11 10 2013

Page 1

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir ætlar að taka slaginn í borginni. Hún segist lausnamiðuð hugsjónamanneskja. Fréttir 10

Pollrólegur málmhaus Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir kippir sér ekkert upp við að vera komin á skrá hjá bandarískri umboðsskrifstofu. michelsenwatch.com

20 viðtal

helgarblað

11.–13. október 2013 41. tölublað 4. árgangur

ókeypiS  Viðtal heiðar ingi SVanSSon bókaútgefandi

Geðveikur pabbi Þegar tólf ára dóttir Heiðars Inga Svanssonar ritar undir mynd að hún sé „dóttir Heiðars / geð­ veikur pabbi“ meinar hún það einnig bókstaflega því faðir hennar er geðveikur. Í tilefni af alþjóðlegum geðheilbrigðisdegi, sem var í gær, flutti Heiðar Ingi predikun í geðveikri messu í Laugarnes­ kirkju á sunnudaginn undir heitinu „Mitt eigið, prívat helvíti“, þar sem hann greindi opinberlega frá því, fyrir framan guð og menn, að hann sé geðveikur. Hann veiktist af geðhvörfum fyrir sextán árum en lifir góðu lífi í dag með hjálp lyfja og heilbrigðs lífsstíls.

Úr fréttum í fiskinn

Karen Kjartansdóttir er vitlaus í makríl. viðtal 28

Hannar föt frá hjartanu Gunni og Kolla kaupa fatamerkið Freebird viðtal 38

PEYSUR 2.990

ljósmynd/Hari

Menning í Fréttatímanum í dag: íslenski dansFlokkurinn - gunnar smári dæmir Harmsögu, Jeppa á FJalli, aladdín og mann að mínu skapi.

Stefnir á borgar­ stjórastólinn

síða 32

TILBOÐSDAGAR Í AUGASTAÐ

15–80% afsláttur af umgjörðum

Umgjarðir frá 2.500 kr. Tilboðið gildir til 18. okt.

FIRÐI Fjarðargötu 13–15 Opið: virka daga 10–18 og laugardaga 11–15

MJÓDDINNI Álfabakka 14 Opið: virka daga 9–18 og laugardaga 11–15

SELFOSSI Austurvegi 4 Opið: virka daga 10–18

Gleraugnaverslunin þín


2

fréttir

Helgin 11.-13. október 2013

 einkenniSfatnaðuR Svona eiga SýSluMenn að veR a

Sýslumönnum ber að nota stólur Samkvæmt nýrri reglugerð um einkennisfatnað, skilríki og merki sýslumanna og löglærðra fulltrúa þeirra þá ber þeim að nota stólu við ákveðnar athafnir í störfum sínum, til dæmis hjónavígslur, framkvæmdir aðfarargerða utan skrifstofu, við uppboð utan skrifstofu sýslumanns, fyrir dómi þar sem sýslumaður mætir stöðu sinnar vegna og þegar nauðsynlegt eða æskilegt þykir við önnur verkefni utan starfsstöðvar þar sem sýslumaður eða löglærður fulltrúi hans kemur fram stöðu sinnar vegna. Í reglugerðinni stendur „Stóla skal vera úr svörtu ullarefni, um 140 sm að lengd og 14 sm breið. Innra byrði skal vera úr stömu, svörtu efni. Hvor endi skal vera með 130 gráðu útstætt horn fyrir miðju. Tveir samhliða gylltir borðar, 1,1 sm á breidd með 1,5 sm bili skulu þvera báða enda stólunnar.“ Jónas Guðmundsson, sýslumaður á Bolungarvík, segir

að praktískar ástæður séu fyrir því að æskilegt sé að stóla sé notuð við slík tækifæri og nauðsynlegt sé að fólk sjái að sýslumaður eða fulltrúi hans sé að framkvæma athöfnina en ekki bara einhver. „Menn hafa gert það að vandamáli og þess vegna var þörf á þessu. Búið er að samþykkja þetta hjá sýslumönnum. Það er ekki skylda að menn séu með stóluna inni á skrifstofunni en mér finnst það eiga við undir ákveðnum kringumstæðum þegar það þarf að vera alveg klárt að menn séu fulltrúar sýslumanns,“ segir Jónas. Ásgeir Eiríksson, löglærður fulltrúi hjá embætti sýslumannsins í Reykjavík, segir að málið hafi ekki verið kynnt fyrir þeim og að hann geti ekki rætt um málið. María Elísabet Pallé Sýslumenn með nýju stólurnar sínar.

maria@frettatiminn.is

 SkólaR Mikil vinna ungMenna Með náMi

Hagnaður af rekstri Ölstofunnar

Sex milljóna króna hagnaður var af rekstri Ölstofu Kormáks og Skjaldar á síðasta ári. Viðskiptablaðið greinir frá því að þetta sé aðeins minni hagnaður en árið 2011 þegar reksturinn skilaði níu milljóna króna hagnaði og arðgreiðslur námu þremur milljónum króna. Arðgreiðslur árið 2012 námu 4,2 milljónum króna. Ölstofan er í eigu Skjaldar Sigurjónssonar og Kormáks Geirharðssonar. Eignir félags þeirra nema um 48 milljónum króna og eigið fé er jákvætt um tæpar 24 milljónir.

Strætóappið í þriðjungi snjallsíma

Vilja leikskólapláss strax eftir fæðingarorlof Þingflokkur Vinstri grænna hefur lagt fram þingsályktunartillögu um unnið verði að því að sveitarfélögin geti boðið leikskólapláss um leið og fæðingarorlofi lýkur. Miðað verði við að þegar fæðingarorlofið hefur verið lengt í 12 mánuði, árið 2016, verði sveitarfélög um landið reiðubúin að veita þjónustuna. Svandís Svavarsdóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Vinstri græn leggja til að Alþingi feli mennta- og menningarmálaráðherra, í samráði við innanríkisráðherra, að skipa nefnd með þátttöku sveitarfélaganna, sérfræðinga, hagsmunaaðila og stjórnmálaflokka er geri tillögu að áætlun um hvernig sveitarfélögin geta komið þessu í framkvæmd. Í greinargerð með tillögunni segir að þar sem leikskólar sveitarfélaganna taki almennt ekki við börnum fyrr en þau eru 18-24 mánaða sé langur tími sem foreldrar þurfa að brúa frá því fæðingarorlofi lýkur, en orlofið er nú 9 mánuðir. - eh

Yfir 40 þúsund manns hafa hlaðið Strætóappinu í símann sinn sem þýðir að búið er að hala appinu niður í tæplega þriðjung allra snjallsíma á Íslandi. „Þessar frábæru viðtökur á appinu sýna okkur hvað það er mikilvægt að fyrirtæki eins og Strætó sé alltaf með puttann á púlsinum með hvað er að gerast í samfélaginu,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdarstjóri Strætó bs. Appið var hannað til þess að auðvelda farþegum Strætó að komast leiðar sinnar, finna bestu og stystu leiðina á áfangastað, sjá staðsetningu vagna í rauntíma, leita eftir brottförum vagna frá ákveðnum biðstöðvum í rauntíma og fleira. -eh

Stemning í Laugardal Karlalandslið Íslands í knattspyrnu mætir Kýpur í undankeppni HM 2014 á Laugardalsvelli í kvöld, föstudagskvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en nokkuð er síðan allir miðar seldust upp. Þróttarar verða með upphitun fyrir leikinn í Laugardalnum en klukkan 16 verður opnaður sportbar í anddyri Laugardalshallar. Sérfræðingar í leikgreiningu munu stýra töflufundi um klukkan 17.30 og félagsskapurinn Áfram Ísland verður með sölubás þar sem hægt verður að skreyta sig fyrir leikinn. Þeir sem ekki eru svo heppnir að eiga miða geta horft á leikinn á risatjaldi í félagsheimili Þróttar.

Rúmlega helmingur íslenskra ungmenna á aldrinum 15-19 ára stundar vinnu og er það hærra hlutfall en á nokkru öðru Norðurlandanna. Ljósmynd/Hari

Unga fólkið fái frið til að mennta sig

Atvinnulífið treystir á ódýrt vinnuafl ungmenna enda vinna fleiri ungmenni hér en á hinum Norðurlöndunum. Skólameistari segir mikla vinnu ungmenna helstu ástæðu hins mikla brottfalls sem hér er úr námi og að hér sé óhagstætt uppeldisumhverfi fyrir ungt fólk. Við verðum að taka á vandanum og viðurkenna rétt unga fólksins til að vera friði í námi.

R

Ársæll Guðmundsson skólameistari hefur áhyggjur af of mikilli vinnu ungmenna.

www.fronkex.is

kemur við sögu á hverjum degi

úmlega helmingur íslenskra ungmenna á aldrinum 15-19 ára stundar vinnu og er það hærra hlutfall en á nokkru öðru Norðurlandanna. Ársæll Guðmundsson, skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði, segir þessar niðurstöður ekki koma skólafólki á óvart. „Ég hef áður gagnrýnt það hversu stutt skólaárið er í framhaldsskólum og að nemendur nýti sér það og fá sér vinnu á sumrin. Þegar þeir eru farnir að vinna eignast þeir peninga og til verða alls kyns gerviþarfir. Ákveðinn vítahringur fer af stað sem síðan vindur upp á sig og úr verður ófremdarástand sem við þekkjum af því mikla brottfalli sem hér er úr framhaldsskólum og skólinn verður ekki lengur númer eitt,“ segir Ársæll. Hann bendir á að hvor önn sé einungis rúmlega fjórtán vikur auk prófatíma. „Nemendur hafa haft mánuð í kringum jól, tíu daga í kringum páska, og svo frá miðjum maí til loka ágúst til að vinna sér inn peninga til þess að reka bíl, komast í utanlandsferðir og eignast iPhone, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir hann. Ársæll segir þetta samt sem áður ekki koma á óvart því samfélagið búi til þessar aðstæður. „Atvinnulífið treystir á þetta ódýra vinnuafl. Áður þurfti fólk til að sinna bústörfum á vorin og haustin en nú þarf

ferðaþjónustan vinnuafl og því vill atvinnulífið ekki breyta þessu. Það er mjög slæmt að atvinnugreinarnar treysti á ódýrt vinnuafl í unga fólkinu þegar við, sem þjóð, eigum að vera að mennta það,“ segir hann. Ársæll er talsmaður þess að brautskrá nemendur yngri úr framhaldsskólum með því að lengja viðveru þeirra. Hann vill fjölga kennsludögum og afnema próftímabil. „Þannig geta nemendur og kennarar verið mun lengur saman við að læra,“ segir hann. „Þessi mikla vinna ungmenna er helsta ástæða brottfallsins. Það er ekki kvíðinn þótt hann sé slæmur heldur er hér mjög óhagstætt uppeldisumhverfi fyrir ungt fólk,“ segir Ársæll. „Það breytist ekki fyrr en við tökum á þessum vanda og viðurkennum rétt unga fólksins til að vera í friði í námi.“ Hann bendir á að hér á landi sé lagt á herðar fjölskyldna unga fólksins að greiða fyrir menntun þeirra ólíkt því sem þekkist í löndunum í kringum okkur. Því þurfi margir nemendur að vinna sér inn fyrir þeim kostnaði sem standa þarf straum af við nám, svo sem efniskaupum og almennu uppihaldi. „Ég bendi á að í nýju framhaldsskólalögunum frá 2008 stendur að ríkið skuli standa straum af kostnaði vegna efniskaupa. Gildistöku þess ákvæðis hefur sífellt verið frestað og átti það að taka gildi um mitt næsta ár. Mér sýnist hins vegar í fjárlagafrumvarpinu að gert sé ráð fyrir því að því verði áfram frestað. Það er því allt sem stuðlar að því að við hrekjum unga fólkið úr námi,“ segir Ársæll. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is


góða skemmtun

Opið: Virka daga 11-19 Fimmtudaga 11-21 Laugardaga 11-18 Sunnudaga 13-18 Finndu Okkur á


4

fréttir

Helgin 11.-13. október 2013

veður

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

dásemdin ein, sumarhiti um helgina Það er skammt stórra högga á milli í veðrinu. eftir kalda daga með snjó og hálku verða alger umskipti og hiti kemst í hæstu hæðir árstímans um helgina ! Sérstaklega verður hlýtt í strekkingnum í dag, en á morgun lægir mikið. í heiðríkjunni norðan- og austanlands fram á sunnudag verður talsverður hitamunur dags og nætur. í nokkra daga fram yfir helgi verður áframhald á góðum haustdögum. einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is

9

13

10

12

10

8

9

6

12

9

8

6

7

10

10

Hvasst v- og Nv-til. Mjög Hlýtt á laNdiNu og að Mestu úrkoMulaust.

áfraM þurrt og Hlýtt. lægir Mikið.

sólríkt og freMu stillt. Milt, eN Næturfrost N- og a-laNds.

Höfuðborgarsvæðið: Strekkingur og Skýjað að meStu. Hlýtt.

Höfuðborgarsvæðið: Skýjað, Smá Suddi um morguninn.

Höfuðborgarsvæðið: áfram Sól, en auStan gola og Hlýtt í veðri.

 neytendur Merkingar á MatvæluM auðvelda neytenduM valið flugfélagið easyjet mun bjóða upp á beint áætlunarflug frá Íslandi til Basel Í Sviss. Fyrsta flugið verður þann 2. apríl næstkomandi en flogið verður tvisvar sinnum í viku, á miðvikudögum og laugardögum fram í lok september. farmiðar eru nú komnir í sölu á heimasíðu félagsins www.easy.jet.com og er lægsta fargjaldið í kringum 6.295 krónur aðra leið með sköttum. Basel er fimmta flugleið easyJet frá Íslandi en félagið flýgur þegar í beinu flugi frá Keflavík til Lundúna, Manchester og Edinborgar allt árið um kring, auk þess sem beint flug til Bristol hefst á vegum félagsins eftir nokkrar vikur.

Stofna Hollvinasamtök reykjalundar Hópur þeirra sem hafa notið endurhæfingar á Reykjalundi og aðrir velunnarar undirbúa stofnun hollvinasamtaka og mun undirbúningsstjórn stofna samtökin formlega á reykjalundi laugardaginn 2. nóvember. meginhlutverk samtakanna verður að styðja við starfsemi Reykjalundar í samráði við yfirstjórn með fjáröflun, fjárstuðningi og fleira Í undirbúningsstjórn hollvinasamtakanna eru ásbjörn einarsson, Bjarni ingvar árnason, Haukur leósson, jón ágústsson, ragnheiður ríkharðsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Stefán Sigurðsson. reykjalundur er stærsta endurhæfingamiðstöð Íslands sem þjónar landsmönnum öllum og þar hafa þúsundir landsmanna náð heilsu sinni á ný eftir alvarleg áföll. fjöldi sjúklinga sem árlega njóta endurhæfingar á Reykjalundi er nálægt 1200, en viðmið í þjónustusamningi við Sjúkratryggingar íslands gera ráð fyrir 1050 sjúklingum á ári.

SignWiki komið í úrslit nýsköpunarverkefnið SignWiki sem Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra þróaði er komið í úrslit evrópsku nýsköpunarverðlaunanna í opinberum rekstri. Úrslitin verða kynnt við sérstaka athöfn í maastricht í lok nóvember. íslenskar stofnanir eru nú að taka þátt í fyrsta sinn og hafa verkefnin SignWiki, Samfélagsmiðlar lögreglunnar og libro-

Þau fyrirtæki sem framleiða erfðabreytt matvæli hafa lengi barist gegn því að það komi fram á umbúðunum að þau séu erfðabreytt.

digital á vegum Hljóðbókasafns íslands nú þegar fengið sérstakar viðurkenningar sem framúrskarandi verkefni. fjölskyldur heyrnarlausra barna, kennarar og nemendur í táknmálsfræði við Háskóla íslands segja að SignWiki boði byltingarkenndar breytingar á miðlun efnis. með SignWiki er hægt að dreifa námskeiðum í íslensku táknmáli, orðabók, málfræðigreinum, ýmiss konar fræðslu og í reynd eru möguleikarnir nánast óþrjótandi. vefurinn er gagnvirkur og býður upp á þátttöku þeirra sem nota hann.

dansmaraþon un Women un Women stendur fyrir þriggja tíma dansmaraþoni í kramhúsinu föstudaginn 11. október í tilefni af alþjóðlegum degi stúlkubarnsins. markmið dansmaraþonsins er að vekja athygli á þeim mannréttindabrotum sem ungar stúlkur í mörgum af fátækustu löndum heims verða fyrir á hverjum degi. í ár hafa samtökin lagt höfuðáherslu á útrýmingu barnabrúðkaupa en á þriggja sekúndna fresti er stúlka undir 18 ára aldri þvinguð eða tilneydd í hjónaband. un Women leggur ríka áherslu á að afnema skuli barnahjónabönd. mæðradauði er helsta dánarorsök unglingsstúlkna á aldrinum 15-19 ára í þróunarlöndum. Þær eru tvisvar sinnum líklegri til þess að láta lífið á meðgöngu eða við barnsburð en konur á þrítugsaldri. dansmaraþonið hefst stundvíslega klukkan 19 og verður dansað afró, Beyoncé-dans, suðræn sveifla og magadans. verð er 2.900 krónur. -eh

HANDSMÍÐAÐ Í HAFNARFIRÐI SÍÐAN 1993

dr. john fagan þróaði dna-próf fyrir erfðabreytt matvæli og mótaði fyrsta vottunarkerfið fyrir matvæli án erfðabreyttra efna.

Tækifæri fyrir íslenska framleiðendur

viðskiptatækifæri eru fyrir íslenska framleiðendur að merkja vörur sínar þannig að þær innihaldi engin erfðabreytt efni. dr. john fagan segir að á meðan ekki liggi fyrir hvaða áhrif erfðabreytt matvæli hafa á mannslíkamann til lengri tíma sé nauðsynlegt að neytendur hafi val og merkingar auðveldi þeim að velja.

n

92%

ræktunarlands fyrir erfðabreytt matvæli er í 6 löndum: Bandaríkjunum, kanada, argentínu, Brasilíu, indlandi og kína.

95%

erfðabreyttra matvæla samanstanda af fjórum fæðutegundum: Sojabaunir, maís, bómull og canola-olía. Heimild: Dr. John Fagan

LINNETSSTÍG 2 | SÍMI: 565-4854 www.siggaogtimo.is

eytendur vilja upplýsingar. Vísindamenn eru ekki sammála um hvort erfðabreytt matvæli séu örugg. Neytendur krefjast gagnsæis og því eru mikil sóknarfæri fyrir íslenskan landbúnað þegar kemur að því að framleiða og merkja vöru sem inniheldur engin erfðabreytt efni,“ segir dr. John Fagan, sameindalíffræðingur við Cornell háskóla í Bandaríkjunum. Hann var frummælandi á ráðstefnu kynningarátaks um erfðabreyttar lífverur sem haldin var á mánudag. Meðal þeirra sem stóðu að ráðstefnunni voru Neytendasamtökin, Matvæla- og veitingafélag Íslands og Vottunarstofan Tún. Stuttu fyrir ráðstefnuna skrifuðu sex vísindamenn við íslenska háskóla grein í Fréttablaðið þar sem þeir vöruðu við efni ráðstefnunnar og sögðu að aðstandendur hennar hefði ítrekað lýst yfir andstöðu sinni við nýtingu erfðabreyttra lífvera í landbúnaði og matvælaframleiðslu. Ekki hefur verið sannað að erfðabreytt matvæli séu hættuleg en ekki hefur heldur verið sannað að þau séu örugg. „Það þarf að rannsaka þau miklu meira og á meðan við höfum ekki meiri þekkingu er mikilvægt að merkja erfðabreytt matvæli þannig að neytendur geti valið,“ segir dr. Fagan. Að lokinni ráðstefnunni átti hann fund með nokkrum íslenskum framleiðendum þar sem þeir gátu spurt hann um framleiðslu

án erfðabreyttra efna. Dr. Fagan bendir á að þegar sé þess krafist í 64 löndum að erfðabreytt matvæli séu merkt sérstaklega. Ísland er þeirra á meðal. Þá hefur undanfarin ár verið mikil vakning þegar kemur að því að merkja matvæli þannig að þau innihaldi ekki erfðabreytt matvæli og geta framleiðendur í Þýskalandi, Frakklandi og Lúxemborg, meðal annarra landa, sett viðurkennd merki á sínar vörur til að auðkenna þær fyrir neytendur. „Í Bandaríkjunum eru 18 þúsund vörur vottaðar án þess að innihalda erfðabreytt matvæli og þeim fjölgar í hverjum mánuði,“ segir dr. Fagan. „Þau fyrirtæki sem framleiða erfðabreytt matvæli hafa lengi barist gegn því að það komi fram á umbúðunum að þau sé erfðabreytt. Það skýtur skökku við því ef þeir standa í þeirri trú að þeirra vara sé sú besta þá ættu þeir einmitt að vilja merkja hana þannig,“ segir dr. Fagan. „Ef við hugsum okkur foreldra sem eru að kaupa mat handa barninu sínu þá er það krafa þeir geti valið á milli erfðabreyttrar matvöru eða náttúrulegra matvæla. Fæstir vilja taka áhættuna á meðan við vitum ekki meira um áhrif erfðabreyttra matvæla á mannslíkamann og heilbrigði okkar,“ segir hann. erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Ljósmynd/Hari

til sviss með easyjet


©DISNEY

VIÐ VILJUM SJÁ ÞIG Arion banki hefur, í samstarfi við Samgöngustofu, sent öllum börnum fæddum árið 2007 endurskinsmerki að gjöf. Önnur börn sem langar í merki geta nálgast þau í næsta útibúi Arion banka. Komdu í heimsókn því við viljum sjá þig.


6

fréttir

Helgin 11.-13. október 2013

 Borgarmál Jón gnarr útnefndi fimmta HeiðursBorgar a reykJavíkur

Yoko Ono gerð að heiðursborgara Reykjavíkur Jón Gnarr borgarstjóri útnefndi listakonuna Yoko Ono heiðursborgara Reykjavíkur við athöfn í Höfða á miðvikudag. „Með starfi sínu hefur Yoko Ono beint ljósi friðarins að Reykjavík sem við viljum að standi uppljómuð sem borg friðar og mannréttinda. ...Framlag hennar til friðar- og mannréttindamála í heiminum er einstakt. Friðarsúlan hefur borið hróður Reykjavíkur víða auk þess sem viðurkenningin LennonOno Grant for Peace eru nú veitt í Reykjavík,“ sagði Jón Gnarr við athöfnina. Yoko Ono er fimmti heiðursborgari Reykjavíkur. Séra Bjarni Jónsson var fyrstur til að hljóta þessa nafnbót árið 1961, Kristján Sveinsson augnlæknir hlaut hana árið 1975, Vigdís Finnbogadóttir árið 2010 og Erró árið 2012.

„Ég þakka ykkur fyrir að gera mig að heiðursborgara í Reykjavík. Það er mér sannur heiður og mikil hvatning í því að halda áfram að góðum málum. Við John trúðum á Nutopíu, sem myndi gera okkur öll að heimsborgurum. En í heiminum er eitt land í hjarta okkar sem ljómar af hlýju, sannleika og fegurð. Það er Ísland. Í hvert skipti sem ég kem hingað er ég minnt á hvað er nauðsynlegt og mikilvægast í lífinu. Kærar þakkir, kærar þakkir, þakkir fyrir að vera þau sem þið eruð,“ sagði Yoko Ono þegar hún tók við viðurkenningunni. Á miðvikudagskvöld voru ljósin tendruð á Friðarsúlunni í Viðey í sjöunda sinn. Friðarsúlan er útilistaverk til minningar um John Lennon. Um 1.800 manns voru við athöfnina í Viðey á miðvikudagskvöld. -hdm

Jón Gnarr borgarstjóri útnefndi listakonuna Yoko Ono heiðursborgara Reykjavíkur í Höfða. Ljósmynd/Hari

 Hagr æðing augum Beint að utanríkisþJónustunni

Ný tilskipuN EvrópusambaNdsiNs um starfsEmi vErðbréfasjóða

robert p. lord

heldur fyrirlestur á Háskólatorgi, stofu 105 föstudaginn 11. okt. kl. 12-13:15 Með tilskipuninni er reynt að samræma reglur um starfsemi verðbréfasjóða á evrópska efnahagssvæðinu ( EES). Eitt af því sem tilskipunin felur í sér er aukin upplýsingagjöf verðbréfasjóða og þar með gagnsæi fyrir þá sem festa fé sitt í slíkum sjóðum.Tilskipunin mun hafa mikil áhrif hér á landi sem annars staðar á svæðinu, sérstaklega þegar hömlum á fjárfestingu verður aflétt hér á landi. Robert Lord er virtur lögfræðingur sem hefur hefur starfað við regluvörslu á verðbréfamörkuðum og unnið fyrir fjármálamarkaðinn víða um heim.

aðgangur ókeypis, allir velkomnir!

Sendiráðum verði fækkað Hagræðingarnefnd skoðar nú hvernig hagræða megi í utanríkisþjónustunni með fækkun sendiráða. Sátt er um það á Alþingi að auka fjárútlát til Landspítalans og hefur verið talað um að hækka þyrfti framlög til spítalans um þrjá milljarða – sem jafngildir einmitt sérstaka veiðigjaldinu sem ríkisstjórnin lét afnema.

Sendiráð

Mkr

Berlín Kaupmannahöfn London Moskva Osló París Stokkhólmur Washington New York Brussel Vín Peking Ottawa Tókýó Helskinki Nýja Delhi Samtals

118 112 151 118 81 161 66 128 161 247 101 109 74 61 71 75 1834

Fastanefndir og aðalræðisskrifstofur

Mkr

Fastanefnd Íslands hjá NATO Fastanefnd Íslands í Genf Fastanefnd Íslands Strassburg Aðalræðisskrifstofa New York Aðalræðisskrifstofa Winnipeg Aðalræðisskrifstofa Þórshöfn Aðalræðisskrifstofa Nuuk Annað Viðhald fasteigna Stofnkostnaður, tæki og búnaður Samtals

H

170 148 36 42 45 43 55 425 31 210 3037

agræðingarnefnd skoðar nú leiðir til þess að hagræða í utanríkisþjónustunni og er það einn þeirra málaflokka sem fjárlaganefnd horfir til þegar gerð verður tillaga um aukin fjárframlög til Landspítala á næsta ári. Almenn samstaða er meðal þingmanna að Landspítalinn þurfi frekari fjárheimildir en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir. Í umræðum á Alþingi á miðvikudag var rætt um að Landspítalinn þyrfti að lágmarki þrjá milljarða til viðbótar á næsta ári. Þess má geta að sérstakt veiðigjald, sem Alþingi hafði á síðasta kjörtímabili samþykkt að leggja á og núverandi ríkisstjórn lét afnema, nam um 3,2 milljörðum króna. Guðlaugur Þór Þórðarson situr bæði í hagræðingarnefnd og fjárlaganefnd. Hann segir það skýran vilja hjá báðum stjórnarflokkunum, sem og stjórnarandstöðunni að færa fjármuni til Landspítalans. „Ég lít svo á að það sé eitt helsta verkefni fjárlaganefndar. Það virðist vera algjör samstaða um það en nú reynir á að samstaðan sé ekki bara í orði, heldur einnig á borði,“ segir hann. Heildarútgjöld til utanríkisráðuneytisins árið 2014 eru rúmlega 12 milljarðar og jukust um 660 milljónir milli ára. Þar af er kostnaður vegna sendiráða og fastanefnda rúmir þrír milljarðar. Ísland rekur sextán sendiráð víða um heim og er meðalrekstrarkostnaður hvers um 114 milljónir á ári. Fækkun sendiráða

um helming myndi því skila hagræðingu upp á tæpan milljarð. Guðlaugur Þór segir að meðal þeirra málaflokka sem séu til skoðunar til hagræðingar séu auk utanríkismála, landbúnaðarmál, umhverfisstofnanir og eftirlitsstofnanir. „Við erum að skoða hvernig megi taka fjármuni þaðan og færa yfir á heilbrigðismálin,“ segir hann. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að hagræðingartillögurnar verði gerðar opinberar í lok næstu viku. „Við þurfum þjóðarsátt um Landspítalann,“ segir hún. „Við verðum að halda uppi öflugu heilbrigðiskerfi, ekki síst vegna hinnar miklu aukningar ferðamanna sem hingað koma. Ein af forsendunum fyrir því að hér verði áframhaldandi ferðamannaiðnaður er sú að hér sé öruggt heilbrigðiskerfi,“ bendir hún á. Fækkun sendiráða er ein þeirra tillagna sem hagræðingarnefnd hefur til skoðunar sem myndi skila hagræðingu strax. Flestar tillögurnar miðast hins vegar við flóknari kerfisbreytingar sem myndu kosta ríkissjóð fjármuni í upphafi en skila breytingum til langs tíma. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is


„Fyrst metum við þörfina, síðan mátum við lausnina“ Með Vodafone Firma velur þú þjónustu í takt við þarfir þíns fyrirtækis og nýtur ávinnings. Nánari upplýsingar í síma 599 9500 eða á vodafone.is/fyrirtaeki

Vodafone

HVÍTA HÚSIÐ/SÍA

Góð samskipti bæta lífið

Örvar Þór Kristjánsson Viðskiptastjóri hjá Vodafone


8

www.nissan.is

fréttir

Helgin 11.-13. október 2013

 Menning BókMenntaverðlaun tóMasar guðMundssonar veitt

Bjarki Karlsson verðlaunaður með gamla bragarhætti Bjarka Karlssyni voru og að tilfinningin sé sú að afhent Bókmenntaverðhin mikla þekking sem laun Tómasar Guðhöfundur hafi á þeim hafi mundssonar í Höfða í knúið hann til að nota gær. Verðlaunin hlaut þá – og ekki síst að miðla Bjarki fyrir ljóðahandþeim til yngri eyrna. Þá rit sitt Árleysi alda. Alls sé skýrt að höfundur hafi bárust fjörutíu og sex framúrskarandi vald á handrit að þessu sinni. bragarháttunum og hafi Í umsögn dómnefndar Bjarki Karlsson. náð að flétta það vald segir að verðlaunasaman við skarpa samhandritið sé óvenju vel félagsádeilu og slynga orðaleiki heppnuð blanda af húmor, fornum sem gefi handritinu öllu einstakt bragarháttum og samfélagsádeilu gildi og dýpt. og snúist í rauninni í kringum leik

SPARNEYTNIR OG VANDAÐIR

Elsa Hrafnhildur Yeoman, forseti borgarstjórnar, veitti verðlaunin sem nema sex hundruð þúsund krónum. Verðlaunahafinn fékk einnig áritað viðurkenningarskjal frá borgarstjóra. Bjarki er doktorsnemi í íslenskri málfræði og bragfræði við Háskóla Íslands og vinnur að rannsókninni Bundið mál á vestur-norrænu málsvæði á síðari öldum og er hún styrkt af Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands. Uppheimar gefa verðlaunaverkið út og komu fyrstu eintök úr prentun í gær, fimmtudag. -dhe

 HeilBrigðisMál sMitáHætta saMkynHneigðr a er ennþá Meiri

Fleiri gagnkynheigðir HIV-smitaðir Í fyrsta sinn eru fleiri gagnkynhneigðir smitaðir af HIV en samkynhneigðir en 303 einstaklingar hafa greinst með HIV á Íslandi. 39 þeirra hafa látist úr alnæmi. Nýjustu lyf ná vel að halda HIV-niðri en formaður HIV-Ísland segir að fólk megi ekki sofna á verðinum.

100% RAFKNÚINN NISSAN LEAF Komdu og kynntu þér kosti LEAF

0,0 l/100 km

500 ÞÚS. KR. KAUPAUKI FYLGIR NÝJUM QASHQAI

HIV gerir ekki mannamun og getur fólk úr öllum hópum samfélagsins smitast. Ljósmynd/Hari

NISSAN QASHQAI 4x4, DÍSIL Verð: 4.990 þús. kr.

Einar Þór Jónsson, formaður HIV-Ísland, vill síður flokka HIV-smitaða í hópa því allir geti smitast og því þurfi allir að vera varkárir í sínu kynlífi.

5,1

l/100 km

HIV-smitaðir eftir hópum

KAUPAUKI: Vetrardekk · Dráttarbeisli · iPad 32 GB

Hópar Samkynhneigðir Fíkniefnaneytendur (í æð) Gagnkynhneigðir Blóðþegar Móðir til barns Annað / óþekkt Alls

Karlar

Konur

Samtals

Hlutfall

111 44 51 0 0 4 210

0 17 63 5 1 4 90

111 61 114 5 1 8 300

37% 20% 38% 2% 0 3% 100%

Heimild: Embætti landlæknis. Tölur frá 31. 12.2012

HIV-smitaðir á síðustu árum NÝR DÍSIL

Ár

Verð: 3.690 þús. kr.

4,2

BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkst. Austurlands / Egilsst. / 470 5070 IB ehf. / Selfossi / 480 8080

6 13 10 5 0

5 1 5 2 2 Heimild: Embætti landlæknis

l/100 km

ENNEMM / SÍA / NM59203

NISSAN JUKE ACENTA, DÍSIL

Gagnkynhneigðir Fíkniefnaneytendur Samkynhneigðir

2012 9 2011 8 2010 7 2009 8 2008 6 Einn blóðþegi greindist árið 2011.

Með því að tala um ólíka hópa með HIV – hvort sem það eru hommar, sprautufíklar eða innflytjendur – fer fólk í öðrum hópum að upplifa sig sem öruggt.

þ

rír einstaklingar hafa verið staðfestir með HIV smit það sem af er þessu ári. Af þeim eru tveir innflytjendur frá Afríku og einn Íslendingur sem er samkynhneigður,“ segir Haraldur Briem, sóttvarnalæknir hjá embætti landlæknis. Í fyrsta sinn eru fleiri gagnkynhneigðir einstaklingar HIV-smitaðir á Íslandi en samkynhneigðir. Haraldur segir það í raun ekki marka sérstök tímamót og það sé ekki ástæða til að breyta reglum um blóðgjafir samkynheigðra. „Smitáhætta samkynhneigðra karla er enn mun meiri en gagnkynhneigðra,“ segir hann og bendir á að hlutfall samkynhneigðra sé mun lægra og því segi fjöldatölur ekki alla söguna. Þá vekur hann athygli á að samkvæmt vísindaútttekt á vegum Evrópusambandsins ættu samkynhneigðir karlmenn ekki að gefa blóð. Árið 2010 varð mikil aukning á fjölda fíkniefnaneytenda sem smituðust af HIV eftir að deila sprautu með öðrum. Árin þar á undan voru nýgreindir allt frá engum og upp í 6, árið 2010 greindust 10 fíkniefnaneytendur með HIV, 13 árið 2011 og 6 á síðasta ári. Einar Þór Jónsson, formaður samtakanna HIV-Ísland, segir að vissulega hafi nýgreindum í hópi sprautufíkla fjölgað á undanförnum árum en hæpið sé að flokka alltaf niður HIVsmitaða. „Það hefur líka fjölgað í hópi innflytjenda með auknum fjölda þeirra hér á landi en fjölgunin hefur einnig verið mikil meðal gagnkynhneigðra. Með því að tala um ólíka hópa með HIV – hvort sem það eru hommar, sprautufíklar eða innflytjendur – fer fólk í öðrum hópum að upplifa sig sem öruggt. Það er fólk í samfélaginu sem er smitað en veit ekki af því og er þess vegna að smita aðra. Við megum ekki sofna á verðinum. Fólk þarf að nota smokkinn og vera meðvitað í sinni kynhegðun,“ segir hann. Alls hafa 39 einstaklingar látist vegna alnæmis á Íslandi, 33 karlar og 6 konur. Að meðaltali hefur einn látist annað hvert ár úr sjúkdómnum allt aftur til ársins 1995 þegar þrír létust. Flestir létust úr alnæmi árið 1993, 7 karlmenn og ein kona. Sé mið tekið af nýsmituðum á síðustu árum segir Einar Þór að nýjustu tölur bendi til þess að fækkun verði milli ára. „Það er í raun fagnaðarefni hversu fáir hafa greinst á þessu ári. Ég tel að það sé að þakka mikilli fræðslu og öflugu forvarnarstarfi fjölda aðila. Hér á landi förum við líka með fræðslu til nemenda í 9. og 10. bekk grunnskóla. Það framtak hefur vakið athygli erlendis og fengið jákvæða umfjöllun,“ segir Einar Þór. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


Octo 4240 ljós Verð frá 154.900 kr.

RB322 sófi Verð frá 499.900 kr.

Wave soft hægindastóll Verð frá 204.900 kr.

Lalinde sófaborð Verð frá 49.900 kr.

Patchwork gólfmotta

Góð hönnun gerir heimilið betra

Sniðin eftir máli. Verð pr. fm 75.900 kr.

Við leggjum mikinn metnað í að bjóða aðeins vandaðar vörur og tefla fram því besta í evrópskri hönnun. Úrvalið einkennist af fallegri og fjölbreyttri hönnun sem stenst tímans tönn. Markmið okkar er að aðstoða viðskiptavini við að fegra heimili sín.

MARGIR LITIR Lantern lukt / 18.900 kr.

Cherner stóll / Verð frá 123.900 kr.

Omaggio vasi 20 sm / 8.990 kr.

Pasmore stóll / Verð frá 379.900 kr.

TILBOÐ

Miho Hreindýr / Verð frá 5.500 kr.* *15% kynningarafsláttur af öllum vörum frá Miho til 18. október.

OPIÐ VIRKA DAGA KL. 11–18

• LAUGARDAGA KL. 11–16 • HLÍÐASMÁRA 1 • 201 KÓPAVOGUR • 534 7777 • modern.is

Cucu 33 cm / 12.900 kr.


10

fréttaviðtal

Helgin 11.-13. október 2013

Stefnir á borgarstjórastólinn Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir gefur kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi prófkjör. Hún gagnrýnir núverandi meirihluta fyrir stefnuleysi og segir að gera þurfi skurk í fjármálum borgarinnar. Þorbjörg Helga setur skólamálin á oddinn og segir að þau ættu að vera kosningamál í öllum kosningum. Þrátt fyrir skiptar skoðanir innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna segir hún stjórnmál vera skemmtileg og telur mikilvægt að leggja sitt af mörkum.

É

g er búin að taka ákvörðun og ég ætla að taka slaginn,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir sem gefur kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í komandi prófkjöri. „Ég hef hugsað þetta í nokkurn tíma og komst að þeirri niðurstöðu að ég hafi sannarlega nógu mikið fram að færa til að gefa kost á mér sem oddviti,“ segir hún. Þorbjörg Helga hefur verið borgarfulltrúi í 8 ár, frá árinu 2006. Í fjögur ár þar á undan var hún varaborgarfulltrúi og ennfremur faglegur ráðgjafi menntamálaráðherra í skólamálum. „Þetta er hrikalega skemmtilegt þó fólki finnist stjórnmál kannski vera leiðinleg. Út á við lítur þetta út eins og við séum sífellt að karpa en ég nýt þess að fá tækifæri til að hitta allt þetta fólk í borginni og heyra hugmyndir þess. Mér hefur fundist ýmis stór og mikilvæg mál hreyfast allt of hægt innan borgarinnar vegna stefnuleysis. Stefna borgarinnar getur ekki verið bara „alls konar“ heldur þarf hún að vera skýr og raunsæ,“ segir hún.

Þó ég sé sáttfús þá er ég óhrædd við að taka sterkar ákvarðanir og standa með þeim.

Eldri borgurum fjölgar hratt

Helstu baráttumál Þorbjargar Helgu eru bætt gæði skólastarfs, skipulagsmál sem miða að fjölbreyttari valkostum í íbúðahúsnæði, gagnsæi og aðhald í fjármálum, og uppbygging í málefnum eldri borgara. „Eldri borgurum mun fjölga verulega á komandi árum og þar með verða þeirra málefni stærri þáttur í rekstri borgarinnar en árið 2050 verða þeir 25% af borgarbúum. Ég er á þeirri skoðun að umhverfið eigi að njóta vafans í litlum og stórum málum en að allir eigi að hafa val um samgöngumáta. Ég vil lækka fasteignaskatta og ég set skólamálin í fyrsta sætið. Í ár fara Framhald á næstu opnu

www.volkswagen.is

Volkswagen Polo

Sparar sig vel Meðaleyðsla aðeins 5,5 lítrar á hverja 100 km

Aukabúnaður á mynd: 16“ álflegur, þokuljós

Polo 1.2 bensín kostar aðeins:

2.460.000 kr. Polo Trendline 1.2 bensín, 70 hestafla, beinskiptur

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði


45 MILLJÓNIR

KOMDU ÞÉR Í FORM MEÐ MILLJÓNUM!

FÍ TON / S ÍA

Fimmfaldur Lottópottur stefnir í 45 milljónir. Leyfðu þér smá Lottó!

Skráðu þig sem aðdáanda Lottó á facebook.com/lotto.is

12 /10 2013 | W W W.LOTT

O.IS


12

fréttaviðtal

52% af skatttekjum borgarinnar í skóla- og fræðslumál. Þetta á að vera kosningamál í hverjum einustu kosningum.“ Þorbjörg Helga á fjögur börn á ólíkum skólastigum og því þekkir hún þessi mál ekki aðeins frá sjónarhóli borgarfulltrúans og á faglegan hátt heldur einnig sem foreldri.

