06 06 2014

Page 1

- okkar hönnun og smíði

kristinn r. ólafsson er einn höfunda nýs tónleikhúsverks. facebook.com/JonogOskar

34 úttekt 24

Viðtal

PIPAR\TBWA • SÍA • 141512

aron jóhannsson verður fyrstur íslendinga til að leika á Hm í knattspyrnu.

Trúlofunarhringar

Laugavegi 61

Kringlan

www.jonogoskar.is

Smáralind

Helgarblað

6.–8. júní 2014 23. tölublað 5. árgangur

ókeypis  viðtal kristín Þórunn tómasdóttir, nýr sóknarprestur í laugarneskirkju

Prestsdóttirin lærði til prests og giftist presti

12-22°C

Hitabylgja um helgina landsmenn fá frábært veður um fyrstu ferðahelgi sumarsins. Veður

4

Nýjar

vörur!

Kristín Þórunn Tómasdóttir er nýr sóknarprestur í Laugarneskirkju. Hún er gift séra Árna Svani Daníelssyni og alls eiga þau 6 börn, þar af eitt saman. Tvö barnanna eru ættleidd frá Indlandi og tvö eru með þroskaskerðingu en Kristín segir að þrátt fyrir að það sé erfitt á margan hátt að eiga fatlað barn sé það líka stórkostlegt að finna fyrir og kynnast aðstoðinni sem er til staðar í kerfinu fyrir fötluð börn. Hún er dóttir prests og ætlaði sér alltaf að verða prestur – og giftist loks presti.

Suomi PRKL! Design Laugavegi 27 (bakhús)

www.suomi.is, 519 6688

Nýjar vörur

Ljósmynd/Hari

einnig í Fréttatímanum í dag: Hjólreiðar: Bláalónsþrautin er mót allra Hjólreiðamóta – járn-aFar Hjóla Hringinn – tweed-ride í reykjavík

Strákurinn rappar fornsögur í okkar á HM takt við flamenkó

síða 16

Austurveri - Háaleitisbraut 68 Við opnum kl: Og lokum kl:

Kringlunni og Smáralind FACEBOOK: NAME IT ICELAND INSTAGRAM: @NAMEITICELAND

www.lyfogheilsa.is Opnunartímar 08:00-24:00 virka daga 10:00-24:00 helgar

Austurveri


2

fréttir

Helgin 6.-8. júní 2014

 Sjálfbærni laugargarðar eru fyrSti SamfélagSrekni matjurtagarðurinn á ÍSlandi

Samfélagsrekinn matjurtagarður Samfélagsverkefnið Laugargarðar, sem er samfélagsrekinn matjurtagarður, fer formlega af stað laugardaginn 14. júní þegar fyrsta sáning í garðinn fer fram. „Þetta í fyrsta skipti sem svona garðar eru settir upp á Íslandi,“ segir Brynja Þóra Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri. Um er að ræða verkefni fjögurra nemenda úr Listaháskóla Íslands og Landbúnaðarháskólanum sem hafa umsjón með garðinum í samstarfi við Reykjavíkurborg sem úthlutaði þeim lóð við hliðina á fjölskyldugörðunum í Laugardalnum. Garðurinn verður um 500 fermetrar og þarf af 200 fermetra ræktunarsvæði

og verður hann byggður upp í nokkrum skrefum yfir sumartímann. „Það sem aðgreinir garðinn frá öðrum almennings matjurtargörðum í borginni er áherslan sem lögð er á sameiginlega ræktun í bland við þá áherslu sem lögð er á félagslega eflingu innan hverfisins. Afrakstur sumarsins verður seldur á bændamarkaði og munu tekjur af honum fara í áframhaldandi starfsemi ásamt ýmsum öðrum uppákomum. Ávinningur fyrir íbúa er að fá matinn inn í hverfið, fræðslu og stuðning sem að fylgir sameiginlegri ræktun auk þess sem slík starfsemi eflir tengsl meðal hverfisbúa,“ segir Brynja.

fáir varanlegir fjárfestar á því klakstigi fyrirtækja aðrir en Nýsköpunarsjóður, sem hafi ekki burði til að fjárfesta í öllum þeim hugmyndum sem hann telji vænlegar. Orri benti á að NSA hafi aðeins fjárfest í tveimur nýjum fyrirtækjum í fyrra og engu það sem af er ári. Sjóðurinn sé nú næstum fullfjárfestur og geti illa tekist á hendur ný verkefni nema hann gangi út úr öðrum fyrst. Sjá síðu 12. -sda

Neyðarsöfnun fyrir börn í Suður-Súdan UNICEF á Íslandi hóf í gær neyðarsöfnun fyrir börn í Suður-Súdan. Ástandið þar í landi er grafalvarlegt og segir framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna að ef ekkert verði að gert muni helmingur landsmanna vera á flótta, hungraðir eða dánir fyrir lok

Pokum sem þessum hefur verið dreift víða um Laugarnesið og Laugardalinn til að vekja athygli á verkefninu. Hér er grænkál og lollo rosso sem mun brátt spretta í Laugargörðum. Ljósmynd/Facebook.com/Laugargardar

 Þjóðfræði jóhanna r annSak aði ÍSSk ápShurðir Í lok aritgerð

Vilja lífeyrissjóðina í fjárfestingasjóð Nýsköpunarsjóður hefur áform um að stofna nýjan fjárfestingarsjóð með því að fá lífeyrissjóðina til að leggja með sér í sjóð. Vinnuheiti sjóðsins er Silfra. Orri Hauksson, fráfarandi formaður stjórnar Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins (NSA), fjallaði um sjóðinn á ársfundi NSA í gær og í ársskýrslu NSA. „Það væri jákvætt fyrir hagkerfið ef hann kemst á koppinn,“ sagði Orri og lagði áherslu á að hér á landi vantaði fé til sprotafjárfestinga og

Ýmsar uppákomur tengdar sjálfbærni verða haldnar við garðinn í sumar. Aðstandendur verkefnisins vonast til að það öðlist áframhaldandi líf í höndum hverfisbúa að loku sumri og að jafnvel verði hægt að tengja það inn í hverfisskólana. „Þetta er tilraunaverkefni og við sjáum betur í lok sumars hvert þetta getur stefnt,“ segir hún. -eh

árs. 12 milljónir manna búa í SuðurSúdan. Helmingur þeirra er börn. Yfir 50.000 vannærð börn munu láta lífið á næstu vikum og mánuðum fái þau ekki tafarlausa aðstoð, að sögn Stefáns Inga Stefánssonar, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.

Kvennaveldi á ísskápshurð Hvaða skraut, myndir og minnismiðar rata á ísskápshurðina getur sagt margt um fjölskylduna eða einstaklinginn sem býr á heimilinu. Þessu komst Jóhanna Sigríður Hannesdóttir að en hún kynnti sér sérstaklega ísskápshurðir í lokaverkefni sínu í þjóðfræði. Þó ekki sé hægt að alhæfa út frá niðurstöðunni var skýrt að ísskápshurðin tilheyrir húsmóðurinni á heimilinu sem sér að mestu um að setja hluti þar á.

Í

Ísskápshurðin tekur stakkaskiptum þegar börnin flytja að heiman.

Hinsegin flóttamenn á leið til Íslands Félags- og húsnæðismálaráðherra og utanríkisráðherra hafa samþykkt tillögu flóttamannanefndar um móttöku fimm hinsegin flóttamanna frá Simbabve, Úganda og Kamerún og sex manna fjölskyldu frá Afganistan. Móttökusveitarfélög flóttafólksins eru Reykjavíkurborg og Hafnarfjarðarbær. Tillaga flóttamannanefndar um móttöku fólksins byggist á samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 10. september síðastliðnum þar sem ákveðið var að taka annars vegar á móti hinsegin fólki og hins vegar konum

í hættu frá Afganistan, alls 10 – 14 einstaklingum. Flóttamannanefnd skoðaði umsóknir flóttafólks sem Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lét nefndinni í té. Reykjavíkurborg verður móttökusveitarfélag hinsegin flóttafólksins og hefur því átt aðkomu að málinu með flóttamannanefnd. Ein kona er í hópi flóttafólksins, hinir fjórir eru karlmenn. Öll eiga þau sameiginlegt að hafa flúið heimaland sitt vegna ofsókna sem þau hafa sætt vegna kynhneigðar sinnar. -sda

Flottar útskriftargjafir

PIPAR\TBWA

SÍA

141673

– okkar hönnun og smíði

Sími 552 4910 jonogoskar.is

Laugavegi 61

Kringlan

Smáralind

Jóhanna Sigríður Hannesdóttir, BA í þjóðfræði við Háskóla Íslands.

sskápshurðir á barnmörgum heimilum voru öðruvísi en ísskápshurðir einstæðinga og þeirra sem áttu uppkomin börn. Þar sem börn voru á heimilinu voru oftast fleiri hlutir á ísskápshurðinni og meiri óreiða. Í raun jókst óreiðan í réttu hlutfalli við fjölda barna,“ segir Jóhanna Sigríður Hannesdóttir, blaðamaður á Sunnlenska, sem í BA-ritgerð sinni í þjóðfræði við Háskóla Íslands fjallar um hvernig ísskápshurðir endurspegla eigendur þeirra og samfélagið sem þeir búa í. Hún segir marga hafa hváð þegar þeir heyrðu af því að hún væri að vinna lokaritgerð í háskóla um ísskápshurðir en hugmyndina fékk hún eitt sinn þegar hún var að horfa á ísskápshurðina hjá tengdamóður sinni, áttaði sig á því hversu gjörólík hún var ísskápshurðinni á hennar eigin heimil og fór að velta fyrir sér hvort skreytingar, miðar og myndir á ísskápshurðum – eða skortur á þeim – gæti veitt innsýn í líf heimilisfólks. Við vinnsluna tók hún allt að klukkustundar löng viðtöl við viðmælendur sína um hvað væri á ísskápshurðinni þeirra, og hvers vegna. Í framhaldinu óskaði hún eftir myndum frá fólki af ísskápshurðum auk upplýsinga um heimilishald. „Það kom mér einna mest á óvart við rannsókn þessa hversu algengt er að konan á heimilinu sjái um að skreyta ísskápshurðina. Jafnframt komst ég á snoðir um að sá eða sú sem helst sér um matseldina á heimilinu er einnig sá eða sú sem helst setur hluti á ísskápshurðina. Oftar en ekki er það einmitt húsmóðirin. Þar sem karlmaðurinn er virkur í eldhúsinu setur hann líka hluti á ísskápshurðina. Það virðast vera bein tengsl milli aukinnar virkni karlmannsins í eldhúsinu og þess að hann setji hluti á ísskápshurðina í auknum mæli,“ segir Jóhanna en tekur fram að það hafi alls ekki verið ætlun hennar með verkefninu að skoða kynjaskiptingu sérstaklega. Hún hafi þó ekki getað hunsað þessar niðurstöður. „Ísskápshurðin tilheyrði konunni fyrst og fremst. Virðist það tengjast því að eldhúsið er oftar en ekki staður konunnar - þó að við séum komin á 21. öldina,“ segir hún. Jóhanna telur það enga tilviljun að viðmælendur hennar völdu að setja minnismiða, stundatöflur og fleira á ísskápshurðina en ekki einhvern annan

Ískápsshurð hjá 5 manna fjölskyldu þar sem ýmislegt leynist, til að mynda stundatöflur, upplýsingar um eldvarnir og segulbókstafir.

Ísskápshurð hjá einstæðingi þar sem öllu fátæklegra er um að lítast, en þó nokkrar uppskriftir og hógvær innkaupalisti.

stað. „Við ísskápinn er einfaldlega mesta umferðin. Fólk þarf að borða á hverjum degi og því er líklegt að fólk reki augun í eitthvað sem stendur á hurðinni, eitthvað sem þarf að muna,“ segir hún. „Við rannsókn mína varð ég oft sorgmædd, sérstaklega þegar ég greindi aðsendu myndirnar. Þær myndir fékk ég sendar frá alls konar fólki, einstæðingum og fjölskyldufólki, ungum sem öldnum. Maður sá vel á þessum myndum hvað tíminn líður hratt og hvernig ísskápshurðin tekur stakkaskiptum þegar börnin flytja að heiman. Þá verður minni óreiða á ísskápshurðinni og um leið fær hún á sig einmanalegan blæ,“ segir Jóhanna. Hún tekur fram að niðurstöður hennar sé ekki hægt að yfirfæra á samfélagið án varnagla og varast skuli alhæfingar. „Ef það er eitthvað sem ég komst að með rannsókn minni er það að ísskápshurðir er vert er að rannsaka nánar,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


Baksviðs með Sinfóníuhljómsveit Íslands Félagarnir Rúnar Vilbergsson og Roland Hartwell eru ekki við eina fjölina felldir.

Rúnar: Hér er maður eitt hjól í stórri vél, stjórnandinn ræður en það erum samt við á sviðinu sem á endanum sköpum töfrana. Roland: Nákvæmlega. Þetta er allt bara tónlist. Það er þá kannski helst að hávaðinn sé aðeins meiri í rokkinu. Það er sérkennilegt til þess að hugsa að margt af þeirri tónlist, sem í dag er leikin í hátimbruðum tónleikasölum fullum af alvarlegum áheyrendum, var á sínum tíma léttúðug skemmtitónlist.

Fyrir meðlimi í sinfóníuhljómsveit getur verið skemmtilegt að skipta um gír og sleppa fram af sér beislinu þegar kjólfötin eru farin að þrengja að. Þessa tilfinningu þekkja vinnufélagarnir Rúnar Vilbergsson fagottleikari og Roland Hartwell fiðluleikari býsna vel.

Rúnar er þurs. Hann blés í fagottið á sínum tíma með hinni goðsagnakenndu hljómsveit Þursaflokknum og lagði mikið til þess einstaka hljóðheims sem þar var skapaður. Roland er í dag mikilvægur tengiliður milli klassíska hluta tónlistarlífsins og annarra sviða þess og tekur þátt í fjölmörgum poppog rokktónlistarverkefnum.

gamma er aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Við erum stolt af samstarfi okkar við hljómsveitina og ánægð með að geta tekið höndum saman með ástríðufullu fagfólki um þetta mikilvæga starf. www.gamma.is


4

fréttir

Helgin 6.-8. júní 2014

veður

FöstuDAgur

lAugArDAgur

sunnuDAgur

má jafnvel tala um hitabylgju um helgina sólríkt og hlýtt um helgina jafnvel svo að við getum talað um hitabylgju. víða við sjávarsíðuna er þó viðbúið að hafgolan kæli niður um miðjan dag og því er hlýjast í innsveitum en við austurströndina má búast við þokulofti. Það er því viðbúið að margir bregði undir sig betri fætinum þessa fyrstu ferðahelgi sumarsins.

16

17

16

15

17

16

14

14

15

16

16

14

16

15

13

Hæg breytileg átt eða Hafgola. Hiti 12 til 20 stig.

breytileg átt eða Hafgola, léttskýjað og 12 til 22 stiga Hiti.

Hægviðri, og þykknar smám saman upp. áfram Hlýtt í veðri.

Höfuðborgarsvæðið: Hægviðri eða Hafgola og léttskýjað.

Höfuðborgarsvæðið: Hægviðri eða Hafgola og léttskýjað.

Höfuðborgarsvæðið: Hægviðri eða Hafgola og skýjað með köflum.

elín björk jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is

 Arkitektúr DeiliskipulAg og byggingAr

Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs 11. 8 milljarðar

„Það er búið að rjúfa tengslin við kvosina frá hafnarbakkanum á þessu svæði fyrir löngu og það er líka hluti af okkar sögu. auðvitað á að vernda og gera upp gömul hús en þú byggir ekki gömul hús,“ segir Halldór eiríksson, arkitekt hjá tark, sem á hlut í reitnum við hlið Hörpu.

11,8

greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins 2014 liggur fyrir og var handbært fé frá rekstri jákvætt um 11,8 milljarða króna en var neikvætt um tæpa 4 milljarða króna á sama tímabili árið 2013, að því er fram kemur á síðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins. innheimtar tekjur hækkuðu um 30,1 milljarð króna milli ára en greidd gjöld jukust um 16,5 milljarða króna. greiðsluuppgjörið gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda. -jh

milljarðar Handbært fé Fyrstu 4 mánuði 2014 Ríkissjóður

Byggingar við Austurhöfn munu endurspegla nútímann Halldór eiríksson arkitekt hjá t.ark, sem á hlut í einni lóð af fjórum við austurhöfn, segir borgina ekki gefa rétta mynd af ástandinu við höfnina. Það séu ekki núverandi lóðaeigendur sem hafi hindrað breytingar á deiliskipulagi heldur borgin sjálf, sem átti lóðirnar frá hruni og þar til nýlega.

Í nýtt borgarsögusafn vígt reykvíkingar hafa eignast nýtt safn sem fengið hefur nafnið borgarsögusafn reykjavíkur en undir það heyra söfnin og sýningarnar: Árbæjarsafn, landnámssýningin aðalstræti, ljósmyndasafn reykjavíkur, sjóminjasafnið í reykjavík og viðey. tilgangur og markmið borgarsögusafns reykjavíkur er að varðveita og rannsaka menningarminjar í reykjavík og miðla þekkingu um sögu og lífskjör íbúanna frá upphafi byggðar til nútímans. starf safnsins miðar að því að glæða áhuga, skilning og virðingu fyrir sögu höfuðborgarinnar og að tryggja að allir hafi aðgang að menningararfi hennar, að því er fram kemur í tilkynningu. -sda

vöruskipti í maí hagstæð um 2,4 milljarða samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir maí var útflutningur 50,3 milljarðar króna og innflutningur tæpir 48 milljarðar króna. vöruskiptin í maí voru því hagstæð um tæpa 2,4 milljarða króna, að því er Hagstofa Íslands greinir frá.

Prentaradagar Allt að 40% afsláttur*

Bleksprautuprentarar, fjölnotaprentarar, laserprentarar, ljósritunarvélar og teikningaprentarar. *ATH. takmarkað magn á einstökum vörum.

sala@nyherji.is // 569 7700

fréttaskýringu Fréttatímans í síðustu viku kom fram að gamla deiliskipulagið við Austurhöfn væri á skjön við breyttar áherslur borgarinnar í dag og þær hugmyndir sem nýtt aðalskipulag vill endurspegla. Arkitektastofan T.ark er hluthafi í fasteignafyrirtæki sem á eina lóð af fjórum við Austurhöfn. Halldór Eiríksson, arkitekt og einn eiganda T.ark, er ekki sáttur við ummæli sviðsstjóra umhverfis-og skipulagssviðs borgarinnar um deiliskipulagið og er ekki sammála Hilmari Þ. Birgissyni arkitekt um að óvenjulegt verklag á byggingarreitunum hvetji til hagsmunaárekstra.

borgin eigandi lóðanna frá 2009 til 2013

Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, sagði í greininni að erfitt væri að fella gamalt deiliskipulag úr gildi. Alltaf þurfi að fara í samningaviðræður við lóðarhafa til að gera breytingar á deiliskipulagi. Það hafi nú verið gert og byggingarmagn í kjölfarið lækkað. Halldór segir þessi ummæli ekki gefa rétta mynd af ástandinu. Borgin, ásamt ríki, hafi verið eini eigandi lóðanna frá hruni, 2009 til 2013. „Þessi gagnrýni stenst enga skoðun því deiliskipulagið við Austurhöfn var gert í samvinnu við Portus, þáverandi fyrirtæki Björgólfs Guðmundssonar, og var samþykkt árið 2006. Þegar Portus fór á hausinn yfirtóku ríkið og borgin fyrirtækið. Svo það voru ríkið og borgin sem áttu þessar lóðir alveg þangað til núna í vetur þegar þær voru seldar, án þess

að gera nokkrar breyttil að gera eitt né neitt. ingar á byggingarmagni Þessari stöðu fylgir í eða hæð húsanna. Svo raun aukin ábyrgð.“ það hefur aldrei neinn framtíðarsýn t-ark lóðareigandi komið að samningum um byggÁ reitnum sem T-ark ingarmagn á svæðinu. hannar og byggir á mun Þetta byggingarmagn er rísa hótel og íbúðarHalldór eiríksson, svo sannarlega barn síns hús sem eiga að tengja arkitekt hjá t-ark. tíma en hafi einhver póliHörpu við borgina. „Við tískur vilji verið til að minnka þetta viljum ekki að Harpa standi eins byggingarmagn þá hefur það vald og eyland í borginni og við erum legið hjá borginni, sérstaklega að reyna að nálgast borgina með eftir hrun þegar hún átti helmings því að trappa stærðina niður frá hlut af þeim,“ segir Halldór og Hörpu, en stærðin er ekki meiri en bendir auk þess á að það hafi verið svo að hótelið við Hörpu verður í T.ark sem hafi haft frumkvæðið hliðstæðri hæð og Hótel Borg. En að lækkun bygginganna við hlið þetta deiliskipulag heldur svo auðHörpu, en ekki borgin. vitað áfram í öðrum reitum, hinum megin við Geirsgötuna, sem ég aukin ábyrgð arkitekts sem veit ekki hvernig mun líta út,“ einnig er lóðareigandi segir Halldór sem er ekki hrifinn af því að byggja í gömlum stíl. Hilmar Þ. Birgisson arkitekt sagði „Fyrir kosningar voru einhverjí greininni hluta vandans við Austir að tala um timburhúsabyggð urhöfn mega rekja til óvenjulegs á hafnarbakkanum. Þá stæði verklags á lóðunum þar sem hönnHarpa eins og kastali yfir Þyrniuðir bygginganna væru í sumum rósardal sem aldrei var. Svo má tilfellum einnig eigendur lóðanna. ekki gleyma Tollhúsinu, HafnarHalldór er ekki sammála þessari húsinu og Seðlabankanum. Það er fullyrðingu. „Arkitektar eru eðli búið að rjúfa tengslin við Kvosina málsins samkvæmt fjárhagslega frá hafnarbakkanum á þessu háðir verkefnum sínum, hvort svæði fyrir löngu og það er líka sem þeir eru ráðgjafar eða hluti hluti af okkar sögu. Auðvitað á eigendateymisins. Það að arkiað vernda og gera upp gömul hús tektinn sé líka verkkaupinn gefur en þú byggir ekki gömul hús. Það honum einmitt sterkari rödd inn í er mjög rómantískt að búa til þáákvarðanatöku verksins, til viðbóttíðina og Jónas frá Hriflu var mjög ar við hans eigin metnað gagnvart duglegur við það í sinni söguverkinu, og hlutverki hans eins og skoðun en mér finnst ekki að við Hilmar lýsir því. Ég veit ekki til eigum að fara þá leið. Við teljum annarra dæma þar sem lóðarhafi að arkitektúrinn eigi ávallt að hafi óskað eftir því að bygging sé endurspegla sinn tíma.“ lækkuð,“ segir Halldór. „Þar að auki getur arkitekt í þessari stöðu Halla Harðardóttir síður haldið því fram að lóðarhafi hafi þvingað hann sem arkitekt halla@frettatiminn.is


Viltu prófa eitthvað nýtt? Viltu fá 50% afslátt af Nicotinell Spearmint?

% 0 5afsláttur

1.

Það sem þú þarft að gera:

2.

Það sem þú færð í staðinn:

Koma með tóman Nicorette eða Nicovel tyggjópakka í næsta apótek.

Þú færð 50% afslátt af Nicotinell Spearmint 2 mg eða 4 mg 24 stk pakka.

Skilyrði: • Hægt er að koma með tóma Nicorette og Nicovel pakka í öll apótek. • Hægt er að skila inn öllum tegundum, styrkleikum og pakkningastærðum af Nicorette og Nicovel til að fá afsláttinn. Pakki á móti pakka. • Pakkinn sem er skilað má ekki vera útrunninn. Ath. dagsetning á pakkningu. • Aðeins einstaklingar 18 ára og eldri geta tekið þátt. • Afslátturinn gildir aðeins fyrir Nicotinell Spearmint og aðeins fyrir 24 stk pakkningu, bæði 2 mg og 4 mg pakka. • Gildir ekki í almennum verslunum. Gildir 1.-30. júní 2014

®

Nicotinell Spearmint 2 mg og 4 mg lyfjatyggigúmmí. Inniheldur nikótín. Ábendingar: Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Skammtar fyrir fullorðna 18 ára og eldri: Skammta skal ákvarða út frá því hversu háður nikótíni einstaklingurinn er. Mælt er meðð 4 mg lyfjatyggigúmmíi fyrir einstaklinga með mikla nikótínþörf og fyrir þá sem ekki hefur tekist að hætta með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. lyfjatyggigúmmís. Ef þú reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring má miða við notkun 4 mg, 20-30 sígarettur/sólarhring er miðað við 2 eða 4 mg eftir þörf en ef reykt er minna en 20 sígarettur á sólarhring er æskilegt að nota 2 mg. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins (4 mg lyfjatyggigúmmí), skaltu íhuga minni skammt í staðinn. Tyggja skal eitt stk við reykingaþörf þar til finnst sterkt bragð. Þá skal láta það hvíla milli kinnar og tannholds. Þegar sterka bragðið minnkar skal tyggja aftur. Þetta skal endurtaka í 30 mín. Venjuleg notkun er 8-12 stk, þó ekki fleiri en 15 stk af 4 mg og 25 stk af 2 mg lyfjatyggigúmmíi á sólarhring. Meðferðarlengd er einstaklingsbundin en skal í flestum tilfellum standa í a.m.k. 3 mánuði, skal þá draga smám saman úr notkun lyfjatyggigúmmísins. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Venjulega er ekki mælt með notkun lyfsins lengur en í eitt ár. Sumir, sem eru hættir að reykja, gætu þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Geyma skal afgangs lyfjatyggigúmmí þar sem reykingaþörf getur skyndilega komið upp aftur. Ráðgjöf getur aukið líkurnar á því að reykingafólk hætti að reykja. Nota má lyfið til að lengja reyklaus tímabil og draga þannig úr reykingum. Ef ekki hefur dregið úr fjölda sígaretta á sólarhring eftir 6 vikur skal leita faglegrar ráðgjafar. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er reiðubúin til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Frábendingar: Ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju hjálparefnanna, reykleysi. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing því ekki er víst að þú megir nota lyfið ef þú: ert þunguð eða með barn á brjósti, hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp, ert með hjarta- eða æðasjúkdóm, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, magasár eða verulega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi eða ef þú ert yngri en 18 ára. Einstaklingum með gervitennur og þeim sem eiga í erfiðleikum með að tyggja tyggigúmmí er ráðlagt að nota önnur lyfjaform nikótínlyfja. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol skulu ekki nota lyfið. Athuga ber að lyfið inniheldur natríum og bútýlhýdroxýtólúen (E321). Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Jafnvel lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ


6

fréttir

Helgin 6.-8. júní 2014

 Sk átar Mót SuMarSinS byr ja nú uM hvítaSunnuhelgina

Sápurennibraut á skátamóti Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

Skátar halda í sumar fimm stórmót. Fyrstu mótin verða haldin nú um hvítasunnuhelgina og síðan er nóg um að vera fram að Landsmóti skáta á Akureyri sem haldið verður í júlí. Tvö mót eru um helgina: Vormót Hraunbúa verður haldið í Krísuvík en drekaskátar safnast saman á Úlfljótsvatni, að því er fram kemur í tilkynningu. Vormót Hraunbúa í Krísuvík er árvisst um hvítasunnuna en þetta er í 74. skipti sem skátafélagið Hraunbúar í Hafnarfirða stendur fyrir mótinu. Þema mótsins er „Þrír á Richter“ sem táknar bæði jarðfræðilega virkni á svæðinu og

það dúndrandi fjör sem verður undir Bæjarfelli um hvítasunnhelgina. María Björg Magnúsdóttir mótsstjóri segir að dagskráin sé sniðin fyrir fálka og dróttskáta. „Póstaleikir, útieldun, sig í klettum, FlyFox, skyndihjálp og svo er sápurennibrautin alltaf vinsæl,“ segir María Björg. Fjölskyldubúðir eru í tengslum við mótið. Drekaskátamót verður einnig haldið um helgina en það er fyrir yngstu skátana sem eru á aldrinum 7-9 ára. Mótið verður á Úlfljótsvatni sem býður upp á margvíslega möguleika svo sem vatnasafarí og klifurvegg. Tjaldsvæðið

á Úlfljótsvatni er opið almenningi þessa helgi. Síðar í júní stendur Skátafélagið Landnemar fyrir sínu hefðbunda Landnemamóti í Viðey. Það er opið öllum skátum á landinu. Viðeyjarmótið verður sett föstudagskvöldið 20. júní, klukkan 22, við fjörueld. Þá verður 40+ Landsmótið haldið öðru sinni á Úlfljótsvatni. Stærsta mót sumarsins er svo Landsmót skáta sem í ár verður haldið á Akureyri og stendur í eina viku, frá 20.-27. júlí. Gert er ráð fyrir um 1.250 þátttakendum og eru yfir 500 erlendis frá.

Fimm stórmót skáta verða í sumar, tvö þau fyrstu nú um hvítasunnuhelgina. Ljósmynd/Skátamál

 Mannréttindi Minn lík aMi, Mín réttindi er ný herferð aMneSty

Uggvænleg þróun í mannréttindamálum

20

M ÁRA AF

ÆLI

Bakslag í baráttunni gegn kyn- og frjósemisréttindum er tilefni nýrrar herferðar Amnesty International. Bryndís Bjarnadóttir, herferðastjóri Amnesty International á Íslandi, segir þróunina í nágrannalöndunum uggvænlega.

Betra Bak

20%

Ljósmyndasýningin „Minn líkami, mín réttindi“ opnar þann 11. júní næstkomandi í sýningarsal Gym&Tonic á Kex Hostel. Þar verður hægt að sjá hvernig Ásta Kristjánsdóttir ljósmyndari túlkar þær tilfinningar sem fólk upplifir þegar það sætir brotum á réttindum sem lúta að kynferði, líkamanum, kynhneigð og frjósemi. Í hlutverkum þolenda eru: Álfrún Örnólfsdóttir, Andrea Marín Andrésdóttir, Arnmundur Ernst Backman, Brynhildur Guðjónsdóttir, Daníel Ágúst Haraldsson, Erna Ómarsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Saga Garðarsdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir.

AFMÆLISAFSLÁTTUR AF C&J HEILSURÚMUM

Dýna og

AFMÆLIS

Stærð

Classic-botn

TILBOÐ

Platinum 120x200

99.900 kr.

79.920 kr.

Platinum 140x200

114.900 kr.

91.920 kr.

Platinum 160x200

127.900 kr.

99.990 kr.

Platinum 180x200

134.900 kr.

107.920 kr.

Gold

120x200

119.900 kr.

95.920 kr.

Gold

140x200

139.900 kr.

111.920 kr.

Gold

160x200

152.900 kr.

122.320 kr.

Gold

180x200

164.900 kr.

131.920 kr.

Tegund

h

ugtakið kyn- og frjósemisréttindi vísar til þeirra mannréttinda sem viðkoma kynhneigð, kynferði og frjósemi. Kyn- og frjósemisréttindi tengjast jafnframt frelsi frá mismunun, þvingun og valdbeitingu og réttinum til að njóta bestu mögulegu kyn- og frjósemisheilsu. Nú hefur Amnesty International hrint af stað herferð til að minna okkur á að allir hafa rétt á frelsi til ákvarðana um líf sitt og líkama og að ríkisstjórnum allra landa beri að virða þessi réttindi.

Þolendum kynferðisofbeldis víða refsað

Leggur grunn að góðum degi Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16 Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100 og Skeiði 1 Ísafirði • Sími 456 4566 betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is

Bryndís Bjarnadóttir, herferðastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.

Víða eru þessi mannréttindi, sem við teljum sjálfsögð, brotin á degi hverjum. Bryndís Bjarnadóttir, herferðastjóri Amnesty International á Íslandi, nefnir nokkur dæmi af mörgum. „Mjög nærtækt dæmi,

sem hefur verið mikið til umfjöllunar upp á síðkastið, er Úganda. Þar er fólk sett á bak við lás og slá fyrir það eitt að elska einstakling af sama kyni. Annað dæmi er Níkaragva en þar er fortakslaust bann við fóstureyðingum jafnvel þótt líf konu eða stúlku sé í húfi eða þungun afleiðing nauðgunar eða sifjaspells. Fyrir nokkru var níu ára stúlku þar nauðgað og fékk svo ekki að gangast undir fóstureyðingu. Níu lögfræðingar, allt konur, tóku mál hennar upp en voru fyrir vikið allar settar í fangelsi. Mjög víða er þolendum kynferðisofbeldis refsað frekar en að njóta stuðnings, til að mynda í El Salvador, sem er í forgrunni í herferð okkar. Í Túnis og Alsír er löggjöfin til dæmis með þeim hætti að gerendur nauðgana geta sloppið undan dómi ef þeir giftast þolanda sem er undir 18 ára.“

Bakslag í baráttunni

„Minn líkami, mín réttindi“ er alþjóðleg herferð til tveggja ára. Bryndís segir herferðinni hafa verið ýtt úr vör vegna þess bakslags sem komið sé í baráttuna fyrir þessum mannréttindum. „Víða er þessara réttinda gætt og til að mynda eru frjósemisréttindin samþykkt af flest öllum ríkjum, en ekki réttindi sem lúta að kynferði og kynhneigð. Við sjáum líka hvað er að gerast í kringum okkur. Mikið af íhaldssömum ríkisstjórnum eru að taka við sem reyna að útvatna þessi réttindi, svo þróunin er á margan hátt uggvænleg.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


orkan.is/sumarleikur

Sumarleikur Orkunnar

-í12 kr. 2 vikur x4

x21

á Orkunni og Shell

Þeir sem skrá sig eiga möguleika á glæsilegum vinningum.

16 gjafabréf hjá WOW-air

JÚNÍ

JÚLÍ

ENNEMM / SÍA / NM62595

2014

10 spjaldtölvur frá Vodafone

á

gil di re inn ig

n IIn

um ðv tö lls he m áS vu öð nig llst ein he áS dir m ig gil n ðvu stö rtið dir ein hell Ko gil áS IIn nIIn nneiig nig g rtið n n m in a u o e rk v ð IIn ign ortK nneig ildir llstö

Ko rti ð

In ne ig na rk or t

rt kokort rt r nanar arko ort enigenigeigenignanrakrkort n nnneig igigna r ort In In InInIIn nark neig ne

Sh ell st öð vu m

Þeim mun víðar um landið sem þú tekur eldsneyti því glæsilegri verða vinningarnir.

IInneignarkort nIInn nn ee ignark n eig

ign na arrk kort

e IIn nneeignarkort rtið g á Sh nig ignarko Ko ark rt rtið gildir ein vum ellstöð ort Ko g á Sh ni ein ldir

17 inneignarkort gi Kortið

llstöðvum einnig á She Kortið gildir

að andvirði 10-50.000 kr. Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig

Kortið

á Shellstöðvu m

Kortið gildir einnig á Shellstö gildir

Ko

ðvum einnig Kor rtið gild á Shell tið gild ir einni stöðv gá ir ei um She nnig ellllssttö áS öð ðvvu hells um m töðv um

ÁGÚST

-12

Skráðu 2 vikna tímabil í sumar á orkan.is og fáðu 12 kr. afslátt á Orkunni og Shell með kortum og lyklum Orkunnar og Staðgreiðslukorti Skeljungs. Skráning og nánari upplýsingar á www.orkan.is

Orkulykillinn – hagkvæmasti ferðafélaginn

AFSLÁTTUR VINSTRI HÆGRI!

Símanúmer þjónustuvers: 578 88 00


8

Viktoria prinsessa í heimsókn Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar og eiginmaður hennar, Daníel prins, eru væntanleg hingað til lands í boði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, dagana 18. og 19. júní. Krónprinsessan og föruneyti hennar mun eiga samverustund með Ólafi Ragnari og Dorrit Moussaieff forsetafrú, fá kynningu á íslensku tónlistarlífi og menningu í Hörpu, heimsækja Hellisheiðarvirkjun og

11 kg 5 kg

Helgin 6.-8. júní 2014

 stjórnsýsla Góðir GEstir á lEiðinni

Vinur við veginn

2 kg

fréttir

10 kg

Smellugas fyrir grillið, útileguna og heimilið Einfalt, öruggt og þægilegt!

fyrirtækið Össur auk þess að fara í hvalaskoðun á Húsavík. Þá býður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra þeim til hádegisverðar. Í fréttatilkynningu frá forsetaembættinu kemur fram að á undanförnum árum hafi ríkisarfar Noregs og Danmerkur heimsótt Ísland í boði Ólafs Ragnars. Með þessari heimsókn Viktoríu krónprinsessu hafa því allir ríkisarfar Norðurlanda sótt Ísland heim.

Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar sækir Ísland heim síðar í mánuðinum. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty

PIPAR\TBWA-SÍA

 Háloftafyrirbæri „Galin“ HuGmynd Einars bEn orðin að vErulEika

Smellugas

Norðurljós yfir Grundarfirði. Ljósmynd/NordicPhotos/GettyImages

Norðurljósarannsóknarstöð rís á jörðinni Kárhóli Fyrsta skóflustungan tekin að húsi stöðvarinnar. Það mun hýsa tæki og vinnuaðstöðu fyrir vísindamenn auk gestastofu fyrir ferðamenn.

Sumar 18

19. - 24. ágúst

Brussel & Brugge

Brussel er um margt merkileg menningarborg og á sögu allt aftur til 10. aldar. Skoðum glæsilegar byggingar og njótum lífsins á Grand Place torginu. Heimsækjum Brügge sem var löngum ein aðal hafnarborg landsins og njótum náttúrufegurðar við Maas ána, ásamt því að skoða dropasteinshella.

Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík

Spör ehf.

Verð: 128.200 kr. á mann í tvíbýli. Örfá sæti laus Allar skoðunarferðir innifaldar! Fararstjóri: Aðalheiður Jónsdóttir

Fyrsta skóflustungan að Norðurljósarannsóknarstöð á Kárhóli í Reykjadal var tekin á mánudaginn. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið.

v

eit duftsins son nokkra dýrlegri sýn en drottnanna hásal í rafurloga? Þannig hefjast Norðurljós Einars Benediktssonar og kunn er sú saga að skáldið og athafnamaðurinn hafi viljað selja þetta náttúruundur á myrkum himni. Það þótti framúrstefnulegt en óraunhæft á sínum tíma, en svo er ekki lengur. Ferða-

menn streyma til Íslands til að sjá himnana dansa. Nú nægir hins vegar ekki að skoða norðurljósin, þau á líka að rannsaka. Fyrsta skóflustunga að Norðurljósarannsóknarstöð á Kárhóli í Reykjadal í Þingeyjarsveit var tekin á mánudaginn en uppbygging stöðvarinnar er liður í samkomulagi milli Rannís og Heimskautastofnunar Kína í Shanghæ, að því er utanríkisráðuneytið greinir frá. Íslensk sjálfseignarstofnun, Aurora Observatory sem stofnuð var á síðasta ári, mun annast uppbyggingu og rekstur allrar aðstöðu á Kárhóli en stofnaðilar eru Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Atvinnuefling Þingeyjarsveitar, Kjarni ehf og Arctic Portal, að því er segir á síðu ráðuneytisins. Byggð verður rúmlega 700 fermetra bygging sem hýsa mun rannsóknartæki og vinnuaðstöðu fyrir vísindamenn auk gestastofu fyrir ferðamenn með sýningarrými og litlum ráðstefnusal til kynningar á norðurljósunum og öðrum háloftafyrirbærum. Rannsóknarstarfsemi hófst haustið 2013 en starfsemi stöðvarinnar útvíkkar frekar þær mælingar sem þegar eru stundaðar hér á landi þar sem fyrirhuguð tæki og búnaður geta gefið ítarlegri upplýsingar um eiginleika norðurljósa en núverandi búnaður. Ýmsar stofnanir geta tekið

þátt í rannsóknum stöðvarinnar, m.a. Veðurstofa Íslands, Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, Háskólinn á Akureyri, Norðurslóðanet Íslands og Heimskautastofnunin, stofnun um jarðvísindi í Kína, vísinda- og tækniháskóli Kína auk annarra þarlendra stofnana. Af þessu tilefni segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra á síðu ráðuneytisins að alþjóðlegt samstarf íslenskra mennta- og vísindastofnana sé mikilvægur þáttur í stefnu stjórnvalda um þekkingaruppbyggingu og vísindasamstarf í málefnum norðurslóða. Í framhaldi af skóflustungunni var haldið tveggja daga málþing á Akureyri, þar sem vísinda- og fræðimenn frá Norðurlöndunum og Kína, auk fulltrúa ríkja Norðurskautsráðsins fjölluðu um málefni norðurslóða. Kastljós Ríkisútvarpsins greindi frá því í október síðastliðnum að sveitarfélög og opinber fyrirtæki á Norðurlandi hefðu gengið inn kaupsamninga fyrirtækis Halldórs Jóhannssonar, talsmanns kínverska fjárfestisins Huangs Nubo, á Kárhóli. „Fyrirtækið hafði keypt jörðina fyrir ári ásamt kínverskri heimskautastofnun en ekki staðið við greiðslur,“ sagði á vef Ríkisútvarpsins í endursögn af umfjöllun Kastljóss. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is


BRJÁLAÐ VERÐ!

