EM 2012
Siri Sønstelie
Sérfræðingar Fréttatímans telja franska búninginn flottastan.
Lifði af brjálæði Breiviks.
Tíska
Viðtal 28
24
Katrín Tanja
62 Krónprinsessan í Crossfit. Dægurmál 8.-10. júní 2012 23. tölublað 3. árgangur
VIÐTAL Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherr a í Fr akklandi
Ástfangin á ný í París Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Frakklandi, ruddi íslenskum konum braut í embættismannakerfinu. Hún missti eiginmann sinn, Gísla Ágúst Gunnlaugsson fræðimann, þegar hún var rétt liðlega fertug en lét það ekki stöðva sig á framabraut. Hún hefur náð árangri á alþjóðavettvangi sem flestir geta aðeins látið sig dreyma um. Berglind fann ástina á ný þegar hún kynntist Finnboga Jónssyni, sem einnig hafði misst maka sinn.
Skúli Mogensen Tilbúinn að leggja háar fjárhæðir í rekstur flugfélagsins Wow. viðtal 14
Ástarkökur Áslaugar Eftirréttur ástfanginna íslendinga. Sumar og Matur 44
Inga Lind Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Missti þrjá risalaxa á einu sumri. Dægurmál
40
EM í fótbolta Evrópumótið í fótbolta
2012 í Póllandi
og Úkraínu
Helgin 8.-10. júní
2012
Veislan hefst í dag Flautað verður til leiks á Evrópumóti nu í fótbolta í dag. sína og skærustu Mörg bestu lið heims stjörnur evrópskrar Sumir leikmenn leiða knattspyrnu láta þurfa að standa ljós sitt skína. Pressan saman hesta undir nafni sem upp á stjörnuhimi er á öllum. heimsklassaleikmenn. ninn. Eitt lið hefur Aðrir ætla að skjótast titil að verja en Hvernig allt fer gerð er krafa á er ómögulegt að mörg önnur að segja en einu er vinna mótið. hægt að lofa. Þetta verður veisla.
EM í fótbolta
í miðju FrÉttatímans
Gamla, góða sumarið
PIPAR \ TBWA
•
SÍA
•
121771
síða 18
Njóttu þess að vera úti í sólinni með Gamla apótekinu Fylgstu með okkur á Facebook / www.gamlaapotekid.is
Veljum íslenskt
2
fréttir
Helgin 8.-10. júní 2012
Persónuvernd Upplýsingar úr sjúkr askr ám
Læknir mátti ekki nota sjúkraskrá vegna persónulegra deilna Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is
Persónuvernd hefur fellt þann úrskurð að lækni hafi verið óheimilt að skoða sjúkraskrá sjúklings í tengslum við persónulegt mál. Um er að ræða mál þar sem læknirinn Magnús Kolbeinsson fór inn í sjúkraskrá Páls Sverrissonar á Heilbrigðisstofnun Austurlands og notaði síðan upplýsingar úr skránni í vörn sinni í máli fyrir siðanefnd lækna þar sem áðurnefndur Páll var vitni. Siðanefnd lækna birti upplýsingar Magnúsar í úrskurði sínum og hafði Persónuvernd þegar úrskurðað þann
gjörning andstæðan lögum. Í úrskurðinum segir að óheimilt sé að heilbrigðisstarfsmenn á Heilbrigðisstofnun Austurlands noti þann aðgang sem þeir hafa að sjúkraskrám vegna ágreiningsmála sem þeir sjálfir eiga persónulega aðild að og ekki varða starfsemi stofnunarinnar. Úrskurður Persónuverndar nær þó ekki til læknisins sjálfs heldur eingöngu til ábyrðaraðila sjúkraskrárinnar – í þessu tilfelli Heilbrigðisstofnunar Austurlands sem þarf að bæta verklag sitt. Landlæknir
hafði áður áminnt Magnús um að sýna aðgát í meðferð gagna úr sjúkraskrá. Það dugði ekki Páli Sverrissyni en hann hefur viljað að Landlæknir vísi málinu til lögreglu í krafti 22. greinar laga um meðferð sjúkraskrár. Páll sagði í viðtali við Fréttatímann ekki alls fyrir löngu að landlæknir væri með allt niður um sig í þessu máli. Velferðarráðuneytið hefur átt í bréfaskriftum við embætti landlæknis vegna málsins Persónuvernd segir það ekki leyfilegt auk þess sem Páll hyggst stefna nokkrum fyrir lækni að fara í sjúkraskrá Páls aðilum málsins fyrir dóm. -óhþ Sverrissonar í eigin þágu. Ljósmynd/Hari
Flugrekstur Erfiðleik ar í byr jun hjá nýju flugfélagi
Tveir þriðju sem sóttu um þiggja vinnuna Aðeins fimm hundruð af þeim átta hundruð ungmennum 18 ára og eldri sem sóttu um sumarstörf hjá Kópavogsbæ hafa þegið vinnu sem í boði er og telur bærinn að það bendi til þess að atvinnuástand ungs fólks hafi batnað frá síðasta sumri. Þriðjungur umsækjenda hverfur því annað. - gag
Tólf nýjar eftirlitsmynda- Mælt með útisundlaug vélar í miðborgina við Sundhöllina Borgin hefur keypt tólf eftirlitsmyndavélar í miðborgina fyrir átta milljónir króna. Vélunum fjölgar því frá því sem áður var þegar átta voru settar upp. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að undanfarið hafi einungis þrjár til fjórar virkað. „Það skiptir miklu máli að hafa vélarnar. Þær hafa forvarnargildi og geta skipt miklu máli við rannsóknir,“ segir hann og að nú sé verið að setja þær upp. Samkomulag borgarinnar, Neyðarlínunnar og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hljóðar upp á að borgin kaupi vélarnar, Neyðarlínan sjái um uppsetningu og viðhald en lögreglan um vöktun og það að bregðast við þegar við á. Stefán segir þó engan sitja við og fylgjast með frekar en áður – nema við sérstök tækifæri. - gag
Starfshópur skipaður af borginni leggur til að haldið verði áfram að þróa hugmyndir um útisundlaug við Sundhöllina í Reykjavík, en að þar verði engin líkamsrækt. Hópurinn vill að gömlu búningsklefarnir fái að halda sér en að gerðar verði bætur á aðgengi og nýir búningsklefar settir upp aukalega svo fólk geti valið hvort þeir vilji hátta í gömlu eða nýju aðstöðunni. Hópurinn vill að núverandi byggingarlist Guðjóns Samúelssonar verði gert hátt undir höfði og að fullt tillit verði tekið til hennar þegar ráðist verði í endurbætur og eða viðbyggingu. Þetta kemur fram í skýrslu sem lögð var fyrir borgarráð í síðustu viku. - gag
Sumarið er komið
og Sumarjógúrtin frá MS. Kræktu þér í ljúffenga Sumarjógúrt með íslenskum krækiberjum. Tilvalin í útileguna, sumarbústaðinn eða lautarferðina.
Baldur Oddur Baldursson, forstjóri WOW, Matthías Imsland, rekstrarstjóri og Skúli Mogensen stjórnarformaður. WOW hefur tekið ákvörðun að sameina tvær flugferðir sökum slæmrar sölu.
Tafir í innritun, sameiningar og aflýsingar ferða WOW air hefur neyðst til að fella niður ferðir og sameina flugleiðir vegna slæmrar sölu á nokkrum flugleiðum. Forstjórinn segir þó sölu flugmiða í fullu samræmi við væntingar og að félagið sé komið til að vera.
HVÍTA HÚSIÐ/SÍA
W
OW hefur tekið ákvörðun um að sameina tvær flugleiðir út sumarið og tvær til viðbótar verða sameinaðar í júní. Tvær flugleiðir voru felldar niður vegna ónægrar sölu. Flugferðir á áfangastaðina Stuttgart og Köln í Þýskalandi verða sameinaðar út sumarið en flugferðir á Basel og Lyon eftir þörfum. Þetta staðfestir Baldur Oddur Baldursson, forstjóri WOW. „Jú, þetta eru ákveðin vonbrigði. Við hefðum ekki lagt upp með báðar þessar leiðir ef við hefðum ekki haft ekki trú á þeim. Það reyndist ekki rétt mat hjá okkur, ekki hvað varðar júní að minnsta kosti. Reyndar er útlit gott með Basel og Lyon eftir júní,“ segir Baldur. „Þegar við ákváðum að fljúga á Köln leit út fyrir að við yrðum einir þangað. Síðan aflýsti Iceland Express flugi sínu á Frankfurt og ákvað að fljúga til Kölnar og þá varð til offramboð á sætum á þessari leið,“ segir Baldur. Hann segir að haft hafi verið samband við alla farþega WOW sem
orðið hafi fyrir töfum vegna þessara breytinga. „WOW keypti einnig flugmiða fyrir alla þá farþega sem bókað áttu í flugferðum sem aflýst var með öðrum flugfélögum annað hvort á annan áfangastað WOW eða alla leið. Okkur bar ekki skylda til þess en við gerðum það samt til þess að koma á móts við þau óþægindi sem farþegar urðu fyrir,“ segir hann. Baldur vill ekki gefa upp hversu mörg sæti hafa verið seld í flug þeirra að meðaltali. Mestur fjöldi til þessa var hins vegar í flug til Alicante þann 6. júní þegar tíu sæti vantaði upp á að 168 sæta vél félagsins væri full. „Sala flugmiða er í fullu samræmi við væntingar okkar og ánægjulegt að dagleg sala hefur þrefaldast eftir að við hófum að fljúga. Miðað við sölutölur og þær móttökur sem við höfum fengið er ljóst að við erum komnir til að vera,“ segir Baldur. Nokkrar tafir hafa einnig verið í innritun farþega WOW í Leifsstöð þar sem innritunarkerfi Kefla-
vík Airport Sevices, félagsins sem þjónustar WOW í Leifsstöð, er ekki komið í gagnið. Fyrir vikið þarf að handskrifa öll brottfararspjöld og handinnrita alla farþega. Seinkun hefur verið í helmingi fluga, samkvæmt upplýsingum frá vefmiðlinum Túristi.is. Alls var seinkunin 271 mínúta en að sögn Baldurs er lengsta seinkunin 65 mínútur. „Það er að sjálfsögðu stefna okkar að vera mjög stundvís. Miðað við það að við erum að hefja starfsemi tel ég þetta nokkuð góðan árangur. Það lenda öll flugfélög í seinkunum og það sem skiptir einna mestu máli er hvernig komið er fram við farþegana þegar um seinkun er að ræða. Hingað til hefur okkur tekist mjög vel upp og oftar en ekki hafa flugmenn okkar náð að vinna upp seinar brottfarir og hafa vélar okkar því lent á réttum tíma á áfangastað,“ segir hann. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is
Vertu
snjallari hjá Nova!
dagur & steini
Tekur ljósmyndir sem minna á verk færustu ljósmyndara sögunnar
dagur & steini
1.000 kr. notkun á mán. í 12 mánuði fylgir þessum farsíma!
3.000 kr. notkun á mán. í 12 mánuði fylgir þessum farsíma!
iPhone 4 8 GB
6.490 kr.
í 18 mán.
99.990 kr. stgr.
9.990 kr.
iPhone 3GS 8 GB
3.990 kr. 64.990 kr. stgr.
iPhone 4S 16 GB í 18 mán.
139.990 kr. stgr. í 18 mán.
1.000 kr. notkun á mán. í 12 mánuði fylgir þessum farsíma!
Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | m.nova.is | Facebook | Twitter Símnotkun fylgir með 0 kr. Nova í Nova og Eitt verð í alla, áskrift og frelsi. Mánaðarleg afborgun greidd með kreditkorti + 325 kr./mán. greiðslugjald. Það er ódýrara að staðgreiða og þá þarf ekki kreditkort.
ti Setmæmrstistaður
sk
í heimi!
4
fréttir
Helgin 8.-10. júní 2012
veður
Föstudagur
laugardagur
sunnudagur
Tími garðaúðunar Þeir eru orðnir 11 dagar samfellt sem ekkert hefur rignt í höfuðborginni og þó svo að nokkrir dropar hafi e.t.v. komið úr lofti seint á fimmtudag eða í dag föstudag er áfram spáð meira og minna þurru veðri vel fram í næstu viku. Sólríkt verður heilt yfir á landinu, en hitinn ræðst að mestu af því hvort blæs af hafi eða ekki. Þar stendur vestanvert landið betur en austurhlutinn því búist er við A-átt, hægum vindi reyndar. Sunnanlands verða síðdegisskúrir líklegir á sunnudag.
11
12
Einar Sveinbjörnsson
11
16
15
7
14
11
10
10
10
8
14 13
14
A-lægur vindur, skúrir sunnanlands annars léttskýjað. Svalt eystra.
Léttskýjað um mest allt land. Fremur hlýtt, einkum norðanlands.
Kólnar heldur norðantil og á Vestfjörðum. Að mestu léttskýjað.
Höfuðborgarsvæðið: Austangola og skýjað með köflum, en þurrt.
Höfuðborgarsvæðið: Hægviðri eða hafgola og nokkuð hlýtt í sólinni.
Höfuðborgarsvæðið: A-gola, þurrt og sólríkt.
vedurvaktin@vedurvaktin.is
Michelsen_255x50_F_1110.indd 1
Síminn skreppur saman á farsímamarkaði
Síminn hefur misst 6,5 prósentustig af markaðshlutdeild sinni á farsímamarkaði á aðeins tveimur árum og þriðjung alls frá árinu 2007 – árið sem Nova kom á markaði. Nú skipta rétt rúm 39 prósent þeirra sem nota farsíma við Símann. Góðærisárið 2007 voru 60 prósent farsímanotenda hjá Símanum. Vodafone lætur einnig deigan síga. Þeir voru með 31,5 prósent markaðshlutdeildar 2009 en eru nú með tæp 29,5 prósent. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, segir eftirlitsstofnanir hafa verið að meta Símann sterkari en hann sé á markaði. Keppinautarnir hafi notið jákvæðrar mismununar sem verði að hluta aflétt í janúar á næsta ári. „Við viljum einfaldlega fá að keppa af meiri krafti á þessum markaði en okkur hefur verið heimilað.“ Nova velgir öðrum fyrirtækjum í þessum geira undir uggum. Ári frá opnun mældist Nova með 8,2 prósenta hlutdeild og stendur nú í tæplega 26 prósentum. - gag
6,5% Lækkun á
Ísland Búferlaflutningar
02.11.10 10:07
Safnaráð mismunar söfnum í styrkveitingum
Safnaráð, sem úthlutar styrkjum úr safnasjóði til byggða- og minjasafna, listasafna og náttúruminjasafna, hefur mismunað söfnum með úthlutun úr sjóðnum samkvæmt úrskurði menntamálaráðuneytisins.
GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST
Sérstakur fær bankamenn dæmda Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, og Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, voru í gær dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti. Rétturinn sneri þar með við dómi úr héraði sem hafði sýknað þá og Styrmi Bragason, fyrrverandi forstjóra MP banka, en mál hans var sent aftur í hérað. Málið snýst um lán sem Byr veitti Exeter félaginu og var það nýtt til
Markaðshlutdeild Símans
31. desember 2011 Skýrsla Póst- og fjarskiptastofnunnar
kaupa á stofnfjárbréfum af MP banka og stjórnendum Byrs á yfirverði. Þetta er annar þungur dómur sem fellur á tiltölulega skömmum tíma yfir mönnum sem sýsluðu á hlutabréfamarkaði en Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóra var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik og afplánar hann nú. - gag
LANDMANN eru frábær grill fyrir íslenskar aðstæður
44.900 12734
Opið til kl. 16 á laugardögum
YFIR 40 GERÐIR Smiðjuvegi 2, Kóp, S. 554 0400 GRILLA Í BOÐI
S
afnaráð braut gegn safnalögum þegar Veiðisafninu á Stokkseyri og Safnasafninu á Svalbarðsströnd var synjað um styrki árið 2011. Menntamálaráðuneytið úrskurðaði um þetta eftir stjórnsýslukæru frá Veiðisafninu. Veiðisafnið hefur hlotið rekstrarstyrk frá Safnaráði frá árinu 2004 en Safnaráð hefur meðal annars því hlutverki að gegna að úthluta styrkjum úr Safnasjóði til byggðaog minjasafna, listasafna og náttúruminjasafna. Árið 2011 sótti Veiðsafnið um styrk líkt og sjö ár áður en fékk þá synjun. Rökstuðningur Safnaráðs var að launakostnaður á vegum safnsins nái ekki viðmiðunarupphæð vegna rekstrarstyrkja. Ekkert hafði þó breyst í rekstri safnsins frá fyrri árum og óskaði Páll Reynisson á Veiðisafninu eftir rökstuðningi Safnaráðs fyrir höfnuninni. Hann vildi þó ekki tjá sig um málið við Fréttatímann þegar eftir því var leitað. Í rökstuðningi Safnaráðs kom fram að samkvæmt safnalögum skuli forstöðumaður vera í minnst 50 prósenta starfi. Í lögunum segir þó að taka skuli tillit til ólaunaðrar vinnu og sjálfboðastarfs. Safnaráð beitti sérstakri aðferð við útreikninga rekstrarstyrks sem byggt er á launakostnaði safns. Í tilfelli Veiðisafnsins, og reyndar einnig Safnasafnsins á Svalbarðsströnd, eru forstöðumenn safnanna í sjálfboðastarfi. Forstöðumaður Safnasafnsins, Níels Hafstein, fékk einnig synjun á styrkumsókn á sömu forsendum og Veiðisafnið. Hann sendi Safnaráði bréf þar sem hann taldi synjunina ekki standast jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, samkeppnislög eða ákvæði EES-samningsins. Úrskurður menntamálaráðuneytisins vegna kæru Veiðisafnsins mun að öllum líkindum einnig gilda fyrir Safnasafnið, að sögn Níelsar. Þrátt fyrir úrskurðinn hefur Safnaráð ekki greitt út styrki fyrir árið 2011, að sögn Níelsar. „Við erum
Margrét Hallgrímsdóttir formaður safnaráðs og þjóðminjavörður.
að bíða eftir útdeilingu á rekstrarstyrkjum Safnaráðs sem vanalega berst í mars. Hún hefur hins vegar ekki borist enn en ég geri ráð fyrir því að seinkunin stafi af úrskurði ráðuneytisins þar sem fram kemur að ekki hafi verið staðið rétt að málum,“ segir Níels. „Samkvæmt reiknilíkani Safnaráðs fengu þau söfn sem náðu að greiða forstöðumanni laun að tiltekinni upphæð 1,5 milljón, þeir sem náðu því ekki fengu milljón og þeir sem greiddu engin laun fengu ekkert. Það hefur verið mjög erfitt, rekstrarlega, fyrir þau söfn sem hafa verið hýrudregin,“ segir Níels. Árið 2011 fékk eitt safnanna styrk þótt það uppfyllti ekki þau skilyrði sem Safnaráð tilgreinir í synjun sinni á styrkumsókn Veiðisafnsins en í rökstuðningi Safnaráðs segir að ástæðan hafi verið sú að einungis vantaði 10 prósent upp á að lágmarkslaunakostnaður næðist. Safnaráð mat starfshlutfall forstöðumanns út frá upplýsingum um lágmarkslaun forstöðumanna hjá Fræðagarði, félagi háskólamennt-
aðra um íslensk fræði. Í rökstuðningi Safnaráðs segir að aðferðin hafi verið tekin upp árið 2008 og verið innleidd síðastliðin fjögur ár í smáþrepum en afráðið hafi verið að árið 2011 hafi aðlögun verið lokið. Í úrskurði menntamálaráðuneytisins kemur fram að Safnaráð bresti heimild að lögum til að binda rekstrarstyrk því skilyrði að launakostnaður safnsins þurfi að ná viðmiðunarupphæð samkvæmt viðmiðunartaxta frá Fræðagarði. Margrét Hallgrímsdóttir formaður safnaráðs og þjóðminjavörður segir að fundað verði um málið í næstu viku. „Ég er ekki endilega sammála úrskurði ráðuneytisins í öllum atriðum en að sjálfsögðu tökum við tillit til hans.Við förum yfir öll gögn og tökum ákvörðun í næstu viku um úthlutun og gerum það á gagnsæjan og faglegan hátt, lögum samkvæmt. Annað getum við ekki sagt um málið.“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is
Við bjóðum góða þjónustu
Okkar markmið er að gera góða þjónustu betri Viðskiptavinir Íslandsbanka eru ánægðustu viðskiptavinir fjármálafyrirtækja samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni 2011.
Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000
Við erum stolt af þessum árangri sem er okkur mikil hvatning til að halda áfram á þeirri braut að gera góða þjónustu á öllum sviðum enn betri.
6
fréttir
Helgin 8.-10. júní 2012
Ásta í formennsku
... er verðhækkunin á bensíni frá áramótum til dagsins í dag. Verðið var 228 krónur á lítra í sjálfsafgreiðslu 30.12.2011 en 249 þann 6.06.2012.
8,4% Heimild: FÍB
Ásta Jóhannsdóttir var á dögunum kjörin formaður samtakanna NFMM, Norrænna samtaka um rannsóknir á körlum og karlmennsku. Ásta hefur lokið framhaldsnámi við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands og leggur nú stund á doktorsnám við sömu deild. Markmið NFMM, samtaka sem Ásta Jóhannsstofnuð voru í janúar dóttir árið 2009, er að auka þekkingu og rannsóknir á sviði karlafræða. Mikilvægur liður í starfsemi samtakanna er útgáfa NORMA - tímarits á fræðasviði karla og karlmennsku. Tímaritið er leiðandi á sviði karlafræða á Norðurlöndum.
Málþing um heilsu á Landsmóti
Hafa þrjár vikur til að fjarlægja hjólhýsi Skipulags- og byggingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar hefur gefið húseigendum við Hamrabyggð 7 þrjár vikur til að fjarlægja hjólhýsi sem stendur fyrir utan húsið, en kvörtun barst frá íbúum vegna þess á hverfafundi bæjarstjóra í síðasta mánuði. Ástæða umkvartana var einkum sú að hjólhýsið truflaði umferð um götuna. Þetta kemur fram í fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa. í fundargerðinni er vísað til 20. greinar lögreglusamþykktar bæjarins. -óhþ
Málþing undir yfirskriftinni Bætt heilsa, betra líf – hvað þarf til?, verður haldið í tengslum við 2. Landsmót UMFÍ 50+ sem fram fer um helgina í Mosfellsbæ. Málþingið fer fram í hátíðarsal Varmárskóla í dag og hefst klukkan 13 og er á vegum Heilsuvinjar í Mosfellsbæ, sem er klasi aðila í heilsutengdri þjónustu í Mosfellsbæ. Geir Gunnlaugsson landæknir setur málþingið en fluttir verða ellefu fyrirlestrar sem hver um sig stendur yfir í 15 mínútur. Fyrirlestrarnir verða um flest sem viðkemur heilsu svo sem; hreyfingu, næringu og andlega heilsu. -sda
Leikskólar Fyrst nú brugðist við kvörtunum stjórnenda
Ryksuga VS 06G2001 Kröftug 2000 W ryksuga með 4 lítra slitsterkum poka. Vinnuradíus 10 metrar.
Tilboðsverð: 23.900 kr. stgr. (fullt verð: 28.900 kr.)
Börnin í leikskólanum Dal á miðvikudag. Hávaði og flóðlýsing hefur truflað starfsemina og leikskólastjórinn telur bæði börnin og starfsmenn glíma við tíð veikindi vegna þrengsla. Ljósmynd/Hari
Kvörtuðu í átta ár án úrbóta Þrátt fyrir átta ára kvartanir leikskólakennara við Dal í Kópavogi vegna hávaða, fjölda barna og sífelldra veikinda hefur ekki verið gripið til aðgerða. Bæjaryfirvöld ætla í sumar „að leita leiða“ til að lappa upp á lýsingu og laga hljóðeinangrun á leikskólanum en vilja ekki fækka börnum. „Það stríðir gegn lögum,“ segir talsmaður leikskólastjórnenda.
N
Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is
67%
... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
*konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011
17juni.is
Skemmtun fyrir alla fjölskylduna -17juni.is
„Það stríðir gegn lögunum að það sé tekið fram fyrir hendurnar á leikskólastjórum af pólitíkinni hvað varðar ákvarðanir um fjölda barna.“
ú átta árum eftir fyrstu og reglulegar umkvartanir leikskólakennara við leikskólann Dal í Kópavogi vegna of margra barna, of mikils hávaða og flóðlýsingar hyggjast bæjaryfirvöld „leita lausna“ við kvörtunum. Þau stefna á að laga lýsingu og minnka hávaðann. Börnunum verður þó ekki fækkað úr 94 í 87 eins og leikskólastjórinn fer fram á. Leikskólanefnd bæjarins barst fyrsta skriflega kvörtunin í mars 2004, svo í apríl 2007, loks tvisvar 2010 og nú í apríl 2012. „Það stríðir gegn lögunum að það sé gripið fram fyrir hendurnar á leikskólastjórum af pólitíkusum hvað varðar ákvarðanir um fjölda barna,“ segir Ingibjörg Kristleifsdóttir, talsmaður leikskólastjórnenda. „Það er hrikalega erfitt að neita börnum um leikskólavist en það má samt ekki bjóða þeim upp á umhverfi sem getur í versta falli verið skaðlegt heilsu þeirra og þroska,“ segir Ingibjörg og telur brýnt að leikskólastjórnendur, kennarar og ekki síst foreldra standi vörð um aðbúnað barna í leikskólum. Hún bendir á að með breyttum reglugerðum, þar sem hætt var að miða við ákveðinn fermetrafjölda á barn, hafi það verið markmiðið að bæta starfsumhverfi þeirra og fullorðinna í leikskólum landsins. „Það er enginn betur til þess fallinn að meta hver fjöldi barna á að
vera en leikskólastjóri í samráði við sitt samstarfsfólk.“ Hún segir Samband íslenskra sveitarfélaga sammála leikskólastjórnendum í þeirri túlkun. Í bréfi leikskólastjórans, Sóleyjar Gyðu Jörundsdóttur, segir að undanfarin ár hafi bæði börn og starfsmenn glímt við tíð veikindi og telur hún hluta skýringarinnar mega rekja til þess að þau séu í samskiptum við of marga á hverjum degi. Börnin verji löngum skóladögum í erilsömu umhverfi þar sem foreldrar vinni flestir fulla vinnu. Þeir fái upphaflega ekki fulla vistun fyrir börnin en sæki strax og plássið er fengið um framlengingu á vistuninni – jafnvel áður en börnin mæta í fyrsta sinn. Í samtali við Fréttatímann segir Sóley að hún hafi öll árin fengið svör við bréfum sínum en alltaf á þann veg að ekki sé hægt að verða við beiðnum hennar. „Hvað get ég gert?“ Hún bendir á að fyrir kreppu hafi ekki verið mannskapur í framkvæmdirnar en eftir kreppu ekkert fé. Staða bæjarins sé slæm, því hann geti ekki leyft sér að neita börnum um leikskólavist: „Kannski verður hægt að fækka á næsta ári.“ Starfsmennirnir hafi sjálfir teppalagt veggi og skrúfi aðra hvora peru úr ljósastæðum til að minnka áreitið. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is
LÁTTU VAÐA Á MILLJÓNIRNAR!
FÍ TO N / SÍ A
Sjöfaldur Lottópottur stefnir í 70 milljónir. Leyfðu þér smá Lottó!
Skráðu þig sem aðdáanda Lottó á facebook.com/lotto.is
012 0 9/0 6 2
.IS .LOT TO | WWW
fréttir
8
Helgin 8.-10. júní 2012
Gistinóttum fjölgar um fjórðung
Íslendingar í úrslitum tölvuleikjakeppni
Gistinóttum Íslendinga á íslenskum hótelum í apríl fækkaði um 8 prósent milli ára samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Á sama tíma fjölgaði gistinóttum útlendinga hins vegar um 17 prósent. Á fyrsta ársfjórðungi fjölgaði gistinóttum um fjórðung miðað við sama tímabil í fyrra og voru um 430 þúsund. Gistinóttum erlendra gesta hefur fjölgað um 32 prósent samanborið við fyrsta ársþriðjung árið 2011 en gistinóttum Íslendinga hefur fjölgað um 10 prósent. Gistinóttum í apríl fjölgaði á milli ára á höfuðborgarsvæðinu og Norðurlandi. Í öðrum landshlutum fækkaði gistinóttum milli ára, mest á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða eða um tæpan fjórðung.
Radiant, hópur tölvunarfræðinemenda í Háskólanum í Reykjavík, er kominn í tíu liða úrslit Imagine-keppninnar sem haldin er af Microsoft er sú stærsta sinnar tegundar heiminum. Nemendurnur hafa hannað tölvuleikinn Robert´s Quest um orkunotkun og umhverfismál en í keppninni leggja tölvunarfræðinemar hvaðanæva að úr heiminum fram hugmyndir sínar, en samkvæmt forskrift keppninnar eiga liðin að nota tæknilausnir til að takast á við þau stóru vandamál sem að heiminum steðja. Í hópnum eru Axel Örn Sigurðsson, Guðmundur Valur Viðarsson, Haukur Steinn Logason og Sveinn Fannar Kristjánsson. -óhþ
Engin bók um Annþór Sena hefur ákveðið að hætta við útgáfu á ævisögu síbrotamannsins Annþórs Kristjáns Karlssonar sem fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hugðist skrifa. Þetta var ákveðið eftir að Annþór var ákærður fyrir stórhættulega líkamsárás og frelsissviptingu fyrir skömmu. Auk þess leikur grunur á að hann hafi átt þátt í dauða eins fanga á Litla-Hrauni fyrir skömmu. „Það var lagt upp með að hann væri á beinu brautinni en þá fórum við að heyra að svo væri ekki. Við ræddum við höfundinn og var það sameiginleg ákvörðun að hætta við útgáfu,“ segir Jón Þór Eyjólfsson hjá Senu, í samtali við Fréttatímann. -óhþ
www.volkswagen.is
Einar Boom laus úr haldi Einar Boom Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi Hells Angels, er nú laus úr haldi eftir rúmlega fimm mánaða gæsluvarðhald. Einar Ingi bíður dóms ásamt fjórum öðrum vegna ákæru um nauðgun og stórhættulega líkamsárás á ungri stúlku í Hafnarfirði undir lok síðasta árs. Eftir því sem næst verður komist mun dómur verða kveðinn upp í málinu á næstu tveimur vikum. Á meðan Einar var í gæsluvarðhaldinu var hann sviptur leiðtogastöðunni hjá mótorhjólasamtökunum Hells Angels. -óhþ
Volkswagen Golf BlueMotion
Sparnaðarráð frá Þýskalandi Aukabúnaður á mynd: 18” álfelgur
Meðaleyðsla aðeins 3,8 lítrar á hverja 100 km** ** Miðað við blandaðan akstur á beinskiptum Volkswagen Golf BlueMotion 1.6
Sigurvegari í sparakstri *
Golf kostar aðeins frá
3.390.000 kr.
* Volkswagen Golf var sigurvegari í árlegri sparaksturskeppni Atlantsolíu 2012, í flokki dísilbíla 1.4-1.6 cc.
Komdu og reynsluaktu Volkswagen Golf
Icewear Fjörutíu ár a afmæli fagnað
Ætlum okkur að byggja upp íslenska framleiðslu Með kaupum Icewear á Víkurprjóni nýverið er stefnan sett á aukna innlenda framleiðslu. Prjóna- og saumastofa er í Vík í Mýrdal og bætt verður við nýrri saumastofu á Suðurnesjum.
Við höfum áhuga á að byggja upp iðnað hér.
V
ið ætlum okkur að byggja upp íslenska framleiðslu,“ segir Ágúst Þ. Eiríksson, eigandi Icewear. Fyrirtækið er í mikilli sókn en Icewear og Víkurprjón sameinuðust í mars síðastliðnum. Fyrirtækið fagnaði fjörutíu ára afmæli í liðnum mánuði en Drífa, eitt elsta ullarfyrirtæki landsins, var stofnað á Hvammstanga árið 1972. Í upphafi sérhæfði fyrirtækið sig í að framleiða jakka og peysur úr íslenskri ull, vann að því, er Ágúst segir, fyrir Álfoss og Hildu á þeim tíma en framleiðslan hefur þróast á liðnum árum yfir alhliða útivistarlínu. Ágúst segir að Icewear hafi hætt framleiðslu á Íslandi árið 2003 og flutt þá starfsemi til Kína og Litháen. Með kaupunum á Víkurprjóni sé fyrirtækið aftur komið í framleiðslu hérlendis. Í Vík í Mýrdal er fyrirtækið með 18 manns í vinnu, en þar eru framleiddar peysur, sokkar og fleira. Víkurprjón er annars vegar prjónastofa þar sem vélprjónaðar eru peysur, sokkar og fleira. Þar er einnig saumastofa auk þess sem stór verslun er á staðnum, einkum fyrir ferðamenn. Þá hefur Víkurprjón keypt handprjónaðar peysur af íslenskum handprjónakonum en um 130 konur um land allt koma með handprjónaðar peysur og selja í verslunum Icewear sem eru þrjár; í Bankastræti og Suðurhrauni, auk fyrrnefndrar verslunar í Vík, „alvöru handprjónaðar íslenskar peysur,“ segir Ágúst. „Við erum síðan að bæta við nýrri saumastofu á Suðurnesjum, í Ásbrú á Keflavíkurvelli. Þar verða til um tíu ársverk. Við höfum fulla trú á því að það sé hentugt að framleiða á Íslandi, ásamt því
að framleiða ytra. Við höfum áhuga á að byggja upp iðnað hér, fyrirtækið hefur vaxið og dafnað enda eru flestar verslanir hér með okkar vöru,“ segir Ágúst. Hann bætir því við að starfsmannafjöldi Icewear í heild nálgist nú fimmtíu manns. Mikið er lagt upp úr því að hönnuðir fyrirtækisins hanni glæsilegan fatnað úr nýstárlegum efnum og fylgi tískustraumum. Verði er stillt í hóf svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fyrirtækið er enn fremur með viða-
mikla starfsemi í Noreg. „Við eigum vörumerkið Norwear og okkar vörum er dreift um allan Noreg, í á annað hundrað verslanir, meðal annars á flugvöllinn,“ segir Ágúst. Ágúst hefur langa reynslu í þessum rekstri, eða frá árinu 1984. Fyrirtæki hans sameinaðist Drífu árið 1993. „Þetta gengur mjög vel,“ segir hann, „fyrirtækið hefur vaxið og við höfum ákveðið að efla íslenska framleiðslu. Viðskiptavinir okkar eru jafnt innlendir sem erlendir.“ -jh
Ágúst Þ. Eiríksson, eigandi Icewear. Með sameiningunni við Víkurprjón var stefnan sett á að efla íslenska framleiðslu. Ljósmynd Hari
ENNEMM / SÍA / NM51624
Njóttu þess að vera á stærsta 3G neti landsins
Við erum með réttu GSM leiðina fyrir þig Vertu viss um að vera á stærsta 3G neti landsins svo að þú getir notið alls þess sem snjallsíminn þinn hefur upp á að bjóða. Á síminn.is finnur þú bæði snjallsímann og áskriftarleiðina sem hentar þér.
Þrír vinir óháð kerfi
siminn.is I #meiraisland
Þessi leið hentar vel fyrir Galaxy síma Veldu þér þrjá vini til að hringja í á 0 kr. Þeir mega vera hjá hvaða fjarskiptafyrirtæki sem er og þú færð 300 SMS til að senda öllum hinum.
Samsung Galaxy Ace Flottur og vinsæll snertisími
3.590 kr. á mánuði í 12 mánuði*
Samsung Galaxy Y Ótrúlega lipur snjallsími
Netið í símanum í 1 mán. fylgir. Allt að 1 GB. Staðgreitt: 39.900 kr.
2.090 kr. á mánuði í 12 mánuði*
Netið í símanum í 1 mán. fylgir. Allt að 1 GB. Staðgreitt: 22.900 kr.
*Greiðslugjald 325 kr. bætist við mánaðargjald.
með góðum snjallsíma
10
fréttaskýring
Helgin 8.-10. júní 2012
Stór hluti þeirra ungmenna sem eru atvinnulaus vilja helst ekki fá vinnu og hafa það gott á atvinnuleysisbótum. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun fá þau sem raunverulega vilja fá vinnu, mjög fljótt vinnu.
Ungmenni sem nenna ekki að vinna Stærsti hluti þeirra ungmenna sem eru atvinnulaus í dag, nenna hreinlega ekki að vinna. Þau hafa það ágætt á bótum og hafa einfaldlega stillt neyslu sína af miðað við þær. Þeir sem eru í raunverulegri atvinnuleit, fá vinnu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir kynnti sér þennan nýja hóp fólks sem orðið hefur til eftir hrun.
Á
árunum eftir hrun hefur orðið til nýr hópur fólks: Ungmenni sem nenna ekki að vinna. Þau eru sátt við atvinnuleysi sitt, hafa miðað neyslu sína við atvinnuleysisbætur og gera óraunhæfar kröfur til þeirra starfa sem þau gætu hugsað sér að vinna. Vinna er ekki lengur dyggð í huga þessa hóps. Atvinnuleysi í aldurshópnum 16-24 ára mælist 17,7 prósent samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Atvinnuleysi í apríl var 6,5 þegar horft er til allra aldurshópa. Tæplega helmingur atvinnulausra ungmenna hefur verið atvinnulaust í meira en ár, sem telst sem langtímaatvinnuleysi. „Langtíma atvinnuleysi í þessum yngsta hóp þekktist ekki hérna fyrir hrun.
Langtímaatvinnuleysið var 4 prósent í janúar 2009 en 44 prósent í apríl 2012,“ segir Þröstur Sigurðsson, ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun. Árið 2009 var reyndar talað um langtímaatvinnuleysi ef viðkomandi hafði verið 6 mánuði atvinnulaus eða lengur, nú er viðmiðið ár. Hann segir að það hafi orðið hugarfarsbreyting hjá þessum hópi eftir hrun. “Vinnan er ekki lengur nein dyggð. Við fáum til okkar unga atvinnuleitendur sem einfaldlega vilja ekki vinna, eða vilja bara ekki vinnu núna, „af því að það er sumar“, langar bara að hafa það „kósí“. Það er náttúrlega ekki í boði. Fólk verður oft mjög reitt þegar við förum að ýta við því enda er það komið í ákveðinn þægindahring með lífið sitt, búið að reikna út
neysluna sína og komast að því að það hefur það bara ágætt á þeim tekjum sem það hefur,“ segir Þröstur.