Ræða þarf hlutverk kennara

Henni finnst sárlega skorta stefnumótun í skólamálum innan núverandi borgarstjórnarmeirihluta. „Okkur vantar skýr markmið og þurfum að hafa mælikvarða fyrir skólana opna og gegnsæja. Ábyrgðin er hjá okkur borgarfulltrúum. Ef eitthvað gengur illa þá getum við með gegnsæi réttlætt að veita frekari fjármunum í ákveðin verkefni en gegnsæi er líka mikilvægt fyrir foreldrana. Stjórnsýslulega þarf að gera breytingar þannig að skólastjórnendur hafi meira að segja um skólastarfið. Við þurfum líka að taka umræðuna um hvert sé hlutverk kennara og hvert sé starf hans. Þegar við ræðum um hlutverk kennarans erum við gjörn á að segja þá eigi að kenna næstum allt, að þeir kenni börnum að vera kurteis, fjármálalæsi og um lýðheilsu. Þetta er allt sett á herðar kennara. Starfið þeirra er síðan að kenna börnunum að læra að lesa, gagnrýna hugsun og annað sem er skilgreint í aðalnámsskrá. Það þarf að skerpa á

þessum skilgreiningum og ramma betur inn hver séu verkefni heimilis og skóla í samstarfi og hver ekki. Við þurfum að setja meiri áherslu á grunnfærni, ég vil til dæmis setja markmið að öll börn séu læs 10 ára.“ Hún bendir á að við efnahagshrunið hafi verið lögð áhersla á að verja grunnþjónustuna en smátt og smátt hafi fjarað undan því. „Með mínu framboði er ég að setja skólamálin meira á dagskrá. Krónutalan, sem úthlutað er á hvern nemanda, er sú sama og fyrir sex árum. Foreldrar finna að það er losarabragur í skólastarfinu og við þurfum að taka þetta til gagngerrar endurskoðunar í samstarfi við kennara. Mín hugsun er að ef við grípum ekki í taumana lendum við í sama spíral og Landspítalinn og heilbrigðisþjónustan. Þar er sumt komið í ógöngur og það sama gæti gerst hjá skólunum ef við ræðum ekki opinskátt um breytingar.“

Mikilvægt að velja leiðtoga

Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík fer fram í nóvember og hingað til hefur aðeins einn annar gefið kost á sér í oddvitasætið, Júlíus Vífill Ingvarsson, sem tók við af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem oddviti þegar hún söðlaði um og fór í landsmálin. Til stóð að á fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins, í síðasta mánuði yrði borin upp tillaga um leiðtogakjör en fallið var

Helgin 11.-13. október 2013

frá því og prófkjör samþykkt. Þorbjörg Helga segir mikilvægt að prófkjörið hjá þeim sé haldið þetta snemma. „Að því loknu verður þá skýrt hver er kjörinn leiðtogi sjálfstæðismanna í borginni,“ segir hún og lítur ekki þannig á að hún sé sérstaklega að fara gegn sitjandi oddvita. „Júlíus Vífill hefur ekki verið kjörinn sem oddviti og sjálfstæðismönnum gefst nú tækifæri að velja á milli einstaklinga. Næstu fjögur ár munu snúast um hvernig við forgangsröðum fjármunum og ég er tilbúin að leiða það verkefni.“ segir hún.

Finnur lítið fyrir aðkasti

Þorbjörg Helga og Gísli Marteinn Baldursson hafa starfað náið saman í gegnum árin sem borgarfulltrúar og aðhyllast svipaða hugmyndafræði á ýmsum sviðum. Þau voru til að mynda þeir fulltrúar Sjálfstæðisflokks, sem ásamt Áslaugu Friðriksdóttur, greiddi atkvæði með því að auglýsa aðalskipulag Reykjavíkurborgar í sumar. „Það er mikil eftirsjá að honum,“ segir hún. Við brotthvarfið sagði Gísli Marteinn að honum þætti leiðinlegt að standa í stöðugum illdeilum, ekki síst við félaga og vini. „Ég get tekið undir með Gísla. Það getur verið erfitt að viðra ólíkar skoðanir í mótvindi en það er mikilvægt að bera virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Sjálfstæðisflokkurinn er breiður flokkur og hefur alltaf getað Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir er eina konan sem hefur verið orðuð við oddvitasæti sjálfstæðismanna í borginni. Það veitir henni innblástur að finna að hún er fyrirmynd annarra kvenna. Ljósmynd/Hari

Laaaaaaaaaangbestar?

Mörgum finnst Superfries vera laaaangbestu frönskurnar og þær eru nú betri en nokkru sinni áður. Sérvaldar kartöflur, steiktar í repjuolíu og kryddaðar með sjávarsalti. Prófaðu núna!

sætt sjónarmið.“ Spurð hvort hún verði fyrir aðkasti frá flokkssystkinum sínum þar sem hún er ekki alltaf á sömu línu og heildin segist hún finna lítið fyrir slíku. „Ég finn aðeins fyrir því varðandi flugvöllinn, að ég sé samþykk því að flugvöllurinn fari þegar raunhæfur valkostur finnst. Annars held ég að fólk sé almennt ánægt með þá stefnu sem ég hef tekið sem hægri manneskja og með mín sjónarmið í borgarmálum.“ Á meðan Þorbjörg Helga lá enn undir feldi varðandi oddvitasætið segir hún vissulega marga hafa hvatt sig áfram en aðrir hafi jafnvel latt hana til framboðs vegna þess að stjórnmálin séu á vondum stað. „Ég hef hins vegar bara tekið þann snúning á þetta að það sé mitt hlutverk að snúa þessu við. Ég starfa af heilindum og segi fólki að þetta sé virkilega mikilvægt starf, krefjandi en einnig gefandi.“ Viðtal við Þorbjörgu Helgu í Nýju lífi vakti mikla athygli þar sem hún sagði sjálfstæðismenn hafa misnotað vald sitt þegar þeir gerðu Ólaf F. Magnússon að borgarstjóra þrátt fyrir andleg veikindi hans og sagðist hún skammast sín fyrir að hafa tekið þátt í því. „Ég sem einstaklingur gat ekki tekið næstu skref nema ég myndi gera þetta upp. Ég vildi bara að það væri skýrt að ég liði ekki svona vinnubrögð.“ Nokkrir karlmenn hafa verið orðaðir við framboð til oddvita en Þorbjörg Helga er eina konan sem hingað til hefur verið í umræðunni um leiðtoga sjálfstæðismanna í borginni. „Ég finn að ég er fyrirmynd og að ég hef áhrif á skoðanir annarra kvenna. Það veitir mér innblástur. Mér finnst mikilvægt að þau mál sem ég stend fyrir snerta konur meira að jafnaði. Þess vegna finnst mér ég líka bera ríka skyldu til að tala um menntamálin.“

Lausnamiðuð með sáttavilja

Heilt yfir finnst henni hún hafa mikið fram að færa fyrir borgarbúa. „Ég er fyrst og fremst hugsjónamanneskja. Ég er lausnamiðuð og ég vinn vel með fólki. Ég hef mikinn sáttavilja og ég stend fyrir vinnubrögð sem eru í átt að sáttum. Ég held að það sé best fyrir íbúa Reykjavíkur að við náum verkefnum í gegn með sátt í stað þess að þvinga þau fram í ósátt og að síðan þurfi að bakka með þau. Það eru vond stjórnmál að mínu mati. Ég hef mikla þekkingu á fjármálum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur og hef ég góða yfirsýn yfir hvar þarf að forgangsraða. En þó ég sé sáttfús þá er ég óhrædd við að taka sterkar ákvarðanir og standa með þeim. Það þarf að taka ákvarðanir og marka stefnu í stað þess að fara áfram í stefnuleysi og miðjumoði.“ Hún bendir á að tilfinningin í samfélaginu sé sú að fjármál borgarinnar séu í góðu lagi. Þar sé hins vegar margt sem má betur fara. „Skatttekjurnar í ár eru 62 milljarðar en útgjöldin eru 70 milljarðar. Þarna erum við bara að horfa á A-sjóð, skólamálin, félagsmálin, skipulagsmálin og alla þessa grundvallarþætti sem við eigum að skila á núlli en eru þess í stað 8 milljarða í mínus. Svona er búið að keyra þetta frá hruni og hefur alvarlegar afleiðingar. Við erum með lek skólaþök, ónýta hluti í félagsmiðstöðvum aldraðra og subbulega borg. Þetta er eins og að þú myndir í sex ár engu skeyta um að laga það sem er byrjað að fúna inni á heimilinu þínu og svo loks gefur það undan. Mín stærsta gagnrýni á núverandi meirihluta er stefnuleysið, án skýrrar stefnumörkunar náum við ekki árangri.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


coffee

hannaðu þinn eigin sófa.... Komdu með málin af rýminu sem þú hefur til okkar og við aðstoðum þig við að teikna upp sófa sem hentar þér best og uppfyllir þínar þarfir.

Java

2x

Jamaica

1x

1x

1x

2x

12x

1x

1

2

þú velur arma sem passa sófanum.

3

þú velur áklæði eða leður eftir þínum smekk og þörfum.

Kenya

2x

8x

1x

Verð frá kr. 326.000 - stærð 240x280

Verð frá kr. 338.800 - Stærð 360x167

þú velur einingar og raðar saman svo úr verði sófi sem passar í þitt rými.

1x

Frábært úrval af áklæðum og leðri í boði.

4 5

þú velur viðar eða stálfætur.

Draumasófinn er framleiddur eftir þinni samsetningu.

Kave

1x

1x

1x

1x

Verð frá kr. 433.300 - Stærð 280x364

1x

1x

1x

6x

Verð frá kr. 283.780 - Stærð 210x295

10x

Ótal möguleikar á útfærslum. Allt frá því að vera stóll upp í stóran hornsófa.

2x

1x

4x

Verð frá kr. 156.900 - Stærð 232 cm

2x

1x

1x

8x

Verð frá kr. 252.800 í áklæði - stærð 252x151

2x

1x

Verð frá kr. 180.700 - stærð 230 cm

BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 12 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16

4x


14

viðhorf

Helgin 11.-13. október 2013

Eftirlitsmyndavél fyrir sumarbústaði og heimili · Tekur venjulegt GSM SIM kort · Hægt að panta mynd eða hlusta svæði. · SMS og MMS viðvörun í síma og netf. · Lætur vita ef rafmagn fer af og hiti breytist. · Hægt er að tengja allt að 15 auka skynjara. · Vöktun á heitum potti, raka, þrýstingi o.fl.

S. 699-6869 · rafeindir@internet.is · www.rafeindir.is

Dreglar og mottur á frábæru verði!

Ódýrar mottur 40x60 cm frá kr.

399

Breidd: 1 metri Verð pr. lengdarmeter

1.795

PVC mottur 50x80 cm

1.490

Breidd: 66 cm Verð pr. lengdarmeter

Margar stærðir og gerðir

1.495

Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum

– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

LAGERSALA Laugardag & sunnudag Stærðir

140x200, 140x220 200x200 & 220x200

Rúmföt - margar gerðir og stærðir ur 50% átt l afs

Baðhandklæði Stærð 70x140

1.990 kr

Mikið úrval af hágæða handklæðum

40-80% afsláttur

Rúmföt, handklæði barnavörur, púðar

dúkar, löberar og fleira

Reykjavík: Laugavegi 178 Opið laugardag & sunnudag 11-16

Akureyri: Glerártorgi Opið laugardag 10-17 & sunnudag 13-17

Lagersala Lín Design Laugavegi 178 & Glerártorgi

Aukið aðgengi almennings

Þ

Endurmenntun fyrir alla

Það sem áður var feimnismál þykir nú nauðsyn. Á síðasta ári sóttu nær 72 þúsund manns endur- eða símenntun, að því er fram kemur hjá Hagstofu Íslands. Nær þriðjungur landsmanna sótti sér menntun með þessum hætti, 32,2 prósent, annað hvort í skóla eða aðra fræðslu með leiðbeinanda. Sé aðeins miðað við aldurinn 25-64 ára, sem er virkasti hópurinn á vinnumarkaði, sótti 27,1 prósent þess hóps sér fræðslu á liðnu ári, 43.700 manns. Þeir hafa ekki verið fleiri frá upphafi þessara mælinga árið 2003. Kristín Jónsdóttir Njarðvík endurmenntunarstjóri sagði frá því í Fréttatímanum fyrir viku að starfsemi Endurmenntunar Háskóla Íslands hefði eflst jafnt og þétt og Jónas Haraldsson framboð orðið stöðugt fjöljonas@frettatiminn.is breyttara, en Endurmenntunin fagnar þrjátíu ára starfsafmæli um þessar mundir. Aðgengi almennings, óháð fyrri menntun, að endurmenntun hefur aukist til mikilla muna og slík menntun er orðin, að sögn Kristínar, að föstum lið hjá fagfólki, þveröfugt við það sem áður var. Þá var það, að sögn hennar, að sumu leyti feimnismál að sækja sér endurmenntun. Nú sé staðan hins vegar sú að það þyki frekar neikvætt ef fagfólk stundar ekki endurmenntun og sækir námskeið. Þetta er afar jákvæð þróun en ekki síður hitt að nú geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi, óháð því hvort tilgangurinn er að styrkja sig í starfi eða sækja sér aukna þekkingu – eða aðeins menningarlega kvöldskemmtun á fróðlegu námskeiði. Allir geta sótt sér aukinn fróðleik og menntun, óháð því hvaða grunn þeir hafa enda er fjöldi námskeiða í boði sem ekki tengist tilteknu starfi. Kristín nefndi, í fyrrgreindu viðtali, dæmi um námskeið um Íslendingasögurnar, auk fjölda tungumálanámskeiða. Vilji menn bæta sig í starfi býður Endurmenntun Háskóla Íslands meðal annars námskeið í ferðaþjónustu, fjármálum og rekstri,

heilbrigðis- og félagsmálum, lögfræði, stjórnun og forystu, uppeldi og kennslu, upplýsingatækni og verk og tæknifræði. Sé fólk hins vegar að leita að almennum fróðleik fyrir sig tengjast námskeiðin til dæmis menningu, persónulegri hæfni og tungumálanámi, auk ýmissa örnámskeiða. Vitaskuld eru fjölmargir aðrir aðilar, fyrirtæki og stofnanir sem bjóða námskeið af öllu mögulegu tagi fyrir fólk til fræðslu og skemmtunar. Fram kemur í tölum Hagstofunnar að fleiri konur en karlar sækja sér fræðslu með þessum hætti. Þannig sóttu 35,2 prósent kvenna á aldrinum 16-74 ára einhvers konar fræðslu árið 2012, þar með talið nám í skóla, en 29,1 prósent karla. Konur eru fleiri en karlar meðal þeirra sem sækja námskeið, stunda nám í skóla og sækja sér annars konar fræðslu. Lítill munur er á þátttöku kynjanna í símenntun meðal þeirra sem eingöngu hafa lokið grunnmenntun en konur sem hafa lokið framhaldsskóla- eða háskólanámi stunda símenntun í mun meira mæli en karlar með sambærilega menntun. Mikil þátttaka atvinnulausra í símenntun er afar jákvæð en hún er meiri meðal atvinnulausra og fólks utan vinnumarkaðar en meðal starfandi fólks. Námskeið sem í boði eru fyrir atbeina Vinnumálastofnunar hjálpa atvinnuleitendum að mennta sig. Þau auka sjálfstraust fólks og styrkja fótfestu svo komast megi með þeim hætti aftur út á vinnumarkaðinn. Atvinnuleitendur geta sótt um námsstyrki vegna styttra náms og námskeiða. Tölur Hagstofunnar sýna að 41,9 prósent atvinnulausra á aldrinum 16-74 ára sóttu sér fræðslu á síðasta ári miðað við 30,9 prósent starfandi fólks á sama aldursbili. Þátttaka í símenntun hér á landi er með því mesta sem þekkist í Evrópu. Ísland er í þriðja sæti á eftir Danmörku og Sviss þegar horft er til 35 Evrópuþjóða. Það er rós í hnappagatið og sú staða sýnir, þrátt fyrir margs konar ramakvein á krepputímum, að á þessu sviði standa Íslendingar vel að vígi.

Rjúfum vítahring átakastjórnmálanna

Vinnum saman

Í

slensk stjórnmál snúast að of miklu leyti um meirihluta og minnihluta. Í landsmálunum eru ríkisstjórnir iðulega studdar af meirihluta Alþingis. Í sveitarstjórnum er hefð fyrir meirihlutasamstarfi flokka sem starfa saman í litlu samráði við minnihlutann. Minnihlutar, bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum, taka þá að sér eins konar aðhaldshlutverk og bregðast við störfum meirihlutans eftir aðstæðum hverju sinni. Ekkert af þessu er nauðsynlegt, stjórnskipulagið getur gengið án meiri- og minnihluta, en hefðirnar eru býsna rótgrónar.

Samstarf skilar betri ákvörðun

Þverpólitísk vinna í hefðbundnu meiriog minnihlutafyrirkomulagi er lítið iðkuð, enda kallar hún á traust milli fólks og flokka, mjög mikla og tímafreka vinnu, fleiri fundi, fleiri málamiðlanir og meiri tillitssemi en ella. Það er auðveldara að fara troðnar slóðir, að meirihlutinn vinni einn án minnihlutans sem segir skoðun sína bara eftirá. Þegar stefnumörkun og/ eða ákvarðanataka liggur fyrir hefst vinna minnihlutans og oftar en ekki gengur hún út á að finna neikvæðar hliðar málsins. Og þá hefst umræðan. Meirihlutinn kynnir, minnihlutinn gagnrýnir og upp hefjast deilur um hvort og þá hvernig hefði verð hægt að gera hlutina öðruvísi. Fjölmiðlar greina frá átökunum, sumir borgarbúar taka þátt, en flestir hrista höfuðið og velta fyrir sér af hverju stjórnmálafólk geti ekki hagað sér almennilega. Og er það nema von? Við vitum að þverpólitískar ákvarðanir hljóta

alltaf að vera betri en þarf að taka gagngerum þær sem teknar eru af breytingum og þá verða þrengri hópi. Þverpóliallir að taka þátt – kjörnir fulltrúar í bæði meiritískar ákvarðanir byggja og minnihluta. á breiðari sýn, þær eru teknar eftir að ólík sjónBreytum armið hafa verið reifuð og þær byggja á málamiðlSem borgarfulltrúi í unum sem allir hlutað- Sóley Tómasdóttir minnihluta viðurkenni ég vel að meirihluti eigandi geta fellt sig við. borgarfulltrúi Besta flokks og SamÞverpólitískar ákvarðanir eru líklegri til að halda, til að skila ár- fylkingar hefur bæði unnið að góðum angri og til að um þær ríki sátt. málum og slæmum á kjörtímabilinu, eins og reyndar flestir meirihlutar Vítahringur hafa gert gegnum tíðina í borgarstjórn Einhverra hluta vegna miðar okkur þó Reykjavíkur. Þótt vissulega hafi ómállítið áfram og stórar ákvarðanir eru efnaleg gagnrýni oft freistað, hef lagt enn flestar teknar í ágreiningi. Meiri- mig fram um að vinna málefnalega að hlutinn ræður, hann ber ábyrgð, þarf allri stefnumörkun í samstarfi við aðra að svara fyrir verkið og mun falla ef flokka, að koma sjónarmiðum Vinstri kjósendum mislíkar. Að taka tillit grænna að en taka á sama tíma tillit til skoðana minnihlutans er bara til til sjónarmiða annarra flokka og fullað flækja málið, þægilegast að gera trúa. Það hefur sannarlega skilað þetta bara ein og sjálf. Sama gildir um árangri og leitt til málamiðlana sem minnihlutann. Hann þarf ekki að axla bæði Vinstri græn og meirihlutinn ábyrgð og getur setið hjá eða verið á geta fellt sig við. Hér má nefna vinnu móti ef honum sýnist. Hann getur ein- við atvinnustefnu Reykjavíkurborgar, beitt sér að því að kenna meirihlutan- aðgerðir gegn kynbundnum launaum um óvinsæl mál og talað bara fyr- mun, aðalskipulag Reykjavíkurborgar, ir þeim vinsælu sjálfur. Að taka þátt í stefnumótun í málefnum ungs fólks, störfum meirihlutans, hvað þá að taka jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar og á þeim ábyrgð, er alger óþarfi. margt fleira. Þessu þarf að breyta. Við þurfum að Ég heiti því, og hvet samstarfsfólk rjúfa vítahring meirihluta sem nennir mitt í borgarstjórn, að leggjast á eitt ekki að hlusta á minnihlutann sem og rjúfa vítahring átakastjórnmálmun hvort eð er ekki standa með hon- anna. Í því felst að taka hlutverk okkar um til enda og minnihluta sem stend- sem borgarfulltrúa alvarlegar en hlutur ekki með meirihlutanum til enda verk okkar sem meiri- eða minnihlutaaf því að meirihlutinn nennir ekki að fulltrúa, að vinna með fólki jafnvel þó hlusta. Þetta hefur tekist í örfáum af- við séum ekki alltaf sammála og finna mörkuðum verkefnum á undanförnum bestu mögulegu niðurstöðu í öllum árum, en það er ekki nóg. Samstarfið málum sem flestir geta sætt sig við.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


10.–16. október

AÐEINS Í FIMM DAGA..!

ÞVOTTADAGAR 20% afsláttur af öllum

þvottavélum, þurrkurum og uppþvottavélum

Nýkomnir gámar með 600 AEG tæki í þvottahús Íslendinga. ÞVOTTAVÉL LAVAMAT 60260FL 1200 snúninga Taumagn 6 kg Öll hugsanleg þvottakerfi Íslensk notendahandbók

ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ

Listaverð: 135.900,-

Þú sparar: 27.180,-

UPPÞVOTTAVÉL ZDF2010 - W/M

12 manna stell 5 þvottakerfi Turbo-þurrkun Hljóðlát vél: 47db (re 1 pW) Orkunýtni: A Þvottahæfni: A Þurrkhæfni : A

12 manna stell 5 þvottakerfi 4 hraðastillingar A/A/A orkunýting Hljóð 51db Þvottahæfni: A Þurrkhæfni : A

HVÍT TILBOÐSVERÐ – 87.920,95.920,- STÁL

TILBOÐSVERÐ – 108.720,-

ÞVOTTAVÉL LAVAMAT 87680FL

UPPÞVOTTAVÉL FAVORIT 45010-W/M

ÞURRKARI LAVATHERM T76280AC

ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ

1600 snúninga Taumagn 8 kg Öll hugsanleg þvottakerfi Kolalaus mótor Íslensk notendahandbók Listaverð: 197.900,-

ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ

Barkalaus Rakaskynjari Taumagn: 8 kg Íslensk notendahandbók

HVÍT STÁL

FRÁBÆRT PAR OG MIKILLSPARNAÐUR: ÞVOTTAVÉL OG ÞURRKARI PAR 1 ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ

ÞVOTTAVÉL 1400 snúninga · Taumagn 7 kg Öll hugsanleg þvottakerfi Íslensk notendahandbók

Þú sparar: 29.980,-

TILBOÐSVERÐ – 158.320,-

79.900,89.990,-

LAVAMAT 75470 & LAVATHERM T76280

Listaverð: 149.900,-

Þú sparar: 39.580,-

TILBOÐSVERÐ –

TILBOÐSVERÐ – 119.920,-

ÞURRKARI Barkalaus með rakaskynjara Taumagn 8 kg Íslensk notendahandbók Listaverð á PARINU: 329.800,-

Athugið! Bjóðum einnig:

AEG RYKSUGUR – 20% afsláttur AEG SMÁRAFTÆKI – 25% afsláttur

Þú sparar: 65.960,-

TILBOÐSVERÐ –

PARIÐ 263.840,-

Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-15

LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800 · ORMSSON.IS ORMSSON KEFLAVÍK SÍMI 421 1535

ORMSSON AKRANESI SÍMI 530 2870

ORMSSON ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SÍMI 456 4751

KS SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 455 4500

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

ORMSSON VÍK-EGILSSTÖÐUM SÍMI 471 2038

ORMSSON PAN-NESKAUPSTAÐ SÍMI 477 1900

ORMSSON GEISLI ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM SÍMI 480 1160 SÍMI 481 3333


16

viðhorf

Helgin 11.-13. október 2013

Vikan í tölum

2 100

milljónir króna söfnuðust á Reykjavík Bacon Festival sem haldin var á Skólavörðustíg í september. Peningarnir verða notaðir til kaupa á tveimur þráðlausum hjartasíritum sem verða afhentir hjartadeild Landspítalans á næstunni.

manns á Íslandi eru án ríkisfangs. Talið er að um 12 milljónir manna séu án ríkisfangs í heiminum.

17.500 ný störf gætu skapast hér á landi á næstu 3-5 árum ef væntingar lítilla og meðalstórra fyrirtækja ganga eftir. Þetta kemur fram í könnun sem Samtök atvinnulífsins gerðu og var kynnt á Smáþingi.

 Vik an sem Var

5

ár eru síðan Bjarni Guðjónsson gekk til liðs við KR-inga. Hann hefur nú sagt skilið við Vesturbæinga og mun þjálfa lið Fram á næsta tímabili.

107

vikur hefur plata hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, My Head Is An Animal, setið á Tónlistanum, lista yfir söluhæstu plötur landsins.

Stokkum upp framhaldsskólakerfið

Teygjanlegur brandari Ég bjó þarna til greinilega eitt atriði í viðbót sem netheimar geta skemmt sér yfir. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, upplýsti alþjóð um að „strax“ væri teygjanlegt hugtak og sló að vonum í gegn á netinu.

Börn eiga að fá að vera börn – alveg til átján

n

Á misjöfnu þrífast börnin best Kári hafði reyndar ekki eins gaman af þessum tónleikum og við hjónin en lét sig hafa það. Egill Helgason fór með fjölskylduna á tónleika með Crosby, Stills & Nash í Royal Albert Hall í London. Agli fannst tónleikarnir frábærir en Kára, syni hans, þótti minna til koma. Bara alveg eins og bólan Þetta er mjög bratt en embættið bæði óx mjög hratt og minnkar mjög hratt... Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, stendur frammi fyrir niðurskurði og fólksfækkun. Trúir þú á drauga? Ég hef þá trú að það séu til réttsýnir útgerðarmenn sem myndu verða stoltir af því að geta komið fram og lagt meira af mörkum. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna, bindur vonir við að útgerðarmenn styrki heilbrigðiskerfið.

ú er ég orðin móðir barns í framhaldsskóla. Ég vissi svo sem að sú stund rynni upp – en gerði mér engan veginn grein fyrir því hvað það myndi þýða. Á örfáum mánuðum hefsjónarhóll ur hið verndaða umhverfi grunnskólans vikið fyrir hinu kröfuharða samfélagi framhaldsskólans. Félagahópurinn hefur breyst – og elst – og viðmiðin orðin önnur. Ég þarf sem betur fer ekki að hafa áhyggjur af Sigríður unglingnum mínum. Hún Dögg er ábyrg, reglusöm og dugleg. Samt sem áður hef ég auðunsdóttir áhyggjur. sigridur@ Hún er sextán ára – enn frettatiminn.is barn – óharðnaður unglingur sem er nú gert að fóta sig í því samfélagi fullorðinna ungmenna sem framhaldsskólinn er. Lífsstíll íslenskra grunnskólabarna er til mikillar fyrirmyndar og neyta þau síður áfengis og annarra vímu-

efna en unglingar í löndunum sem við berum okkur gjarnan saman við. Annað er uppi á teningnum þegar í framhaldsskóla er komið. Kannanir sýna að framhaldsskólanemendur yfir átján ára aldri hafa nær allir neytt áfengis, um 96% stúlkna og 93% pilta. Það er um þrefalt fleiri en þeir sem neytt hafa áfengis í tíunda bekk. Margir hafa bent á að við þurfum að bregðast við þessu. Margir hafa sett áfengis- og vímuefnaneyslu framhaldsskólanema í samhengi við brottfall úr skóla sem er meira hér en í nokkru öðru ríki. Tillögur hafa komið fram um breytingu á framhaldsskólakerfinu og styttingu námstímans í þrjú ár sem nokkrir framhaldsskólar hafa þegar tekið upp. Ég vil ganga enn lengra. Ég held því fram að 16 og 17 ára unglingar eigi enga samleið með framhaldsskólanemum á aldrinum 18-25 ára (rannsóknir sýna að nám stórs hluta framhaldsskólanema tekur mun lengri tíma en fjögur ár og eru því

ungmenni á öllum aldri í framhaldsskólum). Allir sem hafa átt ungling – eða muna eftir því að hafa verið unglingur sjálfir – vita hversu mikill þroskamunur er á 16 ára og 18 ára unglingum, svo ekki sé talað um enn eldri. Fyrir þó nokkrum árum tókum við mikilvægt skref í því að vernda þennan aldurshóp þegar sjálfræðisaldurinn var hækkaður í 18 ár. Við gerðum það til að vernda bernsku þessara barna. Við eigum að taka skrefið til fulls og endurhugsa – algjörlega upp á nýtt – það skólakerfi sem við erum að bjóða þessum börnum upp á. Hvers vegna má ekki skoða það að bæta tveimur árum við grunnskólann og hafa þau ýmist skyldu eða valfrjáls, auka til mikilla muna framboð á verknámi í grunnskólum og útskrifa 18 ára ungmenni úr grunnskóla, ýmist með starfsmenntun eða stúdentspróf? Hví hugsum við kerfið út frá því sem er – en ekki því sem við viljum að það verði?

 Vik an sem Var

LÁ KOLVEG T VARANIS

FRÁBÆRT Í BAKSTUR! FiberHusk er hrein náttúruleg, glútenfrí vara sem inniheldur 85% fæðutrefjar. Með því að bæta FiberHusk í brauð og

20LÁ% TTUR

AFS

kökur helst brauðið mjúkt og ferskt lengur. Það er léttara að vinna glútínfría vöru ef fiberHusk er notað í uppskriftina. Deigið hefast betur og glútínfría brauðið molnar

TIL GILDIR MBER! 4. NÓVE

minna við skurð og verður safaríkara með tilkomu fiberHusk. Veljið aðeins það besta í heilsubrauð og annan hollan bakstur.

Fleiri uppskriftir og nánari upplýsingar eru á husk.dk

www.ebridde.is

Fæst í apótekum, Heilsuhúsinu, Maður lifandi, Fjarðarkaupum, Krónunni.

Hvað gerðirðu Zuckerberg? Ég er reyndar í sumarfríi á Spáni og hef bara frekar gott af því að vera laus við Facebook. Hildur Lilliendahl hefur eina ferðina enn verið útlæg ger af samskiptavefnum Facebook. Að þessu sinni fyrir að tengja á myndir sem virðast særa blygðunarkennd dyravarða Facebook. Danir eru varasamir í samningum Ég hef ekki skrifað undir neinn samning um annað starf og því lítið að ræða um. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen, er sagður á leiðinni að taka við þjálfun danska handboltalandsliðsins. Átta líf eftir Kötturinn hefur það ágætt, hann er allur að koma til og þetta lítur betur út en á horfðist. Svala Ögn Kristinsdóttir, dýralæknir á Dýralæknastofu Dagfinns, tók á móti ketti sem bjargað var úr brennandi íbúð og lífgaður við á staðnum af slökkviliðsmönnum.


NOKIA LUMIA 1020 ER KOMINN Í SÖLU

41 MEGAPIXLAR CARL ZEISS LINSA Ljósmynd tekin við Jökulgil af Páli Stefánssyni ljósmyndara á Nokia Lumia 1020

PIPAR \ TBWA • SÍA • 132894

LANGBESTA MYNDAVÉLIN Í SNJALLSÍMUM


SIMPLY CLEVER

Nýr ŠKODA Octavia. Bíll ársins á Íslandi 2014.

Eyðsla frá 3,8 l/100 km

CO2 frá 99g/km

5 stjörnur í árekstrar­ prófunum EuroNcap

ŠKODA Octavia er nýr og glæsilega endurhannaður fjölskyldubíll frá ŠKODA sem nú er enn betur búinn staðalbúnaði. Má þar helst nefna nálgunarvara að aftan, 16” álfelgur, fjarstýringar í stýri fyrir útvarp og síma og Bluetooth búnað fyrir síma og tónlist, sem er allt staðalbúnaður í grunngerðinni, Ambition. Komdu í reynsluakstur hjá HEKLU og upplifðu nýjan ŠKODA Octavia.

ŠKODA Octavia kostar frá kr. 3.790.000,Octavia Ambition 1.2 TSI, 105 hestöfl, beinskiptur


Nýkrýndur Íslandsmeistari Nýverið valdi Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) ŠKODA Octavia bíl ársins á Íslandi 2014. Auk þess að vera sigurvegari í flokki stærri fólksbíla fékk ŠKODA Octavia hæstu einkunn af þeim níu bílum sem öttu kappi í lokaúrslitunum. Þessi úrslit ættu ekki að koma Octavia­eigendum á óvart, enda hefur það sýnt sig að ŠKODA Octavia er með allra hagkvæmustu, öruggustu, þægilegustu og sparneytnustu bílunum í sínum flokki. Það er því engin furða að ŠKODA Octavia hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn vinsælasti fjölskyldubíllinn á Íslandi.

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði


20

viðtal

Helgin 11.-13. október 2013

Pollrólegur, stríðsmálaður málmhaus Málmhaus, ný kvikmynd Ragnars Bragasonar, verður frumsýnd á Íslandi á föstudag. Leikkonan Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir er þar í brennidepli í hlutverki sveitastelpunnar Heru, sem tekst á við átakanlegan bróðurmissi með því að sökkva sér ofan í þungarokk. Þorbjörg Helga segir persónuna það margbrotna að hún væri alveg til í að leika hana aftur. Og þótt hún sé komin á skrá hjá bandarískri umboðsskrifstofu segist hún taka einn dag í einu. Pollróleg.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Þorbjörg Helga fer mikinn í hlutverki þungarokkarans í myndinni Málmhaus en telur heimsfrægðina ekki handan við hornið þótt frammistaða hennar í myndinni hafi komið henni á samning hjá bandarískri umboðsskrifstofu. Mynd/Hari

Fitul’til og pr—teinr’k ... … og passar með öllu

www.ms.is


viðtal 21

Helgin 11.-13. október 2013

Að loknu stúdentsprófi lá leið Þorbjargar Helgu í Háskólann og Stúdentaleikhúsið. „Krakkarnir sem voru í leikfélaginu í MS voru komnir þangað þannig að það var bara eins og eitthvert framhald að fara þangað. Og þar kannski kviknaði þessi áhugi fyrir alvöru og hugmyndin um að sækja um í Leikslistarskólann.“ Málmhaus á eftir að fara á nokkrar kvikmyndahátíðir til viðbótar og þegar fjörinu í kringum frumsýninguna hér lýkur ætlar Þorbjörg Helga að fylgja myndinni á einhverjar hátíðir. „Nú er bara að klára frumsýninguna hérna og svo fæ ég að fara með á einhverjar fleiri kvikmyndahátíðir. Raggi er aðallega í því en ég fæ að fara eitt-

hvað með. Það er líka rosalega gaman að fá að fylgja henni eftir.“

Draumur leikarans

Þorbjörg Helga fékk að vinna náið með Ragnari í undirbúningsvinnunni og fékk því að leggja persónunni ýmislegt til þótt Málmhaus hafi verið gerð eftir handriti en ekki byggð á spuna eins og til dæmis myndirnar Börn og Foreldrar sem Ragnar gerði með Vesturportshópnum. „Hann leyfði mér að koma mjög snemma inn í ferlið og lesa fyrsta uppkastið að handritinu og þá gat ég komið með punkta fyrir persónuna mína og handritið sjálft. Ég fekk að hafa rosalega mikið að segja og það er náttúr-

lega draumur fyrir leikara að fá að vinna svona við undirbúninginn og vera í þessu samtali við leikstjórann svona löngu áður. Það var búið að svara svo mörgum spurningum þegar maður kom á settið fyrsta daginn að maður var einhvern veginn bara tilbúinn að hefja tökur og byrja að vinna.“ Þegar Þorbjörg Helga er spurð hvað sé framundan að öðru leyti er fátt um svör. „Það er alltaf eitthvað í gangi en nú hlakka ég bara til að frumsýna myndina hérna heima og sjá hana með mínu fólki. Síðan tek ég bara einn dag í einu. Tek bara einn dag í einu. Alveg sallaróleg.“ Þórarinn Þórarinsson

Þannig að maður hefur engu að tapa á því að vera með umboðsmann en möguleika á að vinna.

toti@frettatiminn.is

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 2 2 1 7

L

eikkonan Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir fer með burðarhlutverkið í Málmhausi, nýjustu mynd Ragnars Bragasonar. Þar leikur hún Heru, sveitastelpu sem tekur dauða stóra bróður síns svo nærri sér að hún hverfur inn í heim þungarokksins sem hann hlustaði á. Feigð og dauði hafa vomað nokkuð yfir Þorbjörgu Helgu í kvikmyndum en hún sýndi nú síðast lágstemmdan stórleik í Djúpinu eftir Baltasar Kormák í hlutverki ungrar móður sem missti eiginmann sinn í hafið. Þá hefur hún nýlokið tökum á Borgríki 2 þar sem ætla má að hætta sé á hverju horni í Reykjavík óttans. Þorbjörg Helga gerir ekki mikið úr því að þungi og drungi fylgi verkefnavali hennar enda er það ef til vill ekki tilfellið þegar betur er að gáð. „Mér finnst Hera alveg ótrúlega fjölbreyttur karakter. Hún hefur alveg púka í sér, grín og gleði. Þannig að mér fannst hún als ekki bara þunglynd.Hún er bara á vondum stað í lífínu þegar við kynnumst henni í myndinni. Ég væri alveg til í að gera framhaldsmyndina – Málmhaus 2,“ segir hún og hlær. „Þar sem Hera er komin á betri stað og við fylgjumst með henni uppfylla drauma sína.. Annars er bara gaman að fá að takast á við sem ólíkust verkefni,“ segir Þorbjör Helga með hugann við allt annað en feigð og dauða. Hera tekur rokkið alla leið og málar sig stundum í framan og Þorbjörg Helga segist hafa átt auðvelt með að tengja við það að maður fari í einhvers konar ham með slíkri útlitsbreytingu. „Það er mjög auðvelt að setja sig í annan karakter með þetta á sér. Þetta er náttúrlega einhvers konar stríðsmálning og maður fer í einhvern annan ham.“

Tapar ekki á að hafa umboðsmann

Málmhaus var frumsýnd í síðasta mánuði á Kvikmyndahátíðinni í Toronto þar sem hún fékk góðar viðtökur og nú er komið að því að sýna hana hér heima. „Maður er náttúrlega búinn að sjá hana þannig að fiðringurinn er kannski öðruvísi,“ segir Þorbjörg Helga sem að sjálfsögðu fylgdi myndinni til Toronto. „En núna er maður náttúrlega að fara að horfa á hana með öllum þeim sem tóku þátt í að gera hana, þannig að það verður gaman að frumsýna og geta loksins talað um hana við alla. Það er allt öðruvísi tilfinning að horfa á hana með öllum sem komu að því að gera hana.“ Eftir að Málmahus var frumsýnd í Kanada komust bæði Ragnar og Þorbjörg á samning hjá bandarísku umboðsskrifstofunni APA. Þorbjörg segist þó ekki vera komin í stellingar til þess að taka á móti heimsfrægðinni þegar hún bankar upp á. „Nei, ég held maður sé nú alveg rólegur með það. Það eina sem þetta þýðir, að fá umboðsmann, er að það eru einhverjir með mann í huga ef það dettur inn eitthvert skemmtilegt verkefni þá getur verið að þeir hugsi til manns. Þannig að maður hefur engu að tapa á því að vera með umboðsmann en möguleika á að vinna.“

Byrjaði að leika í menntó

Þorbjörg Helga fikraði sig út á leiklistarbrautina í menntaskóla með leikfélaginu í Menntaskólanum við Sund. „Og það er gaman að segja frá því að Hannes [Óli Ágústsson] bekkjarbróðir minn úr Leiklistarskólanum sem leikur líka í myndinni var einmitt líka með mér í leiklistinni í MS. Þannig að það var sterkt leikfélag þar. Margir krakkar þaðan hafa haldið áfram og gert þetta að atvinnu.“

Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.


22

viðtal

Helgin 11.-13. október 2013

Ólst upp í fátækt og varð krati

Loksins á Íslandi!

Björgvin Guðmundsson hefur hrærst í ýmsu á langri ævi sem hann fer yfir í bók sinni Efst á baugi sem kom út á dögunum. Björgvin byrjaði ungur í blaðamennsku á Alþýðublaðinu, blandaði sér í borgarpólitíkina um árabil og sinnti ýmsum verkefnum í stjórnarráðinu undir stjórn átta ráðherra. Hann telur Reykjavík ágætlega stjórnað í dag þótt hann gruni að Jón Gnarr sleppi full auðveldlega frá sínu hlutverki.

Nicotinell með Spearmint bragði - auðveldar þér að hætta reykingum

Svo ég tali bara hreint út þá finnst mér hann kannski sleppa frekar billega frá því að vera borgarstjóri.

