bæta samfélagið. Ég held að ég sé búin að sjá það mikið af pólitík í gegnum þessa afskiptasemi mína áður fyrr og í gegnum þá vini sem ég á í dag og eru í pólitík að ég hef engan áhuga á að taka þátt sjálf. Þetta er vanþakklátt starf og ég dáist að fólki sem fer í þetta, vitandi að það dynja á því árásirnar. Til er fólk sem telur sig hafa skotleyfi á stjórnmálamenn, sem þurfa svo að sitja undir neikvæðni alla daga meðan þeir reyna að gera Ísland betra. Má ég þá frekar biðja um fjölmiðlana, það er svo miklu skemmtilegra,“ segir hún og hlær. Inga Lind fann strax og hún byrjaði í blaðamennsku að þar ætti hún heima. „Það er þessi óseðjandi forvitni,“ segir hún og hlær. „Og það, að alltaf þegar ég kemst á snoðir um eitthvað finnst mér að aðrir þurfa að fá að vita það,“ segir hún hlæjandi. „Ég get sko alveg þagað yfir leyndarmálum, það er ekki það,“ bætir hún við. „Þetta er meira svona: „Í alvöru, vissir þú þetta?“ Mig langar að halda þjóðinni upplýstri og gera heiminn betri. Ég hef aldrei stundað "nastí" blaðamennsku, ég hef alltaf viljað vera á jákvæðum nótum,“ segir Inga Lind. „Það er einmitt það sem þetta nýjasta verkefni gengur út á, jákvæðnin. Það er svo jákvætt að geta tekið þátt í að stuðla að betra lífi hjá fólki – og ég er vongóð um að okkur takist það.“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

HAVARTÍ FJÖLHÆFUR Havartí er einn þekktasti ostur Dana en hér á landi hófst framleiðsla á honum á Höfn í Hornarfirði árið 1987. Ostinum var upphaflega gefið nafnið Jöklaostur en því var breytt. Havartí varð til um miðja 19. öld hjá hinni frægu dönsku ostagerðarkonu, Hanne Nielsen. Havartí er mildur, ljúfur og eilítið smjörkenndur ostur sem verður skarpari með aldrinum og er með vott af heslihnetubragði. Frábær ostur með fordrykknum eða á desertbakka með mjúkum döðlum og eplum.

www.odalsostar.is



32

viðtal

Helgin 5.-7. júlí 2013

Fann sál landsins Luis Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna, mun flytja af landi brott síðsumars eftir þrjú farsæl ár á Íslandi. Sendiherrann þykir ólíkur þeirri staðalímynd sem ríkir um embættismenn og hikar ekki við að klæða sig sem uppvakning og ganga þannig niður Laugaveg, sé það til góða fyrir samskipti Bandaríkjanna og Íslands. Í sveitinni fyrir austan fjall fékk hann fjárhundinn Brennu sem fjölskyldan hefur mikið dálæti á.

Luis Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, með hundinum sínum Brennu sem hann fékk hjá vinafólki fyrir austan fjall. Luis segir mikilvægt fyrir börn sem alast upp á flakki um heiminn að eiga hund sem fylgir þeim þegar þau flytja burt frá vinum sínum. Ljósmynd/Hari.

É Litríkt kaffi beint frá kaffibóndanum Arturo í Gvatemala

g hef búið víða um heim og alltaf þegar ég flyt á nýjan stað reyni ég að finna sál landsins. Það tekst þó ekki alltaf en hérna á Íslandi gerðist það þegar ég sá kvikmyndina hans R AX (Ragnar Axelsson), Andlit norðursins,“ segir Luis Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og ber nafn kvikmyndarinnar fram á lýtalausri íslensku. Eitt haustið fór Luis í réttir í Landmannalaugum og fannst það mikil upplifun og að þar hafi hann komist nálægt kjarna þess sem íslenskt megi kalla. „Í Landmannalaugum sagði R AX mér ýmsar sögur, til dæmis af fjallkonunginum og hlutverki hans. Þarna var boðið upp á kaffi og kleinur, hestar voru úti við og fjöldinn allur af hundum. Svo voru auðvitað allir í lopapeysum. Þessi reynsla var mjög dýrmæt.“ Luis og Mary, eiginkona hans, hafa eignast góða vini á Íslandi og er einn þeirra Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur og gengu þeir félagar saman á Helgafellið á dögunum. Þau hjónin hafa ferðast um allt landið og farið hringveginn nokkrum sinnum, ásamt því að aka yfir Kjöl og Sprengisand og heimsækja Grímsey og Vestfirði. „Ég reyni að ferðast um landið og spjalla við eins marga og ég get. Það er hluti af starfinu,“ segir Luis.

Heimshornaflakkari frá Gvatemala

kaffitar.is

Luis fæddist í Gvatemala en fór átján ára gamall í skiptinám til Bandaríkjanna og heillaðist algerlega af landinu en á þeim tíma var hippamenningin í algleymingi. Eftir skiptinemaárið sannfærði Luis foreldra sína um að leyfa sér að flytja til Bandaríkjanna og strax á fyrsta ári sínu í háskóla kynntist hann Mary, eiginkonu sinni. Luis lauk BA og MA gráðum í viðskiptafræði og síðar doktorsnámi í efnahagsþróun.

Að námi loknu starfaði Luis í tíu ár sem hagfræðingur hjá ríkisstofnun sem sá um þróunaraðstoð Bandaríkjanna víða um heim. Hjá utanríkisþjónustunni starfaði hann meðal annars að málefnum Júgóslavíu í upphafi tíunda áratugarins þegar þjóðernisátök geisuðu í landinu. Síðar starfaði Luis á vegum utanríkisþjónustunnar á Spáni og í Sviss. „Í Sviss vann ég að málefnum flóttafólks stuttu eftir þjóðarmorðin í Rúanda. Bandaríkin veittu þá mannúðaraðstoð til Tansaníu, Rúanda og Búrundi en á þessum tíma voru hundruðir þúsunda á flótta. Bandaríski herinn sendi gögn svo hægt væri að koma upp sjúkrahúsum í borginni Goma en á þessum tíma dóu þúsundir daglega úr kóleru,“ segir hann. Síðar starfaði Luis í Washington, Kanada og í Panama. „Eftir allt þetta flakk fékk ég svo góða umbun – var skipaður sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Íslandi,“ segir Luis glaðlega.

Kostir og gallar fyrir börn diplómata

Luis og Mary eiginkona hans eiga saman þrjú börn og segir hann bæði kosti og galla felast í því að ala börn upp á flakki um heiminn sem diplómat. „Helstu kostirnir eru öll reynslan sem börnin fá. Þau upplifa mismunandi menningu og verða veraldarvön og geta tekist á við næstum því hvað sem er eftir að hafa búið í löndum á ýmsum þróunarstigum. Í þessu ferli verða fjölskyldur enn nánari en það er alltaf erfitt fyrstu mánuðina í nýju landi því maður þekkir svo fáa. Maður á kannski í yfirborðslegum samræðum við fólk en fer svo heim og er þar því manni er ekki boðið neitt í heimsókn,“ segir Luis og leggur áherslu á að þess vegna sé svo mikilvægt fyrir þau fjölskylduna að eiga hund. „Það getur verið erfitt fyrir börn að flytja á milli landa og þurfa að yfirgefa vini sína og skilja Framhald á næstu opnu



áltíð fyrir

34

viðtal

Helgin 5.-7. júlí 2013

Sendiherrann tók þátt í æfingu hjá Slysavarnaskóla sjómanna í maí síðastliðnum.

Sendiherra Bandaríkjanna í uppvakningagöngu í miðbæ Reykjavíkur.

Á Helgafelli ásamt Ara Trausta Guðmundssyni, jarðfræðingi.

Luis Arreaga, sendiherra ásamt bæjarstjóra Reykjanesbæjar Árna Sigfússyni, Friðrik Sigurðssyni kokki og Jóa Fel á opnum degi hjá Ásbrú í apríl síðastliðnum.

PIPAR PIPA R \ TBWA • SÍA • 130881

Fáðu þér Sinalco og taktu þátt!

Mundu að kíkja í tappann!

4

+

ekki hvers vegna verið er að flytja. Það eina stöðuga í þeirra lífi er hundurinn því hann kemur með og er vinur þeirra.“ Íslendingur hefur nú bæst í Arreaga fjölskylduna því síðasta vor eignuðust þau tíkina Brennu sem er af íslensku fjárhundakyni. „Vinafólk okkar á Selfossi bauð okkur til sín um síðustu jól og við fórum öll þangað, börn og barnabörn. Þegar við gengum í bæinn tók alveg ótrúlega falleg hundstík á móti okkur. Við urðum strax hrifin af henni því hún var svo vinaleg. Svo síðar um vorið þegar hún eignaðist hvolpa fengum við senda mynd og ákváðum að fá okkur Íslending í fjölskylduna,“ segir Luis. Fyrir á fjölskyldan tólf ára gamlan hund sem var orðinn ellihrumur en sá hresstist við að fá félagsskap Brennu og kemur þeim vel saman. Dóttir hjónanna starfar hjá bandarísku utanríkisþjónustunni og eldri sonur þeirra er kvikmyndaleikstjóri í Kanada en þarf að ferðast mikið vegna vinnunnar. Yngsti sonurinn er nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð og unir sér vel þar. „Flökkueðlið er í þeim og þau þekkja þetta líf vel. Einn af göllunum við að ala börn upp á flakki um heiminn er sá að

þau kynnast aldrei daglegu lífi í heimalandinu og líta á það sem nokkurs konar Disney-land því þau hafa aðeins upplifað að vera þar í fríum. Svo vantar þau líka stundum stað sem þau geta kallað „heim“. Ef börn diplómata eru spurð hvaðan þau séu kemur oft á þau hik því þau skilja ekki spurninguna, hvort verið sé að spyrja hvar þau fæddust, hvar þau bjuggu síðast eða hvar þau búi núna?”

Sérstakt ríkjasamband

Luis Arreaga er fyrsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi eftir að varnarliðið fór og segir hann það hafa verið gott tækifæri til að sýna fram á að samband ríkjanna snúist um svo margt annað en varnarsvæðið. „Öryggismál eru ennþá mikilvægur liður í sambandi ríkjanna þó samstarfið feli ekki lengur í sér að við séum hérna með þotur og byssur. Ógnirnar eru aðrar núna, eins og til dæmis glæpir á netinu og alþjóðleg skipulögð glæpastarfsemi.“ Luis segir samskipti á sviði menningar og vísinda á milli Bandaríkjanna og Íslands mikil og góð og að sendiráðið hafi stutt við nýsköpunarviðburði eins og Startup Iceland viðskiptasmiðjuna

á dögunum. „Það er fjölmargt að gerast á Íslandi á sviði nýsköpunar en fyrirtækin hér þurfa stærri markaði og því höfum við hjálpað sumum þeirra að stækka og komast inn á bandaríska markaðinn.“

Uppvakningur í miðbænum

Sendiherrann er mikill áhugamaður um uppvakninga og vakti það töluverða athygli þegar sendiráð Bandaríkjanna, í samvinnu við Skjáinn, skipulagði uppvakningagöngu í Reykjavík í byrjun ársins. „Við viljum ná til ungs fólks og því ákváðum við að skipuleggja uppvakningagöngu og gengum frá Hlemmi að Bíó Paradís og horfðum á fyrsta þátt þriðju þáttaraðar The Walking Dead,“ segir Luis. Sendiherrann klæddi sig sem uppvakning og gékk eins og slíkur um miðbæinn og hafði gaman að. „Ég hélt kannski að ég yrði rekinn en þetta slapp. Þó við séum fulltrúar stórveldis sem stundum er sakað um yfirgang þá erum við bara venjulegt fólk,“ segir sendiherrann litríki sem kveður Ísland síðar í sumar en hvert leið hans liggur næst er óráðið. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is

1 flaska af 2L

Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

Verð aðeins

1990,Í starfstíð Luis Arreaga á Íslandi hefur sendiráð Bandaríkjanna tekið virkan þátt í gleðigöngu Hinsegin daga.


ENNEMM / SÍA / NM53577

Logandi gott

Brjóttu upp daginn með Kit Kat


36

viðhorf

Helgin 5.-7. júlí 2013

Aðgangur bannaður

Eftirlitsmyndavél fyrir sumarbústaði og heimili · Tekur venjulegt GSM SIM kort · Hægt að panta mynd eða hlusta svæði. · SMS og MMS viðvörun í síma og netf. · Lætur vita ef rafmagn fer af og hiti breytist. · Hægt er að tengja allt að 15 auka skynjara. · Vöktun á heitum potti, raka, þrýstingi o.fl.

S. 699-6869 · rafeindir@internet.is · www.rafeindir.is

A

HELGARPISTILL

Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is

remst

– fyrst og f

ódýr!

2 lítra v

r

R U D DÚN Ð! VER

159

kr. stk.

trar st! Pemparks24i 2stk. líá mann meðan birgðir enda Há

við manninn mælt, ég var einfaldlega H E LG A R B L A Ð sendur á dyr og sagt að taka son okkar með mér. Það vildi svo til að frumburðurinn, stúlka, var í öðrum landshluta. Þannig að það reyndi ekki á hvort hún passaði í hópinn eða hvort, sökum aldurs, útlegð biði hennar eins og okkar drengjanna. Það vill nú svo til að báðar systur mínar og móðir voru boðnar og því sameinuðust nokkrir strandaglópar heima hjá ætthöfðingjanum með ungviðið. Mágarnir tilvonandi voru báðir þarna og að sjálfsögðu ættfaðirinn sem alltaf hvarf í kvennapartíum. Annar mágurinn hvarf nú reyndar fljótt enda barnlaus og við sem eftir sátum með barnasúpuna reyndum að ímynda okkur hvað hann væri að bixa þegar við ýmist skiptum á bleyjum eða skeindum þá klósettvönu. Ímyndunaraflið skilaði engu þar sem uppeldi af nokkrum toga kom við sögu. Þarna sátum við því þrír, fullir öfundar þegar spagettíið byrjaði að fljúga um eldhúsið. Eftir dúk og disk, karlamat og með því, var komið að heimför okkar feðga. Drengurinn var enda orðinn þreyttur og tók ekki í mál að sofa annarstaðar en heima hjá sér aldrei þessu vant. Við brenndum því heim og drengurinn sofnar að sjálfsögðu í bílnum, örþreyttur enda klukkan orðin margt. Þegar ég gekk upp tröppurnar fann ég spennuna líða um mig. Nú skyldi ég aldeilis fá að sjá kvennapartí með augum fullvaxta karlmanns. Ég myndi gerast föðurbetrungur og halda velli sem húsbóndi á mínu heimili. Setti því drenginn sofandi í rúmið og stakk höfðinu inn í stofugættina, borðið svignaði enn undan veitingunum en ég fann hvernig óttinn heltók mig. Nú skildi ég hví sá gamli hvarf alltaf. Starandi augu kvennanna ristu djúpt í sálina og það var sem ég heyrði hugsanir þeirra: hvað er hann að gera, ekki ætlar hann að koma hingað inn? Eðlishvötin sagði mér að þetta væri tapað og engin ástæða væri til að berjast og best að flýja af hólmi. Ég endaði því kvöldið í miðnæturgolfi með ekki svo mikið sem bugglesmylsnu til að ylja mér við. Hvorki kysstur né kjassaður enda sætar bollukinnar æskunnar horfnar og skeggbroddar komnir í þeirra stað. Ekki veit ég enn hvert pabbi minn hvarf á þessum stundum. Ekki spilar hann golf, svo mikið er víst. Kannski ég spyrji hann yfir svínaketinu næst þegar kerlingarnar koma.

Teikning/Hari

Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt

Allt frá því að ég man eftir mér hafa konupartí heillað mig. Saumaklúbbar þar sem ekkert er saumað út, hvað gera þær þá? Sem ungur drengur í Kópavoginum fannst mér spennandi að njósna um það þegar kerlingarnar komu, eins og við feðgarnir kölluðum þessa viðburði. Mér fannst reyndar alltaf skrítið að pabbi, húsbóndinn á heimilinu, var vandfundinn þegar frúrnar byrjuðu að streyma í hús. Það var því rafmögnuð spenna þegar saumaklúbburinn mætti og oft var njósnað um flokkinn af stigaskörinni. Það versta var þó að vera uppgvötaður við slíkt eða þegar reynt var að laumast í enda af brauðtertu þegar enginn sá til. Kerlingarnar, jafnvel aðeins komnar með í tána spottuðu svanga drengi eins og Predador gerði með hitasjóninni og ég svona sætur og knúsilegur átti mér enga von. Það var því oft á tímum útkysstur og snjáður drengur sem staulaðist upp með smá buggles í vasanum og varalit á kinninni og Channel No. 5 í nasavængjunum. Þessi áhugi minn á konuboðum hefur þó síður en svo horfið. Enda veit ég enn ekki almennilega hvað gengur á í slíkum boðum. Ég hugsaði mér því gott til glóðarinnar þegar minn betri helmingur var búinn að boða nokkrar af æðra kyninu heim. Eftir að hafa verið settur í þrif á heimilinu og að laga kjötbollur var svo komið að stóru stundinni. En það var sem

20% afsláttur Gildir í júlí

Fæst án lyfseðils. Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vandlega fyrir notkun.


FYRIR STERKAR OG HREINAR TENNUR Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins.


38

Ertu búinn að fá þér Veiðikortið!

ferðir

Helgin 5.-7. júlí 2013

 Ferðalög Danmörk

00000

Veiðitímabilið er byrjað. Kr. 6.900.-

www.veidikortid.is Nokkrir hnakkar lausir í reiðskóla Íshesta og Sörla í sumar Þrautabrautir, reiðtúrar, foreldrasýning og fleira skemmtilegt. Nánari upplýsingar á www.ishestar.is og í síma 555 7000

Það er oft aðgrunnt við danskar baðstrendur sem gerir þær sérstaklega barnvænar. Marielyst við Falster er reglulega valinn besta sólarströnd Dana og þar fer vel um börnin.