Þeir sem vilja – fá vinnu
„Þeir sem eru raunverulega að leita sér að vinnu fá yfirleitt mjög fljótt starf. Starfafjöldinn hefur aukist mjög mikið að undanförnu og nú er svo komið að okkur tekst ekki að finna fólk í þau störf sem við erum að reyna að fylla. Ég er til að mynda með þrjátíu störf hér fyrir framan mig sem við erum að reyna að ráða ungt fólk í, svo sem störf á leikjanámskeiðum, afleysingar í símsvörun, markaðsstörf, almennt viðhald, garðyrkjustörf, í raun allt á milli himins og jarðar. Við höfum sent yfir 100 ferilskrár á Hitt húsið, sem sér um
Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is
Við heyrum alls kyns afsakanir, svo sem: „Ég er með frjókornaofnæmi“, eða „Ég get ekki setið svona lengi við skrifborð.“
að ráða í þessi störf, en okkur hefur ekki enn tekist að ráða í þau. Við heyrum alls kyns afsakanir, svo sem „Ég er með frjókornaofnæmi“ eða „Ég get ekki setið svona lengi við skrifborð“. Að auki er nokkur hluti atvinnuleitenda á sakaskrá, það er bara staðreynd, og getur þar af leiðandi ekki unnið með börnum og ungu fólki samkvæmt reglum frá Reykjavíkurborg,“ segir Þröstur. Erla Jóhannesdóttir og Sigrún Ásdís Sigurðardóttir gerðu lokaverkefni á Hug- og félagsvísindasviði, Háskólanum á Akureyri árið 2010 sem fjallaði um áhrif atvinnuleysis á líðan ungs fólks á aldrinum 18-22 ára. Í lokaritgerð Framhald á næstu opnu
DELI skál 1.900 kr.
sumarið er komið - í alvörunni!
fLAMINgO púði 3.500 kr.
DANI bakki 3.900 kr.
MAUI sólstóll Verð frá 12.500 kr. LIMONE-línan tveir frísklegir litir
kauptúni | kringlunni | www.habitat.is
EM VEISLA DOMINO’S! Stór pizza af matseðli, 2L gos og Súkkulaði-, Kanil- eða Ostagott
2.599 kr.
PAKKI AF EM FÓTBOLTAMYNDUM FYLGIR MEÐ!
Ef þú sækir. Gildir 8. júní-1. júlí.
FÍTON / SÍA
PANTAðU Í Á NETINU I! ð RÓ OG NÆ
12
fréttaskýring
Áhrif atvinnuleysis á líðan ungs fólks
E
rla Jóhannesdóttir og Sigrún Ásdís Sigurðardóttir gerðu lokaverkefni á Hug- og félagsvísindasviði, Háskólanum á Akureyri árið 2010 sem fjallaði um áhrif atvinnuleysis á líðan ungs fólks á aldrinum 18-22 ára. Þær ræddu við átta atvinnulaus ungmenni sem öll áttu það sameiginlegt að hafa hætt í námi. Þau tjáðu sig meðal annars um skoðun sína á námi og ástæður fyrir því að þau hættu.
Gígja
„...æi ef maður dettur út úr skóla eða vinnu eða eitthvað þá festist maður svo í þessu og það er svo erfitt að komast upp úr þessu og (þögn) já maður svona til dæmis ég þori varla að fara í skóla aftur vegna þess að þá missi ég nottlega peninginn og ég er komin í svo djúpa skuld þannig að get ekkert tekið séns á að missa bæturnar...“
Björk
„...fólki finnst bara sjálfsagt þá að ég fari bara í skóla en þá nottlega missi ég bæturnar og þar ekki alveg eða ég veit ekki alveg hvernig það á að ganga.“
Darri
„...maður þarf helst að vera lærður til þess að gera eitthvað bara spurning um að fara aftur í skóla sko...en hvað á maður þá að gera í peningamálum...þú getur nottlega farið í hálfan skóla og fengið hálfar atvinnuleysisbætur eða eitthvað maður fær nottlega ekkert það mikinn pening maður er nottlega með hús og ábyrgð.“
Heimir
FÍTON FÍT FFÍ ÍTON ÍÍT TON / SSÍ SÍA ÍA
„Ég var nottlega hérna í Verkmenntaskólanum en svo hérna féll ég úr honum en ég er svona að spá í að koma mér í eitthvað nám núna. Mér fannst ég ekki vera að læra á réttu áhugasviði sko þá var ég líka í áfengisneyslu og svoleiðis kannski þess vegna sem maður féll úr skóla...Þetta er sérstaklega leiðinlegt af því að mig langar að verða stúdent sko en nottlega bý ekki lengur hjá mömmu og pabba og ég mun aldrei eiga pening til þess á atvinnuleysisbótum til þess að geta framfleytt mér í gegnum allt námið...“
Helgin 8.-10. júní 2012
þeirra kemur fram að atvinnulausir eru hluti af vinnumarkaðnum og eiga rétt á bótum ef þeir hafa áður verið útivinnandi. „Atvinnuleysisbætur eru hugsaðar fyrir viðkomandi til framfærslu þangað til að hann kemst aftur til vinnu,“ segir þær. „Einstaklingurinn hefur ekki einungis ávinning af því að hafa vinnu heldur nýtur öll þjóðin góðs af, sem og hið opinbera í gegnum skatttekjur. Því er ákaflega mikilvægt að atvinnustigið sé sem hæst. Til þess að hinn atvinnulausi geti bætt við færni sína og viðhaldið starfsgetu sinni þá eru atvinnuleysisbætur hugsaðar fyrir einstaklinginn sem áunninn réttur hans og einnig sem fjárfestingu samfélagsins þar til hinn atvinnulausi hefur fengið starf á ný.“
Markmið kerfisins að koma fólki í vinnu
Atvinnuleysistryggingakerfið gerir ráð fyrir því að þeir sem eru án vinnu komist aftur út á vinnumarkaðinn og er það einnig markmið kerfisins.“ Hins vegar er önnur leið út úr kerfinu og hún er sú að atvinnulausir verði að öryrkjum. Afleiðingar kreppu hjá nágrannaþjóðum okkar hafa verið miklar og hátt hlutfall þeirra sem misst hafa vinnuna og orðið atvinnulausir til langs tíma hafa minni virkni og enda oftar en ekki sem öryrkjar,“ segja Erla og Sigrún jafnframt. Einnig kemur fram í ritgerð þeirra að í löndum þar sem mikið og langvarandi atvinnuleysi hefur verið, er hætta á að atvinnuleysið verði „ættgengt“, það er, börn sem eiga foreldra sem eru atvinnulausir eru líklegri en önnur börn að verða sjálf atvinnulaus þegar þau eldast. Grunnatvinnuleysisbætur eru 167.176 krónur. Útborgað, eftir skatt, eru bæturnar um 150 þúsund, að sögn Þrastar. Skiptir þar engu máli hvort atvinnuleitandinn býr í foreldrahúsum eða er að leigja. „Kerfið okkar hefur
KOMDU Á N1 ÁRTÚNSHÖFÐA OG FÁÐU ÞÉR EITTHVAÐ FERSKT OG NÝMALAÐ
SÓ WWW.N1.IS | N1 ÁRTÚNSHÖFÐA | OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN
verið gagnrýnt af kollegum okkar erlendis. Hér geta ungmenni verið komin með 100 prósent bótarétt 18 ára og fá sömu upphæð og foreldrar sínir sem hafa ef til vill stundað vinnu í 30 ár – og búa jafnvel heima hjá þeim,“ segir Þröstur. Á Norðurlöndunum er tekjutenging atvinnubóta allan atvinnubótatímann, hér varir tekjutenging einungis í þrjá mánuði og er 70 prósent af meðallaunum síðustu sex mánaða að hámarki 270 þúsund.
Atvinnuleysið hentar ágætlega
Hólmfríður Ingvarsdóttir lýkur meistaranámi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands nú í vor. Lokaritgerð hennar fjallaði um líðan, reynslu og viðhorf ungra atvinnuleitenda. Hún ræddi við átta atvinnuleitendur sem höfðu verið atvinnulausir frá fjórum mánuðum upp í tvö og hálft ár. Þeir bjuggu allir á höfuðborgarsvæðinu, ýmist í foreldrahúsum eða í leiguíbúð, þeir voru allir einhleypir nema einn og tveir áttu börn. Þrír viðmælenda Hólmfríðar töluðu um að atvinnuleysið hentaði þeim ágætlega. Einni fannst henni líða betur eftir að hún missti vinnuna „Líðanin hefur breyst til hins betra hjá mér. Mér finnst þetta ekki hafa verið leiðinlegt.“ Annar sagðist hafa farið í sjálfskoðun við atvinnumissinn og honum liði betur núna en fyrir tveimur árum. „Miklu betur.“ Þriðja viðmælandanum sem líkaði atvinnuleysið ágætlega segir kostinn vera að hann hefur meiri pening milli handanna en hann hafði áður, þegar hann var í skóla. Hann sagðist nú geta farið út að borða þrisvar á dag, sem hann hafði ekki getað þegar hann var í skóla. Einni sagðist líka vel að geta haft tíma fyrir sjálfa sig á meðan dóttir hennar er í leikskólanum og að hennar mati væri það ekki þess virði í mörgum tilfellum að taka að sér vinnu. Hún sagði það ekki muna svo miklu
fjárhagslega að vera á atvinnuleysisbótum og í vinnu: „Eins og er breytir það ekkert rosalega miklu í mörgum vinnum hvort þú ert atvinnulaus eða í vinnu. Það eru kannski bara svona tveir-þrír tíuþúsundkallar í viðbót svona með flest störf.“ Aðrir þátttakendur lýstu því hvernig atvinnuleysið hefur haft slæm áhrif á líðan þeirra þannig að þeir fyndu verulega breytingu. Þeir lýstu meiri kvíða, depurð, leiða og jafnvel þunglyndi. Allir höfðu upplifað erfiðleika við að halda rútínu. „Rannsóknir sýna að menntun hefur jákvæð áhrif á vinnumarkaðsstöðu einstaklinga og minni líkur eru á langtímaatvinnuleysi hjá einstaklingum sem hafa meiri menntun en þeim sem aðeins hafa grunnmentun að baki,“ segir Hólmfríður. Hér á landi hefur um 65 prósent ungra atvinnulausra einungis lokið grunnskólanámi, 26 prósent hafa lokið stúdentsnámi, iðnnámi eða starfstengdu námi á framhaldsskólastigi og 9 prósent hafa lokið háskólaprófi.
Háskólamenntaðir fá strax vinnu
Að sögn Þrastar er nokkuð auðvelt fyrir háskólamenntað fólk að fá vinnu og stoppar það ekki lengi við á atvinnuleysisskrá. Undanfarin ár hefur Vinnumálastofnun verið að þjálfa upp ómenntaða atvinnuleitendur og gera það fólk hæfara til þess að fara út á atvinnumarkaðinn. „Þetta eru oft krakkar með enga menntun og nánast enga starfsreynslu og höfum við því lagt okkur fram við að gera þennan hóp samkeppnishæfari við eldri hópinn, sem hefur meiri reynslu. Við höfum boðið upp á ýmis námskeið, svo sem vinnuvélanámskeið, tölvunámskeið, meiraprófsnámskeið, námskeið í hönnun og handverki, námskeið sem tengjast iðn- og tæknigeiranum, svo fátt eitt sé nefnt. Fólk fékk oft vinnu í
fréttaskýring 13
Helgin 8.-10. júní 2012
HELGAR BLAÐ
framhaldinu af því að sækja þessi námskeið en margir eru einfaldlega sáttir við að vera bara á námskeiðum og vilja það frekar en að fá vinnu,“ segir Þröstur. „Á þessu ári höfum við dregið úr þessum námskeiðum af því að starfafjöldinn hefur aukist svo mikið. Nú einbeitum við okkur að því að ýta öllum út í vinnu, við hvetjum fólk til að sækja um vinnu en mörg þeirra ungmenna sem eru á skrá hjá okkur eru ekkert sáttir við þetta. Þau eru kannski búin að fara á þrjú námskeið hjá okkur, eru komin með aukin ökuréttindi, búin að fara í kerfisstjórnunarnámskeið, og sjálfstyrkingarnámskeið og spyrja bara hvort þau geti ekki bara frekar farið á fleiri námskeið og skilja ekki í því að þau þurfi að fara að sækja um vinnu,“ segir Þröstur.
Hugarfarið áhyggjuefni Hann segir þetta hugarfar mikið áhyggjuefni og ráðgjafarnir reiti oft hár sitt í lok dags. „Við höfum unnið mjög gott starf með verkefnið Vinnandi vegur, sem miðar að því að koma öllum sem eru búnir að vera 12 mánuði eða lengur á atvinnuleysisskrá í vinnu. Búin voru til yfir 1000 störf í tengslum við átakið, þar sem fyrirtæki fá borgað sem samsvarar atvinnuleysisbótunum og ræður til sín atvinnuleitanda í vinnu og greiðir sjálfur starfsmanninum mismuninn á atvinnuleysisbótunum og laununum. Vandamálið var hinsvegar að það eru miklu færri sem sóttu um en störfin sem voru í boði,“ segir Þröstur. Hann tekur annað dæmi: „Við höfum gert samning við nokkrar ráðningaskrifstofur um að aðstoða við að útvega atvinnuleitendum
vinnu. Við sendum út þrjú þúsund tölvupósta til ungra atvinnuleitenda og hvöttum þau til að skrá sig á þær ráðningaskrifstofur sem við vorum í samstarfi við. Aðeins 60 af þessum þrjú þúsund skráðu sig á allar stofurnar. Flestir skráðu sig bara á eina, sennilega af því að þeir urðu að gera það, en fjölmargir skráðu sig ekki á neina. Við höfum verið að taka stikkprufur á þessu fólki, sem ekki skráði sig, til að fá upplýsingar um ástæðurnar fyrir því að það skráði sig ekki. Við fengum mjög óskýr svör og mættum oft einfaldlega áhugaleysi á því þegar við reyndum að útskýra fyrir fólki að það væri líklegra til að fá vinnu ef það væri skráð á sem flestum vinnumiðlunum. Það virðist sem fólk hafi bara skráð sig á eina miðlun af því að það var krafið um það en ekki af því að það langaði til að fá vinnu,“ segir Þröstur.
Allt í grillmatinn Grillpakkar fyrir hópa og samkvæmi www.noatun.is
Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt
NÝR OG SPENNANDI MATSEÐILL Á N1 ÁRTÚNSHÖFÐA
TILKYNNING TIL SÆLKERA Komdu og smakkaðu úrval af nýjum og ferskum réttum og heitum og köldum kaffidrykkjum!
Meira í leiðinni
14
viðtal
Helgin 8.-10. júní 2012
Skúli Mogensen lítur á Wow flugfélagið sem aðeins einn hluta af stærri mynd, því hann stefnir á að bjóða upp á alhliða lausn fyrir ferðamenn; hótelgistinu, bílaleigu, veitingastaði, skemmtistaði og svo framvegis. Mynd/Sigurjón fyrir Wow Air
Skúli svalar ævintýraþrá með Wow „Þetta er einungis byrjunin,“ segir fjárfestirinn Skúli Mogensen, eigandi Wow Air; nýjasta, íslenska farþegaflugfélagsins. Stækkunin felst þó ekki endilega í fleiri flugvélum, heldur einnig því að tengja saman bílaleigur, veitingastaði, afþreyingu og skemmtanalíf – allt í einum pakka. Hann reiknar með að greiða með flugfélaginu næstu tvö árin í það minnsta og notar drjúgan hluta fjármuna sinna, sem nema milljörðum, í uppbygginguna. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir ræddi við Skúla við þessi tímamót í íslenskri flugrekstrarsögu.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is
Ég er tilbúinn að tryggja rekstrargrundvöll félagsins til margra ára, á meðan við erum að byggja félagið upp. Ég hef litlar áhyggjur af rekstarafkomunni næstu tvö árin.
S
kúli Mogensen, eigandi Wow Air, viðurkennir að með stofnun flugfélagsins sé verið að uppfylla vissa ævintýraþörf, hann sé kominn út fyrir þægindahring sinn, sem er tölvubransinn, og að hann hafi ekki velt því fyrir sér hvort það skaðaði ímynd sína sem eigandi banka að reka flugfélag. Hann sé hreinn og beinn í viðskiptum og hafi ákveðið að koma heim með milljarðana, sem finnski farsímarisinn Nokia greiddi honum fyrir Oz hugbúnaðarfyrirtækið, því Ísland hafi alla burði til að rísa upp og verða fremst í flokki. Slíkt hafi hann séð eftir átta ára búsetu í Kanada, sem standi einkar vel, og uppvaxtarár í Svíþjóð – þar sem hann varð vitni að því þegar Noregur hristi af sér sveitastimpilinn meðal Norðurlandaþjóða og varð stórveldi. Báðar þjóðir eiga sínar náttúruauðlindir – eins og Ísland, og búi við tryggt stjórnmálaástand – nokkuð sem Skúli bíður eftir að verði á Íslandi. Hvers vegna ákvaðstu að stofna flugfélag? „Þegar ég kom til landsins og stofnaði fjárfestingafélagið Títan haustið 2009 horfði ég á tækifærin út frá stóru myndinni. Næsta skref var að ákveða hvað
kar Tónlei ag d laugar 19 kl. 17-ór,
D Friðrik Dikta, , n o s s n a Jón Jó Antoní n n u r ó Þ r Ópal og Blá
IKEA FESTIVAL
issa m i ! Ekk essu þ af
is p y e k Ó nu g r o m matur 1 kl. 9-1
Sirkus Íslands tir skemm 17 kl. 13-
viðtal
í þessari mynd væri áhugavert. Ég hef í fyrsta lagi horft til sviða sem hafa möguleika á að vaxa. Í öðru lagi hefur það alltaf verið skilyrði fyrir fjárfestingum mínum að vinna með áhugaverðu og skemmtilegu fólki og hafa gaman af hlutunum. Ferðaþjónustan er frábært dæmi um geira hér á landi sem hefur vaxið mjög ört og ég tel að eigi ennþá mjög mikið inni,“ segir hann. Nú getur verð flugfargjalda vart verið lægra. Hvað endist þið lengi? „Það sem skiptir mestu máli, og við höfum sagt sem svo, er að flugið er aðeins einn liður í því að byggja upp öflugt ferðaþjónustufyrirtæki.“ Sérðu þá ekki fram á að hagnast á fluginu? „Flugið er aðeins einn liður í ferlinu, því við munum kynna til leiks þjónustu gagnvart okkar viðskiptavinum sem nær langt út fyrir flugið. Það er lykilatriði að geta boðið gestum okkar, farþegum, upp á hótel, bílaleigubíl, afþreyingu, veitingastaði, skemmtanalíf og svo framvegis og framvegis. Flestir sem kaupa sér ferðir leita að annarri þjónustu um leið og þeir bóka flugið. Hugmyndin er að geta boðið okkar viðskiptavinum heildarlausn.“ En hvað má verðið vera svona lágt lengi? Hversu fljótt þarf kakan að stækka? „Það veltur alfarið á því hversu dugleg við erum að bjóða upp á heildarþjónustu.“ En í mánuðum, árum, vikum? „Ég hef aldrei farið af stað nema að hugsa fram í tímann. Ég sé fram á að markaðurinn geti tvöfaldast á næstu fimm til sex árum. Við erum með grófa viðskiptaáætlun sem við höfum út þann tíma. Ég lít á þetta
Helgin 8.-10. júní 2012
sem fjárfestingu sem mun taka einhver ár að byggja upp. Það er alveg ljóst. Það er ekki hægt að setja upp flugfélag á einni nóttu. Ekkert frekar en annan rekstur. Ég er tilbúinn að tryggja rekstrargrundvöll félagsins til margra ára, á meðan við erum að byggja félagið upp. Ég hef litlar áhyggjur af rekstarafkomunni næstu tvö árin. Það er ekki markmiðið að skila hagnaði næstu tvö árin heldur er markmiðið að búa til öflugt vörumerki, góða þjónustu, safna saman viðskiptavinum, hlusta á þá, endurbæta og fínstilla módelið okkar. Það mun taka nokkur ár áður en reksturinn skilar góðri afkomu. Þegar að það gerist er ég viss um að við munum nota hagnaðinn í áframhaldandi uppbyggingu fyrirtækisins.“ En er pláss fyrir þrjú íslensk flugfélög? „Ég held það í ljósi þess að nú eru einnig fimmtán erlend flugfélög að fljúga til landsins. Samkeppnin er miklu meiri en milli þessara þriggja og því ekki aðalatriðið hvort það eru eitt, tvö eða þrjú flugfélög á Íslandi.“ Bæklingur ykkar um borð er á ensku. Lítur Wow heldur til útlendinganna sem farþega og þá á Íslendingana sem bónus? „Nei. Við viljum tvímælalaust þjóna Íslendingum vel, en eins og áður sagði er vaxtarmöguleikinn miklu meiri í að fjölga erlendum farþegum til landsins. Við munum sinna því vel ekki síður en Íslendingunum.“ En þú hagnast á hugbúnaðarviðskiptum, kaupir banka og stofnar flugfélag, ásamt fleiru, ertu ekki kominn út fyrir þægindasvið þitt? „Jú, og til þess er leikurinn gerður. Það hvarflaði að mér að setjast í helgan stein (eftir söluna á Oz). En
Eigandi Wow við þjónustu í jómfrúarflugi flugfélagsins til Parísar á fimmtudag í síðustu viku. Mynd/Sigurjón fyrir Wow Air
ég er þannig gerður að ég á erfitt með að sitja rólegur eða spila golf. Ég hef í tuttugu ár verið í tölvu-, tækni- og símageirunum. Þar leið mér vel og er ennþá að fjárfesta í þeim. En að sama skapi er ég heppinn að komast í þá aðstöðu að geta prófað eitthvað nýtt og þó að þetta
séu gjörólík svið eiga þau ýmislegt sameiginlegt. Þótt ég setji ákveðin skilyrði við fjárfestingar mínar, er þetta vissulega ákveðin ævintýramennska og þörf á að kynnast nýjum hlutum. Auðvitað gæti ég ekki gert þetta nema með öflugu fólki.“
Draumaferð á hverjum degi Við bjóðum þér að reynsluaka nýjum B-Class
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi
Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook
En óttastu ekkert að missa yfirsýn? „Jú, en til dæmis ef horft er til MP banka erum við með öfluga stjórn og mjög öfluga stjórnendur... í framhaldi af því kem ég lítið nálægt daglegum rekstri og viðskiptum bankans. Mér er hreinH V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 2 - 0 5 2 5
16
viðtal 17
Helgin 8.-10. júní 2012
lega óheimilt að hafa slík afskipti. Regluverkið er einfaldlega orðið það strangt þegar kemur að bankanum. Það fer ekkert mjög mikill tími í það verkefni lengur.“ En það hefur ekki alltaf verið farsælt að reka bæði banka og flugfélag. Gæti þér þótt gott að eiga banka til að nota sem skjól fyrir flugreksturinn? „Alls ekki. Eitt af því sem ég lagði til og er algjörlega skýrt er að mér er með öllu óheimilt að fá fyrirgreiðslu eða lán hjá MP banka og er með viðskipti Títans (fjárfestingafélagsins á bakvið flugfélagið) og minna félaga við annan banka, og erlendan banka að sjálfsögðu líka. Það er öll önnur viðskipti en bara hefðbundinn innlánareikning og kreditkort. En ég er ekki með nein lán, hvorki persónulega né Títan, hjá MP banka og fjarri lagi að fjárfestingin í bankanum hafi verið hugsuð sem slík. Það er sem betur fer útilokað að misnota aðstöðu sína í dag.“ En óttastu ekkert um ímynd þína, þar sem ímynd bankamanns þarf kannski að vera önnur en flugrekanda? „Ég hef nú bara ekki hugsað út í þetta. Ég verð að vera samkvæmur sjálfum mér og trúr því sem ég geri og stend fyrir. Ég tel að ég hafi alltaf verið heiðarlegur, hreinn og beinn í viðskiptum mínum. Þetta hefur nú ekki allt gengið sem dans á rósum. Stundum gengur eitthvað mjög vel og annað ekki. Það er eðli viðskipta. Enginn fjárfestir leggur eingöngu fé í velheppnuð verkefni. Þú nefnir að það hafi ekki alltaf verið án áhættu að fjárfesta í bönkum. Það er rétt þegar litið er til síðustu ára, en sé litið til lengra tímabils er bankastarfsemi mjög traust, örugg, langtímafjárfesting. Það á að vera hægt að reka banka á skynsamlegum, traustum forsendum. Sú er áherslan mín.“ En, þau eru nú ekki mörg vel rekin flugfélög? „Nei, en þau eru nokkur. Við höfum tekið þau okkur til fyrirmyndar. Áður en við fórum af stað höfðum við skoðað fjölda fyrirtækja. Það hefur orðið endurnýjun mjög víða í heiminum. Þessi gömlu, oft á tíðum ríkisrekin flugfélög – sem voru fyrsta kynslóð flugfélaga – hafa þurft að víkja fyrir nýrri kynslóð lággjalda flugfélaga, sem hafa litla yfirbyggingu og hafa nýtt sér nettæknina. Það er ekki langt síðan að flugfélög og bankar þurftu söluskrifstofur og útibú út um allt. Það er einfaldlega liðin tíð. Núna byggist flugrekstur annars vegar á netverslun og netviðmóti og svo öflugu og traustu rekstararsviði. Yfirbyggingin og starfsmannafjöldi er miklu minni en var og á meðan þau gömlu þurfa að laga sig að nýjum tímum með dýrum, flóknum og sársaukafullum hætti höfum við þar forskot.“ Lítur þú á það sem heppni að hafa náð að selja OZ hugbúnaðarfyrirtækið Nokia korteri í hrun? „Ég held að það hafi verið Arnold Palmer golfari sem átti ágætis frasa. Hann sagði: Það er merkilegt. Því meira sem ég æfi mig því heppnari verð ég. Ég held að heppni sé þáttur í öllu sem við gerum. En hún byggist á því að vera vakandi, vera gerandi og sjá tækifæri í hlutunum. Maður býr því til sína eigin heppni. Við vorum búin að vera lengi í rússíbananum sem Oz var. Við vorum búin að læra mikið og engin tilviljum að við skyldum allt í einu selja. Það var meðvituð ákvörðun æðstu stjórnenda fyrirtæksins. Við seldum ekki af því að við bjuggumst við að hagkerfi heimsins væri að hrynja. Við seldum af því að verkefni okkar hafði heppnast vel.“ Margir líta á flugrekstur sem happdrætti, rússneska rúllettu
Það hvarflaði að mér að setjast í helgan stein [eftir söluna á Oz]. En ég er þannig gerður að ég á erfitt með að sitja rólegur eða spila golf.
kannski. Þykir þér ekki vænt um þessa peninga sem þú átt? „Mig minnir að það hafi verið Bacon sem sagði: Peningar eru eins og mykja. Það þarf að dreifa þeim til að þeir geri gagn.“ Á fréttavefnum Vísi stóð fyrir ári síðan að þið hjónin ættuð átta milljarða í hreina eign. Hvað ætlið þið að nota mikið í flugreksturinn? „Það kemur í ljós.“ Hvað eigið þið mikið í dag? „Ég hef ekki hugmynd um það! En ég hef svo mikla trú á ferðaþjónustunni og Íslandi sem áfangastað að ég set mjög stóran hluta í þessa fjárfestingu. Einfaldlega af því að ég trúi því að tækifærið sé svo stórt. Ferðamannaiðnaðurinn skilaði 158 milljörðum í gjaldeyris-
LEIÐIN TIL HOLLUSTU Norræna matvælamerkið Skráargatið auðveldar þér að velja holla matvöru. Vörur með Skráargatinu verða að uppfylla ákveðin næringarviðmið og teljast hollastar í sínum fæðuflokki. Skyr.is drykkirnir standast þessar ströngu kröfur, þú getur því treyst á hollustu Skyr.is.
www.skyr.is
tekjur fyrir okkur Íslendinga 2011 og ferðaþjónustan er núna um það bil 12 prósent af þjóðarframleiðslu,“ segir hann. „Ég skil að fólk furði sig á þessari fjárfestinu horfi það eingöngu til flugsins. En ef það horfir á það hvernig við þróum hugmyndina áfram á næsta einu til tveimur árum þá held ég að það sjái ljósið, eins og við höfum gert. Þetta er einungis byrjunin.“ En af hverju ertu svona opinn með fjárfestingar þína á sama tíma og aðrir pukrast með sínar eða koma jafnvel ekki með fé til landsins? „Það var nú ekki svo að ég hafi sóst eftir einhverri umfjöllun. Hins vegar vildi þjóðin gegnsæi og spurði margra spurninga um það
hvaðan peningarnir komu þegar ég kom heim; sérstaklega þegar við fjárfestum í MP banka. Ég held að það hafi verið nauðsynlegt að verða við þessum eðlilegu kröfum. Og í kjölfarið á því að skattaskrár Íslendinga eru opinberar og ég kaus að koma heim og greiða mína skatta og gjöld, var upplýst um eignir mínar. Ég hefði hæglega getað verið skráður erlendis, því ég er það mikið þar, og þannig forðast að borga skatta hér og þá umfjöllun. En aftur; mér finnst sjálfsagt, þar sem þetta er orðinn minn helsti vettvangur og þar sem ég vil taka þátt í uppbyggingunni, að ég greiði mína skatta og skyldur eins og allir aðrir. Þess vegna svara ég þessu kalli.“
18
viðtal
Helgin 8.-10. júní 2012
Berglind Ásgeirsdóttir ruddi leið íslenskra kvenna í embættismannakerfinu; Íslendinga við stjórn Norðurlandaráðs og hefur troðið einstigi evrópskra kvenna hjá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD. Hún er nú sendiherra eftir að hafa unnið með sautján ráðherrum og nýtur sín í Frakklandi með sambýlismanni sínum Finnboga Jónssyni. Bæði höfðu þau misst maka sína þegar þau kynntust. Hún segir það marka þau en sé ekki grundvöllurinn að góðu sambandi þeirra. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir hitti Berglindi í blíðunni í borg ástarinnar – í París.
Brautryðjandinn Berglind
S
jálfstraust. Berglind Ásgeirsdóttir er kona sem býr yfir slíku. Þegar hún var 33ja ára gömul, með rúmlega sjö ára gamalt barn heima fyrir og annað rétt
þriggja mánaða, varð hún ráðuneytisstjóri fyrst kvenna. Þetta var árið 1988. Í kjölfar fráfalls eiginmanns hennar, Gísla Ágústs Gunnlaugssonar, árið 1996, reif hún sig og börnin,
þá þrjú, upp og flutti til Kaupmannahafnar. Hún hafði verið ráðin framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs og var fyrst Íslendinga til að gegna því starfi.
VINNUR ÞÚ GLÆSILEGT WEBER GRILL? Þú grípur einfaldlega pakka af uppáhalds Maryland kexinu þínu og gætir um leið eignast glæsilegt grill.
2 x Weber E310 kr. 132.990
ER ÍFA SSK G N I M VINN KKANU A ÍP M? ÞÍNU
28 x Weber Smokey Joe kr. 16.950
Berglind sat í samninganefnd íslenska ríkisins þegar samið var um EES-samninginn og tókst þá á við heitasta ágreiningsefnið; fólksflutninga milli landa og hræðslu landans við að hingað streymdu hundruð þúsunda útlendinga. Hún hefur víða haldið um taumana; verið stjórnandi í tæpan aldarfjórðung. Samstarfsmennirnir voru yfir tvö þúsund þegar hún fyrst og ein Evrópukvenna og eini Íslendingurinn hingað til gegndi stöðu eins af fjórum aðstoðarframkvæmdastjórum Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD.
Flutti ein út með börnin þrjú
Berglind er sendiherra, staðsett í París, en annast þó ekki aðeins samskipti við Frakkland heldur einnig Alsír, Andorra, Djíbútí, Ítalíu, Líbanon, Marokkó, Spáni og Túnis. Auk þess er hún fastafulltrúi gagnvart UNESCO, OECD og Evrópuráðið. Hún ruddi braut kvenna í íslenska embættismannakerfinu þrátt fyrir erfiða og langa baráttu eiginmannsins við lömunarsjúkdóminn MND og þrjú börn heima. „Ég hafði verið ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu í átta ár þegar ég var hvött til að sækja um hjá Norðurlandaráði. Ég ræddi þetta við krakkana. Við vildum breyta til eftir fráfall Gísla. Það var stórkostlegt tækifæri fyrir mig að fá að stýra Norðurlandaráði. Við vissum að þetta yrði erfitt en að við værum tilbúin að fara út. Eftir á að hyggja sé ég að þetta var ansi bratt.“ Berglind hefur nú komið sér vel fyrir í París í Frakklandi. Hún hefur ekki gegnt sendiherrastöðunni lengi, eða frá því í fyrra. Hún er þó öllum hnútum kunnug eftir fjögurra ára starf sitt hjá OECD: „Mér finnst forréttindi að fá að búa hérna,“ segir hún. „Þessi borg er engri lík. Þrátt fyrir fimm ára búsetu er alltaf hægt að finna eitthvað nýtt . Mér finnst ég örugg í París, þótt hér búi alls tólf milljónir. Ég hef ég aldrei orðið hrædd hérna á götum úti. Borgin er lifandi safn og mannlífið mjög skemmtilegt.“ Hún býr í tignarlegum en þó ekki stórum sendiherrabústað þar sem hún stýrði kvöldið áður móttöku í sendiráðinu í boði Wow Air, í sinni fyrstu flugferð til borgarinnar. Franskir velunnarar Íslands voru
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is
þar mættir til að mynda tengsl við landsmenn.
Vinnur frá morgni til kvölds
Vinnudagurinn þennan fimmtudag var langur en það sést ekki á sendiherranum þegar hún tekur á móti blaðamanni Fréttatímans í litlu sendiráðinu við Victor Hugo stræti í 16. hverfi Parísarborgar fyrir hádegi á þessum sólríka föstudegi. Við enda götunnar blasir Sigurboginn við. Franskur byggingarstíllinn heillaði þegar stóru, svörtu hliði að sendiráðinu var ýtt til hliðar og brakandi viðarstiginn á gangi á hægri hlið portsins stýrði blaðamann upp á aðra hæð hússins á fund Berglindar. Skrifstofan er látlaus en rúm, veggirnir hvítir, hátt til lofts og gólfin klædd dökkum viðarþiljum. Það bergmálar lítillega þegar við byrjum að skrafa um störfin og lífið. Börnin svo gott sem uppkomin, sú yngsta nítján og í háskólanum St. Andrews í Skotlandi. Sú í miðið löglærð, búsett í Reykjavík, og sá elsti löngu fluttur að heiman, enda orðinn 31 árs, í starfi fyrir alþjóðlegt fyrirtæki og býr í Danmörku. Berglind er dregin til fortíðar þegar hún er spurð hvort það hafi ekki verið erfitt að vera í krefjandi vinnu og koma svo heim og fylgjast með manni sínum kljást við sjúkdóm sem á endanum lamaði hann og reif frá henni, svarar hún: „Jú, þú getur rétt ímyndað þér.“ Hún þagnar stutta stund en heldur svo áfram. „Það reiknar enginn með að upplifa svona. Í veikindum sínum þurfti Gísli mikla hjálp, en hann vann fram á síðasta dag með aðstoð,“ segir hún um manninn sem hún kynntist ung og missti aðeins 41 árs gömul. Gísli var tveimur árum eldri, starfaði sem lektor í sagnfræði við Háskóla Íslands og sinnti sagnfræðinni fram á síðasta dag. „Það er langt um liðið en auðvitað hefur þessi reynsla haft áhrif á okkur,“ segir Berglind. Framhald á næstu opnu
rins
naða á m r u t x ö v Á
manGó fuLLÞRosKað, 2 Í pK.
549
tandooRi Lambaspjót með LauK oG papRiKu
R
B
I
I
bestiR Í Kjöti R
698
Ú
KJÖTBORÐ
Grillsumar Nóatúns
KR./pK.
Ú
Við gerum meira fyrir þig TB KJÖ ORÐ
ÍSLENSKT KJÖT
KR./stK.
jaRðaRbeR Í ösKju, 250 G
279
I
R
KJÖTBORÐ
358
598
B
bestiR Í Kjöti
tandooRi KjúKLinGaspjót
Ú
Grillsumar Nóatúns
ÞyKKVabæjaR GRiLLKaRtöfLuR, foRsoðnaR
R
Úrval, gæði og þjónusta í Nóatúni
TB KJÖ ORÐ I
Ú
KR./pK.
ÍSLENSKT KJÖT
KR./stK.
KR./pK.
ÍSLENSKT KJÖT
ÍSLENSKT KJÖT
jamie oLiVeR KRydd, maRGaR GeRðiR
398 KR./KG
Ú
bestiR Í Kjöti
I
Ú
2698
B
Ú
R
KJÖTBORÐ
KR./KG
Ú
I
bestiR Í Kjöti
TB KJÖ ORÐ
KJÖTBORÐ
B
R
R
TB KJÖ ORÐ
I
3778
R
I
LambafiLLe með fituRönd
KR./stK.
GRÍsaLundiR með sæLKeRafyLLinGu
eGiLs piLsneR dós, 0,5 L
99
ÍSLENSKT KJÖT
I
R
KJÖTBORÐ
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
bestiR Í Kjöti
KR./KG
Ú
1998
RF
ISKBORÐ
F
feRsKiR Í fisKi K B OR Ð I FIS
B
LaxafLöK beinhReinsuð
I
KR./KG
TB KJÖ ORÐ
Ú
1898
R
I
hRefnu pipaRsteiK
Ú
KR./stK.
ms KRyddsmjöR, 3 teGundiR
189
KR./stK.
t Fljótleogtt! og g KnoRR súpuR
ms ostaKaKa, 3 teGundiR
KjöRÍs tiLboðsÍs, 1 LÍtRi
283
KR./pK.
998
KR./stK.
Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt
298 KR./pK.
20
viðtal
Helgin 8.-10. júní 2012
Gísli lét MND ekki buga sig
„Það var ótrúlegt að fylgjast með því hvernig hann lét ekki sjúkdóminn buga sig. Hann var knúinn áfram af kappi við að sinna fræðistörfunum. Að hugsa sér; ári eftir að hann dó voru enn að birtast eftir hann fræðigreinar. Hann var svo afkastamikill.“ Berlind segir að aðdáunarvert hafi verið að fylgjast með því hvernig hann tókst á við sjúkdóminn. „Hann talaði aldrei um þetta. Vildi ekki vera að velta sér upp úr þessu. Hafði engan áhuga á því,“ segir hún. Á þessum tíma bitu þau Berglind og Gísli á jaxlinn og héldu áfram, ekki síst vegna barnanna. Þau vildu hlífa þeim við sjúkdómnum eins og þau gátu. Og þótt veikindin hafi tekið á þau segir Berglind að hún hafi náð að kúpla sig frá þegar hún þurfti. „Þegar ég var komin niður í vinnu var ég bara þar. Sjúkdómurinn stigmagnaðist hjá honum. Sumir bregðast við svona sjúkdómu m með því að breyta öllu; vera meira hei m a . Þ að verður hver og einn að meta þetta, en í mínu tilfelli var vinnan ágæt leið til að lifa með þessu.“
Í stjórnsýsluna fyrir rælni
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 2 - 0 8 9 2
Þótt Berglind eigi rætur bæði á Ólafsvík og Húsavík ólst hún upp á höfuðborgarsvæðinu. Hún gekk í Kvennaskólann, sem þá var með færustu nemendurna og fékk mikla hvatningu við námið frá foreldrum sínum. Hún varð stúdent 1973 og lærði í kjölfarið lögfræði. Ekki stefndi hún á frama í stjórnsýslunni – hafði hugsað sér að sinna störfum sem blaðamaður – en
ákvað fyrir rælni, þegar Benedikt Gröndal þá utanríkisráðherra tók þá tímamótaákvörðun að auglýsa eftir starfsmönnum í utanríkisþjónustuna – að sækja um. Þar með voru örlögin ráðin. Hún flutti út árið 1981 og starfaði í sendiráðum í Þýskalandi og Svíþjóð. Ólétt af sínu öðru barni sér hún auglýst eftir ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur, sem réði Berglindi fyrst kvenna sem ráðuneytisstjóra. „Það var meira horft til þess hvað ég var ung en að ég væri kona,“ segir Berglind. „Meðalaldur meðal ráðuneytisstjóra var frekar hár en þeir tóku mér alveg sérlega vel og buðu mér aðstoð. Ég var á aldri við dætur þeirra. Þeir þekktu foreldra mína.“ En varstu ekki gagnrýnd fyrir að vera framagjörn og sinna krefjandi vinnu með börnin heima á þessum tíma? „ Nei, mér fannst mjög eðlilegt að geta bæði verið í vinnu sem ég hafði áhuga á og átt börn – og ég átti þrjú. En mér finnst ég nú heyra æ oftar að gerðar séu svo miklar kröfur að það sé ekki hægt að samræma vinnu og heimilislíf. Og þetta er kynslóðin á eftir minni! Við vorum margar helteknar af jafnréttismálum og ég var það frá unga aldri. Ég var ekki í rauðsokkunum. Ég var ung í Kvenréttindafélaginu og skil ekki hvað hefur gerst á vinnumarkaðinum geti mæður og feður ekki sóst eftir góðri vinnu og deilt foreldraábyrgð,“ segir hún sem gerði sitt til að jafna rétt foreldra á vinnumarkaði, því hún var formaður nefndar sem kom með frumvarpið um jafnan rétt
TAKTU DAGINN FRÁ
KVENNAHLAUPIÐ 16. JÚNÍ
Hreyfing til fyrirmyndar - www.sjova.is
17juni.is
foreldra til fæðingarorlofs og að lögbinda óframseljanlegan rétt til þess. Tímaskortur og samviskubit foreldra. Berglind viðurkennir að hafa á stundum glímt við samviskubit sem einstæð móðir; hrædd um að sinna börnunum ekki nóg. Fókusinn var þá færður heim. „Þegar ég kom frá Danmörku átti ég til að mynda inni mánaðar sumarfrí. Ég fylgdi dóttur minni sem var að byrja í skóla daglega, snerist í kringum í skólann og var þar svo mikið að margir foreldrar héldu að ég ynni þar sem skólaliði. Þessi mánuður var tekið með trompi,“ segir Berglind og hlær þegar hún tekur dæmi úr lífi einstæðrar móður.
Fékk innsýn í norræna pólitík
Við fráfall Gísla stóð Berglind á krossgötum. Árin á undan, sérstaklega síðustu tvö til þrjú árin sem hann lifði, höfðu tekið sinn toll og haft mikil áhrif á líf fjölskyldunnar. En lífið hélt hins vegar áfram; þó ekki sinn vanagang því á þessum tíma var Berglind valin úr sjötíu manna hópi til að stýra skrifstofu Norðurlandaráði. „Þarna fékk ég innsýn í pólitíkina á öllum Norðurlöndunum. Ég hafði gaman af því þótt ég hafi aldrei verið í pólitík sjálf. Þarna var ég í að efla norræna samvinnu á mjög erfiðum tíma. Þetta er rétt eftir að Finnar og Svíar gengu í Evrópusambandið og eðlilega minnkaði áhugi þeirra á þessu samstarfi – þótt hann sé aftur mikill í dag,“ segir hún. „Starfið var mjög áhugavert. En ég verð nú að segja að starfið hjá OECD toppar allt. Þetta er stofnun, sem á þeim tíma sem ég starfaði þar var skipuð þrjátíu ríkjum, aðstoðarframkvæmdastjórarnir eru fjórir; hefðbundið einn frá Japan og annar frá Bandaríkjunum. Svo reyna hin löndin að berjast um að fá sína fulltrúa í hina stólana tvo. Ég er eina Evrópukonan sem hefur gegnt þessu starfi,“ segir hún en svið hennar innan stofnunarinnar voru félags-, heilbrigðis-, mennta- og umhverfismál.
Sú sem allir gátu sameinast um
Berglind segir OECD ólík öðrum alþjóðastofnunum, því starf hennar byggist á samstarfi starfsfólks stofnunarinnar og nefndum þar sem hvert ríki hafi sinn fulltrúa. „Þar verða áherslurnar til. Og OECD gefur út efnahagsspár sem hafa veruleg áhrif. Allir þekkja Pisakönnunina sem fimmtán ára grunnskólanemendur taka. Annað sem má nefna er að OECD er að uppræta skattaparadísir og þróa reglur um fjármálamarkað,“ segir hún. „Hægt er að byggja á gríðarlegri þekkingu OECD þegar ráðast á í skipulagsbreytingar.“ Það var Sigríður Snævarr, sem fyrst kvenna varð sendiherra fyrir Íslands hönd, og hún átti hugmyndina að því að tilnefna Berglindi í starf aðstoðarforstjóra stofnunarinnar. „Við erum miklar vinkonur og hún hringir í mig og segir: Ekki spyrja mig að neinu, sendu mér æviágripið þitt. Hún fer að skoða þetta og bera sig upp við aðra um hvort ég geti orðið hugsanlegur kandídat. Svo kemur í ljós að mörg löndin ætluðu að útnefna kandídata. En svo er ekki hægt að ráða nema að allir séu sammála. Þetta var margra mánaða ferli. En að lokum, eftir búið var að bera alla saman, útiloka og annað, náðist sátt um mig,“ lýsir hún. „Ég tel að reynsla mín af því að stýra Norðurlandaráði hafi vegið þyngst. Ég held að ég hefði aldrei fengið þetta starf fyrir að hafa stýrt íslensku ráðuneyti, þótt reynslan af velferðar- og félagsmálum hafi haft sitt að segja. Það má þó samt einnig segja að ég hafi verið á réttum stað á réttum tíma,“ segir hún.
Valin kona ársins 2002
Dagskrá 17. júní í Reykjavík er á 17juni.is
„Mér fannst það setja svakalega pressu á mig að standa mig vel og að leggja hart að mér, sérstaklega
þar sem ég var frá fámennasta ríki OECD ,“ segir hún. „Fyrst átti ég það til að hugsa að ég væri frá litla Íslandi að tala í nafni þrjátíu ríkja. En ég hristi það af mér enda hafði ég þá reynslu sem þurfti og var tilbúin að leggja mikið á mig. Þú getur ekki sóst eftir verkefni, nema að þú ætlir þér að vera frambærileg. Hvernig sem þú ferð að því,“ segir hún og eftir störfum hennar var tekið, því Berglind var valin kona ársins af tímaritinu Nýju lífi árið 2002 „Fyrstu þrjá mánuðina hjá OECD sat ég þess vegna og lærði heima á kvöldin. Stelpurnar mínar sátu hjá mér og puðuðu yfir frönskunni og ég las um sjálfbæra þróun og umhverfismál – sem voru sviðin í umsjá minni sem ég þekkti minnst. Því að það er ekki nóg að fá eitthvað starf. Maður vill líka skila árangri í því. Ég varð því mjög glöð þegar mér var boðin framlenging á starfinu.“
Fann tíma fyrir nýfundna ást
in. Hún tók við viðskiptasviði utanríkisráðuneytisins. Fleiri spennandi verkefni og ábúðamikil störf biðu. Hún tók við heilbrigðisráðuneytinu þegar Guðlaugur Þór Þórðarson var þar ráðherra og var talin líkleg í stól ráðuneytisstjóra sameinaðs félag- og heilbrigðisráðuneytisins í velferðarráðuneytið. „Ég ákvað strax að ég myndi ekki sækjast eftir að stýra því ráðuneyti. Ég hugsaði með mér: Það er verið að búa til nýtt ráðuneyti. Það gerir þú ekki með manneskju sem er búin að vera í báðum gömlu ráðuneytunum. Þá á að koma eitthvað nýtt.“ Hún fór í námsleyfi.
Tók hlé eftir áratugastarf
„Ég hugsaði með mér að ég yrði að fá endurmenntun. Ég yrði að fá tóm til að hugsa og bæta við mig. Ég hafði unnið sleitulaust frá því 1979 og ég fann að ég var búin að keyra mig áfram. Ég yrði að taka hlé, enda hef ég unnið með sautján ráðherrum ef ég man rétt; úr öllum flokkum.“ En námsleyfið var endasleppt og ekki liðnir nema rúmir tveir mánuðir af því sem átti að vera ár, þegar hún ýtti öllum plönum frá sér og samþykkti að fara til Parísar að gegna störfum sendiherra. „Ég sló til. Ætli þetta kristalli ekki hver ég er og skýri hvers vegna ég hef farið í svona margbreytileg verkefni. Ég slæ til ef mér líst á og finn svo út úr eftir á hvernig ég tekst á við þær breytingar. Svo var þetta í fyrsta skipti sem ég var ekki bundin börnunum og Finnbogi jákvæður þó þetta þýddi fjarbúð í fyrstu.“ Eins og sést er sveigjanleiki góður kostur embættismanns og Berglind hefur á þessum árum í ráðuneytum, sendiráðum og alþjóðastofnunum unnið með óheyrilega mörgum stjórnmála mönnum og sautján ráðherrum úr öllum flokkum hér heima. „Það er ekki hægt að gegna svona starfi nema að vera heill og standa 100 prósent á bak við ráðherrann á hverjum tíma,“ segir hún. „Ég hef komið ný inn þar sem ráðherrann er fyrir og öfugt. Það hefur aldrei nokkurn tímann orðið erfitt – það myndast samhljómur.“
En þrátt fyrir krefjandi starf, sífelld ferðalög; fyrirlestra í Asíu og Evrópu og rekstur heimilisins gafst örlítil glufa til að kynnast ástinni að nýju. Finnbogi Jónsson hefur nú, eftir að hafa látið af störfum sem framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, en eftir rúmlega árs fjarbúð, flutt til Parísar og sinnir þaðan hinum ýmsu verkefnum. „Ég var ein með börnunum frá árinu 1996 og þar til ég kynntist Finnboga árið 2005,“ segir hún og að hún hafi þá „eitthvað heyrt af honum“ en ekki hitt. „Við kynntumst í boði. Þá bjó ég hérna úti í París. Hann ferðaðist mjög mikið á þessum tíma og ég líka. Svo við áttum meðal annars stefnumót í Kína. Þá var hann í viðskiptanefnd þegar forsetinn fór út og ég var á vegum OECD. Það var eiginlega ótrúlegasta stefnumótið,“ segir hún og er sposk þegar hún er spurð hvort hún hafi strax orðið ástfangin og verið sem unglingur? „Þetta var voða skemmtilegt. Já, já. Þetta var á þeim tímapunkti sem börnin voru að stálpast og ég var tilbúin,“ segir hún og spurð hvernig börnunum hafi litist á Finnboga: „Þetta var mikil breyting fyrir þau en sambandið átti sér góðan aðdraganda þarna úti – á annað ár.“ Þau Finnbogi byrjuðu að búa þegar Berglind flutti heim 2006, hún með stúlkurnar tvær heima en hans tvær voru uppkomnar og önnur komið með sitt barn. „Þó að við höfðum ekki þekkst áður þekktum við margt fólk sameiginlega; enda Ísland svo lítið. Finnbogi var í iðnaðarráðuneytinu á meðan ég var í félagsmálaráðuneytinu, en við hittumst samt ekki. Það er í raun alveg furðulegt, já, hreinlega merkilegt,“ segir hún og hlær.
En er hún þá kannski svona sameiningartákn? Berglind, af hverju gafstu það svona fljótt frá þér þegar þú hefur verið nefnd sem forsetaefni? „Ég hef verið spurð nokkrum sinnum í gegnum tíðina en ég hef aldrei sjálf talað um það að gefa kost á mér eða haft áhuga á að fara í þetta virðingarmesta starf á Íslandi. Mér finnst að forseti gefi einkalífið frá sér. Ég hef ekki verið tilbúin í það,“ segir hún. „Svo er ég mjög ánægð hér í París, rétt eins og ég hef verið mjög ánægð í mínum störfum hér áður.“
Höfðu bæði misst fyrri maka
Fjölskyldan skiptir mestu
En þótt það virki sem svo að ég sé mjög gíruð í vinnu veit ég að það er ekki hún sem skiptir mestu máli. Það er fjölskyldan. Það er alveg á hreinu.
Hún segist ekki hafa óttast að upplifa annan missi og tekist óhrædd á við ástina að nýju. „Hann hafði eins og ég misst maka sinn. Þannig að við höfðum bæði gengið í gegnum það. Það er ákveðinn þroski sem fólk fer í gegnum við það að missa maka. Það er mikil breyting. En þú byggir ekki samband á því þótt það sé sameiginleg reynsla sem búast má við að þroski fólk að því leiti að það telji lífið dýrmætt, það geti verið stutt og hvað góð heilsa er mikilvæg.“ En þau Finnbogi stunda fjallgöngur. Eftir starfið hjá OECD flutti Berglind heim og hélt að hún væri alkom-
Vildi ekki verða forseti
Af hverju ertu svona metnaðarfull? „Ég held ég hafi fyrst og fremst áhuga á að fá alltaf ný og ný viðfangsefni. En þótt það virki sem svo að ég sé mjög gíruð í vinnu veit ég að það er ekki hún sem skiptir mestu máli. Það er fjölskyldan. Það er alveg á hreinu. Ég er alin upp í mjög náinni fjölskyldu og böndin eru sterk.“ En hvar sérðu þig eftir fimm ár? „Ég veit ekkert hvað ég verð lengi hér, það vitum við sendiherrar aldrei. Vonandi einhver ár, því mér líkar þetta svo frábærlega. En hvað ég geri þá? Ekki hugmynd. En vonandi eitthvað nýtt.“
úr kjötborði
úr kjötborði
Svínahnakki úrb.
Svínalundir
1.198,kr./kg
1.598,kr./kg
verð áður 1.498,-/kg
verð áður 2.198,-/kg
Fjarðarkaup 8. - 9. júní
Lúxus lambalæri
1.398,kr./kg verð áður 1.498,-/kg
Nautabuff Lausfrystar bringur
1.998,kr.
Herragarðs svínakótilettur
Lausfrystir leggir
713,kr.
Skyndigrill þurrkryddað
998,kr./kg
Grillsneiðar þurrkryddað
1.289,kr./kg
2.455,kr./kg
1.727,kr./kg
verð áður 1.560,-/kg
verð áður 3.069,-/kg
verð áður 2.159,-/kg
- Tilvalið gjafakort
1.798,kr./kg
Veislufugl séralinn
verð áður 2.398,-/kg
FK vínarpylsur
Myllu pylsubrauð
339,kr./pk.
159,kr./pk.
www.FJARDARKAUP.is
Hunangsmarineraðar svínakótilettur
Hamborgarar 115g 2stk.
1.998,kr./kg
420,kr./pk.
verð áður 2.626,-/kg
verð áður 504,-/pk.
Kjörís pinnar 10 í pk.
Síríus 150g 5 teg.
232,kr./stk.
498,kr./pk.
Muffins m/súkkulaði eða skúffuköku muffins
398,kr./pk.
Kanilsnúðar eða Sælusnúðar 250g
269,kr./pk.
Caj P´s lambalærisneiðar þurrkryddaðar
Grískar grísasneiðar
verð áður 3.369,-
verð áður 2.447,-
2.695,kr./pk.
1.958,kr./pk.
Hrís 200g
248,kr.
Kit Kat 3x45g
248,kr. Cheerios 992g
Maryland 4 teg,
Staurar 2stk.
988,kr.
132,kr./stk.
198,kr./pk.
Prins Póló 32x36g
Tómatsósa 680g
FK brauð 770g
1.998,kr.
198,kr.
229,kr.
Pepsi, pepsi max eða appelsín 0,5L
Andrex WC pappír 9+3
98,kr./stk.
Tilboð gilda til laugardagsins 9. júní Opið mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00, fimmtudaga 09:00 - 18:30, föstudaga 09:00 - 19:00 og laugardaga 10:00 - 16:00, lokað sunnudag - www.fjardarkaup.is
1.298,kr.
24
tíska
Helgin 8.-10. júní 2012
Sá franski fallegastur
Sumar
Karem Benzema, framherji franska landsliðsins, fyllir vel út í flottan búninginn sem þykir sá fallegasti að mati álitsgjafa Fréttatímans.
2fs5lá%ttur
a
Við kynnum nýja vörulínu og bjóðum 25% kynningarafslátt af öllum vörum fram á laugardag.
Sendum frítt úr vefverslun
lindesign.is
Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220
Spánn (varabúningur)
„Franski búningurinn er laglegur og gæjalegur, líkt og fransmönnum er einum lagið. Tekist hefur vel til í ár því bæði aðalog varabúningurinn er vel heppnaður. Minnir aðalbúningurinn einna helst á ruðnings-pólótreyju sem varla gerir annað en að hræða andstæðinginn.“ „Bláa treyjan með uppháum kraganum er flott og hefði hentað Cantona einkar vel.“ „Hér eru sannarlega klassísk gæði á ferð, ásamt ákveðnum virðuleika sem sjaldgæft er að sjá þegar íþróttabúningar eiga í hlut.“ „Blái liturinn á búningnum er fallega dökkur, rendunar gefa honum dýpt, kraginn töff og búningurinn stílhreinn og einfaldur. Frakkar kunna þetta greinilega.“ „Mjög flottur og kraginn gerir útslagið“
„Hann nýtir vel prentun og saumuð einkenni og sker sig nokkuð úr.“ „Gæjalegur, stílhreinn, yndislegur litur, gott hálsmál, smart herðastykki með twisti“ „Awesome flottur bjartur litur, mikið í tísku núna. Mjög flott snið.“
Holland (varabúningur)
Blái landsliðsbúningur Frakka er fallegasti keppnisbúningurinn á Evrópumótinu í fótbolta að mati álitsgjafa Fréttatímans. Búningurinn, sem er frá Nike, er nýr af nálinni en franska knattspyrnusambandið og Nike gerðu stærsta búningasamning sögunnar á síðasta ári. Álitsgjafarnir voru þó ekki sammála um útlit búninga liðanna sextán en hver og einn var beðinn um að velja þrjá búninga af þeim þrjátíu og tveimur sem liðin hafa úr moða meðan á keppni stendur.
2012
Frakkland 1. (aðalbúningur) SÆTI
2.-5.
SÆTI
„Það er bara eitthvað sexy við þennan búning, einfaldur og klassískur. Mun pottþétt fara Wesley Sneijder mjög vel.“ „Það er bara eitthvað svo óendanlega töff við svartan búning, sérstaklega þegar hann er skreyttur appelsínugulu sem fer vel með svarta litnum.“ „Einfaldur en flottur.“ „Svarti búningurinn er ofur-stylish.“
Ítalía (aðalbúningur)
2.-5.
SÆTI
„Kraginn á ítalska búningnum er sérstaklega flottur.“ „Hönnunin finnst mér mjög flott á búningnum, sérstaklega kraginn. Þeir eru eitthvað með þetta eins og alltaf.“ „Í ár skapar treyja ítalska liðsins þó sérstöðu því hún er svo stílhrein. Litapallettan í treyjunni er hrein og tær og óþarfa stafir eða forljótar rendur eru ekki að þvælast fyrir.“
Portúgal 2.-5. (varabúningur) SÆTI „Liðin virðast djarfari í hönnun á útivallartreyjunum. Þessi er allt öðruvísi en maður hefur séð áður. Frumleg, stílhrein og ekki ofhlaðin grafík.“ „Hefur sterk einkenni og eflir væntanlega þjóðerniskenndina og baráttuanda.“ „Skemmtileg tilbreyting, og ég vona að hann sé í þrengri kantinum svo það sé hægt að sjá kroppinn á Ronaldo í gegn.“
Frakkland (varabúningur)
2.-5.
SÆTI
6.-10.
SÆTI
„Svo hreinn, fallegur og hvítur, með flottum kraga eins og aðalbúningurinn. Ekkert er eins sexý og fótboltamenn í hvítu, hvað þá svona fallegum, hvítum búningi.“ „„50“-oldschool-fílingur á henni. Mjög flott.“
Ítalía (varabúningur)
6.-10.
SÆTI
„Ítalski varabúningurinn er einfaldur og karlmannlegur.“ „Svolítið útí kappakstursútlit. Þröngar ermar, hvítur og fallega blár sem táknar eitthvað ferskt og sterkt.“
Króatía (varabúningur) „Frumleg og stílhrein með skemmtilegri tilvísun í heimavallarbúninginn.“ „Hann er bara ógeðslega flottur, náði strax minni athygli, ég skal eiga þennan!“
Portúgal (aðalbúningur) „Stílhreinn og grúví ungæðislegt hálsmál.“ „Þetta flotta og sterka sambland af rauðu og grænu framkallar jákvæð áhrif í garð liðsins, ólíkt búningi Króata, sem er svo ljótur að maður fær sjóntruflanir af því að horfa á hann.“
6.-10.
SÆTI
6.-10.
SÆTI
tíska 25
Helgin 8.-10. júní 2012
Spánn (aðalbúningur)
6.-10.
SÆTI
„Stílhreinn, spennandi litur, töff hálsmál.“ „Karlmenn á fótboltavelli eru aldrei betur klæddir en þegar þeir eru í rauðu, þá líta þeir út eins og þeir geti unnið allan heiminn.“
Danmörk 11.-16. (aðalbúningur) SÆTI
11.-16. Króatía (aðalbúningur) SÆTI
Rússland (aðalbúningur)
„Ég held ég muni ekki eftir stórmóti þar sem Króatía er ekki í einum af flottustu búningunum. Líklega er það blandan af trúðalegu stórköflóttu treyjunum og hinsvegar villimönnunum sem klæðast þeim sem gerir heildarmynd búningsins að einhverju mögnuðu.“
„Aristocratfílingur í honum sem ég fíla.“
11.-16.
SÆTI
Álitsgjafar: Anna Lilja Johansen fatahönnuður, Arnar Gauti Sverrisson framkvæmdastjóri, Arnold Björnsson ljósmyndari, Guðmundur Jörundsson fatahönnuður, Halldór Einarsson framkvæmdastjóri Henson, Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður, Lára Ómarsdóttir fréttamaður, Marta María Jónasdóttir fréttastjóri, Silja Úlfarsdóttir frjálsíþróttaþjálfari, Siv Friðleifsdóttir alþingiskona, Svava Johansen verslunareigandi og Svavar Örn hárgreiðslumaður.
„Flottur og nýtískulegur, axlarstykkið afar töff.“
England 11.-16. (aðalbúningur) SÆTI
„Enska liðið klæðist mjög fallegum og stílhreinum búningum. Tölustafir búningsins eru stórir sem mér þykir mjög fallegt en búningurinn í heild fylgir þjóðfána Englendinga einstaklega vel. Tilvalið hefði verið, til fullkomnunar á búningnum, að nota svokallað flock-prent í gerð tölustafanna. Hvíta lit búningsins má skíta út á grasinu en gæti það reynst einhverjum leikmönnum Englands þrautin þyngri að sulla ekki „frönskufitu“ fyrir leik í búninginn.“
Holland 11.-16. (aðalbúningur) SÆTI „Litasamsetning og hönnun gefur henni karlmannlega heildarmynd.“
Írland 11.-16. (varabúningur) SÆTI
ALLAR SUMARVÖRUR
TAKTU 3 BORGAÐU 2 Við gefum þér ódýrustu vöruna
„Flott snið og kraginn einstaklega smekklegur. Grafíkin frumleg. Græna röndin brýtur treyjuna skemmtilega upp.“
AKUREYRI 4627800. KRINGLAN 5680800. SMÁRALIND 5659730. LAUGAVEGUR 5629730.
PIPAR\TBWA - SÍA \ 121370
Safnaðu stimplum og fáðu verðlaun í leiðinni!
www.olis.is
Verðlaun og glæsilegir vinningar í stimpilleik Olís STIMPILVERÐLAUN Komdu við á Olís-stöðvunum í sumar og safnaðu stimplum í Ævintýrakortið um leið og þú verslar. Frá og með 2. stimpli færðu afhent ævintýraverðlaun við hvern stimpil.
VIKULEGIR VINNINGAR Á hverjum laugardegi í sumar verður dregið úr fullstimpluðum kortum í þætti Hemma Gunn á Bylgjunni. Vinningarnir eru: • 100.000 Vildarpunktar Icelandair • Nokia Lumia 800 snjallsímar • 50.000 kr. eldsneytisúttektir hjá Olís
AÐALVINNINGAR Í ÁGÚST 2012 Í lok sumars verða svo dregnir út glæsilegir aðalvinningar úr öllum innsendingum. 1. Ferð með Icelandair til Denver í Colorado, flug og gisting fyrir 4 að verðmæti 500.000 kr. 2. 300.000 Vildarpunktar Icelandair 3. 150.000 kr. gjafabréf frá Ellingsen
Vinur við veginn
28
viðtal
Helgin 8.-10. júní 2012
„Ég er á lífi pabbi“ Þann 21 . júlí 2011 keppti Siri Marie Seim S¢nstelie, ásamt félögum sínum í ungliðahreyf ingu norska Verkamannaflokksins, í fótbolta á hinni fallegu Útey. Um kvöldið sátu þau og spiluðu á spil – og það var á þeirri stundu sem Siri skildi hvað átt hafði verið með þau fengju að upplifa fallegasta ævintýri sumarsins, finna til hinnar sérstöku Úteyjartilfinningar og hvað það var að vera í Paradís. Engan óraði fyrir því að tæpum sólarhring síðar yrði staðan sú að fjöldi þessara ungmenna yrði myrtir með köldu blóði. Siri Marie hefur, ásamt föður sínum Erik S¢nstelie, skrifað bókina „Ég er á lífi pabbi“ og er Ísland þriðja landið sem gefur bókina út. Hluti söluhagnaðar mun renna til fjölskyldna þeirra ungmenna sem myrt voru með á sumar degi í fyrra. Feðginin sögðu Önnu Kristine af upplifuninni af fjöldamorðunum; einstöku sambandi föður og dóttur og hvernig lífið hefur haldið áfram eftir þennan örlagaríka dag.
Ég ætla ekki að eyða orkunni í að hugsa til hans. Hann er ekki þess virði.
Þ
ann 22. júlí sprakk sprengja í stjórnarráðshverfinu í Osló. Það tók langan tíma – alltof langan – að tengja að þar var sami maður að verki og þá var kominn til Úteyjar til að myrða ungmennin í Verkamannaflokknum. Í landi biðu faðir Siri, Erik, þekktur blaðamaður, móðirin Berit og litla systir Thea, sextán ára, milli vonar og ótta. Engar fréttir bárust frá elstu dótturinni Siri; enginn vissi hvort hún væri lífs eða liðin. Engan óraði fyrir þeirri hatrömmu baráttu sem unga fólkið háði upp á líf og dauða í þess orðs fyllstu merkingu. Með bros á vör skaut Anders Behring Breikvik á hvert ungmennanna á fætur öður, allt niður í ellefu ára börn.
Sigraði „Fjall hins illa anda“ – Kilimanjaro
Núna, tæpu ári síðar, eru feðginin Siri og Erik á leið til Íslands að kynna bók sína „Ég er á lífi pabbi“. Bók sem ekki aðeins lýsir aðförum þessa manns, hvers nafn Siri getur ekki tekið sér í munn, heldur einstökum baráttuvilja, skipulagi, æðruleysi og von í huga tvítugrar stúlku. Bókin lýsir jafnframt einlægu sambandi dóttur og föður og hún er í raun að miklu leyti sjálfshjálparbók – hvernig hægt er að sigrast á hinu illa og halda lífinu áfram. Það gerði fjölskyldan meðal annars með því að ganga að gíg Kilimajaro fjallsins í Tansaníu – fjalls, sem ættbálkur sem býr Kenýamegin fjallsins segir að þýði „Fjall hins illa anda“. „Þegar bókaútgefandi í Noregi bað okkur síðla í júlímánuði í fyrra að skrifa bók um þennan atburð þurfti ég að hugsa mig vel um og ræða málin við pabba,“ segir Siri. Hún er falleg stúlka, með þykkt, ljóst hár, hörkudugleg og komin til náms í Essex í Bretlandi, þegar margir sem lent hefðu í slíkum hörmungunum hefðu kannski frekar valið að halda sig á heimaslóðum. En Siri er ákveðin í að láta ekkert buga sig.
Farin að sofa betur og matraðirnar hættar
Bók sem þarf að lesa núna, eftir eitt ár, tíu ár, hundrað ár.
„Ég spurði mig þeirra spurninga hvort það væri rétt af mér að skrifa um þetta bók, hvort ég yfirleitt gæti það og hvort það væri ekki alltof snemmt. Niðurstaðan varð sú sem nú hefur litið dagsins ljós: Ég ákvað að skrifa bók. Mér fannst mikilvægt að geta sagt eina þeirra fjölmörgu frásagna sem við, sem vorum í Útey, höfðum upplifað þennan dökka dag í júlí. Mér fannst mikilvægt að hver rödd og hver saga frá eyjunni teldist svo mikilvæg að henni yrði að að deila með öðrum. Mér finnst frásagnir allra þeirra sem lifðu af og fólk sem þeim tengdust, sem og þeirra sem létust, vera mikilvægar; að fólk öðlist skilning á því hvernig var að upplifa þetta. Hvernig þetta var og hvernig við brugðumst við aðstæðum sem komu án nokkurs fyrirvara. Það er ekki aðeins mikilvægt að lesa þessa sögu núna, heldur líka eftir eitt ár, tíu ár, jafnvel eitt hundrað ár.“ Hún segir að stærsta von hennar sé sú að þeir sem lesi bókina skilji betur hvaða áhrif sá hryllingur sem sá sem átti sér stað í Útey hafi á fólk og á þjóðfélagið sem heild: „Ég vona að fólk geti brugðið upp spegilmynd af því sem gerðist og upplifað hvað gerðist og hversu mikilvægt það er að vernda og berjast fyrir því lýðræði og þeim gildum sem við byggjum samfélag okkar á. En ég vona líka að fólk muni læra eitthvað um það hvernig hægt er lifa áfram eftir sársaukafulla lífsreynslu. Sem betur fer upplifa fáir fjöldamorð, en allir fá sinn skammt af sársaukafullri reynslu á einn hátt eða annan, til dæmis ef náinn ættingi eða einhver sem við elskum deyr.“
Loksins núna er ég farin að sofa betur og í fyrsta skipti í tíu mánuði fæ ég ekki martraðir lengur og mér finnst allt stefna í rétta átt.
Hvernig líður þér núna eftir þetta tæpa ár, finnst þér þú náð fullum kröftum aftur og tökum á lífinu? „Ef ég á að vera alveg heiðarleg þá finnst mér líf mitt loksins farið að verða „eðlilegt“ á nýjan leik. Ég er farin að njóta lífsins og er stolt af mér að hafa náð að taka öll prófin á þessu vori. Vissulega hafa áhrifin frá 22. júlí haft áhrif á einbeitinguna. Það hefur oft á tíðum verið erfitt, en það er gott að geta sagt að ég hafi náð að ljúka fyrsta ári mínu í háskóla. Vissulega koma erfiðar stundir. Mér líður stundum illa, en oftast vel. Loksins núna er ég farin að sofa betur en áður og í fyrsta skipti í tíu mánuði fæ ég ekki martraðir lengur og mér finnst allt stefna í rétta átt. Nú stefni ég að því að njóta sumarsins með vinum og fjölskyldu minni.“ Þegar ég bið þau að segja mér frá lífi sínu fyrir þennan skelfilega dag, er það Erik sem hefur orðið: „Fyrir þann dag vorum við frekar venjuleg norsk fjölskylda, myndi ég segja,“ segir hann. „Við unnum mikið. Berit kona mín, móðir Siri, er gjörgæsluhjúkrunarfræðingur og nálarstungufræðingur og ég starfaði sem verkefnastjóri hjá fjölmiðlasamsteypunni Shibsted á Norðurlöndunum. En við elskuðum líka að verja tíma saman með stelpunum okkar, fjölskyldu og vinum. Við ferðuðumst mikið um heiminn og um Evrópu. Aðeins viku eftir fjöldamorðin í Útey höfðum við ráðgert að fara til Afríku og klífa Kilimanjaro-fjallið, sem við og gerðum.“
Fyrsta barnið fæddist andvana
Erik segir af fæðingu Siri og hvernig sú tilfinning var. „Ári áður en Siri fæddist misstum við hjónin
Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is fyrsta barn okkar í fæðingu. En allir foreldrar geta sett sig í okkar spor þann dag sem við fengum Siri í fangið. Það var dagur mikillar hamingju. Ég gleymi aldrei þegar ég sat með þetta litla barn í fanginu og sagði henni frá fjölskyldunni, frá heimilinu sem hún myndi eignast og til hvernig lífs hún væri fædd. Þegar Siri var eins árs varði ég mánuði heima með henni, eins og flestir norrænir feður gera núna. Það var stórkostlegt og gaf okkur báðum góða byrjun á að kynnast vel. Ég held að við Siri höfum bundist þeim sterku böndum sem við eigum enn, einmitt á þessum fyrstu árum hennar. Við elskuðum að leika okkur saman og skemmtum okkur vel þegar hún var á barnsaldri. Þessi ár tel ég mikilvæga þróun yfir í þá vináttu og þau tengsl sem við eigum enn.“
Alltaf verið pabbastelpa
Það er ljóst af lestri bókarinnar að á milli ykkar er eitthvert órjúfanlegt band ástar, vináttu og virðingar. Hvað eigið þið sameiginlegt og hvað ekki? „Eg hef alltaf verið pabbastelpa,” segir Siri og brosir. „Fólk segir að við séum lík í framkomu og deilum sömu áhugamálum. Við höfum bæði áhuga á félagsvísindum og stjórnmálum, sem hafa leitt til margra fróðlegra og skemmtilegra samræðna gegnum árin. Það sem við eigum kannski ekki sameiginlegt er áhugi á þjálfun. Ekki einu sinni Framhald á næstu opnu
einfaldlega betri kostur
ÚTSALAN ER HAFIN 20-70% afsláttur yfir 1200 vöruliðir
30-50% ...............................................
af ÖLLUM púðum
70%
...................................
af BIRCH borðstofustól
70%
...................................
25%
af STANLEY vegglampa
...................................
af CHECK
viskastykkjum CHECK Viskastykki. 100% bómull. 50x70 cm. 795,- NÚ 595,-
STANLEY K Vegglampi. Svartur málmur. 14.900,- NÚ 3.900,-
25-40% ...............................................
BIRCH Borðstofustóll. Hvítlakkað birki. 12.900,- NÚ 3.800,-
30%
af ÖLLUM mottum
...................................
af MARILYN rúmfötum
STORAGE Box. 40x33x17 cm. 1.595,- NÚ 1.095,-
JELLYFISH Blár og bleikur. Lítill stóll. H52,5 cm. 9.900,- NÚ 6.900,Stór stóll. H57 cm. 14.900,- NÚ 9.900,-
MARILYN Rúmföt. 140x200/60x63 cm. Bómull. 4.995,- NÚ 3.495,-
50%
70%
...................................
...................................
af TOKYO
af BAX
TEAPOT Tekanna m/silfruðum hjálmi. 5.995,- NÚ 3.995,-
20-40% ...............................................
af ÖLLUM kertum
Pastramibeygla Pestó, pastrami, rauðlaukur og salatblanda 795,-
NÚ 495,TOKYO Hornborð. 62x62 cm. Beykispónn, dökkbæsaður. 39.900,- NÚ 19.900,-
Bjóðum uppá vaxtalaust lán til 6 mánaða
sendum um allt land
BAX Sófaborðssett. 3 saman. 29.900,- NÚ 8.900,-
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is mánudaga - föstudaga 11-18:30 laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18
BEYGLA MÁNAÐARINS
30
viðtal
þótt pabbi hafi verið betri en ég á keppnisvöllum á síðustu árum. En ég hef verið mjög náin báðum foreldrum mínum. Ég elska fjölskyldu mína og finnst fátt skemmtilegra en vera með þeim. Það er líka hluti af uppeldi mínu og lífinu. Ástæðan fyrir því að ég hringdi fyrst af öllum í pabba, hafði í raun ekkert með það að gera að ég elskaði hann meira en mömmu. Það var bara tilviljun að númerið hans pabba var það númer sem ég hafði síðast hringt í áður en ósköpin dundu yfir. Það að ég skyldi hringja í pabba tvisvar var sú, að í fyrra símtalinu vildi ég fullvissa mig um að það væri í lagi með hann eftir sprengjuárásina í Osló. Mamma var í vinnunni þennan dag, hafði mikið að gera við að bjarga
Helgin 8.-10. júní 2012
fórnarlömbum sprengingarinnar í stjórnarráðshverfinu. Mér hefur líklega fundist réttara að hringja í pabba um leið og ég gerði mér grein fyrir að skothríð væri hafin í Útey. Eðlishvötin stýrði öllu sem ég gerði á Útey. Betri svörum bý ég bara ekki yfir þetta” Hafið þið einhvern tíma orðið ósammála feðginin, rifist jafnvel? Yfir hverju þá helst? „Að sjálfsögðu höfum verið orðið ósammála og rifist aðeins,” svara þau bæði. „Við erum jú þrátt fyrir allt bara ósköp venjuleg fjölskyldu og það geta ekki allir alltaf verið sammála – eða hvað?! Annað væri óheilbrigt teljum við. Meira að segja eftir 22. júlí í fyrra höfum verið verið ósammála, þótt svo gæti virst
að við skildum hvort annað betur nú eftir að hafa upplifað hvað lífið getur snúist á hvolf á engri stundu og það sé ekki sjálfgefið að við höfum þá sem við elskum hjá okkur öllum stundum. En við ítrekum, að við erum bara venjulegt fólk. Það að vera ósammála getur snúist um allt milli himins og jarðar. Hver eigi að keyra út í búð, á æfingar, ákvarðanir sem við þurfum að taka og svo framvegis.”