NÝTT

®

Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins

Nicotinell Spearmint 2 mg og 4 mg lyfjatyggigúmmí. Inniheldur nikótín. Ábendingar: Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Skammtar fyrir fullorðna 18 ára og eldri: Skammta skal ákvarða út frá því hversu háður nikótíni einstaklingurinn er. Mælt er með 4 mg lyfjatyggigúmmíi fyrir einstaklinga með mikla nikótínþörf og fyrir þá sem ekki hefur tekist að hætta með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Ef þú reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring má miða við notkun 4 mg, 20-30 sígarettur/sólarhring er miðað við 2 eða 4 mg eftir þörf en ef reykt er minna en 20 sígarettur á sólarhring er æskilegt að nota 2 mg. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins (4 mg lyfjatyggigúmmí), skaltu íhuga minni skammt í staðinn. Tyggja skal eitt stk við reykingaþörf þar til finnst sterkt bragð. Þá skal láta það hvíla milli kinnar og tannholds. Þegar sterka bragðið minnkar skal tyggja aftur. Þetta skal endurtaka í 30 mín. Venjuleg notkun er 8-12 stk, þó ekki fleiri en 15 stk af 4 mg og 25 stk af 2 mg lyfjatyggigúmmíi á sólarhring. Meðferðarlengd er einstaklingsbundin en skal í flestum tilfellum standa í a.m.k. 3 mánuði, skal þá draga smám saman úr notkun lyfjatyggigúmmísins. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Venjulega er ekki mælt með notkun lyfsins lengur en í eitt ár. Sumir, sem eru hættir að reykja, gætu þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Geyma skal afgangs lyfjatyggigúmmí þar sem reykingaþörf getur skyndilega komið upp aftur. Ráðgjöf getur aukið líkurnar á því að reykingafólk hætti að reykja. Nota má lyfið til að lengja reyklaus tímabil og draga þannig úr reykingum. Ef ekki hefur dregið úr fjölda sígaretta á sólarhring eftir 6 vikur skal leita faglegrar ráðgjafar. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er reiðubúin til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Frábendingar: Ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju hjálparefnanna, reykleysi. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing því ekki er víst að þú megir nota lyfið ef þú: ert á meðgöngu eða með barn á brjósti, hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp, ert með hjarta- eða æðasjúkdóm, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, magasár eða verulega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi eða ef þú ert yngri en 18 ára. Einstaklingum með gervitennur og þeim sem eiga í erfiðleikum með að tyggja tyggigúmmí er ráðlagt að nota önnur lyfjaform nikótínlyfja. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol skulu ekki nota lyfið. Athuga ber að lyfið inniheldur natríum og bútýlhýdroxýtólúen (E321). Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Jafnvel lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfishafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ

B

jörgvin Guðmundsson er kominn yfir áttrætt og á að baki langan og fjölbreyttan starfsferil í fjölmiðlum, stjórnarráðinu og borgarpólitíkinni, svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur nú gefið út ævisögu sína þar sem hann horfir yfir farinn veg. Bókina nefnir hann eftir vinsælum útvarpsþætti sem hann stýrði í áratug, Efst á baugi. „Ég er búinn að vinna við þetta nokkur undanfarin ár. Þetta er ekki hrist fram úr erminni,“ segir Björgin um bókina. „Ég byrja nú á því að segja frá því úr hvaða jarðvegi ég er sprottinn og að ég hafi alist upp í fátækt. Þá voru engar atvinnuleysistryggingar og menn urðu bara að bjarga sér sjálfir og ég segi nú frá því að sennilega hafi þetta ástand gert mig að jafnaðarmanni. Ég gekk í Alþýðuflokkinn og Félag ungra jafnaðarmanna sautján ára.“ Tengslin við Alþýðuflokkinn gerðu Björgvin síðan frekar auðvelt að fá vinnu sem blaðamaður á Alþýðublaðinu þegar hann var tvítugur, strax að loknu stúdentsprófi. „Ég var í tíu ár á Alþýðublaðinu og síðan eitt ár á Vísi. Og áður en þessari blaðamennsku lauk var ég byrjaður með útvarpsþáttinn Efst á baugi með Tómasi Karlssyni sem var á Tímanum. Við vorum með þann þátt vikulega alveg í tíu ár frá 1960 til 1970. Þátturinn varð mjög vinsæll og mikið hlustað enda byrjaði hann áður en sjónvarpið kom til sögunnar þannig að við fengum forskot út á það. Í þættinum tókum við fyrir erlenda atburði og byggðum á erlendum dagblöðum en ekki Newsweek og Time eins og margir héldu. Þetta var heilmikið úthald að gera þetta vikulega í tíu ár.“ Björgvin var einnig kominn á kaf í borgarpólitíkina um þetta leyti: „Ég fór í framboð til borgarstjórnar 1962 og náði þá inn sem varamaður en var kosinn aðalmaður 1970. Ég var svo leiðtogi Alþýðuflokksins í borgarstjórn næstu tólf árin og er oddviti Alþýðuflokksins þegar íhaldið missir meirihlutann 1978. Þá varð ég fyrsti formaður borgarráðs eftir valdaskiptin. Við ákváðum það, nýi meirihlutinn að láta formennskuna í borgarráði rótera vegna þess að þegar við vorum að semja um meirihlutann þá lagði ég til að völdum og áhrifum yrði skipt jafnt. Á þeim tíma var ennþá talsverð andúð á Alþýðubandalaginu í Alþýðuflokknum og ekki víst að það yrði samþykkt að fara í meirihlutasamstarf ef þeir yrðu yfirgnæfandi. Þeir fengu nefnilega fimm fulltrúa í þessum kosningum, við tvo og framsókn einn. Og ég held að þetta hafi verið lykillinn að því að þetta gekk upp.“ Björgin var mest alla starfsævi sína embættismaður í stjórnarráðinu. „Eftir að ég hætti í blaðamennskunni fór ég í stjórnarráðið 1964. Þá var Gylfi Þ. Gíslason viðskiptaráðherra og hann réði mig í viðskiptaráðuneytið. Þar var ég í sautján ár formaður í gjaldeyrisnefndinni sem var nokkurs konar haftanefnd síns tíma og varð síðar einnig formaður í verðlagsnefnd. Þetta voru nú ansi krefjandi störf.“ Björgvin starfaði með einum átta ráðherrum á embættismannsferlinum og nefnir fjóra sem honum líkaði sérlega vel við að vinna með. „Mér fannst best að vinna með Gylfa, Ólafi Jóhannessyni, Lúðvík Jósepssyni og Jóni Baldvin. Þeir veittu mér allir verulegan trúnað.“ En hvernig finnst gamalreyndum borgarfulltrúanum Reykjavíkurborg stjórnað þessi misserin: „Já, svona jújú. Henni er alveg þokkalega stjórnað en mér finnst nú að vísu að borgarstjórinn komi ekki nóg við sögu. Þar sem hann er borgarstjóri finnst mér að hann ætti að taka meiri þátt í að stýra borginni. Ég hef það nú á tilfinningunni að stjórnin sé mest í höndum Dags B. Eggertssonar og Samfylkingarinnar. Ég vil nú samt ekki alveg strika yfir Jón Gnarr. Hann á sínar góðu hliðar og nýtur sín kannski best við að koma fram út á við. Sennilega hefði hann bara átt að vera forseti borgarstjórnar vegna þess að borgarstjórinn þarf að vera eins og embættismaður. Mér finnst Jón Gnarr ekki rækja það hlutverk til fulls og svo ég tali bara hreint út þá finnst mér hann kannski sleppa frekar billega frá því að vera borgarstjóri því þetta er náttúrlega geysilega ábyrgðarmikið starf.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is

Björgvin Guðmundsson segir sögu sína í blaðamennsku, pólitík og stjórnarráðinu í bókinni Efst á baugi sem ber nafn samnefnds útvarpsþáttar sem hann stjórnaði við miklar vinsældir á árunum 1960-1970. Mynd/Hari


tilbOð

25%

afsláttur á kassa

kjúklingabringur

2099 kr/kg Verð áður 2799

heit tælensk súpa í haustkuldanum fyrir 4 að hætti Rikku

2 msk olía til steikingar 3 kjúklingabringur, skornar í litla bita 1/2 sæt kartafla, skorin í litla bita 1/2 rauð papríka, skorin í litla bita 3 vorlaukar, sneiddir 2 hvítlauksrif, pressuð

1 tsk rifinn ferskur engifer 1 msk safi af límónu 2 tsk fish sauce ferskt kóríander 1 msk rautt karrýmauk 2 dósir kókosmjólk 500 ml vatn 1 1/2 kjúklingakraftstengingur

tilbOð

25%

Steikið kjúklinginn ásamt sætu kartöflunni og steikið þar til að kjúklingurinn er alveg steiktur í gegn. Bætið þá papríkunni, vorlauknum, hvítlauknum og engiferinu og steikið stutta stund. Bætið fish sauce og karrýmauki saman við og hellið kókosmjólk og vatninu úr í ásamt kjúklingakraftinum og límónusafanum. Látið súpuna malla í 20-30 mínútur. Stráið söxuðu fersku kóríander yfir súpuna áður en að hún er borin fram.

lúXushakk ita aðeins 4% f

afsláttur á kassa

lambalundir

4724 kr/kg verð áður 6299

tilbOð

tilbOð

20%

20%

afsláttur á kassa

afsláttur á kassa

ungnautahakk 4% fita

rifjasteik með puru

verð áður 2199

verð áður 1449

1759 kr/kg

1159 kr/kg

ndi

Gildir til 13. október á meðan birgðir endast.

nÝtt Á Ísla tilbOð

tilbOð

179 kr/pk Snúður

Verð áður 239

Alltaf nýbakað!

399 kr/pk Zevia gos

Engar kaloríur, engin gervisæta. Með stevíu.

Verð áður 579 Goodfella´s Pizzur - fljótlegt og þægilegt

hefur Þú kÍkt Á kleinuhringj aúrValið Í hagkaup?

Kleinuhringjabar í Skeifunni, Smáralind, Garðabæ, Kringlunni og á Eiðistorgi Minna úrval í öðrum verslunum.


24

fréttaskýring

Helgin 11.­13. október 2013

2. hluti Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm

Húsnæði geðsviðs stenst ekki nútímakröfur Drungalegt og úr sér gengið húsnæði geðsviðs Landspítalans að Hringbraut stenst illa kröfur nútíma­ geðlækninga. Öryggismálum er þar einnig ábótavant svo tryggja megi öryggi sjúklinga sem starfsfólks. Geðsvið verður ekki hluti af nýjum spítala og því er enn brýnna en nokkru sinni að ráðast í nauðsynlegar endurbætur og viðhald sem hefur verið vanrækt svo það lekur og myglusveppur þrífst.

A

ðbúnaður sjúklinga og umhverfi þeirra er ein af þremur meginstoðum í meðferð geðsjúkra, að sögn Maríu Einisdóttur, framkvæmdastjóra geðsviðs Landspítalans. Hinar tvær eru sjúklingurinn sjálfur og starfsfólkið sem veitir honum meðferð og það umhverfi sem meðferðin fer fram í. Umhverfi og aðbúnaður geðsjúkra er afar mikilvægur og því brýnt að fram fari nauðsynlegar endurbætur á úr sér gengnu húsnæði geðsviðs, sem stenst illa kröfur nútímageðlækninga, að sögn Maríu. Fyrir skömmu var tekin í notkun geðgjörgæsludeild, svokölluð bráðageðdeild, sem mikil þörf var á. Þar eru veikustu sjúklingarnir vistaðir í tíu einbýlum þar sem fyllsta öryggis sjúklinga er gætt. Þetta eru mikið veikir sjúklingar sem oft eru með hegðunartruflun og eru jafnvel hættulegir umhverfi sínu eða sjálfum sér. Áður voru þessir sjúklingar vistaðir með öðrum minna veikum á þremur deildum á Hringbraut sem

var ekki ákjósanlegt. Eyrún Thorstensen er deildarstjóri bráðageðdeildar. Hún segir hönnun nýju deildarinnar sérstaklega vel heppnaða og hún hafi skilað bættri þjónustu við sjúklinga, jafnt þeirra sem liggja á deildinni sjálfri, sem til sjúklinga á öðrum deildum.

Bráðageðdeild fækkaði leguplássum

Með tilkomu bráðageðdeildar fækkaði hins vegar leguplássum á geðdeildum Landspítalans um sjö því einni af þremur almennum legudeildum geðsviðs var breytt í bráðageðdeild. Nauðsynlegt þykir að svo mikið veikir sjúklingar séu á einbýli og því fækkaði legurúmum á deildinni um sjö. Ákjósanlegast hefði þó verið að bæta við bráðageðdeildinni og auka þjónustuna þannig enn meir. „Við breytingar á deildinni var öryggi sjúklinga haft í fyrirrúmi,“ segir María. „Hönnunin miðaðist við að útrýma hættusvæðum, svo sem skúmaskotum og svæðum utan almenns sjónsvæðis starfsfólks, til að koma í

veg fyrir árekstra. Einnig var hugsað fyrir því að enginn hlutur hér á deildinni geti nýst fólki til að skaða sjálft sig eða aðra, hurðahúnar, sturtuhausar, blöndunartæki, speglar, húsgögn og þar fram eftir götunum, allt er þetta sérvalið hér inn með öryggissjónarmið í huga,“ bendir hún á. Húsnæði geðdeildanna á Hringbraut var byggt árið 1979 og hefur lítið sem ekkert breyst síðan enda tekur arkítektúrinn mið af því. Umhverfið er niðurdrepandi og drungalegt með löngum, dimmum göngum með dökkum loftum. Veggir í stigagöngum og á fleiri stöðum eru grófir og steyptir þannig að steinnibbur standa út. Deildirnar eru fullar af skúmaskotum og dimmum hornum sem erfitt reynist að hafa gætur á, sem er mjög óheppilegt ef sjúklingar sýna tilburði til að skaða sjálfa sig eða aðra. Flest herbergin eru tvíbýli og húsbúnaður er úr sér genginn að undanskilinni dag- og göngudeild fíknigeðdeildar á jarðhæð, sem endurnýjuð var fyrir bráðum áratug. „Áform um nýjan spítala gera ráð

Deildirnar eru fullar af skúmaskotum og dimmum hornum sem erfitt reynist að hafa gætur á, sem er mjög óheppilegt ef sjúklingar sýna tilburði til að skaða sjálfa sig eða aðra.

Kynningar­ og góðgerðamálefnið Á allra vörum, réðst í söfnun fyrir bráðageðdeild í ár og afhenti í gær, fimmtudag, um 50 millj­ ónir auk ýmissa gjafa, sem nýtast munu til áframhaldandi fram­ kvæmda við bráðageðdeildina. Lósmyndir/Hari

fyrir að geðsvið sé í „varanlegu húsnæði“, eins og það var orðað,“segir María. „Það þýðir að ekki er gert ráð fyrir okkur í nýjum spítala og því verðum við hér. Það voru mikil vonbrigði en við verðum að sætta okkur við það. Lágmarkskrafan er þá að húsnæðinu sé haldið við og hér fari fram nauðsynlegar endurbætur í þágu sjúklinga,“ segir hún.

Öryggi sjúklinga ábótavant

„Við erum ekki að tala um neitt pjatt, heldur einfaldlega öryggi sjúklinganna,“ segir María og nefnir nokkur dæmi: „Samkvæmt vinnureglum okkar, sem eru settar í þágu sjúklinganna, förum við ekki með veikustu sjúklingana í lyftu milli hæða. Það getur skapað ýmis vandamál, bæði eru aðstæður í lyftu ekki öruggar og einnig getur rýmið skapað vanlíðan hjá sjúklingnum. Við förum því alltaf með veikustu sjúklinga á milli hæða um stigagang en arkítektúrinn á honum er þess eðlis að veggirnir í stigaganginum eru beinlínis hættulegir. Ef til átaka kemur við sjúkling getur fólk meitt sig illa við að kastast utan í veggina,“ bendir hún á. Legudeildirnar eru þannig hannaðar að fyrir framan hver tvö herbergi Framhald á næstu opnu


FJARÐARKAUP 40 ára

úr kjötborði

Svínalundir

úr kjötborði

Svínahnakki

1.498,kr./kg

1.198,kr./kg

verð áður 2.398,-/kg

verð áður 1.598,-/kg

FK kjúklingabringur

1.998,kr./kg verð áður 2.345,-/kg

Íslenskt heiðarlamb

1.298,kr./kg

Bayonne skinka

1.198,kr./kg. verð áður 1.495,-/kg

Ísfugl kalkúnalundir

2.279,kr./kg verð áður 2.998,-/kg

Coca Cola 4x2L

698,kr.

Skrímslaís

723,kr. verð áður 998,-

Kókómjólk sykurskert/venjuleg 6x1/4L

298,kr./pk.

198,kr./kg

20%

afsláttur af JOHN FRIEDA

198,kr./kg - Tilvalið gjafakort

489,kr. verð áður 798,-

Ananas

Appelsínur

Rjómaís Daim 1,5L

Tilboð gilda til laugardagsins 12. október


26

fréttaskýring

Helgin 11.-13. október 2013

2. hluti Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm

María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs, t.v. og Eyrún Thorstensen, deildarstjóri bráðageðdeildar.

Sautján deildir á fimm stöðum í borginni  Á geðsviði Landspítalans eru níu legudeildir, fjórar göngudeildir og fjórar dagdeildir á fimm stöðum í borginni:

 Á Hringbraut eru fjórar legudeildir. Þar er ný bráðageðdeild en auk hennar tvær legudeildir og fíknigeðdeild. Þar eru einnig þrjár dag- og göngudeildir.

 Á Kleppspítala eru fjórar legudeildir; öryggisgeðdeild og réttargeðdeild auk sérhæfðrar endurhæfingargeðdeildar og almennrar endurhæfingargeðdeildar. Þeir sem eru lagðir inn á öryggisgeðdeild hafa verið sviptir sjálfræði í a.m.k. sex mánuði. Það er yfirleitt fólk með

tvígreiningar, fíknivanda og alvarlegan geðrofssjúkdóm. Þar er einnig réttargeðdeildin sem vistar fólk sem dæmt hefur verið fyrir afbrot en er of veikt til að afplána dóm sinn í fangelsi. Réttargeðdeildin var flutt á Klepp af Sogni í Ölfusi árið 2012.

 Í einbýlishúsi á Laugarásvegi er endurhæfingardeild og legudeild fyrir fólk á aldrinum 18-25 sem er að veikjast af sínu fyrsta eða öðru geðrofi. Þar eru fá legurúm, 7-8, en allt að 50 manns eru að jafnaði innskrifaðir og mæta sumir daglega, aðrir nokkrum sinnum í viku. Þar er einnig fyrsta endurhæfing og eftirfylgni með ungu fólki sem veikist af geðrofi.

 Hvíta bandið á Skólavörðustíg er dagdeild og göngudeild átröskunar, sem og dagdeild fyrir þunglyndissjúklinga og fólk með persónuleikaröskun. Þar er sérstakt átröskunarteymi starfandi.

 Eitt af samfélagsteymum geðsviðs, svokallað “outreach” teymi, hefur aðstöðu að Reynimel. Teymið hefur starfað í tæp fjögur ár og náð góðum árangri, meðal annar hefur orðið mikil fækkun í innlögnum hjá þeirra skjólstæðingahópi, sem er fólk sem á hvað erfiðast uppdráttar, svo sem heimilislausu fólki og langt leiddum fíklum.

er lítið hol með klósetti annars vegar og sturtu hinsvegar. „Það er mjög mikilvægt að koma í veg fyrir slík hættusvæði,“ bendir hún á. Þó svo að reynt hafi verið að gera umhverfið sem öruggast hefur sjúklingum tekist að binda endi á líf sitt á geðdeild. „Við höfum misst fólk,“ segir María. „Slíkt á ekki að henda og því miða allar breytingar að því að tryggja öryggi sjúklinga og starfsfólks,“ segir hún.

Breytingar bæta líðan

Breytingar á nýrri bráðageðdeild eru langt komnar þó svo að aðeins sé lokið við annan ganginn af tveimur. Kostnaðurinn við breytingarnar nemur þegar rúmum hundrað milljónum – og nokkra tugi þarf til viðbótar svo ljúka megi við verkið. Fimmtán milljónir fengust frá velferðarráðuneytinu en restin kom úr rekstri spítalans sjálfs, stærsti hluti af rekstrarfé geðsviðs Kynningar- og góðgerðamálefnið Á allra vörum, réðst í söfnun fyrir bráðageðdeild í ár og afhenti í gær, fimmtudag, um 50 milljónir auk ýmissa gjafa, sem nýtast munu til áframhaldandi framkvæmda við bráðageðdeildina. Framlög velviljaðra samtaka eru geðsviði ómetanleg, að sögn Maríu. Eyrún segir að breytingarnar á bráðageðdeildinni hafi breytt því verulega hvernig hægt er að annast veikustu sjúklingana. „Með því að gera deildina öruggari þurfum við í mun minna mæli að loka veikasta fólkið af. Við getum stýrt umgangi á deildinni mun betur og komið þannig í veg fyrir árekstra. Einbýlin hjálpa einnig mjög mikið til en fólk getur sjálft valið að læsa að sér þó svo að starfsfólk hafi samt sem áður aðgang að herbergjum þeirra, þá má þannig koma í veg fyrir að sjúklingar ráfi inn á herbergi annarra,“ bendir Eyrún á. „Við þurfum mun minni inngrip og sjúklingarnir upplifa sig fyrir vikið frjálsari og líður því betur,“ segir hún. Enn skortir þó upp á aðgang

sjúklinga að lokuðum garði sem nýverið var útbúinn við geðdeildina að Hringbraut í kjölfar ábendinga Evrópuráðs til varnar gegn pyntingum. Til þess að komast í hann þarf að fylgja sjúklingi um langa ganga og á milli hæða sem eykur hættuna á stroki og uppákomum og það hefur gerst hjá okkur. Auðveldlega má koma upp stiga úr bráðageðdeildinni niður í garðinn en áætlað er að hann myndi kosta um 10 milljónir. Þær eru ekki til.

Viðkvæmur sjúklingahópur

María bendir á að bráðageðdeildin hafi meiri áhrif á aðrar deildir en starfsfólk hefði gert sér í hugarlund fyrirfram. „Sjúklingahópurinn okkar er fjölbreyttur en hann mjög viðkvæmur, algengasta innlagningarástæðan eru áleitnar sjálfsvígshugsanir. Það er því mikilvægt að allir fái næga athygli. Reynslan sýnir að inniliggjandi sjúklingar með til að mynda þunglyndi og kvíða sem voru á deild með órólegum sjúklingi upplifðu spennuþrungið andrúmsloft og héldu sig því oft til hlés. Þegar órólegustu sjúklingarnir hafa verið færðir inn á bráðageðdeild verður umhverfið rólegra og sjúklingar með kvíða og þunglyndi sýna meira frumkvæði til sjálfshjálpar og sækja í þjónustu starfsfólks. Þannig fá þessi sjúklingar meira út úr meðferðinni,“ segir María. Starfsfólk tveggja almennra legudeilda og legudeild fíknigeðdeildar hefur lagt sig fram við að veita bestu mögulegu þjónustu við sjúklinga miðað við aðstæður. Peningur sem safnaðist í svokölluðu Brospinnaátaki, sem er framtak starfsfólks geðsviðs spítalans, var notaður til þess að breyta þvottaherbergi á legudeild fíknigeðdeildar í svokallað „altmuligt“ herbergi. Þar geta heimsóknir farið fram, sjúklingar geta fundið þar afdrep og þar eru einnig viðtöl sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks. Húsgögnin; legusófi og hægindastóll, fengust í Góða hirðinum því


fréttaskýring 27

Helgin 11.-13. október 2013

þannig mátti nýta söfnunarféð sem best. Fyrir einu og hálfu ári tók starfsfólk sig saman í því að efla og bæta þjónustu við sjúklingana og réðst í svokallað LEAN-verkefni sem felst í því að hugsa alla verkferla deildarinnar upp á nýtt í því skyni að nýta mannauðinn sem best í þágu sjúklinganna. Kjartan J. Kjartansson er yfirlæknir á deildinni og Helga Sif Friðjónsdóttir deildarstjóri. Þau segja að hugmyndafræði deildarinnar sé að mæta sjúklingi þar sem hann er staddur og finna viðeigandi meðferðarúrræði. Markhópur deildar eru sjúklingar í neyslu og með annan lífshamlandi geðvanda. „Einnig sinnum við barnaverndarmálum,“ bendir Kjartan á. „Hingað kemur fólk sem er á götunni og mætir ósjaldan fordómum annars staðar í heilbrigðiskerfinu,“ segir Helga. „Við erum í samvinnu við Reykjavíkurborg um nærþjónustu fyrir utangarðsfólk,“ segir Helga. Þau taka undir með Maríu og segja að nauðsynlegt sé að bæta aðbúnað sjúklinga á deildinni, ekki síst út frá öryggissjónarmiðum. Nauðsynlegar endurbætur á deildinni myndu sennilega kosta álíka og á nýrri bráðageðdeild, yfir 100 milljónir. Aðspurður segir Kjartan eitt helsta vandamál deildarinnar vera skort á úrræðum sem taka við eftir útskrift sjúklinga. „Fyrir vikið verður hér ákveðið fráflæðisvandamál því lítið er um búsetuúrræði fyrir fólk sem er að koma úr neyslu eða er jafnvel enn í neyslu. Það er hópurinn sem fáir vilja hjálpa. Samfélagið þarf að gera ráð fyrir þessum hópi og horfast í augu við að hann þarf hjálp,“ segir Kjartan.

2,3% þjóðarinnar nutu þjónustu geðsviðs. Alls þurftu um 5.600 einstaklingar á þjónustu geðdeildar að halda á síðasta ári. Það er 2,3% allra íbúa landsins eldri en 18 ára. Tæplega fimm þúsund manns leituðu á bráðaþjónustu geðdeildar, þrettán manns á degi hverjum. Það eru fleiri en þurftu á bráðaþjónustu hjartagáttar að halda.

átján hundruð

Alls lágu rúmlega sjúklingar á ára aldri þurftu á innlögn á geðdeild að halda í fyrra. Daglega sækja

níu legudeildum geðsviðs í fyrra sem þýðir að átta af hverjum þúsund íbúum yfir 18

213 manns þjónustu dag- og göngudeilda geðsviðs og gerir það rúmar 52 þúsund komur á þessar deildir árið um kring.

er að fá geðrof í fyrsta sinn. Það er mjög notalegt umhverfi með 8 legurúmum og allt að 50 innskrifuðum sjúklingum sem njóta áframhaldandi þjónustu, eftirfylgni og endurhæfingu. Húsið er frá því um 1970 og margar innrétt-

ingar jafngamlar húsinu og því nauðsynlegt að ráðast þar í endurbætur,“ segir hún. María áætlar að endurnýjun hverrar legudeildar myndi kosta ríflega hundrað milljónir. Á Hringbraut þurfi að endurnýja þrjár

legudeildir, sem myndi kosta að minnsta kosti þrjú hundruð milljónir en að auki sé verulegur kostnaður vegna viðhalds á þeim fimm byggingum sem heyri undir sviðið. „Við höfðum vonast eftir því að fá aukið fé til viðhalds þegar

við fengum að vita að við værum í varanlegu húsnæði en það hefur því miður ekki gengið eftir,“ segir María. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

NÝTT FRÁ MJÓLKURSAMSÖLUNNI Nýjung!

Hundruð milljóna endurbætur nauðsynlegar

Hjördís Tryggvadóttir er sálfræðingur og teymisstjóri á Teigi, dag- og göngudeild fíknigeðdeildar sem endurnýjuð var árið 2004. Hún segir aðbúnaðinn vel ásættanlegan og húsnæðið í ágætis standi.

D-VÍTAMÍNBÆTT

LÉTTMJÓLK OG NÝMJÓLK Nú í 1/2 lítra umbúðum

Stóran hluta ársins fá Íslendingar ekki nægilegt D-vítamín. Þess vegna fæst nú D-vítamínbætt léttmjólk og nýmjólk. Í einu glasi er einn þriðji af ráðlögðum dagskammti. D-vítamín er nauðsynlegt fyrir vöxt og þroska beina og hjálpar okkur að takast á við daginn með bros á vör. Í nýlegri rannsókn á mataræði 15 ára unglinga á vegum Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala kemur í ljós að innan við 5% stúlkna nær ráðlögðum dagskammti af D-vítamíni og innan við 10% drengja. Þegar litið er til þess að á yngri árum er beinmyndun í hámarki og þörf fyrir D-vítamín sérstaklega mikil þá er ljóst að bregðast þarf við.

D-vítamínbætt léttmjólk og nýmjólk - eins og hollur sólargeisli

:-D

ENNEMM / SÍA / NM53669

Þegar María er beðin að áætla hversu miklu ríkið þyrfti að kosta til svo fara megi í nauðsynlegt viðhald og ráðast megi í nauðsynlegar endurbætur á húsnæði sem nú hefur verið úrskurðað varanlegt hikar hún. „Ég á bágt með að áætla það nákvæmlega. Allt viðhald á þeim fimm byggingum sem geðsviðið rekur starfsemi sína í hefur verið vanrækt. Hér á Hringbraut er lekavandamál, rakaskemmdir og grunur er um myglusvepp. Ný réttargeðdeild að Kleppi er mjög vel heppnuð en aðrar deildir á Kleppi þurfa viðhald og endurnýjun. Þetta gamla, fallega hús á Kleppi á skilið að því sé sýnd virðing með tilhlýðilegu viðhaldi,“ bendir hún á. María segir að Dagdeild Hvítabands- og átröskunar sé á Skólavörðustíg og þjóni vel sínu hlutverki. Ánægja sé með staðsetningu deildarinnar þar enda ekki hugmyndir um að flytja hana annað. „Við rekum einnig legudeild og göngudeild í einbýlishúsi á Laugarnesvegi. Hún er ætluð fólki á aldrinum 18-25 ára sem


28

viðtal

Helgin 11.-13. október 2013

Úr fréttum í fiskinn Karen Kjartansdóttir hætti sem varafréttastjóri Stöðvar 2 í byrjun vikunnar og hefur þegar hafið störf sem nýr upplýsingafulltrúi LÍÚ. Hún segist hafa viljað breyta til eftir níu ára starf á hinum ýmsu fjölmiðlum 365 miðla. Það hafi þó verið sárt að kveðja og tilfinningin sé svolítið eins og hún sé að skilja við vinnuveitandann. Hún hefur ýmsar tengingar við sjávarútveginn og ekki síst þá að hún er vitlaus í makríl.

K

aren Kjartansdóttir hefur starfað á ýmsum fjölmiðlum síðustu níu árin, án þess þó að flytja sig nokkru sinni úr Skaftahlíðinni þar sem 365 miðlar halda til með alla sína fjölmiðla. Hún byrjaði á DV þegar Illugi Jökulsson og Mikael Torfason tóku við ritstjórn blaðsins. Hún fór síðan yfir á fréttastöðina NFS, þar næst á Fréttablaðið og síðan á Stöð 2 þar sem hún var varafréttastjóri þangað til hún sagði upp. Karen tók við starfi upplýsingafulltrúa LÍU í vikunni og það má því segja að hún sé komin hinum megin við borðið þar sem blaðamenn og upplýsingafulltrúar eiga oftar en ekki í sérkennilegum samskiptum og eltingaleikjum. „Ég var búin að vera í þessu í um það bil áratug og fannst bara tími til kominn að leita á ný mið,“ segir Karen þar sem hún er að koma sér fyrir á skrifstofu LÍÚ. „Það var kominn smá hugur í mig og mig langaði ekkert endilega að halda áfram á fjölmiðlum, heldur kannski vinna við eitthvað þessu tengt.“ Og sjávarútvegurinn varð fyrir valinu og Karen segir að sér finnist hann spennandi í allri sinni fjölbreytni. „Nýsköpunin, öll tæknin og svo margt í uppbyggingunni í tengslum við þetta er mjög spennandi,“ segir Karen sem er þar fyrir utan ákafur aðdáandi makrílsins. „Ég er brjálaður makrílsaðdáandi. Ég held að það liggi við að ég borði eina dós á dag. Makríllinn er besti skyndibitinn,“ segir hún og hlær. „Síðan get ég líka spilað því út að pabbi hafi verið sjómaður á Haraldi Böðvarssyni.“ Þannig að nýi upplýsingafulltrúinn er ekki í neinum vandræðum með að tengja sig við nýja viðfangsefnið.

Hrollvekjandi skammstöfun

Karen líst vel á vistaskiptin og móttökurnar hjá LÍÚ hafa verið góðar. „Þetta virkar alveg sérlega elskulegt fólk. Mér líst mjög vel á hann

Mikael tók þessu eins og sannur karlmaður. Bara eins og hann er.

Karen Kjartansdóttir er hætt sem varafréttastjóri Stöðvar 2 og tekin við starfi upplýsingafulltrúa LÍÚ. Hún er spennt fyrir sjávarútveginum og telur sér ekki síst til framdráttar í nýja starfinu að hún er sólgin í makríl. Ljósmynd/Hari

Tvífarinn í True Blood Karen þykir sláandi lík leikkonunni Anna Paquin sem hefur gert það gott í sjónvarpsþáttunum True Blood um árabil. Karen hefur fengið að heyra þetta við ýmis tækifæri og þessi líkindi eru uppspretta alls kyns gríns en Karen er sátt við glensið og Anna Paquin í hlutverki segir tvífara Sookie. sinn í True Blood hafa kallað á jákvæða athygli. „Það er greinilega eitthvað þarna. Hún hefur verið mitt alter-egó og ég hef lifað í gegnum hana,“ segir Karen og hlær. „Þannig getur maður notið þess að vera villtur einhvers staðar.“

Kolbein Árnason, nýja framkvæmdastjórann, og bara allt fólkið sem ég hef hitt hérna. Margir fá smá hroll þegar þeir heyra þessa skammstöfun, LÍÚ, og ég skil ekki alveg þessa andúð á íslenskum sjávarútvegi.

Þetta er mikilvægasta atvinnugreinin okkar og þetta ætti ekki að vera svona.“ Karen segir þó að sér hafi brugðið dálítið þegar þetta starf var nefnt við hana. „En ég ákvað svo að láta slag standa. Og það var svosem enginn efi í mér, eftir að ég hugsaði þetta.“ Fréttafólk og upplýsingafulltrúar eigast oft við og hvorugum þykir hinn hópurinn sérlega skemmtilegur. Óttast Karen ekkert að verða leiðinleg þegar hún er komin í stétt sem hún hefur látið fara í taugarnar á sér í tæpan áratug? „Jú, jú. En ég er sem betur fer skemmtileg að eðlisfari,“ segir hún og bætir við að eitt það síðasta sem hún hafi gert áður en hún yfirgaf Stöð 2 hafi verið að bölva því hversu fréttamenn væri leiðinlegir. Að gefnu tilefni. „Þá kallaði Mikael á eftir mér að ég væri strax byrjuð.“ Komin í hitt liðið. „Ég vona að ég muni eiga í góðum samskiptum við gamla kollega. Breytir þetta nokkuð miklu? Þótt maður færi sig um set? Er maður ekki bara alltaf að reyna að vera almennileg manneskja?“ Spyr Karen út í loftið á heimspekilegum nótum. „En það var mjög erfitt og leiðinlegt að kveðja. Það var frekar sárt

en maður verður einhvern tíma að fara. Svo bind ég sterkar vonir við að vinnutíminn verði reglulegri,“ segir Karen sem á þrjú börn á aldrinum tíu, fjögurra og tveggja ára. „Þetta hefur samt alveg gengið vel með þessum óreglulega vinnutíma sem fylgir fjölmiðlunum. Það gengur líka alltaf allt ef maður er ekki alltaf tuðandi.“

Saknar ekki sjónvarpsins

Nú er kunnara en frá þurfi að segja að fjölmiðlafólk þjáist af þrálátri sjálfhverfu sem ágerist sérstaklega þegar fólk byrjar að vinna í sjónvarpi. Áttu ekki eftir að sakna þess að sjá sjálfa þig og heyra á skjánum. Finnast sjálfið kannski vera að leysast upp? „Nei. Það held ég alveg örugglega ekki. Mér finnst það mjög notaleg tilhugsun. En ég á eftir að sakna hans Breka míns rosalega mikið,“ segir Karen um fréttastjórann og náinn samstarfsmann, Breka Logason. Karen og Mikael Torfason hafa einnig unnið mikið saman í gegnum árin og það voru hann og Illugi Jökulsson sem réðu hana fyrst til starfa á fjölmiðlum. Þannig að ætla má að Mikael hafi þótt miður að horfa á eftir Karen til LÍÚ. „Mikael tók þessu eins og sannur karlmaður. Bara eins og hann er. En auðvitað er ekkert gaman að skilja við fólk og mér líður held ég eins og sé búin að vera að standa í skilnaði.“ Starfslok Karenar voru að vonum sett í samhengi við brotthvarf fleira fréttafólks frá 365 í einhverjum vefmiðlanna en hún blæs á allar slíkar kenningar. „Mér finnst alveg undarlegt að vera að tala um ólgu og flótta. Ég veit nú ekki betur en að á fyrstu tveimur árunum mínum hafi ég náð að hafa þrettán ritstjóra. Þá var ólga en mér hefur ekki þótt neitt sérstök ólga eða flótti brostinn á. Þótt að samkeppnisaðilum finnist það. Og þótt ég fari núna eftir áratug þar sem ég hef farið í gegnum súrt og sætt þá finnst mér það ekki til marks um neina ótryggð eða lausung.“

Heltekin af hlaupum

Fyrir nokkrum misserum byrjaði Karen að stunda hlaup sér til andlegrar og líkamlegrar hressingar. Hún tók þessa bakteríu mjög bókstaflega og er nú búin að skrifa bók-

ina Út að hlaupa, ásamt Elísabetu Margeirsdóttur, veðurfréttakonu á Stöð 2 og reyndum maraþonhlaupara. Bókina hugsa þær stöllur bæði fyrir þá sem eru að reima á sig hlaupaskóna í fyrsta sinn og einnig þá reyndari. „Ég er af allt öðrum meiði en Elísabet. Ég gerði þetta bara svona til slökunar og til að halda mér í formi þótt mér finnst þetta samt rosalega skemmtilegt. Þannig að ég get hiklaust mælt með hlaupi sem lífsstíl og hvatt fólk til að byrja enda má nýta hlaupið bæði sem hugleiðslu og líkamsrækt. Þetta gefur manni svo margt og hefur marga kosti.“ Þegar Karen byrjaði að hlaupa segist hún hafa hellt sér út í sportið af krafti. „Vegna þess að ég var bara að reyna að losna við smá aukakíló eftir þriðju meðgönguna.“ Og þar sem hún er sérstaklega hrifin af handbókum hvers konar þá lagðist hún í bandarískar og breskar hlaupabækur. „Ég skildi ekkert í því af hverju það var ekki búið að þýða eitthvað af þessu og ákvað að gera það sjálf. Ég rak mig strax á að það þyrfti að staðfæra heilmikið og sumt sem mér fannst flott í einni fannst mér ljótt í annarri. Og svo framvegis.“ Niðurstaðan varð því að skrifa svona bók sjálf og þá lá beinast við að fá Elísabetu með sér í lið. „Hún er næringarfræðingur og veit allt um hlaup og hafði allt sem þarf til að gera þetta. Svo nýtti maður bara fjölmiðlareynsluna, safnaði upplýsingum og leitaði til sérfræðinga. Ég held þarna hafi orðið til alveg svakalega flott bók þótt ég segi sjálf frá. Ég er að meina það.“ Karen segir það nokkuð misjafnt hversu langar vegalengdir hún hleypur hverju sinni. Ætli þetta séu ekki svona frá þremur, tíu og upp í tuttugu kílómetra.“ Og hún kann best við að hlaupa á veturna þannig að nú fer fjörið að byrja ef að líkum lætur. „Mér finnst eiginlega skemmtilegra að hlaupa á veturna. Fyrst þegar ég byrjaði að hlaupa úti var mjög snjóþungur vetur en það var mjög yndislegt. Maður verður bara gíra sig rétt upp og þegar fólk byrjar þá verður það heltekið.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


20

% afsláttur

Aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

Lambasúpukjöt 1. flokkur, ½ frampartur, sagaður

799 898

kr./kg

kr./kg

Aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

20

Við g

afsláttu% r

8 8 3 4 g

kr./k 8 9 5 6

1998 2569

2158 2698

g kr./k

kr./kg

ir Bestöti í kj

30

kr./kg

kr./kg

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

Lambahryggur m/villisveppum kr./kg

dir alun b m La

SS grískt lambalæri

g

rir þi

ira fy

me erum

Íslensk matvæli kjúklingabringur

% r u t t á l afs

ns Aðei kt

s ísleknjöt

2198 2469

kr./kg

kr./kg

i tborð í kjö

Helgartilboð! 15 20 % r u afslátt

afsláttu% r

Mjólka hindberjaskyrterta

Trópí appelsínusafi m/aldinkjöti, 1 lítri

198 222

kr./stk.

kr./stk.

998 1198

30

Jacobs pítubrauð, fín/gróf, 6 stk.

229 255

% afsláttur

kr./pk.

kr./pk.

3 fyrir 2

Dala Auður, 170 g

399 503

kr./stk.

kr./stk.

15

% ur afslátt Breiðholtsbakarí kleinuhringir

Nóa nammi sprengjur

kr./stk.

kr./stk.

338 398

kr./pk.

kr./pk.

Coke light og Coke zero, 2 lítar

198 299

kr./stk.

kr./stk.

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

Stjörnusnakk 3 tegundir, 90 g

249 279

kr./pk.

kr./pk.


áltíð fyrir

30

úttekt

Helgin 11.-13. október 2013

RíkisstjóRn

ofurmenna og ljúfra klaufa Það verður ekki af þeim tekið, forsætisráðherranum og fjármálaráðherranum, þeim Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Bjarna Benediktssyni, að þeir eru til í að bregða á leik við rétt tækifæri. Stjórnmálafólk er yfirleitt viljugast til þess að kasta alvörugrímunni í aðdraganda kosninga en sem betur fer líka þegar góð málefni eru annars vegar. Ráðherrarnir brugðu sér í gervi Star Trek-kappanna Kirk og Spock fyrir myndatöku í vikunni en þessi sögulega ljósmynd af þeim verður seld á uppboði til styrktar Bleiku slaufunni.

U

Mr. Bean Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ætti varla í miklum erfiðleikum með að herma eftir hinum seinheppna ljúflingi Mr. Bean. Mr. Bean hefur til dæmis þann ótvíræða kost að hann segir fátt en þó syrtir í álinn þegar hann lætur verkin tala. Fatastíll hans og hárgreiðsla ber vott um ákveðna sveitamennsku og þegar hann villist í drottningarveislur þar sem hann er innan um fyrirmenni hverskonar verður hann alltaf dálítið eins og álfur út úr hól. En hann vill vel og það er fyrir öllu.

pphaflega hugmyndin var að sögn sú að þeir félagar færu í gervi Batmans og Robins en ágreiningur um hvor ætti að vera Batman gerði út um þá hugmynd. Það er síðan allt önnur saga hvort Bjarni henti í hlutverk hins tilfinningalausa Vúlkana, Spock, þótt tilfinningaleysi hljóti að auðvelda fjárlagagerð all verulega. Og hvernig Sigmundur Davíð tekur sig út í fötum hins sjálfumglaða kvennaljóma Kirks skipstjóra verður hver að dæma fyrir sig. En hér eru hugmyndir að nokkrum gervum sem aðrir ráðherrar ættu ekki að eiga í neinum erfiðleikum með að bregða sér í og óneitanlega væri það einhverra aura virði að sjá útkomuna. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is

Superman

Ofurmennið er blátt og það er Stjáni blái, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, líka. Kristján minnir þó meira á Clark Kent, Súpermann í borgaralegum búningi, en verkefni Kristjáns sem heilbrigðisráðherra kallar á ofurmannlega krafta og þá væri gott að geta kastað af sér gleraugunum og fundið skjalaskáp (símaklefar eru víst útdauðir) og stökkva fram með röntgenaugu til þess að leysa af ónýt tól og tæki í þeirri deild Landspítalans. Annars er líklega heppilegast að snúa jörðinni bara rangsælis og færa tímann aftur fyrir hrun og reyna að berja í bresti spítalans áður en hann hrundi.

4

+

1 flaska af 2L

Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

Verð aðeins

1990,-

Jókerinn Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, á margt sameiginlegt með Jókernum, hinum litríka erkióvini Batmans. Jókerinn og Vigdís hafa einstakt lag á að fá fólk til þess að hlæja með hressandi orðaleikjum og sprelli. Þó ber að varast að þrátt fyrir yfirbragð grínarans er þeim stundum alvara og þá er vissara að taka mark á orðum þeirra. Þau eiga það nefnilega til að hefna sín á þeim sem hlýða þeim ekki og sjálfsagt mun fara um margan Evrópusinnann og Ríkisútvarpsfréttamanninn þegar Jókerinn verður ráðherra.

Lara Croft Þessi hugdjarfi fornleifafræðingur lætur sér fátt fyrir brjósti brenna og ógnar karlskúrkum og þeirra klíkum með vasklegri framgöngu sinni. Ekki ósvipað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra sem komst heilu og höldnu í gegnum REYfrumskóginn, sá við öllum fjendum sínum í ráðhúsinu og tókst að velgja Bjarna Benediktssyni undir uggum á tímabili. Lara er í endalausri fjársjóðsleit og Hanna Birna er enn á leiðinni á toppinn og hvorug er líkleg til að leggja árar í bát.


