söngleikjastjarnan hefur gert það gott í englandi en stígur nú á svið í Þjóðleikhúsinu í söngleiknum spamalot. Hann segir hlutverkið algert draumastykki. Viðtal 26
Hinn 24 ára jarðeðlisfræðinemi hefur fengið að heyra að það hafi verið vont veður frá því hún byrjaði að lesa veðurfréttirnar í nóvember. 60 DægurMál
helgarblað
7.–9. febrúar 2014 6. tölublað 5. árgangur
ókeypis Fréttaskýring ÁhriF arFgengrar heilablæðingar Á tinnu björk og ætt hennar
Einblínir á lífið
Bæklingur í blaðinu
Að minnsta kosti 13 Íslendingar eru á lífi með gen sem veldur arfgengri heilablæðingu, sjúkdóm sem er aðeins til á íslandi og dregur fólk til dauða, oftast fyrir þrítugt. Fleiri eru ógreindir. tinna Björk kristinsdóttir er ein þeirra sem greinst hefur með sjúkdóminn. Hún hefur hefur vitað af honum alla sína ævi en móðir hennar Helena kristmannsdóttir var 27 ára, barnshafandi að tinnu, þegar læknar sögðu henni frá sjúkdómnum, sem kallaður var vestfirska dauðagenið. Dóttir Tinnu, Helena Ósk, sem er tveggja ára, er nú í rannsóknum en ekki er enn komið í ljós hvort hún hefur erft sjúkdóminn frá móður sinni.
www.smyrilline.is
Guðmundur Geirdal í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi
PACKS PEYSA 9900
NÝJAR VÖRUR
síða 18
ljósmynd/Hari
o g v í n – F e r ð a l ö g – B í l a r – H e i m i l i – H e i l s a – Fj ö l s k y l d a n – t í s k a – m e n n i n g
einnig í Fréttatímanum í dag: m a t u r
Maríus elskar að Vordís segir syngja og dansa veðurfréttir
KRINGLUNNI / SMÁRALIND FACEBOOK.COM/JACKANDJONESICELAND INSTAGRAM @JACKANDJONESICELAND
2
fréttir
Helgin 7.-9. febrúar 2014
StjórnSýSla lögregluStjór aembætti verði átta í Stað fimmtán
Sýslumannsembættum fækkað úr 24 í 9 Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur mælt fyrir tveimur frumvörpum sem gera annars vegar ráð fyrir fækkun og stækkun á umdæmum sýslumanna og hins vegar lögreglustjóra. Frumvörpin gera ráð fyrir að sýslumannsembættum fækki úr 24 í 9 og lögregluembættum úr 15 í 8. Gert er ráð fyrir að breytingin taki gildi 1. janúar 2015. Tilgangurinn með stærri rekstrareiningum sýslumannsembætta er, að því er ráðuneytið greinir frá, að auka og efla þjónustu ríkisins í héraði og skapa aukin tækifæri til að færa ný verkefni til sýslumanna. Á sama hátt er tilgangurinn með breytingum á umdæmum lögreglustjóra að auka samhæfingu og samstarf innan lögreglunnar um land allt, standa vörð um grunnþjónustu lögreglunnar,
efla stjórnun innan lögreglu og gera lögreglustjórum kleift að sinna alfarið lögreglustjórn. Hanna Birna kynnti fyrr í vikunni fyrirhugaðar breytingar á fundi á Hvolsvelli fyrir fulltrúum sveitarfélaga á Suðurlandi. Vel var mætt á fundinn og fulltrúar hinna ýmsu sveitarstjórna á Suðurlandi tóku þátt í umræðum. Með ráðherra á fundinum voru formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, formaður Sýslumannafélagsins, varaformaður Lögreglustjórafélagsins og þeir embættismenn ráðuneytisins sem að málinu koma. Fundurinn á Hvolsvelli var sá fyrsti í röð funda innanríkisráðherra til að fá fram álit og ábendingar heimamanna vegna þessara breytinga. -jh
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hélt fund á Hvolsvelli og kynnti frumvörp um breytingar á umdæmum sýslumanna og lögreglu. Með ráðherra á myndinni eru Þórólfur Halldórsson, Ragnhildur Hjaltadóttir, Ólafur Helgi Kjartansson, Drífa Kristjánsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir. Mynd/Innanríkisráðuneytið
faSteignir mikill fjöldi nýbygginga kemur á mark að á árinu
Tveir þriðju nema í fjarnámi á Austurlandi eru konur Tveir þriðju nema í fjarnámi á Austurlandi eru konur. Háskóla- og rannsóknasvið Austurbrúar hefur tekið sem tölfræðilegar upplýsingar um nemendur í fjarnámi í fjórðungnum. Alls eru 158 nemendur á skrá, þarf af eru 66% konur, að því er fram kemur í tilkynningu Austurbrúar. „Fjölmargir nemendur stunda fjarnám á Austurlandi líkt og undanfarin ár. Þeir sækja nám við alla háskóla landsins og í fjölda greina, s.s. félagsvísindum, heilbrigðisvísindum, menntavísindum og raunvísindum. Liðlega þriðjungur nemenda, eða 39%, eru þrítugir eða yngri, 31% er á milli 31 og 40 ára. Ungar konur eru langstærsti hluti nemenda, eða 27%, karlar dreifast jafnar á milli
aldurshópanna. Nokkur skýr kynjaskipting er í námsvali, konur er t.a.m. í 33% tilvika í námi í menntunar- og uppeldisfræðum. 25% karla eru tækni- og verkfræðinámi og önnur 23% í viðskiptum,“ segir enn fremur. Háskóla- og rannsóknasvið stendur nú fyrir könnun með starfandi kennara á öllum skólastigum, að því er segir í tilkynningunni, þar sem verið er að kanna hver vilji þeirra og þarfir eru í símenntun og á hvaða sviðum hennar er helst þörf. Ef í ljós kemur að á Austurlandi eru fjölmennir hópar með svipaðar þarfir, hyggst sviðið leita til háskóla um úrræði fyrir þessa hópa í heimabyggð. Hugmyndin er að verkefnið verði tilraunaverkefni um þjónustu við fagstéttir. - jh
Mikil fjölgun gistinátta í jólamánuði Gistinætur á hótelum í desember voru 117.100 sem er 31% aukning miðað við desember 2012. Gistinætur erlendra gesta voru 84% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 43% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 5%, segir Hagstofa Íslands. Á höfuðborgarsvæðinu voru 93.200 gistinætur á hótelum í desember sem er fjölgun um 27% miðað við desember 2012. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða voru 2.200 gistinætur sem er fjölgun um 135% miðað við sama tímabil 2012. Á Suðurlandi voru gistinætur 9.600 í desember sem er aukning um 66% frá fyrra ári. Á Austurlandi voru gistinætur 1.700 sem er 62% aukning samanborið við desember 2012. Á Suðurnesjum voru 6.000 gistinætur í desember sem er aukning um 48% frá fyrra ári. Á Norðurlandi voru gistinætur 4.500 í desember og fjölgaði um tæp 8% samanborið við desember 2012. - jh
Vöruskipti hagstæð um nær 70 milljarða Vörur voru fluttar út í desember fyrir tæpa 45,7 milljarða króna og inn fyrir rúma 41,2 milljarða króna. Vöruskiptin voru því hagstæð um 4,4 milljarða króna. Í desember 2012 voru vöruskiptin hagstæð um 3,8 milljarða króna á gengi hvors árs, að því er fram kemur hjá Hagstofu Íslands. Allt árið 2013 voru fluttar út vörur fyrir 610,7 milljarða króna en inn fyrir 541,3 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptum við útlönd sem nam 69,4 milljörðum króna, en árið 2012 voru þau hagstæð um 77,3 milljarða á gengi hvors árs. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 7,9 milljörðum króna lakari árið 2013 en árið 2012, samkvæmt bráðabirgðatölum. -jh
ÞETTA ER MÁLIÐ 2014
Kaffimál og áfylling allt árið aðeins
2.490 kr.
Vinur við veginn
Umframeftirspurn er eftir minna íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu en framkvæmdastjóri Valhallar fasteignasölu reiknar með að markaðurinn nái jafnvægi á næstu mánuðum þegar fjöldi nýbygginga fer á markað. Ljósmynd/Hari
Fasteignabóla í ársbyrjun Umframeftirspurn er á fasteignamarkaði eftir tveggja til fjögurra herbergja íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Illa farnar íbúðir sem þarfnast andlitslyftingar eru ekki lengur endilega bestu kaupin því þær hafa hækkað mikið og slegist er um íbúðir sem eru að fullu veðsettar hjá Íbúðalánasjóði. Verðmunur á minni og stærri eignum er í sögulegu lágmarki og því er líf að færast í sölu á stórum eignum.
Þ Fermetraverðið þar er komið út í algjöra vitleysu þannig að fólki blöskrar.
að er komin smá bóla á fasteignamarkaðnum núna í byrjun árs. Þeir sem hafa verið að bíða með að kaupa geta einfaldlega ekki beðið lengur og eru að reyna að festa sér húsnæði. Eftirspurnin er meiri en framboðið,“ segir Ingólfur Geir Gissurarson, framkvæmdastjóri Valhallar fasteignasölu og löggiltur fasteignasali. Margir ákváðu að bíða eftir endurútreikningi húsnæðislána þar til þeir festu sér nýja eign, auk þess sem enn er ekki komið í ljós hvort og þá hvenær verður staðið við loforð stjórnmálamanna um afnám verðtryggingarinnar, en þó er orðið ljóst að niðurfærsla lána fer ekki yfir fjórar milljónir. Eiríkur Svanur Sigfússon, löggiltur fasteignasali hjá fasteignasölunni Ási, segist einnig finna fyrir auknum áhuga fasteignakaupenda. „Almennt er markaðurinn á uppleið. Íbúðir sem eru 100% veðsettar hjá Íbúðalánasjóði fara alltaf strax. Þegar við setjum auglýsingar um slíkar íbúðir á netið verður allt gjörsamlega vitlaust. Þá þarf fólk að leggja mun minna út en þegar íbúðirnar eru veðsettar hjá bönkunum. Íbúðir sem líta illa út og eru á lægra verði fara líka mjög hratt. Það virðast allir hugsa það sama, ætla að gera íbúðirnar upp og græða,“ segir hann. Vegna aukinnar eftirspurnar eftir þessum illa förnu íbúðum hefur verð þeirra þó hækkað mikið og segir Ingólfur að oft séu þetta ekki endilega bestu kaupin. „Verðið á þeim hefur nálgast mjög verðið
á fullbúnum íbúðum og það borgar sig því oft að kaupa þær frekar,“ segir hann. Á Framkvæmdaþingi Húsamiðjunnar, sem haldið var í gærmorgun um stöðu og horfur á byggingamarkaði, kynnti Þröstur Sigurðsson, ráðgjafi frá Capacent, greiningu á fasteignamarkaðnum í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum. Þar kom fram að bjartsýni ríkir á markaðnum, en fólki á höfuðborgarsvæðinu fjölgar og færri íbúar eru í hverri íbúð. Árleg íbúðaþörf hefur því aukist og á árunum 2009 til 2012 var byrjað að byggja alls 901 íbúð en árið 2013 var byrjað að byggja 1.520 íbúðir. Ingólfur Geir segir að þegar þessar nýbyggingar koma á markað muni nást meira jafnvægi en hann telur að jafnvel séu ekki nema tveir til þrír mánuðir til að það gerist. Sem fyrr eru eignir í póstnúmerum 101 og 107 afar eftirsóttar. „Á þessu svæði hafa stórir sjóðir á borð við Gamma hins vegar keypt upp eignir og fermetraverðið komið út í algjöra vitleysu þannig að fólki blöskrar. Fleiri leita því í úthverfin,“ segir hann. Tveggja til fjögurra herbergja íbúðir eru enn eftirsóttastar og hafa því hækkað í verði. „Nú er svo komið að verðmunur á þeim og stórum eignum, raðhúsum og einbýlishúsum er í sögulegu lágmarki. Fólk er farið að átta sig á því og þess vegna er að færast líf í sölu á stærri eignum. Þeir sem hafa þurft að stækka við sig grípa nú tækifærið,“ segir Ingólfur Geir. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 4 - 0 1 4 0
Fullkomið sköpunarverk Frumsýnum stórglæsilegan Mercedes-Benz S-Class laugardaginn 8. febrúar Upplifunin af því að setjast inn í nýjan Mercedes-Benz S-Class er engu lík. Það er nautn að kynnast nýjungunum og viðmótinu, upplifa aksturseiginleikana, vita af örygginu. Með S-Class hafa hönnuðir og tæknimenn Mercedes-Benz stigið enn eitt skrefið í átt til fullkomnunar. Hlökkum til að sjá þig.
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi
Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook
4
fréttir
helgin 7.-9. febrúar 2014
veður
Föstudagur
laugardagur
sunnudagur
Norðaustlæg átt, snjókoma eða slydda en þurrt s-til Norðaustanátt um helgina með slyddu eða snjókomu á norðan og autsanverðu landinu en lítilsháttar rigning syðst. hvasst í dag, en lægir síðan, þó síst á Vestfjörðum. kólnar heldur og víða vægt frost á morgun og sunnudag.
1
1 3
elín björk jónasdóttir
-1
-2
-3
-2
-2
2
3
vedurvaktin@vedurvaktin.is
0
-1
0
3
-1
NA 8-15 m/s. sNjókomA eðA slyddA N- og AlANds ANNArs skýjAð. Hiti 0 til 4 stig.
NA 8-15 og sNjókomA Nv-til ANNArs N 3-8 og stöku él. Hiti um frostmArk.
NA 5-13 m/s. skýjAð eN él eðA sNjókomA NorðANtil. vægt frost.
HöfuðborgArsvæðið: NA 3-8 m/s. skýjAð og hiti 0 til 4 stig.
HöfuðborgArsvæðið: NA 5-8 og skýjAð. hiti um frostmArk.
HöfuðborgArsvæðið: NA 3-8 m/s. hálfskýjAð og frost 0 til 3 stig.
Fjölmenning hlutu ný verið styrk
heilbrigðismál kOrtlagning á sýkingum leikskólabarna
Verja réttindi kvenna af erlendum uppruna Samtök kvenna af erlendum uppruna hlutu nýverið styrk úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen. Elsa Yeoman, forseti borgarstjórnar, afhenti styrkinn við hátíðlega athöfn í Höfða. Hún sagði samtökin vel að styrknum komin, þau hefðu unnið ötult starf og staðið vörð um réttindi kvenna af erlendum uppruna, að því er fram kemur í tilkynningu borgarinnar. Með ýmis konar fræðslu og námskeiðum hefðu samtökin aukið sýnileika og styrk þessa samfélagshóps og sýnt fram á að verðmæti felast í fjölmenningu. Anija Wozniczka, formaður samtakanna, tók við styrknum og sagði hann koma að góðum notum í starfinu fram undan enda mörg verkefni sem væru í deiglunni. Minningarsjóður Gunnars Thoroddsens var stofnaður af hjónunum Bentu og Valgarð Briem á fæðingardegi Gunnars þann 29. desember 1985. Í stofnskrá sjóðsins segir
Anija Wozniczka, formaður samtaka kvenna af erlendum uppruna og Elsa Yeoman, forseti borgarstjórnar.
meðal annars að styrkja skuli verkefni eða einstaklinga sem vinna á sviði mannúðar-, heilbrigðis- eða menningarmála. Samtök kvenna af erlendum uppruna voru stofnuð á Kvennafrídeginum 24. október 2003 og fögnuðu því nýlega 10 ára afmæli. Tilgangur samtakanna er að sameina konur sem sest hafa að á Íslandi, ljá þeim rödd, berjast fyrir hagsmunum þeirra og vinna að jafnri stöðu þeirra á öllum sviðum samfélagsins. -jh
Í rannsókninni kortlagði Þórólfur guðnason meðal annars útbreiðslu hálsbólgu, eyrnabólgu, niðurgangs, hita, kvefs og lungnabólgu meðal leikskólabarna. NordicPhotos/Getty
Sýkingar leikskólabarna á pari við nágrannalöndin
fá sendan upplýsingabækling um AdHd
EIN AF
UM VUN ÖT
MEÐ
Í NÆ
LESTER
RINGU
Inniheldur plöntustanólester sem lækkar kólesteról Kólesteról er áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma
fylgja frítt með
O
TU UPP ÆRS G ST
PLÖNTUSTANÓ
2
Öndunar- og meltingarfærasýkingar meðal íslenskra leikskólabarna eru álíka tíðar og í nágrannalöndum okkar. Þetta kemur fram í doktorsverkefni Þórólfs guðnasonar sem lagði í viðamestu rannsókn sem gerð hefur verið á þessum þáttum hér á landi. sérstakt hreinlætisátak á leikskólum fækkaði ekki sýkingum sem bendir til þess að hreinlæti hafi verið gott fyrir.
líðan barna og unglinga með ADhD og hvernig hægt er að styðja þau og styrkja. markmið ADhD samtakanna er að börn og fullorðnir með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir mæti skilningi alls staðar í samfélaginu. Þeir fái þjónustu sem stuðlar að félagslegri aðlögun þeirra, möguleikum í námi, starfi og almennt bættum lífsgæðum. Ef yfirfærðar eru erlendar faraldsfræðilegar rannsóknir á íslenskt þýði má gera ráð fyrir því að um 10.000 fullorðnir og 6.000 börn á Íslandi séu með ADhD.
10
Börn og unglingar með ADhD eiga oft mjög erfitt í aðstæðum utan hefðbundinnar skólastofu, eins og t.d. í frímínútum, á göngum, í matsal, búningsklefum, íþróttum, opnum rýmum, vettvangsferðum o.s.frv. þar sem umhverfi og aðstæður eru ekki eins skipulagðar og fyrirsjáanlegar. Nýlega gáfu ADhD samtökin út upplýsingabækling, ætlaðan starfsmönnum grunnskóla, sem sendur var öllu starfsfólki grunnskóla á landinu, rúmlega 7 þúsund manns, jafnt kennurum sem eldhússtarfsfólki. Eins og nafnið gefur til kynna er bæklingurinn ætlaður öllu starfsfólki skóla, til þess að skilja betur hegðun og
ms.is/benecol
Sú niðurstaða að sýkingarnar séu ekki algengari hér en annars staðar eru góðar fréttir fyrir samfélagið.
ft er spurt hvort eyrnabólga sé algengari hér en í nágrannalöndunum og niðurstaðan er sú að svo er alls ekki. Við erum bara á svipuðu róli hér,“ segir Þórólfur Guðnason, barnalæknir og sérfræðingur í smitsjúkdómum barna. Hann útskrifaðist með doktorsgráðu í lýðheilsuvísindum veturinn 2013 og í doktorsverkefninu rannsakaði hann meltingar- og öndunarfærasýkingar hjá börnum á íslenskum leikskólum auk þess sem hann skoðaði útbreiðslu pneumkókokkabaktería. Auk eyrnabólgu kortlagði Þórólfur meðal annars útbreiðslu hálsbólgu, niðurgangs, hita, kvefs og lungnabólgu meðal leikskólabarna. „Sú niðurstaða að sýkingarnar séu ekki algengari hér en annars staðar eru góðar fréttir fyrir samfélagið,“ segir hann en rannsóknin er sú viðamesta sem hefur verið gerð á þessum þáttum hér á landi. Rannsóknirnar voru unnar á öllum leikskólum í Hafnarfirði og Kópavogi á árunum 2000 til 2003, á tveggja og hálfs árs tímabili. Á sex mánaða fresti var farið inn í leikskólana og foreldrar spurðir um sjúkdóma og sýkingar barnanna, auk þess sem skimað var fyrir áhættuþáttum. „Síðasta eitt og hálfa árið var gert sérstakt hreinlætisátak á helmingi leikskólanna til að athuga hvort hægt væri að draga úr tíðni sýkinganna, meðal annars með því að fræða börn og starfsfólk um staðlaðar aðferðir til að þvo hendur, notkun á spritti og hreinsum á umhverfi, svo sem salerni og hurðarhúna. Það bar ekki árangur og virtist ekki skipta máli. Ég held að ástæðan fyrir því sé að undirliggjandi hreinlæti sé gott á íslenskum leikskólum og aukið hreinlæti hafi því ekki áhrif. Það er í samræmi við aðrar rannsóknir en í samfélögum þar sem undirliggjandi hreinlæti er ekki sérlega gott hefur
Þórólfur guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis, rannsakaði öndunar- og meltingarfærasýkingar meðal íslenskra leikskólabarna í doktorsverkefni sínu í lýðheilsuvísindum. Ljósmynd/Úr einkasafni
hreinlætisátak mikið að segja,“ segir Þórólfur. Eini áhættuþátturinn sem tengdist öllum sýkingunum var aldur en vitað er að yngstu börnin fá oftar sýkingar. Breytileiki var milli árstíða en ekki milli leikskólanna sjálfra og ekki var hægt að tengja sýkingarnar við sérstakar aðstæður á heimili eða leikskóla. Erlendar rannsóknir sýna að sýkingar eru algengari hjá börnum sem eru á leikskóla en jafnöldum þeirra sem eru heima. „Það heyrir til undantekninga á Íslandi að börn á þessum aldri séu heima þannig að það væri mjög erfitt að rannsaka það hér. Samkvæmt erlendum rannsóknum sleppa börn sem eru heima betur þegar þau eru ung en svo þegar þau eru orðin eldri og fara út í lífið þá fá þau þessar sýkingar. Hin börnin eru þá búin að byggja upp sitt ónæmiskerfi og sleppa betur seinna meir. En það sleppur enginn alveg,“ segir hann. erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is
Munið að skila
launamiðunum Skilafrestur á rafrænu formi vegna framtalsgerðar 2014 er til
10. febrúar
Launamiðum og öðrum gögnum er hægt að skila á rafrænu formi á þjónustusíðunni skattur.is
442 1000 rsk@rsk.is
Þjónustuver 9:30-15:30
Nánari upplýsingar á rsk.is
AF ÞVÍ AÐ LÍFIÐ ER
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 4 - 0 0 4 2
STOFN
ENDURGREIÐSLA Nú er gaman að vera hjá Sjóvá, því þessa dagana fá 21.288 tjónlausar og skilvísar fjölskyldur í vildarþjónustunni Stofni endurgreiddan hluta af iðgjöldum síðasta árs. Við erum stolt af því að vera eina tryggingafélagið sem umbunar viðskiptavinum sínum á þennan hátt. Þú innleysir endurgreiðsluna á Mínum síðum á sjova.is
?
toð s ð a ig
ar þ ann Vant ið erum við ssímtudaginn og V fö inn 1.00 á laugardag 2 – 0 3 kl. 8. 0–16.00 á 0 kl. 11.
00 0 2 40
4
SKEMMTILEGT
ÞESS VEGNA ERTU HJÁ SJÓVÁ
8
fréttir
Helgin 7.-9. febrúar 2014
Ólympíuleik ar Forseti íslands verður í Fámennum hÓpi vestr ænna þjÓðhöFðingja á setningar athöFninni
Íslenska sendinefndin nær einsdæmi í vestrænum ríkjum Forseti Íslands og tveir ráðherrar íslensku ríkisstjórnarinnar verða í litlum hópi fulltrúa ríkisstjórna vestrænna ríkja við setningu vetrar-ólympíuleikanna í Sochi í Rússlandi sem fram fer í dag. Enginn þjóðhöfðingi eða ráðherrar annarra Norðurlanda, að undanskildum Finnum, mæta á athöfnina. Íþróttamálaráðherra Finna mætir þó ekki í mótmælaskyni og samkynhneigður heilbrigðisráðherra Norðmanna mætir, sömuleiðis í mótmælaskyni.
þ
jóðhöfðingjar nær allra þeirra ríkja sem við berum okkur helst saman við hafa ákveðið að mæta ekki á setningu vetrarólympíuleikanna í Sochi í Rússlandi. Ákvörðun þeirra hefur verið túlkuð sem gagnrýni á stöðu samkynhneigðra í Rússlandi og mannréttindabrot gegn þeim. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er því einn af örfáum þjóðarleiðtogum sem mæta munu á setningarhátíðina. Auk hans mæta íþróttamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, og félagsmálaráðherra, Eygló Harðardóttir. Auk forseta Íslands hafa þjóðhöfðingjar Finnlands, Hollands, Austurríkis og Sviss tilkynnt um að þeir muni mæta, auk Ítalíu og Grikklands. Friðrik, krónprins Danmerkur, mætir hins vegar sem fulltrúi í Alþjóðaólympíunefndinni. Ólafur Ragnar er því eini þjóðhöfðingi á Norðurlöndunum sem mæta mun á setningarathöfnina, auk forseta Finnlands. Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama,
Ólafur Ragnar Grímsson verður einn fárra vestrænna þjóðhöfðingja sem þiggur boð Vladimirs Putin Rússlandsforseta um að vera viðstaddur setningarhátíð vetrarólympíuleikanna. Mynd/NordicPhotos/Getty
mætir ekki, né heldur forsætisráðherra Bretlands, David Cameron. Þýskalandskanslari, Angela Merkel, og forseti Þýskalands, Joachim Gauck, mæta heldur ekki
og sama gildir um Frakklandsforseta, Francois Holland og forsætisráðherra Kanada, Stephen Harper. Jafnréttismálaráðherra Evróupsambandsins, Viviane Reading,
ÚR
rl u t t á l fs iese
a % ssil - D o F 0 5 NY - Casio DK
GULL
30% afsláttur
R U F L SI r u t t á l s f a 50%
LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 | SPÖNGIN GRAFARVOGI - SÍMI 577 1660
hefur ennfremur tilkynnt að hún muni ekki mæta. Enginn ráðherra á Norðurlöndunum mætir á setningarathöfnina utan íslensku ráðherranna og finnsku, samkvæmt upplýsingum frá sendiráðum þjóðanna hér á landi og upplýsingafulltrúum ríkisstjórnanna. Undantekning frá þessu er samkynhneigður heilbrigðisráðherra Norðmanna, Bent Høie, sem mætir ásamt eiginmanni sínum gagngert í mótmælaskyni, að því er haft hefur verið eftir honum í fjölmiðlum. Þá senda Bretar menningarmálaráðherra, Maria Miller, sem á heiðurinn af lagasetningu sem leyfir hjónaband samkynhneigðra í Englandi og Wales. Íþróttamálaráðherrar Norðurlandaþjóðanna munu, samkvæmt upplýsingum Fréttatímans, hins vegar mæta á tiltekna viðburði á leikunum til þess að styðja við bak keppenda sinna. Fjölmargir hafa gagnrýnt ákvörðun íslenskra ráðamanna að þiggja boð Rússa á setningarathöfnina, þar á meðal Samtökin ‘78 og ýmsir stjórnarandstöðuþingmenn. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is
mæta ekki
Bandaríkin Barack Obama forseti. Bretland David Cameron forsætisráðherra og íþróttamálaráðherra. Þýskaland Angela Merkel kanslari og Joachim Gauck forseti. Frakkland Francois Hollande. Kanada Stephen Harper forsætisr. Noregur Erna Solberg forsætisr. Svíþjóð Frederik Reinfeldt forsætisráðherra mætir ekki, né heldur aðrir ráðherrar í ríkisstjórn. Danmörk Helle Thorning-Smidt forsætisráðherra. Belgía Elio di Rupo forsætisráðherra.
mæta
Finnland Sauli Niinisto forseti og Jyrki Katainen forsætisráðherra. Holland Mark Rutte forsætisráðherra mætir ásamt konungshjónunum. Austurríki Werner Feiman kanslari og Herald Klug íþróttamálaráðherra. Sviss Didier Burkhalter forseti og Ueli Maurer íþróttamálaráðherra. Ítalía Enrico Letta forsætisráðherra. Pólland Bronislaw Komorowski forseti. Litháen Algirdas Butkevicius forsætisr. Eistland Andrus Ansip forsætisr. Lettland Andris Berzin forseti. Grikkland Karolos Papoulias forseti. Tékkland Milos Zeman forseti. Búlgaría Rosen Plevneliev forseti. Serbía Tomislav Nikolic forseti. Japan Shinzo Abe forsætisráðherra Kína Xi Jinping forseti. Listinn er ekki tæmandi. Ekki fengust upplýsingar um ráðamenn Spánar og Lúxemborgar en nýkjörinn forsætisráðherra Lúxemborgar, Xavier Bettel, er samkynhneigður.
Verslunin í Spönginni LOKAR – allt á að seljast
Upplifðu magnað myrkur á Vetrarhátíð í Reykjavík
Síminn er stoltur styrktaraðili Vetrarhátíðar í Reykjavík
Deildu Vetrarhátíðinni með Símanum Fangaðu framsækin ljóslistaverk, spennandi viðburði og magnað myrkur á Vetrarhátíðinni í Reykjavík og deildu á #vetrarhatid á Instagram. Þú gætir unnið iPhone 5S fyrir bestu myndina.
10
fréttaskýring
Helgin 7.-9. febrúar 2014
Dýr avernD Dýr aeftirlitsMaður víkur tíMabunDið vegna ásak ana uM vanr ækslu
Matvælastofnun skoðar fleiri mál dýraeftirlitsmanns Sérfræðingur við eftirlit með velferð dýra og búfjárhaldi hjá Matvælastofnun hefur vikið tímabundið eftir að ábendingar bárust um að í nokkrum tilfellum hefði hann ekki sinnt skyldum sínum um umhirðu og eftirlit með hestum í sinni umsjá. Óháðum aðilum hefur verið falið að fara yfir málið. Lögfræðingur með sérþekkingu á lögum um velferð dýra segir mikilvægt að við ráðningar sem þessar sé ekki aðeins tekið tillit til menntunar og reynslu heldur einnig til viðhorfs til dýravelferðar.
M
atvælastofnun hafa borist tilkynningar um að Óðinn Örn Jóhannsson, nýráðinn dýraeftirlitsmaður í Suðurlandsumdæmi, hafi í nokkrum tilvikum ekki sinnt skyldum sínum gagnvart hrossum sem voru í hans umsjá á árunum 2006 til 2009. Hefur hann nú vikið tímabundið frá störfum á meðan óháðir aðilar fara yfir málin. Aðeins eitt málanna, tengt stóðhestinum Blæ frá Torfunesi, var tilkynnt dýraverndaryfirvöldum og gerði Landbúnaðarstofnun alvarlegar athugasemdir við fóðurástand og umhirðu hans sumarið 2007. Í ráðningarferlinu var málið skoðað og í skriflegu svari frá MAST segir að þar sem hvorki hafi verið kært né gripið til frekari aðgerða af hálfu Landbúnaðarstofnunar á árinu 2007 og viðkomandi fengið jákvæða umsögn frá fyrri vinnuveitendum hafi niðurstaðan orðið sú að meta viðkom-
andi hæfastan umsækjenda.
