09 07 16

Page 1

frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 37. tölublað 7. árgangur

Laugardagur 09.07.2016

Saga úrslitaleikja EM t

Útlendingastofnun sendir mæðgur til Afganistan Á flótta allt sitt líf 2

12

Garðar og Arngunnur Hinriksbörn

Bróðir minn gerir mig að betri manneskju Arngunnur segir lítið talað um hvað krakkar læri margt af fötluðu systkini.

Eftirsóttasti skraddari landsins Heillaðist af íslenskri dís

22

Ánægðir túristar

Hissa á að vera sólbrenndir

6

LAUGARDAGUR

09.07.16

KOM HEIMILI FYRIR Á 36 FERMETRUM ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA UM SKJALDKIRTILINN KYNLÍFSBLAÐAMAÐUR OG DAGSKRÁRGERÐARKONA HALDA FLÓAMARKAÐ

TANJA ÝR Mynd | Hari

MIKILVÆGT AÐ HUGSA UM FYRIRTÆKI MEÐ HJARTANU

Sögur af fólki

16

Mynd | Rut

EPLAEDIK LAUSNIN VIÐ ÖLLU


2|

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 9. júlí 2016

Nýjar drottningar til landsins Býflugur Sífellt fleiri gerast býflugnabændur. „Því miður drapst 65% af öllum býflugnastofninum í landinu þar­ síðasta vetur,“ segir Egill Rafn Sigurgeirsson, formaður Býs, bý­ flugnafélags Íslands. Egill kom til landsins frá Álandseyjum í vik­ unni með 39 kg af býflugum og 26 drottningar. Hann segir ganga frekar illa að halda býflugur á Íslandi en áhugi fólks sé samt mikill. Nýju flugurnar bæti upp búin sem hafi fallið síð­ ustu ár og gott betur en það. Sjálfur er Egill einn af frumkvöðl­

um þessarar ræktunar hér á landi. „Ég flutti heim til Íslands árið 1998 eftir að hafa verið með býflugur í tíu ár og tók þær með heim. Það skemmtilegasta við þetta hobbí er dýrið sjálft og samfélagsmyndunin hjá þeim. Mér finnst langskemmti­ legast að fylgjast með þeim og sjá hvernig þær vinna. Hunangið er bara bónus,“ segir Egill en það vakti athygli blaðamanns að hann var léttlæddur í engum hvítum galla þar sem hann stússaðist með flugurnar. „Þetta eru svo gæfar flugur að það er ekkert að óttast. Þetta er eins og hver önnur ræktun, maður ræktar gæðinga og gæfar flugur.“ | hh

„Hunangið er bónus en þetta er samt háklassahunang. Það er hvergi hreinna því hér er lítið sem ekkert sprautað svo þær lifa eingöngu á villiblómum.“

Margrét Lára

Persónuvernd

Margrét Lára Viðarsdóttir, lands­ liðskona í fótbolta, sagði í viðtali í þættinum Women's hour á BBC 4 í gær að árangur Íslands í fótbolta skýrist af þjálfuninni. Stelpur og strákar séu frá 5 ára aldri þjálfuð af menntuðum þjálfurum. Núna sé jafnræði í þjálfun beggja kynja og krakkarnir geti valið nánast hvaða íþrótt sem er til að leggja stund á. Þá sé aðstaðan orðin mjög góð. Hægt sé að æfa innanhúss allan ársins hring. | þt

Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúd­ enta, braut gegn lögum um persónu­ vernd þegar meðlimur Vöku hringdi í nemanda skólans sem er skráður á bannskrá Þjóðskrár Íslands. Hringj­ andi hugðist kynna stefnumál stúd­ entafélagsins fyrir einstaklingnum og segir í málsvörn Vöku að viðkom­ andi hafi líklega fundið númerið á innraneti skólans, Uglunni. Vaka baðst afsökunar á mistök­ unum og baðst afsökunar á að hafa hringt í einstaklinginn. | vg

Þakkar menntuðum þjálfurum

Vaka hringdi í nemanda á bannskrá

Minnislaus af áfallastreituröskun send úr landi af Útlendingastofnun Brottvísun Mæðgurnar Torpikey og Maryam verða sendar aftur til Afganistan þrátt fyrir alvarlega heilsukvilla og meingallaða meðferð í Svíþjóð. Móðirin hefur verið á flótta í fimmtán ár.

Um ofbeldi gegn konum í Afganistan

87,2%

kvenna hafa upplifað annaðhvort andlegt, líkamlegt, kynferðislegt ofbeldi eða hafa verið þvingaðar í hjónaband.

60%

Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

„Torpikey þjáist af kvíða og svo mik­ illi áfallastreitu að hún er farin að glíma við líkamleg einkenni þess, eins og til dæmis alvarleg minnis­ glöp. Niðurstaða kærunefndar kemur mér því verulega á óvart,“ segir Arndís K. Gunnarsdóttir, lög­ fræðingur hjá Rauða krossinum, en mæðgurnar Maryam Raísi og Torpi­ key Farrash bíða nú eftir að verða sendar til Afganistan eftir ellefu mánaða dvöl á Íslandi. Maryam og Torpikey hafa ver­ ið á flótta í fimmtán ár. Þegar Mar­ yam var fjögurra ára tóku talíbanar völdin í Afganistan og þær neyddust til að flýja Kabúl. Síðan hafa þær ver­ ið á flakki milli Írans og Afganistan. Þegar stríðsherra í Afganistan ætlaði að taka sér Maryam sem konu ákvað Torpikey að flýja til Evrópu. Eftir langt ferðalag komu þær til Svíþjóð­ ar þar sem þeim var neitað um hæli eftir þriggja ára dvöl. Þá fóru þær til Íslands þar sem þeim var neitað um hæli eftir þrjá mánuði. Arndís kærði ákvörðun Út­lend­ inga­­s tofnunar til kærunefnd­ ar útlendingamála. „Niðurstaða nefndar­innar hefur ekki verið kynnt en þar sem málið er komið til lög­ reglu þýðir það bara eitt; að þær verða sendar aftur til Svíþjóðar og þaðan til Afganistan,“ segir Arndís. Hún segir niðurstöðu Útlendinga­

kvenna hafa upplifað margskonar ofbeldi.

Nauðgun

er ekki viðurkennd innan hjónabands.

Heimilisofbeldi er ekki viðurkennt sem glæpur.

17,3%

stúlkna eru giftar á aldrinum fimmtán til nítján ára. ÚR SKÝRSLU SÞ FRÁ 12. MAÍ 2016

stofnunar því miður ekki koma á óvart, gríðarlega erfitt sé að fá ís­ lensk stjórnvöld til að veita konun­ um skjól eftir að Svíar hafi ákveðið að vísa þeim þaðan. „Ég tel að þær hafi ekki fengið fullnægjandi lög­ fræðilegan stuðning í Svíþjóð. Þar var þeim synjað um hæli vegna þess að umsókn þeirra er túlkuð þannig að þær séu að „leita að betra lífi“, og þær því skilgreindar sem „efna­ hagslegir flóttamenn“ í leit að leð­ ursófa og flatskjá. Staðreyndin er sú að þær eru í leit að „lífi“. Það er því orðalagið sem verður þeim að falli en opinberar skýrslur sýna að þetta er algengt vandamál í Svíþjóð. Vandamálið er að það verður aldrei viðurkennt hér á landi,“ segir Arn­ dís. Það kemur Arndísi ekki á óvart

Maryam og Torpikey hafa verið á flótta frá Afganistan frá því að Maryam var fjögurra ára gömul. Mynd | Hari

að íslensk stjórnvöld taki, líkt og stjórnvöld í Svíþjóð, ekki til­ lit til óvenju erfiðra aðstæðna afg­ anskra kvenna. Hún batt þó vonir við að kærunefndin myndi snúa ákvörðuninni í ljósi ástands Torpi­ key en Torpikey þjáist af alvarlegum kvíða og er að svo stöddu minnislaus vegna áfalla­streitu­röskunar. Aðspurð segir Torpikey að henn­ ar bíði ekkert nema dauðinn í Afganistan. Maryam hefur miklar áhyggjur af móður sinni og framtíð­ inni og hefur lítið getað sofið síðustu daga vegna kvíða. „Ég er svo þreytt. Stundum langar mig bara að deyja. Ég hef gert lítið annað en að gráta síðustu daga. Ég skil ekki af hverju það er talað um mannréttindi og kvenréttindi á Vesturlöndum því ég hef ekki upplifað þessi réttindi.“

Arndís K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Rauða Krossinum, batt vonir við að kærunefndin tæki ástand Torpikey til greina.

Úr skýrslu Womens Refugee Commission frá febrúar 2016 Í ljósi fjölda umsækjenda um hæli í Svíþjóð og Þýskalandi gerði WRC sérstaka rannsókn og úttekt á stöðu kvenna í hæliskerfum ríkjanna. Niðurstaðan er í grófum dráttum sú að aðbúnaður kvenna sem orðið hafa fyrir ofbeldi sé óviðunandi, auk þess sem stefna og framkvæmd ríkjanna setji konur í aukna hættu. Þrátt fyrir að bæði ríkin viðurkenni kynbundnar ofsóknir sem grundvöll fyrir stöðu flóttamanns þurfa konur og stúlkur að rata í gegnum sífellt flóknara laga- og stjórnsýsluumhverfi án fullnægjandi stuðnings.

AFMÆLISTILBOÐ 50 ára Ísland mælt upp á nýtt gasgrill 2ja brennara

Þetta frábæra 2ja brennara verðlaunagrill er komið aftur í nýrri útgáfu

FULLT VERÐ 49.900 AFMÆLISTILBOÐ

Hjólavagn Kr. 14.900

39.900

grillbudin.is Opið laugardag 11-16

Á R A

Grillbúðin

Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400

Landmælingar Íslands vinna í sumar að því að taka nýja mælipunkta í svokölluðu landshnitakerfi fyrir Ísland. Verkefnið liggur til grundvallar allri kortagerð og landmælingum hér á landi. Jarðskorpuhreyfingar á Ís­ landi eru miklar, enda er landið á flekaskilum Ameríku- og Evrasíuflekanna. Því er nauðsyn­ legt, til að tryggja nákvæmni í landmælingum, kortagerð og framkvæmdum, að endurmæla reglulega svokallað grunnstöðv­ anet landins. Verkefnið, sem hófst á dögunum, er unnið í samstarfi Landmælinga Íslands og Vega­ gerðarinnar. Auk þess styðja Landsvirkjun og Landhelgis­ gæslan við starfið. Aðeins tvisvar áður hefur þessi grundvöllur landmælinga hér á

landi verið mældur með nútíma GPS­ -tækni. Mælip­ unktarnir eru 123 talsins um allt land, en fyrsta mælingin fór fram á Valhúsahæð á Sel­ tjarnarnesi á dögun­ um. Valhúsahæð hefur verið grunnpunktur í landmæl­ ingum allt frá árinu 1904. Að loknu mælingaferl­ inu í sumar verður gefin út ný viðmiðun fyrir Ísland. Gera má ráð fyrir að bjögun frá því að síðast var mælt (2004) sé 20-25 cm og bjögun frá mælingu þar á undan (1993) sé 40-50 cm, að því er fram kemur á vef Land­ mælinga Íslands. Það er því ljóst að nákvæmni er mikilvæg, bæði við allar mælingar, kortagerð og framkvæmdir í framtíðinni. | gt

Gera má ráð fyrir að bjögun frá því að síðast var mælt (2004) sé 20-25 cm og bjögun frá mælingu þar á undan (1993) sé 40-50 cm.