20% AFSLÁTTUR 10. 13. október

20%

afsláttur af

öllum dömufatnaði og dömuskóm Bleika slaufan fæst á öllum afgreiðslukössum í Hagkaup.


viðtal

Helgin 11.-13. október 2013

Ég er geðveikur Heiðar Ingi Svansson gekk í gegnum helvíti fyrir 16 árum þegar hann ætlaði að svipta sig lífi. Hann var þá þunglyndur eftir að hafa verið í maníu með tilheyrandi ranghugmyndum. Nokkru síðar var hann greindur með geðhvarfasýki sem hann rekur beint til langtíma kannabisneyslu. Heiðar Ingi hefur þurft að glíma við eigin fordóma gegn geðsjúkum og segir stuðning fjölskyldunnar eitt það allra mikilvægasta.

Ljósmynd/Hari

32

Framhald á næstu opnu


VERÐDÆMI ALPINE King Size (193x203 cm )

SELJUM NOKKUR

FULLT VERÐ 232.818

kr.

139.690 kr. = 40% AFSLÁTTUR! Innifalið í verði: dýna, botn og fætur

KING SIZE

SÝNINGARRÚM

Á ÓTRÚLEGU

Framleiðandi: Framleiðsluland: Stífleiki: Gormakerfi:

King Koil Bandaríkin Millistíft/stíft Fimmsvæðaskipt 660 gorma pokagormakerfi, engin hreyfing milli svefnsvæða. Mýking: 5 cm af þrýstijöfnunarefni, leiserskorinn 5 svæða skiptur kaldsvampur. Botn: Stífur klæddur botn með fótum. Öryggi: Með öryggisþráðum, gert samkvæmt nýjum eldvarnarlögum í U.S.A.

TILBOÐI SILVIA HÆGINDASTÓLL Á 20% AFSLÆTTI SIRLÐV4I3A.700 kr.

ARGH!!! 111013

FULLT VE

34.960 krU. R

TT 20% AFSLÁ

Rekkjan ehf ≤≥ Ármúla 44 ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16

SVEFNSÓFAR Á 20-30% AFSLÆTTI VERÐDÆMI

VOLGA.900 kr.

FULLT VERÐ 49

34.930 kr.

30% AFSLÁTTUR

H E I L S U R Ú M


34

viðtal

Helgin 11.-13. október 2013

Þ

að er í fyrsta skipti í dag sem ég játa það opinberlega, hér fyrir framan Guð og ykkur, að ég er geðveikur.“ Þetta sagði Heiðar Ingi Svansson í predikun sem ber heitið „Mitt eigið prívat helvíti“ og Heiðar flutti í „Geðveikri messu“ sem haldin var síðasta sunnudag í Laugarneskirkju í tilefni af Alþjóðageðheilbrigðisdagsins sem var í gær. „Ég var bara beðinn um að halda predikun. Ég hef starfað lengi í kirkjunni, var meðal annars í sóknarnefnd og hef sungið í kirkjukórnum. Þau komu síðan og báðu mig um þetta, presturinn og formaður sóknarnefndar sem vill svo skemmtilega til að er konan mín,“ segir Heiðar Ingi brosandi. Hann tekur á móti mér á heimili sínu við Laugalæk þar sem fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir. Heiðar Ingi er framkvæmdastjóri bókaútgáfunnar Iðnú, varaformaður Félags íslenskra bókaútgefenda og auk þess formaður hverfaráðs Laugardals fyrir Besta flokkinn.

Fjölskyldan var í kirkjunni

Yngsta dóttirin, Arna Dís sem er nýorðin 12 ára, situr og teiknar þegar ég mæti. Við tvær sitjum svo og spjöllum á meðan ljósmyndarinn tekur myndir af pabba hennar. Predikunin hans var átakanleg, hann sagði frá geðhvarfasýki sinni, ranghugmyndunum sem hann fékk og að hann taldi enga leið út úr ógöngunum aðra en að svipta sig lífi. Til að hafa á hreinu hvað dóttir hans vissi spurði ég hana einfaldlega hvort hún hefði verið í predikuninni og hún játaði því. Í kirkjunni voru fjögur af sex börnum Heiðars Inga, foreldrar

hans og bróðir, auk fjölda vina. „Það var ómetanlegt að sjá þessi andlit í kirkjunni þegar ég flutti þetta,“ segir hann „Það skipti mig gríðarlegu máli. Arna Dís mín sagði svo við mig að hún hefði ekki vitað áður að ég hefði viljað drepa mig. Ég útskýrði þetta síðan fyrir henni og spurði hvort hún hefði áhyggjur. Hún sagðist ekki hafa þær núna. Ég er auðvitað að leggja mikið á börnin að tala opinskátt um veikindin mín og það er örugglega ekki alltaf þægilegt. Í kirkjunni var töluvert af fermingarbörnum og næst yngsta dóttir mín er að fara að fermast þannig að vinir hennar hlýddu líka á. Ég spurði hana líka hvernig þeir hefðu tekið þessu og ég hef ekki fengið annað en jákvæð viðbrögð.“

Dagneysla á kannabis

Sem unglingur fann Heiðar Ingi að hann passaði ekki alveg inn í normið. „Ég átti alltaf erfitt með að kyrra hugann og finna frið. Á menntaskólaárunum þegar vinirnir voru að leggja sig gat ég það engan veginn. Ég þurfti að vera með prógramm á kvöldin áður en ég fór að sofa til að reyna að ná mér niður.“ Um tvítugt byrjaði hann að reykja kannabis og var í dagneyslu þess um árabil. „Ég treysti mér ekki til að segja til um í hversu mörg ár það var. Líf mitt var mikil óregla, ekki bara neysla. Ég vann of mikið og var alltaf á mikilli keyrslu. Mínir nánustu vissu að ég drakk mikið en þeir höfðu ekki hugmynd um kannabisneysluna. Það var ekki fyrr en seinna sem þeir komust að henni.“ Hann telur að það hafi verið um árs aðdragandi að því að hann sökk í dýpsta svartnættið, tæplega þrítugur. „Hluti af þessum tíma er

í móðu. Mín kenning er sú, og hún er studd af geðlækninum mínum, að kannabisneyslan hafi hleypt þessu af stað. Fjölmargar rannsóknir hafa verið birtar sem sýna fram á tengsl kannabisneyslu við geðsjúkdóma og ég passa alveg inn í þá formúlu. Ég er ekki að segja að hún hafi þessi áhrif hjá öllum en ég tel að hún hafi haft þau hjá mér. Ég var búinn að vera í langvarandi, stöðugri kannabisneyslu þegar ég missti tökin.“

Nótt á lagernum

Geðhvarfasýki (manic-depressive) einkennist af tímabilum þunglyndis til móts við maníu.„Í maníunni upplifði ég alla þessa helstu brenglun sem fylgir því að vera í geðhæð. Ég trúði því að ég hefði yfirnáttúrulega hæfileika, að ég væri í sambandi við aðra heima þar sem ég hefði verið kallaður til sem útvalinn einstaklingur til að gegna mikilvægu hlutverki á jörðinni. Það var síðan í einum niðurtúrnum sem ég upplifði mitt eigið prívat helvíti og reyndi að fyrirfara mér. Ég var á lagernum í fyrirtæki sem ég rak á þessu tíma. Ég held að ég hafi eytt lunganum úr nóttinni þar, ég fór upp á stól og ætlaði að hengja mig.“ Í predikuninni sagðist Heiðar Ingi þarna hafa fundið ljós í svartnættinu og náð tengingu við Guð. Hann hafði endurtekið reynt að hætta að reykja kannabis og hætt að drekka en það alltaf gengið illa. „Einhvern tímann á þessu tímabili fór ég á svakalegt fyllirí, hitti mann sem er mér nákominn og sagði honum frá því að ég væri með sjálfsvígshugsanir. Ég man ekkert eftir þessu samtali. En þessum manni leið illa með þessa vitneskju og hafði samband við foreldra mína. Þau vissu

Heiðar Ingi segist hafa gengið í gegnum tímabil þar sem hann langað að hætta að taka lyfin en sem betur fer hafi hann alltaf tekið þau samviskusamlega. Ljósmynd/Hari

t lve Ko er sk na

Suðræni Skyr.is drykkurinn er kominn aftur

HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

r tu

ENGINN HVÍTUR SYKUR

NÝTT MANGÓ & ÁSTARALDIN

PRÓTEINRÍKT OG FITULAUST


viðtal 35

Helgin 11.-13. október 2013

að það var eitthvað að en þau vissu ekki hvað. Í framhaldinu var virkilega saumað að mér og ég samþykkti að fara inn á geðdeild. Eftir það fór ég síðan beint í meðferð. „Ég tókst svo á við hvoru tveggja, geðhvarfasýkina og neysluna. Ég varð í raun afskaplega hræddur og held að þess vegna hafi ég strax tekið lyfin mín samviskusamlega. Ég varð hræddur því ég vissi að ég gæti endað aftur á sama stað og ég var þegar ég eyddi þessari nótt á lagernum. Ég var líka þakklátur fyrir að hafa komist frá þessu. Mér fannst ég eiga inni hjá sjálfum mér og öðrum að ég myndi ekki klikka. Ég fékk þennan eina séns og ég ætlaði að nota hann vel.“

Undir áhrifum með barnið í bílnum

Á þessum tíma var Heiðar Ingi einhleypur en átti ellefu ára gamla dóttur, Steinunni Lilju. „Hún var eina barnið mitt á þessum tíma. Það var töluverð vinna fyrir mig að gera þetta upp með henni. Hún bjó ekki hjá mér en upplifði engu að síður ýmislegt sem hún hefði ekki átt að upplifa. Alkóhólisti tekur neysluna fram yfir alla aðra. Forgangsröðunin er kolvitlaus, þú lýgur og stendur ekki við það sem þú ert búinn að lofa. Ég veit ekki hvað ég hef oft keyrt með hana skakkur þegar ég var í dagneyslu. Það er ýmislegt sem er erfitt að horfast í augu við en á milli okkar í dag er bara tær væntumþykja og vinátta. Við erum búin að gera málin upp og nú er fyrsta afabarnið mitt á leiðinni.“ Heiðar Ingi hefur verið á beinu brautinni í 16 ár, er óvirkur alkóhólisti og tekur daglega lyf til að halda geðhvarfasýkinni í skefjum. „Ég hef farið í gegnum tímabil þar sem mig langar að hætta að taka lyfin mín. Það langar engan að vera geðveikur og ég er minntur á það tvisvar á dag þegar ég tek lyfin. Það er einstaklingsbundið hvernig lyfin virka. Það eru aukaverkanir en ég hef fengið mjög litlar. Það skiptir líka miklu máli að ég er vel giftur,“ segir hann glaðlega. „Það hafa komið erfið tímabil en ég hef þá fengið hjálp. Í eitt skiptið var ég harðákveðinn í að hætta að taka lyfin. Konan mín stoppaði mig þá af og sagði að ég gerði það ekki án samráðs við lækninn. Ég fór til læknis og hann sagði bara þvert nei.“

Ég held að ég hafi eytt lunganum úr nóttinni þar, ég fór upp á stól og ætlaði að hengja mig.

þekki misvel sem er að þakka mér fyrir að halda umræðunni opinni. Það er auðvitað tilgangurinn, að geðsjúkdómar hætti að vera það feimnismál sem þeir eru.“ Hann segist í raun hafa þurft að glíma við eigin fordóma í gegnum tíðina. „Steríótýpan af geðveikum manni er að hann sé fárveikur í spennitreyju og eigi aldrei afturkvæmt í samfélagið. Mér fannst óþægilegt þegar ég þurfti að fara niður á geðdeild til að hitta lækni. Fólk á svo erfitt með að ræða um geðsjúkdóma og það er enn erfiðara að takast á við þá ef þú treystir engum fyrir því að þú sért veikur, og enginn viti kannski af þeim nema maki þinn. Það skiptir máli að fólk geti talað um þetta rétt eins og um gigt og hjartveiki. Í raun fylgdi því ákveðinn léttir að tala í kirkjunni. Ekki að ég hafi þurft að segja

Erfitt að tala um geðsjúkdóma

Predikun Heiðars Inga var birt á vef Þjóðkirkjunnar, Trú.is, og hefur hann fengið gríðarleg viðbrögð, jafnvel frá ókunnugu fólki. „Ég er í dag búinn að fá símtöl frá fólki sem ég

um þetta heimili.“ Dóttirin er komin í sófann og þau feðginin halda utan um hvort annað. „Fjölskyldan er akkerið mitt. Hún er lykillinn að þessu öllu,“ segir Heiðar Ingi. Þegar ég kveð réttir dóttir hans mér myndina sem hún var að teikna allan þennan tíma og segist vilja gefa mér hana. Hún hafði teiknað það sem fyrir augu bar meðan hún sat undir ritningarversinu; myndirnar á veggjunum á móti, stigann upp á næstu hæð, gólfflísar og stofuskáp. Hún merkti síðan myndina með nafni sínu, og til skýringar að hún væri „dóttir Heiðars / geðveikur pabbi.“ Ég fæ því að hafa með mér smá minningar um fjársjóðinn – þar sem hjartað er. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Bosch-dagar Þýsk gæða-heimilistæki frá Bosch nú á frábæru tilboðsverði. Made by Germans

Kynntist þriggja barna móður

Heiðar Ingi kynntist eiginkonu sinni, Aðalbjörgu Stefaníu Helgadóttur, um 8 mánuðum eftir að hann kom úr meðferð. „Hún átti þrjú börn, Daníel Mána og tvíburana Unni Blævi og Sóleyju Ylju, og svo eignuðumst við saman yngstu stelpurnar. Það var kannski ekki ákjósanlegast fyrir nýþurrkaðan alka en við bara urðum skotin hvort í öðru. Ég er ákaflega glaður yfir því hvað fósturbörnin hafa tekið mér vel.“ Hann segir Aðalbjörgu, eða Öddu eins og hún er kölluð, ekki hafa sett það fyrir sig að hann væri nýkominn af geðdeild og úr meðferð. „Fortíðin bara skipti ekki máli.“ Hann rifjar síðan upp þegar Adda var í sjúkraliðanámi, áður hún lærði hjúkrunarfræði, að henni blöskruðu fordómar samnemenda sinna í garð geðsjúkra og fékk hún þá eiginmanninn til að koma í tíma og ræða sín veikindi. Hann hugleiddi þá ekkert meira að ræða þessi mál fyrr en nokkru áður en hann hélt predikunina. „Ég man að ég hugsaði um það þegar ég las viðtal við Högna í Hjaltalín í blaðinu ykkar. Mér fannst það virkilega djarft hjá honum að koma fram og segja frá sínum veikindum. Hann er líka að glíma við þau núna en það eru 16 ár síðan ég veiktist.“

neinum þetta. Það var samt einhver léttir að gangast við sjálfum sér eins og maður er, að segja: Svona er ég, með öllum mínum kostum og göllum.“ Engu að síður segist hann innst inni vera feiminn og örlítið feginn að vera farinn til útlanda þegar þetta viðtal birtist. „Ég er að fara í vinnuferð og það er örugglega aðeins þægilegra að vera bara í útlöndum þegar blaðið kemur út.“ Á veggnum við borðstofuborðið þar sem Arna Dís sat og teiknaði er ritningarvers úr Lúkasarguðspjall: „Því hvar sem fjársjóður yðar er þar mun og hjarta yðar vera.“ Heiðar Ingi segir að konan sín hafi valið þessa tilvitnun. „Hún er miklu klárari en ég. Hún hefur í raun dýpkað mína trú en hún var mjög trúuð fyrir þegar við kynntumst. Þetta ritningarvers segir í raun mikið

Þú sparar 10.000 kr.

Ryksuga BSGL 32238

2200 W. Hepa-sía. Parkethaus fylgir með. Vinnuradíus: 10 metrar.

Þú sparar 50.000 kr.

Tilboð: 149.900 kr.

Uppþvottavélar

Fullt verð: 199.900 kr.

Tilboð: 149.900 kr. Fullt verð: 189.900 kr.

WAE 28271SN

Bakstursofn Þú sparar 50.000 kr.

SMU 58M22SK

HBA 23B151

Tilboð: 99.900 kr.

Tilboð (stál):

Fullt verð: 144.900 kr.

SMU 58M25SK

Tekur mest 7 kg. Orkuflokkur A+++. Hámarksvinduhraði: 1400 sn./mín.

XXL ofnrými: 67 lítra. Orkuflokkur A. Fimm hitunaraðgerðir.

Fullt verð: 189.900 kr.

149.900 kr.

Þú sparar 40.000 kr.

Þvottavél

139.900 kr.

Fullt verð: 199.900 kr.

Barkalaus. Tekur mest 7 kg. Orkuflokkur A+. Sérkerfi: Íþróttafatnaður og 40 mín. hraðkerfi. Nýjung: Sjálfhreinsandi rakaþéttir.

Orkuflokkur A+. NoFrost: Affrysting óþörf. Tvö kælikerfi. Kælir: 221 lítra. Frystir: 86 lítra. H x b x d: 186 x 60 x 60 sm.

Fullt verð: 34.900 kr.

Tilboð (hvít):

WTW 84100SN

KGN 36NL20

Tilboð: 24.900 kr.

Mjög hljóðlátar, 44 dB. Orkuflokkur A++. 14 manna. Fimm kerfi. Séraðgerðir: Tímastytting kerfa, kraftþvottur og kraftþurrkun.

Þurrkari

Kæliskápur, úr stáli (kámfrír)

Þú sparar 50.000 kr.

Opið virka daga frá kl. 11 - 18 og á laugardögum frá kl. 11 - 16.

Þú sparar 45.000 kr.

Tilboð: 119.900 kr. Fullt verð: 149.900 kr.

Þú sparar 30.000 kr.


36

viðtal

Helgin 11.-13. október 2013

Augnlæknirinn Jóhannes Kári Kristinsson hefur gert 7000 laser-aðgerðir á augum, sent þrjú lög í Söngvakeppni Sjónvarpsins og nýtur þess að vera með fjóra hunda á heimilinu. Ljósmynd/Hari

Augnlæknir með skýra Júróvisjón Augnlæknirinn Jóhannes Kári Kristinsson er hornhimnusérfræðingur sem hefur sérhæft sig í laser-aðgerðum á augum og á að baki hvorki meira né minna en 7000 slíkar aðgerðir. Hann segir aðgerðirnar vera sínar ær og kýr en hann er einnig ástríðufullur lagahöfundur sem hefur þrisvar komist áfram í forkeppni Sjónvarpsins fyrir Júróvisjón. Þá á hann fjóra hunda sem hann getur ekki hugsað sér að vera án.

J

nú loksins á

Akureyri Stærðir 70x100 100x140

Margar gerðir af barnarúmfatnaði, frá 2.990 kr

LAGERSALA Laugardag & sunnudag Burstapoki áður 1.990 kr, nú 990 kr

Takmarkað magn

Smávara fyrir heimilið og þig

40-80% afsláttur

Barnarúmföt, dúkar

löberar, rúmfatnaður

stór rúmföt og fleira.

Reykjavík: Laugavegi 178 Opið laugardag & sunnudag 11-16

Akureyri: Glerártorgi Opið laugardag 10-17 & sunnudag 13-17

Lagersala Lín Design Laugavegi 178 & Glerártorgi

óhannes Kári Kristinsson sérhæfði sig í laseraðgerðum á augum upp úr aldamótum og hefur frá 2001 gert 7000 slíkar aðgerðir þannig að þeir eru ófáir Íslendingarnir sem hafa öðlast fulla sjón með aðstoð hans. „Þessar aðgerðir eru mínar ær og kýr og hafa verið síðan 2000,“ segir Jóhannes. „Aðgerðirnar hafa verið að þróast frá 1990 þegar fyrstu aðgerðirnar voru gerðar. Á einum áratug hafa þær síðan orðið vinsælustu skurðaðgerðir sem gerðar eru á mannverunni.“ Byrjað var að gera þessar aðgerðir á Íslandi árið 2000 og eins og svo oft þegar nýjungar eru annars vegar láta Íslendingar ekki á sér standa og Jóhannes telur víst að Íslendingar séu heimsmeistarar í að láta laga sjón sína með slíkum aðgerðum. „Eftir því sem ég hef heyrt þá er algengara, en gengur og gerist annars staðar, að Íslendingar farið í aðgerð til þess að láta lagfæra þetta.“ En eitthvað hlýtur þó að vera um að fólk sé hrætt við að láta krukka í því allra heilagasta, augunum? „Jújú, auðvitað, og það er bara ósköp eðlilegt að fólk sé smeykt við að láta einhvern koma við augun í sér. Það er nú ákveðið viðbragð í manni að vernda augun sem eru ef til vill það dýrmætasta sem við eigum,“ segir Jóhannes en bendir á að í raun sé hættulegra fyrir fólk að nota snertilinsur að staðaldri en að fara í laser-aðgerð. „Þegar þetta er borið saman má segja að áhættan af því að vera með linsurnar sé lárétt. Það er að segja hún er bara alltaf fyrir hendi á meðan þú ert með linsurnar og öll þau ár sem þú notar þær. Á meðan áhættan af því að fara í aðgerð er meira lóðrétt. Hún er á meðan þú ferð í aðgerðina en síðan ekki söguna meir. Þegar menn hafa skoðað þetta hafa þeir komist að því að snertilinsurnar eru hættulegri fyrir augun en aðgerðir og maður hefur séð ansi slæm sár sem hafa komið á hornhimnur eft-

ir snertilinsur. Og stundum hefur fólk misst sjón út af linsum.“

Full sjón á tíu mínútum

Jóhannes segir aðgerðina í raun einfalda og að hún taki ekki nema tíu mínútur. „Lengsti tíminn fer í að meta augun fyrir aðgerðina og marínera fólk í valíumi fyrir aðgerðina en þegar fólk er komið á staðinn tekur þetta allt saman eitthvað um einn og hálfan tíma. Fólk er í svona Saga Class-stólum að horfa á náttúrulífsmyndir og bara hafa það huggulegt fyrir aðgerðina. En aðgerðin sjálf tekur ekki nema tíu, fimmtán mínútur og er búin áður en fólk veit af. Þetta er minna mál en að fara til tannlæknis og tekur náttúrlega mun styttri tíma en tannlæknirinn tekur yfirleitt.“ Og þótt verið sé að eiga við augun er fólk fljótt að jafna sig. „Við notum valíum þannig að fólk verður frekar þægilega þreytt og sofnar yfirleitt þegar það kemur heim. Það fær bara einhvern til þess að sækja sig og fer beint heim eftir aðgerðina. Fólk finnur kannski smá sviða fyrst en um kvöldið er það alveg hætt að finna fyrir augunum og sjónin yfirleitt orðin býsna góð þá. Daginn eftir má fólk til dæmis alveg keyra og keyrir yfirleitt hingað í skoðun daginn eftir.“

Var sjálfur alger glámur

Jóhannes lauk námi sem augnlæknir í Bandaríkjunum árið 2000 og laðaðist strax að laser-aðgerðunum. „Ég var svo stálheppinn að skólinn þar sem ég var bauð upp á sérnám þar sem þessu var bætt við. Það var mjög lærdómsríkt að fá að taka fyrstu skrefin þarna árið 2000, undir handleiðslu sérfræðinga. Ég hef síðan bara verið í þessum aðgerðum og sinni líka almennri móttöku eins og allir augnlæknar á Íslandi. En þessar aðgerðir eru mikið áhugamál hjá mér,“ segir augnlæknirinn sem að sjálfsögðu hefur sjálfur farið í aðgerð. „Ég fór nú sjálfur í aðgerð 2003 en var alger glámur fram að því. Ég

var ekki seinn á mér að slá til þegar mér bauðst aðgerðin enda þótti það nú ekki mjög sannfærandi að ég væri að gera þessar aðgerðir með gleraugu á nefinu,“ segir Jóhannes og hlær. „Ég var spurður svona þrisvar, fjórum sinnum á dag af hverju ég væri með gleraugu og af hverju ég færi ekki í aðgerð. Þannig að það var mikið fengið með því að fara í aðgerðina og þá slapp maður við þessar spurningar.“

Tónsmíðar í tómstundum

Þótt augnaðgerðirnar séu eitt helsta áhugamál Jóhannesar er hann einnig lunkinn lagasmiður og getur ómögulega haldið aftur af sér í þeim efnum. „Lagasmíðarnar eru eiginlega mitt aðal hobbí. Þetta er bara eitthvað sem maður ræður ekki við og margir sem fást við að semja lög kannast örugglega við það. Lögin koma bara upp í kollinn og þetta er eiginlega orðin hálfgerð árátta. Þannig að ég hef sent þrjú lög í Eurovison sem hafa komist áfram. Það hefur bara verið ákaflega gaman að taka þátt í þessu. Þetta Júróvisjón-umhverfi er voðalega skemmtilegt og þetta er eiginlega alveg sérstök upplifun. Mér finnst þetta vera eitthvað sem þeir sem útbúa lög þurfi endilega að upplifa einhvern tíma á ævinni.“ Heimilislífið er heldur betur fjörugt en hann og eiginkona hans eiga þrjú börn og svo eru fjórir hundar á heimilinu. „Já, síðast þegar það var talið voru þeir fjórir,“ segir augnlæknirinn í léttum tón. Þetta er mikil ástríða hjá okkur hjónunum og krökkunum, hundar og allt sem þeim við kemur, þótt við séum engir ræktendur eða neitt þannig.“ Þau eiga tvo enska bolabíta, einn silki terríer og einn pug. „Þetta er náttúrlega hálfgerð bilun og mikil útgerð en eitthvað sem við getum bara ekki sleppt. Það gefur okkur alveg gríðarlega mikið að vera með hundana.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


Við fjármögnum nýja fjölskyldubílinn Þegar fjölskyldan stækkar getur nýrri, sparneytnari og öruggari bíll gert gæfumuninn. Með faglegri ráðgjöf og góðri þjónustu hjálpum við ykkur að fjármagna það sem upp á vantar til að þið getið fengið ykkur nýjan fjölskyldubíl. Við aðstoðum með ánægju.

>

sími 440 4400

>

www.ergo.is

>

ergo@ergo.is

50%

afsláttur a lántökugjö f ldum* í október *á bílalánum og bílasamning

um

ENNEMM / SÍA / NM59114

Suðurlandsbraut 14


38

hönnun

Helgin 11.-13. október 2013

Heppni er ekki til í þessum bransa Fatahönnuðirnir Gunni og Kolla, eins og þau eru kölluð, hafa gert samning um að kaupa fatamerkið Freebird en hönnun þeirra er nú til sölu í Bandaríkjunum og Evrópu. Vorlínan hefur selst vel en hjónin hanna nú fyrir haustið 2014. Hjónin til 20 ára hanna frá hjartanu og segja íslenskar konur duglegar að blanda saman einföldum flíkum við blúndur og pallíettur.

Freebird fatalínan dregur fram rómantík og kvenleika .

Hönnun Gunnars og Kolbrúna r hefur verið vel tekið í suður-Ev rópu.

Ert þú að huga að dreifingu? Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt.

Gunnar Hilmarsson í Freebird versluninni á Laugaveginum. Mynd/Hari

Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is

Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur.

Á þínum forsendum Boðið er uppá eftirfarandi Viðtalsmeðferð Handleiðsla og ráðgjöf Áfallahjálp Sorgarúrvinnsla Fyrirlestrar fyrir hópa

Bergþóra Reynisdóttir geðhjúkrunarfræðingur, MSc

Meðferðarvinna á stofu eða heimili viðkomandi

www.liljan.is • liljan@liljan.is • S. 863 6669

V

ið gerðum góðan samning í upphafi við Free­ bird um að við myndum eignast félagið og fara í uppbyggingu í Evrópu. Í millitíðinni hefur merkið Freebird hækkað verðgildið sitt en það er að hluta til vegna vinnunnar sem við höfum lagt í það,“ segir Gunnar Hilmarsson hönnuður en hann ásamt eiginkonu sinni til nærri 20 ára, Kolbrúnu Petreu Gunnarsdóttur, hafa keypt allt hlutafé í vöru­ merkinu Freebird sem þau hafa verið að hanna fyrir undanfarin misseri. „Við byrjuðum strax í vor að hraða uppbyggingar­ ferlinu og bættum við dreifingaraðilum í Svíþjóð, Danmörku, Spáni, Englandi og Hollandi en allir þessir markaðir hafa gengið mjög vel. Það voru um 60 til 70 búðir sem bættust við í vor,“ segir Gunnar. Gunnar segir bransann ekki stóran og þegar reynd­ ir hönnuðir eru með áhugavert merki þá fréttist það fljótt út. „Við höfum talsvert mikla reynslu en mjög faglega þarf að standa að gerð nýrra fatalína ásamt uppbyggingu og sölu,“ segir Gunnar. Gunnar og Kolbrún vilja helst vinna með nýjum aðilum með nýja merkið og segja að þau njóti þess að hafa fengið faglega viðurkenningu í bransanum eftir að hafa unnið á mörgum góðum stöðum og verið með vörumerki áður. „Heppni er ekki til og er í mínum huga sambland af „hardwork“ og hæfileikum. Stundum fær fólk óvænt tækifæri en það er yfirleitt bara skapað af þessu tvennu,“ segir Gunnar.

Hanna frá hjartanu

„Við erum einmitt núna að teikna vörulínuna fyrir haustið 2014 en það gekk mjög vel að selja vorið,“ segir Gunnar. Freebird mun á næstu misserum sýna á vörusýn­ ingum í París. „Við höfum komist inn á allar vörusýningar sem við höfum sótt um en það er ekki sjálfgefið. Hönnuðir þurfa fyrst og fremst að sýna fram á að þeir séu með alvöru fyrirtæki og með dreifingu annars komast þeir ekki að,“ segir Gunnar. „Þó að við sitjum í snjónum heima þá erum við

mjög blóðheitir hönnuðir og því heitara sem markaðs­ svæðið er því bóhemskara verður andrúmsloftið. Við teiknum frá hjartanu og þetta er það sem kemur. Það gerist því óhjákvæmilega að við erum vinsæl á suð­ rænum svæðum,“ segir Gunnar. Gunnar segir að Freebird fatalínan sé mun suð­ rænni en hin týpíska skandínavíska hönnun og að hjónin vinni að henni mjög náið. Gunnar segir Free­ bird ganga mjög vel á Spáni og Ítalíu en þar fái litirnir mikið að njóta sín sem og þynnsta efnið. „ Þegar við erum að hann nýja línu þá verðum við að velja flíkur með tilliti til þess hvað hentar markaðssvæðunum best,“ segir Gunnar. Í Svíþjóð og Noregi er áhuginn meiri á einfaldari hönnun en flóknari. Gunnar segir að hönnun þeirra hafi alltaf virkað vel á Íslandi.,,Ís­ lenskar konur eru duglegar að blanda saman ein­ faldari flíkum við blúndur og pallíettur sem er mjög skemmtilegt en hönnun okkar gerir fallegar konur enn fallegri og búðin á Laugaveginum hefur gengið mjög vel,“ segir Gunnar. Markmið Gunnars og Kolbrúnar er að stækka markaðinn í Bandaríkjunum og fara líka inn á Asíumarkað. „Það væri mjög gaman að opna búðir í Evrópu í borgum sem okkur finnst skemmtilegar og okkur langar til dæmis mikið að opna búðir á Spáni en það er ekkert ákveðið,“ segir Gunnar. Gunnar segir að hjónunum hafi alltaf gengið vel að vinna saman en þau beri virðingu fyrir skapgerðar­ brestum hvors annars. „Við erum búin að vera gift í 20 ár og þá er kominn ágætis undirbúningur í því að þola hvort annað. Það er líka einstakt að fá tækifæri til að vinna saman og ekki síður í því fagi sem ástríða beggja liggur,“ segir Gunnar. Segir hann starfinu stundum fylgja mjög mikið álag en mikill fjöldi fólks treysti á að þau skili fatalínu sem selur og skapi atvinnu fyrir alla aðila. „Við megum ekki sofna á vaktinni því að þá hrynur píramídinn,“ segir Gunnar. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is


FÖGNUM

VETRI

Í HLÝJUM GALLA F A Ð Ú B FULL ÖRUM MV U J Ý N RT O P S R Í INTE

17.990

strákaETIREL úlpa u og stelp

10.990 ) ð: 13.990 (Fullt ver

12.990 0) rð: 14.99 (Fullt ve

MCKINLEY SCOOP

Kuldagalli, vindheldur og vatnsvarinn 5000 mm EXODUS, styrktur á hnjám og rassi. Litir: Svartur, bleikur, blár. Stærðir: 80-110.

1.990

DIDRIKSONS SUTTON

Kuldagalli, vindheldur og vatnsvarinn, styrktur á hnjám og rassi. Litir: Svartur, fjólublár. Stærðir: 80-130.

1.990 (Fullt verð: 2.490)

MCKINLEY VIGG Tvöföld prjónahúfa. Litir: Marglit, svört. Ein stærð.

MCKINLEY LOÐHÚFA

Flísfóðruð loðhúfa,vindheld og vatnsvarin. Stærðir: 1-2 ára / 3-4 ára. Litir: Blá, bleik, svört.

ETIREL MORGANA STELPUÚLPA

Vatteruð úlpa,hægt að þrengja í mitti, loðfóðruð hetta sem hægt er að taka af. Litir: Svört, blá. Stærðir: 140-160.

ETIREL MERLIN STRÁKAÚLPA

Vatteruð úlpa,hægt að þrengja í mitti, loðfóðruð hetta sem hægt er að taka af. Litir: Svört, blá. Stærðir: 140-160.

1.990

5.990

(Fullt verð: 2.490)

0) rð: 7.99 (Fullt ve

MCKINLEY LONG MITTEN

BUGGA KULDASKÓR

Vatnsheldar lúffur með flísfóðri. Stærðir: 1-2 ára / 3-4 ára. Litir: Bláir, bleikir, svartir.

Hlýir kuldaskór með riflás, grófur og stamur sóli sem gefur gott grip. Litir: Svartir, fjólubláir. Stærðir: 24-35.

INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / BILDSHOFDI@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 18. SUN. 13 - 17. INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4890 / AKUREYRI@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / SELFOSS@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16.


40

viðhorf

Helgin 11.-13. október 2013

remst

– fyrst og f

ódýr!

Réttnefni tegundarinnar

% 7 3 N afsláttur

99

Verð

kr. stk. áður 159 kr. stk.

Don Simon safi, 2 te

g. 1 l

Hámark 2 kassar

á mann með birgðir endasat!n

LAGERSALA Laugardag & sunnudag

Rúmföt stærð 200x200, verð frá 4.990 kr

40-80% afsláttur

HELGARPISTILL

Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

Nafnið á pólska þorpinu Oswiecim segir okkur ekki mikið en um leið og við heyrum þýska útgáfu þess fer hrollur um fólk. Þrælkunarbúðirnar í Auschwitz, skammt frá pólsku borginni Kraká, breyttust síðar í útrýmingarbúðir nasista í síðari heimstyrjöldinni og loks í hreinar dauðabúðir, verksmiðju sem hafði þann tilgang að drepa þá sem þangað komu. Kraká er með fegurstu borgum Evrópu, minnir um margt á Prag og Búdapest sem við hjónakornin höfum heimsótt og notið. Því var senn fróðlegt og skemmtilegt að kynnast pólsku borginni um liðna helgi í góðum félagsskap starfssystkina konunnar. Byggingarnar eru fallegar, margar hrein listaverk, kirkjur, turnar, kastali, lífleg torg og aragrúi veitingastaða. Saga þessarar gömlu og glæstu borgar blasir við hvert sem litið er. En ekki þarf að fara nema fimmtíu kílómetra burt frá friðsælli og fagurri borginni að þeim stað þar sem mannskepnan hefur gengið lengst í sadisma og brjálsemi. Nasistar reistu allar afkastamestu útrýmingarbúðir sínar á stríðsárunum innan landamæra Póllands og flestir létu lífið í Auschwitz-Birkenau búðunum. Alls voru 1,3 milljónir manna sendir í búðirnar. 1,1 milljón lét þar lífið. Það er skylduheimsókn þeirra sem fara til Krakár að heimsækja AuschwitzBirkenau. Sú heimsókn er fráleitt þægileg þar sem gengið er í fótspor þeirra sem þar áttu sínar síðustu stundir við ömurlegri aðstæður en orð fá lýst en nauðsynleg engu að síður. Þeir ógnaratburðir sem þar áttu sér stað, og í öðrum sambærilegum búðum, mega aldrei gleymast. Þeir eru ekki fjarri okkur í tíma. 68 ár eru liðin frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar en þeir fáu sem lifðu ósköpin af í Auschwitz voru frelsaðir í janúar árið 1945. Eldra fólk man enn þessa ógnartíma og öll höfum við lesið hörmungarsögu styrjaldarinnar og ekki síst um skipulagða herferð Hitlers og hyskis hans gegn gyðingum en seinni heimstyrjöldin er órjúfanlega tengd markmiði nasista um útrýmingu þeirra í Evrópu. Talið er að þeir hafi drepið um sex milljónir gyðinga – og hálfa milljón sígauna að auki. Þess utan drápu þeir þegna þjóða í stórum stíl, einkum Pólverja, Hvít-Rússa, Úkraínumenn og Rússa. Þá eru ótaldir þeir sem létu líf sitt í stríðsátökunum sjálfum eða létust úr hungri. Hryllinginn má sjá af tölum frá AuschwitzBirkenau búðunum einum en þangað voru fluttir og drepnir, að lágmarki, 438 þúsund gyðingar frá Ungverjalandi og um 300 þúsund pólskir gyðingar. Um örlög þessa fólks hugsar maður óhjákvæmilega þegar þrædd eru þröng stræti gyðingahverfisins í Kraká en afleiðingar fjöldamorðanna blasa við í Póllandi nútímans. Þar sem áður bjuggu um 3,3 milljónir gyðinga búa nú aðeins fá þúsund. Í útrýmingarbúðum nasista í Póllandi myrtu þeir um 200 þúsund í Majdanek, annan eins fjölda í Chelmno, um 250 þúsund í Sobior, um 600 þúsund í Belzec, nær milljón í Treblinka, auk áðurgreinds fjölda í Auschwitz-Birkenau. Það er því skiljanlegt að Pólverjar haldi

þessari hörmungarsögu á lofti. Að ganga gegnum aðalhlið Auschwitz búðanna undir hinni frægu setningu „Arbeit Mact Frei“ – „Vinnan gerir menn frjálsa“ – sem raunar voru einkunnarorð allra útrýmingarbúðanna – færir okkur á helgan minningarreit þeirra sem þar létust í höndum grimmra böðla. Gasklefar, líkbrennsluofnar, gálgi þar sem fangar voru hengdir opinberlega öðrum til viðvörunar og dauðaveggur, þar sem ótaldir voru skotnir, minna okkur á þau ósköp sem þarna áttu sér stað. Sama gildir um myndir af fólki sem flutt var sem gripir í lestum beint í opinn dauðann. Áhrifaríkar eru andlitsmyndir af fólki sem sent var í búðirnar. Getið er komudags og dauðadægurs. Ekki leið langur tími milli þeirra dagsetninga, jafnvel þeirra sem látnir voru þræla. Margra beið ekki aðeins dauðinn heldur pyntingar. Sadismi réð ríkjum í þessu helvíti á jörð. Leiðsögumaður hópsins sýndi steypta þrönga klefa, ekki stærri en hefðbundna símaklefa, þar sem fjórum mönnum var þröngvað inn og ekkert beið þeirra annað en köfnunardauði. Klósettklefarnir sögðu sína sögu, aðeins þrír fyrir allar búðir Birkenau. Þar hírðust fangar í grindafletum, fjórtán saman, sjö ofan á, sjö undir svo þeir þurftu að skipta um stöðu næturlangt til að lifa af – og gerðu það á endanum fæstir. Við hlið fletanna voru kamragöt í löngum röðum. Þangað náðu ekki allir í tíma enda niðurgangur regla fremur en hitt í hungri, kulda og viðbjóði búðanna. Smithætta var gríðarleg en þeir sem skást höfðu ónæmiskerfið sóttust eftir vinnu ofan í kömrunum. Þar voru þeir óhultari en annars staðar í búðunum því böðlarnir forðuðust að stíga fæti sinum inn fyrir þær dyr. Ógnvekjandi voru tómar blásýrudósir sem notaðar voru í gasklefunum. Skór hinna látnu í þúsundatali sögðu sína sögu, greiður og aðrir persónulegir munir en áhrifaríkasta sýnin var hár hinna látnu, sem klippt var af fórnarlömbunum, einkum konum, hárflóki og heilu flétturnar, í allt tvö tonn af hári. Allt var nýtt í þágu kúgaranna, vefnaðarvara var ofin úr hárinu. Staðsetning Auschwitz-Birkenau búðanna var ekki valin af handahófi þegar nasistar ákváðu árið 1941 að þær yrðu aðalmiðstöð útrýmingar gyðinga. Nálægð Oswiecim við Kraká hentaði vel þar sem járnbrautir mættust frá stórborgunum Berlín, Varsjá og Vínarborg. Auk pólsku fórnarlambanna voru önnur flutt þangað frá Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi, Belgíu, Tékkóslóvakíu, Grikklandi og Ungverjalandi. Sé litið nær okkur á landakortinu biðu 690 Norðmenn þar örlaga sinna. Stærstu gasklefarnir í Auschwitz rúmuðu hátt í 2000 manns en samtals mátti taka þar af lífi samtímis um 8 þúsund manns, svo svakaleg var „afkastagetan“. Enn komast villimenn upp með að slátra fólki, jafnvel börnum, með eiturgasi – það sýna nýlegar fréttir og myndir frá Sýrlandi. Sennilega er orðið mannskepna réttnefni tegundarinnar.

Stök koddaver, 50x70 - verð frá 990 kr

Reykjavík: Laugavegi 178 Opið laugardag & sunnudag 11-16 Opið laugardag 10-17 & sunnudag 13-17

Lagersala Lín Design Laugavegi 178 & Glerártorgi

Teikning/Hari

Akureyri: Glerártorgi


Heimili & hönnun

Helgin 11.-13. október 2013

 Tekk NeTTu húsgögNiN fr á sjöTTa ár aTugNum

Gamlir sófar fá framhaldslíf Tekkhúsgögn frá sjötta áratugnum eru mjög vinsæl í dag og margir sem láta gera þau upp og bólstra. Erlendur Sigurðsson, bólstrari hjá GÁ Húsgögnum, segir tískuna ganga í hringi en fyrir hrun var rókókóstíllinn vinsælastur. Sumir tengjast mublunum tilfinningaböndum og vilja nota gamla sófasettið frá ömmu og afa og þá eru skipta tískubylgjur ekki máli.

