frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 36. tölublað 7. árgangur
Föstudagur 08.07.2016
Grjótharðar landsliðskonur Vilja jafnrétti á vellinum
Eiðistorg Suðrænt hjarta Seltjarnarness
8
28
Ókeypis og rándýr safnvara Íslensk tónlist á Bandcamp og vínyl
20
Að safna er ekkert grín Harðir safnarar opna skápana
12
FÖSTUDAGUR
08.07.16
EIGNAÐIST DRAUMASVEFNHERBERGIÐ MEÐ HJÁLP FJÖLSKYLDUNNAR UPPSKRIFT AÐ „PULLED PORK“ FRÁ LÆKNINUM Í ELDHÚSINU
ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR Þetta er myndin sem Murren Leversly notar á Facebook. Maðurinn millifærði peningana í góðri trú um að þeir færu til konunnar á myndinni.
Þessi kona hafði milljón af einhverfum manni Murren Leversly vingaðist á Facebook við íslenskan mann sem glímir við einhverfu og geðræna kvilla. Maðurinn hélt að þau ættu í ástarsambandi og fylgdi leiðbeiningum hennar um að millifæra milljón króna á nígeríska bankareikninga. Aðstandendur mannsins þurftu að flytja hann á geðdeild til að stöðva atburðarásina. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is
Systir mannsins telur að viðskiptabanki bróður hennar, Landsbankinn, hefði átt að verja hagsmuni hans betur. Bankinn verji sína eigin hagsmuni með margvíslegum öryggisráðstöfunum en hún telur augljóst að bróðir hennar hafi orðið fyrir barðinu á svindlurum. Hún hefur vísað málinu til Fjármálaeftirlitsins. Maðurinn er á fertugsaldri og er varnarlaus gagnvart blekkingum vegna einhverfu sinnar og geðrænna veikinda sem hann hefur glímt við undanfarin ár. Hann er vanur að fylgja fyrirmælum og gera það sem
Ný sending komin af batteríum fyrir Phantom 3, 4 og Inspire 1
honum er sagt. Murren Leversly sendi honum vinabeiðni á Facebook fyrir rúmu ári og hóf spjall við hann sem stóð yfir í nokkrar vikur. Hún tjáði honum ást sína og sagðist vera í bandaríska hernum í Nígeríu. Í ljós kom að um umfangsmikið og þaulskipulagt netsvindl var að ræða. Murren sagði honum hvernig hann ætti að fara í ólík útibú Landsbankans og færa peninga inn á nígeríska reikninga. Hún blekkti manninn til að halda að hún hefði áhuga á framtíðarsambandi við hann og talaði einnig við hann á Skype.
Phantom 3
DAGSFERÐIR MEÐ FJÖLSKYLDUNNI – FÓTBOLTAGOLF, VÖLUNDARHÚS OG DÝRAGARÐAR TÖLVULEIKJAFÍKN UNGMENNA ER VAXANDI VANDAMÁL
BJÚTÍSNAPPARI OPNAR SNYRTITÖSKUNA Mynd | Hari
Fólk og fjör
Aðstandendur mannsins telja að um umfangsmikil fjársvik sé að ræða og mögulega sé verið að fjármagna skipulagða glæpastarfsemi. Þeir stóðu ráðalausir frammi fyrir atburðarásinni enda maðurinn fjárráða. Til að rjúfa vítahringinn og koma í veg fyrir að hann léti meiri peninga af hendi þurftu þeir að leita til geðdeildar Landspítalans.
Netsvindl
Systir mannsins segir frá atburðarásinni í blaðinu
Phantom 4
verð frá
verð frá
verð
29.990kr
98.990kr
249.990kr
6
Viðurkenndur endursöluaðili
KRINGLUNNI ISTORE.IS
8
t
LOSNAÐI VIÐ SJÁLFSHATRIÐ Í SAMTÖKUM MATARFÍKLA
2|
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 8. júlí 2016
Nýsamþykkt lög myndu hlífa Reginu Innflytjendur Regina Osarumaese og drengir hennar verða sendir úr landi þar sem lögin taka ekki gildi fyrr en í janúar.
Regina og drengirnir hennar tveir verða flutt með valdi úr landi og send til Nígeríu á næstunni. Drengirnir hafa aldrei komið til Nígeríu en Útlendingastofnun tekur aðstæður þeirra ekki til greina þrátt fyrir nýsamþykkt lög. „Það er klárlega ómannúðlegt að senda þau til Nígeríu. Í fyrsta lagi vegna þess að börn Reginu hafa aldrei komið þangað,“ segir Claudie
A. Wilson, lögfræðingur hjá Rétti, sem hefur farið með mál Reginu Osarumaese, hælisleitanda sem situr nú heima með drengina sína tvo og bíður þess að verða send til Nígeríu af íslenskum stjórnvöldum. Claudie segir röksemdina fyrir því að synja umsögn Reginu, að henni stafi ekki hætta af því að vera í Nígeríu, mjög bagalega þar sem hún hafi upphaflega flúið landið því henni stafaði hætta af sinni eigin fjölskyldu. Alvarlegast sé þó að Útlendingastofnun hafi ekki tekið tillit til aðstæðna drengja Reginu. „Þegar hælisleitendur með börn
Stuðning fyrir fatlaða vantar sárlega í borginni Félagsmál Þrátt fyrir 150 milljón króna aukafjárveitingu, sem nýlega var veitt til stuðningsþjónustu Reykjavíkurborgar fyrir fatlaða, vantar enn sárlega stuðningsfjölskyldur og aðila til að taka að sér félagslega liðveislu. Reykjavíkurborg heldur úti margs kyns þjónustu við fatlaða. Þar á meðal eru svokallaðar stuðningsfjölskyldur sem taka á móti fötluðum börnum á heimili sínu og er þeim ætlað að styðja foreldra barnsins, veita þeim hvíld og auðga reynsluheim barnsins. 1. júlí síðastliðinn voru 163 aðilar á biðlista eftir stuðningsfjölskyldu. Ilmur Kristjánsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir ljóst að í núverandi efnahagsástandi sé erfitt að fá fjölskyldur og einstaklinga til slíkra starfa, jafnvel þó að greiðslur fyrir þjón-
Ilmur Kristjánsdóttir segir mikla þörf á fólki sem tilbúið er til að styðja fatlaða.
ustuna hafi verið hækkaðar. „Við þurfum að höfða til samkenndar fólks og samfélagsvitundar, enda er um mikilvæga þjónustu að ræða. Umönnunarstörf verða alltaf útundan þegar efnahagslífið er í uppsveiflu,“ segir Ilmur og bætir við þörfin á slíkum stuðningi sé alltaf til staðar, þó að forgangsraðað sé ávallt í þágu þeirra sem eru í mestri þörf fyrir þjónustu. Þjónstumiðstöðvar Reykjavíkurborgar leita allra leiða til að laða að fólk sem getur tekið að sér þessa mikilvægu þjónustu, en stefnt er að því að fara í átak í þeim efnum í haust. | gt
Menning
Tími aðgerða kominn „Við höfum alltaf verið með draum um kvennastýrða sjónvarpsstöð en þar sem sjónvarp er að verða svo úrelt fyrirbæri sjáum við núna meiri möguleika í vef,“ segir Dögg Mósesdóttir, formaður WIFT, en félagið stefnir á að opna heimasíðuna Viftuna í haust. Markmið síðunnar er að auka sýnileika kvenna og varðveita sögu þeirra í íslenskri kvikmyndagerð. Félagið hefur undanfarið gagnrýnt skertan hlut kvenna í kvikmynda- og sjónvarpsgerð og slæma birtingarmynd þeirra í sjónvarpi og kvikmyndum en eftir mikla gagnrýni telja konurnar að tími sé kominn á aðgerðir og að vefurinn verði góður vettvangur til þess. „Vefurinn mun þróast hægt og rólega en þetta verður mjög sjónrænn vefur með vikulega þætti og annað spennandi eins og fasta bloggara og gagnrýnendur. Við höfum fengið styrki frá borginni og menntamálaráðuneytinu en leitum nú frekari styrkja og auglýsenda.“ | hh
NÝ AFURÐ FRÁ BIOBÚ!
Hindberjajógúrt • Engin aukaefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Án manngerðra transfitusýra
Lífrænar mjólkurvörur
www.biobu.is
sækja um hæli á Íslandi þá er staða barnanna ekki skoðuð sérstaklega, heldur er umsóknin tekin sem ein heild, en það kann að vera í ósamræmi við 22. grein barnasáttmálans þar sem segir að það verði að veita börnum vernd. Hingað til hefur það verið framkvæmd Útlendingastofnunar að fjalla ekki efnislega um aðstæður barnsins heldur vísa í rökstuðning með ákvörðun um foreldra þeirra. Í þessu máli hefur algjörlega verið farið fram hjá því að skoða aðstæður barnanna þó það sé sérstök ástæða til þess þar sem annað barnið fæddist hér og hitt á Ítalíu. Ég tel vera sérstaka
ástæðu til að skoða þetta mál frekar því nýju útlendingalögin, sem hafa verið samþykkt og munu taka gildi 1.janúar, kveða enn skýrar á um að það verði að skoða mál hverrar manneskju, hvort sem hún er í fjölskyldu eða ekki. Það ætti því ekki að afgreiða umsókn með þessum hætti.“ | hh
Regina er barnshafandi í dag. Beiðni Rauða krossins til Mannréttindadómstóls um endurupptöku á máli fjölskyldunnar var hafnað í síðustu viku.
Tæplega helmingur jarða ríkisins í eyði Fasteignir Eyðijarðir í eigu ríkisins eru 189 talsins og er að finna um allt land. Af þeim eru 82 með öllu ónýttar. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is
Íslenska ríkið á mikið safn jarða, en þær eru 450 talsins og dreifast um allt land. Ýmsir aðilar hafa umsjón með þeim, til dæmis Skógræktin, Landgræðslan, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Háskólinn á Hólum. Meirihluti jarðanna er þó í umsjón Ríkiseigna. Af eyðijörðunum 189 eru 107 nýttar með einhverjum hætti af aðilum sem að búa á jörðum í kring. Ljóst er að mikil fjárhagsleg og menningarleg verðmæti eru fólgin í eyðijörðum ríkisins en á tímabili, fyrir efnahagshrunið 2008, var mikil ásókn í að fá jarðir keyptar undir sumarhús og fyrir tómstundabúskap. Ríkiseignir hafa yfirsýn yfir eignir ríkisins og unnið að því að bæta skráningu og þróa upplýsingakerfi um eignirnar. Nú er hægt á vef Ríkiseigna að skoða sérstaka kortavefsjá sem geymir upplýsingar um jarðir í ríkiseign en einnig er unnið að heildstæðri og dýpri skráningu um ástand jarðanna, nýtingu, samninga, réttindi og kvaðir, svo eitthvað sé nefnt. Mikill áhugi er á eyðibýlum á Íslandi, en bæði rannsóknir og sjónvarpsþættir hafa aukið við hann. Með batnandi efnahagsástandi er ekki ólíklegt að áhugi á kaupum eða nýtingu á ríkisjörðum í eyði muni aukast á næstu árum. Lagaheimild þarf til að selja eða leigja eignir ríkissjóðs. Fáist slík heimild sjá Ríkiskaup um auglýs-
Víða standa uppi hús á eyðijörðum í eigu ríkisins.
450
jarðir í eigu ríkisins
189
eyðijarðir ríkisins
122
ríkisjarðir í ábúð
4
lausar bújarðir með húsakosti ingu og um að leita tilboða. Við sölu á eigunum ríksins er lögð áhersla á að tryggja jafnræði og gagnsæi. Silja Dögg Gunnarsdóttir alþingismaður hefur grennslast fyrir um málið hjá fjármála- og efnahagsráðherra og var á nýliðnu þingi fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um að koma ónýttum og ósetnum jörðum í ríkiseigu í notkun. Í tillögunni er bent á að ungir bændur eigi oft erfitt með
að hefja búskap því að bújarðir liggi ekki á lausu. Hins vegar er ljóst að eyðijarðir henta oft illa til fastrar búsetu en þingsályktunartillagan náði ekki fram að ganga. Hjörleifur Stefánsson arkitekt hefur ásamt hópi áhugamanna kannað nýtingarmöguleika á eyðijörðum. Fyrir nokkrum misserum ræddi hópurinn við Skógræktina sem hefur með nokkurn fjölda slíkra jarða að gera. „Við höfðum fyrst og fremst áhuga á húsakosti sem hægt væri að laga svo að almenningur gæti nýtt hann í sumarleyfum. Víða á eyðijörðum eru menningarminjar sem engum nýtast nema til komi uppbygging. Það var okkar ásetningur að lífga við einn og einn bæjarhól, en Skógræktin var ekki tilbúin til frekara samstarfs þegar til kom.“ Frá fjármálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar að unnið sé að skoðun á núverandi nýtingu jarða í eigu ríkisins og eigendastefnu ríkisins í þessum efnum.
Erró kornið sem fyllti mælinn Segir marga arkitekta ósátta við breytingar á húsnæði Dómsmál Lögmaður segir arkitekta oft ekki þora í mál af ótta við að vera settir út af sakramentinu.
„Ástæðan fyrir því að það er stefnt núna í málinu er sú að það hefur, að mati stefnenda, verið gengið áður gegn höfundarrétti Guðmundar Þórs. Og þó að menn hafi áður kyngt því var þetta kornið sem fyllti mælinn,“ segir Einar Páll Tamimi, lögmaður afkomanda arkitektsins, Guðmundar Þórs Pálssonar, sem hannaði íþróttamiðstöðina Austurbergi 3 í Breiðholti. Eins og Fréttatíminn greindi frá fyrir viku, hafa afkomendur Guðmundar Þórs stefnt Reykjavíkurborg vegna uppsetningar á listaverkinu Frumskógardrottningin, eftir Erró, auk þess sem stefnt er vegna viðbyggingar við íþróttamiðstöðina, þar sem líkamsræktarstöð verður
Erró prýðir húsið sem er í eigu Reykjavíkurborgar.
til húsa. Í báðum tilfellum er talið að brotið hafi verið á höfundarverki Guðmundar. „Það hvarflar þó ekki að erfingjum Guðmundar að stöðva framkvæmdirnar sem þegar eru hafnar í tengslum við byggingu líkamsræktarstöðvarinnar,“ útskýrir Einar Páll. Hann segir málið snúa fyrst og fremst að því hvar mörkin liggja á milli höfundaréttar hönnuðar og réttar eiganda mannvirkis.
„Vandinn hefur verið sá að það er fullt af óánægðum hönnuðum úti um allt, sem hafa verið að hanna fyrir ríki og borg og hafa lent í því að verið er að krukka í byggingum sem þeir hafa hannað án samráðs við þá. Oft þora þeir ekki að fara með málin fyrir dóm, því þá er hætt við því að stærstu verkkauparnir, sem eru ríki og borg, setji þá einfaldlega út af sakramentinu,“ segir Einar Páll. | vg
* afsláttur gildir ekki med ödrum tilbodum
Reykjavík Tangarhöfða 8 590 2000
Reykjanesbær Njarðarbraut 9 420 3330
Opið virka daga frá 9 til 18 Lokað á laugardögum í júlí Verið velkomin í reynsluakstur
4|
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 8. júlí 2016
Hraði við stofnun tónlistarframhaldsskóla Menntun Stefnt er að því að nýr listframhaldsskóli á sviði tónlistar taki til starfa í haust, en skólinn er enn óstofnaður.
Skilafrestur aðila sem áhuga hafa á rekstri nýja skólans rann út 21. júní síðastliðinn, en ríkisstjórn samþykkti stofnun skólans í byrjun apríl. Ljóst er að vinna þarf verkið hratt því að áætlað er að undirrita samninga um verkefnið síðar í þessum mánuði, á mesta sumarleyfistíma ársins. Ríkiskaup sjá um ferlið fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytisins, en samkvæmt upplýsingum þaðan er matsnefnd að störfum. Tvær um-
sóknir bárust í verkefnið en á bak við hvora þeirra voru tveir tónlistarskólar. Önnur umsóknin var frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og Tónlistarskóla F.Í.H. en hin frá Tónlistarskóla Kópavogs og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Nýja skólanum er ætlað að bjóða upp á framhaldsskólanám með áherslu á hljóðfæraleik og söng, þannig að nemendur geti lokið stúdentsprófi af tónlistarbraut. Skólanum er ætlað að þjóna nemendum af öllu landinu, en gert er ráð fyrir að þeir verði allt að 200 að tölu, þreyti inntökupróf og stundi nám bæði í klassísku og rytmísku tónlistarnámi.