NÝR MITSUBISHI OUTLANDER INTENSE

TILFINNINGIN ER ÓLÝSANLEG ÞAR TIL ÞÚ PRÓFAR

Mitsubishi Outlander Intense er kominn með nýtt útlit. Betur búinn fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll er vandfundinn og ekki skemmir verðið fyrir. Komdu í reynsluakstur og fáðu tilfinninguna sem svo erfitt er að lýsa – jafnvel eftir að þú prófar. Mitsubishi Outlander Sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn frá:

5.390.000 kr. FYRIR HUGSANDI FÓLK HEKLA · Njarðarbraut 13 · Reykjanesbæ · Sími 590 5090 · heklarnb.is


4|

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 9. júlí 2016

Hræðileg sóun á íslensku grænmeti Grænmetisrækt Sóunin hjá Sölufélagi garðyrkjumanna er hræðileg, að sögn matreiðslumeistarans Dóru Svavarsdóttur. Hún segist horfa á eftir hundruðum kílóa fara í ruslið í hverri viku. Kerfið skapi engan hvata fyrir grænmetisbændur til að haga ræktun í samræmi við eftirspurn. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Dóra Svavarsdóttir segir grátlegt að horfa á eftir heillegu grænmeti í ruslagám. Mynd | Hari

Matreiðslumeistarinn Dóra Svavarsdóttir rekur veisluþjónustu og færir starfsmönnum Sölufélags garðyrkjumanna mat á hverjum degi. Hún segist sjá að heilu ruslagámarnir séu fylltir af heillegu grænmeti sem ekki selst í búðum. „Það gerist reglulega, þegar ég kem þangað, að hundruð kílóa af fullunnu og jafnvel pökkuðu grænmeti sé hent í ruslið. Mér finnst hræðilegt að horfa á þetta enda sóun á matvælum, orku, pakkningum, tíma og vinnu.“ Dóra hefur tekið þátt í verkefninu Zero Waist sem

hrundið var af stað af Landvernd, Vakandi og Kvenfélagasambandi Íslands og miðar að því að minnka matarsóun. Hún hefur haldið fyrirlestra um matarsóun og segist stöðugt rýna í umhverfi sitt með þetta fyrir augum. Grænmetisbændur leggja inn uppskeru til Sölufélags garðyrkjumanna sem sér um að koma vörunni til neytenda. Félagið segist tryggja að 90 prósent af heildsöluverði vörunnar skili sér til framleiðanda. „Þó félagið sé í eigu bænda, þjónar það þeim ekki ef það hendir svo miklu af uppskerunni,“ segir Dóra. Hún telur tilgang félagsins góðan en margar hindranir í kerfinu komi í vegi fyrir að það virki sem skyldi. „Sóunin bitnar á okkur neytendum og bóndanum á endanum. Því hluti af vandanum

er fjarlægðin á milli bónda og kaupanda. Það þýðir að bóndinn fær of seint að vita hvernig salan á afurðunum gengur og getur því illa hagað sinni ræktun í samræmi við eftirspurn.“ Dóra segir eina af rótum vandans vera að styrkir til bænda séu framleiðslutengdir sem geri það að verkum að það borgi sig fyrir bóndann að framleiða sem mest. „Löggjöfin um sölu grænmetis er heftandi og býr til óþarfa flækjustig.“ Hún segist hafa rætt sóunina við starfsfólk Sölufélags garðyrkjumanna og öllum þyki leitt að þurfa að henda heillegu grænmeti. Það hafi meðal annars komið til móts við hana, á viðburðum sem Dóra hefur átt þátt í að skipuleggja, þar sem afgangs grænmeti var notað í mikla súpugerð.

Bara toppurinn af ísjakanum

Ingibjörg Þórðardóttir, ritstjóri fréttavefsíðu CNN, segir að rykið sem þyrlaðist upp eftir Brexit sé langt frá því að setjast. Í London er fólk í áfalli.

Atvinnumaður í fótbolta dæmdur fyrir nauðgun Sakamál Eyþór Helgi Birgisson var dæmdur í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun í Héraðsdómi Suðurlands á fimmtudaginn. Eyþór Helgi, sem er atvinnumaður í fótbolta í Noregi, var ákærður fyrir að hafa stungið fingrum sínum í leggöng konu þegar hún gat ekki spornað við kynferðismökunum sökum svefndrunga og ölvunar. Brotið átti sér stað á Suðurlandi árið 2014 en í dóminum segir að Eyþór hafi gist heima hjá konunni ásamt vinkonu hennar. Fórnarlambið hafði ekki áhuga á kynferðislegu samneyti við hann og gerði honum grein fyrir því með skýrum hætti. Eyþór braut engu að síður á konunni þar sem hún svaf, en hún vaknaði við verknaðinn og fraus, eins og segir í dómsorði. Samskipti þeirra á Facebook eftir atvikið voru svo lögð fyrir dóminn og þar baðst Eyþór afsökunar á framferði sínu, en hann hélt því þó fram að hann hefði ekki verið að biðjast afsökunar á brotinu sjálfu. Dómarar töldu þá skýringu ekki sannfærandi. Eyþór spilar með norska liðinu Volda TI í Noregi, þar áður spilaði hann með Fram. Þegar brotið átti sér stað keppti hann hinsvegar með Víkingi í Ólafsvík. Eyþóri Helga er gert að greiða konunni 900 þúsund krónur í miskabætur. | vg

Brexit Andúð í garð útlendinga blossaði upp strax eftir kosningar. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is

Í Bretlandi ríkir pólitískt tómarúm þessa dagana. Stjórnmálaleiðtogar hafa ýmist sagt af sér eða standa laskaðir eftir. Ríkisstjórn Davids Cameron er valdalítil nú þegar hann er á leið úr embætti. „Allir stjórnmálaflokkarnir þurfa að takast á við uppþot þessa dagana, sem er óvenjuleg staða í breskum stjórnmálum. Breskt samfélag finnur nú fyrir þeim miklu efnahagshræringum sem fylgdu kosningunum. Pundið hefur ekki verið jafn veikt í ríflega 30 ár og vandamál í byggingariðnaði aukast. Á móti kemur að ódýrara verður að ferðast til Bretlands og það hjálpar ferðamannaiðnaðinum eitthvað,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir, ritstjóri fréttavefsíðu CNN. Ingibjörg segir það misjafnt hvernig úrslit kosninganna fara í íbúa Bretlands. „Frá kosningum hef ég bara verið í London og á Íslandi, en það er mikilvægt að átta sig á að stemningin fyrir þessu er gjörólík eftir því hvar þú ert. Hér í London eru eiginlega allir enn að jafna sig á sjokkinu, enda kaus borgin að halda sig innan Evrópusambandins. Margir trúa því að þetta muni ekki ganga í gegn, en annars staðar er fólk visst um að það hafi kosið rétt með því að segja já við útgöngunni og vonar svo það besta.“ Ingibjörg segir að fólk hafi nýtt atkvæði sitt með mjög mismunandi ástæður í huga. „Margir töldu að útganga verndaði sjálfstæði Bretlands. Innflytjendamálin og sjálfsákvörðunarréttur í þeim var oft ástæða fyrir útgönguatkvæðum.

Hér í borg birtist þetta í hegðun sem ekki hefði þótt ásættanleg fyrir Brexit, til dæmis urðu Pólverjar fyrir aðkasti. Ingibjörg Þórðardóttir ritstjóri hjá CNN

Aðrir telja að atvinnuástand muni batna sé skorið á sambandið við Evrópu.“ Fyrstu dagana eftir kosningarnar bar nokkuð á andúð gegn útlendingum, jafnvel í hinni fjölmenningarlegu London. „Hér í borg birtist þetta í hegðun sem ekki hefði þótt ásættanleg fyrir Brexit, til dæmis urðu Pólverjar fyrir aðkasti. Allt í einu þótti í lagi að segja hluti sem ekki þóttu í lagi áður.“ Ingibjörg telur þó að dregið hafi úr andúð á síðustu dögum. „Ég vona að lítill hópur skemmi ekki ímynd Bretlands sem fjölbreytts og opins land.“ Ingibjörg segir að óvissan þurfi ekki að koma á óvart. Nauðsynlegt sé að fá stöðugleika í stjórnmálin og botn í það hvernig standa eigi að útgöngunni. „Fjölmargir vöruðu við glundroða og nægir þar að nefna Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Obama, forseta Bandaríkjanna. Ég held að hlutirnir séu að þróast nákvæmlega eins og margir spáðu. Við erum bara búin að sjá toppinn af ísjakanum af öllu því sem mun gerast í kjölfar þessara örlagaríku kosninga. Bretland þarf að græða sárin. Það mun taka tíma.“

Þessi evrópusinni var líklega ósáttur með úrslit Brexitkosninganna. Mynd | NordicPhotos/Getty

Hver er Ingibjörg Þórðardóttir? • Býr í London og starfar hjá CNN Digital.

Fimm afleiðingar Brexitkosninganna

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, 1 sagði af sér í kjölfar úrslitanna. Þá hvarf Nigel Farage, leiðtogi UKIP flokksins, af stjórnmála-

• Ber ábyrgð á alþjóða­ síðum CNN vefsíðunnar.

sviðinu og sagðist hafa náð sínum pólitísku markmiðum. Boris Johnson, sem fór fremstur manna í Brexit umræðunni, ákvað að gefa ekki kost á sér til formanns Íhaldsflokksins.

• Starfaði hjá BBC í 15 ár, meðal annars sem fréttaritstjóri.

Bretland fór úr því að vera fimmta stærsta 2 hagkerfi heims, niður í það sjötta. Bretland hefur verið í fimmta sætinu frá árinu 2014.

• Er með meistara­ gráðu í alþjóða­ stjórnmálum.

Frakkland er nú fimmta stærsta hagkerfið.

3

Pundið hefur fallið um 14% gagnvart dollar og hefur ekki verið lægra í 31 ár. Þá hefur pundið fallið um 0,9% gegn evru. Pundið er komið niður fyrir 160 krónur.

4

Ingibjörg Þórðardóttir segir að eftir Brexit hafi þótt í lagi að segja hluti sem ekki liðust áður.

Fjármálakerfi Breta gæti verið í uppnámi. Samkvæmt könnun fyrir kosningar sögðust 20% fyrirtækja í bankastarfsemi flytja starfsemi sína annað ef Bretar gengju úr ESB. Það eru 80 þúsund störf. HSBC bankinn hefur tilkynnt að 1000 starfsmenn bankans muni flytja til Parísar.

5

Bretland er stærsta viðskiptasvæði Íslendinga. Við seldum vörur fyrir 120 milljarða til Bretlands á síðasta ári. Þá eru 20% ferðamanna sem hingað koma breskir. Það er ljóst að veikt pund getur haft veruleg áhrif á þessi viðskipti.

Ekki fengið greitt frá Sónar Menning Nokkrir íslenskir tónlistarmenn sem fram komu á tónlistarhátíðinni Sónar, sem haldin var í febrúar á þessu ári, hafa ekki enn fengið greitt fyrir vinnu sína. Forsprakki Sónar hátíðarinnar er Björn Steinbekk, sem nú er sakaður um svik við miðasölu á landsleik Íslendinga og Frakka á Evrópumótinu í fótbolta. Fréttatíminn hefur heimildir fyrir því að nokkrir starfsmenn hátíðarinnar hafi gengið á eftir launum sínum við aðstandendur hátíðarinnar síðan hún var haldin, en án árangurs. Af þeim listamönnum sem Fréttatíminn ræddi við, kom í ljós að nokkrir höfðu sannarlega fengið greitt fyrir vinnu sína, en þó ekki þrautalaust. „Ég fékk greitt,“ sagði einn tónlistarmaðurinn í samtali við Fréttatímann en bætti við: „Það var þó ekki

Tónlistarhátíðin Sónar hefur verið haldin frá árinu 2013.

fyrr en eftir margar ítrekanir í tölvupóstum til Björns. Ég þurfti að leggja á mig þvílíka aukavinnu til þess að fá þetta greitt. Ég veit um að minnsta kosti þrjá sem hafa ekki fengið greitt.“ Þeir tónlistarmenn sem höfðu ekki fengið greitt hafa haft verulegar áhyggjur undanfarið, sérstaklega vegna miðamáls Björns, en þeir sem

keyptu miðana af honum lögðu inn á reikning Sónar. Úr varð að Eldar Ástþórsson, eini stjórnarmaður Sónar sem er ekki tengdur Birni fjölskylduböndum, sagði sig úr stjórn félagsins. Þau svör fengust frá eigendum hátíðarinnar á Spáni í vikunni að til greina kæmi að hætta að leigja Birni vörumerki hátíðarinnar. | vg/þt


markhönnun ehf

Nýtt í Nettó LÍFRÆNIR ORKUDRYKKIR Hi ball er fullkominn fyrir neytendur sem eru að leita af bragðmeiri, lífrænum orkudrykk.

SYKURLAUSIR ORKUDRYKKIR Sykurlausi orkudrykkurinn frá Hi ball iniheldur meðal annars: Kolsýrt vatn, náttúruleg bragðefni, lífrænt koffín, lífrænt guarana þykkni og lífrænt panax ginseng þykkni.