Þ

að er vinsælast núna að láta gera upp gömlu, léttu og nettu sófana með tekkinu frá sjötta áratugnum,“ segir Erlendur Sigurðsson, bólstrari og einn eigenda GÁ Húsgagna. Viðskiptavinir sem láta bólstra gamla sófa hjá honum hafa ýmist keypt þá notaða eða fengið gamla sófasettið frá ömmu og afa og segir Erlendur notuð tekkhúsgögn seljast á háu verði á sölusíðum netsins, enda sé eftirspurnin mikil. Það er tilfinning Erlends að það hafi ekki aukist eftir hrun að fólk láti endurgera gamlar mublur, heldur sé eftirspurnin svipuð og áður. „Það var mjög vinsælt fyrir hrun að láta endurgera rókókóhúsgögn en það er frekar lítið um það í dag. Nú er fólk meira í „sixties-fíling“. Þó skiptir tískan engu máli þegar fólk tengist húsgögnunum tilfinningaböndum og er að láta endurgera gamla sófasettið frá ömmu og afa.“ Nær öll sófasett er hægt að endurgera þó mismikil vinna liggi að baki eftir ástandi þeirra. Erlendur segir mikilvægt að grindin sjálf sé í góðu ástandi áður en ráðist sé í bólstrun. Sé fólk að huga að því að láta endurgera mublur er einfaldast að senda mynd til GÁ húsgagna og fá verðtilboð. „Út frá myndinni erum við fljótir að átta okkur á því hversu stórt verkið er og getum þá gefið verðtilboð. Ef auka viðgerðir bætast við vegna einhvers sem ekki sást á

Herraskór 16.690,-

myndunum er fólk látið vita af því áður en í þær er ráðist,“ segir Erlendur. Bólstrun á húsgögnum er þó ekki það eina sem starfsfólk GÁ húsgagna fæst við því mestmegnis sinnir fyrirtækið húsgagnasmíðum fyrir hótel og veitingahús, auk þess að sérsmíða sófa og stóla fyrir heimahús. Í verslun GÁ Húsgagna eru uppstillingar af nýjum sófum, hornsófum og stólum. „Fólk getur þá komið til okkar og við smíðum eftir ákveðnum málum en það er líka hægt að bæta og breyta eins og hentar, eins og til dæmis að hækka bak eða grynnka setur. Viðskiptavinir geta jafnvel komið sjálfir með sínar hugmyndir að húsgögnum. Það hefur verið gert og komið mjög vel út.” Dagný Hulda Erlendsdóttir

Erlendur Sigurðsson bólstrari segir tískuna ekki skipta máli þegar fólk hafi tengst húsgögnum tilfinningaböndum. Ljósmynd/Hari.

dagnyhulda@frettatiminn.is

Sófi fyrir

Sófi eftir

Tekksófi frá sjötta áratugnum sem endurgerður var hjá GÁ Húsgögnum. Tekkhúsgögn eru mjög vinsæl og seljast nú á háu verði á sölusíðum netsins. Ljósmynd/GÁ Húsgögn.

Dömuskór 32.990,-

Dömuskór 34.990,-

Herraskór 19.490,-

Taska 9.990,-

Dömuskór 22.990,-

Dömuskór 22.990,-

Herraskór 19.990,-

Taska 9.990,Herraskór 11.990,-

Dömuskór 27.790,-

Dömuskór 21.990,-

Dömujakki 49.890,-

VELKOMINN Í BATA

SMÁRALIND

Skoðið úrvalið á bata.is

Vertu vinur á


42

Helgin 11.-13. október 2013

 Hannyrðir DásamlEgt HEkl

Edda Lilja Guðmundsdóttir segir auðvelt að skapa með hekli og er orðin svolítið garnsnobbuð. Ljósmynd/Sveinn Speight

Nál, garn og allir vegir færir Edda Lilja Guðmundsdóttir er heklari af lífi og sál og finnst miklu skemmtilegra að hekla en að prjóna og er þessa dagana á kafi í kaðlahekli. Hún gefur lesendum Fréttatímans uppskrift að diskamottu sem er vitaskuld hekluð.

E

dda Lilja Guðmundsdóttir er lærður textílkennari en stundar núna nám í tölvunarfræði við Háskólann Reykjavík ásamt því að starfa hjá versluninni Handprjón.is í Hafnarfirði. Edda er mikill heklari og segir heklið alveg dásamlegt. „Sonur minn sagði einhvern tíma að það væri svo magnað að vera með eina nál og garn og geta búið til heila peysu úr því og það lýsir heklinu vel,“ segir hún og bætir við að miklu styttri tíma taki að hekla Efni og áhöld: Randalína, fæst til dæmis hjá Handprjón.is 3,5 mm heklunál. Heklfesta í stuðlum: 20 ST = 10 cm , 10 umferðir = 10cm. Útskýringar: L: Lykkja/ur KL: Keðjulykkja LL: loftlykkja ST: Stuðull ET: Endurtakið LLB: Loftlykkjubil (bil úr loftlykkjum). 2 ST saman: (sláið uppá nálina, farið í næstu L, sláið uppá nálina og dragið í gegn, sláið uppá nálina og dragið í gegnum 2 bönd) x2, sláið uppá nálina og dragið í gegnum böndin sem eftir eru á nálinni. 3 STSA: 3 stuðlar teknir saman: (sláið uppá nálina, farið í næstu L, sláið uppá nálina og dragið í gegn, sláið uppá nálina og dragið í gegnum 2 bönd) x3, sláið uppá nálina og dragið í gegnum böndin sem eftir er á nálinni.

en prjóna. „Maður er líka frjálsari í hekli og það er auðveldara að fara í allar áttir. Ef maður gerir villu er auðveldara að fela hana en í prjóni. Svo er úrvalið af garni líka mikið og þessi í dýrari kantinum eru mjög góð. Ég er orðin svolítið garnsnobbuð.“ Árið 2009 átti Edda mikið af afgangsgarni og setti sér það markmið að prjóna eina húfu á viku út árið. Árið eftir gerði hún svo fimmtíu og tvo skartgripi.

Hún tók sér smá frí eftir þau verkefni en er nú byrjuð aftur af fullum krafti og gerir mikið fyrir sjálfa sig en vinnur einnig að uppskriftum fyrir Handprjón.is. „Núna er ég alveg á kafi í kaðlahekli og held námskeið í október. Svo stendur til að gefa út uppskriftirnar að húfunum fimmtíu og tveimur á næstunni.“ Edda Lilja heldur úti bloggsíðunni snigla.wordpress.com þar sem finna má ýmsar fallegar uppskriftir. Hérna fyrir neðan er uppskrift frá Eddu að heklaðri diskamottu.

Hekluð diskamotta eftir Eddu Lilju Guðmundsdóttur.

Horn: Heklið (3 STSA, 2 LL)x2 í næsta LLB. Horn2: Heklið (3 ST, 3 LL, 3 ST) í næsta LLB. Aðferð: Diskamottan er hekluð í hring. Byrjað er á því að hekla loftlykkjur sem heklað er í út á enda og svo heklað í þær hinu megin líka. Þaðan er svo diskamottan hekluð hring eftir hring. Diskamottan: Gerið 42 LL 1. umferð: Heklið 2 ST saman (sjá útskýringar) í fjórðu LL frá nál, 2 LL, *3 STSA, 2

Sígildir og fallegir stólar Dönsku Hay stólarnir eru stílhreinir, fallegir og sígildir. Stærri stóllinn fer einkar vel, bæði stakur sem hvíldarstóll eða við eldhús- eða borðstofuborð en fætur allra stólanna eru jafnháir. Hay setti stólana á markað árið 2011 og er hönnun þeirra innblásin af sjötíu ára gamalli hönnun frá öðru dönsku fyrirtæki, FDB Møbler. Stólarnir eru til í nokkrum litum og fást hjá Epal.

LL*. ET frá * til * að síðustu loftlykkju, heklið þannig í síðustu loftlykkjuna: (3 STSA, 2 LL) x3 [Horn]. Nú er heklað hinu megin í sömu loftlykkjurnar til baka (heklað er í hring). ET frá * til * að síðustu lykkjunni (fyrsta loftlykkjan þar sem heklaðir voru 2 ST saman í byrjun). Heklið þannig í síðustu lykkjuna: (3 STSA, 2 LL) x2 [Horn]. Lokið umferð (hér og í öllum umferðum hér eftir) með KL efst í fyrsta stuðul umferðar. 2. umferð: KL í næsta LLB, 2 LL, 2 ST saman í sama LLB, 2 LL, *3 STSA í næsta LLB, 2 LL*. ET frá * til * að næsta horni. Heklið horn tvisvar. ET frá *

til * að næsta horni, heklið horn tvisvar. Lokið umferð eins og áður. 3. umferð: KL í næsta LLB, 2 LL, 2 ST saman í sama LLB, 2 LL,( *3 STSA í næsta LLB, 2 LL*. ET frá * til * að næsta horni. Heklið horn) x4. ET frá * til * út umferð. Lokið umferð eins og áður. 4. umferð: KL í næsta LLB, 3 LL, 2 ST í sama LLB, (*3 ST í næsta LLB*, ET frá * til * að næsta horni, heklið horn2 (sjá útskýringar))x4. ET frá * til * út umferð. Lokið umferð eins og áður. 5.-13. umferð (í þessum umferðum er alltaf heklað í aftara bandið): 3 LL,* 1 ST í næsta ST*,( ET frá * til * að næsta horni, heklið horn2) x4. ET frá * til * út umferð. Lokið umferð eins og áður. Gangið frá endum. Til að diskamottan verið slétt og flott í laginu þarf að bleyta hana og strekkja.


living with

style

nýtt

nýtt

nýtt

EGG sófAborð

nýtt

26.900

ANGEL hæGiNdAstóLL

EGG sófAborð

29.900

119.900

AngeL Einstaklega fallegur hægindastóll. Áklæði úr ull/viscose 119.900,- Einnig til blár eða grár

Nýjar haustvörur nýtt - spugnA sveppur úr við. H 16 cm 2.995,- H 12 cm 1.895,H 9 cm 895,-

nýtt - KnIt púði, hörlitaður. 50 x 50 cm 4.995,- brAnch púði, silfurlitað tré. 40 x 40 cm 5.995,- rIp púði, sinnepsgulur. 40 x 40 cm 3.995,-

nýtt - buho bókastoð, ugla.2 í setti. 11.995,-

nýtt - juLy fléttuð karfa. 3 stærðir. L 40, H 35 cm 3.995,- L 35, H 32cm 3.495,- L 30, H 26 cm 2.995,-

nýtt - Arbor veggklukka úr akasíuvið. Ø 32 cm 7.995,-

nýtt - mILLesIme kerti í glasi með hekluðum botn. 3 gerðir 1.695,-/stk.

nýtt - cInnAmon kertaglas með stjörnu. Ø 10, H 15 cm 2.495,-

nýtt - gAto hurðastoppari, kisa. L 80 cm 6.995,dog hurðastoppari, hundur. L 80 cm 6.995,-

nýtt - spy vasi. H 23 cm 4.995,Letter bókstafur ”T” karrýgulur. H 18 cm 3.495,-

nýtt - mIotAL grátt hús, lugt. B 26, D 26, H 44,5 cm 7.995,-

nýtt - rIc gulur vasi. H 24,5 cm. 4.995,-

nýtt - brIttA kertalugt. 36,5 x 60 cm 19.995,- 31 x 49 cm 14.995,-

vextir

0%

*

Kauptu núna

*Nú getur þú fengið 12 mánaða vaxtalausa greiðsludreifingu þegar verslað er með VISA eða MasterCard.

sendum um allt land

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is

nýtt - odIn bambus skemill/kollur. H 48 cm 16.900,Fæst einnig með hvítri setu.

mánudaga - föstudaga 11-18:30, laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18


heimili & hönnun

44

Helgin 11.-13. október 2013

Sóknarfæri fyrir íslenskar vörur í Finnlandi Niðurstöður könnunar sýna að Finnar hafa mjög jákvætt viðhorf til Íslands og íslenskra vara. Meirihluti svarenda kvaðst hafa jákvæða ímynd af Íslandi og telja að hreinleiki og vistvæn framleiðsla einkenni íslenskar vörur. Formaður Finnsk-íslenska viðskiptaráðsins segir niðurstöðurnar sýna að sóknarfærin séu svo sannarlega til staðar fyrir íslenska hönnun í Finnlandi.

F

yrirtæki í Finnsk-íslenska viðskiptaráðinu létu gera könnun á síðasta ári á viðhorfi Finna til Íslands og íslenskrar framleiðslu. Að sögn Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, formanns ráðsins, voru niðurstöðurnar mjög jákvæðar og sýndu að um níutíu og fjögur prósent þeirra sem svöruðu töldu upprunaland vöru skipta miklu máli og af þeim hópi voru áttatíu og níu prósent sem sögðu að íslenskar vörur hefðu mjög jákvæða ímynd í sínum huga. „Svona niðurstöður er gríðarlega mikilvægar fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða að fara í viðskipti með sínar vörur til Finnlands og ekki síður fyrir þá sem eru þegar í viðskiptum þar því það skiptir máli að vita hvað hefur áhrif á kauphegðun viðskiptavina. Niðurstöðurnar sýna að sé verið Íslenskt skyr er mjög vinsælt í Finnlandi, líkt og íslenska síldin og lýsið.

að flytja íslenskar vörur til Finnlands hefur góð áhrif að auglýsa sérstaklega að varan sé frá Íslandi.“ Þátttakendur í könnuninni voru rúmlega þrjú þúsund talsins og var hún send út í gegnum samskiptamiðilinn Facebook. Þegar þátttakendur voru beðnir um að lýsa því hvað þeim fannst einkenna Ísland svöruðu sjötíu og fjögur prósent því að landið væri sérstakt en rúmlega sextíu prósent sögðu það vera áhugavert eða fallegt og um fimmtíu prósent að það væri dularfullt og spennandi. Þá sagðist meirihlutinn tengja íslenskar vörur við hreinleika og náttúruna og telja að íslensk framleiðsla væri almennt vistvæn. „Niðurstöðurnar sýna að Finnar líta á íslenskar vörur sem hágæða vörur sem eru góð tíðindi,“ segir Þórdís Lóa. Að mati Þórdísar Lóu eru því mikil sóknarfæri fyrir íslenskar vörur í Finnlandi. Enn er það helst skyr, lýsi og síld sem hafi öðlast vinsældir í Finnlandi. „Maður er farinn að sjá smávegis af íslenskum hönnunarvörum þar núna

Niðurstöður könnunar Finnsk-íslenska viðskiptaráðsins sýndu að meirihluti svarenda tengir íslenskar vörur við hreinleika og náttúruna og telur að framleiðslan sé vistvæn. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty Images

en ég tel mikla möguleika fyrir íslenska hönnun í Finnlandi.“ Að sögn hennar er almennt mikill áhugi á hönnun í Finnlandi og var höfuðborgin Helsinki hönnunarborg heimsins á síðasta ári og því um að gera fyrir íslenska framleiðendur að róa á þau mið. Í gær hélt Finnsk-íslenska viðskiptaráðið málþing í samstarfi við sendiráð Finnlands á Íslandi undir yfirskriftinni Tækifæri í Finnlandi – hönnun, smásala og reynslusaga. Á málþinginu voru niðurstöður könnunarinnar kynntar ásamt möguleikum íslenskrar hönnunar í Finnlandi.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Finnsk-íslenska viðskiptaráðsins.

Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is

Úti- og innimottur á tilboði – úrval af frábærum mottum í mörgum gerðum og stærðum

Jólahreingerningin í áföngum

Tilboð 2.588 kr. Frá

Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is

Sú var tíðin að ómissandi þótti að þrífa hvert heimili hátt og lágt áður en jólin gengu í garð. Slíkt getur tekið langan tíma og fyrir þá sem vilja hafa heimilið sem fínast um jólin er um að gera að byrja á jólahreingerningunni núna í október og sinna henni í áföngum fram til jóla. Gott er gera áætlun og leysa eitt hálftíma til klukkutíma langt verkefni á viku og þá verður þetta minna mál en ella. Sem dæmi væri hægt að þrífa alla neðri skápana í eldhúsinu í þessari viku og taka þá efri í næstu viku. Þar á eftir væri hægt

að fara í gegnum fataskápa heimilisins, þurrka úr þeim og fjarlægja þær flíkur sem ekki eru lengur í notkun. Þá verður líka meira rými í skápunum fyrir innihald mjúku jólapakkanna. Í vikunni þar á eftir væri hægt að þrífa hvern krók og kima baðinnréttingarinnar og henda tómum krembrúsum og öðru sem engin not eru fyrir. Vikuna þar á eftir væri kjörið að strjúka af öllum gólflistum og þannig koll af kolli vikurnar fram að jólum. Með þessu móti verður meiri tími aflögu í desember til að njóta aðventunnar.


Haustlegt í Hrím Við Vorum að taka upp vörur frá

Ný sending frá Handgerðar vörur úr endurnýttum efnum

Kósí teppi, púðar og kertaljós

Fylgist með okkur @hrimhonnunarhus

Opnunartími Virka daga 10:00-18:00 Lau 10:00-18:00 Sun 13:00-17:00

H ö n n u n a r h ú s Laugavegi 25 - S: 553-3003


heimili & hönnun

46

Helgin 11.-13. október 2013

Fínt barnaherbergi 1000 gr. sængur

Færri leikföng – minni tiltekt

Rúmið umbúið

Margir foreldrar fyllast pirringi og kvíða við tilhugsunina um að laga til í barnaherberginu eftir fjörugan dag. Í því sambandi er gott að hafa í huga að fyrir alla, bæði börnin og foreldrana, er gott að herbergið sé ekki yfirfullt af leikföngum. Sniðugt er að hafa aðeins fá og vel valin leikföng inni í barnaherbergi á hverjum tíma. Önnur leikföng er svo hægt að taka frá og geyma í geymslunni og sækja síðar og gleðja börnin sem þá finnst eins og þau hafi fengið ný leikföng. Góð regla er að fara yfir allt það sem er í barnaherbergi reglulega og fjarlægja svo þar safnist ekki of mikið fyrir.

Þangað til börn læra að búa sjálf um rúmin sín er góð regla að leyfa þeim að hjálpa til við það á hverjum morgni og læra þannig. Ung geta þau til dæmis raðað koddanum og svo sett bangsana ofan á sængina. Svo einn daginn ráða þau sjálf við sængina og eru búin að koma sér upp þeirri reglu að búa alltaf um rúmin sín á morgnana. Sömuleiðis er gott að hjálpast að við að laga til á kvöldin og raða öllu á rétta staði og venja börnin á þá reglu.

Hver hlutur á sínum stað

Laugavegi 86 101 Reykjavík S. 511 2004 www.dunogfidur.is

Landsins mesta úrval

af sófum og sófasettum Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum • Gerð - fleiri en 900 mismunandi útfærslur • Stærð - engin takmörk • Áklæði - yfir 3000 tegundir

Til að koma í veg fyrir að börn sturti úr öllum leikfangakössum á hverjum degi er gott að flokka leikföngin vel því þá finna börnin strax það sem þau leita að. Til dæmis að hafa alla kubba saman í einum kassa, bækurnar allar saman, liti og litabækur saman, smádót svo sem bíla eða fígúrur saman í sér kössum. Þá er gott að hafa sérstakan kassa eða kistu fyrir grímubúninga. Þar er líka hægt að geyma gamla jakka, slæður, hatta og kjóla sem börnin hafa gaman af að klæða sig í.

Persónulegir munir

Flestum börnum finnst gaman að hafa myndir af einhverjum sem þeim þykir vænt um á veggjunum í herberginu sínu. Til dæmis er sniðugt að fjárfesta í nokkrum römmum og stækka myndir af börnunum með bestu vinum sínum, uppáhalds dýrinu eða ömmu og afa. Þegar börnin koma með listaverk úr leikskólanum eða skólanum er auðvelt að festa verkin upp á vegg eða innramma þau þannig að sem flestir geti notið þeirra.

Pottaplöntur

Sniðugt er að leyfa börnum að hafa pottaplöntu í herberginu sínu, til dæmis í glugga. Börn og foreldrar gætu þá hjálpast að við að vökva reglulega. Svo er mjög spennandi að fylgjast með plöntunni vaxa og jafnvel blómstra. KYNNING

Havana

ENDALAUSIR MÖGULEIKAR Í STÆRÐUM OG ÚTFÆRSLUM

Lyon

Gunnar Baldursson, eigandi húsgagnaverslunarinnar Patta, er með fjörutíu tegundir af sófum til sölu og ótal útfærslur sem henta öllum. Ljósmyndir/Hari

Sófinn okkar passar alltaf

Torino

Lyon

VIÐ ERUM FLUTT Á BÍLDSHÖFÐA 18

Vertu velkomin! Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is

L

eitin að draumasófanum getur verið tímafrek, sér í lagi þegar plássið í stofunni er af skornum skammti og erfitt að koma fyrir húsgögnum. Patti ehf. er húsgagnaverslun með aðaláherslu á eigin framleiðslu á sófum, sófasettum, tungusófum og hornsófum eftir óskum viðskiptavina. Gunnar Baldursson, eigandi fyrirtækisins, segir að viðskiptavinum séu engin takmörk sett og möguleikarnir séu margir. „Við viljum helst að fólk mæti til okkar með málin og svo getum við unnið áfram með það. Ég get allavega ábyrgst það að okkar sófi passar alltaf. Svo eru möguleikarnir auðvitað endalausir. Með öllum okkar útfærslum get ég í rauninni staðið við það að við séum með þúsund tegundir af sófum,“ segir Gunnar. Hann segir viðskiptavini með mjög mismunandi þarfir og það sé reynt að koma til móts við þær allar. Verkefnin séu ekki aðeins bundin við stofuna því Patti framleiðir einnig mikið af leðurgöflum fyrir rúm og margar tegundir af skemlum. „Við smíðum allar grindur sjálfir, það er því ekkert mál að gera

breytingar. Við reynum að verða við öllum óskum. Ef verkið felur í sér bólstrun ættum við að geta tekið það að okkur. Svo er ekkert mál að gera breytingar. Ef einhver vill fá hærra bak á sófa eða eitthvað slíkt þá búum við það bara til.“

Hugmyndaflugið eina hindrunin

Gunnar segir Íslendinga ekki alveg hafa náð að tileinka sér þessa nýbreytni og þau þægindi sem fylgja því að finna draumasófann á þennan hátt. „Í grunninn vinnum við með okkar módel. Við erum með yfir fjörutíu tegundir af sófum. Það fer svo bara eftir því hvað fólk vill hvernig við röðum þessu saman, útfærslurnar eru mjög fjölbreyttar. Við erum með um 3000 tegundir af áklæði, fjöldann allan af örmum og þar fram eftir götunum. Hugmyndaflug viðskiptavinarins er því eina hindrunin,“ segir Gunnar. Verslunin sinnir einnig stærri verkefnum og býður heildarlausnir í húsgögnum fyrir hótel, kaffihús, veitingastaði, sem og ráðstefnu- og fundarsali.


Full búð af flottum flísum

Hjá Parka færðu flottar flísar í hæsta gæðaflokki frá þekktum ítölskum framleiðendum. Komdu og skoðaðu allt það nýjasta í flísum í dag. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570


48

fjölskyldan

Helgin 11.-13. október 2013

 Foreldr ar og Forr áðamenn barna Fylgist vel með

Koffín ekki æskilegt fyrir börn Börn og unglingar eru sérstaklega viðkvæm fyrir áhrifum koffíns og er hámark daglegrar neyslu þess fyrir þau 2,5 mg fyrir hvert kíló líkamsþyngdar. Samkvæmt því ætti tuttugu kílóa barn ekki að neyta meira en fimmtíu mg af koffíni á dag. Í hálfum lítra af kóladrykk eru um 65 mg af koffíni og í orkudrykk geta verið allt að 160 mg. Koffín veldur meðan annars útvíkkun æða, örari hjartslætti og auknu blóðflæði til allra líffæra auk þess að geta haft áhrif á öndun, meltingu og þvag-

myndun. Mikil neysla á koffíni getur valdið höfuðverk, svima, skjálfta, svefnleysi, hjartsláttartruflunum og kvíða en einstaklingsbundið er hvenær of mikið magn koffíns veldur neikvæðum áhrifum. Ekki er ráðlegt að nota orkudrykki til að slökkva þorsta eftir íþróttaæfingar eða á meðan á þeim stendur því slíkt getur aukið vökvatap líkamans enn frekar vegna áhrifa koffíns á þvagmyndun. Þá getur neysla á orkudrykkjum samhliða hreyfingu valdið hjartsláttartruflunum.

Algengt er að koffín sé notað sem bragðefni og er meðal annars sett í dökka gosdrykki, jafnt sykraða sem sykurlausa, auk orkudrykkja. Frá náttúrunnar hendi er koffín í kaffi, tei og kakói. Innihaldi drykkur koffín á það að koma fram í innihaldslýsingu og er mikilvægt að foreldrar og forráðamenn barna og unglinga fylgist vel með því að þau neyti ekki orkuskota og koffínríkra drykkja því þeir henta þeim ekki. -dhe Upplýsingar af vef embættis landlæknis

80-220 mg

Orkudrykkur (500 ml) allt að

160 mg

Kaffibolli (200 ml)

100 mg

Kóladryggkur (500 ml)

65 mg

Svart te (200 ml)

35 mg

Dökkt súkkulaði (50 g)

33 mg

Hámarksneysla koffíns á dag Fullorðnir

400 mg

Barnshafandi konur

200 mg

Börn og unglingar*

2,5 mg

*koffín á hvert kg líkamsþyngdar

Foreldrasamstarf – bara við suma

DAGUR

H

LAUGARDAGINN

12. OKTÓBER

FRÁ 11-18

HELGA RÚN

NÝJAR VÖRUR!

HÖNNUÐUR

70%

AFSLÁTTUR AF ÖLLU!

Barnafataverslun Suðurlandsbraut 52 Bláu húsunum Faxafeni Facebook: Kátir krakkar

og nú líka á

Akureyri Stærðir

150x250 150x250 150x300 145x145

Straufríir dúkar, verð frá 990 kr

LAGERSALA Laugardag & sunnudag Margar gerðir af púðum Stærð 45x45 & 35x35 áður 4.990 kr nú 1.990 kr

afsláttur

Orkuskot (50-60ml)

Veit vinstri höndin í kerfinu hvað sú hægri gerir?

TAX-FREE

40-80%

Dæmi um magn koffíns

vort á ég að láta mömmu eða pabba fá miðann?“ sagði Helga við kennarann sem var að dreifa miðum til nemenda með upplýsingum um foreldrafund. Kennarinn sagði að það skipti ekki máli og hélt áfram vinnu sinni. Helgu lá meira á hjarta og sagði: „Má Fríða, konan hans pabba, koma með á foreldrafundinn?“ Kennarinn var ekki viss hverju hann ætti að svara, auk þess hafði hann ekki hugmynd um að pabbi hennar Helgu væri kominn í sambúð. Hann mundi hinsvegar eftir skilnaði foreldra hennar fyrir tveimur árum. Óhætt er að fullyrða að starf kennarans er vandasamt og verkefnin margvísleg. Þau snúa ekki aðeins að undirbúningi kennslustunda og yfirferð verkefna í íslensku og stærðfræði svo eitthvað sér nefnt. Kennarinn þarf að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda, aðstoða foreldra í uppeldishlutverki sínu og vera í góðu samstarfi við Heimur barna heimili nemenda sinna. Í sumum tilvikum á hann einnig samstarf við sérfræðinga utan skólans sem greina og sinna meðferð barna. Það þarf því að halda í ýmsa þræði svo tryggja megi velferð nemenda, góðan námsárangur og farsælt skólastarf eins og kennurum er ætlað samkvæmt lögum. Gott samstarf heimila og skóla, sem báðir aðilar bera ábyrgð á, er talið hafa mikilvægt forvarnargildi, t.d. gegn neyslu fíkniefna og óæskilegri hegðun svo það er mikið í húfi að takist vel til. Gott starfsfólk sem barnið treystir er ómetanlegt, sérstaklega þegar á móti blæs, t.d. vegna skilnaðar eða veikinda foreldra. Það er því ekki síður mikilvægt að foreldrar eigi frumkvæði og veiti skólanum upplýsingar um þau atriði sem geta haft áhrif á líðan og námsárangur nemenda. Valgerður Hver er raunin? Eru skólayfirvöld með einhverja stefnu um það hvernig kennarar eigi að haga samvinnunni þegar börn eiga tvö heimili eða þarf hver og einn Halldórskennari að finna út úr hlutunum eftir bestu getu? Nær samvinna við bæði heimili dóttir barns eða bara lögheimili þess, jafnvel þó það dvelji viku og viku hjá hvoru foreldri félagsráðgjafi fyrir sig? Treysta foreldrar sér til að upplýsa skólann um sín persónulegu mál og ef ekki, hvað þarf til? Veit almenningar að kennarar eru bundnir þagnarskyldu? og kennari Er boðið upp á tvo foreldrafundi í skólanum þegar foreldrar eiga í miklum samskiptavanda og vita kennarar hvort stjúpforeldri megi mæta á foreldrafund eða ekki? Hafa kennarar upplýsingar um hver fer með forsjá barns eða er það tilviljun hverjir eru skráðir í Mentor eða Innu? Eiga þeir sem sinna sérfræðiþjónustu við börn samstarf við bæði heimili þeirra eða er upplýsinga einungis aflað hjá því foreldri sem hefur sama lögheimili og barnið? Tekur foreldrafræðsla skóla mið af ólíkum fjölskyldugerðum? Eru stjúpforeldrar eða fósturforeldrar ávarpaðir á foreldrafundum? Er börnum falið að bera upplýsingar á milli heimila og skóla? Má auka fræðslu til fagfólks um ólíkar fjölskyldugerðir? Er gert ráð fyrir báðum heimilum barns í fermingarfræðslunni? Ýta sumar reglur íþróttafélaga börnum út úr íþróttum vegna strangra krafna um mætingar og þátttöku í keppnum sem foreldra geta átt erfitt með að sinna? Er aðeins haft samband við lögheimilisforeldrið þegar mál barns er hjá barnavernd, jafnvel þó báðir foreldra hafi forsjá barns eða stjúpforeldri? Er horft framhjá mögulegum stuðningi stjúpforeldris við barn eða er stuðningur þess ofmetinn af því að það á sama lögheimili og barnið? Til að foreldrar og kennarar o.fl. geti sinnt hlutverki sínu og staðið vörð um velferð barna þarf að móta stefnu sem tekur mið af margbreytileika fjölskyldugerða. Það er ekki nóg að á einum stað í kerfinu sé það viðurkennt að barn dvelji viku í senn hjá hvoru foreldri ef t.d. skólinn á aðeins samstarf við annað heimili þess og barnabætur fylgi bara lögheimili barnsins. Má það ekki vera meginregla að báðir foreldrar séu alltaf skráðir í Mentor og Innu, óháð hjúskaparstöðu þeirra eða forsjá? Hvað með stjúpforeldra? Af hverju duga ekki umgengnissamningar eða foreldrasamningar eins og ég kýs að kalla þá, skattmanni til útreikninga barnabóta? Við þurfum að líta á báða foreldra jafn mikilvæga í lífi barna og ungmenna – og styðja kennara og aðra sem starfa með börnum og ungmennum eins og kostur er. Það þurfa allir að upplifa að á sig sé hlustað og sanngirni!

Barnarúmföt, dúkar

löberar, rúmfatnaður

stór rúmföt og fleira

Reykjavík: Laugavegi 178 Opið laugardag & sunnudag 11-16

Akureyri: Glerártorgi Opið laugardag 10-17 & sunnudag 13-17

Lagersala Lín Design Laugavegi 178 & Glerártorgi

Má Fríða, konan hans pabba, koma með á foreldrafundinn?



50 Páll Óskar Jón Jónsson Jóhanna Guðrún og Davíð Friðrik Dór Dikta Ef lífið væri söngleikur Erna Hrönn Védís Hervör Gói og fleiri

ferðalög

Helgin 11.-13. október 2013

 K anada FjölsKrúðugt mannlíF í stærstu borginni

Tveir dagar í Toronto Það er flogið beint frá Keflavík til stærstu borgar Kanada allt árið um kring. Kristján Sigurjónsson heimsótti Toronto nýverið. sneisafullur af stórum og smáum klassískum frönskum réttum, t.d. Croque Monsieur (14 dollara) og Confit de Canard (18 dollara). Á kvöldin kostar þriggja rétta máltíð um 50 dollara (5800 kr). Staðurinn er stór en það borgar sig að gera boð á undan sér, sérstaklega á kvöldin og ef þú vilt sitja úti.

CN turninn gnæfir yfir háhýsabyggðinni í miðborg Toronto.

Ontario Art Gallery

n

ærri helmingur þeirra sex milljóna manna sem búa í Toronto er ekki fæddur í Kanada og í borginni eru töluð meira en 180 tungumál. Þessi stórborg býður því upp á mjög fjölskrúðugt mannlíf, ólík hverfi og frábæran mat frá öllum heimsins hornum. Hér er tveggja daga dagskrá fyrir þá sem vilja sjá margt en verja sem minnstum tíma í leigubílum og lestum.

Stjörnuarkitektinn Frank Gehry er einn þekktasti sonur Toronto og það lá því vel við að fá hann til byggja við eitt af helstu listasöfnum borgarinnar. Afraksturinn er afskaplega þægileg safnabygging sem rúmar nokkrar ólíkar sýningar og auðvitað kaffihús, veitingahús og verslanir.

Kínahverfið og Kensington market

Dagur 1 Hakað við turninn

Styrktar tónleikar

Til styrktar sjóðs gigtveikra barna

Kynnir kvöldsins er Jóhannes Haukur! Á hverju ári greinast 10-14 börn með gigtarsjúkdóm. Hér á landi eru yfir 200 börn að kljást við sjúkdóminn. Markmið styrktarsjóðsins er að bæta lífsgæði gigtveikra barna og fjölskyldna þeirra. Allur ágóði tónleikanna rennur í styrktarsjóðinn.

Þriðjudaginn 22.okt Háskólabíó kl.20, húsið opnar kl.19 Verð: 3000 kr. fullorðnir 1500 kr. fyrir 12 ára og yngri

Miðasala á midi.is

Í rúma þrjá áratugi var hinn 553 metra hái CN Tower hæsti turn í heimi. Daglega taka þúsundir manna lyftu upp í glerkúluna á hæð númer 114 þaðan sem útsýnið yfir borgina og Ontario vatn er kyngimagnað og 3700 króna virði. Til að minnka líkurnar á langri bið í afgreiðslunni er skynsamlegt að koma snemma og kaupa miða á netinu. Það er opið frá níu að morgni og fram til ellefu á kvöldin.

Tískuhverfið

Þegar komið er niður á jörðina á ný er haldið í vestur eftir Front Street, upp Spadina Avenue og inn King Street. Þar er hjarta Fashion District sem var áður þekkt fyrir blómlega fataframleiðslu en nú eru það búðirnar sem hafa tekið yfir.

Það eru fjögur hverfi í Toronto sem gera tilkall til Chinatown nafnbótarinnar en svæðið sem liggur rétt vestan við Ontario Art Gallery er aðal Kínahverfi borgarinnar. Hér eru búðir og veitingastaðir merktir með kínverskum táknum og alls kyns varningi er stillt út á stétt. Við Kínahverfið blandast Kensington market, þekktasti markaður borgarinnar, en hann minnir um margt á Camden markaðinn í London þar sem fókusinn er á notuð föt og mublur. Hér standa hlið við hlið veitingafólk og kaupmenn sem eiga ættir að rekja til allra heimsins horna.

Bar Isabel

Það er hægt að fá tapas mjög víða en við College Street númer 797 hefur kokknum tekist sérstaklega vel að útbúa þessa þekktu spænsku rétti með skemmtilegum brag. Matseðillinn er breytist reglulega en þeir sem vilja borða vel og mikið á óformlegum en fjörugum veitingastað verða ekki sviknir af Bar Isabel. Hér borgar sig að panta borð því staðurinn er mjög vinsæll.

Dagur 2 Mest sótta safnið Le Select Bistro er einskonar stofnun meðal matgæðinga í Toronto.

Vinsælt bístró í hádeginu Frakkinn Frédéric Geisweiller hefur staðið vaktina lengi á Le Select bistróinu sínu við 432 Wellingston Street West. Hann vísar fólki til sætis á þessum fallega veitingastað sem hann hefur innréttað í gamalli prentsmiðju. Hádegisseðillinn er

Bygging Royal Ontario Museum setur sterkan svip á Bloor street í norðurhluta miðborgarinnar og því er víða haldið fram að safnið sé eitt af skyldustoppunum í Toronto. Árlega borga rúmlega milljón gestir sig inn á sýningar tengdar risaeðlum, steingervingum og manninum í nútíð og fortíð. Það er tilvalið að fá sér léttan hádegisverð á kaffihúsi safnsins áður en lengra er haldið.

Það er gaman að heimsækja nýlistasafnið Art Gallery of Ontario sem er rétt við Kínahverfið í Toronto.

Stórverslanir við Bloor Street

Nokkrar af þekktustu verslunarkeðjum heims eru nágrannar Royal Ontario Museum við Bloor Street. Og þar sem búðaráp er hluti af borgarferðum margra þá er ekki ólíklegt að sumir vilji gefa sér tíma hér til að kanna úrvalið.

Eitt vinsælasta og fjörugasta hverfi borgarinnar er West Queen West.

Aðalfjörið í Toronto

Eftir að stórar keðjur eins og H&M og Starbucks fóru að koma sér fyrir á vesturhluta Queen street flúðu litlu verslanirnar og veitingastaðirnir enn vestar á götuna þar sem áður þótti alls ekki fínt að búa. Í dag er vestasti hluti Queen Street hins vegar rómaður fyrir hugmyndaauðgi þess athafnafólks sem hefur opnað þar búðir, gallerí, bari, hótel og veitingastaði. Það er því ekki úr vegi að rölta rólega niður Queen Street W frá Bathurst Street og niður að Gladstone Avenue og velja sér staði til að kynnast nánast. Þeir sem vilja búa á þessu vinsæla svæði ættu að bóka herbergi á Gladstone Hotel eða Drake Hotel. Á ferðavefnum Túristi.is má lesa meira tengt ferðalögum til Toronto.

Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is

Kristján Sigurjónsson heldur úti ferðavefnum Túristi.is

Fáðu meira út úr Fríinu Viltu afslátt af hótelgistingu, ókeypis morgunmat eða Frítt Freyðivín upp á herbergi? bókaðu sértilboð á gistingu, ódýr hótel og bílaleigubíla út um allan heim á túristi.is

TÚRISTI


g l e h

i a l o j u a Be

Haust

ni

n lu r e P í r e b ó t k o . 10. -13

Matseðill

verð

kr. 8.350.-

bacon, ombre, neige de nc co s ue cq Ja ta l´aneth. Coquilles Sain , et mayonnaise dillmajónesi. purrée de dattes döðlumauki og , jó sn on ik be , l með agúrku lly Fuisse. Steikt hörpuske G. Dubueuf Poui aises, te d’herbes Island oû cr en d au ill ab citron vert. Dos de C , beurre blanc au ne m to au d’ s on mjörsósu. pign eppum og limes Racines et cham sv p, jú rh ta ur dj eð kryd rie Þorskhnakki m G. Duboeuf Fleu tterave rouge, rre grelots, la be te de es m m po x . Filet d’agneau au sauce au romarin smarinsósu. topinambour la gulrófum og ró , m fu ró uð ra i, með smælk lin A Vent Lambahryggur G. Duboeuf Mou boise avec gelée de fram ir no et c an bl t Chocola á la vanille. et créme glacée lluís. rjahlaupi og vani be nd hi eð m gu ve Súkkulaði á tvo t Amour G. Duboeuf Sain hússins” af “sommerlier” lið va , ni ví af 4 glösum s of wine Matseðill ásamt with four glasse

Bakkus sér um kynn ingu á vínum frá G. Dubo euf G. Duboeuf Beaujola is Blanc. G. Duboeuf Beaujola is. G. Duboeuf Fleurie. G. Duboeuf Morgon Do maine Jean Ernest G. Duboeuf Moulin A Vent. G. Duboeuf Saint Am our. G. Dubueuf Pouilly Fu isse.

Gjafabréf Perlunnar Góð gjöf við öll tækifæri!

kr. 14.680,rir allt borðið. gu afgreiddur fy ön ng ei er nn lli Matseði whole table. ly served for the This menu is on

M60 Y0 K30

Coated 281

Veitingahúsið Perlan Sími: 562 0200 · Fax: 562 0207 Netfang: perlan@perlan.is Vefur: www.perlan.is

Svart

Villibrád

ið er frá ð r o b ð la h r a ð á r Villib vember. ó n . 0 2 l ti r e b 24. októ

Jólahladbord

Jólahlaðborðið er frá 21. nóvember til 30. desember


52

matur & vín

Helgin 11.-13. október 2013

 Bjór Sigurður Br agi er höfundur OktóBer k alda

Ungur verðlaunabruggari fyrir norðan Sigurður Bragi Ólafsson er einungis 22 ára en hefur, þrátt fyrir ungan aldur, starfað sem bruggari í fimm ár. Hann er höfundur hins ágæta Október Kalda sem notið hefur mikilla vinsælda og hyggst leggja fyrir sig starf bruggarans.

É

g var tvítugur þegar ég bjó til uppskriftina,“ segir Sigurður Bragi Ólafsson, bruggari hjá Bruggsmiðjunni á Árskógssandi. Bruggsmiðjan framleiðir sem kunnugt er hinn frábæra bjór Kalda og Sigurður er höfundur Október Kalda sem nú er til sölu í Vínbúðunum.

Í bjórnum frá fimmtán ára aldri

Sigurður er sonur hjónanna sem stofnuðu Bruggsmiðjuna, þeirra Agnesar Sigurðardóttur og Ólafs Þrastar Ólafssonar. Hann byrjaði að brugga í verksmiðjunni þegar hann var sautján ára. „En ég var yngri þegar ég byrjaði að vinna þar. Ætli ég sé ekki búinn að vera að vinna þarna í sjö ár, frá því ég var fimmtán ára,“ segir bruggarinn ungi. Október Kaldi var fyrsti bjórinn sem Sigurður bjó til en hann kom fyrst á markað í fyrra. Hann er einungis til sölu í um mánuð, eða á meðan hinu svokallaða Októberfest-tímabili stendur. Bjórinn hlaut afar góðar viðtökur í fyrra og útlit er fyrir að neytendur taki honum fagnandi sömuleiðis í ár. Október Kaldi er öl. Hvers vegna valdirðu að brugga öl en ekki lagerbjór? „Ég var búinn að vera að brugga öl og lagerbjóra í Kalda og valdi einfaldlega þar á milli. Mér finnst yfirleitt meiri karakter í öli, maður getur náð fram mörgum skemmtilegum brögðum. Svo langaði mig að gera bjór sem mér finnst sjálfum skemmtilegt að drekka, sem mér finnst góður, en að sjálfsögðu fyrir neytandann líka.“

Sigurður Bragi Ólafsson er stoltur af sínum fyrsta bjór, Október Kalda, sem fengið hefur góðar viðtökur og var valinn besti bjórinn á bjórhátíð á Hólum. Ljósmynd/Þröstur Viðarsson

Október Kaldi 5,2% 33 cl. 398 krónur. „Þetta er millidökkt öl sem er humlaríkt en hugsað þannig að allir geti drukkið. Það er ávaxtakeimur af bjórnum sem kemur með gerinu. Hann er töluvert mildur en samt karakterríkur,“ segir Sigurður.