Íþróttir
Nýja skólanum er ætlað að bjóða upp á framhaldsskólanám með áherslu á hljóðfæraleik og söng, þannig að nemendur geti lokið stúdentsprófi. Sama dag og skilafrestur umsóknaraðila rann út vegna reksturs nýja skólans tilkynnti mennta- og menningarmálaráðuneytið á heimasíðu sinni að innritun í framhaldsskóla á haustönn væri lokið. | gt
Suður til Möltu í strandblak Auður Líf Benediktsdóttir, 16 ára efnileg blakkona á Ísafirði, er á leið til keppni í strandblaki á Möltu. Auður keppti í fyrsta sinn í strandblaki á Þingeyri á dögunum. Henni var boðið til Möltu í skyndi. „Mamma fékk símtal frá Salvatore Gennuso sem hefur verið að þjálfa við blakdeild Vestra. Einn keppandi datt út og ég kem í staðinn.“ Auður segir smá mun á strandblaki og venjulegu blaki en góður grunnur nýtist vel. „Best væri að spila blak á veturna en strandblak ströndinni á sumrin,“ segir Auður á leið í ný ævintýri. | gt
Millifærðu á Sónar Greiddu tónlistarhátíð fyrir miða á Ísland–Frakkland Brask Björn Steinbekk er líklega ekki persónulega ábyrgur fyrir tjóni ferðalanga í Frakklandi. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is
Kristín Þórunn Tómasdóttir hættir sem sóknarprestur og flytur til Sviss. Mynd | Hari
Sóknarprestur í Laugarneskirkju flytur til Sviss Samfélagsmál Kristín Þórunn Tómasdóttir lét reyna á kirkjugrið í Laugarneskirkju og var hún meðal annars harðlega gagnrýnd af þingmanni Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er nú bara skemmtileg tilviljun, en algjörlega óskylt umræðunni sem hefur verið í gangi,“ segir Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju, en staða hennar var auglýst á miðvikudaginn á vef þjóðkirkjunnar. Það var þó ekki gert vegna umdeilds máls er varðaði hælisleit-
endur sem létu reyna á kirkjugrið, heldur vegna þess að Kristín er að flytja til Sviss. „Við förum út í ágúst,“ útskýrir Kristín en eiginmaður hennar, Árni Svanur Daníelsson, starfar hjá upplýsingasviði lútherska heimssambandsins í Genf. „Ég vona bara að rétta manneskjan verði fundin í starfið, en tilfinningar mínar eru auðvitað blendnar,“ segir Kristín sem tók ákvörðunina um að flytja í janúar síðastliðnum. „Nú tekur bara við að læra frönskuna,“ segir Kristín. | vg
Hvað kæmi í veskið? Lágmarkslaun í samningi VR og SA 260.000 kr. Laun fyrir Laun eftir 319.800 kr. Upphæð hækkunar 59.800 kr.
Grunnskóla- kennari* 505.000 kr. 621.150 kr. 116.150 kr.
Hjúkrunar- fræðingur* 679.575 kr. 835.877 kr. 156.302 kr.
Ráðuneytisstjóri 1.500.000 kr. 1.845.000 kr. 345.000 kr.
*MEÐALTAL HEILDARLAUNA
Hvað gerir 23 prósent launahækkun? Um miðjan síðasta mánuð ákvað Kjararáð ný kjör fyrir æðstu embættismenn stjórnarráðsins, ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra. Laun ráðuneytisstjóranna hækkuðu um 23 prósent. Hvað ætli sú breyting geri fyrir laun almennings? Tökum sem dæmi laun fólksins sem hjúkrar okkur inni á sjúkrahúsum og kennir börnunum undirstöðuna í lífinu.
Sumartilboð á úrum 1. - 10. júlí Gott úrval - gott verð
Þeir sem keyptu miða af Birni Steinbekk á landsleik Íslands í átta liða úrslitum EM síðustu helgi áttu það sameiginlegt að leggja féð inn á reikning tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík. Sú hátíð hefur haldið vel heppnaðar raftónlistarhátíðir frá árinu 2013, en hátíðin hefur meðal annars verið styrkt árlega af útsvarsgreiðendum Reykjavíkurborgar um fjórar milljónir króna frá árinu 2014. Þá hefur hátíðin fengið opinberan stuðning víða. Flestar kröfur Íslendinga vegna miðamálsins beinast því að tónlistarhátíðinni á meðan Björn Steinbekk er ekki persónulega ábyrgur fjárhagslega fyrir því tjóni sem fólk mátti þola um síðustu helgi. Spurningar vakna því um stöðu Sónar og hvort framtíð hátíðarinnar sé stefnt í voða en ekki hefur tekist að ná sambandi við Björn vegna þessa. Þorsteinn Einarsson, lögmaður Björns, sinnir nú því erilsama verki að taka á móti kröfum fjölda Íslendinga sem höfðu keypt miða á sögulegan landsleik Íslands og Frakklands í átta liða úrslitum á Evrópumeistaramótinu. Alls lofaði hann að afhenda 450 miða, en segir sjálfur að hann hafi verið svikinn af hinni dularfullu Nicole sem enginn hjá evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, kannast við. Síðustu fregnir herma að Björn hafi sagt upp sem framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Færsla þess eðlis birtist á Facebook í vikunni, en hvarf þó sporlaust skömmu síðar. Eigendur Sónar eru eiginkona Björns, Erna
Fjölmargir stuðningsmenn Íslendinga fengu ekki miða á leik Íslands í fjórðungsúrslitum á EM Mynd | NordicPhotos/Getty Á annað hundrað manns eru í hópi sem skoðar hópmálsókn gegn Birni Steinbekk vegna miðamála, en hann er líklega ekki fjárhagslega ábyrgur vegna málsins.
Björk Häsler, sem á 85% í hátíðinni, en viðburðafyrirtækið Faxaflói ehf, á 15%. Þegar hefur verið stofnaður hópur á Facebook þar sem einstaklingar skoða málsókn gegn Birni og telur sá hópur á annað hundrað manns. En það var ekki eingöngu Björn sem freistaði gæfunnar fyrir EM, heldur er fyrirtækið Netmiði.is komið í vandræði eftir að það leigði flugvél til þess að ferja spennta fótboltaáhangendur til Frakklands. Farþegar kanna nú alvarlega stöðu sína eftir að fluginu var flýtt um 14 klukkustundir, sem varð meðal annars til þess að nokkrir einstak-
Vilja rannsaka viljayfirlýsingu Íslendinga vegna Íraksstríðsins Utanríkismál Birgitta Jónsdóttir segir tilefni til þess að rannsaka ákvörðun um að setja nafn Íslands á lista hinna staðföstu þjóða.
30% afsláttur
25% afsláttur 30% afsláttur
25% afsláttur
lingar misstu af fluginu. Ofan á allt annað keypti Netmiði 100 miða af Birni Steinbekk og pungaði út um 5 milljónum króna vegna þessa. Aðeins hluti af miðunum skilaði sér til viðskiptavina Netmiða. Sem aftur gæti orðið grundvöllur málssóknar gegn Netmiðum fyrir að efna ekki loforð sín. „Við erum að endurgreiða öllum, þannig er búið að bakfæra allt fyrir þá sem greiddu með kreditkorti,“ útskýrði Kristján Atli Dýrfjörð, eigandi netmiði.is, þegar Fréttatíminn náði tali af honum og fullyrti hann að aðeins 6 ættu eftir að fá endurgreitt vegna miðamálanna. Spurður út í óvænta breytingu á flugi, ólíkt því sem auglýst var í upphafi, svaraði Kristján Atli: „Ég held að ég eigi ekki að ræða þetta núna, eins og staðan er í dag. Í skilmálum fyrir fluginu segir að það geti breyst án fyrirvara, en við munum reyna að komast til móts við alla eins og við getum.“
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, telur fullt tilefni til þess að rannsaka nánar hvernig var staðið að ákvörðun um að setja nafn Íslands á lista hinna staðföstu þjóða árið 2003. „Þetta mál er algjörlega óuppgert og gríðarlega stór hluti þjóðarinnar var ósáttur við að Ísland var sett á þennan lista,“ segir Birgitta. John Chilcot, formaður breskrar rannsóknarnefndar um Íraksstríðið, kynnti niðurstöður nefndarinnar á miðvikudaginn þar sem fram kom að innrásin í Írak árið 2003 var háð á röngum forsendum. Þá kom einnig fram í skýrslunni að breska ríkisstjórnin hefði tekið þátt í stríðinu án þess að kanna alla
möguleika á friðsamlegri afvopnun, auk þess sem lítil umræða fór fram um málið. „Skýrslan er gott tilefni til þess að kanna hvernig var staðið að þessu hér á landi,“ segir Birgitta, en það voru þeir Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, og Halldór Ásgrímsson heitinn, sem þá var utanríkisráðherra, sem tóku ákvörðunina án þess að bera hana undir þing eða utanríkismálanefnd. „Nú ætla ég bara að fara í upplýsingaöflun um málið,“ segir Birgitta um næstu skref, en lög um rannsóknarnefndir voru samþykkt árið 2011. Því er ekki útilokað að vísa málinu til rannsóknarnefndar, sé ástæða til. | vg
Birgitta Jónsdóttir vill skoða það hvort tilefni sé til þess að hefja formlega rannsókn á ákvörðun íslenskra ráðamanna um innrás í Írak.
Þaulhugsað skipulag, hárnákvæmur frágangur og endalausar betrumbætur. Þannig smíðuðum við nýjan Honda HR-V, til að tryggja að hver og einn hlutur passaði fullkomlega. Útkoman er borgarjeppi, sem er jafn hagnýtur að innan og hann er fallegur að utan. Honda HR-V er fullkominn fyrir þig.
www.honda.is
Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is
Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 • Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535
6|
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 8. júlí 2016
Einhverfur maður varð fyrir barðinu á umfangsmiklu Nígeríusvindli
Féflettur af Facebook-prófíl Netsvik Einhverfur maður á fertugsaldri var blekktur af konu á Facebook. Hann hélt að hann ætti í ástarsambandi við konuna og millifærði um það bil milljón krónur eftir hennar pöntunum. Systir mannsins hefur reynt að vinda ofan af málinu í heilt ár. Velþekkt er að svindl af þessu tagi sé hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is
Sumarútsalan
ALLT AÐ
50% AFSLÁTTUR
nú á fjórum stöðum Holtagörðum | Smáratorgi | Akureyri | Ísafirði
30% AFSLÁTTUR
RIO hægindastóll Stílhreinn og fallegur hægindastóll. Ljós- og dökkdrátt slitsterkt áklæði. Fullt verð: 34.900 kr.
Aðeins 24.430 kr. SILKEBORG hægindastóll
30%
Stillanlegur hægindastóll. með skemli. Dökkgrátt slitsterkt áklæði. Einnig fáanlegur í leðri
AFSLÁTTUR
Fullt verð: 69.900 kr.
Aðeins 48.930 kr.
Fleiri Íslendingar virðast vera vinir Murren Leversly á Facebook. Maðurinn er í öngum sínum yfir því að hafa trúað blekkingum hennar. Fréttatíminn ræddi við systur hans sem hefur reynt að rétta hlut hans eftir að upp komst um málið fyrir ári síðan. Hún vill ekki koma fram undir nafni því hún óttast að aðrir gætu notfært sér bága stöðu bróður hennar. Systkinin búa í sama húsi og eiga í miklum samskiptum. Maðurinn er í vinnu og sér að mestu leyti um sig sjálfur. Hann hefur hinsvegar glímt við andleg veikindi undanfarin fjögur ár og er auk þess greindur með einhverfu. Það er honum eðlislægt að fara eftir fyrirmælum og telur systir hans hann því hafa verið auðvelda bráð þegar Facebook-prófíll undir nafninu Murren Leversly óskaði eftir vinskap hans. „Mér var orðið ljóst að það væri kona í spilinu og hann sagði mér að hann hefði kynnst henni á netinu. Ég vissi lítið um málið en spurði í bríaríi hvort hún væri nokkuð að biðja hann um peninga. Hann gekkst við því.“ Lofaði öllu fögru Upp úr dúrnum kom að bróðir hennar hafði spjallað við Murren Leversly á Facebook í 2-3 vikur. „Hún sagðist vera hermaður í bandaríska hernum í Nígeríu og að hún væri ástfangin af honum. Hún talaði um hann sem eiginmann sinn og að hún myndi koma til landsins fljótt til að giftast honum. Samskiptin voru vingjarnleg og alveg innan velsæmismarka. Konuna langaði til að ræða við hann í síma því þá yrðu samskipti þeirra ódýrari. Eina vandamálið var að hún þurfti peninga til að geta keypt sér símakort.“ Á þeim forsendum framkvæmdi hann fyrstu millifærsluna, 900 dollara. „Hún gaf honum fyrirmæli um hvernig hann ætti að færa peningana í gegnum Western Union í Landsbankanum. Þegar ég uppgötva hvað var í gangi, þá tók ég af honum auðkennislykilinn og bað hann um að millifæra alls ekki meira. En af því að hann fer eftir fyrirmælum þá hlýddi hann konunni sem hvatti hann áfram og var með hann undir stífri handleiðslu.“ Maðurinn fór því næst og sótti sér nýjan auðkennislykil svo hann gæti orðið við frekari óskum Murren. Hún lofaði honum öllu fögru og að hún myndi senda honum peninga. Því til staðfestingar tók hún upp á að senda honum falsað kreditkort með hraðsendingarþjónustu í pósti heim til hans. Ágengni hennar jókst og þau töluðu líka nokkrum sinnum saman á Skype. Eina vandamálið var að myndavélin var alltaf biluð hjá henni. Hann sýndi hinsvegar glaður Eins og sjá má á þessum kvittunum, millifærði maðurinn háar fjárhæðir inn á reikninga sem skráðir voru á nígeríska kirkju.
INFINITY náttborð
HOMELINE náttborð
SUPERNOVA náttborð
Hvítt – Fullt verð: 13.900
Eik/hvítt – Fullt verð: 15.900
Hvítt – Fullt verð: 29.900
9.900 kr.
12.720 kr.
17.940 kr.
Holtagörðum, 512 6800 Smáratorgi, 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafjörður
Afgreiðslutími sjá
www.dorma.is
Murren Leversly segist vera í bandaríska hernum í Nígeríu og sagðist vilja koma til Íslands og giftast manninum. Eftir nokkurra vikna spjall hélt maðurinn að þau ættu í ástarsambandi og féllst á að millifæra til hennar peninga.
fram íbúðina sína og sagði frá sjálfum sér. Allt í þeirri trú að hann væri að tala við konu sem væri ástfangin af sér. „Ég hélt að ég hefði komið í veg fyrir að hann millifærði meira en uppgötvaði svo að hann hélt áfram að senda peninga. Hann er fjárráða og ráðstafar sínum bankareikningum sjálfur. Það var því lítið sem ég gat gert til að stoppa hann. Á þremur dögum millifærði hann samtals um milljón króna í fjórum millifærslum, úr ólíkum útibúum Landsbankans, inn á bankareikninga sem skráðir voru á nígeríska kirkju. Hún sagði honum hvernig hann ætti að gera þetta og ráðlagði honum að fara í ólík útibú bankans til að framkvæma greiðslurnar. Á endanum var hann kominn í mikið andlegt ójafnvægi og við höfðum ekki önnur úrræði en að leita til geðdeildar Landspítalans.“ Þar var bróðir hennar vistaður í hálfan mánuð. Hann þurfti að loka símanúmerinu sínu og var bannað að fara á Facebook í átta mánuði. Það var honum einnig gríðarlega þungbært þegar hann áttaði sig á því að hann hafi verið blekktur. „Hann er enn að jafna sig og skammast sín mikið fyrir að hafa trúað þessu.“ Kallar eftir vernd Systir hans segir að hún hafi reynt að vinda ofan af málinu síðan. Hún telur augljóst að bróðir hennar hafi verið beittur blekkingum til að greiða háar fjárhæðir. Landsbankinn ætti að verja hans hagsmuni betur. Hún furðar sig á að í bankaumhverfi þar
Fleiri Íslendingar virðast vera vinir Murren Leversly á Facebook. sem eru stíf gjaldeyrishöft, hafi millifærslur til svo grunsamlegra aðila getað gengið svo hratt og örugglega fyrir sig. Hún hefur leitað til Fjármálaeftirlitsins og hyggst leita aðstoðar lögfræðings. Hún segir Landsbankann hafa hagnast um tugi þúsunda á millifærslunum og beri að vernda viðskiptavini sína fyrir svindli. Í samskiptum konunnar við Fjármálaeftirlitið, sem Fréttatíminn hefur undir höndum, var henni bent á leiðbeinandi tilmæli Fjármálaeftirlitsins frá árinu 2014, sem eiga við þegar grunur leikur á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Samkvæmt þeim virðist grundvöllur til ahugunar á viðskiptasamböndum þegar grunur um slíkt vaknar. Málið er enn í ferli og hyggst konan halda áfram að leita réttar bróður síns. Velþekkt er að skipulögð glæpasamtök og hryðjuverkahópar beiti blekkingum sem lýst hér að ofan, til að fjármagna starfsemi sína. Hin svokölluðu Nígeríusvindl eru umfangsmikil og samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið, meðal annars af hollenska fjármálaeftirlitinu, Ultascan AGI, hafa hópar eins og Boko Haram verið tengdir slíkum netblekkingum.