Örugg í New York – hættan beið beima Siri, áður en þú fórst í Útey í fyrra, hafðirðu dvalið einn vetur í New York, í stórborg þar sem glæpir eru mjög algengir. Varstu aldrei hrædd þar?
„Nei, í rauninni var ég öruggari þar en víðast hvar annars staðar í heiminum. Í New York hefur miklum peningum verið varið í löggæslu og borgaryfirvöld vilja fleiri lögreglumenn út á göturnar í varnarskyni til að minnka glæpatíðni. Það hefur gefið góðan árangur. Ég var í New York daginn sem Osama bin Laden var drepinn og varð ekkert óttaslegin – fyrir utan þegar ein sprengjuhótun barst í neðanjarðarlestarnar. Lögreglan gerði allt sem í hennar valdi stóð, þyrlur flugu um himininn og allt virtist mjög öruggt. Og ég held að ef einhverjir haldi að sumar borgir frekar en aðrar séu meiri glæpaborgir, þá tel ég það ekki vera svo. Óttinn er það versta sem við getum komið okkur í. Við þurfum að vera viðbúin og vita af hættum þar sem trúlegt er að þær leynist.“ En Erik, voruð þið Berit aldrei hrædd um Siri í New York? „Við höfðum nokkrar áhyggjur, en vorum aldrei beinlínis hrædd um hana. Siri bjó þar með nokkrum norskum stúlkum sem hún þekkti. Við vorum viss um að þær önnuðust hver aðra og ég treysti Siri til að bera ábyrgð á sjálfri sér. Sem foreldrar vorum við glöð að hún skyldi fá tækifæri til að fara til náms í útlöndum, það gaf henni tækifæri til að verða sjálfstæðari og sjá heiminn frá öðru sjónarhorni, sem við vissum að væri gott fyrir hana. Við studdum hana í að fara til New York. Fjölskyldan hafði verið þar ári áður í fríi og við upplifðum hversu heilluð Siri var af borginni. En auðvitað hafa allir foreldrar einhverjar áhyggjur af börnum sínum og láta sér annt um þau. Við erum ekkert frábrugðin öðrum foreldrum. Sem betur fer gátum við talað saman á „Skype“ í tölvunni og töluðum saman nánast á hverjum degi. Við sáum að hún hafði unun af náminu sínu, var ánægð með íbúðina og hvar hún var stödd í lífinu á þeim tímapunkti.
Á öruggasta stað í heimi: Útey
Við fjármögnum ferðavagninn þinn Ergo vill aðstoða þig við að eignast ferðavagn
Svo kemur hún heim og fer í það sem kallast „fallegasta ævintýri sumarsins” – á „öruggasta stað í heimi – á stað sem bæði hún og fjölskyldan hafið talið 100 prósent öruggan. „Við Berit studdum bæði Siri í að fara í Útey,” svarar Erik, „Þrátt fyrir að hvorugt okkar hefði verið í ungmennahreyfingu Verkamannaflokksins, vissum við að sú goðsögn sem fylgdi sumarbúðunum myndi gefa Siri mikið. Við sáum að hún var spennt fyrir því að læra meira um stjórnmál, að taka sínar eigin, sjálfstæðu ákvarðanir, eignast nýja vini – og að sjálfsögðu datt okkur aldrei í hug að eitthvað hættulegt gæti gerst á þessari friðsælu eyju. Daginn fyrir hörmungarnar hringdi hún heim og var svo hamingjusöm og hafði fengið mikinn innblástur, sérstaklega í umræðum um deilurnar í Mið-Austurlöndum, sem norski forsætisráðherrann hafði tekið þátt í.” Og Siri svarar spurningunni um hvernig hafi verið að upplifa það að búast við að fara á stað þar sem draumar hennar myndu rætast – en raunveruleikinn hafi því miður orðið allt annar. Reyndirðu á einhverjum tímapunkti að útiloka úr huga þínum
hvað í rauninni var að gerast? „Meðan ég var í felum held ég að heilinn í mér hafi reynt að útiloka hvað var að gerast. Stuttu síðar varð ég mjög þreytt og vildi bara sofna svo ég þyrfti ekki að heyra skothríðina. Engu að síður tókst mér að halda einbeitingunni og leyfði mér ekki að sofna, því ég var hrædd um að frjósa til dauða – ef ég yrði þá ekki fyrir byssukúlum. Ég man ekki hvort ég hugsaði um góðu dagana tvo þarna á undan þar sem ég lá í felum. Ég einbeitti mér að því að hugsa um fjölskyldu mína og vini og hvort ég myndi sjá þau aftur. Auðvitað er erfitt að lifa með því. Að lifa með öllum viðbrögðunum og reynslunni sem fylgir mér frá þessum degi hefur verið mjög erfitt í níu, tíu mánuði. Mér hefur reynst mikilvægt að hugsa vel um sjálfa mig og muna allar fallegu minningarnar frá Útey. Dagarnir tveir fyrir fjöldamorðin eru tveir fallegustu og bestu dagar lífs míns. Sérstaklega fimmtudagurinn 21.júlí, sem var sólríkur dagur, fullur af hamingju, hlátri, ást, vináttu og stjórnmálaumræðu. Það besta sem ég get gert núna er að muna þessa góðu atburði og góðu stundirnar sem við áttum öll saman. Þeir sem lifðu af og þeir sem gerðu það ekki.
Breytingar á viðhorfum til lífsins
Hefur þetta breytt þér á einhvern hátt – til dæmis á þann veg að þú þorir ekki lengur að hlakka til einhvers af ótta við eitthvað verði til að eyðileggja þann dag eða viðburð? „Það er freistandi að svara þessari spurningu neitandi,“ svarar hún. „Það væri hins vegar ekki satt. Þessir atburðir hafa breytt mér. Ég er þakklátari fyrir lífið og allt það sem lífið færir mér. Þessa síðustu mánuði hefur verið erfitt að takast á við lífið, með öll þau viðbrögð sem fylgja mér og minningarnar frá þessum degi, svo það hefur auðvitað verið erfitt að hlakka til einhvers eins og fyrr. Ef eftir því sem lengra líður frá þessum júlídegi tekst mér stöðugt betur að ráða við viðbrögð mín og það verður stöðugt auðveldara að njóta þess sem lífið býður upp á og hlakka til einhvers sem ég á í vændum“ Hér tekur Erik við: „Siri hefur breyst. Hún umvefur lífið meira en fyrr og minnir okkur í fjölskyldunni á og það skiptir miklu máli. En það er rétt, að hún hefur gengið í gegnum margt. Í marga mánuði gat hún varla sofið, á hverri nóttu dreymdi hana að verið væri að myrða hana. Hún var með samviskubit yfir að hafa haldið lífi og að hafa ekki gert meira til að reyna að bjarga fleirum á eyjunni. Hún hefur líka endurupplifað atburðina og átt erfitt með að vera þar sem er hávaði sem getur minnt hana á vopn eða byssuskot. Þegar hún fór í háskólann í haust, valdi hún sér ósjálfrátt sæti næst neyðarútgangi og í öðrum sal nærri glugga. Hún hefur heldur ekki notið hins eðlilega lífs háskólanema eins og hún gerði áður – að fara á böll og njóta þess að vera með vinum sínum um helgar.”
„Mundu að dóttir þín var í Útey” Siri, ertu alltaf á „vaktinni” – alltaf hrædd um að eitthvað slæmt geti
Þú finnur draumavagninn þinn og sendir okkur nánari upplýsingar. Saman finnum við svo réttu lausnina til að aðstoða þig við fjármögnunina. Útilegukort fylgja öllum ferðavagnalánum til 15. júní en með kortinu hefur þú aðgang að 44 tjaldsvæðum um land allt. Kynntu þér málið nánar á ergo.is
sími 440 4400
>
www.ergo.is
Holan í klettaveggnum sem Siri faldi sig í þegar Anders Behring Breivik kom að klettasyllunni. Hann heyrði í hópi ungmenna fyrir aftan sig – sneri sér við og myrti þau öll. Siri var í beinni skotlínu við Ástarstíginn. Það kvaldi hana í lengi hvers vegna hún fékk að lifa meðan aðrir létu lífið.
viðtal 31
Helgin 8.-10. júní 2012
„Ég varð aldrei reið eða sár yfir því,” svarar hún að bragði. „Hann skrifaði sem faðir eftir að við höfðum talað saman í síma. Hann skrifaði ekki einu sinni nafnið mitt fyrsta daginn. Hans hjálp í biðinni – eða kannski hjálparleysi við að geta ekki bjargað mér – var að skrifa. Hann gat ekki farið til Sundvollen þar sem neyðarmiðstöðin var, þar sem lögreglan hafði lokað öllum vegum. Mér
gerst aftur? „Það hefur batnað á síðustu vikum,“ svarar hún. „Það er orðið nokkuð langt um liðið síðan ég var hrædd síðast. En það þýðir ekki að ég skynji ekki að hættur geta leynst alls staðar. Ég fyllist enn grunsemdum þegar ég sé lögreglumenn með byssur, þyrlur, sjúkrabíla og slíkt. Og auðvitað koma þær stundir sem ég held að manneskja sem ég óttast úti á götu geti dregið upp byssu Erik segir að honum finnist Siri í mun betra jafnvægi núna: „En mánuðina eftir Úteyjardvölina var hún stöðugt á varðbergi gagnvart hættu. Ef ég svaraði henni á slíkum stundum og sagði henni að við værum ekki í neinni hættu, við værum fullkomlega örugg, svaraði hún alltaf á sama hátt: „Þú getur aldrei sagt að neitt sér öruggt, pabbi. Munu að dóttir þín var í Útey.“
Mikilvægara að leita svara en að finna blóraböggul
Það hefur verið gagnrýnt að lögreglan hafi verið of lengi á leiðinni í Útey, að þyrlan hafi verið á röngum stað og annað eftir því. Teljið þið að lögreglan hefði getað brugðist við fyrr og hafið þið gagnrýnt lögregluyfirvöld opinberlega? „Við höfum aldrei gagnrýnt lögregluna eða lögregluyfirvöld sem komu fyrstir í Útey, að hafa ekki brugðist fyrr við,“ svarar Erik. „Það er okkar mat að hver einasti lögregluþjónn gerði sitt besta. En kerfið brást. Við Norðmenn vorum ekki reiðubúnir. Það í sjálfu sér er umhugsunarvert í ljósi þess að við höfðum fengið hótanir frá Al Kaída vegna þátttöku okkar í innrásinni í Afganhistan. Lýsingarnar sem við gefum í bókinni á verkum lögreglunnar, vekja upp spurningar sem svör verða að fást við. Ég vona að nefndin sem rannsakar nú þessi mál komi með svör við því hvað við getum lært af 22.júlí 2011. En það er mikilvægara að leita svara en finna einhvern blóraböggul.“
HÓPFERÐIR
HEILL HEIMUR FYRIR ÞÁ SEM LANGAR TIL AÐ SKEMMTA SÉR SAMAN
Pabbi verður að skrifa þegar hann er umkringdur skelfingu
Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þig sem föður að bíða á kaffihúsinu hjá Útey: Hvenær þú ættir að vera fréttamaður og hvenær faðir. Þú skrifaðir grein í VG og sagðir frá því sem var að gerast, en skömmu áður hafðirðu reiðst yfir tillitsleysi fjölmiðlafólks og ljósmyndara sem reyndu að komast inn í herbergið þar sem foreldrar og ættingjar biðu frétta af börnum sínum. Hvenær veistu hvenær þú átt að stiga yfir þunnu línuna milli þess að vera fréttamaður eða faðir? „Fyrst og fremst varð ég að vera faðir; faðir fyrir Siri, faðir fyrir fjölskyldu mína. En á sama tíma er ég blaðamaður og fannst mér bera skylda til að þjóðin fengi að vita um hvað var að gerast. Ég ákvað því að segja sjúkraflutningsfólkinu frá bakgrunni mínum, en sagði um leið að ég væri þarna fyrst og fremst sem faðir. Ef ég brygði mér í hlutverk blaðamanns, myndi ég láta þau vita áður. Þegar við foreldrarnir sem biðum í óvissu eftir að vita afdrif barna okkar sátum saman á kaffihúsi við Útey, þá skildi ég allt í einu að eina manneskjan af okkur, sem gæti flutt fréttir af ástandinu, án þess að brjóta siðferðisreglur, væri ég, þar sem ég er vanur blaðamaður. Þegar Siri lét vita að hún væri á lífi ákvað ég að skrifa sögu mína sem faðir; ekki sem blaðamaður. Ég sagði björgunarsveitunum frá því að ég ætlaði að skrifa og sendi síðan greinina. Daginn eftir var hún gefin út í dagblaðinu VG og ég fékk mjög sterk og jákvæð viðbrögð, bæði frá foreldrum ungmenna sem höfðu verið í Útey og öðrum. En já, það er rétt, ég reiddist við unga blaðamenn á kaffihúsinu. Ég veit af fenginni reynslu hversu hættulegar svona aðstæður geta verið og mér fannst mikilvægt að fjölmiðlar kæmu fram faglega og á viðeigandi hátt.” En hvað fannst þé,r Siri, um að pabbi þinn skrifaði þessa grein meðan þú varst enn í Útey?
Framhald á næstu opnu ÍSLENSKA SIA.IS ICE 59351 04/12
Það var átakanleg stund þegar eftirlifendur og aðstandendur þeirra heimsóttu Útey að nýju aðeins fjórum vikum eftir fjöldamorðin. Hér lýstu ungmennin fyrir fólkinu sínu hvernig og hvert þau flúðu, lögðu rósir og kveiktu á kertum á þeim stöðum sem vinir þeirra og félagar höfðu orðið fyrir byssuskotum morðingjans.
fannst rétt af pabba að skrifa þessa grein. Það tók mig nokkrar vikur að hugsa um hvert atriði sem hafði gerst þennan dag. Fyrstu tvær vikurnar reyndi ég bara að lifa af einn dag í einu. Síðar skildi ég að svona bregst pabbi minn við þegar eitthvað skelfilegt gerist. Hann verður að skrifa og koma orðum að því sem hann upplifir. Hann verður að deila, flytja fréttir og ræða málin. Mér hefur því aldrei fundist þetta röng ákvörðun hjá honum.” Þið fóruð svo saman í sjónvarpsþátt að segja frá þessum atburðum. Var það þér léttir að ræða um þessi mál? „Ég var kvíðin fyrir að tala í sjónvarpi. En ég var ekki ein. Margir þeirra sem komust lífs af frá þessum
Árshátíð, haustferð, stórafmæli? Njótið þess að ferðast saman og vera til. Icelandair býður hópferðir til fjölmargra áfangastaða austan hafs og vestan, ferðir sniðnar að þörfum fólks í góðra vina hópi sem eiga örugglega eftir að hressa upp á tilveruna.
+ Nánari upplýsingar hjá hópadeild Icelandair í síma 50 50 406 eða á hopar@icelandair.is
* Hópur miðaðst við að 10 eða fleiri ferðist saman.
Hafið samband við hópadeild Icelandair Skipuleggið ferðina tímanlega. Við getum séð um að bóka flug, hótel, rútur, skoðunarferðir og kvöldverði. Leitið tilboða með því að fylla út fyrirspurnarformið á icelandair.is/hopar.*
32
viðtal
Helgin 8.-10. júní 2012
orð forsætisráðherra og konungsins, muni í framtíðinni verða skoðuð til hins ítrasta af stjórnmálafræðingum í Noregi og jafnvel í öðrum löndum. Ég er ánægður með hvernig þjóðin brást við en ekki svaraði ekki í sömu mynt og hryðjuverkamaðurinn – með meiri deilum, ofbeldi, hræðslu og hefnd. Mikilvægi þess að berjast gegn öfgum er að hafa sterkan liðsafla lögreglu, en samt halda samfélaginu opnu eins og það hefur verið í Noregi, ekki byggt á lögregluvaldi eða „Stóra-bróður” samfélagi.”
hildarleik höfðu verið í viðtölum. Okkur fannst mikilvægt að deila með þjóðinni því sem við höfðum upplifað og vera opin gagnvart því. Hluti af mér – sami hlutinn og sagði mér að það væri rétt af mér að skrifa bókina – sagði mér að það væri mikilvægt. Þetta getur stafað af því að ég hef sjálf viljað afla mér eins mikilla upplýsinga og unnt er um hvað gerðist þennan dag. Eiginlega til að raða púsluspilinu saman – fá heildarmynd. Þess vegna samþykkti ég að fara í nokkur viðtöl. Mér leið mun betur eftir að við höfðum skilað af okkur handritinu. Skrifin hjálpuðu mér við að takast á við tilfinningar mína og reynslu. Skrifin voru nokkurs konar meðferð. Það hefur líka hjálpað mér mikið að geta talað um þessa atburði“
Auður stóll við matarborðið og engin tónlist úr unglingaherberginu
Mikilvægt að fá að vera „gamla“ Siri
Atburðir sem þessir munu alltaf eiga stað í huga og minningum ykkar. Hvernig gengur ykkur almennt að lifa með þessa reynslu í farangrinum,núna þegar ekki eru liðnir nema tíu mánuðir? „Ég hef sagt að þessi lífsreynsla er ekki eitthvað sem ég get falið. Ég held ekki að það myndi gera mér gott að reyna að gleyma henni. Þess í stað verð ég að finna leið til að takast á við þetta og láta þessa atburði verða eðlilegan hluta af mér og lífi mínu í framtíðinni. Það er mikilvægt fyrir mig að vera Siri, stelpan sem ég hef alltaf verið, en ekki Siri sem var í Útey. Atburðirnir 22. júlí komu án nokkurrar viðvörunar en það táknar ekki að þeir hafi getað ýtt „gömlu“ Siri í burtu. Hún er ennþá hér. Þess vegna er betra fyrir mig að læra að lifa með því sem gerðist þennan dag í stað þes að láta þessa reynslu skyggja á líf mitt alla ævi.“ „Útey og 22. júlí hafa verið hluti lífs okkar í tíu mánuði,“ segir Erik. .„Það hefur haft áhrif á fjölskyldu okkar, bæði á góðan og erfiðan hátt. Upplifunin hefur styrkt fjölskylduböndin. Það er mikilvægt fyrir okkur að láta þessa reynslu verða hluta af okkur og nota tækifærið til að styrkja okkur sem manneskjur til að halda áfram að lifa. Það sama finnst mér gilda fyrir Noreg frá 22. júlí er að mér hefur mér fundist sífellt mikilvægara að við gefum því tilgangslausa tilgang. Mér finnst mikilvægt að við vinnum að því að styrkja lýðræðið, það sé opnað meira á umræðu og mannúðin verði sýnilegri. Það er besta leiðin til að svara hryðjuverkum og besta leiðin til að virða og heiðra þær sjötíu og sjö manneskjur sem voru myrtar.“
Talið um sorgina, talið um erfiðar minningar
Eigið þið einhver ráð til þeirra sem horfast í augu við hið illa eða ganga í gegnum skelfilega lífsreynslu. Í bókinni talar Siri um alvarleg veikindi, dauðsföll og fleira. Hvernig er best að halda áfram með lífið eins og það var áður en áföll dynja yfir – ef það er þá hægt? „Ég held að það sé einstaklingsbundið,“ svarar Siri. „En það þýðir ekki að við getum ekki lært hvert af öðru. Besta ráðið sem ég get gefið er að tala um reynsluna við aðra – jafnvel þótt þér finnist það ekki passa á því augnabliki. Það getur verið erfitt, það þekki ég af eigin reynslu. Ég vildi ekki ræða þessi mál við neinn í fyrstu en eftir að ég fór að tala um þau, leið mér miklu betur. Auðvitað ræður viðkomandi hversu djúpt hann fer í málin, það er sá sem lendir í hlutunum sem ræður þeirri ferð. Komið fram við þann sem hefur upplifað
Sigraði „Fjall hins illa anda“. Siri, Berit móðir hennar, Erik pabbi hennar og Thea, litla systir, hamingjusöm eftir að hafa gengið á tind Kilimanjaro, aðeins tæpum mánuði eftir skelfinguna.
mikla erfiðleika á sama hátt og áður. Það er enginn munur á alvarlegum veikindum og hræðilegri lífsreynslu. Sú staðreynd að nokkrir vina minna buðu mér í bíó 24. júlí hafði gríðarleg góð áhrif á mig og sýndi mér að ég gæti staðið upprétt án hjálpar. Þau töluðu ekki um 22. júlí eða klukkustundirnar sem við vörðum þar saman. Þeir höguðu sér bara nákvæmlega eins og alltaf áður. Mér fannst það stórkostlegt! En hvert okkar verður að velja sína leið til bata. Við verðum að skora okkur sjálf; gera eitthvað jákvætt, þótt það geti reynst erfitt. Ég þarf stöðugt að skora á sjálfa mig svo ég verji ekki lífinu í að vera óttaslegin og það er oft erfitt. En ég geri það. Ég get ekki lifað lífinu hugsandi um 22. júlí 2011 það sem ég á eftir ólifað. Ég vil halda áfram.“
„Mundu hvað er mikilvægt í lífinu“ – heilræði Siri til föður síns
Martraðirnar eru að mestu horfnar hjá Siri og Erik segist aldrei hafa fengið martröð. „Nei ég hef aldrei fengið martröð, sem betur fer. Ég hef haft meiri áhyggjur af Siri og gleymi því stundum að ég er faðir tuttugu ára háskólanema, ekki þrettán ára unglings. Ég get sagt henni hvað er rétt og hvað er rangt. Það hefur stundum reynst Siri erfitt. Ég fylgdi henni til Englands og var þar meðan hún var að koma sér fyrir. Það var erfitt að kveðja hana. Ég var hræddur um hana. Ég var áhyggjufullur þar sem hún fór til Englands án nokkura vina til að ræða við. Ég hafði áhyggjur af hvernig hún myndi takast á við nýja hluti í nýju landi. En ég var hreykinn af henni að vilja fara. Hún vildi ekki láta morðingjann breyta mikilvægum fyrirætlunum sínum. Mér fannst að það væri rétt af henni að gera þetta. Thea, litla systir, aðeins sextán ára, var sterka ofurkonan í fjölskyldunni þann 22. júlí. Hún hélt voninni vakandi, hún upplýsti alla í fjölskyldunni um stöðu mála og hún reyndi að sjá um okkur öll. Það sama gilti um Berit, hún skiptir lykilatriði í þessu þótt bókin beini sjónum að okkur Siri. Bæði Berit og Thea studdu þá ákvörðun Siri að fara til Bretlands og hafa talað mikið við hana á „Skype”. Leið Beritar að komast í gegnum þetta hefur verið að stunda íþróttir og æfa mikið. Thea og margir
bræður og systur fórnarlambanna hafa glímt við erfiðleika, en Theu gengur vel. Vandamál Theu var að hún vildi annast alla, vera sú sterka og halda fjölskyldunni gangandi. Á sama tíma var hún hálf ósýnileg. Allir í fjölskyldunni og vinir spurðu hvernig Siri hefði það, varla nokkur spurði um líðan Theu.” Hafa þesir atburðir breytt viðhorfi þínu til lífsins? „Siri segir oft: „Mundu hvað er mikilvægt í lífinu.” Og það er rétt hjá henni. 22. júlí hefur breytt lífsviðhorfum mínum á margan hátt. En dags daglega er það hversdagurinn sem gildir. Við eigum okkar góðu stundir, við ræðum málin líkt og margar aðrar fjölskyldur.” En hvernig sérðu lífið framundan Siri, að loku háskólanámi? Hefurðu ákveðið hvað þú vilt gera? „Núna veit ég ekkert hvað ég vil gera. Í sumar þarf ég að taka ákvörðun um hvort ég ætli að halda áfram náminu hér í Bretlandi eða hvort ég fari í háskóla í Noregi. Ég hef ekki velt framtíðinni mikið fyrir mér. Ég lifi í núinu. Fyrst lýk ég grunnnámi áður en ég tek að öllum líkindum masterspróf.”
Svöruðu hryðjuverkunum með ást og rósum
Hvað geta Norðmenn og aðrar þjóðir lært af því sem gerðist í Noregi 22. júlí í fyrra? „22.júlí hefur sýnt Norðmönnum að það er mikilvægt að vernda gildi og meginreglur lýðræðisins. þarf að vernda áfram. Sá dagur gaf orðunum sem við hlustum á í ræðum á þjóðhátíðardegi Norðmanna, 17 .maí, nýja merkingu. Ég held það sé mikilvægt að ræða málin og finna út hvað er hægt að gera til að annar slíkur atburður endurtaki sig aldrei; hvað það var sem færði okkur þennan morðingja og hryðjuverkamann. Það kenndi okkur að það er mikilvægt að berjast gegn öllum öfgum, bæði trúarlegum og pólitískum, en það hvernig við brugðumst við hryðjuverkaárásini kenndi okkur líka heilmikið um okkur sjálf og fólkið okkar. Við söfnuðumst saman, héldumst í hendur. Við svöruðum hryðjuverkum með ást og rósum og sögðum: „Meira lýðræði, opnara samfélag og ekki vera auðtrúa.” Ég held að þessi viðbrögð og hvernig fólk studdist við
A W A KE
TA
SUÐURLANDSBRAUT 12 | LAUGAVEGUR 81
562 3838
Ð O B Y TIL
BRAGAGATA 38a
Munuð þið á einhvern hátt minnast 22. júlí – sem minningardags fyrir þá sem voru myrtir – kannski ekki opinberan minningardag en eitthvað í einrúmi fyrir ykkur að minnast þeirra sem Siri þekkti og hitti? „Ég held að 22. júlí muni ég skrifa eitthvað eða gera eitthvað fyrir foreldra sem misstu börnin sín í þessum hildarleik. Siri verður í Útey og fjölskylda mín mun styðja fjölskyldur sem misstu þá sem þau elskuðu mest. Ég hugsa nánast á hverjum degi til þessara fjölskyldna, sem sitja við kvöldverðarborðið þar sem er auður stóll og engin tónlist berst lengur úr unglingaherberginu. Það hefði getað verið ég og ég sé baráttuna sem þau eiga í. Ég sé hversu hugrökk þau eru. Mörg þeirra eiga önnur börn til að annast. Fyrir þau verða foreldrarnir að vera sterkir. Það hefur mikil áhrif á mig og ég finn mikið til með þeim.” Hverjar eru tilfinningar ykkar í garð Anders Behring Breivik? „Ég ber engar tilfinningar til hans,” svarar Siri án umhugsunar. „Ég ætla ekki að eyða orkunni í að hugsa til hans. Hann er ekki þess virði.” „Ég hata hann ekki,“ segir Erik. „Meira að segja þegar hann situr hlæjandi í réttarhöldunum eða sýnir engar tilfinningar. Kannski myndi ég hata hann hefði hann myrt Siri. En ég vona samt ekki. Ég er viss um að einhvers staðar innra með honum býr manneskja með tilfinningar og að hann þurfi mikla aðstoð þann dag sem hann vaknar og uppgötvar að hann hefur mannlegar tilfinningar. Ég held að það sé mikilvægt að læra af Anders Behring Breivik. Það er sjaldgæft að hryðjuverkamaður lifi hryðjuverkaárásina af. Nú lærist honum hver hvati hans var, hvort það eru veikindi, geðveiki eða hans eigin hugmyndafræði um stjórnmál.“ Hvaða dóm mynduð þið vilja að Breivik fái? Fangelsi, geðsjúkrahús eða dauðadóm, væri hann leyfður í Noregi? Þessari spurningu vill Siri ekki svara. En Erik segir: „Það er dómarans að ákveða. Ég er ekki geðlæknir né hef mikla þekkingu á lögfræði. Það er mér mikilvægt að dómsvaldið virki á faglegan og réttlátan hátt – líka í þessum réttarhöldum. Það er líka svar okkar við hryðjuverkaárás á kerfi okkar. Í Noregi eru ekki dauðarefsingar og mér finnst það gott. Hvort sem það verður fangelsi eða geðsjúkrahús þá verður herra Breivik aldrei frjáls aftur. En það er mikilvægt að umræðurnar um hægri öfgastefnu og hugmyndafræðilega pólitík hennar séu ekki lagðar til hliðar og útskýrðar með geðveilu herra Breivik, jafnvel þótt hann verði dæmdur geðveikur og ekki hæfur til að vera dæmdur til vistar í venjulegu fangelsi.”
” 6 1 ” 6 1 2495.-
1
2
Am Z Z I Pur áleggju .tveim 5 9 með / 8 1 RITA A G MAR BRAUÐ ” 2 S 1 AUK & VÍTL A H PuIrZáleZggjum með
tveim
” 6 1 ZA &
16”3495.-
3
PIZmatseðli af
H
A/ ARIT Ð G R MA BRAU S AUK VÍTL
EM í fótbolta Evrópumótið í fótbolta 2012 í Póllandi og Úkraínu
Helgin 8.-10. júní 2012
Veislan hefst í dag Flautað verður til leiks á Evrópumótinu í fótbolta í dag. Mörg bestu lið heims leiða saman hesta sína og skærustu stjörnur evrópskrar knattspyrnu láta ljós sitt skína. Pressan er á öllum. Sumir leikmenn þurfa að standa undir nafni sem heimsklassaleikmenn. Aðrir ætla að skjótast upp á stjörnuhimininn. Eitt lið hefur titil að verja en gerð er krafa á mörg önnur að vinna mótið. Hvernig allt fer er ómögulegt að segja en einu er hægt að lofa. Þetta verður veisla.
2
EM í fótbolta
Helgin 8.-10. júní 2012
Hverjir vinna EM? Fréttatíminn fékk sex einstaklinga úr ólíkum áttum, sem þó eiga sameiginlegan mikinn áhuga á fótbolta, til að spá í spilin fyrir Evrópumótið í knattspyrnu í Póllandi og Úkraínu sem hefst í dag, föstudag. Opnunarleikurinn er á milli Póllands og Grikklands á Þjóðarleikvanginum í Varsjá.
Ríkharður Daðason, sérfræðingur RÚV um EM
1
Holland. Spánn og Þýskaland eru sigurstrangleg en þetta er meira von og hjarta sem segja að sóknarleikur Hollands verði í topplagi með Van Persie og Robben. Það er að segja ef þeir fara ekki í fýlu eins og venjulega. Þetta hangir saman, þá að sigurliðið sé með markakónginn og ég ætla að tippa á að Robin Van Persie haldi áfram að vera heitur og þá markakóngur. Oxlade-Chamberlain á möguleika ef hann dettur inn í enska landsliðið. Hann er týpa sem getur stimplað sig inn. Svo hefði Alan Dzagoev hjá Rússum getað komið sterkur ef hann væri ekki meiddur. England. Það eru alltaf til staðar væntingar sem þeir standa ekki undir. Þeir þola ekki að missa Cahill en meiðslin hjá Lampard einfalda lífið hjá Hodgson. Öll liðin geta farið áfram í í D-riðlinum, hann er sá opnasti. Cristiano Ronaldo er með stimipilinn langnæstbesti leikmaður heims og mér finnst hann ekki vera týpan til að breyta því á þessu móti. Portúgalar munu spila mjög erfiða leiki.
2 3 4 5
Eftirfarandi spurningar voru lagðar fyrir spekingana sex. 1. Hvaða þjóð verður Evrópumeistari? 2. Hver verður markakóngur keppninnar? 3. Hvaða leikmaður skýst upp á stjörnuhimininn í keppninni? 4. Hvaða þjóð veldur mestum vonbrigðum? 5. Hvaða leikmaður stendur ekki undir væntingum?
Katrín Júlíusdóttir,
Margrét Lára Viðarsdóttir,
ráðherra
1
Þórir Snær Sigurjónsson, kvikmyndaframleiðandi
1 2 3
Það er líklegast Spánn þó ég ætli að setja Rússland sem hinn óvæntan hest í það sæti. Það verður Robin Van Persie Yann M’Vila hjá Frakklandi. Hann fer að springa út og verður svo seldur til toppliðs eftir mót. England – enn og aftur Franck Ribery hjá Frökkum.
4 5
Þýskaland. Þeir eru með dúndurgott lið sem hefur verið að spila mjög vel saman. Þeir töpuðu ekki leik í undankeppninni og Neuer mun verja markið þannig að erfitt verður að skora hjá þeim. Hið eina sem ég hef áhyggjur af er að Bæjararnir verði blúsaðir en við vonum að þeir verði komnir yfir þetta. Margir hafa spáð Gomez en ég er ekki sannfærð. Hann er líklegur. Strákurinn minn heldur upp á Portúgal og kannski er Ronaldo að fara að gera góða hluti. Manuel Neuer á eftir að verða maður keppninnar. Hann á eftir vera mjög mikið í sviðsljósinu. Englendingar eina ferðina enn. Undirbúningurinn hefur verið tætingslegur og þeir hafa heldur ekki gert góða hluti á undanförnum mótum og það er ekki að fara breytast. Úkraínumenn gætu líka orðið fyrir vonbrigðum með sína menn. Liverpool-leikmennirnir í enska landsliðinu. Alltof margir Púlarar í einu liði.
2 3 4
5
knattspyrnukona
Pawel Bartozsek, stærðfræðingur
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður
1 2 3
Ítalía, einfaldlega lang bestir ... og flottastir. Balotelli, mætir úthvíldur til leiks og klárar dæmið fyrir „Gli Azzurri“. Sebastian Giovinco eða Formica Atomica; springur út á alþjóðavettvangi eftir frábært tímabil á Ítalíu. England, það eru alltaf gerðar óraunhæfar væntingar til enska liðsins og alltaf veldur það vonbrigðum. Þegar leikmannahópurinn er skoðaður kemur í ljós að hann er einfaldlega ekki nægilega sterkur fyrir keppnina. Afleiðingin, enn ein vonbrigðin. Ronaldo.
4
5
1 2
Þýskaland. Yngsta liðið í keppninni ár, spái því að þeir mæti Hollendingum í úrslitum. Klaas Jan Huntelaar, Hollandi. Hollendingar stormuðu í gegnum undankeppnina með þennan mann markahæstan. Stærsta spurningin er reyndar hversu mikið hann fær að koma inn á enda samkeppnin við van Persie hörð. Toni Kroos, Þýskalandi. Lykilmaður í þýska liðinu þrátt fyrir ungan aldur. Portúgal. Einhver þarf að detta út í dauðariðlinum og ég spái því að það verði Portúgal. Cristiano Ronaldo, Portúgal. Ronaldo er frábær íþróttamaður, auðvitað eru mestar líkur á að hann standi sig með stakri prýði en ef eitthvað klikkar hjá mönnum eins og honum þá er alltaf tekið eftir því.
3 4 5
1
Ég er hrædd um að Þjóðverjar vinni þetta. Held smá með þeim. Þeir eru hungraðir, ekki sérstakir í undirbúningsleikjunum en koma sterkir inn í keppnina. Zlatan verður markahæstur. Er í miklu uppáhaldi og hefur hrokann í það. Mig langar að Fernando Torres verði markakóngur. Allir eru farnir að vorkenna honum – bæði vinir og óvinir Spánverja. Hann kemur með aðra endurkomu. Ég held að Spánn valdi vonbrigðum. Fara upp úr riðlinum en ná ekki að uppfylla kröfur um sigur. Detta út í 8-liða úrslitum. Wayne Rooney gæti klúðrað þessu. Mig langar ekki að það gerist en hárið gæti flækst fyrir honum.
2 3 4 5
Verslun Ármúla 26 522 3000 hataekni.is Opið: virka daga 9.30–18 laugardaga 12–17
HÁrfín tækni – frÁbær Hönnun
Verð:
199.995 47LK530 47” LG LCD 100Hz FHD DivX HD 47” LCD / FullHD / 100Hz / Trumotion / USB / snúningsfótur / DVB-T
Verð:
Verð:
449.995 55LW550W
Verð:
369.995 50PZ850N
239.995 47LV450N
55” LG LED PLUS 100Hz FHD C3D
50” LG Plasma 600Hz FHD PenTouch, THX
47” LG LCD 100Hz FHD DivX HD
55” LEDplus / FullHD / Cinema 3D / 100Hz /
50” Plasma / 600Hz / 3D / PenTouch / Krómrammi /
47” LED / FullHD / 100Hz / Trumotion / USB /
Trumotion / SmartTV / USB / snúningsfótur / DVB-T2
USB / DVB-T
snúningsfótur / DVB-T
Verð:
Verð:
179.995 42LV375W
Verð:
239.995 42LW550W
119.995 32LV340N
42” LG LED FHD Smart TV
42” LG LED PLUS 100HZ FHD C3D
32” LG LCD 100Hz FHD DivX HD
42” LED / FullHD / SmartTV / USB / snúningsfótur /
42” LEDplus / FullHD / Cinema 3D / 100Hz /
32” LED / FullHD / Clear voice /
DVB-T
Trumotion / SmartTV / USB / snúningsfótur / DVB-T2
USB / snúningsfótur / DVB-T
Sérfræðingar Hátækni veita þér ráðgjöf um val á rétta sjónvarpinu fyrir þig. Við bjóðum fría heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu.
4
EM í fótbolta
Helgin 8.-10. júní 2012
Mótið í Póllandi og Úkraínu er fjórtánda Evrópukeppnin í sögunni. Þetta er í fyrsta sinn sem keppnin fer fram í AusturEvrópu.
10 Elsti þjálfarinn á mótinu er Giovanni Trapattoni, sem er 73 ára. Sá yngsti er Paulo Bento, 42 ára.
Um sex þúsund sjálfboðaliðar leggja sitt af mörkum til að keppnin gangi smurt fyrir sig í Úkraínu og Póllandi. Öll lið í keppninni fá 8 milljónir evra fyrir þátttöku sína í lokakeppninni. Fyrir hvern sigur í riðlakeppninni fá lið að auki 1 milljón evra og 500 þúsund evrur fást fyrir jafntefli. Fyrir sigur í átta liða úrslitum eru greiddar 2 milljónir evra og 3 milljónir fyrir sigur í undanúrslitum. Sigurvegarinn fær 7,5 milljónir evra og liðið í öðru sæti fær 4,5 milljónir.
staðreyndir um EM 2012 Manchester City er það félagslið sem á flesta leikmenn á EM, 18 talsins.
Elsti leikmaður mótsins er gríski markmaðurinn Kostas Chalkias sem er 38 ára. Hinn hollenski Jetro Willems er yngstur, nýorðinn 18 ára.
Allt í grillmatinn Grillpakkar fyrir hópa og samkvæmi www.noatun.is
Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt
Spánverjar gætu orðið fyrsta þjóðin til að hrósa sigri í tveimur Evrópukeppnum í röð auk þess að landa Heimsmeistaratitlinum í millitíðinni.
Enginn leikmaður Íra leikur í deild í heimalandi sínu en allir leikmenn Englendinga leika heima fyrir.