Nýlegur dómur sé fordæmi
Árni Stefán Árnason, lögfræðingur sem hefur sérhæft sig í lögum um dýravelferð, telur að dómur sem féll í Héraðsdómi Vestfjarða 19. desember síðastliðinn sé fordæmisgefandi í dýravelferðarmálum og að Matvælastofnun beri að hafa hann til hliðsjónar við skoðun málanna sem nú fer fram. Í þeim dómi var karlmaður dæmdur fyrir að reka logandi sígarettu í trýni hunds á Patreksfirði. „Héraðsdómur Vestfjarða komst að þeirri niðurstöðu að það hafi nægt til sakfellingar að skaða hundinn, þó skaðinn hafi ekki verið varanlegur. Mál stóðhestsins frá árinu 2007 var ekki kært til lögreglu en Landbúnaðarstofnun gerði alvarlegar athugasemdir við fóðurástand og umhirðu hestsins þó ekki hafi verið talin ástæða til að ætla að hann hafi orðið fyrir varanlegu heilsutjóni. Því
Hryssan Tíbrá var í umsjá dýraeftirlitsmannsins sumarið 2009. Stóðhestur hafnaði henni og beit og var hún með 20 til 30 bitsár á hvorri hlið og stórt stykki vantaði í læri hennar. Minni bitsárin voru nokkurra daga gömul og hefði hryssan verið fjarlægð um leið og stóðhesturinn hafnaði henni hefði, að mati eiganda, mátt koma í veg fyrir að stóra stykkið yrði bitið úr.
kemur mér á óvart að MAST hafi metið viðkomandi hæfan til að sinna starfinu. Ráðning á sérfræðingum við eftirlit með dýravelferð á ekki aðeins að snúast um menntun og reynslu heldur líka viðhorf til dýraverndar.“
Ný lög um dýravelferð tóku gildi um síðustu áramót og eru ítarlegri en þau sem giltu árið 2007 en Árni segir það hafa verið skýrt í þágildandi lögum að ill meðferð á dýrum væri bönnuð. „Í tilvikinu árið 2007 hefði dýrið átt að njóta vafans svo sú stofnun sem fjallaði um það hefði átt að vísa því áfram til lögreglu. Það er alveg skýrt að það var bannað að fara með dýr á þann hátt sem viðkomandi gerði á sínum tíma og að sjálfsögðu á að kæra slíkt. Til þess eru dýraverndarlög. Í þessu umrædda tilviki naut stóðhesturinn ekki dýraverndar.“
Bitin hryssa
Opið til kl. 21 alla daga í Faxafeni
Sumarið 2009 sendi Stefán Birgir Stefánsson hryssuna Tíbrá ásamt folaldi til stóðhestamiðlunar í umsjá dýraeftirlitsmannsins þar sem hún átti að fara í hólf hjá ákveðnum stóðhesti og sammæltust þeir um að hún færi í hólfið strax um kvöldið. Eftir 16 daga dvöl fékk Stefán símtal og var tjáð að stóðhesturinn hefði hafnað hryssunni og bitið hana nóttina áður en að hún væri komin í lítið hólf og að búið væri að sauma hana. Stefáni brá mjög þegar hann sá hryssuna aftur en þá vantaði stórt stykki í hægra læri hennar og þar fyrir utan voru 20 til 30 bit á hvorri hlið. „Stóra bitið var nýtt en hin greinilega eldri því þurr skorpa var komin í þau og það fékk ég staðfest hjá dýralækni. Ég tel því að stóðhesturinn hafi hafnað Tíbrá um leið og hún kom í hólfið en ekki 16 dögum síðar eins og mér var tjáð.“ Stefán tilkynnti málið ekki til dýraverndaryfirvalda en einbeitti sér í kjölfarið að því að hlúa að hryssunni. Hann segir mikilvægt að þeir sem beri ábyrgð á stóðum athugi líðan hrossanna einu sinni á sólarhring. „Bitin á Tíbrá komu ekki á einni nóttu. Hún var sett inn í girðinguna til stóðhestsins eftir að honum var sleppt en venjan er sú að setja merarnar fyrst inn og svo stóðhestinn. Sé það gert öðruvísi þarf eftirlitið að vera sérstaklega gott svo öryggi hrossanna sé tryggt. Ég vissi af því að hryssan færi í girðinguna á eftir stóðhestinum en var sagt að eftirlitið yrði gott og gaf því samþykki mitt.“
Hjartaáfall mjólkandi hryssu
Sumarið 2007 drapst hryssan Rut í umsjón dýraeftirlitsmannsins. Freyja Hilmarsdóttir hafði umsjón með hryssunni fyrir þýskan eiganda sem vildi að henni yrði komið undir ákveð-
inn stóðhest. „Ég lagði mikla áherslu á það við umsjónarmanninn að hryssan kæmist í stóðhestinn þetta gangmál því hún var á 30. degi frá köstun og að ganga þessa daga. Ef á því yrðu tafir myndi ég vilja finna annan stóðhest,“ segir Freyja sem var vísað á lítið hólf sem ekki var með neinni beit. „Ég tilkynnti umsjónarmanninum að hryssan væri að koma af gömlum ábornum túnum og mjólkandi í hestalátum og var tjáð að hún færi í stóðhestahólfið um kvöldið og stóðhestinum sleppt þangað næsta dag. Í þeirri trú skildi ég hryssuna eftir.“ Átta dögum síðar fékk Freyja símtal þar sem henni var tjáð að hryssan væri dauð af völdum hjartaáfalls og hefði fundist seinni part þess dags og að um morguninn hafi allt verið með eðlilegum hætti. „Mér var sagt að hún hefði ekki enn verið sett í hólfið til stóðhestsins því það hefði ekki verið tilbúið.“ Freyja fór samdægurs til að sækja folaldið og lá þá hræ hryssunnar uppþanið í sveltihólfinu og vakti það athygli hennar að folaldið hneggjaði ekki þar sem það dvaldi inni í hesthúsi. „Folaldið var mjög rólegt en mín reynsla er sú að þau hneggi daginn sem þau missa móður sína og leiti hennar. Að sama skapi kom mér á óvart að folaldið kunni að drekka úr fötu því yfirleitt tekur það þau allt að þrjá til fjóra daga að læra það. Því tel ég líklegt að hryssan hafi drepist fyrr en mér var sagt.“ Freyja telur líklegt að hryssan hafi ekki fengið nægt fóður. „Þegar margar merar eru saman í hólfi án beitar þarf að passa upp á að dreifa fóðrinu vel svo allar fái nóg. Merar passa vel upp á folöld sín og það getur gerst að þær gleymi að éta ef mikill barningur er um fóðrið. Nokkurra daga dvöl í sveltihólfi er því ekki boðleg fyrir mjólkandi hryssu því við þær aðstæður þarf aðgangur að fæðu og vatni að vera greiður,“ segir Freyja. Þýskur eigandi hryssunnar vildi ekki leggja kostnað í krufningu þar sem óljóst var hvort hún myndi leiða til niðurstöðu og var málið ekki tilkynnt til dýraverndaryfirvalda. Freyja segir ekki loku fyrir það skotið að dýraeftirlitsmaðurinn hafi lært af reynslunni en veltir þeirri spurningu upp hver eigi að njóta vafans. Óðinn Örn Jóhannsson svaraði ekki fyrirspurnum Fréttatímans um málið. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is
www.volkswagen.is
Nýr Golf.
Komdu við í H EKLU og reynsluaktu V olkswagen G olf
Evrópu- og heimsmeistari Það er skammt stórra högga á milli hjá Volkswagen Golf þessa dagana. Ekki er langt síðan Golf var kosinn bíll ársins í Evrópu 2013 á bílasýningunni í Genf og síðan bættist við enn ein rósin í hnappagatið þegar 66 bílablaðamenn hvaðanæva að útnefndu hann bíl ársins í heiminum á bílasýningunni í New York. Í vor eru 40 ár liðin síðan Golf kom fyrst á markað og setti ný viðmið í hönnun fjölskyldubíla. Viðtökurnar við þessari sjöundu kynslóð sýna svo ekki verður um villst að enn er Volkswagen Golf fremstur meðal jafningja.
Volkswagen Golf kostar frá
3.540.000 kr.* *Golf Trendline, 1.4 TSI, beinskiptur, 122 hestöfl.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
12
viðhorf
Helgin 7.-9. febrúar 2014
Verðmætasköpun íslenskrar gæðavöru
Vik An sem VAr Með grænan blett á tungunni Ekki plata fólk Vigdís. Katrín Júlíusdóttir reyndi að vanda um fyrir stöllu sinni Vigdísi Hauksdóttur í þætti Mikaels Torfasonar, Mín skoðun. Hrútafýla Þetta snýst í sjálfu sér ekki um karlrembu. Örnu Kristínu Einarsdóttur, framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands, var ekki boðið í þorrablót Karlakórsins Fóstbræðra. Arinbjörn Vilhjálmsson, varaformaður Fóstbræðra, benti á að karlakórum sé eðlislægt að halda karlakvöld án þess að remba blandist í málið. Pólitískar áhyggjur Og ég er líka uggandi yfir því þegar borgarstjóri segir að Jesús Kristur hafi hugsanlega verið hommi, Óskar Bergsson, sem ætlar að freista þess að komast í borgarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn, er órólegur. „One for the road...“ Uppistaðan af því fólki sem að til mín hefur komið er prýðisfólk. Og er ég búinn að vera meira en 20 ár í þessu. Margeir Margeirsson, hefur rekið barinn Monte Carlo við mismikla kátínu nágranna á Laugaveginum, en nú verður búllunni lokað. Tjöruþvottur og bón Hanna Birna hafnar hverju tækifærinu á fætur öðru til að hreinsa sig pólitískt af þessu skítamáli. Mörður Árnason reyndi að gefa innanríkisráðherranum Hönnu Birnu tækifæri til að gera upp hið margrædda lekamál. Loðnir lúðar Hlustiði nú á þetta viðtal sjálfir heima
hjá ykkur í rólegheitum og veltið fyrir ykkur hvenær strákur hefði þurft að sitja undir sömu skítadrullu og Anna Tara gerði í þessu viðtali. Hildur Lilliendahl tók Harmageddondrengina, Frosta og Mána, heldur betur á beinið fyrir viðtal sem þeir tóku við rapparann Önnu Töru. Mest var rætt um kynfærahárvöxt. Varúð:Pútín Ég á samkynhneigða vini í Rússlandi og ég er bara drulluhræddur um líf þeirra. Unnsteinn Jóhannsson lýsti óánægju sinni með ferð íslenskra ráðamanna á Ólympíuleikana í Sochi. Spurt úr launsátri Viðtalið hófst og tók óvænta stefnu. Í staðinn fyrir umræðuefnið hóf þáttastjórnandinn að ræða um kaup og kjör stjórnenda í ákveðnu fyrirtæki. Gunnar Baldvinsson, stjórnarformaður Landssamtaka lífeyrissjóða og framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, fær engan botn í hvers vegna hann var spurður spurninga í Kastljóssviðtali. Perlur fyrir svín Ég er komin á þann stað að það borgar sig ekki lengur að gera plötu. Ég tapa á því. Þetta er sorgleg staðreynd að íslensk tónlist sungin á íslensku er líklega að hverfa af markaðinum. Kóngurinn sjálfur, Bubbi, er við það að gefast upp á hefðbundinni hljómplötuútgáfu. Alltaf á áætlun! Þetta var mjög óhugnanlegt. Þetta er barnið manns, það dýrmætasta sem maður á. Ólöf Filippusdóttir lenti í bráðum háska með lítinn son sinn í barnavagni þegar vagninn klemmdist í dyrum strætisvagns sem ók síðan af stað.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
A
Skyrið slær í gegn ytra
Athyglisvert er að fylgjast með því hvernig skyr er að ná fótfestu á erlendum mörkuðum. Skyr hefur fylgt okkur allt frá landnámi, er í raun ferskur súrostur sem unninn er úr undanrennu. Ætla má að skyrgerð hafi tíðkast á öðrum Norðurlöndum og landnámsmenn flutt þá kunnáttu hingað til lands. Þótt skyr hafi verið þekkt víða í nágrannalöndum okkar fyrr á öldum hélst skyrgerð með þeim hætti sem við þekkjum hana aðeins hér á landi. Því hefur verið litið á skyr sem séríslenska vöru þótt evrópski súrosturinn kvarg sé líkur skyri. Orðið skyr er heldur ekki séríslenskt. Það er notað í vesturhluta Noregs til að lýsa súrri mjólk. Jónas Haraldsson Skyr hefur verið undirjonas@frettatiminn.is stöðufæða okkar frá öndverðu. Til eru þeir sem telja að þjóðin eigi tilvist sína skyrinu að þakka. Þegar skyrgerð færðist frá heimilum til mjólkurbúa tók framleiðslan miklum breytingum en langt fram eftir 20. öld var skyr selt óhrært í verslunum og þá pakkað í pappír. Það var svo þykkt að hægt var að skera það en var yfirleitt hrært og þynnt með mjólk og sykri á heimilum. Nú er nær allt skyr selt hrært í dósum, með eða án bragð- og sætuefna. Enn er skyr þó framleitt á hefðbundinn hátt á nokkrum sveitabæjum en á Erpsstöðum í Dalasýslu er það framleitt til sölu á markaði. Aukinn áhugi á hollu mataræði á mikinn þátt í miklum vinsældum skyrs hér á landi, en skyr er prótínríkt og fitusnautt. Hið sama gildir í nágrannalöndum með útflutningi skyrs héðan eða framleiðslu þess með íslensku sérleyfi. Undanfarin ár hefur skyr framleitt af Mjólkursamsölunni verið flutt til Danmerkur en skyr er einnig framleitt þar og Noregi í samstarfi við Mjólkursamsöluna. Síðastliðið haust kom fram í viðtali við forstjóra Mjólkursamsölunnar að áætlað væri að 25 milljónir skyrdósa seldust í Skandinavíu á árinu sem væri 20
prósent aukning frá árinu 2012. Forstjórinn sagði ástæðu söluaukningarinnar vera áhuga á prótínríkum vörum, auk þess sem Norðurlandabúar væru hrifnir af bragðinu. Mjólkursamsalan hefur undanfarin ár flutt út skyr til Bandaríkjanna en sá útflutningur hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Fyrirtækið er með á undirbúningsstigi að hefja framleiðslu á skyri þar. Meta á hvort íslenskt undanrennuduft verður notað í framleiðsluna. Markaðurinn er hins vegar fyrir hendi á Norðurlöndum og víðar í Evrópu. Fram kom í frétt Morgunblaðsins fyrr í vikunni að Mjólkursamsalan hefur ákveðið að fjárfesta í tækjum í mjólkurbúi Thise í Danmörku. Tilgangurinn er að anna eftirspurn og mæta fyrirsjáanlegum vexti í skyrsölu í Finnlandi. Haft var eftir framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Mjólkursamsölunnar að annað hvort hafi verið fyrir fyrirtækið að leggja í þessa fjárfestingu eða eiga á hættu að einhver annar tæki yfir þann sterka markað sem orðinn er til í Finnlandi. Danska fyrirtækið hefur einnig lagt í verulegar fjárfestingar til að mæta aukinni eftirspurn á heimamarkaði en það framleiðir skyr með sérleyfi frá Mjólkursamsölunni. Framleiðslan í Danmörku nam 1700 tonnum í fyrra og tvöfaldaði Thise heimamarkaðinn þá. Enn fremur kom fram í frétt blaðsins að innan tíðar verði hafin kynning á skyri í Bretlandi. Fyrir jól hófst útflutningur á skyri til Færeyja þar sem varan er seld í íslenskum umbúðum. Þá fer skyr, framleitt á Íslandi, til sölu í Sviss í vor. Skyr er holl og góð vara með íslenskar rætur. Mikilvægt er að halda þeirri tengingu, flytja út eins og framleiðslugeta leyfir en sérleyfistengja framleiðsluna ytra eftir því sem hægt er – og njóta þannig hlutdeildar í framleiðslunni. Það byggist vitaskuld á því að varan standist væntingar neytenda hvað gæði varðar því aðrir framleiðendur fylgjast með og munu selja skyr sem hluta af sinni framleiðslu – og gera það raunar nú þegar.
Þótt skyr hafi verið þekkt víða í nágrannalöndum okkar fyrr á öldum hélst skyrgerð með þeim hætti sem við þekkjum hana aðeins hér á landi. Því hefur verið litið á skyr sem séríslenska vöru þótt evrópski súrosturinn kvarg sé líkur skyri.
MIKILVÆG ÖRYGGISTILKYNNING!
Verslað var í öllum verslunum miðvikudaginn 05.02.2014.
Samtals 3.390 kr.
Samtals 3.523 kr.
LA DA AL
O
PI
AG
10-20
A
A G
OPIÐ
Samtals 3.517 kr.
Ð A LA D L
Kostur | Dalvegur 10-14 | 201 Kópavogur | Sími: 560-2500 | kostur@kostur.is | www.kostur.is
14
viðhorf
Helgin 7.-9. febrúar 2014
Tímabært að stíga næsta skref
Brúum dagvistunarbilið
Í
tíð Reykjavíkurlistans var unnið þrekvirki í leikskólamálum borgarinnar. Nú er hins vegar orðið tímabært að stíga næsta skref. Nauðsynlegt er að brúa það bil sem skapast þegar fæðingarorlofi foreldra lýkur við 9 mánaða aldur og þar til börn byrja í leikskóla sem er oft ekki fyrr en á þriðja ári. Markmiðið verði að öll börn geti fengið dagvistun í samræmi við þeirra þarfir og þroska. Flestir foreldrar þekkja þá erfiðleika sem fylgir því að þurfa að vera í von og óvon um dagvistun þegar fæðingarorlofi lýkur. Þetta þekki ég sjálfur sem foreldri tveggja ungra barna.
Í samræmi við þarfir og þroska
Þetta bil þarf einfaldlega að brúa. Vel má hugsa sér blandaða leið þar sem Magnús Már Guðmundsleikskólum er fjölgað eða þeir stækkson, framhaldsskólaaðir, stutt verði við foreldrarekna kennari og frambjóðandi leikskóla, samstarfi við einkarekna í flokksvali Samfylkingar- leikskóla eða dagforeldrakerfið innar í Reykjavík. styrkt. Markmiðið verði að öll börn geti fengið dagvistun í samræmi við þeirra þarfir og þroska frá 12 mánaða aldri, en samhliða verði fæðingarorlof foreldra lengt eins og ríkisstjórn Samfylkingar og VG stefndi að.
Réttlát laun
Um leið þurfum við að hlúa enn frekar að leikskólastarfinu. Vellíðan barna okkur er mikilvægara en allt annað. Alveg eins og við viljum að börn fái hollan og góðan mat, að þeim líði vel í leik og búi við öryggi, þá skipta vinnuaðstæður, starfsánægja og launakjör starfsfólksins einnig miklu máli. Launakjör eru meðal þess sem hefur áhrif á starfsánægju og ánægður starfsmaður er góður starfsmaður. Þess vegna er brýnt að tryggja réttlát laun fyrir störf sem unnin eru á leikskólum. Launakjör leikskólastarfsólks eru jafnréttismál enda er kynbundinn launamunur eitt brýnasta verkefni komandi ára.
„Hvers vegna þurfa konur í tónlistarmyndböndum alltaf að vera á rassinum?“
Y
Fullklædd.is
ngsta dóttir mín varð 8 ára fyrr í vikunni, sem er svo sem ekki í frásögur færandi, nema vegna þess að af því tilefni var haldin afmælisveisla, eins og vera skyldi. Snótin var búin að skipuleggja veisluna í þaula og búin að teikna leiðbeiningar á blað fyrir foreldrana. Veislan skyldi haldin heima, kaksjónarhóll an átti að vera á tveimur hæðum með túrkísbláu kremi og „svona mynd“ (teikning fylgdi af henni sjálfri haldandi í blöðrur). Leika skyldi stoppdans, pakkaleik, fataleik og einn frumsaminn leik til viðbótar. Undir leikjunum Sigríður skyldi spiluð tónlist og Dögg ákváðum við mæðgurnar að búa til „lagalista“ með Auðunsdóttir öllum uppáhaldslögunum sigridur@ sem spila mætti í afmælfrettatiminn.is inu. Við settumst yfir Spotify og ég bjó til „lagalistann“ eftir lögunum sem hún sýndi mér á YouTube. „Ég veit að þér finnst þetta ekki flott vídeó, mamma, en mér finnst þetta lag svo flott,“ segir barnið þegar hún sýnir mér „California Curls“ með Katy Perry og Snoop Dogg. Þar eru ýmist bikiniklæddar konur með bollakökur á brjóstunum eða allsberar liggjandi á skýjum á meðan karlinn er fullklæddur í jakkafötum, vesti, skyrtu og bindi. Áður höfðum við skoðað lagið „Roar“ með samnefndri söngkonu, þar sem hún var álíka léttklædd, myndband með Shakiru og Rhiönnu við lagið „Can’t remember to forget you“ þar sem þær bera rasskinnarnar klæddar í
þveng eins og næstum allar söngkonur í dag og keppast um hvor sé meira eggjandi, hristandi á sér rassinn. „Wrecking Ball“ með Miley Cyrus fór á „lagalistann“ – en sú er einna frægust fyrir að sveifla sér allsber á brotkúlu sleikjandi sleggju (eins og forsætisráðherra var látinn gera í áramótaskaupinu). Og nokkur lög með Beyonce, sem þangað til alveg nýlega var í góðu bókunum mínum – sem hefur notað áhrif sín meðal annars til að vekja athygli á því hve hallar á konur á mörgum sviðum samfélagsins. Ég ákvað meðvitað að stinga ekki upp á því við dótturina að bæta nýjasta smelli Beyonce á „lagalistann“, laginu „Drunk in love“ sem hún syngur með eiginmanninum, Jay-Z. Þar segir Jay-Z: „I am Ike Turner…Baby know I don’t play. Now eat the cake, Anna Mae.“ Þið sem eruð komin á fimmtugsaldurinn, eins og ég, munið ef til vill eftir kvikmyndinni um Tinu Turner sem er byggð á ævisögu hennar, „What’s love got to do with it“. Þar er einmitt áhrifarík og eftirminnileg sena þar sem Ike beitir eiginkonu sína, Tinu Turner (sem heitir réttu nafni Annae Mae Bullock) hryllilegu ofbeldi, þar sem þessi lína kemur einmitt fyrir: „Éttu kökuna, Anna Mae!“ Tina Turner þurfti að þola áralangt ofbeldi og viðbjóð af hendi eiginmanns síns – rétt eins og ótalmargar konur enn þann dag í dag. Mér er fyrirmunað að skila hvers vegna frægustu, ríkustu og áhrifamestu popphjón samtímans velja að gera lítið úr heimilisofbeldi með þessum hætti, líkt og skilja má af
textanum. Ég verð að taka það fram að það er ekkert nýtt að sjá berar konur í myndböndum við popplög. Þegar unglingsdóttir mín var fjögurra ára (upp úr aldamótum) horfðum við stundum á MTV (þá var ekkert YouTube) og áttum til að mynda samræður um það hvers vegna konur „séu alltaf á rassinum“ í myndböndum, eins og hún orðaði það. Ég hef rætt við öll börnin mínum um fyrirmyndir og hvers vegna það sé ekki sjálfsagt að konur þurfi að „vera á rassinum“ til þess að geta verið söngkonur. Ég hef mikið reynt að beina sjónum þeirra að listamönnum sem telja sig ekki þurfa að gera út á kynþokkann, til að mynda hina ungu Lorde, sem er ávallt fullklædd á sviði. Ég ákvað að leggjast í smá vinnu og finna myndbönd fyrir dótturina sem ég gæti mælt með. Jú, hin unga, hæfileikaríka Willow Smith er frábær fyrirmynd, flottur töffari sem fer sínar eigin leiðir, Hin stælta og rokkaða Pink er sömuleiðis töffari sem helst oftast í fötunum, Lily Allen sömuleiðis (þó svo auðvelt sé að misskilja nýjasta myndband hennar, „Hard out here“ ef maður er 8 ára. Í því gagnrýnir Allen þrýsting tónlistariðnaðarins á konur að gera út á kynþokkann. Það er erfitt á tímum nýmiðlunar að hafa stjórn á því efni sem börnin manns neyta. Ég held samt áfram að reyna. Mér hefur reyndar dottið í hug að búa til síðuna fullyclothed.com (eða fullklædd.is) þar sem væri hægt að safna saman efni eftir listamenn sem gera ekki út á líkama sinn. Meira að segja lénið er laust.
„Besti smábíllinn“ Ford Fiesta. Beinskiptur frá 2.450.000 kr. Sjálfskiptur frá 2.790.000 kr. Brimborg fagnar 50 árum í bílgreininni og af því tilefni fylgja ný Nokian vetrardekk að verðmæti 120.000 kr. öllum Ford Fiesta í febrúar. Nýttu tækifærið. Ford Fiesta var valinn besti smábíllinn árið 2013 af sérfræðingum eins vinsælasta bílablaðs heims, Auto Express. Komdu og prófaðu þennan snilldar bíl.
Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000
Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050
ford.is
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16
Ekki enn sannfærð/ur? Hér eru fleiri staðreyndir um Ford Fiesta: Hiti er í framsætum og 3,5 tommu upplýsingaskjár í mælaborði. Farangursrýmið er einstaklega rúmt (290 lítra). CO2 gildin eru óvenju lág fyrir bensínvél og hann fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur. Ford MyKey, brekkuaðstoð og EasyFuel er staðalbúnaður. Öryggispúðarnir eru óvenju margir eða 7 talsins, þar af einn fyrir hné ökumanns. Sérstakt hitaelement er í miðstöð og er hann því mjög fljótur að hitna sem er afar hentugt á köldum vetrarmorgnum! Ford Fiesta, bensín 65 hö, beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,3 l/100 km. CO2 99 g/km. Ford Fiesta, EcoBoost bensín 100 hö, sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,9 l/100 km. CO2 114 g/km. Tökum allar tegundir bíla uppí nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Ford_Fiesta_5x18_30.12.2013.indd 1
31.1.2014 15:20:43
* 3.5 % lántökugjald
Vaxtalausar raðgreiðslur í tólf mánuði! *
ÞVOTTADAGAR 20-2 2 20 -26,5% af afsláttur a fslátt fs áttu átt ttur
af öllum þvottavélum, þurrkurum og uppþvottavélum ÞVOTTAVÉL LAVAMAT 60260FL
ÞVOTTAVÉL LAVAMAT 60460FL
1200 snúninga Taumagn 6 kg Öll hugsanleg þvottakerfi Íslensk notendahandbók
1400 snúninga Taumagn 6 kg Öll hugsanleg þvottakerfi Íslensk notendahandbók
ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ
ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ
12 manna stell 5 þvottakerfi Turbo-þurrkun Hljóðlát vél: 47db (re 1 pW) Orkunýtni: A Þvottahæfni: A Þurrkhæfni : A
Listaverð: 145.900,-
Listaverð: 135.900,-
Þú sparar: 36.000,-
Þú sparar: 36.000,-
TILBOÐSVERÐ – 99.900,-
ÞVOTTAVÉL LAVAMAT98699FL
TILBOÐSVERÐ – 109.900,-
ÞURRKARI LAVATHERM T76280AC ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ
1600 snúninga Taumagn 9 kg Öll hugsanleg þvottakerfi Kolalaus mótor
Barkalaus Rakaskynjari Taumagn: 8 kg Íslensk notendahandbók
Listaverð: 217.900,-
Listaverð: 149.900,-
TILBOÐSVERÐ – 163.425,-
TILBOÐSVERÐ – 95.920,- STÁL
FRÁBÆRT PAR OG MIKILL SPARNAÐUR: ÞVOTTAVÉL OG ÞURRKARI LAVAMAT 75470 & LAVATHERM T76280
ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ
ÞVOTTAVÉL 1400 snúninga · Taumagn 7 kg Öll hugsanleg þvottakerfi Íslensk notendahandbók
Þú sparar: 29.980,-
Þú sparar: 54.475,-
UPPÞVOTTAVÉL FAVORIT 45010-M
TILBOÐSVERÐ – 119.920,-
– og gerðu frábær kaup! Athugið! ... Bjóðum einnig:
AEG ryksugur með 20% afslætti
ÞURRKARI Barkalaus með rakaskynjara Taumagn 8 kg Íslensk notendahandbók Listaverð á PARINU: 329.800,-
Þú sparar: 65.960,-
TILBOÐSVERÐ –
PARIÐ 263.840,-
Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-15
LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800 · ORMSSON.IS ORMSSON KEFLAVÍK SÍMI 421 1535
ORMSSON ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SÍMI 456 4751
KS SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 455 4500
ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000
ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515
ORMSSON VÍK-EGILSSTÖÐUM SÍMI 471 2038
ORMSSON PAN-NESKAUPSTAÐ SÍMI 477 1900
ORMSSON GEISLI ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM SÍMI 480 1160 SÍMI 481 3333
16
vetrarhátíð
Helgin 7.-9. febrúar 2014
Vetr arhátíð fjör á Safnanótt
Vetr arhátíð Kr aKK afjör
Ljósadýrð í Þjóðminjasafninu
Börn í mögnuðu myrkri Samspil ljóss og myrkurs verður magnað á Vetrarhátíð hófst í Reykjavík í gær, fimmtudag og stendur til 15. febrúar. Markmið hátíðarinnar er að lýsa upp mesta skammdegið í febrúar með viðburðum og uppákomum af ýmsu tagi og þar verður margt í boði fyrir börnin. Og þá ekki síst á Safnanótt sem rennur upp á föstudaginn. Vísinda-Villi mætir til leiks á Bókasafni Seltjarnarness á milli klukkan 20.0020.30 en þá ætlar þessi hressi spekingur og metsöluhöfundur að skemmta krökkunum með fyrirlestri og fróðleik um heiminn og gera einfaldar tilraunir.
Borgarbókasafnið í Sólheimum verður með barnadagskrá á föstudaginn milli 13 og 18. Gestum býðst að fara um skúmaskot safnsins sem verður myrkvað og því nauðsynlegt að skima í kringum sig með vasaljós að vopni. Ratleikjasmiður Borgarbókasafns hefur komið fyrir ýmsum vísbendingum í skúmaskotum safnanna. Gestum býðst að taka þátt í að finna þær og eiga þannig möguleika á skemmtilegum verðlaunum. Heimsdagur barna verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 8. febrúar í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Á
Heimsdeginum býðst börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra að kynnast öðrum menningarheimum með því að taka þátt í fjölbreyttum listasmiðjum og njóta margs konar skemmtunar. Dagskrá Heimsdagsins verður birt á sjö tungumálum auk íslensku og eru allir velkomnir. Allar frekari upplýsingar um dagskrá Vetrarhátíðar má finna á vefnum http:// vetrarhatid.is/
Safnanótt er einn fjörugra hápunkta Vetrarhátíðar en á föstudagskvöld opna fjörutíu söfn á öllu höfuðborgarsvæðinu dyr sínar og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Íbúar og gestir borgarinnar á öllum aldri geta notið dagskrárinnar fram undir miðnætti sér að kostnaðarlausu. Sérstakur Safnanæturstrætó gengur á milli safnanna og auðveldar gestum að heimsækja söfnin á Safnanótt. Þjóðminjasafnið tekur þátt í herlegheitunum og safnið verður opið frá klukkan 17-24. Listahópurinn Tura Ya Moya stendur fyrir ljósainnsetningu í anddyri Þjóðminjasafnsins en verkið nefnist Vetrarljós og byggir á
myndum, kvikmyndabrotum og hljóði sem varpað verður á veggi í anddyri safnsins. Klukkan 18 er börnum á öllum aldri boðið að hlusta á álfasögur í silfurhelli. Börnin fá höfuðljós og slökkt verður á ljósum í Bogasal þar sem safnkennari segir börnum álfasögur. Klukkan 19 er boðið upp á leiðsögn um grunnsýningu safnsins á ensku. Klukkustund síðar er íslensk leiðsögn um sýninguna Betur sjá augu – Ljósmyndun íslenskra kvenna 1872-2013. Gunnar Karlsson flytur erindið Ást Íslendinga að fornu í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins klukkan 21 og klukkan 22 syngur Kvennakórinn Katla í anddyri safnsins.
tine Bech LýSir upp Brúna Við r áðhúSið
Ljós og myrkur munu stíga fjöruga dansa víða um borgina á Vetrarhátíð sem Jón Gnarr Borgarstjóri setti á fimmtudag og mun standa til 15. febrúar. Ljósalistakonan Tine Bech er í hópi listafólksins sem tekur þátt í að lýsa borgina upp þessa daga. Hún hefur gert brúna við Ráðhúsið að seiðandi göngustíg þar sem vegfarendur ganga baðaðir í blárri birtu í bleikum skýjum.
Gönguferð á bleikum skýjum í blámanum
Tine Bech hefur komið víða við með ljósalist sinni. Hún lýsti til dæmis upp sundlaug í tengslum við Ólympíuleikana í London þar sem hugmyndin var að fólk gæti stungið sér til sunds í fljótandi, upplýstu málverki.“
Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
j
ón Gnarr borgarstjóri setti Vetrarhátíð í gær, fimmtudag, þegar hann tendraði tíu ljóslistaverk sem öll eru í göngufæri hvert frá öðru í miðbænum. Verkin lýsa upp byggingar og almenningsrými á fjölförnum stöðum og kalla fram nýja sýn vegfarenda á borgina í febrúarskammdeginu. Tine Bech er einn ljóslistamannanna sem tekur þátt í upplýsingunni
en hún hefur breytt brúnni við Ráðhúsið í töfrandi göngustíg. „Fyrir mér gengur ljóslistin út á að skapa augnablik þar sem áhorfandinn tekur þátt í leiknum og tekur beinan þátt í verkinu og öðlast þannig sína eigin upplifun sem hver og einn getur túlkað á sinn hátt,“ segir Tine. „Og líka að kalla fram fegurð augnabliksins með áhorfandanum.“ Tine lýsir brúna upp með blá-
leitum bjarma en þegar gengið er yfir hana eru skynjarar, sem tendra bleik ský, virkjaðir þannig að fólk gengur í bleikri þoku og bláum bjarma. „Þetta er töfrum líkast,“ segir Tine. Tine er dönsk en býr í London og sérhæfir sig í gagnvirkri list auk þess sem hún vinnur mikið með ljós. „Ég er nýbúin með doktorsritgerðina mína um hvernig listafólk getur laðað áhorfendur að og fengið
þá til að taka þátt í listaverkunum,“ segir Tine sem sýnir nú í fyrsta sinn á Íslandi og bendir á að ljósabrúin sé dæmi um gagnvirka list. „Ég kom hingað í fyrsta sinn í nóvember og skoðaði aðstæður og fór svo heim og hannaði verkið. Þetta er dásamlegt og fallegt land. Allur maturinn ykkar er virkilega góður og orkan hérna er góð, alveg sérstök og ég veit ekki hvernig ég á að lýsa henni með orðum.
En það er mjög kalt hérna og veðrið hjá ykkur er geðtruflað. Sérstaklega þegar maður er að vinna úti.“ Skammdegisrökkrið er Tine aftur á móti kærkomið, ef ekki beinlínis ómissandi. „Myrkrið er gott. Ekkert ljóslistaverk lítur vel út í björtu, ekki einu sinni þegar sólin er í felum bak við skýin. Það keppir ekkert við sólina. En fegurðin í lituðum ljósum andspænis myrkum himni er mikil.“
Tökum þátt í prófkjöri og stillum upp öflugum lista fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor.
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir Síðastliðin þrjú ár hef ég verið formaður fjölskyldunefndar, varabæjarfulltrúi, aðalbæjarfulltrúi frá janúar 2013 og tók sæti í bæjarráði nú í janúar. Ég óska eftir stuðningi þínum til að halda áfram störfum mínum fyrir Mosfellinga alla. Í mínum huga er ekkert sem skiptir okkur Mosfellinga meira máli en að í okkar bæ verði áfram styrk stjórn sem ber hag allra íbúa fyrir brjósti.
