08 01 2016

Page 1

Jens Gunnarsson fíkniefnalögreglumaður játar óhefðbundnar starfsaðferðir

Dale Carnegie

NÝTT ÁR N Ý T T TÆ K I FÆ R I Skráðu þig í síma 555 7080 eða á www.dale.is

n 16

8. janúar—10. janúar 2016 1. tölublað 7. árgangur

Dýrasti ellilífeyrisþeginn n2

Alexander fann föður sinn í Fez

Yfirmenn í öðrum lit

Fjölskyldusumarfríið til Tenerife tók óvænta stefnu þegar Alexander fékk þá hugdettu að fljúga til Marokkó og leita að föður sínum. Móðir hans hafði farið ólétt heim til Íslands eftir

n8

Mynd/Alda Lóa Leifsdóttir

dvöl Brussel fyrir 39 árum. Alexander hafði aldrei séð föður sinn. Alexander var óviss um hvernig faðir hans tæki við honum eða hvort hann vildi yfir höfuð tala við hann. Þegar

Alexander kom til Fez urðu hins vegar fagnaðarfundir. Þar kynntist hann ekki aðeins föður sínum heldur allri föðurfjölskyldu sinni og féll fyrir marokkóskri menningu. n 28

– vildu aðskilnað frá undirmönnum


fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

2|

Unglingur í sólarhringsvistun vegna kynferðisbrota Unglingsdrengur með þroskafrávik er vistaður af barnaverndaryfirvöldum í sérstöku úrræði vegna ítrekaðra kynferðisbrota og tilrauna til brota. Drengurinn er árásargjarn og metinn mjög líklegur til að brjóta aftur af sér. Hann hefur brotið gegn fleiri börnum. Að sögn Braga Guðbrandssonar, forstöðumanns Barnaverndarstofu, er endurtekning brota ástæða þess að gripið sé til svo sérstakra öryggisúrræða. „Til svona róttækra aðgerða er aldrei gripið nema það sé alveg nauðsynlegt.“ Drengurinn er vistaður í sér-

tæku búsetuúrræði án foreldra þar sem fullorðið fólk fylgist með honum allan sólarhringinn. Er honum fylgt í og úr skóla og tómstundir en samkvæmt Braga er reynt er að haga lífi hans sem með eðlilegustum hætti. Afbrigðileg kynferðisleg hegðun drengsins hefur staðið yfir í lengri tíma. Börn og unglingar sem barnaverndaryfirvöld fá ábendingar um að sýnt hafi afbrigðilega kynferðislega hegðun fá greiningu og meðhöndlun frá þriggja manna sérfræðiteymi Barnaverndarstofu. Að sögn Braga eru flestir í þeim hópi metnir ólíklegir til að fremja brot

aftur, færri eru metnir líklegir til að brjóta af sér aftur. Aðeins örfá ungmenni eru metin afar líkleg til að endurtaka brot. Til algjörra undantekninga heyrir að börn með þroskafrávik og afbrigðilega kynferðislega hegðun séu vistuð á sérstökum heimilum. Mikil breyting hefur orðið á stuðningi og meðferð við börn með slíkan vanda en barnaverndarnefndir veita nú nánast alfarið meðferð og þjónustu innan heimila og í nærumhverfi barna. Þessi drengur er sérstakt tilfelli. - þt Mynd/NordicPhotos/GettyImages

Dýrasti ellilífeyrisþeginn Ólafur Ragnar Grímsson mun halda áttatíu prósentum af launum sínum sem forseti Íslands til dauðadags eftir svo langa setu í embætti og fær rúmar 1,8 milljónir króna í eftirlaun. Þá fær hann því til viðbótar lífeyrisgreiðslur frá LSR, sem fyrrverandi þingmaður og ráðherra. Hann sat á þingi í tíu ár, þar af var hann fjármálaráðherra í þrjú ár. Samkvæmt því verða eftirlaun hans 439.000 krónur. Hann mun samkvæmt því þiggja

eftirlaun frá ríkinu og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins upp á tæpar 2.3 milljónir á mánuði. Eftirlaunalögunum var reyndar breytt árið 2009 og lífeyrisréttindi æðstu embættismanna ríkisins, svo sem þingmanna og ráðherra, urðu þá með sama sniði og hjá öðrum ríkisstarfsmönnum. Ekki var þó hægt að taka réttindi af mönnum sem höfðu áunnið sér þau samkvæmt gömlu lögunum, líkt og Ólafur Ragnar.

Ayahuasca er suður-amerískt töfraseyði sem sendir fólk heim í æskuna. Það er soðið upp úr berki af vissum trjám og laufum af öðrum. Áhrifin af seyðinu eru andlegt ferðalag sem getur verið bæði strangt og erfitt en sem margir fullyrða að sé líka frelsandi.

Fréttatíminn flytur og breytist Fréttatíminn er fluttur í hús Kassagerðarinnar að Köllunarklettsvegi 1. Margt gott hefur orðið til í þessu fornfræga húsi – þar mótuðust Bubbi Morthens og hljómsveitin Utangarðsmenn og þar vann Jóhanna Sigurðardóttir áður en hún hóf stjórnmálaferil sinn. Breytingar hafa verið gerðar á ritstjórn blaðsins, eftir eigendaskipti á dögunum. Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir eru nú ritstjórar Fréttatímans, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir er fréttastjóri og Höskuldur Daði Magnússon er ritstjórnarfulltrúi.

Sá í sviphendingu að allt lífið var brenglað Suður-ameríska seyðið ayahuasca er í tísku meðal fólks í sjálfshjálparsamtökum og hugleiðslu.

Þ

að gerðist lítið í fyrsta sinn en í annað skiptið rann allt lífshlaup mitt framhjá mér, alveg frá því ég var sex ára og fram á daginn í dag,“ lýsir maður á miðjum aldri áhrifunum af suðurameríska seyðinu ayahuasca sem er komið í nokkra tísku á Íslandi, einkum meðal fólks sem er sjálfshjálparhópum, hugrækt og hugleiðslu. „Ég sá hvað allt mitt tilfinningalíf og viðhorf höfðu breyst vegna ofsalegrar höfnunar sem ég varð fyrir um sex ára aldurinn, tilfinningalegrar bjögunar og kynferðislegrar misnotkunar innan fjölskyldunnar,“ heldur maðurinn áfram. „Það varð allt í einu kristalskýrt fyrir mér hvernig þetta hefur litað líf mitt eftir þetta. Ég er sex barna faðir, á fjórar barnsmæður og mörg mislukkuð sambönd að baki. Ég hef alla tíð frá bernsku sótt í fíknir, flótta og stanslausa útrás til að kæfa kvíðann sem hafði læst sig um mig þegar ég var barn. Það varð ljóslifandi fyrir mér að ég hef átt hunderfitt lífshlaup vegna þess að mér tókst aldrei að vinna úr þessum áföllum.“

Seiðmaður stjórnaði athöfninni Ástæða þess að viðmælandi okkar tók inn þetta kröftuga seyði var að hann greindist með krabbamein í ristli og vildi leita allra leiða til að losna við hefðbundna lyfjameðferð. Þegar hann frétti af því að perúskur seiðmaður væri á leið til

landsins til að stjórna ayahuascaathöfn sló hann til og fór með um fimmtán manna hópi í vikudvöl upp í sveit. Þar tók hann seyðið í fjögur skipti undir leiðsögn og tónlistarflutningi meistarans. „Ég vildi fá að vita hvers vegna ég væri með krabbamein og hvað ég ætti að gera í því,“ segir hann. „Þegar ég kom úr ferðalaginu var ég harðákveðinn að láta skera það burt og fara í hefðbundna lyfjameðferð. Það var eitt sem kom út úr þessu. Annað var algjörlega nýr skilningur á hver ég er og hvað hefir stjórnað samskiptum mínum við annað fólk hingað til. Ég hef klippt á samskipti við margt fólk eftir þetta.“

Varpar réttu ljósi á hlutina

En hvað er ayahuasca? Er það dóp? Getur fólk misnotað þetta seyði? „Ég hef ekki nokkra trú á því,“ segir viðmælandi okkar. „Ég tók þetta fyrir ári og hef löngun til að taka þetta aftur. Reynslan er svo sérstök og sterk og allt önnur en af vímuefnum. Ég er enn að vinna úr reynslunni mörgum mánuðum seinna. Ég er óvirkur fíkill en ayahuasca kveikti enga löngun í meira.“ Það sama segir annar viðmælandi okkar, karl á fertugsaldri. „Ég hef tekið allskonar hugvíkkandi efni, LSD, sveppi, meskalín og allskonar en ayahuasca er allt annars eðlis,“ segir yngri maðurinn. Hann tók inn seyðið til að vinna á áfalla-

Ayahuascaseiði úr berki og laufum af trjám úr Amazon skóginum.

streituröskun eftir allskyns áföll í lífinu, meðal annars langvarandi fíkniefnaneyslu. Hann hafði rekist á Vice-þátt á netinu um ayahuasca og var eitthvað að pæla í því þegar hann rakst á mann á alanon-fundi sem sagði honum að von væri á seiðmanni til landsins. Hann lét því slag standa, fór á sérstakt mataræði í tíu daga og þurfti að sannfæra þá sem stóðu fyrir athöfninni að hann ætti ekki í djúpstæðum geðrænum vanda. Og virkaði seyðið? „Já, ég er enn að vinna úr þessu. Þetta er ekki endanleg lausn. Seyðið strokaði ekki út allan minn vanda. En ég held að þetta hjálpi mér til að sjá hlutina í réttu ljósi og bregðast rétt við. Þetta var stór og mikil reynsla sem hefur og mun marka viðhorf mín,“ segir yngri maðurinn. Ayahuasca er ólöglegt á Íslandi og á flestum Vesturlöndum. Það er ástæða þess að viðmælendur okkar vilja ekki koma fram undir nafni. -gse


NÝR MITSUBISHI OUTLANDER

TILFINNINGIN ER ÓLÝSANLEG ÞAR TIL ÞÚ PRÓFAR

Mitsubishi Outlander er kominn með nýtt útlit. Betur búinn fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll er vandfundinn og ekki skemmir verðið fyrir. Komdu í reynsluakstur og fáðu tilfinninguna sem svo erfitt er að lýsa – jafnvel eftir að þú prófar. Mitsubishi Outlander Sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn frá:

5.390.000 kr. FYRIR HUGSANDI FÓLK HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði


Snati og Kalli Bjarna

Sisters

The Hateful Eight

Sprenghlægileg og falleg mynd byggð á teiknimyndasögunni um Smáfólkið

Grínistarnir Amy Poehler og Tina Fey fara á kostum í bráðfyndinni gamanmynd

Beitt og grípandi mynd í leikstjórn Quentin Tarantino

Aðeins 950 kr. í bíó og 25% afsláttur á völdum veitingastöðum

JOY

Hótel Transilvanía

The Hunger Games

Jennifer Lawrence fer með aðalhlutverkið í spennandi mynd um unga stúlku sem stofnar viðskiptaveldi

Stórskemmtileg teiknimynd um Drakúla og Dennis

Mockingjay Part 2

Everdeen er orðinn leiðtogi uppreisnarinnar gegn Kapítól

*Gildir á allar almennar sýningar 8.–10. janúar. Gildir ekki í Lúxussal.

OPIÐ: VIRKA DAGA 11-19 FIMMTUDAGA 11-21 LAUGARDAGA 11-18 SUNNUDAGA 13-18 WWW.SMARALIND.IS FACEBOOK INSTAGRAM SNAPCHAT


Komdu í enn betra

Smárabíó

8.–10. janúar

Frábær tilboð í bíó og veitingastaði Smáralindar um helgina! Smárabíó er komið í nýjan búning. Betri sæti, flottari Lúxussalur og enn glæsilegri bar. Af því tilefni verður boðið upp á skemmtileg tilboð. • 950 kr. á allar almennar sýningar í Smárabíó • 2 fyrir 1 af völdum drykkjum á Hlébarnum alla helgina

Borð fyrir tvo — bíó svo! Með öllum bíómiðum fylgir tilboðsmiði sem gefur 25% afslátt á eftirfarandi veitingastöðum í Smáralind. *Gildir af öllum réttum á matseðli. Gildir ekki af öðrum tilboðum eða drykkjum.


fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

6|

Marshallhúsið á Granda fyllt af list Áform eru uppi um að Nýlistarsafnið, galleríið Kling & Bang og listamaðurinn Ólafur Elíasson fari undir sama þak í gömlu fiskverkahúsi HB-Granda. Ef af verður mun húsið fyllast af nýrri list.

T

I’d rather be happy... Snorri segir Íslendinga vera að drepast úr því að hafa rétt fyrir sér. Póskort Bandaríkin Hver ertu? Snorri Sturluson. Hvar ertu? Brooklyn, NY. Hvað ertu að gera? Nákvæmlega núna er ég með kvef og er að kenna eldri syni mínum á gítar. Almennt séð starfa ég við kvikmyndagerð, auglýsingamennsku og ljós­ myndun. Hvert ertu að fara? Ég er orðinn mjög heimakær, enda bý ég í borg sem býður upp á allt sem hugurinn girnist. Ég er helst að leggja drög að því að fara mikið á snjóbretti í vetur og að stunda brimbrettareið af kappi á árinu. Hvers saknar þú? Fjölskyldu, vina, sundlauganna, miðnætursólarinnar. Hvað ertu feginn að vera laus við? Veðrið, fámennið, íslensk stjórn­ mál. Hverju vildirðu breyta? Engu fyrir mig persónulega, en ef ég fengi að vera einráður í einn dag með ofurmennska galdraorku myndi ég afvopna heiminn og skipta kökunni jafnt milli jarðarbúa. Það er til miklu meira en nóg fyrir okkur öll í

il skoðunar er að flytja í Marshall-húsið á Granda í Reykjavík en það er í eigu nágrannanna, fiskvinnsluf yrirtækisins HB Granda. Þreifingar um að mynda menningarhús með fjölþættri myndlistarstarfsemi hafa staðið yfir í tvö ár. Hugmyndin er að skapa framúrstefnulegan og óháðan vettvang fyrir listamenn. Marshall-húsið dregur nafn sitt af Marshall-aðstoðinni sem Íslendingar þáðu frá Bandaríkjunum á eftirstríðsárunum. Það var byggt sem fiskimjölsverksmiðja og á langa sögu. Ný starfsemi bæri áfram nafn hússins. Húsið er einstaklega glæsilegt með fallegum

gluggum á alla kanta og hefur verið tekið í gegn að undanförnu. Á fyrstu hæð hússins er fyrirhugað að opna veitingastað. Kling og Bang og Nýló fengju hvort sína hæðina og efst í húsinu héldi Ólafur Elíasson til. Arkitektarnir Ásmundur Hrafn Sturluson og Steinþór Kári Kárason, arkitektar hjá Kurt og Pí, hafa lagt drög að útfærslu hugmyndanna. Að mati forsvarsmanna Nýló er mikil þörf á aukinni myndlistartengdri starfsemi í miðbænum en Nýló missti húsnæði sitt við Skúlagötu fyrir tveimur árum og flutti í Breiðholtið. Kling og Bang hélt síðast til á Hverfisgötu en missti

húsnæðið í sumar og hefur leitað að nýjum stað síðan. Ólafur Elíasson rekur stúdíó í Berlín með tæplega hundrað starfsmönnum en hann er meðal listamanna í umboðsgalleríinu i8 í Reykjavík. Hugmyndin er að Ólafur hafi vinnustofu og opið sýningarrými í Marshall-húsinu. Að mati hlutaðeigandi eru áformin til góðs fyrir alla með margvíslegum samlegðaráhrifum. Telja þau starfsemina auka aðdráttarafl Grandasvæðisins en auk þess sé brýn þörf á að hlúa vel að grasrótarstarfsemi listamanna og sjálfstæðum listamannareknum rýmum.

þessum heimi. Það eina sem stendur í vegi fyrir því að allir sitji við sama borð er eigingirni okkar og óttinn við að missa spón úr aski okkar. Hvað getum við lært? (Þ.e Íslendingar) Íslendingar eru að drepast úr því hafa rétt fyrir sér (ég er ekkert undanskilinn). Það mikilvægasta sem ég hef lært á síðustu árum er að ég vil miklu frekar vera hamingjusamur en að hafa rétt fyrir mér (e: I’d rat­ her be happy than right). Hvernig ræktar maður tengsl yfir landamæri? Skype, Facebook, tölvupóst­ ur, ljósmyndir, vídeó, síminn o.s.frv. Hvað slitnar ekki, hvað slitnar? Fjölskyldutengsl og traust vina­ sambönd eru það sem stenst tímans tönn. Svo get ég líka allt­ af hlustað á Rokk í Reykjavík, Purrkinn, S.H. Draum, Utan­ garðsmenn og lesið Laxness og aðra höfuðsnillinga Íslands, sú taug er römm. Allt annað slitnar í sjálfu sér, ég hef litla nostalgíu fyrir því sem ég ólst upp við og reyni að lifa sem mest í núinu og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Manni lærist að það sem skiptir máli í lífinu er ekki hvar maður er, hvað maður á eða hvað maður er að gera. Það er mikilvægast að vera sátt­ ur við sjálfan sig og aðra menn, og konur auðvitað.

Marshall-húsið stendur yst á Granda í Reykjavík. Mynd/Hari

Tíðni Utan hringsins Héðinn Unnsteinsson Undirritaður er þjónn almannaþjóns og getur ekki tjáð sig um hvað sem er. Getur ekki skrifað um pólitík. En hér eru 400 orð um eitthvað annað en pólitík. „Sæðisfruma gærdagsins er lík morgundagsins.“ Þessi orð eru höfð eftir Marcusi Aurelíusi, fyrrum keisara Rómaveldis og heimspekingi. Þau minna á hversu ævi okkar mannanna er stutt í heildarsamhengi þróunarsögu tegundarinnar. Það að vera einstaklingur í samfélagi manna er verkefnið og tíminn til þess að ná „árangri“ í því verkefni er takmarkaður. Maðurinn er gleyminn. Hann vill og hann langar. Honum finnst og hann heldur. En í raun getur hann aldrei átt neitt né verið viss um neitt nema e.t.v. um það að sá rafboðefnaflutningur og tíðni sem heldur hjarta hans og höfði kviku í sál hans og vitund mun vaxa, dofna og að lokum enda. Við höfum í gegnum aldirnar átt með okkur samfélög um tilvistina. Smíðað ramma – siðferðisramma, lagaramma – strúktúrerað samfélögin og skilyrt hugsun og hegðun í gegnum tól og tæki eins og trúarbrögð, vísindi og stjórnspeki – og komist vel af. Eða hvað? Líf okkar hefur lengst í árum og samfélög okkar tekið miklum framförum. En í hverju eru „framfarirnar“

í raun fólgnar? Við eigum nú rafmagnaða og jarðefnaknúna tilveru umvafða steypu, járni, gleri og plasti, jú og holdi – því samskipti eiga sér víst enn stað í gegnum hold. Við eigum möguleika á að komast á milli staða og samskiptaleiðum sem fyrir nokkrum öldum hefðu þótt óhugsandi. Tilveran er „spanaðri“ en nokkru sinni fyrr – tíðni okkar lituð af háspenntu rafmagni, skjálífi, tjáningu, skoðunum, nokkuð stöðugu viðbragði við áreiti og að því mér virðist almennum skorti á tengingu við innsæi. En þrátt fyrir „framfarir“ okkar þá leitum við nú í enn ríkari mæli að upphafstíðninni – tíðni náttúrunnar. Tíðni sem við erum partur af þó oft viljum við hefja okkur yfir hana. Við erum spendýr í grímubúningum. Grímudansleikurinn innrammaður af ofangreindum manngerðu römmunum en gefið líf með mennsku okkar og menningu. Ég vann eitt sinn með manni í vegavinnu sem sagði mér einn sumardaginn er ég var unglingur undir sólinni, að það væru í raun einungis fjórir þættir sem skiptu máli í lífinu. Maðurinn var glaðvær í tíðni sinni er hann sagði mér, þar sem hann stóð á hlýrabolnum í kaffiskúrnum, að það sem skipti máli í lífinu væri (í þessari röð) að: drekka, reykja, ríða og hanga.

Er hann lauk síðasta orðinu stökk hann upp og greip með höndunum um einn þverbitann í lofti skúrsins og „hékk“. Af hverju að vera að flækja þessa stuttu ferð frá sæðisfrumu að líki um of? Höfundur er stefnumótunarsérfræðingur í forsætisráðuneytinu.


VIÐ ERUM STOLT AF OKKAR FÓLKI!

ENNEMM / SÍA /NM66668

FYRIR HÖND LOTTÓSPILARA LANDSINS ÓSKUM VIÐ EYGLÓ ÓSK GÚSTAFSDÓTTUR, ÍÞRÓTTAMANNI ÁRSINS 2015, OG ÍÞRÓTTAFÓLKI ÁRSINS HJÁ SÉRSAMBÖNDUM ÍSÍ, INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ ÁRANGURINN. ÞESSAR TILNEFNINGAR MINNA OKKUR Á HVERSU MARGA GLÆSILEGA FULLTRÚA ÞJÓÐARINNAR ÞÚ STYÐUR ÞEGAR ÞÚ SPILAR MEÐ!

LEIKURINN OKKAR


fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

8|

Átök innan lögreglunnar um svartar og hvítar skyrtur Yfirmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fengu undanþágu frá reglugerðum um einkennisbúninga til að klæðast öðruvísi skyrtum en almennir lögreglumenn. Í reglugerð um einkennisbúninga lögreglunnar var árið 2012 skotið inn sérstakri málsgrein. Málsgreinin tilgreinir að „yfirmönnum lögreglu væri heimilt að nota hvíta einkennisskyrtu með almennum lögreglufatnaði.“ Árið 2007 var nýr einkennisfatnaður lögreglumanna tekinn í notkun en ríkislögreglustjóri hafði unnið að innleiðingunni í tvö ár. Fyrir þann tíma voru bláar skyrtur með almennum ein-

kennisbúningum lögreglunnar. Þegar búningunum var breytt fengu allir lögreglumenn svartar skyrtur. Aðeins eru hvítar skyrtur með hátíðarbúningi lögreglunnar sem afar sjaldan er notaður. Sú sérkennilega undantekning virðist hafa verið gerð hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, að yfirmenn klæddust hvítum skyrtum. Þótti það aðgreina þá með afar skýrum hætti og var því öllum ljóst að þeir gegndu ábyrgðarstöðu á lögreglustöðinni. Óvitað er hver átti frumkvæðið að þessu. Innanríkisráðherra þess tíma, Ögmundur Jónasson, skrifaði undir breytingu reglugerðarinnar og

samþykkti undanþáguna. Meðal lögreglumanna sem Fréttatíminn ræddi við, þótti þessi hefð yfirmannanna kjánaleg. Á fyrsta degi Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur í starfi, 1. september 2014 sem lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, birtist hún í svartri skyrtu, eins og flestir lögreglumenn notuðu. Á móti henni tóku hvítklæddir yfirmenn. Svo virðist sem yfirmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi farið að klæðast svörtum skyrtum fljótlega eftir lögreglustjóraskipti. -þt

Hörður Jóhannesson, Sigríður Björk Guðjónsdóttir og Jón H.B. Snorrason á fyrsta degi Sigríðar Bjarkar í starfi. Myndin er fengin af Facebook síðu lögreglunnar.

Innflytjandi vikunnar

ÞÚ FINNUR RÉTTA RÚMIÐ HJÁ OKKUR

Argentínski víngerðarmaðuinn Arturo Santoni Rouselle er enn að venjast vetrarmyrkrinu á Íslandi. Mynd/HarI

Saknar þess óvænta Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

A L A S ÚT

P ÁBÆR KAU R F U Ð R E G KO M D U O G

Ð A T L L A

% 60

A F S L ÁT T U R

FA X A F E N I 5 Reykjavík 588 8477

DA L S B R AU T 1 Akureyri 588 1100

S KE I Ð I 1 Ísafirði 456 4566

„Það var nú ástin sem dró mig hingað,“ segir argentínski víngerðarmaðuinn Arturo Santoni Rouselle sem hefur verið með annan fótinn á Íslandi í 16 ár. Ég sá Grétu, konuna mína, fyrst í Bólivíu fyrir tuttugu árum þar sem ég vann við að framleiða vín. Síðan höfum við verið óaðskiljanleg. Með annan fótinn hér og hinn í Argentínu og reyndar líka í Prag þar sem Gréta var í framhaldsnámi í sellóleik.“ Arturo segir vínrækt því miður ekki koma til greina í kuldanum á Íslandi en það sé margt sem hafi togað þau Grétu í Hafnarfjörðinn þar sem þau hafa komið sér vel fyrir með dætrum sínum, þeim Salóme

og Perlu. „Ég hef unnið við hitt og þetta síðan við ákváðum að setjast að á Íslandi fyrir fimm árum. Núna sé ég um vínið, sem vínlistana og er vínþjónn hér á Bryggjunni Brugghúsi. Ég kem frá einu mesta vínhéraði Argentínu, Mendoza, og margir í minni fjölskyldu hafa unnið við eitthvað sem tengist vínrækt. Þetta er það sem ég hef mest gaman af.“ „Ég kom hingað fyrst í lok nóvember árið 1999 og ætlaði ekki að trúa þessu myrkri hérna og ég er enn að venjast því. Mér er alveg sama um kuldann og hef aldrei kvartað yfir honum, það er ekkert mál að fara bara í peysu,“ segir Arturo sem fer allra sinna ferða á hjóli, allan ársins hring. Það besta við Ísland er kyrrðin og náttúran. Heiðmörk, Mosfellsdalur, Reykjadalur og á Helgafellssvæðið eru staðir sem við

fjölskyldan erum dugleg að njóta.“ „Auk myrkursins tók mig líka tíma að skilja hvað Íslendingar eru lokaðir. Íslendingar eru ekki jafn félagslyndir og Argentínumenn og það er það sem ég sakna helst, óvæntir hittingar og uppákomur. Það gerist sjaldan eitthvað óvænt hér og stundum finnst mér eins og Íslendingum líði best einir, kannski vegna þess að það er svo stutt síðan borgir fóru að myndast hér, síðan fólk bjó hvert á sínum bæ. Í Argentínu getur þú alltaf átt von á því að einhver banki upp á og þá er að sjálfsögðu dregið fram kíló af kjöti og byrjað að grilla. Ef engin ansar bankinu þá ferðu bara til næsta vinar ef þig langar í félagsskap. Það hafa allir tíma fyrir hvern annan í Argentínu.“

Lyftan #1 Friðgeir Trausti Helgason er staddur í lyftunni hans Spessa ljósmyndara í gömlu Kassagerðinni á Laugarnesi. Á ferðalaginu upp fjórar hæðir hússins útskýrir Friðgeir hvernig leið hans í lífinu getur aðeins legið upp á við. „Ég var svo mikil fyllibytta, var búinn að drekka mig í ræsið. Ég hafði náð þeim tímapunkti að komast ekki lengur upp með að vera svona fullur í vinnunni. Þá einfaldlega hætti ég að vinna til að geta drukkið allan daginn. Botninn var árið 2004 þegar ég var heimilislaus í Los Angeles á „Skid Row“ þar sem allt heimilslausa liðið er. Ég fór eins langt niður og hægt er að komast án þess að drepast. Eftir þetta lá leiðin aðeins upp á við. Toppurinn var þegar ég hætti að drekka brennivín og keyrði um víðáttur Bandaríkjanna, með gömlu Pentax myndavélina mína og nóg af filmum í skottinu. Að lenda í

ævintýrum, hitta fólk og borða góðan mat.“

Friðgeir Trausti Helgason. Mynd/Spessi


ÚTSALA 25-60% AFSLÁTTUR

AF ÖLLUM VÖRUM

35%

30%

Ástartré 140x200 Nú 9.443 kr Upphlutssvunta /Hátíðarsvunta Nú 3.894 kr Áður 5.990 kr

Áður 13.490 kr

YFIR 40 TEGUNDIR Á ÚTSÖLU

50% 40%

Hettupeysa Nú 2.895 kr Áður 5.790 kr

Snyrtibudda Nú 1.194 kr Áður 1.990 kr

40%

50%

40%

100% dúnsæng 140x200 Nú 23.994 kr Áður 39.990 kr

Barna leggings Nú 995 kr

100% barnadúnsæng 70x100 Nú 7.794 kr

Áður 1.990 kr

Áður 12.990 kr

100% Dúnúlpa Nú 11.186 kr

100% barnadúnsæng 100x140 Nú 10.194 kr Áður 16.990 kr

Áður 15.980 kr

30%

SENDUM FRÍTT ÚR VEFVERSLUN

LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS


fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

10 |

Frá frjálslyndi til forpokunar

Mynd/NordicPhotos/GettyImages

Eiríkur Bergmann eirikurbergmann.com

Á

ytra borði hefur Danmörk löngum þótt einskonar táknmynd frjálslyndis og umburðarlyndis þar sem allskonar afkimar hafa þrifist. Frjálsar ástir óháð kynhneigð og hassneysla fyrir opnum tjöldum í Kristjaníu og allir bara eitthvað svo dægilega lige­ glad. Hugtak sem flestir Íslendingar skilja sem einhvers konar jákvæða afslöppun og áhyggjuleysi en merk­ ir í raun að vera skítsama – drullu­ skítsama sé það sagt harkalega. Jeg er sgu fandedeme ligeglad með det – ekkert huggulegt við það. Fleira fer á annan veg í dönsku samfélagi en við áður töldum. Frjálslyndið hef­ ur hopað fyrir afturhaldssamri út­ lendingaandúð eins og þeir þekkja sem fylgst hafa með þróuninni í landi fyrrum herraveldis okkar. Þegar ég flutti frá Köben heim til Íslands á tíunda áratugnum vildu Danir enn sýnast umburðarlyndir en þegar ég fyrir skömmu snéri aft­ ur við í svolitla fræðidvöl heyrði það allt sögunni til. Nú flögguðu margir fordómum sínum stolti þöndu – voru alveg ligeglad með það. Í þessari grein er spurt að því hvað gerðist eiginlega í Danmörku.

Eitraðir útlendingar

Í rannsókn sem birt var svo snemma sem árið 2001 hélt fræðikonan Karen Wren því fram að yfir tvo fyrri ára­ tugi hafi menningarlegur rasismi, sem áður var kirfilegar falinn undir niðri, hægt og bítandi borist upp á yfirborð danskra stjórnmála svo póli­ tíkin einkenndist hreinlega af ansi þjakandi útlendingaandúð. Fordóm­ ar í garð framandi fólks féllu í frjóan svörð í Danmörku og uxu um landið á níunda áratugnum. Svo var sjálft frjálslyndið talið réttlæting þess að líta á útlendinga sem ógn við dönsk þjóðareinkenni. Nú var komin fram krafa um menningarlega einsleitni og áhersla lögð á dyggð danskra gilda sem einkum virtust þó hverfast um íhaldssöm og kristin fjölskyldu­ gildi. Við getum tekið nokkur dæmi ummæla í þessa veru. Á miðjum níunda áratugnum líkti Mogens Glistrup (sem ég geri

betur grein fyrir á eftir) múslimum í Danmörku sem flúið höfðu Írak­ Íran stríðið við „dropa af arsen­ iki í tæru vatnsglasi“. Hér er strax komin hugmyndin um hina hreinu Dani og eitruðu útlendinga. Evrópu­ þingmaður Danska þjóðarflokksins (sem ég ræði einnig á eftir), Mogens Camre, sagði fyrir kosningarnar 2001 að íslam væri hugmyndafræði hins illa og að múslímar kæmu til Danmerkur í þeim tilgangi að taka landið yfir. Fyrir vikið rauk flokkur hans upp í fylgi. Kosningaherferð flokksins hafði hverfst um höfuð­ búnað múslimakvenna. Í víðbirt­ ustu auglýsingunni stóð þetta yfir mynd af slæðuklæddri konu: „Þín Danmörk? Fjölmenningarlegt sam­ félag með hópnauðgunum, kúgun kvenna og gengjaglæpum. Vilt þú það?“ Árið 2010 vildi leiðtogi Þjóðarflokksins, Pia Kjærsgaard, banna gervihnattadiska í innflytj­ endahverfum svo unnt væri að út­ hýsa sjónvarpsstöðinni Al­Jazeera. Og svo núna, skömmu fyrir nýliðin áramót, lagði talsmaður flokksins í utanríkismálum, Søren Espersen, til að Nató hæfi sprengjuárásir á borgaraleg skotmörk í Sýrlandi, einkum þar sem konur og börn héldu til. Þannig átti að sigra ISIS. Til eru dæmi þúsunda samskonar ummæla svo úr verður æði hávær hljómhviða – eiginlegt einkennis­ stef danskra stjórnmála. Framan af því tímabili sem hér er til skoðunar töldust svona um­ mæli til jaðarsjónarmiða en nú eru þau viðtekin í Danmörku. Öndverð retórík er þar vandfundin. Innflytj­ endalöggjöfin orðin sú strangasta á Vesturlöndum og víðtæk sátt um að herða hana enn frekar. Meira að segja Jafnaðarmenn og Sósíalíski þjóðarflokkurinn samþykkja það. Aðeins er tekist á um útfærslur. Í fræðilegri umræðu er Danski þjóðarlokkurinn óumdeilt felldur í flokk öfgafullra popúlískra þjóð­ ernishreyfinga sem að undanförnu hafa rokið fram í fylgi víða í Evr­ ópu, sá danski er raunar sá þeirra sem náð hefur mestum árangri í álf­ unni, fékk flest atkvæði allra í Evr­ ópuþingkosninunum árið 2014 með um 26,6 prósent atkvæða og varð næststæstur í þingkosningunum í fyrra þegar hann hlaut 21,1 prósent.

Til að skýra þá þróun verðum við að þræða okkur í gegnum forsöguna.

Vilja Danmörku sem er ekki til Birna Karen Einarsdóttir fatahönnuður segir umræðuna um innflytjendur löngu komna út í öfgar. Sjálf bjó hún hátt í tuttugu ár í fjölmenningarsamfélaginu á Vesterbro þar sem fæstir eru hræddir við innflytjendur. Hún segir marga Dani vilja halda í gömlu Danmörku þó þróunin verði óhjákvæmilega alltaf í aðra átt. Danmörk í dag er allt annar heimur en sú Danmörk sem ég upplifði þegar ég flutti hingað,“ segir Birna Karen Einarsdóttir fatahönnuður sem hefur verið búsett í Kaupmannahöfn í ríflega tuttugu ár. „Stundum fær maður bara gæsahúð yfir því sem er að gerast hérna. Margir Danir virðast vilja halda í einhverja hugmynd um Danmörku sem er ekki lengur til og verður aldrei til aftur hvað sem gerist, því þróunin er bara í aðra átt. Fólk hefur kannski verið allt of góðu vant í mörg ár því velferðarkerfið er svo svakalega gott. Að mínu mati ætti einhver hluti af þessu góðu velferðarkerfi að fara í bjóða fólk velkomið og hjálpa því að aðlagast dönsku samfélagi. Ég

Tvívíð sjálfsmynd

væri alveg til í að borga tannlæknagjöldin mín sjálf ef hluti skattanna færi í að hjálpa flóttamönnum og ég veit að margir eru því sammála,“ segir Birna sem býr núna í Fredriksberg en bjó áður í 18 ár í miðbænum, á Vesterbro. „Á Vesterbro vandist ég fjölmenningarsamfélagi þar sem kaupmennirnir koma allsstaðar að og besta vinkona mín er til dæmis af annarri kynslóð innflytjenda frá Írak. Hópurinn sem kýs þessa flokka er óupplýstur og þekkir ekki borgina, og fólkið sem þetta fólk kýs á þing er fólk sem er algjörlega vanhæft, maður fær illt í magann við að heyra það tala. Persónulega þekki ég ekki eina manneskju sem kýs Danska þjóðarflokkinn.“ „Annað sem fólk er orðið þreytt á hérna er hversu mikið mál sem tengjast innflytjendum eru ýkt í fjölmiðlum. Hér eru endalaus gengjaslagsmál og byssubardagar milli hvítra Dana og rannsóknir sýna að innbrot eru miklu frekar framin af Dönum en samt er eitt og eitt mál sem tengjast innflytjendum blásin upp.“ -hh

Fyrir utan skammvinna tíð Kal­ marsambandsins á árunum 1397 til 1523 tókust á miðöldum tvö heimsveldi á um yfirráðin á norður­ slóðum; danska konungsveldið og það sænska. Fram á sautjándu öld var Danmörk yfirþjóðlegt heims­ veldi í fjölmenningarlegu ríki sem náði yfir æði víðfemt landsvæði; frá Skáni í Svíþjóð nútímans, upp um Noreg, út til okkar í norðvestur eyj­ unum í Atlantshafi, niður til Slés­ víkur og Holstein í Þýskalandi og meira að segja yfir til sumra norður­ eyjanna sem nú tilheyra Bretlandi. Í þessu volduga herveldi konungs voru Danir klárt og kvitt herraþjóð­ in sem ríkti yfir undirsettu fólki í öðrum löndum ríkisins. Úr þessum aðstæðum þróaðist tvívíð þjóðarsjálfsmynd þar sem skilið var á milli innra mengis etn­ ískra Dana og svo annarra hópa ríkisins í ytri lendum sem ekki voru álitnir tilheyra hinni dönsku herraþjóð. Hollusta Dana var ann­ ars vegar við kónginn í yfirríkinu öllu en einnig við föðurlandið sem afmarkaði hinn innri kjarna þjóð­ arinnar. Úr varð togstreita sem við greiningu á dönskum stjórnmálum skiptir enn í dag sköpum að skilja. Svo skrapp ríkið saman í stöð­ ugum hernaðarósigrum yfir all­ langan tíma. Fyrst tapaðist Skánn til Svíþjóðar upp úr miðri sautjándu öld, Noregur hvarf sömuleiðis til samstarfs við Svía árið 1814 og svo tóku við langvinn stríð um Slesvík og Holstein sem bæði hurfu inn í Þýskaland í nokkrum skrefum. Loks hljóp Ísland úr skaftinu á með­ an Danir voru enn hersetnir nasist­ um í seinna stríði – eftir voru aðeins Grænland og Færeyjar til að næra sjálfsmynd Dana sem herraþjóðar.

Úrslit þingkosninga 1973-2011: 1975 13,6 %

1973 15,9 %

1979 11,0 %

1977 14,6 %

2001 12,0 %

1981 8,9 %

1988 9,0 %

1998 7,4 %

1994 6,4 %

1984 3,6 %

2015 21,1 % 2005 12,3 %

1987 4,8 % Framsóknarflokkurinn (Fremskridtpartiet)

2007 13,9 %

Danski þjóðarflokkurinn (Dansk folkeparti)

1990 6,4 % 1998 2,4 %

2011 12,3 %


fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

Ekki halda að þú sért eitthvað

Trámað í danskri þjóðarsál varð við þá þróun þegar yfirríkið hvarf smám saman svo eftir sat aðeins lítið einsleitt þjóðríki sem litlu skipti í heimsmálunum. Skorpan sú er einna skýrast meitluð í hugtakinu Lille Danmark sem enn litar orðræðu danskra stjórnmála. Danir litu innávið og til varð ný þjóðernishyggja þar sem áhersla var lögð á einsleitni og samhljóm undir þeim kjörorðum að það sem að utan tapaðist skyldi að innan vinnast – Hvad udad tabes, skal indad vindes. Guðfræðingurinn N.F.S Grundvig var áhrifamesti smiður þeirrar þjóðernishyggju þar sem smæðin var rómantískt upphafin. Í smæðinni fælist innri styrkur þjóðarsálarinnar. Grundvig lagði áherslu á aðskilnað þjóða, menningarlega arfleifð, innri sjálfbærni og staðfasta mótstöðu utanaðkomandi ógna. Hann upphafði þjóðina sem náttúrulega heild þar sem áhersla var öll á almenning – „folket“ – í ríki Guðs og krúnu. Allar götur síðan hefur dönsk stjórnmálabarátta hverfst um það, hverjir teljist réttmætir fulltrúar fólksins og stöðugt er vísað til vilja „fólksins“ – sem talinn er öðru æðri. Fyrst um sinn varð beintenging á milli „folket“ og bóndans en á þriðja áratugnum hófu Sósíaldemókratar að yfirfæra hugtakið svo það næði einnig yfir verkafólk í bæjum. Úr varð samþætting bænda og verkafólks þvert yfir hægri–vinstri ásinn sem að samanlögðu voru álitin kjarni hinnar dönsku þjóðar. Svo rammt hvað að einsleitnikröfunni og því að allir tilheyrðu einu innra „fólki“ að norskur rithöfundur, Sandemose, lýsti því sem svo í víðfrægri satíru um boðorð smábæjarins Jente árið 1933 – sem áttu að vera lýsandi fyrir ástandið í Danmörku – að þar mætti enginn standa upp úr fjöldanum. Fyrsta grein meintra laga Jente var svona: Þú skalt ekki halda að þú sért eitthvað.

Svo kom stríðið

Þrátt fyrir áhersluna á einsleitni og þjóðríkið sem þróast hafði í Danmörku náðu fasísk öfl ekki sama flugi á meðal Dana og til að mynda varð bæði í Noregi og Svíþjóð og ég segi ykkur kannski frekar frá í síðari greinum. Eigi að síður fékk danski nasistaflokkurinn þrjá menn kjörna í þingkosningunum 1939 og sósíaldemókratinn Thorvald Stauning forsætisráðherra var sá eini á Norðurlöndunum sem samdi við Þriðja ríki Þýskalands um friðarbandalag. Sem fór að vísu fyrir lítið þegar sendiherra Þjóðverja vakti hann að morgni 4. apríl 1940 og tilkynnti um komu þýskra hermanna yfir landamærin. Fyrir dögurð hafði Stauning gefist upp og samþykkt að vinna með Þjóðverjum sem framan af stríði litu á Dani sem bandamenn. Í kekki kastaðist ekki fyrr en undir miðbik stríðsins svo heita mætti að landið yrði almennilega hersetið, þegar Þjóðverjar settu loks til valda sinn eigin landstjóra, Werner Best. Aðeins undir lok stríðsins færðust Danir í aukana í andstöðu við hersetuliðið, sungu ættjarðarsálma Grundvigs á götum úti og veifuðu sínum heittelskaða danska fána, Dannebrog – þjóðernisleg merking hans væri raunar efni í sérstaka grein.

