10 maí 2013

Page 1

Með smjör­ hnífinn á lofti

hvað gerðu foringjarnir rétt og hvað rangt í kosningabaráttunni?

marta Finnboga, átján ára, skilaði snotrum smjörhníf sem lokaverkefni sínu í myndlistaskólanum. hún hefur hug á að þróa vörulínu í anda hnífsins.

Fréttaskýring 12

nýtt líf eftir áfengismeðferð Þingmaðurinn róbert marshall, rithöfundurinn elísabet jökulsdóttir og matreiðslumeistarinn sigurður gíslason eignuðust nýtt líf eftir áfengismeðferð.

HeiMiLi 38

ViðtaL 24

helgarblað

10.–12. maí 2013 19. tölublað 4. árgangur

ókeYpiS  viðtal ver a Sölvadóttir giftiSt uppáhaldSleik ar anum Sínum, damon Younger

Pússuð saman fjórum dögum eftir bónorðið

Líf eftir sýruárás Bjarney og Lína gera mynd um indverskar konur sem hafa orðið fyrir sýruárás. ViðtaL 28

Í kraft­ lyftingum á fimm­ tugsaldri María Björk Óskarsdóttir lætur ekkert stoppa sig.

Vera sölvadóttir sér um kvikmynda­ þáttinn Kviku og fjallar um kvik­ myndir í Djöflaeyjunni í Sjónvarpinu. Hún hefur einnig látið hressilega að sér kveða í stuttmyndagerð og er um þessar mundir að leggja loka­ hönd á eina slíka sem hún byggir á smásögu eftir Einar Kárason. Í febrúar giftist Vera uppáhaldsleik­ aranum sínum, Damon Younger, sem einnig er besti vinur hennar en þau létu pússa sig saman fjórum dögum eftir að hann bað hennar.

Fréttir 2

Ný flott sending Sumarkjólarnir á 1.490 komnir

Ljósmynd/Hari

síða 22

Bolur 2.490

KRINGLAN • SMÁRALIND

MIKIÐ ÚRVAL AF VÖNDUÐUM HLÍFUM •

SÍA

110613

FRÁ DEROYAL OG REHBAND

PIPAR \ TBWA

HjóLreiðar Í FréttatÍmanum Í dag: Br e sk t la n ds li ðs Fólk ke ppi r Í WoW cyc lotho n - Byg g ðu s é r hj ó lav e r s lun - a l lt u m gr æj u r n a r

Ímynd stjórnmála­ leiðtoganna

Orkuhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 108 Reykjavík / S. 517 3900 / www.flexor.is


2

fréttir

Helgin 10.-12. maí 2013

 Ferðalög ari Tr ausTi guðmundsson á leið í skemmTi- og skoðunarFerð Til suðursk auTslandsins

Þetta verður „impróviserað“ frá degi til dags Pétur Gunnarsson petur@ frettatiminn.is

Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður og forsetaframbjóðandi, er á leið til Suðurskautslandsins. Ferðamátinn verður annar en hjá Vilborgu Önnu Gissurardóttur, sem fór gangandi Suðurpólinn. Ari Trausti fer með skemmtiferðaskipi og mun sigla í kringum suðurskautslandið, virða þar fyrir sér fugla og sjávarspendýr, ganga á fjöll og sinna fararstjórn fyrir íslenska ferðafélaga í hópferð á vegum Bændaferða. „Ég hef aldrei áður komið til Suðurskautslandsins,“ segir Ari Trausti, sem hefur farið víða og stóð á tindi Hengilsins þegar Fréttatíminn hringdi í hann. Þang-

að var hann kominn eftir göngu með vini sínum, sem er sendiherra Ítala á Íslandi. Ari Trausti segir að það verði skemmtilegt að koma á Suðurskautslandið en þangað verður siglt með skemmtiferðaskipi frá syðsta odda Argentínu. Alls verður skipið 9-10 daga á sjó. „Þetta verður „impróvíserað“ frá degi til dags og fólk fer í land þar sem aðstæður á ísnum leyfa,“ segir Ari Trausti. Það verður hávetur á Íslandi en sumar á Suðurskautslandinu í janúar: „Þarna verður lífið að blómstra, selirnir að kæpa og mörgæsirnar á fullu við að unga út og töluvert af hvölum og það líf, sem þarna

Hreinsunarstarf gekk vel í Bláfjöllum Hreinsunarstarf vegna mengunarslyssins á vatnsverndarsvæðinu í Bláfjöllum í fyrradag hefur gengið vel. 600 lítrar af dísilolíu runnu niður á vatnsverndarsvæðið. Óhappið varð þegar verið var að flytja olíuna frá plani við Bláfjallaskála að Þríhnúkagíg. Tankur, sem flytja átti hana í með þyrlu, losnaði úr krók, féll til jarðar og brotnaði og innihaldið rann út. Slökkvilið með mengunarvarnarbúnað

Samkeppni um háskólasvæðið Jón Gnarr borgarstjóri og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, hafa undirritað viljayfirlýsingu um að borgin og háskólinn standi saman að samkeppni um framtíðarskipulag háskólasvæðisins. Áætlað er að samkeppninni ljúki síðar á árinu og gert er ráð fyrir að í framhaldinu verði gert rammaskipulag af háskólasvæðinu sem verður hluti af staðfestu aðalskipulagi borgarinnar. Í samkeppninni er jafnframt gert ráð fyrir að tekið verði mið af stefnumótun borgarinnar og Háskóla Íslands á sviði umhverfis-, auðlinda- og samgöngumála og einnig haft til hliðsjónar markmið Háskóla Íslands og Norræna hússins um friðland í Vatnsmýri sem náttúruperlu í borg. Þá á að gera ráð fyrir allt að 400 nýjum stúdentaíbúðum á háskólasvæðinu og bættri nýtingu vestan Suðurgötu í samræmi við aldarafmælisyfirlýsingu Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar. -eh

var kallað á vettvang og grafa og vörubíll til að leitast við að fjarlægja mengaðan jarðveg. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur var kalda vatnið í krönum Reykvíkinga í góðu lagi, þrátt fyrir óhappið. Í fyrradag voru fjarlægðir 25-30 rúmmetrar af olíumenguðum jarðvegi á svæðinu. Í gær var unnið að frekari hreinsun og var búist við því að það næðist að hreinsa mestalla olíuna upp.

Karlmaður í varðhaldi grunaður um morð

Hjörtur hjálpar hjartveikum börnum

Karlmaður situr í gæsluvarðhaldi á Egilsstöðum, grunaður um að hafa orðið Karli Jónssyni frá Galtastöðum að bana aðfaranótt þriðjudags. Karl var með mörg stungusár og blæddi honum út. Rannsókn málsins er í fullum gangi hjá lögreglunni á Egilsstöðum. Búið er að ræða við fjölda manns sem býr í sama fjölbýlishúsi og mennirnir tveir, sem voru nágrannar. Maðurinn sem situr í varðhaldi hefur ekki játað aðild að láti Karls. Hann situr í varðhaldi til 21. maí og búið er að taka eina formlega skýrslu af honum. Lögregla hefur lagt hald á ýmsa muni og verið er að rannsaka hvort einn þeirra sé morðvopnið. -eh

Nýtt hjartaómskoðunartæki hefur formlega verið tekið í notkun á Barnaspítala hringsins. Tækið kallast Hjörtur og var safnað fyrir tækinu í þjóðarátakinu Á allra vörum árið 2011. Í tilkynningu frá Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna, segir að tækið geri læknum kleift að greina hjartagalla í fæddum og ófæddum börnum bæði fyrr og betur. Með Hirti er hægt að skoða hjartað í þrívídd og eru myndgæði meiri en áður hefur þekkst. Þá eykst hagræði við gagnavinnslu og hægt verður að skoða gögn úr tækinu hvar sem er, innan sem utan spítalans. -eh

Er ofnæmið að trufla? Nú

100 tö flur án lyf seðils !

Notkunarsvið: Cetirizin-ratiopharm inniheldur cetirizin tvíhýdróklóríð, ofnæmislyf fyrir fullorðna og börn frá 6 ára aldri; til að draga úr einkennum frá nefi og augum vegna árstíðabundins eða stöðugs ofnæmiskvefs; til að draga úr einkennum langvarandi ofsakláða. Frábendingar: alvarlegur nýrnasjúkdómur, ofnæmi fyrir virka efninu, einhverju öðru innihaldsefni Cetirizin-ratiopharm eða fyrir hydroxyzini eða píperazín afleiðum. Varúð: Einstaklingar með skerta nýrnastarfsemi, með flogaveiki eða sem eiga á hættu að fá krampa skulu láta lækninn vita áður en lyfið er notað. Hætta þarf töku lyfsins þremur dögum áður en farið er í ofnæmishúðpróf. Meðganga og brjóstagjöf: Forðast skal notkun lyfsins. Skömmtun: Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára: Ráðlagður skammtur er 10 mg, ein tafla, á dag. Börn 6 til 12 ára: Ráðlagður skammtur er 5 mg, hálf tafla, tvisvar á dag. Sjá frekari upplýsingar í fylgiseðli. Algengar aukaverkanir: Þreyta, munnþurrkur, ógleði, niðurgangur, svimi, höfuðverkur, syfja, kokbólga og nefkvef. Lesið vandlega fylgiseðilinn sem fylgir lyfinu. SmPC: Júlí 2012.

Ari Trausti fer með hóp Íslendinga á skemmtiferðaskipi til Suðurskautslandsins. Ljósmynd/ Ragnar Th. Sigurðsson

 kraFTlyFTingar 45 ára Fjögurra barna móðir keppir í kraFTlyFTingum

Maður þarf ekki að vera þungur til að geta lyft þungu Fyrsta Íslandsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum verður fjölmennasta kraftlyfingamót sem haldið hefur verið á Íslandi. Áberandi margar konur keppa í öldungaflokki. Einn skipuleggjenda þurfti að breyta æfingum sínum þegar hún gekk með sitt fjórða barn.

Þ

að er stór hópur hér á Seltjarnarnesinu kominn í kraftlyftingarnar. Þar á meðal eru framakonur með börn og buru sem hafa orðið alveg heillaðar af þessu sporti,“ segir María Björk Óskarsdóttir, viðskiptafræðingur og rithöfundur með meiru. María er einn skipuleggjenda fyrsta Íslandsmeistaramótsins í klassískum kraftlyftingum sem haldið verður í íþróttahúsi Seltjarnarness á morgun, laugardaginn 11. maí klukkan 10. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í klassískum kraftlyftingum hér á landi. „Munurinn á klassískum kraftlyftingum og þeim hefðbundnu er að við keppum „á kjötinu“, án alls aukabúnaðar eins og sérstakra bróka og bola,“ segir María. Mótið verður fjölmennasta kraftlyftingamót sem haldið hefur verið á Íslandi. Fimmtíu keppendur eru skráðir til leiks, sá yngsti er 15 ára strákur en sá elsti er 48 ára kona. Sjálf er María Björk 45 og að keppa á sínu fyrsta móti eins og margir keppenda. „Ég byrjaði fyrir fjórum árum. Þá fór ég til einkaþjálfara til að koma mér í gott form og lenti hjá Ingimundi Björgvinssyni sem er ótrúlega flottur kraftlyftingakappi. Þá vaknaði áhuginn og ég fór bæði að stunda ólympískar lyftingar og klassískar lyftingar og náði góðum árangri. Svo eignaðist ég fjórða barnið inni á milli. Ég hélt áfram að lyfta alla meðgönguna en öllum æfingum var stillt í hóf. Nú er ég búin að æfa markvisst síðan síðasta haust og er til í slaginn þó ég sé líka stressuð.“

Cetirizinratiopharm Fljótt að virka Við einkennum frá augum og nefi Við einkennum langvarandi ofsakláða

er, blómstrar akkúrat á þessum tíma,“ segir Ari Trausti, sem vonast til að geta líka farið á kajak og gengið á fjöll meðan á ferðinni stendur. Lífið er löngu farið að ganga sinn vanagang hjá Ara Trausta eftir forsetaframboðið í fyrra, hann sinnir jarðvísindum og umhverfismálum, er að leggja lokahönd á bók um sín ferðalög og undirbýr tökur á vísindaþáttum fyrir sjónvarp.

Ég hélt áfram að lyfta alla meðgönguna en öllum æfingum var stillt í hóf.

María Björk Óskarsdóttir starfar sem viðskiptafræðingur og er annar aðstandenda Nýttu kraftinn. Hún keppir á Íslandsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum í íþróttahúsi Seltjarnarness á morgun, laugardag, klukkan 10. Öllum er frjálst að fylgjast með mótinu.

Hefurðu einhverja skýringu á því af hverju lyftingar njóta sífellt meiri vinsælda? „Fólk er bara að uppgötva hversu góðar, alhliða æfingar þetta eru. Það á sérstaklega við um klassískar kraftlyftingar. Fólk hefur haft þá ímynd að kraftlyftingar séu bara fyrir stóra menn og miklar konur en maður þarf ekki að vera þungur til að geta lyft þungu.“ Keppt er í þremur greinum, hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. María hefur sett sér þau markmið að lyfta 90 kílóum í hnébeygju, 110 í réttstöðulyftu og 55 í bekkpressu. „En svo eru aðrir sem stefna mun hærra,“ segir hún. María Björk hefur síðustu misseri unnið að verkefninu Nýttu kraftinn ásamt Sigríði Snævarr sendiherra. Þær hafa starfað með fjölda atvinnuleitenda og hvatt þá áfram. „Það er ýmislegt sem maður nýtir kraftinn í. Kraftlyfingarnar hjálpa, ég kæmist ekki í gegnum daginn án þess að búa mér til orku.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is


MEÐ ALLT Á HREINU ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 63407 05/13

ÞJÓNUSTUDAGUR TOYOTA

Laugardaginn 11. maí, kl. 11 – 15.

Nú bjóðum við öllum Toyota eigendum að koma með bílana sína í vorhreingerningu hjá næsta viðurkennda sölu- eða þjónustuaðila. Komdu í heimsókn og aktu á skínandi hreinum bíl inn í sumarið.

Við sápuþvoum bílana að utan – grill, gos og sumarglaðningur fyrir börn og fullorðna. Toyota Kauptúni Toyota Akureyri Toyota Selfossi Toyota Reykjanesbæ Bifreiðaverkstæði KS Bílaverkstæði Austurlands Bílageirinn Arctic Trucks Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur

Kauptúni 6 Baldursnesi 1 Fossnesi 14 Njarðarbraut 17 Hesteyri 2 Miðási 2 Grófinni 14a Kletthálsi 3 Bæjarflöt 13 Skemmuvegi 16

Kynntu þér betur þjónustu okkar á www.toyota.is

Garðabæ Akureyri Selfossi Reykjanesbæ Sauðárkróki Egilsstöðum Reykjanesbæ Reykjavík Reykjavík Kópavogi


4

fréttir

helgin 10.-12. maí 2013

veður

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

Austlægar áttir og væta hæg suðaustanátt og víða dálítil væta í dag, en milt. rigning eða súld um mest allt land á morgun, einkum sunnan og vestantil. Vaxandi suðaustanátt á sunnudag og áframhaldndi væta en léttir til norðaustantil.

5

8

6

7

7 5

elín björk Jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is

9

6

7

5

5

4

6 7

7

SA 3-10 m/S. VíðA Dálítil VætA og Hiti 3 til 12 Stig.

A-læg átt 3-10 m/S og rigning eðA SúlD. Hiti 3 til 9 Stig.

VAxAnDi SA átt og rigning S- og V-lAnDS en léttir til fyrir norðAn. Hiti 4 til 9 Stig.

HöfuðborgArSVæðið: S 3-8 m/S og lítilSháttar rigning. hiti 4 til 9 Stig.

HöfuðborgArSVæði: hæg S-læg átt og Súld eða rigning. hiti 3 til 8 Stig.

HöfuðborgArSVæði: Sa 5-10 m/S. rigning og hiti 4 til 8 Stig.

Dionne Warwick syngur í Hörpu

 neytendur Óheimilt að selja áFengi þegar messað er í kirkjum landsins

Söngkona dionne Warwick kemur fram á tónleikum í eldborgarsal hörpu miðvikudagskvöldið 19. júní næstkomandi. á tónleikunum flytur hún ásamt hljómsveit öll sín þekktustu lög. dionne Warwick er ein kunnasta söngkona popptónlistarsögunnar. Hún flutti þekkt lög eftir Burt Bacharach og hal david, Barry manilow og gibb-bræður úr Bee gees svo stiklað sé á stóru. Hún hefur gefið út 35 breiðskífur sem selst hafa í yfir 100 milljónum eintaka. Alls hefur Warwick fimm sinnum hlotið Grammy-verðlaun. Hún hefur átt 85 lög á topp 100 í Bandaríkjunum. miðasala á tónleikana í hörpu hefst í dag, föstudag, á harpa.is og miði.is. dionne Warwick syngur sín þekktustu lög í hörpu í júní.

Brjóstabollur seldar um helgina landssamband bakarameistara stendur fyrir sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land um helgina til stuðnings við styrktarfélagið göngum saman. Styrktarfélagið göngum saman styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og úthlutar styrkjum í október ár hvert. Félagið var stofnað haustið 2007 og hefur frá stofnun veitt íslenskum rannsóknaraðilum á sviði brjóstakrabbameins um 22 milljónir króna í styrki. göngum saman leggur áherslu á miklvægi hreyfingar til heilsueflingar og til að afla fjár í styrktarsjóð félagsins. Félagið efnir til vorgöngu fyrir alla fjölskylduna víða um land á mæðradaginn, sunnudaginn 12. maí. gengið verður á 14 stöðum um allt land. nánari upplýsingar má finna á www. gongumsaman.is.

GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST hjálparkokkar sápuþvo og þurrka bílana.

Bílarnir sápuþvegnir árlegur þjónustudagur hjá viðurkenndum þjónustuaðilum toyota víða um land verður á morgun, laugardaginn 11 maí. toyotaeigendur eru hvattir til að koma milli klukkan 11 og 15 og upplifa skemmtilega stemningu á þjónustudeginum þar sem starfsmenn toyota og hjálparkokkar sápuþvo bílana og þurrka. Þegar bíllinn hefur fengið sitt bíður grill og gos auk þess sem sumarglaðningur fylgir fyrir börn og fullorðna. Sýningarsalir verða opnir hjá söluaðilum þar sem skoða má það nýjasta frá toyota. toyotaeigendur geta rennt við á þjónustudeginum hjá toyota á akureyri, Selfossi og reykjanesbæ, hjá Bifreiðaverkstæði KS á Sauðárkróki, Bílageiranum í reykjanesbæ, Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur á Bæjarflöt og Skemmuvegi og Bifreiðaverkstæði austurlands á egilsstöðum. arctic trucks á Kletthálsi verður nú með í fyrsta sinn en fyrirtækið bættist nýlega í hóp viðurkenndra þjónustuaðila toyota sem eru orðnir 12 talsins víða um land. Þá verður þetta í fyrsta sinn sem þjónustudagurinn er haldinn hjá Toyota Kauptúni eftir að fyrirtækið flutti í nýtt húsnæði á síðasta ári.

U VELD GRILL T NDIS SEM E Ú OG Þ AR SPAR

Kraftmikið, meðfærilegt og frábærlega hannað gasgrill fyrir heimilið eða í ferðalagið Frábært á svalirnar eða á veröndina

49.900 Opið kl. 11 - 18 virka daga Opið kl. 11 - 16 laugardaga

www.grillbudin.is BERIÐ SAMAN VERÐ OG GÆÐI

Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400

íslendingar geta ekki keypt sér rauðvín með sunnudagssteikinni því í lögum segir óheimilt sé að hafa Vínbúðir opnar á helgidögum þjóðkirkjunnar. Ljósmynd/Vigfús Birgisson

Tímaskekkja að Vínbúðir séu lokaðar á sunnudögum

Vínbúðirnar eru lokaðar á sunnudögum af því þeir eru helgidagar þjóðkirkjunnar. aðstoðarforstjóri átVr segir þetta vissulega hluta af gömlu hugarfari en ekki standi til að breyta opnunartímanum. Formaður heimdallar vonast til þess að ný ríkisstjórn geri landsmönnum kleift að kaupa hvítvín með humrinum og rauðvín með sunnudagssteikinni.

e

f fólk vill fá sér rauðvín með steikinni ætti það að standa öllum til boða. Það á ekki að skipta máli hvort það sé á sunnudegi eða mánudegi. Þetta er tímaskekkja,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður Heimdallar. Undanfarin ár hefur þjónusta við viðskiptavini Vínbúðanna á höfuðborgarsvæðinu sífellt verið aukin. Fyrir nokkrum árum voru Vínbúðirnar opnar á skrifstofutíma á virkum dögum og á milli 10-12 á laugardögum. Í dag getur fólk gengið að veigunum til klukkan 20 í völdum verslunum mánudaga til föstudaga og frá 11-18 á laugardögum. Hins vegar vekur athygli að ekki hefur þótt koma til greina að Vínbúðirnar væru opnar á sunnudögum. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að tekið sé fyrir opnun á sunnudögum í lögum. „Áfengisútsölustaðir skulu vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst,“ segir í reglugerð um smásölu og veitingar áfengis. Sigrún Ósk segir að ÁTVR hafi ekki farið fram á að fá að hafa opið á sunnudögum og hafi í raun ekki tekið formlega afstöðu til þess. „Ég held að almennt séð séum við sátt við þetta fyrirkomulag,“ segir hún. Er þetta ekki tímaskekkja, að

Sigrún Ósk Sigurðardóttir.

tengja áfengissölu við kirkjusókn? „Eflaust er þetta hluti af gömlu hugarfari enda er þetta búið að vera lengi í lögum. Auðvitað er það eitt af markmiðum með einkasölu að stýra aðgenginu. En ég held að fólk sé almennt sátt við þetta. Það koma af og til fyrirspurnir um af hverju ekki sé opið á sunnudögum en við verðum ekki vör við mikinn þrýsting,“ segir Sigrún Ósk. Áslaug Arna segir að í sínum huga sé ekki aðalatriði að kirkjan og trú fólk skuli vera tengd opnunartíma Vínbúða. Verra sé að fólk njóti ekki frelsis. „Það er ekki alvarlegra að fólk fái sér að drekka á sunnudögum en aðra daga. Ungir sjálfstæðismenn hafa lengi barist fyrir því að fá léttvín og bjór í búðir. Við viljum að fólk geti nálgast þessar vörur alla daga eins og í nágrannalöndunum.“ Heldurðu að búast megi við breytingum á þessu fyrirkomulagi á næstunni? „Ég vona að eftir einhvern tíma þegar ríkisstjórnin hefur tekið við völdum að hægt verði að koma þessu í eðlilegt horf. Ég trúi því að sjálfstæðismenn sjái til þess að við getum keypt hvítvín með humrinum og rauðvín með steikinni þegar okkur hentar. Nú er þetta í stefnu flokksins og ég vona að þingmenn fylgi þessu eftir.“ Höskuldur Daði magnússon

áslaug arna Sigurbjörnsdóttir.

hdm@frettatiminn.is


Hámarkaðu afsláttinn

7KR

10KR

50 -150 L KR

0-50

L

0L+ 15

5

Afsláttarþrep Orkunnar Þín stöð Afsláttarþrep Orkunnar er nýjung á Íslandi þar sem Orkulyklahöfum býðst stighækkandi afsláttur af eldsneyti hjá Orkunni í takt við aukinn fjölda keyptra lítra í mánuðinum á undan hjá Orkunni og Shell. Þín stöð bætist við Afsláttarþrep Orkunnar og verður afslátturinn þannig að hámarki 10 kr.

ÞREP 1 0-50L

3 kr.

ENNEMM / SÍA / NM56163

ÞREP 2 50-150L ÞREP 3 150L+

2 kr. Þín stöð 5 kr.

= 5 kr. afsl. 2 kr. Þín stöð

8 kr.

= 7 kr. afsl. 2 kr. Þín stöð

= 10 kr. afsl.

Skráðu þig í Afsláttarþrep Orkunnar á orkan.is og hámarkaðu afsláttinn þinn. Sjá nánar á www.orkan.is

www.orkan.is/afslattarthrep

Símanúmer þjónustuvers: 578 88 00

AFSLÁTTUR VINSTRI HÆGRI!


6

fréttir

Helgin 10.-12. maí 2013

 Parlogis Jafnlaunavottun vr

Kerfisbundið fylgst með launum kynjanna Parlogis hefur hlotið Jafnlaunavottun VR, fjórða fyrirtækið í landinu sem hlýtur þessa vottun, að því er fram kemur í tilkynningu VR. Fyrirtækið hefur fengið staðfestingu á því að búið er að kerfisbinda launaákvarðanir, koma upp jafnlaunakerfi samkvæmt kröfum ÍST 85 jafnlaunastaðals og verður nú kerfisbundið fylgst með því að ekki sé verið að mismuna starfsfólki í launum eftir kyni hjá fyrirtækinu. Jafnlaunavottun VR var kynnt í febrúar og er ætluð fyrirtækjum og stofnunum sem vilja sýna svart á hvítu að launastefna þeirra og mannauðsstjórnun mismuni ekki konum eða körlum. „Einnig getur vottun af þessu tagi bætt starfsanda, styrkt ímynd og jafnvel gert fyrirtækjum auðveldara um vik að fjármagna sig. Á þriðja tug fyrirtækja og stofnana hafa nú þegar sótt um og má búast við

að fleiri bætist í hópinn innan skamms. Á næstu vikum er þess vænst að fleiri þátttakendur ljúki vottunarferlinu og sýni fram á að leiðréttingar hafi verið gerðar þar sem þeirra er þörf. Þau fyrirtæki og stofnanir sem skrá sig til þátttöku skuldbinda sig til þriggja ára í senn,“ segir enn fremur. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, og Helga Árnadóttir afhentu Parlogis vottunina við athöfn hjá fyrirtækinu. „Það hefur verið afar ánægjulegt að sjá hversu vel fyrirtæki og stofnanir taka í þetta verkefni og nú erum við að sjá hvaða áhrif það hefur og mun hafa á íslenskum vinnumarkaði á komandi árum. Stór og öflug fyrirtæki ásamt stofnunum hafa ákveðið að ganga til liðs við VR og beita sér með beinum hætti í baráttunni gegn kynbundnum launamun,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. -jh

Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, Guðný Rósa Þorvarðardóttir, forstjóri Parlogis, Íris Ósk Hjaltadóttir, launafulltrúi Parlogis, Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri VR, og Jóhann Ingi Kristjánsson, stjórnarformaður Parlogis.

 samkePPnismál meint samráð bankanna við innheimtu milligJalda

Sífellt þróaðri aðferðir tölvuþrjóta Tölvuárásir á notendur Twitter sýna að tölvuþrjótar beita sífellt þróaðri og flóknari aðferðum, ekki síst gegn fyrirtækjum, en um slíkt var meðal annars fjallað á öryggisráðstefnu Nýherja og IBM, Viðbúnaðarstig RAUTT, síðastliðinn miðvikudag. Þar fóru öryggissérfræðingar frá IBM og SecureDevice yfir öryggismál upplýsingakerfa, allt frá eftirliti yfir í fyrirbyggjandi öryggisráðstafanir og lausnir Ert þú með allt undir kontról? Svo spyr Nýherji sem efndi til ráðstefnu um sem stöðva ógnir á netinu, hvort heldur öryggismál upplýsingakerfa. Mynd / þær birtast í snjalltækjum, fartölvum eða Síða Nýherja tölvukerfum fyrirtækja. „Tölvuveiran TorRAT,“ segir á síðu Nýherja, „hefur að undanförnu valdið usla meðal Twitter notenda í Hollandi, en óværan kemst yfir Twitter aðgang notenda í gegnum sýkt tæki og sendir út skilaboð frá notendum sem getur haft áhrif á hvers konar markaði og iðnað, að sögn öryggisfyrirtækisins Trusteer. Sprenging í vexti stafrænna gagna og kröfur um að hægt sé að nálgast gögn hvar og hvenær sem er veldur fyrirtækjum vaxandi áhyggjum og auknum kostnaði. Á sama tíma gera tölvuárásir fyrirtækjum erfiðara um vik um að geyma gögn í öruggu skjóli frá óprúttnum aðilum og að halda uppi eðlilegri starfsemi.“ - jh

Bankarnir til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu Kortaþjónustan hefur kært stóru viðskiptabankana á Íslandi fyrir aðkomu þeirra að samráðsmálum á undanförnum árum. Samkeppniseftirlitið rannsakar hvort bankar hafi veitt Borgun og Valitor betri kjör en Kortaþjónustunni á svokölluðum milligjöldum, sem eru þau gjöld sem færsluhirðar greiða til bankanna.

Stykkishólmur Gæðagisting

Gæðagisting í Stykkishólmi.

Dags, -helgar og vikugisting í vor, - vikugisting (lágmark) í júni / júlí / ágúst / september.

Jóhannes Ingi Kolbeinsson er framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar en fyrirtækið hefur kært bankana til Samkeppniseftirlitsins vegna meints samráðs og samkappnishamlandi aðgerða gegn keppinautum á sviði færsluhirðingar. Mynd/Hari

v

Gistrými fyrir allt að 7 manns. Öll nútíma þægindi og heitur pottur. Frábær staðsetning. Göngufæri í sund. Veitingarstaðir á heimsmælikvarða - FRÍTT GOLF-

www.orlofsibudir.is

s. 861 3123

Bernaisesósa

Ora grillsósur fást í næstu verslun!

Sá sem verður fyrir alvarlegum brotum situr eftir jafn snauður og áður eftir að gerandinn hefur verið sektaður. Þetta eru allt fyrirtæki sem brjóta af sér svo það er aldrei neinn persónulega ábyrgur.

ið teljum að allir stóru bankarnir hafi haft samráð um að veita Borgun og Valitor ívilnandi kjör og aðstæður á kortamarkaði og sendum Samkeppniseftirlitinu kvörtun vegna þess árið 2009. Bankarnir sem gefa út greiðslukortin höfðu þá, að okkar mati, mismunað færsluhirðum með því að innheimta lægri milligjöld af Borgun og Valitor,“ segir Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Færsluhirðar eru þeir sem gera upp kortafærslur fyrir söluaðila og fá greidda þóknun og hluti af henni eru milligjöld sem eru svo greidd til bankans. Að mati Jóhannesar hefur þetta meinta samráð bankanna valdið því að Kortaþjónustan hafi ekki sömu möguleika á markaði og aðrir auk þess að skapa skekkju á markaðnum. Samkvæmt upplýsingum Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, er rannsókn málsins vel á veg komin en óljóst er hvenær henni lýkur.

Aðgerðir gegn Kortaþjónustunni

Fyrirtækið Kortaþjónustan var stofnað árið 2002 og telur Jóhannes að bankarnir hafi haft samráð um það frá upphafi að fæla viðskiptavini frá fyrirtækinu. „Sem eitt dæmi um aðgerðir bankanna má nefna að ef verslanir voru í samstarfi við Kortaþjónustuna birtist tilvísunin „erlend viðskipti“ á yfirliti reikningseigenda. Slíkt veldur að sjálfsögðu ruglingi og notuðu bankanir þetta til að fæla fyrirtæki frá því að vera í viðskiptum við Kortaþjónustuna. Við sendum inn kvörtun vegna þessa árið 2009 og hálfu ári síðar

hættu allir bankarnir þessu svo þeir voru mjög í takt í þessu máli,“ segir Jóhannes.

Skaðabætur vegna fyrri dóma

Valitor féllst á greiðslu stjórnvaldssektar að upphæð 385 milljónir króna árið 2007 vegna víðtækra brota á samkeppnislögum sem beindust gegn Kortaþjónustunni. Í apríl síðastliðnum var fyrirtækið Valitor svo dæmt til að greiða 500 milljónir vegna misnotkunar á ráðandi stöðu en það er hæsta sekt sem fyrirtæki hefur verið krafið um á Íslandi vegna samkeppnislagabrota. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið brotið gegn Kortaþjónustunni hefur fyrirtækið ekki fengið greiddar skaðabætur en hefur nú höfðað einkamál gegn Valitor, Borgun og Greiðsluveitunni vegna kortasamráðsmálsins frá 2007. „Sá sem verður fyrir alvarlegum brotum situr eftir jafn snauður og áður eftir að gerandinn hefur verið sektaður. Þetta eru allt fyrirtæki sem brjóta af sér svo það er aldrei neinn persónulega ábyrgur,“ segir Jóhannes og leggur áherslu á að mikilvægt sé að endurskoða samkeppnislög svo hægt verði að draga einstaklinga til ábyrgðar fyrir brot. „Um leið og einhver finnur þetta á eigin skinni og þarf að borga eða afplána fangelsisvist þá fer fólk að hugsa sig um. Eins og staðan er núna borgar sig að brjóta samkeppnislög. Það versta sem gæti gerst er að þurfa að greiða sekt.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is


Svo létt á brauðið

ENNEMM / SÍA / NM57655


8

fréttir

Helgin 10.-12. maí 2013

 Hagsæld samr áðsVettVangur leitar nýrr a leiða

Skólakerfið þarf róttækan uppskurð Pétur Gunnarsson petur@ frettatiminn.is

Stórfelld endurskoðun á skólakerfinu hér á landi er boðuð í tillögum til samráðsvettvangs sem skoðar leiðir til þess að auka hagsæld Íslendinga fram til ársins 2030. Lögð er áhersla á að stytta nám í grunnskóla og framhaldsskóla um samtals tvö ár og draga þannig að miklu leyti úr miklu brottfalli íslenskra framhaldsskólanema. Fækka þurfi skólum og stækka þá. Íslendingar eru tveimur árum eldri þegar þeir ljúka framhaldsskóla en aðrir Evrópubúar og íslenskir háskólastúdentar eru að meðaltali fimm árum eldri en stúdentar í Evrópu.

ty Uni

3DT

æk

Vefsmíði

nis

FJÖLBREYTT OG SKEMMTILEG NÁMSKEIÐ FYRIR 7–16 ÁRA

r

telp

itun

r for

ja

leik

vu Töl

Tölvutæting u

ur

raft c e in

M

rritun

fo iPad

skema.is

Aðgát skal höfð í nærveru sólar Örráðstefna í samstarfi við Krabbameinsfélag Reykjavíkur

fimmtudaginn 16. maí frá kl. 16:30-18:00

16:30-16:40

Ráðstefnan sett Guðlaug B. Guðjónsdóttir framkvæmdarstjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur

16:40-16:55

Forvarnir og húðkrabbamein Dr. Bárður Sigurgeirsson húðsjúkdómalæknir

16:55-17:10

Meðferð sortumeina Gunnar Bjarni Ragnarsson krabbameinslæknir

17:10-17:25

Faraldsfræði sortumeina á Íslandi Laufey Tryggvadóttir framkvæmdarstjóri Krabbameinsskrár

17:25–17:40

Saga aðstandanda Vala Smáradóttir aðstandandi

17:40-18:00

Umræður og ráðstefnu slitið

V

ilji Íslendingar stefna að því að auka hagvöxt þannig að þjóðin komist á ný í hóp þeirra þjóða sem búa við bestu lífskjör er eitt af því sem þarf að gera að ráðast í stórfellda endurskoðun á skólakerfinu. Þetta kemur fram tillögum sem verkefnastjórn Samráðsvettvangs um aukna hagsæld hefur kynnt en samráðsvettvangurinn er skipaður helstu stjórnmálaleiðtogum og forsvarsmönnum atvinnulífsins og var settur á laggirnar í janúar á þessu ári. Þessi samráðsvettvangur lítur fram til ársins 2030 og settur þau metnaðarfullu markmið að meðalhagvöxtur nemi 3,5% á ári fram til þess tíma. Takist það ætti Ísland að færast upp í 4. sæti í samanburði OECD ríkja hvað varðar verga landsframleiðslu á mann árið 2030. Miðað við óbreytta spá OECD yrðum við í 15. sæti listans. Ríki hins vegar stöðnun færum við niður í 28. sæti, langt undir meðaltal OECD og í félagsskap þjóða eins og Grikkja, Ítala, Pólverja og Ungverja. Starf samráðsvettvangsins byggist á grunni frægrar skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið McKinsey vann fyrir íslensk stjórnvöld á síðasta ári. Í tillögunum sem samráðsvettvangurinn hefur til umfjöllunar er fjallað um flesta þætti atvinnu- og efnahagslífsins en við látum hér nægja að staldra við það sem segir um skólakerfið.

Há framlög til grunnskólastigsins fara að hluta til í það að fjármagna óhagkvæmar rekstrareiningar, bæði á grunn- og framhaldsskólastigi. Lagt er til að framhaldsskólum verði fækkað úr 33 í 8. Af 173 grunnskólum hér á landi eru 56 skólar með færri en 100 nemendur. Laun grunnskólakennara á Íslandi eru hins vegar 26% lægri en meðallaun grunnskólakennara á Norðurlöndunum. „Fámennir skólar eru óhagkvæmir í rekstri og auka þörf fyrir önnur störf en kennslustörf,“ segir í greinargerðinni. Íslenskir kennarar nýti hlutfallslega lítinn hluta af vinnutíma sínum í kennslu sem dragi úr framleiðni þeirra og geri að verkum að erfitt er að hækka laun kennara. Á Íslandi fer um 34% af vinnutíma kennara í kennslu, í Danmörku er þetta hlutfall 39% en 44% í Noregi. Meðaltalið innan OECD er 51%. Skýrsluhöfundar telja að auka megi framleiðni grunn- og framhaldsskólastigsins um fjórðung með nokkrum aðgerðum. Þar er efst á blaði að stækka grunnskólaeiningarnar. Ávinninginn af því að auka kennsluhlutfall kennara og fjölga í bekkjum eigi síðan að nýta að fullu til að hækka laun kennara.

Miklir peningar, lítill árangur

Kennarar hafi B.Sc í sérgrein

Framlög Íslendinga til menntamála teljast há í alþjóðlegum samanburði. Norðurlöndin nota að meðaltali 6,8% af sinni landsframleiðslu í menntamál en hér á landi eru framlögin 8,1% af VLF, vergri landsframleiðslu. Þegar kemur að því að mæla árangurinn stöndum við hins vegar halloka gagnvart nágrannalöndunum. Sú ályktun byggist annars vegar á því að aðeins 44% af þeim sem hefja nám í framhaldsskóla á Íslandi ná að ljúka fjögurra ára námi og útskrifast. Á Norðurlöndunum er meðaltalið 65% af hverjum árangri. Hinn mælikvarðinn sem byggt er á er sá að námsárangur íslenskra grunnskólanemenda er lægri en meðaltalsárangur Norðurlandanna í svonefndum PISA-greinum. Í tillögunum segir að bestu tækifærin til þess að ná aukinni framleiðni og auknum árangri séu á grunnskólastiginu. Íslendingar nota meira fé til grunnskólans en hin Norðurlöndin – framlög okkar eru 22% yfir meðaltali Norðurlandanna.

Hins vegar eru framlögin til framhaldsskóla og háskóla lægri hér en meðal Norðurlandanna.

Litlar og óhagkvæmar einingar

Þá segir að efla þurfi og auka áherslu á gæði menntunar, einkum á sviði raungreina og nýsköpunar. Meðal annars eigi kennarar í grunnskólum að hafa B.Sc. gráðu í sérgreinum. Einnig þurfi að fjölga kennslustundum í raungreinum og nýta helming allra kennslustunda í raungreinar og lestur líkt og Finnar gera en nú fara 39% kennslustunda í þessar greinar. Þá þurfi að koma á fót árangursmati í kennslu, endurvekja samræmd próf og auka samkeppni milli skóla. Eins er talið brýnt að stytta námstíma, bæði í grunnskólum og framhaldsskólum. Lagt er til að nám á hvoru skólastigi verði stytt um eitt ár. Fyrirkomulagið hér á landi byggist á því að íslenskir nemendur útskrifist tveimur árum seinna úr framhaldsskóla en jafningjar þeirra í Evrópu. Hér útskrifast fólk venjulega 20 ára úr framhaldsskóla en 18 ára í Evrópu. Einnig er brottafall úr framhaldsskóla mun meira hér en í öðrum löndum. Um 30% Íslendinga ljúka

Lágt hlutfall kennslutíma kennara hérlendis dregur úr framleiðni þeirra og gerir launahækkanir erfiðari

Hlutfall vinnutíma kennara sem fer í kennslu

Laun kennara í þús. bandaríkjadollara

-26% 51%

Allir velkomnir - ókeypis aðgangur Fundarstjóri: Helga Möller, söngkona og kylfingur

44%

25 39%

34%

43 29 29 33

Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8, 105 Rvk., 540 1900, www.krabb.is

Ø 34

ekki neinu námi í framhaldsskóla. 60% af brottfallinu á sér stað á fjórða námsári. Hjá háskólanemum verður hins vegar mestallt brottfallið í upphafi námsins. Íslendingar eru almennt mun lengur í háskólanámi en ungt fólk í Evrópu. Meðalaldur íslenskra háskólastúdenta er 28 ár en í Evrópu er meðalaldurinn 23 ár.

Íslendingar útskrifist 18 ára úr framhaldsskóla

Í greinargerðinni segir að mikill ávinningur væri af því að íslenskir nemendur útskrifuðust á sama tíma úr framhaldsskóla og jafnaldrar þeirra í nágrannalöndunum. Með því að stytta grunnskólann um eitt ár og framhaldsskólann um eitt ár mætti uppskera margvíslegan ábata. Talið er að með styttingu námstímans mætti lækka brottfall úr framhaldsskólum um allt að 60%, og auka þannig menntunarstig sem mundi skila sér í því að fleiri nemendur hefji háskólanám. Nái breytingin fram að ganga mundi landsframleiðsla aukast um það bil 3-5% vegna þess að tveir árgangar bætist við vinnumarkaðinn fyrr en ella. Í tillögunum er líka rætt um málefni háskólanna og athygli beint að mikilvægi þess að fjölga þeim sem útskrifast úr námi í raungreinum og verkfræði á háskólastigi. Hlutfall þeirra er lægst á Íslandi af Norðurlöndunum. Hins vegar ljúka um 40% allra þeirra sem útskrifast úr háskóla hér á landi námi í lögfræði, viðskiptafræði og félagsvísindum og er það langtum hærra hlutfall en á öðrum Norðurlöndum. Þetta bil hefur farið vaxandi og hlutfall raungreina lækkandi undanfarin ár en á sama tíma hefur lögfræðingum, viðskiptafræðingum og félagsvísindafólki fjölgað mikið í samræmi við aukið framboð á slíku námi í nýlegum háskólum.

Of margir háskólar og rannsóknarstofnanir

„Skortur á raunvísinda-og tæknimenntuðu fólki er helsti þröskuldurinn í vegi aukins hagvaxtar á komandi árum,“ segir í greinargerðinni. „Fjölga þarf einstaklingum sem velja raunvísinda- og tæknimenntun um að lágmarki 82% næstu árin eða úr 1100 í 2000 manns til að mæta þörf íslensks atvinnulífs.“ Vakin er athygli á því að framlög ríkisins til rannsókna og þróunar séu illa nýtt á Íslandi og að þar sé fimmtán milljörðum króna dreift á milli sjö háskóla, 14 opinberra rannsóknarstofnana og 190 þekkingarsetra. Mikill fjöldi og takmörkuð samvinna mennta- og rannsóknarstofnana dragi úr slagkrafti rannsóknarstarfsins og það missi marks vegna þess hve framlögin dreifist á marga aðila. Ekki eru settar fram jafnmarkvissar tillögur um aðgerðir í málefnum háskóla og annarra skólastiga en hins vegar er bent á að á árinu 2007 hafi Danir náð miklum ávinningi fram með því að fækka háskólum þar í landi úr 12 í átta og sameina níu af fjórtán rannsóknarstofnunum undir háskólastofnanir. „Við leggjum til samþættingu háskóla og rannsóknastofnana sem byggja á sömu áherslum,“ segir í tillögunum.



10

viðskipti

Helgin 10.-12. maí 2013

 FeRðamanna ævintýRi apRíl enn einn metmánuðuRinn

Erlendir ferðamenn streyma til landsins utan háannar

Nýliðinn aprílmánuður sló enn eitt metið í komu erlendra ferðamanna hingað til lands.

Alls fóru 45.800 erlendir gestir frá landinu um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í apríl, 8.100 fleiri en þeir voru í apríl í fyrra. Fjölgunin á milli ára nemur rúmlega 21 prósent. Ferðamannaævintýrið heldur áfram því um er að ræða fjölmennasta aprílmánuð frá upphafi hvað erlenda ferðamenn varðar. Met er slegið mánuð eftir mánuð. Brottfarir erlendra ferðamanna voru 167.900 á fyrsta þriðjungi ársins, samanborið við 125.300 á sama tímabili í fyrra – sem var algert metár. Jafngildir þetta 34% aukningu, að því er fram kemur í tölum Ferða-

málastofu Íslands. Umtalsverður árangur hefur því náðist í að laða fleiri ferðamenn hingað til lands utan háannar að sumri til. Heldur færri Íslendingar héldu utan í apríl en í sama mánuði í fyrra, 28.100 en 28.900 á sama tíma í fyrra. Nemur fækkunin á milli ára tæplega 3%. Alls héldu 99.600 Íslendingar utan fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við 100.000 á sama tíma. Lítilsháttar fækkun hefur því orðið milli ára. Greining Íslandsbanka telur þó líklegt að þróunin á brottförum Íslendinga taki aðra stefnu á næstu mánuðum þannig

að það fari að fjölga í hópi þeirra Íslendinga sem leggja land undir fót. „Hér spilar eðlilega sú mikla styrking sem orðið hefur á gengi krónunnar, og þá að sama skapi kaupmætti landans á erlendri grundu, stóra rullu,“ segir Greiningin. „Líklega hefur áhrifa af þessu byrjað að gæta í mælingu Capacent Gallup í mars sl. á því hversu líklegir Íslendingar eru til þess að ferðast til útlanda á næstu 12 mánuðum. Sú vísitala hækkaði þá um tæp 17 stig frá síðustu mælingu sem framkvæmd var í desember sl. Mældist vísitalan 137 stig í mars, sem

er næsthæsta gildi hennar á eftirhrunsárunum. Töldu rúmlega 60% svarenda það mjög eða frekar líklegt að þeir myndu halda [utan] á næstu 12 mánuðum, en rúmlega 29% frekar eða mjög ólíklegt. Ef marka má þessa niðurstöðu virðist ferðagleði landans hafa aukist að nýju, og eru landsmenn nokkuð líklegri nú að láta undan útþrá sinni næsta árið en þeir hafa að jafnaði gert á síðustu misserum.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is

 GenGi KRónan styRKtist um 5,3 pRósent í apRíl

Raungengi krónunnar ekki verið hærra frá hruni Hækkandi raungengi getur verið tvíbent sverð fyrir íslenskt hagkerfi um þessar mundir að mati Greiningar Íslandsbanka.

R

aungengi íslensku krónunnar hækkaði um 5,3 prósent í apríl frá fyrri mánuði á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Það er þriðji mánuðurinn í röð sem raungengi krónunnar þróast í þessa átt og stendur það nú í 81 stigi, sem er hæsta gildi þess frá því í september árið 2008. „Þessa miklu hækkun á raungenginu nú má nánast að öllu leyti rekja til hækkunar á nafngengi krónunnar um 5,2% á milli mars og apríl miðað við vísitölu meðalgengis. Líkt og búast mátti við þá voru verðlagsáhrifin lítil, enda hækkaði vísitala neysluverðs um 0,2% á milli mars og apríl sem svipar til þeirrar verðlagsbreytingar sem er að jafnaði í okkar helstu viðskiptalöndum,“ segir Greining Íslandsbanka í mati sínu á raungengi krónunnar miðað við þau gögn sem Seðlabanki Íslands birti fyrr í vikunni. „Hækkandi raungengi getur verið nokkuð tvíbent sverð fyrir íslenskt hagkerfi um þessar mundir,“ segir enn fremur. „Þörf er á verulegum afgangi af vöru- og þjónustujöfnuði til að afla gjaldeyris til greiðslu vaxta og afborgana af erlendum skuldum. Hærra raungengi rýrir samkeppnisstöðu útflutningsgreina og eykur innflutta neyslu, hvort sem er í formi utan-

landsferða eða meiri kaupa á innfluttum varningi. Ef raungengi hækkar verulega til viðbótar gætu þessi áhrif farið að segja til sín í minni afgangi af utanríkisviðskiptum, sem svo aftur leiðir á endanum til gjaldeyrisútflæðis og veikari krónu. Sígandi lukka er því best í þessum efnum, frekar en raungengið styrkist hratt á meðan enn eru gjaldeyrishöft og ekki hefur verið rekið smiðshöggið á uppgjör þrotabúa gömlu bankanna, endurfjármögnun skuldabréfa Landsbankans og fleiri mál sem talin eru forsenda þess að hægt sé að aflétta höftunum.“ Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands fyrir apríl 2013 var útflutningur 51,8 milljarðar króna og innflutningur 46,7 milljarðar króna. Vöruskiptin í apríl voru því hagstæð um 5,1 milljarð króna. Vöruútflutningur í apríl var í grófum dráttum í takti við síðustu mánuði. Verð helstu útflutningsafurða landsins, sjávarafurða og áls, hefur átt undir högg að sækja á alþjóðamörkuðum, en útflutningur sjávarafurða hefur aukist nokkuð vegna aukinna aflaheimilda. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is

Þörf er á verulegum afgangi af vöru- og þjónustujöfnuði til að afla gjaldeyris til greiðslu vaxta og afborgana af erlendum skuldum.

Hækkun raungengis krónunnar gæti farið að segja til sín í minni afgangi af utanríkisviðskiptum, sem svo aftur leiðir á endanum til gjaldeyrisútflæðis og veikari krónu.

2,5

Fastir vextir á innlánsreikningum Verðtryggðir

Óverðtryggðir

innlánsvextir m.v. 36 mánaða bindingu

innlánsvextir m.v. 36 mánaða bindingu

6,3

Verðtryggðir innlánsreikningar með föstum vöxtum

Óverðtryggðir innlánsreikningar með föstum vöxtum

36 mánuðir 2,5% 60 mánuðir 2,75%

3 mánuðir 4,8% 12 mánuðir 5,2% 36 mánuðir 6,3% 6 mánuðir 5,0% 24 mánuðir 5,4% 60 mánuðir 6,4%

Við bjóðum ölbreytt úrval innlánsreikninga með föstum vöxtum. Hafðu samband og kynntu þér málið.

Ármúli 13a / Borgartún 26 / 540 3200 / www.mp.is

Miðað við útgefna vaxtatöflu MP banka 11. apríl 2013.

NÝJUNG Í LANDSLAGINU


K VÖ LD! ÍSLENSKA SIA.IS DAS 63218 05/13

DRE GIÐ Í

FULLT SKOTT AF PENINGUM 5 milljónir króna í skottinu á tvöfaldan miða

eða 10 milljónir í peningum.

SEX VW BJALLA! Sex sinnum á happdrættisárinu verður dregin út Volkswagen Bjalla, sportlegur lúxusbíll, 5 milljóna virði.

MILLJÓNAVINNINGAR 7x6 milljónir og 39x4 milljónir Fjórtán 3 milljóna króna og sjötíu og átta 2 milljóna króna vinningar á einfaldan miða.

Alls er dregið um 50 þúsund vinninga á árinu. Leggjum okkar af mörkum og búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. Happdrætti DAS hefur tekið þátt í því verkefni í 59 ár.

Miðaverð 1.300 kr. á mán. fyrir einfaldan miða.

Kauptu miða á www.das.is eða í síma 561 7757.

ST YR KT U M ÁL EF NI AL DR AÐRA


12

fréttaskýring

Helgin 10.-12. maí 2013

Að snerta fólk eða snerta það ekki Hallgrímur Óskarsson verkfræðingur hefur í tíu ár veitt fyrirtækjum ráðgjöf í ímyndarmálum og hefur meðal annars komið að ímyndauppbyggingu íslenskra fjármálafyrirtækja eftir hrunið. Hann fylgdist með Alþingiskosningunum frá sjónarhóli ímyndarfræðanna, kortlagði ímynd stjórnmálaforingjanna og sagði Fréttatímanum frá því hvað það var sem sigurvegararnir gerðu rétt og hvað brást hjá þeim sem urðu undir í kosningabaráttunni.

H

vissu að Framsókn ætlar að lækka skuldirnar og það var snjallt hvernig Framsókn rammaði skilaboðin inn með því að skapa þessa andstæðu póla, heimilin og hrægammana. Þetta talaði líka vel inn í tíðarandann. Núna eru þeir tímar að vestræn þjóðfélög eru mjög markaðsdrifin og umhverfið hvetur einstaklingana til að spyrja sig: hvað er ég að fá út úr þessu? Allir vita hins vegar hvað loforð Framsóknar um 20% lækkun skulda þýðir. Fólk skildi hins vegar ekkert í því hvað Samfylkingin átti við með því að tala um hluti eins og „efnahagslegan stöðugleika” og „heilbrigða for-

gangsröðun” - sem er eitthvað óáþreifanlegt og eitthvað handan við daglegan veruleika. Þetta er í hnotskurn munurinn á því að snerta fólk og snerta það ekki. Framsóknarflokknum tókst það en Samfylkingunni ekki.“ Hallgrímur er líka búinn að skilgreina ímynd leiðtoga allra flokkanna og hvað heppnaðist og hvað heppnaðist ekki eins vel í baráttu þeirra. Hann fór yfir ímynd leiðtoganna í stafrófsröð eins og nú er í tísku. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is

Birgitta Jónsdóttir

„Það má segja að það sé grunnregla ef stjórnmálaleiðtogi eða fyrirtæki þarf að ná til almennings að tala ekki í staðreyndum heldur gildum sem fólk tengir við. Samt var eins og Árni Páll forðaðist þetta. Hann talaði að mestu leyti í hugmyndum, stefnum og hugtökum sem fólk náði illa að tengja sig við. Eftir að hann tók við sem formaður tók hann af skarið í stjórnarskrármálinu og margir upplifðu þær aðgerðir á neikvæðan hátt og vildu heyra hvaða rök hann hefði en það tókst ekki að koma þeim í gegn. Dagana eftir þá ákvörðun hélt hann hins vegar fundi um allt önnur mál. Það er mikilvægt að mæta almenningi þar sem hann er staddur í huganum og tala um þau mál sem brenna á almenningi. En Árni Páll reyndi að nálgast umræðuna á annan hátt. Hann notaði tæknileg frekar en almenn orð, talaði mikið um “efnahagslegan stöðugleika” og “heilbrigða forgangsröðun” sem er eitthvað sem fáir skilja og eru ekki orð sem fjölskyldur nota þegar þau ræða um hvort þau hafi efni á að greiða af húsinu eða önnur mál sem brenna á þeim. Það var eins og Árni Páll forðaðist að tala um gildin sem tengjast stefnu hans á því tungumáli sem fólk notar og skilur.“ Hvað gerði Árni Páll vel? „Það má færa rök fyrir því að allir geri vel, Árni Páll er viðkunnanlegur en ég held að fólk missi fókus þegar hann fer að tala. Hann er líka of langorður. Þetta snýst ekki um stefnuna heldur hitt hvernig er stefnan er römmuð inn. Hann þarf að taka alveg í gegn hvernig hann rammar inn skilaboðin þannig að fólk skilji þau. Það kristallast í því sem Mörður Árnason sagði eftir kosningar: „Mig mundi reka í vörðurnar ef einhver spyrði snögglega um meginskilaboð flokksins í kosningunum.“ Og Mörður var þingmaður flokksins.“

„Smám saman varð Birgitta óumdeilanlegur leiðtogi Pírata og sannfærandi leiðtogi fyrir afl sem er sannarlega með ný gildi. Það var aðalkostur Pírata að þau náðu að fá fólk til að trúa að þau væru nýtt afl sem vildi innleiða önnur vinnubrögð. Það kom þeim á endanum inn á þing. Eitt af því sem styrkti ímynd þeirra var vefurinn sem þau opnuðu til að sýna mætingu og atkvæðagreiðsluþátttöku þingmanna. Með þessu sýndu þau: “svona ætlum við að vinna og þetta stöndum við fyrir”. Þau tengdu sig við gildi sem mikil purn er eftir hjá ákveðnum hópi. Birgitta sjálf er trúverðugur leiðtogi jaðarhóps. Hún hefur staðið fyrir þannig gildi og ég held að margir séu ánægðir með að hún er enn inni á þingi. Það er tiltölulega auðvelt að útskýra hvers vegna þau náðu í gegn; þetta var einfalt konsept sem fólk skildi og þau gátu rekið sýnilega kosningabaráttu á netinu.”

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

13-0522

allgrímur segir að Samfylkingin og Framsókn hafi birst sem andstæðir pólar í kosningabaráttunni. Þessir tveir flokkar hafi hagað sér með mjög ólíkum hætti. „Árni Páll og Samfylkingin notuðu mörg flókin og tæknileg orð en Sigmundur Davíð notaði tungumál fólksins og mjög fá og einföld skilaboð. Það er algjört grundvallaratriði. Þótt það tryggi ekki velgengni er það nauðsynlegt skilyrði fyrir velgengni,“ segir Hallgrímur. „Það gátu allir í landinu endurtekið hvað það var sem Framsókn stóð fyrir. Unglingar jafnt og fullorðnar

Hallgrímur Óskarsson, er verkfræðingur sem vinnur við ímyndarráðgjöf og spáði mikið í ímynd flokka og leiðtoga í kosningabaráttunni.

Árni Páll Árnason

NEYÐARLÍNAN 112

NÝTT SNJALLSÍMAFORRIT EYKUR ÖRYGGI FERÐAFÓLKS


fréttaskýring 13

Helgin 10.-12. maí 2013

Bjarni Benediktsson

Guðmundur Steingrímsson

Katrín Jakobsdóttir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

„Bjarni gerði margt ágætlega í þessari kosningabaráttu, hann er frambærilegur en þarf að slípa til hvernig hann talar. Hann nær ekki alveg nógu vel til fólks en sýndi í nokkur skipti að hann getur það alveg, sérstaklega gekk honum það vel í frægu viðtali við RÚV. Þegar hann leyfir sér að vera svolítið ófullkominn þá nær hann vel til fólks og þarf að leyfa sér það oftar. Ég held að hann geti náð mjög mikilli tengingu við fólk ef hann fer að hugsa þetta markvisst. Einlægur og geislandi getur hann verið hrífandi en lengi vel í kosningabaráttunni var hann það ekki. Einlægnin er hans sterkasta vopn, jafnvel í meiri mæli en hjá öðrum. Þegar Katrín Jakobsdóttir er einlæg þá bætir hún litlu við, því menn eiga engu öðru en venjast frá henni. En Bjarni getur litið á þetta sem markvissa leið. Ástæðan fyrir því að útkoma Bjarna varð ekki betri en raun bar vitni - þetta var næstlélegasta útkoma flokksins í þingkosningum - er kannski fyrst og fremst sú að það brunnu mál úr fortíðinni á Bjarna, líkt og á Árna Páli. Fólk var hugsandi eftir landsfundinn um hluti eins og þá hvort Sálfstæðisflokkurinn ætlaði virkilega að fara að taka upp trúargildi eins og bandaríska teboðshreyfingin. Sjálfstæðismenn náðu aldrei að svara þessu. Bjarni átti að taka þessi mál upp og tala um þau opinskátt og viðurkenna umræðuna. Þegar fólk skynjar að leiðtoginn hefur styrk til að tala um vandamálin, þau pirra hann ekki og hann vill tala um þau; þann daginn byrjar leiðtogi að yfirstíga vandann og vinna ný lönd. Bjarni brást pirraður við þegar talað var um þátt sjálfstæðismanna í hruninu í stað þess að taka umræðuna og sýna fólki að flokkurinn væri að vinna fyrir almenning en ekki gamlar klíkur. Fólk skynjaði að það var eitthvað óhreint þarna og var kannski í vafa um hvort Bjarni væri að stjórna eða hvort gamlar klíkur væri að voma yfir. Það ætti að vera auðvelt fyrir hann að tala um þessi mál og viðurkenna að það eru margir gamlir kallar í Sjálfstæðisflokknum sem eru vanir að stjórna en þurfa að átta sig á að það er ný kynslóð að taka við. Almenningur gerir ekki mjög miklar kröfur til leiðtoga, þeir þurfa ekki að vera fullkomnir og krafan er ekki sú að þeir megi ekki tengjast neinu neikvæðu heldur fyrst og fremst að þeir sýni viðleitni, horfist í augu við hlutina og séu á réttri leið.“

„Ein af stóru spurningunum, sem mér finnst ósvarað, er af hverju fékk Björt framtíð svona mikið fylgi? Ég get ekki greint að það sé neitt sem tengist forsvarsmönnunum beint; það er erfitt að sjá að þeir séu persónulega með sterka ímynd sem er ástæða fyrir fylginu. Það eina sem ég get greint út frá ímyndarfræðum er að Björt framtíð var heppin með tímasetningu, kom fram þegar andúð á gömlu flokkunum var í hámarki og fólk var leitandi að nýjum valkosti og áður en flóðið af nýjum framboðum kom fram. Ég held að aðstæður og tímasetningin vegi þyngst enda kom í ljós að fylgið dalaði þegar nær leið kosningum og fram komu fleiri valkostir til þess að veita neikvæðum tilfinningum í garð flokkakerfisins farveg. Björt framtíð bætti reyndar aðeins við sig á lokasprettinum. Að hluta til held ég að þau geti þakkað Árna Páli fylgisaukningu síðustu dagana. Árni Páll náði ekki að gefa fólki nógu góða tilfinningu og það ýtti undir að kjósendur færu í auknum mæli af Samfylkingunni yfir á Bjarta framtíð.“ Hvernig leiðtogi er Guðmundur Steingrímsson? „Framan af áttuðu sig ekki allir á hvort hann væri leiðtoginn eða Heiða Kristín Helgadóttir, eða jafnvel Róbert Marshall. Það var engin hrein leiðtogaímynd. Það var fyrst síðustu tvær vikur baráttunnar sem fólk áttaði sig almennt á að Guðmundur væri leiðtoginn á landsvísu. Guðmundur er þess vegna ennþá með frekar hlutlausa ímynd, hann hvorki hrífur fólk né skapar neikvæða ímynd þegar hann talar. Hann fær prik fyrir það að hann gerði ekkert sem hafði neikvæð áhrif í kosningabaráttunni, hélt sjó og komst hjá því að gera sérstök mistök. En Guðmundur þarf sterkari ímynd, hún er ennþá stráksleg. Það er ennþá svolítið háskóla- og Röskvuyfirbragð yfir honum. Hann þarf að þroskast sem leiðtogi og fá meiri þungavikt til að fólk trúi að hann geti stýrt og stjórnað. Það er mikilvægt fyrir leiðtoga að kunna að koma fyrir sig orði, ég tala ekki um ef þeir eru hrífandi og hnyttnir. Þetta er ekki öllum gefið en það er hægt tileinka sér þetta upp að ákveðnu marki. Guðmundur hefur ákveðna forgjöf vegna pabba síns og afa sem báðir voru forsætisráðherrar. Ennþá er lítið farið að reyna á þetta. Ef Guðmundur kann að nýta sér þetta gæti það hjálpað til en því aðeins að ímyndin sé sterk að öðru leyti. En ef ímyndin er ekki í lagi gæti samanburðurinn orðið neikvæður.“

„Katrín gerði margt mjög vel. Aðalgallinn fyrir VG var sá að hún kom svo seint fram sem formaður. Hún hefur þá náðargáfu að vekja traust og góða tilfinningu. Hún hefur góða nærveru og það er gott að hlusta á hana, það geislar af henni og hún kann vel að koma fyrir sig orði, er hrífandi þegar hún talar og án þess að vera með mesta hávaðann kemur hún stundum með veigamestu setningarnar; hún kann að tala í þungavikt, það kemur ekki frá henni nein froða, hún talar og fólk hlustar og hún virkar vel á fólk langt út fyrir sinn flokk. Það vantar ennþá svolítið á hennar þungaviktarímynd en líklega fyrst og fremst hjá þeim sem eru ósamála henni. Ég hef trú á að hún geti öðlast það sem á vantar. Það eru enn á ferð gömul gildi karlrembu, sem eru sem betur fer á útleið úr samfélaginu; til marks um þau var þegar Davíð Oddsson talaði um Katrínu sem “gluggaskraut”. Ég held að það hafi alls ekki hitt í mark enda er ekkert í hennar ímynd sem tengist yfirborðsmennsku. Alveg óháð stjórnmálaskoðunum tengir fólk hana ekki við það. Ég held að fleiri og fleiri séu að uppgötva að það er jafnvel enn meira í Katrínu spunnið en menn hugðu í byrjun. Það má segja að hún hafi mesta náttúrutalentinn af stjórnmálaleiðtogunum; hún og reyndar Sigmundur Davíð.“

„Sigmundur hefur töluvert af náttúrutalent og hefur margt til brunns að bera sem leiðtogi. Hann hefur áheyrilegan talanda og er viðkunnanlegur; hefur mikla málgreind, kann að koma fyrir sig orði og halda ró sinni. Hann verður jafnvel enn rólegri þegar hann talar um erfið mál sem vekur traust. Sjónvarpsreynsla hjálpar honum áreiðanlega en þetta er samt ákveðin náðargáfa sem ekki er hægt að búa til úr engu þótt hægt sé að styrkja hana mikið. Guðmundur Steingrímsson getur til dæmis átt talsvert inni með því að bæta sig á þessu sviði. Þannig að ég tel að sá þáttur sé í góðu lagi hjá Sigmundi að flestum finnst hann aðlaðandi þótt margir hafi hlutlausari eða neikvæðari mynd gagnvart því – og ég gæti trúað að fleiri konur en karlar væru í þeim hópi. Hvað varðar það hvort hann hafi þá þungavikt sem þarf til að stýra þjóðarskútu þá tel ég að hann hafi jákvæða ímynd að því leyti og að fólk trúi að hann geti það. Hann er hins vegar óskrifað blað að því leyti og á ekki mikla inneign þannig að hann má ekki misstíga sig mig mikið án þess að ímyndin geti þróast á annan veg.“

NÝSKÖPUN EYKUR VERÐMÆTI Arion banki styður við nýsköpun í atvinnulífinu Fjölmörg fyrirtæki í viðskiptum við Arion banka hafa nýsköpun að leiðarljósi í sinni viðskiptaþróun og eru að ná eftirtektarverðum árangri.

Við bjóðum þér á námskeið Mörg framsæknustu fyrirtæki heims nota Business Model Canvas við að þróa starfsemi sína og efla nýsköpun. Við bjóðum þér á námskeið um Business Model Canvas í höfuðstöðvum Arion banka 30. maí nk. kl. 9–10.30. Skráning og nánari upplýsingar á arionbanki.is.


14

viðhorf

Helgin 10.-12. maí 2013

Mikilvægt að fylgjast með áhættuþáttum sem geta valdið eignaverðsbólu

 Vik an seM Var Tré eru ekki grjót Ég var nú ekki í bænum þegar þetta gerðist, en það er engin spurning að það þarf að grisja þetta talsvert. Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður og nágranni trjánna sem voru söguð niður við Rituhóla, sór af sér allan þátt í grisjuninni en illar tungur höfðu hvíslað því að hann hefði átt þar hlut að máli. Frá mér, um mig, til útsýnis míns Þessi tré sem voru felld núna eru mörg hver orðin þrjátíu ára. Þau voru svipt sínu dvalarlífi af örfáum íbúum og sérhagsmunum. Björn Júlíusson, umsjónarmaður Útmarka Reykjavíkurborgar, var ómyrkur í máli þegar hann ræddi ólöglegar trjáfellingar Breiðhyltinga. Vegir liggja til allra átta Einhvers staðar á leiðinni frá upphafi rannsóknar og að útgáfu ákæru urðu hinn ágæti saksóknari og heilbrigð skynsemi viðskila. Gestur Jónsson, verjandi Lýðs Guðmundssonar, sendi sérstökum saksóknara tóninn

í málflutningi Exista-málsins svokallaða fyrir héraðsdómi. Stundum meira að segja í pontu Já, alþingismenn djamma líka. Jóhanna María Sigmundsdóttir, yngsti þingmaður Íslandssögunnar, fer stundum út á lífið enda komin með aldur til þess, 21 árs gömul. Ljótt að stela frá IKEA Þetta er ógeðslegt, að notfæra sér traust annarra eins og hann gerði. Fyrrverandi unnusta meints höfuðpaurs í stóra IKEAmálinu sagði DV frá því hvernig hennar fyrrverandi notaði hana í svikamillu sinni með sænskan húsbúnað. Ég, ráðherra Já, ég geri það. Tel starfsreynslu mína nýtast vel til þess þótt ég hafi ekki þingreynslu. Umhverfissinnuðum listunnendum rann kalt vatn milli skins og hörunds þegar lögmaðurinn og nýkjörinn þingmaður, Brynjar Níelsson, gerði tilkall til ráðherraembættis.

M

Hlustið á varnaðarorðin

Margþættan lærdóm má draga af hruninu, meðal annars þann að hlusta á varnaðarorð. Það hefði betur verið gert eftir að bankarnir hófu harða samkeppni við Íbúða­ lánasjóð árið 2004 í fasteignalán­ um þegar veitt voru 90 og jafnvel 100 prósent lán til fasteigna­ kaupa. Fasteignaverðbóla fylgdi í kjölfarið þar sem nánast var slegist um hverja eign sem í boði var og verð hækkaði með ógnarhraða á til­ tölulega skömmum tíma. Svipað gilti um verð hlutabréfa, sem síðar kom í ljós Jónas Haraldsson að haldið var uppi, jonas@frettatiminn.is í sumum tilvikum að minnsta kosti, með saknæmum hætti. Bankarnir stækkuðu ört, urðu ofvaxnir ís­ lensku þjóðfélagi með alkunnum afleiðingum þar sem einstakling­ ar, fyrirtæki og samfélagið í heild sat eftir í sárum. Enn er glímt við afleiðingar alls þessa. Skuldastaða heimilanna, staða atvinnulífs og fyrirtækja og gjaldeyrishöft voru meðal þess sem hæst bar í nýafstaðinni kosn­ ingabaráttu. Þessi mál, meðal annarra, verða stórmál þeirrar ríkisstjórnar sem við tekur. Við þær aðstæður sem nú eru er því rétt að líta til þeirra varnaðar­ orða sem höfð eru uppi. Í nýrri skýrslu Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika kemur fram

að vegna gjaldeyrishaftanna og takmarkaðra fjárfestingakosta innanlands safnist sparnaður heimila og fyrirtækja upp hjá bönkunum, fjárfestingasjóðum og lífeyrissjóðum. Á þessu vekur Greiningardeild Íslandsbanka athygli í mati sínu og bendir á að þvinguðum sparnaði lífeyrissjóða­ kerfisins þurfi að finna farveg. Við þær aðstæður sem nú eru skapast, að mati greiningardeildarinnar, veruleg hætta á eignaverðhækk­ unum umfram það sem skýrist af væntri arðsemi. Slíkar innistæðu­ lausar hækkanir gangi til baka fyrr eða síðar. Í því þrönga ástandi sem er á markaði hér er einnig horft til skráðra hlutabréfa en velta á hlutabréfamarkaði hefur aukist verulega undanfarið, auk þess sem nýskráningum hefur fjölgað – sem vitaskuld er jákvætt. Hluta­ bréfavísitala Kauphallarinnar hefur hækkað um 14,4 prósent frá áramótum þótt Seðlabankinn segi að erfitt sé að leggja mat á hversu varanleg sú hækkun sé. Í skýrslu bankans er bent á að bréfakaupunum fylgi oft aukin skuldsetning. Vegna takmark­ aðrar eftirspurnar fyrirtækja eftir lánsfjármagni til fjárfestingar sé hætta á að lánastofnanir auki útlán til skuldsettra kaupa en það getur aukið kerfisáhættu, að því er fram kemur í skýrslunni. Mikilvægt er því, að því er Seðlabankinn segir, að fylgjast með þeim áhættuþátt­ um sem geta valdið eignaverðs­

Ótrúlegt, hvað litir breyta miklu. Til dæmis fyrir eldhúsið þitt. Nýja Verner Panton-hönnunarlínan fyrir Kvik eldhús. Hurðir frá 14.250,www.kvik.dk/vernerpanton

Borðplatan kostar aðeins

1,*

Kvik Reykjavík: Suðurlandsbraut 16, Sími 5880500 * Tilboðið gildir við kaup á heilli eldhúsinnréttingu til 16. júní 2013. Gildir fyrir öll plasthúðuð plötuefni í vörulista Kvik. Má ekki nýta samhliða öðrum tilboðum.

bólu. Fasteignaverð hefur verið að hækka frá árinu 2011 og velta hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 2009 eftir mikla lækkun á árunum 2008 til 2009. Þegar hugað er að því brýna verkefni að aflétta höftunum er að mörgu að hyggja, meðal annars gengi krónunnar. Raungengi hennar hækkaði um 5,3 prósent í apríl, þriðja mánuðinn í röð sem raungengi hennar þróast í þessa átt. Gildi krónunnar er nú hærra en verið hefur frá því í september 2008. Hækkandi gengi krónunnar getur hins vegar verið tvíbent sverð, eins og Greining Íslands­ banka benti á fyrr í vikunni. Þörf er á verulegum afgangi af vöru­ og þjónustujöfnuði til að afla gjaldeyr­ is til greiðslu vaxta og afborgana af erlendum skuldum. Hærra raun­ gengi rýrir samkeppnisstöðu út­ flutningsgreina og eykur innflutta neyslu. Hækki raungengi verulega til viðbótar gætu þessi áhrif farið að segja til sín í minni afgangi af utanríkisviðskiptum, sem svo aftur leiðir á endanum til gjaldeyr­ isútflæðis og veikari krónu, eins og þar kom fram. Sígandi lukka er því best í þessum efnum, segir Greiningin enn fremur, „frekar en raungengið styrkist hratt á meðan enn eru gjaldeyrishöft og ekki hef­ ur verið rekið smiðshöggið á upp­ gjör þrotabúa gömlu bankanna, endurfjármögnun skuldabréfa Landsbankans og fleiri mál sem talin eru forsenda þess að hægt sé að aflétta höftunum.“



16

viðhorf

Helgin 10.-12. maí 2013

Þú getur tekið þátt í að uppræta ofbeldi gegn konum

Hryllilegur pistill

O

kkur er eðlislægt að bægja frá okkur því sem er óþægilegt. Lífið er svo miklu einfaldara þegar við hugsum bara um það sem er gott. Ég vara þig núna við: Það verður erfitt að lesa þennan pistil. sjónarhóll Einhverjum finnst það kannski fjarstæðukennt en einmitt núna eru konur í Indlandi að reyna að finna lífsgleðina eftir að sýru var hellt yfir andlit þeirra. Sumar þeirra misstu sjón, aðrar málið. Allar eru þær svo afskræmdar að börn óttast þær, enginn vill ráða þær í vinnu og því síður giftast Erla þeim. Sumum þessara kvenna hefur tekist að finna andlegan Hlynsdóttir styrk til að vinna á sorginni erla@ og brosa á ný. Tvær íslenskar frettatiminn.is kvikmyndagerðarkonur segja frá því hér í Fréttatímanum að þær eru að vinna heimildamynd um þessar konur og hvernig þær heilluðust af gleði þeirra. Heimsbyggðin hefur beint kastljósinu að Indlandi að undanförnu í kjölfar

hrottalegrar hópnauðgunar í strætisvagni í Nýju-Delhi þar sem konan lést síðar af áverkunum. Við höfum lesið fréttir um að fjögurra ára telpu hafi verið nauðgað og henni síðan fleygt eins og hverju öðru rusli nálægt líkbrennslu. Hún dó í lok apríl. Þegar þú lest þessar línur er fimm ára stúlka á sjúkrahúsi á Indlandi eftir nauðgun. Henni var rænt og hún hafði verið pyntuð í tvo sólarhringa þegar hún fannst grátandi í læstri íbúð. Eigandi íbúðarinnar hefur verið handtekinn. Hann segist hafa flúið því hann hélt að stúlkan væri dáin. Roskin kona sem ég ræddi við um þessa hræðilegu atburði nýverið sagði að Indverjar væru algjörir villimenn.

Það væri bara greinilegt. Ég benti henni á að það væri einfaldlega þannig að þessi morð á sál og líkama rötuðu núna í fréttir í Indlandi í stað þess að vera áfram þaggaðir niður. En þeir eiga sér stað víða um heim. Því get ég lofað þér. Sautján ára stúlka fannst látin á byggingarsvæði í Jóhannesarborg fyrr á þessu ári. Nokkrir menn höfðu nauðgað henni og limlest. Suður-Ameríka er samt ekki heldur sér á báti þegar kemur að voðaverkum gegn konum. Í nýjum fréttum frá Bandaríkjum lesum við um þrjár konur sem var haldið föngnum í áratug sem kynlífsþrælum Castro-bræðranna þriggja sem eru á sexugsaldri. Ein konan eignaðist dóttur

Þegar þú lest þessar línur er fimm ára stúlka á sjúkrahúsi á Indlandi eftir nauðgun.

í ánauðinni. Litla stúlkan er sex ára gömul en lögreglan óttast að bræðurnir hafi gert konurnar oftar óléttar. Evrópa er ekki undanskilin. Við munum öll enn eftir stúlkunni sem Wolfgang Priklopil rændi tíu ára gamalli og hélt fanginni í sérútbúnum klefa í kjallara húss hans í nágrenni Vínar. „Skrímslið frá Amstetten“ var hann kallaður, Joseph Fritzl sem beitti dóttur sína kynferðisofbeldi frá því hún var ellefu ára gömul, læsti hana ofan í kjallara í á þriðja áratug og eignaðist með henni sjö börn sem sum höfðu aldrei á ævinni farið út úr kjallaranum þegar upp komst um Fritzl. Þú heldur kannski að þú getir ekki gert neitt í þessu. Kannski treystir þú þér ekki til að gera heimildamynd. Ef svo er getur þú allavega gengið í Systralag UN Women. Með því að láta upphæð að eigin vali renna til Systralagsins tekur þú þátt í að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum í víða um heim. Minna má það ekki vera.

Legugreining Betri svefn - betri heilsa Stillanleg rafmagnsrúm

20-50%

afsl. af öllum heilsurúmum Þér er boðið í

fría

Heilsurúm

legugreiningu

Rúmgott er eini aðilinn á Íslandi sem býður upp á legugreiningu. Frí legugreining

Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus), Kópavogi • sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 • www.rumgott.is


Símaskráin 2013

E N N E M M / S Í A / N M 576 6 5

Í ár er Símaskráin tileinkuð sjálfboðaliðum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem eru alltaf til taks þegar kallið kemur og vinna þrekvirki við erfiðar aðstæður.

Þjóðin þakkar fyrir sig Um allt land er fólk sem sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa komið til bjargar með ýmsu móti. Það voru því margir sem gripu tækifærið til að koma þökkum á framfæri í Símaskránni 2013. Auk þakkarorða til sjálfboðaliða finnur þú í Símaskránni sérstakan slysavarnakafla og heilræði þar sem sjónum er beint að algengum slysavöldum í daglegu lífi. Símaskráin liggur frammi á eftirtöldum stöðum Á höfuðborgarsvæðinu: • Afgreiðslustöðvar Olís og Skeljungs • Verslanir Krónunnar • Verslanir Símans, Vodafone og Tals • Skrifstofa Já, Glæsibæ, Álfheimum 74

Á landsbyggðinni: • Afgreiðslustöðvar Póstsins • Verslanir Símans og Vodafone á Akureyri

118

Já.is

Stjörnur.is

Símaskrá

Já í símann

i.ja.is


fERSKAStI nammibarinn k Fers nsk ísle r arbe jarð

tilboð

tilbúið í ofninn eða á grillið

tilboð

169kr/stk

299kr/stk

verð áður 198

verð áður 449

tilboð

25% afsláttur á kassa kleinuhringir hálflæri

jurtakryddað

1799kr/kg verð áður 2399

Nýtt!

hagkaups heilsubrauð

er ljúffengt og bragðmikið brauð með stökkri skorpu. Það inniheldur, hör-, birki-, sesam-, lúpínu- og sólkjarnafræ. Frábært í samlokuna!

349kr/pk

tilboð

30% afsláttur á kassa

kalkúnasneiðar með lemongrasi

1539kr/kg verð áður 2199

mix-Öpp gos

með ólýsanlegu sumarbragði tilboð

sesam og teryaki

2239kr/kg verð áður 3199

Gildir til 12. maí á meðan birgðir endast.

riSToranTe PIZZUR

200g

lay´s flögur

snakkið í grillveisluna

Nýtt!

30% afsláttur á kassa

Kalkúnalundir

nóa kropp

Hrein hollusta - án aukefna. MySmoothie er búinn til úr ferskum ávöxtum og berjum, enginn viðbættur sykur, án rotvarnarefna og aukefna. Gefa góða fyllingu - tilvaldir fyrir fólk á ferðinni!

ð

tilbo

ristorante pizzur

499kr/stk

nordic

Meðal hráefna í Nordic smoothie er hafþyrnir (e. sea buckthorn) sem er lítið hollt appelsíngult ber sem inniheldur mikið af vítamínum: A, B1, B2, B6, C, og önnur holl efni.


Lambalæri stutt án mjaðmabeins

1469kr/kg

ofnbakað lambalæri

verð áður 2098

með dukkah og rauðrófum fyrir 4 að hætti Rikku

1½-2 kg lambalæri 3 msk Dukkah krydd með pistasíum 2 msk hunang 2 hvítlauksrif, sneidd 3 meðalstórar rauðrófur, 2 msk fetaostur, mulinn sjávarsalt og nýmalaður pipar afhýddar og skornar í bita 1 tsk fínsöxuð fersk minta 2 msk sterkt sinnep 2 msk ólífuolía

Hitið ofninn í 170°C. Þerrið lambalærið og leggið í eldfast mót eða á ofnplötu. Stingið göt í lærið og stingið hvítlaukssneiðum í það, kryddið með salti og pipar, smyrjið með sinnepinu og þrýstið Dukkah kryddinu á það. Veltið rauðrófunum upp úr ólífuolíunni og hunanginu og kryddið

með salti og pipar. Raðið rófunum í kringum lambalærið og bakið í klukkustund og 45 mínútur eða þar til að kjarnhitinn hefur náð 70°C. Stráið fetaosti og mintu yfir rauðrófurnar áður en að rétturinn er borinn fram.

texas ering marin tilboð

tilboð

25% afsláttur á kassa

tilboð

30% afsláttur á kassa

kjúklingabringur

30% afsláttur á kassa

kjúklingaleggir

2249kr/kg

1399kr/kg

verð áður 2998

verð áður 1998

grísakótilettur kryddlegnar

1399kr/kg verð áður 1998

tilboð

tilboð

25% afsláttur á kassa lambatvírifjur

2099kr/kg verð áður 2799

25% afsláttur á kassa lærissneiðar kryddlegnar

2099kr/kg verð áður 2799

BAKAÐAR AMERÍSKAR oSTakÖkur Trio ostakökusneiðar

12 sneiðar - 4 sneiðar af hverri tegund.

Nýtt! daily Chef

New York ostakaka


20

dagbækur

Helgin 10.-12. maí 2013

„Annar dagur í brúðkaupsferð okkar Bjarna“ „Kæra dagbók. Þetta er búið að vera... Nei! Hvað geri ég? Skrifaði ég 2007? Guð blessi Ísland, hvað er ég að hugsa? Ég er ekki búinn að vera með Bjarna nema í þrjá daga og ég er farinn að halda að það sé 2007. Auðvitað er 2013.“

K

æra dagbók. Annar dagur í brúðkaupsferð okkar Bjarna. Við fórum í sumarbústað tengdapabba á Þingvöllum. Gamlir peningar. Ekkert of nýtt. Byggt í þarþarþarþarþarsíðasta góðæri. Skilaboðin: Við vorum hér löngu áður en þú skreiðst út úr torfkofanum. Það voru mistök að mæta Bjarna á hans heimavelli. Og það var eins og að hann væri að beita mig einhvers konar sálfræðihernaði. Vöfflur í gær. Pönnsur í dag. Ég réð illa við mig. Ég borðaði fimm á meðan hann slafraði sig í gegnum eina. Ég át tvær í viðbót þegar hann fór á klósettið. Setti Moggann undir diskinn með pönnsunum. Vonaði að hann tæki ekki eftir því að staflinn hafði lækkað. Ég er matargat. Ég er í stjórnarmyndunarviðræðum en er farinn að borða pönnsur í laumi. Ég gat ekki hugsað með pönnukökurnar fyrir framan mig.“ Þannig byrjaði dagbók Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrir 6. maí síðastliðinn á vef Fréttatímans, frettatiminn.is. Dagbækurnar eru færðar daglega en formaður Framsóknarflokksins stendur í stórræðum við stjórnarmyndun þessa dagana eftir kosningasigur á dögunum. Rétt er að ítreka það sem fram kemur á vefnum að það er ekki Sigmundur Davíð sjálfur sem skrifar dagbækurnar heldur eru þær spéspegill – til að gera lífið skemmtilegra. Í dagbókum undangenginnar viku mátti meðal annars lesa þetta. Þær eru í heild á frettatiminn.is:

3. maí

„Ágæta dagbók. Þetta er flókinn dagur að færa til bókar. Ef ég skil þetta rétt þá var Bjarni Ben. að fá sér kaffi þegar síminn hringdi. Og þar sem hann var með hugann við excel-skjalið sem ég sendi honum þá setti hann bollann upp að eyranu í stað símans. Og hellti yfir sig heitu kaffi. Þá hrökk hann við og rakst í kaffikönnuna svo hún féll fram af borðinu og lenti á hausnum á hundinum. Sem rak skiljanlega upp ýlfur. Bjarni reyndi þá að teygja sig í símann sem lá á borðinu (hann vildi ekki missa af símtalinu ef þetta væri ég) en hann flækti hendina í snúrunni af kaffikönnunni, sem rykktist til þegar hundurinn reyndi að hlaupa burt með kaffikönnuna fasta á milli fótanna. Síminn flaug því úr lófanum á Bjarna, í stórum boga út að vaskinum. Þar stökk hundurinn upp (hann hélt að Bjarni væri að kasta til sín bolta; enda hálf vankaður eftir að hafa fengið kaffikönnuna í hausinn) og greip símann með kjaftinum. Bjarni hafði hrasað, hann hálf lá á gólfinu og horfði á hundinn með símann í kjaftinum og sá að hundurinn hafði gripið símann akkúrat þannig að ein tönnin hafnaði símtalinu. Það sem hann vissi ekki var að það var Sigurður Ingi sem hafði hringt. Hann hafði misskilið Guðna og haldið að ég væri á fundi með Bjarna og var eitthvað voðalega stressaður yfir að vera að missa af öllu. Hann hringdi í mig en ég svaraði ekki. Var upptekinn við annað. Svo hann greip til þess ráðs að hringja í Bjarna. Og hann var hálf móðgaður yfir að Bjarni skyldi skella á sig. En þá gerðist nokkuð undarlegt. Hundurinn hafði bitið símann þannig að hann hafnaði ekki bara símtalinu heldur sendi síminn þau skilaboð til Sigurðar Inga að Bjarni gæti ekki tekið símtalið vegna þess að hann væri á fundi. En hann myndi hringja síðar. Þetta var einhver svona automatísk stilling hjá Bjarna. Sigurður lagði því sama tvo og tvo og taldi víst að Bjarni væri á fundi með mér. Jafnvel formlegum fundi. Hann hafði ekki hugmynd um að hann var í raun í óformlegu spjalli við hundinn hans Bjarna. Bjarni hafði aftur á móti ekki hugmynd um við hvern hundurinn hafði verið að tala...“

4. maí

„Kæra dagbók. Það hvolfdist aftur yfir mig í dag þessi efi. Hvers vegna ætti ég að vilja verða forsætisráðherra. Á Íslandi. 2013. Er þetta ekki mesta skítadjobb í heimi? Hvað heitir grey maðurinn sem er forsætisráðherra á Kýpur? Hver veit það? Ég efast

Vöfflur í gær. Pönnsur í dag.

um að hann viti það sjálfur. Þegar ég vaknaði í morgun var sú hugsun í höfðinu á mér að gera samning við Bjarna. Um að við gerðum okkur upp persónulegan ágreining. Svo mikinn að við gætum ekki setið saman í ríkisstjórn. Við myndum þá gera einhvern annan að forsætisráðherra. Bjarni hefði örugglega gaman af því að sjá Hönnu Birnu brenna í þessu djobbi. Ég hef engan sem ég þarf að losna við. Ekki eftir að Gummi Steingríms fór. Gamla liðið var allt farið áður en ég kom. Núna er það byrjað að skríða upp úr gröfum sínum. Finnur lykt af kjötkötlunum. Ég er ekki viss um að það sé skemmtilegt að vera ráðherra. Þurfa þeir ekki að mæta á hverjum degi í vinnuna? Og helst að stimpla sig fyrstir inn. Ég hef aldrei verið góður í því. Þess vegna entist ég þessi fjögur ár í þinginu. Ég þurfti ekki að mæta nema mig langaði sérstaklega til þess. Eins og í Oxford. Ég hef líka aldrei verið fjögur ár í sama djobbinu. Hvernig á ég að geta tollað í starfi forsætisráðherra í fjögur ár? 2017. Það er rosalega langt þangað til. Miðað við breytingarnar á mínu lífi síðustu fimm ár gæti ég verið orðinn krónersöngvari í Las Vegas eftir önnur fimm ár. Ég sé mig ekki alveg fyrir mér að vera enn að glíma við skuldavanda heimilanna 2017. Og það skuldavanda annars fólks. Það eru engar skuldir á mínu heimili. Ekki gera vandamál annarra að þínum vanda. Þetta sagði maður við mig fyrir löngu. En hvað er ég að gera? Borga skuldir annarra? Til hvers? Til að þurfa að mæta í vinnuna klukkan sjö alla daga næstu fjögur árin? Stýra ríkisstjórnarfundum? Fullu herbergi af hörundsáru fólki með risa egó?“..... „....Jæja, ég ætla að fara að sofa. Ég fer í sveitina með Bjarna á morgun. Fjórir karlar í bíl á leið í sumarbústað að tala um pólitík. Sorglegt. Svo sorglegt.“

5. maí

„Kæra dagbók. Þetta var langur dagur. Einn langur fundur. Um skuldir og skatta. Á leiðinni heim reyndi ég að hugsa um ímynd og stíl. Því það skiptir líka máli. Það er hægt að búa til ágætan stjórnarsáttmála, manna ríkisstjórnina sæmilegu fólki en klikka svo á PR-inu. Við verðum að klára að mynda stjórnina úti á landi. Halda fyrsta blaðamannafundinn kannski á Bifröst. Bifröst. Það er fínt nafn á ríkisstjórn, Brú frá vanda yfir í lausn. Og svo þarf ég að gera eitthvað við sjálfan mig. Það eru allir orðnir eitthvað svo mannlegir. Bjarni var einlægur. Katrín er sæt. Gummi er skemmtilegur. Birgitta er tilfinningasöm. Árni Páll er reyndar bara sleginn út af laginu. En ég er ekkert af þessu...„ „En ég er ekki nörd eins og Jón Gnarr. Jón er nörd af því hann varð fyrir einelti. Var lesblindur með athyglisbrest. Gott ef hann stamaði ekki líka. Hann er búinn að skrifa nokkrar bækur um þetta. Á meðan hann er borgarstjóri. Skrítið hvað

hann er upptekinn af sjálfum sér. Leggst í endurminningarskrif á meðan hann er í embætti. Vanalega fer fólk að lifa í fortíðinni þegar það er komið á eftirlaun. Jón hefur meiri áhuga á komast að því hvaðan hann kom en hvert borgin er að fara. Ég get ekki gert eins og Jón. Hvað á ég að gera? Tattúera á mig skjaldarmerkið á bringuna? Klæða mig eins og Valgerður Sverrisdóttir í gay-pride? Mæta sem svarthöfði við þingsetningu? Nei. En ég verð að gera eitthvað? Verst að það er ekkert að mér. Ég get ekki viðurkennt upp á mig neinn sjúkdóm. Ég er ekki einu sinni með glútein-ofnæmi.“

6. maí

„Kæra dagbók. Annar dagur í brúðkaupsferð okkar Bjarna. Við fórum í sumarbústað tengdapabba á Þingvöllum. Gamlir peningar. Ekkert of nýtt. Byggt í þarþarþarþarþarsíðasta góðæri. Skilaboðin: Við vorum hér löngu áður en þú skreiðst út úr torfkofanum. Það voru mistök að mæta Bjarna á hans heimavelli. Og það var eins og að hann væri að beita mig einhvers konar sálfræðihernaði. Vöfflur í gær. Pönnsur í dag. Ég réð illa við mig. Ég borðaði fimm á meðan hann slafraði sig í gegnum eina. Ég át tvær í viðbót þegar hann fór á klósettið. Setti Moggann undir diskinn með pönnsunum. Vonaði að hann tæki ekki eftir því að staflinn hafði lækkað. Ég er matargat. Ég er í stjórnarmyndunarviðræðum en er farinn að borða pönnsur í laumi. Ég gat ekki hugsað með pönnukökurnar fyrir framan mig. Bjarni talaði um lækkun tekjuskatts og ég velti fyrir mér hvað yrði með kaffinu á morgun. Vöfflur, pönnukökur og hvað svo? Skonsur, klattar, lummur? Með rúsínum og miklum sykri. Sætabrauðsstjórnin? Sætabrauðsdrengurinn. Hvernig fór fyrir honum? Át refurinn hann ekki á endanum? Hann þóttist ætla að ferja hann yfir ánna en gleypti hann. Sætabrauðsdrengurinn var nýbakaður og rogginn. Óreyndur og vitlaus. Ætti ég að krefjast þess að við hittumst næst hjá mér? Bústaðurinn hans pabba er bara svo ógeðslega nýríkur eitthvað...“ „Nýir peningar geta aldrei unnið gamla peninga.“

7. maí 2007

„Kæra dagbók. Þetta er búið að vera... Nei! Hvað geri ég? Skrifaði ég 2007? Guð blessi Ísland, hvað er ég að hugsa? Ég er ekki búinn að vera með Bjarna nema í þrjá daga og ég er farinn að halda að það sé 2007. Auðvitað er 2013. Sjö er happatala. 13 ekki. En þetta hefur semsagt verið erfiður dagur. Ég vaknaði þreyttur. Hitti Bjarna í hádeginu. Hann vildi fara að negla niður samkomulag um hitt og þetta. Ég held að Valhöll vilji fá eitthvað fast í hendi. Mitt lið er bara kátt með að ég sé í viðræðum. Mér líður líka betur þar. Ég fæ mig ekki til að samþykkja neitt endanlega...“

Brandenburg

VIGNIR SVERRISSON ÞRÍÞRAUT

VIÐ VEITUM ÍSLENSKU AFREKSFÓLKI VILJASTYRK viljastyrkur.is


15

20

% r u t t á l s f a

% r u t t á l s f a

Aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

Aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

Grísahnakki, úrb. sneiðar

1498 1798

Við g

kr./kg

e bafill Lam iturönd

8 9 6 3

f með

g kr./k

g

kr./k 8 9 3 4

g

rir þi

ira fy

me erum

kr./kg

Ungnauta mínútusteik

2558 3198

15

kr./kg

kr./kg

% r afsláttu

ir Bestöti í kj

Ferskir

í fiski

Bleikjuflök

1798 1998

kr./kg

kr./kg

ísleAðeins nsk k j t í k öt jö

15

tbo rði

ÍM kjúklingabringur

2099 2469

kr./kg

kr./kg

afsláttu% r

Helgartilboð! 2 0 5 1 afslát % tur

236 278

329 339

15 2 fyrir

Dala fetaostur í kryddolíu, 150 g kr./stk.

afsláttu% r

% afsláttur

kr./stk.

kr./stk.

15

kr./pk.

435 kr./pk.

kr./kg

1

Myllu orkubrauð

McCain súkkulaðikaka

698 849

kr./stk.

kr./stk.

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

kr./kg

kr./kg

348

kr./kg

kr./stk.

229 264

679 769

H&G klettasalat

Kúrbítur, grænn

Flórídana heilsusafi, 1 lítri

Avocado

Coke Light, 2 lítrar

249 299

kr./stk.

kr./stk.

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

% afsláttur


22

viðtal

Helgin 10.-12. maí 2013

Giftist uppáhalds leikaranum sínum Vera Sölvadóttir sér um kvikmyndaþáttinn Kviku og fjallar um kvikmyndir í Djöflaeyjunni í Sjónvarpinu. Hún hefur einnig látið hressilega að sér kveða í stuttmyndagerð og er um þessar mundir að leggja lokahönd á eina slíka sem hún byggir á smásögu eftir Einar Kárason. Kvikmyndir voru Veru ekki efst í huga þegar hún lauk stúdentsprófi en hún fór í nám til Frakklands þar sem hún sogaðist inn í þann heim sem hún líf hennar og störf hverfast nú um. Í febrúar giftist Vera uppáhaldsleikaranum sínum, Damon Younger, sem einnig er besti vinur hennar. Hún segist einnig með þessu hafa tryggt sér fastan leikara um aldur og ævi en hún notar eiginmanninn í allar sínar myndir og hefur lengi gert.

V

era Sölvadóttir er kvikmyndagerðarkona og söngkona í tvíeykinu BB&Blake auk þess sem hún fræðir landann um það sem efst er á baugi og áhugaverðast í kvikmyndagerð í innslögum í sjónvarpsþættinum Djöflaeyjunni og útvarpsþættinum Kviku á Rás 1. Það er því óhætt að segja að Vera lifi og hrærist í heimi kvikmyndanna en þangað villtist hún fyrir hálfgerða tilviljum að loknu stúdentsprófi. „Þegar ég var búin með MH vissi ég eiginlega ekkert hvað ég vildi gera og fór í nám til Frakklands í nám sem heitir Arts du Spectacle og þar leiddist ég út í kvikmyndagerðina. Ég ætlaði mér í fyrstu að verða leikkona en sem betur fer varð ekkert úr því vegna þess að ég er svo léleg í að leika,“ segir Vera og hlær. Leið Veru lá beint til Frakklands að loknu stúdentsprófi, ekki síst vegna þess að hún hafði búið þar á unglingsárunum, talar frönsku og komst að í náminu sem innfædd væri. „Það var nú bara saltfiski að þakka að ég bjó í Frakklandi á gelgjunni. Mamma vann við fiskútflutning og flutti með mig og systur mína í pínulítið franskt krummaskuð. Ég var vægast sagt óhress með foreldra mína að taka mig burt frá Vesturbænum á þessum árum. Mér fannst þetta glatað og var mjög reið en er mjög sátt í dag.“

Ruglað áhugapróf

Þegar Vera reyndi að átta sig á því hvað hún ætti að leggja fyrir sig mátaði hún sig við persónuleikapróf. „Þetta var eitthvert voða fínt, amerískt próf sem átti að greina hvað manni hentaði best að gera. Þetta var tímafrekt próf og heilmargar spurningar sem þurfti að svara. Svörin voru svo send til Bandaríkjanna þar sem þetta var allt reiknað út. Síðan kom niðurstaðan til baka og samkvæmt henni átti ég að verða eitthvað „paralegal“. Ég vissi ekki einu sinni hvað í ósköpunum það var og þurfti að fletta því upp og komst að því að þetta væri aðstoðarmaður lögfræðings. Ég var frekar óhress með það og velti fyrir mér af hverju ég gæti þá ekki alveg eins bara orðið lögfræðingur?“ Og laganám var ekkert sem heillaði þannig að hún fór til Frakklands þar sem kvikmyndaáhuginn heltók hana.

Líf í kvikmyndum

Vera byrjaði að gera stuttmyndir í Frakklandi og hefur haldið því áfram hér heima. Hún hefur einnig verið stundakennari í Kvikmyndaskóla Íslands og öll þekking hennar, reynsla og sambönd nýtast henni vitaskuld vel í þáttagerðinni. Hún sér um tvo af fjórum Kvikuþáttum í mánuði á móti Sigríði Pétursdóttur sem byrjaði með Kviku á sínum tíma en dvelur nú í London. „Sigga er mest með pistla frá London og ég reyni meira að tala við fólk sem er að gera eitthvað í kvikmyndum,“ segir Vera og tekur undir brandarann sem hefur gengið um árabil að Kvika sé í raun sjónvarpsþáttur í útvarpi. „Það er eitthvað til í því og kannski þykir skjóta skökku við að vera að fjalla um myndmiðil í útvarpi en það er svo mikið í kringum kvikmyndir sem hægt er að ræða um þannig að þetta er nú ekki vandamál. Á tímabili hafði ég samt á tilfinningunni að enginn væri að hlusta og ég væri að tala út í tómið en það er greinilegt að einhverjir fylgjast með. Fólk hefur meira að segja komið til mín þegar ég er í sundi og sagst hlusta á þáttinn.“ Vera segir margt líkt með kvikmyndagerðinni og útvarpinu. „Þar er maður mikið bara að moldvarpast eitthvað einn með sjálfum sér þannig að það er mjög fínt að vera aðeins í sjónvarpinu líka þar sem maður hittir fólk, skiptist á skoðunum og hugmyndum og er meira í samstarfi.“

Vera og Damon eru bestu vinir og voru því ekkert að drolla og létu pússa sig saman fjórum dögum eftir að hann bað hennar. Ljósmynd/Hari

Konur í karlaheimi

Þegar talið berst að konum og kvikmyndagerð segir Vera að vissulega sé ýmislegt að en nærtækasta dæmið er sjálfsagt að ekki tókst að fylla flokka tilnefndra leikkvenna á síðustu Edduhátíð. Augljós vísbending um að skortur sé á góðum og bitastæðum hlutverkum fyrir konur í sjónvarpi og kvikmyndum á Íslandi. En hvað er til ráða í bransa sem karlar drottna að miklu leyti yfir? „Karlar eru í miklum meirihluta þeirra sem skrifa og leikstýra og það er kannski ekki hægt að reikna með að þeir skrifi mikið af góðum hlutverkum fyrir konur. Þetta þarf þó alls ekki að þýða að við verðum að gera allt sjálfar til þess að konur fái eitthvað að gera ég held að fyrst og fremst verði

Er ekki bara góð hugmynd að giftast besta vini sínum?

samfélagið að taka einhverjum breytingum.“ Vera þykist geta greint jákvæða þróun í þessum efnum. „Þetta er ekki bara eymd og volæði og nú var til dæmis Guðrún Ragnarsdóttir að fá hæsta styrk sem veittur hefur verið hérna til kvikmyndagerðar til þess að gera mynd sem hefur vinnutitilinn Silungapollur. Þannig að það er ýmislegt jákvætt að gerast og við þurfum ekki bara að væla. En það er staðreynd að það hallar á konur í vissum störfum í stéttinni eins og leikstýrur og handritshöfunda.“ Vera leyfir sér einnig að horfa jákvætt til framtíðar íslenskrar kvikmyndagerðar. „Það hefur í það minnsta verið ákveðið að veita meira fé í þetta eftir stórfelldan niðurskurð síðustu ára eftir hrun og fólk er greinilega að fatta að kvikmyndagerð er iðnaður og getur gefið af sér.“

Notar eiginmanninn í öllum myndum

Konur verða áberandi á stutt- og heimildamyndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs Festival í Bíó Paradís og víðar en hátíðin hófst á fimmtudag og stendur til 16. maí. Stuttmyndum eftir konum verður gert hátt undir höfði auk tónlistarmyndbanda en Vera á eitt slíkt á hátíðinni. Vera er þessa dagana að undirbúa gerð dansmyndar í með Helenu Jónsdóttur, danshöfundi. „Grunnhugmyndin að baki myndinni er kenning Helenu um að allir geti dansað og Ingvar E. Sigurðsson verður eini dansarinn í henni. Kannski aðallega vegna þess að okkur finnst svo gaman að

horfa á hann dansa,“ hlær Vera. Vera er einnig að leggja lokahönd á stuttmynd sem hún byggir á smásögunni Leitin að Livingstone eftir Einar Kárason. Í sögunni leggjast feðgar í ferðalag á forláta amerískum kagga í leit að sígarettum í BSRB-verkfallinu 1984 þegar tóbak var mjög af skornum skammti. Í mynd Veru eru hins vegar tveir ungir menn í tóbaksleitinni og eiginmaður hennar, leikarinn Damon Younger, fer með hlutverk annars þeirra. „Hann er uppáhaldsleikarinn minn og leikur í öllu sem ég geri,“ segir Vera. „Hann lék meira að segja í útskriftarverkefninu mínu í Frakklandi 2006. Þótt tilhugalífið hafi verið stutt segir Vera að þau hafi ekki stofnað til hjónabandsins í neinu stundarbrjálæði enda eigi þau langa sögu. „Er ekki bara góð hugmynd að giftast besta vini sínum?“ Spyr Vera á móti og bendir á að ráðahagurinn sé mjög hentugur fyrir sig sem kvikmyndaleikstjóra. „Þetta er líka mjög praktískt vegna þess að nú er ég komin með fastan leikara fyrir lífstíð.“ Og eins og við var að búast er leikarinn, sem hlaut Edduverðlaunin fyrir magnaða túlkun sína á illmenninu Brúnó í Svartur á leik, ljúfur sem lamb þegar Vera stjórnar honum. „Hann er mjög hlýðinn á tökustað og gerir bara það sem ég segi honum, enda er ég „the boss“.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is



24

viðtal

Helgin 10.-12. maí 2013

Eignuðust nýtt líf með því að fara í meðferð Í umræðunni um áfengis- og vímuefnanotkun er oft talað um botn og gæfu þeirra sem finna hann. Sumir spyrna í hann af krafti en aðrir eru hífðir upp og leiddir áfram, skref fyrir skref. Vonin er aflið sem sameinar þá sem standa í slíkum sporum; vonin um betra líf. Um átjánhundruð manns fara árlega í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi og þeir einstaklingar eru þversniðið af þjóðfélaginu. Gríma margra fellur þegar þangað er inn komið og hjálpin er til staðar fyrir þá sem vilja þiggja hana. Olga Björt Þórðardóttir ræddi við tvo karla og eina konu sem þekkja þessi mál af eigin raun og voru reiðubúin að segja sína sögu í von um að draga úr fordómum í garð alkóhólista.

Þ

ingmaðurinn Róbert Marshall er eiginmaður og fimm barna faðir. Við mæltum okkur mót á skrifstofu hans við Austurstræti á fallegum vordegi. Æðruleysisbænin hangir innrömmuð á einum veggja skrifstofunnar. Róbert segist hafa sett hana þar og að skilaboðin eigi vel við í hverju sem hann tekur sér fyrir hendur. Þetta sé ekkert endilega einhver alkabæn. Viðmót Róberts er vinalegt og einkennist af hlýju og yfirvegun. Slíka eiginleika hefur fólk gjarnan sem líður vel í eigin skinni. Hann er búinn að vera edrú í rúm fjögur ár og hefur fengið tækifæri til þess að líta inn á við og endurskoða líf sitt. Hann segist lánsamur að eiga sinn bakgrunn tengdan alkóhólisma og vita hvert grýttur vegurinn getur leitt; hvar hörmungarsagan endar hjá flestum. Faðir hans missti tök á eigin lífi vegna sjúkdómsins og sambandið við fjölskylduna rofnaði. Róbert segir að útfærsla á sjúkdómnum sé mismunandi. „Hugmyndir okkar allra um þetta orð, alkóhólisti, litast af einhverri staðalímynd sem er að þetta sé göturóni og einhver sem er búinn að missa allt sitt, einhver sem er alltaf fullur eða breytist í skrímsli þegar hann drekkur og svo framvegis.“ Hann bætir við að vegna þessara algengu hugmynda sé svo margt fólk sem þjáist í mikilli einsemd og átti sig ekki á því að það er að glíma við sjúkdóm en ekki varanlega óhamingju. „Þess vegna er svo mikilvægt að tala um þetta. Alkóhólismi er bölvaldur og samfélagsmein sem verður ekki leyst í einsemd eða kyrrþey.“

Uppræta þarf fordóma

Róbert segir mikla fordóma ríkja gagnvart orðinu alkóhólisti. Eitthvað ógurlegt sé skrifað inn í það hugtak. Á bakvið meininguna liggi orðið fyllibytta eða eitthvað slæmt. „Meira að segja erum við alkóhólistar margir smeykir við að nota þetta orð vegna þess að við óttumst það að það setji okkur í slæmt ljós. Eitthvað sem mun bitna á okkur með einhverjum hætti.“ Hann segir að ánetjast sé gott orð sem notað sé um fíkniefni og áfengi. Að ánetjast sé dregið af því að flækjast í net; þegar fiskar festast í neti. Það sé eitthvað sem enginn ætli að gera. „Þú ferð bara einhvern veginn utan í þetta og áður en þú veist af ertu flæktur og

fastur!“ Hann segir að sem betur fer sé leið úr út netinu og gott líf. Hér á landi séum við svo heppin að hafa risastórt edrúsamfélag fólks. Mjög margir hafi kosið sér edrú lífsstíl. Ýmist með því að hafa aldrei byrjað, hafa hætt eða farið í merðferð. Bara örlítið brot af þeim fjölda hafi verið á götunni. „Þetta eru aldraðar frænkur okkar, ömmur, afar, iðnaðarmenn, lögfræðingar og verkafólk, unglingar og nánast börn,“ segir Róbert og leggur áherslu á að taka þurfi af alkóhólisma þennan slæma stimpil því um sé að ræða útbreitt vandamál sem margir glími við. „Við þurfum að uppræta fordómana í sjálfum okkur, stíga inn í þann ótta. Mjög gott líf er í boði og batinn felst í framkvæmd og viðurkenningu á vandanum og að taka þurfi á honum. Sá sem glímir við sjúkdóm verður að skilgreina sig sem sjúkling. Hann verður að segja: Ég er alkóhólisti“.

Flestir urðu frekar hissa

Eins og áður hefur komið fram náði Róbert sínum botni fyrir rúmum fjórum árum. Hann segist hafa drukkið óvenjumikið vikuna sem hann hætti. Sullað í víni nær því á hverju kvöldi. „Eftir síðasta fylleríið vaknaði ég með þá hugsun, án þess að sú hún hefði nokkurn tímann verið mótuð: Bingó! Þú ert alkóhólisti! Það er engin önnur skýring á þessu. Þess vegna ertu svona. Þú verður að hætta!“ Hann útskýrir tilfinninguna sem hann fékk sem andlega vakningu og hann hafi farið beint í að leita sér aðstoðar hjá ráðgjafa, í miðri kosningabaráttu til Alþingis árið 2009. Nokkrum mánuðum síðar fór hann í göngudeildarmeðferð hjá SÁ Á, mætti fjórum sinnum í viku og var þrjá tíma í senn við fyrirlestra og fræðslu. Spurður um viðbrögð þeirra sem þekktu hann segir Róbert flesta í kringum sig hafa orðið frekar hissa á því að hann skyldi segjast vera alkóhólisti. Þeim hafi ekki fundist hann vera það. Einnig hafi þeir verið hissa á því að hann skyldi hætta að drekka því það væri stór ákvörðun! Róbert segir Alþingi vera góðan vinnustað semhafi sýnt aðstæðunum sem hann var í fullan skilning. Þar sé góð aðstaða til íþróttaiðkunar og gott mötuneyti, sem hjálpi þegar breyta eigi um lífsstíl. Hann segir tiltölulega hátt hlutfall þingmanna hafa verið edrú á

Þingmaðurinn Róbert Marshall og rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir hættu að drekka áfengi og hafa í kjölfarið endurskoðað líf sitt. Þau eru ánægð með lífið og tilveruna í dag og vilja tala um alkóhólmismann sem sé mikið samfélagsmein. Ljósmynd/Hari

síðasta kjörtímabili, örugglega tíu til tólf prósent. Í stjórnmálum sé stundum spurt hvort fólk hafi það betra en fjórum árum áður. Það sé ótvírætt þannig hjá sér. „Lífið hefur tekið miklum breytingum til batnaðar. Samt var ég sú tegund af drykkjumanni sem fullt af fólki lítur á að stundi eðlilega drykkju í okkar samfélagi. Það er að segja að eiga alltaf bjór í ísskápnum, rauðvínsbelju í eldhúsinu og fá sé endrum og eins. Svo er lífið meira og minna farið að snúast um þetta.“ Hann segir að neysla fjórum sinnum í viku eða oftar sé dagdrykkja. Á endanum þrói fólk með sér áfengissýki.

Börn alkóhólista í hættu

Þegar umræðan fer að snúast um drykkjuvenjur og vinnustaði segir Róbert að á mörgum vinnustöðum í mörgum smærri samfélögum úti á landi og einnig í höfuðborginni sé gengið út frá því að allir drekki og að allir munu á endanum byrja að drekka; að það sé eitthvað óeðlilegt að gera það ekki. Hann segist vera dálítið upptekinn af því að landar sínir eigi að búa til samfélag þar sem hægt sé að bjóða upp á það sem raunverulegt val að vera edrú. Að ekki sé sjálfgefið að allir drekki. „Börn alkóhólista eru í mikilli hættu. Það er búið að sanna að alkóhólismi er arfgengur sjúkdómur og því þarf ekki að velta því mikið fyrir sér. Við vitum svo mörg dæmi þess að slík börn taka

mikla áhættu með því að byrja að nota áfengi,“ segir Róbert.

Vinanetið mikilvægt

Breyttum hugsunarhætti fylgir oftast lífsstílsbreyting og margir mikla fyrir sér og óttast slíka breytingu og nýtt mynstur. Róbert segir margt hafa komið á óvart fyrsta árið sem hann var edrú. Eins og til dæmis að það er fullt af fólki á árshátíðum sem ekki sé svo mjög drukkið. Í raun bara lítill hluti sem sé ofurölvi. „Ég tók ekki eftir því af því að ég var einn þeirra.“ Róbert segist hafa eignast nýja vini í gegnum það að vera edrú. Mjög mikilvægt sé að eignast net vina sem hafi svipaðar áherslur í lífinu og maður sjálfur. „Það hefur skipt mig meira máli en ég gat ímyndað mér. Ég átti töluvert af edrú vinum fyrir sem lýstu mér leiðina og þau bönd hafa styrkst.“ Hann segir vináttuna vera öðruvísi en hann átti til dæmis með þeim sem hann drakk með áður. Hann hittir þá ekki lengur að kvöldi til á bar því honum finnist það einfaldlega ekki gaman. Aftur á móti sitji hann oft lengi við í matarboðum og jafnvel þar sem vín sé haft um hönd en hann sæki ekki þangað sem fólk sé gagngert komið til þess að drekka og verða fullt. Ef það sé tilgangur samkomunnar, þá líði honum ekki vel. „Maður hafði gaman af þessu þegar maður var ungur á þjóðhátíð í Vestmanna-

eyjum. Fólk sem er hauslaust af drykkju á slíkum samkomum finnst mér ekki mjög virðulegt,“ segir Róbert og brosir kíminn. En ef það væri nú hægt að leysa drykkjuvandamál á auðveldari og einfaldari hátt? „Ef ég gæti drukkið eins og venjulegt fólk og það væri til einhver pilla, lausn eða slíkt sem yrði þess valdandi að ég gætu drukkið eðlilega, myndi ég samt ekki gera það. Mig langar ekki til þess. Það er ekkert í mér sem fær mig til þess að vilja umgangast áfengi á einhvern heilbrigðan hátt. Mér finnst það ekkert heilbrigt.“

Uppgjöf er lykillinn að bata Í hvítmáluðu bakhúsi við Framnesveg býr rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir. Húsið minnir dálítið á hana. Á því eru skellur og sprungur eftir veður og vinda og það ber einkenni langrar og merkilegrar sögu. Fyrst og fremst er það þó heillandi og vinalegt, umkringt háum trjágróðri sem minnir á afkomendur sem flust hafa að heiman en ræturnar þó nálægt svo að hægt sé fylgjast með þeim vaxa og dafna. Elísabet tekur á móti mér með skvísutagl í hárinu og segist ætla að klæða sig í hvít föt því sá litur sé góður fyrir sálina. Ég dreypi á grænu tei með drottningarhungangi á meðan og horfi í kringum mig. Litagleðin er allsráðandi þarna inni og margir persónulegir munir hanga uppi sem Framhald á næstu opnu


A S RI

Aukinn kaupmáttur !

snyrtivörur, fatnaður, skór, leikföng, búsáhöld, rúmföt, handklæði... Án virðisaukaskatts* dagana 8.-12. maí *Jafngildir 20,32% verðlækkun. að sjálfsögðu fær ríkissjóður 25,5% virðisaukaskatt af þessari sölu. verðlækkunin 20,32% er alfarið á kostnað Hagkaups. Ekki afsláttur af hjólum, hlaupahjólum, kertum, servíettum og garni.


26

viðtal

meðal annars voru keyptir í fjarlægum löndum. Á einn eldhússkápanna hafa verið krotuð persónuleg hvatningarorð til að takast á við hvern dag, einn í einu.

Missti frá sér elsta soninn

Elísabet á þrjá syni, þrjár tengdadætur og sjö ömmustelpur. Hún er afar stolt af þessu ríkidæmi og hlakkar til þess að vera viðstödd brúðkaup eins sonarins í Aðalvík í júlí. Synirnir ólust ekki allir upp hjá henni: „Ég missti frá mér elsta son minn vegna neyslu minnar og föður hans. Á þeim tíma varð ég rosalega reið út í fjölskyldu mína, félagsmálayfirvöld og þjóðfélagið. Sem alkóhólisti var ég svo frosin því það tók mig átta ár að tengjast sársaukanum við að missa frá mér barn. Ég missti af uppeldi hans.“ Hún segist ekki hafa náð sínum botni við það. „Ég ákvað að fara í meðferð fyrir tuttugu árum. Þá var ég búin að vera edrú í þrjú ár og virk í samtökum fyrir aðstandendur alkóhólista. Mér fannst ég of merkileg fyrir samtök alkóhólista og var alltaf með tiltækar skýringar á minni hegðun. Ég byrjaði að drekka í kjölfar skilnaðar og fór á karlafar og vissi ekki hvernig ég átti að nálgast karlmenn á annan hátt en að drekka. Ég varð smám saman stjórnlaus af drykkju og síðasta skiptið kom ég heim um morguninn.“ Hún segir að þá hefði fyrrverandi maðurinn hennar, faðir yngri sonanna, hringt til að koma með þá til hennar en hún hefði ekki getað tekið á móti þeim vegna þess að hún var svo drukkin. „Þetta varð áfall fyrir mig því ég þóttist viss um að hann myndi fara fram á forræði yfir drengjunum. Ég varð sorgmædd og grét mikið. Ég vildi ekki missa frá mér fleiri börn vegna neyslu minnar. Þá fann ég loks sársaukann sem

Símavist Sterkara samband fyrir fyrirtæki

Helgin 10.-12. maí 2013

fylgdi því að drekka frá mér sálina og eiga enga drauma.“ Elísabet segir sársaukann hafa verið svo mikinn að hún hafi íhugað að svipta sig lífi. Áður hafði hún verið á þeirri skoðun að fólk sem hugsaði þannig væri bara aumingjar og ekki nógu sterkir einstaklingar. Hún segist hafa farið á fund fyrir alkóhólista með hjálp fjölskylduvinar og fundist allir þar vera asnar og fávitar. „Nokkrum dögum síðar fór ég loks í meðferð og fann þar hvernig hvert lagið af öðru skrældist utan af mér eins og lauk og þar innst var lítið barn sem átti svo margt óuppgert.“

Botninn var löngu kominn

Í æsku var Elísabetu kennt að gefast aldrei upp, en hún segir að uppgjöfin sé einmitt kjarninn í því að verða edrú. Gefast upp fyrir sjálfri sér og sínum hugmyndum og taka inn aðrar hugmyndir og ráð og hjálp frá öðrum: „Þegar ég var í neyslu gerði ég alls konar gloríur, hélt framhjá, týndist, drakk mig dauðadrukkna og enginn vissi hvar ég var. Minn botn hefði átt að vera löngu kominn.“ Hún segist hafa fengið bréf frá vinum sínum og fjölskyldunni sem höfðu miklar áhyggjur af henni. Hún hefði bara ekki hlustað á það. „Brynja og varnir sjúkdómsins alkóhólisma eru svo sterkar. Ég taldi bara að þau væru að ofsækja mig, væru á móti mér, eða reyna að breyta mér og stjórna mér.“ Í samskiptum við veika alkóhólista segist hún hafa gert sér grein fyrir að viljinn að gefast upp verði að vera til staðar til að hægt sé að hjálpa. „Ég veit alveg í dag að ég get ekki labbað upp að drukkinni manneskju og sagt: Á ég ekki að hringja fyrir þig inn á Vog? Eigum við ekki að koma þangað núna?“ Elísabet segir mikilvægt að átta

sig á því að botninn liggur misdjúpt hjá fólki. „Ég frétti af því að ein kona, svona líka frábær húsmóðir, fann sinn botn þegar hún pantaði pítsu fyrir börnin. Svo er kannski botninn hjá einhverri annarri að selja sig. Þetta er svo rosalega einstaklingsbundið.“ Þegar sonur hennar var í unglingameðferð var talað um að hækka botninn af því að unglingum finnist allt í lagi að drekka af því að þeir séu ekki búnir að missa húsið eða makann. Hún tekur fram að ef einhverjum finnst hann vera á botninum þá vilji hún segja við viðkomandi: „Biddu um hjálp og leyfðu öðrum að hjálpa þér. Leyfðu einhverju að hafa áhrif á þig; einhverju góðu og nýju. Leyfðu þessu bara að gerast. Þú missir ekki hausinn og það gerist ekkert hræðilegt.“

Tilfinningin fyrir deginum

Elísabet segir mikið kraftaverk liggja að baki hugsuninni um einn dag í einu. Þegar hún staglaðist á fundum fyrir alkóhólista á því að hún hefði vaknað klukkan átta, burstað tennurnar, fengið sér kaffi og kíkt í blöðin hélt hún að öllum hlyti að þykja það hræðilega leiðinlegt. En sú hafi ekki verið raunin: „Ég er ekki þarna fyrir aðra. Það sem gerðist var að ég talaði um einn dag í einu og fékk þá tilfinningu fyrir deginum. Og þvílík gjöf sem það var! Bara heill dagur, með morgni og kvöldi.“ Hún segir að með því að verða edrú hverfi vandamálin ekki og verkefni hætti ekki að koma. Lífið hætti ekkert. „Ég fæ áhyggjur af börnunum, þarf að hjálpa vinum mínum, lendi í ástarsorg, tekjumissi og verð fyrir vonbrigðum. Stóri munurinn er bara sá að ég er edrú að takast á við þetta allt.“ Í október 2012 átti Elísabet tutt-

ugu ára edrúafmæli en segist hafa fengið sína svæsnustu vínlöngun skömmu síðar. Það hafi varað í eitt kvöld. Hún hafði átt í erfiðleikum í nokkra mánuði vegna skilnaðar og því hugsað með sér að það væri kjörið að byrja a að drekka á ný. Það myndi leysa öll hennar vandamál og það sem hún var að kljást við. En um sama leyti fæddist nýjasta ömmustelpan. „Ég ákvað að láta hana hafa góð áhrif á mig og staðfesta edrúmennsku mína. Maður hefur alltaf val.“ Fyrir

skömmu fékk fimm ára ömmustelpa Elísabetar bráðaofnæmiskast og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús. Hringt hefði verið í ömmuna til þess að leyfa henni að fylgjast með. Þá hefði hún verið mjög áhyggjufull og átt erfitt með að hringja ekki í lækninn til að reyna að stjórna því að allt færi vel. Elísabet segir að það hefði tekið hana að nokkra klukkutíma að átta sig á því að hún var edrú þegar sú litla hringdi síðar sama dag og sagði: „Amma, ég fór í sjúkrabíl!“ Elísabet segir að í

IP símkerfið í öruggum höndum Með Símavist geta fyrirtæki leigt IP símkerfi og látið Símann sjá um uppfærslur, rekstur og viðhald á því fyrir fast verð á hvern starfsmann. Vertu með fyrirtækið þitt í öruggri skýþjónustu hjá Símanum og losnaðu þannig við óvænt útgjöld og áhyggjur af rekstri símkerfisins. Hringdu í síma 800 4000 og sérfræðingar Símans aðstoða þig við að finna hagkvæmustu lausnina.

Nánar á siminn.is


viðtal 27

Helgin 10.-12. maí 2013

Sigurðar Gíslasonar og konu hans þegar þau gengu heim af dansleik í Vestmannaeyjum um nótt fyrir skömmu. Þau hlógu að þessu uppátæki enda eru þau bæði þekkt fyrir að lifa og hrærast við matargerð. Sigurður hugsar til baka þegar algengt var að hann væri í svipuðu ástandi og ungi maðurinn og gerði hann sér þá ekki grein yfir því hversu stjórnlaus drykkjan var orðin. Hann var þessi hressi og skemmtilegi sem var hrókur alls fagnaðar, nema innra með honum hékksjálfsvirðingin á þræði afneitunar. Sigurður tók á móti mér í nýuppgerðu húsi þeirra hjóna við Faxastíg og við komum okkur vel fyrir í bjartri stofunni. Hann er enn með skemmtilegri mönnum og með þægilega og heillandi nærveru, nema núna þarf hann ekki vímugjafa til þess. Hamingjan er víman.

Langur aðdragandi

Sigurður Gíslason matreiðslumeistari hætti að drekka fyrir sex árum. Stærsti sigur hans var að viðurkenna vandann. Ljósmynd/Olga

raun hefði hún sem amma alveg getað hafa verið einhvers staðar dáin, geðveik eða að drekka. „Í staðinn gat ég sagt við ömmustelpuna mína. „Ég hef líka farið í sjúkrabíl!“ Um einmitt þetta snúist gott líf.

Lífið er einfaldlega heil góð vika

Bara eitt hvítvínsglas?

Sigurður segir áfengissýki í raun vera margslunginn geðrænan kvilla. Almennt vilji fólk skilja geðræna sjúkdóma en geri það sjaldnast. Hann segist til dæmis eiga erfitt með að skilja hvernig konan hans getur fengið sér bara eitt hvítvínsglas. Aftur á móti skildi konan hans ekki hvers vegna hann hætti ekki þegar hann var farinn að finna á sér. „Það eru þessi ofnæmisviðbrögð gagnvart áfengi sem lýsa sér þannig að við getum ekki hætt. Líkaminn vill meira og heilinn segir meira og við ráðum ekki við það. Það er bara þannig.“ Hann segir að manneskjan sé tilbúin að leggja ótrúlega mikið á sig er varðar tilraunir með áfengi, því henni þyki dálítið vænt um það. Eitthvað sem hún myndi ekki gera með neitt annað ofnæmi. „Við prófum að drekka öðruvísi, pössum að vera ekki svöng þegar við dettum í það. Við förum í margra ára tilraunastarfsemi með drykkju en alltaf endar það á sama veg.“ Hann segir dæmið einfaldlega ekki ganga upp. „Ef manneskja er með ofnæmi fyrir til dæmis hnetum eins og fyrir áfengi, þá gerir hún ekki gera allar þessar tilraunir með að fá sér eina og eina hnetu, prófa valhnetur í staðinn fyrir furuhentur eða vera södd áður en hún fær sér hnetur.“

Viðurkenning á vandanum stærsti sigurinn

Sigurður segist hafa haft örlitlar áhyggjur af almenningsálitinu áður en hann tók ákvörðun um að hætta að drekka áfengi. En það var þá aðallega út frá honum sjálfum. „Ég dæmdi fólk svolítið sem hætti að drekka. Það hlyti eitthvað svakalegt að hafa komið upp á. Það hlyti að hafa verið komið í gríðarlegt óefni hjá því fólki. Á meðan var ég kannski bara mannanna verstur.“ Stærstu skrefin og það besta sem Sigurður segist hafa gert var að viðurkenna vandann. Hann skilur reyndar vel þá sem vilja vera í feluleik með drykkjuvanda af ótta við almenningsálitið. En ef spáð sé í það þá skiptir þetta

álit litlu sem engu máli. Margir hafi hætt að borða hvítt hveiti, drekki ekki mjólkurafurðir og annað. „Það er almennt viðurkennt að áfengi gerir okkur ekkert rosalega gott, hvort sem við erum veik fyrir því eða ekki. En að viðurkenna að maður sé hættur drykkju er ekki eins meðtekið því það er eins og að maður sé að missa af einhverju rosalegu.“ Hann segir að í því liggi í raun mesti misskilningurinn. Stærsti sigurinn hjá Sigurði var í raun viðurkenning á því að þetta var orðið vandamál hjá honum og ákveða innst inni að ef einhverjum fyndist eitthvað um það yrði sá hinn sami bara að eiga það við sig.

Taldi óhugsandi að geta skemmt sér

Sigurður segir að honum hafi mest komið á óvart að geta farið edrú í fjölskylduboð, í partý, á ball eða lifa eðlilegu skemmtanalífi: „Áður hellti ég bara vel í mig, varð kjánalegur og gerði einhvern skandal.“ En hann komst að því að smám saman fór hann úr þeim gír að fara niður í bæ eða á djammið. Hann fór að umgangast öðruvísi hugsandi fólk. Hann segir vinahópinn kannski ekki hafa breyst mikið, en hjá sumum geti hann breyst heilmikið til hins betra ef fólk er í mikilli neyslu. Sigurður segist afar sáttur við lífið í dag og að það sé mun einfaldara en áður: „Vikan hefur lengst, víðsýnin aukist og maður fer að hafa áhuga á öðrum hlutum, sjá þá í nýju ljósi og fær löngun til að betrumbæta sig. Ég hélt að lífið yrði eins og soðin ýsa alla mánudaga og að allir dagar yrðu mánudagar. Núna er þetta orðin bara ein góð vika. Hvorki einhver svaka spenningur fyrir helginni eða depurð á mánudegi.“ Sveiflukennda líðanin hafði áður einhvern veginn algjöran forgang. Hún stjórnaði því líka hvaða fólk hann vildi umgangast: „Ég var þannig að ég nennti ekki að hitta fólk sem fékk sér ekki í glas. Það hlyti að vera ógeðslega leiðinlegt. En ég komst að því að það var mjög skemmtilegt fólk.“ *Þessi grein er verklegur hluti lokaverkefnis til MA gráðu í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands. ENNEMM / SÍA / NM56736

„Eruð þið að fara heim að elda, eða..?“ kallaði ungur, ölvaður og valtur maður til

„Aðdragandinn að því að hætta að drekka getur stundum tekið mörg ár og miklu lengri tíma en maður getur gert sér grein fyrir. Minn aðdragandi var örugglega fjögur til sjö ár.“ Sigurður fékk stundum þá hugdettu að það gæti verið að hann væri að nota áfengi í óhófi en það var bara svo fjarlægt honum að hætta og hugmyndin því kjánaleg. Samt leið honum oft illa dagana eftir drykkju. Skilgreining Sigurðar á botni alkólista var áður fyrr sú að um væri að ræða róna á Hlemmi eða einhverja sem búnir voru að missa fjölskylduna, bílinn, húsið og drekka allt frá sér. Það var botninn sem hann hélt að þyrfti að ná. Hann komst síðar að því að málið væri ekki endilega svo alvarlegt. Botninn væri í raun þegar það rofar til í huga fólks og það nær að grípa tækifærið sem því fylgir. Þegar það liggur heima í þynnku og byrjar að hugsa með sér að nú kannski sé tími til að hætta. „Síðasta fylleríið mitt fyrir sex árum var ekkert verra en önnur fyllerí. Það var bara þessi tímapunktur þar sem ég sagði við mig: Heyrðu, þetta er orðið asskoti gott. Nú þarftu að gera eitthvað.“ Hann fann hversu tilbúinn hann var og hversu heppinn hann var því að til staðar var fólk sem hjálpaði honum og

leiddi í gegnum fyrstu skrefin. Hann segist sífellt læra meira um hversu gott líf fylgir því að vera edrú.

Fyrirtæki

Með Símavist er fyrirtækið í sterkara sambandi KEX klikkar ekki Pétur Marteins og Gunnar kokkur á KEX taka á móti þúsundum erlendra og innlendra ferðalanga í hverjum mánuði. Sumir ferðast yfir hálfan hnöttinn og vantar afslappaða gistingu meðan aðrir koma gangandi í mat, drykk eða á tónleika. Það eru alltaf hundrað hlutir í gangi á KEX og þess vegna þurfa kerfin að vera traust og örugg.


28

viðtal

Helgin 10.-12. maí 2013

Túlkurinn Seema Khinchie, Anu Mukherjee, Bjarney og Lína. Þær dönsuðu með Anu eftir átakanlegt viðtal við hana. Monya með skartgripinn Brosarann eftir íslensku listakonuna Geggu.

Systurnar Sonam, sem fæddist blind, og Chanchal urðu fyrir sýruárás þegar þær voru úti í sólbaði.

Túlkurinn Seema Khinchie, Lina og Bjarney taka viðtal við Chanchal og fjölskyldu hennar á skrifstofu Stop Acid Attack í Delhi.

AquaClean áklæði AquaClean áklæði er sérstaklega auðvelt að hreinsa

aðeins með vatni!

kynningarafsláttur

Nýtt Mósel

Tungusófar - Sófasett - Hornsófar

Milano

Sófasett - Hornsófar - Tungusófar g

Torino

Hornsófar - Tungusófar - Sófasett

Basel

Tungusófar - Sófasett - Hornsófar

Paris

Tilboðsvörur á frábæru verði

Tvær kvikmyndagerðarkonur, Bjarney Lúðvíksdóttir og Lína Thoroddsen, vinna að heimildamynd um indverskar konur sem hafa orðið fyrir sýruárás og hvernig þeim hefur tekist að finna gleði á ný. Þær segja einstakt að hafa fengið að kynnast konum sem gefast ekki upp þrátt fyrir að verða fyrir jafn hrottalegu ofbeldi.

V

ið höfum báðar mikinn áhuga á réttindabaráttu kvenna og við erum sammála um að sýruárás er eitt það hræðilegasta sem hægt er að gera konu,“ segir Bjarney Lúðvíksdóttir, önnur tveggja kvikmyndagerðarkvenna sem vinna að heimildarmynd um sýruárásir á konur í Índlandi. „Nauðgun er hræðileg og konur bera sársaukann innra með sér allt sitt líf. En eftir þessar árásir bera þær sársaukann utan sem innan þ.e.a.s ef þær lifa árásina af. Konur eru afskræmdar fyrir lífstíð og margar fyrirfara sér,“ segir hún. Lína Thoroddsen, er hin kvikmyndagerðarkonan. Þær eru báðar í fullri vinnu en tóku sér launalaust leyfi til að fara til Indlands og hitta þessar konur. „Ég tók bara yfirdráttarlán og fór út,“ segir Lína. Hún á og rekur VALA kvikmyndir ehf. sem kemur til með að framleiða heimildamyndina. Þess utan starfar Lína sem næturvörður á heimili fyrir geðfatlaða. „Ég vinn þar á nóttunni til að geta sinnt kvikmyndagerð á daginn,“ segir hún. Bjarney er annar eigandi, BRANDit, sem framleiðir meðal annars mark- og kynningarefni fyrir konur í viðskiptum hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig fjölbreytilega reynslu af kvikmyndagerð og framleiðslu að baki. Þær eru báðar ástríðufullar þegar kemur að mannréttindabaráttu. Bjarney var búin að ákveða að fara til Indlands og ræða við konur sem höfðu orðið fyrir sýruárás þegar hún auglýsti eftir ferðafélaga. Lína, sem hafði áður unnið með henni, ákvað að slá til.

Heimsbyggðin að vakna

70 % allt að

afsláttur

af völdum vörum og sýningareintökum

Sterkustu konur í heimi

Borðstofustólar frá 7.900 kr

Borðstofuborð frá 40.000 Höfðagaflar frá 5.000 Sjónvarpsskápar frá 25.000 Rúm 153cm frá 157.000 Speglar frá 5.000

HÚSGÖGN Patti verslun I Dugguvogi 2

I

Heilsukoddar 2.900 kr

Fjarstýringavasar frá 2.500 Hægindastólar frá 99.000 Tungusófar frá 75.400 Hornsófar frá 139.900 Sófasett frá 99.900 Verslun okkar er opin: Virka daga kl.9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað Sími: 557 9510 I vefsíða www.patti.is

Um mánuður er síðan þær komu heim úr sex vikna ferðalagi um Indland. Þær voru því úti þegar fregnir bárust af hrottalegri hópnauðgun í Delhi og síðan áframhaldandi fréttaflutningur af hryllilegum nauðgunum víða um Indland. „Í Delhi þora konur ekki út á kvöldin. Það er hræðsla í loftinu en fólk um allan heim er að opna augun fyrir þessum vanda,“ segir Lína. Bjarney tekur fram að báðar tengjast þær Indlandi sterkum böndum og þykir vænt um land og þjóð en í þessari ferð hafi þær óneitanlega upplifað svörtu og sorglegu hliðar þjóðfélagsins. „Ofbeldisverkin í Indlandi rata oft fljótt í

heimspressuna, þar sem indverskir fréttamiðlar eru sterkir og fljótir að varpa ljósi á ástandið hverju sinni. Þetta hefur óhjákvæmilega skaðað ímynd Indlands og hefur lögreglan verið gagnrýnd harkalega fyrir að sinna ekki skildum sínum,“ segir hún.

Öndunarfærin brunnu

Ein konan sem þær ræða við, Rita Paul sem er 25 ára gömul, kom að tengdamóður sinni þar sem hún var að halda framhjá. „Eiginmaður Ritu og tengdamamma hennar létu hana þá drekka lítra af sýru til að hún gæti ekki sagt frá fjölskylduleyndarmálinu,“ segir Lína. Öndunarfærin á Rítu brunnu eftir árásina og í kjölfar missti hún málið „Myndin okkar á að sýna hvernig þessum konum tekst að finna gleðina á ný. Hjá Ritu var eiginlega allt þorpið inni á rúmstokk hjá henni. Hún átti gott bakland og ég get ímyndað mér að það hafi verið mjög notalegt að búa í þorpinu hennar þar sem allir studdu hana,“ segir Lína. „Síðan er hún mjög góð handavinnukona og fékk saumavél frá félagasamtökum sem styðja við konur sem hafa lent í sýruárás,“ segir Bjarney. Við vinnslu myndarinnar voru þær einnig í miklu sambandi við slík samtök á borð við Acid Survivors Foundation in India og Stop Acid Attack. Engar nákvæmar tölur liggja fyrir um hversu margar konur verða fyrir sýruárás á hverju ári, ýmist vegna þess að þær eiga sér stað í afskekktum þorpum eða því að konurnar komast ekki undir læknishendur. Þá eru heldur engar opinberar tölur yfir hversu mörg slík mál eru kærð því í Indlandi er sýruárás ekki flokkuð sérstaklega í refsilöggjöfinni. Óstaðfestar tölur herma að árásirnar séu á bilinu 100 til 500 árlega í Indlandi.

Gat ekki grátið

Miðað við þann skaða sem sýruárás veldur mætti ímynda sér að þeim sem fremja slík voðaverk væri hreinlega ekki sjálfrátt. Það má velta því fyrir sér segir Bjarney. „En í tilfelli okkar viðmælenda, voru ekki vísbendingar um að árásarmönnunum væri ekki sjálfrátt, þvert á móti þótti okkur þeir vera afar meðvitaðir um gjörninginn og skaðann sem þeir ætluðu sér að

framkalla. Ef konurnar lifa sýruárásinar af, hugga árásarmennirnir sig við það að enginn annar maður vilji líta við þeim. Margar þeirra kvenna sem verða fyrir sýruárás fyrirfara sér í kjölfarið þar sem lítil von er á því að þær fái læknisaðstoð eða aðstoð við að leita réttar síns,“ segir hún og ljóst er að henni er mikið niðri fyrir. Anu Mukherjee, 34 ára, er önnur kona sem segir frá reynslu sinn í myndinni. „Hún á sorglega fortíð því hún missti foreldra sína í bílslysi og ólst upp hjá konu sem fór illa með hana. Hún á einn bróður og hann var hennar eina fjölskylda. Anu vann sem dansari en það þykir ekki fínt starf í Indlandi. Þetta var samt bara fallegur dans þar sem hún var fullklædd. En í þessari vinnu skapaðist einhvers konar öfund og það voru síðan ein besta vinkona hennar og bróðir hennar sem helltu sýru yfir andlitið á henni þannig að hún missti bæði augun,“ segir Bjarney. Anu þurfti að gangast undir fjölda lýtaaðgerða og lengi vel gat hún ekki grátið. Hún fékk sýkingu og það þurfti að gera smá gat hjá öðru auganu. „Það er átakanlegt að sjá hana gráta. Það koma bara smá dropar,“ segir Lína.

Gerendur ganga lausir

Algengast er að sýruárásirnar séu gegn lágstéttarkonum. Bjarney segir frá því þegar ein konan var komin undir læknishendur og læknarnir komust að því að hún gat ekki borgað fyrir aðgerðina þá hættu þeir við að hjálpa henni. „Það eru svo margar hindranir sem þessar konur mæta. Það er eitt að fá aðstoð á sjúkrahúsi, það er annað að fá réttlæti því þessi mál eru sjaldnast kærð og gerendur ganga lausir. Það þriðja er síðan að finna gleðina á ný. Það er sú gleði sem við segjum frá í myndinni. Hvernig það er hægt að halda áfram með lífið þegar andlitið á þér vekur skelfingu hjá börnum og karlmönnum finnst þú ekki aðlaðandi, en hjá konum í Indlandi miðast líf þeirra við að eignast mann,“ segir hún. Þær verða líka fyrir fordómum. „Þær eru dæmdar. Þær eru taldar hafa verið lélegar eiginkonur og þess vegna hafi sýru verið hellt yfir þær. Þær fá síðan ekki vinnu vegna þess Framhald á næstu opnu


ELDHÚSDAGAR í ORMSSON

2 20 20% % afsláttur af öllum HTH innréttingum í maí! ELDHÚSIÐ ER HJARTA HEIMILISINS HTH er metnaðarfullt danskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á innréttingum í eldhús og baðherbergi – auk fataskápa.

20%

HTH er einn stærsti framleiðandi innréttinga í Evrópu, enda er dönsk hönnun og danskt handverk eftirsótt og mikils metið um heim allan.

afsláttur af hágæða AEG eldhústækjum*

Komdu og upplifðu af eigin raun þá snilld, þegar saman fer listræn sýn hönnuða, nákvæmar og framúrstefnulegar lausnir, framleiðsla sem stenst fyllilega allan samanburð og uppfyllir ströngustu gæðaog umhverfisstaðla.

Velkomin í ORMSSON LÁGMÚLA 8 og kynnist því nýjasta og flottasta í eldhúsinnréttingum frá HTH – og því heitasta í AEG eldhústækjum. Við hönnum án skuldbindinga fyrir þig tillögur að nýja draumaeldhúsinu þínu og gerum þér frábært verðtilboð.

*með kaupum á HTH eldhúsinnréttingum

Helgaropnun: LAUGARDAG FRÁ KL. 11-16 SUNNUDAG FRÁ KL. 13-16 LÁGMÚLA 8 · REYK JAVÍK · 2. HÆÐ · SÍMI: 530-2819 & 530-2821


SUMARYFIRHAFNIR OG GLÆSIKJÓLAR Í ÚRVALI

30

viðtal

Helgin 10.-12. maí 2013

Bjarney og Lína á einum af fjölmörgum vinnufundum vegna heimildamyndarinnar á KEX hostel. Ljósmynd/Hari VERTU VINUR Á FACEBOOK

Skoðið laxdal.is/kjolar,yfirhafnir • facebook.com/bernhard laxdal

Flott "look" ! Ítalskar buxur á 10.900 kr. Str. 34/36 - 46/48

hvernig þær líta út,“ segir Lína og bætir við: „Þess vegna eru þetta svo merkilegar konur. Við erum að gera myndina til að sýna hvernig þær öðlast gott líf, sýna að það er von eftir slíka árás og sýna hvað þessar konur eru sterkar,“ segir hún og ljóst er af raddblænum að hún ber gríðarlega virðingu fyrir konunum. Þær töluðu einnig við tvær systur sem ráðist var á. „Þær sváfu undir berum himni uppi á þaki á litla heimili sínu, þegar tveir strákar komu og helltu sýru yfir þær,“ segir Lína. Chanchal, 19 ára, varð fyrir

alvarlegum skaða á andliti og efri hluta líkamans. Einnig fór sýra á handlegg systur hennar, Sonam, sem fæddist blind. Sonam hafði alltaf þurft að stóla á systur sína út af blindunni en þær styðja nú hvor aðra. Þessar samrýmdu systur snertu kvikmyndagerðarkonurnar í hjartastað. „Þær kvarta yfir engu og er alltaf glaðar og þakklátar,“ segir Bjarney. Enn önnur konan sem þær kynntust hefur þurft að fara í 32 lýtaaðgerðir en er alltaf jafn brosmild. Hún er einnig góð handavinnukona og hefur unnið sér inn pening í gegnum það starf.

Eitt snið - einn litur - 5 týpur - munstraðar - skraut á vösum - leðurlíki á skálmum Háar í mittið - Stretch “Kryddaðu” fataskápinn með fatnaði frá

Ný verslun l Næg Bílastæði l Engir stöðumælar Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á

síðuna okkar

Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16

Bjarney myndar nemendur við Chowringhee High School í Kalkútta að undirbúa kröfugöngu um borgina.

FRÁBÆRT Í BAKSTURINN! FiberHusk er hrein náttúruleg, glútenfrí vara sem inniheldur 85% fæðutrefjar. Með því að bæta FiberHusk í brauð og kökur helst brauðið mjúkt og ferskt lengur. Það er léttara að vinna glútínfría vöru ef fiberHusk er notað í uppskriftina. Deigið hefast betur og glútínfría brauðið molnar minna við skurð og verður safaríkara með tilkomu fiberHusk. Bæklingur með uppskriftum fylgir pakkanum og á bakhlið pakkningar er uppskrift. Eftirfarandi verslanir selja fiberHusk: Apótek Garðabæjar, Apótek Vesturlands, Apótekið, Fræið í Fjarðarkaupum, Garðsapótek, Heilsuhúsið, Heilsutorgið í Blómavali, Lifandi markaður, Lyfja, Lyfjaval, Lyfjaver, Reykjavíkur Apótek.

Fleiri uppskriftir og nánari upplýsingar eru á husk.dk

www.ebridde.is

Bjarney og Lína gáfu henni og mörgum öðrum kvennanna handgerða skartgripinn Brosarann, eða Smiler, eftir íslensku listakonuna Geggu. „Því þær voru allar brosandi hetjur. Okkur fannst það eftirminnilegast, hvað þær voru jákvæðar og glaðar,“ segir Bjarney.

Unga fólkið er framtíðin

Þær kynntust líka miklu uppbyggingarstarfi í indversku samfélagi og fengu að fylgjast með heilum barnaskóla berjast fyrir jafnrétti kynjanna. „Réttlætiskenndin er rík hjá unga fólkinu. Það er meðvitað að það eru undarlegir hlutir að gerast í samfélaginu sem þarf að uppræta,“ segir Lína og bendir á að í trúarbrögðum Indverja séu konur áhrifamiklar, þar eru kvenkyns guðir og eru þeir meðal þeirra sterkustu. Í jógafræðunum er síðan lögð áhersla á virðingu fyrir öllu lífi. „Það var svo aðdáunarvert að fylgjast með ungu strákunum sem voru í réttindabaráttunni með ungu stúlkunum. Samstaða þeirra veitir manni von. Aukin menntun og upplýstari þjóð hefur leitt til þess að það skapast umræða og þessar árásir hætta að líðast, hinn upplýsti almenningur kallar eftir réttlæti,” segir Bjarney sem hefur fulla trú á ungu kynslóðinni í Indlandi. „Þegar fólk er farið að safnast saman og mótmæla þá myndast þrýstingur á stjórnmálamennina sem eru farnir að vakna upp úr dvala til að hlusta og gera eitthvað,“ segir hún. Þær ræddu bæði við fulltrúa UniFem og UNwomen í Indlandi, allir sögðu að það þyrfti að grípa til áhrifaríkra aðgerða en nánari útfærsla var kannski á reiki. Lína og Bjarney hafa hingað til fjármagnað alla vinnuna sjálfar með dyggum stuðningi fjölskyldu sinnar og gerðu allt á sem ódýrastan hátt, sváfu á gólfum og ferðuðust á ódýrasta farrými í lestum. Nú eru þær hins vegar í startholunum að fara að sækja um styrki til gerðar myndarinnar enda ljóst að mikill tími á að fara í að vinna úr efninu sem er komið. Þá stefna þær á að fara aftur til Indlands og hitta konurnar á ný. „Við viljum fylgja þeim aðeins eftir og mynda þær einnig í annars konar umhverfi,“ segir Lína. „Okkur langar gjarnan að það verði einhver niðurstaða í þessum málum, að það verði gert eitthvað róttækt,“ segir hún. Heimildamyndin er gerð af þessum íslensku konum en hún er hugsuð fyrir alþjóðamarkað enda á hún erindi við alþjóðasamfélagið, að sögn Bjarneyjar: „Þetta er mynd um sennilega sterkustu konur í heimi sem lifa af hrikalega árás og um það hvernig þær finna lífsneistann á ný. Það er eitthvað sem ég held að við öll viljum kynnast betur og læra af.” Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is



32

viðhorf

Helgin 10.-12. maí 2013

Reddið frídagaruglinu

t ! t ý N

T

HELGARPISTILL

Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

Teikning/Hari

Nýtt lyf sem verkar bæði gegn nefstíflu og nefrennsli

Andaðu með nefinu Otrivin Comp, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 0,5 mg/ml og ipatrópíumbrómíð. Ábendingar: Einkenni nefstíflu (þrútinnar nefslímhúðar) og nefrennslis af völdum kvefs. Skammtar og lyfjagjöf fyrir fullorðna eldri en 18 ára: 1 úðaskammtur í hvora nös eftir þörfum, að hámarki þrisvar á sólarhring. Að minnsta kosti 6 klukkustundir skulu líða milli tveggja skammta, draga skal úr skömmtum þegar einkenni lagast. Ekki má nota Otrivin Comp lengur en 7 daga þar sem langvarandi notkun xýlómetazólínhýdróklóríðs getur leitt til bólgu í nefslímhúð og aukinnar slímmyndunar. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ofnæmi fyrir atrópíni eða svipuðum efnum (t.d. hýoscýamín eða skópólamín), ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn, ef þú ert með nefþurrk vegna slímhúðarbólgu eða ert með gláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, hjarta- eða æðasjúkdóm, skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, erfiðleika við þvaglát (stækkaðan blöðruhálskirtil), æxli í nýrnahettum, ef þú færð oft blóðnasir (t.d. aldraðir), ert með þarmalömun, slímseigjusjúkdóm, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi:Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

Túlipanarnir sem við settum niður síðastliðið haust eru óttalega ræfilslegir enda hefur vorið verið kalt. Eiginlega er ekki hægt að kalla þessa ræfla túlipana, það hafa ekki komið nein blóm. Við sem búum á suðvesturhorninu getum þó ekki leyft okkur að kvarta. Myndir sem berast norðan úr landi sýna að þar er enn harður vetur þótt stutt sé í miðjan maí. Þar hafa bændur orðið að grafa sig niður á heyrúllur og sums staðar standa aðeins efri hæðir húsa upp úr sköflunum. Börn nyrðra munu, að því er fréttir herma, hafa misst áhuga á snjókarlagerð í febrúar enda byrjaði að snjóa í september, meðan tré voru enn laufguð. Garðvinna og vorverk eru því seint á ferð og að vonum ekki hafin fyrir norðan, nema það sem ekki verður umflúið. Sauðburður stendur yfir, náttúran hefur sinn gang þrátt þótt hafa verði fé á húsi. Þeir sem hafa ætlað að nota sér frídagasúpuna í miðri viku, sem fylgir þessum árstíma, til garðyrkjustarfa hafa því orðið að doka við. Vonandi er þess þó ekki langt að bíða að úr rætist. Í bjartsýniskasti síðla vetrar sá ég fyrir mér að ég gæti notað þessa daga, sumardaginn fyrsta, 1. maí, uppstigningardag og annan hvítasunnudag, til útiverka, jafnvel málað eitthvað, en ekki hefur orðið af því. Uppstigningardagur var í gær og því er bara hvítasunnan eftir. Vera kann að þá verði farið að hlýna svo ég geti dregið fram pensilinn. Bærilegt veður hefði þó litlu breytt með þessi fimmtudagsfrí (og miðvikudags-) í apríl og maí. Þau þvælast fyrir á ansi mörgum vinnustöðum, þar á meðal mínum. Blað sem klárað er á fimmtudagskvöldi þolir hvorki frí á miðvikudegi né fimmtudegi. Ég hef því unnið alla þessa frídaga og hið sama gildir um flesta samstarfsmenn mína. Frídagarnir hafa því aðeins verið að nafninu til og létta ekki öllum lífið. Á fimm vikna samfelldum kafla núna í apríl og maí eru fjórar vikur þessu marki brenndar. Sumardagurinn fyrsti var fimmtudaginn 25. apríl. Verkalýðsdagurinn, 1. maí, var á miðvikudaginn í liðinni viku og í gær, fimmtudag, var uppstigningardagur. Var þá mörgum nóg boðið. Næsta vika er án frídags en í vikunni þar

á eftir er annar í hvítasunnu, tiltölulega saklaust mánudagsfrí. Þótt maður eigi almennt ekki að amast við frídögum þá verður að viðurkennast að tiltölulega lítið gagn er að þessum árvissu vorfrídögum í miðri viku. Vilji menn halda í þá er miklu gáfulegra að flytja þá upp að helgi, helst á föstudaga. Það hentar auðvitað ekki öllum en þeir eru samt til minni vandræða og heppilegri þar en ef haldið er í núverandi ástand. Hvaða máli skiptir það þótt frí vegna sumarkomunnar sé flutt af fimmtudegi yfir á föstudag? Nákvæmlega engu. Þótt vetrarkvaldir mörlandar fagni sumrinu að vonum verður að viðurkennast að hending ein er ef bærilegt veður er á sumardaginn fyrsta. Menn dást að vísu að skátum sem fara í skrúðgöngu með blá lærin en þeir verða að gæta verulega að sér til að fá ekki blöðrubólgu. Sama á við um fimmtudagsfríið sem var í gær, uppstigningardag. Flestum þætti án efa þægilegra að hafa unnið í gær og taka fríið síðan út í dag, föstudag, þannig að helgin væri þriggja daga. Færsla frídagsins ætti ekki að koma í veg fyrir það að kristnir menn minnist upprisu Krists. Samtök atvinnulífsins og launþegahreyfingin hafa um langt árabil rætt um að færa þessa daga upp að helgi og við lá að samkomulag næðist þar um á níunda áratug síðustu aldar. Skoðanakönnun sem gerð var fyrir tveimur árum sýndi að tveir þriðju aðspurðra vildu að frídagar í miðri viku yrðu færðir upp að helgi. Málið komst aftur á dagskrá í fyrra þegar Róbert Marshall alþingismaður flutti frumvarp þar um þar sem sagði meðal annars: „Veita skal frídaga vegna uppstigningardags og sumardagsins fyrsta næsta föstudag eftir þann dag sem þá ber upp á, nema um annan hátíðisdag sé að ræða og skal þá veita frí miðvikudaginn á undan.“ Þar á þingmaðurinn við að þessa daga getur borið upp á skírdag. Í greinargerð með frumvarpinu sagði að ekki væri verið að leggja til að helgi eða hefð viðkomandi daga yrði færð, breytt eða rýrð heldur eingöngu að það frí sem þeim fylgir yrði fært til hagræðis fyrir launþega, fjölskyldur þeirra og atvinnurekendur. „Stakir frídagar eru á margan hátt óheppilegir á vinnustöðum. Þeir skapa óhagræði og draga úr framleiðni. Á sama hátt nýtist stakur frídagur launþegum ekki nema að nokkru leyti, með vinnudag á undan og eftir,“ sagði enn fremur í greinargerðinni. Þingmaðurinn lagði einnig til að verkalýðsdagurinn (1. maí) yrði haldinn hátíðlegur fyrsta mánudag í maí og veitt almennt frí þann dag. Hann benti á fordæmið frá árinu 1983 er frídagur verslunarmanna var gerður að almennum frídegi fyrsta mánudag í ágúst. „Verkalýðshelgin“ gæti því orðið fríhelgi með sama hætti og verslunarmannahelgin. Félagarnir Sigmundur Davíð og Bjarni eru í óða önn að mynda ríkisstjórn þessa dagana og taka þar á erfiðum úrlausnarmálum sem sum verða vart til vinsælda fallin. Í þeirri súpu allri gætu þeir fóstbræður náð sér í nokkur prik hjá teygðri alþýðu manna með því að redda þessu frídagarugli – og búa til langar helgar í stað hinna óheppilegu stöku frídaga. Ekki er að efa að Björt framtíð, með Róbert Marshall í fararbroddi, styður breytinguna.



34

ferðir

Helgin 10.-12. maí 2013

 Ferðar áðleggingar Hagkvæmt en um leið Huggulegt

Útivist í Tíról 24. - 31. ágúst

Fararstjóri: Steinunn H. Hannesdóttir Verð: 188.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið!

Statens Museum for Kunst: Það kostar ekkert inn á Ríkislistasafnið í Kaupmannahöfn þar sem margir dýrgripir eru til sýnis og líka tvö verk eftir drottninguna.

Sumar 16 Í þessari skemmtilegu útivistarferð til Austurríkis gefst farþegum tækifæri til að stunda hressandi hreyfingu og fyllast krafti og ánægju í töfrandi umhverfi Alpanna.

Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK

Ferðir við allra hæfi Skráðu þig inn – drífðu þig út

www.fi.is

Sparnaðarráð fyrir heimsborgara í Kaupmannahöfn

Þ

ú getur verið á bremsunni og drukkið vatn úr krönunum, keypt öl í sjoppunni og eytt deginum í að skoða Litlu hafmeyjuna. En það er ekki víst að sú dagskrá hljómi spennandi þó gjaldeyririnn sé takmarkaður. Hér eru nokkur ráð fyrir þá sem vilja fá meira úr dvölinni í gömlu höfuðborginni án þess að eyða miklu.

Ódýr og góður kvöldmatur

Ferðafélag Íslands

Eitt kort 35 vötn 6.900 kr

Á veitingastöðunum Vespa og Madklubben í Store Kongensgade hafa gestirnir úr örfáum réttum að velja en í staðinn er verðlagið hagstætt. Fjögurra rétta máltíð kostar um 5000 krónur (250 krónur) og einnig er hægt að panta færri rétti og halda reikningnum í lágmarki. Báðir staðirnar njóta vinsælda meðal Kaupmannahafnarbúa sem vilja fara út að borða á smekklegum stöðum sem „servera“ góðan mat fyrir lítið.

Ókeypis á söfn

Á Ríkislistasafninu, Statens Museum for Kunst, er ekki rukkað fyrir aðgang að föstu sýningunni og því hægt að ganga um þetta fallega safn og skoða brot af því besta sem danskir og norrænir listamenn hafa gert síðustu sjö aldir. Á safninu er einnig nokkur verk eftir þekktustu listamenn Evrópu og svo hanga líka uppi verk eftir drottninguna. Henni er þó lítill greiði gerður með því að vera sett í þennan fína félagsskap. Á sunnudögum kostar ekkert inn á Glyptoteket, við hliðina á Tívolí, sem er sennilega glæsilegasta safn borgarinnar og Þjóðminjasafnið er líka ókeypis.

Gömlu hótelin

Í útjaðri borgarinnar eru nokkur nýleg og ódýr hótel. Gestirnir eyða þó sennilega sparnaðinum í strætómiða og tapa dýrmætum VÖTN tíma.FLEIRI Í nágrenni við ÓBREYTT Nýhöfn eruVERÐ nokkur hótel sem eiga það sammerkt að vera ódýrari en gengur og gerist í þessum hluta borgar-

innar og helsta ástæðan fyrir því er sú að herbergin eru orðin soldið slitin. En þau eru snyrtileg og ljómandi kostur fyrir þá sem vilja búa í Frederiksstaden, einu fallegasta hverfi Skandinavíu. Þau helstu eru Christian IV, Maritime og Esplanaden en á því síðastnefnda fá lesendur Túrista ókeypis morgunmat (sjá nánar á Túristi.is).

Magafylli í hádeginu

Á matarmarkaði Kaupmannahafnarbúa, Torvehallerne við Nörreport, er mikið úrval af góðgæti. Bæði til að borða á staðnum og taka með heim. Ma Poule er einn vinsælasti básinn á markaðnum og þar er fókuserað á franskt hráefni. Í hádeginu fyllist allt við standinn af fólki sem vill fá andasamlokuna víðfrægu. Hún samanstendur af vænum skammti af smjörsteiktu andarkjöti, sinnepi og salati í ciabatta brauði. Þó samlokan sé ekki sú ódýrasta í Köben (55 danskar) þá stendur hún með manni allan daginn og sparar fólki millimáltíðirnar. Kristján Sigurjónsson ritstjorn@frettatiminn.is

00000

w w w. v e i d i k o r t i d . i s

Vespa. Fjögurra rétta ítölsk máltíð með víni á Vespa við St. Kongensgade 90 kostar 400 danskar.

Torvehallerne: Andarkjötið steikt í frönsku samlokuna sem hefur verið valinn sú besta í Kaupmannahöfn af matgæðingum Politiken.

Kristján Sigurjónsson heldur úti ferðavefnum Túristi.is þar sem má lesa meira um ferðalög til Kaupmannahöfn.

Fáðu meira út úr Fríinu Gerðu verðsamanburð á hótelum oG bílaleigum út um allan heim oG bókaðu sértilboð á GistinGu á túristi.is

TÚRISTI


ÍSLENSKA/SIA.IS/FLU 64016

flugsláttur

99% afsl ÁttuR af BaRnafaRgJalDi til 31. maÍ 2013 svOna nOtaR ÞÚ flugslÁttinn

slÁÐu inn flugslÁttaRKÓÐann viÐ BÓKun:

smelltu ÞÉR Á flugfelag.is

BaRn99*

flugfelag.is

*Flugsláttur gildir um bókanir til allra áfangastaða Flugfélags Íslands innanlands fyrir börn, 2 –11 ára, í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun. Flugsláttur býðst eingöngu þegar bókað er á netinu, flugfelag.is, fyrir til 31. maí 2013 en við bætist flugvallarskattur.

tJing! ÞÚ fÆRÐ afslÁtt

vingumst: facebook.com/flugfelag.islands


36

bílar

Helgin 10.-12. maí 2013  Suzuki Afl og mikill búnAður

Kraftmikill Swift Sport Nýr Suzuki Swift Sport var meðal þeirra bíla sem athygli vöktu á bílasýningunni í Fífunni um síðustu helgi. Vélin er 1600 16 ventla VVT þar sem hámarksafköst eru

Staðalbúnaður í Swift Sport er ríkulegur.

100kw, 136 hestöfl. Vélin er, að því er fram kemur á síðu umboðsins Suzuki bíla, hönnuð til að gefa hámarks afl við allar aðstæður. „Stærð og hagkvæmni gera Swift Sport að frábærum borgarbíl, en afl og aksturseiginleikar njóta sín ekki síst á opnum þjóðvegum í þægilegum og átakalausum akstri. Frammistaða Swift Sport ræðst ekki síst af samhæfðri fjöðrun, sem vinnur vel með kraftlegum eiginleikum,“ segir enn fremur. Staðalbúnaður í Swift Sport er ríkulegur, meðal annars 17 tommu álfelgur, þokuljós í framstuðara,

Stærð og hagkvæmni gera Swift Sport að frábærum borgarbíl, en afl og aksturseiginleikar njóta sín ekki síst á þjóðvegum.

vindskeið, sportsæti, geislaspilari með MP3 afspilun, Bluetooth, fjarstýring í stýri fyrir hljómtæki, hraðastillir, sex hátalarar, aksturstölva, lykillaus dyraopnun og vélarræsing, tölvustýrð loftkæling, sex

gíra handskipting, ABS hemlar með ABD–ESP stöðugleikakerfi, 7 öryggisloftpúðar, upphituð framsæti og útispeglar. Bíllinn er búinn tvöföldu pústkerfi og xenon aðalljósum.

 Audi Sport- og lúxuSjeppAr

Þó að hverri nýrri kynslóð hafi fylgt nýjar umbætur er hugmyndafræðin alltaf sú sama sterkir saman

Lúxusjeppinn Audi Q7. Fjórhjóladrifsbílar Audi byggja á Quattro kerfinu sem fyrst var kynnt árið 1980.

Meirapróf

Skjót viðbrögð og betra veggrip með Quattro

H Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 Næsta námskeið byrjar 15. maí 2013

NOTAÐIR BREYTTIR JEPPAR Verð 9.590.000,-

Verð 5.490.000,-

Skráður 03/2009 - Ekinn 94.000 7 manna - 44” breyting - driflæsingar - aukatankur - milligír - spiltengi dráttarbeisli - loftdæla - ljóskastarar 9,5” afturdrif og fleira

Skráður 09/2004 - Ekinn 48.000 9 manna - 39,5”dekk - niðurgírun hækkun - aukatankur - aukarafkerfi - þakgrind - ljóskastarar - olíumiðstöð loftdæla og fleira

ekla kynnti nýverið flota fjórhjóladrifinna Audi bíla en drif þeirra byggir á Quattro fjórhjóladrifinu sem kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1980 þegar Audi afhjúpaði „hinn goðsagnakennda Quattro, bílinn sem heillaði bílaáhugamenn heimsins upp úr skónum og skipaði Audi í fremstu röð bílaframleiðenda,“ eins og segir á síðu Heklu. „Þó að hverri nýrri kynslóð hafi fylgt nýjar umbætur er hugmyndafræðin alltaf sú sama: Rétt eins og hemlabúnaður á hverju hjóli skilar sér í virkari hemlun tryggir sítengt aldrif á öllum hjólum skjótari viðbrögð og betra veggrip. Útkoman er öruggur og þægilegur akstur sem hentar ekki síst við misjafnar

íslenskar aðstæður,“ segir enn fremur. Meðal sýningarbíla voru Audi A6 Allroad, A7 quattro®, Q3 quattro®, Q5 quattro® og Q7 quattro®. Þegar Hekla kynnti Audi A6 og Audi Q3 haustið 2011 kom fram að A6 væri nýr bíll hannaður frá grunni. Yfirbyggingin er með nýrri tækni sem sameinar kosti áls og stáls. A6 býðst með 180 hestafla 2.0TFSI bensín vél, 177 hestafla 2.0TDI dísil vél, V6TFSI quattro bensínvél sem skilar 300 hestöflum og einnig V6TDI quattro dísil vél sem skilar 204 hestöflum. Á sama tíma var Audi Q3, í flokki sportjeppa, einnig kynntur. Í boði var 2.0TDI quattro í 170 hestafla útfærslu.

Arctic Trucks | Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | sími 540 4900 | www.arctictrucks.is Innanrými Audi Q7 er glæsilegt. Þar er hugað að hverju smáatriði.


Margverðlaunaðir lúxus jeppar Dísel, Bensín eða Metan Gerið samanburð á stærð, afli, þægindum, útliti og verði

Nýr Jeep Grand Cherokee 4x4

Nýr Dodge Durango

Jeep Grand Cherokee 4x4 í eftirfarandi útfærslum:

Dodge Durango Crew og Citadale V6 og V8, 4x4:

Limited. Búnaður umfram Laredo X: Xenon framljós, 20“ álfelgur, Krómpakki Fjarlægðaskynjarar að framan, Rafmagns afturhleri ofl 3,6 V6 Bensín 290 hö, með eyðsla í blönduðum akstri aðeins 11 L/100km

Dodge Durango Crew V6 Nýr sparneytinn og aflmikil V6, 290 hö mótor með eyðslu í blönduðum akstri aðeins 11 L/100km og Fjarstart, lyklalaust aðgengi og ræsing. Fjórhjóladrif með millikassa. Glersóllúga, Rafdrifinn afturhleri. Digital miðstöð með loftkælingu og auka miðstöð afturí. Alpine hljómkerfi, 506w, 9 hátalarar. Útvarp með DVD, CD og hörðum diski til að vista tónlistina á beint af CD disk eða USB minnislykli, bluetooth fyrir símann en einnig hægt að spila tónlist þráðlaust beint úr símanum, einnig er leðurklætt aðgerðastýri Bakkmyndavél og fjarlægðaskynjarar að aftan.

Verð aðeins 10.490 þús.kr

3.0 V6 Dísel 241hö, með eyðslu í blönduðum akstri aðeins 8,1 L/100km

Verð aðeins 10.990 þús.kr Laredo X V6 290hö

Nýr sparneytinn og aflmikil V6, 290 hö mótor með eyðslu í blönduðum akstri aðeins 11 L/100km Fjarstart, lyklalaust aðgengi og ræsing. Premium leðuráklæði. Panorama glerþak með lúgu. Digital miðstöð með loftkælingu. Alpine hljómkerfi, 506w, 9 hátalarar + bassabox. Útvarp með DVD, CD og hörðum diski til að vista tónlistina á beint af CD disk eða USB minnislykli, bluetooth fyrir símann en einnig hægt að spila tónlist þráðlaust beint úr símanum, einnig er leðurklætt aðgerðastýri, Bakkmyndavél og fjarlægðaskynjarar að aftan. Quadra Trac II, mjög fullkomið fjórhjóladrif með lágt drif. Hleðslujafnari, Dráttarbeisli, Mjög vel búnir bílar.

Verð aðeins 9.690 þús.kr

Verð aðeins 8.290 þús.kr

Dodge Durango Citadel V6 og V8.

Búnaður umfram Crew: Leðursæti með hita og kælingu DVD skjár fyrir aftursæti, Xenon ljós Hraðastillir sem skynjar og fylgir bílnum fyrir framan Árekstrarvari sem skynjar bíl í blinda punktinum 20“ krómfelgur Ofl. Citadale er til með 3,6 V6, 290 hö mótor og 5,7 V8 Hemi, 360hö

Verð frá aðeins 10.490 þús.kr

Nýr Ford F350 King Ranch

Ný Coleman fellihýsi á ótrúlegu verði.

Verð aðeins 10.890þ.kr m/húsi

Cheyenne 10fet Verð 1.999þ.kr Sedona 8fet Verð 1.499þ.kr ATH örfá stk eftir.

Opið alla virka daga frá 10-18 og Laugardaga 11-15

Útbúnaður og gerð bílanna getur verið frábrugðinn myndum í auglýsingu.

Þverholti 6 • 270 Mosfellsbæ Sími 534 4433 • isband@isband.is


Fix Töframassinn Hreinsar, fægir og verndar samtímis

38

heimili

Helgin 10.-12. maí 2013

 Marta Finnboga Hannar eldHúsáHöld

- Fitu- og kýsilleysandi - Húðvænt - Náttúrulegt - Mjög drjúgt Svampur fylgir með

Hentar vel til þrifa á blöndunartækjum, vöskum, ryðfríu stáli, áli, kopar, messing, gleri, plasti, lökkuðum flötum, kristal, keramiki, postulíni o.fl. Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Tengi - Melabúðin - Verkfæralagerinn - Eyjatölvur Miðstöðin Vestmannaeyjum - Pottar og prik Akureyri - Rafsjá Sauðárkróki - Áfangar Keflavík Skipavík Stykkishólmi - Nesbakki Neskaupsstað - Vélaleiga Húsavíkur - Verslanir Rönning Litabúðin Ólafsvík - Tengi - Byggt og búið - SR byggingavörur Siglufirði - Núpur Ísafirði Óskaþrif Hólmavík - Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf.

17. júní í Reykjavík

Ég er ekki byrjuð að nota hnífinn sjálf dagsdaglega en hann virkar mjög vel.

Marta Finnboga hannaði smjörhníf úr lerki og skilar honum sem lokaverkefni í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Ljósmynd/Hari

Útskrifast með smjörhníf á lofti Dagskráratriði óskast Auglýst er eftir skemmti- og sýningaratriðum fyrir þjóðhátíðarskemmtun í Reykjavík. Í dagskránni er gert ráð fyrir barna og fjölskylduskemmtunum á sviðum, tónleikum, leiktækjum og ýmsum sýningum og götuuppákomum. Hægt er að sækja um flutning atriða, uppákomur og viðburði á vefnum www.17juni.is en umsóknum má einnig skila í Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík á eyðublöðum sem þar fást.

Mikill áhugi á myndlist og hönnun varð til þess að Marta Finnboga ákvað að hefja nám í Myndlistarskólanum í Reykjavík fyrir tveimur árum. Á þessum tíma hefur hún sökkt sér á kaf í hönnun og skilaði snotrum smjörhníf sem lokaverkefni sínu. Hún hefur hug á að þróa vörulínu í anda hnífsins í framhaldinu.

M

arta Finnboga er átján ára gömul og hefur undanfarin tvö ár stundað nám við Mynlistarskólann í Reykjavík. Hún segir mikinn áhuga sinn á myndlist og hönnun hafa ráðið því að þetta nám varð fyrir valinu. Útskriftarverkefni hennar er handhægur og snotur brauðhnífur sem hún vonast til þess að geta komið í framleiðslu enda er hún þegar komin með hugmyndir að fleira eldhúsdóti í

Umsóknarfrestur rennur út sunnudaginn 12. maí. Upplýsingar í síma 411 5502 eða á 17juni@hitthusid.is

Hitt Húsið Sími: 411 5500 17juni@hitthusid.is www.17juni.is

BÆTIR STARFSEMI ÞARMANNA Á VÆGAN HÁTT Husk®fibre er fæðubótarefni sem inniheldur malað hýði fræja af plöntu sem ber heitið Plantago Psyllium að viðbættu góðu, fersku sólberja- eða sítrónubragði. Psyllium inniheldur 85% fæðutrefjar. Husk®fibre er einfalt og fljótlegt að taka inn – duftið er hrært út í vatn og drukkið samstundis. Að því loknu skal drekka annað glas af vökva. Lesið vandlega mikilvægar upplýsingar á pakkningu um notkun. Eftirfarandi verslanir selja Husk®fibre: Apótek Garðabæjar, Apótek Vesturlands, Apótekið, Árbæjar Apótek, Fræið í Fjarðarkaupum, Garðsapótek, Lyfja, Lyfjaval, Lyfjaver, Reykjavíkur Apótek.

Nánari upplýsingar eru á husk.dk

www.ebridde.is

Hnífurinn góði byggir á sílgilda smjörhnífnum en lumar á ýmsu skemmtilegu og loðir til að mynda við ísskápa.

85

FÆÐ% TREF UJAR

sama stíl og hnífurinn. En hvað kom til að hún ákvað að hanna smjörhníf. Leiðist henni kannski að smyrja brauðið sitt með ljótum hnífum? „Ég veit ekki alveg hvers vegna smjörhnífur varð fyrir valinu en ég var byrjuð að gera annan hníf sem ég ætlaði að láta steypa í ál eða stál,“ segir Marta. Hún ákvað síðan að einfalda hnífinn og tengja hann frekar við íslenska fortíð. „Ég ákvað síðan að færa mig nær íslensku og þjóðlegra efni og vísa í fortíðina með því að gera hnífinn úr lerki.“ Marta segist hafa verið með fjölmargar hugmyndir en niðurstaðan hafi orðið þessi. „Ég er ekki byrjuð að nota hnífinn sjálf dagsdaglega en hann virkar mjög vel. Það er segull í honum þannig að það má festa hann á ísskáp og ég hef þarna bætt ýmsu við hinn klassíska smjörhníf. Á þessum tveimur árum í Myndlistarskólanum hefur áhugi Mörtu á hönnun stigmagnast og hún unir sér svo vel í náminu að hún ætlar að vera áfram í skólanum til jóla. „Ég ákvað að vera lengur í skólanum vegna þess að ég var ekki alveg ákveðin í hvað ég vildi gera í framhaldinu en eftir þetta verkefni veit ég að ég vil halda áfram að hanna og langar að fara í Listaháskólann í hönnunartengt nám.“ Marta vonast til þess að geta komið hnífnum góða í framleiðslu og er þegar byrjuð að leika sér með hugmyndir að fleiri eldhúsáhöldum í sama stíl. „Ég er komin með fleiri hugmyndir að ýmsum eldhústengdum hlutum, til dæmis viskustykkjum, smekkjum og ungbarnahnífapörum og allt í sama stíl og hnífurinn.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


Nýjar vörur í

NÝTT!

Nýjar töskur og nýjir litir

Opnunartími hrimhonnunarhus

www.hrim.is

Virka daga 10:00-18:00 Lau 11:00-17:00 Sun 13:00-17:00

H ö n n u n a r h ú s Laugavegi 25 - S: 553-3003


40

heilsa

Helgin 10.-12. maí 2013

t st og frems

– fyr

ódýr!

KYNNING

 Glúteinfrítt fiberHUSK

R U D N DÚ VERÐ!

799

kr. kg

Krónu ferskur kjúklingur

gæludýradagar í líflandi 10.–17. maí Nú eru Gæludýradagar í Líflandi með fræðslu, gleði og frábærum kynningartilboðum.

Albert Eiríksson ástríðukokkur. „Það geta allir, bæði börn og fullorðnir notað FiberHUSK. Það eina sem þarf, er að vilja vera viss um að fá nægilegt magn af trefjum. Hinsvegar þarf að passa upp á börn undir þriggja ára aldri, en þau mega ekki að fá meira en 15 grömm af trefjum á dag.“ Ljósmynd/Hari

Frábært til baksturs FiberHUSK er glútenfrí vara sem hægt er að nota við allan bakstur. Hún þykir sérstaklega góð þegar verið er að baka glútenlaust brauð.

e

Föstudaginn 10. maí gefur dýralæknir góð ráð um nýja sjúkrafóðrið ArioN Health&Care, milli kl. 16:00 og 19:00 á Lynghálsi 3. Laugardaginn 11. maí fá okkar bestu vinir fría klóaklippingu hjá þrautreyndum hundasnyrti, milli kl. 12:30 og 15:00 á Lynghálsi 3. Taktu þátt í léttum leik í verslunum okkar á Lynghálsi 3 og Lónsbakka Akureyri. Þú gætir unnið 3 mánaða birgðir af ArioN Premium hundafóðri og margt fleira skemmtilegt. Við drögum út þrjá hundheppna þátttakendur föstudaginn 17. maí. Við hlökkum til að sjá ykkur.

SVO LJÚFT OG LÉTT Léttboost éttboost 1 lítið ið Va V Vanilluskyr.is nilluskyr.is ½ banani sneið af melónu ½ pera ss hreinn appeldass sínusafi 6-8 -8 ísmolar

Þú finnur fleiri boostuppskriftir boostupp skriftir á

www.skyr.is www w.skyr.is

Brauð með miklu trefjainnihaldi mettar betur en venjulegt hvítt brauð. Fæðutrefjar stuðla ennfremur að betri meltingu og hefur góð áhrif á þarmana.

f ætlunin er að vinna glútenfría vöru er frábært að hafa FiberHUSK við höndina. Ef það er notað í uppskriftina er mun léttara að vinna vöruna. Degið hefast betur og þegar glútínfría brauðið er tilbúið molnar það minna við skurð og verður safaríkara en annars,“ segir Albert Eiríksson ástríðukokkur. FiberHISK er 100% glútenfrí vara sem er án allra aukaefna. Gott er að blanda vöruna við allan bakstur og þá sérstaklega þegar verið er að búa til glútenfrítt brauð og fleira í þeim dúr. Albert segir FiberHUSK gera náttúrlegt glútenlaust brauð safaríkara. „Það stuðlar að því að deig úr náttúrulegum glútenlausum hveititegundum lyftir sér betur og glútenlausar kökur og brauð fá betri áferð auk þess að koma í veg fyrir að það molni. Margar glútenlausar hveititegundir innihalda minna af trefjum en venjulegt hveiti. Því er mikilvægt að gæta þess að fæðan innihaldi nægilegt magn af trefjum.“

Líka hægt að nota í venjulegan bakstur

FiberHUSK er trefjavara sem leysa má upp í vatni. Varan inniheldur malað hýði fræja af indversku plöntunni Plantago ovata Forsk sem er einnig þekkt sem Ispaghula Husk eða hýði Psyllium fræja. Trefjarnar samanstanda af vatnsuppleysanlegum hemisellulósa, pektíni, pentósum og hexósum. En ætli það sé hægt að nota FiberHUSK í venjulegan bakstur? „Já. Með því að nota FiberHUSK í bakstri eykst trefjainnihaldið. Deigið nær að binda vökvann betur og brauð, bollur og kökur halda ferskleikanum lengur. Brauð með miklu trefjainnihaldi mettar betur en venjulegt hvítt brauð. Fæðutrefjar stuðla ennfremur að betri meltingu og hefur góð áhrif á þarmana,“ segir Albert. Albert segir að FiberHUSK hafi mjög góð áhrif á meltinguna. „Trefjar í fæðunni eru forsenda vellíðunar sem ræðst meðal annars af því að magi og þarmar ná að vinna úr fæðunni vandræðalaust. Trefjar hafa mjög góð áhrif á þarmaveggina og stuðla að viðhaldi styrks og samdráttargetu þarmanna, sem minnkar

hættuna á harðlífi. Erfitt er að melta fínmalað hýði fræja líkt og aðrar tegundir plöntutrefja. Á leið sinni í gegnum maga og þarma sýgur það í sig vökva og bólgnar, á sama tíma og það gefur frá sér slím sem eykur vatnsinnihald þarmanna. Innihald þarmanna fær þannig betri áferð sem er auðveldara að „vinna með“, sérstaklega fyrir ristilinn.“

Gott fyrir alla, konur og karla

Albert segir alla geta notað FiberHUSK. „Það geta allir, bæði börn og fullorðnir notað FiberHUSK. Það eina sem þarf, er að vilja vera viss um að fá nægilegt magn af trefjum. Hinsvegar þarf að passa upp á börn undir þriggja ára aldri, en þau mega ekki að fá meira en 15 grömm af trefjum á dag. Varan er ekki ávanabindandi og þungaðar konur og einstaklingar með glútenóþol geta notað FiberHUSK án vandræða.“ Trefjar eru mikilvægar fyrir líkamann og er ráðlagður dagskammtur af trefjum fyrir fullorðna 25-35 grömm á dag. „FiberHUSK getur stuðlað að aukinni neyslu fæðutrefja með því að auka magn trefja í mat og brauði. Venjulega er ekki mælt með hvítu brauði, en ef sett er nægilegt magn af náttúrulegum fæðutrefjum í brauðið er jafnvel hægt að mæla með samlokubrauði. Með FiberHUSK er hægt að baka hvítt brauð sem inniheldur álíka mikið af trefjum og gróft rúgbrauð,“ segir Albert.

Notar FiberHUSK daglega

Albert segir að allir sem vilja aukið trefjainnihald geti notað FiberHUSK í eigin uppskriftir. Það þarf bara að bætið 20 grömmum af FiberHUSK og 1 dl. af vökva í hver 500 grömm af hveiti sem notað er í uppskriftinni. Þá notar Albert FiberHUSK daglega. „Ég hef sjálfur notað FiberHusk í mörg ár. Ég geri mitt eigið múslí og nota alltaf FiberHusk saman við. Síðan er það kjörið í hrákökur og allan bakstur, pönnukökur, vöfflur og fleira. Það má líka setja eins og hálfa teskeið út í bústið. Það eru endalausir möguleikar með FiberHUSK.“ Hægt er að nálgast uppskriftir og aðrar upplýsingar um FiberHusk á www. husk.dk. -ss


heilsa 41

Helgin 10.-12. maí 2013

 Börn GirnileGar uppskriftir fyrir Barnaafmæli oG aðra merkisdaGa

Veislugestir með fæðuóþol

Girnileg súkkulaðikaka sem inniheldur hvorki mjólkurvörur, egg né hveiti.

m

örg bör n v it a f át t skemmtilegra en að fara í afmæli til vina sinna og njóta góðra veitinga og leika saman. Þegar meðal gestanna eru börn með fæðuóþol eða ofnæmi er mikilvægt að taka tillit til þeirra og bjóða þeim upp á ljúffengar veitingar eins og öðrum. Gott er að hafa samráð við foreldra barna með óþol eða ofnæmi fyrirfram og fá ráðleggingar frá þeim varðandi hráefni. Þá finna allir gestir eitthvað við sitt hæfi á veisluborðinu. Solla á Gló lumar á ýmsum góðum hugmyndum og eftirfarandi uppskriftir frá henni ættu að gleðja unga sem aldna veislugesti.

Dönsku astma- og ofnæmissamtökin

ÞVottaefni fyrir hVert tilefni

Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi mælir með vörum frá Neutral

Súkkulaðikaka hafðu Það fínt

3/4 bolli gróft spelt 3/4 bolli fínt spelt 1 bolli kókospálmasykur 4 msk. kakóduft 2 tsk. vínsteinslyftiduft 1/4-1/2 tsk. salt 1/3 bolli kókosolía 1 msk. eplaedik 1 tsk. vanilla 1 - 1 1/4 bolli vatn

StórÞVottur framundan?

Silkihönskum, ullarteppum og dúnúlpum hæfir 30 til 40 gráðu þvottur í höndum eða vél með Neutral Uldog finvask.

Neutral Sort vask varðveitir svartan glæsileikann svo hann tapi ekki lit sínum. Upplitað er bara ekki í tísku þessa dagana.

Ekkert jafnast á við Neutral Storvask til að komast til botns í þvottakörfunni. Hentar fyrir þvott af öllu tagi.

Byrjið að blanda þurrefnunum saman í skál, bætið restinni af uppskriftinni út í og hrærið öllu vel saman – annað hvort í hrærivél eða hrærið með sleif í skál. Bakið við 175°C í um 30 mínútur.

nú er Það SVart

Súkkulaðikaka (sem ekki þarf að baka) 3 bollar kókosmjöl 1 bolli smátt saxaðar döðlur 1 msk. kókosolía 1/4 bolli kakóduft 1 tsk. vanilla 1/4 tsk. salt

Létt er að flokka litríka sokka.

Fyrir alla muni, ekki láta þennan lenda í hvíta þvottinum.

Allt sett í matvinnsluvél og maukað saman, þjappað í form og sett inn í frysti. Ofan á kökurnar er gott að bræða 70% súkkulaði og/eða setja fullt af ávöxtum

Súkkulaði ís 3 bananar 1 msk. kakóduft 1 msk. hunang eða kókospálmasykur

74,6% ... kvenna 35 til 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

ÍSLENSKA SIA.IS NAT 62719 01.2013

Setjið í blandara eða matvinnsluvél og hellið síðan í íspinnaform og setjið inn í frysti.

nú er Það hVítt

haltu lífi í litunum

Ensímin í Neutral Hvid vask losa þig við erfiða bletti og óhreinindi. Það skilar sér í björtum og hvítum þvotti. Fljótandi Neutral leysist vel upp og hentar því líka vel í handþvottinn.

Settu svolítið af Neutral Color í hólfið og njóttu þess að fá þvottinn jafn litríkan úr vélinni aftur. Þetta er kröftugt, þú notar bara lítið af dufti í hverja vél. Fljótandi Neutral Color endist líka og endist.

nánari upplýSingar á neutral.iS


áltíð fyrir

42

heilsa

Helgin 10.-12. maí 2013

 Heilbrigðismál Alþjóðlegur vitundArdAgur vefjAgigtAr er 12. mAí

Vefjagigt er í genum fólks Fólk með vefjagigt býr við skerta færni til daglegra athafna, útbreidda verki og svefntruflanir og einkenni geta í sumum tilvikum verð frá mörgum líffærakerfum. Fordómar ríkja enn gagnvart vefjagigt og segir Sigrún Baldursdóttir sjúkraþjálfari sjúkdóminn stundum skilgreindan sem „ruslakistu sjúkdóm“ og jafnvel hugarburð þess sem af honum þjáist. Alþjóðlegur vitundardagur vefjagigtar verður sunnudaginn 12. maí næstkomandi. Sigrún Baldursdóttir sjúkraþjálfari og framkvæmdastjóri hjá Þraut – miðstöð vefjagigtar og tengdra sjúkdóma. Með henni á myndinni eru Arnór Víkingsson gigtarlæknir og Eggert S. Birgisson sálfræðingur sem einnig starfa hjá Þraut.

þ

að er von okkar að með aukinni vitund almennings og heilbrigðiskerfisins á vefjagigt fái fólk greiningu og meðferð á fyrstu stigum sjúkdómsins. Það er með þennan sjúkdóm eins og aðra að því fyrr sem fólk kemur og einkennin eru vægari þá verður árangur meðferðar betri. Þetta gildir um vefjagigt eins og aðra langvinna sjúkdóma,“ segir Sigrún Baldursdóttir, sjúkraþjálfari hjá Þraut – miðstöð vefjagigtar og tengdra sjúkdóma. Sigrún segir ennfremur að vefjagigt sé í genum fólks og ef það er sterk saga um gigt í ætt fólks þá séu meiri líkur á að fá vefjagigt.

Fordómar gagnvart vefjagigt

Að sögn Sigrúnar eru fordómar ríkjandi gagnvart þeim sem þjást af vefjagigt og halda sumir að hún sé „ruslakistu sjúkdómur“, það er að segja að vefjagigt sé blanda af þunglyndi og öðrum óútskýrðum verkjum og jafnvel aðeins hugarburður sjúklingsins. „Í dag vitum við betur og það eru margar rannsóknir sem sýna aukið verkjanæmi. Í tilfellum vefjagigtar er ójafnvægi í taugaboðum í heila- og mænuvökva sem veldur því að taugakerfið starfar ekki á réttan hátt.“

Hægt er að draga úr sjúkdómseinkennum

Hjá Þraut eru sjúkdómseinkenni fólks kortlögð og fólki veitt endurhæfing í átta til tólf vikur og lærir fólk þá um sjúkdóminn og meðferðarúrræði sem það getur tileinkað sér. „Allt sem veldur álagi á taugakerfið getur haft slæm áhrif á líðan fólks með vefjagigt og því kennum við fólki að draga úr líkamlegu og andlegu áreiti og beitum líka hugrænni atferlismeðferð. Í sumum tilfellum þarf að beita lyfjameðferð en við höfum engin töfralyf en við höfum þó lyf sem hjálpa fólki að sofa og minnka verki.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is

Mætir skilningi og tillitssemi sinna nánustu Á lokasprettinum í doktorsnámi sínu í bakteríufræðum vorið 2008 greindist Þórunn Rafnar Þorsteinsdóttir með vefjagigt. Með því að hægja á sér náði hún að ljúka náminu í október 2009. „Ég var heppin að greinast snemma áður en ég var búin að ganga algerlega fram af skrokknum,“ segir Þórunn sem starfar nú sem verkefnisstjóri hjá embætti landlæknis í 50% starfshlutfalli.

4

Þórunn Rafnar Þorsteinsdóttir segir vefjagigtina hafa áhrif á allt sitt líf en gerir sitt besta til að halda einkennum í skefjum. Mynd/Hari

+

Árið 2005 fór Þórunn að finna fyrir verkjum og hélt að þeir væru til komnir vegna streitu en 2008 fékkst staðfest að um vefjagigt var að ræða. „Ég er alltaf með verk einhvers staðar, mis mikla þó. Sumir verkir eru hættir að trufla mig og ég tek ekki beint eftir þeim lengur,“ segir Þórunn og bætir við að stundum fái hún köst og sé þá með mjög mikla verki. „Þá verður maður bara að hvíla sig og slaka á. Það þýðir ekkert að ætla að harka af sér og halda áfram að gera sitt, þá bara versna verkirnir,“ segir Þórunn. Vefjagigt fylgir einnig mikið orkuleysi og þarf Þórunn að meta það á hverjum morgni hve mikla orku hún hafi og í hvað hún ætli að nota þá orku. „Ef ég eyði meiri orku í dag en ég á inni þá verð ég enn orkuminni á morgun og með meiri verki. Stundum þarf maður

1 flaska af

nú samt að gera eitthvað sérstakt sem krefst meiri orku en maður á inni og þá bara veit maður að morgundagurinn verður erfiður og reynir þá að skipuleggja þann dag eftir því,“ segir Þórunn. Ekki er hægt að lækna vefjagigt en með meðferðarúrræðum getur fólk haldið áhrifum hennar í skefjum. Þórunn fer vikulega í sjúkraþjálfun og mætir í ræktina fjórum sinnum í viku og gerir æfingar. „Maður er að gera allt sitt besta og ég held streitu niðri með slökun og það hjálpar. Þrátt fyrir þetta get ég ekki nýtt mér

mína menntun til fulls og gert allt sem ég vil með börnunum mínum. Vefjagigtin hefur áhrif á allt mitt líf,“ segir Þórunn. Að mati Þórunnar ber stundum á því viðhorfi í samfélaginu að vefjagigt sé bara aumingjaskapur og að lausnin sé að fara og hreyfa sig. „Ég hef þó verið mjög heppin því að í mínu nánasta umhverfi og hjá mínum vinnuveitendum hef ég fundið fyrir miklum skilningi og tillitssemi,“ segir Þórunn. Vorið 2008 þegar Þórunn var að ljúka doktorsnámi sínu í bakter-

Eigin fordómar voru mesta vandamálið Þegar Jónína Guðrún Höskuldsdóttir greindist með vefjagigt fylltist hún afneitun en síðar tók sorgarferli við. Faðir og tvö systkini Jónínu keppa í Iron-man íþróttinni sem krefst gríðarlegs úthalds og styrks. Síðasta sumar setti Jónína sér það markmið að synda hundrað metra og fékk mikla hvatningu frá sínum nánustu sem synda fleiri kílómetra án þess að blása úr nös.

2L

Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

íufræðum greindist hún með vefjagigt og hægði þá á ferðinni í náminu og lauk doktorsvörninni sinni í október 2009. Þórunn segir það svekkjandi að sú framtíðarsýn sem hún hafði í byrjun námsins muni ekki rætast. Þórunn á tvö börn og starfar hjá embætti landlæknis í hálfu starfi. ,,Núna stefni ég að því að halda mér í þessu starfshlutfalli og detta ekki út af vinnumarkaði. Vonandi get ég svo í framtíðinni aukið starfshlutfallið, þegar börnin eldast en ég er ekki viss um að ég komist nokkurn tíma í fullt starf.“

Verð aðeins

1990,Jónína Guðrún Höskuldsdóttir stundar slökun daglega og segir hana hjálpa til við að halda einkennum vefjagigtarinnar í lágmarki. Mynd/Hari

„Ég er hjúkrunarfræðingur og er í hálfu starfi á innkirtlagöngudeild Landspítalans. Vefjagigtin veldur því að ég hef takmarkað þrek og þarf daglega að velja í hvað ég ætla að eyða orkunni,“ segir Jónína Guðrún Höskuldsdóttir sem greindist með vefjagigt 29 ára gömul eftir að hafa hætt með eldra barn sitt á brjósti. Jónína hafði verið með stoðkerfisverki frá unglingsaldri en fékk svo síðar mikla liðverki, stirðleika og svefnvandamál sem voru einkenni vefjagigtarinnar. Þegar Jónína fékk þá greiningu að hún væri með vefjagigt trúði hún lækninum ekki og fannst greiningin ekki nógu góð. Nokkrum mánuðum síðar fór hún til gigtarlæknis sem staðfesti fyrri greiningu og þá tók sorgarferli við. „Ég var sjálf með fordóma gagnvart þessum sjúkdómi og var ekkert að segja öðrum frá því að ég væri með vefjagigt. Ég þorði varla að segja manninum mínum frá þessu því það var svo stutt í brúðkaupið okkar,“ segir Jónína og hlær og bætir við að svona hafi hugsunarháttur hennar verið þá. Það var ekki fyrr en tveimur árum eftir greiningu að Jónína sagði öðrum í fjölskyldunni frá vefjagigtinni. „Þá neyddist ég til þess því ég var ólétt að öðru barninu og þurfti að hætta að vinna snemma á meðgöngunni. Þau voru ótrúlega skilningsrík og hafa hvatt mig áfram og skilja hvað ég er að ganga í gegnum,“ segir Jónína. Í fyrrasumar setti Jónína sér það markmið að synda hundrað metra og fékk mikla hvatningu frá fjölskyldunni en hluti hennar keppir í Iron-man íþróttinni og syndir marga kílómetra án þess að blása úr nös. „Fordómarnir voru kannski bara hjá mér og þegar ég náði að yfirstíga þá varð lífið auðveldara,“ segir Jónína. Fyrir ári síðan fór Jónína í endurhæfingu hjá Þraut – miðstöð vefjagigtar því verkirnir höfðu versnað mikið eftir að hún eignaðist yngra barnið sitt. „Þá var ég búin að vera með vefjagigt i fimm ár og var með mikla verki og lítið þrek. Endurhæfingin hjálpaði mikið, sem og öll fræðslan sem ég fékk,“ segir Jónína. Jónína fer reglulega í sjúkraþjálfun en þörfin fyrir hana hefur minnkað og telur Jónína það batamerki. „Í endurhæfingunni lærði ég slökun sem ég stunda daglega og hún gerir mikið gagn. Ég stunda líka hreyfingu og líkamsrækt en ákefðin við æfingarnar fer eftir því hversu mikla verki ég er með,“ segir Jónína og bætir glaðlega við að hún eigi yndislegan eiginmann sem nuddi hana þegar þess þarf. „Þegar lífið er í rútínu og ég set mér mörk er ég í góðu jafnvægi.“


Hvað ef farði gæti

UMBREYTT HÚÐ ÞINNI Á 4 VIKUM*?

TEINT VISIONNAIRE SKIN-PERFECTING MAKEUP DUO DÖKKIR BLETTIR – HÚÐHOLUR – HRUKKUR

Ný sýn á

FULLKOMIÐ LITARHAFT 10 LITIR FYRIR ALLA HÚÐTÓNA

EFTIR 4 VIKUR:

* Klínískt próf undir eftirliti sérfræðinga á 48 konum í 4 og 8 vikur.

Stærð dökkra bletta -17% Hrukkur -10% Stærð húðhola -8%

Hyljari Hámarks þekja

EFTIR 8 VIKUR: Stærð dökkra bletta -29% Hrukkur -22% Stærð húðhola -17%

Perfecting Foundation SPF 20


ALLTAF ALVEG FRÁBÆR teg 81103 - létt fylltur í 70-85B, 75-90C á kr. 5800,buxur við á kr. 1.995,-

OPIÐ: MÁN - FÖST 10 - 18 LAUGARD. 10 - 14

Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is

Afsláttur 50-80%

44

tíska

Helgin 10.-12. maí 2013

Glæsileg Gwyneth Bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow hefur lítið látið fyrir sér fara undanfarin ár. Hún hefur helgað fjölskyldunni tíma sinn en látið kvikmyndaferilinn sitja á hakanum. Nú er nafn Paltrow á hverjum vörum eftir frumsýningu Iron Man 3 á dögunum. Hún hefur bókstaflega geislað þegar hún hefur komið fram til að kynna myndina.

LAGERSALA Skóhöllin Euroskó verður með

RISA LAGERHREINSUN

Gwyneth Paltrow var glæsileg í þessum svarta kjól þegar Iron Man var kynnt í Bretlandi í síðasta mánuði. Ekki voru skórnir neitt slor heldur.

á skóm fyrir sumarið í Verslunarmiðstöðinni Firði 2 hæð við hlið verslunarinnar. Opið frá 13 til 18 frá föstudeginum 10 maí til laugardagins 19 maí fyrir hvítasunnu.

Myndir/ NordicPhotos/ Getty

Á sömu dögum verður TaxFree af öllum barnaskóm í versluninni Fjarðagötu 13 • Í Firðinum Hafnarfirði • S. 555 4420

Alltaf eitthvað nýtt og spennandi Stærðir 38-58

Belladonna á Facebook

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is

Ert þú búin að prófa ?

Leikkonan kom vel fyrir í viðtali hjá Jay Leno.

Nýjar sumarvörur frá Masai

20% auka afsláttur af útsöluslá

Fæst í apótekum

Gwyneth klæddist bleikum kjól á viðburði í New York í vikunni.

Á frumsýningu Iron Man í Hollywood í síðasta mánuði klæddist Gwyneth athyglisverðum kjól. Hringurinn og eyrnalokkarnir vöktu sömuleiðis athygli.


er komið í Hagkaup Smáralind


heilabrot

46

Helgin 10.-12. maí 2013

?

Spurningakeppni fólksins 1. Hvaða ár fæddist Halldór Laxness? 2. Hvaða íslenski listamaður stóð fyrir gjörningi í nýlistasafni New York borgar, MoMA, um síðustu helgi? 3. Hvað heitir nýtt leikrit sem byggir á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum? 4. Hvað heitir íslenska sprotafyrirtækið sem Jive Software keypti á um einn milljarð króna? 5. Hvað heitir eiginkona Jakobs Frímanns Magnússonar? 6. Hvað er hljómsveitin Vinir vors og blóma gömul? 7. Hvar í Noregi voru flestir karlar handteknir fyrir vændiskaup í fyrra? 8. Hver lék sinn fyrsta leik fyrir ÍBV síðan 1997 í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu? 9. Hver er höfuðborg Egyptalands? 10. Hvaða íslenski knattspyrnumaður varð meistari með Ajax í Hollandi um liðna helgi? 11. Hvað heitir aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins? 12. Í hvaða borg opnaði nýlega safn tileinkað hljómsveitinni ABBA? 13. Þjóðleikhúsið undirbýr nú uppsetningu leiksýningar þar sem börn munu leika fullorðna og fullorðnir börn. Hvað heitir leikritið? 14. Samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla er best er að vera móðir í Finnlandi. Í hvaða sæti er Ísland? 15. Hvaða frambjóðanda var oftast strikað yfir í alþingiskosningunum?

Benedikt Þorri Sigurjónsson hagfræðingur 1. 1905 2. Elías 3. Pass 4. Pass 5. Pass

7. Í Osló 8. Hermann Hreiðarsson 9. Kairó

10. Pass

 12. Í Stokkhólmi  11. Svanhildur Hólm 13. Pass 14. Fjórða sæti

15. Pass

6 stig

7 8

... kvenna 35 til 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

6 4 8 5 1 5 4 7

9 3 3 4

handritshöfundur 1. 1905 2. Ragnar Kjartansson

 4. CLARA 

 Sudoku fyrir lengr a komna

2

5. Birna 6. 20 ára

7. Í Þrándheimi

8 2 3 4 1 7 4 5 2 1 9 4 2 7 2 6 1 7 3 7 3 5 9

10. Pass 11. Svanhildur Hólm

12. Gautaborg 13. Óvitar

14. Fjórða sæti

3

6

8. Pass 9. Kairó

3 8

3. Hvörf

15. Guðlaugur Þór Þórðarson

10 stig

ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. 136

BORG

TVEIR EINS

DRYKKUR

SKRAUTPLANTA

RYKKUR SLÍMDÝR

HENGINGARÓL

BUNDIÐ

STAÐFESTA

 lauSn

Lausn á krossgátunni í síðustu viku. 135

DJÚPLEIÐ KRYDD

S K A L V S Í Á T A S A N Á O S T T T U N A R A N E F Ó L A D L P U L Ó R A S T E FRAMMASTUR ÓVILD

mynd: denelson83 (CC By-sA 3.0)

74,6%

6 4

9

Jóhann Ævar Grímsson

 kroSSgátan

Benedikt Þorri skorar á Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur tónlistarkonu.

5

2

Svör: 1. 1902, 2. Ragnar Kjartansson, 3. Hvörf, 4. CLARA, 5. Birna Rún Gísladóttir, 6. 20 ára, 7. Í Þrándheimi, 8. Hermann Hreiðarsson, 9. Kairó, 10. Kolbeinn Sigþórsson, 11. Svanhildur Hólm, 12. Stokkhólmi, 13. Óvitar, 14. Fjórða sæti, 15. Guðlaugur Þór Þórðarson.

Jóhann Ævar sigrar með 10 stigum gegn 6.

1 1

MÓÐURLÍF HERBORG STOPP

M G E R S K J L A M Á E L

TILGÁTA

FERÐALAG BIL

Í RÖÐ SÍTT

ÁVÍTUR

TRJÁTEGUND

SKILJA

SPERGILL

F A S P A A S TELPU

GOÐSAGNAVERA HEIMSÁLFA

FYRIRBOÐI GLJÚFUR

T E I K N

G I L SKELDÝR URMULL

G R K Ú R I Ú T T T E F T L Í A RÖÐ

DÚLLA

LÝÐ

SPILA

JURTARÍKI GOLF ÁHALD

SEINNA SPIL

UNGDÓMUR TALA

MISKUNN

MARÐARDÝR

TIF

MÆLIEINING

AUÐGA BÁL

GASTEGUND HRAPA

LÆKKA

BRÉFBERA

SLEIT

ÞRÍFUR

Ú T L E I Ð FÉLAGI MEIRI

Æ Ð R I PLÖTUUMSLAG BIFA

Þ O K A SÆLLÍFI RÓL

A R K

Á D Ó R S I S Ó L G F L R K I A R H M Á T I S K A A L D A K Ú K K D A L B Ú R Ó A N N Ó B I T L A R M U N Ú G E R A U F U R E KRYDD

TÍMABILS

BEKKUR

BLÓM RÓT

ÆRSLAHLÁTUR FUGL

Í RÖÐ

HINDRUN STEINTEGUND

KVK. NAFN FUGL

NÆRÐAR

ÁVÖXTUR

UNDIROKUN KJAFI

HEFÐARKONA DAUÐI

RJÚKA

SVIKULL

NÁTT

HRINGUR

NAG

Í RÖÐ

POTTRÉTTUR GOGG

AÐHEFST

TVÍHLJÓÐI

BLUND

SAMSKONAR

G G L A E Y L I S S G E A F T J J L Ó A A R G U N A M A S M Ó S A T T I L A G Ú Ð S I R L Ú R I N S PRJÁL

ÞÉTTSETJA

MISSA MARKS

FERNUM

mynd: peter klashorst (CC By 2.0)

6. 20 ára

 Sudoku

STRIT NÚMERA ÁRSGAMALL

SLÁTTARTÆKI

FYRIR HÖND

TVEIR EINS

PRETTUR

HLJÓÐFÆRI

ÓVILD

SJOKK

ÓÐ

ÓBUNDINN

ENDURBÆTA

ÞEFA

GASSALEGUR

KRASSA

FORM

PEDALI

49

ÞÁTTTAKANDI

Salat með kjúklingi eða roastbeef 990 kr.

HARÐÆRI

RÍKI

FISK

KENNIMARK

GALDRASTAFUR

Í RÖÐ

TÍMABILS

TAUTA

MAÐUR

FRAMAGOSI

TVEIR EINS

GENGI

SÓLUNDA

LÍTILL BÁTUR

TOLLA

ARÐA GLATA SPIL

ANGAR

FYRSTUR

BEIÐAST

SPIK

SKADDAST

MARGVÍSLEGIR

ANSI

VATT

PLANTA PINNI

LÝÐ GOGG NIKKA

FERSKUR

RÓL

HÆTTA

FARVEGUR

LÍKAMSHLUTI

TILFINNINGASEMI

FERÐAST

SKVETTA

KRAFTUR

HOLSKRÚFA TRAMPA HEITI GIMSTEINN

RÁK

Bátur mánaðarins 750 kr. 2x16” pizza 2/álegg 2980 kr.

ÓÞEFUR

ÁRNA

LAND

HELGAR BLAÐ

12”pizza 2/álegg 1050 kr.

HYGGJAST

MJÓLKURVARA

SNÍKJUDÝR

Afar og ömmur !

LÍTILL

NÚMER

GÚLPUR

KJAFI

BYGGING

DÚETT

GALGOPI

HAF

SIGAÐ LEIÐSLA

RAUS

HVORT

ULLARFLÓKI

LAND

HLJÓMSVEIT

LOGA

Nýbýlavegi 32 S:577-5773

GOÐMÖGN

SKILJAST SÁTTIR

*konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan-mars. 2013

rennibraut og boltaland fyrir börnin

GEFA EFTIR

ATVIKAST

MESSING

BAR PERSÓNUFORNAFN


Verður þín hugmynd að veruleika á Ásbrú?

PIPAR\TBWA-SÍA - 131260

Frumkvöðlasetrið á Ásbrú býður frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum frábæra aðstöðu, auk stuðnings, fræðslu og ráðgjafar við að hrinda hugmyndum í framkvæmd. Þar gefast fjölmörg tækifæri til að efla tengslanet og finna mögulega samstarfsaðila.

frumkvöðla-

Svona er lífið á Ásbrú Ásbrú í Reykjanesbæ er suðupottur tækifæra. Þar hefur á skömmum tíma byggst upp litríkt samfélag, þar sem saman fer öflug menntastofnun, fjöldi spennandi fyrirtækja og blómstrandi mannlíf. Nánari upplýsingar á www.asbru.is.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.asbru.is


48

skák og bridge

Helgin 10.-12. maí 2013

 Sk ák ak ademían Sterk aSta Sk ákmót Sögunnar Stendur yfir í noregi

Bragi Þorfinnsson með stórmeistaraáfanga! er í talsvert öðrum gæðaflokki, enda „aðeins“ númer 107. Þetta er fyrsta ofurmótið í sögu Noregs og allra augu munu beinast að Magnúsi Carlsen, sem borið hefur höfuð og herðar yfir aðra meistara undanfarin ár. Carlsen er aðeins 22 ára, en hefur sigrað á 15 ofurmótum á ferlinum, auk þess að vera stigahæsti skákmaður allra tíma. Carlsen þó engan veginn ósigr-

Bragi Þorfinnsson tryggði sér fyrsta stórmeistaraáfangann með glæsilegri frammistöðu í bresku deildakeppninni.

andi – hann tapaði tveimur skákum á áskorendamótinu í London í vor – og andstæðingar hans mæta grimmir til leiks. Búlgarski refurinn Topalov, sem bar krúnu heimsmeistara í eitt ár, virðist genginn í endurnýjun lífdaga, þó flestir búist við að Aronian verði helsti keppinautur Carlsens á mótinu. Þá verður áhugavert að fylgjast með heimsmeistaranum Anand, sem verið hefur einkar syfjulegur síðustu misserin en þarf að brýna klærnar fyrir heimsmeistaraeinvígið gegn Carlsen í haust. Talsvert taugastríð er hafið vegna heimsmeistaraeinvígisins, eftir að FIDE ákvað að það skyldi fara fram í indversku borginni Chennai – á heimavelli Anands. Venjan er að efna til útboðs á slíkum stórviðburðum (rétt einsog 1972 þegar Reykjavík hafði betur í keppni við Belgrad) en Kirzam Iliuminizov forseti FIDE er alræmdur fyrir geðþóttaákvarðanir og einræðisstjórn. Carlsen hefur mótmælt ákvörðun FIDE harðlega, en mun eigi að síður mæta til Indlands í nóvember og freista þess að leggja Anand að velli. Anand ætti að sama skapi að vera kappsmál að sýna styrk sinn á heimavelli Carlsens, og því má búast við sögulegu móti í Stavangri. Þriðja umferð mótsins fer fram í dag, föstudag og er hægt að fylgjast með á heimasíðu mótsins, norwaychess.com auk þess sem fréttir eru sagðar á skák.is.

Bragi Þofinnsson með stórmeistaraáfanga

Alþjóðameistarinn Bragi Þorfinnsson tryggði sér stórmeistaraáfanga með glæsilegri frammistöðu í bresku deildakeppninni, en þar var hann einn af lykilmönnum skákfélagsins Jutes of Kent, sem hafnaði í 5. sæti efstu deildar. Bragi, sem er fæddur 1981, varð alþjóðlegur meistari árið 2003 og hefur um árabil verið meðal fremstu skákmanna okkar. Hann hefur oft verið hársbreidd frá því að ná stórmeistaraáfanga, en náði nú að brjóta ísinn. Því skal hér spáð að ekki líði á löngu áður en Bragi tryggi sér titil stórmeist-

ara, en þrjá áfanga þarf til að öðlast þessa eftirsóttu nafnbót.

Hilmir Freyr og Oliver Aron Íslandsmeistarar í skólaskák

Það var hart barist á bráðskemmtilegu landsmóti í skólaskák, sem fram fór á Patreksfirði um síðustu helgi. Oliver Aron Jóhannesson, einn hinna harðsnúnu Rimaskólakrakka, sigraði nokkuð örugglega í eldri flokki, en næstir komu hinir efnilegu Akureyringar Jón Kristinn Þorgeirsson og Símon Þórhallsson. Í yngri flokki sigraði hinn eitilharði Hilmir Freyr Heimisson, en næstu komu Kópavogsbúarnir Báður Örn Birkisson og Dawid Kolka.

SkákþrAutiN

Svartur leikur og vinnur. Johnston hafði svart og átti leik gegn Bibby í bresku deildakeppninni 2001. Hann gerði nú út um taflið með einum banvænum leik...

Lausn: 1....Dxd4+!! 0-1. Taki hvítur drottninguna verður hann mát á e1.

S

terkasta skákmót sögunnar hófst í Stavanger í Noregi á þriðjudaginn: Þar mætast jöfrar sem eru númer 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 16 og 107 á heimslistanum. Hinn mikli Kramnik (númer 2 á heimslistanum) hætti við á síðustu stundu, en annars eru þeir allir þarna: Carlsen, Aronian, Radjabov, Karjakin, Anand, Topalov, Nakamura, Svidler og Wang Hao – og svo Norðmaðurinn Hammer sem

 Bridge um helgina fer fr am kjördæmamótið á akureyri

Jón og Þorlákur unnu Sushi Samba

S

ushi Samba tvímenningi BR lauk á þriðjudaginn. Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson sigruðu með miklum yfirburðum. Röð efstu para: 1. Jón Baldursson – Þorlákur Jónsson 2. Kjartan Ásmundsson – Stefán Jóhannsson 3. Jón Hilmarsson – Jón Páll Sigurjónsson 4. Bergur Reynisson – Stefán Stefánsson 5. Guðjón Sigurjónsson – Vignir Hauks /Ómar

1257,6 1128,8 1111,2 1104,8 1062,4

Jón og Þorlákur unnu einnig hliðarmótið og fengu í verðlaun gjafabréf á veitingastaðinn Sushi Samba. Nú líður að lokum vetrarstarfsins hjá BR. Næsta þriðjudag verður síðasta spilakvöld vetrarins og þá verður spilaður einmenningur. Klukkan 21 verður gert hlé á spilamennsku og aðalfundur félagsins haldinn. Allir spilarar eru velkomnir að taka þátt í einmenningnum. Þeir sem hafa spilað í BR í vetur fá frítt, annars kostar 1.000 krónur. Um helgina fer fram hið sívinsæla kjör-

dæmamót á Akureyri. Núverandi meistarar eru Suðurland en eflaust verður hart sótt að þeim í ár. Mótið fer fram í Brekkuskóla á Akureyri og hefst klukkan 10 báða dagana. Áhorfendur eru velkomnir. Fyrir þá spilara sem vilja spila í sumar má svo minna á að Sumarbridge byrjar fljótlega og skráning í Bikarkeppni BSÍ er hafin.

Spilið kom upp í BR síðastliðinn þriðjudag. Þrjú pör komust í slemmu og hún vannst á tveimur borðum. Sagnirnar að ofan eru frá borði bræðranna Hrólfs og Odds Hjaltasona. Hrólfur átti út og það tók hann ekki langan tíma að spila út spaða eftir þessar upplýsandi sagnir. Sagnhafi sá sína

sæng uppreidda, drap strax á spaðaás og spilaði laufi. Hrólfur drap strax á ás og tók 2 spaðaslagi. Sú niðurstaða tryggði honum hreinan topp, 18-0 en þeir sem fengu að standa 6 hjörtu, fengu skorið 17-1.

Allt spilið

♠Á92 ♥ÁKG1065 ♦D53 ♣3

Austur gjafari og NS á hættu.

Þú tekur upp ágætis spil og opnar á 1 tígli í fyrstu hendi. Eftir stuttar sagnir eru andstæðingarnir komnir í 6 hjörtu og þú átt út. Útspil takk.

♠ ♥ ♦ ♣

♠KG75 ♥3 ♦K1087 ♣Á1092 Sagnir:

Austur Suður Vestur Norður 1 tígull* pass pass dobl Pass 3 lauf pass 4 hjörtu Pass 5 tíglar* pass 6 hjörtu Allir pass.

Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson sigruðu með miklum yfirburðum í Sushi Samba tvímenningi BR.

D43 D8 G9642 854

N V

A S

♠1086 ♥9742 ♦Á ♣KDG76

♠ KG75 ♥3 ♦ K1087 ♣ Á1092

ÍSLENSKUR CHEDDAR LAGLEGUR Cheddar er framleiddur á Sauðarkróki og kinkar kumpánlega kolli til bróður síns sem nefndur er eftir samnefndum bæ í Somerset, Englandi. Vinsældir Cheddars-osts eru slíkar að í dag er hann mest seldi ostur í heimi. Óðals Cheddar er þéttur, kornóttur, eilítið þurr í munni en mildur, með votti af beikon- og kryddjurtabragði og ferskri, eilítið sýrðri, ávaxtasætu í lokin. Cheddar er skemmtilegur í matargerðina, sérstaklega í baksturinn og á ostabakkann með kjötmeti.

www.odalsostar.is



50

sjónvarp

Helgin 10.-12. maí 2013

Föstudagur 10. maí

Föstudagur RÚV

20.00 Alla leið (4:5) Felix Bergsson og Reynir Þór Eggertsson spá í lögin 39 sem keppa í lokakeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

21:00 The Voice (7:13) Bandarískur raunveruleikaþáttur þar sem leitað er að hæfileikaríku tónlistarfólki.

Laugardagur

21:15 Once Upon A Time (19:22) Veruleikinn er teygjanlegur í Storybrook þar sem persónur úr sígildum ævintýrum eru á hverju strái.

22.40 Stjúpbræður Tveir miðaldra ónytjungar verða herbergisfélagar gegn vilja sínum þegar mamma annars þeirra og pabbi hins gifta sig.

Sunnudagur

22.05 Sunnudagsbíó - Kona fer til læknis (Komt een vrouw bij de dokter) Hollensk bíómynd frá 2009.

22:00 The Walking Dead (14:16) Svikari reynir að eyðileggja friðarferlið enda ríkir lítið sem ekkert traust á milli foringjanna tveggja.

STÖÐ 2

Sunnudagur

Laugardagur 11. maí RÚV

RÚV

STÖÐ 2

08.00 Morgunstundin okkar/Kioka/ 15.40 Ástareldur 08:05 Malcolm In The Middle (21/22) 08.00 Morgunstundin okkar /Tillý 07:00 Strumparnir 07:25 BrunabílKóalabræður/Stella og Steinn/Franklín og vinir / Háværa ljónið Urri/ Sebbi/ 17.20 Babar (18:26) 08:30 Ellen (142/170) arnir 07:50 Doddi litli og Eyrnastór og vinir hans/Spurt og sprellað/Babar/ Úmísúmí/Litli Prinsinn/Grettir/Nína 17.42 Unnar og vinur (4:26) 09:15 Bold and the Beautiful 08:00 Algjör Sveppi 09:50 Kalli Kúlugúbbar/Undraveröld Gúnda/ Pataló/Kung Fu Panda Goðsagnir 18.05 Hrúturinn Hreinn (6:20) 09:35 Doctors (78/175) kanína og félagar 10:15 Ozzy & Hérastöð frábærleikans/Skúli skelfir 18.15 Táknmálsfréttir 10:15 Celebrity Apprentice (6/11) Drix 10:40 Mad 10:50 Young Justice 10.20 Alla leið (5:5) e 10.15 Alla leið (4:5) e 18.25 Hljómskálinn (3:4) e 11:50 The Whole Truth (13/13) Nýtt 11:15 Big Time Rush 11.25 Hið ljúfa líf e 11.15 Gulli byggir (4:6) e 19.00 Fréttir 12:35 Nágrannar 11:40 Bold and the Beautiful 12.30 Silfur Egils 11.45 Heimur orðanna – Babel (1:5) 19.30 Veðurfréttir 13:00 Stóra þjóðin (2/4) 13:00 American Idol (34/37) 13.50 Skaftfellingur e 12.50 Kastljós e 19.35 Kastljós 13:30 Gray Matters 14:25 Sjálfstætt fólk allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 14.50 Guðrún e 13.10 Landinn e 20.00 Alla leið (4:5) 15:05 Sorry I've Got No Head 15:00 ET Weekend 15.50 Gaukur e 13.40 Kiljan e 21.05 Á vit örlaganna Maður skiptir 15:35 Leðurblökumaðurinn 15:45 Íslenski listinn fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16.50 Í garðinum með Gurrý (2:6) e 14.30 Fagur fiskur í sjó (3:10) e á flugmiðum við annan sem ferst 16:00 Ævintýri Tinna 16:15 Sjáðu 17.20 Táknmálsfréttir 15.00 Snóker Beint síðan þegar vélin hrapar. Sá sem 16:25 Scooby-Doo! Leynifélagið 16:45 Pepsi mörkin 2013 17.30 Poppý kisuló 16.35 Lögin hennar mömmu e eftir lifir verður svo ástfanginn 16:50 Bold and the Beautiful 17:55 Latibær 17.40 Teitur 17.35 Ástin grípur unglinginn (62:85) af ekkju hins látna. Leikstjóri er 17:10 Nágrannar 18:23 Veður 17.51 Skotta Skrímsli 18.15 Táknmálsfréttir Don Roos og meðal leikenda eru 17:35 Ellen (143/170) 18:306 Fréttir Stöðvar 2 / Íþróttir 4 5 4 Hrúturinn Hreinn 5 6 17.56 18.25 Úrval úr Kastljósi Ben Affleck og Gwyneth Paltrow. 18:23 Veður 18:55 Heimsókn 18.00 Stundin okkar (2:31) e 18.54 Lottó Bandarísk bíómynd frá 2000. 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:10 Lottó 18.25 Basl er búskapur (6:8) 19.00 Fréttir 22.55 Seld í ánauð Bresk sjónvarps18:47 Íþróttir 19:20 Spaugstofan 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir mynd frá 2011 um lögreglumann 18:54 Ísland í dag 20:10 Wipeout 19.30 Veðurfréttir 19.40 Alla leið (5:5) Lokaþáttur sem rannsakar mansals- og 19:11 Veður 20:55 Dolphin Tale 19.40 Landinn 20.45 Hraðfréttir e barnaþrælkunarmál. Leikstjóri 19:20 Simpson-fjölskyldan (13/22) 22:45 The Grey 20.10 Ljósmóðirin 20.55 Upp á gátt Listasögukennari er Justin Chadwick e. 19:45 Týnda kynslóðin (33/34) 00:40 Like Minds Sálfræðingur 21.05 Vestfjarðavíkingur 2012 og bankamaður ræna verkum úr 00.30 Vetrarmenn e 20:10 Spurningabomban (20/21) með skyggnigáfu þarf að meta 22.05 Sunnudagsbíó - Kona fer til listasafni og skilja eftir falsanir 02.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 21:00 American Idol (34/37) hvort drengur undir lögaldri ætti læknis. í staðinn. Aðalhlutverk Douglas 22:25 Normal Adolescent Behaviour að vera ákærður fyrir að myrða 23.55 Silfur Egils e Henshall, Kenneth Collard, 00:00 Reservation Road SkjárEinn skólafélaga sinn. 01.15 Útvarpsfréttir í dagskrár Stephen Fry og Lenora Crichlow. 01:45 Robin Hood Hörkuspenn06:00 Pepsi MAX tónlist 02:25 Walk the Line 22.40 Stjúpbræður andi ævintýramynd með Russel 08:00 Dr. Phil 04:40 ET Weekend SkjárEinn 00.20 Tilgangur lífsins e Crowe og Cate Blanchett.. 08:40 Dynasty (21:22) 05:20 Modern Family (21/24) 06:00 Pepsi MAX tónlist 02.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 04:00 The Eye 09:25 Pepsi MAX tónlist 05:40 Fréttir 10:40 Dr. Phil 05:35 Fréttir og Ísland í dag 14:50 Charlie's Angels (5:8) 12:45 Dynasty (21:22) 15:35 Necessary Roughness (6:12) SkjárEinn 13:30 Once Upon A Time (19:22) 16:20 The Office (5:24) 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:55 Katalónía 2013 - # 3 Bein 14:15 Shedding for the Wedding (2:8) 16:45 Dr. Phil 11:20 Dr. Phil 08:00 Katalónía 2013 - # 1 Beint 10:00 KR - Stjarnan 15:05 Solsidan (7:10) 17:25 Royal Pains (1:16) 12:45 Dynasty (20:22) 12:00 Katalónía 2013 - # 2 Beint 11:50 Formúla 1 - Tímataka Beint 15:30 An Idiot Abroad (3:3) 18:10 An Idiot Abroad (3:3) 13:30 7th Heaven (19:23) 18:15 Pepsi mörkin 2013 13:40 OK búðarmótið 16:20 Royal Pains (1:16) 19:00 Minute To Win It 14:15 Judging Amy (11:24) 19:30 FA bikarinn - upphitun 14:15 Meistaradeild Evrópu 17:05 Parenthood (5:16) 19:45 The Ricky Gervais Show (3:13) 15:00 The Office (5:24) 20:00 Meistaradeild Evrópu 14:45 FA bikarinn - upphitun 17:55 Vegas (16:21) Bráðfyndin teiknimyndasería 15:25 Design Star (6:10) 20:30 La Liga Report 15:15 Man. City - Wigan Beintallt fyrir áskrifendur18:45 Blue Bloods (11:22) frá snillingunum Ricky Gervais 16:15 The Good Wife (22:22) 21:00 Chelsea - Liverpool allt fyrir áskrifendur 19:30 Kobe - Doin ' Work 19:35 Judging Amy (12:24) og Stephen Merchant, sem eru 17:05 The Ricky Gervais Show (3:13) 22:45 Icel. Fitness and Health Expó 21:00 Memphis - Oklahoma Beint fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:20 Top Gear USA (11:16) þekktastir fyrir gamanþættina 17:30 Family Guy (3:22) 23:15 Box: Arreola - Stiverne 00:00 Espanyol - Real Madrid fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:10 Law & Order (3:18) The Office og Extras. 17:55 The Voice (7:13) 01:40 Man. City - Wigan 22:00 The Walking Dead (14:16) 20:10 Family Guy (3:22) Ein 20:25 Shedding for the Wedding (2:8) 22:50 Lost Girl (7:22) þekktasta fjölskylda teikni21:15 Once Upon A Time (19:22) 23:35 Elementary (18:24) myndasögunnar snýr loks aftur 22:00 Beauty and the Beast (13:22) 07:00 Leicester - Watford Beint 4 6 00:20 Now Pay Attention5 007 á SkjáEinn. 22:45 On Her Majesty´s Secret Service 15:45 Sunnudagsmessan 08:35 Chelsea - Tottenham 4 5 6 01:10 Excused 20:35 America's Funniest Home Vid. 01:10 Alice (1:2) 17:00 Tottenham - Southampton 10:15 Premier League Review Show 01:35 The Walking Dead (14:16) 21:00 The Voice (7:13) 02:40 Excused 18:40 Crystal Palace Brighton 11:40 Aston Villa Chelsea Beint allt fyrir áskrifendur 02:25 Lost Girl (7:22) 23:30 Midnight in Paris 03:05 Beauty and the Beast (13:22) 20:50 Premier League World 2012/13 14:00 Premier League World 2012/13 allt fyrir áskrifendur 03:10 Pepsi MAX tónlist 01:09 Excused 03:50 Pepsi MAX tónlist 21:20 Premier League Preview Show 14:30 Wigan - Swansea fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 01:30 Lost Girl (6:22) 21:50 Football League Show 2012/13 16:10 Sunderland - Stoke fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 02:15 Pepsi MAX tónlist 22:20 Norwich - Aston Villa 17:50 Aston Villa - Chelsea 00:00 Premier League Preview Show 19:30 Liverpool - Everton 09:20 Mr. Popper's Penguins 09:30 Three Amigos 00:30 Crystal Palace - Brighton 21:10 Man. Utd. - Chelsea 10:55 Hachiko: A Dog's Story 11:10 Gentlemen Prefer Blondes allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 22:50 QPR - Arsenal 12:25 Solitary Man 4 512:40 Spy Next Door 6 11:45 Big Stan SkjárGolf 14:15 Last Night 4 513:55 The Adjustment 6Bureau fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 13:30 Sammy's Adventures 15:40 Mr. Popper's Penguins 06:00 ESPN America fréttir, fræðsla, sport og skemmtun SkjárGolf 15:45 Three Amigos allt fyrir áskrifendur 14:55 Kingpin 17:15 Hachiko: A Dog's Story 06:45 The Players Championship (1:4) 17:25 Gentlemen Prefer Blondes 06:00 ESPN America 16:50 Big Stan 09:45 Golfing World 06:45 The Players Championship (2:4) 18:45 Solitary Man 18:55 Spy Next Door 18:40 Sammy's Adventuresfréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:15 The Adjustment Bureau 10:35 The Players Championship (1:4) 10:45 Golfing World 20:30 Last Night 20:05 Kingpin 22:00 Slumdog Millionaire 16:35 Inside the PGA Tour (19:47) 11:35 The Players Championship (2:4) 22:00 Water for Elephants 4 22:00 Flypaper 4 Inside the PGA Tour 5 (19:47) 6 Beyond A Reasonable Doubt 00:00 17:00 The Players Championship (2:4) 17:35 00:00 Back-Up Plan 23:25 Other Side of the Tracks 23:00 Golfing World 18:00 The Players Championship (3:4) 01:45 The River Wild 01:45 Any Given Sunday 00:55 Halloween 03:35 Slumdog Millionaire 23:50 THE PLAYERS Official Film 2011 23:00 THE PLAYERS Offic.Film 2012 04:106 Water for Elephants 4 5 02:45 Flypaper 00:40 ESPN America 23:50 ESPN America

VILTU VERÐA ÍAK ÞJÁLFARI? ÍÞRÓTTAAKADEMÍA Íþróttaakademía Keilis býður upp á krefjandi, skemmtilegt og metnaðarfullt nám í ÍAK einkaþjálfun og ÍAK styrktarþjálfun. Miklir atvinnumöguleikar eru fyrir ÍAK þjálfara og samkvæmt könnunum eru þeir eftirsóttir þjálfarar. Nám í ÍAK þjálfun miðar að því að skila þjálfurum tilbúnum til starfa.

PIPAR\TBWA • SÍA

NÁMSFRAMBOÐ KEILIR ÁSBRÚ 578 4000 keilir.net

ÍAK EINKAÞJÁLFUN

ÍAK STYRKTARÞJÁLFUN


sjónvarp 51

Helgin 10.-12. maí 2013  Í sjónvarpinu Law&Order

12. maí STÖÐ 2 07:00 Strumparnir 07:25 Villingarnir 07:50 Hello Kitty 08:00 UKI 08:05 Algjör Sveppi 09:40 Tasmanía 10:05 Grallararnir 10:50 Victourious 11:15 Glee (17/22) 12:00 Nágrannar 13:25 American Idol (35/37) 14:10 Týnda kynslóðin (33/34) 14:35 How I Met Your Motherallt(21/24) fyrir áskrifendur 15:00 Anger Management (6/10) 15:25 2 Broke Girls (22/24) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:50 Modern Family (21/24) 16:15 Kalli Berndsen - í nýju ljósi 16:45 Spurningabomban (20/21) 17:35 60 mínútur 18:23 Veður 7 18:30 Fréttir Stöðvar 2 4 18:55 Stóru málin 19:30 Sjálfstætt fólk 20:05 Mr Selfridge (9/10) 20:55 The Mentalist (22/22) 21:40 The Following (15/15) 22:25 Mad Men (5/13) 23:15 60 mínútur 00:00 The Daily Show: Global Editon 00:30 Suits (5/16) 01:15 Game of Thrones (6/10) 02:10 Big Love (6/10) 03:10 Boardwalk Empire (11/12) 04:05 Breaking Bad (6/13) 04:50 The Listener (11/13) 05:30 Anger Management (6/10)



Sérlega sérstakur saksóknari Skjár einn er sú sjónvarpsstöð sem sinnir best endalausri þörf minni fyrir léttmeti með morðum og öðrum ofbeldisglæpum og löggu og bófahasar. Þar munar mest um bandarísku glæpaseríurnar CSI og Law&Order og öll afsprengi þeirra sem kennd eru við New York, Miami, illan ásetning og sérstök fórnarlömb. Bestu og lífseigustu þættirnir í þessu galleríi eru Law&Order, ættmóðir þáttanna sem kenna sig við lög og reglu, og hófu göngu sína í Bandaríkjunum árið 1990. Þættirnir hættu 2010 eftir tvo góða áratugi en enn er vænn slatti ósýndur hér á landi. Blessunarlega. Skjár einn byrjaði á enn einni seríunni fyrir tveimur vikum og síðan eru sunnudagskvöldin mín eyrnamerkt hinum vösku rannsóknarlög5

reglumönnum og saksóknarateymi New Yorkborgar. Í gegnum árin hafa fjölmargir góðir leikarar komið og farið í og úr hlutverkum lögreglufólksins og þeirra sem ákæra vondu kallana og óneitanlega eru þeir sem sinna löggæslunni núna slappari en margir forverar þeirra. Tveir gamlir kunningjar sjá þó til þess að maður heldur tryggð við þættina þar til yfir lýkur. S. Epatha Merkerson lék yfirmann rannsóknarlögreglunnar í 391 þætti og hefur alltaf jafn traustvekjandi nærveru. Mestu munar þó um þann prúða leikara Sam Waterston sem gekk til liðs við þættina 1994 og lék saksóknarann harða Jack McCoy í 368 þáttum. Hér er á ferðinni saksóknari sem hvikar aldrei af braut réttvísinnar og beitir öllum laga-

tæknibrögðum til þess að koma skúrkunum á bak við lás og slá. Maður öðlast alltaf trú á lög og rétt í 40 mínútur þegar McCoy birtist á skjánum og harmar það eitt að framleiðslu þáttanna hafi verið hætt og að ekki sé hægt að fá McCoy hingað til Íslands, svona eins og Evu Joly forðum. Þórarinn Þórarinsson

6

09:50 Espanyol - Real Madrid 11:30 Formúla 1 Beint 14:30 The Short Game 14:55 Man. City - Wigan 16:45 ÍBV - Breiðablik Beint 19:00 Meistaradeild Evrópu 19:30 Golden State - San Antonio allt fyrirBeint áskrifendur 22:30 Atl. Madrid - Baracelona 00:10 ÍBV - Breiðablik fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

10:10 Aston Villa - Chelsea 11:50 Premier League Preview Show 12:20 Stoke - Tottenham Beint 14:45 Man. Utd. - Swansea Beint allt fyrir áskrifendur 17:00 Enska 1. deildin 2012/2013 18:40 Tottenham - Southamp. 1999 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:05 Liverpool - Arsenal, 1997 19:30 Premier League World 2012/13 20:00 Sunnudagsmessan 21:15 Fulham - Liverpool 22:55 Sunnudagsmessan 4 00:10 Sunderland - Southampton 01:50 Sunnudagsmessan

25 % afS lÁt Í Ma tUR Í

4

5

ElDHúSDaGaR 6

25% afSlÁttUR af ÖllUM ElDHúSINNRÉttINGUM Í MaÍ

5

6

fjÖlbREytt úRval af HURðUM, fRaMHlIðUM, klæðNINGUM oG EININGUM, GEfa þÉR ENDalaUSa MÖGUlEIka Á að SEtja SaMaN þItt EIGIð RýMI.

SkjárGolf 06:40 The Players Champ. (3:4) 11:40 Inside the PGA Tour (19:47) 12:05 The Players Championship (3:4) 17:05 The Open Championship 1979 18:00 The Players Championship (4:4) 23:00 The Open Championship 1977 23:55 ESPN America

74,6% ... kvenna 35 til 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

Baðherbergi

vIð HÖNNUM oG tEIkNUM fyRIR þIG

HELGAR BLAÐ

Þvottahús

Komdu með eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði.

Pottaskápar

þItt ER valIð

Allar útfærslur

Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.

RaftækjaúRval Raftækjaú

15% afsláttur af raftækjum þegar þau eru keypt með innréttingu.

friform.is *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan-mars. 2013

Sérsmíði

Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • Opið: Mán. - föst. kl. 09-18 • Laugardaga kl. 11-15



100 95 75

25 5 0


54

bíó

Helgin 10.-12. maí 2013

 Frumsýnd mama

Hættuleg mamma

Heimilis

RIFINN OSTUR Ómissandi á pizzuna, í ofn- og pastaréttina, á tortillurnar og salatið.

100% ÍSLENSKUR OSTUR

Sá snjalli og önnum kafni kvikmyndagerðarmaður Guillermo del Toro framleiðir hrollvekjuna Mama og þar má víða sjá glitta í fingraför hans. Hér kveður við gamalkunnan draugatón þar sem framliðin kona sem kvaddi þennan heim ósátt herjar á lifendur af töluverðri grimmd og hörku. Fjölskyldufaðir gengur af göflunum, myrðir eiginkonu sína og brunar út í buskann með tvær ungar dætur sínar. Hann leitar skjóls í skuggalegum kofa úti í skógi þar sem hann ætlar að drepa dætur sínar og sálga síðan sjálfum sér. Óhreinn andi er á kreiki í kofanum og stútar pabbanum áður en hann klárar

Jessica Chastain og Nikolaj Coster-Waldau leika kærustu par sem taka að sér stúlkur sem eru með draug á hælunum.

sturlað ætlunarverk sitt. Dæturnar finnast fimm árum síðar illa á sig komnar en virðast þó hafa dafnað ágætlega og sú eldri vill meina að einhver dularfull „mama“ hafi hugsað um þær. Föðurbróðir þeirra tekur stelpurnar að sér en um leið og þær flytja inn til hans og

kærustunnar hans taka dularfullir hlutir að gerast og helst virðist sem mama sé mætt á staðinn, allt annað en sátt við að sjá á eftir stúlkunum.

Aðrir miðlar: Imdb: 6,4, Rotten Tomatoes: 65%, Metacritic: 57%

 Frumsýnd star trek Into darkness

Spock og Kirk eru mættir til leiks á ný í Star Trek Into Darkness og mæta nú skæðum óvini sem leynir verulega á sér svo ekki sé fastar að orði kveðið.

Yfirnördinn snýr aftur Vísindaskáldskapurinn Star Trek, sem runninn er undan rifjum Gene Roddenberry, á sér langa sögu í sjónvarpi og kvikmyndum. Fyrir fjórum árum ýtti J.J. Abrams, hinn ókrýndi konungur nördanna, Star Trek í gang í bíó á ný með miklum glæsibrag og fylgir nú vinsældum Star Trek eftir með Star Trek Into Darkness. Í þessari umferð þurfa Kirk, Spock og aðrir í áhöfn Enterprise að takast á við skæðan óvin, fyrrverandi liðsmann stjörnuflotans sem telur sig eiga harma að hefna.

s

74,6% *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan - mars 2013 850 svör

... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

Segja að J.J. Abrams sé orðinn einhvers konar Alex Ferguson í nördaheimum, nánast helgur maður.

tar Trek-þættirnir hófu göngu sína í bandarísku sjónvarpi árið 1966 þar sem William Shatner lék hinn kjarkmikla Kirk, skipstjóra á Enterprise, og Leonard Nimoy fór með hlutverk hins eyrnahvassa vúlkana Spock. Þeir félagar hösluðu sér síðan völl í kvikmyndum með Star Trek: The Motion Picture 1979 þar sem þeir sigldu í kjölfar geimdellunnar sem hófst með Star Wars skömmu áður. Síðan þá hafa heittrúaðir Trekkarar og stjörnustjarfir Star Wars-aðdáendur eldað grátt silfur, metist og rifist um í hvorn bálkinn sé meira spunnið. Star Trek-bíómyndirnar eru orðnar svo margar að varla er hægt að telja þær og sjónvarpsseríurnar um þetta hugarfóstur Gene Roddenberry eru orðnar býsna margar og má þar nefna Star Trek: The Next Generation, Star Trek: Deep Space Nine og Star Trek: Voyager. Árið 2009 gekkst J.J. Abrams í að endurvinna og poppa Star Trek upp í bíó fyrir nýja öld og óhætt er að segja að honum hafi tekist stórvel upp þar sem Star Trek árgerð 2009 er spennandi og grípandi skemmtun. Abrams tefldi Chris Pine fram í hlutverki Kirks og Zachary Quinto brá sér í gervi Spocks en sá kostulegi breski leikari Simon Pegg sá um að halda gríninu gangandi sem hinn goðsagnakenndi Scotty sem er þekktastur fyrir að geisla fólk út og suður, upp og niður og út um allar trissur. Þá skaut sjálfur Leonard Nimoy upp kollinum í hlutverki aldraðs Spocks frá framtíðinni. Allt gekk þetta fullkomlega upp og Abrams hamrar nú járnið á meðan það er heitt. J.J. Abrams á að baki farsælan feril sem handritshöfundur og leikstjóri bæði í sjónvarpi og kvikmyndum og hefur á síðustu árum fest sig rækilega í sessi sem aðal nördinn í Hollywood og eftir að hann var ráðinn til þess

að leikstýra fyrstu Star Wars-myndinni í nýjum þríleik má segja að hann sé orðinn einhvers konar Alex Ferguson í nördaheimum, nánast helgur maður. Það setur þó óneitanlega dygga aðdáendur Star Trek og jafnvel Star Wars í undarlega stöðu þegar maðurinn sem blés lífi í Star Trek fer síðan beint yfir til óvinarins í vetrarbraut langt, langt í burtu. Í ljósi þess hversu vel honum tókst upp með Star Trek geta Star Wars-lúðar þó ekki annað en horft bjartsýnir til framtíðar. Abrams sló hressilega í gegn með njósnaþáttunum Alias, með Jennifer Garner í aðalhlutverkinu, og fór síðar vel af stað með strandaglópasteypunni Lost. Hann dúkkaði síðan upp með einhvers konar X-Files fyrir 21. öldina með Fringe en brotlenti með yfirnáttúrulegu brölti horfinna fanga úr hinu alræmda Alcatraz-fangelsi. Í Star Trek Into Darkness mæta nýjar hættur áhöfninni á Enterprise þegar hryðjuverkamaðurinn John Harrison sprengir sprengju í London og gerir sig líklegan til frekari illvirkja. Það kemur í hlut Kirks og félaga að klófesta kauða en á daginn kemur að hann var áður liðsmaður stjörnuflotans og finnur sig knúinn til þess að hefna sín á fyrrverandi félögum sínum. Benedict Cumberbatch (Sherlock, Tinker Tailor Soldier Spy) leikur skúrkinn með slíkum tilþrifum að allir aðrir falla í skugga hans, meira að segja Kirk með sitt útblásna egó. Aðrir miðlar: Imdb: 8,4, Rotten Tomatoes: 88%, Metacritic: 74%

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


PIPAR \ TBWA • SÍA • 131121

Nú er Djæf gæðaísinn kominN í nýjar umbúðir. Hver er þinn uppáhalds djæf?


56

menning

Helgin 10.-12. maí 2013  sigurbjörn Þorkelsson sjÁðu með hjartanu

Tengdó – HHHHH – EB, Fbl Mary Poppins (Stóra sviðið)

Fös 10/5 kl. 19:00 Mið 29/5 kl. 19:00 aukas Lau 7/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 11/5 kl. 19:00 Fim 30/5 kl. 19:00 aukas Sun 8/9 kl. 15:00 ný sýn. Sun 12/5 kl. 13:00 Fös 31/5 kl. 19:00 Fim 12/9 kl. 19:00 ný sýn. Mið 15/5 kl. 19:00 aukas Lau 1/6 kl. 13:00 Fös 13/9 kl. 19:00 ný sýn. Fim 16/5 kl. 19:00 Sun 2/6 kl. 13:00 aukas Lau 14/9 kl. 19:00 ný sýn. Fös 17/5 kl. 19:00 Mið 5/6 kl. 19:00 aukas Sun 15/9 kl. 15:00 ný sýn. Lau 18/5 kl. 19:00 Fim 6/6 kl. 19:00 Fim 19/9 kl. 19:00 ný sýn. Mán 20/5 kl. 13:00 aukas Fös 7/6 kl. 19:00 Fös 20/9 kl. 19:00 ný sýn. Fim 23/5 kl. 19:00 Lau 8/6 kl. 19:00 Lau 21/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 25/5 kl. 19:00 aukas Sun 9/6 kl. 13:00 Sun 26/5 kl. 13:00 Fös 6/9 kl. 19:00 ný sýn. Einn vinsælasti söngleikur heims, loks á Íslandi. Nýjar sýningar komnar í sölu!

Gullregn (Stóra sviðið)

Þri 11/6 kl. 20:00 aukas. Fim 13/6 kl. 20:00 Lau 15/6 kl. 20:00 lokas Mið 12/6 kl. 20:00 Fös 14/6 kl. 20:00 Frumraun Ragnars Bragasonar í leikhúsi. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar.

Sækir í sjóð trúarinnar Sigurbjörn Þorkelsson hefur gefið út sína sjöundu ljóðabók, Sjáðu með hjartanu. Ljóðin í bókinni urðu til frá árinu 2007 til 2013 og óhætt er að segja að skáldið sé afkastamikið þar sem bókin telur ein 155 ljóð. Sigurbjörn hefur gefið út tuttugu bækur, þar á meðal bænabækur, og hann segist sækja mikið í trúna, „þann dýrmæta sjóð“. „Trúin er baklandið án þess þó að ég sé endilega að tönnlast á henni og Guði í öllum ljóðunum. En ég sæki í þennan kjarna.“

Sigurbjörn segir ljóðin koma til sín hvar sem er og hvenær sem er. „Ég er því mikið með blýantinn og skrifblokkina á lofti þegar ég fæ hugdettur. Síðan setur ég þetta saman, geymi, breyti og tel mig bæta með tímanum þangað til ég tel mig tilbúinn til að láta ljóðið frá mér.“ Sigurbjörn viðurkennir að hann sé alltaf jafn feiminn þegar hann birti hugrenningar sínar en „ég verð voðalega glaður þegar ég finn að fólk nennir að pæla í þessum textum.“

Sigurbjörn Þorkelsson gefur ljóðabók sína, Sjáðu með hjartanu, sjálfur en þetta er hans tuttugasta bók.

 Ásmundarsafn ný sýning opnar laugardaginn 11 maí

Mýs og menn (Stóra sviðið)

Fös 24/5 kl. 20:00 aukas Lau 1/6 kl. 20:00 aukas Sun 9/6 kl. 20:00 lokas Sun 26/5 kl. 20:00 aukas Sun 2/6 kl. 20:00 aukas Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar.

Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið)

Fös 10/5 kl. 20:00 Fim 16/5 kl. 20:00 Fim 23/5 kl. 20:00 Lau 11/5 kl. 20:00 Fös 17/5 kl. 20:00 Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Snýr aftur í takmarkaðan tíma.

Núna! (Litla sviðið)

Sun 12/5 kl. 20:00 Þri 21/5 kl. 20:00 Þri 4/6 kl. 20:00 lokas Þri 14/5 kl. 20:00 Mið 22/5 kl. 20:00 Mán 20/5 kl. 20:00 Þri 28/5 kl. 20:00 Þrjú ný íslensk verk eftir ung og öflug leikskáld í einni sýningu.

Circus Cirkör: Wear it like a crown (Stóra sviðið)

Fim 4/7 kl. 20:00 Lau 6/7 kl. 20:00 Mán 8/7 kl. 20:00 Fös 5/7 kl. 20:00 Sun 7/7 kl. 20:00 Þri 9/7 kl. 20:00 Í samstarfi við Norræna húsið. Meginsýning Volcano sirkushátíðarinnar.

Tengdó (Litla sviðið)

Fös 10/5 kl. 20:00 Lau 18/5 kl. 20:00 Lau 11/5 kl. 20:00 Fim 23/5 kl. 20:00 Lau 25/5 kl. 20:00 Fim 16/5 kl. 20:00 Fös 17/5 kl. 20:00 Sun 26/5 kl. 20:00 Grímusýning síðasta leikárs. Síðustu sýningar.

Fös 31/5 kl. 20:00 Lau 1/6 kl. 20:00 Sun 2/6 kl. 20:00 lokas

Íslenski Dansflokkurinn: Walking Mad (Stóra sviðið)

Sun 12/5 kl. 20:00 Mán 20/5 kl. 20:00 Þri 28/5 kl. 20:00 Tvö verk á einu kvöldi: Walking Mad og Ótta - húmor, galsi og geðveiki.

Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

Englar alheimsins (Stóra sviðið)

Fös 10/5 kl. 19:30 7.sýn Fös 24/5 kl. 19:30 11.sýn Lau 25/5 kl. 19:30 12.sýn Lau 11/5 kl. 19:30 Aukas. Sun 12/5 kl. 19:30 Aukas. Sun 26/5 kl. 19:30 Aukas. Fim 30/5 kl. 19:30 13.sýn Fim 16/5 kl. 19:30 8.sýn Fös 31/5 kl. 19:30 Fös 17/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 1/6 kl. 19:30 Fim 23/5 kl. 19:30 10.sýn Ein vinsælasta íslenska skáldsaga síðari ára í nýrri leikgerð

Kvennafræðarinn (Kassinn)

Fös 10/5 kl. 19:30 9.sýn Fös 17/5 kl. 19:30 Lau 11/5 kl. 19:30 Fös 24/5 kl. 19:30 Fim 16/5 kl. 19:30 Lau 25/5 kl. 19:30 Hver er ekki upptekin af kvenlíkamanum?

Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 12/5 kl. 14:00 Síðustu sýningar!

Sun 26/5 kl. 14:00

Sun 2/6 kl. 19:30 Fös 7/6 kl. 19:30 Lau 8/6 kl. 19:30 Sun 9/6 kl. 19:30 Fös 14/6 kl. 19:30 Lau 15/6 kl. 19:30

Fös 31/5 kl. 19:30 Lau 1/6 kl. 19:30

Sun 2/6 kl. 14:00 Lokas.

Karíus og Baktus (Kúlan)

Ásmundur Sveinsson var einn af frumkvöðlum íslenskrar höggmyndalistar. Hann var á meðal þeirra sem kynntu fyrir Íslendingum nýja formskrift í myndlist 20. aldar.

Sagnabrunnur – Ásmundur og bókmenntir s

Lau 11/5 kl. 13:30 Lau 25/5 kl. 13:30 Lau 11/5 kl. 15:00 Lau 25/5 kl. 15:00 Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka!

Hvörf (Kúlan)

Fös 10/5 kl. 19:00 Lau 11/5 kl. 19:00 Lab Loki í samstarfi við Þjóðleikhúsið

Sun 12/5 kl. 19:00

Gilitrutt (Brúðuloftið)

Lau 11/5 kl. 13:30 Lau 25/5 kl. 13:30 Skemmtileg brúðusýning fyrir börn

VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR Hverfisgötu 19

551 1200

leikhusid.is

74,6% *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan - mars 2013 850 svör

midasala@leikhusid.is

... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

Hel á allt. Allt er vígt dauðanum, blóm, jörð og menn.

ýningin Sagnabrunnur-Ásmundur og bókmenntir opnar í Ásmundarsafni á morgun, laugardaginn 11 maí klukkan 16. „Ásmundur Sveinsson (1893–1982) fór mismunandi leiðir í listsköpun sinni og sótti m.a. innblástur í helgisögur, goðsagnir, Íslendingasögur og þjóðsögur,“ segir í tilkynningu Listasafns Reykjavíkur. „Á þessari sýningu gefur að líta 20 höggmyndir í eigu Listasafns Reykjavíkur sem vísa allar með einum eða öðrum hætti í bókmenntarfinn og eru til vitnis um þann mikla sögumann sem Ásmundur Sveinsson var. Meðal verka á sýningunni er hið magnaða verk Helreiðin en Ásmundur sagði m.a. um það: „Þetta er draugurinn frá Hel, stríðsguðinn. Hann er auðvitað á hesti úr Hel. Þegar ég gerði fyrstu skissurnar að Helreiðinni hafði ég þjóðsöguna um Djáknann á Myrká í huga. En svo fannst mér ég þurfa að sleppa konunni og þá varð úr þessu Helreiðin, sótt í Eddu: “ Verkin á sýningunni eru unnin á árunum 1922-1968 og sýna flest tiltekna atburði. Hver mynd er ákveðið tímaskeið oftast það dramatískasta og áhrifamesta úr hverri sögu. Ásmundur velur dauðstund Grettis úr Grettissögu í verkinu

Dauði Grettis, í verkinu Davíð og Golíat sýnir Ásmundur þegar Davíð þeytir völunni í höfuð Golíats og í verkinu Móðir mín í kví kví sjáum við þegar barnið birtist móðurinni. Ásmundur Sveinsson var einn af frumkvöðlum íslenskrar höggmyndalistar. Hann var á meðal þeirra sem kynntu fyrir Íslendingum nýja formskrift í myndlist 20. aldar. Verkum hans var ekki alltaf jafn vel tekið, en með tímanum hafa þau fest sig í sessi sem ein af birtingarmyndum íslenskrar sagnahefðar, samfélags og náttúru á 20. öld. Ásmundur hélt alla tíð tryggð við þá hugmynd að listin ætti erindi til fólksins og ætti heima á meðal þess. Hann var kallaður alþýðuskáldið í myndlist og án efa á þessi hugsjón rætur að rekja til lífsafstöðu hans, ekki síður en höggmyndahefðarinnar. Ásmundur Sveinsson myndhöggvari ánafnaði Reykjavíkurborg verk sín ásamt heimili sínu eftir sinn dag. Ásmundarsafn í Sigtúni var opnað formlega vorið 1983 þannig að nú eru 30 ár síðan safnið opnaði. Þá eru 120 ár frá því Ásmundur Sveinsson fæddist þann 20. maí n.k. en af því tilefni verður frítt inn í safnið þann dag.“


„Mikki refur Jóhannesar Hauks var ótrúlega kómískur og Lilli klifurmús Ævars Þórs auðelskaður af öllum sem á hlýddu.“ — Á.R.J., RÚV.

DÝRIN KVEÐJA

ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR „Farðu á Dýrin í Hálsaskógi! Farðu fyrir barnið í sjálfum þér og farðu með þau börn sem þér standa næst. Það verður skemmtilegt síðdegi og þið eigið eftir að koma syngjandi heim.“

„Þjóðleikhúsið eins og það á að vera ... Ef þú ætlar bara á eina

— A.Þ., Fréttablaðið.

— M.T., Fréttatíminn.

12. maí kl: 14:00 Örfá sæti Lokasýning:

9. júní 2013 Þjóðleikhúsið er á Facebook, fylgstu með – facebook.com/leikhusid

skylduna, þá er þetta sýningin.“

26. maí kl: 14:00 Örfá sæti

2. júní kl: 14:00 Miðasala:

551 1200 midasala@leikhusid.is leikhusid.is

9. júní kl: 14:00 Allra síðasta sýning


58

samtíminn

Helgin 10.-12. maí 2013

Horft á tónlist Það er ekki bara gaman að hlusta á Sinfóníuhljómsveit. Það er líka gaman að horfa á hana. Sinfóníutónleikar eru mikil skemmtun og sjónarspil. Það sjá börnin þótt margir fullorðnir séu ef til vill orðnir dofnir fyrir því. Fyrir þá sem vilja endurvekja ævintýrið eða hvetja börnin sín þá eru hér nokkur atriði sem má fylgjast með á tónleikum. Stjórnandinn er náttúrlega fyrst og fremst fyrir augað. Það heyrist ekki frá honum stakur tónn. Þeir sem eru óvanir tónleikum eða þekkja illa verkið geta heyrt betur með því að fylgjast með stjórnandanum. Hann er eilítið á undan tónlistinni og það getur því auðveldað hlustun að fylgast með honum. Það er tilkomumikið að sjá strengjasveitina alla spila saman; hvernig bogarnir rísa og hníga í takt. Það er gaman að bera saman hægri handarhreyfingar fiðlu- og bassaleikaranna. Á meðan fiðluleikararnir hreyfa lítið meira en fingurna eftir hálsinum nota bassaleikararnir allan handlegginn til að ná gripunum. Sum hljóðfæri eru fyndin í sjálfu sér;

Fylgist með hvernig andlit óbóleikarans roðnar eftir því sem tóninn lengist.

túban sem er bæði ólöguleg og með fáránlega djúpan tón eða pikkalóflautan sem er svo lítil að hún virkar eins og skrýtla í höndunum á fullorðnu fólki. Það er gaman að fylgjast með hvernig andlitin á blásturshljóðfæraleikurunum roðna af áreynslu þegar þeir halda úti löngum tónum. Andlit óbóleikara getur orðið dimmrautt þegar mest gengur á. -gse

 thorbørn egner hefur mótað veraldarskilning margra kynslóða

Barnaleg þjóð í skrítnu leikriti Þjóðleikhúsið hefur sýnt tvö barnaleikrit í vetur og þau eru bæði eftir Thorbørn Egner; Dýrin í Hálsaskógi og Karíus og Baktus. Þessi magnaða ræktarsemi leikhússins við þennan norska barnaþáttastjórnanda er alls ekki glórulaus. Thorbørn Egner er í raun Shakespeare fyrir Íslendingum. Sagnaheimur hans er inngrónari í íslenska menningu en blessaðar Íslendingasögurnar (sem varla nokkur maður vitnar til lengur). Þetta heyrðist vel í nýafstaðinni kosningabaráttu. Ef Samfylkingin hafði einhverja kosningastefnu (en um það er deilt); þá var hún sú að fólk ætti frekar að kjósa Soffíu frænku en ræningjana þrjá. Soffía átti að vera Jóhanna Sigurðardóttir, sem hafði

neytt banksterana til að þvo sér um eyrun. Jóhanna var reyndar hætt í pólitík þegar kom að kosningabaráttunni; svo það var vandséð hvers vegna fólk átti að kjósa Samfylkinguna út frá þessari tilvitnun í Egner. Dýrin í Hálsaskógi hafa líka markað íslenska stjórnmálaumræðu; einkum hinn snöggi viðsnúningur Mikka refs í lokin þegar hann sættist á (að því er virðist) að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Líklega er það vegna þess hversu veikur þessi endir er frá hendi Egner (hann hefur líklega þurft að hespa leikritinu af fyrir næsta barnaþátt) að Íslendingar hafa aldrei almennilega trúað á skandinavískt velferðarríki. Það er eitthvað sem segir Íslendingum að réttlæti þessa

 barnatónleik ar heimur tónlistarinnar opnast

Besta barnaprógrammið Á morgun flytur Sinfónían og Benedikt Erlingsson sagnaleikari nýja færeyska tónsögu um Ólaf Liljurós.

e

ftir áralangt þróunarstarf eru barnatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands orðnir sú allra bestu skemmtun sem börnum stendur til boða í henni Reykjavík.

Okkar markmið er að allir landsmenn heyri vel

Trúður og mús

Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu

Heyrnarþjónusta

Hlíðasmára 11 – 210 Kópavogi- Sími 534-9600 – heyrn.is

Álfar og riddar ar

Lau. 11. maí » 14:00 Nýtt og spennandi tónlistarævintýri í bland við þjóðleg rímnadanslög munu lifna við í höndum Sinfóníunnar og Benedikts Erlingssonar leikara. Myndskreytingum úr ævintýrinu verður varpað upp á stórt tjald meðan á flutningi stendur. Ævintýrið Veiða vind er komið út á bók hjá Forlaginu, í íslenskri þýðingu Þórarins Eldjárns.

Jón Leifs Íslensk rímnadanslög Kári Bæk Veiða vind Atli K. Petursen Ólavur riddararós Bernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri Benedikt Erlingsson sögumaður Luttakarar úr Klaksvík Dansifelagið gestir frá Færeyjum

www.sinfonia.is » www.harpa.is » Opið 10-18 virka daga og 12-18 um helgar

kerfis hangi upp á blekkingum. Þessi afstaða byggist ekki á gaumgæfilegri athugun á þjóðfélögum nágranna okkar; heldur fyrst og fremst á því hversu ólíklegt það er að Mikki refur geti haldið aftur af dýrslegu eðli sínu. Og Íslendingar samsama sig fremur við Mikka en Lilla. Þeir eru flestir of stórir í draumum sínum til að rúmast í klifurmús. Þegar ég sá Karíus og Baktus um daginn undraði það mig að þeir félagar hefðu ekki blandast meira inn í umræðuna um Hrunið. Þetta eru nefnilega tveir náungar sem fara flatt á að stækka við sig húsnæði; halda að góð tíð muni vara að eilífu, gæta ekki að sér og missa allt sitt í Hruninu (tannburstuninni). -gse

Maxímús Músíkus spratt upp úr frjóum jarðvegi barnatónleika Sinfóníunnar.

Halldóra Geirharðsdóttir, í gervi trúðsins Barböru, hefur náð fullkomnum tökum á að tengja saman tónlistina með sögum og fróðleik. Hún talar nóg til stilla börnin inn á músíkina sem er í vændum, býr þau undir að hlusta eftir tilteknum stefum og stemmum og magnar upp galdur hljómsveitarinnar. Hún talar heldur ekki of mikið; breytir tónleikum ekki í leikhús. En samt er látbragð hennar og frásagnir frábært leikhús; það finnst í raun ekki betra barnaleikhús annars staðar. Upp úr barnatónleikum Sinfóníunnar spratt Maxímús Músikús, sögur Hallfríðar Ólafsdóttur, fyrsta flautuleikara hljómsveitarinnar, um músina Maxímús sem lifir með hljómsveitinni og kynnist þannig mörgum þekktum verkum úr tónbókmenntunum. Sögurnar eru orðnar þrjár. Í þeirri fyrstu heimsækir Maxímús hljómsveitina, í næstu trítlar hann í tónlistarskólann og í þeirri þriðju bjargar hann ballettinum. Sögurnar eru á bókum (myndskreyttum af Þórarni Má Baldurssyni, víóluleikara í Sinfóníunni) og með þeim fylgir diskur með upplestri og tónlistinni sem kemur við sögu. Og þessar sögur hafa verið fluttar á barnatónleikum Sinfóníunnar; nú síðast í Kennedy Center í Washington í Ameríkuför Sinfóníunnar.

Barnatónleikar SinfóníuhljómFæreysk tónsaga sveitar Á morgun verður hins vegar flutt ný færeysk Íslands tónsaga um Ólaf Liljurós eftir tónskáldið Kára Bæk og rithöfundinn Rakel Helmsdal. Íslendhafa ingar þekkja til Rakelar en hún skrifaði verðþróast launabókina Nei, sagði litla skrímslið ásamt Kalle Güettler, sem Áslaug Jónsdóttir myndupp í að skreytti. Og síðan margar aðrar skrímslabækverða það ur þeirra; Stór skrímsl gráta ekki, Skrímslabesta sem erjur, Skrímslapest og fleiri. Tónleikarnir á morgun kallast Álfar og börnum riddarar en sagan heitir upp á færeysku; Veiða vind. Tónlistin er frumsamin af Kára Bæk en er boðið einnig verða flutt rímnadanslög í útsetningu upp á í Jóns Leifs og útsetning Atla K. Petursen á Ólavi riddararós. Sögumaður er ekki Barbara dag. trúður að þessu sinni, heldur fær Benedikt Erlingsson það erfiða hlutverk að fara í sögumannsbrækur hennar. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig honum ferst það úr hendi;

sjálfum konungi íslensks frásagnaleikhúss. Af þessu má sjá að Sinfónían leggur allt það besta á borð fyrir börnin. Það er ekki aðeins að okkar besta tónlistarfólk skipi hljómsveitina eða að hún flytji fagra og löngu sígilda tónlist; heldur frumflytur hún líka metnaðarfullar tónsögur (innlendar og erlendar) og fær sér til aðstoðar okkar besta leikhúsfólk. Svona á að koma fram við börn.

Gott fyrir eyrun

En hvaða gildi hefur þetta fyrir börnin? Kannski þarf þetta ekki að hafa annað gildi en vera góð skemmtan. Ég get vitnað um að án undantekningar nær hljómsveitin að fanga athygli kornungra gesta með aðstoð sögumanns. Fyrir okkur fullorðna fólkið sem fylgjum börnunum á leiksýningar, tónleika og skemmtanir er hvíld í því að vera laus við þann óheflaða brútalisma sem því miður einkennir oft efni sem er búið til fyrir börn. Á barnatónleikum Sinfóníunnar líður tónlistin ljúfar um loftið og sögunum vindur áfram í blíðari takti. En hefur það gildi fyrir börn að kynnast sígildri tónlist? Thja, tónlist er upprunalega tjáningarformið. Við góluðum áður en við gátum myndað orð. Það er því mikilvægt fyrir okkur að þjálfa heyrn og næmni fyrir hljóðum og tónlist. Heilinn í okkur er í raun prógrammeraður til að taka á móti hljóðum. Tónlistin er því öflugt tæki til skilnings á sjálfum okkur og veröldinni. En eins og á við um flest; þá er mest af þeirri tónlist sem við heyrum óttalegt drasl. Og það á ekki síst við um barnatónlist. Þetta er mest endurunnin taktföst dægurtónlist. Fyrir eyrun virkar fastur taktur svipað og sykur fyrir bragðskynið. Ef þú hlustar aðeins á taktfasta tónlist þá missirðu á endanum skynbragð á veikari blæbrigði hljóðheimsins; og missir því í raun af stærstum hluta af veröldinni sem þú lifir í. Á sama hátt dregur sykurinn úr getu okkar til að nema fjölbreytileika bragðs og lyktar. Án tillits til hvort sykur er hollur eða ekki; þá er hann eins og hula sem hindrar okkur í að uppgötva ævintýri bragðheimsins. Þess vegna er gott fyrir börn að kynnast klassískri tónlist. Hún opnar ekki aðeins heim tónlistarinnar sjálfrar; heldur fær börnin til að heyra betur það sem lífið vill hvísla að þeim.

Myndir Janusar á Húsagarði við sögu Rakelar Helmsdal fljóta með þegar Sinfónían spilar tóna Kára Bæk á morgun. Færeyskir barnadagar í Eldborg.

Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is


heimkaup.is

SÍMINN TIL ÞÍN! HTC og LG snjallsímar á frábæru tilboði

29.900 VERÐ ÁÐUR

HTC 8s Stýrikerfi Örgjörvi Vinnsluminni Innb. minni Minniskort Skjástærð Upplausn Myndavél Þyngd

LG L9 Stýrikerfi

Örgjörvi Vinnsluminni Innb. minni Minniskort Skjástærð Upplausn Myndavél Þyngd

49.900

Windows Phone 8 1 GHz Dual-Core 512 MB 4 GB Já, allt að 32 GB 4,0” 480x800 pixlar 5MP 113 gr.

39.900

VERÐ ÁÐUR

59.900

Brot af vöruúrvali okkar

8.995

Angelcare bleyjufata

Playmobil sjóræningjabátur

Frí heimsending! English Country Garden

Android 4.0.3 Uppfæranlegt í Jelly Bean 4.1 1 GHz Dual-Core 1 GB RAM 4 GB Já, allt að 32 GB 4,7” 540x960 pixlar 5MP 125 gr.

Á meðan birgðir endast.

5.790

2.495

Of Monster and Men – My Head is an Animal

Sóley eyGLÓ andlitskrem (50 ml)

34.890

DeLonghi Dolce Gusto Circolo kaffivél

4.290

11.900

Snagi: Hani, krummi, hundur, svín

Under Armour New UA Tech stuttermabolur

1.510 510

Vitabiotics Perfecti hár, húð og neglur

Mikið vöruúrval sem fer vaxandi dag frá degi

Sex kíló á sex vikum

2.690 .690

Maybelline Vex Rocket maskari

Hagstætt verð

Hraðsending

131416

Örugg vefverslun

beint í vöruhúsið, skoðað vörur í sýningarsal, þegið aðstoð frá starfsfólki og verslað á staðnum.

SÍA

hvort þú sækir vöruna í vöruhús okkar í Turninum í Kópavogi eða lætur senda þér hana. Þú getur einnig komið

Nuby gómlaga myndasnuð

Þar finnurðu frábært vöruúrval úr ótal vöruflokkum á góðu verði og getur sparað þér búðarápið. Þú ræður svo

1.530

PIPAR \ TBWA

Heimkaup er fyrsta vefverslun sinnar tegundar á Íslandi.

heimkaup.is

4.995

Smáratorgi 3 / 201 Kópavogi / 550 2700

Sendum um allt land


60

dægurmál

Helgin 10.-12. maí 2013

 Í takt við tÍmann arnhildur anna Árnadóttir

Mamma smitaði mig af kraftlyftingaáhuganum Arnhildur Anna Árnadóttir er tvítugur stúdent úr Kvennó sem vinnur á leikskóla á Seltjarnarnesi. Hún hefur vakið athygli fyrir árangur í kraftlyftingum og setti um daginn Íslandsmet í hnébeygju unglinga. Fram undan er mót í klassískum kraftlyftingum á laugardaginn og heimsmeistaramót í Texas í lok ágúst. Arnhildur elskar Fóstbræður og nautakjöt með bernaise-sósu. Staðalbúnaður

Eins og svo margir kaupi ég föt þegar ég fer til útlanda. Ég fylli á tankinn í H&M, Topshop og American Apparel. Annars er ég í íþróttafötum meiripartinn af vikunni og þá nota ég aðallega Nike og Under Armour. Ég vel mér alltaf frekar þægileg föt og í vinnunni er ég alltaf mjög hversdagsleg, það er ekki annað hægt þegar maður vinnur á leikskóla. En um helgar finnst mér mjög gaman að klæða mig upp. Þá kemur sér vel að bæði mamma og stjúpmamma mín [Inga Lind Karlsdóttir sjónvarpskona] eru svo miklar skvísur, ég fæ stundum að fara í skápinn hjá þeim.

Hugbúnaður

Ég er búin að æfa lyftingar í eitt og hálft ár. Mamma mín, Borghildur Erlingsdóttir, var ein af stofnendum kraftlyftingadeildar Gróttu og hún smitaði mig af áhuga á lyftingum. Ég keppti á Evrópumóti unglinga í kraftlyftingum og lenti í fimmta sæti í mínum þyngdarflokki. Kraftlyftingar samanstanda af hné-

beygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Ég lyfti samanlagt 415 kílóum og stefni á að bæta mig enn frekar. Fólkið í kringum mig er bara ánægt með að ég stundi lyftingar, strákarnir segja voða lítið um þetta en pabba finnst þetta fyndnast í heimi. Það fer ekki beint vel saman að æfa lyftingar og vera mikið á djamminu þannig að ég fer ekkert brjálæðislega oft út. En þegar það er langt í mót þá leyfi ég mér það. Ég fer aðallega á Næsta bar, Vegamót, b5 og Prikið. Ég panta mér oftast vodka í vatni, ég veit að það hljómar ógeðslega. Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að fara í bíó með vinkonum mínum og ég horfi líka oft á sjónvarp. Ég horfi aðallega á X-Factor og American Idol en uppáhalds þættirnir mínir eru samt Fóstbræður, ég get horft á þá aftur og aftur. Líka Desperate Housewives.

Vélbúnaður

Ég á Macbook Pro og iPhone 5. Ég er smá Apple-perri og hef eiginlega átt hverja einustu týpu af iPhone. Ég nota Facebook og Instagram og

Íslandsbankaappið, ég elska það. Það er mjög hentugt fyrir fólk eins og mig sem gleymir kortunum sínum.

Aukabúnaður

Uppáhaldsmaturinn minn er fullkomlega eldað nautakjöt með bernaise-sósu. Svo er ég mjög hrifin af hreinu hnetusmjöri frá Sollu. Það fylgir mér hvert sem ég fer, meira að segja til útlanda. Ég fer rosa mikið út að borða, á Gló, Saffran, Ginger og Happ. Uppáhalds staðirnir mínir eru Grillmarkaðurinn og Tapashúsið. Ég keyri um á gráum Toyota Auris og ég kaupi allar mínar snyrtivörur frá Mac. Mér finnst ótrúlega gaman að ferðast og það kemur sér því vel að annar helmingur fjölskyldunnar býr nú í Barcelona. Sú borg er í uppáhaldi ásamt Paolo Alto í Kaliforníu þar sem við áttum einu sinni heima. Það er hrikalega flottur staður.

Arnhildur er dóttir Árna Haukssonar fjárfestis og Borghildar Erlingsdóttur. Fósturmamma hennar er sjónvarpskonan Inga Lind Karlsdóttir. Arnhildur er stúdent úr Kvennó og býst við að fara í háskóla í haust. Ljósmynd/Hari

Maítilboð NN-Cosmetics

Kinnalitur Rosette - 30% afsláttur Verð áður: 3.990 kr.

Nú: 2.793 kr.

Útsölustaðir NN-Cosmetics:

Dekurstofan Dagný - Ísafirði Abaco heilsulind - Akureyri Snyrtistofan Hildur Magg - Dalvík Snyrtistofan Makeover - Hafnarfirði Snyrtistofan Pandora - Mjódd Snyrtistofan Líkami og sál - Mosfellsbæ Snyrtistofan Systrasel - Háaleitisbraut Snyrtistofan Reykjavík Spa - Hótel Grand Snyrtistofan Táin - Sauðárkróki Hárstofan Ýr - Hólagarði Hárstofan Mojo - Laugavegi 94 Noname.is - sala@noname.is - 662-3121/694-5275 Opið Hlíðasmára 8, Kópavogi, þriðjudaga 12 - 16, fimmtudaga 12 - 18.

 appafengur

Map my tracks Með hækkandi sól draga æ fleiri fram reiðhjólin. Sumum nægir að hjóla í rólegheitunum og njóta útsýnisins en aðrir vilja fylgjast nákvæmlega með hversu langt þeir hjóluðu, hversu lengi þeir voru að því og hvað þeir brenndu mörgum hitaeiningum. Fyrir slíka hjólreiðagarpa er Map my tracks - Outfront algjör appafengur. Appið nýtir GPSstaðsetningartæki í símanum til að skrá niður hverja hjólaferð. Þannig er hægt að bera saman hversu lengi þú varst að hjóla frá Lækjartorgi og upp í Kringlu í síðasta mánuði og nú. Appið sýnir nefnilega líka nákvæmlega hvaða götur þú hjólaðir, já götur á litla Íslandi. Vinir þínir geta deilt með þér sínum hjólaleiðum og þið fylgst með árangri hvors annars. Ef þú vilt geta aðrir fylgst með þér á meðan þú ert að hjóla! Hér er sérstaklega talað um hjólreiðar en Map my tracks er hægt að stilla til að fylgja þér á fjallgöngu eða í hlaupaferð. Magnað app, satt að segja. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


NSTAKAR PERLUR TVÆR VANDAÐAR FRÁ GRÆNA LJÓSINU KOMNAR Á DVD Í SKÍFUNA

2.599

2.599 Jagten

Getur lygi orðið að sannleika? Kvikmyndin sýnir á áhrifaríkan máta hversu hratt slúður, efi og illgirni geta gert lygar sannar. Jagten er í leikstjórn Thomasar Vinterberg (Festen og Submarino) sem spilar með tilfinningar áhorfenda þannig að spennan smýgur inn í merg og bein. Myndin sló í gegn á Íslandi og hefur hlotið afbragðsgóðar viðtökur gagnrýnenda og áhorfenda um heim allan.

N

GILDIR FYRIR EIN gildir á allar Miði þessi Háskólabíói. sýningar í ið ast afhend Vinsamleg iðasölu miðann í m

Kon-Tiki

Hér er á ferðinni stórmynd frá Noregi sem hefur farið sigurför um heiminn, en myndin hlaut m.a. tilnefningu til Óskars- og Golden Globe verðlauna sem besta erlenda mynd ársins. Myndin byggir á sannri sögu og fjallar um norska náttúruvísindamanninn og landkönnuðinn Thor Heyerdahl. Hann ásetti sér að sanna að menn hefðu siglt frá Perú til Pólynesíu og numið þar land fyrir 1500 árum, með því að endurtaka svaðilförina ásamt nokkrum vel völdum ævintýramönnum.

Morgunblaðið

BOÐSMIÐI

-betra bíó

Svarthöfði

Kaupauki í dag Opnir bíómiðar í Háskólabíó fylgja DVD myndunum í verslunum Skífunnar í dag, á meðan birgðir endast. Fyrstir koma, fyrstir fá!

KRINGLAN OG LAUGAVEGUR 44 · 591 5300 · WWW.SKIFAN.IS


62

dægurmál

Helgin 10.-12. maí 2013

 eyþór ingi Hress í malmö

Læri kannski að syngja seinna Undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hefst á þriðjudagskvöld þegar fyrri forkeppnin fer fram. Eyþór Ingi, fulltrúi Íslands, stígur á svið í seinni forkeppninni á fimmtudagskvöld og freistar þess að syngja sig í aðalkeppnina með laginu Ég á líf eftir Örlyg Smára og Pétur Örn Guðmundsson. Eurovisiongeggjararnir á vefsíðunni Esctoday eru mættir til Malmö og þeir náðu tali af Eyþóri eftir fyrstu æfingu. Okkar maður var hress og sagðist aðspurður aldrei hafa lært söng en kannski kæmi að því að hann myndi gera það síðar. Hann sagðist einfald-

lega hafa komist þangað sem hann er með æfingunni og að hann reyndi að endurtaka sig aldrei. Fari allt að óskum mun hann þó í það minnsta syngja lagið tvisvar fyrir framan sjónvarpsvélarnar og ætla má að þjóðin muni meira eða minna öll sitja límd við skjáinn þegar Eyþór tekur lagið á fimmtudaginn en keppnin nýtur hvergi í heiminum meiri vinsælda en á Íslandi. Samkvæmt rafrænum mælingum horfðu 92,3% þjóðarinnar á Jóhönnu Guðrúnu flytja Is it True? árið 2009 sem er Íslandsmet en samkvæmt mælingum síðustu fimm ára jaðrar við að Íslend-

 atli Viðar skrifaði sig upp úr þunglyndi

ingar eigi heimsmet í Eurovision-glápi. Ríkissjónvarpið tekur vitaskuld mið af þessu og byrjar Eurovisionveislu sína um helgina með tvöföldum skammti af þættinum Alla leið á föstudags- og laugardagskvöld. Leiðin til Malmö, tveir þættir um undirbúning og ferð íslenska hópsins til Svíþjóðar, verða sýndir á mánudags- og miðvikudagskvöld og á föstudagskvöld hita Eurovisionstjörnurnar Friðrik Ómar, Regína Ósk og Selma Björnsdóttir upp fyrir stóru stundina á laugardagskvöld með því að syngja helstu Eurovisonperlur sögunnar í þættinum Saga Eurovison.

Örlygur Smári, höfundur Ég á líf, smellti þessari mynd af Eyþóri Inga og föruneyti hans á fyrstu æfingunni í Malmö.

 Æfing Hressir ellismellir fr á flateyri

Atli Viðar í góðri sveiflu með breytta rafgítarinn sem er orðinn að sannkölluðu listaverki.

Skapar list úr pappa Listamaðurinn Atli Viðar Engilbertsson sýnir verk sín, sem hann vinur meðal annars úr pappa, á sýningunni List án landamæra á Akureyri en hann er listamaður þessarar hátíðar þetta árið. List án landamæra er árlegur viðburður sem miðar að því að kynna verk fólks með fötlun og koma á samstarfi milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks. „Ég er ekki fatlaður lengur en glímdi við andlega röskun,“ segir Atli Viðar sem var mjög þunglyndur. Hann segist ekki síst hafa unnið sig upp úr þunglyndinu með tíðum greinaskrifum í Morgunblaðið og víðar um meðal annars geðheilbrigðismál og pólitík. Hann sinnti list sinni, myndlist og tónlist, þegar hann átti góð tímabil í þunglyndinu en er nú kominn á fleygiferð og lætur ekkert aftra sér. „Ætli það megi ekki segja að ég notist mest við hráefni sem aðrir líta á sem rusl en ég vinn mikið

með pappa.“ Atli Viðar sýnir meðal annars forláta pappakórónur á sýningunni í Síðuskóla en þar getur einnig að líta forláta gítar sem í raun sameinar tvö helstu áhugamál hans. „Ég var búinn að búa til pappagítar sem leit út eins og rafgítar en vildi fara alla leið og geta látið heyrast í honum. Ég átti gamlan rafgítar sem ég tók og breytti útlitinu á honum í þessum anda.“ Atli Viðar segist fikta við gítarspil en trommur séu hans hljóðfæri og hann hefur trommað síðan í æsku. „Ég er búinn að semja helling af tónlist og hef sett eitthvað af því á netið en er ekki enn búinn að gefa út plötu, hvað sem síðar verður.“ Atli Viðar segist ekki hafa skrifað blaðagrein lengi en þau skrif hans hafi þróast út í leikritaskrif. „Það er gaman að segja frá því að Leikfélag Akureyrar stefnir að því að setja saman með mér dagskrá næsta haust.“ -þþ

Æfing eins og hún er í dag. Skipuð Árna Benediktssyni, einum stofnendanna, Jóni Ingiberg Guðmundssyni, Sigga Björns, Ásbirni Þ. Björgvinssyni og yngsta meðlimnum Halldóri Gunnari.

Vorum aldrei besta band í heimi Flateyri varð ekki útundan þegar bítlaæðið gekk yfir heimsbyggðina. Nokkrir ungir menn í þorpinu drukku í sig söngva fjórmenninganna frá Lifrarpolli, keyptu sér hljóðfæri án þess að kunna nokkuð fyrir sér. Þeir köstuðu síðan upp á hver ætti að spila á hvaða hljóðfæri og hljómsveitin Æfing var til. Siggi Björns hefur verið aðalsprautan í bandinu síðustu áratugi og til þess að fagna 45 ára afmæli sveitarinnar, sem tryllti lýðinn fyrir vestan á árum áður, hefur hann gefið út plötu með félögum sínum. Flateyringum og nærsveitarmönnum til ómældrar ánægju.

B Æfingarárin einkenndust af frelsi, mikilli vinnu, drykkju, slagsmálum og kappökstrum.

