10062016 em

Page 1

EM 2016

... leikirnir ... leikmennirnir ... liðin

Veislan hefst í dag

EM að byrja og Ísland er með Mynd | Hari


…EM 2016

2 | amk… FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016

Portúgal, Ungverjaland og Austurríki Segja má að íslenska landsliðið hafi dottið í lukkupottinn þegar dregið var í riðla á EM. Eftir hrikalega erfiðan riðil í undankeppninni þar sem andstæðingarnir voru meðal annars Hollendingar, Tékkar og Tyrkir uppskáru strákarnir okkar laun erfiðisins í formi eins auðveldra liða og lið í síðasta styrkleikaflokki getur óskað sér. Að því sögðu eru auðvitað ekki nein léleg lið í lokakeppni EM og engir auðveldir andstæðingar. En kíkjum á andstæðingana á EM:

Portúgal, 14. júní klukkan 19

Lið Portúgals er af flestum talið vera mesta „eins manns“ liðið á EM ásamt Svíþjóð. Liðið hverfist í kringum stórstjörnuna Cristiano Ronaldo en menn skyldu þá varast að halda að í kringum hann séu tómir pappakassar. Hafsentarnir Pepe og Bruno Alves eru engir aukvisar, ungstirnið Renato Sanchez, sem Bayern München keypti nýverið, er frábær og víðförull Ricardo Quaresma getur töfrað fram mörk og stoðsendingar. Síðan skal hafa í huga að Portúgal bar sigurorð af Noregi, sem vann okkur örugglega, á auðveldan hátt, 3-0, í síðustu viku.

Langbestur Gengi Portúgals hangir á því hvort Cristiano Ronaldo er í stuði eða ekki.

Pogba líklegastur sem besti leikmaðurinn Athyglisvert er að sjá að í takt við spá um gott gengi heimamanna Frakka á mótinu þá telur William Hill veðmálafyrirtækið líklegast að miðjumaðurinn Paul Pogba, sem leikur með Juventus, verði valinn „Maður mótsins“. Stuðillinn á Pogba er 8/1. Landi hans, framherjinn Antoine Griezmann, sem fór hamförum með Atletico Madrid á nýafstöðnu tímabili, kemur næstur með stuðulinn 14/1 ásamt Cristiano Ronaldo. Enn einn Frakkinn kemur svo í kjölfar þeirra, West Ham-leikmaðurinn og aukaspyrnusérfræðingurinn Dmitri Payet með stuðulinn 16/1 ásamt Belganum Kevin De Bruyne, sem spilar með Manchester City og Thomas Müller, hinum þýska markahróki Bayern München.

Frökkum spáð sigri Frakkar eru taldir vera líklegastir sigurvegarar EM samkvæmt veðmálafyrirtækinu William Hill. Frakkar, sem hafa tvívegis unnið keppnina, árin 1984 og 2000, eru með stuðulinn 3/1. Næstir á hæla þeirra koma heimsmeistarar Þjóðverja með stuðulinn 4/1. Tvöfaldir Evrópumeist-

arar Spánverja þykja síðan þriðja líklegasta liðið til að sigra með stuðulinn 5/1. Portúgal er sjötta líklegasta þjóðin með stuðulinn 14/1, Austurríki er níunda líklegasta þjóðin með stuðulinn 33/1 og Íslendingar eru sextánda líklegasta liðið til að sigra með stuðulinn 80/1. Átta lið eru fyrir neðan okkur og þar á meðal Ungverjaland með stuðulinn 250/1 og síðan reka Albanir lestina með stuðulinn 300/1.

Ísland í þriðja sæti Veðmálasíður spá íslenska liðinu þriðja sæti í F-riðli sem gæti mögulega dugað til að komast í 16-liða úrslitin þar sem tvö efstu liðin úr riðlinum sex komast áfram ásamt tveimur liðum í þriðja sæti sem eru með besta árangurinn. Það er þó athyglisvert að meiri líkur eru taldar á því að Ísland verði í öðru sæti heldur en að Ungverjaland nái þriðja sætinu. Jafnmiklar líkur eru taldar á því að Íslendingar vinni riðilinn og að Ungverjar nái öðru sætinu. Fyrirfram er sem sagt búist við því að Portúgal og Austurríki fljúgi áfram en menn ættu fyrir löngu að vera hættir að vanmeta íslenska liðið. Spyrjið bara Hollendingana.

Þetta verður mjög erfiður leikur

Lið Ungverjalands er sennilega það slakasta í riðlinum – svona í það minnsta fyrirfram. Liðið komst á EM í gegnum umspil við Noreg og hefur ekki unnið landsleik á þessu ári. Þeirra helstu hetjur eru hinn 37 ára gamli Zoltan Gera sem knattspyrnuáhugamenn kannast við frá West Brom í ensku úrvalsdeildinni og fertugur Gabor Kiraly sem þekktastur er fyrir að verja mark sitt iðulega í síðbuxum.

Lið Austurríkis hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum. Þeir spila hraðan fótbolta, pressa hátt og keyrðu meðal annars eftirminnilega yfir Svía í Stokkhólmi í undankeppninni. Helsta stjarna liðsins er David Alaba, leikmaður Bayern München, sem stýrir spili liðsins á miðjunni.