Folkelig hygge etnískra Dana

Danir gerðu upp við stríðið með afgerandi hætti. 46 hjálparkokkar nasista voru teknir af lífi og tíu þúsund járnaðir á bak við slá – sem er athyglisvert í ljósi þess að framan af stríði setti ríkisstjórnin sig ekki svo mjög upp á móti herliði Þjóðverja. Jafnaðarstefnan náði flugi á nýjan leik og í Danmörku þróaðist eitt öflugasta velferðarríki veraldar – svo eftir var tekið álfuna út. Danir afléttu hlutleysisstefnu sinni frá fyrra stríði og gengu til

| 11

Kosningaauglýsing með Helle Thorning Smith, leiðtoga Jafnaðarmanna: Danski þjóðarflokkurinn tók afgerandi forystu í andstöðu við innflytjendur og flóttamenn í Danmörku. Framan af þóttu skilaboð flokksins óboðleg í siðaðri umræðu en smám saman urðu þau svo viðtekin að öndverð retórík varð vandfundin í Danmörku. Aðeins er tekist á um útfærslur í herðingu innflytjendalöggjafarinnar sem nú þegar er sú strangasta í Vestur Evrópu. Hér má sjá auglýsingu Sósíaldemókrata sem þykir af sama meiði.

liðs við Nató og síðar Evrópusambandið. Við tók tímabil viðskipta á veraldarvísu. Jentelögin höfðu þó áfram menningarlega merkingu og ýmis viðtekin hugtök ná enn fremur utan um þá hugmynd að allir (etnískir) Danir heyri saman, svo sem hugtakið „hygge“ sem felur í sér einhvers konar samræmda kósístemningu þeirra sem þátt taka í tiltekinni „hygge“-stund. Hugtakið er vissulega sameinandi fyrir hópinn en um leið útilokandi fyrir þá sem utan standa. Sama á við um „folkelig“, með því er til að mynda gerð sú krafa á ráðamenn að þeir skilji sig ekki frá almenningi, séu þess heldur alþýðlegir. Vissulega demókratísk hugmynd en um leið óformlega útilokandi fyrir þá sem ekki að falla að dönskum hvers-

Vinnum saman og fylgjumst með verðlagi Um áramótin lækkuðu tollar á fatnaði, skóm og fleiri nauðsynjavörum. Lækkunin á að skila sér í lægra verði til almennings. Hún á að stuðla að aukinni verslun innanlands og draga úr hvata almennings til að versla erlendis. Þannig skapast meiri verðmæti fyrir samfélagið í heild. Kaupmáttur er ekki bara tala á blaði, heldur mælir hann raunverulega kaupgetu fólks. Það er staðreynd að Íslendingar fá meira fyrir launin sín nú er nokkru sinni áður. Til að tryggja áframhaldandi jákvæða þróun þurfa neytendur að standa saman, fylgjast með verðlagi og beina viðskiptum sínum til þeirra sem standa sig best í frjálsri samkeppni. Kaupmáttur hefur aukist sem hér segir frá árinu 2012, mælt í október ár hvert 12 mánuði aftur í tímann:

14,4%

6,0% 4,6% 2,3% 0,9% 2012

2013

2014

RÍKISSTJÓRN Í SLANDS

2015

Uppsafnað


Spennandi dansnám

12 |

fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2015

Flutningur erlendra ríkisborgara til Danmerkur

Glæsileg vorsýning í Borgarleikhúsinu Dansbikarinn & Dansferð til Akureyrar

2015 2014 2013

Börn

2012 2011

Ballett Barnadansar Djassdans Silki byrjendur NÝTT Silki Hipp hopp

2010 2009 2008

Skráning er hafin!

Skráning og allar nánari upplýsingar eru á listdansskoli.is Bæjarhraun 2

3 hæð www.listdansskoli.is S:894 0577

LISTDANSSKÓLI

HAFNARFJARðAR

Jarðskjálftakosningarar

Á svipuðum tíma og Jean Marie Le Pen var að ræsa sína rasísku frönsku Þjóðfylkingu árið 1972 skaust álíka einkennilegur fugl fram á sjónarsviðið í dönskum stjórnmálum og átti eftir að umturna öllu. Skattalögfræðingurinn Mogens Glistrup óð um ljósvakann í andstöðu við himinháa skattheimtu í Danmörku – raunar þá hæstu í lýðfrjálsum heimi. Hann taldi skattsvik til mannréttinda og stofnaði utan um sig stjórnmálaflokk til höfuðs elítunni, danska Framsóknarflokkinn (Fremskritspartiet). Svo mjög nötraði pólitíkin að þingkjörið 1973 var síðan jafnan kallað jarðskjálftakosningarnar. Flokkurinn sem Glistrup skilgreindi sem anarkískan andstöðuflokk fólksins hlaut sextán prósent atkvæða. Á sama tíma kom fram álíka andstöðuhreyfing í Noregi, sem síðar hlaut sama nafn. Glistrup hélt sig alla tíð á jaðri stjórnmálanna og sótti að kerfinu með stuðandi ummælum. Smám saman bættist í púkkið andstyggileg andstaða við útlendinga, einkum þó múslímska flóttamenn – eins og sjá má í ummælunum sem vísað er til hér að framan. Glistrup átti þó eftir að flækjast um fortíðina þegar hann árið 1983 var dæmdur í fangelsi fyrir skattsvik. Fram úr skugga hans spratt þá sá stjórnmálamaður sem átti eftir að leggja undir sig dönsk stjórnmál svo um munaði: Pia Kjærsgaard. Framsóknarflokkurinn var andstöðuflokkur á jaðri stjórnmálanna og

2003 2002 2001 2000 1999

þótti sem slíkur óboðlegur í siðaðri stjórnmálaumræðu. Þó hafði Poul Schluter forsætisráðherra í tvígang neyðst til þess að semja við flokkinn um framgang mála – Í Danmörku voru þjóðernispopúlistar því ekki alfarið útilokaðir frá samstarfi eins og raunin var lengst af í Svíþjóð. En svoleiðis samstarf heyrði þó enn til undantekninga. Og því vildi Kjærsgaard breyta.

1998 1997 1996 1995 1994 1993 1992 1991

Nei-drottningin þýtur fram

Kjærsgaard lagði áherslu á að færa flokkinn inn af jaðrinum, án þess þó að slá af strangri innflytjendastefnunni. Flokkurinn var áfram jafnt á móti sköttum og útlendingum. Framganga hennar var þó öll fágaðari en Glistrups. Hún fór fyrir hófsemdarmönnum sem áttu eftir að slíta sig frá harðlínumönnum og stofna Danska þjóðarflokkinn (Dansk folkeparti) árið 1995 eftir samstuð fylkinganna á flokksþingi Framsóknarflokksins sama ár. Danski þjóðarflokkurinn naut strax frá upphafi hylli kjósenda en almenn pólitísk viðurkenning var ennþá langt undan. Þáverandi forsætisráðherra, Poul Nyrup Rasmussen, sagði að þau yrðu aldrei talin húsum hæf í dönskum stjórnmálum. Það átti þó

1990 1989 1988 1987 1986 1985 1984

n Vesturlandabúar n Ekki vesturlandabúar eftir að breytast skjótar en nokkurn óraði. Nokkrir lykilatburðir réðu því. Þjóðarflokkurinn var sá eini á hægri vængnum í andstöðu við innleiðingu evrunnar í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2000 þegar danskur almenningur sendi meginstraumsöflunum tóninn og neitaði að taka upp hinn sameiginlega evrópska gjaldmiðil. Sökum þess og vegna andstöðunnar við Maastricht-sáttála ESB árið 1992 höfðu fjölmiðlar uppnefnt Píu Kjærsgaard Nei-drottninguna í Danmörku – titil sem hún bar af stolti. Næsti atburður var enn frekar afgerandi. Við árásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001 þótti mörgum sem Þjóðarflokkurinn hefði haft rétt fyrir sér í andstöðu sinni við múslimavæðingu Danmerkur. Fyrir það var flokknum ríkulega umbunað í kosningum nokkrum vikum síðar.

Inn í valdamiðjuna

Skopmyndateiknngar Jótlandspóstsins: Aukin pólaríseríng á milli innfæddra Dana og aðkominna múslima kristallaðist í deilunni um Múhameðsteikningar Jótlandspóstsins árið 2005. Birting myndanna tólf var vísvitandi ögrun í eldfimu ástandi og svo urðu harkaleg viðbrögð fylgismanna íslam, bæði í Danmörku og víða í Mið Austurlöndum til þess að magna átökin enn frekar. Við það óx fylgi Danska þjóðarflokksins enn frekar.

0

Fullorðnir

dagsgildum. Eins og svo víða annars staðar kom fjöldi verkafólks erlendis frá til Danmerkur eftir stríð til þess að hjálpa við uppbygginguna. Framan af fór vel á með aðkomumönnum og innfæddum en það átti eftir að snúast alla leið yfir á rönguna eftir að olíukreppan skall á Danmörku af allnokkrum þunga árið 1972. Þá fór raunar allt í bál og brand í samskiptum Dana og innflytjenda. Nokkur hópur flóttafólks hafði einnig komið frá Miðausturlöndum, Norður-Afríku og af Balkanskaga sem innfæddir Danir fóru smám saman að snúast gegn. Fyrst um sinn var danska innflytjendalöggjöfin frjálslynd og aðkomufólk fékk meira að segja nokkuð greiða komu að ríkulegu velferðarkerfinu. En svo syrti heldur betur í álinn.

2004

35.000

Ballett Djassdans Nútímadans Showdans Silki byrjendur NÝTT Nútímadans byrjendur 12 ára+ NÝTT

2005

70.000

Unglingar

Skvísutímar Tjútt í hádeginu fyrir fullorðna NÝTT

2006

Mogens Glistrup: Grundvallarbreyting varð á dönskum stjórnmálum þegar Mogens Glistrup stökk fram á sjónarsviðið og óð á súðum í andstöðu við skattheimtu í aðdraganda þingkosninganna 1973. Flokkur hans, Framsóknarflokkurinn (Fremskridtpartiet) hlaut nálega 16 prósent atkvæða í kosningunum sem síðar hafa verið kallaðar jarðskjálftakosningarnar í Danmörku. Auk skattalækkunaráherslu varð málflutningur hans gegn innflytjendum stöðugt harðari. Múslimum líkti hann eitt sinn við dropa af arseniki í tæru vatni Dana. Árið 1983 var Glistrup dæmdur í fangelsi fyrir skattsvik.

Þingkosningarnar 2001 mörkuðu álíka þáttaskil og jarðskjálftakosningarnar 1973. Danski þjóðarflokkurinn hlaut tólf prósent atkvæða og festi sig í sessi á meðal meginflokka landsins. Úti var um tilraunir til þess að loka hann frá áhrifum og borgaralegu flokkarnir undir forystu Anders Fogh Rasmussen buðu Kjærsgaard til liðs við stjórnarmeirihlutann. Næsta áratuginn varð Þjóðarflokkurinn líkast til sá áhrifamesti í landinu þótt hann tæki ekki sæti í ríkisstjórn heldur verði hana falli og styddi við fjárlög í skiptum fyrir innleiðingu áhersluatriða sinna. Flokkurinn var kominn af jaðrinum og alla leið inn í sjálfa valdamiðjuna. Innflytjendaumræðan hef-


janúardagar

Um leið og við óskum landsmönnum öllum gleðilegs árs og þökkum viðskiptin á liðnu ári, byrjum við nýja árið með 20-40% afslætti af gæðavörum heimilistækjadeildar.

þvottavélar

þurrkarar

uppþvottavélar

20%

25

afsláttur

ÁR HJÁ

20%

20%

afsláttur

20%

afsláttur

afsláttur

Airforce eyjuháfar · veggháfar

Gott úrval af Airforce veggháfum og eyjuháfum, sem eru annálaðir fyrir glæsilega hönnun og mikil gæði.

20-40% afsláttur

heimilislausnir

20-40%

ofnar

helluborð

20%

20%

afsláttur

afsláttur

hársnyrtitæki

afsláttur

ryksugur

20%

afsláttur

20%

afsláttur Hljómtækjastæða

20%

afsláttur

PIX-EM-12 - 2 X 30W - CD MP3 og WMA afspilun - FM Útvarp m. 30 stöðva minni - RDS stuðningur - Tengi: USB, Audio-In, Loftnet

20-40%

MJ532 heyrnartól

25%

afsláttur

Mjög gott úrval leikja

afsláttur

Samanbrjótanleg. Fáanleg í 4 litum.

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800 ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

Opið virka daga kl. 10-18 og á laugardögum kl. 11-15.

ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333

Greiðslukjör Vaxtalaust í allt að 12 mánuði

OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655


fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2015

14 |

Fólk er farið að læsa að sér Sigurður Óli Pálmason leikmyndahönnuður hefur búið og starfað í í Danmörku í 15 ár, fyrst í Kaupmannahöfn og nú í Árhúsum. Hann segir þá Dani sem hann umgengst vera orðna þreytta og pirraða á umræðunni um innflytjendur. Ein afleiðing umræðunnar sé aukin hræðsla í samfélaginu. „Fólk er í sjokki yfir því sem er í gangi hérna og bara hreinlega skammast sín fyrir að vera Danir,“ segir Sigurður Óli Pálmason sem býr í Árhúsum þar sem hann starfar sem leikmyndahönnuður við Aarhus Teater. „Sem betur fer er samt ákveðið mótvægi til staðar því það er fullt af fólki sem finnst þetta ekki vera í lagi og það er fólkið sem ég umgengst sjálfur. Fólk er orðið rosalega pirrað á þessu og ekki síst eftir síðasta útspilið sem er að láta taka skartgripi af flóttafólki þegar það kemur til landsins. Allt það sem Danmörk stóð fyrir á áttunda áratugnum, frelsið og umburðarlyndið, virðist bara vera horfið. Ég þekki innflytjendur en ég þekki ekki þessa innflytjendur sem allir eru að tala um.“ Sigurður segir umræðuna gjarna snúast um það hvaðan þetta fólk komi, sem kjósi

þetta yfir sig. „Mín upplifun er sú að allt í einu hafi birst kjósendur sem eru að nýta kosningaréttinn í fyrsta sinn. Fólk sem er farið að láta sig málefni varða bara vegna hræðsluáróðurs í fjölmiðlum. Það er einmitt líka mikil reiði hérna gagnvart fjölmiðlum sem bera auðvitað mikla ábyrgð. Eins spila samfélagsmiðlar þarna stórt hlutverk því þar getur bolurinn tjáð sig og farið að láta sig pólitík varða.“ „Danski þjóðarflokkurinn er kominn með það mikil völd að þó hann fái ekki að vera í sjálfri ríkisstjórninni þá verður ríkisstjórnin að beygja sig undir þeirra skoðanir að miklu leyti og eru reyndar sammála þeim í flestu þegar kemur að inn-

flytjendamálum, enda er fullt af atkvæðum í húfi. Langflest atkvæði koma frá Suður-Jótlandi og Norður-Sjálandi. Þetta er fólk sem býr ekki í borgum, hefur aldrei hitt útlending og er hrætt. Menn hafa reyndar verið að tala um að gefa þennan syðsta part af Jótlandi bara aftur til Þýskalands því þá liti þetta allt öðruvísi út.“ Sigurður segir fólk skíthrætt við framhaldið og að Danmörk verði skotmark fyrir hryðjuverk. Eitt dæmi þess sé að finna á hans eigin vinnustað. „Fólk er farið að læsa að sér. Við höfum aldrei læst að okkur hérna því það er alltaf vaktmaður á vakt en núna verða dyrnar alltaf að vera læstar, þó það sé maður fyrir innan. Það er verið að ýta undir paranoju í samfélaginu og það er því miður að virka.“

Pia Kjærsgaard: Pia Kjærsgaard skaust fram úr skugga Mogens Glistrup þegar hann var fangelsaður árið 1983 og átti eftir að verða einn áhrifamesti stjórnmálamaður Danmerkur. Árið 1995 stofnaði hún Danska þjóðarflokkinn sem frá upphafi var stefnt gegn innflytjendum og í andstöðu við það að Danmörk yrði fjölmenningarlegt samfélag. Flokkurinn fellur klárt og kvitt í hóp viðlíka flokka hægri sinnaðra þjóðernispopúlista sem sótt hafa í sig veðrið í Evrópu að undanförnu. Smám saman náði Kjærsgaard að færa flokkinn af jaðrinum og inn í sjálfa valdamiðjuna, án þess þó að slá af strangri innflytjendastefnunni. Hægt og bítandi tóku meginstraumsflokkarnir upp aðalatriðin í útlendingastefnu Þjóðarflokksins. Árið 2012 afhenti hún formennskuna til Kristian Thulessen Dahl en hélt áfram á þingi og sem talsmaður flokksins í innflytjendamálum. ur síðan orðið sú fyrirferðarmesta í fjölmiðlum og andstaða við fjölmenningu almenn. Fjölmiðlarannsóknir sýna að innflytjendur og flóttamenn, sér í lagi múslimar, eru almennt sýndir í neikvæðu ljósi. Í niðurstöðum Evrópsku eftirlitsmiðstöðvarinnar með rasisma og útlendingaandúð (EUMC) kemur fram að Danir eru hlutfallslega neikvæðari í garð útlendinga og minnihlutahópa en gengur og gerist. Samt eru ekkert hlutfallslega fleiri innflytjendur í Danmörku en í nágrannaríkjunum. Næsta áratuginn gegndi Þjóðarflokkurinn lykilhlutverki í að koma á ströngustu innflytjendalöggjöf sem um getur á Vesturlöndum. Fækkaði í hópi flóttamanna, verulega var þrengt að fjölskyldusameiningum og fólki utan Evrópu almennt ekki veitt dvalarleyfi. Meira að segja makar undir 24 ára höfðu ekki rétt á að dvelja með dönskum eiginmönnum eða eiginkonum. Útlendingar þurftu að uppfylla ströng skilyrði og standast níðþung tungumála- og þekkingarpróf sem jafnvel menntaðir Danir götuðu á. Við Íslendingar tókum svo margt af þessu okkur til fyrirmyndar. Auk þess að afleggja skattalækkunarstefnuna og snúast á sveif með velferðarkerfinu fólst árangur Danska þjóðarflokksins einkum í því að tengja svo til öll mál við innflytjendastefnuna. Í máli þeirra urðu innflytjendur að ógn við velferðarkerfið, efnahagslífið, kvenfrelsi og bara hvað sem var. Einna ákafast var deilt um höfuðbúnað múslimakvenna sem Kjærsgaard sagði að væri í andstöðu við dönsk gildi. Deilan um Múhameðsteikningar Jótlandspóstsins árið 2005 var svo til marks um aukna pólaríseringu á milli innfæddra Dana og aðkominna múslima. Birting myndanna var vísvitandi ögrun í eldfimu ástandi. Og svo urðu harkaleg viðbrögð fylgismanna Íslam til þess að auka enn fremur stuðninginn við Danska þjóðarflokkinn. Allt bar nú að ósi átaka.

Við og hinir

Danski þjóðarflokkurinn tók afgerandi forystu í allri umræðu um innflytjendamál. Hinir flokkarnir höltruðu flestir í humátt á eftir svo andstaða við útlendingaandúð var nú á hröðu undanhaldi. Samhljómur varð um þríþætt rök þeirra gegn innflytjendum: Í fyrsta lagi sem ógn við danska menningu og dönsk einkenni, í öðru lagi græfi aðkomufólk undan efnahagslífinu og velferðarkerfinu og í þriðja lagi fylgdi þeim auknir glæpir og upplausn í samfélaginu. Hugmyndafræðin byggir á þeirri trú að þótt þjóðir séu jafngildar þá farnist þeim best í sitt hvoru lagi. Jafnvel þó svo að slík aðskilnaðarstefna jaðri við

fasíska hugsun þá hefur Þjóðarflokkurinn ávallt gætt sín á að láta ekki spyrða sig við opinberlega rasískar hreyfingar. Andstaða við fjölmenningu er því ekki færð fram á lífræðilega rasískum grunni heldur menningarlegum. Karen Wren telur það til menningarlegs nýrasisma að halda því fram að dönskum gildum standi ógn af innflytjendum. Hvað sem því líður þá skilja flokksmenn allavega skýrt á milli „okkar“ sem tilheyrum hópnum og svo „hinna“ sem fyrir utan standa. Samkvæmt þeim gengur fjölmenningarsamfélag ekki upp í Danmörku og útlendingar verða trauðla Danir. Í grunnstefnuskrá flokksins frá 2002 segir enda að fjölmenningarlegt samfélag sé óstöðugt og án innra samhengis, að í það vanti samstöðu og leiði því til átaka – sem beri að forðast. Í kjölfar þingkosningarna í fyrra, þegar Þjóðarflokkurinn fékk flest atkvæða á hægri vængnum, komst hann aftur í fyrri stöðu, að verja hægri stjórnina falli án þess þó að taka sæti í ríkisstjórn. Viðstöðulaust var í 34 afmörkuðum tillögum á ný tekið til við að herða innflytjenda- og flóttamannastefnuna verulega. Ein heimilar yfirvöldum að haldleggja skartgripi og önnur verðmæti flóttamanna við komuna til landsins. Og danska ríkið birti svo auglýsingu í líbönsku dagblaði með þessum skilaboðum til flóttamanna: „Ekki koma til Danmerkur.“

Varanleg áhrif

Með því að halda fullan trúnað við þjóðernishyggju Grundvigs og tala beint inn í þá þjóðarsál sem þróaðist eftir áfallið við stöðugan samdrátt gamla yfirríkisins hefur Þjóðarflokknum á liðnum árum tekist að umturna umræðu í Danmörku í málefnum innflytjenda og flóttamanna. Togstreitan í sjálfsmyndinni á milli áður fyrr yfirþjóðlegrar herraþjóðar og nýrri áherslu á etnískt einsleita danska þjóð skýrir því að hluta til árekstrana í samskiptum innfæddra Dana og aðkominna útlendinga. Í Danmörku var því af sögulegum rótum frjór jarðvegur fyrir pólitík Þjóðarflokksins. Það eitt dugir þó ekki til þess að skýra nokkuð einstakan árangur Danska þjóðarflokksins. En auk þess hefur flokknum á framboðshliðinni ennfremur auðnast að bjóða upp á trúverðugan valkost við ráðandi öfl án þess að hljóta almenna útskúfun. Vinningsformúlan fólst í því að vefja saman áherslu á almenna velferð innfæddra Dana í einsleitu samfélagi við harða þjóðernisstefnu á sögulegum grunni. Með því móti hefur Danska þjóðarflokknum tekist að færast af kulda jaðarsins og inn í hlýja valdamiðjuna – semsé með því að breyta dönskum stjórnmálum fremur en eigin pólitík.


LAUGARDAG MILLI KL. 12:00 OG 16:00 Það verður líf og fjör hjá okkur í Bernhard Reykjanesbæ á Opnu húsi, laugardaginn 9. janúar nk. Við sýnum gæðabifreiðar frá Honda og Peugeot og má þar á meðal nefna, nýja útfærslu af hinum geysivinsæla Honda CR-V, en nú er hann fáanlegur með öflugri dísilvél og nýrri hagkvæmri 9 gíra sjálfskiptingu. Einnig munum við sýna vinsælar útfærslur Peugeot bifreiða. Komdu og kynntu þér það nýjasta frá bæði Honda og Peugeot, léttar veitingar á boðstólnum.

Reynsluakstursleikur Heppnir einstaklingar geta unnið eldsneytiskort frá Olís að verðmæti frá kr. 25.000. Vatnagörðum 24 - 26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is


fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

16 |

Vandamál að reka tvö kerfi

Tæpur helmingur lækna í fullri vinnu Einungis tæpur helmingur þeirra sérfræðinga sem starfa á Landspítalanum eru í fullri vinnu. Flestir sérfræðingar starfa einnig utan spítalans við einkastofur. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að það sé truflandi að vera með fólk í hlutastörfum, þótt það geti hentað í vissum tilvikum. Meðallaun lækna fyrir fulla vinnu á spítalanum eru fjórtán hundruð og fimmtíu þúsund á mánuði. Stofur sérfræðilækna hafa að meðaltali 20 milljónir á ári í heildartekjur af stofurekstri, samkvæmt tölum frá Sjúkratryggingum Íslands. Inni í því er kostnaður við rekstur stofanna. Kostnaður ríkisins af sjúkrahúsunum hefur ekki lækkað þrátt fyrir aukinn einkarekstur. Þótt sérfræðilæknar úti í bæ taki hluta af sjúkrahúsþjónustunni yfir þarf ríkið áfram að halda grunnþjónustunni við. „Það er vandamál að reka tvö kerfi sem eru fjármögnuð á mismunandi hátt,“ segir Páll. Þótt einkarekstri hafi verið gert hátt undir höfði á kostnað sjúkrahúsanna sé frekar um að kenna áratuga stefnuleysi en einstefnu í átt til einkarekstrar. „Bætt kjör lækna vekja vonir um að þetta sé að breytast,” segir Páll. -þká

Neitar ásökunum um lögbrot en játar óhefðbundnar starfsaðferðir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatíminn.is

J

e ns Gunnarssyni, þrautreyndum fíkniefnalögreglumanni sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald 29. desember, var sleppt í gær, fimmtudag. Hann neitar staðfastlega sök en honum er borið á brýn að hafa þegið greiðslur frá þekktum brotamannni fyrir upplýsingar um mál í rannsókn lögreglunnar. Sá hefur hlotið dóma fyrir fíkniefnamisferli en var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í samtali við Fréttatímann í gær. Hann sagði að rannsóknin héldi nú áfram en ekki hefði verið talið nauðsynlegt að fara fram á frekara gæsluvarðhald yfir lögreglumanninum.

Franklín og byssuleyfið

Tengist ekki tálbeitumáli

Handtakan hefur verið sögð tengjast tálbeituaðgerð lögreglunnar í máli hollensku konunnar Mirjam Van Twuyer í apríl í fyrra en hún situr nú af sér ellefu ára fangelsisdóm fyrir fíkniefnasmygl. Heimildarmenn Fréttatímans segja að svo sé ekki, allavega á þessu stigi málsins. Eina tengingin sé sú að Jens kom að rannsókninni. Í aðgerðinni vakti athygli og var gagnrýnt að maðurinn sem tók við fíkniefnunum var handtekinn áður en hann gat skilað þeim til höfuð-

Mannlíf fjallaði fyrst um málið en aðrir fjölmiðlar fylgdu í kjölfarið.

paursins í málinu. Uppnám er innan lögreglunnar vegna málsins en áratugir eru síðan lögreglumaður hefur verið settur í gæsluvarðhald vegna brota í starfi. „Þetta er afar sorglegt, segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri. „Þetta sýnir samt svart á hvítu að kerfið virkar og þegar svona mál koma upp, þá hlífum við engum.“

Samkvæmt heimildum Fréttatímans hefur lögreglumaðurinn játað á sig óhefðbundnar starfsaðferðir sem fólu í sér samskipti við brotamenn sem gengur gegn reglum lögreglunnar en hann hefur neitað að hafa gerst brotlegur við lög. Árið 1996 flettu fjölmiðlar ofan af umdeildum samskiptum þáverandi yfirmanns fíkniefnalögreglunnar við Franklín Steinar sem var þekktur í undirheimunum. Yfirmaður fíkniefnalögreglunnar hafði meðal annars skrifað

upp á byssuleyfi fyrir Franklín. Þótt hörð hríð væri gerð að lögreglunni í málinu og margvíslegar ávirðingar kæmu fram á starfshætti lögreglunnar var enginn handtekinn eða dæmdur. „Ég hugsaði til þess þegar ég heyrði af þessu fyrst,“ segir Snorri Baldursson, formaður Landssambands lögreglumanna. Snorri segir að eðli málsins samkvæmt sé mikil ólga í lögregluliðinu vegna málsins, enda hafi enginn haft neina ástæðu til að gruna lögreglumanninn um neitt misjafnt. Þetta hafi því komið sem þruma úr heiðskíru lofti.

Er ekki kominn tími á Tiguan?

ladrifinn

r og fjórhjó Sjálfskiptu e: in Tiguan R-L

VW Tiguan R-Line er vel útbúinn með öllu því helsta sem gerir bíl að sportjeppa. Taktu skrefið til fulls og fáðu þér Tiguan. Góða skemmtun! Staðalbúnaður í Tiguan R-Line 4Motion 2.0 TDI dísil, fjórhjóladrifnum og sjálfskiptum • • • •

R-Line ytra útlit og 18” álfelgur Litað gler Alcantara áklæði Webasto bílahitari með fjarstýringu

www.volkswagen.is

• • • •

Hraðastillir Bluetooth fyrir farsíma og tónlist Climatronic - 3ja svæða loftkæling Bílastæðaaðstoð

• • • •

r.

0k 5.990.00

Aðfellanlegt dráttarbeisli Bakkmyndavél Leiðsögukerfi fyrir Ísland Panorama sólþak

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði



fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

18 |

Bergsveinn Reynisson, bóndi í Króksfjarðarnesi gefur lítið fyrir tal um skattsvik.

Við erum rugludallar sem færumst of mikið í fang Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

Kór – kór - kvennakór Kvennakórinn Kyrjurnar getur bætt við sig nýjum röddum! Við byrjum miðvikudaginn 13. janúar kl. 19:30 í Friðrikskapellu við Valsheimilið að Hlíðarenda. Lagaval er fjölbreytt og skemmtilegt. Kórstjóri er Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir, söngkennari og söngkona. Láttu nú drauminn rætast! Hafðu samband við Sigurbjörgu í síma 865 55 03 eða Petru í síma 897 53 23. Það verður tekið vel á móti þér.

ÚTSALA ALLT AÐ

AFSLÁTTUR

KRINGLUNNI | SKEIFUNNI | SPÖNGINNI | SMÁRALIND

Þ

að er miðað við að sjálfboðaliðar vinni þrjátíu stundir á viku fyrir fæði og húsnæði en við erum vinnualkóhólistar og oft eru þrjátíu vinnustundir liðnar eftir fyrstu tvo dagana,“ segir Bergsveinn Reynisson, kræklingabóndi í Króksfjarðarnesi en hann og bróðir hans ákváðu að auglýsa eftir sjálfboðaliðum á síðunni workaway.info fyrir sextán mánuðum síðan, ásamt hundruðum annarra Íslendinga í ferðaþjónustu, landbúnaði og fleiri greinum.

Sjálfboðaliðar frá sextán löndum

„Það hefur ekki stoppað hjá okkur tölvupósturinn síðan við fórum að auglýsa eftir sjálfboðaliðum,“ segir Bergsveinn. Þeir hafa síðan fengið til sín þrjátíu til fjörutíu sjálfboðaliða frá sextán þjóðlöndum, sumir hafa komið oftar en einu sinni til að vinna hin aðskiljanlegustu störf. Bergsveinn segir að fjölskyldan

Sjálfboðaliðar frá sextán löndum hafa unnið hin aðskiljanlegustu störf á bænum.

eigi tvö til þrjú hús, sem sé verið að gera upp, þá sé hún með handverksmarkað á sumrin og Arnarsetur og sauðfjárbúskap. Þá sé hún með kræklingavinnslu í gömlu sláturhúsi. „Þegar fólk pantar sér bláskel í Reykjavík, þá er hún oftast frá okkur. Við erum einfaldlega rugludallar sem færumst of mikið í fang.“

Gefur lítið fyrir tal um skattsvik

Bergsveinn segir að sumir sjálfboðaliðarnir komi oftar en einu sinni. Þannig hafi tveir tvítugir Frakkar verið hjá þeim í þrígang. Núna sé hjá þeim franskur kokkur sem sé afskaplega ánægður með dvölina. „Við höfum undantekn-

ingarlaust fengið til okkar gott fólk, einn fór eftir viku en hann var á einhverju einhverfurófi og gat ekki sett sig inn í lífið hérna.“ Hann segist gefa lítið fyrir umræðu um skattsvik og undirboð á vinnumarkaði. Fólk komi af fúsum og frjálsum vilja til að hjálpa til og hann noti sína eigin peninga, sem hann sé búinn að greiða skatt af, til að skjóta yfir það skjólshúsi og gefa því að borða. Þetta séu nær undantekningalaust góðir vinir heimilisfólksins í dag: „Ekki fer maður að banna vinum sínum að koma og rétta fram hjálparhönd. Þetta hefur fyrst og fremst verið alveg óskaplega gaman,“ segir Bergsveinn.

Ferðaþjónustan

Reiðir sig á ókeypis vinnuafl starfsmönnum laun heldur við jarðarberjaNokkur hótel á landsséu þau líka að koma sér rækt, aðstoð á byggðinni reiddu sig undan því að greiða skatta hestaleigu og ein á ókeypis vinnuafl frá og gjöld til samfélagsins. hjón eru að gera rúmenskum hótelskóla í Drífa Snædal, framupp hús sem þau fyrrasumar. Þá er búist við kvæmdastjóri Starfsfestu kaup á og að hundruð sjálfboðaliða greinasambandsins, segir vilja fá aðstoð. leggi leið sína til landsins í sjálfboðaliðastarf verði Þá vill fyrrversumar til að vinna við allsað einskorðast við störf andi þingmaður kyns starfsemi sem tengHalldór Grönvold. Drífa Snædal. sem væru ekki unnin að Framsóknarist ferðaþjónustunni. öðrum kosti, til að mynda flokksins og Halldór Grönvold, skrifhjá mannúðar- og hjálparsamtökum varaþingmaður VG, fá aðstoð í stofustjóri hjá ASÍ, segir að Fosssem séu rekin fyrir söfnunarfé. Það bóksölu sinni á Selfossi. hótel í Reykholti hafi nær einungis sé í hæsta máta óeðlilegt að sjálf„Þarna eru hrein og klár ferðaverið rekið á vinnuframlagi nemboðaliðar taki þátt í atvinnulífinu þjónustufyrirtæki sem vilja ráða, enda við skólann. Auk þeirra hafi og vinni við það sem annars væru ekki bara einn heldur allt upp í fjóra verið einn starfsmaður á hótelinu launuð störf. Það skekki samkeppnstarfsmenn upp á fæði og húsnæði,“ en hann hafi verið ófaglærður og isstöðu fyrirtækja og dragi niður segir Halldór Grönvold sem segir því ekki heppilegasti kennarinn. laun í viðkomandi starfsgreinum. engan vafa leika á því að þarna sé Verkalýðshreyfingin hefur sent Sjálfboðaliðar eru oftar en ekki verið að brjóta lögin. Það réttlæti kvörtun til EES vegna málsins þar ungir krakkar sem nota þetta sem ekki neitt að ungir krakkar séu sem verkefnið hafði hlotið þróunarferðamáta en hafi framfærslueyri spenntir fyrir Íslandi og vilji ferðast styrk frá ESB en atvinnurekendur frá foreldrum sínum. Drífa bendir til Íslands. Fyrirtæki verði að sitja áttu einungis að leggja til fæði og á að þetta geti orðið fyrirtækjum og við sama borð. Hann segir að starfhúsnæði. semi sem snúist um að selja vöru og einstaklingum dýrt spaug ef það Meðal þeirra sem auglýsa eftir verða slys á vinnustað. Sjálfboðaliðþjónustu eigi undantekningarlaust sjálfboðaliðum til starfa á síðunni arnir séu ótryggðir og það liggi að lúta öllum reglum kjarasamnworkaway.info, eru sveitabýli og beint við að höfða skaðabótamál til inga og skattalaga. Fyrirtækin séu hrein og klár atvinnufyrirtæki. að hafa upp í kostnað. ekki bara að svíkjast um að greiða Óskað er eftir barnagæslu, aðstoð


ÚTSALAN ER HAFIN 20%-50% AFSLÁTTUR -20%

-25%

ISTANBUL HORNTUNGUSÓFI Stærð: 316X215/168cm Verð: 288.000,ÚTSÖLUVERÐ: 230.400,-

JERSEY TUNGUSÓFI Stærð: 250X165cm Verð: 177.000,ÚTSÖLUVERÐ: 132.750,-

-20%

-25%

MAXWELL HORNSÓFI Stærð: 280X190cm Verð: 248.000,ÚTSÖLUVERÐ: 198.400,-

- 40%

VANCOUVER GLERSKÁPUR Breidd: 168cm Verð: 265.000,ÚTSÖLUVERÐ: 198.750,-30%

MOBI TV SKENKUR Breidd: 195cm Verð: 109.000,ÚTSÖLUVERÐ: 65.400,-

-50%

MONACO TUNGUSÓFI Stærð: 291X168cm Verð: 238.000,ÚTSÖLUVERÐ: 166.600,-40%

MOBI SÓFABORÐ Stærð: 120X60cm Verð: 39.000,ÚTSÖLUVERÐ: 23.400,-

ALFORD SVEFNSÓFI Breidd: 205cm Verð: 79.000,ÚTSÖLUVERÐ: 39.500,-30%

CLARK STÓLL ÚTSÖLUVERÐ: 11.830,-

Opið - fös: 10.00 Opiðmán mán-fös: 10:00 - -18.00 18.00 Opið um helgina: Lau 10.00 - 16.00 Sun 13.00 - 16.00

Opið um helgina: Lau 10.00 -16.00 - Sun 13.00 -16.00

-20%

-25%

HUGO STÓLL ÚTSÖLUVERÐ: 14.320,-

TWIST STÓLL ÚTSÖLUVERÐ: 13.425,-

EgoDekor Dekor--Bæjarlind Bæjarlind 12 12 Ego www.egodekor.is www.egodekor.is


fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

20 |

Matthías reyndist sannspár um Moggann Árni Bergmann, fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, vísar til spádóms Matthíasar Johannessen, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, í nýrri ævisögu sinni sem nefnist, Eitt á ég samt. Hann segir Matthías hafa sagt sér á bókamessunni í Gautaborg árið 1998 að hann færi senn að hætta á Morgunblaðinu og bætti við, „en kannski koma svo þessir kvótagreifar og sölsa blaðið mitt undir sig og sinn málflutning.“ Matthías segir í samtali við Fréttatímann að þetta kunni vel að vera rétt: „Árni er nú varla að búa þetta til. Það hlýtur að standa þarna vegna þess að ég sagði þetta,“ segir hann.

„Við höfðum okkar stefnu í sjávarútvegsmálum og töluðum fyrir veiðigjöldum á Morgunblaðinu. Við töldum að kvótakerfið væri ekki nógu réttlátt. Mörgum útgerðarmönnum og líka mörgum innan Sjálfstæðisflokksins var uppsigað við það.“ Matthías virðist hafa verið sannspár miðað við eignarhald Morgunblaðsins en stórútgerðarmenn eru þar í miklum meirihluta. Hann segist þó ekki vilja tjá sig um blaðið eins og það er í dag. „Ég er löngu hættur að lesa það, nema helstu fréttir. Ég er aðallega að einbeita mér að því að skrifa bækur í dag,“ segir hann. -tka

Háværir stjórna umræðunni Utanríkismálanefnd var upplýst um það í haust að viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum yrðu framlengdar og meirihluti nefndarinnar studdi það. Þetta segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis og flokkssystir Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, sem er sagður einangraður innan stjórnarmeirihlutans vegna einarðrar afstöðu sinnar í málinu. Silja Dögg segir að það sé sjálfsagt að ræða utanríkisstefnuna hvenær sem er. Það myndi þó þýða algera umbyltingu í utanríkisstefnu

landsins, ef Íslendingar ætluðu að fara aðra leið í svona málum en vestrænar vinaþjóðir. Hún trúi því ekki að meirihluti Alþingis myndi vilja það. Útgerðarmenn halda því fram að sjávarútvegurinn tapi tólf til þrettán milljörðum á ársgrundvelli vegna viðskiptabanns Rússa en utanríkisráðherra heldur fast við afstöðu sína. Von er á skýrslu frá samráðshópi stjórnarinnar og útgerðarmanna um áhrif bannsins. Silja Dögg segir að hörð gagnrýni á utanríkisráðherra sé skiljanleg í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem

Silja Dögg Gunnarsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis

séu undir í málinu. Hávær og valdamikill minnihluti leiði umræðuna í fjölmiðlum og uppnámið núna sé spuni fárra og lýsi ekki afstöðu heildarinnar. -tká

Prófaðu þetta heyrnartæki í 7 daga

Starfsmenn hafa hætt út af loftinu á bensínstöðinni. Mynd/Rut

Sjá ekki í fókus vegna svepps Heyrnarskerðing er þreytandi! Alta2 heyrnartækin frá Oticon búa yfir einstakri tækni sem kallast BrainHearing™. Þessi tækni hjálpar heilanum að vinna betur úr hljóði þannig að þú upplifir það eins eðlilega og hægt er. Með Alta2 heyrnartækjunum verður auðveldara fyrir þig að heyra og skilja, hvort heldur sem um lágvært samtal er að ræða eða samræður í krefjandi aðstæðum.

Ofurnett - ósýnileg í eyra eða falin á bak við eyra

Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu

Sími 568 6880 www.heyrnartaekni.is

Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatíminn.is

S

jö karlar sem starfa á einni elstu bensínstöð borgarinnar telja að Olís hafi tekið sér óþarflega langan tíma í að rannsaka myglu sem er grunuð um að valda endurteknum veikindum starfsmanna. Örn Einarsson, vakstjóri á Klöpp, segir að starfsmenn séu með sársaukafulla verki í höfði og maga, þeir séu orkulausir og syfjaðir, þá klæi um allan líkamann og svíði í augun. „Starfsmenn hafa hætt hér út af loftinu á stöðinni og viðskiptavinir hafa hætt að koma sökum þess að þeir fengu alltaf hnerrakast þegar þeir komu hingað inn,” segir hann. Hann segir að fyrst hafi komið upp grunur um myglusvepp fyrir fimm árum án þess að neitt væri að gert. Fyrir rúmu ári hafi verið rifið almenningsklósett við bensínstöðina og þá hafi komið í ljós svartir myglublettir. Í kjölfar þess hafi starfsmenn þrýst enn frekar á um að málið yrði rannsakað. Það var í kjölfar þess að allir starfsmenn veiktust samtímis í annað

sinn á sama árinu. Fyrir nokkrum mánuðum komu menn til að skoða húsnæðið og kanna hvort þar væru skert loftgæði vegna myglusvepps. Gunnar Kristinsson, hinn vaktstjórinn á Klöpp, segir að engin formleg niðurstaða liggi fyrir um það bil þremur mánuðum seinna og enginn frá fyrirtækinu hafi rætt við starfsmennina. „Það er óhætt að segja að við séum orðnir mjög pirraðir,“ segir Örn og bætir við að dæmi séu um starfsmenn sem séu búnir með alla veikindadaga sem þeir eigi rétt á. „Kláðinn, sviði í augum, óþægindi í hálsi, hnerra- og hóstaköst voru fyrstu einkennin sem ég tók eftir og þyngsli fyrir augum. Þá varð hálft andlitið dofið og sjónin á hægra auga fór að flökta. Ég er nú alveg hættur að sjá í fókus með því auga og það sama hefur einnig komið fyrir Gunnar,“ segir Örn. „Það er búið að taka þá rúmlega ár að athuga málið og okkur finnst það fremur langur tími miðað við það sem er í húfi fyrir okkur sem vinnum hér á hverjum degi,“ segir Gunnar Kristinsson.


