Heilsa Láttu þér líða betur á líkama og sál
Með kántrýplötu í smíðum Selma Björns Dollý Parton ýtti mér út í kántrýið
Sérblað
58
HEELLGGAARRBBLLAA H ÐÐ
HELGARBLAÐ 8.- 10. október 2010 2. tölublað 1. árgangur
Á
H lögmenn ehf., félag Ársæls Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra skilanefndar Landsbankans, skilaði 62 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Félagið hagnaðist því um rúmar fimm milljónir á mánuði. Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst var Landsbankinn eini viðskiptavinur félagsins. Það greiddi rúmar sex milljónir í laun, sem eru um 500 þúsund krónur á mánuði. Í ársreikningnum kemur fram að stjórnin, sem samanstendur af Ársæli einum, leggi til að greiddur verði arður fyrir þetta ár. Ársæll staðfesti í samtali við Fréttatímann að langstærsti viðskiptavinur ÁH lögmanna væri Landsbankinn. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málefni félagsins. “Ég ætla ekki að tjá mig um prívatmál einkahlutafélags,” sagði Ársæll sem komst í fréttirnar þegar FME neitaði að samþykkja hann í skilanefnd Landsbankans. Hann var þá ráðinn framkvæmdastjóri í staðinn. -óhþ
Tvívegis greind með brjóstakrabba Algjört kjaftæði að það sem drepi mann ekki styrki mann 24
Jennifer Aniston Kynþokkinn kom henni í efsta sæti hjá Vanity Fair síður 6, 14 og 16 Einar Marteinsson forseti MC Iceland, til hægri, ásamt félaga sínum í samtökunum.
Ljósmynd/hari
Hells Angels komnir og Outlaws á leiðinni
N
orska rannsóknarlögreglan hefur undir höndum upplýsingar um að vélhjólasamtökin Outlaws séu að reyna að ná fótfestu hér á landi. Í september munu útsendarar Outlaws MC Norway hafa komið hingað til lands til þess að stofna stuðningsklúbb í nafni Black Pistons MC hér á landi. Auk þess hefur norska lögreglan upplýsingar um að íslenskur ríkisborgari stjórni Black Pistons-vélhjólaklúbbnum í Haugasundi í Noregi. Jón Trausti Lúthersson staðfestir að hann stýri vélhjólasamtökunum Black Pistons þar ytra.
Eins og þekkt er hefur fyrrum vélhjólaklúbburinn Fáfnir, sem nú kallast MC Iceland, unnið að því að fá inngöngu í Vítisengla, Hells Angels, og hefur lögreglan ítrekað stöðvað komu erlendra Vítisengla hingað til lands, alls 65 frá árinu 2002. Vélhjólaklúbburinn er nú á þröskuldi fullrar aðildar eftir að hafa sótt það stíft í hálft þriðja ár. Norska rannsóknarlögreglan telur að það takist áður en árið er úti. Vítisenglar í Noregi eru fjölmennustu vélhjólasamtökin þar og segir norska lögreglan 75% allra meðlima þeirra vera afbrotamenn.
Þeir lendi í síendurteknum útistöðum við meðlimi Outlaws, sem stækki hraðast. „Ég kannast ekkert við þá og hef aldrei heyrt á þá minnst,“ svarar Leif Ivar spurður um samskipti samtakanna við Outlaws. Jón Trausti var áður forseti MC Iceland. Hann vék úr samtökunum í ágúst í fyrra þegar slitnaði upp úr vinskapnum við fyrrum félagana. Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, vildi ekki tjá sig um málið. -gag
SKE MM T UM O KKUR I N NANL ANDS FLUGFELAG.IS
52
Benedikt Jóhannesson framkvæmdastjóri
Mótmælin byrjuðu ekki á Austurvelli. Þau hófust í kjörklefanum í vor. 32
ÍSLENSKA/SIA.IS/FLU 51588 09/10
Skilanefndarmaður með 60 milljóna hagnað
MC iceland vígalegir vítisenglar