Þetta verður í síðasta sinn sem 16 lið taka þátt í keppninni. Í keppninni í Frakklandi árið 2016 verða í fyrsta sinn 24 lið sem keppa um bikarinn eftirsótta.
Miroslav Klose hefur skorað 63 mörk fyrir Þýskaland og er markahæsti leikmaður keppninnar en Iker Casillas er leikjahæsti leikmaðurinn með 129 landsleiki.
6
EM í fótbolta
Helgin 8.-10. júní 2012
Leikirnir á EM Riðlakeppni A-riðill
B-riðill
C-riðill
Laugardagur 9. júní
Föstudagur 8. júní Kl. 16.00 Pólland - Grikkland
_______ : _______
Kl. 16.00 Holland - Danmörk
kl. 18.45 Rússland - Tékkland
_______ : _______
D-riðill
Sunnudagur 10. júní
Mánudagur 11. júní
Kl. 16.00 Spánn - Ítalía
_______ : _______
Kl. 16.00 Frakkland - England _______ : _______
Kl. 18. 45 Þýskaland - Portúgal _______ : _______
Kl. 18. 45 Írland - Króatía
_______ : _______
Kl. 18. 45 Úkraína - Svíþjóð
Þriðjudagur 12. júní
Miðvikudagur 13. júní
Fimmtudagur 14. júní
Kl. 16.00 Grikkland - Tékkland _______ : _______
Kl. 16.00 Danmörk - Portúgal _______ : _______
Kl. 16.00 Ítalía - Króatía
_______ : _______
Kl. 16.00 Úkraína - Frakkland _______ : _______
Kl. 18. 45 Pólland - Rússland
Kl. 18. 45 Holland - Þýskaland _______ : _______
Kl. 18. 45 Spánn - Írland
_______ : _______
Kl. 18. 45 Svíþjóð - England
Laugardagur 16. júní
Sunnudagur 17. júní
Mánudagur 18. júní
Kl. 16.00 Grikkland - Rússland _______ : _______
Kl. 16.00 Danmörk - Þýskaland _______ : _______
Kl. 16.00 Ítalía - Írland
_______ : _______
Kl. 16.00 England - Úkraína
Kl. 18. 45 Tékkland - Pólland
Kl. 18. 45 Portúgal - Holland
Kl. 18. 45 Króatía - Spánn
_______ : _______
Kl. 18. 45 Svíþjóð - Frakkland _______ : _______
_______ : _______
_______ : _______
_______ : _______
_______ : _______
_______ : _______
Föstudagur 15. júní _______ : _______
Þriðjudagur 19. júní _______ : _______
8 liða úrslit Fimmtudagur 21. júní
Föstudagur 22. júní
Kl. 18.45 1. sæti A riðli - 2. sæti B riðli
Kl. 18.45 1. sæti B riðli - 2. sæti A riðli
____________________________________–____________________________________
_______ : _______
____________________________________–____________________________________
Laugardagur 23. júní
Sunnudagur 24. júní
Kl. 18.45 1. sæti C riðli - 2. sæti D riðli
Kl. 18.45 1. sæti D riðli - 2. sæti C riðli
____________________________________–____________________________________
_______ : _______
____________________________________–____________________________________
_______ : _______
_______ : _______
undanúrslit Miðvikudagur 27. júní
Fimmtudagur 28. júní
Kl. 18. 45 Sigurvegari 8 liða úrslit 1 - Sigurvegari 8 liða úrslit 3
Kl. 18.45 Sigurvegari 8 liða úrslit 2 - Sigurvegari 8 liða úrslit 4
____________________________________–____________________________________
_______ : _______
____________________________________–____________________________________
úrslit Sunnudagur 1. júlí Kl. 18.45 Sigurvegari Undanúrslit 1 - Sigurvegari Undanúrslit 2 ____________________________________–____________________________________
_______ : _______
_______ : _______
Í dag þarf að hætta snemma!
Léttöl
Léttöl
Fylgstu með okkur á facebook.com/carlsberg
Gullverðlaun Holta Kjúklinga - Bratwurstpylsur unnu til gullverðlauna í fagkeppni meistarafélags kjötiðnaðarmanna sem haldin var nú á dögunum. Einnig voru pylsurnar valdar sem besta varan unnin úr alifuglakjöti. Kjúklinga-Bratwurstpylsur eru óreyktar og unnar úr sérvöldu gæðahráefni. Þær eru kryddaðar til með jurtum og kryddkornum þannig að úr verður bragð sem fær sælkera til að kikna í hnjáliðunum og brosa framan í heiminn.
®
Grunnur að góðri máltíð www.holta.is
fréttir vikunnar 33
Helgin 8.-10. júní 2012
Vikan í tölum
211,5
19,1
milljónir er heildarupphæðin sem frambjóðendurnir sex til forseta mega verja til framboðsmála.
prósent var aukning í fasteignaviðskiptum á milli maí á þessu ári og maí í fyrra.
FOKK YOU LÍÚ var sennilega slagorð dagsins í mótmælum sjómanna gegn nýjum fiskveiðistjórnunarfrumvörpum sem ríkisstjórnin stefnir að því að koma í gegnum þingið fyrir sumarfrí. Um tvö þúsund manns mættu á Austurvöll ýmist til að mótmæla ríkisstjórninni eða mæla með henni. Ljós-
37,5
mynd/Hari
prósent allra liða á EM í fótbolta spila í búningum frá þýska íþróttavöruframleiðandanum Adidas. Það eru Rússland, Grikkland, Þýskaland, Úkraína, Spánn og Danmörk.
110
Kapp í kappræðum Einn af hápunktum vikunnar var kappræður forsetaframbjóðendanna á Stöð 2 þar sem helmingur frambjóðendanna gekk út í beinni útsendingu. Og ekki skorti viðbrögðin á Facebook við þessum heimssögulega viðburði.
Guðmundur Andri Thorsson
ár eru frá því að SÍS, Samband íslenskra samvinnufélaga, var stofnað. Það fór reyndar á hausinn fyrir tuttugu árum en lifir engu að síður góðu lífi.
100
Heitustu kolin á
Á meðan þið horfðuð á kappræður sem voru víst frekar skrýtnar fórum við út og gróðursettum Litla tré. Enda gróðursetning alltaf betri iðja en rifrildi.
Heiðar Ingi Svansson Það hefur greinilega verið rétt ákvörðun að standa úti við grillið heldur en að horfa á þetta forsetaframboðsklúður á Stöð 2. Kannski komin full ástæða til að endurvekja Smekklausu verðlaunin, Einar Örn ?
Helga Vala Helgadóttir
prósent hlutfall marka íslenska U-21 árs landsliðsins í undankeppni EM í fótbolta hefur framherjinn Björn Bergmann Sigurðarson skorað.
Missti af kappræðum en á yfirferð minni hér á FB sýnist mér að sjaldan hafi einni þjóð leiðst jafn mikið ein kosningabarátta. þetta eru nú meiri leiðindin alltaf hreint. Þetta sagði ég í vikulokum fyrir 2 - 3 vikum... og
það hefur hreint ekkert batnað. Tóm leiðindi og lítil gleði... en ... aftur... ég sá ekki heildina og ætti því ekkert að vera að tjá mig... er meira svona að tjá mig um fílinginn á fb í kjölfar sirkus stöðvar tvö
Golli. Kjartan Þorbjörnsson missti af “The Biggest Loser” á Stöð 2 í kvöld.
Deilt um kvótann Útgerðarmenn söfnuðu skipum sínum saman í Reykjavíkurhöfn til að móta kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar þar sem skipin þeyttu flautur sínar við mismikinn fögnuð íbúa miðbæjarins sem tjáðu sig um gjörninginn, á Facebook að sjálfsögðu.
Guðmundur Pálsson Minnist þess þegar lögreglan stöðvaði lúðraþyt Sturlu vörubílstjóra á Austurvelli. Hann var einn. Með einn lúður.
Heiða B Heiðars Herlúðrar úgerðarmanna eru alla að æra í 101 - eins gott að það er fullt af latte til að hugga sig við
Bryndis Isfold Hlodversdottir
Ekki nóg með að maður hafi þurft að hlusta á ríkustu stétt landsins væla í hverjum fréttatíma í marga mánuði yfir því að þurfa að borga fyrir það sem þeir hafa hingað til fengið ókeypis, heldur á maður að þurfa að sitja undir hávaða og látum heima hjá sér líka?! Á ekkert að stöðva þetta væl og flaut? Eða ætla menn að leggjast kylliflatir niður í ótta við að forréttindastéttin geri hvað? Haldi áfram að hræða líftóruna úr fólki, um að ef hlutirnir verða ekki eins og þeir vilja þá muni allt hrynja eins og spilaborg..
Linda Vilhjálmsdóttir grátkór LÍÚ er með stórtónleika á Austurvelli í dag klukkan fjögur! Missið ekki af þessu frábæra tækifæri til að berja kórinn augum!
Ólöf Nordal Glæsileg skip í höfninni í Reykjavík, hvað skyldi sameiginlegt aflaverðmæti þeirra vera?
Guðmundur Andri Thorsson Hálfkvíði því alþingi götunnar sem í vændum er á Austurvelli.
Góð vika
Slæm vika
fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, forsetaframbjóðanda
fyrir Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúa
Besta vikan Ólafur Ragnar Grímsson, forsetaframbjóðandi og forseti Íslands, átti sérdeilis góða viku – sjálfsagt þá bestu í langan tíma. Hann er kominn með yfirburðaforystu í könnunum, talaði þrefalt meira en bæði Herdís Þorgeirsdóttir og Þóra Arnórsdóttir í frægum kappræðum forsetaframbjóðendanna á Stöð 2 á sunnudaginn þar sem helmingur frambjóðenda gekk út og eftirlét, þar af leiðandi, Ólafi Ragnari sviðið. Ekki spillir fyrir Ólafi Ragnari að hans helsti keppinautur er nýrisin af fæðingarsæng og getur því ef til vill ekki beitt sér sem skyldi.
Besta boðsferðin Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi Besta flokksins, hefur legið undir ámæli og harðri gagnrýni fyrir að þiggja boð í jómfrúarferð íslenska flugfélagsins Wow Air til Parísar í síðustu viku. Aðrir borgarfulltrúar segja hann ekki skilja siðareglur borgarfulltrúa og bloggarar skora á hann að segja af sér. Sjálfur segist Einar Örn vera æskuvinur Skúla Mogensen og hann hafi greitt 5900 krónur fyrir sætið. Hvað sem öðru líður hefur kusk fallið á hvítflibba stjórnmálamannsins Einars Arnar Benediktssonar.
Hagsmunahópar deila um kvótann Tugir fiskiskipa voru í Reykjavíkurhöfn vegna samstöðufundar útgerðarmanna sem fram fór á Austurvelli. Á sama stað á sama tíma mættu þeir sem mótmæla vildu framgöngu útgerðarmanna.
Sakaði þingmann um ölvun Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, sakaði Jón Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, í ræðustóli Alþingis um að vera drukkinn. Hann dró ummæli sín til baka og baðst afsökunar.
Einar Örn gagnrýndur Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi Besta flokksins, hlaut gagnrýni fyrir að hafa þegið boðsferð flugfélagsins WOW til Parísar. Einar Örn sagðist ekki hafa farið sem borgarfulltrúi heldur einstaklingur.
Þverganga Venusar Sá sjaldgæfi viðburður átti sér stað í vikunni að reikistjarnan Venus gekk þvert fyrir sólu. Þetta gerist næst árið 2247.
Íslendingur fær tónlistarverðlaun Anna Þorvaldsdóttir hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs í ár fyrir verk sitt Dreymi. Hún er fimmti Íslendingurinn sem hlýtur þessi virtu verðlaun.
Lögreglan fær 50 milljónir Innanríkisráðherra tilkynnti að lögreglan fengið 50 milljóna aukafjárveitingu til að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi.
Nýtt fangelsi Kynntar voru niðurstöður um nýtt fangelsi á Hólmsheiði sem gert er ráð fyrir að verði tekið í notkun árið 2015. Áætlað er að framkvæmdir hefjist vorið 2013.
34
viðhorf
Helgin 8.-10. júní 2012
Friðhelgi einkalífs
ÍSLENSKA SIA.IS SFG 42040 04.2008
F
Sofið á verðinum
Leiti fólk til sérfræðistétta sem hafa ríka trúnaðarskyldu treystir það því að sá trúnaðar haldi. Þetta á til dæmis við um lækna og lögfræðinga. Í slíkum viðtölum eru oftar en ekki lagðar fram viðkvæmar persónuupplýsingar sem öðrum eru ekki ætlaðar. Gera má ráð fyrir að slíkt hafi átt við um þær konur sem leituðu lögfræðiaðstoðar vegna ígræðslu brjóstapúða sem síðar kom í ljós að reyndust gallaðir, enda óskuðu þær nafnleyndar. Friðhelgi einkalífs er stjórnarskrárvarinn grunnréttur fólks. Reglunni er ætlað að verja einstaklinga gegn yfirgangi stjórnvalda hverju sinni og er mikilvægasta mannréttJónas Haraldsson indaákvæði stjórnarskrárinnar, jonas@frettatiminn.is eins og Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og fráfarandi formaður Lögmannafélags Íslands, bendir á í nýlegri blaðagrein. Svo mikilvæg eru þessi ákvæði, segir hæstaréttarlögmaðurinn, að sett hafa verið í lög ákvæði um trúnaðar- og þagnarskyldu ýmissa starfsstétta, svo sem lögmanna, sem hafa upplýsingar um viðkvæm einkamálefni fólks. Hann spyr því eðlilegrar spurningar í kjölfar nýfallins hæstaréttardóms þar sem lögmanni þeirra kvenna sem til hans leituðu, í skjóli trúnaðar og nafnleyndar vegna ígræðslu gölluðu brjóstapúðanna, var gert að láta skattrannsóknarstjóra í té nöfn og kennitölur þeirra: „Er stjórnarskrárvernd einkalífsins gagnvart ríkisvaldinu að engu orðin?“ Í stjórnarskránni segir að allir skuli njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu – en þrátt fyrir það ákvæði megi með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra. Hæstaréttarúrskurðurinn er konurnar varðar, og áður úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur, byggir, að því er fram kemur í grein hæstaréttarlögmannsins, á heimild í lögum um tekjuskatt þar sem öllum er skylt að láta skattayfirvöldum í té allar upplýsingar og gögn sem þau óska eftir og sérstöku
ákvæði þeirra laga sem kom inn í lögin árið 2009 um að ákvæði annarra laga um trúnaðar- og þagnarskyldu víki fyrir því. Þarna er langt seilst og spurning hvor rétturinn sé ríkari, kvennanna sem leituðu í trúnaði til lögmanns eða skattayfirvalda sem rannsaka hugsanleg skattaundanskot læknis. „Það er mikilvægt,“ segir Brynjar, „að fólk geti leitað til lögmanna vegna sérþekkingar þeirra. Að öðrum kosti er flestum einstaklingum ekki mögulegt að leita réttar síns gagnvart öðrum einstaklingum eða ríkisvaldinu. Þess vegna hefur löggjafinn sett sérstök lög um lögmenn þar sem trúnaðar- og þagnarskyldan er mikilvægur þáttur og raun forsenda þess að fólk geti leitað til þeirra. Það er því undarlegt að löggjafinn skuldi afnema trúnaðar- og þagnarskylduna og veita skattayfirvöldum ótakmarkaða heimild til að fá aðgang að viðkvæmum upplýsingum frá skjólstæðingum þeirra. Og það er skelfilegt að dómstólar skuli meta stjórnarskrárvarða friðhelgi svo lítils, að þeir leggi blessun sína yfir löggjöf af þessu tagi.“ Hæstaréttarlögmaðurinn fylgir þessu með svari við eigin spurningu: „Hvað er þá því til fyrirstöðu að skattayfirvöld fái aðgang að gögnum í vörslu skipaðra verjenda sakaðra manna? Samkvæmt dómi Hæstaréttar er ekkert því til fyrirstöðu.“ Tekið skal undir með Brynjari þar sem hann segir að svo virðist sem allir hafi sofið á verðinum yfir þessum mikilvægu einstaklingsréttindum og ótrúlegt sé að nokkrum manni finnist hagsmunir skattayfirvalda vega þyngra en hagsmunir þeirra kvenna sem hér um ræðir. „Ég tel,“ segir Brynjar í Fréttatímanum í liðinni viku, „hagsmuni þeirra kvenna, sem fengið hafa sílikon í barm sinn, til að njóta fullrar nafnleyndar, meiri en rétt ríkisins til að komast að því hvort einhver lýtalæknir hafi skotið hundruðum þúsunda eða milljónum undan skatti. Friðhelgin er ein af grunnstoðum samfélagsins og það hriktir í henni.“ Vont er, eins og fram kemur þar, að virðing fyrir friðhelgi einkalífsins sé á undanhaldi hjá ríkisvaldinu. Hún hafi verið sett í annað sætið á eftir rannsóknarhagsmunum og eftirliti ríkisins.
Yfirlýsing frá Seðlabanka Íslands
Athugasemd við rangfærslur í Fréttatímanum
b ó k a b ú ð f o r l a g s i n s
Fiskislóð 39
Opið alla virKa daga
kl.
10–18
Og laugardaga
kl. 10–14
Kaffi á könnunni og næg bílastæði
17juni.is
Skrúðgöngur frá Hlemmi og Hagatorgi kl.13
Í
Fréttatímanum 25. maí sl. var fullyrt að allt bendi til þess að Seðlabankinn hafi farið á svig við stjórnsýslulög þegar hann frestaði ákvörðun á sölu Sjóvár til aðila sem nú hefur sjálfur upplýst að hann hafi á þeim tíma verið til rannsóknar í gjaldeyriseftirliti Seðlabankans vegna gruns um brot á gjaldeyrislögum og hafi síðar verið kærður til Efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra vegna sama gruns. Er þetta haft eftir alþingismanninum Guðlaugi Þór Þórðarsyni og vísar hann í því sambandi til svars Seðlabankans við fyrirspurn frá Umboðsmanni Alþingis. Reyndar gengur blaðið sjálft lengra og persónugerir málið í hliðartexta og fullyrðir að „Már Guðmundsson ...hafi notfært sér (undirstrikun SÍ) upplýsingar frá gjaldeyriseftirliti bankans...“. Þessi ummæli hljóta að flokkast sem meiðyrði en ekki verður farið lengra með það. Hið rétta í málinu er að í svari Seðlabankans til Umboðsmanns Alþingis um þetta mál er ítarlega rökstutt að Seðlabankinn hafi ekki brotið stjórnsýslulög í þessu samhengi og hefur það ekki verið hrakið. Þvert á móti er auðvelt að rökstyðja að það hefðu verið alvarleg embættisafglöp ef Seðlabankinn hefði haldið áfram með söluna eins og ekkert væri og síðan skömmu síðar kært stóran aðila í kaupendahópnum fyrir brot á gjaldeyrislögum, og það vegna fjármuna sem hugsanlega hefðu verið notaðir til að kaupa félagið. Þetta ættu flestir að sjá. Til viðbótar skal bent á að eftirlitsaðilar með Seðlabankanum, þ.e. Ríkisendurskoðandi og þingkjörið bankaráð,
fengu upplýsingar um þetta mál og gerðu ekki athugasemdir við málsmeðferð. Það að salan á Sjóvá hafi verið framkvæmd af dótturfélagi Seðlabankans, ESÍ ehf., breytir þessu ekki eins og útskýrt var í svari Seðlabankans sem birt var samhliða fréttinni en blaðamaðurinn gerði lítið með. Í fréttinni er verið að gera það tortyggilegt að fyrir Alþingi liggur frumvarp sem meðal annars felur það í sér að Seðlabankinn fái samskonar upplýsingaheimildir og FME til að rannsaka brot á gjaldeyrislögum. Enginn fótur er fyrir þeirri tortryggni á grundvelli þessa máls eins og fram hefur komið. Reyndar er það svo að Seðlabankinn ber þagnarskyldu samkvæmt lögum um gjaldeyrismál, auk þagnarskylduákvæða seðlabankalaga. Í þessu tiltekna máli hefur Seðlabankinn því gætt fyllsta trúnaðar sem auðvitað hamlar honum í því að leggja öll gögn á borðið. Það er hins vegar auðvelt að nota slíka þögn til að gera mál tortryggileg. Að lokum er rétt að benda á þá staðreynd að í þessu tiltekna máli var það bjóðandinn sem hætti sjálfur við kaupin áður en Seðlabankinn hafði tekið ákvörðun í málinu. Það má jafnframt minna á í þessu samhengi að samkvæmt tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu 22.11.2010 hafði sú stofnun verið með í skoðun hvort fjárfestahópur bjóðandans gæti fengið heimild til að fara með virkan eignarhlut í SjóváAlmennum tryggingum hf. Niðurstaða í það mál var ekki komin þegar bjóðandi sagði sig sjálfur frá kaupunum.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
I AM YOUR SUMMER DEAL Verð frá 139.995.KAUPAUKI
Ný hágæða stafræn SLR myndavél með 24.2 Megapixla C-MOS myndflögu og 18-55VR linsu með hristivörn. GUIDE valmyndakerfið auðveldar öllum að taka betri myndir á augabragði. D-Movie kvikmyndataka í háskerpu (1920x1080p). 11 punkta sjálfvirkt fókus kerfi, hátt ljósnæmi ISO (100-6400) sem má framlengja í 12800, Live View og stórum 3“ háskerpu skjá.
Sumarpakki frá Nikon í kaupbæti: Kælitaska fyrir sex gosdósir, svifdiskur, strandbolti, spilastokkur að virði 5.995.-
KAUPAUKI
Verð 24.995.-
Sumarpakki frá Nikon í kaupbæti: Kælihulstur
COOLPIX S3300 – Litrík sýn á þína veröld. Nett og meðfærileg myndavél með 16 megapixla upplausn, NIKKOR gleiðhornslinsu, 6x optískum aðdrætti og hristivörn. Sjálfvirkar umhverfisstillingar, stór 2.7“ LCD skjár og HD hreyfimyndataka. Eins fæst hún í 8 líflegum litum. Taktu skemmtilegar myndir við öll tilefni.
Með öllum Nikon vélum fylgir íslenskur leiðarvísir.
www.nikon.is
SÖLUAÐILAR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Heimilistæki – Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík – 569 1500 – www.ht.is Sjónvarpsmiðstöðin – Síðumúla 2, 108 Reykjavík – 568 9090 – www.sm.is Beco – Langholtsvegi 84, 104 Reykjavík – 533 3411 – www.beco.is Fotoval – Skipholti 50b, 105 Reykjavík – 553 9200 – www.fotoval.is MAX – Kauptún 1, 210 Garðabær – 412 2200 – www.max.is Hagkaup – Smáralind, 201 Kópavogur – 563 5000 – www.hagkaup.is Tölvulistinn – Reykjavík, Hafnarfirði – 414 1700 – www.tl.is
fyrir gosdós, farsímavasi fyrir ströndina, spilastokkur að virði 2.495.-
Nikon School D-SLR Intro – 2.5 klst kynningarnámskeið ásamt Check & Clean í 3 ár fylgir með D3200 að verðmæti 25.000.-
SÖLUAÐILAR Á LANDSBYGGÐINNI Hljómsýn – Akranesi; Framköllunarþjónustan – Borgarnesi; Blómsturvellir – Hellissandi; Hrannarbúðin – Grundarfirði; Skipavík – Stykkishólmi; Snerpa – Ísafirði; Kaupfélag V-Húnvetninga – Hvammstanga; Smárabær – Blönduósi; Skagfirðingabúð – Sauðárkróki; SR Byggingavörur – Siglufirði; Valberg – Ólafsfjörður; Kauptún – Vopnafirði; Verslunin Pan – Neskaupstað; Geisli – Vestmannaeyjum; Mosfell – Hellu; Heimilistæki – Reykjanesbæ, Selfossi, Akureyri og Húsavík; Tölvulistinn – Akureyri, Egilstaðir, Selfoss og Reykjanesbæ; Omnis – Akranes, Borgarnes og Reykjanesbæ.
36
viðhorf
Helgin 8.-10. júní 2012
Y
HELGARPISTILL
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is
Yfirleitt tala menn um að fara út að borða þegar þeir snæða á veitingastað í stað þess að skella þverskorinni ýsu í pott og sjóða kartöflur heima. Þetta má til sanns vegar færa, fólk fer út af heimili sínu þótt í raun borði það inni, eins og yfirleitt er gert hér á landi. Því veldur veðurfarið, sem ýmist er blautt og kalt, nema hvort tveggja sé. Tvær undanfarnar helgar – og dagana þar á milli – viðraði hins vegar með þeim hætti á okkar ágæta landi að það var raunverulega hægt að borða úti, sem sagt undir beru lofti. Vegna þess hve veðráttan er fólki hugleikin vissi það varla hvaðan veðrið stóð á það. Hægviðri og hlýtt á öllum landshornum. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Fréttatímans, lýsti ástandinu þannig að tíðin sem við upplifðum þessa tíu daga eða svo væri allt að því einstök. Einn og einn dagur með heiðríkju á landinu kæmi alltaf annað veifið en að þeir röðuðust saman með þeim hætti sem gerðist frá hvítasunnuhelginni og fram í byrjun þessarar viku væri nánast með ólíkindum. Ef sérfræðingurinn segir þetta, þá trúi ég því. Tíðin var allt að því suðræn. Menn komu sælir til starfa eftir hvítasunnuhelgina og lundin var létt virku dagana enda spáin fyrir næstu helgi blíð. Sú spá stóðst. Síðasta helgi var dásamleg, ekki ský á lofti í júnísólinni. Fáir héldust því innan dyra. Sumir dunduðu í görðum sínum, aðrir lögðust í sólbað, skruppu í sund eða fengu sér göngutúr til að sýna sig og sjá aðra. Nánast alls staðar var borðað úti. Morgunkaffið var sötrað á verönd eða svölum,
Teikning/Hari
Út að borða
snarl í hádeginu á sama stað og um kvöldið var grillilmur í lofti. „Ef það mætti treysta svona sumarveðri væri vel gerlegt að þrauka kalda og dimma vetrarmánuðina,“ sögðu þeir sem af langri reynslu treystu því ekki að blíðan héldist. Auðvitað höfðu þeir rétt fyrir sér, það vitum við öll. Ísland er norðlægt og kalt land þótt veður hér sé í raun skárra en hnattstaða segir til um, svo er blessuðum Golfstraumnum fyrir að þakka. Hann rekur við og bætir loftið, eins og við lærum öll í barnaskóla. En er á meðan er. Það er um að gera að njóta dýrðardaganna sem gefast og vita, sem sjaldgæft er á Fróni, að næsti og þarnæsti dagur verði jafngóðir og sá í dag, í gær og í fyrradag. Þess vegna færðist afmæli barnabarns okkar hjónanna út í garð á laugardaginn og kvöldverður sem fylgdi í kjölfarið var á sama stað. Ef stemningin var ekki suðræn þá var hún að minnsta kosti skandinavísk, svona eins og maður sér í dönskum eða sænskum sumarkvikmyndum þar sem hinir eldri sitja hæfilega
settlegir, gjarnan með ljósa sumarhatta, við borð utandyra en lítt klædd börnin leika sér í garði innan um fagurlit blóm og falleg tré. Hlýindi mánaðamótanna maí og júní voru því kærkomin tilbreyting. Engum þótti tiltökumál að hafa svolítið meira fyrir morgunkaffinu, bera það út á bakka með brauði, osti, smjöri og öðru tilheyrandi. Sama gilti um aðra matmálstíma, að minnsta kosti þá sem hittu á helgardagana. Það þurfti að bera allt út, finna til garðstóla og útiborð, hafa til diska og glös. Að kvöldi síðasta sunnudags var pistilskrifarinn samt ekki viss um að hann myndi nenna að standa í þessum flutningum sumarlangt, ef svo ólíklega færi að samfelld sumarblíða entist í þrjá mánuði. Mjólkin með morgunkaffinu hitnar í sterku sólskininu, smörið bráðnar og hangikjötssneiðarnar þorna upp. Kæfan leysist upp og klaki, hafi hann verið á borð borinn til að kæla drykki, verður að vatni fyrr en varir. Þessi burður á leirtaui og sólskorpnar hangikets- og ostsneiðar eru þó ekkert til að hafa áhyggjur
af. Strax síðasta mánudag, meðan sól skein enn í heiði, sagði annar veðurspekingur, Trausti Jónsson, að snarpur kuldapollur sæist í spákortum. Sá svali skrattakollur hefði hrakið hæðina heittelskuðu sem yfir okkur var allt vestur til Kanada og gengi yfir landið úr norðaustri og réði ríkjum á landinu bláa næstu tvo daga, það er að segja liðinn þriðjudag og miðvikudag. Íslendingum var því kippt niður á jörðina aftur, eins og vænta mátti. Það þurfti því ekki lengur að hafa fyrir því að borða úti, nema upp á gamla mátann, að skella sér á veitingahús. Spáin er annars bærileg fyrir helgina, svona venjulegt íslenskt sumarveður eins og við þekkjum það, eitthvað misjafnt þó eftir landshlutum. Þótt heldur hafi kólnað er samt ekki öll von úti enn, jafnvel þótt sést hafi næturfrost í kortunum. Elstu menn muna enn sumarið 1939 og hinir yngri hafa lesið um hina blíðu tíð sam þá ríkti. Opinbert hitamet þess sumars, 31,5 stig á Teigarhorni í Berufirði, hefur enn ekki verið slegið. Hitabylgjur það sumar voru bæði óvenju margar og gætti í fleiri landshlutum en venjulegt er. Samt mældist næturfrost á landinu þetta sæla sumar, bæði í júní og júlí. Svona er Ísland víst í dag, þannig var það í gær og eflaust verður það svipað á morgun. En ef svo færi að við fengjum hitabylgjusumar núna, þrátt fyrir bévítans kuldapollinn sem Trausti minntist á, fylgja vonandi ekki þau ósköp sem fylgdu haustkomunni það löngu liðna ár, 1939.
BETRA LOFT BETRI LÍÐAN
Airfree lofthreinsitæki • Eyðir frjókornum og öðrum ofnæmisvöldum • Vinnur gegn myglusveppi og ólykt • Eyðir bakteríum og vírusum • Hljóðlaust og sjálfhreinsandi • Hæð aðeins 27 cm
Verð frá: 22.750 kr.
NoseBuddy® Nefskolunarkannan Gott ráð gegn kvefi og frjókornaofnæmi Skolar nefið með saltvatni virkar vel gegn: • Frjókornum • Ryki og bakteríum • Áhrifum loftmengunar • Kinn- og ennisholubólgum
Verð: 3.975 kr. Íslenskur leiðarvísir
Verslaðu á vefnum
Frí sending að 20 kg
1 árs skilaréttur
í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18 • Eirberg ehf. • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
38
bílar
Bílar Kia tekur þátt í fótboltaveislu
Helgin 8.-10. júní 2012
Kia Motors styrktaraðilil EM í knattspyrnu 2012
K
ia Motors er einn aðal styrktaraðili EM í knattspyrnu 2012 sem hefst í dag. Keppnin fer fram í Úkraínu og Póllandi. Suður-kóreski bílaframleiðandinn hefur undanfarin ár verið mjög öflugur styrktaraðili við íþróttahreyfinguna og er opinber samstarfsaðili UEFA og FIFA. Þannig var Kia einn aðalstyrktaraðili HM í knattspyrnu fyrir tveimur árum. „Kia vinnur stöðugt að því að efla ímynd sína og þekkingu á vörumerkinu með samstarfssamningum við íþróttahreyfinguna,“ segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Öskju. Kia Motors heldur áfram mikilli sókn í Evrópu en suðurkóreski bílaframleiðandinn jók söluna á fyrsta ársfjórðungi um 24,6 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta er tíundi
mánuðurinn í röð sem Kia eykur sölu á bílum sínum í Evrópu á sama tíma og sala á nýjum bílum í álfunni hefur dregist saman um 7,5 prósent á fyrsta ársfjórðungi. Kia hefur einnig styrkt stöðu sína mjög á Íslandi, er með 9,1 prósenta markaðshlutdeild á þessu ári og er önnur söluhæsta bílategundin á landinu fyrstu fimm mánuði ársins.
Sparneytnir og umhverfismildir
„Þetta eru auðvitað mjög ánægjulegar fréttir en koma raunar ekkert mjög á óvart, þar sem Kia hefur verið að koma fram með spennandi og fallega endurhannaða bíla á síðustu mánuðum. Nú munu tveir nýir Kia bílar bætast í flóruna í sumar, Optima og cee‘d, sem báðir hafi fengið góða dóma bílablaða-
Honda Nýr Civic
Kia bílar fyrir framan knattspyrnuleikvanginn í Varsjá þar sem leikið verður á EM.
manna,“ segir Þorgeir. Hann segir að það sé einnig mjög ánægjulegt að sjá að söluaukningin á Íslandi sé vel yfir 160 prósent ef hún er borin saman við sama tímabil í fyrra. „Við erum að verða komnir í sama fjölda nýskráðra Kia bíla á árinu miðað við allt árið í fyrra. Kia er með 339 nýja selda bíla fyrstu fimm mánuði ársins en á öllu árinu í fyrra voru þeir 374,“ segir Þorgeir ennfremur.
Kynslóðaskipti Nýjar dísil - og bensínvélar í boði
Þrjár sparneytnar vélar í boði Nýr Honda Civic var frumsýndur í vor af bílaumboðinu Bernhard. Bílnum hefur verið vel tekið í Evrópu og hefur hann fengið lof bílagagnrýnenda, að því er fram kemur á síðu umboðsins. Hægt er að velja um 1.4 og 1.8 lítra i-VTEC bensínvélar eða 2.2 lítra i-DTEC dísilvél. Vélarnar eru allar hannaðar með lága eldsneytiseyðslu í huga, kraftmikla eiginleika og hreinni útblástur. Til þess að draga úr eldsneytiseyðslunni enn frekar er beinskiptur Civic útbúinn með Idle Stop-tækni, sem slekkur
á vélinni um leið og numið er staðar og ræsir hana um leið og ökumaður færir fótinn af bremsunni. Innrétting bílsins er endurhönnuð. Bíllinn er vel búinn í Comfort- og Sport-útgáfu með margvíslegum aukabúnaði. Comfort-útgáfan er á 16 tommu álfelgum en Sport-útgáfan á 17 tommu álfelgum. Honda Civic með 1.4 lítra bensínvél kostar 3.490.000, að því er fram kemur á síðu Bernhard. Sjálfskipur Civic með 1.8 lítra vél kostar 3.790 þúsund krónur.
Nýr A-Class frá Mercedes-Benz er mun straumlínulagaðri en fyrri kynslóðir.
Sportlegur A-Class frá Mercedes-Benz
Bernhard kynnti nýjan Honda Civic í vor.
-þegar gæði verða lífsstíll
Mikið breyttur bíll að innan og utan og mun straumlínulagaðri en fyrri gerðir.
Höfðahöllin er flutt að Funahöfða 1 við hliðina á Bílalind
N
Fylgstu með okkur á Facebook
Funahöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | hofdahollin@hofdahollin.is
Við seljum bílinn þinn meðan þú slappar af Mikil sala! Vilt þú selja bílinn þinn? Settu hann á skrá hjá okkur frítt!
Funahöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 580 8900 | bilalind.is
17juni.is
Samfellda dagskrá kl.10-19 má sjá á 17juni.is
ýr og sportlegur MercedesBenz A-Class var kynntur á bílasýningunni í Genf í mars. Þessi nýja kynslóð bílsins er mikið breytt frá fyrri gerð hvað varðar hönnun og aksturseiginleika. Bíllinn hefur vakið mikla athygli nú þegar fyrir hönnun, að innan jafnt sem utan. Nýtt grillið að framan er fallega hannað sem og straumlínulagaðar hliðar bílsins og sportlegur afturhluti hans. Mikið er lagt upp úr vönduðu efnisvali í innréttingunni. Nýjar bensín- og dísilvélar verða í boði í nýjum A-Class sem eru afkastamiklar en einnig eyðslugrannar og umhverfismildar. Þannig verður koltvísýringslosunin aðeins um 99 g/km í umhverfismildustu
vélinni. A-Class verður í boði með tveimur bensínvélum, 1,6 og 2,0 lítra. Vélin í A 180 mun skila 122 hestöflum, í A 200 verður 156 hestafla vél og vélin í A 250 skilar 211 hestöflum. Úrval aflmikilla dísilvéla er einnig í boði í nýju kynslóðinni. A 180 CDI verður með 109 hestafla vél sem togar 250 Nm, A 200 CDI verður með 136 hestafla vél sem togar 300 Nm og A 220 CDI er með 2,2 lítra, 170 hestafla dísilvél sem togar alls 350 Nm. Allar vélarnar í nýjum A-Class verða með ECO start/stopp búnaði. Hægt verður að fá A-Class með nýrri sex gíra beinskiptingu eða 7G-DCT sjálfskiptingu. Í hinum nýja A-Class MercedesBenzen verður meðal annars aðgengi fyrir snjallsíma. Ökumaður
og farþegar geta því tengt iPhone við tæknibúnað bílsins. Hvað öryggisbúnað varðar má nefna árekstrarvara en búnaðurinn greinir þegar fjarlægð frá bíl eða kyrrstæðri mótstöðu er of lítil og lætur ökumann vita með mynd- eða hljóðmerki. Þessi búnaður hefur hingað til aðeins verið í boði í mun stærri og dýrari bílum. Þá er A-Class einnig búinn Pre Safe kerfinu sem er fyrirbyggjandi öryggisbúnaður fyrir ökumann og farþega. Greini búnaðurinn varasamar akstursaðstæður strekkjast bílbeltin í framsætunum á broti úr sekúndu og hliðarrúður og sóllúga lokast sjálfkrafa. Þannig næst full virkni öryggisbelta og öryggispúða sem veita hámarksvörn ef til áreksturs kemur.
Toyota Yaris Hybrid væntanlegur nú í júní Toyota Yaris Hybrid er væntanlegur hingað til lands nú í júní, að því er fram kemur á síðu Toyota-umboðsins. Þar segir að bíllinn hafi fyrst verið kynntur á Genf-bílasýningunni 2012. „Þetta er lipur og skemmtilegur borgarbíll sem byltir hugtakinu um mengunarlítinn akstur. Með útblástur upp á aðeins 79g/km er Yaris Hybrid með minnsta útblásturinn sem fyrir finnst í bíl með hefðbundinn sprengihreyfil og á verði sem oftast væri í boði á venjulegum dísilbílum. Full hybrid tæknin er einstök að því leyti að geta náð þetta litlum útblæstri en samt afkastað 100 DIN hp,“ segir þar og enn fremur: „Batteríin eru nógu lítil til að geta verið staðsett undir aftursætunum og er því sama pláss í Yaris hybrid og er í bensín- og dísilútgáfunum af Yaris.“ Unnið hefur verið að því að lengja þann tíma sem hægt er að aka án þess að notast við bensínvélina en fram kemur í
Toyota Yaris Hybrid var fyrst kynntur á bílasýningunni í Genf í ár og kemur til Íslands í þessum mánuði.
umsögn að prufuferðir sem gerðar voru á Yaris Hybrid sýni að allt að 66 prósent af tíma og 58 prósentum af vegalengd
ferðanna var hægt að aka eingöngu á rafmagni.