Framtíðin er full af möguleikum Öllum þykir gaman að velta fyrir sér hvað framtíðin muni færa þeim af spennandi viðfangsefnum og áskorunum.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 5 - 1 8 5 6

Okkar hlutverk er að auðvelda þér að leggja grunn að farsælli framtíð með traustri fjármálaráðgjöf. Kynntu þér það sem við höfum að bjóða á arionbanki.is eða komdu við hjá okkur til að ræða þína framtíð.


ÚTSALA HÚSASMIÐJUNNAR

ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR 22%

40%

20%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

59.990 kr 76.900

67.990 kr 84.900

kr

5.539 kr 9.229

kr

kr

Uppþvottavél ESF 5521LOX

Þvottavél

Handlaugartæki

Orkunýting A+, Þurrkhæfni A, Hljóðstyrkur 45 dB

7 kg, 1200sn. Orkunýting A+++ 1805690

Emmevi, Winny. 7900012

1808975

30%

29%

AFSLÁTTUR

1.819 kr 2.599 kr

26%

AFSLÁTTUR

4.590 kr 6.490 kr

AFSLÁTTUR

3.990 kr 5.430 kr

36%

AFSLÁTTUR

19.990 kr 31.395 kr

Plastbox 29 ltr.

Hraðsuðukanna Eloise

Kaffivél Eloise

Veggháfur Amica

2005424

1829123

1829126

1850554

með loki

Electrolux 1.5 ltr

Electrolux 10 bollar

Stál 60 cm

Afslættir á útsölu gilda ekki af vörum merktum „lægsta lága verð Húsasmiðjunnar“ og tilboðsvörum • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana. gildir ekki af KitchenAid


TÚLIPANA ÚTSALA Í BLÓMAVALI

25%

AFSLÁTTUR

TÚLIPANAR 10 STK

1.490 kr 1.990

7.493 kr 9.990

kr

kr

Litaðir eldhúshnífar 5 stk í standi 2007431

50%

11.495 kr 17.635

40%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

kr

Hleðsluborvél Black & Decker 14.4V.

3.300 kr 6.599

5246006

3.595 kr 5.995

kr

35%

kr

Fiskipanna Energy

Slípisett Hitachi

2006784

5174948

34x23 cm

AFSLÁTTUR

387 stk

40%

40%

AFSLÁTTUR

4.495 kr 8.295

6.495 kr 9.995

Slípirokkur 5245378

kr

kr

9.495 kr 14.519

Höggborvél

Stingsög

Juðari/slípimús

5245599

5246011

5245799

Black&Decker 500W, 13mm málmpatróna

35%

kr

Blöndunartæki og sturtusett Damixa

8000586

Black&Decker 400W

40%

AFSLÁTTUR

18.395 kr 28.295

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

5.995 kr 8.995

kr

Black&Decker CD115, 700W

35%

33%

AFSLÁTTUR

2

kr/m2

Laufen 36x36x13 cm

Harðparket eik planki Kaindl 8mm mattlakk fasað 147050

7920140

40%

AFSLÁTTUR

23.695 kr 1.375kr/m 2.290 39.495 Handlaug ofan á borð

Black&Decker 400W

40%

AFSLÁTTUR

kr

kr

AFSLÁTTUR

1.496 kr/m 2.490

2

kr/m2

Harðparket eik planki Kaindl 8mm hvíttað fasað 147058

SVISSNESK GÆÐI SÍÐAN 1892

EIN STÆRSTA ÚTSALA OKKAR FRÁ UPPHAFI BÚSÁHÖLD 25-50% • SMÁRAFTÆKI 20-40% • JÓLAVÖRUR 50% • FLÍSAR 30% • LJÓS 25-50% POTTAR OG PÖNNUR 25-50% • RAFMAGNSVERKFÆRI 20-40% • BLÖNDUNARTÆKI 25-35% HANDVERKFÆRI 20-40% • VERKFÆRATÖSKUR 20-40% • HEIMILISTÆKI VALDAR VÖRUR 15-35% PARKET VALDAR VÖRUR 30-40% • ÚTIVISTARFATNAÐUR 25% • VEGGÞILJUR 30-40% INNIMÁLNING 20-30% • BARNABÍLSTÓLAR 25% • GJAFAVÖRUR 25% ...OG ÓTAL MARGT FLEIRA!


fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

24 |

LóABOR ATORíUM

LóA hjáLMTýsdóTTiR

HÁDEGIS TRÍT 2ja rétta 2.990 kr. 3ja rétta 3.790 kr.

FRÁ 11.30–14.30

ÞÚ VELUR ÚR ÞESSUM GIRNILEGU RÉTTUM

Blöðin eru dauð – lengi lifi blöðin

FORRÉTTUR BLEIKJA Á SALTBLOKK FRÁ HIMALAYA Hægelduð bleikja, yuzu mayo, trufflu mayo, stökkt quinoa, epli HREFNA Skarlottulauks-vinaigrette, stökkir jarðskokkar NAUTARIF 24ra tíma hægelduð nautarif, reyktur Ísbúi, gulrætur, karsi

AÐALRÉTTUR LAMBAKÓRÓNA Grillaðar lambahryggsneiðar, sveppa „Pomme Anna“ SKARKOLI Sjávargras, grænn aspas, blóðappelsínuog lime beurre blance JARÐARBERJA YUZU-SALAT Spínat, yuzu tónuð jarðaber, parmesan kex, ristuð graskersfræ, pipar- og mynturjómaostur

EFTIRRÉTTUR KARAMELLU CRANKIE Karamellumousse, pistasíu-heslihnetubotn, karamellukaka SÚKKULAÐI RÓS Súkkulaðimousse, hindberjahlaup, Sacherbotn ARPÍKÓSU MASCARPONE Apríkósuhlaup, karamellukrem, pralín, mascarponemousse, Sacherbotn

ÞÚ ÁTT SKILIÐ SMÁ TRÍT

Austurstræti 16

Sími 551 0011

apotek.is

Þ

að er augljóst af sölu dagblaða um allan heim að þau eiga mjög í vök að verjast. Blómatími þeirra er liðinn. Útgáfufyrirtækin berjast flest í bökkum. Eigendaskipti eru tíð. Nýir eigendur láta blekkjast af glæstri fortíð en verða að beygja sig fyrir miskunnarleysi sögunnar. Dagblöðin hafa ekki sömu áhrif á samfélagsumræðuna og fyrr. Þau skipta sífellt minna máli og bráðum næstum engu. Það er ekki nema hinir allra ríkustu sem geta staðið undir taprekstri hefðbundinna dagblaða. Samfélagið á milli okkar er samskiptin á milli okkar. Og það voru fyrst og fremst dagblöðin sem héldu saman stórum samfélögum á Vesturlöndum. Þau voru leikvöllur umræðunnar. Samfélagsleg staða blaða byggði á efnahagslegum styrk þeirra. Sumra þeirra. Auglýsingar knýja vélina sem drífur dagblaðarekstur áfram. Á auglýsingamarkaði tekur sigurvegarinn til sín allan fenginn. Fyrirtæki í samkeppni geta ekki neitað sér um að auglýsa hjá útbreiddasta blaðinu ef samkeppnisaðilarnir gera það. Að öðrum kosti væri fyrirtækið kerfisbundið að minnka markaðshlutdeild sína. Það má lesa af sögunni hvenær þessi vél fór á fullan skrið. Víðast á Vesturlöndum gerðist það strax

eftir seinna stríð. Þá óx kaupmáttur og neytendamarkaður margefldist. Og þar sem auglýsendur leituðu til útbreiddasta blaðsins efldist það og gat þá boðið áskrifendum sínum betri þjónustu. Það jók aftur forskot þess á auglýsingamarkaði, sem aftur fjölgaði áskrifendum. Á tiltölulega fáum árum skrúfaðist upp eitt blað á hverjum markaði og drottnaði yfir honum. Á Íslandi kviknaði seinna á neytendamarkaði. Það var ekki ljóst fyrr en undir lok áttunda áratugarins að Morgunblaðið bæri höfuð og herðar yfir aðra íslenska fjölmiðla. Það var orðið meira en blað hægri manna í Reykjavík og nágrenni heldur vildi verða blað allra landsmanna. Öll önnur stórblöð á Vesturlöndum brugðust við með svipuðum hætti. Þau reyndu að axla þá samfélagslegu ábyrgð sem efnahagslegur styrkleiki og mikil útbreiðsla færði þeim. Þau breyttu talsmáta sínum eftir því sem fjölgaði í salnum. Blöðin reyndu að halda utan um allt samfélagið og draga í gegnum sig vitræna umræðu. Dagblöðin fengu ekki samkeppni að ráði fyrr en upp úr síðustu aldamótum. Með fréttaveitum á internetinu urðu almennar fréttir ókeypis. Þar með grófst undan dagblöðunum.

En það á fyrst og fremst við um áskriftarblöð. L estur Fréttablaðsins hefur vissulega dregist saman undanfarinn áratug. Að hluta til vegna minni dreifingar til þess að spara útgjöld tímabundið. Að teknu tilliti til þess getum við áætlað að lestur Fréttablaðsins hafi fallið úr 66 prósentum þjóðarinnar í 50 prósent. Til samanburðar hefur lestur Morgunblaðsins dregist saman úr 64 prósentum í 28 prósent. Það er ekki svo langt síðan að áhorf á kvöldfréttir Ríkissjónvarpsins var um og yfir 40 prósent. Í dag er það rétt rúmlega 20 prósent. Og þótt notkun á internetinu aukist gríðarlega á það ekki við um notkun fólks á einstökum netmiðlum. Í samanburði við Fréttblaðið eru flestir netmiðlar minni en peð. Þrátt fyrir minni lestur Fréttablaðsins hefur það í dag meiri yfirburði yfir aðra miðla en það hafði fyrir tíu árum. Það hefur minnkað en aðrir miðlar hafa minnkað enn meira. Það er því mikil einföldun að lesa það úr samfélagsbreytingum umliðinna ára að pappírinn sé að láta undan netinu. Það sem hefur gerst er að almennt efni dagblaða er ekki lengur söluvara og almennt efni sjónvarpsstöðva og nets hefur látið undan, á lyklaborðinu og í farsímanum. Í þessu umhverfi hafa fríblöðin haldið mun betur í sinn notendahóp en aðrir. Það gera þau í krafti dreifingar. Engum fjölmiðli hefur tekist betur en Fréttablaðinu að halda í sína notendur á undanförnum árum – að undanskildum Fréttatímanum. Fréttatíminn er sá miðill sem best hefur haldið sínum lesendum. Það er markmið nýrrar ritstjórnar Fréttatímans að nýta öflugt dreifikerfi til að segja lesendum blaðsins sögur úr samfélaginu. Smjörþefinn af því má sjá í þessu tölublaði. Á næstu vikum og mánuðum mun koma betur í ljós hvernig tekst til. Vonandi tekst okkur að standa undir þeirri samfélagslegu ábyrgð sem mikil dreifing og efnahagslegur styrkleiki færir okkur. Gunnar Smári

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.



FERSKASTI NAMMIBARINN Ávextir eru mjög ríkir af vítamínum, andoxunar- og steinefnum. Í þeim er líka að finna mikið af trefjum og mörgum öðrum hollustuefnum. Rannsóknir benda til þess að neysla á grænmeti og ávöxtum geti dregið úr líkum á ýmsum sjúkdómum.

499 kr/kg verð áður 798

298 kr/kg Robin appelsínur

1.698 kr/pk verð áður 2.098

MANGÓ

Mangóin okkar eru fullþroskuð þegar þau koma í búðir og því hægt að borða þau strax! Mangóið er ríkt af C-vítamíni. Einnig inniheldur það talsvert af A- og B-vítamínum, steinefnum og járni. Mangó er tilvalið eitt og sér sem og í salöt og eftirrétti.

Vissir þú?

Bláber 500 gr

t aftur g e l n a á f s n Loksi

Lífrænn kókosís

12 bragðtegundir. Mjólkurlaus, glúteinlaus og án Soya.

Að til eru mörg hundruð afbrigði af mangó og er hann einn mest notaði ávöxturinn í heiminum.

UPPFÆRSLA

Callipo túnfiskur

Túnfisk file, 3 tegundir. Í vatni, ólívuolíu og extra virgin ólívuolíu.

Gildir til 10. janúar á meðan birgðir endast.

undir g e t ð g a r b r Nýja

VIT-HIT vítamín drykkir

5 tegundir með mismunandi virkni og vítamínum.

Amino Energy

Kaffi og súkkulaði, kaffi og vanillu.

TURMERIC DRYKKIRNIR með eða án kókos

Túrmerikrótin hefur verið notuð öldum saman til að vinna á ýmis konar kvillum eins og bólgum, gigt, meltingarvandamálum, ofnæmi og jafnvel blóðsjúkdómum. Túrmerikrótin hefur verið nefnd sem ein heilsusamlegasta fæða heims.

ndir 2 bragðtegu


KJÚKLINGAVEISLA UM HELGINA

TILBOÐ

37% afsláttur á kassa

HEILL KJÚKLINGUR

692kr/kg

verð áður 1.099

TILBOÐ

TILBOÐ

TILBOÐ

25%

40%

40%

afsláttur á kassa

afsláttur á kassa

afsláttur á kassa

KJÚKLINGALUNDIR

2.174 kr/kg

BLANDAÐIR KJÚKLINGABITAR

KJÚKLINGAVÆNGIR

verð áður 933

verð áður 449

560 kr/kg

verð áður 2.899

267 kr/kg

TILBOÐ

TILBOÐ

30%

25%

afsláttur á kassa

afsláttur á kassa

KJÚKLINGALEGGIR

KJÚKLINGABRINGUR

verð áður 999

verð áður 2.699

699 kr/kg

2.099 kr/kg

TILBÚIÐ Í SALATIÐ, VEFJUNA, SÚPUNA OG KJÚKLINGARÉTTINN

798 kr/pk

FAJITAS

ARGENTÍNU

TANDOORI

BARBECUE

verð áður 1.149


fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

28 |

Fann horfinn föður í Fez

Fjölskyldusumarfrí Alexanders Stefánssonar til Tenerife tók óvænta stefnu þegar hann fékk þá hugdettu að fljúga til Afríku og leita að föður sínum sem hann hafði aldrei séð.

Alda Lóa Leifsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is

Þ

etta var erfiðasta ferð lífs míns, að keyra 50 mínútna spotta frá flugvellinum á suður Tenerife að flugvellinum á norðurhluta eyjunnar, segir Alexander Stefánsson. „Þegar ég kvaddi konuna mína og son minn sem tóku vélina heim til Íslands, stóð ég eftir með eitt heimilisfang frá mömmu í vasanum. Sjálfur keyrði ég yfir eyjuna, mjög óttasleginn. Ég grét og ég var mörgum sinnum hættur við allt saman en þrjóskan fékk mig til þess að halda áfram. Þegar ég kom á flugvöllinn var sex tíma seinkun sem var ekki til þess að bæta líðan mína en þegar ég loksins var sestur upp í vél hvarf þetta eins og dögg fyrir sólu. Líklega af því að ég var lagður af stað og það var ekki aftur snúið. Klukkan þrjú um nótt lenti flugvélin í Fez, sem er milljóna borg inn í miðri Marokkó. Fez spilaði stóra rullu í viðskiptum á miðöldum við löndin sunnan Sahara. Saltið frá miðjarðarhafinu var sótt í skiptum fyrir gull með úlfaldalestum yfir eyðimörkina frá Timbuktu í Mali til Fez.“

Fyrsta upplifun af Afríku

„Bílstjórinn frá hótelinu vildi endilega finna heimilisfangið sem ég var með í vasanum þegar ég sagði honum erindi mitt í Fez. Hann keyrði marga hringi áður en hann gafst upp og tók af mér loforð um að segja ekki hótelhaldaranum frá bíltúrnum. Þannig kvöddumst við fyrir framan borgarhliðið. Ásamt tveimur unglingsstrákum frá hótelinu gekk ég í gegnum elstu og best varðveittu borg arabaheimsins, stærsta bíllausa borgarsvæði í heimi sem er Medinan í Fez.“ Sami jarðbrúni liturinn leggst yfir allan þennan borgarhluta, framhlið húsanna, sund og stræti, og ómögulegt er fyrir utanaðkomandi að rata. Liturinn hefur orðið til á mörg hundruð árum við ýktar aðstæður, hita og kulda þegar brennheit sólin tekst á við nístandi kuldann frá Atlasfjöllunum, en svo nefnist fjallgarðinn sem hlykkjast eftir endilöngu landinu frá austri til vesturs fyrir sunnan Fez. Enda er Marokkó nefnt kalda landið með heitu sólina. Fez er stútfull af minnum um fjörugt borgarlíf í blóma löngu áður en nokkur lifandi maður átti eftir að stiga fæti sínum á íslenska jörð. „En þarna um morguninn, þegar ég gekk í gegnum Medinuna, heyrðist í hana gala og keppa við bænaútkallið í moskunni á nýjum degi. Við blöstu karlar klæddir Djelleba sem föðmuðust úti á götu. Kona í inniskóm sem rölti með handklæði í plastfötu að „Hammam“ baðhúsi. Asni með drekkhlaðnar körfur af appelsínum. Karl

að blanda morgundrykkinn „nus nus“ sem er mjólk og kaffi til helminga. Í loftinu var angan af sútuðu leðri í bland við myntu, döðlur, möndlur, ólívur og rósavatn. Svona blasti Afríka við mér þegar ég kom þangað í nóvember í fyrsta sinn.“

Kom ólétt frá Brussel

Þegar móðir Alexanders var ung fékk hún að loknu námi sínu við Húsmæðraskólann í Reykjavík vinnu sem húshjálp við íslenska sendiráðið í Brussel. Hún flaug út á vit ævintýranna þar sem hún bar á borð veislur í sendiherrabústaðnum og synti húsverkum. En Brussel hafði upp á meira að bjóða en að ganga á milli gesta með bakka og fyrir utan vinnuna eignaðist hún ástvin í ungum námspilti frá Marokkó sem var að læra rafmagnsverkfræði. Samband þeirra varð endasleppt og slitnaði upp úr því þegar hún sneri aftur til Íslands, ólétt, gengin einn mánuð. Alexander fæddist í Reykjavík átta mánuðum síðar, árið 1974.

Umturnaði ferðaplönunum

Rétt eftir áramótin var fjölskylda Alexanders samankomin heima í stofunni í Seljahverfinu. Elín, eiginkona Alexanders, gæti þess vegna verið frá Marokkó með sitt svarta hár, en hún hlær og segist hafa litað það, hún sé alls ekki svarthærð. Henni leist ekkert á blikuna þegar hún talaði við Alexander í síma áður en hann flug út í óvissuna frá Tenerife. „Ég hélt að hann væri að fara yfir um og ég fékk gríðarlegt samviskubit að hafa att honum einum út í þetta.“ Elín og Alexander höfðu tekið sér síðbúið sumarfrí og ákveðið að skreppa til Tenerife í nóvember með Kristófer, yngsta soninn, 9 ára. Hin börnin, Aron 18 ára og Helena 15 ára, gáfu sér ekki tíma til þess að fara vegna námsins. Elín, sem er kennari á leikskóla í Breiðholti, fór heim eftir viku með Kristófer en Alexander ætlaði sér vikufrí til viðbótar og hvíla sig eftir sumarvertíðina. „Þá kom þessi hugmynd upp, sem var reyndar mín,“ segir Elín, „Af hverju skreppur þú

Alexander heima í eldhúsinu í Breiðholtinu í Djellaba kuflinum frá marokkósku fjölskyldunni.

ekki til Fez og finnur pabba þinn? Eyjan Tenerife er rétt fyrir utan Marokkó!“ Umræða um Squalli, föður Alexanders, hafði oft borið á góma í fjölskyldunni. Helena, dóttir Alexanders, sem á marokkóska vinkonu, hafði í ítrekað þrýst á Alexander að skrifa pabba sínum. Helena er mjög ákveðin stúlka og atkvæðamikil. Hún sýndi mömmu vinkonu sinnar ættarnafnið, sem hringdi bjöllum enda stór ætt í Fez.

Örlagaríkt ball á Egilsstöðum

Þau Alexander og Elín kynntust á balli á Egilsstöðum árið 1998. Þá hafði Elín eignast Aron sem var orðinn hálfs árs. Á ballinu sá hún Alexander, sneri sér að honum og þau byrjuðu að tala saman. Þau komumst að því að hann hefði búið í Neskaupstað, hún á Egilsstöðum í mörg ár og fram að þessu höfðu þau ekki haft hugmynd um tilvist hvors annars, sem þeim fannst afar fjarstæðukennt. Þegar þau segja frá þessu ljóma þau bæði eins og fólk sem trúir því einlæglega að líf þeirra saman hafi alltaf verið í kortunum. Flissandi rifja þau upp hvað Alexander hafi þótt erfitt að keyra Aron í barnavagninum á Egilsstöðum og þegar einhver sá til þá ýtti hann vagninum yfir til Elínar. „Ég hafði aldrei þurft að taka ábyrgð á neinu fram að þessu,“ áréttar Alexander.

Fékk hárlokk í pósti

Reykjavík var enginn draumastaður fyrir unga einstæða móður með óskilgetið barn eftir vetursetu í útlöndum. Ungu foreldrarnir áttu að vísu í einhverjum bréfaskriftum yfir hafið fyrst um sinn og faðirinn fékk ljósmynd og hárlokk í pósti af tveggja ára syni sínum. Með tímanum datt allt samband niður og unga móðirin stofnaði nýja fjölskyldu á Íslandi. Alexander segir æskuárin hafi einkennst af svolitlu rótleysi. „Við fluttum á milli bæjarfélaga og oft var ég nýi strákurinn sem fékk ekki inngöngu í samfélagið í bænum. Stundum var ég lagður í einelti.“ Elín rifjar upp að Alexander hafi sagt sér að hann hafi oft verið dapur sem barn og þegar hann var kominn í háttinn á kvöldin hafi hann oft óskað þess að pabbi sinn í útlöndum kæmi að sækja sig.

Lét sig hverfa ofan í vatn

Alexander hefur fengist við ýmislegt. Hann keyrði vörubíl í mörg ár og eftir vinnu fór hann í kafarabúning og fann vatn sem hann lét sig hverfa ofan í. Eitt sinn fann hann bát á hafsbotninum með heilum togspilum. Hann gat ekki hugsað sér að þau færu til spillis og svo hann hóaði í fleiri kafara sem saman hirtu spilin og seldu. Upp úr því fór hann að vinna fyrir sér sem kafari og eignast síðar, ásamt öðrum, Köfunarþjónustuna. Stöndugt fyrirtæki sem þurrkaðist út í hruninu. Eftir að hafa verið tekjulaus í einhverja mánuði, rakst hann á auglýsingu í Mogganum um uppbygginu á snjóflóðavarnagirðingum í Neskaupstað. Hann kallaði á félaga sína og saman gerðu þeir tilboð í verkið og fengu það. Alexander segist ekkert hafa vitað

um snjóflóðavarnir en hann hafði sem fjórtán ára unglingur starfað með björgunarsveitinni í Neskaupstað og þekkti fjallið vel frá þeim tíma. Það var á þeirri lífsreynslu sem hann sótti kjark sinn til þess að takast á við verkið. Það gekk á ýmsu í þessu verkefni, segir hann og hlær, en því lauk sem betur fer á endanum farsællega og núna er fyrirtækið hans að byggja snjóflóðavarnagirðingar á Siglufirði. Alexander hefur eytt lunga ævi sinnar í köfunarbúningi undir sjávarborðinu að gera við báta og bryggjur. Hann er ástríðukafari og unun er að hlusta á lýsingar hans á Jökulsárlóninu, þar sem skiptist á með sjó og ferskvatni í mörgum lögum og er hann fullviss um að í lóninu hafi orðið til nýjar lífverur. Eitt sinn keyrði hann út á ísilagt lónið, boraði gat í gegnum ísbreiðuna þar sem hann lét myndavél síga niður og náði myndum af iðandi lónsbotninum.

Loksins kominn heim

Alexander hafði lengi ætlað sér að

setja sig í samband við föður sinn. Þegar hann lenti í Fez í nóvember síðastliðnum hafði hann í tvö ár hunsað reglulega áminningu í símanum sínum um að „skrifa pabba“. Af einhverjum ástæðum varð aldrei úr bréfaskriftunum og núna var hann án nokkurs fyrirvara lentur í Fez með heimilisfangið í vasanum án þess að hafa kynnt sér nokkuð um landið Marokkó né Afríku. Það kom honum því á óvart hversu kunnugleg borgin var og honum leið á einhvern undarlegan hátt eins og hann væri loksins komin heim. Hann var ekki fyrr kominn út úr flugstöðvarbyggingunni þegar fólkið ávarpaði hann af fyrra bragði á arabísku. Hann gisti á Rihadi, eins og hótelin í Medinunni eru kölluð, og næsta dag kom leiðsögumaður til þess að fylgja honum um svæðið. Alexander sýndi honum heimilisfangið og sagði frá erindi sínu; að hann væri leita uppi mann sem hann teldi vera föður sinn en hefði aldrei augum litið. Leiðsögumaðurinn rýndi í heimilisfangið, sem var


fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

orðið 39 ára gamalt, og sagðist hafa búið í sömu götu sem barn. Hann kannaðist við ættarnafnið Squalli og hélt hann hefði jafnvel leikið sér við þennan pilt, Mohammed Squalli Houssaini. Saman fundu þeir húsið og bönkuðu upp á. Lítill drengur kom til dyra og hleypti þeim inn. „Þarna bjuggu tvær fjölskyldur sem tóku mér svo vel. Ég var drifinn inn í húsið þegar leiðsögumaðurinn sagði þeim að ég væri frá Íslandi í leit að marokkóskum föður mínum. Fólkið var svo almennilegt, það leiddi mig um húsið og svo var sest niður og mér boðið að borða. En þau þekktu ekki Squalli þennan sem hafði líklega búið í húsinu fyrir löngu síðan.“ „Ég tók myndir út um gluggann af útsýninu á húsinu sem pabbi hafði búið í. Þetta var svo magnað, ég vissi auðvitað ekki á þessum tímapunkti hvort ég myndi nokkurntíma hitta hann. Ég hafði þá allavega séð húsið sem hann hafði búið í, útsýnið sem hann hafði horft á og á þessari stundu nægði það mér. Þegar ég kvaddi leið-

sögumanninn, eftir þennan eftirminnilega dag, sagðist hann ætla að reyna að hafa upp á símanúmerinu hjá pabba mínum. Hann gæti ekki lofað neinu en hann vissi um það bil hvar hann hefði unnið. Daginn eftir fékk ég símtal frá leiðsögumanninum sem sagðist hafa fundið manninn og borið upp erindið. Squalli kannaðist við hluta sögunnar en samt ekki allt. En hann vildi hitta mig. Leiðsögumaðurinn spurði hvar ég vildi hafa fundinn. Ég man að það kom upp í huga mér að mér fannst þetta allt í einu þetta ekki standast. Það hlyti að vera eitthvert plott í gangi og að það væru litlar líkur að á því að ég væri búinn að finna hann í þessari milljóna manna borg. Það gat ekki verið svona auðvelt. Niðurstaðan varð að þeir kæmu á hótelið til mín.“

Sagðist eiga íslenskan dreng

„Þegar hann birtist fannst mér ég þekkja manninn. Ég hafði einu sinni átt passamynd af honum sem mamma gaf mér en glatað henni. Myndin af honum sat alltaf í mér.

| 29

Ég var rosalega stressaður og hann líka. Við settumst niður. Hann talaði ekki góða ensku og ég tala enga frönsku þannig að leiðsögumaðurinn túlkaði samtalið. Fyrst vildi hann vita hvar ég hafði fengið upplýsingar um hann. Þegar ég sagði leiðsögumanninum að foreldrar mínir hefðu kynnst í Brussel misskildi hann mig og heimfærði ástarfundi þeirra á Brasilíu. Þetta kannaðist pabbi ekkert við en játti því að eiga strákling á Íslandi. Hann var því mjög varkár og alls ekki viss um að ég væri íslenski strákurinn hans. Báðir vorum við vantrúaðir og óöruggir og hann lét mig strax segja sér frá mínu lífi. Hann vildi að ég skrifaði nafnið á móður minni og þegar ég gerði það bar hann nafnið fram eins og hann væri Íslendingur. Það er ekki auðvelt fyrir útlendinga að segja það. Ég spurði hann hvenær hann væri fæddur, en dagurinn sem hann nefndi stemmdi ekki við það sem ég hélt. Ég fékk ónotatilfinningu, eins og verið væri að leika á mig. Hann bar við að hann væri mjög stressaður og leiðrétti

dagsetninguna. Þá áttaði ég mig á því að þetta væri réttur maður og við stóðum upp og féllumst í faðma, grétum og héldum áfram að spjalla með hjálp leiðsögumannsins. Þannig var okkar fyrsti fundur. Mjög draumkenndur.“

Þökk sé Allah

„Leiðsögumaðurinn vildi meina að þetta væri verk Allah. Og ég sem er kallaður Alli. Alli er kominn þökk sé Allah. Í miðju samtali pabba og leiðsögumannsins skelltu þeir sér á hnén og lögðust á bæn.“ Elín fylgdist með atburðarásinni í gegnum netið. Hún beið átekta í stofunni í Breiðholti og fékk svo óvænt senda mynd af þeim Alexander og pabbanum. „Þá grétum við bara hérna við borðið,“ segir hún. „Við vorum ótrúlega hátt uppi og ég get rétt ímyndað mér hvernig honum leið.“ Alexander segist hafa verið andvaka af vellíðan nóttina eftir fundinn við föður sinn. „Við höfðum ákveðið að hittast aftur daginn eftir. Hann sótti mig og við fórum út að borða. Ég fann að hann var for-

Alexander og fjölskylda hans í Seljahverfinu eiga samtal við marokkósku fjöskylduna í Fez í gegnum netið. Myndir/ Alda Lóa Leifsdóttir og úr einkasafni Alexanders

vitinn um hversvegna ég væri kominn til að finna hann. Af hverju á þessum tímapunkti? Hvort ég væri að sækjast eftir einhverju, biðja um eitthvað? Ég sagði honum strax að ég hefði alls ekki gert mér neinar væntingar um að hitta hann. Það sem ég hefði fengið að upplifa væri meira en ég hefði nokkurn tíma þorað að vona. Ég gerði mér alveg grein fyrir því að þetta væri óvænt, að ég birtist svona án fyrirvara. Ég gaf honum færi á því að melta þetta. Ég vissi auðvitað ekki hvort hann hefði sagt fólkinu sínu að ég væri til, og ég ætlaðist ekki til að hann gerði það. Þó mig hafi sannarlega langað að hitta fjölskylduna.“ Þeir Alexander og faðir hans sátu að spjalli í nokkrar klukkustundir. „Hann spurði um mömmu og fjölskylduna mína og við reyndum að tala saman á mjög takmarkaðri ensku. Því næst


fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

30 |

skutlaði hann mér á hótelið og sagðist þurfa að fara í ferðalag, eitthvað tengt vinnunni. Það var síðasti dagurinn minn í borginni og svo við kvöddumst eins og við myndum aldrei hittast aftur. Ég sneri aftur á hótelið og fann að ég var drullu svekktur. Hann hafði sagt mér að ég ætti fimm systkini, þrjá bræður og eina systur og eina ættleidda systur og mig langaði einlæglega að hitta þau öll.“

Döðlur og mjólkurglas

Næsta dag fór ég með leiðsögumanninum í ferð í kringum borgina og þegar ég kom aftur á hótelið lágu skilaboð frá hr. Squalli að hann væri væntanlegur klukkan 18 að sækja mig. Hann kom og tilkynnti mér að hann ætlaði að koma mér á óvart. Við fórum upp í bíl og keyrðum um borgina þar til við enduðum á að keyra í hverfi í nýja borgarhlutanum og inn um hlið. Þá sagði hann loksins, „Jæja núna erum við komnir heim og fjölskyldan er inni að bíða eftir þér.“ Á móti mér kom eiginkona hans, hún faðmaði mig og bauð mig velkominn á heimili sitt.“ Alexander segir atburðarásina hafa verið óraunverulega og spennandi. „Já, og það var dálítið sérkennilegt að við settumst niður og þau buðu mér upp á döðlur og mjólk. Það þykir mjög fínt að bjóða upp á döðlur og mjólk í Marokkó. Þegar ég kom inn á heimilið þá blasti við mér mynd af sjálfum mér. Myndin sem mamma hafði sent honum þegar ég var tveggja ára hékk þarna upp á vegg. Það var augljóst að þau höfðu öll vitað af mér. Eftir stuttan tíma leið mér eins og ég hefði alltaf þekkt þau. Ég fann ekki fyrir því að ég væri eitthvað feiminn, ég settist við hlið bróður míns og það var eins og við hefðum alltaf verið bræður.“

Konurnar í Sqalli fjölskyldunni

„Elín hafði sjálf ímyndað sér að konurnar væru faldar bak við slæður og að þær væru undirgefnar körlunum. Ég bjóst við að þær væru allar í búrku og óttaðist ef ég ætti eftir að koma inn á heimilið þeirra þá væri ætlast til þess að ég væri svona eða hinsegin.“ Fjölskyldan kom Alexander því verulega á óvart. Hann upplifði mikið kvennaríki á heimili föður síns og sagði fjölskylduna tala mikið og hátt. Oft hélt hann að þau vera að rífast þegar skipst var á skoðunum. Alexander á sjö ára gamla systur sem eiginkona föður hans ættleiddi, sem var þvert á vilja fjölskyldunnar í byrjun. Og ef fjölskyldan þurfti að taka sameiginlega ákvörðun þá var það reyndar alltaf móðirin á heimilinu sem átti síðasta orðið. Elínu leist vel á fyrir-

komulagið og létti þegar hún sá á myndum að systirin er með svipaðan fatasmekk og hún sjálf. „Það er auðvitað menningarmunur og margt ólíkt með okkur. Ég fletti í gegnum fjölskyldualbúm þeirra og sá meðal annars ljósmyndir úr skírnarveislu bróðursonar míns. Á myndunum úr veislunni staldra ég við mynd af kind sem hafði verið skorin á háls. Bara dauð kind þarna mitt í öllu saman. Það er þá siður þeirra að fórna kind í tilefni af skírnarveislu. Pabbi og konan hans biðja fimm sinnum á dag en ég sá aldrei systkini mín biðja. Þau halda ekki upp á jól og páska, en í staðinn halda þau Ramadan.“

Svona verð ég eftir 20 ár

„Við pabbi eru rosalega líkir en ég er ekki viss um að ég líkist systkinum mínum. Ég settist hjá pabba við matarborðið og skyndilega sprungu þau öll úr hlátri. Ég skildi ekkert hvað væri í gangi en þá tóku þau öll eftir því að við borðum við alveg eins. Við hökkuðum í okkur vínber sem er uppáhalds ávöxturinn okkar beggja. Í raun er ég líkastur honum af systkinum mínum, við erum í raun ótrúlega líkir. Þeim þótti það líka merkilegt. Bæði pabbi og bræður minnir lærðu rafmagnsverkfræði en ég byrjaði í rafmagninu og ætlaði mér að leggja það fyrir mig án þess að af því yrði. Konan hans bað mig um að lýsa sjálfum mér og henni fannst sem ég væri að lýsa pabba. Við erum báðir þrjóskir og ákveðnir, sanngjarnir og eitthvað svona. Mér fannst fyndið að horfa á pabba minn og ímynda mér hvernig ég ætti eftir að líta út eftir tuttugu ár. Elsti bróðir minn, sem býr í Brussel, var með okkur á þessum fjölskyldufundi á Skype.“

1

2

Óvænt viðkoma í Brussel

„Eftir heimsóknina var ákveðið að ég framlengdi dvöl mína um fimm daga og ég flutti af Rihadinu og heim til pabba. Ekki nóg með það heldur fékk ég flugmiðanum mínum breytt og flaug í gegnum Brussel til að hitta bróður minn. Hann býr með konu frá Marakesh. Þau starfa bæði sem forritarar og gera út frá Brussel en stefna á að flytja aftur til Marokkó. Bróðir minn tók á móti mér á flugvellinum en þá var ég orðin svo kvalinn í maganum og hélt kannski að það væri eftir allar átveislurnar, en það var alltaf tilefni til þess að setjast niður og borða. Ég hringdi í Elínu og lýsti verkjunum fyrir henni. Hún kveikti strax á því að þetta væri botnlanginn og bróðir minn tók mig á spítala í Brussel þar sem ég var keyrður rakleitt inn á skurðarborð. Botnlanginn var tekinn sem lengdi dvöl mína um nokkra daga aftur. Ég fékk

4

3

1. Fjölskyldan saman komin. Frá vinstri: Nadine, eiginkona Houssaini, Houssaini, faðir Alexanders, Alexander og Soukaina, systir Alexanders. Á gólfinu sitja Hicham og Omar, bræður Alexanders og lítill bróðursonur. 2. Alexander tveggja ára. Myndina sendi móðir Alexanders til föður hans, Houssaini Squalli ásamt litlum hárlokki úr drengnum. Þegar Alexander kom að hitta föður sinn var myndin innrömmuð uppi á vegg á heimili föður hans. 3. Alexander í borginni Fez í Marokkó þar sem hann hitti föður sinn í fyrsta sinn. 4. Feðgarnir á sínum fyrsta fundi í Fez. Stundin var tilfinningaþrungin fyrir þá báða.

tækifæri til þess að kynnast bróður mínum og konunni hans við svona skrýtnar aðstæður þar sem ég var veikur og upp á þau kominn, það var bónus á sinn hátt.“

Fjórði hver múslimi

Einn fjórði hluti íbúa Brussel er múslimar og 210 þúsund þeirra koma frá Marokkó. Miklir fólksflutningar hafa verið til Belgíu frá löndunum í kringum Miðjarðarhafið síðan 1960 þegar Evrópa sóttist eftir vinnuafli og aðlagaði vinnulöggjöfina að betra aðstreymi verkafólks. Námsfólk frá frönskumæl-

andi löndum og fyrrum nýlendum Belga og Frakka hafa alla tíð sótt menntun sína til Frakklands og Belgíu. Sumt af þessu fólki, námsmenn og farandverkamenn, búa enn í Brussel og afkomendur þeirra í annan eða þriðja lið eru orðnir Belgar, hvernig sem það er túlkað. Gagnrýni hefur verið í kjölfar árásanna í París í nóvember, að hið franska og belgíska samfélag sé reyndar bara blandað að orðinu til og þegnar af arabískum uppruna eigi ekki auðveldan aðgang að samfélaginu og búi meira og minna í afmörkuðum hverfum borgarinnar.

Eftir stutt kynni kvaddi Alexander bróður sinn á flugvellinum í Brussel. „Við vorum báðir að fljúga í ólíkar áttir, hann til Sádi Arabíu að forrita og ég heim til fjölskyldu minnar á Íslandi, með Djellaba og marokkóskt sælgæti í koffortinu. Sælgætið var ekkert sérstaklega vinsælt hjá fjölskyldunni í Seljahverfinu en Djellaba-kuflinn vakti hinsvegar mikla lukku. Næsta ferð til Marokkó verður farin í páskafríinu en þá hyggst öll fjölskyldan skella sér saman. Og þessa dagana er mikið rabbað á Skype milli Seljahverfis og Fez.

HAVARTI FJÖLHÆFUR Havarti er einn þekktasti ostur Dana en hér á landi hófst framleiðsla á honum árið 1987. Ostinum var upphaflega gefið nafnið Jöklaostur en því var breytt. Havarti varð til um miðja 19. öld hjá hinni frægu dönsku ostagerðarkonu, Hanne Nielsen. Havarti er mildur, ljúfur og eilítið smjörkenndur ostur sem verður skarpari með aldrinum og er með vott af heslihnetubragði. Frábær ostur með fordrykknum eða á desertbakka með mjúkum döðlum og eplum.

www.odalsostar.is


Bókaðu borð 562 0200 perlan@perlan.is

bréf a f a j G nnar u l r e P jöf við

Góð g kifæri! öll tæ

EINSTAKUR 4RA RÉTTA

TILBOÐSSEÐILL KJÖT OG FISKUR Nauta-carpaccio með parmesan, furuhnetum, rauðrófum, sveppum og klettasalati Humarsúpa Rjómalöguð með Madeira og grilluðum humarhölum Fiskur dagsins ferskasti hverju sinni útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar

Eigðu yndislega kvöldstund í Perlunni með fjögurra rétta seðli matreiddum af margverðlaunuðum matreiðslumeisturum. 4ra rétta tilboðsseðill: 7.980 kr. Tilboðsseðill og sérvalið vínglas með hverjum rétti: 13.980 kr.

~ eða ~ Andarbringa með andarlæri, eggaldinmauki, gulrótum, kartöflum og lárviðar-soðgljáa Mjólkursúkkulaðimús með mandarínum og dökkum súkkulaðiís

GRÆNMETI Rauðrófu-carpaccio með piparrót, furuhnetum, rauðrófum og fennikkusalati Sveppaseyði með seljurótar-ravioli Hnetusteik með jarðskokkum, rauðkáli og klettasalati Döðlukaka með hindberjasultu og sítrónukrapi

STEFÁN ELÍ STEFÁNSSON, MATREIÐSLUMEISTARI PERLUNNAR Vissir þú að uppskriftin af humarsúpu Perlunnar kemur frá belgíska matreiðslumeistaranum Pierre Romeyer? Hann er af jafningjum talinn vera einn besti matreiðslumaður síðustu aldar. Hann gaf aldrei út matreiðslubók en hann gaf Perlunni allar sínar uppskriftir!

www.gudjono.is · Sími 511 1234


fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

32 |

spurt er

Af hverju að gifta sig?

Una María Óðinsdóttir og Una Torfadóttir, 15 ára. Mynd/Rut

Guðný rós Vilhjálmsdóttir og Björk Björgúlfsdóttir, trúlofaðar: Af því okkur langar að fagna því með fjölskyldum okkar og vinum og láta heiminn vita af því að við höfum lofað hvor annarri að verja restinni af lífinu okkar saman í blíðu og stríðu. Það er besta, stærsta og auðveldasta loforð sem við höfum nokkurn tímann gefið og því viljum við fagna.

Magnús Magnússon og Hallveig Kristín rúnarsdóttir, í sambandi: Því maður elskar vini sína og vill halda geggjað partí fyrir þá.

snærós sindradóttir og Freyr rögnvaldsson, trúlofuð: Fyrst og fremst snýst þetta allt saman um að halda eitt rosalegt partí og fagna lífinu og ástinni með okkar bestu vinum og fjölskyldu. En hvatinn er líka absúrd lög um réttindi fólks sem eru minni ef fólk er bara skráð í sambúð. Giftingin er því að sumu leyti baktrygging ef eitthvað skyldi koma fyrir. Varúðarráðstöfun. Við finnum ekki hjá okkur þörf til að staðfesta ást okkar frammi fyrir ríkisvaldinu. Trúlofunin er eiginlega staðfesting okkar á ástinni en giftingin partí og formsatriði.