Í leiðinni úr bænum VANDAÐur VEIÐIBÚNAÐur í miklu Úrvali
jól, h , r i g n a t s u Flug r ó k s g o r u l ð vö I, verð
Flugustangir & hjól ð oð boð ð o b l i Vöðlur & ð o iðifatnaður e b v l i t ð o b l ti ð o b til oð tilb oð tilb oð tilb oð tilb oð t i l b Ko stangir, hjól, astð b iðibúnaður t i l & veo ð b til GÆÐ FRÁBÆR ATILBOÐ OG PAKK
SAGE ER VINSÆ LASTA FLUGUSTÖ NGIN ÞAÐ ER ENGIN TI LVILJUN
Í FRAMLEIDDUR M NU BANDARÍKJU M AF VEIÐIMÖNNU N FYRIR VEIÐIMEN
Flugulínur Fullkomnar línur fyrir allar aðstæður
guhjólFin u fl u k s n Ísle firði A R Á Ísa N EIDDU IÐIMEN FRAML RIR VE UM FY N N Ö VEIÐIM
Kaststangir, h & veiðibúnaðujól, r
ÞÝSK hön nun & þró un, framle í Asíu, frá itt bært ver ð og gæð i
RÓTGRÓIÐ MERKI RUR OG VANDAÐAR VÖ
KRÓKHÁLSI 4 • 110 REYKJAVÍK • S: 517 8050 //// Í LEIÐINNI ÚR BÆNUM FYLGDU OKKUR Á FACEBOOK
8|
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 8. júlí 2016
Efnilegustu fótboltastelpur landsins segja margt mega fara betur í kvennaboltanum
Boltinn bara rétt byrjaður að rúlla Stelpunum í U17 ára landsliði kvenna þykir karlar fá meiri athygli en konur í fótbolta. Þær segja að stelpur þurfi oft að víkja af æfingaaðstöðu fyrir stráka, og drengjalandsliðið hafi fengið að æfa saman í viku fyrir æfingamót, en ekki þær.
Íslenska kvennalandsliðinu gengur ótrúlega vel. Þær eru svo góðar að maður finnur ekkert betri fyrirmyndir en þær.
Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is
„Stráka- og og stúlknalandsliðin fóru á æfingamót um daginn og strákarnir fengu að æfa saman fyrir mótið en ekki við,“ segja þær Alexandra, Valdís og Guðný sem eru allar í U17 ára landsliði kvenna í fótbolta. Stelpurnar eru sammála um að karlar fái meiri athygli en konur í fótbolta og hafa upplifað að þeim sé mismunað á grundvelli kyns. Þær skilja ekki hvers vegna staða kvennafótboltans er lakari en hjá körlum enda þykir þeim mikið til íslensks kvennafótbolta koma – fólk átti sig síður á ágæti íslenskra fótboltakvenna. Hreinn skandall hjá RÚV Finnst ykkur meira fjallað um karlaen kvennafótbolta hér á landi? „Já, ég meina eins og núna með EM karla. Ég hef aldrei séð svona mikið um fótbolta. Þetta er hvar sem þú ferð,“ segir Alexandra. Valdís: ,,Já, mér finnst það. Eins og þetta með RÚV um daginn. Æfingaleikur karla var sýndur á aðalrás sjónvarpsins en kvennaleikurinn, sem skipti máli um hvort við ættum möguleika á að komast á EM, var á hliðarrás. Það eru allir sammála um að það sé bara hreinn skandall! Stelpurnar segja deildina vera í stoppi á meðan EM karla stendur yfir en það geti verið þreytandi. Áhugavert sé að velta fyrir sér hvort íslensku deildirnar muni fara í pásu næsta sumar en útlit er fyrir að íslenska kvennalandsliðið fari á EM. „Og hvort umfjöllunin verði jafn mikil og hún hefur verið núna,” segir Guðný. Ánægðar með Pepsi-mörkin Þær segjast horfa mikið á kvennafótbolta en erfitt sé að fylgjast með öðrum en þeim íslenska. Valdís nefnir í því samhengi að hún sé ánægð með Pepsi-mörk kvenna, sem sé nýr þáttur, en áður var þátturinn einungis um karlafótboltann. „Núna fær maður að sjá hvað er að gerast því umfjöllunin er orðin meiri, maður kemst meira inn í málin og sér hvað aðrir eru að gera. Það er samt miklu erfiðara að nálgast kvennafót-
Guðný Árnadóttir
Guðný Árnadóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Valdís Björg Sigurbjörnsdóttir eru allar í U17 ára landsliði kvenna í fótbolta. Þær segja að karlar fái meiri athygli en konur í fótbolta og hafa upplifað að þeim sé mismunað á grundvelli kyns. Mynd | Hari
boltann miðað við karlana, jafnvel þó sýning á kvennaboltanum sé að aukast. Bæði hvað varðar íslenska karlaboltann og ensku deildina. Þess vegna er mikilvægt að halda áfram að sýna konur í íþróttinni,“ segir Valdís. Er þá ekki gaman að loksins sé farið að fjalla meira um konur í fótbolta? „Jú, það er geggjað!“ segja þær allar í kór og gleðin í svip þeirra leynir sér ekki. Vikið fyrir strákum Hafið þið upplifað mismunun í fótboltanum? „Já, eins og núna í Haukum. Þriðji flokkur karla víkur fyrir meistaraflokki karla þegar þeir eiga æfingu á aðalvellinum okkar en ef sama staða kemur upp þar sem meistaraflokkur kvenna á völlinn þá þarf meistaraflokkurinn að víkja fyrir strákunum og fara á síðri grasvölllinn. Það er pirrandi,“ segir Alexandra hneyksluð. Guðný og Valdís hugsa sig vel um og Alexandra tekur aftur til máls: Síðan var U17 ára landslið kvenna að keppa á æfingamóti fyrir rúmum mánuði. Líka strákarnir. Þeir fengu viku fyrir mótið til að æfa saman en ekki við – við hittumst bara á flugvellinum og höfðum aldrei spilað saman, bara á móti hvor annari. Það var bara mjög fúlt.“ „Já einmitt,“ segir Guðný. „Við rétt vissum hvað hinar stelpurnar hétu.“ Óskiljanlegt ójafnrétti! En hvers vegna er staða kvennafótboltans lakari en hjá körlunum? Valdís: „Ég hef mikið pælt í þessu og ég held að þetta sé bara svona út af því í gegnum tíðina, frá því í eldgamla daga, hafa karlmenn haft meiri völd.“
sumarmarkaður
ellingsen
20-70% afsláttur af öllum vörum
Guðný tekur í sama streng: „Ég hef alveg pælt í þessu en ég skil þetta ekki!“ Valdís tekur aftur til máls: „Sko, ég er alin upp við jafnrétti, mér finnst þetta alveg sjálfsagður hlutur. Við erum að gera nákvæmlega það sama og karlarnir. Þess vegna fatta ég þetta ekki.“ Landsliðskonur fyrirmyndirnar Stelpurnar eru sammála um að ekki sé síður skringilegt að staðan sé þessi þegar íslenska kvennalandsliðið er jafn firnasterkt og raun ber vitni. Kvennalandsliðið hefur farið á EM tvisvar, síðast árið 2009, þegar stelpurnar voru níu ára, en allt útlit er fyrir að liðið fari aftur á EM árið 2017. Fyrirmyndir þeirra eru allar í íslenska kvennalandsliðinu. „Það eru frekar fáir sem átta sig á því hvað við erum með gott kvennalandslið,“ segir Guðný og hinar kinka ákaft kolli. „Íslenska kvennalandsliðinu gengur ótrúlega vel. Þær eru svo góðar að maður finnur ekkert betri fyrirmyndir en þær.“ Okkar að breyta þessu Er hægt að styrkja stöðu kvennaboltans frekar hér á landi? „Já, og það er búið að bæta fullt sem varðar stöðu kvennaboltans. Við verðum að halda því áfram, allir að vera vakandi,“ segir Guðný. „Fólk þarf líka að fatta að það er mjög skemmtileg kvennadeild í fótbolta hér á Íslandi.“ „Síðan veltur þetta líka á okkur, það er okkar að breyta þessu“ segir Valdís. Hinar taka undir og ákveðni og bjartsýni skín úr augum stúlknanna. Framtíðin er þeirra og boltinn bara rétt byrjaður að rúlla.
ÍSLENSKA / SIA.IS / NAT 80557 07/16
Skál fyrır Margréti Láru & Söru Björk
Eitt kort 35 vötn 6.900 kr
10 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 8. júlí 2016
lóaboratoríum
lóa hjálmtýsdóttir
Frelsi til að veiða!
00000
www.veidikortid.is
ÚTSALA SENDUM FRÍTT ÚR VEFVERSLUN
ALLT AÐ
60%
AFSLÁTTUR
B LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
Við höfum fjölgað útgáfudögum og kemur blaðið nú út tvisvar í viku. Ef blaðið barst þér ekki, hafðu þá samband við Póstdreifingu sími: 585 8311
LAND ÞEIRRA FRJÁLSU
andaríkjamenn héldu upp á 4. júlí í vikunni. Þessi stóra þjóð fagnar þá sjálfstæði sínu og frelsi. Sjálfstæði Bandaríkjanna er tryggt, eða svo virðist manni alla vega í samtíma okkar. Ólíkt lítilli smáþjóð eins og Íslendingum, sem stundum er sagt að staðfesti sjálfstæði sitt á hverjum degi, situr risaveldið sjálfsöruggt og sameinað í vestri, eða hvað? Bandaríkin eru enn risaveldi, ekki síst þegar horft er til hernaðarmáttar, menningaráhrifa og hagstærða. Þó er ljóst að mátturinn fer eitthvað þverrandi nema kannski ef horft er til utanríkisstefnu sem rekin er í skjóli hernaðarmáttarins. Á síðasta ári eyddu Bandaríkjamenn enn þrisvar sinnum hærri upphæð í heri sína en Kínverjar. Hergagnaiðnaðurinn er líka hvergi stærri en í Bandaríkjunum og hann skiptir miklu máli við að kynda vélar hagkerfisins þar í landi. Þar gildir einfaldlega það fornkveðna: „árangur áfram, ekkert stopp.“ Í sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna lýstu stofnendur þeirra, ríkir hvítir landeigendur af karlkyni, því yfir að það væri „sjálfgefið að allir menn séu skapaðir jafnir og að skapari þeirra hafi gefið þeim ákveðin óafsalanleg réttindi.“ Þetta er stundum kölluð eilífa yfirlýsingin og á henni hvílir einstaklingshyggjan sem er svo áberandi í bandarísku
samfélagi. Yfirlýsingin þykir sjálfsögð, en veröldin er kannski eilítið snúnari en svo að þetta sé alveg klippt og skorið. Í ríki náttúrunnar kunna ómálga heilbrigð börn að virðast nokkuð jöfn þegar þau koma í mannheima en forgjafir í samkeppninni, sem Bandaríkjamenn halda svo mjög í hávegum, eru svo sannarlega til staðar og hafa alltaf verið. Ekki þarf lengi að velta fyrir sér misskiptingu í samfélögum hins vestræna heims til að sjá þetta svart á hvítu. Silfurskeiðarnar sem sumir fæðast með í munni kunna að vera fáar og auðurinn sem safnast á færri og færri hendur gerir það að verkum að skeiðarnar eru oft risastórar. Silfurskeiðarnar eru orðnar að sundlaugum þar sem ríkustu einstaklingarnir baða sig upp úr góðmálmum eins og hinn fégráðugi Jóakim aðalönd gerði forðum. Það gleymist stundum að Bandaríkin eru ríkjasamband. Sýn okkar á þetta risavaxna land mótast hins vegar mikið af alríkisvaldinu með sinn forseta í Hvíta húsinu. Forsetinn bandaríski er langsterkasta táknmynd ríkisvaldsins sem við þekkjum í samtímanum, en völdin liggja víðar í þessu víðfeðma landi. Stærstu átakamál samfélagsins snúast oftar en ekki um valdmörk og sjálfsákvörðunarrétt einstakra ríkja innan ríkjasambandsins og samspil
þess valds við vilja alríkisstjórnarinnar. Risastór átakamál, eins og réttindi samkynhneigðra, rétt til fóstureyðinga og byssueign landsmanna verður að skoða í þessu ljósi. Á dögunum var tilkynnt um undirritun sameiginlegar yfirlýsingar um varnarmál milli varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna og utanríkisráðuneytis Íslands. Utanríkisráðherra hefur í fjölmiðlum á síðustu dögum viljað draga nokkuð úr gildi þessarar yfirlýsingar og sagt hana fyrst og fremst staðfesta ríkjandi fyrirkomulag í samskiptum þjóðanna sem á rætur að rekja til varnarsamningsins frá 1951. Engu að síður er ljóst að yfirlýsingin auðveldar bandarískum herafla aðgengi að tímabundinni aðstöðu í Keflavík, ef svo ber undir. Til einhvers hlýtur leikurinn að vera gerður, ekki satt? Samskipti ríkja, ekki síst stórvelda, eru fyrst og síðast grundvölluð á hagsmunum. Bandaríkin eru magnað land, líklega eins fjölbreytt og litríkt og lönd verða. Þar finnst allt: frábær menning og öflugustu fyrirtæki og menntastofnanir heims, rétt eins og svartasta misskipting og misrétti, fáfræði, sóun, fasismi og hræðsla. Hvorki þar né annars staðar er það þó algjörlega sjálfgefið að allir komi jafnir inn í þennan heim. Þetta verður samfélag eins og það íslenska að muna. Engin réttindi sem fyrirfinnast í samfélagi manna eru algjörlega óafsalanleg, eins og feður ríkjasambandsins í vestri skrifuðu í sjálfstæðisyfirlýsingunni árið 1776. Þau réttindi sem vinnast þarf að vernda, ef hreinræktuð lögmál frumskógarins eiga ekki að verða ofan á.
Guðni Tómasson
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.
Líklega bestu stuðningsmenn í heimi.
0,5% BJÓR
12 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 8. júlí 2016
Söfnunaráráttan er ekkert grín Á Akranesi er að finna nokkra af ástríðufyllstu söfnurum landsins og þar opnaði Safnarasafnið nýlega dyr sínar. Tvö skilyrði eru sett áhugasömum um inngöngu; að búa á Skaganum og eiga einhverskonar safn. Fréttatíminn kíkti í heimsókn og komst að því að á bak við hvert safn liggja skemmtilega ólíkar sögur. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
Myndir | Hari
Hætti að reykja og byrjaði að safna „Þetta er söfnunarárátta sem fór af stað þegar ég hætti að reykja árið 2012, en þá var ég búinn að reykja í meira en tuttugu ár. Fyrsta kveikjarann keypti ég mér í flugstöð Leifs Eiríkssonar og svo keypti ég annan og annan og þannig rúllar boltinn. Ég veit ekki almennilega af hverju ég byrjaði á þessu því ég átti ekki zippo á meðan ég reykti, týndi þeim alltaf um leið.“
„Ég ætla aldrei aftur að byrja að reykja og mun aldrei kveikja á neinum einasta zippo hérna.“ Helgi Björgvinsson zipposafnari
miðstöðvarofnar
hafðu það notalegt
Áráttan blómstraði í Köben
vottun
reynsla
gæði
ára ábyrgð
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
„Við Björgvin eigum það sameiginlegt að hafa gaman af gömlu dóti,“ segir Kristbjörg Traustadóttir, safnari af guðs náð sem heldur úti eina flóamarkaðinum á Akranesi og er drifkrafturinn á bak við Safnarasafnið. Kristbjörg hefur alla tíð safnað gömlum leikföngum og tesíum. „Oftast byrjar þetta á því að maður kaupir eitthvað sem maður hefur ekkert við að gera en tímir ekki að henda og upp frá því fer maður að safna. „Þessi árátta er ekkert grín,“ segir Kristbjörg og hlær. Þegar þau hjónin bjuggu saman í Danmörku fyrir nokkrum árum byrjaði söfnunaráráttan fyrst að blómstra og þar hófst róbótasöfnunin. „Það er hönnunin sem heillar við róbótana,“ segir Björgvin. „Fyrsti róbótinn var framleiddur í Japan og kom á markað í Evrópu árið 1937. Þá var engin fyrirmynd, engar „sci-fi“ myndir til að miða við. Svo kom stríðið og járnið var notað í annað en leikföng en næsti róbótinn kom á markað 1947. Svo upp úr 1950 byrjaði geimkapphlaupið og þessi markaður sprakk út.“ „Það eru mikil verðmæti í þeim elstu, fyrsti róbótinn var fulldýr, kostaði um 1600 danskar krónur fyrir mörgum árum, en eftir hann setti ég trukk í söfnunina og nú á ég tæp 800 stykki. Ég hef aðeins hægt á mér en er ekki hættur.“ Kristbjörg Traustadóttir og Björgvin BJörgvinsson róbótasafnarar
TILBOÐSDAGAR 25% afsláttur
af öllum
vörum í nokkra daga Háfar
Ofnar
Kæliskápar
Helluborð Frystikistur
Þurrkarar Ryksugur
Uppþvottavélar Þvottavélar
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
Greiðslukjör
LágmúLa 8 · sími 530 2800 · ormsson.is ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500
SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559
ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000
ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515
Vaxtalaust í allt að 12 mánuði
ORMSSON OMNIS TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI AKRANESI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 433 0300 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333
14 |
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 2. júlí 2016
Fer aldrei í fjósið „Ég byrjaði að safna beljum þegar ég flutti í sveitina, í Melasveit fyrir fjörutíu árum síðan. Þá gáfu systur mínar mér kúaketil og mjólkurkönnu. Allar beljurnar mínar eiga sinn stað í eldhúsinu, um 160 kýr, svo það er ósköp tómlegt hjá mér núna á meðan sýningin stendur yfir. Við erum kúabændur og maðurinn minn safnar beljum í fjósið en ég í eldhúsið. Hann sér um að mjólka en ég fer aldrei í fjósið.“ Sigrún Sólmundardóttir beljusafnari
Fyllir bústaðinn af pennum „Söfnunin hófst þann 19. janúar 1994, eins og stendur hér,“ segir Axel og bendir á penna sem hann lét gera sérstaklega fyrir sig í Bandaríkjunum. Undir dagsetningunni er nafn safnarans og símanúmer. „Nú er ég búinn að byggja mér sumarbústað svo ég sit aldrei lengur við þennan síma.“„Mér leiddist svakalega einn daginn og datt í hug að vita hvað ég ætti mikið af pennum í skúffu sem var í eldhúsinu. Og svo hefur þetta undið upp á sig. Ég hef aldrei safnað neinu nema pennum en ef ég sé merktan penna liggja á lausu þá legg ég höndina rólega yfir hann og dreg pennann rólega í burtu. Flestir pennarnir eru komnir í möppur í stafrófsröð en sumir eru í römmum. Eftir að ég byggði mér bústaðinn hef ég samt minni tíma fyrir þetta. Þar eru þrír veggir og þar eiga að koma rammar með pennunum á veggina með ljósi fyrir ofan til að lýsa þá upp.“ Axel Jónsson pennasafnari
Safnar krúttlegum bílum „Bílarnir eru í kössum út um allt á heimilinu en ég þyrfti að koma upp svona glerskáp. Þetta byrjaði á Mr. Bean Austin Mini sem ég keypti á markaði og svo leiddi eitt af öðru og allt í einu var ég byrjaður að safna Austin Mini bílum, bjöllum, traböntum og rúgbrauðum. Ég er dálítið veikur fyrir svona öðruvísi bílum, ekki þessum týpísku. Mér finnst þetta flottustu bílarnir, þeir eru svo krúttlegir. Draumurinn er auðvitað að eignast alvöru Austin Mini, og þá helst Mr. Bean bílinn.“ Hilmar Sigvaldason krúttbílasafnari
Fjörutíu uglur á fjórum mánuðum „Þetta er hluti af stærra uglusafni en svo safna ég líka allskonar öðrum fuglum. Reyndar safna ég líka lyklakippum, merktum skeiðum og fingurbjörgum, böngsum, postulínsdúkkum, kaffikönnum og pípum. Ég er eiginlega safnari af guðs náð og hef verið það frá því að ég var krakki. Byrjaði á því að safna servíettum og dúkkulísum. Það eru tíu ár síðan ég byrjaði á uglunum og eftir fjóra mánuði voru komnar um fjörutíu stykki. Mér finnst þetta bara ofboðslega fallegur fugl og svo er þetta viskufuglinn.“ Áslaug Sveinsdóttir, safnari af guðs náð
NÝ JU NG !