SHIFT_the way you move
FERÐALAGLEGUR MEÐ SUMARPAKKA
Nissan Qashqai+2 er sjö manna útfærsla af hinum vinsæla fjórhjóladrifna Nissan Qashqai. Þegar aukasætin eru ekki í notkun nýtist plássið vel fyrir farangur.
7 manna 4x4 20 cm veghæð 2,0 l bensín Meðaleyðsla 8,2 l/100 km
5.990 þús. kr. Sjálfskiptur 2,0 bensín Glerþak Fjórhjóladrif með Lock stillingum Handfrjáls Bluetooth símabúnaður Bakkvörn Regnskynjari Litaðar rúður 17" álfelgur ...og margt fleira
SUMARPAKKI
AÐ ANDVIRÐI 370 þús. kr. FYLGIR SJÁLFSKIPTUM QASHQAI+2 Í JÚNÍ •
Vandað Garmin leiðsögutæki með stórum skjá og íslensku vegakerfi
•
Auka vetrar- eða heilsársdekk
•
Nissan dráttarkrókur
ENNEMM / SÍA / NM52542
NISSAN QASHQAI+2
www.nissan.is Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílasala austurlands / Egilstöðum / 470 5070
BL Sævarhöfða 2 110 Reykjavík 525 8000
40
veiði
Helgin 8.-10. júní 2012
Stangveiði Félagssk apurinn
Fyndni veiðifélaginn Jakob Bjarnar Grétarson ritstjorn@ frettatiminn.is
Í viðtalinu við Ingu Lind, sem sjá má hér á síðunni, var hún spurð þeirrar ósanngjörnu spurningar hver sé uppáhalds veiðifélaginn? Þetta er vitaskuld ómöguleg spurning, nánast eins og að biðja móður að gera uppá milli barna sinna, en Inga Lind snýr sig heldur betur laglega út úr því. Nefnir vitaskuld eiginmanninn til sögunnar, nánast af skyldurækni. „Hann blessaður kemst varla í veiðiferð án þess að ég troði mér ekki með. Annars reyni ég að komast sem oftast með vinum okkar líka,“ segir Inga Lind en vill svo misskilja spurninguna: „Fyndnasti veiðimaður sem ég þekki er Áslaug Hulda
Jónsdóttir, vinkona mín og framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar. Hún velur til dæmis einkennilegar flugur og vill ekki sjá þær ef þær eru rauðar, af því hún er of mikill sjálfstæðismaður til þess. Hún á appelsínugulan veiðijakka og verður mjög kát ef hún finnur flugu í stíl við hann. Hún beygir sig mjög undarlega í hnjánum þegar hún er með fisk á, ber ótrúlega skrýtna rússneska loðhúfu á höfðinu og enginn hefur trú á aðferðum hennar en málið er að hún er veiðir alltaf stærstu fiskana í ferðinni! Svo á hún líka alltaf Irish Coffee í bílnum. Já, og umburðarlyndan mann.“
Áslaug Hulda. Svo mikil Sjálfstæðismaður að hún veiðir aldrei með rauða flugu á, en þó er veiðihúfan rússnesk. Hér er hún, bogin í hnjám, í Húseyjarkvísl með einn vænan lax á og eiginmaðurinn, Áki Sveinsson í forgrunni.
Stangveiði Inga Lind missti þr já risalaxa á einu sumri
Fluga vikunnar
Urriðinn fellur fyrir Silfur perlunni „Sem flugu vikunnar ætti ég náttúrlega að nefna Peacok en sneiði hjá því til að vera pínu frumlegur og nefni Silfur perluna,” segir Ragnar Hólm kynningarfulltrúi Akureyrarbæjar. Fréttatíminn fékk engan aukvisa til að velja fyrir sig flugu að þessu sinni því Ragnar er annar ritstjóra Flugufrétta, www.flugur.is og þaulvanur stangveiðimaður. „Norðmenn kynntu hana Ragnar Hólm með Silfur perluna sem hann segir fyrst fyrir Íslendingum að urriðinn standist ekki. á urriðasvæðinu í Laxá forðum daga. Silfur tinsel á legginn, svart döbb og svo silfurkúla. Gæti ekki verið einfaldara. Líkist lirfu með loftbólu á leið upp á yfirborðið. Urriðinn kolfellur fyrir þessu og sjóbleikjan líka.“
Uppáhalds flugan heitir Inga Lind Ekki verður þverfótað fyrir körlum í stangveiðinni og sú er vissulega ímyndin; að þetta sé karllægur heimur. Því fer þó fjarri lagi að þeir sitji einir að veiðihúsum landsins – konur sækja stöðugt meira í stangveiðina. Ein af þeim skemmtilegri, Inga Lind Karlsdóttir, er þó enginn nýgræðingur með flugustöngina sér í hönd. Hún segir lesendum Fréttatímans af einu og öðru, af ferlinum og hvað er svona það helsta í vopnabúrinu.
Veiðikortið 37 vötn Eitt kort 6.000 kr. www.veidikortid.is
00000
Inga Lind sýnir gullfallegan hæng sem hún veiddi í sinni eftirlætis á: Selá í Vopnafirði.
U
m það bil 30 ár eða alveg síðan pabbi treysti mér til að standa á stórum steini og halda á stöng án þess að detta í Þingvallavatn. Það er þó ekki nema einn áratugur síðan ég fór í mína fyrstu laxveiði,“ segir Inga Lind. Hún dregur hvergi úr því að vera algjörlega forfallinn veiðimaður. „Það er vonin, maður, vonin! Og spennan. Og vitneskjan um hversu ólýsanlega gaman það er þegar hann tekur,“ segir hún og reynir að leggja það fyrir sig, aðspurð, hvað það er sem gerir að hún undir sér við veiðar dagana langa og árum saman.
Selá er drottningin FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ
Hvernig laxveiðin er til komin segir hún að það byggi einkum á sameiginlegum áhuga þeirra hjóna, hennar og Árna Haukssonar fjárfestis, á sportinu: „Maðurinn minn hefur kastað flugu frá því í barnæsku og hann kenndi mér öll trixin í bókinni þegar kemur að straumvatni. Eftirlætis árnar eru nokkrar. Ég elska Þverá í Borgarfirði, mér finnst Húseyjarkvísl alltaf koma á óvart en á toppinum trónir drottningin Selá í Vopnafirði.“ Og það var einmitt þar sem Inga Lind landaði sínum stærsta fiski, hressilegum hæng sem mældist 92 sentímetrar. Inga Lind lítur hvorki við maðkaveiði né setur hún spún á kaststöng; hún veiðir orðið eingöngu á flugu og er mest í laxveiði, en rennir einnig fyrir silung. Aðspurð hversu oft hún fari til veiða árlega minnir Ingu Lind að í fyrra hafi hún farið í sjö veiðiferðir, sem telst nokkuð gott.
Mér var gefin sú fluga af góðum veiði- og fluguhnýtingarmanni sem ég hitti á einum árbakkanum og hann nefndi hana í höfuðið mér – sem Sage frá Orra Vigfússyni Þeir allra hörðustu í veiðinni leggja allt undir er svolítið og fara jafnvel um heim allan í því skyni að vandræða- stunda stangveiðar. Inga Lind segist alveg eiga það eftir og grætur svo sem ekkert legt fyrir reynsluleysi á því sviði. „Nei, það á ég alveg eftir. Eru ekki bestu árnar á Íslandi? Á maður mig. En nenna því að sækja vatnið yfir lækinn?“ við þykjum að En, það er óvíst hvað verður því Inga Lind mjög líkar. sér fyrir sér að stunda veiðar alveg fram á
grafarbakkann. „Já. Geta árbakkar ekki verið grafarbakkar?“ Ekki er úr vegi að fá að gægjast eilítið í veiðitöskuna hjá Ingu Lind. Eftirlætisstöngin kemur ekki frá einhverjum Jóa á bolnum heldur frá einhverjum helsta frumkvöðli laxveiða á Íslandi. „Já, Orri Vigfússon gaf mér tvíhendu, 13 feta Sage og hún hefur reynst mér alveg svakalega vel.“ En, það er fyrst þegar hin klassíska spurning um uppáhalds fluguna ber á góma að Ingu Lind vefst tunga um tönn. „Já, þú spyrð vel. Ég á nefnilega sérhnýtt leynivopn í boxinu mínu sem hefur reynst mér einstaklega vel. Mér var gefin sú fluga af góðum veiði- og fluguhnýtingarmanni sem ég hitti á einum árbakkanum og hann nefndi hana í höfuðið mér – sem er svolítið vandræðalegt fyrir mig. En við þykjum mjög líkar.“
Svo sárt - ó, svo sárt
Inga Lind er að sjálfsögðu innt eftir því hvort hún eigi ekki einhverja skemmtilega veiðisögu að segja lesendum Fréttatímans og ekki stendur á því. „Ég er enn að jafna mig eftir sumarið 2011. Mér tókst að missa þrjá risastóra á einu sumri. Sá fyrsti tók rauða Kröflu í Laxá í Aðaldal og var á í 15 mínútur. Það var nú ekki mikið að gerast þá daga í ánni svo mér fannst ég alveg hrikalega illa svikin. Verst var þó þegar ég las veiðifrétt á Netinu nokkrum dögum seinna um 102 cm lax sem tók rauða flugu og náðist á land - á nákvæmlega sama stað og ég missti minn! Þetta var örugglega sami gaurinn. Svekkjandi fyrir mig,“ segir Inga Lind. „Næst missti ég svo einn kolsvartan og þrautreyndan í Klapparfljótinu í Þverá, og hann þumbaðist í heilan klukkutíma. Á endanum sleit hann af mér allan tauminn og synti sína leið. Það var sárt. Ó, svo sárt.“
Laxinn sem lét eins og bavíani
En allt er þá þrennt er: „Klukkan 21:00, nokkrum dögum síðar tók bjartur, stór og sprækur lax sömu flugu í hylnum fyrir ofan, Árbæjarkvörn, og lét eins og bavíani. Hann var á í tvo og hálfan klukkutíma! Ég var þarna í kvennaholli og veiðitíminn leið og allar konunar voru mættar til okkar að fylgjast með. Til eru æsispennandi myndbönd af þessari viðureign þar sem félaginn sést stökkva 15 sinnum upp úr ánni og reyna að berja sporðinum í línuna. Á endanum, þegar farið var að dimma og ég orðin ansi lúin, ákvað ég að taka betur á honum, klára dæmið og vera hörð en þá hitti víst skrattinn ömmu sína og ég fór að lokum upp í hús með öngulinn í rassinum. Í rauninni varð öngullinn þó eftir í kjaftinum á þeim sterka og sennilega syndir hann um með hann enn þann dag í dag. Ég veit ekki hvenær ég mun jafna mig á þessum óförum. En fjörið var rosalegt – á meðan á því stóð.“ Jakob Bjarnar Grétarsson ritstjorn@frettatiminn.is
TAX FREE VIKA LO
KS
IN
S
Í SPORTBÚÐINNI
ALLAR KASTSTANGIR Á „TAX FREE“ VERÐI Í SPORTBÚÐINNI VIKUNA 8. TIL 15. JÚNÍ FRÁBÆRT ÚRVAL AF VEIÐISTÖNGUM FRÁ RON THOMPSON, DAM, OKUMA OG SAVAGE GEAR
TAX FREE tilboð sýnir verð eins og enginn virðisaukaskattur væri. Að sjálfsögðu borgum við virðisaukaskatt til ríkissjóðs
BEITAN Í VEIÐIFERÐINA
ORMAR OG MAKRÍLL
KRÓKHÁLSI 4 - 110 REYKJAVÍK - SÍMI 517 8050 Í leiðinni úr bænum MÁN. TIL FÖS.- 9 TIL 18 /// LAU. - 10 TIL 16
heilsa
42
Helgin 8.-10. júní 2012
Heilbrigðisr annsóknir Þunglyndi og hreyfing
Líkamsrækt hjálpar ekki gegn þunglyndi
Ó
líkt því sem haldið hefur verið fram hefur líkamsrækt ekki jákvæð áhrif á þunglyndi, samkvæmt niðurstöðum úr nýrri, breskri rannsókn. Í henni voru sjúklingar fengnir til að auka við hreyfingu til viðbótar við þá meðferð sem þeir gengust þegar undir; lyfja- og viðtalsmeðferð. Að ári loknu sýndu allir þátttakendur í rannsókninni minni einkenni þunglyndis en enginn munur mældist hins vegar á milli þeirra sem juku líkamsrækt og þeirra sem gerðu það ekki. Í gildandi ráðleggingum
eru þunglyndissjúklingar hvattir til að stunda líkamsrækt allt að þrisvar í viku. Prófessor í lýðheilsufræðinum við King‘s College í London, Alan Maryon-Davis, sagði í viðtali við BBC að niðurstöðurnar væru vonbrigði. „Við höfðum vonast til að líkamsrækt dragi úr þunglyndi. Við verðum hins vegar að hafa það í huga að þetta eru sjúklingar sem eru þegar á lyfjum og á rannsóknin því aðeins við um þá. Ekki var litið til þess hvaða áhrif líkamsrækt hafi á sjúklinga sem ekki eru á lyfjum
og þá sem annar valkostur við lyf,“ segir Maryon-Davis. Hann segir samt mikilvægt að þunglyndissjúklingar hætti ekki að hreyfa sig þrátt fyrir þessar niðurstöður. „Líkamsrækt hefur svo marga aðra kosti. Hún hefur jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið, lækkar blóðþrýsting og kemur jafnvægi á fituinnihald í blóðinu, styrkir vöðva og eykur brennslu. Margir sem þjást af þunglyndi þjást hugsanlega einnig af öðrum vandamálum. Og virkur líkami hjálpar til við að framkalla jákvæðni,“ segir hann. -sda
KYNNING
Í nýrri, breskri rannsókn kemur í ljós að þunglyndissjúklingar, sem þegar eru á lyfjum, líður ekkert betur við að stunda líkamsrækt, ólíkt því sem haldið hefur verið fram.
Heilsa Að tak a ábyrgð á eigin heilsu
Sólarvörn klukkustund í sólinni
Heilsunám sem getur breytt lífi þínu Í
Heilsumeistaranáminu erum við að kenna fólki að taka ábyrgð á eigin heilsu, bæði líkamlegri og andlegri,“ segir Gitte Lassen sem stýrir Heilsumeistaraskólanum ásamt Lilju Oddsdóttur. Heilsumeistaraskólinn er þriggja ára nám í náttúrulækningum sem er viðurkennt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Í skólanum eru kenndar ýmsar náttúrulækningar svo sem grasalækningar, augnfræði, heilandi fæði og íslenska blómadropa. „Það sem einkennir skólann er hvernig við nálgumst heilsuvernd með heildrænum aðferðum. Við lítum á manneskjuna sem þríþætta heild, líkama, anda og sál, bæði líkamleg og andlega heilsa skiptir máli og tvinnast saman. Það er ekki hægt að aðskilja þetta tvennt. Hið líkamlega ástand hefur áhrif á hið andlega og svo öfugt. Þegar þú útskrifast sem heilsumeistari ertu komin með verkfæri í hendurnar sem þú getur notað til að hjálpa öðru fólki bæði með líkamlega og andlega heilsu þess. Heilsumeistarar getur orðið skráðir græðarar í gegnum Bandalagi íslenskra græðara í samræmi við lög um græðara.“
Augngreining, grasalækningar og næringarfræði
Að sögn Gitte er námið kennt í lotum sem byggjast upp á því að kennt er fjóra daga í röð, annan hvern mánuð en þess á milli glíma nemendur við verkefni í heimanámi. „Á þann hátt gefst möguleiki á að vinna með náminu. Náminu er skipt í þrjá hluta. Sá fyrsti er augngreining sem er aðferð til að skoða hvað er
að gerast í líkamanum. Augun sýna á skýran hátt hvaða liffæri eða líkamamskerfi eru í ójafnvægi. Annar hlutinn snýr að grasalækningum. Þar kennum við hefðbundnar grasalækningar með fókus á íslenskar lækningajurtir, hvernig á að týna þær og nota það á mismunandi hátt. Síðasti hlutinn er heilsumeistarafræði. Það fyrsta sem þarf að gera þegar unnið er með heilsu fólks er að huga að matarræðinu og kennd eru grunnatriðin í næringarfræði og heilandi fæðu ásamt notkun blómadropa og ilmkjarnaolía. Að lokum kennum við margt í sambandi við orkusvið líkamans og hvernig þau hafa áhrif á fólk bæði líkamlega og andlega. Ekki má heldur gleyma því fyrsta sem við gerum þegar við tökum á móti nýjum nemendahópi en það er að búa til heilunar prógramm fyrir hvern og einn. Á fyrstu þremur mánuðunum fá nemendur að prófa allar aðferðirnar sem við kennum í skólanum á eigin líkama. Þetta er mjög öflug leið til þess að átta sig á hversu öflugar þessar aðferðir eru sem við beitum.“ „Á þriðjudaginn næsta kl. 17 munum við kynna námið í Heilsukletti, Köllunarklettsvegi 1. Einnig verðum við með námskeið næstkomandi laugardag frá 9-12, sem við köllum Innlit í grasalækningar en þar gefst fólki kostur á að fá innsýn í kennslu okkar í grasalækningum.“ Skráning stendur yfir núna til 20. Júní. Allar upplýsingar er einnig hægt að nálgast á heimasíðunni: www.heilsumeistaraskolinn.com.
Flestir Íslendingar þola ekki að vera í íslenskri sumarsól í lengur en klukkustund án sólvarna.
Flensueinkenni sólbrunans Í íslenskri sumarsól er best að nota vörn af styrkleika 30 til að koma í veg fyrir sólbruna. Víðtækur sólbruni getur orsakað flensulík einkenni.
S
– Lifið heil
20% afsláttur Lactocare daily kemur jafnvægi á þarmaflóruna.
Lactocare travel er talið fyrirbyggja meltingaróþægindi á ferðalögum.
Lægra verð í Lyfju Gildir til 30. júní
ÍSLENSKA / SIA.IS / LYF 60001 6/12
www.lyfja.is
ólin á Íslandi er svo sterk yfir sumarmánuðina að ráðlegt er að nota sólarvörn af styrkleika 30 til þess að koma í veg fyrir sólbruna að sögn Bárðar Sigurgeirssonar húðlæknis. Bera þarf sólarvörn á húðina oftar en einu sinni yfir daginn ef dvalið er löngum stundum í sólinni og oftar ef verið er í vatni. „Svokallaður UV-Index, útfjólublár stuðull, segir til um hve sterk sólin er. Á vef húðlæknastöðvarinnar, www.hls.is má sjá gildi útfjólublárra geisla í rauntíma og getur fólk þannig metið hversu sterka og mikla sólarvörn það þarf að nota,“ segir Bárður. Í blíðunni sem verið hefur á landinu að undanförnu hefur útfjólublár stuðull sólar mælst rúmlega 5 sem þýðir að nauðsynlegt er að nota sólvörn. Hæsta gildi sem mælst hefur á Íslandi er rúmlega 7 og roðnar húð flestra Íslendinga mjög fljótt við þær aðstæður, að sögn Bárðar. „Við mælum með því að fólk noti sólarvörn af styrkleika 30. Það kemur í veg fyrir sólbruna í flestum tilfellum en gerir það samt að verkum að húðin verður brún,“ segir Bárður. Gæta þarf þess þó að bera sólarvörnina vel á húðina og oft og ekki of þunnt. Sólbruni er í raun ákveðnar skemmdir sem verða í húðinni, að sögn Bárðar. „Húð fólks er mismun-
andi. Sumir verða aldrei brúnir og brenna alltaf og fólk með þannig húðgerð ætti að fara mjög varlega í sólinni og gæta þess vel að brenna ekki,“ segir hann. Flestir ættu að gæta þess að vera ekki lengur en klukkustund í sólinni án sólarvarnar. Til að mynda fær sá sem spilar einn hring á golfvelli síðdegis, frá 15-19 á sig tvöfalt meiri skammt af útfjólubláum geislum en húðin þolir og ætti því að nota sólarvörn. Útfjólubláir geislar valda sólbruna og hafa víðtæk áhrif á húðina. „Þeir valda því að við verðum brún en valda líka ónæmisbælingu í húðinni og skemmdum, litabreytingum og æðabreytingum. Stærsta orsökin fyrir öldrun húðarinnar er sólin,“ segr hann. Útfjólubláir geilsar geta valdið skemmdum í frumum í húðinni. „Fjórum til sex klukkustundum eftir að verið var í sólinni verður húðin rauð og okkur svíður. Til þess að losna við þessar skemmdir losna ákveðin efni í frumunum sem valda bólgum. Ef um útbreiddan sólbruna er að ræða getur svo mikið losnað af þessum efnum að viðkomandi fær almenn flensueinkenni,“ segir Bárður. Auk skammtímaáhrifa sem þessa getur sólbruni haft alvarlegri, langvarandi áhrif, svo sem húðkrabbamein.
NUTRILENK
Avókadó sneisafullt hollustu
NÁT TÚRLEGT BYGGINGAREFNI FYRIR BRJÓSKVEFINN
A
vókadó er orðinn mjög vinsæll og algengur ávöxtur á borðum á Íslandi – þykir bæði góður og heilsusamlegur er hann; fullur af nauðsynlegum, góðum fitursýrum, inniheldur K-vítamín, trefjar, kalíum, fólínsýru, B6 vítamín, C vítamín og kopar. Avókadó þroskast ekki á trjánum sem getur verið óþægilegt fyrir neytendur sem finna oft einungis grjótharða ávexti í matvöruverslunum. Þá er ráð að setja avókadóið í bréfpoka, gjarnan með öðrum, þroskuðum ávöxtum og geyma á hlýjum stað. Það geymist síðan nokkra daga í kæli eftir að það er fullþroskað. Ef avókadóið gefur létt eftir þegar þrýst er á hýði þess með fingri og er mjúkt er það orðið þroskað. Mjög þroskað avókadó má nota í mauk á borð við guacamole. -sda
Skráðu þig á facebook síðuna
Nutrilenk fyrir liðina - því getur fylgt heppni!
Tel að NutriLenk hafi bjargað ferlinum
Hvað getur NutriLenk gert fyrir þig?
Ásdís Hjálmsdóttir er afreksíþróttakona í spjótkasti og því er mikið álag á líkamann vegna strangra æfinga. Haustið 2009 fékk ég brjóskskemmd í hnéð á mörkum hnéskeljar og lærleggs. Þessu fylgdi mikill sársauki og það brakaði í hnénu á mér í hverju skrefi. Sársaukinn var það slæmur að ég gat ekki æft af fullum krafti og gat ekki einu sinni labbað niður stiga án þess að finna til í hnénu.
Daginn áður en ég átti að fara í aðgerðina þá fann ég ekkert til í hnénu. Ég hef tekið NutriLenk síðan og aldrei fundið neitt fyrir hnénu aftur.
Ég hef mikið keppt erlendis undanfarin ár og á öllum stórmótum. Í ágúst síðastliðnum tryggði ég mér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í London í Ég var búin að fá tíma í aðgerð þar sem sumar og ég tel að NutriLenk hafi átti að bora inn í beinið í þeirri von að bjargað ferlinum. brjóskið myndi endurnýja sig en það var eina mögulega úrræðið.
Losnaði við hnéverkinn PRENTUN.IS
Viku áður en ég átti að fara í aðgerðina var mér bent á að prófa NutriLenk og ég ákvað að slá til þar sem ég hafði engu að tapa og var tilbúin að reyna allt til að laga hnéð á mér. Strax á fyrstu dögunum minnkaði verkurinn og ég fór að geta æft.
Við mikið álag og með árunum getur brjóskvefurinn rýrnað sem veldur því að liðirnir slitna. Þetta er náttúrulegt ferli. Mjög margir finna fyrir miklum óþægindum þegar beinin byrja að núast saman, sérstaklega í liðamótum eins og í mjöðmum, hryggjar og hnjáliðum. Þess vegna er allt til vinnandi að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt.
Heilbrigður liður
Liður með slitnum brjóskvef
Náttúrulegt byggingarefni fyrir liðbrjóskið og beinin NutriLenk inniheldur náttúrulegt byggingarefni fyrir brjóskvefinn og er mjög góður valkostur fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski. Unnið úr sérvöldum fiskibeinum úr hafinu sem hefur sýnt fram á að vera fyrsta flokks byggingarefni til að styðja við brjóskvefinn og viðhalda honum. NutriLenk hefur hjálpað fjölmörgu fólki. NutriLenk er 100% náttúruleg vara sem er mjög gagnleg þeim sem þjást af brjóskvefsrýrnun. Prófið sjálf-upplifið breytinguna! Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is NÁTTÚRULEGT FYRIR LIÐINA
Ásdís Hjálmsdóttir 26 ára Ólympíufari
NutriLenk er fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum, Fræinu Fjarðarkaupum, Hagkaup, Krónunni, Þín verslun Seljabraut og Vöruvali Vestmanneyjum
TILBOÐ
TILBOÐ
TILBOÐ
Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum í völdum áklæðum
HÚSGÖGN
Verðdæmi: Tungusófar Hornsófar Sófasett
frá 196.720kr. frá 254.320kr. frá 283.120kr.
Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga lokað Sunnudaga lokað
Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík eykjavík Sími: 557 9510 | Vefsíða: www.patti.is tti.is
Torino
44
sumar og matur
Helgin 8.-10. júní 2012
Leynilaut
Kerfilpestó
Eftir gott sjóbað við Gróttu gripum við tvo væna steina og lúkufylli af kerfli í pestó. Lögðum leið í leynilaut, þar var dúkað og dekkað á borðið. Tveggja spergla góðgæti; grænn aspas og bratwurstpylsur frá Matarbúrinu var skellt á grillpönnu ásamt með rauðlauk og selerí. Annað á borði var; hundasúrusalat, sinnep, kerfil-pesto, ostarnir Ljótur og Auður, grænmeti, möndlur og apríkósur. Hver raðar á sinn disk.
Handfylli af ungum kerfilsblöðum – helst af toppnum 1-2 rif af hvítlauk Nokkrar möndlur Vænn biti af 12 mánaða hollenskum geita gouda Skvetta af ólífuolíu Merjið , berjið og losið um streitu milli tveggja steina, mætti kalla þetta “Stresstó”. Berið fram með öllu.
Viktoríuvatn Róum taugakerfið. Súpum á drottningarseyði, stútfullu af c vítamíni. Fetum í fótspor Viktoríu og Alberts. Flippum eins og Finnar í sumar.
Sólberjalauf, sítrónumelissa, mynta, húnang og sítróna eftir smekk. Soðið í potti. drukkið kalt eða heitt
Alltaf úti að borða
Ástríðan að borða úti hefur fylgt mér úr æsku, stútfull af góðum minningum. Skauta með fjölskyldu, finna góða eyju, kveikja upp eld og grilla góðgætið úr bakpokanum. Lof sé minningum, þær fást ekki útí búð. Eftir það hefur hressilega verið skautað um víðan völl. Skíðað niður Skjaldbreið, ostafondue í verðlaun, margar pönnukökur steiktar. Óstöðvandi að njóta lífsins í matarhamingju með prímus og pott í skottinu. Undanfarið hef ég skoppast með Eirnýju Sigurðardóttur Búrverja um holt og hæðir með okkar yndislega sameiginlega áhugamáli; mallað og brallað, hver réttur toppar þann fyrri. Njótið lífsins, kveðja Áslaug
Við mælum með: 3 EM Ukranía 2012
Farðu svangur á fótboltamótið í Úkraníu þar eru krásir á hverju horni, getur jafnvel sleppt boltanum. Kjötsúpa og pönnukökur í morgunmat skolað niður með “Shampanskoye”-soviet-kampavíni.
“Frjálst er að fá sér gulan breezer í vinstri hendi” Kristín Björgvinsdóttir Skart: Hulda -Kirsuberjatréð, ORR, bankastræti
1 Borðum meiri ást 2 Pikknikk bókin
Að koma sér í gírinn fyrir sumarið og eiga á lager í hjólhýsinu eða bústaðnum ef þér væri boðið óvænt í afmæli. Fæst í Spark á Klapparstíg, Kraumi og Þjóðminjasafni.
N
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA
Skagfirskur sveitabiti Mýksti brauðosturinn á markaðnum, fáanlegur 26% og 17%.
Tekk á tjaldstæði ú eru allir búnir að dusta rykinu af gömlu góðu tekkbökkunum og tími til að smella þeim á lærin þegar sest er á sólstólinn.
Doddi og Lísa framleiða grasfóðrað holdanaut á Hálsi í Kjós. Á sumrin hafa þau ekki undan að spjóta fyrir grillþyrsta Íslendinga. Þaðan fengum við góðan bita af tudda, sem
við hökkuðum og úr varð bufftartar. Settum á bakka með góðu meðlæti og vel kryddaðri bloody mary. Rifin piparót, hakkaður rauðlaukur, capers, hrá eggjarauða.
allt sumar er möguleiki á vinningum sælgætisöskjum frá góu PIPAR\TBWA • SÍA • 121175
yfir 5.000 vinningar! samsung spjaldtölvur
Wii leiKjatölvur
46” samsung 3d sjónvarp Fjöldi gómsætra vinninga Frá KFC og taCo Bell og alls Konar nammi Frá góu Allar gerðir rúsínuaskja frá Góu eru með í leiknum.
Athugaðu hvort vinningur leynist í Góu-öskjunni þinni. Ef það er númer í öskjunni, skaltu setja það inn í sumarleikinn á Facebook-síðu Góu (www.facebook.com/goa.is). Þá veistu strax hvað þú hefur unnið. Allir sem skrá sig gætu svo átt von á risavinningum til viðbótar á FM957 í allt sumar.
®
samsung gio gsm
46
bækur
Helgin 8.-10. júní 2012
Með sitthvað á prjónunum
Eldar kvikna á toppnum
Í bljúgri bæn
Þær segja stelpurnar að hrunið hafi rekið þær aftur til prjónanna. Þetta fimmtándu aldar fyrirbæri hefur reynst okkur vel til fatagerðar í ríflega sex hundruð ár og því ekki nema von að út komi rit helguð prjónaskap. Frá Vöku Helgafelli kom nýlega bók af norskum stofni, Hlýtt og mjúkt fyrir minnstu börnin eftir May B. Langhelle, helguð prjóni fyrir minnstu börnin, í hentugu broti og full af fallegum uppskriftum. Í þakkarlista er vísað til norskra verslana og framleiðenda sem kemur okkar prjónafólki að litlum notum og hefði mátt staðfæra þann hluta verksins, en vafalítið er útgáfan vel þegin af þeim þúsundum sem eru stöðugt með eitthvað á prjónunum. -pbb
Ritdómur Dagbók Elku
Engin kona var þar nema ég
Dagbók Elku Alþýðumenning í þéttbýli á árunum 1915-1923 í frásögn Elku Björnsdóttur verkakonu. Hilma Gunnarsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon tóku saman. Háskólaútgáfan, 330 síður, 2012.
Dagbækur Elku Björnsdóttur verkakonu frá árunum 1915 til 1923 eru einstök heimild um aðstæður verkakvenna á öðrum og þriðja áratug síðustu aldar. Þær hafa þegar reynst fræðimönnum drjúg uppspretta þótt ekki sé fullausið. Elka er fædd í Lundarreykjadal 1881 og fluttist til Reykjavíkur 1906 þar sem hún vann lengstaf við daglaunastörf þar til hún lést af erfiði og hörðum lífskjörum í mars 1924. Hún var lengi heilsulítil, við síldarsöltun á Hjalteyri sumarið 1915 taka að hrjá hana innanmein, utan þess að átan og saltið gera hendur stúlknanna við söltunina að flakandi sárum svo þær hverfa frá vinnu nær „yfirliði af kvölum í höndunum“ (bls. 90). Elka var bráðvel gefin manneskja og hana fýsti til mennta; sótti stíft alþýðufyrirlestra , mynda- og málverkasýningar, var andsnúin dansi, fór á fáar leiksýningar. Það er hversdagurinn og erfiðið sem á huga hennar. Dagbókin sýnir hve mikil samhjálp var þá með þurfamönnum. Hún er áhugasöm um garðrækt, dýravinur, trúuð í þreytubasli sínu. Verkefnin eru fiskburður á handbörum úr lest („þrjú dægur samfleytt“ (bls. 75) lengst 16 klukkustundir, þá hvíld í 90 min. og svo unnið áfram), vinna á stakkstæðum, þvottar inní Laugum ( keyrður á handvögnum eða fluttur á þvottahestum), ofnaþrif, síldarsöltun og móvinna. Hún er virk í félagsstarfi Framsóknar og fleiri félaga. Elka les jöfnum höndum guðsorð, reyfara og ljóð. Hér eru heimildir um viðhald vinnufata og sparifatnað fátæklingar. Þessi heimur er stór – Elka fylgist fólki vestanhafs og austan, í nálægum og fjarlægum sveitum. Hún er göngukona um nágrenni bæjarins; suður í Sauðargerði , upp að Rauðará, út á Mela. Hér er að finna merkilegar heimildir um heilsufar, þrif, hýbýli. Útgáfa þessi er ekki fullnægjandi. Í inngangi segir Hilma að ekki hafi verið lagt í frágang textans með fullum skýringum og er það miður. Fjöldi fólks kemur hér við sögu og fátt um margt af því vitað; sýnir að Reykvíkingabækur Þorsteins Jónssonar eru brýnt efni. Þá er ritgerð Sigurðar Gylfa um sumt gagnleg þótt bæði myndverk Sölva Helgasonar og útúrdúr um utangarðsmenn eigi vart við í þessu samhengi. Í ljósi menningar-, félags-, og verkalýðssögu eru þetta lykilverk. Og þótt betra hefði verið að fá það fullrannsakað varðandi persónulitróf, með athugasemdum um efnisatriði til skýringar, má treysta að útgáfan kalli á slíka vinnu og því mun nafn Elku standa skýrt; upplýst trúmennsku, gæsku og mannkostum meðan þessi tunga er töluð og á henni hugsað. -pbb
Eldar kvikna, önnur bókin í Hungurleikjaseríunni, er á toppi metsölulista Félags bókaútgefenda fyrir síðustu tvær vikur, og það þrátt fyrir að hafa aðeins verið í sölu í rúma viku.
Bænakver gætu menn talið að ættu lítið erindi á markað þegar sól er að ná sem lengstum gangi og dagar sem nætur eru bjartastar. Bænin er raunar algengari en margir gera sér grein fyrir, við erum að biðja alla daga og öll ár, þótt bænakvak okkar sé minnst innan guðrækni. Óskir um giftu eru okkur svo eðlislægar, ekki síður en heitingin og hin svarta systir hennar – bölbænin. Sigurbjörn Þorkelsson hefur tekið saman fallega bók með bænum, kver er ekki hægt að kalla gripinn innbundinn með hörðum spjöldum. Langflestar bænanna eru eftir Sigurbjörn, en með slæðast eldri textar eftir valinkunna kirkjunnar menn. Bókin er 296 síður og gefur höfundur hana út sjálfur. -pbb
Ritdómur Dauði næturgalans / Krossgötur
Konur í stórræðum
Liza Marklund
Upplifðu Útivistargleði
Jónsmessuhátíð Útivistar 22.-24. júní
Skráning hafin á skrifstofu
Dauði næturgalans Kaaberböl & Friis Ingunn Ásdísardóttir þýddi. Mál & menning , 377 síður, 2012.
F
yrst Marklund: Liza á nú tíu bækur á markaði hér á landi, allar þýddar af Önnu R. Ingólfsdóttur. Síðust kom út sagan Krossgötur, kom út í fyrra í Svíþjóð undir nafninu Du gamla, du fria... Hér segir enn af Anniku Bengtson blaðamanni á Kvöldblaðinu, sem snúin er aftur heim eftir þriggja ára fjarveru í Washington með manni og tveimur börnum, og lendir í nýjum aðstæðum. Thomas maður hennar er á ráðstefnu í Kenía og í vettvangsferð er honum og sex öðrum rænt, fylgdarmenn og bílKrossgötur stjórar myrtir. Liza Marklund Sagan rekur á Anna R. Ingólfsdóttir þýddi. sama tíma, á tólf Undirheimar, dögum, rannsókn 396 síður, 2012. á morðum kvenna
í Svíþjóð, en Annika er að mestu utanvið það mál, vandamál og metnað ritstjóra hennar, uppgjör við móður og systur, fyrrum ástkonu bónda hennar, nána vinkonu. Vænn skammtur verksins snýst um hversdag útivinnandi eiginkonu, tryggð og skyldur. Sagan er að vanda vel undirbyggð í rannsóknum, hefur skýra hneigð: Vesturlönd eru virki sem verst flóttanum sunnan að, karlmenn eru grimmir við konur. Fléttan er óhemju spennandi, þótt frásagnarstíllinn sé víða flatur og mótþróakennd skapgerð Önnu sé á köflum þreytandi. Sjokkeffektar í framvindunni eru nokkrir og dregur Liza ekkert af sér í atvikum suðurfrá, þar er mannslífið ekki mikils virði og grimmd yfirstígur öll mörk. Marklund er veldi í norrænum krimmum: Hún á, ásamt Jan Guillou, Piratfortlaget sem á dótturútgáfu í Noregi. Nú er aftur tekið til við að kvikmynda sögur hennar um Bengtson. Hún er umdeild heima fyrir og framan af ferlinum var andlit hennar og norrænt útlit notað markvisst til að skapa henni ímynd. En sögur hennar er prýðir afþreying og þessi svíkur ekki og er að auki með ýmsu ítarefni sem hreyfir við þeim stóra hópi sem les. Þær stöllur Kaaberböl og Friis hafa sett saman þrjá krimma um hjúkrunarkonuna Ninu Borg og sú síðasta, Dauði næturgalans, er komin út í þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur. Sem fyrr vinnur Nina í búðum fyrir flóttamenn og meðal skjólstæðinga hennar er lítil stúlka frá Ukraínu. Til Danmerkur flúði móðirin og nú er hún grunuð um að hafa myrt sambýlismann sinn. Lesandanum er þegar í upphafi gefið til kynna að örlög mæðgnanna tengist atvikum úr hungursneyðinni í Úkraínu 1934 og um leið stjórnarháttum lögreglu stjórnvalda þar, hlýðni og mótþróa íbúanna. Undirliggjandi þema verksins eru svik og varnarleysi barna. Það teygir sig um allt verkið, ekki aðeins í baksögunni, heldur líka inn í líf Nínu og móðurinnar sem er á flótta verkið á enda. Bæði verkin eru sviðsett í skandinavískum vetri; myrkri og snjó. Bæði nærast á stöðu kvenna í erfiðum hjónaböndum, ást í meinum gagnvart körlum sem eru samstarfsmenn. Hugur höfundanna er þó meira bundin við að koma áliti á þjóðfélagsmálum á framfæri. Marklund og kó beita forminu fyrir sig til að tryggja þekkingu á samfélagsmálum, pólitíska skoðun og í ljósi þeirra hatrömmu stöðu sem nú ríkir um öll Norðurlönd í málefnum innflytjenda er það engin furða. Kaaberböl er margreyndur höfundur og í samstarfi við Friis er hún að þreifa fyrir sér á nýjum vettvangi. Næturgala-sagan er feikispennandi og fyrsta flokks afþreying.