Það besta í Danmörku Frændur okkar Danir eru iðnir við að segja til um hvað þeim þykir best og fallegast á heimavelli. Kristján Sigurjónsson rýndi í vinsældalistana og fann nokkra sigurvegara sem túristar í Danmörku gætu haft ánægju af að kynnast. Besta baðströnd Danmerkur

Tuttugu kílómetrar af hvítum og hreinum sandi eru aðalsmerki baðstrandarinnar við Marielyst á Falster. Lesendur Berlingske Tidende völdu hana nýverið bestu sólarströnd Danmerkur og þetta er ekki í fyrsta skipti sem Marielyst fær flest atkvæði í þessari árlegu kosningu. Fjöldi sumarhúsa er á leigu við þessa rómuðu strönd og þangað má komast á tæpum tveimur tímum með lest og strætó frá Kaupmannahöfn.

Besti ölbarinn

Það var alltaf fullt út úr dyrum á knæpu Mikkels, bruggara og stærðfræðings, á Vesturbrú í Kaup­ mannahöfn. Til að létta á pressunni opnaði hann nýverið annan og mun stærri bar í kjallaranum á Stefansgade 35 á Norðurbrú. Þar er að finna bjóra úr brugghúsi Mikkel og félaga og líka sérvalið öl frá nokkrum minni framleiðendum, dönskum og útlenskum. Mikkeller og friends var valinn krá ársins í vor þegar Aok.dk veitti lesendaverðlaun sín.

Besta kaffihúsið

Matgæðingur dagblaðsins Politiken átti ekki til orð til að lýsa hrifningu sinni á þessu litla franska kaffihúsi sem opnaði nýverið í Hysken­ stræde, einni af hliðargötum Striksins. Les­ endur blaðsins eru sammála um að staðurinn eigi lofið skilið og völdu Frenchy besta kaffi­ hús Kaupmannahafnar í ár. Á matseðlinum eru franskir klassíkerar eins og Crêpe, Tartine og Croque Monsieur og síðan er gott úrval af frönsku sætabrauði.

Hleyptu tánum út Terra Fi 3 Herrasandalar 16.990 kr.

Þú færð vinsælu

Terra Fi lite dömusandalar 16.990 kr.

Fallegasti smábærinn

Íbúar Borgundarhólms tala dönsku með sjarm­ erandi hreim og þeim þykir reyktur matur góð­ ur. Og þá sérstaklega síld. Í byrjun sumars voru kunngjörð úrslit í vali á fallegasta bæjarfélagi Danmerkur og sigurvegarinn var hinn smái Svaneke á norðausturströnd Borgundarhólms. Fimmtán þúsund atkvæði bárust í kjörinu og fékk Svaneke rúmlega fimmta hvert atkvæði.

sandalana í Útilíf

Þekktustu bjórframleiðendur Danmerkur komast ekki í kranana á bar Mikkeller og Friends á Norðurbrú.

Svaneke á Borgundarhólmi er fallegasta byggða ból í Danmörku að mati frænda okkar.

Hótelið með hæstu einkunina Notendur vefsíðunnar Trip­ advisor eru duglegir við að leggja mat sit á gististaði út um allan heim. Í Kaupmannahöfn er það lúxushótelið Nimb í Tívolígarð­ inum sem fær bestu dómana. En þar sem þess háttar flott­ heit eru ekki á færi margra þá flöggum við heldur hótelinu sem er í örðu sæti. Það opnaði í fyrra og heitir Andersen hotel og er við Helgolandsgade bakvið aðal­ lestarstöðina. Þetta er kannski ekki huggulegasti hluti borgar­ innar því ennþá sækist ógæfufólk í þennan hluta borgarinnar enda stutt í hina vafasömu Istedgade frá hótelinu. Kristján Sigurjónsson gefur út ferðavefinn Túristi.is þar sem lesa má meira tengt ferðalögum til Danmerkur.

ÁRNASYNIR

Kristján Sigurjónsson GLÆSIBÆ

KRINGLUNNI

SMÁRALIND

utilif.is

kristjan@turisti.is


Þemaferðir fyrir börn

Þemaferðir geta verið dagsferðir sem snúast um ákveðið viðfangsefni. Ferðafélag Íslands er með nokkrar góðar hugmyndir fyrir fjölskylduna í sumar: • Fuglaskoðun - fuglahandbókin með í för, fuglar taldir, hlustað á fuglasöng • Táreynsluferðir - tærnar frelsaðar og þeim stungið í drullu, sand, gras og steina • Fjöruferð - með háf, fötu og stækkunargler • Hestaferð - hestum klappað, leitt undir, prufað að ríða berbakt • Klifurferð - prílað upp á steina, handtök fundin og upphífingar æfðar • Hellaferð - með höfuðljós og hnéhlífar • Föndurferð - föndrað í náttúrunni með efni sem þar finnst • Ratleikur - með eigin kort og vísbendingar • Ferð um árbakka - stífla læki, búa til steinabrú til að stikla yfir, skoða árlífið • Tarzan í skóginum - klifrað í trjám, allir með sína bækistöð og kallmerki • Sveppatínsla - hreinsið sveppina og eldið þegar heim er komið. - eh

Súkkulaðibitakökur

Prófaðu Bitann, nýjasta nýtt frá Frón!

Bitinn er nýtt kex frá Kexverksmiðjunni Frón. Þetta eru ljúffengar súkkulaðibitakökur sem eru fáanlegar í þremur gerðum: með salthnetum, trönuberjum og döðlum.

Útilífsdagur barnanna í Skagafirði

Ferðafélag barnanna heldur útilífsdag barnanna í Skagafirði næstkomandi sunnudag, 7. júlí, í samstarfi við Ferðafélag Skagfirðinga og Drangeyjarferðir. Dagurinn er að norskri fyrirmynd „Kom deg ut - dagen“ sem haldinn er árlega víðsvegar um Noreg. Tilgangurinn með útilífsdegi barnanna er sá að þau fái áhuga á útilífi og skagfirskri náttúru og læri að nýta sér þau hráefni sem náttúran hefur upp á að bjóða. Börnin fá tækifæri til að læra að elda úti, fara í ratleiki, ævintýraleiki, mála á steina og viðarplötur og fá örstutta kennslu í ljósmyndun í náttúrunni. Mæting er að Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði við Grettis Café. Ekkert kostar að taka þátt í deginum. Nánari upplýsingar má nálgast á síðu Ferðafélags barnanna www. ferdafelagbarnanna.is dhe

kemur við sögu á hverjum degi

www.fronkex.is

sumar-

a l a úts

allt að

% 0 5 afsláttur

| i r Y E r u K | a íK V Ja Yri | rEYK E r u K | a íK V Ja K Y R E | r Ð | BORÐSTOFUSTÓLA aKurEYri TÓLAR | ELDHÚSBOR SS HÚ R ÐA ELD | PÚ | AR AR ÓL ST MP | SÓFABORÐ | LA URÚM | HÆGINDA | HEILSUDÝNUR | HEILS SÓFAR | SVEFNSÓFAR

HúsgagnaHöllin • B í l d s h ö f ð a 2 0 • o g Dalsbraut 1 • Akureyri o p i ð Virka

BORÐSTOFUBORÐ

Reykjavík •

opið

GLERVARA OG FALLEG

SMÁVARA

– fyrir lifandi heimili –

Virka daga 10-18, laugard. 11-17 og sunnud. 13-17

daga kl 10–18 og laugardaga 11-16

Eitt símanúmEr

558 1100


40

matur

Helgin 5.-7. júlí 2013

 R abaRbaRi uppskeRutími

«60

LÆSTU KLÓNUM Í

LOBSTER

STYLE

Nú er tími til að taka upp rabarbarann! Nú er rétti tíminn kominn til þess að tína upp rabarbarastönglana sem eru áberandi í mörgum görðum landsmanna áður en hann fer að tréna. Rabarbarinn er mjög hollur en hann inniheldur hátt hlutfall C-vítamíns, A- og K-vítamíns sem og kalks og annarra góðra trefja. Þeir sem hafa lagt stund á grasalækningar segja að í rabarbara séu sterk andoxunarefni sem eru styrkjandi fyrir sjónina og innihaldi efni sem hugsanlega dragi úr æxlismyndun. Rabarbarann má nýta til matargerðar með mjög fjölbreyttum hætti eins og má sjá á eftirfarandi uppskriftum.

Rabarbarabrauð «70

SÉRSTAKUR Í SÓKN

HEAVY

SPECIAL «69 GAGGALA—GÓÐAN DAGINN!

SUNNY

STYLE «91

VORBOÐINN LJÚFFENGI

HEALTHY

CHICKEN STYLE

1 bolli mjólk 1 matskeið sítrónusafi 1 teskeið vanilludropar 1 ½ bolli brúnn sykur 2/3 bolli jurtaolía 1 egg 2 ½ bolli hveiti 1 teskeið salt 1 teskeið lyftiduft 1 ½ bollar saxaður rabarbari ½ bolli saxaðar valhnetur ¼ bolli brúnn sykur ½ teskeið mulinn kanill 1 matskeið bráðið smjör

Aðferð 1. Hitið ofninn í 165. Smyrjið 2 form (22 x 12 cm). Blandið saman í lítilli skál, mjólk, sítrónusafa og vanilludropa og látið standa í 10 mínútur. 2. Blandið saman í stórri skál, 1 1/2 bolla af brúnum sykri, olíu og egg. Bætið við hveiti, salti og lyftidufti við sykurblönduna og bætið svo mjólkinni við. Setjið rabarbarann og hneturnar saman við deigið og setjið í formin. 3. Blandið saman í lítilli skál, 1/4 af brúnum sykri, kanil og smjöri. Dreifið blöndunni yfir deigið áður en það fer í ofninn. Bakið í 165 C heitum ofni í 40 mínutur.

Rababaramarengspæ Deig

Aðferð

¼ bolli smjör ¼ bolli hvítur sykur 1 egg 1 teskeið vanilludropar 1 ¼ bollar hveiti 1 teskeið lyftiduft ¼ teskeið salt

1. Hitið ofninn í 175C og smyrjið 20x20 cm skúffuform. 2. Blandið saman smjöri og ¼ bolla af sykri þangað til að blandan er mjúk og létt. Bætið við eggjum og vanilludropum. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti; blandið við smjörblönduna þangað til að deigið verður þykkt. Pressið deiginu niður í botninn og um 1,5 cm upp á hliðunum. 3. Bakið deigið í 15 mínútur eða þangað til að það er hart. 4. Blandið saman í potti á miðlungs hita rababarann, ½ bolla sykri, kanil og 3 matskeiðar vatn. Hitið upp að suðu eða þangað til að rabbabarinn er mjúkur, eða um 10 mínútur. Hrærið saman 2 matskeiðar af

Fylling 3 bollar saxaður ferskur rababari 3 matskeiðar vatn ½ bolli hvítur sykur ½ teskeið af kanil 3 matskeiðar vatn 3 matskeiðar maísterkja

Ofan á 2 eggjahvítur ½ bolli hvítur sykur ¼ bolli kókosflögur


matur 41

Helgin 5.-7. júlí 2013  Bjór Fyrsti Bjór Borgar Brugghúss í útr ás

Bríó seldur til Kanada

„Það má segja að Bríó sé lífsins fljótandi lystisemd í flösku og ekkert nema jákvætt að heimsbyggðin fái að njóta hennar með okkur,“ segir Kormákur Geirharðsson, veitingamaður á Ölstofu Kormáks & Skjaldar. Borg Brugghús hefur gengið frá samningum um útflutning á bjórnum Bríó til Kanada. Það er fyrirtækið Christopher Steward Wine & Spirits sem sér um að dreifa bjórnum þar í landi. „Fyrsta pöntun er þegar komin og er upp á nokkra gáma. Þetta verður því umtalsvert magn strax á þessu ári,“ segir Stur-

laugur Jón Björnsson, bruggmeistari Borgar. Bríó var þróaður sérstaklega af Borg í samstarfi við Ölstofu Kormáks og Skjaldar og fékkst eingöngu úr krana á Ölstofunni í fyrstu. Þrátt fyrir að aðeins séu þrjú ár síðan hann kom á markað hefur Bríó þegar unnið gullverðlaun í virtustu bjórkeppni heims; World Beer Cup sem haldin er í Bandaríkjunum, auk þess að hafa verið kosinn besti pilsner í Evrópu og í framhaldinu bestur í heimi, á World Beer Awards síðastliðið haust, að því er segir í fréttatilkynningu.

Valgeir bruggmeistari, Kormákur og Skjöldur á Ölstofunni og Sturlaugur Jón bruggmeistari Borgar gleðjast yfir því að Bríó verði brátt seldur í Kanada.

kauptu

BOLLASÚ

PU

OG SKRÁ á knorÐrU ÞIG .is

Í T T Á Þ TAKTU

R R O N K K I E L R A SUM aÐalvinn

Rabarbaralímonaði

in

gur Glæsileg Colema t 4 manna n Ma fjölskyld ckenzie utjald

8 bollar af söxuðum rabarbara 3 bollar af hvítum sykri 3 matskeiðar af rifnum sítrónuberki 1 ½ bolli sítrónusafi 18 bollar vatn

Aðferð 1. Blandið saman rabarbara, sykri og sítrónuberki í stórri pönnu og hitið upp að suðumarki. Minnkið hitann og látið malla þangað til að sykurinn hefur leyst upp og rabarbarinn er farinn að mýkjast, eða um 10 mínútur. Takið af hitanum og blandið sítrónusafanum við. 2. Þrýstið rabarbarablöndunni í gegnum sigti, og reynið að ná sem mestum vökva eða sírópi. Blandið rabarbarasírópinu við 18 bolla af vatni og berið fram með klökum.

vatni við maíssterkjuna og blandið við rababarablönduna. Hrærið í pottinum þangað til að sósan hefur þykknað. Takið af hitanum og heillið yfir bökuðu skorpuna. 5. Þeytið saman eggjahvítur í gler eða stálskál þangað til að blandan er þétt. Bætið ½ bolla af sykri rólega við á meðan þeytt er þangað til að blandan verður þykkari. Hellið marengsblöndunni yfir rababarasósuna og stráið kókosflögunum yfir. 6. Bakið í 10 mínútur í 175C heitum ofni, eða þangað til að marengsinn er orðinn gylltur á litinn. Kælið áður en borið er fram.

m u g n i n n i v f a t l l u f LEIKREGLaUf KRnorr bollasúpu og skráðu þig nina Kauptu pakka ð geyma kvittu a u d n u M s. .i til leiks á knorr u því framvísa p sú a ll o b rr o n K ga. fyrir kaupum á ndingu vinnin e fh a n g e g i n þarf hen

KÆLITÖSK

r 31. júlí nk.

HITABRÚSAR i

punn til að halda sú nni heitri í útilegu

Dregið verðu

KNORR BOLLASÚP Ur óm issan í ferðala di gið

undir all góðgæt t ið

UR


42

heilsa

Helgin 5.-7. júlí 2013 KYNNING

 HEYRNARTÆKNI EINK AREKIN HEYRNARTÆKJASTÖÐ

Ert þú með brjóstsviða? Dregur úr brjóstsviða á 3 mínútum 1 • Virkar í allt að 4 tíma 2 •

Galieve Peppermint

Tuggutöflur með piparmintu bragði

Margir bíða of lengi með að leita sér hjálpar og fá sér heyrnartæki.

Skert heyrn skapar vandamál Mixtúra Cool Mint 300 ml

Mixtúra með Cool Mint bragði og lykt.

Anna Linda Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Heyrnartækni í Glæsibæ segir skerta heyrn oft falið vandamál sem margir átti sig ekki á eða leiði hjá sér

S

kert heyrn er gríðarlega algengt vandamál. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni er heyrn þriðja hvers einstaklings 65 ára og eldri skert og fer tíðnin hratt vaxandi með hækkandi aldri. Anna Linda segir að þrátt fyrir hversu algegnt vandamálið sé sýni erlendar rannsóknir að það taki einstakling með skerta heyrn að meðaltali um 5-7 ár að leita sér hjálpar og sumir gera það jafnvel aldrei.

Margskonar afsakanir

Galieve Cool Mint mixtúra, dreifa /skammtapoki / Galieve Peppermint tuggutöflur.. Innihaldslýsing: Hver 10 ml skammtur af Galieve Cool Mint inniheldur 500 mg af natríumalgínati, 267 mg af natríumhýdrógenkarbónati og 160 mg af kalsíumkarbónati. Hver tafla Galieve Peppermint inniheldur: 250 mg af natríumalgínati, 133,5 mg af natríumhýdrógenkarbónati og 80 mg af kalsíumkarbónati. Ábendingar: Meðferð við einkennum maga- og vélindabakflæðis, svo sem nábít (sýrubakflæði), brjóstsviða og meltingartruflunum (tengdum bakflæði), t.d. eftir máltíðir eða á meðgöngu. Skammtar og lyfjagjöf: Galieve Cool Mint mixtúra: Til inntöku. Fullorðnir og börn 12 ára og eldri: 10-20 ml (eða 1-2 skammtapokar) eftir máltíðir og þegar farið er að sofa (allt að fjórum sinnum á dag). Galieve Peppermint tuggutöflur: Til inntöku, eftir að hafa verið tuggin vandlega. Fullorðnir og börn 12 ára og eldri: Tvær til fjórar töflur eftir máltíðir og þegar farið er að sofa (allt að fjórum sinnum á sólarhring). Frábendingar: Ekki má nota lyfið hjá sjúklingum með þekkt ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna, eða ef grunur er um slíkt. Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Galieve inniheldur natríum. Þetta þarf að hafa í huga þegar þörf er á mjög saltsnauðu fæði, t.d. í sumum tilvikum hjartabilunar og skerðingar á nýrnastarfsemi. Galieve inniheldur kalsíumkarbónat. Gæta þarf varúðar við meðferð sjúklinga með blóðkalsíumhækkun, nýrnakölkun og endurtekna nýrnasteina sem innihalda kalsíum. Verkun er hugsanlega skert hjá sjúklingum með mjög lága þéttni magasýru. Ef einkenni batna ekki eftir sjö daga, skal endurmeta klínískt ástand. Yfirleitt er ekki mælt með meðferð hjá börnum yngri en 12 ára, nema samkvæmt læknisráði. Galieve Cool Mint mixtúra/skammtapokar inniheldur metýlparahýdroxýbenzóat (E218) og própýlparahýdroxýbenzóat (E216) sem geta valdið ofnæmisviðbrögðum (hugsanlega síðbúnum). Galieve Peppermint tuggutöflur má ekki gefa sjúklingum með fenýlketónmigu, þar sem þær innihalda aspartam.. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Reckitt Benckiser Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. 1. V Strugala er. Al. The journal of international medical research, vol 38 (2010) A randomized, Controlled, Crossover trial to Investigae Times of onset of the perception of soothing and cooling by Over-the-Counter Heartburn Treatments. 2. B.Chevrel, MD. Journal of International Medical Research, vol 8 (1980) A comparative Cross-over Study on the Treatment of heartburn and Epigastric Pain; Liquid Gaviscone and MagnesiumAluminum Antacid Gel.