KALDIR KAFFIDRYKKIR Er fullkomið orkuskot hvaða tíma dags. Drykkurinn inniheldur 100% Arabica lífrænar fair trade kaffibaunir. Hiball Energy vörur innihalda lífræn efni með blöndu af guarana, ginseng og koffíni. www.netto.is Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss


6|

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 9. júlí 2016

Ferðamennirnir Hvaðan koma þeir og hvað eru þeir að gera hér? Straumur ferðamanna til Íslands eykst með hverjum degi. Ferðamenn virðast vera í meirihluta þeirra sem eru á vappi um miðbæ Reykjavíkur og landinn orðinn því alvanur. En hvaða fólk er þetta? Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is

Myndir | Rut

Miklu hreinna en í London

Hver er mikilvægasti markhópurinn þinn? 58% kvenna á höfuðborgarsvæðinu 30 til 50 ára, mikilvægasta markhópnum, lesa Fréttatímann í hverri viku. FT

58%

FBL

58%

Vinna í fríinu Kwame Charles frá London, Englandi: „Ég og kærasta mín höfum verið hér í nokkra daga, erum bæði í fríi og að vinna. Í dag er vinnudagur en við eigum fyrirtæki og getum því unnið hvar sem við viljum í heiminum. Á morgun ætlum við í Bláa lónið en annars höfum við dálítið verið að einblína á matinn hérna. Fórum til dæmis á nafnlausa pítsustaðinn í gær og það var magnað, sjaldan smakkað jafn góða pítsu.“

Svartur sandur stóð upp úr Gao fjölskyldan frá Beijing, Kína: „Á morgun fljúgum við til Danmerkur en við foreldrar mínir erum búin að vera hér í rúmlega tvær vikur. Fórum hringinn frá Reykjavík. Á Akureyri, Egilsstaði, Vík í Mýrdal og svo framvegis. Mér fannst svarta ströndin við Vík í Mýrdal alveg standa upp úr. Foreldrum mínum fannst skemmtilegast að sjá Þingvelli, held ég.“

Cameron, Archie, Charlie og Connor frá London, Englandi: „Við erum í skólaferð,“ segir Cameron.„,Við fórum í gær í Bláa lónið og síðan höfum við farið í náttúrulaugar, þær eru geggjaðar! Skoðuðum líka eldfjöll, fossa, jökla og annað,“ segir Charlie. „Það er eiginlega merkilegast hvað það er hreint hérna. Miklu hreinna en í London,“ bætir hann við.



8|

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 9. júlí 2016

Komu með bílinn til Íslands Camilla, Nils og Tomte litli frá Hamborg, Þýskalandi: „Við komum með Norrænu og byrjuðum því ferðina á Seyðisfirði. Keyrðum síðan norðurleiðina til Reykjavíkur og fórum á Landsmót hestamanna enda mikið hestafólk. Ég bjó hér og starfaði þegar ég var yngri,“ segir Camilla. Nils tekur til máls: „Við förum með ferjunni heim þannig við keyrum núna suðurleiðina og okkur langar að sjá Jökulsárslón. Erum á bílnum okkar, komum með hann til landsins.“

Íslenskar konur svo fallegar

Í annað skipti á Íslandi Florian frá Leipzig, Þýskalandi: „Þetta er annað skiptið mitt hérna. Ég kom hingað fyrir tveimur árum og fannst svo gaman að ég vildi koma aftur. Ég hef aðallega verið að ganga en ég var á Skógum og labbaði frá Þórsmörk í Landmannalaugar. Þetta land er mjög ólíkt Þýskalandi og náttúran er engri lík.“

Krúttlegur bær! Jess og Jemma frá London, Englandi: „Við komum fyrir nokkrum dögum en erum í stuttu stoppi á leið til Bandaríkjanna að hitta vini okkar. Þetta er skemmtilegt land og borg. Rosalega ólík London, auðvitað,“ segir Jess. „Síðustu daga fórum við Gullna hringinn en í dag höfum við bara verið að skoða Reykjavík. Krúttlegur bær!“ segir Jemma.

Chris, Frank og Henry frá Brighton, Englandi: „Við flugum til Keflavíkur fyrir rúmum tveimur vikum og höfum bara verið hjólandi síðan. Fórum í Þorlákshöfn, Selfoss, Hveragerði og Grindavík. Búin að vera flippuð ferð,“ segir Chris. „Okkur finnst íslenskar konur svo fallegar en það sem hefur komið á óvart er að við erum sólbrenndir. Sól á Íslandi! Hverjum hefði dottið það í hug?“

sumarmarkaður

ellingsen

20-70% afsláttur af öllum vörum

Til sölu Mercedes Bens Actros 1851 dráttarbifreið árg.2007 og malarvagn Schmitz Gotha 3-Achs árg 2012 með segli. Verð 7,6 millj. +vsk. Uppl. vadvik@vadvik.com & sími 8214625.

Mynd | Hari

Stúlknanámskeið Barcelona hafið Fjölmennt stúlknanámskeið á vegum FC Barcelona hófst í gær en um 300 stúlkur sóttust eftir að komast á námskeiðið sem fram fer við Valsheimilið. Um er að ræða átak á vegum Barcelona, en til stendur að fara um Evrópu með samskonar námskeið fyrir stúlkur, en Ísland er fyrsti viðkomustaðurinn í Evrópu. Á meðal leiðbeinanda á námskeiðinu er Dagbjört Ína Guðjónsdóttir, sem er dóttir handboltakappans Guðjóns Vals Sigurðssonar, en hún spilaði meðal annars með unglingaliði Barcelona á Spáni. | vg

Verðlaun fyrir bestu og vinsælustu myndina Íslenska kvikmyndin Human Timebombs vann tvenn verðlaun í liðinni viku á kanadísku hátíðinni Neuro Film Festival. Ágústa Fanney stendur að gerð myndarinnar en hún vann til verðlauna fyrir Bestu mynd keppninnar og Vinsælustu myndina, að mati áhorfenda. Human Timebombs er heimildarmynd sem fjallar um hina níu

ára gömlu Sunnu Valdísi Sigurðardóttur og fjölskyldu hennar við AHC-taugasjúkdóminn sem talinn er flóknasti taugasjúkdómur sem vitað er um. Ágústa hefur auk þess fengið verðlaun fyrir myndina á Accolade Global Fiml Competition í flokknum „Woman Filmmakers“. Myndina er hægt að sjá í Sarpi RÚV til 19. júlí. | bg



10 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 9. júlí 2016

Hausverkurinn eftir EM 2016

skítugum ÁÁ skítugum skónum? skónum?

É

VIÐ OG HINIR

SÍA SÍA • • jl.is jl.is • • JÓNSSON & LE’MACKS JÓNSSON & LE’MACKS

• • JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

g hitti vinkonurnar Zöhru og Maryam í fyrsta sinn í matarboði síðastliðinn vetur. Þær sögðu sögur og hlógu og voru glaðar og létu eins og flestar tvítugar stelpur láta. En þær eru samt ekki eins og flestar tvítugar stelpur.

allt alltí lagi. í lagi.Pappelina Pappelina vill villláta látaganga gangayfir yfir Það er allt Það í Það lagi.erer Pappelina vill láta ganga yfir sig sigáskónum. áskítugum skítugum skónum. skónum. Hún Húnererúr nefnilega nefnilega plasti. sig á skítugum Hún er nefnilega plasti. úrúrplasti. Pappelina virkar virkar því best best þar þarsem semmikið mikiðálag álagerer Pappelina Pappelina virkar því best þarþví sem mikið álag er áágólfinu. gólfinu. Tilvalinn Tilvalinn félagi félagií forstofuna íeða forstofuna eða eðaeldhúsið. eldhúsið. á gólfinu. Tilvalinn félagi í forstofuna eldhúsið. Svo vill hún hún líka líkafara faraí þvottavél. í þvottavél. Svo vill húnSvo líkavill fara í þvottavél. Plastmotturnar Plastmotturnar frá fráPappelinu Pappelinu hafa hafafarið fariðsigurför sigurför Plastmotturnar frá Pappelinu hafa farið sigurför um um heiminn ogogeru erunú núloksins loksinsáfáanlegar fáanlegar Íslandi. um heiminn ogheiminn eru nú loksins fáanlegar Íslandi. ááÍslandi. Kíktu Kíktu ááúrvalið úrvalið í verslun í verslun eða eðaáákokka.is. kokka.is. Kíktu á úrvalið í verslun Kokku eðaKokku áKokku kokka.is.

Zahra hefur búið á Íslandi frá því hún fékk hér hæli fyrir tæpum fjórum árum. Þá höfðu hún, móðir hennar og systir, verið á flótta frá Afganistan síðan faðir hennar var myrtur fyrir rangar stjórnmálaskoðanir. Zahra ólst því upp sem flóttamaður í Íran þar til hún, móðir hennar og systir, fengu ásamt þremur öðrum afgönskum konum og börnum þeirra hæli á Íslandi. Þetta voru fyrstu afgönsku konurnar til að fá hæli hér á landi. Frá því að Zahra kom til landsins fyrir tæpum fjórum árum hefur hún lært íslensku, tekið stúdentspróf, stundað nám í háskólanum, lært að keyra bíl og eignast vini. Hún segir Ísland vera draumalandið sitt. Hér hefur hún í fyrsta sinn fengið tækifæri til að hugsa um framtíðina. Hana dreymir um að verða læknir og draumurinn getur ræst. Maryam getur aftur á móti ekki látið sig dreyma um neitt, hvað þá framtíðina. Hún hefur, líkt

og Zahra, lifað sem flóttamaður mest alla sína ævi. Þegar hún var fjögurra ára flúði móðir hennar, Tapikey, með hana til Írans undan ógnarstjórn talíbana í Kabúl. Síðan hafa þær verið á flakki milli Írans og Afganistan. Þegar Maryam var sextán ára vildi valdamikill afganskur stríðsherra taka hana sem konu og þá ákvað móðir hennar að flýja með dóttur sína til Evrópu. Þær sóttu um hæli á Íslandi eftir að hafa verið synjað í Svíþjóð. Ástæðan fyrir synjuninni var sú að þær voru skilgreindar sem „efnahagslegir f lóttamenn“ í leit að „betra lífi“. Maryam hefur aldrei skilið þessa niðurstöðu sænska kerfisins því hún og móðir hennar eru einfaldlega að leita að „lífi“. Þegar við hittumst í vetur hafði hælisumsókn þeirra líka verið synjað á Íslandi en lögfræðingur þeirra hafði kært synjunina og þær biðu í von og óvon eftir nýrri niðurstöðu. Maryam hefur lifað við slíka óvissu um framtíðina allt sitt líf og móðir hennar hefur lifað í ótta um afdrif Maryam frá því hún fæddist. Á flótta frá einu landi til annars, úti á hafi á gúmmíbáti, í vöruflutningabílum og fótgangandi með stöðugar áhyggjur af dóttur sinni þar til hún endaði hér, á Íslandi. Í dag er Tapikey með svo mikla áfallastreituröskun að hún er komin með alvarleg minnisglöp.

Á þeim ellefu mánuðum sem mæðgurnar hafa verið á Íslandi hefur myndast vinátta meðal Zöhru og Maryam. Þegar afgönsku konurnar hittast er það oftar en ekki við eldhúsborðið þar sem sögurnar sjóða meðan deigið er hnoðað. Þegar við hittumst í matarboðinu höfðu vinkonurnar, ásamt systrum og mæðrum, verið í eldhúsi Zöhru í þrjá daga að undirbúa veisluna. Þær elduðu rétt sem er klassík á öllum veisluborðum Afgana, Manto. Manto eru litlar soðnar deigbollur sem eru fylltar með kjöti og grænmeti. Nafn réttarins er samsett úr orðunum „ég“ og „þú“ og þýðir VIÐ. VIÐ því þennan rétt eldar enginn einn. Ekki bara vegna þess að það er auðveldara að vinna hann saman heldur líka vegna þess að það er svo miklu skemmtilegra. Rétturinn er sá eini sem sameinar stórfjölskylduna í eldamennsku, bæði karla og konur. Zahra og Maryam ákváðu að elda Manto því rétturinn er tákn sameiningar og samstöðu. Vinkonurnar eiga ótal minningar úr æsku tengdar Manto en hafa líka skapað nokkrar góðar við eldhúsborð á Íslandi. En þær verða því miður ekki fleiri því á næstu dögum mun íslenska ríkið vísa Maryam og móður hennar úr landi. Af hverju? Af því að kæran var ekki tekin gild og mál þeirra er komið á borð lögreglunnar. Af því að kerfið segir þær víst vera öruggar í Afganistan. Af því að það er ekkert bara VIÐ. Af því að þar sem erum VIÐ, verða alltaf líka HINIR.

Halla Harðardóttir

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.


Rekjanleiki alla leið Upprunamerktar nýjar afurðir eru nú að fara út á markað í dag og eftir helgi. Fjallalamb stígur nú stórt skref í upprunamerkingu. Við höfum verið með 1/2 skrokka í kassa sem eru merktir framleiðenda.

verkefnum er bóndinn, afurðir síðasta árs, upplýsingar um jörðina ,myndagallerí og margt fleira. Heimasíðan er snjallsímavæn þannig að mjög auðvelt er fyrir notendur snjallsíma að fara inn á hana.

Á þessum kassa er framleiðendanúmer. Þessu frameiðendanúmeri hefur svo verið hægt að fletta upp á heimasíðunni okkar. Nú stígum við skrefinu lengra og erum búin að uppfæra alla heimasíðuna þar sem hver bóndi er með sína síðu. Eigendur snjallsíma geta nú skannað vöruna í búðinni og fengið allar upplýsingar um bónda og býli. Á hverri síðu bónda eru alskyns upplýsingar s.s. í hvaða

Fyrir þá sem ekki eru með snjallsíma er hægt að lesa framleiðendanúmerið á miðanum og fletta upp á því á heimasíðunni undir upprunamerkingu. (athugið að númer innleggjenda eru í röð á heimasíðunni). Til að byrja með þá verða til sölu heil og hálf læri, heilir og hálfir hryggir, frampartur grillsagður og frampartur súpusagaður. Þessar vörur munu fást í flestum stærri Krónubúðunum og verslunum Iceland til að byrja með.