Bækur
Bókun á skrifstofu í síma 562 1000 eða á www.utivist.is
Bæði verkin ... nærast á stöðu kvenna í erfiðum hjónaböndum, ást í meinum gagnvart körlum sem eru samstarfsmenn.
Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is
48
heilabrot
Helgin 8.-10. júní 2012
Spurningakeppni fólksins
Sudoku
5 1 Spurningar
Stöðvar 2 á sunnudag? 3. Hvaða lið leika opnunarleikinn á EM í fótbolta sem hefst í dag? 4. Hvaða flugfélag fór í jómfrúarferð sína til Parísar síðastliðinn fimmtudag?
1. Steingrímur J. Sigfússon.
2. Hannes Bjarnason, Andrea og Ari Trausti. 3. Pólland og Svíþjóð. 4. Wow Air.
1. Steingrímur J. Sigfússon.
aðalkvenhlutverkin?
Guðmundsson.
7. Hverjir voru foreldrar Loka Laufeyjarsonar?
4. Wow Air.
9. Hvar er tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson fæddur?
7. Pass.
10. Hvað hlaut hljómsveitin Of Monsters and Men mörg verðlaun
13. Ríó.
12. Níl.
10. Tólf. 11. Hermann Gunnarsson.
12. Hver er lengsta á heims?
4 5 6 7
14. Veit það ekki. 15. 9.
5 rétt
15. Hver er kvaðratrótin af 81?
Svör: 1. Steingrímur J. Sigfússon, 2. Andrea Ólafsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson og Hannes Bjarnason, 3. Pólland og Grikkland, 4. Wow Air, 5. Nicosia, 6. Prómetheus, 7. Laufey og Fárbauti jötunn, 8. Inni á klósetti á óþekktum bar, 9. Hólmavík, 10. Þrenn, 11. Hermann Gunnarsson, 12. Níl (6650 km), 13. Rio de Janeiro, 14. Eldar kvikna, 15. 9.
Edda skorar á Ástu Björgu Ingadóttur stærðfræðing.
8 2 5
3
13. Veit það ekki.
kom nýlega út á íslensku?
7 rétt
12. Veit það ekki.
14. Hvað heitir önnur bókin í Hungurleika-bókaflokknum sem
4
9 5 1
9. Keflavík.
13. Hvar fara Ólympíuleikarnir fram árið 2016?
14. Ekki hugmynd.
7 8 2
8. Veit það ekki.
á árunum 1966 til 1973?
7
Sudoku fyrir lengr a komna
1
7. Laufey og Baldur.
11. Hvaða knattspyrnumaður skoraði sex mörk í 20 landsleikjum
11. Hermann Gunnarsson.
6
6. Hef ekki hugmynd.
á Hlustendaverðlaunum FM 957?
10. Fjögur.
5. Veit það ekki.
6. Mjallhvít.
9. Keflavík.
3. Spánverjar og Englendingar.
Júlía með Bubba Morthens?
8. Í risinu.
2. Hannes Bjarnason, Andrea Ólafsdóttir og Ari Trausti
8. Hvar stytti of stór skammtur bið Rómeós í laginu Rómeó og
5. Man það ekki.
15. 9
blaðamaður
6. Í hvaða kvikmynd fara Noomi Rapace og Charlize Theron með
6
2 8 3 1 2 4 5 7 3
Edda Hermannsdóttir,
5. Hvað heitir höfuðborg Kýpur?
blaðamaður
1
7 5 9 1
2. Hvaða þrír frambjóðendur gengu út úr forsetakappræðum
Þórður Snær Júlíusson,
8
6
1. Hver fer með ráðuneyti sjávarútvegs hér á landi?
3 2 4
krossgátan
5 7
1 2
1 6 4
9
ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. 89
ÓÐAGOT
DRYKKUR
MÁLMUR
LASBURÐA
AFHENTIRU
KVEINA
RIBBALDI ELSKA
mynd: Ed yourdon (CC By-SA 2.0)
SKÁLDLEGUR MARGVÍSLEGAN
TVEIR EINS ELDUR
VONDUR VEIÐARFÆRI
EINS SÍTT
KRYDD
KRYDDA
STARF
PORTKONA
HAFÐI SÆTI
BÚNINGUR
MÁLMUR STEFNA
GJÁLFRA
GALDRAKVENDI
DRYKKUR HISSA
RÓTARTAUGA
SKRIÐDÝR ÁGÓÐI
PIRRA
POT
NÝLEGA
AKUR
NÍÐINGUR
TRYGGING
JURT
DRYKKUR
ÁRATALA
VÖRUMERKI
VEGSAMA
SÚLA
ÞJAKA
ATHYGLI
HÁSETAKLEFI TIL
SVÖRÐ
ÁTT
KVÍSL
BRÚSKUR
KYNKIRTILL
EYÐIMÖRK FUGL
TÁLKNBLÖÐ HRÆÐAST
GRAMSA
SKORDÝR
STÆKKA
UTANHÚSS
RÉTT
HALD
SVALL
FÁTÆKRAHVERFI
Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt
H E LG A R BLA Ð
Í VAFA
BARRTRÉ
HNOÐA
LJÓS
EFTIRMATUR RANGL
STRITA
TVÍHLJÓÐI
FRÁ
TÓNSTIGI
FRAMKVÆMA
STRIT
FISKA
RÝMI
VINGJARNLEIKI
ÆTTKONA
ÞJÓÐERNI
FLÝTIR
REGLA SKYNDISALA
HINDRA
UMHVERFIS STARFA
KARLMAÐUR
GORTA PILI
SNÍKJUDÝR
BRÆÐI
Hlíf›u náttúrunni og skiptu yfir í KeepCup kaffimál í
KRAFTAVERK
sta› einnota mála!
KEEPCUP KAFFIMÁLIN: • • • • • • •
KEEPCUP KAFFIMÁLIN FÁST Í ÖLLUM REGNBOGANS LITUM
Eru létt og óbrothætt Eru me› vel flétt lok og áfastan hnapp til a› loka drykkjargatinu eru til í ótal litum og litasamsetningum Má setja í uppflvottavél Má setja í örbylgjuofn Á griphringinn getur›u merkt uppáhalds kaffidrykkinn flinn Fást í 4 stær›um, 110 ml - espresso, 220 ml, 330 ml og 450 ml
Í Minju finnur flú fallega íslenska hönnun jafnt sem gjafvörur frá öllum heimshornum
KEEPCUP MÁLIN ERU UMHVERFISVÆN • Í 28 einnota málum er nægt hráefni til a› gera 1 líti› KeepCup mál • Minni orka er notu› í ger› KeepCup en keramikbolla e›a stálmála • KeepCup málin eru laus vi› BPA og önnur ska›leg plastefni
KeepCup Fæst í Minju, Kokku, Duka Kringlunni og Duka Smáralind
SKÓLAVÖR‹USTÍG 12 • SÍMI 578 6090 • www. minja.is
50
sjónvarp
Helgin 8.-10. júní 2012
Föstudagur 8. júní
Föstudagur RUV
16.00 EM í fótbolta Bein útsending frá leik Pólverja og Grikkja í Varsjá. 18.40 EM í fótbolta Bein útsending frá leik Rússa og Tékka í Wroclaw.
20:55 So You Think You Can Dance (1/15) Stærsta danskeppni í heimi snýr aftur níunda sinn og hefur þátttakan aldrei verið meiri.
Laugardagur allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
4
16.00 EM í fótbolta (Holland - Danmörk) 18.40 EM í fótbolta (Þýskaland - Portúgal)
22:30 Olivia Lee: Dirty, Sexy, Funny (1:8) Breskur gamanþáttur þar sem falin myndavél er notuð til að koma fólki í opna skjöldu.
Sunnudagur
19:45 Sprettur (1/3) Léttir og skemmtilegir þættir með Helga Björnssyni og Vilborgu Halldórsdóttur.
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
21:45 Californication (6:12) Bandarísk þáttaröð4 með David Duchovny í hlutverki syndaselsins og rithöfundarins Hank Moody.
13.50 Leiðarljós 15.10 Táknmálsfréttir 15.20 EM stofa 16.00 EM í fótbolta (Pólland - Grikkland) 18.00 Fréttir og veður 18.20 EM stofa 18.40 EM í fótbolta (Rússland og Tékkaland) 20.40 EM kvöld 21.10 Óskin Heimildamynd um Bubba Morthens og gerð nýjustu plötu hans sem heitir Þorpið. Myndina gerði Árni Sveinsson. Textað á síðu 888 í Textavarpi. 22.10 Lewis – Gamlar sorgir (1:4) Bresk sakamálamynd þar sem Lewis lögreglufulltrúi í Oxford glímir við dularfullt sakamál. Meðal leikenda eru Kevin Whately, Laurence Fox, Clare Holman og Rebecca Front. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 23.45 Bókin hans Elis 01.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 5
6
SkjárEinn
06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Dr. Phil (e) 08:45 Pepsi MAX tónlist 12:00 Solsidan (8:10) (e) 12:25 Pepsi MAX tónlist 16:30 Britain's Next Top Model (13:14) 17:20 Dr. Phil 18:00 The Good Wife (19:22) (e) 18:50 America's Funniest Home Videos (11:48) (e) 19:15 Will & Grace (23:25) (e) 19:40 Got to Dance (15:17) 20:30 Minute To Win It 21:15 The Biggest Loser (5:20) 22:45 HA? (7:27) (e) 23:35 Prime Suspect (6:13) (e) 00:20 Franklin & Bash (9:10) (e) 01:10 Saturday Night Live (22:22) 02:00 Pepsi MAX tónlist
STÖÐ 2
RUV
08.00 Morgunstundin okkar / Sæfarar 07:00 Barnatími Stöðvar 2 / Kioka / Snillingarnir /Skotta skrímsli Waybuloo / Áfram Diego, áfram!, / / Spurt og sprellað / Teiknum dýrin / Scooby Doo og félagar Grettir / Engilbert ræður / Kafteinn 08:30 Oprah Karl / Nína Pataló / Skoltur skipstjóri 09:10 Bold and the Beautiful (12:26) /Hið mikla Bé / Geimverurnar/ 10:15 Sjálfstætt fólk (4/38) Hanna Montana 10:55 The Glades (5/13) 10.53 Geimurinn (3:7) 11:45 Hollráð Hugos (1/2) 12:10 Kalli Berndsen - Í nýju allt ljósifyrir áskrifendur10.55 Grillað (6:8) 11.25 Leiðarljós 12:35 Nágrannar 12.05 Leiðarljós 13:00 Living Out Loud fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 12.45 Óskin 14:30 The Cleveland Show (5/21) 13.45 Baráttan um Bessastaði 14:55 Tricky TV (23/23) 15.15 Táknmálsfréttir 15:20 Sorry I've Got No Head 15.30 EM stofa 15:50 Barnatími Stöðvar 2 16.00 EM í fótbolta (Holland 16:20 Waybuloo 4 5 Danmörk) 16:40 Barnatími Stöðvar 2 18.00 Fréttir og veður 17:05 Bold and the Beautiful 18.20 EM stofa 17:30 Nágrannar 18.40 EM í fótbolta (Þýskaland 17:55 The Simpsons (18/22) Portúgal) 18:23 Veður 20.40 EM kvöld 18:30 Fréttir Stöðvar 2 21.10 Lottó 18:47 Íþróttir 21.20 Ævintýri Merlíns (7:13) 18:54 Ísland í dag Breskur myndaflokkur um 19:11 Veður æskuævintýri galdrakarlsins 19:20 American Dad (18/18) fræga. Meðal leikenda eru John 19:45 The Simpsons (12/22) Hurt, Colin Morgan og Bradley 20:10 Spurningabomban (4/6) James. 20:55 So You Think You Can Dance 22.10 Í höggi við Huckabees Gaman22:10 Harold & Kumar Escape mynd um hjón sem bregða sér í From Guantanamo spæjarahlutverk og hjálpa öðru 23:55 Anna Nicole 01:25 Gifted Hands: The Ben Carson Story fólki að ráða lífsgátur sínar. 00.00 Sumarsólstöður 02:55 Living Out Loud 01.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 04:25 Spurningabomban (4/6) 05:10 The Simpsons (12/22) 05:35 Fréttir og Ísland í dag
SkjárEinn
RUV
STÖÐ 2
08.00 Morgunstundin okkar / Poppý 07:00 Strumparnir / Lalli / Stubbarnir / Algjör Sveppi / Brunabíl- kisukló / Herramenn / Franklín og vinir hans / Stella og Steinn / Smælki arnir / Doddi litli og Eyrnastór / / Disneystundin / Finnbogi og Felix / Áfram Diego / Waybuloo / Latibær Sígildar teiknimyndir/ Gló magnaða / Lukku láki / Grallararnir / Hvellur / Litli prinsinn / Hérastöð / Ævintýri keppnisbíll Merlíns / Melissa og Joey (13:30) 10:40 Tasmanía 11.40 Landinn 11:05 Ofurhetjusérsveitin 12.10 Eugéne og Berenice: Frum11:30 Njósnaskólinn allt fyrir áskrifendur kvöðlar í ljósmyndun 12:00 Bold and the Beautiful 13.05 Svona er lífið 13:45 Stóra þjóðin (2/4) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14.00 Vúdúbarnið Jimi Hendrix 14:15 So You Think You Can Dance 15.15 Fum og fát (6:20) 15:40 ET Weekend 15.20 Táknmálsfréttir 16:25 Íslenski listinn 15.30 EM stofa 16:50 Sjáðu 16.00 EM í fótbolta 17:156 Pepsi mörkin 4 5 (Spánn - Ítalía) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18.00 Fréttir og veður 18:49 Íþróttir 18.20 EM stofa 18:56 Lottó 18.40 EM í fótbolta 19:04 Ísland í dag - helgarúrval (Írland - Króatía) 19:29 Veður 20.40 EM kvöld 19:35 Wipeout USA (8/18) 21.10 Landinn 20:20 Ramona and Beezus 21.40 Höllin (20:20) Skemmtileg fjölskylumynd 22.45 Sunnudagsbíó - Gott fólk um grunnskólastúlkuna og Áróðursvél nasista hampar grallarann Ramonu Quimby. skáldsögu bókmenntakennara og 22:05 The Death and Life of Bobby Z hann fær skjótan frama. 23:40 Julia 00.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 02:00 Observe and Report 03:25 The Last House on the Left 05:10 ET Weekend 05:50 Fréttir
Ekki láta þér leiðast í sumar!
6
SkjárEinn
06:00 Pepsi MAX tónlist 12:10 Dr. Phil (e) 14:15 90210 (19:22) (e) 15:05 Britain's Next Top Model (13:14) 12:00 Frá hræðslu til hugrekkis 15:55 The Bachelor (2:12) (e) 12:40 Tvöfaldur skolli 13:10 Icelandic Fitness and Health Expo 1 17:55 Unforgettable (7:22) (e) 18:45 Solsidan (8:10) (e) 13:55 Kanada - Æfing 3 19:10 Top Gear (6:7) (e) 15:00 ÍA - KR 20:10 Titanic - Blood & Steel (9:12) 16:50 Kanada - Tímataka 21:00 Law & Order (13:22) 18:30 Bikarmörkin 2012 allt fyrir áskrifendur 21:45 Californication (6:12) 19:30 Real Madrid - Barcelona 22:15 Lost Girl (6:13) 21:15 Box: Hopkins - Dawson fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 23:00 Blue Bloods (17:22) (e) 23:10 Kanada - Tímataka 23:50 Teen Wolf (1:12) (e) 00:40 The Defenders (10:18) (e) 01:25 Californication (6:12) (e) 01:55 Psych (5:16) (e) 17:00 Chelsea - Wigan 09.05.10 4 5 02:40 Pepsi MAX tónlist 17:30 Premier League World 18:00 Chelsea - QPR 19:45 Man Utd - West Ham Utd, 99/00 allt fyrir áskrifendur 20:15 Man. City - Blackburn 08:15 Hachiko: A Dog's Story 22:00 Goals of the Season 2000/2001 10:00 Little Nicky 6 fræðsla, sport og skemmtun fréttir, allt fyrir áskrifendur 22:55 Swansea - Arsenal 12:00 Sammy's Adventures
06:00 Pepsi MAX tónlist 12:50 Dr. Phil (e) 14:15 Got to Dance (15:17) (e) 07:00 Boston - Miami # 6 15:05 Eldhús sannleikans (5:10) (e) 14:00 Kanada - Æfing 1 15:25 The Firm (15:22) (e) 18:00 Kanada - Æfing 2 16:15 Franklin & Bash (9:10) (e) 19:45 ÍA - KR 17:05 The Biggest Loser (5:20) (e) 22:00 Bikarmörkin 2012 18:35 Necessary Roughness (9:12) (e) 23:05 Boston - Miami # 6 19:25 Minute To Win It (e) 01:00 NBA 2011/2012 - Playoff allt Games fyrir áskrifendur 20:10 The Bachelor (2:12) 21:40 Teen Wolf (1:12) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:30 Olivia Lee: Dirty, Sexy, Funny 18:15 Bolton - Man. Utd 22:55 Kill the Irishman 08:00 Picture This 20:00 The Stars 00:45 Summer in Genova (e) 10:00 A Walk In the Clouds 21:00 Premier League World 02:20 Lost Girl (5:13) (e) allt fyrir áskrifendur 12:00 Lína Langsokkur 21:30 Chelsea - Wolves 03:05 Pepsi MAX tónlist allt fyrir áskrifendur 4 5 16:00 A Walk In the Clouds 23:15 Alfonso 18:00 Lína Langsokkur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 23:40 PL Classic Matches: Arsenal fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:00 Leap Year Man United, 1998 SkjárGolf 08:00 Picture This 22:00 Green Zone 06:00 ESPN America 10:00 A Walk In the Clouds SkjárGolf 00:00 The Man With One Red Shoe allt fyrir áskrifendur 08:00 Fedex. St. Jude 12:00 Lína Langsokkur 4 Classic - PGA 06:00 ESPN America 02:00 We Own the Night 11:00 Golfing World 14:006 Picture This 4 5 08:10 Fedex. St. Jude Classic - PGA Tour 04:00 Green Zone 11:50 Fedex. St. Jude Classic - PGA 5 16:00 A Walk In the Clouds 6 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 11:10 Golfing World4 06:00 Scott Pilgrim vs. The World 14:50 Inside the PGA Tour (23:45) 18:00 Lína Langsokkur Tour 2012 (1:4) 15:15 Fedex. St. Jude Classic - PGA 20:00 Leap Year 15:00 LPGA Highlights (10:20) 18:10 Golfing World 22:00 Green Zone 16:20 Inside the PGA Tour (23:45) 5 6 19:00 Fedex. St. Jude Classic - PGA 00:00 The Man With One Red Shoe 16:45 Fedex. St. Jude Classic - PGA Tour 4 22:00 LPGA Highlights 5(10:20) 02:00 We Own the Night 22:00 Golfing World 23:20 Golfing World 04:00 Green Zone 22:50 PGA Tour - Highlights (21:45) 00:10 ESPN America 06:00 Scott Pilgrim vs. The World 23:45 ESPN America
HEFST 11. JÚNÍ
Sunnudagur
Laugardagur 9. júní
6
14:00 Hachiko: A Dog's Story fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:00 Little Nicky 18:00 Sammy's Adventures 520:00 Robin Hood 6 22:15 Stig Larsson þríleikurinn 00:20 Deal 4 02:00 Edmond 04:00 Stig Larsson þríleikurinn 06:05 You Don't Know Jack 6
NETFRE FYLGIR LSI ÁSKRIF MEÐ T SKJÁEIN AÐ UM
sjónvarp 51
Helgin 8.-10. júní 2012
10. júní
STÖÐ 2 07:00 Elías/ Stubbarnir/ Villingarnir / Algjör Sveppi, UKI, Hello Kitty, Ævintýraferðin, Mörgæsirnar frá Madagaskar, Dóra könnuður, Áfram Diego / Mamma Mu / Kalli litli kanína og vinir/ Maularinn / Scooby Doo / Krakkarnir í næsta húsi 12:00 Nágrannar 13:45 Modern Family 14:15 New Girl (17/24) allt fyrir áskrifendur 14:45 2 Broke Girls (2/24) 15:15 Wipeout USA (8/18) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:00 Spurningabomban (4/6) 16:50 Mad Men (9/13) 17:40 60 mínútur 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:20 Frasier (11/24) 4 19:45 Sprettur (1/3) 20:20 The Mentalist (24/24) 21:05 Rizzoli & Isles (1/15) 21:50 The Killing (5/13) 22:35 House of Saddam (1/4) 23:35 60 mínútur 00:20 The Daily Show: Global Edition 00:45 Smash (14/15) 01:30 Game of Thrones (10/10) 02:25 Silent Witness (6/12) 03:15 Supernatural (16/22) 03:55 Medium (12/13) 04:40 The Event (13/22) 05:25 Stóra þjóðin (2/4) V
Í sjónvarpinu K appr æður forsetafr ambjóðenda á Stöð 2
Útlitið skipti meira máli en innihaldið
Þrír forsetaframbjóðendur ganga út úr skipulagðri sjónvarpsútendingu og eftir standa aðrir þrír, Herdís, Þóra og Ólafur við tvö púlt í hinum umdeilda þætti Stöðvar 2 við frambjóðendurna. Hvað gerist þá? Ólafur fær annað púltið og þær Herdís og Þóra sitja (standa) uppi með að þurfa að deila hinu. Þetta var ekki smart lausn hjá Stöð 2. Hvorki útlitslega, því annars virkilega glæsileg uppsetning þáttarins varð hálf hjákátleg, né faglega því Ólafur stóð uppi með pálmann í höndunum. Hann var ekki fyrir neinum, hann þurfti ekkert að troðast eða skáskjóta sér milli keppinauta sinna og gat notið sín betur fyrir vikið. Hann var maðurinn. Maðurinn sem ætlar ekki að víkja. Herdís naut sín vel, í það minnsta í fyrstu þegar 5
áhorfendur klöppuðu fyrir orðum hennar. Það jók á stemninguna. Þóra nýtti sér spyrils-reynslu sína úr Kastljósinu og var kurteis, þó svo virtist sem hún bakkaði frá og gæfi hinum viðmælendunum eftir sviðið á stundum. Vont að virðast lægst og vera í miðjunni. Fannst þó skemmtilegt að sjá hana horfa sposkum augum á hina frambjóðenduna. Ólafur öryggið uppmálað og skipti þá engu hvað hann sagði, hvort hann hafði rétt eða rangt fyrir sér. Hann hefur hingað til farið sínar eigin leiðir og komist. Verður það einnig nú? Þá eru það þáttastjórnendurnir. Flottir í tauinu en slegnir út af laginu með útgöngu fylgislitlu frambjóðendanna og þurftu strax að herða gírinn gagnvart þessu sjálfsörugga fólki sem hikar aldrei – því það veit að hika er það sama og að tapa. Orð sögð
af sannfæringu hljóta virðast orð sannleikans og það þeirra sem hefur mesta sannfæringakraftinn sigrar. Þetta var nokkuð skemmtilegt á að horfa (með vafri í tölvunni um leið), þótt erfitt sé að muna hvað þau sögðu, bara hvernig þau voru. Er það kannski eðli embættisins? Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
6
NÝTT
12:00 KR - Valur 13:50 Kobe - Doin ' Work 15:20 Icelandic Fitness and Health Expo 2 16:00 Kanada - Tímataka 17:40 Kanada 20:10 ÍA - KR 22:00 Bikarmörkin 2012 allt fyrir áskrifendur 23:00 Kanada fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
17:00 Football Legends 17:30 PL Classic Matches: Arsenal - Everton, 2001 4 18:00 Man. City - QPR allt fyrir áskrifendur 19:45 Premier League World 20:15 Chelsea - Arsenal fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:00 PL Classic Matches: Newcastle - Man Utd, 2001 22:30 Fulham - Man. Utd.
SkjárGolf 4
5
06:00 ESPN America 07:50 Fedex. St. Jude Classic - PGA 10:50 PGA Tour - Highlights (21:45) 11:45 Golfing World 12:35 Fedex. St. Jude Classic - PGA 15:35 Inside the PGA Tour (23:45) 16:00 Fedex. St. Jude Classic - PGA Tour 2012 (4:4) 22:00 The Memorial Tournament 01:00 ESPN America
5
6
6
Fáðu þér íslenskt gott kex með chilli eða hvítlauksbragði. Bættu við bragðgóðum íslenskum osti, dreitil af sultu og njóttu þess.
www.facebook.com/Fronkex
www.fronkex.is
52
tíska
Helgin 8.-10. júní 2012
Flakkar milli fyrirsæta Maroon 5 söngvarinn Adam Levine hefur nælt sér í nýja Victoria’s Secret-fyrirsætu, aðeins tveimur mánuðum eftir skilnað við fyrirsætunna Anne V. Nýja kærastan er hin namibíska Behati Prinsloo og hafa þær Anna unnið saman að mörgum verkefnum á vegum Victoria’s Secret-fyrirtækisins. Adam kom fram á síðustu undirfatasýningu Victoria’s Secret þar sem hann flutti lagið Moves like Jagger og fór vel á með honum og Önnu á sviðinu. Svo virðist þó sem hann hafi ekki sýnt henni eins mikla athygli baksviðs, enda hafði hann kolfallið fyrir Behati fyrr um kvöldið.
Lína frá Alexander McQueen væntanleg í GK Reykjavík
Hárbönd er vinsæll höfuðbúnaður hjá stelpunum Hollywood um þessar mundir. Þau henta enda vel við allar greiðslur, öll tilefni og eru eftirsótt í öllum litum. Þessi fylgihlutur mun án efa vera áberandi í sólskininu í sumar.
Aðdáendur hönnuðarins Alexander McQueen geta farið að setja sig í stellingar því verslunin GK Reykjavík hefur tilkynnt að nýr hátískufatnaður frá tískuhúsinu sé væntanlegur í verslanir í næstu viku. Vörurnar eru úr línunni MCQ by Alexander McQueen sem er fáguð, glæsileg og vönduð.
5 tíska
Kolbrún Pálsdóttir skrifar
F.v. Nicole Richie, Rihanna og Alexa Chung.
dagar dress
Klæðist mjúkum og þægilegum fötum
Tískan í háloftunum Síðustu daga hef ég eytt of miklum tíma fyrir minn smekk i háloftunum. En tímanum þeim fórnar maður til að komast í gott frí. Mörg flugfélög hafa þau verið sem hafa flutt mig milli staða, frá þremur heimsálfum og eru þau eins ólík og þau eru mörg. Þegar maður ferðast til margra áfangastaða á stuttum tíma tekur maður að sjálfsögðu eftir hversu tískan getur reynst fjölbreytt, það er á jörðu niðri. Sum lönd eru framar en önnur en hver hafa þau sínar áherslur. Hinsvegar virðist tískan i háloftunum vera eins, sama frá hvaða landi flugfélagið kemur. Öll hafa þau sömu áherslur og gildi og eru flugfreyjurnar og flugþjónarnir alltaf jafn glæsileg og vel til fara. Flest félögin velja aðsniðin pils eða buxur, fallegar blússur, jakka, klúta og hatta í stíl. En sum flugfélögin leggja þó meira í litagleði og frumleika á meðan önnur fara öruggu leiðina velja hefðbundnari búninga.
Hárbandaæði í Hollywood
Mánudagur Skór: Kaupfélagið Peysa: River Island Vesti: Gamall gallajakki
Förðunartískan i háloftunum er þó mun fjölbreyttari eftir heimsálfum en í klæðaburði og er það mín upplifun að flugfreyjurnar í Asíu leggju meira i andlitsforðun og mála sig með ýktari hætti en stöllur þeirra í Evrópu. Eldrauðar eplakinnar eru áberandi hjá þeim asísku, bláir augnskuggar og löng gerviaugnhár.
„Núna einkennist klæðnaður minn helst af þægilegum og mjúkum fötum,“ segir María Erla Kjartansdóttir sem er 23 ára gömul en hún á von á sér í næsta mánuði. „Ég er ekki endilega háð einhverjum sérstökum stíl, klæðist bara því sem mér finnst flott og fer mér vel. Er mest í víðum fötum og eru prjónapeysur í miklu uppáhaldi núna ásamt gallavestum, skyrtum, leðurklæðnaði og nú klæðist ég meira flatbotna skóm en hælum, sem segir sig kannski sjálft. Fötin mín versla ég mest í Zöru, Topshshop, Spúútnik og er einstaklega hrifin af versluninni GK.“
Þriðjudagur Skór: Converse Buxur: Kúltúr Peysa: Kron Kron
Föstudagur Skór: Kron Buxur: Topshop Bolur: Andrea Sokkar: Topshop
En þar sem ég hef ekki flogið með nærri helmingi flugfélaga heims get ég aðeins talað fyrir sjálfa mig. Í ferðalögum framtíðarinnar á ég jafnvel og væntanlega eftir að kynnast gjörsamlega allt annarri tísku háloftanna en hér hefur verið lýst. Kveðjur frá Úganda
Miðvikudagur Skór: Kaupfélagið Kjóll: H&M Skyrta: Spúútnik
Fimmtudagur Skór: Gs skór Kjóll: GK Peysa: London
VERÐHRUN
Í OUTLET 10 500 kr. - 995 kr. - 1995 kr. - 2995 kr. - 3995 kr. - 4995 kr. Peysur:
Jakki: 10.995.Skyrta: 6.995.-
4.995.Nýtt
Leður sandalar:
Strigaskór:
Tvískiptur bolur:
Stuttbuxur:
Buxur: 4.995.-
Bolur: 1.995.-
Nýtt
5.995.-
4.995.-
3.995.-
Chinos Buxur:
8.995.-
3.995.-
Hettupeysur:
Stuttbuxur:
3.995.-
3.995.-
DIESEL, ADIDAS, CARHARTT, SPARKZ, SOLID, BRUUNZ BAZAAR, BOBBIE BURNS, KAWASAKI, JUNK DE LUXE, MALENE BIRGER, MISS SIXTY, NÜMPH, MATINIQUE, PAUL SMITH, MO MA, G-STAR, MAO, MOSS, BJÖRKVIN, TIGER OF SWEDEN, SAMSOE & SAMSOE, MIA, KILLAH, INWEAR, SISTERS POINT, SOAKED IN LUXURY, PART TWO, RELIGION, BULLBOXER, AGAIN AND AGAIN, BRONX, ICHI, IMPERIAL, SAINT TROPEZ ...OG FLEIRI FLOTT MERKI
Fullt af nýjum vörum
OPIÐ: MÁN - FÖS 11 - 18, LAUGARDAG 11 - 18 SUNNUDAG 12 - 17 erum á
FAXAFENI 10 - s. 578 7977
54
tíska
Helgin 8.-10. júní 2012
Framhald af Devil Wears Prada í bígerð Rithöfundurinn Lauren Weiberger vakti mikla athygli á sínum tíma með bókinni sinni The Devils Wear Prada sem síðar varð að samnefndri kvikmynd með þeim Önnu Hathaway, Emily Blunt og Meryl Streep í aðalhlutverkum. Nú, níu árum síðar, hefur Lauren ákveðið að skrifa framhald fyrri bókarinnar þar sem karakter Önnu Hathaway, Andy Sachs, vinnur á virtu brúkaupstímariti og skipuleggur draumabrúðkaupið sitt í leiðinni. Bókin er væntanleg snemma á næsta ári og eru enn engin áform um að gera kvikmynd. Þó hefur Anne Hathaway samþykkt að leika í framhaldsmyndinni, ef hún verður gerð.
Með bera leggi
Flottar sumarvörur fyrir flottar konur st. 40 – 58
Verslunin Belladonna á Facebook
Söngkonan Rihanna. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is
Kjólar með síðri klauf hafa verið vinsælir á rauða dreglinum eða allt síðan leikkonan Angelina Jolie mætti á Óskarsverlaunahátíðina með hægri legginn beran. Leikkonan gerði slíkan klæðnað ódauðlegan og hafa fleiri dömur í Hollywood klæðst slíkum kjólum síðustu misseri. Þetta er kynþokkafullur klæðnaður en fágaður og eru þær hver annarri glæsilegri á rauða dreglinum: Natasha Poly á Cannes kvikmyndahátíðinni.
Fyrirsætan Anja Rubik.
Alessandra Ambrosio ófrísk.
www.gabor.is - facebook.com/gaborserverslun
Gæði &
Glæsileiki Mikið úrval af fallegum skóm og töskum
Sérverslun með
25 ár á Íslandi FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16
Fyrirsætan Irina Shayk.
Angelina Jolie.
tíska 55
Helgin 8.-10. júní 2012
Ný sending
Persónuleg snyrtivörulína Beth Ditto fyrir MAC
góð verð
Bandaríska söngkonan Mary Beth Patterson, eða Beth Ditto eins og hún er best þekkt, hefur frumsýnt nýja snyrtivörulínu sem hún vann í samstarfi við snyrtivörurisann MAC. Línan endurspeglar skemmtilegan persónuleika Beth og samanstendur af allskyns litríkum og skemmtilegum snyrtivörum sem hægt er að leika sér með á ýmsa vegu. Línan er væntanleg á Bandaríkjamarkaði þann 19. júlí næstkomandi og þá nokkrum vikum seinna hér heima í verslunum MAC í Kringlunni og Smáralind.
Reimaðir ökklaskór
10.995.-
Dönsku astma- og ofnæmissamtökin
Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi mælir með vörum frá Neutral
ÞVottaefni fyrir hVert tilefni Reimaðir ökklaskór
9.995.-
hafðu Það fínt
StórÞVottur framundan?
Silkihönskum, ullarteppum og dúnúlpum hæfir 30 til 40 gráðu þvottur í höndum eða vél með Neutral Uldog finvask.
Strigaskór (5 litir) nú er Það SVart
3.995.-
Neutral Sort vask varðveitir svartan glæsileikann svo hann tapi ekki lit sínum. Upplitað er bara ekki í tísku þessa dagana.
Ekkert jafnast á við Neutral Storvask til að komast til botns í þvottakörfunni. Hentar fyrir þvott af öllu tagi.
Létt er að flokka litríka sokka.
Hælaskór m/bandi á rist
9.995.-
Fyrir alla muni, ekki láta þennan lenda í hvíta þvottinum.
Skór/reimaðir
ÍSLENSKA SIA.IS NAT 59694 05.2012
7.995.-
nú er Það hVítt
haltu lífi í litunum
Ensímin í Neutral Hvid vask losa þig við erfiða bletti og óhreinindi. Það skilar sér í björtum og hvítum þvotti. Fljótandi Neutral leysist vel upp og hentar því líka vel í handþvottinn.
Settu svolítið af Neutral Color í hólfið og njóttu þess að fá þvottinn jafn litríkan úr vélinni aftur. Þetta er kröftugt, þú notar bara lítið af dufti í hverja vél. Fljótandi Neutral Color endist líka og endist.
Kringlan - Smáralind s.512 1733 - s.512 7733 www.ntc.is | erum á
56
menning
Helgin 8.-10. júní 2012 Frystiklefinn Rifi: Trúðleikur
Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Fös 8/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30 Lau 9/6 kl. 19:30 Lau 16/6 kl. 19:30 Fim 21/6 kl. 19:30 Sun 10/6 kl. 19:30 Níu Grímutilnefningar! Allra síðasta sýning 22. júní.
Fös 22/6 kl. 19:30
Dagleiðin langa (Kassinn) Lau 16/6 kl. 19:30 Allra
síð.sýn.
Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar. Allra síðasta sýning 16. júní.
Afmælisveislan (Kassinn)
Lau 1/9 kl. 19:30 Sun 2/9 kl. 19:30 Eitt vinsælasta verk Pinters. Sýningar í september komnar í sölu.
Gamli maðurinn og hafið (Kúlan)
Fös 8/6 kl. 19:30 Sun 10/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30 Lau 9/6 kl. 19:30 Fim 14/6 kl. 19:30 Brúðusýning fyrir fullorðna eftir Bernd Ogrodnik. Listahátíð 2012
Hringurinn - athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins (Kassinn) Fös 22/6 kl. 19:30 Aeðins þessi eina sýning!
Kári og Benedikt í hlutverkum trúðanna, en þeir hafa verið fengnir til að skemmta á tjaldstæði bæjarfélags þar sem yfirstandandi eru „Finnskir Dagar“. Ljósmynd/Hari
Að vera eða vera ekki ... trúður
Tengdó – HHHHH –EB Fbl Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið)
V
Fös 8/6 kl. 20:00 Lau 9/6 kl. 20:00 Sun 10/6 20:00 Allarkl.kvöldsýningar TRYGGÐU ÞÉR SÆTI! kl. 19.30 Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þráhefjast og eftirsjá aukas
20.k
lokas
4 sýningar á 11.900 kr. með leikhúskorti Rómeó og Júlía (Stóra svið )
Fös 8/6 kl. 20:00 Sun 10/6 kl. 20:00 aukas Þri 19/6 kl. 20:00 aukas Ógleymanleg uppfærsla Vesturports. Allra síðustu sýningar!
Tengdó (Litla sviðið)
Fös 8/6 kl. 20:00 lokas Sönn saga. Í samstarfi við CommonNonsense. Síðustu sýningar!
Beðið eftir Godot (Litla sviðið) Lau 9/6 kl. 20:00 lokas Tímamótaverk í flutningi pörupilta
568 8000 | borgarleikhus.is 17juni.is
Skrúðgöngur frá Hlemmi og Hagatorgi kl.13
... sannarlega nokkuð sem Snæfellsbær allur má vera stoltur af. Niðurstaða: Það er bara rugl, ef menn eiga leið um Snæfellsnes um það leyti sem Trúðleikur er til sýninga, að sleppa því að kíkja við í Frystiklefanum. Auðvitað ættu menn að gera sér ferð vestur. Kraftmikil, bráðskemmtileg og athyglisverð sýning.
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS CAFÉ/BAR, opið 17-23
SUMARDAGAR Í BÍÓ PARADÍS! FRÁ 13. JÚNÍ “Létt og ánægjuleg.” -The Guardian
“Einstök mynd.” -The New York Times
JULIETTE BINOCHE ALLT Á SÉR SÍNA TÍÐ
SUMARTÍÐ Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis!