Að sögn Önnu Lindu er oft erfitt að henda reiður á því hver raunveruleg ástæða þess sé að fólk leiti sér ekki aðstoðar fyrr, en eflaust spili margt þar inn í. „Margir muna eftir gömlum ættingja eða vini sem átti heyrnartæki sem endaði ofan í skúffu. Aðrir telja sér trú um að þeir heyri bara það sem þeir vilji og þurfa að heyra. Síðan geti hópur fólks ekki hugsað sér að setja upp heyrnartæki því það tengi notkun þeirra eingöngu við eldra fólk.“ Anna Linda segir að vissulega sé til fjöldinn allur af afsökunum fyrir því að leita sér ekki hjálpar. – En er nokkuð varasamt að bíða með að fá sér heyrnartæki?

Oft erfitt að átta sig á því hverju maður missir af

„Heyrnin er eitt af okkar mikilvægustu skynfærum og hjálpar okkur að eiga nauðsynleg samskipti við

annað fólk. Það að geta tjáð sig, heyrt í öðrum og skynjað umhverfishljóð er gríðarlega mikilvægt. Við sem heyrum vel leiðum sjaldan hugann að því hverju sá sem er með skerta heyrn missir af. Flestum þykir sjálfsagt að geta átt samskipti við aðra, jafnvel í krefjandi aðstæðum, heyrt skýrt og vel í sjónvarpinu án þess að hljóðstyrkurinn æri aðra, notið þess að fara í leikhús eða á aðrar samkomur án þess að þurfa að sitja á fremsta bekk og svo mætti áfram telja.“

Heyra ekki nógu skýrt

Anna Linda segir einkenni heyrnarskerðingar geti verið margvísleg, en flestum sé það sameiginlegt að eiga erfitt með að greina talmál nógu skýrt í fjölmenni og klið. Þar sem heyrn skerðist oft á löngum tíma átta margir sig ekki á vandamálinu. „Það verður ekki eins gaman að fara í boð þar sem margir eru saman komnir vegna erfiðleika við að heyra.“ Anna Linda segir marga upplifa þreytu í slíkum aðstæðum og jafnvel pirring. „Smám saman getur skert heyrn leitt til þess að viðkomandi dregur sig í hlé.“ Anna Linda nefnir að skert heyrn hafi ekki bara áhrif á þann sem heyrir illa, heldur einnig fólkið sem viðkomandi umgengst. „Öll samskipti verða smám saman hægari og meira þreytandi vegna sífelldra endurtekninga þess sem sagt er. Misheyrn og misskilningur verða

einnig algengari.“

Tengsl skertrar heyrnar og vitrænnar hrörnunar

Í rannsókn sem birtist í bandaríska læknablaðinu JAMA fyrr á þessu ári voru skoðuð tengsl milli heyrnarskerðingar og vitrænnar hrörnunar hjá eldri einstaklingum1. Rannsóknin leiddi í ljós að vitræn hrörnun var marktækt meiri og hraðari hjá þeim sem voru með skerta heyrn en hjá þeim sem voru með eðlilega heyrn í upphafi rannsóknar. „Þetta eru vissulega mjög áhugaverðar niðurstöður en okkur skortir frekari rannsóknir á því hvort notkun heyrnartækja geti hugsanlega hægt á þessari hrörnun,“ segir Anna Linda. Þó má vera ljóst að heyrnartæki bæta vissulega heyrn og geta haft veruleg jákvæð áhrif á lífsgæði. „Það borgar sig sjaldnast að bíða of lengi með að fá sér heyrnartæki. Það getur leitt til þess að erfiðara verður að venjast því að heyra hljóð sem viðkomandi hefur ekki heyrt svo árum skipti en einnig er mögulegt að færni til að handleika heyrnartækin sé ekki lengur til staðar þegar á hólminn er komið og ákvörðun um að bæta heyrn er tekin.“ Nánari upplýsingar má finna á www.heyrnartækni.is 1

Frank R. Lin et al. Hearing Loss and Cognitive Decline in Older Adults. JAMA Intern Med. 2013;173(4):293-299.


heilsa 43

Helgin 5.-7. júlí 2013  heilsa liðleiki

Fimm leiðir til þess að auka liðleika Þeir sem stunda líkamsrækt ættu að huga sérstaklega að liðleika sínum og gera teygjuæfingar að relulegum lið í æfingaáætluninni. Að teygja vel reglulega eykur þolið, getur komið í veg fyrir meiðsl og eykur vellíðan. Þessar daglegu æfingar munu hjálpa þér að verða liðugri hver sem þín markmið í líkamsrækt kunna að vera. 1. Byrjaðu á morgnana. Gerðu það að vana að vekja líkamann með teygjuæfingum. Þar sem vöðvarnir eru kaldir snemma á morgna er nauðsynlegt að gæta þess að teygja ekki of mikið og gæta þess að það sé ekki óþægilegt. 2. Ekki sleppa því að teygja eftir æfingar. Teygjur eftir æfingar eru mjög mikilvægar, sérstaklega eftir hlaup eða hjólreiðar, þar sem slíkar æfingar geta valdið spennu í liðum. Hægt er að auka liðleikann með því að teygja alltaf eftir æfingar.

„Himneskir lífrænir gosdrykkir úr fyrsta okks hráefni og allir í fjölskyldunni nna eitthvað við sitt hæ .“

w w w.ge ngur ve l.is

Láttu hjartað ráða

Inniheldur hinn öfluga DDS1 ASÍDÓFÍLUS!

P RE NTUN.I S /

3. Notaðu rúllupúða til að nudda og teygja. Ef rúllupúðar eru notaðir rétt geta þeir hjálpað við losun hnúta í mjúkum lögum húðarinnar sem kallast ,,fascia'' sem og að slaka á spenntum vöðvum. Æskilegt er að gera æfingar með rúllupúða reglulega til þess að auka liðleikann og ekki sakar það að rúllupúðar eru ódýrir og auðveldir í notkun. 4. Fullkomnaðu æfingaplanið. Ef þér er alvara um að auka a liðleikann, bættu þá jóga eða ,,pilates'' í æfingarútínuna. Jóga- og pilatesæfingar munu hjálpa þér að teygja og styrkja alla vöðvahópana og þú munt sjá árangur ef þú gerir þær reglulega. 5. Einbeittu þér að vandamálasvæðum. Nauðsynlegt er að teygja allan líkamann vel reglulega en það er nauðsynlegt að einbeita sér að vandamálasvæðum. Ef þú verð miklum tíma sitjandi á degi hverjum, ættir þú að einbeita þér að því að teygja axlir og mjaðmir til að vinna á móti kyrrsetunni. Ef þú ert að einbeita þér að sérstökum vöðvahópum, reyndu þá að halda teygjunni í nokkra mínútur áður en þú skiptir um hlið en hættu ef teygjan verður óþægileg eða sársaukafull.

2 hylki á morgnana geta gert kraftaverk fyrir meltinguna Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum


50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM

44

tíska

Helgin 5.-7. júlí 2013

 Tísk a Nýr ísleNskur höNNuður sýNir í evrópu

Blanda af íslenskri ull og

Frábær verð og persónulegKjóll þjónusta kr. 12.900

Buxur á 13.900 kr. Stretch og háar í mittið Str. 36 - 54 “Kryddaðu” fataskápinn með fatnaði frá

Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á

síðuna okkar

Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16

Ert þú búin að prófa ?

Magnea Einarsdottir, nýr og upprennandi fatahönnuður, hefur vakið athygli eftir að hafa komist í 10 manna úrslit í fatahönnunarkeppni sem ítalska Vogue stóð meðal annars fyrir. Hún er nýkomin heim eftir að hafa tekið þátt í sýningum í Bretlandi og á Spáni. Hún lagði áherslu á prjón í námi sínu í Bretlandi en bróderingin í kjólum hennar hefur vakið mikla athygli.

Awapuhi Ginger sjampó og næring Inniheldur endurlífgandi þykkni innblásið af leyndarmáli Hawaiisku jurtarinnar Awapuhi Ginger. Mýkir og gefur grófu og úfnu hári sveigjanleika og örvar hársvörðinn. Er ríkt af keratín próteini sem styrkir hárið að utan sem innan. Gefur mikinn raka. Hentar grófu, úfnu, þurru og illa förnu hári sérlega vel.

Magnea Einarsdóttir

náttúruleg fegurð

GLÆSILEGUR

OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Lokað á laugardögum í sumar

Lífrænn maskari á góðu verði

kr. 1800

ÚTSALA ÚTSALA Barnafataverslun Suðurlandsbraut 52 bláu húsunum Faxafeni Facebook: Kátirkrakkar

Laugavegi 178 · Sími 551-3366 · www.misty.is

www.gengurvel.is

Vel fylltur í B,C skálum á kr. 5.800,Buxurnar á kr. 1.995,-


tíska 45

Helgin 5.-7. júlí 2013

Úrval að fallegum dömuskóm

gúmmíi vekur athygli Módel í verðlaunalínu Magneu á tískusýningu á Cádiz á Spáni fyrr í sumar. Magnea var sérstakur erlendur gestur og fékk athygli hjá spænskum miðlum.

úr leðri og með skinnfóðri

M

agnea Einarsdóttir ungur íslenskur fatahönnuður tók þátt í fatahönnunarkeppni á vegum ítalska Vogue í vetur ásamt 300 öðrum og var ein af 10 hönnuðum sem valdir voru í úrslit af sérstakri dómnefnd. „Í útskriftarlínunni voru sex kjólar og fylgihlutir, línan er reyndar ekki prjónuð heldur bróderuð úr gúmmíi og íslenskri ull, ég blandaði þessum efnum saman, og þetta hefur vakið einhvern áhuga greinilega,“ segir Magnea. Magnea útskrifaðist með B.A. í fatahönnun með áherslu á prjón úr Central Saint Martins skólanum í Bretlandi síðastliðið vor, og vinnur nú að hönnun og sérverkefnum í vinnustofu sinni á Íslandi. „Námið var ótrúlega frjálst og manni er ekki endilega kennt rosalega mikið, maður er bara í ótrúlega metnaðarfullu umhverfi í kringum mikið af hæfileikaríku fólki og það er mikil sköpun í gangi. Manni var alltaf ýtt áfram með allar hugmyndir sem maður fékk,“ segir Magnea. Í kjölfarið á góðum árangri í keppninni bauðst henni að vera með prófíl á heimasíðu fyrirtækisins sem kom að keppninni, Muse, sem og að taka þátt í tveim sýningum í sumar, í Brighton í Bretlandi og Cádiz á Spáni. Síðustu mánuðir hjá Magneu hafa því farið í að undirbúa línurnar sem hún sýndi á þessum sýningum. „Ég tók þátt í fjögurra daga hátíð sem heitir Brighton Fashion Week sem reyndist vera mun stærri en ég hélt. Sýningin var haldin í stórri kirkju og var ótrúlega flott. Það var allt mjög vel skipulagt og það gekk mjög vel,“ segir Magnea. Fleiri tilboð um sýningar hafa boðist og Magnea ætlar að skoða möguleikana en vill ekki reyna að taka þátt í öllu. „Sýningin á Spáni var haldin í litlum bæ og var miklu minni um sig en samt mjög flott. Ég var sú eina sem kom erlendis frá, var alþjóðlegur gestur og það var gert ótrúlega vel við mig. Ég fékk að loka hátíðinni og var með mína eigin sýningu um kvöldið með 13 fyrirsætum, fékk sem sagt mikla athygli á Spáni,“ segir Magnea. Magnea hefur fengið umfjöllun um hönnun sína í spænskum miðlum til að mynda í El Mundo í kjölfar sýningarinnar. Magnea er nú með línu í framleiðslu í samstarfi við danska fyrirtækið Muse þar sem hún mun koma vörum sínum á fram framfæri í netverslun þeirra. „Planið núna og fram á haust er að halda áfram að hanna fleiri vörur,“ segir Magnea. María Elísabet Pallé

Stærðir: 36 - 40 Verð: 13.800.-

Sími: 551 2070 Opið má. -fö. 10 - 17, lokað á laugardögum í sumar. Góð þjónusta fagleg ráðgjöf.

74,6% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

*konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan-mars. 2013

maria@frettatiminn.is

Útisófasett fyrir Útisófasett fyrir Útisófasett fyrir Útisófasett fyrir Útisófasett fyrir Útisófasett fyrir íslenskar aðstæður íslenskar aðstæður íslenskar aðstæður íslenskar aðstæður íslenskar aðstæður íslenskar aðstæður Nokkar gerðir og litir. Glæsileg og vönduð vara. Opið: Má. - Fö. 12 - 18 - Lau. 12 - 16 - Sun. 13 - 16

Opið: Má. - Fö. 12 - 18 - Lau. 12 - 16 - Sun. 13 - 16 Opið: Má. - Fö. 123 -• 18210 - Lau. 12 - 16 - Sun. 13 - 16 Kauptúni Garðabær • S 771 3800 • www.signature.i

Kauptúni 3 • 210 Garðabær • S 771 3800 • Kauptúni www.signature.is 3 • 210 Garðabær • S 771 3800 • www.signature.i

Nokkar gerðir og litir. Glæsileg oggerðir vönduð Nokkar ogvara. litir. Glæsileg og vönduð vara.

ÚTSALA! ÚTSALA! er komin Sumarvaran SumarvaranSumarvaran er komin er komin Allt að 60% afsláttur af glæsilegum viðhaldsfríum útihúsgögnum

Á mynd: Tetris sett Á mynd: Tetris sett Opið: Opið: Má. - Fö. 12 - 18 - Lau. 12 - 16 - Sun. 13 - 16

Opið: Má. - Fö. 12 - 18 - Lau. 12 - 16 - Sun. 13 - 16 Opið: Má. - Fö. 123 -• 18210 - Lau. 12 - 16 - Sun. 13 - 16 Kauptúni Garðabær • S 771 3800 • www.signature.i

Opið: Má. - Fö. 12 - 18 - Lau. 12 - 16 - Sun. 13 - 16 Má. - Fö. 12 - Lau. 12 - 16 - • Sun. 13 - 3800 16 Kauptúni 3 -•18210 Garðabær S 771 • www.signature.is

Má. Fö.Garðabær 12 - 18•- SLau. 12 -•16 - Sun.3 •13 - 16 Kauptúni 3 •- 210 771 3800 www.signature.is Kauptúni 210 Garðabær • S 771 3800 • www.signature.is Garðapósturinn

SÍMI 555 6101- 697 4020 - netfang: valdimar@gardaposturinn.is

Kauptúni 3 • •Kauptúni S 771 3800 3• 210 • S 771 3800 19• www.signature.is SÍMI 210 555 6101- Garðabær 697 4020 - netfang: valdimar@gardaposturinn.is Garðapósturinn SÍMI• 555www.signature.is 6101- Garðabær 697 4020 - netfang: valdimar@gardaposturinn.is


Langur Laugardagur!

46

langur laugardagur

Helgin 5.-7. júlí 2013

 Langur Laugardagur SteMning á LaugaVegi

Mikið úrval af tilboðsvörum!

Alvöru markaðsdagur í miðborginni

FALLEGAR GJAFAVÖRUR

Það er langur laugardagur í miðborginni þessa helgina og nóg um að vera. Ekki er nóg með að matarmarkaður hefji göngu sína á Lækjartorgi, eins og fjallað er um hér að neðan, heldur verður markaðsdagur á Laugaveginum. „Þetta veit á útimarkaði, tilboð, tónlist og gleði,“ segir á Facebooksíðu Miðborgarinnar okkar sem stendur að markaðsdeginum. „Kaupmenn og veitingamenn eru búa sig undir að vera sýnilegir utan dyra, a.m.k. með hluta af starfsemi sinni og ætla að „tjalda“, „flagga“ , „tónvæða“ eða finna upp á einhverju sem getur lífgað upp á daginn.“

Lokað er fyrir bílaumferð um bróðurpart Laugavegs og þar verður götumarkaðsstemning á löngum laugardegi.

 Langur Laugardagur MatarMark aður á Lækjartorgi

Laugavegi 8 S. 552 2412

Vor/sumar

2013

Útsalan er hafin

Matarmarkaðir verði hluti af menningu okkar Reykjavíkurborg stendur fyrir matarmarkaði á Lækjartorgi næstu fjóra laugardaga. Fjölbreytt úrval af gómsætum varningi verður í boði. Eirný Sigurðardóttir í Búrinu segir að mikil eftirspurn sé eftir markaði sem þessum enda vilji fólk fá að spjalla við framleiðendur.