ítlaæðið æddi ekki fram hjá Íslandi og áhrif hljómsveitarinnar bárust alla leið til Flateyrar þar sem unga fólkið áttaði sig á að til væru fleiri og öðruvísi stjörnur en sjómenn. Nokkrir ungir menn í plássinu tóku sig til, fjárfestu í hljóðfærum og byrjuðu að glamra án þess að kunna nokkurn skapaðan hlut. Eftir miklar æfingar stigu þeir síðan á svið byltingarárið mikla 1968 og hljómsveitin Æfing varð til. „Við vorum aldrei besta band í heimi en við kunnum að skemmta okkur og öðrum,“ segir Siggi Björns. „Það skipti engum togum að bandið lagði ballamarkaðinn á Vestfjörðum undir sig og drottnaði yfir honum næstu tuttugu árin.“ Siggi steig fyrst á svið með Æfingu árið 1971 aðeins fjórtán ára gamall en stóri bróðir hans var í sveitinni. „Æfingarárin einkenndust af frelsi, mikilli vinnu, drykkju, slagsmálum og kappökstrum,“ segir Siggi. „Þetta var í þá daga þegar skipin voru úr tré og karlarnir úr stáli og stemningin fylgdi Æfingu sama hvar hún tróð upp.“ Til eru ótal sögur af yfirfullum félagsheimilum þar sem fólk skreið meðal annars inn um klósettglugga til þess að komast að eftir að allt var orðið fullt. Enda var þetta í þá daga þegar ekki tíðkaðist að svipta hús öllum leyfum fyrir að vera skemmtileg, eins og Siggi orðar það. Siggi segir Æfingu hafa starfað með

hléum en hún hafi þó aldrei lognast alveg útaf. „Málið er svo að við komum saman til þess að minnast Danna trommara, Kristjáns Jóhannessonar, sem hafði látist rúmu ári fyrr. Þá birtist bara svo mikið af fólki til að hlusta á okkur, alls konar lið sem maður hafði ekki séð í áratugi. Þá varð mér ljóst félagslegt gildi hljómsveitarinnar og ég fór að semja lög og athuga hvort ég ætti eitthvað í skúffunum sem ætti við. Við ákváðum svo að henda í plötu í tilefni af 45 ára afmæli sveitarinnar.“ Æfingarmenn fengu Fjallabróðurinn Halldór Gunnar Pálsson til liðs við sig og hafa skemmt sér konunglega. „Hann er snillingur, mikið ljúfmenni og fær tónlistarmaður þannig að þetta er búið að vera helvíti skemmtilegt ferli. Við eigum eftir að gera eitthvað meira. Hann losnar ekkert við mig á næstunni,“ segir Siggi sem hefur búið í Þýskalandi í tíu ár en kemur á æskuslóðirnar um hvítasunnuna en Æfing treður upp á Flateyri laugardaginn 18. maí. Siggi hvetur alla Flateyringa, hvar sem þeir eru staddir, til þess að drífa sig heim í tæka tíð og upplifa stemninguna sem var í þorpinu í þá daga þegar allt gekk vel og hver dagur var öðrum betri. „Textarnir fjalla mikið um stemninguna á þessum árum,“ segir gullaldarpopparinn Siggi Björns og er hvergi nærri hættur. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


www.sonycenter.is

upplifðu einstaka fegurð ný Sony Bravia vörulína

Frábær myndgæði

42” LED Motionflow KDL42W653 • Full HD 1920x1080 punktar • 200Hz X-Reality myndvinnslukerfi • Multimedia HD link fyrir snjallsíma • Nettengjanlegt og innbyggt WiFi

Verð 199.990.-

Ótrúleg skerpa á góðu verði

5 ára ábyrgð á Sony sjónvörpum

Örþunnt og flott

46” LED Motionflow KDL46R473

47” LED Motionflow KDL47W805

Glæsilegt hágæða sjónvarp

Endalausir möguleikar

• Full HD 1920x1080 punktar

• Full HD 1920x1080 punktar

• Full HD 1920x1080 punktar

• Full HD 1920x1080 punktar

• 100Hz X-Reality myndvinnslukerfi

• 100Hz X-Reality myndvinnslukerfi

• 400Hz X-Reality myndvinnslukerfi

• 400Hz X-Reality myndvinnslukerfi

• Multimedia HD link fyrir snjallsíma

• Multimedia HD link fyrir snjallsíma

• Multimedia HD link fyrir snjallsíma

• Multimedia HD link fyrir snjallsíma

• Birtuskynjari stillir myndgæði sjálfvirk

• Birtuskynjari stillir myndgæði sjálfvirkt

• Nettengjanlegt og innbyggt WiFi

• Nettengjanlegt og innbyggt WiFi

Verð 119.990.-

Verð 229.990.-

Verð 389.990.-

Verð 499.990.-

32” LED Motionflow KDL32R423

Sony Center Verslun Nýherja Borgartúni 569 7700

Sony Center Verslun Nýherja Kaupangi Akureyri 569 7645

55” LED Motionflow KDL55W805

12 mánaða vaxtalaus lán* *3,5% lántökugjald og 330 kr. færslugjald á hvern gjalddaga.


HE LG A RB L A Ð

Hrósið... ... fær Aleksandra Wójtowicz sem skipuð hefur verið í stöðu lögreglufulltrúa við alþjóðadeild embættis ríkislögreglustjóra, fyrst útlendinga.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is  Bakhliðin Gunnhildur ÓsKarsdÓttir ST ÁFÖ NA DÝ YFIR

SPARIÐ

20.000

140 X 200 SM.

ALLT AÐ 36 MÁNUÐIR

Geislar af ást og kærleika Aldur: 53 ára Maki: Arnór Sigfússon, dýravistfræðingur hjá Verkís. Foreldrar: Unnur Agnarsdóttir bankastarfsmaður, sem er látin, og Óskar H. Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri Osta og smjörsölunnar. Menntun: Doktor í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands, B.ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands, Meistarapróf frá Aberdeen University í Skotlandi. Starf: Dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Fyrri störf: Kennsla. Áhugamál: Fjölskyldan, vinnan, samtökin Göngum saman, golf, útivera og göngur. Stjörnumerki: Sporðdreki. Stjörnuspá: „Án þess að vita af því hefur þú eitthvað í fórum þínum sem öðrum finnst eftirsóknarvert. Makinn vill láta hendur standa fram úr ermum og ná árangri,“ segir í stjörnuspá Morgunblaðsins fyrir 8. maí, þegar byrjað var að selja KronKron boli og höfuðklúta til styrktar Göngum saman.

G

FÆTUR OG BOTN FYLGJA

140 X 200 SM. FULLT VERÐ: 109.950

ANGEL DREAM STAR AMERíSk DýNA Frábær, amerísk dýna á ótrúlegu verði! Í efra lagi er áföst yfirdýna úr hágæða MEMORY FOAM svampi. Stærð: 140 x 200 sm. Fætur og botn fylgja með.

89.950

ALLT FYRIR SVEFNINN GÓÐ KAUP!

SPARIÐ

10.000

unnhildur er einstaklega skemmtileg og gegnheil. Hún er líka ein opnasta manneskja sem ég þekki og hún getur eignast vini á augabragði,“ segir Bogi Þór Siguroddsson, æskuvinur Gunnhildar frá því þau voru saman í 8 ára bekk. „Í mínum huga er hún táknmynd þess sem ég myndi segja að vera góð manneskja Hún geislar af ást og kærleika, og hún virðist hafa endalausan tíma til að gefa af sér,“ segir Bogi. - eh

Gunnhildur Óskarsdóttir er formaður samtakanna „Göngum saman“ sem safna fé til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini. Árleg mæðradagsganga samtakanna fer fram á sunnudag. Þetta árið eru Göngum saman í samstarfi við KronKron og hafa aðalhönnuðir fyrirtækisins hannað boli og höfuðklúta sem seldir eru til styrktar krabbameinsrannsóknum.

TILBOÐ GILDA 10.05 - 15.05

BERGEN SÆNG oG koDDI Góð sæng fyllt með 1000 gr. af polyesterholtrefjum. Sængin er sikksakksaumuð. Sæng: 135 x 200 sm. Koddi: 50 x 70 sm.

SÆNG+KODDI

SÆNG + KODDI

6.995 KAUPTU 2 OG SPARAÐU

2000 GOLD

ALLT AÐ 36 MÁNUÐIR

FULLT VERÐ: 49.950 NANTES FATASkápuR Litir: Eik og hvítt. Stærð: B146 x H201 x D60 sm.

ei ns tö k Gæ ði

39.950 23% AFSLÁTTUR

GREENvILLE koMMÓÐA Með 4 skúffum. Stærð: B81 x H94 x D40 sm.

KOMMÓÐA

14.950

FULLT VERÐ: 1.295

995

cEcILIA FLíSTEppI Fallegt og mjúkt flísteppi, fáanlegt í nokkrum litum. Stærð: 130 x 180 sm.

www.rumfatalagerinn.is

NELL 1 STK.

4.995

NELL SÆNGuRvERASETT Stílhreint og fallegt sængurverasett, fáanlegt í svörtu og hvítu. Efni: 100% bómullarsatín. Stærð: 140 x 200 sm. og 50 x 70 sm. 1 stk. 4.995 Nú 2 stk. 7.990


Hjólreiðar Sérblað um reiðhjól og hjólreiðar

Helgin 10.-12. maí 2013

Mikil áSkorun Breskt landsliðsfólk keppir í hjólakeppni Wow Air í sumar.

 bls. 2

Hjólasumarið hafið

Veturinn er að kveðja okkur og þá er ekki seinna vænna að fara að huga að hjólaferðum sumarsins. En hvernig hjól á fólk að kaupa? Fréttatíminn ræddi við nokkra sölumenn og sérfræðinga um hjól og hjólabúnað. Ljósmynd/Hari


2

hjólreiðar

Helgin 10.-12. maí 2013

 Hjólreiðakeppni Hjólað Hringinn í kringum landið í boðsveitaformi

...Á RÉTTU GRÆJUNUM! WOW Cyclothon keppnin fer fram í annað sinn rétt fyrir Jónsmessu, 19.-22. júní. Í ár geta fleiri tekið þátt en hægt er að vera með 4 manna og 10 manna lið. Nú þegar hafa 26 lið staðfest þátttöku, meðal annars tvö bresk lið skipuð afreks- og landsliðsfólki.

SUMARKORT*

Breskt landsliðsfólk keppir í WOW Cyclothon

FYLGIR

69.900,-

CROSSWAY 100

Keppnin er ólík öllu sem við höfum tekið þátt í áður og verður því mikil áskorun, segir liðsstjóri breska liðsins. Þegar hafa 26 sveitir staðfest þátttöku en hámarkið er 30 sveitir.

alvöru hjól

Þ SUMARKORT*

FYLGIR

125.900,-

ASSPHALT TRIPLE alvöru hjól

að fer að styttast í hina árlegu hjólreiðakeppni WOW Cyclothon, þar sem hjólað er 1332 kílómetra hringinn í kringum Ísland með boðsveitaformi en keppnin fer fram nálægt Jónsmessu, 19.-22. júní. Nú þegar hafa 26 lið staðfest þátttöku en liðsfjöldi verður takmarkaður við 30 lið. Tvö bresk lið, annað í karlaflokki og hitt í kvennaflokki, hafa skráð sig til leiks en þar er afreksog landsliðsfólk í tví- og þríþraut frá Bretlandi og má því búast við

0 5 o r P r e l e Whe hjól Comfort götu

SIGMA SPORT HJÓLAMÆLAR

3.990,-

Herra og dömustell, 2 litir, álstell, 21gíra, dempari að framan og dempun í sæti, breiður hnakkur, brettasett fylgir.

84.995 kr. REIÐHJÓLATASKA Á BÖGGLABERA

SUMARKORT*

4.990,KYNNTU ÞÉR ÚRVALIÐ Á

GAP.IS

FYLGIR VÖLDUM HJÓLUM Í MAÍ *SUMARKORTIÐ FYLGIR ÚT ÁGÚST 2013

HJÓLABÚÐIN

harðari keppni í ár en í fyrra. Matt Chandler er einn af liðsmönnum breska karlaliðsins. Hann reyndasti þríþrautar og hjólreiðamaður liðsins. Matt hefur stundað þríþraut í 7 ár og hjólreiðar enn lengur. Hann hefur verið í landsliði Bretlands bæði í þríþraut og tvíþraut um árabil og keppt um víða veröld fyrir hönd síns lands og er meðal annars margfaldur Ironman. „Við erum ótrúlega spennt að taka þátt í WOW Cyclothon. Þessi

alvöru hjól

FAXAFENI 7

SÍMI 5 200 000 GAP.IS

keppni er ólík öllu sem að við höfum tekið þátt í áður og verður því mikil áskorun. Okkur finnst þetta frábært tækifæri til að upplifa þessa stórbrotnu náttúru á Íslandi þegar það er dagsbirta allan sólarhringinn. Það er ljóst að þetta verður ógleymanleg upplifun og við erum á fullu í undirbúningi fyrir keppnina og teljum niður dagana til 19. júní,“ segir liðsstjóri breska liðsins. Skipuleggjendur keppninnar búast því við því að í ár verði sett ný viðmið í bæði karla og kvennaflokki, en sigurlið karla kláraði keppnina í fyrra á tæplega 41 klukkustund og sigurlið kvenna á rúmlega 43 klukkustundum. Jo Burton er fyrirliði breska kvennaliðsins. Hún snéri sér að þríþraut á síðasta ári eftir langan feril í róðri. Hún stefnir að og vinnur hart að því að komast í breska landsliðið fyrir mót sem er kennt við Hyde Park næsta haust. Hún er mjög spennt að koma til Íslands. Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon var haldin í fyrsta skipti í júní 2012 og er eina keppnin sinnar tegundar á Íslandi. Í keppninni í ár verður boðið upp á ýmsar nýjungar. Þar ber hæst að nefna nýjan flokk sem kallast B-flokkur og getur í raun nánast hver sem er tekið þátt í keppninni með þessu móti. Þessi flokkur mun hafa mun rýmri regluramma og möguleika á því að allt að 10 manns séu saman í liði og vinni saman að því að koma liðinu alla leið og innan tímamarka, þ.e hringinn í kringum Ísland á 72 tímum.


hjólreiðar 3

Helgin 10.-12. maí 2013 KYNNING

 G.Á.P. AlhliðA oG fjölskylduvæn verslun

„Versluninni er best lýst sem skemmtilegri verslun með úrval af sportgræjum og góðu verði,“ segir Mogens Markússon, verslunarstjóri G.Á.P. Hann segir reiðhjól og líkamsrækt vera megin stoðirnar í versluninni. „Þetta er alhliða og fjölskylduvæn verslun sem selur reiðhjól ásamt fylgihlutum. Einnig seljum við vörur til líkamsræktar, hvort sem er heima við eða í stærri og minni líkamsræktarstöðvar“. Ljósmynd/Hari

Sportgræjur á góðu verði Reiðhjól og líkamsrækt eru megin stoðirnar í G.Á.P. Þá er mikil áhersla lögð á góða þjónustu. Frábær hjól frá Mongoose

Vinsælustu reiðhjólin hjá G.Á.P. eru hjólin frá Mongoose. „Reiðhjólin frá Mongoose eru mest seldu hjólin hjá okkur. Þetta eru frábær hjól á gríðarlega góðu verði.“ Verslunin selur einnig reiðhjól frá merkinu Cannondale en það er búið að vera leiðandi merki í framleiðslu reiðhjóla í fjölda ára og hefur G.Á.P flutt þau inn síðan 1998. „Cannondale framleiðir allar gerðir fullorðinshjóla og eru sérlega frægir fyrir smíði á reiðhjólagrindum sem eru með þeim léttustu. Þeir eru líka stórt nafn í keppnishjólum, hvort sem er í fjallahjólreiðum, götuhjólreiðum, þríþraut eða fjallabruni, og nýtist sú reynsla í framleiðslu reiðhjóla fyrir almenning. Hjólin frá Cannondale eru einstaklega flott í ár,“ segir Mogens. Þá er verslunin með mikið úrval af búnaði fyrir hjólreiðamanninn og fylgihluti á hjólið. „Við erum með mikið úrval af reiðhjólahjálmum, sem eru nauðsynlegir fyrir hjólreiðamanninn. Við seljum til dæmis hjálma frá Etto sem og barnastóla frá Hamax sem er hvort tveggja norsk gæðavara,“ segir Mogens.

Áhersla á góða þjónustu

G.Á.P. leggur mikla áherslu á að veita góða þjónustu. „Við leggjum mjög mikla áherslu á þjónustu við viðskiptavini okkar og leggjum okkur fram í því að þjónusta alla aldurshópa. Allir viðskiptavinir eiga að fá jafn góða þjónustu, hvort sem það er einstaklingur sem ætlar að kaupa keppnishjól eða hjól til að nota í frístundum.“ Þá er viðgerðarþjónusta í versluninni. „Á verkstæðinu okkar þjónustum við nánast öll hjól. Þar eru vel þjálfaðir starfsmenn sem hafa starfað við viðgerðir árum saman og þekkja hjól út og inn. Fyrir viðgerðaþjónustu á reiðhjólum kemur viðskiptavinurinn bara í verslunina með hjólið sitt, við skráum það inn og hjólið er tilbúið á eins skömmum tíma og hægt er hverju sinni. Algengur biðtími er 1 sólarhringur.“

Árstíðabundin sala

Aðspurður hvort fólk sé farið að flykkjast í verslunina til að kaupa hjól fyrir sumarið, segir Mogens svo vera. „Í dag er fólk helst að kaupa reiðhjól og tengdar vörur. Salan hjá okkur er árstíðabundin, á vorin og sumrin er mesta

salan á reiðhjólum en á haustin og veturna selst meira af vörum fyrir líkamsrækt. Þó auðvitað séu margir farnir að hjóla allan ársins hring.“ Hann segist finna fyrir því að áhugi á reiðjólum sé að aukast.

„Það hefur verið gríðarlega aukning í notkun reiðhjóla undanfarin ár. Helstu ástæðurnar fyrir því eru meðal annars átakið „hjólað í vinnuna“ ásamt því að aðstæður fyrir hjólafólk eru alltaf að verða betri og

betri. Við finnum líka fyrir mikilli aukningu á sölu á götuhjólum, sem áður var nánast eingöngu fjallahjól. Það má tengja við aukna notkun á hjólum sem samgöngutæki en ekki bara leiktæki.“

G.Á.P. er í Faxafeni 7 í Reykjavík. Verslunin er opin til klukkan 18 alla virka daga og til klukkan 16 á laugardögum. Einnig er hægt að kaupa vörur á netinu á vefsíðunni www. gap.is -ss.

KYNNTU ÞÉR ÚRVALIÐ Á

GAP.IS

SUMARKORT* ROCKADILE 20“

39.900,-

SWITCHBACK SPORT

KRAKKAHJÓL 6-8 ÁRA

FYLGIR

SUMARKORT*

69.900,-

CROSSWAY 200

FYLGIR

69.900,GÖTUHJÓL

FJALLAHJÓL

SUMARKORT* jól alvöru h FYLGIR VÖLDUM HJÓLUM Í MAÍ

REIÐHJÓLAHJÁLMAR FRÁ

*SUMARKORTIÐ FYLGIR ÚT ÁGÚST 2013

HJÓLABÚÐÐIN HJÓLABÚ HJÓLABÚÐIN

5.990,-

HJÓLAVAGN FYRIR 1 EÐA 2 BÖRN

BARNASTÓLAR

18.990,-

45.900,FAXAFENI 7

SÍMI 5 200 000 GAP.IS


4

hjólreiðar

Helgin 10.-12. maí 2013 KYNNING

 TRI ÁheRsla lögð Á góða þjóNusTu

Allt fyrir hjólreiðamanninn, hlauparann og sundkappann TRI er sérverslun sem selur reiðhjól, hlaupa- og sundvörur. Allur búnaður fyrir þríþrautarmanninn er einnig til í versluninni.

N

afn verslunarinnar TRI er dregið að hluta til af íþróttagreininni þríþraut, eða triathlon. TRI er sérverslun með reiðhjól, hlaupa- og sundvörur, en einnig er allt til fyrir þríþrautarmanninn,“ segir Ólafur Baldursson, annar eigandi verslunarinnar. TRI selur til að mynda CUBE reiðhjól sem eru þýsk gæðahjól og hafa verið framleidd í 18 ár og verið markaðsleiðandi í sínu heimalandi. „Vöruúrval okkar af CUBE reiðhjólum er gríðarlega mikið og það ættu allir að geta fundið sér hjól við hæfi þar sem úrvalið er um 67 tegundir og allar stærðir. Þá njóta „Racerar“ og þríþrautarhjól mikilla vinsælda hjá okkur og er það oft þannig að fólk er að kaupa sér „Racer“ sem hjól númer tvö eða þrjú því það vill komast hraðar yfir og lengra á styttri tíma,“ segir Ólafur. En selur verslunin einnig venjuleg hjól fyrir börn og fullorðna? Já, auðvitað gerum við það. Við seljum barnahjól frá 12” og upp í 26” og svo erum við með mikið úrval af 26” og 29” fjallahjólum hvort sem eru tveggja eða eins dempara hjól. Svo eru Hybrid-hjólin okkar

ein vinsælustu hjólin í búðinni.“

Ekki bara reiðhjól

Ólafur segir reiðhjól ekki vera það eina sem selt er í TRI. Mikið úrval er til að mynda af hlaupa- og sundvörum. „Við höfum lagt mikið upp úr góðu úrvali af hlaupaskóm og fatnaði frá Brooks, NIKE, Zoot og Craft. Við seljum „racerskó“ sem eru léttir keppnisskór, æfingaskó sem henta öllum hvort sem um er að ræða byrjendur eða lengra komna, utanvegaskó sem eru notaðir mest fyrir svokölluð „Trail-hlaup“ (eins og Laugarveginn) og svo auðvitað þríþrautarskó sem eru sérstaklega gerðir til að komast hratt í skóna, og hlaupa hratt í þeim. Þá erum við með nánast allt til æfinga og leikja í sundi. Við seljum til að mynda ein vinsælustu sjósundsgleraugun í dag sem heita Aquaspire. Þá erum við með mikið úrval af hjólfatnaði og öðrum aukahlutum fyrir hjól og hlaup.“

Mikil gæði

TRI býður upp á miklar gæðavörur og þykja CUBE hjólin einstaklega vönduð. „CUBE hefur lagt mikið upp úr því að hjólin

Ólafur Baldursson, annar eiganda TRI. Vöruúrval okkar af CUBE reiðhjólum er gríðarlega mikið og það ættu allir að geta fundið sér hjól við hæfi þar sem úrvalið er um 67 tegundir og allar stærðir“ Ljósmynd/Hari

sem seld eru séu framleidd eftir ströngustu gæðakröfum. Þeir prófa öll sín hjól eftir DIN staðli þar sem gerðar eru meiri kröfur en þekkist annarsstaðar og ekki skemmir útlit hjólanna fyrir. CUBE hefur lagt mikla áherslu á að hjólin þeirra endurspegli góð gæði og hagstætt verð,“ segir Ólafur. „Þá bjóðum við einnig upp

á viðgerðarþjónustu fyrir allar tegundir af hjólum ásamt því að sinna almennri þjónustu og viðhaldi á CUBE reiðhjólum sem flest eru ný hér á landi.“

Góð þjónusta í fararbroddi

Ólafur segir mikla áherslu vera lagða á góða þjónustu. „Þegar TRI var stofnað vildum við að þjónusta

og þekking okkar starfsfólks væri góð á öllum sviðum hjólreiða, hlaups og sunds. Við vorum mjög heppin að ná í gæða starfsmenn sem hafa reynslu á öllum þáttum í verslun okkar. Þá bjóðum við vinnustöðum og stærri hópum upp á kynningar á reiðhjólum, hvort sem um er að ræða almenn hjól eða keppnishjól.“ -ss

KYNNING

 INTeRspoRT BReIð líNa fyRIR alla alduRshópa

Gríðarlegt úrval af Orbea hjólum Intersport í Lindum hefur opnað nýja hjóladeild þar sem mikið úrval er af Orbea hjólum.

I

ntersport er með gríðarlega mikið af flottum hjólum til sölu,“ segir Ólafur Óskar Ólafsson, verslunarstjóri Intersports í Lindum. „ Við hófum sölu á gæða hjólunum frá Orbea í vor. Orbea er eitt af virtustu reiðhjólamerkjum heims í dag, með fjölmargar titla að baki í flokki götu- og fjallareiðhjóla á Ólympíuleikunum sem og öðrum keppnum. Þetta er spánskt gæðamerki sem framleiðir breiða línu af hjólum fyrir alla aldurshópa, auk fatnaðar og hjálma. Orbea hjólin hafa verið framleidd frá árinu 1930 og fylgir lífstíðarábyrgð öllum hjólastellunum sem eru handmáluð í framleiðsluferlinu á Spáni.“

Margar gerðir af hjólum

Ólafur segir margar tegundir hjóla frá merkinu vera í boði. „Við bjóðum upp á hefðbundin fjallahjól, Hybrid hjól, borgarhjól kvenna, „racera“ og svo barnahjól. Orbea Grow barnahjólin komu til að mynda á markað 2012 og fengu strax hin virtu GoodDesignAward verðlaun sama ár. Þá eru Grow barnahjólin sterkbyggð en um leið létt og stækka með barninu.“ „Þá er íþróttagreinin Cyclocross mjög vinsæl núna og þá er frábært að nota Cyclocross hjólin frá Orbea. Cyclocross er íþrótt þar sem hjólað er á drullubrautum og keppandinn þarf jafnvel að

halda á hjólunum hluta leiðarinnar. Cyclocross hjólum hefur verið líkt við Íslensku suðkindina, en hjólin eru lík götuhjólum í útliti, eru með grófari dekk og þola íslenskar aðstæður vel að mörgu leyti,“ segir Ólafur Óskar. Orbea framleiðir líka þríþrautarhjól í fremstu línu. Nýja þríþrautarhjólið frá Orbea, Ordu, stendur nú sem heimsmetahafi í hjólaleggnum í Ironman-keppninni á Hawaí og sló fyrra met um heilar 10 mínútur. Hjólið er hægt að panta hjá Intersport og er val um hvort hjólið sé með rafmagnsskiptum. Ólafur Óskar segir götuhjólin frá Orbea vera gríðarlega vinsæl. „Þau gefa öðrum hjólum ekkert eftir og hefur árangur Orbea liðsins verið góður á undanförnum árum, þrátt fyrir meiðsli helstu keppanda í Tour de France á síðasta ári. Það verður því gaman að fylgjast með árangri liðsins í þessari þekktu keppni í sumar. Hægt er að sérpanta hjá okkur hjól og fá hvaða lit sem er, gírskipta, gjarðir og annan aukabúnað.“

Ný hjóladeild í Lindum

Intersport hefur sett upp hjóladeild í verslun sinni í Lindum í Kópavogi. Þar má finna ásamt Orbea hjólunum, hjólafatnað frá Orbea, hjólaskó, hjálma, pumpur og flesta þá aukahluti sem hjólreiðamaðurinn þarfnast. „Við bjóðum alla velkomna í heimsókn til að

Ólafur Óskar Ólafsson, verslunarstjóri Intersports í Lindum. „Orbea hjólin hafa verið framleidd frá árinu 1930 og fylgir lífstíðarábyrgð öllum hjólastellunum sem eru handmáluð í framleiðsluferlinu á Spáni.“ Ljósmynd/Hari

skoða og prófa hjólin okkar. Hægt er kaupa hjólin frá okkur á 12 mánaða vaxtalausum greiðslum og ekki skemmir fyrir að nú erum við með 15% afslátt á öllum okkar hjólum,“ segir Ólafur Óskar.

Þá er varahlutaþjónusta til staðar ásamt þjónustu við hjólin. „Allir helstu slithlutir eins og slöngur og dekk eru til staðar. Það er boðið upp á dekk og slöngur frá hinum þekkta dekkjaframleið-

anda Michelin. Öllum hjólum sem keypt eru fylgir upphersla innan árs frá kaupum hjólsins. Þá er alltaf hægt að koma við í verslun okkar með hjól í viðgerð,“ segir Ólafur Óskar. -ss


ALVÖRU TER

S P O R T.I

S

á heima erslað v r u t e Þú g

R T.IS O P S R INTEFrí póstsending R

PO

Eða

8.967 á mánuði

miðað við 12 mánaða vaxtalaust lán alls 107.570.

0% VEXTIR / 3,5% LÁNTÖKUGJALD KR. 340 Á HVERJA GREIÐSLU.

99.990 ORBEA DAKARDISC

26” fjallahjól með diskabremsum og framdempara.

199.990 ORBEA SATELLITE 26” fjallahjól með diskabremsum og framdempara, lás á dempara í stýri. Stell 18” og 20”.

Eða

17.589 á mánuði

miðað við 12 mánaða vaxtalaust lán alls 211.070.

0% VEXTIR / 3,5% LÁNTÖKUGJALD KR. 340 Á HVERJA GREIÐSLU.

INTER S

ORBEA BOULEVARD H50

T.I S

Öllum ORBEA hjólum fylgir frí upphersla

99.990 28” borgarhjól fyrir konur. 7 gírar. Bretti, bögglaberi, ljós og standari.

OR

láttur s f a r a g n kynni RBEA O m u l l af ö hjólum

ER

IS T.

land

SP

t um all

P O R T.I S I N T

IN T E R S P OR

T. I

TE

15%

IN

S

IN

RS

SPORT

Eða

8.967 á mánuði

miðað við 12 mánaða vaxtalaust lán alls 107.570.

0% VEXTIR / 3,5% LÁNTÖKUGJALD KR. 340 Á HVERJA GREIÐSLU.

249.990 ORBEA AQUA TTG

Racer, álhjól með carbon gaffli, Shimano Tiagra/105 gírar ásamt Look pedölum.

Eða

21.902 á mánuði

miðað við 12 mánaða vaxtalaust lán alls 262.820.

0% VEXTIR / 3,5% LÁNTÖKUGJALD KR. 340 Á HVERJA GREIÐSLU.

ORBEA MX 20

20” barnahjól. 7 gírar, framdempari og standari.

51.990 Eða

4.824 á mánuði

miðað við 12 mánaða vaxtalaust lán alls 57.890.

0% VEXTIR / 3,5% LÁNTÖKUGJALD KR. 340 Á HVERJA GREIÐSLU.

109.990 ORBEA SPORT A30

28”hybrid götuhjól, með 21 gír. Stell 19”, 20”, 20.5”.

Eða

9.827 á mánuði

miðað við 12 mánaða vaxtalaust lán alls 117.920. 0% VEXTIR / 3,5% LÁNTÖKUGJALD KR. 340 Á HVERJA GREIÐSLU.

Reiðhjólin fást eingöngu í Intersport Lindum. INTERSPORT LINDUM / SÍMI 585 7260 / LINDIR@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 11 - 19. LAU. 11 - 18. SUN. 12 - 18. INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / BILDSHOFDI@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 18. SUN. 13 - 17. INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4890 / AKUREYRI@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / SELFOSS@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16.


á FUJI

6

hjólreiðar

Helgin 10.-12. maí 2013 KYNNING

 Hvellur Mið tekið af ólíkuM þörfuM viðskiptavina

25 ára reiðhjólaverslun Verslunin Hvellur er ein elsta reiðhjólaverslun landsins. Eigendur Hvells flytja sjálfir inn allar vörur í versluninni.

H

vellur á 25 ára afmæli í ár og er því ein elsta reiðhjólaverslunin hér á landi. Eigendur Hvells flytja sjálfir inn allar vörur sem boðnar eru í versluninni og er mikil áhersla lögð á gæði og þjónustu. „Allar vörurnar okkar eru prófaðar og viðurkenndar, bæði í Bandaríkjunum og á Evrópska efnahagssvæðinu. Þá bjóðum við upp á viðgerðarþjónustu fyrir allar tegundir reiðhjóla og erum með stóran lager af vara- og aukahlutum fyrir reiðhjól,“ segir Guðmundur Tómasson, framkvæmdarstjóri og eigandi Hvells.

Flytja líka inn snjókeðjur

Guðmundur segir stærsta vöruliðinn í versluninni vera reiðhjól af öllum stærðum og gerðum

sem henta fólki á öllum aldri. En verslunin selur líka sláttuvélar og vélaorf í nokkrum tegundum ásamt snjókeðjum. „Hvellur hefur til margra ára verið umfangsmikill innflutningsaðili á snjókeðjum fyrir allar stærðir hjólbarða ásamt tengdri varahluta- og viðgerðarþjónustu. Við seljum snjókeðjurnar OFA frá Finnlandi, RUD frá Þýskalandi og VERIGA frá Slóveníu.“ Hvellur selur mörg háklassa hjólamerki. „Við erum til dæmis með merkið FUJI sem kemur upprunalega frá Japan þar sem fyrirtækið hóf fjöldaframleiðslu á reihjólum árið 1899, fyrst allra, en merkið er nú orðið bandarískt. Þá erum við með merkið PUKY sem er þýskt og framleiðir barnahjól, hlaupahjól og jafnvægishjól

í miklu úrvali. Við erum einnig með danska merkið KILDEMOES sem hefur lengi fengist í Hvelli og KED sem framleiðir og hannar öryggishjálma af öllum gerðum, þá sérstaklega reiðhjólahjálma, skíðahjálma og reiðhjálma,“ segir Guðmundur.

Ólíkar þarfir viðskiptavina

Starfsemi Hvells hófst í Grenivík í Eyjafirði um miðbik níunda áratugarins, sem verktakafyrirtæki í eigu frændanna Ásgeirs Kristinssonar og Óskars Valdimarssonar. „Árið 1988 skildu leiðir þeirra, en þá flutti Óskar til Reykjavíkur og tók nafnið með sér inn í nýjan rekstur sem fólst í sölu á snjókeðjum og slíkri þjónustu. Þegar frá leið bættust garðsláttuvélar og reiðhjól við vörur sem verslunin seldi. Þrátt fyrir að vægi snjókeðja hafi minnkað, í seinni tíð, vegna aukinnar notkunar vetrar- og nagladekkja, þá er hlutur þeirra enn mjög ríkulegur í starfseminni, en þjónustan er þó orðin sérhæfðari,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir mikilvægt að tekið sé mið af ólíkum þörfum viðskiptivina ásamt því halda vörunum á ásættanlegu verði. „Sumir sækjast eftir reiðhjólum sem daglegu farartæki, á meðan aðrir vilja eingöngu nota þau sem holla afþreyingu. Þá eru enn aðrir sem nýta sér hjólið sem líkamsræktartæki.“ Hann segir mikilvægt að rétt hjól sé valið eftir því hvernig á að nota það. „Helstu breytur sem skilja á milli hjóla snúast um þægindi, endingu, lit, áferð, efnisval og styrkleika þar sem grófleiki dekkja, dempun ásamt bremsu- og gírbúnaði skiptir mestu máli. Þá geta stell eða grindur ver-

Guðmundur Tómasson, framkvæmdarstjóri og eigandi Hvells. Við erum til dæmis með merkið FUJI sem kemur upprunalega frá Japan þar sem fyrirtækið hóf fjöldaframleiðslu á reihjólum árið 1899, fyrst allra. Ljósmyndir/Hari

ið breytilegar að lögun, stærð og lit, auk þess sem hnakkar eru fyrirliggjandi í mismunandi áferðum og stífleikum.“ Verslun, varahlutalager og verkstæði Hvells er staðsett að Smiðjuvegi 30 í Kópavogi. Þá

má nálgast vöruúrval verslunarinnar á www.hvellur.is. Áhugasamir geta haft samband við starfsmenn Hvells í síma 5776400 eða með tölvupósti á netfangið hvellur@hvellur. com. -ss

25 ÁRA

á a n u inn li v í u ð jó Hjóla JI gæðah i FU á Hvell fr

1988 - 2013

Gæðahjól frá FUJI

ða tbremslaanmgeðó fó x u L ic s s la Fuji C öldi dömu og herrahjó írum. Mikill fj gðum 7 g og innbyg fótbremsu

Aðeins 77.583 jól 1.9 D Fjabllreamhsur a d a v e N ji u F iska himano, D

138.768

e 1.1 Hyimbarindo Fuji Trav8e”)rs , 27 gíra Sh

r ír S stillanlegu Álstell 21 g mdempari ra F m m 0 12

52.108

ite 24 ano Fuji Dynraa,m 21 gír Shim

8 – 10 á Álhjól 24”

(2 Álstell 700 bremsur lussa diska G , re o e D

Aðeins 67.880

n 3.0 Fuji Crosstow himano

S (28”) 21 gír í hnakk Álstell 700 ra a p m e eð d Comfort m

86.626

1.3 Hybrid Fuji Tra7v0e0rs(2e8”) 24 gíra

99.061 Aðeins 59.857 SE Qadeastnylgele Park fre

Aðeins 38.177

Álstell cera Shimano A

Fuji Fazrae,rálhjól,

6–8 á 20 tommu sa , handbrem sa m re fótb

an Pro SE Wildm t freestyl e

Dirt/Stree

Verðin eru frábær Landsþekkt viðgerðarþjónusta

Smiðjuvegi 30 - 577 6400 - 200 Kópavogur Fujibikes.com - hvellur.com - hvellur@hvellur.com



Hjólreiðar KYNNING

 Kría Hentugasta lausnin fyrir HVern og einn

Byggðu og hönnuðu verslunina sjálfir Verslunin Kría Hjól er óhefðbundin verslun. Þar er meðal annars kaffihús og sýningarsalur.

V

erslunin Kría Hjól flutti í nýtt húsnæði árið 2012. Eigendur verslunarinnar, þeir David Robertson og Emil Guðmundsson, hönnuðu og byggðu verslunina sjálfir.„Þetta er alveg einstök verslun og ólík öllum öðrum. Þetta er svo sannarlega ekki hefðbundin hjólaverslun. Við erum til dæmis með kaffihús inni í versluninni þar sem við bjóðum upp á Lavazza kaffi. Þá erum við líka með fullbúið verkstæði þar sem viðskiptavinir geta komið með hjólin sín ásamt því að vera með sýningarsal þar sem sérsniðnu hjólin okkar eru til sýnis, ýmist fullkláruð eða í vinnslu,“ segir David.

Miklir hjólreiðamenn

Reiðhjólaverslunin Kría Hjól var fyrst opnuð árið 2009 af David og árið 2010 kom Emil inn í reksturinn. Þeir eru báðir miklir hjólreiðamenn. „Við keppum báðir í hjólreiðum og stofnuðum við með öðrum, hjólklúbbinn Tind. Við reynum að halda sem flest mót á ári. Til dæmis var hjólreiðamót í gær, fimmtudag, í Öskjuhlíð. Þá höldum við sex tíma hjólreiðamót í Heiðmörk þann 19. maí. Þá er

ég, David, formaður hjólreiðasambandsins innan ÍSÍ og er þjálfari íslenska hjólreiðaliðsins.“ David segist vilja fjölga hjólreiðamönnum á Íslandi. „Við viljum kynna fólki hjólreiðar, og þá sér í lagi ungu fólki.

Mikið úrval af Specialized hjólum

David segir að mikið úrval sé af hjólum og aukahlutum í Kría Hjól. „Við erum með úrval af hjólum og aukahlutum til sölu og sýnis, til dæmis hjól og búnað frá Specialized. Það er amerískt merki sem var sett á markað árið 1974 og er eitt vinsælasta merki í heimi. Þeir áttu meðal annars fyrsta vinsæla götuhjólið. Specialized hefur einnig unnið með McLaren F1 liðinu við að þróa ýmsar vörur, og með þeim var búið gríðarlega flott hjól sem framleitt var í takmörkuðum fjölda. Það besta er að þetta hjól er fáanlegt á Íslandi.“ Allar tegundir hjóla eru til sölu í Kríu. „Við bjóðum upp á götuhjól, fjallahjól, barnahjól og svo framvegis. Þá bjóðum við upp á gott verð, eða allt frá 70.000 krónum fyrir hjól. Við seljum við

Globe Daily 2 DK - 109,990kr

Specialized Sirrus Elite Disc - 149,990kr

líka föt og aukahluti frá nokkrum merkjum,“ segir David.

Eins einfalt og mögulegt er

Stefna og markmið Kría Hjól er að halda hlutunum eins einföldum

og mögulegt er. „Við viljum hafa hlutina einfalda, en það hentar hins vegar ekki öllum. Því reynum við að finna hentugustu lausnina fyrir hvern og einn, hvort sem það er eins gírs innanbæjarhjól eða 30

Specialized Dolce Comp - 249,990kr

Specialized Epic Comp 29 - 499,990kr

gíra fjallahjól. Þá bjóðum við líka upp á fyrsta flokks viðgerðarþjónustu fyrir allar gerðir af reiðhjólum. Við getum sérsmíðað reiðhjól frá grunni eða gefið gamla hjólinu nýtt líf,“ segir David.

Specialized Myka Elite Disc 29 - 124,990kr

Specialized Rockhopper Pro 29 - 194,990kr

SPECIALIZED HJÓL & AUKAHLUTIR FÁST Í KRÍA HJÓL GRANDAGARÐUR 7 INFO@KRIAHJOL.IS s.5349164


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.