3. sæti
Áherslur mínar • Fylgja stefnu Mosfellsbæjar í velferðarmálum • Styrkja góða skólamenningu • Að efla íþrótta – og tómstundastarf • Laða að fyrirtæki • Að Mosfellsbær verði áfram góða sveitin
Prófkjör sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ 8. febrúar 2014
Aðeins
íslenskt kjöt
í kjötborði
Aðeins
íslenskt kjöt
í kjötborði
Fjölskylduþorrabakki
3498
kr./pk.
15
ÍM kjúklingalundir
% r u t t á l s f a
m meira
Við geru
fyrir þig
2384 2649
kr./kg
kr./kg
ryggurm Lambah veppu með villis
2289
15
% ur t t á l s f a
kr./kg
2698kr./kg
Bestir í kjöti
A
Aðeins
ísleðneins kjötskt
íslenskt kjöt
í kjötborði
í kjö tbor ði
Ungnautafille
3898 4598
kr./kg
Helgartilboð! kr./kg
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
Mangó
ab mjólkurdrykkur, 2 tegundir, 250 ml
129
kr./kg
kr./kg
% afsláttur
Appelsínur
238 298 kr./kg
kr./kg
20
% afsláttur
% afsláttur
Anton Berg konfekt, 400 g
1897 2529
kr./pk.
kr./pk.
kr./stk.
15
% afsláttur
Sól appelsínusafi, 800 ml
305 359
498 689
28
25
kr./stk.
kr./stk.
25
26
% afsláttur
Myllu heimilisbrauð, 770 g
275 365
kr./pk.
kr./pk.
% afsláttur
Tyrell´s grænmetissnakk, 2 teg.
439
kr./pk.
Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt
Egils appelsín, 4x2 lítrar
956 1298
kr./pk.
kr./pk.
18
fréttaskýring
Vinna í kapp við tímann Ástríður Pálsdóttir er verkefnisstjóri rannsóknarteymis á Keldum sem hefur rannsakað arfgenga heilablæðingu í mörg ár. Rannís og Heilavernd studdu mjög vel við rannsóknirnar í upphafi en eftir kreppu er fjármagnið af skornum skammti. Rannsakendum liður oft eins og þeir séu í kappi við tímann en nú liggja fyrir mikilvægar niðurstöður sem ekki er hægt að vinna úr vegna fjárskorts.
É
g myndi frekar vilja fá úrskurð um að ég væri með krabbamein en þetta. Því það er því miður bara ekkert hægt að gera. Við erum oft spurð hvort ekki sé eitthvað að gerast með lækningu en við erum bara svo fá á Íslandi og þetta er jafn erfiður sjúkdómur að rannsaka og Alzheimer en það eru 20.000 manns að rannsaka hann,“ segir Ástríður. Hún segir Ísland vera algjört kjörlendi fyrir rannsóknir á erfðasjúkdómum sem þessum. „Þetta er mjög merkilegur sjúkdómur hvað varðar áhrif umhverfis á stökkbreytingar. Í flestum tilfellum þarf músalíkan til að skoða sjúkdómsferlana. Þrír erlendir hópar hafa reynt að gera músalíkan en mýsnar fá aldrei nein einkenni. Þess vegna höfum A r fgeng heil A bl æðing við reitt okkur á húðfrumur sem arfberar hafa gefið okkur og við ræktum. Hér á Íslandi erum við í forréttindastöðu til að rannsaka vegna erfðaupplýsinga. Það er algjörlega ómetanlegt að hafa þessar Arfgeng heilablæðing er séríslenskur erfðaupplýsingar og þær ættu mögulega sjúkdómur sem stafar af stökkbreyttu geni. að gagnast í Alzheimer rannsóknum því Stökkbreytta próteinið safnast fyrir í smáumhverfisþættir eru klárlega áhrifavaldar slagæðum heila hjá arfberum og verður til þegar kemur að Alzheimer, segir Ástríður þess að æðaveggir þeirra skemmast, rofna en rannsóknir þeirra hafa sýnt að arfgeng og valda heilablæðingu. Sjúkdómurinn erfist heilablæðing gæti líka verið tengd umríkjandi sem þýðir að það nægir að erfa eitt hverfisþáttum. Mögulegt samband er milli gallað gen til að fá hann. Flestir deyja um mataræðis og lífslíkna því fyrir miðja nítjþrítugt en einstaka arfberi lifir lengur af ándu öld lifðu arfberar jafnlengi og makar óþekktum orsökum. þeirra en svo fóru þeir að deyja mun fyrr. Íslensk erfðagreining aldursgreindi stökkÞessi breyting varð á nákvæmlega sama breytinguna og talið er að hún hafi orðið í tíma og byrjað var að flytja mjöl til landsins og í kjölfarið gjörbreytist fæða landans. Á einstaklingi fyrir um það bil 18 kynslóðum, seinni hluta aldarinnar fer fólk að fara mun eða um miðja sextándu öld. Stökkbreytti forfyrr úr sjúkdómnum eða í kringum þrífaðirinn hefur ekki fundist en elsti arfberinn tugsaldurinn. Þetta gerði það að verkum sem vitað er um fæddist 1684 á Snæfellsað sjúkdómurinn hvarf úr sumum ættum nesi. Hann flutti í Þykkvabæinn og þaðan þar sem margir arfberar féllu frá fyrir breiddist sjúkdómurinn um Suðurland, en giftingaraldur. áður hafði hann einskorðast við Vesturland „Áður lifðu arfberar jafnlengi og makar og Barðastrandarsýslur. Um miðja nítjándu og konur með þessa stökkbreytingu áttu öld fór tilfellum að fækka því fólk fór að sumar 12 börn en í dag er mikil áhætta að deyja mun fyrr en áður, fyrir giftingaraldur, eiga barn. Samt eru genin alveg nákvæmog þess vegna hefur erfðagallinn horfið í lega eins í arfberunum í dag. Svo okkar flestum ættum. Í dag eru fáar ættir á landinu tilgáta er sú að umhverfisþættir séu að sem bera gallann. Líklega eru um 13 manns hafa áhrif og nú beinast því rannsóknirnar greindir arfberar en nokkrir systkinahópar meðal annars að áhrifum efna í mat á eru ógreindir. Síðan 1950 hafa u.þ.b. 95 einvirkni genastarfsemi í frumum arfbera. staklingar dáið úr sjúkdómnum. Ég myndi svo gjarnan vilja að einhver næringarfræðingur myndi taka þetta upp og bara athuga hvað var í gamla fæðinu, sértaklega skyri, mysu og öllum súrmat.“ „Við erum tveir líffræðingar með doktorspróf sem stundum þessar rannsóknir, Birkir Þór Bragason og ég, auk þess er einn doktorsnemi, Ásbjörg Ósk Snorradóttir og meistaranemi, Gyða Ósk Bergsdóttir, að vinna að meinafræðirannsóknum og frumurannsóknum sem byggjast m.a. á ræktuðum húðfrumum úr arfberum. Út frá þessum rannsóknum og rannsóknum á heilavef vitum við að það verður bandvefsuppsöfnun í æðum St yr ktA rtónleik Ar arfbera sem þyrfti að stoppa því það er mögulega hluti af sjúkdómsmyndinni.“ Rannsakendur sjúkdómsins hér eru í góðu sambandi við erlenda vísindamenn sem eru í fremstu röð í heiminum. „Við erum í samstarfi við mjög merkilegan hóp taugasérfræðinga í Tubingen sem er að rannsaka Alzheimer, en þangað höfum Tónleikar verða haldnir næstkomandi við líka sent nemendur í þjálfun. Auk þess sunnudag, 9. febrúar klukkan 20, í erum við í samstarfi við rannsóknarhóp Norðurljósasal Hörpu til styrkar ranní Manchester sem gerði fyrir okkur, og sóknum á arfgengri heilablæðingu. Fram ákvað að gefa okkur, mjög dýra rannsókn. koma margir landsþekktir tónlistarmenn, Þau eru aðallega að rannsaka sykursýki 2 meðal annars Bubbi Morthens, Einar og Alzheimer en þar geta komið upp sömu Ágúst, Þórunn Antonía, Lögreglukórinn vandamál og í arfgengri heilablæðingu, og Kaleo. Kynnir kvöldsins verður þ.e uppsöfnun próteina. En okkur vantar Auðunn Blöndal. peninga til að vinna úr þessum rannsóknunum sem hópurinn í Manchester vann.“ Auk þess er hægt Að leggjA frAm frjáls frAmlög inn á reikning Ástríður segir það erfitt að vinna við þær heilAverndAr: 514-26-41000 aðstæður að vera með hæft fólk og grunnkennitAlA: 660286 1369 rannsóknir en þurfa að takmarka sig vegna fjárskorts, sérstaklega þegar svona mikið liggi við. „Það er bara algjört lágmark að hafa fé til að vinna úr rannsóknum sem okkur hafa verið gefnar.“
Helgin 7.-9. febrúar 2014
Ættleggur Daða Þórs VilHjálssonar (sjá viðtal á bls. 22)
elsti þekkti ar fberi sjúkdómsins fæddist árið 1687
látinn ar fberi.
er fði ekki sjúkdóminn.
Kvæntist inn í ættina .
jónína steingrímsdóttir 1932-1966
leifur steinarsson 1927-2006
Dagný Hildur 1954
árný jónína 1956-1979
Dagný Hildur á þrjú börn.
halla@frettatiminn.is
sigrún Hulda eignaðist tvö börn.
árný jónína eignaðist eitt barn. unnur ragnhildur 1958-1988
ásdís steinunn 1952-1983
ásta lovísa Móðir 1951-1984
eyrún Björg 1976-1997
Vilhjálmur Þór Faðir 1953-2011
Daði 1973-
leifur orri 1974-1999
á sta lovísa systir 1976 -2007 jónína Björk systir 1970-2000
Söfnun fyrir rannsóknum á arfgengri heilablæðingu
Halla Harðardóttir
sigrún Hulda 1955-2000
Kristófer Daði 1995-
Brynjar 2003-
sara Margrét 1998-
Valur 2003-
embla eir 1998-
Írena rut 2003-
fréttaskýring 19
Helgin 7.-9. febrúar 2014
Fókusa á lífið en ekki dauðann Mæðgurnar Tinna Björk Kristinsdóttir og Helena Kristmannsdóttir eru báðar með arfgenga heilablæðingu, sjúkdóm sem er aðeins til á Íslandi og dregur fólk til dauða, oftast fyrir þrítugt. Tinna er 24 ára en Helena er orðin 53 ára. Hún segir það kraftaverk að hún hafi fengið að lifa þetta lengi og þakkar það þeirri ákvörðun sinni að útiloka óttann og einbeita sér að lífinu frekar en dauðanum.
Að útiloka óttann
Auk trúarinnar þakkar Tinna Helenu móður sinni það að hún skuli ekki lifa í ótta en Helena tók strax þá ákvörðun að láta sjúkdóminn vera hluta af lífi þeirra, án þess þó að úthluta honum aðalhlutverkinu. Faðir Helenu dó úr sjúkdómnum þegar hann var tuttugu og fjögurra ára og þá tók móðir hennar þá ákvörðun að segja dóttur sinni ekki frá sjúkdómnum. Helena vissi því ekki að hún bæri hann fyrr en hún var barnshafandi af sínu fyrsta barni, þá tuttugu og sjö ára. „Ég var þarna dauðadæmd nýbökuð móðir. Og læknarnir Framhald á næstu síðu
Mæðgurnar njóta lífsins saman á Spáni eins oft og þær geta.
Viltu losna við aukakílóin?
Dell Latitude E7440 – Lé og öflug fartölva fyrir kröfuharða.
Þjónustuábyrgð Dell (DBS)
Hámarks árfesting
Þessari vél fylgir „Dell Branded Services“ sem tryggir betri og fljótari þjónustu.
Nýtir sömu tengikví og spennubreyta og áður.
1,6 kg 16 Fislé og fáguð, vegur ekki nema 1600 grömm.
2,1 2 1cm Ótrúlega ne og 33% þynnri en forveri sinn.
16 GB Sérlega öflug og hraðvirk, allt að 16GB vinnsluminni.
Hringdu í síma 440 9010 eða sendu póst á sala@advania.is og fáðu upplýsingar um þessa frábæru vél. Velkomin í verslanir okkar: Guðrúnartún 10, Reykjavík
Tryggvabraut 10, Akureyri
Opið mán. til fös. frá 8 til 18 Lau. frá 12 til 16
Opið mán. til fös. frá 8 til 17
advania.is
13 klst. Ra laðan endist í allt að 13 tíma. Fer m.a. e ir stillingum.
Intel, merki Intel, Intel Core og Core inside eru vörumerki Intel Corporation í Bandaríkjunum og/eða öðrum löndum.
V
ið Tinna hittumst í Bænahúsi í Skútuvogi þar sem við höfum ákveðið að eiga stefnumót á skype við Helenu móður hennar. Tinna sækir bænahúsið ásamt fjölskyldu sinni í hverri viku og finnur þar mikinn frið. Mér finnst eitthvað sérstaklega fallegt við það að ræða lífið og dauðann á skype í Skútuvogi og þessi stund sem við eigum þar saman er líka falleg. Helena Ósk, tveggja ára dóttir Tinnu og fyrsta barnabarn Helenu, situr prúð og þæg á gólfinu allan tímann, upptekin við að róta í leikfangakassa. Hún er greinilega á heimavelli í þessu umhverfi. „Trúin er það sem heldur mínum huga á réttum stað og hjálpar mér að óttast ekki sjúkdóminn,“ segir Tinna. „Ég hef aldrei útilokað sjúkdóminn eða afneitað honum, hann hefur alltaf verið hluti af mér.“ Tinna fór í menntaskóla og kláraði stúdentspróf tvítug. Hún ákvað að það væri ekki hennar leið að fara í langt háskólanám því ekkert nógu sérstakt kallaði á hana. „Minn tími er of dýrmætur til að eyða honum í eitthvað sem er mér ekki hjartans mál. Það hljómar kannski væmið en mér finnst mín köllun felast í því að vera góð manneskja, láta öðrum líða vel og skilja eitthvað gott eftir mig.“ Hún kynntist eiginmanni sínum á unglingsárunum. Þau voru vinir en vinskapurinn þróaðist út í ástarsamband og ári síðar voru þau gift. Þá var Tinna tuttugu og eins árs og ári síðar fæddist Helena Ósk, dóttir þeirra. Hún segist samt aldrei hafa verið í kappi við tímann. „Ég held að þörfin fyrir að upplifa allt í einu geti bara leitt mann út í einhverja vitleysu. Miklu frekar vil ég njóta augnabliksins. Það hefur alla tíð verið innbyggt í mig að stofna fjölskyldu og mig hefur dreymt um að vera móðir frá því ég man eftir mér. Mín besta upplifun er að hlusta á dóttur mína hlæja og ég einblíni á að njóta þess og stressa mig ekki yfir hlutum sem skipta minna máli.“
20
fréttaskýring
gátu ekkert sagt til að hughreysta mig, gátu ekki gefið mér neina von. Mér var bara sagt að ég myndi líklega deyja fyrir þrítugt. Ég var þarna komin átta og hálfan mánuð á leið með fyrra barnið mitt, fór í mæðraskoðun og var þá sagt að ég þyrfti að fara í keisara. Ég skildi ekkert út af hverju og kom alveg af fjöllum þegar læknirinn bað mig um að segja sér frá sjúkdómnum sem ég væri með. Ég sagðist ekki vera með neinn sjúkdóm og bara gekk út. Mömmu fannst ekki að ég ætti að lifa með fallöxina yfir mér og það eru skiljanleg viðbrögð á þeim tíma. Hún var búin að missa manninn sinn og hann móður sina. Á þessum tíma var alls ekkert algengt að tala um veikindi og erfiðleika. Ég hef aldrei áfellst mömmu fyrir hennar ákvörðun. Þetta var bara hennar sannfæring. Móðir mín og fóstri hafa alltaf verið stólparnir í mínu lífi og ég er þeim endalaust þakklát fyrir allt. En auðvitað komu þessar upplýsingar á versta tíma.“ „Við tóku svo endalausar rannsóknir og á sama tíma fór
Helgin 7.-9. febrúar 2014
söfnun af stað í samfélaginu svo ég heyrði og sá hrikalegar fréttir af þessum sjúkdómi út um allt. Talað var um vestfirska dauðagenið í fréttum. Ég tók þarna þá ákvörðun að lifa ekki í ótta og lifa mínu lífi lifandi á meðan ég lifði.“ Helena segir það felast í því að njóta náttúrunnar og að vera jákvæð og kærleiksrík manneskja. „Ég safna ekki auði í veraldlegum eignum heldur einbeiti mér að því að njóta augnabliksins. Það er líka mjög mikilvægt fyrir mig að forðast allt áreiti. Þetta er bara spurning um að eiga góðan dag.“ Tinna hefur greinilega erft lífsviðhorf móður sinnar og segir sjúkdóminn líka hafa kennt sér að njóta þess að lifa í núinu. Hún þakkar móður sinni þá ákvörðun að láta sjúkdóminn vera eðlilegan hluta af lífinu. Hún man óljóst eftir því þegar móðir hennar sagði hana þurfa að passa höfuðið á sér þegar hún var lítil. „Já, ég fór að segja henni þetta þegar hún var svona þriggja ára, að við værum báðar veikar í höfðinu,“ segir Helena. „Og svo sagði ég henni meira hægt og rólega.
Ég vildi bara stíga inn í óttann því ekkert er verra en óvissan. Ef það eru slæmir hlutir í lífinu sem hægt er að stíga út úr þá á maður að gera það. Það er svo mikið frelsi að hafa ekki áhyggjur. Auðvitað hefur þetta oft verið mjög töff og á tímabili fór ég í sjálfsskaðandi hegðun því ég hugsaði að ég væri hvort sem er að fara að deyja. Eftir á að hyggja var ég með áfallastreituröskun en það var ekkert rætt á þessum tíma. Ég villtist aðeins af leið og fór til dæmis að drekka óhóflega. En í dag er ég auðvitað allt annarsstaðar.“
Barneignir
Haukur, fyrsta barn Helenu, slapp við sjúkdóminn en Helena varð barnshafandi að Tinnu tveimur árum síðar og hún slapp ekki eins og Helena hafði vonað. „Þetta var mjög erfið meðganga og ég lá á bæn hana mest alla. Það var auðvitað áfall að heyra að hún væri arfberi, ég hafði vonað að hún slyppi. Mér bauðst að greina hana í móðurkviði en það var ekki hægt að gera það fyrr en á sjötta mánuði og þá hefði ég
Fáðu þetta heyrnartæki lánað í 7 daga - án skuldbindinga
Prófaðu ALTA frá Oticon Góð heyrn er okkur öllum mikilvæg. ALTA eru ný hágæða heyrnartæki frá Oticon sem gera þér kleift
Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu og fáðu Alta til prufu í vikutíma
Sími 568 6880
að heyra skýrt og áreynslulaust í öllum aðstæðum. ALTA heyrnartækin eru alveg sjálfvirk og hægt er að fá þau í mörgum útfærslum.
| www.heyrnartækni.is |
Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880
þurft að fæða hana af mér og láta hana deyja. Ég gat ekki hugsað mér það,“ segir Helena. Tinna og eiginmaður hennar ræddu barneignir og hefðu viljað ættleiða en það er ekki í boði fyrir fólk með ólæknandi sjúkdóm. Þeirra niðurstaða var að fylgja innsæinu og láta hjartað frekar en tölfræði ráða för. „Ákvörðunin byggðist á okkar sannfæringu og við hugsuðum sem svo að allir deyja einhvern tímann og allir geta veikst. Svo finnst mér allt líf vera dýrmæt gjöf og sama hversu mikið við reynum að vernda börnin okkar þá getur alltaf allt gerst. Sumir gagnrýna okkur því við gætum valið að láta sjúkdóminn deyja út, en það finnst mér vera mjög stór dómur. Fólk sem segir mig sjálfselska á börn sjálft og veit því ekki hvað það er að horfast í augu við þessa ákvörðun. Ég á mitt líf og enginn sem ekki hefur gengið í gegnum það getur dæmt mig. Ég mun alltaf vera þakklát fyrir mitt líf og þakka fyrir að mamma hafi átt mig. Börn eiga öll sama tilverurétt, þó þau hafi eitt vitlaust gen,“ segir Tinna.
Það er ekki enn komið í ljós hvort dóttir hennar, Helena Ósk, hafi erft sjúkdóminn en ferlið er hafið. Ef í ljós kemur að sjúkdómurinn verður hluti af hennar lífi þá ætlar Tinna að ala hana upp á sama hátt og hún var alin upp. „Í dag er auðvitað hægt að láta athuga hvort fóstrið beri erfðagallann og látið eyða ef svo er, en það kom bara aldrei til greina hjá mér. Ég er viss um að hún eigi eftir að eiga dásamlegt líf eins og ég, sama hversu stutt eða langt það verður. Tilgangur lífsins felst ekkert í því að hafa það alltaf sem best. Mér finnst hann frekar felast í því að láta öðrum en sjálfum sér líða vel. Hversu langan tíma maður fær til þess skiptir ekki höfuðmáli. Ef minn skammtur eru þrjátíu ár þá bara geri ég hellingsgott á þessum þrjátíu árum.“ „Ég hugsa oft til föður míns,“ segir Helena, „hann fékk bara tuttugu og fjögur ár, en það voru góð ár.“ „Já, og við höfum líka fengið góð ár,“ segir Tinna. „Ef mamma hefði vitað að hún yrði rúmlega fimmtug en ekki haft áhyggjur af því að hún væri að deyja fyrir þrítugt
„Börn eiga öll sama tilverurétt, þó þau hafi eitt vitlaust gen.“ Tinna Björk.
fréttaskýring 21
Helgin 7.-9. febrúar 2014
þá hefði hún sparað sér fullt af óþarfa áhyggjum. Hún hefði aldrei trúað því þegar henni leið sem verst að hún yrði skvísa á Spáni á sextugsaldri,“ segir Tinna og þær fara báðar að skellihlæja.
Sjúkdómurinn ákveðin blessun
Helena segir sjúkdóminn að mörgu leyti hafa verið blessun. Hans vegna hafi hún lifað lífinu til fulls og tekið skref sem hún hefði annars ekki tekið. Eitt af þeim var að láta langþráðan draum rætast og flytja til Spánar fyrir tveimur árum. „Ég á hérna yndislegt líf. Ég er öryrki og því í fullri vinnu við að halda mér heilbrigðri. Það þýðir ekkert álag, dagleg hreyfing og hollur matur. Ég er svo heppin að hafa hér einkasoninn hjá mér og unnusti minn er líka kletturinn minn. Þessi sjúkdómur er ekki síður álag fyrir aðstandendur okkar sem eiga það á hættu að missa okkur án fyrirvara því sjúkdómurinn er auðvitað eins og tifandi tímasprengja,“ segir Helena. „Annars byrja ég alla daga á löngum göngutúr
með hundinn minn. Í þessum göngutúr gef ég 30 köttum í hverfinu að borða en ég er algjör dýravinur. Auk þess hugsa ég til guðs og þakka honum eða skammast í honum. Svo skokka ég og geri æfingar og umgengst gott fólk. Ég þarf ekkert meira en þetta því ég er svo þakklát fyrir að vera á lífi. Svo koma Tinna og Helena allavega tvisvar á ári og þá eigum við algjörar gæðastundir saman.“ Mæðgurnar eru mjög nánar. Tinna segist oft hringja, hvenær sem er sólarhrings og mamma sé alltaf til taks. „Mamma er líka algjör reynslubanki, hún hefur lent í öllu.
ist hugsaði ég að ég þyrfti nú ekkert að hafa áhyggjur næstu 25 árin. En tíminn líður svo óskaplega hratt og nú er Tinna komin á þennan aldur sem ég hræddist. Og ég er komin á sextugsaldur. Við erum báðar komnar á þann stað sem ég óttaðist mest,“ segir Helena. „Æ, mamma við skulum ekki vera svona neikvæðar,“ segir Tinna þá. „Við fórum í þetta viðtal til að gefa fólki von. Fólk sem er að greinast núna, með þennan eða annan ólæknandi sjúkdóm, verður að fá að vita að það er samt hægt að lifa góðu lífi. Svo er heilmikil von í þessum rannsóknum. Þó það verði líklega ekki hægt
Einu sinni keyrði ég á fugl og var í algjöru sjokki og hringdi hágrátandi í hana til Spánar. Mamma sagðist hafa lent í því sama og að það væri fullkomlega eðlilegt að syrgja fuglinn. Henni datt ekki í hug að gera lítið úr sjokkinu sem ég var í heldur minnti mig á að hans tími hefði einfaldlega verið kominn.“ Feigðin er stór hluti af lífi mæðgnanna, en þær gera sem minnst úr henni. Dauðinn sé staðreynd sem allir þurfi að horfast í augu við, ekki bara þær. „Auðvitað vona ég að ég fari á undan Tinnu, það á engin að þurfa að missa barnið sitt. Ég man að þegar Tinna fædd-
að útrýma sjúkdómnum þá er kannski hægt að hafa áhrif á hann þannig að við getum lifað aðeins lengur. Við verðum að fókusera á fegurðina í lífinu en ekki dauðann.“ Við ákveðum að þetta séu góð lokaorð, kveðjum Helenu á Spáni og förum að róta í dótakassanum með Helenu Ósk. Hún er greinilega orðin þreytt á þessu spjalli um lífið og dauðann svo við ákveðum að yfirgefa bænahúsið og halda út í daginn. Efst í mínum huga er að njóta hans. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
Framhald á næstu síðu
xsreykjavik.is Magnús Már
Guðni Rúnar Björk
Dóra
Anna María
Reynir
Dagur
Kristín Erna
Natan
Skúli Hjálmar
Kristín Soffía
Þorgerður Laufey
Heiða
Sverrir
Flokksval Samfylkingarinnar í Reykjavík 7. - 8. febrúar 2014
Tinnu Björk hefur dreymt um að vera móðir siðan hún man eftir sér.
Kjörið er hafið! Kosning stendur til 18:00 á morgun, laugardag. Nánari upplýsingar um frambjóðendur og flokksval er að finna á xsreykjavik.is. Untitled-2 1
6.2.2014 12:49:21
22
fréttaskýring
Helgin 7.-9. febrúar 2014
Missti móður, systur, frænkur og frænda Daði Þór Vilhjálmsson missti móður sína Ástu Lovísu Leifsdóttur, og eldri systur, Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur úr arfgengri heilablæðingu. Daði og yngri systir hans, Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir, sluppu undan erfðagallanum en Ásta Lovísa dó úr krabbameini árið 2007. Daði missti einnig föður sinn Vilhjálm Þór Vilhjálmsson fyrir aldur fram úr krabbameini árið 2011. Sjúkdómurinn kemur missterkt fram í ættum en í ætt Daða var hann hvað skæðastur. Móðir hans tilheyrði sex barna systkinahópi og fjögur þeirra fóru úr heilablæðingu. Þessi systkin áttu sjö börn og þrjú þeirra eru látin. Sjúkdómurinn er horfinn úr fjölskyldu Daða þar sem allir sem báru hann eru fallnir frá. Daði starfar í dag sem skurðlæknir í Svíþjóð en hann vann við rannsóknir á sjúkdómnum á Íslandi áður en hann flutti út.
Þ
Daði Þór Vilhjálmsson
að var Finnbogi Þormóðsson taugalífeðlisfræðingur sem dró mig inn í þessar rannsóknir þegar ég var á fjórða ári í læknanáminu. Hann var þá búinn að rannsaka sjúkdóminn í mörg ár og vissi af fjölskyldusögu minni. Annars dregst ég inn í læknisfræðina því ég var hálfvegis alinn upp á spítölum. Ég var tveggja ára þegar mamma veiktist fyrst og hún fékk nokkrar blæðingar og var inn og út af sjúkrahúsum þangað til hún dó þegar ég var 10 ára. Þegar ég fór svo að vinna á Landspítalanum á fimmta ári í læknisfræði mundu margir læknanna þar eftir mér, höfðu passað mig þegar þeir sjálfir voru unglæknar.“ Móðir Daða vissi ekki af sjúkdómnum fyrr en hún fékk fyrstu heilablæðinguna, þá gengin 6 mánuði á leið með Jónínu Björk. Móðir hennar hafði dáið úr heilablæðingu en þá var ekki vitað að heilablæðingin væri arfgeng. Gunnar Guðmundsson, taugalæknir og læknir fjölskyldunnar, hafði kynnst sjúkdómnum en þetta var fyrir tíma erfðarannsókna svo ekkert var vitað með vissu um hvort eða hvernig hann erfðist. „Mamma fékk sína fyrstu blæðingu árið 1976 þegar hún var að vinna í miðasölunni i Laugarásbíói. Hún féll niður og missti meðvitund. Þegar pabbi kom með hana upp á spítala spurði Gunnar Guðmundsson læknir hann hvort hún væri mögulega skyld ömmu, sem hann nefndi á nafn, sem hafði látist úr heilablæð-
ingu. Og þá fer alla að gruna að þetta sé erfðasjúkdómur en það var ekkert hægt að staðfesta. Svo ég skil afa vel að hafa ákveðið að vera ekkert að ræða þetta við börnin sín því það var ekkert víst. Að fara að rökræða barneignir við dætur sínar þegar þær gætu átt heilbrigð börn var bara ekki hægt. Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt mál en ef þau hefðu ákveðið að sleppa barneignum þá væri ég auðvitað ekki til. Taugalæknarnir sögðu alltaf að það væri best ef þessi sjúkdómur myndi deyja út. Það hljómar mjög einfalt en það þýðir það að þeir sjúklingar sem eru með þetta falli frá í sínum veikindum og eigi ekki börn og það er bara hlutur sem er ekki hægt að rökræða á eðlilegan hátt.“ Það er svo árið 1990 sem erfðafræðiprófin koma til sögunnar. „Auðvitað hugsaði maður mikið um þetta en lifði bara með því að maður gæti borið þetta. Elsta systir mín, Jónína Björk, fór aldrei í greiningu en við Ásta Lovísa fórum og fengum að vita að við bærum ekki erfðagallann.“ Þá var Daði 17 ára menntaskólanemi. „Þetta hljómar skringilega en þetta var bara hluti af okkur. Ég man svo vel eftir jólaboðunum hjá afa en þar var alltaf hjólastóll til taks og það var bara misjafnt hver sat í stólnum og hvern var búið að jarða það árið.“ Daði ákvað snemma að verða læknir. Hann varð fyrir bíl fjögurra ára og þurfti liggja í langan tíma á Landspítalanum. „Það var ekkert pláss á barnadeild svo ég var settur á fullorðinsdeild. Þar lá ég upp í hjá sjúklingunum því ég var svo hræddur og eignaðist góða vini sem voru alltaf að gefa mér dót. Þegar ég loksins kom heim var pabbi skíthræddur um að ég myndi bara kasta mér fyrir næsta bíl því mér fannst svo gaman á spítalanum. Pabbi segir frá því í ævisögu sinni að þarna hafi ég ákveðið að verða læknir. En auðvitað var ég búinn að vera endalaust þarna með mömmu líka. Ég man ekki af hverju ég ákvað
50%r
snemma að fara í skurðlækningar en ég hélt alltaf fast í þá ákvörðun.“ Daði stundaði rannsóknir með Finnboga Þormóðssyni og þær gengu það vel að Daða bauðst rannsóknarstaða bæði í Bandaríkjunum og Svíþjóð en ákvað að halda frekar áfram í skurðlækningum. „Við vorum komin frekar langt á sporið og búin að skapa ákveðið rannsóknarmódel og sjá hvernig við gætum unnið úr niðurstöðunum. Þekkingin sem er til staðar gæti opnað ákveðnar dyr, ekki bara fyrir þennan sjúkdóm heldur líka fyrir aðra. En þetta snýst allt um peninga á endanum og fæstir sem ekki sjá hagnað í að styrkja rannsóknir gera það. En það frumumódel sem Finnbogi Þormóðsson og Hannes Blöndal komu fram með og það sem ég var að vinna með vakti strax athygli innan Alzheimer rannsóknarheimsins. Okkar helsta von, og allra annarra rannsóknarhópa, er að með því að reyna að klína okkar rannsóknum á þá og leyfa þeim að nota þær, gætum við hugsanlega í kaupbæti fengið eitthvert lyf sem gæti gagnast.“ Í dag stundar Daði doktorsnám og hans sérsvið er krabbameinsskurðlækningar í ristli og endaþarmi, en það er sjúkdómurinn sem dró Ástu Lovísu, yngri systur hans, til dauða. Daði nýtur starfsins og lífsins í Svíþjóð þar sem hann býr með eiginkonu sinni og þremur börnum. Hann segir hjartað vilja draga sig heim eftir 10 ára dvöl erlendis en það sé þó erfið ákvörðun. „Það er svo vel gert við lækna hér í Svíþjóð, sérstaklega íslenska því við erum vel menntuð og vel liðin, en ástandið heima er frekar slæmt. Það eru helst börnin sem ýta á mann, það væri gaman að leyfa þeim að kynnast Íslandi.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
50%r
afsláttu afsláttu af öllum vörum af öllum vörum
40%r
50lá% ttur afs
ör um af öllum v r tur Allar sky
Aðeins fjögur verð:
axufrsláttu Allar bu 99l0lum vörum aáf5.ö á 4.990
S. 572 3400
2000 3000 4000 5000
Mind Mind XtraXtra Smart verslun fyrir konur
Smart verslun fyrir konur
Mi
S
FirðiHafnarfirði Hafnarfirði Sími Firði Sími 556 5503400 3400 Firði Hafn Firði Hafnarfirði • Sími 550•-3400
*Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 25,5% virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin 20,32% er alfarið á kostnað Hagkaups.