Laugavegi 53 Sími 552 3737 opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17

Úrval af gæða sængurfatnaði til brúðargjafa

Hildur Gunnlaugsdóttir hjá Reykjavíkurborg og Eirný Sigurðardóttir í Búrinu skipuleggja matarmarkað sem verður á Lækjartorgi á laugardögum í júlí. Fjölbreytt úrval af gómsætum varningi verður í boði á morgun. Ljósmynd/Hari

Þú finnur okkur á Facebook undir “Fatabúðin”

Skólavörðustíg 21a

101 Reykjavík

S. 551 4050

ÚTSALAN HAFIN

Laugavegur 58 S. 551 4884 still@stillfashion.is stillfashion.is

V

ið viljum að þetta verði hluti af okkar menningu,“ segir Eirný Sigurðardóttir, verslunarmaður í ostabúðinni Búrinu. Eirný er einn skipuleggjenda matarmarkaðar sem starfræktur verður á Lækjartorgi á laugardögum í júlí. Það er umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar sem stendur fyrir markaðinum. Sá fyrsti er á morgun, laugardaginn 6. júlí, frá klukkan 11-16. Um 12-15 söluaðilar verða á markaðinum alla laugardaga. Meðal þess sem fólk getur nælt sér í eru grillaðar súrdeigssamlokur frá Sandholti, sæluostar úr sveitinni, íslenskt hunang, harðfiskur frá Flateyri og popp með lakkríssalti frá Saltverki svo fátt eitt sé nefnt. Nokkrir aðilar selja vörur sínar allar helgar en aðrir skiptast á þannig að eitthvað nýtt og spennandi verður í boði um hverja helgi. „Enda nær fólk ekki að borða allt á einni helgi,“ segir Eirný. Eirný hefur reynslu af skipulagningu matarmarkaða við verslun sína, Búrið í Nóatúni. Síðustu tvö ár hefur hún verið með velheppnaðan markað þar fyrir

jólin. „Fyrstu jólin mættu um fjögur þúsund manns en við áætlum að í fyrra hafi alla vega fimm þúsund mætt. Í fyrra tóku 36 framleiðendur þátt,“ segir hún. Og þú heldur að það sé eftirspurn eftir þessu í miðborginni? „Já, fólkið vill þetta. Því finnst gaman að spjalla við framleiðendurna og hitta annað fólk og spjalla.“ Eirný segir að vandamálið við skipulagningu markaðar sem þessa sé að hann rúmist illa innan íslenskra laga og reglna. Ekki megi „færa eldhúsið út,“ eins og hún orðar það. „Þannig að við erum að reyna að vinna innan rammans, í samstarfi við Heilbrigðiseftirlitið. En við verðum að breyta þessu kerfi svo svona markaðir geti orðið hluti af okkar menningu og ferðaþjónustunni.“ Eruð þið búnar að leggjast á bæn og óska eftir skaplegu veðri á laugardaginn? „Nei, nei. Veðrið stoppar ekki Íslendinga.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is


MIÐBORGIN OKKAR BÝÐUR ÞÉR HEIM

Jákvæð� júlí LANGUR LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ

Laugavegur og Skólavörðustígur eru Sumargötur fram til 5. ágúst og lokaðar fyrir umferð bíla. Nýttu þér bílastæðahúsin og gakktu í bæinn. Munið jólapóstkassann Laugavegi 8, jólasveinninn svarar öllum bréfum fyrir jól. Verum, verslum og njótum sumarblíðunnar þar sem hjartað slær.

101

Miðborgin iðar bókstaflega af lífi og uppákomum á löngum laugardegi. 11:00—16:00 Matarmarkaður Lækjartorg 14:00 White Signal Hjartagarðurinn Geir Ólafsson Laugavegur 77 14:00—16:00 DJ Appy Ingólfstorg 15:00 Sirkúsatriði Sumargötum við Klapparstíg Leiktæki Laugavegur 77 16:00 Sirkúsatriði Laugavegur 77 DJ Eyþór jr. Hjartagarðurinn Geir Ólafsson Hegningarhúsinu, Skólavörðustíg

W W W.MIDBORGIN.IS GJAFAKORT MIÐBORGARINNAR Fáanleg í öllum bókaverslunum miðborgar

M U N I Ð B Í L A S TÆ ÐA H ÚS I N

Brandenburg/ Teikng: Sól Hrafnsdóttir

Mættu á Markaðsdaga í miðborginni og nýttu þér fjölbreytileg og spennandi tilboð. Þar eru yfir 300 verslanir og veitingahús.


heilabrot

48

Helgin 5.-7. júlí 2013

?

Spurningakeppni fólksins

 Sudoku

6

1. Hvað heitir höfuðborg Taílands?

2 9 6 8 4 2 5 8 1 3 3 1 1 8 6 9 4 5 1 3 9 5

dómari við Mannréttindadómstól Evrópu? 3. Í hvaða ríki var það leitt í lög nýlega að fólki beri að heimsækja aldraða ættingja sína? 4. Til hvaða lands fer hæst hlutfall útflutnings frá Íslandi? 5. Samgöngustofa er ný stofnun sem tók til starfa í vikunni. Við hlutverki hvaða stofnana tók hún?

Bjarni Júlíusson 1. Bangkok

2. Róbert Ragnar Spanó 3. Kína

8. Hver er aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu

4. Til Bandaríkjanna

10. Hver var meðalhitinn í júní í Reykjavík? um síðustu helgi?

7. Pass 8. Pass

bónda láta fækka um helming á landinu? 13. Hversu mörgum sólarstundum undir meðal-

10. 6,1 gráða

tali var júnímánuður í Reykjavík

11. Fá fleiri Grundfirðinga í þorpið.

 13. 90 stundum  14. Ólafur Elíasson  15. Botnleðja

10. 12 stig 12. Minkum 13. 30

gestir geta virt fyrir sér ísklumpa úr Vatna-

14. Ragnar Kjartansson

jökli?

15. Lights on the Highway

Vor í Vaglaskógi í nýjum búningi?

8 3

2 stig

2 4

Svör: 1. Bangkok, 2. Róbert Ragnar Spanó, 3. Kína, 4. Til Hollands, 5. Umferðarstofu, Flugmálastjórnar og Siglingastofnunar (Hlutverki Siglingastofnunar sem snýr að skipum og áhöfnum), 6. Sjö háskólar, 7. Húsavíkurfjall, 8. Ban Ki-moon, 9. Gordon Ramsay, 10. 9,9 stig, 11. Gangna undir Fjarðarheiði, 12. Hrossum, 13. 90 sólarstundum, 14. Ólafur Elíasson, 15. Kaleo.

Bjarni sigrar með 9 stigum gegn 2 Páls

Súkkulaði & banana-frappó

 kroSSgátan

Páll skorar á Eyþór Harðarson, útgerðarstjóra hjá Ísfélagi Vestmannaeyja, að taka við.

1 2 4 7 4 5 8

5 9

safninu í New York í síðustu viku þar sem

15. Hvaða hljómsveit sendi nýlega frá sér lagið

9 stig

9. Gordon Ramsey 11. Pass

14. Hvaða listamaður setti upp sýningu í MoMa

12. Hrossum

3 6

6. Fjórir

12. Hvaða dýrum vill formaður Félags hrossa-

 

9

5. Pass

11. Hvers kröfðust Seyðfirðingar í kröfugöngu

9. Gordon Ramsey

 Sudoku fyrir lengr a komna

3. Austurríki

landsvinur á dögunum?

2. Pass

9. Hvaða skapilli sjónvarpskokkur gerðist Ís-

og Umferðarstofu.

8. Ban Ki-moon

1. Bangkok

þjóðanna?

5. Vegagerðarinnar, Siglingamálastofnunar

7. Gunnólfsfell

verksmiðjustjóri hjá Fiskimjölsverksmiðju Ísfélags Vestmannaeyja

7. Hvað heitir fjallið fyrir ofan Húsavík?

4. Til Bandaríkjanna.

6. Sjö.

Páll Scheving Ingvarsson,

6. Hvað eru margir háskólar á Íslandi?

formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur

5

3

2. Hvaða Íslendingur var á dögunum kosinn

9 6

7 8 1

5 7

3

ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. 144

STÆLIR SVIF

DRAGREIPI Í SEGLBÚNAÐI

Syndsamlega góð bananafreisting!

UNGUR FUGL

TRÉ

SLÆMA

OFLÆTI

MINNKA

SLÆÐINGUR

FÍTON

143

SKAFFA ENDING

Ú E T H A P L L D A T Á A L K T A A K Á A T T T I Ú R Ð A L

UMSNÚINN

... kvenna 35 til 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

mynd: Tracie Hall (cc By-Sa 2.0)

74,6%

SKST.

ER MEÐ

ÓÞEKKUR GABBA

J H A R Ó Ð H H N E T D A

VELMEGUN

MAKA

ÆTTARSETUR

HLUTAFÉLAG MJAKA

SUNNA

S Æ Ó Ð L V K A Á T K N A M S A N K Á K Ð A I

TALA TELJA

Á L Í P Í T S A T R A H A F ÞÝÐA

HNÍGA

FLATBAKA

BUMBA

HEILAGUR

ÁVÍTUR FRÁ

FLOKKAÐ SJÓ

ÞJAKA

FJALL

G J A F I

PÍPA

LÍTILL SOPI LÖGUR

FUGL

FÚSKA

ÞUKL

RÆÐA LEYNILEGA

PATTI

HVERS EINASTA

STÖNGULENDI HAKA

FAÐMLAG STELA

ERLENDIS STEFNUR

HYGGJA STÚTUR

FLAGG

Ú T V E G A ERLENDIS SKÍÐAÍÞRÓTT

B R U N RENNA OF

Y F I R LÍFLÁT ÞRÓTTUR

A F L

S Ú H V E R O F L F L A A L A U G A S U T A N R U M R E F R N I Ú S T S K R U T R A Í S A N N S Ú Æ P A F T A Ú T S Á N I R A L NIÐURSTAÐA

SÍÐAN

STYRKJA

OFMAT

FALLEGUR

NIÐRA

DUGLAUS

RÉTT

LOKAORÐ

FARFA SPIK

SPENDÝR TÓFT

LÚSAEGG KASSI

SAFNA FLAN

DÝRAHLJÓÐ

SPERGILL

KÆLA

NUDDA

HJARTAÁFALL SKYLDI

HRÓPA

MORKNA

SKYNDISALA TÍMI

RÝMI

SKIPTA

D F U R O F Ó S T A S S A T T E L I T A P I T N Í N A N A U R R T U L A G A G K A A L A R Ú M I Ð A RYK

SEFAST

FLÆÐA

LÍMBAND

TUNGUMÁLS

MÁLMHÚÐA

mynd: EpicFlamE (cc By-Sa 3.0)

 lauSn

Lausn á krossgátunni í síðustu viku.

KROT HELBER FET LIÐAMÓT

SMÁ SKILABOÐ

KVEINA

SMÁBÁTUR

EIGNARFORNAFN

JURT ÆSINGAMÁL

SÖNGRÖDD

HERMA

ERTA

MÁLMUR

SYKRA

SKÓLI

ÞUNGI BAKS

KROPPA

KOMST

MARÐARDÝR

VELTINGUR

META OF MIKILS

LAND

Í RÖÐ

VERRI

GINNA

*konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan-mars. 2013

Salat með kjúklingi eða roastbeef 990 kr.

FISKA

KAUPBÆTIR

VINGJARNLEIKI

ANGRA

HOLSKRÚFA

LÖSKUN

HARÐNESKJA

KRAKKI

ÞROT

ARÐA

LÉT Í FRAMMI

FJALLSTINDUR

BLÓÐHEFND FÁLÆTI

VÍGT BORÐ EINSÖNGUR

Mömmur og pabbar ! 12”pizza 2/álegg 1050 kr.

ÓNEFNDUR

HNOÐAÐI BÆTA VIÐ

HAMINGJA VELTINGUR

VEGGSPJALD

RÓT

FISKUR

HAGNAÐUR

MÆLIEINING

NOSTRA

FJANDSKAPUR

TRJÁTEGUND

TVEIR EINS SÓA

Í RÖÐ AF

TRÉ

ÚTBÍA

ERTA

HELGAR BLAÐ

OFLOFA

ÚTLEGGJA

HRAPA

HÆTTA

TUNGUMÁL

GUMS

Bátur mánaðarins 750 kr. 2x16” pizza 2/álegg 2980 kr. rennibraut og boltaland fyrir börnin

ÁNA

TVEIR EINS

SKOÐUN

HLÉ

PÚKA

SPIL

BERGMÁLA

VITUR

SÆTI

VÍGBÚA

KLAKI

HVAÐ

KROPPUR

GOÐSAGNAVERA

KORN

VÖRUMERKI

STÓRT ÍLÁT

ÞREYTA

Nýbýlavegi 32 S:577-5773

ÁI

GYÐJA

AFTURENDI


Ugla Kr. 7.400,Dádýr Kr. 13.300,Páfagaukur Kr. 9.800,-

Kanína margir litir Kr. 7.400,-

Fjölbreytt úrval af Heico lömpum - sveppir og margskonar d‡ramyndir Rammaklukka Settu fjöldskyldumyndirnar í klukkuna. 2 litir, svart og silfurgrátt Kr. 3.390,-

Hani, krummi, hundur, svín Veggskraut með 4 snögum. Kr. 11.900,-

Klukka

Hver er flottastur

Stærðfræðipælingar Kr. 9.700,-

Herrasnuð Kr. 1.790,-

Kraftaverk

Around Clock eftir Anthony Dickens Kr. 3.900

Distortion

Hefðbundið form kertastjaka bjagað og útkoman er óvenjuleg. Margir litir. Kr. 4.690,-

iPlunge

Skafkort

Þú skefur gylltu himnuna af þeim löndum sem þú hfur heimsótt og útbýrð þannig persónulegt heimskort. (Stærð: 82 X 58 cm) Kr. 2.990,-

Tölvutöskur Mörg hólf fyrir síma, penna, og annað smálegt. Svartar eða ljósgráar. Aðeins kr. 3.690,-

Cubebot róbótar

Þegar þú ætlar að horfa á mynd eða video í símanum. Með iPlunge kemur þú honum í réttar skorður. Kr. 1.490,-

Cubebot er róbót úr tré, vélarlaust vélmenni, hannað undir áhrifum japanskra Shinto Kumi-ki þrauta. Ferningsmennið fjölbreytilega er jafnt leikfang, skraut og þraut. Margir litir, nokkrar stærðir. Verð frá 1.930

Mezzo útvörp frá Lexon Kr. 8.700,-

Einstök hönnun frá nútímalistasafni New York borgar. Aðeins kr. 8.900,-

Eilíf›ardagatal MoMA skólavör›ustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja


50

skák og bridge

Helgin 5.-7. júlí 2013

 Sk ák ak ademían Hér Segir fr á greco Sem lék liStir Sínar á 17. öld og Hinum ólSeiga gelfand

Ólíkir snillingar Uppruni skáklistarinnar er hulinn mistri sögunnar, en flestir hallast að því að vagga skákarinnar hafi verið á Indlandi á 5. eða 6. öld. Sagan geymir nöfn margra meistara - ekki síst frá Persíu og löndum araba á öldunum fyrir og eftir árið 1000 - og það voru arabar sem færðu Evrópubúum skákina á miðöldum.

S

kák var orðin útleg, því hún beinlínis breidd við hirðir krafðist þess að menn konunga og fyrþjálfuðu hugann og irmenna Evrópu á 12. leituðu sífellt að svörum. öld, og þótti ómissandi í hirðsiðabókum ungra Farandriddari aðalsmanna, rétt eins skákgyðjunnar og bogfimi, skáldskapur, skylmingar og aðrEn útbreiðsla skákarar grundvallaríþróttir. innar varð ekki stöðvSnemma komu fram uð og sífellt fleiri á sjónarsviðið skákmeistarar komu fram meistarar, sem ferðuðá sjónarsviðið. Um ust um og léku listir aldamótin 1600 fæddsínar fyrir kónga og Gelfand. Á toppnum í ist á Ítalíu áfrægasti drottningar, fursta og áratugi. farandriddari skákfyrirfólk. gyðjunnar: GioacchSkákgyðjan mætti helst and- ino Greco. Á skammri ævi lagði stöðu í kirkjunnar ranni: einstöku hann Evrópu að fótum sér og ritaði villuráfandi páfi eða biskup reyndu nafn sitt gylltu letri í skáksöguna. beinlínis að banna skák, enda væri Aðeins 19 ára samdi Greco leiðhún verkfæri djöfulsins. Þetta voru beiningar í skák og tileinkaði veltímar trúarofstækis í Evrópu, og gjörðarmanni sínum. Hann ferðaðkannski ályktuðu þessir ströngu ist vítt og breitt um Evrópu, meðal guðsmenn að skákin væri hættu- annars til Bretlands og Frakklands,

og var hvarvetna tekið með kostum og kynjum. Árið 1624 lá leið Grecos til Rómarborgar, þar sem hann gjörsigraði alla skákmeistarana við hirð Filippusar konungs. Á Spáni kynntist Greco aðalsmanni og hélt með honum til Vestur-Indía. Þar dó Greco aðeins 34 ára að aldri. Hið stutta líf hans var ævintýri líkast – skákin færði honum frægð og frama, fjársjóði og ferðalög. Hann arfleiddi Jesúíta-regluna að eigum sínum. Sá mikli jöfur Botvinnik – sem þrisvar varð heimsmeistari á 20. öld – sagði eitt sinn að Greco hefði verið fyrsti atvinnumaðurinn í skák. Ugglaust höfðu ýmsir haft skákina að lifibrauði, en Greco nálgaðist skákina, einkum byrjanir, með allt öðrum hætti en áður hafði þekkst. Hann opnaði dyr nýrra tíma.

Hinn ótrúlegi Gelfand

Gamlir aðdáendur Anands og Kramniks áttu erfitt með að skoða lokastöðuna á minningarmótinu um Mikail Tal í Moskvu, sem lauk á dögunum. Þessir stórbrotnu meistarar urðu í neðstu sætum: Kramnik vann ekki eina einustu skák og Anand náði aðeins einum sigri í níu tilraunum.

Skák á miðöldum. Málverk eftir Lucas van Leyden.

Voru úrslitin til marks um kynslóðaskipti í skákinni? Aldeilis ekki – því það var aldursforsetinn Boris Gelfand sem sigraði, og skaut aftur fyrir sig ungljónunum Carlsen, Caruana, Nakamura og Karjakin (og auðvitað vesalings Anand og Kramnik). Boris Gelfand fæddist í HvítaRússlandi hið sögufræga ár 1968 en hefur um árabil búið í Ísrael. Hann hefur lengi verið meðal bestu skákmanna heims. Á rið

1990, þegar hann var 22 ára (eins og Carlsen er núna) var Gelfand í þriðja sæti á stigalista FIDE, á eftir Kasparov og Karpov. Á síðasta ári tefldi Gelfand um heimsmeistaratitilinn við Anand. Úrslitin urðu 6-6 en Anand hafði betur í atskákum. Frábær árangur Gelfands upp á síðkastið minnir okkur á að aldur skiptir ekki máli í skákinni, ekki frekar en kyn, líkamsburðir, þjóðerni eða aðrir merkimiðar.

