frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 28. tölublað 7. árgangur
Er hægt að lifa án bíls? Fjölskyldur án fjölskyldubílsins
Föstudagur 10.06.2016
Sumar og sólgleraugu Tískan á bensínstöðvunum
32
46
ÓTAKMARKAÐUR FARSÍMI + 4GB
ÓTAKMARKAÐUR LJÓSLEIÐARI WWW.HRINGIDAN.IS - 525 2400
8,2X4,7CM.indd 1
2.6.2016 13:09:08
Hvað máttu heita og hvað ekki? Víða reglur til að halda fólki á mottunni
Dýrar fiðlur og djarfur flótti Fiðlusnillingurinn Mulova í viðtali
26
36
Von er á 90 þúsund kínverskum ferðamönnum til landsins á árinu.
Mynd | Getty Images
Vildu próf án skólagöngu Ferðamálaskóli Íslands útskrifaði á dögunum hóp Kínverja úr leiðsögunámi í nýstofnaðri Kínadeild skólans. Forsprakki hópsins hafði áður leitað til tveggja skóla eftir prófskírteini í leiðsögn án þess að vilja stunda hefðbundið nám. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is
Tvær kínverskar konur voru á höttunum eftir prófskírteini fyrir leiðsögumenn með sem minnstri fyrirhöfn. Þær áttu frumkvæði að skólasókn Kínverjanna í Ferðamálaskólann. Hver nemandi greiddi um 380 þúsund fyrir sex mánaða nám í Ferðamálaskólanum. Ein kona borgaði fyrir að mæta aðeins í lokaferðina og fá útskriftarskírteini fyrir. Samkvæmt heimildum mætti að-
eins helmingur nemenda í tímana en allir fengu að útskrifast. Fréttatíminn hefur ítrekað reynt að ná tali af Friðjóni Sæmundssyni, skólastjóra Ferðamálaskólans, en án árangurs. Á Facebook-síðu skólans er mynd af hópnum og fullyrt að nemendurnir tali allir íslensku, ensku og kínversku. „Það er kannski eitthvað missagt í því, í hópnum voru bæði þriðja kynslóð Kínverja á Íslandi og aðrir sem hafa verið hér stutt og tala eingöngu kínversku,“ segir Steingrímur Þorbjarnarson sem kenndi námið á kínversku. Í hópnum voru mjög óánægðir nemendur sem pirruðu sig á því hve illa hinir nemendurnir mættu og hve lítið þeir lögðu á sig. Þessir óánægðu nemendur tóku að sér að merkja fjarverandi nemendur sem viðstadda í kladda kennarans. Málið má rekja til þess að kín-
DJI vörurnar fást í iStore
versk kona, sem er búsett á Íslandi, leitaði til Endurmenntunar Háskóla Íslands og óskaði eftir að fá stutt námskeið í leiðsögn sem veitti prófskírteini sem sýndi fram á að hún væri lærður leiðsögumaður. Þegar henni var tjáð að boðið væri upp á þriggja anna nám í leiðsögn þar sem gerð eru inntökuskilyrði og krafa um tungumálakunáttu, stúdentspróf í jarðfræði og fleira, sagðist hún ekki vera að leita eftir slíku námi. Hún vildi aðeins stutt námskeið og sagði að mögulega væru fleiri Kínverjar með áhuga á slíku. Endurmenntun varð ekki við óskum konunnar. Því næst leitaði hún og önnur kona til Leiðsöguskóla Menntaskólans í Kópavogi, með það fyrir augum að verða sér út um prófskírteini án þess að fara hefðbundna námsleið. Á báðum stöðum blöskr-
Phantom 3
Róðrarbretti Enn eitt sem þú átt eftir reyna
EM 2016 Útskriftarhópur kínverskra nemenda úr Ferðamálaskólanum.
aði starfsfólki skólanna erindið og var ákveðið að sérsmíða ekki námskeið fyrir konurnar. Því næst fóru þær í Ferðamálaskóla Íslands, þaðan sem þær útskrifuðust á dögunum úr Kínadeildinni.
Phantom 4
8
... leikirnir ... leikmennirnir ... liðin
Veislan hefst í dag
EM að byrja og Ísland er með
Sjá fréttaskýringu Ferðamálaskóli Íslands gagnrýndur
30
Mynd | Hari
Aukablað um EM 2016
Viðurkenndur endursöluaðili
Inspire 1 v2.0
á tilboði! 379.990kr
(verð áður 489.990)
verð frá
verð
98.990kr
249.990kr
KRINGLUNNI ISTORE.IS
2|
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016
Talskona Björgólfs Thors Björgólfssonar segir það alrangt að fjárfestirinn hafi sölsað undir sig hlut Róberts
Segir Róbert bulla um Actavis-hlutinn Viðskipti Róbert sakaði Björgólf um að hafa sölsað undir sig hlut Róberts í Actavis. Í ljós hefur komið að hluturinn virðist hafa runnið inn í félag á vegum slitastjórnar Glitnis.
Róbert Wessman sakaði Björgólf um að hafa sölsað undir sig hlut sinn í Actavis.
„Ég veit ekki hvaða bull þetta er í manninum,“ segir Ragnhildur Sverr isdóttir, talskona Björgólfs Thors Björg ólfssonar, en hún segir Björgólf hafna alfarið ásökunum Róberts Wessman, forstjóra Alvogen, um að Björgólf ur hafi sölsað undir sig hlut Róberts í Actavis og þannig hagnast um hundruð milljóna dollara. Róbert var í viðtali við Mark aðinn í Fréttablaðinu síðasta miðvikudag og þar sagði hann átök milli sín og Björg ólfs hafi endað með því að Deutsche Bank átti að hafa
aðstoða Björgólf við að sölsa undir sig hlut Róberts í Actavis. Svo bætti Róbert við í viðtali Markaðarins: „Þannig að Björgólfur fékk gefins þann hlut sem ég átti í félaginu sem í dag eru umtals verð verðmæti og hlaupa á hundruðum milljóna dollara.“ Ragnhildur bendir á að Róbert hafi fengið sinn hlut í yfirtöku Björgólfs í fyrirtækinu, en sá hlutur hafi verið svo veðsettur að hann endaði í raun í félagi á vegum skilanefndar Glitnis eftir hrun. „Þetta var bara skuldsett upp í rjáf ur,“ segir Ragnhildur sem hafnar þessu alfarið og áréttar að Björgólfur hafi
farið í umfangsmikið skuldauppgjör í kjölfarið og endað á því að vera áfram stærsti hluthafi Actavis. Fréttatíminn greindi frá því árið 2011 að félag Róberts, Salt Generetics, sem átti rúmlega níu prósenta hlut í Actavis fyrir fjárhagslega endurskipulagningu, hefði endað í eigu GL Investments, sem væri aftur í eigu skilanefndar Glitnis. Þá var einnig greint frá því að heimildir Fréttatímans hermdu að Róbert ætti að auki í viðræðum við skilanefndina um örlög félagsins. Ekki náðist í Róbert við vinnslu frétt arinnar. | vg
Skjáskot úr grein Fréttatímans frá 2011.
Flóttamannamál
„Langar svo að vera hamingjusamur“
Samkynhneigði Nígeríumaðurinn Martin Moski, sem hefur búið á Íslandi í tæp fjögur ár eftir að hann leitaði hingað sem hælisleitandi, hefur loksins fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum. „Mér hefur oft liðið alveg hræðilega en nú sé ég loksins fram á að geta lifað án þess að óttast um líf mitt,“ segir hann. Martin flúði Nígeríu í kjölfar barsmíða og ofsókna vegna kynhneigðar sinnar. Hann sótti um hæli á Ítalíu en fékk synjun. Hann kom hingað frá Ítalíu árið 2012. Hæstiréttur vísaði um-
„Mér hefur oft liðið alveg hræðilega en nú sé ég loksins fram á að geta lifað án þess að óttast um líf mitt.“ Martin Moski
sókn hans um hæli frá í október í fyrra en Martin brast í grát þegar úrskurðurinn var kveðinn upp. „Það hafa verið svo mörg vonbrigði á undanförnum árum en ég vil ekki rifja það upp,“ segir hann. „Mig langar svo að vera hamingjusamur.“ | þká Mynd | Hari
Viðbúið er að hátt í 20 þúsund Íslendingar elti landsliðið til Frakklands.
Ef eitthvað gerist, þá gerist það hratt Uss, krakkar, strákarnir funda Jafnréttisstofa ætlar að krefjast skýringa á því af hverju Þjóðhagsráð sé einungis skipað körlum. Það sé ekki í anda jafnréttislaga. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir að það þurfi að skýra þessa furðulegu skipan. Ráðherra beri, þegar beðið sé um tilnefningar í ráð og nefndir, að ítreka að skipa beri karla og konur. Jafnréttislögin kveði á um jafnan hlut kvenna í stjórnum ráðum og nefndum nema aðstæður komi í veg fyrir það.. Hún sjái ekki í fljótu bragði að það eigi aðrar reglur að gilda í þessu tilfelli. „Maður trúir ekki sínum eigin augum, að þetta skuli enn gerast.“ Þjóðhagsráð hélt sinn fyrsta fund í vikunni en þar sitja forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Seðlabanka Íslands. Þar vantaði fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar sem telur ekki tímabært að stofna ráðið. Fjarvera kvenna úr ráðinu vakti athygli margra, meðal annars á Facebok-síðunni Kynjabilið. Þar birtist myndin undir fyrirsögninni: Uss, krakkar! Strákarnir eru að funda um þjóðarhag! | þká
Grísk jógúrt Ofurfæða! Stútfull af góðri fitu og próteini Morgunmatur: Grísk jógúrt, múslí, sletta af agave
Eftirréttur: Grísk jógúrt, kakó, agave chia fræ
Köld sósa: Grísk jógúrt, handfylli rifin gúrka, 2 hvítlauksrif, salt og pipar
Lífrænar mjólkurvörur
www.biobu.is
Íþróttir Nokkrir Íslendingar hættu við að fara á EM af ótta við hryðjuverk. Utanríkisráðuneytið hefur ekki gefið út ferðaviðvaranir en hvetur fólk til þess að vera vakandi. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is
Áætlað er að um 20 þúsund Ís lendingar muni mæta á Evrópu meistaramótið í fótbolta karla í Frakklandi, sem er fyrsta stórmót íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Tvær þjóðir hafa varað þegna sína við hryðjuverkaárásum, það er að segja Bretar og Bandaríkja menn, og dæmi er um að Ís lendingar hafi hætt við að fara á mótið af ótta við hryðjuverka árásir. Aðeins nokkrir dagar eru liðnir síðan karlmaður var hand tekinn sem grunað ur er um að hafa skipulagt árás á almenna borg ara. „Við höfum ekki farið þá leið að gefa út ferðavið varanir,“ út skýrir Urður Gunnarsdótt ir, upplýsinga f ullt r úi uta nrí k is ráðuneytisins, og útskýrir að Ís lendingar gefi yfirleitt út slík ar viðvaranir ásamt öðrum Norðurlandaþjóðum. „Við hvetjum auðvitað fólk til þess að vera á varðbergi og ekki síst skipulagt,“ segir Urður, en viðbúið er að verkföll í Frakk landi gætu truflað samgöng
ur í Frakklandi á meðan á mótinu stendur. „Þannig að það er að mörgu að huga. Til að mynda að það getur verið erfitt að komast leiðar sinnar vegna verkfalla. Þá er svarið alltaf að vera tímanlega á ferð og skipu leggja sig vel,“ segir Urður. Hátt í hundrað þúsund lögreglugæslu- og hermenn verða í þeim tíu borgum sem mótið fer fram í. Við búið er að Íslendingar verði helst í París, St. Etienne og Marseille. „En það er mikilvægt að hafa í huga að ef eitthvað gerist, þá mun það gerast hratt,“ segir Urður og bætir við: „Það er því mik ilvægt að fylgjast vel með fjöl miðlum, umhverfi og fylgja til mælum.“ Spurð hvort hún muni eft ir öðrum eins fjölda Ís lendinga í öðru landi svarar hún neitandi: „Við miðum við að 40 þús und séu á flakki og séu búsettir á háannatíma. En ég man ekki eftir svona miklum fjölda á sama stað á sama tíma.“ Átta ís lenskir lög regluþjón ar verða í Frakk landi sem munu þá halda sig í nálægð við íslensku hópana. Utanríkisráðu neytið hefur þegar sent fleira starfsfólk til Frakk lands ásamt auknum fjölda neyðarvegabréfa. En það er ekki öllum sem líst á blikuna. Þannig ákváðu félagar Jóhanns Óla Eiðssonar, fjórir talsins, að aflýsa ferð sinni eftir að þeir heyrðu af handtöku úkra
„Við hvetjum auðvitað fólk til þess að vera á varðbergi og ekki síst skipulagt“ Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins
ínska mannsins. Í samtali við Jó hann Óla kom fram að þeir hefðu verði búnir að bóka farið, gistingu og voru með undir höndum miða á leiki íslenska landsliðsins. „Þeir voru búnir að vera á nál um frá Bataclan og gæinn sem var tekinn í Úkraínu var kornið sem fyllti mælinn,“ segir Jóhann Óli og vísar þarna í skelfilegt hryðjuverk sem var framið í París í vetur og var annað hryðjuverkið á innan við ári í borginni. Jóhann lætur þó engan bilbug á sér finna. „Ef maður fer ekki, þá eru hryðju verkamennirnir búnir að vinna.“ Einn af eigendum Gamanferða, Bragi Hinrik Magnússon, segist ekki hafa heyrt um afbókanir af ótta við hryðjuverk. „Við höfum fengið einhverjar af boðanir, en engar vegna hugsan legra hryðjuverka,“ áréttar Bragi Hinrik sem var staddur í Nice í Frakklandi þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann segir þá félaga vel undirbúna, og vera viðbúna því að íslenska landsliðið nái góðum ár angri. „Ef árangurinn verður óvanalega góður, þá getum við farið í það að vinna að því að breyta ferðum og öðru slíku,“ segir Bragi. Spurður hvernig andrúmslofti í borginni sé svarar hann: „Miðbærinn er bara að verða blár í EM-litunum. Svo eru götulistamennirnir farnir að halda boltum á lofti hérna við strand götuna.“
NI
LOTTÓPOTTUR Í FRÁBÆRU LEIKFORMI! FYRSTI VINNINGUR STEFNIR Í SEXTÍU OG FIMM MILLJÓNIR Á LAUGARDAGINN
LEIKURINN OKKAR
ÍSLENSK GETSPÁ Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is
Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags Íslands.
4|
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016
Píratar passa Sturlu
Ragnheiður Ríkharðsdóttir um starfslokin
Ég er í uppreisn Stjórnmál Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera hætt í stjórnmálum – að svo stöddu
Ég hef mikinn áhuga stjórnmálum.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingf lokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti óvænt í vikunni að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu fyrir Sjálfstæðisf lokkinn. Eftir það svaraði hún ekki f yrirspurnum fréttamanna og sögur um að hún væri á leið í Viðreisn fengu byr undir báða vængi. Ragnheið-
ur var hlynnt aðild að ESB og hefur oft haft nokkura sérstöðu í þingliði Sjálfstæðisflokksins. Ertu sem sagt ekki á leið í Viðreisn? „Nei, ég er í uppreisn.“ Hefurðu semsagt ekkert rætt við Viðreisn? „Nei, ekki neitt, ég er bara í uppreisn.“ Hefurðu áhuga á því sem þeir hafa að segja? „Ég hef mikinn áhuga á stjórnmálum, þótt ég sé hætt að svo stöddu.“ | þká
Forsetakosningar Lýðræðislegur áhugi sameinar pírata og Sturlu Jónsson
„Þeir höfðu bara samband og í ljós kom að við höfðum sameiginlegan áhuga á lýðræðinu,“ segir Sturla Jónsson forsetaframbjóðandi en nokkrir áhugamenn um kjörgögn buðust til þess að vera umboðsmenn Sturlu í kosningunum, meðal annars til þess að prófa ný innsigli á kjörkassana. „Þetta eru límmiðar sem er ekki hægt að taka af án þess að það sjáist, auk þess sem þeir eru tölusettir,“ útskýrir Björn Leví Gunnarsson, umboðsmaður Sturlu, og
Sturla Jónsson með innsiglið sem er flutt inn frá Þýskalandi.
pírati, fyrir blaðamanni. Hann bætir við að tilgangurinn sé að styrkja lýðræðislegt ferli kosninganna. Öllum frambjóðendum var boðin aðstoð áhugamannanna, en enginn þáði boðið nema Sturla. Sturla tekur svo sérstaklega fram í samtali við blaðamann að hér sé eingöngu um sameiginlegan lýðræðislegan áhuga að ræða, ekki pólitískar áherslur. | vg
Stjórnmálafræðingar um endurkomu formannsins
Sigmundur Davíð hefur engu að tapa – en Framsókn öllu Viðreisn virðist ætla að verða raunverulegur valkostur í kosningunum í haust og það skýtur mörgum skelk í bringu.
Stefnuskrá Viðreisnar rúmast öll innan Samfylkingarinnar Samfylkingin Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segir ekkert í stefnuskrá Viðreisnar sem rúmast ekki innan Samfylkingarinnar. Hann bendir á að jafnaðarmenn séu í flokkum bæði hægra og vinstra megin við Samfylkinguna. Þeir séu ekki 7 prósent
„Ég hef ekki fengið neinar fréttir um flótta fólks úr Samfylkingunni,“ segir Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður flokksins. Viðreisn hefur mælst með tæp átta prósent í kosningum áður en stillt er upp á lista og skotið mörgum skelk í bringu. „Ef maður les stefnuskrá Viðreisnar, rétt eins og Bjartrar framtíðar áður, er ekkert þar sem rúmast ekki innan Samfylkingarinnar,“ segir Árni Páll. „Til viðbótar hefur Samfylkingin hins vegar alþjóðlegan hugmyndagrunn jafnaðarmanna. Þetta þarf að vera okkur hvatning til að skerpa sérstöðu okkar í samkeppninni.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri
7%
Jafnaðarmenn eru í flokkum bæði hægra og vinstra megin við Samfylkinguna. Þeir eru ekki 7 prósent. Árni Páll Árnason
DV, varar Samfylkinguna við vinstri sveiflu í leiðara blaðsins á dögunum. Samfylkingin myndi þannig glata tækifærum, „og hrekja frá sér hægri kratana.“ Hún gagnrýnir harðlega ummæli Oddnýjar Harðardóttur um að enginn jafnaðarmaður gangi til liðs við Viðreisn: „Eru þeir sem áður kusu Samfylkinguna en íhuga nú að kjósa Viðreisn svikarar við jafnaðarstefnuna?“ spyr hún. Árni Páll segist sjálfur síður en svo á leið í Viðreisn. „Ég er jafnaðarmaður og ætla að starfa áfram í Jafnaðarmannaflokki Íslands. En fólk með svipuð sjónarmið kýs stundum aðra flokka, bæði til hægri og vinstri. Við þurfum að fá fleiri til liðs og ég held ekki að jafnaðarmenn séu sjö prósent,“ segir hann. | þká
Alþingiskosningar Framsóknarmenn hljóta að velta fyrir sér hvað sé flokknum fyrir bestu, að mati prófessora Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is
Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það sé erfitt að skilja af hverju Framsóknarf lokkurinn vilji leyfa Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni að leiða flokkinn í kosningum með tilliti til hagsmuna flokksins. Hann muni laða að sér neikvæða athygli eins og segull og eyðileggja fyrir heildinni. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að framsóknarmenn hljóti að velta fyrir sér hvaða áhrif þetta hafi á flokkinn. Grétar Þór Eyþórsson segir mörgum spurningum ósvarað um yfirlýsingar formanns Framsóknarflokksins um áframhaldandi þátttöku í stjórnmálum. Það þurfi til dæmis að liggja fyrir hvort hann ætli að snúa aftur í forsætisráðuneytið? Hvaða áhrif það hafi á skipan ríkisstjórnarinnar fram að kosningum? Þá sé ljóst að hann hafi tapað mörgum stuðningsmönnum í Norðausturkjördæmi þar sem áhrifamenn hafi snúist gegn honum. Það sé spurning hvort hann þurfi ekki að finna sér annað kjördæmi. Það sé þó rétt að hafa í huga að sú aðferð að kjósa á lista á kjördæmisþingi en ekki í prófkjöri eða forvali gæti haft áhrif. Kjördæmisfélögin hafi ekki
Flokksþing Fram sóknarflokksins Flokksþingið verður að óbreyttu haldið á næsta ári en haustfundur miðstjórnarinnar tekur ákvörðun um að boða til flokksþings sem fer fram á fyrri hluta ársins, samkvæmt lögum flokksins. Ekkert liggur því fyrir um að forysta flokksins þurfi að endurnýja umboð sitt fyrir kosningar samkvæmt skrifstofu flokksins
alltaf sent fulltrúa upp í allan kvótann en það gæti breyst núna, ekki síst ef það verður slagur milli Höskuldar Þórhallssonar og Sigmundar. Gunnar Helgi segir að Sigmundur hafi engu að tapa, gefi hann kost á sér að nýju til Alþingis. Hann geti þá reynt að verja sig þótt líklegt sé að hann komi ekki glæsilega frá kosningunni. „Hann virðist eiga stuðning í flokknum en það er erfitt að átta sig á því hversu víðtækur hann er,“ segir Grétar Þór. „Kjósendur eru hinsvegar ekki jafn hrifnir. Framsóknarmenn hljóta að velta því fyrir sér hvað komi flokknum best,“ segir hann. Gunnar Helgi bendir hinsvegar á að það hafi verið mikil ánægja með Sigmund Davíð lengi vel í flokknum. Hann hafi verið kraftmikill leiðtogi og tekið við flokknum eftir langvinna forystukreppu. „Það kann að skýra þessa miklu foringjahollustu þar innandyra.“ Framsóknarf lokkurinn hefur verið mjög tvístígandi þegar kemur að því að kjósa í haust,. Flestir þingmenn virðast því mótfallnir enda flokkurinn mjög laskaður eftir Panama-skjölin. Gunnar Helgi segir þó ekki hægt að útiloka neitt þótt skammt sé til kosninga. „Framsóknarflokkurinn hefur verið að mælast talsvert undir 10 prósentum en fylgi hans hefur legið á bilinu 10 til 15. Þetta er mjög gamall flokkur og hann deyr ekki svo glatt þótt þetta sé ekki góð aðkoma. Flokkurinn er vanur að dúndra sprengju inn í kosningabaráttuna, stórum loforðum, það getur vel verið að þeim takist það núna. Kjósendur eru fljótir að gleyma,“ segir Gunnar Helgi. Hann segir að veikleiki stjórnmálafræðinnar sé að hún geti bara spáð fyrir um það venjulega. Atburðarásin hafi verið mjög óvenjuleg fram það þessu.
Höskuldur vill flýta flokksþingi „Lög Framsóknarflokksins gera ráð fyrir að haustfundur miðstjórnar boði til flokksþings og „skal það að jafnaði haldið fyrri hluta árs“ eins og segir orðrétt. Með öðrum orðum: það er ekkert sem bannar að halda flokksins á öðrum tíma,“ segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem er eindreginn talsmaður þess að flýta eigi flokksþingi til að forysta flokksins geti endurnýjað umboð sitt. Hann segist hissa ef skrifstofa flokksins ætli að túlka lögin með þeim hætti að ekki sé hægt að flýta flokksþinginu. „Lögin gera beinlínis ráð fyrir því að sú staða geti komið upp að halda þurfi flokksþing á öðrum tíma ársins. Það eru einnig til fordæmi fyrir því að slíkt hafi verið gert þótt síðustu atburðir í sögu flokksins í kjölfar leka Panamaskjalanna og afsagnar forsætisráðherra séu hreint einsdæmi í 100 ára sögu Framsóknarflokksins. Ég tel að það sé full ástæða til að boða til flokksþings áður en kosið verður á ný til Alþingis í haust, eins og starfandi forsætisráðherra og samstarfsflokkurinn hafa tekið af skarið um að verði gert. Við störfum í umboði grasrótarinnar í flokknum og það er hún sem verður að veita okkur sitt veganesti fyrir baráttuna framundan. Það er ekki hlutverk okkar í forystu flokksins að taka slíka ákvörðun ein og sér.“ | þká
5x39 MBL
Öflug þjónusta við leigjendur Almenna leigufélagið býður leigjendum sínum sólarhringsþjónustu Leigjendur okkar vita nákvæmlega hvert þeir eiga að leita ef íbúðin þeirra þarfnast viðhalds og þökk sé góðu samstarfi við Securitas getum við sinnt neyðartilfellum allan sólarhringinn. Almenna leigufélagið hefur gert leigu að raunhæfum valkosti á húsnæðismarkaði með því að tryggja leigjendum örugga búsetu.
„Öll umsjón er til fyrirmyndar og vel hugsað um sameign og lóð. Okkur fjölskyldunni líður rosalega vel hérna.“ – Selma, íbúi í Brautarholti „Ég hef alltaf búið í eigin húsnæði en er nú að leigja í fyrsta sinn. Ég hafði heyrt margar hryllingssögur af leigusölum en þjónustan hefur verið góð og ábendingum vegna viðhalds alltaf sinnt fljótt og vel.“ – Gylfi, íbúi við Skyggnisbraut „Við erum mjög ánægð með að hafa komist beint í langtímaleiguíbúð eftir langa dvöl erlendis.“ – Elías og Birna, íbúar í Hátúni
Langtíma leigusamningur Sveigjanleiki
almennaleigufelagid.is
Samstarf Almenna leigufélagsins og Securitas tekur til allra íbúða félagsins.
JÓNSSON & LE’MACKS
•
jl.is
•
SÍA
24/7 þjónusta
6|
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016
Tveir vilja sameinast heimilislausum bakara
Samfélagsmál Starfsfólk Bernhöftsbakarís hefur fundið fyrir miklum stuðningi undanfarið. Meðal annars fékk starfsfólk bakarísins blóm frá viðskiptavinum.
„Það hafa tvö bakarí hringt og boðið mér að sameinast sér,“ segir Sigurður Már Guðjónsson, bakari og eigandi Bernhöftsbakarís, en Hæstiréttur Íslands samþykkti kröfu eignarhaldsfélagsins B13 að bera starfsemina út úr húsnæði sínu við
Sigurður Már Guðjónsson leitar að nýju húsnæði, helst í miðborginni. Mynd | Rut
Bergstaðastræti í miðborg Reykjavíkur í lok síðustu viku. Sigurður Már hefur ekki fengið formlega útburðartilkynningu frá Sýslumanninum í Reykjavík og því leitar hann að nýju húsnæði samhliða því sem hann selur rjúkandi bakkelsi. Sigurður Már segist hafa fundið fyrir gífurlegum stuðningi eftir að fréttir voru sagðar af útburðarbeiðni B13. Bernhöftsbakarí hefur verið við Bergstaðastræti frá 1982 en fyrirtækið hefur verið í miðborginni í rúma öld. Það er því ljóst að fyrirtækið á sinn stað í
NÚ ER VEISLA
hjörtum borgarbúa. „Hingað hefur komið mikið af fólki síðustu daga og meðal annars færðu viðskiptavinir starfsfólki okkar blóm,“ segir Sigurður Már sem finnur fyrir miklum stuðningi frá almenningi í málinu auk þess sem tvö fyrirtæki vilja sameinast bakaríinu.„Hingað komu líka prestur og nunnur auk þess sem listaelítan hefur komið við og sýnt okkur stuðning,“ segir Sigurður Már. Hann segir að viðskiptavinir hafi einnig sent borgarstjóranum, Degi B. Eggertssyni, og formanni
skipulagsráðs, Hjálmari Sveinssyni, skilaboð þar sem þeir lýsa yfir óánægju með þessa þróun. „Fólk er aðallega áhyggjufullt yfir því hvert borgin stefnir. Það er hrunlykt í loftinu,“ segir Sigurður Már sem vonast til þess að einhver sanngjarn leigusali bjóði honum húsnæði í miðbænum á sanngjörnu verði. Spurður hvort hann sjái fyrir sér að fara út fyrir miðborgina tekur hann alfarið fyrir það; „Við höfum verið í miðbænum í hátt í 200 ár. Við viljum vera hér áfram,“ segir Sigurður Már.
Vilja láta loka ferðaþjónustufyrirtæki sem reiðir sig á sjálfboðaliða
Þrettán sjálfboðaliðar við störf á Skjaldarvík EM-TILBOÐ Í HÖLLINNI
EM-TILBOÐ
20% AFSLÁTTUR
UMBRIA
Hornsófi með tungu. Hægri eða vinstri tunga. Grátt eða dökkgrátt áklæði. Stærð: 330 × 265 × 78 cm. Aukahlutur á mynd: Hnakkapúði.
335.990 kr. 419.990 kr.
EM-STÓLLINN FRÁ EM-TILBOÐ
30% AFSLÁTTUR
ADAM í leðri
132.990 kr. 189.990 kr.
ADAM
Stílhreinn La-Z-Boy hægindastóll. Fáanlegur í leðri og áklæði. Leðurútgáfan fáanleg bæði rafdrifin og án rafmagns. Stærð: B: 82 × D: 98 × H: 104 cm
ADAM Í ÁKLÆÐI
97.990 kr. 139.990 kr.
Hafðu það smart ...
… með smávöru úr Höllinni Þú finnur nýja EM-tilboðsbæklinginn á www.husgagnahollin.is
www.husgagnahollin.is 558 1100
ADAM rafdrifinn í leðri
216.990 kr. 309.990 kr.
Verkalýðsmál Sjálfboðaliðasíðan WorkAway veldur miklum usla í ferðaþjónustunni. Fjölmörg fyrirtæki hafa fengið til sín sjálfboðaliða en verkalýðsfélögin segja að þetta eyðileggi vinnumarkaðinn í ferðaþjónustu og haldi laununum niðri. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is
Upp úr sauð þegar eftirlitsmenn verkalýðsfélagsins Matvís og Einingar Iðju mættu ásamt lögreglu í eftirlitsferð í ferðaþjónustufyrirtækið Skjaldarvík við Eyjafjörð á þriðjudag. Eigandi bannaði þeim að ræða við starfsfólkið og sparkaði í veggi og gólf. Þrettán sjálf boðaliðar eru við störf í Skjaldarvík sem rekur bændagistingu, hestaleigu og matsölustað. Nemarnir eru ungir að árum og ekki í neinu viðurkenndu starfsnámi þrátt fyrir yfirlýsingar eigenda um það. „Þau segjast útskrifa starfsfólkið með diplómu en sú gráða hefur enga þýðingu. Krakkarnir ganga í öll störf og eru meðal annars í eldhúsinu þar sem er enginn faglærður aðili og það er skýrt brot á iðnaðarlögum,“ segir Óskar Gunnarsson, varaformaður Matvís. Eigandi Skjaldarvíkur gekkst síðan inn á að þeir gætu hitt starfsfólkið daginn eftir og baðst afsökunar á framkomu sinni. Allt hafði fólkið verið að svara auglýsingu í gegnum sjálfboðasíðuna WorkAway, tvær starfsstúlkur höfðu verið launalausar í sjálfboðavinnu marga mánuði.
„Það liggur alveg ljóst fyrir að þau hafa ekkert leyfi til að útskrifa nemendur,“ segir Óskar Gunnarsson. Félögin vilja að ferðaþjónustufyrirækinu Skjaldarvík verði lokað enda brjóti fyrirtækið lög og láti ekki segjast við ítrekuð tilmæli. „Almennt er þessi síða mjög mikið vandamál, ferðamenn nota þetta mikið til að komast til landsins,“ segir Vilhelm Adolfsson hjá Einingu Iðju á Akureyri. „Fyrir krökkunum er þetta ævintýri en þetta eyðileggur vinnumarkaðinn í kringum ferðaþjónustuna og heldur niðri launum og bitnar á fagmennskunni. Þetta er bara byrjunin og það er erfitt að bregðast við þessu. Ef við lokum síðunni, kemur önnur upp. Það er mín skoðun að það þurfi að beita viðurlögum mjög hratt til að kveða þetta niður.“
Skjaldarvík við Eyjafjörð.
Sjálfboðaliðasíðan Workaway
Fréttatíminn greindi frá því í byrjun janúar að von væri á hundruðum sjálfboðaliða til að starfa í ferðaþjónustu á Íslandi. Fjölmargir hefðu auglýst eftir slíku vinnuafli á síðunni Workaway. Meðal þeirra sem auglýstu eftir sjálfboðaliðum til starfa voru sveitabýli og hrein og klár atvinnufyrirtæki. Óskað var eftir barnagæslu, aðstoð við jarðarberjarækt, aðstoð á hestaleigu, bóksölu og ein hjón voru að gera upp hús sem þau festu kaup á og vildu fá aðstoð.
Óánægður með að nám sé stytt Nám Seinustu skólaslit rektors MR
kannski verið önnur,“ segir Yngvi og bætir við að samstarfsfólk hans í skólanum hafi allt Þóra Kristín Ásgeirsdóttir reynt að berjast fyrir þessu, samtaka og samtka@frettatiminn.is stíga. „Við höfum mörg áhyggjur af því hvernig undirbúningi nemenda verður háttað í „Ég fer ekki í launkofa með að það eru mér framtíðinni, bæði hvaða möguleika þau koma mikil vonbrigði hvernig skólakerfið er að verða eftir breytingarnar,“ segir Yngvi Péturstil að með að hafa gagnvart námi erlendis og síðan því námi sem tekur við.“ son, rektor Menntaskólans í Reykjavík. Hann Yngvi Pétursson, En mun takast að stytta námið úr fjórum hyggst láta af störfum síðar á þessu ári en það rektor MR, lætur af störfum síðar á árum í þrjú? tilkynnti hann á seinustu skólaslitum skólans árinu. „Við reynum auðvitað að gera okkar besta, í maí síðastliðinn. Með haustinu verður farið minnkum námsefnið sem skerðist, heilt ár fer í burtu, af stað með þriggja ára nám til stúdentsprófs en hann og hluti af námsefninu sem áður var kennt í framvar mjög ósáttur við breytinguna. Aðspurður um hvort tilkynning hans um starfslok haldsskólum færist niður í grunnskóla,“ segir Yngvi. sé vegna óánægju segist Yngvi hafa reynt að berjast Hann segir breytingarnar horfa misjafnlega við eftir fyrir því að nám nemenda verði ekki stytt. „Ég var með því hvort um áfanga- eða bekkjarkerfi sé að ræða. „Í ákveðna tillögu að lausn sem ekki fékk brautargengi. bekkjarkerfi er námið skipulagt á ársgrundvelli en þar Hins vegar er ég líka kominn á aldur og það er líka sem áfangabasis er í áfangakerfinu þýðir það að þar er skýringin á því hver staðan er.“ sveigjanleikinn meiri en í bekkjarkerfinu.“ Hafðirðu hugsað þér að hætta áður en breytingin lá Yngvi hefur verið rektor Menntaskólans í Reykjavík í fyrir? 15 ár og þykir mörgum samstarfsmanninum það miður „Það má segja að þessi niðurstaða hafi hjálpað við þá að skólaslitin í maí hafi verið hans síðustu. ákvörðun. Ef ég hefði fengið samþykkt að fara þá leið „Ég hef fengið mjög sterk viðbrögð frá samstarfsfólki sem við óskuðum eftir, fá nemendur fyrr, hefði staðan mínu sem ég er afar þakklátur fyrir,“ segir hanni.
Kynntu þér glæsilega dagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands á næsta starfsári á sinfonia.is Miðasala í Hörpu / sinfonia.is / harpa.is / 528 50 50
8|
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016
Leiðsögunám Stjórnendur Ferðamálaskóla Íslands sagðir veita misvísandi upplýsingar um vægi námsins
„Villt um fyrir nemendum“
Mynd | NordicPhotos/GettyImages
Skólastjórnendur Ferðamálaskóla Íslands veita villandi upplýsingar um vægi menntunar skólans, þetta fullyrða nokkrir fyrrum nemendur, formaður Félags leiðsögumanna, fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, endurmenntunarstjóri Háskóla Íslands og stjórnandi við Leiðsöguskólann í Kópavogi Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is
Togstreita er í hópi leiðsögumanna á Íslandi vegna þess að Félag leiðsögumanna viðurkennir ekki menntun frá Ferðamálaskóla Íslands. Og vegna þess að aðrir skólar sem bjóða upp á leiðsögunám segjast ekki geta metið námið þaðan. Útskrifaðir nemendur eru margir ósáttir við þetta. Ítrekað hefur verið reynt að ná í Friðjón Sæmundsson skólastjóra Ferðamálaskóla Íslands en án árangurs. Allnokkrir fyrrum nemendur við Ferðamálaskóla Íslands segjast í samtölum við Fréttatímann
Nefúði við ofnæmi Fyrir fullorðna og börn, 4 ára og eldri. Fyrirbyggir og meðhöndlar einkenni ofnæmisbólgu í nefi: 9 Hnerri 9 Nefrennsli 9 Kláði í nefi 9 Nefstífla
án ly fseðils á góðu verði
Notkunarsvið: Glinor nefúði inniheldur natríumcromoglicat og er ætlaður við ofnæmisbólgu í nefi. Frábendingar: Ofnæmi fyrir natríumcromoglicati, benzalkonklóríði eða einhverju hjálparefnanna. Varúð: Innihaldsefnið benzalkonklóríð getur valdið ertingu í húð. Meðganga og brjóstagjöf: Engin skaðleg áhrif á fóstur hafa komið fram við notkun natríumcromoglicats. Engu að síður skal forðast notkun á fyrsta þriðjungi meðgöngu og einungis skal nota lyfið á seinni stigum meðgöngu ef þörf er á. Natríumcromoglicat skilst í litlu magni út í brjóstamjólk. Þessi útskilnaður er sennilega skaðlaus en einungis skal nota lyfið hjá mæðrum með barn á brjósti ef þörf er á. Skömmtun: Fullorðnir og börn, 4 ára og eldri: Einn úðaskammtur í hvora nös tvisvar til fjórum sinnum á dag. Algengustu aukaverkanir: Erting í nefslímhúð getur komið fram i upphafi meðferðar en þessi áhrif eru skaðlaus og tímabundin. Lesið vandlega fylgiseðilinn sem fylgir lyfinu. SmPC: Desember 2015.
hafa fengið ófullnægjandi og villandi upplýsingar um skólagönguna. Þeim hafi meðal annars verið sagt að námið væri metið til eininga í háskólum og þeir myndu fá aðild að Félagi leiðsögumanna, en annað hafi komið á daginn. Nokkrir þeirra vildu fá að hætta í skólanum og færa sig annað á miðjum námstíma, en höfðu skuldbundið sig fjárhagslega til að ljúka náminu. Sumir þeirra hafa leitað til menntamálaráðuneytisins. „Nemendur við Ferðamálaskóla Íslands hafa óskað eftir upplýsingum um hvort skólinn hafi fengið viðurkenningu og hvort kennt sé eftir viðurkenndri námskrá. Gert er ráð fyrir að þeim verði svarað í þessari viku eða þeirri næstu,“ segir Þorgeir Ólafsson, upplýsingafulltrúi menntamálaráðuneytisins. Ferðamálaskólinn er einkaskóli og lýtur öðrum lögmálum en opinberir skólar sem bjóða upp á leiðsögunám, eins og Endurmenntun Háskóla Íslands og Leiðsöguskólinn sem heyrir undir Menntaskólann í Kópavogi. Ómögulegt að meta námið Stjórnendur í Félagi leiðsögumanna og Leiðsöguskólanum í Kópavogi hafa óskað eftir upplýsingum um uppbyggingu námsins í Ferðamálaskóla Íslands, til að geta metið hvaða fög og einingar útskrifaðir nemendur frá Ferðamálaskóla Íslands hafa lokið. Sumir útskriftarnemendur úr Ferðamálaskóla Íslands hafa óskað eftir aðild að félaginu, aðrir hafa viljað bæta við sig námi í Kópavogi. Kristín Hrönn Þráinsdóttir hjá Leiðsöguskólanum í Kópavogi segir að nemendur Ferðamálaskóla Ís-
lands hafi fengið misvísandi upplýsingar um hvers virði námið þar sé. „Fólk sem hefur útskrifast út Ferðamálaskóla Íslands hefur komið til okkar og viljað fá námið metið til eininga hjá okkur. Það hefur haft hug á að stunda nám, til dæmis í gönguleiðsögn hjá okkur. Ég hef þá kallað eftir áfangalýsingum og gögnum um það nám sem nemendurnir luku í Ferðamálaskóla Íslands, en það virðist ekki vera hægt að nálgast slíkar upplýsingar. Enginn af þessum umsækjendum hefur skilað mér þessum göngum,“ segir Kristín Hrönn. Að sögn stjórnenda við Leiðsöguskólann í Kópavogi og Endurmenntun hefur námið á báðum stöðum lengst af verið byggt á viðmiðunarnámskrá um nám í leiðsögn sem gefin var út af menntamálaráðuneytinu árið 2004. Sú námskrá var felld úr gildi 1. ágúst 2015. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu hefur Ferðamálaskóli Íslands ekki óskað eftir viðurkenningu á námskrá skólans. Í gömlu viðmiðunarnámskránni segir að inntökuskilyrði námsins beri að vera 21 árs aldurstakmark og stúdentspróf. Í Endurmenntun Háskóla Íslands og Leiðsöguskólanum segja stjórnendur að þessi inntökuskilyrði séu virt og aðeins fólk með stúdentspróf eða sambærileg próf fái inngöngu, auk þeirra sem hafa mikla hagnýta reynslu. Námið í Ferðamálaskóla Íslands „er opið öllum þeim sem hafa áhuga á að læra hvernig standa skal að leiðsögn innlendra og erlendra ferðamanna um Ísland,“ segir á heimasíðu skólans.
„Mér finnst alvarlegt að nemendur frá Ferðamálaskóla Íslands hafa ítrekað hringt í okkur, eftir að hafa skuldbundið sig í nám sem hefur ekkert vægi og Félag leiðsögumanna viðurkennir ekki.“ Kristín Jónsdóttir Njarðvík, endurmenntunarstjóri Háskóla Íslands.
„Ég hef heyrt í nemendum sem hafa lýst yfir óánægju með að fá upplýsingar sem ekki standast.“ María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja ekki lækka kröfur Formaður Félags leiðsögumanna segir að af þessum sökum hafi félagið ekki viljað veita útskrifuðum leiðsögumönnum frá Ferðamálaskóla Íslands aðild að félaginu, því óvíst sé hvort námið sé viðurkennt af menntamálaráðuneytinu og engar upplýsingar fáist um uppbyggingu námsins. „Við höfum ítrekað reynt að ná samtali við skólastjórnendur eða koma á fundi með þeim, en án árangurs. Margir fínir leiðsögumenn hafa útskrifast frá Ferðamálaskóla Íslands en við viljum vita hvernig námið er uppbyggt. Við viljum ekki lækka menntunarkröfur sem gerðar eru leiðsögumanna, kröfur um tungumálakunnáttu, öryggi
Angel
9.900 kr.
Möbius
27.900 kr. Sunflower
Dew Drop
39.900 kr.
Daisy
25.900 kr.
Angel
25.900 kr.
Flair
6.100 kr.
30.100 kr.
Glæsilegar útskriftargjafir Rodania Vancouver
31.700 kr.
Daniel Wellington Sheffield
32.900 kr.
Armani Renato
68.100 kr.
Auguste Reymond Elegance Automatic
125.300 kr.
Armani Classic
55.200 kr.
Herraúr
Henry London Knightsbridge
35.900 kr.
Rodania Calgary
50.200 kr.
Hugo Boss Gentleman
40.900 kr.
Armani Retro
89.400 kr.
Kennet Cole Classic
20.900 kr.
Daniel Wellington St. Mawes
29.800 kr.
Skagen Hagen
42.500 kr.
Henry London Finchley
38.900 kr.
Tissot Classic Dream
31.900 kr.
Michael Kors Catlin
62.800 kr.
Kvenúr
Kíktu á úrvalið hjá okkur á Laugaveginum, í Kringlunni eða í vefversluninni á michelsen.is
Michelsen Tradition
73.000 kr.
Skagen Ancher
31.800 kr.
Laugavegi 15 og Kringlunni – sími 511 1900 – www.michelsen.is
Tissot Classic Dream
48.500 kr.
10 |
Góðar Tollalæfermingargjafir kkun skSóarloámeonnn
beSNJÓBRETTAPAKKAR tra ve en áðurrði 0% !
3
Salomon X-Ultra mid GTX Stærðir 36-48
MONTANA, 3000mm vatnsheld
2. manna 16.995 kr. 12.796 kr.
Mynd | NordicPhotos/GettyImages
Tekist er á um nám leiðsögumanna og starfsréttindi þeirra.
farþega og umgengni við náttúruna,“ segir Vilborg Anna Björnsdóttir, starfandi formaður Félags leiðsögumanna. Afstaða félagsins hefur valdið deilum í hópi leiðsögumanna. Samtök ferðaþjónustunnar þekkja vandann
3. manna 19.995 kr. 15.996 kr. 4. manna 26.995 kr. 21.596 kr.
Verð áður 36.995 kr. nú 29.995 kr.
SWALLOW 250 Kuldaþol: -8 þyngd: 1,7 kg.
11.995 kr. 9.596 kr.
Í s le n s k u alparnir.is
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016
ALPARNIR FAXAFENI 8, SÍMI 534 2727
María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segist einnig hafa orðið vör við að nemendur Ferðamálaskóla Íslands hafi fengið villandi upplýsingar um nám sitt. „Það virðist vera misbrestur á þeim upplýsingum sem nemendur fá. Ég hef heyrt í nemendum sem hafa lýst yfir óánægju með að fá upplýsingar sem ekki standast.“ Endurmenntunarstjóri Háskóla Íslands tekur undir þetta. „Mér finnst alvarlegt að nemendur frá Ferðamálaskóla Íslands hafa ítrekað hringt í okkur, eftir að hafa skuldbundið sig í nám sem hefur ekkert vægi og Félag leiðsögumanna viðurkennir ekki. Það er alvarlegt að nemendur komist
Kristófer Már Kristinsson, yfirkennari við Ferðamálaskóla Íslands
Óskiljanleg andúð
„Leiðsöguskólinn í Kópavogi hefur stanslaust barið á Ferðamálaskóla Íslands með því að segja að við séum með verra nám og við séum lakari skóli. Munurinn á þeim og okkur er sá að við viljum þjálfa alhliða leiðsögumenn, en þeir leggja áherslu á erlend tungumál og prófa í þeim. Það eru engin lög eða reglugerðir sem segja að það þurfi viðurkenningu um þetta nám. Svo hefur alltaf verið sterk andúð frá Félagi leiðsögumanna gagnvart þessum skóla.“ Kristófer segir Kínadeild Ferðamálaskólans bráðsnjalla og mæta þörfum vaxandi ferðamannafjölda. „Það er von á 80 þúsund Kínverjum til Íslands á næstunni og ég veit ekki til þess að það séu margir kínverskumælandi leiðsögumenn á Íslandi. Þetta fólk sem stundaði námið í Ferðamálaskólanum býr á Íslandi og talar margt hvert ágæta íslensku. Það á eflaust eftir að skila miklu til samfélagsins.“
Leiðsögumannaskjöldurinn Á síðunni er eftirfarandi texti: „Hæhæ, núna loksins er nýji laiðsögumannaskjöldurinn kominn !!! nýji skjöldurinn mun koma til með að kosta 3.500 kr. (cash only) en þeir sem að eiga þann gamla geta komið og skipt við mig og fengið nýjan án aukakostnaðar!!! grin emoticon Búið er að sækja um einkaleyfi á nýja skildinum og er hann tilbúinn til afhendingar í dag! gasp emoticon OMG......... eina sem þú þarft er að senda í skilaboðum afrit af prófskirteini frá þínum skóla og panta skjöldinn um leið! Fyrstir koma fyrstir fá...! Með kveðju : Siggi“
Upprunalega nælan.
Næla Sigurðar.
Sigurður Benediktsson selur nýjan leiðsögumannaskjöld á Facebook.
berjaplöntur og ávaxtatré
Vita Gro
á 20% afslætti
fljótandi áburður gleður sumarblómin, matjurtirnar og ávaxtatrén
Matjurtatilboð 4stk 490kr Sumarblómatilboð Hengilóbelía, Nellika og Iðna Lísa
990kr •
Ertu að fíflast í garðinum? Fíflastafirnir frá Speedy Weedy eru komnir. Garðheimar • Stekkjarbakka 6 • 540 3300 • gardheimar.is
12 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016
„Við viljum ekki lækka menntunarkröfur sem gerðar eru leiðsögumanna, kröfur um tungumálakunnáttu, öryggi farþega og umgengni við náttúruna,“ Vilborg Anna Björnsdóttir, starfandi formaður Félags leiðsögumanna.
Hjálmtýr Heiðdal, fyrrum nemandi við Ferðamálaskóla Íslands.
Sáttur við skólann
Hjálmtýr Heiðdal, kvikmyndagerðarmaður og fyrrum nemandi skólans, kannast ekki við vandamálið. „Ég var vel upplýstur um það í upphafi náms að það veitti mér ekki aðild að Félagi leiðsögumanna. Leiðsögumaður er ekki lögbundið starfsheiti og þess vegna eru réttindamálin varðandi félagið ekki stórt atriði fyrir mig. Ég kannast ekki við að fólkið í hópnum með mér hafi fengið rangar upplýsingar um námið. Ég var ágætlega sáttur við skólann þó mér hafi orðið ljóst að námið væri þyngra, til dæmis í Menntaskólanum í Kópavogi.“
„Ég hef þá kallað eftir áfangalýsingum og gögnum um það nám sem nemendurnir luku í Ferðamálaskóla Íslands, en það virðist ekki vera hægt að nálgast slíkar upplýsingar,“ Kristín Hrönn Þráinsdóttir hjá Leiðsöguskólanum í Kópavogi.
að þessu of seint. Þeir hafa ekki einu sinni möguleika á að bæta við sig námi í öðrum skólum því það er ómögulegt að meta námið sem þau hafa stundað. Þetta fólk hefur fjárfest bæði tíma og peninga í námi þarna,“ segir Kristín Jónsdóttir Njarðvík, endurmenntunarstjóri Háskóla Íslands.
Auglýsing Ferðamálaskóla Íslands
Ekkert „Leiðsögufélag“ til Í auglýsingum frá Ferðamálaskóla Íslands, sem birst hafa í blöðunum, segir að nemendur geti „að námi loknu gerst félagsmenn í Leiðsögufélaginu“. Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst er ekkert félag er til sem heitir Leiðsögufélagið, en Félag leiðsögumanna, sem hefur verið starfrækt síðan 1972, veitir nemendum skólans ekki aðild. Allir geta hinsvegar fengið aðild að stéttarfélagi leiðsögumanna. Þá er sagt að námið sé viðurkennt. Bjuggu til sín eigin barmmerki Félagsmenn í Félagi leiðsögumanna hafa áratugum saman borið gyllta brjóstnælu sem á stendur Tourist Guide. Samkvæmt reglum félagsins mega eingöngu fyrirtæki með fullgilda fagmenntaða leiðsögumenn, í störfum sem snúa að leiðsögn, sækja um leyfi til að nota merkið. Ferðamálaskóli Íslands hóf nýlega sölu á nýjum leiðsögumannaskildi, sem framleiddur var í Kína og líkist barmmerki Félags leiðsögumanna. Leiðsögumannaskjöldurinn, eins og nælan er kölluð, kostar 3500 krónur. Barmmerkið fæst einnig á Facebook-síðunni „Leiðsögumannaskjöldurinn“. Þar er söluaðilinn Sigurður Benediktsson sem eingöngu tekur við reiðufé. Tekið er fram að leiðsögumannaskjöldurinn sé fyrir alla þá sem hafa klárað diplóma leiðsögunám á Íslandi.
Í auglýsingum frá Ferðamálaskóla Íslands, sem birst hafa í blöðunum, segir að nemendur geti „að námi loknu gerst félagsmenn í Leiðsögufélaginu“. Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst er ekkert félag er til sem heitir Leiðsögufélagið, en Félag leiðsögumanna, sem hefur verið starfrækt síðan 1972, veitir nemendum skólans ekki aðild.
! n ú t a r b m a l K á a n a b í s s Rú
Hverfið mitt – Hugmyndasöfnun
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA
Nú er tækifærið til að skila inn betri tillögum Hvernig getur þitt hverfi orðið enn betra? Núna getur þú komið þinni hugmynd á framfæri, hvort sem hún er raunhæf eða ekki. Sendu inn tillögu á betrireykjavik.is fyrir 15. júní.
SamSUngSetrid.iS
Sjáðu alla leikina á EM í 65” Samsung háskerpu EM
Leikir í F-riðli
Ð O B TIL SUHD TV
65” Samsung JS9505
699.900.-
EM
OÐ TILB
SUHD • ULTRA HD PREMIUM • HDR1000 • 4K • QUANTUM DOT DISPLAY • SMART TV
SUHD TV
EM
OÐ TILB
65” Samsung JU7005
429.900.-
UHD • 1300 PQI • 4K • QUAD CORE • SMART TV
65” Samsung JS9005
EM verðlækkun kr. 110.000,- Nú kr:
EM
OÐ B L I T
539.900.-
Kemur 15. júní n.k
SUHD • ULTRA HD PREMIUM • HDR1000 • 4K • QUANTUM DOT DISPLAY • SMART TV
65” Samsung JU7505
449.900.UHD • 1400 PQI • 4K • QUAD CORE • SMART TV 65” Samsung JU6075
369.900.-
EM
OÐ TILB
UHD • 800 PQI • 4K • QUAD CORE • SMART TV
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is
SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900
14 |
GAMAN Á TÓNLEIKUM!
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016
lóaboratoríum
lóa hjálmtýsdóttir
Gaman Ferðir bjóða upp á tónleikaferðir við allra hæfi. Kíktu á gaman.is og skoðaðu úrvalið.
BEYONCE London 1-3 júlí
149.900 kr.
Frá
Verð á mann miðað við 2 í herbergi
STJÓRNMÁLAKONA KVEÐUR
H
LIONEL RICHIE London 1-3 júlí Frá
129.900 kr. Verð á mann miðað við 2 í herbergi
anna Birna Kristjánsdóttir hefur tilkynnt að hún ætli að hverfa úr stjórnmálum. Stjórnmálaferill hennar var einn sá glæstasti sem kona hefur fengið innan Sjálfstæðisflokksins og um tíma var hún með öll spil á hendi. Fall Hönnu Birnu var líka harkalegt. Hún hrökklaðist úr stóli innanríkisráðherra í kjölfar lekamálsins, eftir að hafa verið hundelt af fjölmiðlamönnum og pólitískum andstæðingum, þar sem hún hringlaði inni í ráðuneytinu í pólitískri afneitun af þeirri stærðargráðu sem á betur heima í skáldsögu en raunveruleikanum. Hvar byrjaði Hanna Birna að falla?
RIHANNA London 24-26 júní Frá
119.900 kr. Verð á mann miðað við 2 í herbergi
Hún tapaði borginni árið 2010. Þrátt fyrir það var hún gríðarlega vinsæl innan flokksins. Líkt og Davíð Oddsson bauð hún sitjandi formanni birginn og bjó sig undir að fara úr borgarstjórn í stól formannsins og þaðan til æðstu metorða. Það var engin tilviljun, hún var fengin til verksins. Og klöppuð upp. Þetta var haustið 2011. Ferill Bjarna Benediktssonar hékk á bláþræði og harðlínusveit sjálfstæðismanna hafði ákveðið að fylkja sér um Hönnu Birnu, til að refsa honum fyrir linkind í Icesave-málinu. Það var því fátt sem gat komið í veg fyrir að hún yrði fyrsta konan til gegna formennsku í flokknum. Stjarna hennar hafði aldrei skinið jafn skært.
Gaman Ferðir fljúga með WOW air / www.gaman.is / gaman@gaman.is
Í leiðara Morgunblaðsins mátti síðan lesa skömmu fyrir kjörið að vinir Hönnu Birnu og velgerðarmenn hefðu ákveðið að varpa henni fyrir róða og styðja Bjarna, enda hefði hann séð að sér. Hanna Birna hafði þjónað sínum tilgangi, hún hafði niðurlægt prinsinn og leitt honum fyrir sjónir hver réði. Hún tapaði auðvitað kosningunni. En Bjarni lærði sína lexíu. Hanna Birna bauð sig fram til varaformanns flokksins árið 2013. Nokkru fyrir kosninguna láku stuðningsmenn hennar niðurstöðum skoðanakönnunar í blöðin, þar kom fram að fylgið myndi sópast að flokknum með hana við stjórnvölinn. Þetta var auðvitað fremur óskemmtilegt fyrir Bjarna. Annars vegar ætlaði hún að fara í varaformannsframboð til að hlífa Bjarna, en hinsvegar rasskella hann opinberlega sjálfri sér til hugarhægðar. Vopnið snerist í höndum hennar. Í staðinn fyrir að hörfa mætti formaður Sjálfstæðisflokksins í sjónvarpssal og nánast grét og kveinaði í beinni útsendingu. Og það var eins og við manninn mælt. Það var grátið í öllum eldhúsum landsins yfir bellibrögðum Hönnu Birnu, hún var ekki lengur Mjallhvít heldur vonda drottningin Hanna Birna tók sæti í ríkisstjórn sem innanríkisráðherra árið 2013, sem aðstoðarmann réði hún Gísla Frey Valdórsson, sendisvein úr harðlínudeildinni, sléttgreiddan og felldan. Saman tóku þau til við að
leggja pólitískan feril Hönnu Birnu í rúst. Þótt flóttamannaneyðin í Evrópu hafi ekki náð hámarki fyrr en seinna var þetta eldfimur málaflokkur. Þegar boðað var til mótmæla fyrir utan ráðuneytið til að mótmæla brottvísun Nígeríumannsins Tony Omos voru góð ráð dýr. Ákveðið var í herbúðum Hönnu Birnu að leka trúnaðarskjölum úr ráðuneytinu sem vörðuðu lögreglurannsókn suður í Keflavík. Allir muna hvað gerðist næst. Í fyrstu var það fullkomin afneitun, síðan reiði þar sem öllum öðrum var kennt um. Lögreglu var hótað, öskrað var á pólitíska andstæðinga, starfsfólk ráðuneytisins var nánast í herkví og ekki einu sinni ræstingafólkið var óhult fyrir ásökunum um að hafa lekið gögnunum. Þegar Hanna Birna fór loksins úr ráðuneytinu, var aðstoðarmaðurinn búinn að játa á sig glæpinn. Öll þjóðin var komin með upp í kok. Enginn trúði lengur að Hanna Birna væri fórnarlamb í málinu nema Hanna Birna, ef marka má yfirlýsingu sem hún sendi frá sér af þessu tilefni. Hanna Birna tilkynnti um brotthvarf sitt í pólitík með sínum hætti. Hún horfði bláeygð framan í myndavélarnar og sagðist ætla að yfirgefa stjórnmálin, þar sem hana langaði að leita nýrra áskorana. Hún neitaði því að lekamálið hefði haft úrslitaáhrif. Hún brosti síðan þessu undirfurðulega og óneitanlega svolítið falska brosi, sem er svo minnistætt úr lekamálinu. Kannski er þetta einhver heldri manna leikur úr teboði Sjálfstæðisflokksins, að tala í frösum, og brosa með munninum en ekki augunum. Það virkar ákaflega fyrirmannlegt í þeim kreðsum en þegar allt er komið í óefni, hefur það sömu áhrif og þegar dýr lætur skína í vígtennurnar. Addio Hanna Birna
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.
UPPLIFÐU EM Í NÝJU SONY SJÓNVARPI!
ÁSKRIFT AÐ EM HJÁ SÍMANUM FYLGIR ÖLLUM SJÓNVÖRPUM
SONY WD6 40" – Verð: 99.990 kr. 48" – Verð: 129.990 kr. Örþunnt og flott Full HD sjónvarp. Frábær myndgæði, nettengjanlegt og innbyggt Wi-Fi.
A 5 ÁR GÐ ÁBYR
A 5 ÁR GÐ ÁBYR
SONY W8 50" – Verð: 149.990 kr. 55" – Verð: 179.990 kr.
Sérlega vandað Full HD sjónvarp með frábærri X-Reality PRO myndvinnslu. Android stýrikerfi og innbyggt Wi-Fi.
SONY HTCT780 heimabíó Verð: 89.990 kr. Tilboð: 71.920 kr.
A 5 ÁR GÐ R ÁBY
Stórt hljóð fyrir lítið pláss. Aðeins einn hátalari og þráðlaust bassabox sem skilar frábærum hljómgæðum.
SONY XD85 55" – Verð: 289.990 kr. 65" – Verð: 419.990 kr. 75" – Verð: 799.990 kr.
Ómótstæðileg örþunn hönnun og fullkomin baklýsing. 4K Ultra HD og HDR sem tryggir einstök myndgæði.
NÝHERJI ER LEIÐANDI FYRIRTÆKI Á SVIÐI UPPLÝSINGATÆKNI
Við höfum góða reynslu af framtíðinni NÝHERJI / BORGARTÚNI 37, MÁN.-FÖS. KL. 9-18 & LAU. KL. 11-15 / KAUPANGI AKUREYRI, MÁN.-FÖS. KL. 9-17 / NETVERSLUN.IS
16 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016
Launsonur kóngsins og ættfaðir VesturÍslendinga Þrátt fyrir að hafa verið látin í 132 ár nýtur Friðrika Björnsdóttir nú mikillar hylli í Íslendingabyggðum Kanada. Vefsíður hafa verið stofnaðar henni til heiðurs, heimildamynd er í vinnslu og brátt verður minnisvarði afhjúpaður í Árskóg í Manitoba fylki. Ástæðan er sú að hún er talinn kominn af Friðriki 6. Danakonung, sem átti að öllum líkindum launson sem fluttist til Reyðarfjarðar og þaðan kvíslaðist ættin til Kanada. Valur Gunnarsson valurgunnars@frettatiminn.is
D
anakonungir átti launson sem flutti á Reyðarfjörð. Þannig hljómar saga sem hefur náð alla leið til Kanada, en margir þar telja sig af kónginum komnir í gegnum Friðriku nokkra Björnsdóttir. Friðrika var meðal fyrstu Íslendinga sem fluttust til Kanada árið 1876 ásamt eiginmanni sínum, Pétri Árnasyni, og lentu meðal annars í bólusótt í Sandy Bar sem drap öll þrjú börn þeirra. Þau fluttu loks á Árskóg (nefndan eftir Árskógsströnd í Eyjafirði) og eignuðust þar fimm börn. En hvað er hæft í því að
Friðrika Björnsson. Meðal þeirra fyrstu sem fluttu vestur um haf, en var hún af dönsku kóngafólki komin?
hún hafi verið af dönskum konungaættum? Friðrik VI. var síðasti konungur Danmerkur til að hafa opinbera ástkonu, auk eiginkonu. Ástkonan, Bente Rafsted, fékk titil og höll, en mætti ekki sömu virðingu og ástkonur höfðu þangað til gert og siðurinn lagðist brátt af. Móðir Friðriks hafði sjálf átt ástmann, en faðirinn var hinn geðveiki Kristján 7. Ástmaðurinn var líflæknirinn Johann Struensee, sem réði ríkinu í raun sökum veikinda konungs. Struensee afnam dauðarefsingar og ritskoðun en var einnig með frumlegar uppeldishugmyndir. Kuldi þótti mannbætandi og var prinsinn látinn ganga um
berfættur á veturna þar til hann fékk frosthnúta í fæturna. Sá orðrómur komst á kreik að reynt væri að drepa prinsinn svo að systir hans, feðruð af Struensee sjálfum, tæki við.
P
rinsinn lifði þó til að vera krýndur Friðrik árið 1808, þegar Danir voru komnir á kaf í Napóleonsstríðin við hlið Frakka, sem átti eftir að leiða Jörund hundadagakonung til Íslands ári síðar. Meðal afreka Friðriks var að byggja Thorvaldsensafnið, fyrsta safn Danmerkur, til að hýsa verk hins hálf-íslenska myndhöggvara. Og líklega barnaði hann konu að nafni Soffía María þegar hann var 25 ára gamall og ekki enn orðinn kóngur. Lítið er vitað um Soffíu, en sá orðrómur komst brátt á kreik að hún hefði átt barn með prinsinum. Hún sagði sjálf: „Það er ekkert skítti sem ég átti hann Samúel með,“ en Samúel þessi fæddist árið 1793 og var vissulega Friðriksson. Og svo undarlega vill til að hann var alinn upp á kostnað krúnunnar. Samúel varð síðar smiður og flutti á Austfirði, þar sem hann giftist Jórunni Tómasdóttir. Þau eignuðust dótturina Lovísu, sem giftist Birni Jónssyni. Hjónin komu sér fyrir á Seljarteigshjáleigu á Reyðarfirði, þar sem þau áttu Friðriku Björnsdóttir. Friðrika flutti svo til Kanada og bar þar beinin árið 1884.
V VIÐ GETUM TENGT ÞIG VIÐ BESTU PARKETSLÍPARA LANDSINS HAFÐU SAMBAND OG VIÐ RÁÐLEGGJUM ÞÉR MEÐ SLÍPUN, LÖKKUN, OLÍUBURÐ OG ALMENNT VIÐHALD Suðurlandsbraut 20
108 Reykjavík
Sími: 595 0500
www.egillarnason.is
Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18 og lau kl. 11–15
Friðrik 6. Síðasti kóngur Danmerkur og Noregs og jafnframt sá síðasti til að eiga opinbera ástkonu.
estur-Íslendingar hafa undanfarið sýnt Friðriku æ meiri áhuga. Þegar hún lést var kirkjugarðurinn fullur og hún því grafin á bóndabýlinu í Árskógi. Er ekkert sem merkir gröf hennar nema grindverk í niðurníðslu. Úr því hyggst hópur sem nefnir sig „Friðrika: The Royal Daugher Memorial Project“ bæta, og er ætlunin að reisa minnisvarða á gröfinni í sumar. Vestur-íslenska kvikmyndagerðarkonan Angela Chalmers er að gera um hana heimildarmynd og Friðrika er komin með sína eigin facebook-síðu, þar sem hún birtir meðal annars myndir af börnum sínum sem nú eru öll löngu látin, eins og hún sjálf, en Salín Guttormsson stendur fyrir síðunni. Þá hefur verið gert ættartré og telja frændur okkar vestra að allir sem bera ættarnöfnin Magnússon, Guttormsson, Vídalín eða Jónsson eigi góða möguleika á að vera af kóngafólki komnir. Það er víst ekki bara hér á landi sem Íslendingum, sem hröktust frá heimahögunum, er mikið í mun að sýna fram á að þeir eigi ættir að rekja til kóngafólks.
Natalie Guttormsson. Einn afkomandi Friðriku, sem hefur dvalið við ættfræðirannsóknir á Íslandi.
Í fótsporum formóðir sinnar Natalie Guttormsson er Vestur-Íslendingur frá Ontaríó og er ein þeirra sem rekur ættir sínar til Friðriku. En hvernig komst hún fyrst að tengslum hennar við Danaprins? „Ég heyrði fyrst um Friðriku Björnsdóttir árið 2014 þegar ég var í Snorra prógramminu, sem býður Vestur-Íslendingum að eyða sumrinu á Íslandi og Íslendingum að eyða sumrinu í Kanada. Hún er langa-langa-langamma mín. Ég vissi ekki mikið um hana, aðeins nokkrar línur frá manntali sem sögðu að hún bjó á Reyðarfirði og Eskifirði, hvenær hún fæddist og lést og hverjir foreldrar hennar voru.“ Natalie kom aftur til Íslands ári síðar, vann á Vesturfarasetrinu á Hófsósi og stundaði ættfræðirannsóknir. En hvers vegna er þessi mikli áhugi á Friðriku núna, með áformum um að byggja minnisvarða? „Minnisvarðinn hefur verið í vinnslu í sex ár, en fjölskyldumeðlimir eru dreifðir um allt land og miklar fjarlægðir á milli, því hefur þetta tekið tíma. Sumir hafa einnig efast um sannleiksgildi sögunnar. Ólafur Snóksdalín hélt þessu fyrst fram fyrir 200 árum, en þangað til ég fór á Þjóðarbókhlöðuna í fyrra hafði enginn úr ættinni séð heimildirnar með eigin augum og sumir héldu að þetta væri bara raupsaga.“ Natalie sér um fréttabréf Vestur-Íslendingafélagsins í Tórontó, en er nú flutt til Saskatechewan þar sem hún hyggst ganga í Vatnabyggð (Quill Lakes) Íslendingaklúbbinn. „Flestir Vestur-Íslendingar eru stoltir af arfleifð sinni, sem birtist í því að vera hrifnir af öllu sem tengist víkingum eða að hlusta á Of Monsters and Men. En mér finnst áhugaverðast að finna óþekktar sögur venjulegs fólks. Íslendingarnir hér tóku upp nafnakerfi Kanada með eftirnöfnum, þannig að ef hin íslenska arfleifð kom í gegnum móðurættina glataðist nafnið. En það að þekkja arfleifð okkar tengir Vestur-Íslendinga saman og hjálpar okkur einnig að skilja samfélagið í kringum okkur. Við erum til dæmis með vefsíðu, Tindra Tales, sem reynir að tengja saman alla afkomendur Friðriku.“
Fatnaður
Pumpur
Götuhjól
Hjálmar
Fatnaður
ÞÝSK GÆÐAHJÓL Á FRÁBÆRUM VERÐUM
Pumpur Verð áður 249.900
AFSLÁTTUR
199.920
Planet Pro
Hjálmar
Focus Planet hjóin eru sérstaklega viðhaldsfrí, töff, þægileg, hraðskreið og skemmtileg bæjarhjól. Það hægt er að setja á þau bretti, standara, bögglabera og nagladekk. Það er búið glussa diskabremsum, innbyggðum 8 gíra Shimano alfine gírbúnaði og endingargóðri carbon reim sem endist 10 x lengur en hefðbundin keðja. Þannig losnar maður við að þurfa að smyrja skítuga og ryðgaða keðju á samgönguhjólinu sem er í stöðugri notkun. Vönduð Þýsk hönnun og verkvit færir manni úrvals hjól á góðu verði.
559.000 S2 Shimano 105 11gíra, Shimano 105 bremsur.
Fatnaður
Pumpur
Mares AX Disc 105
325.000
Shimano 105 11gíra, TRP HY-RD glussa/vír diskabremsur.
Hjálmar
hjolasprettur.is Dalshrauni 13 Hafnarfjörður 565 2292 hjolasprettur@hjolasprettur.is
Cayo AL Sora
189.900
Shimano Sora 9gíra, Concept R540 bremsur.
R E L G T P I K S G MAR Ð R Ö J G M U E T S E L E og S
! r k 0 0 9 . 9 4 95.800 kr
A RIN KOM ÖLL GLE MPAPU-, GLA IS R Ð E M UVÖRN OG MÓÐ
Fullt verð:
l umgjarða a v r ú ið ik m u ð oða Kíktu við og sk
Gæðagler frá Frakklandi!
MARGSKIPT GLER með extra breiðum lespunkti frá BBGR Frakklandi.
Hefbundinn lespunktur
Extra breiður lespunktur
KRINGLUNNI 2. HÆÐ
SÍMI 5 700 900
HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI
til ir ní ild ú G 6. j 2
AIRWEIGHT TITANIUM UMGJÖRÐ og létt harðplast gler með glampa-, rispu- og móðuvörn. Þú getur valið um margskipt eða nær eða fjærstyrkleika.
. r k 0 19.9553.700 kr
Nær eða fjær styrkleiki
Fullt verð:
Öll glerin koma með rispu-, glampa- og móðuvörn
Margskipt gler og umgjörð
. r k 0 0 59.9 109.100 kr
Evolis frönsku verðlaunaglerin frá BBGR eru með tvöfalda yfirborðsslípun sem færir þau í nýja vídd. Þar sem hvert svæði á fram og afturhlið er reiknað út miðað við styrk notandans, sem gefur þeim meiri skerpu.
SÍMI 5 700 900
Fullt verð:
ÖLL G LERIN KOMA MEÐ R ISPU-, GLAM PAOG MÓ ÐUVÖ RN
KRINGLUNNI 2. HÆÐ HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI
% 0 5 áttur
gjarðir frá: m u r e d n a S il J
afsl
5
% afsl0 áttur
. r k 0 0 5 . 17 35.000 kr Fullt verð:
aM r u a L o n i l o s Ga s e p o L o i d u Cla
BARNAGLERAUGU til 18 ára aldurs frá
0 kr.
Miðast við endurgreiðslu frá Sjónstöð Íslands.
SÍMI 5 700 900
KRINGLUNNI 2. HÆÐ HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI
til ir ní ild ú G 6. j 2
25% afsláttur af linsum í netklúbbnum okkar!
Skráðu þig í netklúbbinn okkar á prooptik.is og þú færð 25% afslátt af linsum í öllum verslunum Prooptik www.prooptik.is
Þú finnur okkur á eftirtöldum stöðum:
Kringlunni, 2.hæð
SÍMI 5 700 900
Hagkaupshúsinu, Skeifunni
Spönginni, Grafarvogi
KRINGLUNNI 2. HÆÐ HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI
22 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016
Fortíð og framtíð klósetta Allir vilja klósett en enginn vill borga fyrir þau. Bara pappírinn kostar margar milljónir á ári. Gæti úrgangur manna og dýra orðið að bensíni framtíðarinnar? 150 ára saga klósettsins á Íslandi. Valur Gunnarsson valurgunnars@frettatiminn.is
Síðasta sumar var eitt það erfiðasta í klósettsögu þjóðarinnar. Ferðamenn gengu örna sinna í þjóðargrafreitum jafnt sem í bakgörðum íbúðarhúsa, enda engin aðstaða í boði til að tefla við páfann í ró og næði. Nú stefnir í að önnur eins holskefla gangi yfir landið, en erum við nokkuð betur undirbúin en í fyrra? „Það vilja allir salernisaðstöðu og það eru allir sammála um að hana vanti, en það er mjög dýrt að koma henni upp og ekki síst að reka hana,“ segir Snævarr Örn Georgsson, verkfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu, sem hefur gert tvær skýrslur um klósett sem birtust í síðasta mánuði og von er á fleirum. „Allir aðilar vita hvað þetta kostar og því eru þeir tregir við að bjóða sig fram, því enginn fær neitt til baka með beinum hætti.“
Verkfræðingar eru þó ekki þeir einu sem fylgjast vel með salernisþörfum þjóðarinnar þessa dagana. Anna Lilja Torfadóttir, leiðsögumaður og meistaranemi í upplýsingafræði, heldur úti heimasíðunni „Mér er mál að pissa: Klósettaðstaða á Íslandi,“ þar sem finna má yfirlit yfir aðstöðuna víða um land. „Hugmyndin var að fólk gæti flett þessu upp, og það hefur verið talað um að gera app,“ segir Anna Lilja. „Það er ekki lengur hægt að treysta á bensínstöðvarnar, það verður að vera hægt að stoppa utan opnunartíma. Ég held að ástandið hafi ekki mikið batnað síðan í fyrra.“ Alþjóðlegi klósettdagurinn Anna hefur þó lært eitt og annað af rannsóknum sínum. „Mér fannst áhugavert að komast að því að alþjóðlegi klósettdagurinn er til, og
að það eru fleiri í heiminum sem hafa aðgang að farsímum en viðunandi salernisaðstöðu. Það er aldrei að vita hvort maður haldi daginn hátíðlegan í haust, þetta er bara eitthvað sem þarf að vera í lagi.“ Klósettdagurinn hefur verið gerður opinber af Sameinuðu þjóðunum og er haldin hátíðlegur þann 19. nóvember ár hvert, en þann dag voru samtökin „World Toilet Organization“ stofnuð árið 2001. Berjast þau fyrir jöfnu aðgengi að salernum og hreinlæti þeim tengdum, en um 2.4 milljarðar manna í heiminum í dag eru án þessarar grunnþjónustu. Fleiri fræðimenn hafa sýnt málefninu áhuga. Walter Hjaltested hjá PK arkitektum skrifaði BA ritgerð sem heitir því einfalda nafni „Klósett“ þar sem hann fer yfir sögu fyrirbærisins. Fornar menningarþjóðir, á borð við Forn-Egypta, Rómverja og Indusmenn, bjuggu yfir holræsakerfum, en vatnsklósettið var ekki fundið upp fyrr en árið 1596 af Englendingnum John Harington. Var það aðeins framleitt í tveim eintökum og Elísabet I. Englandsdrottning var ein fyrsta manneskja sögunnar til að pissa í vatnsklósett. Uppfinningin nefndist „water closet“ og enn eru klósett þar í landi merkt „W.C.,“ en íslenska orðið „klósett“ er dregið af því í gegnum dönsku. Klósettið kemur til Íslands Það var fyrst á 19. öld sem klósettið fór að þróast í það horf sem við þekkjum í dag. Skálin varð gerð úr postulíni, skólprör úr steyptu járni voru lögð og vatnslás kom í veg fyrir að óþefur bærist upp úr þeim. Í fyrsta sinn var hægt að hafa salernin innandyra. Fáar fornleifaheimildir hafa fundist um klósettnotkun Íslendinga fyrr á öldum. Er almennt talið að menn hafi gert þarfir sínar í náttúrunni eða í gripahúsum, og jafnvel að kolla hafi verið sett upp undir stólsetu þar. Útikamarinn varð ekki algengur fyrr en á seinni hluta 19. aldar, á sama tíma og klósettmálin í Evrópu voru að komast í nútímalegt horf. „Í byrjun 20. aldar var byrjað að leiða vatn inn í hús og þá var hægt að hafa salerni innandyra. Fram að því varð að pissa í skál eða úti fjósi,“ segir Walter. Klósettvenjur eru þó ekki allsstaðar eins. „Víða þykir eðlilegt að aðskilja klósett frá baði. Í Japan er miklu meiri kúltúr fyrir böðum, þar
Margvíslegar lausnir Snævarr Örn Georgsson. Umhverfisverkfræðingur hjá Eflu. Vinnur hörðum höndum við að vinna bug á klósettvandanum, en engar ódýrar lausnir eru til.
Walter Hjaltested. Arkitekt sem vill falleg klósett sem jafnvel væri hægt að nýta úrganginn úr.
Anna Lilja Torfadóttir. Er að velta því fyrir sér að búa til app sem vísar mönnum sem er mál stystu leið á kamarinn.
Kári Jónasson. Leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður. Vill að ríkið niðurgreiði klósett, enda hefur það ríflegar skatttekjur af ferðamönnum. vilja menn ekki blanda saman hinu trúarlega baði og saurlosun. Í Bandaríkjunum er þetta eins og við höfum það og er gert til að spara pláss fyrir lagnir, praktísk lausn þó sjálfum finnist mér hitt vera betra.“ Walter segist bjartsýnn á klósettframtíð landsins:„Mér finnst klósettið sem rými frekar vanmetið hérlendis. Í Noregi eru arkitektar fengnir til að hanna klósettaðstöðu þar sem er unnið með staðina sem hún er byggð á. Hér er til dæmis lítil klósettbygging á Þingvöllum þar sem fallegt útsýni er yfir vaskana og svipað var í gamla skálanum í Hrútafirði. Við þurfum að gyrða okkur í brók þegar kemur að því hvernig salernisaðstaða á að vera. Þetta er brýnt verkefni sem hægt er að leysa á flottan hátt.“ Bestu og verstu klósett landsins Ekki eru allir ánægður með stöðu mála eins og þau eru í dag „Stað-
LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL
FRÁBÆRT ÚRVAL AF RÚMUM, SÓFUM OG HVÍLDARSTÓLUM
í sumar
RÚM • SÓFAR • HVÍLDARASTÓLAR • HEILSUKODDAR • LJÓS • HÚSGÖGN • GJAFAVÖRUR • BORÐ • SÆNGUR
VERIÐ VELKOMIN Í HEIMSÓKN Í NÝJU VERSLUNINA SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍK Opið alla virka daga 10 -18. Lau.11-16
24 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016
an á klósettmálum er svolítið döpur víða. Biðraðirnar við klósettin í Grábrók eru svakalegar,“ segir Kári Jónasson sem unnið hefur lengi í ferðaþjónustunni. „Á Snæfellsnesi keyrðum við í tvo tíma og þar var allt lokað og við urðum að fara á útikamra á nærliggjandi tjaldstæði,“ segir Kári. „Þetta er komið í lag hjá Geysi, enda þurfa menn að ganga í gegnum minjagripaverslun til að komast á klósettið. Annars er fólk tilbúið til að borga 1-200 krónur fyrir ferðina og kannski gæti það verið lausn. Það er ekki hægt að ætlast til að sveitarfélögin geri þetta heldur
Þessa dagana er mikil talað um „gera upp á bak“ hafi mönnum orðið á í messunni, eða að menn „hrauni yfir“ hvorn annan eigi þeir í orðaskiptum. Þó eru ekki nema tæp hundrað ár síðan klósettferðir héldu innreið sína í íslenskar nútímabókmenntir. Gerðist það árið 1924, þegar Þórbergur „settist niður í skógarrunna og skeit,“ eins og segir í Bréfi til Láru og er af mörgum fræðimönnum talið marka upphafið að módernismanum hérlendis. Því má segja að túristar séu með sínum hætti að heiðra íslenska menningu þegar á hólminn er komið, þó kannski ekki öllum takist að finna skógarrunna.
verður ríkið að koma að þessu. Ríkið hefur miklar tekjur af eldsneytissölu á bílaleigubíla, en peningarnir fara bara í eitthvað allt annað.“ Sigurður Þórðarson hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra tekur í sama streng: „Með auknum ferðamannastraumi og engum aðgerðum má reikna má með að séum við komin fast að þolmörkum. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra stefnir á að skoða áningarstaði við þjóðveginn á ný nú síðla sumars og kanna hvort að skeinipappír og annar óþrifnaður sé orðinn meira áberandi. Það er einkum brýnt að ríkið/ferðamálayfirvöld komi að skipulagningu og rekstri á salernisþjónustu á umferðarsvæðum ferðamanna á borð við Húnavatnssýslur og Skagafjörð, þar sem sveitarfélögin hafa takmarkaðar tekjur af þeim ferðamönnum sem renna í gegnum svæðið og þurfa eðlilega þjónustu.“ Ragnhildur Gunnarsdóttir hjá Eflu gerði rannsóknarskýrslu fyrir Vegagerðina þar sem kemur fram að svæðin á milli Mývatns og Egilsstaða og Hafnar í Hornafirði og Djúpavogs hafa minnsta aðstöðu. „Það stendur á því hver á að reka þessi salerni, þar er ekki nóg bara að setja þau upp. Það var gerður samningur við eigendur Hreðavatnsskála við Grábrók, en þar er ekki enn búið að setja upp skilti sem vísar mönnum á réttan stað,“ segir hún.
Norsk klósett í óbyggðum eru falleg bæði að innan og utan. Frá arkitektastofunni Manthey Kula
Elísabet I. (1533-1603) var líklega fyrsta manneskjan í sögunni til þess að hafa aðgang að vatnsklósetti.
19. nóvember er alþjóðlegi klósettdagurinn. Kjörorð hans eru „We Can‘t Wait,“ en meðal fyrri slagorða eru: „We give shit. Do you?“
Snævarr Örn vann að annarri skýrslu Eflu fyrir Stjórnstöð ferðamála og segir: „Reksturinn er mesti hausverkurinn, þar þarf að þrífa á klukkutíma fresti og milljónir fara bara í klósettpappír. Það þarf að kanna hvort sé grundvöllur fyrir því að nýta aðstöðu sem til er, eins og í félagsheimilum eða gera samninga við aðila á svæðinu gegn gjaldi eða styrk. Á stöðum eins og Dimmuborgum er rukkað inn og hefur gefist vel.“ Bensínstöðvar framtíðarinnar Verið er að vinna að langtímalausnum, en hvers vegna hefur þetta tekið svona langan tíma? „Salernisaðstaða er svo dýr að það er hægt að styrkja nokkur minni verkefni fyrir hvert salernisverkefni. Valið stendur ekki á milli þess að útbúa salernisaðstöðu eða útbúa einn göngustíg/grindverk/útsýnispall heldur stendur valið milli þess að styrkja salernisaðstöðu á einum stað eða styrkja göngustíga-/
útsýnispallaverkefni á 5-10 mismunandi stöðum. Það er ekkert til sem heitir ódýrt salerni.“ Miðað við að klósettsaga þjóðarinnar nær ekki lengra aftur en um 150 ár má segja að túristar séu að halda sig við gamlar hefðir þegar þeir létta af sér í guðsgrænni náttúrunni. En kannski væri hægt að nýta allan þennan úrgang, svo eftirspurn skapaðist um hann: „Við eyðum miklum peningum í að losa úrgang í hafið þar sem hann nýtist engum, en úr honum væri hægt að búa til allskonar orku og nýta hann sem áburð,“ segir arkitektinn Walter Hagalín. „Í bensínstöð framtíðarinnar væri hægt að safna saman úrgangi dýra og manna og framleiða metan, vetni og rafmagn þar sem áburður er aukaafurð. Úrgangurinn gæti komið frá ferðamönnum, aðliggjandi sumarbústöðum og bóndabæjum og allt sett í tiltölulega raunhæfar stærðir. Úrgangur er vannýtt auðlind.“
Japanir. Vilja hafa böð og klósett í mismunandi herbergjum.
Íslendingar. Kúka og baða sig í sama rými.
Bensínstöðvar gætu verið reknar með mannlegum úrgangi.
NJÓTTU ÞESS AÐ BORÐA MEÐ HÁGÆÐA BORÐBÚNAÐI FRÁ
Melamine gæða plast
VÍKURVERK EHF • VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS
26 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016
Anna Sigríður Sól Magnúsar Guðrúnardóttir Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um að öll börn eigi frá fæðingu rétt til nafns enda er það svo að flestir foreldrar verja miklum tíma í það að leita að rétta nafninu fyrir barn sitt. Steinunn Stefánsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is
Það er ekki sjálfgefið að nafn sem hæfir hvítvoðungi hæfi einnig aldraðri manneskju, og öfugt. Vissulega er möguleikinn fyrir hendi að breyta nafni einu sinni á lífsleiðinni en almennt hafa foreldrar það þó ekki í huga þegar þeir velja börnum sínum nafn heldur hitt að nafnið fylgi barninu út ævina. Yfirleitt ríkir mikil forvitni yfir því hvað nýfætt barn á að heita og hér á landi hefur skapast sá siður að halda nafni barns leyndu fram að skírn eða nafngjöf og eykur það enn á spennu og dulúð í kringum nafngjöfina. Smekkur fólks, þegar kemur að nöfnum, er ólíkur og fólk hefur iðulega sterkar skoðanir á þeim. Nafn er hluti af sjálfsmynd þess sem nafnið ber og foreldrarnir sem völdu nafnið gerðu það eftir sinni bestu sannfæringu, velja það sem þeim finnst fal-
FJÖLDI TILBOÐA!
Í ÖLLUM VERSLUNUM BYKO Laugardaginn 11. júní frá 12-15
FJÖLDI TILBOÐA Á BYKO.IS
legast og best. Niðrandi ummæli um nöfn geta því verið særandi bæði fyrir nafnberann og þann eða þau sem völdu nafnið. Samt sem áður er vinsæl dægradvöl að hlæja að nöfnum og hneykslast á þeim og viss passi er að þegar mannanafnanefnd birtir úrskurði sína þá eru sagðar af því fréttir og hneykslast bæði á þeim nöfnum sem leyfð eru og er þar með bætt á mannanafnaskrá og hinum sem ekki eru leyfð. Í umræðum um slíkar fréttir má oft heyra það sjónarmið að leggja beri mannanafnanefnd niður og einnig að það sé alveg séríslenskt að hafa lög um mannanöfn og sérstaka nefnd sem tekur afstöðu til þess hvaða nöfn má gefa. Svo virðist sem margir telji að mannanafnanefnd sitji við borð og velji og hafni nöfnum eftir geðþótta. Opin mannanafnalög Lög um mannanöfn hafa verið í gildi á Íslandi í rúmlega 100 ár og þau lög sem nú gilda voru sett árið 1996 og hefur verið breytt nokkrum sinnum síðan, síðast árið 2014. Vorið 2015 var svo lagt fram róttækt frumvarp til breytinga á nafnalögum, frumvarp sem ætlað var að gefa nafngjafir frjálsar, til dæmis með því að hætta að kyngreina eiginnöfn og hverfa frá banni við því að taka upp ættarnöfn. Þá á samkvæmt frumvarpinu að leggja niður mannanafnanefnd. Þróunin hefur verið í átt til aukins frelsis um nafngjöf, bæði hérlendis og annars staðar. Þau mannanafnalög sem nú gilda hér á landi eru í raun fremur opin. Meginreglan er sú að öll nöfn eru leyfð ef þau taka eignarfallsendingu, samræmast íslensku hljóðkerfi og eru stafsett samkvæmt íslenskri stafsetningarhefð. Þá er liðin tíð að fólki af erlendum uppruna sem fær íslenskan ríkisborgararétt sé gert að taka upp íslenskt nafn.
Barn Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um að öll börn eigi frá fæðingu rétt til nafns. Nafn er hluti af sjálfsmynd þess sem nafnið ber og foreldrarnir sem völdu nafnið gerðu það eftir sinni bestu sannfæringu. Talsvert er um að foreldrar búi sjálfir til nöfn sem eru þá ekki á mannanafnaskrá.
Talsvert er um að foreldrar búi sjálfir til nöfn sem eru þá ekki á mannanafnaskrá. Mannanafnanefnd samþykkir slík nöfn ef þau geta tekið íslenska eignarfallsendingu, hljóðasamsetning eða hljóðskipan er í samræmi við íslensku og ritháttur þeirra einnig. Á síðu innanríkisráðuneytis um mannanafnanefnd má lesa eftirfarandi um helstu verkefni nefndarinnar. 1. Að semja skrá um eiginnöfn og millinöfn sem teljast heimil skv. 5. og 6. gr. laga um mannanöfn og er hún nefnd mannanafnaskrá. … Skráin er uppfærð eftir hvern fund mannanafnanefndar. 2. Að vera prestum, forstöðumönnum skráðra trúfélaga, Þjóðskrá Íslands og forsjármönnum barna til ráðuneytis um nafngjafir og skera úr álita- og ágreiningsefnum um nöfn samkvæmt lögum um mannanöfn.
Fullorðinn Þá er liðin tíð að fólki af erlendum uppruna sem fær íslenskan ríkisborgararétt sé gert að taka upp íslenskt nafn. Millinafn líkist ættarnafni að því leyti að þau eru ekki kyngreind eins og eiginnöfn en kenninafn er alltaf haft á eftir millinafni. Heimilt er að nota eignarfallsmynd af eiginnafni foreldris sem millinafn, til dæmis Sigurðar eða Láru.
3. Að skera úr öðrum álita- eða ágreiningsmálum sem upp kunna að koma um nafngjafir, nafnritun og fleira þess háttar. Raunin er sú að margfalt fleiri nöfn sem koma til úrskurðar mannanafnanefndar eru samþykkt en hafnað enda er það svo að þrátt fyrir að agnúast sé út í það að í gildi séu lög um mannanöfn og að mannanafnanefnd sitji þá snýst gagnrýni á mannanafnanefnd oftast um nöfn sem eru leyfð fremur en nöfn sem ekki eru leyfð. Meginástæða þess að nöfnum er hafnað er að beyging þeirra eða stafsetning samræmist ekki íslensku. Svonefndu amaákvæði sem snýst um að nafn megi ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama, hefur afar sjaldan verið beitt. Nýjasta dæmi um nafn sem
Frá kr.
84.495 Allt að
60.000 kr. afsláttur á mann
Bókaðu sól á
ENNEMM / SIA • NM75864
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
KRÍT Allt að 40.000 kr. afsláttur á mann
Allt að 40.000 kr. afsláttur á mann
Allt að 60.000 kr. afsláttur á mann
Allt að 45.000 kr. afsláttur á mann
Stökktu
Helios Apartments
Porto Platanias Village
Sirios Village
Frá kr. 84.845 m/ekkert fæði
Frá kr. 93.845 m/ekkert fæði
Frá kr. 123.895 m/allt innifalið
Frá kr. 122.320 m/allt innifalið
Netverð á mann frá kr. 84.365 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í íbúð/herb/stúdíó. Netverð á mann frá kr. 89.995 m.v. 2 fullorðna í íbúð/herb/stúdíó.
Netverð á mann frá kr. 93.845 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 113.295 m.v. 2 í stúdíó.
Netverð á mann frá kr. 123.895 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í stúdíó. Netverð á mann frá kr. 149.895 m.v. 2 fullorðna í stúdíó.
Netverð á mann frá kr. 122.320 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 159.395 m.v. 2 fullorðna í herbergi.
16. júní í 11 nætur.
16. júní í 11 nætur.
16. júní í 11 nætur.
27. júní í 10 nætur.
Allt að 40.000 kr. afsláttur á mann
Toxo Apartment
Omega Platanias Apartments
Galini Seaview
Marina Sands
Frá kr. 138.595 m/ekkert fæði
Frá kr. 97.895 m/ekkert fæði
Frá kr. 176.970 m/allt innifalið
Frá kr. 142.520 m/morgunmat
Netverð á mann frá kr. 138.595 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 172.795 m.v. 2 fullorðna í herbergi.
Netverð á mann frá kr. 97.895 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 120.995 m.v. 2 fullorðna í stúdíó.
Netverð á mann frá kr. 176.970 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í fjölsk.herb. Netverð á mann frá kr. 213.395 m.v. 2 fullorðna í herbergi.
Netverð á mann frá kr. 142.520 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í fjölsk.herb. Netverð á mann frá kr. 153.695 m.v. 2 fullorðna í herbergi.
7. júlí í 11 nætur.
18. júlí í 10 nætur.
28. júlí í 11 nætur.
8. ágúst í 10 nætur.
28 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016
HP PageWide
Umhverfisvænu prentararnir Gæðaútprentun með nýrri byltingarkenndri prenttækni og ódýrir í rekstri.
3 til15 Notendur Mjög ódýrir í rekstri
Mikil gæði í útprentun
HP plús öryggi og umsjón
Ótrúlegur hraði í útprentun
Fáðu ráðgjöf sérfræðinga Opinna kerfa við val á lausnum sem henta þínum þörfum og umhverfi. Nánar á www.ok.is/pagewide
hafnað var vegna amaákvæðisins er nafnið Prinsessa. Eignarfall og íslensk stafsetning Markmiðið með því að áskilja að nöfn taki eignarfallsendingu, er meðal annars að standa vörð um fallakerfi íslenskunnar. Hugsunin er þá sú að eftir því sem nöfnum og heitum sem ekki taka fallbeygingu fjölgar þá muni tilfinning málhafa fyrir fallakerfinu veikjast og það loks hverfa eins og gerst hefur í mörgum öðrum germönskum málum. Með ákvæðinu um að nafn samræmist íslenskri stafsetningu er meðal annars verið að stuðla að samræmingu á útliti nafna sem líta má svo á að sé nafnbera til gagns því nafn á ekki bara að aðgreina fólk hvert frá öðru, það á einnig að auðkenna það til dæmis þannig að aðrir geti auðveldlega haft upp á viðkomandi og til þess að nafn þjóni þeim tilgangi er það til verulegs hagræðis að möguleikar á stafsetningu séu sem fæstir. Sem dæmi má nefna að tafsamara er að finna fólk í símaskrá ef margir möguleikar eru á að stafsetja nafn heldur en ef aðeins einn möguleiki er fyrir hendi. Litið er svo á að stafirnir c, z og w séu ekki í íslenska stafrófinu og þeir eru því ekki leyfðir nema í nöfnum sem hefð hefur myndast um. Þá er ekki leyfð erlend aðlögun íslenskra nafna, svo sem að sleppa kommu yfir broddstaf. Til Blæs eða Blævar „Stúlku skal gefa kvenmannsnafn og dreng skal gefa karlmannsnafn,“ segir í grein mannanafnalaga um eiginnöfn en meðal nafna sem komið hafa til mannanafnanefndar undanfarin ár eru einmitt nöfn sem til eru á mannanafnaskrá annars kynsins en foreldrar óska eftir að gefa það barni af gagnstæðu kyni. Flestir muna eftir Blævardóminum svokallaða þar sem úrskurði mannanafnanefndar um að stúlka mætti ekki bera nafnið Blær vegna þess að það væri á skrá yfir karlmannsnöfn var hnekkt, þ.e. stúlka fékk að halda nafni sínu, Blær, og því var bætt á skrá yfir kvenmannsnöfn þrátt fyrir að vera þegar fyrir á skrá yfir karlmannsnöfn. Beyging nafnanna er þó mismunandi eftir því hvort kynið ber það. Velta má fyrir sér hvort næsta skref í þróun mannanafnalaga gæti verið að upphefja kyngreiningu nafna, þ.e. vera ekki með aðgreindar skrár yfir kvenmannsnöfn og karlmannsnöfn en það var einmitt meðal þess sem frumvarpið til breytingar á mannanafnalögum sem lagt var fram í fyrra kvað á um. Til dæmis í ljósi þess að nú hafna sumir því að skilgreina sig annaðhvort sem konu eða karl, sumir láta leiðrétta kyn sitt og liður í því er einmitt að skipta um nafn. Í slíkum
Dæmi um nýlega úrskurði mannanafnanefndar Eiginnöfn Bætt á mannanafnaskrá Alexstrasa – tekur íslenskri beygingu í eignarfalli Júlíhuld – tekur íslenskri beygingu í eignarfalli Manuel – ritháttur nafnsins er ekki í samræmi við almennar ritreglur (enginn broddur yfir u) en rithátturinn uppfyllir skilyrði um hefð Líó – tekur íslenskri beygingu í eignarfalli Mummi – tekur íslenskri beygingu í eignarfalli Hafnað Alexstrasza – samræmist ekki almennum ritreglum íslensks máls og uppfyllir ekki skilyrði um hefð Einarr – samræmist ekki almennum ritreglum íslensks máls og uppfyllir ekki skilyrði um hefð Swanhildur – samræmist ekki ritreglum íslensks máls og rithátturinn uppfyllir ekki skilyrði um hefð Millinöfn Fært á mannanafnaskrá Kling – nafnið er dregið af íslenskum orðstofni Hafnað Blom – nafnið er ekki dregið af íslenskum orðstofni Pollux – nafnið er ekki dregið af íslenskum orðstofni Thor – nafnið hefur áunnið sér hefð sem eiginnafn
tilvikum væri til hagræðis að eiginnöfn tengdust ekki kynjum. Benda má á að um aldir tíðkuðust nöfnin Sturla og Órækja og Sturla er enn talsvert notað nafn. Þessi nöfn hafa ætíð verið karlmannsnöfn en taka þó kvenkynsbeygingu. Nýlega var kvenmannsnafnið Skaði samþykkt en það tekur karlkynsbeygingu. Þannig eru þegar fordæmi fyrir því að kona beri nafn sem tekur karlkynsbeygingu og öfugt. Guðmundsson og Sigurðardóttir Mannanafnalögin snúast þó ekki bara um að búa til skrá yfir leyfð eiginnöfn og hafna þeim nöfnum sem ekki teljast samræmast lögunum. Þau snúast einnig um að varðveita föður- og móðurnafnakerfið sem er helsta sérkenni íslenskrar nafnahefðar og ævaforn germanskur arfur. Þetta kerfi var hinsvegar afnumið með lögum alls staðar annars staðar á Norðurlöndunum. Eitt það merkilegasta við föður- og móðurnafnakerfið er
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016
| 29
„Hverju barni skal gefa eiginnafn, þó ekki fleiri en þrjú.“ „Heimilt er að gefa barni eitt millinafn auk eiginnafns þess eða eiginnafna.“ „Kenninöfn eru tvenns konar, föðureða móðurnöfn og ættarnöfn.“ (úr lögum um mannanöfn 1996/45)
að konur halda nafni kenninafni sínu þó að þær gangi í hjónaband. Mjög gömul dæmi eru um að fólk kenni sig til móður en þeim hefur farið fjölgandi síðustu áratugi sem velja að kenna sig til móður. Lögin um mannanöfn verja móður- og föðurnafnakerfið því samkvæmt þeim er ekki hægt að taka upp ný ættarnöfn. Talsvert er um að mannanafnanefnd berist erindi sem snúast um aðlögun kenninafna fólks af erlendum uppruna. Dæmi um þetta gæti verið að stúlka eða kona sem á föður að nafni Piotr sæki um að fá að taka upp kenninafnið Pétursdóttir. Yfirleitt eru þess háttar erindi samþykkt af mannanafnanefnd.
Markmiðið með því að áskilja að nöfn taki eignarfallsendingu, er meðal annars að standa vörð um fallakerfi íslenskunnar.
ER ALLT KLÁRT FYRIR EM?
Millinöfn og ættarnöfn Hér á landi hefur verið bannað að taka upp ættarnafn frá árinu 1925. Engu að síður hefur alltaf verið talsverð pressa á að fá að taka upp ættarnöfn. Til þess að koma til móts við þá kröfu var í núgildandi mannanafnalögum opnað fyrir þann möguleika að taka upp svokallað millinafn. Millinafn líkist ættarnafni að því leyti að þau eru ekki kyngreind eins og eiginnöfn en kenninafn er alltaf haft á eftir millinafni. Áskilið er að millinafn sé dregið af íslenskum orðstofni, það má ekki hafa nefnifallsfallsendingu og ekki má vera hefð fyrir að nota nafnið sem eiginnafn. Heimilt er að nota eignarfallsmynd af eiginnafni foreldris sem millinafn, til dæmis Sigurðar eða Láru. Millinöfn má nota á svipaðan hátt og ættarnöfn þannig að heimilt er að taka upp sem millinafn hvort heldur sem er ættarnafn eða millinafn maka. Svipað og í nágrannalöndum Íslensku mannanafnalögin hafa þróast í átt til aukins frjálsræðis eins og mannanafnalög nágrannalanda. Í Noregi eru lögin orðin afar opin og í Danmörku voru reglur um nafngiftir rýmkaðar mjög með lögum frá 2006. Á þeim tíu árum sem liðin eru síðan hefur fjöldi nafna á dönsku mannanafnaskránni þrefaldast og telur nú um 22.000 nöfn. Já, það er einmitt líka til mannanafnaskrá í Danmörku. Það er nokkuð augljóst að í breyttu samfélagi er stöðug þörf á að endurskoða lög eins og mannanafnalög. Sá fjöldi fólks sem flyst búferlum milli landa hefur margfaldast undanfarna áratugi. Sumir niðjar þessa fólks vilja halda í nafnahefðir upprunalandsins meðan aðrir velja nöfn úr landinu sem flutt hefur verið til. Þá má velta fyrir sér hvort huga ætti að því að upphefja kynskiptingu eiginnafna með þeim rökum að kynin séu ekki afdráttarlaust tvö heldur geti þau verið mörg og ekkert. Einnig gæti komið til greina að rýmka ákvæði um millinöfn.
... með gegnsærri filmu.
Auðvelt að setja á og taka hana af.
Áfram
Ísland
30 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016 Kristján Valdimarsson býður upp á námskeið og ferðir á standandi róðrarbretti sem nýtur vaxanda vinsælda hérlendis.
Alltaf með brettið í skottinu Hægt og bítandi hafa Íslendingar komist að því að allt sport má stunda hérlendis ef viljinn er fyrir hendi. Standandi róðrarbretti (SUP) nýtur vaxandi vinsælda og má stunda nánast hvar sem er í vatni og sjó. Kristján Valdimarsson hefur stundað íþróttina af kappi síðastliðin ár og segir sportið einstaka leið til að tengjast og upplifa íslenska náttúru. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is
„Ég og konan mín leigðum okkur húsbíl og keyrðum um Ástralíu fyrir mörgum árum. Snemma morguns við sólarupprás sá ég þennan týpíska Ástrala, með sítt ljóst hár, sigla á róðrarbrettinu sínu með hundinn á framendanum. Þá heillaðist ég af hugmyndinni,“ segir Kristján Valdimarsson, stofnandi SUP Adventures á Íslandi. SUP stendur fyrir „stand up paddle“, eða á íslensku standandi róðrarbretti. Búnaðurinn samanstendur af uppblásnu bretti, ár og pumpu sem samkvæmt Kristjáni fæst á sanng jörnu verði. „Startkostnaðurinn er í kringum 100.000 krónur en eftir það eru engin auka gjöld, vatnið og náttúran eru opin öllum. Þessari líkamsrækt fylgir frelsi til þess að upplifa náttúru Íslands á einstakan máta.“ Með brettið í skottinu Líkt og nafnið gefur til kynna er staðið upprétt á brettinu og er jafnvægi því mikilvægur þáttur. Þegar viðrar vel til róðrar er þó lítil hætta á að detta í vatnið. Brettið er
Hvað er SUP?
SUP stendur fyrir „stand up paddle“ eða standandi róðrarbretti. Staðið er upprétt á brettinu og róið áfram með ár. Íþróttina má stunda í sjó og vatni.
Hvernig byrja ég í SUP?
Hjá SUP Adventures má sækja námskeið á standandi róðrarbretti til að læra undirstöðuatriðið í tækni og líkamsbeitingu. Fyrirtækið býður einnig upp á sölu og útleigu á róðrarbrettum. Fyrir metnaðarfulla má nálgast kennslumyndbönd á Youtube. Frekari upplýsingar á www. supadventures.is og á Facebook síðunni SUP Adventures in Iceland.
„Það jafnast ekkert á við að vera aftengdur umheiminum með ekkert nema sjálfan þig og náttúruna.“ breitt og formfast, því geta þeir sem þora klæðst hefðbundnum fötum. „Á veturna klæðst ég kuldagallanum og á sumrin stuttbuxum. Blautbúningurinn er því ekki skilyrði en gott öryggisnet fyrir byrjendur og þau sem ætla sér í alvöru hasar.“ Allar græjurnar komast fyrir í einni tösku, á stærð við svefnpoka, sem er tilvalið að hafa meðferðis í skottinu á ferðalögum. „Þegar við fjölskyldan förum í ferðalög eru græjurnar bara í skottinu. Þegar við rekumst á fallegt vatn eða spennandi stað til að kanna þá er ég enga stund að blása brettin upp og skella okkur á vatnið.“ Á brettinu er öllum líkamanum beitt og því góð alhliða hreyfing. „Maður stýrir ferðinni alfarið sjálfur, það er hægt að lalla áfram og taka því rólega eða setja smá hörku í þetta, svitna og geysast áfram.“ Vill sjá fleiri í sportinu Kristján stundar brimbretti samhliða róðrarbrettinu og segir íslensk veðurskilyrði vanmetin fyrir slíkar íþróttir. „Ég vil sjá fleiri í sportinu því íslensk náttúra hefur upp á ótrúleg færi að bjóða. Það er ekki sambærilegt að horfa út á vatn og standa í miðju þess og upplifa mikilfengleikann. Á góðum dögum hoppa fiskarnir, sólin skín og þá er enginn staður betri að vera á. Á veturna klæðist ég kuldagallanum og fylgist með norðurljósun-
Hvar stunda ég SUP?
Á vötnum og sjó. Kristján mælir með Gróttu, Nauthólsvík, Gullströndinni, Hamravatni, Elliðavatni, Geldingarnesinu og Jökulsárlóni.
um. Þetta er heilsárssport sem má stunda allt árið um kring.“ En hvar má stunda íþróttina? „Í raun og veru allstaðar við vötn og sjó. Í grennd við höfuðborgarsvæðið mæli ég með Gróttu, Nauthólsvík, Gullströndinni, Hamravatni, Elliðavatni og við Geldingarnesið er möguleiki á að rekast á seli.“ Skemmtilegasta túrinn seg ir Kristján án efa vera ferðalagið frá Reykjavík í Viðey. „Ég hef einnig heyrt að róður í Jökulsárlóni sé einstök upplifun, að sigla milli ísjakanna.“
Jóga á brettinu Róðrarbrettið einskorðast ekki við siglingu en það er vinsælt að stunda jóga og hugleiðslu á vatninu. Kristján tekur að sér hópferðir á vötn í nágrenni við Reykjavík og þá setja menn sig í stellingar hundsins, stríðsmannsins og hugleiða þess á milli. „Það er enginn staður betri til að stunda jóga en á vatni úti. Það krefst sérstakar einbeitingar og meðvitundar um hvern vöðva líkamans til að halda jafnvægi. Það jafnast ekkert á við að vera aftengdur umheiminum með ekkert nema sjálfan þig og náttúruna.“
N U ÝJ N G Á LA ÍS N D
DYNAMO REYKJAVÍK
I!
TRAUSTUR FERÐAFÉLAGI! ÞÚ FÆRÐ KORTIN LÍKA Í SÍMANN! Glæsileg kortabók - byggð á nýjustu upplýsingum. Vegir landsins, kort með upplýsingum frá Loftmyndum um golfvelli, sundlaugar og tjaldsvæði - og fjölmargt fleira. Og þú færð rafrænt Íslandskort í kaupbæti í símann og spjaldtölvuna sem sýnir alltaf hvar þú ert á landinu!
32 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016
Fjölskyldulíf án einkabíls
Er hægt að komast af á höfuðborgarsvæðinu án þess að eiga bíl? Jú, þann lífsstíl kjósa sumir sér, menga minna og spara peninga, ganga, hjóla og taka strætó – og leigubíl ef mikið liggur við, t.d. ef komast þarf á fæðingardeildina með 7 í útvíkkun. Björn Reynir Halldórsson ritstjorn@frettatiminn.is
Einkabílar eru í íslensku samfélagi gjarnan taldir órjúfanlegur hluti af fjölskyldulífinu og er jafnvel talað um fjölskyldubíl í því samhengi. Hann er hinn þarfasti þjónn þegar kemur að matarinnkaupum, skutli í skóla, dagvistun og frístundum, ferðum á heilsugæslu og þjónustu af ýmsu tagi. Við fyrstu sýn virðist nánast ómögulegt að komast af án hans þegar börn koma í heiminn en svo þarf ekki endilega að vera. Hildur Knútsdóttir og Egill Þórarinsson, Nadira Árnadóttir og Sandra Önnudóttir og Nina Salvioldis og Sebastian Geyer lifa öll bíllausu lífi með börnin sín og hafa öll upplifað það
fyrir
viðmót frá vinum og kunningjum að nauðsynlegt sé að eiga bíl og spurningar á borð við „hvenær ætlarðu að kaupa bíl?“ eða „hvenær ætlarðu að taka bílpróf?“ hafa verið tíðar. Öll hafa þau hins vegar sniðið sér stakk eftir vexti og kosið að búa á stað þar sem auðvelt er að nálgast alla þjónustu án þess að vera bílnum háð en leyfa sér að taka leigubíl þegar þörf er á þar sem sparnaður er heilmikill. Öll hafa þau upplifað óþægindi vegna lélegs snjómoksturs en upplifun af strætókerfi höfuðborgarsvæðis er hins vegar ólík. Fréttatíminn tók þau tali og spurði hvernig fjölskyldulíf án einkabílsins gengi fyrir sig.
TILBOÐS KASSI
Mynd | Hari
Hugsjónir áttu sinn þátt í að Hildur og Egill losuðu sig við bílinn.
Tíðari innkaupaferðir en minni matarsóun
„Ég á tvö börn og við áttum bíl þegar eldri dóttir okkar fæddist en svo þegar yngri dóttirin fæddist hugsuðum við: „Við þurfum að kaupa stærri bíl,“ en svo hugsuðum við bara: „Nei, af hverju?“ Það er náttúrlega líka pólitískt, við viljum ekki menga og svo eru bílar bara eitthvað svo leiðinlegir,“ segir Hildur Knútsdóttir, rithöfundur og verkefnastjóri hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands. Hún býr í Vesturbæ Reykjavíkur ásamt manni sínum, Agli Þórarinssyni skipulagsfræðingi, og dætrum þeirra tveimur, Rán, 3 ára og Örk, eins árs. Rán er á leikskóla en Örk hjá dagmæðrum, því fer dágóður tími á morgnana og síðdegis í göngutúra sem eru fjölskyldunni ánægjulegir: „Þegar dóttir mín var í leikskóla hjá FS löbbuðum við meðfram Tjörninni. Þá sáum við unga og hittum kisur. Þetta er allt annað,“ segir Hildur. „Svo rekst ég á fólk og spjalla og við kíkjum á róló. Svo þegar maður tekur strætó er hægt að hlusta á tónlist eða hljóðbók.“ Hildi er umhugað um þá kvöð að sitja föst í umferð á háannatíma og aðra ókosti á borð við að finna stæði eða sinna viðhaldi á bílnum. „Þetta bara mótar lífið leiðinlega, finnst mér. Lífið fer að snúast einmitt um bílinn, hvar maður fær stæði og svona.“ Það fylgir því að búa í gamla Vesturbænum að erfitt er að finna stæði fyrir framan heimili sitt en staðsetning var hins vegar einmitt valin með það í huga að þurfa ekki bíl á að halda enda stutt í alla þjónustu, nema helst læknavakt: „Maður getur farið á heilsugæsluna en það er bara til sex. Börn eiga það einhverra hluta vegna til að veikjast á föstudagskvöldum, það er klassískt. Þá getur verið blóðugt að taka leigubíl á læknavaktina í Kópavogi.“ Að sama skapi er Hildur heppin að því leyti að hennar vinnutími er sveigjanlegur: „Ég bý vel að því að ég er í hlutastarfi og svo skrifa ég. Það myndi ekki ganga upp að vera í vinnu í 8 tíma í dag. Þetta tekur dálítinn tíma, önnur er hjá dagmömmum og hin á leikskóla.“ Þau skiptast á að fara fyrr úr vinnunni og í tilfellum Egils vinnur hann upp sína tíma. „En þó við værum á bíl þá myndum við ekki bæði ná átta tímum,“ bætir Hildur við. Hugsjónir spila sinn þátt í að Hildur og Egill losuðu sig við bílinn. Það er ekki einungis minni mengun sem fylgdi því að losa sig við bílinn heldur eru fleiri jákvæð umhverfisáhrif: „Í staðinn fyrir að fara stórar innkaupaferðir förum við oftar og kaupum minna, að vísu í dýrari búðum en við sóum minni mat. Það gleymist nefnilega stundum að það er líka mjög dýrt að henda mat. Svo um helgar förum við öll saman með kerru og gerum þetta allt saman,“ segir Hildur og bætir við að barnakerrur henti mjög vel í innkaupaferðir enda er þar pláss til þess að geyma ýmislegt undir vöggunni. Hildur finnur helst fyrir því að eiga ekki bíl á veturna þegar ekki er hlúð nógu vel að gangandi vegfarendum: „Það er ekkert djók að vera með vagn í janúar, hvernig er rutt. Oft snjóskaflar og illa rutt og maður er fastari með barn,“ segir Hildur en bætir þó við: Það eina sem við söknum við að hafa bíl eru ferðir út á land. Mamma á sumarbústað á Suðurlandi. Það er reyndar hægt að taka strætó þangað. Kannski við prófum það þegar stelpurnar verða aðeins stærri.“ Það er þó mögulegt að fara út á land án bifreiðar: „Ég var að fara að lesa í FSU um daginn og ég tók bara strætó.“ Hildi finnst þó vanta hvatann til að leigja (rafmangs)bíl, það sé jafndýrt og bifreiðatryggingar fyrir heilt ár.
WWW.NISSAN.IS
NISSAN X-TRAIL
ENNEMM / SÍA /
N M 7 5 4 8 5 N i s s *Miðað a n X t rvið a i luppgefnar 5 x 3 8 m atölur i bframleiðanda n a n a r a r a um l eldsneytisnotkun í blönduðum akstri.
RÚMGÓÐUR OG SPARNEYTINN SPORTJEPPI FÁANLEGUR 7 SÆTA
TÆKNILEGUSTU SPORTJEPPARNIR Nýju sportjepparnir frá Nissan eru hlaðnir spennandi nýjungum, t.a.m. ÖRYGGISHJÚP, sem byggir á 360° MYNDAVÉLATÆKNI. Hann tekur við upplýsingum frá myndavélum á öllum hliðum bílsins og miðlar þeim til öryggiskerfa sem fylgjast með öllu sem gerist. Kerfin láta ökumann vita þegar eitthvað óvænt steðjar að sem valdið getur hættu.
NISSAN X-TRAIL
NISSAN X-TRAIL
ACENTA, SJSK., DÍSIL Framhjóladrifinn
ACENTA, BSK., DÍSIL Fjórhjóladrifinn
Verð: 5.390.000 kr.
Verð: 5.790.000 kr.
Eyðsla 5,1 l /100 km*
Eyðsla 5,3 l /100 km*
ACENTA 360° myndavélakerfi, LED dagljósabúnaður, 17" álfelgur, handfrjáls símabúnaður Bluetooth Nissan Connect kerfi: Íslenskur leiðsögubúnaður, þráðlaus afspilun á tónlist og tenging við snjallforritin Facebook, Google o.fl.
GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400
Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622
Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533
Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070
360° MYNDAVÉLATÆKNI
IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080
BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516
NISSAN CONNECT
ÖRYGGISHJÚPUR
BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is
34 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016
Strætóbiðstöðin eins og heiti potturinn í Vesturbæjarlauginni „Við erum bara vanar því síðan við vorum litlar að hafa ekki bíl á heimilinu. Við ólumst báðar upp í þannig fjölskyldu. Við erum hvorugar með bílpróf,“ segja Kolbrún Nadira Árnadóttir og Sandra Önnudóttir, dagmæður sem búa í Vesturbænum sunnan Hringbrautar, ásamt börnum sínum: Tinnu, 13 ára; Rökkva, fimm og hálfs árs og Ými, eins og hálfs árs. Tinna er að klára Vesturbæjarskóla, Rökkvi er að klára leikskóla og Ýmir er heima hjá þeim ásamt öðrum börnum í þeirra umsjá. Báðar hafa þær alist upp að hluta til í Vesturbænum en einnig í öðrum hverfum Reykjavíkur, svo sem Breiðholti, Hlíðunum og Norðurmýri og lifað bíllausu lífi á öllum þeim stöðum. „Við löbbuðum til ömmu og afa í Kópavogi úr Efra -Breiðholti, það var ekkert mál, það var gaman,“ segir Nadira og Sandra bætir við: „Svo voru vinir manns að labba heim til okkar og voru bara: „Ooo, þetta er svo erfitt.““ Rétt eins og þegar Nadira og Sandra voru litlar, velta börnin sér ekkert upp úr þessu en vinir þeirra gera það hins vegar og eru gjarnan orðnir óþolinmóðir þegar labbað er í heimsókn til þeirra úr skólanum. Þá er Rökkvi byrjaður að finna fyrir pressu úr leikskólanum: „Strákurinn okkar sem er að klára leikskóla finnur hins vegar fyrir því að önnur börn spyrja hann. Þá er hann farinn að spyrja okkur þegar við sækjum hann á leikskólann – eruð þið búnar að kaupa bíl?“ segir Nadira og Sandra bætir við: „Allir eiga bíl og trampólín, af hverju eigum við ekki bíl og trampólin? Við vorum að útskýra fyrir honum að það er ekki alveg raunveruleikinn.“ Þrátt fyrir það eru gönguferðirnar alltaf ánægjulegar fyrir Rökkva, sem er ávallt fullur íhugunar: „Það eru oft djúpar pælingar eins og: „Mamma, af hverju getur mannfólk labbað á jörðinni? Af hverju dettum við ekki út í geim?“ Þá þurfti ég að útskýra allt fyrir honum eins vel og ég gat, en ef ég hefði verið á bíl hefðum við örugglega verið fljótari í leikskólann og ég bara sagt „tölum um það seinna elskan, það er enginn tími núna,““ útskýrir Nadira. Þá er Rökkvi einnig mjög félagslyndur og óhræddur við að ræða við starfsfólk á kaffihúsum og verslunum: „Hann á eina vinkonu í Kaffitári í Kringlunni.“ Það er þó ekki bara Rökkvi sem er duglegur að spjalla, öll fjölskyldan er orðin hluti af ákveðnu samfélagi í Vesturbænum, fólki sem tekur sama strætó úr Vesturbænum frá sama stað: „Við erum farnar að kynnast fólki í hverfinu. Oft er strætó seinn og þá erum við með strætó-appið og getum sagt hvað er langt í að
Mynd | Hari
Við erum vanar því síðan við vorum litlar að hafa ekki bíl á heimilinu og erum hvorugar með bílpróf, segja dagmæðurnar Kolbrún Nadira og Sandra.
strætó komi. Fólk skilur ekki hvernig það virkar en finnst það sniðugt. Þetta verður svona samfélag, svona eins og í heita pottinum í Vesturbæjarlauginni. Svo hittir maður fólkið í bænum og veit að það er að taka sama strætó.“ Almennt eru Nadira og Sandra ekki mjög ánægðar með strætó og finnst þjónustunni hafa hrakað undanfarið fimm ár: „Strætókerfið er ekki rosalega hagstætt. Ganga illa saman vagnarnir. Þegar maður er á Lækjartorgi og þarf að fara á Suðurlandsbraut þá tókum við eftir því að vagnar ganga yfirleitt á sama tíma í sömu átt. Þegar við erum á Hlemmi stoppar seinni vagninn kannski tveimur mínútum fyrr og á endanum þurfum við að bíða í hálftíma á Hlemmi.“ Það sama á þó ekki við um Ártún og þannig er minna mál að taka strætó til tannlæknis í Grafarholti, þangað sem öll fjölskyldan fer saman á einu bretti, einu sinni ári alla jafna. Mikill sparnaður hlýst að því að eiga ekki bíl og þannig er hægt að taka leigubíl af og til, t.d. á fæðingardeildina. Nadira ætlaði að vísu fyrst þangað í strætó: „En Sandra tók það ekki í mál og við tókum leigubíl. Svo kom í ljós að ég var með 7 í útvíkkun,“ segir Nadira hlæjandi.
SÖLUAÐILAR Reykjavík: Gullbúðin Bankastræti 6 s:551-8588 | Gullúrið Mjódd s: 587-410 | Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 | Michelsen Úrsmiðir Kringlunni s: 511-1900 Michelsen Úrsmiðir Laugavegi 15 s: 511-1900 | Rhodium Kringlunni s: 553-1150 Hafnarfjörður: Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 | Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 | Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 | Vestmannaeyjar: Geisli Hilmisgötu 4 s: 481-3333
Mynd | Rut
Það er kostur fjárhagslega að maður kaupir ekki jafn mikið af drasli því maður nennir ekki að bera það,“ segir bíllaus Nína, sem fer allra sinna ferða gangandi, hjólandi eða í strætó.
Betra að vera bíllaus í Árbænum en á Stúdentagörðunum
„Þegar við fluttum í Hraunbæinn var meiningin að losa okkur við bílinn. Það er svo góð tengingin í hverfinu. Stutt í vinnuna hans, góðar strætósamgöngur og svo bara stutt í allt, Bónus, Krónuna, sundlaugar og bakarí, nefndu það,“ segir Nina M. Salvioldis, doktorsnemi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands en hún og sambýlismaður hennar, Sebastian Geyer, aðstoðarforstöðumaður Fjóssins frístundaheimilis, seldu bílinn eftir að hafa flutt í Árbæinn úr stúdentagörðum með tvær dætur þeirra, Önnu Grétu, 7 ára, og Öldu Lóu, 5 ára. „Fólk var að hlæja að okkur – „hvað fluttuð þið í Árbæinn og selduð bílinn?“ En samt er staðan þannig að það er einfaldara að vera bíllaus í Árbænum en á stúdentagörðum,“ segir Nína og nefnir sem dæmi að á stúdentagörðum hafi verið langt í matvöruverslun og heilsugæslu og svo var illa rutt í Vesturbænum en það hefur hins vegar aldrei verið vandamál í Árbænum þar sem Nína fer ferða sinna á hjóli á hvaða tíma ársins sem er. Í Árbænum er stutt í alla þjónustu: skóla, leikskóla, heilsugæslu og Bónus. Nálægðin við skólann og leikskólann er í raun það mikil að samtalið fer minnst að snúast um það hvernig er að koma börnum í skóla og leikskóla. Ekki spillir heldur fyrir að í göngufæri eru Árbæjarsafnið og Elliðaárdalurinn. Það er því allt til alls þar nema kannski helst kaffihús en fyrir Nínu er það lítið mál enda starfar hún nálægt miðbænum. Strætósamgöngur eru góðar á báða vinnustaði þeirra, sem eru hvorir í sínum enda Reykjavíkur, og sömuleiðis hjólastígar: „Það er mjög góð hjólaleið úr Hraunbænum í hans vinnu. Honum finnst hins vegar óþægilegt að mæta sveittur í vinnuna, það er kosturinn við rafmagnshjólið,“ segir Nína en sjálf kýs hún frekar venjulegt reiðhjól: „Ég prófaði einu sinni rafmagnshjól, það var allt of auðvelt. Mér finnst bara gott að vera á hjóli.“ Nína hjólar oftast í háskólann og velur ekki endilega stystu leiðina: „Ég tek aðeins lengri leið en fallegri. Hjóla í gegnum Elliðaárdal, Fossvoginn og Nauthólsvíkina, það er yndislegt. Ég er búin að hugsa oft hversu heppin ég er að geta hjólað þessa fallegu leið á hverjum einasta morgni. Hjálpar svo við að tæma hugann. Hjólaði áður Miklubraut, það var ekki skemmtilegt. Mikið af ljósum og svo mengunin og hávaðinn. Þetta er mikið áreiti. Nú heyri ég fuglana syngja, voða næs,“ segir Nína sem tekur helst strætó ef að hún er á kafi í spennandi bók eða sprungið er á hjólinu. „Eini ókosturinn [við að eiga ekki bíl] er að við getum ekki keypt neitt notað á bland.is. Það er þægilegra að fara á netið og panta það sem við viljum og fá sent heim,“ segir Nína sem nýtir sér heimsendingarþjónustu IKEA. Á hinn bóginn er líka heilmikill afleiddur sparnaður í því að eiga ekki bíl: „Þú ferð að hugsa mjög vel í hvert einasta skipti „nenni ég núna að fara í Kringluna og kaupa þetta. Getur það beðið þar til í næstu viku þar til ég þarf að fara í Kringluna?“ Það er kostur fjárhagslega að þú kaupir ekki jafn mikið af drasli því þú nennir ekki að bera það,“ segir Nína sem þó gerir stórinnkaup í Bónus enda er það nógu stutt til að burðast með marga poka.
TIL ERU BRAUÐ Þarftu að útbúa nesti, skipuleggja saumaklúbb eða smáréttaveislu, undirbúa bröns, kósíkvöld eða partí? Hér eru uppskriftir við allra hæfi – sveitapaté og beikonsulta fyrir kjötæturnar, makrílmauk og maríneruð síld fyrir þá sem kunna að meta fisk og margskonar uppskriftir fyrir grænmetisætur og grænkera. Nanna Rögnvaldardóttir hefur sent frá sér fjölda matreiðslubóka og er þekkt fyrir einfaldar og aðgengilegar uppskriftir að ljúffengum mat.
Eitthvað ofan á brauð TILBOÐSVERÐ: 2.799.Verð: 3.499.-
Ömmumatur Nönnu
Létt og litríkt
TILBOÐSVERÐ: 3.599.Verð: 4.499.-
TILBOÐSVERÐ: 3.599.Verð: 4.499.-
„Ekki má leggja meira en eina tegund ofan á hverja brauðsneið, og yfir höfuð borða ekki margar tegundir með sama brauðbitanum.
„Það sem lagt var ofan á brauðið var þetta: hangið kjöt, nýtt kjöt með asíum, nautatunga, lambatunga, fiskabollur, switzerostur, Rockefordostur og rúllupylsa …
Kvennafræðarinn, 1891
Vísir, 1916
Austurstræti 18
Álfabakka 16, Mjódd
Hafnarfirði - Strandgötu 31
Ísafirði - Hafnarstræti 2
Skólavörðustíg 11
Kringlunni norður
Keflavík - Sólvallagötu 2
Vestmannaeyjum - Bárustíg 2
Laugavegi 77
Kringlunni suður
Akureyri - Hafnarstræti 91-93
Húsavík - Garðarsbraut 9
Hallarmúla 4
Smáralind
Akranesi - Dalbraut 1
Íslensk ofurfæða Villt og tamin TILBOÐSVERÐ: 3.599.Verð: 4.499.-
540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is
Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími tilboða er 10. júní, til og með 12. júní, eða meðan birgðir endast. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.
36 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016
Fiðluleikarinn Victoria Mullova á Reykjavík Midsummer Music í Hörpu 16.-18. júní Meðal fjölmargra listamanna sem koma fram á tónlistarhátíðinni Reykjavík Midsummer Music er rússneski fiðluleikarinn Victoria Mullova. Mynd | victoriamullova.com
Fiðlan, flóttinn og ferðalögin Rússneski fiðluleikarinn Victoria Mullova hefur á undanförnum árum og áratugum verið áberandi í klassísku tónlistarlífi af hæstu gæðum. Þessi hægláti tónlistarmaður hefur heillað hlustendur um allan heim allt frá því hún sigraði í einleikarakeppni sem kennd er við Jean Sibelius árið 1980. Nú kemur hún öðru sinni til Íslands til að taka þátt í Reykjavík Midsummer Music hátíðinni.
Í
Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is
morgunsárið nær Fréttatíminn í fiðluleikarann Victoriu Mullovu í síma þar sem hún er stödd í Schloss Elmau í Bæjaralandi, glæsilegri höll þar sem fögur tónlist fyllir jafnan loftið. Þennan daginn standa yfir æfingar en í höllina er líka kominn Víkingur Heiðar Ólafsson, píanisti og listrænn stjórnandi Reykjavík Midsummer Music. Kvöldið áður hafa þau Mullova hist stuttlega en nú stendur fyrir dyrum að spila saman í fyrsta sinn, æfa tónlist eftir Schubert en verk tónskáldsins eru í brennidepli þessa dagana þarna í Suður-Þýskalandi. Mullova hefur einu sinni áður komið til Íslands, hún hélt hér tónleika í Austurbæjarbíói árið 1985 ásamt bandarískum píanista og lék einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún segist ekkert muna
frá þessari heimsókn. „Þetta gæti allt eins hafa verið í öðru lífi,“ segir hún á línunni frá Þýskalandi, enda hefur mikið gengið á síðan. Uppgangur hennar í tónlistarlífinu var hraður á þessum árum og nóg að gera. Mullova er fædd rétt utan við Moskvu árið 1959 og tónlistarnám sitt sótti hún til rússnesku höfuðborgarinnar. Rúmlega tvítug sigraði hún í Sibelíusar fiðlukeppninni og það hafði auðvitað sín áhrif á ferilinn. Það sama átti við um nokkuð dramatíska sögu af flótta Mullovu undan hæl Sovétríkjanna árið 1983. Flóttinn vakti mikla athygli víða um heim og var m.a. fjallað um hann í íslenskum fjölmiðlum. Mullova var þá á tónleikaferðalagi í Finnlandi og að venju fylgdi henni fylgdarkona á vegum leyni-
Ásetusláttuvélar Ásetusláttuvélin frá CubCadet er lipur og nett. Hún kemst vel að við þrengri aðstæður.
Gerir sláttinn auðveldari
ÞÓR
H F
Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500
Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555
Vefsíða og Opnunartími: Opið alla virka daga netverslun: frá kl 8:00 - 18:00 www.thor.is Lokað um helgar
þjónustunnar KGB til að passa að listamaðurinn hlypist ekki frá verkefninu, sem var auðvitað í nafni föðurlandsins. Með því að villa um fyrir gæslukonunni og útvega bíl sem flutti hana yfir til Svíþjóðar náði Mullova loks að komast til Stokkhólms. Eftir nokkra daga í felum tókst henni að lokum að sækja um pólitískt hæli í Bandaríkjunum í sendiráðinu þar í borg. Fiðlu af fínustu Stradivarius gerð hafði hún þá skilið eftir á hótelrúminu í Finnlandi. „Leyniþjónustukonan, sem var sem betur fer ekki alltof góð í sinni vinnu, fann fiðluna og kom henni til skila. Hljóðfærið var í eigu Sovétríkjanna,“ segir Mullova og bætir við að þetta sé oft það atriði sem blaðamenn séu spenntastir fyrir þegar þeir ræða við hana, og ætli það sé ekki bara rétt.
E
ftir flóttann beið Victoriu Mullovu glæstur ferill víða á Vesturlöndum. Hún hefur síðan komið fram með öllum helstu hljómsveitarstjórum og sinfóníuhljómsveitum heims. Með góðri hjálp fékk hún árið 1985 aftur í hendurnar fyrirtakshljóðfæri til að vinna með. Fiðlan hennar er líka af Stradivarius tegund og hefur þjónað henni í rúm þrjátíu ár en hljóðfærið verður bráðum þrjú hundruð ára, var smíðað af meistaranum í Cremona 1723. „Þetta var á þeim tíma þegar verðið á þessum gripum var ekki orðin alveg jafn geggjað og það er í dag,“ segir Mullova, ánægð með hljóðfærið sitt. Það þarf hins vegar að beita slíku hljóðfæri vel svo að galdurinn gerist og það kann Mullova svo sannarlega. Hún var lengi vel á samningi hjá Philips útgáfufyrirtækinu en hefur á undanförnum árum gefið út fyrir fyrirtækið Onyx og um leið hafa verkefnin orðið fjölbreyttari. Einn aðal samverkamaður hennar í dag er eiginmaður Victoriu, enski sellóleikarinn Matthew Barley. Saman hafa þau farið í ýmsa könnunarleiðangra um lendur heims- og djasstónlistar og t.d. leikið tónlist eftir Miles Davis, Duke Ellington og Youssou N’Dour. Mullova segir samstarf þeirra hjóna mjög gjöfult. „Efnisskráin hefur breikkað um leið og ég hef lagt allra frægustu fiðlukonsertunum og innihaldsrýrari verkum,“ segir hún og nefnir konserta Tchaikovsky og Paganini. „Það
Hver er Victoria Mullova?
Einn fremsti •einleikari heims á fiðlu. Flúði Sovétríkin •á níunda áratugnum. Sló í gegn með hljóm •sveitum á Vesturlöndum. Leikur jafnt djass, •klassík og heimstónlist. er miklu meira gaman að blanda saman ólíkri tónlist og reyna að hafa samsetninguna fjölbreytta.“ Þessa hugsun Mullovu má sjá á verkefni á borð við The Peasant Girl, diski sem þau hjónin gáfu út fyrir nokkrum árum en á þeirri upptöku kom tónlistin jafnt frá austur-evrópskum tónskáldum, bandarískum djassmönnum, afrískum listamönnum og frönskum sígauna-böndum. Það er því ljóst að Victoria Mullova er leitandi í verkefnum sínum.
M
ullova kemur fram á tvennum tónleikum á Reykjavík Midsummer Music um miðjan júní. Ferðaþráin er rauður þráður í gegnum tónlistarhátíðina og á opnunartónleikunum, þann 16. júní, tekur hún þátt í dagskrá undir heitinu Gangandi geimfari. Daginn eftir, á þjóðhátíðardaginn 17. júní, kemur hún fram á tónleikum undir yfirskriftinni Söngvar förumannsins, þar sem Kristinn Sigmundsson verður líka í stóru hlutverki. „Það er alltaf mikilvægt að spila kammermúsík eins og þá sem verður á dagskrá hátíðarinnar í Reykjavík,“ segir Mullova. „Það er allt annað samspil og á margan hátt meira gefandi en að spila einleik með hljómsveit,“ segir Mullova að lokum. Dagskráin er stíf. Fyrst er það Schubert í höll í Suður-Þýskalandi og síðan tónlist í miðnæturbirtu á Íslandi. „Ég vonast til að ná að sjá eitthvað af landinu ykkar núna,“ segir Victoria Mulloca. Á tónlistarveitunni Spotify er að finna fjölmargar upptökur með Victoriu Mullovu. Fréttatíminn mælir með túlkun hennar á verkum Bachs, Prokofiev, söfnum með 20. aldar konsertum og sónötum og þemaplötunum Stradivarius in Rio og The Peasant Girl.
FRÁBÆRT VERÐ
UNITED 50LEDX17T2
50" Full HD sjónvarp með 1920 x1080p upplausn. 3D Comb Filter. Stafrænn DVB-C, DVB-T2 móttakari. 1 x USB. 3 x HDMI. Scart, mini AV, mini Component, VGA & CI rauf. Digital coax út og heyrnatólatengi. USB upptökumöguleiki. Sérstök hótelstilling.
69.990 VERÐ ÁÐUR 89.990
United LED32X17T2
32" LED sjónvarp 1366x768p upplausn. 3D Comb Filter. Stafrænn DVB-C, DVB-T2 móttakari. 1 x USB. USB upptaka. 3 x HDMI, Scart, mini AV, mini Component, VGA og CI rauf. Digital coax út og heyrnatólatengi. Hótelstilling.
29.990 VERÐ ÁÐUR 39.990
UNITED 40LEDX17T2
40" Full HD sjónvarp með 1920 x1080p upplausn. 3D Comb Filter. Stafrænn DVB-C, DVB-T2 móttakari. 1 x USB. 3 x HDMI. Scart, mini AV, mini Component, VGA & CI rauf. Digital coax út og heyrnatólatengi. USB upptökumöguleiki. Sérstök hótelstilling.
49.990 VERÐ ÁÐUR 59.990
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS
38 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016
Séní í ávanabindingum kennir Íslendingum
GOTT UM HELGINA Vöruskemma fyllist af næturfuglum Nightbird eða Næturfugl er viðburður fyrir nátthrafna landsins en í kvöld fer fram vöruskemmupartí úti á Granda með innlendum og erlendum listamönnum sem munu leika elektró tónlist fram undir morgun. Fram koma Smokey & Solid Blake, Leah Floyeurs, Dj Yamaho, Kanilsnældur og Jule. Hvar? Grandagarði 16 Hvenær? Kl. 22 Hvað kostar? 3000 kr.
MAMMA MIA – „Stórkostlegt“ MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Fös 10/6 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00 Sun 12/6 kl. 20:00 Fös 24/6 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00 Lau 25/6 kl. 20:00 Fim 16/6 kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 20:00 Lau 18/6 kl. 20:00 Fös 9/9 kl. 20:00 Sun 19/6 kl. 20:00 Lau 10/9 kl. 20:00 Þri 21/6 kl. 20:00 Sun 11/9 kl. 20:00 Uppselt út leikárið! Sýningar haustsins komnar í sölu.
Á sunnudaginn næstkomandi munu fara fram þrír fyrirlestrar í Hörpu með kanadíska lækninum dr. Gabor Maté. Maté er einn fremsti fræðimaður heims á sviði ávanabindingar. Hann nýtur jafnframt virðingar fyrir athuganir sínar á athyglisbresti, þroska og hegðun barna og orsökum og meðferð streitu. Hvar? Hörpu Hvenær? Sunnudaginn frá 10 17.30
Nú byrjar ballið HA Kastljós.
Það eru kannski fæstum fréttir að í dag fer fram fyrsti leikur Evrópumótsins í fótbolta. Opnunarleikur mótsins er á milli Frakklands og Rúmeníu. Hvar get ég horft? Öllum leikjum mótsins verður varpað upp á risaskjá á Ingólfstorgi í Reykjavík, og það er sama uppi á teningnum í Skrúðgarðinum í Keflavík. Þess utan er hægt að horfa á leikinn á flestum ef ekki öllum fótboltabörum landsins, til dæmis Rauða ljóninu á Eiðistorgi, Bjarna Fel í Austurstræti og Ölveri í Glæsibæ.
Fös 16/9 kl. 20:00 Lau 17/9 kl. 20:00 Sun 18/9 kl. 20:00 M.G. Fbl. Fös 23/9 kl. 20:00 Lau 24/9 kl. 20:00 Sun 25/9 kl. 20:00 Fös 30/9 kl. 20:00
AUGLÝSING ÁRSINS – HHHH –
Njála (Stóra sviðið) Fim 29/9 kl. 20:00
1950 Mið 5/10 65 kl. 20:00
2015 Mið 12/10 kl. 20:00
Tónlistin þróast á sviðinu
DAVID FARR
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Lau 11/6 kl. 15:00 aukasýn Sýningum lýkur í vor!
Mugison (Kassinn) Fös 10/6 kl. 20:30 Sun 12/6 kl. 20:30 Fim 16/6 kl. 20:30 Fös 17/6 kl. 20:30 Miðasala á mugison.com
Lau 11/6 kl. 19:30 Lokasýn
Sun 12/6 kl. 15:00 aukasýn
Lau 18/6 kl. 20:30 Sun 19/6 kl. 20:30 Fim 23/6 kl. 20:30 Fös 24/6 kl. 20:30
Lau 25/6 kl. 20:30 Sun 26/6 kl. 20:30
551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
Bílskúrsböndin kíkja út úr skúrnum
Tilraunakenndir tónleikar verða haldnir í Mengi í kvöld, þar sem tónlistarkonan Mr. Silla kemur fram á Íslandi í fyrsta sinn í langan tíma. Mr. Silla segir að á tónleikunum ætli hún að prófa sig áfram með efni sem er á frumstigi og hefur ekki heyrst áður: „Ég ætla að leyfa hlutunum að þróast á sviðinu. Og kannski spila ég einhver eldri lög, hver veit!“ Hvar? Í Mengi, Óðinsgötu 2 Hvenær? Klukkan 21 Hvað kostar? 2000 krónur
Dansað með kótelettur í maganum Kótelettan verður haldin í 7. sinn á Selfossi um helgina, frá föstudegi fram að sunnudegi. Hátíðin einkennist af miklu grilli en auk þess mun Mánaballið fara fram á laugardagskvöldinu þar sem dansað verður fram á rauða nótt. Hvar? Selfossi Hvenær? Frá föstudegi til sunnudags
Í Iðnó í kvöld munu nokkur bílskúrsbönd síungra rokkara spila allskonar tónlist. Sveitaballapoppsveitin Fundir og mannfagnaðir er fyrst á dagskránni, svo tekur Chris Foster við með þjóðlög. Toivoton Kes spilar pönkrokk, Gunk sér um ‘68 kynslóðar rokkið og blúsinn og að lokum sjá Bítilbræður um dans fram eftir kvöldi. Hvar? Iðnó Hvenær? Húsið opnar klukkan 20 og fjörið byrjar klukkan 21
Allir á vandræðabúgí Útgáfutónleikar Boogie Trouble munu fara fram í kvöld og öllu verður til tjaldað; blæstri, strengjum og öðru því um líku. Um ógleymanlegt diskóstuð verður að ræða að hætti Boogie Trouble, svo allir sem vilja taka snúning í kvöld – beint á Boogie. Mosi Musik sér um upphitun. Hvar? Húrra Hvenær? Í kvöld Hvað kostar? 2000 kr. við inngang
ÞORVALDUR ÖRN KRISTMUNDSSON
551HVERFANDI 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is MENNING – DJÚPIÐ
21. 5. – 11. 9. 2016
I
Bravó Föstudagur: Nolo DJ set Laugardagur: DJ Ísar Logi RS T
RÆ
TI
TI
TU
FS ST ÓL ST
RÆ
TI
ÓL SK
Prikið Föstudagur: Gunni Ewok Laugardagur: SunSura
KA
22
BA N
GI
KJ AR
GA TA
RÆ
AU S
ING
TI
LÆ
RÆ
ÆT
RS T
TI
SST R
ND SU LTU VE
TU
RST Æ
E AV UG LA
Tívólí Föstudagur: KGB Laugardagur: DJ Pilsner/ DJ Sunna Ben.
AU S
F NA
TH Ú
Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð, 101 Reykjavík · Opið 12–19 mán–fim, 12–18 fös, 13–17 um helgar · www.borgarsogusafn.is
HA
TR YG GV AG AT A
PÓS
AÐGANGUR ÓKEYPIS
NA US
TI RÆ ST
AÐ AL
Húrra Föstudagur: Tónleikar Boogie Trouble/DJ Simon FKNHNDSM Laugardagur: Tónleikar Sólstafa/DJ Óli Dóri
TI N
Plötusnúðar helgarinnar
.S AV T.
MARGVERÐLAUNUÐ TÓNLISTARHÁTÍÐ
16. - 19. júní 2016 í Hörpu Reykjavík Midsummer Music 4 DAGAR · 7 TÓNLEIKAR · 18 MAGNAÐIR LISTAMENN HÁTÍÐARPASSI AÐEINS 12.000 KR.
„Absolutely unmissable“ Reykjavík Grapevine „Einn af hápunktum tónlistarársins“ Fréttatíminn „Þetta var hástemmd fegurð, ekki af þessum heimi“ J.S./Fréttablaðið
LISTRÆNN STJÓRNANDI: VÍKINGUR HEIÐAR ÓLAFSSON
www.rmm.is
40 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016
Blóð, sviti, tár og Beckham
5 bíómyndir sem koma þér í stuð fyrir EM í fótbolta
Áhrifaríkt náttúruefni sem færir okkur vellíðan að innan sem utan. Kísill er næstalgengasta frumefni jarðarinnar og sé það tekið inn þá hefur það undraverð áhrif á meltinguna auk þess að hafa jákvæð áhrif á húð og hár.
Bend it like Beckham Bresk mynd um stúlku sem fylgir fótboltaástríðu sinni þrátt fyrir mótbárur íhaldssamra foreldra. Myndin sem sannaði að kvennafótbolti er töff, ef einhverjir vissu það ekki
Íslenski draumurinn Tóti ætlar að verða ríkur á því að flytja inn búlgarskar sígarettur og eyðir mestum tíma sínum í að horfa á fótbolta eða spila Football Manager. Óður til fótboltaáhugamanna landsins.
RE-SILICA er náttúruleg kísilsýra í kvoðuformi sem vinnur hratt og vel á vandamálinu.
Air Bud: World Pup Hvað er betra en bíómynd um fótboltalið? Jú, bíómynd um fótboltalið sem er eingöngu skipað Labrador-hundum.
Jökullinn logar Ný heimildarmynd um magnaða för íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á EM í fótbolta árið 2014. Myndin er nú í almennum sýningum í kvikmyndahúsum um land allt.
She’s the man Þegar kvennaliðið í fótbolta í skóla Violu er lagt niður tekur hún til sinna ráða, dulbýr sig sem bróður sinn og byrjar í fótboltaliði karla. Fáránlega skemmtileg grínmynd með Amöndu Bynes í aðalhlutverki.
Stúdentagarðarnir #6 Alice Bower fluttist til Íslands til að flýja leigumarkaðinn í London en sá íslenski verður sífellt erfiðari viðureignar. Myndir | Hari
Grætur ef flugvöllurinn fer
Alice Bower er sjötti viðmælandi í myndaröðinni Stúdentagarðarnir. Alice fluttist til Íslands til að flýja erfiðan leigumarkað en segir Ísland vera að grípa í skottið á London, þar sem hún er uppalin. Móðir Alice hvatti hana til að flytja í sambýli stúdentagarðanna og segist hún ekki sjá eftir því. Í góðum félagsskap deilir hún eldhúsi með níu manns og flugvöllurinn í bakgarðinum veitir henni huggun.
Glæsilegt skart frá Ítalíu Flair dömuarmband
9.400 kr.
Tribe herraarmband
4.900 kr.
Flair dömuarmband
12.600 kr.
Tribe herraarmband
7.400 kr.
Laugavegi 15 og Kringlunni – sími 511 1900 – www.michelsen.is
Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is
É
g var að ferðast um landið fyrir nokkrum árum og heillaðist af landi og þjóð. Ég ákvað því að flytja hingað í nám sem er miklu ódýrara en í Bretlandi,“ segir Alice Bower á reiprennandi íslensku. Alice er 21 árs nemi í þjóðfræði í Háskóla Íslands og kenndi sjálfri sér tungumálið með því að lesa fræðigreinar. Um þessar mundir skrifar hún lokaritgerðina sína um frjósemisgoðið Frey. Hún heillaðist af blótum, heiðni og helgisiðum 10 ára þegar hún sá The Wicker Man með Nicholas Cage. Alice segir margt gott við Reykjavík. Hér má ganga í allar áttir og lífið er rólegra en í London. „Ég á ekki bíl, reiðhjól né strætókort. Ég nýt þess að ganga hvert sem ég fer og við sambýlisfólkið á ganginum förum í göngutúra um Skildinganesið á kvöldin.“ Alice býr í Oddagörðum, stúdentagörðum við Háskóla Íslands. Á hverjum gangi er eitt eldhús sem allt að níu manns deila. „Ég og vinkona mín á ganginum erum að fara elda lasagna í kvöld. Síðan hún hætti með kærastanum sínum hef ég verið hennar eiginmaður. Það hentar mér vel, hún vekur mig með kaffi og bakar handa mér brauð. Hún er einnig mín persónulega vekjaraklukka og hamrar á dyrnar
„Ég á ekki bíl, reiðhjól né strætókort. Ég nýt þess að ganga hvert sem ég fer og við sambýlisfólkið á ganginum förum í göngutúra um Skildinganesið á kvöldin.“
þegar ég sef yfir mig.“ Þær styrkja hvor aðra. „Ég reyni síðan að hvetja hana til að fara út fyrir þægindarammann.“ Það má heyra flugvélar lenda og taka á loft á Reykjavíkurflugvellinum, sem er beint fyrir utan gluggann hjá Alice. Hvað segir nýbúi í Reykjavík um flugvallarmálið umdeilda? „Ég færi að hágráta ef flugvöllurinn yrði færður. Þegar ég er í prófum, grátandi úr stressi þá veitir flugvöllurinn mér huggun. Tilhugsunin um að ég gæti hoppað í næstu flugvél til Færeyja og látið mig hverfa er huggandi. Ég skil þó hina afstöðuna í þessu máli,“ segir Alice og skellir upp úr. Margt hefur breyst á síðustu árum, ódýra landið er ekki svo hagstætt lengur. „Fyrir þremur árum gat ég leigt herbergi miðsvæðis á 39.000 krónur á Freyjugötu. Það er ekki séns á svoleiðis í dag.
Það var mamma sem hvatti mig til þess að flytja í Oddagarðana en ég var „skeptísk“ og með fordóma.“ „Í fyrsta lagi vildi ég ekki flytja í íbúð sem helst í hendur við námið. Í öðru lagi þótt mér 70.000 krónur fyrir herbergi mjög kostnaðarsamt og í þriðja lagi vildi ég ekki deila eldhúsi með öðrum.“ Alice fór þó að ráðum móður sinnar og gaf stúdentagörðunum tækifæri. „Ástand leigumarkaðarins er svo slæmt að fólki er hent út án fyrirvara. Ég sótti um húsaleigubætur um leið og ég fékk vinnu svo leigan varð viðráðanleg. Það reyndist síðan gaman að deila eldhúsi, það veitir mér félagsskap. Ég hef mitt persónulega rými í herberginu og leita síðan í félagsskap í sameiginlega rýminu.“
Sjá fleiri myndir á frettatiminn.is
42 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016
Rúllusmjörið flýgur hátt
Naglalakk nýjasta tískutrend karla
Mjólkursamsalan vill hitta uppfinnanda Rúllusmjörsins „Mig langar mikið að hitta hann, ef hann er tilbúinn til þess,“ segir Björn S. Gunnarsson, þróunarstjóri Mjólkursamsölunnar um hinn átta ára gamla Jón Aðalstein Snæbjörnsson, Björn S. Gunnarsson, þróunarstjóri Mjólkursamsölunnar.
sem vakti mikla athygli fyrir uppfinningu sína, Rúllusmjörið, í síðustu viku. „Þetta er snilldarhugmynd og maður er galopinn fyrir öllum svona hugmyndum og allri nýsköpun.“ Björn segir Mjólkursamsöluna reglulega fá inn á borð til sín hugmyndir frá neytendum sem oft séu vel þegnar. Rúllusmjörið sé sérstaklega neytendavænt og man Björn ekki eftir að hafa séð viðlíka tól til smurningar á Íslandi né úti í heimi. „Auðvitað má maður ekki hugsa of fljótt um praktíkina við frábærar hugmyndir, en það sem ég sé er að ætti
maður að þróa þetta til framleiðslu myndi maður byrja Grein Fréttatímans um á að reyna að uppfinninguna Rúlluframleiða svona smjörið vakti mikla plasthylki, eins athygli í síðustu viku. og hann keypti á netinu, ódýrara.“ Björn er því augljóslega spenntur og hyggst bjóða Jóni Aðalsteini að funda um málið, hafi hann áhuga á. Jón Aðalsteinn er þó staddur í fríi með fjölskyldu sinni eins og stendur og ekki náðist í hann við gerð greinarinnar.
Iggy Pop, Kurt Cobain og David Bowie ruddu veginn fyrir löngu en nú fyrst virðist tískan vera að festa rætur hérlendis. Ungir karlmenn lakka á sér neglurnar í öllum regnbogans litum. Það vakti athygli þegar 17 ára Jaden Smith gerðist andlit kvennalínu Loui Vuitton og braut múra staðalímynda með því að sitja fyrir í pilsi og með naglalakk. Sömuleiðis hefur Young Thug verið óhræddur við að klæðast kvenmannsfötum sem er byltingarkennt í karllægum heimi rappsins. Naglalakkið er merki um þá þróun sem á sér stað í okkar samfélagi. Múrar karlmennskunnar og kvenleikans verða óskýrari, það er ekkert bleikt og blátt lengur.
Nautn og rifinn kjaftur við Eyjafjörð Myndlistarlíf Eyjafjarðar virðist ætla að bera safaríkan ávöxt um helgina. Í Listasafni Akureyrar verður opnuð á laugardag samsýningin Nautn. Sex myndlistarmenn skoða þar nautnina í verkum sínum. Listsköpun sem slík er að miklu leyti byggð á nautn og holdið, kynlíf, áráttur og blæti hafa lengi verið yrkisefni myndlistarmanna. Verkin á sýningunni kveikja stórar spurningar. Hvar liggja t.d. mörkin milli unaðar og þráhyggjukenndrar fíknar í holdsins lystisemdir? Hver er munurinn á munúð og ofgnótt, erótík og klámi, fegurð og „kitsch“? Og hver hefur vald til að setja fram þessar skilgreiningar? Listamennirnir sem taka þátt í
sýningunni eru Anna Hallin, Birgir Sigurðsson, Eygló Harðardóttir, Guðný Kristmannsdóttir, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Jóhann Ludwig Torfason. Í verksmiðjunni við Hjalteyri, utar í Eyjafirði, opnar önnur forvitnileg sýning á laugardag. Þar koma saman listakonur sem eru búsettar á Íslandi og í Þýskalandi, íslenskar og erlendar og á ýmsum aldri. Listakonurnar vinna verk sín í ýmsa miðla en sýningin heitir Rífa kjaft. Titilinn er samkvæmt listakonunum „yfirlýsing þess að vera staðföst og sjálfri sér trú – láta ekkert hindra sig þó á móti blási.“ Þær sem rífa kjaft í verksmiðjunni á Hjalteyri eru Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Karla Sasche, Sara Björg Bjarnadóttir, Hekla Björt Helgadóttir, Anna Sigríður Sigurjónsdóttir, Ragnhildur Stefáns-
Á Hjalteyri ætla listakonur að rífa kjaft næstu daga.
dóttir, Véronique Legros, Kristín Reynisdóttir og Ólöf Benediktsdóttir. | gt Mynd | Hari
Júnía og Laufey eru 17 ára tvíburar sem hafa spilað saman frá fjögurra ára aldri. Þær segja klassíska tónlist vera eitthvað sem allir ættu að gefa séns.
Syngja, spila píanó, fiðlu og selló Tvíburasysturnar Júnía og Laufey hafa spilað saman frá fjögurra ára aldri. Þær hafa þróað einstakt tónlistarsamband sem ómögulegt er að útskýra, þær eru eitt í samspilinu.
Þ
Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is
ær eignuðumst sínar fyrstu fiðlur tveggja ára og fjögurra ára byrjuðu þær að æfa á píanó. Júnía og Laufey Lín Jónsdætur eru 17 ára tvíburar og klassísk tónlist er þeim blóði borin. „Mamma er fiðluleikari og amma og afi voru píanó- og fiðluprófessorar í Peking. Pabbi kynnti okkur fyrir djassinum, Billy Holliday, Ellu Fitzgerald og þeim öllum.“ Eftir að hafa slegist í mörg ár um tónverk, hver fengi að flytja hvað og hvenær, var ákveðið að velja sér ólík strengjahljóðfæri þegar sá tími rann upp. Laufey valdi selló. „Það átti betur við mig, ég er djúpraddaðari og eldri. Sem tvíburi „A“ var viðeigandi að ég tæki stærra hljóðfærið.“ Júnía kaus fiðluna. „Mamma kennir á fiðlu og ég vildi verða eins og nemendur hennar. Tónlist hefur alltaf verið stór partur af lífi okkar.“ Systurnar eru staðfastar að engin breyting verði þar á. Þær upplifuðu „bíómyndamóment“ þegar þær spiluðu á dvalarheimili nýverið. „Þar var gömul kona sem hafði öllu gleymt, hún var alveg hætt að tala líka. Þegar við lukum samspilinu settist hún við píanóið og spilaði mjög flókin verk. Hún hafði engu gleymt í tónlistinni, þetta var alveg ótrúlegt,“ lýsir Júnía. Systurnar spila mikið saman og
segja einstakt samband þeirra erfitt er að útskýra. „Þegar ég spila með Laufeyju veit ég alltaf hvenær ég á að koma inn. Við erum eitt þegar við spilum saman,“ segir Júnía og Laufey tekur undir. „Við erum líka fáanlegar í mörgum útgáfum.“ Vísar Laufey þá í sönginn sem þær systur hafa lagt fyrir sig, en Laufey tók þátt í Ísland got talent og íslenska Voice. „Við getum sungið og spilað á píanó, fiðlu og selló eða fjórhent píanó, það er nóg í boði.“ Það er stund milli stríða hjá systrunum en þær eru þáttakendur í Alþjóðlegu tónlistarakademíunni í Hörpu. Dagskráin er bæði krefjandi og gefandi. „Að mínu mati er klassísk tónlist góð undirstaða allra tónlistar, hún er tímalaus,“ segir Laufey. „Rappið, poppið og annað kemur í bylgjum en klassíkin verður alltaf klassík. “ Samkvæmt Júníu verða lokatónleikar Akademíunnar þann 17. júní svakalegir. „Þá spila allir saman. Besti fiðluleikari heims á okkar aldri spilar með okkur, ég get ekki beðið eftir að sjá hann. Harpan hefur gert mikið fyrir íslenskt tónlistarlíf, að fá tækifæri til að kynnast leikurum frá öðrum þjóðum og fá innblástur.“
Sjá myndband á frettatiminn.is
Dýnudagar 20-40%
afsláttur Sérsniðnar dýnur fyrir þig og þína. Fyrir bústaðinn, fellihýsið, húsbílinn, heimilið eða bara hvar sem er.
Birt með fyrirvara um prentvillur og verðbreytingar.
Aðeins það besta er nógu gott fyrir þig.
Frá
20%
4.886.-
afsláttur
Sæng og koddi
Dýnur
Frábært úrval.
Í bústaðinn, fellihýsið, tjaldvagninn, o.fl.
Vissir þú að
heitir nú Vogue fyrir heimilið?
30% afsláttur
Eggjabakkadýnur Sérsníðum eggjabakkadýnur fyrir þig.
Síðumúla 30 . Reykjavík Hofsbót 4 . Akureyri www.vogue.is
Í ÖLLUM BYKO VERSLUNUM
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. Tilboð gilda til 12.júní eða á meðan birgðir endast.
FJÖLDI TILBOÐA!
Laugardaginn 11. júní frá 12-15 Fjöldi sumartilboða!
Boðið er upp á grillaðar pylsur, gos og safa. Sundpokar, buff og nammi fyrir ungu kynslóðina.
Sjáumst!
Sirkus Íslands skemmtir í Breidd Þrautahjólabraut á Akureyri Lína Langsokkur heimsækir Selfoss
-24%
PALLAOLÍA, 4l. margir litir.
3.495
kr.
-30%
86363041 Almennt verð: 4.995 kr.
-20%
SUMARLEIKFÖNG
GASGRILL 3 kW,
24.995
kr.
50657522 Almennt verð: 32.995 kr.
-30% RAFHLÖÐUBORVÉL
STJÚPUR 10STK.
835
kr.
55092000 Almennt verð: 1.195 kr.
-30%
6.555
kr.
74804118 Almennt verð: 8.195 kr.
-20%
GARÐHÚSGÖGN
Gildir ekki af gagnvörðum viðarhúsgögnum
-20% SUMARBLÓM
Breidd og Granda
-20%
ÚTILEGUVÖRUR AuðvelT að versla á byko.is sendum út um allt land
VERKFÆRASETT 125 stk.
-31% 19.995kr. 70174393 Almennt verð: 28.995 kr.
Fóðurblandan verður með kynningu í Grænlandi, Breidd, á laugardag 12-15 BLÁKORN 5 l.
-23%
995
kr.
-20%
55095007 Almennt verð: 1.295 kr.
GARÐABLANDA 1 l.
1.355
kr.
HJÓLSÖG 1400W.
BLÓMAPOTTUR MEGAN, tvegg ja þrepa.
13.435
kr.
-20%
74802081 Almennt verð: 16.795 kr.
55095100 Almennt verð: 1.695 kr.
-15% 10.995
kr.
0291706 Almennt verð: 12.995 kr.
FERÐAGASGRILL margir litir
BÚKKASETT plast
19.995
PALLAOLÍA GJØCO, ljósbrún, 3 l.
50632096-100 Almennt verð: 24.995 kr.
1.395
kr.
5.995
-20%
kr.
kr.
70127071 Almennt verð: 8.995 kr.
-30%
80602503 Almennt verð: 1.995 kr.
-33% -43%
FJÖLNOTA HNÍFUR
1.995
FURA, græn, alhefluð og gagnvarin, 27x145 mm.
kr.
70107241 Almennt verð: 3.495 kr.
LERKI, alheflað og rásað, 27x117 mm.
295
kr./lm.
545
0058326 Almennt verð: 325 kr./lm. Lengd: 4,5 og styttra.
kr./lm.
0053265 Almennt verð: 595 kr./lm.
SLÁTTUVÉLmeð drifi, fjórgengis B&S mótor, 1,6 kW.
59.995
kr.
BLÓMAKASSI 35x66,5x23,5 cm.
-19%
53322821 Almennt verð: 69.995 kr.
2.995
-14%
kr.
0291535 Almennt verð: 3.695 kr.
12.995
kr.
0291378 Almennt verð: 15.995 kr.
-19% SLÁTTUVÉL, 2,3kW
-20%
-20%
26.995
kr.
53323130 Almennt verð: 34.995 kr.
SLÁTTUORF, fjórgengis, 0,7kW.
FERÐAGASGRILL TravelQ, 3,5 kW.
55.995
kr.
506600012 Almennt verð: 69.995 kr.
GIRÐINGAEINING Massíf, 1800x1800 mm.
23.995
kr.
53323120 Almennt verð: 29.995 kr.
Fleiri tilboð eru á byko.is
-22%
46 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016
Vinnustofan Er eigin yfirmaður en líka allir starfsmenn á plani Anna Rún Tryggvadóttir hefur vinnuaðstöðu í gömlu Royalbúðings- verksmiðjunni við Nýlendugötu í Vesturbænum. Í húsinu vinna um fimmtán til tuttugu myndlistarmenn, hönnuðir og tónlistarfólk, og þar hefur Anna Rún unnið í eitt og hálft ár. „Þessa vikuna hef ég verið að vinna með vatnsliti og sett mig í samband við stálsmið og líka frystihús. Ég er nefnilega að undirbúa sýningu í Hverfisgallerýi í sumar og þarf að gera skúlptúr inni í kulda, ef hægt er,“ segir Anna Rún og fylgir sögunni að frystihússstarfsmenn hafi tekið vel í það. Vinnutími Önnu á vinnustofunni á daginn er í föstum skorðum: „Vinnutíminn minn er meðan börnin eru í leikskóla og skóla, en svo nota ég oft kvöldin til að vinna tölvutengda vinnu. Þetta er aldrei búið, segir Anna og hlær. „Enda er ég minn eigin yfirmaður og líka allir starfsmenn á plani.“ | sgþ Anna Rún Tryggvadóttir er að undirbúa sýningu í sumar.
Jón Kristján keypti jörðina í Hrútafirði af ömmubróður sínum og konu hans.
Vantar bara bóndakonu Keypti jörð í Hrútafirði 23 ára og rekur eigið bú „Planið var kannski ekki að verða bóndi svona snemma,“ segir hinn tuttugu og þriggja ára gamli Jón Kristján Sæmundsson sem nýverið keypti stærðarinnar jörð í botni Hrútafjarðar, Hrútatungu, en þar eru 350 kindur og tugur hesta. Jón sér einn um búið en kærustumál segir hann vera í vinnslu. „Ég veit ekki hvort það hafi alla tíð verið eitthvert plan en ég fór í Landbúnaðarháskólann því ég hafði áhuga á þessu og það efldist bara í skólanum. Planið var að verða bóndi einhverntímann í framtíðinni en ekki eins og snemma og varð.“ Jón ólst ekki upp í sveit heldur er hann frá Borgarnesi en hann var mikið í sveit í Hrútafirði sem krakki og unglingur, hjá ömmu og afa og öðru vinafólki, og þegar hann varð eldri fóru sumarfríin nærri undantekningarlaust í að vera í sveitinni. Jón keypti jörðina, sem er 1750
hektarar, af ömmubróður sínum og konu hans en hann flutti þangað í maíbyrjun. Aðal búgreinin er sauðfjárbúskapur en þar að auki eru nokkur hross á bænum. „Ég er með 350 kindur núna en stefnan er að fara upp í 420 til 30 með haustinu.“ En hvað felst í sauðfjárbúskap? „Árið er þannig að fyrst fer vetrarfóðrunin fram en veturinn er rólegur, í desember er hleypt til og sauðburður byrjar í apríl eða maí og er mánaðarlangur. Síðan lætur maður kindurnar bara út, heyskapur tekur við á sumrin og smalavinna á haustin,“ segir Jón en á haustin er lömbunum flestöllum slátrað nema þeim sem sett eru á vetur til að viðhalda stofninum. Þá er ullin líka seld. Jón sér einn um búið sem hann segir vissulega vera mikla vinnu. Hvað ástina varðar segist hann ekki eiga kærustu. „En það er í vinnslu.“ | bg
Elskar þú að grilla? O-GRILL
VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720
Bensínstöðvasólgleraugnatískan
Mynd | Rut
Bleika bomban Næntís Tom Cruise
Ljót sólgleraugu eru í tísku í sumar. Hlébarðamunstur, matrix gleraugu og Paris Hilton lúkkið. Því ódýrari og ýktari, því betra. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is
S
Stars are blind
ólgleraugnatískan snerist eitt sinn um að eiga dýrustu og flottustu sólgleraugun sem féllu vel að andlitsfallinu. Nú eru breyttir tímar. Rihanna og Sturla Atlas vita að ljót sólgleraugu eru málið í sumar, en hvaða staður er betri til að finna slík sólgleraugu en bensínstöðin á horninu. Svo dásamlega hallærisleg að þau fara hringinn og verða töff. Það skemmir ekki fyrir að öll sólgleraugun kosta undir 2000 krónum. Fréttatíminn fékk Sigurð Andrean Sigurgeirsson og Karin Sveinsdóttur til að máta nokkur sólgleraugu á N1 Ægisíðu.
Sparkling diamond
Olíufurstinn
Matrix Reloaded
Sérstakar þakkir: Eva Mary, starfsmaður á N1 Ægisíðu.
Við höfum flutt Bosch-búðina
Bosch-búðin, Hlíðasmára 3, hefur nú verið flutt í húsakynni Smith & Norland, Nóatúni 4, 105 Reykjavík. Þar verður hún rekin undir nafni Smith & Norland til framtíðar. Við státum okkur nú af þremur þýskum hágæða vörumerkjum á heimilistækjasviði: Siemens, Gaggenau og Bosch. Í tilefni flutningsins bjóðum við þýsku Bosch-heimilistækin á 20% afslætti frá 8. til 15. júní. Einnig verðum við með sértilboð á nokkrum völdum Bosch-tækjum. Verið hjartanlega velkomin í Nóatún 4.
Boschheimilistæ ki
20% afsláttur!
Bosch veggofn
Bosch þurrkari
HBA 20B122S
WTB 86267SN
Hvítur. Orkuflokkur A. Fimm ofnaðgerðir.
7 kg.
Sértilboð:
Sértilboð:
69.900 kr.
49.900 kr.
Fullt verð: 99.900 kr.
Bosch kæli- og frystiskápur
Bosch uppþvottavél
KGV 36UW20
SMU 50M92SK
Hvítur. 186 sm.
Hvít.
Sértilboð:
Sértilboð:
Fullt verð: 99.900 kr.
Fullt verð: 118.400 kr.
Fullt verð: 78.900 kr.
69.900 kr.
Gildir til 15. júní eða á meðan birgðir endast.
79.900 kr.
Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is
GOTT UM HELGINA
Fólkið mælir með ... Sverrir Norland Útiveran: Mér finnst gott að hreinsa hausinn með því að hlaupa. Í Reykjavík er oft svo mikið rok og því hleyp ég helst um kirkjugarðana þar. Ísinn: Reykjavík: Valdís. En ég er búsettur í New York og þar er það Van Leeuwen. Svo var ég að uppgötva „mochi“-ís, sem er einhver snilld frá Hawaii. Flíkin: Ég hef gengið í sama æðislega jakkanum frá Kormáki & Skildi síðan árið 1700 og súrkál. Þeir eru frábærir. Þátturinn: Mig langar að horfa á The Wire, Ófærð og Breaking Bad. Gamalt uppáhald væri Seinfeld og Twin Peaks. Svo var „Maður er nefndur“ auðvitað gott dót.
Þórdís Björk Þorfinnsdóttir Útiveran: Eftir að skólinn kláraðist og ég get aðeins slakað á hef ég rölt nokkrum sinnum á sólríkum dögum niður Laugaveginn og setið úti á Loft Hostel með góðum vinum. Það er útivera sem ég stunda mikið á sumrin. Ísinn: Ég fer alltaf í Vesturbæjarísbúð. Núna er ég að vinna mikið með Hockey Pulver-sjeik. Það bragðast jafn vel og það hljómar. Flíkin: Sólgleraugun sem ég fékk frá kærastanum mínum í afmælisgjöf núna í apríl. Han Kjøbenhavn sólgleraugu úr Húrra Reykjavík, fer ekki út án þeirra. Þátturinn: Ég næ aldrei að halda mér vakandi út heilan sjónvarpsþátt, það er staðreynd. Horfði loksins á Rapp í Reykjavík um daginn og það er eitthvað sem hvert mannsbarn þarf að sjá.
Elísabet Gunnarsdóttir Þátturinn: Fréttir er sá þáttur sem ég fylgist reglulega með. Ég er að eldast... Flíkin: Biker leðurjakki úr fatalínu sem ég vann í samstarfi við NTC – ég fer ekki úr honum. Góður leðurjakki er flík sem allir þurfa að fjárfesta í. Ísinn: Bragðarefur með jarðarberjum, banana og snickersbitum frá Ísbúð Vesturbæjar – gamli ísinn að sjálfsögðu. Útiveran: Útihlaup með létta tónlist í eyrunum – hreyfing sem hreinsar líkama og sál.
ÓTAKMARKAÐUR LJÓSLEIÐARI ÓTAKMARKAÐUR FARSÍMI + 4GB
WWW.HRINGIDAN.IS - 525 2400
4.5X9MM.indd 1
2.6.2016 13:04:43
Gott að horfa á EM Í dag, föstudag, hefst EM í Frakklandi en í fyrsta leiknum mætir Frakkland Rúmeníu klukkan 19. Fjölmörg lið mætast um helgina en fyrsti leikur Íslands er á þriðjudag, gegn Portúgal.
Gott að borða kótelettur Hátíðin Kótelettan verður haldin á Selfossi um helgina en síðustu ár hefur hátíðin einkennst af grillilmi sem leggst yfir bæinn þegar bæjarbúar tendra grillin sín. Um er að ræða stærstu grillveislu Suðurlands.
Gott að skoða kristalla Á sunnudaginn verður kristallasýning og sala í Ljósheimum. Margt nýtt verður að skoða enda besta úrval landsins. Steinar og kristallar frá öllum heimshornum og ráðgjöf sérfræðings.