10 af þeim 48 bæjum sem taka þátt í upprunamerkingu hér að neðan Gilsbakki Öxarfirði - 32080

Sauðanes Langanesi - 9005

Borgir Þistilfirði - 9009

Sveinungsvík Þistilfirði - 9021

Laxárdalur Þistilfirði - 9030

Kollavík Þistilfirði - 9031

Syðri - Brekkur 1 - 9041

Syðri - Brekkur 2 - 9044

Flaga Þistilfirði - 9049

Skeggjastaðir Langanesströnd - 9019


12 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 9. júlí 2016

Frá París til Parísar Úrslitaleikir EM í gegnum tíðina Fyrsti úrslitaleikur Evrópumótsins byrjaði á sunnudegi og endaði á mánudegi – og Mánudagur skoraði sigurmarkið. Leikurinn var spilaður í París, rétt eins og núna, og Frakkar voru mættir með sitt fyrsta gullaldarlið – höfðu náð bronsi á heimsmeistaramótinu tveimur árum áður og voru bjartsýnir á að vinna loksins stórmót. En þetta var áratugur Austur-Evrópu – kommúnistaríkin áttu lið í undanúrslitum allra heims- og Evrópumeistaramóta á sjöunda áratugnum – og á EM 1960 röðuðu þær sé í þrjú efstu sætin, á undan Frökkum. Ásgeir H. Ingólfsson ritstjorn@frettatiminn

Í úrslitaleiknum mættust tvo stórveldi sem eru ekki lengur til, Sovétríkin og Júgóslavía. Lev Yashin, markvörður Sovétmanna, var stjarna mótsins en Júgóslavar komust þó yfir áður en Sovétmenn jöfnuðu. Meira var ekki skorað í venjulegum leiktíma og leikurinn fór því í framlengingu – og þegar framlengingin byrjaði var kominn mánudagur í Moskvu. Þar skoraði ungur framherji, Viktor Ponedelnik, sigurmarkið. Þetta var himnasending fyrir fyrirsagnaritara í Moskvu, þar sem Ponedelnik þýðir mánudagur á rússnesku. Forfeður hans voru bændur og þegar bændaánauðinni var aflétt tæpum hundrað árum fyrir úrslitaleikinn voru nöfn allra bændanna færð í þar til gerða bók. En drukkin skrifstofublók ruglaði saman nöfnum bændanna nýfrjálsu og vikudögunum og þar með hófst saga Mánudagsfjölskyldunnar. Moskvugullið kostar gull Mesta dramatíkin á þessu fyrsta Evrópumóti átti þó rætur sínar að rekja til spænsku borgarastyrjaldarinnar. Kommúnistarnir höfðu feng ið vopn frá Rússum – og kostað til þess um tveimur þriðju af gullforða Spánar, sem fram að því höfðu átt gnægðir af gulli. Þetta dugði þó kommúnistum ekki til að vinna borgarastyrjöldina og Franco var svo í nöp við Sovétmenn eftir þetta að hann neitaði að leyfa Spánverjum að keppa við þá í fjórðungsúrslit unum árið

TAKK FYRIR

Mánudagur í París Igor Netto lyftir Evrópubikarnum fyrstur manna, markvörðurinn Lev Yashin og markaskorarinn Ponedelnik standa sitt hvoru megin við hann.

1960. Þarna sluppu Evrópumeistararnir verðandi mögulega við sterkasta lið Evrópu. Þetta var árið sem Real Madrid vann sinn fimmta Evrópumeistaratitil í röð og Alfredo Di Stefano var á hátindi ferilsins. Hann náði þó aldrei að vinna neitt með landsliðinu, þökk sé Franco og meiðslum á HM 1962. En eitthvað mildaðist Franco með árunum – og fjórum árum seinna voru Sovétmenn mættir til Madrídar að keppa við Spánverja í öðrum úrslitaleik keppninnar. Stjörnurnar úr gullaldarliði Real

FRÁBÆRA SKEMMTUN STRÁKAR

www.gilbert.is

Madrid voru flestar hættar en Luis Suárez, sem hafði spilað fyrir erkifjendurna í Barcelona, var enn að spila. Hann var núna kominn til Inter og var stjarna Spánverja í 2-1 sigri. Hann sagði þetta spænska lið vera mun verr mannað en áður – „en þá unnum við ekkert. Þetta lið var liðsheild frekar en hópur stjörnuleikmanna.“ Líklega hefur þó fáa grunað þarna að Spánverjar þyrftu að bíða í heil 44 ár eftir næsta titli. Heppnissigur Ítala Það má lengi deila um heppni í íþróttum – en það er ómögulegt að neita því að Ítalir voru skrambi heppnir að vinna sitt eina Evrópumót árið 1968. Tveimur árum áður hafði úldnum tómötum rignt yfir þá eftir háðulegt tap fyrir Norður-Kóreu á HM og þeir voru staðráðnir í að endurheimta ást ítalskra áhorfenda. Eftir 120 markalausar mínútur gegn Sovétmönnum fagnaði svo ítalski fyrirliðinn Facchetti ógurlega – eftir að hafa unnið hlutkesti og komist þannig í úrslitaleikinn. Þar mættu þeir Júgóslövum með Dragan Džajic í broddi fylkingar. Evróputitill er væntanlega akkúrat það sem þessi stærsta stjarna

„en þá unnum við ekkert. Þetta lið var liðsheild frekar en hópur stjörnuleikmanna.“ Líklega hefur þó fáa grunað þarna að Spánverjar þyrftu að bíða í heil 44 ár eftir næsta titli. júgóslavneskrar knattspyrnusögu hefði þurft til þess að vera skipað á sess með þeim bestu í sögunni. Og það munaði ekki miklu, hann kom sínum mönnum yfir í upphafi leiks og í 70 mínútur virtist titillinn á leiðinni til Júgóslavíu. En Ítalir skoruðu jöfnunarmark tíu mínútum fyrir leikslok og náðu jafntefli, sem markvörður þeirra, Dino Zoff, játaði fúslega að þeir hefðu ekki átt skilið. Endurtekinn úrslitaleikur fór fram aðeins tveimur sólar-

Franco Einræðisherrar hafa haft sín áhrif á EM. Franco kom í veg fyrir að Spánverjar gætu unnið fyrsta Evrópumeistaratitilinn og 32 árum seinna gerðu stríðsherrarnir í Júgóslavíu Öskubuskuævintýri Dana mögulegt.


MIKIÐ ÚRVAL AF FALLEGUM HÚSGÖGNUM

JERSEY HORNTUNGUSÓFI Stærð: 316X210/165cm Verð: 277.000,-

GRANDOIS TUNGUSÓFI Stærð: 305X175cm Verð: 239.000,-

GLERSÓFABORÐ 3 STK SAMAN Stærð: 110X60cm Verð: 79.000,-

VEGGBORÐ –hnota Stærð: 120X40X H: 80cm Verð: 49.000,-

STÆKKANEGT BORÐ -hnota 160(248)X100cm -Verð: 189.000,200(288)X110cm - Verð: 209.000,-

SIDNEY TV SKENKUR Hnota/hvítt háglans Breidd: 197,5cm Verð: 129.000,-

JESSIE STÓLL Verð: 16.900,-

MORRIS STÓLL Verð: 19.700,-

Opið mán - fös: 10.00 - 18.00 Opið um helgina: Lau 10.00 - 16.00

TYLER STÓLL Verð: 19.900,-

MIKA ARMSTÓLL Verð: 35.000,-

Ego Dekor - Bæjarlind 12

NÝ HEIMASÍÐA: egodekor.is


14 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 9. júlí 2016

hringum síðar – og gæfa Ítala var að hafa miklu meiri breidd auk þess sem þeir voru að fá mikilvæga leikmenn til baka úr meiðslum. Ítalir gerðu því fimm breytingar á byrjunarliðinu og Júgóslavar aðeins eina – og unnu öruggan 2-0 sigur þar sem Gigi Riva var aðalstjarnan, en hann hafði verið meiddur í fyrri leiknum. Gullöld Þjóðverja Næstu þrír úrslitaleikir áttu eitt sameiginlegt: Vestur-Þýskaland. Óvænt jafntef li í Albaníu hafði kostað þá sæti í fjórðungsúrslitunum 1968 en liðið var óstöðvandi 1972 og lék sér að Sovétmönnum í úrslitaleiknum í 3-0 sigri. Franska blaðið L‘Equipe talaði um fótbolta frá árinu 2000 og flestir voru sammála um að þetta væru langbestu Evrópumeistararnir til þessa. Leikstíllinn var kallaður Ramba Zamba fussball og það voru þrjár súperstjörnur í liðinu; Franz Beckenbauer sem var svo rólegur að hann spilaði fótboltaleiki með hvíldarpúls, Gerd Müller sem skoraði fleiri mörk en hann lék landsleiki og gleymda stjarnan Günter Netzer. Netzer var maður mótsins – það mætti kannski kalla hann George Best þýska boltans, hann nennti varla að æfa en stjórnaði spilinu áreynslulaust þegar á hólminn var komið. Netzer náði sér hins vegar ekki á strik á HM tveimur árum síðar og spilaði bara einn leik – og þótt Þjóðverjar ynnu titilinn þá voru það Hollendingar sem allir elskuðu og skyndilega var ramba-zambað flestum gleymt. Evrópumótið 1976 reyndist svo það dramatískasta í sögunni. Allir fjórir leikir lokakeppninnar enduðu í framlengingu og Þjóðverjar virtust algerlega ódrep-

Stjörnurnar Marco Van Basten og Michel Platini voru yfirburðamenn á Evrópumótum níunda áratugarins, sem skilaði þjóðum þeirra sínum fyrsta titli.

andi. Þeir lentu 2-0 undir á móti Júgóslavíu en unnu 4-2 og svo lentu þeir 2-0 undir á móti Tékkóslóvakíu en jöfnuðu og knúðu fram vítaspyrnukeppni. Við erum flest vön því að vítakeppni þýði sjálfkrafa þýskan sigur – en sú hefð kom síðar. Tékkinn Antonín Panenka skoraði sigurmarkið með frægasta víti

knattspyrnusögunnar, vítaspyrnutækni sem hefur verið kennd við hann allar götur síðan. Þetta byrjaði allt með veðmálum. Panenka var vanur að veðja um bjór eða súkkulaði við markmanninn á æfingavellinum – og hann tapaði ítrekað. Þangað til honum datt í hug að gabba markmanninn með því að skjóta í háum boga í mitt markið eftir að hann var búinn að skutla sér – tækni sem hann fullkomnaði þessa sumarnótt í Belgrad. Panenka var einn af fáum Tékkum í liðinu, þetta var gullöld slóvakíska fótboltans og þaðan voru 8 leikmenn af 11, en samt fengu Tékkar að erfa heiðurinn af þessum eina titli Tékkóslóvakíu. Vestur-Þjóðverjar endurheimtu titilinn fjórum árum síðar, en það er minni glans yfir þessum hálf-gleymdu Evrópumeisturum frá 1980. Gömlu stjörnurnar voru flestar hættar og Karl-Heinz Rumenigge og Bernd Schuster voru nýstirnin – Rumenigge átti eftir að vera helsta stjarna þýska boltans næstu árin en Schuster var hins vegar andlegur arftaki Günter Netzer. Hann var besti maður keppninnar – en spilaði svo aldrei aftur á stórmóti eftir deilur við þjálfara, leikmenn og þýska knattspyrnusambandið. Liðið var þó ekki nærri því jafn sterkt og áður og náði aðeins að tryggja sér 2-1 sigur á spútnikliði Belga á lokamínútunum. Úrslitaleikurinn skipti þó jafnvel meira máli fyrir Belga – þeir voru hálfgerðir nýgræðingar á stórmótum og markvörðurinn frægi Jean-Marie Pfaff sagði seinna: „Fyrir EM 1980 vorum við amatörar.“ En það gjörbreytist og Belgar voru fastagestir á stórmótum næstu tuttugu árin. Michel og Marco sigra Evrópu Evrópukeppnin hefur alið af sér ófáar stjörnur en engar hafa átt heilu mótin með húð og hári eins og Michel Platini og Marco van Basten árin 1984 og 1988. Það voru samt engar skussar með þeim í liði. Franska liðið státaði af gullna ferhyrningnum í miðjunni – þeim Alain Giresse, Luis Fernández, Jean Tigana og Platini sjálfum – en þegar miðjumaður skorar níu mörk í fimm leikjum þá er óhætt að nota hástemmd lýsingarorð. Dramað var mest í undanúrslitunum og úrslitaleiksins gegn Spánverjum er aðallega minnst fyrir klaufaskap spænska markvarðarins Arconada þegar Platini skoraði fyrra markið í 2-0 sigri.