 Bridge Bik arkeppni og SumarBridge

Nýtt par í toppbridge

B

ridgeheimurinn hefur ríka ástæðu til að standa á öndinni því borist hafa fréttir um að Sigurbjörn Haraldsson og Jón Baldursson ætli að taka upp samstarf við bridgeborðið. Er ekki að efa að það par á eftir að verða tíður gestur í efstu sætum bridgemóta á komandi mótum. Spil dagsins er frá viðureign þeirra sem andstæðinga á Íslandsmótinu 2011 þar sem fjórar efstu sveitirnar háðu úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn. Í þessu spili var algengast samningurinn 6 spaðar doblaðir á AV-hendurnar sem fóru á bilinu 1-2 niður. Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon (NS)

♠ ♥ ♦ ♣ ♠ ♥ ♦ ♣

ÁKDG54 D96 – K1053

962 Á72 KDG94 G4 N

V

A S

♠ ♥ ♦ ♣

– KG108543 Á ÁD762

♠ ♥ ♦ ♣

10873 – 10876532 98

áttu við Jón Baldursson og Þorlák Jónsson (AV) í þessu spili, austur var gjafari og NS á hættu: Austur Þorlákur Pass Pass 5

Suður Magnús 1 5 6

♥ ♥ ♥

Vestur Jón B. 4 pass dobl

Norður Sigurbjörn dobl pass p/h

Útspil Jóns var spaðaás sem Magnús trompaði, hann tók næst hjartakóng og Þorlákur henti tígli. Næst kom hjartagosi sem fékk að eiga slaginn og Magnús stillti sig um að taka ásinn í tígli sem hefði leitt til taps. Næsti slagur var á hjartaás, tígull á ás og lauf að gosa í blindum. Laufkóngur var eini slagur varnarinnar og NS fengu 1660 í sinn dálk. Sigurbjörn og Magnús voru það ár meðlimir sveitar Grant Thornton sem hampaði Íslandsmeistaratitli það árið.

Dregið í aðra umferð bikars

Dregið var í aðra umferð bikarkeppni Bridgesambands Íslands við upphaf sumarbridge mánudaginn 1. júlí. Vegna dræmrar þátttöku var sú regla höfð í heiðri að þær 4 sveitir sem töpuðu með minnsta mun í fyrstu umferð komust áfram (til að ná tölunni 16). Þær sveitir voru; Rangæingar, Rimi, Stefanía

Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson hafa spilað saman um árabil. Jón verður spilafélagi Sigurbjörns Haraldssonar á næsta keppnistímabili, en Sigurbjörn sést hér með Magnúsi Magnússyni sem hann spilaði við í mörg ár.

Sigurbjörnsdóttir og Grant Thornton. Eftirtaldar sveitir spila saman í annarri umferð:  www.myvatnhotel.is - Lögfræðistofa Íslands  Garðs apótek - J.E. Skjanni  Lífís/VÍS - Rimi  Eimskip - SFG  Hvar er Valli? - Stefanía Sigurbjörnsdóttir  Stilling - Rangæingar  Seldalsbræður - Grant Thornton  VÍS - Hjördís Sigurjónsdóttir

Mikil aðsókn í sumarbridge

Alls mættu 40 pör í sumarbridge miðvikudagskvöldið 26. júní. Lokastaða efstu para varð þannig:

Maryland kókoskex - meiriháttar í ferðanestið

1. Sigurbjörg Gísladóttir - Hreinn Hjartarson 64,5% 2. Magnús Sverrisson - Halldór Þorvaldsson 63,0% 3. Hrund Einarsdóttir - Ásgeir Ásbjörnsson 62,5% 4. Erla Sigurjónsdóttir - Guðni Ingvarsson 61,4%

Mánudagskvöldið 1. júlí mættu 22 pör til leiks sem verður að teljast gott á mánudagskvöldi. Bergur Reynisson og Stefán Stefánsson unnu með yfirburðum með háu skori. Lokastaða efstu para varð þannig: 1. Bergur Reynisson - Stefán Stefánsson 69,8% 2. Ólöf Þorsteinsdóttir - Vilhjálmur Sigurðsson jr 59,1% 3. Halldór Svanbergsson - Brynjar Jónsson 56,1% 4. Oddur Hannesson - Unnar Atli Guðmundsson 54,8%


Eina sérverslun landsins með grill og garðhúsgögn

www.grillbudin.is

U VELD L L GRI

DIST N E M SE ÞÚ OG AR SPAR

Frá Fr á Þýsk Þýskalandi

Viðhaldsfrí garðhúsgögn úr Tekki

Garðhúsgögn í hæsta gæðaflokki Frá Þýskalandi

Kynnið ykkur muninn á Tekki og öðrum harðvið

Komdu og fáðu ráðleggingar Smiðjuvegi 2, Kópavogi | S. 554 0400 | Við hliðina á BÓNUS | grillbudin.is


52

sjónvarp

Helgin 5.-7. júlí 2013

Föstudagur 5. júlí

Föstudagur RÚV

15.40 Ástareldur 17.20 Babar (26:26) 17.42 Unnar og vinur (12:26) 18.05 Hrúturinn Hreinn (15:20) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Hið sæta sumarlíf (2:6) (Det søde sommerliv) e. 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Gunnar á völlum 19.45 Áhöfnin á Húna (3:9) (Bein útsending frá Reyðarfirði) 20.35 Dýralæknirinn (4:9) (Animal Practice) 21.00 Kastanía: Hetja Miðgarðs (Chestnut: Hero of Central Park) Tvær munaðarlausar telpur finna hund og hafa hann með sér á fósturheimili en þurfa að fela hann. 22.30 Dáðadrengur (The Greatest) Unglingsstúlka í ógöngum leitar á náðir fjölskyldu sem er að jafna sig eftir sonarmissi. 00.10 Þrefaldur njósnari (Triple Agent) e. 02.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

19.45 Áhöfnin á Húna (3:9) (Bein útsending frá Reyðarfirði) Húni II siglir í kringum landið í júlí og Áhöfnin rokkar í hverri höfn.

20:10 Besta svarið (4/8) Spurninga- og skemmtiþáttur þar sem hinn eini sanni Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, stýrir.

Laugardagur allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

21:15 Beauty and the Beast (21:22) Bandarísk þáttaröð þar sem þetta sígilda ævintýri er fært í nýjan búningi.

5

6

RÚV Íþróttir 18.00 360 gráður 18.30 Skólahreysti 2013 19.30 Strákarnir okkar 20.30 Reykjavíkurleikarnir - danssýning

SkjárEinn

20.15 Grannaslagur (Duplex) Ungt par finnur draumaíbúðina sína í New York en til þess að geta flutt þar inn þurfa þau fyrst að losna við núverandi leigjanda, góðlega gamla konu.

Sunnudagur

19:25 Pönk í Reykjavík (3/4) Þættir um Jón Gnarr sem eru gerðir í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna.

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

21:10 Law & Order (11:18) Geðlæknir er myrtur og 4 kemur ýmislegt í ljós þegar listi skjólstæðinga er afhjúpaður.

08:00 Dr. Phil 08:45 Pepsi MAX tónlist 13:15 The Voice (2:13) 15:25 The Good Wife (22:23) 16:10 How to be a Gentleman (8:9) 16:35 The Office (13:24) 17:00 Royal Pains (9:16) 17:45 Dr.Phil 18:30 Minute To Win It 19:15 The Ricky Gervais Show (11:13) 19:40 Family Guy (11:22) 20:05 America's Funniest Home Videos 20:30 The Biggest Loser (2:19) 22:00 Rocky II Bandarísk kvikmynd frá árinu 1979. 00:00 Excused 00:25 Nurse Jackie (2:10) 00:55 Flashpoint (3:18) 01:45 Lost Girl (14:22) 02:30 Pepsi MAX tónlist

Laugardagur 6. júlí RÚV

STÖÐ 2

08.00 Morgunstundin okkar / Tillý og 07:00 Barnatími Stöðvar 2 vinir / Háværa ljónið Urri / Sebbi / 08:05 Malcolm In the Middle (17/22) Úmísúmí / Litli Prinsinn / Grettir / Nína 08:30 Ellen Pataló / Kung Fu Panda - Goðsagnir 09:15 Bold and the Beautiful frábærleikans / Skúli skelfir / Grettir 09:35 Doctors (25/175) 10.35 360 gráður (6:30) e. 10:15 Fairly Legal (3/10) 11.00 Með okkar augum (1:6) e. 11:00 Drop Dead Diva (12/13) 11.30 Áhöfnin á Húna (2:9) e. 11:50 The Mentalist (7/22) 11.55 Brasilía með Michael Palin – 12:35 Nágrannar allt fyrir áskrifendur Arfur frá Afríku (1:4) e. 13:00 Scott Pilgrim vs. The World 12.55 Basl er búskapur (4:7) e. 14:50 Extreme Makeover: Home Edition fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 13.25 Á meðan ég man (4:8) e. 15:35 Ævintýri Tinna 13.55 Gulli byggir - Í Undirheimum (1:8) e. 16:00 Leðurblökumaðurinn 14.25 Fjársjóður framtíðar II (5:6) e. 16:25 Ellen 14.55 Popppunktur 2009 (5:16) e. 17:10 Bold and the Beautiful 15.50 Dharavi: Fátækrahverfi til sölu e. 17:32 Nágrannar 4 5 16.45 Skólahreysti (5:6) e. 17:57 Simpson-fjölskyldan (9/22) 17.30 Ástin grípur unglinginn (67:85) 18:23 Veður 18.15 Táknmálsfréttir 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18.25 Stelpurnar okkar 2013 (1:2) e. 18:47 Íþróttir 18.54 Lottó 18:54 Ísland í dag 19.00 Fréttir 19:06 Veður 19.30 Veðurfréttir 19:15 Simpson-fjölskyldan (21/22) 19.40 Enginn má við mörgum (6:7) 19:35 Arrested Development (4/15) 20.15 Grannaslagur (Duplex) 20:10 Besta svarið (4/8) 21.45 Prinsinn af Persíu: Sandur 20:55 Two Weeks Notice Rómantísk tímans e. gamanmynd. Lögfræðingurinn 23.40 Hesher (Hesher) e. Lucy Kelso vinnur fyrir auðjöfur01.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok inn George Wade en það er ekki eintóm sæla eins og magasárið hennar ber vitni um. 22:35 The Killer Inside Me Mögnuð spennumynd um spilltan lögregluforingja. 00:25 Be Cool 02:20 Reservation Road 04:00 Scott Pilgrim vs. The World 05:50 Fréttir og Ísland í dag

RÚV Íþróttir 18.00 360 gráður 18.30 Skólahreysti 2013 19.30 Strákarnir okkar

SkjárEinn

STÖÐ 2

Sunnudagur RÚV

08.00 Barnatími 07:00 Strumparnir / Brunabílarnir 10.30 Enginn má við mörgum (6:7) e. / Doddi litli og Eyrnastór / Algjör 11.00 Nýsköpun - Íslensk vísindi (5:12) e. Sveppi / Scooby-Doo! Mystery Inc. / 11.30 Fólk við fjörðinn e. Loonatics Unleashed 12.30 Áhöfnin á Húna (3:9) e. 10:35 Ozzy & Drix 13.20 Útsvar e. 11:00 Mad 14.20 Tony Robinson í Ástralíu (3:6) e. 11:10 Big Time Rush 16.50 Hvað er góður endir? e. 11:35 Young Justice 17.20 Táknmálsfréttir 12:00 Bold and the Beautifulallt fyrir áskrifendur 17.30 Poppý kisuló (22:52) 13:45 Pönk í Reykjavík (2/4) 17.40 Teitur (32:52) 14:15 Tossarnir fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.51 Skotta Skrímsli (24:26) 14:55 ET Weekend 18.00 Stundin okkar (9:31) e. 15:40 Íslenski listinn 18.25 Græn gleði (3:10) (Grønn glede) 16:10 Sjáðu 19.00 Fréttir 16:40 Pepsi mörkin 2013 19.30 Veðurfréttir 17:556 Latibær 4 Útlendingur heima5- uppgjör við 19.40 18:23 Veður / Fréttir Stöðvar 2 eldgos Í myndinni er fjallað um innri 18:50 Íþróttir baráttu þeirra sem upplifðu gosið 18:55 Ísland í dag - helgarúrval og leitað svara við spurningunni 19:10 Lottó um hvort henni sé lokið. 19:20 The Neighbors (8/22) 20.50 Paradís (1:8) (The Paradise) 19:45 Wipeout 21.45 Íslenskt bíósumar - Kaldaljós 20:30 Just Go With It Skemmtileg Kvikmynd eftir Hilmar Oddsson gamanmynd um vini sem þykjast frá 2004. vera hjón. 23.20 Brúin (3:10) (Broen) e. 22:30 Hanna Merkileg saga 16 ára 00.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok stúlku sem elst upp hjá föður sínum sem þjálfar hana til að RÚV Íþróttir verða leigumorðingi. 18.00 Ísland - Norður-Írland 00:25 Stone 20.10 Skólahreysti 2013 03:30 Our Family Wedding 21.10 Stelpurnar okkar 05:10 The Neighbors (8/22) 05:35 Fréttir

SkjárEinn

06:00 Pepsi MAX tónlist 13:45 Dr. Phil 08:55 Þýskaland 2013 - Æfing # 3 15:15 Last Comic Standing (2:10) 10:00 Pepsí-deild kvenna 2013 16:00 Parenthood (13:18) 11:50 Formúla 1 2013 - Tímataka 16:50 How to be a Gentleman (8:9) 13:35 Rúnar Kristinsson 17:15 Royal Pains (9:16) 14:20 NBA 18:00 Common Law (8:12) 15:05 Sumarmótin 2013 18:45 Blue Bloods (19:23) 15:50 The Battle of the Starsallt fyrir áskrifendur 19:35 Judging Amy (20:24) 17:30 Formúla 1 2013 - Tímataka 20:20 Top Gear Australia (3:6) 19:15 Spænski boltinn fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:10 Law & Order (11:18) 22:40 Cage Contender XVI 22:00 Leverage (6:16) 22:45 Lost Girl (15:22) 23:30 Nurse Jackie (2:10) 00:00 House of Lies (2:12) 17:00 Liverpool - Man. City 4 5 00:30 The Mob Doctor (8:13) 18:40 Real Madrid - Man. City - 18.09.12 01:15 Flashpoint (3:18) 19:10 Gunnlaugur Guðmundsson 02:05 Excused 19:40 Sigurður Helgason allt fyrir áskrifendur 02:30 Leverage (6:16) 20:10 Man. City - QPR - 13.05.12 03:15 Lost Girl (15:22) 20:40 2002/2003 6 fræðsla, sport og skemmtun fréttir, 04:00 Pepsi MAX tónlist 21:35 PL Classic Matches, 2003

13:10 Dr. Phil 15:25 Judging Amy (19:24) 16:10 Psych (8:16) 16:55 The Office (13:24) 17:20 The Ricky Gervais Show (11:13) 08:00 Þýskaland 2013 - Æfing # 1 17:45 Family Guy (11:22) 12:00 Þýskaland 2013 - Æfing # 2 18:10 Britain's Next Top Model (4:13) 16:25 Sumarmótin 2013 19:00 The Biggest Loser (2:19) 17:10 Pepsi mörkin 2013 20:30 Last Comic Standing (2:10) 18:25 Brighton - Arsenal 21:15 Beauty and the Beast (21:22) 20:10 NBA 21:00 Miami - San Antonio allt fyrir áskrifendur22:00 Never Say Never Again 00:15 NYC 22 (4:13) 22:50 Leeds - Tottenham 01:05 Upstairs Downstairs (1:3) 6 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 01:55 Excused 02:20 Beauty and the Beast (21:22) 17:45 Arsenal - Man. City 03:05 Pepsi MAX tónlist 19:30 PL Classic Matches, 1994 20:00 Manstu 4 5 20:45 Newcastle - Man. City allt fyrir áskrifendur 22:30 Manstu 22:05 Manstu 09:05 Three Amigos 23:15 Real Madrid - Man. City - 18.09.12 22:50 Man. City - Aston Villa 10:45 Arctic Tale fréttir, fræðsla, sport og skemmtun allt fyrir áskrifendur 23:45 Man. City - Newcastle 12:10 Garfield: The Movie 12:20 Date Night 10:30 Dolphin Tale 13:30 The Five-Year Engagement 13:45 Love Happens SkjárGolf 4 512:20 I Am Sam 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:30 Three Amigos 15:30 Diary of a Wimpy Kid: Rodrick Rules SkjárGolf 07:00 The Greenbrier Classic 2013 (2:4) allt fyrir áskrifendur 14:30 The Adjustment Bureau 17:10 Arctic Tale 17:10 Date Night 06:35 The Greenbrier Classic 2013 (1:4) 10:00 Inside the PGA Tour (26:47) 16:15 Dolphin Tale fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:35 Love Happens 09:35 US Open 2013 10:25 The Greenbrier Classic 2013 (2:4) 4 (1:4) 5 18:35 Garfield: The Movie 6 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:05 I Am Sam 20:20 Diary of a Wimpy Kid: Rodrick Rules 15:35 The Greenbrier Classic 2013 (1:4) 19:55 The Five-Year Engagement 13:25 Ryder Cup Official Film 1997 20:15 The Adjustment Bureau 22:00 Off the Black 22:00 Hemingway & Gellhorn 18:35 Inside the PGA Tour (26:47) 15:40 LPGA Highlights (9:20) 4 5 22:006 Contraband 19:00 The Greenbrier Classic 2013 (2:4) 23:35 The Red Baron 17:00 The Greenbrier Classic 2013 (3:4) 5 00:30 Cleaner6 23:50 The A Team 01:40 Ray 02:00 Other Side of the Tracks 22:00 US Open 2013 (2:4) 22:00 US Open 2013 (3:4) 4 5 6 01:45 Contraband 04:10 Off the Black 03:35 Hemingway & Gellhorn 02:00 ESPN America 02:00 ESPN America 4

ED DU MED DÍBBLAD NEB? ÁN ROTVARNAREFNA

Þarftu að losa um stífluna? Notaðu Nezeril og andaðu léttar.