Verðlaunaður á Hólum

Októberkaldi fékk frábærar viðtökur þegar hann kom á markað í fyrra. „Já, hann seldist upp mjög hratt,“ segir Sigurður. „Bæði í Ríkinu og á börum, hann seldist upp fyrr en maður hefði getað vonast eftir. Svo var hann auk þess valinn besti bjórinn á einu íslensku bjórkeppninni sem haldin er að Hólum í Hjaltadal. Þarna mættu allir íslensku framleiðendurnir með allflestar tegundir sínar en við mættum bara með þessa einu tegund og höfnuðum í fyrsta sæti.“

Ætlaði að verða íþróttakennari

Sigurður var í framhaldsskóla þegar hann féll fyrir starfi bruggarans. „Ég ætlaði

 Bækur afmæliSveiSluBókin inniheldur 123 diSney-uppSkriftir

Litríkar kræsingar í barnaafmælin SÁRAEINFALT OG UNAÐSLEGA GOTT

Afmælisveislubókin kom út á dögunum en í henni er að finna 123 uppskriftir sem gagnast þeim sem eru að fara að halda barnaafmæli. Útgefandi er Edda en það eru þær Kristín Eik og Katrín Ösp Gústafsdætur, sem getið hafa sér gott orð fyrir vefinn alltíköku.is, sem sjá um ritstjórn og stíliseringu. Fréttatíminn birtir hér tvær einfaldar uppskriftir úr bókinni.

a

fmælisveislubókin er fjársjóðskista fyrir þá sem hafa gaman af að halda litrík barnaafmæli. Í bókinni er hægt að finna uppskriftir á borð við Hunangsköku Bangsímons, Sundlaugatertu Andabæjar, Ljósáraormur Bósa, Nemóköku, Bílabollakökur, Hnetubita Dúmbós og svo mætti lengi telja. Hér fylgja með tvær laufléttar uppskriftir sem allir ættu að geta spreytt sig á.

Kristín Eik og Katrín Ösp eru eigendur Allt í köku. Þær sjá um ritstjórn og stíliseringu Afmælisveislubókarinnar. Ljósmyndir/Gassi

Frostpinnar að hætti Andrésar 200 ml vatn 2 msk agavesíróp 2 dropar tutti frutti bragðefni frá LorAnn Oils 2 dropar bleikur matarlitur Aðferð 1. Setjið allt saman í skál

og hrærið saman þar til vel blandað. 2. Hellið í íspinnamót og frystið. Prófið að nota önnur bragðefni, t.d. hindberja- og bananabragðefni.


Fræðsluauglýsing frá Kosti #2 að verða íþróttakennari en tók þarna smá u-beygju. Í dag á bjórinn hug minn allan og ég ætla að halda áfram að mennta mig í þessum fræðum,“ segir hann. Sigurður lauk diplómanámi í bruggun frá bandarískum háskóla sem hann tók í fjarnámi að mestu. Hann þurfti reyndar að fá undanþágu til að stunda námið sökum ungs aldurs. Stefnan er svo tekin á að hefja framhaldsnám í Þýskalandi á næsta ári. „Það nám á eftir að gera mig að enn betri bruggara,“ segir Sigurður.

Virðisaukaskattur

262 kr.

Álagning Kosts

486 kr.

Tollar og opinb. gjöld 1.513 kr. Flutningskostnaður Innkaupsverð

162 kr. 1.575 kr.

Hafa stækkað verksmiðjuna fimm sinnum

Þó Október Kaldi hafi notið mikilla vinsælda er hann framleiddur í takmörkuðu upplagi. Ástæðan er sú að Bruggsmiðjan annar ekki eftirspurn. „Við hefðum þurft að búa til meira af honum í ár en við erum alltaf að berjast við að ná að anna eftirspurn. Við höfum stækkað verksmiðjuna fimm sinnum, í fyrstu var ársframleiðslan 160 þúsund lítrar en nú er hún komin upp í 550 þúsund lítra. Því miður höfum við takmarkað svigrúm til að bæta nýjum bjórum við en það er stefnt að því á næsta ári að stækka verksmiðjuna aftur og þá koma kannski fleiri nýjungar. Það blundar alveg í okkur að búa til sérstaka bjóra en Kaldi selst bara svo vel að við þurfum að eyða öllum okkar tíma í hann.“ Hvað vinna orðið margir í Bruggsmiðjunni? „Við erum níu starfsmenn í allt núna. Foreldrar mínir eru stærstu eigendurnir og svo erum við tveir yfir brugghúsinu, ég og Kristinn Ingi Valsson en hann er nokkurn veginn minn lærifaðir á staðnum og mjög mikilvægur hlekkur.“ Ertu sjálfur mikill bjóráhugamaður? „Já, þegar ég get finnst mér voða gaman að koma við í ÁTVR og kaupa mér góðan bjór. Það væri fínt að hafa aðeins meiri tíma til að sinna því. Ég er tiltölulega nýbakaður faðir, á níu mánaða gamlan son, svo maður leggur ekki alveg jafn mikinn metnað í tilraunastarfsemi í bjórsmökkun og áður.“

Litríkar pönnukökur Spora 3 egg 500 ml mjólk 140 gr hveiti 1/2 tsk lyftiduft 2 tsk sykur 25 gr smjör LorAnn Oils bragðefni Gelmatarlitir Aðferð 1. Þeytið egg og mjólk saman. 2. Blandið þurrefnum saman við. 3. Bræðið smjörið og hellið út í deigið. 4. Skiptið deiginu upp í nokkra hluta

og setjið mismunandi bragðefni og matarlit í hvern hluta. Hér var notað appelsínubragðefni í appelsínugulu pönnukökurnar, sítrónubragðefni í þær gulu, bláberjabragðefni í þær bláu og eplabragðiefni í þær grænu. 5. Þykkja má deigið með hveiti eða þynna með mjólk ef þess er óskað. 6. Bakið á pönnukökupönnu.

Vissir þú þetta um kostnaðinn við asísku öndina í Kosti? Þegar þú kaupir asíska önd fyrir 6 til 8 manns í Kosti fær ríkið 1.774 krónur í sinn hlut en Kostur 486 krónur. Þannig er verðmyndun á Charoen Pokphand, asískri önd með sósu og pönnukökum:

Innkaupsverð Flutningskostnaður Tollar og opinber gjöld Álagning Kosts Virðisaukaskattur

1.575 kr. 162 kr. 1.513 kr. 486 kr. 262 kr.

Útsöluverð

3.998 kr.

Ath! Verð er námundað við næstu heilu krónu.

Er eðlilegt að greiða ríkinu 1.774 krónur þegar þig langar í asíska önd?

Kostur ehf | Dalvegi 10-14 | 201 Kópavogur | Sími: 560-2500 | Netfang: kostur@kostur.is | Opið alla daga frá 10.00 - 20.00


54

heilsa

Helgin 11.-13. október 2013 KYNNING

Hreinar snyrtivörur eru framtíðin

Þ

að er löngu tímabært að fólk vakni til vitundar um mikilvægi þess að bera á sig hreinan farða og krem, að mati þeirra Ástu Kjartansdóttur og Elísabetar Guðmundsdóttur. Þær starfa báðar hjá Gengur vel ehf. og flytja meðal annars inn förðunarvörur frá benecos. „Ofnæmisviðbrögð og óþol fyrir snyrti- og hreinlætisvörum eru algeng og því er það fagnaðarefni að þessar glæsilegu, lífrænt vottuðu húð- og förðunarvörur séu komnar á markaðinn. Með benecos sannast að verð og gæði fara ekki endilega alltaf saman. Loksins er það á allra færi að geta notað lífrænt vottaðar vörur á frábæru verði,“ segir Ásta. Elísabet segir ótrúlega mikilvægt að hugsa vel um það sem við setjum á húðina ekki síður en það sem fer ofan í okkur. „Húðin er stærsta líffærið okkar og því æskilegt að vanda vel það sem fer á hana enda sumt sem fer í blóðrásina og hefur áhrif á líkamsstarfsemina,“ segir Elísabet.

Hvað eru hreinar snyrtivörur?

Náttúrulegar snyrtivörur styðja við náttúrulega eiginleika húðarinnar. Þær næra og annast húðina með nærgætnum hætti og henta fyrir fólk á öllum aldri. En hvað er sérstakt við hreinar snyrtivörur? Þær stöllur segja benecos vörurnar án allra paraben efna, paraffin, sílíkon, Peg, óæskilegra litar- og ilmefna, án allra rotvarnarefna og þær innihalda engin erfðabreytt efni. „Naglalakkið er eins hreint og hægt er án þess að það komi niður á gæðum. Það er án formaldehyde, toluen, camphor, phathalates og colophony en þetta er aðeins hluti þeirra skaðlegu efna sem ættu alls ekki að vera notuð og allra síst á ung börn en sífellt yngri börn fá lit á neglur.“ Benecos vörurnar fást í Lifandi markaði, Heilsuhúsinu, Systrasamlaginu á Seltjarnarnesi, Radísu í Hafnarfirði, Heilsutorgi Blómavals, snyrtistofunni Rán í Ólafsvík og snyrtistofunni Öldu á Egilsstöðum. Þeir sem hafa áhuga á að fá frekari upplýsingar um vöruna er velkomið að hafa samband við Ástu og Elísabetu á netfangið: gengurvel@ gengurvel.is.

Ásta Kjartansdóttir og Elísabet Guðmundsdóttir starfa hjá Gengur vel ehf. Þær telja tímabært að fólk vakni til vitundar um mikilvægi þess að bera á sig hreinan farða og krem. Ljósmynd/Hari

Sannkallaður gleðigjafi S

kammdegið hefur oft í för með sér orkuleysi og þreytu. Virku jurtirnar í skammdegis-elexírnum Énaxin eru burnirót (arctic root), shisandra chinesis og damiana. Þær hjálpa til við að létta lundina, gefa orku og auka kynhvötina. Énaxin hefur verið ein mest selda heilsuvaran í Danmörku síðastliðin 10 ár. Énaxin kemur í mixtúru og töfluformi og innihaldið hefur nærandi áhrif á taugakerfið og veitir orku án þess að valda andvöku.

Énaxín eykur orku

Benecos vörurnar eru lífrænt vottaðar húð- og förðunarvörur.

Burnirótin hefur reynst okkur Íslendingum vel allt frá víkingaöld, enda þykir hún mjög hentug til að auka orku. Rannsóknir hafa leitt í ljós að burnirót hefur frábær áhrif á þreytu, bæði andlega, líkamlega, og jákvæð áhrif á kynhvötina. Énaxin hefur stundum verið notað til að leysa „gleðipillur“ af hólmi, með góðum árangri. Best er að taka 25ml af mixtúru á dag í 16 daga og svo töflurnar í framhaldi. Í töflunum eru auk þess öll helstu vítamín og steinefni sem styrkja ónæmiskerfið fyrir pestum vetrarins.


Af til mæ bo lis ð -

10 0

ára

2003-2013

Takk fyrir viðskiptin sl. 10 ár! * Við bjóðum góðan afslátt af okkar vinsælustu vörum í 10 daga frá 10/10 – 20/10

Chello Forte

NutriLenk Gold

Eitt vinsælasta fæðubótarefnið á Norðurlöndunum fyrir konur á breytingaraldri.

Þúsundir Íslendinga hafa öðlast betri liðheilsu með NutriLenk

svarið við hita – og svitakófum.

90 og 180 töflu glös.

Sore No More

Þetta kröftuga verkjagel er náttúrlegt, án parabena og kemískra íblöndunarefna. Eitt öflugasta verkjagelið á markaðinum.

%ur 20 fslátt a

%ur 20 fslátt a

Í kaupbæti fylgir benecos lífrænt vottaður varagloss að verðmæti kr. 2.000-

Gott tækifæri til að prófa eða birgja sig upp. Náttúruleg leið til betri liðheilsu

Notið „Warm“ á þráláta verki og „Cool“ á högg og nýja verki. Snilldar uppfinning frá Indjánunum

Gleðipillur hvað?

Magnesíum

Prógastró DDS plús3

106 daga skammur af orku og ánægju.

orginal, goodnight og sport - Magnesium flögu poki í

kaupbæti

3f0slá% ttur

%ur 20 á l fs tt

a

a

30% skammdegisafsláttur af tvennunni. Mixtúra í 16 daga, töflur í 90 daga. (takmarkað magn)

Magnesíum spreyið frá BetterYou er borið beint á líkamann. Allir með fótapirring, krampa, vöðvabólgu, gigt og svefnskort ættu að nota tækifærið og prófa. 1 poki af magnesíumflögum, sem passar í himneskt fótabað, í kaupbæti.

Pro•Staminus

Norðurkrill 2 fyrir1

Ef þú ert karl eða maki einhvers sem þarf oft að pissa á nóttunni eða á erfitt með að tæma þvagblöðruna þá hefurðu tækifæri núna til að kaupa Pro•Staminus á betra verði.

Prógastró DDS plús 3 inniheldur hinn öfluga asídófílus DDS plus1.

Norðurkrill fyrir heila, huga, hjarta og liði. Unnið úr Suðurskautskrilli sem er eitt öflugasta og hreinasta Omega 3 sem völ er á. Frábær upptaka. Tilvalið að taka 2 hylki á dag í 30 daga og 1 hylki á dag eftir það.

PRENTUN.IS

2f0slá% ttur

2 hylki á morgnana með 1 glasi af vatni kemur meltingunni í lag. Nýuppgötvaður ístrubani! Snilldar gerlar sem eru bæði gall- og sýruþolnir!

Allar þessar vörur eru fáanlegar í flestum apótekum landsins, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Sjáið nánar ítarlegan lista yfir sölustaði inn á www.gengurvel.is *á meðan birgðir endast

a

Gengur vel ehf hefur frá upphafi haft að leiðarljósi að bjóða fyrsta flokks heilsuvörur ásamt hreinum snyrtivörum.

10 0

ára

2 töflur á dag geta bætt lífsgæðin!

Styrkið ónæmiskerfið og verið hress í vetur. Einstakt tilboð!

2003-2013


56

heilsa

Helgin 11.-13. október 2013

 Heilsa Hreinn matur í stað blekkingar

Vilja greiða leið fyrir íslenska lífræna framleiðslu Arndís Thorarensen, framkvæmdastjóri Lifandi Markaðar, segir hópinn sífellt stækka sem hugar að heilsu og fræðist um hollan lífsstíl. Segir hún Svíþjóð standa sig vel í lífrænni framleiðslu í samanburði við Ísland og að stjórnvöld þurfi að taka málefnið alvarlega enda mikil tækifæri til staðar.

LAGERSALA Laugardag & sunnudag Stærðir 140x200, 140x220

200x200 & 220x200

Arndís Thorarensen framkvæmdastjóri Lifandi Markaðar nýtur þess að hafa góð áhrif á samfélagið. Ljósmynd/ Hari

É

Rúmföt - margar gerðir og stærðir ur 50% átt l

afs

Baðhandklæði Stærð 70x140

1.990 kr

Mikið úrval af hágæða handklæðum

40-80% afsláttur

Rúmföt, handklæði barnavörur, púðar

dúkar, löberar og fleira

Reykjavík: Laugavegi 178 Opið laugardag & sunnudag 11-16

Akureyri: Glerártorgi Opið laugardag 10-17 & sunnudag 13-17

Lagersala Lín Design Laugavegi 178 & Glerártorgi

g vil hafa áhrif á fólk og vinna við eitthvað sem gefur til samfélagsins,“ segir Arndís Thorarensen, framkvæmdastjóri Lifandi Markaðar frá árinu 2009. Arndís hafði ekki endilega hug á því að vinna í heilsugeiranum en hún er menntaður stærðfræðingur og vann við kennslu í fjölda ára við Háskólann í Reykjavík. „Ég ætlaði að verða stærðfræðiprófessor en hef alltaf verið náttúrubarn og haft áhuga á almennri skynsemi og rökhugsun. Það tengist ef til vill með einhverjum hætti stærðfræðinni,“ segir Arndís. „Ég var líka með það að leiðarljósi þegar ég var að kenna fullorðnum að stærðfræði væri skemmtileg og það væri hægt að læra hana og ég tel mig hafa náð því,“ segir Arndís. „Þegar ég var búin að eiga tvö börn og var orðin eldri fór ég að hafa mikinn áhuga á mataræði og heilsu og þannig þróaðist það að ég fór að vinna við rekstur Lifandi Markaðar,“ segir Arndís Þegar Arndís flutti heim eftir að hafa búið í Bandaríkjunum fjögur ár tók hún eftir því hvað vöruúrvalið hér var lítið og einhæft. „Ég er mikill talsmaður hreins mataræðis og matvælaiðnaðurinn er orðinn alveg ótrúlegur. Ég tel það einfald-

Ert þú að huga að dreifingu? Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is

lega almenna skynsemi að borða óunninn mat og það er í rauninni það sem Lifandi Markaður stendur fyrir,“ segir Arndís. Arndís nýtur þess að vera í stjórnendahlutverki, leiðbeina fólki og láta gott af sér leiða. „Ég held að konur séu ragar við að taka að sér stjórnunarstörf en ég held að þessi umræða öll um kvóta í stjórnum hvetji konur áfram,“ segir Arndís og telur að karlar hafi risið upp sem feður og komi meira að heimilinu og hlutir séu í réttum farvegi. Arndísi gengur vel að samhæfa vinnu og einkalíf enda eigi hún góða að.

Fleiri huga að heilsunni

Arndís segir Lifandi markað leggja mikið upp úr því að þjónusta þá sem hafi sérþarfir eða vilji borða til dæmis glútenlaust lágkolvetna fæði og sykurlaust og segir hópinn alltaf að stækka. „Fyrst og fremst einbeitum við okkur að lífrænum vörum og viljum hafa breiðasta úrvalið. Við viljum að fólk geti komið hingað án þess að þurfa að lesa vörulýsingar,“ segir Arndís. Viðskiptavinahópur Lifandi Markaðar er sífellt að breytast en í byrjun var meirihluti viðskiptavina konur. „Bara frá því að ég byrjaði þá hefur það aukist verulega að karlmenn komi á veitingastaðina,“ segir Arndís. Segir hún að alltaf séu fleiri komnir í hóp þeirra sem vilja borða óunninn mat. „Það er líka hópur sem keyrir innkaupakerruna í gegnum matvöruverslanir og mikill meirihluti af því sem er keypt er unnið og inniheldur enga lifandi fæðu. Fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu því að vörur eru seldar sem matur en eru ekki matur. Það er mikil blekking í gangi,“ segir Arndís Arndís telur að áherslur séu að breytast og greinilega hægt að sjá breytingar til batnaðar í lágvöruverslunum sem eru sífellt að auka rýmið fyrir lífrænan mat sem og hollari mat-

vörur. „Við viljum vera leiðandi á þessum markaði og greiða leið þeirra sem vilja framleiða lífrænar íslenskar vörur sem of lítið er til af,“ segir Arndís. Hún segir ásókn í lífrænar vörur mjög mikla og framboðið allt of lítið. „Okkur finnst því jákvætt þegar aðrir verslanir taka upp að selja meira af lífrænum vörum.“

Fólk nýtir lífrænan mat betur

Arndís segir að þeir sem velji lífrænan lífsstíl nýti matinn sinn mjög vel og beri virðingu fyrir þeim vörum sem eru keyptar á heimilið en talið er að um 40% af mat sem framleiddur sé í heiminum rati í ruslatunnur. „Það er algengt vandamál að margir borða of mikið og þess vegna getur það jafnvel verið ódýrara að borða minna af hollari mat,“ segir Arndís. „Stjórnvöld gætu gert margt til þess að liðka fyrir þessum iðnaði eins og til dæmis með lægra rafmagnsverði til þeirra sem eru að rækta lífrænt,“ segir Arndís. Fulltrúar fyrirtækisins Whole Foods hafa áhuga á að selja fleiri íslenskar vörur, að sögn Arndísar, en eins og staðan er þá er framleiðsla lífrænna vara ekki einu sinni nægileg fyrir íslenska markaðinn. „Það er hópur fólks sem bíður reglulega eftir því að fá íslenska lífræna grænmetið,“ segir hún. Svíþjóð er framarlega á svið lífrænnar mjólkurframleiðslu en þar í landi, segir Arndís, hafi verið lögð mikil áhersla á að kanna áhrif erfðabreyttra matvæla á fólk. „Ef þú færð þér „cappuchino“ í Stokkhólmi ertu ekki spurður, þú færð lífræna mjólk,“ segir Arndís. Hún hefur áhyggjur af því að ekki séu til upplýsingar um hvaða erfðabreyttu matvæli skepnur á Íslandi fái og sé það mjög alvarlegt mál. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is


heilsa 57

Helgin 11.-13. október 2013  Heilsa Gr asalækninGar vinsælar

Þú ert þinn besti læknir Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir veit aðeins um þrjá aðra menntaða grasalækna sem starfandi eru á Íslandi. Um tveggja mánaða bið er í ráðgjöf hjá Kolbrúnu en alltaf hefur verið mikið að gera frá því að hún kom heim frá námi árið 1993. Jurtaapótekið hennar mun flytja frá Laugavegi í Skipholt 33 nú í október.

Þ

ó að ég sé titluð grasalæknir þá starfa ég meira eins og kennari. Ég get kennt fólki og frætt fólk um það hvað það getur gert til þess að hjálpa sjálfu sér. Það ert þú sem finnur og veist hvað er að gerast í þínum eigin líkama Læknir er í raun í hlutverki kennara sem getur hjálpað þér en þú ert þinn besti læknir, þú hefur valið,“ segir Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir sem hefur rekið Jurtaapótekið við Laugaveg í um níu ár. Kolbrún hefur unnið við grasalækningar í alls 20 ár en aðeins þrír grasalæknar eru búsettir á Íslandi. „Það eru mun fleiri sem hafa þessa menntun sem eru búsettir erlendis og koma ekki aftur heim,“ segir Kolbrún. Kolbrún mun flytja á næstunni Jurtaapótekið frá Laugavegi í Skipholt 33 þar sem hún mun opna stærri búð og hafa framleiðsluna á sama stað. Í nýja Jurtaapótekinu verður boðið upp á nýjar vörur en Kolbrún segir að stundum þurfi hún að fara í framleiðslu á vörum sem hreinlega vanti á markaðnum. „Þetta er líf mitt og yndi, ég bara elska þetta starf. Ég tel mig vera heppna að geta unnið alla daga við eitthvað sem mér finnst mjög skemmtilegt,“ segir Kolbrún. Um tveggja mánaða bið er eftir tíma í ráðgjöf hjá Kolbrúnu og hefur það verið um langan tíma. Segir hún að stundum sé aðeins of mikið álag en Kolbrún er líka þriggja barna móðir. Kolbrún býður einnig upp á fría ráðgjöf í búðinni hluta úr degi. Kolbrún lærði grasalækningar í einkaskóla í Bretlandi en nú er námið fjögurra ára háskólanám og líkist að miklu leyti læknisfræði en C í náminu er kennd til dæmis sjúkdómafræði, sjúkdómagreiningar, M lífeðlisfræði, líffærafræði, lífefnafræði og lyfjafræði ásamt því að Y starfa með náminu á grasalæknaCM stofu í tvö ár. Kolbrún segir stærstanMYhluta viðskiptavina á aldrinum 45 til 65 ára og meirihlutann konur. CY„Þetta er aldurinn þegar líkaminnCMYbyrjar að klikka og fólk kemst ekki upp með K hvað sem er og getur ekki haldið áfram að gera einhverja vitleysu,“ segir Kolbrún. Kolbrún segir skoðanir almennra lækna mismunandi og að þeir séu eins misjafnir og þeir eru margir. „Sumir heimilislæknar eru meðvitaðir um það sem ég er að gera og eru ánægðir þegar fólki líður betur og finnst það flott en það eru alltaf einhverjir sem út af þekkingarleysi telja að það eigi ekki að nota jurtalyf með öðrum lyfjum og eru neikvæðir þó að þeir viti ekki hvað þetta gerir,“ segir Kolbrún. Fyrir þá sem eru að velta fyrir sér vörum í Jurtaapótekinu segir Kolbrún að gott geti verið að byrja á grænu bombunni. „Þá ertu að taka inn fullt af næringarefnum en það er oft gott að hreinsa líkamann. Það hafa allir gott af því að taka inn jurtir sem hjálpa líffærunum að hreinsa sig. Það er svo margt sem við erum að gera sem er ekki gott fyrir okkur. Það er svo mikið af aukaefnum og eiturefnum í matnum sem við vitum ekki um og mikil mengun í umhverfinu. Það er mjög gott að taka stundum aðeins til í líkamanum hjá sér og sleppa til dæmis mjólkurvörum, sykri og hvítu hveiti á meðan. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is

,,Þetta A4_fitusýrur.pdf 1 10/9/2013 6:18:31er PMlíf

mitt og yndi, ég bara elska þetta starf,'' segir Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir. Ljósmynd/Hari,

Omega fitusýrur fyrir alla!

Styrkurinn fellst í mýktinni Omega fitusýrur fyrirbyggja bólgu- og hjartasjúkdóma, hjálpa við að stjórna þyngdinni, efla sjón og taugaboð til heila. Omega fitusýrur eru taldar góðar við þunglyndi, geðhvarfasýki, ADHD, lesblindu og einhverfu. Omega fitusýrur gera húðina mjúka og viðhalda raka í húðinni. Fjölbreytt úrval fyrir alla fjölskylduna af hágæða Omega fitusýrum úr sjávar og jurtagrunnum fást í Gula miðanum, Solaray, Efalex og Udo‘s choice í lyfja-, heilsuvöru- og matvöruverslunum. Nánar á www.heilsa.is


58

heilsa

Helgin 11.-13. október 2013 KYNNING

FiberHusk er frábært í matargerð

B

erglind Arndal, deildarstjóri unglingadeildar í Hólabrekkuskóla, bakar mikið. Hún kynntist FiberHusk trefjavörunum fyrir fjórum árum þegar hún bjó í Svíþjóð og féll fyrir þeim. „Ég baka mikið, bæði í sparnaðarskyni og svo vil ég gjarnan vera meðvituð um það sem ég læt ofan í mig. Svíar eru almennt upplýstir um heilsusamlegt mataræði og í mörgum uppskriftum, sérstaklega brauði, er FiberHusk notað sem viðbót til að gera brauðið trefjaríkara. FiberHusk hentar mjög vel fyrir þá sem velja glútenlaust fæði þar sem oft eru ekki nægilega miklar trefjar í því,“ segir Berglind.

FiberHusk í bakstur

„FiberHusk er frábært í bakstur, deigið nær að binda vökvann betur og brauðið heldur ferskleikanum lengur. Glútenlaust brauð eða brauð með FiberHuski er með mun meira trefjainnihaldi, mettar betur en venjulegt hvítt brauð og meltingin verður betri. Brauð sem inniheldur FiberHusk er safaríkara. Það stuðlar að því að deig úr náttúrulegum glútenlausum hveititegundum lyftir sér betur. Glútenlaus brauð og kökur fá betri áferð auk þess sem FiberHusk kemur í veg fyrir að það molni. Í dag nota ég þessa vöru mikið í ýmsa rétti svo sem brauð, pítsubotna og drykki.“

Hvað er FiberHusk?

„FiberHusk er trefjavara sem leysa má upp í vatni. Varan inniheldur malað hýði fræja af indversku plöntunni plantago ovata forsk.“

Fyrir hverja?

„FiberHusk er fyrir alla, bæði fullorðna og börn. Oft erum við ekki

Steinaldarbrauð Þessa uppskrift er hægt að nálgast á husk.dk og er ótrúlega góð. 2 dl möndlumjöl 2 dl hörfræ 2 dl sólblómafræ 1 dl sesamfræ 1 dl graskersfrafræ 1 dl FiberHusk 3 tsk salt 2 dl rifinn ostur 2 dl rifinn kúrbítur 5 egg 1/2 dl ólívuolía Byrja á að hræra eggin vel í hrærivél, blanda síðan öllum hráefnunum saman og bæta síðan olíunni og kúrbítnum við. Sett í brauðform/ kökuform og bakað í 1 klukkustund við 160°C.

Berglind Arndal

að fá nægilegt magn af trefjum. Fullorðnir ættu að neyta a.m.k. 25 - 35 gr af trefjum daglega. Kosturinn við FiberHusk er að það er 100% glútenlaust og án allra aukaefna. Trefjarík fæða hefur að jafnaði þau áhrif að hægðir verða reglulegri. Það stafar af því að trefjarnar drekka í sig vökva sem veldur því að hægðirnar verða mýkri en ella. Trefjar örva einnig þarmahreyfingar og stuðla þannig að örari losun hægða og eru til gagns fyrir bakteríur í ristli sem við þurfum á að halda við meltinguna. Allir þessi eiginleikar koma að góðu haldi gegn hægðatregðu og ristilvandamálum. FiberHusk er þó ekki ætlað börnum undir 3 ára aldri, þau eiga ekki að neyta meira en sem nemur 15 grömmum af trefjum á dag. Við sonur minn búum okkur gjarnan til pítsu á föstudögum. Ég hef smátt og smátt komið FiberHusk inn í hans matarvenjur. Nú segist hann ekki finna mikinn mun á hvítum pítsubotni eins og við gerðum hér áður fyrr og þeim sem við gerum okkur í dag.“

Fyrir þá sem ekki eru á glútenlausu fæði:

Hrökkbrauð Svo í lokin þá læt ég fylgja með uppskrift af hrökkbrauði. Ég geri mér ansi oft græna djúsa. Ýmist drekk ég hratið með eða sía það frá. Mér finnst alveg óþarfi að henda hratinu þegar hægt er að nota það t.d. í hrökkbrauð. Út í hratið set ég 2 tsk, vínsteinslyftiduft 1 dl FiberHusk 1 dl möndlumjöl 2-3 dl af fræjum 2 - 2 1/2 dl vatn

Gróft brauð með fræjum Glútenlaus pítsubotn 1 1/2 dl kókóshveiti 1 dl möndlumjöl 1/2 dl FiberHusk 220 cl volgt vatn skvetta af olíu 2 tsk vínsteinslyftiduft Allt hnoðað saman í matvinnsluvél og flatt út á pítsu- eða

bökunarplötu. Ég byrja á að baka botninn í 10 mínútur við 180°C set svo sósu og það sem okkur langar í það skiptið ofan á og baka aftur í 10 mínútur. Til viðbótar langar mig að gauka að ykkur nokkrum af mínum uppáhaldsuppskriftum:

Í hratinu er nóg af trefjum en mér finnst FiberHusk góð viðbót því það bindur deigið svo vel saman. Deigið er flatt út á bökunarplötu og bakað í ofni í u.þ.b. 2 x 15 mínútur við 180°C eða þar til kexið er orðið stökkt. Svo er um að gera að prófa sig áfram með vöruna. Trefjar bæta meltinguna, eru saðsamar og veita vellíðan. Margar góðar uppskriftir með FiberHusk er m.a. að finna á veftímaritinu Allt om mat.

3 dl gróft spelt eða heilhveiti 1 dl FiberHusk 1 dl möndlumjöl 4 tsk vínsteinslyftiduft 1 dl haframjöl 4 - 5 dl fræblanda 1 dl hnetur eða möndlur (má sleppa) 6 dl AB mjólk Hrært vel saman og sett í brauðform, bakað í u.þ.b. 50 mínútur við 200°C.

KYNNING

Meltingargerlar sem hafa sannað gildi sitt O

OptiBac Probiotic meltingargerlar eru prófaðir með klínískum rannsóknum og hafa sannað gildi sitt í fjölmörgum rannsóknum.

ptiBac Probiotics kynnir nýja línu af meltingargerlum (sem margir þekkja sem Acidophilus) með vísindalega sannaðri virkni í meira en 30 klínískum rannsóknum sem birtar hafa verið í tímaritum. Af hverju að taka meltingargerla eins og acidophilus? Rannsóknir hafa sýnt að gott jafnvægi á góðum bakteríum í meltingarkerfinu getur hjálpað líkamanum að viðhalda góðri meltingu, sterkara ónæmiskerfi og betri heilsu. OptiBac Probiotics er náttúrulegt fæðubótarefni sem er auðvelt að taka og hefur ekki áhrif á neina lyfjatöku. Í vörulínunni eru nokkrar mismunandi tegundir sem allar þjóna mismunandi tilgangi og innihalda mismunandi tegundir af gerlum til þess að taka á mismunandi vandamálum tengt meltingu og meltingarkerfi.

Rétta Probiotic blandan til að viðhalda daglegu heilbrigði

For Daily Wellbeing inniheldur 6 vel rannsakaðar gerla og prebiotic trefjar. Þessi vara er fyrir þá sem vilja taka meltingargerla reglulega sem forvörn og til að viðhalda heilbrigðri meltingu og jafnvægi.

Spírandi ofurfæði

Nærandi, orkugefandi og eykur lífsgæði Útsölustaðir Bónus, Fjarðarkaup, Græni hlekkurinn, Útsölustaðir: Hagkaup, Krónan, Lifandi Markaður, Melabúðin, Nettó og Nóatún.

Minna loft og flatari magi – aukin vellíðan

For a flat stomach er 7 daga kúr til að taka 1x í mánuði eða oftar og inniheldur vinsamlegar bakteríur eins og acidophilus og prebiotic trefjar sérstaklega fyrir þá sem þjást af óþægindum vegna lofts í

maga, t.d. vegna fæðuóþols, fyrirtíðaspennu eða streitu.

Optibac „For a flat stomach“ Ég fann mikla breytingu strax á fyrsta mánuði. Frábær vara!

Til að stöðva niðurgang og gegn Kandída sveppi

Anna (Brisbane Australia)

Bowel Calm (Pure Saccharomyces boulardii) hefur sannað gildi sitt við að stoppa niðurgang á náttúrulegan og fljótvirkan hátt og um leið byggja upp meltingarflóruna á ný. Bowel Calm virkar einnig á áhrifaríkan hátt í baráttunni við Kandída svepp.

Sýklalyf geta valdið meltingartruflunum eins og niðurgangi og hægðatregðu For those on antibiotics er 10 daga skammtur (1 hylki á dag) til að taka á meðan á sýklalyfjatöku stendur og inniheldur tvo stofna af Lactobacillus sem sýklalyf skemma. Allar rannsóknir sýna að best er að taka 1 hylki hálftíma eftir töku sýklalyfs að morgni. OptiBac vörurnar innihalda blöndu af meltingargerlum sem eru sýruþolnir og komast þannig örugglega og lifandi gegnum magasýrurnar í smáþarmana þar sem þeim er ætlað að virka. OptiBac lofar því magni af virkum lifandi góðgerlum sem auglýst er í innihaldslýsingu út líftíma vörunnar. OptiBac þarf ekki að vera geymt í kæli.

Hvað segja viðskiptavinir? Ann Lake (London) Ég hef þjáðst af þembu og vindverkjum síðastliðin 2 ár en þá uppgötvaði ég

Ég elska þessa vöru, hef prófað ýmsar tegundir en ekkert virkar betur en Optibac!

Paola (Slough – England) Ég hef þjáðst af mjög slæmu IBS og Kandída lengi. Orka og þrek var lélegt. Ég las um Optibac og ákvað að prófa „For bowel calm“. Eftir þrjá daga fann ég fyrir aukinni orku og létti. Maginn á mér varð eðlilegur aftur, meltingin virkari og ég fékk flatari maga aftur og miklu meiri orku og úthald. „For bowel calm“ hefur hjálpað mér meira en nokkur önnur sambærileg vara sem ég hef prófað. Ég mæli eindregið með OptiBac gegn IBS og Kandída.

OptiBac er á kynningartilboði núna í næsta apóteki eða heilsubúð „For a flat stomach“ fylgir frítt með þegar keypt er „for daily wellbeing“. 20% afsláttur af „For those on antibiotics“. Útsölustaðir: Lyf og Heilsa Austurveri, Domus, Firði, Glerártorgi, JL Húsi, Keflavík, Kringlunni og Selfossi. Lifandi markaði Hæðarsmára, Borgartúni og Faxafeni, Lyfjaver, Lyfjaval Hæðarsmára, Álftamýri og Mjódd, Reykjavíkurapóteki, Apóteki Vesturlands, Apóteki Suðurnesja, Árbæjarapóteki, Apóteki Garðabæjar og Apóteki Hafnarfjarðar.

www.facebook.com/optibaciceland www.optibacprobiotics.is


Komdu og kynntu þér allt það nýjasta frá Dior. Sérfræðingar veita persónulega ráðgjöf. Gjöf fylgir ef keyptir eru tveir hlutir í Dior, þar af eitt krem.* Verið velkomin. *Meðan birgðir endast


60

VEL FYLLTUR

tíska

Helgin 11.-13. október 2013

L’ABSOLU DESIR Haust 2103

Haustið í Lancôme 2013 er óður til glæsileika að hætti Parísarbúa.

Fæst í 70-85B, 75-85C á kr. 5.800,- buxur á kr. 1.995,OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, og laugardaga 10 - 14 Laugavegi 178 · Sími 551-3366 · www.misty.is

Bleikur dagur

30% afsláttur

T1 Brun Adoré Hypnôse Palette fyrir fullkomna förðun

af öllum Buxum frá

20%

afsláttur af bleikum bolum og peysum klútum o.fl.

Wet Technology fyrir: meiri styrkleika, meiri áferð, meiri viðloðun, meiri endingu. Einstakir burstar sem gefa fullkomna áferð og fallega förðun.

Khôl Hypnôse Waterproof Nákvæmni og styrkleiki í einni stroku. Kremuð áferð. Smitast ekki. Vatnsheld.

Leyfðu augnhárunum að njóta sín til fulls með Hypnôse Drama Þykking í einni stroku. Stór íturvaxinn burstinn gefur mikið umfang og þykkingu. Með hverri stroku færðu ómótstæðilegt augnaráð. Ávinningur: Mikil þykking, þétting og sveigja.

Verslunin Belladonna

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is

Páll Óskar Jón Jónsson Jóhanna Guðrún og Davíð Friðrik Dór Dikta Ef lífið væri söngleikur Erna Hrönn Védís Hervör Gói og fleiri

Vernis in Love, dökkir litir koma aftur í samfloti með djúprauðum vörum Andstæðan milli bleikra eða rauðra vara, coral-bleikra kinna og dökkra nagla skapar lokkandi töfra.

Teint Idole Ultra 24HS 24 tíma ending og þægindi. Himnesk fullkomnun. 8 ára rannsóknir – bylting í endingu: 24 tíma himnesk ending: ný extra þægileg áferð. Blandast auðveldlega. 24 tíma ending án lagfæringar, SPF 15. Kemur í 10 litum.

ROUGE DESIR, sex fallegir varalitir sem passa vel saman Varirnar skapa rómantíska og kvenlega stemningu.

Ljómapallettan, Rose Desir Blush Tveir litir sem passa vel saman til að lýsa andlitið og fegra varirnar: Kemur í glæsilegum umbúðum.

XTREME OSTAPOPP

TAKTU XTREME.. ... MEÐ Í PARTY

Styrktar tónleikar

Til styrktar sjóðs gigtveikra barna

Kynnir kvöldsins er Jóhannes Haukur!

Þriðjudaginn 22.okt Háskólabíó kl.20, húsið opnar kl.19 Verð: 3000 kr. fullorðnir 1500 kr. fyrir 12 ára og yngri

ENN MEIRA OSTABRAGÐ


tíska 61

Helgin 11.-13. október 2013  Tísk a gömul klassík verður að TískumunsTri

Teiknimyndasögur í nýju ljósi m

unstur hefur mikið verið í tísku undanfarið og ný munstur spretta upp á hverju horni. Eitt af þessum munstrum er teiknimyndasögur, þessar klassísku gömlu teiknimyndasögur eru nú orðnar að tískumunstri. Það getur verið einn rammi úr sögunni eða nokkrir, fer allt eftir útfærslunni, þá er jafnvel boðskapur í sögunni. Þetta skemmtilega munstur má sjá á kjólum, pilsum, peysum, veskjum, bolum og í raun hverju sem er. Teiknimyndasögu leggings hafa sést í íslenskum verslunum og nú er bara að sjá hvort þetta trend nái einhverri fótfestu hér á landi.

Sigrún Ásgeirsdóttir sigrun@frettatiminn.is

Sinnepsgulur og fjólublár ! Kvarterma bolur frá

Verð 4.900 kr. Margir litir Stærð S - XXL (36 - 46/48)

Rylan Clark í London. Myndir/NordicPhotos/Getty

Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16

Bernis Guven á tískuviku í Istanbúl.

Leikkonan Helenna Santos-Levy á „Geekie Awards“ í Hollywood.

Vegfarandi í Mílanó.

Ert þú búin að prófa ?

Cherry Blossom Ginseng sjampó og næring Fullkomin blanda af kirsuberjaþykkni og ginseng rót sem hjálpar til við að endurnýja hársvörð og eykur lyftingu frá rót hársins. Hrísmjólk og bambus gefs næringu og gljáa. Hentar sérlega vel fíngerðu hári.

síðuna okkar


62

heilabrot

Helgin 11.-13. október 2013

?

Spurningakeppni fólksins 1. Í gervi hvaða þekktu persóna brugðu Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð sér til þess að afla fjár fyrir Bleiku slaufuna? 2. Hver syngur í laginu Brjálað stuðlag í stað Gylfa Ægissonar? 3. Hver leikstýrir kvikmyndinni Málmhaus? 4. Hvaða írska söngkona tók Miley Cyrus á beinið í harðorðum greinaskrifum? 5. Hver var valinn besti leikmaður septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu? 6. Hvernig sverð telja vísindamenn í Bandaríkjunum nú mögulegt að búa til? 7. Hver er formaður Hægriflokksins í Noregi? 8. Hvað heitir kötturinn sem er alla jafna kenndur við stjórnarformennsku í JPV-útgáfu og týndist í annað sinn á stuttum tíma í vikunni? 9. Eftir hvern er leikritið Óvitarnir sem Þjóðleikhúsið setur nú á fjalirnar að nýju? 10. Með hverjum söng Paul McCartney lagið Ebony and Ivory 1982? 11. Af ætt hvaða fugla var geirfugl? 12. Í hvaða lagi koma þessar línur fyrir: Bakvið kjötbúðina slóra/Hitti Konráð og Óla/þeir láta mig fá pulsu svaka stóra? 13. Hvaða kvikmynd hlaut Gullna lundann á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík um helgina? 14. Í hvaða Íslendingasögu kemur Ingjaldsfíflið við sögu? 15. Hver leikur Jeppa á Fjalli í samnefndri leiksýningu?

Auður Alfífa Ketilsdóttir nemi

  Ragnar Bragason. -  Sinead O’Connor. 

1. Kirk og Spock.

2. Sólmundur Hólm. 4.

5. Mér er alveg sama. 6. Geislasverð.

7. Eigum við að segja Marianna eitthvað? 8. Randver.

9. Guðrúnu Helgadóttur.

10. Pass. 11. Svartfuglaætt. -

 13. Still Life eða Kyrralífsmynd.  14. Gíslasögu Súrssonar.  12. Glaðasti hundur í heimi.

15. Jói Sig?

11 rétt

Stefán Steinsson læknir á Akureyri 1. Væntanlega Gög og Gokke

8. Keli?

10. David Bowie 11. Pass. 12. Pass 13. Þekki enga mynd á þeirri hátíð.

8 1

 15. Ingvar E. Sigurðsson.  14. Gíslasögu Súrssonar

6 rétt

 kroSSgátan

ÞYNNA

VEFJA

G R I S H J Ð N A Ð I K E F A K I K N N I G A R S A S M M Í L Æ Ð Í Ð N M A N N

R Ú L L A

SYRJÓTTUR

ÓREIÐA

ANGAN KRAPI

MJAKA

HÆNGUR

H Á E F J H A L L H A

STINNAST

HAGNAÐUR STANDA VIÐ

JÁKVÆTT SVAR RÍKI

FJÖRGA ÓLÆTI

SEYTLAR

A G N Ú I

F R Ó A MEINLÆTAMAÐUR TIKKA

T I Í F S A T A R Ð A N A G F T SPYR

BEIN

SJÚKDÓMUR

VITLAUST

A G A N Ó G A

MEGINÆÐ

ÓÞURFT

KVÖLD

SVÍVIRÐING FRÁ

BABLA

TVEIR EINS

OFMAT EI

KNÚSAST PUTTA

NÁÐHÚS ÁTT

BOKKI

TILBÚNINGUR

ER

LÍTILVÆGI

BISKUPSHÚFA ÞRÁÐUR

DANS

Í RÖÐ

ÁSAMT

E U G G M A B L A S F L A R M A R R Ú K M B U R N Ú A N Ð S É SKURÐBRÚN

SPAUG MAS

HLJÓÐFÆRI

BARNINGUR

VANELDSNEYTI ÞÓKNUN VÖRURÝMI

O L Í A TVEIR EINS BITHAGI

B E I T NUGGA DRYKKUR

T E BÓKSTAFUR

RÝJA

SKERGÁLA RÓL

SKAPRAUNA RÖND

HULA

GLEÐI

ÖRÐU

F H G U G U R A M A N E B A S S I B U M V I N A V E I O F S S T U S K A U R T A R E F F E F L A K I T A N G R A L Æ J A R Ó L A A A L L G Ó L A G N A R N O T A FÁLMA

SNIÐGANGA

PLAT

ELDSNEYTI

158

BJÚGALDIN

IÐKA

HEIMASÍÐA

KRINGUM TVEIR

BLAUTUR

SAMFOKINN FÖNN

ÁTT

VÖRUMERKI

VIÐLAG

SKJÓLA

BÓKSTAFUR

ÁRSGAMALL

KRYDD

KRÁ

BOTNFALL

SKRAPA TUNGUMÁL

AFHENDING

TALA

BUGÐA

TALA

VÖRUMERKI

RÍKI

ANGAN

GORM

LEIKTÆKI

SÝN

SIÐA

MJÖG

LÁNSAMUR

HÆTTA

SKST.

BRÚKA

ÓLÆTI

ÞÍÐA

GLÁPA

MARGSKONAR

SKRAN

HVAÐ

KVIÐSLIT

VONDUR

ÖRVERPI

SJÚKDÓMUR HEIMSÁLFU

ÚTSÆÐI

FERÐAST

HRUN

BLÆÐI

LISTHÚS

Davíð Örn Halldórsson Hallgrímur Helgason Hulda Hákon Húbert Nói Jóhannesson Jón Óskar Ragnar Þórisson Steinunn Þórarinsdóttir Óli G. Jóhannsson og Kristján Davíðsson

PLÖNTU SÆ

BRAUT

HELGAR BLAÐ

GAN

MUNNVATN

SIGTUN

BRAGARHÁTTUR

FRAMKVÆMA

SVALL

ÞOLLUR

HELBER

ÞULUR

DRENGPATTI ÓSKAR

ÁFERGJA

KER

Á FÆTI

EKKI

MERKJAMÁL

STÚLKA

INNIHALD

HRÍSLUSKÓGUR

ATHYGLI

HVEL ÁRITA

PÚKA

REIÐMAÐUR

HÁTÍÐ

Opnunartímar: 11:00-17:00 miðvikudaga til föstudaga 13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi ÓSKA

Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is

SEFAST

SKRÁ

FROSTSKEMMD

MEST

TVEIR HRAFNAR

listhús, Art Gallery

SPIL

NEÐST

*konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan-mars. 2013

TVEIR HRAFNAR

BLÓÐSUGA

ÖRÐU

STYRKJA

SVALL

BROTT

TÁLKNBLAÐ

FROSTSKEMMD

GJÓTA

HÓFDÝR

FISKUR

HNÝTA ÞVENG

VINKONA

1

ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni.

Lausn á krossgátunni í síðustu viku.

FULLNÆGJA

6

DÝFA

157

9 8

7 4 2 5 8 6 1 7 4 9 3 7 1 6 5 3 7 6 4 5 7 1

 Erna Solberg. 

6. Geislasverð.

9. Guðrúnu Helgadóttur.

4 5

 Sudoku fyrir lengr a komna

5. Wayne Rooney 7.

9

3

3. Ekki hugmynd 4. Sinead O’Connor

2 1 6

2. Páll Óskar

 lauSn

mynd: mountaineer (CC By 3.0)

... kvenna 35 til 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

Stefán skorar á Svein Rúnar Sigurðsson, kollega sinn á Akureyri.

1 3

6 4 9 5 8 3 4 5 7 4

Svör: 1. Kirk og Spock úr Star Trek. 2. Sólmundur Hólm. 3. Ragnar Bragason. 4. Sinead O’Connor. 5. Aaron Ramsey í Arsenal. 6. Geislasverð. 7. Erna Solberg. 8. Randver. 9. Guðrúnu Helgadóttur. 10. Stevie Wonder. 11. Svartfuglaætt. 12. Glaðasti hundur í heimi. 13. Still Life (Kyrralífsmynd). 14. Gíslasögu Súrssonar, 15. Ingvar E. Sigurðsson.

Auður Alfífa sigrar með 11 stigum gegn 6 stigum Stefáns.

74,6%

5 6 2 5

mynd: Jsome1 (CC By 2.0)

3.

 Sudoku

TIL SAUMA

Í RÖÐ

RÖÐ

HÓLF

BÓK

BÚANDI

MAS

SAMSTÆÐA

ÚTLIMUR

JURT

BELTI

SKÓLI

SÖNGRÖDD

SAMTÖK

SKRAF

KJÁNI GERIR VIÐ

KRYDD

ÁRKVÍSLIR

SLÆMA


Sköpunargleðin í fyrirrúmi Bækur sem allir heklarar þurfa að eignast!

25 nýstárlegar og spennandi uppskriftir fyrir reynda sem óreynda.

María – heklbók er önnur bók Tinnu Þórudóttur Þorvaldar. Sú fyrri, Þóra – heklbók, hlaut frábærar viðtökur og er sívinsæl.

Tökum vetrinum fagnandi Hlýju bækurnar vinsælu! Skemmtilegar sokka- og vettlingauppskriftir fyrir byrjendur og lengra komna. Líflegar myndir og góðar teikningar sem gera litríkt prjón að léttum leik.

salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík


skák og bridge

64

Helgin 11.-13. október 2013

 Sk ák k aSparov Skor ar forSeta fIDe á hólm

Gary gegn geimverunum!

G

ary Kasparov er að margra áliti besti skákmaður sögunnar. Hann varð heimsmeistari 1985, yngstur allra í sögunni, þegar hann náði titlinum af Anatoly Karpov. Næstu fimmtán árin var ,,skrímslið með þúsund augun“ (svo vitnað sé í Anthony heitinn Miles) allsráðandi í skákheiminum. Kasparov dró sig í hlé frá atvinnumennsku fyrir nokkrum árum, og hefur síðan verið einn beittasti gagnrýnandi Pútíns Rússlandsforseta. Þá hefur Kasparov unnið ötullega að útbreiðslu skákíþróttarinnar í grunnskólum, og fékk þannig Evrópuþingið til að samþykkja að skák verði kennd í skólum. Kasparov hefur heldur ekki legið á þeirri skoðun sinni að Alþjóðaskáksambandið, FIDE, sé í tröllahöndum – og nú ætlar hann að freista þess að frelsa skákhreyfinguna frá Kirsan Nikolayevich Ilyumzhinov.

Geimverur og Gaddafi

Núverandi forseti FIDE er sem sagt Rússinn Kirsan Ilymzhinov, sem til skamms tíma var líka forseti rússneska lýðveldisins Kalmykíu, sem er eina landsvæði Evrópu þar sem búddistar eru í meirihluta. Kirzan auðgaðist stórkostlega í forsetatíð sinni í Kalmykíu, og var sakaður um spillingu og ýmis óhæfuverk. Hann var frekar óvænt kjörinn forseti FIDE 1995 og hefur því setið á valdastóli í heil 18 ár. Kirsan er vægast sagt umdeildur. Þannig hefur hann ítrekað skýrt frá því að hann hafi verið numinn brott af geimverum, sem hafi upplýst hann um hinstu rök tilverunnar. Hann hefur líka verið ófeiminn við að heilsa upp á illræmda einræðisherra, og er fræg skákin sem hann tefldi við Mohammar Gaddafi árið 2010. Eins og Kasparov hefur bent á er slíkur maður ekki líklegur til að laða mikið fjármagn inn í skákina – gúglaðu Kirsan og þú færð upp

geimverur og Gaddafi! Í gegnum árin hafa nokkrar atlögur verið gerðar að Kirsan, án árangurs. Fyrir þremur árum var Kasparov maðurinn á bak við framboð Karpovs gegn Kirsan, en þar steinlá Anatoly, 95-55. Það er altalað að Kirsan noti „gjafir“ til að kaupa sér atkvæði frá löndum í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku, og atkvæðin eru víst ekkert sérstaklega dýr í FIDE. Á síðasta ári var velta sambandsins 2 milljónir dollara – samanborið við milljarð hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu.

Skákin í stórsókn

Hverjir eru þá möguleikar Kasparovs gegn hinum útsmogna og örláta Kirsan? Nokkuð góðir, líklega. Kasparov er goðsögn. Og hann er snillingur. Hann kann líka vel að tala máli skákarinnar, enda eftirsóttur fyrirlesari hjá stórfyrirtækjum og höfundur margra merkra bóka. Hann stendur nú á fimmtugu, og er brimandi af metnaði og starfsorku. Ekki spillir heldur fyrir að hann hefur fengið frábæra frambjóðendur til stjórnar FIDE með sér í lið. Þar er þungavigtarfólk á öllum póstum. Skákin er í stórsókn um allar jarðir og miklir möguleikar á að efla vinsældir þessarar 1500 ára gömlu íþróttar enn meira. Nýleg rannsókn YouGov í fimm löndum leiddi í ljós að tveir þriðju fullorðinna kunnu að tefla. Samkvæmt tölum FIDE tefla meira en 600 milljónir reglulega. Á Indlandi, þar sem heimsmeistarinn Anand er þjóðhetja, segist þriðjungur nú tefla í hverri viku! Kosningarnar í FIDE verða á næsta ári. Þá ræðst hvort nútíminn heldur innreið sína í skákina, eða hvort bragðarefurinn og geimveruvinurinn frá Kalmykíu nær að skella öðrum heimsmeistara í einvígi.

Kasparov. Trúlega besti skákmaður sögunnar. Stefnir að forsetatign í FIDE.

 BrIDGe áhætta tekIn

Að segja eða segja ekki

Í

talir unnu næsta öruggan sigur á Mónakó í úrslitaleiknum um Bermúdaskálina, í opnum flokki í Balí, með 210 impum gegn 126. Spilaður var 96 spila úrslitaleikur sem tók tvo daga. Ítalir tóku strax forystuna í fyrstu 16 spila lotunni, 54-29 og bættu við forystuna í annarri lotu. Þetta spil, hér að neðanverðu, átti þátt í því. Claudio Nunes í Mónakóliðinu sat í suður á öðru borðanna á hagstæðum hættum og hann hafði val um hvort það borgaði sig að koma inn á sagnir eftir laufopnun austurs. Hann ákvað að taka áhættuna á sögn – en sá fljótlega eftir því. Spil 22, austur gjafari og AV á hættu:

♠ Á83 ♥ 103 ♦ G3 ♣ ÁG10953 ♠ ♥ ♦ ♣

K1075 ÁG KD862 62

N V

A S

♠ ♥ ♦ ♣

G6 76542 Á9754 7

♠ ♥ ♦ ♣

D942 KD98 10 KD84

Vestur Versace 1 Dobl Dobl

norður Fantoni 2G pass p/h

austur Lauria

suður Nunes

pass

3

Nunes sýndi lengd í rauðu litunum með stökki sínu í tvö grönd en félagi var með samlegu í hvorugum litnum. Lokasamningurinn var 3 tíglar doblaðir sem fóru 3 niður. Á hinu borðinu ákvað Ítalinn Madala að koma ekki inn á sagnir og það reyndist vel. Lokasamningur Helgemo og Helness í Mónakó sveitinni voru 4 spaðar á AV hendurnar, spilaðir í vestur. Útspil tígulgosi sem var drepið á ás, skipt yfir í einspilið í laufi, drepið á ás og gefin stunga. Spaðaásinn var svo fjórði slagur varnarinnar. Ítalir græddu 10 impa og lotuna unnu þeir 45-16. Næsta lota var einnig hagstæð fyrir Ítali, 15-2 og leikurinn endaði rólega 210-126 fyrir Ítali.

3. Harpa Fold Ingólfsdóttir – Sigrún Þorvarðardóttir 59,8% 4. Hanna Friðriksdóttir – Inga Lára Guðmundsdóttir 53,3% 5. Sigríður Friðriksdóttir – Sigþrúður Blöndal 53,1%

Sigur feðga Nýlokið er þriggja kvölda tvímenningi hjá Bridgefélagi Reykjavíkur. Feðgarnir Jón Sigurbjörnsson og Birkir Jónsson unnu þar glæstan sigur eftir góðan endasprett. Lokastaða 5 efstu para varð þannig: 1. Birkir Jón Jónsson – Jón Sigurbjörnsson 2. Guðmundur Baldursson – Steinberg Ríkarðsson 3. Sveinn Rúnar Eiríksson – Þröstur Ingimarsson 4. Jón Baldursson – Sigurbjörn Haraldsson 5. Gunnlaugur Karlsson – Kjartan Ingvarsson

60,3% 59,6% 58,6% 57,4% 56,9%

Næsta keppni Bridgefélags Reykjavíkur er fjögurra kvölda hraðsveitakeppni sem lýkur 29. október.

Sigur mæðgna

Íslandsmót kvenna í tvímenningi

1. Esther Jakobsdóttir – Anna Þóra Jónsdóttir 2. Svala K. Pálsdóttir – Inda Hrönn Björnsdóttir

Helgina 12.-13. október næstkomandi verður Íslandsmót kvenna í tvímenningi. Hægt er að skrá sig á netsíðu BSÍ (bridge. is) eða í síma 587 9360. Skráningu lýkur á hádegi 11. október. Tímatafla kemur eftir að skráningu lýkur. Íslandsmeistarar ársins 2013 eru Ljósbrá Baldursdóttir og Anna Þóra Jónsdóttir.

Þann 4. október var spilað annað konukvöldið hjá Bridgefélagi Reykjavíkur. Til leiks mættu 17 pör og mæðgurnar Esther Jakobsdóttir og Anna Þóra Jónsdóttir náðu að enda efstar með mikla forystu. Fimm efstu pörin voru sem hér segir: 66,8% 61,5%

Feðgarnir Jón Sigurbjörnsson og Birkir Jónsson voru að vonum ánægðir með sigurinn í Hótel Hamar tvímenningnum.


ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS

- Hnappur sem getur bjargað þínu lífi og þinna nánustu.

Afar eru eitthvað sem allir ættu að eiga. Stundum er eins og þeir viti allt. Og ef þeir vita það ekki þá þegja þeir bara. Þeir leyfa manni að prófa borvél, kveikja í grillkolum og annað sem lætur mann halda að maður sé fullorðinn í smá stund. Þeir leyfa manni að fíflast. Svo þegar þeir hækka róminn þá verður maður aftur þægur, alveg um leið. Þegar einhver er leiðinlegur þá er alltaf hægt að hringja í afa.

Afar eiga að búa við öryggi.


66

sjónvarp

Helgin 11.-13. október 2013

Föstudagur 11. október RÚV 13.00 Olísdeildin í handbolta e. 14.30 Íslenski boltinn 15.10 Fagur fiskur (6:8) (Heimilismatur) e. 15.40 Ástareldur e. 17.20 Unnar og vinur (26:26) 17.45 Táknmálsfréttir 18.00 Fréttir og veður 18.30 Landsleikur í fótbolta (Ísland Kýpur) Bein útsending. 20.55 Útsvar (Grindavíkurbær Vestmannaeyjar) 22.05 Endeavour – Stúlka (Endeavour: Girl) Bresk sakamálamynd úr flokki um Morse lögreglufulltrúa í Oxford á yngri árum. Hann ræður strembnar morðgátur, kynnist mönnum sem hann á eftir að starfa með næstu áratugina og þróar með sér eftirtektarverð skapgerðareinkenni sem hann á eftir að fínpússa á löngum og gifturíkum ferli. 23.40 Um veröld alla (Across the Universe) Tónlist Bítlanna og Víetnamstríðið eru í bakgrunni þessarar ástarsögu bandarískrar yfirstéttarstúlku og fátæks listamanns frá Liverpool. e. 01.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

STÖÐ 2

Laugardagur 12. október RÚV

07.00 Barnatími 07:00 Barnatími Stöðvar 2 10.25 Stundin okkar e. 07:45 Geimkeppni Jóga björns 11.00 Útsvar (Grindavíkurbær 08:10 Malcolm in the Middle (5/25) Vestmannaeyjar) e. 08:30 Ellen (101/170) 12.05 360 gráður e. 09:15 Bold and the Beautiful 12.35 Örkin hans Attenboroughs e. 09:35 Doctors (66/175) 13.30 Landinn e. 10:15 Fairly Legal (7/13) 14.00 Kiljan e. 11:00 Drop Dead Diva (13/13) 11:50 The Mentalist (21/22) allt fyrir áskrifendur14.45 Djöflaeyjan e. 15.20 Útúrdúr e. 12:35 Nágrannar 16.10 Popppunktur 2009 (16:16) e. 13:00 Extreme Makeover: Home Edition fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.30 Táknmálsfréttir 13:40 The Mummy Returns 17.40 Bombubyrgið (6:26) e. 15:45 Waybuloo 18.10 Ástin grípur unglinginn (79:85) 16:05 Skógardýrið Húgó 18.54 Lottó 16:25 Ellen (102/170) 19.00 Fréttir 17:10 Bold and the Beautiful 4 5 19.30 Veðurfréttir 17:32 Nágrannar 19.40 Ævintýri Merlíns (7:13) 17:57 Simpson-fjölskyldan (13/22) 20.30 Hraðfréttir e. 18:23 Veður 20.40 Þú getur! 18:30 Fréttir Stöðvar 2 23.00 Endalok sældarlífsins (From 18:47 Íþróttir Prada to Nada) Tvær ofdekr18:54 Ísland í dag aðar systur í Beverly Hills verða 19:11 Veður blásnauðar eftir að pabbi þeirra 19:20 Popp og kók deyr og þurfa að flytjast til 19:45 Logi í beinni frænku sinnar í ófínna hverfi í 20:35 Hello Ladies (2/8) Los Angeles. 21:05 Wallander 00.45 Andstreymi úr öllum áttum 22:35 A Dangerous Method (Man About Town) e. 00:15 Sanctum 02.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 02:00 War, Inc.

STÖÐ 2

Sunnudagur 13. október RÚV

07.00 Barnatími 07:00 Strumparnir / Villingarnir / 10.25 Ævintýri Merlíns (7:13) e. Hello Kitty / Algjör Sveppi / Lærum og leikum með hljóðin / Algjör Sveppi 11.15 Ísþjóðin með Ragnhildi Steinunni e. 11.45 Magafylli af sól (Eat the Sun) e. / Scooby-Doo! Mystery Inc. / Kalli 13.10 Undur lífsins – Lífsvefurinn (5:5) kanína og félagar / Ozzy & Drix (Wonders of Life) e. 11:10 Young Justice 14.05 Jón og séra Jón e. 11:35 Big Time Rush 15.35 Coldplay á Glastonbury 2011 e. 12:00 Bold and the Beautiful 17.05 Mótorsystur (3:10) e. 13:45 Popp og kók allt fyrir áskrifendur 17.20 Táknmálsfréttir 14:10 Ástríður (4/10) 17.30 Poppý kisuló (32:52) 14:40 Heimsókn fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.40 Teitur (42:52) 15:00 Sælkeraferðin (4/8) 17.50 Kóalabræður (7:13) 15:25 Sjálfstætt fólk (4/15) 18.00 Stundin okkar 16:00 The Middle (7/24) 18.25 Basl er búskapur (6:10) 16:20 ET Weekend 19.00 Fréttir 17:056 Íslenski listinn 4 5 19.20 Veðurfréttir 17:35 Sjáðu 19.30 Landinn 18:05 Ávaxtakarfan - þættir 20.00 Fólkið í blokkinni (1:6) 18:23 Veður Gamanþáttaröð byggð á sögu 18:30 Fréttir Stöðvar 2 eftir Ólaf Hauk Símonarson. 18:50 Íþróttir 20.30 Útúrdúr 18:55 Dagvaktin 21.20 Hálfbróðirinn (7:8) (Halvbroren) 19:25 Lottó 22.10 Brúin (3:10) (Broen II) e. 19:30 Spaugstofan 23.10 Svínastían (Svinalängorna) e. 20:00 Veistu hver ég var? 00.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 20:40 What to Expect When You are Expecting Hér er ástin skoðuð með augum fimm ólíkra para sem öll eiga eiga von á börnum. 22:30 Savages Vinirnir Ben og Chon eru dópsalar sem lifa hinu ljúfa lífi í litlum bæ í Kaliforníu. 00:40 The Matrix Reloaded 02:55 War Horse 05:15 Vampires Suck

SkjárEinn

STÖÐ 2 07:00 Barnatími 11:40 Batman: The Brave and the bold 12:00 Spaugstofan 12:25 Nágrannar 14:10 Logi í beinni 15:00 Go On (10/22) 15:30 Modern Family (3/22) 15:55 Veistu hver ég var? 16:40 Meistarmánuður (3/6)allt fyrir áskrifendur 17:05 Um land allt 17:35 60 mínútur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (7/30) 19:10 Dagvaktin 19:406 Sjálfstætt fólk (6/15) 4 20:15 The Crazy Ones (2/13) Gamanþættir sem fjalla um Zach Cropper, sjálfsöruggan en sérvitran textahöfund sem vinnur fyrir auglýsingastofu dóttur sinnar, Sydne. 20:40 Ástríður (5/10) 21:05 Homeland (2/12) 21:55 Boardwalk Empire (5/12) 22:50 60 mínútur (1/52) 23:40 The Daily Show: Global Editon 00:05 Nashville (15/21) 00:50 Hostages (2/15) 01:35 The Americans (3/13) 02:20 The Untold History of The United States (7/10) 03:20 Religulous 05:00 Sand and Sorrow

06:00 Pepsi MAX tónlist 11:15 Dr.Phil 03:45 Cleaner 12:40 Kitchen Nightmares (9:17) 05:10 Other Side of the Tracks 13:30 Secret Street Crew (6:6) SkjárEinn RÚV Íþróttir 14:20 Save Me (3:13) 06:00 Pepsi MAX tónlist 18.00 Ísland-Kýpur upphitun 14:45 Rules of Engagement (8:13) 09:50 Dr.Phil 18.30 Ísland-Kýpur 15:10 30 Rock (3:13) 11:55 Gordon Ramsay Ultimate Coo15:05 England - Moldavía 15:35 Happy Endings (7:22) kery Course (9:20) SkjárEinn 16:50 Liðið mitt 16:00 Parks & Recreation (7:22) 12:25 Fat & Back 06:00 Pepsi MAX tónlist 17:20 Grindavík - KR 10:55 Formúla 1 16:25 Bachelor Pad (5:7) 13:20 Design Star (5:13) 08:25 Dr.Phil 18:50 England - Svartfjallaland 13:25 Kórea - Brasilía 00:55 Kórea - Brasilía 17:55 Rookie Blue (9:13) 14:10 Judging Amy (8:24) 09:05 Pepsi MAX tónlist 20:55 Meistarad. Evrópu - fréttaþáttur 15:10 Þýski handboltinn 2013/2014 12:55 Formúla 1 2013 - Tímataka 18:45 Unforgettable (4:13) 14:55 The Voice (3:13) 16:05 Once Upon A Time (2:22) 21:25 Sportspjallið 16:40 HM íslenska hestsins 14:35 Sumarmótin 2013 19:35 Judging Amy (9:24) 16:55 Secret Street Crew (5:6) 22:10 Meistaradeild Evrópu allt fyrir áskrifendur17:25 America's Next Top Model (5:13) 17:30 Sportspjallið 15:15 England - Svartfjallaland 20:20 Top Gear - LOKAÞÁTTUR (6:6) 18:10 The Biggest Loser (16:19) 17:45 Dr.Phil 23:55 England - Svartfjallaland 18:15 England - Svartfjallaland 17:00 HM íslenska hestsins 21:15 Law & Order: Special Victims Unit 19:40 Secret Street Crew - LOKAÞÁTTUR 18:25 Happy Endings (7:22) Það er 01:55 Japan 2013 - Æfing #fréttir, 3 fræðsla, sport og skemmtun 20:00 Þýski handboltinn 2013/2014 17:45 Þýski handboltinn 2013/2014 allt fyrir áskrifendur 22:00 Dexter (4:12) 20:30 Bachelor Pad (5:7) erfitt að eiga afmæli á jóladegi 25. 04:50 Formúla 1 2013 - Tímataka 21:25 Meistaradeild Evrópu 19:10 Kórea - Brasilía allt fyrir áskrifendur 22:50 The Borgias (4:10) 22:00 Lord of the Rings: Fellowsdesember en það er kannski þess 23:10 Formúla 1 20:55 Liðið mitt fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 23:40 Málið (5:12) Í þættinum hip of the Ring Fyrsta myndin í vegna sem Jane er illa við jólin. 21:25 Grindavík - KR fréttir, fræðsla, sport og skemmtun verður fjallað um Dalsmynni sem stærstu trílogíu kvikmynda18:50 Minute To Win It ræktar hunda og selur. sögunnar. 15:30 Cardiff - Newcastle 19:35 America's Funniest Home Videos 4 5 6 00:10 Under the Dome (3:13) 01:05 Saving Private Ryan 17:10 Liverpool - Crystal Palace 14:00 PL Classic Matches, 99/00 20:00 The Biggest Loser (16:19) 01:00 Hannibal (4:13) 03:55 Rookie Blue (9:13) 18:50 England Svartfjallaland 14:30 PL Classic Matches, 2000 14:00 Season Highlights 2002/2003 21:30 The Voice (3:13) 4 01:45 Flashpoint (17:18) 04:45 The Borgias (3:10) 20:55 Premier League World 15:00 Season Highlights 2006/2007 14:55 Premier League World 00:00 Flashpoint (17:18) allt fyrir áskrifendur 4 5 6 02:35 Dexter (4:12) 05:35 Excused 21:25 Football League Show 2013/14 15:55 Premier League World 15:25 Ensku mörkin - úrvalsdeildin 00:50 Excused allt fyrir áskrifendur 03:25 Excused 21:55 Fulham - Stoke 16:25 Southampton - Swansea 16:20 WBA Arsenal 01:15 Bachelor Pad (4:7) allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 03:50 Pepsi MAX tónlist 23:35 Messan 18:05 Man. City - Everton 18:00 Norwich - Chelsea 03:15 Pepsi MAX tónlist fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 00:45 Man. City - Everton 19:45 Season Highlights 2008/2009 19:40 PL Classic Matches fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 08:20 Happy Gilmore 20:40 Hull - Aston Villa 20:10 Cardiff - Newcastle 09:50 Johnny English Reborn 22:20 Tottenham - West Ham 21:50 Sunderland - Man. Utd. SkjárGolf allt fyrir áskrifendur 11:30 Honey 10:00 Notting Hill 10:50 Joyful Noise 06:00 Eurosport 4 5 6 13:20 Dear John 12:05 Broadcast News 12:45 How To Make An American Quilt 07:45 Frys.com Open 2013 (1:4) SkjárGolf SkjárGolf allt fyrir áskrifendur 4 5 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:05 Happy Gilmore 14:15 The Adjustment Bureau 14:40 Friends With Kids 10:45 Golfing World 06:00 Eurosport 4 06:00 Eurosport 5 6 16:40 Johnny English Reborn 16:00 Notting Hill 16:25 Joyful Noise 11:35 Frys.com Open 2013 (1:4) 07:45 Frys.com Open 2013 (2:4) 08:10 Frys.com Open 2013 (3:4) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:20 Honey 18:05 Broadcast News fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:20 How To Make An American Quilt 14:35 PGA Tour - Highlights (38:45) 10:45 Golfing World 11:10 Golfing World 20:10 Dear John 20:15 The Adjustment Bureau 20:15 Friends With Kids 15:30 Frys.com Open 2013 (1:4) 11:35 Frys.com Open 2013 (1:4) 12:00 Frys.com Open 2013 (2:4) 22:00 Abduction 22:00 Dark Shadows 22:00 Killer Elite 17:35 Inside the PGA Tour (41:47) 14:35 15:00 Frys.com Open 2013 (3:4) 4 Frys.com Open 2013 5 (2:4) 6 23:45 The Shining 23:55 Hanna 23:55 This Means War 18:00 Frys.com Open 2013 (1:4) 17:35 Inside the PGA Tour (41:47) 17:05 PGA Tour - Highlights (38:45) 02:05 Extreme Movie 01:45 Stig Larsson þríleikurinn 01:30 The Killer Inside Me 21:00 Frys.com Open 2013 (2:4) 18:00 Frys.com Open 2013 (2:4) 18:00 Frys.com Open 2013 4 5 (3:4) 6 4 5 03:306 Abduction 04:15 Dark Shadows 03:20 Killer Elite 03:00 Eurosport 21:00 Frys.com Open 2013 (3:4) 21:00 Frys.com Open 2013 (4:4)


Óli afi

Fyrsti þáttur 0 sunnudag kl. 20.0

Malla

Steingrímur

Þorgrímur

Mintóla

Robbi

Gunna

Valgerður k Símonarson. u a H f la Ó r ti ef u g sö Byggt á í Reykjavík. k k lo b í lk fó t eg tl u um skra Skemmtileg þáttaröð

Bjarni & Ari

Karólína & Siggi


68

bíó

Helgin 11.-13. október 2013

 Frumsýnd rush

Einvígi á kappakstursbrautinni Leikstjórinn Ron Howard gerir ákaflega áferðarfallegar myndir sem eru þó á köflum frekar meinlausar. En fagmaður er hann. Hann er á fleygiferð í sinni nýjustu mynd, Rush, þar sem hann segir sanna sögu formúlukappanna James Hunt og Niki Lauda og metnaðarfullrar baráttu þeirra á kappakstursbrautinni. Chris Hemsworth leikur Bretann James Hunt sem varð heimsmeistari í Formúlu 1 árið 1976 og atti þar meðal annars kappi við Lauda sem var ríkjandi heimsmeistari. Hunt var glaumgosi mikill en austurríski ökuþórinn Lauda var snjall og skipulagður.

Daniel Brühl leikur Lauda í myndinni. Myndin fjallar um ólíkan persónulegan stíl þeirra á keppnisbrautinni og utan hennar, ástir þeirra og hið ótrúlega keppnistímabil árið 1976 þegar báðir bílstjórar voru tilbúnir að fórna öllu til að verða heimsmeistarar í íþrótt þar sem lítið svigrúm er fyrir mistök sem voru í raun ávísun á dauða. Utan kappakstursbrautarinnar voru keppinautarnir miklir vinir en Lauda ók fyrir Ferrari en Hunt keppti fyrir McLaren. Aðrir miðlar: Imdb. 8,3, Rotten Tomatoes: 88%, Metacritic: 75%

Ökuþórarnir James Hunt og Niki Lauda voru góðir vinir og harðir keppinautar á kappakstursbrautinni.

 Frumsýnd deLivery mAn

Ofvirkur sæðisgjafi í klandri Leikstjórinn og handritshöfundurinn Ken Scott er hér mættur til leiks með bandaríska endurgerð sinnar eigin myndar, Starbuck, sem hann gerði í Frakklandi 2011. Þessi útgáfa ber titilinn Delivery Man og að þessu sinni leikur Vince Vaughn hina seinheppnu landeyðu David Wozniak sem vaknar upp við vondan draum þegar drjúgar sæðisgjafir hans á yngri árum koma harkalega í bakið á honum. David er ósköp ljúfur náungi en gjarn á að klúðra hlutunum. Hann skuldar mafíunni peninga, unnusta hans er barnshafandi en hversdagsleg vandamál hans blikna þegar hann fréttir að hann

Vince Vaughn leikur hinn seinheppna David sem kemst óvænt að því að hann er faðir 533 barna.

sé faðir 533 barna vegna sæðisgjafar fyrir tuttugu árum. Það væri svo sem í lagi ef 142 þessara barna hefðu ekki höfðað mál til þess að fá upplýst hver líffræðilegur faðir þeirra er.

Aðrir miðlar: Dómar ekki komnir.

 Frumsýnd LíF AdeLe

CAMILLE CLAUDEL 1915

• SJÁ SÝNINGARTÍMA Á WWW.BIOPARADIS.IS

SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS

• MIÐASALA: 412 7711

nú loksins á

Akureyri

Líf Adele tekur varanlegum breytingum eftir að hún kynnist hinni bláhærðu Emmu.

Umdeild og bersögul verðlaunamynd Kvikmyndin La Vie d'Adèle vakti bæði hrifningu og deilur þegar hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor. Myndin þykir ganga býsna langt í bersöglum lýsingum á kynlífssambandi tveggja ungra kvenna og einhverjir svitnuðu rækilega yfir langri kynlífssenu í myndinni sem tók, að sögn, einnig verulega á taugar leikkvennanna. Myndin var frumsýnd á Íslandi á RIFF en er nú komin í almennar sýningar.

Stærðir

F

70x100 100x140

Margar gerðir af barnarúmfatnaði, frá 2.990 kr

LAGERSALA Laugardag & sunnudag Burstapoki áður 1.990 kr, nú 990 kr

Takmarkað magn

Smávara fyrir heimilið og þig

40-80% afsláttur

Barnarúmföt, dúkar

löberar, rúmfatnaður

stór rúmföt og fleira.

Reykjavík: Laugavegi 178 Opið laugardag & sunnudag 11-16

Akureyri: Glerártorgi Opið laugardag 10-17 & sunnudag 13-17

Lagersala Lín Design Laugavegi 178 & Glerártorgi

Kynlífssenurnar eru harkalegar, smásmugulegar, ofhlaðnar og kaldar lýsingar á svokölluðu lessukynlífi.

ranska myndin La Vie d'Adèle vakti gríðarlega athygli á kvikmyndahátíðinni í Cannes þegar hún var sýnd þar í vor. Almennt voru viðtökurnar góðar og fólk hreifst af þessari hispurslausu, lesbísku ástarsögu en vitaskuld gekk myndin fram af einhverjum sem fóru ekki leynt með andúð sína. Myndin hreppti síðan aðalverðlaun hátíðarinnar, hinn eftirsótta Gullpálma. Auk þess sem aðal leikkonurnar tvær deildu með sér verðlaunum sem bestu leikkonurnar. Sjálfur Steven Spielberg var formaður dómnefndarinnar í Cannes og hann sagði La Vie d'Adèle vera stórkostlega ástarsögu um djúpa ást og nístandi sársauka sem áhorfendur fylgdust með eins og fluga á vegg frá upphafi til enda. La Vie d'Adèle, sem er ekki síður þekkt undir enska titlinum Blue Is the Warmest Color, fjallar um hina fimmtán ára gömlu Adele sem lifir ósköp venjulegu unglingslífi. Þegar hún byrjar svo með einum vinsælasta stráknum í skólanum áttar hún sig á að það vantar eitthvað tilfinningalegt í sambandið. Hún upplifir ekki þær þrár sem henni skilst á skólafélögum sínum að hún eigi að gera og hún spyr sig hvað sé að. Svarið fær hún óvænt þegar hún kynnist hinni bláhærðu Emmu sem á eftir að hafa varanleg áhrif á hana. Eftir því sem náið samband þeirra þróast losna þrár og tilfinningar Adele úr læðingi í ástríðufullum unaðsstundum þeirra tveggja. Eins og við var að búast vakti myndin ekki síst athygli fyrir nærgöngular kynlífssenur leikkvennanna tveggja, Adele Exarchopoulos og Lea Seydoux, en atriðin þykja svo opinská að jafnvel sjóuðustu gagnrýnendum og blaðamönnum á hátíðinni varð um og ó. Þrátt fyrir það hreif myndin Spielberg og félaga og gagnrýnendur hrósuðu henni flestir. Leikstjórinn, Abdellatif Kechiche, stóð þó ekki alveg uppi með pálmann í höndunum þótt hann hafi slegið í gegn í Cannes. Skömmu eftir frumsýninguna gagnrýndu leikkonurnar hann opinberlega fyrir að hafa

lagt á þær mikið erfiði með endalausum tökum á kynlífsatriðum. Þær létu í það skína að ekki hefði borið á öðru en leikstjórinn hafi fengið eitthvað út úr því að draga tökur kynlífsatriðanna sem mest á langinn. Þá steig Julie Maroh, höfundur myndasögunnar, La vie d'Adele - Chapitre 1 & 2, sem myndin byggir á, fram og gagnrýndi myndina og leikstjórann harkalega á bloggi sínu þar sem hún hafnaði beinlínis þessari kvikmyndaaðlögun verks síns. Hún sagði meðal annars kynlífsatriði myndarinnar „ósannfærandi“ og „fáránleg“ og að þau væru hreinlega klám. „Sem femínisti og lesbískur áhorfandi get ég ekki fallist á þá stefnu sem Kechiche tók í þessum efnum,“ bloggaði hún. „Kynlífssenurnar eru harkalegar, smásmugulegar, ofhlaðnar og kaldar lýsingar á svokölluðu lessukynlífi sem snúið er uppi í klám og létu mér líða mjög illa.“ Þá sagði hún blasa við að fyrst og fremst hafi vantað lesbíur á tökustað. Hún sagðist ekki vita hvert leikstjórinn og leikkonurnar, sem séu gagnkynhneigðar þar til annað kæmi í ljós, hafi sótt sér upplýsingar en hún hafi ekki verið höfð með í ráðum. Maroh sagði helst útlit fyrir að leikararnir hafi verið látnir undirbúa sig með því að horfa á „svokallað lessuklám“ sem sé þó því miður sjaldnast í raun gert fyrir lesbíska áhorfendur. Þrátt fyrir almennt góðar viðtökur og hrós unir leikstjórinn því hag sínum illa, segist hafa orðið fyrir miklu áreiti og andlegt álag á hann sé svo mikið að sér hefði þótt best ef myndin hefði verið tekin úr dreifingu strax eftir hátíðina í Cannes. Aðrir miðlar: Imdb: 7,3, Rotten Tomatoes: 95%, Metacritic. 93%

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


Líður þér svona?

Fáðu þér síma sem veitir þér frelsi Með Samsung Galaxy S4 ert þú við stjórnvölinn. Þú getur aðlagað símann að þínum þörfum, sett upp eigin flýtileiðir og verið skilvirkari í leik og starfi.

Kynntu þér málið á GalaxyS4.is


70

menning

Helgin 11.-13. október 2013  Jeppi á FJalli að hætti Benedikts erlingssonar

Gömul leiðindi á

É

KAUPTU FJÓRAR FÁÐU SEX

g verð að viðurkenna að Jeppi á Fjalli hefur ekki ásótt mig og krafist endurmats eða nýrrar sýnar. Og ég býst við að það sama eigi við um flesta Íslendinga. Nema þá helst Benedikt Erlingsson, sem er með svo djúpar rætur í íslensku leikhúsi að hann var örugglega alinn upp með Jeppa, eins og öðrum stjörnuhlutverkum úr íslenskrar leiklistarsögu. Og svo dvaldist hann og starfaði í dönsku leikhúsi í nokkur ár. Og er meira að segja giftur dönsku leikhúsi (ef svo má segja). Þess vegna heimtar Jeppi af Benedikt einskonar upprisu. Sem við svo fáum að fylgjast með – án þess að vera málið beint skylt. Það verður að segjast að Jeppi á Fjalli er hvorki skemmtilegt leikrit né tímalaus klassík. Danir sitja uppi með þetta verk og önnur verk Holberg, sem einskonar fæðingarhríðir sinna bókmennta. Þeir hafa því þurft að læra Jeppa í skóla og setja hann upp í ótal útfærslum í leikhúsi, útvarpi og bíói; þeir hafa meira að segja gert óperu úr Jeppa. Þetta er svipað og ef sú kvöð lægi á okkur Íslendingum að setja upp Pilt og stúlku á fimm ára fresti. Sem við erum blessunarlega laus við. En þrátt fyrir að ég geti ekki skilið hvers vegna Benedikt vill kallast á við Jeppa þá get ég ekki annað en þakkað honum fyrir að hafa látið það eftir sér. Og Borgarleikhúsinu fyrir að ýta undir þessa sérvisku mannsins.

Þar sem Jeppi er ekki lengur fyndið leikrit þarf að skipta um húmorinn í því. Það er að hluta til gert með því að láta Kolbein kaptein þýða verkið í gegnum Braga Valdimar Skúlason. Mér fannst þetta annarlegt fram að hléi en vandist því svo. Þar sem farsinn í Jeppa er svo útjaskaður þarf að skipta um form á honum og Benedikt kýs að breyta honum í einskonar „variety show“ eða enskt „music hall“; söngur, dans, grín og fimar kúnstir. Mér fannst vera ójafnvægi og hökt í þessu framan af en þegar söngatriðin urðu færri og leiknu atriðin lengri small þetta saman. Með því að gefa leikpersónum sönglög að flytja skapast tækifæri til að koma á framfæri innra tali persóna líkt og í óperuaríum. Ég veit ekki hversu vel þetta framlag Megasar og Braga Valdimars tókst. Svona innra tal og tónlist er á annari bylgju- og tímalengd en leikrit og ég þarf að hlusta oftar og betur á lögin til njóta þeirra og meta. Á meðan á sýningu stóð fannst mér þau mörg helst til of keimlík. Þar sem inntakið í leikritinu er stútfullt af fyrirlitningu gagnvart alþýðu fólks, sjúkum og veikburða þarf að skipta um sálina í Jeppa. Benedikt gerir það með því að snúa gríni barónsins hægt og bítandi upp í grimmd og lýsa örlögum Jeppa og Ninnu sem dæmigerðri og eilífri kúgun lágstéttanna. Þau eru föst eins og hamstrar í hlaupa-

 alladín á BrúðuloFti ÞJóðleikhússins

Fagrir galdrar Bernd Ogrodnik gerir stórt og mikið leikhús úr litlu og fáu á brúðulofti Þjóðleikhússins.

HOLL OG UPPBYGGILEG NÆRING EFTIR GÓÐA ÆFINGU. HENTAR flestum sem hafa mjólkursykuróþol.

Þótt frumsýning Brúðuheima Bernd Ogrodnik á Aladdín á nýopnuðu brúðulofti Þjóðleikhússins hafi verið of hæg og löng (tveir tímar)

þá hélt sex ára dóttir mín góðri athygli út sýninguna. Enda við nóg að dvelja í fallegum og seiðandi brúðuheimi; fallegir litir, ljúfir tónar, ljúf


menning 71

Helgin 11.-13. október 2013

röngunni Þrátt fyrir að Benedikt Erlingsson breiði út leikhúsvængi sína, Megas semji lögin, Bragi Valdimar þenji íslenskuna sína og Ingvar E. Sigurðsson gefi allt í Jeppa; þá stelur Arnmundur Ernst Bachman Björnsson senunni í Jeppa á Fjalli. Sýningin var alltaf skemmtilegri og meira spennandi þegar hann og Bergur Þór Ingólfsson voru inni á sviðinu.

hjóli og jafn getulaus til að brjótast út úr þeim vítahring og alkóhólistinn Jeppi, sem kemst ekki út úr vítahring neyslu, fráhvarfa og fíknar. Þótt Benedikt gæti eflaust fjallað betur um óréttlæti og andstyggð stéttaskiptingar með öðru verki þá fannst mér þetta ganga ágætlega upp í sýningunni. Enn eitt sem er ekki boðlegt frá hendi Holberg er þetta eina litla kvenhlutverk. Og mér fannst Benedikt og Ilmi ekki takast að endurskapa það og stækka. Hún er óttaleg tuska, hún Ninna. Eitt sem Benedikt skilur eftir ósnert frá Holberg er umbreyting Jeppa úr beygðum alþýðumanni í grimman harðstjóra þegar hann fær völd. Benedikt tekur því undir með Holberg (og Davíð Oddssyni, svo hann fái að fljóta með) að varasamt sé að gefa götustrákum mikil völd. Þá sé illskárra að gamla elítan haldi áfram að kúga alþýðuna á sinn dannaða hátt. Þetta er sami boðskapur og kom út úr síðustu alþingiskosningum; að alþýðan kunni best við forna kúgun og þjóðlega. Þar sem þetta er ekki gagnrýni á sýninguna ætla ég ekki að fara út frammistöðu einstakra leikara, hljóðfæraleikara eða annarra aðstandenda. Þetta var lífleg, fjörug og skemmtileg sýning sem ég sá. Og ég er þó viss um að hún á eftir að batna mikið á næstu vikum.

Öngvir fordómar – en vont samt Maður að mínu skapi – stofuleikur eftir Braga Ólafsson er umtöluð leiksýning þessa dagana – ekki síst meðal þeirra sem hafa ekki séð hana. Sýningin hefur ómaklega verið dæmd fyrir að bera út fordóma gagnvart samkynhneigðum og/eða skápahommum og fyrir að velta sér upp úr einkahögum Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Af fjórum karlpersónum leiksins er einn skápahommi, annar samkynhneigður og gengst við því, þriðji áreitir bæði konur og karla kynferðislega og fjórði er haldinn léttri hommafóbíu. Ég átta mig ekki á hvers vegna Bragi vill hafa þetta svona; en ég les enga sérstaka fordóma út úr því. Það mætti sleppa öllum tilvísunum í samkynhneigð án þess að það raskaði nokkru í leikritinu. En þótt sýningin hafi verið ómaklega gagnrýnd fyrir fordóma þá er hún mjög gagnrýnisverð. Hún er bæði ófyndinn gamanleikur og bitlaus þjóðfélagsádeila. Sýningin er líka undarlega gamaldags. Um tíma velti ég því fyrir mér hvort hún væri konseptverk; hvort Bragi hefði fundið gamla revíu og eignað sér hana sem einskonar tilvísun í ritþjófnað aðalpersónunnar. Synd þessarar sýningar er ekki óforskömmustuheit eða smekkleysi heldur miklu fremur grunnhyggni og kraftleysi. Sem er miður. Nú þarf einhver að taka sig til og skrifa hressilegt og nútímalegt leikrit um Hannes Hólmstein og félaga hans. Þeir eiga betra skilið blessaðir – og ekki síður við hin. -gse

Maður að mínu skapi er líklega að fárra skapi.

Í hvert skipti sem þú kaupir flösku af Toppi, gefur þú 3 LÍTRA af hreinu vatni til Afríku.

SLÖKKTU MEIRA EN ÞINN EIGIN ÞORSTA

gunnarsmari@frettatiminn.is

frásögn, eilítið grín og nokkrir galdrar. Og án nokkurs vafa munu næstu sýningar verða þéttari og styttri – og enn betri. Það er dásamlegt fyrir foreldra að fá að sitja með börnunum sínum í ró og fegurð á brúðuloftinu og fá smá frí frá þeirri yfirkeyrslu sem einkennir því miður of mikið af barnaefni – og þá ekki síst á stóru sviðum leikhúsanna. Þótt börnum þyki gaman að láta hossa sér þá njóta þau þess miklu fremur að láta gæla við sig. Bernd Ogrodnik er mikið og fagurt leikhús. Hann semur leikritið og tónlistina, smíðar brúðurnar og leikmyndina, stýrir brúðunum og talar fyrir sumar þeirra. Allt er þetta gert af svo mikilli natni og smekkvísi að það er ekki annað hægt en að halla sér aftur og njóta, þakka fyrir sig og klappa. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is

1 TOPP U 3 LÍTRA R VATNI R AF TIL AFR ÍKU

Nánari upplýsingar á:

facebook.com/toppur

Toppur is a registered trademark of The Coca-Cola Company © 2013.

Gunnar Smári Egilsson


72

menning

Seltirningar í menningargír

Menningarhátíð Seltjarnarness er haldin nú um helgina og er fjölbreytt dagskrá í boði fyrir menningarþyrsta bæjarbúa og aðra sem vilja kíkja í heimsókn. Ókeypis er á alla viðburði. Meðal viðburða í dag, föstudag, er þegar eldri borgarar og grunnskólanemar vinna saman að graffítilistaverki í undirgöngunum við Eiðistorg. Myndlistarmennirnir Karlotta Blöndal og Hildigunnur Birgisdóttir stjórna verkinu en unnið verður að því milli klukkan 12-14. Af öðrum áhugaverðum dagskrárliðum á hátíðinni má nefna að Sigtryggur Baldursson og Stjörnuskoðunarfélag bæjarins leiða saman hesta sína, Ari Eldjárn gerir grín að Nesinu og Valdimar Guðmundsson, hljómsveitin Útidúr og sextíu manna kór troða upp saman. Þá sýnir bæjarlistamaðurinn Sigga Heimis afrakstur smiðju sem hún vann með eldri borgurum og grunnskólanemum. Sú sýning er í Sundlaug Seltjarnarness. Allar upplýsingar um dagskrá má finna á seltjarnarnes.is.

 Leikhús Óvitar frumsýndir í ÞjÓðLeikhúsinu á sunnudag

Frábærir krakkar í Óvitum

Óvitar, verk Guðrúnar Helgadóttur frá 1979, verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á sunnudag. Leikstjórinn segir verkið eiga fullt erindi við þjóðina í dag.

Jóhannes Haukur Jóhannesson og Ágústa Eva Erlendsdóttir eru á meðal þekktra leikara í Óvitum.

Þetta er verk er sígrænt eins og allt sem Guðrún Helgadóttir skrifar.

Þ

orðna fólkið getið lært eitthvað af börnunum? Leikritið er nú sett upp með nýrri tónlist og sönglögum eftir hljómsveitina Moses Hightower. Með helstu hlutverk fara Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Oddur Júlíusson og Friðrik Friðriksson. Þá tekur fjöldi ungra og upprennandi leikara þátt í uppsetningunni. Aðspurður segir Gunnar að það sé mikill munur á því að leikstýra börnum og fullorðnum. „Já, þetta er að hluta til kennsla líka. Og svo fær maður aðeins öðruvísi spurningar frá krökkunum. En það er mjög gaman þegar þau finna þegar þeim tekst vel upp. Í gær [þriðjudag] vorum við með prufusýningu og hópurinn sem var ekki að sýna sat úti í sal. Þau voru svo ánægð að sjá sýninguna smella saman. Gleðin er miklu meiri en hjá reyndum leikurum.“ Nú eru næstum 35 ár frá því Óvitar voru fyrst settir upp. Hvernig finnst þér verkið hafa staðist tímans tönn?

etta lítur svakalega vel út, krakkarnir eru frábærir,“ segir Gunnar Helgason leikstjóri. Gunnar var í óða önn að undirbúa frumsýningu Óvita þegar Fréttatíminn náði tali af honum um miðja vikuna. Óvitar verða frumsýndir á Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu á sunnudag. Óvitar eru sem kunnugt er eftir Guðrúnu Helgadóttur en þeir voru frumsýndir árið 1979. Það var sett upp aftur tíu árum síðar og sáu um 50 þúsund manns verkið í þessum tveimur uppfærslum. Þá voru Óvitar settir upp fyrir norðan árið 2007. Í Óvitum fæðast börnin stór en minnka með aldrinum. Í forgrunni er Guðmundur, átta ára strákur, sem er stundum svolítið einmana. Finnur bekkjarbróðir hans fær að fela sig heima hjá honum og lenda þeir í ýmsum ævintýrum. Á meðan dauðaleit er gerð að Finni læra drengirnir ýmislegt um lífið, vináttuna og fullorðna fólkið. Stóra spurningin er svo hvort full-

„Þetta er verk er sígrænt eins og allt sem Guðrún Helgadóttir skrifar. Þarna höfum við ákveðna erfiðleika inni á heimili drengsins í leikritinu, það hefur voða lítið breyst síðan 1979 með það. Þarna er unglingaveiki, foreldrar sem vinna of mikið og hugsa meira um að kaupa nýja hluti en að sinna fjölskyldunni. Þetta hefur ótrúlegan samhljóm með okkur í dag.“ Margir kunnir leikarar voru í fyrri uppsetningum á Óvitum. Til að mynda Halldóra Geirharðsdóttir, Margrét Örnólfsdóttir og Benedikt Erlingsson. Eigum við eftir að sjá einhverja af krökkunum í þessari uppsetningu slá í gegn í framtíðinni? „Já, hér eru hæfileikaríkir krakkar á ferð. Einhverjir af þeim verða framtíðarleikarar Íslands.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is

bíll á mynd: Honda Civic 1.6i-dteC executive.

Sigga Heimis iðnhönnuður og Ari Eldjárn grínisti eru meðal þeirra sem koma fram á Menningarhátíð Seltjarnarness um helgina.

Helgin 11.-13. október 2013

Honda CiviC 1.6 dÍSiL 2

3.840.000

Umboðsaðilar:

bernhard, reykjanesbæ, sími 421 7800 bílver, akranesi, sími 431 1985 Höldur, akureyri, sími 461 6020 bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535

www.honda.is

komdu í reynsluakstur og prófaðu Honda Civic dísil, með nýrri Earth dreams Technology dísilvél, sem býður upp á einstakt samspil sparneytni og krafts.

3,6

4,0

/100km

Innanbæjar akstur

L

3,3

/100km

Blandaður akstur

Utanbæjar akstur

L

Honda CiviC 1.4 BEnSÍn - beinSkiPtur, kOStar frá kr. 3.490.000 Honda CiviC 1.8 BEnSÍn - SJáLfSkiPtur, kOStar frá kr. 3.840.000

/100km

Honda CiviC 1.6 dÍSiL kOStar frá kr.

útbLáStur aðeinS 94 g

L

3,6 L/100km í bLönduðum akStri C0

CO2 94 / g

útblástur

km

Áreiðanlegasti bílaframleiðandinn Samkvæmt What Car og Warranty direct hefur Honda verið valin áreiðanlegasti bílaframleiðandinn átta ár í röð.

Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is


Ómótstæðilegir Komdu og fiktaðu.

frá 114.900 kr.

frá 154.900 kr. 1000 kr. símnotkun á mánuði hjá NOVA fylgir í 12 mánuði. Gildir bæði í frelsi og áskrift.

Heimilisfræði 101

Einstakt úrval af aukahlutum fyrir Apple græjurnar þínar. Wahoo BlueHR

Phillips Hue / þráðlaust ljósakerfi 44.900 kr.

Þráðlaus púlsmælir. iPhone 4S og 5 13.990 kr.

Opið

mán. - mið. 10-18.30 fim. 10-21 fös. 10-19 lau. 10-18 sun. 13-18

jónusta, gó ðþ

agsleg ábyr fél

erð og sam ðv

Apple TV 21.900 kr.

566 8000 istore.is

í Kringlunni

Við viljum að þú brosir þegar þú kemur til okkar. Þess vegna bjóðum við góð verð, ljúft viðmót og faglega þjónustu. Að auki renna 1000 kr. af hverju seldu tæki í styrktarsjóð sem úthlutar hreyfihömluðum börnum iPad í hverjum mánuði.


74

samtíminn

Helgin 11.-13. október 2013

Ferskur dans í litlu þorpi Íslenski dansflokkurinn frumsýnir tvo nýja dansa annað kvöld; Tíma eftir Helenu Jónsdóttur danshöfund og Sentimental, again eftir Jo Strömgren. Tímar Helenu eru samdir í tilefni af 40 ára afmæli flokksins og fjalla um veröld dansarans; samspil dans og vídeómynda. Íslenski dansflokkurinn er merkilegt fyrirbrigði í íslensku menningarlífi. Hann hefur einbeitt sér að nýjum og nýrri verkum en sleppt þjónustu við eldri ballettverk og þá áhorfendur sem þeim unna. Og flokknum hefur tekist að ala upp ungan og merkilega stóran áhorfendahóp. Þegar horft er yfir salinn á sýningum flokksins sést að hann er að meðaltali um 20 árum yngri en þeir sem kaupa áskriftarkort í leikhúsin, 30 árum yngri en áheyrendur hjá Íslensku óperunni og 40 árum yngri en áheyrendur Sinfóníuhljómsveitar Íslands – svona um það bil. Það má því velta fyrir sér hvort fordæmi dansflokksins sé ekki öðrum menningarstofnunum til hvatningar og eftirbreytni. Það er ekki sjálfgefið hvernig halda eigi úti leikhúsi, hljómsveit, óperu eða dansflokki í þeim Búðardal Evrópu sem Reykjavík er. Vegna vinsælda leikhússins getur Þjóðleikhúsið reynt að sýna jöfnum höndum vinsældaverk, klassík og ný íslensk verk þótt leikhúsið nái sjaldnast að blómstra á öllum þessum sviðum samtímis. Sinfónían hefur hins vegar að mestu hætt að bjóða upp á íslensk og ný verk nema sem aukanúmer eða á Myrkum músíkdögum og öðrum sérstökum hátíðum. Það var athyglivert þegar sveitin flutti í Hörpu spilaði hún níundu sinfóníu Beethoven en efndi ekki til íslenskrar hátíðar eins og gert var þegar Þjóðleikhúsið opnaði fyrir 63 árum. Með flutningnum í Hörpu virðist óperan ætla að einbeita sér enn

 Harmsaga mik aels Torfasonar

Hvenær drepur maður konu?

Íslenska dansflokknum hefur tekist að halda úti ferskri og nýrri dagskrá árum saman og alið upp ungan og sterkan áhorfendahóp. Nokkuð sem aðrar menningarstofnanir gætu tekið til fyrirmyndar.

frekar að þeim 10-15 óperum sem oftast eru settar upp í heiminum. Carmen verður frumflutt um næstu helgi. Auðvitað eru þessar stofnanir að sumu leyti þrælar áhorfenda og áheyrenda sinna. Það er jafn erfitt að breyta verkefnavali þaulsætins salar og að snúa olíuskipi. En það getur verið hættulegt fyrir þessar stofnanir að láta alveg undan salnum. Þær munu þá staðna sem fölar eftirmyndir en ekki öflugir mótendur íslenskrar menningar. Það er ljóst að hlutverk Sinfóníuhljómsveitar Íslands er ekki það sama í dag og það var fyrir 40 árum þegar aðgengi fólks að tónlist var miklu minna en í dag. Þá mátti færa rök fyrir því að ein af meginskyldum sveitarinnar væri að spila kanónu klassískra tónbókmennta. Nú mætti halda fram að meginskyldan væri þvert á móti að spila fyrst og fremst íslenska og nýja tónlist. Þótt íslenski dansflokkurinn sé minnsta systkinið í hópi íslenskra menningarstofnana geta hinar stofnanirnar mikið af flokknum lært. -gse

Rautt – HHHHH „Alvöru listaverk“ – MT, Ftíminn Mary Poppins (Stóra sviðið)

Lau 12/10 kl. 19:00 aukas Fim 24/10 kl. 19:00 22.k Lau 2/11 kl. 13:00 aukas Sun 13/10 kl. 13:00 aukas Fös 25/10 kl. 19:00 23.k Sun 3/11 kl. 13:00 aukas Mið 16/10 kl. 19:00 20.k Lau 26/10 kl. 13:00 aukas Fim 7/11 kl. 19:00 aukas Lau 19/10 kl. 13:00 aukas Sun 27/10 kl. 13:00 aukas Fös 8/11 kl. 19:00 aukas Sun 20/10 kl. 13:00 aukas Fim 31/10 kl. 19:00 aukas Mið 23/10 kl. 19:00 21.k Fös 1/11 kl. 19:00 aukas Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala.

Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið)

Fös 11/10 kl. 20:00 5.k Sun 27/10 kl. 20:00 17.k Fim 21/11 kl. 20:00 29.k Lau 12/10 kl. 20:00 6.k Fös 1/11 kl. 20:00 18.k Fös 22/11 kl. 20:00 30.k Sun 13/10 kl. 20:00 7.k Lau 2/11 kl. 20:00 19.k Mið 27/11 kl. 20:00 aukas Þri 15/10 kl. 20:00 aukas Sun 3/11 kl. 20:00 20.k Fim 28/11 kl. 20:00 31.k Mið 16/10 kl. 20:00 8.k Mið 6/11 kl. 20:00 aukas Fös 29/11 kl. 20:00 32.k Fim 17/10 kl. 20:00 9.k Fim 7/11 kl. 20:00 23.k Sun 1/12 kl. 20:00 33.k Fös 18/10 kl. 20:00 10.k Fös 8/11 kl. 20:00 21.k Fim 5/12 kl. 20:00 34.k Lau 19/10 kl. 20:00 11.k Lau 9/11 kl. 20:00 22.k Fös 6/12 kl. 20:00 35.k Sun 20/10 kl. 20:00 12.k Sun 10/11 kl. 20:00 24.k Sun 8/12 kl. 20:00 36.k Þri 22/10 kl. 20:00 aukas Mið 13/11 kl. 20:00 25.k Fim 12/12 kl. 20:00 37.k Mið 23/10 kl. 20:00 13.k Fim 14/11 kl. 20:00 26.k Fös 13/12 kl. 20:00 38.k Fim 24/10 kl. 20:00 14.k Fös 15/11 kl. 20:00 27.k Lau 14/12 kl. 20:00 39.k Fös 25/10 kl. 20:00 15.k Þri 19/11 kl. 20:00 aukas Lau 26/10 kl. 20:00 16.k Mið 20/11 kl. 20:00 28.k Epískur tónsjónleikur. ATH! Ekki unnt að hleypa inní sal eftir að sýning hefst

Rautt (Litla sviðið)

Fös 11/10 kl. 20:00 18.k Mið 16/10 kl. 20:00 21.k Fim 24/10 kl. 20:00 24.k Lau 12/10 kl. 20:00 19.k Sun 20/10 kl. 20:00 22.k Fös 25/10 kl. 20:00 25.k Sun 13/10 kl. 20:00 20.k Mið 23/10 kl. 20:00 23.k Sun 27/10 kl. 20:00 27.k Verðlaunaverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar. Allra síðustu sýningar!

Mýs og menn (Stóra sviðið)

Fös 18/10 kl. 20:00 1.k Lau 2/11 kl. 20:00 4.k Lau 19/10 kl. 20:00 2.k Lau 9/11 kl. 20:00 5.k Lau 26/10 kl. 20:00 3.k Sun 10/11 kl. 20:00 6.k Meistaraverkið eftir John Steinbeck aftur á svið

Lau 16/11 kl. 20:00 7.k Sun 17/11 kl. 20:00 8.k Lau 23/11 kl. 20:00 9.k

Hús Bernhörðu Alba (Gamla bíó)

Fös 18/10 kl. 20:00 frums Sun 27/10 kl. 20:00 5.k Sun 10/11 kl. 20:00 8.k Sun 20/10 kl. 20:00 3.k Sun 3/11 kl. 20:00 6.k Lau 16/11 kl. 20:00 9.k Lau 26/10 kl. 20:00 4.k Lau 9/11 kl. 20:00 7.k Sun 17/11 kl. 20:00 10.k Sígilt verk Lorca í kraftmikilli nálgun okkar fremstu listakvenna

Saumur (Litla sviðið)

Lau 19/10 kl. 20:00 frums Sun 10/11 kl. 20:00 3.k Fös 22/11 kl. 20:00 5.k Lau 26/10 kl. 20:00 2.k Fim 21/11 kl. 20:00 4.k Nærgöngult og nístandi verk eftir eitt magnaðasta samtímaleikskáld Bretlands

Haustsýning ÍD: Tímar Sentimental, again (Stóra sviðið) Fös 11/10 kl. 20:00 frums Sun 20/10 kl. 20:00 3.k Sun 3/11 kl. 20:00 5.k Sun 13/10 kl. 20:00 2.k Sun 27/10 kl. 20:00 4.k Tímar eftir Helenu Jónsdóttur; Sentimental, again eftir Jo Strömgren

Harmsaga Mikaels Torfasonar, sem sýnd er í Kassa Þjóðleikhússins í uppfærslu Unu Þorleifsdóttur, virðist að miklu leyti byggð á því sem fram kom í réttarhöldum yfir ungum manni sem myrti eiginkonu sína og barnsmóður í Hamraborg í Kópavogi fyrir tæpum níu árum. Segja má að leikritið spyrji hvers vegna? Hvers vegna drepur maður konuna sem hann elskar?

Það er ferskleiki yfir sýningum á Harmsögu enda eru nánast allir aðstandendur sýningarinnar að stíga sín fyrstu spor í Þjóðleikhúsinu. Og afraksturinn er þannig að leikhúsið hlýtur að flýta sér í að reyna þetta aftur.

e

n hvorki leikritið né uppfærslan svara þessari spurningu. Mikael kýs að takmarka textann að mestu við rifrildi hjónanna hina hörmulegu nótt. Hann lætur unga fólkið endurtaka ásakanir og skammaryrði aftur og aftur svo lengi framan af er leikritið í raun þráendurtekið rifrildi; eiginlega botnlaust og án tengingar við eitthvað áþreifanlegt. Þetta er einskonar móðir allra rifrilda milli fólks í samböndum. Flestir ættu að kannast við sjálfan sig í svona stagli ofan á óhömdum tilfinningum; afbrýðisemi, særindum, reiði, stjórnsemi, hefnigirni – einhvern tímann ævinnar. Ungi maðurinn í leikritinu fer þessa braut til enda; hann missir alla stjórn og myrðir konuna sem hann elskar; myrðir móður barnanna sinna. Mikael virðist vilja draga fram hið almenna í unga fólkinu og leggja áherslu á hversu lík þau eru okkur áhorfendum; hversu stutt er á milli þess naggs, nuðs og nöldurs sem alltof margir leyfa sér í ástarsamböndum og harmleiksins á sviðinu. Við getum velt fyrir okkur hvort við snérum við þegar við vorum komin kvart eða helming af leið unga mannsins eða hvort við vorum aðeins hársbreidd frá því að missa alla stjórn. Hver getur svo sem svarað því? Líklega er sá sem hafnar því algjörlega líklegastur til að snappa. Önnur áhersla sem Mikael leggur er að það er enginn botn í rifrildinu; það er ekki hægt að rífast að niðurstöðu. Leikritið dregur fram að unga fólkið hefur endalaus tækifæri til að hætta; hugsanlega saman en örugglega með því að skilja. En þau eru jafn föst við óuppgert og óuppgeranlegt rifrildi sitt og fólk sem var fast í hefndarskyldu Íslendingasagnanna eða öllum Sómalíum okkar tíma. Þau rata ekki út vegna þess að geta ekki gefist upp; tekið sæng sína og gengið. Og kannski er það einmitt valið sem við stöndum frammi fyrir hvern dag; að velja milli lífs og dauða; þess sem er gjöfult og gott og þess sem er illt og deyðandi. Ef við höfnum lífinu alla daga endum við eðlilega sem ómenni; það er ef við trúum að hið góða tilheyri mennskunni. Að sumu leyti er undarlegt að Mikael Torfason skuli leggja áherslu á hið almenna; hvað unga fólkið er líkt okkur hinum en ekki hvað er einstakt við þau. Mikael er sem kunnugt er einn helsti boðberi þeirrar tegundar blaðamennsku sem velur ávallt hið sértæka sjónarhorn. Ef skipta má blaðamennsku í hefðbundin síðdegis- og morgunblöð; lágstéttar- og millistéttarblöð; gula og bláa pressu; þá liggur munurinn í að gula pressan kýs að segja hverja sögu sem einstaka á meðan sú bláa reynir að finna hið almenna og greina samhengi atburð-

anna. Vond gul pressa getur misst sig í áherslu á hver gerði hvað; á meðan vond blá pressa lætur sem það skipti í raun engu máli hver gerði hvað; hún hættir jafnvel að nefna þann sem gerði. Besta útgáfan af gulu pressunni og þeirri bláu eru svo náttúrlega líkar að það er erfitt að greina muninn; en það er önnur saga. Þekktustu dæmin um afkvæmi skáldskapar og blaðamennsku fjalla bæði um morðmál; In Cold Blood eftir Truman Capote og The Executioner’s Song eftir Norman Mailer. Þeir Capote og Mailer fara þveröfuga leið á við Mikael; þeir draga fram allt sem þeir finna til að smíða einstakar og fullmótaðar manneskjur. Og það truflar okkur síður en svo þegar við speglum okkur í þeim. Það segir sig eiginlega sjálft. Ef það hjálpaði okkur að finna til samkenndar eða samúðar með persónum að skræla af þeim sérstöðuna væri allur skáldskapur óþarfur. Okkur myndi nægja að renna yfir norrænu tölfræðihandbókina eða ársskýrslu Seðlabankans. Þessi skortur á skáldskap og holdtekju persónanna er veikleiki leikritsins og líka vandi Unu Þorleifsdóttur leikstjóra og leikaranna. Þau reyna að krækja í einhverjar ástæður fyrir þeirri stöðu sem persónurnar eru fastar í; finna orsakir fyrir afleiðingunum þótt höfundurinn vilji alls ekki draga þær fram. Athyglinni er beint að því að sambandið hafi orðið til nánast fyrir hendingu, vangetu krakkanna til að þroska sambandið og vinna úr vanda sem kemur upp, fæðingarþunglyndi og svo framvegis – en ekkert af þessu (og heldur ekki allt saman) leiðir óhjákvæmilega til morðs. Það er því nokkur togstreita á sviðinu á milli þarfar leikaranna fyrir hold og blóð og löngunar höfundarins að stilla atburðunum fram sem týpískum; „snapshot“ eða sýnishorni af samskiptum. Og líklega er engin lausn á þessari togstreitu. Þessi skrif eru ekki gagnrýni; svo ég ætla ekki að reyna að greina alla þætti sýningarinnar. Umfjöllunarefnið er ágengt og á erindi og sýningin er kröftug og áhugaverð. Þessi tilraun til raunsæis finnst mér helst falla á skorti á skáldskap; eins undarlega og það kann að hljóma. Raunveruleiki án hins sértæka, skáldskapar og mannalykt er lítið annað en beinagrind, kenning eða módel.

Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is


Ljósa dagar

2050

aFsL.

aF ÖLLuM LjósuM uM heLgina

síðustu tiLboðsdagar! boðsdagar!

ABBICUS Tilboðsverð 8.700 kr. Áður 14.500 kr.

ALIUM Tilboðsverð 2.900 kr.

ALDGATE Tilboðsverð 19.600 kr.

Áður 3.900 kr. Margir litir

Áður 24.500 kr.

AVERY bastljós Tilboðsverð 13.900 kr. Áður 17.500 kr.

APERTURE Tilboðsverð frá 8.900 kr.

JAPONICA standlampi Tilboðsverð 19.500 kr.

Áður 11.700 kr. Þrjár stærðir

Áður 34.500 kr.

SPINDLE borðlampi Tilboðsverð 9.800 kr. Áður 14.000 kr.

SPINDLE standlampi Tilboðsverð 27.300 kr. Áður 39.000 kr. Skermur fylgir ekki

POLE standlampi Tilboðsverð 19.500 kr. Áður 29.500 kr. Skermur fylgir ekki

LOUIE kúlulampi Tilboðsverð 3.900 kr. Áður 5.850 kr.

BOBBY borðlampi Tilboðsverð 3.900 kr. Áður 5.900 kr. Margir litir

BOBBY standlampi Tilboðsverð 9.900 kr. Áður 14.900 kr. Margir litir

YVES borðlampi Tilboðsverð 6.900 kr. Áður 9.800 kr. Skermur fylgir ekki

ARBOR Tilboðsverð 11.900 kr. Áður 19.800 kr.

BLAINE borðlampi Tilboðsverð 8.900 kr. Áður 12.500 kr.

Gerum hús að heimili

WALLACE standlampi með hliðarborði Tilboðsverð 29.800 kr.

NYX Tilboðsverð 19.900 kr. Áður 29.250 kr.

Áður 39.800 kr.

TEKK COMPANY og HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400 Opið mán.–lau. kl. 11-18 og sun. kl. 13-18

Vefverslun á www.tekk.is


76

dægurmál

Helgin 11.-13. október 2013

 Í tAkt við tÍmAnn Hildur kristÍn stefánsdóttir

Skrifaði BA-ritgerð um japanska krúttmenningu Hildur Kristín Stefánsdóttir er 25 ára tónlistarkona í hljómsveitinni Rökkurró. Sveitin vinnur nú að þriðju plötu sinni sem kemur út á næsta ári en nýtt lag fer í spilun fyrir Airwaves-tónlistarhátíðina um næstu mánaðamót. Hildur er skrifstofustjóri hjá Plain Vanilla og tekur þátt í Meistaramánuði. Hún elskar Tokyo. Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin fer fram dagana 30. október til 3. nóvember næstkomandi. Ein af þeim sveitum sem þar troða upp er Rökkurró. Hildur Kristín segir að sveitin spili alls á fimm tónleikum yfir hátíðarhelgina. Þar mega tónleikagestir eiga von á að heyra nýtt efni frá sveitinni sem meðlimir hennar vinna nú að undir stjórn Helga Hrafns Jónssonar. Nýtt lag verður sett í spilun fyrir hátíðina en platan kemur út á næsta ári.

til að mynda mjög gaman að fara á kvikmyndahátíðir. Mér finnst frábært að fara á tónleika en það hafa verið færri tónleikar undanfarið eftir að Faktorý og Nasa lokuðu. Ég syrgi þá mikið. Ég vona bara að einhver taki sig til og hristi upp í þessari tónleikastaðamenningu.

Vélbúnaður

Fatastíllinn minn er blanda af krútti og rokki. Ég fer oft í búðir á Laugaveginum en enda svo á að finna sömu hlutina á netinu. Ég er ótrúlegur eBay-fíkill og versla eiginlega bara á netinu. Nema auðvitað í Hjálpræðishernum og Rauða kross búðinni. Annars finnst mér gaman að fylgjast með tísku og spái mikið í hana, les tískublogg og fleira. Ég er með fjögur tattú sem eru frekar áberandi og fólki finnst þau mjög áhugaverð þegar það sér þau.

Ég er Apple „All The Way“, er með iPhone, Macbook Pro heima og stóra Apple-tölvu í vinnunni. Ég nota iPhone-inn mjög mikið. Það er orðið að fíkn hjá mér að tékka á hlutum á netinu, nú þarf ég alltaf að vera með allt á hreinu þegar ég er að tala við fólk. Mér finnst alveg nauðsynlegt að vera alltaf í sambandi og að fylgjast með, ég er hálfgerður fréttafíkill. Svo finnst mér Instagram mjög skemmtilegt.

Hugbúnaður

Aukabúnaður

Staðalbúnaður

Þegar ég fer út að skemmta mér fer ég á Dollý, Harlem og Kaffibarinn. Nú er ég hins vegar í Meistaramánuði og held mig því frá þeim. Ég mæti þrisvar í viku í Víkingaþrek hjá Mjölni klukkan 6.40, maður er svo mikill meistari ef maður gerir það að dagurinn getur ekki klikkað. Ég er svolítill þáttafíkill, var að klára House of Cards sem voru geðveikir og svo er ég að horfa á Orange is the New Black. Ég hef gaman af japönskum kvikmyndum og sæki frekar í þenkjandi kvikmyndir en Hollywoodmyndir. Mér finnst

með því fyrir alla að fara þangað, þó ekki nema til að sjá hvað heimurinn getur verið brjálaður. Mér finnst gaman að elda og hef verið að prófa að elda skrítna japanska rétti sem vilja reyndar brenna við hjá mér. Það er hluti af Meistaramánuðinum að fara ekki út að borða en ég geri jafnan mikið af því. Ég er alger alæta, einn daginn borða ég „slísí“ hamborgara og hinn daginn sushi. Matur er mjög stórt áhugamál hjá mér. Ég hef gaman af að mála mig, það er stelpa inni í mér sem finnst gaman að hafa sig til. Það er mjög gott að vera tónlistarmaður því þegar maður stígur á svið má maður vera allskonar, þá get ég leyft mér ýmsar tilraunir með útlitið. Mamma mín er dáleiðari og henni mistókst að dáleiða úr mér hræðslu við hunda þegar ég var lítil. Í staðinn fékk ég algert æði fyrir hundum og ég tel það til áhugamála hjá mér að skoða myndir af sætum dýrum á netinu. Það er besta meðalið ef maður er í vondu skapi.

Ég er með BA-gráðu í japönsku og bjó í Tókýó í eitt ár meðan ég var í námi. BAritgerðin mín var um japanskt krútt og krúttmenningu. Ég elska Tókýó og mæli

Hildur tekur þátt í Meistaramánuði og mætir í Víkingaþrek klukkan 6.40 þrisvar í viku. Ljósmynd/Hari

 AppAfengur

Endur­ vinnslukortið Hljóðfæraleikur og söngur Sigríður Beinteinsdóttir Grétar Örvarsson Friðrik Karlsson Jóhann Ásmundsson Sigfús Óttarsson Einar Bragi Bragason Eiður Arnarsson Jón Elvar Hafsteinsson Þorsteinn Gunnarsson Þórir Úlfarsson

25 ára afmælistónleikar

í Háskólabíói 25. október Miðaverð 6.500 kr. Miðasala á www.midi.is

Bakraddir Friðrik Ómar Regína Ósk Erna Hrönn

Gamla góð a Stjórnarstemningin! S ttjó jórrn narstem Gamla góða Stjórn St Tryggðu þér miða í tíma!

Endurvinnslukortið er einfalt app þar sem nálgast má upplýsingar um flokkun og endurvinnslu. Appið er gert af Náttúran.is en meðal samstarfsaðila eru Sorpa, Úrvinnslusjóður og Gámaþjónustan. Með appinu er hægt að skoða mismunandi flokka úrgangs og fá leiðsögn um á hvaða mótttökustöð er tekið við honum. Þá er einnig val um að gefa appinu aðgang að staðsetningu þinni og finnur appið þá þær stöðvar sem eru þér næstar. Ekki nóg með það heldur getur þú einnig valið hvort þú vilt skoða allar stöðvar eða bara þær sem eru opnar á einmitt þeirri stundu. Nú þegar hætt er að tæma venjulegar ruslatunnur í Reykjavík ef þær innihalda pappír er eins gott að vera með á nótunum. Þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref þegar kemur að endurvinnslu geta í appinu lesið sér til um nauðsyn þess að endurvinna og fá leiðsögn um hvernig sé best að byrja að flokka. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is



78

dægurmál

Helgin 11.-13. október 2013

 sjónvarp Tvær viKur í að nýr þáTTur Gísla marTeins baldurssonar fari í lofTið

2.500 manns hafa kosið um nafn á þætti Gísla Marteins „Það er gaman að menn hafi skoðun á þessu. Þetta hafa nánast undantekningarlaust verið jákvæðar og skemmtilegar uppástungur,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, fyrrum borgarfulltrúi og tilvonandi sjónvarpsmaður. Nýr þáttur Gísla Marteins fer í loftið á RÚV hinn 27. október næstkomandi. Í vikunni óskaði Gísli eftir aðstoð almennings við að velja nafn á þáttinn og í gærmorgun höfðu um 2.500 manns kosið. Það jafngildir því og allir íbúar Hveragerðis hefðu

tekið þátt í kosningunni. Hægt var að velja á milli tveggja nafna, Vikan með Gísla Marteini og Sunnudagsmorgunn með Gísla Marteini. Auk þess hefur Gísli fengið ótal aðrar tillögur að nöfnum í gegnum samfélagsmiðla. Er ekki allt að verða klárt fyrir fyrsta þátt? „Neinei. Við erum ennþá að búa þáttinn til. Nú erum við til að mynda að ákveða hversu margir viðmælendurnir verða, ákveða hvaða fílingur eigi að vera í lógói,

hvernig sviðsmyndin eigi að vera og svo framvegis. Og ráða fólk inn í teymið.“ Svo þarf náttúrlega að ganga frá því frá hvaða tískuverslun föt stjórnandans verða... „Jújú. En ég hugsa nú að þau verði bara úr mínum eigin fataskáp.“ -hdm Gísli Marteinn er spenntur fyrir því að snúa aftur í sjónvarp. Nýr þáttur hans fer í loftið sunnudaginn 27. október á RÚV. Ljósmynd/Siggi Anton

 TónlisT KrisTján fer með hluTverK nauTabanans í Carmen

Hef hlustað á klassíska tónlist síðan ég var barn Leikstjórinn Stere Gulea mætir í Bíó Paradís.

Rúmenar í Reykjavík Rúmenskir menningardagar eru nú haldnir í fyrsta sinn í. Hugmyndin að þeim kviknaði í framhaldi af rúmenskum fókus á kvikmyndahátíðinni RIFF árið 2011. Að sögn Vals Gunnarssonar, eins skipuleggjenda, segjast Rúmenar haldnir mikilli ástríðu fyrir Íslandi, fyrir Björk og Sigur Rós og ekki síður leikstjórunum Baltasar Kormáki og Rúnari Rúnarssyni, sem hefur setið í dómnefnd fyrir kvikmyndahátíðir þar í landi. „Rúmenía er líklega í hugum margra helst þekkt fyrir Drakúla greifa og einræðisherrann illræmda Ceaucescu, en landið hefur upp á margt annað að bjóða frá Karpatíufjöllum og allt til Svarta-

hafs,“ segir Valur. Rúmenskur kvikmyndaiðnaður hefur verið í miklum blóma undanfarið og hafa Rúmenar unnið bæði Gullpálmann í Cannes og Gullbjörninn í Berlín. Þrjár myndir verða sýndar í Bíó Paradís, og mun Stere Gulea, leikstjóri „I'm an Old Communist Hag,“ sitja fyrir svörum eftir sýningu myndarinnar á morgun, laugardaginn 12. október klukkan 18. Meðal annarra viðburða er Balkan partí á Hótel Borg á laugardagskvöld og matarog vínsmökkun í Norræna húsinu á sunnudag. Ókeypis er inn á þá viðburði. Nánari upplýsingar um dagskrá má finna á icr-london. co.uk/reykjavik.

Kristján Jóhannesson fer með hlutverk nautabanans í Carmen sem Íslenska óperan frumsýnir um næstu helgi. Kristján er nýorðinn 21 árs og þykir mikið efni en hann lærði af ekki ómerkara fólki en Kristjáni Jóhannssyni og Diddú. Hann vonast til að félagar sínir komi að horfa á sig í Hörpu.

Kristján hafði aldrei dreymt um að verða söngvari þegar hann hóf söngnám fyrir fimm árum. Nú stígur hann á svið með Íslensku óperunni í Hörpu. Ljósmynd/Hari

u

ndrabarn? Ég ætla nú ekki að gerast svo frakkur að nota það orð. En fólk mér eldra og vitrara hefur sagt að ég sé efnilegur svo ég hlýt að taka það alvarlega,“ segir Kristján Jóhannesson barítón. Kristján er ekki nema 21 árs en hefur landað flottu hlutverki í Carmen sem Íslenska óperan frumsýnir um næstu helgi í Hörpu. Carmen er ein vinsælasta ópera allra tíma en tæpir þrír áratugir eru síðan hún var síðast sett upp hér á landi. Kristján fer með hlutverk nautabanans Escamillo en hlutverkinu deilir hann með Hrólfi Sæmundssyni. Fimm ár eru síðan Kristján hóf formlegt söngnám í Söngskóla Sigurðar Demetz og útskrifaðist hann í vor. