hinsegin dagar 12 10.-12. ágúst 2012 32. tölublað 3. árgangur
viðtal Ágústa Guðmundsdóttir Harting
Fegurðardrottningin sem flutti úr landi og gerðist mormóni Ágústa Guðmundsdóttir var kjörin fegurðardrottning Íslands árið 1956. Í kjölfarið tók hún þátt í Miss World en flutti eftir það vestur um haf þar sem hún hefur lifað viðburðarríku lífið síðan. Ágústa starfaði innan Mormónakirkjunnar í mörg ár en gafst á endanum upp og losnaði úr klóm kirkjunnar eftir harðan slag. Hún og síðari eiginmaður hennar hafa síðan þá unnið sem trúboðar fyrir fólk sem lent hefur í klóm á sértrúarsöfnuðum. Ágústa á stóra og fallega fjölskyldu og er ánægð með árin 75 þegar hún horfir til baka.
Haukur Harðar Fer í klippingu á þriggja vikna fresti dægurmál 52
Freyja Smára dóttir Valin úr hópi 3.500 krakka í danskan matreiðsluþátt
2 Fréttir
Einhildur Ýr Keppir á Arnoldmóti á Spáni
54
síða 20
Dægurmál
JL-húsinu Hringbraut 121 Við opnum kl:
Og lokum kl:
www.lyfogheilsa.is Opnunartímar 08:00-22:00 virka daga 10:00-22:00 helgar
JL-húsinu
2
fréttir
Helgin 10.-12. ágúst 2012
Tónleik ahald í Reykjavík Aldrei meiri ásókn í miða en núna
Uppselt á Iceland Airwaves Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@ frettatiminn.is
Þ
etta er frábært. Algjört met,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves-tónlistarhátíðar-
innar. Uppselt er á Airwaves nú þegar tveir og hálfur mánuður er í hátíðina. Fimm þúsund miðar eru seldir en umfangið, þá að viðbættu fólki sem tengist tónlistargeiranum, er um sjö þúsund manns. Þá er vel troðið en um 200 hljómsveitir koma fram víðs vegar um borgina. Fréttatíminn hefur sagt frá því að nú stefnir í metfjölda ferðamanna í nóvember og má rekja það til hátíðarinnar. Ásókn í miða hefur aldrei verið eins mikil. „Í fyrra seldist upp, þá færri miðar,
fyrstu vikuna í september. Og hátíðin er tveimur vikum síðar núna.“ Aðspurður segir Grímur ástæður hins góða gengis ekki flóknar: „Þetta er bara gott festival. Snýst um „kvalitíbönd“ og hróður hátíðarinnar fer víða. Þetta eru mikið til útlendingar sem mæta.“ Meðal þeirra sem fram koma eru Sigur Rós, Of Monster and Men og FM Belfast. Frá Bandaríkjunum koma Dirty Projectors, frá Bretlandi Vaxines og Django Django frá Skotlandi. Grímur stefndi lengi vel að því að fá til Reykjavíkur umdeildustu hljómsveit heims um þessar mundir: Pussy Riot. „Ég var í samskiptum við Peter Verzilov
sem er eiginmaður aðalsprautunnar í Pussy Riot. Hann hafði lýst yfir áhuga á að spila á Airwaves og við vorum farnir að skipuleggja flug. En svo stöðvuðust samskiptin skyndilega. Ég hef sent marga ítrekunarpósta, nú síðast í gær, en ekkert svar. Gæti átt sér eðlilegar skýringar en mér þykir þetta undarlegt.“ Grímur Atlason var lengi vel í sambandi við Peter Verzilov í tengslum við að fá á Airwaves umdeildustu hljómsveit heims um þessar mundir: Pussy Riot.
Sjónvarp Freyja Smár adóttir á barmi fr ægðar
Tístandi hreindýraveiðimenn á fjöllum
Fatlað fólk geti valið Fatlað fólk sem þarf aðstoð í daglegu lífi á að geta valið hvernig hún er veitt. Þetta er framtíðarsýn Reykjavíkurborgar og kjarninn í sérstöku þróunarog tilraunaverkefni sem Velferðarsvið Reykjavíkurborgar stendur fyrir, að því er fram kemur í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Á vef hennar hefur verið auglýst eftir þátttakendum. Tilraunaverkefnið byggir á Handbók um NPA og leiðbeinandi reglum velferðarráðuneytisins. Notendastýrð persónuleg aðstoð – NPA, er boðin á þjónustusvæði Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar. Þar sem um tilraunaverkefni er að ræða verður horft til fjölbreytni í vali á þátttakendum í verkefnið. „Með því að gera samning um NPA,“ segir enn fremur, „fær notandi greiðslur í stað þjónustu, velur aðstoðarfólk, er verkstjórnandi, ákveður sjálfur hvað hann vill gera og hvernig aðstoðarfólk nýtist. NPA kemur í stað velferðarþjónustu sem veitt er á grundvelli laga um málefni fatlaðs fólks og félagsþjónustu sveitarfélaga.“ - jh
Fjölskylduleiðsögn í skrýtna kúluhúsinu Boðið verður upp á fjölskylduleiðsögn og leik á sunnudaginn klukkan 14 í skrýtna kúluhúsinu eða Ásmundarsafni eins og það er stundum kallað!, segir í tilkynningu Listasafns Reykjavíkur. „Í leiðangrinum verða þátttakendur leiddir á vit ævintýranna; Um grænan garðinn, þar sem finnast gyðjur frjósemis og munúðar, um tilfinningaþrunginn vígvöll átakanlegra bardaga og loks á forvitnilegar slóðir Geimþráinnar, sem opnar sífellt nýjar og spennandi víðáttur. Að lokum verður arkað út í höggmyndagarð í því skyni að upplifa endurminningar lítillar telpu, sem fyrir mörgum árum lék sér gjarnan í kringum listamanninn Ásmund.“ Leiðangurinn er ætlaður börnum sem eru 3 ára og eldri en hana leiðir Halldóra Ingimarsdóttir safnakennari. - jh
Freyja með Smára, föður sínum, yngri bræðrum og móður sinni Önnu Kristínu. Þau búa í Vallensbæk. Mynd/einkasafn
Íslensk stúlka keppir í dönskum sjónvarpsþætti Freyju Smáradóttur dreymdi um að keppa í danska sjónvarpsþættinum Junior Masterchef, sótti um og var ásamt sautján öðrum valin úr 3.500 krakka hópi. Upptakan tók fimm vikur og nú má hún ekki gefa upp hvernig gekk. Fyrsti þátturinn verður sýndur á TV3 á föstudag eftir viku.
Þ
Hún stóð sig hrikalega vel, en kom hálf skríðandi heim.
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 0 8 - 1 6 7 4
Af hreindýraslóð.
„Óðinn Logi með einn í kú á sv.7, Siggi Aðalsteins með einn í kú á sv.2, Alli Hákonar með einn í kú á sv.2.“ Þessi setning segir lesendum ekki mikið nema sérfróðir séu. Tímanna tákn er að jafnvel menn á hreindýraveiðum eru nú tengdir inn á samskiptavefi. Þeir hjá Umhverfisstofnun (ust) hafa nútímavætt sig þannig að nú birtast veiðiupplýsingar og fréttir af veiðum á Twittersíðu sem má þá nálgast í tölvum og símum. Jóhann G. Gunnarsson er starfsmaður ust á Egilsstöðum og segir upplýsingagjöfina í þróun. Vissulega má ætla að þarna sé síðasta vígið, menn á fjöllum við veiðar og margir kannski ekki alveg búnir að kveikja á þessu: „Hún er mismunandi tölvukunnáttan í þessu, sumir leiðsögumenn eru orðnir aldraðir og ég hugsa að þeir fari ekki mikið inná twitterinn. Aðeins heyrt af því.“ Að sögn Jóhanns ganga veiðar þokkalega og eru á pari við meðaltal undangenginna ára: Tarfatíminn hófst 15. júlí og er til og með 15. september – kýrnar eru frá 1. ágúst til 20. september. „Fella á 1.009 dýr í heildina, 421 tarf og 588 kýr. Í dag er sennilega búið að fella 136 dýr. Af því eru 27 kýr. Slagsíða er því margir veiðimenn vilja sameina þetta gæsaveiðum sem hefjast nú tuttugasta.“ -jbg
... og rjómi
Freyja Smáradóttir verður tólf ára í september. Hún hefur búið í Danmörku í ár og tekur þátt ásamt sautján öðrum í sjónvarpsþættinum Junior Masterchef á TV3. Mynd/TV3
egar vinir hennar horfðu á Tomma og Jenna og Bubba byggi horfði hún á Jóa Fel,“ segir Anna Kristín Magnúsdóttir, móðir Freyju Smáradóttur, ellefu ára íslenskrar stúlku, sem keppir ásamt sautján öðrum í danska sjónvarpsþættinum Junior Masterchef. Fyrsta sería þáttarins sló í gegn og hefur hann verið færður úr barnadagskránni yfir á laugardagskvöld – á besta útsendingartíma. Fyrsti þáttur annarrar seríu verður sýndur 18. ágúst. „Þetta var svakaleg pressa og rosalegur skóli,“ segir móðir Freyju um þátttöku hennar og Freyja sjálf tekur undir það: „Mjög spennandi, gaman og mikil pressa.“ Serían var tekin upp í maí og júní. Fjölskyldan er bundin trúnaði og má alls ekki ljóstra upp um gengi Freyju, sem fékk frí í skólanum til þess að taka þátt í keppninni. „Það er rosalega erfitt að halda þessu leyndu þegar bestu vinkonurnar eru að spyrja hvernig gekk.“ 3.500 krakkar sóttust eftir þátttöku, 350 komust í gegnum fyrstu síu og svo var sigtað úr þar til átján stóðu eftir. Freyja á ekki langt að sækja matreiðsluhæfileikana enda er pabbi hennar Smári kokkur. „Ég er mjög vön að elda. Ég hef eldað með foreldrum mínum frá því að ég var tveggja ára,“ segir Freyja og að verkefni þáttarins hafi því ekki vafist fyrir henni. Fjölskyldan bjó áður í Hafnarfirði, en hefur nú verið ár í Vallensbæk í Danmörku. Þau bjuggu einnig í ár ytra fyrir um þremur árum og segir Anna Kristín dóttur sína kunna dönskuna upp á hár. „Þetta er alvöru. Þeir sem hafa horft á Masterchef þekkja formúluna. Keppt er við tíma. Þau gráta og kveðja vini. Þetta er allur pakkinn,“ segir Anna Kristín. Litlu bræður Freyju séu þrælspenntir fyrir sjónvarpsþáttunum og stoltir af stóru systur. Anna Kristín segir að foreldrarnir hafi verið reknir út úr stúdíóinu þegar upptökurnar fóru fram. Upptökurnar hafi staðið yfir í níu tíma á dag. „Hún stóð sig hrikalega vel, en kom hálf skríðandi heim.“ Fyrst hafi verið erfitt að skilja dótturina eftir í höndunum á fólki sem þau vissu ekkert um, en starfsfólk TV3 hafi reynst toppfólk. En verður Freyja fræg í Danmörku? „Krakkar í Danmörku éta þessa þætti. Þeir elska þá,“ segir Anna Kristín. „Þetta er útsvar Danmerkur – svona fjölskylduþáttur sem fólk fylgist vel með. Þátttakan hefur byggt hana upp og styrkt. Hún er útlendingur og þetta er viðurkenning fyrir hana. Krakkarnir eru voða spenntir.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is
F plús fjölskyldutryggingar í öllum regnbogans litum
Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3
| 108 Reykjavík | Sími 560 5000
| vis.is
4
fréttir
Helgin 10.-12. ágúst 2012
veður
Föstudagur
laugardagur
sunnudagur
Væta vestantil, en hlýindi fyrir norðan og austan Áfram verður ákaflega hlýtt og hiti allt að 25 stigum norðaustan- og austanlands á meðan vætusamt verður vestanlands ef spáin gengur eftir. Skil með úrkomu koma til með að verða hægfara yfir vestanverðu landinu meira og minna alla helgina. Ekki alveg samfelld úrkoma, en ansa hreint vætusamt. Skárra á Suðurlandi einkum eftir því sem austar dregur. Strekkingur af suðvestri, en hægari þegar frá líður. Einar Sveinbjörnsson
13
15
vedurvaktin@vedurvaktin.is
22
14
24
13
15
19
22
23
13
13 12
21
13
Hlýtt og bjart NA- og A-lands. Hvasst norðvestantil.
Skýjað nema allra austast. Víða dálítil væta, en mjög hlýtt.
Hægari vindur og enn hlýtt og léttir til norðanlands.
Höfuðborgarsvæðið: Rigning, einkum eftir hádegi.
Höfuðborgarsvæðið: Talsverð rigning en með uppstyttum.
Höfuðborgarsvæðið: Skýjað og rigning öðru hverju.
OYSTER PERPETUAL MILGAUSS
Unnum viku lengur í fyrra en árið á undan
Nauðganir Leynist nauðgari í vinahópi þínum?
Michelsen_255x50_G_0612.indd 1
01.06.12 07:22
Vinnustundum á hvern mann fjölgar nú aftur á milli ára frá hruni. Árið 2008 skilaði hver vinnandi landsmaður rúmum 34 klukkustundum að jafnaði á viku en í fyrra voru þær ríflega 33 á viku og 41 klukkustund fleiri en árinu á undan. Það samsamar því að hver og einn hafi unnið ríflega einni vinnuviku meira en árið á undan; sé miðað við átta tíma á dag. Landsmenn höfðu ekki unnið jafnlítið í áratug, eins og á árinu 2009. Aldamótaárið voru vinnustundirnar til að mynda 194 stundum fleiri en árið 2009. Það þýðir að hver hafi í raun unnið meira en mánuði lengur sé miðað við fjörutíu stunda vinnuviku. Þetta má sjá í gögnum Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. Rússar og Bandaríkjamenn skiluðu flestum stundum en Ástralir og Austurríkismenn fæstum. - gag
Flestar fréttir af Samfylkingunni Flestar fréttir voru sagðar af Samfylkingunni á fyrri helmingi ársins eða 8.876. Alþingi var í öðru sæti en af því voru sagðar 8.673 fréttir. Þetta er samkvæmt samantekt Creditinfo sem birtist á vef innanríkisráðuneytisins. Ráðuneytið var í 2.270 fréttum eða greinum á fyrri helmingi ársins og var í 16. sæti meðal lögaðila í fjölda frétta og greina á þessu tímabili. Ráðuneytið var því í fréttum rúmlega 12 sinnum á dag! Flestar þeirra í ljósvakamiðlum RÚV. - gag
Vinna hafin við Vaðlaheiðargöng Vinna við Vaðlaheiðargöng hófst á þriðjudaginn þegar undirbúningsvinna að bráðabirgðabrú fór af stað en það er verkatakafyrirtækið G. Hjálmarsson á Akureyri sem sér um verkið, að því er Vikudagur á Akureyri greinir frá. Byrjað verður á því að gera stöpla undir brúna og að því loknu verður yfirbygging sett upp. Vélsmiðjan Stálgæði í Kópavogi mun sjá um smíði á þeim hluta yfirbyggingarinnar sem er úr stáli en Vegagerðin mun sjá um að koma henni fyrir. Áætlað er að bráðbirgðabrúin verði tilbúin 1. október en reiknað er með að fyrsta sprenging fyrir sjálfum göngunum verði um áramótin. Frumvarp Oddnýjar G. Harðardóttur fjármálaráðherra um heimild til að undirrita lánssamning við Vaðlaheiðargöng hf. til gangaframkvæmda fyrir allt að 8,7 milljarða króna var samþykkt á Alþingi í júní. - jh
Hvernig endar gleðin um helgina? Flestum er nauðgað um helgar. Mynd: NordicPhotos/Getty
Tveimur til þremur nauðgað í hverri viku Sjö karlmenn eru á meðal þeirra 96 sem hafa leita til Neyðamóttökunnar vegna nauðgana það sem af er ári. Sjötíu til áttatíu prósent þeirra sem er nauðgað upplifa kvíða, skömm, depurð og sektarkennd. Stígamót vita af átján hópnauðgunum í fyrra, þremur þar sem nauðgararnir voru fjórir eða fleiri.
N
AFMÆLISTILBOÐ
39.900
8.900 Er frá Þýskalandi
Opið laugardag til kl. 14
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
16.900
4 Litir
Langflestir af þeim körlum sem koma til okkar gera það vegna kynferðisofbeldis sem þeir urðu fyrir sem strákar.“
ærri hundrað eða nákvæmlega 96, hafa leitað til Neyðarmóttöku vegna nauðgana á Landspítala það sem af er ári. Sjö karlmenn eru í hópnum. Að meðaltali hafa um 120 leitað til Neyðarmóttökunnar á ári síðustu ár. Það þýðir tvær til þrjár nauðganir í viku hverri að jafnaði. Karlmenn hafa flestir verið átta og rekur Eyrún Jónsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttöku nauðgana, aukna komu þeirra til opnari umræðu um kynferðisofbeldi. Mál þeirra séu líklega frekar að koma upp á yfirborðið en að nauðgunum á körlum sé að fjölga. Eyrún segir fjölda þeirra sem koma á deildina oft sveiflast til. „Í júní eru yfir 20 mál. Þau eru færri í júlí.“ Í ársskýrslu Stígamóta fyrir árið 2011 má sjá að af 122 fórnarlömbum nauðgana voru átján hópnauðganir. Í þremur tilvikanna voru nauðgararnir fjórir eða fleiri. Milli sjö og átta þeirra sem upplifað hafa kynferðisofbeldi fundu fyrir lélegri sjálfsmynd, kvíða, skömm, depurð og sektarkennd, samkvæmt niðurstöðu könnunar Stígamóta. Sjötíu prósent lýstu að myndir eða minningar tengdar kyn-
ferðisofbeldinu hafi skyndilega og án fyrirvara skotið upp kollinum hjá þeim og ollið miklu hugarangri. En hverjir nauðga? Karlmenn á aldrinum 18-39 ára eru 48 prósent nauðgara eða tæpur helmingur þeirra. Fórnarlömb nauðgara töldu þá í ríflega þriðjungi tilfella til vina sinna eða kunningja. Í 18 prósent tilfella voru það makar en í 27 prósent tilvika ókunnugir. Tæplega 12 prósent mála sem komu á borð Stígamóta í fyrra voru kærð til lögreglu, sem er svipað og tvö árin á undan. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir karlmenn rétt eins og konur geta leitað til þeirra. „Langflestir af þeim körlum sem koma til okkar gera það vegna kynferðisofbeldis sem þeir urðu fyrir sem strákar. Það eru líka nokkur mál þar sem þeim hefur verið nauðgað en dæmin eru fá.“ Eyrún fagnar aukinni umræðu um kynferðisofbeldi síðustu ár. „Það skiptir máli að bera virðingu fyrir lífi og limum annarra.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is
IT DOESN’T GET BIGGER THAN THIS!
N EÐA A M R E D SPI HIGH R E T S MON
4.999 HEILDARVERÐ
gur Þriðjuda
udagur Miðvik
agur
Mánud n
Klukka
COLOR ASSET
NAME:
PAGE:
S: CMYK
COLOR
15
LINKED
SPARIÐ 3.000
: CMYK
SYSTEM
i
e_mh.a
08_typ
agur Föstud
dagur Fimmtu
ME: N/A
FILE NA
S! THIIS THAN BIIGGER B T GET
2 14.00
15/06/1
ESN’ IT DO
0.indd
500x70
r_High_
Monste
1
t_mh.ai
09_pa
NAME:
ASSET
T
M: SPO
SYSTE
COLOR
12C 297C, 3
S:
COLOR
7
PAGE: 1
E: N/A
E NAM
FIL LINKED
THAN BIIGGER B T GET
ESN’ IT DO agur
Mánud
agur Þriðjud
S! THIIS
agur Föstud
dagur Fimmtu
udagur Miðvik
n
Klukka
tries, Inc.
, Spider-Man
& © 2012_
Marvel
Characters,
Inc. The
Amazing
, the Movie
© 2012
es Indus bia Pictur
ved.
s Reser
All Right
Colum
Spider-Man
2 14.14
15/06/1
dd 1
x700.in
an_500
Spiderm
cter TM
the Chara
108584/89
SKÓLATASKA: Íþróttataska og stundaskrá fylgja með. Með stillanlegum ólum, vatnsheldu ytra byrði og Schotchlite endurskinsmerkjum, sem tryggja hámarks sýnileika. Veldu á milli Spider-Man eða Monster High. Venjulegt verð 7.999
Tilboðin gilda til og með 20.08.2012. VSK er innifalinn í verði. Fyrirvarar eru gerðir vegna mögulegra prentvillna.
ÓKEYPIS VEGGSPJALD AMEÐ STUND IR LG FY Á KR S MEÐ!
AKUREYRI: Glerártorg, sími 461 4500 ★ GRAFARVOGUR: Blikastaðavegur, sími 585 0600 ★ KÓPAVOGUR: Smáratorg, sími 550 0800
SCIS_255x390_is.indd 1
02/08/12 14.59
6
fréttir
Helgin 10.-12. ágúst 2012
Þjóðhátíð Margir k átir eftir að hafa fundið eigur sínar
Í sæluvímu með giftingarhringinn að nýju Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is
„Hún var í sæluvímu að fá hringinn aftur,“ lýsir Margrét Júlíusdóttir því þegar raunum dóttur hennar lauk. Hún týndi giftingarhringnum sínum í Herjólfsdal um helgina. „Hún var búin að vera eyðilögð. Hún var eitthvað drullug á höndum og var að þurrka sér á grasi og hringurinn hefur þá dottið af hönd hennar.“ Af elju fann Anna Louise Ásgeirsóttir eiganda hringsins. Anna vinnur hjá Munavörslunni og var hringnum skilað þangað inn um helgina. „Inn í honum stóð: Þinn Högni 27698. Það eru hundrað Högnar á landinu,“ segir Anna sem brá á það ráð að leita til Þjóðskrár sem gat fundið þann rétta út frá dagsetningunni í hringnum. „Fólkið er búsett í Bandaríkjunum og ég náði að
„Betra líf með góðum mat“
Minnsta umferð í göngunum frá júlí 2006 Umferð um Hvalfjarðargöng í nýliðnum júlí var sú minnsta frá árinu 2006, að því er fram kemur á síðu Spalar.Í góðærisblómanum 2007 fóru yfir 250.000 ökutæki um Hvalfjarðargöng í júlí en í júlí 2012 var sambærileg tala 229.000. Samdrátturinn svarar til heildarumferðar í þrjá sólarhringa í göngunum í júlí 2012. Árið 2006 fóru 228.000 ökutæki um göngin í júlí. Samdrátturinn í júlí 2012, miðað við sama mánuð 2011, nam um 15.000 ökutækjum eða 6,1 prósent. „Vegagerðin hefur nú birt sínar umferðartölur fyrir júlí 2012,“ segir enn fremur á síðunni, „og þeim svipar í heild mjög til niðurstöðunnar úr Hvalfjarðargöngum. Umferðin á Hringveginum hefur þannig ekki verið minni síðan árið 2006. Mestu munar um samdrátt á Norðurlandi.“ - jh
Stuðmenn „Með allt á hreinu“ í Hörpu Í ár eru 30 ár liðin frá gerð og frumsýningu kvikmyndarinnar Með allt á hreinu. Útgefandi Stuðmanna, Sena, fagnar þessum tímamótum með metnaðarfulltri endurvinnslu og endurútgáfu á öllu hljóð- og myndefni tengt myndinni, Stöð 2 með sýningu tveggja nýrra 50 mínútna heimildamynda um Stuðmenn, RÚV hefur nýlokið við gerð þáttaraðar um sveitina og fest að auki kaup á öllum kvikmyndum sveitarinnar. Stuðmenn hafa síðan ákveðið að koma saman af þessu tilefni og efna til veglegra tónleika í Hörpu föstudaginn 5.október næstkomandi ásamt völdum gestum. Miðasala hefst í Hörpu, á midi.is og á harpa.is föstudaginn í dag, föstudaginn 10.ágúst. - jh
SS hefur uppfært fimm „1944“ rétti í nýja vörulínu undir slagorðinu „Betra líf með góðum mat“, að því er fram kemur í tilkynningu fyrirtækisins. Þar segir að það leggi mikla áherslu á áherslu á vöruþróun, en hún felst meðal annars í því að þróa nýjar vörur og endurbæta eldri með það að markmiði að mæta betur kröfum neytenda og mæta vaxandi þörf og hollustuvitund markaðarins. Viðmið eru meðal annars þau að minna sé en 450 kcal og minna en 2 g af salti í skammti og minna en 4 g af fitu í 100 grömmum. Þessir réttir eru: Korma kjúklingur, Stroganoff, Kjúklingur Tikka masala, Lambakjöt í karrísósu og Gúllassúpa. Línan fær samræmt útlit sem er ljóst með grænum tónum sem er tilvísun til léttleika og hollustu. Í framhaldi verða boðnir fleiri réttir undir þessari línu.
Anna Louise afhendir hér Þjóðhátíðargesti síma sem hann týndi um helgina. Mynd/Hari
skila hringnum tveimur tímum fyrir brottför þeirra af landinu,“ segir Anna. Óskar Friðriksson, stjórnandi Munavörslunnar, segir allt gert til að koma óskilamunum til skila. „Þetta eru bakpokar, svefnpokar og töskur. Í ár fundust ekki margir símar, enda passar fólk orðið símana sína betur en áður.“ Á Facebook-síðu Munavörslunnar eru þó tólf taldir upp sem mega sækja símana sína. Þar má einnig sjá færslur ungs fólks sem leitar að iPhone 4 gsm-símunum sínum, sem kosta á annað hundrað þúsund, lopaog flíspeysum. Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur einnig fengið fjölda símtala frá fólki sem týndi eigum sínum um helgina.
Ár ás Mávavarp í grennd við Salalaug
Sílamávar ráðast á sundlaugargesti Stefanía Björnsdóttir við undirgöng sem hún leitaði skjóls í þegar mávar réðust að henni á dögunum.
Agnes vígir Solveigu Láru Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, vígir séra Solveigu Láru Guðmundsdóttur í embætti vígslubiskups á Hólum á sunnudaginn en Hólahátíð hefst í dag, föstudag. Sex erlendir biskupar verða viðstaddir vígsluna, að því er fram kemur í tilkynningu frá Biskupsstofu. „Þátttaka biskupanna endurspeglar það að kirkjan er hluti af kristinni kirkju um allan heim og eru biskuparnir fulltrúar kirkna sem Þjóðkirkjan á mikla samvinnu við. Hefð er fyrir því að einhver samstarfslandanna sendi fulltrúa og hefur það aukist síðari ár,“ segir enn fremur. Biskuparnir eru frá Norðurlöndum og frá Bretlandseyjum.“ - jh
Ljósmynd/ Hari
Kona slapp á hlaupum undan árás sílamáva við Salalaug fyrir skömmu. Mávarnir réðust einnig á sundlaugar vörð enda er talið að varp sé í grennd.
K
ona varð fyrir árás sílamáva við Salalaug í Kópavogi um miðjan júlí og þurfti að flýja undan þeim á hlaupum. Sundlaugarvörður í lauginni hafði einnig orðið fyrir barðinu á mávunum. Bæði tilkynntu árásina til umhverfissviðs Kópavogsbæjar og lögreglu. Stefanía Björnsdóttir var á leiðina í ræktina í Salalaug í Kópavogi og ákvað að hita upp utanhúss í góða veðrinu. „Ég ætlaði að skella mér einn hring í kirkjugarðinum sem er rétt við Salalaugina, eins og ég geri oft, en rétt við undirgöngin við hringtorgið nálægt lauginni verð ég fyrir því að sílamávur ræðst á mig. Hann hagaði sér eins og kría, steypti sér yfir mig endurtekið. Ég varð skíthrædd enda eru þetta miklu stærri fuglar en krían og maður gæti hæglega rotast ef þeir færu í höfuðið á manni,“ segir Stefanía. Hún flúði inn í undirgöngin og beið þar skamma stund en þegar hún kemur út hinum megin eru mávarnir orðnir tveir. „Mér varð ekki um og hljóp upp í hverfið. Mávarnir eltu
mig nú ekki en mér var mjög brugðið,“ segir Stefanía. „Þegar ég sagði starfsmanni sundlaugarinnar frá árásinni sagði hann mér að hann hefði sjálfur lent í sílamávum á sama stað,“ segir hún. Stefanía tilkynnti árásina til lögreglu og hafði í kjölfarið samband við umhverfissvið Kópavogsbæjar. „Lögreglan hafði haft samband þangað og sundlaugarvörðurinn sömuleiðis og fannst mér gott að vita það. Vegna sumarleyfa á umhverfissviði Kópavogsbæjar var ekki hægt að fá upplýsingar um hvort brugðist hefði verið við tilkynningunum. Vaktstjóri í Salalaug vildi ekki tjá sig um málið en samkvæmt heimildum Fréttatímans hafa mávar verið til vandræða við laugina, þó minna í ár en oft áður en mávavarp er í nágrenni við laugina. Starfsfólk hefur lagt sig fram við að hreinsa upp rusl í kringum laugina til að draga úr ásókn máva í grenndinni. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is
Þvottavélar og þurrkarar í sérflokki
Allt verður tandurhreint
Þvottavélarnar
Íslenskt stjórnborð og íslenskir leiðarvísar.
Taka allt að 9 kg. Hljóðlátar. Geta þvegið á 15 mínútum. Snertihnappar. Sumar þeirra eru í orkuflokki A+++.
Eigið þjónustuverkstæði. Umboðsmenn um land allt.
Þurrkararnir
ATA R N A
Taka allt að 8 kg. Rafeindastýrð rakaskynjun. Stór tromla. Snertihnappar.
Nú má bæði þvo og þurrka á aðeins um klukkustund
Ariel þvottaefni og Lenor mýkingarefni fylgja með öllum Siemens þvottavélum.
Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is
Alltaf lágt verð FEIN MULTIMASTER START
Multimaster start FMM 250. Sagar, slípar og sker. Aukahlutir fylgja. Fyrir handlagna sem vilja gæði á góðu verði.
28.990.BÚTASÖG
PCM 8S. 1200 W. 4700 snún/ mín. Þv. 210 mm hjólsagarblað, með laser, borðframlengingu og fótum.
PRO-AH 43. 1600 wött. 1500 snún./mín. Hjálpargrip sem hægt er að snúa. Flatur og oddmjór meitill fylgir.
RAFHLÖÐU BORVÉL
IXO IV. 3,6 volt. 180 snún./mín. 3,3 ah. 5 tíma hleðslutæki og skrúfbitar fylgja með.
4.995.-
49.995.-
28.995.-
LOFTHAMAR
HJÁMIÐJUJUÐARI
STINGSÖG
PST 800 PEL. 620 wött. 500-3100 snún./mín. Skurðardýpt tré/stál 80 mm/6 mm. Með pendúl. Kemur í tösku.
13.995.-
Krakkar, það verða andlitsmálarar í á laugardaginn frá kl 12-17 og maurinn mætir á svæðið.
FSX 200 INTEC. 240 wött. 125 mm snúningur. Gripvænt handfang. Innbyggð ryksuga. Snúningsþvermál 2,7mm. Kemur í tösku.
14.995.-
18V BOR/ SKRÚFVÉL
HP186F4LK-QW. 18W. 0-1200 snún./mín. Hámarks snúningstog 33 Nm. 24 stillingar. 1,5 Ah Lithiumrafhlaða.
24.995.-
Er laus skrúfa, eða þarftu að bora... Hjá bjóðum upp á fjölbreytt úrval af rafmagnshandverkfærum, hvort sem um er fyrir rafhlöðu eða beint í rafmagn og henta fyrir hvaða heimili sem er. Einnig erum við með gott úrval fyrir iðnaðarmanninn m.a. Dewalt, Bosch, Metabo og Black & Decker... borvélar, stingsagir, skrúfvélar, juðara, sverðsagir, hjólsagir, slípirokka og fræsara sem dæmi. Hvar annarstaðar en í getur þú látið koma þér skemmtilega á óvart með ótrúlegu vöruúrvali
Auglýst verð gildir frá fimmtudeginum 9. ágúst til og með sunnudagsins 12. ágúst 2012. Gildir á meðan birgðir endast.
GÆÐI
ÞJÓNUSTA
GJAFVERÐ
BAUHAUS REYKJAVIK - Lambhagavegur 2-4 - 113 Reykjavik - www.bauhaus.is
VÖRUÚRVAL
8
ÓDÝRASTI ÍSINN Í BÓNUS
fréttir
Vísindi Uppgötvun á genastökkbreytingu gefur íslenskri fjölskyldu von
Ný genastökkbreyting veldur sjúkdómi Sunnu Fundist hefur skýring á veikindum hinnar sex ára Sunnu Valdísar Sigurðardóttur. Hún er ein Íslendinga sem þjáist af lömunarkrampasjúkdómnum AHC. Þótt nú sé vitað að ný stökkbreyting í geni valdi honum geta liðið fimmtán ár þar til hægt verður að bregðast við sjúkdómnum með réttum lyfjum.
N
398 kr. 12 stk.
498 kr. 8 stk.
Sunna Valdís með foreldrum sínum, Ragnheiði Erlu og Sigurði Hólmari, í maí. Ljósmyndir/Hari
298 kr. 3 stk.
Á ÞRIÐJA HUNDRAÐ EURO SHOPPER VÖRUTEGUNDIR Í BOÐI
Helgin 10.-12. ágúst 2012
ý stökkbreyting í geni, sem kallast ATP1A3, kallar fram sjúkdóminn AHC hjá tveimur þriðju hluta þeirra sem hann hrjáir. Það á einnig við um Sunnu Valdísi Sigurðardóttur sem er sú eina sem greinst hefur með hann hér á landi. AHC er skammstöfun fyrir Alternating Hemiplegia of Childhood. Allt frá því að farið var að greina sjúkdóminn fyrir fjörutíu árum hefur uppruni hans verið ráðgáta. „Þetta eru langstærstu fréttir frá því að þessi sjúkdómur var uppgötvaður,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson flugumferðarstjóri. Hann og kona hans, Ragnheiður Erla Hjaltadóttir flugfreyja hjá Icelandair, sögðu sögu dóttur sinnar Sunnu í Fréttatímanum í maí og sögðu þá frá því að von væri á stórfréttum. Nú um mánaðamótin mátti svo lesa um niðurstöðuna í vísindatímaritinu The Lancet og á vef Nature Genetics. Vísindamenn eru bjartsýnir á framhaldið og vonast til þess að lækning við sjúkdómnum verði fundinn innan fimmtán ára, en aðeins sex til átta hundruð aðrir hafa greinst með hann í heiminum svo vitað sé. Sigurður segir að þótt gott sé að vita hvað Sunna glími við hafi fréttunum ekki aðeins fylgt gleði. Mörg barnanna með þessa stökkbreytingu þjáist einnig af alvarlegri flogaveiki, sem þau óttist enda hafi hún bundið endi á líf sumra þeirra. Þá taki biðin eftir lausn langan tíma, þegar hver mánuður geti skipt sköpum. „En ef hægt er að finna lyf á markaðnum sem gæti virkað á sjúkdóminn er verið að tala um innan við fimm ár. Það væri draumalausnin,“ segir hann. „En þurfi nýtt lyf erum við að tala um fimmtán ár frá þróun og þar til að það er nothæft. Kostnaður við slíkt gæti verið um þrettán milljarðar króna. Það er óyfirstíganlegt.“ Sunna er sex ára. Hún fæddist í febrúar 2006. Hún lærði að ganga fimmtán mánaða, fer gangandi um en er oft óstöðug og hefur slaka vöðvaspennu. Vitgreinaþroski hennar mælist á við það sem gerist hjá tveggja til þriggja ára börnum. Skilningurinn er eins og hjá þriggja ára en talið tveggja – og nær því varla. Hún þolir illa birtu, kvíða, álag, hávaða, þreytu og mannmergð. Allt eru þetta þættir, og fleiri til, sem geta valdið því að hún fær kast. Sigurður segir líðan Sunnu frá því að viðtalið birtist hafa verið bærilega. Hún hafi fengið tvö köst að meðaltali á viku. Mest hafi fimmtán dagar liðið á milli kasta. Vísindamenn hjá Duke-háskóla fundu stökkbreytinguna með hjálp stuðningssamtakanna ENR AH og AHC í Bandaríkjunum, Ítalíu, Írlandi og Frakklandi. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is
Svölurnar heita á Viktor Snæ Viktor Snær, bróðir Sunnu, hefur æft sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið og ætlar að hlaupa í þriðja sinn og safna áheitum fyrir félagasamtök AHC á Íslandi sem foreldrar hans standa að. Hann setur markið hátt því Svölurnar, félagsskapur starfandi og fyrrum starfandi flugfreyja, hafa heitið á hann. Safni hann hálfri milljón króna, ætla þær að bæta hálfri milljón við upphæðina. Þegar þetta er skrifað hefur Viktor safnað 131.500 krónum. Svölurnar hafa meðal annars styrkt Guðmund Felix Grétarsson sem stefnir á handaágræðslu í stað þeirra sem hann missti í vinnuslysi. Fréttatíminn bendir á síðuna hlaupastyrkur.is fyrir þá sem vilja styrkja Viktor eða aðra hlaupara sem kosið hafa sér málefni í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst. - gag Systkinin Sunna og Viktor. Ljósmynd/Hari
ÚTSÖLUNNI LÝKUR Á SUNNUDAGINN!
10
viðtal
Helgin 10.-12. ágúst 2012
Huggar börn í svefn um allan heim Arna Skúladóttir hefur náð árangri sem fáir ef nokkur íslenskur fræðimaður hefur áður gert. Samið hefur verið um útgáfu bókar hennar, Draumalandið, í níu löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, Þýskalandi og Kína. Bókin kom út í Bretlandi í byrjun sumars. 400 íslenskar fjölskyldur nýta sér þjónustu Örnu og félaga á Barnaspítalanum á hverju ári og enn fleiri geyma svefnráðgjafabók frá henni á náttborðinu, enda biblía barnafjölskyldna.
Þ
að eru margir sem vilja komast klakklaust í Draumalandið. Þessi sex ára gamla bók Örnu Skúladóttur, sérfræðings í hjúkrun og svefnráðgjafa, er við það að sigra heiminn. Samið hefur verið um útgáfu bókarinnar, sem reynst hefur svefnbiblía margra foreldra ungbarna hér á landi síðustu ár, í fjölmörgum löndum. Bretland, Bandaríkin, Ástralía, Nýja Sjáland, Frakkland, Holland, Þýskaland, Pólland og Kína. Ólík félög sjá um útgáfuna á hverju svæði fyrir sig. Umboðsmenn Örnu hjá Sögum útgáfu segja þetta aðeins byrjunina. Eitt og hálft ár leið frá því að ritað var undir samninga við Carroll & Brown um útgáfu bókarinnar í Bretlandi þar til hún kom út. Það var fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan undir nafninu Sweet Dreams. Arna þurfti að standa á hverri staðhæfingu sinni og sýna fram á bakgrunn þeirra. Nýir kaflar eru í bresku bókinni; kafli um lífeðlisfræði svefns, einstæða foreldra og vöggudauða. Bresku útgefendurnir gefa bókina einnig út í Bandaríkjunum, en á bandarískskotinni ensku, þegar líður á haustið.
Breytt bók í Bretlandi
„Bretarnir vildu kafla um vöggudauða. Á Íslandi var það óþarft. Við höfum svo fá dæmi um vöggudauða á Íslandi að það hafði því ekki flogið að mér,“ lýsir hún þar sem við sitjum á göngudeild fyrir svefnráðgjöf á Barnaspítalanum þennan rigningarmorgun – deild sem Arna byggði upp. Þegar ljóst var að bókin kæmi út á ensku fagnaði Arna mjög, því svo margir hér heima hafi spurt eftir henni á öðru tungumáli en því íslenska ylhýra. „En það sem er að gerast núna er langt út fyrir hugsun mína.“ Enn á eftir að þýða bækurnar yfir á hollensku, þýsku og pólsku og útgáfudagurinn því enn óljós. Spurð hvers vegna íslensk bók um svefnráðgjöf nái tökum á þessum erlendu mörkuðum segir Arna bækur um svefnvandamál barna almennt hafa verið byggðar á heldur ýktum stefnum. „Bækur um svefnvandamál og grát-
Arna Skúladóttir með barnabarni sínu, Lovísu Lilju fimm ára, á góðri stundu. Svefnráðgjöf Örnu verður gefin út víða um heim. Mynd/Hari
vanda barna voru annað hvort sniðnar að því sem margir myndu kalla „hippastefnu“. Sagt var frá því að börnin ættu að vera í fanginu á fólki og helst á brjósti. Svo myndi góður svefn gerast að sjálfu sér: Svona rósrauður draumur. Svo var það hinn vængurinn, þar sem áherslurnar voru á miklar reglur og á að barnið ætti að hlýða,“ segir hún.
Horfir heildstætt á svefnvandann
„Auðvitað gerast margir góðir hlutir af sjálfu sér og það er líka mikilvægt að reglum sé fylgt. En bækurnar sem núna eru vinsælar eru hins vegar þær sem fara milliveginn. Í bókinni minni er áhersla lögð á að reyna að skila hvers vegna barnið bregst við eins og það gerir. Ég tengi saman þroska, daglegt líf, líðan barna og foreldra, daglúra og nætursvefn og fjalla um það heildrænt. Það þarf að bjóða upp á mismunandi nálganir; ekki eina lausn fyrir alla. Það skýrir velgengnina,“ svarar hún. Arna segir engar töfralausnir til í svefn ráðgjöf. „En grunnurinn liggur í ákveðnum ryþma og að hafa í huga að börnin eru ekki öll eins. Ég fæ fjölmörg börn til mín sem eru vel virk, svolítið dramatísk og/ eða truflast auðveldlega. Þessir eiginleikar
ÚTHLUTUN ÚR HÖNNUNARSJÓÐI AURORU Í NÓVEMBER 2012 ��������������� FRESTUR TIL AÐ SKILA INN UMSÓKNUM RENNUR ÚT 17. SEPTEMBER ÖNNUNARSJÓÐUR Auroru hefur að markmiði að skjóta styrkum stoðum undir íslenska hönnun með því að veita hönnuðum og arkitektum fjárhagslega aðstoð� Nánari upplýsingar um úthlutaða styrki og leið beiningar vegna umsókna er að finna á www.honnunarsjodur.is� Umsóknir og fyrirspurnir sendist á info@honnunarsjodur. is�Hönnunarsjóður Auroru
H
eru ekki neikvæðir og það má ekki hugsa um þá á þann hátt. Þetta eru kraftmiklir krakkar sem þurfa ákveðinn ramma – og þá er ég ekki að tala um stífan ramma. Ef þau eru dramatísk þarf að taka tillit til þess,“ segir hún. „Þau sýna sterkari tilfinningar bæði í gleði og sorg, sem foreldri þarf þá að venjast. Ef þau láta allt trufla sig fá foreldrar oft þau skilaboð að þeir hafi gert þau svona með því að tipla alltaf á tánum í kringum þau. En fullt af börnum fæðast auðtrufluð og maður á að bera virðingu fyrir því og vera ekki með hávaði í kringum þau. Það er bara tillitsleysi við blessað barnið,“ segir hún og hlær.
„Þessi dramatísku ungbörn hlusta oft illa á hvenær þau eru þreytt. Og þegar þau eldast vita þau einnig sjaldan hvenær þau eru svöng. Ef foreldri áttar sig á þessu getur það sjálft passað upp á hvenær þau borða og fara að sofa. Það er helsta hlutverk okkar þegar við eignumst börn að kynnast þeim.“ Afar fáir ef nokkur íslenskur fræðimaður hefur fengið verk sín gefin út í jafnmörgum löndum og nú stefnir í hjá Örnu. Hún þakkar Landspítalanum fyrir sveigjanleikann og möguleikann á því að fá að þróa starf sitt og vonar að með velgengni bókarinnar skapist svigrúm fyrir hana að þróa sig áfram í starfi. Hún segir áhugann fyrir bókinni ekki aðeins heiður fyrir sig heldur einnig spítalann og íslenska hjúkrun. „Sérfræðingar hafa fengið að vinna fræðilega vinnu á spítalanum. Það er ekki sjálfgefið. Ég er heppin að vera á þessum stað og á þessum tíma og geta nýtt mér það.“
sem Arna Skúladóttir fór að leiðbeina fólki um það hvernig það gæti komið reglu á svefn barna sinna. Segja má að það sé háskólaverkefni sem hafi sprungið út og orðið að aðalstarfi hennar á Barnaspítalanum. Fjögur hundruð fjölskyldur leita til hennar og samstarfskonu árlega vegna óværra, svefnvana barna og foreldra sem hafa misst tökin á fjölskyldulífinu. Arna lauk hjúkrunarfræðinámi 1978 og fór í framhaldsnám 1996, þegar börnin hennar þrjú voru „komin af handlegg“, eins og hún orðar það. Í meistaranámi sínu valdi hún sér dr. Mörgu Tome sem leiðbeinanda og reyndi í kjölfarið að finna verkefni sem væri á sviði hennar. „Áhugasvið Mörgu er líðan, vanlíðan mæðra og börn sem gráta mikið. Ég hugsaði og hugsaði hvernig ég gæti tengt mig við hana. Þá komu upp í hugann þessi börn sem voru lögð inn vegna óværðar,“ segir Arna og lýsir lítilli rannsókn sem þær hrundu af stað og vatt svona upp á sig. „Það er alltaf fullt hér á göngudeildinni og nokkur biðlisti,“ segir hún. „Ungbarnageðvernd, samskipti foreldra og barna, þroski barna og persónugerðir og lundarfar þeirra – sem er eitt af mínum uppáhalds viðfangsefnum – eru umfangsmikil fræði á heimsvísu. Ég hef nærst í þessum fræðum. Þau halda mér við. Fólk heldur oft að það sé mikil rútína í þessari vinnu, en það er óhemju mikið sem ég hef ekki komist með tærnar í að kynna mér. Það sem ég þyrfti núna væri arftaki hérna inn á göngudeildina svo ég geti haldið áfram að þróast. Viðfangsefnin eru svo mörg og það skiptir svo miklu máli að hlúa að litlum börnum og foreldrum lítilla barna.“
400 fjölskyldur í vanda
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Einstakur árangur íslensks fræðimanns
Það var ekki af óværð eigin barna
gag@frettatiminn.is
Svefn nauðsynlegur góðu fjölskyldulífi
„Við vitum að það eru nauðsynlegt að borða. En það er líka nauðsynlegt að sofa. Það lærum við oft „the hard way“ ef við lendum í erfiðleikum í lífinu – eins og allir lenda í af og til,“ segir Arna Skúladóttir svefnráðgjafi og höfundur tveggja svefnráðgjafabóka. „Ef við lendum í erfiðleikum missum við oft svefn. Það hefur áhrif á alla starfsemi, andlega og líkamlega. Ef foreldri er með veika punkta, er til dæmis kvíðið eða ört ýkjast þeir upp í svefnleysi. Veiku punktarnir okkar verða veikari. Einbeitingin verður verri. Allt úthald. Svefnleysi hefur veruleg áhrif á samskipti foreldra. Þráðurinn styttist. Það þarf því að taka á svefnvanda barna og getur verið erfitt þegar foreldrar koma hingað til mín á síðustu metrunum. Ég fæ yfirleitt til mín örþreytta foreldra og örþreytt börn. Þá er gott að skipuleggja sig. Ég set upp áætlun með þeim. Hitti þá aftur eftir viku og fylgi þeim eftir,“ segir hún um svefnráðgjöf sína á Barnaspítalanum. „Í erfiðri stöðu er oft gott að skipuleggja sig. Það þýðir ekki að maður ætli að vera ferkantaður út alla ævina. Heldur aðeins svona fyrst þar til ryþminn fæst.“ - gag
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A 1 2 - 1 3 5 6
Tíu litríkar myndir með Instagram: 4 MB Þú getur gert Gleðigönguna enn litríkari með Instagram. Deildu gleðinni með vinum þínum.
Þín ánægja er okkar markmið vodafone.is
12
hinsegin dagar
Helgin 10.-12. ágúst 2012
Baráttukonurnar í
BETTY
Stelpurnar í BETTY eru þekktustu skemmtikraftarnir sem heiðrað hafa Hinsegin daga með nærveru sinni.
Rokkhljómsveitin BET TY vakti fyrst athygli meðal homma og lesbía um miðjan níunda áratuginn. Óvenjulegir textar þeirra og rokkuð sviðsframkoma unnu þeim hylli þeirra sem lifa og hrærast í tónlistarlífinu í New York en forðast meginstrauminn. Stúlkurnar í BET TY eru einlægar baráttukonur fyrir betra mannlífi og hljómsveitin hefur löngum látið til sín taka í mótmælum og kröfugöngum sem varða jafnrétti kynjanna og mannvirðingu minnihlutahópa. Eftir því sem þær sóttu í sig veðrið dugði þeim ekki tónleikapallurinn eingöngu og þær fikruðu sig inn á leiksviðið og urðu þar með beinlínis alræmdar með söngleik sínum BET TY: Inside Out. Sýningin varð geysivinsæl og skaut þeim beint upp á stjörnuhimininn. Þær stöllur eru þó sjálfsagt þekktastar á Íslandi og annars staðar í Evrópu fyrir að hafa komið fram í fjölmörgum þáttum The L-Word auk þess sem þær sömdu titillag þessa vinsæla þáttar sem fjallaði um nokkrar lesbíur og lífsbaráttu þeirra.
Litríkir Hinsegin dagarnir ná hámarki á laugardaginn þegar Gleðigangan fer fram og útitónleikar fara fram á Arnarhóli. Mynd/Hari
Álag að vera bæði Dalvíkingur og samkynhneigður ,
Hinsegin dagar í Reykjavík ná venju samkvæmt hápunkti sínum með Gleðigöngunni á laugardaginn enda stolt hátíðarinnar. Leið göngunnar liggur framhjá Arnarhóli þar sem rómaðir útitónleikar eru haldnir en tónleikarnir eru einn af stærstu viðburðum Hinsegin daga. Tónlistarmaðurinn og Dalvíkingurinn Friðrik Ómar stjórnar dagskrá tónleikanna að þessu sinni og það kostar hann nokkur innri átök, ár hvert, að velja sér stund og stað þar sem Gleðigangan rekst ætíð á við Fiskidaginn mikla á Dalvík.
F
Fólk vill fá að taka svolítið þátt í þessu á hólnum og ég stóla á að það verði þannig.
riðrik býður til tónlistarveislu með einvala liði skemmtikrafta sem sumir hverjir koma úr fjölskyldu hinsegin fólks á Íslandi. Dívan Sigga Beinteins verður sérstakur heiðursgestur á sviðinu á Arnarhóli en hún fagnar fimmtugsafmæli sínu með stæl í ár. „Sigga verður með flotta syrpu með „live“ hljómsveit. Svo kemur Þórunn Antónía og tekur lagið og Friðrik Dór, nafni minn. Og Páll Óskar náttúrlega. Það má ekki gleyma honum,“ segir skemmtanastjórinn Friðrik Ómar en Páll Óskar hefur löngum verið mikilvægur liðsmaður Hinsegin daga og prýði Gleðigöngunnar. Friðrik Ómar segist ekki síst hafa sett dagskrá tónleikana saman út frá ákveðnum lögum. „Þetta er rosalega flott dagskrá og ég lagði hana svolítið upp með einstaka lögum en auðvitað líka tónlistarfólki. Fólk vill fá að taka svolítið þátt í þessu á hólnum og ég stóla á að það verði þannig,“ segir Friðrik Ómar sem hefur gætt þess vandlega að bjóða upp á lög sem flestir ættu að geta sungið með. „Svo er maður bara með krosslagða fingur um að það verði gott veður.“
Úr 1500 manns í tugþúsund
Hinsegin dagarnir eru nú haldnir í fjórtánda sinn og óhætt er að segja að margt hafi breyst á þeim árum sem liðin eru frá því að um var að ræða litla eins dags hátíð sem um 1500 gestir sóttu. Nú teygir
hátíðin sig yfir sex litríka daga með alls kyns uppákomum sem á milli 80-90.000 manns sækja. Hátíðin verður um margt með hefðbundnu sniði þetta árið en ýmsir nýstárlegir viðburðir og áhugaverðir gestir frá útlöndum skjóta einnig upp kollinum. Þar á meðal eru stelpurnar í bandarísku rokkhljómsveitnni Betty, sem tróðu bæði upp á opnunarhátíð Hinsegin daga í Háskólabíói á fimmtudaginn og tónleikunum á Arnarhóli, og breski uppistandsgrínarinn Zoe Lyons sem skemmti í Hörpu á miðvikudaginn. Friðrik Ómar segir hefð hafa skapast fyrir því að fá til landsins tónlistarfólk frá útlöndum til þess að taka þátt í gleðinni, ekki síst til þess að tengja Hinsegin dagana við önnur lönd. Betty er sennilega frægustu skemmtikraftar sem sótt hafa Hinsegin daga fyrr og síðar.
Treyst á Helga Björns í draggi
„Það sem mér finnst kannski skemmtilegast við þetta prógramm er að ég setti saman hljómsveit og Helgi Björnsson kemur og tekur með þeim eitt gamalt Grafík-lag sem heitir Kvenmannsföt sem fjallar um að koma út úr skápnum. Þetta er lag sem hann söng fyrir 1990 og má segja að þar hafi hann verið á undan sinni samtíð. Þetta er skemmtilegur texti eftir hann sjálfan. Hann ætlar að syngja þetta og ef mér skjátlast ekki þá kemur hann Framhald á næstu opnu
– fyrir menntun og skemmtun
17.096 Tvær saman á tilboði
kr. á mán.*
194.980 kr. staðgrei Tilboðinu fylgir g jafabréf að Tvennutilboði Dominos.
13.218
Dell Inspiron 15 N5050 Hröð tölva með 15,6“ HD skjá og 500 GB diski sem rúmar t.d. 500 kvikmyndir og ótal ritgerðir. 3ja ára ábyrgð.
Samsung Galaxy Tab 2 10.1 Spjaldtölva með hröðu þráðlausu neti, björtum 10,1” skjá og frábærum hljóm. Með AllShare forritinu frá Samsung eru myndir, þæ ir, tónlist og gögn mjög aðgengileg bæði í spjald- og fartölvunni. 2ja ára ábyrgð. *Vaxtalaust lán í 12 mánuði. Verð innifelur 3,25% lántökugjald og 320 kr. greiðslugjald.
Dell Inspiron 15R (5520) kr. á mán.*
Einstakt tilboð
149.900 kr. staðgrei
Hröð skóla- og afþreyingartölva sem endist og endist. Hún er með 500GB harðan disk og stóran og skýran 15,6“ HD skjá. 3ja ára ábyrgð. *Vaxtalaust lán í 12 mánuði. Verð innifelur 3,25% lántökugjald og 320 kr. greiðslugjald. Intel, the Intel Logo, Intel Inside, Intel Core, and Core Inside are trademarks of Intel Corporation in the U.S. and/or other countries. For more information about the Intel processor feature rating, please refer to www.intel.com/go/rating.
Gríptu tækifærið núna og komdu í verslanir okkar á Grensásvegi 10, Reykjavík eða Tryggvabraut 10, Akureyri.
Skoðaðu www.advania.is/skoli Sætún 10 | 105 Reykjavík | 440 9000 | advania@advania.is | www.advania.is
12-1359 H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A
Tvennutilboð
14
hinsegin dagar
í draggi. Svo tekur hann Vertu þú sjálfur líka,“ segir Friðrik Ómar sem stígur sjálfur fyrstur á stokk og byrjar tónleikana. „Ég bara opna í raun „showið“ og held svo áfram sem kynnir. Það hefur alltaf verið svona sérstakur skemmtanastjóri á hverju ári og í fyrra var það Felix Bergsson. Hafsteinn Þórólfsson kemur þarna líka. Hann gerði upprunalegu útgáfuna af Ég er eins og ég er og ætlar að syngja hana.“
Hinsegin saga í skjölum Á sýningunni Fram í dagsljósið – Hinsegin saga í skjölum í Ráðhúsinu sýnir Borgarskjalasafn Reykjavíkur úrval skjala og útgáfuefnis sem tengist sögu samkynhneigðra og annars hinsegin fólks frá fyrri árum. Þar kennir ýmissa grasa og margt fróðlegt til sýnis sem minnir okkur á aðra tíma en þá sem við nú lifum, tíma sem voru mörgum erfiðir. Sýningin minnir okkur líka á að saman höfum við skapað söguna og enn erum við að skapa. Borgarskjalasafn Reykjavíkur óskar eftir að fá til varðveislu skjöl sem segja sögu hinsegin fólks eða tengjast réttindabaráttunni á einn eða annan hátt, til dæmis sendibréf, dagbækur, frásagnir, ljósmyndir, úrklippur og póstkort. Hægt er að koma með þau á Borgarskjalasafn, Tryggvagötu 15, 3. hæð eða senda tölvupóst með upplýsingum á netfangið borgarskjalasafn@reykjavik.is
„Gay“ Dalvíkingur
Gay Pride-helgin er vegur þungt í huga Friðriks Ómars af tveimur ástæðum. „Þetta er náttúrlega alltaf sömu helgi og Fiskidagurinn á Dalvík og ég er náttúrlega Dalvíkingur og hef alltaf þurft að velja á milli. Það er mikið álag á mér að vera bæði Dalvíkingur og „gay“ á þessum degi. Í átta ár hafði ég þetta þannig að þá var ég alltaf mættur á Dalvík að morgni og flaug svo til þess að geta tekið þátt í dagskránni fyrir sunnan. Ég hætti þessu svo í fyrra og tók bara Dalvík þá og tek bara Gay Pride núna. Nú er Júlli Júll [Júlíus Júlíusson] að stjórna stærstu hátíðinni fyrir norðan og ég hérna fyrir sunnan þannig að það verður rosalega gaman og svo keppum við um hvar það verða fleiri gestir.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
Helgin 10.-12. ágúst 2012
Regnbogahátíð í Viðey Viðey fagnar Hinsegin dögum með fjölskyldudagskrá og regnbogaveitingum í Viðeyjarstofu sunnudaginn 12. ágúst. Siglt er frá Skarfabakka í Sundahöfn á klukkustundar fresti frá klukkan 11.15–17.15 og oftar ef þörf krefur. Ferjan leggur úr höfn í Reykjavík stundarfjórðung yfir heilan tíma. 11.30–17.00: Regnbogaveitingar í Viðeyjarstofu fyrir börn og fullorðna. 14.30: Samverustund og leikir í boði Félags hinsegin foreldra. Öll börn fá sérstakan glaðning við komuna. Leikvöllur er við Viðeyjarstofu og hestaleiga fyrir börnin
Hinsegin bókmenntagangan
Friðrik Ómar stígur fyrstur á svið á útitónleikununum á Austurvelli, tekur lagið og heldur síðan áfram sem kynnir en hann er skemmtanastjóri tónleikanna þetta árið.
Hinsegin bókmenntagöngur hafa löngum verið vinsæll liður á dagskrá Hinsegin daga. Í ár er boðið upp á slíka göngu um miðborg Reykjavíkur í fylgd Úlfhildar Dagsdóttur bókmenntafræðings sem staldrar við á stöðum og staðleysum og rifjar upp gamlan og nýjan skáldskap – gamlar vögguvísur, kveinstafi kvalinna ásta og minningar um varanlegar nætur, jafnvel úr stáli. Í fylgd með
Gleðigangan er hápunktur og stolt Hinsegin daga. Mynd/Hari henni er Darren Foreman sem les brot úr skáldskap liðins tíma. Gangan er í boði Borgarbókasafns og Reykja víkur – Bókmenntaborgar UNESCO. Gangan hefst á Ingólfstorgi föstudaginn 10. ágúst klukkan 17.00. Ferðin tekur um klukkustund og þátttaka er ókeypis. Leiðsögnin er í þetta sinn eingöngu á ensku.
Gleðigangan Gleðiganga Hinsegin daga er hápunktur og stolt hátíðarinnar. Hinsegin dagar skipuleggja hana og ráða alfarið hvaða atriði fá aðgang að henni. Gangan er engu að síður sprottin úr grasrótinni og einstaklingar og hópar móta og setja saman einstök atriði hennar. Eins og í fyrra er stillt upp á Vatnsmýrarvegi, gengið Sóleyjargötu, Fríkirkjuveg og Lækjargötu framhjá Arnarhóli þar sem útitónleikarnir eru haldnir. Byrjað verður að raða göngunni upp á Vatnsmýrarvegi, ofan við Læknagarð, klukkan tólf á hádegi á laugardaginn. Þeir þátttakendur sem eru með atriði verða skilyrðislaust að mæta stundvíslega, fá sín númer og fara í röð. Gangan leggur af stað á slaginu 14 og bíður ekki eftir neinum.
122049 •
SÍA •
PIPAR \ TBWA
taktu
L L DE með þér! Nú er Dell komið í Hátækni!
Dell Vostro 3460 3G 14“ Tilvalinn ferðafélagi með innbyggðu 3G. Öflugur Intel i5-3210M 3rd GEN örgjörvi, 6GB í vinnsluminni og 500GB harður diskur.
Nú hefur Hátækni hafið sölu á hágæðatölvunum frá Dell. Byrjaðu í Hátækni, veldu tölvu sem hentar
199.995 kr.
markmiðum þínum og taktu Dell með þér út í lífið. Þú ræður ferðinni með Dell.
Advania valdi traustan og öflugan söluaðila fyrir Delltölvur. Hátækni selur Dell.
Dell Inspiron 15R (5520) 15“ Áreiðanleg fartölva með Intel i3-2370 örgjörva, 500GB hörðum diski og 1GB sjálfstæðu skjákorti.
149.995 kr.
Dell Inspiron 14z Ultrabook 14“ Þunn, létt og nett með innbyggðu 3G. Öflugur Intel i5-3317U 3rd GEN örgjörvi, 6GB vinnsluminni, 128GB SSD drif og 1GB sjálfstætt skjákort.
229.995 kr.
Dell Inspiron 15R (5520) 15“ Mjög öflug fartölva með Intel i7-3612QM 3rd GEN örgjörva, 8GB í vinnsluminni, 1TB hörðum diski og 1GB sjálfstæðu skjákorti.
209.995 kr.
Ármúla 26
522 3000 www.hataekni.is Opið: Virka daga 9.30–18
Skólabæ MacBook Air 11” 16.659 kr á mánuði miðað við 12 mánaða vaxtalaust lán, alls 199.912*
Birt með fyrirvara um prentvillur og verðbreytingar. * Þar af lántökugjald 3.25% og þóknun til Borgunar sem nemur 340 kr. á hverja greiðslu
1,7GHz dual-core Intel Core i5 Turbo Boost í allt að 2,6GHz 64GB ofurhröð flash geymsla
VAXTA LAUST
MacBook Air 13” 189.990 kr Staðgreitt
4GB 1600MHz vinnsluminni Intel HD Graphics 4000 Íslenskt baklýst lyklaborð
miðað við 12 mánaða vaxtalaust lán, alls 261.955*
1,8GHz dual-core Intel Core i5 Turbo Boost í allt að 2,8GHz 128GB ofurhröð flash geymsla
Fartölvuslíður
Fartölvuslíður
Incase Neoprene Sleeve
Walk on Water
Superdrive
Verð: 11.990.-
Verð: 7.990.-
Verð: 6.990.-
Verð frá: 6.990.-
Verð: 14.990.-
Fartölvuslíður
VA LA
4GB 1600MHz vinnsluminni Intel HD Graphics 4000 Íslenskt baklýst lyklaborð
Fartölvutaska
KNOMO Lincoln
Incase Terra Sleeve
21.830 kr á mánuði
USB tengdur DVD lesari/s
ækurnar
AXTA AUST
skrifari
MacBook Pro 13” 249.990 kr Staðgreitt
20.101 kr á mánuði miðað við 12 mánaða vaxtalaust lán, alls 241.212*
2,5GHz tveggja kjarna Intel i5 Turbo Boost í allt að 3,1GHz 4GB 1600MHz vinnsluminni
500GB harður diskur Intel HD Graphics 4000 Íslenskt lyklaborð (baklýst)
VAXTA LAUST
229.990 kr Staðgreitt
Vefverslun www.epli.iallts
sendum frítt á land Laugavegi 182
Opnunartímar Virka daga 10-18 | Laugardaga 11 - 16 Sími 512 1300 | www.epli.is
Microsoft Office 2011
Word, Excel og PowerPoint
Verð frá : 21.990.-
Smáralind
Opnunartímar Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18 Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1300 | www.epli.is
18
úttekt
Helgin 10.-12. ágúst 2012
Fimmfalt ódýrara að nota taubleiur – og ekkert mál Áhugafólk um taubleiur segir alls ekkert svo flókið og mikið umstang að nota taubleiur. Þær séu fimmfalt ódýrari en bréfbleiur og margfalt betri fyrir umhverfið því hvert barn skilur eftir sig tonn af bréfbleium.
Taubleia eða pappírsbleia, það er spurningin. Taubleiurnar eru ódýrari og betri fyrir umhverfið en pappírsbleiurnar eru einfaldar í notkun og freista margra.
É
g valdi að nota taubleiur af umhverfisástæðum,“ segir Áslaug Pálsdóttir einlægur og ákafur stuðningsmaður taubleia að eigin sögn. Hún er ein stofnenda Facebookshóps undir heitinu Taubleiutjatt, sem er vettvangur foreldra sem vilja fræðast og fræða aðra um kosti taubleia. Meðlimir eru nálægt 300 talsins og fer ört fjölgandi. Áslaug segist finna fyrir auknum áhuga foreldra á taubleium. „Ástæðurnar geta verið margvíslegar. Taubleiur eru margfalt ódýrari en bréfbleiur en einnig eru þær mun umhverfisvænni,“ segir Áslaug og bendir á að talið sé að hvert barn skilji eftir sig eitt tonn af bréfbleium að meðaltali. „Taubleiurnar er hins vegar hægt að nota aftur og aftur,“ segir hún. Kostnaður við taubleiur er á bilinu 30-50 þúsund og þær nýtist jafnframt áfram á næsta barn. „Kostnaður við bréfbleiur er á bilinu 180-250 þúsund og má því spara umtalsverða upphæð með notkun taubleia,“ segir Áslaug. „Taubleiurnar fara jafnframt betur með húð barnsins en bréfbleiur og valda síður bleiuútbrotum.“ Aðspurð segir hún alls ekki svo mikið umstang við notkun taubleia. „Taubleiurnar hafa breyst mjög mikið frá því að kynslóð foreldra okkar var að brjóta saman tuskudulur og vefja inn í plast utan um rassinn á börnunum sínum. Nú til dags eru taubleiur handhægar, notendavænar og úrvalið er gífur-
legt,“ segir Áslaug. „Það er alls ekkert jafnmikill þvottur af taubleium og fólk ímyndar sér ef til vill. Ég þvæ eina þvottavél aukalega þriðja hvern dag,“ segir hún. Hún viðurkennir að taubleiuheimurinn geti virkað flókinn fyrir þá sem ekki þekkja til. „Þetta er dálítill frumskógur en það er u allir í Taubleiutjattinu boðnir og búnir að aðstoða og gefa ráð. Svo mælum við með að fólk skoði kennsluog upplýsingamyndbönd á YouTube, þau eru til bæði á ensku og íslensku. Við höfum sjálfar ver ið duglegar að búa til myndbönd og setja inn. Þar erum við til að mynda að útskýra mis mundandi bleiutegundir fyrir byrjendum og gera samanburð. Svo er hafsjór af fróðleik hjá Taubleiutjattinu því við erum búin að taka saman fullt af skjölum og ábendingum sem hægt er að nálgast þar, til dæmis um hvernig best er að þvo
bleiurnar og þess konar,“ segir Áslaug. Hún mælir með því að foreldrar sem hafi áhuga á að nota taubleiur á börnin sín prófi sig einfaldlega áfram. „Það er þokkalega öflugur markaður með notaðar taubleiur þannig að maður getur alveg leyft sér að kaupa eina og eina nýja tegund og prófa. Maður getur bara selt þær aftur ef þær henta manni ekki því það er misjafnt hvað fólki finnst best að nota. Það eru líka rosalega flottir söluaðilar á Íslandi og mikið úrval í boði, meira að segja íslensk hönnun og framleiðsla,“ bendir hún á. Til eru taubleiur sem eru nánast eins og hefðbundnar bréfbleiur og kallast „All-in-one“ þar sem bleian er öll í einu lagi eins og nafnið bendir til. Einnig er hægt að fá tvískiptar bleiur þar sem skipt er um innra byrði. Fyrir þá sem veigra sér við því að skola úr kúkableium er hægt að kaupa innlegg úr hríspappír sem
notað er sem innsta lag í bleiuna og hent í klósettið ásamt hægðunum áður en bleian er þvegin. „Margir sjá fyrir sér fullan bala af kúkableium í baðkarinu, en þetta er ekkert svoleiðis. Ég nota til að mynda sérstakan poka úr vatnsheldu efni, sama efni og ytra byrði á bleiunum og nefnist pul. Ég set bleiurnar þar í og þvæ þegar pokinn fullur. Ég þarf ekki að snerta bleiurnar, hvolfi bara út pokanum inn í þvottavélina. Sumir vilja hins vegar láta bleiurnar liggja í bleyti og gera það þá enda er hægt að fá alls konar fötur með loki.“ Hún segist ekkert finna fyrir þessari aukavinnu. „Það er bara spurning um hvað maður gírar sig inná. Ég ákvað að gera þetta og því vex þetta mér ekkert í augum. Ég er sannfærð um að miklu fleiri myndu nota taubleiur ef þeir vissu hvað það er auðvelt,“ segir Áslaug. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is
Spurt og svarað um taubleiur Hvað þarf margar bleiur? Fyrir nýbura er gott að miða við u.þ.b. 10-12 bleiur fyrir hvern sólarhring. Smátt og smátt fækkar þeim niður í u.þ.b. 5-8 bleiur. Fjöldinn fer þannig eftir því hversu oft er þvegið.