Stjúpur 10 stk í bakka

9 9 7 1.290

m ó L B R A m u S ! Ð O B L I T Ð U L Á J BR

ónía g r a l e P

899 1.579

ka Nellik

599

rós a s n a H

699 1.999

1.390

Rifsberjaplöntur Sólberjaplöntur Stikilsberjaplöntur

tur s i v k i Birk

999 2.790

mikið úrval af útipottum á frábæru verði.

Ýmsar tegundir af berjarunnum

löntur p a j r e B

1.990 2.990

arfa Veggk

1.290 1.990

gn Gullre

2.990 4.990

á: Verð fr

999

OPiÐ HVítASuNNudAG í BLómAVALi SkútuVOGi kL. 11-19 SJÁ NÁNAR AfGREiÐSLutímA yfiR HVítASuNNuNA Á BLOmAVAL.iS

Garðkönnur

20% afsláttur mikið úrval

Skútuvogur - Grafarholt - Hafnarfjörður - Akureyri - Egilsstaðir Vestmannaeyjar - Akranes - Ísafjörður - Selfoss - Reykjanesbær


10

fréttaviðtal

Helgin 6.-8. júní 2014

Grundvallarréttindum lýstur æ oftar saman Gunnar Þór Pétursson sem hefur nýlokið doktorsprófi í lögum segir sífellt algengara í Evrópu að upp komi mál þar sem grundvallarréttindum lýstur saman. Í rannsóknum sínum hefur hann einbeitt sér að úrlausnum og aðferðarfræði í slíkum málum en undirliggjandi spurning sem hann hefur leitað svara við er hvort það sé rými fyrir sértæk lög og réttindi innan ríkja í alþjóðasamfélaginu.

25% afsláttur

Gunnar Þór Pétursson hefur bæst í hóp þeirra Íslendinga sem eru með doktorspróf í lögum. Sífellt algengara er að landsréttur og þjóðarréttur skarist, sem og grundvallarréttindi af öðrum uppruna, og miða rannsóknir Gunnars að því að úrlausnir í slíkum málum verði einfaldari og aðgengilegri. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson

Æ

af öllum styrkleikum og pakkningastærðum

®

NÝTT

D Daglega

D3 vítamín styrkir m.a. ónæmiskerfi, tennur og bein og hjálpar til við upptöku kalks.

Þannig verða málin flóknari og flóknari, ekki bara fyrir einstaklinga og fyrirtæki heldur líka fyrir hinn hefðbundna lögfræðing.

oftar koma upp mál í Evrópu þar sem grundvallarréttindum lýstur saman, og þá sérstaklega stjórnarskrárbundnum réttindum, mannréttindareglum og grundvallarreglum Evrópuréttarins. Ég hef einbeitt mér að því að finna úrlausnir í slíkum málum,“ segir Gunnar Þór Pétursson, dósent við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í Evrópurétti. Hann hefur nýlega lokið doktorsprófi í lögum frá Háskólanum í Lundi en aðeins um 20 Íslendingar hafa doktorsgráðu í lögfræði. Með aukinni alþjóðavæðingu eru það ekki lengur aðeins stjórnarskrár og lög hvers lands sem skipta máli við úrlausn mála heldur þarf oft að líta til dómstóla á borð við EFTA-dómstólinn, Evrópudómstólinn eða Mannréttindadómstóls Evrópu. „Málin eru að verða sífellt flóknari og finna þarf lausn þegar grundvallarréttindum lýstur saman. Nýnæmið í minni doktorsrannsókn er að þar skoða ég ákveðnar aðferðafræðilegar lausnir sem byggðar eru á bæði fræðikenningum og dómaframkvæmd. Það er mitt framlag til þessa vanda,“ segir hann.

Barónessa í vanda

Til að skýra vandann betur tekur Gunnar Þór tvö ólík dæmi úr dómaframkvæmd Evrópudómstólsins. „Haldin voru fjölmenn mótmæli í Austurríki þar sem mótmælendur lokuðu hraðbraut. Mótmælendurnir voru að nýta sér stjórnarskrárbundinn rétt til tjáningarfrelsis en þegar þeir lokuðu fyrir umferð lokaðist fyrir vöruviðskipti í ákveðinn tíma en frjálst flæði vöru er grundvallaratriði í Evrópuréttinum. Stjórnskipunarleg meðalhófsregla er notuð til að vega og meta í aðstæðum sem þessum. Tilkynnt var opinberlega um mótmælin fyrirfram og umferðin var aðeins stöðvuð í stuttan tíma, og tjáningarfrelsið þarna látið ganga framar frjálsu flæði vöru.“ Seinna dæmið er einnig frá Austurríki. „Samkvæmt austurrísku stjórnarskránni er bann við því að notar hefðartitla. Upp kom mál þar sem kona með barónessutitil frá Þýskalandi vildi fá að bera hann í Austurríki en konan starfaði við að selja kastala. Þarna laust saman stjórnskipunarreglu við lög um frjálsa för fólks og frjáls viðskipti. Þessi stjórnskipunarregla á sér hins vegar mjög djúpar rætur í Austurríki og skiptir þar miklu máli, en þar hafa menn á einhverjum tímapunkti viljað losna við notkun á aðalstitlum. Í forúrskurði gaf dómstóllinn til kynna að það mætti einmitt banna

konunni að bera titilinn þar á grundvelli stjórnskipunarreglu sem tryggði ríka þjóðfélagslega hagsmuni. Sú regla takmarkar þannig aðrar grundvallarreglur en þetta, eins og önnur mál, er skoðað í ljósi stjórnskipulegrar meðalhófsreglu.“ Meginreglan um meðalhóf er þannig notuð til að vega og meta ólík grundvallarréttindi og til að komast að niðurstöðu, en hjá því er aldrei hægt að komast. „Rannsóknarspurningin mín í doktorsverkefninu var hvort hægt væri að nota þessa reglu til að tryggja að horft sé til sérstöðu ríkja og sérstakra sjónarmiða sem byggja á ríkum þjóðfélagslegum hagsmunum, eins og ofangreindir dómar eru dæmi um. Niðurstaðan er að hægt er að beita meðalhófsreglunni til að tryggja slíka niðurstöðu einnig, og þannig ákveðinn fjölbreytileika sem er nauðsynlegur. Slíkt er hefur til að mynda verið lögfest með nýlegum uppfærslum á Evrópusáttmálunum og er þegar farið að gæta í dómaframkvæmd,“ segir hann.

Tryggja fjölbreytni og sérlausnir

Auk þess að hafa nýlokið doktorsprófi kom út bók í ársbyrjun eftir Gunnar Þór og tvo erlenda fræðimenn þar sem hugtakið „evrópsk mannréttindamenning“ er brotin til mergjar. Bókin nefnist „The European Human Rights Culture – A Paradox of Human Rights Protection í Europe?“ og er þar skoðað hvort þversögn ríki í meðferð mannréttindamála í Evrópu. Bókin byggir ekki aðeins á ítarlegri dómagreiningu heldur byggir hún einnig á persónulegum en nafnlausum viðtölum við dómara við æðstu dómstóla Evrópu. „Efnið í bókinni og doktorsverkefnið tengjast en þetta er þó ekki sams konar nálgun. Það sem drífur mig áfram er að heimurinn, líka hinn lögfræðilegi, er að verða sífellt flóknari. Landsréttur og þjóðaréttur takast á og skarast, og einnig grundvallarréttindi af ólíkum uppruna. Þannig verða málin flóknari og flóknari, ekki bara fyrir einstaklinga og fyrirtæki heldur líka fyrir hinn hefðbundna lögfræðing. Mig langar að leggja eitthvað til málanna sem gerir þekkingu og úrlausnir í þessum málum einfaldari og aðgengilegri. Einnig hef ég áhuga á því hvort ekki sé, þrátt fyrir allt, áfram hægt að tryggja fjölbreytni og úrræði í málum þar sem reynir á sérlausnir – eitthvað sem við Íslendingar erum alltaf frekar uppteknir af.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


útsala 30. mAí - 6. jÚLí 2014

13.995,-

Job mat-vegglampi

Sparaðu

Vegglampi, hvítur matt. Ø 13,5 cm. 19.995,NÚ 13.995,- Lampann er hægt að fá hvítan, svartan eða gráan.

30%

14.900,SPARAðu

af veStaeiningaSófa

10.000,-

Vesta-einingasófi Bear-hliðarborð Hliðarborð, svartur björn. Ø 40 x H 58 cm. 24.900,NÚ 14.900,-

115,-/stk.

6.900,-

14.995,-

SPARAðu

60%

3.000,-

3.995,-

Sparaðu

40%

75,-

Cutlery-hnífapör Hnífur, gaffall eða skeið. 295,-/stk. NÚ 115,-/stk. Teskeið. 195,- NÚ 75,-

130 x 190 cm NÚ

5.000,-

SPARAðu

Sparaðu

399.900,-

Stór hornsófi með legubekk og skemilenda. L 366 x D 270 cm. Sætin eru bólstruð með svampi og dúni í efsta laginu fyrir einstök þægindi. Áklæðið er slitsterkt Cabana- áklæði sem kemur í fleiri litum. 574.500,- NÚ 399.900,- Sparaðu 174.600,- Verðflokkur A3. Vesta er einingasófi sem má raða saman eftir eigin höfði. Hægt er að velja um mörg mismunandi áklæði.

24.900,-

Summer-stóll

Ball-loftljós

Temprakon-dúnsokkar

Staflanlegur garðstóll. 9.900,- NÚ 6.900,-

Loftljós, kopar. Ø 18 cm. 19.995,- NÚ 14.995,-

Dömu- eða herradúnsokkar. 6.995,- NÚ 3.995,-

2.995,-

11.995,-

Sparaðu

60%

af völdum málverkum og myndum

Nýr 16 síðna bæklingur

Flokkur 3 myndir

Majestic-sessa

23 x 28 cm. 3.995,- NÚ 2.995,-

Sessa/skemill. Ø 45 cm. 16.995,- NÚ 11.995,-

SPARAÐU

Sparaðu

34.600,-

Summer garðsett

www.ILVA.is

695,-

49.900,-

25-50%

+

af öllum mottum Visible-motta

Summer-garðborð og 4 stólar

Silfurlituð motta. 130 x 190 cm. 34.900,- NÚ 24.900,160 x 230 cm. 49.900,- NÚ 34.900,-200 x 300 cm. 79.900,- NÚ 59.900,-

Garðborð með svartri glerplötu. 90 x 160 cm. 24.900,- NÚ 14.300,- Garðstóll með 7 stillingum. 14.900,- NÚ 8.900,Heildarverð á setti. 84.500,- NÚ 49.900,-

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30

Tilboð í júní - Camembert-beygla Camembert-ostur, sólþurrkað tómatpestó, rauðlaukur, basilolía, papriku chili sulta og salatblanda. 995,- NÚ 695,-


12

fréttaskýring

Helgin 6.-8. júní 2014

Ömurlegt ástand fyrir sprotafyrirtæki Þrátt fyrir að gífurleg gróska sé í nýsköpun og sprotastarfsemi hér á landi er verulegur skortur á fjármögnun. Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs, segir ástandið ömurlegt fyrir sprota- og nýsköpunarfyrirtæki sem þurfa fjármagn. Sérfræðingar vilja að lífeyrissjóðir komi í auknum mæli að fjárfestingum á fyrstu stigum fyrirtækja, en þó aðeins í gegnum sérstaka sjóði sem takmarka og dreifa áhættunni.

V

erulegur skortur er á fjármagni til nýsköpunarfyrirtækja hér á landi þó svo að gífurleg gróska sé í nýsköpun að sögn sérfræðinga. Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, og Gunnar Páll Tryggvason, framkvæmdastjóri Icora Partners, voru meðal þeirra sem héldu erindi á nýsköpunarráðstefnunni Startup Iceland sem fram fór í Hörpunni fyrr í vikunni. „Það er skortur á fjármagni fyrir alla fasa „start-up“ fyrirtækja,“ segir Helga í samtali við Fréttatímann. Gunnar Páll tekur undir þetta: „Það er einkennilegt að á sama tíma og rosalega mikill kraftur er í nýsköpun og sprotafyrirtækjum hér á landi vantar fjármagn til að geta virkjað þann kraft.“ Hann segir nokkrar ástæður liggja þar að baki: „Mest af fjármagninu hér á landi er bundið í lífeyrissjóðum. Þó svo að við viljum að sjálfsögðu að þeir passi peningana okkar vel geta þeir alveg farið í áhættusamari fjárfestingar eins og raunin er með sprota- og nýsköpunarfyrirtæki, bara ef það er gert rétt,“ segir Gunnar Páll. „Slíkar fjárfestingar geta verið mjög arðbærar og það eru alltaf ákveðin fyrirtæki sem ná árangri og geta þannig skilað verulegum arði í þjóðarbúið, bæði í formi arðsemi af fjárfestingunni en líka í störfum og oft með því að skapa nýjar gjaldeyristekjur,“ segir Gunnar Páll.

Nýsköpunarsjóður nær eini sjóðurinn

Nýsköpunarsjóður (NSA) er eins og stendur eini sjóðurinn sem er að fjárfesta í sprotafyrirtækjum að sögn Helgu, utan sjóðsins Eyrir sprotar, sem fjárfestir aðeins. „Sjóðurinn hefur bolmagn til að fjárfesta í tveimur nýjum fyrirtækjum á árinu en vildum gjarnan fjárfesta í 5-6,“ bendir hún á. NSA hefur haldið fundi með lífeyrissjóðum með það að markmiði að hvetja þá til að fjárfesta í auknum mæli í nýsköpun. „Þetta er eignaflokkur sem lífeyrissjóðirnir hafa ekki verið að fjárfesta mikið í undanfarin 15 ár eða svo.

- snjallar lausnir

Þeir fjárfestu á árinu 1999 þegar þeir fóru beint inn í fyrirtæki. Svo kom netbólan og hún sprakk og ætli þeir hafi ekki brennt sig á því,“ segir Helga. „Það virðist hins vegar vilji hjá nokkrum lífeyrissjóðum að koma að þessum eignaflokki á faglegum forsendum með vönduðum vinnubrögðum þannig að ekki sé verið að taka óþarfa áhættu. Þetta er náttúrulega áhættusöm fjárfesting en það þarf hins vegar ekki að taka óþarfa áhættu með henni,“ segir Helga. Nýlega fóru fulltrúar nokkurra lífeyrissjóða með fulltrúum NSA í heimsókn til fagfjárfesta í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn til að kynna fyrir þeim með hvaða hætti þeir fjárfesti í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum og hvernig sjóðirnir hagnast á þessum eignaflokki. Gunnar Páll segir að það hafi verið ákveðinn samhljómur í fjármálakerfinu, að fjárfestingar í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum gangi ekki upp á Íslandi. „Íslenskir fjárfestar hafa misst af frábærum tækifærum og eiga sem dæmi engan hlut í Plain Vanilla sem nýlega var metið á 12 milljarða króna. Slík fyrirtæki þurfa að fara út fyrir landsteinana og ná í peninga og þekkingu til þess að styðja við sinn vöxt. Því má spyrja: Hver ber ábyrgðina á þessum glötuðu tækifærum hér á landi?“ segir Gunnar.

hefur að mestu verið fjárfest fyrir löngu síðan. „Það er pottur brotinn í þessu umhverfi. Við þurfum viðhorfsbreytingu, sérstaklega hjá lífeyrissjóðunum sem ættu að fjárfesta í sjóðum sem eru sérstaklega ætlaðir til að vinna með fyrirtækjunum, skilja áhættuna og hámarka þannig líkurnar á góðri arðsemi. Ég er bjartsýnn á að það muni takast,“ segir Gunnar Páll. Helga tekur undir það. „Af samtölum mínum við fulltrúa lífeyrissjóðanna er ég bjartsýn á að eitthvað fari að gerast. Ég veit af átta teymum sem eru að vinna í því að setja á stofn nýja fjárfestingarsjóði þar sem ætlunin er að fjárfesta í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum. Nýsköpunarsjóður er að fara af stað að fjármagna nýjan sjóð sem gengur undir vinnuheitinu Silfra. Við erum að fara af stað með fjármögnun í þann sjóð og ef allt gengur eftir er von til þess að við getum farið að fjárfesta úr honum í byrjun næsta árs,“ segir Helga. „Allir sjóðirnir átta eru að tala við lífeyrissjóðina um aðkomu þeirra. Við fögnum því ef við verðum ekki lengur eini sjóðurinn sem er að fjárfesta í nýsköpun. Það er gott að hafa nokkra sjóði til að örva samkeppni og auka samstarf og jákvætt fyrir frumkvöðla að hafa val. Það eru að minnsta kosti jákvæð teikn á lofti,“ segir Helga.

Nóg af fjármagni í kerfinu

Orkan fer í peningaleit

Hann segir nóg af fjármagni í kerfinu. „Við höfum hins vegar ekki rétta strúktúrinn til að koma fjármagni í vinnslu við að byggja upp ný fyrirtæki. Við þurfum á þessum nýju fyrirtækjum að halda til að skapa hagvöxt og ekki er endalaust hægt að skiptast á hlutabréfum í gömlum fyrirtækjum,“ segir hann og bendir jafnframt á að nú séu 550 milljarðar í 12 skráðum fyrirtækjum hér á landi og 85 milljarðar í framtakssjóðum (Private Equity). Hins vegar séu einungis 8 milljarðar í Frumtaki og Nýsköpunarsjóði sem sinna öllum hinum stigum fjárfestinga, sprotastigi og vaxtarstigi, og það fjármagn

„Ástandið er hins vegar ömurlegt fyrir nýsköpunar- og sprotafyrirtæki sem vantar fjármagn strax í dag,“ segir hún, „hvort sem þau eru á fyrstu stigum eða að leita að fjármagni til að vaxa. Þau þurfa annað hvort að leita út fyrir landsteinana eða hægja á vexti því það fer svo mikill tími og kraftur í að leita að peningum í stað þess að selja vöruna, það er sorglegt,“ segir Helga. Gunnar Páll segir að í skýrslu McKinsey sé talið að það þurfi að setja um þrjá milljarða árlega í nýsköpun en sú tala hefur verið um þrefalt lægri. „Þetta eru ekki háar tölur ef horft er til þess að árlega þurfa líf-

Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, er bjartsýn á að lífeyrissjóðirnir fari að fjárfesta meira í nýsköpun og sprotafyrirtækjum.

Gunnar Páll Tryggvason, framkvæmdastjóri Icora Partners, segir að skapa þurfi hér kúltúr þar sem við verðum sífellt betri fjárfestar.

eyrissjóðir að ráðstafa 150-200 milljörðum til fjárfestingar. Lífeyrissjóðir ættu að hafa mikla hagsmuni af því að skapa hagvöxt til framtíðar því styrkur þeirra er afleidd stærð af styrk hagkerfisins. Ólíkt fjárfestingu í „nýju“ hlutafé þá hefur fjárfesting í „notuðu“ hlutafé ekki áhrif á hagvöxt þótt verð þess hækki.“ „Þetta er hins vegar ekki bara spurning um peninga. Við þurfum líka að skapa hér kúltúr þar sem við verðum sífellt betri fjárfestar. Við þurfum aðila sem skilja mismunandi viðskiptamódel, eru með puttann á púlsinum í þessum nýsköpunarheimi og geta hjálpað fyrirtækjum að koma sér á markað erlendis og mynda tengsl sem gagnast þeim. Við þurfum að byggja þessa þekkingu upp hér heima ásamt því að auka fjárfestingu í þessum geira,“ segir Gunnar Páll. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

er hlutverk þitt að sjá um bókhaldið? Fullbúin viðskiptalausn í áskrift - Microsoft Dynamics NAV Mánaðarlegt gjald veitir aðgang að einu mest selda bókhaldskerfi landsins ásamt kostnaði við uppfærslu- og þjónustugjöld, hýsingu, afritun á gögnum, öryggisvarnir og SQL gagnagrunn. Breytilegur fjöldi notenda eftir mánuðum sem lágmarkar kostnað. Kerfinu fylgir rafræn sending reikninga, samskipti við RSK og fleira.

Verð frá kr.

11.900pr. mán. án vsk

Fjöldi sérlausna í boði fyrir þá sem þurfa aukna virkni. Kynntu þér lausnina á www.navaskrift.is TM

Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is

Gold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV)

545 3200

navaskrift.is

sala@wise.is


Grænt leigusamband Reita er samstarf um vistvænan rekstur atvinnuhúsnæðis.

Reitir fasteignafélag býður viðskiptavinum sínum upp á grænt leigusamband. Við hjálpum þér að breyta þínu atvinnuhúsnæði í vistvænan vinnustað. Reitir fasteignafélag er stærsta fasteignafélag landsins á sviði útleigu atvinnuhúsnæðis. Markmið okkar er að vera leiðandi í mótun umhverfisvitundar í íslensku atvinnulífi. Kynntu þér Græna Reiti á www.reitir.is. Kringlan 4–12

103 Reykjavík

www.reitir.is

575 9000

JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

Reitir bjóða grænt leigusamband


g

ngum.

14

viðhorf

Helgin 6.-8. júní 2014

Vikan í tölum

Ástæðulaust að fara á taugum vegna þeirra sem heima sátu

20.600.000.000

króna er framlag ríkisins til rannsókna og þróunar samkvæmt í fjárlögum 2013 á verðlagi 2014. Háskólar taka við um 45% af því fé og opinberar stofnanir um 26%, að því er fram kemur í tilkynningu frá Rannís um nýsköpun á Íslandi.

3.244

ársverk voru í rannsóknum og þróun á Íslandi árið 2011. Um 46% ársverkanna voru unnin hjá fyrirtækjum. 70% ársverka voru unnin af sérfræðingum og karlar unnu meirihluta ársverka, samkvæmt Rannís.

32

klukkustunda bið var á flugi Icelandair frá Brussel til Keflavíkur á þriðjudag.

291.170

erlendir ferðamenn hafa farið frá landinu frá áramótum, um 70 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Um er að ræða 31,4% aukningu ferðamanna milli ára frá áramótum í samanburði við sama tímabil í fyrra. Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300.

ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Hösk-

uldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

K

Tæplega lýðræðislegar hamfarir

Kjörsókn var dræm í sveitarstjórnarkosningunum síðastliðinn laugardag, minni en marga undanfarna áratugi. Stjórnmálamenn og stjórnmálafræðingar hafa áhyggjur af þróuninni, nefna ýmsar ástæður en þær verða ekki sannreyndar nema með rannsóknum – sem þeir sem þessi fræði stunda hljóta að framkvæma. Kjörsóknin almennt var um 66 prósent – og áberandi minni en áður í stærstu sveitarfélögunum. Hulda Þórisdóttir, lektor í stjórnmálafræði, segir tvennt skýra litla þátttöku, annars vegar alþjóðlega þróun á Vesturlöndum þar sem fólk hafi fjarlægst stjórnmálin, vegna velmegunar ómaki fólk sig ekki á kjörstað. Hins vegar, líti Íslendingar sér nær, megi skýra minnkandi þátttöku með hruninu, vantrausti og óbeit almennings sem hafi sprottið af því. Grétar Þór Eysteinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir dræma kjörsókn fyrst og fremst skýrast af áhugaJónas Haraldsson leysi. Nærtækt sé að skýra breytinguna jonas@frettatiminn.is sem varð í sveitarstjórnarkosningunum árið 2010 með hruninu, skeytingarleysi, vantrausti og áhugaleysi – og svo virðist sem ekki hafi tekist að vekja þennan áhuga aftur. Þetta eigi einkum við um ungt fólk sem virðist vera sá hópur sem vantað hafi í nýliðnar kosningar. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir fallið í kjörsókninni hreinar hamfarir fyrir lýðræðið í landinu. Meðal ástæðna fyrir lélegri kjörsókn nefnir hann vantraust og óþol í garð stjórnmálamanna og að þeir hafi ekki úthald. Þá segir Eiríkur – og vísar til langstærsta sveitarfélagsins – að engin raunveruleg kosningabarátta hafi farið fram þar, athyglin hafi á lokasprettinum beinst að máli sem menn hafi almennt ekki mikinn áhuga á. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að hina dræmu kjörsókn megi að töluverðu leyti rekja til breyttra viðhorfa fólks til stjórnmála. Það telji sig ekki einungis geta haft áhrif á kjördag heldur sendi dóm sinn á kjörtímabilinu. Sem dæmi nefnir hún framkvæmdir við Hofsvallagötu í Reykjavík sem borgaryfirvöld hafi að miklu leyti orðið að draga til baka vegna harðra viðbragða.

Vafalaust er margt til í þessum skýringum fræðimannanna, líklegar tilgátur sem skoða verður nánar. Ef það er rétt að ungt fólk hafi í miklum mæli setið heima þarf að finna skýringar á því. Hagstofa Íslands safnaði í kosningunum upplýsingum um aldursdreifingu kjósenda. Úrvinnsla þeirra gagna stendur yfir. Æskilegt er vitaskuld að allir aldurshópar taki afstöðu, leggi sitt af mörkum til mótunar nærsamfélagsins. Önnur skýring á áhugaleysinu kann að vera að verulegur hluti kjósenda telji tiltölulega lítinn mun á framboðunum. Sú þriðja kann að vera að margir telji það ekki skipta öllu hverjir fari með stjórn sveitarfélaga. Frambjóðendur séu í meginatriðum vel meinandi fólk en verkefni sveitarfélaganna að mestu lögbundin og forgangsverkefni liggi fyrir. Að þessu leyti er talsverður munur á málefnum sveitarfélaga annars vegar og landsmála hins vegar. Í landsmálum eru stefna og átakalínur flokka og framboða skýrari. Ef við lítum aðeins eitt ár aftur í tímann, til þingkosninganna vorið 2013, sést að kosningaþátttaka var allt önnur og meiri. Samt var enn styttra frá hruni – og meint óbeit á stjórnmálamönnum kom ekki í veg fyrir að kosningaþátttaka væri 81,4 prósent í heild – og yfir 80 prósent í öllum kjördæmum landsins nema öðru Reykjavíkurkjördæminu. Einfaldasta skýringin á dræmri kosningaþátttöku síðastliðinn laugardag er því sú að tiltölulega lítið hafi skilið að þá kosti sem í boði voru – að kosningarnar og aðdragandi þeirra hafi í meginatriðum verið óspennandi og málefnaumræðan fátækleg. Þarft er samt að rýna í þátttökuna og ástæður áhugaleysisins, bæði af hálfu stjórnmálaflokka og fræðimanna – sem og form kosninganna. Þar líta menn meðal annars til rafrænna kosninga meðfram hinum hefðbundnu. Sjálfsagt er að líta til slíkra kosta megi það verða til þess að auka þátttöku – ekki síst meðal unga fólksins sem getgátur eru um að setið hafi heima. Ástæðulaust er hins vegar að fara á taugum vegna þeirra sem heima sátu. Lýðræðislegar hamfarir voru þetta að minnsta kosti ekki.

25%

Draumadúnsængin

afsláttur

SUMARTILBOÐ SUMARTILBOÐ SUMARTILBOÐ Léttar, hlýjar og rakadrægar dúnsængur sem færa þér einstakan svefn. Eingöngu 100% náttúruleg efni, dúnn & bómull. Allur dúnn er hitahreinsaður án kemískra efna.

Stærð 70x100

Stærð 100x140

Tilboð 9.735 kr

Tilboð 12.735 kr

Stærð 140x200

Stærð 140x220

Tilboð 29.990 kr

Tilboð 33.742 kr

200 grömm dúnn Verð 12.980 kr

790 grömm dúnn Verð 39.990 kr

100%

dúnn & bómull

Lín Design

400 grömm dúnn Verð 16.980 kr

890 grömm dúnn Verð 44.990 kr

Sendum frítt úr vefverslun lindesign.is Laugavegi 176

Glerártorgi Akureyri

Sími 533 2220

www.lindesign.is


HM DAGAR

Í SAMSUNG-SETRINU

Full búð af sjónvarpstilboðum

TIL DÆMIS: UE 46 /50F5005 LED SJÓNVARP · 100 Hz. · Full HD 1920x1080p · Mega skerpa · Afspilun USB: kvikmyndir, ljósmyndir, tónlist · Sjónvarpsmóttakari: Digital DVB-T2

TILBOÐ#1: 46"= 159.900 TILBOÐ#2: 50"= 199.900 UE 48/55H6675ST LED SJÓNVARP · 600 Hz. · Full HD 1920x1080p 3D · SMART TV Skjár: Micro Dimming fyrir betri svartann lit · AllShare: Auðvelt að streyma frá öðrum raftækjum í Smart TV · Betri örgjörvi: Quad Core tryggir frábært viðmót í Smart TV · Sérstakt Football Mode sem gerir íþróttaviðburði líflegri · Endalaust úrval af frábærum forritum í Smart Hub · USB upptaka og afspilun · Tvenn þrívíddargleraugu fylgja með og tvær góðar fjarstýringar · Hægt að stýra afruglara með sjónvarpsfjarstýringu · Gervihnatta móttakari

TILBOÐ#3: 48"= 249.900 TILBOÐ#4: 55"= 349.900

2014/2015 módel Frábæ r kaup á mögn uðu tæki!

UE 55F8005

GLÆSILEGT VERÐLAUNATÆKI

„BESTA SMART TV Á MARKAÐINUM 2013-2014“ LED SJÓNVARP · 1000 Hz. · Full HD 1920x1080p

TILBOÐ#5: 55"= 529.900

VEITUM 20% AFSLÁTT AF ÖLLUM HEIMABÍÓUM við kaup á sjónvörpum á HM-DÖGUM BRASILÍA

LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK

samsungsetrid.is

SÍÐUMÚLA 9 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2900

Opið virka daga kl.10-18 / Lokað laugardaga í sumar


16

viðtal

Helgin 6.-8. júní 2014

Hvítasunnan er fjölmenningarhátíð Séra Kristín Þórunn Tómasdóttir tekur við sem sóknarprestur í Laugarneskirkju í haust. Hún er gift séra Árna Svani Daníelssyni og alls eiga þau 6 börn, þar af eitt saman, þannig að iðulega er mikið líf í tuskunum á heimilinu. Kristín er alin upp á prestsheimili og ákvað snemma að það yrði einnig hennar leið í lífinu. Henni þykir afar vænt um hvítasunnuna sem hún lítur á sem fjölmenningarhátíð kirkjunnar. Þau hjónin eru afar samhent, þau blogga saman, reyna að eiga hjónastund á hverjum morgni, og bæði eru þau komin með hjólabakteríuna.

E

r þetta hjólaslá?“ er það fyrsta sem séra Kristín Þórunn Tómasdóttir segir eftir að við heilsumst, og það er ekki laust við að það sé eftirvænting í röddinni. Það passar, ég er í regnheldri hjólaslá þó þennan daginn sé ég á bíl. „Úr Reiðhjólaverzluninni Berlín?“ Það passar líka. „Hjólreiðar eru nýja sameiginlega áhugamál okkar hjónanna,“ segir hún.

Eiginmaður Kristínar er séra Árni Svanur Daníelsson, verkefnisstjóri hjá Biskupsstofu og sérþjónustuprestur, og því eru það tveir prestar sem búa á þessu hlýlega heimili við Langholtsveginn. „Ég hafði ekki hjólað lengi en í vor keypti ég mér hjól í Berlín. Ég er að leysa af sem prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ og treysti mér ekki til að hjóla þangað í átakinu „Hjólað í vinnuna“ þannig að við maðurinn minn hjól-

uðum saman niður á Laugaveg þar sem hann vinnur. Þar geymdi ég litla bílinn okkar og fór svo á honum í Vídalínskirkju, og í lok vinnudags keyrði ég aftur niður á Biskupsstofu og við hjóluðum saman heim. Mér finnst vel vera hægt að tileinka sér bíllausan lífsstíl í auknum mæli án öfga. Það er allt í lagi að ákveða bara að í dag verð ég bíllaus eða um helgina ætla ég að vera bíllaus. Það er strax í áttina.“

Það er mikilvægt í svona stjúpfjölskyldu að allir finni að þeir eru teknir gildir og upplifi að þeir hafi sterka stöðu innan fjölskyldunnar.

Breytingar eru í vændum hjá Kristínu því í lok síðasta mánaðar skipaði biskup Íslands hana sóknarprest Laugarnesprestakalls og tekur hún við embættinu þann 1. september. Séra Bjarni Karlsson hefur þjónað við Laugarneskirkju frá árinu 1998 en í vetur fór hann í námsleyfi til Bandaríkjanna og séra Sigurvin Jónsson hefur leyst hann af. „Ég tek við frábæru búi frá Bjarna og Sigurvin. Laugarneskirkja er svo heillandi söfnuður. Hann er með sterka sjálfsmynd og hefur unnið að því að lyfta upp málefnum minnihlutahópa og þeirra sem eru á jaðrinum í samfélaginu,“ segir hún en þar hafa verið haldnar sérstakar guðsþjónustur tileinkaðar samkynhneigðum, fátækum og fólki með ADHD, svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er sókn sem er í heilbrigðum og afslöppuðum tengslum við nærumhverfið sem hún er að þjóna. Það er sannkallaður fjársjóður í öllu því frábæra fólki sem starfar við kirkjuna, sjálfboðaliðar í sóknarnefnd og starfsfólk kirkjunnar. Það verður gleðiefni að takast á við þetta verkefni.“

Gekk að eiga vin sinn

Kristín var alin upp á prestsheimili.


viðtal 17

Helgin 6.-8. júní 2014

saman síðar þegar aðstæður voru breyttar urðum við kærustupar. Stundum er sagt að maður eyðileggi vináttuna með því að hefja ástarsamband en ég hef mjög góða reynslu af því að ganga að eiga vin minn,“ segir Kristín og hlær. „Við vorum bæði komin til vits og ára þegar við fórum að vera saman, ég tæplega fertug og hann 35. Við lögðum líka til nokkuð af börnum og eigum eina litla stelpu saman. Árni átti fyrir tvær dætur og ég þrjú börn.“ Hún stendur upp og sækir stækkaða ljósmynd sem hangir uppi á vegg til að skýra fjölskyldusamsetninguna. Hún bendir á dætur Árna, Guðrúnu 12 ára og Elísabetu 7 ára. Þarna eru líka börnin tvö sem hún og fyrrverandi

eiginmaður hennar ættleiddu frá Indlandi, Unnur 15 ára og Jakob 13 ára, og loks Tómas Viktor 7 ára sem hún eignaðist með finnskum kærasta. Saman eiga þau Heiðbjörtu Önnu sem er tveggja og hálfs árs. Alls eru þetta því sex börn, 15 ára og yngri.

Ættleidd frá Indlandi

Ættleiðing Unnar og síðan Jakobs kom til eftir að Kristín og fyrrverandi eiginmaður hennar fengu að vita að þau gætu ekki eignast börn saman. „Þá stóðum við frammi fyrir nokkrum möguleikum. Í staðinn fyrir að reyna tæknilegar leiðir talaði mjög sterkt til okkar að ættleiða. Á þessum tíma gekk það mjög hratt og vel fyrir sig og

þau voru bæði bara um sex mánaða þegar við fórum til Kalkútta og sóttum þau. Það var ógleymanlegt og stórkostlegt að verða foreldri á þennan hátt.“ Eftir að þau skildu eignaðist hún Tómas Viktor. Hann fer reglulega til pabba síns í Finnlandi og bíður þessa dagana spenntur eftir sumarheimsókn sinni þangað: „Hann vaknar alla morgna og spyr hvort hann sé að fara til Finnlands í dag,“ segir hún og brosir. „Strákarnir mínir eru báðir fatlaðir. Tómas Viktor greindist snemma með einhverfu og þroskahömlun. Jakob hefur alltaf verið heyrnarskertur en það hefur komið í ljós að hann glímir einnig við töluverða þroskaskerðingu.

Hann hefur alltaf verið í almenna menntakerfinu en byrjar í Klettaskóla í haust. Það er víst ekki óalgengt að þroskaskerðing komi almennilega í ljós á þessum aldri þegar þroskamunur eykst. Almennt er góð reynsla af því að börn fari í sérskóla á þessum tíma og ég er viss um að það á eftir að ganga vel. Það er erfitt á margan hátt að eiga fatlað barn en það er líka stórkostlegt að finna fyrir og kynnast aðstoðinni sem er til staðar í kerfinu fyrir fötluð börn. Við höfum mjög góða reynslu af því og erum full þakklætis í garð fagfólksins í skólanum og í frístundum. Tómas Viktor er að æfa sund með Öspinni sem er íþróttafélag Framhald á næstu opnu

Listrænn stjórnandi

Víkingur Heiðar Ólafsson

4 dagar. 9 tónleikar. 13.– 16. júní.

Hjónin Kristín Þórunn Tómasdóttir og Árni Svanur Daníelsson ásamt börnunum sem frá vinstri eru Tómas Viktor 7 ára, Guðrún 12 ára, Unnur 15 ára,Elísabet 7 ára. Ættleiddu börnin eru 7 ára og loks Heiðbjört Anna se er á þriðja ári. Ljósmyndir/Hari

MAHLER CHAMBER ORCHESTRA og Pekka Kuusisto 15. júní „Þessum tónlistarmönnum hefur tekist að skapa hina fullkomnu hljómsveit.” Claudio Abbado

MISSIÐ EKKI AF EINNI FREMSTU HLJÓMSVEIT OKKAR TÍMA A3 / HGM

Hún er dóttir séra Tómasar Sveinssonar sem þjónaði sem prestur við Háteigskirkju í 45 ár en hann lét af störfum síðasta haust. „Pabbi var vígður til prests í Neskaupstað þar sem við bjuggum þegar ég fæddist. Margar af mínum fyrstu minningum eru úr messum. Þegar ég óx úr grasi hafði ég alltaf mikinn áhuga á trúnni. Vissulega gekk ég í gegn um tímabil þar sem ég ætlaði að verða dýralæknir, eitthvað allt annað en prestur. Ég sá síðan að allar mínar helstu fyrirmyndir komu úr þessari átt og það lá beinast við fyrir mér að fara beint í guðfræðideildina eftir stúdentspróf. Þetta var dásamlegur tími því ég hafði svo mikla gleði og yndi af faginu, biblíufræðunum og kirkjusögunni, en ekki síður þessu praktíska eins og að messa, hitta fólk og predika. Ég segi alltaf að presturinn predikar ekki bara í predikunarstólnum á sunnudögum heldur í öllu sem hann gerir og segir, og öllum samskiptum hans.“ Árni og Kristín kynntust fyrst í guðfræðideildinni en voru þá bæði í öðrum hjónaböndum. „Við höfum vitað af hvort öðru í gegnum tíðina. Þegar leiðir okkar lágu

4 dagar. 9 tónleikar. 13.–16. júní.