Áreiðanleg vörn alla nóttina. Þú upplifir hreinleika og ferskleika þegar þú vaknar.
Þurfa að vera elskaðar og notaðar
JJ2408
„Ég átti engar risaeðlur sem krakki en fyrsta risaeðlan datt í hendurnar á mér fyrir nokkrum árum. Mér fannst hún svo sæt því það var búið að krassa á magann á henni og það sást svo vel hvað hún var mikið elskuð og notuð. Svo byrjaði ég að safna og flestar hef ég fengið á nytjamörkuðum því ég safna bara notuðum risaeðlum, myndi aldrei kaupa nýjar í dótabúð. Það þarf að vera búið að elska þær og helst tússa á þær.“ Tinna Rós Þorsteinsdóttir risaeðlusafnari
Eini tíðatappinn með verndandi
SilkTouch™ vængjum
Hendir engu „Ég hendi engu. Ég bý í þriggja hæða húsi, með bílskúr og háalofti, sem er allt fullt af allskonar dóti. Ég á leikföng og jólakort frá því að ég var barn. Ég á líka bjórmottur í þúsundatali og spilajókera. Svo er ég með herbergi í kjallaranum þar sem allt myndavélasafnið er uppsett. Ég safna öllu sem viðkemur myndavélum, líka batteríum, kössum og bæklingum. Mér þykir sérstaklega vænt um þessa vél sem mágur minn gaf mér því þetta er eina filmuvélin sem Philips framleiddi. Ég er búinn að taka loforð af krökkunum um að allavega þessu safni verði ekki hent þegar ég fell frá.“ Guðjón Guðmundsson, allsherjarsafnari
STÓRGLÆSILEGUR JEPPI BÚINN NÝJU SKYACTIV FJÓRHJÓLADRIFI
MAZDA CX-5 AWD FRÁ 5.490.000 KR. SKYACTIV Technology
Mazda CX-5 jeppinn ber af í sínum flokki enda stórglæsilegur á að líta og búinn öllu því besta frá Mazda. Með byltingarkenndri SkyActiv tækni hefur Mazda náð fádæma árangri í að draga úr eyðslu og mengun án þess að fórna afli eða viðbragði – enda er framúrskarandi akstursupplifun eitt aðalsmerki Mazda. Ný kynslóð SkyActiv fjórhjóladrifs gerir Mazda CX-5 rásfastari og enn sprækari. Að komast leiðar sinnar verður leikur einn. Mazda CX-5 AWD hlaut 5 stjörnur af 5 mögulegum í öryggisprófunum Euro NCAP og er því einn öruggasti bíll í heimi. Nýju aðlögunarhæfu LED framljósin veita meiri birtu, auka öryggi, draga úr eyðslu og gefa bílnum skarpara útlit. Ný innrétting og betri hljóðeinangrun stuðla að enn meiri þægindum. Nýtt hraðvirkt margmiðlunarkerfi býður upp á GPS vegaleiðsögn, handfrjálsan búnað fyrir farsíma og aðra fjölbreytta möguleika.
Komdu og reynsluaktu Mazda CX-5 AWD
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17. Opið á laugardögum frá og með 6. ágúst Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I mazda.is Brimborg og Mazda áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.
MazdaCX5_storglæsilegur_5x38_20160628_END.indd 1
Nýr vefur
28.6.2016 13:01:08
16 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 8. júlí 2016
Saga Íslands í þremur húsum Garðastrætið er örlagagata Íslands. Lýsir því best sem er að gerast á hverjum tíma. Glæsihallir kaupmanna, höfuðstöðvar síldarútflutnings, auglýsingastofur og fasteignasjóðir Húsnæði gegnir svipuðu hlutverki árið 2016 og hlutabréfaviðskipti gerðu árið 2006. Allir keppast um að fjárfesta í fasteignum og engin leið að sjá hvar þetta endar. Fjármálafyrirtækið Gamma er umsvifamikið, en höfuðstöðvar þess eru í Garðastræti 37. Tveim húsum ofar er viðskiptaráð Kína, sem vinnur hörðum höndum að því að verða mesta efnahagsveldi heims. Hér má sjá samtímann í sinni hreinustu mynd, en sagan býr einnig í götunni.
Höfuðstöðvar viðskiptaveldis
Garðastræti 37 kom fyrir í kvikmynd Þorsteins Jónssonar um Atómstöðina og átti þá að tákna innviði valdsins í Reykjavík kalda stríðsins, sem í raun lágu tveimur húsum ofar í 41. En húsið hefur oftar birst á skjánum, nú síðast í þáttunum Ligeglad. Þar eiga það vera höfuðstöðvar raunveruleikaþáttarins „The Lick“, sem Helgi Björnsson vill ólmur taka þátt í, og fer Anna Svava á fund leikkonunnar Birgittu Hansen til að koma sínum manni að. Það er gaman að hugsa til þess að þetta hús, sem á sínum tíma hýsti valdamesta mann Íslands, eigi hér að vera staðsett í Danmörku.
Valur Gunnarsson valurgunnars@frettatiminn.is
Á þriðja áratug 20. aldar bar Thorsættin höfuð og herðar yfir aðrar á Íslandi. Ættfaðirinn, Thor Jensen, reisti slot sitt við Fríkirkjuveg 11 fyrir ágóðann af togaraútgerðinni Kveldúlfi, stærsta atvinnufyrirtæki landsins. Synir hans settust í stjórn félagsins að menntaskóla afloknum og þegar þeir fluttu að heiman byggðu þeir sér flestir glæsihús í Þingholtunum. Ólafur Thors, sem var andlit fjölskyldunnar út á við og kosinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1925, kaus að fara eigin leiðir. Hinn gyllti tími stórkaupmanna Ólafur keypti lóð við Garðastræti 41 og gaf Sigurði Guðmundssyni, sem hafði numið arkitektúr í Kaupmannahöfn og teiknað Austurbæjarskóla jafnt sem hús annarra Thorsbræðra, lausan tauminn. Niðurstaðan varð fyrsta landsins byggt í funkisstíl, en stefnan var óðum að ryðja sér til rúms í Evrópu. Tískan breiddi úr sér upp Garðastrætið og áratug síðar hafði önnur funkisvilla risið á Garðastræti 37. Þessi var byggð fyrir Magnús Víglundsson stórkaupmann, sem rak heildverslunina Heklu ásamt fleirum. Arkitektinn hét Gunnlaugur Halldórsson, sem átti síðar eftir að teikna Háskólabíó.
Fríkirkjuvegur 11. Eign Björgúlfs Thors Björgúlfs sonar. Þar verður safn um Thors-veldið.
Á meðan hallirnar risu harðnaði í ári hjá Kveldúlfi. Fyrirtækið varð stöðugt skuldugra bönkunum í kreppunni miklu á meðan bræðurnir drógu úr því fé til framkvæmda sinna og var Ólafur þeirra stórtækastur. Vakti þetta gremju margra, ekki síst Jónasar frá Hriflu, sem sat í stjórn Landsbankans og vildi að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrota-
Bakhlið Garðastrætis 37. Í kjallara hússins starfrækir Gamma glæsilegan myndlistarsal. Sýningarnar flæða oft út í garðinn.
Svo kom blessað stríðið og stríðsgróðinn þurrkaði út skuldirnar hjá Thorsurunum.
skipta. Niðurstaðan varð sú að allar eigur Thors Jensen voru settar að veði, þar á meðal Fríkirkjuvegur 11, og Landsbankamenn fengu að hafa tvo fulltrúa í stjórn Kveldúlfs með fullum aðgangi að bókhaldi félagsins. Fulltrúarnir voru að mestu hunsaðir af Thorsurum og fljótt gekk á veðin, þar til blessað stríðið kom og stríðsgróðinn þurrkaði út skuldirnar, eins og segir frá í bók Guðmundar Magnússonar um ættina. Ólafur Thors sat enn í Garðastrætinu við stríðslok, nú sem forsætisráðherra, og þegar Halldór Laxness gaf út Atómstöðina árið 1948 minnti ein persóna þar meira en lítið á Ólaf. Þegar sagan var kvikmynduð árið 1984 var það þó Garðastræti 37, en ekki 41, sem var notað sem leikmynd. Ríkið tekur yfir Kveldúlfur hóf að safna skuldum á ný eftir stríðslok og nokkrum árum eftir að Ólafur Thors lést, árið 1964, var byrjað að gera félagið upp að kröfu bankans, en þeirri vinnu lauk ekki að fullu fyrr en 1977. Vinnuveitendasamband Íslands eignaðist húsið, en Ólafur hafði sjálfur tekið þátt í stofnun þess árið 1934 og bróðirinn Kjartan Thors var formaður allt til 1968. Á svipuðum tíma, eða árið 1965, seldi Magnús Víglundsson Garðastræti 37 og keypti ríkið þá húsið. Var það notað undir Síldarútflutningsnefnd næstu árin, en sendiráð eins helsta viðskiptalandsins, Sovétríkjanna, var neðar í götunni þar sem Rússar eru enn. Áratugina eftir stríð hófst það sem breski sagnfræðingurinn Eric Hobsbawn kallar „Gullöldina“. Stríð og kreppa voru að baki, hagvöxtur var meiri en dæmi voru um, jöfnuður jókst og hvert glæsihýsið á fætur öðru komust í eigu almennings. Jafnvel hið gamla ættaróðal Thorsaranna á Fríkirkjuvegi 11 varð að höfuðstöðvum Æskulýðssamtakanna, síðar ÍTR. En í undir lok aldarinnar gengu nýir tímar í garð. Ríkisstjórn Davíðs
Garðastræti 41. Hús Ólafs Thors. Fyrsta hús landsins í funkisstíl.
Oddssonar hóf að einkavæða ríkiseignir af miklum móð og auglýsingastofan Fíton keypti Garðastræti 37. Margmiðlunarfyrirtækið Atómstöðin kom sér einnig fyrir í húsinu og dró nafn sitt af ádeilu Laxness. Nú var það póstmódernismi en ekki pólitík sem var tímanna tákn. Ekkert hafði sömu merkingu og áður. Nýja öldin Í Garðastræti 41 hafði Vinnuveitendasambandið orðið að Samtökum atvinnulífsins, en árið 2002 keyptu Kínverjar hið gamla hús Ólafs Thors undir viðskiptaráð sitt en fluttu sendiráðið sjálft í stórhýsi í Bríetartúni. Ólafur hafði setið á fyrirmennapallinum á Þingvöllum þegar Ísland lýsti yfir sjálfstæði undir bandarískri hervernd árið 1944, en nú var kínverska öldin komin til Íslands. Hlutirnir gerðust hratt á fyrsta áratug 21. aldar. Sumarið 2008 keypti Björgólfur Thor Björgólfsson, langafabarn Thors Jensen, húsið á Fríkirkjuvegi 11, en Björn Ingi Hrafnsson, þá formaður ÍTR, átti hugmyndina að sölunni. Var þá hringnum lokað frá því húsið var reist árið 1908. Hundrað ár höfðu liðið og allt var að komast aftur í sama horf. Sumarið 2008 var einnig fjárfestingasjóðurinn Gamma stofnaður og þremur árum síðar keypti hann Garðastræti 37. Hann rekur nú margvíslega starfsemi í húsinu, svo sem Gamma gallerí, Borfélag Íslands og GAM Management. Einnig hefur hann stofnað námslánasjóðinn Framtíðina, sem á að koma námsmönnum til hjálpar þegar lán frá LÍN duga ekki til. Einkavædd námslán eru ef til vill liður í áframhaldandi þróun sem hófst með sölu hússins sjálfs árið 2000. Fyrir þá sem vilja sjá hvernig umhorfs var á heimili þeirra allra ríkustu fyrir 100 árum er verið að breyta neðri hæðinni á Fríkirkjuvegi 11 í safn Thors Jensen, sem kann að opna á næsta ári. Á efri hæðinni ætlar síðan Björgólfur Thor sjálfur að búa.
18 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 8. júlí 2016
Hringinn í kring fyrir klink Margir huga að hringferðum um landið yfir sumarmánuðina, enda eiga flestir sælar minningar um hringferðir um algleymi Íslands, stopp í vegasjoppum, og svefn í tjaldi. Slíkar hringferðir eru þó ekki á allra færi, enda fylgir þeim nokkur kostnaður. Fréttatíminn tók saman nokkur góð ráð fyrir þá sem vilja fara hringinn í kringum landið á eins ódýran hátt og hægt er. Frí gisting, ódýr matur og á nógu að taka þegar fjöll og útsýni landsins eru annars vegar. Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is
Fyrir austan
Seyðisfjörður er með fegurri bæjum á landinu og þar er mikið fjör á sumrin, sérstaklega yfir listahátíðina LungA um miðjan júlí. Skoðaðu lunda við Hafnarhólma í Borgarfirði eystri. Frábært og öruggt aðgengi.
Fyrir norðan
Kaldbakur við Grenivík. Fjallið er talið vera orkustöð, rétt eins og Snæfellsjökull. Hafðu með þér svartan plastpoka og renndu þér á honum á rassinum niður snjóbreiðurnar á Kaldbaki. Á Ólafsfirði er einn þeirra fáu staða á landinu þar sem frábær veiði er á bryggjunni, sérstaklega seinnipart dags og á kvöldin. Verksmiðjan á Hjalteyri. Gömlu síldarverksmiðjunum á Hjalteyri var árið 2008 breytt í eitt skemmtilegasta listasafn landsins. Gakktu litlu eyrina og kíktu á listasýningu. Verksmiðjan er opin yfir sumartímann frá 14-17.
Hengifoss. Steinasafn Petru á Stöðvarfirði. Ókeypis fyrir 14 ára og yngri, þúsundkall fyrir aðra. Eggin í Gleðivík í Djúpavogshreppi. 34 eftirmyndir eggja íslenskra varpfugla. Listamaðurinn Sigurður Guðmundsson bjó til eggin úr graníti og er þeim raðað meðfram fjörunni í víkinni. Sláturhúsið er listasafn þar sem oft eru skemmtilegar sýningar.