Hvernig eru óhreinar bleiur geymdar? Best er að geyma bleiur með PUL-efni á þurrum stað (ekki í bleyti). T.d. í bala eða sérstökum taubleiupokum. Fitted bleiur, prefolds og gasbleiur er hægt að geyma eins eða í bleyti.
Hvernig eru bleiurnar þvegnar? Flestar bleiur má þvo á mest 60°C. Ágætt er að þvo bleiurnar á frekar löngu þvottakerfi, jafnvel með forþvotti. Hægðir eru skolaðar úr fyrir þvott (þó ekki nauðsynlegt þegar um mjólkurhægðir er að ræða). Notið aðeins milt þvottaefni og lítið magn í einu. Ágætt getur verið að setja á auka skolun til þess að vera viss um að allt þvottaefni hefur skolast úr. EKKI nota mýkingar- eða bleikiefni.
Hversu oft eru þær þvegnar? Á hverjum degi, annan hvern dag eða jafnvel þriðja hvern dag (ekki er mælt með því að þvo sjaldnar en það).
b ó k a b ú ð
Þarf að þvo bleiurnar fyrir notkun?
Fiskislóð 39
Hvernig er best að þurrka bleiurnar?
f o r l a g s i n s
Opið alla virKa daga
kl.
10–18
Og laugardaga
kl. 10–14
Kaffi á könnunni og næg bílastæði
Já, allar bleiur og innlegg þarf að þvo fyrir fyrstu notkun. Bleiur og innlegg úr náttúrulegum efnum þarf að for-þvo sér, jafnvel nokkrum sinnum, fyrir notkun til að ná upp rakadrægni.
Til þess að bleiurnar endist sem lengst er betra að hengja þær upp í stað þess að setja þær í þurrkara. Vasableiur þorna fljótt á snúrunni. AIO eru lengur að þorna en spara má tíma með því að setja þær á ofn. Innleggin má hengja upp eða setja í þurrkara. Ef þurrkari er notaður fyrir bleiurnar þarf að fara eftir ráðleggingum á bleiunum um hitastillingar þurrkarans, sérstaklega þarf að passa bleiur með riflás.
Hvernig nást blettir úr? Besti blettaeyðirinn er sólarljós. Hengdu blettóttar bleiur út í sólina og hún sér um vinnuna. Virkar jafnvel þó það sé skýjað, tekur bara aðeins lengri tíma þá. Af bambus.is
Helstu hugtök í taubleiuheiminum AIO (allt-í-einni) bleia er einfaldasta gerðin af taubleium og einna líkust bréfbleium. Mjúkt efni næst húðinni, fast innlegg þar fyrir innan og ysta lagið er vatnshelt. Ekki er þörf á neinum aukahlutum en í sumar gerðir er hægt að setja auka innlegg. Fest með riflási eða smellum. Helstu kostir: Allt í einni bleiu, einföld, fljótleg og þægileg (einstaklega leikskóla væn). Helsti ókostur: Getur verið lengi að þorna. AI2 (allt-í-tvennu) bleiur eru í tveimur hlutum, skel/cover og innlegg/ bleia. Þegar pissað hefur verið í bleiuna er innlegginu skipt út fyrir hreint en coverið notað áfram. Fest með riflási eða smellum. Helstu kostir: Þegar nokkur innlegg eru notuð á móti hverju coveri er þetta kerfi ódýrt, fljótara að þorna en AIO, mismunandi efni í innleggjum. Helstu ókostir: Í tveimur hlutum og þarf því að setja innleggið í. Vasableia er bleia í tveimur hlutum. Bleian sjálf er úr mjúku efni næst húðinni og vatnsheldu efni yst, á milli myndast vasi þar sem innlegg er sett í. Með sumum tegundum fylgir innlegg með bleiunni en með öðrum þarf að kaupa þau sér. Fest með riflási eða smellum. Helstu kostir: Fljót að þorna, einföld og þægileg í notkun, hægt að auka rakadrægnina með mismunandi innleggjum og/eða fjölda innleggja. Helsti ókostur: Það þarf að setja innlegg innan í bleiuna. One-size bleia er bleia sem hægt er að stilla í mismunandi stærðir svo hún passi frá fæðingu þar til bleiutímabilinu lýkur. Fest með riflási eða smellum. Til eru AIO og AI2 bleiur, vasableiur, fitted bleiur og cover sem eru one-size. Helsti kostur: Ódýrari kostur til lengri tíma litið en bleiur í stærðum (ein bleia á móti small, medium og large). Helstu ókostir: Gæti verið heldur stór og fyrirferðarmikil á minnstu börnin fyrstu dagana og/eða vikurnar, einnig gæti hún orðið of lítil í lok bleiutímabilsins (ef barn er mjög stórt). Fitted bleia er úr mjúku rakadrægu efni sem er sniðin að barninu, jafnvel með teygjum um lærin og í mittið. Sumar sniðnar bleiur eru með vasa fyrir auka innlegg til þess að auka rakadrægnina, en aðrar eru með föstu innleggi eða engu innleggi. Fest með riflási, smellum eða án festinga. Helstu kostir: Venjulega ódýrari en AIO og vasableiur, mjúkt efni sem tekur við miklu. Helstu ókostir: Þarf cover yfir og sumar gerðir eru án festinga. Prefolds er forbrotin bleia þar sem búið er að sauma saman nokkur lög af efni í ferhyrning til þess að gera hana rakadræga. Oft er henni skipt í þrjá hluta þar sem miðjan er þykkari en hliðarnar og eru merktar t.d. 3-6-3 eða 4-8-4 sem gefur til kynna fjölda efnislaga í hliðum og miðju. Nokkrar aðferðir eru notaðar við ásetningu og eru oftast leiðbeiningar á pakkningunni. Helstu kostir: Mun ódýrari en AIO, vasa og fitted bleiur, einfaldari en gasbleia, nýtist sem innlegg þegar bleian sjálf er orðin of lítil. Helstu ókostir: Þarf að setja cover yfir, er án festinga. Gasbleia er ferhyrnt bómullarefni sem þarf að brjóta á ákveðinn hátt til að passi á barnið. Helstu kostir: Ódýr, fljót að þorna, hægt að nota allt bleiutímabilið, nýtist áfram eftir að hún hefur þjónað bleiuhlutverkinu (t.d. í tuskur). Helstu ókostir: Þarf að brjóta á ákveðinn hátt, þarf cover yfir, er án festinga. Cover/bleiubuxur eru notaðar utan yfir bleiur sem eru ekki með vatnsheldu ysta lagi, svo sem fitted bleiur, prefolds og gasbleiur. Úr vatnsheldu efni (PUL, ull eða flís) sem andar. Innlegg er sá hluti bleiunnar sem tekur við vætunni og heldur henni í sér. Innlegg eru úr mismunandi efnum, microfiber, hamp, bambus, bómull eða ull. Af bambus.is
20
viðtal
Helgin 10.-12. ágúst 2012
Systkinin þrjú eiga í sálarsambandi þótt heimsálfur hafi skilið þau að. Hér lyfta þau glösum Kristján Guðmundsson, Ágústa og Sigurður Guðmundsson en bræðurnir eru báðir þekktir listamenn.
Hann sveik auðvitað það göfuga loforð, eins og flest önnur, kom til Flórída og stal barninu beint úr fanginu á mér.
Syndaselur starfar í víngarði Guðs Ágústa Guðmundsdóttir Harting hefur verið búsett í Bandaríkjunum í tæplega sextíu ár, en ekki er möguleiki að heyra að hún hafi nokkurn tíma farið frá Íslandi. Engu að síður hefur hún sjaldnast búið á stöðum þar sem mikið hefur verið um Íslendinga – ef þá nokkurn – en móðurmálið er henni svo tamt að hún mismælir sig ekki í einu einasta orði – svo maður tali nú ekki um að hún talar ekki með nokkrum útlendum hreim. Ágústu muna margir eftir frá því hún lék ungu bóndakonuna í kvikmyndinni Gilitrutt, sem var frumsýnd síðla á sjötta áratugnum og eins sem fegurðardrottningu Íslands árið 1956. Um tíma var Ágústa meðlimur i Mormónakirkjunni í Bandaríkjunum og vann innan safnaðarins. Í tilefni þess að nú er frambjóðandi repúblikana til forsetaembættis Bandaríkjanna, Mitt Romney, mormóni, fannst Önnu Kristine áhugavert að heyra af afstöðu Ágústu til frambjóðandans – en jafnframt rifja upp lífshlaup hennar og það trúboðsstarf sem hún og eiginmaður hennar hafa gegnt í rúm þrjátíu ár.
É
g er hreinræktað miðbæjarbarn úr Reykjavík,“ segir Ágústa. „Ég fæddist í því fræga húsi að Bröttugötu 3, Fjalakettinum í september árið 1937 og er því að verða 75 ára – svona allt í einu! Flestum æskuárunum vörðum við systkinin í Vesturbænum og bjuggum til dæmis flest stríðsáranna að Bárugötu 5. Þar leigðu foreldrar mínir, Áslaug Sigurðardóttir og Guðmundur Árnason, efstu hæðina af Þóru, föðursystur minni og hennar góða eiginmanni, Eymundi Magnússyni skipstjóra. Þau hjónin áttu fjögur börn, en við systkinin þrjú vorum þá öll fædd. Næstur á eftir mér er Kristján, sem fæddist að Stóra-Hrauni á Snæfellsnesi, þar sem afi okkar var prestur. Yngstur er svo Sigurður, sem fæddist á Hverfisgötu 59, en við systkinin munum öll best eftir bernskuárunum á Bárugötunni. Þar var náttúrlega algjör Paradís; miðbærinn, höfnin og Landakotstúnið voru okkar aðal leikvellir. En ég er nú orðin svo gömul að ég man vel eftir því þegar Bárugatan var fyrst malbikuð.“
Nánir vinir sem skotnir voru niður
Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt
„Á þessum árum þekktum við til flestra sem bjuggu í Vesturbænum. Þá virtist hvert mannslíf hafa haft miklu meiri þýðingu en nú til dags. Kannski er þetta kerlingarleg athugasemd, en svona lít ég samt á þetta! Heimstyrjöldin var auðvitað í algleymingi og við þurftum oft að hlaupa í loftvarnarbyrgi, sem hlaðin voru úr blautum sandpokum. Ég man ennþá vel fúkkalyktina af þeim og var sífellt gagntekin ótta þegar sírenurnar tóku að væla – stundum um miðja nótt. Ég man líka greinilega þegar skipin Goðafoss og Dettifoss voru
skotin niður, því við áttum nána vini á báðum skipunum, til dæmis. Ellen Wagle og Berthu Zoëga sem var besta vinkona mömmu minnar. Eymundur maður Þóru frænku var, að mig minnir, á báðum skipunum, og það vakti ótrúlega gleði í miðri sorginni þegar fréttist upp á efstu hæðina á Bárugötu að Eymundur hefði komist af. Við þorðum varla að anda þegar við sáum hann fyrst, vafinn inn í Bretateppi. Hann var eins og einhvers konar ævintýrapersóna fyrir okkur börnunum. Líkt og Robinson Krúsó sem loks komst af af eyðieyju.“
Sigga stóð á haus!
„Eins og ég nefndi áður voru foreldrar mínir Guðmundur Árnason málverkasali og Áslaug Sigurðardóttir kona hans. Pabbi átti þá sína eigin verslun, Járn og Gler, sem var á Laugavegi 70. Hann var líka flinkur speglagerðarmaður og var ilmandi af lakki þegar hann kom heim á kvöldin. Og svo ilmaði hann auðvitað líka af neftóbaki sem hann veitti sér í ríkum mæli allt fram á nítugasta og sjöunda ár! Síðar vann pabbi í Rammagerðinni í Hafnarstræti við innrömmun og enn síðar á sínu fræga rammaverkstæði og listagalleríi á Bergstaðastrætinu – þar sem mikið var um hann skrifað. Á Bárugötunni var svo Loftur ljósmyndari sem rak sitt stúdíó á fyrstu hæðinni, svo þetta var frekar marglitur og litríkur hópur sem þarna bjó. Við leigðum sjómönnum út tvö af þremur svefnherbergjum okkar og einnig konu sem hét Sigríður Brynjólfsdóttir og var fulltrúi í Landsbankanum. Hún var oft kölluð „Sigga Brynka“ en við kölluðum hana aldrei annað en Siggu Brynjólfs. Hitt þótti okkur dónalegt í meira lagi. Sigga var mikill karakter og var meðal þeirra fyrstu sem iðkuðu jóga á Íslandi.
Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is
Við sáum hana oft standa á haus þótt hún væri orðin sextug! Þetta þótti okkur systkinunum nú aldeilis framandi og mjög skringilegt. Við Kristján og Sigurður byrjuðum strax að setjast í Lótus stellingar, en vissum svo ekkert hvað við áttum að gera næst!“
Ballerína
En Ágústu þóttiH ballett heldur E LG A R tilBLA Ð komumeiri en jóga og fór að sækja balletttíma: „Fyrst sótti ég ballettæfingar í ókláruðu Þjóðleikhúsinu, enda var allt stopp í stríðinu, en síðar fór ég í ballettnám til Sifjar Þórs og Sigríðar Ármann. Ég var svo valin yngsti dansarinn þegar leikhúsið var vígt árið 1950 með Nýársnóttinni, Íslandsklukkunni og Fjalla-Eyvindi. Leikritin voru sýnd í rúmlega eitt og hálft ár, svo það má segja að ég hafi kunnað allar rullurnar utan að í öllum þremur stykkjunum þegar yfir lauk! Ótrúleg upplifun, Þjóðleikhúsið. Ég var þarna líka „aðstoðarkona“ Ævars Kvaran, sá um að reima hann inn í lífstykkið, því hann var svo feitur, en ég svo sterk. Enda mikið fyrir að dansa og klifra eins og fjallageit upp á húsaþökum, bílskúrum og öðru slíku. Ég var þá orðin tólf ára dama.“
Sterkt systkinasamband þótt heimsálfur skilji
„Þótt Kristján væri fjórum árum yngri en ég, og Sigurður fimm árum, vorum við alla tíð mjög samrýmd. Við höfum alltaf haft mjög sterkt einhvers konar „sálarsamband“, jafnvel þótt heimsálfur Framhald á næstu opnu
Ný námskeið að hefjast!
Árangur Stökktu af stað strax eftir sumarfríið. Farðu inn í haustið full af orku í toppformi! Taktu heilsuna og útlitið föstum tökum. Fjölbreytt námskeið með mjög miklu aðhaldi. Komdu þér út úr röngu fæðumynstri og byrjaðu að borða fæðu sem grennir þig. Losnaðu við eilífa sætindaþörf og leggðu grunn að nýju neyslumynstri sem grennir þig í eitt skipti fyrir öll.
• • • • • • •
Mataræðið er tekið í gegn Lærðu að borða til að næra vöðvana og svelta fitufrumurnar Einfaldar æfingar sem miðast við að tryggja hámarks fitubruna Þú minnkar fitufrumurnar, styrkir og mótar vöðvana Þú minnkar ummál um mitti, læri og mjaðmir Þú eykur orku þína, þrek og vellíðan Þú færð hvatningu, fróðleik og uppskriftir í tölvupósti 3x í viku
3ja vikna námskeið - þjálfun 3x í viku.
Allar nánari upplýsingar um námskeiðin, tímasetningu og skráningu finnur þú á www.hreyfing.is
Hot Fitness Viltu verða sterkari, liðugri, læra að þjálfa flata kviðvöðva og langa fallega vöðva. HOT FITNESS hefur slegið í gegn og margir tala um að vera orðnir háðir tímunum. Krefjandi æfingar og mikill sviti. Unnið er með eigin líkamsþyngd og einnig notaðir litlir lóðaboltar við æfingarnar sem auka enn frekar á styrk efrihluta líkamans. Æfingarnar eru hnitmiðaðar, rólegar og vandlega hugsað um að þátttakendur fái sem mest út úr æfingunum. Hitinn í salnum er 35°C. Djúpvöðvastyrkur eykst, líkaminn mótast og vöðvar lengjast. Skoðaðu hvað þátttakendur segja um námskeiðið á www.hreyfing.is 3ja vikna námskeið - þjálfun 2x í viku.
22
viðtal
hafi aðskilið okkur mestalla ævi. Þegar við hittumst, er eins og enginn tími hafi liðið frá því við vorum krakkar á Bárugötunni, eða í Sogamýrinni, þar sem við slitum táningsskónum. Mamma var oft heilsuveil, svo ég draslaðist mikið með bræðurna og þeir voru náttúrlega strax miklir uppfinningamenn, seldu til dæmis aðgang á 25 aura á síðuna að leyni-dagbók minni, þar sem ég úthellti öllum mínum fínustu tilfinningum! Dagbók sem ég hélt að væri örugglega vel falin í einu skúffunni sem ég átti. Við systkinin höfðum og höfum enn alls konar orðatiltæki okkar i milli og þurfum stundum ekki nema að segja fyrstu setningu í prívat bröndurunum og endurminningunum til að skellihlæja. Við erum öll miklar eftirhermur – lærðum þá snilld af föður okkar – og vorum oft miskunnarlaus í að herma eftir og uppnefna fólkið í Sogamýrinni með þeim afleiðingum að þetta loðaði stundum ævilangt við þessi fórnarlömb „sköpunargáfu“ okkar. Veslings, blessað fólkið!”
Listamannamiðstöðin
„Heimili okkar var oftast fullt af gestum. Bæði var nú fjölskylda pabba mjög stór, ellefu systkini, eða allt „Stórahraunsfólkið“, og þar við bættust flestir listamenn í Reykjavík og nágrenni; heimilið var einskonar miðstöð fyrir málara, leikara, skáld, tónskáld og rithöfunda; og eins líka fyrir heilan mannfjölda sem flæktist með. Það var svolítið erfitt í þessu litla húsnæði á Sogaveginum að gera heimaverkefni fyrir skólann. Oft var gleðskapurinn rétt að enda þegar við börnin urðum að stinga okkur út í myrkur og hríð og húkka eitthvert farartæki –stundum bara skafarann – niður í Laugarnesskóla. Heimilið okkar var púra bóhemaheimili þótt okkur fyndist sjálfum það vera mjög eðlilegt. Samt var alltaf einhver fastur, hefðbundinn grundvöllur þar undir – þrátt fyrir allt og allt. Mér finnst auðvitað hryllilegt að hugsa til margs sem skeði þarna, en yfirleitt finnst mér ég hafa verið mest Guðs blessaða manneskjan á Íslandi fyrir að hafa fæðst inn í okkar litlu fjölskyldu. Ætli flestir hugsi ekki þannig líka um sínar fjölskyldur?“
Forlagaspádómur?
ENNEMM / SÍA / NM51727
„Í Sogamýrinni sváfu Kiddi og Siggi í kojum, en ég á litlum „dívani með haus“ í sama herbergi. Mamma og pabbi sváfu á svefnsófa i stofunni. Fyrstu árin þarna var aðeins kolavél til upphitunar og kalt vatn úr krana og aldrei höfðum við baðkar eða sturtu. Nú finnst mér ég vera að segja frá miðaldafólki! „Við systkinin þrjú“ eins og við kölluðum okkur, lékum oft leikrit á kvöldin, bara svona okkar á milli, þar sem ég brá mér oftast í hlutverkið „Nýja mamma frá Ameríku“ – bræðrum mínum til mikils áhuga og spennings. Ekki grunaði mig þá að ég ætti eftir að flytjast alfarin til Ameríku nítján ára gömul. Þetta var eins og einhver forlagaspádómur. Núna um daginn, voru Siggi bróðir og Ineke kona hans hér hjá mér í Bandaríkjunum að sjá barna- og barnabarnabörnin mín í fyrsta skipti! Þau höfðu ekki komið á heimili mitt í Ameríku í meira en þrjátíu ár. Við systkinin vorum eins og tvær brunaliðsslöngur á fullu – að skiptast á endurminningum, segja sögur og filósófera! Þetta var einhver besta vika lífs míns. Ég hef heldur aldrei séð stóran hluta af
Helgin 10.-12. ágúst 2012
niðjum bræðra minna, sem búa í Reykjavík, Hollandi, Svíþjóð, London og víðar. Mamma sagði oft: „Hvað hef ég gert af mér til þess að verðskulda að öll börnin mín þrjú fluttu til útlanda?“ Elsku mamma mín, þetta var henni skiljanlega svo sárt. En svo flutti Kristján bróðir minn heim frá Hollandi með alla fjölskylduna og hún fékk að hafa þau í Reykjavík þangað til hún dó. Mamma var munaðarlaus sjálf, utanhjónabandsbarn Sigurðar skálds Sigurðssonar frá Arnarholti. En hún var tekin i fóstur á áttunda ári af Ingunni föðursystur minni og Kristjáni Einarssyni, hennar yndislega manni. Hún var þá búin að missa móður sína sem dó af barnsförum. Á heimili Ingunnar og Kristjáns hitti mamma pabba i fyrsta sinn þegar hún var sjö ára gömul. Þau giftust þegar hún var tvítug og voru gift i 71 ár. Það er ekki nokkur leið að lýsa mömmu, hún var stórbrotnasta manneskja sem ég hef þekkt, full af gáfum, blíðu, ást, – stundum skapi – en „opin fyrir öllu háu“ eins og afi Sigurður komst að orði í Hrefnu-kvæðinu. Enda hét hún Áslaug Hrefna Sigurðardóttir. Hún var besta vinkona mín alla tíð.“
Að teikna hálf nakinn karlmann
„Skólaganga mín á Íslandi var af afskaplega skornum skammti. Hún byrjaði með tímakennslu hjá Svövu í gamla Valshúsinu, þar sem ég eyddi mörgum stundum lokuð inni í geymslu fyrir að hafa svarað einhverju abstrakt svari við venjulegri spurningu. Ég var löngu búin að læra að lesa og hafði alls enga hugmynd um hvers vegna þessi bústna og dökkbrýnda manneskja var alltaf að slá á fingurgómana með reglustiku og skipa mér i geymsluna. En ég gerði nú samt gott úr þessu með því að stelast í molasykur sem hún geymdi þarna í stórri krukku. Molinn var mikill munaður á Íslandi árið 1943. Siðar fór ég í Miðbæjarskólann og gekk yfir frosna Tjörnina á vetrum, eins og öll góðu börnin i Vesturbænum. Síðan í Laugarnesskólann, en endaði svo með að falla eftir tvö ár i Versló, þeim al-versta skóla sem unnt var að velja fyrir manneskju eins og mig, sem getur ekki reiknað. Ég tók samt mjög hátt próf í öllum tungumálunum, en féll svo skart i reikningi, að skólastjórinn, hann Jón Gíslason heitinn, kallaði mig inn á skrifstofu til sín einungis til að hrista hausinn og stara á mig sem algjört viðundur. Ég átti samt uppáhaldskennara þarna, hann Inga Þ., sem kenndi mér íslensku og hana Guðrúnu Helga sem kenndi mér ensku. Ótrúlega einstök bæði tvö. Svo var ég talin vera með eitthvert myndlistar-talent, svo ég grátbað um að fá að fara í myndlistarskóla í Reykjavík. Það entist nú aðeins þangað til að pabbi komst að því að við værum látin teikna hálf-nakinn karlmann. Hann taldi þetta alls ekki öruggt andrúmsloft fyrir sína saklausu dóttur og reif mig strax úr skólanum. Síðan hef ég nú verið að mála svona með höppum og glöppum, en er samt með svo hárfínan smekk á myndlist, að ég losa mig við myndirnar sem fyrst og tek loforð af öllum að segja aldrei hver hafi málað þær!“ En hvernig voru unglingsárin, hvert fórstu til dæmis til að skemmta þér? „Ég „skemmti“ mér ekki beint á unglingsárunum, nema með hjólatúrum í Sogamýrinni og reiðtúrum með Ingu Larsen vinkonu minni á Hjalla sem átti hesta. Ég er mikið
náttúrubarn og algjörlega vitlaus í dýr; ég elska hunda, ketti og hesta, og lifði mig inn í reiðmennskuna og smá-búskapinn á Hjalla og síðar á Engi i Mosfellssveit. Auðvitað fór ég stundum á böll, aðallega á skólaböll, en mér var yfirleitt sjaldan boðið upp. Ég var svo hávaxin og mjó og gekk ekkert í augun á Íslendingum fyrr en ég fullorðnaðist. Þá hafði ég engan frið fyrir þeim!!! Ég er heldur engin vín- og partýmanneskja. Var sama og ekkert „úti á lífinu“. Ég smakkaði aldrei vín fyrr en ég var komin yfir tvítugt og fannst það hryllilega vont. Ég hef aldrei vanist því, Guði sé lof. Samt finnst mér gott að fá mér glas af góðu léttvíni með matnum, en það kemur ekki oft fyrir – og auðvitað aldrei í þau ár sem ég var mormóni, því mormónski guðinn hefði útskúfað mér. Að eilifu!“
Nítján ára móðir í hjónabandi
„Svo gifti ég mig i fyrra skiptið – alltof ung. Aðeins af einhverjum barnaskap. Ég hitti hann i ameríska sendiráðinu þar sem hann vann í hernum, en ég var bara að gera símaat í honum með vinkonu minni, henni Dúddu í Réttarholti. Við þóttumst tala súper-flotta ensku og Guð má vita hvað við böbbluðum! Ég var bara 16 ára stelpuskott, en hann 25 ára. Nú fatta ég að þetta gat verið tukthússök fyrir hann, en við giftumst svo árið 1956, þá var ég orðin 19 ára og búin að fæða honum son. Ég var þá líka orðin fegurðardrottning Íslands 1956, og var á leið til London i Miss World keppnina. Ég var einnig búin að leika aðalhlutverkið i barnakvikmyndinni hans Ásgeirs Long: Gilitrutt, sem Jónas heitinn Jónasson leikstýrði.“ Og það er gaman að geta þess hér að af og til hefur blaðamaður fengið símtöl frá konu sem spyr hvort ég viti hvort Ágústa sé á leið til landsins: „Viltu þá biðja hana að hringja í Gilitrutt,” segir Martha Ingimarsdóttir!
Fegurðardrottning Íslands 1956
Ágústa er alls ekki áfjáð í að segja mér frá þátttöku sinni í Fegurðarsamkeppni Íslands og ferðinni á Miss World til London árið 1956, en þegar ég segi henni að Heiðar Jónsson, snyrtir og flugliði, hafi haft mikið fyrir að finna myndir af henni fyrir Fréttatímann, samþykkir hún það: „Dag nokkurn sat eitthvert fólk að drekka kaffi hjá mömmu og pabba í Sogamýrinni og ég vissi ekki fyrr en búið var að skrá mig í Fegurðarsamkeppni Íslands. Ó, biddu fyrir þér, ég get varla minnst á þetta! Ég var þarna nýbúin að eignast son minn, Earl, og fannst þetta algjör firra. En svo vann ég keppnina, norpandi á sundbol í jökulkulda úti í Tívolí fyrir framan þúsundir manna. Einhvern veginn komst það inn í hausinn á mér að ég væri númer fimm, svo ég varð dauðskelkuð þegar Arna Hjörleifsdóttir, fegurðardrottning frá árinu áður, þrýsti kórónu á höfuðið á mér og mannfjöldinn klappaði af öllum krafti. Þetta var fyrsta Ungfrú Ísland krýningin sem fór fram á Íslandi. Kórónan var haglega gerð Hjá Báru, en fyrri „drottningar“ höfðu bara fengið blómvendi!“
Í yfirliði í myndatöku fyrir Miss World
Svo fórstu í keppnina Miss World í London og þar steinleið yfir þig. Margir héldu að þú hefðir gert þetta viljandi til að dómararnir tækju nú betur eftir þér – en hver er sannleikurinn?
Fegurðardrottning Íslands 1956, Ágústa Guðmundsdóttir. Heiðar Jónsson, snyrtir og flugliði, hefur safnað myndum af fegurðardrottningum síðan hann var barn. Það kom sér vel núna við vinnslu þessa viðtals og þökkum við Heiðari hjartanlega fyrir lánið.
„Fólk sem þekkir mig vel mundi aldrei spyrja að þessu. Ég er að eðlisfari mjög feimin manneskja og lítið fyrir að láta á mér bera. Nú hef ég séð myndir af þessu á netinu og alls staðar er ég að reyna að fela mig fyrir aftan hinar á sviðinu í Mecca Dancing. Málið var, að mér var stillt upp á flygil klukkan sjö að morgni til að ljósmyndarar fengju að klikka nægju sína af myndum fyrir bresku blöðin. Ég er ekki frægur morgunhani, en fann allt í einu að mig snarsvimaði. Ég ætlaði því að mjaka mér afskaplega pent ofan af píanóinu, en rann til á sleipu gólfinu og hreinlega datt og rotaðist! Auðvitað óskaði ég þess að ég væri dauð, en Bretarnir hefðu átt að senda eftir lækni eins og skot, en svona var nú farið með heilahristing þar; ég var lengi með stóra kúlu á höfðinu.”
Bjó með kakkalökkum í Bandaríkjunum
„Eftir heimkomna frá London fluttumst við Glenn um hávetur til Vestur-Virgínu, þar sem hann var fæddur og uppalinn og það var hroðalegt kúltúrsjokk fyrir mig. Ég þjáðist svo af heimþrá að ég varð fárveik á sál og líkama. Síðan fékk Glenn atvinnu í grennd við Washingon D.C. og þá tók nú ekki betra við. Við bjuggum í pínulitlum, niðurgröfnum kjallara, fullum af kakkalökkum, en ég er pödduhræddasta manneskja í heimi! Þarna varð síðar ógurlegur hiti og mikill raki; mér lá við köfnun. Auðvitað var heldur engin loftkæling á þessum tíma. Glenn var mjög harður við mig, lamdi mig svo oft, að ég hringdi stundum í íslenska sendiráðið til Thors og Ágústu í leit að hjálp. Loksins, rétt fyrir jólin 1957, gafst ég upp og fór aftur með son minn til Íslands. Ég hét því að ég skyldi aldrei tala við annan Ameríkana á lífsleiðinni. Ég átti nú eftir að brjóta það heit, Guði sé lof, því ég hitti seinni mann minn, mína stóru ást í lífinu, Daniel Harting, í boði í ameríska sendiráðinu aðeins nokkrum vikum seinna. Framhald á næstu opnu
tvær nýjar bragðtegundir! Ný bragðteguN - bÉarNaise d
Ný bragðteguN - sítróNa o d g Karrí
Þú átt alltaf erindi til okkar Nýbökuð brauð, kökur, tertur, smurt brauð, heitir réttir, veisluþjónusta, kaffihús... og góð þjónusta.
Austurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni • Mjódd • Smáratorgi • Suðurveri
24
viðtal
Ingunn föðursystir mín hálf manaði mig til að fara í þetta boð, sem ég var búin að hafna. Við Dan erum nú búin að vera gift í yfir fimmtíu ár og eigum fimm börn og þrettán barnabörn, og nú eru tvö barnabarnabörn komin í hópinn! Þetta var auðsjáanlega örlagaríkasta boð sem mér hefur verið boðið í! En heldurðu sambandi við íslensku vinkonurnar frá því þú varst barn og unglingur á Íslandi? „Já alltaf! Magnfríður (Dúdda) vinkona mín úr Sogamýrinni, hefur heimsótt mig til Bandaríkjanna mörgum sinnum. Það hefur verið ómetanlega skemmtilegur tími og ég vona að það sé ekki liðin tíð – þótt við séum báðar orðnar gamlar kerlingar. Við erum búnar að þekkjast síðan ég var fimmtán ára. Svo er síminn nú stór hluti af lífi mínu. Ég hringi í frænkur mínar og vinkonur, og þær oft í mig og við skiptumst á mataruppskriftum og spjöllum bara eins og við séum í sama hverfi. Heimshaf getur ekki komið í veg fyrir góða vináttu.“
Elsta syninum stolið úr fangi móður sinnar
Nú ólst elsti sonurinn, Earl, sem er flugmaður, ekki upp hjá ykkur Dan. Hvers vegna var það? „Þegar við Dan vorum búin að eignast annan son, Lance Kristján, og flutt til Flórída, var Earl sonur minn tæplega þriggja ára á Íslandi hjá mömmu, því Glenn var búinn að hóta mér „blóðhundum“, svo ég þorði ekki annað en senda barnið til mömmu. Að hafa barnið hér í Bandaríkjunum fannst mér alveg óhugsandi eins og málin stóðu. Loks bað ég mömmu að færa okkur hann til Flórída, en ekki fyrr en Glenn var búinn að heita mannorði sínu um að taka hann aldrei frá mér. Hann sveik auðvitað það göfuga loforð, eins og flest önnur, kom til Flórída og stal barninu beint úr fanginu á mér. Við keyrðum svo, ásamt mömmu, í hitalausum lánsbíl á ísköldum nóvemberdegi og leituðum að honum í allri Washington borg og uppi i fjöllum í Vestur Virginíu. En allt án árangurs. Það var ekki fyrr en Glenn trúlofaðist annarri konu sinni, að hún hafði meðaumkun með mér og lofaði mér að heimsækja barnið mitt. Ég var líka búin að ganga i gegnum ömurlegan skilnað, þar sem Glenn hótaði að reyna að taka son okkar Dans líka, því hann gaf ekki eftir skilnaðinn. Algjört „blackmail“, sem var hægt á þeim árum. En nú hefði hann verið rekinn úr öllum réttarsölum með sínar heimskulegu ásakanir.“
Mannkynið orðið bremsulaust Earl var stolið frá Ágústu og Dan og sársaukinn var mikill. En þeim var samt ætlað stórt hlutverk sem foreldrar og börnin þeirra eru fimm.
Helgin 10.-12. ágúst 2012
„Við erum nú heppin með okkar börn og barnabörn, Guði sé lof. Ekki að þau séu öll fullkomin! Þetta er bara orðinn svo ljótur heimur og fólk orðið guðlaust og snargalið, finnst mér. Mér finnst eins og mannkynið sé búið að missa allar bremsur, orðið siðblint og vitskert yfirleitt. Maðurinn á jörðinni er orðinn eins og einhver skrípamynd af sjálfum sér. Auk sonar míns Earls, sem býr i Virginíu og á fimm börn, eigum við Dan saman fjögur börn. Þau eru Lance Kristján, sem býr hér í Indíana og er giftur yndislegri konu frá Eþíópíu sem heitir Kidist. Þau eru enn barnlaus, en við vonum samt að það breytist. Lance kennir eðlisfræði hér við háskólann og gerir upp hús í tómstundum sínum, frá Viktoríu-tímabilinu. Mjög listrænn! Næst er Kim Elísabet, sem býr í Kentucky. Maðurinn hennar er kennari i unglingaskóla þar. Hún á börnin Katherine Emily, sem var að eignast litla dúllu, Hadley Corinne, og soninn Connor James, sem er fimmtán ára séní. Kim málar, ljósmyndar, kennir leikfimi, rekur listagallerí og er formaður The Ohio River Art Guild. Hún á hesta, hunda og ketti og er mikil atorkukona. Sherry Ása býr rétt hjá okkur. Hún á fjóra stráka og rekur mikið og stórt heimili. Tvíburarnir hennar, Steven og Brian, eru báðir í hernum og eru búnir að vera nokkrum sinnum í Afganistan. Daníel sonur hennar er leikari og dansari og Michael, sem er elstur, er lærður kvikmyndagerðarmaður. Hann á konuna Heather June og einn son, Archer, sem er tveggja ára. Yngsta dóttir okkar er svo Katherine Heather. Hún býr í Cinncinati í Ohio og við erum alltaf að reyna að búa aftur í sömu borg, því við erum ekki bara mæðgur heldur líka hálfgerðar tvíburasystur! Heather er ótrúleg listmanneskja, snillingur í olíu- og vatnslitamyndum og kennir myndlist á mörgum stöðum. Hún er gift einstökum manni, Dwayne Job og þau eiga tvö yndisleg börn, Erik Samuel og Victoriu Grace. Þetta er nú öll fjölskyldan mín upptalin hér, svo það hlýtur að vera augljóst að ég flyt aldrei aftur heim til Íslands þótt „hugurinn beri mig stundum hálfa leið“, eins og segir í þulunum hennar Theodóru Thoroddsen vinkonu minnar.“
Lét blekkjast af mormónum
Þú starfaðir innan Mormónakirkjunnar í mörg ár og fylgdir öllum þeirra siðum og reglum. Einn daginn varstu svo bara hætt… „Ég lét blekkjast af mormónum árið 1966, því orðatiltækin eru þau sömu og í kristni, en meiningin samt allt önnur; ég hélt að þetta væri hákristið fólk og við ólum börnin okkar upp í mormónatrú í mörg ár. En er ég að segja að þetta sé slæmt fólk? Nei, alls ekki! Hins-
Í sumarblíðunni í Indíana. Með barnabarninu Erik Samul lengst til vinstri, Daniel og Ágústa, dótturdótturin Victoria Grace og yngsta dóttir hjónanna, Katherine Heather.
vegar eru mormónar, alveg eins og Vottar Jehova, blekkt fólk. Það „les“ stundum Biblíuna, en túlkar hana vitlaust. Þeir bæta líka við hana sínum eigin bókum og ritum. Vottarnir hafa breytt Biblíunni til þess að gera ekki Krist að Guði, heldur bara að engli. En mormónar, sem halda að þeir séu á leið með að verða Guðir, hafa breytt honum í „son guðs“ sem var fæddur þegar Guð kom og hafði líkamleg mök við dóttur sina, Maríu mey! Allt annar Jesús, allt annar boðskapur. En báðir þykjast vera „þeir einu“ kristnu menn á jörðinni! Ég ætla nú ekkert dýpra út í þetta hér, en yfirleitt eru Íslendingar orðnir ólæsir á Biblíuna, eins og flestir í þessum heimi og því í mikilli hættu fyrir falsspámönnum af öllum tegundum. Nú erum við hjónakornin búin að vera í fullu kristilegu starfi, einskonar trúboði, í rúmlega þrjátíu ár, sem nefnist Familes against Cults of Indiana. Við hjálpum fólki að komast út úr villutrúarflokkum og gefum upplýsingar, predikum, kennum hér og þar og förum yfirleitt bara þær leiðir sem Guð sendir okkur – hvar og hvert sem er. Þetta hefur verið rosalega mikið starf, en hefur veitt okkur mikla hamingju og gleði þegar við sjáum fólk komast úr gildrunni til dæmis mormónisma, Vottum Jehóva og slíkum hjátrúm. Það gengur stundum beint inn í frelsandi faðminn á Jesú Kristi Biblíunnar og kynnist loks hans óviðjafnanlega fagnaðarerindi! Við erum búin að hjálpa hundruðum – kannski þúsundum, því við vorum með útvarpsþátt í tíu ár og höfum gefið út mánaðarlegt rit, sem er frítt, í hartnær þrjátíu ár.”
Í hættu frá mormónum
AHC samtökin óska eftir styrkjum til að vinna að grunnrannsóknum á Alternating Hemiplegia of Childhood auk þess að stuðla að kynningu á þessum sjaldgæfa sjúkdómi. Reikningsnúmer samtakanna er 0319-13-300200 kt. 5905091590 Upplýsingar um AHC er að finna á heimasíðu AHC samtakanna www.ahc.is
En nú veit ég af fólki sem hefur látið af mormónatrú og gengið úr söfnuði Votta Jehóva hér og það reyndist þeim síður en svo auðvelt. Upplifðuð þið erfiðleika? „Já, það er ekki auðvelt að sleppa undan þeim. Það er mikið átak, það þarf mikla hjálp og andlegan styrk sem kemur auðvitað frá Guði sjálfum. Þegar augu okkar opnuðust, helst með því að lesa Biblíuna eins og hún kemur fyrir, byrjuðum við að fá skriflegar hótanir um líflát, steina i gegnum glugga, sleggju á bílinn, óhugnanleg símtöl og svoleiðis. Um leið og við byrjuðum að uppljóstra hverju þeir trúa og hvað þeir gera í leynimusterum sínum, vorum við í hættu og í algjörri útskúfun. En fjandmenn okkar hafa oft orðið að vinum sem komust út úr ósköpunum á endanum og ganga nú um sem frelsað fólk í einskærri og hreinni trú á Jesú Krist. Það er það langbesta sem maður getur orðið vitni að í lífinu – finnst mér.
Algjörlega þess virði að illa sé talað um mann!“ Hvernig hélstu styrk þínum? „Meðan ég glímdi við þetta, fékk ég bullandi magasár og gat ekki borðað. Ég byrjaði líka að fá fjölvefjagigt og annað slíkt. Aðeins fólk sem hefur gengið í gegnum þetta skilur hvað ég meina, því það er ekki hægt að útskýra heilaþvott. Annars get ég oft grátið vegna fólks sem gengur úr svona söfnuðum en fær enga sáluhjálp og öðlast aldrei trú á hinn sanna Jesú Krist í staðinn. Það fólk verður oft biturt, þunglynt og fremur jafnvel sjálfsmorð. Flest hefur það óbeit á „Guði“.“ Það leita líka margir foreldrar til okkar, því þessir flokkar splundra fjölskyldum og valda oft að hjónaskilnuðum. Það eru þúsundir slíkra safnaða í Bandaríkjunum og víðar og við erum alltaf að kynnast nýjum og nýjum sem við höfum aldrei heyrt um áður. Þetta á eftir að versna, því er spáð greinilega í Orði Guðs, Biblíunni.“
Romney heldur að hann þróist í að verða Guð
En hvað með forsetakjör í Bandaríkjunum? Þú býrð í ríki þar sem margir eru repúblikanar – geturðu hugsað þér að kjósa frambjóðandann, Mitt Romney, sem er mormóni? „Nú jæja, allir trúa á eitthvað og það mundi þykja undur hér ef einhver sannkristinn maður væri í forsetakjöri. Obama „trúir“ – en ekki á neitt sérstakt, held ég; það er mikið móðins núna! Mormóninn Romney, sem heldur að hann þróist í að verða Guð, heldur líka að hann sé að uppfylla spádóm Josephs Smith, sem hann spáði áður en hann var myrtur í fangelsi árið 1844. Hann spáði að bandaríska stjórnarskráin myndi hanga á bláþræði og vera bjargað á síðasta augnabliki af prestareglu mormóna! Nú iða mormónar í skinninu af spenningi að sjá hvort þetta rætist. Aðalfréttin upp á síðkastið er hinsvegar um hundinn hans, Romney, sem var bundinn á bílþaki og ekið með á ofsahraða í tólf klukkustundir þangað til það runnu úr honum hægðirnar yfir allan bílinn af stressi. Romney bara fitjar upp á sitt plasttrýni og segir: „He liked it!“. Megi Drottinn hjálpa Bandaríkjunum!“
Ekki sértrúarsöfnuður heldur mafía
En verði hann kjörinn forseti, heldurðu þá að margt muni breytast í Bandaríkjunum? „Mormónar hafa alveg ákveðna pólitíska stefnu: þeir hafa frá upphafi kennt að spámaður þeirra og tólf postular hans, muni einhvern dag ráða yfir öllum Banda-
ríkjunum. Bandaríkin yrðu þá að „theocracy“ – stjórnað af Guði eða guðum, með forsetaráð mormóna á valdastóli. Úthlutun matvæla og annars slíks væri þá gerð samkvæmt „verðugleika“ fólks gagnvart Mormónakirkjunni. Þeir kalla þetta „The United Order“, en margar bækur hafa verið skrifaðar um þessa áætlun þeirra – og þetta er ekkert nýtt” En ef Mitt Romney verður forseti, hvað telur þú að hann muni ganga langt í að framkvæma þessa áætlun? „Við vitum að Mormónakirkjan er bæði voldug og býr yfir gríðarlega miklum auði. Það er lauslega áætlað að hún taki inn yfir 20 milljarða dollara á ári – aðeins af fjárfestingum sínum. Hún á landareignir, járnbrautakerfi, fjölmiðlakerfi og ótal fyrirtæki sem hún kaupir og selur daglega. Mormónar eru búnir að kaupa fleiri milljónir hektara af gróðurlandi og ráða næstum einir yfir allri sykurframleiðslunni í heiminum. Kirkjan er ekki bara einhver „sértrúarflokkur í villta vestrinu“ eins og sumir halda. Nei, þetta er mikil mafía og fólk kemst fljótt á snoðir um það þegar það flytur til Utah. Því er erfitt að komast nokkuð áfram þar ef þú ert ekki mormóni. Mitt Romney er æðsti prestur innan kirkjunnar; hann hefur gegnt biskupsstarfi og var trúboði, sendur til Frakklands sem ungur maður. Hann hefur svarið eið og lofað að hlýða algjörlega spámönnum kirkjunnar „eða láta líf sitt“. Ég tók þennan sama eið í leynimusterinu í Washington D.C. fyrir mörgum árum – og eins fyrir hönd látinna ættingja minna í musterinu fræga í Salt Lake City, Utah. Ég veit því alveg hvernig það fer fram og mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds við tilhugsunina um að mormóni verði hugsanlega forseti Bandaríkjanna. Þetta verður í fyrsta skipti síðan ég varð amerískur ríkisborgari, að ég mun ekki taka neinn þátt í forsetakosningunum.“
Byssueign komin út í öfgar
Annað málefni sem mikið hefur verið fjallað um: Fjöldamorðin í kvikmyndahúsi í Colorado. Hvað finnst þér um byssueign Bandaríkjamanna? „Í bandarísku stjórnarskránni er eitt af aðalatriðunum að fólk megi bera vopn. Þetta þykir jafn nauðsynlegt hér og trúfrelsi, málfrelsi og annað einstaklingsfrelsi. Það getur auðvitað komið í veg fyrir að einhver einræðiskúgun gæti komist á fót hér, því þetta er stórt og voldugt land sem er eins og heil heimsálfa. Þótt ég eigi ekki byssu á mínu heimili og muni aldrei eiga, þá finnst mér að hver maður eigi
að hafa kost á að geta varið sig fyrir innrás á heimili sitt og annað slíkt. En nú er þetta, eins og allt annað, alveg komið út í öfgar. Hver og einn geðsjúklingur getur bara pantað stríðsvopn, sprengjur, táragas, eiturefni og hvað sem er á Internetinu og látið senda sér það heim. Samfara bremsuleysinu, guðleysinu og takmarkaleysinu, er þetta ógnvekjandi „frelsi“ sem verður einhvern veginn að takmarka. Samt mundi ég líklega ekki vilja breyta frelsinu til sjálfsvarnar, dýraveiða til matar og svo framvegis.“
„Nilli, við getum horft 71 sinni* á fréttir og veður á mánuði. Það fer bara að vanta fréttatíma!“
Við beinum talinu aftur að Íslandi og öðrum hlutum sem skipta Ágústu miklu máli. Hún missti foreldra sína með stuttu millibili og ég spyr hana í ljósi þess að hún sagði áðan að hún og mamma hennar hefðu verið svo nánar, hvort ekki hefði verið erfitt að vera svona langt í burtu þegar kallið kom? „Jú, það var eiginlega það erfiðasta í öllu mínu lífi. Við mamma vorum svo nánir vinir, að við máttum helst ekki af hvor annarri sjá. Hún var samt dugleg að heimsækja okkur og pabbi stundum líka, en mér fannst þau alltaf of langt í burtu og við alltaf vera að kveðjast. Þetta var orðin tragedía eftir að mamma fékk heilablóðfall og eins þegar hún lést. Þá gat ég ekki fylgt henna til grafar, því ég komst ekki frá Dan mínum sem var líka búinn að fá alvarlegt slag og var mikið veikur.“ Er eitthvað í lífinu sem þú sérð eftir? „Já vissulega! Það er mikill hroki í fólki sem segist ekki hafa viljað breyta neinu sem það hefur gert á langri ævi. Þvílík heimska og sjálfsblinda! Ég fyrirverð mig fyrir svo margt sem ég hef gert rangt og þakka Guði fyrir fyrirgefninguna sem ég finn daglega og fyrir fullt og allt frammi fyrir krossi Jesú Krists. Hann keypti mig háu verði, sem og alla sem til hans koma í sannri iðrun og trú.“ Fyrir hvað ertu þakklátust? „Guð hefur gefið mér svo margt að ég verð oft ringluð við að hugsa um hvað ég eigi helst að þakka honum; það tekur mig oft óratíma að telja það upp. Samt er ég þakklátust honum fyrir að hann opinberaði fyrir mér sannleikann um Jesú Krist, frelsaði mig og eins að við björguðumst öll fjölskyldan út úr villutrú Josephs Smith. Því miður gerist slíkt ekki hjá öllum.“ Hvað hefur gefið þér mest í lífinu? „Að vera kristin, Íslendingur og Ameríkani, eiga stóra og fallega fjölskyldu- og hafa fengið gæfu til að mega starfa i víngarði Guðs með því að bjarga ótal öðrum úr gildrum sem leiða til tortímingar. Fyrir svona venjulegan syndasel, er þetta mesta kraftaverkið.“
ÍSLENSKA / SÍA TAL 59733 07.12
Þakkar Guði fyrir fyrirgefninguna
10 GB Stærsta 3G net landsins 500 kr. Tal kynnir til sögunnar niðurhal á stærsta 3G neti landsins á áður óþekktu verði. Það þýðir að viðskiptavinir Tals sem eru með farsíma í áskrift geta gert ótrúlegustu hluti á netinu á ótrúlegustu stöðum. Það er varla nóg af fréttum. Kynntu þér 10 GB fyrir 500 krónur í síma 6-123456 eða á www.tal.is.
Svona á samband að vera.
3G 2G
Tal er á 3G neti Símans *mv. 650 kbps streymi
26
viðtal
Helgin 10.-12. ágúst 2012
Sagði upp á besta vinnustað í heimi Íslenskir auglýsendur geta valið að birtast bara Íslendingum, íþrótta vöruverslanir geta fundið þá sem eru að skoða fótbolta síður og svo framvegis eftir áhuga sviðum.
Andri Már Kristinsson er sérfræðingur í markaðssetningu á netinu. Hann starfaði hjá Google í tvö ár en er nú fluttur aftur til Íslands og ber ábyrgð á því að íslenskar auglýsingar dúkka æ oftar upp á erlendum vefsíðum. Ljósmynd/Hari
Auglýsingar fyrir íslensk fyrirtæki dúkka nú í auknum mæli upp á erlendum vefsíðum. Matvöruverslanir, smálánafyrirtæki og skyndibitastaðir keppast um að ná utan um erlenda nettraffík Íslendinga. Andri Már Kristinsson starfaði hjá Google um tveggja ára skeið en fluttist aftur heim í byrjun ársins og setti á stofn fyrirtækið Kansas. Hann sérhæfir sig í markaðssetningu á netinu og segir helsta vaxtarbroddinn vera í snjallsímunum. Andri telur þó að íslensk fyrirtæki hafi verið of upptekin við að sinna samfélagsmiðlum undanfarið og þurfi að leggja meira upp úr því að vera með nothæfa heimasíðu.
A
ndri Már Kristinsson er einn þeirra sem ábyrgur er fyrir því að íslenskar auglýsingar birtast nú æ oftar á erlendum vefsíðum. Hann er framkvæmdastjóri Kansas, fyrirtækis sem sérhæfir sig í markaðssetningu á netinu. Andri hefur um nokkurra ára skeið sérhæft sig í markaðssetningu á netinu, fyrst hér heima en síðar hjá Googlerisanum. Eins og hjá mörgum var efnahagshrunið vendipunktur. „Ég var að vinna hjá Nýherja en missti vinnuna eins og fleiri. Það var lítið að hafa og góð ráð dýr og maður fór að láta sig dreyma. Ég gerði lista yfir þau fyrirtæki sem ég vildi helst vinna hjá og Google var þar efst á blaði. Ég sótti um og eftir langt og strangt viðtalsferli og ferð til Dublin fékk ég vinnuna,“ segir Andri sem er 31 árs og menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Andri fluttist til Dublin en þar eru höfuðstöðvar Google fyrir Evrópu, Mið-Austurlönd og Afríku. Hann starfaði þar í tvö ár og á þeim tíma stækkaði vinnustaðurinn hratt. Tvö þúsund manns unnu þar þegar Andri flutti út en þeir voru orðnir þrjú þúsund þegar hann fór. Hundr-
67%
... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
*konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011
Margir vilja meina að Google sé besti vinnustaður í heimi. Andri tekur undir það og af lýsingum hans og þessum myndum að dæma má vel ímynda sér að eitthvað sé hæft í þeim fullyrðingum. Grænleita herbergið er fundarherbergi.
að starfsmenn hófu þar störf þegar skrifstofan var opnuð árið 2003. „Skattaumhverfið var afar hagstætt þarna svo vöxturinn hefur verið hraðari en annars staðar. Svo eru líka minni skrifstofur í sumum löndum, ég var til dæmis að vinna fyrir norska markaðinn og í Osló er 20 manna skrifstofa,“ segir Andri sem byrjaði sem „account manager“ en var orðinn „team lead“ þegar hann flutti heim í byrjun árs.
Stórkostleg upplifun hjá Google Því hefur oft verið haldið fram að Google sé besti vinnustaður í heimi. Hvernig var þín upplifun? „Ég er ekki í vafa um að svo sé. Þetta var stórkostleg upplifun. Það er magnað hvernig farið er með starfsmenn, hvernig sett eru ný markmið ársfjórðungslega og markvisst unnið að því að fólk vaxi í starfi. Svo er auðvitað allur matur ókeypis. Þarna sem ég var voru fjórir matsölustaðir – ekki mötuneyti því á hverjum degi var hlaðborð girnilegra rétta og eftirrétta. Um leið var samt passað að fólk gæti hreyft sig; þarna var líkamsræktarstöð og planið var að byggja bæði sundlaug og skvassvöll. Þeir gera allt fyrir sitt starfsfólk.“ Hvað fær þig þá til að segja upp á svo spennandi vinnustað og snúa aftur í volæðið hér heima? „Það var bara fjölskyldan. Ég á konu og tvær stelpur og velferðarkerfið þarna úti er ekki eins gott og hér. Það er lítið sem ekkert gert fyrir barnafólk. Við vorum til dæmis að borga 150 þúsund krónur á mánuði í leikskólagjöld. Þegar yngra barnið var að komast á leikskólaaldur sáum við fram á vera að fara að borga 300 þúsund og það var ekki hægt.“ Andri segir að hann hefði gjarnan viljað vinna áfram fyrir Google og hann hafi unnið að því að koma Íslandi á kortið hjá fyrirtækinu. Litla eyjan sé hins vegar ekki enn mjög ofarlega á lista yfir markaði. „Ég kom til Íslands í nóvember í fyrra og hélt námskeið og þá sá ég áhugann sem var farinn að myndast hér. Það
var einn af þeim þáttum sem fengu mig til að koma heim. Ég held reyndar enn góðu sambandi við Google og er að vonast eftir samstarfi um að Ísland fái meiri stuðning í framtíðinni. Þetta er lítill en spennandi markaður. Það sýna tölur um notkun á tölvum og símum.“
Nær beint til markhópsins
Andri notast við Google AdWords, auglýsingakerfi Google. Það er, eins og annað hjá fyrirtækinu, hannað með það að markmiði að henta bæði stórfyrirtækjum og litlum einyrkjum. En hvernig ratar maður um þennan frumskóg? Hvernig virka Google-auglýsingar? Andri segir að annars vegar sé um kostaðar leitarniðurstöður að ræða en hins vegar vefborða. „Ef eigandi heimasíðu vill hafa tekjur af henni en sér að það er of mikil fyrirhöfn að selja auglýsingar sjálfur getur hann notast við Google-auglýsingar. Þá skilgreinir hann ákveðin svæði sem hann vill selja borða á og býður Google þau. Þessi auglýsingasvæði fara svo inn í risastórt net af heimasíðum sem auglýsendur geta valið um.“ Aðalmálið er þó að auglýsandi getur á auðveldan hátt valið til hvaða fólks hann nær með auglýsingum sínum. „Það fallega er að þú getur valið að birtast gagnvart ákveðnum notendum. Íslenskir auglýsendur geta valið að birtast bara Íslendingum, íþróttavöruverslanir geta fundið þá sem eru að skoða fótboltasíður og svo framvegis eftir áhugasviðum. Að auki hefurðu betri yfirsýn yfir þann árangur sem er að nást; þú getur séð hversu oft fólk skoðar vefsíðurnar sem þú auglýsir og síðan hversu oft það smellir á auglýsingarnar. Þar að auki er hægt að mæla hve oft fólk kaupir vörur eftir þessum auglýsingum, hve oft hver smellur leiðir til sölu,“ segir Andri. Hann notast við sérstakt tól, Google Ad Planner, sem greinir hvaða heimasíður henta hverjum og einum auglýsanda. Um 80 prósent
af netnotendum í öllum heiminum fara inn á síður með Google-auglýsingum á hverjum degi.
Snjallsímarnir taka yfir
Neysluhegðun fólks er að breytast og fer sífellt meira í gegnum netið, að sögn Andra. Annað hvort kaupir fólk vörur í gegnum netið eða kynnir sér þær og undirbýr kaupin á netinu. Þá sé mikilvægt að vera með heimasíðu sem svarar þörfum fólks. „Mér sýnist að mörg íslensk fyrirtæki hafi sofnað á verðinum – þau gleymdu heimasíðunni. Margir hafa einbeitt sér að samfélagsmiðlunum undanfarið en heimasíðan á að vera miðja alls þess sem þú gerir á netinu. Samfélagsmiðlarnir eiga að styðja við hana.“ Andri segir að þetta sé það sem hann leggi mesta áherslu á um þessar mundir, að byrjað sé á réttum enda. „Heimasíðan kemur fyrst, svo greinum við hvort fólk þarf að vera á Facebook, Twitter eða með app eða allt þetta.“ Við þessa vinnu nýtur hann góðs af að vinna með öðrum fyrirtækjum í Kaaber-húsinu; auglýsingastofunni Fíton, Skapalóni, Miðstræti og Auglýsingamiðlun.
Hver er svo framtíðin?
„Helsti vaxtarbroddurinn er í snjallsímunum og spjaldtölvunum. Snjallsímar eru hraðast vaxandi miðill mannkynssögunnar,“ segir Andri sem segir að með tilkomu Androidstýrikerfisins hafi orðið sprenging. „Þarna var komið tæki til að komast á netið sem kostaði ekki hundrað þúsund kall. Útbreiðslan varð miklu meiri en spáð var fyrir og á Íslandi er þetta að aukast ár frá ári. Í auglýsingum í snjallsímum er maður að sjá tvöföldun á traffík á milli mánaða. Daglega netnotkunin er líka að færast yfir í símana; fólk er jafnvel farið að kaupa vörur og gera aðra hluti í símanum sem það var búið að tileinka sér í tölvunum.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is
ÓDÝRASTA SPAGETTÍIÐ Í BÓNUS 179 kr. 1 kg
Á ÞRIÐJA HUNDRAÐ EURO SHOPPER VÖRUTEGUNDIR Í BOÐI
28
fréttir vikunnar
Helgin 10.-12. ágúst 2012
Vikan í tölum
15.000
800
Heitt vatn í Kjósinni Meira en nóg af heitu vatni fannst við boranir á Möðruvöllum í Kjós. Kjósarhreppur stendur fyrir borununum.
Sinueldar slökktir við Ísafjarðardjúp Eldur sem logað hafði í sinu síðan á föstudag í liðinni viku í Laugardal við Ísafjarðardjúp var slökktur skömmu fyrir miðnætti á miðvikudag. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði.
manns horfðu á leik Ís lendinga við Ungverja í átta liða úrslitum á ólympíuleikanna á vef Ríkisútvarpsins.
ungmenni eru enn í óvissu um skólavist í framhaldsskólum landsins. Skólastarf hefst víða eftir um tvær vikur.
Biðlistar BUGL lengjast
18
Biðlistar á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, halda áfram að lengjast. Dæmi eru um að börn hafi beðið á annað ár eftir meðferð. Í árslok voru um 80 börn á biðlista. Í dag eru þau tæplega 90.
ferðir sigldi Herjólfur milli lands og Eyja yfir verslunarmannahelgina.
Jarðgöng tengi höfnina við Bakka Malbikunarframkvæmdir hafa staðið yfir á mörkum Sæbrautar og Reykjanesbrautar í vikunni. Ökumenn virtust lítið kippa sér upp atganginn og hitann frá framkvæmdunum.
Húsvíkingar vilja að grafin verði jarðgöng, sem tengi Húsavíkurhöfn við iðnaðarsvæðið á Bakka. Formaður bæjarráðs Norðurþings segir hefðbundna vegagerð dýra en göng hagkvæman kost.
Óttast rothögg á ferðaþjónustuna Samtök ferðaþjónustunnar óttast að ferðaþjónustunni verði veitt rothögg verði virðisaukaskattur á gistingu hækkaður úr 7 í 25,5 prósent. Gangi það eftir verði greinin skattpínd út af markaðnum.
Vilja villidýrasafn í Mosfellsbæ Vegna tuttugu og fimm ára afmæli Mosfellsbæjar hyggst sveitarfélagið, í samstarfi við Kristján Vídalín Óskarsson, koma upp villidýrasafni með uppstoppuðum dýrum í bænum.
Rýrari spilakassatekjur skaða rekstur SÁÁ Starfsemi SÁÁ getur hæglega lognast út af á næstu árum, segir formaður SÁÁ. Tekjur af rekstri spilakassa hafi dregist mikið saman á skömmum tíma.
Nýr foss í Steinholtsjökli Steinsholtsjökull í norðanverðum Eyjafjallajökli hefur minnkað umtalsvert á síðustu árum. Gríðarstór foss hefur nú myndast austan við jökulinn.
Nýta sér kauprétt í Sjóvá SF1, félag í eigu lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta, hefur nýtt sér kauprétt á 20,6 prósent eignarhluta Eignasafns Seðlabanka Íslands í Sjóvá. SF1 eignaðist meirihluta í Sjóvá fyrir rúmu ári með kaupum á 52,4 prósent hlut.
Skógrækt í hættu vegna hreindýra Skógrækt er í hættu á Stöðvarfirði vegna hreindýra, segir íbúi þar. Hann hefur sent bæjarráði Fjarðabyggðar bréf þar sem hann lýsir áhyggjum af ágangi hreindýranna og vill helst láta fella þau.
30.000
Ljósmynd/Hari
Taugar netverja voru þandar til hins ítrasta að morgni miðvikudags þegar handknattleikslandsliðið mætti liði Ungverja í baráttu um réttinn til að keppa til verðlauna á ólympíuleikunum.
Guðmundur Andri Thorsson Að maður sé að leggja þetta á sig...
Einar Kárason þetta er of mikið stress
Margrét Gauja Magnúsdóttir reynir að gera allt annað en að horfa á leikinn, miðtaugakerfið mitt ræður ekki við þetta.
Illugi Jökulsson Þetta er allt í lagi. Kenningin um margheima leiðir í ljós að allir hugsanlegir möguleikar verða að veruleika í einhverjum öðrum heimi. Lengst úti i himingeimnum er því veröld þar sem Ólafur Stefánsson tók vítið og Ísland er komið í fjögurra liða úrslit.
Markús Þórhallsson Frá Djúpalæk Forsetinn tekur þetta...
Gaukur Úlfarsson Eitt sem ég skil ekki, þar sem að Ólafur Ragnar er loksins mættur alla leið á Ólympíuleikana, afhverju setur Guðmundur hann
manns sóttu Fiskidaginn mikla á Dalvík í fyrra og búist er við svipuðum fjölda í ár.
Heitustu kolin á Björn Birgisson
ekki í markið? Á hann bara að vera á bekknum?
Halldór Halldórsson Ef Ísland tapar. Krefst ég eftirfarandi: Gel Björgvins verður tekið úr verslunum. Fálkaorðan urðuð á Grímsstöðum. Skóli Ólafs Stefáns reistur og svo brenndur.
Rakel Jónasdóttir Af hverju FOOOOKKKKING Snorri Steinn ég er BRJÁLUÐ!!!!!!!!!!!!!!
Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir Verd sennilega hjartveik eftir thennan leik!! Uff...
Ekki mikið umburðarlyndi hjá ýmsum hér af því strákarnir töpuðu. Það eru ekki alltaf jólin. Og þeir hafa staðið sig með prýði. Hvaða gauragangur er þetta í fólki?
Lilja Katrín Gunnarsdóttir Það hlýtur að vera gaman að vera Snorri Steinn í dag...
Ómar R. Valdimarsson Þá er þetta búið hjá strákunum ykkar.
Gunnar Smári Egilsson
129
Jæja. Þeir stóðu sig samt mjög vel. Skil alls ekki af hverju Snorri Steinn var tekinn kaldur af bekknum til að taka vítakastið sem gat tryggt okkur sigurinn.
þjóðir eiga betra landslið í knattspyrnu karla en Íslendingar um þessar mundir. Ísland er í 130. sæti af 207 þjóðum á heimslista FIFA.
Katrín Bessadóttir Æ æ æ mig langar bara að taka þessa krúttstráka í fangið og syngja þá í svefn, þeir eru svo þreyttir. Allt þetta helvítis álag sussususs.
Þórarinn Leifsson Þetta var augljóslega allt saman Ólafi Ragnari að kenna!
Hafliði Helgason Synd að sennilega besta handboltalið sem við höfum átt skuli hafa farið 7 mínútum of seint á fætur.
Enga helvítis meðvirkni, Íslendingar klúðruðu þessum leik og spiluðu rassinn úr buxunum og Snorri og Óli Stef eiga að skammast sín.
Endurskoðuð þjóðhagsspá segir að þar sem 75% vinnufærra manna á Íslandi hafi nú sólundað bráðum tveimur tímum í að horfa á handboltaleik muni landsframleiðslan ekki aukast í ágúst eins og ráð var fyrir gert. Kreppunni er því ekki lokið.
Sigurður G. Tómasson
Jón Aðalsteinn
Það er alls enginn skömm að tapa með eins marks mun í tvíframlengdum leik gegn góðu liði og strákarnir börðust vel. Þeir gáfust ekki upp.
Þetta eru nú meiru grallaspóarnir í íslenska handboltalandsliðinu á ÓL.
Fann fyrir truflun í Mættinum, líkt og hundrað þúsund handboltaaðdáendur rækju upp skelfingaróp.
Hafþór Ragnarsson
Sigurjón Egilsson
Verður þá spjótkast kvenna kjarninn í þjóðarsálinni?
Dýrt var vítakastið skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma.
Kristján B. Jónasson
Jóhanna Kristjónsdóttir
Árni Bergmann
125
eintök seldust af safnplötu Sigga Hlö, Pottapartí, í íslenskum plötubúðum í síðustu viku.
Það er framlenging á leiknum við Ungverja og ég hefi ekki taugar til að horfa á þetta..... Svona er þetta
Hugi Þórðarson
Góð vika
Slæm vika
fyrir Ásdísi Hjálmsdóttur spjótkastara
fyrir Hrein Haraldsson vegamálastjóra
Í úrslit í fyrsta kasti
Vegakerfið komið að þolmörkum
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir komst í úrslit í spjótkasti strax í fyrsta kasti í undankeppninni á Ólympíuleikvanginum í London á þriðjudaginn. Hún kastaði spjótinu 62,77 metra og stórbætti um leið þriggja ára gamalt Íslandsmet sitt. Bætingin var upp á 1,4 metra. Öll köst yfir 62 metra þýddu að viðkomandi komst sjálfkrafa áfram. Kast Ásdísar var áttunda lengsta kastið en tólf komust í úrslit og kepptu í gærkvöld, eftir að blaðið fór í prentun. Hið frábæra kast Ásdísar varð því til þess að hún keppti við alla bestu spjótkastara heims – nema Evrópumeistarann sem féll óvænt úr leik. Þórey Edda Elísdóttir, flokkstjóri íslenska frjálsíþróttafólksins í London, sagði það einstakan árangur að setja landsmet strax í fyrsta kasti í undankeppninni.
Vegakerfi landsins er víða komið að þolmörkum hvað umferðaröryggi varðar. Hefur Vegagerðin fengið margar kvartanir í sumar frá vegfarendum yfir slæmum vegum, einkum holóttum og grófum malarvegum en einnig holum og ójöfnum í slitlagi. „Það þarf ákveðið fjármagn til að halda vegakerfinu í horfinu og eftir hrun hefur dregið verulega úr því. Hægt er að lifa við það í einhvern tíma,“ var haft eftir Hreini Haraldssyni vegamálastjóra í Morgunblaðinu, en „á endanum,“ segir hann, „fer eitthvað að láta undan. Ef burðarlag veganna brotnar er mjög kostnaðarsamt að byggja það upp aftur. Þetta getur orðið erfiðara og dýrara er frá líður ef vegirnir fá ekki reglulegt og fyrirbyggjandi viðhald.“
fréttir vikunnar 29
Helgin 10.-12. ágúst 2012
Vik an sem var Svona, svona... Þetta er mikill harmleikur. Handboltakempan Ólafur Stefánsson var daufur í dálkinn eftir æsispennandi tapleik íslenska handboltalandsliðsins gegn liði Ungverja. Forvarnir frekar en Keating Eyjamenn sýndu góða viðleitni með því að fara í sýnilegt forvarnarátak og setja upp öryggismyndavélar. En þeir ættu að nýta mun meiri fjármuni til að berjast gegn þessari skuggahlið Þjóðhátíðarinnar. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, telur að betur megi ef duga skal í baráttunni gegn nauðgunum á Þjóðhátíð. Eyjamenn splæstu um níu milljónum króna í að fá útbrunna popparann Ronan Keating til að syngja í Herjólfsdal í ár. Hús án hirðis! Það átti aldrei að byrja á þessu mont húsi og enn síður að halda því áfram. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðiflokksins, er óhress með tónlistarhúsið Hörpu sem rekið verður með bullandi tapi í ár og næstu ár.
á kostum í lýsingum sínum á frjálsum íþróttum á ólympíuleikinum en nokkuð er af honum dregið. Háskaför í Laugardal Ég og vinkona mín ætluðum að nota salernið. Ágústa Friðriksdóttir greinir DV frá aðdraganda þess að hún rakst á lifandi sporðdreka á salernisbursta á tjaldstæðinu í Laugardal. Nú þá er þetta allt í lagi Við höfum nú bara lent í árekstri við einn mann. Allt logar í deilum í kringum Hörpu þessa dagana en Pétur J. Eiríksson stjórnarformaður Hörpunnar, sér ljós í myrkrinu. Aðeins einn maður hefur verið með hávaða í ágreiningi á milli tónlistarmanna innan dægurlagageirans og forsvarsmanna Hörpunnar. Ekki spurning! Ég hefði líka látið hann taka þetta víti enda ein besta vítaskytta í heimi. Logi Geirsson, fyrrverandi leikmaður íslenska handboltalandsliðsins, bað fólk á Facebook-síðu sinni að sýna Snorra Steini Guðjónssyni skilning og dæma hann ekki of hart fyrir að klúðra víti á ögurstundu í leik Íslands og Ungverjalands.
Það er í lagi. Dolli þagnar aldrei Núna er ég á degi fimm í London og röddin er eiginlega bara farin! Sigurbjörn Árni Arngrímsson hefur farið
ÚTSÖLULOK Laugardag ÚTSÖLULOK
Laugardag
allt að 60% afsláttur
allt að 60% afsláttur Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is
Troðfull búð af gíturum!
Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is
PIPAR\TBWA · SÍA · 122245
Aldrei meira úrval á lager í 70 ára sögu verslunarinnar. Flottir gítarpakkar fyrir byrjendur á frábæru verði!
Rafmagnsgítarar Verð frá 19.900 kr.
Gítar eða bassi, magnari, snúra og aukastrengir Verð frá 39.900 kr.
70 ára 1942–2012
Brautarholt 2 105 Reykjavík Sími 551 7692 Opið mán.–fös. 10–18
HLJÓÐFÆRAVERSLUN
Kassagítarar Verð frá 18.900 kr.
W Ý R S U C X Ð G H P O É J N R M Z I F Q Í A Ö L Á B N K M
Ö L B N K M L Æ Ó K A D E 30 W viðhorf Ý R S U C X Ð Helgin G 10.-12. H ágúst P 2012 O É J N R M Z I F Q Í A Ö L Á B N K M L Æ Ó K A D E W Ý R S U C X Ð G
Fjölskrúðugt
ÞjálfariEfrábærrar F Q Í A Ö L Á B N K M L Æ Ó K A D W liðsheildar Ý Rer fyrirmynd S Uannarra C X Ð G H P
íslenskt mál
Afreksmaður
R M Z I F Q Í A Ö L Á B N K M L Æ Ó K A D E W Ý R S U C X
F
á sínum tíma. Þá tók við þjálfaraferÞórðar GuðmundssonW Ý R S U C X Ð G H P O É J N Ferill RsemGuðmundar M I sem F þjálfari Q Í liðinu Ö og síðan L ytraJ en N R M Z ill A innanlands hann hefur ar, nú læturZ af störfum íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, er glæsilegur. Sjaldan slá hjörtu landsmanna eins hraðan takt og þegar það lið leikur á stórmótum. Svo hefur verið um áratugi enda hefur árangur þess verið glæsilegur, en aldrei eins og undir stjórn Guðmundar. Þar standa upp úr sem tindar silfurverðlaun á ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Austurríki árið 2010. Árangur liðsins á ólympíuleikunum í London nú er einnig frábær, fimm sigrar í sex leikjum, þar á meðal gegn sterku liði Svía og heims- og ólympíumeistJónas Haraldsson urum Frakka. Efsta sæti í jonas@frettatiminn.is undanriðli og fullt hús stiga tala sínu máli. Vonbrigði leikmanna, þjálfara og þjóðarinnar allrar í kjölfar naums ósigurs gegn Ungverjum í átta liða úrslitum ólympíuleikanna breyta þessu ekki. Þar var leikið til þrautar, tvíframlengt eftir jafntefli í venjulegum leiktíma. Vissulega gerðu menn sér vonir um að liðið kæmist í undanúrslit þar sem keppt er um verðlaunasæti. Sáralitlu munaði í keppni tveggja frábærra liða, liða í heimsklassa þar sem Ísland hefur átt tryggt sæti meðal þeirra allra bestu undanfarin ár. Vonandi halda Íslendingar stöðu sinni þar og engin ástæða er að ætla annað þegar nýr þjálfari tekur við liðinu. Upp hafa komið mjög öflugir leikmenn sem taka við kefli þeirra sem borið hafa hita og þunga liðsins undanfarin ár. Enginn efi er þó á því að velgengniskaflinn undir stjórn Guðmundar verður skrifaður með sérstöku letri í sögu handknattleiks hér á landi. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur átti langan og gifturíkan feril sem handknattleiksmaður og lék alls 230 leiki með lands-
stýrt þýska liðinu Rhein-Neckar-Löwen en þýska úrvalsdeildin er talin vera sú sterkasta sem um getur. Það er raunar til marks um styrk íslensks handknattleiks að Íslendingar þjálfa þrjú af fimm sterkustu handknattleiksliðum í Þýskalandi. Auk Guðmundar þjálfar Alfreð Gíslason meistaralið Kiel og Dagur Sigurðsson Fusche Berlín. Dagur var raunar landsliðsþjálfari Austurríkis og náði góðum árangri með liðið en annar fyrrum landsliðsmaður Íslands, Patrekur Jóhannesson, þjálfar nú austurríska landsliðið. Handknattleikur er eins konar þjóðaríþrótt Íslendinga sem vissulega láta sig gang landsliðsins varða og gleðjast á góðum stundum með „strákunum okkar“. Langvarandi velgengni liðs svo fámennrar þjóðar vekur athygli meðal annarra þjóða sem framarlega standa í handknattleik. Hver kappinn á fætur öðrum hefur komið fram og orðið atvinnumaður í greininni, Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Alexander Petersson, Aron Pálmarsson, Björgvin Páll Gústavsson, Hreiðar Leví Guðmundsson, Arnór Atlason, Snorri Steinn Guðjónsson, Ingimundur Ingimundarson, Róbert Gunnarsson, Sverre Jakobsson og allir hinir – sem við elskum og dáum – jafnvel þótt tvíframlengdur leikur tapist með einu marki! Þessum dáðu köppum hefur Guðmundur Þórður Guðmundsson stýrt og hann þakkaði hópnum í lok síns síðasta leiks fyrir frábæra baráttu og frábæran handbolta á ólympíuleikunum í London. Þótt það sé sárt að sitja eftir spiluðu þeir vel og gáfu allt sem þeir áttu í leikinn, sagði hann. Fyrir þessa góðu skemmtun – og háspennu á stundum – ber að þakka, liðsmönnunum frábæru en ekki síst landsliðsþjálfaranum sem nú lætur af störfum. Einbeiting hans og atvinnumennska í hvívetna er öðrum fyrirmynd.
P O É J N R M Z I F Q Í A Ö L J N R M N R M Z I F Q B N K M
Ö L Á B N K M L Æ Ó K A D E Á B N K M L Æ Ó K A D E W Ý R
K A D E W Ý R S U C X Ð G H P O É J N R M Z I F Q Í A Ö L R S U C X Ð G H P O É J N R M Z I F Q Í I F Q • Uppfærð útgáfa Í A Ö L Á W Ý N R M Z• Yfir I F 44Q þúsund uppf Í A Ö L lettiorð Á B N K M L Æ Ó K A D E W Ý R S U C X
W Ý R S U C X Ð G H P O É J N R M Z I F Q Í A Ö L Á B N K M
Æ Ó K A D E W ÝLoR ksiSnsU C X Ð G H P O É M L Æ Ó K A D E W
LegC X Ð G H P O É J N R M Z I F Q Í A Ö Ó K A D E W Ý RfáSanU !
ý Ý R S U C X Ð G H P O É J N R M Z I F á nW K M L Æ Ó K A D E É J N R M Z I F Q Í A Ö L J N R M Z I F Q Í A Ö L Á B N K M Ö L J N R M N R M Z I F Q B N K M L Æ Ó K A D E W Ý R S U
D E Á B N K M L Æ Ó K A D E W Ý R S U C X Ð G H P O É J N
Ð G H P O É J N R M Z I F Q Í A Ö L Á B N K M L Æ Ó K A D E U C X Ð G H P O É J N R M Z I F Q Í A Ö L Á B N K M L Æ Ó
B N K M L Æ Ó K A D E W Ý R S U C X Ð G H P O É J N R M Z O É J N R M Z I F Q Í A Ö L Á B N K M L Æ Ó K A D E Á B N C X Ð G H P O É M L Æ Ó K A D E W Ý R S U C X Ð G H P O Gleðiganga í Reykjavík
X Ð G H P O É J N R M Z I F Q Í A Ö L Á W Ý R S U C X Ð G H
Hinsegin hátíð í bæ
S U C X Ð G H P O É J N R M Z I F Q Í A Ö L Á B N K M L Æ
S
annars hinsegin fólks. Þúsundir stóðu jaldan á ævinni hef ég orðið eins á gangstéttunum til að fagna, vera með, undrandi og laugardaginn 12. bíða eftir að komast í gönguna og mynda ágúst árið 2000. Við Rauðarárstíg halann. Og það sem meira var, ég þekkti í Reykjavík vorum við, um það bil 150 varla eitt einasta andlit. Hvaðan kom manns, að stilla upp göngu. Fyrsta gleðiþetta fólk? Ég þekkti ekki þjóð mína, ganga Hinsegin daga var í startholunum en þarna var hún komin, hafði ákveðið og brátt skyldi haldið af stað fyrir hornið að upplifa það að vera hinsegin í einn á Hlemmi, niður Laugaveg. dag og mæta okkar reynslu á jafnréttisHvergi sást kvíði á nokkrum manni, grundvelli. Svo sannarlega munar um samt var þetta uppátæki litað slíkum kvíða hvern þann dag sem heimurinn gengur vikurnar og dagana á undan að mér þótti Þorvaldur Kristinsson, inn í heim okkar, gengur í okkar spor, stundum nóg um. En nú skyldi bitið á varaformaður Hinsegin fylgir okkar nótum. jaxlinn. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Hinsegin dagar í Reykjavík eru nú hópur lesbía og homma hafði lagt upp í daga í Reykjavík. haldnir í fjórtánda sinn. Frá því að vera göngu um miðborgina. Árið 1993 höfðum lítil eins dags hátíð hefur hún vaxið og dafnað með við farið um Laugaveginn 70 saman í „Frelsisgöngu“ hverju ári og er núna litrík sex daga hátíð sem 80– sem við kölluðum svo, og sú ganga gerði okkur gott. 90 þúsund manns sækja. Þessa sex daga leggjum Árið eftir tókst að telja 72 í hópnum. Þá gáfumst við við okkur fram um að miðla menningu hinsegin upp og ýmsir spurðu sjálfa sig: Erum við ekki bara fólks, til skemmtunar, til fróðleiks, til íhugunar og að afhjúpa smæð okkar og umkomuleysi? ekki síst til að brýna fyrir sjálfum okkur og þjóð Mikið hafði verið deilt um réttmæti göngunnar okkar að öll berum við ábyrgð hvert á öðru, að sumarið 2000 og úrtöluraddirnar háværar. Hvernig barátta hinsegin fólks fyrir mannvirðingu og mannfæri þetta allt saman? Samt þóttumst við viss um réttindum er ekki einkamál þeirra sem í hlut eiga að tíminn hefði unnið með okkur frá því um árið, heldur varðar hún alla Íslendinga. að við gætum treyst á að 200–300 manns úr hópi Ekki síður er mikilvægt að muna það á hátíð vina og stuðningsfólks myndu mæta og fagna. En Hinsegin daga að málstaður mannréttinda er ekkvar það nóg? Yrðum við ekki bara að athlægi þeirra ert einkamál þjóða. Á liðnum árum hafa Hinsegin sem lengi höfðu talið okkur smánarblett á fríðu dagar reglulega boðið til sín gestum frá ríkjum samfélagi? Yrði þessi dagur ekki enn einu sinni til þar sem hinsegin fólk á í vök að verjast, þiggja að sanna það sem við áttum að vita, að okkur væri fræðslu, hlusta, nema, og gefa gestunum stundum ætlað að lifa lífi okkar á jaðrinum? Að það væru nú góð ráð. Þá hafa Hinsegin dagar lagt drjúgan skerf einu sinni aðrir sem ættu Laugaveginn og eins gott af mörkum til að mótmæla misrétti og mannréttað horfast í augu við það? indabrotum um allan heim. Því að málstaður mannÉg var staðsettur með þrjátíu metra langan réttinda þekkir engin landamæri. „Enginn maður blöðrusnák í miðri fylkingu og þegar ég náði loksins er eyland, einhlítur sjálfum sér.“ Við erum öll hluti fyrir hornið á Hlemmi sá ég það sem haft hefur veraldar, brot af stórum heimi og okkur varðar um meiri áhrif á mig en nokkuð annað þá þrjá áratugi hann allan. sem ég unnið með hreyfingu samkynhneigðra og
J N R M Z I F Q Í A Ö L Á B N K M L Æ Ó K A D E W Ý R S U C
A D E Á B N K É J N R M Z I hjálpargagn X Ð G H Ómissandi P O J N R M Z I F hverjum S U C X Ð G þeim H sem P Oskrifa É JvillN R Á B N Kauðugt M L ogÆblæbrigðaríkt Ó K A DmálE W
F Q Í A Ö L Á B N K M L Æ Ó K A
Q Í A Ö L Á B N K M L Æ Ó K A D M Z I F Q Í A Ö L Á B N K M L Æ Ý R S U C X Ð G H P O É J N R M
E W Ý www.forlagid.is R S U –C X Ð G H P O É J N R M Z I F Q Í A Ö L J N R M alvöru bókaverslun á netinu O É J N R M Z I F Q Í A Ö L Á B N K M L Æ Ó K A D E Á B N
67%
U C X Ð G H P O É M L Æ Ó K A D E W Ý R S U C X Ð G H P O
C X Ð G H P O É J N R M Z I F Q Í A Ö L Á W Ý R S U C X Ð G
R S U C X Ð G H P O É J N R M Z I F Q Í A Ö L Á B N K M L Æ ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
*konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
FRÁBÆRT VERÐ Á 42"
Finlux 42FLHY905HU FINLUX 42“ LCD SJÓNVARP Vandað 42“ Finlux sjónvarp með háskerpu upplausn, stafrænum DVBT móttakara og tveim USB tengjum. Flott tæki á frábæru verði.
99.990 ÁÐUR 119.990
Háskerpu upplausn Tækið er með vönduðum LCD skjá með 1920x1080 punkta háskerpu upplausn og 5ms svartíma sem gefur skarpa og góða mynd.
Innbyggður margmiðlunarspilari Tækið er búið margmiðlunarviðmóti og tveim USB tengjum, þannig að hægt er að tengja USB lykil eða flakkara við tækið og horfa á ljósmyndir og kvikmyndir. Styður öll helstu snið, t.d. DivX, MKV, MP3 og JPG.
CI Kortarauf Tækið er með innbyggðri CI kortarauf þannig að þeir sem eru með Digital Ísland frá Vodafone geta losnað við afruglarann frá Vodafone Digital Ísland og fá CA tengi sem er smellt í tækið.
Vel tengjum búið Tækið er með öllum helstu tengimöguleikum sem þarf í dag, 2xHDMI, 2xScart, VGA, Audio In, Heyrnartólstengi og 2xUSB tengi þannig að ekkert mál er að tengja leikjatölvur, heimabíó, heyrnartól og margt fleira við tækið.
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS
32
viðhorf
Helgin 10.-12. ágúst 2012
Pelastikk
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is
– Lifið heil
Lægra verð í Lyfju
Voltaren Gel
15% verðlækkun. 100 g. Áður: 3.815 kr. Nú:
3.243 kr.
Gildir út ágúst.
ð! r e v gt e l ú Ótr
Síðustu sætin í ágúst
frá kr.
99.600
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
10 nætur með allt innifalið
Tyrkland Heimsferðir bjóða ferðir til Tyrklands í allt sumar og fram á haust. Núna erum við með einstök tilboð á Blue Park í Marmaris og Marinem Karaca Resort í Bodrum.
Frá kr. 99.600 Blue Park í Marmaris með allt innifalið í 10 nætur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2–11 ára, í fjölskylduherbergi á Blue Park í Marmaris. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 119.700 á mann. Sértilboð 14. ágúst í 10 nætur.
Frá kr. 139.600 Marinem Karaca Resort með allt innifalið í 11 nætur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2 -11 ára, í fjölskyldu herbergi á Marinem Karaca Resort. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 179.900 á mann. Sértilboð 24. ágúst í 11 nætur.
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is
387 kr.
ALLT FYRIR
AUSTURLENSKA MATARGERÐ
320 kr. 699 kr.
í hnútum. Lokasveiflan endar því í hnút sem kallaður er nafni sem ekki er prenthæft og er illleysanlegur. Því er ég ekki síður lengi að losa en hnýta. Kannski helgast það af því að ég var aldrei í skátunum sem strákur. Þar lærðu menn að hnýta. Ég hef heldur ekki verið á sjó. Þar er nauðsynlegt að kunna á hnúta, að minnsta kosti hinn fræga pelastikk, sem sagður er allra hnúta bestur þar sem hann verður ekki að rembihnút. Jeppamenn dásama hann líka enda dugar hnúturinn þegar þeir festa sig á fjöllum. Þá skríður öflugur maður undir, finnur festu og bregður pelastikk á kaðalendann. Úr festunni fer bíllinn og hnúturinn raknar auðveldlega að þjónustu lokinni. Þótt við hjónin höfum um árabil átt fjórhjóladrifið ökutæki hef ég aldrei náð þeirri tign að verða raunverulegur jeppamaður, ræð hvorki við nauðsynlega hnúta né það smurolíuslark sem fylgir. Samt hefur mig langað að verða einn slíkur og læra að hnýta pelastikk. Fyrir margt löngu eignaðist ég meira að segja bók um jeppa á fjöllum þar sem sýnt var með skýringarmyndum hvernig hnýta á pelastikk. Skýringarmyndirnar skoðaði ég oft og sagði við sjálfan mig að ekkert mál væri að hnýta svona hnút. Næst þegar kom að hnýtingu reyndi ég að rifja upp gerð pelastikks en endaði í rembihnút, eða þessum með óprenthæfa nafninu. Við þetta sætti ég mig en hélt samt kaðlinum óstyttum í bílskottinu. Það kom sér vel um helgina, eftir að ég hafði gefið mér góðan tíma í sveitinni til að losa lítt losanlegan hnút sem hélt kerrugóssinu. Í sömu andrá hringdi dóttir okkar hjóna þar sem hún var á leið til okkar í sælu sveitarinnar en vélarhljóð í bíl hennar var orðið torkennilegt og ljós sýndu sig í mælaborðinu. Hún taldi því ráðlegt að stöðva vagninn til þess að koma í veg fyrir skemmdir. „Ertu ekki með kaðal í bílnum?“ sagði stelpan. Ég hélt það nú og datt helst í hug að setja hátalara símans á, svo móðir stúlkunnar heyrði bónina
en kunni það ekki og varð því að segja konunni frá þessari bón eftir að símtalinu lauk, í fullri hógværð þó. Því næst brunaði ég af stað á mínum fjallabíl með kaðalinn í skottinu, eiginlega jeppamaður á leið í björgunarleiðangur. Þegar að bilaða bílnum kom dró ég reipið fram með sveiflu. „Ansi er þetta langur kaðall, pabbi,“ sagði stelpan, „verður bilið milli bílanna ekki of langt.“ „Nei, elskan mín,“ sagði ég eins og hver annar sérfræðingur í viðlögum, „við höfum hann tvöfaldan.“ Að því sögðu snaraði ég mér á fjóra fætur og byrjaði að hnýta. „Gott væri nú að hafa lært pelastikk,“ tuldraði ég um leið og ég brá lykkju utan um dráttarkrók á bilaða bílnum. „Pelastikk, hvað?“ sagði stelpan. Hún var heldur ekki vel að sér í hnútum enda ekki í skátunum. Ég lýsti fyrir henni hinum einfalda hnút sem myndar lykkju á enda kaðalsins og verður ekki að rembihnút, en mér hafði því miður ekki tekist að læra og var ekki með skýringarmynd meðferðis. „Við gúglum hann bara,“ sagði dóttirin ráðagóð og náði í símann sinn. Eftir örskotsstund sýndi hún mér pelastikk og gerð hans á skjá símans. „Hann er svona einfaldur,“ sagði ég enn einu sinni og notaði leiðbeiningarnar til að hnýta pelastikk á enda bláa kaðalsins. „Þennan verður einfalt að losa þegar þar að kemur,“ sagði ég heldur rogginn. „Drífum okkur með bílinn.“ Drátturinn gekk vel og hnúturinn hélt, enda pelastikk talinn áreiðanlegur hnútur. Það voru því meiri vonbrigði en orð fá lýst þegar ég vatt mér út til að losa bíl stúlkunnar á áfangastað. Orðið rembihnútur nær ekki að lýsa þeirri festu. Eitthvað hafði ég klúðrað málum þegar ég studdist við skýringarmyndina í símanum. Það var því fátt um varnir þegar dóttir mín kvað upp sinn dóm yfir bláa kaðlinum mínum: „Þú verður bara að stytta hann.“
HOLLT
Opið:
mán - föst Kl. 11 - 21 lau - sun Kl. 12 - 21
OG GOTT 1.350 kr 1.250 kr
550 kr.
Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík
Teikning/Hari
HELGARPISTILL
not verða fyrir spottann bláa í fullri lengd. Allir þessir metrar gera það hins vegar að verkum að ég er lengi að binda það sem kyrrt á að vera á kerrunni. Bandspottann dreg ég auga úr auga á kerrunni og gekk bærilega meðan þau voru fjögur, eitt á hverju horni. Einhverra hluta vegna hvarf eitt hornaugað og eftir það hafa tafir á bindingu orðið enn meiri, konu minni til armæðu. Það var því ekki í fyrsta skipti sem hún kvartaði undan bandsveiflum bónda síns. Einn vandi fylgir þó snærisstússi mínu öllu. Ég er lélegur
ÍSLENSKA / SIA.IS / LYF 60420 06/12
M
„Má ekki góðfúslega biðja þig að stytta þennan spottaræfil þinn þó ekki væri nema um helming svo við komumst einhvern tímann af stað,“ sagði konan fyrir nýliðna ferðahelgi. Það vottaði fyrir óþolinmæði í rómnum. Ég var að gera kerruna sjóklára, þarfaþing hvers þess sem á sér kot utan borgarmarkanna. Af ódýrum nytjahlutum hefur fátt reynst mér gagnlegra en blár nælonkaðall sem ég keypti í byggingavöruverslun fyrir nokkrum árum, um svipað leyti og ég fjárfesti í kerrunni. Hans hef ég gætt sem sjáaldurs augna minna og haft í bílskottinu síðan. Ég viðurkenni að hann er langur, sjálfsagt einir tuttugu metrar, en ég tími ekki að stytta hann enda aldrei að vita hvenær
Sími: 534 7268
PHO víetnamskur veitingastaður
1.250 kr Ármúla 21 - 108 Reykjavík - Sími: 588 6868
ÚTSALA REKKJUNNAR 30-70% AFSLÁTTUR! BIG SALE!
ÓTRÚLEG! TILBOÐ
RÝMUM TIL FYRIR NÝJUM VÖRUM! REFLECTION
Queen Size (153x203 cm
FULLT VERÐ 397.900
)
kr.
ÚTSÖLUVERÐ
278.530 kr. = 30% AFSLÁTTUR!
ALrúLmU(15R3xE203 cm)
Queen Size
FULLT VERÐ 163.600
kr.
ÚTSÖLUVERÐ
99.7A5FS0LÁTTkUrR!. = 39%
CAPE FIRM
King Size rúm (193
x203 cm)
FULLT VERÐ 340.2
00 kr.
ÚTSÖLUVERÐ
238.140 kr. = 30% AFSLÁTTUR
!
ARGH!!! 100812 #2
SKIPTI- OG SÝNINGARRÚM Á TILBOÐI!
Rekkjan ehf ≤≥ Ármúla 44 ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16
H E I L S U R Ú M
34
skotveiði
Helgin 10.-12. ágúst 2012
Skotveiði Gæsaveiðitímabilið að hefjast og menn gr áir fyrir járnum
Skotóði kokkurinn sem vill nýta bráðina Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari er skotóður, hefur fengist við skotveiðar frá barnsaldri. Honum blöskrar hversu margir nýta bráðina illa – eiga jafnvel til að skjóta niður gæs í stórum stíl en hirða svo bara bringurnar. Þetta er glæpsamlegt í huga kokksins sem þó velkist ekki í vafa um að þetta sé skemmtilegasti tíma ársins.
A
ðalástæðan fyrir því að ég gerði bókina er að mér blöskrar hvað menn henda stórum hluta bráðarinnar, magnveiðimenn sérstaklega,“ segir Úlfar Finnbjörnsson, meistarakokkur og veiðimaður. Gæsaveiðitímabilið hefst 20. þessa mánaðar og víst er að margir eru nú að bóna haglabyssur sínar gráir fyrir járnum. Fyrir ári gaf bókaútgáfan Salka út bók eftir Úlfar, Stóru bókina um villibráð, alfræðirit fyrir allt áhugafólk um nýtingu villibráðar. Bókin hlaut afbragðs góðar viðtökur gagnrýnenda og var hún til dæmis send í kokkabókakeppni í mekka matreiðslunnar, til Frakklands, þar sem bókin var kjörin sú besta sem alhliðabók um villibráð og lenti í einu af fimm efstu sætum bóka sem gefnar voru út á síðasta ári í heiminum – af 30 þúsund bókum. „Magnað miðað við að maður er ólæs og óskrifandi,“ segir Úlfar og hlær.
Sósan er málið
Eins og áður sagði furðar meistarakokkurinn sig á slælegri nýtingu bráðarinnar. Vitað er til þess að komist menn í „veislu“, allt kakkað af gæs, brýst skotæðið út og svo, að veiði lokinni, sitja menn uppi með mikinn feng og skera þá kannski bara bringurnar frá en henda hinu. Úlfar furðar sig á þessu. „Skelfilegt. Það þarf að kenna landanum að nýta bráðina til fullnustu. Ef menn hirða bringurnar eru það bara um 50 prósent bráðarinnar; menn eru að henda hráefni sem má gera úr dýrindis forrétti að ógleymdum beinunum, án beina getur þú ekki gert sósu. Sigmar B. Hauks segir að kjötið skipti minnstu máli – það sé sósan.“ Sjálfur er Úlfar mikill veiðimaður og hefur verið frá blautu barnsbeini. „Vandamálið er að ég fékk snemma stimpilinn villibráðarkokkur og þegar allir eru að skjóta, þá er ég að elda. Kemst ekki eins mikið og ég vil. En, er samt nokkuð duglegur. Ég er með, ásamt fleirum, akur á leigu á Skeiðum, og stelst í morgunflug. Þykist vera á fundum en kem svo á þann næsta, kannski drulluþreyttur, blóðugur og skítugur en það fattar enginn.“ Úlfar var sendur níu ára í sveit til mikilla veiðimanna, fór á greni fyrst þá og hefur nánast verið með byssu í fanginu síðan. „Þetta er gömul della. Jájá, ég er alveg skotóður.“
Sjónvarpsþáttagerð í deiglunni
Þegar Fréttatíminn náði tali af Úlfari var hann að kokka fyrir veiðimenn í Svalbarðsá í Þistilfirði. Hann skýst í það af og til yfir sumarið en starfar fyrir Gestgjafann sem og eitt og annað tengt matreiðslu – nóg að gera. „Ég er hér í bongóblíðu að kokka fyrir einhverja Breta. Stelst í bleikju og lax á milli og hleyp svo um og tíni kryddjurtir og sveppi og nota við matreiðsluna. Þetta er skemmtilegasti tími ársins. Skemmtilegustu veiðitúrarnir eru þegar maður er með haglabyssu á bakinu, flugustöngina í hægri, berjatínu í vinstri og svo hangir sveppahnífurinn um hálsinn á manni.“ Fyrir höndum er svo mikið verkefni hjá Úlfari; vinna að sjónvarpsþáttaröð ásamt Dúa Landmark, kvikmyndagerðar- og skotveiðimanni, sem verður í anda bókarinnar góðu. „Ég fer ekki mikið á hreindýr, hef ekki mikið skotið þau sjálfur en er á leiðinni með Dúa. Þá er það fýlaveisla í Vík og svo koll af kolli . Við ætlum að elda á veiðislóð og kenna hvernig best má nýta bráðina.“ Um er að ræða tíu þátta röð sem til stendur að sýna í haust og næsta vor á Ríkissjónvarpinu.
Sigmar B. Hauks segir að kjötið sem slík skipti minnstu máli – það sé sósan.
Jakob Bjarnar Grétarsson
Úlfar í fullum veiðiskrúða með labrador á andaveiðum. Hann segir skemmtilegustu veiðitúrarana þá þegar maður er með haglabyssu á bakinu, flugustöngina í hægri, berjatínu í vinstri og svo hangir sveppahnífurinn um hálsinn á manni. Mynd
jakob@frettatiminn.is
Karl Petersson.
Veiði Uppskrift fr á Úlfari
Gómsæt gæsalifur Hér er gott dæmi um hágæðahráefni að villibráð sem á stundum fer fyrir lítið meðal veiðimanna sem vilja skera bringurnar úr gæsinni og henda hinu. Villifuglalifur er með því betra sem menn fá og glæpsamlegt að henda henni. Uppskriftin er úr „Stóru bókinni um Villibráð“ og birtist með góðfúslegu leyfi Úlfars Finnbjörnssonar og Sölku forlags. Léttsteikt gæsalifur með furuhnetum, beikoni og lauk forréttur fyrir 4 Hráefni 300 g gæsalifur smjör, til steikingar salt og nýmalaður svartur pipar 4 sveppir, skornir í litla bita 2 skalottlaukar, fínt saxaðir
2 msk. furuhnetur, ristaðar ef vill 2 beikonsneiðar, skornar í bita og snöggsteiktar, þar til þær eru stökkar spínatblöð jarðsveppir í sneiðum, til skrauts, má sleppa Smjörsteikið lifur við lágan hita í um 1 mínútu á hvorri hlið og kryddið með salti og pipar. Takið lifrina af
pönnunni þegar hún er mátulega steikt og haldið henni heitri. Steikið sveppi og lauk á sömu pönnu. Bætið síðan furuhnetum, beikoni, spínati og vinaigrette á pönnuna og hitið í um 30-40 sekúndur. Skiptið spínatblöndunni á diska, leggið lifrina á hana miðja og berið strax fram.
Vinaigrette 1 msk. dijon-sinnep ½ msk. worchestershire-sósa 1 msk. hunang 1 msk. balsamedik 1 msk. brandí 2 msk. portvín salt og nýmalaður pipar 2 dl olía Setjið allt hráefni í skál og hrærið vel saman.
36
bílar
Helgin 10.-12. ágúst 2012
Suzuki Jeppinn Gr and Vitar a
Margreyndur við íslenskar aðstæður Suzuki Vitara er þrautreyndur jeppi við íslenskar aðstæður, hvort heldur er í sumarferðum eða ófærð vetrarins. Hann er svipaður að stærð og margir jepplingar en er ekta jeppi, byggður á grind og með háu og lágu drifi, 4H sídrif fyrir venjulegar aðstæður þar sem togkrafturinn skiptist á milli fram- og afturhjóla, 47:53, 4H læst drif fyrir erfiðar aðstæður, til dæmis djúpan snjó og utanvegaakstur þar sem átakið er jafnt milli fram og afturhjóla og 4L, lágt læst drif með helmingi lægri niðurgírun fyrir erfiðustu aðstæður. Í sölu er þriðja kynslóð jeppans en fyrsta kynslóðin var framleidd frá 1988 til 1998 og reyndist vel hér á landi. Jeppinn var
lítill og lipur, hvort heldur var í stuttri eða langri útgáfu. Margir hækkuðu þessa bíla upp og notuðu jafnvel til jöklaferða þar sem bíllinn flaut vel ofan á, betur en margir þungir, breyttir jeppar. Önnur kynslóð jeppans var í framleiðslu frá 1998 til 2005 þegar sú þriðja tók við. Andlitslyfting var gerð 2008 og nú býðst Grand Vitara með nýjungum, nýrri 2,4 lítra vél, öflugri hemlum, nýju mælaborði, nýju litavali, meiri hljóðeinangrun, tölvustýrðri loftkælingu, stefnuljósum í útispeglum og fleira, að því er fram kemur á síðu umboðsins, Suzuki bíla. Meðal staðalbúnaðar eru 6 öryggisloftpúðar, þriggja punkta belti við öll sæti,
Chevrolet Góður staðalbúnaður Cruze
styrktarbitar í hurðum, ISO-FIX festingar fyrir barnastóla og þokuljós að framan og aftan. Hemlakerfið er búið ABS- og EBDhemlajöfnun. Farangursrýmið í Grand Vitara er 398 lítrar með upprétt sætisbök en 758 lítrar með samanbrotin aftursæti. Hljómtæki eru með útvarpi, geislspilara og fjórum hátölurum en sex í Limited útgáfu. Upplýsingaskjár í mælaborði er með klukku og sýnir útihita og bensíneyðslu. Fjarstýring er í stýri fyrir hljómtæki. Hraðastillir er staðalbúnaður. Beinskiptur Suzuki Grand Vitara Premium Plus með 2,4 lítra bensínvél kostar 5.450.000 og 5.660.000 í Limited
Suzuki Grand Vitara, jeppi byggður á grind með háu og lágu drifi.
útfærslu. Sjálfskiptur kostar Premium Plus 5.750.000 og Limited 5.960. Beinskiptur Grand Vitara með 1,9 dísilvél í Premium Plus útfærslu kostar 6.290.000 krónur.
Kia Aukin mark aðshlutdeild
Stílhreint útlit Chevrolet Cruze.
Stílhreinn fjölskyldubíll Chevrolet Cruze er fjölskyldubíll sem hefur vakið athygli fyrir stílhreint útlit. Staðalbúnaður bílsins er góður og hann er boðinn á hagstæðu verði. Hann hlýtur því að koma vel til greina þegar kemur að endurnýjun fjölskyldubílsins. Það er góð hugmynd að „krúsa“ um landið í Chevrolet Cruze, eins Chevrotet-umboðið, Bílabúð Benna, auglýsir. Í kynningu umboðsins á Cruze segir meðal annars um bílinn: „Hann skarar ekki aðeins framúr hvað útlit varðar, heldur miðar styrkleikinn í samsetningunni og allur aðbúnaður að framúrskarandi þægindum og öryggi fyrir alla farþega. Euro NCAP, European Car Assessment Program, sjálfstæð stofnun sem metur árekstrarvarnir nýrra fólks-
bifreiða í Evrópu, hefur gefið Chevrolet Cruze hæstu einkunn eða fimm stjörnur. Cruze er fyrsti fólksbílinn til að fá toppeinkunn í báðum flokkunum síðan Euro NCAP hóf árekstursprófun árið 1997.“ Á síðu Bílabúðar Benna kemur fram að Chevrolet Cruze LTX kostar 3.290 þúsund krónur beinskiptur en 3.690 þúsund krónur sjálfskiptur. LTZ Lux sjálfskiptur kostar 4.090 þúsund krónur. LTX beinskiptur með dísilvél kostar 3.890 þúsund. Hann þarf að sérpanta en sjálfskiptur með dísilvél kostar 4.390 þúsund. Cruze LTZ sjálfskiptur metan+ kostar 3.690 þúsund krónur. Bíllinn var kynntur sem „coupé“ snemma árs, bæði með 1,8 lítra bensínvél og 2,0 lítra dísilvél.
VERKFÆRI SEM HÆGT ER AÐ TREYSTA Á! Verksmiðjan í Zilina framleiðir meðala annars hinn nýja Kia cee’d.
Framleiðslumet í Slóvakíu V
M
Á TOPPU
16.900
m/vsk
Fullt verð 22.900 IBTGCAI9402
TOPPLYKLA OG BITASETT 94 HLUTA 1/4” og 1/2” toppar og bitar | Stærðir 4 - 32 mm
www.sindri .is / sími 5 75 0000
... 7 ára ábyrgð en Kia er eini bílaframleiðandi í heiminum sem veitir svo langa ábyrgð á bílum sínum.“
erksmiðja Kia í Zilina í Slóvakíu, sem framleiðir Kia bíla fyrir Evrópumarkað, hefur sett met í framleiðslu á árinu. Verksmiðjan hefur framleitt samtals 149.000 Kia bíla á fyrstu sex mánuðum ársins sem er 10% aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Í júní komu 27.500 Kia af færiböndum í verksmiðjunni og hafa aldrei verið fleiri bílar frá suður-kóreska bílaframleiðandanum framleiddir þar í einum mánuði, að því er fram kemur í tilkynningu umboðsins, Öskju. Verksmiðjan í Zilina framleiðir meðal annars hinn nýja Kia cee’d sem og Sportage sportjeppann og Venga. „Verksmiðjan, sem uppfyllir hæstu gæðaviðmið í Evrópu, hefur átt fullt í fangi með að anna eftirspurn undanfarin misseri,“ segir enn fremur, „enda er Kia einn mest vaxandi bílaframleiðandi í heiminum.“
Kia eykur söluna í Evrópu um 27,6%
„Markaðshlutdeild Kia hefur aukist mjög í Evrópu að undanförnu og sala á nýjum Kia bílum hefur aukist um 27,6 % á fyrstu sex mánuðum ársins á meðan heildarsala á nýjum bílum hefur dregist saman um 6,9% í álfunni ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Kia hefur einnig bætt mjög markaðshlutdeild sína á Íslandi sem er nú 9,3% á fyrstu sex mánuðum ársins. Kia er eitt af þremur mest seldu merkjum landsins á eftir Toyota og Volkswagen. Kia hefur komið fram með hvern endurhannaðan bílinn á fætur öðrum undanfarna mánuði og hafa þeir fengið,“ að því er segir í tilkynningunni, „mikið lof fyrir fallega hönnun, eyðslugrannar og umhverfismildar vélar sem og 7 ára ábyrgð en Kia er eini bílaframleiðandi í heiminum sem veitir svo langa ábyrgð á bílum sínum.“
38
matur
Helgin 10.-12. ágúst 2012
kjúklingavængir grillaðir á svölunum
NA N I V U T L I V K MAC BOO? PRO 13”
Heitir vængir SENDU EST MAC Í NÚMERIÐ 1900 ÞÚ FÆRÐ SPURNINGU OG SVARAR MEÐ ÞVÍ AÐ SENDA SMS SKEYTIÐ EST A, B EÐA C OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
GEGGJAÐIR AUKAVINNINGAR! TÖLVULEIKIR - DVD - GOS O.FL.
*AÐALVINNINGAR DREGNIR ÚR ÖLLUM INNSENDUM SKEYTUM 29. ÁGÚST 2012. VINNINGAR VERÐA AFHENTIR Í ELKO LINDUM, KÓPAVOGI. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. 199 KR./SMS-IÐ. ÞÚ FÆRÐ 5 MÍNÚTUR TIL AÐ SVARA SPURNINGU. LEIK LÝKUR 26. ÁGÚST 2012
Kjúklingavængir í sterkri sósu er vinsæll forréttur. Á veitingastöðum eru þeir yfirleitt djúpsteiktir í olíu en ekkert kemur í veg fyrir að grilla þá á svölunum.
Slurkur af þeirri barbíkjúsósu sem keypt var síðast þynnt aðeins með smá bjór og pínu hunangi eða hlynsýrópi er ágætis elexír til verksins.
K
lassíkin er að nota vængi en það er ekki bannað að nota hvern þann part af hænunni sem fellur til. Séu kjuðar á boðstólum er einna best að brúka þá. Kjuðinn er upphandleggurinn eða uppvængurinn öllu heldur og ber meira kjöt en framvængurinn og er því praktískari til átu þótt margur kjósi nú stökkan framvæng með mikilli sósu.
Vænginn á teinana
Það þarf að hita grillið vel, strá salti og pipar á vængina og skella þeim svo á funheitt grillið. Passa að brenna þá ekki. Þegar búið er að fá grillrendur á alla þá staði sem grillrendur koma á þarf að koma kjúklingnum í var. Það er að segja hafa ekki eld undir kjötinu. Annað hvort með því að slökkva á brennara undir því eða færa þar sem engin eru kolin. Þegar kjúklingurinn hefur tekið smá lit er gott að pensla með einhverjum grillelexír. Slurkur af þeirri barbíkjúsósu sem keypt var síðast þynnt aðeins með smá bjór og pínu hunangi eða hlynsýrópi er ágætis elexír til verksins. Þessu er penslað á af og til meðan á grilltímanum stendur og hann mun standa í svona hálftíma, – þrjú korter ef allt á að vera dautt. Passa að hafa lokið á eins mikið og hægt er til að hitinn fjúki ekki út í sumarnóttina.
Sósan
Á meðan þessu hefur staðið er grillarinn búinn að blanda sterku sósuna sem á að hjúpa vængina með. Miklivægasta hráefnið í þessa sósu er sterka sósan sjálf eða það sem kallað er á ensku „hot sauce“. Þetta eru sterkar piparsósur, oftast byggðar upp með ediki þótt það sé ekki algilt. Sú sem lengst hefur verið fáanleg og því þekktust á Íslandi er gamla góða Tabasco. Sú er t.d. búin til úr gerjuðum pipar með sama nafni og blönduð með ediki. Þannig að ef Tabasco á ekki upp á pallborðið er hægt að finna fleiri tegundir því úrval þessara sósa hefur verið að aukast talsvert hér á landi síðustu misserin. Þær bragðast langt því frá eins og eru missterkar þannig að það er um að gera að prófa sig áfram. Þegar rétta sósan hefur verið valin er bráðnu smjöri blandað saman við í hlutföllunum einn af sósu á móti hálfum af smjöri. Magn fer eftir fjölda kjúklingavængja og hve mikið af sósu á að vera á hverjum bita. Blandan er svo hituð í smá stund áður en rjúkandi heitum kjúklingnum er kastað saman við í stórri skál. Margur Buffalóbúinn hefur svo borið vængina fram með gráðostasósu einhverskonar. Sé ætlunin að hafa þetta alveg ekta Buffaló-upplifun er boðið upp á sellerístauta líka.
Fjölskyldu ostabakki
Ferskt grænmeti, vínber, melónukúlur, ananas, skinka og brauð. Blár Höfðingi, hvítur Kastali, camembert, Dala-Yrja, steyptur ítalskur ostur, Búri í bitum og Óðalsostur í lengjum.
Camembert
Hvítmygluostur. Mjúkur og bragðmildur, með ríku ostabragði. Osturinn er einstaklega mjúkur og ljúffengur. Vinsæll ostur á ostabakkann.
OSTAVEISLA FRÁ MS Mygluostasósa hússins
Létt sumarsalat
Það er tilvalið að bæta góðum osti út í uppáhaldssalatið, það getur breytt einföldu salati í gómsætt veislusalat. Hér er t.d. salat með blönduðu salati, ferskum fíkjum, hindberjum, melónukúlum, valhnetum, camembert osti í sneiðum, grófmulnum gráðaosti. sítrónuberki í strimlum. Salatsósan er gerð úr 2 msk. af sítrónusafa og 2 msk. af hunangi. Osta er hægt að bera fram með ýmsum hætti, það má t.d. baka camembertostinn í tilbúnu smjördeigi og borða hann með góðu ávaxtamauki.
Kynntu þér fleiri góðar hugmyndir og uppskriftir á heimasíðunni: www.ostur.is
FA B R I K A N
Þegar blanda á hvurs konar kaldar sósu er um að gera að fara ekki nákvæmlega eftir uppskriftum heldur auka við það sem þykir gott og minnka það sem ekki fellur jafn vel í kramið. Í mygluostasósu, oftar nefndar gráðostasósur þótt ekki þurfi endilega að nota þá gerðina, þarf því að nota mygluost. Þeir sem ekki vilja slíkt á sterku vængina sína nota aðrar sósur eða sleppa þeim alveg og njóta bara sterka bragðsins. Blanda, með gaffli, saman uppáhalds mygluosti fjölskyldunnar eins og gráðosti, Kastala eða jafnvel Gorgonsola við smá rjómaost. Bæta svo nokkrum skeiðum af majónesi, sýrðum rjóma og súrmjólk saman við þangað til sú áferð sem sóst er eftir næst. Því næst er gott að kreista smá sítrónusafa yfir, setja pínulítið edik, epla-, hvítvíns- eða jafnvel rauðvíns- duga öll til. Smakka svo til með salti og pipar. Geyma inni í kæliskáp í klukkutíma eða tvo. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is
TILBOÐSDAGAR
15-30% AFSLÁTTUR Ofnar, helluborð, uppþvottavélar, kæliskápar og fleiri heimilistæki frá Blomberg á frábærum tilboðsverðum.
AF BLOMBERG HEIMILISTÆKJUM
40
bækur
Helgin 10.-12. ágúst 2012
Vögguvísa gefin út á ný
Gyrðir selur
Bókaútgáfan unga, Lesstofan, hefur endurútgefið Vögguvísu eftir Elías Mar. Hún kom fyrst út árið 1950 og er jafnan talin ein fyrsta Reykjavíkursagan. Sagan er einnig sú fyrsta sem gerir unglingamenningu eftirstríðsáranna að viðfangsefni sínu. Bambínó, aðalpersóna sögunnar, lifir og hrærist í fjölda- og neyslumenningu krakkanna á mölinni, í heimi afbrota og amfetamíns, undir bandarískum áhrifum kvikmynda, tónlistar, tísku og fleira. Þá fangar verkið tíðarandann og heim unglingsins vel þar sem líkt er eftir tungutaki þeirra. Höfundur lagðist í viðamikla rannsóknarvinnu á tungutaki reykvískra unglinga og safnaði saman helstu slangurorðum og orðasamböndum úr máli þeirra. Safnið birtist í fyrsta sinn í heilu lagi á prenti í þessari útgáfu en sagan kom út í skólaútgáfu fyrir tveim áratugum. Bókin er gefin út í samstarfi við Reykjavík bókmenntaborg UNESCO og verður í brennidepli á lestrarhátíð í októbermánuði.
Ritdómur Steinblóð/Svörtulönd
Ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Hér vex enginn sítrónuviður, er mest selda bókin í flokki innbundinna skáldverka, ljóðabóka og hljóðbóka á metsölulista Eymundsson fyrir síðustu viku.
Sneið af lífinu Blaðinu hefur borist eintak af nýútkominni bók dr. Ríkarðs E. Líndal, Slice of Life: A Self Help Odyssey, þar sem höfundurinn leiðir lesanda í langferð til sjálfskilnings; þar reynir höfundur að skýra út hvernig veröldin er samansett, hvar er að finna brú milli andlegrar og yfirnáttúrulegrar tilvistar og tilgangs í lífinu. Kemur höfundur víða við í texta sínum sem að hluta byggir á uppvaxtar- og þroskasögu hans hér á landi, en Ríkarður bjó framan af ævinni í Kópavogi en á að baki menntun í sálfræði frá háskólanum í Toronto og meistaragráðu frá háskólanum í Ontario, doktorsgráðu frá háskólanum í York. Hann hefur starfað á göngudeildum fyrir ungt fólk með geðraskanir, með alnæmissjúklingum á Dr. Ríkarður E. Líndal. Mount Sinai í Toronto en rekur nú eigin stofu í Grafton Ontario. Vefsíða hans er www.dr-ricklindal.com. Bókina má fá á amazon.com. Í bókinni er minnst á mörg hitamál okkar daga, fyrirgefningu og sáttarhug, kyneðli og ótta við samkynhneigða, einelti og einsemd.
Ritdómur Kirkjur Íslands 18. og 19. Bindi.
Tveir fínir krimmar
Belinda Bauer.
Steinblóð Johan Theorin Anna Ragnhildur Ingólfsdóttir þýddi. Undirheimar, 441 s., 2012.
Þriðja saga sænska sakamálahöfundarins Johans Theorin er komin út og gerist á Ölandi undan suðurströnd Svíþjóðar eins og fyrri sögurnar. Þar kemur fyrir gamli skipstjórinn Gerlof Davidsson en hér segir af Per Mörner, fráskildum miðaldra markaðsmanni sem sem lifir í skugga föður síns, Jerry sem hefur lifað skrautlegu lífi, lengst af sem framleiðandi pornómynda. Hér fer saman sögum af Per og börnum hans, nágrönnum hans í nýrri lúxusvillu við gömlu steinnámuna, Max og Venedlu, en hún er ættuð af eyjunni og kynnum Gerlofs að dagbókum eiginkonu sinnar. Theorin vefur fléttu úr fortíð og nútíð haganlega saman: Per, Velandah og Gerlof eru ólíkir sjónarhólar inn í gleymda glæpi og ný og liðin forneskjuöfl, álög og galdra. Er vísað sérstaklega til þjóðtrúar Íslendinga á álfa í því sambandi. Sagan er um margt óvenjuleg, lögreglan kemur varla við sögu en hringiða verksins eru átök sprottin af gömlum kynlífsiðnaði. Nýtt forlag, Draumsýn, sendi frá sér enska sakamálasögu, sálfræðilegan trylli, þar sem barn og fanginn fjöldamorðingi eru í forgrunni. Tólf ára gamall drengur vill finna bót á bágum fjölskylduhögum móður sinnar og ömmu með því að finna lík móðurbróður sem löngu fyrr varð fórnarlamb raðmorðingjans Arnold Avory. Líkið var grafið á Exmoor í göngufæri frá heimili drengsins og þrátt fyrir langa leit hefur strákur ekki fundið líkið. Hann fer því að skrifast á við morðingjann. Þessi sálfræðilegi tryllir er prýðisvel saminn þótt lesanda verði fljótt illt á að lesa veröldina í gegnum sjónarhól sjúks morðingja. Félagslegar aðstæður stráksins eru ömurlegar og samúð lesandans hvílir hjá honum enda er frásögnin að stærstum hluta dregin áfram í gegnum huga hans, raunir og viðbrögð. Báðar þessar sögur eru Svörtulönd prýðisafþreying og falla sumBelinda Bauer part fyrir utan hið hefðbundna Anna Margrét Björnsdóttir form glæpasögunnar sem er þýddi. drifið áfram af einkalífi og Draumsýn, 365 s., 2012 starfi lögreglumanna. -pbb
Dómkirkjan í Reykjavík. Ljósmynd/Hari
Í bestu gæðum M
Hér er einfaldlega um rannsóknarverk að ræða af hæstu gæðum, unnið samkvæmt hæstu kröfum og til sóma fyrir þá sem að verkinu standa, ...
Kirkjur Íslands: 18. og 19. bindi Friðaðar kirkjur í Reykjavíkurprófastsdæmi I-II Höfundar: Drífa Kristín Þrastardóttir, Gerður Róbertsdóttir, Gunnar F. Guðmundsson, Júlíana Gottskálksdóttir, Pétur H. Ármannsson, Þorsteinn Gunnarsson og Þórir Stephensen. Ritstjórn: Jón Torfason og Þorsteinn Gunnarsson. Hið íslenska bókmenntafélag, I 278 s. II 229 s. 2012.
eð samtakamætti Þjóðminjasafns, Húsafriðunarnefndar, Biskupsstofu, Minjasafns Reykjavíkur og Hins íslenska bókmenntafélags var ráðist í það stórvirki um síðustu aldamót að gefa úr yfirlitsrit um friðaðar kirkjur á Íslandi. Hverri kirkju eru gerð ítarleg skil í samsettum greinum fræðimanna, rakin saga þeirra, byggingarstíll greindur, og farið nákvæmlega yfir alla þá muni sem viðkomandi kirkja geymir. Bálkurinn telur nú 19 bindi og er löngu ljóst að verkið er mikilvægur og ómissandi þáttur íslenskrar menningarsögu. Í þeim tveim bindum sem hér skal skrifað er fjallað um friðaðar kirkjur Reykjavíkurprófastsdæmis: Dómkirkjuna, Fríkirkjuna, Kristskirkju í Landakoti, Laugarneskirkju, Neskirkju, Safnkirkjuna í Árbæ og Viðeyjarkirkju. Þessar bækur eru einstaklega velheppnuð bókverk, prentaðar eftir mikla yfirlegu um útlit, skreyttar miklu úrvali eldri og yngri mynda, samfara fræðilegri nostursemi í skrifum þó persónulegur stíll höfunda haldi sér, þannig er munur á skrifum Þorsteins Gunnarssonar og Þóris Stephensen. Bein lýsing á kirkjunum er unnin af mikilli nákvæmni með miklu magni sérfræðiheita um frágang smíðisvinnu svo bálkurinn allur verður grundvallarrit um íslenska húsasmíði sem lengi verður leitað til. Ljósmyndir Guðmundar Ingólfssonar og Ívars Brynjólfssonar eru gerðar af mikilli smekkvísi og gripaskrárnar eru námi fyrir áhugamenn um listasögu almennt en kirkjulistasögu sérstaklega. Við upphaf útgáfunnar voru uppi efasemdarraddir að sértækt efni sem þetta ætti betur heima í vefútgáfu en á bók, en raunin er önnur, hvergi er samankomið svo mikið safn upplýsinga um kirkjurnar sem voru lengi helsta menningarsetur hvers byggðarlags. Með friðuðu kirkjunum er stigið inn í samfélagið eftir stríð: bæði Laugarneskirkja og Neskirkjan urðu til í ölduróti módernismans og rómantískari hugmynda um þjóðlegan byggingarstíl. Er sagan sem rakin er í 19. bindinu hin furðulegasta, keimur af sömu átökum stingur sér upp í byggingarsögu kirkjunnar í Landakoti, hinu mikla átaki kaþólska safnaðarins og stórafreki byggingarmeistarans, Jens Eyjólfssonar. Harkan sem er í átökum þessum er furðuleg í ljósi sögunnar þar sem allar þrjár kirkjubygg-
ingarnar eru nú viðurkennd og dásömuð listaverk. Í ritstjórn verks sem þessa smýgur í gegn dálæti höfunda í einstökum köflum sem verður í annars hlutlægum stíl fræðimanna útúr. Þannig er til dæmis í umfjöllun Þóris Stephensen um ættföður hans í Viðey. Einnig um aðdáun Þorsteins Gunnarssonar á höfundum Viðeyjarstofu og hinum óþekkta höfundi kirkjunnar í Viðey. Í stóru samhengi hvorrar bókar stinga þessir kaflar í stúf. Það minnkar aftur ekki verkið allt, né heldur umrædd bindi. Þá þykir mér miður að ekki skyldi vera ítarlegri greinargerð um kirkjur þær sem stóðu í elsta kirkjugarði Reykjavíkur sem hluti af forsögu dómkirkjunnar. Hér er þó að finna margt athyglisvert: hvergi hef ég séð svæðið sunnan við Miðbæjarskólann kallað Útsuðurvöll, eitt af staðarheitum bæjarins sem hafa týnst, né var mér heldur kunnugt um hlut Ágústs Sigurmundssonar í Neskirkju. Og fyrst tali er vikið að henni er ljóst af myndum úr því verki Ágústs Pálssonar af eldri ljósmyndum Andrésar Kolbeinssonar að skaði var unninn á Neskirkju þegar kórsvalir voru teknar niður í kirkjunni. Kirkjur Íslands sem nú telja nítján bindi hafa aldrei verið tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, ugglaust fyrir sparsemi þeirra sem að útgáfunni standa. Þó má hverjum vera ljóst sem skoðar þetta safn í heild sinni að hvert bindi eitt og sér hafi átt þann heiður skilinn. Hér er einfaldlega um rannsóknarverk að ræða af hæstu gæðum, unnið samkvæmt hæstu kröfum og til sóma fyrir þá sem að verkinu standa, höfunda texta og mynda, þá sem hafa útbúið skrár af öllu tagi og unnið enska útdrætti, brotið um og niðurskipað. Verkið allt mun þegar ritröðinni er að fullu lokið verða merkilegur hluti af íslenskri lista- og menningarsögu í víðum skilningi. Hluti sem annars hefði legið utangarðs.
Bækur
Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is
Stjörnubækur bbbbb PBB/ F RT M
„koch er afhjúpandi höfundur ... nöturlega fyndinn ... kann að búa til spennu sem heldur lesanda á nálum. Hér er ekkert sem sýnist.“ PBB/ F RT M
bbbb
bbbb
bbbb
bbbb
A L Þ/ M BL
SL / M BL
PBB/ F RT M
PBB/ F RT M
w w w.forlagid.i s – alvör u bókave rslun á net inu
42
heilabrot
Helgin 10.-12. ágúst 2012
Fréttagetr aun fréttatímans
Sudoku
7 2
4
9 6
2 3 6 1 5
7
3 8
2 8 3 5
6 8 4
8 Hvað heitir snjalljeppinn sem sendir nú myndir frá reikistjörnunni Mars? 9 Árið 1990 lék Arnold Schwarzenegger aðalhlutverkið í framtíðarspennumyndinni Total Recall. Hver leikur hlutverkið í nýrri endurgerð myndarinna? 10 Hvaða breski tónlistarmaður líkir Ólympíuandanum í Bretlandi við þann anda sem ríkti í Þýskalandi nasismans árið 1939? 11 Hveru margir eru taldir hafa
Heimilis
98
HV ÍTA HÚSIÐ / SÍA
7
4 7 9
2 5 9 7 2
8
3 2
1 8
6
2 3 5
3
RIGNING
SMÁSKILABOÐ
SVIKULT
SÆTI
SNAP
KRYDD
MÁLMHÚÐUN
ATORKA
HEIMSPEKIGREIN HRYGGUR SJÓR ÞREIFA STÚLKA
HRÓS
TÝNA FYRIR HÖND
HOLA KÆRLEIKS HEPPNAST
Alveg mátulegur
7
ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni.
mynd: Snowmanradio (CC By-Sa 2.0)
GRJÓNAGRAUTUR
Sudoku fyrir lengr a komna
1 5 6
horft á leik Íslendinga og Ungverja á vef Ríkisútvarpsins, www.ruv.is? 12 Hvers vegna afþakkaði breski leikarinn Dominic West stórt hlutverk í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones?
krossgátan
8
5
LANGT OP
Í HÁLSI
Í RÖÐ
BÆN
TIL DÆMIS
ÓLÆTI
SVÍFA
ÚTSÆÐI
MAS
BÓKSTAFUR
SKIPTI
BOR
HÆÐNISBROS
EFNI
KYRRÐ
ÍÞRÓTT
SVAKA
KVK NAFN
KK NAFN
MEGINÆÐ
KRAKKI
SÆ
TVEIR EINS
MÁLMBLANDA
ÁI
DAÐRA
GERA VIÐ
HLJÓÐFÆRI FÖNN BRAK
GALSI
ÚTVORTIS ÓFRJÓ KONA
ÞÍÐA
MJÓLKURVARA
GJALDMIÐILL ÓSKAÐI
VIÐBÓT
GLUFA
ÞEFJA BÁRA
AUMA
HEIMILDA
FOR
PLAT
SKAMMA
ALA
SKRÁ
SKOTT
Í RÖÐ
NUDD
SKÁN
BEISKJA
RÖTULL SLABB
sótt hafa um embætti tveggja dómara við hæstarétt. Hvað heita þau? 2 Alþjóðalögreglan, Interpol, leitar nú að þekktum umhverfisverndarsinna og fornum fjandvini Íslendinga. Hver er maðurinn? 3 Hversu mörg ár eru liðin frá dauða Marilyn Monroe? 4 Íslenskri konu hefur verið gert að yfigefa
Kanada vegna starfs síns. Við hvað vinnur hún? 5 Hversu mikið kostaði að fá tónlistarmanninn Ronan Keating til að troða upp á Þjóðhátíð samkvæmt frétt DV? 6 Hvaða þekkti bandaríski kvikmyndaleikstjóri sem staddur er hérlendis skellti sér á Þjóðhátíð? 7 Frá hvaða landi eru íþróttamennirnir sjö sem hurfu úr Ólympíuþorpinu í London?
Svör 1. Arnfríður Einarsdóttir og Brynjar Níelsson, 2. Paul Watson, stofnandi Sea Shepherd, 3. 50 ár, 4. Nektardans, 5. Um níu milljónir króna, 6. Darren Aronofsky, 7. Kamerún, 8. Curiosity, 9. Colin Farrell, 10. Morrissey, 11. Um 15.000 manns, 12. Hann hefði þurft að búa á Íslandi í hálft ár.
1 Hjón eru á meðal þeirra sjö sem
1 7
REIÐMAÐUR POLLUR
GJALDMIÐILL
STEINTEGUND
BERJAST
GEGNA KJAMSA
LÍTILSVIRÐING
BORG NÚMER TVÖ
MÉLA
HLJÓM
HÆTTA
GIMSTEINN
SAMTÖK
ÓGÆTINN
LAPPI
VÆTLA
HELGAR BLAÐ
ÞURRKA ÚT
NIRFILSHÁTTUR
44
sjónvarp
Helgin 10.-12. ágúst 2012
Föstudagur 10. ágúst
Föstudagur RUV
20:10 Evrópski draumurinn Hörkuspennandi og skemmtilegur þáttur um tvö lið sem þeysast um Evrópu þvera og endilanga. allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
4
22.55 Lewis – Fjöll hugans (3:4) (Lewis V - The Mind Has Mountains) Bresk sakamálamynd.
10.00 ÓL2012 13.00 ÓL2012 - Dýfingar 14.00 ÓL2012 - Hjólreiðar 16.00 ÓL2012 - Handbolti 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Fréttir og veður 18.20 ÓL2012 - Frjálsíþróttir 20.20 ÓL2012 - Körfubolti 21.45 Popppunktur (6:8) (Hamborgaraforkólfar - Heilsufæði) 22.55 Lewis – Fjöll hugans (3:4) (Lewis V - The Mind Has Mountains) 00.30 Ástin á tímum kólerunnar (Love in the Time of Cholera) Florentino, sem hin fagra leitar upp frá 5Fermina hafnaði, 6 því huggunar í faðmi ýmissa kvenna. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. e. 02.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
Laugardagur
20:10 The Bachelor (11:12) Rómantískur raunveruleikaþáttur þar sem piparsveinninn Brad Womack snýr aftur sem The Bachelor.
21.05 Stjórnaðu mér (Reign over Me) Maður sem missti fjölskyldu sína í árásinni á New York 11. september 2001 rekst á gamlan skólafélaga sem hjálpar honum að komast yfir sorgina.
Sunnudagur
21:00 Law & Order LOKAÞÁTTUR (22:22) Þegar mikilsv irt fyrrum eiginkona fyrrum öldungadeildarþingmanns er myrt og henni misþyrmt á heimili sína verður mikil pressa á lögregluna að ljúka málinu hratt og örugglega.
21:35 Mad Men (1/13) Fylgst er með daglegum störfum og einkalífi auglýsingapésans Dons Drapers og kollega hans.
SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Rachael Ray (e) 08:45 Pepsi MAX tónlist 16:25 Pan Am (5:14) (e) 17:15 Rachael Ray 18:00 One Tree Hill (4:13) (e) 18:50 America's Funniest Home Videos (22:48) (e) 19:15 Will & Grace (16:24) (e) 19:40 The Jonathan Ross Show (e) 20:30 Minute To Win It 21:15 The Biggest Loser (14:20) 22:45 HA? (26:27) (e) 23:35 The River (8:8) (e) Hrollvekjandi þáttaröð um hóp fólks sem lendir í yfirnáttúrulegum aðstæðum í Amazon. 00:25 Monroe (1:6) (e) Í þessum fyrsta þætti af Monroe framkvæmir taugaskurðlæknirinn Monroe aðgerð á konu með heilaæxli. Konan á kærasta sem reynist ekki tryggari en svo að hann stingur af á meðan konan er í dái. 01:15 CSI (5:22) (e) 02:05 Jimmy Kimmel (e) 02:50 Jimmy Kimmel (e) 03:35 Pepsi MAX tónlist
STÖÐ 2
RUV
08.00 Morgunstundin okkar / Lítil 07:00 Barnatími Stöðvar 2 prinsessa / Háværa ljónið Urri / Kioka 09:15 Bold and the Beautiful / Snillingarnir / Skotta skrímsli / 09:35 Doctors (120/175) Spurt og sprellað /Teiknum dýrin / 10:15 Sjálfstætt fólk (13/30) Grettir /Engilbert ræður / Kafteinn 10:55 Cougar Town (8/22) Karl / Nína Pataló / Skoltur skipstjóri 11:20 Jamie Oliver's Food Revolution / Hið mikla Bé 12:10 Kalli Berndsen - Í nýju ljósi 10.30 ÓL2012 - Blak 12:35 Nágrannar 13:00 That Thing You Do! allt fyrir áskrifendur12.00 ÓL2012 - Hjólreiðar 13.30 ÓL2012 - Dýfingar 15:00 Tricky TV (9/23) 14.00 ÓL2012 - Fótbolti 15:25 Sorry I've Got No Head fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16.00 ÓL2012 - Handbolti 15:55 Barnatími Stöðvar 2 17.50 Táknmálsfréttir 17:05 Bold and the Beautiful 18.00 Fréttir og veður 17:30 Nágrannar 18.20 ÓL2012 - Frjálsíþróttir 17:55 Simpson-fjölskyldan (5/22) 20.05 Lottó 18:23 Veður 4 5 20.15 Ævintýri Merlíns (1:13) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 21.05 Stjórnaðu mér (Reign over Me) 18:47 Íþróttir 23.10 Vitni á varðbergi (Smokin' 18:54 Ísland í dag Aces) Skemmtikraftur í Las 19:06 Veður Vegas ákveður að bera vitni 19:15 American Dad (9/19) gegn mafíunni og ýmsir vilja 19:40 Simpson-fjölskyldan (21/22) koma honum fyrir kattarnef. 20:10 Evrópski draumurinn (6/6) 20:45 Aliens in the Attic Skemmtileg Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. gamanmynd um hóp frísklegra 00.55 Brokeback-fjall (Brokeback krakka sem þurfa að vernda Mountain) Þetta er saga um heimili sitt fyrir ágangi geimvera forboðnar ástir tveggja kúreka. sem gera þeim lífið leitt. Myndin hlaut þrenn Óskars22:10 Tin Cup Rómantísk verðlaun og tilnefnd til fimm að gamanmynd með Kevin Costner auki. Atriði í myndinni eru ekki í hlutverki uppgjafa golfara sem við hæfi ungra barna. e. freistar þess að ná fyrri frægð 03.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok og frama í faginu til þess að ganga í augun á kærustu helsta keppinautar síns. 00:20 2 Days in Paris 02:00 True Lies 04:15 Annihilation Earth 05:40 Fréttir og Ísland í dag
SkjárEinn
STÖÐ 2
HVER TEKUR fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
TITILINN? 5
6
PGA meistaramótið 9. - 12. ágúst
Sunnudagur RUV
08.00 Morgunstundin okkar / Poppý 07:00 Strumparnir / Brunabílarnir / kisukló / Herramenn (35:52 /Franklín Elías / Lalli / Algjör Sveppi / Lukku og vinir hans / Stella og Steinn / láki / Latibær / Fjörugi teiknimyndaSmælki / Disneystundin / Finnbogi tíminn og Felix / Sígildar teiknimyndir / 10:45 M.I. High Skrekkur íkorni 11:15 Glee (17/22) 10.00 ÓL2012 - Frjálsíþróttir 12:00 Bold and the Beautiful 12.30 ÓL2012 - Blak 13:25 Tony Bennett: Duets II 14.00 ÓL2012 - Handbolti 14:55 How I Met Your Motherallt(18/24) 16.00 ÓL2012 - Körfubolti fyrir áskrifendur 15:20 ET Weekend 17.55 Krakkar á ferð og flugi (15:20) 16:05 Íslenski listinn 18.15 Táknmálsfréttir fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:35 Sjáðu 18.25 Innlit til arkitekta (4:8) 17:05 Pepsi mörkin 19.00 Fréttir 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19.30 Veðurfréttir 18:49 Íþróttir 19.35 Íslendingar á Ólympíuleikunum 18:56 6 Lottó 20.00 ÓL2012 (Lokaathöfn) 4 5 19:04 Ísland í dag - helgarúrval 22.30 Glæstar vonir (3:3) (Great 19:29 Veður Expectations) Breskur mynda19:35 Wipeout USA (17/18) flokkur í þremur þáttum byggður 20:20 Cyrus Áhrifamikil gamaná sögu eftir Charles Dickens. mynd með John C. Reilly, Jonah 23.25 Sunnudagsbíó - Franskt líf Hill og Marisa Tomei í aðalhlut(Une vie française) Þegar Paul verkum. Blick, miðaldra ljósmyndari, snýr 21:50 3:10 to Yuma Stórgóður heim eftir langa dvöl í útlöndum vestri með þeim Russel Crowe og hefur dóttir hans verið lögð inn á Christian Bale í aðalhlutverkum. geðspítala og sonur hans forðast 23:50 Being John Malkovich hann. Paul tekur að rekja sögu 01:40 Quantum of Solace sína fyrir dótturina í von um að 03:25 Speed það verði henni til góðs. Frönsk 05:20 ET Weekend sjónvarpsmynd. Atriði í myndinni 06:00 Fréttir eru ekki við hæfi ungra barna. 00.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
6
11:40 KF Nörd SkjárEinn 12:20 Stjarnan - Keflavík 06:00 Pepsi MAX tónlist 14:10 Pepsi mörkin 13:15 Rachael Ray (e) 15:20 Man. Utd. - Barcelona 14:00 Rachael Ray (e) 17:05 Tvöfaldur skolli 14:45 Rachael Ray (e) 17:45 Community Shield 2012 15:30 One Tree Hill (4:13) (e) 18:15 Spænski boltinn allt fyrir áskrifendur 16:20 Mr. Sunshine (3:13) (e) 20:00 Spænski boltinn 16:40 Mr. Sunshine (4:13) (e) 21:45 Árni í Cage Contender VII 17:00 The Bachelor (11:12) (e) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 23:15 Box: Amir Khan - Lamont 18:30 Monroe (1:6) (e) Peterson 19:20 Unforgettable (16:22) (e)
06:00 Pepsi MAX tónlist 12:50 Rachael Ray (e) 13:35 Rachael Ray (e) 14:20 Design Star (6:9) (e) 15:10 Rookie Blue (4:13) (e) 16:00 Rules of Engagement (4:15) (e) 16:25 Seven Deadly Sins (2:2) (e) 15:40 Stjarnan - Valur 17:55 The Biggest Loser (14:20) (e) 17:30 Rey Cupmótið 19:25 Minute To Win It (e) 18:20 Stjarnan - Keflavík 20:10 The Bachelor (11:12) 20:10 Pepsi mörkin 21:40 Teen Wolf (10:12) 21:20 Community Shield 2012 22:30 Edge of Darkness (e) Spennu21:50 Sterkasti maður Íslands mynd frá 2010 með Mel Gibson í 22:25 UFC 123 14:45 Community Shield 2012 allt fyrir áskrifendur aðalhlutverki. 15:15 Man. Utd. - Barcelona 00:30 Jimmy Kimmel (e) 17:00 Man. City - QPR 13.05.12 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 01:15 Jimmy Kimmel (e) 17:30 Premier League World 2012/13 allt fyrir áskrifendur 18:15 Man. Utd. - Barcelona 02:00 Pepsi MAX tónlist 18:00 Chelsea - Arsenal 20:00 Goals of the Season 1999/2000 19:45 PL Classic Matches, 2000 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:00 Premier League World 2012/13 20:15 Man. Utd. - Wigan 21:30 Man. City QPR 06:10 Tron: Legacy 22:00 allt fyrir áskrifendur 4 5 6 Goals of the Season 2009/2010 23:15 Football Legends 08:15 Tooth Fairy 08:00 Temple Grandin 22:55 Norwich - Newcastle allt fyrir áskrifendur 23:40 PL Classic Matche, 1999 10:00 Gray Matters 10:00 Little Nicky fréttir, fræðsla, sport og skemmtun allt fyrir áskrifendur 12:00 Unstable Fables: 12:00 Artúr og Mínímóarnir SkjárGolf 4 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14:00 Tooth Fairy 14:00 Temple Grandin SkjárGolf 06:00 ESPN America fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:00 Gray Matters 16:00 Little Nicky 06:00 ESPN America 07:15 PGA Championship 2012 (2:4) 18:00 Unstable Fables 18:00 Artúr og Mínímóarnir 07:10 PGA Championship 2012 (1:4) 12:15 Inside the PGA Tour (32:45) 20:00 Tron: Legacy 12:10 Golfing World4 5 20:00 Vegas Vacation6 12:40 PGA Championship 2012 (2:4) 22:05 Terminator Salvation 22:00 Jennifer's Body 13:00 PGA Championship 2012 (1:4) 17:40 Golfing World 4 5 6 00:00 The Mechanik 00:00 This is England 18:00 PGA Championship 2012 (2:4) 18:30 PGA Championship 4 5 2012 (3:4) 02:00 Catacombs 02:00 Pucked 23:00 Inside the PGA Tour (32:45) 23:00 Champions Tour - Highlights 04:00 Terminator Salvation 04:00 Jennifer's Body 23:25 PGA Championship 2012 (2:4) 23:55 PGA Championship 2012 (3:4) 06:00 Vegas Vacation 06:00 Bjarnfreðarson 02:00 ESPN America 02:00 ESPN America
allt fyrir áskrifendur
4
Laugardagur 11. ágúst
20:10 Top Gear (1:6) (e) 21:00 Law & Order - LOKAÞÁTTUR 4 Crash & Burn (3:13) 5 21:45 22:30 Teen Wolf (10:12) (e) 23:20 Psych (14:16) (e) 00:05 Camelot (9:10) (e) 00:55 Crash & Burn (3:13) (e) 01:40 Pepsi MAX tónlist
6
08:00 A Fish Called Wanda 10:00 Avatar allt fyrir áskrifendur 512:40 Skoppa og Skrítla 6 í bíó 14:00 A Fish Called Wanda fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:00 Avatar 18:40 Skoppa og Skrítla í bíó 20:00 Bjarnfreðarson 22:00 Inhale 6 Even Money 00:00 4 02:00 Android Apocalypse 04:00 Inhale 06:00 Black Swan
sjónvarp 45
Helgin 10.-12. ágúst 2012
12. ágúst
STÖÐ 2 07:00 Villingarnir / Mörgæsirnar frá Madagaskar / Mamma Mu / Dóra könnuður / Algjör Sveppi / Maularinn / Krakkarnir í næsta húsi / Scooby-Doo! Leynifélagið / Ofurhetjusérsveitin 11:35 iCarly (6/25) 12:00 Nágrannar 13:25 Evrópski draumurinn (6/6) 13:50 2 Broke Girls (14/24) allt fyrir áskrifendur 14:15 Up All Night (2/24) 14:40 Drop Dead Diva (10/13) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:30 Wipeout USA (17/18) 16:15 Masterchef USA (12/20) 17:05 Grillskóli Jóa Fel (5/6) 17:40 60 mínútur 18:30 Fréttir Stöðvar 2 4 19:15 Frasier (19/24) 19:40 Last Man Standing (7/24) 20:05 Dallas (9/10) 20:50 Rizzoli & Isles (9/15) 21:35 Mad Men (1/13) 22:25 Treme (6/10) 23:25 60 mínútur 00:10 The Daily Show: Global Edition 00:35 Suits (9/12) 01:20 Pillars of the Earth (1/8) 02:20 Boardwalk Empire (7/12) 03:10 Nikita (6/22) 03:55 Georgia O'Keeffe 05:20 Last Man Standing (7/24) 05:45 Fréttir
10:45 Bubba Watson á heimaslóðum 11:30 Community Shield 2012 12:00 Man. City - Chelsea 14:45 Schüco Open 2012 17:55 Man. City - Chelsea 19:45 Breiðablik - FH 22:00 Pepsi mörkin allt fyrir áskrifendur 23:10 Breiðablik - FH 01:00 Pepsi mörkin fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
11:30 Community Shield 2012 12:00 Man. City - Chelsea 14:45 Ronaldo 15:15alltPL Classic Matches, 1993 fyrir áskrifendur 15:45 Fulham - Newcastle 17:30 PL Classic Matches, 1996 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:00 Man. City - Tottenham 19:45 Premier League World 2012/13 20:15 Man. City - Chelsea 22:05 PL Classic Matches 22:35 Liverpool - Newcastle 4
Í sjónvarpinu Ólympíuleik ar á RÚV
Ólympíuleikar: Stærsti tilfinningarússíbaninn
Ólympíuleikar. Magnaðir. Einfaldleiki þeirra, litir, flottir kroppar. Fólk sem af dugnaði og elju hefur lagt allt sitt undir til að ná markmiði sínu og skemmtir heimsbyggðinni um leið. Það er sérstök tilfinning að hugsa til þess að um allan heim situr fólk og horfir á sömu mynd líða um skjáinn, hvort sem það er í stofunni heima hjá sér, í vinnunni, á lestarstöð, í almenningsgarði, gegnum búðarglugga, á hótelherbergi sínu, í sumarhúsi eða bara þar sem það stendur hverju sinni. Ólympíuleikarnir eru alls staðar. En þrátt fyrir það eru ekki allir 5
jafnheppnir. Þeir finnast ekki víða snillingar eins og Sigurbjörn Árni Arngrímsson. Hann lýsir frjálsum íþróttum af innlifun, þekkingu, krafti svo maður spennist upp og stressast yfir íþróttagreinum sem áður voru langdregnar og leiðinlegar. Flott hjá RÚV að ráða utanaðkomandi sérfræðinga til að lýsa. Þetta eru menn með brennandi áhuga og það skilar sér. Allar þessar aukaupplýsingar krydda. Einn bolti, slá, stöng og spjót. Þvílíkur tilfinningarússíbani; stolt, vonbrigði en fyrst og fremst gleði.
Vítamínsprauta fylgir svona ólympíuleikum – þjóðarstolt og samkennd. Þjóðhetjur spretta fram. Vá hvað Ásdís Hjálms var flott í spjótinu. Brosið hvarf ekki þann daginn. Tímabil Gumma Gumm verður þegar frá líður flokkað til gullaldarára handboltans. Skil ekkert í fólki sem kvartar yfir þessu sjónvarpsefni. Það er ekkert betra en frjálsíþróttakeppni á ólympíuleikum og RÚV kemur þeim vel til skila á tveimur rásum í fyrsta sinn. Bravó. Get ekki beðið eftir Brasilíuleikunum 2016.
Þetta er snilld og hún felst í fágæti sínu. Fjórar stjörnur, ein frá vegna sólarleysis í London (en sólin hefði gert flottan viðburð enn litríkari). Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
6
Njóttu lífsins með heilbrigðum lífsstíl
4
5
5
6
6
SkjárGolf 06:00 ESPN America 07:50 PGA Championship 2012 (3:4) 12:20 Golfing World 13:10 Golfing World 14:00 PGA Championship 2012 (3:4) 18:30 PGA Championship 2012 (4:4) 23:00 Inside the PGA Tour (32:45) 23:25 PGA Championship 2012 (4:4) 02:00 ESPN America
Fegurð - Hreysti - Hollusta KEA-skyr er frábær hollustuvara sem einungis er unnin úr náttúrulegum hráefnum. KEA-skyr er einstaklega næringarríkt, það inniheldur hágæðaprótein og er fitulaust. KEA-skyr er góður kostur fyrir alla þá sem hafa hollustuna í fyrirrúmi og vilja lifa á heilsusamlegan hátt.
Ný nd. bragðtegu ! Karamella
46
bíó
Helgin 10.-12. ágúst 2012
Batman Forsaga Bane endaði á klippigólfinu
The Avengers Josh Whedon heldur áfr am
Afskræmdur í fangelsi Lindy Hemming, búningahönnuður The Dark Knight Rises, hefur upplýst að hún hafi hannað búninga og vanþróaða gasgrímu á Bane sem notuð voru í atriðum sem ekki rötuðu í endanlega útgáfu Christophers Nolan á myndinni. Atriðin áttu að veita innsýn í forsögu illmennisins og skýra betur hvers vegna hann notast við grímuna og mittisbeltið. Þá voru einnig hönnuð ansi stór og ljót ör á bak leikarans Tom Hardy en
Bane með lokaútgáfu gasgrímunnar tuskar Batman til.
Skrifar og leikstýrir Avengers 2
áverkana átti Bane að hafa fengið sem ungur maður í því ógeðslega fangelsi sem hann ólst upp í. Atriðið sem Nolan lét fjúka sýndi ungan Bane þar sem hann lærir að slást í fangelsinu og þar er hann með vanþróaðar útgáfur af bæði grímunni og beltinu sem greinilega styður við bakið á honum. Í atriðinu stendur Tom Hardy í hlekkjum á meðan skríllinn í fangelsinu veitist að honum með fúkyrðum og ofbeldi.
Josh Whedon skilaði af sér frábæru dagsverki með The Avengers sem hefur malað gull í sumar og slegið ýmis aðsóknarmet. Whedon skrifaði myndina og leikstýrði og tókst að halda jafnvægi á milli allra hetjanna sem við sögu koma og leyfa öllum að njóta sín þótt senuþjófurinn Robert Downey hafi verið í miklu stuði sem Iron Man. Eftir nokkur hik hefur tekist að fá Whedon til þess að halda áfram að spinna sögu hetjuhópsins á hvíta tjaldinu en hann hefur samþykkt að skrifa og leikstýra The Avengers 2. Þá mun Whedon einnig hafa umsjón með framleiðslu sjónvarpsþátta sem byggja á Marvel-hetjuheiminum en nýi samningurinn rennur út 2015 þannig að ætla má að The Avengers 2 verði frumsýnd það ár.
Captain America og Tony Stark (Iron Man) gerðu það gott undir stjórn Whedons í The Avengers.
Frumsýnd To Rome With Love
Frumsýndar
Colin Farrell í kunnuglegu sæti sem Schwarzenegger settist í fyrir 22 árum í Total Recall.
Þið munið hann Arnold Fyrir 22 árum bauð hinn mjög svo ofbeldisglaði hollenski leikstjóri Paul Verhoeven upp á Arnold Schwarzenegger í Total Recall, blóðugum, fjörugum og bráðskemmtilegum vísindaskáldskap sem byggði á smásögunni We Can Remember It For You Wholesale eftir Philip K. Dick. Total Recall var einhvers konar Bourne Identity á Mars þar sem Arnold lék byggingaverkamann sem dreymdi sjálfan sig ítrekað í hremmingum á rauðu plánetunni Mars. Í leit að svörum við draumnum leitar hann til fyrirtækisins Rekall sem plantar minningum í höfuð fólks þannig að það geti til dæmis átt minningu um frábæra utan-
landsferð án þess að fara fet. Hann pantar minningu um ferð til Mars og þá verður fjandinn laus og hann kemst að því að hann er minnilaus njósnari sem býr yfir upplýsingum sem vondir menn virðast tilbúnir til þess að drepa hann fyrir. Leikstjórinn, Len Wiseman, sem helst hefur unnið sér til frægðar að leikstýra fjórðu Die Hard-myndinni og eiginkonu sinni Kate Beckinsale í tveimur Underworld-myndum er nú mættur til leiks með endurgerð Total Recall þar sem Colin Farrell fær það erfiða verkefni að feta í risastór fótspor Arnolds.
The Brave
Seeking a Friend for the End of the World
The Brave er nýjasta myndin úr smiðju tölvuteikni séníanna hjá Pixar en mynd þaðan telst alltaf til tíðinda enda hitta þær iðulega beint í mark hjá börnum sem og fullorðnum. The Brave segir frá skosku hálandaprinsessunni Meridu sem þarf að leggja allt í sölurnar til að bjarga ríki föður síns frá glötun. Merida er stúlka með bein í nefinu og fer síðar eigin leiðir og gegn vilja foreldra sinna. Með hegðun sinni kallar hún bölvun yfir konungsríkið og hún ein getur komið í veg fyrir að allt endi með ósköpum. Aðrir miðlar: Imdb: 7.7, Rotten Tomatoes: 77%, Metacritic: 69%
Aðrir miðlar: Imdb: 6.3, Rotten Tomatoes: 30%, Metacritic: 55%
Smástirni stefnir hraðbyri á jörðina og vísindamenn láta þau boð út ganga að heimsendir muni skella á eftir þrjár vikur. Dodge ákveður að sitja ekki auðum höndum þessa síðustu daga og ákveður að finna æskuástina sem einnig er stóra ástin í lífi hans. Nágrannakona hans, Penny, þráir það heitast að komast til fjölskyldu sinnar í Englandi og farast í faðmi hennar. Þau ákveða að hjálpa hvort öðru að láta draumana rætast og leggja upp í viðburðaríkt ferðalag. Steve Carell og Keira Knightley leika ferðalangana.
Woody sjálfur lætur til sín taka í To Rome With Love í fyrsta sinn síðan hann lék seinheppinn sjónhverfingamann í Scoop árið 2006.
Woody enn á Evrópuflakki Leikstjórinn snjalli, en á köflum mistæki, Woody Allen, heldur sig við að senda frá sér eina bíómynd á ári. Hann glímir við ástina og lífið í Rómarborg að þessu sinni í To Rome With Love og hefur, eins og venjulega, öflugan hóp leikara sér til fulltingis
W
Aðrir miðlar: Imdb: 7.2, Rotten Tomatoes: 52%, Metacritic: 59%
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS CAFÉ/BAR, opið 17-23
NÝTT Í BÍÓ PARADÍS! HVERSU LANGTMYNDIR ÞÚ FARA TIL AÐ FINNA ÁSTINA?
Og nú er Allen kominn til Rómar ásamt úrvalsliði leikara.
TEDDY BEAR
TÍU TÍMAR TIL
PARADÍSAR
KVIKMYND EFTIR RAGNHILDI STEINUNNI JÓNSDÓTTUR
HRAFNHILDUR HEIMILDAMYND HEIMIL HEI MILDAM MIL DAMYN DAM YND UM KYNLEIÐRÉTTINGU KYNLE KY NLEIÐR NLE IÐRÉÉTT IÐR ÉTTING ÉTTIN INGU U
Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis!
VERTU FASTAGESTUR!
Ódýrara í bíó með aðgangskortum!
Aðrir miðlar: Imdb: 6.6, Rotten Tomatoes: 45%, Metacritic: 55%.
oody Allen verður 77 ára gamall í desember. Hann fæddist í Brooklyn í New York og er New York-búi í húð og hár. Hann hefur haldið til á Manhattan í gegnum tíðina enda kann hann best við sig þar og langflestar myndir hans gerast á eyjunni. Í seinni tíð hefur leikstjórinn þó verið á flakki um Evrópu og sagt sögur af fólki, eins og honum einum er lagið; í London, Barcelona, París og nú síðast í Róm. Árið 2005 skellti Allen sér til London og gerði Match Point með þeim Scarlett Johansson, Jonathan Rhys Meyers, Brian Cox og Emily Mortimer í helstu hlutverkum. Í Match Point sagði Allen sögu ungs tennisleikara sem byrjar að halda við fagurt tálkvendi sem einnig er kærasta tilvonandi mágs hans. Lygavefurinn vindur hratt upp á sig og áður en yfir lýkur endar framhjáhaldsbaslið með blóðugri skelfingu. Allen hélt sig við London í Scoop ári síðar og aftur var Scarlett í aðalhlutverki enda virðist leikstjórinn sérlega hrifin af henni. Í Scoop leikur Johansson bandarískan nema í blaðamennsku sem kemst í feitt þegar framliðinn og vel þekktur rannsóknarblaðamaður beinir henni á stórfrétt sem tengist raðmorðingja í London. Allen sjálfur lék hlutverk í myndinni og var eins og endranær taugaveiklaður kvíðasjúklingur sem dróst óviljandi inn í rannsókn málsins. Árið 2008 skelltu Allen og Johansson sér til Barcelona þar sem Scarlett lék bandaríska konu á ferðalagi um Spán ásamt vinkonu sinni. Þær komast í kynni við seiðandi listmálara sem Javier Bardem lék og heitar til-
finningar og brennandi þrá blossa upp. Í fyrra sendi Allen síðan frá sér Midnight in Paris sem sló í gegn og er tekjuhæsta mynd hans til þessa. Scarlett er þar fjarri góðu gamni en Owen Wilson lendir í miklum ævintýrum í hlutverki rithöfundar sem rambar á glufu í tíma og rúmi á miðnætti í París og fær tækifæri til þess að kynnast Hemingway, Picasso, Cole Porter, Zelda og F. Scott Fitzgerald, Joséphine Baker, Gertrude Stein og öðrum andans risum sem nutu lífsins í hinni hýru París á árum áður. Og nú er Allen kominn til Rómar ásamt úrvalsliði leikara en auk hans sjálfs fara Alec Baldwin, Roberto Benigni, Penelope Cruz, Judy Davis og Jesse Eisenberg með hlutverk í myndinni sem er einhvers konar óður Allens til bæði ástarinnar og Rómarborgar. Í To Rome With Love segir Allen fjórar aðskildar sögur af ólíku fólki, ýmist Rómarbúum eða bandarísku aðkomufólki sem tekst á við ástina, fortíðina og væntingar til framtíðarinnar. Allen er talinn hafa sótt innblástur í sögur Boccaccio úr Decameron en sjálfur þrætir hann fyrir það núna en myndin átti þó upphaflega að heita Bop Decameron. Titillinn þótti óþjáll og næsta víst að fáir myndu tengja hann við 14. aldar skáldið Boccaccio þannig að Allen beygði sig undir To Rome With Love þótt hann sé síður en svo sáttur við þann titil.
Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
Þjóðleikhúsið kynnir í samvinnu við Hörpu!
Tónlistarveisla á heimsmælikvarða í Hörpu 2. og 9. september. Einstakur viðburður.
Ein magnaðasta sýning í sögu Þjóðleikhússins í glæsilegri uppfærslu í Eldborgarsal Hörpu. Í flutningi listamanna Þjóðleikhússins, nú með stækkaðri hljómsveit og kór. Tónlistarviðburður sem seint gleymist!
Miðasala er hafin á harpa.is og midi.is. Miðasala: 551 1200 | www.leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
60 sýningar fyrir fullu húsi. 9 tilnefningar til Grímunnar. Söngvari ársins, Þór Breiðfjörð.
48
tíska
Helgin 10.-12. ágúst 2012
Nýjasta andlit CoverGirl
Alecia Beth Moore, betur þekkt sem Pink, er nýjasta andlit snyrtivörurisans CoverGirls og fetar þá í fótspor annarra stjarna á borð við Rihönnu, Ellen DeGeneres, Quieen Latifah og Taylor Swift. Fyrsta auglýsingin hefur litið dagsins ljós og nær Pink að halda sínum persónulega stíl í herferðinni. Þar skartar hún sínu bleika hári, með varalit í stíl í appelsínugulu umhverfi.
Gestapistlahöfundur vikunnar er
Pattra Sriyanonge tískubloggari
Aldrei að segja aldrei
Þið sem fylgist vel með tískunni eigið að vita að blómamunstraðar buxur hafa verið mjög heitar í sumar. Ég er nýlega búin að fjárfesta í einum slíkum úr Gina Tricot sem er ekki frásögur færandi nema það að ég sýndi tengdamóður minni þær um daginn og henni líkaði vel við en sagði svo þessa fræga setningu „Þessar myndu aldrei fara mér.“ Þá fór ég að velta því fyrir mér hversu oft maður hefur nú hugsað svoleiðis. Það var ekki langt síðan að mér fannst hlébarða munstrið ekki gera neitt fyrir mig en í dag fæ ég varla nóg. („Less is more“ á samt einkar vel við um það trend). Eins með snyrtivörur. Ég á eina góða vinkonu sem eitt sinn var ákveðin í því að ganga aldrei með rauðan varalit vegna þess að henni fannst hún hreinlega bara ófríð þannig. Mörgum árum síðar þegar ég hitti hana á kaffihúsi ætlaði ég ekki að trúa mínum eigin augum þegar hún labbaði inn með rauðar varir eins og hún hefur ekki þekkt neitt annað, svo vel fór það henni. Ég er mjög hlynnt því að fólk hugsi sjálfstætt hvað tískuna varðar og það er alls ekki málið að vera fórnarlamb tískustraumanna en í næsta búðarápi að prófa kanski flík sem þú varst búin að afskrifa. Það má vel vera að sumt sem passar öðrum sé ekki eitthvað fyrir þig en að vera með opinn hug er ávallt jákvætt. Hver veit nema þú gætir komið sjálfri þér á óvart!
Stærsta Vogue frá upphafi
Alexa með hlutverk í
Gossip Girl
Septemberblað bandaríska Vogue tískutímaritsins verður það stærsta frá upphafi og mun það innhalda 840 blaðsíður af tískutengdum greinum, myndaþáttum og auglýsingum. Tvítuga ofurfyrirsætan Karlie Kloss mun prýða forsíðu tímaritsins, mynduð af ljósmyndaranum Nick Knight sem einnig gerði glæsilegan myndaþátt í blaðið, þar sem helstu fyrirsætur heims sitja fyrir í hátískuklæðnaði.
Peysa: Ég saumaði þessa peysu fyrr í sumar og er búin að vera dugleg að nota hana. Mig vantaði svona kósý peysu sem ég gæti hent mér í og vildi hafa hana stutta að framan og síðari að aftan. Sniðið tók ég eftir öðrum bol sem ég á og það tók mig svona tvo tíma að sauma hann. Skór: Hagkaup Stuttbuxur: Topshop
Til bresku sjónvarpsstjörnunnar og tískugyðjunnar Alexu Chung sást á tökustað unglingaþáttarins Gossip Girl í New York í síðustu viku. Svo virðist sem tískudrósin muni birtast áhorfendum þáttarins í nýjustu seríunni, sem frumsýnd verður í október, þar sem hún mun leika karakater sem minnir mikið á hana sjálfa. Mikil leynd hvílir yfir hlutverki hennar í þáttunum og ekki er enn vitað hvernig hún kemur til með að tengjast öðrum karakterum þáttarins.
Mín hönnun Peysa: Þetta var stór og gömul peysa sem ég fann í fataskápnum mínum og ákvað að breyta henni núna í vikunni. Ferlið tók mig ekki nema klukkutíma. Ætlaði fyrst að gera þetta að venjulegri, lítilli hvítri peysu en hugmyndin að opnu baki kom bara þegar ég var að vinna með hana. Buxur: Gallabuxnabúðin Skór: Zara
Breytir gömlum fötum „Ég hef verið að sauma og breyta fötum alveg síðan ég var í grunnskóla,“ segir Karlotta Dögg Jónasdóttir, 20 ára tónlistarnemi. „Ég hef alltaf verið dugleg að nýta gamlar flíkur og gera þær flottar. Það er oft sem ég fæ hugmyndir að fötum sem eru ekki til hér á Íslandi svo ég reyni að búa þau til sjálf Saumavélin er kannski ekki alltaf uppi, en þegar ég byrja þá er ég eldsnögg að byrja á flík og klára hana. Innblástur í saumaskapinn fæ ég mikið úr bíómyndum, tímaritum og kannski mest af netinu. Ég skoða mikið af fatasíðum og fæ mikið af hugmyndum út frá því.“
Kjóll: Fyrr í vikunni sá ég kjól á Asos sem ég ákvað svo að reyna að sauma eftir, sem tókst ágætlega. Það tók mig klukkutíma að sauma hann og ég á alveg örugglega eftir að nota hann oft. Skór: Hagkaup
Skór: Zara Kjóllinn: Kjólinn saumaði ég fyrir síðustu jól. Ég sá mjög svipaðann kjól á heimasíðu Topshop, sem mig langaði að gera eftir. Ég keypti hlýralausan brjóstahaldara í Debenhams sem ég bætti blúndu á og saumaði svo við efnið í pilsið. Það var flókið að sauma hann svo ég fékk mömmu aðeins til að aðstoða mig. Það tók okkur tvær vikur að klára hann.
tíska 49
Helgin 10.-12. ágúst 2012
Diskó buxurnar tröllríða tískunni
Victoria með gleraugu úr nýju línunni sinni.
Tískuheimurinn stal brosinu.
Diskó buxurnar frá bandaríska tískuhúsinu American Apparel eru að tröllríða tískuheiminum um þessar mundir og ekki síst hér á landi. Buxurnar hafa verið vinsælar vestanhafs í nokkur ár og hafa loksins náð að teygja sig yfir Atlantshafið. Buxurnar fást í nokkrum litum en hafa þær svörtu verið lang vinsælastar. Stjörnurnar hafa að sjálfsögðu látið sjá sig í buxum af þessu tagi og para þær oftast stutta magaboli við þær, líkt og stelpur hér á landi.
Kryddpían og hönnuðurinn Victoria Beckham mun prýða forsíðu september tölublaðs Glamour tískutímaritsins sem hún hjálpaði einnig með að ritstýra. Í blaðinu má finna ítarlegt viðtal við frú Beckham þar sem hún talar um tískuheiminn, fjölskylduna og framtíðinna og einnig hjálplegar greinar með tískutengdu efni sem hún skrifaði. Í viðtalinu segir hún meðal annars frá því þegar tískuheimurinn stal brosinu. „Þetta er svo skrítið. Ég var alltaf brosandi á myndum áður fyrr, en um leið og ég fór að finna í tískuheiminum hætti ég því ósjálfrátt. Ég hef einhvern veginn skapað þessa ímynd af sjálfri mér, sem er þó svo ólík mínum persónuleika.“
Jessie J.
67%
... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
Shenae Grimes.
Í viðtalinu segir Victoria einnig frá nýju gleraugnalínunni sem hún bætir við tískuhús sitt í byrjun næsta árs og talar um tískuslys sem maður ætti að forðast. „Bátaskór eru á algjörum bannlista, nema að þú sért hönnuðurinn Alber Elbaz. Crocs skóna ætti maður líka að forðast, nefhringi, gervibrúnku og Bermuda stuttbuxur.“
*konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011
Michelle Keegan
Blússa
6990
Peysa
3490
Peysa
8990
NÝJAR VÖRUR FULLAR VERSLANIR AF NÝJUM HAUSTVÖRUM
Hanna skólínu saman Stjörnuparið Kanye West og Kim Kardashian vinna nú saman að nýrri skólínu fyrir næsta ár, ef marka má slúðurtímaritið People. Bæði hafa þau verið virk í fatahönnun síðustu ár, Kim með fatalínuna Dash ásamt systrum sínum og Kanye með hátískulega fatalínu sem hann frumsýndi á tískuvikunni í París síðasta haust, svo búist er við fjölbreytilegri skólínu frá parinu. Skórnir munu hafa hátískulegt yfirbragð sem er þá fyrsta hönnun Kim af því tagi.
ALEXA CHUNG JAKKI
6990
Buxur
7990
Bolur
4500
Jakki
11900
Kringlan - Smáralind facebook.com/veromodaiceland
50
dægurmál
Fiskidagurinn Matseðillinn stokkaður upp
Sunnanvindur og suðrænir straumar
Helgin 10.-12. ágúst 2012
Ari Þór Arnbjörnsson Starfar hjá Rovio í Finnlandi
Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er haldinn á Dalvík í tólfta sinn um helgina en frá upphafi hefur markmið hátíðarinnar verið að fólk komi saman, hafi gaman og borði fisk. Þá er vitaskuld allur matur og skemmtan á hátíðarsvæðinu ókeypis.
J
Ómar Freyr Sævarsson hrærir af krafti í fiskisúpunni. Ljósmynd/Helgi Steinar Halldórsson
Matseðill Fiskidagsins mikla 2012 Yfirkokkur: Úlfar Eysteinsson á 3 Frökkum. Aðstoðarkokkar: Arnþór Sigurðsson og Stefán Úlfarsson. Ný fersk bleikja í ananas-karrýsósu. Nýr ferskur þorskur í madraskarrýkókossósu. Suðræn saltfisksæla, Migas.
ú, það hlýtur að fara að mega segja að Fiskidagurinn sé orðinn fastur liður hér á Dalvík,“ segir Júlíus Júlíusson sem er alltaf í fremstu víglínu á Dalvík. Undanfari Fiskidagsins mikla er Fiskisúpukvöldið á föstudeginum. „Þetta er áttunda árið í röð sem Súpukvöldið er haldið en þá opna Dalvíkingar heimili sín og bjóða öllum í fiskisúpu,“ segir Júlíus. „Það er gaman frá því að segja að aldrei hafa fleiri ætlað sér að vera með en núna. Í nokkrum hverfum verður líka nýtt form á þessu þar sem fólk tekur sig saman og veitir súpur úr tjöldum. Þá gerir hver bara sinn pott og þegar einn pottur klárast kemur næsti með sinn og svo pott af potti.“ Og á sumum heimilum er allt lagt undir. „Sumir eru með risapotta. Kannski 100-200 lítra. Alveg keppnis.“ Júlíus segir að í apríl hafi verið farið í að stokka upp matseðil Fiskidagsins og ákveðið að taka suðræna sveiflu. „Nú koma kókos og ananas við sögu og karrýblöndur notaðar á fiskinn. Síðan bjóðum við upp á Suðræna saltfisksælu. Hitinn hérna núna er í kringum tuttugu og eitthvað stig og sunnanvindur þannig að þetta verður vonandi allt í stíl.“ Júlíus bætir við að ein nýjungin á hátíðinni núna verði að taílenskar konur búsettar á Dalvík ætli að bjóða upp á fiskinúðlur. Júlíus segir svo margt í boði og mikið um dýrðir á hátíðarsvæðinu á laugardeginum að hann komist ekki yfir að telja það allt upp en uppákomur og skemmtiatriði teygi sig um svæðið sem aldrei fyrr. Þarna verður dans og tónlist, fornbílasýning og tískusýning á klæðnaði frá 66 Norður. Júlíus segir fulla vinnu að skipuleggja og halda utan um Fiskidaginn. „Ég er bara alveg í fullu starfi við að skipuleggja þetta í níu mánuði á ári en næ kannski að grípa aðeins í eitthvað annað með. Þetta er gríðarlega mikil vinna og undirbúningur. Þetta hafa verið eitthvað um 30.000 gestir sem rúlla í gegn hjá okkur á Súpukvöldinu og Fiskideginum og á milli 11 til 14 þúsund gestir sem dvelja hér lengur. Í tvær til átta nætur.“
Það er alltaf mikið um dýrðir á Fiskideginum og mannlífið blómstrar á Dalvík. Ljósmynd/Helgi Steinar Halldórsson
Ari Arnbjörnsson hefur setið sveittur við að forrita hinn vinsæla tölvuleik Angry Birds í ellefu mánuði og hefur meira en nóg að gera við að bæta við þennan finnska leik sem hvert mannsbarn þekkir.
Forritar Angry Birds á fullu Forritarinn ungi Ari Þór H. Arnbjörnsson hefur búið í Finnlandi í eitt og hálft ár. Þar starfar hann sem forritari hjá finnska tölvuleikjafyrirtækinu Rovio sem hefur sigrað heiminn með hinum mjög svo ávanabindandi leik, Angry Birds. Ari útbjó til að mynda Angry Birds fyrir Facebook þannig að þegar Íslendingar festast í leiknum á samskiptavefnum er það fyrir tilstilli Ara.
É
Það besta við leikinn er hversu auðvelt er að komast inn í hann en erfitt að losa sig út úr honum.
g spila mikið af tölvuleikjum enda held ég nú líka að Rovio leiti helst að forriturum sem eru alvöru „gamers“ og á kafi í leikjum,“ segir Ari sem viðurkennir fúslega að hann spili Angry Birds. Leikurinn hefur farið sigurför um heiminn enda virðist engin leið vera til þess að hætta að spila Angry Birds þegar hann hefur náð tökum á fólki. „Það besta við leikinn er hversu auðvelt er að komast inn í hann en erfitt að losa sig út úr honum þegar maður er kominn á sporið,“ segir Ari aðspurður um í hverju aðdráttarafl Angry Birds er fólgið. „Borðin eru stutt þannig að það er auðvelt að komast áfram og fá eina eða tvær stjörnur eftir hvert borð en þeir sem taka þetta alla leið vilja fá fullt hús á hverju einasta borði og það er hægara sagt en gert.“ Ari segir leikinn höfða til stórs hóps sem er tvískiptur. Annars vegar eru það þeir sem vilja bara grípa í smá leik til að drepa tímann og svo þá hörðu sem leggja sig alla fram um að ná sem bestum árangri. „Leikurinn er svo hentugur og þessi stuttu borð gera það að verkum að það er mjög auðvelt að hoppa inn í leikinn, þegar maður er til dæmis í strætó eða að bíða eftir fundi.“ En hvernig fær íslenskur forritari eins og Ari vinnu hjá leikjarisa eins og Rovio? „Þeir fundu mig á netinu í gegnum LinkedIn. Ég var búinn að búa í Finnlandi í hálft ár þegar Rovio hafði samband og ég er búinn að vinna hjá þeim í ellefu mánuði.“
Angry Birds Reiðu fuglarnir í Angry Birds eiga harma að hefna á gráðugum svínum sem stálu eggjunum þeirra. Þessi einfaldi tölvuleikur gengur út á að skjóta harðskeyttum fuglum
úr teygjubyssu og fella hinar ýmsu byggingar þar sem svínin hafa komið sér fyrir. Leikurinn kom fyrst út fyrir apple iOS í desember árið 2009 og síðan þá hefur hann
selst í yfir tólf milljónum eintaka í vefverslun Apple. Angry Birds hefur ekki síst verið hrósað fyrir smart útlit og hversu ávanabindandi og ódýr hann er.
Þegar Rovio fann Ara vann hann hjá íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Gogogic. Þegar Rovio hafði upp á Ara stóð fyrirtækið í þeirri meiningu að hann byggi á Íslandi og bað hann um símaviðtal. Þegar Ari gaf upp finnskt símanúmer einfaldaðist málið til muna. „Þá kom í ljós að ég var bara í eins og hálfs tíma fjarlægð frá þeim og skutlaðist bara yfir til þeirra.“ Ari segir vinnuna við Angry Birds vera mjög mikla og að hann sitji stöðugt við lyklaborðið. „Fyrst var Angry Birds aðallega í símum en nú er þetta komið út um allt, á netið og í allar tölvur. Og við erum alltaf að búa til nýjar tegundir af leiknum. Ég var til dæmis að búa til Angry Birds fyrir Facebook sem heitir Angry Birds Friends. Við erum líka búnir að vera að búa til sérútgáfur fyrir viðskiptavini eins og til dæmis Coca Cola í Kína og við vorum að gefa út nýja útgáfu fyrir Intel. Rovio er með leikjahönnuði sem eru alla daga að reyna að koma bæði með hugmyndir að viðbótum við leikina sem eru til og hugmyndir að nýjum leikjum. Þeir koma síðan til liðsins sem ég er hluti af og segjast vilja fá hitt og þetta og spyrja hvort við getum búið þetta til fyrir þá.“ Og fæst í heimi reiðu fuglanna er Ara og félögum ofviða þannig að forritunarvinnan er alltaf í fullum gangi. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
Helgin 10.-12. ágúst 2012
Tísk a Trendnet.is fer í loftið
Bestu bloggarnir á einn stað „Við erum að sameina helstu tískubloggara og lífsstílsbloggara landsins undir einum hatti. Þetta er gert að erlendri fyrirmynd en við teljum að bloggheimurinn hér eigi mikið inni,“ segir Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Trendnets.is, sem fór í loftið í gær. Álfrún hefur unnið að stofnun síðunnar frá því
í janúar ásamt Elísabetu Gunnarsdóttur, en Elísabet er einn sjö bloggara á síðunni. Hinir eru Erna Hrund Hermannsdóttir sem var með bloggið Reykjavík Fashion Journal, Hildur Ragnarsdóttir, Svana Lovísa sem var með Svart á hvítu, Pattra Sriyanonge sem var með Pattra’s Closet auk tveggja nýliða. Þeir eru
Andrea Röfn fyrirsæta og Helgi Ómars ljósmyndari. „Við völdum þá bestu,“ segir Álfrún þegar hún er spurð um mannskapinn að baki síðunni. Hún lofar áhugaverðri síðu sem verði mjög lífleg. „Það verður mikið flæði þarna inni. Og svo verðum við auðvitað mjög virk á Facebook, Twitter og Instagram.“ -hdm
Bloggararnir sem skrifa á Trendnet.is (ofanfrá frá vinstri); Pattra, Andrea Röfn, Hildur Ragnars, Erna Hrund, Svana Lovísa, Helgi og Elísabet Gunnars.
dægurmál 51
52
dægurmál
Helgin 10.-12. ágúst 2012
Í takt við tímann Haukur Harðarson íþróttafréttamaður
Fer í klippingu á þriggja vikna fresti Haukur Harðarson er 25 ára Vesturbæingur með ólæknandi íþróttadellu sem gagnast vel í starfi hans hjá RÚV. Haukur dressar sig upp fyrir ofan mitti í Boss-búðinni en uppáhaldsstaðurinn hans í bænum er Kex Hostel Staðalbúnaður
Ég kann vel við að kaupa mikið af fötum þegar ég fer til útlanda og þá verður H&M oft fyrir valinu. Ég er samt byrjaður að kaupa líka gæðaföt sem endast betur. Það passar vel við kaup á fötum fyrir vinnuna. Þar þarf ég reyndar aðallega að pæla í hvernig ég lít út fyrir ofan mitti. Ég versla því oft skyrtur og bindi af strákunum í Boss búðinni í Kringlunni. Annars var ég að kaupa mér mín fyrstu Ray Ban-sólglerugu og lífið hefur stökkbreyst. Nú þarf ég ekki lengur að píra augun í sumarsólinni.
Hugbúnaður
Þegar við strákarnir viljum fá okkur 1-2 bjóra tölum við um að Kexa okkur í gang. Kex Hostel er uppáhalds staðurinn enda sá langflottasti í Reykjavík. Mér finnst líka gaman að fara á La-
undromat Café, þar er fín kaffihúsastemning. Þegar ég fer út að skemmta mér enda ég oft gegn vilja mínum á b5 eða á Kaffibarnum sem er alltaf skemmtilegur. Ég fer oft í kvikmyndahús en horfi ekki mikið á annað en íþróttaefni í sjónvarpi. Enski boltinn, NFL, NBA; ég horfi eiginlega á allt sem ég kemst í. En nú eru það ólympíuleikarnir sem maður er á kafi í.
Vélbúnaður
Ég er með rosa mikla græju sem heitir HTC en er alltaf að reyna að Apple-væða mig. Ég á Macbook Air tölvu sem ég elska og hún er fyrsti liðurinn í því að maður geti talist maður með mönnum. Ég fékk mér Instagram um daginn og finnst það mjög skemmtilegt forrit. Myndirnar í símanum mínum eru samt svo lélegar að ég þurfti að hætta að setja þær þar inn. Nú geymi ég bara minningarnar í hausnum á mér en skoða myndir hjá öðrum. Ég á 1.400 vini á Facebook og eyði alltof miklum tíma þar. Ég er líka hægt og rólega að komast af stað á Twitter en þessir samfélagsmiðlar eru miklir tímaþjófar. Ég hef gaman af tölvuleikjum, aðallega íþróttaleikjum eins og NBA, Tiger Woods og FIFA. Við strákarnir „fífum“ okkur alltaf aðeins í gang við og við.
Aukabúnaður
Ég er búinn að vera að deita síðustu mánuði og hef því farið meira út að borða en venjulega. Ég gæti alveg vanið mig við það að fara oftar á staði eins og Tapasbarinn eða Fiskmarkaðinn. Við vinirnir erum duglegir að hittast í hádegismat og förum þá stundum á Hanann í Skeifunni. Ég panta mér oftast bjór þegar ég fer á bari, Corona, Tuborg Classic eða Kex Special sem er uppáhaldsbjórinn. Ég bý í miðbænum en ferðast samt oftast um á bíl. Amma mín á bíl sem ég fæ stundum lánaðan. Það er gott samstarf okkar á milli. Það er samt á stefnuskránni að kaupa bíl. Það er líka á stefnuskránni að fara í Bandaríkjareisu í haust. Ég fór til Dúbai í fyrra með góðum vinum og það var snilld. Nú langar mig að endurnýja kynnin við Bandaríkin en ég bjó einu sinni þar. Ég nota rakspíra og rakakrem og legg mikið upp úr tannhirðu. Svo var ég skammaður um daginn fyrir að nota léleg sjampó. Það gengur ekki alveg því ég fer í klippingu á þriggja vikna fresti. Ég hugsa að ég taki þeirri ábendingu og fari að kaupa mér rándýr sjampó.
Haukur Harðarson segir líf sitt hafa stökkbreyst eftir að hann eignaðist sín fyrstu Ray Ban-sólgleraugu. Ljósmynd/Hari
Plötudómar dr. gunna
frá aðeins
14.900 kr. Í blómabrekkunni
Fagnaðarerindið
Celestine
Mannakorn
Hinir guðdómlegu Neanderdalsmenn
Celestine
Staðið við sitt
Frítt spil
Ægiþétt og ólgandi
Á níundu Mannakornsplötunni standa Magnús og Pálmi við sitt og afhenda aðdáendum sínum nákvæmlega það sem þeir vilja; góðan skammt af velsömdu og velfluttu alíslensku fullorðinspoppi. Maggi semur allt (nema einn texta sem er eftir Stein Steinarr) og er nánast fullnuma í listinni. Hjólið er löngu uppfundið og músíkin yfirleitt notalega afslöppuð í blús og kántrígír, þótt smá stuð sé líka að finna, t.d. í hinu skemmtilega Ég vil bara eiga þennan, sem Ellen syngur. Textar Magga eru frábærir, í þeim verður einfaldleikinn djúpur og tær, og þótt oft séu þeir tregafullir er alltaf von. Í blómabrekkunni er ljúfsár úrvalsplata frá helstu öðlingum íslenska poppsins!
Í HGN eru saman komnir náungar frá Keflavík. HGN hefur verið hliðar-band hjá þeim heillengi á meðan þeir hafa spilað og sungið með m.a. Deep Jimi, Texas Jesús og víðar (söngvararnir Þröstur Jóhannesson og Sigurður Eyberg hafa báðir gert sólóplötur). Þótt að sögn sé hér sungið Presley til dýrðar heyrist það ekki. Tónlistin er nefnilega flippað og fljótandi íslenskt popprokk, sem setur sig ekki í stellingar því í hliðarflippi hafa menn frítt spil. Platan er flott á köflum, spriklandi og kæruleysisleg lög og skemmtilegar textar. Stundum er þó full stutt í grautarlegan djamm-fíling, sem vill súrna um leið og hann kemur út úr æfingarhúsnæðinu.
Eftir EP plötu og albúm, sem kom út árið 2008, tóku fimmmenningarnir í öfgarokksveitinni Celestine sér fjögur ár í að meitla og fínpússa þessa plötu. Hér tuddast sveitin í gegnum ellefu lög og gætir fjölbreytni í stíl innan þyngdartakmarkanna. Bæði eru í boði harðkjarna smásprettir og progguð langhlaup eins og hið sjö mínútna Falling Down. Líkt og Mínus, nánast skyldmenni innanlands, er Celestine tilraunaglöð hljómsveit sem fer stundum óhefðbundnar leiðir til að virkja rokkofsann. Lítið er þó reynt að „ná til fjöldans“, svo þessi ægiþétta og ólgandi plata er fyrst og fremst frábær hvalreki fyrir þá sem þegar eru kirfilega innmúraðir í öfgarokkinu.
Benidorm eða Costa del Sol 14. ágúst 21. ágúst – ótrúleg kjör!
Stökktu til Benidorm eða Costa del Sol Frá kr.
79.900 í viku
Netverð á mann, m.v. 2–4 í herbergi, studio eða íbúð með einu svefnherbergi. Aukagjald fyrir aukaviku kr. 17.900 á mann.
14.900
Frá kr.
flugsæti 14. ágúst til Alicante og kr.19.900 til Malaga aðra leiðina með sköttum.
ENNEMM / SIA • NM53627
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Undirbúðu fæturna fyrir ferðalagið Þú færð Heelen fóta-og húðvörurnar í apótekum
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is
www.portfarma.is
Prinspóló á Patró
! ð o b l i Haustt Svavar Pétur Eysteinsson og félagar í hljómsveitinni Prinspóló stjórna tónlistarsmiðju og troða upp á Patreksfirði á morgun, laugardag.
r i ð u n á 5 m .900 á 2920. ágúst
Pönkað í fjórða sinn Staðurinn - Ræktin
Frábærir tímar framundan! Nú er komið að því að velja líkamsrækt sem skilar þér árangri og auknum lífsgæðum. Við bjóðum fjölbreytta alhliða tíma frá morgni til kvölds, bæði í opna kerfinu og á lokuðum námskeiðum.
Hausttilboð JSB - 5 mánuðir í opna kerfinu á kr 29.900 til 20. ágúst! Ath. Sérstök viðbót fyrir korthafa:
áherslumiðaður árangur - 35 mínútna hádegistímar 2x í viku.
Nýir tímar á töflu í opna kerfinu:
HOT YOGA
Innritun hafin á öll námskeið í síma 581 3730 Hvað hentar þér?
Öllum námskeiðum fylgir frjáls aðgangur að opna kerfinu og tækjasal! E F L I R a l m a n n a t e n g s l / H N OT S KÓ G U R g r a f í s k h ö n n u n
„Ég vil gefa börnum og unglingum kost á því að vera fyrsta flokks menningarneytendur á sínum forsendum með fyrsta flokks tónlistarfólki og í spennandi umhverfi. Í framtíðinni hefur þetta vonandi jákvæð áhrif og sum þeirra stofni hljómsveitir og láti vaða,“ segir Jóhann Ágúst Jóhannsson, aðstandandi Pönks á Patró, sem haldið verður í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði á morgun, laugardag. Þetta er í fjórða sinn sem Pönk á Patró er haldið. Að þessu sinni er það hljómsveitin Prinspóló sem kemur fram og fetar þar með í fótspor Pollapönks, Diktu og Amiinu. Prinspóló mun stjórna tónlistarsmiðju á sinn einstaka hátt en svo heldur hljómsveitin tvenna tónleika í Eldsmiðju Sjóræningjahússins. Þá fyrri fyrir börn og unglinga að lokinni tónlistarsmiðju og þá seinni klukkan 21 um kvöldið. Frítt er fyrir börn og unglinga á tónleikana sem og í tónlistarsmiðjuna sem hefst klukkan 13. Tónleikarnir um kvöldið eru fyrir 16 ára og eldri og kostar 1.500 krónur inn. Í fréttatilkynningu frá skipuleggjendum segir að Pönk á Patró gangi út á virka þátttöku barna og unglinga en þeim gefst kostur á að eyða tíma með hljómsveit dagsins. Tónlistarmennirnir koma til með að spjalla við krakkana, svara spurningum um tónlist og sköpun, kynna fyrir þeim hljóðfæri og tónlist sína og jafnvel gefa þeim kost á að spreyta sig. Að lokinni tónlistarsmiðju verða tónleikar fyrir krakkana. Á meðan á þessu stendur gefst foreldrum tækifæri til að skoða sig um á Patreksfirði. Um kvöldið eru tónleikar fyrir fullorðna en allir krakkar í fylgd með foreldrum velkomnir. -hdm
til
S&S
stutt og strangt
Sjá nánari upplýsingar og stundatöflu á jsb.is.
Velkomin í okkar hóp!
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is
54
dægurmál
Helgin 10.-12. ágúst 2012
Leiklist Bastards hefja sig til flugs í Svíþjóð
Taugaveiklaður leikhússtjóri í Malmö Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@ frettatiminn.is
„Þegar ég frumsýndi Hamskiptin í Osló í janúar voru 20 prósent miða seldir 2 vikum áður. Það endaði í 98 prósentum. Þannig að maður er ýmsu vanur. Þetta kemur allt á endanum. Yfirleitt,“ segir Gísli Örn Garðarsson leikstjóri. Bastards – fjölskyldusaga, samstarfsverkefni Borgarleikhússins, Vesturports, borgarleikhússins í Malmö og Teater Får302 í Kaupmannahöfn, líklega stærsta leikhúsverkefni sem Íslendingar hafa komið nálægt, er nú til sýninga í Malmö. Lengi vel leit út fyrir að ekki færi vel en leikhússtjórinn Jesper Larsson bar sig aumlega í samtali við SydSvenskan hálfum mánuði fyrir sýningu – aðeins tíu prósent miða voru seldir. Samkvæmt áætlun kostar uppfærslan 260 milljónir hvar af 214 eru þegar fjármögnuð með styrkjum, meðal
annars af Norðurlandaráði. Afganginn stendur til að brúa með miðasölu í Malmö og í Kaupmannahöfn. „Við erum óralangt frá því núna,“ sagði Jesper Larsson. Gísli Örn hafði heyrt af hinni bölsýnu umfjöllun en lét það ekki slá sig út af laginu líkt og Larson: „Ég er enginn sérfræðingur í leikhúsmálum í Malmö. En, þeir eru kannski ekki mesta leikhúsborg í heimi.“ Gísli Örn var viðstaddur frumsýninguna 28. júlí og sá tvær sýningar eftir það en þá var sæmilega setið í tjaldi sem tekur 600 í sæti. Svo verður frumsýnt í Kaupmannahöfn 7. september. Ráðgert er að alls verði 15 sýningar í Malmö. „Dómar hafa verið mjög jákvæðir og góð stemning í hópnum. Og ég veit að miðasala hefur gengið vel í Kaupmannahöfn.“ Verkefnið, sem er að undirlagi Dana og Svía, er
Fredrik Gunnarsson, Víkingur Kristjánsson, Ólafur Darri Ólafsson og Charlotte E. Munksgaard leika nú sem mest þau mega í Malmö.
ótrúlega vel fjármagnað. „Ef við hefðum aðgang að þeim sjóðum sem og þeir í Skandinavíu hafa væri þetta rosalegt. Ég sá mér leik á borði og gerði að skilyrði að sýningin yrði unnin hér heima. Það gekk eftir. Framlag Borgarleikhússins er í raun bara vinnuframlag. Þegar þetta kemur til Íslands mun ég endurvinna þetta hressilega en þá verða bara íslenskir leikarar og þá öðlast uppfærslan nýtt líf.“
Fitness Einhildur Ýr á leið á tvö mót
Mikael í leikhúsið Mikael Torfason rithöfundur, sem einkum var þekktur á árum áður sem blaðamaður og umdeildur ritstjóri, virðist vera að færa sig alfarið yfir á vettvang leikhússins. Hann hefur verið að þýða leikrit fyrir Þjóðleikhúsið sem til stendur að setja upp á stóra sviðinu í leikstjórn Guðjóns Pedersen eftir áramót: Fyrirheitna landið. Aðalhlutverk verður í höndum Hilmis Snæs Guðnasonar. Um er að ræða leikritið Jerusalem eftir Jez Butterworth sem farið hefur sigurför um heiminn að undanförnu og er margverðlaunað; fengið bæði Oliver- og Tonyverðlaunin – leikrit sem ekki mun fyrir viðkvæma. Þá er nýlokið tökum á útvarpsleikriti Mikaels, Harmsögu, í leikstjórn Símons Birgissonar en í því leika Sara Dögg Ásgeirsdóttir úr Pressunni og Vignir Rafn Valþórsson.
Góð grínferð til Köben Félagarnir í grínhópnum Mið-Íslandi þeir, Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Jóhann Alfreð og Dóri DNA, gerðu góða ferð til Danmerkur í síðustu viku þegar þeir tóku hús á danska spaugaranum Casper Christensen sem er Íslendingum að góðu kunnur úr sjónvarpsþáttunum Klovn. Casper er umsvifamikill í framleiðslu skemmtiefnis í Danmörku og fyrirtæki hans, Douglas Entertainment, hefur lagt undir sig fjögurra hæða hugmyndahús á besta stað í Kaupmannahöfn við Strikið. Strákarnir áttu góða og skemmtilega fundi með Casper og hans fólki og gerðu nokkra sketsa sem eru að sögn drepfyndnir og sérskrifaðir með Dani í huga en meðal þess sem kemur við sögu í einu atriðanna er til dæmis kynlífs-LEGO.
Bjarni Ármanns fluttur til Kaupmannahafnar Á flandri sínu um Kaupmannahöfn hittu Mið-Íslendingarnir nokkurn fjölda landa vorra sem eru margir hverjir að gera það gott í borginni og þá ekki síst í veitingarekstri. Félagarnir ráku hins vegar upp stór augu þegar athafnamaðurinn Bjarni Ármannsson varð á vegi þeirra en Bjarni upplýsti grínarana um að hann væri sestur að í Kaupmannahöfn en lengi vel eftir hrun ól hann manninn í Noregi.
Exceed flugustangirnar hafa slegið í gegn á Íslandi, enda frábærar stangir hannaðar af einum besta flugukastara heims Klaus Frimor.
Klárlega bestu kaupin á markaðnum í dag! Tvíhendur frá 64.900 kr. Einhendur frá 43.900 kr. Switch 52.900 kr.
LANGHOLTSVEGI 111 REYKJAVÍK SÍMI 527 1060 www.veidiflugur.is hilmar@veidiflugur.is
Keppir á Arnold-móti á Spáni Fitnesskonan Einhildur Ýr Gunnarsdóttir æfir nú af kappi fyrir tvö mót og lætur sig ekki muna um að vakna fyrir sex alla daga til að ná markmiðum sínum.
É
g æfi tvisvar á dag og passa að borða hollan og góðan mat,“ segir Einhildur Ýr Gunnarsdóttir fitnesskona sem undirbýr sig af krafti fyrir tvö mót á næstunni. Einhildur, eða Einý eins og hún er jafnan kölluð, er ein af þekktari fitnesskonum landsins. Hún varð í þriðja sæti á Grand Prix-mótinu hér á landi fyrir tveimur árum og fór svo út og keppti á Arnold Classicmótinu í Ohio. Nú ætlar hún að keppa á Arnold Classic Europe sem haldið verður í Madríd á Spáni í október og bikarmótinu hér heima í nóvember. Arnold Classic-mótið er að sjálfsögðu nefnt í höfuð Arnolds Schwarzeneggers og er einn af aðalviðburðum ársins í líkamsræktarheiminum. Einý, sem er nýorðin 25 ára, starfar sem snyrtifræðingur á Guinot stofunni á Grensásveginum. Hún æfir bæði kvölds og morgna í World Class undir hand-
leiðslu Konráðs Vals Gíslasonar. „Ég vinn níu tíma á dag og þetta er áhugamál númer eitt, tvö og þrjú. Þetta er náttúrlega lífsstíll. Ég æfi alltaf klukkan sex á morgnana og svo eftir vinnu klukkan sex. Ég myndi ekki gera þetta ef ég hefði ekki ánægju af þessu.“ Einý fór í myndatöku hjá ljósmyndaranum Arnold Björnssyni í vikunni og var ánægð með útkomuna. „Hann er náttúrlega snillingur. Við fórum á æskuslóðir Arnolds í Þorlákshöfn, á ströndina þar. Við vorum búin að ætla að gera þetta lengi, enda hefur vantað svona íslenskar bikinímyndir sem teknar eru úti.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is
Ljósmyndir: Arnold Björnsson Förðun: Kristín R Sæbergsdóttir Hár: Guðrún Þórdís Aðstoð og stílisering: Thelma Ólafsdóttir
N1, Blönduósi
FIMMFALDIR PUNKTAR Í DAG FYRIR N1 KORTHAFA
NÝTTU TÆKIFÆRIÐ OG MARGFALDAÐU PUNKTASÖFNUNINA Þú safnar venjulega 3% í formi N1 punkta en færð 15% í dag* Þú safnar venjulega 2 punktum af hverjum eldsneytislítra en færð 10 punkta í dag Einn punktur jafngildir einni krónu í viðskiptum við N1.
Það stendur mikið til um helgina og góða punkta að finna bæði í borginni og um allt land. Fylltu á tankinn á N1 áður en þú leggur í hann og safnaðu fimmföldum N1 punktum í allan dag!
*nema af tóbaki, tímaritum og Íslenskri getspá.
Mundu að einn N1 punktur jafngildir einni krónu í öllum viðskiptum við N1 auk þess sem hægt er að margfalda virði punktanna með því að nýta sér regluleg tilboð.
99 KR. ÍS Í BRAUÐFORMI
GÓMSÆT VEITINGATILBOÐ Á VÖLDUM N1 STÖÐVUM UM ALLT LAND NAMMIBARINN Í DAG
52%
PYLSA MEÐ ÖLLU
199 KR.
F í t o n / S Í A
AFLÁTTUR
WWW.N1.IS
Meira í leiðinni
Hrósið...
HE LG A RB L A Ð
... fær íslenska handboltalandsliðið sem þrátt fyrir grátleg endalok í átta liða úrslitum lék vel á Ólympíuleikunum í London.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Beðið eftir fantasíum Íslensk þýðing Fifty Shades of Gray er væntanleg í bókabúðir um eða undir næstu mánaðamót. Ásdís Guðnadóttir þýðir en hún er dóttir Guðna Kolbeins, þess mikilvirka þýðanda. Bókin er sú fyrsta í trílógíu sem hefur farið sigurför um heiminn, á Bretlandi hafa selst hátt í sex milljónir eintaka en á heimsvísu er upplagið komið í tugi milljóna. JPV gefur út og er ráðgert að allar bækurnar í seríunni komi út í íslenskri þýðingu á næstu mánuðum. Um afar erótískt efni er að ræða sem þykir einhverra hluta vegna höfða sérstaklega til kvenna, með áherslu á sado/maso eða BDMS-kynlíf.
SPARIÐ
STÆRÐ: 137 X 191 SM.
Beðið eftir íslenskum fantasíum Ekki er það bara lesefni um kynlíf af breskum toga sem íslenskir lesendur mega búa sig undir. Verið er að ganga frá hinni umdeildu bók Hildar Sverrisdóttur í prentsmiðju og er útgáfudagur áætlaður 16. ágúst. Bókin byggir á innsendum kynlífsfantasíum kvenna en úfar hafa risið; sitt sýnist hverjum um höfundarrétt og ekki síður það hvort koma megi í veg fyrir að einhverjir karlar sendi inn fantasíur, hugsanlega nauðgunarfantasíur. Hildur hefur hins vegar hvergi látið deigan síga og er á dagskrá að bjóða höfundum til útgáfuteitis; þá þeim sem vilja gangast við skrifum sínum – væntanlega...
Beðið eftir Hungurleikum Enn af síðsumarútgáfu sem stendur með blóma. Þriðja bókin í Hungurleikaröð Suzanne Collins er væntanleg í þessum mánuði í íslenskri þýðingu Magneu J. Matthíasdóttur. Hún hefur hlotið titilinn Hermiskaði á íslensku. Lýkur þá væntanlega erfiðri bið margra en bækurnar hafa slegið í gegn, á Íslandi hafa þær selst í 13 þúsund eintökum.
8002202-A
137 X 191 SM. FULLT VERÐ: 99.950
69.950
sERTA BLU BIsHOP II AMERísK DýNA Vönduð og góð dýna með sterkri hliðarstyrkingu. Í efra lagi er áföst þykk yfirdýna úr MEMORY FOAM svampi. Í neðra lagi eru 504 BONELL gormar pr. m2. Stærð: 137 x 191 sm. Grind fylgir ekki.
VERÐ ÁN GRINDAR
ALLT FYRIR SVEFNHERBERGIÐ ÖLL TILBOÐIN GILDA TIL 12.08
TILBOÐIN GILDA TIL 29.04
4042150
HANDY DýNA Flott og handhæg dýna sem hægt er að leggja saman. Tekur lítið pláss! Stærð 63 x 190 sm.
60
ANDADÚNSÆNG
SPARIÐ
5.000
135 X 200 SM. FULLT VERÐ: 17.950
Nú aðeins kr. 19900
30.000
ST ÁFÖ NA DÝ YFIR
12.950
STÆRÐ: 63 X 190 SM.
6.995
KRONBORG TELEMARKEN ANDADúNsæNG Lúxus andadúnsæng fyllt með 80% af dúni og 20% af fiðri. Þyngd: 900 gr. Vandað, þéttofið bómullaráklæði með áprentun. Má þvo við 60°C. Stærðir: 135 x 200 sm. áður 17.950 nú 12.950 135 x 220 sm. áður 19.950 nú 14.950 200 x 220 sm. áður 29.950 nú 19.950
1483300
VERÐ FRÁ:
GOLD
3326400
2.995
1 STK. FULLT VERÐ: 1.995
1.495 % 25 AFSLÁTTUR
ei ns tö k Gæði
KRONBORG LUX TEYGjULöK Mjög góð teygjulök. Efni: 100% bómull. Nokkrir litir. Stærðir: 90 x 200 sm. 2.995 140 x 200 sm. 3.49 180 x 200 sm. 3.995
1961300
www.rumfatalagerinn.is
QUADRO OG VOLCANO LAMPAR Fallegir lampar með hvítum, plíseruðum skermi. Hæð: 26-28 sm.
1961301