Miðasala er hafin á harpa.is og midi.is


18

viðtal

Helgin 6.-8. júní 2014

fatlaðra í Reykjavík, honum finnst virkilega gaman og þar er mjög gott starf unnið.“ Yngst í systkinahópnum er Heiðbjört Anna. „Stundum er talað um að þegar hjón eignast barn í nýju sambandi sé það barn kallað brúarbyggir því það byggir brú milli hópanna. Það hefur verið svolítið þannig hjá okkur. Það var frábært fyrir alla að hún kom og allir tengjast henni jafn mikið. Það er mikilvægt í svona stjúpfjölskyldu að allir finni að þeir eru teknir gildir og upplifi að þeir hafi sterka stöðu innan fjölskyldunnar. Stjúpfjölskyldur hafa alltaf verið til en á seinni árum erum við farin að lyfta þessum veruleika upp, tala um hann og setja stjúptengsl í orð.“

50 daga gleðibloggsátak

Þó Kristín og Árni starfi ekki á sama stað eru þau vissulega í sama faginu og hafa skapað sér vettvang þar sem þau nálgast trúna saman. „Við tölum mikið um guðfræði og kirkjuna, og við höfum bæði mikinn áhuga á því hvernig trúin birtist í menningunni, í bókmenntum, kvikmyndum og leikhúsum. Það nærir samband okkar að vinna saman að þessum hugðarefnum okkar. Saman ritstýrum við Kirkjuritinu sem er tímarit sem Prestafélag Íslands gefur út og er ætlað að veita aðgengilega og áhugaverða umfjöllun um trúna í samfélaginu. Við bloggum líka saman á slóðinni ArniogKristin.is. Þar erum við að ljúka 50 daga gleðibloggsátaki. Tíminn frá páskum og fram að hvítasunnu er oft kallaður gleðitíminn og á hverjum degi þessa 50 daga

einsettum við okkur að blogga um eitthvað sem er jákvætt og uppbyggilegt, og reynum þar að lyfta upp fólki og atburðum sem bæta samfélagið.“ Umfjöllunarefnin eru afar fjölbreytileg, allt frá því að hrósa Pollapönkurunum fyrir boðskap gegn fordómum, hvatning til að stunda fjallgöngur og yfir í gómsæta uppskrift að plokkfiskrétti sem sannarlega getur gert daginn betri. „Kirkjuárið er byggt upp í kring um atburði í lífi Jesú. Við höldum upp á fæðingu hans á jólunum, við minnumst föstunnar, dymbilviku, síðustu kvöldmáltíðarinnar, föstudagsins langa þegar hann var krossfestur og fögnum á páskunum þegar hann reis upp frá dauðum. Tíminn eftir páska og upprisan er tími þar sem sigur lífsins yfir dauðanum er umfjöllunarefni kirkjunnar, allt fram að hvítasunnu. Hefð er fyrir því að tala um þessa daga sem 50 gleðidaga. Gott er að muna að allt hefur sinn tíma, sorgin hefur sinn tíma en líka gleðin. Við höfum 40 daga í lönguföstu og lesum Passíusálmana en síðan taka við 50 gleðidagar.“

Ég tek við frábæru búi frá Bjarna og Sigurvin. Laugarneskirkja er svo heillandi söfnuður. Hann er með sterka sjálfsmynd og hefur unnið að því að lyfta upp málefnum minnihlutahópa og þeirra sem eru á jaðrinum í samfélaginu.

Hvítasunnan markar upphaf kirkjunnar

Hvítasunnan sem nú gengur í garð er þriðja stórhátíð kirkjunnar, á eftir páskum og jólum. „Í daglegu lífi fellur hvítasunnan í skuggann. Það eru engar jólagjafir eða páskaegg. Fyrir mörgum er hvítasunnan bara löng helgi þar sem gott er að fara í sumarbústað. Hvítasunnan er hins vegar mjög merkilegur viðburður og gaman að lesa um hann í Nýja testament-

Það er allt í lagi að það blási svolítið Í Búrfellsstöð við Þjórsá er gagnvirk orkusýning og skammt norður af stöðinni eru fyrstu vindmyllur Landsvirkjunar. Þeim er ætlað að veita vísbendingar um framtíðarmöguleika í beislun íslenska roksins. Við vonum auðvitað að sumarið verði gott en okkur finnst líka allt í lagi þó það blási hressilega í 50 metra hæð yfir hraunsléttunni fyrir norðan Búrfell.

Velkomin í heimsókn í sumar! Gagnvirk orkusýning í Búrfellsstöð er opin alla daga kl. 10-17. Einnig tekur starfsfólk á móti gestum við vindmyllurnar norðan Búrfells alla laugardaga í júlí kl. 13-17. Jarðvarmasýning í gestastofu Kröflu er skemmtilegur áfangastaður fyrir norðan. Þar er opið alla daga kl. 10-17. Við Kárahnjúkastíflu tekur leiðsögumaður á móti gestum alla miðvikudaga og laugardaga kl. 14-17. www.landsvirkjun.is/heimsoknir 3 m/s - raforkuframleiðsla hefst

15 m/s

Kjöraðstæður til raforkuvinnslu

28 m/s

34 m/s - raforkuframleiðsla stöðvast


viðtal 19

Helgin 6.-8. júní 2014

inu. Talað er um hana sem upphaf kirkjunnar. Þarna er Jesú ekki lengur með lærisveinum sínum heldur farinn til himna en hafði birst þeim ítrekað. Á hvítasunnunni var saman kominn hópur fólks sem hafði mótast af boðskap Jesú og vildi halda honum á lofti. Þetta er saga sem kallast svo skemmtilega á við samtímann og lýsir því sem gerist í fjölmenningarsamfélagi. Þau eru stödd í Jerúsalem þegar heilagur andi kemur yfir þau og lærisveinarnir fara að tala tungum. Þarna er fólk frá ýmsum þjóðum en allt skilur það hvað þeir segja og hugsa með sér að þeir séu að tala sitt tungumál. Aðrir túlkuðu þennan viðburð þannig að fólkið hefi einfaldlega verið drukkið og sé að bulla tóma vitleysu, en í kjölfar þessa varð kirkjan til og þeir sem hlýddu á lærisveinana voru skírðir. Fjölmenningarsamfélagið er eitt af stóru málunum í dag og mér þykir svo vænt um þessa hvítasunnufrásögn þar sem lögð er áhersla á að kristin trú máir út þröskulda, múra, tungumál og stétt. Hvítasunnan er í raun fjölmenningarhátíð kirkjunnar. Fagnaðarboðskapurinn er ætlaður öllum og það er okkar hlutverk að búa til rými þar sem allir eru velkomnir.“

Hlynnt byggingu mosku

Hún segir trúmál alltaf skipta máli jafnvel þó hlutverk kirkjunnar sé

annað en áður fyrr. „Kirkjan er ekki lengur dómari yfir því hvað er gott og hvað er slæmt, eða hvernig fólk á að haga lífi sínu. Í raun erum við komin inn í samfélag sem sumir myndu lýsa sem afhelguðu þar sem trúin hefur verið fjarlægð en ég held að þar með sé ekki öll sagan sögð. Trúin er áfram afl sem mótar líf einstaklingsins og hann kemur með það inn í sameiginlega rýmið.“ Hún tekur dæmi af þeirri hitaumræðu sem kom upp fyrir sveitarstjórnarkosningarnar vegna byggingar mosku í Reykjavík eftir að oddviti Framsóknarflokksins í borginni sagðist mótfallinn því að úthluta lóð fyrir moskuna. „Í því máli vil ég að kirkjunnar fólk standi fast á því að við viljum hafa trúfrelsi og hluti af því er að hafa frelsi og rými til að byggja sér helgidóma. Við eigum að standa vörð um það,“ segir hún og tekur fram að hún hafi „að sjálfsögðu ekkert á móti því“ að hér sé byggð moska. „Mér fannst illa gert að nota þetta mál til að auka við og ýta undir ótta við fámennan hóp. Múslimar eru algjör minnihlutahópur sem á erfitt uppdráttar í samfélaginu. Við megum vera ósammála um margt, til dæmis hvar flugvöllurinn á að vera, en þegar kemur að mannvirðingu

verðum við að standa saman.“ Enn er um mánuður þar til séra Jóna Hrönn Bolladóttir snýr aftur úr sínu námsleyfi til starfa við Vídalínskirkju og Kristín heldur því sinni hefðbundnu rútínu eitthvað áfram, að hjóla niður á Laugaveg og keyra þaðan í Garðabæinn. Áður en þau hjónin mæta til vinnu á morgnana hafa þau komið sér upp þeirri hefð að eiga smá hjónastund á kaffihúsinu Reykjavík Roasters við Kárastíg. „Það er frábært þegar við erum búin að koma öllum út á morgnana að setjast þarna saman í kannski hálftíma, drekka toppkaffi og tala saman. Síðan bara byrjar dagurinn. Yfir daginn eru allir í sínu og jafnvel langt fram á kvöld. Stundum eftir langan og erfiðan dag hugsa ég með mér að við höfum ekki náð að tala neitt saman en gleðst svo þegar ég man eftir að við erum að fara að hittast í kaffi morguninn eftir.“ Það verður síðan mun styttra í vinnuna þegar Kristín tekur við Laugarnessókn í haust. „Það er jákvætt að búa svona nálægt,“ segir hún og klykkir út með: „Ég get þá loksins hjólað í vinnuna.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


20

fótbolti

Helgin 6.-8. júní 2014

Sumir þurfa bara eitt mót Það eru nokkrar knattspyrnuhetjur sem aðeins hafa tekið þátt í einu heimsmeistaramóti, en þó náð að setja mark sitt á keppnina svo eftir þeim er munað.

Paolo Rossi, ÍtalÍu Hetja Ítala á HM á Spáni árið 1982 var án efa hinn 26 ára gamli Paolo Rossi. Rossi hafði verið í tveggja ára banni frá fótbolta vegna veðmálaskandals í ítalska boltanum, en náði að spila rétt áður en HM hófst og var valinn í hópinn fyrir lokakeppnina, þrátt fyrir að þykja í lélegu formi. Rossi þótti skelfilegur í riðlakeppninni og fjölmiðlar lýstu honum sem draug, en í 8 liða úrslitum skoraði Rossi þrennu í mögnuðum 3-2 sigri á Brasilíu, sem nánast allir höfðu spáð sigri fyrir mótið. Hann hélt svo uppteknum hætti gegn Pólverjum og skoraði tvö mörk sem fleyttu Ítölum í úrslitaleikinn gegn Þjóðverjum þar sem Rossi skoraði 1 mark í 3-1 sigri og Ítalir urðu heimsmeistarar.

salvatoRe schillaci, ÍtalÍu HM 1990 í Bandaríkjunum (7 leikir – 6 mörk)

Margir knattspyrnuáhugamenn ráku upp stór augu þegar Salvatore „Toto“ Schillaci mætti með ítalska landsliðinu á HM 1990 í Bandaríkjunum. Þessi lágvaxni 26 ára gamli framherji frá Juventus þótti ekki líklegur til afreka með landsliðinu en annað átti eftir að koma í ljós. Hann kom inn á í fyrsta leiknum gegn Austurríki og skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri Ítala. Hann átti svo eftir að skora 5 mörk til viðbótar í keppninni. Ítalir unnu bronsið og „Toto“ hreppti gullskó mótsins. Það fór lítið fyrir „Toto“ eftir þetta og lauk hann ferlinum 33 ára eftir 3ja ára veru í japanska boltanum.

alan sheaReR, englandi

HM 1998 í Frakklandi (4 leikir – 2 mörk) Alan Shearer tók aðeins þátt í einni heimsmeistarakeppni fyrir Englands hönd, þrátt fyrir að spila 60 landsleiki fyrir þjóð sína. Shearer skoraði 1 mark í riðlakeppninni gegn Túnis, og svo annað í sögufrægum leik við Argentínu í 16 liða úrslitunum, sem lauk 2-2 og Argentínumenn unnu svo í vítaspyrnukeppni, þar sem okkar maður skoraði úr sínu víti. Leikurinn er þó frægari fyrir rautt spjald sem David Beckham hlaut, og enska þjóðin er enn að jafna sig á.

PReben elkjæR laRsen, danmöRku

HM 1986 í Mexíkó (4 leikir – 4 mörk)

Preben Elkjær skaust upp á stjörnuhimininn á mótinu í Mexíkó árið 1986 fyrir ótrúlegan kraft og þrautseigju á vellinum, þótti illviðráðanlegur þegar hann tók á rás með boltann. Eftir að hafa sigrað með yfirburðum í sínum riðli voru Danir slegnir út af Spánverjum í 16 liða úrslitum en Elkjær skoraði 4 mörk í keppninni. Þrennan hans gegn Úrúgvæ í 6-1 sigri Dana er enn í dag talin einn af hápunktum danskrar knattspyrnusögu.

Ljósmyndir NordicPhotos/Getty

HM 1982 á Spáni (7 leikir – 6 mörk)


12. JÚNÍ-13. JÚLÍ

Í FÓTBOLTA Á RÚV HM STOFAN FYRIR OG EFTIR ALLA LEIKI

46 LEIKIR Í BEINNI ÚTSENDINGU


Borgarferðir Barcelona • Dublin • Bratislava • Berlín

Sérferðir Tæland • Ástralía • Mið-Evrópa Austurríki • Ítalía • Spánn

Ávallt stór fín, fríin með Úrval Útsýn


Lúxussiglingar Karíbahaf • Miðjarðarhaf • Panama-skurður Dubai–Lissabon • Siglingar á eigin vegum

Sólarferðir Tenerife • Almeria • Costa Brava • Barcelona • Benidorm Albír • Alicante-borg • Kanarí • Marmaris

Hvort sem þig langar í spennandi ævintýri, framandi menningu, flottar verslanir, lúxus siglingar, eða afslappandi sólarströnd, þá finnuru fríið þitt hjá Úrval Útsýn. Allar ferðir í boði eru á vefsíðu okkar og nýjar ferðir eru settar inn reglulega.

Skoðaðu fríin á urvalutsyn.is Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19 í Kópavogi. Sími 585 4000 www.uu.is Facebook


24

úttekt

Helgin 6.-8. júní 2014

Strákurinn okkar á HM Fyrir fjórum árum spilaði Aron Jóhannsson með Fjölni í næst efstu deild á Íslandi. Daginn fyrir þjóðhátíðardag okkar Íslendinga verður hann í liði Bandaríkjanna sem mætir Gana í G-riðli á HM í Brasilíu. Aron verður í treyju númer 9. Fjölskylda hans fylgist með af pöllunum og pabbi hans kveðst vera ótrúlega stoltur af árangri sonarins.

A

ron Jóhannsson verður í næstu viku fyrsti Íslendingurinn til að leika á HM í knattspyrnu. Aron er í 23 manna hópi Bandaríkjanna á þessu stærsta sviði knattspyrnunnar. Hann hefur ekki verið fastamaður í byrjunarliði liðsins en flestir telja að honum sé ætlað stórt hlutverk á mótinu. Ef hann er ekki í byrjunarliðinu sé ætlunin að hann komi inn og færi liðinu aðra möguleika en hinir framherjarnir. Uppgangur A rons hef u r verið eins og í lygasög u. Sumarið 2010 lék hann með Fjölni í næst efstu deild íslenska boltans. Hann var yfirburðamaður í deildinni og var valinn besti leikmaðurinn, besti ungi leikmaðurinn og var auk þess markakóngur deildarinnar. Í kjölfarið fór hann til Danmerkur og raðaði inn mörkum með AGF í Árósum. Í janúar í fyrra var hann svo seldur til AZ í Hollandi. Á fyrsta heila tímabili sínu með liðinu varð hann þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar með 17 mörk í 32 leikjum. Hann skrifaði nýverið undir nýjan fjögurra ára samning við liðið. Aron þarf ekki að kvarta undan þjálfurum sínum um þessar mundir. Á HM nýtur hann leiðsagnar þýsku markavélinnar Jürgens

Klinsmann og á næsta tímabili tekur sjálfur Marco van Basten við stjórn AZ. Það er ekki amalegt að fá góð ráð frá tveimur af eftirminnilegustu framherjum síðari ára. Lífið leikur við Aron um þessar mundir. Honum gengur allt í haginn á vellinum en það á líka við á heimavelli. Hann er á föstu með Bryndísi Stefánsdóttur og hafa þau verið saman um fimm ára skeið. Bryndís er 21 árs og er að hefja fjarnám í sálfræði við Háskólann á Akureyri. Þau eru barnlaus en eiga saman hundinn Míu. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is

Við erum klárir á því að við komumst áfram í riðlinum og það er markmiðið.

Aron JóhAnnsson Aldur: 23 ára. Hæð: 1.84. Lið: AZ Alkmaar Leikir í vetur/mörk: 51/26 Landsleikir/mörk: 8/2 hvAð segJA þeir um Aron?

„Aron er mjög ófyrirsjáanlegur leikmaður. Andstæðingurinn veit aldrei hvað hann er að hugsa. Hann hugsar stundum tvo eða þrjá leiki fram í tímann ... Hann er forvitnilegur strákur sem mun bara verða betri í framtíðinni.“ Jürgen Klinsmann landsliðsþjálfari Bandaríkjanna.

„Ég er hrifinn af Aroni Jóhannssyni. Hann hefur marga góða kosti sem gagnast liðinu, kosti sem okkur vantar þegar Landon Donovan er ekki með. Þegar hann fær boltann er fyrsta hugsun hans alltaf að leita fram á völlinn. Þegar Aron kom inn í liðið um daginn kom hann með tengingu milli miðju og sóknar.“ Brian McBride fyrrum landsliðsframherji Bandaríkjanna.

MARIBÓ HLÝLEGUR Þessi margverðlaunaði ostur, framleiddur í Mjólkursamlagi KS á Sauðárkróki frá því árið 1965, rekur ættir sínar til danska bæjarins Maribo á Lálandi. Það sem gefur Maribó-ostinum sinn einkennandi appelsínugula lit er annatto-fræið sem mikið er notað í suðurameríska matargerð. Áferðin er þétt en bragðið milt með votti af valhnetubragði. Frábær ostur til að bera fram með fordrykk, í kartöflugratín eða á hádegisverðarhlaðborðið.

www.odalsostar.is


úttekt 25

Helgin 6.-8. júní 2014

Trúði alltaf að hann gæti náð langt

M

ér finnst þetta algerlega geðveikt. Það gerist ekki flottara en að fara á HM. Ég er mjög stoltur,“ segir Jóhann Gíslason, faðir Arons Jóhannssonar. Jóhann og Helga Guðmundsdóttir, móðir hans, fylgjast grannt með gengi sonarins. Þau munu sjá tvo leiki Arons á HM ásamt bróður hans og Magnúsi Agnari Magnússyni, umboðsmanni Arons. „Við ætlum að sjá leikina við Portúgal og Þýskaland. Þetta verða tveir gríðarlega erfiðir leikir og það verður spennandi að sjá hvort Aron eigi eitthvað í pokahorninu. Það

þarf allt að ganga upp til að þetta unga lið Ameríkananna eigi möguleika. Fyrsti leikurinn, við Gana, verður reyndar líka erfiður. Og þarna fylgist þið með öllum stórstjörnunum; Ronaldo, Özil og Jóhannssyni? „Jájá, ég ætla að bera þá alla saman,“ segir Jóhann og hlær. „Nei, maður vonar bara að strákurinn fái einhverjar mínútur og standi sig vel. Og ef ameríska landsliðið nær góðum úrslitum þá verð ég góður.“ Bjóstu við því að hann gæti náð svona langt? „Já, ég hef sagt það frá því hann var

níu eða tíu ára að hann ætti eftir að spila á þessu „leveli“. Hann hló alltaf bara að mér en hafði alltaf sín markmið og hélt þeim fyrir sig. Ég sagði honum að ef hann nennti að leggja mikið á sig þá gæti hann náð þessu. Það þarf nefnilega að fórna ansi mörgu. Það gleymist oft hvað íþróttamenn þurfa að fórna mörgu til að ná langt.“ Þetta hefur verið ótrúlegur uppgangur hjá Aroni síðustu fjögur ár. Hann fer frá Fjölni út í atvinnumennsku og er nú að fara að spila á HM... „Já, þetta er nefnilega nokkuð sem allir íþróttamenn ættu að horfa

á. Ef maður leggur hart að sér og hefur trú á sjálfum sér getur maður náð ansi langt, alveg sama í hvaða íþrótt það er. Aron hefur rétta hugarfarið og hann fer aldrei léttustu leiðina í neinu. Hann fer alltaf sína leið. Eins og þegar hann valdi að spila fyrir Bandaríkin. Hann pælir ekki í því hvað öðrum finnst. Ég er ánægður með hann og ég var glaður þegar hann tók þessa ákvörðun. Þetta var samt hans val, alfarið.“ Aron Jóhannsson á heimavelli með kærustunni, Bryndísi Stefánsdóttur, og hundinum Míu. Ljósmynd/Hulda Sif Ásmundsdóttir

Hvað segir Aron? Það er mjög góður andi í liðinu. Það er meiri léttleiki yfir liðinu nú þegar það er búið að velja 23 manna hópinn,“ segir Aron Jóhannsson. Aron gat því miður ekki veitt Fréttatímanum viðtal vegna anna við undirbúning fyrir HM en hann féllst á að svara nokkrum spurningum í tölvupósti. Aron hefur ekki verið í byrjunarliðinu í síðustu tveimur leikjum bandaríska liðsins og hann veit ekki hvort hann eigi víst sæti á HM. „Það eru þrír aðrir góðir framherjar þarna þannig að baráttan verður hörð. En ég mun gera allt sem ég get til að byrja inn á.“ Þið eruð í erfiðum riðli með Gana, Portúgal og Þýskalandi. Telurðu að þið eigið möguleika að komast áfram? „Já auðvitað. Ef við trúum ekki á verkefnið þá eigum við aldrei séns. Við erum klárir á því að við komumst áfram í riðlinum og það er markmiðið.“ Hvaða þjóð heldurðu að vinni HM? „Eru ekki Brassarnir sigurstranglegastir á heimavelli?“ Ákvörðun þín að spila fyrir Bandaríkin vakti mikið umtal. Þó sumir hafi verið ósáttir virðist sem flestir séu orðnir spenntir að fylgjast með þér á HM. Heldurðu að Íslendingar séu ekki búnir að taka þig í sátt? „Jú, ég held það.“

Sigurgangan heldur áfram! www.sminor.is

Í könnun Neytendablaðsins, 1. tbl. 60. árg. mars 2014, fékk Siemens uppþvottavélin SN 45M231SK bestu einkunn. Sænska neytendablaðið Råd & Rön gerði úttekt á uppþvottavélum frá ýmsum framleiðendum og kom Siemens uppþvottavélin SN 45M231SK best út. Þetta er fjórða árið í röð sem Siemens uppþvottavél hlýtur fyrsta sætið*. Vélin fær toppeinkunn fyrir þurrkhæfni, þökk sé einstakri nýjung: zeolite-þurrkun, sem skilar sérlega þurru og glitrandi hreinu leirtaui. Frekari upplýsingar um þessa uppþvottavél er að finna á heimasíðu okkar, www.sminor.is. *SN 45M203SK, Råd & Rön, 8. tbl. 2010; SN 45M206SK, Testfakta, 16.9. 2011 (www.testfakta.se); SN 45M205SK, Råd & Rön, 4. tbl. 2012; SN 45M231SK, Råd & Rön, 3. tbl. 2013.

Alls eru sjö leikmenn í 23 manna hópi Bandaríkjanna með tvöfalt ríkisfang. Rétt eins og Aron völdu þeir að spila fyrir Bandaríkin. Fimm þeirra eru aldir upp í Þýskalandi og eru synir bandarískra hermanna. Þeir eru John Anthony Brooks, Timothy Chandler, Fabian Johnson, Jermaine Jones og Julian Wesley Green. Þá er Mix Diskerud hálfur Norðmaður.

HÆSTA EINKUNN

Apríl 2013

Fjölþjóðlegur her


26

viðtal

Helgin 6.-8. júní 2014

Snorra Edda í rafrænni útgáfu Ein merkasta heimild sem til er um upphaf ásatrúar og norræna goðafræði, Snorra Edda, er aðgengileg í rafrænni útgáfu. Þröstur Geir Árnason, annar tveggja íslenskukennara sem þróaði rafrænu útgáfuna, segir skort á aðgengilegu kennsluefni á rafrænu formi. Þar sem ekki allir framhaldsskólanemar ráða við að lesa miðaldaíslensku færðu þeir einn kaflann nær nútímamáli en rafrænu útgáfunni fylgja einnig orðskýringar, verkefni og upplestur.

V

ið prufukeyrðum þetta námsefni í Verzlunarskólanum í vor og nemendur tóku mjög vel í það. Þegar hafa fleiri skólar ákveðið að nota efni við kennslu næsta vetur,“ segir Þröstur Geir Árnason sem ásamt Gylfa Hafsteinssyni, samstarfsmanni sínum, hefur þróað rafræna útgáfu af Snorra Eddu, en báðir starfa þeir sem íslenskukennarar við Verzlunarskóla Íslands. „Við byrjuðum að vinna að þessu í kjölfar umræðu um hvort framhaldsskólanemar almennt ráði við að lesa upprunalega miðaldatextann,“ segir Þröstur en í útgáfunni hafa þeir fært texta Gylfaginningar nær nútímamáli, en þar er meðal annars fjallað um sköpun heimsins og ragnarök. „Margir skólar eru einnig farnir að krefjast þess að nemendur komi með tölvur í skólann en síðan vantar Þröstur Geir Árnason íslenskukennari. aðgengilegt kennsluefni á rafrænu formi þannig að tölvan hefur stundum bara verið eins konar glósubók,“ segir hann. Snorra Edda var sem kunnugt er samin af Snorra Sturlusyni og er ein merkasta heimild sem til er um upphaf ásatrúar og norræna goðafræði. „Við Íslendingar getum verið stoltir af því að eiga þennan merka menningararf og að kynna sér hann er hluti af því að afla sér menntunar í nútímasamfélagi. Fyrir utan hvað þetta er ákaflega skemmtilegt efni. Sá sem þekkir eigin menningararf er einnig betur í stakk búinn til að virða menningararf annarra,“ segir Þröstur. Norræn goðafræði og sögur úr Snorra Eddu hafa verið mörgum innblástur í bókmenntum og kvikmyndagerð, og má þar nefna höfund Hobbitans og Hringadróttinssögu, J.R.R. Tolkien, sem hafði dálæti á norrænni menningu, Gylfi Hafsteinsson íslenskukennari. auk þess sem kvikmyndir um Thor hafa notið vinsælda að undanförnu. „Síðan er heil þungaSkuld koma við sögu í Snorra Eddu. Þótt rokkssena sem sækir öll sín yrkisefni í þetta, texti Gylfaginningar sé endursagður á samanber Skálmöld. Það eru þungarokksveitnútímaíslensku eru kaflar úr Skáldskapir um alla Norður-Evrópu sem syngja bara um armálum látnir halda sér en þeim fylgja norrænu goðin,“ segir hann. ítarlegar orðskýringar, Rafræn útgáfa Snorra og einfalt er að setja músarbendilinn yfir Eddu er aðgengileg á vefnum snorraedda.is. Þar geta feitletruð orð til að sjá nemendur, sem og allur alstrax hvað þau þýða. Í menningur, keypt sér aðvefútgáfunni er einnig gang í gegnum greiðslufjöldi mynda sem listagátt. Vefurinn kemur maðurinn Jón Ingiberg þannig í stað kennslubókJónsteinsson gerði auk ar eða hljóðbókar. Augþess sem allur textlýsingastofan Verðandi inn hefur verið lesinn inn á hljóðhannaði vefinn sem er vel við hæfi þar sem örlaga- Snorra Edda er aðgengileg í tölvum og skrá og vefurinn er því snjallsímum í nýju útgáfunni. nornirnar Urður, Verðandi og einnig hljóðbók. Þá eru

Markmiðið með þessu er að mæta kröfum nú­ tímans um kennsluefni á rafrænu formi.

Heimsmynd Snorra Eddu eins og hún birtist í rafrænu útgáfunni. Listamaðurinn Jón Ingiberg Jónsteinsson

ónefnd þau verkefni sem fylgja en á vefnum er meðal annars hægt að leysa krossgátur, svara tengispurningum og fá hugmyndir að ritgerðarefnum upp úr Snorra Eddu. „Markmiðið með þessu er að mæta kröfum nútímans um kennsluefni á raf-

rænu formi og gera nemendum auðveldara fyrir að lesa og meðtaka efnið,“ segir Þröstur. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Fáðu meira út úr Fríinu Bókaðu sértilboð á gistingu og gerðu verðsamanBurð á hótelum og bílaleigum út um allan heim á túristi.is

TÚRISTI


1 4 - 0 9 6 9 - H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

MÆTTU FYRR Í FRÍIÐ Vegna framkvæmda eru farþegar hvattir til að mæta tímanlega Vegna endurbóta við farangursflokkunarkerfið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar má búast við miklu álagi við innritun til 1. júlí. Um leið og við biðjumst velvirðingar á óþægindunum hvetjum við farþega til að mæta tímanlega í flugstöðina fyrir brottför. Innritun í morgunflug hefst nú kl. 4.30.

Mætum snemma og styttum biðraðirnar – Góða ferð!

Mættu fyrir klukkan 5.00 á völlinn og fáðu afslátt af langtímastæðum KEF Parking við flugstöðina Gildir til 15. júní


1.645

1.198

kr./kg

kr./kg

kF laMbalærissneiðar villikr.

svínahnakki

verð áður 2.190 kr./kg

verð áður 1.598 kr./kg

1.398

1.598

kr./kg

kr./kg

kFF grísa grísaFille kryddað

svínalundir

verð áður 1.855 kr./kg

verð áður 2.398 kr./kg

2.598

490

kr./kg

kr./pk.

Ferskar kjúklingabringur án aukaeFna

haMborgarar 2x115g M/brauði

verð áður 540 kr./pk.

1.298 kr./kg

kryddaðar svínakótilettur

verð áður 1.398 kr./kg

998 kr.

coke dósir 12x0,33l

verð 998 kr.

verð áður 2.848 kr.

1.298 kr./kg

kryddaður grísahnakki

verð áður 1.398 kr./kg

746 kr.

Myllu kryddkaka 2 Fyrir 1

verð 746 kr.

- Tilvalið gjafakort OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is

198 kr./kg

iceberg

verð 198 kr./kg

995 kr.

nescaFéé gull 300g

verð 995 kr.

1.998 kr./kg

ss grískar grísasneiðar

verð áður 2.379 kr./kg

3.128 kr./kg

ss ítalskar laMbalærisneiðar

verð áður 3.680 kr./kg

198 kr.

haribo chaMallows bbq

verð 198 kr.

398 kr.

hvítt nóa kropp

verð 398 kr.

2.700 kr.

therMos 0,5l

verð 2.700 kr.


túlipanar

verð xxx kr.

198

198

kr./stk.

398

kr.

kr./stk.

298 kr.

doritos 4 gerðir

hoMeblest 300g

verð 198 kr./stk.

498

298

kr.

pagen giFFlar 2 gerðir

verð 198 kr.

kr.

verð 398 kr./stk.

357

297

kr.

kr.

caFé noir

verð 297 kr.

póló súkkulaðikex

verð 357 kr.

kr.

prins póló 18g x 56stk.

verð 995 kr./kassinn

grillolía 500Ml grillolía 250Ml

verð áður 578 kr.

995

verð áður 342 kr.

Helgartilboð

kr.

hleðsla Þrenna

6. - 7. júní

verð 398 kr.

kr.

488 kr.

vilko vöFFlur

verð 488 kr.

FJAR-DARKAUP

398

198

Þeytitoppur

verð 298 kr.

248 kr./kg

gala epli

verð 248 kr.

168

232

kr./kg

598

kr.

kr.

Fetaostur í kryddolíu 150g

verð 198 kr.

pipp appelsínu/karaMellu

verð 232 kr.

bestu Molarnir 350g verð 598 kr.

79

frá

kr./stk.

2.341 kr.

appelsínur

verð 168 kr./kg

298 kr.

Mix, pepsi Max, pepsi, appelsín eða kristall 0,33l

verð 79 kr./stk.

ÞurrMatur ýMsar gerðir

verð frá 2.341 kr./stk.

Lokað annan í hvítasunnu

sælusnúðar 250g

verð 298 kr./kg


30

hvítasunnan

Helgin 6.-8. júní 2014

Trúarhátíð - eða bara löng helgi Fyrsta ferðahelgi ársins er fram undan, en veit fólk almennt hvað hvítasunnan merkir í kirkjudagatalinu? Krakkarnir í Saltvík voru í það minnsta ekki að hugsa um það árið 1971.

Í

upphafi vikunnar fóru margir Íslendingar að velta fyrir sér hvað gerðist um hvítasunn­ una? Af hverju er þessi helgi haldin hátíðleg hjá kirkjunnar mönnum og hverju megum við þakka þessa þriggja daga helgi? Hvítasunnnan er þriðja stærsta trúarhátíðin á Íslandi, á eftir pásk­ um og jólum. Á vef kirkjunnar er

fjallað um hvítasunnuna og þar stendur: Hvítasunna er stofndagur kirkjunnar, og einskonar vígsludag­ ur hinnar almennu kirkju, og haldin 7 vikum eftir páska. Margir Íslendingar hafa ekki hugmynd um þessa staðreynd og flestir hafa alltaf litið á þessa helgi sem trúarlega verslunarmanna­ helgi og fagnað auka frídegi ofan

á hið hefðbundna helgarfrí. Kannski var ekki nægilega mikið talað um þetta í kristinfræðinni í gamla daga, eða kannski er bara almennt áhugaleysi fyrir tilgangi helgidaganna, allavegana veistu þetta núna lesandi góður. Hér á árum áður var þetta mikil ferða­ helgi og kjörin til þess að bregða undir sig betri fætinum og halda í útilegu eða ein­ hverskonar ferðalag, alveg sama hvernig viðraði þá þráaðist fólk við að þetta yrði fyrsta útileguhelgin, þó yfirleitt hafi há­ tíðin verið í maí og veður ekki orðið neitt sérlega gott fyrir nætursvefn í tjaldi. Við Íslendingar upplifum veður á allt annan hátt en fólk í öðrum löndum heimsins.

Saltvík ´71

Verð kr 144.000.- parið

www.siggaogtimo.is

Framhald myndarinnar!

Einnig var mikið um skemmtanir um allt land áður fyrr, en þó flestar á vegum kirkjunnar. Frægasta skemmtun sem haldin hefur verið um þessa helgi er án nokkurs vafa Saltvíkurhátíðin sem haldin var í maí árið 1971 af Æskulýðs­ ráði Reykjavíkur og hljómsveitinni Trú­ brot, og þá helst trommara sveitarinnar, Gunnari Jökli Hákonarsyni, sem bar hitann og þungann af skipulagningu. Tónlistarhátíðin átti að vera í anda er­ lendra hátíða eins og Woodstock í Banda­ ríkjunum og Isle of Wight í Bretlandi sem höfðu verið árin áður, og nú átti að fá þessa menningu til Íslands, með viðeigandi rútu­ ferðum, músík og frelsi frá foreldrunum sem voru svo gamaldags í allri hugsun. Allar helstu hljómsveitir landsins komu fram á þessari hátíð, að sjálfsögðu var Trúbrot þeirra stærst en ásamt þeim voru þarna vinsælar sveitir eins og m.a. Ævin­ týri, Náttúra og Rooftops í bland við þekkt­ ustu nöfnin úr þjóðlagageiranum sem að sjálfsögðu sungu um stríðshrjáða Amerík­ ana og andúð á kerfinu í heild sinni, mjög nauðsynlegt á hátíðum sem þessari. Í fjölmiðlum dagana eftir þessa hvíta­ sunnuhelgi mátti lesa fréttir og greinar um mikla unglingadrykkju og eiturlyfja­ neysla var af einhverju tagi, eitthvað af hassi og LSD fannst á einhverjum ung­ mennum í Saltvík og foreldrar voru áhyggjufullir um þróun ungu kynslóðar­ innar. Einnig var skrifað um það að um­ gengni hafi verið slæm og eitthvað um slagsmál og einn blaðamaður talaði um að það væri almennur leiðindabragur yfir þessari hátíð.

Foreldrar áhyggjufullir

Sástu myndina? Hér er framhaldið

Fullt verð

3.299,-

2,799,-

JÚNÍTILBOÐ! Önnur bókin í hinum geysivinsæla Divergent bókaflokki, er komin út í kilju og er á sérstöku útgáfutilboði hjá öllum betri bóksölum!

- Samkvæmt 840.000 notendum GoodReads! „Roth kann að skrifa. Flókin fléttan og ógleymanleg umgjörðin skapa sögu sem mun ekki svíkja aðdáendur fyrstu bókarinnar“ - Publishers Weekly um Andóf

www.bjortutgafa.is

Foreldrar leyndu ekki skoðunum sínum og voru alls ekki ánægðir með þessa há­ tíð og fordæmdu hana mjög í fjölmiðlum, enda var aldurstakmarkið ekki nema 14 ár, sem er í yngri kantinum. Foreldrum gafst þó tækifæri til þess að kaupa sig inn um afmarkaðan tíma á há­ tíðinni til þess að kíkja á aðstæður og hafa auga með börnunum, Fyrir þessa heim­ sókn var miðaverðið 700 krónur og í kjöl­ farið af einni slíkri var þetta skrifað í Vel­ vakanda Morgunblaðsins af reiðri móður; „Ekki var aðkoman fögur, þarna þvæld­ ust börnin um eins og heimilislausir aum­ ingjar köld og blaut, svo ekki sé minnst á þann hluta sem var drukkinn eða átti við timburmenn að stríða.“ Ekkert ósvipað því sem maður sér um verslunarmannahelgina í dag, en ég er ekki viss um að það verði í boði fyrir for­ eldra að kaupa sig inn á Þjóðhátíð í Eyjum part úr degi til þess að fylgjast með, en það væri kannski ráð? Þó var eitthvað um það að foreldrarn­ ir hafi bara skemmt sér jafn vel, ef ekki betur en margur unglingurinn, miðað við mörg greinaskrif. Þessi hátíð fór misvel ofan í landann, og aðallega skrifaði fólk um þessa hátíð af mikilli neikvæðni, lýsti henni sem miklu svalli og fordæmdu gróðahugsun þeirra sem að henni stóðu, hvað það varðar hef­ ur lítið breyst. Í dag eru flestar hátíðir for­ dæmdar nema þær séu í tengslum við fjár­ öflun íþróttafélaga. Tónlistarmennirnir voru þó almennt ánægðir með framtakið, en veðrið var leið­ inlegt þessa helgi og þetta sagði Björgvin Halldórsson í bók sinni „Bo & Co“; „Það var ekkert sérstaklega gaman að spila þarna. Samt elska popparar að koma

Ævintýri í Saltvík ´71.

fram á útitónleikum. Undir berum himni getur skapast göldrótt stemning. En það þarf að venja fólk við þetta. Ala upp púp­ likum sem er reiðubúið að koma og hlýða á gott rokk utandyra án þess að missa heilsuna af drykkjuskap. Við Ævintýra­ menn gerðum margar tilraunir í þessa átt. Margar heppnuðust ágætlega“.

Útihátíðarflopp

Við Ævintýramenn gerðum margar tilraunir í þessa átt. Margar heppnuðust ágætlega.