Evrópukeppnin hefur alið af sér ófáar stjörnur en engar hafa átt heilu mótin með húð og hári eins og Michel Platini og Marco van Basten árin 1984 og 1988. Fjórum árum síðar unnu Hollendingar sinn fyrsta titil – og þótt það kæmi lítið á óvart bjuggust flestir við að þetta yrði mótið hans Ruud Gullit. Og Gullit var þrælgóður á mótinu – en þeir töpuðu þó opnunarleiknum gegn Sovétmönnum. Þá var Marco van Basten á bekknum, enda hafði hann verið meiddur mestallan veturinn – og var heldur ekki ennþá orðin sú stórstjarna sem við munum í dag. En það breyttist fljótt, þrenna gegn Englendingum og mark þegar þeir náðu fram hefndum gegn Þjóðverjum í undanúrslitunum þýddi að þeir mættu Sovétmönnum aftur í úrslitaleiknum. Þar mættust tveir guðfeður – Rinus Michels, guðfaðir hollenska total football skólans, var aftur orðinn landsliðsþjálfari og Valeri Lobanovsky, hugsuðurinn á bak við veldi Dynamo Kiev, stjórnaði Sovétmönnum. Þeir mættu í raun til leiks með hálf-úkraínskt landslið, eftir á að hyggja, en sjö Úkraínumenn, tveir Rússar og tveir Hvít-Rússar byrjuðu úrslitaleikinn. En ómögulegt galdramark van Basten tryggði Hollendingum 2-0 sigur, skömmu eftir að Sovétmenn höfðu misnotað víti. Öskubuskuævintýri og gullmörk Þjóðverjar snéru aftur í úrslitaleikinn 1992 – í fyrsta skipti sem sameinað Þýskaland – en það dugði ekki til þess að stoppa danska Öskubuskuævintýrið. Danir höfðu komist á EM bakdyramegin eftir að Júgóslavíu var hent út vegna borgarastyrjaldar, þeir höfðu komist naumlega upp úr riðlakeppninni og lifðu af undanúrslitaleikinn gegn Hollendingum á einhvern ótrúlegan hátt – þar sem hálft danska liðið virtist vera að spila framlenginguna í gegnum krampa. En þegar í úrslitaleikinn var komið var eins og Þjóðverjar hefðu sætt sig við að það væri þegar búið að skrifa handritið – og 2-0 sigur Dana var furðu þægilegur á endanum. Það leit svo út fyrir að Þjóðverjar ætluðu að tapa aftur fyrir spútnikum fjórum árum síðar – ungu og upprennandi tékknesku liði sem enginn hafði búist við neinu af. En

þegar tuttugu mínútur voru eftir kom Olivier Bierhoff inn á, framherji sem hafði ekki náð neinni fótfestu í Bundesligunni áður en hann varð aðalmarkaskorari Udinese á Ítalíu. Hann jafnaði fljótlega og skoraði svo gullmark á fimmtu mínútu framlengingar. Gullmörkin voru skammlíf og umdeild tilraun til þess að lífga upp á framlengingar – þar sem það dugði til sigurs að skora fyrsta markið í framlengingunni. Þá var einfaldlega flautað af. Frakkar unnu líka á gullmarki fjórum árum síðar í 2-1 sigri á Ítölum og urðu þar með aðeins annað liðið á eftir Þjóðverjum til þess að vera bæði heims- og Evrópumeistarar í einu. Næsta Evrópumót fór fram í Portúgal og gullaldarlið Portúgala, sem hafði bæst liðsauki í ungum Cristiano Ronaldo, ætlaði sér mikla hluti en tapaði óvænt fyrir Grikkjum í opnunarleiknum. Það virtist þó ekki ætla að koma að sök, þar sem þeir rifu sig upp og marseruðu nokkuð örugglega í úrslitaleikinn – þar sem Grikkir biðu þeirra á ný. Grikkland hafði aldrei unnið nein afrek á fótboltavellinum áður og landsliðsmenn þess höfðu verið niðurlægðir á HM tíu árum áður – markatalan þá var 0-10. En í útsláttarkeppninni 2004 tókst engum að skora gegn fjölmennri grískri vörninni, ekki Evrópumeisturum Frakka, ekki Tékkum, líklega besta liði keppninnar, og ekki heldur Portúgölum, sem töpuðu úrslitaleiknum 1-0. Flestum sparkunnendum er svo vafalaust í fersku minni gullaldarlið Spánverja, sem urðu fyrstir allra til að verja Evrópumeistaratitilinn og voru raunar ekki í neinum vandræðum í úrslitaleikjunum tveimur. Fernando Torres skoraði eina markið gegn Þjóðverjum 2008 en sigurinn var miklu öruggari en þær tölur gáfu til kynna. Svo slátruðu þeir Ítölum 4-0 fyrir fjórum árum. En þeir ná ekki að verja titilinn – og núna bíðum við bara eftir að sjá arftaka þeirra krýnda. Vonandi eftir skemmtilegan og dramatískan fótboltaleik.


l!

ti ð a g n a slætti þ

af á t l l a nudag

n u s á i t t ðnæ i m á r u k

Adidas Avengers barnaskór

Var 12.990 kr.

Nú 5.190 kr.

Picobong Ipo 2 – unaðsegg

Var 7.990 kr.

Nú 5.990 kr.

Frosen bók, Hár og föndur

Var 2.590 kr.

Nú 1.490 kr.

Under Armour ColdGear

Var 11.690 kr.

Nú 6.990 kr.

Lego Wear Timmy

Var 3.990 kr.

Nú 1.995 kr.

Nucase hjálmur: Baby Nutty

Var 9.990 kr.

Nú 6.990 kr.

NBA 2K14, Playstation 4

Var 12.990 kr.

Nú 3.990 kr.

Under Aromur ColdGear Cozy peysa

Var 14.190 kr.

Nú 8.490 kr.

Skósveinarnir: Kevin, Stuard og Bob

Var 3.290 kr.

Nú 790 kr.

Loréal Elvive sjampó, 250 ml

Var 790 kr.

Nú 395 kr.

Samsung 40“ 4K UHD snjallsjónvarp

Var 199.990 kr.

Nú 164.990 kr.

Hlýrabolur

Var 5.990 kr.

Nú 2.995 kr.

Iclandpet – kisunammi

Var 290 kr.

Nú 174 kr.

Nike hlaupajakki – í öllum veðrum

Var 22.990 kr.

Nú 13.794 kr.

Max Factor augnskuggi

Var 1.490 kr.

Nú 725 kr.

CR7 nærbuxur

Var 4.990 kr.

Nú 2.990 kr.

Lisbeth Dahl höldur

Var 790 kr.

Nú 290 kr.

Týnda hafið. Litabókin vinsæla

Var 12.990 kr.

Nú 5.190 kr.

Adidas fyrir yngstu börnin

Var 8.990 kr.

Nú 4.495 kr.

Schwinn 16“ reiðhjól

Var 34.990 kr.

Nú 19.990 kr.


16 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 9. júlí 2016

„Að eiga fatlað systkini er alls ekki eitthvað sem þarf að hræðast. Mér finnst það frábært þó það sé erfitt,“ segir Arngunnur. Myndir | Rut

Ég er víðsýnni vegna hans Arngunnur og Garðar Hinriksbörn eru bestu vinir og elska hvort annað út af lífinu. Arngunnur segist þakklát fyrir að bróðir hennar sé nákvæmlega eins og hann er. Sjaldan sé því haldið á lofti hvað krakkar læri af því að alast upp með fötluðu systkini.

Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Garðar er rúmum fjórum árum yngri en Arngunnur og hún man ekki hvernig lífið var áður en bróðir hennar kom í heiminn. Hún segir hann stórfenglegan persónuleika sem hún telur sig heppna að hafa fengið að alast upp með. „Mér finnst mikilvægt að krakkar fái að vita hvernig það er að eiga fatlað systkini. Það er langt frá því að vera eins hræðilegt og einhverjir halda. Margir vilja athuga líkurnar á því að ófætt barn sé með Downs-heilkenni en mig langar að fólk geti lesið um hvernig það er að vera systkini barns með þetta heilkenni. Fullorðið fólk sem eignast barn með Downs getur spurt aðra foreldra um það, en það er lítið talað um hvernig þetta er fyrir systkinin.”

Hvaða orð finnst þér best að nota til að lýsa því að bróðir þinn sé með Downs-heilkenni? „Ég segi að Garðar sé fatlaður, en það skiptir ekki öllu máli. Mér finnst það bara eðlilegast.“ Arngunnur segir að stundum verði fólk feimið þegar hún segir frá því að bróðir hennar sé fatlaður. „Það er samt sjaldan. Miklu oftar tekur fólk því bara eins og hverju öðru og þá koma oft allskonar spurningar.“ Samband systkinanna er náið og þau verja miklum tíma saman. „Mér finnst skemmtilegt að vera systir hans. Eins og hjá öllum, þá getur það líka verið erfitt. Hann getur orðið fúll út í mig og ég út í hann. Lang oftast erum við bestu vinir og hann kallar mig alltaf ástina sína. Ég held að ég sé stóra ástin í lífi hans.“ Lokkar hann í réttar áttir Arngunnur segist oft gæta bróður síns, enda eldri systir hans og eðlilegt að hún líti eftir honum. „Ég passa auðvitað upp á hann þegar við erum tvö ein. Ég fylgist með því að hann geri ekki eitthvað sem hann má ekki og svoleiðis. Ég þarf líka að sýna honum þolinmæði því hann er mjög þrjóskur.” Hvaða aðstæður kalla á að hann verði þrjóskur? „Það getur verið bara minnsta mál. Ef hann langar að gera eitthvað og ég segi nei við því, þá getur hann orðið mjög ósáttur. Þá þarf ég að finna einhvern milliveg, einhverja málamiðlun, með því að bjóða upp á eitthvað annað í staðinn. Til dæmis ef hann vill fara í ipad á góðum degi, og ég segi við hann að það sé of góður dagur til að hanga inni, þá getur hann farið í öfuga gírinn. En ef mér dettur eitthvað annað í hug til að

bjóða honum, læt það hljóma dálítið skemmtilega, þá tekur hann því oftast. Það virkar best að vera geðveikt hress og reyna að draga athygli hans annað. Mitt hlutverk verður stundum að lokka hann í réttar áttir. Svo kemur fyrir að það þurfi meira til. Ég er líka ekkert alltaf hress og gæti alveg eins tekið af honum ipadinn og sagt að hann mætti ekki vera í honum. Það er yfirleitt ekki rétta leiðin og þá getur allt farið í háa loft.“ Upplifir þú að þú berir mikla ábyrgð sem stóra systir Garðars? „Já, mér finnst mikil ábyrgð að passa hann og vera góð systir því hann getur verið erfiðari en ófatlaðir krakkar. Ég hef svo sem engan samanburð því ég á ekki önnur systkini. Núna erum við til dæmis að fara til útlanda og þá veit ég að ég þarf að passa vel upp á hann. Honum getur dottið ýmislegt í hug. Hann er kannski ekki mikið í því að strjúka en hann gæti ákveðið að fylgja einhverri skyndihugmynd og labba eitthvert í burtu frá okkur. Einu sinni, þegar hann var svona sex ára, datt honum í hug að fara með hundinn okkar niður að læknum sem er rétt hjá þar sem við búum í Kjósinni. Við hlupum öll út og leituðum að honum um allt en sáum hann hvergi. Ég var dauðhrædd um að hann hefði farið upp á Hvalfjarðarveg sem er þarna nálægt. Hann hefði þess vegna getað farið í sjóinn. En svo komum við að honum, sitjandi í rólegheitum að leika við hundinn og kasta steinum í lækinn. Hann svarar nefnilega ekki alltaf kalli þó hann fari ekki langt í burtu. Í raun er hann alveg fær um að fara út og gera það sem honum finnst skemmtilegt. Maður þarf bara alltaf að hafa annað augað á honum.“

Ég vona að samfélagið leyfi honum að gera allt sem hann vill. Hann hefur svo margt að gefa. Ég hef orðið víðsýnni gagnvart öllu. Mér finnst ég hafa öðlast miklu meiri skilning á lífinu. Mér finnst ég geta skilið fólk í erfiðum aðstæðum betur.


RAFLAGNADAGAR Mikið úrval af innlagna- og rafmagnsefni á betra verði. Komdu við í Rafvörumarkaðinum við Fellsmúla og gerðu betri kaup.

A

LA DAG

L OPIÐ A

9–18 fös. kl. Mán. til –16 d. kl. 10 Laugar 16 . kl. 12– Sunnud

Verð frá:

Verð frá:

595

kr.

