frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 29. tölublað 7. árgangur
Laugardagur 11.06.2016
Maður þarf ekki að pæla í hvað er í matinn
Kolbrún Sara og Ásgeir eru fullorðin í foreldrahúsum
22
Traustir kúnnar, fullir sjómenn og týndur köttur Hjarta Hólahverfis
16
Bilal kominn aftur frá Finnlandi Kærir kvalara sinn fyrir vinnumansal
Elín Agla er hafnarstjóri og þjóðmenningarbóndi í fámennustu sveit landsins, Árneshreppi á Ströndum. Að öllu óbreyttu verður dóttir hennar, Jóhanna Engilráð, eina barnið í skólanum næsta vetur.
2
Býr til mynstur úr draumum hundsins Ýr Jóhannesdóttir textíllistakona
20
Rafbílinn er að koma Noregur bannar bensínbíla 2025
6
Innheimtuhótanir frá geðdeildinni
Landspítalinn með kröfur á sjúkling í gjaldþrotameðferð
Eina barnið í skólanum
2
Á ferð um Norðurland Kænskubragð á ljós augnhár Allt á hreinu fyrir vaxið Jóga með frjálsri aðferð
HALLBERA GÍSLA Í FULLRI VINNU OG NÁMI MEÐ FÓTBOLTANUM
LAUGARDAGUR
11.06.16
Mynd | Rut
Ljúfar lambapítur að hætti læknisins MYND | Yrsa Roca Fannberg
FÆR AÐ LIFA EINS OG DROTTNING Í TVÆR VIKUR
Njótið norðursins
2
2|
FRÉTTATÍMINN | Helgin 11. júní – 12. júní 2016
Kærir vinnumansal sem hann lenti í sem unglingur Mansal „Við ætlum að fara og kæra hann í vikunni,“ segir Bilal Fathi Tamimi sem hyggst kæra finnskan mann, Yosef Benani, fyrir vinnumansal þegar hann var fjórtán ára gamall. Valur Grettisson valur@frettatiminn
Bilal var sleppt úr finnsku fangelsi á mánudaginn eftir að réttað var yfir honum vegna ásakana um að hann hefði gengið í skrokk á manninum, sem Bilal segir að hafi þrælað sér út á unglingsaldri við að rífa í sundur bílhræ.
Bilal flúði hingað til lands þegar hann var fimmtán ára gamall, eins og Fréttatíminn greindi frá í maí, en sjálfur er hann ríkisfangslaus. Bilal mátti dúsa í fangelsi í tvær vikur í Finnlandi á meðan hann beið þess að réttað yrði í málinu. Réttarhöldin fóru fram á mánudaginn. „Þetta var kannski sérkennilegt að því leytinu til að öll vitni báru fyrir sig minnisleysi, og menn virtust ansi hræddir við Yosef,“ segir Ida Jensdóttir, tengdamóðir Bilal, en hún og unnusta Bilal, Kolgríma Gestsdóttir, hafa verið úti í Finnlandi síðan hann var framseldur.
Brúin var fyrst kynnt árið 2013, en ekki er búið að samþykkja endanlegt útlit hennar.
Vill ekki strætó yfir Fossvogsbrú Samgöngur Framsóknarmaður mótmælir umferð ökutækja yfir Fossvogsbrú „Við í Framsókn teljum að strætó eigi ekki að fara yfir þessa brú, en vagnarnir geta auðvitað stoppað við brúarsporðinn sitt hvoru megin,“ segir Kristinn Dagur Gissurarson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, en hann bókaði sérstaklega mótmæli á fundi bæjarráðs síðasta fimmtudag, við því að strætisvögnum yrði hleypt yfir fyrirhugaða brú yfir Fossvoginn. Bæjarfulltrúi Vinstri grænna tók undir það.
Hugmyndin um brúna var fyrst kynnt árið 2013 og var þá kynnt sem göngu- og hjólabrú með möguleika á strætisvagnaumferð. Um er að ræða samstarfsverkefni á milli Reykjavíkurborgar og Kópavogs og virðist nokkur áhersla á að strætó geti nýtt sér leiðina, sem styttir allverulega ferðatímann yfir í Kópavog „Maður óttast líka hvað gerist ef það er opnað á þetta. Til að mynda hvort leigubílaumferð eða annað í þeim dúr myndi fylgja á eftir,“ segir Kristinn Dagur en á fundinum var samþykkt að stofna starfshóp um framkvæmdina. | vg
Tónlistarflakk í Hörpu Það styttist í björtustu daga ársins og um það leyti fer tónlistarhátíðin Reykjavík Midsummer Music fram í Hörpu, dagana 16.-19. júní. Á hátíðinni verður boðið upp á fjölbreytt ferðalög um forvitnilega heima tónlistar frá ýmsum tímum. Þema hátíðarinnar að þessu sinni er flakkið á hinum frjálsa förusveini eða „Wanderer“ eins og hann þekktur Víkingur Heiðar býður til úr tónlistarsögunni. Farið er víða, út hátíðarinnar í fimmta sinn. í geim og inn í sálina. Listamennirnir á hátíðinni koma úr ýmsum heimshornum og safnast saman undir forystu Víkings Heiðars Ólafssonar, píanóleikara og listræns stjórnanda hátíðarinnar. Fréttatíminn er samstarfsaðili hátíðarinnar og fagnar samstarfinu. Allar nánar upplýsingar er að finna á slóðinni reykjavikmidsummermusic.com. | gt
AFMÆLISTILBOÐ 50 ára gasgrill 3ja brennara Niðurfellanleg hliðarborð
• Afl 10,5 KW
VERÐ ÁÐUR 98.900 AFMÆLISTILBOÐ
79.900 Nr. 12934
Á R A
• 3 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveiking í öllum tökkum • Niðurfellanleg hliðarborð • Tvöfalt einangrað lok • Postulínsemaleruð efri grind • Hitamælir • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu • Vönduð yfirbreiðsla fylgir
grillbudin.is
Grillbúðin
Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400
14
Bilal var 14 ára gamall þegar hann lenti í vinnumansali í Finnlandi. Hann ætlar að kæra atvikið til lögreglu.
Bilal játaði undanbragðalaust að hann hefði gengið í skrokk á manninum þegar hann var fimmtán ára, en ástæðan var sú að hann krafðist þess að fá greitt fyrir vinnu sína eftir að hafa starfað hjá manninum í tæpt ár. Nokkuð ber í milli þegar kemur að frásögn Bilal og mannsins, sem segir Bilal, ásamt eldri manni sem einnig fékk ekki
greitt, hafa lamið sig illa, hellt yfir sig bensíni og rænt 1400 evrum og bíl af sér. „Við gátum fylgst ágætlega með þar sem við vorum með íslenskan túlk,“ segir Ida um réttarhöldin og bætir við: „Og þarna kom í ljós að framburður Yosef stangaðist á við fyrri framburð hans.“ Ida segir dómarann, sem var kona, hafa virst skilningsrík á aðstæður Bilal og dæmdi hann í skilorðsbundið fangelsi. Hann er því laus allra mála, haldi hann skilorð. Dómurinn sjálfur verður þó ekki kveðinn upp fyrr en 21. júní. Það breytir því þó ekki að Bilal og fjöl-
Bilal og Kolgríma, unnusta hans, en þau eru úti í Finnlandi ásamt móður Kolgrímu.
skylda koma hingað til lands í dag, föstudag. Bilal er sáttur við úrslit málsins. „Ég er bara ánægður með að þessu sé lokið,“ segir hann.
Ungur maður með geðsjúkdóm í gjaldþrotameðferð
Hótunarbréf vegna skuldar við geðdeild Móðir mannsins segist hissa á þeirri hörku sem innheimtufyrirtæki á vegum Landspítalans sýna við að innheimta skuldir sem augljóslega fáist ekki greiddar Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is
„Sonur minn fær reglulega póst frá innheimtufyrirtækjum fyrir meðferð á geðdeild og hótanir um frekari aðgerðir verði ekki greitt,“ segir móðir manns á fertugsaldri sem hefur um árabil glímt við geðsjúkdóm. Alls átti Landspítalinn 640 milljóna króna útistandandi kröfur á einstaklinga í fyrra samkvæmt ársreikningi, þar af voru 216 milljónir vegna ósjúkratryggðra. Einungis fjórir af hverjum tíu sem leita til geðdeildarinnar staðgreiða komugjöldin. „Sonur minn er iðnmenntaður og vill vinna þrátt fyrir veikindin en stendur ekki til boða að vinna hlutastarf í sínu fagi og ræður ekki við álagið sem fylgir fullri vinnu,“
segir hún. „Þá er hann ekki tilbúinn til að sækja um örorkubætur.“ Móðir mannsins leigir fyrir hann íbúð ásamt föður hans, en sjúkdómurinn auðveldar honum ekki að ná endum saman eða hafa yfirsýn yfir skuldir. Hann er núna í gjaldþrotameðferð en hún segir erfitt að sætta sig við að Landspítalinn eigi hlut að máli með endalausum bréfum frá innheimtufyrirtækjum. Hún segist vilja taka fram að syni sínum hafi aldrei verið neitað um þjónustu vegna þessa, greiðsluseðlarnir fari bara sína leið í kerfinu. Það sé þó ljóst að
Fjórðungur lendir í vanskilum
vanskil í hvaða mynd sem er séu líkleg til að gera honum erfitt fyrir að ná tökum á lífi sínu. „Mér finnst þetta bara svo grimmt, ég er afar ósatt við þetta,“ segir hún. Ekki fæst uppgefið hversu stór hluti af útistandandi kröfum Landspítalans vegna komugjalda er vegna sjúklinga sem hafa leitað til geðsviðs, en minnihluti þeirra staðgreiðir komugjöldin sem gæti bent til þess að þetta sé útbreitt vandamál. Sigrún Guðjónsdóttir, deildarstjóri innheimtu og fjársýslu Landspítala, segir að alls lendi um fjórðungur sjúklinga í vanskilum vegna komugjalda. Sjúklingar sem ekki staðgreiða fá innheimtuseðil og sé hann ekki greiddur fari skuldin í milliinnheimtu hjá Íslandsbanka, sem sendir út tvo greiðsluseðla. Fáist þeir ekki greiddir tekur lögfræðiinnheimta við. Innheimtuseðlar frá Landspítala vegna komugjalda á geðsvið.
Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum staðgreiða um 76 prósent sjúklinga komugjöldin að meðaltali á spítalanum. Á geðdeildinni staðgreiða hinsvegar einungis 40 prósent sjúklinganna og 60 prósent á bráðadeildum. Á hverju ári afskrifar spítalinn um 3 til 4 prósent vangoldinna komugjalda.
Eftirsóttar lúxusíbúðir á Nesinu
Dýrustu íbúðirnar rifnar út Fasteignaviðskipti Flestar íbúðir í nýju glæsihúsi við Hrólfsskálamel seldust fyrir metverð eftir að hafa verið boðnar til sölu í rúman mánuð Dýrustu íbúðirnar í nýju 34 íbúða fjölbýlishúsi á Seltjarnarnesi fóru á annað hundrað milljónir. Alls er um að ræða 34 íbúðir en einungis þrjár íbúðir á jarðhæð eru óseldar. Mikil eftirspurn var eftir íbúðunum en dýrustu íbúðirnar eru glæsilegar þakíbúðir, sex herbergja með bílskúr. Íbúðirnar seldust upp á um það bil mánuði, en engum samningum hefur verið þinglýst. Pétur Hannesson hjá Upphafi, fasteignafélagi sem eru í eigu sjóðs á vegum Gamma, sagðist ekki staðfesta neitt um kaupverðið enda væri um kauptilboð að ræða. Viðskiptin hefðu formlega ekki farið fram og því ekki hægt að fullyrða um endanlegt kaupverð. Samkvæmt heimildum Fréttatímans er kunnur lýtalæknir í borginni einn þeirra sem hefur fest sér þakíbúð í húsinu fyrir um 150 milljónir. Það fékkst þó ekki staðfest. | þká
Íbúðirnar eru glæsilegar og staðsetningin eftirsótt.