Margar útihátíðir hafa verið haldnar eftir þetta sem fengu ekki brautargengi. Fræg er hátíðin sem haldin var í Viðey um verslunarmannahelgina 1984, þar sem afskaplega fáir mættu. Húsafell 1969 þar sem 300 manns vissu ekki hvernig átti að skemmta sér, þar sem þetta var nýlunda hér á landi. Á tíunda áratugnum voru nokkrar hátíðir haldn­ ar í Þjórsárveri og við Eldborg, sem var að vísu endurtekin árið 2001 og einn blaðamaður skrifaði grein sem nefndist „Aldrei aftur Eldborg“, svo ekki hefur hún verið endurtekin, ennþá.

Biskupinn steig ekki dans

Kirkjan hefur alltaf haldið hvítasunn­ una mjög hátíðlega og lét ekki sitt eftir liggja þessa helgi árið 1971, á meðan 10 þúsund ungmenni hurfu úr bænum í Saltvík þá gaf biskup út þá reglu að bannað væri að dansa á öldurhúsum Reykjavíkur þessa helgina, og voru veitingahúsaeigendur neyddir til þess að setja borð á öll dansgólf svo enginn slysaðist til þess að dansa, en bannið gekk ekki yfir barsölu. Það mátti sem­ sagt fara út og fá sér í glas, en alls ekki dansa. Þetta fór afskaplega illa í fólk og var ekki gert aftur, þó svo að biskup hafi sagt þetta vera skiljanlegt þar sem Guð væri allsstaðar, líka á öldurhúsum Reykjavík­ ur. Guð lét samt ekki sjá sig í Saltvík, þar var dansað alla helgina.

Hvað á að gera um helgina?

Íslendingar tuða og rífast yfir þjóðkirkj­ unni og margir eru á móti kristinfræði í skólum og óþarfa trúboði, en við fögn­ um öllum helgidögunum sem trúnni fylgja. Margir þora ekki að segja sig úr þjóðkirkjunni því það er svo gott að fá svona auka sunnudaga, eða miðviku­ daga og fimmtudaga inn í vinnuvikuna. Kannski er það hræsni, en það væri það kannski líka ef við svæfum út á upp­ stigningardag fegin fríinu, nýbúin að segja okkur úr þjóðkirkjunni, svo margir láta sig bara hafa það. Engin er útihátíðin um hvítasunnuna þetta árið svo það verður að finna sér eitthvað annað til dundurs í þetta sinn, kannski er bara best að fara í sund svona miðað við veðurspá, en í guðanna bænum ekki dansa. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is


NÁÐU

TOPPNUM MEÐ INTERSPORT! AKS 4 PUWEM C R RT I

O RÐIR EVO P ASTÆ * BARN

AKS 1 8.990 PUEM TRIC OW R EVO P

RÐIR SSTÆ N I Ð * OR FULL

0 9 9 . 4 3

PUMA EVO POWER TRICKS 4/1

Góðir takkaskór úr gerviefni. Stærðir: 33-39. og 40.1-45. *Fást eingöngu í Intersport Bíldshöfða.

6.990

6.990

3.490

3.490

7.990 HUMMEL WINDBREAKER

Góður vindjakki. Litur: Grænn. Stærðir: 4-6-8-10-12-14-16.

HUMMEL TEAM PLAYER SOCCERPANT

Slitsterkar fótboltabuxur. Litur: Svartar. Stærðir: 6-16 og S-XL.

HUMMEL RAPID NEON

Takkaskór með frönskum rennilás / reimum. Barnastærðir.

NIKE MERCUIAL HARD SHELL Legghlífar.

Stærðir: S, M, L.

NIKE GK JR MATCH

Markmannshanskar. Stærðir: 4, 5, 6, 7, 8.

EXPO • www.expo.is

Borgaðu vaxtalaust innan 14 daga eða með raðgreiðslum í verslun Intersport á Bíldshöfda INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4890 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 11 - 18. SUN. 13 - 17. INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16.


32

viðtal

Helgin 6.-8. júní 2014

Hefur safnað legókubbum í 20 ár Guttormur Þorfinnsson húsasmiður fékk ungur áhuga á að byggja úr legókubbum og hefur hann safnað legói í 20 ár. Þegar sonur hans var 12 ára taldi hann að legósafnið væri orðið nógu stórt en Guttormur lét það ekki stoppa sig og enn þann dag í dag vill hann bara fá legó í jólagjöf. Saman eiga þeir feðgar gríðarlegt magn af legókubbum, meðal annars allt stelpulegó sem gefið hefur verið út.

Guttormur Þorfinnsson hefur ekki tölu á öllu legóinu sem hann á enda hefur hann safnað því í 20 ár. Ljósmyndir/Hari

Einnig til í rauðu

É CHARLEEN frá Habitat 3ja sæta sófi 196.000 kr. Stóll 99.200 kr.

sófadagar öllum 20% afsláttur af sófum í júní BENOÎT frá Ethnicraft 3ja sæta sófi 176.000 kr. 2ja sæta sófi 135.200 kr. Stóll 92.000 kr.

g og sonur minn höfum safnað þessu í 20 ár,“ segir Guttormur Þorfinnsson, 49 ára húsasmiður, sem safnar legókubbum. Hann segist hreinlega ekki vita hversu mikið af legókubbum hann á en hluti af þeim er á sýningu sem stendur yfir á 2. hæð í Smáralind. Guttormur segist ekki geta skýrt þennan mikla áhuga sinn á legói. „Ég var bara legópolli. Sumir strákar voru legópollar og eru svo húsasmiðir í dag,“ segir hann kómískur. Þegar sonur Guttorms, Þorfinnur Guttormsson, var lítill drengur byrjaði hann að kaupa legó handa honum. Guttormi fannst legókubbarnir ekki síður heillandi en syninum og ákvað að fara að safna þeim. „Þegar strákurinn minn var 12 ára spurði ég hann hvaða legó hann vildi í jólagjöf en hann svaraði: „Pabbi, eigum við ekki nóg legó?“ Ég fór

þá líka að safna Duplo-kubbum,“ segir Guttormur. Þetta er fjórða sýningin sem Guttormur heldur á kubbunum sínum og sú stærsta til þessa. „Við vorum í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir tveimur árum. Þá var ekki nógu gott aðgengi fyrir fatlaða og ekki nógu mörg bílastæði en það er allt til staðar hér í Smáralindinni.“ Þó meirihlutinn á sýningunni sé í eigu Guttorms eru þar líka kubbar í eigu annarra feðga sem safna Star Wars-legói, þeir Eyvindur Eggertsson og Hjálmar Alexander Bergrósarson. Óhætt er að segja að öll legóflóran sé á sýningunni, þar eru stærri kubbar ætlaðir yngri börnum og afar smáir sem krefjast mikillar vandvirkni – þarna eru lestir, frumskógur og kastalar, og þó legóið sé í eigu karlmanna er enginn skortur á prinsessum í bleikum kastala. „Við erum búnir að kaupa allt stelpulegó sem hefur

verið gefið út. Við feðgarnir erum miklir femínistar,“ segir Guttormur. Þrátt fyrir að eiga nóg legó til að fylla fjöldann allan af 30 lítra geymslukössum langar Guttorm alltaf í meira legó. „Ég vil enn í dag bara fá legó í jólagjöf. Ég á nóg af bindum og kokteilhristurum. Það er alltaf eitthvað sem vantar í safnið,“ segir hann en er þó ekki búinn að setja saman óskalistann fyrir næstu jól. Fyrir tveimur árum var Guttormur atvinnulaus og flutti til Noregs þar sem hann fékk vinnu við hæfi sem húsasmiður. Hann er því aðeins hér á landi í sumarfríinu sínu, og til að sýna kubbana. Hann fer síðan aftur til Noregs eftir að sýningunni lýkur þann 15. júní. „Ég er bara hérna að monta mig af legóinu mínu.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Einnig til í grænu Ath. Öll birt verð eru afsláttarverð

ESpOO svefnsófi 284cm br. Litir: grátt, brúnt 196.000 kr.

Þeir feðgar hafa jafnan áhuga á legói sem er markaðssett fyrir stelpur og eiga þeir allar gerðir af stelpulegói sem gefið hefur verið út.

BREYTON frá Habitat 3ja sæta sófi 156.000 kr.

TEkk COmpANY Og HABiTAT kAupTúN 3 Sími 564 4400 vEfvERSLuN á www.TEkk.iS

Opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18


ÍM kjúklingalundir

2498 2798

Við g

kr./kg

g

rir þi

ira fy

me erum

kr./kg

ali læri eigin v a b Lam dað að kryd

8 9 4 1

g kr./k

ir Bestöti í kj

Lamba innralæri

3598 3998

kr./kg

kr./kg

g kr./k 8 9 6 1

Nautafille, spjót með grænmeti

998 1298

Grill

sumar!

kr./stk.

kr./stk.

Helgartilboð! 2 fyrir 1

Gæðabakstur, heilkorna rúgbrauð

219 258

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

Myllu speltbrauð

Ostakaka m/bláberjum

998 1199

kr./pk.

kr./pk.

kr./stk.

kr./stk.

Lay´s Deep Ridged, BBQ, 147 g

329 349

kr./pk.

kr./pk.

Þykkvabæjar kartöflugratín m/sveppum, 600 g

479 599

Ostaþrenna, Ljótur, Auður og Kastali

899 989

kr./pk.

kr./pk.

kr./pk.

Pepsi og Pepsi Max, 0,5 lítrar

139 178

kr./pk.

kr./stk.

kr./stk.

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

Samba kossar, 300 g

498

kr./pk.

Samba kossar, m/kókos, 300 g

449

kr./pk.


34

menning

Helgin 6.-8. júní 2014

Vandað nám í heillandi umhverfi Fjölmiðlamaðurinn Kristinn R. Ólafsson, gjarnan kenndur við Madrídarborg, er einn höfunda tónleikhúsverks sem flutt verður í Þjóðleikhúsinu í næstu viku. Ljósmynd/Hari

Rappar fornsögur í takt við flamenkó

Fornsaga, flamenkó, dans og spænsk miðaldatónlist fléttast saman á fjölum Þjóðleikhússins í næstu viku. Kristinn R. Ólafsson er einn höfunda nýs tónleikhúsverks þar sem spænskir tónlistarmenn og dansarar flytja sögu Kristínar prinsessu Hákonardóttur í verkinu „Kristín prinsessa og kynngin“. Verkið er byggt á Hákonar sögu Hákonarsonar eftir Sturlu Þórðarson og segir frá ferð Kristínar prinsessu til Spánar og giftingu hennar þar á 13.öld.

Þ

Öflugur og nútímalegur háskóli í Borgarfirði Það er alltaf gott að koma á Bifröst. Öll aðstaða til náms er til fyrirmyndar og stuðlar að góðum árangri í námi. Íbúðarhúsnæði á staðnum er hagkvæmt og fjölbreytt og hentar jafnt einstaklingum sem fjölskyldum. Á Bifröst er stutt í óbeislaða náttúru og þar eignast fólk vini fyrir lífstíð. Kynntu þér nám í Háskólagátt og grunnnámi við Háskólann á Bifröst.

Diana, sem er hörpuleikari og miðaldadansari, túlkar Kristínu og flamenkódansarinn José „Bocaillo“ túlkar prinsinn. Frásögn mín er svo grindin sem dansararnir og tónlistarfólkið vefa sína list í kringum og fylla þannig orð mín fegurð tóna og hreyfingar.

að var ein af þessum tilviljunum lífsins, sem eiga það til að leiða eitt af öðru, sem kom mér út í þetta verkefni,“ segir Kristinn R. Ólafsson, einn höfunda verksins. Kristin þekkja flestir af pistlum hans í Ríkisútvarpinu sem hafa borist okkur til eyrna frá Madríd í fjölda ára. Nú er hann fluttur heim en segist þó alltaf vera með annan fótinn í Madríd. „Þannig var mál vaxið að norska sendiráðið í Madríd bauð mér til Madrídar í fyrra til að halda litla tölu um íslenska nútímalist. Þetta var á miklum fundi þar sem saman voru komnir um 400 aðilar úr spænska menningargeiranum, en fundurinn var haldinn til þess að kynna styrki úr þróunarsjóði menningar EES og EFTA.“ Kristinn segist ekki vera neinn sérfræðingur í nútímalist en hann hefur þó komist nokkuð skammlaust frá verkinu því stuttu síðar hafði „Arjé“, fyrirtæki sem sér um framleiðslu á menningarviðburðum, samband við hann. „Þau höfðu samband við mig til að hittast yfir kaffibolla í Madríd, eða reyndar var það nú bjór,“ segir Kristinn og hlær. „Við fórum að spjalla um mögulegt efni sem tengdist Íslandi og þá flaug mér þetta allt í einu í hug, að nota söguna um Kristínu prinsessu Hákonardóttur Noregskonungs sem Sturla Þórðarson ritaði á 13. öld. Ég var nú alls ekkert að bjóða mig fram, en þeim datt í hug að ég tæki þátt í verkinu.“

Saga Kristínar prinsessu sögð með tónlist og dansi

Kristinn er sögumaður verksins og byggir frásögn sína á höfundinum, Sturlu Þórðarsyni, en í Hákonar sögu Hákonarsonar

Nánari upplýsingar á nam.bifrost.is

segir hann frá ferð Kristínar prinsessu til Spánar og giftingu hennar þar. „Kristín giftist vorið 1258 og deyr svo 1262 af ókunnum ástæðum. Hún hverfur svo úr sögunni þar til á sjötta áratug síðustu aldar þegar menn opna steinkistu í litlu þorpi á norðanverðum Spáni, og telja sig þar finna Kristínu,“ segir Kristinn en þriðja sýningin á verkinu var einmitt í þessu litla þorpi. Aðalflytjendur verksins eru spænskir tónlistarmenn og dansarar. „Diana, sem er hörpuleikari og miðaldadansari, túlkar Kristínu og flamenkódansarinn José „Bocaillo“ túlkar prinsinn. Frásögn mín er svo grindin sem dansararnir og tónlistarfólkið vefa sína list í kringum og fylla þannig orð mín fegurð tóna og hreyfingar. Í fyrsta skipti í sögunni segja þau mér, kveðst spænsk miðaldatónlist og flamenkóið á.“

Íslenskt rapp undir flamenkótakti

„Miðaldatónlistin á Spáni er af ýmsum toga, meðal annars þeim sem kallast „mudéjar“, en það er list múslímskra manna sem bjuggu meðal kristinna manna á miðöldum. Á 13. öld, þegar þessi saga gerist, þá er allur Spánn nema Granadaríki komið í hendur kristinna manna á ný. En ein af rótum flamenkósins er einmitt þessi mudéjar-tónlist. Þannig að í verkinu mætast þessar tvær stefnur á miðri leið en svo tekur flamenkóið við.“ Verkið var frumsýnt í Madríd 22. maí og hefur fram til þessa verið flutt á spænsku en nú verður það flutt á íslensku. „Já, og þess má nú kannski geta að ég rappa vísu við flamenkótakt beint upp úr Hákonarsögu Hákonarsonar,“ segir Kristinn og kveður eitt erindi með stórkostlegum tilþrifum. „Ég tek þetta á mjög hörðum errum og norræn tunga hljómar mjög framandi í spænskum eyrum þó að ég reyni ekki að bera þetta fram með 13. aldar framburði heldur á nútímaíslensku. Ég skrifaði verkið á spænsku svo nú er ég að berjast við að fínpússa þetta á íslensku. Því fylgir tiltekinn vandi þar sem ég þarf að finna mér málsnið. Einhvern milliveg milli fornmálsins og tungu nútímans svo þetta verði nú skiljanlegt,“ segir Kristinn sem hvetur alla til að koma og sjá þetta nýstárlega verk í Þjóðleikhúsinu, „enda aðgangseyririnn mjög alþýðlegur, aðeins 2900 kr.“ Halla Harðardóttir

Kristinn R. með flamenkódönsurum og tónlistarmönnum sem troða munu upp í Þjóðleikhúsinu.

halla@frettatiminn.is



FERSKASTI NAMMIBARINN !

ERA K S P P U NÝ A!

SKER P P U Ý N

799kr/pk

Jarðarber, 500 gr.

Kirsuber í lausu

RA!

SKE NÝ UPP

Bláber USA

FLUGI FERSKT MEÐ NDI A FRÁ FRAKKL

NÝTT

AUP

NÝTT KAUP Í HAG

K Í HAG

Arizona Green Tea

Rians eftirréttir

Svalandi í sumarhitanum.

La Crème Brûlée.

Gildir til 9. júní á meðan birgðir endast.

VAL AF FRÁBÆRT ÚR UM! BÚSÁHÖLD

Kaffitár Afríkusól

Dökkir Afríkuskuggar eru mjúkir og yndislegir í þessu kaffi.

MARGIR LITI

699kr/pk

R!

Glös

6 stk í pakka.

Bakki með loki

Kanna og glös

Tilvalinn fyrir ostana.

2 lítra kanna og 4 glös.

RISTORANTE PIZZUR 499kr/stk

eyri Akur og á umar! ís

Klakaform


ÓLÝSANLEGA GOTT! MERKIÐ

MERKIÐ

TILBOÐ

TRYGGIR GÆÐIN

TRYGGIR GÆÐIN

30%

afsláttur á kassa

HAGKAUP KALKÚNASKIP FROSIÐ

2.309 kr/kg verð áður 3.298

MERKIÐ

TRYGGIR GÆÐIN

MERKIÐ TILBOÐ TRYGGIR GÆÐIN afsláttur á kassa

25%

TILBOÐ

TILBOÐ

afsláttur á kassa

afsláttur á kassa

15%

GRILL LAMBALÆRI

LAMBAFILE

LAMBATVÍRIFJUR

4.249 kr/kg

2.624 kr/kg

M/ FERSKUR KRYDDJURTUM

MANGÓ MARINERING

verð áður 2.598

verð áður 4.999

1.949 kr/kg

25%

GRÍSK MARINERING

verð áður 3.499

TILBOÐ

TILBOÐ

afsláttur á kassa

afsláttur á kassa

30%

30%

GRÍSAKÓTILETTUR REYKTAR, 2 TEG.

KALKÚNALÆRI ÚRBEINUÐ

verð áður 2.299

verð áður 2.399

1.609 kr/kg

EITT MESTA ÚRVAL LANDSINS AF BBQ SÓSUM

1.679 kr/kg


38

METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 28.05.14 - 03.06.14

viðhorf

Fleiri framliðnir en frænka

V

HELGARPISTILL

1

Þessi týpa Björg Magnúsdóttir

2

Iceland Small World - lítil Sigurgeir Sigurjónsson

Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

3

Frosinn: Þrautir Walt Disney

4

Íslenskar þjóðsögur

5

Gæfuspor - gildin í lífinu Gunnar Hersveinn

6

Eldað með Ebbu Ebba Guðný Guðmundsdóttir

7

Öngstræti Louise Doughty

8

Íslenskir málshættir og snjallyrði Nanna Rögnvaldardóttir valdi

9

Stjörnurnar á HM Illugi Jökulsson

10

Helgin 6.-8. júní 2014

Íslensk Orðsnilld Ingibjörg Haraldsdóttir valdi

Teikning/Hari

SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT

Við hjónin vinnum langan vinnudag – og höfum alltaf gert. Ef maður er að gera eitthvað skemmtilegt er hinn langi vinnudagur verjandi. Í meginatriðum er vinnan okkar gefandi. Minn betri helmingur vinnur við eigið fyrirtæki með öðrum úr fjölskyldu sinni. Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað en slíkt gerist ekki áreynslulaust. Allir verða að leggja sig fram. Ég hef hins vegar starfað við blaðamennsku, hóf það starf blautur á bak við eyrun, beint úr skóla. Blaðamennska er fjölbreytt starf – en getur á álagstímum verið krefjandi svo á stresstaugar líkamans reynir. Kosturinn er sá að maður fylgist vel með því sem er að gerast og sér fljótt árangur erfiðisins. Lengst af mínum ferli vann ég við stýrimennsku á dagblaði sem kom út sex daga vikunnar. Það er ekki ofmælt að í slíku starfi er í mörg horn að líta og puttann þarf að hafa á púlsinum. Sjálfsagt hafa eiginkona og börn verið komin með upp í kok af eilífri fréttahlustun, kvölds og morgna – auk helgarvaktanna – því þá daga þurfti að vinna líka þótt aðrir væru í fríi. Hafandi gengið í gegnum þá reynslu kann ég vel að meta vikublaðstakt eins og þann sem fylgir útgáfu Fréttatímans. Þá er aðeins eitt „deadline“ á viku í stað sex – eða skil eins og það heitir víst á heldur skárra máli. Betri tími gefst því til þess að hugsa og framkvæma, óðagotið er minna, þótt vinna deilist vitanlega á fleiri hendur á dagblaði en vikublaði. Leikar taka ekki verulega að æsast á vikublaði fyrr en daginn fyrir útkomu og einkum á útkomudegi, en áður var þetta samfelldur djöfulmóður – en svo sem indælt stríð þrátt fyrir það. Þótt vikutakturinn sé þægilegri breytir það samt ekki því að vinnudagurinn er enn langur. Mál hafa hins vegar þróast á þann veg hjá okkur Kópavogshjónum að frúin vinnur æ lengri vinnudag eftir því sem tíminn líður. Fyrir utan vinnuna sinnir hún ýmsu öðru, öldruðum föður og barnabörnum, auk alls annars. Þetta vinnuálag hefur það í för með sér að hún á það stöku sinnum til að gleyma sér – hverfa í huganum inn í aðkallandi verkefni sem sinna þarf. Þannig var það til dæmis í síðustu viku. Hún þurfti að hnýta marga enda vegna stuttrar utanlandsferðar síðastliðinn föstudag, daginn fyrir kjördag. Ég hafði nokkrum sinnum minnt hana á að kjósa utan kjörfundar hjá sýslumanni sem hún, vel að merkja, keyrir fram hjá daglega. Sýsli komst samt ekki á dagskrá. Ég brá því á það ráð að senda henni tölvupóst til að minna hana á kosningarnar. Þar nefndi ég meðal annars að hægt væri að kjósa fram að kvöldmat á uppstigningardegi, daginn

áður en hún hélt utan. Þann dag vorum við bæði í vinnunni, þótt frídagur væri. Það dugði ekki til. Sýslumaður var búinn að loka þegar við komum heim það kvöld. Utankjörfundarkosningin var fyrir bí. Síðasta hálmstráið var því sendiráð í norrænni borg sem hún heimsótti daginn fyrir kjördag. Þá var loks von til þess að hún hefði tíma fyrir sjálfa sig – og kosningarnar. Það er heldur ekki hægt að sjá allt fyrir ef sækja þarf jarðarför í miðju vinnustressinu. Öldruð frænka eiginkonunnar fór nýverið yfir móðuna miklu eftir langan en farsælan dag. Það var konu minni bæði ljúft og skylt að fylgja frænkunni síðasta spölinn. Prúðbúin spanaði hún beint úr vinnunni til að sækja föður sinn og hélt síðan rakleiðis til athafnarinnar. Þar sem við hjónin og tengdapabbi erum rótgrónir Kópavogsbúar – og frænkan framliðna auk þess búsett í sama sveitarfélagi – brunaði frúin að sjálfsögðu í Kópavogskirkju. Þau feðgin voru aðeins með seinni skipunum, eins og vill verða hjá þeim sem eru störfum hlaðnir. Þau fóru því hljóðlega þegar þau gengu inn gólfið eftir þétt setinni kirkjunni. Þó náði elskuleg eiginkona mín að grípa með sér útfararskrá til þess að fylgjast mætti með athöfninni, sálmum og minningarorðum. Fljótt á litið þekkti konan engan – en það segir ekki alla sögu í jarðarförum. Þangað koma margir sem einhvern tímann hafa átt samfylgd með hinum látna. Það var ekki fyrr en mín ektafrú náði í sviphending að líta yfir útfararskrána að ókunnugleikinn skýrðist. Þarna var verið að jarða allt annan mann en frænkuna góðu – vafalaust vammlausan einstakling – en af karlkyni eins og glöggt mátti sjá af mynd á forsíðu skrárinnar. Nú voru góð ráð dýr. Pabbanum var svipt út úr kirkjunni og farsíminn nýttist vel. Í ljós kom að útför frænkunnar var að hefjast í Fossvogskapellu. Það vill til að það er ekki langt frá Kópavogskirkju í kapelluna svo þangað náðu þau feðgin áður en forspilið hófst. Frænkan fékk því fylgdina. Eftir athöfnina buðu aðstandendur til erfidrykkju í veislusal Hótels Loftleiða, sem nú heitir víst einhverju útlendu nafni. Þangað héldu þau feðgin og var heldur minni fart á þeim en þegar þau brunuðu úr Kópavoginum í átt að Öskjuhlíð. Sérkennilegt þótti konu minni þó, þegar í erfidrykkjuna kom, að hún þekkti engan, fremur en í útförinni frá Kópavogskirkju. Þegar betur var að gáð var það skiljanlegt. Í stað þess að drekka erfi gömlu frænku voru ættingjar og vinir látins karlmanns samankomnir í salnum og gæddu sér á pönnsum og smurtertum í minningu hans, þó ekki þess sama og kvaddur var í Kópavogskirkju. Öðruvísi hnallþórur og annað kaffi var hins vegar að finna í öðrum sal sama hótels – og þar voru ættmenni frænkunnar að safnast saman þegar þau feðgin vippuðu sér inn og kysstu aðstandendur – héldu kúlinu, eins og sagt er – létu eins og ekkert hefði í skorist.


Gefðu gæði við hvert tækifæri

1.

2.

3.

4.

Metsölulisti Eymundsson

Metsölulisti Eymundsson

Metsölulisti Eymundsson

Metsölulisti Eymundsson

Innbundin skáldverk

Innbundin skáldverk

Innbundin skáldverk

Innbundin skáldverk

28.05.14- 03.06.14

5.

Metsölulisti Eymundsson Innbundin skáldverk

28.05.14- 03.06.14

9.

Metsölulisti Eymundsson Innbundin skáldverk

28.05.14- 03.06.14

28.05.14- 03.06.14

6.

28.05.14- 03.06.14

7.

28.05.14- 03.06.14

8.

Metsölulisti Eymundsson

Metsölulisti Eymundsson

Metsölulisti Eymundsson

Innbundin skáldverk

Innbundin skáldverk

Innbundin skáldverk

28.05.14- 03.06.14

10. Metsölulisti Eymundsson Innbundin skáldverk

28.05.14- 03.06.14

28.05.14- 03.06.14

11. Metsölulisti Eymundsson Innbundin skáldverk

28.05.14- 03.06.14

28.05.14- 03.06.14

12. Metsölulisti Eymundsson Innbundin skáldverk

28.05.14- 03.06.14


Hver brunar svona hjá?

Kroppurinn er kraftaverk

Verð kr. 1.999

Maxímús Músíkús kætist í kór

Verð kr. 2.999

Verð kr. 3.999

Taktu bókina með í fríið! Góða nótt Einar Áskell Verð kr. 2.999

5%

Engan asa Einar Áskell Verð kr. 2.999

aukaafsláttur af ÖLLUM VÖRUM einnig tilboðum

Skúli Skelfir - Risaeðlur

Nanna á fleygiferð

Vildarverð kr 1.499

Verð kr. 1.499

Martröð Skúla Skelfis

Nanna pínulitla

Vildarverð kr 1.499

Verð kr. 1.499

Austurstræti 18

Álfabakka 14b, Mjódd

Skólavörðustíg 11

Laugavegi 77

Kringlunni

Smáralind


Blómin á þakinu Verð kr. 2.999

Umhverfis Ísland í 30 tilraunum

Paradísarfórn

Sögusafn bóksalans

Eða deyja ella

Húsið við hafið

Þessi týpa

Verð kr. 3.299

20 tilefni til dagdrykkju

Verð kr. 3.299

Kuggur - Ferðaflækjur

Mamma segir

Uppreisn

Piparkökuhúsið

Verð kr. 2.699

Verð kr. 3.299

Verð kr. 3.299

Verð kr. 1.699

Verð kr. 3.299

Verð kr. 3.299

Verð kr. 3.299

Verð kr. 3.299

Verð kr. 3.299

Kuggur - Listahátíð Verð kr. 1.699 Strandgötu 31, Hafnarfirði

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Keflavík - Sólvallagötu 2

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

Akranesi - Dalbraut 1

Vestmannaeyjum - Faxastíg 36 Penninn - Hallarmúla 4

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.


42

garðar og grill

Helgin 6.-8. júní 2014

GÆÐI - ENDING - ÁNÆGJA

www.weber.is

Upplifðu UpplifðuÚtivistargleði Útivistargleði

Jónsmessuhátíð Útivistar 20.-22. júní

Jónsmessuhátíð Útivistar 22.-24. júní

Skráninghafin hafin ááskrifstofu Skráning skrifstofu

Boðorðin fimm við grillið Ef gestirnir í garðveislunni klára ekki hamborgarana sem þú grillaðir skaltu taka það sem skilaboð til þín. Að pína þurra og steindauða borgara ofan í mannskapinn er alvarlegt brot á starfsreglum grillarans. Hér eru fimm ráð sem rétt er að hafa í huga þegar plantar þér næst fyrir framan Weber-inn. 1. boðorð

Þér skulið hafa kjötið hreint Þegar grilla skal hamborgara er kjötið mikilvægasti hlutinn. Við viljum ekki sjá magurt nautakjöt, lágmarkið 12 prósent fita en þú ert í verulega góðum málum með 20 prósent hreina fitu. Hin fullkomni grillborgari er svo 120 grömm. Hann er grillaður í gegn en við leyfum smá roða í miðju kjötinu. 2. boðorð

Bókun áá skrifstofu skrifstofu íí síma síma Bókun 562 1000 eða eða áá www.utivist.is www.utivist.is

Þér skulið ekki pressa með grillspaðanum Það er vissulega unaðslegt hljóðið sem kemur þegar kjötsafinn lekur á grillið en engan veginn þess virði þegar

kjötið verður þurrt fyrir vikið. Hafðu borgarann eins djúsí og mögulegt er og láttu ekki þessa freistingu eftir þér. Grillspaðinn er bara til að snúa borgaranum við. 3. boðorð

Þér skulið ekki snúa of oft Það eru algeng mistök nýliða við grillið að snúa borgaranum oft á meðan hann er grillaður. Skorpan sem myndast báðum megin er lykilatriði við að halda safanum í borgaranum og gefur frábæra áferð. Það á bara að snúa borgara einu sinni. Ef þú þarft eitthvað til að halda krumlunum frá grillinu skaltu ná þér í bjór eða eitthvað álíka.

4. boðorð

Þér skulið láta ostinn bráðna Meira að segja fullkomlega grillaður borgari getur tapað sjarmanum ef osturinn er ekki bráðinn. Góð regla er að loka grillinu en lengra komnir skella pottloki yfir borgarann í tvær mínútur á grillinu rétt áður en hann er tekinn af. 5. boðorð

Þér skulið ekki brenna brauðið Það er erfitt að finna góð hamborgarabrauð á Íslandi. Ef þú átt ekki kost á að baka eigin brioche-brauð er þau skástu að finna í Víði. Grillaðu þau varlega, við erum ekki að leita eftir ristuðu brauði, en við viljum fá smá rendur.


Háþrýstidælur, ryk- og vatnssugur

Helgin 6.-8. júní 2014

- á sumartilboði

C130.1-6 X-tra háþrýstidæla Fyrir þá sem vilja góða háþrýstidælu. Vnr. 128470251

E140.3-9 X-tra háþrýstidæla

P150.2-10 X-tra háþrýstidæla

Öflug dæla fyrir þá kröfuhörðu. Á húsið, bílinn og stéttina.

Þessi er kraftmikil og hentar fyrir minni fyrirtæki, bændur, stóra bíla, vinnuvélar o.fl.

Vnr. 128470505

Vnr. 128470132

Tilbo

ð frá

Buddy 15

Lítil og nett ryk- og vatnssuga

Vnr. 302002316

11.988 k r

.

Poseidon 3-40 háþrýstidæla

Attix 30-01

Öflug ryk- og vatnssuga sem hentar vel í erfið verkefni.

Afkastamikil 3ja fasa háþrýstidæla. Þrýstingur 170 bör. Vatnsmagn allt að 830 l/klst Vnr. 301002221

Vnr. 02003405

Rekstrarvörur - vinna með þér

Bananar á grillið

Þegar búið er að kveikja upp í grillinu er ekki úr vegi að nýta tækifærið og bjóða upp á grillaðan eftirrétt. Grillaðir bananar með súkkulaði og ís eða rjóma eru bragðgóður og einfaldur eftirréttur. Skellið banönum á grillið og látið þá grillast þar til þeir eru orðnir dökkir á annarri hliðinni. Snúið þeim þá við og látið hina hliðina grillast. Takið af grillinu og skerið rauf ofan í hvern banana. Berið fljótlega fram með súkkulaði og jafnvel hnetum. Matargestirnir raða meðlætinu ofan í raufina, eftir smekk. Súkkulaðið bráðnar svo ofan í banananum. Dásamlegt er að hafa ís eða þeyttan rjóma með.

Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is

sumaríslendingar Upplifið sól og sumaryl með ekta rjómaís með kókos, ástaraldin, mangó og súkkUlaðidropum

Einföld marínering á grænmetið Grillað grænmeti er ljúffengt og hentar bæði sem meðlæti og aðalréttur. Vorlaukur, paprikur, laukur, sætar kartöflur, aspas, kúrbítur, eggaldin, sveppir og maís eru dæmi um grænmeti sem hentar vel á grillið. Gott er að pensla grænmetið áður með maríneringu og þarf hún ekki að vera flókin – ólífuolía, salt og pipar. Hrærið þessu þrennu saman í skál og metið magnið eftir þörf. Það er erfitt að klúðra þessari. Gott er að skera grænmetið í bita, raða á grillpinna og grilla í sérstökum grillbakka.


44

grænn lífsstíll

Helgin 6.-8. júní 2014

Engin geimvísindi að minnka plastnotkun Margrét Gauja Magnúsdóttir reynir að sleppa því að nota óþarfa plast og segir það alls ekki vera flókið. Hún hvetur fólk til að taka með sér fjölnotapoka í verslunarleiðangurinn, ílát fyrir kjöt og fisk og sömuleiðis að setja ekki hverja tegund af ávöxtum og grænmeti í plastpoka.

M

argrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi og kennari í Hafnarfirði, segir það engin geimvísindi að minnka notkun á plastumbúðum. Fyrr á árinu stofnaði hún Facebook-síðuna Bylting gegn umbúðum eftir að henni blöskraði hversu miklar plastumbúðir voru utan um eina ostaslaufu. Fylgjendur síðunnar eru nú á tíunda þúsund. „Ef allir myndu taka sig saman og vera duglegir að minnka notkun á plastumbúðum myndum við taka risastórt skref og draga úr urðun og rusli í umhverfinu okkar,“ segir hún. Ætli fólk sér að minnka ruslið á

heimilinu og stuðla að minni notkun á plasti segir Margrét gott að byrja á því að kynna sér hvar grenndarstöðvar séu. Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að nálgast þær upplýsingar á heimasíðu Sorpu. „Ef engin grenndarstöð er nálægt er um að gera að þrýsta á bæjaryfirvöld að fá slíka. Núna eru víða plast- og pappírsgámar og vonandi er ekki langt í að það komi einnig glergámar.“ Hún segir gott að safna saman öllu plasti sem ekki er hægt að fá skilagjald af, eins og til dæmis djúsflöskum, brúsum af uppþvottalegi og sjampói og fara með í gáma og eins með allan pappír í pappírsgáma. „Þegar fólk byrjar á þessu sér það oft að það þarf ekki alla þessa plastpoka undir ruslið sitt.“

Plast þúsund ár að brotna niður

Ég hafna orðið plasti mjög grimmt og set ávexti og grænmeti í körfuna og svo á afgreiðslukassann.

Margrét reynir að nota alltaf fjölnota poka undir vörur þegar hún kaupir inn. „Það tekur smá tíma að venjast því og ég hef lært af reynslunni að það er mjög gott að geyma fjölnota poka úti í bíl svo maður átti sig ekki á því í búðinni að vera ekki með neinn poka og kaupi þá plastpoka.“ Hún segir ýmsa fallega fjölnota poka til í heilsubúðum og víðar. Mun umhverfisvænna er að

nota maíspoka undir heimilissorpið því þeir brotna niður á nokkrum mánuðum en plastpoki getur verið þúsund ár að brotna niður. Þegar Margrét kaupir ávexti og grænmeti setur hún ekki hverja tegund í plastpoka, eins og gert er ráð fyrir í flestum verslunum. „Ég hafna orðið plasti mjög grimmt og set ávexti og grænmeti í körfuna og svo á afgreiðslukassann. Það eru líka til sniðug net undir ávexti og grænmeti,“ segir hún.

Meðvitaðir neytendur

Margrét hvetur fólk til að taka sín eigin ílát með sér, til dæmis þegar verslað er úr kjötborði og segir afgreiðslufólk almennt taka því vel. Þróunin hafi líka verið á þann veg að verslanir bjóði viðskiptavinum upp á að koma með sínar eigin umbúðir. Oft eru litlar vörur í stórum plastumbúðum og segir Margrét mikilvægt að fólk skoði úrvalið betur. Til dæmis fylgi því yfirleitt mun minna plast að kaupa hamborgara og hamborgarabrauð í sitt hvoru lagi. „Síðast en ekki síst þarf fólk að vera meðvitað og segja nei takk

KYNNING

Jarðgerum lífrænan úrgang Hægt er að búa til moltu úr ýmsum úrgangi sem til fellur í garðinum og eldhúsinu. Úr verður hin besta mold fyrir plöntur og tré.

a t il á bú tið m i t á r í lá d . Íl e rð a ur m o l o ð i t il g u t ð l b Í m o i g in g ró ö k u t il nur e st ró s í n a u r á s é r .9 0 0 k 9 ve rð júní á 1 23.

Með því að endurnýta lífrænan úrgang getur fólk búið til sinn eiginn áburð sem kallast molta. Í jarðgerðarkassa fara þau lífrænu efni sem til falla í garðinum, eins og til dæmis gras, greinar, afklippur plantna og ýmislegt úr eldhúsinu eins og afgangar af grænmeti, brauð, kaffikorgur, te og þess háttar. Að sögn Agnesar Gunnarsdóttur,

Margrét Gauja stofnaði síðuna Bylting gegn umbúðum í vor og eru fylgjendur síðunnar nú á tíunda þúsund. Hún segir það taka smá tíma að venjast því að nota fjölnotapoka þegar keypt er inn og ráðleggur þeim sem fara á bíl í búðina að hafa alltaf slíkan poka tiltækan í bílnum. Ljós-

Ekkert plast utan um ávexti

framkvæmdastjóra sölu– og markaðssviðs hjá Íslenska gámafélaginu, er molta mjög góður jarðvegsbætir og áburður. „Hún er rík af næringarefnum sem eru lengi að losna út í jarðveginn og veitir því plöntum áburð í nokkur ár. Þegar moltan er tilbúin er gott að blanda henni við jarðveginn, undir plöntur, við plöntur eða sem yfirlag í trjábeð,“ segir hún. Hvernig vitum við hvenær moltan er tilbúin? „Það tekur átta til tíu mánuði fyrir fullþroskaða moltu að verða til og yfirleitt er nóg að fylgjast vel með henni, þreifa á henni og finna lyktina til þess að komast að því hvort hún er tilbúin. Tilbúin molta er kornótt og dökk að lit og lík mold að viðkomu, lykt og útliti.“ Allar nánari upplýsingar má nálgast á síðunni www.gamur.is og í síma 577 5757.

Moltan myndast við niðurbrot. Molta er jarðvegur myndaður með niðurbroti lífræns úrgangs við loftháðar aðstæður, þar sem hitakærar örverur melta úrganginn svo úr verður moldarkenndur massi.