Una sér í baráttunni Þær eru 15 ára, Una María, skipuleggjandi samstöðufundarins fyrir albönsku fjölskylduna, og Una Torfadóttir, höfundur siguratriðis Skrekks, sem settust niður og ræddu málefni flóttamanna, úrelta skólakerfið og jafnrétti.

svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is

K

raftur og ákveðni einkennir stelpurnar tvær á móti mér, þær Unu Maríu Óðinsdóttur og Unu Torfadóttur. Fyrir utan það að eiga nafnið sameiginlegt og ald­ ur þá hafa þær báðar háð baráttu á vígvöllum jafnréttis síðastliðið ár. Una Torfadóttir er ein af höfundum atriðisins „Elsku stelpur“ sem sigr­ aði fyrir hönd Hagaskóla í Skrekk á síðasta ári. Atriðið vakti mikla eftirtekt þar sem ungar stelpur komu saman og túlkuðu raunheim sinn í gegnum ljóð og dans. Heimur þar sem kon­ ur fá ekki jafn mikið pláss og þurfa að sæta drusluskömm (e. slutsham­ ing). Una María lét til sín taka í bar­ áttu flóttamanna á Íslandi þegar hún boðaði til samstöðufundar á Aust­ urvelli fyrir langveiku albönsku drengina Kevi og Arjan. Mótmæla átti ákvörðun Útlendingastofnunar að vísa á brott albönsku fjölskyld­ unni. Degi fyrir mótmælin kom fram að vilji væri innan allsherjar­ nefndar alþingis að veita fjölskyld­ unni ríkisborgararétt. Unurnar tvær segja sína kynslóð vera óhrædda við að láta í sér heyra, taka meira pláss og eru orðnar þreyttar á hlusta á fullorðna fólkið kenna stjórnvöldum um allt sem fer úrskeiðis. Þær segja baráttuna byrja hjá okkur sjálfum og það þýði ekki að sitja heima á bak við tölvuskjáinn og bíða eftir breytingum. Ég sat og hlustaði á þær fara um víðan völl í hápólitískum málefnum flóttamanna, um úrelta skólakerfið og baráttuna um jafnrétti allra hópa samfélagsins þar sem aldrei er unnt sér hvíldar. Þær heilsast, Una og Una, hlæja aðeins yfir sameigin­ lega nafninu og Una María spyr Unu Torfa hvort hún sé ekki með Jónatan Baldvins í árgangi. Una Torfa: Jú, einmitt það passar. Hef búið hérna í Vesturbænum allt mitt líf. Una María: Ég þekki hann aðeins.

Ég er nýflutt í borgina úr Borgar­ nesi. Una Torfa: Ég vil endilega heyra meira um þennan samstöðufund sem þú skipulagðir, mér þótti þetta mjög áhugavert. Hvernig gekk? Una María: Ég var svo reið yfir þessu ástandi og ákvörðun stjórn­ valda að senda veik börn flótta­ manna og fjölskyldur þeirra úr landi. Útlendingastofnun var með hræðileg rök en mamma sagði það væri lítið hægt að gera í þessu. Ég fór að hugsa hvort það væri virki­ lega ekkert sem ég gæti gert. Þá ákvað ég að boða til mótmæla og það gjörsamlega sprakk út. Una Torfa: Vá, geðveikt. Una María: Ég held að stjórnvöld hafi verið stressuð því búið var að boða 22 þúsund manns á Austur­ völl. Þau vildu, held ég, róa niður al­ múgann svo daginn fyrir mótmælin var gefin út tilkynning um að verið væri að skoða umsókn þeirra um ríkisborgararétt. Þá hægðist aðeins á þessu en við héldum samt sam­ stöðufund til að þrýsta á að eitthvað yrði örugglega gert. Una Torfa: Þetta er svo magnað, fólk segir oft að það sé ekkert hægt að gera. En það eru svo margar mismunandi leiðir eins og sam­ stöðufundurinn þinn, „Beauty tips“ byltingin og atriðið okkar í Skrekk. Þetta eru allt leiðir sem ungt fólk er að nota til að þess að láta í sér heyra. Una María: Það eru ekki bara sam­ félagsmiðlar sem hafa breytt öllu heldur einnig vilji fólks til að taka á móti þessu öllu saman. Una Torfa: Það er einhver byltinga­ stemning í samfélaginu og fólk hef­ ur áhuga á því að taka þátt í breyt­ ingum og einhverju stóru. Una María: Við erum kynslóð sem ólst upp í þessari kreppu. Við þurft­ um að hlusta á foreldra okkar kvarta endalaust undan stjórnvöldum. Núna er það flóttamannaástandið og hvort við eigum að taka á móti þeim. Ég held að unga fólkið sé svolítið að taka málin í sínar hendur. Það er auðveldara fyrir okkur að nálgast fréttir úti í heimi milliliðalaust og

þetta stendur okkur nærri vegna al­ þjóðavæðingar. Þess vegna held ég að við séum róttæk kynslóð. Una Torfa: Ég held samt að stjórn­ völd þurfi að setja peninga í að hjálpa þessu fólki. Af því að það er ekki hægt að reiða sig á góðgerða­ samtök til langframa og að fólk sé tilbúið til að gefa peningana sína. Það verður að vera eitthvert kerfis­ bundið öryggisnet. Þetta er ástand sem verður að takast á við sem raun­ verulegt krísuástand. Það gengur ekki að sitja hjá. Una María: Nei ég meina, Íslend­ ingar ætla að taka á móti 50 flótta­ mönnum. Það er jafn mikið og ár­ gangurinn minn í skólanum og hann er pínulítill! 50 manns, þetta er bara hlægilegt. Það er hægt að gera svo miklu betur.

hugarfar fólks sem skiptir ekki síð­ ur máli. Það eru svo miklir fordóm­ ar, fáránlegar hugmyndir um trúar­ brögð og ólíka menningarheima. Þessir litlu hlutir sem virka ekki merkilegir í stóru myndinni eins og að skipta um prófílmynd eða boða til mótmæla en það sýnir stuðning og vonandi breytir hugarfari fólks. Una María: Þetta er farið að minna á Gyðingana og tíma Hitlers. Síðan er skólakerfið svo úrelt með alla þessa áherslu á bóklegt nám en það er ekki verið að fræða um svona málefni. Mér finnst áhrifaríkast þegar hlutirnir eru settir í samhengi við okkar eigið líf. Una Torfa: Já, það þarf að tengja þetta við okkar raunveruleika. Um­ ræður um jafnréttismál, hinsegin­ fræðslu, trúarbrögð og ólíka menn­ ingarheima þurfa að geta lifað allsstaðar, ekki bara inni í lífsleikn­ itíma þar sem umræðuefnið er sam­ kynhneigð í 40 mínútur og svo búið. Að geta rætt hlutina í allskonar að­ stæðum og í mismunandi samhengi.

geti tekið við fleiri hundruð þúsund flóttamönnum en við skulum taka á móti þeim sem við getum. Þetta er eins og að læra undir próf, þú lærir ekki bara pínulítinn part til þess að rétt ná prófinu. Þú lærir eins vel og þú getur, færð eins hátt og þú getur og lærir af mistökunum.

Við þurfum að mega taka um­ ræðuna hvar sem er, ekki lokuð inni í skólastofu. Una María: Á þessum samstöðu­ fundi á Austurvelli áttaði ég mig á því að ég get haft áhrif. Tilgangur­ inn var að þrýsta á stjórnvöld og fá fólkið til baka og það tókst. Þú átt að gera það sem þú trúir á. Hafa trú á sjálfum þér og því sem þú gerir. Una Torfa: Ég held að stærsta bylt­ ingin í öllum þessum byltingum sé að fólki finnist í lagi að taka pláss og vera með smá læti. Hrista upp í þessu.

Íslendingar eru alltaf tilbúnir að taka frá öðrum þjóðum en þegar kemur að því að Fólk sem tilheyrir gefa til baka þá er minnihlutahópnum þarf nefnilega að lok, lok og læs. upplifa þessa hluti Una Torfa: Algjörlega, ég þoli ekki viðhorfið að „þetta sé okkar“ eins og í öllum aðstæðum. við eigum Ísland. Ef þú ert lesbía þá Una María: Já, algjörlega! „Þau eru ekki búin að vinna fyrir þessu landi“ finnur þú fyrir því í viðhorfið. Okkur ber siðferðisleg skylda til þess að hjálpa þessu fólki. öllu sem þú gerir. Ég er ekki að segja að Íslendingar

Una Torfa: Ég trúi að stuðningur­ inn skiptist í tvennt. Annarsvegar þetta efnislega að skaffa húsnæði, vinnu, mat og öryggi. Þessi áþreif­ anlega hjálp sem þarf að koma frá stjórnvöldum. Á hinn bóginn er það


ÚTSALAN ER HAFIN 20-50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM HÚSGÖGNUM

30% AF ÖLLUM KUBBAKERTUM

3 FYRIR 2 AF ÖLLUM HANDKLÆÐUM

20% AF ÖLLUM MOTTUM

40-50% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM SMÁVÖRUM VELKOMIN Í NÝJU VERSLUNINA OKKAR Í SKÓGARLIND

NÝR STAÐUR: SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI

UR: ND 2, GI

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS


Gustavsberg Artic Black Vnr. 13002468

46.995.Handlaug á borð - svört. Blöndunartæki fylgja ekki. Stærð: 55 x 44 cm.

Gustavsberg hefur framleitt postulín í yfir 190 ár og er það að mörgu leiti þeim að þakka hvernig norrænt útlit hreinlætistækja, hugvit og hönnun er svo auðþekkjanleg í dag. Nánar: www.gustavsberg.com

útsala

Norcia Grigio Gólfflís

útsala

Angel Grey Gólf- og veggflís

útsala

útsala

Black Lava Gólfflís

Palladio Beige Gólfflís

Vnr. 17900150

Vnr. 18080030

Vnr. 17900185

Vnr. 17900190

Útsöluverð

Útsöluverð

Útsöluverð

Útsöluverð

verð fm2 fullt verð 4.495.-

verð fm fullt verð 4.495.-

verð fm fullt verð 3.995.-

verð fm2 fullt verð 3.995.-

Litur: gráar, frostþolnar. Stærð: 30 x 30 cm.

Litur: gráar, viðaráferð, frostþolar. Stærð: 15 x 60 cm.

Litur: svartar, frostþolnar. Stærð: 45 x 45 cm.

Litur: ljósgráar. Stærð: 30 x 30 cm.

Gustavsberg | Hygenic flush

Duravit | Durastyle

Duravit | Durastyle

Gustavsberg | Nautic

Vnr. 13002380

Vnr. 13103809

Vnr. 13106379

Vnr. 13002350-60

44.995.-

52.995.-

31.995.-

53.995.-

Vegghengt salerni með hæglokandi setu.

Durastyle rimless 37x54cm vegghengt án setu.

Durastyle seta með dempara.

Salerni með stút í gólf eða vegg. Seta fylgir.

2.697.-

3.595.2

1.995.2

1.595.-


útsala

Selkie Concrete veggplata Vnr. 10708625

11.495.verð m2 Margir aðrir litir í boði - sjá nánar á byko.is Stærð: 60 x 240cm

Grohe | Concetto Vnr. 15332204 Útsöluverð

12.595.fullt verð 17.995.Handlaugartæki.

útsala Damixa | Felida Vnr. 15557905 Útsöluverð

34.995.fullt verð 42.995.-

Sturtusett með tækjum.

Rearo Selkie eru vatnsheldar veggplötur, sérhannaðar fyrir baðherbergi, sturtur og önnur votrými. Nánar: www.rearo.co.uk/selkie-board/

Grohe | Grohtherm 1000 Vnr. 15334146

24.995.-

F U LLKO MNAÐU B A ÐHERBERGI Ð Baðherbergið er eitt mikilvægasta rými heimilisins þegar kemur að hönnun, hentugleika og þægindum. Í BYKO er eitt mesta úrval landsins af blöndunarog hreinlætistækjum, baðtækjum, baðinnréttingum, handlaugum, stálvöskum, sturtuklefum og í raun öllu sem þarf til að fullkomna baðherbergið.

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Verð gilda til 18.01. 2016

Sturtutæki með CoolTouch® brunaöryggi.


fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

36 |

Dóttir mín, átta ára, borðar lítið sem ekkert á matmálstímum en biður svo um eitthvað að borða hálftíma síðar. Hvað á ég að gera?

K

æra foreldri. Margar ástæður geta verið að baki matarhegðun dóttur þinnar og lausnir geta líka verið margvíslegar. Hér koma nokkur áhöld sem þú getur valið úr út frá þekkingu þinni á barninu þínu og þeim mun fleiri áhöld sem þú notar, þeim mun betri getur árangurinn orðið. Mikilvægt er að barnið setjist svangt að borði. Því þarf að hafa reglu á matartímunum og enga aukabita milli mála með þeirri undantekningu að börn þurfa að borða oftar en fullorðnir eða með um þriggja tíma millibili. Skólabarn þarf að fá góða hressingu þegar það kemur heim eftir skólann um miðjan dag og kvöldverður er þá lokamáltíð dagsins. Ef kvöldverður er klukkan sjö, þarf skipulagðan aukabita um fimmleytið en matarlyst margra barna er betri fyrr á daginn, eins og um sexleytið. Öll börn kjósa að hafa grunnefni máltíðarinnar aðskilin; kjöt og fiskmetið sér, kartöflur og pasta sér, sósurnar sér og grænmetið aðskilið fremur en saman í kássum, pottréttum og salati. Matarsmekkurinn og bragðlaukarnir eru í mikilli þróun og það ber að virða. Það virkar aldrei að pína börn til að borða allan mat en þau geta fengið sér æfingabita af því sem er í boði. Síðan geta þau einbeitt sér að því sem þeim líkar best. Heimilið barni að leifa af diskinum en bjóðið þeim upp á valkosti og samninga ef þau hafa ekki borðað nægilega. „Viltu fjóra eða tíu bita áður en þú ferð frá borðinu?“ Foreldrar þurfa mögulega að taka sér tak og neita barninu glaðlega um hressingu eftir matinn og ef það er gert af ákveðni 3-4 kvöld í röð mun barnið samþykkja regluna – sér í lagi ef foreldrar hafa almennt staðið við orð sín og ekki sýnt ítrekaða undanlátssemi á öðrum sviðum.

Ólíkt upphaf Ef barnið er með í ráðum í matarstússinu öllu, mun áhugi á máltíðinni snaraukast. Gerð matseðils fyrir vikuna er bráðskemmtilegt fjölskylduverkefni þar sem börnin koma með sínar tillögur. Þátttaka barna í undirbúningi og frágangi máltíðar hefur jákvæð áhrif á matarmenninguna. Þau geta fljótt byrjað að skera grænmeti með matnum, leggja á borð eða raða ögn í uppþvottavélina. Ef þau vinna þessi verk með foreldri, skapast líka frábær samskiptatími og samvera.

Þegar við byrjum á nýrri sögu skiptir upphafið sköpum um hvort hún veki athygli okkar eða ekki. Fréttatíminn bað nokkra rithöfunda um að skoða ljósmynd og skrifa upphaf að ímyndaðri skáldsögu við hana. Niðurstaðan var átta upphöf að átta ólíkum metsölubókum. Hver veit nema konan í gyllta bikiníinu láti sjá sig í næsta jólabókaflóði? Sverrir Norland

Þ egar hún vaknaði um morguninn var hún ekki lengur stödd í svefnherberginu sínu.

Didda

S teinbaðSStúlk an.

Ófeigur Sigurðsson

uppeldisáhöldin

Magga Pála gefur foreldrum ráð um uppeldi stúlkna og drengja milli 0 og 10 ára.

GLÆSIKJÓLAR FRÁ Vetrakjólar með ermum

ef tir fyrSta viðtalStímann hjá dr. Lombardini eða Langbárði – þeim er varð kunnur í sinni kreðsu eftir útgáfu á bæklingi árið 1975 um áhugasvið sitt: Um upptök fæðunnar í smáþörmum & áhrif þess á drekasvæði heilans & geðheilbrigði almennt, og hlaut bágt fyrir, en til hans sótti hún vegna stigvaxandi masókískra tilhneiginga og óvæntra spasmahreyfinga sem enduðu alltaf með miklu sleni, og hún vildi rekja til húsasvepps í leiguhúsnæðinu við Il Duce breiðgötuna – þá leið Dóróteu vel.

Salka Guðmundsdóttir

Okk ar beStu tímar , okkar verstu tímar, þegar brotin hættu að raðast saman, þegar við vöknuðum á grúfu með klepra í munnvikunum, þegar við grétum yfir sjónvarpsfréttunum, þegar okkur var sama um allt nema saumspretturnar í veruleikanum, þegar við vorum Kristur á krossinum, þegar við vorum Job í eyðimörkinni, Robert Johnson á krossgötunum, þegar við breiddum úr okkur og biðum, biðum eftir dauða eða frelsun eða mávi með fimmtíu metra vænghaf og blóðugar klær.

Þórunn Jarla Valdimarsdóttir

nenni ekki að strandspóka mig undir blístri ítalskra dóna svo ég steinligg hér innan um sóðagraffíti og grjótbréf að njóta slakra sólásta á meðan húðfrumuherdeildir ljós-tillífa kraftinn sem ég þarf til að halda áfram þeim dansi sem lífið er.

Þórarinn Eldjárn

Jónína á k löppinni hafði ævinlega reynt að ganga vel frá sandölunum sínum og svo var einnig nú, samt virtist ekki allt með felldu.

Eiríkur Örn

É g var aldrei hrædd við að deyja og kippti mér ekki upp við neitt; ég var nýlögst á handklæðið og gladdist jafnvel að þessari viku væri þá loksins lokið, allt væri yfirstaðið, a.m.k. fyrir mína parta, og lái mér hver sem vill að trúa því sem fyrir manni var haft alla ævi.

Steinunn Sigurðardóttir

tar a JOneS bar það ekki með sér að hún var veik fyrir aulabröndurum.

Líf mitt SEm kÖttur

Ástir og örlög Tásu

GLÆSIKJÓLAR VETRARYFIRHAFNIR Í ÚRVALI

STÓRÚTSALA 30%-50%

Skoðið laxdal.is/kjolar • laxdal.is/kjolar facebook.com/bernhard laxdal Skoðið

Tása er fædd rétt fyrir aldamót og alin upp í glæsilegu einbýlishúsi í Breiðholtinu. Eigendur hennar lýsa Tásu sem ákveðinni en ljúfri læðu, sem kippir sér ekki upp við mótlæti. Á uppvaxtarárum var hún útiköttur og hafði allan Elliðaárdalinn til að veiða og kanna. Það gekk ýmislegt á í ævintýralegu lífi Tásu í Hólahverfinu og varð Tása kettlingafull eftir högna í hverfinu. Seinna hefur þó komið í ljós að högninn var líklega faðir hennar. Tása gaut þó tveimur heilbrigðum kettlingum, tvíburunum Möllu og Valentínu. Malla lifir þó ein eftir í dag, en Valentína lenti ung í bílslysi. Áföllin hafa ekki verið langt undan í lífi Tásu, en á árunum eftir hrun flutti fjölskylda Tásu og Möllu í litla íbúð í Vesturbæ Reykjavíkur. Þetta voru mikil viðbrigði fyrir útiköttinn Tásu sem nú varð inniköttur og hefur heilsu hennar hrakað eftir því.

Fyrir hálfu ári varð hún í ofanálag flogaveik, en hefur tekist á við þann sjúkdóm af mikilli reisn. Tása þykir ólík öðrum köttum að því leyti að hún sleikir þá sem

henni er vel við, eins og hundur, en þrátt fyrir að hafa ekki siglt lygnan sjó á 17 ára ævi kippir hún sér hvorki upp við stóráföll né tannburstun. -sgþ


fréttatíminn | HelGiN 8. JaNúar-10. JaNúar 2016

| 37

NTV í ’samstarf

Námskeið

| Kynningar

Njóttu þess að vera nörd Ólafur Þór Jóelsson Dale Carnagie þjálfari segir mikilvægt að passa að lífið þjóti ekki framhjá meðan við erum föst í tækniheimum. Unnið í samstarfi við Dale Carnegie Þar sem tölvur og tækni eru farin að skipa stærri sess í okkar daglega lífi verður okkur hættara til að gleyma okkur í þeim heimi, hvort heldur það séu tölvuleikir, samfélagsmiðlar eða smáforrit. Þetta er mjög heillandi og spennandi heimur með stöðugum nýjungum og því mjög skiljanlegt að fólk á öllum aldri sogist þar inn. „Hættan er að við eyðum of miklum tíma í þessum heimum sem getur haft þær afleiðingar að við dettum út úr vinahópum, herbergið eða heimilið fær minni athygli, hættum að hugsa um okkur og þá sem eru í kringum okkur,“ segir Ólafur Þór Jóelsson, Dale Carnegie þjálfari. Hann er einnig þekktur sem Óli í GameTV. segir hann þetta oft leiða til þess að við missum sjálfstraust gagnvart öðrum, eigum erfiðara með að hafa samskipti við aðra og láta drauma okkar rætast. Þegar við erum komin í þá stöðu þá er meiri líkur á að við einangrumst og líði ekki vel í eigin skinni. „Til að geta í alvöru notið allra þessara spennandi hluta þá er mikilvægt að halda öðrum boltum í lífi sínu á lofti,“ segir Ólafur. Nefnir hann þá helst að passa upp á að tala við vinina og gera eitthvað með þeim, tala við foreldrana og þá sem standa okkur nærri, hreyfa sig,

sinna öðrum áhugamálum, vinnu eða námi og hreinlega passa að lífið þjóti ekki framhjá okkur meðan við erum föst í tækniheimum. „Það sem við leggjum áherslu á hjá Dale Carnegie fyrir ungt fólk er að þátttakendur á námskeiðum okkar setji sér markmið í mikilvægustu þáttum lífsins og segi sjálfum sér hvernig þau ætla að ná þeim,“ segir Ólafur. auk þess eru þeim sett þeim verk-efni tengd samskiptum sem miða að því að þau styrki sambandið við þá aðila sem skipta þau mestu máli í sínu lífi og tryggi þar með tengslin. Ólafur segir þau einnig gera æfingar sem miða að því að keyra upp sjálfstraustið sem auðveldar þeim að segja skoðun sína, þora að fara út í lífið og reyna á sig, þora að gera mistök og það mikilvægasta að þora að vera þau sjálf. „Ofan á þetta bætist að við vinnum heilmikið með viðhorf og finnum út í sameiningu hvar það er neikvætt gagnvart ákveðnum hlutum eða fólki og vinnum í að finna jákvæðari fleti á þeim hlutum til að okkur líði betur,“ segir Ólafur. að lokum bætir hann við: „að spila tölvuleiki er til dæmis eitt það skemmtilegasta sem ég geri, en til að njóta þeirra í botn verð ég að hafa aðra hluti í lagi í kringum mig. Hafa sjálfstraust til að gera aðra hluti, láta drauma mína rætast og hafa samskipti við fólkið í kringum mig. Þegar þetta allt er í lagi, þá fyrst get ég notið þess að vera nörd.“

FJARNÁM Skráning á vorönn stendur til 10. janúar á slóðinni www.fa.is/fjarnam

við CCP Helgin 8. janúar 10. janúar 2016

Ólafur Þór Jóelsson er þekktur sem Óli í GameTV. Hann starfar líka sem Dale Carnegie þjálfari og ráðleggur ungu fólki að til að geta notið þess að spila tölvuleiki þurfi það að halda öðrum boltum í lífi sínu á lofti. Til dæmis sé mikilvægt að halda góðu sambandi við fjölskyldu og vini. Ljósmynd/Hari


fréttatíminn | HElGiN 8. JaNúar-10. JaNúar 2016

38 |

Kynningar | Námskeið

auglýsingardeild fréttatímans S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

Frábær aðstaða fyrir byrjendur og lengra komna í Tennishöllinni Fjölbreytt námskeið að hefjast í Tennishöllinni sem sérsniðin eru að þörfum einstaklinga.

Jónas Páll Björnsson og hans fólk í Tennishöllinni í Kópavogi bjóða upp á frábæra aðstöðu auk þess sem byrjendanámskeiðin eru sérsniðin að þörfum hvers og eins. Ljósmynd/Hari

Unnið í samstarfi við Tennishöllina. Tennis er íþrótt sem nýtur sívaxandi vinsælda hér á landi. Í Dalsmára í Kópavogi er Tennishöllin staðsett og býður hún upp á frábæra aðstöðu fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Það má með sanni segja að Tennishöllin hafi eitthvað upp á að bjóða fyrir alla. „Byrjendanámskeið fyrir fullorðna eru að fara af stað núna fljótlega. Það eru 4-5 á hverju námskeiði og við sérsníðum þau í raun að þörfum einstaklinganna og eftir því hvenær lausir tímar eru í húsinu,“ segir Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar. Hann segir að farið sé í undirstöðuatriði íþróttarinnar, en fljótt sé farið í leiki og reynt að hafa kennsluna lifandi. Nemendur fá því mikið út úr kennslunni, þeir læri mikið og fái góða hreyfingu.

Einnig er fjölbreytt barnastarf í Tennishöllinni þar sem sex íþróttafélög bjóða upp á barnastarf, það eru Tennisfélag Kópavogs, Tennisfélag Garðabæjar, Tennisdeild BH í Hafnarfirði, Fjölnir, Víkingur og Þróttur. Börn allt frá 5 ára aldri geta komið og spilað „míní tennis“. „Við erum einnig með opna kvennatíma sem eru mjög góð leið til að kynnast öðrum tenniskonum. Þá erum við einnig með opna tíma fyrir mismunandi getustig. Og svo ef að mótherjinn klikkar á mætingunni þá erum við með boltavél á staðnum

sem hægt er að nýta,“ segir Jónas. Hann segir íþróttina mikið fjölskyldusport þar sem allir geta verið með, til að mynda eru þau með sérstök fjölskyldutilboð sem veitir 25% afslátt af verði fastra tíma. Jónas segir mjög lifandi starf vera í Tennishöllinni og að á síðasta ári hafi til dæmis verið haldin fimm alþjóðleg mót í húsinu. Það sé því mikil þörf á að stækka Tennishöllina vegna vaxandi eftirspurnar. Skráningar á námskeið fara fram á www.tennishollin.is

Ert þú frumkvöðull og langar til að læra af starfandi frumkvöðli erlendis? Þá gæti Erasmus for Young Entrepreneurs (EYE) verið fyrir þig • Markmiðið er að auðvelda frumkvöðlum og fyrirtækjum að deila reynslu, þekkingu og styrkja tengslanet milli landa. • Styrkur er veittur í samræmi við lengd dvalar og dvalarland. • Dvölin getur varað í einn til sex mánuði.

Kynntu þér málið á www.erasmus-entrepreneurs.eu Nánari upplýsingar veitir Mjöll Waldorff, verkefnisstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands: mjoll@nmi.is



fréttatíminn | hElgiN 8. jaNúar-10. jaNúar 2016

40 |

Kynningar | Námskeið

auglýsingardeild fréttatímans S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

Huglæg endurforritun Ingibergur Þorkelsson, skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands, býður upp á námskeið í meðferðardáleiðslu þar sem einn kennara verður Roy Hunter, höfundur bókarinnar Listin að dáleiða. Unnið í samstarfi við Dáleiðsluskóla Íslands Í Brautarholti 4a er til húsa skóli ólíkur mörgum öðrum, Dáleiðsluskóli Íslands. Þar fer fram kennsla í meðferðardáleiðslu. ingibergur Þorkelsson, skólastjóri Dáleiðsluskólans, segir þá dáleiðslumeðferð sem kennd sé þar alls ólíka hinni svokölluðu sviðsdáleiðslu. Segir hann dáleiðslumeðferð hafa slæmt orð á sér vegna hennar og ýmissa bíómynda sem komi inn ranghugmyndum. „Mér finnst að meðferðardáleiðsla ætti að heita eitthvað annað, eins og t.d. huglæg endurforritun. Það myndi ekki vekja upp þessi hörðu viðbrögð og er rétt lýsing á nýjustu og öflugustu aðferðunum,“ segir ingibergur. Undirvitundin veit hver orsökin er „Maðurinn er öðruvísi en flest önnur dýr að því leyti að þau fæðast nokkurn veginn full forrituð. Þannig stendur folald fljótlega á fætur og er farið að hlaupa stuttu síðar. Börn fæðast í raun óforrituð að mestu leyti sem þýðir að þau geti lært hvað sem er og aðlagast kringumstæðum þar sem þau koma í heiminn. Vísindamaðurinn David Eagleman hefur skrifað fróðlegar bækur um heilann og hugann, nú síðast „Brain“. heilinn er þannig að börn fæðast með tvöfalt fleiri tengingar á milli heilafrumna en fullorðnir hafa. Ef valið er að nota tengingarnar þá er verið að virkja þær, annars fölna þær og deyja. Svipað og með stíginn

í skóginum sem hverfur og vex yfir ef enginn notar hann,“ segir ingibergur. Segir hann forritunina fara þannig fram að þegar maðurinn lærir eitthvað þá verður til eitthvað nýtt í huganum, nýr þáttur. „Þegar þú lærir að binda skóreimar, þá ertu búinn að búa til þátt í huganum sem verður þar og þú þarft ekki að hugsa um hvernig eigi að binda skóreimar framar. Þetta er svo sjálfvirk athöfn að erfitt getur verið að útskýra fyrir öðrum hvernig þú reimar. Svona erum við samansafn af fjölmörgum þáttum – þúsundum þátta – sem allir sjá um eitthvað ákveðið.“ ingibergur segir þetta vera ágætis kerfi en það geta komið upp vandamál. „Þegar við þroskumst og breytumst hentar ekki lengur hvernig sumir þættir eru forritaðir. Þá kemur dáleiðslumeðferð til skjalanna og hún getur leyst þessi vandamál. Það er, undirvitundin getur leyst vandamálið með því að finna og leysa orsökina.“ Í námskeiðinu sem Dáleiðsluskólinn býður upp á er farið í þróaðar aðferðir sem ingibergur segir að séu að sumu leyti nýlegar og ofboðslega kröftugar. Þar er unnið með innri vitund, en Dr. Edwin Yager hefur þróað þá meðferð hana í um 30 ár. „hún byggir á því að endurforrita þætti hugans,“ segir ingibergur. hann segir að hægt sé að ímynda sér að heilinn sé tölva og hugurinn sé forritin sem vinna á tölvunni. Þetta sé þó einföldun vegna þess að auðvitað starfi heilinn með alls kyns boðefnum og tengingum í allar

Öflug námskeið með áherslu á fræðslu og sértækar æfingar, haldið af reyndum sjúkraþjálfurum á þremur stöðum á landinu. Námskeiðin hafa fengið frábærar viðtökur og hefjast næstu námskeið 25./26. janúar. Hámark 12 í hverjum hópi. Kennt er tvisvar sinnum í viku. Tveggja vikna námskeið : Fræðsla og kennsla æfinga kr. 20.000

Átta vikna námskeið: Að auki; mælingar, sex vikna sértæk þjálfun og eftirfylgni kr. 45.000

Hafnarfjörður Sjúkraþjálfarinn | Strandgötu 75 Sími 693 9770 | afgreidsla@sjukrathjalfarinn.is Reykjavík Sjúkraþjálfun Reykjavíkur | Seljavegi 2 Sími 898 9638 | thorgeir@srg.is Akureyri Efling sjúkraþjálfun | Hafnarstræti 97 Sími 861 3252 | efling@eflingehf.is www.slitgigt.is

Slitgigtarskólinn

Ingibergur Þorkelsson, skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands, verður með námskeið í meðferðardáleiðslu sem byrjar í febrúar. Ljósmynd/Hari

áttir en að þetta sé þægileg nálgun til að gera sér grein fyrir hvað verið er að gera. hann segir frá hvernig dáleiðandinn vinnur með skjólstæðinginn. „Dáleiðandinn sest þá niður með skjólstæðingi og ræðir vandamálið. oftast er þetta eitthvað sem skjólstæðinginn langar að gera, t.d. að tala opinberlega, en getur ekki, hann finnur fyrir fyrirstöðu. Dáleiðarinn getur náð sambandi við undirvitundina og fengið hana til að breyta því sem er að trufla einstaklinginn.“ hann segir því meðferðardáleiðslu geta unnið bug á ýmsum meinum sem trufla okkur í daglegu lífi, eytt vanda og aukið hæfileika í íþróttum og á ýmsum sviðum.

Námskeið í meðferðardáleiðslu Þann 5. febrúar byrjar 22 daga námskeið í meðferðardáleiðslu. Það er í 2 hlutum, fyrst er það grunnnámskeið í 10 daga og síðan framhaldsnámskeið í 12 daga í apríl og maí. Strax á fyrsta degi skiptast nemendur á að hlusta á kynningar og fyrirlestra svo og að gera æfingar. „Nemendur byrja strax á að æfa sig að dáleiða hvert annað og gera það oft á dag út námskeiðið,“ segir ingibergur. Níu kennarar skipta námskeiðinu á milli sín, þar á meðal er hjúkrunarfræðingur og læknir, svo og roy hunter sem er höfundur bókarinnar listin að dáleiða. Enn er opið fyrir skráningar og fara þær fram á www.daleidsla.is


„Það jók sjálfstraust mitt að takast á við aðstæður sem gjarnan vekja kvíða og ótta. Ég fékk þjálfun í að nýta hæfileikana sem í mér búa. Með því að leysa krefjandi verkefni lærði ég jákvæðari leiðir í samskiptum við aðra. Námskeiðið gaf mér þor til að standa með mínum eigin skoðunum. Ég fékk nýja sýn á sjálfa mig. Í staðinn fyrir hindranir sé ég núna fleiri tækifæri í lífinu.“

ÍSLENSKA SIA.IS DAL 77902 01/16

// Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir, markaðsráðgjafi

SKRÁÐU ÞIG NÚNA Dale Carnegie námskeið Á námskeiðinu færðu þjálfun í að nýta hæfileika þína til fulls og ná betri árangri í lífinu. Lærðu að vera öruggari í framkomu og betri í samskiptum við aðra. Finndu þinn innri leiðtoga og farðu út í lífið með meira sjálfstraust og jákvætt viðhorf. Skráðu þig núna!

// Ókeypis kynningartímar

// Næstu námskeið

Kynningartímar í Reykjavík, Ármúla 11, 3. hæð:

Dale Carnegie kvöldnámskeið .........................11. janúar

Fullorðnir

13. janúar

kl. 20:00 til 21:00

Dale Carnegie kvöldnámskeið ...................... 28. janúar

Fullorðnir

17. janúar

kl. 16:00 til 17:00

Dale Carnegie morgunnámskeið................. 10. febrúar Dale Carnegie á laugardagsmorgnum ...... 20. febrúar

Ungt fólk, 10 til 15 ára 10. janúar kl. 15:00 til 16:00

Dale Carnegie á þremur dögum ........................ 4. mars

Ungt fólk, 16 til 25 ára 10. janúar kl. 16:00 til 17:00

Áhrifaríkar kynningar .................................... 18. febrúar

Ungt fólk, 10 til 15 ára 24. janúar kl. 15:00 til 16:00

Samningatækni .......................................................19. maí

Ungt fólk, 16 til 25 ára 24. janúar kl. 16:00 til 17:00

Sölunámskeið ....................................................11. febrúar Stjórnendaþjálfun .............................................11. febrúar

Upplýsingar um fleiri kynningartíma og skráning

Leiðtogaþjálfun fyrir stjórnendur.................9. febrúar

á www.dale.is

Árangursrík framsögn ........................................ 12. mars Nánari upplýsingar á www.dale.is

Ráðgjafar Dale Carnegie eru einnig við símann milli kl. 10 og 16 á laugardag og sunnudag

S k r á n i n g á d a l e . i s N á n a r i u p p l ý s i n g a r í s í m a 5 5 5 70 8 0

Ármúla 11, 108 Reykjavík ı Sími 555 7080 ı www.dale.is


n

42 |

fréttatíminn | HelgIN 8. jANúAr-10. jANúAr 2016

Kynningar NÝTT 15 VIKNA NÁMSKEIÐ HEFST H EFS FST T 11. JANÚAR fyrir str stráka st ráka o elpur 5 - 11 ára á og 12 ára og eldri

STUNDATAFLA MÁNUDAGAR M ÁNUD ÁNU DAGA GAR R Svell Sv ell 17:20 – 17:55 o og g Afís/leikfimi 18:10 – 18:45 LAUGAR L AUGAR R Svell Sv ell 12:20 – 13:00 Afís/leikfimi 11:30 - 12:05

Kennt K enntt í litlum hópum en s ftir tir getu og g aldri. eiðinu lýkur með vorsýningu vorsýningu fyrir

Frír prufutími! Skautar og hjálmar á staðnum

LIÐLEIKI, LIÐ LI ÐLEIKI T TÆ TÆKNI, ÆKN KNII, ÞOL, ÞO OL L, S ST STYRKUR, T YR K U R R,, TÚL TÚLK K

O OG GS SAMHÆFING AM

Verð 36.500 kr. .bjorninn. SKRÁNING SKR SK RÁNIN ÁNING G www.bjorninn.com/list UPPL U PPL PP L

Ingibergur Þorkelsson, skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands, verður með námskeið í meðferðardáleiðslu sem byrjar í febrúar. Ljósmynd/Hari

IÐAN heldur upp á 10 ára starfsafmæli í ár og verður tímamótanna minnst með margvíslegum hætti. Unnið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur.

INGAR INGAR VEITA: VEIT VEI TA T A:

Kristrún Elva Jónsdóttir, gjaldkeri s: 849-6746

Fjölbreytni í fyrirrúmi

Listskautaskóli Bjarnarins í Egilshöll

IÐAN fræÐslusetur er sjálfstætt starfandi fyrirtæki sem hefur það að markmiði að auka hæfni starfsmanna í iðnaði. eigendur IÐuNNAr

eru atvinnurekendasamtök og samtök launafólks í iðnaði og er starfsemin afar fjölbreytt. IÐAN þjónustar bílgreinar, bygginga- og mannvirkjagreinar, matvæla- og veitingagreinar, málm- og véltæknigreinar og upplýsinga- og fjölmiðlagreinar. fyrirtækið stendur fyrir


fréttatíminn | HELGIN 8. JANúAR-10. JAN JANúAR 2016

| 43

Kynningar | Námskeið sem einkennir námskeiðsframboð IÐUNNAR. Námskeiðið hefur verið vel sótt og mun IÐAN því endurtaka leikinn í vor. Á námskeiðinu er fjallað um helstu breytingar sem fólk þarf að búa sig undir til að njóta tímabilsins eftir að það lýkur störfum. Fjallað verður um lífeyrismál, réttindi hjá TR, eignastýringu og sparnað, endurskipulagningu fjármála, áhrif hreyfingar og næringar á heilsufar, tómstundir áhugamál og félagslíf.