Grenivík Ólafsfjörður Hjalteyri
Borgarfjörður eystri Hellulaug í Flókalundi Seyðisfjörður
Hengifoss Kirkjufell Rif Landbrotalaug Öndverðarnes Djúpalónssandur
Stöðvarfjörður
Eldborg
Djúpivogur
Ytri tunga
Hvítársíða Vígðalaug Hrunalaug
Jökulsárlón
Reykjarfjarðarlaug
Jökulsárlón. Stoppaðu við Jökulsárlón þegar þú keyrir þar fram hjá. Kostar ekkert. Seljalandsfoss. Farðu upp að Seljalandsfossi.
Seljalandsfoss
Fyrir vestan
Í Hvítársíðu í Borgarfirði er íslenska geitastofninum haldið við. Klappaðu geit sem hefur leikið í Game of Thrones. Öndverðarnes. Þar yst er viti og það sjást mjög oft háhyrningar. Í Ytri tungu í Staðarsveit er lítil strönd sem er venjulega frekar setin selum. Stoppaðu og labbaðu um á Arnarstapa og Hellnum og fáðu þér fiskisúpu í Fjöruhúsinu. Á Rifi er mikið af dauðum kríum í vegkantinum. Í Frystiklefanum Rifi er líka gaman að vera. Djúpalónssandur. Ávalir svartir steinar og merktar gönguleiðir. Eldborg er eldgígur sem tekur um það bil klukkustund að labba upp á. Kirkjufell hjá Grundarfirði, hugaðir geta klifrað þar upp.
Mögnuð sjón. Fáðu þér kaffi í Vík í Mýrdal. Ef þig langar að fara til Vestmannaeyja verður þú að skoða lundana. Vígðalaug. Skelltu þér í sundföt og farðu í út í laugina. Hrunalaug. Náttúrulaugar eru náttúrulega það besta.
Seljavallalaug Vík í Mýrdal Vestmannaeyjar
Matur
Fyrir sunnan
Vegasjoppur geta verið dýrar ef maður hyggst borða allar sínar máltíðir í þeim, svo stoppaðu í stórmörkuðum á leiðinni og gerðu nesti. Bónus í Borgarnesi er til dæmis tilvalið stopp á leið í hringferð. Kaffi á brúsa eða að taka með sér prímus og kaffikönnu getur sparað marga þúsundkalla fyrir kaffiþyrsta ferðalanga. Harðfiskur og smjör er frábært og seðjandi snakk milli mála. Eldaðu mat heima, settu hann í lokaðan frystipoka og frystu hann. Þá geturðu tekið hann með þér í ferðalagið og hitað hann með prímus á kvöldin. Oft má finna útigrill hjá tjaldstæðum og í þjóðgörðum svo þeir sem eru á bíl geta tekið með sér kol og grillað hvar sem er.
Gisting
Langódýrasta leiðin er að taka með sér tjald. Nótt á tjaldstæði kostar ekki mikið, yfirleitt um 1500 krónur, og þá hafa gestir aðgang að salernisaðstöðu sem er ekki til staðar sé tjaldað utan tjaldsvæða. Sé ekki tjaldsvæði nálægt er öllum heimilt að tjalda til einnar nætur á óræktuðu landi, samkvæmt lögum um almannarétt. Landeigendur þurfa að gefa til kynna undantekningar á þeirri reglu með merkingum. Af tillitssemi við landið og eigendur þess ættu menn þó að nýta sér merkt tjaldsvæði verði því við komið og ekki tjalda nærri bæjum án leyfis. Hópum ber undantekningarlaust að ráðfæra sig við rétthafa lands ef þeir hyggjast slá upp tjaldbúð utan merktra tjaldsvæða. *Af síðu Umhverfisstofnunar
Fararskjóti
Þar sem gisting er nærri ókeypis, sé tjaldað, er augljóst að ferðin sjálf er dýrasti partur hringferðarinnar. Rútur og strætó eru ódýrari kostir en bílaleigubíll, ef þú ætlar að stoppa oft á leiðinni, en þó færi kostnaður við rútuferðir upp í nokkra tugi þúsunda sé hringurinn farinn á um tveimur vikum. Líklega er ódýrast, ef hægt er, að fara á eigin bíl. Sé það ekki kostur býður fólk oft far á Samferða.is, og þarf þá aðeins að leggja í púkk fyrir bensínkostnaði. Að húkka far er tiltölulega öruggt á Íslandi, og nýta margir sér þann kost hvert ár.
FRÍHAFNARDAGAR
DAGANA 7.-11. JÚLÍ AFNEMUM VIÐ VIRÐISAUKASKATT* AF ÖLLUM SNYRTIVÖRUM *Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 24% virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin 19,36% er alfarið á kostnað Hagkaups.
20 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 8. júlí 2016
Tónlist í dag er út um allt. Hún er ókeypis eða rándýr safnaravara
Böndin á Bandcamp – og endurkoma vínylsins
Í samtíma okkar er tónlist dálítið eins og vatn, hún er alls staðar og góð tónlist finnur sér alltaf leið. En tónlist er samt sem áður háð tækni og miðlun. Tónlistarveitan Bandcamp.com hefur á síðustu árum verið öflug uppspretta frumsköpunar í íslenskri tónlist. Þar deila fjölmargar hljómsveitir og einyrkjar tónlist sinni en margir gefa jafnframt út á vínylplötum og jafnvel á kassettum. Milliliðalaus viðskipti milli áheyrenda og tónlistarmanna hugnast mörgum í báðum þessum hópum. En hvað segja þessar miðlunarleiðir tónlistar um samtíma okkar? Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is
Netsíðan Bandcamp.com er hyldjúpur brunnur tónlistar víða að úr heiminum. Síðan var stofnuð árið 2007 en hún býður tónlistarfólki upp á að gefa tónlist sína sem streymi á vefnum eða selja hana í ýmsu formi. Á Bandcamp er m.a. hægt að leita eftir löndum og undir merkingunni „Iceland“ kemur upp álitlegur listi íslenskra listamanna. Fjárhagslega virðist þetta líka
Myndir | Rut
virka vel, fyrir einhverja tónlistarmenn veraldar að minnsta kosti. Á síðunni stendur stórum stöfum að aðdáendur hafi greitt listamönnum rúma 19 miljarða króna frá árinu 2007 og þar af hálfan milljarð á síðustu 30 dögum. Síðan sjálf tekur 15% þóknun af sölu listamanna og færslugjöld sem lækka ef salan nær ákveðnum þröskuldi.
Hljómplötur seljast víða, nýjar og notaðar.
Módel sem virkar vel Jóhann Ágúst Jóhannsson viðskiptafræðingur hefur lengi fylgst vel með íslensku tónlistarlífi og t.d. skrifað lokaprófsritgerð í menningarstjórnun um dreifingarleiðir tónlistar í samtímanum. Hann komst að því að þó að markaðurinn væri stærri með hjálp netsins þá tækju listamenn á sig meiri vinnu og hefðu oftast minni tekjur
ENNEMM / SÍA / NM69402
Enn meira rafmagn í umferð í sumar
Fylltu á rafbílinn með Orku náttúrunnar Orka náttúrunnar hefur opnað tvær hraðhleðslustöðvar á Akureyri. Stöðvarnar eru orðnar 13 talsins og er meðal annars að finna á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, á Selfossi og í Reykjanesbæ. Straumurinn liggur svo sannarlega í vistvænni ferðamáta og ON er stolt af því að leggja sitt af mörkum í þessu hljóðláta samgönguátaki. ON selur hreina og endurnýjanlega íslenska orku til heimila og fyrirtækja um allt land og nú ganga sífellt fleiri rafbílar fyrir orku náttúrunnar.
ORKA NÁTTÚRUNNAR · Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is
Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn um allt land og sér höfuðborgarbúum fyrir heitu vatni. Við nýtum auðlindir af ábyrgð til að bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð.
Don't enlarge the this template. The size of this template can be reduced.
NISSAN PULSAR
ENNEMM / SÍA /
við um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri. N M 7 6 2 7 9 N*Miðað issan P u l uppgefnar s a r 5 x 3 8 j tölur u l l a lframleiðanda alnn
EINN BEST ÚTBÚNI BÍLLINN Í SÍNUM FLOKKI
VISIA DÍSIL EYÐSLA 3,6 L/100 KM*
ACENTA DÍSIL EYÐSLA 3,6 L/100 KM*
Verð á mánuði 50.452 kr.**
Verð á mánuði 55.041 kr.**
3.290.000 KR.
3.590.000 KR.
STAÐALBÚNAÐUR Í NISSAN PULSAR ACENTA ER MEÐAL ANNARS:
LED dagljósabúnaður, NissanConnect upplýsingakerfi með 7" snertiskjá, íslenskt leiðsögukerfi og samþætting við snjallsíma fyrir Facebook og Google leit, Bluetooth handfrjáls síma- og hljómtækjabúnaður, leðurklætt stýri með aðgerðahnöppum, bakkmyndavél, aðalljós með birtuskynjun, upplýsingatölva með 5" litaskjá, sjálfvirkur regnskynjari á rúðuþurrkum, tvískipt sjálfvirk loftkæling, 16" álfelgur, lykillaust aðgengi og ræsing. **Mánaðargreiðsla miðað við 10% útborgun og eftirstöðar til 84 mánaða samkvæmt fjármögnunarreiknivél á Lykill.is. Verð og afborganir geta breyst án fyrirvara.
GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400
Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622
Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533
Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070
IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080
BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516
BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is
22 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 8. júlí 2016
í dag en áður var. Netið gerir tónlistarfólki það mögulegt að sleppa milliliðum og því er tónlistarheimurinn breiðari en oft áður. „Bandcamp er mjög aðgengileg og þægileg leið fyrir tónlistarfólk að setja fram sína tónlist og vera í beinu sambandi við hlustendur,“ segir Jóhann. „Þarna inni eru líka heilu útgáfufyrirtækin sem setja efnið svona fram, leyfa fólki að nálgast tónlistina, streyma henni eða hlaða jafnvel niður endurg jaldslaust, eða þá selja hana í föstu formi.“ Fasta formið er margs konar, allt frá skreyttum kassettum (já, þetta var rétt lesið, kassettur eru enn gefnar út í litlum upplögum, enda ódýr kostur fyrir einyrkja og jaðartónlist) og yfir í litaðar vínylplötur á plötuspilara grjótharðra safnara. Jóhann segir mjög auðvelt að fylgjast með listamönnum og vinnu þeirra á Bandcamp. Hægt er að fá tilkynningar um allt sem tónlistarfólkið tekur sér fyrir hendur og hafa samband við það á einfaldan hátt. „Ef þú ert að búa til tónlist þá getur þú komið henni í dreifingu strax og markaðssett með samfélagsmiðlum,“ segir Jóhann. Hann hefur á undanförnum árum verið viðloðandi Kraumslistann, sem settur er saman til að vekja athygli
á nýgróðri í íslenskri tónlist. „Þar höfum við orðið greinilega vör við að fólk nýtir sér netið í sífellt meiri mæli. Í fyrra var meirihluti útgáfu sem við í dómnefndinni vorum að kynna okkur af netinu. Oft þarf maður að þefa þetta uppi, enda netið landamæralaust. Þetta kallar fólk að „droppa efninu“ á netinu.“ Mikið frelsi Heiða Eiríksdóttir sem í dag kemur fram undir listamannsnafninu Heidatrubador á Bandcamp er heima að æfa sig fyrir noise-tónleika þegar Fréttatíminn nær í hana. Heiða setur bæði sjálf fram sína tónlist á Bandcamp og með milligöngu FALK útgáfunnar, sem stendur fyrir Fuck Art Let’s Kill. FALK dreifir tónlistinni á síðunni og gefur út kasettur. Hún er yfir sig hrifin af gróskunni á Bandcamp. „Þetta svínvirkar fyrir tónlistarfólk sem er ekki með mikla peninga en fullt af hugmyndum,“ segir Heiða. „Þarna kynnist maður líka hellingi af tónlistarmönnum sem maður hefur ekki haft aðgang að áður, því að þeir hafa ekki haft fjármagn til að koma tónlistinni frá sér. Fyrir fimm árum hefði ég ekki getað heyrt svona mikið af íslenskri tónlist. Þetta er skemmtilegt og dýrmætt samfélag.“
Jóhann Ágúst Jóhannsson kaupir talsvert af íslenskri tónlist í gegnum Bandcamp og fær hana stundum afhenta af listamanninum út í bæ.
„Þetta svínvirkar fyrir tónlistarfólk sem er ekki með mikla peninga en fullt af hugmyndum.“
Heiða Eiríksdóttir er hluti af stóru og líflegu samfélagi tónlistarmanna og hlustenda inni á Bandcamp síðunni.
Vélorf
Mikið úrval vélorfa með tvígengis- eða fjórgengismótor. Einnig rafknúin orf. ÞÓR
H F
Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500
Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555
Vefsíða og Opnunartími: Opið alla virka daga netverslun: frá kl 8:00 - 18:00 www.thor.is Lokað um helgar
Það er því greinilegt að hér er um lýðræðisfyrirbæri að ræða. Bandcamp er þannig hluti af netvæðingu sem gefur einstaklingnum rödd ef einhver vill hlusta, en þegar kemur að tekjuhliðinni segist Heiða vita af íslenskum tónlistarmönnum sem hafa náð ágætum aurum í kassann. Sjálf gefi hún samt lítið út af tónlist með vinsældir í huga. Heiða segir að hinn margskipti heimur þungarokksins hafi náð að nýta sér Bandcamp mjög vel. Hljómsveitir úr þeirri átt selja margar tónlist sína þarna og ýmsar vörur með ágætum árangri. „Út í þessum stóra heimi er alltaf einhver með sama smekk og þú og þess vegna er gott að hafa tónlistina þarna,“ segir Heiða og bætir við að þetta sjái notendur nákvæmlega því að hægt er að fylgjast með hlustun og jafnvel hvaðan fólkið er sem að hlustar. Einnig er hægt að merkja tónlistina sína með orðunum „name your price“ og þá er hlustandanum í sjálfsvald sett hvað hann borgar fyrir að hlaða tónlistinni niður í fullum gæðum. „Það eru ástríðufullir tónlistaráhugamenn víða sem eru tilbúnir til að borga fyrir það sem þeim líkar vel við,“ segir Heiða. Aukin útgáfa á vínyl Tónlistarmenn sem hafa náð hljómgrunni hjá aðdáendum sínum vilja oftar en ekki leita leiða til að gefa tónlistina út á vínylplötum en þær eru sá angi tónlistarútgáfu í föstu formi sem hefur borið í sér mestan vöxt á síðustu árum. Þó að vínylplatan sé dýr í framleiðslu og erfið í flutningum og geymslu þá er hún í huga margra fallegasta „formatið“ sem tónlist er dreift í. Þar hafa auga og eyru áhrif. Falleg hönnun heillar og hljómur sem margir telja mýkri og betri á vínylplötum. Það má seg ja að tónlistarheimurinn á vínyl sé lítill en sprækur. Plötuspilarar hafa selst vel á undanförnum árum og hægt er að festa töluvert fé í slíkum gripum ef sérverslanir eru heimsóttar. Frum- og endurútgáfur á tónlist á vínylplötum kosta oft skildinginn og alls konar tónlist er gefin út í 180 gramma safnaraútgáfum. Endursölumarkaður með plötur leynist líka víða, bæði í raunheimum og á netinu. Eiður Arnarsson, formaður félags hljómplötuútgefanda, bendir á að miklar umbreytingar hafi gengið yfir tónlistarheiminn á síðustu árum. „Samhliða tilkomu tónlistarveita á netinu hefur vínylútgáfa á Íslandi vaxið ansi hratt,“ segir Eiður. „Samt hættir fólki til að ofmeta þessa þróun. Þetta er enn lítill heimur en samt eina hlið
Eiður Arnarsson var einn þeirra sem hélt fyrir nokkrum árum að lp-vínylplatan heyrði sögunni til.
tónlistarútgáfu í föstu formi sem vaxið hefur að undanförnu. Það virðist vera mannlegt eðli tónlistarfólks sem geri það að verkum að það vilji enn gefa tónlistina sína út í einhverju föstu formi og þá er vínylplatan einfaldlega svo fallegt fyrirbæri að margir stefna að slíkri útgáfu. Þetta snýst um þessa ofurmennsku þrá okkar um að geta handfjatlað eigin verk. Burt séð frá öllum pælingum um betri hljóm.“ Eins og flestir bjóst Eiður alls ekki við endurkomu vínylplötunnar. „Árið 1989 komu næstum allar íslenskar plötur út í þremur formum: á vínyl, kassettu og geisladiski. Snemma á tíunda áratugnum snýst þetta síðan við og vínylútgáfan hverfur. Í fyrra komu síðan um 120 íslenskar plötur út í föstu formi (þ.e. ekki bara á netinu) og u.þ.b. þriðjungur þeirra kom líka út á vínyl. Það er ansi hátt hlutfall.“ Tónlist í dag Tónlist utan við tónleikasalinn í samtímanum er alls staðar við höndina og hana getum við fengið án nokkurrar fyrirhafnar, ef það er þannig sem við viljum hafa það. Farsíminn er fullur af henni, útvarpsstöðvar dæla henni út og kynna manni stundum eitthvað nýtt. Ráðsettar hljómsveitir eins og Radiohead, sem hélt tónleika hér á landi í gær gefur út margar mismunandi dýrar stafrænar útgáfur í misgóðum gæðum, þó að kostnaður við þær sé alveg sá sami. Radiohead gefur líka enn út geisladisk (hágæða geislaspilarar seljast nefnilega ágætlega víða um heim) og loks býður hljómsveitin upp á glæsilega útgáfu af vínylplötu og sérstaka dýra safnaraútgáfu með bók í takmörkuðu upplagi. Að hluta til er vínylútgáfa líka tengd fortíðarþrá. Fyrir mörgum á miðjum aldri er platan þannig leið til að tengja við barnæskuna og unglingsárin. Það er vinna að hlusta á vínyl. Það þarf að snúa plötunni við, hreinsa ryk, ganga frá henni og stilla tæki eftir kúnstarinnar reglum. Á endanum erum við og verðum mismunandi næm hvað varðar skynfæri okkar og mismiklir safnarar í okkur. Viðmælendur Fréttatímans í vínyl-liðinu tala um „lífrænan hljóm“ hljómplötunnar á meðan stafræn miðlun tónlistarveitunnar skeri í eyrun með sínum „kantaða og harða hljómi.“ Þennan samanburð þekkja eflaust ekki allir og oft þarf smá innleiðingu inn í þennan heim til að átta sig á honum. Eftir stendur spurningin um það hvernig við viljum umgangast tónlist í heimi þar sem hún er nokkurn veginn alls staðar.