DYNAMO REYKJAVÍK

6

Nezeril Ne eze eze erill 0,1 0 1 mg/ml, mg/mll, 0,25 mg/m 0,255 mg/ml mg/m m g l og o 0,5 0,5 mg/ml m nefúði, nefúð fúði fú ú ii,, lausn. lausn. lausn aus . 1 ml aus ausn au ml inniheldur: innih nnih iheld eldur: eldu ldu ld d r: Oximetazolinhýdróklóríð Oxime azolinhýdróklóríð 0,1 mg, 0,25 mg eða 0,5 mg. Notkun: Nezeril er notað gegn einkennum eins og nefrennsli, bólgum í nefslímhúð og nefstíflu vegna kvefs eða skútabólgu (sinusitis), eða sem stuðningsmeðferð skal ef þekkt er ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefni þess. Skömmtun: Börn frá 7 mánaða - 0,1 mg/ml, 2 úðar í hvora nös 2-3 sinnum á sólarhring. 2 úðar í hvora nös 2-3 sinnum á sólarhring. Börn frá stu uðningsmeðferð við miðeyrnabólgu miðeyrnabólg gu og o ofnæmisbólgum æmisbólgum æmisból gum í nefi. nefi. Ekki nef Ekkki kki ska k l nota nota Nezeril Nez 2 ára 2 úðar í hvora nös 2-3 sinnum á sólarhring. Fullorðnir og börn frá 10 ára – 0,5 mg/ml: 2 úðar í hvora nös 2-3 sinnum á sólarhring. Nezeril má mest nota í 10 daga samfleytt. Varnaðarorð: Segið árra – 0,25 0 25 mg/ml, mg/ml mg/ ml, 1 úði úði í hvora hvora nös nös 2-3 sinnum um á sólarhring. Börn Börn frá f 7 ára – 0,25 0,25 mg/ml, m u til staðar, sérstaklega hjartasjúkdómar, hjartasjúkdóm ofstarfsemi skjaldkirtils eða gláka (þrönghornsgláka), áður en byrjað er að nota Nezeril. Lesið vandlega leiðbeiningar um notkun lyfsins í fylgiseðli. Fulltrúi markaðsleyfishafa: GlaxoSmithKline lækni frá því ef einhverjir aðrir sjúkdómar eru aukaverkanir Aukaverkanir má tilkynna á vef Lyfjastofnunar: www.lyfjastofnun.is/Aukaverkanir/tilkynna eða til GlaxoSmithKline í síma 530 3700. ehf. Þverholti 14, 105 Reykjavík, Ísland, Sími 530 3700. Tilkynning um aukaverkanir:


sjónvarp 53

Helgin 5.-7. júlí 2013  Í sjónvarpinu Fjársjóður til Fr amtÍðar

7. júlí STÖÐ 2 07:00 Strumparnir / Villingarnir / Hello Kitty / UKI / Algjör Sveppi / Barnatími Stöðvar 2 / Algjör Sveppi / Grallararnir / Tasmanía / Hundagengið / Xiaolin Showdown 11:40 Batman: The Brave and the bold 12:00 Nágrannar 13:45 Besta svarið (4/8) 14:10 Grillað með Jóa Fel (6/6) allt fyrir áskrifendur 14:40 The Kennedys (7/8) 15:25 Mr Selfridge (7/10) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:20 Suits (13/16) 17:10 Hið blómlega bú 17:35 60 mínútur 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 4 19:00 Frasier (5/24) 19:25 Pönk í Reykjavík (3/4) 19:50 Harry's Law (7/22) 20:35 Rizzoli & Isles 21:20 The Killing (5/12) 22:05 Mad Men (13/13) 22:55 60 mínútur 23:40 The Daily Show: Global Editon 00:05 Nashville (2/21) 00:50 Suits (13/16) 01:35 Boss (3/10) 02:30 Kingdom of Plants 03:15 Rita (1/8) 04:00 Harry's Law (7/22) 04:45 Pönk í Reykjavík (3/4) 05:10 Frasier (5/24) 05:35 Fréttir



Kynþáttahyggja og hvalir Í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011 voru gerðir þættir um störf vísindamanna innan skólans og eru þeir sýndir eftir fréttir RÚV á þriðjudögum. Í þessari viku var umfjöllunarefni þáttarins innflytjendur og kynþáttahyggja. Rætt var við hvern fræðimanninn á fætur öðrum og kom margt áhugavert fram svo fyrir fjölmenningarnörd var þessi þáttur með eindæmum áhugaverður. Helga Ólafsdóttir ræddi um að rödd innflytjenda í fjölmiðlum mætti vera sterkari og að þeir endurspegli ekki fjölbreytileika samfélagsins. Íris Ellenberger sagði frá rann5

sókn sinni um áhrif innflytjenda á íslenskt þjóðlíf og að það væri þekkt fyrirbæri í sögu landsins að hingað komi hópar og setjist að. Unnur Skaptadóttir hefur gert rannsóknir á pólskum innflytjendum á Íslandi og sagði frá upphafi þess er þeir hófu að flytjast til landsins og Kristín Loftsdóttir sagði frá rannsóknum sínum á viðhorfi fólks til bókarinnar um Tíu litla negrastráka. Þá eru aðeins nokkrir fræðimenn upptaldir. Samsagt; sannkölluð fræðsluveisla fyrir áhugasama um málefni innflytjenda. En svo gerðist nokkuð óvænt á 23 mínútu þáttarins en þá var skyndi-

lega tekin kröpp beyja og byrjað að fjalla um hvalaapp, hljóðbók um hvalahljóð og app fyrir sykursjúka. Það lagðist ekki vel í fjölmenningarnördinn sem í nokkrar sekúndur reyndi að skilja hvernig hvalasöngur tengist kynþáttahyggju. Tilfinn-

ingin var svipuð og að finna kjötbita á botni íshrærings - óvænt og viss vonbrigði þó efnið um hvalina hafi verið áhugavert þá er á mörkunum að það passi í þátt sem auglýstur er um kynþáttahyggju. Dagný Hulda Erlendsdóttir

6

T Í MA R I T I Ð

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

09:40 FH - Fram 11:30 Formúla 1 14:30 Herminator Invitational 15:20 Sumarmótin 2013 16:05 Miami - San Antonio 17:55 Duel of Giants 19:45 Víkingur R - Breiðablikallt fyrir áskrifendur 22:00 Formúla 1 00:30 Pepsi mörkin 2013 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

16:45 Man. City - Newcastle 18:25 Man. City - QPR - 13.05.12 18:55 Manstu 19:40 Premier League World 2012/13 allt fyrir áskrifendur 20:10 Real Madrid - Man. City - 18.09.12 20:40 Season Highlights 1999/2000 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:35 Sigurður Helgason 22:05 Gunnlaugur Guðmundsson 22:35 Man. City - Southampton

SkjárGolf 4

06:00 ESPN America 06:05 The Greenbrier Classic 2013 (3:4) 10:35 PGA TOUR 2013: 7 Days (1:1) 11:35 The Greenbrier Classic 2013 (3:4) 16:05 The Open Championship Official Film 1993 17:00 The Greenbrier Classic 2013 (4:4) 22:00 US Open 2013 (4:4) 02:00 ESPN America

4

5

A GOOD DAY TO DIE HARD

THIS IS 

BROKEN CITY

THE FROZEN GROUND

PARKER

LIZA MARKLUND: LIVSTID

RISE OF THE GUARDIANS

PITCH PERFECT

PEACE, LOVE AND MISUNDERSTANDING

 JAGTEN

TOPP 

5

6

Upplifun 6

um Landsmótshelgina á Selfossi

Ljósmynda- og plöntusýning 6. og 7. júlí kl. 13:00 - 18:00 í Fossheiði 1, Selfossi

Sýning og sala á ætum blómplöntum. Grænmetis- og plöntumarkaður. Landslagsmyndir Páls Jökuls

Hjartanlega velkomin Vandað og áhugavert lífsstílstímarit um allt sem viðkemur garðyrkju og sumarhúsalífi. Blaðið kemur út fimm sinnum á ári og er uppfullt af fróðleik og skemmtilegu lesefni.

Áskrift í síma 578-4800 og á www.rit.is Áskrift í eitt ár kostar kr. 4.780 sé greitt með greiðslukorti. Þrjú eldri blöð fylgja með.


54

bíó

Helgin 5.-7. júlí 2013

 fRumsýnd This is The end

 BíódómuR: WhiTe house doWn 

Heimsendapartí grínara Nýja fyndna kynslóðin í Hollywood kemur saman í This Is the End sem er ansi hreint sérstök gamanmynd um heimsendi sem skellur á þegar nokkrir vinsælustu gamanleikarar samtímans eru í góðu partíi heima hjá leikaranum James Franco. Höfundar Superbad og Pineapple Express hafa hér smalað saman eldhressum hópi leikara sem allir leika sjálfa sig í þessu drepfyndna rugli. Seth Rogen, Jay Baruchel, Jonah Hill, Danny McBride, Michael Cera, Emma Watson og fleira

gott og fyndið fólk er í góðum gír á heimili Francos þegar miklar hamfarir dynja yfir. Los Angeles lamast og úti fyrir ríkir alls herjar ringulreið en partífólkið lokar sig af heima hjá Franco og reynir að sleppa undan hörmungunum. Þetta reynist þó skammaóður vermir þar sem innilokunarkennd og skortur á birgðum gerir fljótt vart við sig og þá er ekki annað til ráða en að stíga út í hinn hrunda heim og mæta örlögunum. Og þá fyrst reynir á vináttubönd fyndna og fræga fólksins.

Die Hard í Hvíta húsinu

Janes Franco, Jonah Hill, Seth Rogen og fleiri komast í hann krappan þegar heimsendir skellur á í miðju partíi.

Aðrir miðlar: Imdb. 8,0, Rotten Tomatoes: 83%, Metacritic: 67%

White House Down er fín spennumynd sem líður sjálfsagt fyrir að örfáir mánuðir eru liðnir síðan Gerard Butler bjargaði forseta Bandaríkjanna þegar illmenni gerðu atlögu að forsetabústaðnum. Þá er ekki síður sérkennilegt við þessa mynd að hún er í ótal stór- og smáatriðum eiginlega nákvæmlega eins og Die Hard frá 1988. Nú er bara Channing Tatum í hvíta hlýrabolnum í stað Bruce Willis en ungi maðurinn þarf varla að gera neitt meira en að mæta, vera sætur og sýna stælta upphandleggsvöðva. Willis hafði eitthvað annað og meira á sínum tíma enda Die Hard með betri spennumyndum síðustu áratuga. White House Down er þó fín fyrir sinn hatt og henni til hróss má

segja að manni leiðist ekki eitt augnablik eftir að hryðjuverkamennirnir láta til skarar skríða og leggja Hvíta húsið undir sig. Roland Emmerich (Indepenence Day) getur verið ágætur í spennunni en er dálítið veikur fyrir amerískri þjóðernisvellu og smyr henni hér vel og vandlega utan á sprengjukökuna sína. White House Down er yfirgengileg að öllu leyti. Í væmninni, þjóðrembunni, hasarnum, fjölda drepinna og fokdýrum tæknibrellum þar sem bílum, þyrlum, byggingum og öllu þar á milli er rústað með tilþrifum. Og barasta ekkert út á það að setja og þeir sem kunna að meta svona lagað hljóta að fara sáttir út eftir að Tatum og Jamie Foxx, í hlutverki forseta Bandaríkjanna, hafa lokið sér af. –ÞÞ

 The Lone R angeR TonTo segiR fR á

einungis unnið úr safa ungra grænna kókoshneta

himneskt.is

The Lone Ranger og Tonto eru komnir aftur á bak eftir langt hlé og nú eru það þeir Armie Hammer og Johnny Depp sem leika þessa félaga sem hafa haldið uppi lögum og reglum í Texas villta vestursins í 80 ár eða svo.

Kúrekinn með bófagrímuna skellir á skeið Kúrekinn The Lone Ranger á sér langa sögu í amerískri dægurmenningu og hefur komið víða við frá þvi hann var fyrst kynntur til leiks í útvarpi 1933. Nú er hann mættur til leiks í fokdýrri sumarmynd frá framleiðandanum Jerry Bruckheimer sem enn eina ferðina teflir Johnny Depp fram í endalausri leit sinni að meiri gróða. Depp leikur indíánan trygga, Tonto, sem fylgir riddara sléttunnar eins og skugginn en sagan er að þessu sinni sögð frá sjónarhorni Tontos.

J

wEEKEnd

(16)

5 - 11 JÚLí: 18:00 - 20:00 - 22:00

sKÓLAnEMAR:

25%

AFsLáttUR

FARGO bAnAnAs GEGn

(16) (12)

FRAMvísUn

LAU: 20:00 sUn: 20:00

sKíRtEinis!

MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711

Í myndinni lítur Tonto til baka og rifjar upp söguna af því hvernig lögreglumaðurinn John Reid umbreyttist í hinn ósigrandi útvörð réttlætisins, The Lone Ranger.

erry Bruckheimer, leikstjórinn Gore Verbinski og Johnny Depp hafa átt ábatasamt samstarf í nokkur ár og myndaserían um The Pirates of the Caribbean hefur malað þeim gull. Aðsóknin og dollarafjöllin hafa þó síður en svo verið trygging fyrir gæðum. Fyrsta sjóræningjamyndin var frábær skemmtun, líflegt og spennandi ævintýri þar sem Depp fór á kostum og heillaði fólk upp úr skónum í hlutverki hins ramskakka, fláráða en inn við beinið ágæta sjóræninga Jack Sparrow. Framhaldsmyndirnar, sem eru orðnar þrjár eins og er, voru síðan því miður hver annarri leiðinlegri og í því ljósi má í það minnsta fagna því að tríóið hefur nú skipt um gír og fært sig frá Karíbahafi yfir á sléttur villta vestursins. Indíáninn Tonto hefur í gegnum tíðina verið viðhengi The Lone Ranger en Depp kaus að leika hann í The Lone Ranger og indíáninn getur því tæpast talist aukapersóna í þessari umferð enda er Depp alltaf aðalgæinn hvar sem hann kemur. Armie Hammer, sem leikur kúrekann, þarf því að hafa sig allan við til þess að falla ekki í skuggann af skraulegum indíánanum og stórstjörnunni sem túlkar hann með hrafn með þanda vængi sem höfuðskraut. Í myndinni lítur Tonto til baka og rifjar upp söguna af því hvernig lögreglumaðurinn John Reid umbreyttist í hinn ósigrandi útvörð réttlætisins, The Lone Ranger, en indíáninn átti sinn þátt í því öllu saman. The Lone Ranger á sér langa sögu og hefur verið á fleygiferð, með löngum hléum, í ein 80 ár, og er fyrir löngu orðinn að íkoni í bandarískri menningu. Hann tók illþýði í

sléttum Texas í villta vestrinu föstum tökum og fór mikinn á gæðingnum Silver með Tonto sér við hlið. Þetta grímuklædda Zorró-ígildi rann undan rifjum höfundarins Fran Striker og lét fyrst að sér kveða í útvarpi. The Lone Ranger sló í gegn á öldum ljósvakans og ævintýri hans héldu áfram í bókaflokki þar sem Striker skrifaði megnið af sögunum. Af blaðsíðum bókanna lá leiðin að vonum í sjónvarp en þættirnir um The Lone Ranger nutu mikilla vinsælda á árunum 1949 til 1957. Auk þess varð kúrekinn myndasöguhetja og lét til sín taka í bíó. Upphrópunin „Hi-Yo, Silver! Away!“ varð að tískufrasa hjá krökkum ásamt orðinu „kemosabe“ (tryggi vinur) sem Tonto notaði um félaga sinn festist í sessi. Önnur helstu kennimerki The Lone Ranger sem hafa alla tíð verið nátengd honum eru svo forleikur Rossinis að William Tell sem ómaði jafnan þegar Silver skellti á skeið og svo silfurkúlurnar sem The Lone Ranger notaði þótt engir væru varúlfarnir á ferð í Texas á gullaldarárum hans. Auk Depp og Hammer eru William Fichtner, Helena Bonham Carter, Barry Pepper og Tom Wilkinson í helstu hlutverkum. Aðrir miðlar: Imdb: 6,6, Rotten Tomatoes: 25%, Metacritic: 37%

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


40

ETHNICRAFTT SÓFUM

AF

ALLRI SUMARVÖRU

ETHNICRAFT SÓFUM

40

ÚTSALAN ER HAFIN AF

ÖLLUM HANDKLÆÐUM

30

AF

ÖLLUM LJÓSUM OG SKERMUM

ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR Gerum hús að heimili

TEKK COMPANY og HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400 Opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og á sunnudögum kl. 13-18.

Vefverslun á www.tekk.is


56

menning

Helgin 5.-7. júlí 2013

 List Norr æNi meNNiNgarsjóðuriNN veitir styrk

Sextíu milljón króna styrkur til stafrænnar listar Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@ frettatiminn.is

löndum, hið minnsta, taki Norræni menningarsjóðurinn þátt í þeim verkefnum sem auglýsir nú eftir umsóknum að hann styrkir. sextíu milljón króna styrk sem Á síðasta ári veitti veittur er annað hvert ár. StyrkNorræni menningarsjóðururinn mun fara til verkefnis á inn þessum sama styrk sviði stafrænnar listar og gilda til verkefnisins Norræna fyrir tímabilið 2015 til 2016. ljósið 2014 en að því standa Markmið sjóðsins með styrknVilborg Einarsdóttir og um er að hvetja til sköpunar á Norræni menningarsjóðurinn styrkir verkefni Hlín Jóhannesdóttir, í sviði starfrænnar listar þar sem á sviði starfrænnar listar árin 2015-2016. samstarfi við tvo finnska samspil tækni og lista leiðir til listamenn. þróunar og tækifæra. Sjóðurinn leggur áherslu Umsóknarfrestur rennur út 15. febrúar 2014 á að verkefnin sýni fram á listræna nýsköpun og nánari upplýsingar má nálgast á síðu sjóðsins með áherslu á gagnvirkni og tjáskipti. Sú regla www.nordiskkulturfond.org gildir hjá sjóðnum að fólk frá þremur Norður-

Framleiðendurnir Vilborg Einarsdóttir og Hlín Jóhannesdóttir hlutu sama styrk í fyrra vegna Norræna ljóssins 2014. Ljósmynd/Hari.

 meNNiNg sumarsýNiNg í miðbæ reykjavíkur

Halla Jóhanna Magnúsdóttir og Ágúst Skúlason opna sumarsýningu í dag klukkan 17:00 í listhúsi sínu, Tveimur hröfnum og eru allir velkomnir. Mynd/Hari.