Mestur möguleiki á þremur stigum í þessum leik

Allt þarf að ganga upp til að sigur vinnist í þessum leik

Ekki komnir til Frakklands til að liggja í sólbaði Gylfi Sigurðsson segir liðið fara í alla leiki til að vinna og það ætli sér upp úr riðlinum á EM í Frakklandi

A

f öllum leikmönnum íslenska landsliðsins í fótbolta er óumdeilt að Gylfi Sigurðsson er stærsta nafnið og skærasta stjarnan. Hann átti frábært tímabil með Swansea í ensku úrvalsdeildinni, skoraði 11 mörk og skoraði auk þess sex mörk í undankeppni EM – mörg hver afskaplega mikilvæg. Gylfi var í viðtali við netmiðilinn whoscored.com þar sem hann ræddi um vonir og væntingar íslenska liðsins á EM en fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn Portúgal í St. Etienne 14. júní næstkomandi. „Að vera fulltrúi þjóðar minnar á EM í Frakklandi er án nokkurs vafa ein af stærstu stundum ferils míns. Að komast í lokakeppnina skiptir íslensku þjóðina gríðarlega miklu máli en fyrst við erum komnir þangað þá ætlum við að nýta styrkleika okkar til að ná góðum úrslitum í hverjum leik,“ segir Gylfi. Og þótt riðillinn, sem Ísland dróst í, hafi verið erfiður með Tékka, Hollendinga og Tyrki sem andstæðinga, þá voru leikmenn íslenska landsliðsins með skýr markmið, að sögn Gylfa. „Þegar við töpuðum fyrir Króatíu í umspili fyrir HM í Brasilíu þá settum við okkur það markmið að komast á EM, burtséð frá því hvaða lið væru með okkur í riðli. Markmið okkar var alltaf annað af tveimur efstu sætunum en það

Mörk Gylfa í undankeppninni Tyrkland heima Lettland úti Holland heima Holland úti Lettland heima

� 1 2 1 1

Samtals

6

var eiginlega ekki fyrr en eftir sigurinn gegn Hollandi í Amsterdam sem það var áþreifanlegt að við værum að ná markmiði okkar.“ Gylfi segir að liðið mæti ekki með minnimáttarkennd á EM þó íslenska þjóðin sé fámenn og liðið sé í fyrsta skipti í lokakeppni. „Þjálfararnir hafa alltaf sagt að

við mætum í hvern einasta leik til að vinna, burtséð frá því hver andstæðingurinn er. Þetta er hugmyndafræði sem leikmennirnir eru sammála og við erum ekki að fara til Frakklands til að fylla upp í fjöldann eða til að liggja í sólbaði. Við ætlum þangað til að spila og vinna leiki.“ Ekki er hægt að tala um árangur íslenska landsliðsins án þess að minnast á þátt þjálfaranna og þá sérstaklega Svíans Lars Lagerbäck sem var kvaddur á Laugardalsvelli á mánudagskvöldið. „Lykilatriði í leik okkar er skipulag og agi. Þjálfararnir okkar, Lars og Heimir, vinna vel saman og hafa unnið frábært starf. Lars er síðan einn reyndasti þjálfarinn í dag og það hefur verið dýrmætt fyrir okkur.“ Ísland er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Austurríki og Gylfi segir liðin vera ólík. „Portúgal hefur sterka einstaklinga eins og Ronaldo sem við þekkjum allir. Ungverjaland er, líkt okkur, góður liðsandi og skipulag og Austurríki er með gott lið eins og þeir sýndu í undankeppninni. En líkt og ég hef sagt. Við ætlum að reyna að vinna hvern einasta leik sem við förum í og það breytist ekki. Okkar markmið er að komast upp úr riðlinum og sjá svo til,“ segir Gylfi.

Lykilmaður Íslenska landsliðið þarf Gylfa Sigurðsson í toppformi á EM.


Reykjavík Tangarhöfða 8 590 2000

Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 420 3330

Opið virka daga frá 9 til 18 Opið í dag, laugardag frá 12 til 16 Verið velkomin í reynsluakstur


…EM 2016

4 | amk… FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016

5 bestu markmennirnir á EM Gunnleifur Gunnleifsson velur þá bestu á milli stanganna í Frakklandi

H

verjir eru bestu markmennirnir á EM? Enginn er betur til þess fallinn en hinn fertugi Gunnleifur Gunnleifsson, sem varið hefur mark íslenska landsliðsins og Breiðabliks og er í hópi þeirra leikmanna sem eru í viðbragðsstöðu ef upp koma meiðsli í 23 manna lokahópi íslenska liðsins. Gunnleifur segir hér lesendum frá þeim fimm markvörðum sem hann telur besta í þeim 24 liðum sem taka þátt í EM.

5.

4.

Hannes Þór Halldórsson, Íslandi

Hugo Lloris, Frakklandi

„Ef Hannes hefði verið fæddur í öðru landi þá væri hann að spila með miklu betra liði. Hann er frábær á milli stanganna og hefur bætt sig mikið í löppunum. Hann er stór og yfirvegaður. Mér finnst hann bara alveg frábær markvörður og er ekki feiminn við að segja það að ég myndi taka hann fram yfir Petr Cech alla daga.“

3.