Agnes Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri sölu- markaðssviðs hjá Íslenska gámafélaginu.

mynd/Hari

þegar plastið er of mikið. Til dæmis í bakaríum þegar hvert stykki er sett í sér poka. Þá er kjörið að biðja um að allt sé sett í sama pokann eða

jafnvel ekki í poka.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is

Matarafgangar með heim af veitingastöðum Samtökin Vakandi bjóða veitingastöðum upp á poka svo gestir geti tekið mat með sér heim. Hugmyndin er að ekki verði lengur feimnismál að taka mat með sér heim og að sama skapi að minnka matarsóun. Selina Juul, danskur frumkvöðull, kemur til landsins í haust og tekur þátt í ráðstefnu um matarsóun.

S

amtökin Vakandi bjóða veitingahúsum upp á svokallaðan „Goodie Bag“ svo gestir geti tekið matarafganga með sér heim. Rakel Garðarsdóttir hjá Vakandi segir það eiga að vera eðlilegasta mál að gestir kaffi- og veitingahúsa taki matarafganga með sér heim. „Hugmyndin með pokunum er að það verði ekki lengur feimnismál að taka mat með sér heim. Fólk er búið að borga fyrir hann og það er hið versta mál að sóa mat,“ segir hún. Markmið samtakanna Vakandi er að minnka matarsóun og eru pokarnir liður í því. „Það er ótrúlegt hvað við hendum mikið af mat. Það er að öllu leyti mjög slæmt; bæði fyrir budduna og umhverfið. Úti í heimi er svo fólk sem sveltur. Talið er að þrjátíu prósent alls matar í heiminum sé sóað sem er óásættanlegt.“ Í haust verður ráðstefnan Zero Waste haldin á Íslandi í

Samtökin Vakandi bjóða kaffi- og veitingastöðum poka svo gestir geti á auðveldan hátt tekið mat með sér heim.

samvinnu Vakandi, Landverndar og Kvenfélagasambands Íslands. Á ráðstefnunni mun Selina Juul halda fyrirlestur en í fyrra hlaut hún umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir störf sín fyrir dönsku samtökin Stop Spild Af Mad. Samtökin stofnaði Selina árið 2008 og hafa þau haft mikil áhrif. Pokarnir sem Vakandi býður nú veitingahúsum koma frá dönsku samtökunum en þau gefa dönskum veitingahúsum slíka poka. Pokarnir kosta ekki neitt og geta áhugasamir pantað þá á Facebook-síðu samtakanna Vakandi. Þar er einnig að finna ýmsan fróðleik og skemmtileg ráð til að nýta matinn sem best. Rakel Garðarsdóttir hjá samtökunum Vakandi.



46

grænn lífsstíll

KYNNING

Helgin 6.-8. júní 2014

Guðmundur Tryggvi við skilti sem skilgreinir þá 36 mismunandi flokka úrgangs sem tekið er við á endurvinnslustöðvunum.

Sumarið er löngu komið á endurvinnslustöðvum SORPU Um 70% af úrgangi sem berst á stöðvarnar er endurunnin

S

umarið er tími garðverkanna þegar íbúar byrja að undirbúa garða sína fyrir sumarið með tilheyrandi klippingum og snyrtingu á gróðri. Á höfuðborgarsvæðinu fellur til mikið magn af garðaúrgangi sem þarf að farga og þá koma endurvinnslustöðvar SORPU sterkar inn. „Það er óhætt að segja að það hafi verið mikið að gera hjá okkur síðustu 3-4 vikurnar enda eru vor og sumar lang annasamasti tíminn á endurvinnslustöðvunum. Síðustu helgar höfum við ítrekað fengið upp í 1000 heimsóknir á dag á einstaka stöðvar og þegar svo er getur fólk þurft að bíða í nokkrar mínútur eftir að komast að,“ segir Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva SORPU. Hann segir að yfirleitt taki menn því vel þótt einhver bið skapist og langflestir séu ánægðir með þá þjónustu sem þeir fá og aðstöðuna sem boðið er upp á. Viðhorf notenda til þjónustunnar eru mæld reglulega og síðast voru um 90% þeirra sem komu á endurvinnslustöðvarnar sáttir eða ánægðir.

Tillitssemi Að sögn Guðmundar eru helstu álagstímar á endurvinnslustöðvunum um helgar og tvær fyrstu klukkustundirnar eftir opnun á virkum dögum. Vilji menn forðast biðraðir er því best að koma um miðjan dag í miðri viku. „Það flýtir mikið fyrir ef fólk hefur grófflokkað úrganginn áður en það kemur hingað, en sé ekki með allt í einni hrúgu og þurfi að byrja á að tína upp og flokka í mismunandi gáma. Þetta er ekki bara tímasparnaður fyrir þann sem kemur með úrganginn hingað heldur líka ákveðin tillitssemi við aðra sem bíða eftir að komast að.“ Hann segir að það skipti miklu að halda öðrum efnum, eins og möl og plasti, aðskildu frá almennum garðaúrgangi því hann sé nýttur til moltuframleiðslu.

36 flokkar

Alls rekur SORPA 6 endurvinnslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu sem eru opnar alla daga vikunnar. Þar starfa um 30 manns á vöktum og segir Guðmundur að starfsfólkið

leiðbeini fólki um flokkunina ef þörf er á, en alls er tekið við 36 flokkum af úrgangi á stöðvunum. Um 35 þúsund tonn af úrgangsefnum berast inn á endurvinnslustöðvarnar á ári sem er heldur meira en allt það magn sem sorphirðan sækir til heimilanna á höfuðborgarsvæðinu og skilar í móttökustöðina í Gufunesi. „Auðvitað er þetta ekki allt frá heimilum á svæðinu því hingað kemur líka úrgangur frá atvinnulífinu.“ Guðmundur segir að almennt gangi vel að fá fólk til að flokka það sem komið er með á endurvinnslustöðvarnar, en um 70% af öllu sem þangað berst fer í einhverskonar endurnotkun, endurvinnslu eða endurnýtingu. Einungis 30% fara í urðun og er markvisst unnið að því að minnka það hlutfall.

Gjaldtaka

Endurvinnslustöðvarnar eru reknar samkvæmt sérstökum samningi á milli SORPU og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður vegna reksturs stöðvanna er greiddur af eigin aflafé endurvinnslustöðvanna en sveitarfélögin greiða það sem upp á vantar. Sveitarfélögin innheimta svo aftur kostnaðinn af íbúum í gegnum fasteignagjöld. Þótt heimilin greiði fyrir losun á úrgangi sem til fellur við almennt heimilishald í gegnum skatta á það hins vegar ekki við um atvinnureksturinn sem einnig notfærir sér endurvinnslustöðvarnar. Því þurfa verktakar og aðrir í atvinnulífinu að greiða samkvæmt almennri gjaldskrá þegar þeir koma með úrgangsefni frá atvinnurekstri inn á stöðvarnar. „Íbúar geta komið með úrgang sem fellur til við daglegan heimilisrekstur án þess að greiða móttökugjald, en ef það eru í gangi stórframkvæmdir á heimavígstöðvunum þurfa menn að greiða fyrir framkvæmdaúrgang og farma sem eru umfram 2 rúmmetra,“ segir Guðmundur.

Aukin endurnotkun og endurvinnsla

Mikið magn af garðaúrgangi berst inn á endurvinnslustöðvarnar á sumrin.

Guðmundur segir að hvers kyns endurnotkun og endurvinnsla hafi aukist jafnt og þétt, sem sé mjög jákvæð þróun. Garðaúrgangurinn sem berst á stöðvarnar er nýttur í moltuframleiðslu og sem yfirbreiðsluefni á urðunarstaðnum og það sama á við um steinefnin sem nýtast sem burðarlag í rekstri urðunar-

Meðal þeirra sem njóta góðs af starfi endurvinnslustöðvanna er Kristniboðssambandið en frá því er þessi tunna þar sem safnað er skóm.

staðarins. Öllu plasti er komið í endurvinnslu og sama er að segja um málma og pappír. Á síðasta ári var móttaka spilliefna endurskipulögð til að auka öryggi við meðhöndlun þessara efna. Í stað þess að viðskiptavinir grófflokki sjálfir spilliefnin í mismunandi ílát er spilliefnum nú skilað á borð við spilliefnagám- inn þar sem starfsmenn SORPU taka við og grófflokka þau, áður en þau eru send til frekari úrvinnslu hjá Efnamóttökunni hf. „Við viljum auðvelda íbúum að losna við spilliefni og höfum móttökuna eins örugga og þrifalega og hægt er. Við útbúum ferlana hjá okkur þannig að snerting almennings við spilliefnin sé sem minnst.“

Góði hirðirinn

SORPA rekur nytjamarkaðinn Góða hirðinn og þangað er farið með heillega muni sem berast á endurvinnslustöðvarnar og sem íbúar vilja að séu nýttir áfram. Allur ágóði af sölunni fer til góðgerðamála. Starfsemi Góða hirðisins hefur stóraukist á síðustu árum og nú fara um 2000 tonn árlega í endurnotkun í gegnum þennan farveg. SORPA er einnig með samstarf við ýmis líknar- og hjálparsamtök eins og Rauða krossinn sem tekur við fötum og klæðum í sérstökum gámum á endurvinnslustöðvunum og Kristniboðssambandið sem tekur við skóm. „Það er stöðug þróun í gangi og við erum sífellt að leita nýrra leiða til að afsetja okkar efni með skynsamlegum hætti. Þannig erum við í samstarfi við Barnaheill sem fá reiðhjólin sem hingað berast. Á vegum Barnaheilla eru hjólin yfirfarin og þeim komið í hendur efnaminni fjölskyldna. Þetta skiptir hundruðum hjóla á hverju sumri.“


Helgin 6.-8. júní 2014 

KYNNING

grænn lífsstíll 47

Nýjasta eNdurviNNslustöð sOrPu

Rúmgóð og notendavæn stöð við Breiðhellu í Hafnarfirði

N

ýjasta endurvinnslustöð SORPU á höfuðborgarsvæðinu var opnuð fyrir þremur árum við Breiðhellu í Hafnarfirði. Stöðin byggir á annarri hönnun en eldri endurvinnslustöðvar SORPU sem gerir hana ennþá notendavænni og öruggari en aðrar stöðvar. Hönnun stöðvarinnar er þannig að hún er á tveimur hæðum og aka viðskiptavinirnir inn á efra planið

til að losa úrgang en þjónustuaðili sem sér um að tæma gáma og koma með nýja er á neðra plani. Er þetta gert til að lágmarka hættu á árekstrum og óhöppum milli viðskiptavina og þjónustuaðila. Að sögn Guðmundar Tryggva Ólafssonar rekstrarstjóra er stöðin við Breiðhellu rúmbetri en aðrar stöðvar og með þremur akreinum um svæðið og því er auðvelt að færa sig á milli gáma sem taka við

Endurvinnslustöðin í Breiðhellu er mjög rúmgóð og er auðvelt að komast þar um á annatímum. Stöðin er á tveimur hæðum og athafna viðskiptavinir sig á efri hæðinni en þjónustuaðilar stöðvarinnar á þeirri neðri. Þetta dregur úr hugsanlegri árekstrarhættu.

Endurvinnslustöðin við Breiðhellu í Hafnarfirði er nýjasta og stærsta endurvinnslustöð SORPU

Moltan er komin á endurvinnslustöðvarnar og verður til sölu þar í sumar á meðan birgðir endast.

Moltan á endurvinnslustöðvunum Moltublanda SORPU sem inniheldur moltu og mómold er nú kominn í sölu á allar endurvinnslustöðvar nema í Mosfellsbæ, vegna plássleysis og verður hún í sölu á meðan birgðir endast. Á endurvinnslustöðvunum sjá viðskiptavinirnir sjálfir um að moka moltunni á kerrur eða í ílát, en þeir sem eru stórtækari og vilja láta moka á kerrurnar fyrir sig geta farið í Álfsnes þar sem starfsmenn SORPU hafa tæki til þess.

Moltan sem framleidd er í Álfsnesi er blanda af grasi og kurluðum trjágreinum. Við vinnsluna er þessum tveim hráefnum blandað saman í ákveðnum hlutföllum og efnið lagt í múga. Múgunum er snúið reglulega til að flýta fyrir niðurbroti og tekur sú vinnsla um 10 vikur. Að þeim tíma liðnum er efnið látið standa fram á næsta vor en þá er það sigtað og búnar til úr því tvær afurðir, annars vegar Molta og hins vegar Moltublandan sem seld er á endurvinnslustöðvunum.

mismunandi efnum. Með þessum hæðamismun standa gámarnir lægra gagnvart viðskiptavinum og því verður aðgengi þeirra betra og fólk þarf ekki að lyfta eins mikið og áður. Stöðin við Breiðhellu er opin lengur því hún opnar klukkan 8 á virkum dögum, á meðan aðrar stöðvar opna klukkan 12.30. Allar stöðvarnar eru opnar til klukkan 19.30 á virkum dögum og um

helgar eru þær opnar frá klukkan 12-18.30. Um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á nýja aðstöðu til að taka á móti skilagjaldsskyldum umbúðum á stöðinni við Breiðhellu. Guðmundur segir mikla framför og þjónustubót felast í að koma upp dósa- og glermóttöku í rúmgóðu húsnæði. „Ég sé fyrir mér að með stöðinni við Breið-

hellu hafi orðið til ákveðin fyrirmynd og í framtíðinni muni fleiri endurvinnslustöðvar breytast og verða á tveimur hæðum. Næsta skrefið er að stækka og endurskipuleggja stöðina í Ánanaustum en það mun gerast á næstu misserum. Þar er einnig verið að byggja upp móttöku fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir,“ segir Guðmundur.


48

ferðalög

Helgin 6.-8. júní 2014

 SnjallSímanotkun í utanlandSferðinni Zeno garðsett – borð og fjórir stólar hægt að leggja saman. – yfirbreiðsla fylgir. 99.200 kr.

birDy plastdiskar verð frá 750 kr. stk.

SUMARHÚSGÖGN blanche fjölbreytt garðhúsgagnalína hvít epoxylökkuð álgrind sólstóll m/höfuðpúða 48.000 kr. sólbekkur 79.000 kr. arðborð 149.000 kr. garðborð lappstóll 24.500kr. klappstóll afaristóll 39.000 kr. safaristóll

Ódýrara að deila fríinu með fólkinu heima

Það er að ýmsu að hyggja þegar snjallsíminn er notaður ytra.

Um mánaðamótin lækkar hámarksverð Evrópusambandsins á símakostnaði innan Evrópska efnahagssvæðisins. Íslenskir túristar njóta góðs af því.

Þ

að eru sennilega ófáir snjallsímanotendur sem freistast til þess að setja myndir úr utanlandsferðinni inn á Facebook. Jafnvel þegar þeir eru ekki tengdir þráðlausu neti. Sá sem það gerir má búast við að símareikningurinn hækki um leið um 45 krónur. Verðið á

maui sólstóll með taubaki 17.250 kr.

þessari þjónustu lækkar hins vegar um meira en helming þann 1. júlí þegar ný hámarksverð ESB, á símaþjónustu innan EES svæðisins taka gildi. Þá mun kosta um 20 krónur að setja inn færslu með mynd en til samanburðar kostar um 700 krónur að uppfæra Facebook úr íslenskum

Kostnaður við að nota netið í íslenskum síma á meginlandi Evrópu

Netið, 5 síður

Mb*

Kostnaður í dag

2,5

223.3

97.5

2

178.6

78.0

Facebook, 5 mín.

summer plastáhöld verð erð frá 750 kr.

Facebook, færsla með mynd

teva sólstóll/bekkur fjórir litir – 14.500 kr.

Kostnaður frá 1.júlí

0,5

44.7

19.5

Tölvupóstur, senda 10 stk.

1

89.3

39.0

Youtube, 4 mín.

8

714.4

311.9

Google maps, 10 mín.

4

357.2

156.0

Sækja eitt app

5

446.5

195.0

*fjöldi megabæta er byggður á upplýsingum af heimasíðum nokkurra símafyrirtækja. Heimild: Heimasíða Póst- og fjarskiptastofnunnar

snjallsíma í Bandaríkjunum. Það borgar sig því að takmarka notkunina við þann tíma sem síminn er tengdur þráðlausu neti, til dæmis á hótelinu eða á kaffihúsi. Eins gæti verið hagstætt að kaupa áskrift að sérstökum þjónustum sem símafyrirtækin bjóða þeim sem vilja nota símann í útlöndum því eins og sjá má hér fyrir neðan getur reikningurinn rokið upp við það eitt að nota Google Maps í smástund eða fylgjast með fréttum að heiman.

Símtölin lækka líka

Allur götur síðan árið 2007 hefur Evrópusambandið sett verðþak á notkun farsíma milli aðildarlandanna. Ástæðan er sú að verð á símanotk-

un í útlöndum fylgdi ekki almennum lækkunum á notkun farsíma innan hvers lands samkvæmt því sem kemur fram á vef Póst- og fjarskiptastofnunar. En stofnunin gefur út hvert hámarksverðið skuli vera hér á landi. Fyrst um sinn náði verðþakið aðeins til símtala og skilaboða en síðustu ár hafa einnig verið sett takmörk á verðlagningu á gagnanotkun. Eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan þá hefur verð á símtölum frá einu Evrópulandi til annars lækkað um helming frá árinu 2011 og sama má segja um kostnað við að senda sms. Verð á gagnanotkun verður hins vegar nærri fjórfalt lægri eftir mánaðamót en það var þremur árum síðan.

Þróun hámarksverða ESB í íslenskum krónum að viðbættum virðisaukaskatti.

Að hringja

tekk company og habitat kauptún 3 sími 564 4400 vefverslun á www.tekk.is

opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18

SMART CONSOLE

LEIKJATÖLVA va, Öflug spjald- og leikjatöl jár isk ert sn HD r ltæ 5” krista

16.900

ÓGRYNN I

LEIKJA NÆR ÓTAK MARKA

ÚRVAL AF Ð FORRITUM LEIKJUM OG FYRIR ÞESS ÓTRÚLEGU A GRÆJU

Móttaka SMS

Gagnamagn

Sumarið 2011

72,52 kr./mín.

22,79 kr./mín.

Að svara

22,79 kr./mín.

frítt

Sumarið 2012

60,90 kr./mín.

16,80 kr./mín.

18,90 kr./mín.

frítt

1. júlí 2013

47,63 kr./mín.

13,89 kr./mín.

15,87 kr./mín.

frítt

89,30 kr./MB

1. júlí 2014

37,04 kr./mín.

9,74 kr./mín.

11,69 kr./mín.

frítt

38,99 kr./MB

Heimild: Heimasíða Póst- og fjarskiptastofnunnar

Sent SMS

147,02 kr./MB Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is

4BLS

NÝR BÆ K STÚTFULLINGUR AF SPEN LUR TÖLVUBÚNANDI NAÐI

SMELLT Á KÖRFUNU A NETBÆKLIN GU RÁ WWW.TO MEÐ GAGLNVUTEK.IS V KÖRFUHNAIRKUM PP

Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is


Ný bók í þessum vinsæla bókaflokki

25 gönguleiðir í Borgarfirði og Dölum eftir reyni ingiBjartsson

Náttúran og sagan ljóslifandi við hvert fótmál Hér eru heimsóttar margar fegurstu náttúruperlur Borgarfjarðar, Mýra og Dala og sagan lifnar við í hverju spori. Kort með fjölda örnefna, fylgir hverjum gönguhring, ásamt leiðarlýsingu og myndum af því sem fyrir augu ber. gÖNguLeIð 25 ólafsDalur gilsBakki Og

8

gÖ Ng uLe Ið

gilsBakki Og

HraunfOssar

ð8 g Ö N g uL eI nfOssar au Hr g O i gilsBakk vegi að frá Hvítársíðu Vegalengd: , um og um gráhraun Hraunfossum 3,7 km. uð hraunvörð ötur, fjárg Gönguleið: ur. gata, malarveg við endastaður: Upphafs- og hjá neðan bæjargils veg rsíðu Hvítá . akka gilsb

a og er við Hraunfoss Þegar staðið r hraunið, blasi horft norður yfir rstæðið gefur rsíðu við. Bæja i Gilsbakki í Hvítá útsýn ilegt glæs að þaðan sé orð þá tilfinningu eru það Og n Borgarfjörð. yfir ofanverða rt bæjarhlað í ga býður ekke að sönnu. Líkle Þeir sýn. á magnaðri jökla Borgarfirði upp aldeilis útgarðinum hafa sem hvíla í kirkju gröfum þeir líta upp úr sýnið, mættu

gÖNguLeIð 8

gilsBakki Og HraunfOssar

n Gilsbakka. Að

baki Tungu

gÖ Ng uLe Ið

8

gÖNguLeIð 25 ólafsDalur

Vegalengd: frá Ólafsdal um Hvarfsdal, um 4,1 km. Gönguleið: tún, árbakkar, fjárgötur.

Upphafs- og endastaður: bílastæði í Ólafsdal.

Í Skógarhrauni sunna

HraunfOssar

einn af merkustu frumkvöðlum 19. aldar var torfi bjarnason, kenndur við Ólafsdal við gilsfjörð. Hann flutti öðrum fremur nýja tíma í sveitir landsins. Það að flytja inn skoska orfljái til að nota við túnaslátt, var álíka bylting og þegar dráttarvélarnar komu. Hann stofnaði fyrsta búnaðarkull. Eiríksjö og Strúts gægist

HrEÐavatn Og jafnaskarÐsskógur

skólann á Íslandi í Ólafsdal árið 1880. Hverjum dytti sá staður í hug í dag? á veturna var stundað bóklegt nám en verklegt á sumrin – tveggja ára nám. torfi var jafnvígur á allar námsgreinar, skrifaði kennslubækur og svo voru smíðaðir plógar, herfi, hestakerrur og aktygi og selt um allt land. Þessi skóli starfaði í 27 ár og nemendurnir komu af öllu landinu. Enn stendur skólahúsið sem reist var 1896 og var þá með 53stærstu húsum á landinu. Ólafsdalsfélagið, holl-

gÖNguLeIð 9

gÖNguLeIð 2

fErjukOtsBakkar Og ÞjóÐólfsHOlt

andi steinsúla er minnismerki um stóðhestinn Skugga sem þarna er heygður með öllum reiðtygjum. Hann var einn sá frægasti á landinu, ættaður frá Hæli í Gnúpverjahreppi og var felldur 1956, tæplega 20 vetra. Við göngu út eftir Þjóðólfsholti er kjörið að njóta útsýnis yfir Borgarfjarðarhérað, ekki síst inn til jökla á góðum degi. Þá leynast stríðsminjar á holtinu. Síðan er tilvalið að fara niður af Þjóðólfsholti á móts við upphafsstað vegarslóðans þar sem gönguferðin hófst.

u vart verður gengið um þessar slóðir án þess að fara yfir Hvítárbrú. Hún var vígð með viðhöfn, 1. nóvember 1928. Heildarlengd er um 100 metrar og er brúin eitt fegursta mannvirki hér á landi. Sunnan ár eru Hvítárvellir með sína sögu um barón að ógleymdum Sæmundi rútubílstjóra og sérleyfishafa sem þar er fæddur. Þá var lengi vinsæll veitingaskáli á Hvítárvöllum. vestan brúar er svo ferjukot, þar sem er áhugavert veiðiminjasafn. borgfirsku laxveiðiárnar breiða hér úr sér og eru eins og Mekka veiðimannsins.

52

Neðan Girðinga. Hér ríkir fegurðin ein.

Á bökkum Hvítár. Áin er alls 117 km löng. Að baki er annað djásn Borgarfjarðarhéraðs – Skarðsheiðin.

Skólahúsið í Ólafsdal, byggt 1896 og þá eitt stærsta hús á landinu. Kiðárfossar í neðsta hluta Kiðárgljúfra. 57

Áður útkomnar í bókaflokknum 154

25 gönguleiðir

á Höfuðborgarsvæðinu 25 gönguleiðir

á Hvalfjarðarsvæðinu 25 gönguleiðir

á reykjanesskaga 25 gönguleiðir

á snæfellsnesi salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík

20

63


Kæliskápadagar út apríl

20%

50

fjölskyldan

afsláttu

Fjölskyldusamvera í sumarfríinu

r

S

fonix.is • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • S. 552 4420

2 0 1 4

Eitt kort 36 vötn 6.900 kr 2 0 1 4

00000

w w w. v e i d i k o r t i d . i s

Legsteinar Mikið úrval af fylgihlutum Vönduð vinna

Steinsmiðjan Mosaik Stofnað 1952

Hamarshöfði 4 - sími 587-1960 - www.mosaik.is

Helgin 6.-8 júní 2014

Frí fyrir alla

umarfrí er fram undan. Einmitt tími mikillar fjölskyldusamveru og nú nota ég tækifærið fyrir ögn af heilræðum. Fríin verða meðal þeirra minninga sem fjölskyldur munu eiga saman rétt eins og stórhátíðir því þar víkur hið daglega mynstur sem flest börn muna lítið eftir. Þá er komið að kveðjustund, elsku vinkonur mínar og vinir í pistlaveröldinni. Reyndar bara í bili því að það er engin leið að hætta að syngja þegar einhver hlustar. Ég held áfram í haust því þið hafið verið mér einstök hvatning með hreint frábærum viðtökum sem mig hefði ekki órað fyrir þegar ég afréð að ávarpa þjóð mína í rituðu máli heilan vetur. Bæði rafrænar viðtökur í formi „læka og sjerana“ eða „líka og deilana“ í þúsunda vís og svo með póstum, fasbókarskilaboðum og svo spjalli á kaffihúsum, verslunarmiðstöðvum og almennt svona á almannafæri. heimur barna Oftast höfum við, þ.e. pistlahöfundur og lesendur, verið á sama máli og keppst við að dýpka umræðuna og hvetja okkur öll til dáða. Stöku sinnum tökum við snarpa rökræðu með ólíkum skoðunum en af mikilli virðingu og vilja til að skapa betri heim fyrir börn. Öll ykkar dásemdarviðbrögð hafa sannfært mig um mikilvægi þess að halda ærlega á lofti öllu því sem varðar börn og ungmenni. Bæði á einkaheimilum, í faðmi fjölbreyttra barnafjölskyldna og að heiman í leik- og grunnskólum og því kerfi sem samfélagið hefur skapað um útvistun á uppeldi og menntun. Þörfin er algjör og Fréttatíminn gerði vel að byrja með fjölskyldusíðu í hverju blaði. Takk, takk og enn og aftur takk. Sumarfrí er fram undan. Einmitt tími mikillar fjölskyldusamveru og nú nota ég Margrét tækifærið fyrir ögn af heilræðum. Fríin verða meðal þeirra minninga sem fjölskyldur munu eiga saman rétt eins og stórhátíðir því þar víkur hið daglega mynstur sem flest Pála börn muna lítið eftir. Á næstu vikum munuð þið skapa þessar minningar og jafnvel Ólafsdóttir leggja grunninn að framtíðarfríum barna ykkar með barnabörnin ófæddu. Við erum ritstjórn@ nefnilega fyrirmyndir barna okkar. Nú þarf að skipuleggja fríið á barnvænan hátt. Sumir munu aka um landið og munið frettatiminn.is þá að taka með nesti og stoppa oft á leiðinni. Áning við lítinn læk með fótabaði slær alltaf í gegn, bara rétt að beygja inn á fáfarinn veg eða renna út í kantinn. Nestisstopp á útsýnisstað eða leggjast í grasið og lesa í skýin er líka ógleymanlegra en sjoppuheimsókn. Slökkvið líka á símunum og syngið saman í bílnum eða farið í spurningaleik. Allir með hvað svo sem unglingar mótmæla. Þeim mun hallærislegra, þeim mun betra. KvöldFLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ grillið þarf líka að vera barnvænt. Bjórinn er óþarfur nema í algjöru hófi meðan börn eru vakandi enda eru foreldrar fagfólk sem þarf að vera allsgáð í uppeldinu. Frelsi kvöldsins er líka dásamlegt þar sem börn vaka frameftir á íslensku kvöldi en verið vakandi fyrir þreytumerkjum eins og æsingi og of miklum látum sem þreytt börn nota til að halda sér uppi. Þá er gott að einhver fullorðinn taki litla stund í að koma þreyttum í hátt og svefn. Flugferðir krefjast líka barnvænnar skipulagningar. Flug frá Íslandi krefst þess oft að þreyttir foreldrar þurfi að rífa börn upp um miðja nótt sem er býsna erfitt. Fullorðnir verða þá að axla ábyrgðina á jákvæðum samskiptum og hjálpa barni og börnum að ná gleði sinni. Hafið vel valin viðfangsefni með í för til að mæta athafnaþörf ungviðisins og hreyfing og smáhlaup er alls ekki bannað á flugstöðvum – ef friðarþörf annarra ferðalanga er virt. Börn þurfa margar og smáar hressingar yfir daginn og þess vegna er best að vera með hæfilega aukabita með sér. Svo finna þau ekki fyrir þorsta þótt svo að líkaminn sé í vökvaþörf eins og í löngu flugi og í miklum hita. Einkennin birtast bara í pirringi og þess vegna þarf að hafa nóg vatn og aðra svaladrykki tiltæka. Í matartímum minni ég á að áfengisneysla og börn eiga heldur ekki samleið í útlöndum nema í algjöru hófi. Stillið svo endilega verslunarferðum í hóf eða skiptið liði þannig að hluti fullorðinna sinni börnum í skemmtiverkefnum meðan aðrir versla. Takið lengri ferðir í áföngum með góðri hvíld á milli og oft má finna græn svæði og leikvelli sem endurnýja lífsgleðina. Njótið sumarsins, elsku lesendur og ræktum nú okkur sjálf í gróanda sumarsins. Við; börnin og ungmennin og fullorðnir og aldraðir og einfaldlega stórfjölskyldan sjálf í öllum sínum dásamlega fjölbreytileika.

Nýr opnunartími Frá og með 1. júní verða verslanir okkar opnar frá kl. 08.00-17.30 á virkum dögum. ni n u f i e k iíS m í t r a n um Opnu g ö d r a g á lau 00 . 4 1 0 0 0. frá kl. 1 Stilling hf. | Sími 520 8000 | stilling.is/vorur/ferdavorur | stilling@stilling.is

Nestisstopp á útsýnisstað eða leggjast í grasið og lesa í skýin er líka ógleymanlegra en sjoppuheimsókn. Slökkvið líka á símunum og syngið saman í bílnum eða farið í spurningaleik.


Við erum nærri þér!

Löður • hreinlega allstaðar! www.lodur.is


52

matur & vín

Helgin 6.-8. júní 2014

 vín vikunnar

Reserva Concha y Toro Carmenere Cabernet Sauvignon

Beljuna í bílinn Jæja það hlaut að koma að því; góð veðurspá fyrir allt landið. Og það um helgi og hvítasunnuhelgi að auki. Loksins eru veðurguðirnir að verðlauna okkur fyrir að hafa þraukað harðan veturinn. Þjóðin hlýtur að flykkjast út á þjóðvegina og dusta rykið af ferðagræjunum. Það verður sungið á hverju einasta tjaldsvæði landsins um helgina og þá er nú gott að vera praktískur í vínvali. Gleymdu vínflöskum með korktappa, það er bara vesen. Þú gætir tekið vín með skrúfutappa með þér en í ferðalögin slær ekkert út beljuna, vín í kassa. Það þarf að vísu ekki mikið að segja Íslendingum frá kassavínum því um samkvæmt ársskýrslu ÁTVR 2013 er um helmingur alls léttvíns sem selt er á

Gerð: Rauðvín

Íslandi kassavín í þriggja lítra umbúðum. Þegar í bústaðinn eða á tjaldsvæðið er komið er um að gera að vera ekkert að pæla mikið í fínum vínglösum, bara nota það sem hendi er næst. Eitt breytist þó ekki. Það er alveg jafn mikilvægt að velja vínið vel, jafnvel mikilvægara í útileguna, því ef vínið er vont situr þú uppi með heila 3 lítra í stað einnar flösku. Því er gott að vanda valið og prófa sig áfram. Eðli málsins samkvæmt eru vínin sem rata í kassana flest af ódýrari gerðinni en inn á milli reynast fínustu vín.

OPIÐ MÁNUDAGA TIL LAUGARDAGA KL. 11-18 OG SUNNUDAGA KL. 13-18 SÍMI 861 7541

Þrúga: Blanda af Carmenere og

Cabernet Saugvignon Uppruni: Chile, 2012 Styrkleiki: 13% Verð í Vínbúðunum: kr. 6.269 fyrir 3L

Sum kassavín fást einnig í flöskum og það er ágætis hugmynd að prófa sig áfram með því að kaupa fyrst flöskuna og ef vel reynist þá er óhætt að skella sér í kassann, skutla honum í bílinn og leggja í hann. Sérstaklega er hægt að gera fín kaup í vínum frá hinum svo kölluðu Nýja-heimslöndum sem eru öll lönd nema Evrópulönd.

Í Chile, Argentínu, Bandaríkjunum og Ástralíu er greinilega töluverður metnaður í að setja ágætisvín í kassaumbúðir og það sama á reyndar við um Gamla-heimslöndin Þýskaland og Ítalíu. Vín vikunnar kemur einmitt frá Chile þar sem hinum ágæta framleiðanda Chonco Y Toro hefur tekist vel upp með blöndu af þrúgunum Carmenere og Cabernet Saugvignon og það er reserva að auki. Fyrst og fremst er gott að hafa þetta vín með í bústaðinn eða útileguna vegna þess að það er frábært með grilluðu kjöti og það er skylda að grilla í útilegunni. Það nær líka að vera nógu milt og létt eikað til þess að vera gott til að sötra á meðan steikin grillast – þó auðvitað ættir þú að vera með góðan og dökkan sumarbjór við það tækifæri.

 Bjór Tveir nýir Bjór ar fr á Borg og einn undir nýju merki

NÝ SENDING AF SÓFUM

Á FRÁBÆRU VERÐI

Valgeir bruggmeistari var glaður þegar fyrstu flöskurnar af Sólveigu komu úr framleiðslu.

SVEFNSÓFI

59.000 KR.

Sólveig kemur með sumarið Valgeir Valgeirsson og félagar í Borg brugghúsi senda frá sér sumarbjórinn Sólveigu sem er ferskur hveitibjór. Þar að auki er Garún loks fáanleg hér á landi en hún hefur til þessa eingöngu verið seld í Bandaríkjunum.

S

TUNGUSÓFI / SVEFNSÓFI

169.000 KR.

Sólveig nr. 25 Sumarbjór 6%

330 ml. 494 kr. í Vínbúðunum.

SÓFI 3ja sæta

95.000 KR.

Garún nr. 19 SÓFI 2ja sæta

78.000 KR.

11,5%

330 ml. 757 kr. í Vín-

ERSALAN | KAUPTÚNI 3 - GARÐABÆ (GEGNT IKEA) | SÍMI 861búðunum. 7541

bæði hér innanhúss og hjá viðskiptaólveig er fullkomin fyrir sumarvinum. Það er því ákveðið gleðiefni að stemninguna. Þetta er kjörbjór Bjartsbragðið sé að finna í nýju Sumarfyrir alla dagana sem hitinn fer gullsdósunum,“ segir Valgeir. yfir tuttugu gráður,“ segir Valgeir ValHann segir að þeir geirsson, bruggmeistari í Borgar-menn hafi gert Borg brugghúsi. þó nokkrar tilraunir með Valgeir og félagar hafa hveitibjór og Sólveig nr. í nógu að snúast þessa 25 sé afrakstur þeirrar dagana því í vikunni var tilraunavinnu. „Hún er bjór númer 25 frá Borg þýskur hveitibjór í grunnsettur í sölu í Vínbúðunum. inn sem búið er að poppa Nýi bjórinn er sumarbjór upp með mjög miklu magni Borgar og kallast Sólveig. af amerískum humlum,“ Auk þess getur bjóráhugasegir bruggarinn. fólk nú nælt sér í flösku af Sérstakt ger er notað Garúnu nr. 19 sem til þessa við bruggunina sem gefur hefur eingöngu verið seld Sólveigu ákveðna bragðerlendis. Garún hefur vakið og lyktarundirstöðu þar athygli og er til að mynda sem tónar banana og með 98 í einkunn af 100 neguls koma skýrt fram. mögulegum á Ratebeer. Í bragðinu má svo einnig com. Þá gleðjast trúlega greina mangó, ástaraldin, einhverjir Borgaraðdágreipaldin og fleiri suðræna endur yfir Sumargulli, nýja ávexti. sumarbjórnum frá ÖlgerðNú eru komnir 25 bjórar inni, en þar er endurnýtt frá ykkur í Borg. Er endauppskriftin af Bjarti nr. 4, Sumargull laust hægt að koma með einum af fyrstu Borgar500 ml. 5% nýja bjóra? bjórunum. Hann er af 395 kr. í Vínbúðunum. „Já. Bjór er gríðarlega blond-gerð, ljós og undirvíðfeðmt viðfangsefni. Það gerjaður bjór með þýskum eru óendanlega margar hliðar sem og slóvenskum humlum. Hann er jafnhægt er að skoða og pæla í. Og við framt ferskur með blómlega angan og bruggmeistararnir erum áhugasamir ávaxtaríkan maltkeim. um að þróa okkur áfram og höfum verið „Við höfum því miður ekki undan heppnir að fá tækifæri til þess. Þetta í framleiðslunni í Borg og urðum að geta verið mjög góðir dagar í vinnunni,“ hætta framleiðslu á Bjarti fyrir um ári segir Valgeir Valgeirsson. síðan. Það var mikil eftirsjá að honum,


SENSEO

Nú í 36 púða pokum Takmarkað upplag

Nýjar glæsilegar Senseo vélar komnar


54

tíska

Helgin 6.-8. júní 2014

EKKERT SMÁ FLOTTUR !

Ilse Jacobsen Hvít flísfóðruð regnkápa Verð: 49.500 kr.

Teg TROPICS fæst í 32-38 D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 8.990,buxurnar á kr. 3.965,-

Viking Kadett stígvél úr Ellingsen Verð: 8.990. kr.

OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14

Penfield regnjakki úr geysi Verð: 25.800 kr.

Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is

Sumarleg og smart

AIGLE Lág stígvél með hæl úr Farmers Market Verð: 16.900 kr.

Ilse Jacobsen stígvél með hæl Verð: 23.900 kr.

Dansað og sungið í rigningunni

líka til í svörtu og off white.

Ætli mikilvægasta tískuráðið sé ekki að klæða sig eftir veðri. allavega á íslandi. Því þrátt fyrir að enginn sé verri þótt hann vökni er samt langbest er að halda sér þurrum. Þar að auki er algjört lykilatriði að vera í réttum klæðnaði ef halda á í góða skapið. Það ætti enginn að þurfa að fara fýlu þó ekki sjáist til sólar í nokkra daga því í góðri kápu og réttu stígvélunum geta allir dansað í pollunum og sungið í rigningunni.

St.44-52. kr.5900.

Farmers Market Vaxjakki dömusnið Verð: 48.900 kr.

Viking Retro stígvél úr Ellingsen Verð: 10.990 kr.

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499

Buxur og pils Stretch buxur á 13.900 kr. 8 litir: rautt, svart, fjólublátt, hvítt, ljósbeige, sandbrúnt, blátt, orange. Stærð 34 - 56

Pils á 11.900 kr. 3 litir: beige, svart, munstrað svart/hvítt Stærð 36 - 46

Skór á 10.900 kr. Stærð 36 - 41

Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 10-15

Didriksson regnkápa úr Ellingsen Verð: 2.990 kr.

Viking Foxy stígvél úr Ellingsen Verð: 9.990 kr.

AIGLE Há dömustígvél með hæl úr Farmers Market Verð: 17.300 kr.

Farmers Market Vaxjakki unisex Verð: 48.900 kr.

Sumarfílingur 12.990 kr.