VERTU FASTAGESTUR!
Ódýrara í bíó með aðgangskortum!
Trúðleikur Höfundur: Hallgrímur Helgason Leikstjórn: Halldór Gylfason Ljós: Friðþjófur Þorsteinsson Búningar: Hulda Skúladóttir Leikmynd: Hópurinn.
itaskuld er fátt eitt gott um þetta hrun að segja og vonbrigðin í kjölfar þess, hvað varðar endurskoðun á kolbrengluðu verðmætamati, eru sár. En, þeir sem til þekkja hafa reyndar haldið því fram í mín eyru að kenningin þess efnis að menning eflist þegar skóinn kreppir standist. Ég er farinn að hallast að því að svo sé. Leikárinu ætti að vera lokið en samt eru frumsýningar vikulegur viðburður þetta vorið, afbragðs leiksýningar og fyrir viku var ein slík – Trúðleikur í Frystiklefanum á Rifi á Snæfellsnesi, af öllum stöðum. Á Rifi hefur verið komið upp bráðskemmtilegu leikhúsi í gömlu frystihúsi af fádæma myndarskap og dugnaði. Prímusmótor í því ævintýri er Kári Viðarsson sem fagnar nú Grímutilnefningu: Sprotinn 2012 er veittur fyrir frumleika og framúrskarandi nýbreytni á árinu. Sannarlega vel að því kominn og rétt að segja það strax hér í upphafi að þetta framtak er út af fyrir sig aðdáunarvert. Menningartengd ferðaþjónusta er nokkuð sem menn vilja tala mikið um en kannski verður minna úr efndum en efni standa til. Menn skulu aldrei gleyma litlu gulu hænunni. Atvinnuleikhús á Rifi er djörf hugmynd, einstök og það sem meira er; henni hefur verið hrint í framkvæmd og er sannarlega nokkuð sem Snæfellsbær allur má vera stoltur af. En, að sýningunni, uppfærslu á verki Hallgríms Helgasonar – Trúðleik. Verkefnaval sem er snjallt miðað við allar aðstæður. Byrjað er með látum, reyndar hvelli og trúðarnir Skúli og Spæli, sem leiknir eru af Kára og Benedikt Gröndal, missa aldrei tempó né kraft. Sýningin einkennist af uppátækjasemi og mikilli leikgleði. Leikstjórinn er á heimavelli Halldór Gylfason lék einmitt í sýningunni þegar Trúðleikur var fyrst settur á svið fyrir tólf árum. Leikurinn gerist í litlum bæ, og fer vel á því þegar kliður í mesta
kríuvarpi heims, sem er steinsnar frá leikhúsinu, kveður við; yfirstandandi eru „Finnskir Dagar“. Á dagskrá er: Þjónustumiðstöð opnar í Grunnskólanum, Guðfubaðskeppni er í íþróttahúsinu, Idolkeppni með Lordi-þema á stóra sviði, Gói og Felix skemmta á stóra sviði, Brekkusöngur á stóra sviði, Hljómsveitin Sólblóma leikur fyrir dansi fram á rauða nótt og ... trúðar á tjaldstæðinu. Áhorfendur eru staddir við tjald trúðanna þar sem getur að líta sjoppulega umgengni. Það er nefnilega (að sjálfsögðu) tár í auga trúðsins. Þetta er kannski ekki alveg staðurinn sem menn vildu vera staddir á í lífinu og tilverunni. Eða hvað? Án þess að farið sé nánar í atburðalýsingu þá fjallar verkið, sem er ljómandi vel skrifað, um samskipti trúðanna. Annar er sáttur við sitt hlutskipti en hinn stefnir hærra; vill takast á við eitthvað starf sem veitir honum virðulegri blæ og viðurkenningu. Og hann mátar sig við ýmsar hugmyndir í því sambandi. Hugvitsamleg leið til að bregða ljósi á að það eru kannski ekki fötin sem skapa manninn, eins og gamla auglýsingaslagorðið segir, heldur öfugt: Maðurinn skapar fötin. Eða þannig; spurningin er hvort menn sætti sig við stöðu sína? Kannski er ekkert einhlítt svar við þeirri spurningu, sjálfsagt getur afstaða hvers og eins, í hvora átt sem er, reynst jafn hamlandi eða tragísk en snjallt af höfundi að spyrja þessara sígildu spurninga í trúðsskóm. Hvorugur getur trúðurinn án hins verið og þannig skín í, að baki öllu sprellinu, sögu af mikilli vináttu – sem er hugsanlega ekkert svo holl þegar allt kemur til alls? Eins og áður sagði er um atvinnuleikhús að ræða og þess getur að líta í stóru sem smáu. Lýsing, leiksvið, leikmunir og búningar eru til fyrirmyndar. Kári og co mega sannarlega vera ánægðir með sig. Jakob Bjarnar Grétarsson
Myndlist Vatnslitamyndir í Þjóðmenningarhúsi
Olivier Manoury opnar sýningu Franski myndlistarmaðurinn Olivier Manoury opnar sýningu á vatnslitamyndum frá Íslandi í Þjóðmenningarhúsinu í dag klukkan 17. Á sýningunni verða landslagsmyndir sem hann hefur málað á ferðum sínum um Ísland undanfarin ár, auk mynda úr reykvísku borgarlandslagi. Sýningin stendur til loka ágúst og verður opin daglega frá 11 til 17. Olivier Manoury er fæddur árið
1953 í Tulle í Frakklandi. Hann er menntaður í bókmenntum og málaralist en stærstan hluta ævinnar hefur hann starfað sem tónlistarmaður. Hann er kunnur bandóneonleikari í Frakklandi og reyndar víðar um heim. Á opnuninni mun Olivier, ásamt eiginkonu sinni Eddu Erlendsdóttur píanóleikara, og fleirum, leika tónlist fyrir gesti og gangandi og eru allir boðnir velkomnir.
Spennandi
SumaR
GRíptu kRimma í fRíið „Sannleikurinn er sá að Reacher verður betri og betri.“ T h e N e w Yor k T i m e s
Glæný bók um harðjaxlinn jack reacher
bbbb „eitt það besta sem sprettur upp af norræna krimmaakrinum þessa dagana.“ a N N a l i l ja Þ ór i sd ó T T i r morgu N Bl a ði ð
„snilldarleg … spennan er óbærileg.“ T h e wa sh i Ng T oN P o s T B o ok wor l d
„Vel skrifaður og spennandi krimmi með óvæntri fléttu.“ F r i ðr i k a Be NóN ý sd ó T T i r F r é T Ta Bl a ði ð
w w w.forlagid.i s – alvör u bókave rslun á net inu
„... líklega besta bók Åsu larsson til þessa.“ B o ok l i s T
58
dægurmál
Helgin 8.-10. júní 2012 Stór afmæli Guðni Már rokk ar Á sextugu
Tónlist ný plata fr á Melchior
Kammerpoppið þróað enn fremur Fjórtán lög eru á nýju plötunni og fjallar hvert og eitt um ákveðinn stað og ákveðna stund.
H
ljómsveitin Melchior á sér mörg líf. Hún naut mikilla vinsælda í kringum 1980, gaf út plötur og hélt tónleika, en hennar frægasta lag er Alan. Langt hlé varð síðan á starfi hennar en hún kom fram á ný árið 2009, eftir tæplega þrjátíu ára hlé, með nýtt og gamalt efni. Ný plata kom síðan út í síðustu viku, Matur fyrir tvo. Hún er tónlistarlegt framhald plötunnar Melchior sem kom út árið 2009. Kammerpoppið hefur verið þróað enn fremur og er útkoman fjölbreytni, ferskur stíll og sterk heild, að því er fram kemur í tilkynningu. Á plötunni eru fjórtán lög sem hvert og eitt fjallar um ákveðinn stað og ákveðna stund. Þarna er spriklandi vor á Seltjarnarnesi, þorrablót í Stuttgart og hvítvínsglas síðsumars á brautarstöð í Basel. Uglan er enn fremur náttúruþriller í Hjaltadal frá því í júlí 1970. Að vanda er svo tímalaus sálmur á plötunni. Melchior gefur plötuna
Hljómsveitin Melchior hefur gefið út nýja fjórtán laga plötu.
út en nýtt fyrirtæki, Kongó, dreifir henni. Það fyrirtæki var sett á laggirnar í kjölfar útgáfu metsöluplötunnar Hagléls en Mugison er meðal eigenda þess. Hefti fylgir plötunni Matur fyrir tvo þar sem finna má texta laganna á stóru og læsilegu letri. Hvert lag fær sína síðu þar sem hljóðfæraskipan er tíunduð, staður lags og stund, auk þess sem lítið málverk
eftir 10 ára listamann, Odd Sigþór Hilmarsson, fylgir hverju lagi. Hljómsveitin Melchior er skipuð Hilmari Oddssyni, Hróðmari I. Sigurbjörnssyni og Karli Roth, sem syngja og leika á gítara og hljómborð, Kristínu Jóhannsdóttur söngkonu, Gunnari Hrafnssyni bassaleikara og Kjartani Guðnasyni trommuleikara. - jh
VELKOMIN Á BIFRÖST
Laganám með tengingu við rekstur
Viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst er sett saman úr greinum á sviði lögfræði, viðskiptafræði og rekstrarfræði. Nám í viðskiptalögfræði er það eina sinnar tegundar hérlendis. Áhersla er lögð á að nemendur fái þekkingu á viðskiptum og lögfræði og að þeir öðlist skilning á samfélagi sínu og umhverfi. Við kennum nemendum að taka ákvarðanir, vinna með fólki og fást við raunveruleg verkefni. Á Bifröst gefst nemendum einnig kostur á að ljúka námi á skemmri tíma þar sem sumarnám er hluti reglulegs náms.
Opið fyrir umsóknir til 15. júní á bifrost.is
Guðni Már Henningsson gefur út plötu á sextugsafmælinu og fagnar áfanganum með tónleikum í Salnum í Kópavogi. Hann eignaðist nýverið barn og barnabarn. Ljósmynd/Hari
Nýbakaður faðir á sextugsafmælinu
Útvarpsmaðurinn Guðni Már Henningsson hefur í nægu að snúast um þessar mundir. Hann verður sextugur um helgina og treður upp á tónleikum í Salnum af því tilefni. Afmælisárinu fagnaði hann með því að eignast bæði barn og barnabarn.
Þ
að er allt breytt. Ég hætti að reykja fyrir þremur árum. Nú leyfir maður sér ekkert nema að fá sér í vörina og kokteilsósu öðru hvoru,“ segir Guðni Már Henningsson útvarpsmaður á Rás 2. Guðni Már verður sextugur á morgun, laugardag. Mikið hefur breyst síðustu árin hjá Guðna. Hann breyttist úr áhugamanni um tónlist í tónlistarmann, er fluttur í Voga á Vatnsleysuströnd og tók upp á því að eignast barn á gamals aldri. Heilsufarið lagaðist sömuleiðis mikið þegar hann lét af gömlum ósið. „Það breyttist mikið þegar ég hætti að reykja. Ég reykti líka tvo pakka af vindlum í fjörutíu ár. Reyndar hætti ég nú bara út af leti. Ég fattaði það klukkan ellefu eitt kvöldið að ég átti bara einn vindil eftir og nennti ekki út í sjoppu eftir fleirum. Svo var mér seinna gefið í vörina og það var svo mikið kikk að það varð ekki aftur snúið.“ Sjálfsagt er algengara að fólk um sextugt hugsi frekar um golfferðir til Spánar og sumarhús uppi í sveit en bleiuskipti og dagvistun. Það á þó ekki við um Guðna Má. „Ég er búinn að sjá það að tilgangur minn í lífinu er að brúa kynslóðabil. Ekki bara í rokkinu því ég á sex mánaða dóttur. Slátrið er ekki alveg orðið súrt,“ segir Guðni Már og hlær. „Svo er ég nýorðinn afi líka. Þetta er mjög gaman.“
Það er músík í textunum
Guðni og félagar í hljómsveitinni Tass eru að senda frá sér sinn fyrsta geisladisk sem kallast Almúgamenn. Guðni er elstur í bandinu en yngsti meðlimurinn er 23 ára. Hljómsveitin var stofnuð fyrir tveimur árum til að fylgja eftir diski sem Guðni og Birgir Henningsson sendu frá sér árið 2009. „Ég var frá vinnu í 2-3 mánuði árið 2009 vegna veikinda. Það var út af reykingunum. Við Biggi settumst niður og sömdum einhver 2030 lög á þessum tíma og gerðum plötu fyrir Samhjálp. Hún hefur nú selst í um fjögur þúsund eintökum og hefur aldrei sést í búðum. Þetta er bara í gegnum símasölu,“ segir Guðni. Meðlimir Tass létu sér þó ekki nægja að spila gömlu lögin þeirra Guðna og Birgis heldur sömdu nýtt efni sem nú kemur út. „Biggi hóaði þessum krökkum saman, hann þekkir svo marga. Þetta eru flestallt synir og dætur vina hans sem hann hefur verið að
fikta með í tónlist í gegnum tíðina. Og svo er tengdasonur hans þarna með,“ segir Guðni sem semur alla textana við lögin á plötunni. „Textinn verður alltaf til fyrst og Biggi semur svo lögin við þá. Hann segir að það sé músík í textunum. Þetta er náttúrlega ferlega flinkur lagasmiður, þessi gamli sjóari. Fyrir utan það að hann þekkir alla og getur reddað hlutum sem þarf að redda.“ Æfingar fara alltaf fram á sunnudögum. „Þegar ég er búinn í útsendingu þá er farið og æft í tvo eða þrjá tíma,“ segir Guðni sem fær ekki að spila á trommur í bandinu. „Við erum með fanta trommuleikara. Ég fæ að spila á ásláttarhljóðfæri eins og það heitir, ég fæ alla vega að sitja svo það er ekki svo mikill munur.“ Útgáfutónleikar Tass fara fram í Salnum í Kópavogi á morgun, laugardag. Rúnar Þór og Hreimur Örn hita upp fyrir Tass.
Tónlistin hægir á öldrun
Hvernig er svo að vera að verða sextugur? „Ég lenti í krísu þegar ég varð þrítugur. Þá fannst mér ævin vera að klárast. Bernskan að baki og hin villtu unglingsár og eitthvað sem heitir fullorðinsaldur að taka við. Ég hef nú bara ekki enn náð þessum fullorðinsaldri og veit ekkert um hvað hann snýst.“ Guðni Már viðurkennir þó fúslega að eitt og annað hafi breyst eftir því sem árunum hefur fjölgað. „Jújú, maður er náttúrlega ekki eins snöggur og áður og ég finn að það tekur mig lengri tíma en áður að labba upp í Útvarpshúsið. Hins vegar finnst mér ég enn vera tvítugur og það er kannski af því að ég umgengst svo ungt fólk. Svo sagði nú Brian Ferry um daginn að tónlistin hægi á öldrun og ég greip það á lofti. Ég er bara voða feginn að hafa fengið að lifa öll þessi ár. Það eru forréttindi að hafa fengið að heyra nýjar plötur með The Rolling Stones, Bítlunum, Megasi og Bjartmari. Það er mikið af fólki sem hlustar bara á 300 ára gamla tónlist með Beethoven og fleirum en ég náði í skottið á Elvis. Ég náði U2. Og ég náði Laxness. Svo missti maður reyndar af því að fara á tónleika með mönnum á borð við Bob Marley og Johnny Cash en ég sé þá bara þegar ég fer hinum megin við ströndina.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is
Skemmtileg afþreying í fríið Sorglegar, dularfullar, fyndnar, spennandi og allt þar á milli.
Aðeins
995 kr.
Gríptu með þér 55 sannar íslenskar lífsreynslusögur
Bókin fæst í Krónunni Lindum, Selfossi, Bíldshöfða, Akranesi, Granda, Hvaleyrarbraut, Mosfellsbæ, Reyðarfriði, Reykjavíkurvegi og Árbæ
dægurmál
60
Helgin 8.-10. júní 2012
Leikhús Leiksýning á landsbyggðinni
Rífandi kátir á Rifi
Þ
eir voru kátir leikstjórinn og leikarinn Halldór Gylfason og rithöfundurinn Hallgrímur Helgason en sem staddir voru á Rifi, Snæfellsnesi fyrir viku, í miklu blíðviðri. Þeir hafa, óvænt, fundið sér starfsvettvang þar en þegar Fréttatíminn tók þá tali, fyrir utan Frystiklefann þar í bæ, var í þann mund að hefjast frumsýning Trúðleiks eftir Hallgrím. Halldór Gylfason, sem lék annað aðalhlutverkið þegar verkið var frumflutt fyrir um tólf árum, er leikstjórinn
og að vonum spenntur, en furðu rólegur. „Við fórum yfir þetta áðan og ég hef engar áhyggjur. Þeir eru ferlega góðir," segir hann og vísar til Kára Viðarssonar og Benedikts Gröndal leikara. Merkilegt starf hefur verið unnið á Rifi undanfarið ár, en þar hefur verið komið á fót atvinnuleikhúsi. Maðurinn að baki því starfi er Kári Viðarsson og þeir félagar segja merkilegt hversu þetta leiki í höndum hans, allir vilji leggja hönd á plóg þegar Kári er annars vegar og styrkirnir
Rebus snýr aftur
Rannsóknarlögreglumaðurinn John Rebus snýr aftur í nýrri bók eftir Ian Rankin á næstunni. Bókin kallast Standing in Another Man's Grave. Ian Rankin kvaddi Rebus árið 2007 þegar sögupersónan varð sextug og fór á eftirlaun. Rebus snýr aftur til starfa eftir að aldurstakmörk fyrir lögreglumenn er aflögð. Kvartöld eru síðan fyrsta bókin, Knots & Crosses, kom út, eða árið 1987. Bækurnar urðu síðar að vinsælum sjónvarpsmyndum þar sem John Hannah, og síðar Ken Stott, fóru með hlutverk aðalpersónunnar. Síðasta þáttaröðin var sýnd árið 2008. Engin áform eru uppi um gerð fleiri sjónvarpsmynda um Rebus þrátt fyrir endurkomu hans í bókum Rankins.
streymi til hans. „Kári var við nám úti og í viðtali sem hann átti við leiðbeinanda, þegar því lauk, sagði sá að Kári ætti að stofna leikhús þaðan sem hann er. Og það gerði Kári," segir Hallgrímur. Sjá nánar leikdóm bls. 56 Halldór Gylfason og Hallgrímur Helgason kampakátir fyrir utan hið sérstæða leikhús Frystiklefann, sem finna má á Rifi Snæfellsnesi, þorp sem hingað til hefur helst verið þekkt fyrir að þar er að finna stærsta kríuvarp veraldar. Ljósmynd/Hari
Bækur Fótboltabækur fyrir yngstu kynslóðina
Messi er snillingur en Ronaldo fáranlega góður Þúsundþjalasmiðurinn Illugi Jökulsson hefur skrifað bækur um tvo bestu knattspyrnumenn heims, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Bókaútgáfan Sögur gefa bækurnar út og ætla með þær á erlendan markað.
Þ Ian Rankin sendir frá sér nýja bók þar sem John Rebus er mættur til leiks á ný.
„Við ætlum að skoða hvort ekki sé áhugi fyrir þessu erlendis.“
eir félagar komu mér skemmtilega á óvart. Það var meiri saga í lífi þeirra en ég átti von. Þeir áttu báðir í erfiðleikum í æsku sem þeir yfirunnu,“ segir Illugi Jökulsson rithöfundur sem hefur samið bækur um tvo bestu knattspyrnumenn heims í dag; Argentínumanninn Lionel Messi og Portúgalann Cristiano Ronaldo. Það óvenjulega við þessar bækur er að þær er frumsamdar af Illuga, ólíkt flestum þeim bókum sem komið hafa út um erlenda knattspyrnukappa á Íslandi. „Útgáfan Sögur ákvaðu að búa til svona bækur og ég var fenginn til að gera texta. Ég hafði engar sérstakar fyrirmyndir en það er ekki ofverk að skrifa texta í eina fótboltabók. Þessar bækur eru ætlaðar fyrir unga lesendur. Ég reyndi að gera þetta skemmtilegt og fróðlegt og ég vona að flestir sem hafa áhuga á fótbolta og fótboltamönnum hafi gaman að,“
segir Illugi. Og hann er ekki í vafa um það hvor þeirra er betri. „Þótt Ronaldo sé fáranlega góður þá er litli Argentínumaðurinn Messi snillingur. Sumum finnst Ronaldo flottari en Messi er fágætur snillingur. Hann verður 25 ára seinna í mánuðinum og þegar maður hugsar til þess að hann skoraði 70 mörk á nýafstöðnu tímabili en á samt öll sín bestu ár eftir þá er það fáránlegt,“ segir Illugi. Og útgefandinn Tómas Hermannsson er brattur. „Þetta eru frábærar bækur og frumsamdar. Við ætlum að skoða hvort ekki sé áhugi fyrir þessu erlendis. Þetta eru jú tveir vinsælustu og bestu fótboltamenn heims,“ segir Tómas. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is
MT: Illugi Jökulsson hefur lengi verið veikur fyrir knattspyrnumönnum frá Suður-Ameríku og telur Messi betri en Ronaldo. Ljósmynd/Hari
Ný bók í þessum vinsæla bókaflokki
25 gönguleiðir á Reykjanesskaga eftiR Reyni ingibjaRtsson Sannkallaður lykill að fjölbreyttum gönguleiðum og útivistarperlum frá Reykjanestá að Þrengslavegi og Þorlákshöfn KrýsuvíKurbe
gÖ Ng uLe Ið
KrýsuvíKurbe
15
rg og selald
rg og selald
a
gÖ Ng uLe Ið
15
a
ð 15 g Ö N g uL eI lalda berg og se KrýsuvíKur Vegalengd:
ndarvegi Frá Suðurstra rbergi, að Krýsuvíku um 4,8 km. styttri ganga
Vegalengd:
Gönguleið:
ndarvegi Frá Suðurstra rbergi og að Krýsuvíku km. Selöldu um 6,4 Slóði, ómerkt
leið. a
við slóð endastaður: Upphafs- og ndarvegi. út af Suðurstra
er ekki aðeins Krýsuvíkurberg bjargið á öllum stærsta fugla sta fuglanum, heldur stær Reykjanesskaga og vestur að mannaeyjum byggðin frá Vest um tölum kvæmt nýleg Látrabjargi. Sam 10 alls – 63 þúsund pör verpa þar um frá fyrri r fækkað mjög tegundir en hefu silfurmávur, toppskarfur, tíð. Það eru fýll, nefja, álka, langvía, stutt svartbakur, rita, varpfuglinn er i. Algengasti teista og lund verpa mófuglar svartfugl. Þá rita og síðan og og sólskríkja eins inu, uppi á bjarg er því betra sendlings. Það maríuerla, auk r haldið er á sér kíki þega að hafa með . Krýsuvíkurberg num rstrandarvegi Slóði er af Suðu ið. Hann er þó og niður á berg bara hressr búna bíla og aðeins fyrir betu r og niðu að a frá veginum andi að gang lækjarsprænu r farið er yfir berginu. Þega er r Vestarilækur, heiti sem neðarlega heitir við lækinn og rétt m rústu komið að iga frá var eitt sinn hjále þar Fitjar. Hér lækinn rétt Við uvík. Krýs höfuðbólinu í gömul steinbrú, svo er neðan við vaðið lækinn. Snothefur verið yfir sem eitt sinn irnar og gott um bæjarrúst urt tún er kring r með yfir það og niðu að ganga áfram Vestarilækur niður á bergið. læknum, allt ilegum af berginu í snyrt fellur svo fram
95
r á Selöldu.
Grágrýtisberggangu
94
Kort með fjölda örnefna, fylgir hverjum gönguhring, ásamt leiðarlýsingu og myndum af því sem fyrir augu ber
Áður útkomnar í bókaflokknum 25 gönguleiðir
á Höfuðborgarsvæðinu Fjölbreyttar gönguleiðir í fallegri náttúru rétt við bæjarvegginn
25 gönguleiðir
á Hvalfjarðarsvæðinu Hvalfjörðurinn og umhverfi hans er mikil útivistarparadís. Fögur náttúra og merkar minjar
salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík
62
dægurmál
Helgin 8.-10. júní 2012
Veitingabr ansinn Sameining
Dill og Sæmundur í eina sæng
V
eitingastaðirnir Dill í Norræna húsinu og Sæmundur í sparifötunum á KEX Hostel munu ganga í eina sæng á næstunni. Gunnar Karl Gíslason, yfirkokkur og eigandi Dill, mun hafa yfirumsjón með báðum veitingastöðunum. Þetta staðfestir Pétur Marteinsson, framkvæmdastjóri KEX í samtali við Fréttatímann. Pétur segir að rekstur þessara tveggja ólíku veitingastaða muni samtvinnast en að báðir haldi fast í sitt sjálfstæði og sérkenni. „Dill verður áfram með norrænan mat en Sæmundur er og verður matarkrá,“ segir Pétur sem fagnar komu Gunnars Karls í teymið, en það hefur átt sér nokkurn aðdraganda. „Við undirbúninginn að KEX Hostel og þróunina fóru ófáir fundir fram á knæpum víða um borgina.
Þegar vel lá á okkur og við vildum gera vel við okkur heimsóttum við Norræna húsið og fengum okkur hádegismat á Dill. Þar kynntumst við Gunna sem hefur sterkar skoðanir á matargerð, uppruna matarins og að gera smáatriðunum hátt undir höfði. Í samtölum okkar fundum við mikinn samhljóm í viðhorfi til matargerðar, hráefna og gleðinnar við að elda og borða góðan og skemmtilegan mat. Eftir eitt ár og reynsluna af því að reka matarkrá lágu leiðir okkar aftur saman við Gunnar Karl þegar við heimsóttum hann snemma í vor. Þá kom upp sú hugmynd að sameina krafta okkar og ástríðu. Úr varð að Gunnar Karl tók yfir matarhluta og veitingahluta rekturs Sæmundar í sparifötunum,“ segir Pétur sem vonast til að sameiningin muni styrkja báða staðina. -óhþ
Eiður ákveðinn í að halda áfram Eiður Smári Guðjohnsen ætlar ekki að leggja árar í bát þrátt fyrir að hafa misst af nánast öllu síðasta tímabili með gríska liðinu AEK Aþenu. Eftir því sem næst verður komist hyggst hann yfirgefa herbúðir gríska liðsins vegna vanefnda á samningi og halda til Evrópu. Eiður Smári, sem verður 34 ára í september, er nýbyrjaður að spila á nýjan leik og ætlar að koma sér í form á öðrum vígstöðvum en þeim grísku. Hann og Arnór faðir hans eru vel tengdir eftir langa dvöl sem atvinnumenn erlendis og verður vart skotaskuld úr því að finna lið – í það minnsta til að æfa með.
Rómeó og Júlía eldast Vesturportshjónin Nína Dögg Filippusdóttir og Gísli Örn Garðarsson hafa enn og aftur brugðið sér í hlutverk Rómeós og Júlíu á fjölum Borgarleikhússins. Tíu ár eru síðan þau frumsýndu verkið. Innan leikhópsins hefur talsvert verið gantast með aldur skötuhjúanna í hlutverkunum. Einhver gárunginn benti til að mynda á að börn þeirra Nínu Daggar og Gísla, sem eru sex ára og sex mánaða, eru nær sögupersónunum í aldri en foreldrarnir.
Önnur tilraun hjá Árna
Krónprinsessan í Crossfit Hin 19 ára Katrín Tanja Davíðsdóttir fetar í fótspor Annie Mistar fitnesshetju. Hún undirbýr sig bæði fyrir Heimsleikana í Crossfit og inntökupróf í læknisfræði.
Veiðikortið 37 vötn Eitt kort 6.000 kr. www.veidikortid.is
FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ
Ljósmynd/Hari
Crossfit K atrín Tanja á hr aðri uppleið
Útlit er fyrir að Íslendingar fái loks að berja Árna Hjörvar Árnason, og félaga hans í bresku rokksveitinni The Vaccines, augum. Í gær var tilkynnt að sveitin kemur fram á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sem haldin verður 31. október til 4. nóvember. Sveitin var sem kunnugt er bókuð á hátíðina í fyrra en afbókaði sig vegna veikinda söngvarans. Meðal annarra hljómsveita sem kynnt var í gær að troði upp eru Dirty Projectors, Of Monsters and Men, FM Belfast, Tilbury og Valdimar. Um helmingur miða á hátíðinni er seldur og hafa erlendir tónlistaráhugamenn tryggt sér megnið af þeim.
00000
Pétur Marteinsson og Gunnar Karl Gíslason munu vinna náið saman á næstunni.
Mig langar að vera í topp tíu eða topp tuttugu. Ég ætti alveg að geta það.“
É
g var í fimleikum og prófaði síðan frjálsar en fann mig ekki þar. Ég var alltaf að leita að einhverju krefjandi og fann það sem ég var að leita að í Crossfitinu,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir, Crossfitkona sem skotist hefur upp á stjörnuhimininn í sportinu að undanförnu. Katrín Tanja er nýorðin 19 ára og ekki eru nema níu mánuðir síðan hún byrjaði að stunda Crossfit. Hún gerði sér lítið fyrir og hafnaði í öðru sæti í einstaklingskeppni kvenna á Evrópumótinu í Kaupmannahöfn fyrir skemmstu. Það var vitaskuld Annie Mist Þórisdóttir sem sigraði einstaklingskeppnina. Katrín Tanja skákaði drottningunni þó í einni grein. „Þessi grein heitir Snörunarstigi og er blanda af ólympískum lyftingum og sippi. Maður tekur 20 tvöföld sipp og lyftir svo byrjunarþyngd. Ef maður nær því kemst maður á næstu stöð þar sem þetta verður erfiðara,“ segir Katrín Tanja sem snaraði 165 pundum og tryggði sér sigurinn. Árangur Annie Mistar Katrín Tanja Davíðsdóttir er á hraðri uppleið í Crossfit. Hún ætlar að reyna Þórisdóttur hefur vakið að slá Annie Mist við á Heimsleikunum í Los Angeles í næsta mánuði. Ljósmynd/Hari mikla athygli síðustu misseri. Hún varð sem kunnugt er heimsmeistari í Crossfit á síðasta ári og fit. Það voru rosa margir sem kepptu í fitness og í kjölfar þess hefur vegur íþróttarinnar aukist flestir voru í ræktinni. Það voru eiginlega allir til muna hér á landi. Með árangrinum í Kaup- að æfa eitthvað.“ mannahöfn tryggði Katrín Tanja sér þátttökuFramundan er sumar stífra æfinga enda er rétt á Heimsleikunum í Crossfit í næsta mán- ekki nema rúmur mánuður í mótið stóra. Um uði. Óhjákvæmilegt er að bera Katrínu saman þessar mundir æfir Katrín Tanja tvisvar á dag við Annie Mist enda er bakgrunnur þeirra svip- en tekur einn hvíldardag á viku. „Markmiðið aður. Þær voru báðar í fimleikum og frjálsum er bara að standa mig eins vel og ég get en mig íþróttum áður en þær fóru í Crossfit en Annie er langar að vera í topp tíu eða topp tuttugu. Ég nokkrum árum eldri en Katrín. „Við æfum ekki ætti alveg að geta það.“ í sömu stöð en við erum alveg góðar vinkonur,“ Aðspurð segist Katrín Tanja alveg gefa sér segir Katrín Tanja um Annie – sem stefnir að tíma til að sinna öðrum hugðarefnum en Crosssjálfsögðu á að vinna Önnu á Heimsleikunum: fit. „Við erum mörg vinirnir í Crossfitinu og hitt„Jú, auðvitað.“ umst alltaf eitthvað. Ég æfi yfirleitt á morgnana Katrín Tanja útskrifaðist af eðlisfræðibraut og seinnipartinn svo ég er alltaf laus á kvöldin,“ úr Versló sömu helgina og Evrópumótið fór segir Katrín sem er á lausu. Ertu þá ekki farin að draga fjölskylduna með fram. Hún var með 8,9 í meðaleinkunn og hefur sett stefnuna á háskólanám í haust. Hún er þér í sportið? „Mamma kom og horfði á Evrópumótið, það ekki ákveðin hvort læknisfræði eða verkfræði verður fyrir valinu. „Ég er að undirbúa mig fyrir var í fyrsta sinn sem hún sá mig keppa. Henni inntökupróf í læknisfræði eftir viku. Ég ætla að fannst þetta æðislegt og spurði eftir á hvenær sjá hvað kemur út úr því en ef það gengur ekki hún gæti byrjað. Systkini mín eru líka mjög fer ég eflaust í verkfræðina, ég er með góðan spennt. Það er líka algengt að heilu fjölskyldgrunn í hana.“ urnar séu í þessu.“ Ungt fólk hefur gjarnan það orð á sér að það vilji bara skemmta sér og njóta lífsins. Sú er ekki Höskuldur Daði Magnússon raunin með Katrínu og fólkið í kringum hana. hdm@frettatiminn.is „Bekkurinn minn var eiginlega allur í Cross-
Ný og glæsileg verslun á Stórhöfða Flügger hefur opnað nýja og glæsilega verslun á Stórhöfða 44. Fjölbreytt úrval af gæðavörum fyrir íslenskar aðstæður, fagleg ráðgjöf og frábær þjónusta.
Kaffi
MATSTOFA
Heitur matur í hádeginu alla virka daga. Hagstætt verð og gæði eins og þau gerast mest.
Vöruna beint í bílinn! Nú færðu vöruna beint í bílinn – fljótlegt og þægilegt fyrir alla, sama hvernig viðrar. Einnig er þvottaaðstaða fyrir vinnufatnað og málningar verkfæri og aðstaða til geymslu á því sem ekki rúmast í bílnum.
Stórhöfði 44, 110 Reykjavík | Sími 567 4400 | www.flugger.is
Lengri afgreiðslutími! Betri afgreiðslutími fyrir alla; fagmanninn sem byrjar snemma, þá sem velja að koma eftir annasaman vinnudag … og alla hina líka! Einfalt og gott, opið alla daga vikunnar frá 7–19.
OPIÐ 7–19 ALLA DAGA
777
HE LG A RB L A Ð
Hrósið ... ... fær Anna Þorvaldsdóttir sem hlaut Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs í ár fyrir verk sitt, Dreymi.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
STÆRÐ: 183 X 203 SM. FULLT VERÐ: 129.950
89.950
Kári Steinn Karlsson Hlaupari og Ólympíufari
Skákveisla í Ráðhúsinu
Friðrik Ólafsson stórmeistari leggur til tvö söguleg taflsett á „Skákuppboð aldarinnar“ sem haldið verður um helgina, til styrktar æskulýðsstarfi Skákakademíu Reykjavíkur. Margir þjóðþekktir skákmenn gefa einnig gripi á uppboðið. Uppboðið er hluti af Uppskeruhátíð Skákakademíunnar, sem haldin verður í Ráðhúsi Reykjavíkur á sunnudaginn. Allur ágóði af uppboðinu rennur til barna- og ungmennaverkefna í skák á vegum Skákakademíunnar. Í Ráðhúsinu á sunnudaginn munu börn og ungmenni úr Úrvalssveit Skákakademíunnar tefla við gesti og gangandi.
Íslensk vöruhönnun kynnt
Saga til næsta bæjar er yfirskrift sýningar sem opnuð var í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ í gær. Sýningin er nokkurs konar yfirlit síðustu tíu ára í íslenskri vöruhönnun, en vöruhönnun er yngsta hönnunargreinin á Íslandi. Hlín Helga Guðlaugsdóttir er sýningarstjóri sýningarinnar.
Víkingur stýrir tónlistarhátíð
Tónlistarhátíðin Reykjavík Midsummer Music verður haldin dagana 17.-19. júní í Hörpu. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari sem hefur fengið til liðs við sig einvalalið tónlistarmanna sem kemur fram á fernum tónleikum á þremur dögum. Þar á meðal eru Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari. Flutt verða verk eftir Ravel, Brahms, Jón Nordal, Þorkel Sigurbjörnsson og fleiri auk þess sem Megas flytur eigin lög við undirleik Víkings Heiðars sem og í útsetningum fyrir strengjakvintett.
ST ÁFÖ NA DÝ YFIR
ALLT AÐ 36 MÁNUÐIR
STÆRÐ: 183 x 203 SM.
SPA RI
FÆTUR OG BOTN FYLGJA
Ð
0 0 0 . 40
90 x 200 sm. 69.950 120 x 200 sm. Áður: 89.950 nú: 69.950 140 x 200 sm. 99.950 153 x 203 sm. 109.950 183 x 203 sm. Áður: 129.950 nú: 89.950
SWEET DREAMS AMERíSk DýnA Vönduð og góð dýna með sterkri hliðarstyrkingu. Í efra lagi er áföst 10 sm. þykk yfirdýna úr hágæða svampi. Í neðra lagi eru u.þ.b. 140 BONNELL gormar pr. m2. Fætur og botn fylgja með.
Allt fyrir svefninn! Ð SPA RI
20.000
B812440132
PLUS B15 JUBILÆUM DýnA Miðlungsstíf dýna með 250 pokagormum pr. m2 í efra lagi og í neðra lagi eru 150 BONELL gormar pr. m2. Innifalið í verði er 4 sm. þykk og góð yfirdýna. Slitsterkt áklæði úr bómull/polyester. Grindin er úr sterkri, ofnþurrkaðri furu. Verð án fóta. Fætur verð frá: 5.995
A DÝN YFIR ALIN INNIF
ST. 90 x 200 SM. fULLT vERð: 49.950
29.950
90 x 200 sm. 49.950 29.950 120 x 200 sm. 69.950 49.950 140 x 200 sm. 74.950 54.950
ALLT AÐ 36 MÁNUÐIR
SÆNG OG KODDI
SÆnG OG kODDI
6.995 ST. 90 x 200 SM.
12.950
THERMO LUx SÆnG OG kODDI Góð sæng, fyllt með 2 x 550 gr. af sílikonmeðhöndluðum holtrefjum. Má þvo á 90°C. Sæng: 140 x 200 sm. Koddi: 50 x 70 sm.
GOLD T30 yfIRDýnA Virkilega vönduð yfirdýna úr MEMORY FOAM svampi með þrýstijafnandi eiginleika. Lagar sig vel að líkamanum og veitir góðan stuðning. Endingargott áklæði sem hægt er að taka af og þvo við 60°C. Dýnan er 5 sm. þykk.
90 x 200 sm. 120 x 200 sm. 140 x 200 sm. 160 x 200 sm. 180 x 200 sm.
Verð aðeins Verð aðeins Verð aðeins Verð aðeins Verð aðeins
12.950 16.950 19.950 24.950 26.950
GOLD e in s t ö k Gæði
www.rumfatalagerinn.is TILBOÐIN GILDA TIL 10.06