2.

Manuel Neuer, Þýskalandi

David de Gea, Spáni

„Það besta við Neuer er að hann gefst aldrei upp. Það er ekki til það skot sem hann reynir ekki við jafnvel þó að það virki fullkomlega óverjandi. Ég er hrifinn af því hversu framarlega hann spilar en hann bjargar stundum á þann hátt.“

„Hann er markmaður af nýju kynslóðinni. Hann er virkilega góður með boltann á löppunum en gerir einfalda hluti. Hann gerir í raun það sem hann þarf að gera en ég verð að minnast á staðsetningarnar hjá honum. Þær eru magnaðar.“

„Hann er árásargjarn og mjög hugaður. Hann spilar framarlega og er einn sá allra besti á milli stanganna. Hann er yfirvegaður og klár og tekur nánast alltaf réttar ákvarðanir.“

1. Gianluigi Buffon, Ítalíu „Einfaldlega besti markvörður í Evrópu og heimi. Og líklega besti markmaður sögunnar. Hann er orðinn 38 ára gamall og er stöðugt að endurnýja sig. Hann er algjör sigurvegari og hefur unnið allt sem hægt er að vinna. Hann er stórkostlegur á milli stanganna sem er auðvitað það sem skiptir mestu máli.“

Leikirnir á EM Föstudagur 10. júní

Föstudagur 17. júní

19.00 Frakkland - Rúmenía A-riðill

13.00 Ítalía - Svíþjóð E-riðill 16.00 Tékkland - Króatía D-riðill 19.00 Spánn - Tyrkland D-riðill

Laugardagur 11. júní 13.00 Albanía - Sviss A-riðill 16.00 Wales - Slóvakía B-riðill 19.00 England - Rússland B-riðill

Sunnudagur 12. júní

Laugardagur 18. júní 13.00 Belgía - Írland E-riðill 16.00 Ísland - Ungverjaland F-riðill 19.00 Portúgal-Austurríki F-riðill

13.00 Tyrkland - Króatía D-riðill 16.00 Pólland - Norður Írland C-riðill 19.00 Þýskaland - Úkraína C-riðill

19.00 Rúmenía - Albanía A-riðill 19.00 Sviss - Frakkland A-riðill

Mánudagur 13. júní

Mánudagur 20. júní

13.00 Spánn - Tékkland D-riðill 16.00 Írland - Svíþjóð E-riðill 19.00 Belgía - Ítalía E-riðill

19.00 Rússland - Wales B-riðill 19.00 Slóvakía - England B-riðill

Þriðjudagur 14. júní

16.00 Úkraína - Pólland C-riðill 16.00 Norður Írland - Þýskaland C-riðill 19.00 Tékkland - Tyrkland D-riðill 19.00 Króatía - Spánn D-riðill

16.00 Austurríki - Ungverjaland F-riðill 19.00 Portúgal - Ísland F-riðill

Miðvikudagur 15. júní 13.00 Rússland - Slóvakía B-riðill 16.00 Sviss - Rúmenía A-riðill 19.00 Frakkland - Albanía A-riðill

Fimmtudagur 16. júní 13.00 England - Wales B-riðill 16.00 Úkraína - Norður Írland C-riðill 19.00 Þýskaland - Pólland C-riðill

Sunnudagur 19. júní

Þriðjudagur 21. júní

Miðvikudagur 22. júní 16.00 Ungverjaland - Portúgal F-riðill 16.00 Ísland - Austurríki F-riðill 19.00 Ítalía - Írland 19.00 Svíþjóð - Belgía

16 liða úrslit hefjast laugardaginn 25. júní



…EM 2016

6 | amk… föstudagur 10. júní 2016

Müller líklegastur til að verða markahæstur

Þ

jóðverjinn Thomas Müller þykir vera líklegastur til að verða markakóngur á EM. Engan skyldi undra því Müller hefur farið á kostum í undanförnum tveimur heimsmeistarakeppnum þar sem hann skoraði fimm mörk bæði í Suður-Afríku 2010 og í Brasilíu 2014 og var markakóngur

keppninnar 2010. Hann náði hins vegar ekki að komast á blað á EM í Póllandi og Úkraínu árið 2012. Stuðullinn á því að Müller verði markakóngur er 7/1. Fast á hæla hans kemur Cristiano Ronaldo með stuðulinn 8/1. Ronaldo hefur skorað sex mörk í fjórtán leikjum í lokakeppni EM en þetta verður hans fjórða keppni. Frakkinn Antoine Griezmann kemur þar á eftir með stuðulinn 9/1 og landi hans Oliver

Giroud, framherji Arsenal, kemur í kjölfarið með stuðulinn 14/1. Þrír leikmenn, Englendingurinn Harry Kane, Pólverjinn Robert Lewandowski, sem var markahæsti leikmaður undankeppninnar og Spánverjinn Alvaro Morata eru þar á eftir með stuðulinn 16/1. Gylfi Sigurðsson þykir líklegastur íslensku leikmannanna til að verða markakóngur en hann er með stuðulinn 125/1.

Alvaro Morata

Robert Lewandowski

EM leikur Würth Glæsileg verðlaun í boði!

Kíktu á www.wurth.is og taktu þátt. Heppnin gæti verið með þér!

Oliver Giroud


Kristján

Vernharð

Ólafur

Þórunn

Bjarni Magnús

Gunnar

Harpa

Lára Stefán Kristín

Arna Hannes

Við vinnum fyrir þig Á LIND fasteignasölu er veitt góð og persónuleg þjónusta og frá upphafi hefur verið lögð rík áhersla á hátt þjónustustig. Á fasteignasölunni vinnur starfsfólk saman að því markmiði að veita framúrskarandi þjónustu.

Á LIND starfa einstaklingar með mikla reynslu og sérþekkingu á sviði fasteignaviðskipta. Fyrirtækið fylgir siðareglum félags fasteignasala og er með gott innra eftirlit sem tryggir að hagsmunum kaupanda og seljanda sé vel gætt.

Við gerum eitt eða allt - algjörlega eins og þú vilt höldum opin hús

tökum myndbönd video af eignum

útvegum matsmann

sýnum allar eignir

notum dróna myndatökur

hjálpum þér að finna nýtt heimili

notum atvinnuljósmyndara

útvegum flutningsþrif

útvegum sérkjör á málningu, gólfefnum og innréttingum


…EM 2016

8 | amk… föstudagur 10. júní 2016

Bræður munu berjast: Kósóvó á EM Ásgeir H Ingólfsson ritstjorn@frettatiminn.is

F

yrir átta árum sat ég á bar í Kósóvó og ræddi við þarlendar andspyrnuhetjur. Landið var nýbúið að lýsa yfir sjálfstæði og eftir stutt spjall um ástandið skiptumst við á fótboltamönnum tveggja smáþjóða – Gylfi og Aron voru ennþá bara unglingalandsliðsmenn þannig að ég bauð Guðjohnsen og Hreiðarsson og fékk í staðinn Valon Behrami, Shefki Kuqi og Lorik Cana. Vandinn var sá að þessir þrír Kósóvar léku með Sviss, Albaníu og Finnlandi – Kósóvskt landslið var ennþá bara fjarlægur draumur, álíka fjarlægur og að Ísland kæmist á stórmót. En nú hafa báðir þessir draumar ræst. Ísland er komið á EM og Kósóvó er orðið meðlimur í FIFA – en þótt landið fari ekki að spila keppnisleiki fyrr en í forkeppni HM næsta haust þá gætu sextán kósóvskir leikmenn verið á vellinum í Lens laugardaginn 11. júní.

Sviss eða Albanía?

Þá mætast Sviss og Albanía í riðlakeppni EM – en það er alls óvíst að þessi lönd hefðu komist þetta langt ef gamla Júgóslavía hefði ekki liðast í sundur. Margir leikmanna beggja liða hafa keimlíkan bakgrunn; sumir fæddust í Kósóvó og aðrir fæddust í Sviss, rétt eftir að foreldrar þeirra fluttu þangað til að flýja ófriðinn og óöryggið í heimalandinu. Meira en þriðjungur albönsku leikmannanna eiga unglingalandsleiki að baki með svissneskum ungmennaliðum, alls 8 leikmenn af 23. Naser Aliji fæddist inn í albanska minnihlutann í Makedóníu áður en hann flutti barnungur til Sviss, hinir sjö eru allir fæddir í Sviss skömmu eftir að foreldrar þeirra flúðu Kósóvó. Þá er markvörðurinn, Etrit Berisha, fæddur og uppalinn í Kósóvó og fyrirliðinn Lorik Cana, Ermir Lenjani og Burim Kukeli eru fæddir í Kósóvó en aldir upp í Sviss. Það eru vissulega ekki jafn margir Kósóvó-Albanir í svissneska liðinu – en ef við undanskiljum Shani Tarashaj, kornungan framherja sem er á bókum Everton, eru Kósóvó-Albanirnir stærstu stjörnur liðsins. Valon Behrami minntist kósóvsku andspyrnuhetjurnar á hér fyrir ofan, Xherdan Shaqiri hefur þrátt fyrir ungan aldur nú þegar spilað með liðum á borð við Basel, Bayern München, Inter Milan og Stoke og Granit Xhaka var nýverið keyptur til Arsenal á 20 milljónir punda. Granit mun mæta bróður sínum á EM, en varnarmaðurinn Taulant Xhaka kaus albanska örninn fram yfir Sviss, að sögn að undirlagi yngri bróður síns – sem sá eftir að hafa valið svissnesku landsliðstreyjuna. Ástæðurnar sem ráða vali á landsliði geta verið margar og stundum eru þær dramatískar – varnarmaðurinn Arlind Ajeti ákvað til dæmis að ganga til liðs við Albani eftir dramatískan leik þeirra við Serba í Belgrad. Það hefur verið grunnt á því góða á milli þjóðanna eftir Kósóvó-stríðin og sumir serbneskir áhorfendur höfðu kallað „Drepið Albanina“ og kastað blysum á völlinn. Þegar dróni flaug svo yfir völlinn með fána stór-Albaníu greip einn serbnesku leikmannana drónann – og þá trylltist allt, áhorfendur

ruddust inn á völlinn og leiknum var aflýst – og Albanir fengu stigin þrjú eftir ótal áfrýjanir.

Bræðurnir Granit (efst) og Taulant Xhaka mætast á EM á laugardag. Granit leikur með Sviss en Taulant með Albaníu. Myndir | NordicPhotos/Getty

Er hægt að skipta um landslið?

Wunderteam á millistríðsárunum. Þeir komust í undanúrslit á HM 1934 og úrslitaleikinn á ólympíuleikunum 1936. Liðið hefði verið sigurstranglegt á HM 1938 – ef Þjóðverjar hefðu ekki hertekið landið áður. Stjarna liðsins var Pappírsmaðurinn, gyðingurinn Mathias Sindelar, sem skoraði í sínum síðasta landsleik vorið 1938, í 2-0 sigri á Þjóðverjum, en í kjölfarið var liðunum tveimur steypt saman í eitt landslið. Það lið hefði með réttu átt að vera gríðarsterkt – en Sindelar neitaði að spila fyrir liðið og austurrísku og þýsku leikmönnunum kom það illa saman að mórallinn var í molum og liðið var slegið út strax í fyrstu umferð sumarið 1938, á síðasta heimsmeistaramótinu fyrir heimsstyrjöld. Þau eru ófá liðin sem geta látið sig dreyma um að hafa unnið heimsmeistaramótið ef heimstyrjöldin hefði ekki orðið til þess að mótin 1942 og 1946 féllu niður, en líklegast er þó að Argentínumenn hefðu verið sigursælir – miðað við að þeir unnu Suður-Ameríkumótið þrisvar í röð á þessum árum, en fótboltinn hélt sínu striki í nýja heiminum á meðan styrjöldin geisaði í þeim gamla. Fyrsta evrópska stórliðið eftir stríðslok voru svo mögnuðu magæjarnir, ungverska liðið sem tapaði eina leiknum sem skipti öllu máli, úrslitaleiknum gegn Þjóðverjum árið 1954. En með réttu hefði þetta lið átt að geta bætt fyrir þau mistök í Svíþjóð fjórum árum seinna. Ungverska uppreisnin árið 1956, sem Sovétmenn börðu niður, kom þó í veg fyrir það. Þrjár af skærustu stjörnunum, þeir Ferenc Puskás, Sándor Kocsis og Zoltán Czibor, flúðu land í kjölfarið – og við fáum því aldrei að vita hvernig einvígi Puskas og Pele á HM hefði farið.

Venjulega er val á landsliði endanlegt í heimsfótboltanum. Það gildir að vísu ekki um unglingalandsleiki eða vináttuleiki – en um leið og þú hefur leikið keppnisleik fyrir eitt A-landslið er ekki hægt að skipta. Það er hins vegar mögulegt að annað gildi um Kósóvó – þar sem landslið þeirra var einfaldlega ekki valkostur fyrr en núna. Málið er enn óljóst en líklegt er talið að FIFA muni meta hvert tilfelli sérstaklega. Kósóvó hefur þegar leikið nokkra vináttulandsleiki – og meðal annars hefur Avni Pepa, leikmaður ÍBV, spilað með því landsliði. Það er þó ólíklegt að hann haldi sætinu ef hið ótrúlega myndi gerast og allar stjörnur albanska og svissneska liðsins myndu skipta yfir í Kósóvó. Það gæti raunar gert leið Íslands á næsta HM mun torveldari – þar sem líklegast er að Kósóvó verði sett í annan tveggja fimm liða riðla – en Ísland er í öðrum þeirra. En skoðum betur svissneska liðið. Það er eitt það fjölþjóðlegasta sem keppir á EM, fyrir utan þessa fjóra Kósóvó-Albani eru tveir Makedóníu-Albanir til viðbótar sem gætu sömuleiðis spilað með Albaníu, einn Bosníumaður, tveir Kamerúnar, einn Fílbeinsstrendingur, einn Kongó-búi, einn Grænhöfðaeyjaskeggi, einn Tyrki og einn leikmaður sem á foreldra frá Spáni og Chile. Þannig hefur alþjóðavæðingin fært Svisslendingum 14 landsliðsmenn af 23 – og þessir níu sem eru af svissnesku bergi brotnir tala þrjú mismunandi tungumál.

Nýlendurnar koma til bjargar

Innflytjendur hafi lengi skipt sköpum fyrir evrópskar knattspyrnuþjóðir. Það var hinn mósambíski Eusebio sem kom Portúgölum á kortið á HM 1966, Holland hefði aldrei orðið Evrópumeistari 1988 ef þeir hefðu ekki haft hina súrínömsku Ruud Gullit og Frank Rijkaard í liðinu og þegar Frakkar urðu heimsmeistarar 1998 þá var talað um regnbogaliðið og sigur fjölmenningarinnar, en í liði heimsmeistaranna voru leikmenn frá frönskum nýlendum á borð við Gvadalúpe og Afríkuríkjum á borð við Alsír, Senegal og Gana. En þegar það fór að harðna á dalnum urðu hins vegar innflytjendurnir fljótt blórabögglar. Didier Deschamps landsliðsþjálfari hefur verið sakaður um rasisma fyrir að skilja þá Karim Benzema og Haten Ben Arfa eftir heima, forveri hans, Laurent Blanc, lenti í bobba fyrir að gefa í skyn að svartir leikmenn væru líkamlega sterkari en skorti tækni og þeir Nicolas Anelka og Patrice Evra leiddu alræmda uppreisn gegn Raymond Domenech, forvera Blanc, á heimsmeistaramótinu árið 2010. Þá hafa sumir gagnrýnt það að franskar akademíur eyði bæði orku og fjármagni í leikmenn sem geta svo valið að spila fyrir allt önnur landslið í framtíðinni. Staðreyndin er hins vegar sú að þetta eru oftast leikmenn sem komast hvort eð er ekki í franska liðið, ríku Vestur-Evrópuþjóðirnar fá oftast bestu leikmennina – þeir sem eru fæddir þar og geta

Balkanska dýnamítið

spilað fyrir minni landslið gera það sjaldnast nema þeir hreinlega sjái ekki fyrir sér að komast í landslið stóru þjóðanna. Fyrir utan það að peningarnir fyrir félagaskipti þeirra fara eftir sem áður til vestur-evrópsku liðanna – og fer því í uppbyggingu þar frekar en í til dæmis Afríku og tryggir því að stóru Evrópuþjóðirnar halda áfram yfirburðastöðu sinni. Það er hins vegar ómögulegt að segja með nokkurri vissu hvort þessir leikmenn hefðu orðið betri eða verri ef þeir hefðu alist upp í landi forfeðranna. Knattspyrnukúltúr er flókið fyrirbæri og menn greinir á um hvort bestu fótboltamennirnir verði til í akademíum eða á götunni. En það er samt alveg verðugt verkefni að prófa að endurskrifa knattspyrnusöguna eins og hún hefði verið ef persónur og leikendur hefðu verið þeir sömu – en minna hefði verið um stríð og fólksflutninga.

Heimsmeistarar sem aldrei urðu

Austurríkismenn voru eitt fyrsta stórveldi knattspyrnusögunnar og voru kallaðir Der

Eitt mesta öskubuskuævintýri knattspyrnusögunnar er sigur Dana á EM 1992, móti sem þeir komust ekki einu sinni á til að byrja með. Það gleymist hins vegar oft að ástæðan fyrir því að þeir komust á mótið var ekki sú að Danir hefðu verið lélegir í forkeppninni, heldur sú að þeir voru með einu besta liði heims, Júgóslavíu, í riðli. Júgóslavneska liðið var að stórum hluta skipað leikmönnum Rauðu stjörnunnar sem hafði orðið Evrópumeistari árið 1991, þremur árum síðar slátraði AC Milan Barcelona 4-0 í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með Króatann Bobic og Svartfellinginn Savicevic í fararbroddi, þessi kynslóð var sú besta sem Júgóslavía hafði alið – og hefði vel getað unnið Evrópumótið 1992 og HM 1994 ef þeir Miloševic og Tudjman hefðu ekki att landinu í glórulausa borgarastyrjöld. Árið 1998 náðu Króatar svo bronsi á HM á meðan Serbar komust í 16-liða úrslitin – þótt skærustu stjörnur beggja liða væru flestar komnar á aldur. Alls skiptist gamla Júgóslavía á endanum upp í sjö ríki. Á þessari öld hafa bæði Slóvenía og Bosnía fylgt í kjölfar Króata og Serba og komist á stórmót (og Svartfellingar verið ansi nálægt því); svo er bara spurning hvort Kósóvar bætist í hópinn.



…EM 2016

Dráttarbeisli

undir flestar tegundir bíla

10 | amk… föstudagur 10. júní 2016

Spá Frökkum og Þjóðverjum góðu gengi Álitsgjafar Fréttatímans telja lið Frakka sigurstranglegt á EM og Thomas Müller þykir líklegur markakóngur. Flestir spá því að Ísland komist upp úr riðlinum

Setjum undir á staðnum VÍKURVAGNAR EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Úrval af lokuðum farangurskerrum frá Ifor Williams Sýningareintak á staðnum. VÍKURVAGNAR

EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Kerrur

frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum

F

„Frakkar vinna, Payet verður markakóngur og Ísland fer í 16 liða úrslit.“

réttatíminn leitaði til valinkunnra sparkspekinga og lagð fyrir þá þrjár spurningar. Spurt var hverjir vinna EM, hver verði markakóngur og hvernig Íslandi muni vegna.

Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans.

„Þýskaland vinnur, Thomas Müller verður markakóngur og Ísland dettur út í 8 liða úrslitum á móti Þýskalandi.“

„Þýskaland vinnur og Thomas Müller verður markakóngur. Ísland fer í 16 liða úrslit.“

Bjarni Lárus Hall tónlistarmaður.

Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hjá Total Football.

„Martial springur út á þessu móti og verður markakóngur með glans en frábær sókn mun ekki duga Frökkum því að vörnin verður hriplek. Belgar munu standa uppi sem sigurvegarar, þó að það sé kannski von fremur en vissa, en nógu væri það nú gaman. Þeir hafa frábæru liði á að skipa og tími kominn til að þessi gamli knattspyrnurisi rísi aftur upp. Svo væri náttúrlega eftir öðru að Thomas Müller yrði markakóngur og Þjóðverjar Evrópumeistarar! Ísland kemst aftur á móti í 16 liða úrslit eftir jafntefli við Ungverja og frækinn sigur á Austurríkismönnum í París þar sem ég ætla að hvetja okkar menn til dáða.“ Pétur Már Ólafsson bókaútgefandi

„Þýskaland vinnur mótið og Thomas Müller verður markakóngur. Ísland kemst upp úr riðlinum en mætir þá Englandi og tapar.“

Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. VÍKURVAGNAR EHF.

Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Kerrur

frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum

Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. VÍKURVAGNAR EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

„Ísland endar í þriðja sæti í riðlinum. Frakkland tekur þetta auðveldlega. Belgarnir verða lúmskir og Lukaku verður markakóngur.“ Kristjana Arnarsdóttir flugfreyja og íþróttafréttamaður

„Ísland dettur út í 8 liða úrslitum eftir jafntefli við Portúgal og sigur á Ungverjum og Austurríki. England vinnur mótið og Vardy verður markakóngur, ævintýrið nær hámarki!“ Jón Gunnar Geirdal almannatengill


ÚRSMÍÐAMEISTARI

OKKAR MISSIR ALDREI EINBEITINGUNA

VIÐ KYNNUM MEÐ STOLTI ÍSLENSKA EM ÚRIÐ: EURO MMXVI Euro MMXVI úrið er hannað og sett saman í tilefni af glæsilegum árangri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar þeir tryggðu sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn í sögunni. Euro MMXVI úrið er framleitt í takmörkuðu upplagi á úrsmíðaverkstæði Gilberts Ó. Guðjónssonar og verða aðeins 100 númeruð úr í boði. Gilbert Ó. Guðjónsson úrsmíðameistari og alþekktur fagmaður grandskoðar hvert einstakt úr áður en það yfirgefur verkstæði okkar. Úrvalið af JS úrum hefur aldrei verið meira og ættu flestir að geta fundið íslenskt úr við sitt hæfi en úrvalið má skoða á vefsíðu www.gilbert.is eða www.jswatch.com.

www.gilbert.is


…EM 2016

12 | amk… föstudagur 10. júní 2016

Strákarnir okkar

23 leikmenn skipa hópinn sem spilar á EM fyrir Ísland. Allir leikmennirnir eru atvinnumenn erlendis

Markverðir Hannes Halldórsson Staða: Markvörður Lið: NEC Nijmagen (Hollandi) - í láni hjá Bodö/Glimt (Noregi)

Ingvar Jónsson

Ögmundur Kristinsson

Staða: Markvörður Lið: Sandefjord (Noregi)

Staða: Markvörður Lið: Hammarby (Svíþjóð)

Landsleikir/mörk: 5/0

Landsleikir/mörk: 11/0

Landsleikir/mörk: 33/0

Varnarmenn Ari Freyr Skúlason Staða: Bakvörður Lið: OB Odsense (Danmörku) Landsleikir/mörk: 38/0

Aron Einar Gunnarsson (fyrirliði) Staða: Miðjumaður Lið: Cardiff (Englandi) Landsleikir/mörk: 59/2

Birkir Már Sævarsson Staða: Bakvörður Lið: Hammarby (Svíþjóð) Landsleikir/mörk: 57/1

Hjörtur Hermannsson Haukur Heiðar Hauksson Staða: Bakvörður Lið: AIK (Svíþjóð) Landsleikir/mörk: 7/0

Emil Hallfreðsson Staða: Miðjumaður/kantmaður Lið: Udinese (Ítalíu) Landsleikir/mörk: 54/1

Miðjumenn/kantmenn

Arnór Ingvi Traustason Staða: Miðjumaður/kantmaður Lið: IFK Norrköping (Svíþjóð)

Staða: Miðvörður Lið: IFK Gautaborg (Svíþjóð) Landsleikir/mörk: 3/0

Hörður Björgvin Magnússon Staða: Miðvörður/bakvörður Lið: Juventus (Ítalíu) - í láni hjá Cesena (Ítalíu) Landsleikir/mörk: 5/0

Gylfi Sigurðsson Staða: Miðjumaður Lið: Swansea (Englandi) Landsleikir/mörk: 39/13

Birkir Bjarnason Staða: Miðjumaður/kantmaður Lið: Basel (Sviss) Landsleikir/mörk: 47/6

Jóhann Berg Guðmundsson Staða: Kantmaður Lið: Charlton (Englandi)

Landsleikir/mörk: 46/5

Rúnar Már Sigurjónsson Staða: Miðjumaður Lið: GIF Sundsvall (Svíþjóð) Landsleikir/mörk: 11/1

Landsleikir/mörk: 7/3

Ragnar Sigurðsson Kári Árnason Staða: Miðvörður Lið: Malmö (Svíþjóð) Landsleikir/mörk: 47/2

Staða: Miðvörður Lið: Krasnodar (Rússlandi)

Landsleikir/mörk: 56/1

Theodór Elmar Bjarnason

Sverrir Ingi Ingason Staða: Miðvörður Lið: Lokeren (Belgíu) Landsleikir/mörk: 6/2

Staða: Bakvörður/miðjumaður Lið: AGF Århus (Danmörku)

Sóknarmenn Alfreð Finnbogason Staða: Framherji Lið: Augsburg (Þýskalandi) Landsleikir/mörk: 34/8

Landsleikir/mörk: 27/0

Jón Daði Böðvarsson Staða: Framherji Lið: Kaiserslautern (Þýskalandi) Landsleikir/mörk: 21/1

Eiður Smári Guðjohnsen Staða: Miðjumaður/framherji Lið: Molde (Noregi) Landsleikir/mörk: 86/26

Kolbeinn Sigþórsson Staða: Framherji Lið: Nantes (Frakklandi) Landsleikir/mörk: 39/20



…EM 2016

14 | amk… föstudagur 10. júní 2016

10 skærustu stjörnurnar á EM Það verður nóg af frábærum leikmönnum á stóra sviðinu í Frakklandi en þessir munu að líkindum verða í aðalhlutverki Gareth Bale Þjóð: Wales. Númer: 11 Félagslið: Real Madrid. Aldur: 26 ára. Landsleikir/mörk: 55/19. Dýrasti fótboltamaður heims nýtur þess að spila með landsliðinu og dregur jafnan vagninn þar. Hann skoraði 7 af 11 mörkum Wales í undankeppninni.

Cristiano Ronaldo Þjóð: Portúgal Númer: 7 Félagslið: Real Madrid. Aldur: 31 árs. Landsleikir/mörk: 125/56

Andrés Iniesta Þjóð: Spánn. Númer: 6 Félagslið: Barcelona. Aldur: 32 ára. Landsleikir/ mörk: 108/12.

Kevin De Bruyne

Jamie Vardy

Heilinn og hjartað í fallegu spili Spánverja. Leikmaður sem allir virðast elska.

Þjóð: Belgía. Númer: 7 Félagslið: Manchester City. Aldur: 24 ára. Landsleikir/mörk: 41/13.

Annar af tveimur bestu leikmönnum heims og óstöðvandi þegar hann er í sínu besta formi. Við Íslendingar vonumst að sjálfsögðu eftir því að hann skilji formið eftir heima.

Þjóð: England. Númer: 11 Félagslið: Leicester. Aldur: 29 ára. Landsleikir/mörk: 8/3.

Ótrúlega kraftmikill leikmaður sem bæði býr til mörk fyrir félaga sína og skorar þau sjálfur. Þegar hann er í stuði skiptir engu þó Hazard sé hættur að skora.

Maðurinn sem fór frá því að spila í utandeildinni fyrir nokkrum árum í að vera stjarna í enska boltanum. Býr yfir ótrúlegum hraða og er þefvís á marktækifærin. Verður öskubuskusagan fullkomnuð?

Paul Pogba

Zlatan Ibrahimovic

Þjóð: Frakkland. Númer: 15. Félagslið: Juventus. Aldur: 23 ára. Landsleikir/mörk: 31/5.

Þjóð: Svíþjóð. Númer: 10. Félagslið: Samningslaus. Aldur: 34 ára. Landsleikir/mörk: 112/62.

Margir spá því að Pogba verði stjarna mótsins og hann hefur sannarlega allt til að bera; tækni, yfirsýn og líkamsburði til að fara framhjá andstæðingum, leggja upp mörk og skora þau sjálfur.

Skoraði 11 af 19 mörkum Svía í undankeppninni og dró þá til Frakklands nær einn síns liðs. Spurningin er hvort hann hafi krafta til að draga vagninn áfram en hvort aðrir stíga upp.

Ofnarnir frá Turbochef eru einfaldir í notkun, taka lítið pláss og rafmagnsnotkun er í lágmarki. Þeir elda 10–12 sinnum fljótar en hefðbundnir ofnar og þurfa ekki sérstaka loftræstingu TM

i5

TM

Þjóð: Pólland. Númer: 9. Félagslið: Bayern München. Aldur: 27 ára. Landsleikir/mörk: 76/34.

Það tók Lewandowski langan tíma að finna sama form með landsliðinu og með félagsliðum sínum. En eftir að hann var gerður að fyrirliða fór hann að skora reglulega og þykir til alls líklegur nú.

FRÁBÆRIR OFNAR FRÁ TURBOCHEF

i3

Robert Lewandowski

Yevhen Konoplyanka Þjóð: Úkraína. Númer: 10 Félagslið: Sevilla. Aldur: 26 ára. Landsleikir/mörk: 53/13. Einn af þessum óútreiknanlegu leikmönnum. Hefur burði til að verða ein af stjörnum mótsins ef hausinn er í lagi, enda býr hann yfir miklum hraða og getur splundrað vörnum andstæðinganna.

Hraðinn og þægindin koma ekki niður á gæðum matarins!

Thomas Müller

Nánari upplýsingar á www.pmt.is eða í síma 567 8888

Þjóð: Þýskaland. Númer: 13 Félagslið: Bayern München. Aldur: 26 ára. Landsleikir/mörk: 71/32.

gæði – þekking – þjónusta Plast, miðar og tæki ehf.

Krókhálsi 1

110 Reykjavík

s. 567 8888

i1 Sŏta

TM

TM

www.pmt.is

Hefur unnið allt sem hægt er að vinna og á samt tíu ár eftir í boltanum. Þrátt fyrir það tekst Müller að finna sér pláss á vellinum og dúkka upp á réttum stað og réttum tíma til að skora mikilvægustu mörkin.




Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.