12.990 kr.

12.990 kr.

12.990 kr.

Við elskum skó Smáralind • Skoðið úrvalið á bata.is


tíska 55

Helgin 6.-8. júní 2014

NÝ SENDING

Ilse Jacobsen Stígvél há með reimum Verð: 25.900 kr.

66°Norður Fjólublá regnkápa Verð: 18.800 kr. Ilse Jacobsen Svört regnkápa Verð: 29.500 kr.

Skutevik Gul regnkápa úr Ellingsen Verð: 17.990 kr.

Barbour Regnjakki úr Geysi Verð: 69.800 kr.

Sérverslun með

Hunter Stígvél úr Geysi Verð: 25.900 kr.

FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16

66°Norður Rauð aðsniðin regnkápa Verð: 29.800 kr.

www.gabor.is - facebook.com/gaborserverslun

Dýnudagar STARLUX OG MEDILINE HEILSURÚM Stærðir:

80 x 200 cm 90 x 200 cm 100 x 200 cm

20% afsláttur

30% afsláttur

120 x 200 cm 140 x 200 cm 160 x 200 cm 180 x 200 cm

20-40% afsláttur

Dýnur og púðar

Eggjabakkadýnur

sniðnir eftir máli eða sniðum. Með eða án áklæðis. Mikið úrval áklæða

mýkja og verma rúmið, þykktir 4-6 cm. Tilvaldar í sumarhúsið, stærðum eða skv. máli ferðabílinn og tjaldvagninn

Yfirdýnur

Svampdýnur

Starlux springdýnur

20%

20%

20%

afsláttur

afsláttur

afsláttur

Mikið úrval af svefnstólum og sófum í stöðluðum

Dýnud

standa

agar

til lok jú

ní.


56

heilsa

Helgin 6.-8. júní 2014  HúðHeilsa Nota þarf sólarvörN að styrkleika 30 á sólríkum dögum

Farið varlega í sólinni um helgina Veðurspá helgarinnar er sólrík og björt og von til þess að Íslendingar rífi sig úr fötunum og baði sig í langþráðum sólargeislum. Allt kapp er best með forsjá og vara húðlæknar við hættunni samfara sólinni og hvetja fólk til að verja húðina – og mæla með sólarvörn af styrkleika 30 til að koma í veg fyrir sólbruna.

Flestir Íslendingar þola ekki að vera í íslenskri sumarsól í lengur en klukkustund án sólarvarnar. Sólbruni hefur mjög óæskileg áhrif á húðina, bæði skammvinn og langvinn.

Föstudagspizzan Eftirréttarpizzan er bökuð úr Kornax brauðhveitinu

uv-iNdex

geisluN

1-2

Lítil

3-5

Miðlungs

6-7

Mikil

s

ólin á Íslandi er svo sterk yfir sumarmánuðina að ráðlegt er að nota sólarvörn af styrkleika 30 til þess að koma í veg fyrir sólbruna að sögn Bárðar Sigurgeirssonar húðlæknis. Bera þarf sólarvörn á húðina oftar en einu sinni yfir daginn ef dvalið er löngum stundum í sólinni og oftar ef verið er í vatni.

„Svokallaður UV-Index, útfjólublár stuðull, segir til um hve sterk sólin er. Á vef Húðlæknastöðvarinnar, www.hls.is má sjá gildi útfjólublárra geisla í rauntíma og getur fólk þannig metið hversu sterka og mikla sólarvörn það þarf að nota,“ segir Bárður. Í blíðunni sem verið hefur á landinu að undanförnu hefur útfjólublár stuðull sólar mælst rúmlega 5 sem þýðir að nauðsynlegt er að nota sólarvörn. Hæsta gildi sem mælst hefur á Íslandi er rúmlega 7 og roðnar húð flestra Íslendinga mjög fljótt við þær aðstæður, að sögn Bárðar. „Við mælum með því að fólk noti sólarvörn af styrkleika 30. Það kemur í veg fyrir sólbruna í flestum tilfellum en gerir það samt að verkum að húðin verður brún,“ segir Bárður. Gæta þarf þess þó að bera sólarvörnina vel á húðina og oft og ekki of þunnt. Sólbruni er í raun ákveðnar skemmdir sem verða í húðinni, að sögn Bárðar. „Húð fólks er mismunandi. Sumir verða aldrei brúnir og brenna alltaf og fólk með

sólráð

Sólarvörn ekki nauðsynleg. Sólarvörn nauðsynleg. Sólgleraugu og hattur eða húfa. Sólarvörn með háum stuðli nauðsynleg. Sólgleraugu, hattur eða húfa.

8-10

Mjög mikil Sólarvörn með mjög háum stuðli nauðsynleg. Sólgleraugu og húfa eða hattur. Forðist sólina í 3 klukkustundir um miðjan daginn.

>11

Afar mikil Sólarvörn með mjög háum stuðli nauðsynleg. Sólgleraugu og húfa eða hattur. Forðist sólina í minnst 3 klukkustundir um miðjan daginn. Látið sólina ekki skína á bera húð.

þannig húðgerð ætti að fara mjög varlega í sólinni og gæta þess vel að brenna ekki,“ segir hann. Flestir ættu að gæta þess að vera ekki lengur en klukkustund í sólinni án sólarvarnar. Til að mynda fær sá sem spilar einn hring á golfvelli síðdegis, frá klukkan 15-19, á sig tvöfalt meiri skammt af útfjólubláum geislum en húðin þolir og ætti því að nota sólarvörn. Útfjólubláir geislar valda sólbruna og hafa víðtæk áhrif á húðina. „Þeir valda því að við verðum brún en valda líka ónæmisbælingu í húðinni og skemmdum, litabreytingum og æðabreytingum. Stærsta orsökin fyrir öldrun húðarinnar er sólin,“ segir hann. Útfjólubláir geislar geta valdið skemmdum í frumum í húðinni. „Fjórum til sex klukkustundum eftir að verið var í sólinni verður húðin rauð og okkur svíður. Til þess að losna við þessar skemmdir losna ákveðin efni í frumunum sem valda bólgum. Ef um útbreiddan sólbruna er að ræða getur svo mikið losnað af þessum efnum að viðkomandi fær almenn flensueinkenni,“ segir Bárður. Auk skammtímaáhrifa sem þessara getur sólbruni haft alvarlegri, langvarandi áhrif, svo sem húðkrabbamein. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

H J Ó L AT Ö S K U R

DOWNTOWN FARTÖLVUTASKA ULTIMATE 6 STÝRISTASKA

MESSENGER BAKPOKI

BACKROLLER CLASSIC

SÖLUAÐILAR Ellingsen, Fiskislóð 1 Kría Hjól, Grandagarði 7 Markið, Ármúla 40 Útilif, Glæsibæ og Smáralind heimkaup.is Skíðaþjónustan á Akureyri

í húsi Hirzlunnar, Smiðsbúð 6, Garðabæ, sími: 564 5040


heilsa 57

Helgin 6.-8. júní 2014

 Heilsa jógaHjaRtað safnaR til mæta kostnaði við jógakennslu

Fjölskyldujóga í Viðey

v

Tvær dásamlegar í sumar!

v

að vera farvegur fræðslu til Styrktarfélagið Jógahjartað grunnskólakennara og forstendur fyrir fjölskyldujóga í eldra. Haldnir hafa verið Viðey á laugardag milli klukkan nokkrir viðburðir til styrktar 13 og 14.30. Á viðburðinum félaginu og kostar 500 krónur gefst ungum sem öldnum gott í fjölskyldujógað um helgina, tækifæri til að koma saman á en frítt er fyrir þriggja ára heilbrigðan og skemmtilegan og yngir. Allur ágóði rennur hátt í náttúrunni. „Við höfum til jógakennslu fyrir börn í kærleikann og gleðina að leiðargrunnskólum en Jógahjartað ljósi og gerum okkar besta í Jóga hefur góð áhrif á andlega og líkamlega sér þegar um jógakennslu í jógaæfingum, förum í leiki, heilsu, og hentar jafnt ungum sem öldnum. Þessi þremur grunnskólum og hefur gerum hugleiðslu og slökum mynd er frá fjölskyldujóga í Viðey í fyrra. Ljóshug á að fjölga þeim. vel á í lokin við heilandi tóna mynd/Jogahjartad.com Gott er að koma með teppi gongsins,“ segir Guðrún Theoí fjölskyldujógað um helgina og hægt er að nýta útidóra Hrafnsdóttir, ein þeirra átta mæðra og jógakenngrillin fyrir utan Viðeyjarstofu, koma með nesti eða ara, sem standa að Jógahjartanu. kaupa veitingar í Viðey. Ferjugjald er ekki innifalið í Tilgangur styrktarfélagsins er að bjóða aðstoð þátttökugjaldi. - eh við kennslu á jóga, hugleiðslu og slökun ásamt því

Stúlkan frá Púertó Ríkó

Esmeralda Santiago

Mögnuð og seiðandi saga um litríka fjölskyldu, frumstæðar aðstæður, sorgir og sigra í Púertó Ríkó og New York.

Hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda

 Útivist ReyniR ingibjaRtsson leiðiR fólk um boRgaRfjöRð, mýRaR og Dali

Síðasta orðsending elskhugans

Heillaðist ungur af náttúrunni Náttúruvinurinn Reynir Ingibjartsson var að senda frá sér sína fimmtu göngubók og tekur nú fyrir 25 gönguleiðir í Borgarfirði, Mýrum og Dölum. Reynir er alinn upp á Snæfellsnesi og vanur því að hafa fjöll fyrir augunum og klifra í hrauni. Hann rekur áhuga sinn á útivist til æsku þegar uppáhaldsfögin hans í skóla voru landafræði og saga, og sameina gönguferðirnar þessi tvö áhugamál.

Á

huga minn á gönguferðum um landið má rekja allt aftur til þess þegar ég var barn. Þá voru uppáhalds fögin í skólanum landafræði og saga, og það má segja að með því að ganga um landið samtvinnist upplifun af landinu og af sögunni,“ segir göngugarpurinn og náttúruverndarsinninn Reynir Ingibjartsson sem var að senda frá sér bókina „25 gönguleiðir í Borgarfirði og Dölum.“ 10 af leiðunum eru í hinum eiginlega Borgarfirði, 5 á Mýrum og 10 í Dölum. Þetta er fimmta bókin í ritröð Reynis um gönguleiðir og iðir með þessari hefur hann lagt allt 25 göngule Dölum irði og Vesturland undir.í Borgarf INN Reynir er alinn upp á HraunJARVEGG N VIð Bæ NáTTÚRA Reynir Ingibjartsson er mikill áhugamaður um eiðir ul holtum á Snæfellsnesi og vanur því ng gö 25 lum útivist og náttúruvernd, og er nýja bókin sú rði og Dö fi ar rg að vera í tengslum við náttúruna. í Bo fimmta í röðinni um gönguleiðir á Vestur- og „Ég var vanur því að horfa á fjöllin Suðurlandi. og leika mér í hrauninu,“ segir hann. Reynir er mikill náttúruverndarsinni til að þú sjáir yfir allan Borgarfjörð þegar og leggur áherslu á að fólk umgangist þú ert kominn upp á þær. Þetta er kjörinn landið með virðingu á ferðum sínum. staður til að keyra út af þjóðveginum og Hann var einn af stofnendum Hraunataka því rólega, jafnvel sitja í skógarrjóðrvina sem beittu sér gegn umdeilds inu og grilla.“ vegar í gegnum Gálgahraun. „Hraun Meðal annarra staða sem Reynir hafa alltaf verið mér kær,“ segir hann. fjallar um, gefur leiðarlýsingu og innlit Reynir segist ekki eiga neina sérstaka í söguna eru Hvanneyri og Andakílsá, uppáhaldsleið í nýju bókinni því hann Húsafell og Bæjarfell, og Dagverðarnes. haldi alltaf mest upp á þá leið sem hann Þá lýsir hann óhefðbundinni leið að gengur hverju sinni. „Ég hef bæði leitast Hraunfossum þar sem bókstaflega er við að fjalla um þekktar gönguleiðir en hægt að horfa á vatnið sprautast undan einnig hef ég leitað uppi staði sem fáir fótum manns. þekkja. Í útgáfuteiti bókarinnar vakti „Ég hef reynt að draga fólk aðeins sérstaka athygli gönguleið um það sem frá stöðum þar sem allir eru að flækjast kallast Einkunnir hjá Borgarnesi. Enginn hver fyrir öðrum og finna eitthvað nýtt. sem var viðstaddur þekkti þennan stað Oft eru þetta nánast eitt spor í aðra sem þó er rétt við golfvöllinn Hamar sem átt og þú ert kominn á algjörlega nýtt flestir þekkja. Svæðið er fólkvangur, raunsvæði. Ég minni fólk bara á að stíga varar sá eini á Vesturlandi, og þarna er búið lega til jarðar því við tökum sporin ekki Gönguleið um Einkunnir að gera góða aðstöðu fyrir útivistarfólk. með okkur.“ hefst við Litlu-Einkunnir Þarna hefur verið ræktaður skógur í meira þar sem er bílastæði og Erla Hlynsdóttir en hálfa öld, leggja göngustíga og þar eru svo notalegt rjóður með fallegar klettaborgir sem eru nógu háar eldstæði og trébekkjum. erla@frettatiminn.is Hvanneyri og

Andakílsá

lfsholt

kkar og Þjóðó

Ferjukotsba

rtsson

NáTTÚRA

hafa komið Í sama flokki lu bækur: út hinar vinsæ IðIR á 25 GÖNGULE INU RGARSVæð IðIR á 25 GÖNGULE SVæðINU HVALFJARðAR IðIR á 25 GÖNGULE GA SSKA REYKJANE

Bessastaðatjörn

Frontside flap

Kópavogsdalur

jaRVE N VIð Bæ

GGINN

Seltjarnarnes

Laugardalur Laugarnes

Saurbær á

Hvítanes við

Ölver og Katlavegur Hafnarskógur

Hafravatn

Andakílsárfossar Skorradalur

Hvalfjarðarströnd Saurbær á

NáttúRA

ðinu

Vatnsendi

Bjarteyjarsandur

Vífilsstaðavatn

Bláskeggsá

Kringum Glym

Valahnúkar

Botn Brynjudals

Hvaleyrarvatn

Fossárdalur

Þú ekur lega n á stað hrin vinju g og inn, gen m kynn gur nátt úrunist friðs skem nar. ælu mti m -

Bessastaðatjörn

Öskjuhlíð

GGINN

Seltjarnarnes

og Grótta

Örfirisey

Laugardalur Laugarnes

og Sund

Kringum Grafarvog

NáttúRA

Innan Geldinganess

Hafravatn

Við Reynisvatn

GGINN

á höfuðBOrgarsvæðinu

jARVE N VIð Bæ

Umhverfis Varmá

Við Rauðavatn

Ofan árbæjarstíflu Elliðavatn og

Vatnsendi

Vífilsstaðahlíð Búrfellsgjá

Kaldársel og

Valahnúkar

Hvaleyrarvatn

Þú ekur legan

á hringstaðinn, vinjum og gengur kynnist náttúrunnar. skemmti friðsælum

Vífilsstaðavatn

-

25 gönguleiðir

jARVE N VIð Bæ

salka.is

Hálsnes og

Búðasandur

Meðalfell í

Kjós

Vindáshlíð

Hvalfjarðareyri

Kringum Helgafell

Sunnan Straumsvíkur

NáttúRA

JARVE N VIð Bæ

Lambafellsklofi

Reynir Ingibjartsson

GGINN

Staðarborg

Bessastaðatjörn

Kópavogsdalur fossvogsdalur

25

Öskjuhlíð og Grótta

Örfirisey Laugardalur og Sund

Kringum Grafarvog Innan Geldinganess

Við Rauðavatn Ofan árbæjarstíflu Vatnsendi

Vífilsstaðahlíð Búrfellsgjá Valahnúkar

Þú ekur legan

Hvaleyrarvatn

Saurbær á Kjalarnesi

Front

Spine

Ölver og Katlavegur

Back

Hafnarskógur Backside flap

og Síldarmannagötur

NÁTTÚRA

Bláskeggsá

og Hrafneyri

og Helguhóll

-

og Laxá í Kjós

Eilífsdalur

Fossvogsdalur Öskjuhlíð

Seltjarnarnes

og Grótta

Örfirisey

Laugardalur Laugarnes

og Sund

Kringum Grafarvog

Innan Geldinganess Umhverfis Varmá Hafravatn

Við Reynisvatn

Við Rauðavatn

Ofan Árbæjarstíflu Elliðavatn og

Vatnsendi

Vífilsstaðavatn

Vífilsstaðahlíð Búrfellsgjá

Kaldársel og

Valahnúkar

Hvaleyrarvatn

Þú ekur legan

Þú ekur legan

Hvalfjarðareyri

NáttúRA

Bessastaðatjörn

Kópavogsdalur

salka.is

salka.is

Frontside flap

Front

Spine

Back

NÁTTÚRA

JARVE N VIÐ BÆ

Saurbær á

Reynir Ingibjartsson

GGINN

25 GÖNGULEIÐIR Á HVALFJARÐARSVÆÐINUá hinu

Kjalarnesi

Grunnafjörð

Ölver og Katlavegur Hafnarskógur

NÁTTÚRA

JARVE N VIÐ BÆ

GGINN

Andakílsárfossar

salka.is

Skorradalur

og Síldarmannagötur

Umhverfi Draghálss

NÁTTÚRA

25 GÖNGULEIÐIR Á HVALFJARÐARSVÆÐINU

Saurbær á

Hvalfjarðarströnd

Bjarteyjarsandur Bláskeggsá

og Hrafneyri

og Helguhóll

Kringum Glym

Botn Brynjudals

GGINN

Á HVALFJARÐARSVÆÐINU

JARVE N VIÐ BÆ

Þyrilsnes

Fossárdalur

og Seljadalur

Hvítanes í Hvalfirði Hvammsvík

Hálsnes og

göngu25 fylgja sérhverjum um það Kort og leiðbeiningar og umfjöllun leiðarlýsingu hring, ásamt ber. sem fyrir augu

GÖNGULEIÐIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

Esjuhlíðar

Melabakkar

25 GÖNGULEIÐIR

ársins hring.

Norðan Akrafjalls Hvítanes við

svokallaða 25 gönguleiðum Esjuna, Hér er lýst sig kringum sem teygir við Hvalfjarðarsvæði, auk undirlendisins Skarðsheiði, Akrafjall og flestar hringleiðir, leiðirnar eru eina Hvalfjörð. Göngu og tekur um kílómetra langar að jafnaði 3-6 Oftast tekur að ganga þær. til tvær klukkustundir að komast klukkustund hálfa til eina er því ekki nema náttúra Hvalfjarðarsvæðisins á göngustað, við bæjarvegginn. sannarlega hefur Reynir Ingibjartsson, eru Höfundur bókarinnar, staði sem ekki marga forvitnilega frá leitað uppi áherslu á minjar og lagt sérstaka öllum kunnir Stórátak í skógrækt í Hvalfirði. tíma hersetunnar Hvalfjarðarsvæðið hefur gert strendur og uppgræðslu Hinar löngu að mikilli útivistarparadís. laða líka að fólk allan og Borgarfjarðar Hvalfjarðar

Í sama bókaflokki hefur komið út metsölubókin 25

Mógilsá og Kjalarnes

Backside flap

salka.is

Meðalfell í

Vindáshlíð

Búðasandur

Kjós

og Laxá í Kjós

Eilífsdalur

Hvalfjarðareyri

Kringum Helgafell

Sunnan Straumsvíkur

NÁTTÚRA

JARVE N VIÐ BÆ

GGINN

25 GÖNGULEIÐIR Á REYKJANESSKAGA

Í SAMA BÓKAFLOKKI

Lambafellsklofi

Reynir Ingibjartsson

og Alfaraleið

við Höskuldarvelli

Selsvellir

Staðarborg

Garðskagi Básendar

NÁTTÚRA

JARVE N VIÐ BÆ

GGINN

Hafnaberg

Reykjanestá,

25 GÖNGULEIÐIR Á REYKJANESSKAGA

Skálafell og

Gunnuhver

Þorbjörn

Selatangar

og Katlar

Sog, Grænavatn

og Djúpavatn

Húshólmi

og Selalda

Seltún og Sveifluháls Grænavatn

GGINN

Á REYJANESSKAGA

JARVE N VIÐ BÆ

Krýsuvíkurberg

og Austurengjahver

Geitahlíð og

Stóra-Eldborg

Herdísarvík

Strandarkirkja

og Selvogur

Vestan Þorlákshafnar Geitafell við Jósefsdalur

Þrengslaveg

og Eldborgir

Þríhnúkar

Grindaskörð

salka.is

Básendar

Þrællyndisgata

GGINN

Hafnaberg

Reykjanestá, Þorbjörn

GGINN

á Snæfellsnesi, gönguleiðum við Hítará og Hér er lýst 25 frá gömlu sýslumörkunum sýslumörkum ið teygir sig að fornum Snæfellsnes, og Dala. Leiðhringinn um milli Snæfellsness og við ána Skraumu eða inn til landsins við ströndina í hring er gengið irnar eru ýmist Að jafnaði lengri eru mjög fjölbreyttar. að velja um styttri eða er hægt og stundum km í 10 km. er frá um 2 hring. Vegalengd mynd af Íssé smækkuð Snæfellsnesið einkennir náttOft er sagt að flest það sem megi finna glæsilegasta landi og þar Löngufjörur Margir telja er sem úru landsins. Snæfellsjökul og kringum saman í eina reiðveg á Íslandi hraun, renni er og jökull og eyjar og þar himinn og haf eru fjöllin sem fjall finnst fallegasta heild. Að norðanverðu sem heimamönnum af lónum, vöðlKirkjufellið er mörkuð á Íslandi. Norðurströndin eru Breiðafjarðareyjar. og útifyrir um og fjörðum sagna af ýmser líka ævintýraheimur margra ÍsSnæfellsnesið er vettvangur þess sem þar að flýta sér um toga, auk um að gera Það er því lendingasagna. fótmál og fjölbreytileiki sagan við hvert hægt; hér er einstakur. landslagsins Reynir Ingibjartsson, höfundurinn, eru öllum Enn á ný leiðir staði sem ekki hverjum á forvitnilega fylgir göngufólk örnefna með fjölda af því og myndum kunnir. Kort ásamt leiðarlýsingu gönguhring ber. sem fyrir augu

Vogastapi

á Reykjanesskaganum 25 gönguleiðum að Þrengslavegi Hér er lýst sig frá Reykjanestá við ströndina ýmist og teygir svæðið Leiðirnar eru Oftast er og Þorlákshöfn. og mjög fjölbreyttar. göngueða inni á skaganum kílómetra og að jafnaði 3-6 gengið í hring, til tvær klukkustundir. tími um ein til eina klukkustund á ekki nema hálfa Að jafnaði tekur frá þéttbýlissvæðunum á göngustað og á vestanað komast Suðurnesjum eru því sannarhöfuðborgarsvæðinu, Þessar gönguleiðir verðu Suðurlandi. hefur lega við bæjarvegginn. Reynir Ingibjartsson, sem bókarinnar, staði Höfundur forvitnilega og uppi marga enn á ný leitað leynist í hraununum kunnir. Margt um horfna búskapareru ekki öllum ekki síst minjar síst einstök við strendurnar, það er ekki til forna. En forvitni. Hér hætti og sjósókn sem vekur milliliðalaust. jarðfræði Reykjanesskagans náttúrunnar má skoða sköpunarverk opnaðist greið nýja Suðurstrandarvegi, og hið sama Með hinum og Þorlákshafnar og Hafna leið milli Grindavíkur leið milli Sandgerðis á nýlega eru því boði má segja um Margar hringleiðir gera að bregða að hjá Básendum. og þá er um Reykjanesskaganum gönguleið við hæfi. og finna sér út af þeim hverjum gönguhring, fyrir örnefna fylgir af því sem Kort með fjölda og myndum ásamt leiðarlýsingu augu ber.

NÁTTÚRA

25 GÖNGULEIÐIR Á HVALFJARÐARSVÆÐINU

25 GÖNGULEIÐIR

25 25 GÖNGULEIÐIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

JARVE N VIð Bæ

iðir 25 göngule esskaga

jARVE N VIð Bæ

Selatangar

25 gönguleiðir á reykjan i á SnÆFellSneS en svæð-

salka.is

Skálafell og

Þverfell í Hnappadal Gerðuberg Skógarnes

og Austurengjahver

Strandarkirkja

og Selvogur

Vestan Þorlákshafnar Geitafell við Jósefsdalur

Þrengslaveg

og Eldborgir

Þríhnúkar

Grindaskörð

og Ytri-Rauðamelur

Kringum Baulárvallavatn

VEGGINN

Undir Elliðahamri

að gæta við þurfum r úrbætur og kallar á skjóta og kostur er. örlandsins eins kort með fjölda uhring fylgir ásamt Kortið Hverjum göng isins. a sögu svæð af því nefna sem geym m gefa mynd og ljósmyndu a af stað. leiðarlýsingu er bara að leggj Þá ber. sem fyrir augu og Dali. Borgarfjörð Góða ferð um

iðir 25 göngule SneSi á SnÆFell

Herdísarvík

og Löngufjörur

Stakkhamarsnes

og Selalda

Seltún og Sveifluháls Grænavatn

og

Gullborgarhraun

og Djúpavatn

Húshólmi

Krýsuvíkurberg

og Eldborgarhraun

Rauðamelsstígur

Gunnuhver

Reynir Ingibjartsson

og Katlar

Sog, Grænavatn

jAR N VIð Bæ t t ú RogAStóra-Eldborg N ÁGeitahlíð

GGINN

á hringstaðinn, vinjum og gengur kynnist náttúrunnar. skemmti friðsælum

Kjós

Vindáshlíð

Garðskagi

Spine

Back

NÁttúRA

Hleinar

Gálgahraun

GGINN

á SnÆFellSneSi

Búðasandur

Meðalfell í

Garðaholt og

Álftanes og

JARVE N VIÐ BÆ

GGINN

Hálsnes og

Ásfjall og Ástjörn

Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

Hvammsvík

Straumsvík

Hraunin og

Reynir Ingibjartsson

NÁTTÚRA

JARVE N VIÐ BÆ

og Seljadalur

Hvítanes í Hvalfirði

jARVE N VIð Bæ

Botn Brynjudals

NÁTTÚRA

Kringum Glym

GGINN

á HValFjarðarsVÆðinu

JARVE N VIð Bæ

Þyrilsnes

fossárdalur

GGINN

færir okkur á höfuðborgarsvæðinu Hér eru 25 Bókin 25 gönguleiðir umhverfi okkar. til að nálgast auðfarnar ný tækifæri sem allar eru að í nágrenni þéttbýlisins klukkustund hringleiðir meira en eina hvort yfirleitt ekki velja á milli og það tekur er hægt að Í flestum tilvikum ganga þær. hringur. stærri eða minni genginn er við sjávarsíðuna, byggðarinnar, vinjum flestar í útjaðri í friðsælum Leiðirnar er og vötnum meðfram ám að skreppa í dalverpum, sem hægt er Tilvaldir göngutúrar gráan hvunnnáttúrunnar. í þungan og óvænt glufa í þegar myndast og fersku lofti. helgarnar lífi til að glæða daginn eða sem eru að finna leynistaði hve víða er betur Það er ótrúlegt höfuðborgarsvæðið Fáir þekkja sem hefur fagrir og friðsælir. Reynir Ingibjartsson, fróðmaðurinn en útivistar um þær margvíslegan og skrifað markað leiðirnar minjar og sögustaði. leik varðandi gönguhring, fylgja sérhverjum fyrir augu Kort og leiðbeiningar um það sem og umfjöllun besta heimilisásamt leiðarlýsingu og er á við er frábær félagi ber. Þessi bók auðveldar heilsubótina. til dáða og hvetur þig hringinn, hund. Hún sama gamla að ganga á ekki lengur Nú þarftu höfuðborgarsvæðisins kynnst náttúru heldur geturðu skemmtun. hátt. Góða alveg nýjan

Saurbær á Hvalfjarðarströnd Bjarteyjarsandur

JARVE N VIÐ BÆ

25 GÖNGULEIÐIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

Umhverfi Draghálss

NÁttúRA

Skorradalur

Þú ekur legan

Andakílsárfossar

25 GÖNGULEIÐIR

NáttúRA

GÖNGULEIðIR á HÖfUðBORGARSVæðINU

Frontside flap

Grunnafjörð

Melabakkar

25 gönguleiðir

Norðan Akrafjalls Hvítanes við

25 gönguleiðir

Í sama bókaflokki hefur komið út metsölubókin 25

Esjuhlíðar

Kjalarnes

GGINN

frontside flap

Mógilsá og

-

Kaldársel og

á reyjanesskaga

á hringstaðinn, vinjum og gengur kynnist náttúrunnar. skemmti friðsælum

-

Vífilsstaðavatn

-

Elliðavatn og

JARVE N VIð Bæ

GGINN

á HöFuðBOrgarsVÆðinu

JARVE N VIð Bæ

Við Reynisvatn

GGINN

á hringstaðinn, vinjum og gengur kynnist náttúrunnar. skemmti friðsælum

Laugarnes

Hafravatn

JARVE N VIð Bæ

-

Seltjarnarnes

Umhverfis Varmá

NáttúRA

25 gönguleiðir á HValFjarðarsVÆðinu

á hringstaðinn, vinjum og gengur kynnist náttúrunnar. skemmti friðsælum

GGINN

front

Reynir Ingibjartsson

GGINN

Þú ekur legan

JARVE N VIð Bæ

Spine

JARVE N VIð Bæ

svokallaða 25 gönguleiðum Esjuna, Hér er lýst sig kringum sem teygir við Hvalfjarðarsvæði, auk undirlendisins Skarðsheiði, Akrafjall og flestar hringleiðir, leiðirnar eru eina Hvalfjörð. Göngu og tekur um kílómetra langar að jafnaði 3-6 Oftast tekur að ganga þær. til tvær klukkustundir að komast klukkustund hálfa til eina er því ekki nema náttúra Hvalfjarðarsvæðisins á göngustað, við bæjarvegginn. sannarlega hefur Reynir Ingibjartsson, eru Höfundur bókarinnar, staði sem ekki marga forvitnilega frá leitað uppi áherslu á minjar og lagt sérstaka öllum kunnir Stórátak í skógrækt í Hvalfirði. tíma hersetunnar Hvalfjarðarsvæðið hefur gert strendur og uppgræðslu Hinar löngu að mikilli útivistarparadís. laða líka að fólk allan og Borgarfjarðar Hvalfjarðar ársins hring. göngufylgja sérhverjum 25 25 gönguleiðir um það Kort og leiðbeiningar á HöFuðBOrgarsVÆðinu og umfjöllun leiðarlýsingu hring, ásamt ber. sem fyrir augu

NáttúRA

NáttúRA

25 gönguleiðir

NáttúRA

25 gönguleiðir á HöFuðBOrgarsVÆðinu

salka.is

Back

NáttúRA

25 gönguleiðir á HValFjarðarsVÆðinuá hinu

Front

Kirkjuhóll og

Garðar

Axlarhólar og

Öxl

Knarrarklettar Sölvahamar

og Fróðárheiði

og Klifhraun

Svalþúfa og

Malarrif

Einarslón og

Djúpalónssandur

Öndverðarneshólar Rauðhóll við Vallnabjarg

Eysteinsdal

og Brimilsvellir

Kringum Kirkjufell

og Eyraroddi

Öndverðareyri

og Kirkjustígur

Hraunsfjörður

Þú ekur lega n á stað hrin vinju g og inn, gen m kynn gur nátt úrunist friðs skem nar. ælu mti m -

Hleinar

Gálgahraun álftanes og

í dalverpum,

Þú ekur lega n á stað hrin vinju g og inn, gen m kynn gur nátt úrunist friðs skem nar. ælu mti m -

Straumsvík

Garðaholt og

Reynir Ingibjartsson

GGINN

við sjávarsíðuna, byggðarinnar, vinjum flestar í útjaðri í friðsælum og vötnum meðfram ám að skreppa sem hægt er tilvaldir göngutúrar gráan hvunnnáttúrunnar. í þungan og óvænt glufa í þegar myndast og fersku lofti. helgarnar lífi til að glæða daginn eða sem eru að finna leynistaði hve víða er betur Það er ótrúlegt höfuðborgarsvæðið fáir þekkja sem hefur fagrir og friðsælir. Reynir Ingibjartsson, fróðmaðurinn en útivistar um þær margvíslegan og skrifað markað leiðirnar minjar og sögustaði. leik varðandi gönguhring, fylgja sérhverjum fyrir augu Kort og leiðbeiningar um það sem og umfjöllun besta heimilisásamt leiðarlýsingu og er á við er frábær félagi heilsubótina. ber. Þessi bók dáða og auðveldar hvetur þig til hringinn, hund. Hún sama gamla að ganga á ekki lengur Nú þarftu höfuðborgarsvæðisins kynnst náttúru heldur geturðu skemmtun. hátt. Góða alveg nýjan

Leiðirnar er

Berserkjagata Vatnsdalur

og Berserkjahraun

og Drápuhlíðarfjall

Borgardalur

í Álftafirði

Setbergsháls

og Straumsfell

Skraumugljúfur

OKKAR LOFORÐ:

Langavatn

Borgarnesi

og Lambafell

es á Mýrum

Akrar og Akran

atn

llar við Hítarv

Hvítingshja

Tregasteinn

í Hörðudal

ós

og Laxár Búðardalur

ógasel

Katlar og Ljársk Tungustapi

stunga

og Sælingsdal

Staðarfell

trönd

avogur á Fellss

Kjallaksstað

s

Dagverðarne

fjall

Skarð og Grafa Salthólmavík

í Saurbæ

Ólafsdalur

salka .is

Lífrænt og náttúrulegt

Engin óæskileg aukefni

Persónuleg þjónusta

HEILSUSPRENGJA Gildir frá 5. - 11. júní 2014

Hraunin og

ásfjall og ástjörn

JARVE N VIð Bæ

færir okkur á höfuðborgarsvæðinu Hér eru 25 Bókin 25 gönguleiðir umhverfi okkar. til að nálgast auðfarnar ný tækifæri sem allar eru að nágrenni þéttbýlisins klukkustund hringleiðir í meira en eina yfirleitt ekki hvort velja á milli og það tekur er hægt að Í flestum tilvikum ganga þær. hringur. stærri eða minni genginn er

25 gönguleiðir

á Reykjanesskaganum 25 gönguleiðum að Þrengslavegi Hér er lýst sig frá Reykjanestá við ströndina ýmist og teygir svæðið Leiðirnar eru Oftast er og Þorlákshöfn. og mjög fjölbreyttar. göngueða inni á skaganum kílómetra og að jafnaði 3-6 gengið í hring, flap tvær klukkustundir. til Backside tími um ein til eina klukkustund á ekki nema hálfa Að jafnaði tekur frá þéttbýlissvæðunum á göngustað og á vestanað komast Suðurnesjum eru því sannarhöfuðborgarsvæðinu, gönguleiðir komið Þessarhafa Í sama flokki verðu Suðurlandi. bækur: hefur út hinar vinsælu lega við bæjarvegginn. Reynir Ingibjartsson, Á bókarinnar, staði sem Höfundur 25 GÖNGULEIðIR forvitnilega marga og SVæðINU leitað uppi enn á nýHÖFUðBORGAR leynist í hraununum kunnir. Margt Á horfna búskaparum eru ekki öllum 25 GÖNGULEIðIR ekki síst minjar síst einstök SVæðINU við strendurnar, það er ekki HVALFjARðAR til forna. En Hér hætti og sjósókn Á vekur forvitni. sem 25 GÖNGULEIðIR milliliðalaust. jarðfræði Reykjanesskagans náttúrunnar REYKjANESSKAGA má skoða sköpunarverk opnaðist greið nýja Suðurstrandarvegi, og hið sama Með hinum og Þorlákshafnar og Hafna leið milli Grindavíkur leið milli Sandgerðis á nýlega eru því boði má segja um Margar hringleiðir bregða 25 að gera að hjá Básendum. 25 GÖNGULEIÐIR og þá er um Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Reykjanesskaganum gönguleið við hæfi. finna og sér út af þeim hverjum gönguhring, fyrir örnefna fylgir af því sem Kort með fjölda og myndum ásamt leiðarlýsingu augu ber.

frontside flap

front

NáttúRA

25 gönguleiðir á HöFuðBOrgarsVÆðinu

Backside flap

Frontside flap

Vogastapi

á hringstaðinn, vinjum og gengur kynnist náttúrunnar. skemmti friðsælum

Í SAMA BóKAfLOKKI Spine Back Backside flap

og Alfaraleið

við Höskuldarvelli

Selsvellir

25 gönguleiðir aga á reykjanessk

r uleiðir – freka tala um göng ekki rétt að ingar og Kannski er t skortir merk þar sem víðas fjárgötur og leiðalýsingar, ustíga. En n borna göng hefur þjóði þeim lítið um malar eftir og forliggja víða . Það er alltaf troðningar fnum skóm aldir á misjö og feðra. En gengið um mæðra okkar rekja slóðir við tökum ekki vitnilegt að a til jarðar og mur stíga varleg astrau að þarf mann það vaxandi ferða sporin. Ört með okkur

Eiríksjökli.

og Laxá í Kjós

Eilífsdalur

salka.is

og Þinghóll

Einkunnir hjá

Dölum

inu

Hvammsvík

Hleinar

Gálgahraun

Fossvogsdalur

NáttúRA

og Seljadalur

Hvítanes í Hvalfirði

Kópavogsdalur

GÖNGULEIðIR á HÖFUðBORGARSVæðINU

og Hrafneyri

og Helguhóll

Þyrilsnes

Búrfellsgjá

GGINN

á hvalfjarðarsvæð

jARVE N VIð Bæ

Vífilsstaðahlíð

Kaldársel og

og Síldarmannagötur

Umhverfi Draghálss

sskógur

GGINN

GGINN

iðir 25 göngule inu ðarsvæð á hvalfjar Ofan Árbæjarstíflu

Straumsvík

Garðaholt og

álftanes og

færir okkur á höfuðborgarsvæðinu Hér eru 25 Bókin 25 gönguleiðir umhverfi okkar. til að nálgast auðfarnar ný tækifæri sem allar eru að nágrenni þéttbýlisins klukkustund hringleiðir í meira en eina yfirleitt ekki hvort velja á milli og það tekur er hægt að Í flestum tilvikum ganga þær. hringur. stærri eða minni genginn er við sjávarsíðuna, byggðarinnar, vinjum flestar í útjaðri í friðsælum Leiðirnar er og vötnum meðfram ám að skreppa í dalverpum, sem hægt er tilvaldir göngutúrar gráan hvunnnáttúrunnar. í þungan og óvænt glufa og fersku lofti. í þegar myndast helgarnar lífi til að glæða daginn eða sem eru að finna leynistaði hve víða er betur Það er ótrúlegt höfuðborgarsvæðið Fáir þekkja sem hefur fagrir og friðsælir. Reynir Ingibjartsson, fróðmaðurinn en útivistar um þær margvíslegan og skrifað markað leiðirnar minjar og sögustaði. leik varðandi gönguhring, fylgja sérhverjum fyrir augu Kort og leiðbeiningar um það sem og umfjöllun besta heimilisásamt leiðarlýsingu og er á við er frábær félagi heilsubótina. ber. Þessi bók dáða og auðveldar hvetur þig til hringinn, hund. Hún sama gamla að ganga á ekki lengur Nú þarftu höfuðborgarsvæðisins kynnst náttúru heldur geturðu skemmtun. hátt. Góða alveg nýjan

Grunnafjörð

Melabakkar

VE Við Reynisvatn ð BæjAR túRAN VI Nát Við Rauðavatn Elliðavatn og

Kjalarnesi

Norðan Akrafjalls

Umhverfis Varmá

ásfjall og ástjörn

Reynir Ingibjartsson

GGINN

Í sama bókaflokki hefur komið út metsölubókin 25

jARVE N VIð Bæ

25 gönguleiðir á höfuðBOrgarsvæðinu

Esjuhlíðar

Kjalarnes

Reynir Ingibjartsson

og Sund

Kringum Grafarvog

Innan Geldinganess

25 gönguleiðir

GGINN

á höfuðborgarsvæ

jaRVE N VIð Bæ

Hraunin og

Mógilsá og

og Grótta

Örfirisey

ðinu

Þú ekur lega n á stað hrin vinju g og inn, gen m kynn gur nátt úrunist friðs skem nar. ælu mti m ­

NÁTTúRa

Front

Spine

Back

Backside flap

NáttúRA

25

Öskjuhlíð

GGINN

iðir

25 göngule

Hraunfossar

og Jafnaskarð

Grísatunga

garfirði og

25 gönguleiðir

NÁTTúRa

jARVE N VIð Bæ

25 gönguleiðum Esjuna, Hér er lýst sig kringum sem teygir við Hvalfjarðarsvæði, auk undirlendisins Skarðsheiði, Akrafjall og flestar hringleiðir, leiðirnar eru eina Hvalfjörð. Göngu og tekur um kílómetra langar að jafnaði 3-6 Oftast tekur að ganga þær. til tvær klukkustundir að komast klukkustund hálfa til eina er því ekki nema náttúra Hvalfjarðarsvæðisins á göngustað, við bæjarvegginn. sannarlega hefur Reynir Ingibjartsson, eru Höfundur bókarinnar, staði sem ekki marga forvitnilega frá leitað uppi áherslu á minjar og lagt sérstaka öllum kunnir Stórátak í skógrækt í Hvalfirði. tíma hersetunnar Hvalfjarðarsvæðið hefur gert strendur og uppgræðslu Hinar löngu útivistarparadís. fólk allan að mikilli laða líka að og Borgarfjarðar Hvalfjarðar ársins hring. göngufylgja sérhverjum 25 25 gönguleiðir um það Kort og leiðbeiningar á höfuðBOrgarsvæðinu og umfjöllun leiðarlýsingu hring, ásamt ber. sem fyrir augu Frontside flap

salka.is

Front

Fossvogsdalur

Spine

Back

NáttúRA

rgarsvæ 25 gönguleiðir á höfuðbo svæðinu á hvalfjarðar á hinu svokallaða

Spennandi saga sem nýtur mikilla vinsælda víða um heim

Glanni og Norðu

Þú e le kur ga n á st hr a in ð vin g o inn, ge g ju m k n ná ynn gu ttú ist r s ru frið kem nn ar. sælu mti m -

Gálgahraun

Álftanes og

færir okkur á höfuðborgarsvæðinu Hér eru 25 Bókin 25 gönguleiðir umhverfi okkar. til að nálgast auðfarnar ný tækifæri sem allar eru að nágrenni þéttbýlisins klukkustund hringleiðir í meira en eina yfirleitt ekki hvort og það tekur að velja á milli tilvikum er hægt Í flestum Backside flap ganga þær. hringur. stærri eða minni genginn er við sjávarsíðuna, byggðarinnar, vinjum flestar í útjaðri í friðsælum Leiðirnar er og vötnum meðfram ám að skreppa í dalverpum, sem hægt er Tilvaldir göngutúrar gráan hvunn­ náttúrunnar. í þungan og óvænt glufa í þegar myndast og fersku lofti. helgarnar lífi til að glæða daginn eða sem eru að finna leynistaði hve víða er betur Það er ótrúlegt höfuðborgarsvæðið Fáir þekkja sem hefur fagrir og friðsælir. Reynir Ingibjartsson, fróð­ maðurinn en útivistar um þær margvíslegan og skrifað markað leiðirnar og sögustaði. minjar leik varðandi gönguhring, fylgja sérhverjum fyrir augu Kort og leiðbeiningar um það sem og umfjöllun besta heimilis­ ásamt leiðarlýsingu og er á við er frábær félagi heilsubótina. ber. Þessi bók dáða og auðveldar hvetur þig til gamla hringinn, hund. Hún ganga sama á lengur að ekki Nú þarftu höfuðborgarsvæðisins kynnst náttúru heldur geturðu skemmtun. hátt. Góða alveg nýjan

Hreðavatn

1960. Jennifer Stirling vaknar eftir bílslys, man ekkert og þekkir engan. Þá finnur hún ástríðufullt bréf. 2003. Ellie Haworth notar gamalt blaða bréf úr skjalasafni sem efnivið í blaðagrein. Líf kvennanna tveggja fléttast saman á ótrúlegan hátt í leitinni að uppruna bréfsins.