Taktu vel á móti viðskiptavininum Með HP RP9 kassakerfislausninni Með Intel® Core™ i5 örgjörva M7J39AV
STILLANLEGUR SKJÁR
AUKASKJÁR FYRIR VIÐSKIPTAVINI
FJÖLDI TENGIMÖGULEIKA
Kraftmikil en nett lausn
Meiri sveigjanleiki
Það fer ekki mikið fyrir HP RP9 kassakerfislausninni, tekur
Stilltu skjáinn eins og þér hentar best hvað varðar hæð,
lítið pláss á borði en afkastar miklu. RP9 kemur m.a. með
snúning og sjónarhorn og veldu þá aukahluti sem hæfa
6. kynslóðar Intel® Core™ i5 örgjörva (M7J39AV) og getur
þínum rekstri.
tengst þráðlausu eða hefðbundnu neti, hentar allsstaðar
· Val um 15,5” eða 18,5” snertiskjá sem snýr að starfsmanni
þar sem þörf er á áreiðanlegri sambyggðri lausn.
· Val um allt að 14,1” snertiskjár sem snýr að viðskiptavini · Fjölbreytt úrval aukahluta í boði
Allar nánari upplýsingar á www.ok.is. Intel, merki Intel, Intel Inside, Intel Inside merkið, Intel Core, Intel Core Inside eru vörumerki Intel Corporation í Bandaríkjunum og/eða öðrum löndum. Opin Kerfi // Höfðabakka 9 // 110 Reykjavík // 570 1000 // ok.is
24 |
Dráttarbeisli
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 8. júlí 2016
undir flestar tegundir bíla
Setjum undir á staðnum VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Kamilla Einarsdóttir skrifar um eigin ástarævintýri.
Ástarsögur íslenskra kvenna hefur að geyma 50 ástarsögur
Læsi í Burkina Faso og aðrar aðferðir við að taka einhvern á löpp Úrval af lokuðum farangurskerrum frá Ifor Williams Sýningareintak á staðnum. VÍKURVAGNAR
EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Kerrur
frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum
Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Kerrur
frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum
Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Segja sögurnar rómantískar, fyndnar, flóknar, harmrænar og gleðilegar. Nýlega kom út bókin Ástarsögur ís lenskra kvenna, smásagnarit sem hefur að geyma tæplega 50 aðsend ar ástarsögur frá íslenskum konum. Bókin er hugarfóstur vinkvennanna Rósu Bjarkar og Maríu Lilju sem segja sögurnar rómantískar, fyndn ar, flóknar, harmrænar og gleðilegar – jafn misjafnar og þær eru margar. Bjartur Veröld gefur bókina út. Þess má geta að flesta r sögu rn ar eru skrifaðar undir nafnleynd en nokkrar kvennanna koma undir nafni og hér má lesa brot úr ástar sögu Kamillu Einarsdóttur: Síðan gerðist það sem ég hafði óttast. Hann hafnaði mér eftir stutt kynni. Ég fékk einhver skilaboð frá honum þar sem hann reyndi að bera í bætifláka fyrir þetta og fá mig til að vorkenna sér fyrir að vera meira skotinn í annarri konu. Auk þess bull aði hann eitthvað um hvað honum þætti þetta auðvitað voðalega erfitt og gaf í skyn að ég ætti að geta skilið að hann væri talsverð hetja fyrir að slíta þessu strax frekar en að draga þetta á langinn. Vá, hvað þetta var glatað. Og hvað er hægt að segja við svona? Þú gerir aldrei svo lítið úr sjálfri þér að reyna að tala um fyrir einhverjum. Þú ferð ekki að gera ein hverjum það til geðs að stumra yfir vanlíðan þeirra með eitthvað eins og „Ó, sorry að ég sé glötuð eða ekki ein hver önnur“. Þú getur ekki gert annað en að slökkva á tölvunni og labba út. Mér fannst þetta svo fáránlegt. Og svo út í hött að það hefði áhrif á mig yfir höfuð. Að manneskja sem ég hafði ekki þekkt stuttu áður gæti komið mér í uppnám. En það var auð vitað minnst hann, heldur kannski meira mín eigin sjálfsmynd eða hugs anlega of miklar væntingar og von um að þetta myndi ganga upp svo ég þyrfti ekki að standa í því að fara aft ur á fyrsta deit með einhverjum. Kannski hefði þetta verið minna áfall hefði hann sagt eitthvað í þá átt að þetta hefði ekkert með mína persónu að gera, þessi klassíska lína: „Þetta er ekki þú, þetta er ég.“ En hugsanlega hefði ég ekki tekið mark á þannig klisju. Mér fannst ég bara svo asnalega týnd og allt hitt sem höfnun kallar yfir mann: Ég væri hálfviti fyrir að
hafa haldið að einhver gæti í alvöru vilj „Af hverju eiga að mig, ég væri alli r hot fyrrverandi vitlaus að sjá ek k i hver su kærustur sem kunna misheppnuð ég að reykja sígarettur væri og að ég og bera fram orðið ætti jafnvel að quesadilla.“ gera öllu mann kyninu greiða og hætta að vera svona óþolandi. En það þýðir auðvitað ekki að gefast upp fyrir svona hugmynd Bókina Ástarsögur ísum og yfirleitt er lenskra kvenna má finna alltaf einhver leið í öllum helstu bókabúðum landsins. út úr ömurlegri líðan. Þú þarft dundar þér við að aflima er til dæm bara að leita að þeirri réttu fyrir þig. is of langt gengið. En svona smá á Internetið sagði mér að hlusta á þessum nótum er bara heilbrigt og innsæið eða hjartað, og þannig sjitt. góð losun. Eins og til dæmis að búa Ef það væri rétt hefði ekkert ann til death metal-lög sem heita nöfn að verið í stöðunni fyrir mig en að um eins og: „Af hverju eiga allir hot fyrrverandi kærustur sem kunna að flytja til Hondúras og helst líka að reykja sígarettur og bera fram orðið byrja með aðalstráknum í Vagina boys. Hverjar væru líkurnar á því quesadilla,“ eða: „Ég vona að þú að ég eyddi orku í að spá í einhvern komist ekki í neinn sveskjusafa næst lúðalegan nágranna á sama tíma og þegar þú ert með harðlífi.“ ég væri að leiða ungan mann með Ég hef aldrei verið rík af föndur- og grímu um stræti Tegucigalpa? handavinnuhæfileikum, eða raunar Ég endaði á að gera það sem er nokkrum skapandi hæfileikum yfir eiginlega alltaf það rétta í stöðunni. höfuð. En það er kannski bara betra Hlustaði á vini mína. Þeir sögðu mér því þá þarf ég að einbeita mér svo að uppskriftin að betri líðan eftir að mikið við dútlið að ég get ekki velt hafa fengið höfnun væri eftirfarandi: mér upp úr neinu öðru á meðan, eins og til dæmis því að ástarlífið sé farið í vaskinn. 1. Eyða öllum kontaktupplýsingum Ég endaði á að búa til haug af jóla um viðkomandi úr símanum. kortum. Framan á þau föndraði ég 2. Eyða,eðaíþaðminnstafela,tilvistmyndir af morðóðum hamstri. Á þessararmanneskju á öllum samfémyndunum var ekkert endilega ver ið að drepa aðeins hann, heldur alls lagsmiðlum. konar random lið sem fór í taugarn 3. Rifja upp allt það glataða við ar á blessuðu jólanagdýrinu. Ég bjó þennan aðila. til lag úr æluhljóðum, já já ég veit að það er rosalega unglingalegt en 4. Fara svo að búa til eitthvað mér fannst mjög skemmtilegt og geð skemmtilegt. hreinsandi að taka það upp og svo skrifaði ég niður þessa frásögn. Að búa eitthvað til er mjög mikil Eftir mjög bissý daga og nokkrar vægur þáttur. Ekki liggja og hugsa svefnlitlar nætur var ég svo alveg um allt sem þú sagðir og gerðir vit búin að jafna mig. Nú líður mér aftur laust. Ekki verða of heltekin af því að bara venjulega. Ég veit að ég er þrátt skoða myndir af viðkomandi og pæla fyrir allt ekki alslæm, ég er þakk í því hvort tvítin þeirra séu subtweet lát fyrir að ég mun losna við árlega -skilaboð til þín. jólakortasamviskubitið í ár og svo Það er einnig frekar mikilvægt að held ég núna að einn daginn muni láta það sem þú býrð til ekki snúast ég kannski ramba á manneskju sem fer jafnvel að fyrra bragði að tala við of mikið um reiði og biturð í þeirra garð. mig um öll bókasöfnin í Ouagadou Vo o d o o - dú k k u r s e m þ ú gou. | bg
Heimaöryggi fyrir aðeins
Öryggismiðstöðin býður nú í fyrsta
4.900 kr. á mánuði án
sinn Heimaöryggi án binditíma á aðeins 4.900 krónur á mánuði. Enginn stofnkostnaður og uppsetning er innifalin. Einfalt, þægilegt og ódýrara Heimaöryggi. Kynntu þér málið nánar á oryggi.is
binditíma*
eða í síma 570 2400.
INNIFALIÐ Í GRUNNPAKKA Á 4.900 Hægt er að bæta við búnaði eftir þörfum gegn aukagjaldi.
Stjórnstöð
Töluborð
1 x hreyfiskynjari 1 x stöðurofi í hurð
1 x reykskynjari
PIPAR\TBWA • SÍA
*3ja mánaða uppsagnarfrestur
Öryggismiðstöðin | Askalind 1 | Kópavogur | Sími 570 2400 – Njarðarnesi 1 | Akureyri | Sími 470 2400
Nánar á oryggi.is
26 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 8. júlí 2016
Íslenskar konur fegurstar?
GOTT UM HELGINA
Eru íslenskar konur fegurstar? Er Björk Guðmundsdóttir besta tónlistarkona heims? Er íslenska vatnið tærast? Er Ísland best í heimi? The Greatest show in Iceland er sýning sem rýnir í sjálfsmynd Íslendinga og veltir fyrir sér af hverju við verðum að spyrja alla „How do you like Iceland?“ Hvar? Tjarnarbíó Hvenær? Í kvöld og 23. júlí Hvað kostar? 3500 kr.
Krakkar forrita Á morgun geta krakkar á aldrinum 6-14 ára, og reyndar allir aðrir tæknigrúskarar, mætt í opið tækni- og tilraunaverkstæði í Borgarbókasafninu. Námskeiðið er haldið á vegum Kóder og munu leiðbeinendur aðstoða áhugasama við forritun sem byggir á einföldu forritunarmáli sem hentar vel yngstu kynslóðunum. Hvar: Borgarbókasafnið Grófinni Hvenær: Á morgun, laugardaginn, 9. júlí, kl. 14-16
GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI
Brennandi karma
Frjálshyggja á Loftinu Félag frjálsra framhaldsskólanema stendur fyrir Frjálsa sumarskólanum um helgina í samstarfi við Rannsóknarsetur nýsköpunar og hagvaxtar, Institute of Economic Affairs og Austrian Economics Center í Vín. Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Sigríður Á. Andersen eru meðal þeirra fjölmörgu sem munu þar reifa dásemdir frjálshyggjunnar. Hvar: Loftið 3. hæð Hvenær: 8.-10. júlí
GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið.
Hlustunarpartí fyrstu plötu Reykjavíkurdætra verður í kvöld. Allir eru hvattir til að koma, hlusta, rappa og dansa, en platan verður auk þess á tilboði. Hvar? Prikinu Hvenær? Í kvöld
Dansandi lík í tunglsljósi Smásagnasafnið 13 krimmar er komið út í prentun og til stendur að halda útgáfuhóf í dag. Níu rithöfundar hafa með sama ásetningi hist á vettvangi og látið blóðið flæða úr pennunum. Óhugnanleg leyndarmál leynast undir yfirborðinu þar sem fórnarlömb gægjast upp úr gröfum sínum og líkin dansa í tunglsljósinu. Hvar? Te & kaffi Skólavörðustíg Hvenær? Kl. 17 - 19
Plötusnúðar helgarinnar Bravó Föstudagur:
I
TI
AU S
RÆ
TI
E AV UG LA
RS T
LÆ
KA
22
BA N
GI
KJ AR
GA TA
PÓS
TU
Dj Nolo Laugardagur: Dj Ísar Logi TI
RÆ
RÆ
RS T
ÆT
FS ST
TU
RST R
TH Ú
AU S
F NA
ÓL
ND VE
LTU
SU
HA
TR YG GV AG AT A
ST
RÆ
TI
ING
NA US
TI
Dj Jónbjörn Laugardagur: Dj KGB
TI N
Húrra Föstudagur: RÆ
SÍMI: 588 8900
Eftir þriggja ára rússíbanareið er komið að því að Kristján Hrannar frumflytji nýja tónlist í Mengi, Óðinsgötu. Fyrir hlé mun platan Sea take one/Haf taka eitt vera samin og tekin upp á staðnum. Eftir hlé mun Kristján frumflytja efni af væntanlegri plötu, Brestir kæru gestir. Hvar? Mengi Hvenær? Kl. 21 Hvað kostar? 2000 kr.
ST
WWW.TRANSATLANTIC.IS
Hlustunarpartí Reykjavíkurdætra
AÐ AL
RIGA Í LETTLANDI Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku frá maí til október.
Frumsamin á tónleikum
Hin árlega bryggjuhátíð á Stokkseyri hefst í dag en um er að ræða fjölskylduhátíð þar sem allir ættu að finna sér eitthvað til skemmtunar. Áhersla er á að hafa sem mest af viðburðum og skemmtiatriðum án endurgjalds. Gott tækifæri til að kynnast þorpinu, endurnýja kynni og njóta menningar og náttúru. Hvar? Stokkseyri Hvenær? 8.-10. júlí
I
BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið.
Bryggjuhátíð á Stokkseyri
ÆT
VERÐ FRÁ 87.900.-
Í kvöld mun fara fram útgáfuteiti hinnar umtöluðu skáldsögu Burning Karma en höfundurinn, Davíð Rafn Kristjánsson, mun lesa upp úr bókinni og segja í stuttu máli frá því hvernig hún varð til. Tónlistarmaðurinn Markús Bjarnason mun spila lög af nýrri plötu sinni. Hvar? Húrra Hvenær? Kl. 20
SST R
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.
Prikið Föstudagur: Reykjavíkurdætur/TBA Sunsura ÓL SK
Laugardagur: Álfrún Ofjörð/DJ Kocoon
.S AV T.
SUMAR *
ÚRVALIÐ ER Í STÆRSTU TÖLVUVERSLUN LANDSINS! SILICON BUMPER
SOS
UR HNAPPÍ SÍM A
Bleikt
SENDIR BOÐ FORELDRA!