ROFAR OG TENGLAR Utan á liggjandi Litir: Hvítt og brúnt

499

Verð frá:

995

kr.

ROFAR OG TENGLAR

Verð frá:

kr.

ROFAR OG TENGLAR

Innlagnarefni Litir: Hvítt og Silfur

2.569

kr.

HREYFISKYNJARAR

Rakaþolnir. IP44

Verð frá:

Verð frá:

179

kr.

Passar

í

r BTi ítalska

cino d

ósir

Passar

Verð frá:

64

Verð frá:

4.930

kr.

Grindur frá 195 kr. Rammar frá 299 kr. Tenglar frá 595 kr. Rofar frá 422 kr.

Rofadós, 3ja stúta, kr. 295 Loftdós, kr. 345 Patent-dós, kr. 179

1.706

kr.

INNLAGNAEFNI

BEYGJUR HÓLKAR OG DÓSIR

Verð frá:

195

í

r BTi ítalska

GREINARTÖFLUR

Greinartafla á mynd, kr. 7.965

cino d

ósir

kr.

7.995

INNLAGNAEFNI

kr. meter

3ja rofa með grind og ramma Litir: Svart, hvítt, grátt og gyllt

ÍDRÁTTARVÍR

4x greinar, kr. 7.995 12x greinar, kr. 11.852

Mikið úrval af ídráttarvír og köplum

Verð frá:

699

kr.

GREINARTAFLA, IP54

Verð frá:

kr.

CEE TENGLAR OG KLÆR

1.295 NEOSET VARROFAR

Eins póla, kr. 1.295 Tveggja póla, kr. 1.995 Þriggja póla, kr. 2.995

Verð frá:

kr.

995

Verð frá:

kr.

SJÁLFVÖR

Eins póla, kr. 995 Tveggja póla, kr. 1.695 Þriggja póla, kr. 1.995

2.975

kr.

LEKASTRAUMROFI

Tveggja póla, 25A, kr. 2.975 Tveggja póla, 40A, kr. 3.595

RAFMAGNSVÖRUR Á LÆGRA VERÐI Líkaðu við okkur á Facebook

Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | 108 Reykjavík | Sími: 585 2888


18 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 9. júlí 2016

Arngunnur kannast alveg við að fatlaðir einstaklingar verði fyrir fordómum á Íslandi. „Þegar hann var lítill, og það var verið að leita að dagmömmu fyrir hann, þá var enginn sem vildi taka hann, nema ein og hún vildi rukka tvöfalt.“

Ertu hrædd um hann? „Ekki í dag en þegar hann var yngri var ég ótrúlega stressuð. Mér fannst ég alltaf þurfa að hafa hann nálægt mér. Ég vildi verja hann og passa upp á að ekkert kæmi fyrir hann. Nú er hann ellefu ára og færari um að sjá um sig sjálfur. Ég hef samt stundum áhyggjur af honum þegar við erum í nýjum aðstæðum. Þá finnst mér betra að vita nákvæmlega hvar hann er.“ Spilar á sjarmann „Garðar er með litningagalla og það þýðir að hann var lengur að læra suma hluti eins og að byrja að labba og tala. Hann talar ágætlega skýrt í dag og ég skil vel hvað hann segir þó sumir geti átt erfitt með það. Hann er líka með mikið skap í báðar áttir. Hann getur orðið ofsalega glaður að sjá mig þó það sé stutt síðan við sáumst síðast. Hann getur fagnað mér eins og ég veit ekki hvað. Svo getur hann orðið jafn fúll og pirraður og hann verður glaður. Þegar hann fer á það stig er best að láta hann vera og leyfa honum að jafna sig. Eða mér finnst það best, ég veit ekki með mömmu og pabba. Hann er rosalega misjafn í skapinu og það er best að ég fari frá þegar hann er eitthvað pirraður því hann gæti farið að lemja til mín ef ég er of mikið utan í honum. Þetta eru bara svona systkinasamskipti.“ Spilar hann með hvað þú elskar hann og dýrkar mikið? „Já, já, elskan mín. Hann getur verið svo fyndinn og notað sjarmann til að fá mig til að gera það sem hann vill. Hann getur auð-

veldlega platað mig til að gefa sér ís eða bara hvað sem honum dettur í hug.“ Elskar endurtekningar Hún segir Garðar einstaklega rútínufastan og helst vilja gera hluti sem hann hefur gert áður. „Það er ábyggilega einhver einhverfa í honum eða eitthvað. Ef hann fer eitthvert í heimsókn og fær kannski eitthvað að borða þar, þá verður hann að fá það sama ef hann kemur þangað aftur. Hann er líka búinn að búa til ákveðna rútínu áður en hann fer að sofa á kvöldin. Þá á að vera keppni, allir á heimilinu eiga að standa í röð, svo telur hann einn, tveir, oog, og þá hlaupum við af stað upp í rúm. Hann verður að vera fyrstur, ef hann er ekki fyrstur þarf að endurtaka leikinn. Svo hendir hann sér á rúmið og finnst þetta alltaf jafn skemmtilegt. Hann getur sagt sama brandarann aftur og aftur. Hann horfir á uppáhalds bíómyndirnar sínar aftur og aftur. Hann horfir á jólasveinana allan ársins hring. Ef eitthvað er fyndið í eitt skipti, þá er það endurtekið endalaust. Það verður auðvitað mjög þreytandi fyrir okkur hin. Stundum þarf ég að segja, Garðar nú er komið nóg, og þá segir hann nei, og vill meira. Hann gefst upp ef maður ítrekar það við hann og hættir að veita honum athygli,“ segir hún og hlær. Verða fatlaðir fyrir fordómum á Íslandi? „Já, já, ég er ekkert mikið að pæla í því en ég upplifi það oft. Þegar hann var lítill, og það var

Þó það krefjist þolinmæði að eiga fatlað systkini og skilnings á aðstæðum þess, hef ég grætt svo mikið á því. Óteljandi gleðistundir og ævintýri sem hafa verið svo gefandi. Að eiga fatlað systkini er alls ekki eitthvað sem þarf að hræðast.

„Ég held ég sé stóra ástin í lífi hans.“


FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 9. júlí 2016

| 19

verið að leita að dagmömmu fyrir hann, þá var enginn sem vildi taka hann, nema ein og hún vildi rukka tvöfalt. Stundum er horft á hann úti á götu, ef hann hagar sér ekki nógu vel. Ég tek ekki mikið eftir þessu en foreldrar mínir vita meira um þetta.“ Arngunnur segir það þó hafa farið fyrir brjóstið á sér þegar hún var yngri, að heyra krakka tala með niðrandi hætti um að vera fatlaður. „Einhverjir krakkar gátu átt það til að segja eitthvað til að reyna að vera leiðinlegir. Ég svaraði því stundum með því að segjast eiga fatlaðan bróður og útskýrði þá jafnvel muninn á að vera fatlaður og ófatlaður. Ég sagði að bróðir minn væri ekki alveg eins og við, hann væri með öðruvísi útlit og væri lengur að læra hluti. Ég heyri ekki svona tal í dag. Það var meira þegar ég var yngri og þegar krakkarnir skildu heldur ekki alveg hvað þau voru að segja asnalega hluti.“

Rekstraraðilar óskast í Sælkerahöll í Holtagörðum Spennandi tækifæri í líflegu umhverfi Vægi ferðaþjónustu hefur aukist í Holtagörðum sem gegna nú hlutverki nýrrar samgöngumiðstöðvar með um 600 þúsund heimsóknum ferðamanna á hverju ári. Reitir vinna að endurskipulagningu Holtagarða og fyrirhuga að setja upp veitinga- og matarmarkað í bland við þann rekstur og þjónustu sem fyrir er.

Einnig er leitað að rekstraraðilum með sérvöru, ferðaþjónustu eða afþreyingu. Umsóknarfrestur er til 1. september 2016. Umsóknir og frekari upplýsingar á: www.reitir.is/saelkeraholl.

Kringlan 4–12

103 Reykjavík

www.reitir.is

575 9000

• jl.is •

Sælkerahöllin verður í anda Torvehallerne og Borough Market þar sem matur, menning og umhverfi tvinnast saman í skemmtilegri upplifun fyrir gesti og gangandi. Sælkerahöllinni er ætlað að höfða bæði til ferðamanna og heimamanna þar sem áhersla verður lögð á ferska, íslenska matargerð, hráefni beint frá býli og sjávarfang ýmist til að njóta á staðnum eða hafa með heim.

SÍA

Auglýst er eftir rekstraraðilum til þátttöku í uppbyggingu og rekstri á nýjum veitinga- og matarmarkaði. Markaðurinn verður með básafyrirkomulagi þar sem 12 m² og stærri rými eru í boði, með eða án bakrýma.

JÓNSSON & LE’MACKS

Býr í honum leikari Arngunnur vill fyrst og fremst stíga fram til að segja frá því hvað henni finnst hún hafa lært margt af því að vera stóra systir Garðars. „Ég hef orðið víðsýnni gagnvart öllu. Mér finnst ég hafa öðlast miklu meiri skilning á lífinu. Mér finnst ég geta skilið fólk í erfiðum aðstæðum betur. Eins og bara þegar ég var krakki, þá talaði ég ekki með neikvæðum hætti um fötlun, ég reyndi frekar að fræða krakka um af hverju þau ættu ekki að gera það. Ég hef líka lært að það er hægt að lifa alveg eðlilegu lífi þó það sé fatlaður einstaklingur í fjölskyldunni. Við gerum allt sem venjulegar fjölskyldur gera. Við förum í útilegur og ferðalög, í afmæli hjá vinum og skyldfólki. Hann tekur þátt í öllu og honum finnst ótrúlega gaman að stússast með okkur. Svo er hann mikill vinnukarl og elskar að fá verkefni, eins og að vesenast í garðinum og svoleiðis. Hann hefur svo stóran persónuleika og hans sterkasta hlið er sennilega hvað hann er mikill leikari í sér. Honum finnst ógeðslega gaman að vera fyndinn og láta hlæja að sér.“ Hún segir Garðar elska íslenskt sjónvarpsefni og kunni heilu þáttaraðirnar utan að. „Hann getur horft á þetta endalaust og þulið upp úr sér allt sem gerist. Ástríði, Fangavaktina, alla söngleiki, Mary Poppins, Línu langsokk. Æðislegast finnst honum ef ég nenni að leika með honum, þá á ég á að vera Lína og hann vill helst vera bæði hesturinn og apinn. Auðvitað vill hann þá að leikurinn sé endalaus. Hann elskar líka að láta segja sér sögur. Þegar við förum saman í göngutúra þá vill hann helst að ég segi honum söguna af Hróa hetti sem hann sá leikhópinn Lottu setja upp, hann elskar þau sko og fer á allar sýningarnar þeirra oft og mörgum sinnum. Honum finnst alls ekki jafn skemmtilegt þegar ég er að skálda sögur. Hann vill að ég segi sögur og syngi lög sem eru til í alvöru. Þá getur hann sungið með. Það er oftast mikil gleði í kringum hann. Þó það krefjist þolinmæði að eiga fatlað systkini og skilnings á aðstæðum þess, hef ég grætt svo mikið á því. Óteljandi gleðistundir og ævintýri sem hafa verið svo gefandi. Að eiga fatlað systkini er alls ekki eitthvað sem þarf að hræðast. Mér finnst það frábært þó það sé erfitt.“ Hefurðu áhyggjur af honum í framtíðinni? „Nei, ég held að hann eigi eftir að standa sig vel. Hann er svolítið feiminn en ég vona samt að hann fari í leiklist og geti gert það sem honum finnst skemmtilegt. Ég vona að hann eigi eftir að fara í menntaskóla og að hann geti fengið vinnu og lifað góðu lífi. Ég vona að samfélagið leyfi honum að gera allt sem hann vill. Hann hefur svo margt að gefa.“


20 |

Göngugreining Vandamál sem göngugreining Flexor getur hjálpað til við að leysa eru til dæmis:

þreytuverkir og pirringur í fótum

verkir í hnjám

sársauki eða eymsli í hælum (hælspori, „plantar fasciitis“ o.fl.)

beinhimnubólga

óþægindi eða verkir í baki og/eða mjöðmum

verkir í tábergi og/eða iljum

hásinavandamál

óþægindi í ökklum

þreytu- og álagsverkir hjá börnum og unglingum

Pantaðu tíma í síma 517 3900

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 9. júlí 2016

Gott nesti í gönguna

Mikilvægt er að hafa orku- og næringarríkt nesti í bakpokanum. Þegar farið í gönguferðir er gott og næringarríkt nesti ekki síður mikilvægt en góðir skór og annar útbúnaður. Svo þarf nestið líka að vera frekar meðfærilegt sé ætlunin að koma því fyrir í bakpoka og ganga með það á bakinu í marga klukkutíma. Og hafa gott geymsluþol utan kælis. Gott er að hafa í huga að nestið þarf að vera blanda af góðri fitu og kolvetnum og ekki spillir fyrir að krydda matinn með góðum kryddum til að gefa honum gott bragð.