Bæjargil

Gilsbakki og

JARVE N VIð Bæ

Reynir Ingibjartsson

GGINN

Hleinar

Húsafell og

eiðir í Bor

jaRVE N VIð Bæ

25 gönguleiðir rsvæðinu á höfuðborga

olt

nga og Reykh

NáTTÚRA

NÁTTúRa

Straumsvík

Ásfjall og Ástjörn Garðaholt og

í Skorradal

Skáneyjarbu

25 göngul

Frontside flap

Front

Hraunin og

Hvítserkur Eiríksfell og

Rauðsgil

IðIR 25 GÖNGULE SNESI á SNæFELL

Spine

Back

GGINN

i, á Mýrum um í Borgarfirð 25 gönguleið neyri við Borg Hér er lýst liggur frá Hvan . Þráðurinn Þessir staðir og í Dölum við Gilsfjörð. að Ólafsdal i og milli arfjörð og ana á Ísland askól bænd Hinar gar byggðir. fóstruðu fyrstu ar búsældarle æður marg hliðst þeirra liggja la eiga sér og Borgarfjarðada dlengjunni mjúku línur gleyma stran ur. og ekki má Breiðafjörð í Dölunum Faxaflói og m. Útifyrir eru sem innfjörðunu röðinni þar sú fimmta í uleiðabók er lýsir gönguon, Þessi göng jartss Reynir Ingib Um er að bókarhöfundur, esturlandi. Suðv og i rland tengjast þekkt leiðum á Vestu ar leiðirnar leiðir og marg . Haldið er ræða hring i og Dölum í m í Borgarfirð um Klofning um sögustöðu m og kring da á Mýru in er því reytn Fjölb niður til stran dala. til heiða og Yfir gnæfir Dölum og upp náttúruperlur. aðar leynast ellsjökull mikil og allsst a birtist Snæf fjarsk í og nn og viti skalla á Baula eins t á við hvítan Hann kallas á björtum degi.

HÖFUðBO

Backside flap

JARVE N VIð Bæ

Reynir Ingibja

Hestfjall

Jojo Moyes

Hugsaðu vel um heilsuna í sumar með Swanson Gott úrval af hágæða Swanson bætiefnum, nú með 20% afslætti. Borgartún 1 Fákafen 1 Hæðasmári

www.lifandimarkadur.is

Betri heilsa með alvöru mat! Fæðubyltingin Andreas Eenfeldt Hér er rakin saga helstu fæðukenninga varðandi betri heilsu. Ítarlegur fróðleikur um „góð“ kolvetni og fituríkt fæði, heilsuráð og hugmyndir að uppskriftum.

v

salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík

því r með fá e h t l a e ð Joint H m hægt er a k. e s s besta r liði og brjó fyri

% 0 2 ur

a

tt fslá


58

heilabrot

Helgin 6.-8. júní 2014

Spurningakeppni fólksins

 sudoku

1. Við hvaða fjörð stendur Þingeyri?

1. Dýrafjörð.

2. Talið er að aðeins einn Íslendingur hafi

2. Pass.

hitt Adolf Hitler. Hver var það? 3. Hver er oddviti sjálfstæðismanna í

10. Pass.

3. Rósa Guðbjartsdóttir.

Hafnarfirði?

4. Vesturbyggð.

4. Sturla Böðvarsson verður nýr bæjarstjóri Stykkishólms. Hvar er dóttir hans, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri? 5. Hvaða krydd er unnið úr fræni dverglilju?

á a?

11. Felipe.

13. Sogamýri.

6. 7.

14. Róm.

5 9

hjá Mobilitus

8. Hvaða hátíð markar lok páskatímans? 9. Hverjir unnu meistardeild Evrópu hand1. Arnarfjörður.

boltans um helgina?

2. Gunnar Gunnarsson.

nýlega dæmdur í 33 ára fangelsi fyrir peningaþvott? 11. Hver tekur við af Juan Carlos Spánarkonungi? 12. Hver er hæstlaunaða leikkona Hollywood (skv.Forbes)? 13. Hvar hefur Reykjavíkurborg úthlutað

8. Hvítasunnan.

14. Í hvaða borg er sigurbogi Títusar? Ísafirði í nýafstöðnum sveitastjórnarkosningum?

10. Pele.

3

5

ráðgjafi

2 3

7 2 1 8

7

?

Þórarinn skorar á Jón Ásbergsson hjá Íslandsstofu.

5

1

 svör

6

9

 10 stig

Karl Guðmundsson

5

8

14. Trier.

4

 sudoku fyrir lengr a komna

12. Jennifer Aniston.

15. Í-listinn.

3

2 4

1

13. Sogamýri.

2

6

11. Cristina prinsessa.

7. Spænsku.

lóð undir mosku? 15. Hvaða listi náði hreinum meirihluta á

9. Flensborg.

 3. Rósa Guðbjartsdóttir.  4. Í Vesturbyggð.  5. Saffran.  6. 20. 

10. Sonur hvaða fræga fótboltakappa var

3 6

9

?

 8 stig

Þórarinn Stefánsson

9 8

2 9

 15. Í-listinn. 

8. Hvítasunnan.

1

12. Jennifer Lawrence.

5. Pass.

gefin í nýrri bók Tobbu Marínós? 7. Í hvaða tungumáli enda öll lýsingarorð

7. Pass.

6. Hversu mörg tilefni til dagdrykkju eru

3 7 4 5

9. Pass.

4 9

7 8 5

6 1 7

2

4

3 6

 krossgátan 192

FRAMLEIÐNI

VEGA BRESTIR

FLÍK

ÞOKKI

HLUTI HANDAR

UMFANGS

SEFAST

BJÁNALEGUR ÓNN GOÐMÖGN

 lausn

FLINKUR

Lausn á krossgátunni í síðustu viku. 191

F Á R E S S K S K A S I P L Ó S Ó G F N G I A L Ó Á M A R A N Í F A S L Ó D A N D PÚKA

ENNÞÁ GLÆTA BÁTS

R I G U N I Á N G A K R

VONSKA GÁSKI

UNGUR FUGL

HREYFING HVÍLD

AFHENDING FUGL

ÁKÆRA

Á S U D E D I

DÓTARÍ SÝRA

KEPPANDI

E L L A L G I Ð I N A F S Í A F A K R R A I K Ð K HÁR ALDUR

FELLDI

VANVIRÐING ÞEFA

ILMUR BLÓM

BRAKA

FÍKNIEFNI

TÆTA REIK

SÆRA

VÖRUMERKI

SPIL

HLUTI HANDAR

AÐ AUKI HRÆÐA

UMLYKJA LJÓMA

ÁSTÆÐA ÓSKA

HARÐÆRI KORN

NÚA

KJÁNI

TÝNA

TVEIR EINS

ÓÞEKKUR

R F R E Y J U A K Ó R N N G A K Í M A A Ð A S U M T P Ó K E R Ú S S I M I S T A Ð M A U U S O R S Ö K R T R O R A K R I Ð A A A Ð A G L A T A Æ L L R I S M I

VEGGMÁLVERK GÆLUNAFN

PRESTAFÍFILL

BARRTRÉ

KUSK

HUGLEIÐSLA

LAND

SVÍVIRÐING

GRUFLA KÁSSA

ERFIÐI

VÖKVI

GUÐSÞJÓNUSTA

KATTARDÝR

AFSPURN ÓVANI

SÁLDA

VINNA

ALDINLÖGUR

SKÍTUR RISPA

TVEIR EINS

LAPPI

FUGL

SKIP

ÍLÁT

YFIRSTÉTT

KLÓR

EINKENNIS

ÓSKERTA STRIT

SKEL

RÚM ÁBREIÐA

TÖFFARI

FUGL

ÖSKUR

SÝKJA

KLÆÐALAUS

RAFMAGN

B R Á E A K R F A A F A F I A L H G T A A R F T A Ð A M I P R G A F S L L A L A K K K O K A T A

UMLYKJA

KÓF

ÁFERGJA

SVELTI

ÓBYGGÐIR

GÆLUNAFN

ÍSHROÐI

FRÁ

SAMTÖK

TIGNA

URGA

LABB

HEILAN

TVÍHLJÓÐI

ÞRÁÐA

SPIL FUGL

ÁTTIR

VEGUR

TRAÐK

FYRIR HÖND MELTINGARVÖKVI

FLANDRA

LÓÐ

HÆNAST AÐ

TUNNUR

VONDUR

STAÐA

STYRKJA

ATA

TVEIR EINS POT

ÁTT

PÓLL

HANDSAMA

SAMNINGUR

STOPP

VOFUR BÓNBJARGIR

BÓKSTAFUR

UMFRAM

MARÐARDÝR

LAND Í ASÍU

PÍLA MÁLTÍÐ ALDRAÐA VÖLLUR

KRASSA

TUNNU

TVEIR EINS

ÞORPARA

ÁVINNA

BÝLI

SVIF

SPRÆNA

LJÓMI

KK NAFN

AFSPURN

SVEIGJA

ÁTT

TIPL

SÝRA

SÁLDA

ASI

VÖRUBYRGÐIR

HNOÐAÐ

MÆLIEINING

LÆRA

BRAK

SÚREFNI

Í MIÐJU

RABB

JAFNOKI

SILFURHÚÐA FLUGFAR

SMÁBÁTUR

ILLGRESI

FUGL

ÓVILD

RYK

RÓL

FISKUR

HERMA

UTAN

ÞROT

ÖSKRA

FRAMVEGIS

FRÁ

LAND

MJÖÐUR

LEITA AÐ

NÁMSTÍMABIL DÍNAMÓR

STUTTUR TVEIR EINS

RÓTARTAUGA

1. Dýrafjörð. 2. Gunnar Gunnarsson rithöfundur. 3. Rósa Guðbjartsdóttir. 4. Í Vesturbyggð. 5. Saffran. 6. 20. 7. Esperanto. 8. Hvítasunnan. 9. Flensburg. 10. Pele. 11. Prins Felipe, elsti sonur konungs. 12. Angelina Jolie. 13. Í Sogamýri. 14. Róm. 15. Í-listinn.


Nauðsynlegt fyrir tónlistarunnendur og þá sem vilja hafa eggin sín rétt soðin!

Íkorni

Söngelska eggi›

Kanína

Spilar tónlist ogtryggir að þú fáir eggið þitt soðið eins og þú vilt hafa það. Þú setur það með eggjunum í pottinn við suðu, og þegar eggin eru linsoðin heyrist: „Killing me softly“ og harðsoðin: „ Final Countdown“ Verð aðeins 5.500 kr.

kr. 1.690

kr. 1.890

Frístandandi Hnattlíkan

Þú stillir því upp og það snýst og snýst. Kr. 3.390

Studio Roof

er hönnunarteymi í Hollandi sem framleiðir margskonar listaverk og hönnun úr endurunnum pappír. Verkin koma á flötu spjaldi í nokkrum hlutum og er þeim smellt úr spjaldinu og tyllt saman.

Hestur kr. 2.840

Skafkort

Stærð: 70x70x 105 cm

Þú skefur af þeim löndum sem þú hefur heimsótt. (Stærð: 82 X 58 cm) Kr. 3.290

Sveiflufuglar á póstkorti kr. 890

Flugvél kr. 2.400

Tré með fuglum kr. 4.800

Fiðrildi kr. 2.400

Heimili fyrir unga fólkið. Aðeins kr. 5.600

URBANEARS Hágæða heyrnatól sem hlotið hafa viðurkenningar fyrir hljómburð og hönnun. Hægt að tengja saman 2 eða fleiri. Tvær gerðir og ótal litir. Verð frá kr. 9.700 Kraftaverk

Kr. 3.600,-

Stóra tímahjóli› 3 litir, svart, brons og hvítt. kr. 19.900,-

Heico sparigrís Kr. 2.690

Skartgripatré

Heico hundur kr. 10.700

Skartgripatré Kr. 3.690,-

Lasso flöskustandur (Vín)andi flöskunnar svífur í reipinu. Kr. 3.900

Sundhettu-snyrtitaska Snyrtitöskur með “gæsahúðar” áferð gömlu góðu sundhettunnar.

Pizza Peddler Apinn á einhjólinu sker pizzuna þína í sneiðar um leið og hann hjólar. Kr. 3.290

Margir litir. Kr. 3.900

Cubebot Vélmenni úr við. Verð frá 1.590 kr.

Íslandskorti› gamla gó›a Stærð: 50x70 cm. Aðeins kr. 750

skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja


60

stjörnufréttir

Helgin 6.-8. júní 2014

Stöðugt veik vegna myglusvepps

ÁLTÍÐ FYRIR

4

Í fjórða og síðasta þættinum af Málinu fjallar Sölvi Tryggvason um myglusvepp í híbýlum fólks. Myglusveppur í húsum er algengara og alvarlegra vandamál en flestir gera sér grein fyrir og getur orðið orsök hræðilegra veikinda hjá fólki. „Við tölum við fólk sem hefur verið óvinnufært svo mánuðum skiptir vegna myglusvepps og jafnvel misst heimili sín,“ segir Sölvi. Myglusveppi er að finna víða og fjallar

Sölvi um myglusveppi á Landspítalanum sem var svo svæsið tilvik að heil deild var nánast óstarfhæf í langan tíma sökum þess að starfsfólkið var stöðugt veikt. Til þess að losna við þennan skaðvald af Landspítalanum fyrir fullt og allt þyrfti í raun að rífa stóran hluta af gamla spítalanum við Hringbraut. Síðasti þáttur af Málinu verður sýndur á mánudaginn klukkan 20.45.

Verðlaunamynd í SkjáBíó!

retro komin til akureyrar! Útvarpsstöðin Retro hefur hafið útsendingar á Akureyri á tíðninni FM 101.9. Akureyringar og ferðalangar eru hvattir til að stilla inn á þessa nýju stöð og smella fingrum í takt, enda spilar stöðin tónlist sem allir þekkja og kemur með réttu stemninguna. Stöðin er systurstöð K100 og er hluti af útvarpssviði Skjásins. Hægt er að hlusta á Retro á höfuðborgarsvæðinu á tíðninni 89.5 sem og á netinu skjarinn.is. Vertu rétt stilltur fyrir norðan!

Kvikmyndaunnendum ætti ekki að leiðast um helgina því tvær frábærar bíómyndir detta inn í SkjáBíó í dag. Verðlaunamyndin Her með stórleikarananum Joaquin Phoenix hefur heldur betur slegið í gegn og hlotið meðal annars Óskarsverðlaun og Golden Globe verðlaun. Myndin gerist í framtíðinni og fjallar um mann sem verður ástfanginn af gervigreindarröddinni í tölvunni sinni. Þykir merkilegt

hvernig Scarlett Johansson, sem ljáir tölvunni rödd sína, nær að geisla fram þokka sinn og sjarma með röddinni einni saman í myndinni. Þá er hægt að skipta algerlega um gír og setja sig í stellingar fyrir hasar- og stríðsmyndina Lone Survivor með Mark Wahlberg í aðalhlutverki. Myndin gerist í Afganistan og fjallar um bandaríska hersveit sem hyggst elta uppi og drepa Talíbana-foringja. Myndin fær frábæra dóma á imdb.com með 7.7 í vinsældum.

GRILLVEISLUR FYRIR HÓPA OG SAMKVÆMI Gómsætar grillveislur tilbúnar beint á grillið.

Grill

sumar! 23 8.1.2014 21:44: mynd.pdf 4

C

K

Pantaðu á www.noatun.is eða Bí næstu Nóatúns verslun. CM

Y

A

CY

MY

CM Y M C

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

A

C

Skömm og Skandall ríka og fræga fólkSinS

M

myn

Y

df

d.p 4

CM

.20

8.1 14

MY

:44

21

CY

:23

B

CMY

K

C

S

8.1 .2

014

21:4 4:2 3

B

C

candal þættirnir sem sýndir eru á SkjáEinum hafa heldur betur slegið í gegn, bæði hér heima sem og vestanhafs, en aðdáendur þáttanna fá varla nóg af spillingunni og hneykslismálunum sem Olivia Pope (Kerry Wasington) nær svo listilega að hylma yfir fyrir ríka og fræga fólkið í Washington. Fæstir vita þó að þættirnir eru byggðir á starfi hinnar bandarísku Judy Smith, al-

my nd

.pd

f 4

32:44:12 4102.1.8 4 fdp.dnym

A

Koby Bryant hana þegar hann var kærður fyrir kynferðislega áreitni gegn 19 ára stúlku og hafa ýmsir stjórnmálamenn fengið hana til að slökkva elda þegar ásakanir um eiturlyfjaneyslu, svik og framhjáhöld hafa komið upp. Allir 18 þættirnir í þriðju seríunni af Scandal eru væntanlegir í heilu lagi á SkjáFrelsi á fimmtudaginn og slær þessi sería fyrri seríur út svo um munar!

heilbrigði trjágróðurs er aðgengileg og gagnleg handbók, ætluð þeim sem rækta tré sér til ánægju og nytja og öðrum sem hafa áhuga á náttúru Íslands. Hún bætir úr brýnni þörf því ýmsir nýir trjáskaðvaldar hafa borist til landsins á síðustu árum. C

M

Y

M

C

Y

MC

MY

YM

CM

YC

K

YMC

CM

Y

CY

B

A

C

mannatenglaráðgjafa, sem hefur náð að sópa yfir mörg hneykslismálin í raunveruleikanum fyrir íþróttastjörnur, leikara og stjórnmálamenn. Judy starfaði meðal annars fyrir Moniku Lewinsky þegar Bill Clinton hneykslið skók Washington og reyndi að bjarga mannorði Weslay Snipes þegar upp komst um stórfelld skattsvik hans árið 2006. Þá réð körfuboltastjarnan

K

SPÁNARPERLUR Náttúra, saga, menning og matur 26. ágúst – 2. september

nýir þættir á SkjáEinum í júní!

Kynntu þér ferðina á uu.is Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19, Kópavogi. Sími 585 4000 www.uu.is

Það verður af nógu að taka þegar fjölmargar þáttaraðir hefja göngu sína á SkjáEinum í júní. Nýir og hörkuspennandi lögregluþættir á borð við Ironside og Intelligence byrja á skjánum og mörg kunnugleg andlit munu birtast í Nurse Jackie, Hannibal 2 og Californication 6 þegar nýjar seríur hefjast á næstu vikum.

Aðrar þáttaraðir sem koma inn í sumar eru meðal annars: Trophy Wife, The Millers, Catfish og Top Gear USA. Þá munu fjölmargar seríur koma inn í heilu lagi í SkjáFrelsi þar sem áskrifendur okkar geta lagst í maraþon áhorf. Hafið nægar vistir, því þetta verður magnaður mánuður!

Stjörnufréttir eru í boði SkjáSeinS


Laugarnar í Reykjavík

Y

Lengri

i m í t u l s ð i e r g af * r í suma

Árbæjarlaug

Vesturbæjarlaug

Breiðholtslaug

Grafarvogslaug

Mánud. – fimmtud. 6:30 – 22:00 Föstudaga 6:30 – 20:00 Helgar 9:00 – 20:00

Mánud. – fimmtud. 6:30 – 22:00 Föstudaga 6:30 – 20:00 Helgar 9:00 – 20:00

Mánud. – fimmtud. 6:30 – 22:00 Föstudaga 6:30 – 20:00 Helgar 9:00 – 19:00

Mánud. – fimmtud. 6:30 – 22:00 Föstudaga 6:30 – 20:00 Helgar 9:00 – 19:00

Laugardalslaug

Sundhöll Reykjavíkur

Klébergslaug

Mánud. – fimmtud. 6:30 – 22:00 Föstudaga 6:30 – 22:00 Helgar 8:00 – 22:00

Mánud. – fimmtud. Föstudaga Laugardaga Sunnudaga

*Sumarafgreiðslutími gildir frá 1. júní – 31. ágúst

6:30 – 22:00 6:30 – 20:00 8:00 – 16:00 10:00 – 18:00

Mánud. – fimmtud. 15:00 – 21:00 Föstudaga 15:00 – 21:00 Helgar 11:00 – 15:00

Laugarnar í Reykjavík


62

sjónvarp

Helgin 6.-8. júní 2014

Föstudagur 6. júní

Föstudagur RÚV

20.35 Simpson-fjölskyldan Nú hefur Hómer óvart mengað vatnsból Spring­ field og er því á flótta undan laganna vörðum.

21:00 Survior (2:15) Það er komið að 25. þáttaröðinni af Survivor í þetta sinn er stefnan tekin á Filippseyjar.

Laugardagur

19.50 Ernest og Celestína Margverðlaunuð frönsk fjöl­ skyldu- og teiknimynd um vináttu bangsa og músar.

19:50 Africa United Stór­ skemmtileg mynd þrjá drengi frá Rúganda sem ganga tæpa fimm þúsund kílómetra til þess að freista þess að sjá HM.

Sunnudagur allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

19:30 Britain's Got Talent (6/18) Dómarar eru Simon Cowell, David Walliams (Little Britain), Amanda Holden og Alesha Dixon.

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4 22:45 Málið (9:13) Frétta­ skýringarþættir frá Sölva Tryggvasyni þar sem hann brýtur viðfangsefnin til mergjar.

Sunnudagur

Laugardagur 7. júní RÚV

STÖÐ 2

RÚV

STÖÐ 2

07.00 Morgunstundin okkar 07.00 Morgunstundin okkar 15.40 Ástareldur 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:00 Barnaefni Stöðvar 2 10.30 Í garðinum með Gurrý II (5:6) 17.20 Litli prinsinn (23:25) 08:00 Malcolm In The Middle (12/22) 10.20 Fisk í dag 11:35 Big Time Rush 11.00 Gracie tekur stjórnina e. 10.30 Hið sæta sumarlíf (3:6) 17.43 Undraveröld Gúnda (4:11) 08:25 Drop Dead Diva (1/13) 12:00 Bold and the Beautiful 12.30 Páll Óskar og Sinfó e. 11.00 2012 (4:6) e. 18.05 Nína Pataló (26:39) 09:15 Bold and the Beautiful 13:40 Britain's Got Talent (5/18) 14.05 Inndjúpið (3:4) e. 11.30 Svipmyndir frá Noregi 18.15 Táknmálsfréttir 09:35 Doctors (164/175) 14:40 Grillsumarið mikla 14.40 Leyndardómar Suður-Ameríku 11.35 Landinn e. 18.25 Pricebræður bjóða til veislu 10:20 Fairly Legal (12/13) 15:05 Sælkeraferðin (5/8) 15.35 Villta Brasilía (3:3) e. 12.05 Kofinn Gamanmynd um tvo 19.00 Fréttir 11:05 Last Man Standing (6/24) 15:25 Á fullu gazi 16.30 Leiðin á HM í Brasilíu e. einstæða foreldra sem fara með 19.25 Veðurfréttir 11:30 Heimsókn 15:45 Dallas (2/15) 17.00 Táknmálsfréttir börn sín á hátíð á afskekktum 19.30 Íþróttir 11:50 Hið blómlega bú 16:30 ET Weekend (38/52) allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 17.10 Hrúturinn Hreinn stað í Skotlandi og eru fyrir 19.40 HM veislan (3:3) 12:35 Nágrannar 17:15 Íslenski listinn 17.20 Stella og Steinn (5:42) mistök bókuð í sama kofann. 20.10 Saga af strák (5:13) 13:00 Game Change 17:45 Sjáðu fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.32 Friðþjófur forvitni (6:10) Leikstjóri er Brian Trenchard20.35 Simpson-fjölskyldan 15:30 Hundagengið 18:15 Hókus Pókus (12/14) 17.56 Skrípin (15:52) Smith og meðal leikenda eru Lea 22.00 Banks yfirfulltrúi – Hjartans 15:55 Young Justice 18:23 Veður 18.00 Stundin okkar e. Thompson og Steven Brand. e. mál. Bresk sakamálamynd. Alan 16:20 Frasier (2/24) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18.25 Camilla Plum - kruð og kryd 13.30 Roðlaust og beinlaust e. Banks lögreglufulltrúi rannsakar 16:45 How I Met Your Mother 18:50 Íþróttir 19.00 Fréttir 14.20 Nýsköpun Íslensk vísindi III dularfullt sakamál. Meðal leik­ 17:10 Bold and the Beautiful 18:556 Frikki Dór og félagar 4 5 4 Veðurfréttir 5 6 19.20 14.50 Bænhúsið á Núpsstað e. enda eru Stephen Tompkinson, 17:32 Nágrannar 19:20 Lottó 19.25 Íþróttir 15.00 Magafylli af sól e. Lorraine Burroughs, Samuel 17:57 Simpson-fjölskyldan (16/21) 19:25 Modern Family (23/24) 19.40 Sinfó - Hljómsveitin kynnir sig 16.25 Skólaklíkur Roukin og Colin Tierney. Atriði 18:23 Veður 19:50 Africa United 20.30 Ferðastiklur - fyrr og nú 17.10 Táknmálsfréttir í myndinni eru ekki við hæfi 18:30 Fréttir Stöðvar 2 21:20 Promised Land 21.05 Inndjúpið (4:4) 17.20 Leiðin til Ríó barna. 18:47 Íþróttir 23:05 Resident Evil: Retribution 21.40 Flugið Margverðlaunuð og 18.05 Violetta (10:26) 23.30 Hleyptu mér inn Óhugnan­ 18:54 Ísland í dag Spennumynd frá 2012 með Milla átakanleg mynd um flugstjóra 18.54 Lottó legur sálfræðitryllir um einmana 19:06 Veður Jovovich í aðalhlutverki. Barátta sem bjargar farþegaþotu frá 19.00 Fréttir dreng sem vingast við unga 19:15 Super Fun Night (1/17) Alice við Regnhlífafyrirtækinu og stórslysi og er fagnað sem hetju. 19.20 Veðurfréttir stúlku sem er ekki öll þar sem 19:35 Impractical Jokers (1/8) l. hermönnum þess heldur áfram Aðalhlutverk: Denzel Washing­ 19.25 Íþróttir hún er séð. Aðalhlutverk: Kodi 20:00 Mike & Molly (11/23) þar sem frá var horfið í síðustu ton, Nadine Velazquez og Don 19.40 Hraðfréttir Smit-McPhee, Chloë Grace 20:20 NCIS: Los Angeles (1/24) mynd. Cheadle. Leikstjóri: Robert 19.50 Ernest og Celestína Moretz og Richard Jenkins. 21:05 Holy Rollers Mynd byggð á 00:40 Magic MIke Zemeckis. Atriði í myndinni eru 21.10 Titanic Stórmynd frá 1997 Leikstjóri: Matt Reeves. Atriði sönnum atburðum með Jesse 02:25 Wag the Dog ekki við hæfi ungra barna. um efnaða stúlku og fátækan í myndinni eru ekki við hæfi Eisenberg, Ari Graynor og Q-Tip 04:00 Alex Cross 23.55 Gainsburg Frönsk bíómynd pilt sem fella hugi saman í jóm­ barna. í aðalhlutverkum. Árið 1998 05:40 Fréttir um ævi franska tónlistarmannsins frúrferð stærsta farþegaskips 01.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok var stórfelldu magni af alsælu Serge Gainsbourg. Leikstjóri er sinnar tíðar, Titanic. Aðalhlut­ smyglað inn í Bandaríkin af hópi Joann Sfar og meðal leikenda eru verk: Leonardo DiCaprio og strangtrúaðra gyðinga. SkjárEinn 08:50 Barcelona - Veszprém Eric Elmosnino, Lucy Gordon og Kate Winslet. Leikstjóri: James 22:30 Donkey Punch 06:00 Pepsi MAX tónlist 10:15 Brasilía - Serbía Laetitia Casta. e. Cameron. 00:10 Contagion 08:00 Everybody Loves Raymond 11:55 Demantamótin 02.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 01:55 Universal Soldier: Regeneration 00.20 Svikráð e. 08:25 Dr. Phil 13:55 Formula 1 2014 - Æfing 3 Beint 02.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok SkjárEinn 03:30 Hemingway & Gellhorn 09:05 Pepsi MAX tónlist 15:00 Ísland - Eistland 06:00 Pepsi MAX tónlist 06:00 Impractical Jokers (1/8) 13:50 The Voice (1 & 2:26) SkjárEinn 16:40 Gummersbach - RN Löwen 16:05 Necessary Roughness (7:16) 06:00 Pepsi MAX tónlist 18:05 Bosnía - Ísland Beint allt fyrir áskrifendur12:50 Dr. Phil 14:50 7th Heaven (22:22) 16:50 90210 (20:22) 13:15 Dr. Phil 19:35 Meistaradeildin í handbolt 15:30 Once Upon a Time (22:22) 17:35 Læknirinn í eldhúsinu (8:8) 14:35 Judging Amy (18:23) 07:00 San Antonio - Miami 20:05 NBA - Rodman Revealed fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:15 90210 (21:22) 18:00 Dr. Phil 15:20 Top Gear USA (2:16) 12:50 Brasilía - Panama 20:35 England - Hondúras Beint 17:00 Design Star (7:9) 18:40 Minute To Win It 16:10 Top Chef (10:15) 14:30 Demantamótin 22:40 Alfreð Finnbogason 17:45 The Good Wife (17:22) 19:25 Men at Work (2:10) 16:55 Emily Owens M.D (2:13) 16:30 San Antonio - Miami 23:20 Formula 1 2014 - Tímataka 18:30 Rookie Blue (1:13) 19:50 Secret Street Crew (5:6) 17:40 Survior (2:15) 18:20 Ferð til Toronto á NBA leik 01:10 UFC Now 2014 19:15 20:35 America's Funniest Home Vid. 18:25 Secret Street Crew (5:6) 18:50 Brasilía - Serbía Beint 02:00 Henderson vs. Khabilov 4 Læknirinn í eldhúsinu 5 (8:8) 6 19:40 Judging Amy (19:23) 21:00 Survior (2:15) 19:10 Solsidan (9:10) 20:50 Box - B. Jennings - M. Perez allt fyrir áskrifendur 20:25 Top Gear USA (3:16) 21:45 Country Strong 19:35 7th Heaven - LOKAÞÁTTUR 23:30 Brasilía - Serbía 5 6 Show 21:15 Law & Order (17:22) 23:40 The Tonight 20:15 Once Upon a Time LOKAÞ. 01:10 UFC Fight Night fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 08:35 Season Highlights 2013/2014 22:00 Leverage (6:15) 00:25 Royal Pains (8:16) 21:00 Beauty and the Beast (10:22) 09:30 1001 Goals 22:45 Málið (9:13) 01:10 The Good Wife (17:22) 21:45 90210 (21:22) 10:25 Wigan - Liverpool 23:15 Elementary (22:24) 01:55 Leverage (5:15) 22:30 Indecent Proposal 10:05 Stoke - Chelsea 12:05 Þýskaland Ítalía 00:00 Agents of S.H.I.E.L.D. (8:22) 02:40 Survior (2:15) 00:30 Blue Bloods (22:22) allt fyrir áskrifendur 11:55 Newcastle - Man. United, 1996 14:30 Portugal, Natal and USA 00:45 Scandal (20:22) 03:25 The Tonight Show 01:15 Trophy Wife (21:22) 4 5 6 12:25 Arsenal - Norwich 15:00 Ítalía - Króatía 01:30 Beauty and the Beast (10:22) 04:10 The Tonight Show 01:40 Rookie Blue (1:13) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14:10 Alan Shearer 16:55 Chelsea - Liverpool, 2001 02:15 Leverage (6:15) 04:55 Pepsi MAX tónlist 02:25 The Tonight Show allt fyrir áskrifendur 14:40 England - Portúgal 17:25 Bosnia, Salvador, Iran 03:00 The Tonight Show 03:55 Pepsi MAX tónlist 16:30 Russia, Cuiaba and South Korea 17:55 Úrúgvæ - Gana 2010. 03:45 Pepsi MAX tónlist fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:00 Argentína - Þýskaland 2010. 20:35 England - Hondúras Beint 18:50 Brasilía - Serbía 22:35 Man. City - Man. Utd. 10:55 & 16:25 The Remains of the Day 4 5 6 09:00 & 15:30 The Julian Assange St. 20:50 England - Ecuador 00:25 Alan Shearer 13:05 & 18:40 Thunderstruck 08:50 & 15:20 Dear John 10:35 & 17:05 Ghostbusters allt fyrir áskrifendur 22:30 Þýskaland - Bandaríkin 2002. 00:55 England - Hondúras allt fyrir áskrifendur 14:40 & 20:15 The Vow 10:35 & 17:05 Margin Call 5 6 12:20 & 18:50 Marley & Me 00:15 Goals of the Season 2013/2014 allt fyrir áskrifendur 22:00 & 03:40 Ted 4 513:45 & 20:15 Parental6Guidance 12:20 & 18:50 The Clique SkjárSport fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 23:45 Fish Tank 13:45 & 20:20 Bowfinger 22:00 & 03:20 Bridesmaidsfréttir, fræðsla, sport og skemmtun SkjárSport 06:00 Motors TV 01:45 The East fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:00 & 02:25 The Campaign 00:05 A Serous Man 06:00 Motors TV 12:00 Motors TV 23:25 Rec 01:50 Compliance 12:00 Motors TV 4

5

6

4

5

32" „Haier – The #1 Global Major Appliances Brand For 4th Consecutive Year.“ Haier er risafyrisrtæki í framleiðslu á heimilistækjum, sjónvörpum, spjaldtölvum og snjallsímum. Veltan er 30 milljarðar US $. Allt eigin framleiðsla með dreifingu og sölu um allan heim. Eitt af fremstu fyrirtækjum heims í vöruþróun og hönnun og talið með átta framsæknustu fyrirtækja heims á því sviði.