GPSKRAKKAÚR ENGAR ÁHYGGJUR MEÐ WONLEX! Bráðsniðugt og vandað GPS krakkaúr með 1,22’’ LED lita snertiskjá, SOS takki fyrir neyðarsímtal og sms sendingu með staðsetningu • • • • • • • • •
Blát
t
VARNARHLÍF
GW100
1.22’’ lita LED snertiskjár Allt að 15 símanúmer í símaskrá Hægt að velja 3 SOS símanúmer Með innbyggðri vekjaraklukku Viðvörun kemur í síma ef úr er tekið af Hægt að skoða ferðir barnsis yfir daginn GEOgirðing varar við ef úr fer út fyrir svæði Allar aðgerðir stjórnast úr síma foreldra App í boði fyrir IOS og Android
8. Júlí 2016 • Birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabreng
5
VERÐ ÁÐ UR UR 14.990
Í NÝJU INTEL CLOÖRVA MEÐ + ÖRGJ TRAIL
ROCK100 HEYRNARTÓL
IPS
ICONIA
HD FJÖLSN ERTISKJÁR 178° SJÓN ARHORN 5843 6000 5000
FYLGJA
4000
Intel Clover Trail+ CPU
3000 2000
2229
Standard CPU
1000
B1-750
MOBII P743
• • • • • • • • •
1280x800
0
• • • • • • • • •
7’’ LED fjölsnertiskjár 1024x600 Quad Core 1.2GHz Cortex A8 örgjörvi MultiCore Mali 1080p 3D skjákjarni 8GB SSD pláss og allt að 32GB microSD 300Mbps WiFi n þráðlaust net Li-Polymer rafhlaða allt að 4 tímar USB2 micro og microSD kortalesari Vefmyndavél á baki og að framan :) Android 4.4.2 stýrikerfi og fjöldi forrita
7’’ HD IPS fjölsnertiskjár 1280x800 Intel Quad Core Z3735G 1.83GHz Burst Intel HD Graphics DX11 skjákjarni 8GB flash og allt að 64GB Micro SD 300Mbps WiFi net, Bluetooth 4.0, GPS Li-Polymer rafhlaða allt að 7 tímar USB2 micro og Micro SD kortalesari Tvær vefmyndavélar 5MP og 0.3MP Android 4.4 stýrikerfi og fjöldi forrita
9.990
9.990
19.990
FRÁBÆR FYRIR KRAKKANA;)
VINSÆLASTA SPJALDTÖLVAN OKKAR!
STARTAÐU INN;) LAUSUM RAFMAGNSBÍL HV SEM ER! AR
AFSLÁTT
ÖFSTU 3D LE VER-
ÓTRÚLEGT KYNNINGARVERÐ!
ÓMISSA Í BÍL NDI
ÞÚSUND
0%RI 25LU GIKJUM
CAR JUMP
UPPLIFÐ U
360°
MEÐ ÞJÓÐHÁTÁÍÐ ! SPILAÐU TÓ
FIËSTABT
NLIST EÐA SYNGDU MEÐ AÐ 50 TÍMA MÍ ALLT INNBYGGÐRIEÐ RAFHLÖÐU
ÞRÁÐLAUST PARTÝ HLJÓÐKERFI
SÝNDAR VERULE IKA!
FREEFLYVR
JUMPSTARTER
Ótrúlega kraftmikill og bráðskemmtilegur bluetooth ferðahátalari með hljóðnema og hólfi fyrir snjalltækið. Hentar einstaklega vel fyrir útileguna og partýin.
• • • • • • • •
• • • • • • •
• • • • • • • •
LÚXUS 360° VR GLERAUGU
Hágæða VR sýndarveruleikagleraugu Dúnmjúkur andlitspúði úr Faux-leðri 120° sjónarsvið veitir bestu upplifunina Víðar 42mm linsur með þokuvörn Fyrir nær alla 4.7’’ - 6.1’’ snjallsíma Auðvelt að koma símanum fyrir og stilla af Fislétt hönnun, aðeins 295 grömm Bluetooth fjarstýring fyrir helstu aðgerðir
FERÐARAFHLAÐA
Glæsileg 10000mAh ferðarafhlaða Hleður snjalltækin í gegnum USB tengi Með start köplum til að starta bílum Með öflugu LED ljósi og SOS ljósi Hægt að starta bílum og hlaða síma Getur hlaðið síma allt að 4 sinnum Tilvalinn í útileguna eða ferðalagið
Kraftmikill og hljómgóður 40W hátalari Innbyggð endurhlaðanleg rafhlaða Allt að 50 tíma spilun möguleg á hleðslu Allt að 10 metra drægni á bluetooth USB port til að hlaða öll helstu snjalltæki 1x input fyrir hljóðnema og 1x AUX input Hljóðnemi fylgir fyrir söngelska Allt að 5 tíma spilun á 100% hljóðstyrk
9.990
14.990
19.990
KOMDU AÐ PRUFA:)
HLEÐUR SÍMA OG BÍLA;)
FIËSTA PRO AÐEINS 29.990
% 0 5 UN LÆKK
VERÐ FRÁ
2.490
SB 3X U T Í SÍGA-
TENGIS RA RETTUKVEIKJA 7200mA
TRIPLE USB
2.990
TRUST SELFIE
3.990
FMT500
FM SEN FYRIR BÍLDIR A SPILAR A F SÍM ;)
6.990
A, U LYKLI EÐA SD M SB KORTUM! INNIS-
KKUN AF 50% LÆ ALLT AÐ INNISKORTUM ÖLLUM M GT ÚRVAL! ÓTRÚLE
ALLT AÐ 50% LÆKKUN
BÍLA HLEÐSLUTÆKI
SELFÍ STÖNG
FM SENDIR Í BÍLA
* GILDIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU • ALLT AÐ 10KG • EF PANTAÐ ER FYRIR KL. 15:00;)
OPNUNARTÍMAR
Virka daga 10:00 - 18:00 Laugardaga 11:00 - 16:00
NDUM
HRAÐSE
500KR Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900
EIM ÖRUR H ALLAR V S R GU * SAMDÆ
*Tölvutek er stærsta sérhæfða tölvuverslun landsins í fermetrum verslunarrýmis talið, samkvæmt niðurstöðu Neytendastofu þann 10.05.2016
SMELLIR
28 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 8. júlí 2016
Verslunarkjarni #3
Rejane selur harðfisk á Eiðistorgi.
Brasilíubúar elska harðfisk
„Ég kem hingað á sumrin og sel harðfisk,“ segir Rejane frá Brasilíu sem situr spök á bekk á Eiðistorgi og selur harðfisk frá Þingeyri og Ísafirði. Hún lærir matreiðslu í Brasilíu en hefur vanið komur sínar til Íslands á sumrin. „Harðfiskur er svo góður. Ég hef boðið samnemendum mínum upp á fisk í skólanum mínum Sao Paulo og þeir elska hann!“ Hún bætir því við að Eiðistorg sé kjörið fyrir sölu á fiski: Hér eru allir svo góðir og glaðir. Ég vil helst vera hér þegar ég sel fisk.
Snyrtistofan Leila
Laufey segir framtíðina vera á Eiðistorgi.
„Ég er búin að vera hérna í þrjú ár og það er brjálað að gera. Kúnnarnir koma úr Garðabæ, Mosfellsbæ, miðbænum og Vesturbænum og síðan auðvitað héðan af Nesinu,“ segir Laufey Birkisdóttir, eigandi snyrtistofunnar Leilu á Eiðistorgi. Hún segir snyrtistofuna vera þá einu á frekar stóru svæði en vegna anna þurfi hún að ráða inn annan snyrtifræðing. „Þegar ég ákvað að koma hingað sá ég ákveðna framtíð hér. Íslendingar hafa minni áhuga á að fara niður í bæ þar sem túrisminn er mikill. Þeir vilja getað hjólað og labbað þangað sem þeir sækja sína þjónustu, í nærumhverfi sínu.“
Í hjarta Seltjarnarness Á Eiðistorgi á Seltjarnanesi má finna brasilískan harðfisksala, pólsku tóbaksverslunina Jubi og snyrtistofuna Leilu boutique. Verslanir og fólk sameinast undir hvelfdu glerþaki sem haldið er uppi með tignarlegum súlum á flísalögðu gólfi. Plöntur á víð og dreif. Stemningin er suðræn í verslunarkjarna Nesbúa. Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is
Feðgarnir Hilmar og Hafsteinn saman á Rauða ljóninu.
FLOTAÞJÓNUSTA
Hentugar leigulausnir á atvinnubílum og tækjum fyrir fyrirtæki
Gullna tvennan
Borgfirðingurinn Rakel Ýr er á leið í einnar nætur útilegu en hún býr á stúdentagörðunum. „Ég er í háskólanum að læra félagsráðgjöf og er vön að koma hingað og kaupa mat í Hagkaup eða áfengi í ríkinu. Það eru mínir staðir hér. Gullna tvennan. Annars ætla ég að skella mér út á land núna og njóta.“
Elsta ljón landsins
„Við erum fjölskyldustaður. Mamma er inni í eldhúsi, pabbi frammi, besti vinur hans í eldhúsinu og besti vinur minn á barnum með mér,“ segir Hafsteinn sem hefur unnið á Rauða ljóninu allt frá því að foreldrar hans tóku við staðnum árið 2009. „Keyptu hann af þrotabúi.“ „Þetta er elsti bar á Íslandi og hefur verið opinn alveg frá því að bjórinn var leyfður 1989. Við erum ekki lengur djammstaður eins og í gamla daga heldur einblínum við á fjölskylduna og því koma hingað margir fastakúnnar og fjölskyldur þeirra,“ segir Hilmar, eigandi staðarins og faðir Hafsteins. „Við erum með svaka marga fastakúnna og um leið og þeir labba inn byrjar maður bara að dæla bjór og ganga frá pöntuninni þeirra, veit hvað allir vilja,“ segir Hafsteinn.
Hvað eruð þið að lesa?
Systkinin Sara og Baldur fara oft á Bókasafnið á Eiðistorgi og sitja þar og lesa í mestu makindum. Þó þau séu þar með móður sinni í þetta skiptið fara þau vanalega þangað með ömmu sinni. „Mér finnst gaman að lesa syrpu, Andrés Önd,“ segir Sara. „Mér líka,“ segir Baldur. „Ég er níu ára,“ segir Sara. Systkinin Sara og Baldur „Ég er sex,“ segir Baldur. fara oft á bókasafnið.
Hilmar Smári, Ilmur Ósk og Lilja Dögg sitja að snæðingi.
Sund, samloka og bókasafn
Fiskislóð 73 · 101 Reykjavík · Sími 511 6600 ratio@ratio.is · www.ratio.is
Á miðju Eiðistorgi situr fjölskylda og gæðir sér á samlokum eftir sundferð. „Við bjuggum á Sólvallagötu en erum búin að búa í Grafarvogi í rúmt ár,“ segir Ilmur Ósk. Þá hafi Eiðistorg verið einskonar miðja hverfisins en þangað fóru þau að kaupa í matinn, í apótek og að sækja aðra þjónustu. Fjölskyldunni finnst þó gott að koma við á Seltjarnarnesi á sínar gömlu heimaslóðir. „Við ætlum upp á bókasafn á eftir og síðan bara heim,“ bætir hún við og krakkarnir kinka glaðir kolli.
Ég bý á Eiðistorgi
Tzafi og Andrei elska Eiðistorg.
Vinirnir Tzafi og Andrei eru frá Bandaríkjunum og Kanada en þau eru á leið á Eistnaflug. Þau skruppu hins vegar í Hagkaup áður en þau lögðu af stað í langferð austur á firði. „Ég bý á Eiðistorgi,“ segir hin kanadíska Andrei sem kom til landsins fyrir tveimur árum. „Stjúpbróðir vinar míns á íbúð á efstu hæðinni og ég er að leigja hana af honum, það er mjög fínt,“ bætir hún við. „Ég er búin að vera hérna í 12 klukkustundir,“ segir Bandaríkjamaðurinn Tzafi. „Er bara í heimsókn en við erum að fara á Eistnaflug. Rétt að kaupa mat áður en við höldum af stað,“ bætir hann við. „Það fyrsta sem maður á að gera þegar maður kemur til landsins er að fara á Eiðistorg. Tzafi er með þetta,“ bætir Andrei við.
30 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 8. júlí 2016
Öðruvísi vinátta en önnur Geta rifist eins og hundur og köttur Gátu rifist eins og hundur og köttur áður fyrr.
„Vinátta okkar er allt öðruvísi en önnur, í henni felst mjög sterk og skilyrðislaus ást einhvern veginn,“ segir Védís um vináttu sína og tvíburasystur sinnar, Höllu. „Já, óskilyrt ást. Við getum rifist eins og hundur og köttur en erum farnar að hlæja mínútu seinna. Það getur alveg ruglað fólk í ríminu. Gerðist reyndar meira þegar við vorum yngri.“ bætir Halla við. Síðastliðin 14 ár hafa systurnar meira eða minna búið í sitt hvoru landinu. „Við höfum búið í sitt
hvoru landinu í níu ár af seinustu fjórtán. Og ef við erum ekki í sitt hvoru landinu þá höfum við búið í sitt hvoru bæjarfélaginu,“ segir Védís sem býr nú í Reykjavík en Halla býr á Ísafirði. „En það er ekkert verra. Við erum ógeðslega sjálfstæðar og eigum bara mjög sterkt samband“ „Já, við eigum oft betra samband þegar við erum ekki á sama stað, komum með meiri orku inn í það,“ bætir Halla við. „Védís fór til Kosta Ríka þegar við vorum 16 ára
og við áttuðum okkur á því að við værum fullhæfar til að vera einar. Það verður stundum til eitthvert aukalag af sjálfsmyndarkrísu þegar maður er alltaf borinn saman við einhvern annan. Fólk ruglast á manni og þá upplifir maður að maður sé eins og manneskjan sem manni er ruglað við. Þannig getur skapast ákveðin „frústrasjón“ gagnvart hinum tvíburanum. Í fjarlægð þurfum við ekki að hugsa um það, erum til
Tvíburasysturnar Halla og Védís eru mestu mátar.
Mynd | Natasha Thomson González
staðar fyrir hvor aðra og erum vinkonur.“ | bg
Hið snjalla Ferða app Ferða appið er snjallforrit sem auðveldar notendum að finna upplýsingar um áhugaverða staði á Íslandi, afþreyingu, veitingastaði, gistingu og hvaðeina. Ef ferðast er um landið og ferðalanginn langar óstjórnlega mikið í grænmetisrétt eða sund þarf einfaldlega að slá því upp í forritinu og það sýnir hvar megi finna næsta áfangastað.
Söngsveifla í Hannesarholti Djasssönghópar hefja ekki upp raust sína á tónleikum á hverjum degi í Reykjavík, en það gerist samt í kvöld í Hannesarholti. Þar kemur fram austurríska söngtríóið TRIU sem að syngur djasstónlist, popp og tónlist frá ýmsum heimshornum. Hópurinn, sem syngur án undirleiks, er skipaður þeim Mariu Holzeis-Augustin, Ali Föger og Hubert Sandhofer. Sá síðastnefndi er vínbóndi í Austurríki og jafnframt unnusti myndlistarkonunnar Kristínar Gunnlaugsdóttur. „Vín og söngur fara ljómandi vel saman, þakka þér fyrir,“ segir Hubert Sandhofer hlæjandi. „Þetta passar vel og er gott saman í hófi. Í hléi tónleikana býð ég upp á víntár, enda hef ég sent frá mér vín sem heitir TRIU, eftir sönghópnum.“ Sönghópurinn hefur sungið saman frá árinu 2001 en meðlim-
irnir byrjuðu að syngja saman í stórum blönduðum kór í heimalandinu og fengu síðan áhuga á því að útsetja tónlist úr ýmsum áttum fyrir þrjár raddir. Dagskrá sönghópsins er með afbrigðum fjölbreytt; hefðbundin músík frá Afríku, Ástralíu og Evrópu í bland við djass og popptónlist. Hópurinn syngur líka
gospeltónlist á swahili, austurrískt jóðl og írskar ballöður. TRIU hefur komið fram á fjölmörgum alþjóðlegum tónlistarhátíðum og tónleikum um víða veröld og gefið út fjórar plötur með söng sínum sem oft er listilega útsettur. | gt Tónleikarnir hefjast í menningarhúsinu Hannesarholti við Grundarstíg 10, í kvöld klukkan 20.
Eyrún Ýr Pálsdóttir sigraði í A-flokki, fyrst kvenna, á Landsmóti hestamanna. Hún sat Hrannar frá Flugumýri.
Fyrsta hesta konan sem sigrar í A-flokki Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is
Þ
að er bara gaman að v i n na,“ seg i r Ey r ú n Ýr Pálsdóttir sem sigraði nýverið í A-flokki á Landsmóti hestamanna en hún sat Hrannar frá Flugumýri. Mótið var fyrst haldið árið 1950 og er Eyrún fyrst kvenna til að sigra í 66 ára sögu mótsins í flokknum. „Þetta var mjög sterkur flokkur og ofboðslega góðir hestar, hver sem er getur unnið en þetta fór svona,“ segir Eyrún sem var eina konan af átta keppendum í úrslitakeppninni. „Þetta er stóðhestur úr okkar rækt á Flugumýri þaðan sem ég er. Hrannar er yfirburðahestur og hafði það sem til þarf,“ bætir hún við en hún tamdi hann sjálf. „Ég hef líka verið með hann lengi og þekki hann vel.“ Ætlarðu að taka aftur þátt á næstu móti?