-Pasta, núðlur og hrísgrjón eru rík af kolvetnum og því góðir valkostir í gönguna. Þetta eru matvæli sem er létt að bera og auðvelt að elda með vatni og prímus.

Þá er einnig sniðugt að hafa flatkökur, tortillur og gróft brauð í nestispakkanum. -Sem álegg er gott að hafa kjúkling í strimlum eða kjúklingaskinku, léttpepperoní, skinku, túnfisk, kæfu, kavíar og ost. -Til að gera matinn enn lystugri og orkuríkari getur líka verið gott að hafa góða olíu meðferðis í brúsa, eins og ólífueða kókosolíu. -Fyrir skjóta orku er nauðsynlegt að hafa meðferðis þurrkaða ávexti, hnetur, múslístangir og súkkulaði.

-Svo má ekki gleyma vökvanum, en mikilvægt er að hafa vatn í flösku með sér í gönguna. Á mörgum stöðum er líka hægt að nálgast tært lindarvatn til að fylla á flöskuna. Gott er þó að hafa í huga að ekki er sniðugt að drekka vatnið ískalt þó það sé freistandi. En mikil orka fer í að hita vatnið upp í líkamanum. Best er að drekka vatnið sem næst líkamshita. Orkudrykkir sem innihald sölt eru líka ágætir til síns brúks en vatnið er alltaf besti vökvagjafinn.

Fremstu hlaupaskórnir Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900

Newton skórnir fara sigurför um heiminn. Byltingarkenndir hlaupaskór á frábæru verði.

Hvort sem þú stefnir á maraþon eða ætlar einfaldlega að koma þér í form þá skal byrja á byrjuninni: góðum æfingaskóm. Gríðarlegt framboð er af hlaupaskóm og búnaði. Það getur reynst erfitt að finna þá réttu og það getur verið kostnaðarsamt að prófa sig áfram. Göngu- og hlaupagreining er ráðlögð fyrir alla þá sem setja aukið álag á fæturna, líkt og hlaup eða hverskonar líkamsrækt. Í greiningunni er veitt aðstoð við val á skóm, leiðrétting á skekkjum og mislengd ef á við með sérsmíðuðum innleggjum og púðum. Bæði Flexor og Eins og fætur toga bjóða upp á tíma í göngu- og hlaupagreingu og má fræðast nánar um það á heimasíðu þeirra.

Sérverslun hlauparans kynnir Newton hlaupaskórnir geta losað þig við beinhimnubólgu, kálfa-, hásina-, bak- og hnjáavandamál. Newton skórnir fást aðeins í sérverslunum þar sem þú færð faglega ráðgjöf við val og mátun. Ath:Hlaupagreining er innifalin við kaup á öllum Newton skóm. Panta þarf tíma í síma: 553-1020 Fást aðeins í Afreksvörum Glæsibæ , Afrek.is og CraftSport Ísafirði

Afreksvörur Glæsibæ – Sími: 553-1020 – Heimasíða: www.afrek.is

ASICS MetaRun

Þeir eru sagðir vera bestu skórnir frá Asics til þessa. Fyrir alla þá sem taka hlaup alvarlega. Skórnir eru sérstaklega hannaðir fyrir langar vegalengdir, með stöðugleika, þyngdarpunkt og góða púða í forgrunni.

APL Windchill Energy Þessir háþróuðu íþróttaskór eru svo tæknilegir að leikmönnum NBA deildarinnar er bannað að klæðast þeim. Skórnir anda vel og eru sérstaklega hannaðir til þess að endurnýta orkuna og halda fótunum svölum og þurrum.

Nike Flyknit Lunar Epic Adidas Ultra Boost ST Þessir skór eru aðeins til í takmörkuðu upplagi og eru frábærir í hlaupin, að mati sérfræðinga. Svokallað primeknit upper úr tækniprjónuðu efni er notað við framleiðslu. Þeir eru mikil tískuvara og fæstir sem tíma að nota þá í útihlaupið en þeir eru þess virði.

Skórnir eru orðaðir við ótrúleg þægindi. Sokkurinn veitir gott aðhald og skórnir sitja þétt við ökklann. Skórnir eru léttir og fæstir vilja fara úr þeim við lok hlaupsins.

Gott að hafa í huga

-Það tekur tíma að ganga skó til svo kaupið ekki nýja skó fyrir langt hlaup eða keppni. -Léttir skór henta sprettum, fyrir lengri hlaup þarf eilítið þyngri skó. -Hugsaðu um hvar þú kemur til með hlaupa, sumir skór henta hlaupabrettinu betur og aðrir möl eða gangstétt.



22 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 9. júlí 2016

GOTT UM HELGINA

Gong gong gong.. Á morgun stendur Yoga Shala Reykjavík fyrir djúpslökun. Sérstök gongstund fer fram en í henni felst heilandi stund sem veitir djúpa hvíld. Gongstundir hjálpa við að finna innri kyrrð og losa um þreytu sem kann að leynast í líkamanum. Hvar? Yoga Shala, Engjateigi 5 Hvenær? Á morgun kl. 20 Hvað kostar? 2000 kr.

Kaleo spilar á Íslandi Hljómsveitin Kaleo heldur tónleika í kvöld en um er að ræða einu tónleika sveitarinnar á Íslandi í sumar. Plata sveitarinnar A/B kemur út í sumar og mun innihalda bæði ný og gömul lög. Strákarnir hafa verið á ferð og flugi um Norður Ameríku og Ástralíu en búast má við miklu stuði á tónleikunum í kvöld. Hvar? Gamla bíó Hvenær? Kl. 20 Hvað kostar? 5.900 - 6.900 kr.

Fáein laus pláss í Barnaskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum Á komandi hausti eru fáein pláss laus við Barnaskólann á Vífilsstöðum, í grunnskóladeild fyrir 6 - 9 ára nemendur og í leikskóladeildinni sem er undanfari grunnskólanáms. Í hverjum árgangi eru tveir kjarnar, 12 -15 drengir og stúlkur í hvorum kjarna. Skólastarfið einkennist af reglu og rútínu, hreyfingu og útiveru, notkun ipadda jafnt til þjálfunar sem skapandi náms, hollt og gott fæði er á boðstólum og skóladagurinn er samfelldur. Skólasetning verður 23. ágúst en sumarskólinn okkar starfar fram að því. Vefur Hjallastefnunnar er www2.hjalli.is og velkomið er að leita nánari upplýsinga hjá skólastýrum í síma eða tölvupósti.

Kaffi og fagrir tónar Í dag munu Dj Óli Dóri og Teitur Magnússon spila tónlist fyrir gesti Safnahússins. Teitur Magnússon spilar ljúfa tóna fyrir gesti og gangandi á útisvæði Kaffitárs en Dj Óli Dóri sér um að halda laugardagsstuðinu gangandi á Hverfisgötu frá kl. 13. Ilmandi kaffi frá Kaffitári og gómsætar veitingar renna ljúflega niður með fögrum tónum í fallegu umhverfi. Hvar? Safnahúsinu Hvenær? Kl. 13 - 16

Barnasmiðja fyrir alla fjölskylduna

Kristín kristinjons@hjalli.is sími 8991654 Lovísa lovisalind@hjalli.is sími 8695984 Í Hjallastefnuskólunum leggjum við áherslu á að mæta hverju barni eins og það er og virða og viðurkenna ólíkar þarfir aldurshópa, kynja og einstaklinga. Einnig að virða valfrelsi og ólíkan áhuga barna og hlúa á víðfeðman hátt að velgengni allra, meðal annars með því að jákvæðni, gleði og kærleikur séu ráðandi öfl í öllum samskiptum við börn og foreldra.

Áfangastaður í einstakri náttúru Vestfjarða – An amazing village and nature in the Westfjords –

Pikknikktónleikaröð Hjónin Ellen og Eyþór flytja tónlist sem er nærandi fyrir huga og sál á morgun. Á dagskránni verða uppáhalds lög Ellenar spiluð frá löngum og farsælum ferli hennar. Tónleikarnir eru liður í árlegri Pikknikktónleikaröð Norræna hússins. Hvar? Norræna húsinu Hvenær? Á morgun kl. 15

Leikir og verk að vinna. Barnasmiðjur fyrir alla fjölskylduna. Reiptog, leggur og skel, vatnsburður, hrístekja, þvottastúss og ullarvinna – smiðjur og vinnustöðvar í Árbæjarsafni. Barnasmiðjurnar byggjast á fræðsluverkefninu Verk að vinna þar sem börn og fjölskyldur í fylgd með þeim fá að kynnast starfsháttum fyrri tíma eins og hvernig afla þurfti eldiviðar fyrir veturinn og koma honum í hús. Hvar? Árbæjarsafni Hvenær? Á morgun kl. 13 - 16

Sport og síld Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar fer fram á Egilsstöðum um helgina. Dagskrá hátíðarinnar er stórglæsileg en hún höfðar bæði til breiðs aldurshóps sem og ólíks áhugasviðs. Því er alveg ljóst að íþróttafólk á öllum aldri, og jafnvel örgustu antisportistar, ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hvar? Egilsstöðum Hvenær? Um helgina Hvað kostar? 2000 kr

Kennarahúsið á Flateyri er til sölu, verð 15,9 millj. / price 117.000 Euros Tvær íbúðir, 241m2, auk kjallara. Ýmsir möguleikar, s.s. fyrir ferðaþjónustu. Nánari uppl. og myndir/photos and info: www.flateyri.blog.is - tel. 8218272.

Systkinatónleikar í Hannesarholti Systkinin Kristín og Guðfinnur Sveinsbörn blása nú til systkinatónleika í Hannesarholti annað árið í röð. Á efnisskránni eru sönglög og óperuaríur úr ýmsum áttum, auk íslenskra dægurlagaperla sem allir ættu að kannast við. Hvar? Hannesarholti Hvenær? Í dag kl. 16 Hvað kostar? 2000

List á Ólafsfirði Sooyeun Ahn hefur dvalið í Listhúsinu í Ólafsfirði undanfarnar vikur og mun hún sýna verk sín í Listhúsinu næstu daga. Ahn er frá Kóreu og starfaði sem rithöfundur í tíu ár áður en hélt til Tókýó og lærði ljósmyndun. Leið hennar lá síðan til New York. Víst er að sýning Ahn verður áhugaverð fyrir listáhugamenn. Hvar? Listhúsinu Ólafsfirði Hvenær? Um helgina


ÞJÁIST ÞÚ AF

TANNKULI?

LINAÐU SÁRSAUKANN NÚNA

SKIPTU YFIR

Í DAG

FLÚORTANNKREM SEM LINAR SÁRSAUKA FLJÓTT OG ER MEÐ VARANLEGA VERKUN


24 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 9. júlí 2016

Atvinnuflugmannsdraumur frá barnæsku Kolbeinn Ísak verður ekki nema tvítugur þegar fær atvinnuflugmannsréttindi

Hlutur vikunnar

„Í haust geri ég ráð fyrir að vera orðinn atvinnuflugmaður,“ segir hinn nitján ára gamli Kolbeinn Ísak Hilmarsson frá Egilsstöðum sem hefur ætlað sér að verða atvinnuflugmaður frá því að hann man eftir sér. Kolbeinn segir að allt líti út fyrir að hann verði komin með öll tilskilin réttindi í ágúst eða september en þá verður hann rétt orðinn tvítugur. „Lágmarkskröfurnar verða uppfylltar þá og í raun uppfylli ég tíma- og hæfnisskilyrði hjá flugfélögum eins og Icelandair.“ Honum er þó alveg sama hvar hann fær vinnu fyrst.

Í amstri hversdagsins er auðvelt að gleyma mikilvægi stólsins. Til að hampa húsgagninu sem fylgt hefur manninum frá örófi alda hefur Fréttatíminn ákveðið að útnefna stól sem hlut vikunnar. Flestir eru sammála um að stóll sé mjög sniðug uppfinning.

„Mig langar bara að fljúga, sama hverju eða hvernig og hvar. Komast í vinnu.“ Hann segir langt og margþætt ferli sé að baki en hann var ekki nema 15 ára þegar hann hóf flugnámið og það á Egilsstöðum. Síðasta haust flutti hann til Reykjavíkur og fór í atvinnuflugnámið. Hann bætir við að ákveðinn draumur sé að verða að veruleika. „Þetta hefur verið draumurinn frá því ég man eftir mér af því það felst svo mikið frelsi í því að upplifa heiminn á flugi – frá öðru sjónarhorni.“ | bg

Kolbeinn Ísak vill upplifa heiminn á flugi.