Níu listamenn á sumarsýningu Tveggja hrafna

Listhúsið Tveir hrafnar opnar í dag sumarsýningu á verkum níu íslenskra listamanna sem allir eiga það sameiginlegt að hafa heillað eigendur listhússins, þau Höllu Jóhönnu Magnúsdóttur og Ágúst Skúlason. Sýningin mun standa yfir til loka sumars en opnunin verður í dag á milli klukkan 17 og 19 og eru allir velkomnir.

v

Það eru ekki aðeins forréttindi að geta notið listarinnar og þess sem hún gefur manni, heldur getur hún einnig verið fyrirtaks fjárfesting.

ið hérna hjá Tveimur hröfnum eigum í samstarfi við sex listamenn, þau Davíð Örn Halldórsson, Hallgrím Helgason, Huldu Hákon, Húbert Nóa Jóhannesson, Jón Óskar og Steinunni Þórarinsdóttur. Á sumarsýningunni verða verk frá þeim auk verka eftir Erró, Kristján Davíðsson og Óla G. Jóhannsson,“ segir Ágúst Skúlason sem er eigandi listhússins ásamt konu sinni, Höllu Jóhönnu Magnúsdóttur. „Kristján lést fyrir skömmu síðan en Óli fyrir tveimur árum. Við þekktum þá báða vel, þótti mjög vænt um þá merkismenn og langar með þessu að heiðra minningu þeirra en þeir sýndu saman í Listasafni Akureyrar árið 2001.“ Ágúst segir listamenn sýningarinnar eiga það sameiginlegt að vera í miklum metum hjá þeim hjónum. „Við leggjum mikið upp úr því að starfa með góðum listamönnum og erum alsæl með það fólk sem við eigum í samvinnu við.“ Að sögn Ágústs eru listamennirnir breiður hópur fólks á öllum aldri. Yngstur þeirra er Davíð Örn Halldórsson sem er þrjátíu og sex ára en fyrr á þessu ári var hann tilnefndur til skandinavísku Carnegie listaverðlaunanna sem

veitt eru annað hvert ár. „Hann verður fulltrúi Íslands, ásamt Einari Garibaldi Eiríkssyni, á sýningu verðlaunanna sem opnar í haust í Stokkhólmi í Svíþjóð.“ Ágúst og Halla hafa lengi verið mikið áhugafólk um myndlist og hafa sjálf safnað verkum í gegnum árin. Þau hafa kynnt og miðlað listaverkum ýmissa listamanna til fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. „Það er gaman að sjá hvað fólk er áhugasamt um myndlistina. Það eru ekki aðeins forréttindi að geta notið listarinnar og þess sem hún gefur manni, heldur getur hún einnig verið fyrirtaks fjárfesting,“ segir Ágúst. Listhúsið Tveir hrafnar annast einnig endursölu á völdum verkum auk þess að veita ráðgjöf við kaup á myndlist. Galleríið er staðsett að Baldursgötu 12, gegnt veitingastaðnum Þremur frökkum og er opið frá klukkan 11 til 17 miðvikudaga til föstudaga en frá 13 til 16 á laugardögum og utan þess tíma eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar má nálgast á vef listhússins www.tveirhrafnar.is Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is


NÝT T

LIN

Þú vDU SM erðu ÁBU r að F p ró f F a!

Kíktu í kassann – sláðu inn kóðann á Facebook-síðu Góu og athugaðu hvort þú hafir unnið einn af fjölmörgum glæsilegum vinningum.


58

samtíminn

Helgin 5.-7. júlí 2013

 forheimSk andi Sjálfdýrkun nútímanS

Elskaðu sjálfan þig og ekkert nema sjálfan þig Það hafa margir orðið til þess að benda á hversu forheimskandi nútímamenningin er — og þá ekki aðeins léttvægar afurðir vitundariðnaðarins; heldur ekki síður sjálfsmynd nútímamannsins; yfirdrifin sjálfhverfa hans og hugmyndir um eigið mikilvægi. Og ágæti. Það er náttúrlega erfitt að vera einstaklingur í menningarsamfélagi sem tignar einstaklinginn; hampar helgi hans og óvéfengjanlegum rétti til að leita hamingju og lífsfyllingar með

því að fullkomna sjálfan sig; verða hinn allra besti ÉG. Eftir að Guð í alheimsgeimi hvarf að mestu úr myndinni er hver maður orðinn sinn eigin skapari og sjálfsköpun er verkefnið; að finna sjálfan sig og skapa í eigin mynd. En þar sem ÉG sjálfur er hið endanlega markmið þarf ÉG í sjálfu sér ekki að leggja mig fram eða leita langt. ÉG er... uhh; einmitt; ÉG er. En það er ekki hægt að segja margt af viti um heimsku. Því vitna ég hér í ráð til sjálfshjálp-

ar sem sett voru fram af Trevor O. Strong í bók hans Get Stupid! Þetta er eins konar 12 spora leið (þó það sé ekki lagt svo mikið á þátttakendur) fyrir þá sem vilja hætta að streitast á móti og falla betur að tíðaranda heimskunnar. Þeim sem finnst óþægilegt að horfast í augu við eigin heimsku er ráðlagt að hafa skref tvö í huga; lesa þetta sem vitnisburð um heimsku hinna og hversu sterk áhrif heimskan hefur á samfélagið. -gse

 heimSk an hefur leikið ÞeSSa Þjóð illa

Íslandssaga heimskunnar

Þ

að hefur verið sagt um Íslendinga að þótt hver um sig geti þeir verið snjallir og óvitlausir; þá eru þeir með afbrigðum heimskir sem hópur. En sjálfsagt á það við um aðrar þjóðir einnig; við gerum stærstu axarsköftin í sameiningu. Því verr duga heimskra manna ráð sem fleiri koma saman — segir í Laxdælu. Íslandssagan er ágætur vitnisburður um heimskuna. Það má til dæmis benda á að um það leyti sem Ísland byggðist voru Kanaríeyjar ónumið land. Við getum rétt ímyndað okkur hvort það hefði ekki verið huggulegra hjá okkur þar suðurfrá stóran hluta Íslandssögunnar. Talið er að það hafi tekið landnámsmenn innan við öld að eyða svo til öllum skógi og skerða með öðrum hætti svo landsgæði að landið gat brauðfætt um helmingi færri en ella. Landsnámsmenn gátu illa varist þessu; landshagir hér voru ólíkir því sem þeir höfðu vanist á Skotlandseyjum og í Noregi; landið þoldi einfaldlega ekki sömu ágengni og þar mátti beita að skaðlausu. Undir lok fimmtándu aldar setti kóngur lög að beiðni stórbænda sem bönnuðu vetursetu við sjávarsíðuna og komu í veg fyrir að hér þróist sjávarútvegur að einhverju

ráði. Þetta varð til þess að 400 ára seinkun varð á að arðurinn af Íslandsmiðum nýttist þjóðinni. Þegar enskar borgir skorti matvæli eftir iðnbyltinga leituðu hingað spekúlantar og keyptu sauði á fæti . Á örskömmum tíma breyttu bændur sauðfjárræktinni úr ullarframleiðslu með mjólk og kjöt sem aukaafurð í stórtæka kjötframleiðslu (og eyddu í leiðinni þeim gróðri á heiðum sem landsnámsmennirnir höfðu skilið eftir). Þegar niðursuða og frysting gerðu mögulegt að flytja nautakjöt frá Texas og Argentínu til Englands hættu spekúlantarnir að koma til Íslands (enda er sauðfé ákaflega óhagkvæmt til kjötframleiðslu). Eftir sem áður voru kindur eftirleiðis ræktaðar hérlendis fyrir kjötið; líklega í von um að niðursuða og frystitækni gleymist. Á síðustu öld eyddu Íslendingar síldinni, stríðsgróðanum, Marshall-aðstoðinni, brenndu allan sparnað sinn margsinnis í verðbólgu, settu bankakerfið á hausið svo glumdi um heimsbyggðina o.s.frv., o.s.frv. Það er ekki loku fyrir það skotið að bommerturnar verði æ stærri — í takt við fullvissu okkar um að nú séum við búin að átta okkur á vandanum og komin með lausnina.

Rannsóknarnefnd Alþingis lagði í vikunni fram enn einn vitnisburðinn um mátt heimskunnar í íslensku samfélagi; 270 milljarða tapað fé í Íbúðalánasjóði.

Sjö skref í átt að algleymi heimskunnar 1. Hættu að hugsa! – Tæmdu hugann. 2. Ekki taka á þig sökina! – Kenndu öðrum um. 3. Ekki hlusta eftir tilfinningum þínum! – Slökktu helst á þeim. 4. Byggðu veggi! – Haltu öllum öðrum fyrir utan. 5. Forðastu áskoranir! – Þeim mistekst aldrei sem ekki reyna. 6. Trúðu á sjálfan þig! – Elskaðu sjálfan þig og ekkert nema sjálfan þig. 7. Ekki hlusta á annað fólk! – Þitt sjónarhorn er eina sjónarhornið

 Samfélag hinS vitiborna mannS

Heimskan er sterkasta aflið Eftir framfaratrú síðustu alda höfum við orðið blind fyrir áhrifum heimskunnar á menningu okkar og samfélag. Okkur er tamt að hugsa um vitið sem drifmótor framfara. Og kannski þess vegna er heimskan líklega öflugri og áhrifameiri í dag en nokkru sinni. spurninga en hann getur svarað. Honum dugar ekki að lifa í þeim heimi sem hann skilur og nær utan um. Cave of Forgotten Dreams dregur því upp mynd af homo spiritualis; hinum andlega manni. Og veltir upp spurningum hvort við höfum svo mikið breyst síðustu rúm 30 þúsund ár; hvort tilfinningar okkar, sjálfsmynd og hugmyndir séu ekki ennþá fremur sprottnar af vangaveltum okkar um hvað kunni að leynast á milli og handan haldbærrar þekkingar og vissu; en þeirra fáu þekkingarmola sem við teljum okkur geta staðið á. Svo vitnað sé í aðra heimildarmynd — og mun betri; frábært listaverk: Nostalgia de la luz (2010) eftir chileanska kvikmyndagerðarmanninn Patricio Guzmán (ég hvet alla til að sjá þá mynd); þá bendir stjörnufræðingurinn Gaspar Galaz á að öll raunveruleg þekkingarleit sé í eðli sínu andleg. Öll veigamikil þekking sprettur af spurningum um hvaðan við komum, hvers eðlis líf okkar sé og hver staða okkar er í heiminum.

Gáfuleg heimska er hættulegust

Forsögufræðingurinn Jean Clottes bendir á í mynd Werner Herzog, Cave of Forgotten Dreams, að það voru við sjálf sem völdum okkur nafngiftina; Hinn vitiborni maður.

Albert Einstein sagði að aðeins tvennt í veröldinni væri óendanlegt; alheimurinn og heimska mannanna. Hann bætti svo við að hann væri þó ekki fullviss um óendanleik þess fyrrnefnda.

h

eimildarmyndin Cave of Forgotten Dreams (2010) eftir Werner Herzog fjallar um rúmlega 30 þúsund ára gamlar myndir sem forfeður okkar og – mæður höfðu málað á veggi hella í Chauvet í Suður-Frakklandi. Þetta er ekki ein af betri heimildarmyndum Herzog; en alls ekki slæm fyrir það — Herzog hefur gert margar hreint magnaðar heimildarmyndir. En það er þess virði að sjá þessa mynd um hella gleymdra drauma; þó ekki væri fyrir nema eina setningu undir lok hennar. Eftir að áhorfendur hafa skoðað hellamyndirnar, fræðst um uppruna þeirra og aldur og hlýtt á vangaveltur um tilgang þeirra og listrænt gildi er skotið inn viðtalsbút við Jean Clottes, fornleifafræðing sem helgað hefur líf sitt og starf forsögulegum mönnum; meðal annars rannsakað hellamálverkin í Chauvet áratugum saman. Clottes sker sig frá öðrum viðmælendum Herzog í þessari mynd (og ekki síst Herzog sjálfum); hann er glaðlegur og eilítið glettinn þegar hann bendir á þessi nafngift; homo sapiens eða hinn vitiborni maður; er ekki eitthvað sem við áunnum okkur. Það kallar okkur enginn þessu nafni nema við sjálf.

Öll þekking sprettur af andlegri spurn

Brautarholti 8 Mán. - fim. 9-17 Föstud. 9-16

sími 517 7200 / www.ferdakort.is

Ef til vill er manngildishugmynd nútímamannsins í eðli sínu heimsk.

Í myndinni reynir Herzog að draga fram að það eru önnur öfl en vitið sem eru sterkust í manninum. Og hann á þá alls ekki við heimskuna; heldur að maðurinn geti ekki reitt sig á vitneskju sína til að lifa af í heiminum; hvað þá til að skilja hann eða sjálfan sig. Til þess hefur maðurinn alltaf vitað of fátt. Einkenni hans sem skepnu eru að geta spurt stærri

Það er semsé ekki hægt að flýja tilvistarlegan vanda okkar. Okkur langar að vita margt en vitum svo fátt. Og þar sem óvissan er ógnar víðfeðm er hún í raun grunnur tilvistar okkar. Það er því ofmælt, eins og Jean Clottes benti á; að kalla okkur hinn vitiborna mann. Vit okkar og vitneskja er svo takmörkuð að það er í raun fullkomlega heimskt að líta á vitið sem meginaflvél hugsunar okkar. Þess vegna glotti Clottes; það eru ekki nema fáráðlingar sem kalla sig vitiborna menn. Og þar sem það er eitt helsta einkenni heimskunnar að treysta á takmarkað vit sitt; er ekki að furða þótt heimskan hafi farið vaxandi eftir því sem þekking mannsins hleðst upp. Og eftir því sem þekkingin fyllir fleiri terabyte gefast fleiri tilefni til heimskulegra ályktana og rangra ákvarðana. Heimska byggð á klárri og augljósri vankunnáttu er ekki svo hættuleg. Það er takmarkað sem barn getur gert af sér. En það eru engin takmörk fyrir þeim skaða sem fólk fullvíst um eigin þekkingu og ágæti getur valdið. Þess vegna lifum við gullöld heimskunnar. Ekki bara vegna þess að fjármála- og efnahagskerfi heimsins voru lögð í rúst með útpældum áhættustýringarkerfum; heldur ekki síður vegna þess að öll tilvistarleg umræða er klædd í búning þekkingar þegar hún ætti að skarta tötrum fákunnáttunnar. Veröldin er sönnun þess að við getum ekki reiknað okkur að niðurstöðu og að við erum álíka fjarri því að finna svör við áleitnustu spurningunum með akademískri ástundun. En vegna þess hversu mikla trú við leggjum á uppsöfnun þekkingar og vísindalegar aðferðir; eigum við orðið æ erfiðara með að skilja okkur. Að ekki sé talað um hvort annað.

Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is


gæði á Betra Verði í dorMa! g

silo svefnsófi með tungu

SófaVeiSlutilboÐ kr.

109.990 fullt VerÐ 129.990

stærð: 228 x 162 cm H. 83 cm. dökk- og ljósgrátt áklæði tunga getur verið beggja vegna.

C&J stillanlegt heilsurúm

með shape hape dýnu Stærð 2x80x200 2x90x200 2x90x210 2x100x20 120x200 140x200

Verð kr. 375.800 kr. 399.800 kr. 405.800 kr. 423.800 kr. 230.900 kr. 257.900

n inndraganlegur botn n 2x450 kg lyftimótorar n Mótor þarfnast ekki viðhalds

nature‘s sHape heilsurúm

Stillanleg

heilSúrúm

Shape

ótrúlegt

VerÐ

Shape

By nature’s Bedding

Stærð cm. 90x200 100x200 120x200 140x200 160x200 180x200

By nature’s Bedding

gafl seldur sér

n tvíhert stál í burðargrind n 5 ára ábyrgð

SófaVeiSlan

2Ja sæta sófar | 3Ja sæta sófar | sófasett

BlooM 2ja og 3ja sæta

12 mánaÐa afborganir

VaxtalauSt

Heilsudýna sem: n lagar sig fullkomlega að líkama þínum

n 24 cm þykk heilsudýna n engin hreyfing

Dormaverð 97.900 109.900 121.900 143.900 163.900 181.900

n aloaVera áklæði n 5 ára ábyrgð!

tungusófar | Hornsófar | sVefnsófar | o.fl.

atlanta 2ja og 3ja sæta sófar

3,5% lántökugjald

SófaVeiSlutilboÐ 2ja Sæta

SófaVeiSlutilboÐ 3ja Sæta

99.990

139.990

fullt VerÐ 119.990

fullt VerÐ 169.990

ljóst og dökkgrátt áklæði. 3ja sæta stærð: 205x80 H80 cm. 2ja sæta. stærð 145x80 H80 cm.

florida hornsófi með tungu SófaVeiSlutilboÐ kr.

175.900 fullt VerÐ 195.900

stærð: 252 x 205 cm H. 71 cm. litur grátt Einnig til hornsófi með tungu XL.

Holtagörðum Pöntunarsími 512 6800

SófaVeiSlutilboÐ kr.

109.990 fullt VerÐ 139.900

SófaVeiSlutilboÐ kr.

139.990 fullt VerÐ 169.990

ljóst og dökkgrátt áklæði. 2ja sæta stærð 170x86 cm. 3ja sæta stærð: 210x86 cm.

oslo tungusófi SófaVeiSlutilboÐ kr.

139.900 fullt VerÐ 189.900

Aukahlutur á mynd: Höfuðpúði fullt verð 12.900. Nú aðeins 9.900.

stærð 230 x 150/85 cm. slitsterkt áklæði í 4 litum. grátt, ljósgrátt, svart og beige. tunga getur verið h/v.

Dorma er einnig í HÚSGAGNAHÖLLINNI á akureyri og í reykjavík

OPIÐ: Virka daga frá kl. 10.00-18.00 • Laugardaga frá kl. 11.00-17.00 • Sunnudaga: Lokað í júlímánuði


60

dægurmál

Helgin 5.-7. júlí 2013

 Í takt við tÍmann Fanney ingvarsdóttir

Skófíkill sem kominn er af sælkerum Fanney Ingvarsdóttir er 21 árs Garðbæingur sem kjörin var Ungfrú Ísland árið 2010. Hún er stúdent úr FG og hefur verið að vinna í GS skóm meðfram ferðalögum. Í sumar halda hún og vinkonur hennar úti bloggsíðunni 210-blog á vegum Skapandi sumarstarfa í Garðabæ. Staðalbúnaður

Fatastíllinn minn fer eftir því hvernig skapi ég vakna í á morgnana og hvernig veðrið er úti. Oftast er hann samt þægilegur, dömulegur og blanda af nýtískulegum og gamaldags. Ég versla mikið erlendis, aðallega í H&M, Monki, Weekday og Urban Outfitters en hér heima versla ég í Gallerí 17, GS skóm, Zöru og Topshop auðvitað. Og í second hand-búðum eins og Spútnik og Nostalgíu. Ég er búin að vera að vinna í skóbúð í þrjú ár og skósafnið er því orðið ansi stórt, kannski full stórt. Ég myndi segja að ég væri pínu skófíkill.