39" TILBOÐ

TILBOÐ

89.900

69.900

Euromonitor International

G610CF

32" LED SJÓNVARP · 1920x1080–FULL HD · 4.000.000:1 Dynamic Contrast · 100Hz endurnýjunartíðni · DVB-T og DVB-C sjónvarpsmóttakarar · 2xHDMI, SCART, USB

6

C800HF

39" LED SJÓNVARP · 1920x1080p – Full HD · 4.000.000:1 Dynamic Contrast · 200Hz endurnýjunartíðni · DVB-T og DVB-C sjónvarpsmóttakarar · 2xHDMI, SCART, USB, VGA · USB afspilun á myndböndum, tónlist og ljósmyndum

LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800 · ORMSSON.IS · Verslanir um land allt Opið virka daga kl.10-18 / Lokað laugardaga í sumar

4


sjónvarp 63

Helgin 6.-8. júní 2014

8. júní STÖÐ 2 07:00 Barnatími Stöðvar 2 11:35 Victourious 12:00 Nágrannar 13:45 Mr Selfridge (6/10) 14:30 Breathless (4/6) 15:20 Lífsstíll 15:40 Ástríður (4/10) 16:05 Höfðingjar heim að sækja 16:25 60 mínútur (35/52) allt fyrir áskrifendur 17:30 Eyjan 18:23 Veður fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (41/50) 19:10 The Crazy Ones (16/22) 19:30 Britain's Got Talent (6/18) Dómarar eru Simon Cowell, David 4 Walliams (Little Britain), Amanda Holden og Alesha Dixon. 20:30 Mad Men (2/13) Sjöunda þáttaröðin þar sem fylgst er með daglegum störfum og einkalífi auglýsingapésans Dons Drapers og kollega hans í hinum litríka auglýsingageira á Madison Avenue í New York. Samkeppnin er hörð og óvægin, stíllinn settur ofar öllu og yfirborðsmennskan alger. 21:20 24: Live Another Day (6/12) 22:05 Shameless (11/12) 23:00 60 mínútur (36/52) 23:45 Nashville (14/22) 00:30 Game Of Thrones (8/10) 01:25 The Americans (13/13) 02:10 Vice (8/12) 02:40 The Imag. of Doctor Parnassus 04:40 Mad Men (2/13) 05:30 Fréttir

 Sjónvarp pepSí mörkin

Vel blásinn Höddi Magg Það er ekki hægt að segja að ég sé fótbolta­ fíkill. Heilir knattspyrnuleikir eru enda yfirleitt frekar leiðinlegir áhorfs og ég end­ ist sjaldan heilan leik. Ég tala heldur ekki um neitt lið í deildinni sem „við“, hvorki í ensku né þeirri íslensku. Það er því ekki hægt að segja að við Hörður Magnússon, stjórnandi Pepsímarkanna á Stöð 2, eigum margt sameiginlegt – og þó! Ég gæti trúað að við eigum eitt sameiginlegt. Hár­ blásarann. Því Höddi Magg sportar nú um þessar mundir svo vel blásnu hári að fáir leika eftir. Ef ég slysast til að sjá nokkur Pepsímörk hugsa ég meira um greiðsl­ una á Hafnfirðingnum knáa og hversu 5

6

SkjárSport 06:00 Motors TV 12:00 Motors TV

vel skólaður hann er í blæstrinum heldur en rýni þeirra kumpána á leiknum. Svo er líka annar gaur þarna með ljómandi fínt hár. Aðeins of mikið vax kannski en annars ekki hægt að setja neitt út á það. Svo er þarna einn í viðbót en hann virðist spá meira í knattspyrnu en hár. Ekki má svo gleyma að Hjörvar nokkur Hafliðason kemur líka stundum í þáttinn. Hjöbbi er yfirleitt vel greiddur en full stuttklipptur finnst mér. Mikið væri ég til í að hann próf­ aði aðra greiðslu. Kannski svolítið þungt í hnakkann og flotta Kurt Russell lokka að framan. Held að það færi honum vel. Haraldur Jónasson

ÍSLENSKUR

GÓÐOSTUR – GÓÐUR Á BRAUÐ –

08:20 Real Madrid - Atletico Madrid 11:00 San Antonio - Miami 12:50 Flensburg - Kiel 14:30 Bosnía - Ísland 15:50 Austurríki - Ísland 17:30 Kanada-júní 2014 Beint 20:30 Ítalía Moto GP. allt fyrir áskrifendur 21:30 UFC Henderson vs. Khabilov 23:30 San Antonio - Miamifréttir, Beint fræðsla, sport og skemmtun

07:00 England - Hondúras 12:00 Alan Shearer 4 12:30 Newcastle - Sheffield, 1993 13:00 Senegal - Tyrkland 2002. allt fyrir áskrifendur 14:40 England - Hondúras 16:20 Russia, Cuiaba and South Korea fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:50 Holland - Brasilía 2010. 18:30 Premier League World 19:00 1001 Goals 19:55 Ítalía - Úkraína HM 2006 21:35 Chelsea - Sunderland 4 5 23:10 Southampton - Man. Utd.



5

6

6


64

frítíminn

Helgin 6.-8. júní 2014

Svona hjól er best í Bláa lónið í Bláalónsþrautinni er hjólað á malbiki og malarvegum, í drullu og lausamöl, auk þess sem sumir vegir eru eins og að hjóla á þvottabretti. Til að ná sem bestum árangri er nauðsynlegt að velja rétta hjólið í verkið. Fréttatíminn fékk einn fremsta hjólreiðamann landsins, Óskar Ómarsson, til aðstoðar. „Í þessari keppni þarftu hjól sem rúllar hratt og er eins létt og hægt er. Þú þarft ekki mikla fjöðrun þannig að svokölluð hardtail eða fjallahjól eingöngu með fjöðrun að

stell Það er best að vera á s.k. hardtail fjallahjólum með enga dempun að aftan.

framan er besti kosturinn. Svo er ennþá betra ef hjólið er með 29 tommu dekkjum og með hinn alíslenska Lauf gaffal sem framdempara,“ seg i r Óska r. Að hans sögn er munurinn sá umfram aðra framdempara að L auf gaf fallinn er miklu léttari og byrjar að dempa

gaffall Hinn alíslenski Lauf gaffall er laufléttur og fullkominn í keppnina.

fyrr en aðrir gafflar því hann er næmari fyrir ójöfnum. „Það hlífir þér betur og kemur þér hraðar yfir ójöfnur eins og er mikið um í þessari keppni.“ Aðspurður um dekkjaval segir hann að það þurfi ekki gripmikil dekk í keppnina og best að vera á eins fínum dekkjum og hjólið leyfir. Svo er bara að drífa sig af stað. -tj

dekk Dekkin eiga að vera sem fínust og grennst og komast hratt yfir.

Drullumall á Reykjanesi Um þriðjungur keppninnar er á malbiki en restin er á fáförnum malarvegum þar sem fleiri hjól komast fyrir hlið við hlið. Ef það er mikil bleyta á malarvegunum verður keppnin hið mesta drullumall og ekki þurr þráður á keppendum. Í þurru veðri, eins og lítur út fyrir í ár, verður keppnin hins vegar mun hraðari og mikilvægt að hafa

keppnisleiðin

Þáttakendur í Blue lagoon challange

1996-2014 600

600 550 500

400

385

300

300

400

323

200

Hafsteinn Ægir Geirsson sigurvegari Bláalónsþrautarinnar í fyrra drullugur upp fyrir haus eftir harða keppni.

132 129 100 42 0

12

8

18

12

52

73 82

94 100

20

´1 3 ´1 4

Lengi vel voru ekki margir sem tóku þátt í þessari jaðarkeppni og það tók heil 10 ár að ná 100 keppendum en í takt við hjólreiðabyltinguna hérlendis en sprenging hefur orðið í fjölda keppenda undanfarin 3 ár. Reglurnar eru einfaldar. Þú átt (helst) að vera á fjallahjóli, þetta er jú fjallahjólakeppni, og hjólið verður að vera mannaflsdrifið, Þú mátt ekki nota liggistýri, þú átt að vera með hjálm og þar sem keppnin fer fram á opnum vegum ber keppendum að fylgja umferðarreglum

Aðstæður oft erfiðar

gott plan um hvernig er best að hjóla leiðina. Það getur verið mjög árangursríkt að finna sér hóp keppenda sem hjólar á svipuðu tempói og þú og skiptast svo á að leiða hópinn. Það er miklu léttara að hjóla í hóp. Það verður svo væntanlega hart barist um efstu 3 sætin. Baráttan verður þó varla harðari en í fyrra þegar hjólreiðamaður ársins, Hafsteinn Ægir Geirsson, sigraði Norðmanninn Martin Haugo með einnar sekúndu mun eftir tæplega tveggja klukkustunda baráttu þeirra í milli. Keppnin verður vonandi jafn æsispennandi í ár. -tj

´1 1 ´1 2

Einfaldar reglur

sem ætti ekki að vera mikið mál á fáförnum sveitavegum en verra þegar þú lendir á rauðu ljósi í Grindavík á lokasprettinum.

´9 6 ´9 7 ´9 8 ´9 9 ´0 0 ´0 1 ´0 2 ´0 3 ´0 4 ´0 5 ´0 6 ´0 7 ´0 8 ´0 9 ´1 0

B

láalónsþrautin fer fram á morgun, laugardag. Þetta er árleg fjallahjólakeppni þar sem keppendur hjóla 60 km leið frá Hafnarfirði um Krýsuvíkurveg, inn Djúpavatnsleið, vestur Suðurstrandarveg alla leið að Bláa lóninu og enda svo á sundspretti í lóninu sem þó er ekki hluti af keppninni. Keppt er í karla- og kvennaflokki og 5 aldursflokkum. Einnig er liða -og firmakeppni með 3-5 þátttakendum í hverju liði. Það er elsta starfandi hjólreiðafélag Íslands, hið sjötuga HFR (Hjólreiðafélag Reykjavíkur) sem stendur að þessari keppni ásamt Bláa lóninu og Erninum í nítjánda sinn. Það mættu þó aðeins 12 keppendur til leiks í fyrsta mótið árið 1996 en í ár er uppselt þar sem keppnin þolir aðeins 600 keppendur, það komast hreinlega ekki fleiri ofan í lónið.

Keppni allra keppna

GOLD PLATED THE FSR EPIC - THE ONLY FULL-SUSPENSION XC BIKE TO WIN OLYMPIC GOLD AND MULTIPLE WORLD CHAMPIONSHIP GOLD MEDALS GOLD STANDARD REDEFINED. SPECIALIZED.COM

SPECIALIZED BICYCLES & COMPONENTS

KRÍA HJÓL GRANDAÐGARÐUR 7 101 REYKJAVÍK s.5349164

Þ

að eru keppnir í hjólreiðaárinu sem alvöru hjólreiðamenn kalla „Grand Tours“ og „Monuments“. Tour de France hjólreiðakeppnin er sennilega sú eina sem er þekkt meðal almennings. Við eigum okkar eigin Tour de France á Íslandi – það er Bláalónsþrautin. Hún er ef til vill ekki af sömu stærðargráðu og Tour de France en í einn dag í júní ár hvert snúast hjólreiðar á Íslandi allar um Bláa lónið. Keppnin var f yrst háð árið 1996 og hefur síðan náð því að verða mikilvægasta hjólakeppnin sem fram fer árlega. Hjólreiðamenn, sem þykjast ekkert vera uppteknir af keppnum, æfa sig í leyni allan veturinn í því skyni að skafa mínútur af tímanum sín-

um frá fyrra ári, endalausar umræður fara fram á umræðusíðum á netinu um hvaða drykki best sé að innbyrða, hvaða tegund af hjóli skuli nota, hvers konar dekk og þar fram eftir götunum. Keppnin hefst í Hafnarfirði, þar sem 709 keppendur munu raða sér upp við rásmarkið í ár. Sumir munu láta kappið bera skynsemina ofurliði og sprengja sig í upphafi til að verða meðal þeirra fyrstu til að ná á malarveginn, aðrir munu vinna sig jafnt og þétt í gegnum brautina. Mitt ráð er: vinnið saman í hópum og látið síðustu 10 kílómetrana skera úr um hver er bestur. Allir munu keppast um að komast yfir endamarkið. Eitt það sem gerir Bláalónsþrautina svona eftirsóknarverða

er það sem gerist að keppni lokinni. Eftir tvær til þrjár klukkustundir í hvaða aðstæðum sem veðrið og brautin bjóða upp á í það skiptið, hvað er meira afslappandi en hið róandi umhverfi Bláa lónsins þar sem baráttan er endurupplifuð og rýnt er í hverja einustu sekúndu sem sparast hefði mátt í tíma? Þetta verður erfitt – á því leikur enginn vafi – en ég lofa því að þú munt koma aftur á næsta ári – með það að markmiði að bæta tímann þinn. David Robertson Formaður hjólreiðanefndar ÍSÍ

ritstjorn@frettatiminn.is


Nýttu þér fjölbreyttari þjónustu og sterkara samband í sumar

siminn.is

Nýttu þér möguleikana hjá Símanum þegar þú flytur að heiman Þegar flutt er að heiman í fyrsta skipti er hægt að sætta sig við ýmislegt. En það er algjör óþarfi að sætta sig við lélegt samband. Hjá Símanum færðu kraftmikla nettengingu, talar endalaust og sendir endalaust mörg SMS með nýju GSM Snjallpökkunum. Svo sér Spotify um tónlistina og þú nýtur allra kostanna sem Sjónvarp Símans færir þér, bæði heima og í snjalltækjunum. Nýttu þér fjölbreytta þjónustu og hafðu nýju íbúðina þína í sterkara sambandi með Símanum.


66

menning

Helgin 6.-8. júní 2014  SumarSýning ÍSlenSk SamtÍðarportrett Í liStaSafni akureyr ar

Glíma 70 listamanna við portrett Sumarsýning Listasafnsins á Akureyri verður opnuð á morgun, laugardaginn 7. júní klukkan 15 og ber hún yfirskriftina Íslensk samtíðarportrett – mannlýsingar á 21. öld. Á sýningunni sést hvernig 70 listamenn hafa glímt við hugmyndina um portrett frá síðustu aldamótum til dagsins í dag. „Hugmyndin um portrett felst í því að draga fram á listilegan hátt það sem öðrum er almennt hulið. Að einskorða sig við portrett er ein leið til að skoða á hvaða hátt íslenskir listamenn fjalla um samtíðina. Á þessari sýningu birtist áhorfendum samtíðarsýn 70

listamanna sem hafa tekist á við hugmyndina í víðum skilningi og í áhugaverðu samspili ólíkra birtingarmynda fást svör,“ segir meðal annars í tilkynningu. Á meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni má nefna Erró, Ragnar Kjartansson, Kristínu Gunnlaugsdóttur, Hallgrím Helgason, Steinunni Þórarinsdóttur, Hugleik Dagsson, Aðalheiði S. Eysteinsdóttur, Baltasar Samper og Ólöfu Nordal. Sýningin stendur til 17. ágúst og er opin alla daga nema mánudaga klukkan 10-17. Aðgangur er ókeypis.

Á sýningunni eru portrett eftir 70 listamenn. Þetta er eftir Karl Jóhann Jónsson.

 DanS alþjóðlegur liStahópur ferðaSt um ÍSlanD

SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711

BLAM! - síðasti séns að næla sér í miða Furðulegt háttalag hunds um nótt (Stóra sviðið) Fös 6/6 kl. 20:00 Síðustu sýningar

Lau 7/6 kl. 20:00 lokas

BLAM (Stóra sviðið)

Fim 19/6 kl. 20:00 aukas Lau 21/6 kl. 20:00 aukas Fös 20/6 kl. 20:00 aukas Sun 22/6 kl. 20:00 lokas Sýning ársins í Danmörku 2012, 6 Grímutilnefningar 2013. Aðeins þessar sýningar!

Ferjan (Litla sviðið)

Fös 6/6 kl. 20:00 36.k Mið 11/6 kl. 20:00 38.k Fös 13/6 kl. 20:00 Lau 7/6 kl. 20:00 37.k Fim 12/6 kl. 20:00 Fyrsta leikrit Kristínar Marju eins ástsælasta rithöfundar þjóðarinnar

Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is

Börn og unglingar geta fengið útrás fyrir sköpunargleðina í dans-og kvikmyndasmiðjum SHÄR listahópsins. Hér sést hluti hópsins, Carlo Cupaiolo, Sofia Harryson, Hrafnhildur Einarsdóttir og Ellen Harpa Kristinsdóttir, en þau eru núna stödd á Húsavík.

Vilja dreifa dansi um landið Alþjóðlegi listahópurinn SHÄR er á ferðalagi um landið til að dreifa dansmenningunni sem víðast. Hópurinn, sem setur upp danssmiðjur fyrir börn og unglinga um allt land í samstarfi við Evrópu unga fólksins og bæjarfélögin sem taka þátt, segist finna fyrir miklum áhuga á dansi á landsbyggðinni.

V

SHÄR samanstendur af dönsurum, tónlistar- og kvikmyndagerðarmönnum frá Svíþjóð, Ítalíu og Íslandi

ið Ellen kynntumst flestum úr hópnum þegar við vorum í BAnámi í dansi í London. Við sem að verkefninu komum erum flest úr litlum samfélögum og eigum það sameiginlegt að vilja efla dansmenningu á stöðum sem dansinn nær venjulega ekki til,“ segir Hrafnhildur Einarsdóttir sem, auk Ellenar Hörpu Kristinsdóttur, er stofnandi íslenska danshópsins Raven sem er hluti af alþjóðlega listahópnum SHÄR. SHÄR samanstendur af dönsurum, tónlistar- og kvikmyndagerðarmönnum frá Svíþjóð, Ítalíu og Íslandi og markmið hópsins er að dreifa dansi og skapandi gleði. Listahópurinn, sem hefur verið starfandi frá árinu 2011 og er styrktur af Evrópu unga fólksins, hefur nú þegar framkvæmt verkefnið í Svíþjóð, Noregi og Ítalíu. Hópurinn er núna á ferðalagi um Ísland og býður upp á danssmiðjur fyrir börn og unglinga um allt land. „Þegar svo sett var á vinabæjarsamband milli Kópavogs, Norrköping og Þrándheims árið 2011 fengum við kjörið tækifæri til að stofna hópinn. Síðan hefur samstarfið þróast og þetta er orðið að miklu stærra verkefni. Þegar við heimsóttum gestavinnustofu í Flórens árið 2013 bættist svo ítalskur kvikmyndahópur inn í samstarfið. Núna er kvikmyndasmiðjan hluti af danssmiðjunni og dansvídeóverk sem við vinnum með krökkunum orðið partur af vinnustofunum.“

Holl hreyfing sem veitir gleði og útrás

Hópurinn vill sérstaklega ná til staða sem venjulega fá ekki að upplifa dansinn. „Eftir að hafa verið með vinnusmiðjur á höfuðborgarsvæðinu erum við núna að ferðast hringinn í kringum landið,“ segir Hrafnhildur en hópurinn er núna staddur á Húsavík. „Þetta hefur gengið rosalega vel og við finnum fyrir miklu áhuga á dansinum, sérstaklega hérna úti á landi þar sem enginn dans er kenndur. Það er ótrúlega gaman að vinna með þessum krökkum sem hafa ekki haft tök á því að kynnast dansi fyrr. Það versta er að þurfa að yfirgefa svo krakkana sem vilja flestir að við bara flytjum í bæinn,“ segir Hrafnhildur og hlær. „Þetta er svo holl og góð hreyfing og dansinn veitir svo mikla gleði og útrás. Markmið okkar er að geta ferðast enn meira og bjóða landsbyggðinni upp á reglulegar vinnustofur. Þetta tíðkast ekki hérlendis en bæði í Svíþjóð og Noregi er mjög algengt að skólarnir fái gestakennara og listafólk inn í skólana. Okkar draumur er að vinna að því hér.“ Hægt er að nálgast dagskrána á facebook-síðu hópsins. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


menning 67

Helgin 6.-8. júní 2014

Sótt í söngvasjóð franskra sjómanna Svissneski kórinn Bâlcanto frá Basel og Söngfjelagið flytja frönsk sjómannalög, íslensk sönglög og nokkrar kveðjur frá svissnesku Ölpunum á tónleikum í Listasafni Íslands laugardaginn 7. júní klukkan 16. Bâlcanto sækir efnisskrá sína í söngvasjóð franskra sjómanna sem komu til stranda Íslands á árum áður og tóku með sér lög frá Bretagneskaganum – föðurlandi

þeirra flestra. Einnig hefur kórinn kynnt sér nokkrar íslenskar söngperlur og fær liðsstyrk úr Söngfjelaginu við flutning þeirra. Söngfjelagið er blandaður kór, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Í kórnum eru 60 manns, allir ýmist kórvanir eða tónlistarmenntaðir. Ekki eru seldir miðar á tónleikana sérstaklega en aðgangseyrir að Listasafni Íslands er 1.000 kr.

TVÆR NÝJAR SÝNINGAR hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur

Ungir einleikarar í Hörpu Á mánudaginn verða haldnir opnunartónleikar Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu. Tónleikarnir marka upphaf tónlistarnámskeiðs og tónleikahátíðar í Hörpu dagana 7.-17. júní. Á tónleikunum koma fram ungir einleikarar á strengjahljóðfæri sem náð hafa að skara fram úr á tónlistarsviðinu og unnið til verðlauna. Fremstur í flokki er hinn 18 ára gamli In Mo Yang frá Kóreu sem nýverið hlaut önnur verðlaun í alþjóðlegu Menuhin-fiðlukeppninni, en hún er meðal virtustu tónlistarkeppna í heimunum. Á fyrri hluta tónleikanna koma fram þrír ungir norskir listamenn. Fiðluleikarinn Sonoko Miriam Shimano Welde, 17 ára, hefur margsinnis unnið til verðlauna og keppir fyrir hönd Noregs í Eurovision Young Musicians keppninni 2014, sigurvegari þeirrar keppni 2012, víóluleikarinn Eivind Holtsmark Ringstad og sellóleikarinn Sandra Lied Haga sem hefur verið sigursæl um allan heim. Ungmennin munu leika saman tríó auk einleiksverka fyrir sín hljóðfæri. Þessir ungu einleikarar eru allir komnir hingað til lands að taka þátt í sumarnámskeiði Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar, sem nú er haldið í annað sinn. Á námskeiðinu munu þau miðla af reynslu sinni og vera öðrum þátttakendum hvatning til dáða.

NEYZLAN

Reykjavík á 20. öld Velkomin á nýja grunnsýningu í Árbæjarsafni sem færir okkur aftur til þess tíma er lífsbaráttan breyttist í lífsgæðakapphlaup. Sjáðu hvernig Íslendingar urðu á nokkrum áratugum neytendur í tæknivæddum heimi. Árbæjarsafni Kistuhyl 4, 110 Reykjavík Opið alla daga kl. 10 – 17

SPEGILL LÍFSINS Ragnar Axelsson

Velkomin á nýja sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur þar sem Ragnar Axelsson bregður upp hrífandi mannlífsmyndum af harðbýlum svæðum í norðri og viðkvæmri náttúru á hverfanda hveli. Ljósmyndasafni Reykjavíkur Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 12 – 19 Föstudaga kl. 12 – 18 Helgar kl. 13 – 17

„Kærleiksdiskur“ Labba í Mánum Ólafur Þórarinsson sem flestu tónlistaráhugafólki er i kunnur sem Labbi í Mánum sendi nýverið frá sér nýjan disk sem nefnist Lítið ljós. Tónlistin á þessum nýja disk er á ljúfu nótunum og er einskonar „kærleiksdiskur“ eins og Labbi orðar það sjálfur. Telur hann diskinn auka kærleika og umhyggju milli manna. Lögin eru 14 talsins og í afar vönduðum bækling sem fylgir disknum, má lesa frásagnir af tilurð laganna. Labbi syngur flest lögin sjálfur en fær einnig til liðs við sig söngkonuna Guðlaugu Dröfn Ólafsdóttur og tenórinn Gissur Pál Gissurarson. Diskurinn er fáanlegur í flestum hljómplötuverslunum og er það Zonet sem gefur út.

Borgarsögusafn Reykjavíkur er nýtt safn í eigu borgarinnar en undir það heyra: Árbæjarsafn, Landnámssýningin Aðalstræti, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Sjóminjasafnið í Reykjavík og Viðey.


68

dægurmál

Helgin 6.-8. júní 2014

 Í takt við tÍmann RóbeRt aRon HosteRt

Fer stundum í sjósund með mömmu Róbert Aron Hostert er 23 ára handboltamaður sem hefur orðið Íslandsmeistari tvö síðustu tímabil, fyrst með Fram og nú ÍBV. Hann er á leið í atvinnumennsku í Danmörku. Róbert gengur í litríkum sokkum, horfir á Game of Thrones og hreinsar líkamann að indjánasið. Ég held að ég sé mjög afslappaður í fatavali en ég geri þær kröfur að fötin séu þægileg. Ég er eðlilega mikið í íþróttafötum þar sem ég æfi oft tvisvar á dag. Það má eiginlega segja að það fari eftir veðri hvernig ég klæði mig. Ég er mjög hrifinn af munstruðum, litríkum sokkum og flottum skyrtum. Það er mjög misjafnt hvar ég kaupi fötin mín en oftast er það frá Urban Outfitters, Sautján eða KronKron. Ég er mikill Converse-maður og fer eiginlega ekki út með ruslið án þess að vera í Converse-skóm. Eini aukahluturinn minn er teygja í hárið enda myndi ég bara týna öllu glingri.

Hugbúnaður

Ég æfi á hverjum degi og er duglegur að fara í potta og ísböð eftir það. Ég fer stundum í sjósund, en það er oftast yfir sumartímann og þá með mömmu sem er sjósundsjaxl. Einnig finnst mér frábært að fara í svett þar sem ég hírist inni í tjaldi í 3-4 klukkutíma í steikjandi hita og svitna rækilega. Þetta er hreinsun á indjánavísu og mæli ég eindregið með því. Ég hef eytt mjög góðum tíma í vetur í bíómyndir og sjónvarpsþætti. Uppáhalds

þættirnir þessa stundina eru Game of Thrones, The Killing og Breaking Bad. Ég er ekki mikið fyrir djammið en er þó ennþá að jafna mig eftir mikinn fögnuð Íslandsmeistaratitilsins. Nú er ég fluttur aftur til Reykjavíkur frá Vestmannaeyjum og er á leiðinni til Danmerkur í atvinnumennsku í handbolta núna í júlí.

Vélbúnaður

Ég er ekki sama tæknitröllið utan vallarins og inni á honum. Ég er ekki mikill Facebook-maður, en kíki þó reglulega á það apparat. Ég á síma eins og flestir aðrir en ekkert af dýrari gerðinni. Var með Nokia 33-10 á þessu ári þangað til pabbi sagði stopp og gaf mér einhvern nýlegri sem ég veit varla hvað heitir. Ég er hinsvegar mikið í Playstation með vinum þegar tími gefst til og við spilum eiginlega bara FIFA. Það hefur oft kostað blóð, svita og tár í vinahópnum, enda tökum við þessu öllu saman mjög alvarlega. Þeir sem taka þessu ekki alvarlega fá ekkert að spila með!

Aukabúnaður

Ég er mikill matmaður og góður matur skiptir mig miklu máli. Uppáhalds matur-

inn minn er naut, humar og sushi. Ég hata líka ekkert góðan hamborgara. Einsi kaldi í Vestmannaeyjum er í uppáhaldi hjá mér. Hann er alltaf með góðan mat og mæli ég eindregið með þeim toppstað. En svo fær Culiacan mitt atkvæði hérna í bænum þessa stundina enda frábær og hollur skyndibiti. Þessi fáu skipti sem ég fer á bar þá panta ég mér oftast White Russian. Ég hef ekki fengið mikinn frítíma í að ferðast í gegnum tíðina vegna landsliðsverkefna í yngri flokkum. Ég hef þó farið á ýmsa staði með þeim. Sem eru oftast skrítnir staðir eins og einhverstaðar í Serbíu eða Slóvakíu. En það sem stendur upp úr af öllum þeim stöðum sem ég hef komið á eru Vestmannaeyjar og að sjálfsögðu er það minn uppáhaldsstaður!

Ljósmynd/Hari

Staðalbúnaður

 appafenguR

Frozen Storybook Deluxe

Disney-myndin Frozen hefur slegið rækilega í gegn og margir foreldrar eflaust orðnir þreyttir á að börnin krefjist þess að horfa á myndina helst daglega. Fyrir litla aðdáendur er nú komið app þar sem Frozen er orðin að sögubók sem er lesin upphátt á ensku, og er hvert orð í bókinni feitletrað á meðan það er lesið til að auðvelda börnum að fylgjast með. Appið er ætlað fyrir börn frá sex ára aldri og er hægt að snúa iPhone-inum eða iPadinum í sögunni og þá er skipt um sjónarhorn – sagan er ýmist sögð frá sjónarhorni Önnu eða Elsu. Auk sögunnar er hægt að fara í ýmsa leiki í appinu, teikna eða púsla saman klakabrotum. Einnig er hægt að horfa á stutt brot úr myndinni og meira að segja taka upp sína eigin rödd ef börnin vilja endursegja söguna á sinn eigin hátt. Það er hægt að ábyrgjast að aðdáendur Frozen verða ekki fyrir vonbrigðum með að kynnast Elsu og Önnu á þennan nýstárlega hátt. Appið kostar tæpa 4 dollara en það er ekki hátt verð fyrir allt það sem appið býður upp á. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is



70

dægurmál

Helgin 6.-8. júní 2014

 Hjólreiðar járn-afar í WOW CyClOtHOn

Maður verður gamall ef maður hættir að leika sér WOW Cyclothon er hjólreiðakeppni þar sem hjólað er í kringum landið og safnað áheitum. Þetta árið er það söfnun fyrir bæklunarskurðdeild Landspítalans og verður hjólað í júní í miðnætursól og Jónsmessublíðu. Einn hópurinn sem hefur skráð sig til leiks kallar sig Járn-afana, en það eru 4 félagar sem hafa það sameiginlegt fyrir utan að hafa keppt í Ironman (Járnmaður) að vera afar. Í Járnmanni synda keppendur 3,8 km, hjóla 180 km og hlaupa að lok-

um 42,2 km. Samtals hafa afarnir lokið 10 svona keppnum. Þetta eru þeir Gísli Ásgeirsson, Trausti Valdimarsson, Pétur Helgason og Sigurður H. Sigurðarson og er meðalaldurinn 58 ár. „Við lítum á þetta sem góða leið til þess að halda okkur í skikkanlegu formi og minnum fólk á að það eigi ekki að hætta að leika sér þegar það verður gamalt, það verður gamalt ef það hættir að leika sér“ segir Gísli Járnafi. Þeir vilja hvetja afa og ömmur landsins að gefa sér tíma til leikja, ýmist með börnum og barnabörnum

eða góðum vinum. Þetta eigi fólk að gera meðan það getur. Járn-afar eru þess fullvissir að þetta fagnaðarerindi renni ofan í fólk eins og heitar lummur og veðja á að þeir verði vinsælasti hópurinn þetta árið, „við erum allir glaðsinna og krúttlegir með afbrigðum“. Aðspurðir segja þeir að konurnar þeirra séu afar ánægðar með þetta, og vonandi verður þetta hvatning til þess að á næsta ári skrái sig einhverjar Járn-ömmur til leiks. Helsti styrktaraðili þeirra í keppninni er hjólreiðaverslunin TRI á Suður-

landsbrautinni og þeim til halds og trausts verða bílstjórarnir Stefán Smári Skúlason og Freyr Sigurðarson.

Við mælum með því að fólk um allt land hafi augun opin dagana 24.27. júní þegar afarnir verða á ferðinni um landið. -hf

 MatUr SúpUvagninn tHe eSSenCe Of vikingS OpnaðUr í MiðbænUM

Systkini selja íslenska kjötsúpu úti á götu Ungum bræðrum úr Garðabæ fannst vanta meiri fjölbreytileika í götumatarmenningu Reykjavíkur og ákváðu að taka málin í sínar eigin hendur. Eru búnir að fullkomna kjötsúpuuppskrift á síðustu sex mánuðum og opna vagninn um helgina.

U Virðulegur hjólreiðatúr Á laugardaginn fer fram árlegt „Tweed Ride“ í Reykjavík. Árið 2009 tóku reiðhjóláhugamenn í London sig saman og stóðu fyrir hóphjólreiðum í borginni. Þessi atburður var þó ekki bara að koma saman og hjóla, heldur klæddu þáttakendur sig í klassísk föt og draktir í anda breskra hefðamanna og -kvenna. Hjólin sem hjólað var á voru á sama hátt klassísk og virðuleg borgarhjól. Þessi hugmynd barst svo til Reykjavíkur árið 2012 og var þá haldið „Tweed Ride“ í Reykjavík og voru um 70 hjólreiðamenn, karlar og konur, skráðir til leiks. Enn fleiri tóku svo þátt í fyrra og í ár er skráning enn í gangi og lítur allt út fyrir að hjólreiðatúrinn verði fjölmennur.

Hjólaður er léttur hringur um Reykjavík þar sem farið verður frá Hallgrímskirkju klukkan 13 með viðkomu á Satt Restaurant þar sem fólki verður boðið upp á létta hressingu og endað á KEX hostel klukkan 16, þar sem boðið verður upp á „High Tea“ ásamt verðlaunaafhendingu. Veitt verða verðlaun fyrir fallegasta hjólið, best klædda herrann og best klæddu dömuna. Verðlaunin verða frá Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar, versluninni Geysi og Reiðhjólaversluninni Berlín, svo það er til mikils að vinna. Skráning fer fram á slóðinni www.tweedridereykjavik.weebly.com og enn er hægt að skrá sig.

remst

ódýr!

Blandað alds tegundum h þínum uppsátk. í kassa! 24 mann

Hámark 4 kasmseaðran

Gabríel Þór, Benjamín og Katrín Rós afgreiða íslenska kjötsúpu úr vagni í miðbæ Reykjavíkur. Ljósmynd/Hari

á mann ast! birgðir end

assar á Hámark 4birkgðir endast! meðan

8 9 9 47%

kr. kassinn

afsláttur

remst

– fyrst og f

– fyrst og f

UP FRÁBÆu Rí kaKssAann,

Okkur fannst vanta eitthvað nýtt í götumatarmenningu Reykjavíkurborgar.

Verð áður 1896 kr.kassinn ll, Egils Appelsín, Mix, Krista Mountain Dew og 7Up, 24 x 33 cl dósir

ngir bræður úr Garðabænum fengu hugmynd og ákváðu að framkvæma hana. Þetta eru þeir Gabríel Þór og Benjamín Gíslasynir, 24 og 21 árs gamlir. Þeir fengu þá hugmynd að opna veitingavagn sem þeir kjósa að kalla því lítilláta nafni Súpuvagninn – The Essence of Vikings. „Okkur fannst vanta eitthvað nýtt í götumatarmenningu Reykjavíkurborgar, og langaði að opna vagn með sérstöðu, og bjóða upp á bragðgóða, holla, orkuríka, saðsama og fljótlega gæða máltíð á lágu verði. Það er smá sérstaða í þessu, hvað er íslenskt, hvað er gott og hvað er auðvelt að borða standandi? – og um leið var svarið einfalt, íslensk kjötsúpa,“ segir annar bræðranna, eldhuginn Gabríel Þór. Þeir fóru af stað, redduðu sér vagni og byrjuðu að elda. Mikill metnaður hefur farið í eldamennsku súpunnar og prófaði Benjamín, yngri bróðirinn sem er yfirkokkurinn, að elda súpuna um 100 sinnum til þess að fullkomna uppskriftina „Það finnst öllum kjötsúpan best hjá mömmu eða ömmu og það er vegna þess að það er búið að elda hana svo oft í gegnum tíðina og breyta og bæta þannig að uppskriftin er fullkomin og okkur langaði að fara þá leið með okkar súpu. Þá notum við eingöngu ferska matvöru í uppskriftina, hvort sem það er kjöt eða grænmeti, þannig vitum við að við erum að bjóða upp á gæðafæðu.“ Þegar þeim fannst súpan vera orðin fullkomin þá fengu þeir nokkra af færustu matreiðslumönnum landsins til þess að smakka og voru þeir allir mjög ánægðir og gáfu þeir henni bestu einkunn. „Við erum mjög stoltir af því,“ segir Benjamín, en hann hefur viljað eiga sinn eigin veit-

ingastað síðan hann var fimm ára gutti. Þeir ætla báðir að vinna í vagninum ásamt 17 ára systur sinni, Katrínu Rósu, og eflaust fleirum því vinnudagurinn er langur. „Við erum búin að hugsa þetta í um tvö ár en fórum svo á fullt að undirbúa þetta fyrir svona sex mánuðum. Þetta er svona lítið fjölskyldufyrirtæki og gaman að geta gert þetta saman.“ Súpuvagninn verður opinn alla daga frá klukkan 11 - 21, staðsettur við Mæðragarð í nágrenni Menntaskólans í Reykjavík og um helgar verður hann líka opinn á nóttunni frá klukkan 22 - 05 og verður þá á Lækjartorgi. „Þetta er hin fullkomna máltíð fyrir fólk sem er búið að vera úti á lífinu, og við erum vissir um að erlendum ferðamönnum langi í íslenska kraftmikla súpu á ferðum sínum um borgina.“ „Við ætlum að hafa opnun á laugardaginn klukkan 12 og verðum með blöðrur fyrir börnin og mikið húllumhæ í tilefni af því. Súpan verður á opnunartilboði í hádeginu, aðeins 500 krónur, en annars verður skammturinn á 1000 krónur, sem er mjög gott verð því skammtarnir eru stórir. Á sama tíma er verið að halda opnunarskemmtun með lifandi tónlist, og markaðsstemningu á Bernhöftstorfunni fyrir neðan Lækjarbrekku um kvöldið. Veðurspáin er frábær svo við vonumst til þess að sjá sem flesta,“ segir Gabríel og er greinilega orðinn spenntur fyrir helginni. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is


Grímusýning ársins

11 TILNEFNINGAR

LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI

LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI

Hilmir Snær Guðnason

Margrét Vilhjálmsdóttir

LEIKMYND ÁRSINS

LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI

LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI

Sean Mackaoui

Arnar Jónsson

Elma Stefanía Ágústsdóttir

SÝNING ÁRSINS LEIKSTJÓRI ÁRSINS Stefan Metz

HLJÓÐMYND ÁRSINS Sigurður Skúlason Halldór Snær Bjarnason

Vigdís Hrefna Pálsdóttir

Stefán Hallur Stefánsson

AÐEINS TVÆR SÝNINGAR EFTIR 551 1200

HVERFISGATA 19

LEIKHUSID.IS

MIDASALA@LEIKHUSID.IS


HE LG A RB L A Ð

Hrósið... Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is  Bakhliðin RagnheiðuR haRpa LeifsdóttiR

Listgjörningur með flugvélum Aldur: 26 ára. Maki: Enginn. Börn: Engin. Menntun: Sviðshöfundabraut LHÍ. Starf: Listamaður og allskonar. Fyrri störf: Tjaldstæðisvörður, brúðuleikari, leikmunadeild Þjóðleikhússins, uppsetning leiksýninga, jafningjafræðsla, útvarpsleikhúsið og skipverji á bát. Áhugamál: Þessa dagana eru það veðurspár og skýjafar. Að baka súrdeigsbrauð, horfa á heimildarmyndir, ganga, hjólreiðar og jóga. Stjörnumerki: Vatnsberi. Stjörnuspá: Þú þarft á aðstoð að halda til þess að hrinda áhugamáli þínu í framkvæmd. Reyndu að velja úr en ekki bara láta berast með straumnum.

R

agnheiður ein besta manneskja sem ég þekki,“ segir æskuvinkonan, Berglind Sunna Stefánsdóttir. „Hún er góðhjörtuð í gegn og hugsar út fyrir rammann sem við svo mörg erum föst í. Hún lætur hluti verða að veruleika – hjá henni gerast ævintýralegustu hlutir. Hún er mikið fiðrildi sem lendir í miklum ævintýrum. En þar sem hún er svo mikið fiðrildi getur verið erfitt að fanga athygli hennar. Hún er bjartsýn og jákvæð og hún býst við að allir séu frá svo frá svo góðum stað að stundum kemur heimurinn harkalega á móti. Hún er hugrökk og verkið hennar ber vott um það og er ég viss um að þar munu töfrar takast á loft.“

Ragnheiður Harpa Leifsdóttir listakona frumflytur í dag, föstudag klukkan 17.45, nýtt verk – lokaverk Listahátíðar í Reykjavík – með þátttöku listflugmannanna Sigurðar Ásgeirssonar, Björns Thors og Kristjáns Þórs Kristjánssonar og kórsins Kötlu. Flugvélarnar teikna form í háloftin sem kórinn túlkar í söng en honum verður útvarpað í Víðsjá á meðan á fluginu stendur. Áhorfendur eru hvattir til að safnast saman við Sólfarið á Sæbraut, njóta listflugsins og hlýða samtímis á söng kórsins Kötlu í útsendingu Víðsjár á Rás 1.

Fallegar Útskriftargjafir

Verð 59.900,-

Verslun Laugavegur 45 Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg Sími: 519 66 99

fær Kolbeinn Sigþórsson sem skoraði fimmtánda landsliðsmark sitt gegn Eistlandi. Mörkin hefur hann gert í 23 leikjum og er nú þriðji markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.