Bermúdaþríhyrningurinn í Smiðjuhverfinu Segja svæðið vænlegt fyrir listsköpun „Svo virðist sem enginn viti hvað er að gerast í þessu hverfi og enginn rati hér og komist rétt út úr því,“ segir Agnes Ársælsdóttir, en undanfarið hafa hún, Hrund Ingvadóttir og Kristín Nanna Einarsdóttir skoðað hvort Smiðjuhverfið í Kópavogi sé vænlegt umhverfi til listsköpunar. „Þetta er Bermúdaþríhyrningur höfuðborgarsvæðisins.“ „Við efndum til listahátíðar síðasta þriðjudag því okkur langaði að athuga hvort hægt væri að nota svæðið til listsköpunar. Hlýtt var á ljóðalestur og listamenn voru með gjörninga og innsetningar. Hljóm-

sveitir stigu á stokk. Niðurstaðan var í rauninni sú að svæðið sé kjörið fyrir listsköpun og hér eigi sér stað ákveðin gróska.“ segir Agnes. „Við erum búin að kynnast mörgum listamönnum á Smiðjuvegi. Einn vinnur í raftækjaverslun og var að taka þátt í myndlistarsýningu á Akureyri. Ég held líka að Smiðjuhverfið sé mjög vænlegt fyrir starfandi listamenn til að vera með vinnustofur. Hér er fullt af efnivið sem hægt er að nota og nóg pláss.” „Þetta er það sem koma skal. Áfram úthverfi!“ segir Agnes sposk. | bg

Klæðskerinn Mohammed Zahawi á sér trygga viðskiptavini og hefur meira en nóg að gera. Hann leitar nú að saumakonu. Mynd | Hari

Vinsælasti klæðskeri landsins

Skoða hvort og hvernig hægt er að nota svæðið.

Á SLÓÐIR MAYA INDÍÁNA

MEXICO, BELIZE & GUATEMALA 04

-

19

Október

2016

Gerir við föt og annar ekki eftirspurn. Hann lagfærði meðal annars föt karlalandsliðsins og Guðna Th., verðandi forseta.

Við kynnumst stórkostlegri náttúru, dýralíf og hinum forna menningarheimi Maya indíána. Skoðum m.a. píramída,gamlar menningaborgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims og upplifum regnskóginn. Endum svo á lúxus hóteli við Karabíska, þar sem allt er innifalið.

É

568.320.á mann í 2ja manna herbergi

Innifalið: Flug, skattar, hótel með morgunmat, islenskur fararstjóri, allar ferðir og aðgangur þar sem við á.

WWW.TRANSATLANTIC.IS

4. - 15. október

Albanía

Hin fagra og forna Albanía.

Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð.

Verð 344.900 per mann i 2ja manna herbergi

Innifalið. Flug hótel í London, hótel m/hálfu fæði í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á.

Upplýsingar í síma 588 8900

SÍMI: 588 8900

Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is

g lagaði jakkaföt íslenska karlalandsliðsins og Guðna, verðandi forseta, um daginn,“ segir íraski klæðskerinn Mohammed Zahawi sem hefur búið á Íslandi í sextán ár. Mohammed gerir við jakkaföt ótal margra Íslendinga og spannar kúnnahópurinn allt frá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu til ráðherra ríkisstjórnarinnar. Hann annar varla eftirspurn og er nú að leita að saumakonu. Mohammed lærði klæðskeraiðn í Þýskalandi þar sem hann bjó lengi og starfaði. „Síðan kom íslensk dís sem heillaði mig upp úr skónum fyrir sextán árum og ég hef verið á Íslandi síðan, er giftur og á börn,“ bætir hann við. Þegar Mohammed kom til landsins hóf hann störf hjá Íslensku óperunni en þaðan lá leiðin til Sævars Karls og Alvaro Calvi. „Ég er kominn með marga gamla og trygga viðskiptavini en ég hef lagað jakkaföt og sniðið á flesta ráðherra landsins, Halldór og Davíð til dæmis. Þá vinn ég líka með Herragarðinum og fyrir stuttu gerði ég við jakkaföt íslenska karlalandsliðsins.

Síðan kom Guðni Th. hingað í fyrsta skipti um daginn.“ „Frá því ég kom til Íslands hefur það bara verið vinna, vinna, vinna, en ég er auðvitað ánægður með það.“ Hins vegar segist Mohammed hafa svo mikið að gera þessa dagana að hann hafi varla tíma til að taka sér frí. „Ég þarf nauðsynlega að ráða til mín annan klæðskera eða saumakonu. Það gengur hins vegar ekkert að finna klæðskera hér á landi,“ segir Mohammed sem auglýsti eftir slíkum fyrir nokkru hjá Vinnumálastofnun en fékk engin svör. Því hefur hann hafið leit að saumakonu en reynist erfitt að finna þá réttu. Margar hafi komið í prufu til hans en hann er enn að leita. „Ég geri margt annað en það sem fellur undir klæðskeraiðn. Klæðskerar kunna ekki allt. Þegar ég vinn hugsa ég það sem listvinnu, ég lít á mig sem listamann frekar en klæðskera.“ En ertu ekki bara vinsælasti klæðskeri landsins? „Jú. Maður finnur heldur ekki marga aðra hér á landi. Ég finn að margir tala um mig og er mjög þakklátur fyrir það því ég vinn vinnuna mína vel. Mestu máli skiptir að vanda vel til verka.“



SUMARÚ ENN Í FULLUM GANGI!

30% 40% 30% 40% 50% 30% 30% 30% 40% 20% 20% 20% 20% 25% 25% 25% 30% 20% 25% 30% 30% 25-35% 30%

BLÓM, TRÉ OG RUNNAR BLÓMAPOTTAR TIMBURBLÓMAKASSAR LEIKFÖNG MARKÍSUR GARÐHÚSGÖGN GREINAKURLARAR REIÐHJÓL REIÐHJÓLAFYLGIHLUTIR ÁBURÐUR BOSCH RAFMAGNSVERKFÆRI HÁÞRÝSTIDÆLUR ÁLTRÖPPUR OG STIGAR JÁRNHILLUR VINNUFATNAÐUR OG ÖRYGGISSKÓR VIÐARVÖRN OG PALLAOLÍA INNI- OG ÚTILJÓS BENSÍNSLÁTTUVÉLAR RAFMAGNSSLÁTTUVÉLAR HEKKKLIPPUR KEÐJUSAGIR BENSÍNSLÁTTUORF STAURAHATTAR

ALLT AÐ

50%

AFSLÁTTUR

-20%

-20% BÚTSÖG PCM 8, 1200W, 216 mm.

27.997

kr.

74862008 Almennt verð: 34.995 kr.

-20% HÁÞRÝSTIDÆLA AQT 120 bör.

22.156

kr.

74810235 Almennt verð: 27.995 kr.

-20%

RAFHLÖÐUBORVÉL AGSR 14,4-2 Li 2X1,5A

27.997

kr.

74874094 Almennt verð: 34.995 kr.

-25%

STINGSÖG PST 800 PEL.

9.997

kr.

74862800 Almennt verð: 12.495 kr.

-25%

BÚKKASETT 2 stk., plast.

6.746

kr.

70127071 Almennt verð: 8.995 kr.

AuðvelT að versla á byko.is sendum út um allt land

JÁRNHILLUR 180x92x46 cm með 5 hillum, 175 kg.

6.746

kr.

38910092 Almennt verð: 8.995 kr.


ÚTSALA -30%

MARKÍSA 2,5x2 m dökkgrá.

14.998

kr.

-50%

SÓFASETT RATTAN.

88.196

kr.

41615995 Almennt verð: 125.995 kr.

41624126 Almennt verð: 29.995 kr.

RAFMAGNSSLÁTTUVÉL GC-EM 1030 1000 W.

-25%

-35%

11.247

kr.

BENSÍNSLÁTTUORF BC139,fjórgengismótor, 0,7 kW.

74830020 Almennt verð: 14.995 kr.

19.498

kr.

53323120 Almennt verð: 29.995 kr.

-25% FERÐAGASGRILL TravelQ m/vagni, 4,1 kW.

kr.

506600012 Almennt verð: 69.995 kr.

3.116

-30%

GASGRILL TRIUMPH 495

118.996

kr.

GASGRILL GEM SUPER 11,5 kW, 8,8 kW.

34.997

kr.

50657518 Almennt verð: 49.995 kr.

gerðu góð kaup!

4.796

kr.

55095014-5 Almennt verð: 5.995 kr.

Einkorna

-30%

1.627

kr.

kr.

50170181 Almennt verð: 3.895 kr.

-15%

ILLGRESISEYÐIR KEEPER 100 ml eða 200 ml Verð frá:

BLÁKRAFTUR alhliða áburður, 10 eða 25 kg. Verð frá:

TRAPPA þrjú þrep, max 120 kg.

52.496

506600034 Almennt verð: 139.995 kr.

-20%

-20%

55095039/160 Almennt verð: 2.325 kr.

-25% GASGRILL SPRING 300, 11,4 kW.

41.246

kr.

50686930 Almennt verð: 54.995 kr.


GOTT UM HELGINA

Gott að fara í snú-snú Sumarlegasta hreyfing sumarsins er snúsnú. Til hvers að stunda einmanalega líkamsrækt í tækjasal þegar þú getur leikið þér og hreyft þig í sömu andrá? Frábær skemmtun að virkja alla fjölskylduna í snúsnú. Snúsnú-band í öll hanskahólf!

Gott að fá sér „knús-snooze“ Sumarið er tíminn til að elska. Ýttu á „snooze“ fyrir smá auka knús áður en þú ferð fram úr á morgnana og tekst á við amstur dagsins. Hlýjan af rekkjunauti þínum mun fylgja þér inn í daginn.

Gott að horfa á Footloose Ein vinsælasta dansmynd níunda áratugarins ætti að koma þér til að dansa. Aðalleikari myndarinnar, Kevin Bacon, sýnir þar hvernig hægt er að dansa frá sér pirring og biturleika. Þegar erfiðleikar sækja að þér er gott að taka til fótanna.

Þessar voru á Beyoncé tónleikum á meðan Íslendingar spiluðu við Frakka Steinunn Lóa Lárusdóttir, 14 ára.

„Loksins rættist draumurinn eftir margra ára bið. Ég grét og grét þegar Beyoncé birtist á sviðinu og ég heyrði röddina hennar byrja að syngja „Okay ladies now let‘s get in formation“. Hún er að mínu mati fullkomin og í lok tónleikanna hágrét ég aftur því þessu var lokið. Þetta var ólýsanlega frábær upplifun, eitt besta kvöld lífs míns!“

Útsölulok LOKADAGUR 10. JÚLÍ

Sparaðu

Kría Kolbeinsdóttir, 7 ára.

„Það var ógeðslega gaman. Við komumst líka alveg óvænt. Við hittum vinkonu hennar mömmu og barnið hennar langaði ekki á tónleikana svo við fengum miðann. Þetta er eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert.“ „Ég get ekki alveg valið uppáhaldslagið mitt með henni því það eru svo mörg rosalega góð en kannski Survivor.“

30-50%

50%

AF ÖLLUM SUMARVÖRUM

Kingston-sófi. Þriggja sæta sófi með gráu áklæði . Svampur með trefjafyllingu í sessum og púðum. L 232 cm. Verðflokkur A2. 239.900 kr. Nú 119.950 kr.

40%

30%

Nyhavn-stóll. Plastseta með viðarfótum. 19.900 kr. Nú 11.900 kr. Einnig til svartur.

Blazer-stóll. Dökkgrátt áklæði og dökkir viðarfætur. 29.900 kr. Nú 19.900 kr.

Áslaug Lárusdóttir, 15 ára.

„Ég var búin að bíða lengi eftir að fá að fara á Beyoncé tónleika og svo loksins varð það að veruleika. Þetta var gríðarlega flott „show“ með fullt af ljósum og dönsurum og sjálf dansaði hún og söng á sama tíma eins og ekkert væri auðveldara. Þetta var æðislegt kvöld sem ég mun aldrei gleyma.“

Quito-stóll. Blár, bleikur, grár eða svartur. 14.900 kr. Nú 9.600 kr.

25%

Sparaðu

30%

25%

AF ÖLLUM HANDKLÆÐUM

Cohen-loftljós. Kopar. 32 cm. 49.995 kr. Nú 37.495 kr.

35%

Quebec-borð og 4 Link-stólar. Fallegt hvítt borðstofuborð með krómfótum og 4 stólar með hvítri setu og krómfótum. 121.400 kr. Nú 81.500 kr.

Sparaðu

30%

50%

AF ÖLLUM KERTASTJÖKUM OG LUKTUM Chat ny-stóll. Svartur með viðarfótum. 18.900 kr. Nú 11.600 kr.

LANGVIRK SÓLARVÖRN Sölustaði má finna á celsus.is

bakhlid.indd 1

11.5.2016 13:10:35

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30

Summer-stóll. Hvítur eða drapplitaður. Staflanlegur. 9.900 kr. Nú 4.950 kr.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.