„Alvaran tekur fljótt aftur við. Nú er ég bara að þjálfa og ríða út.“
„Já, ég verð aftur með á næsta móti og þá væri auðvitað gaman að hafa f leiri konur. Konur eru í minnihluta þegar kemur að þátttöku þeirra á mótinu. Í öðrum löndum er það öfugt – konur í meirihluta. Auðvitað væri skemmtilegra ef fleiri konur tækju þátt en ég held reyndar að það muni gerast á næstunni.“ Aðspurð segist hún enn ekki hafa fagnað sigrinum. „En við borðuðum góðan mat og höfðum gaman. Alvaran tekur fljótt aftur við. Nú er ég bara að þjálfa og ríða út en síðan erum við að leggja af stað í túr.“
ÚTSALAN ER HAFIN 3 FYRIR 2
AF ÖLLUM HANDKLÆÐUM
40%
AF VÖLDUM STELLUM OG GLÖSUM
20-50%
AF ÖLLUM HÚSGÖGNUM
40%
AF ÖLLUM PÚÐUM OG TEPPUM
20-40% AF ÖLLUM MOTTUM
TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2 KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS
32 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 8. júlí 2016
Vinnustofan Mætt klukkan átta í sextíu ár
Egill Ásgrímsson bólstrari.
„Ég fæddist á Smiðjustígnum svo ég hef ekki komist langt í lífinu, bara yfir Hverfisgötuna og Laugaveginn. Og nú er ég búinn að mæta hér klukkan átta á morgnanna í tæp sextíu ár,“ segir Egill Ásgrímsson bólstrari en hann hóf störf hjá föður sínum, bólstraranum Ásgrími P. Lúðvíkssyni árið 1960. „Pabbi keypti húsið strax eftir stríðið en mátti ekki breyta þessu í atvinnuhúsnæði strax því það var svo mikil húsnæðisekla í bænum. Hann hóf svo rekstur hér í kjallaranum árið 1948.“ „Nú orðið er ég einn hérna en áður fyrr var konan mín með mér. Hún kemur samt til mín á hverjum degi með nesti í hádeginu og afgreiðir fólk sem rennir hér við. Svo drekkum við alltaf kaffi saman áður en hún fer.“ „Það er voðalega notalegt hérna og alltaf nóg að gera, sérstaklega eftir að hótelum og veitingastöðum fór að fjölga,“ segir Egill sem annar alls ekki eftirspurn. „Það hafa margir falast eftir þessu húsi og nú getur verið að ég hætti eftir tvö ár, ég sé til. Mér finnst bara svo gaman í vinnunni og vill ekki hætta á meðan ég get unnið. Mér líður líka svo vel í þessu húsi. Sérstaklega finnst mér gott að vera hér um háveturinn þegar það er vindur og kuldi úti því þá er svo hlýtt og notalegt hérna inni.“ | hh
Æðislegast í heimi þegar maður er tíu ára
Við höfum upplifað flotta sigra en líka töp en á endanum er það vinskapurinn og öll faðmlögin sem standa upp úr, segir Luca Kostic.
Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is
Rúlluskór
Til hvers að labba þegar þú getur rúllað? Krakkar eru sniðugri en fullorðnir og þessvegna eru þetta vinsælustu skórnir í bænum í stærðum 25-35.
Bragðarefur
Fullorðnir nota kannski tímakaup eða húsaleigu sem mælieiningu. Bragðarefur er eining sem krakkar skilja. Enda ekkert yndislegra í veröldinni en að blanda saman ís og nammi. Það er bragðið af íslensku sumri. Alltof mikið sykurmagn í einum skammti. Hverjum er ekki sama?
Musically
Frappó
Dásamlegur og dísætur sumardrykkur með oreo-, jarðarberja-, karamellu- eða súkkulaðibragði. Flott glas, flott rör, sól og sumar, allir glaðir.
Barn eða unglingur sem farinn er að sýna nýjar og taktvissar handahreyfingar, hefur líklega orðið fyrir Musically-áhrifum. Musically er snjallforrit og samfélagsmiðill sem með einföldum hætti er notaður til að búa til tónlistarmyndbönd við vinsæl lög. Myndböndunum er svo deilt á öðrum samfélagsmiðlum. Ákveðinnar tísku gætir í myndbandagerðinni þar sem skærar stjörnur hafa risið víða um heim. Hæst ber að nefna tvíburasysturnar Lisu og Lenu en þær eiga meira en fimm milljón fylgjenda. Sjón er sögu ríkari. Þetta æði verður ekki útskýrt með orðum.
Innflytjandinn Faðmlögin standa upp úr Ég er búinn að vera að missa mig síðustu daga. Ég er frekar rólegur maður og sjaldan æstur þegar ég horfi á leiki en við María, eiginkona mín, eigum fjögurra ára dóttur sem var hálfhrædd þegar við spiluðum á móti Englandi. Ég hoppaði og öskraði og hún hljóp bara í fangið á mömmu sinni,“ segir Luca Kostic, þjálfari Hauka og fyrrverandi þjálfari unglingalandsliðsins. „Maður er bara orðlaus yfir þessum árangri.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
„Ég var búinn að vera atvinnumaður í tíu ár í gömlu Júgóslavíu þegar ég flutti til Íslands. Það var borgarastyrjöld og stríð í uppsiglingu og mig langaði til að komast í burtu, var kominn með nóg og vildi breyta til. Gamli þjálfarinn minn, Milan Jankovic, var farinn að þjálfa fyrir Þór og spurði hvort mig langaði til að prófa og ég sló til, sem betur fer. Þetta var í mars árið 1989 svo ég kom með bjórnum,“ segir Luca og hlær. Eftir að hafa spilað með Þór og ÍA fór Luca að þjálfa og þjálfaði Grindavík, KR og Víking áður en
hann tók við unglingalandsliðinu, U17 og U21, árið 2002 þar sem hann var í sex ár. „Ég hef alltaf, líkt og allir aðrir Íslendingar, unnið mörg störf með þjálfuninni. Mér líður vel þegar ég er í tveimur vinnum, er vanur þessu. Ég hef verið að smíða og svo var ég yfirmaður hjá timbursölu í Grafarvogi. Svo vann ég hjá Samvinnuferðum Landsýn og hjá Úrvali Útsýn og núna er ég meðeigandi í ferðaskrifstofunni Mark-ferðir auk þess að reka einstaklingsþjálfunina ASK-Luca. Þjálfarastarfið er eins og öll önnur störf í þessu lífi, þú færð á ákveðnum tíma niðursveiflu og ég var að spá í að hætta árið 2010. En svo var ég dreginn í þetta aftur og síðan hef ég verið með annan og þriðja flokk hjá Haukum og það eru algjör forréttindi að þjálfa þennan hóp. Ég er ofboðslega ánægður því þetta er svo gott starf og ég lít á þessa krakka eins og börnin mín.“ „Ég þjálfaði nánast alla strákana í A-landsliðinu en maður má ekki eigna sér neinn heiður af því. Þegar maður talar um árangur þá er svo margt sem spilar inn í, ekki bara þjálfunin. Ég man þegar við í U21 unnum leik í Belgíu þá fórum við í sund eftir leikinn og vorum saman að gleðjast, slappa af,
„Þegar við byrjuðum að syngja Stál og hníf tókum við eftir því að aðeins einn maður söng ekki með og það var Birkir Bjarnason.“ teygja og syngja Bubba-lög. Þegar við byrjuðum að syngja Stál og hníf tókum við eftir því að aðeins einn maður söng ekki með og það var Birkir Bjarnason, en hann er alinn upp í Noregi svo hann vissi ekkert um Bubba. Þá sagði ég nú við strákana að þeir gætu hætt að kalla mig útlendinginn því ég kynni allavega Stál og hníf,“ segir Luca og hlær. „Það eru svo margar góðar sögur úr fótboltanum og þetta er auðvitað það besta við boltann, félagsskapurinn. Manni þykir svo ofboðslega vænt um allt sem maður hefur upplifað því þetta er enginn dans á rósum. Þetta er oft mjög erfitt því þegar aðrir fara heim eftir vinnu förum við að æfa og hamast. Við höfum upplifað flotta sigra en líka og töp en á endanum er það vinskapurinn og öll faðmlögin sem standa upp úr. Við erum ein stór fjölskylda og það er ómetanlegt.“
SPENNANDI RÓMANTÍK
ÁSTIN SIGRAR ALLT Íslenskar konur segja frá ástinni. Hér er að finna safn af sönnum ástarsögum kvenna sem koma hvaðanæva að. Ástarsögur íslenskra kvenna Vildarverð: 3.199.Verð: 3.899.-
SPENNANDI
MEISTARAVERK
Djúp og grípandi spennusaga þar sem ekkert er sem sýnist og skyggnst er inn í hugarheim sem flestum er framandi.
Konan í myrkrinu Vildarverð: 3.599.Verð: 3.899.-
Austurstræti 18
Álfabakka 16, Mjódd
Hafnarfirði - Strandgötu 31
Ísafirði - Hafnarstræti 2
Skólavörðustíg 11
Kringlunni norður
Keflavík - Sólvallagötu 2
Vestmannaeyjum - Bárustíg 2
Laugavegi 77
Kringlunni suður
Akureyri - Hafnarstræti 91-93
Húsavík - Garðarsbraut
Hallarmúla 4
Smáralind
Akranesi - Dalbraut 1
Flugstöð Leifs Eiríkssonar
540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is
Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Vildarverð gildir 7. júlí, til og með 11. júlí. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.
NÚ ER TÍMINN! SKJÓLVEGGUR OG PALLUR
! g i þ m u ð o t s ð Við a
m u r á Kl lið! má ÞÚ FÆRÐ ALLT EFNIÐ Í PALLINN OG SKJÓLVEGGINN
VAXTALAUST LÁN
GAGNVARIN FURA
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. Sjá nánar um vaxtalaus lán á byko.is.
PALLURINN 0058324
27x95 mm.
0058325
27x120 mm.
SKJÓLVEGGURINN
2.150
1.960 27x145 mm. 2.178
0058326
215 kr./lm*
0058252
22x45 mm.
kr./m2
245 kr./lm*
0059253
22x70 mm.
kr./m2
325 kr./lm*
0058254
22x95 mm.
*4,5 m og styttra.
0058255
22x120 mm.
kr./m2
LERKI
94 156 195 247
GRIND OG UNDIRSTAÐA 0058502
45x45 mm.
kr./lm
0058504
45x95 mm.
kr./lm*
0058506
45x145 mm.
kr./lm
359
kr./lm.
0053254
27x117 mm
4.879 595 kr./lm. 0053265
kr./m2
5.338 785 kr./lm. 0053266
byko.is
kr./m2
19x90 mm 21x 145 mm
815
kr./lm.
0039479
9.347
1.395 kr./lm. 0039481
kr./lm*
Viðhaldslítið og sýruþolið. Enginn fúi, sveppa- og mygluþolið, springur ekki. BRÚNT, LJÓSGRÁTT EÐA DÖKKGRÁTT,
27x143 mm
kr./lm*
PLASTPALLAEFNI
harðviður með rásum
Hægsprottið Síberíulerki, gagnvarið af náttúrunnar hendi.
21x95 mm
kr./lm*
kr./lm
BANGKIRAI
alheflað
182 295 485
kr./m2
90x90 mm
3.552 0039484
kr./lm.
23x146 mm, 3,6 m
3.895
kr./stk.
0039510/14/20
REIKNAÐU ÚT EFNISMAGN
Í GIRÐINGUNA OG PALLINN Á BYKO.IS
BLIKKHÓLKUR 315 mm, 0,75 m.
PALLAUNDIRSTAÐA steypt, 20x20x80 cm.
1.695
kr.
5.595
0251658
kr.
0251660
STAURAFESTING í jörðu, 96x96/750 mm, heitgalvaniseraðar.
STAURAHATTUR 120x120 mm.
262
1.795
kr.
kr.
31563010 Almennt verð: 375 kr.
PLASTHÓLKUR úr endurunnu plasti, 220 mm, 0,7 m.
1.145
1.175
kr.
0291103
GIRÐINGAEINING massíf, 180x180 cm.
12.995kr.
15.995
kr.
kr.
0251661
-19%
GIRÐINGAEINING Salvia Espale 180x180 cm.
0291378 Almennt verð: 15.995 kr.
0291412
0291397
kr.
0225333
Auðvelda!ðu verkið
9.995
6.495
kr.
0251653
GIRÐINGAEINING Salvia Espale, 90x180 cm.
GIRÐINGAUNDIRSTAÐA steypt, 20x20x80 cm.
STAURASTEYPA SAKRET BE, 25 kg.
BLÓMAKER gagnvarin fura, 27,5x43x50 cm.
-30%
3.497
kr.
0291460
Almennt verð: 4.995 kr.
BLÓMAKER gagnvarin fura, 32,5x56x65 cm.
STIKLUR 30x30 cm, 10 stk.
GIRÐINGAEINING Viola bein, 80x200 cm.
4.935
4.995
-30%
kr.
kr.
0291479 Almennt verð: 4.935 kr.
0291444
4.476
kr.
0291462
Almennt verð: 6.395 kr.
TRÖPPUKJÁLKI þrigg ja, fimm eða sjö þrepa. Verð frá:
1.895
kr.
0291530/1/2
GARÐBORÐ gagnvarin fura, 154x177x71 cm.
12.995kr.
-19%
0291451 Almennt verð: 15.995 kr.
ÓSAMSETT
SORPTUNNUGEYMSLA Tvöföld:
39.995
GARÐBEKKUR tvegg ja sæta.
-25% 22.497kr. 0291473 Almennt verð: 29.995 kr.
-18%
kr.
0291700 Almennt verð: 48.995 kr.
Einföld BARNAHÚS 3,8 m2
149.995
kr.
0291821
19.995 -19% kr.
0291701 Almennt verð: 24.595 kr.
AuðvelT að versla á byko.is sendum út um allt land
SANDKASSI með sætum, 150x150 cm.
11.247
kr.
0291468 Almennt verð: 14.995 kr.
-25%
HELGIN ÍÆÐ
Fólkið mælir með… Herra Hnetusmjör Lagið: Ég myndi segja YG – Gimmie Got Shot. Manneskjan: Gucci Mane. Drykkurinn: G&T. Uppákoman: Húkkaraballið í eyjum ‘16.
Anna Tara Andrésdóttir Lagið: Lagið er klárlega nýjasta lag Reykjavíkurdætra sem er ekki komið út ennþá en það heitir Tista og er á nýjustu plötunni. Við unnum þetta lag öðruvísi en hin hóplögin svo það hefur mikil þróun átt sér stað. Ólafur Arnalds og Helgi Sæmundur í Úlfur Úlfur gerðu „beatið“ svo verið spennt! Manneskjan: Uppáhalds manneskjan er Lena Dunham sem skrifar og leikur í þáttunum Girls. Hún þarf að þola þvílíkt miklar árásir á líkama sinn en heldur ótrauð áfram og svo margt fleira, gúglið hana. Drykkur: Hmm, ef ég nefni áfengan drykk halda þá allir að ég sé alki? Ætli eg segi ekki bara mojito. Uppákoman: Það er klárlega hlustunarpartí Reykjavíkurdætra 8. júlí á Prikinu, stóra stundin loksins runnin upp, ný plata!
Theodór Júlíusson Lagið: Í dag er uppáhaldslagið mitt Ferðalok og það er náttúrulega vegna EM. Maður er svo ánægður með gengi íslenska landsliðsins og hve vel var tekið á móti þeim. Manneskjan: Má segja fleiri en ein? Uppáhaldsmanneskjan er bara fjölskyldan mín. Drykkur: Ég er rosalegur kaffimaður. Tvöfaldur espresso er eitthvað sem ég þrífst á og drekk allt of mikið af. Uppákoman: Þjóðlagahátíðin á Sigló í byrjun júlí en svo mæli ég með Mamma Mia sem heldur áfram í sýningu næsta haust í Borgarleikhúsinu.
ÓTAKMARKAÐUR LJÓSLEIÐARI ÓTAKMARKAÐUR FARSÍMI + 4GB
WWW.HRINGIDAN.IS - 525 2400
4.5X9MM.indd 1
2.6.2016 13:04:43
Sveitalíf Húsdýragarðurinn Hraðastöðum. Það er óhætt að mæla með heimsókn í húsdýragarðinn Hraðastöðum í Mosfellsbæ fyrir þá sem vilja upplifa sveitina beint í æð. Kettlingar, kiðlingar, kálfar og gríslingar bræða hvaða borgarhjörtu sem er.
Partílíf Það verður án efa stemning í garðveislu Félags tónskálda og textahöfunda í Hljómskálagarðinum í kvöld. Úlfur Úlfur, Samaris og Glowie stíga á stokk og munu eflaust heilla gesti með ljúfum tónum og textum. Veislan hefst klukkan 20.30 og aðgangur er alveg ókeypis.
Eyjalíf Þeir sem hafa ekki enn kynnst dásemdum Hríseyjar ættu að gera sér ferð á Hríseyjarhátíð um helgina. Hátíðin býður upp á eitthvað fyrir alla fjölskylduna; sund, fjöruferðir, trúða, traktorsferðir og brekkusöng.