ára

Skráningar á námskeið fara fram á vef IÐUNNAR www.idan.is

ára

auglýsingardeild fréttatímans S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

Umsagnir um námskeiðið Nýtt líf eftir starfslok „Var mjög ánægð með námskeiðið í heild sinni. Góðir fyrirlestrar og umræður voru um fjármál og það sem helst breytist við starfslok og taka lífeyris hefst. Fjármálin voru skoðuð vel og þar kom ýmislegt á óvart sem ég vissi ekki áður, t.d. hvað tekjur minnka mikið við töku lífeyris og hvaða tekjur hafa áhrif á greiðslur lífeyris frá Tryggingastofnun. Einnig voru á námskeiðinu góðir fyrirlestrar og umræður um heilsu, mataræði og hreyfingu. Mæli hiklaust með þessu námskeiði og ættu sem flestir að sækja það og helst strax um sextugs aldurinn.“

Anna Helgadóttir

„Mér fannst þetta námskeið mjög gagnlegt og fræðandi. Vel upp sett og skipulagt . Það er mjög gott að fá svona fræðslu og upplýsingar um það hvernig maður á að fara að og hvert á að leita þegar að því kemur að fá greiddan út lífeyrinn og séreignasparnaðinn. Ég mæli eindregið með því að fara á svona námskeið fyrir alla sem eru komnir á eftirlaunaaldurinn. Það er gott að kynna sér þetta vel og tímanlega. Það er svo margt sem þarf að athuga.“

Ari Jónsson

Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri IÐUNNAR, segir fræðslusetrið bjóða upp á 300 - 350 námskeið á ári. Á síðasta starfsári nýttu um 3.300 manns sér þjónustuna. Ljósmynd/Rut

ára

símenntun á mjög breiðu sviði, hefur umsjón með raunfærnimati í ýmsum löggiltum iðngreinum, umsjón með sveinsprófum og nemaleyfum og býður upp á námsog starfsráðgjöf. IÐAN sinnir einnig námssamningum og ýmislegri verkefnavinnu á innlendum sem og erlendum vettvangi. Fyrir stuttu hlaut IÐAN fræðslusetur gæðaviðurkenningu menntaáætlunar Evrópusambandsins fyrir verkefnið Íslenskir iðnnemar í vinnustaðanámi í Evrópu.

fi e r k s u t r e V n a d n u á

ára

Fræðsla og þjónusta fyrir námsmenn Það þarf ekkert að sannfæra námsmenn um mikilvægi þekkingar. Kíktu á vefinn okkar og búðu þig undir spennandi framtíð. arionbanki.is/namsmenn H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 5 - 2 3 5 0

10 ára afmæli IÐUNNAR IÐAN heldur upp á 10 ára starfsafmæli í ár og verður tímamótanna minnst með margvíslegum hætti. Boðið verður upp á spennandi námskeið fyrir almenning þar sem sérþekking kennara IÐUNNAR kemur að góðum notum. Námskeiðin verða haldin mánaðarlega og fer það fyrsta af stað í febrúar undir yfirskriftinni Hvað er Twitter og Snapchat. Af öðrum námskeiðum má nefna: Hvernig nýta á Ipad, Gotterí í garðinum sem er í umsjá Guðríðar Helgadóttur, Léttar reiðhjólaviðgerðir og Ert þú að huga að fasteignakaupum. Ljóst er að af mörgu er að taka og spennandi tímar fram undan. Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri IÐUNNAR, segir fræðslusetrið bjóða upp á 300 - 350 námskeið á ári. Á síðasta starfsári nýttu um 3300 manns sér þjónustuna. „Aldrei hefur verið meira framboð af námskeiðum en á vorönn 2016 sem nú er að hefjast. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að ná til sem flestra um land allt, m.a. með því að efla fjarnám. Einnig er nú í fyrsta skipti boðið upp á örnámskeið í upplýsingatækni sem verða í formi stuttra, hnitmiðaðra kennslumyndskeiða.“ IÐAN fræðslusetur mun standa fyrir sérstakri fræðsluviku í iðnaði á Akureyri 22.-26. febrúar næstkomandi. Þar verður í boði fjölbreytt úrval af námskeiðum auk þess sem fyrirtæki á svæðinu verða sótt heim. Mikið er um að vera hjá IÐUNNI þessa dagana að sögn Hildar og í nógu að snúast. „Við munum halda upp á Dag íslensks prentiðnaðar þann 5. febrúar og bjóða upp á fjölda fyrirlestra og hin ýmsu örnámskeið. Er það í annað skiptið sem við stöndum fyrir þeim viðburði. Þann 4. maí munum við svo halda veglega afmælisráðstefnu, þar sem það er hinn eiginlega afmælisdagur IÐUNNAR,“ segir Hildur. Námskeiðið Nýtt líf eftir starfslok í umsjón Sigþrúðar Guðmundsdóttur, markþjálfa og ráðgjafa, er ágætt dæmi um þann fjölbreytileika


fréttatíminn | HelgiN 8. jaNúar-10. jaNúar 2016

44 |

Kynningar | Námskeið

auglýsingardeild fréttatímans s. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

Sigur að hafa trú á sjálfum sér Elísabet Esther Sigurðardóttir glímdi við félagsfælni en sigraðist á erfiðleikum sínum í námi sínu hjá Hringsjá. Unnið í samstarfi við Hringsjá. Þegar elísabet esther sigurðardóttir hóf nám við Hringsjá var hún svo félagsfælin að hún gat ekki farið út í búð að versla og forðaðist að horfast í augu við fólk. í náminu við Hringsjá lærði hún að sigrast á erfiðleikum og stóð sig í fyrsta sinn vel í námi. Við útskriftina í desember síðastliðinn stóð hún upp og hélt ræðu, en það var eitthvað sem hún hélt að hún gæti aldrei nokkurn tímann gert. Hún stefnir á háskólanám og að láta drauma sína rætast því loksins hefur hún trú á sjálfri sér. „Ég hefði ekki trúað þessu ef ég hefði verið í fortíðinni og séð sjálfa mig í dag,“ segir elísabet esther sigurðardóttir, sem útskrifaðist úr námi hjá Hringsjá í desember

síðastliðinn og segir það hafa gerbreytt lífi sínu. „systir mín, sem sótti skólann, sagði mér að þetta væri kraftaverkastaður, sem hjálpar fólki sem á við vandamál að stríða og hvatti mig til að skrá mig þar til náms,“ segir elísabet, sem þjáðist af félagsfælni, þunglyndi og miklum kvíða og lýsir því að hún hafi verið mikið inni í sér. Þær jákvæðu breytingar sem hún varð vitni að hjá systur sinni urðu til þess að hún lét til leiðast. „Ég fór inn full efasemda með höfuðið niður og vissi nákvæmlega hvernig gólfið leit út, fannst ég ekki skipta neinu máli og samfélagið hefði engin not fyrir mig. Mér var hinsvegar tekið opnum örmum og sagt að ég gæti fengið gott sjálfstraust og trúað á sjálfa mig. í fyrstu gat ég varla lyft höfði og fannst óþægilegt

Eftir að hafa lokið námið við Hringsjá er Elísabet Esther Sigurðardóttir sannfærð um að hún geti hvað sem er. Hún á ekki nógu mörg orð til að lýsa hversu dásamlegan skóla hún telur Hringsjá vera. Ljósmynd/Rut Sigurðardóttir

að vera í stofu með ókunnugum. en í þessi góða umhverfi aðlagaðist ég fljótt og mér fór að ganga vel. Ég ákvað strax að taka öllu sem var boðið upp á og áður en ég vissi af fór ég að brosa og þykja vænt um sjálfa mig.“ Hringsjá býður upp á einstaklingsmiðað nám fyrir þá sem vegna

sjúkdóma, slysa eða annara áfalla þurfa á endurhæfingu að halda til að takast á við nám eða stunda vinnu. Námið hentar einnig þeim sem hafa litla grunnmenntun og sértæka námserfiðleika. „Þetta er rosalega einstaklingsmiðað nám og kennararnir mæta manni þar sem maður er staddur. Þar sem ég er

með athyglisbrest var mér til dæmis kennt að útiloka hljóð sem trufla og mér gefið fullt af góðum ráðum. Þar að auki er ég með alvarlega talnablindu og gat aldrei lært stærðfræði en stærðfræðikennarinn minn í Hringsjá kenndi mér að nota liti og gera smá „gay pride sjóv“ úr stærðfræðiblaðinu. Það opnaði nýjan heim fyrir mér og allt í einu gat ég lært stærðfærði.“ Uppgötvun elísabetar á að hún gæti lært og gengið vel í námi kynnti heldur betur undir áhugann. „Ég stefni á háskólanám í viðskiptafræði en stóri draumurinn er að eiga mitt eigið fyrirtæki.“ elísabet var þó ekki með öllu ómenntuð því hún var með grunnskólamenntun, auk þess sem hún sótti grunnmenntun hjá Mími og hafði lært til leikskólaliða. „Ég var alltaf að klóra mig áfram í námi, sem gekk brösuglega því nám var mér erfitt. í Hringsjá hef ég hinsvegar aldrei staðið mig jafnvel í námi, eftir að hafa fengið þar góða leiðsögn og betri verkfæri.“ Námið í Hringsjá var þrjár annir og lauk með útskrift í desember síðastliðnum. „Ég hélt ræðu við útskriftina,“ segir elísabet kokhraust. „Ég sem var svo félagsfælin að ég þorði ekki út í búð að versla.“ í ræðunni talaði hún um hversu dásamlegur staður Hringsjá væri og fólkið sem þar starfar tekur brosandi á móti öllum. „Kennararnir eru yndislegasta fólk sem ég hef kynnst og afar færir á sínu sviði. Það er svo gaman að sjá ekki fyrst gólfið heldur horfa framan í fólk og brosa. stærsti sigurinn er að hafa trú á sjálfum sér.“

Er kominn tími til að gera eitthvað? Námskeið sem opna þér nýjar leiðir Hringsjá náms- og starfsendurhæfing býður úrval af öðruvísi og spennandi námskeiðum sem hafa hjálpað mörgum að komast aftur eða í fyrsta sinn af stað til meiri virkni, meiri lífsgæða og fleiri valkosta í námi eða starfi. Námskeiðin eru sniðin fyrir einstaklinga, 18 ára og eldri sem hafa verið frá vinnumarkaði eða námi vegna slysa, veikinda, félagslegra erfiðleika eða annarra áfalla. Námskeiðin geta líka hentað þeim sem hafa litla grunnmenntun eða hafa átt erfitt með að tileinka sér hefðbundið nám. Auk námskeiða býður Hringsjá líka fullt nám í 3 annir.

Minnistækni

Kennd er tækni til þess að efla og bæta minnið. Hentar þeim sem eiga við gleymsku eða skert minni að stríða.

Sjálfstyrking

Styrkir nemendur í að tjá sig, sýna öruggari framkomu og almennt vera til!

Tölvur I Tölvur II TÁT

Tölvunotkun fyrir byrjendur. Unnið á eigin hraða með aðstoð. Tölvunotkun fyrir lengra komna. Markmiðið er að efla færni í notkun gagnlegra forrita og vefsíðna.

Tök á tilverunni Bjargráð og færni í að takast betur á við daglegt líf og hindranir sem upp koma.

ÚFF

Úr frestun í framkvæmd Farið yfir ástæður frestunar, einkenni og afleiðingar. Fyrir þá sem vilja hætta að fresta og fara að ná árangri í lífinu.

Í Fókus

Að ná fram því besta með ADHD Eykur skilning á ADHD (athyglisbresti / ofvirkni) og hvernig hægt er að ná betri tökum á ADHD.

Frekari upplýsingar og skráning hjá Hringsjá í síma 510-9380 eða á hringsja.is

Fjölskyldan og ég

Með aukinni þekkingu tileinka þátttakendur sér leiðir til að verða betri fjölskyldumeðlimir, makar og uppalendur.



fréttatíminn | HElgiN 8. jaNúaR-10. jaNúaR 2016

46 |

Kynningar | Námskeið

auglýsingardeild fréttatímans s. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

NTV í samstarf við leiðandi tæknifyrirtæki

Mikil og vaxandi tækifæri tengd tæknináminu hjá NTV og skólinn kominn í samstarf við CCP. Unnið í samstarfi við NTV NTV skóliNN (Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn) hóf starfsemi sína í október 1996 og er því að hefja sitt 20. starfsár. skólinn stendur nú á ákveðnum tímamótum þar sem stofnendur hafa falið sér yngri stjórnendum að leiða áframhaldandi uppbyggingu hans og bjóða upp á metnaðarfullt og starfsmiðað nám. stefna hans er að vera í takt við tæknilegar nýjungar og gang mála í atvinnulífinu hverju sinni, með stöðugri þróun námsframboðs, kennsluefnis, kennslutilhögunar og nýjunga. Í samstarfi við CCP Nýir eigendur leggja ríka áherslu á beint samstarf við leiðandi fyrirtæki á markaðnum og sem dæmi um það hefur skólinn nú gert samstarfssamning við CCP. skólinn er í örum vexti og á síðasta ári fóru á sjötta hundrað nemendur í gegnum skólann. Fjölmennustu námsbrautirnar, utan tækninámsins, eru bókaraog skrifstofubrautirnar, grafík og margmiðlun og almenn tölvufærni.

Tækninámið er þó það nám sem vaxið hefur hvað mest. Finnbjörn Þorvaldsson, brautarstjóri tæknibrauta NTV, segir mikil og vaxandi tækifæri tengd tæknináminu þar sem vöntun á starfsfólki sé mikil. segir hann námið hagnýtt og með samstarfsaðilum sé unnið að því að laga námið að þörfum atvinnulífsins. „Tækninámið skiptist í forritunarnám og kerfisstjórnunarnám og hafa þessar tvær brautir skilað hvað flestum nemendum starfstækifærum eftir 1-2 anna nám,“ segir hann. Finnbjörn segir fólk á öllum aldri stunda nám við skólann, sumir séu að hefja sinn starfsferil meðan aðrir sækist eftir nýjum tækifærum og jafnvel að skipta algjörlega um starfsvettvang. Mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að efla og auka stöðu kvenna innan tæknigeirans og skólinn er stoltur af því að á haustönn voru í fyrsta skipti í sögu hans voru fleiri konur en karlar skráðar á byrjunarnámskeið í kerfisstjóranámi. „Þetta er vonandi vísir að því að kynjahlutföll í tæknigeiranum séu að jafnast betur út.“

Finnbjörn Þorvaldsson, brautarstjóri tæknibrauta NTV, segir mikil og vaxandi tækifæri tengd tæknináminu sem skólinn býður upp á. Ljósmynd/Hari

Sérstaða NTV n Verkefnamiðað nám n litlir námshópar n Nemendur vinna náið með kennurum n Raunhæf verkefni n Einstaklingsmiðuð þjónusta

Náms- og starfsráðgjafi starfar við skólann sem býður nemendum aðstoð í námi og við námsval. Til að auka líkur hjá þeim nemendum sem leita eftir nýju starfi að námi loknu fá nemendur einnig ráðgjöf varðandi umsóknarferli, ferilskrá og ráðningarviðtöl.

Ummæli nemanda:

skólinn er einnig viðurkenndur fræðsluaðili af mennta– og menningarmálaráðuneytinu og er alþjóðleg prófamiðstöð. Opið er fyrir skráningar í nám á heimasíðu skólans www.ntv.is

„Ég valdi NTV eftir að hafa kynnt mér aðra valkosti og skólinn hafði gott orðspor. Var virkilega ánægð með námið, kennararnir hvetjandi og frábærir og alltaf gaman að koma í skólann. Ég fékk einnig hvatningu frá kennurum til að sækja um starfið og sé ekki eftir því.“

Aðalheiður Ísold Hoffmann Nýráðin hjá CCP lauk kerfisstjórnunarnámi haust 2015

Of gaman til að fara í frímínútur Nám við Hússtjórnarskólann í Reykjavík að hefjast og enn eru nokkur laus pláss á þessari önn. Unnið í samstarfi við Hússtjórnarskólann í Reykjavík VoRöNN HússTjóRNaRskólaNs í Reykjavík hefst í þessari viku og Margrét Dórothea sigfúsdóttir skólastýra er full tilhlökkunar. Nemendur skólans munu á einni önn læra að elda, prjóna, sauma, þrífa og allt milli himins og jarðar. stærstur hluti nemenda er ungar konur en einstaka karlmaður slæðist þangað inn. „Nemendurnir eru fólk sem langar að læra að elda, prjóna, geta saumað á sig flíkur og geta rekið heimili,“ segir Margrét sem hefur stýrt skólanum í 18 ár. Flestir nemendur koma beint eftir stúdentspróf og eru á aldrinum 18 til 26 ára. aðspurð segir hún að ungt fólk í dag virðist kunna minna til verka inn á heimilinu en áður og því sé full þörf á því námi sem skólinn bíður upp á. „sumir hafa varla séð straujárn,“ segir hún kímin á svip. Hvernig á að strauja og hugsa um föt er eitt af því sem kennt er við skólann, en námið er fjölbreytt og skemmtilegt. „Mér finnst skemmtilegast að komast í eldhúsið að kenna og miðla. Það er líka svo gaman að vera með þessu unga fólki,“ segir Margrét. Hún kennir hvernig á að elda frá grunni og hvernig á að útbúa hefðbundinn íslenskan heimilismat, til dæmis hvernig á að steikja fisk, búa til fiskibollur, steikja hrygg og annað í þeim dúr. auk þess sem ráðist er í sláturgerð og sultugerð. Nemendahópnum er skipt í tvo

Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans í Reykjavík, segir námið í skólanum fjölbreytt og skemmtilegt og mikil vinátta myndist meðal nemenda. Ljósmynd/Rut Sigurðardóttir

hluta og annar hópurinn er í eldhúsinu en hinn fer í handavinnu og er þar í útsaumi, fatasaumi og ræstingu. „Við kennum í einni lotu á daginn og oftast finnst öllum svo gaman að vinna að frímínútum er gjarnan sleppt.“ Á miðri önn skipta hóparnir aftur. Prjón og útsaumur er á dagskrá alla önnina fyrir báða hópana auk þess sem ýmislegt annað er kennt, til dæmis næringarfræði og vörufræði. „Við kennum ýmislegt smálegt sem auðveldar manni lífið, til dæmis hvernig hægt er að láta flíkur og húsgögn endast með réttri umhirðu, hvernig á að ná fitublettum úr fötum, hvernig á að umgangast þvottavélarnar svo það komi ekki fýla af fötunum og hvernig á að nota þurrkara svo dæmi séu nefnd. Þrif eru eitt af því sem við kennum mjög vel og það kemur mörgum til dæmis á óvart að gömlu vaskarnir í skólanum líta allir út eins og þeir séu nýir,“ segir Margrét. Hússtjórnarskólinn í Reykjavík tekur inn 24 nemendur á hverri önn,

en í fyrra varð undantekning á þegar nemendurnir voru 26. „aðsóknin var svo mikil.“ Tæknilegir örðugleikar urðu hinsvegar til þess að aðeins 18 nemendur eru skráðir á þessa önn. „Mér barst ekki allur tölvupósturinn því einhverra hluta vegna varð husstjornarskolinn@husstjornarskolinn. is óvirkur og fjölmargar fyrirspurnir týndust. Ég vil því endilega hvetja þá sem hafa áhuga að hafa samband því enn eru laus nokkur pláss á þessari önn,“ segir Margrét. stór hluti nemenda kýs að dvelja á heimavist skólans á meðan önnin stendur yfir, en oftast eru það nemendur sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. „krakkar sem búa í úthverfunum velja líka að vera á heimavistinni, enda er það svo gaman. Þar myndast mikil vinátta og allir sitja saman í klessu á kvöldin og prjóna saman yfir sjónvarpinu. Þetta eru fullorðnar stelpur og aldrei neitt vesen á þeim. Þegar önninni lýkur þá eru oftast felld tár, faðmast og teknar myndir til að minnast góðra stunda.“



48 |

fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

Hvernig var Tarantino?

Útsalan er hafin

M

argir hafa beðið spenntir eftir nýjustu kvikmynd Quentins Tarantino, The Hateful Eight. Myndin verður frumsýnd í dag, föstudag, en viðmælendur Fréttatímans sem mættu á forsýningar milli jóla og nýárs eru sammála um að hér sé um að ræða enn eina snilldina úr smiðju leikstjórans.

Útsalan Útsalan er hafin40-60% er hafin

afsláttur! 40-60% afsláttur

40-60% afsláttur

DIMMALIMM

DimmalimmReykjavik.is

DimmalimmReykjavik.is

DIMMALIMM

Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 dimmalimmreykjavik.is

Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17

280cm

98cm

Tískuvöruverslun fyrir konur Bláu húsin Faxafeni  S. 588 4499  Opið mán.-fös.  11-18  lau. 11-16

Bolurinn sem fór til Ástralíu „Ég vinn sem málari og er frekar mikil brussa svo bolirnir mínir eru frekar vel útslettir. Ég er með helling af bolum í gangi í einu og þeir eru nýttir þar til þeir eru að detta í sundur. Ég er bara svo nýtinn.“ „Ég var einu sinni með strák úr Listaháskólanum í vinnu hjá mér sem var svo hrifinn af bolnum mínum að hann sendi hann á myndlistarsýningu í Ástralíu. Hann bara bað um að fá hann lánaðan. Ég veit ekki nákvæmlega hvaða hlutverk bolurinn hafði þar en hann tók allavega þátt í sýningunni. Þetta var bara einn af mínum bolum en þeir eru margir orðnir vel útslettir og flottir. Ég hef annars aldrei haft of mikla áhyggjur af útlitinu, svona almennt, allavega ekki þegar ég er í vinnugírnum.“

Tómas Valgeirsson, stofnandi og umsjónarmaður Bíóvefsins.

„Myndin er frekar löng en hún verður aldrei langdregin því hún er svo rosalega vel leikin. Svo er gaman að fylgjast með búningunum sem eru mjög áberandi og skemmtilegir. Ég var eiginlega hrifnust af karakterunum og búningunum.“ Álfhildur Ösp reynisdóTTir, nemi í lífeindafræði í HÍ, sem mætti á forsýningu myndarinnar og fékk fyrstu verðlaun fyrir flottasta búninginn.

„Frábær ádeila á samskipti kynja og kynþátta í Bandaríkjunum í dag, a la Reservoir Dogs.“ Þorbergur helgason málari.

Meiri snjór ... Fallegur fatnaður í stærðum 14-28

Skoðaðu úrvalið í netverslun www.curvy.is eða komdu við í verslun okkar að Fákafen 9 PÓSTSENDU M HVERT Á LA FRÍTT ND SEM ER

Fákafeni 9 | Sími 581-1552 | www.curvy.is

„Ég er búinn að sjá myndina tvisvar og hún var betri í annað sinn. Þessi mynd er dásamleg og Tarantino eins og við þekkjum hann best. Hún er hæg og löng en leikur sér skemmtilega með uppbyggingu, karakterarnir eru stórkostlegir, samtölin algjör snilld, húmorinn dökkur og leikararnir frábærir. Þetta er hugsanlega grimmasta myndin hans sem er athyglisvert í ljósi þess að myndin gerist öll í einum kofa.“

Síðustu tvö ár snerust flestar verðlaunamyndir um fólk sem ekki komst niður úr geimnum, en nú virðist snjórinn vera í hverri einustu bíómynd og þáttaröð. Ef þið hafið ekki þegar fengið nóg af vetrinum hljóta þessar bíómyndir og þættir að ýta ykkur yfir brúnina. Í Ófærð lokast íbúar þorps á Íslandi inni í þorpinu vegna óveðurs, en í morðþáttunum Fargo er hinsvegar alltaf bara slabb. Nýjasta mynd Quentin Tarantino, The Hateful Eight, bætir um betur og lokar stórhættulegar persónur inni í einu húsi, svolítið eins og að vera staddur í jólaboði ef fólk er strax farið að sakna þeirra. The Revenant er þó líklega það óveðursefni sem kaldasta blóðið er í, þar sem Leonardo diCaprio þarf ekki bara að berjast við kalsár, heldur risabirni líka. Svo má líka nefna fjallgöngugarpana í heimildarmyndinni Meru, en þeir eru jafnvel þrjóskari við að gefast upp á klifrinu en bresku ferðamennirnir sem Landsbjörg þurfti að bjarga á dögunum.

guðbrandur loki rúnarsson kvikmyndafíkill.

„Það er svo margt gott við þessa mynd. Hún kom ekkert sérstaklega á óvart en það sem aðgreinir hana frá öðrum Tarantino myndum er þessi leikhúsuppbygging. Hún er eins og virkilega þétt leikhúsupplifun, en samt er hún engan veginn hefðbundin og alls ekki fyrir viðkvæma. Tónlistin er líka alveg geggjuð.“ Jóhann leplaT ÁgúsTsson, sér um Facebook-hópinn Kvikmyndaáhugamenn.

„Hún er mjög skemmtileg. Svolítið lengi af stað en eftir á sá ég hvað það er mikilvægt fyrir þróun karakteranna. Hún hélt athygli allan tímann þó svo að sagan gerist öll inni í sama húsinu.“ marín leVý ÁrnadóTTir, nemi og kvikmyndaáhugakona.

„Hún er truflandi góð og situr lengi í manni. Ég sá hana fyrir áramót og er enn að melta hana. Nýtingin á sviðsmyndinni er svakalega góð en næstum allar tökur fara fram í einu herbergi á meðan aðrar Tarantino myndir fara út um allt. Tarantino fléttar oftast saman mörgum sögum en í þessari mynd er ein mjög djúp saga.“ sigga Clausen, gagnrýnir á Bíóvefnum.


| 49

fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

Sykurminna KEA skyr með stevíu

Á

síðasta ári bættust tvær nýjar bragðtegundir í KEa skyrs fjölskylduna en hjá Mjólkursamsölunni hefur markvisst verið unnið að því að draga úr sykri í mjólkurvörum og er hér kominn afrakstur þeirrar vinnu. Um er að ræða KEa skyr með kókos og KEa skyr með ananas og mangó og nýjasta viðbótin er svo grænn skyrdrykkur sem er fylltur af grænum orkugjöfum. „Þessar nýju tegundir eiga það allar sameiginlegt að náttúrulegi sætugjafinn stevía er notaður að hluta í stað sykurs en almennt er stevía

notuð í mjólkurvörur til að draga úr sykri en ekki taka hann alveg út. Hægt er að ná sykrinum niður um 30-50% en ef lengra er farið fer lakkrískeimurinn, sem er af stevíunni frá náttúrunnar hendi, að gera vart við sig og það telst ekki æskilegt nema kannski ef um lakkrísblandaða vöru er að ræða,“ segir Björn s. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri Ms. Viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum Ms og er ljóst að vöruþróun fyrirtækisins mun halda áfram að taka mið af kalli neytenda um sykurminni mjólkurvörur. „í

öllum þremur tegundum er stevía notuð og eru þær því helmingi sykurminni en hefðbundnar tegundir í línunni; kolvetnin eru um 8 g í 100 g og í hverri dós eru á milli 15 og 22 g af próteini,“ segir Björn. allar bragðtegundir í línunni fást í 200 g dósum með skeið í lokinu og skyrdrykkurinn í 250 ml dós og því upplagt að taka með sér á íþróttaæfingu, sem nesti í skóla eða vinnu eða njóta heima við. íslenska skyrið hentar líka vel í matargerð af ýmsu tagi og það má til að mynda nota það í brauðbakstur og eins til að búa til holla

skyrdrykki, skyrtertur og alls kyns eftirrétti. Hugmyndirnar eru óþrjótandi og hægt að finna fjölbreytt úrval uppskrifta til að veita manni inn-

blástur á uppskriftasíðu Ms, gottimatinn.is. Unnið í samstarfi við MS.

NESBÚ EGG

Massimo og Katia er fjölskylduvænn staður og það á líka við um verðið. Nú er 2 fyrir 1 tilboð á lasagne á aðeins 1.450 krónur.

Ekta ítölsk matargerð

EGGIN OKKAR ERU KOMIN Í NÝJAN BÚNING

Handgert og ferskt pasta hjá Massimo og Katiu á Laugarásvegi.

Á

Laugarásveginum er að finna veitingastað þar sem ítalski fáninn hangir uppi og úr eldhúsinu er framreiddur ekta ítalskur heimilismatur. Hjónin Massimo og Katia hafa verið búsett á íslandi í fjölmörg ár og njóta þess að taka á móti áhugasömum viðskiptavinum. „Við bjóðum upp á handgert og ferskt pasta, bæði í réttunum okkar og sem fólk kaupir og eldar heima,“ segir Katia. „Fólk er að koma og kaupa þetta í kílóavís,“ segir hún og er ánægð með að íslendingar séu búnir að uppgötva að hérna geri þau heimatilbúinn ítalskan mat. Þá segir hún mikið um að fólk panti mat hjá þeim fyrir afmæli og veislur. „Við bjóðum upp á að elda fyrir slík tilefni og fólk kemur og sækir það til okkar,“ segir Katia. Ekki er nóg með að veitingastaðurinn bjóði upp á ekta ítalskan mat heldur er þar einnig mikið af sérvörum fyrir ítalska matargerð. Það nýjasta er fyllt gnocchi, ýmist með osta- eða kjötfyllingu.

FERSK EGG

HAMINGJUEGG

Unnið í samstarfi við Massimo og Katiu.

www. nesbu.is


50 |

fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

Krumpuhundur endurfæðist Steini skoðar heiminn Þorsteinn Guðmundasson

Rosemary Atieno Athiemb.

Hvað þurfa Píratar að gera til þess að halda fylgi?

?

Ég bíð eftir að það komi flokkur sem hlustar á útlendinga á Íslandi. Helst óska ég þess að opnaður sé þráður eða málþing þar sem við getum komið hugmyndum okkar á framfæri. Við búum yfir þeirri reynslu að lifa hér sem innflytjendur og vitum hvað má bæta til að hjálpa öðrum að aðlagast. Við getum miðlað reynslu og þekkingu í allskyns málefnum. Það eru margir sem tala til okkar fyrir kosningar en fáir sem gera það eftir kosningar. Ef Píratar lofa þessu þá fá þeir mitt atkvæði og örugglega mun fleiri.

Ég fer oft að hugsa um endurfæðingu um áramótin. Kannski bara af því að dagatalið endurfæðist og byrjar aftur á byrjuninni, með nýju ártali. Ég er með ritfangablæti á háu stigi og á mér þann draum æðstan að setja á laggirnar litla verslun með fallegum ritföngum, reglustikum, gráðubogum, vellyktandi strokleðrum og úrvali af fallegum stílabókum. Þetta blæti mitt blossar iðulega upp með áramóti og endar með því að ég kem heim úr verslunarferð með nýja Stabilo blýanta, blekfyllingar og dagbók næsta árs; með vönduðu dagatali og upplýsingar um sjávarföll í ýmsum landshlutum. Að öðru leyti veit ég ekki hvað endurfæðing þýðir eiginlega. Að einhver fæðist aftur? Hvernig má það vera? Ekki nema að lítið barn sé tekið út móðurkviði og sett þangað aftur bara til þess að fæðast aftur? Það væri endurfæðing. Líkt og endursýning í fótbolta, þegar maður er staddur á klósettinu einmitt þegar liðið manns skorar en nær samt að sjá það a.m.k. sjö sinnum á frá ýmsum vinklum, jafnvel hratt og hægt. Kannski þannig. Börn fæðast líka mishratt, það er ágætt að það komi fram.

Ég gerði mér ferð niður á fæðingardeild Landspítalans til þess að íhuga þessi mál. Fór auðvitað ekki alla leið inn á deild, það hefði verið of mikið, hefði jafnvel getað leitt til handtöku eða samfélagslegrar útskúfunar; fyrirsögnin Þorsteinn Guðmundsson treður sér inn á fæðingardeildina, hljómar ekki vel. Ég fór rétt inn fyrir og fann mér stól á biðstofunni. Þóttist vera að bíða eftir einhverjum og brosti til þeirra sem gengu framhjá. Bros er svo blekkjandi. Ungt par kom gangandi niður stigann. Móðirin stirð í hreyfingum, nýbúin að fæða nýja manneskju. Faðirinn rjóður í andliti, eins og hann væri eitthvað að reyna að átta sig á sínu hlutverki í lífinu. Ég brosti til þeirra. Þau brostu ekki á móti en mér fannst bregða fyrir hræðsluglampa í augum þeirra. Kannski þekktu þau mig, ég er auðvitað stórfrægur maður á Íslandi. Kannski voru þau hrædd um að þetta væri hluti af sjónvarpsþætti sem þau vildu ekki taka þátt í. Þau höfðu kannski eitthvað á samviskunni, þetta var kannski hjákona mannsins, kannski var þetta fimmta barnið þeirra og þau voru hrædd um að þjóðfélagið myndi dæma þau fyrir stjórnleysi, við óttumst öll dóm samfélagsmiðlanna, kannski var barnið þeirra ófrítt og þó að þau létu ekki á neinu bera voru þau bara alveg í rusli yfir því, áttu von

á því að eignast fallegt barn eins og allir aðrir en svo fæddist bara krumpað barn með trýni eins og Bulldog. Ég hélt brosinu til þeirra alveg þangað til þau voru komin út úr húsinu, ef vera skyldi að þau litu við. Mig langaði helst að stoppa þau og hughreysta. Kannski kíkja örsnöggt á ljóta barnið í bílstólnum og segja svo við þau, hafið engar áhyggjur, mörg börn eru fædd alveg forljót en það vex oft af þeim. Mörg þeirra

verða falleg með tímanum, ekki öll auðvitað en mörg, þannig að þið eigið ennþá góðan möguleika á því að eignast fallegt barn. Og ef ekki þá getur ljótt barn líka gefið ykkur mikla hamingju, sjáið bara fólk sem á Bulldog, það er voða hrifið af þeim, Bulldogar eru ein vinsælasta hundategundin í heiminum. En ég gerði það ekki. Nýja barnið var eins og nýja árið (fyrir þá sem vilja láta hjálpa sér við að skilja samlíkingar). Það hefur alla möguleika. Verður það gott? Verður það slæmt? Það veit enginn. Það bara kemur í ljós.

 krossgátan

...lét það skína í mitt til þess að birtu legði af þekkingunni á dýrð Guðs eins og hún skín frá ásjónu Jesú Krists...

AllAr gáturnAr á netinu

SKÖDDUN

Allar krossgátur Fréttatímans frá upphafi er hægt að nálgast á vefnum http://krossgatur.gatur.net.

BÓK

BRAK

ÞAKBRÚN

DVELJA

HLJÓÐFÆRI

SVÍVIRÐA

HINDRA

ELDHÚSÁHALD ÁLAG STAÐNA

 lausn

SKRÁ

Lausn á krossgátunni í síðustu viku. 274

BOGASKEMMA

VELTA

KOMAST

B B R A G Ó G Ú Ð I T A R O T A R Á R K K I N I S V S T Ö K A R A N P A G A E I T

R Ú L L A

E N Á L E F G N Æ L S A N A G L U G R E R U M S M E Á T L S

RUGLAST

STEINBOGI

MJÖG BIT

UNDIREINS

G S K R P L A B R O S E F Á N G G R I J A F U S S R S E S G R Ó N A P U U A F N JURT

SKREF

SKARTKLÆÐI SKÍFA

GLEÐIMERKI

SÚPUSKÁL

VAFI

STEYPUEFNI

UTAN

AÐGÆTA

AFTURENDI

HREKKI

JAFNOKI

SUSS

LEGU

Í RÖÐ

KÚSTUN

HRUMUR RIFA

VAXA

STELA

TVEIR EINS

www.versdagsins.is

275

HAFNA

TJÓN

STEFNA

LAND Í AFRÍKU

KK NAFN

SVAKA

MERKI

BULLA

KOFFORT

HREYSI

HINDRUN

SÍÐAN GEÐ

TALA

REGLA

MESSING ÓLÆTI

ENDAVEGGUR

LOTINN

MÓÐURLÍF

SJÚKDÓM HVÆS

UNGDÓMUR

HEIMSÁLFU

HÁVAXINN

A S Í U

PENINGAR HELBER

GRUNLAUS GUÐ

G O Ð SJÚKDÓMUR RÁNDÝRA

Ú L F A

DJAMM

UMFANG

ÓSA

SÆTI

SKINNAVERKUN

STÓLPI

S G L A S T L Ú T U R A S T M A S M M S N A P S K A Í R K K A U R A R M O L A A L Í F G L A U S N I M A A L L R J Ú K A A G A R R A R I Ú N M N S Ú T U N T A U R ÍLÁT

RÉTT

SAMTALA

SNÍKJUDÝR

RAUP

DÝR

ÞOKA

GORTA

BETLARI

RÓMVERSK TALA ÁTT

BETL

SIGTI

FRUMEFNI

MÖLVAÐI

VEITT EFTIRFÖR

TRAÐK

KLÓRA

TVEIR EINS GUNGA

SNYRTILEGUR

BÚPENINGUR

ORKA

SKYLDLEIKI

ÓNEFNDUR

FUGL

MYLJA ÖRÐU

TILVIST

PAR

HEILA

BLÓM

SKÓLI

HLERI

DYRAUMGERÐ

ELDSTÆÐI

RÁS

ÁVÖXTUR

MÆLIEINING

HÓTA

TÓFT

FUGL

NUDDA

Í RÖÐ

SJÚKDÓMUR

ÁVINNA

MIÐJA

AÐ BAKI

BANNHELGI YFIRBREIÐSLA

BOLA FLAN

STULDUR

FLYTJA

ÁTT

LÍTIL BLÝKÚLA

SÝRA

LJÓMI

EINELTI

FISKUR

RÍKI Í AFRÍKU

SAMTÖK

BÁRA

ÓGÆTINN

TUSKA

RÖÐULL

BRODDUR

KOMUST

MÁLUM

STAKUR

LANGAR

TÖF

KAMBUR

af öllum útsöluvörum

TYGGJA UPP GUBBA

GRÓÐI

ÓSKÝR

NÝLEGA

TEMUR

FYRR LETURTÁKN

HALD

RÓL

FOR

ÁI

ÁGÓÐI

GLYRNA

Í RÖÐ

TREYSTA

TVÍHLJÓÐI

ÞYS

Verslunin Belladonna

STANGA

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is

SKJÖGRA

FÍFLAST

MASTUR

ÁÆTLUN

Stærðir 38-58

HOPPA

SMÁGREIN

SNÖGGUR

Í RÖÐ

ÚTSALAN er hafin 30-50% afsláttur

VAFI

HERBERGI

HEIMSKAUT

TEMUR

TVEIR EINS

LENGST INNI

ÁÐUR

FERÐALAG

MATARÍLÁT


fréttatíminn |

Rekstur sýningar og þjónusta

Gott um helgina Gott að GanGa: Um hverfið og

Gott að dansa: Útgáfufyrirtækið Sweaty Records gaf út sína fyrstu safnplötu á netinu í vikunni, og verður útgáfu hennar fagnað á Paloma í kvöld, föstudag. Til upphitunar má nálgast safnplötuna ókeypis á vefslóðinni sweaty-records.bandcamp. com. Sweaty Records útgáfupartí, Paloma, föstudagurinn 8. janúar klukkan 21.

R EYKJ AVÍ KU R BO R G

dingla hjá nágrönnum sem eru ekki búnir að taka niður jólaseríurnar. Það á ekki að leyfa fólki að komast upp með hvað sem er.

Gott að skíða: Veturinn varir ekki að eilífu svo það er tilvalið að nýta hann í að fara á skíði. Bláfjöll eru opin frá klukkan 10-17 um helgina.

Gott að kaupa: Fatamerkin Kalda, Helicopter og GK Reykjavík verða með lagersölu á laugardaginn á Kex Hostel á laugardaginn milli 12 og 17, ekki missa af tækifæri til að sanka að þér flíkum og líta svo út fyrir að eiga efni á íslenskri hönnun allt árið!

Gott að brenna: Þrettándabrennum var frestað til helgarinnar vegna veðurs á þrettándanum, tilvalið að brenna eitthvað af jólaskrautinu sem þú tókst niður hjá nágrannanum.

Gott að Gera einu sinni: Gjörningahópurinn CGFC heldur leiksýningu byggða á Skugga-Sveini eftir Matthías Jochumson í Kaktus á Akureyri á laugardaginn. Sýningin ber nafnið “”I thought it was brilliant, a fantastic performance!” - Henrik Vibskov’’ og er sýningin einstakur viðburður sem hægt er að monta sig af að hafa náð að sjá þegar menn mæta til vinnu á mánudag.

Náttúra Íslands í Perlunni Reykjavíkurborg óskar eftir umsóknum áhugasamra aðila um rekstur á sýningu í Perlunni sem fjallar á metnaðarfullan hátt um náttúru Íslands. Gert er ráð fyrir því að náttúrusýning skapi nýjan og áhugaverðan áfangastað í Öskjuhlíð sem dragi til sín fjölda innlendra og erlendra gesta.

Gott að bjóða siG fram: Slástu í hóp forsetaframbjóðenda um helgina, það er eintóm skemmtun: Fullt af viðtölum við fjölmiðla og ef þú vinnur er ótrúlega stutt í Álftaneslaugina frá Bessastöðum.

Mikil ánægja með myndagátuna Lesendur Fréttatímans voru greinilega hæstánægðir með myndagátuna þetta árið því mikill fjöldi lausna barst til blaðsins. Dregið var úr réttum lausnum og hinn heppni vinningshafi er björk Garðarsdóttir. Hlýtur hún að launum gjafabréf á máltíð á veitingastaðnum Apótekið fyrir tíu þúsund krónur. Haft verður samband við vinningshafann. Lausn myndagátunnar var: „Mikil umræða varðandi hælisleitendur og flóttafólk einkenndi árið.“ Hægt er að skoða lausn myndagátunnar á vef Fréttatímans. Slóðin er http://www.frettatiminn. is/lausn-myndagatu-frettatimans/. Fréttatíminn þakkar lesendum fyrir þátttökuna.

Húsnæði Reykjavíkurborgar í Perlunni er til ráðstöfunar í verkefnið. Annars vegar meginbygging og hins vegar einn af sex hitaveitutönkum Orkuveitu Reykjavíkur. Leigusamningur um meginbyggingu verður ótímabundinn með uppsagnarákvæðum en leigusamningur um hitaveitutank verður í samræmi við leigusamning Reykjavíkurborgar við Orkuveitu Reykjavíkur sem rennur út 1. nóvember 2023 en framlengist þá að óbreyttu um fimm ár. Áhugasamir aðilar skulu senda tölvupóst til innkaupadeildar Reykjavíkur, utbod@reykjavik.is til að fá nánari upplýsingar um verkefnið. Umsóknum um þátttöku skal skilað á netfangið utbod@reykjavik.is eigi síðar en 22. febrúar 2016.

Reykjavíkurborg - skrifstofa eigna og atvinnuþróunar ı Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnargötu 11 ı www.reykjavik.is/sea ı s. 411 11 11


52 |

fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

Fjör á Sesamstræti

Hin þunna lína milli sakleysis og sektar

HOPP OG HÍ SESSAMÍ RÚV, 12. janúar, kl.17.56

THE THIN BLUE LINE Hulu, 7. janúar

Mjúku vinirnir á Sesamstræti eru nú á íslensku fyrir börn á öllum aldri.

Fyrir þá sem voru háðir The Jinx og Making a Murderer er þessi magnaða heimildamynd Errol Morris móðir sannra sakamálamynda.

Rætur

RÆTUR (2:5) RÚV, 10. janúar, kl. 19.45

Síðasta þáttaröð Parks and Recreations kemur á Netflix

Rætur er íslensk þáttaröð um fólk sem á rætur út um allan heim, en á það sameiginlegt að hafa sest að á Íslandi. Í þessum þætti verður fjallað um sambýli íslenskunnar með þeim yfir 100 öðrum tungumálum sem töluð eru hér á landi.

PARKS AND RECREATIONS 13. sería, Netflix, 13. janúar

Loksins verður síðustu ævintýrum starfsmanna garða- og tómstundaráðs Pawnee streymt á netflix svo við getum horft á lokaþáttinn tíu sinnum í röð og grátið yfir því að þetta sé allt saman búið.