Hugbúnaður

Ég verð að viðurkenna að ég fer langoftast á b5, eins og hálft Ísland. Þar hittir maður langflest af sínu fólk enda er tónlistin góð og gaman að dansa. Annars fer ég líka á Vegamót, Faktorý og Dönsku krána. Á barnum panta ég mér yfirleitt bjór, ég er ekki dömulegri en það. Ég hætti að æfa handbolta fyrir tveimur árum en hef síðan stundað líkamsrækt í World Class þó það sé misjafnt hversu dugleg ég er. Ég fylgist líka með íþróttum, handboltanum á veturna og fótboltanum á sumrin. Allt í einu finnst mér eins og klukkutímunum í sólarhringnum hafi fækkað og ég hef

þvílíkri ástríðu og ég stórgræði á því. Mér finnst líka gaman að fara út að borða, bæði fínt á staði eins og Tapasbarinn og Grillmarkaðinn, og í hádeginu á Saffran, Serrano, Vegamót og fleiri. Áhugamálin mín eru íþróttir, tíska og ferðalög. Það er dásamlegt að ferðast um Ísland en ég kann líka ótrúlega vel að meta að heimsækja ný lönd og kynnast nýrri menningu. Mér finnst ég alltaf verða ríkari fyrir vikið en hvert skipti kveikir líka í mér meiri þrá. Stóra systir mín býr í Kaupmannahöfn og við höfum farið þangað þrisvar eða fjórum sinnum á ári. Ég kann rosa vel við mig þar. Af öðrum stöðum sem ég hef heimsótt stendur Shanghaí í Kína upp úr, það var eins og að koma til framtíðar að koma þangað. Svo finnst mér New York líka æði. Ég keyri um á Yaris. Mamma á einn sem ég fæ lánaðan og amma og afi eiga annan sem ég fæ að nota þegar þau eru í útlöndum. Fólkið mitt reddar mér.

ekki jafn mikinn tíma fyrir sjónvarpið og áður. Ég horfi þó enn á einhverja þætti, til dæmis Sons of Anarchy, Vampire Diaries, Modern Family og svo Gossip Girl og Grey‘s Anatomy.

Vélbúnaður

Ég er svolítil Apple-manneskja, er nýlega búin að fá mér iPhone 5 og átti þar áður 4 og 3S. Það er ekki séns að skipta yfir í eitthvað annað, ég er rosalega háð símanum. Hann er litla tölvan mín en annars á ég Macbook-tölvu sem hefur reynst mér mjög vel. Í símanum nota ég Instagram mest af öppunum, ég hef rosa gaman af því forriti. Þar á eftir koma Snapchat og Facebook.

Aukabúnaður

Báðir foreldrar mínir eru þvílíkir sælkerar og ég fæ því iðulega góðan mat heima. Þau elda af

Fanney Ingvarsdóttir heldur úti bloggsíðunni 210-blog.blogspot.com ásamt vinkonum sínum í sumar þar sem þær fjalla um allt á milli himins og jarðar. Ljósmynd/Hari

Er hægt að fá sent heim?

Bragagata, Laugavegur og Suðurlandsbraut / 562 3838 / eldsmidjan.is


LA - Ú T S TSAL ALA R U A - ÚTSMARKAÐ U A L LA - Ú - ÚTÚSTSÖ ALAÚT-S T S I A N L K A A L A Æ T ÚTSALA HÁ -

TSALA - ÚTÚSTA SLAALA- SALA ÚTSAL ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSAL A - ÚT8 0 % SAFASLLÁTA TUR!-Ú TSA Kr

in g

lu

m ýr ar

br au

t

PIPAR\TBWA • SÍA • 132035

r, a p á k s s ,í r a m í s r fa , i k , r æ a t l s é g v n fi i f tn ka u , r fl a t m s ó i j l r h ð , , u r ó a u í r k b b k a , u r l i m t ei ak lu r h h a , j a p k k r e u ö v a v s lvu rp ö a Sjón t v t , . r ú a u , r v r i l a e ö v t fl ð , t r ö g lst ar a t m , g a o eldavéla m r í rs vu l a f ö t r a i j r k y i f le ir , t r i u l k i h e a l k u au ölv t , r u k s tö u v l ö t r ALLT AÐ a f

Þar sem

Toyota va r

áður

Nýbýlavegur

Dalbrekka

Nýbýlavegi 6 – Opnunartími mánudaga–föstudaga 12–19, laugardaga 12–17


62

dægurmál

Helgin 5.-7. júlí 2013

 SjónVarp ebba guðný guðMundSdóttir gerir MatreiðSluÞætti fr á eigin br jóSti

Heilsuréttir Ebbu í nýjum matreiðsluþætti „Ég verð með uppskriftir sem ég elda fyrir mína fjölskyldu, upskriftir sem hafa virkað. Ég vil vona að þær geti nýst fleirum því ég vil sýna fólki hvað það er einfalt að búa til hollan mat,“ segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir um nýja matreiðsluþætti sem hún mun stjórna á RÚV næsta vetur. Ebba hefur vakið athygli fyrir heilsurétti sína. Þættir hennar á Mbl.is vöktu mikla athygli fyrir nokkrum misserum og bók hennar, Hvað á ég að gefa barninu

mínu að borða?, sló í gegn á sínum tíma. Ebba hefur haldið úti heimasíðunni Pureebba.com um nokkra hríð. Nú tekur hún skrefið enn lengra og stjórnar átta þátta röð í Ríkissjónvarpinu. Saga film framleiðir og leikstjóri er Sævar Sigurðsson. „Við vorum að klára síðustu tökuna í eldhúsinu svo ég er óskaplega glöð,“ segir Ebba og hlær. Auk þess að kenna áhorfendum að elda hollan mat fyrir fjölskylduna mun Ebba verða með ýmsan gagnlegan fróðleik í

þáttunum. „Ég mun reyna að fræða fólk um hráefnið og eitt og annað um heilbrigða lífshætti og lífsstíl almennt. Það verða alls konar eldhúsráð líka. Og þetta verður allt frá mínu brjósti.“ -hdm

Ebba Guðný Guðmundsdóttir stýrir nýjum matreiðsluþáttum á RÚV næsta vetur.

 Menning SirkuShátíðin Volcano hófSt í gær

Nile Rodgers og Chic færa sig í Silfurberg Tónleikar Nile Rodgers and The Chic Organization miðvikudagskvöldið 17. júlí hafa verið færðir úr Laugardalshöll í Silfurberg í Hörpu. Að sögn Þorsteins Stephensen tónleikahaldara hefur miðasala á þá ekki verið í samræmi við væntingar og því var brugðið á það ráð að færa þá í minni sal. „Með því að flytja tónleikana yfir í Hörpu verður stemmingin þéttari og búast má við að í frábærum hljómi í Silfurbergi og með aukinni nánd við listamennina muni upplifun tónleikagesta verða enn magnaðri,“ segir Þorsteinn. Á tónleikunum í Hörpu munu Nile Rodgers og Chic spila öll þekktustu lög sín. Á undan Chic munu Moses Hightower og Sísí Ey hita upp með dansvænni íslenskri eðaltónlist. Miðaverð er 8.500 krónur og enn eru til miðar á Harpa.is og Miði.is.

Katla Þórarinsdóttir sirkuslistamaður að kenna áhugasömum nemendum sirkusatriði. Ljósmynd/Hari

Skátar heiðra fallinn félaga Hljómsveitin Skátar snýr aftur í kvöld, föstudagskvöld, til að heiðra minningu Björns Kolbeinssonar, fyrrum bassaleikara sveitarinnar. Hann var í íslensku jaðarrokksenunni þekktur sem Bjössi Skáti eða sem El Buerno. Bjössi lést í köfunarslysi í Silfru við Þingvelli 28. desember síðastliðinn. Hann hafði búið frá því í ágúst 2009 í Genf í Sviss þar sem hann starfaði sem lögfræðingur hjá EFTA. Tónleikarnir eru á Faktorý og hefjast klukkan 22. Auk Skáta koma fram Bloodgroup, Grísalappalísa, Jan Mayen og Sigtryggur Berg Sigmarsson. Miðaverð er þúsund krónur og allur ágóði af tónleikunum rennur til Kvennaathvarfsins.

ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS

- Hnappur sem getur bjargað þínu lífi og þinna nánustu.

Á hvolfi í Vatnsmýrinni Á sirkushátíðinni Volcano sem stendur yfir dagana 4. til 14. júlí er boðið upp á ýmsa viðburði fyrir alla fjölskylduna. Katla Þórarinsdóttir sirkuslistamaður kennir börnum sirkusatriði á námskeiðum tengdum hátíðinni og segir alla finna eitthvað við sitt hæfi innan sirkussins.

Þ Það er gaman að sjá krakka, sem kannski eiga erfitt með einbeitningu, gleyma sér við skemmtileg verkefni eins og að halda jafnvægi með fjöður.

að sem er svo skemmtilegt við hópi fólks og hefur kennt ungum sem sirkusinn er að allir geta fundið öldnum. „Í fyrra lærði blind stúlka sirksér eitthvert hlutverk,“ segir us hjá mér. Það sem er svo skemmtilegt Katla Þórarinsdóttir, sirkuslistamaður. við sirkusinn er að það finna sér allir Í tengslum við sirkushátíðina Volcano eitthvert hlutverk innan hans. Það er í Vatnsmýrinni, 4. til 14. júlí, standa gaman að sjá krakka, sem kannski eiga Katla og Birta Benónýsdóttir, sem erfitt með einbeitningu, gleyma sér við einnig er sirkuslistamaður, fyrir námskemmtileg verkefni eins og að halda skeiðum sem njóta jafnvægi með fjöður.“ mikilla vinsælda. Katla starfar sem Á hverjum degi Volcano sirk„Núna er hátíðin að sirkuslistamaður en ushátíðarinnar verður einnig lifna við sem er mjög lærði áður ballett og boðið upp á örnámskeiðið Sirkskemmtilegt fyrir notar enn ballettus fyrir forvitna. Námskeiðið okkur á námskeiðinu tæknina þó hún sé á því þá fá krakkarnir hvolfi. Hún var einn af tekur eina klukkustund og gefst að sjá að það er til fólk stofnendum Sirkuss Ísbæði börnum og fullorðnum sem vinnur við sirkus. lands en starfrækir nú tækifæri til að spreyta sig í Sumir vinna við að Sirkusinn Öskju. „Ég línudansi, juggli, húllahoppi, setja tjöldin upp og treð upp við hin ýmsu línudansi og diskasnúningi. aðrir sem sirkuslistatækifæri, eins og á Námskeiðið hentar þriggja ára menn. Það er gaman árshátíðum og útihátíðog eldri og nánari upplýsingar að þau fái tilfinningu um og er aðallega í loftmá nálgast á síðunni midi.is fyrir því að þetta sé líf fimleikum.“ Aðspurð og starf fólks.“ hvort loftfimleikar séu Í næstu viku verður haldið námskeið ekki hættulegir segir hún: „Jú, jú! En fyrir hóp ungmenna frá Hinu húsinu. ef maður treystir manneskjunni sem „Í þeim hópi eru börn með sérstakar á að grípa mann þá er þetta allt í lagi. þarfir. Við vorum svo heppin að fá samÞað er líka mikilvægt að gera þetta allt í norrænan styrk til að kynna sirkus fyrir réttri röð og fást ekki við of flókin atriði öllum hópum. Það er sjaldnar boðið í byrjun. Ég fæ alltaf fiðring í magann í upp á sirkusnámskeið fyrir þessi börn þegar ég prufa ný atriði í loftfimleikum svo það verður sérstaklega gaman að fá í fyrsta sinn.“ þau hingað í Vatnsmýrina í sirkusnám,“ Dagný Hulda Erlendsdóttir segir hún. Katla segir sirkusinn henta breiðum dagnyhulda@frettatiminn.is


R A UM

S

LAGERSALA

Á ÚTIVISTAR- & GOLFFATNAÐI

ALLT AÐ

AFSLÁTTUR

HERRA POLOBOLUR

Verð nú kr. 4.990 Verð áður kr. 10.990

DÖMU SOFT SHELL JAKKI

Verð nú kr. 9.990 Verð áður kr. 25.990

Föstudagur Laugardagur Sunnudagur Mánudagur

Verð nú kr. 17.490 Verð áður kr 34.990

Verð nú kr. 14.990 Verð áður kr. 24.990

5. júlí 6. júlí 7. júlí 8. júlí

DÖMU GOLF REGNJAKKI

Verð nú kr. 9.990 Verð áður kr. 29.990

HERRA GOLF REGNJAKKI

Verð nú kr. 9.990 Verð áður kr. 29.990

12:00 - 20:00 11:00 - 18:00 12:00 - 18:00 12:00 - 20:00

Mikið úrval af golffatnaði, útivistarfatnaði og mörgu fleiru Lagersala - Nýbýlavegi 18

(Dalbrekkumegin) - Kópavogi


HE LG A RB L A Ð

Hrósið... ... fær hinn 26 ára Guðni Páll Viktorsson sem rær nú á kajak hringinn í kringum landið og safnar áheitum til styrktar Samhjálp.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is  Bakhliðin Steinunn ÁSa ÞoRvaldSdóttiR

stæRÐ 160 X 200 sM.

PLUS

RÚM + DÝnA

ÞÆ GI ND I & GÆ ÐI

SPARIÐ

40.000

tILvALIÐ Í FeRÐAvAgnAnA

140 x 200 sm.

6.995

stæRÐ: 90 X 200 sM.

Góð og hjartahlý Aldur: 29 ára. Marki: Nei. Foreldrar: Þorvaldur Baldurs og Hrafnhildur heitin Óskarsdóttir. Menntun: Diplómanám við Háskóla Íslands. Áhugamál: Tónlist, útivera og fjallgöngur. Fyrri störf: Hef unnið við ýmislegt hjá Borgarleikhúsinu og við að gera fínt í Elliðaárdal. Starf: Vinn hjá Kaffi GÆS og við þáttagerð hjá RÚV. Stjörnumerki: Sporðdreki. Stjörnuspá: Það er sannleikskorn í því að hálfnað sé verk þá hafið er. Allir munu virða þig fyrir að standa upp fyrir málstað sem þú trúir á, og sjá að þú hefur rétt fyrir þér. Samkvæmt stjörnuspá mbl.is

S

teinunn er rosalega metnaðarfull og lífsglöð,“ segir Harpa Björnsdóttir, góð vinkona Steinunnar. „Hún lætur drauma sína rætast og gefst aldrei upp. Steinunn er einstaklega góð og hjartahlý vinkona sem er alltaf til staðar fyrir vini sína og fjölskyldu. Það er hægt að segja svo ótalmargt fallegt um Steinunni. Svo má ekki gleyma því að hún kann vel að meta gott kaffi.“

Steinunn Ása er einn stjórnenda sjónvarpsþáttarins vinsæla, Með okkar augum. Í vikunni var fyrsti þáttur nýrrar þáttaraðar frumsýndur á Rúv.

4.995

FuLLt veRÐ: 139.950

99.950

PLus t10 YFIRDÝnA Eggjabakkalöguð yfirdýna úr svampi sem eykur þægindi og vellíðan. Þykkt: 5 sm. Vnr. 3470032

HOFFMAnn RÚM + PARADIse DÝnA Flott rúm sem fæst í hvítu og svörtu. Stærð: 160 x 200 sm. Einnig fylgir með dýna í stærð: 160 x 200 sm. Frábært tilboð! Vnr. 726-11-1030A, 726-11-1032

SPARIÐ

AnDADÚnsæng

1000

Fæst eInnIg Í X-LÖngu

1 stK

KReP

ÞÆ GI ND I & GÆ ÐI

2.995

LYRA sænguRveRAsett sænguR RA RAsett sett Efni: 100% bómullarkrep. 140 x 200 sm. og 50 x 70 sm. 2 stk. 4.990 Lokað að neðan með tölum. 140 x 220 sm. 3.995 Vnr. 1279284, 1279285

20% AFSLÁT

Koddi 50 x 70 sm. 3.995

PLUS

TUR

ALLT FYRIR SVEFNINN

FuLLt veRÐ: 14.950

12.950

SPARIÐ

2000 AF SÆNG 135 x 200 SM.

KROnBORg LuX AnDADÚnsæng DADÚ Gæðasæng fyllt með andadúni og smáfiðri. Bómullaráklæði og snúrukantur. Þyngd: 900 gr. Má þvo við 60°C. Stærðir: 135 x200 sm. áður 14.950 nú 12.950, 135 x 220 sm. 16.950, 200 x 220 sm. 24.950 Vnr. 4018850, 4018851, 4218804

veRÐ FRÁ:

2.396

CIRCLe MYRKvunARgARDÍnA Flottar, munstraðar myrkvunargardínur. Fást í 2 litum. Stærðir: 60 x 170 sm. verð áður 2.995 nú 2.396 80 x 170 sm. verð áður 3.495 nú 2.796 90 x 210 sm. verð áður 3.995 nú 3.196 100 x 170 sm. verð áður 3.995 nú 3.196 120 x 170 sm. verð áður 4.495 nú 3.596 140 x 170 sm. verð áður 4.995 nú 3.996 180 x 170 sm. verð áður 6.995 nú 5.596 Vnr. 5507909

veRÐ FRÁ:

1.995 GOLD eIN St ök GÆ ÐI

jeRseY teYgjuLÖK Mjög góð teygjulök. Efni: 100% bómull. Nokkrir litir. Ath. sumir litir eru ekki fáanlegir í öllum stærðum. Dýpt í öllum stærðum: 45 sm. Stærðir: 90 x 200 sm. 1.995 120 x 200 sm. 2.295 140 x 200 sm. 2.495 180 x 200 sm. 2.995 Vnr. 1643300

www.rumfatalagerinn.is Tilboð gilda frá 05.07 til 10.07

FuLLt veRÐ: 59.950

49.950 SPARIÐ

10.000 KAnsAs FjÖLsKYLDuKOjA Fæst í hvítu og svörtu. Dýnustærð í efri koju: B90 x L200 sm. Dýnustærð í neðri koju: B140 x 200 sm. Verð án dýnu. Vnr. 8880000578


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.