FRÍHAFNARDAGAR
DAGANA 6.-10. 10. FEBRÚAR AFNEMUM VIÐ VIRÐISAUKASKATT*
AF ÖLLUM SNYRTIVÖRUM
LOKADAGAR
AFSLÁTTUR AF ALLRI ÚTSÖLUVÖRU Í FATNAÐI OG SKÓM AFSLÁT
24
viðtal
Helgin 7.9. febrúar 2014
Stofnaði stefnumótasíðu til að finna ástina Hólmfríði Fróðadóttur leist ekkert á íslensku stefnu mótasíðurnar þegar hún flutti aftur til Íslands frá London og ákvað að stofna eigin stefnumótasíðu þar sem fólk kemur fram undir nafni og með mynd, auk þess sem vinir skrifa lýsingu á viðkomandi.
O
kkur fannst vanta stefnumótasíðu þar sem allt er uppi á borðum og fólk kemur fram undir nafni, með mynd og lýsingu frá vini sínum,“ segir Hólmfríður Fróðadóttir, einn stofnenda stefnumótasíðunnar „Má ég kynna“ á vefslóðinni kynna.is. Vefurinn fór í loftið þann 19. janúar og segir Hólmfríður að viðtökurnar hafi verið góðar. „Við erum þegar með skráða notendur frá 19 ára og upp í sextugt, um allt land,“ segir hún en farið er yfir auglýsingarnar til að tryggja að allt innihald sé innan siðsamlegra marka. „Ég bjó lengi í London og þegar ég flutti aftur til Íslands var ég að kvarta yfir því við vinkonu mína að hér væru engar stefnumótasíður sem ég gæti hugsað mér að skrá mig á. Á flestum þessum síðum veit maður ekkert við hverja maður er að eiga samskipti og sumir jafnvel bara að leita að skyndikynnum. Í London eru allir skráðir á stefnumótasíður ef þeir eru einhleypir – það er ekki spurt hvort þú sért skráður heldur á hvaða síðu þú ert,“ segir Hólmfríður sem sjálf er einhleyp og í leit að ástinni. „Vinkona mín stakk því bara upp á það við mig að ég stofnaði mína eigin síðu. Þetta er því líka eins konar sjálfsbjargarviðleitni,“ segir hún hlæjandi. Það sem aðgreinir síðuna frá öðrum íslenskum stefnumótasíðum, auk þess að þar kemur fólk fram undir eigin nafni og mynd, er að vinur þess
Í London eru allir skráðir á stefnumótasíður ef þeir eru einhleypir.
Jón Finnbogason 4. sæti
Hólmfríður Fróðadóttir, einn stofnenda stefnumótasíð unnar, er sjálf að leita að ástinni en langaði ekki að skrá sig á þær síður sem voru fyrir í boði. Ljós-
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins: 8. febrúar
mynd/Hari
sem er skráður gefur þar lýsingu á viðkomandi og er hugmyndin að nafninu „Má ég kynna“ dregin af því. „Sumum finnst erfitt að lýsa sjálfum sér og myndu kannski hika við að skrifa ýmislegt sem vinir skrifa óhikað. Vinir eiga líka oft auðveldara með að sjá kostina og skrifa fallega hluti sem manni fyndist óþægilegt að skrifa sjálfum,“ segir Hólmfríður. Þeir sem vilja geta bætt við eigin lýsingu á sjálfum sér en alltaf þarf að vera lýsing frá vini. „Vinur þinn getur líka haft frumkvæði að því að skrá þig og þú færð þá tölvupóst og ert beðin um að klára skráninguna. Auglýsingin fer aldrei í loftið nema þú samþykkir það. Við eigum öll frábæra vini sem okkur langar að hjálpa að finna
Lögmaður og fyrrverandi formaður Gerplu á árunum 2006 – 2013
facebook.com/jonfinnb · S: 696-1855
ástina og nú er kominn vettvangur þar sem við getum komið þeim á framfæri,“ segir hún. Hólmfríður vonar að síðan verði til þess að það hætti að vera feimnismál að vera skráður á stefnumótasíðu. „Þetta er ekkert til að vera feiminn við. Þetta er bara sambærilegt við að ef þú ert að leita að vinnu þá skráir þú þig hjá ráðningarstofu.“ Hólmfríður hefur enn ekki fundið hinn eina rétta, enda aðeins rétt rúmar tvær vikur frá því að síðan fór í loftið. „Nei, ekki ennþá. Góðir hlutir gerast hægt,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is
RV skrifstofuvörutilboð .
p r. stk
.
RV - birg in
í skrifst n þinn o og daglefuvörum rekstr ar gum vörum
p r. stk
.
Ve rð fr á
498 kr. p r. 5 0
0 b l.
Ve rð fr á
297 kr. p r. pk
.
Tússlitir
p r. stk
Ve rð fr á
698 kr.
Ljósritunarpappír
.
Ve rð fr á
288 kr.
Reiknivélar
Rafhlöður
p r. pk
57 kr.
Bréfabindi
297 kr.
Ve rð fr á
Kúlupennar
Ve rð fr á
Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is
% 0 4
% 0 5
% 0 7
60%
50%
60%
% 0 8 k í v a j k i r y y e R kure &A
% 0 8
A L A
A S I S R ER G A L
m u öll
m u r ö v
kr 0 9 9 5. llingu á r f erð með fy v l l ómu .990 kr b 0% frá 1 0 1 , tur t 200 ar, verð kið. x á l 0 s af 14 úð r styk ð % P r r 0 k æ 4 . t, st .990 kr frá 99 k t 2.390 mföt - svörur. ö f Rúm ð frá 1 r, verð Náttfö óley rú Eldhú ykkið. r k st u er as 0 kr. 0 t t r v t l 9 k , á o 9 t l . s ö H .99 frá 990 3 frá 2 ð rúmf 90% af á ð r r Ve göllu llt að rð f tiveski e 0 v r 0 , k tti nyr 0x1 ítillega 5x35, a 1.990 æ S 7 l s . f ð i r tær /eða l tærð 3 rð frá /gerði 80% a afslætt s , . t . 7 ir ve fö 7 og ,s að 80% , i ð i 1 r m t 1 n ð l ð r l ú æ r a 1 læ 3 a ð st ho klæ 1 1 g með ð allt a Barn t - sýnis Hand ahandk margar g e da nuda ö rn m u f r a k m n B n sun Rú 490 u . s 1 ð r & 17 & g , ve 20x220 n a i n d r 2 r 0 ö & a a b 1 r leik r 0 a g i u 0 r v g k 2 y á u f x k a a ard l lu í sur t, 200 nur sm y t t e á P ÍK laug mfö r og ön ð þ m. V i ú r k A r e J a t ningu K Stó stjaka t I e Y g R E a u m vin R Kert rsöl REY
f a ur
t t á l s f
a %
0 8 0 4
% 0 5
Ð I P O
% 0 6
% 0 7
i r y e r u k rgi A
o t r á ler
G & 8 7 1 U ge bæru i a K l g á A e ma af 10 frá v o ga a k a d g m n se in 2 a Lau Þeir unnið e s r. s þe g brúa
R ei U ð a EIK an er
L U KK
LU
% 0 8
o
L
l g& a a s d r r age auga
in .-9. f p o ns g, 8
e
a
s
ud n n u
l
Lagersala Lín Design Laugavegi 178 & Glerártorgi Akureyri www.lindesign.is
26
viðtal
Helgin 7.-9. febrúar 2014
Í dr aumahlutverKið Í Kjölfar söngleiKjaferils ytr a
„Lífið á að vera létt og skemmtilegt“ Margir kannast við Maríus Sverrisson. Sumir muna eftir honum frá níunda áratug síðustu aldar en þá hann vakti athygli fyrir uppistand og drag ásamt góðvini sínum Páli Óskari á meðan aðrir þekkja hann sem son Möggu Pálma kórstýru með meiru. Flestir hafa þó heyrt af góðu gengi hans í söngleikjum utan landsteinanna. Hann er alkominn heim og frumsýnir grínsöngleikinn Spamalot í leikstjórn Hilmis Snæs í Þjóðleikhúsinu nú í febrúar. Þar mun hann dansa og syngja eins og honum einum er lagið tuttugu árum eftir að hann steig þar fyrst á svið.
Löður er með Rain-X á allan bílinn Rain-X býður upp á fullkomna yfirborðsvörn Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu www.lodur.is - Sími 544 4540
K
ona úr Sandgerði sagði mér frá því að þegar Margrét Pálmadóttir kórstýra byrjaði að kenna tónlist í þorpinu hafi hún án efa verið það flippaðasta sem þorpið hafði áður kynnst. Hún var öðruvísi en allir aðrir, nýkomin úr söngnámi frá Vínarborg og síðan eru liðin 30 ár. Þessi sama kona úr Sandgerði sagði mér líka að sonur flippaða söngkennarans hafi stundum komið með í vinnuna en hann hafi líkt og söngkennarinn heillað alla upp úr skónum því hann var svo hrikalega sætur og sjarmerandi. Sonurinn var auðvitað Maríus og hann er löngu orðin stór en heldur samt áfram að heilla alla í kringum sig og uppi á sviði þar sem hann hefur sungið, leikið og dansað í 20 ár. Og nú er hann meira að segja farinn að stjórna kór, eins og mamma hans.
Alltaf að leika sér
„Já, ég var bara alltaf syngjandi og dansandi sem krakki. Búandi til einhver leikrit og „performanca“ í kjallaranum heima með vinum en aðallega vinkonum. Svo það hefur semsagt bara ekkert breyst,“ segir Maríus og skellihlær sínum smitandi hlátri. „Ég er í rauninni alltaf að leika mér, það er bara orðið aðeins meira „professional“ núna.“ Hann segist alltaf hafa haft þörf fyrir að koma fram og búa eitthvað til og móðir hans að sjálfsögðu haft mótandi áhrif á hann. „Við mamma höfum alltaf verið góðir vinir og átt gott samband. Hún hefur verið ótrúlegur stuðningur í kórastarfinu hjá mér og alltaf til í að hjálpa.“ Maríus stofnaði Kvennakórinn Hrynjandi ásamt nokkrum vinkonum stuttu eftir að hann flutti heim frá Berlín fyrir þremur árum og segir stofnun hans vera hluta af þessari þörf fyrir að taka þátt í skemmtilegum verkefnum með góðu fólki. „Við stofnuðum kórinn þegar ég var nýfluttur heim. Lísa Kristjáns vinkona hringdi í mig og
vildi byrja að syngja í hóp og fá mig sem kórstjóra. Þetta byrjaði hægt og rólega, fyrst var mætingin svona upp og ofan, en nú er þetta tekið mjög alvarlega og það hefur myndast rosalega góður kjarni í hópnum. Þetta eru konur úr öllum áttum en eina skilyrðið fyrir inntöku er að vera skemmtilegur. Við höfum tekið þátt í allskonar uppákomum, leikhúsi listamanna og listahátíð, haldið vor- og jólatónleika, auk þess að troða upp hér og þar um bæinn. Nú erum við á leiðinni til Berlínar í júní þar sem við munum syngja á tvennum tónleikum. Svo eru reyndar nokkur mjög spennandi verkefni sem liggja í loftinu en ég má ekki segja frá þeim ennþá,“ segir Maríus mjög sposkur á svip.
Leitandi unglingur
Maríus er svo heppinn að vinna við það sem hann elskar og elskaði alltaf að gera sem krakki, að syngja, dansa og leika. Það lá eiginlega beint við að hann færi í söngleikjanám þó hann hafi ekki séð það sjálfur fyrr en löngu eftir á. „Ég var semsagt stöðugt dansandi svo einn daginn sögðu foreldrar mínir „jæja það er best að senda bara drenginn í dans fyrst hann er dansandi allan daginn“ og ég var skráður í ballett átta ára og var þar til tólf ára aldurs. Ég hætti í ballett þegar unglingsárin byrjuðu og fór að leita fyrir mér í hinu og þessu, eins og til dæmis afródansi og hipp hoppi. Ég vissi í raun ekkert hvað mig langaði að gera. Ég byrjaði aðeins í MH en hætti því, ekki því ég væri svo „laid back“ heldur frekar því ég var of orkumikill. Og bara frekar „lost“, eins og flestir unglingar held ég. Mig langaði að leika, dansa, syngja og setja upp „show“ en vissi ekkert hvert ég ætti að fara með alla þessa orku.” Nú fer Maríus aftur að hlæja, í þetta sinn af því hvað týndir unglingar geta verið fyndnir og það er nokkuð augljóst að hann hefur einstakan hæfileika til að sjá björtu hliðarnar á tilverunni.
Maríus Sverrisson. „Ég vinn við það sem ég elska.“ Ljósmyndir/Hari
„Ég var kominn þarna á einhvern endapunkt og það var mjög mikilvægt fyrir mig að fara að gera eitthvað sem skipti meira máli fyrir mig persónulega“
Helgin 7.-9. febrúar 2014
Hann hætti ekki að búa til sýningar á þessum leitandi árum heldur fór með þær upp á svið og fékk heilmikla æfingu í að koma fram í dragsýningunum sem hann og Páll Óskar settu upp ásamt góðum vinum. Þeir vöktu óskipta athygli enda engin hefð fyrir dragi í Reykjavík á þeim tíma. „Já, við settum upp „show“ Páll Óskar og ég, bæði drag og allskonar „performanca“. Það var mjög skemmtilegt tímabil og allt var hálfgert „comedy“ því við höfðum svo mikinn húmor fyrir öllu sem við gerðum. Þetta var svona bland af dragi og uppistandi, algjör kabarett fílingur. Þar sem við áttum ekki peninga þá var þetta ekki svona „glamourus clashy show“ heldur meira svona „trashy“, segir Maríus og hlær. „Þar lá húmorinn hjá okkur, að finna ljótustu kjólana og fara sem lengst í fíflagangi. Ég eignaðist mína perluvini á þessum tíma og það var svo gaman hjá okkur. Við erum enn í góðu sambandi og þegar við hittumst þá er bara endalaust hlegið.“
Söngleikjabransinn
Maríus fékk sín fyrstu hlutverk í Þjóðleikhúsinu, hlutverk Hans
í Skilaboðaskjóðunni þegar hann var 19 ára gamall og svo í My Fair Lady í kjölfarið. Eftir það fór hann fyrst alvarlega að velta söngleikjaforminu fyrir sér og sjá það sem mögulegan starfsvettvang. „Ég hafði bara aldrei pælt neitt sérstaklega í söngleikjum en eftir á að hyggja þá opnaðist þar alveg nýr heimur fyrir mér. Svo ég ákvað í framhaldinu að fara í söngleikjanám til Vínarborgar. Ég hafði búið þar áður sem barn meðan mamma var í söngnámi svo það togaði aðeins í mig að fara á sömu slóðir. Svo langaði mig til að rifja upp þýskuna, ná almennilegu valdi á henni aftur. Námið gekk svakalega vel. Mér finnst svo gaman að tjá mig á sviði og það bara hentar mér að syngja og dansa og leika í sömu sýningunni. Ég fann þar alveg mínu hillu, útskrifaðist með hæstu einkunn og fékk bara umboðsmann og fullt af hlutverkum um leið. Þetta voru algjörlega frábær ár!“ Maríus ferðaðist mikið og tók þátt í stórum söngleikjum í Austurríki, Sviss, Þýskalandi og Englandi en flutti svo til Hamborgar þar sem hann fór á samning hjá
stóru söngleikjafyrirtæki. Þar lék hann aðalhlutverkið í Titanic söngleiknum og segir það hafa verið toppinn á ferlinum. Síðasta stóra verkefnið var svo stórsýningin Apassionata sem var meðal annars valin besta fjölskyldusýning Evrópu árið 2010. Í þeirri sýningu tróð Maríus upp fyrir tugþúsundir áhorfenda í viku hverri í Berlín, München, Zürich, Köln og Prag. „Eftir Apassionata, sem var rosalega stór og „comercial“ sýning, þá fannst mér bara að ég mundi ekkert ná lengra í þessa átt. Ég fann að þessu tímabili væri lokið. Mig langaði allt í einu að fara til baka og einbeita mér að öðrum hlutum og það er það sem ég hef verið að gera síðan ég kom heim. Ég hef sungið á nokkrum kirkjutónleikum og haldið mína eigin tónleika, bæði með djass og klassík. Ég hef í rauninni verið að gera andstæðuna við það sem ég var að gera úti. Mig langaði bara að gera eitthvað minna „comercial“. Ég var kominn þarna á einhvern endapunkt og það var mjög mikilvægt fyrir mig að fara að gera eitthvað sem skipti meira máli fyrir mig persónulega.“
FRÁBÆR KJÖR
Bílar sem eru í eigu Bílalands hafa farið gegnum ítarlega söluskoðun. Komdu í heimsókn strax í dag! ALLT AÐ 80% LÁNAMÖGULEIKAR
Framhald á næstu opnu
ti lboðsdagar
TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! NISSAN X-TRAIL LE Nýskr. 10/07, ekinn 115 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Rnr. 270475.
Frábært verð
3.290 þús.
HYUNDAI SANTA FE II Nýskr. 06/06, ekinn 101 þús km. dísil, sjálfskiptur.
ISUZU D-MAX Nýskr. 11/07, ekinn 145 þús. km. dísil, sjálfskiptur.
Rnr. 120306.
Rnr. 141680.
VERÐ kr. 2.550 þús.
VERÐ kr. 2.490 þús.
HYUNDAI i30 Comfort Nýskr. 06/09, ekinn 65 þús km. dísil, sjálfskiptur.
SUBARU FORESTER PLUS Nýskr. 10/09, ekinn 95 þús. km. bensín, sjálfskiptur.
Rnr. 120327.
Rnr. 281369.
VERÐ kr. 2.350 þús.
VERÐ kr. 3.190 þús.
Lagerhreinsun Takmarkað magn af Miele ofnum og gufuofnum á einstöku verði ásamt helluborðum frá Witt. Einnig frystikistur, kæli- og frystiskápar frá Liebherr
LAND ROVER DISCOVERY HSE Nýskr. 06/07, ekinn 144 þús. km. dísil, sjálfskiptur.
HYUNDAI GETZ Nýskr. 12/06, ekinn 59 þús. km. bensín, sjálfskiptur.
Rnr. 130673.
Rnr. 141820.
VERÐ kr. 5.790 þús.
VERÐ kr. 1.180 þús.
GE og Mabe ásamt ýmsum öðrum spennandi vörum. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is hönnun fyrir lífið
Suðurlandsbraut 20 | 108 Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
www.facebook.com/bilaland.is
28
viðtal
Helgin 7.-9. febrúar 2014
Mörkinni 4 - 108 Reykjavík - Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri - Sími: 462 3504
„Mér finnst Spamalot vera algjört draumastykki.“
Maríus er þó einstaklega þakklátur fyrir þessi ár sem gáfu honum ótrúlega reynslu. „Auðvitað langaði mig að geta unnið við söngleiki, það var mjög mikilvægt fyrir mig að fá reynslu úti og ég var svo heppinn að fá það. Aðaltakmarkið mitt í upphafi var eiginlega bara að vera úti. Manni finnst alltaf grasið grænna hinum megin og ég var viss um að það væri það. Eftir á að hyggja var ég kannski of upptekinn af því að vera úti, því auðvitað er svo margt spennandi að gerast hér þó markaðurinn sé minni. Það er náttúrulega „no place like home“ og það þarf ekkert að vera verra að vinna hér en úti. En það var bara það sem mig langaði að gera þá. Svo langaði mig líka bara að lifa úti og kynnast heiminum, kúltivera mig aðeins.“
Aftur í Þjóðleikhúsið
Maríus stígur á svið Þjóðleikhússins í febrúar en hlutverkið í Spamalot verður hið fyrsta síðan hann flutti heim fyrir þremur árum. Hann hefur þó alls ekki setið auðum höndum. Fyrir utan að halda tónleika, kenna söng og stjórna kór, stundar hann mastersnám í Listaháskólanum, þaðan sem hann útskrifast í vor. Auk þess hefur hann eytt sumrunum sem hótelstjóri á Hótel Hellnum. Inntur um muninn á að vinna hér heima og úti segir Maríus meira flæði vera á milli greina og fólks hér heima, sem komi ekki aðeins til vegna smæðar landsins heldur líka vegna þess hvað listamenn hér séu opnir fyrir því að prófa hitt og þetta. Úti sé fókusinn meira á einn bransa og fólk flakki ekki mikið á milli þeirra. Hér sé grasrótin mjög virk og fólk oftast boðið og búið til að framkvæma spennandi hluti. Eitt leiði líka oft af sér annað. „Síðasta vetur þegar ég var að taka þátt í leikhúsi listamanna með kórnum steig ég á svið í
gömlu óperunni og það bara gerðist eitthvað. Þetta var bara svona vitrun. Ég gekk inn á svið með yfirvaraskegg og pípuhatt í einhverju hlutverki og fann um leið hvað ég hafði saknað þess að fara á svið og leika. Og ég hafði ekkert saknað þess þangað til. Og þá fer mig að dreyma um að fá tækifæri til að komast aftur upp á svið og ég byrjað senda frá mér þá strauma. Og stuttu seinna hringir Hilmir Snær í mig. Ég hoppaði hæð mína af gleði og það kom sjálfum mér eiginlega á óvart hvað ég var rosalega glaður. Mér hafði alltaf fundist þetta leikhúsdæmi mitt bara tengjast útlöndunum.“ Söngleikurinn Spamalot er byggður á kvikmyndinni Monty Python and the Holy Grail og hefur verið sýndur við miklar vinsældir meðal annars á Broadway og West End og Maríus getur ekki hugsað sér betra stykki fyrir skammdegið á Íslandi. „Mér finnst þetta vera algjört draumastykki. Þetta er drepfyndið og gengur út á „slapstick“ húmor þar sem einn djókur kemur á eftir öðrum. Fólk fær ekki tækifæri til að hætta að hlæja allan tímann. Það er soldið verið að gera grín að þessum bransa og bara okkur sjálfum. Hópurinn er frábær og bara virkilega gaman að fá að vinna með þessum góðu listamönnum Auðvitað hef ég ákveðna hluti fram að færa en ég er líka búinn að læra heilmikið. Það er bara svo gaman að vinna með góðu fólki að einhverju svona léttu og skemmtilegu því lífið á að vera létt og skemmtilegt!“ Það er nákvæmlega það sem Maríus ætlar að halda áfram að gera. Leika, dansa og syngja, umkringdur góðu fólki, alveg eins og hann hefur alltaf gert. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
LED
LED
SJÓNVÖRP
UE32F5005 UE40F6475
Listaverð: TILBOÐSVERÐ: 99.900 199.900
32" 119.900 40" 219.900
SJÓNVÖRP
HAIER · G610CF
AÐEINS 32" 79.900
LED
SJÓNVÖRP
PLASMA SJÓNVÖRP
Listaverð: TILBOÐSVERÐ: PS43F4505 43" 149.900 119.900 PS51F4505 51" 189.900 149.900 PS51F5005 51" 219.900 179.900
AÐEINS 39" 99.900 HAIER · G800HF 50" 169.900 HAIER · G800HF
20% afsláttur LED SJÓNVÖRP
af öllum Samsung hljómtækjum. ...magnað sánd!
Sharp LC39LE351 Sharp LC39LE751 Sharp LC50LE651
Listaverð: TILBOÐSVERÐ: 39" 144.900 115.900 39" 189.900 149.900 50" 279.900 219.900
Komdu og kíktu á léttu verðmiðana! OPIÐ: ALLA DAGA TIL KL. 18.00 SKEIFUNNI 11 · SÍMAR: 550·4444 · www.bt.is
30
viðtal
Helgin 7.-9. febrúar 2014
Umvafinn vinum á ný BÍLL DAGSINS
Verð kr.
2.290.000
HONDA JAZZ COMFORT Nýskráður 7/2010, ekinn 71 þús.km, bensín, sjálfskiptur.
CHEVROLET
HONDA
Lacetti
Accord Executive
Nýskráður 6/2010, ekinn 110 þús.km., bensín, sjálfskiptur.
Nýskráður 8/2013, ekinn 6 þús.km., bensín, sjálfskiptur.
Verð kr. 1.490.000
Verð kr. 5.290.000
Hilmir Jökull Þorleifsson er á 16 ári en greindist með MS sjúkdóminn 11 ára og er yngsta barnið hér á landi með MS. Í viðtali við Fréttatímann fyrir rúmu ári sagði hann frá erfiðleikunum sem fylgdu sjúkdóminum, meðal annars því hvernig hann einangraðist félagslega eftir að hann veiktist. Eftir viðtalið hefur ýmislegt færst til betri vegar í lífi Hilmis og nú rúmu ári síðar tekur hann mun virkari þátt í félagslífi skólans og á traustan vinahóp – Hilmi til mikillar gleði.
V
iðtalið breytti miklu,“ segir Hilmir Jökull Þorleifsson, sem greindist fyrir fjórum árum með MS, þá 11 ára. Hann er yngsta barnið hér á landi með sjúkdóminn. Fyrir rúmu ári kom hann í viðtal við Fréttatímann þar sem hann sagði frá reynslu sinni af því að greinast svo ungur með alvarlegan sjúkdóm. „Það breyttist allt þegar ég fékk sjúkdóminn,“ sagði hann í viðtalinu. Hilmir missti vini og einangraðist félagslega. Þeir gáfust upp á því að hann gæti ekki gert allt sem þeir gátu. Hlífðu honum í fyrstu – sem Hilmi fannst hugulsamt af þeim, spurðu: „Ertu viss um að þú getir þetta?“ þegar eitthvað var áformað. „Á endanum fengu þeir nóg af því. Þeim hefur kannski fundist þetta flókið,“ segir Hilmir. Um tíma einangraðist Hilmir félagslega sem reyndist honum erfitt. Móðir hans, Heiða Björg Hilmisdóttir, segir þessa félagslegu einangrun hafa komið fjölskyldunni verulega á óvart. Þau hafi hins vegar heyrt svipaða sögu hjá foreldrum annarra langveikra barna, þau detti úr takti við jafnaldra sína við veikindin en Hilmir var mikið frá skóla og gat ekki lengur tekið þátt í íþróttum sem hann hafði áður stundað af kappi.
Fékk tækifæri til að segja sína hlið
PEUGEOT
TOYOTA
508 SW e-HDi
Corolla 1.4VVTi
Nýskráður 6/2011, ekinn 84 þús.km., dísel, sjálfskiptur.
Nýskráður 8/2004, ekinn 127 þús.km., bensín, 5 gírar.
Verð kr. 840.000 Tilboð kr. 680.000
Verð kr. 3.490.000
MAZDA
PEUGEOT
CX7 Sport 2,3 Turbo
208 Allure
Nýskráður 3/2007, ekinn 60 þús.km., bensín, sjálfskiptur.
Nýskráður 7/2013, ekinn 4 þús.km., bensín, 5 gírar.
Verð kr. 2.790.000
Verð kr. 2.990.000
HONDA
FORD
CR-V RVSi
Escape XLT Choice 4WD
Nýskráður 6/1997, ekinn 168 þús.km., bensín, sjálfskiptur.
Nýskráður 12/2004, ekinn 116 þús.km., bensín, sjálfskiptur.
Verð kr. 790.000
Verð kr. 990.000
Opnunartími Mánudaga - föstudaga milli kl. 10:00 og 18:00 Laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00 Bílakjarnanum • Eirhöfða 11 • Sími 551 7171 • notadir.bernhard.is
Heiða Björg segir að viðtalið hafi gefið Hilmi tækifæri til að segja sína hlið. „Honum var mikið hrósað fyrir hugrekkið sem þurfti til að stíga fram og segja frá þessu og það varð ábyggilega til þess að opna augu umhverfisins fyrir erfiðri stöðu Hilmis og þeim sársauka sem einangruninni fylgdi.“ segir Heiða Björg. Það var stór ákvörðun hjá okkur að ræða þessa erfiðu lífsreynslu í blaðaviðtali og því gladdi það okkur mikið að viðtalið virðist hafa reynst mörgum vel. Það þarf öfluga fræðslu og leiðbeiningar til barna og foreldra um hvernig á að bregðast við þegar barn veikist. Oft dregur fólk sig í hlé en það er sjaldnast það sem sá sem veikist vill því hann langar kannski bara að lifa sínu lífi áfram og vera mætt eins og einstaklingurinn sem hann er sama hvort hann er orðinn veikur, fatlaður eða hvað annað sem kann að gerast í lífinu. Heiða Björg og Hrannar B. Arnarsson, eiginmaður hennar, leituðu fljótlega til MS félagsins á Íslandi eftir stuðningi og upplýsingum um sjúkdóminn og fór Heiða fljótlega að starfa með félaginu. „Hilmir er sem betur fer yngsta barnið á Íslandi með þennan sjúkdóm og í heildina eru þau afar fá sem hafa greinst á Íslandi. Hefðbundin starfsemi
MS félagsins er því ekki beinlínis sniðin fyrir hann þó hún sé öflug því langflestir eru á aldrinum 20-40 ára sem veikjast. En þangað höfum við foreldrarnir sótt mikinn styrk og upplýsingar sem hafa nýst okkur vel. Þannig hefur félagið óbeint verið mikilvægt fyrir Hilmi. Ég lít líka á mína veru þar sem undirbúning fyrir önnur börn sem munu greinast og síðan mun Hilmir taka við keflinu þegar hann vill fara að nýta sér þá góðu þjónustu sem þar er í boði,“ segir Heiða Björg og brosir. Hún segir að því miður sé reynsla margra fatlaðra sú að verða fyrir fordómum vegna sjúkdóms síns og einangrast vegna þeirra, hvort sem sjúkdómurinn er sýnilegur eða ekki. „Fræðsla er mikilvægasta vörnin gegn fordómum,“ segir Heiða Björg. Nýverið stofnaði ungt MS-fólk félagsskap og fékk aðstöðu hjá Reykjavíkurborg til að hittast. „Það skiptir miklu máli að hitta fólk sem glímir við samskonar erfiðleika og að geta skipst á reynslusögum og hvetjandi að hitta fólk sem er hamingjusamt og gengur vel í lífinu þrátt fyrir sjúkdóminn og hamlanir hans,“ segir Heiða.
Hefur kennt okkur margt
Heiða segir að Hilmir hafi kennt henni að horfa öðrum augum á lífið, sjúkdóminn og fötlunina sem hann veldur. „Við horfum á hvaða lífsgæði hann hefur og erum hætt að pæla í því sem hann getur ekki gert. Hann hefur kennt mér að lifa meira í núinu,“ segir Heiða. Þau forgangsraða þannig að hans lífsgæði séu sem best. Þessi reynsla hefur ekki síður kennt Heiðu hvað það skiptir miklu máli að samfélagið lagi sig að mismunandi þörfum einstaklingsins, ekki síst þeim sem glíma við erfiðar áskoranir. „Það er alveg ljóst að ef ekki hefði komið til frábær stuðningur skólans þá væri Hilmir í allt annarri stöðu í dag. Það er fyrst núna, eftir fjögurra ára mjög náið og gott samstarf okkar og skólasamfélagsins, að Hilmir er aftur kominn á gott skrið í náminu. Það var hægt af því að allir lögðu sig fram og við fórum saman í gegnum verkefnið.“ Hilmir Jökull fór nýlega á ný lyf sem bættu lífsgæði hans einnig umtalsvert. Hann getur nú tekið meiri þátt í leik, tómstundum og íþróttum með vinum sínum og getur meira að segja spilað fótbolta á ný. „Það er heilmikill sigur fyrir hann,“ segir Heiða Björg og Hilmir tekur undir. „Ég get gert miklu meira núna,“ segir Hilmir. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is
viðtal 31
Helgin 7.-9. febrúar 2014
Hilmir Jökull Þorleifsson og móðir hans, Heiða Björg Hilmisdóttir, hafa lært að líta lífið öðrum augum eftir að Hilmir greindist með MS aðeins 11 ára. Þau hafa lært að lifa meira í núinu. Ljósmynd/Hari
Frí áfylling á vetrarkort fyrir börn fædd 2OO5
Kortin eru eingöngu afgreidd í Bláfjallaskála.
Þetta tilboð er ekki einungis ætlað þeim sem eiga vetrarkortið fyrir – þau börn fædd 2005 sem ekki eiga kort geta keypt kortið sjálft á 1000 kr. og fengið áfyllinguna ókeypis. (Þau fá svo 500 kr. endurgreiddar þegar kortinu er skilað).
Athugið að forráðarmaður þarf að koma með þegar kort er sótt. Miðað er við hvar börn áttu lögheimili 1. des 2013.
PIPAR \ TBWA • SÍA • 140348
Börn fædd 2005 sem búa í þeim sveitarfélögum sem standa að rekstri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli fá ókeypis áfyllingu á vetrarkortið sitt út veturinn. Sveitarfélögin eru: Reykjavík, Seltjarnarnes, Garðabær, Mosfellsbær, Kópavogur og Hafnarfjörður.
32
METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 30.01.14 - 05.02.14
viðhorf
Jólasteik í hvert mál
A
HELGARPISTILL
1
HHhH Laurent Binet
2
5:2 Mataræðið Unnur Guðrún Pálsdóttir
Jónas Haraldsson
Í tilefni dagsins Yesmine Olsson
4
Sandmaðurinn Lars Kepler
5
Tímakistan Andri Snær Magnason
6
Mánasteinn Sjón
7
Hvar er Valli ? Hollywood Martin Handford
8
Gulur, rauður, grænn og salt Berglind Guðmundsdóttir
9
Búkolla Huginn Þór Grétarsson
10
Vísindabók Villa Vilhelm Anton Jónsson
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT
Teikning/Hari
jonas@ frettatiminn.is
3
Helgin 7.-9. febrúar 2014
Athyglisvert er að fylgjast með megr unarþættinum á SkjáEinum, sem heitir upp á útlensku The Biggest Loser. Þar er ansi feitt fólk pínt áfram í líkamsþjálfun, auk þess sem mataræðið er tekið í gegn í þeirri von að það léttist – og það veru lega. Fólkið fer sem sagt að borða holla matvöru, í stað óhollrar, ella hefði ekki farið svona fyrir því. Hætt er við því að þetta ágæta fólk hafi látið talsvert af jukki ofan í sig og raunar kom það fram í við tölum við þátttakendur í Fréttatímanum fyrir hálfum mánuði að þeir hefðu ýmist verðlaunað sig með mat eða huggað sig með honum. Ung kona sagðist hafa verið sjúk í sykur, borðað allt með sykri; sælgæti og kökur. Matseðillinn hefði verið samloka, kók, kex og súkkulaði. Önnur var óánægð með sjálfa sig, lokaði sig af og borðaði og varð því enn óánægðari og borðaði því enn meira. Hún sagðist ekki hafa borðað mikinn mat en því meira af nammi og ís. Piltur, innan við tvítugt, lifði á skyndi bita. Hefðbundin máltíð hjá honum var 12 tommu pitsa eða tvöfaldur hamborgari. Ungur karlmaður, innan við þrítugt, borð aði í tíma og ótíma og fékk sér kók og súkkulaði ef honum leiddist. Virðingarvert er hjá hópnum að taka sig á með þessum hætti. Þátttakendurnir opna sig fyrir alþjóð, sýna of þungan lík ama sinn og lýsa tilfinningum sínum. Þar með verða þeir fyrirmyndir fyrir aðra og veitir ekki af. Í fréttum er sagt frá því að Íslendingar hafi hlaðið á sig spiki undan farin ár og áratugi, séu feitasta þjóð Evr ópu og gangi næst Bandaríkjamönnum í þyngdaraukningu. Í því stóra landi hafa allt of margir úðað í sig óhollum skyndi bita og skolað niður með sykruðum gos drykkjum með þekktum afleiðingum. Þegar ég kom fyrst til Bandaríkjanna, fyrir margt löngu, undraðist ég holda farið á hluta íbúanna. Á hlið mátti vart greina hvað sneri fram og hvað aftur. Maginn var svo síður að hann jafnaðist á við rass og ofan á hinum raunverulega rassi myndaðist hilla. Þar hefði mátt geyma ýmislegt smálegt. Brjóstin voru stór bæði á körlum og konum – og fell ingar á baki mynduðu líka eins konar brjóst, á báðum kynjum. Þessi sýn er nú orðin næsta hversdags leg hér á landi. Þetta ófremdarástand er væntanlega til komið af því að mörg okkar borða meira en líkaminn þarfnast og að auki óhollustu. Sykurneyslan er óhófleg og skyndibitarnir freista. Þá hreyfa margir sig of lítið. Ég er grannur að eðlisfari en viður kenni að hreyfa mig ekki nóg. Bíllinn er alltaf tiltækur ef eitthvað þarf að skreppa. Dugar þar ekki góður hugur um átak þótt við hjónin röltum stundum með
fram sjónum eða um hverfið, okkur til upplyftingar og heilsubótar. Mér leiðast heldur tæki líkamsræktarstöðva en játa gagnsemi þeirra. Á langri starfsævi hef ég of oft freistast til þess í hádeginu að grípa í samloku og skola henni niður með gosdrykk. Í seinni tíð hefur þó orðið bót á og lofa ég og prísa mötuneyti á vinnustaðnum. Þar sjá útlærðir spekingar um að fæða mig eftir ráðlögðum dagskömmtum og manneldis ráðum, hæfilega mikið af fiski, grænmeti og þess háttar fíniríi – og kjöti svona spari. Undanfarið hafa þó staðið yfir endur bætur á mötuneytinu og á meðan bauðst mér og öðrum að sækja veitingaþjónustu þar sem úrvalið er mun fjölbreyttara – en um leið fleiri freistingar. Þar er að sönnu grænmeti að finna sem og ýmsa fisk rétti, pasta og annað sem létt er í maga, en líka steikur, sykurbrúnaðar kartöflur og sósur. Ég viðurkenni að ég falleraði fyrstu dagana og varð þá hugsað til rauna fólksins í feitabolluþættinum. Ég fúlsaði við fiskinum, gulrótunum, grænkálinu og spergilkálinu en vatt mér að matreiðslu manninum sem stóð galvaskur og sneiddi niður purusteik að dönskum hætti. Þrjár sagði ég kinnroðalaust þegar kokkur inn spurði hvort ég vildi tvær eða þrjár sneiðar purukets og fyllti diskinn síðan af súrum gúrkum, rauðkáli, grænum baunum, brúnuðum kartöflum og slengdi dökkbrúnni sósu yfir allt saman. Einnig var kostur á ljósbrúnni sósu. Ég gaf mér að sú dökka væri kraftmeiri. Næsta dag stóð kokkurinn ekki síður kotroskinn með Londonlamb á skurðar brettinu. Þrjár sagði hann, án þess að hika, minnugur þessa matlystuga manns frá deginum áður. Ég mótmælti ekki og fyllti á diskinn með sama meðlætinu og fyrr, nema hvað ég prófaði ljósbrúnu sósuna. Ég fann engan mun. Svona gekk þetta í dögum saman, jólasteik í hvert mál. Það eina sem ég get sagt mér til varnar var að ég drakk vatn með þessu, þótt ég viðurkenni að hafa rennt aug unum á ískaldan bjór í skáp á bak við kokkinn. Lát varð ekki á þessum ósköpum fyrr en minn betri helmingur skaut á mig auga, án þess að vita af þessu ofáti mínu, og sagði: „Ég held bara að þú sért að fitna.“ Næsta dag hugsaði ég, um leið og ég sá kokkinn yfir steikinni, vík frá mér Satan. Valið var einfalt, fiskur og grænmeti. Sama gilti um næstu daga – en ég féll fyrir ísmeygilegri purusteikinni og dökkbrúnu sósunni þegar komið var fram á föstudag og helgin í augsýn. Endurbótum á mötuneytinu er hins vegar lokið og nú fæ minn daglega skammt á ný, fisk, spínatlasagna, brokk olí, salatblöð og núðlur – en enga puru og því síður léttreykt Lundúnalamb með sósu. Kviðurinn minnkar því á ný en ég verð að bíða í nokkra daga í þeirri von að frúin taki eftir breytingunni. Skilningur minn á sál rænni baráttu matarfíkl anna í raunveruleika þættinum hefur hins vegar aukist. Ég vona að þeim gangi vel í bar áttunni.
Upplifun fyrir alla fjölskylduna UTmessan
laugardaginn 8. febrúar í Hörpu kl. 10-17 ALLIR VELKOMNIR Tilvalið fyrir fjölskylduna að eiga skemmtilegan dag saman, skoða glæsilega sýningu helstu tölvu- og tæknifyrirtækja landsins og kynna sér hvað upplýsingatæknigeirinn hefur fram að færa.
DAgsKRá: • Sýningarbásar yfir 50 fyrirtækja • Getraunir, gjafir og leikir með flottum vinningum • Spennandi erindi um tölvutækni kl. 11, 13 og 15 • Sjáðu nýtt atriði frá Sprengjugenginu kl. 12, 14 og 16 • Fylgstu með hönnunarkeppni HÍ frá kl. 12-16 • Prófaðu að forrita • Magnaðir hlutir með smátölvum • Fylgstu með hvernig þrívíddarprentarar virka • Upplifðu tölvuleik með sýndarveruleikagleraugum • Skoðaðu gamlar tölvur frá síðustu öld • Sjáðu hraðvirkasta prentara í heimi • Margt fleira áhugavert • Nánari dagskrá á www.utmessan.is Gefðu gömlu smá-raftækjunum þínum nýtt líf og styrktu í leiðinni gott málefni. Allur ágóði af endurvinnslu tækjanna fer í kaup á tölvum fyrir börn á Barnaspítala hringsins.
Enginn aðgangseyrir og ókeypis í bílastæðahús Hörpu á meðan húsrúm leyfir.
svartur 100%
PORT hönnun
Skeifunni 11B • 108 Reykjavík • Sími 519 7550 • promennt@promennt.is • www.promennt.is
// Twitter: @UTmessan // #UTmessan // Facebook: UTmessan Skeifunni 11B • 108 Reykjavík • Sími 519 7550 promennt@promennt.is • www.promennt.is
Skeifunni 11B • 108 Reykjavík • Sími 519 7550 • promennt@promennt.is • www.promennt.is
34
matur & vín
Helgin 7.-9. febrúar 2014 vín vikunnar
Sólargeisli með vetrarmatnum
kökur og kruðerí að hætti jóa Fel
Banfi Aska Bolgheri Gerð: Rauðvín. Þrúgur: Cabernet Franc,
Cabernet Sauvignon. Uppruni: Ítalía, 2010. Styrkleiki: 14% Verð í Vínbúðunum:
3.693 kr. (750 ml)
Febrúar er ekki beint líflegasti mánuður ársins. Flestir eru búnir að fá nóg af vetrinum og láta sig dreyma um þá dýrðardaga þegar götur og gangstéttir eru ekki ísi lagðar. Þá er ekki ónýtt að láta hugann reika til sólríkrar Ítalíu. Og ef við komumst ekki þangað þá er það næst besta að fá smá hluta af Toskana til okkar. Bolgheri-svæðið er þekkt fyrir frábær og fáguð vín, með þeim betri sem koma frá Toskana. Aska Bolgheri frá Banfi framleiðandanum er prýðisdæmi um vín frá þessu svæði. Vínið er kryddað og eikað með mikilli fyllingu. Það hentar vel með miklum og þungum vetrarmat en yljar manni um leið Höskuldur Daði Magnússon um hjartaræturnar eins og góður Teitur Jónasson sólardagur við suðurhöf. ritstjorn@frettatiminn.is
Fréttatíminn mælir með Vistamar Brisa Cuvee Jean Paul Sauvignon Blanc rautt
rósaterta með Frönsku súkkulaði-smjörkremi
Gerð: Hvítvín.
Gerð: Rauðvín.
Poggio al Casone Chianti Superiore
Þrúgur: Sauvig-
Þrúgur: Grenache,
Gerð: Rauðvín.
non Blanc.
Syrah.
Uppruni: Chile,
Uppruni: Frakk-
Þrúgur: Sangiovese, Canaiolo. Uppruni: Ítalía,
2013.
land, 2012.
Styrkleiki: 12,5%
Styrkleiki: 12,5%
2011.
Verð í Vínbúð-
Verð í Vínbúð-
Styrkleiki: 12,5%
unum: 1.599 kr.
unum: 1.699 kr. (750 ml)
Verð í Vínbúð-
(750 ml) Umsögn: Létt og
Umsögn: Rauðvín
ferskt Sauvignon Blanc hvítvín frá Chile á góðu verði. Frískandi í skammdeginu og skilar því sem það á að skila.
hins franska Jóns Páls. Góð blanda af Grenache og Syrah þrúgunum sem skilar prýðisgóðu mildu víni með berjabragði.
unum: 1.999 kr. (750 ml) Umsögn:
Skemmtilegt miðlungs kröftugt rauðvín frá Chianti-héraðinu í Toskana. Hentar ágætlega með hvers kyns kjötmeti, jafnvel af feitari gerðinni.
Uppskrift vikunnar Baileysterta
pekanpæ
jarðarBerjakaka
sími: 588 8998
Ekta vetrarsúpa Þórir Bergsson, sem rekur hinn vinsæla veitingastað Bergsson mathús, býður gjarnan upp á ljúffengar súpur. Hér er uppskrift frá honum að ekta vetrarsúpu. Þórir mælir með góðu súrdeigsbrauði með súpunni, hummus eða grænu eða rauðu pestói. Linsubaunasúpa með grænmeti hvítlauk og engifer. Fyrir 4-6 manns. 2 laukar 4-6 rif hvítlaukur. garðablóðberg, ferskt eða þurrt. 2 stk lárviðarlauf. 1-2 dósir heill tómatur, kreistur. 1 lítil dós
tómatpurré. 1 bolli linsubaunir. 3 teningar grænmetiskaftur rapunchel. (lífrænn) Einn þumall engifer, skorið. Chili, ferskt eða flögur eftir smekk. Salt og pipar. 1/2 sítróna. Olía, má vera venjuleg grænmetisolía eða ólívuolía. 2 l vatn, má bæta í eftir á. Fullt af grænmeti, eftir því hvað þú átt í ísskápnum en það má vera hvað sem er; paprika, sætar kartöflur, gulrætur, blaðlaukur, kartöflur, steinseljurót, sveppir o.fl.
Þú hitar olíu í potti og tekur skorinn lauk, hvítlauk, engifer, chili og sítrónu skorna í helming, setur allt í pottinn og svitar vel. Svo kemur grænmetiskraftur, blóðberg og lárviðarlauf, linsubaunirnar eru látnar í og hrært saman, síðan tómatur og tómat purré. 1 lítra af vatninu er komið í og suða látin koma upp, gott að sjóða í u.þ.b. 10 mín og þá er best að taka sítrónuna úr og koma restinni af vatninu í og grænmetið fer í. Látið sjóða þar til allt er orðið mjúkt undir tönn smakkað til með salti pipar og chili.
Intis Malbec Gerð: Rauðvín. Þrúga: Malbec. Uppruni:
Argentína, 2013. Styrkleiki: 13% Verð í Vínbúðunum: 1.599 kr. (750 ml)
B RO N Z I N G G E L Sensai Bronzing gelið frá Kanebo er framleitt úr 70% vatni og hinu einstaka Koishimaru silki. Það sveipar húðina frískandi raka og gegnsæjum lit sem heldur húðinni rakri og geislandi fallegri.
„Þetta gel er bara snilld! Ég hef notað það í mörg ár, bæði eitt og líka blandað við Make Up. Húðin fær aukinn ljóma. Elska þetta gel og nota það daglega. Mæli algjölega með því!“ Ásdís Oddgeirsdóttir „Þetta er vara sem er alveg ómissandi. Hef alltaf verið í vand ræðum með að nota meik því ég er með svo þurra húð. Eftir að ég kynntist Sensai Bronzing gelinu var öllu mínu meiki hent og nota ég gelið eingöngu og á hverjum degi. Þetta er sko mitt uppáhalds.“ Guðrún Viðarsdóttir „Bronzing gelið frá Kanebo er án efa ein mesta snilldar uppfinning í húðvörum sem framleidd hefur verið fyrir konur og karla. Það er göldrum líkast því þetta hefur svo margslungna eiginleika s.s. þetta „Natural Glow“, raka, fallegan lit og hæfi lega þekju. Yfir sumartímann er þetta nóg eitt og sér og yfir veturinn er þetta „lifesaver“ fyrir okkur þegar húðin er orðin föl og litlaus. Einn af mörgum kostum er að gelið smitast ekki í föt og þess vegna er óhætt að setja það á háls og bringu. Segi það og skrifa, get ekki verið án þess. Love it! “ Sif Davíðsdóttir „Bronzing gelið er ómissandi eins og maskarinn! Gefur full kominn lit og er svo léttur farði á húðina. Mér líður allavega ekki eins og ég sé með grímu eins og oft þegar ég reyni að setja á mig meik! Mér finnst húðin alltaf í góðu jafnvægi því gelið gefur svo mikinn raka. Það er nauðsynlegt þegar maður til dæmis flýgur mikið eins og ég, þar sem ég vinn sem flugfreyja á sumrin og bý í Noregi og flakka mikið á milli til Íslands.“ Birna Ósk Sigurbjartsdóttir
36
remst
ferðalög
– fyrst og f
Helgin 7.-9. febrúar 2014
Þjónustugjöld á ferðalagi ytr a
Vesenið með þjórféð
remst
– fyrst og f
ódýr!
r a g a D a n Bar 20
29%
Á að námunda upp að næsta tug, gefa tíu eða fimmtán prósent eða bara sleppa því? Kristján Sigurjónsson reyndi að ráða í hinar óskrifuðu reglur um þjórfé í hinum ýmsu löndum. Bretland Á breskri grundu er þjónustugjaldinu ekki alltaf bætt við og því þarf að skoða reikninginn áður en gefið er þjórfé til að komast hjá því að tvíborga. Ef gjaldið er ekki innifalið er til siðs að bæta 10 til 15 prósentum ofan á. Sömu sögu er að segja um leigubíla.
29
kr./stk.
kr./stk.
afsláttur
26
Þú sparar 910 kr. pr. kassa
kr./stk.
Frakkland
2249
Þjónar í París eru víst ekki vanir því að gestirnir skilji eftir handa þeim ríkulegt þjórfé. Þjónustugjaldið er innifalið (merkt „service compris“) og á að duga. En það er líka í lagi að skilja eftir smá klink, t.d. nokkrar evrur á veitingastað en minna á kaffihúsum.
24
kr./stk
kr. kassinn
.
Verð áður 3159 kr. kasgasinnPack
Pampers Baby-Dry Me
Norðurlöndin
ssar Hámarðakn4birka gðir endast!
Margur hefði haldið að sömu reglur giltu meðal frændþjóðanna og hér á landi varðandi drykkjupeninga. Sú er þó ekki raunin. Þjónar í Skandinavíu reikna til dæmis með smá viðbót en þó undir tíu prósentum og leigubílstjórar líka. Á kaffihúsum er nóg að láta nokkrar krónur í glas við kassann. Alls staðar kemstu þó upp með að gefa ekki krónu.
á mann me
www.fi.is
r i ð r e f a ð í k Göngus ðu þig út Skráðu þig
inn – dríf
Spánn
Á Spáni á allt að vera innifalið í söluverðinu. Hins vegar er það til siðs að gefa fimm til tíu prósent aukalega á veitingastöðum, börum, hótelum og leigubílum.
Gönguskíðaferðir Undirbúningsfundur og útbúnaðarkynning: Þriðjudaginn 18. febrúar kl. 20 í sal FÍ, Mörkinni 6. Allir velkomnir!
Sviss
Hellisheiði: Gamlar þjóðleiðir, 22. febrúar, laugardagur Genginn hringur frá Skíðaskálanum í Hveradölum eftir fornum þjóðleiðum. Steinkofinn skoðaður og Orustuhóll. Mosfellsheiði: Borgarhólar, 8. mars, laugardagur Gengið frá Bringum í Mosfellsdal í Borgarhóla og þaðan um heiðina norður að Þrívörðum og svo fram suður í Svínahraun.
Gott er að kynna sér venjur á hverjum stað til þess að móðga engan og komast hjá því að borga of mikið þjórfé.
Skjaldbreiður, 22. mars, laugardagur Lagt af stað frá Hofmannaflöt og genginn Eyfirðingavegur hinn forni og mögulega alla leið á Skjaldbreið. Fararstjórar: Ævar og Örvar Aðalsteinssynir.
Sjá nánar um allar ferðir á www.fi.is Nánari upplýsingar og skráning er í síma 568 2533 eða í netpóst fi@fi.is
SKÍÐAP AKKAT
ILBOÐ
sjá nán
K
reditkortagreiðslur hafa gert það einfaldara að gefa þjórfé. Um leið og pinnið er slegið inn posann þá gefst kúnnanum oft möguleiki á að bæta við reikninginn. Þörfin á að vera með úrval af smámynt og seðlum er því ekki eins mikil og hún var. Það er samt ekki einfalt að vita hversu mikið á að gefa í hverju landi fyrir sig. Á heimasíðum ferðamálayfirvalda er oft að finna upplýsingar um þennan málaflokk og hér eru þær reglur sem gott er að hafa bak við eyrað til að móðga engan og komast hjá því að borga of mikið.
Bandaríkin og Kanada
ar á fi.
is
Víðast hvar dugar að bæta tíund við reikninginn en fimmtán er meira í takt við það sem heimamenn gera. Íbúar New York borgar eru þó mun gjafmildari og þjónustufólk þar er vant því að viðskiptavinir bæti um fimmtungi við reikninginn. Á kaffihúsum og skyndibitastöðum er þjórféð oftast látið í krukkur við kassann. Leigubílstjórar fá líka sína tíund. Ef taskan er borin upp á herbergi fyrir þig þá skal gefa nokkra dollara.
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is
Beint flug til Sviss mun aukast í sumar og því væntanlega fleiri sem gera sér ferð þangað í ár en árin á undan. Sá hópur ætti þó ekki að þurfa að spá í þessi mál því þjónustugjaldið er innifalið og á að duga. En auðvitað slær enginn hendinni á móti nokkrum frönkum, segja þeir hjá ferðamálaráði Sviss.
Þýskaland
Þjónustugjöld eru oftast innifalin í reikningnum en engu að síður er mælt með því að fólk borgi 10 prósent þjórfé á matsölustöðum. Það er einnig tekið fram að hárgreiðslufólk reiknar með álíka aukaþóknun. Við þetta má svo bæta að víða þykir viðeigandi að gefa herbergisþernunni 1-3 dollara/evrur/pund á dag og setja á blað með kveðju svo hún átti sig á því að klinkið sé ætlað henni.
Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is
Kristján Sigurjónsson heldur úti ferðavefnum Túristi.is
LÚXUSSIGLING FRÁ FENEYJUM Feneyjar, Króatía, Grikkland, Tyrkland 15. maí með NCL JADE
7 daga sigling 10 daga ferð
20.000 kr. afsl. Verð frá 260.000 kr. Ferðaskrifstofa
Leyfishafi Ferðamálastofu
ef pantað fyrir 15. febrúar
Sími 570 8600 www.norræna.is Stangarhyl 1 110 Reykjavík
0-70 2 r u tt lá fs a % 0 -7 0 2 r u tt afslá 20-70% afsláttur - 20-70%
Mörkinni 4 - 108 Reykjavík - Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri - Sími: 462 3504
20-70% afsláttur
Rúm - Baðmottur - Gjafavara - Stakar dýnur - Náttborð - Svefnsófar - Sófar - Stólar - Hrúgöld - Sængur Heilsukoddar - Sængurverasett - Rúmteppi - Skrautpúðar - Handklæði - Baðsloppar
r u t t lá s f a % 0 7 0 2 r u t t lá s f a % 0 7 0 2
Gluggatjöld – Gjafavara - Gardínuefni Fata og tískuefni í miklu úrvali Mörkinni 4 - 108 Reykjavík - Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri - Sími: 462 3504
Opnunartímar: Virka daga 10-18 | Laug 10-16
38
bílar
Helgin 7.-9. febrúar 2014
ReynsluakstuR Volkswagen CC
Glæsileiki á góðu verði Volkswagen CC vekur athygli fyrir glæsileika hvert sem hann fer. Hann er einstaklega þægilegur í akstri og mjög rúmgóður, ef frá er talin lofthæðin fyrir farþega í aftursætum. Hann er hiklaust með fallegri bílum Volkswagen og ég væri vel til í hann fyrir litlu fjölskylduna mína.
Volkswagen CC er í raun glæsilegri og sportlegri útgáfa af Volkswagen Passat enda kallaðist hann upphaflega Volkswagen Passat CC, og stendur þetta CC fyrir „comfort coupé.“ Hönnun bílsins er afar falleg, að innan sem utan, og hvert sem ég fór var þessi Volkswagen CC sá flottasti á bílastæðinu. Þetta er fernra dyra, fimm manna meðalstór fólksbíll en best fer á því að það sitji mest tveir í aftursætinu. Talandi um sætin, þá eru þau mjög þægileg og styðja vel við bakið. Mér tókst ekki að lýsa sætunum fyrir samstarfsfélögunum öðruvísi en þannig að mér fyndist þessi sportlegu sæti „faðma mig.“ Fótarými fyrir aftursætisfarþega er mjög gott en út af því hvað aftari hluti bílsins er aflíðandi er ekki hentugt fyrir hávaxna að sitja þar. Mælaborðið er mjög stílhreint, hraðinn er sýndur á skífu sem mér líkar mun betur en þegar hann er aðeins sýndur stafrænt, og klukkan er líka skífuklukka sem mér finnst gefa mælaborðinu eilítið gamaldags yfirbragð, því ég legg hér afar jákvæða merkingu í orðið gamaldags og fágað yfirbragð. Volkswagen CC er afar lipur í akstri, hljóðlítill og traustur. Eldsneytisnýtingin er líka mjög góð. Volkswagen bílar eru búnir svonefndri BlueMotion-tækni sem meðal annars breytir orkunni sem losnar við hemlun þannig að hægt sé að endurnýta hana
Glæsilegur Stílhreinn Lipur í akstri Þægileg og töff sæti
Lágt til lofts fyrir farþega í aftursætum Helstu upplýsingar Vél 2.0 TDI 140 hestöfl CO2: 140 g/km Meðaleyðsla 5,3 l/km Farangursrými 452 lítrar Hæð 1421 mm Lengd 4802 mm Verð frá kr. 5.940.000
Hvert sem ég fór var þessi Volkswagen CC sá allra flottasti á bílastæðinu og ég vonaði að sem flestir tækju eftir mér þegar ég fór inn í hann. Ljósmynd/Hari
þegar hraðinn er aukinn. Með því að ýta á einn hnapp er síðan hægt að breyta fjöðrun bílsins eftir því hvort maður vill hana staðlaða, þægilega eða sportlega. Handbremsan er einstaklega fyrirferðarlítil, aðeins einn hnappur, sem skapar auka rými til athafna og til að geyma drykkjarföng eða aðra smærri hluti á milli framsætanna. Ég velti alltaf litum á bílnum fyrir mér og liturinn á bílnum sem ég reynsluók ber það skemmtilega heiti Icelandic Grey Pearl sem kom vel út. Meðal annarra lita sem hægt er að fá bílinn í eru tveir
“
brúnir tónar en í seinni tíð er ég orðin mjög hrifin af brúnleitum bílum, sérstaklega þegar þeir eru vel bónaðir. Meðal aukabúnaðar á bílnum sem ég reynsluók var stór hallanleg sóllúga. Þar sem ég er yfirleitt í ökumannssætinu
þegar ég ferðast í bíl hef ég aldrei kunnað nógu vel að meta sóllúgur en eftir að ég fór nýverið í borgarferð til Frakklands sem farþegi í bíl er ég nú orðin mjög hrifin af því að geta skoðað útsýnið og virt fyrir mér háar byggingar í gegn
um lúguna. Dóttir mín er líka mjög hrifin af sóllúgum þar sem hún situr aftur í hjá mér og virðir þar fyrir sér veðrabreytingarnar á nýjan hátt. Heilt yfir er Volkswagen CC fallegur, stílhreinn og þægilegur fólksbíll og verðið sanngjarnt miðað við hversu glæsilegur hann er, enda helstu keppinautar á markaðnum mun dýrari. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is
BESTUskyactiv KAUPIN”
spartækni mazda
kynntu þér
KOMDU Í REYNSLUAKSTUR
m
-
m oo
o zo
z
MAZDA6
BEINSKIPTUR FRÁ 4.490.000 KR. SJÁLFSKIPTUR FRÁ 4.790.000 KR.
Mazda6 eru bestu kaupin í sínum flokki samkvæmt ritdómi Morgunblaðsins. Það ætti engan að undra því Mazda6 sameinar glæsilega hönnun, framúrskarandi akstursánægju og ótrúlega sparneytni. SKYACTIV spartækni Mazda skapar fádæma sparneytni fyrir stóran fjölskyldubíl. Þar sameinast ný vélar- og sjálfskiptitækni ásamt léttum en ofursterkum málmum sem létta bílinn. Eldsneytisnotkun SKYACTIV vélanna með sjálfskiptingu er einungis 4,8 l/100 km fyrir dísilvél og 6,0 l/100 km fyrir bensínvél.
MAZDA. DEFY CONVENTION.
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 og laugardaga frá kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I mazda.is
Vissir þú að Mazda6 hefur þennan staðalbúnað? Snjallhemlunarkerfi (Smart City Break Support), blindpunktsaðvörunarkerfi (Rear Vehicle Monitoring), i-stop spartækni, Bluetooth síma- og tónhlöðutengi, 17” álfelgur, nálægðarskynjara, upplýsingasnertiskjá í mælaborði, hraðastilli (cruise) og regnskynjara í framrúðu. Komdu í reynsluakstur og gerðu samanburð. Brimborg og Mazda áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Mazda6_5x18_24.01.2014_END_3.indd 1
30.1.2014 10:15:10
Sumarið
2014 er komið urinn g n i l k æ B n út! n i m o k er
Allt að
15.000 kr. bókun ar
afsláttu til 10. f r e brúar 2 valdir g ististað 0 1 4 , ir, vald
ar dags etninga r.
Vinsælasti valkosturinn!
Vinsælasti valkosturinn!
NM61363
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Tyrkland Frá kr. 174.900 m/bókunarafslætti La Blanche m/allt innifalið
Prag
Krít Netverð á mann frá kr. 174.900, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í fjölskylduherbergi. 2 fullorðnir í tvíbýli frá kr. 210.600. 10. júlí í 11 nætur.
Frá aðeins
79.900 kr.
m/bókunarafslætti
Netverð á mann, m.v. gistingu á Hotel ILF m.v. 2 fullorðnir í herbergi. 1. maí í 4 nætur
Netverð á mann frá kr. 136.900, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í fjölskylduherbergi. 2 fullorðnir í tvíbýli frá kr. 168.300. 23. júní í 10 nætur.
Lissabon
Ljubljana
Róm
Frábært verð
Frábært verð
Frábært verð
frá aðeins
frá aðeins
frá aðeins
85.500 kr.
97.800 kr.
119.900 kr.
Netverð á mann, m.v. gistingu á Hotel Eduardo VII m.v. 2 fullorðnir í herbergi. 24. apríl í 3 nætur.
Netverð á mann m.v. gistingu á Hotel City, 2 fullorðnir í herbergi. 30. apríl í 4 nætur.
Netverð á mann m.v. gistingu á Hotel Domus Sessoriana, 2 fullorðnir í herbergi. 24. apríl í 4 nætur.
T NÝT
Frábært verð
Frá kr. 136.900 m/bókunarafslætti Sirios Village m/allt innifalið
m/bókunarafslætti
m/bókunarafslætti
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri • Sími 461 1099 • heimsferdir.is
m/bókunarafslætti
40
heimili
Helgin 7.-9. febrúar 2014
Ástríðunni fylgir fullkomnunarárátta Leifur Welding á heiðurinn að hönnun á heildarmynd marga veitingastaða, kaffihúsa og verslana hér á landi. Hann lærði húsasmíði og hefur alltaf haft brennandi áhuga á arkitektúr og hönnun. Fyrir honum eru verkefnin ekki aðeins vinna heldur tilfinningamál sem hann sinnir af lífi og sál.
Leifur Welding hefur komið að hönnun marga þeirra flottu veitingastaða og kaffihúsa sem sprottið hafa upp hér á landi að undanförnu. Fyrirtækið hans W CONCEPT CREATION sér um að skapa heildarmynd staða og er þá ekkert smáatriði undanskilið.
L
eifur Welding hefur hannað og haft yfirumsjón með uppsetningu marga af þeim fallegu veitingastöðum, kaffihúsum, hótelum og verslunum sem opnuð hafa verið í Reykjavík og víðar á landinu á undanförnum árum. Núna í næstu viku opnar veitingastaðurinn KOL við Skólavörðustíg þar sem Leifur og hans fólk sá um hönnun og gerð heildarmyndar staðarins. Leifur lærði húsasmíði og vann áður fyrr hjá A. Karlssyni við innflutning húsgagna og innréttinga. „Svo æxlaðist það þannig að maður hafði sterkar skoðanir á því hvernig hlutirnir ættu að vera og þá þróaðist þetta í þá átt að ég fór að taka að mér að sjá um uppsetningu veitingastaða, hótela, verslana og kaffihúsa frá upphafi til enda. Það var alls ekki stefnan að starfa við þetta þó ég hafi alltaf haft brennandi áhuga á arkitektúr og hönnun,“ segir Leifur.
Hver fersentimetri skiptir máli
Starfstitill Leifs er „concept creator“ og þaðan kemur nafn fyrirtækis hans W CONCEPT CREATION, en það felur í sér að koma að hönnun og uppbyggingu staða og er þá ekkert smáatriði undanskilið. „Við sköpum heildarmyndina í samvinnu við rekstaraðila í hverju og einu verkefni. Oft byrjum við vinnuna okkar algerlega frá byrjun, eða frá deiliskipulagi. Þegar það er búið höldum áfram allt ferlið þangað til starfsemin hefst í húsinu. Stærstu verkefnin núna er hönnun tveggja stórra hótela á Íslandi ásamt margra stórra veitingastaða og verslana. Þar á meðal er 100 herbergja hótel við Geysi í Haukadal, sem verður fjögurra stjörnu SPA hótel. Við hönnum líka skrifstofur, verslanir, einkahúsnæði, næturklúbba, kaffihús og fleira.“ Í uppsetningarferlinu er Leifur og hans fólk til staðar allan tímann þar sem það hefur umsjón með að allt sé gert samkvæmt áætlun. „Maður er mikið á ferðinni og endalaust að taka verkið út og fylgjast með. Að mínu mati er það lykilatriði svo vel takist til að vera til staðar. Það er alltaf eitthvað sem kemur upp á og þá þýðir ekki vera langt í burtu. Þessi vinna er líka mikið tilfinningamál. Það er ekki bara að gera eitthvað, heldur erum við í þessu af lífi og sál og hver einasti fersentmetri skiptir máli.“
W CONCEPT CREATION hannaði heildarmynd veitingastaðarins Fjalarkattarins í miðbæ Reykjavíkur.
Ljósin á Grillmarkaðnum hafa hlotið verðskuldaða athygli.
Hlýleg og notaleg stemning á Primo við Grensásveg.
Skemmtilegir litir og falleg hönnun á Sushi Samba við Þingholtsstræti.
Leifur og hans fólk hannaði heildarmynd veitingastaðarins Sushi Samba.
Mikilvægt að hlusta Við hönnun á heildarmynd veitingastaðar eða annars reksturs hefur Leifur sérhæft sig í því að hanna í kringum ákveðnar rekstrarforsendur. „Þetta er ekki eins og að hanna heimili eftir smekk einhvers heldur þarf að greina markað-
inn á hverjum og einum stað og sjá hvað passar og virkar.“ Að opnun hvers nýs staðar kemur yfirleitt stór hópur og aðspurður hvort ekki sé erfitt að komast að niðurstöðu um það hvernig best sé að hafa hlutina segir Leifur svo ekki vera. „Það er algjört lykilatriði að kunna
Hani, krummi, hundur, svín er samstarfsverkefni þeirra Ólafs Þórs Erlendssonar húsgagna- og innanhússarkitekts og Sylvíu Kristjánsdóttur grafísks hönnuðar. Þau sækja innblástur í sögur, vísur og ævintýri og hanna hagnýta hluti með vísun í þau minni.
að hlusta á viðskiptavinina og því er ekki verra að vera góður í mannlegum samskiptum.“ Frá einu verkefni til annars er það mikið til sami hópur fólks sem Leifur vinnur með. „Það fer eftir hverju og einu verkefni. Þegar verkefnin eru stór eins og í stórum hótelverkefnum þá þekkjast ekki allir, en það hefur ekki verið vandamál en auðvitað er það öðruvísi við smærri verkefni eins og kaffihús eða veitingastaði. Yfir höfuð er þetta hópur sem þekkist orðið vel. Við þekkjum hvernig iðnaðarmennirnir vinna og það er gagnkvæmt. Ég hef notið þess að vinna með alveg ofboðslega kláru fólki á sínu sviði í þessum verkefnum.“
Vinnan er áhugamálið
Kraftaverk
Efni: Húðað, útskorið ál. Verð: kr. 11.900,- Til í þremur litum - Einnig fleiri útgáfur með öðrum dýramyndum.
Ólafur Þór Erlendsson húsgagna- og innanhússarkitekt, FHI Hönnunarteymið: Hár úr hala
Sylvía Kristjánsdóttir Grafískur hönnuður FÍT
Minja er gjafavöruverslun með áherslu á íslenska og erlenda hönnun
Skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja
Leifur fylgist mjög vel með því sem er í gangi á hverjum tíma og ferðast mikið um heiminn til að fá innblástur í hönnun sína og skoðar hótel og veitingastaði og sækir sýningar reglulega um allan heim. „Það er brjáluð vinna að halda hausnum alltaf uppfærðum og ferskum en bara hluti af þessu og virkilega skemmtilegt. Ég tel að lykillinn að því að ganga vel sé að hafa gaman af því sem maður er að fást við. Vinnan er mitt helsta áhugamál og er því eitt það skemmtilegasta sem ég geri.“ En hvernig tilfinning skyldi það vera að fara út að borða á stað þar sem maður hefur sjálfur hannað hvert smáatriði? „Það er góð tilfinning að setjast niður og anda að sér verkefninu þegar það er tilbúið, hvort sem það er veitingastaður, kaffihús eða hótel. Maður er samt endalaust að gagnrýna sjálfan sig og finnur yfirleitt eitthvað sem hefði mátt fara betur en það er bara eitthvað sem fylgir því að gera hlutina af ástríðu.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is
Einstök hönnun framúrskarandi gæði og góð verð -þarf að segja meira?
XEINN IX 13 11 004
Ítalski innréttingaframleiðandinn ARAN er í fararbroddi evrópskrar hönnunar og byggir framleiðslu sína á aldagamalli hefð fyrir vönduðu handbragði og framsækinni tækni.
42
heimili
Helgin 7.-9. febrúar 2014
Verslun Gamlir munir oG leirmunaViðGerðir hjá rúnari Rúnar selur leirmuni og aðra gamla muni í verslun sinni í Kópavogi. Ljósmynd/Hari
Hef aldrei hent neinu Þorvaldur Rúnar Jónasson opnaði í lok síðasta árs verslunina Hjá Rúnari. Þar selur hann gamla muni og tekur að sér leirmunaviðgerðir. Rúnar er enda hagleiksmaður og lappar til að mynda upp á styttur Guðmundar frá Miðdal. Safnarar sækja mikið til Rúnars og hann kveðst finna fyrir auknum áhuga almennings á gömlum munum.
É
g hef aldrei hent neinu en það er miklu hent í mig,“ segir Þorvaldur Rúnar Jónasson. Hann tekur á móti útsendurum Fréttatímans í verslun sinni,
Hjá Rúnari, að Kársnesbraut 114 í Kópavogi. Í versluninni ægir öllu saman eins og vera ber í verslun með gamla muni; í einu horninu er gamalt næturgagn en í öðru
málverk eftir Stórval. Mest ber þó á leirmunum enda hefur Rúnar sérhæft sig í leirmunaviðgerðum. Munirnir koma víða að. Rúnar segist lengi hafa sankað að sér
munum en ýmislegt hafi hann honum áskotnast frá fjölskyldunni. Þá hafi hann sömuleiðis keypt álitlega muni sjálfur. Þegar Rúnar er spurður um hvaða munir í versluninni séu honum kærastir stendur ekki á svörum, það eru leirmunirnir. Hann sýnir okkur muni sem framleiddir voru í Funa og í Glit keramik. Hann lumar á vösum eftir Guðmund frá Miðdal sem séu „einstakir munir“ og fjölda af styttum Guðmundar. „Ætli mig vanti ekki 2-3 stykki af þessum styttum Guðmundar. Til dæmis máríuerluparið sem erfitt er að fá og geirfuglaparið sem er nær ófáanlegt. Það selst oft á 150 þúsund krónur,“ segir Rúnar. Uppi á hillu er einn fálki Guðmundar en þeir seljast gjarnan á um og yfir 200 þúsund krónur. Að sögn Rúnars hafa þeir jafnvel selst á 4-500 þúsund. Auk fjölda muna Guðmundar frá
Miðdal lumar Rúnar á verkum afkomenda hans. Hann er með vasa eftir Einar Guðmundsson og skál eftir Guðmund Einarsson. Rúnar nýtur þess að nostra við leirmuni sem hafa skemmst. „Það krefst þolinmæði að slípa þetta niður, líma og finna svo rétta olíulitinn. En þetta er skemmtilegt. Þeim mun skemmtilegra því meira sem það er brotið,“ segir hann og glottir. Verslun Rúnars er opin mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan 14-18 en hægt er að kynna sér hluta úrvalsins á Facebook (leitarorð: Hjá Rúnari). Meðal viðskiptavina þegar Fréttatíminn heimsótti Rúnar var rithöfundurinn Huldar Breiðfjörð. Kaupmaðurinn kvartar ekki undan viðtökunum. „Hingað koma margir safnarar enda eru hér fallegir hlutir. Þetta er orðið hálfgert félagsheimili.“ -hdm
KYNNING
Hágæða vörur og hagstæð verð hjá InnX Innréttingum
Meira en bara blandari!
InnX Innréttingar bjóða upp á vörur frá ARAN sem er ítalskur framleiðandi og leiðandi í innréttingahönnun í Evrópu. InnX leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu og er með fagmenn á sínum snærum við hönnun og uppsetningu innréttinga. Hvítar innréttingar hafa verið vinsælar hér á landi undanfarin ár en nú er fólk farið að blanda litum saman.
• Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með
Lífstíðareign!
Hjá InnX innréttingum er boðið upp á framúrskarandi þjónustu, hagstæð verð og hágæða vörur sem notið hafa mikilla vinsælda jafnt hjá einstaklingum og verktökum. Þar er boðið upp á innréttingar frá ítalska framleiðandanum ARAN sem er meðal stærstu og virtustu framleiðenda á Ítalíu og í fararbroddi evrópskrar innréttingahönnunar. Að sögn Birgis Heiðars Þórissonar, sölustjóra innréttinga, eru innréttingarnar hjá InnX án efa meðal þeirra vönduðustu sem völ er á, hvort sem um ræðir eldhús-, bað,- þvottahúsinnréttingar eða fataskápa. „Hjá okkur er ótrúleg fjölbreytni, bæði af efnum og úrvali lita en þeir skipta hundruðum,“ segir hann. InnX innréttingar hafa vakið athygli og aðdáun bæði innlendra og erlendra aðila fyrir fjölda verkefna sem unnin hafa verið í samstarfi við íslenska verktaka, fasteignafélög og einstaklinga. „Við hönnum og teiknum fyrir stór og smá verkefni og eru uppsetningarnar unnar af fagmönnum með sérþekkingu á þessu sviði,“ segir Birgir.
Tilboðsverð kr. 106.900 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 125.765
R a u ð a g e rð i 2 5 · 1 0 8 R
Íslendingar íhaldssamir Íslendingar eru íhaldssamir þegar kemur að vali á innréttingum og segir Birgir Heiðar þá helst vilja þær úr spónlagðri eik en staðreyndin sé sú að í dag sé mun algengara að framleiða innréttingar úr harðefnum eða HPL (High Pressure Laminate). „Þessi efni eru orðin það góð og náttúruleg í útliti að fólk á oft erfitt með að trúa að þetta sé ekki eikarspónn. Það á eftir að vera minna og minna um eikarspóninn í framtíðinni og harðefnin eru það sem koma skal.“ Eikarspónn upplitast með tímanum vegna sólarljóss, hann er viðkvæmur fyrir hita- og rakabreytingum og segir Birgir Heiðar því góðan kost að notast við harðefnin því þau breytist ekki og eru gríðarlega endingargóð. „Ef það þarf til dæmis að skipta um eina hurð er sú nýja alveg eins og hinar þó innréttingin sé nokkurra ára gömul og það er mikill kostur. Þessi efni upplitast ekki, eru rakavarin og alltaf eins.“
eykjav
ík · S
ími 4 40 18 00 · ww w.kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þér
Hvítur litur vinsæll Á undanförnum árum hafa hvítar innréttingar notið mikilla vinsælda en Birgir segir mikið um að fólk blandi nú saman dökkum viði og hvítum lit eða blandi litum saman á annan hátt. „Söluhæsta innréttingin hjá okkur er úr ljósu eikarlíki og er mjög vinsæl bæði hjá einstaklingum og verktökum.“
Hjá InnX Innréttingum er lögð áhersla á framúrskarandi þjónustu og hágæða vörur á góðu verði. Birgir Heiðar Þórisson er sölustjóri innréttinga hjá InnX Innréttingum.
Stílhrein og falleg innrétting með hringlaga eyju og bogadregnum skápum. Bogadregnir skápar njóta æ meiri vinsælda en fáir búa yfir þeirri tækni og kunnáttu sem þarf til framleiðslunnar.
Í dag er vinsælt að blanda saman viðartegundum og litum. Hér er Dali innrétting heithúðuð í zebrano viðarfilmu í bland við hvítt háglans og hvítt gler.
Verk hönnunartvíeykisins Flemming Busk og Stephan B. Hertzog einkennast af hreinum og einföldum línum sem tala skýru máli. Það er sannfæring þeirra að híbýli skuli alla jafna skreyta með því sem jafnframt hafi notagildi. Hönnun þeirra félaga er að finna um allan heim, allt frá alþjóðlegum flugvöllum til setustofu leikmanna Chelsea fótboltaklúbbsins. Busk+hertzog hafa hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga og verk þeirra eiga fastan sess á Danish Museum of Art and Design, auk þess sem ekki færri en 18 stólar eftir þá voru með í enduropnun á Museum of Modern Art í New York 2004.
Nettir snagar í mismunandi stærðum. Þessir snotru snagar fara vel í eldhúsi, baðherbergi til að hengja á skartgripi eða lykla ellegar einfaldlega sem skraut. Mini Camouflage snagarnir fást metalsprautulakkaðir í mörgum litum eða í ryðfríu stáli.
Óskabeinsborðið hæfir ótalmörgum tilefnum, til dæmis fer það vel í grennd við hinn glæsilega Wishbone fatastand, í forstofu eða á gangi. Eins er það nett hliðarborð við sófa eða undir fartölvu, blómavasa, kaffi- eða tebolla og jafnvel sem náttborð. Þú ákveður einfaldlega hvar þú vilt nota það. Borðið er úr lökkuðu áli og fæst í mörgum litum.
Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is
Blóm sem opnast til fulls er hugmyndin að baki hönnuninni á Lulu snögunum. Fallegir og auðveldir í notkun og fást í mismunandi stærðum og lengdum og hægt að nota staka eða fleiri saman. Mismunandi stærðir gera snagana jafn frábæra fyrir úlpur og jakka, herðatré, regnhlífar eða töskur og þeir henta í forstofu, fataherbergi eða svefnherbergi. Lulu snagar eru lakkaðir með mjúku lakki sem ljær þeim matta og skemmtilega áferð.
44
heilsa
Helgin 7.-9. febrúar 2014
Ofneysla sykurs eykur líkur á hjartaáfalli Of mikil sykurneysla getur aukið hættuna á hjartaáfalli, samkvæmt niðurstöðum nýrrar, bandarískrar rannsóknar. Neysla á einni dós af sykruðum gosdrykk á dag reyndist auka líkurnar á því að láta lífið af völdum hjarta- og æðasjúkdómum, að því er fram kemur í vísindatímaritinu JAMA Internal Medicine og BBC segir frá á vef sínum. Sykur getur leitt til þyngdaraukningar sem er slæm fyrir hjartað. Sérfræðingar segja að fólk þurfi að vera meðvitað um þá áhættu sem mikil sykurneysla felur í sér. Í niðurstöðum rannsóknar sem gerð var í Atlanda kom fram að fólk sem fær fjórðung af hitaeiningum sínum úr sykri
væri í þrefalt meiri hættu á að deyja úr hjarta- og æðasjúkdómum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, mælir með því að hitaeiningar úr sykri fari ekki upp fyrir 10% af daglegri neyslu, það samsvarar um 70 g af sykri fyrir karla og 50 g fyrir konur á dag. Sykri er bætt í fjöldann allan af matvöru. Innihaldslýsing vörunnar segir hversu mikinn sykur hún inniheldur. Ef sykur er ekki tilgreindur sérstaklega má skoða kolvetnainnihald vörunnar. Vörur sem innihalda mikinn sykur eru með meira en 22,5 g af sykri í hverjum 100 g en matvara sem er með lágt sykurinnihald er með 5 g eða minna af sykri í hverjum 100 g.
Rennilásar eftir máli í lopapeysur, úlpur og galla. Handprjónasamband Íslands Skólavörðustíg 19 s. 552-1890 www.handknit.is
Eru þið kvefuð ?
Sumir fá alltaf ennis og kinnholubólgur í hvert sinn sem þeir kvefast og eins sársaukafullt og það er þá er fólk tilbúið að gera nánast hvað sem er til að losna undan því. Einkenni sýkingar eða bólgu í ennis-og kinnholum er oft sársauki og þrýstingsverkur í enni og kinnum. Bætiefnið Sinus Source frá Solaray hefur hjálpað mörgum sem hafa átt við krónískar bólgur í ennis- og kinnholum að stríða, og hreinlega stytt veikindatímann hjá þeim og sumir fá ekki einu sinni bólgurnar ef þeir taka inn Sinus Source. Mengandi efni úr umhverfinu og ofnæmi geta valdið ennis-og kinnholubólgum. Þessi blanda er sérvalin til að virka gegn óþægindum sem ennis-og kinnholubólgur valda og getur haft mikil áhrif á lífsgæði fólks. Sinus Source kemur að gagni hvenær sem ennis-og kinnholuvandamál gerir vart við sig og á hvaða árstíma sem er. Sinus Source inniheldur þróaða blöndu bætiefna og jurta t.d. C-vítamíni, quercetín, bromelain, netlulauf, boswella og ginkgo biloba. Allt eru þetta jurtir og bætiefni sem vinna saman að því að létta á ennis- og kinnholubólgum. Margar þessara jurta bæta einnig meltinguna, því bólgur sem ýta undir ennis- og kinnholuvandamál koma oft upp víðar í líkamanum og þá mjög gjarnan í meltingarveginum.
Solaray bætiefnin fást eingöngu í Apótekum og Heilsuvöruverslunum. Solaray bætiefnin sem næringarþerapistar mæla með.
Solaray Ísland www.heilsa.is
KYNNING
Yes lífrænt sleipiefni fyrir elskendur Yes lífræna sleipefnið er hannað af konum og hefur notið mikilla vinsælda víða um heim. Það inniheldur aðeins lífræn efni og er fáanlegt í apótekum og heilsubúðum.
L
ífrænu sleipiefnin frá Yes henta sérstaklega vel fyrir konur á breytingaskeiðinu, þær sem hafa nýlega eignast barn, verið í meðferð við krabbameini eða eiga við þurrk að stríða í leggöngum og slímhúð eftir önnur langvarandi veikindi. Að sögn Birnu Gísladóttur, söluog markaðsfulltrúa IceCare eru Yes sleipiefnin unnin úr lífrænum efnum og hafa hlotið lífræna vottun frá The Soil Association í Bristol í Bretlandi. „Yes sleipiefnin innihalda engin aukaefni eða skaðleg efni sem geta verið ertandi fyrir slímhúðina. Þau
klístrast ekki og eru einstaklega rakagefandi,“ segir Birna. Yes sleipiefnin eru hönnuð af tveimur konum og seld í Bretlandi og víða um heim. Vörunni hefur verið vel tekið af neytendum og hafa læknar í Bretlandi mælt með því að konur sem eiga við þurrk að stríða í leggöngum noti vöruna. Fyrir fólk í barneignarhugleiðingum er sleipiefnið Yes Baby kjörið en sú pakkning inniheldur bæði sleipiefni sem eru sæðisvæn og egglosunarpróf ásamt sleipiefnum sem gott er að nota eftir egglos. Í Yes sleipiefnunum eru lífræn efni Lífrænu sleipiefnin frá Yes henta sérstaklega vel fyrir konur á breytingaskeiðinu, þær sem hafa nýlega eignast barn, verið í meðferð við krabbameini eða eiga við þurrk að stríða í leggöngum og slímhúð eftir önnur langvarandi veikindi.
Yes sleipiefnin eru unnin úr lífrænum efnum og vottuð lífrænni vottun frá The Soil Association í Bristol í Bretlandi.
eins og Aloe Vera, Flax extract og Guar Gum (Guaran). Þau innihalda einnig bæði olíu basa (oil-based) og vatnsbasa (waterbased) sem hægt er að nota með gúmmíverjum. Yes sleipiefnin má nota bæði innvortis og útvortis fyrir samfarir. Sleipiefnin innihalda ekki hormóna, rotvarnarefni, ilmefni, silíkon eða önnur efni sem geta haft ertandi áhrif á húð. Nánari upplýsingar um Yes sleipiefnin má nálgast á vefsíðu IceCare www.icecare.is. Yes línan fæst í apótekum og heilsuverslunum.
„Yes sleipiefnin innihalda engin aukaefni eða skaðleg efni sem geta verið ertandi fyrir slímhúðina,“ segir Birna Gísladóttir, söluog markaðsfulltrúi IceCare. Ljósmynd/Hari.
Fáðu meira út úr Fríinu Bókaðu sértilboð á gistingu og gerðu verðsamanBurð á hótelum og bílaleigum út um allan heim á túristi.is
TÚRISTI
heilsa 45
Helgin 7.-9. febrúar 2014 Lárper a Magnaður ávöxtur
Eitt hollasta fæði sem fyrirfinnst
Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
Einfalt og gott ekta Guacamole 3 lárperur 1 lime 1/2 tsk. salt 1/2 tsk. cúmín 1/2 tsk. ceyenne pipar 1/2 laukur, skorinn mjög fínt 1/2 jalapenjo pipar, niðurskorinn 2 tómatar, fínt skornir í litla bita 1 hvítlauksrif, kramið Slatti af kóríander, fint skorið Svo er hægt að skreyta og
bragðbæta með jalapenjo pipar eða sólþurrkuðum tómötum. Öllu er blandað vel saman. Best er að láta lárperumaukið standa í klukkustund áður en boðið er upp á það. Gott er að setja einn stein í maukið til að halda því vel grænu. Guacamole, eða lárperumauk, er ekki bara gott heldur líka hollt.
Higher Nature – hágæða bætiefnalína Fullkomin nýting og virkni.
25%
ótrúleg TILBOÐ!
aðeins í heilsuhúsinu
25%
ÍSLENSKA SIA.IS HLS 67581 02/14
L
árperan er talin vera einn hollasti ávöxtur sem völ er á. Hún eru stútfull af lífsnauðsynlegum fitusýrum, vítamínum og steinefnum auk þess að innihalda mestar trefjar af öllum ávöxtum og grænmeti. Svo er lárperan upplagt fæði fyrir ungbörn vegna fullkominnar samsetningar kolvetna og próteina auk þess að vera mjög auðmeltanleg. Margir forðast lárperur eins og heitan eldinn vegna hás fituinnihalds og fjölda hitaeininga. Það eru þó mikil mistök því lárperufitan er ein sú hollasta sem fyrirfinnst. Hún inniheldur einómettaðar fitusýrur sem minnka kólesteról í blóðinu og þar með líkur á hjartasjúkdómum. Hollasti hluti lárperunnar liggur við skinnið en þar er að finna mest af andoxunarefnum. Sá hluti er oftast aðeins dekkri en skærgræn miðjan svo það er langbest að rífa hýðið af lárperunni líkt og gert er við banana, en alls ekki borða bara innan úr henni. Lárperan gerir ekki aðeins kraftaverk fyrir heilsuna heldur líka fyrir útlitið. Lárperuolían er virkilega góð fyrir húð og hár og því notuð af fjölda snyrtivörufyrirtækja en það er óþarfi að leita langt yfir skammt því einn besti andlitsmaski sem völ er að maka lárperu beint á andlitið. Svo er lárperan svo skemmtileg því það er hægt að njóta hennar á marga vegu. Sniðugt er að skera hana í tvennt og fylla hvorn helminginn af einhverju gómsætu og bjóða upp á í forrétt. Svo er hægt að skera hana í bita út á salat, gera allskonar góðar sósur og mauk, nota í morgunhristing eða maka henni bara beint á brauð. Lárperan er ættuð frá Suður-Ameríku og víða í álfunni er hún á boðstólum við öll tækifæri og flestir þekkja hina margfrægu ídýfu, Guacamole. En færri vita að Þjóðverjar eru duglegir við að borða lárperur í morgunmat og ekki er óalgengt að sjá hálfskorna lárperu í þýskum ísskápum, með steininum enn í því þannig geymast þær best og verða ekki brúnar. Þetta er reyndar stórsniðug aðferð til að nýta lárperuna vel, þ.e að skera ofan af henni, í stað þess að skera hana í tvennt, og taka svo úr henni kjötið í smáskömmtum með teskeið. Þýska aðferðin er mjög nýtin og hentar því vel hér á landi þar sem lárperan er alls ekki ódýr. Reyndar getur verið mjög svekkjandi að kaupa lárperur hérlendis þar sem þær eru oft of-eða óþroskaðar. Betra er að velja minna þroskaðar lárperur og geyma í glugganum, en alls ekki í ísskápnum, og bíða þess af þolinmæði að þær þroskist, en að opna þær heima og verða fyrir vonbrigðum þegar hún er öll svört að innan eftir langt ferðalag úr öðrum heimshluta.
Arctic Root – Burnirót extra sterk Vantar kraftinn? Ekki gefast upp!
25% Raw Chocolate Ofurfæði, lífrænt hráfæðis innihald.
Komdu og gerðu góð kaup! Tilboðin gilda
til 9. feb.
25% Pulsin Prótein Auðmeltanleg hágæða prótein án eiturefna!
25%
25%
Solaray gæði – hrein og virk bætiefni Komdu og fáðu upplýsingar.
Organic Burst – lífræn súperfæða Komdu og fáðu upplýsingar.
Guli miðinn Bætiefnin sem allir þekkja vegna gæða.
25%
Svarið býr í náttúrunni Lárperur. Sumir segja að ein lárpera á dag komi heilsunni í lag.
LAUGAVEGI
LÁGMÚLA
KRINGLUNNI
SMÁRATORGI
SELFOSSI
AKUREYRI
REYKJANESBÆ
46
NÁNAR Á UU.IS
NÝR SÉRFERÐABÆKLINGUR Fáðu frítt eintak sent heim til þín þér að kostnaðarlausu!
SÉRFERÐIR 2014 Næstu ferðir:
Madeira
22. – 30. apríl
159.900 KR.á mann í stúdíóíbúð á Hotel Four Views Monumental.
Tæland - Páskaferð 14. – 29. apríl
419.900 KR.Mjög mikið innifalið
Fjölbreytt og framandi.
Grand Canyon & Las Vegas 10. – 24. maí
789.000 KR.Mikið innifalið Fimm þjóðgarðar og Las Vegas.
Sumartónar með Diddú 19. – 26. júlí
249.900 KR.Tónleikar undir berum himni í Verona og Lindau.
Nánar um allar ferðir á uu.is ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19, KÓP. | S. 585 4000
fjölskyldan
Helgin 7.-9. febrúar 2014
Ógöngur í samskiptum
Sama hegðun – ólíkt mat M
ér finnst stundum eins og stjúpsonur minn vilji ekkert með mig hafa og hann stjórni öllu heimilinu. Hann hefur frekar fyrir því að finna pabba sinn, til að biðja hann um eitt eða annað, en að leita til mín sé ég nálægt.“ Sjálfsagt eru börn misvel undir það búin að eignast stjúpforeldra. Sumum finnst það hið besta mál að á meðan önnur eru ósátt. Stuttur tími frá skilnaði foreldra eða ónæmni foreldra á þörfum barnsins í nýjum aðstæðum hefur sín áhrif. Foreldrar gegna lykilhlutverki en stundum líður þeim eins og þeir séu á milli steins og sleggju viti þeir ekki hvernig þeir geti komið á móts við ólíkar þarfir makans og barnsins. Foreldri er því ekki síður óöruggt en stjúpforeldrið í upphafi. Að vita við hverju er að búast hjálpar. Á heimasíðunni www.stjuptengsl.is má finna ýmislegt sem gæti gagnast. Það kann að koma sumum á óvart, sem alist hafa upp við ævintýrin um vondu stjúpuna, að flestir stjúpforeldrar vilja góð samskipti við stjúpbörn sín og viðurkenning þeirra skiptir þá máli. Í nýlegri íslenskri könnun á stjúpfjölskyldum kom til að mynda í ljós að um 77% stjúpforeldra voru mjög/sammála
fullyrðingunni heiMur barna tilheyrandi vanlíðan. Börn eiga nefnilega „Viðurkenning barna ýmislegt sameiginmaka míns skiptir legt með fullorðnum. mig máli“. Það getur Flestum þykir eðliþví reynt verulega legra að biðja góðan á stjúpforeldrana vin um lán fyrir kaffiséu börnin ekki bolla en vin hans, sem tilbúin og þeir vita við getum þó verið ekki við hverju má ágætlega kunnug. Af búast. Í könnuninni hverju ætti börnum kom einnig fram að Valgerður að líða á annan hátt stjúpbörn leituðu Halldórsséu þau ekki jafn í frekar til foreldra nánum tengslum við sinna en stjúpfordóttir stjúpforeldrið og við eldra en aðeins 35% félagsráðgjafi foreldrið? Hvernig stjúpforeldra sögu og kennari myndu samskiptin stjúpbörn leita jafnt þróast ef vinur vinartil þeirra og foreldra ins tæki það mjög sinna. Það er því persónulega að hann væri ekki óvíst að stjúpforeldrar fái alltaf beðinn um lán fyrir bollanum þá viðurkenningu frá börnunum og túlkaði það sem svo að við sem þeir óska. værum að reyna útiloka hann á Rétt eins og fordómar geta einhvern hátt? Jafnvel skemma komið í veg fyrir að stjúpforvináttu hans við sameiginlegan eldrar njóti sannmælis og stuðnvin? Í hvaða sporum væri samings í krefjandi hlutverki þá er eiginlegi vinurinn? sumum stjúpbörnum ætlaðir Það má líka hafa í huga að eiginleikar sem ekki eru ætlaðir framkoma stjúpforeldra er oft börnum almennt. Í stað þess að horfa á erfiða hegðun þeirra sem dæmd harðar en foreldra, sérstaklega þegar kemur að agaviðleitni í að halda tengslum og málum. Við beinum sjónum ná tengslum við foreldra sína okkar að vondu stjúpmóðurinni sem geta verið, eins og áður í Hans og Grétu en faðirinn sem segir, ónæmir á þarfir þeirra, fer með börnin sín út í skóg og eru sum stimpluð stjórnsöm og skilur þau eftir, ekki einu sinni undirförul. Ef fimm ára gutti heldur tvívegis, sleppur við alla ýtir mömmu sinni frá pabba fordæmingu samfélagsins. Hann sínum þar sem þau kúra í sófer álitinn fórnarlamb eiginkonu anum og segist eiga pabba einn þykir hann krútt og foreldrunum sinnar rétt eins og börnin hans. Stundum er nauðsynlegt að finnst hann skemmtilegur. Ef setja hegðun og viðhorf okkar í hann hinsvegar ýtir stjúpmóður víðara samhengi. Við þurfum að sinni til hliðar og segist eiga muna að góðir hlutir gerast hægt pabba einn er hætta á að hann og tengslamyndun tekur tíma. sé talinn stjórnsamur, stjúpan Þegar við höfum tengst fólki upplifi höfnun og pabbinn vandræðagang, taki fólk hegðun hans langar okkur frekar að koma á móts við óskir þess en ella – það of persónulega. sama á við um börn. Það getur Ef við kjósum að túlka hegðun því stundum verið gagnlegt í barns sem „diss“ gagnvart stjúpfjölskyldum að spyrja sig stjúpforeldri, leiti það frekar – hvað myndum við hugsa eða til foreldrisins en þess fyrrgera ef við ættum þessi börn nefnda, er hætta á að við lendum saman? í ógöngum í samskiptum með
Flestir stjúpforeldrar vilja góð samskipti við stjúpbörn sín og viðurkenning þeirra skiptir þá máli.
Rétt eins og fordómar geta komið í veg fyrir að stjúpforeldrar njóti sannmælis og stuðnings í krefjandi hlutverki þá er sumum stjúpbörnum ætlaðir eiginleikar sem ekki eru ætlaðir börnum almennt.
Lagfæringamáttur olíu mætir virkni serumdropa. Húð þín verður mýkri, fyllri og meira geislandi á hverjum morgni.
NÝTT BLUE THERAPY
SERUM-IN-OIL NÆTUROLÍA
BIOTHERM VIRK INNIHALDSEFNI - 16 EINKALEYFI1
MEÐ ULKENIA OLÍU, s e m er mjög lík náttúrulegri olíu í húð okkar Serum-In-Oil sameinar lagfærandi mátt olíu og öfluga virkni serumdropa í einu glasi. Uppgötvaðu lagfæringarkraft Serum-In-Oil og umbreyttu húð þinni á meðan þú sefur. Serum-in-Oil er silkimjúk, öflug, aðlagast húðinni fljótt og fer djúp niður í húðlöginn. Öðlastu húð eins og þið hefur alltaf dreymt um.
Árangur2: MÝKRI HÚÐ FYLLRI HÚÐ AUKINN LJÓMI
90% 73% 84%
12 patents on Life Plankton, 2 patents on the association of A. Flos Aquae and L. Ochroleuca and 2 patents pending on Ulkenia oil.
Self-assessment on 51 women over 4 weeks.
(1)
(2)
www.biotherm.com
BEAUTY FROM THE DEEP
Dásamlega fallegt ! Teg Flourish fæst í 32-38 D,DD,E,F,F,G skálum á kr. 9.550,OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14
Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is
Í proactiv® solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkun koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því! Eftirtalin Apótek og heilsubudin.is selja Proactiv® Solution
AkureyrArApótek, Kaupangi - LyfjAver, Suðurlandsbraut 22 LyfjAborg, Borgartúni 28 - gArðsApótek, Sogavegi 108 urðArApótek, Grafarholti - ÁrbæjArApótek, Hraunbæ 115 Apótek gArðAbæjAr, Litlatúni 3 - reykjAvíkurApótek, Seljavegi 2, Apótek HAfnArfjArðAr, Tjarnarvöllum 11 Heildsölubirgðir, Konkord ehf. S. 568 9999, heilsubudin@heilsubudin.is
48
tíska
Helgin 7.-9. febrúar 2014
Prinsessu kjólar í sumar Rómantíkin sveif yfir vötnum á tískuvikunni í París sem haldin var á dögunum þar sem helstu tískuhús heims sýndu vor- og sumartískuna. Gólfsíðir kjólar, blúndur og pastellitir voru áberandi og sniðin voru flókin og margbrotin, jafnvel með miklum bryddingum, fellingum eða skreytingum, borðum eða blómum.
d. StEphanE Rollan
NÁTTÚRULEGAR HÚÐVÖRUR ZuhaiR MuRad.
Aloe Vera gel Hand & Body Lotion Moisturizing Cream
Sölustaðir: Hagkaup, Víðir, Fjarðarkaup, Lyfja og fleiri apótek.
rar Frábæ r vöru úr ngu m ö g n i e u ruleg ú t t á n . efnum
Flottar buxur ! Buxur á 13.900 kr. 4 litir Stærð 34 - 46
Ralph & RuSSo.
EliE Saab.
Vor/Sumar
2014 Ný sending frá
bolur og klútur á 3.995.-
Buxur á 7.900 kr. Einn litur Stærð 38 - 48 buxur á 4.195.-
og kjóll á 5.595.-
Útsölu vörur með 60% AFSL
Iana Reykjavík Laugavegi 53 Sími 552 3737 opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16
Helgin 7.-9. febrúar 2014
tíska 49
Vandaðir og þægilegir dömuskór úr mjúku leðri og fóðraðir Stærðir: 36 - 40 Frábært verð: 16.985.-
Sími: 551 2070 Opið má. -fö. 10 - 18, á laugardögum 10 - 14 Góð þjónusta fagleg ráðgjöf.
GEorGES Chakra.
tony yaaCoub.
ChanEl.
Peysujakki á 14.900 kr. Einn litur Stærð 36 - 46.
ValEntino.
EVionnEt.
EliE Saab. Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á
síðuna okkar
Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16
50
heilabrot
Helgin 7.-9. febrúar 2014
Spurningakeppni fólksins 1. Facebook fagnaði stórafmæli 4. febrúar. Hvað er samskiptamiðillinn gamall? 2. Hvaða valdamiklu stofnun tók Janet Yellen nýverið við að stýra, fyrst kvenna? 3. Nefndu tvær af þeim þremur kvikmyndum sem tilnefndar eru til Edduverðlauna sem besta myndin? 4. Leikarinn dáði Philip Seymour Hoffman lést í vikunni. Hvað varð hann gamall? 5. Vegna hvers voru Íslendingar gagnrýndir í auglýsingu frá fjarskiptafyrirtækinu T-Mobile í hálfleik Super Bowl? 6. Hvaða þýska knattspyrnulið hefur leikið 44 deildarleiki í röð án þess að tapa? 7. Hvaða sjónvarpskona stýrir þáttunum Léttir sprettir sem hefja göngu sína á Stöð 2 í febrúar? 8. Hver hyggst gera kvikmynd eftir bók Árna Þórarinssonar, Glæpurinn ástarsaga? 9. Hvar á landinu er veitingastaðurinn Kaffi Rauðka? 10. Hver er knattspyrnustjóri Manchester City í ensku úrvalsdeildinni? 11. Hvað hét berklaveiki tannlæknirinn sem lagði Wyatt Earp lið í sögufrægasta skotbardaga villta vestursins við O.K.réttina í Tombstone? 12. Hvað heitir eiginkona Woody Allen? 13. Fyrir leik í hvaða kvikmynd hlaut Philip Seymour heitinn Hoffman óskarsverðlaun? 14. Eftir hvern er lagið Von sem komst áfram í Söngvakeppninni um síðustu helgi? 15. Hver er útvarpsstjóri Útvarps Sögu?
Sudoku
1. 10 ára.
2. Seðlabanka Bandaríkjamanna
3. Hross í oss og Málmhaus.
7. Rikka.
1. 10 ára.
3
15. Jónína Ben.?
2. Pass.
10. Manuel Pellegrini.
5. Hvalveiða. 4. 46 ára.
1 3 6 4
12. Pass.
8. Marteinn Þórsson.
14. Jóhann Helgason.
7. Elísabet Margeirs.
15. Arnþrúður Karlsdóttir.
1. 10 ára. 2. Seðlabanka Bandaríkjamanna. 3. Hross í oss, Málmhaus, XL. 4. 46 ára. 5. Hvalveiða. 6. Bayern München. 7. Friðrika Hjördís Geirsdóttir (Rikka). 8. Marteinn Þórsson. 9. Á Siglufirði. 10. Manuel Pellegrini. 11. Doc Holliday. 12. Soon-Yi. 13. Capote. 14. Jóhann Helgason. 15. Arnþrúður Karlsdóttir.
kroSSgátan
2
5
?
Már skorar á Jóhann Ólaf Sigurðsson, fyrrverandi markvörð Selfoss í fótbolta.
8 4 2
2
hjá Plain Vanilla
Svör
5 7 3
10 Stig
Stígur Helgason
9
Sudoku fyrir lengr a komna
11. Man það ekki.
13. Capote.
4 7
4 8 9 1 2 7
6
9. Vík í Mýrdal.
6. Bayern München.
2 1 9 8 3
1 7
?
3. Hross í oss og Málmhaus.
6
14. Pollapönk?
9 Stig
kennari
2
9
13. Capote. 12. Soon-Yi.
8. Ragnar Bragason.
Már Ingólfur Másson
3 1 1
11. Bróðir hans, John Earp.
6. Bayern München.
10. Manuel Pellegrini.
4. 47 ára. 5. Hvalveiða.
7
9. Stykkishólmi?
9
7
8
9 5 3 4 2 6
3 7
ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. 175
TENGJA
YFIRSTÉTT
SÝNISHORN
SKÆR
ÓSKIPTU
ÓÐUR
STÓLPI
SJÁ UM
HIRÐULEYSI REITUR TIPL
Gamlar Teiknimyndabækur {Hljómplötur} {Postulín} {Silfur} {Sjóminjar} {Gamla síma}…
lauSn
Lausn á krossgátunni í síðustu viku. 174
FORHERTUR mynd: dipankan001 (CC By-Sa 3.0)
KAUPUM
ÞJÓTA
Æ MJÖG
I R Ó G U Ð L E G Ð A U M F E A F A R U N R A S E R G A L M Á L U L I T L U R T I F A Æ S K A S T L L A G I G N Á N A R E I T R E G I L U K T R N A R T Á A S F A R A T R Ú A T K A J A K Ó R Ú R A M A F N Á M A F A R A R UNDIREINS
ÚTDEILDI
LÁGFÓTA
INNYFLI
LÖBBUÐU
Í RÖÐ
HRINGUR SJÚKDÓMUR
UNGUR FUGL
ÆVIKVÖLD
FLJÓTFÆRNI ÞRÁÐA
B Á T S O K Æ N A TELJA
PRJÁL
HLÓÐIR KLAMPI
TIGNARI
HAFNARFIRÐI 552-8222 / 867-5117
HLJÓÐFÆRI
MÆLIEINING HORFT
L I T I Ð FUGL LABBA
S P B Ó J U K N A D I N U N N
SJÚKDÓM
BÆLI
STÆKKUÐU
MÆLIEINING
FLASKA
ÓNEFNDUR
ÚT
ELSKA
K T Í T A L D U Ó G F A R I O R R T M A A N L G U S T N Ó G L E N A N A N HVERSDAGSMÁL
TIL DÆMIS
GÓÐMENNSKA
FYRIRTÆKI
DETTA DÁ
RÆKILEGAR
VITLAUST
NÚMER TVÖ ÖNDUNARFÆRA
LOFT
SÓLBAKA
BÁTUR
ENNÞÁ
BOR
MJÖG
GRÖM TALA
TVEIR EINS FISKUR
SJÚKDÓMUR
SMÁU
BRÍARÍ
VOPN
BERJA
TIKKA BRÚN
MÁLHELTI GEIFLA
TÓNLEIKAR RÖLT
TRÉ
HARMUR
HALLMÆLA
ÞJÓFNAÐUR
LAMPI
GEISLAHJÚPUR
ÁTT
Á FÆTI
Í RÖÐ
ROTNUN
FRUMEIND
DEYJA SLÍTA
TRAUST
ÓLÆTI
GJALDMIÐILL
BAR
ÞRÁ
ANGRA
FRÁ
STERKA NÚMER
NIÐURFELLING
Á FÆTI
ARÐA
Y U R R Ð G I R U M S E A M G I K Ú Á N R S S T ÍSKUR
HNAPPUR
NIÐURFELLING
ER
REGLA
ÖRVERPI
ÓSKIPT
FRAMRÁS
BOX
SAMTÖK
DRULLA
RABBA
STEFNA
ÁVINNA
TVEIR EINS
URGUR
PRÍVAT
TÍMABILS
SÝKING
ÓVILD
S M I T
K A L A
LAND
LEIKUR
BRÉFBERA
ATA
VÖRUMERKI
FLOTT
SPILA
SKÚR
AÐALSMAÐUR
KERALDI
DEIGJA
AÐRAKSTUR
RÍKI
LÍFFÆRA
HALD
FRAMKVÆMA KLINK
KRASSA
BELJA
FRESTA
FROSKTEGUND
ÁKEFÐ
DUNDAR
BOX
DULARBLÆR
SLÉTTA
ÞÓKNAST
ÓNEFNDUR
ÍLÁT
Í RÖÐ
KARL
ANDLIT
DÆLD
AUMA
SKJÓTUR
VEIÐI
MÁLMUR
ARÐA
ÞÆFINGUR
BUNDIÐ
VAÐA
SPARSÖM
Við gerum tilboð fyrir stærri þorrablót Nánar á noatun.is
RJÁLA VIÐ HLJÓÐFÆRI
UPPHRÓPUN
SVARI
SAMTALS
FÖNN
EINKENNIS
VEIÐARFÆRI
SIGTI
FROSTSKEMMD
GÁSKI
MÁLMUR
TVEIR EINS
TVEIR EINS
SNÆDDI
BÓKSTAFUR
SKÁL
HLJÓTA Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt
SKÝRA
ÞVÍLÍKT
KRINGUM
KUNNÁTTA
ÞRAUT
ÞEFA
ÁVARPAR
MAULA ARKARBROT
Helgin 7.-9. febrúar 2014
heimili 51
Hljómsveitin F.U.N.K. tekur þátt í Söngvakeppninni á morgun.
Yngstu lagahöfundarnir „Við sömdum lagið á örskotsstundu. Þetta er kraftmikið og hressilegt lag sem við teljum að fólk geti dansað við og skemmt sér,“ segir Pétur Finnbogason í hljómsveitinni F.U.N.K. sem stofnuð var fyrir Eurovision keppnina. F.U.N.K. flytur lagið Þangað til ég dey í keppninni en vinirnir Pétur, Franz Ploder Ottósson og Lárus Örn Arnarson sömdu lagið. Þeir eru yngstu lagahöfundarnir í Eurovision í ár en meðaldur F.U.N.K. er rétt um 20 ár. Pétur og Franz voru í Bláum Ópal sem var í öðru sæti í Eurovision fyrir tveimur árum með lagið Stattu upp. Þeir unnu þá í símakosningnni með talsverðum yfirburðum en dómnefnd valdi þá lag Jónsa og Grétu sem sigraði í keppninni og komst áfram. „Það var frábær reynsla og virkilega gaman að hafa náð svona langt í keppninni fyrir tveimur árum. Núna erum við reynslunni ríkari. Þetta hefur verið mjög krefjandi en jafnframt skemmtilegt verkefni. Það er komin mikil stemmning í mannskapinn enda styttist í keppnina og spennan magnast,“ segir Pétur. Ásamt honum og Franz eru Valbjörn Snær Lilliendahl, Egill Ploder Ottósson og Hörður Bjarkason í hljómsveitinni. „Hljómsveitin var stofnuð sérstaklega fyrir keppnina en við munum halda samstarfinu áfram. F.U.N.K. er komin til að vera hvernig sem fer í Eurovision. Við ætlum að skila hressu, litríku og skemmtilegu atriði í ár sem fær fólk til að gleðjast og dansa við.“
{Skápar} {Skenkir} {Myndir}
{Styttur} {Postulín} {Silfur} {Stólar} {Borð}
F 30 – 50 % A m húsgögnu
50 % AF bókum 20 % AF smáhlutum
Antik
útsAlA
20 – 50 % Afsláttur 552-8222 / 867-5117
52
sjónvarp
Helgin 7.-9. febrúar 2014
Föstudagur 7. febrúar
Föstudagur RÚV
22.45 Takmörk valdsins Saga dularfulls einfara með vafasamt ætlunarverk. John Hurt, Tilda Swinton og Bill Murray eru meðal leikenda, leikstjóri er Jim Jarmusch.
20:20 Got to Dance (5:20) Hæfileikaríkustu dansarar á Englandi keppa sín á milli.
Laugardagur
19.45 Söngvakeppnin 2014 Seinni undanúrslitaþáttur Söngvakeppninnar 2014 í sjónvarpssal.
15.00 Ástareldur 15.50 Táknmálsfréttir 16.00 Setn.ath. Vetrarólympíul. Beint 19.00 Fréttir 19.25 Veðurfréttir 19.30 Íþróttir 19.40 Njósnari (4:10) 20.10 Gettu betur (2:7) Spurningakeppni framhaldsskólanna þarf vart að kynna og einkennist af stemningu og spennu. Ný áhöfn er í brúnni í vetur en það eru þau Björn Bragi Arnarsson, Steinþór Helgi Arnsteinsson og Margrét Erla Maack. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir 21.15 Morðingi og lygar (Mördaren ljuger inte ensam) Ástir, svik og lygar eru þræðirnir sem tvinna saman þessa sænsku sakamálamynd eftir sögu Mariu Lang. Puck Ekstedt og kærasti hennar Einar Bure reyna að varpa ljósi á morð sem framin eru þar sem morðinginn virðist aldrei vera fjarri. Leikstjóri er Birger Larsen. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. 22.45 Takmörk valdsins 00.40 Bannað að leggja 02.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 02.30 Næturvarp (9) Í nótt verður sýnt úrval verka eftir ýmsa listamenn. 05.00 Dagskrárlok (4)
SkjárEinn 23:35 44 Inch Chest Bresk bíómynd frá 2009 með Ray Winstone, Ian McShane, John Hurt, Tom Wilkinson, Stephen Dillane og Joanne Whalley.
Sunnudagur allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
4
19:45 Ísland Got Talent Kynnir er Auðunn Blöndal en dómarar eru Bubbi Morthens, Þórunn Antonía Magnúsdóttir, Jón Jónsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
4
21:10 Law & Order (1:22) Spennandi þættir um störf lögreglu og saksóknara í New York borg.
06:00 Pepsi MAX tónlist 08:25 Dr. Phil 09:10 Pepsi MAX tónlist 15:55 Svali&Svavar (5:10) 16:35 The Biggest Loser - Ísland (3:11) 17:35 Dr. Phil 18:20 Minute To Win It 19:05 The Millers (5:13) 19:30 America's Funniest Home Vid. 19:55 Family Guy (15:21) 20:20 Got to Dance (5:20) 21:10 90210 (5:22) 5 6 22:00 Friday Night Lights (5:13) 22:45 A Beautiful Mind 01:00 Ringer (17:22) 01:50 Beauty and the Beast (11:22) 02:40 Pepsi MAX tónlist
STÖÐ 2
RÚV
05.25 VÓ - Brekkuat Beint 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07.15 Morgunstundin okkar 08:05 Malcolm In the Middle (16/22) 08.40 VÓ - Snjóbretti Beint 08:30 Ellen (135/170) 09.55 VÓ - Gönguskíði Beint 09:10 Bold and the Beautiful 10.55 Gettu betur (2:7) 09:30 Doctors (8/175) 12.00 Aldamótabörn (2:2) e. 10:15 Celebrity Apprentice (1/11) 13.00 Duran Duran 11:50 Harry's Law (11/22) 14.00 Mótorsystur e. 12:35 Nágrannar 13:00 Mistresses (13/13) allt fyrir áskrifendur14.20 VÓ - SkíðaskotfimiBeint 16.25 Minnisverð máltíð 13:40 Win Win 16.35 Stundin okkar e. 15:25 Ærlslagangur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.00 Grettir (16:52) 15:45 Xiaolin Showdown 17.15 Ævar vísindamaður (2:8) 16:10 Waybuloo 17.40 Gunnar 16:30 Ellen (136/170) 17.50 Táknmálsfréttir 17:10 Bold and the Beautiful 18.00 VÓ - Listdans á skautum Beint 17:32 Nágrannar 4 5 18.54 Lottó 17:57 Simpson-fjölskyldan (21/22) 19.00 Fréttir og Veðurfréttir 18:23 Veður 19.25 Íþróttir 18:30 Fréttir Stöðvar 2 og Íþróttir 19.45 Söngvakeppnin 2014 (2:3) 18:54 Ísland í dag 21.00 Sherlock Holmes (2:3) 19:11 Veður 22.30 Pappírsmaður Ekki við hæfi 19:20 The Simpsons ungra barna. 19:45 Spurningabomban 00.20 Blóð - Síðasta vampíran Ekki 20:30 Batman Returns Leðurblökuvið hæfi barna. e. maðurinn er kominn á kreik 01.45 Næturvarp (10) Í nótt verða og enn verður hann að standa sýnd verk eftir Heklu Dögg Jónsvörð um Gotham-borgina sína. dóttur og Ragnar Kjartansson. Aðalhlutverk Michael Keaton, 06.30 Dagskrárlok Danny DeVito, Michelle Pfeiffer og Christopher Walker. Leikstjóri er Tim Burton. 22:35 Stolen 00:15 Universal Soldier: Regeneration 01:50 Win Win 03:35 After.life 05:15 The Simpsons 05:40 Fréttir og Ísland í dag
Sunnudagur
Laugardagur 8. febrúar
RÚV Íþróttir 18.00 VÓ – Hólasvig 19.45 VÓ – Gönguskíði 20.45 VÓ – Snjóbretti 22.05 VÓ – Listdans á skautum
SkjárEinn
RÚV
STÖÐ 2
07.00 Morgunstundin okkar 07:00 Barnaefni Stöðvar 2 10:10 Batman: The Brave and the bold 09.10 VÓ - Snjóbretti Beint 10.30 Herkúles (5:21) 10:35 Scooby-Doo! Mystery Inc. 10.52 Chaplin (33:52) 10:55 Young Justice 11.00 Sunnudagsmorgunn 11:20 Big Time Rush 12.15 VÓ – Gönguskíði 11:45 Bold and the Beautiful 14.20 VÓ - SkíðaskotfimiBeint 13:30 Ísland Got Talent 16.20 Söngvakeppnin 2014 (2:3) e. 14:20 Hello Ladies (5/8) 17.40 Táknmálsfréttir 14:50 Veep (5/8) allt fyrir áskrifendur 17.50 Poppý kisuló (47:52) 15:20 Kolla 18.00 Stundin okkar 15:55 Sjálfstætt fólk (20/30) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18.25 Basl er búskapur 16:30 ET Weekend 19.00 Fréttir og Veðurfréttir 17:15 Íslenski listinn 19.25 Íþróttir 17:45 Sjáðu 19.40 Landinn 18:13 Leyndarmál vísindanna 20.10 Brautryðjendur (1:8) (Katrín 18:236 Veður 4 5 Þorkelsdóttir og Dóra Hlín Ingólfs18:30 Fréttir Stöðvar 2 og Íþróttir dóttir) Í þáttunum sem eru átta 18:55 Modern Family (13/22) talsins ræðir Þóra Arnórsdóttir við 19:15 Lottó konur sem hafa rutt brautina á 19:20 Two and a Half Men (5/22) hinum ýmsu sviðum mannlífsins. 19:45 Spaugstofan 20:10 Big Mommas: Like Father, Like Son 20.40 Saga Eimskipafélags Ísl. (2:2) 21.20 Erfingjarnir (6:10) 21:55 Hitchcock Stórmynd sem 22.20 VÓ - Listdans á skautum fjallar um stormasamt samband 00.25 Sunnudagsmorgunn e. Alfreds Hitchcock og leikkon01.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok unnar Ölmu Reville. 01.45 Næturvarp (11) Í nótt 23:35 44 Inch Chest verður sýnt úrval verka eftir ýmsa 01:10 The Keeper listamenn. 02:45 Milk 06.30 Dagskrárlok (5) 04:50 Ísland Got Talent 05:45 Fréttir Fréttir
6
RÚV Íþróttir 06.50 VÓ – Brun karla 09.50 VÓ – Gönguskíði 15.00 VÓ – Listdans á skautum 19.45 VÓ – Skíðaskotfimi 21.45 VÓ – Snjóbretti
08:40 Snjóbrettaþrautir karla Beint 09:50 15 km skíðaganga kvenna Beint 11:00 Snæfell 11:25 5000m skautahlaup karla Beint 14:20 10 km skíðaskotfimi karla Beint SkjárEinn 16:10 Listhlaup liða: Konur Beint 06:00 Pepsi MAX tónlist 18:00 Hólasvig kvenna: ÚrslitalltBeint fyrir áskrifendur 12:45 Dr. Phil 19:30 Bandaríkin - Finnland 14:15 Once Upon a Time (5:22) 22:00 ÓL 2014 - samantektfréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:05 7th Heaven (5:22) 22:35 Gummersbach - Kiel 15:55 Family Guy (15:21) 23:55 La Liga Report 16:20 Made in Jersey (2:8) 00:25 Real Madrid - Villarreal 17:10 Parenthood (5:15) 18:00 Friday Night Lights (5:13) 4 5 18:45 Hawaii Five-0 (13:22) 09:55 Man. City - Chelsea 19:35 Judging Amy (2:23) 11:35 Enska úrvalsdeildin - upphitun 20:20 Top Gear (4:6) 12:05 Match Pack 21:10 Law & Order (1:22) 12:35 Liverpool Arsenal Beint 22:00 The Walking Dead (6:16) allt fyrir áskrifendur 14:50 Chelsea - Newcastle Beint 22:50 The Biggest Loser - Ísland (3:11) 6 17:20 Swansea - Cardiff Beint 23:50 Elementary (5:22) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:30 Norwich - Man. City 00:40 Scandal (4:22) 21:10 Aston Villa - West Ham 01:30 The Walking Dead (6:16) 22:50 Southampton - Stoke 02:20 The Bridge (5:13) 00:30 Sunderland - Hull 03:10 Beauty and the Beast (12:22) 02:10 Crystal Palace - WBA
13:00 Top Chef (9:15) 13:50 Got to Dance (5:20) 14:40 Svali&Svavar (5:10) 13:00 Gæðingafimi 15:20 The Biggest Loser - Ísland (3:11) 16:00 Setningarathöfn Ólympíul. 16:20 Sean Saves the World (5:18) 19:00 Sportspjallið 16:45 Judging Amy (1:23) 19:30 Snæfell 17:30 90210 (5:22) 20:00 La Liga Report 18:20 Franklin & Bash (4:10) 20:30 S. Seahawks - D. Broncos 19:10 7th Heaven (5:22) 22:45 Klitschko allt fyrir áskrifendur 20:00 Once Upon a Time (5:22) 20:50 Made in Jersey (2:8) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:40 Trophy Wife (5:22) 12:00 Hull - Tottenham 22:05 Blue Bloods (5:22) 13:40 Cardiff - Norwich 22:55 Hawaii Five-0 (13:22) 15:20 Everton - Aston Villa 23:45 Friday Night Lights (5:13) 17:00 Messan 00:30 CSI: New York (15:17) allt fyrir áskrifendur 4 5 18:20 Stoke - Man. Utd. 01:20 Made in Jersey (2:8) 20:00 Match Pack 02:10 The Mob Doctor (10:13) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:30 Enska úrvalsdeildin - upphitun 21:00 Football League Show 2013/14 11:25 Spy Kids 4 21:30 Premier League World 12:55 A League of Their Own 22:00 Arsenal - Crystal Palace 08:00/ 14:55 The American President allt fyrir áskrifendur 4 15:00 Here Comes the Boom 23:40 Messan 4 509:45/ 16:45 Diary Of6A Wimpy Kid allt fyrir áskrifendur 16:45 Spy Kids 4 01:00 Newcastle - Sunderland SkjárSport 11:20/ 18:20 Solitary Man fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:10 A League of Their Own 06:00 Eurosport 2 12:50/ 19:50 In Her Shoes 5 6 20:15 Here Comes the Boom fréttir, fræðsla, sport og skemmtun SkjárSport 14:20 Þýska knattspyrnan 2014 22:00/ 03:40 Behind The Candelabra 22:00 Cloud Atlas 06:00 Eurosport 2 17:35 Hollenska knattspyrnan 2014 00:00 The Escapist 00:50 Contagion 12:00 Eurosport 2 19:45 Hollenska knattspyrnan 2014 01:40 Coriolanus 02:35 My Bloody Valentine 18:00 Eurosport 2 21:45 Þýska knattspyrnan 2014 4 5 6 04:15 Cloud Atlas 00:00 Eurosport 2 23:45 Eurosport 2 4
5
5
6
6
08:50/ 15:25 The River Why 10:35/ 17:10 Last Night allt fyrir áskrifendur 12:05/ 18:40 The Young Victoria 13:50/ 20:25 Story Of Us fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:00/ 02:55 Djúpið 23:30 The Lincoln Lawyer 01:25 Red Dawn 6
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA
4
sjónvarp 53
Helgin 7.-9. febrúar 2014
9. febrúar
sjónvarpinu sherlock
STÖÐ 2 07:00 Barnatími Stöðvar 2 10:50 Victorious 11:15 Nágrannar 13:00 Mikael Torfason - mín skoðun 13:50 Spaugstofan 14:20 Spurningabomban 15:10 Heilsugengið 15:35 Um land allt 16:05 Á fullu gazi allt fyrir áskrifendur 16:35 The Big Bang Theory (5/24) 17:00 Eitthvað annað (7/8) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:35 60 mínútur (18/52) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (24/30) 19:10 Sjálfstætt fólk (21/30) 4 19:45 Ísland Got Talent Íslenskur sjónvarpsþáttur þar sem leitað er að hæfileikaríkustu einstaklingum landsins. 20:35 Breathless (6/6) 21:25 The Following (3/15) 22:10 Banshee (5/10) 23:00 60 mínútur (19/52) 23:45 Mikael Torfason - mín skoðun 00:30 Daily Show: Global Edition 00:55 Nashville (5/20) 01:40 Mayday (2/5) 02:40 American Horror Story: Asylum 03:25 Mad Men (6/13) 04:10 The Untold History of The US 05:10 Ísland Got Talent 05:55 Fréttir
Einkaspæjari eilífðarinnar Þær eru vandfundar skáldsagnapersónurnar sem eru jafn lífseigar og hinn skarpgreindi og félagsfatlaði einkaspæjari Sherlock Holmes. Sherlock er einnig, samkvæmt nokkuð áreiðanlegum mælingum, sú skáldsagnapersóna sem oftast hefur verið kvikmynduð. Það er líka hægur vandi að mæla slagkraftinn í sérvitringnum í Baker Street 221B enda segir það sitt að hann er enn í fullu fjöri og nýtur enn gríðarlegra vinsælda í byrjun 21. aldarinnar þótt hann hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið 1887. Holmes hefur á síðustu árum heillað sjónvarpsáhorfendur og þannig er til dæmis hinn hortugi læknir Dr. House dreginn upp úr Sherlock þar sem skæðir og lúmskir sjúkdómar komu í stað erkifjandans Moriarty og annars glæpahyskis. Þá 5
6
5
6
gerir uppfærður Sherlock það gott í bandarísku sjónvarpsþáttunum Elementary þar sem Johnny Lee Miller leikur Holmes sem leysir ráðgátur í New York samtímans. Um vinsældir og gæði BBC-þáttanna Sherlock þarf svo ekki að hafa mörg orð. Þar fara Benedict Cumberbatch og Martin Freeman með himinskautum í hlutverkum Holmes og Watsons og samleikur þeirra er svo magnaður að unun er á að horfa. RÚV byrjaði nýlega að sýna þriðju seríu Sherlocks sem því miður telur aðeins þrjá þætti sem góðu heilli eru þó hver um sig á lengd við sæmilega bíómynd. Hér rís Sherlock upp frá dauðum eftir skemmtilegan snúning á falli hans í Reichenbach-fossinn
forðum. Endurkoman er ekki síður skemmtilega útfærð en eitt af því besta við þessa þætti er hversu smekklega sögum Sir Arthurs Conan Doyle er fléttað inn í nútímann. Þegar Sherlock og Watson eru sameinaðir á ný er allt gefið í botn og þessi þriðja sería er frábær skemmtun. Verst bara að maður verður jafn háður þáttunum og Holmes kókaínblöndunni sinni þannig að biðin eftir fjórðu seríu verður bæði löng og óbærileg. Þórarinn Þórarinsson
06:50 Brun karla Bein t 09:10 Snjóbrettaþrautir kvenna Beint 10:30 30 km skíðaganga karla Beint 11:30 3000m skautahlaup kv. Beint 14:30 7,5 km skíðaskotfimi kv. Beint 16:10 ÓL 2014 - samantekt 16:40 Luge sleðabrun karla Beint allt fyrir áskrifendur 18:25 Skíðastökk karla Beint 19:10 Rússland - Þýskalandfréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:25 Sportspjallið 22:00 ÓL 2014 - samantekt 22:35 Listhlaup: Liðakeppni 4
08:20 Norwich - Man. City 10:00 Chelsea - Newcastle 11:40 Swansea - Cardiff 13:20 Tottenham - Everton Beint allt fyrir áskrifendur 15:50 Man. Utd. - Fulham Beint 18:00 Liverpool - Arsenal fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:40 Tottenham - Everton 21:20 Man. Utd. - Fulham 23:00 Aston Villa - West Ham 00:40 Southampton - Stoke 4
SkjárSport
5
6
06:00 Eurosport 2 13:20 Hollenska knattspyrnan 2014 15:30 Hollenska knattspyrnan 2014 17:30 Eurosport 2 23:30 Eurosport 2
Sacla klassískt pestó með basilíku eða tómötum er nú fáanlegt í handhægum skvísum sem auðvelt er að nota og geymist í allt að fjórar vikur eftir opnun. Fullkomið með pizzu, pasta, fiski, kjúklingi eða salati. Prófaðu eina, prófaðu tvær, prófaðu þrjár...
Fáðu girnilegar uppskriftir á www.sacla.is Finndu okkur á Facebook.
06.02 KVEIKT Á LJÓSALISTAVERKUM UM ALLA BORG VIÐ SETNINGU VETRARHÁTÍÐAR 06.02 DENVER CALLING TÓNLEIKAR í IÐNÓ FRÍTT INN Á ALLA VIÐBURÐI Á VETRARHÁTÍÐ
07.02 SAFNANÓTT OG SAFNANÆTURSTRÆTÓ 12.02
GUERILLA LJÓSAINNSETNING
15.02
SUNDLAUGANÓTT
UPPLÝSINGAR Á WWW.VETRARHATID.IS /
NM61369
WWW.FACEBOOK.COM/VETRARHATID
56
bíó
Helgin 7.-9. febrúar 2014 Frumsýnd InsIde LLew yn davIs
ÚTSÖLULOK Allt
AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM
að
70%
Tungusófar frá 89.900 kr Hornsófar frá 129.900 kr Sófasett frá 169.900 kr
Llewelyn Davis og kötturinn hans heyja harða lífsbaráttu á götum New York.
Frægðarbrölt gítarleikara Coen-bræðurnir Ethan og Joel eru einhverjir frumlegustu og skemmtilegustu kvikmyndagerðarmennirnir sem starfa í Bandaríkjunum. Þeir státa af frábærum myndum eins og Fargo, The Big Lebowski og No Country For Old Men. Í nýjustu mynd sinni, Inside Llewelyn Davis, sækja þeir innblástur í sögu gítarleikarans Dave Van Ronks sem hafði mikil áhrif á bandaríska þjóðlaga-, djass- og blústónlist.
B
Sjónvarpsskápur
55.900
Skenkur
77.000
Barskápur
89.000 Stólar
15.900
Sjónvarpsskápar frá
29.900
verð áður 35.900
Rúm frá
99.000
Opið virka daga kl. 10-18 11-16 llaugard. d 11 16 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is
Inside Llewelyn Davis er einungis tilnefnd til óskarsverðlauna í tveimur flokkum.
ræðurnir Ethan og Joel Coen eru snjallir kvikmyndagerðarmenn sem eru lítið fyrir að endurtaka sig og hjakka í sama farinu eins og fjölbreytt höfundarverk þeirra ber skýrt vitni en þeir státa meðal annars af myndum á borð við Fargo, The Big Lebowski, True Grit og No Country For Old Men. Endurgerð þeirra á sígilda John Wayne-vestranum True Grit var tilnefnd til tíu óskarsverðlauna 2011, meðal annars sem besta myndin. Bræðurnir voru fengsælli á Óskarsverðlaunahátíðinni 2008 þegar þeir komu, sáu og sigruðu með No Country For Old Men. Myndin fékk átta tilnefningar og hlaut fern verðlaun, meðal annars sem besta myndin auk þess sem bræðurnir voru verðlaunaðir bæði fyrir leikstjórn og handrit. Bræðurnir þykja hins vegar hafa borið skarðan hlut frá borði á þessu ári en Inside Llewelyn Davis er einungis tilnefnd til óskarsverðlauna í tveimur flokkum, fyrir hljóðblöndun og klippingu. Það er þó huggun harmi gegn að Ethan og Joel hömpuðu Dómnefndarverðlaununum í Cannes í vor. Inside Llewelyn Davis byggir á sögu gítarleikarans Dave Van Ronks sem fæddist í Brooklyn árið 1936, fluttist til Greenwich Village á sjöunda áratugnum og varð síðar þekktur og virtur sem „The Mayor of Mac- Dougal Street“. Dave lést 2002 og hafði þá haft mikil áhrif á bandaríska þjóðlaga-, djass- og blústónlist
og á meðal þekktra vina hans og lærisveina voru þau Bob Dylan, Joni Mitchell, Pete Seeger, Leonard Cohen og Janis Ian. Inside Llewyn David gerist á einni viku í lífi hins heimilislausa Llewyn Davis, sem Oscar Isaac leikur af mikilli list. Llewelyn á varla aðrar veraldlegar eigur en garmana sem hann gengur í og gítarinn. Veðurbarinn á köldum New York-vetri reynir hann að finna sér verkefni á börum borgarinnar og treystir á vini og kunningja með húsaskjól. Þar er vinkona hans, Jean, haukur í horni en Carey Mulligan leikur hana. Þrátt fyrir hremmingarnar hefur Llewelyn tekið að sér kött sem hann treystir sér ómögulega til þess að láta frá sér þrátt fyrir eigin vandræði. Hjólin fara svo heldur betur að snúast hjá lánlausa tónlistarmanninum þegar hann kynnist hinum magnaða Roland Turner sem John Goodman leikur en Goodman er reglulegur gestur í myndum bræðranna og hefur farið á kostum í Barton Fink, The Big Lebowski og O Brother, Where Art Thou? Aðrir miðlar: Imdb: 7,9, Rotten Tomatoes: 94%, Metacritic: 92%
Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
H E I M S K L A S S A H LJ Ó M F L U T N I N G U R Úrval af gæðahátölurum frá Pioneer Veldu vandað – það borgar sig alltaf. BÍLGEISLASPILARI · DEH-X3500UI
4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar: CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár.
BÍLGEISLASPILARI · DEH-1600UB
4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA WAV · USB og Aux-in að framan.
Verð: 22.900 ~—~ TILBOÐSVERÐ: 17.900
Verð: 28.900 ~—~ TILBOÐSVERÐ: 23.900 SÍMI 550 4444 WWW.BT.IS
SKEIFUNNI 11 · SÍMI 530 2800 · WWW.ORMSSON.IS
Brandenburg
ORKA FYRIR ÍSLAND Orkusalan
422 1000
orkusalan@orkusalan.is
orkusalan.is
Hvort sem þú ert á höfuðborgarsvæðinu, í þéttbýli, dreifbýli eða hreinlega uppi á jökli þá sjáum við um að koma þér í samband. Vertu í stuði með okkur. Það er einfalt að koma í viðskipti hvar sem þú ert á landinu, með einu símtali í 422 1000 eða á orkusalan.is. Við seljum rafmagn — um allt land.
Raforkusala um allt land
58
menning
Helgin 7.-9. febrúar 2014
Myndlist tvær sýningar – Harro og Hildur
Finnsk og íslensk myndlist á Kjarvalsstöðum
t
vær sýningar verða opnaðar í Listasafni Reykjavíkur-Kjarvalsstöðum á morgun, laugardaginn 8. febrúar klukkan 16. Sýning á verkum finnska listamannsins Harros og sýning Hildar Ásgeirsdóttur Jónsson sem ber heitið Úr iðrum jarðar. Listamennirnir verða viðstaddir opnunina. „Harro er mikilvægur í sögu norrænnar myndlistar en hefur fengið minni athygli hér á landi en hann verðskuldar,“ segir í tilkynningu Listasafnsins. „Verk hans eru nú í fyrsta skipti kynnt fyrir íslenskum áhorfendum í samstarfi við Listasafnið í Turku sem móti kynnir verk Errós fyrir Finnum. Harro og Erró hafa báðir lagt fram mikilvægan skerf til sögu samtímalistarinnar. Verk þeirra vekja enn umræður og
áhuga fræðimanna og veita listamönnum og öðrum í menningarlífinu innblástur. Á sýningunni verður sjónum beint að popplistaverkum Harros frá 1968 til 1972 en þau ollu uppnámi þegar þau voru fyrst sýnd í Finnlandi. Þar eru m.a. verk byggð á finnska fánanum, á vörumerkjum alþjóðlegra fyrirtækja og hin þekkta svína-syrpa. Verkin úr þessum myndaseríum veita góða innsýn í hugarheim Harros. Þau eru fengin að láni frá Listasafninu í Turku, Wainö Aaltonen-listasafninu, Kiasma-nútímalistasafninu í Helsinki og frá listamanninum.“ Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson fæddist í Reykjavík en hefur búið í Cleveland í þrjátíu ár. Hún hefur í rúm 15 ár sameinað málaralist og vefnað með því að búa til málverk ofin úr
Enskuskóli Erlu Ara enskafyriralla.is Enska í Englandi fyrir 13-16 ára
handlituðum silkiþráðum. Hildur sækir efnivið sinn í íslenskt landslag og hefur t.d. búið til myndraðir um Vatnajökul og Heklu. Á sýningunni Úr iðrum jarðar má sjá úrval af þessum stóru málverkum sem ofin eru í þriggja metra breiðum vefstól. Þá verða einnig sýnd fjölmörg nýrri verk. Hildur kemur tvisvar á ári til Íslands og tekur ljósmyndir á gönguferðum sínum um landið. Hún vefur síðan þessar myndir á vinnustofu sinni í Cleveland. Sýning Hildar er í tveimur hlutum. Hinn hluti hennar var sýndur í Tang-safninu í New York frá 17. ágúst til 29. desember 2013. Hildur hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna. Hún hefur sýnt víða, meðal annars í Samtímalistasafninu í Cleveland, William
Í svína-syrpunni dregur Harro fram sjálfsánægju og sinnuleysi sem jafnt á við í Finnlandi sem Íslandi.
Busta-galleríinu í Cleveland og fjölmörgum galleríum og söfnum á Íslandi. Mörg söfn eiga verk eftir hana, m.a. Listasafnið í Cleveland, Listasafn Reykjavíkur, The Progressive Insurance Collection og Cleveland Clinic-stofnunin. -jh
arnMundur Ernst lEikur í Bláskjá
Tvær vikur í Kent School of English. Íslenskir hópstjórar með í för allan tímann. Skráning í síma 891 7576 og erlaara@gmail.com. Tæplega 1.000 nemendur hafa komið með frá árinu 2000. Nánari upplýisngar á enskafyriralla.is Verð: ca. 240 þúsund; allt innifalið.
Arnmundur Ernst hefur átt góðu gengi að fagna síðan hann útskrifaðist og sér fram á spennandi tíma: „Ég held bara mínu andlega þroskaferli áfram og vonandi eiga fleiri góð tækifæri eftir að bjóðast.“
Borgarbarn í Kópavogsdrama MIELE
M
(16)
(16)
SUN: 20.00
SÝNINGARTÍMAR Á MIDI.IS
S KÓ L A N E M A R : 2 5 % A F S L ÁT T U R G E G N F R A M V Í S U N S K Í R T E I N I S ! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711
Borgarleikhúsið frumsýnir nýtt íslenskt leikrit, Bláskjár, á Litla sviðinu á laugardagskvöld. Tyrfingur Tyrfingsson, höfundur verksins, ber sterkar taugar til Kópavogs og hermt er að hér sé á ferðinni fyrsta leikritið í heimi sem gerist í bænum. Arnmundur Ernst Björnsson er einn leikaranna í Bláskjá. Hann gerði mikla lukku í Jeppa á Fjalli og segir Borgarleikhúsið vera frábæran stað fyrir nýútskrifaðan leikara.
t
Óskasteinar – HHHH - EGG, Fbl Mary Poppins
(Stóra sviðið)
Fös 7/2 kl. 19:00 aukas Lau 8/2 kl. 13:00 aukas Súperkallifragilistikexpíallídósum! Síðustu sýningar!
Hamlet
Sun 9/2 kl. 13:00
lokas
(Stóra sviðið)
Sun 9/2 kl. 20:00 Lau 15/2 kl. 20:00 Lau 22/2 kl. 20:00 Fös 21/2 kl. 20:00 Fös 28/2 kl. 20:00 Fös 14/2 kl. 20:00 Frægasta leikrit allra tíma. Ný kynslóð, nýjir tímar, nýr Hamlet.
Óskasteinar
(Nýja sviðið)
Lau 8/2 kl. 20:00 aukas Fös 21/2 kl. 20:00 12.k Fim 6/3 kl. 20:00 aukas Sun 9/2 kl. 20:00 5.k Lau 22/2 kl. 20:00 13.k Fös 7/3 kl. 20:00 aukas Þri 11/2 kl. 20:00 6.k Sun 23/2 kl. 20:00 14.k Lau 8/3 kl. 20:00 20.k Mið 12/2 kl. 20:00 aukas Þri 25/2 kl. 20:00 15.k Sun 9/3 kl. 20:00 21.k Fim 13/2 kl. 20:00 7.k Mið 26/2 kl. 20:00 aukas Fim 13/3 kl. 20:00 Fim 27/2 kl. 20:00 aukas Fös 14/3 kl. 20:00 Fös 14/2 kl. 20:00 aukas Fös 28/2 kl. 20:00 16.k Lau 15/3 kl. 20:00 Lau 15/2 kl. 20:00 8.k Lau 1/3 kl. 20:00 aukas Sun 16/3 kl. 20:00 Sun 16/2 kl. 20:00 9.k Sun 2/3 kl. 20:00 17.k Mið 19/3 kl. 20:00 Þri 18/2 kl. 20:00 10.k Þri 4/3 kl. 20:00 18.k Fim 20/3 kl. 20:00 Mið 19/2 kl. 20:00 11.k Mið 5/3 kl. 20:00 19.k Fös 21/3 kl. 20:00 Fim 20/2 kl. 20:00 aukas Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason. Grátt gaman með ógæfufólki á leikskóla
Bláskjár
(Litla sviðið)
Lau 8/2 kl. 20:00 frums Sun 16/2 kl. 20:00 3.k Mið 12/2 kl. 20:00 aukas Fim 20/2 kl. 20:00 4.k Sun 23/2 kl. 20:00 5.k Fim 13/2 kl. 20:00 2.k Nýtt íslenskt verk eftir ungskáldið Tyrfing Tyrfingsson
Kynfræðsla Pörupilta
(Litla sviðið)
Mið 12/2 kl. 10:00 Fim 13/2 kl. 13:00 Mið 12/2 kl. 11:30 Mán 17/2 kl. 10:00 Mán 17/2 kl. 11:30 Mið 12/2 kl. 13:00 Mán 17/2 kl. 13:00 Fim 13/2 kl. 10:00 Fim 13/2 kl. 11:30 Þri 18/2 kl. 10:00 Fræðandi uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá
ÍD: Þríleikur
Fös 28/2 kl. 20:00 Lau 1/3 kl. 20:00
Þri 18/2 kl. 11:30 Sun 23/2 kl. 20:00 Sun 30/3 kl. 20:00
í
(Stóra sviðið)
Lau 8/2 kl. 20:00 frums/2.k Sun 23/2 kl. 20:00 4.k Sun 9/3 kl. 20:00 Sun 2/3 kl. 20:00 5.k Sun 16/2 kl. 20:00 3.k Íslenski dansflokkurinn sýnir þrjú ný verk á kvöldinu Þríleikur
Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Það eru einhverjir töfrar sem liggja í textanum hans.
yrfingur Tyrfingsson gegnir stöðu leikskálds Borgarleikhússins í ár og á laugardaginn verður Bláskjár, fyrsta verk hans í fullri lengd, frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins. Tyrfingur á rætur að rekja í Kópavoginn, rétt eins og leikstjórinn, Vignir Rafn Valþórsson. Það fer því vel á því að leikurinn gerist í Kópavoginum í grennd við Hamraborg en hermt er að hér sé um að ræða fyrsta leikrit í heimi sem gerist í bænum. Arnmundur Ernst Björnsson fer með eitt hlutverkanna í Bláskjá og kann vel við sig í Kópavogi á sviðinu þótt leið hans liggi sjaldan til bæjarins í raun og veru. „Stemningin í Kópavogi er bara frábær,“ segir Arnmundur. „Þetta er búið að vera virkilega skemmtilegt ferli hingað til og frumsýningin er mikið tilhlökkunarefni hjá öllum hópnum.“ Bláskjár er íslenskt gamandrama, með súrum keim, og fjallar um einlæga löngun tveggja systkina í Kópavogi til að endurnýta sig og byrja lífið upp á nýtt. Arnmundur segir texta Tyrfings töfrum líkastan. „Hann er með svo skemmtilegan stíl og einstakan ritstíl. Það eru einhverjir töfrar sem liggja í textanum hans.“ Arnmundur útskrifaðist sem leikari frá LHÍ í fyrra og hefur farið vel af stað og þótti fara á kostum í hlutverki sínu
á Jeppa á Fjalli fyrir skömmu. „Já, það gekk mjög vel í Jeppa og ég er fyrst og fremst bara fullur auðmýktar og þakklætis fyrir að hafa fengið þessi tækifæri upp í hendurnar. Og að fá að vinna með svona góðu fólki. Ég held að Jeppi hafi gengið svona ofboðslega vel vegna þess að hópurinn var svo rosalega samheldinn og orkan í honum var svo hrikalega góð.“ Leikarinn ungi segir Borgarleikhúsið góðan stað að byrja á. „Já, heldur betur. Ég held ég geti með sanni sagt að Borgó sé einn sá besti vinnustaður sem ég hef unnið á.“ Arnmundur deilir ekki sama ástríðufulla áhuganum á Kópavogi og höfundurinn og leikstjórinn enda sprettur hann upp úr öðru umhverfi. „Ég er fæddur og uppalinn í Vesturbænum og á mjög erfitt með að fara upp í sveit eins og Kópavog. Ég er svo mikið borgarbarn. En þeir tveir bera mikla ást til þessa bæjarfélags. Og ég hugsa að það sé nú gott að búa í Kópavogi.“ Auk Arnmundar leika þau Arndís Hrönn Egilsdóttir og Hjörtur Jóhann Jónsson í verkinu. Högni Egilsson semur tónlistina og Brynja Björnsdóttir hannar leikmynd og búninga. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
50-90% afsláttur
í fullum gangI
útsala
í toppskónum
RIsa
skó
H&H
% 0 6
70
%
50%
% 0 8 Toppskórinn er á 2 stöðum Smáratorgi og Grafarholti
% 0 9
Outlet Grafarholti Vínlandsleið 6, Grafarholti Opið virka daga: 11-18 • Laugardaga: 11-16 Sunnudaga: 13-17
Mikið úrval af Dömu, herra og barna skóm
Markaður Smáratorgi Smáratorgi, Kópavogi Opið virka daga: 11-18 • Laugardaga: 11-18 Sunnudaga: 12-18
dægurmál
Vordís Eiríksdóttir ólst upp í Neskaupstað en flutti nítján ára gömul á mölina til að hefja háskólanám. Hún er ánægð í starfi sínu sem veðurfréttakona á Stöð 2. Ljósmynd/Hari
Helgin 7.-9. febrúar 2014
Í takt við tÍmann vordÍs EirÍksdóttir
Mætir í ræktina klukkan sex á morgnana Vordís Eiríksdóttir er 24 ára veðurfréttakona frá Neskaupstað. Hún er í mastersnámi í jarðeðlisfræði með áherslu á jarðhita. Vordís byrjaði í veðurfréttunum á Stöð 2 í nóvember og hefur fengið að heyra að það sé búið að vera vont veður síðan hún byrjaði. Hún vonast til að geta staðið undir nafni á næstunni. Staðalbúnaður
Ef mér gefst tækifæri til þess reyni ég að kaupa sem mest af fötum í útlöndum. Undanfarið hef ég gengið mikið í skrautlegum leggings, bleiserjökkum, fínum bolum og kósí peysum. Annars hef ég ferðast með Strætó í vetur og það takmarkar svolítið fatavalið. Ég er ekki mikið á hælum í hálkunni þessa dagana. Ég er yfirleitt í Timberlandskóm og Þórsmörk parka-úlpu.
Hugbúnaður
Mér finnst skemmtilegra að hitta vinkonur mínar á kaffihúsum eða að vera í heimapartíum en að fara niður í bæ að skemmta mér. Það er kannski sveitastelpan í manni sem ræður því. Ég reyni að mæta klukkan sex á morgnana í ræktina til að ná þar tveimur tímum. Svo er ég að vinna uppi í Orkuveitu og þess utan er ég formaður nemendafélagsins Foldu og aðstoðarmanneskja á Dale Carnegie-námskeiðum fyrir
ungt fólk. Það er því ekki mikið um lausar stundir en þegar ég á frítíma reyni ég að hitta vinkonur mínar. Eða eyði honum í nördaskap á netinu. Ef ég fæ áhuga á einhverju þá sökkvi ég mér í það, hvort sem það er líkamsrækt, lyftingar, næringarfræði eða eitthvað annað. Ég lærði innhverfa íhugun fyrir tveimur árum og það gefur mér mikið þegar tími gefst til að stunda hana.
Vélbúnaður
Ég er svolítið Mac-óð, er með Macbook Pro, iPhone 5 og iPod Nano. Líf mitt er skipulagt út og inn í símanum og ég er með allt í honum. Þau öpp sem ég nota mest eru Instagram, Facebook og Strætó. Svo er ég með svona notes og skrifa alltaf allt sniðugt sem mér dettur í hug niður. Ég er með frekar ofvirkan huga og þarf að skrifa allt strax niður.
Aukabúnaður
Uppáhaldsgræjan mín í eldhúsinu er safavélin mín. Ég hef ekki mikinn tíma til að elda en ég útbý mér alltaf nesti á kvöldin. Þá sýð ég egg og geri eitthvað úr avokadó, kotasælu, ávöxtum, hnetum, möndlum og fleiru. Það kemst ekki meira fyrir í dagskránni hjá mér í dag en þegar ég klára mastersnámið er ég komin með langan „to do“ lista sem verður gaman að vinna á. Uppáhaldsstaðurinn minn er sveitin hjá mömmu og pabba í Norðfirði. Það er yndislegt að fara þangað og hlaða batteríin.
appafEngur
„How to make origami“ MÁLÞING
Sveitarfélög og fatlaðir íbúar Mannréttindi hversdagsins föstudaginn 7. febrúar kl. 13.00 – 17.00 á Grand Hóteli Kynntar verða niðurstöður nýrrar rannsóknar.
Dagskrá: 13.00 13.05 13.15 13.25 14.15 14.35 14.50 15.20 16.00 16.15 16.30 16.45
Setning: Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands Ávarp: Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra Aðferðafræði, þátttakendur og framkvæmd rannsóknarinnar Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Reynsla fatlaðs fólks og öryrkja sem íbúa sveitarfélaga Rannveig Traustadóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum Reynslusögur íbúa Arnar Helgi Lárusson, íbúi í Reykjanesbæ og Kári Auðar Svansson, íbúi í Reykjavík Fyrirspurnir og umræður Kaffihlé Reynsla sveitarstjórnarfólks og starfsmanna sveitarfélaga Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir, verkefnastjóri Reynsla starfsfólks sveitarfélaga Soffía Lárusdóttir, framkvæmdastjóri búsetudeildar Akureyrarbæjar Fyrirspurnir og umræður Viðhorf almennings til fatlaðs fólks, öryrkja og velferðarþjónustu sveitarfélaga Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Fyrirspurnir og umræður
Málþingsstjóri: Bergur Þorri Benjamínsson, málefnafulltrúi Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra. Allir velkomnir, ekkert þátttökugjald. Síðasti skráningardagur er 6. febrúar. Skráning, upplýsingar um túlkun og fleira á vef Öryrkjabandalags Íslands www.obi.is
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 2 2 6 6
60
Origami er japönsk list við að brjóta pappír og hefur öðlast vinsældir víða um heim, og var origami meðal annars kynnt á japönskum dögum í Háskóla Íslands. Pappírsbrotin geta verið allt frá því að vera afar einföld yfir í mjög flókin. Börnum finnst einfalt origami almennt mjög heillandi og tilvalið að hlaða niður appinu „How to make origami“ og föndra aðeins með börnunum. Appinu fylgja góðar leiðbeiningar til að búa til fugl, bát, box, samúræjahjálm, hús, blóm og hjarta. Appið er ókeypis en fyrir rúman einn Bandaríkjadollara er hægt að kaupa 10 leiðbeiningar til viðbótar, og fyrir tæpa fjóra dollara fást leiðbeiningar til að gera 40 origami í viðbót. Ódýr og skemmtileg leið til að hafa ofan af fyrir sér og öðrum, auk þess sem origami-fígúrurnar vekja alltaf aðdáun. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is
TENNIS er skemmtileg hreyfing
Nú er rétti tíminn til að panta fastan tíma í tennis. Eigum nokkra tíma lausa. Skemmtilegu byrjendanámskeiðin fyrir fullorðna eru að hefjast. Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is
GAMALDAGS
PIPAR\TBWA - SÍA - 133219
Bragðið sem kallar fram dýrmætar minningar um gamla góða heimagerða ísinn sem allir elska.
1 lítri
Með
sk n e l ís
u
jóm r m
a
62
dægurmál
Helgin 7.-9. febrúar 2014
TónleiK ar neil young Treður upp í laugardalShöll í júlí
Stefnir í tónleikafár á Íslandi í sumar Aðalnúmerið á hátíðinni verður breska hljómsveitin Massive Attack. Þá er nýhafin miðasala á tónleika hinnar kunnu rokksveitar Pixies í Höllinni 11. júní. Auk þess hefur verið tilkynnt að Flaming Lips verði aðalnúmerið á Iceland Airwaves síðla árs. Ofan á allt þetta verður Sónar Reykjavík haldin í Hörpu í annað sinn í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum Fréttatímans er von á að tilkynnt verði um fleiri tónleika erlendra listamanna á næstunni. Ekkert hefur þó fengist staðfest í þeim efnum. Ekki verður deilt um ágæti þessara hljómsveita sem sækja okkur heim í ár. Hins
„Við erum búin að reyna þetta síðan að ATP hóf göngu sína fyrir 15 árum og nú loksins rætast æskudraumar mínir,“ segir Barry Hogan, stofnandi All Tomorrows Parties tónlistarhátíðarinnar. Í vikunni var tilkynnt að sjálfur Neil Young muni troða upp í Laugardalshöll hinn 7. júlí á vegum Barry og félaga. Tónlistaráhugafólk á Íslandi hefur raunar vart haft undan að meðtaka fréttir af væntanlegu tónleikahaldi hér í sumar síðustu daga. Auk frétta af komu Youngs og hljómsveitar hans, Crazy Horse, var í vikunni tilkynnt að ný tónlistarhátíð, Secret Solstice, verði haldin í Laugardalnum í júní.
Menning Myndir fr á Suður-K aliforníu
NordicPhotos/Getty
vegar vekur athygli að enn og aftur eru eldri listamenn áberandi meðal gestanna. Fréttatíminn reiknaði út að meðalaldur stóru listamannanna sem hingað komu í fyrra var 55 ár. Svipað er uppi á teningnum í ár, miðað við þau nöfn sem þegar hafa verið tilkynnt. Neil Young er 68 ára, Paul Banks söngvari Interpol er 35 ára, Beth Gibbons söngkona Portishead er 49 ára, Daddy G í Massive Attack er 54 ára, Black Francis söngvari Pixies 48 ára og Wayne Coyne söngvari Flaming Lips er 53 ára. Meðalaldurinn er 51 ár. -hdm
hlal og iwona reK a veiTingaSTaðinn Mandi Hjónin Hlal og Iwona hafa gert gamla sjoppu við Ingólfstorg að eftirsóttum matsölustað og sjá fram á að þurfa að draga úr sjoppurekstrinum til þess að anna eftirspurn eftir kræsingum Hlals.
Friðrik Örn sýnir myndir sínar frá Slab City í Suður-Kaliforníu í Bókasafni Seltjarnarness. „Þetta er Moth, fyrsta og síðasta manneskja sem ég hitti í Slab City,“ segir listamaðurinn.
Ljósmynd/Hari.
Friðrik Örn sýnir á Nesinu Ljósmyndarinn Friðrik Örn Hjaltested opnar sýningu á verkum sínum í Eiðisskeri, sýningarsal í Bókasafni Seltjarnarness, í dag, föstudag. Sýningin ber yfirskriftina Slab City. „Viðfangsefni sýningarinnar er Slab City; einskismannsland í eyðimörk Suður-Kaliforníu, þar sem engar reglur gilda og allt er leyfilegt. Í þessu villta vestri nútímans, með ekkert aðgengi að vatni eða rafmagni, safnast saman fólk í leit að frelsi frá hefðbundnu skipulagi nútímasamfélags. Ferðalangar, hippar, listamenn, ellilífeyrisþegar og utangarðsmenn hreiðra um sig í óhefðbundnum hjólhýsum sínum og njóta skrautlegs lífsstíls á hjara veraldar. Gamlir hlutir öðlast nýtt
Neil Young treður upp með hljómsveit sinni í Laugardalshöll í sumar. Mynd/
Eldað af ástríðu á Hallærisplaninu
líf og hvarvetna má sjá merki um hugmyndaauðgi í endurnýtingu, bæði í formi híbýla og listaverka,“ segir Friðrik Örn. Friðrik Örn lærði ljósmyndun í Kaliforníu og dvaldi nýlega í Slab City. Hann lauk B.A. námi í ljósmyndun frá Brooks Institute í Santa Barbara í Kaliforníu árið 1994. Friðrik Örn hefur haldið fjölda einkasýninga hér á landi, tekið þátt í samsýningum erlendis og átt samstarf við fjölmarga listamenn, bæði íslenska og erlenda. Sýningin verður opnuð á Safnanótt í kvöld klukkan 19 og opið verður til miðnættis. Listamaðurinn verður á staðnum milli klukkan 13-18 um helgina. -hdm
Heimilistæki
fonix.is • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • S. 552 4420
Hjónin Hlal og Iwona hafa búið á Íslandi um árabil og vilja hvergi annars staðar vera. Þau reka veitingastaðinn Mandi þar sem sjoppan Texas var áður til húsa við Hallærisplanið. Hlal er ástríðukokkur og hróður hans hefur borist víða. Til Jemen og víða um Reykjavík og þeim fjölgar stöðugt sem sækja í eldamennsku hans og félagsskapinn sem hjónin veita á litla staðnum sínum.
S
Ég hef gert þetta í svo mörg ár og ég elska að elda.
ýrlendingurinn Hlal kom til Íslands 2005 eftir að Íslendingar komu að máli við hann í Dubaí og fengu til þess að koma til landsins að kokka. Tveimur árum síðar kom Iwona frá Póllandi til þess að heimsækja bróður sinn, hitti Hlal, ástin kviknaði og hún hefur ekki farið heim síðan. Hjónin opnuðu nýlega veitingastaðinn Mandi, þar sem Texas-sjoppan var áður við Ingólfstorg. Hæfileikar Hlals þegar kemur að matseld eru óumdeildir og hróður Mandi hefur borist hratt á skömmum tíma. „Hún byrjaði að elska mig eftir að ég eldaði fyrir hana,“ segir Hlal og brosir til konu sinnar. „Það er alveg satt,“ segir Iwona ákveðin. „Hann hefur bara engan tíma til að elda fyrir mig lengur vegna þess að hann hefur svo mikið að gera við að elda fyrir alla sem vilja borða matinn hans. Maturinn sem hann gerir er einstakur. Hann er með eitthvert töfrabragð sem ég næ ekki þótt hann hafi kennt mér að elda alla þessa rétti. Þannig að hann verður bara að standa hérna yfir grillinu allan sólarhringinn,“ segir Iwana og hlær. Þau hjónin hafa staðið vaktina saman en Hlal er mest einn á Mandi þar sem Iwona vill helga litlu börnunum þeirra allan sinn tíma en annað er tæplega tveggja ára og hitt rétt fjögurra mánaða. Hlal á fimm bræður sem allir fást við matargerð, rétt eins og faðir þeirra sem hefur verið kokkur í Sýrlandi í áratugi.
Hlal hefur eldað á ýmsum stöðum á Íslandi, meðal annars á Saffran, en áður en hann kom hingað hafði hann kokkað í Dubaí, Sádi-Arabíu og Abu Dhabi. Hann segist kunna vel við að vera sjálfs síns herra þótt það sé dálítið erfitt líka. Hjónin segja vinsældir Mandi aukast stöðugt og flestir sem komi þangað einu sinni endi sem fastakúnnar. „Þetta hefur spurst vel út og við höfum ekkert þurft að auglýsa okkur,“ segir Hlal. „Viðskiptavinirnir eru margir orðnir góðir kunningjar okkar og koma stundum við bara til þess að spjalla aðeins,“ segir Iwona. „Og þannig viljum við hafa þetta. Við viljum gefa meira af okkur en bara að rétta fólki matinn yfir afgreiðsluborðið.“ Iwona segir fólk hafa skorað á þau að færa út kvíarnar og margir vilji fá þau á sínar heimaslóðir. „Fólk hefur sagt okkur að opna í Kópavogi, í Kringlunni og meira að segja á Akureyri. En við látum þennan stað duga, í bili að minnsta kosti, enda getur Hlal ekki eldað á mörgum stöðum í einu,“ segir Iwona. En af hverju er maturinn hans Hlals svona góður? „Ég hef gert þetta í svo mörg ár og ég elska að elda,“ segir kokkurinn glaðlega. „Það er alveg satt. Hann elskar þetta og þess vegna er þetta svona gott,“ staðfestir Iwona. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
GAGNAMAGN VIÐ HÖFUM AUKIÐ INNIFALIÐ ERLENT GAGNAMAGN
UM ALLT AÐ 400% INTERNET 10 GB
INTERNET 50 GB
INTERNET 100 GB
INTERNET 150 GB
INTERNET 250 GB
ER NÚ
ER NÚ
ER NÚ
ER NÚ
ER NÚ
50 GB
100 GB
150 GB
250 GB
500 GB
VERÐ HÆKKAR EKKI
OG ÁSKRIFTARLEIÐIN UPPFÆRÐIST SJÁLFKRAFA 1. FEBRÚAR Nánar á vodafone.is
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A
MIKLU MEIRA
HE LG A RB L A Ð
Hrósið... fær Bifrestingurinn Guðfinnur Stefánsson sem er fyrsti dómarinn við íslenskan dómstól sem ekki er útskrifaður frá lagadeild Háskóla Íslands.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is BAkhliðin ArnA KriStÍn EinArSdóttir
FEBRÚARDAGAR ÁFÖST A YFIRDÝN
SPARIÐ
ST. 90 X 200 SM.
30.000
KREP
SPARIÐ
1000
Kjarnakona og húmoristi Aldur: 45 ára. Maki: Hilmar Þorsteinn Hilmarsson, grafískur hönnuður. Börn: Þrjú börn á aldrinum 4 ára til 21 árs.
FULLT VERÐ: 74.950
Foreldrar: Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur og Einar Karl Haraldsson ráðgjafi. Menntun: Lærði flautuleik í Bandaríkjunum og Bretlandi og er með meistarapróf í menningarstjórnun frá Bifröst.
ALLT AÐ 36 MÁNUÐIR
Starf: Framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Stjörnumerki: Ljón og rísandi vog. Stjörnuspá: Ýmsar nýjungar eru á döfinni hjá þér og þú ert ágætlega í stakk búin til að fást við þær. Sýndu hugrekki og skoðaðu fortíðardrauginn frá öllum hliðum.
10.000
A
FULLT VERÐ: 4.995
SPARIÐ
2000 vALENtIN kOLLuR Kollur með skinni. Hæð: 45 sm. Vnr. 39852001
2.995
COLORADO HægINDAStóLL Með PU áklæði og innbyggðum fótskemli. Litur: Svartur. Stærð: B74 x H100 x D93 sm. Vnr. 3698141
30% AFSLÁTTUR
29.950
FEBRÚAR TILBOÐ
Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is
ELDföSt Mót Góð eldföst mót á frábæru verði! Margar mismunandi gerðir fáanlegar. Vnr. 433100000
FULLT VERÐ: 39.950
Arna Kristín Einarsdóttir komst í fréttir í vikunni þegar það spurðist út að Karlakórinn Fóstbræður bauð henni ekki til þorrablóts kórsins þótt hefð sé fyrir því að framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands sé boðið. En það er nefnilega einnig hefð fyrir því að bjóða konum ekki til gleðinnar.
10% afsláttur af plötuspilurum, dýraljósum, plötum og bókum Fimmtudag — Sunnudags
2.995
ARSENAL SæNguRvERASEtt Efni: 100% bómullarkrep. Stærðir: 140 x 200 sm. 3.995 nú 2.995 140 x 220 sm. 4.495 nú 3.495 Vnr. 1279291
SPARIÐ
rna er mikil kjarnakona eins og hún á kyn til og er ekki skaplaus,“ segir Kristján Hjálmarsson, mágur Örnu Kristínar. „Hún er leiftrandi húmoristi og einhver allra besti kokkur sem ég veit um. Hún er traustur og góður vinur og svo á hún yndislegan mann.“
AFSLÁTTUR
140 X 200 SM. FULLT VERÐ: 3.995
bLuE Sky AMERISk DÝNA Miðlungsstíf dýna með 250 pokagormum pr. m2. Innifalið í verði er 4 sm. Stærð: 90 x 200 sm. Þykk og góð yfirdýna. Vnr. 8880000632
Áhugamál: Fjölskyldan.
20%
44.950
1 STK. FULLT VERÐ: 995
SPARIÐ
2000
695
SÆNG + KODDI FULLT VERÐ: 7.995
5.995 GILDIR 07.02 - 12.02
tHERMO LuX SæNg Og kODDI Góð sæng, fyllt með 2 x 550 gr. af sílikonmeðhöndluðum holtrefjum. Má þvo á 90°C. Sæng: 140 x 200 sm. Koddi: 50 x 70 sm. Vnr. 4114100