4|
FRÉTTATÍMINN | Helgin 11. júní – 12. júní 2016
Hátt í 20 þúsund Íslendingar fara til Frakklands skömmu fyrir forsetakosningar
Risavaxinn ferðamánuður gæti haft áhrif á kosningar Stjórnmál EM í fótbolta hugsanlegur áhrifavaldur fyrir forsetakosningar „Það sem maður getur sagt, er að þetta er sérstök staða og fordæmalaus,“ segir Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur en viðbúið er að hátt í 20 þúsund Íslendingar muni ferðast til Frakklands á Evrópumeistaramótið í fótbolta, sem fram fer á svipuðum tíma og forsetakosningarnar. Fari svo að Íslendingar nái ekki að vinna sig upp úr riðlinum, má búast við að þorri
ferðalanganna snúi heim aftur í kringum 25. júní, sem er kjördagur, en síðasti leikur landsliðsins á mótinu er 22. júní. Ekki er útilokað að landsliðið keppi á kjördag, komist það upp úr riðlinum. Nú þegar hafa hátt í 2500 manns kosið utan kjörfundar. „Og eins og staðan er núna, þá er Guðni Th. Jóhannesson með sterkustu stöðuna, það má því leiða líkur að því að hann hagnist helst á því ef margir kjósa utan kjörfundar núna,“ segir Grétar Þór. Hann bætir hinsvegar við: „Gerist samt eitthvað dramat-
Kosið utan kjörfundar Alls hafa um 2.350 kosið utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu frá 30. apríl síðastliðnum, samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að kjósa í Perlunni. ískt, sem ég veit nú ekki alveg hvað ætti að vera, þá getur fólk kosið aftur þegar það snýr til baka og breytt þannig atkvæði sínu.“ Grétar segir þó erfitt að meta það
hvort það sé hægt að leggja eitthvert mat á þann fjölda sem fer til útlanda skömmu fyrir kosningar, enda fordæmalaust að sögn stjórnmálafræðingsins. Hann segir það þó afar ólíklegt að slík þátttaka hafi einhver áhrif á niðurstöðu kosninganna. Meðal annars vegna þess að Guðni er mjög sterkur í öllum aldurshópum. | vg Gífurlegur fjöldi Íslendinga verður í Frakklandi rétt fyrir kosningar.
Frambjóðendur stilla sér upp Davíð Oddsson hefur gert það gott á Instagram undanfarið en með þessari mynd sló hann margar flugur í einu höggi, hvað varðar minnihlutahópa. Þannig ræddi hann við svartan mann í stæði fyrir fatlaða með Hrafnistu í baksýn. Geri aðrir betur. Mynd | Getty
Íslenskir námsmenn sligast af skuldum
LÍN-frumvarpið: Þrefalt dýrara lán en í Noregi
Guðni reyndar kemst ansi nærri því. Hér kemur hann fram sem einkar fjölmenningarlegur frambjóðandi á fjölmenningardegi, hvorki meira né minna. Aðrir forsetaframHildur Þórðardóttir gekk alla leið þegar bjóðendur hún blandaði geði við fólk á þessum vinnuvirtust stað. Spurningin er, vinnur hún þarna? ekki vera á Instagram en þegar farið var á Facebook mátti finna meðal annars Elísabetu Jökulsdóttur með hundana sína tvo, Zizou og Keano. Eftir myndinni að dæma er uppeldi þeirra afar frjálslegt en þeir virðast fara út að labba með Elísabetu, en ekki öfugt.
Fatnaður
Pumpur
Götuhjól Hjálmar
ÞÝSKT GÆÐAHJÓL Á FRÁBÆRU VERÐI Fatnaður
Pumpur
Hjálmar
Verð áður 249.900
AFSLÁTTUR
Fatnaður
Pumpur
Hjálmar
Planet Pro
199.920
Focus Planet hjóin eru sérstaklega viðhaldsfrí, töff, þægileg, hraðskreið og skemmtileg bæjarhjól. Það hægt er að setja á þau bretti, standara, bögglabera og nagladekk. Það er búið glussa diskabremsum, innbyggðum 8 gíra Shimano alfine gírbúnaði og endingargóðri carbon reim sem endist 10 x lengur en hefðbundin keðja. Þannig losnar maður við að þurfa að smyrja skítuga og ryðgaða keðju á samgönguhjólinu sem er í stöðugri notkun. Vönduð Þýsk hönnun og verkvit færir manni úrvals hjól á góðu verði.
hjolasprettur.is Dalshrauni 13 Hafnarfjörður 565 2292 hjolasprettur@hjolasprettur.is
LÍN Nýtt frumvarp menntamálaráðherra á að færa lánakerfið nær því sem gerist á Norðurlöndunum. Gangi það í gegn fara íslenskir námsmenn þó út í lífið með margfalt hærri skuldir á bakinu
Námslán í Noregi og á Íslandi samkvæmt nýju reglunum Hærri framfærsla, hærri vextir, lengri lánstími, meiri skuld
Valur Gunnarsson valur@frettatiminn.is
Einstaklingur Framfærsla á mánuði: Heildarstyrkur: Skuld við námslok: Heildarendurgreiðsla: Skuld eftir 20 ár:
Samkvæmt LÍN-frumvarpi Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra er gert ráð fyrir að framfærsla barnlausra námsmanna í leiguhúsnæði sé um 1.7 milljónir króna á ári. Þar af mun námsmaðurinn fá 585 þúsund krónur í styrk. Kjör norska námsmannsins eru við fyrstu sýn svipuð, hans framfærsla er tæplega 1.6 milljónir á ári, þar af 625 þúsund krónur í styrk. Þegar endurgreiðslukjörin eru skoðuð lítur dæmið hinsvegar öðruvísi út. Að fimm ára námi loknu skuldar Norðmaðurinn um 4.7 milljónir íslenskra króna. Með tilliti til verðbólgu eru raunvextir í Noregi nálægt núll prósent, og mun hann því þurfa að greiða sömu upphæð til baka. Eftir fimm ár nám skuldar hinn íslenski nemi um sex milljónir, en þar sem gert er ráð fyrir þrjú prósent vöxtum mun hann á endanum þurfa að greiða 12 milljón-
ir sé hámarks lánstími nýttur, sem er 40 ár. Þetta er næstum þrefalt meira en Norðmaðurinn, þó framfærslukostnaðurinn á Íslandi sé aðeins um 16 prósent hærri. Endurgreiðslubyrðin á mánuði er í báðum tilfellum frekar svipuð. Norðmaðurinn greiðir 23.300 krónur en Íslendingurinn 25.300. Hámarkslánstími er þó helmingi styttri í Noregi, eða 20 ár. Ef miðað er við fjögurra ára nám sem Norðmaðurinn greiðir til baka á 20 árum, þá á Íslendingurinn enn þrjár milljónir króna eftir ógreiddar að þessum sömu árum liðnum. Ef fólk er lengur í námi breytast þessar tölur enn. Norðmenn geta verið í mesta lagi átta ár á námslánum en Íslendingar sjö. Íslendingar fá þó aðeins styrk fyrstu fimm árin, samkvæmt frumvarpinu, en eftir það fellur hann niður. Norðmenn fá styrkinn hinsvegar út tímabilið.
157 þús. kr. 3,1 m.kr. 4,7 m.kr. 4,7 m.kr. 0 kr.
Eftir sjö ára nám þarf Íslendingur því að endurgreiða 20 milljónir í allt en Norðmaðurinn 6.5. Barnafólk fær ríflegri lán í íslenska kerfinu en styrkurinn helst óbreyttur. Í Noregi hækkar hinsvegar styrkurinn fyrir hvert barn. Þannig verður hann 870 þúsund á ári fyrir einstætt foreldri með eitt barn, en 1.1 milljón séu börnin tvö. Eftir fimm ára nám skuldar hið norska foreldri 4.6 milljónir, það sama og hinn einhleypi. Íslenska foreldrið skuldar hinsvegar um 18 milljónir hafi það tekið hámarkslán, eða þrisvar sinnum meira en barnlaus námsmaður. Kjör Íslendinga á meðan á námi stendur eru því síst lakari en Norðmanna. En þegar kemur að því að borga til baka má vera ljóst að íslenskir námsmenn fara með talsvert þyngri bagga út í lífið.
Mælt með að foreldrum sé bent á bólusetningar Heilbrigðismál Í nýjum bæklingi Reykjavíkurborgar er mælst til þess að starfsfólk leikskóla veki athygli foreldra á bólusetningum barna. Til stendur að endurútgefa bækling um ýmsa þætti um hreinlæti í leikskólum, en sú breyting hefur verið gerð að þar er sérstaklega hnykkt á viðbrögðum starfsfólks leikskóla komi í ljós að barn sé ekki bólusett. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram á síðasta ári tillögu þar sem miðaði að því að börnum sem væru ekki bólusett yrði meinuð vist á leikskólum borgarinnar til þess að vernda yngri börn. Þeirri tillögu var hafnað. Á fundi borgarráðs Reykjavíkur síðasta fimmtu-
dag var aftur á móti samþykkt að fela borgarstjóra að hafa samráð við sóttvarnalækni og landlækni um hvernig Reykjavíkurborg getur best stutt við stefnu heilbrigðisyfirvalda um bólusetningar barna. Í bæklingi sem starfsfólk leikskóla fær í hendurnar kemur fram að ef í ljós kemur að barn foreldris er ekki bólusett sé mælst til þess að starfsfólk leikskóla styðji við stefnu heilbrigðisyfirvalda um bólusetningar barna með því að vekja athygli foreldra á bæklingi embættis landlæknis um bólusetningar. | vg
Nokkur umræða hefur verið um bólusetningar barna.
188 þús. kr. 2,9 m.kr. 6,0 m.kr. 12,2 m.kr. 3,9 m.kr.
URRIÐAHOLT Fyrsta vistvottaða
hverfið á Íslandi
Miðborg 7–20 mín.
Grafarholt Elliðarárvogur 6 mín.
Miðbær Garðabæjar
Skipulag Urriðaholts hefur fengið staðfesta vottun samkvæmt vottunarkerfi BREEAM Communities sem er eitt fremsta vistvottunarkerfi heims. BREEAM vottunin staðfestir að Urriðaholt uppfylli skilyrði um skipulag sem er unnið með sjálfbæra þróun í fyrirrúmi, mannvænlegt umhverfi og gæði fyrir íbúa. Kynntu þér vistvottun BREEAM og lífsgæðin í Urriðaholti á urridaholt.is.
Keflavík 30 mín.
IKEA
Urriðaholt
6|
FRÉTTATÍMINN | Helgin 11. júní – 12. júní 2016
Drægni rafbíla verður stöðugt meiri.
Rafbílar eru það sem koma skal Norðmenn hætta að selja bensínbíla árið 2025. Þjóðverjar niðurgreiða rafbíla fyrir milljarð evra. Umhverfisvænir, hljóðlátir og ódýrir í rekstri. Henta sérstaklega vel á Íslandi, en hvar eru þeir? Valur Gunnarsson valurgunnars@frettatiminn.is
Olíuverð fer nú hækkandi í fyrsta sinn í meira en ár, sem aftur beinir sjónum að nauðsyn þess að finna nýjar lausnir á orkuþörfum heimsins. Norðmenn hafa sett sér það markmið að árið 2025 muni allir seldir bílar í landinu ganga fyrir endurnýjanlegri orku og þeir gerðir hagkvæmari fyrir notendur en bensínbílar. Hérlendis tvöfaldaðist fjöldi rafbíla í fyrra, en er raunhæft að skipta alfarið yfir? Orka Náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, hefur borið saman rekstarkostnað á bensínbílnum Toyota Yaris við Nissan Leaf, sem er vinsælasti rafmagnsbíllinn hérlendis. Var komist að því að eigandi síðarnefnda bílsins sparar 133.200 krónur í bensínkostnað á ári. Á Íslandi eru um 234.000 skráðar bifreiðar, og ef allar yrðu rafvæddar myndu um 31 milljarður sparast á ári. Þetta jafngildir allri leiðréttingu fasteignaveðlána sem ríkistjórnin bauð upp á árið 2014 á þriggja ára fresti.
Fjórðungur rafbílar eftir 25 ár Koltvísýringsútblástur fólksbíla á Íslandi í fyrra var samanlagt 586 þúsund tonn. Rafbílavæðing hérlendis myndi því minnka mengunina sem því nemur, eða um 13 prósent af heildarútblæstri þjóðarinnar. Þá eru rafbílar mun hljóðlátari. Bloomberg fréttaveitan spáir því að árið 2040 verði 25 prósent bíla í heiminum rafbílar. Þetta þýðir rúmlega tíu prósent minnkun á olíunotkun í heiminum miðað við í dag, en einnig að þau ríki sem nú flytja inn olíu verða óháðari olíuútflytjendum, sem gæti breytt heimsmyndinni mjög. Í Noregi eru rafbílar þegar 22 prósent af seldum bílum í landinu og eiga að ná hundraðinu næsta áratuginn. Orkuspárnefnd reiknar með að hérlendis verði talan orðin sex prósent árið 2020, en stökkvi síðan upp í 68 prósent árið 2030. Við náum 90 prósentunum ekki fyrr en 2050. Skortur á hleðslustöðvum Í Noregi er ýtt undir rafbílanotkun með ýmsum hætti. Það er ókeypis fyrir þá að leggja í stæði og keyra um göng, leyfilegt að keyra á strætóakreinum, sérstakt árgjald á bíla er minnkað um 5/6, virðisaukaskattur felldur niður og boðið upp á ókeypis áfyllingu á opinberum hleðslustöðvum. Reiknað er með að rafbílar þar verði orðnir 200.000
Helstu rafbíla framleiðendurnir Tesla S og Nissan Leaf eru vinsælustu rafbílategundirnar til þessa. Volkswagen stefnir að því að verða helsti rafbílaframleiðandi heims, enda vilja þeir ólmir bæta mannorð sitt eftir að hafa svindlað á fyrri umhverfismælingum. Þá hefur þýska ríkið ákveðið að veita 141 milljarði króna í að auka rafbílanotkun. Munu 500.000 krónur verða niðurgreiddar af hverjum rafbíl, en restinni varið til uppbyggingu innviða. Í dag eru um 50.000 rafbílar í Þýskalandi, en stefnt er að koma þeim upp í eina milljón árið 2020. Orkustofnun Bandaríkjanna reiknar með að bílarnir muni lækka í verði um að meðaltali um 0.7 prósent á ári fram til 2040, þökk sé bættri tækni og hagræðingu sem hlýst af aukinni framleiðslu. árið 2020, en til að ná sama hlutfalli yrði Íslendingar að vera komnir í 24.000 bíla eftir fjögur ár. Fjöldi rafbíla í dag er 710 en var 315 í lok árs 2014. Á Íslandi hafa ýmis gjöld og skattar verið lögð niður tímabundið og má leggja í stæði einn og hálfan
MARGSKIPT
GLER GJÖRÐ og SELESTE UM
! r k 0 0 9 . 49 95.800 kr
Húsvíkingar. Verið er að breyta gömlum hvalveiðiskipum í rafknúin hvalskoðunarskip.
tíma endurgjaldslaust. Píratar hafa ályktað í eigin hóp um rafbílavæðingu og telja að helstu tálmanir séu skortur á hleðslustöðvum. Í þingsályktunartillögu til aðgerðaráætlunar um orkuskipti, sem lögð hefur verið fram af ríkisstjórnarflokkunum, er gert ráð fyrir að rafhleðslustöðvar verði nægjanlegar til að mæta fjölda rafbifreiða árið 2020, en ekki er sagt hve margar þær skuli vera. Á að veita 67 milljónum króna úr ríkissjóði næstu þrjú árin til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla hérlendis Í Noregi er reiknað með að þar þurfi að byggja 5000 nýjar hleðslustöðvar á hverju ári. 12 hraðhleðslustöðvar eru á Íslandi, þar af helmingurinn á höfuðborgarsvæðinu og tvær á Akureyri. Þá eiga að vera raftenglar í öllum höfnum árið 2025 og að 10 prósent skipa gangi fyrir rafmagni árið 2030. Húsvíkingar hafa nú tekið annað rafdrifna hvalaskoðunarskipið í notkun, en hvert rafskip sparar eldsneyti á við 30 fólksbíla. Henta vel á Íslandi Þingsályktunartillagan var lögð fram af ríkisstjórnarflokkunum í vor, en ekki tókst að afgreiða hana fyrir sumarfrí. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segir: „Það eru mörg jákvæð skref í þessari áætlun, en ég tel að ekki sé gengið nógu langt, Ísland ætti að vera orðið kolefnishlutlaust árið 2050. Rafbílarnir eru mjög mikilvægur hluti af þessu, við erum búin að setja okkur sama markmið um samdrátt í losun og Norðmenn og ættum að fylgjast vel með þeirra aðgerðaáætlun.“ Noregur og Ísland hafa bæði skuldbundið sig til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2040. Sáttmálinn hefur ekki enn öðlast lagalegt gildi á Íslandi, en stefnt er að því að Alþingi taki málið fyrir í haust.
Fullt verð:
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI
Norðmenn. Eru leiðandi í rafbílavæðingunni.
2025
Árið sem Norðmenn ætla að rafbílar sé komnir upp í 100 prósent af seldum bílum.
2050
Árið sem Íslendingar reikna með að rafbílar séu komnir upp í 90 prósent af seldum bílum.
710
Fjöldi rafbíla á Íslandi í dag.
60.000
Fjöldi rafbíla í Noregi í dag.
31 milljarður
Það sem íslenskir neytendur myndu spara á ári ef allir væru á rafbíl.
Oddný G. Harðardóttir, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, sagði í blaðagrein í fyrra að rafbílaþróunin henti okkur mjög vel því við eigum nóg af rafmagni. Ekkert þyrfti að virkja til viðbótar þar sem mestur hluti hleðslunnar færi fram á nóttinni þegar almenn raforkunotkun er í lágmarki. Hálendisrafbílar í framtíðinni Hægt er að keyra rafbíl 100-150 kílómetra á milli hleðslna, sem dugar til daglegra þarfa í borgum en hentar síður í dreifbýli. Mun langdrægari bílar verða þó komnir á markað undir lok áratugarins, sem geta keyrt upp í 450 kílómetra án hleðslu. Kjartan T. Hjörvar, rafmagnsverkfræðingur sem vann skýrslu um rafbíla, segir: „Maður treystir ekki hlutunum fyrr en maður hefur reynt þá, en nú hefur komið í ljós að rafbílar duga algerlega innan borgamarka. Það þarf enn bensín- dísilbíla til að komast upp á hálendið, en það breytist líklega í framtíðinni.“
G-TEC FYRIR NÁTTÚRUNA OG VESKIÐ ŠKODA Octavia G-TEC verð frá 3.490.000 kr.
Þú kemst lengra en borgar minna Ef skynsemin réði værum við öll á ŠKODA Octavia G-TEC. Í honum samtvinnast fegurð, kraftur og virðing fyrir umhverfinu. G-TEC sameinar kosti metans og bensíns; þú nýtir íslenska orku og lækkar eldsneytiskostnað um allt að 35%. Með metantank og 50 lítra bensíntank kemstu ótrúlega langt án þess að fylla á og svo færðu líka frítt í stæði. Komdu og reynsluaktu ŠKODA Octavia G-TEC.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
www.skoda.is
Opnunartilboð
60% AFSLÁTTUR
Regina 3ja sæta
Sófi í klassískum stíl. Dökk- og ljósgrátt áklæði. Stærð 200 x 80 x 82 cm. Fullt verð: 69.900 kr.
Takmarkað magn
Aðeins 27.996 kr. HOMELINE náttborð Eikar náttborð með opnu hólfi og tveimur hvítum skúffum.
Opnunartilboð
50% AFSLÁTTUR
Fullt verð: 15.900
Aðeins 7.950 kr. Opnunartilboð
40% AFSLÁTTUR
ROMA svefnsófi
Slitsterkt áklæði 3 litir Stærð: 200 x 100 x 50 cm. Fullt verð: 99.900 kr.
Aðeins 59.940 kr. Opnunartilboð
50% AFSLÁTTUR
Ruben svefnsófi með tungu
Dökkgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 240/160 x 90 cm. Fullt verð: 139.900 kr.
Aðeins 69.990 kr. EASY hægindastóll
Opnunartilboð
60%
Stillanlegur, svart bonded leður.
LÚXUS HANDKLÆÐI Beige litur á ótrúlegu verði
Fullt verð: 89.900 kr. Takmarkað magn Opnunartilboð
66% AFSLÁTTUR
Aðeins 29.990 kr. Afgreiðslutími Smáratorgi um helgina Laugardag frá kl. 1000 til 1800 Sunnudag frá kl. 1200 til 1600
AFSLÁTTUR
Stærð cm 30 x 30 40 x 60 50 x 100 70 x 140 90 x 170
Fullt verð Opnunartilboð 175 kr. 70 kr. 475 kr. 190 kr. 795 kr. 318 kr. 1.495 kr. 598 kr. 2.495 kr. 998 kr.
100% tyrknesk lúxusbómull, 500 gsm Smáratorgi I 512 6800 Holtagörðum I 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri I 558 1100 Skeiði 1, Ísafirði I 456 4566
www.dorma.is
SHAPE COMFORT heilsukoddi
Opnunartilboð
66% AFSLÁTTUR
SHAPE B Y N AT U R E ’ S B E D D I N G
Fullt verð: 5.900 kr.
Aðeins 1.990 kr.
50
FYRSTU
sem mæta í náttfötum fá fría dúnsæng og dúnkodda
Við opnum á Zzzmáratorgi Í dag laugardag kl. 1000 OPUS hornsófi með tungu
Opnunartilboð
50% AFSLÁTTUR
NATURE’S COMFORT
heilsurúm með classic botni
Opnunartilboð
40% AFSLÁTTUR
Tilboð 180 x 200 cm
Grátt slitsterkt áklæði. Hægri og vinstri tunga.
Fullt verð: 164.900 kr.
Fullt verð: 369.900 kr.
Aðeins 184.950 kr. Opnunartilboðin gilda í dag og á morgun eða á meðan birgðir endast í verslun Dorma á Smáratorgi
Aðeins 98.940 kr.
10 |
FRÉTTATÍMINN | Helgin 11. júní – 12. júní 2016
KARLALANDSLIÐIÐ Í LISTUM
SÓL Á ALGJÖRUM SPOTTPRÍS
MARKIÐ:
Ólafur Darri Ólafsson
Stoppar allt. Vörnin treystir honum og hann vörninni
VÖRNIN:
Stefán Máni Tuddinn með tæklingarnar
MIÐJAN:
Sigurjón Kjartansson Tekur alla háa bolta
Jón Kalman Stefánsson
Andlegur leiðtogi liðsins
Baltasar Kormákur
Ólafur Elíasson
Arnaldur Indriðason
Ingvar E. Sigurðsson
Sókndjarfur bakvörður
FRÁ KR.
45.330
Allt að
47.000 kr. afsláttur á mann
Mugison
Villta náttúrubarnið
SÓKN:
Tían í liðinu, með íslenskt vegabréf
COSTA DE ALMERÍA Raggi Kjartans
Protur Roquetas Hotel & Spa
Messi íslenskra lista
Frá kr. 143.365
Jónsi í Sigurrós Frábær einn á móti einum. Selur treyjur
Vinsæll og djúpur leikmaður. Mikið auga fyrir leiknum
Spengilegur upp kantinn
Á BEKKNUM:
Gyrðir Elíasson
Heldur uppi stemn-
Hallgrímur Helgason ingu á bekknum. Sjón Leikur síðustu 20 Varamarkmaður.
mínúturnar.
Benedikt Erlingsson Guðbergur Bergsson Leynivopn liðsins.
(í banni).
m/allt innifalið
Netverð á mann frá kr. 143.365.m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herb. Netverð á mann frá kr. 178.395 m.v. 2 fullorðna í herb.
Allt að 33.000 kr. afsláttur á mann
13. júní í 10 nætur.
BÖRN ÆTTU AÐ HAFA KOSNINGARÉTT
MALLORCA Stökktu Frá kr. 45.330 Netverð á mann frá kr. 45.330 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í íbúð/herb/ stúdíó. Netverð á mann frá kr. 49.995 m.v. 2 fullorðna í íbúð/herb/ stúdíó. 14. júní í 7 nætur.
Allt að 46.000 kr. afsláttur á mann
KRÍT Helios Apartments Frá kr. 93.845
ENNEMM / SIA • NM75391
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
m/ekkert fæði innif. Netverð á mann frá kr. 93.845 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 113.295 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. 16. júní í 11 nætur.
Allt að 40.000 kr. afsláttur á mann
KRÍT Stökktu Frá kr. 84.845
m/ekkert fæði innif. Netverð á mann frá kr. 84.365 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í íbúð/herb/ stúdíó. Netverð á mann frá kr. 89.995 m.v. 2 fullorðna í íbúð/herb/ stúdíó. 16. júní í 11 nætur.
Allt að 47.000 kr. afsláttur á mann
Þ
ar sem staða barnafjölskyldna hefur versnað á undanförnum árum og áratugum er kominn tími til að velta fyrir sér hvort eitthvað sé bogið við grunnkerfi samfélagsins sem veldur því að hagsmunir þessa hóps eru fyrir borð bornir. Unga fólkið sem eignast börnin er með lægri laun en aðrir og hefur dregist hratt aftur úr öðrum aldurshópum. Ungt fólk er líklegra til að leigja húsnæði og býr því við meira óöryggi og hærri húsnæðiskostnað en aðrir. Lánskjör námslána hafa farið versnandi og nú eru uppi ráðagerðir um að hækka enn vexti á þessum lánum og þar með greiðslubyrðina. Verkalýðsfélög og fyrirtækjaeigendur hafa samþykkt að hækka lífeyrisgreiðslur sem girðir fyrir mögulegar skattgreiðslur til að fjármagna hærri barnabætur, leigubætur eða annan stuðning við ungt fólk og barnafjölskyldur. Ungt fólk hefur búið til hugtakið: Sjónarmið sjötugra. Það lýsir upplifun ungs fólks í samfélagi sem aðlagað er hagsmunum þeirra sem komnir eru af besta aldri og þeirra sem hafa ekki lengur börn á framfærslu. Þetta er vont ástand. Það er vitlaus stefna sem leiðir til þess að fólkið sem á börnin og þarf að búa þeim sem bestar aðstæður hafi það verra en aðrir. Það er heimskulegt. Við ættum að stefna að samfélagi
þar sem barnafjölskyldur hafa það sem allra best. Það má örugglega rekja hluta af þessarar þróunar til þess að börnum hefur fækkað hlutfallslega. Fólk eignast færri börn og systkinahópar eru fáskipaðri. Á sama tíma lifir fólk lengur. Það eru sífellt fleiri og fleiri heimili þar sem engin eru börnin. Það má vera að okkur sé ekki eins tamt og áður að hugsa um hag barnafjölskyldna. Mögulega eru þær að verða eins og einn af hagsmunahópunum. Þær nutu þess áður að vera svo samfléttaðar allri samfélagsgerðinni að þær komust sjálfkrafa á dagskrá. Eftir því sem barnafjölskyldum fækkar hlutfallslega því neðar í forgangsröðuninni færast þær. Og þar með börnin. Það er ef til vill kominn tími til að við veitum börnum kosningarétt svo hagsmunir þeirra muni lita betur samfélagið sem þau alast upp í. Fyrir rúmum hundrað árum þótti fráleitt að konur hefðu kosningarétt. Fyrr á árum þótti fráleitt að fátækir hefðu kosningarétt, skuldugir, fangar. Fyrir öld hafði fólk undir 25 ára ekki kosningarétt þótt það hafi þá verið harðfullorðið fólk, löngu komið út á vinnumarkaðinn, búið að greiða skatta árum saman og með heimild til að gifta sig og skilja. Ég fékk kosningarétt tvítugur og börnin mín 18 ára. Samt var ég
orðinn ágætlega meðvitaður um pólitík fyrir 12 ára aldurinn, stóð meðal annars í nokkurri kjarabaráttu pikkalóa á Hótel Sögu, sem stóðu utan allra stéttarfélaga (enda starfsstétt saman sett af börnum). Ég man að þegar ég reifst um pólitík við Pétur Sigurðsson heitinn, alþingismann og sjómann, blöskraði honum róttækni mín og sagði hann mér að lesa Moggann með bréfpoka yfir hausnum. Ég finn engin tímamót í mínu lífi sem réttlæta það að ég hafi fyrst fengið að kjósa tvítugur eða þau skil í lífi barna minna sem urðu við 18 ára aldurinn. Ef við hugsum út frá kosningarétti barna er undarlegt að á einu heimili fari barnlaust par með tvö atkvæði en á öðru heimili búi fimm manna fjölskylda með jafnmörg atkvæði. Við getum líka metið þetta út frá persónurétti. Börn hafa ekki kosningarétt af því að aðrir hafa svo sterka stöðu í samfélaginu að þeir geta svift þau réttinum. Börn hafa ekki kosningarétt af því að þau vilja hann ekki. Þau hafa ekki kosningarétt af því við höldum réttinum frá þeim. Ef til vill klórar einhver sér í kollinum yfir framkvæmdinni. Ein útgáfa gæti verið að foreldrar færu með atkvæðisrétt barna fram að sjö ára aldri, börn mættu taka foreldra sína með sér í kjörklefann fram að 12 ára aldri en ættu eftir það að kjósa ein. Þetta er ein útgáfan. Endilega veltið fyrir ykkur öðrum útfærslum. Það má sjá fyrir sér margar góðar afleiðingar af almennum og óskilyrtum kosningarétti allra manna. Ein er vaxandi tilfinning frá blautu barnsbeini að samfélagið sé eitthvað sem við eigum öll saman og berum öll sameiginlega ábyrgð á, en ekki eitthvað sem við tökum yfir fullmótað þegar búið er að temja okkur.
Gunnar Smári
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.
Við gefum Grænt ljós Grænt ljós frá Orkusölunni
422 1000
orkusalan@orkusalan.is
orkusalan.is
Öll raforkusala Orkusölunnar er vottuð 100% endurnýjanleg með upprunaábyrgðum samkvæmt alþjóðlegum staðli. Allir okkar viðskiptavinir fá því Grænt ljós frá okkur, sérstaka vottun sem staðfestir þetta. Það felur í sér tækifæri til aðgreiningar á markaði þar sem græn vottun gegnir lykilhlutverki. Kynntu þér málið og fáðu Grænt ljós frá Orkusölunni.
Finndu okkur á Facebook
12 |
FRÉTTATÍMINN | Helgin 11. júní – 12. júní 2016
Menning verður til í hversdagsleikanum Þegar hafnarstjórinn og þjóðmenningarbóndinn Elín Agla Breim heimsótti Árneshrepp í fyrsta sinn árið 2007 var það til að stoppa stutt í kirkjunni og gifta sig. Hún kolféll fyrir samfélaginu í þessari fámennustu sveit landsins og í dag vill hún hvergi annarsstaðar vera. Að öllu óbreyttu verður dóttir hennar, Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir, eina barnið í Finnbogastaðaskóla næsta vetur. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
„Ég kom hingað fyrst árið 2007 þegar ég gifti mig í gömlu kirkjunni í Trékyllisvík,“ segir Elín Agla Briem, hafnarstjóri og þjóðmenningarbóndi í Norðurfirði á Ströndum. „Við höfðum ætlað að gifta okkur ein, að engum viðstöddum nema svaramönnum, en fréttin spurðist út um sveitina og konurnar tóku það ekki í mál að við kæmum án þess að halda veislu. Á giftingardaginn mætti svo allt sveitarfélagið í athöfnina og eftir hana gegnum við öll saman út í félagsheimili þar sem okkar beið veisla. Ég kynntist því fólkinu hér í minni eigin giftingarveislu og það hafði mjög djúpstæð áhrif á mig. Það er ótrúlega sjarmerandi fólk í þessari stórbrotnu náttúru og þetta velkomna viðmót er mjög einkennandi fyrir samfélagið.“ Ertu göldrótt? Á þessum tíma var Elín nýf lutt heim frá Englandi þar sem hún hafði búið og starfað í nokkur ár en hún er heimspekingur að mennt. Eftir giftinguna og vikulangt ævintýri á Ströndum tók reykvíski raunveruleikinn við með tilheyrandi atvinnuleit. „Vinir mínir kepptust við að benda mér á að það væri svo mikil uppsveifla í gangi að ég, meira að segja ég með mína heimspekimenntun, gæti fengið vinnu í banka. Ég bara skildi ekki þessa stemningu en rak svo aftur á móti augun í atvinnuauglýsingu sem fangaði athygli mína með yfirskriftinni „Ertu göldrótt?“ Þá var verið að auglýsa eftir skólastjóra í Finnbogastaðaskóla og ég var sú eina sem sótti um og fékk því starfið.“ Safnið er ekki lífið Nýgiftu hjónin fluttu norður um haustið og um leið fékk Elín óbifandi áhuga á þeim straumhvörfum sem eiga sér stað í afskekktum
Mynd | Davíð Már Bjarnason
Árneshreppur í Strandasýslu Árneshreppur er nyrsta sveitarfélag Strandasýslu og það fámennasta á landinu. 50 manns eiga þar lögheimili en 35 manns hafa þar vetursetu. Á svæðinu varð til vísir að þéttbýli snemma á 20. öld í Kúvíkum, Gjögri og Djúpuvík í tengslum við hákarla- og síldveiðar en eftir það blómaskeið hefur fólki fækkað jafnt og þétt. Nú hafa íbúar lifibrauð sitt af búskap, fiskveiðum og ferðaþjónustu sem er vaxandi á svæðinu. Í hreppnum er grunnskóli, hótel, sparisjóður, verslun, veitingahús og söfn.
25% afsláttur af linsum í netklúbbnum okkar!
Skráðu þig í netklúbbinn okkar á prooptik.is og þú færð 25% afslátt af linsum í öllum verslunum Prooptik www.prooptik.is
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI
Elín Agla. Það er auðvitað stórt skref að flytja hingað en þegar kemur að kerfinu sjálfu þá er eins og það sé bara ekki hægt að setja hingað fjármagn, eins og til dæmis í snjómokstursþjónustu.
og fámennum samfélögum, hér á landi sem og annarsstaðar. „Ég fór að reyna að kryfja stöðuna og fann að eitthvað var ekki að stemma. Skilaboðin voru svo misvísandi því ég hitti mikið af bæði gestum og brottfluttum Strandamönnum sem töluðu af mikilli ástríðu um hversu mikilvægt væri að þessi byggð héldi velli, annað væri mikill missir fyrir þjóðfélagið allt. En þegar á reynir flytur fólk ekki hingað og efndir stjórnmálamanna ná ekki í gegnum kerfið. Mér sýnist að það sé eitthvað undirliggjandi í menningu okkar og gildismati sem er mjög andstætt hinu smáa, þrátt fyrir allar þessar sterku tilfinningar um að samfélagið megi ekki deyja út. Kannski það sé breytt gildismat sem veldur því. Það er auðvitað stórt skref að flytja hingað en þegar kemur að kerfinu sjálfu er eins og það sé bara ekki hægt að setja hingað fjármagn. Það vantar kannski bara fjórar milljónir til að halda snjómokstrinum gangandi yfir veturinn en hér er fólk innilokað í allavega þrjá mánuði. Það eru ýmis góð verkefni í gangi inn á milli, til dæmis þar sem verið er að styrkja nýsköpun, en það er alltaf eitthvað sérstakt sem tengist ekki hversdagsleikanum sem kerfið vinnur út frá. Til að mynda eru settir gríðarlegir peningar í batterí eins og UNESCO til að vernda það sem er við það að deyja út. Slíkir listar hafa oft aðdráttarafl fyrir ferðamenn sem vilja upplifa síðustu andardrættina en sá ágangur getur verið lokahöggið. Því þar gerist nákvæmlega það sama og með þessi einstöku verkefni, þau ná ekki til hversdagsleikans, til samfélagsins og menningarinnar heldur til safnamenningarinnar, sem er góð í sjálfu sér en hún er ekki lífið sjálft. Við getum öll verið sammála um að ferðamennskan sé góð og geti gefið af sér en það má ekki gleyma hversdagsleikanum. Og ferðamaðurinn vill sjá menningu, ekki bara fjöll, og menning verður ekki til inni á safni heldur í hversdagsleikanum.“
Eina barnið í skólanum Dóttir Elínar Öglu, Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir, á leið í sund. Staðan í Árneshreppi er mjög viðkvæm. Eins og Agla bendir á þá eru það fyrst og fremst börnin sem halda áframhaldandi lífi í byggðinni en að öllu óbreyttu verður dóttir hennar eini nemandinn í Finnbogastaðaskóla næsta vetur. Það er því mjög mikilvægt að ráða fólk með börn í skólastjórastarfið og kaupfélagsstarfið, sem verið er að auglýsa þessa dagana.
Elín Agla horfir yfir Trékyllisvík.
Langalína 20-26
NÝTT Í SÖLU
www.bygg.is
S teikkoðið á byningar gg.i s
Sjáland í Garðabæ Fjölskylduvænt hverfi í fallegu umhverfi Sala er hafin á íbúðum í glæsilegu 3ja hæða fjölbýlishúsi við Löngulínu 20-26 í Sjálandi í Garðabæ. Íbúðirnar eru 3ja-5 herb. og 92-185 fm. Íbúðirnar verða með vönduðum íslenskum innréttingum frá Brúnás og vönduðum AEG eldhústækjum. Íbúðirnar verða ýmist með góðum svölum eða stórri timburverönd. Stæði í bílageymslu fylgja öllum íbúðum.
ENNEMM / SIA / NM75177
REYNSLA FAGMENNSKA METNAÐUR
FJÁRFESTING FASTEIGNASALA
Síðustu söluíbúðirnar við sjóinn!
Garðatorgi 5 – 210 Garðabæ
Sími 520 9586
EHF
Sími 562 4250 www.fjarfesting.is Borgartúni 31
Byggingafélag Gylfa og Gunnars byggir á 32 ára reynslu á íslenskum byggingamarkaði.
14 |
FRÉTTATÍMINN | Helgin 11. júní – 12. júní 2016
Vigtar fisk og yrkir sem bóndi „Ég bjó hér í þrjú ár með fyrrverandi manninum mínum og við áttum saman dóttur, Jóhönnu Engilráði. Þegar við svo fluttum aftur suður saknaði ég þess mjög að vera hérna svo við dóttir mín komum aftur fyrir tveimur árum,“ segir Elín sem hefur síðan gegnt starfi hafnarstjóra í Norðurfirði þar sem 22 bátar eru á strandveiðum. Í starfinu felst meðal annars að vigta allan þann fisk sem kemur í land og keyra vörur um bryggjuna á lyftara. Þegar Elín er ekki niðri á bryggju yrkir hún ljóð og er þjóðmenningarbóndi. „Þegar ég flutti hingað aftur árið 2014 var fólk forvitið að vita hvers vegna í ósköpunum ég væri að koma aftur. Þá voru hér engir atvinnumöguleikar, eins og eru hér í dag, og ég var einstæð móðir og bíllaus. Fólk var að spyrja mig og nágranna mína hvað ég væri eiginlega að gera hér. Ég gat ekki svarað því sjálf með góðu móti því ég hafði engan titil en ég vissi samt að ég væri að reyna að gera eitthvað. Þá þýddi ég orðið menningarleg sjálfbærni yfir í þjóðmenningu en svo vildi ég bæta við einhverri sögn svo starfsheitið hljómaði eins og ég væri að gera eitthvað og þannig bættist bóndi við. En svo er merking orðsins breytileg dag frá degi svo ég þarf ekki að standa skil á því við neinn, enda er enginn að borga mér fyrir að vera þjóðmenningarbóndi.“ Mikilvægast að fá fólk Þegar Elín Agla flutti til Reykjavíkur fór hún í framhaldsnám í umhverfis-og auðlindafræði, með því markmiði að skoða menningarlega sjálfbærni í Árneshreppi. „Eftir á að hyggja held ég að það hafi verið yfirvarp til að komast hingað aftur, en líka vegna þess að ég hef mjög djúpa ástríðu fyrir því að reyna
„Listamenn myndu kannski kalla þetta gjörning en ég kalla þetta venjulegt líf því það sem viðheldur lifandi þjóðmenningu í litlum samfélögum er að fólk flytji þangað.“
að skilja hvað er að gerast hérna. Niðurstaða meistararitgerðarinnar er einfaldlega sú að ég f lutti hingað aftur. Listamenn myndu kannski kalla þetta gjörning en ég kalla þetta venjulegt líf því það sem viðheldur lifandi þjóðmenningu í litlum samfélögum er að fólk flytji þangað. Peningar og voðalega fínn vegur myndu ekki gera jafn mikið fyrir þetta svæði og fólk. Það allra mikilvægasta er að fá hingað fólk,“ segir Elín Agla sem hefur skipulagt vinnustofu um þorpsvitund og sútun skinna í samstarfi við hinn víðfræga Stephen Jenkins í lok júní þar sem tekist verður á við harminn sem fylgir því að sjá samfélag hverfa en um leið verður reynt að virkja menninguna í hversdeginum. (sjá nánar til hliðar) „Við viljum viðhalda þessari menningu og þessu samfélagi sem man svo langt aftur og sem við getum lært svo margt af. Ég hugsa um það nánast á hverjum degi hvers vegna við viljum öll að Árneshreppur lifi en eigum samt svo erfitt með að framkvæma það sem þarf til. En bestu spurningarnar eru auðvitað þannig að það er ekki hægt að svara þeim á einfaldan hátt heldur glímum við við þær eins og ráðgátu.“
Að horfast í augu við harminn Stephen Jenkins er með meistaragráðu í guðfræði frá Harvard háskóla og meistaragráðu í félagsráðgjöf frá háskólanum í Toronto. Hann hefur byltingarkennda sýn á harm og dauða í Norður-Ameríku. sjá: orphanwisdom.com „Fókusinn á vinnustofunni er á sútun skinna en um leið munum við horfast í augu við þetta hrun hins staðbundna og þorpsvitundarinnar og hvaða áhrif það hefur á okkur og heiminn,“ segir Elín Agla sem telur algjörlega nauðsynlegt að horfast í augu við þann harm sem fylgir því að sjá sveitarfélögin deyja út. „Þegar ég kom fyrst í Árneshrepp minnti samfélagið mig á ömmu og afa, þeirra persónur og gildin sem þau stóðu fyrir sem manneskjur. Með Jenkins munum við stúdera þessa þorpsvitund í sagnfræðilegu ljósi, með þeim tilgangi að reyna að sjá undirrót þess sem er að gerast í heiminum í dag.“
Vinnustofan verður í Trékyllisvík dagana 21.-24. júní.
Stephen Jenkins.
Meðal þess sem starf hafnarstjórans felur í sér er að vigta allan þann fisk sem kemur í land og keyra hann um á lyftara.
Dóttir Elínar Öglu, Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir, skemmtir sér í Krossneslaug. Við förum í sund á nánast hverjum degi allan ársins hring – hvort sem er í sól og blíðu, snjóstormi, norðurljósum eða stjörnubjörtum vetrarkvöldum.
Kynnir:
Heimili í sólinni á Spáni
Komdu og spjallaðu við okkur á
Centerhotel Plaza Aðalstræti 4 – 101 Reykjavík
Og fáðu bæklingana okkar frítt!
11. og 12. júní Frá kl. 10:00 til 18:00
Skráðu þig hér:
www.medlandspann.is
VIÐ OPNUM 1.OKT 2016 Í SUNDLAUGUM KÓPAVOGS TILBOÐIÐ GILDIR TIL 1. JÚLÍ!
TILBOÐ Í JÚNÍ 2016 ÞÚ KAUPIR ÁRSKORT Í JÚNÍ OG FÆRÐ FRÍTT Í SUND OG AÐGANG Í ALLAR STÖÐVAR REEBOK FITNESS FRAM AÐ OPNUN. ÞÚ GREIÐIR FYRIR 12 MÁNUÐI Í LIKAMSRÆKT OG SUND EN FÆRÐ 16 MÁNUÐI.
ÁRSKORT GILDIR TIL 1. OKTÓBER 2017.
VERÐ AÐEINS
39.900 KR VERÐ 25.000 KR FYRIR ELDRI BORGARA OG ÖRYRKJA
Innifalið í tilboði: Aðgangur að líkamsrækt og sundlaugum Kópavogs til 1.október 2017. Frítt í Reebok Fitness Holtagörðum, Tjarnarvöllum og Urðarhvarfi fram að opnun.
Árskort gilda einungis í Kópavogslaug og Salalaug. Báðar stöðvarnar verða fullbúnar glænýjum tækjum frá Nautilus og StarTrac. Fjölbreytt hóptímatafla fyrir Kópavogslaug verður kynnt í haust. Tilboð er selt í afgreiðslu Salalaugar og Kópavogslaugar.
STARFSMÖNNUM REEBOK FITNESS HLAKKAR ÓTRÚLEGA MIKIÐ TIL AÐ VINNA MEÐ YKKUR.
HOLTAGARÐAR · URÐARHVARF · TJARNARVELLIR | REEBOKFITNESS.IS
ENGIN BINDING!
16 |
FRÉTTATÍMINN | Helgin 11. júní – 12. júní 2016 Bragi Björnsson rekur verslunina Leiksport sem er þríþætt og selur ritföng, íþróttafatnað og leikföng. Verslun gamla mátans, líkt og eigandinn kallar það.
„Ég hef búið víðsvegar en mér líður alltaf best í Breiðholtinu,“ segir sjómaður og gestur hverfispöbbnum.
Skot á sjómannalínuna
Á hverfisbarnum, sem heitir því skemmtilega nafni Álfurinn, sitja nokkrir sjómenn nýlega komnir úr túr. Þeir tefla skák yfir bjór og kalla eftir skoti á línuna. „Ég hef búið víðsvegar en mér líður alltaf best í Breiðholtinu, eftir að mamma flutti í hverfið þá sæki ég hingað oftar,“ segir einn sjómannanna. „Á þessum bar er alltaf sama fólkið, það er sjaldan sem maður sér ný andlit.“ Strákarnir segja lítið um uppákomur á barnum og benda á bar neðar í Breiðholtinu. „Þar gerast hlutirnir og þangað má sækja svæsnar sögur. Hérna er afskaplega rólegt, góður staður til að hella í sig.“
Fastakúnnarnir halda í okkur lífinu
„Reksturinn síðastliðinn 5-7 ár hefur verið hark. Uppistaða sölunnar er íþróttafatnaður merktur ÍR og Leikni,“ segir Bragi Björnsson, eigandi Leiksport í Hólagarði. Leiksport er verslun gamla mátans, líkt og Bragi kallar það. Hún er þríþætt og selur leikföng, íþróttafatnað og ritföng. Verslunin hefur verið starfrækt í 26 ár en Bragi minnkaði nýverið við sig. „Ég var í búðinni hérna á móti en þetta húsnæði var að losna. Hólagarður hefur tekið miklum breytingum síðustu ár en hér er gott að vera. Fastakúnnarnir eru þeir sem halda okkur búðareigendunum uppi en ég þekki nánast hvern mann sem ber hér að garði.“
Ný í hópi fastakúnna
„Ég er tiltölulega nýflutt í hverfið. Ég var að minnka við mig og flutti í blokkaríbúð, ég kann ágætlega við hverfið,“ segir Guðný Svava Guðjónsdóttir sem er komin í hóp fastakúnna Hólagarðs. „Bakaríið hérna er ódýrt en þó minna úrval en í Mjódd. Það er gott að hafa verslunarkjarna í göngufjarlægð. Hér er líka Bónus sem er mun ódýrari en Nettó.“
„Það er ódýrara kók í Bónus,“ tilkynnir Einar Óli Guðnason á hlaupum í búðina ásamt félaga sínum, Ezekiel Karli. „Við vorum að panta Dominos pítsu. Þar er aðeins selt tveggja lítra gos á Dominos og það er betra að kaupa hálfslítra flösku ódýrt í Bónus.“ Það er enginn tími fyrir spjall því pítsan er á leið úr ofninum og strákarnir halda á leið en þær ætla með hana heim í nágrenninu.
Einar og Ezekiel kaupa kók í Bónus og sækja pítsu á Dominos.
Verslunarkjarni #1
Feðgarnir Magnús og Sævar njóta samverunnar í Sveinsbakaríi með kaffi og vínarbrauði.
Kleinur og góður félagsskapur
Myndir | Rut
Guðný Svava er ný í hverfinu og er sérstaklega ánægð með hagræði þess að versla í Hólagarði.
Pítsan í ofninum
Í hjarta Efra-Breiðholts
Í hverju hverfi má finna einn verslunarkjarna sem hefur sína sögu og hlutverk. Þangað flykkist fólk í ólíkum erindagjörðum, í naglasnyrtingu, bakaríið, fiskbúðina eða einfaldlega að heilsa upp á kaupmanninn á horninu. Hólagarður í Efra-Breiðholti iðar af mannlífi þar sem fastakúnnar og búðareigendur tengjast sterkum böndum. Þar eru unglingar að sækja pítsu, köttur á vappi, sjómenn á barnum og stelpur með tombólu.
Sveinsbakaríið er hluti af verslunarkjarna Hólagarðs. Þangað sækir helst fólk úr hverfinu og á hverjum degi má sjá sömu andlitin, samkvæmt Maríu Ganda, starfskonu bakarísins. „Sjálf bý ég hérna rétt hjá og hef unnið í nokkra mánuði, það er bara mjög fínt. Ég afgreiði mikið sama fólkið sem kemur að kaupa það sama.“ En hvað er svo vinsælast í kökuborðinu? „Kleinurnar, ég sel alltaf mikið af þeim.“ Á einu borðinu sitja feðgarnir Magnús Þór Jónasson og Sævar Þór Magnússon yfir kaffibolla og vínarbrauði. „Við erum duglegir að kíkja saman í kaffi, ýmist hingað eða í Mjóddina. Sveinsbakaríið er ódýrt og í apótekinu er frábær þjónusta,“ segir Magnús og sonurinn tekur undir. „Við búum báðir skammt frá og eigum þessa stund saman, feðgarnir.“ Þeir sammælast um að það sé fátt betra en kaffibolli og vínarbrauð í góðum félagsskap. „Maður verður alveg pakksaddur af þessu góðgæti,“ segir Magnús áður en þeir halda í apótekið.
Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is
Starfsmenn og kúnnar Hólagarðs sjá til þess að ómerktur köttur á vappi um gangana finni heimilið sitt aftur.
Bansy, Cielo og Tinna eru duglegar að halda tombólu í Hólagarði. Þar sem allt kostar 50 krónur, nema Batman.
Allt á 50 krónur nema Batman Vindar blása þennan eftirmiðdag svo tombólusala þeirra Bansy, Cielo og Tinnu gengur brösuglega. Þær blása reglulega til tombólu fyrir utan Hólagarð og selja dót sem þær tína til á heimilinu. „Við erum ekki búnar að selja mikið. Hérna kostar flest 50 krónur nema Batman, hann er á 300 krónur,“ segir Tinna galvösk og glöð í bragði. „Við gefum síðan allan peninginn,“ tjáir Cielo en þær viðurkenna að stundum renni peningurinn í eigin vasa.
Kötturinn á ganginum
Á göngum Hólagarðs stendur María Sif Bergþórsdóttir, starfsmaður apóteksins, sem vegfarendur bera góða söguna. Í fanginu er hún með ómerktan og smágerðan kött. „Hann var á vappi um apótekið, greinilega eitthvað villst af leið, greyið,“ segir María sem hefur aldrei séð köttinn áður. „Ég ætla að koma honum út aftur og vona að hann rati heim til sín.“ Það eru ekki aðeins fastakúnnarnir sem kunna vel við sig í Hólagarði því ekki líður á löngu áður en kötturinn hefur fundið sér leið inn aftur. Í þetta sinn er það átta ára Óðinn Freyr sem eltir hann uppi í fylgd með pabba sínum, Pétri. „Við eigum alveg eins kött heima, hana Tásu, nema hún er miklu stærri,“ segir Óðinn sem verður starsýnt á köttinn. „Við vorum einmitt að koma úr Bónus að kaupa kattamat,“ segir Pétur sem hefur áhyggjur af því að kötturinn sé hvorki með ól né eyrnamerktur. Feðgarnir ganga því í verkið að sjá til þess að kötturinn komist heim til sín.
Fleiri myndir á frettatiminn.is
FRÉTTATÍMINN | Helgin 11. júní – 12. júní 2016
| 17
Halló Hegningarhús! Í Hegningarhúsinu við Hverfisgötu er ríkisvaldið hætt að refsa fólki. Út um allan bæ kvikna hugmyndir um það hvað eigi að vera í þessu húsi sem reist var 1874. Húsið er friðlýst sem þýðir að allar breytingar þurfa samþykki hjá Minjastofnun. En hér eru hugmyndirnar: Safn refsingaog réttarkerfis Skrifstofur Lögmannafélagsins
Bókmenntamiðstöð Hönnunarmiðstöð + Hönnunarsafn
Náttúruminjasafn Ekki-safnið –fyrir fólk sem fílar ekki söfn
Barnamenningarhús –Leiksvið og leikur í garði
Matarmarkaður með létt-yfirbyggðu porti
Tónlistarsafn
Gegningahúsið. Þar sem fólk er fóðrað, því brynnt og feldur snyrtur
Almenningsklósett Sviðslistasafn (leikminjar og dans) Miðstöð tjáningarfrelsis + íbúð fyrir gestarithöfunda
„Ég vann sem blaðamaður og fréttaljósmyndari á litlu fréttablaði í Gryfow Slaski, heimaborg minni í suðvestur Póllandi, áður en ég flutti til Íslands,“ segir Marta Magdalena Niebieszczanska, ritstjóri pólsk-íslenska fréttavefsins Iceland News Polska. „Ég var mjög ánægð í vinnunni en maðurinn minn var farinn til Íslands að vinna og þar sem ég hef alltaf elskað að ferðast ákvað ég að prófa að vera hér í smá tíma, skrifa og taka myndir á Íslandi fyrir fréttavefinn í Póllandi. Og hér erum við enn, níu árum síðar.“ „Þegar ég flutti hingað var ekki hægt að nálgast neinar fréttir, hvorki á ensku né pólsku, og því voru aðfluttir mjög einangraðir. Stundum komu einhverjar fréttir á DV-vefnum á pólsku en það voru oftast neikvæðar fréttir, eða eitthvað sem tengdist lögreglumálum sem fáir höfðu áhuga á,“ segir Marta sem hafði búið hér í þrjú ár þegar henni datt í hug að stofna fréttamiðil. „Pólverjar voru þá, og eru enn, stærsti hópur innflytjenda á Íslandi en gátu hvergi nálgast fréttir. Það gengur ekki upp að svo stórt samfélag viti ekkert hvað er að gerast
á staðnum sem það býr. Þetta var á árunum eftir Hrun og mikið um að vera en Pólverjar stóðu bara á gati þegar kom að upplýsingum. Ég ákvað að opna vefsíðu og setja þar reglulega inn fréttir sem ég þýddi úr íslensku. Þetta var auðvitað frekar erfitt í byrjun því þá kunni svo lítið í tungumálinu,“ segir Marta hlæjandi, á reiprennandi íslensku. „Ég stóð mestmegnis í þessu ein til að byrja með en nú erum við fleiri.“ Í dag heimsækja rúmlega 7000 manns Iceland News Polska daglega en Marta og allir aðrir starfsmenn miðilsins vinna þar í sjálfboðavinnu. Auk Mörtu skrifa þær Justyna Grosel og Ilona Dobosz á vefinn og Piotr Mikolajczak er með vikulegar útvarpsfréttir. „Reksturinn er erfiður svo við lifum alls ekkert á þessu,“ segir Marta sem vinnur hálfan daginn sem matráður í mötuneyti auk þess að vinna sem ljósmyndari og viðburðastjórnandi. „Lífið er gott á Íslandi. Hér er ég hamingjusöm svo ég er ekki á leiðinni neitt annað. Vinnan við fréttavefinn er öll gerð af hugsjón. Okkur finnst þetta gaman og okkur finnst eins og við séum að gera eitthvað sem skiptir máli. Það er það sem drífur okkur áfram.“
Hótel Lundabúð
Vaxmyndasafn
Innflytjandinn Marta Magdalena Niebieszczanska stofnaði pólskan fréttavef Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
Gufubaðshús –tyrkneskt hammam + te
FRÆÐI OG FJÖLMENNING
Mannúð, lög og fjölmenning Ný lög um útlendinga sem Alþingi samþykkti 2. júní síðastliðinn eru viðfangsefni næsta hádegisfundar í fundaröð Háskóla Íslands sem ber yfirskriftina Fræði og fjölmenning.
Markmiðið með endurskoðun útlendingalaga var að tryggja að mannúð, jöfnuður og skilvirkni verði höfð að leiðarljósi við meðferð stjórnvalda á málefnum útlendinga og eru lögin afrakstur tveggja ára þverpólitískrar samvinnu. Á fundinum verður sjónum beint að áhrifum nýju laganna en ákvæði um alþjóðlega vernd voru t.a.m. endurskoðuð og mið tekið af þeirri þróun sem hefur átt sér stað á alþjóðavísu. Hvað felst í hinum nýju lögum og hvaða áhrif koma þau til með að hafa fyrir þá sem sækja um vernd hér á landi? Í upphafi fundar verður undirritaður samningur milli innanríkisráðuneytis, velferðarráðuneytis og Háskóla Íslands um heildstæða úttekt á því hvernig flóttafólki og innflytjendum vegnar í íslensku samfélagi. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 14. júní nk. kl. 12 til 13.15 í stofu 101 í Odda og er öllum opinn. Dagskrá Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, opnar fundinn. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður og formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, gerir grein fyrir nýjum lögum um útlendinga og markmiðum þeirra. Arndís A. K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, fjallar um sýn Rauða krossins á ný lög um útlendinga. Claudie Ashonie Wilson, lögfræðingur hjá lögmannsstofunni Rétti, mun fjalla um áhrif laganna á réttarstöðu flóttafólks á Íslandi.
Að fundi loknum verður boðið upp á hressingu. Nánari upplýsingar má finna á: www.hi.is/fraedi_og_fjolmenning Marta Magdalena Niebieszczanska er konan á bak við Iceland News Polska, eina málgagn Pólverja á Íslandi.
AIRWEIGHT TITANIUM UMGJÖRÐ
og létt harðplast gler með glampa-, rispu- og móðuvörn.
Nær eða fjær styrkleiki
00 kkrr. 19.95 53.70
Öll glerin koma með rispu-, glampa- og móðuvörn.
18 |
FRÉTTATÍMINN | Helgin 11. júní – 12. júní 2016
GOTT UM HELGINA
Fullt verð:
Margskipt gler og umgjörð Evolis frönsku verðlaunaglerin frá BBGR eru með tvöfalda yfirborðsslípun sem færir þau í nýja vídd.
59.901009.10k0r.kr Fullt verð:
Egilsstaðadjamm KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI
SKETCH
Dýnudagar
20-40%
afsláttur
Síðumúla 30 . Reykjavík Hofsbót 4 . Akureyri www.vogue.is
Í kvöld munu Dimmusöngvarinn Stebbi Jak og gítarleikarinn Andri Ívarsson, sem margir þekkja sem dúettinn „Föstudagslögin“ halda tónleika í Valaskjálf. Dúettinn mun spila marga slagara í „acoustic“ útsetningum: þungarokk, hugljúfar ballöður, popptónlist og allt þar á milli. Hvar? Valaskjálf, Egilsstöðum Hvenær? Í kvöld kl. 22 Hvað kostar? 2.900 kr
Einblínt á lausnir Umhverfið er að breytast og það hratt. Mikið hefur verið talað um þau skaðlegu áhrif sem mannskepnan hefur á jörðina, en hugmyndin að baki heimildamyndinni Demain er að einblína frekar á þá sem eru að vinna að lausnum á umhverfismálum. „Það er kominn tími til að við hættum að bíða eftir því að leiðtogar komi með lausnirnar færandi hendi,“ segir leikstjóri Demain, Cyril Dion. Hvenær? Í dag klukkan 18 og á morgun á sama tíma Hvar? Bíó Paradís
Sólstafaslamm
Dilla sér við reggae-stuð Mánaðarlegt „reggae, dub og dancehall“ kvöld RVK Soundsystem er í kvöld. Á kvöldinu mun reggae-sveitin Barr jafnframt frumsýna nýtt myndband við lag sitt, Allt Haf. Ekki missa af því nýjasta í íslensku reggae og dúndurdansi fram eftir nóttu. Hvar? Paloma Hvenær? Húsið opnar klukkan 23, myndbandið verður frumsýnt á miðnætti og svo tekur við „reggae, dub og dancehall“ alla nóttina.
Svífandi flugdrekar Fjöldi flugdreka mun svífa um loftin blá á Skýjarölti á Laugarnestanga um helgina. Allir geta komið með eigin flugdreka, keypt eða gert eigin í vinnubúð Skýjarölts. Um að gera að nýja vindinn í borginni og hafa gaman. Hvar? Laugarnestangi Hvenær? Kl. 14
Hljómsveitin Sólstafir mun spila á Húrra um helgina. Búast má við háklassaþungarokki fram á rauða nótt. Gott tækifæri til að öskra úr sér raddböndin og slamma. Hvar? Húrra Hvenær? Laugardaginn kl. 21 Hvað kostar? 2500 kr
Gengið og notið með börnunum
Kveikt í Reykjavík Austurvallarjóga Boðið verður upp á jóga á Austurvelli um helgina, dans og hugleiðslu til að fagna sumrinu og lífinu sjálfu. Tómas Oddur Eiríksson jógakennari leiðir stundina ásamt DJ föruneytinu VIBES. Hvar? Austurvelli Hvenær? Laugardaginn kl. 14 - 16
Aðrir tónleikar í tónleikaröðinni Kveikjum í Reykjavík fer fram á Lucky Records í dag. Dauðapönksveitirnar Dauðyflin, Kvöl, Antimony og Roht koma fram á tónleikunum, og er frítt inn á þá. Hægt er að kaupa útgáfur frá sveitunum á staðnum. Hvar? Lucky Records, Rauðarárstíg Hvenær? Klukkan 20
SÍBS og Ferðafélag barnanna standa fyrir fjölskyldugöngu í dag. Lagt verður stað frá veitingastaðnum Nauthól í Öskjuhlíð, og svo lagt upp í göngu um Öskjuhlíðina. Mælt er með góðum göngufatnaði og að taka með sér nesti í bakpoka. Gengið verður á forsendum barnanna, það er rólega og snýst gangan fyrst og fremst um að njóta náttúrunnar. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Hvar? Hist verður hjá veitingastaðnum Nauthól Hvenær? Klukkan 11
Eyðibýlin fá nýtt líf í myndum Ljósmyndasýning Kristínar Jónsdóttur verður opnuð undir beru lofti í Skorradalnum í dag. Myndirnar á sýningunni eru allar teknar í Skorradal og er áhersla lögð á eyðibýlin í dalnum. Staðsetning sýningarinnar er óvenjuleg en viðeigandi, en sýningin verður haldin á bæjarhólnum við Stálpastaði í Skorradal. Hvenær? Sýningin opnar í dag, laugardag, klukkan 17 Hvar? Við Stálpastaði í Skorradal. GPS hnit sýningarinnar: 64°31.280 N 21°26.567 W
20%
Sumarafsláttur á svefnsófum og einingasófum
PORTO SVEFNSÓFI SUMARTILBOÐ 198.000.-
MELAMIN DISKAR OG BAKKAR Í NOKKRUM STÆRÐUM VERÐ FRÁ 750,-
TRIPOD STANDLAMPINN KOMIN AFTUR
AFRICA SÓLSTÓLL MEÐ ÁKLÆÐI SUMARTILBOÐ 9.900.-
MAUI STÓLSTÓLL MEÐ ÁKLÆÐI SUMARTILBOÐ 11.900.ABI VIÐARBAKKI MEÐ LEÐURHANDFÖNGUM 5.900.-
20%
Sumartilboð á kokteilglösum (nokkrar gerðir)
BJÓR OG KOKTEILGLÖS VERÐ FRÁ 490.-
SUMARPÚÐAR MIKIÐ ÚRVAL VERÐ FRÁ 3.900,-
SUMARDRYKKJARDÆLA 4L 9.800.-
PURE JASMIN SÁPA 1.950.-
PURE IMPERIAL ILMSTRÁ (MARGIR ILMIR) SUMARTILBOÐ 4.900.-
TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS
20 |
FRÉTTATÍMINN | Helgin 11. júní – 12. júní 2016
Gæðahryssan hreyfir sig undir sólinni Brennó og körfubolti með græjurnar í botni „Markmiðið er að sameina ungar konur og karla undir sumarsólinni í krafti líkamshreyfingar,“ segir Heiða Vigdís Sigfúsdóttir sem er einn stofnenda íþróttafélagsins Gæðahryssunnar. Félagið var starfrækt síðasta sumar og eru meðlimir þess hátt í 140 talsins. „Ekkert er skemmtilegra en að hreyfa sig á sumrin á Íslandi þegar vel viðrar. Þess vegna datt okkur í hug að stofna félag fyrir ungar konur til að hittast og hreyfa sig en það er allt of lítið um að konur hittist og fari í körfubolta úti á velli með græjurnar í botni eða spili brennó.“ Hins vegar sé Gæðahryssan ekki bara
fyrir konur heldur líka karla. Gæðahryssan var stofnuð síðasta sumar en æfingar eru á þriðjudögum klukkan átta á Klambratúni. Félagsmenn skiptast á því stjórna æfingum en á döfinni eru körfubolti, hjólatúr og sjósund. Hægt er að gerast meðlimur á Facebook-síðu hópsins. „Bannað að vera feiminn,“ segir Heiða og segir alla vera velkomna.
Júníblómið Sólhnappur Júníblóm sumarsins er Sólhnappur. Blómið á að vera úti þar sem það fær sól og passa þarf upp á að það fái nægan vökva.
Markmið Gæðahryssunnar er að sameina ungt fólk í krafti líkamshreyfingar.
Mjólkurmýtan Tákn fyrir vestræn gildi „Við erum að vinna með eitthvað sem kallast mjólkurmýtan: mjólk er nauðsynleg, þú þarft mjólk til að lifa af, Íslendingar drekka mjólk, alvöru íþróttamenn drekka mjólk,“ segir Nína Hjálmarsdóttir, einn meðlima sviðslistahópsins Mixed Feels, sem verður með sýninguna Blámjólk í Gerðarsafni á þjóðhátíðardaginn næstkomandi. „Þegar við fórum að ræða um mjólk innan hópsins áttuðum við okkur á því að mjólk er tákn fyrir vestræn gildi, neyslu og gott heimili,“ segir Nína og bætir við að fyndið sé að skoða auglýsingar frá tíunda áratugnum í því samhengi. Verkið samanstendur af aragrúa mjólkurferna sem mynda nokkra fleka. „Mjólkurfernan er eitthvað sem fólk þekkir og tengir við, vill ekki að breytist. Við vinnum með hana og breytum um formið á henni sem getur verið óþægilegt fyrir fólk að horfa á, vinnum með einingu sem verður að annari einingu, og gerum síðan leikrit í kringum það. Þetta er rosalegt magn af mjólkurfernum,“ segir Nína.
Mynd | Hari
Ýrúrarí:
Vann textíl út frá draumum hundsins síns
Ý
Sólarmegin í lífinu með Stiga sláttuvél Útsölustaðir um allt land
www.helium.is
Ýr vinnur hörðum höndum á prjónavélina sína í sumar að prjónuðum peysum sem píkubuddum.
Stiga Collector 46SB Sláttuvél með drifi
Stiga TwinClip 50 SB Lúxus sláttuvél með drifi
Stiga Estate 3084 H Sjálfskiptur sláttutraktór
Vélin er með drifi og B&S 148cc úrvalsmótor. Sláttubreidd vélar er 46 cm. Collector 46 B vélin er með legum í öllum hjólum
Vélin er með B&S 190cc úrvalsmótor með „Ready start“ búnaði (auðveld í gangsetningu). Sláttubreidd vélar er 48cm.
B&S úrvalsmótor og rafstarti. Traktórinn safnar grasinu upp í 240 ltr.graskassann eða slær það niður í blettinn án þess a
Askalind 4, Kópavogi Sími 564 1864 www.vetrarsol.is
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is
r Jóhannsdóttir hefur vakið athygli fyrir frumleg prjónaföt sín. Prjónaðar brjóstapeysur, buddur sem líta út eins og píkur og bringuhár á lopapeysunni. Peysurnar sem hún vinnur að kallar hún Krot og segir þær byggjast á hugmyndum sem hún hefur lengi viljað framkvæma. „Núna er ég að leita að stað til að halda sölusýningu í lok sumars til að safna fyrir skólanum,“ segir Ýr en hún sótti um við textíldeild hins virta Glasgow School of Art og flaug beint inn á þriðja ár í skólanum. Hún fær því BA-gráðu í textíl á aðeins einu ári, gráðu sem ekki er í boði hér. Þar sem námslán sem í boði eru hjá LÍN duga ekki til fyrir árinu vinnur Ýr nú næturvaktir í allt sumar auk þess sem hún vonast til að geta selt prjónaföt úr eigin smiðju: „Ég ætla að reyna að klára garnlagerinn áður en ég fer út svo ég fylli ekki geymsluna hjá pabba og mömmu,“ segir Ýr.
„Fyrir tveimur árum grínaðist ég með að gera bókstaflegar buddur,“ segir Ýr, þar sem budda er orð sem notað er yfir kynfæri kvenna sem og peningaveski. „Svo varð grínið að veruleika þegar ég tók þátt í Kynfærasýningu með Siggu Dögg kynfræðingi í HönnunarMars.“
Ýr gerði nýlega textílefni sem byggt var á draumum hundsins hennar: „Skotta hatar flugelda og elskar pönnukökur svo ég notaði það tvennt í teppin.“
„Þessar peysur voru hugsaðar sem námsmannapeysur. Ef ég prjóna peysu frá grunni er það mikil vinna og því kosta peysurnar um 30 til 40 þúsund. Sem námsmaður sjálf hefði ég ekki efni á slíkri peysu, og byrjaði því að selja skreytingar á gamlar peysur.“
Þarftu að útbúa nesti, skipuleggja saumaklúbb, undirbúa bröns, partí eða eitthvað til að maula yfir boltanum? Hér er gnægð hugmynda og uppskrifta af ýmsu tagi fyrir hverskyns tækifæri!
k ó b N ý óðu r
m a t m ön nu r i t f N e ng a, i d n ót t u r d r Í s le a v a ld R ög n
Fleiri snildarbækur eftir Nönnu:
w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39
22 |
FRÉTTATÍMINN | Helgin 11. júní – 12. júní 2016
Morgunstundin Fegurð er merki um framför
Mynd | Rut
Vinnudagur Svavars Skúla í Grasagarðinum hefst yfirleitt með vökvun plantnanna í Grasagarðinum með kaffibolla í hendi.
„Mér finnst frábært að vinna á stað þar sem fegurð er merki um framför. Ef ykkur finnst fallegt í garðinum erum við að vinna vinnuna okkar,“ segir Svavar Skúli Jónsson, garðyrkjufræðingur í Grasagarði Reykjavíkur. Morgnarnir hjá starfsmönnum Grasagarðsins byrja yfirleitt á að vökva plönturnar eftir þörfum. Á meðan á morgunverkunum stendur, og raunar allan daginn, víkur græni ferðakaffibollinn ekki úr hendi hans. Svavar vinnur úti alla daga og er með þarfir hverrar plöntu á hreinu. „Fyrst springa skógarbotnsplönturnar út,“ segir Svavar og bendir á viðeigandi plöntur. „Þær þróuðust til að ná að vaxa og springa út áður
Stærri og þykkari en íslenska pönnukakan
en trén verða í fullum laufskrúða. Þær þurfa að drífa sig að vaxa og springa út áður en trén verða í fullum laufskrúða og halda birtunni þannig úti.“ Svavar talar um safndeildir en ekki plöntur í garðinum enda er Grasagarðurinn safn en ekki almenningsgarður. „Hugmyndin á bak við grasagarða er að garðyrkjufræðingar geti ræktað plöntur við sín skilyrði og sent á milli sín fræ. Fallegast við það er að samstarf grasagarða hefur alltaf haldið áfram í gegnum borgarastríð og heimsstyrjaldir. Í seinni heimsstyrjöldinni sendu til dæmis breskir og þýskir garðyrkjufræðingar milli sín fræ þrátt fyrir að þjóðir þeirra væru í stríði.“ | sgþ
Fullorðin í foreldrahúsum
Steikir epli upp úr karamellusósu og ís með „Amman var alltaf að búa til „crepes“ og mér fannst það agalega gott,“ segir Anna Margrét Ólafsdóttir sem fluttist heim frá Frakklandi í haust og hóf nýverið eigin crepes-rekstur, AMO Crepes. Anna var au-pair í Frakklandi fyrir þremur árum og bjó hjá ömmu fjölskyldunnar sem hún passaði hjá en þau voru frá Bretaníu þaðan sem „crepes“ kemur. „Fjölskyldan mín í Frakklandi var alltaf að spyrja mig í gríni af hverju ég færi ekki bara heim og seldi „crepes“ á Íslandi. Ég sagði bara já einmitt en eftir að ég kom heim síðasta haust þótti mér þetta ekki svo galin hugmynd,“ segir hún. Anna sló til og selur nú „crepes“ sem hún býr til sjálf hér á landi. Hún segir Íslendinga vera hrifna af réttinum en hann minni óneitanlega á íslensku pönnukökuna. ,,Hráefnin eru í raun þau sömu en hlutföllinn önnur. „Crepes“ er stærri en íslenska pönnukakan og þykkari.“ Um tvennskonar „crepes“ sé aukinheldur að ræða: matarcrepes sem ber nafnið Galette og síðan eftirréttar-crepes sem heitir einfaldlega Crepes. „Í Frakklandi eru heilu veitingastaðirnir sem heita bara Creperie og þar er hægt að fá hvort tveggja. Það er alltaf borið fram með áfengum síder.“ „Galette er fyllt með eggi, skinku og osti eða frönskum geitaosti, hunangi, valhnetum og salati. Síðan er líka hægt að setja gráðost, perur, hunang eða heimalagað tómatamauk með lauk sem er steiktur upp úr koníaki og kældur með hvítvíni. Í eftirrétta-crepesi
Mynd | Hari
Anna Margrét Ólafsdóttir fluttist heim frá Frakklandi í haust og hóf nýverið eigin crepes-rekstur.
er hægt að setja sykur og sítrónu, nutella og banana eða heimalagaða saltkaramellusósu.“ Í matarboðum steikir Anna líka epli upp úr karamellusósu og setur ís með. Anna Margrét býður ekki einungis upp á þjónustu sína í matarboðum heldur líka veislum og viðburðum fyrirtækja. Þá verður Anna með Crepes-bar á Lunga-hátíðinni á Seyðisfirði í sumar. Hún horfir björtum augum til sumarmánaðanna sem hún segir verða yfirfulla af Crepesi en hægt er að fylgjast með Önnu á Facebook-síðu fyrirtækisins, AMO Crepes.
BARNAGLERAUGU til 18 ára aldurs frá
0 kr.
Miðast við endurgreiðslu frá Sjónstöð Íslands.
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI
Kolbrún Sara og Ásgeir búa saman á neðri hæðinni heima hjá foreldrum Ásgeirs.
Finnst gott að hún kynnist foreldrum mínum svona vel
Með hækkandi leiguverði og minnkandi framboði á húsnæði fyrir ungt fólk fjölgar þeim sem dvelja í hreiðrinu fram eftir aldri. Í fyrsta sinn í 130 ár er líklegra að Bandaríkjamenn á aldrinum 18-34 ára búi á heimili foreldra sinna en í eigin húsnæði með maka. Eru þetta ósjálfstæðir eilífðarunglingar eða er þetta það sem koma skal ef leigumarkaðurinn breytist ekki?
Þ
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is
au Kolbrún Sara og Ásgeir búa saman á neðri hæðinni heima hjá foreldrum Ásgeirs. Þar hafa þau gott rými sem þau nota sem svefnherbergi og stofu, auk eldhúss, en borða þau yfirleitt uppi með foreldrum Ásgeirs. „Við eldum með þeim eins og við getum en það er samt kannski eitt skipti í viku í mesta lagi,“ segir Ásgeir. Þau finna ekki fyrir pressu að flytja út frá foreldrum sínum eða frá fólki í kringum sig: „Fólk undrar sig aðallega á að ég meiki að búa hjá tengdaforeldrum, en held samt ekki að fólki finnist það neitt asnalegt,“segir Kolbrún. Ásgeir er útskrifaður úr fjármálaverkfræði og vinnur í Íslandsbanka, en Kolbrún er að klára lögfræði í HÍ og ætlar áfram í masterinn strax í haust.
Ásgeir og Kolbrún Sara hafa verið saman í fimm ár, en eftir reisu um Suður-Ameríku og Suðaustur-Asíu saman kom ekki annað til greina en að búa saman. Flutti Kolbrún þá inn til Ásgeirs og foreldra hans. „Við hefðum kannski getað keypt íbúð þegar ég byrjaði að vinna en þá væri ég einn að borga afborganirnar, svo mér finnst fínt að vera aðeins lengur áfram heima og spara fyrir útborgun í íbúð,“ segir Ásgeir. „Já, við erum heppin að hafa þessa aðstöðu,“ segir Kolbrún. „Ef við byggjum á stúdentagörðum værum við með svipað rými og við höfum hér, eini munurinn væri að við værum ein þar.“ Kolbrún segir fæsta vini þeirra á „alvöru“ leigumarkaði, flestir séu á stúdentagörðum eða með einhverskonar fyrirkomulag hjá foreldrum.
Ásgeir og Kolbrún segja tvennt ólíkt að búa hjá foreldrum sem fullorðin manneskja eða sem barn. Þar sem þau séu par líti foreldrarnir kannski síður á Ásgeir sem barn í foreldrahúsum en ef hann væri einn. Parið segir fáa galla á fyrirkomulaginu utan þess að þeim finnist þau ekki jafn sjálfstæð og ef þau byggju ein. Stórir kostir séu á sambúðinni við foreldrana: „Maður þarf til dæmis ekki að pæla mikið í hvort sé til matur og svoleiðis, sem er mjög þægilegt,“ segir Ásgeir. „Mér finnst líka gott að hún kynnist foreldrum mínum svona vel, svo förum við í mat til mömmu hennar á hverjum sunnudegi,“ segir Ásgeir. Kolbrún segir líka stóran kost að samskiptin séu góð: „Við værum kannski meira að drífa okkur að flytja út ef öllum kæmi ekki vel saman á heimilinu.“
7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum
www.kia.com
Soul í kortunum Brandenburg | sía
– 100% rafbíll
Til afhendingar strax
Þú ferð lengra á Kia Soul EV Luxury Kia Soul EV Luxury kemur þér og þínum á leiðarenda, með yfir 212 km drægni við bestu aðstæður. Bíllinn er fagurlega hannaður og djarfur útlits. Hann gengur eingöngu fyrir rafmagni, er sérstaklega hljóðlátur og gefur engan útblástur frá sér. Þægilegt innanrými og ríkulegur staðalbúnaður tryggja ánægjulegan akstur — frá innkeyrslu að áfangastað. Helsti staðalbúnaður · Hiti í öllum sætum · Kæling í framsætum · Hiti í stýri · Leðuráklæði · Íslenskt leiðsögukerfi · Bakkmyndavél og 8” snertiskjár
· Lyklalaust aðgengi · LED ljós að framan og aftan · Fjarlægðarskynjarar að framan og aftan · Handfrjáls búnaður (Bluetooth) · Hraðastillir (Cruise Control) · og ótal margt fleira ...
Kia Soul EV Luxury bíður þín í Öskju. Komdu og prófaðu. ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Kia á Íslandi.
Verð 4.490.777 kr. Útborgun aðeins 10% eða 449.077 kr. Kia Soul EV Luxury — rafbíll, sjálfskiptur. Fylgdu okkur á Facebook. facebook.com/kiamotorsisland
NÝTT Í BÆNUM
Nýtt að borða Messinn er nýopnaður sjávarréttastaður í Lækjargötu, þar sem hægt er að fá glænýjan fisk sem borinn er fram á pönnunni. Gott orð fer þegar af gæðum fisksins frá þeim sem heimsótt hafa staðinn, svo ráð er að heimsækja hann ef menn langar út að borða um helgina.
Nýtt í bíó The Nice Guys er hasarmynd með miklum húmor úr smiðju Shane Black, mannsins á bak við Lethal Weapon og Kiss Kiss Bang Bang. Russell Crowe og Ryan Gosling leika aðalhlutverk tveggja einkaspæjara á áttunda áratugnum.
Nýtt í tónlist Hljómsveitin Synthamania hefur gefið út sitt fyrsta lag sem ber nafnið Synthamania. Lagið er diskósmellur af bestu gerð og ber þess merki að hljómsveitarmeðlimir séu ekki að stíga sín fyrstu skref í tónlist. Lagið og myndband má finna á YouTube.
Tölum um... Kvennafótbolta Anna María Pálsdóttir, leikmaður í 2. flokki HK/Víkings
„Mér finnst mismunur á umfjöllun um kvennalandsliðið samanborið við karlana. Þegar íslenska karlalandsliðið komst á EM var fyrirsögn í fréttum „Ísland í fyrsta skipti á EM,“ en kvennalandsliðið komst á EM nokkrum árum fyrir það, tvisvar sinnum. Þegar ég var yngri fann ég ekki mikið fyrir þessu en man eftir einu sinni að það voru stærri bikarar hjá strákunum en stelpunum og svoleiðis bull.“
Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir, áhugakona um fótbolta „Það er misræmi milli þess sem er gert fyrir konur og karla í fótbolta. Umfjöllunin er meiri í karlaboltanum sem hefur afgerandi áhrif. Umfjöllun hefur þó aukist um kvennafótbolta en þar horfir allt til betri vegar en það þarf að halda áfram. Ég held líka að það vanti meiri peninga í fótboltann á Íslandi sem gæti haft jákvæð og bætandi áhrif.“
Útsala
25-50% AF VÖLDUM VÖRUM 50%
30%
25%
Black tree-rúmföt. 140x200/60x63 cm. 6.995 kr. Nú 3.495 kr.
Vichy-glerskápur. Hvítt MDF og Elri viður. 124 x 47 x 230 cm. 179.900 kr. Nú 125.900 kr.
Badia-sófi. Þriggja sæta sófi + legubekkur. L 307 x D 150 cm. 219.900 kr. Nú 164.900 kr. Sófann er hægt að fá speglaðan.
30%
50%
25%
Kingston-sófi. Þriggja sæta sófi. L232 cm. Blátt áklæði. Verðflokkur A2. 239.900 kr. Nú 167.900 kr.
Charme-glas. Hvítvínsglas. 43cl. 495 kr. Nú 247 kr. Rauðvínsglas. 57cl. 495 kr. Nú 247 kr. Kampavínsglas. 18cl. 395 kr. Nú 197 kr.
Letter-kanna. Stafakanna. 895 kr./stk. Nú 670 kr./stk.
50%
25%
Summer-stóll. Bistro baststóll. 14.900 kr. Nú 7.450 kr.
Army-loftljós. Svart loftljós. 21 cm. 6.995 kr. Nú 5.245 kr.
Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins
„Ég hef ekki yfir neinu að kvarta varðandi kvennalandsliðið, umfjöllun um það hefur verið góð og í takt við umfjöllun um karlalandsliðið. Hvað deildina heima varðar hefur henni kannski verið ábótavant en það hafa verið tekin stór skref í ár við að bæta umfjöllun um kvennafótbolta. Ég held að við þurfum að halda áfram á þeirri braut; með leiki í beinni útsendingu, markaþáttum og umfjöllum í netmiðlum sem sinna deildinni vel.“
35%
40%
TILBOÐ
Camembertbeygla. Verð 1.195 kr. Nú
Heimdal-borð. Steypt borðplata með eikarfótum. 60 cm. 34.900 kr. Nú 22.600 kr. 50 cm. 24.900 kr. Nú 15.900 kr. 40 cm. 17.900 kr. Nú 9.900 kr.
LANGVIRK SÓLARVÖRN Sölustaði má finna á celsus.is
bakhlid.indd 1
11.5.2016 13:10:35
Summer-kollur með geitaskinni. 9.995 kr. Nú 5.995 kr.
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30
995 kr.