Föstudagur 8. janúar RÚV

Laugardagur 9. janúar

Stöð 2

16.10 Downton Abbey (9:9) e. 17.45 Táknmálsfréttir (130) 17.55 KrakkaRÚV 17.56 Lundaklettur (1:32) 18.02 Vinabær Danna tígurs (1:10) 18.15 Franklín og vinir hans (1:4) 18.37 Uss-Uss (1:13) 18.50 Öldin hennar (7:52) e. 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir (88) 19.30 Veður 19.40 Augnablik - úr 50 ára sögu sjónvarps (2:50) 20.00 Útsvar (16:27) (Reykjanesbær - Árborg) 21.15 Áramótaskaup 2015 e. 22.25 Sherlock Holmes (Sherlock: The Abominable Bride) 23.55 Hunangsgildran (Lindell 5: Honningfellen) 02.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (9)

Skjár 1 13:40 King of Queens (5:25) 14:05 Dr. Phil 14:45 Life In Pieces (10:22) 15:10 Grandfathered (10:22) 15:35 The Grinder (10:22) 15:55 Jennifer Falls (1:10) 16:20 Reign (6:22) 17:05 Philly (1:22) 17:50 Dr. Phil 18:30 The Tonight Show 19:10 The Late Late Show 19:50 America's Funniest Home 20:15 The Voice (16:25) 21:45 The Voice (17:25) 22:30 The Tonight Show 23:10 Rookie Blue (3:13) 23:55 Nurse Jackie (9:12) 00:25 Californication (9:12) 00:55 Ray Donovan (8:12) 01:40 State Of Affairs (1:13) 02:25 Hannibal (1:13) 03:10 The Tonight Show 03:50 The Late Late Show 04:30 Pepsi MAX tónlist

RÚV

12:05 Eldhúsið hans Eyþórs (1/9) 12:35 Nágrannar 13:00 Last Chance Harvey 14:30 Words and Pictures 16:30 Community 3 (19/22) 16:55 Kalli kanína og félagar 17:20 Bold and the Beautiful 17:40 Nágrannar 18:05 The Simpsons (7/22) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:55 Ísland í dag 19:25 American Idol (1/30) 20:50 American Idol (2/30) 22:15 The Trials Of Pamela Smart 23:50 In the Blood 01:40 Hercules 03:15 Words and Pictures 05:10 Fréttir og Ísland í dag

Stöð 2 Sport 07:30 Keflavík - Þór Þ. 11:45 Napoli - Torino 13:25 Ítölsku mörkin 2015/2016 13:55 League Cup Highlights 14:25 Juventus - Verona 16:10 NBA Rising 16:35 NFL Gameday 17:05 Keflavík - Þór Þ. 18:40 La Liga Report 19:10 FA Cup - Preview Show 2016 19:40 Exeter - Liverpool Beint 22:00 Körfuboltakvöld 00:00 Washington - Toronto Beint

Stöð 2 Sport 2 11:20 WBA - Stoke 13:05 Man. Utd. - Swansea 14:45 Messan 16:05 Sunderland - Aston Villa 17:50 Premier League World 18:20 Watford - Man. City 20:00 PL Match Pack 2015/2016 20:30 Crystal Palace - Chelsea 22:10 Arsenal - Newcastle 23:50 Leicester - Bournemouth

08.01 Snillingarnir (1:9) 08.24 Úmísúmí (9:20) 08.47 Kata og Mummi (41:52) 08.58 Litli prinsinn (8:26) 09.22 Kafteinn Karl (26:26) 09.23 Skrekkur íkorni (24:25) 09.46 Uss-Uss! (12:52) 09.57 Undraveröld Gúnda (1:30) 10.09 Um hvað snýst þetta allt 10.15 Krakkafréttir vikunnar 10.40 Menningin (19:30) 11.05 Útsvar e. 12.10 Rætur (1:5) e 12.40 Flótti Edwards Snowden e. 13.40 Á sömu torfu 13.55 Þýskaland - Ísland Beint 15.40 Íþróttaafrek sögunnar 16.10 Stóra sviðið e. 16.50 Burma-leiðangurinn e. 17.45 Táknmálsfréttir (131) 17.55 KrakkaRÚV 17.56 Babar (2:26) 18.20 Unnar og vinur (12:26) 18.43 Chaplin 18.54 Lottó (20:52) 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Þetta er bara Spaug... stofan 20.25 Árið er - Söngvakeppnin í 30 ár 21.20 The Graduate (Frú Robinson) 23.05 Nothing But the Truth 00.50 Page Eight (Blaðsíða átta) e. 02.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

Skjár 1 16:25 Parks & Recreation (11:13) 16:50 The Voice (16&17:25) 19:05 Life Unexpected (1:13) 19:50 How I Met Your Mother (1:22) 20:15 People's Choice Awards 2016 22:00 Out Of Sight 00:05 Lucky Number Slevin 01:55 Fargo (1:10) 02:40 CSI (17:22) 03:25 Unforgettable (5:13) 04:10 The Late Late Show

Sunnudagur 10. janúar

Stöð 2

RÚV

11:10 Teen Titans Go! 11:35 Beware the Batman 12:00 Bold and the Beautiful 13:45 Dimma og Sinfoníuhljómsveit Norðurlands 15:20 Heimsókn (6/13) 15:45 Sjáðu (424/450) 16:10 ET Weekend (16/52) 16:55 Fed up 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (98/150) 19:10 Lottó 19:15 The Simpsons (10/22) 19:40 Top Five 21:25 Unbroken 23:45 Seal Team Eight 01:25 Drew Peterson: Untouchable 02:50 Semi-Pro 04:20 The Number 23

Stöð 2

10.25 Árið er - Söngvakeppnin í 30 ár 11.15 Þetta er bara Spaug... stofan e. 11.55 BAFTA heiðrar Downton Abbey 12.45 Biðin e. 13.40 Augnablik - úr 50 ára sögu Sjónv. 13.55 Þýskaland - Ísland Beint 15.35 Sjöundi áratugurinn – Morðið á Kennedy forseta (1:10) e. 16.20 Persónur og leikendur (2:6) e. 16.55 Á sömu torfu 17.10 Táknmálsfréttir (132) 17.19 KrakkaRÚV (24:300) 17.20 Kata og Mummi (12:52) 17.32 Dóta læknir (7:13) 17.55 Ævintýri Berta og Árna (1:37) 18.00 Stundin okkar (11:22) 18.25 Í leit að fullkomnun – Félagslíf 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Rætur (2:5) 20.15 Stóra sviðið (2:5) 20.55 Ófærð (3:10) 21.50 Kynlífsfræðingarnir (1:12) 22.45 Ungfrúin góða og húsið 00.20 Halldór um Ungfrúna góðu ... 00.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

Stöð 2 Sport 07:10 Genoa - Sampdoria 08:50 KR - Stjarnan 10:25 Exeter - Liverpool 12:05 FA Cup - Preview Show 2016 12:35 W. Wanderers - A. Villa Beint 14:50 Arsenal - Sunderland Beint 17:20 Man. Utd. - Sheffield Utd. Beint 19:25 Real Madrid - Deportivo Beint 21:30 H. Texans - K. City Chiefs Beint 00:30 UFC Now 2015 01:15 C. Bengals - P. Steelers Beint

Skjár 1 16:45 Rules of Engagement (14:26) 17:10 The McCarthys (2:15) 17:35 Black-ish (23:24) 18:00 The Millers (5:11) 18:25 Design Star (7:7) 19:10 Minute To Win It Ísland (7:10) 20:00 Top Gear (7:8) 21:00 L&O: Special Victims Unit 21:45 The Affair (2:12) 22:30 House of Lies (11:12) 23:00 Inside Men (1:4) 23:50 Ice Cream Girls (1:3) 00:35 Rookie Blue (9:22) 01:20 CSI: Cyber (9:22) 02:05 L&O: Special Victims Unit 02:50 The Affair (2:12) 03:35 House of Lies (11:12) 04:05 The Late Late Show

Stöð 2 Sport 2 10:00 QPR - Hull 11:40 Brighton - Wolves 13:20 Football League Show 2015/16 13:50 Premier League World 14:20 Everton - Man. City 16:00 League Cup Highlights 16:30 West Ham - Liverpool 18:10 Everton - Tottenham 19:50 Premier League Review 2015 20:45 Man. Utd. - Swansea 22:25 Norwich - Southampton 00:05 Messan

10:00 Ljóti andarunginn og ég 10:25 Ninja-skjaldbökurnar 10:50 Loonatics Unleashed 11:35 iCarly (14/25) 12:00 Nágrannar 13:45 American Idol (1&2/30) 16:30 The Big Bang Theory (4/24) 16:55 60 mínútur (14/52) 17:40 Eyjan (19/30) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (99/150) 19:10 Næturvaktin 19:40 Modern Family (10/22) 20:05 Atvinnumennirnir okkar (4/6) 20:35 Shetland (8/8) (1:2) 21:35 Code of a Killer (2/3) (2:3) 22:25 60 mínútur (15/52) 23:10 The Sandhamn Murders (1/3) 23:55 The Mafia With Trevor McDonald 00:45 The Art of More (4/10) 01:35 88 Minutes 03:25 Foxfire 05:45 Fréttir

Stöð 2 Sport 08:20 Washington - Toronto 10:10 Barcelona - Granada 11:50 Oxford - Swansea Beint 13:50 Chelsea - Scunthorpe Beint 15:55 Tottenham - Leicester Beint 18:00 M. Vikings - S. Seahawks Beint 21:00 NFL Gameday 21:30 W. Redskins - G. B. Packers Beint 00:30 Körfuboltakvöld

Stöð 2 Sport 2 11:00 Premier League World 11:30 Arsenal - Newcastle 13:10 Crystal Palace - Chelsea 14:50 Premier League Review 2015 15:45 Stoke - Liverpool 17:25 Watford - Man. City 19:05 Leicester - Bournemouth 20:45 Messan 22:05 Brighton - Wolves 23:45 QPR - Hull

Fyrir atvinnumanninn - hraður, hágæða og sparneytinn !

Hágæða prentarar fyrir þarfir hvers og eins ormsson.is

Samsung Prentari Svarthvítur

Samsung Fjölnotatæki í lit

Samsung Prentari Svarthvítur

Upplausn: 1200 x 1200 dpi Prenthraði: Allt að 20 bls á mínútu Fyrsta blað: 8,5 sek Pappírsbakki: 150 blöð

Upplausn: 2400x600 dpi Hraði: 18 síður á mínútu, ca. 14 sek í fyrstu síðu Pappírsbakki: 150 blöð

Upplausn: 1.200x1.200dpi Prenthraði: Allt að 38 bls./mín. Fyrsta blaðsíða út: 6,5 sek. Pappírsbakki: 250 blöð

SL-M2026WSEE

Kr: 17.900,-

SL-C480WSEE

TILBOÐ Kr: 49.900,-

síÐUmúLa 9 sími 530 2900 Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16

SL-M3820NDSEE

Kr: 69.900,-

LágmúLa 8 sími 530 2800 Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-15


| 53

fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

Sófakartaflan

Holmes og Watson aftur í tímann á ný

Liggur yfir sakamálum

SHerlock HolmeS: THe AbominAble bride RÚV, 8. janúar, kl. 22.10 Aðdáendur þátta BBC um Sherlock Holmes (Benedict Cumberbatch) og félaga hans, Dr.Watson (Martin Freeman) fá nýársgjöf í formi þessarar 90 mínútna sakamálamyndar, sem tekur þá félaga aftur til Viktoríutímans.

Við kærastan mín erum búin að vera að glápa á heilan helling, til dæmis glæpaþættina Making a Murderer sem allir eru að missa sig yfir. Þeir eru æði, segir tónlistarmaðurinn Krummi Björgvinsson. Við liggjum yfir svona sönnum sakamálaþáttum þegar okkur vantar eitthvað að horfa á. Við höfum séð tvær frábærar bíómyndir sem allir ættu að tékka á: Önnur heitir The Lobster, súrrealísk og flott mynd eftir Yorgos Lanthimos, og svo vil ég mæla með The Reverent, nýju myndinni með Leonardo DiCaprio. Ég mæli líka með tveimur teiknimyndaseríum ef fólk vill horfa á svoleiðis til tilbreytingar: F is for Family og Adventuretime, tékkið á þeim.

VILTU MEIRA SJÁLFSTRAUST

LÍÐA BETUR Mikilmennskubrjálæði í Himalajafjöllum

EIGA AUÐVELDARA MEÐ AÐ KYNNAST FÓLKI

meru Apple TV Ótrúleg heimildarmynd um þrjá atvinnuklifrara sem ætla að klífa fjallið sem engum hefur tekist áður. Mikið af efninu er tekið á leiðinni upp þar sem ótti, þráhyggja og kuldi spila stórt hlutverk.

VERA ÞÚ?

Ást fyrir matargerð cHef’S TAble Netflix

Þættirnir skyggnast inn í líf og eldhús fremstu kokka heims. Ólíkt flestum matreiðsluþáttum snúast þeir um hvaðan ást þeirra fyrir matargerð kemur og hvernig bakgrunnur þeirra mótar réttinn á disknum.

STÍGÐU SKREFIÐ! // DALE CARNEGIE FYRIR UNGT FÓLK NÁMSKEIÐ Í REYKJAVÍK // 10–12 ÁRA

nútíma sápuópera JAne THe Virgin Netflix Jane verður ólétt vegna læknamistaka og ákveður að eignast barnið. Hressandi þættir sem hafa húmor fyrir sjálfum sér með ívafi sápuóperu.

Námskeið hefjast 18. janúar og 29. mars, kennt einu sinni í viku í átta vikur frá kl. 17:00–20:00

// 13–15 ÁRA

Námskeið hefjast 12. janúar og 2. febrúar - örfá sæti laus kennt einu sinni í viku í átta vikur frá kl. 17:00–21:00

SKRÁÐU ÞIG OG VERTU MEÐ OKKUR // 16–20 ÁRA

// KYNNINGARTÍMAR

// 21–25 ÁRA

Leggðu mat á hæfileika barnsins með styrkleikaprófinu á www.dale.is/styrkleikar_unga

Námskeið hefjast 13. janúar og 17. febrúar - örfá sæti laus kennt einu sinni í viku í átta vikur frá kl. 18:00–22:00 14. janúar - uppselt Annað námskeið hefst 10. febrúar kennt einu sinni í viku í átta vikur frá kl. 18:00–22:00

Sjáðu fleiri kynningartíma á www.dale.is/ungtfolk Sími 555 7080

RÁÐGJAFAR DALE CARNEGIE ERU EINNIG VIÐ SÍMANN MILLI KL. 10 OG 16 Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG


54 |

Billy Elliot – sýningum lýkur í janúar Njála (Stóra sviðið)

Sun 10/1 kl. 20:00 6.k Sun 17/1 kl. 20:00 9.k Sun 24/1 kl. 20:00 11.k Mið 13/1 kl. 20:00 7.k Mið 20/1 kl. 20:00 10.k Fim 28/1 kl. 20:00 Fim 14/1 kl. 20:00 8.k Fim 21/1 kl. 20:00 aukas. Sun 31/1 kl. 20:00 Njáluhátíð hefst í forsalnum klukkan 18 fyrir hverja sýningu

Hver er hræddur við Virginíu Woolf? (Nýja sviðið) Fös 15/1 kl. 20:00 Frums. Sun 24/1 kl. 20:00 6.k Lau 16/1 kl. 20:00 2.k Fim 28/1 kl. 20:00 7.k Sun 17/1 kl. 20:00 3.k Fös 29/1 kl. 20:00 8.k Fim 21/1 kl. 20:00 4.k Lau 30/1 kl. 20:00 aukas. Fös 22/1 kl. 20:00 aukas. Sun 31/1 kl. 20:00 9.k Lau 23/1 kl. 20:00 5.k Fim 4/2 kl. 20:00 10.k Margverðlaunað meistarastykki

Fös 5/2 kl. 20:00 11.k Lau 6/2 kl. 20:00 12.k Sun 7/2 kl. 20:00 aukas. Mið 10/2 kl. 20:00 Fim 11/2 kl. 20:00 13.k

Billy Elliot (Stóra sviðið)

Fös 8/1 kl. 19:00 Lau 9/1 kl. 19:00 Síðustu sýningar

Fös 15/1 kl. 19:00 Lau 16/1 kl. 19:00

Fös 22/1 kl. 19:00 Lau 23/1 kl. 19:00

Lína langsokkur (Stóra sviðið) Sun 10/1 kl. 13:00 Sun 17/1 kl. 13:00 Síðustu sýningar

Sun 24/1 kl. 13:00 100.sýn Sun 31/1 kl. 13:00

Flóð (Litla sviðið)

Fim 21/1 kl. 20:00 Frums. Mið 27/1 kl. 20:00 3.k. Sun 24/1 kl. 20:00 2 k. Fim 28/1 kl. 20:00 4.k. Nýtt íslenskt verk um snjóflóðið á Flateyri

Sókrates (Litla sviðið) Sun 10/1 kl. 20:00 Allra síðustu sýningar!

fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

Listaverkabúð verður listaverk Fyrir 30 árum síðan opnuðu sex listamenn bókabúð og útgáfufélag í litlu rými í Amsterdam. Búðin var sérstök að því leytinu til að hún skartaði sjaldgæfum titlum úr safni stofnenda. Í hillunum voru bækur gefnar út af þeim ásamt bókum eftir aðra listamenn sem voru margar gefnar út í litlu upplagi. Í búðinni var einnig lítið gallerí opið öllum. Rúna Þorkelsdóttir, ein af forsprökkum Boekie Woekie, segir móttökurnar árið 1986 hafa verið dálítið skrítnar. „Það vissi enginn hvað þetta var, hvort bækurnar væru til sýnis eða sölu. Í dag fáum við fólk allsstaðar

að frá Evrópu í heimsókn í búðina. Það er mikið líf í henni, fólk er að skoða bækur, galleríið og að spjalla.“ Listamennirnir á bak við búðina hafa fengið mikið lof fyrir að styðja við sjálfstæða útgefendur og fyrir að gera þeim hátt undir höfði. Á síðustu árum hafa listamennirnir ferðast með sýningu búðarinnar og sett upp lítil útibú. Í Nýlistasafninu á laugardaginn verður afmælissýning sem tekur á sögu og starfsemi búðarinnar. - sgk

Boekie Woekie listamannarekin bókabúð í Amsterdam er með 30 ára afmælissýngu í Nýlistasafninu 9. janúar.

Sun 31/1 kl. 20:00 5.k Mið 3/2 kl. 20:00 6.k

Sun 17/1 kl. 20:00

Fös 22/1 kl. 20:00

Lau 9/1 kl. 20:00 Lau 16/1 kl. 20:00 Lau 13/2 kl. 20:00 Fös 15/1 kl. 20:00 Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið

Fös 19/2 kl. 20:00

Vegbúar (Litla sviðið)

Kenneth Máni (Litla sviðið)

Fös 8/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 20:00 Lau 23/1 kl. 20:00 Lau 6/2 kl. 20:00 Kenneth Máni stelur senunni

1950

DAVID FARR

65

2015

Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)

Sun 10/1 kl. 19:30 41.sýn Lau 30/1 kl. 19:30 45.sýn Lau 13/2 kl. 19:30 48.sýn Fim 14/1 kl. 19:30 42.sýn Fös 5/2 kl. 19:30 46.sýn Sun 21/2 kl. 19:30 49.sýn Sun 24/1 kl. 19:30 43.sýn Lau 6/2 kl. 19:30 Aukasýn Fös 26/2 kl. 19:30 50.sýn Fös 29/1 kl. 19:30 44.sýn Fös 12/2 kl. 19:30 47.sýn Lau 30/1 kl. 15:00 Aukasýn Lau 13/2 kl. 15:00 Aukasýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!

Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið)

Fös 8/1 kl. 19:30 4.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 7.sýn Lau 9/1 kl. 19:30 5.sýn Sun 31/1 kl. 19:30 8.sýn Lau 16/1 kl. 19:30 6.sýn Sun 7/2 kl. 19:30 9.sýn Eitt af meistaraverkum 20. aldarinnar

1950

Um það bil (Kassinn)

65

Sun 14/2 kl. 19:30 10.sýn

2015

Fös 8/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 23/1 kl. 19:30 9.sýn Lau 9/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 21/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 28/1 kl. 19:30 10.sýn Fös 15/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 22/1 kl. 19:30 8.sýn Fim 4/2 kl. 19:30 11.sýn Glænýtt verk eftir þekktasta samtímaleikskáld Svía, bráðfyndið og harkalegt í se

551 1200 | Hverfisgata | leikhusid.is Yfir til þín - 19 Spaugstofan 2015| midasala@leikhusid.is (Stóra sviðið) Mið 13/1 kl. 19:30 aukasýn Fös 15/1 kl. 22:30 13.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!

Fim 21/1 kl. 19:30 15.sýn

Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið)

Lau 23/1 kl. 13:00 Frums. Sun 31/1 kl. 13:00 2.sýn Sun 14/2 kl. 13:00 3.sýn Eldfjörug barnasýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst!

Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið)

Sun 10/1 kl. 14:00 aukasýn Sun 17/1 kl. 14:00 aukasýn Sun 10/1 kl. 16:00 aukasýn Sun 17/1 kl. 16:00 aukasýn Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu

Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari)

Fös 8/1 kl. 20:00 Frums. Fim 14/1 kl. 20:00 4.sýn Lau 9/1 kl. 20:00 2.sýn Fös 15/1 kl. 20:00 5.sýn Lau 9/1 kl. 22:30 3.sýn Fös 15/1 kl. 22:30 6.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika!

Brynhildur í gervi Njáls. Mynd/Hari

Perluvinir þó þau séu ekki alltaf sammála Brynhildur Guðjónsdóttir fer á kostum í hlutverki Njáls í uppsetningu Borgarleikhúsins á Njálu. Hún segist nálgast hlutverkið með virðingu fyrir einum mesta vitringi Íslendingasagnanna en á sama tíma með húmor fyrir sjálfri sér.

Á

ran hans Njáls ferðast á undan honum. Lýsingarnar er tilkomumiklar á þessum mikla vitringi og sáttasemjara en þegar upp er staðið er Njáll aðeins maður. Við erum perluvinir, við Njáll, þó ég sé ekki alltaf sammála honum. Hann er hvorki fúlmenni né illmenni en elsku kallinum bregst oft að gefa góð ráð.“

Brynhildur lýsir Njáli sem manni nýrra tíma sem kýs fyrirgefningu fram yfir hefndina. Hann er alinn upp af merkilegri konu, Ásgerði landnámskonu. Njáll er lögspekingur mikill og telur lögin einu leiðina til sátta en hann kýs að trúa á það góða í fólki sem getur talist til hans veik- og styrkleika. Hann er tryggur vinur til dauða-

dags en þó stundum á kostnað annarra. Að beygja og snúa upp á lagabálkinn freistar hans til þess að dæma sínum í hag. Brynhildur segir frábært að konu sé falið það hlutverk að túlka Njál eina þekktustu persónu Íslendingasagnanna. „Lykillinn er virðing og húmor fyrir hlutverkinu.“ -sgk

Lau 16/1 kl. 20:00 7.sýn Lau 16/1 kl. 22:30 8.sýn Fim 21/1 kl. 20:00 9.sýn

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is

GAFLARALEIKHÚSIÐ Það er gaman í Gaflaraleikhúsinu á nýju ári Hvítt - Töfraheimur litanna Frumsýning Sunnudagur 17. janúar

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Grandagarði 8, Reykjavík

og kaffihúsið Víkin Opið alla daga 10 -17

kl 13.00

Heimsfræg verðlaunasýning fyrir 1-5 ára börn

Góði dátinn Hasek

Viðey ferja frá Skarfabakka sjá www.elding.is

Landnámssýningin Aðalstræti 16, Reykjavík

og Landnámssögur Opið alla daga 9 -20

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhúsi Tryggvagötu 15, 6. hæð

Nýtt sprellfjörugt verk eftir Karl Ágúst Úlfsson

Laugardag 9. og sunnudag 10. janúar kl.13:15, 14:15 & 15:15

Sýningasalur opinn: mánud.- fimmtud. 12-19 föstudaga 12-18 um helgar 13-17

Miðasala - 565 5900 - midi.is-gaflaraleikhusid.is

sjá viðburðadagatal á borgarsogusafn.is

s: 411-6300

Frumsýning Laugardagur 5. mars, 2016

kl. 20.00

Talað beint til undirmeðvitundarinnar Bíó Paradís sýnir á sunnudagskvöldið Hið helga fell eftir Alejandro Jodorowsky. Sýningin er hluti Svartra sunnudaga, og er jafnframt styrktarsýning fyrir nýjustu mynd hins 95 ára gamla Jodorowsky, Endless Poetry. Inga Kristján Sigurmarsson mætti kalla einn helsta aðdáanda Jodorowskys hér á landi, segist ekki geta hugsað sér að missa af sýningunni jafnvel þó hann hafi oft séð myndina áður. „Myndin segir sögu með myndum frekar en orðum, hún er hrein skynjun. Þó myndin virðist súrrealísk er táknfræðin í myndinni úthugsuð.“ Sýningin sé því mögnuð upplifun fyrir alla kvikmyndaunnendur. The Holy Mountain, Bíó Paradís, 10. janúar, klukkan 20.


Anna var góð eiginkona, yfirleitt ... „Taugatrekkjandi saga um siðgæði, tryggð og sjálfsmynd.“ Elle

„Snilldarleg lýsing á því hvernig líf konu brotnar í mél ...“ The Times

„... hjartnæm, óvægin og grípandi.“ www.forlagid.is Bókabúð Forlagsins Fiskislóð 39

US Weekly


56 |

fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

Næsta mál á dagskrá

Úreltar hugmyndir um einelti Hagaskólanemendurnir Erna Sóley Ásgrímsdóttir, María Einarsdóttir og Una Torfadóttir telja að endurhugsa þurfi hugtakið einelti. Þær stöllur vöktu athygli með siguratriði sínu í hæfileikakeppninni Skrekk. Erna Sóley, María og Una stelpurnar@frettatiminn.is

E

ins og lengi hefur verið talað um er einelti mikil ógn við þroska og vellíðan ungs fólks og þess vegna hefur verið unnið markvisst í að útrýma því. En það eru til fleiri en ein tegund niðurlægingar og neikvæðra samskipta meðal unglinga en bara „hefðbundið“ einelti. Grín sem gengur of langt og vinátta sem byggist á gagnkvæmri vanvirðingu eru hlutir sem við sjáum daglega. Á meðan kennarar og skólastjórnendur tala um einelti og státa sig af lágum prósentutölum eru margir krakkar að upplifa hundsun, niðurlægingu og kaldhæðnislegar athugasemdir sem falla samt ekki undir skilgreiningar eineltis og finnst þeir ekki mega kvarta. Það er kominn tími á að við tökumst á við þessi vandamál í stað þess að dvelja við úreltar hugmyndir um einelti. Við erum farin að venjast samskiptum þar sem er hægt að láta út úr sér ótrúlegustu hluti, nánast án afleiðinga. Við báðum fimm krakka í tíunda bekk að rifja upp atvik þar sem þeim fannst þeir niðurlægðir. Svörin segja allt sem segja þarf.

 Embla Líf Guðmundsdóttir: „Ég var að halda upp á afmælið mitt og var búin að mála mig mjög fínt, að mér fannst, og svo er ég spurð af vini mínum hvort að það sé Halloween hjá mér því ég líti út eins og pandabjörn.“

 Kristín Ögmundsdóttir: „Það kemur stundum fyrir, án þess að þeir viti af, að vinir mínir segja niðurlægjandi hluti. Við krakkarnir vorum á Búllunni og vinur minn byrjaði bara að segja að ég væri feit í andlitinu, gæti ekki gert neitt og sagði allskonar kjaftæði upp úr þurru sem ég gat ekkert svarað fyrir.“

 Garðar Árni Garðarsson: „Ég hef verið niðurlægður á netinu í hópspjalli þar sem mér var sagt að ég væri ógeðslegur og að manneskjan fengi krabbamein þegar hún heyrði mig tala – svipað hefur gerst nokkrum sinnum.“

Una Torfadóttir

 Tryggvi Pálsson: „Gamall vinur minn baktalaði mig mikið eftir að við hættum að vera vinir, hann talaði um löngu liðna hluti og sumt sem gerðist aldrei. Ég frétti af því í gegnum annan vin minn að í hans bekk hafi verið miklar umræður um hvort ég væri leiðinlegur eða skemmtilegur. Það var frekar niðurlægjandi og hefur haft áhrif á samskipti mín við aðra í bekknum hans.“

 Lára Debaruna Árnadóttir: „Ég hef oft fengið óþægilegar spurningar sem tengjast því að ég er ættleidd frá Indlandi. Þegar ég var að vinna hópverkefni um Indland í áttunda bekk kom skólabróðir minn með látum upp að mér, þóttist skjóta úr byssu um allt herbergið og sagði „Lára, dóu foreldrar þínir í stríðinu?“ Þetta kom illa við mig þar sem ég veit ekkert um kynforeldra mína og þeir eru mitt einkamál.“

Erna Sóley Ásgrímsdóttir

María Einarsdóttir

Á fréttavakt í fimmtíu ár Gunnar V. Andrésson er einn reyndasti fréttaljósmyndari landsins og fagnar hálfrar aldar starfsafmæli á árinu. Á vef Fréttatímans má skoða nokkrar af eftirminnilegustu fréttaljósmyndum hans. „Ég hef verið með myndavél á maganum öll þessi ár og er genginn upp að hnjám,“ segir Gunnar. „Upp úr stendur tvímælalaust eldgosið í Vestmannaeyjum sem er stærsti og merkilegasti atburður sem mín kynslóð fjölmiðlafólks hefur komist í tæri við.“ Á ferlinum hefur Gunnar fylgst með fréttnæmum atburðum úr návígi og keppst við að vera fyrstur á staðinn þegar mikið liggur við. Ljósmyndir hans af ógleymanlegum augnablikum hafa birst í hinum ýmsu fjölmiðlum. Sú fyrsta birtist á forsíðu Tímans árið 1966 en undanfarinn áratug hefur Gunnar verið ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis.

Myndasýning Gunnars er á frettatiminn.is


MICHAEL KORS

ÚTSALA

SKÓR -30%

KRINGLUNNI


58 |

fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

Sagan á bak við belgíska vínarbrauðið Sagan á bak við þetta pecanhnetuvínarbrauð er að bakstur í íslenskum bakaríum er að leggjast af. Reyndar ekki strangt til tekið. Það er enn bakað í bakaríum en þau eru orðin fá bakaríin sem hnoða sitt eigið deig eða hræra það. Í langflestum bakaríum á Íslandi kemur vöruflutningabíll frá Garra með tilbúið brauð og bakkelsi sem er skellt í ofninn og síðan selt frammi í búð. Flest vínarbrauð, kleinuhringir og kruðerí sem seld eru á Íslandi eru hrærð og mótuð í risafabrikkum víða í Evrópu. Þetta pacanvínarbrauð er líkast til ættað frá Vandermoortele, risaverskmiðju í Belgíu sem framleiðir allt sem bakarinn þarf til að líta út eins og bakari án þess að vera það.

Aðeins ein kona verið aðalnúmerið Síðastliðinn mánudag tilkynnti Coachella, ein vinsælasta tónlistarhátíð í heimi, dagskrána fyrir hátíðina í apríl. LCD Soundsystem og Clavin Harris verða aðalnúmerin á hátíðinni. Í 17 ára sögu Coachella hefur aðeins ein kona verið aðalnúmerið á hátíðinni og var það Björk Guðmundsdóttir árin 2002 og 2007. Aðrir listamenn sem koma fram: A$AP Rocky, Sia Ice cube, Disclosure, Ellie Goulding og Major Lazor. - sgk Björk Guðmundsdóttir.

Vematsu, dularfulli Íslandsvinurinn @vematsu er orðinn þekktur á meðal ungu kynslóðarinnar á Twitter. Hann hefur teiknað yfir 700 myndir af Íslendingum en aðeins örfáir þekkja manninn.

Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is

Meðal verka Sölku Guðmundsdóttur má nefna Súldarsker, Hættuför í Huliðsdal og Old Bessastaði sem verður sýnt í Tjarnarbíó í febrúar. Hún þýddi líka Hver er hræddur við Virginíu Woolf?, eftir Edward Albee sem fer á svið í næstu viku.

Þetta verður sturlun „Þetta þýðir að ég mun fá góðan tíma til að fara djúpt í mína starfsgrein í stóru og metnaðarfullu húsi. Maður er alltaf dálítið tættur þegar maður er að vinna í lausamennsku en nú mun ég sem listamaður geta sett hlutina í betri fókus,“ segir leikskáldið og þýðandinn Salka Guðmundsdóttir sem í vikunni var valin til að starfa sem leikskáld Borgarleikhússins á næsta leikári. Alls sóttu 39 manns um starfið en áður hafa Auður Jónsdóttir, Jón Gnarr, Kristín Marja Baldursdóttir og Tyrfingur Tyrfingsson verið staðarleikskáld.

Alltaf verið með Bretlandsblæti „Ég hef verið að skrifa og líka þýða mjög mikið síðustu árin en fyrsta verkið mitt, Súldarsker, var einmitt frumsýnt fyrir fimm árum. Ég hef mest verið að vinna með sjálfstæðum leikhópum síðustu ár,“ segir Salka sem lærði leiklistarfræði í Wales og skapandi skrif í Glasgow. „Ég hef alltaf verið með einhverskonar Bretalandsblæti

og langaði þess vegna að prófa að búa þar. Svo vissi ég að það væri frekar framsækinn skóli í Wales þannig að ég dreif mig þangað og svo langaði mig að prófa að búa í Glasgow og var mjög hrifin af borginni,“ segir Salka.

Upptekin af litlum samfélögum

„Það sem ég er helst upptekin af eru lítil samfélög í hvaða mynd sem þau birtast. Og því hvað viðmið geta orðið brengluð í litlum hópum og litlum samfélögum, hvað það er hægt að skrumskæla tilveruna og hvernig eitthvað getur orðið viðtekinn sannleikur. Í Old Bessastaðir erum við að fjalla um það hvernig það er hægt að láta næstum hvað sem er falla að sínum eigin hugmyndum og reglum,“ segir Salka en Old Bessastaðir er hennar nýjasta verk og verður frumsýnt í Tjarnarbíói í febrúar. Aðspurð segir Salka áhorfendur mega búast við áhugaverðu verki þar sem þrjár konur muni brillera. „Þetta verður sturlun.“ -hh

Ó

líkt flestum Íslandsvinum hefur Vematsu aldrei komið til Íslands. Vematsu er frá Osaka í Japan og hefur unnið sér til frægðar á Twitter. Fyrir rúmum þremur árum fór hann að birtast í fréttaveitunni hjá Íslendingum. Valtýr Örn Kjartansson, nemandi við Menntaskólann í Reykjavík, var fyrsti Íslendingurinn sem Vematsu fylgdi á Twitter. „Ég var ekki virkur á Twitter en ég man eftir að hafa skoðað síðuna hans. Út frá því fór hann að fylgja öðru fólki á vinalistanum mínum. Hann reynir sitt besta til að skrifa íslensku sem er mjög fyndið. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en seinna að ég hefði verið fyrsti Íslendingurinn sem hann fylgdi og þykir mér það mikill heiður.“ Fréttir bárust að allir þeir sem fylgdu honum á Twitter fengju til baka mynd af sér í formi „Vemanon“ karakters eftir Vematsu sjálfan. Í dag er Vematsu búinn að teikna yfir 700 Íslendinga. Menntskælingurinn Sara Þöll Finnbogadóttir, besta vinkona Vematsu á Íslandi, segir hann feimin og

mikil leynd bak við hann. „Við erum í góðum samskiptum, ég veit hvað hann heitir og fæst við en hann vill ekki gefa það upp opinberlega. Hann er feiminn og vill ekki sýna á sér andlitið en Kalli, vinur okkar, fór og heimsótti hann í sumar. Í byrjun seinasta árs sendi hann til okkar bunka af myndum eftir sig svolítið eins og fótboltaeða Pokémon kort. Það vildu allir fá eintak. Við vorum nokkur sem sendum til hans afmælisgjöf í febrúar og hann var himinlifandi. Eftir það hefur hann sent til okkar kortin sín sem við seljum á 89 krónur stykkið. Við erum búin að safna 20.000 krónum á tveimur árum sem nemur 225 seldum kortum. Reglulega gefur hann út nýjar kortaseríur en sú síðasta var í þrívíddarteiknuð. Margir eru farnir að safna Vematsu kortum. Í jólakortinu, sem hann sendi okkur núna, segist hann vilja koma til Íslands og við vonumst til að hann komi á þessu ári.“

Vemanon kort eftir Vematsu á 89 krónur.

Karl Ólafur Hallbjörnsson blaðamaður er eini Íslendingurinn sem hefur hitt Vematsu í persónu. „Það var langþráður draumur að ferðast til Japan og ég ákvað í heimsreisu minni að heimsæka þennan hulduvin minn eða vinkonu. Lengi vel vissi ég ekki kyn Vematsu. Hann samþykkti að hitta mig og var spenntur fyrir því. Hann kom mér að óvörum með grímu og hárkollu til að stríða mér sem allra mest. Svo kom á daginn að hann er giftur karlmaður og kynnti mig fyrir eiginkonu sinni og nánasta vinahópi. Þeim þótti mjög gaman að mér, ljóshærðum, bláeygðum og hávöxnum frá Íslandi. Í dag get ég stoltur kallað hann einn af mínum betri vinum. Frábær maður, gestristinn, hreinskilinn og skemmtilegur.“

Verðlistinn flytur eftir 51 ár

Hollustan hefst á gottimatinn.is Kjúlli með silkimjúkri fyllingu

„Við erum á förum, annaðhvort hættum við eða flytjum,“ segir verslunarkonan Erla Wigelund sem hefur selt kvenmannsföt í Laugarnesinu í meira en hálfa öld. „Við erum með rosalega fína útsölu, mjög góðar vörur á 3050% afslætti. Við erum með mjög fínar úlpur en erum náttúrulega þekktar fyrir dönsku buxurnar, þær hafa alltaf mokast út hjá okkur. Okkar vörur koma mest frá Danmörku og Þýskalandi en við höfum aldrei selt neitt breskt drasl,“ segir Erla sem á eftir að sakna sinna mörgu fastakúnna. „Við höfum alltaf verið með mikið af fastakúnnum, sérstaklega utan af landi því við erum með svo góða þjónustu. Við höfum alltaf sent föt út á land sem fólk getur mátað heima hjá sér og bara borgað svo í heimabankanum.“ -hh

Karl Ólafur.

Erla Wigelund segist aldrei hafa selt neitt breskt drasl.


AUKATÓNLEIKAR

MIÐASALA HEFST Í DAG KL. 10! MIÐASALA Á TIX.IS · NÁNAR Á SENA.IS/BIEBER #PURPOSEWORLDTOUR | JUSTINBIEBERMUSIC.COM


HE LG A RB L A Ð

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Fólk í kvikmyndabransanum hér á landi býr sig nú undir annasamt ár og tíðar komur erlendra kollega. Hvíslað er innan bransans að minnst ein stórmynd verði tekin hér á landi í sumar. Þannig munu forsvarsmenn True North nú vera að leita að skrifstofuhúsnæði fyrir aðstandendur einnar stórmyndar en það hefur ekki gerst síðan þrjár stórmyndir voru teknar hér sumarið 2012. Ekkert hefur lekið út um hvaða stórmynd kunni vera að ræða en einhverjir hafa þó giskað á að þetta sé önnur myndin í nýjum Star Wars-þríleik... Þá er stefnt að því að áttunda myndin í Fast and the Furious flokknum verði að hluta til tekin hér öðru hvoru megin við páska. Myndin kallast Fast 8 og verður frumsýnd á næsta ári. Landsmenn mega því eiga von á því að Vin Diesel, Michelle Rodriguez og fleiri verði hér á vappi á næstunni... Tilkynnt var um úthlutun listamannalauna á fimmtudag. Rithöfundar af yngri kynslóðinni telja sig hlunnfarna í ár og spyrja sig hvernig þeir eigi að taka næsta skref á sínum ferli ef þeir komast ekki að. Meðal þeirra sem ungu höfunda sem ekkert fengu eru Dagur Hjartarson, Björk Þorgrímsdóttir og Ásta Fanney Sigurðardóttir... Íslenska flugrekstrarfélagið Air Atlanta mun hafa lagt þungarokkshljómsveitinni Iron Maiden til tvær þotur fyrir tilvonandi tónleikaferðalag sveitarinnar um heiminn. Vélarnar voru sendar til Dubai í yfirhalningu og málun en þær verða vitaskuld skreyttar að hætti sveitarinnar. Söngvarinn Bruce Dickinson er sem kunnugt er flugmaður en ekki er vitað hvort íslenskir flugmenn verði honum til aðstoðar á ferðalaginu...

Ert þú í söluhugleiðingum? Viltu fá frítt verðmat frá Löggiltum fasteignasala? Kíktu þá á www.verdmat.is

Hrósið ... ...fær græna tunnan. Reykjavíkurborg býður nú borgarbúum upp á græna tunnu undir plast heimilsins. Heyrst hefur að fólk sofi betur eftir að hafa hjólað í vinnuna og flokkað í tunnuna.


n Handbolti Orri æfir sex sinnum í viku fréttatíminn

n Hleypur Hlaupaæfingarnar heilagur tími hjá Erlu

n Þríþraut Pétur keppti átta sinnum í þríþraut í fyrra

a l d m u ri l l ö Heilsa á

Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

Á fullu í mömmuleikfimi og ungbarnasundi Heilsuvenjur Hörpu Sigríðar Gunnarsdóttur –á fyrsta ári „Við Harpa reynum að hreyfa okkur eitthvað á hverjum degi. Ég var í crossfit þegar ég varð ólétt en með stækkandi maga færðum við okkur yfir í meðgönguleikfimi hjá Fullfrísk. Á ára seinni hluta meðgöngunnar syntum við mikið og fórum í meðgöngujóga sem bjargaði okkur bæði líkamlega en aðallega andlega fyrir fæðinguna. núna förum við nokkrum sinnum í viku í mömmuleikfimi hjá Fullfrísk og svo förum við auðvitað mikið út að ganga. Við erum svo nýlega byrjaðar í ungbarnasundi svo að Harpa er ansi öflug, þrátt fyrir ungan aldur,“ segir Birna erlingsdóttir, móðir Hörpu Sigríðar gunnarsdóttir.

0

Hvers konar hreyfingu stundið þið? „Harpa er ekki farin að velta sér en hún er farin að halda haus alveg sjálf og gerir tilraunir til þess að grípa í tærnar sínar. Við nýtum síðan daginn vel í að hlæja og brosa. Viðhorf til heilsuræktar hefur breyst mikið á undanförnum árum og hlakka ég til að ala Hörpu upp í heilbrigðu umhverfi þar sem fyrirmyndir okkar eru sterkar og sjálfsöruggar konur sem borða hollan og góðan mat og rífa upp 200 kíló í réttstöðulyftu.“ Hvernig er hefðbundinn morgunmatur hjá ykkur? „Það er mjólkursopinn fyrir Hörpu

í öll mál ásamt D-vítamín dropum einu sinni á dag. Sjálf byrja ég alla daga á hafragraut, vítamínum og grænu tei en Harpa mun fá að kynnast þessari lífsnauðsynlegu þrennu bráðlega.“ Hvað gerið þið til að slaka á? „Á seinni hluta meðgöngunnar fórum við í meðgöngujóga en sjálf hef ég stundað jóga í mörg ár. Ég er enn meðvitaðri um að halda mér í góðu jafnvægi núna því að streita og stress smitar út frá sér yfir í litlu krílin. Harpa er einstaklega rólegt barn og trúi ég því innilega að ef ég er róleg og held mér í góðu jafnvægi þá verður Harpa það líka. jóga og hugleiðsla getur hjálpað manni mikið og finnst mér að allir ættu að gefa sér 5 mínútur á dag til þess leiða hugann inn á við og slaka á. að fara í sund á kvöldin og þá helst í rigningu er mín hugleiðsla og býst ég við að Harpa verði einnig mikil sundkona.“ Lumar þú á einu heilsuráði sem hefur gagnast þér vel í gegnum tíðina? „Ég held að það sé aldrei hægt að segja það nógu oft, en vatnið og svefninn eru alltaf heilsuráð númer eitt, tvö og þrjú. Harpa á ennþá eftir að tileinka sér vatnið en hún sefur í 12 tíma á nóttu, leggur sig yfir daginn og brosir og hlær þess á milli. Ég hugsa að það sé eflaust besta heilsuráð sem hægt er að taka til sín. Það er magnað að sjá þróunina hjá svona litlu kríli á einungis þremur mánuðum. Það er gríðarlega mikið að gerast inni í þessum

litla líkama og ég sé mun á henni nánast daglega.“ Einhver markmið varðandi heilsuna á nýju ári? „Við Harpa höfum ekki sett okkur nein stór markmið fyrir komandi ár. Við ætlum að halda áfram að lifa heilbrigðum lífsstíl, taka einn dag í einu og setja andlega líðan í fyrsta sæti því þaðan fáum við orkuna til þess að brosa, hlæja og njóta lífsins.“

Mæðgurnar Harpa Sigríður og Birna njóta þess að vera saman. Birna segir dóttur sína vera öfluga miðað við aldur og hlakkar til að ala hana upp í heilbrigðu umhverfi. Ljósmynd/Hari

Skemmtilegt að gefa öndunum brauð Heilsuvenjur Flóka Hrafnssonar - 5 ára

5

Flóki HraFnSSon er fimm ára og býr í Vesturbæ reykjavíkur með foreldrum ára sínum, Stellu ólafsdóttur háskólanema og Hrafni gunnarssyni, grafískum hönnuði. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? „Fara í smellukubba, eða að gefa öndunum brauð.“ Hvers konar hreyfingu stundar þú? „Ég hleyp inni og í útiveru.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „pítsa.“ Hvernig er hefðbundinn morgunmatur hjá þér? „Í jólafríinu fékk ég lucky Charms, hjá ömmu og afa fæ ég góðan hafragraut.“ Hvað gerir þú til að slaka á? „Þá sef ég.“


fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

2|

Heilsa

Æfir fótbolta og borðtennis Heilsuvenjur Lilju Lívar Margrétardóttur –10 ára lilja lív Margrétardóttir er tíu ára nemandi í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Hún æfir bæði fótbolta og borðtennis í frístundum sínum. „ég er í fótbolta í fimmta flokki gróttu. Það er ára mjög gaman. Svo æfi ég borðtennis í Kr. Það er líka mjög skemmtilegt.“

10

Hve oft æfirðu í viku? „ég fer á þrjár borðtennisæfingar og fjórar fótboltaæfingar.“ Hefurðu þá tíma til að gera annað? „já, því borðtennisæfingarnar eru alltaf á kvöldin,“ segir lilja sem fer með strætó á þær æfingar. Hvað gerirðu annað þér til skemmtunar? „ég les oft bækur eða fer út í fótbolta.“

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „lasagna. Sem mamma gerir.“ Pælirðu eitthvað í mataræðinu þínu? „já, ég hugsa pínu um það. ég reyni að borða hollt.“ Hvað borðarðu í morgunmat? „ég fæ mér seríós með ab mjólk yfir áður en ég fer í skólann.“

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? g les oftast bók fyrir svefninn.“ „ég

Lilja Lív Margrétardóttir fer á sjö íþróttaæfingar í hverri viku. Uppáhalds maturinn hennar er lasagna. Ljósmynd/Hari

Handbolti sex sinnum í viku Heilsuvenjur Orra Heiðarssonar –15 ára Orri HeiðarSSOn er 15 ára nemandi í valhúsaskóla. Hann æfir handbolta sex sinnum í viku og hefur verið valinn í unglingalandsliðið. „ég æfi með val og spila stöðu hornamanns. Svo æfi ára ég líka fótbolta svona einu sinni í viku. en handboltinn er aðalíþróttin,“ segir Orri.

15

Passarðu vel upp á mataræðið? já, ég fæ mér auðvitað bara það sem er í matinn heima en síðan fæ ég mér skyr og eitthvað svona

á milli æfinga. Það er alltaf hollur matur heima hjá mér.“ Hvað borðarðu í morgunmat? „jógúrt með múslí. Fæ mér alltaf það sama.“ Hvað gerirðu til að slaka á? „ég spila bara tölvuleiki eða les.“ Hefurðu sett þér einhver markmið fyrir nýja árið? „já, að samræma betur íþróttaiðkun og námið.“

Hefst 3. september Hefst 11. janúar

Orri Heiðarsson borðar hollan mat milli íþróttaæfinga og slakar á með því að spila tölvuleiki og lesa. Ljósmynd/Hari

Er eins og jójó þegar kemur að hreyfingu Heilsuvenjur Eddu Kristjánsdóttur –20 ára

BAKLEIKFIMI & AQUA FITNESS AQUA FITNESS

Mánudaga kl. 17.45 og miðvikudaga kl. 18.15 í Grensáslaug UNDIR LEIÐSÖGN SJÚKRAÞJÁLFARA Fjörugir tímar undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Í GRENSÁSLAUG, GRENSÁSVEGI 62.

Upplýsingar og skráning UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 897-2896 OG Á WWW.BAKLEIKFIMI.IS á www.bakleikfimi.is

Hefst 12. janúar

BAKLEIKFIMI & SAMBALEIKFIMI UNDIR LEIÐSÖGN SJÚKRAÞJÁLFARA Í HEILSUBORG, FAXAFENI 14 Þriðju- og fimmtudaga kl. 12.05, 16.20 og 17.20 Upplýsingar og skráning á www.bakleikfimi.is

„ég æFði fótbolta þegar ég var yngri en hætti því þegar ég var fimmtán ára og fór að fara í ræktina í staðinn. Þegar maður var yngri hugsaði maður ekkert ára um hreyfingu sem skyldu, meira sem að það væri gaman. nú er maður kannski aðeins markvissari með æfingum,“ segir hin tvítuga edda Kristjánsdóttir. edda er að læra félagsráðgjöf við Háskóla íslands og að vinna hjá styrktarfélaginu Ás í nPa þjónustu.

20

Hversu miklum tíma verðu í heilsurækt? „ég er svolítið eins og jójó með hreyfingu þar sem ég tek oft tímabil þar sem ég hreyfi mig mjög mikið og svo rosalega lítið. Upp á síðkastið hef ég verið í dálítilli lægð með heilsurækt en annars reyni ég að æfa um það bil 4 til 5 sinnum í viku.“

Hvers konar hreyfingu stundar þú? „Mismunandi, ég reyni að mæta bæði í hóptíma í ræktinni og lyfti sjálf.“ Borðarðu hvað sem er eða hugsarðu um það sem þú lætur ofan í þig? „ég reyni nú að hugsa um það sem ég læt ofan í mig en ekkert alltaf.“

Hvernig er hefðbundinn morgunmatur hjá þér? „annað hvort hafragrautur eða ab mjólk.“ Hvað gerir þú til að slaka á? „til að slaka á horfi ég oftast á Friends eða hlusta á tónlist. Svo finnst mér rosa þægilegt að kíkja í bók, ég var mikill lestrarhestur þegar ég var yngri.“ Lumar þú á einu heilsuráði sem hefur gagnast þér vel í gegnum tíðina? „að njóta, það skiptir mestu máli.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „ætli það sé ekki að taka einn netrúnt og skoða Snapchat.“ Færðu næga hreyfingu úr daglegum störfum þínum eða þarftu að ætla þér tíma til að sinna hreyfiþörfinni? „ég þarf alveg að gefa mér tíma í hreyfingu utan daglegra starfa þar sem ég er í fullu námi og eyði þar af leiðandi stórum hluta dagsins fyrir framan bækur.“ Hefurðu sett þér einhver markmið varðandi heilsuna á nýju ári? „já, en þau voru ekkert mjög markviss; einfaldlega að koma bæði líkamlegri og andlegri heilsu í betra jafnvægi.“

Edda Kristjánsdóttir horfir á sjónvarpþættina Friends eða hlustar á tónlist þegar hún vill slaka á. Ljósmynd/Rut


Útsala 30-70% AFSLÁTTUR AF ALLSKONAR VÖRUM

GLÆSIBÆ

KRINGLUNNI

SMÁRALIND

ÁRNASYNIR

a t æ b ð a m i u ð r a n Vo t a f r a r a t n e ð v r o ð i l v l u f g o n r ö b á utilif.is


fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

4|

Heilsa

Lifði á rauðrófum í viku

Kjartan Oddason gengur til og frá vinnu og passar vel upp á mataræði sitt.

Kjartan Oddason –25 ára „Ég forðast sem mest unnar vörur og kjöt. Ég kaupi aldrei kjöt nema ég virkilega þurfi þess. Ég ætlaði að verða grænmetisæta en gafst upp – það var of erfitt,“ segir Kjartan oddason, 25 ára ára hönnuður hjá Maurum.

25

Kjartan borðar mikið af fiski, grænmeti og ávöxtum. „og rauðrófum. Það var einu sinni tilboð á rauðrófum í Krónunni og ég lifði á þeim í viku.“

vissa líkamsrækt en hann gengur hins vegar til og frá vinnu. Í frítíma sínum finnst honum gaman að vera með vinum og dunda sér við tæki og tækni.

Hvernig er hefðbundinn morgunmatur hjá þér? „Ætli það sé ekki oftast skyr.“

Hvað gerir þú til að slaka á? „Ég hlusta á tónlist. eða breyti öllu nálægt mér. Ég umturna íbúðinni minni einu sinni eða tvisvar í viku. Það eru ekki ýkjur. Ég hef alltaf verið

Kjartan stundar ekki neina mark-

svona. ef ég er órólegur þá fer ég og breyti öllu. Það er alltaf betri möguleiki sem maður verður að finna.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Það er örugglega facebookrúnturinn. sem er mjög slæmt. Ég var einmitt að ræða það um daginn hvað maður þyrfti að fara að hætta þessu.“

Mestu skiptir að vera ánægður með sjálfan sig Ragnheiður Helgadóttir –30 ára „Ég reyni að fara milli tvisvar og þrisvar í viku í reebok fitness, það fer eftir vinnu og annríki í náminu,“ segir ragnheiður Helgadóttir, 30 ára nemi í tómstundafræði.

30 ára

Borðarðu hvað sem er eða hugsarðu um það sem þú lætur ofan í þig? „Ég hef aldrei þurft að hugsa mikið um hvað ég læt ofan í mig en ég reyni að halda skyndibitanum í lágmarki.“

Hvernig er hefðbundinn morgunmatur hjá þér? „ab-mjólk með múslí eða hafragrautur.“

og líkamlega. Öll hreyfing er góð. en það sem skiptir mestu máli er að vera ánægður með sjálfan sig, því þú skapar þína eigin hamingju.“

Hefur heilsurækt þín breyst með árunum? Ef svo er, hvernig? „já, ég er duglegri að hreyfa mig en ég var.“

Hvað gerir þú til að slaka á? „set góða tónlist í eyrun, þannig næ ég fullkominni slökun.“

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Bursta tennurnar.“

Hefurðu sett þér einhver markmið varðandi heilsuna á nýju ári? „Ég ætla að halda áfram að fara í ræktina í fasta tíma tvisvar í viku til þess að fá smá hreyfingu. en fyrst og fremst rækta sjálfa mig og njóta lífsins.“

Lumar þú á einu heilsuráði sem hefur gagnast þér vel í gegnum tíðina? „Ég hef tamið mér það hugarfar að hugsa vel um sjálfa mig, bæði andlega

Ragnheiður Helgadóttir hefur aldrei þurft að hugsa mikið um hvað hún borðar, en reynir að halda skyndibita í lágmarki. Ljósmynd/Hari

Besti vinurinn í eldhúsinu Vitamix TNC er stórkostlegur. Mylur alla ávexti, grænmeti, klaka og nánast hvað sem er. Býr til heita súpu og ís. Til í fjórum litum, svörtum, hvítum rauðum og stáli.

Æfi meira eftir að ég hætti á sjónum

Ragnar Kristján mætir í ræktina fimm sinnum í viku og spilar þar að auki fótbolta tvisvar í viku. Ljósmynd/Hari

Heilsuvenjur Ragnars Kristjáns Jóhannssonar –35 ára „Ég Hef reynt að hafa þá venju síðustu árin að fara alla vega fimm sinnum á viku í ræktina. Ég æfi í reebok fitness, oftast er ég bara að lyfta og tek létt „cardio“. svo spila ég fótbolta ára tvisvar sinnum í viku,“ segir ragnar Kristján jóhannsson, sjómaður og sölumaður hjá gÁP. ragnar var lengi háseti og netamaður á frystitogurum en starfar nú í hjólabúð. sem starfsmaður í hjólabúð hefur hann ekki farið varhluta af hjólaæðinu sem gengið hefur yfir landsmenn. eða hluta þeirra að minnsta kosti. „Ég hjóla á sumrin. Maður fylgir flæðinu,“ segir hann.

35

Tilboðsverð kr. 109.990,-

Með fylgir Vitamix sleif, drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 137.489,-

Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is

Borðarðu hvað sem er eða hugsarðu um það sem þú lætur ofan í þig? „Maður reynir nú að hafa þetta kjúkling, fisk, sætar kartöflur og skyr en maður leyfir sér alveg ef mann langar í eitthvað.“ Hvernig er hefðbundinn morgunmatur hjá þér? „Ég borða skyr eða hafragraut.“ Hvað gerir þú til að slaka á? „eins og þetta hefur verið gefst nú ekki mikill tími til þess. Ég er í fjarnámi í stýrimannaskólanum og sest oftast niður fyrir framan skólabækurnar. en svo reynir maður líka að hitta vinina.“ Lumar þú á einu heilsuráði sem hefur gagnast þér vel í gegnum tíðina?

„Það er að ætla sér ekki of mikið. Margir ætla sér allt í einu en svo gerist ekkert. Þetta snýst ekki alltaf bara um janúar. Hefur heilsurækt þín breyst með árunum? „já, fyrir 10-15 árum gerði ég voða lítið. Þá var ég bara á sjónum og þetta kom af sjálfu sér. Maður finnur alveg fyrir því núna að þurfa að halda líkamanum liðugum. Ég spilaði körfubolta og fótbolta þegar ég var yngri, alveg þangað til ég fór á sjóinn 17 ára.“ Hefurðu sett þér einhver markmið varðandi heilsuna á nýju ári? „Bara það sama og verið hefur. Halda áfram að hreyfa sig, passa mataræðið og njóta þess að vera til.“


Solaray

Fjölbreytt úrval bætiefna sem svara þinni þörf. Afsláttur af allri línunni.

25%

25%

BÆTIEFNA-

tilboð! 5. – 20. JANÚAR

25%

Terranova - hámarks vellíðan Hágæða bætiefni án allra aukaefna.

25% Guli miðinn

Bætiefni fjölskyldunnar á frábæru verði.

Higher Nature

HEILSUFRÉTTIR ERU KOMNAR ÚT!

Bætiefni fyrir fólk sem gerir kröfur.

HEILSUFRÉ TTIR

Janúar 2016 – 1. tbl

25%

17. árgangur

EINSTAKLINGSBUNDIÐ

MATARÆÐI TEITUR GUÐMUNDSSON LÆKNIR

bls. 13

GRÆNAR UPPSKRIF TIR

bls. 14

SÉRLÖGUÐ TE

Efalex - byggt á Omega 3

Ef þú hefur ekki enn prófað Efalex skaltu nýta þér tækifærið núna. 25% afsláttur af allri línunni. Stuðlar að heilbrigði og góðri líðan.

FYRIR HEILSUH

ÚSIÐ

bls. 8

NÁÐU ÞÉR Í EINTAK!

BREYTTUR OG BÆTTUR LÍFSS TÍLL bls. 10

BÆTIEFNI Í BARÁTTUNN

bls. 6

I VIÐ TÓBAKIÐ

ÞÍNAR EIGIN

HÚÐVÖRUR

bls. 5 DAMI ANA FRÁ SOLA RAY

ÁSTARJURT

SEM HRESS KYNHVÖTINIR A

bls. 4

25% LAUGAVEGI

LÁGMÚLA

KRINGLUNNI

SMÁRATORGI

SELFOSSI

AKUREYRI

NETVERSLUN HEILSUHUSID.IS

NETVERSLUN HEILSUHUSID.IS


fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

6|

Heilsa Fagnaði fertugsafmælinu á Kilimanjaro Heilsuvenjur Rakelar Sölvadóttur - 40 ára „Frá því ég stofnaði Skema árið 2011 hefur sá tími sem ég ver til heilsuræktar minnkað allsvakalega. en nú er ég að reyna að bæta úr því og hlusta á heilsuviðvaranir sem eru allt of algengar ára í sprotaheiminum,“ segir rakel Sölvadóttir, framkvæmdastjóri Skema.

40

Hvers konar hreyfingu stundar þú? „varðandi almenna líkamsrækt þá er ég meira týpan sem fer að lyfta og í klifur heldur en að sprikla í eróbikki. annars elska ég fjallgöngur og var mjög dugleg við þær á sínum tíma. Ég byrjaði að dusta rykið af gönguskónum í sumar og hélt síðan upp á fertugsafmælið mitt á Kilimanjaro í afríku í september. afmælisdagurinn var einn sá eftirminnilegasti, í regnskógi á ?Kilimanjaro?. þessir sjö dagar á fjalli voru mögnuð lífsreynsla – þvílíkt líkamlegt átak, þvílík andleg áreynsla, þvílík gleði og þvílík upplifun. Fékk að upplifa allt það sem háfjallaveikin hefur upp á að bjóða; bullandi blóðnasir, gubberí og einn versta hausverk sem ég hef fengið síðustu þrjá dagana. því miður komst ég ekki alla leið á toppinn (5895m) þar sem ég þurfti að snúa til baka í 5350 metra hæð (vantaði bara 3,5 klukkustundir upp á) sökum hjartavesens, súrefnismettunar við

hættumörk, púls í hættumörkum líka og helbláar varir. Fararstjórinn var með mæligræjur og fylgdist vel með og það var ekkert vit í að fara lengra miðað við aðstæður og ástand. lífið er mikilvægara en að toppa Kili undir þessum kringumstæðum. Ég er samt ótrúlega stolt af sjálfri mér, ánægð með ferðina og sjúklega stolt af Kristrúnu og guðnýju, sem fóru með mér, fyrir að tækla toppinn. Maður veit aldrei nema maður prófi og maður öðlast aldrei þekkingu og reynslu nema setja sig í aðstæðurnar.“

að kalla meira eftir heilbrigðara mataræði.“

Hefurðu sett þér einhver markmið varðandi heilsuna á nýju ári? „Ég og konan mín settum okkur markmið á nýársdag. við ætlum að fara á sjö fjöll á íslandi á þessu ári. Til að gera það þarf maður að vera í einhverju formi þannig að ræktin fær meiri tíma hjá mér þetta árið en undanfarin ár. það er líka frábært fjölskyldusport að fara í klifur og ég mun klárlega byrja að príla aftur á árinu.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „vinnan fer oft með manni inn í nóttina en það er slæmur vani. Ég er hins vegar nýfarin að hlusta á hljóðbækur og það er algjör snilld. það væri afar ljúft ef þeim fylgdi skynjari sem myndi slökkva þegar maður sofnar svo maður þurfi ekki alltaf að finna hvert maður var kominn.“

Hvernig er hefðbundinn morgunmatur hjá þér? „núna er það lgg og rude Health hafragratur. þessi grautur er það besta í heimi og hann er í uppáhaldi hjá fjölskyldunni.“ Hvað gerir þú til að slaka á? „Ég er ekki týpa sem á auðvelt með að slaka á, mín slökun er meira að fá líkamlega útrás heldur en kyrrstaða.“

Hefur heilsurækt þín breyst með árunum? Ef svo er, hvernig? „Hún hefur breyst þannig að ég hef minna sinnt henni sökum tímaskorts. það er það versta sem maður gerir því með aukinni heilsurækt er maður með betri athygli, nýtir tímann betur og þarf minni svefn. Markmiðið er að laga þetta. það hefur því miður tekið of langan tíma fyrir mig að kveikja á perunni með þetta – ekki vænlegt til vinnings að kaffæra sig í vinnu og sleppa heilsuræktinni.“

Borðarðu hvað sem er eða hugsarðu um það sem þú lætur ofan í þig? „Ég ét nú bara allt og fer eftir því að allt er gott í hófi. Til dæmis borða ég oftast svið á nýársdag, það er góð hefð sem ég missti því miður af í ár. Ég tek auðvitað mín öfgatímabil eins og margir. Sérstaklega þegar ég er dugleg í ræktinni en það stafar nú mest af því að með aukinni hreyfingu fer líkaminn

Keppti átta sinnum í þríþraut í fyrra

Grindarbotn

kvennaheilsa

Heilsuvenjur Péturs Hannessonar –45 ára PÉTur HanneSSon er 45 ára, kvæntur fjögurra barna faðir sem starfar hjá upphafi fasteignafélagi. Hann notar frítíma sinn til að æfa og keppa í þríþraut og járnmanni. Pétur byrjaði í þríþraut ára haustið 2014, þá nánast ósyndur, mætti á allar æfingar og keppti svo átta sinnum í þríþraut í fyrra.

45

Hversu miklum tíma verðu í heilsurækt? „árið 2015 sem er árið sem ég tók minn fyrsta iron ron Man, þá varði ég um 11 klukkutímum á viku í æfingar að jafnaði. Ég reikna með því að í ár verði þetta á bilinu 8-10 klukkustundir á viku.“

s &INNUR ¡Þ FYRIR VEIKLEIKA Ó GRINDARBOTNI EINS OG ÈREYNSLU¡VAGLEKA ¡REYTU E¦A ¡YNGSLATILFINNINGU Ó GRINDARBOTNINUM s &INNUR ¡Þ FYRIR TÓ¦RI ¡VAGLÈTS¡ÚRF OG TÓ¦UM ¡VAGLÈTUM s %RTU ME¦ VARNARSPENNU E¦A VERKI Ó GRINDARBOTNI OG Ø¡ GINDI VEGNA ¡ESS

%F SVO ER ÈTTU ERINDI TIL OKKAR

Hvers konar hreyf hreyfingu stundar þú? „Ég syndi, hjóla og hleyp. Stunda sem sagt þríþraut. auk uk þess tek ég styrktaræfingar inn á milli.“

Tvö 12 vikna námskeið hefjast í Hlíðasmára 15, Kópavogi, þriðjudaginn 12. janúar: kl. 16.30 og 17.30 Ef ekki næst full þátttaka verða námskeið felld niður eða sameinuð.

Takmarkaður fjöldi

,EI¦BEINENDUR ORGER¦UR 3IGUR¦ARDØTTIR OG 'U¦RÞN -AGNÞSDØTTIR SJÞKRA¡JÈLFARAR Skráning og nánari upplýsingar: grindarbotn@gmail.com eða í síma 564-5442

Rakel Sölvadóttir á Kilimanjaro á fertugsafmælinu sínu í fyrra.

S J ò

N

Borðarðu hvað sem er eða hugsarðu um það sem þú lætur ofan í þig? „Ég myndi segja að ég fylgi hinni sívinsælu súpermódel uppskrift, þ.e. borða 80% hollt og 20% rusl.“

Hvernig er hefðbundinn morgunmatur hjá þér? „nánast allt árið 2015 var það Chiagrautur með banana, bláberjum og jarðarberjum en upp á síðkastið hefur það verði aB mjólk með grófu músli og bláberjum.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „geri klárt fyrir æfingar næsta dag og hangi svo of lengi í símanum.“ Hefur heilsurækt þín breyst með árunum? „já, ég var lengi vel í lyftingum, svo BootCamp en er alveg farinn yfir í þríþraut og hjólreiðar.“ Færðu næga hreyfingu úr daglegum störfum þínum eða þarftu að ætla þér tíma til að sinna hreyfiþörfinni? „Ég þarf að taka frá tíma fyrir hreyfinguna, sit við skrifborð stóran hluta dagsins.“ Hefurðu sett þér einhver markmið varðandi heilsuna á nýju ári? „ekki varðandi heilsuna beint en myndi vilja hafa heilsu til þess að klára keppnina escape From alcatraz á undir þremur klukkutímum og Berlínar maraþon á undir 3:25 klukkustundum.“

Pétur á TT hjólinu í Hvalfirðinum þegar hann keppti í hálfum Járnmanni í ágúst 2015. Ljósmynd/Arnold Björnsson



fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

8|

Heilsa

Líf án streitu

- lærðu að njóta lífsins 7 daga heilsudvöl 7. - 14. febrúar Námskeiðið er fyrir þá sem vilja njóta lífsins, lifa lífinu aðeins hægar og huga að andlegri og líkamlegri líðan. Dvölin gefur einnig einstakt tækifæri til að taka upp nýjar og skynsamlegar leiðir hvað varðar hreyfingu, næringu og svefn.

Innifalið: Ljúffengur og hollur matur, skipulögð dagskrá, hugleiðsla og jóga, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt. Einnig nudd og val um ýmsar meðferðir.

Verð á mann: 130.000 kr. (123.500 í tvíbýli)

Nánari upplýsingar í síma 483 0300 og á heilsustofnun.is

- berum ábyrgð á eigin heilsu

Erla Traustadóttir vinnusálfræðingur æfði sund í gamla daga en nú eiga hlaupin hug hennar allan. Ljósmynd/Hari

Æfingarnar heilagur tími

Heilsuvenjur Erlu Traustadóttur –50 ára „Það er stutt síðan ég uppgötvaði hvað það er ótrúlega gaman að hlaupa. Mér finnst líka gaman að hjóla, spila golf eða ganga með hundinn. Mér leiðast líkamsræktarstöðvar, en er til í flest ára sem hægt er að stunda utandyra,“ segir erla Traustadóttir, vinnusálfræðingur og maraþonhlaupari. erla er fimmtug og kveðst reyna að hreyfa sig eitthvað á hverjum degi. Hún hjólar eða gengur yfirleitt til og frá vinnu og mætir á hlaupaæfingar hjá laugaskokki þrisvar í viku. „Það er heilagur tími,“ segir hún.

50

Meðgönguþjálfun og þjálfun eftir fæðingu Nánari upplýsingar er hægt að finna á www.fullfrisk.com. Skráningar og fyrirspurnir í síma 661-8020 eða dagmar@fullfrisk.com.

Ný námskeið hefjast

11.01.16

í Sporthúsinu

Einnig er hægt að finna okkur á Facebook

Borðar þú hvað sem er eða hugsar þú um það sem þú lætur ofan í þig? „Ég á rosalega erfitt með að neita mér um góðan mat og er mikill sælkeri. Ég trúi því að meðalhófið sé best, en reyni auðvitað að velja eitthvað hollt og gott.“ Hvernig er hefðbundinn morgunmatur hjá þér? „Það er ýmist chia-hafragrautur með ávöxtum eða gamla góða Cheeriosið. ef ég er í stuði er einnig skálað í grænum djús og dagurinn er fullkominn.“ Hvað gerir þú til að slaka á?

„Sumarbústaður tengdaforeldra minna í Skorradal býr yfir töframætti og næst hvergi betri slökun en þar. Þess á milli er það freyðibað og góð bók.“ Lumar þú á einu heilsuráði sem hefur gagnast þér vel í gegnum tíðina? „einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu er að nýta tímann til og frá vinnu. Í kaupbæti mætir maður vel vakandi og glaður í vinnu og nær að veðra burt krefjandi vinnudag áður en maður kemur heim.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „renni yfir það helsta á netinu og les góða bók.“ Hefur þú sett þér einhver markmið varðandi heilsuna á nýju ári? „já markmið eru nauðsynleg til að ná einhverjum árangri. Síðasta ár var undirlagt af maraþonundirbúningi, sem var óendanlega skemmtilegur tími en einnig mjög krefjandi. lítill tími gafst til að sinna öðrum hugðarefnum, eða fjölskyldu og vinum. Því verður árið 2016 tileinkað aukinni samveru með þeim sem standa mér næst og auðga líf mitt á hverjum degi. Undirmarkmið er svo að sjálfsögðu að koma þeim öllum með mér út að hlaupa og hef ég góðar vonir um að það takist fyrir árslok.“


fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

|9

Heilsa Gef sjálfum mér hreyfiskipanir Heilsuvenjur Illuga Jökulssonar –55 ára „Ég stunDaði enga líkamsrækt lengi vel. um þrítugt fór ég að synda svolítið og rétt um fertugt fór ég svo að hlaupa og hef hlaupið nokkur hálfmaraþon síðan. Það fer svo alveg eftir öðru ára heilsufari hversu iðinn ég er um þessar mundir,“ segir illugi jökuls-

55

son rithöfundur. illugi er 55 ára og segir það mismunandi eftir heilsufari sínu hversu miklum tíma hann ver í heilsurækt. „Ég stríði svolítið við hjartveiki sem dregur stundum úr þreki og þá verður lítið úr hreyfingu. en sé þrekið skikkanlegt þá hef ég – þegar best lætur – reynt að hreyfa mig sirka 5-6 sinnum í viku, kannski klukkutíma í senn.“

Hvers konar hreyfingu stundar þú? „sund, hlaup eða göngur fyrst og fremst.“ Hvernig er hefðbundinn morgunmatur hjá þér? „jógúrtdós og banani, svona yfirleitt. Og kaffi.“ Færðu næga hreyfingu úr daglegum störfum þínum eða þarftu að ætla þér tíma til að sinna

hreyfiþörfinni? „Ég vinn við skrifborð og fæ því litla útrás fyrir hreyfiþörf. sú hreyfiþörf er reyndar ekki alltaf mikil, heldur gef ég sjálfum mér hreyfiskipanir.“ Illugi stefnir að því að missa tugi kílóa á árinu og koma hjartanu í lag. Ljósmynd/Rut Sigurðardóttir

Stundar uppbyggjandi og mannbætandi líkamsrækt Heilsuvenjur Di ddúar – 60 ára „að sjálfsögðu er söngurinn ákveðin líkamsrækt, en tekur ekki á öllum vöðvum líkamans, né liðleika. flestir söngvarar hafa gott vald á öndun, sem kemur sér vel í ræktinni,“ segir söngkonan ára sigrún Hjálmtýsdóttir, betur þekkt sem Diddú.

60

Hollusturettir

Diddú stendur á sextugu og stundar líkamsrækt um það bil fimm klukkustundir á viku. „Ég hef sótt tíma undanfarin 18 ár í heilsuræktinni Hjá Báru jsB. Þetta er uppbyggjandi og mannbætandi líkamsrækt fyrir konur á öllum aldri,“ segir Diddú. Lumar þú á einu heilsuráði sem hefur gagnast þér vel í gegnum tíðina? „Það hollasta er að forðast óþarfa áreiti, sem hefur truflandi áhrif á mann. álag og streita eru mannskemmandi.“ Borðarðu hvað sem er eða hugsarðu um það sem þú lætur ofan í þig? „Ég er meðvituð um það sem ég læt ofan í mig, og „tek reglulega til“ í mataræði, án öfga.“ Hvernig er hefðbundinn morgunmatur hjá þér? „Ég byrja á góðum kaffibolla. svo hreinan ávaxtasafa, hrökkbrauð eða ristað gróft brauð með osti og gúrku eða tómötum.“ Hvað gerir þú til að slaka á? „Það er bóklestur, algjör nautn! elda góðan mat fyrir vini og fjölskyldu, dúlla mér í eldhúsinu.“

Diddú stundar líkamsrækt í fimm klukkustundir á viku en slakar á með því að lesa bækur og dúlla sér í eldhúsinu. Ljósmynd/ Hari

Eftir að bækurnar okkar Heilsuréttir fjölskyldunnar og Nýir heilsuréttir komu út kom í ljós að fólk hefur því miður ekki alltaf tíma til þess að elda næringarríkan mat frá grunni eins og það vildi gera, m.a. til þess að forðast aukaefni og of mikinn sykur. Þannig að fljótlega varð okkar næsta verkefni að búa til heilsurétti án aukaefna, viðbætts sykurs, eins og maturinn væri í raun matreiddur í eldhúsinu heima, en samt hægt að kaupa tilbúna úti í búð. Við höfum útbúið þrjá nýja heilsurétti, Grænmetislagsagna, Gulrótarbuff og Indverskar grænmetisbollur. Bragðgóðir réttir, fullir af þarflegum næringarefnum. Bestu kveðjur, Berglind og Siggi.


10 |

fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

Heilsa Borða venjulegan íslenskan mat Heilsuvenjur Níelsar Árna Lund –65 ára

Brakandi góð og vel bökuð súrdeigsbrauð að hætti Jóa Fel Steinbökuð brauð með heilkorni. Enginn viðbættur sykur!

„Ég þarf ekki að fara í einhverja stöð til að láta segja mér hvað ég á að hlaupa. en ég stoppa aldrei allan daginn, það vita þeir sem þekkja mig. Ég held mér í fínu formi við almennilega vinnu í mínum ára frítíma, smíðar og göngu og fleira. Svo er ég með göngubretti úti í skúr þegar það er of mikill snjór úti,“ segir níels Árni lund.

65

níels, sem á árum sat á þingi og hefur starfað sem ráðuneytisstjóri, er um þessar mundir að jafna sig eftir axlaraðgerð. „þetta er eitthvað sem annar hver maður fer í. það þarf að víkka göngin fyrir taugarnar niður í öxlina. þeir fara bara með Black & Decker þarna inn og bora þetta.“

HOLTABRAUÐ, gróft fimmkornabrauð með súrdeigi

Borðarðu hvað sem er eða hugsarðu um það sem þú lætur ofan í þig? „Ég er alinn upp á venjulegum íslenskum mat og ét hann enn hiklaust. Með miklu af smjöri og rjóma. Ég borða eiginlega allt sem vellur út úr ísskápnum, hvort sem það er á daginn eða á nóttunni. en ég er ekkert í gosinu. þetta eru

Níels Árni er að jafna sig eftir axlaraðgerð en alla jafna er hann á ferðinni frá morgni til kvölds. Ljósmynd/Rut Sigurðardóttir

sömu siðirnir hjá mér og hafa alltaf verið en eftir því sem maður eldist þá borðar maður minna.“ Hvað gerir þú til að slaka á? „Ég hef til dæmis óskaplega gaman af því að vinna í garðinum mínum. Við vinnum mikið saman, við hjónin. Við spilum líka bridds, það er nóg að gera. Ég skrifa líka mikið í frítíma mínum, enda er ég kominn

niður í hálft starf. Ég var að ljúka við þriggja binda verk um Melrakkasléttu, þúsund síður með 1.500 myndum. Ég er búinn að vinna við þetta síðustu sex ár. þetta verður einstakt rit um landsvæði sem er farið í eyði. Svo á ég þrjú börn og sjö barnabörn og það er yndislegt að fá þau í heimsókn. Maður getur ekki nógsamlega þakkað guði fyrir hvað lífið er dásamlegt.“

Heilög morgunstund yfir hafragraut eiginmannsins Heilsuvenjur Þórunnar Sveinbjörnsdóttur –70 ára

TOSCANA, súrdeigsbrauð með heilkorna hveiti

„Ég Hef stundað sund töluvert og útiveru í skógrækt. Ég er með landskika þar sem ég planta á hverju ári og sú útivera er gríðarlega holl,“ segir þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður ára félags eldri borgara.

70

Borðarðu hvað sem er eða hugsarðu um það sem þú lætur ofan í þig? „Ég borða gríðarlega hollan mat og hugsa um hollustuna. Ég borða gróf brauð, mikið af grænmeti og ávöxtum. þetta er það sama og ég hef alltaf borðað en hef þó aðeins bætt í, sérstaklega með grænmetið. Mataræðið er fjölbreyttara en það var.“ Hvernig er hefðbundinn morgunmatur hjá þér? „Hafragrautur, eiginmaðurinn lagar hafragraut með allskonar ljúfmeti út í. Hann notar epli og allskonar korn. Við setjum stundum bláber í hann. þau tínum við á haustin til að eiga á veturna. það er nóg til af berjum á Íslandi. þetta er heilög morgunstund hjá okkur.“

SVEITABRAUÐ, dökkt súrdeigsbrauð með heilkorni og rúgi

Hvað gerir þú til að slaka á? „Ég les mikið. Ég er eiginlega alltaf með góða bók á náttborðinu. Síðan þykir mér rosa gott að hafa góða tónlist. Ég hef nú orðið svo fræg að nefna það að við eldri borgarar vildum gjarnan fá okkar

tónlistarhátíð, einskonar airwaves gold. það er slökun að hlusta á góða tónlist.“ Lumar þú á einu heilsuráði sem hefur gagnast þér vel í gegnum tíðina? „jákvæðni, hún flytur fjöll. Og að taka sjálfan sig ekki of alvarlega.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „að lesa. Ég er núna í kasti með sakamálasögur en annars er ég alæta á bækur.“ Hefurðu sett þér einhver markmið varðandi heilsuna á nýju ári? „fyrst og fremst að reyna að stunda útiveru af bestu getu. Svo stendur félagið hér fyrir aukinni hreyfingu – við höfum verið að predika það. aukin hreyfing mun hjálpa eldra fólki til bættar heilsu og betra lífs.“


fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

| 11

Heilsa Syndir 200 metra á hverjum morgni Heilsuvenjur Snæs Karlssonar –75 ára „Ég syndi á hverjum morgni í laugardalnum og hef gert alla tíð. Ég syndi yfirleitt 200 metra. svo er komið við í pottinum. Þar eru leystar flestar gátur sem uppi eru,“ segir snær Karlsson. snær lék fótbolta á sínum ára yngri árum með Völsungi á Húsavík. Hann vann hjá starfsgreinasambandi Íslands og forverum þess í 18 ár.

75

Snær lék fótbolta á sínum yngri árum en stundar nú göngur og syndir daglega. Ljósmynd/Hari

Hvernig er hefðbundinn morgunmatur hjá þér? „Ég fæ mér nú bara lýsi á morgnana og ávaxtasafa áður en ég fer og syndi. svo fæ ég mér te þegar ég kem heim um níuleytið.“ Borðarðu hvað sem er eða hugsarðu um það sem þú lætur ofan í þig? „Ég borða nú bara algengan mat, fisk og kjöt líkt og það hefur alltaf verið.“ Hvað gerir þú til að slaka á? „Ég fer í göngur eða fæ mér bók að lesa. Ég er alltaf með bók á náttborðinu og stundum fleiri en eina.“

SPENNANDI NÁMSKEIÐ AÐ HEFJAST

Þórunn Sveinbjörnsdóttir ráðleggur fólki að vera jákvætt og að taka sig ekki of alvarlega. Ljósmynd/Rut Sigurðardóttir

Náðu hámarksárangri á Hilton Reykjavík Spa Hilton Reykjavík Spa er heilsurækt í algjörum sérflokki. Glæsileg aðstaða, notalegt andrúmsloft, einkaþjálfun, hópatímar og spennandi námskeið, auk endurnærandi heilsulindar og fyrsta flokks nudd- og snyrtimeðferða.

Hot Yoga Sculpt 4 vikur, hefst 19. janúar Tímar kl. 17.30 þri og fim og kl. 12.30 sun Styrkur, orka og öndun. Jógaæfingar með léttum lóðum í heitum sal. Hnitmiðaðar æfingar gerðar rólega með einbeitingu á öndun. Mótun, aukið úthald og styrkur, aukinn liðleiki. Sviti og bruni í þessum áhrifaríku og skemmtilegu tímum.

60 Plús – styrkur, jafnvægi, þol og samhæfing

Heilsuáskorun í 100 daga

4 vikur, hefst 18. janúar

Tímar kl. 17.30 mán, mið og fös

Tímar kl. 13 alla virka daga Mán, mið og fös - hóptímar Þri og fim - æfingaáætlun í sal, frjáls mæting

Átaksnámskeið og lífsstílsbreyting. • Fyrirlestrar af ýmsu tagi • Kennslustund í Salt eldhúsi • Næringarráðgjöf • Mikið aðhald og hvatning • Fjölbreyttir tímar • Mælingar mánaðarlega

Sérsniðið fyrir fólk á besta aldri. Fjölbreyttar æfingar. Hugað að getu og óskum hvers og eins. Ráðgjöf um þjálfun og fyrirlestur um mataræði.

Hefst 18. janúar

Kennari: Dísa Lareau

Kennari: Agnes Þóra Árnadóttir

Fyrstu verðlaun fyrir bestan árangur, 80.000 kr. gjafakort hjá Icelandair

Verð 28.900 kr.

Verð 26.900 kr.

Verð 99.900 kr.

Skráning og nánari upplýsingar á spa@hiltonreykjavikspa.is og í síma 444 5090. Hilton Reykjavik Spa – Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík – www.facebook.com/HiltonReykjavikSpa


VILTU

ekkert ger.

HRÖKKVA VILTU VILTU

12 |

VILTU HRÖKKVA GÍRINN?

Enginn viðbættur sykur, ekkert Enginn ger.

viðbættur sykur, Enginn ekkert ger. viðbættur sykur, ekkert ger.

HRÖKKVA HRÖKKVA Í GÍRINN?

hugsa um hollustuna velja BURGER hrökkbrauð. Í því er enginn

Í GÍRINN? Í GÍRINN?

sykur og ekkert ger. Það er líka einstaklega bragðgott! Þeir sem hugsa um hollustuna velja BURGER hrökkbrauð. Í því er enginn

sykur og ekkert ger. Það er líka einstaklega bragðgott! gin tilviljun að BURGER viðbættur er vinsælasta hökkbrauðið á Íslandi.

fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

Heilsa

Hef aldrei kunnað að drekka kaffi Heilsuvenjur Önnu Stígsdóttur - 90 ára

Það er engin tilviljun að BURGER er vinsælasta hökkbrauðið á Íslandi. Þeir sem hugsa um hollustuna velja BURGER hrökkbrauð. Í því er enginn

viðbættur og ekkert ger. Það er líka einstaklega bragðgott! Þeir sem hugsa um hollustuna velja sykur BURGER hrökkbrauð. Í því er enginn Það er engin tilviljun að BURGER er vinsælasta hökkbrauðið á Íslandi.

„Ég er bara hress, ég var uppi í Kringlu áðan,“ segir hin níræða anna Stígsdóttir. anna vann við skrifstofustörf fyrr á árum.

viðbættur sykur og ekkert ger. Það er líka einstaklega bragðgott!

Það er engin tilviljun að BURGER er vinsælasta hökkbrauðið á Íslandi.

90

„Ég fer tvo daga í viku á Múlabæ, á ára þriðjudögum og fimmtudögum. Þar spilum við til dæmis og förum í stólaleikfimi. Þá erum við bara að gera æfingar, eins og gert er með okkur gamla fólkið. Það eru voða góðar stelpur sem eru með okkur. Það koma oft til okkar skemmtikraftar eftir hádegið. Mér finnst ofsalega gott að koma í Múlabæ. Ég er búin að fara svo lengi – í ellefu ár – að ég tími ekki að hætta því. Ég gæti ekki hugsað mér það.“

Þeir sem hugsa um hollustuna velja BURGER hrökkbrauð. Í því er enginn viðbættur sykur og ekkert ger. Það er líka einstaklega bragðgott! Það er engin tilviljun að BURGER er vinsælasta hrökkbrauðið á Íslandi. HUGSAÐU UM HOLLUSTUNA!

HUGSAÐU UM HOLLUSTUNA!

Ertu mikið á ferðinni? „já, ég geng alltaf. Ég fer alltaf út. ef það er hált þá set ég á mig brodda. Ég hef alltaf hreyft mig mikið, ég verð að gera það. Kannski er það ofvirkni. Það var nú bara sagt þegar ég var lítil að ég væri óþekk, þá þekktist ekki þetta orð.“

HUGSAÐU UM HOLLUSTUNA!

HUGSAÐU UM HOLLUSTUNA!

Frettatiminn 2x20.indd 1

Daði Jónsson læknir hefur hafið störf með aðstöðu hjá Atlas endur­ hæfingu í ÍSÍ húsinu við hliðina á Laugardalshöllinni, Engjavegi 6. Daði er sérfræðingur í endurhæfinga­ lækningum og vinnur mikið með íþróttafólk. Tímapantanir í síma 552 6600 og afgredsla@atlasendurhaefing.is

6.1.2016 15:49:11

anna kveðst lesa mikið. „Ég les blöðin, ég les heilmikið. nú er ég að lesa hann Árna bergmann og finnst hann stórskemmtilegur. Þetta er yndisleg bók sem mér finnst að allir ættu að lesa.“ Hvað gerir þú til að slaka á? „Ég geri það ekki. Ég kann ekki að slaka á. en ég ligg stundum og les.“ Borðarðu hvað sem er eða hugsarðu um það sem þú lætur ofan í þig? „Ég borða bara hvað sem er. Við fáum mat uppi á Múló. Það er ekki alltaf gott en við látum okkur hafa það. Það er allt í lagi. en ég drekk aldrei kaffi. Ég hef aldrei kunnað það.“ Hvað með áfengi og tóbak? „Ég reykti þegar ég var ung, eins og allir. Það eru nú orðin 24 eða 25 ár síðan ég drap í. Um leið og ég gerði það þoldi ég ekki aðra sem reyktu. Hvað áfengið varðar þá skálar maður kannski í sérríi við og við en ég hef aldrei getað drukkið bjór.“

Hvernig er hefðbundinn morgunmatur hjá þér? „Ég fæ mér stundum jógúrt og svo fæ mér alltaf hafragaraut hjá stelpunum. Mér finnst hann svo góður.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Ég les bækur. Svo er ég með blöðin. Ég er nú ekki mikill sjónvarpsglápari. Ég horfi alltaf á fréttir en annað þarf að vera eitthvað alveg sérstakt.“ Hefurðu sett þér einhver markmið varðandi heilsuna á nýju ári? „nei, ég þarf ekki að gera það. Ég verð bara eins og ég hef alltaf verið. Ég vona bara að ég geti haldið áfram að hreyfa mig.“

Anna Stígsdóttir segist alltaf hafa hreyft sig mikið, hún verði að gera það. Það sé kannski ofvirkni, en þegar hún var lítil hafi bara verið sagt að hún væri óþekk. LjósMynd/Rut Sigurðardóttir


Vítamín og bætiefni Gula miðans eru sérstaklega valin og þróuð fyrir íslenskar aðstæður. Þess vegna hefur Guli miðinn verið hluti af daglegu lífi Íslendinga í 25 ár. Kynntu þér úrvalið á gulimidinn.is


fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

14 |

Kynningar | Heilsa

auglýsingardeild fréttatímans S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

Calamari Gold –Öflugasta Omega fitusýran á markaðinum? Calamari Gold olían frá Bioglan er sér sérstaklega rík af DHA og inniheldur jafnframt EPA fitusýrur. Unnið í samstarfi við Balsam rannSóknir óknir Hafa sýnt að Omega-3 olía úr smokkfiski hefur fleiri heilsubætandi eiginleika en hefðbundin omega-3 olía úr öðrum fiskitegundum. Omega-3 olían úr smokkfisknum inniheldur mikið magn af DHa fitusýru sem er eitt aðal byggingarefni heilans, en rannsóknir hafa sýnt að DHa styður við heilbrigða starfsemi heilans. fitusýran gegnir því mikilvægu hlutverki í starfsemi heilans og er talin bæta einbeitingu, minni og vitsmunaþroska. einnig

Rannsóknir hafa sýnt að Omega-3 olía: n Stuðlar að heilbrigðari heilastarf heilastarfsemi n Bætir minni og einbeitingu n Vinnur gegn elliglöpum n er nauðsynleg fyrir eðlilegan þroska og starfsemi líkamans Ráðlögð notkun: 1 perla á dag með vatnsglasi. Í einum pakka af Calamari gold eru 30 perlur (1000mg) eða um mánaðarskammtur.

Balsam ehf. er söluaðili Biologan Calamari Gold TM á Íslandi, sem býður náttúrulegur vörur sem eru hannaðar til að stuðla að hreysti og góðri heilsu með hágæða næringu. Vörurnar innihalda aðeins vönduð, vottuð og næringarrík innihaldsefni sem er að finna í leyndardómum náttúrunnar

styður DHa fitusýran við eðlilega starfsemi augna og hjartakerfisins, auk grundvallarstarfsemi líkamans og eru því nauðsynlegar fyrir heilsu okkar allra. Calamari Gold einstaklega rík af Omega-3 Calamari gold olían frá Bioglan er sérstaklega rík af DHa og inniheldur jafnframt ePa fitusýrur. Olían er unnin úr smokkfiski sem veiddur er til matar. ólíkt þorski, er smokkfiskur ekki ofveiddur og lifir tiltölulega stutt sem þýðir að færri eiturefni safnast upp í honum í samanburði við margar aðrar fisktegundir. Þetta þýðir að gæði omega-3 fitusýranna er meiri en í mörgum fiskum. Calamari gold er með vottun frá umhverfissamtökunum friends of the Sea, eða Vinum hafsins. Öflugar en hefðbundar Omega-3 olíur Bioglan Calamari gold er mun öflugra en hefðbundnar omega-3 olíur og inniheldur fimm sinnum meira DHa en þorskalýsi og þrisvar sinnum meira en fiskiolía. Þar af

leiðandi veitir Calamari gold öflugri stuðning við eðlilega heilastarfsemi. Öflug vörn gegn elliglöpum nýjustu rannsóknir áætla að á næstu árum fari þeim hratt fjölgandi sem glíma við elliglöp eftir 65 ára aldur, en til að mynda í Bretlandi glímir einn af hverjum 14 í þessum aldurshópi við elliglöp. Verðu þig gegn skertum lífsgæðum elliglöp draga úr hæfni heilans til að starfa eftir bestu getu en hrörnun veldur minnisleysi og dregur úr snerpu í hugsun. Heilinn eldist með árunum eins og aðrir líkamshlutar og því er eðlilegt að upplifa ákveðna hrörnun heilans. Þess vegna er mikilvægt að hugsa vel um heilann frá unga aldri og til að viðhalda ákveðnum lífsgæðum út ævina. Sölustaðir: eftirtaldir staðir selja Calamari gold: lyfja, apótekið, Heilsuhúsið, lyf og Heilsa, apótekarinn, lyfjaval, Heilsutorgið Blómavali og fjarðarkaup.

Ultimate Superfoods – fyrir hámarks heilbrigði Öflug blanda ofurfæðis sem samanstendur af grænmeti, ávöxtum, berjum og lífvirkum ensímum. Unnið í samstarfi við Artasan. Ultimate Superfoods er fullkomin ofurfæðisblanda í hylkjum frá nat-

ures aid sem er hlaðin lífrænu ofurfæði. efnin í blöndunni eru 31 talsins og er hún því stútfull af jurtaefnum (phytonutrients) og sindurvörum/ andoxurum ásamt háu hlutfalli af vítamínum, steinefnum, ensímum

Hrönn Hjálmarsdóttir heilsumarkþjálfi.

Inntaka: 2 hylki á dag Lífrænt vottað og án allra aukaefna!

og amínósýrum. efnin eru öll í hæsta gæðaflokki og saman mynda þau öfluga blöndu ofurfæðis sem samanstendur af grænmeti, ávöxtum, berjum og lífvirkum ensímum. „Samhliða skynsamlegu mataræði er þetta auðveld leið til að tryggja að líkaminn fái öll þau næringarefni sem hann þarfnast til að viðhalda góðri heilsu,“ segir Hrönn Hjálmarsdóttir heilsumarkþjálfi.


Nivea

GeRiR HÁRiÐ

FaLLeGT NÝJUNG

FYRsTa sJampÓiÐ FRÁ Nivea sem FiNNUR sKemmDiR Í HÁRi OG BYGGiR ÞaÐ Upp aFTUR.  FINNUR SKEMMT HÁR · FINNUR  BÆTIR, STYRKIR OG VERNDAR HVERN HÁRSTÖNGUL · BÆTIR,


fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

16 |

Kynningar | Heilsa

Aðeins 6.840 krónur á mánuði og 3 mánaða uppsagnarfrestur Aðgangur að 10 stöðvum og 4 sundlaugum Unnið í samstarfi við World Class. World Class stöðvarnar 10 eru í reykjavík, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, seltjarnarnesi, Kópavogi og nú síðast opnaði glæsileg stöð á selfossi. World Class stöðvarnar í Kringlunni og í Háskólanum í reykjavík eru opnar allan sólarhringinn. Fyrir þá sem vilja endurnæra sig eftir æfingu er frítt í sund í 4 sundlaugum, lágafellslaug, seltjarnarneslaug, laugardalslaug og sundhöll selfoss. Fljótlega mun fimmta sundlaugin, Breiðholtslaug, bætast í hópinn. Fjölbreytt námskeið og opnir tímar Í hverri viku eru yfir 300 fjölbreyttir og opnir tímar þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, t.d. spinning, Zumba, Hiit Tabata, Hot yoga, Buttlift og fleira. Í World Class er líka boðið upp á lokuð námskeið sem henta þeim sem vilja fá góða leiðsögn, hvatningu og stuðning. Má þar nefna meðgöngu- og mömmuleikfimi, Fit Pilates, stott Pilates, Ólympískar lyftingar, Hörkuform, Fitness Form, Ketilbjöllur, Booty Ballet og fleira. dansstúdíó World Class er einn stærsti dansskóli landsins þar sem fjölbreyttur dansstíll er kenndur börnum frá 4 ára aldri og upp úr. Tækjasalir World Class eru á heimsmælikvarða hvað varðar aðbúnað og starfsfólk.

Nudd og dekur Hjá World Class snýst heilsusrækt ekki bara um æfingar. Í Betri stofunni, sem er staðsett bæði á seltjarnarnesi og í laugum, er boðið upp á rólegt umhverfi þar sem er tilvalið að slaka á. Í laugum er líka laugar spa sem er glæsileg fyrsta flokks heilsulind að evrópskri fyrirmynd. laugar spa er fyrsta flokks snyrti- og nuddstofa sem býður upp á allar hefðbundnar snyrti- og nuddmeðferðir ásamt sérmeðferðum. sérútbúinn nuddbekkur fyrir konur á meðgöngu, paranuddherbergi, lPg andlits- og líkamstæki þar sem færustu fagmenn sjá um að veita gestum góða þjónustu og slökun frá amstri dagsins.

Á vefsíðu World Class, www.worldclass.is, má finna stundatöflur, opnunartíma, verðskrá og fleira. World Class er líka á Facebook, Instagram og Snapchat.

Hleðsla –holl næring í amstri dagsins Hollt mataræði ekki síður mikilvægt en hreyfing til að ná árangri Unnið í samstarfi við MS Í uPPHaFi nýs árs byrja margir að hugsa um hreyfingu og skunda af stað í líkamsræktarstöðvarnar af miklum móð. Margir vilja hins vegar gleyma að hollt mataræði er ekki síður mikilvægt og lykillinn að góðum árangri er að ná góðu jafnvægi þarna á milli. Hleðsla er íþróttadrykkur sem inniheldur prótein og kolvetni til hleðslu og hentar drykkurinn vel fyrir bæði fyrir þá sem stunda líkamsrækt og hreyfingu og eins þá sem vilja hollt millimál. „Hleðsla inniheldur eingöngu hágæðaprótein úr íslenskri mjólk, en í hverri fernu eða dós eru 22 g af próteinum sem eru mikilvæg til vöðvauppbyggingar og viðhalds,“ segir Björn s. gunnarsson, vöruþróunarstjóri Ms. „Hleðsla er bæði fitulítil og kalkrík, reyndar er Hleðsla í fernu með kalkríkari mjólkurvörum,

litla fernan gefur meira en helming af ráðlögðum dagskammti af kalki,“ bendir Björn á. Í Hleðslunni í bláu fernunni hefur verið dregið úr kolvetnainnihaldi með notkun á súkralósa í stað agaveþykknis og allur laktósinn, þ.e. mjólkursykurinn verið klofinn, sem þýðir að hún hentar vel fólki með laktósaóþol og öðrum þeim sem finna til óþæginda í meltingarvegi við neyslu mjólkurvara,

auk þess sem varan er kjörin fyrir þá sem vilja draga úr neyslu kolvetna. Hleðsla hentar vel fólki sem er á ferðinni, hvort sem það er á leið í ræktina, fer út að hlaupa, á skíði eða í fjallgöngur eða þeim sem eru í vinnu og skóla og leita eftir hollri millimáltíð. Hérna er því íþróttadrykkur sem er bæði hollur og handhægur – og ekki skemmir gott bragðið fyrir.


fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

| 17

Kynningar | Heilsa

Aukin orka með Bio-Kult Bio-Kult Original og Bio-Kult Candéa innihalda öfluga blöndu vinveittra gerla sem styrkja þarmaflóruna. Unnið í samstarfi við Icecare Bio-Kult gerlarnir hjálpa til við að viðhalda náttúrulegri bakteríuflóru líkamans. gerlarnir koma í hylkjaformi og eru fáanlegir í tvenns konar útgáfum, Bio-Kult original og Bio-Kult candéa. Bio-Kult candéa hylkin innihalda hvítlauk og greipfræ og geta virkað sem öflug vörn gegn candidasveppasýkingu en hún getur komið fram með ólíkum hætti hjá fólki, til dæmis sem munnangur, fæðuóþol, pirringur og skapsveiflur, þreyta, brjóstsviði, verkir í liðum, mígreni eða ýmis húðvandamál. Laus við sveppasýkingar „Ég er alveg tilbúin að gefa Bio-Kult candéa mín meðmæli, ég hef notað það síðast-

liðin tvö ár og finn mikinn mun á heilsunni. Ég er ein af þeim sem þarf að nota talsvert af meðulum og fékk oft sveppasýkingu ef ég þurfti að taka penisilín, en það hefur ekki gerst síðan ég byrjaði að taka Bio-Kult,“ segir Svala guðmundsdóttir. til að byrja með tók hún inn tvö hylki á dag en í dag tekur hún eitt hylki á dag og dugir það vel. „Áður en ég fór að taka inn Bio-Kult candéa var ég alltaf þreytt og hafði mjög lítið úthald, en eftir að hafa tekið inn hylkin í um það bil mánuð fann ég mikinn mun á mér og síðan hef ég tekið það með smá hléum en um leið og ég fer að verða þreklítil þá tek ég það aftur.“ Svala hafði litla trú á Bio-Kult í byrjun, en hefur nú sannreynt að þetta virkar. Bio-Kult er fáanlegt í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaða. nánari upplýsingar má nálgast á www.icecare. is.

„Áður en ég fór að taka inn Bio-Kult Candéa var ég alltaf þreytt og hafði mjög lítið úthald,“ segir Svala Guðmundsdóttir. Mynd/ Hari.

Bio-Kult Original: n inniheldur blöndu af vinveittum gerlum sem styrkja þarmaflóruna. n Þarf ekki að geyma í kæli. n Hentar vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður, sem og börn. n Fólk með mjólkur- og sojaóþol má nota Bio-Kult. n Mælt er með Bio-Kult í bókinni Meltingarvegurinn og geðheilsa eftir Dr. natasha campbell-McBride.

Bio-Kult Candéa: n inniheldur blöndu af vinveittum gerlum ásamt hvítlauk og grape Seed extract. n Öflug vörn gegn candida sveppasýkingu í meltingarvegi kvenna og karla. n Öflug vörn gegn sveppasýkingu á viðkvæmum svæðum hjá konum. n Hentar vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður, sem og börn. n Fólk með mjólkur- og sojaóþol má nota Bio-Kult. n Mælt er með að taka 2 hylki á dag.

Léttara líf með Active Liver hægðatregðu. Kólín er eitt af B-vítamínum sem vinnur með jurtunum sem finna má í active liver. Aukin orka með Active Liver jóna Hjálmarsdóttir ákvað að prófa active liver þar sem það inniheldur aðeins náttúruleg efni. „Ég hef fulla trú á að náttúruefnin í vörunni hjálpi lifrinni að hreinsa sig. Ég er sjúkraliði að mennt og er meðvituð um líkamsstarfsemina og veit að fitan getur safnast á lifrina, þess vegna vildi ég prófa.“ eftir að hafa notað active liver í um það bil fjóra mánuði fann jóna mun. „Ég fékk aukna orku og mér finnst auðveldara að halda mér í réttri þyngd. Ég er í vinnu þar sem ég þarf að vera mikið á ferðinni. Ég er í góðu formi og hef trú á að active liver geri mér gott. Ég finn einnig mikinn mun á húðinni á mér, hún ljómar meira og er mýkri. Ég er mjög ánægð með árangurinn og mæli með active liver fyrir fólk sem hugsar

Frutin eru töflur sem geta hjálpað þér að neyta fæðu sem getur valdið brjóstsviða án þess að eiga hættu á að finna fyrir óþægindum eftir máltíðina. Þegar Hanne borðaði hamborgara, franskar kartöflur eða of stóra matarskammta leið henni eins og maginn væri útþaninn og sýruframleiðsla magans örvaðist. Stórir matarskammtar geta valdið auknu álagi á ákveðna vöðva þannig að magasýrurnar flæða upp í vélindað. Aukin sýrumyndun í maga „Ég á erfitt með að viðurkenna að ég borða ekki eins hollan mat og ég ætti að gera. Ég á það til að borða of stóra matarskammta og elska fitugan mat og franskar kartöflur. Þegar ég borðaði slíkan mat flæddu magasýrurnar upp í vélinda úr maganum með tilheyrandi vanlíðan. Þetta var hræðileg brunatilfinning og ég þurfti samstundis að drekka vatn eða mjólk. Stundum flæddu magasýrurnar líka upp í vélinda þegar ég lagðist upp í rúm. Sérstaklega þegar ég borðaði seint. Það var hræðilegt. Ég fór í heilsubúð og spurði hvort þau ættu náttúrubætiefni sem ég gæti tekið inn,“ segir Hanne. Náttúrulega lausnin kom á óvart Hanne átti von á því að vera ráðlagt að taka inn myntutöflur og það kom því á óvart þegar konan sem rekur verslunina sagði að til væru töflur sem hægt er

Active Liver inniheldur náttúruleg efni sem styrkja starfsemi lifrarinnar og eykur niðurbrot fitu í lifrinni. Active Liver veitir aukna orku og er tilvalin fyrir þá sem vilja létta sig. active liver taflan er byltingarkennd uppfinning og ólík öllum þeim megrunarvörum sem eru á markaði, en hún er sérstaklega gerð til að stuðla að virkni lifrarinnar og gallsins. Það er alveg rökrétt að það er erfitt að léttast þegar lifrin safnar fitu vegna óheilbrigðs lífsstíls. Þess vegna er dagleg notkun á active liver heilsutöflunum frábær fyrir þá sem vilja njóta lífsins en samt léttast. active liver inniheldur mjólkurþistil, ætiþistil, túrmerik, svartan pipar og kólín. Mjólkurþistill var notaður sem lækningajurt til forna, hann örvar efnaskipti lifrarfrumna og verndar lifrina gegn eituráhrifum. Ætiþistillinn styrkir meltinguna og eykur niðurbrot fitu. túrmerik hefur verið notað gegn bólgum, magavandamálum, liðagigt, brjóstsviða og lifrarvandamálum í gegnum aldirnar. Svartur pipar eykur virkni túrmeriksins og virkar einnig vel gegn uppþembu, magaverk og

Náttúruleg lausn við brjóstsviða

Sjö góðar ástæður fyrir því að taka Active Liver: n eykur efnaskiptin þín og fitubrennslu. n eykur virkni lifrarinnar og gallsins. n Kemur í veg fyrir að sykur umbreytist og geymist sem fita í lifrinni. n eykur niðurbrot á fitu í þörmunum. n Stuðlar að daglegri hreinsun líkamans. n Bætir meltinguna. n inniheldur einungis náttúruleg jurtaþykkni. um að halda meltingunni góðri.“ ein heilsutafla á dag fyrir lifrina taflan, sem er tekin inn daglega, samanstendur eingöngu af náttúrulegum kjarna sem stuðlar að eðlilegri starfsemi lifrar- og gallkerfisins. Það nægir að taka inn eina töflu á dag. active liver er ekki ætlað börnum yngri en 11 ára eða barnshafandi konum, nema í samráði við fagfólk. active liver er fáanlegt í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu icecare, www.icecare.is

að tyggja og innihalda náttúrulegar trefjar úr appelsínum. „afgreiðslukonan útskýrði fyrir mér að þetta eru einu töflur sinnar tegundar sem innihalda þessar einstöku trefjar úr appelsínum. trefjar sem eru svo sérstakar að þær mynda náttúrulega róandi froðu yfir efsta hluta magans sem hjálpar til við að hindra að magasýrurnar flæða upp í vélindað. Það hljómaði vel og ég var tilbúin að prófa þær náttúrulegu meðferðir sem eru í boði,“ segir Hanne. Hefur Frutin töflurnar ávallt á sér „Ég gat ekki beðið eftir því að fá mér hamborgara og franskar kartöflur með miklu salti. Máltíð sem ég var viss um að myndi örva magasýrurnar. Þegar magasýrurnar byrjuðu að flæða tuggði ég tvær Frutin töflur. Þær virkuðu strax og ég varð undrandi. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að þessar trefjar gætu hjálpað mér að líða vel á svo skömmum tíma.“ Það er meira en ár síðan Hanne prófaði fyrstu Frutin töfluna og núna er hún alltaf með töflurnar meðferðis, hvert sem hún fer. „Ég er með pakka í eldhúsinu, á náttborðinu og í bílnum.“ Frutin er fáanlegt í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. nánari upplýsingar er hægt er að nálgast á heimasíðu icecare, www.icecare.is.

slepptu þynnkunni After Party töflurnar gegn þynnku. Náttúruleg efni sem gera daginn eftir drykkju bærilegri. Krónunni, Hagkaup, Iceland og Apótekum

Kíktu á síðuna okkar www.icecare.is eða á facebook IceCare þín heilsa


fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

18 |

Kynningar | Heilsa

auglýsingardeild fréttatímans S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

Heilsusamlegar nýjungar frá Sólgæti fyrir grænkera, sælkera og alla hina líka Unnið í samstarfi við Heilsu ehf. Sólgæti býður Íslendingum hágæða vörur þar sem gæði, hreinleiki og rekjanleiki vörunnar er í hávegum hafður. „eins og áður er yfirskrift Sólgætis, heilnæmt og náttúrulegt, ljómandi gott fyrir alla,“ segir Hafdís guðmundsdóttir, vöruþróunarstjóri Heilsu ehf. sem framleiðir Sólgæti. „Við leitum eftir því að framleiða vörur sem uppfylla þarfir neytenda, bæði hvað varðar gæði og verð. Þess vegna er það með mikilli ánægju og eftirvæntingu sem við kynnum nýjungar frá Sólgæti á nýju ári.“ Meðal nýjunga má nefna; chia fræ, sólþurrkuð mórber, lífrænt kakóduft úr 100% hreinum kakóbaunum, kókossykur og kókosolíu. „allt eru þetta vörur sem stuðla að heilbrigðu líferni,“ segir Hafdís. Chia fræin frá Sólgæti eru lífræn og stútfull af vítamínum. Þar má nefna omega 3 og 6, trefjar og prótein. Chia fræ eru frábær viðbót út í boostið, brauðbaksturinn eða í hafragrautinn. trefjarnar í chia fræunum hjálpa til við að lækka sykurstuðulinn og að halda blóðsykrinum innan eðlilegra marka ásamt því að halda meltingunni heilbrigðri og ristlinum góðum. eins

og margir vita eru chia fræ alger ofurfæða og til að hámarka nýtingu og auðvelda upptöku næringar úr fræjunum er mikilvægt að láta þau liggja í vatni áður en þau eru notuð. Sólþurrkuð mórber hafa verið að slá í gegn í evrópu, meðal annars vegna þess hversu dásamlega bragðgóð þau eru og ekki er verra hversu holl þau eru líka, full af C-vítamíni, járni og trefjum. Hægt er að nota mórber í alla matargerð, þar er endalaust hægt að prófa sig áfram. Við mælum líka með að nota þau sem hollustu snakk með hnetum. Kókossykur er kærkomin viðbót í Sólgætis fjölskylduna. rannsóknir hafa sýnt að kókossykur er með frekar lágan sykurstuðul sem gerir hann mjög ákjósanlegan í bakstur-

100% HOLLUSTA

PURE safarnir frá Harboe eru 100% hreinir nýkreistir og ósíaðir safar. Þrátt fyrir að vera 100% hreinir eru safarnir líka án rotvarnarefna. Byrjaðu daginn með heilnæmum safa frá PURE.

inn eða matargerðina í staðinn fyrir brúnan eða hvítan sykur. Kókossykur er með svipaða áferð og hrásykur en örlítið bragðmeiri með smávegis karamellubragði. Kakóið frá Sólgæti er lífrænt og framleitt úr 100% kakóbaunum þar sem engu er bætt við. Kakóbaunir eru hið fullkomna andoxunarefni og topp súperfæða. Það er selt í endurlokanlegum umbúðum eins og allar nýju vörurnar frá Sólgæti. Síðast en ekki síst ber að nefna lífrænu kaldpressuðu jómfrúar kókosolíuna sem fæst í tveimur stærðum, 400 ml og 200 ml krukkum. Sólgætis kókosolían er algerlega hrein og án nokkurra aukaefna, er frábær til notkunar í hvers kyns matreiðslu og að auki góð fyrir húðina og í

hárið. Hafdís mælir með að fá sér eina teskeið af kókosolíu út í te eða kaffi, en það sefar hungrið og sykurþörfina. jafnvel er talið að þeir sem neyta að minnsta kosti matskeiðar á dag af kókosolíu brenni fleiri hitaeiningum, sem er ekki verra. nýju vörurnar frá Sólgæti fást nú í Heilsuhúsinu og í Krónunni. „Margar aðrar spennandi vörur eiga eftir að líta dagsins ljós hjá Sólgæti á nýju ári,“ segir Hafdís.

Skapandi hreyfing í þrjátíu ár Unnið í samstarfi við Kramhúsið Í göMlu bakhúsi við Skólavörðustíginn leynist blómstrandi starfsemi þar sem dansinn hefur dunað í meira en 30 ár. Kramhúsið leynir á sér. lítið fer fyrir því, það felur sig bak við hærri hús og andinn er eins og að koma í annan heim. Húsið var smíðaskemma en fékk nýtt hlutverk árið 1984 og síðan hefur dansinn dunað og ýmsir listasprotar náð fótfestu eftir aðhlynningu í þessu skapandi gróðurhúsi fjölbreytileikans. nú þegar eru afrískir tónar farnir að streyma frá Kramhúsinu en fyrsti gestakennari ársins er mættur og afró Workshop hitar upp vetrarríkið. aðal afró kennarar Kramhússins taka svo við þegar þeir koma frá gíneu þar sem þeir sækja reglulega jarðtengingu og nýja tóna. Kennarar Kramhússins koma víða að og tíðar heimsóknir erlendra gestakennara auka enn á gæðin og skilja eftir hugmyndir og fólk sem bætast í gróskumikinn pott kennara hússins. ein þeirra er anais, danskennari frá Frakklandi, sem mun nú bjóða pörum að læra Kizomba. Þessi blandaði dans hefur verið kallaður african tangó og nýtur mikilla vinsælda í evrópu. einnig geta pör lært argentínskan tangó frá grunni og allir geta dansað Milongu á föstudagskvöldum í Kramhúsinu. Í febrúar bætist aftur í kennararflóruna þegar alejandra frá Spáni kemur með Flamenco tíma, en hún hefur sérhæft sig í hefðbundnum sporum og sígaunatakti. Frá Belgíu kemur núna í fyrsta sinn Contemporary kennari að nafni Kim. Hugsanlega bætast enn fleiri í hópinn fyrir vorið. Eitthvað fyrir alla Það finna allir eitthvað við sitt hæfi í Kramhúsinu, hvort sem

leitað er að einfaldri líkamsrækt eða skemmtilegri mann- og geðrækt. Magadans, leikfimi, yoga eða Pilates henta einnig vel fyrir bakið. Bollywood, Burlesque eða Beyoncé dansar eru gleðibombur og sérlega vinsælt fyrir gæsagigg eða vinkonuhristing. Diskó, abba, tina turner og ýmiss konar hristingur eru einnig sívinsæl gigg þemu enda er nánast ekkert sem Kramhúsfólki er ómögulegt að gera þegar kemur að dansgleði og orkugefandi sköpun. afró, jane Fonda og Zumbafitness koma fólki heldur betur á hreyfingu og Contemporary dansinn heldur

öllum í formi. gríðarleg fjölbreytni er í barna- og unglingastarfi Kramhússins og mikill áhugi á dansi og skapandi hreyfingu hjá yngstu kynslóðinni enda þarf að hlúa vel að unga fólkinu og gleðja í dansins amstri. aldursdreifing Kramverja ber vitni um víddina í starfinu en yngstu nemendur er á þriðja aldursári og þeir elstu á níræðisaldri. Kramhúsið er svo sannarlega fyrir alla! nánari upplýsingar um Kramhússtarfið má sjá á vefnum kramhusid. is og á Facebook síðu Kramhússins.


fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

| 19

Kynningar | Heilsa

auglýsingardeild fréttatímans S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

Bio-Kult kemur jafnvægi á heilsuna Bio-Kult Original og Bio-Kult Candéa innihalda öfluga blöndu vinveittra gerla sem styrkja þarmaflóruna. Unnið í samstarfi við Icecare Margrét alice BirgiSdóttir heilsumarkþjálfi mælir alltaf með því við viðskiptavini sína í upphafi þjálfunar að þeir hafi meltinguna í góðu lagi. „Meltingarstarfsemi er mitt hjartans mál og mér finnst sérstaklega mikilvægt að meltingarfærin starfi eins og þau eiga að gera. ef bakteríuflóra líkamans er í ójafnvægi starfar líkaminn ekki eins og hann á að gera. Upptaka næringar, niðurbrot fæðu og stór hluti ónæmiskerfis okkar eru háð því að við viðhöldum þessum aðstoðarher baktería. Bio Kult hefur reynst afar vel til að bæta starfsemi meltingarinnar.“ Laus við sjúkdómseinkenni Sjálf greindist Margrét með colitis Ulcerosa eða sáraristilbólgu fyrir fjórtán árum. „Í dag er ég lyfja- og einkennalaus og hef verið það að mestu til margra ára. ég er sannfærð um að bakteríurnar sem ég hef tekið í gegnum tíðina samhliða jákvæðum breytingum á lífsstíl hafi sitt að segja varðandi það hversu vel mér gengur.“ ef litið er til matarvenja þá hafa flest lönd ákveðna rétti sem innhalda gerjaðan mat eða eru til þess fallnir að viðhalda náttúrlegri bakteríuflóru líkamans. „Fyrir þá sem ekki borða slíkan mat eru bakteríur í hylkjum það sem kemur næst. ég mæli heilshugar með Bio-Kult, bæði candéa með hvítlauk og greip fræjum til að halda einkennum niðri, og með Bio-Kult Original til að viðhalda batanum. Báðar tegundir hafa reynst mér vel,“ segir Margrét alice. Bio-Kult candéa-hylkin geta virkað sem öflug vörn gegn candida-sveppasýkingu en hún getur komið fram með ólíkum hætti hjá fólki, til dæmis sem munnangur, fæðuóþol, pirringur og skapsveiflur, þreyta, brjóstsviði, verkir í liðum, mígreni eða ýmis húðvandamál. Betri líðan með Bio-Kult Margrét Kaldalóns fann mikinn mun á meltingunni eftir að hún byrjaði að taka inn Bio-Kult Original

Margrét Alice heilsumarkþjálfi segir að mikilvægt sé að hafa meltinguna í góðu lagi. Hún mælir heilshugar með meltingargerlunum frá Bio-Kult.

Margrét Kaldalóns fann oft til óþæginda í meltingu eftir máltíðir en líður mun betur eftir að hún byrjaði að taka inn Bio-Kult Original hylkin.

Bio-Kult Candéa: n inniheldur blöndu af vinveittum gerlum ásamt hvítlauk og grape Seed extract. n Öflug vörn gegn candida sveppasýkingu í meltingarvegi kvenna og karla. n Öflug vörn gegn sveppasýkingu á viðkvæmum svæðum hjá konum. n Hentar vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður, sem og börn. n Fólk með mjólkur- og sojaóþol má nota BioKult. n Mælt er með að taka 2 hylki á dag.

Bio-Kult Original: n inniheldur blöndu af vinveittum gerlum sem styrkja þarmaflóruna. n Þarf ekki að geyma í kæli. n Hentar vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður, sem og börn. n Fólk með mjólkur- og sojaóþol má nota Bio-Kult. n Mælt er með Bio-Kult í bókinni Meltingarvegurinn og geðheilsa eftir dr. natasha campbellMcBride.

hylkin. Hún hefur starfað í heilsugeiranum í 30 ár og því kynnst mörgum tegundum fæðubótarefna og mjólkursýrugerla. „ég veit það af reynslunni að mjög margir þjást af meltingarvandamálum. Það eru ýmsar tegundir mjólkursýrugerla á markaði sem lifa magasýrurnar ekki af og ná því ekki að virka sem skyldi. Í mínum störfum hef ég prófað

Hvítari tennur með Gum Original White Tennurnar verða hvítari með Gum Original White munnskoli og tannkremi. Vörurnar innihalda flúor, veita vörn og hreinsa burt bletti og óhreinindi. gUM Original WHite munnskol og tannkrem hreinsa burt bletti og óhreinindi og veita tönnunum vernd. tannlæknar mæla með gum vörunum. „Vörulínan er breið og góð og í henni má finna allt frá tannburstum og Soft Picks tannstönglum til tannhvíttunarefna. Sérfræðingar gum eru fljótir að tileinka sér nýjungar og mæta þörfum fólks sem er virkilega gott í þessum geira,“ segir Sólveig guðlín Sigurðardóttir, vörumerkjastjóri hjá icecare. Engin bleikiefni gum Original White munnskol og tannkrem hreinsa burt bletti

og óhreinindi og tennurnar fá sinn upprunalega lit. Báðar vörurnar innihalda flúor og má nota að staðaldri. Þær hafa ekki skaðleg áhrif á almenna tannheilsu og innihalda ekki bleikiefni sem geta skaðað náttúrulega vörn tannanna. „Hvíttunarlínan, Original White, er mjög góð því hún virkar vel en fólk fær samt sem áður ekki tannkul. Slípimassinn er agnarsmár svo hann rispar ekki upp glerunginn eins og oft vill verða þegar notuð eru hvíttunartannkrem.“ Sólveig segir það einnig kost að Original White línan viðhaldi árangri eftir lýsingarmeðferð á tannlæknastofu.

margar tegundir af mjólkursýrugerlum og finn að Bio-Kult gerlarnir henta mér best,“ segir Margrét. Áður fyrr var Margrét mjög viðkvæm fyrir ýmsum fæðutegundum og fann oft til óþæginda eftir máltíðir. „Oft leið mér eins og ég væri með þyngsli í maganum. eftir að ég byrjaði að taka Bio-Kult gerlana inn hef ég fundið mestan mun á

Vörulínan frá Gum Original White inniheldur allt sem þarf til að viðhalda hvítum og heilbrigðum tönnum.

líðaninni í smáþörmunum því ég var mjög viðkvæm í þeim áður. ég tek inn fjögur hylki á dag og finnst henta best að taka þau með mat. Venjulegur skammtur er tvö hylki en mér finnst betra að taka aukalega. ég er sérlega ánægð með Bio-Kult gerlana því að þeir hafa hjálpað mér og meltingin hefur lagast til mikilla muna.“

Bio-Kult er fáanlegt í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaða. Í desember munu 100 krónur af hverjum seldum pakka af Bio-Kult renna til ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. nánari upplýsingar má nálgast á www.icecare.is.

„Soft Picks tannstönglarnir eru mitt uppáhald því þeir komast vel á milli tannanna og innihalda engan vír og eru ríkir af flúori. Þetta eru frábærir einnota tannstönglar sem virka eins og millitannburstar en þá er hægt að hafa í veskinu eða heima fyrir framan sjónvarpið.“ Hvíttunarvörurnar innihalda sérstaka blöndu sem gum hefur einkaleyfi á og hreinsar betur en bleikiefni. Vörurnar eru fáanlegar í lyfju, apótekinu og að auki í flestum öðrum apótekum og í verslunum Hagkaupa, Víðis, Krónunnar, nettó og iceland.

Sólveig Guðlín Sigurðardóttir, vörumerkjastjóri hjá Icecare. Mynd/Hari.


ÚT ÚT SA LA T A A ÚTS A Ú ÚTS S L SALA L T T A A A A Ú S Ú S L L T T A A A A Ú Ú S L S L A TSA TSA ALLA ALA A ÚT A ÚT Ú SA Ú S L L T A A A Ú A ÚTTS Ú ÚT S L S L T T A A A A Ú Ú S S L L T T A A A A Ú Ú S L S L T A TSA TSA ALLA ALA AÚ A ÚT Ú Ú SA S L L T A A A Ú A ÚTTS Ú ÚT S L S L T T A A A A Ú Ú S S L L T T A A A A Ú Ú S L S L T A T A A A ALL ÚTS ÚTS SA SALA LA Ú LA Ú T A A A Ú A ÚTTS Ú S L S L T T A A A A ÚT Ú Ú S S L L T T A A A A Ú Ú S L S L T A T A A A A L AL ÚTS SA LA Ú A A ÚTS A ÚTSALA Ú ALA ÚTSAL A ÚTTS L S L AÚ T A A Ú S S LA Ú T T A A Ú Ú S L S L T A T A A A A L Ú Ú S L S L A ÚT SA LA LA TSA A A A ÚT A ÚTTS Ú S L S L T AÚ T A A A Ú Ú S S L LA Ú T T A A A A Ú Ú S L S L T A T A A A A L Ú Ú S L S L A SA TSA ALA ALA A ÚT A ÚT ÚTTS Ú Ú S L S L T AÚ T A A A A Ú Ú S S L L T T A A A A Ú Ú S L S L T A T A A A A ALL ÚTS ÚTS SA SAL LA Ú LA Ú T A A A A ÚTTS Ú S L S L T T A A A LA Ú Ú Ú S S L T T A ALA A A Ú Ú S L S L T A T A A A A L Ú S Ú L S L A T T A A A A S ÚTTS ÚTS SAL LA Ú SAL LA Ú T T A A A LA Ú Ú S Ú S L T T A ALA A A Ú Ú S L S L T A T A A A A L Ú S Ú L S L A T T A A A A S Ú S Ú S L ÚTT ÚT LA SAL LA TSA T A A A LA Ú Ú S Ú S L LA T T A A A A Ú Ú S L S L T A T A A A A L Ú S Ú L S L A T SA TSA ALA ALA A ÚT ÚTTS Ú S LA Ú S L T T A A A Ú S Ú S L LA ALA Ú T T A A A A Ú Ú S L S L frá þessum vörumerkjum í verslunum okkar á Laugavegi 15 og Kringlunni T A T A A A A L Ú S Ú L S L A T T A A S ALA ALA AÚ AÚ ÚTTS ÚTS S L S L T T A A A Ú S Ú S L ALA Ú T T A ALA A A Ú Ú S L S L Gildir ekki á michelsen.is T A T A A A A L Ú S Ú L S L A T T A A A A S ÚTTS ÚTS SAL LA Ú SAL LA Ú T T A A A Ú S Ú S L ALA Ú T T A AL A A Ú Ú S L S L T A T A A A A L Ú S Ú L S L A T T A A A A S Ú S Ú S L ÚTT ÚT LA SAL LAKors Diesel ÚTSA T A A A S Ú S L T T A Michael A A SALA Ú Ú Ú S L SAL L T A T A A A A L Ú S Ú L S L A T T A A A A S Ú S Ú S L L T ÚT TSA TSA ALA ALA A ÚT Ú S Ú S L T T A A A SALA Ú Ú Ú S L SAL L T A T A A A A L Ú S Ú L S L A T T A A A A S Ú S Ú S L L T T T A Ú TSA ALA ÚTS SALA afsláttur Ú S LA Ú T T A A A SALA Ú Ú Ú S L L T A TSA A A A A L Ú S Ú L S L A T afsláttur T A A A A S Ú S Ú S L L T T T A A A A Ú Ú ÚTS SAL ÚTS SAL LA Ú T T A A A Ú Ú S L L TSALA TTS T A TSA A A A A L Ú S Ú L S L A T T A A A A Ú S Ú S L L T A A A A Ú Ú Ú S ÚTS SAL LA TSAL T A A ÚT A Ú Ú S L SA L TSALA TTS T A T A A A A L Ú S Ú L S L A T T A A A A Ú S Ú S L L Ú Ú TSA TSA ALA ALA A ÚT Ú S Ú S L T T A A A Ú Ú S L L TSALA TTS T A A A A A L Ú S ÚTS S L A T T AL A A A Ú S Ú S L L T A A A A Ú Ú Ú S L S L T A T TSA ALA AÚ AÚ ÚTSA Ú S L L T A TS A A A A ÚTSAL Ú L Ú S Ú L S L A T T A A A A S Ú S Ú S L L T T T A A A A A Ú ÚTS SAL ÚTS SAL LA Ú T T A A A Ú Ú S L L T A TS A A A A ÚTSAL Ú L Ú S Ú L S L A T T A A A A S Ú S Ú S L L T T T A A A A TW Steel Ú Ú S L S A ÚT ÚT LA TSA TSAL A A A Ú Ú S L L T A A A Armani A A ÚTSAL Ú L Ú S ÚT L S L A T T A A A A S Ú S Ú S L L T T T A A A A Ú Ú S L S L T A T A ÚTSAL ÚTSALA ÚTS A ÚTSALA Ú ALA ÚTSALA TSALA ÚTSA A ÚTSALA Ú ALA ÚT ÚTS SAL ÚTS SAL LA Ú T T A A A Ú Ú S L L T afsláttur A A A A Ú S L S L ÚT afsláttur LA TSA A A ÚT A ÚTSA Ú S L L T A A A Ú S S L T T A Ú TS ALA A Ú Obaku ALAKobec ÚTSAL ÚTSALA ÚTS A ÚTSALA Ú SALA ÚTSKlaus T AL A ÚTSAL ÚTSALA ÚTS A ÚTSALA Ú A afsláttur A ÚTSAL L A S T Ú SAL afsláttur T Ú A L A S ÚT

Stórafsláttur af völdum úrum 70%

50%

60%

30%

50%

60%

Zeitner

60%

70% Jorg Gray

afsláttur

afsláttur

DKNY

60%

D&G

60%

afsláttur

afsláttur

Einnig eru fjölmörg glæsileg tilboð á öðrum vörum í verslunum okkar meðan á útsölu stendur

Hlökkum til að sjá þig!

Fossil

60% afsláttur

Laugavegi 15 og Kringlunni - sími 511 1900 - www.michelsen.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.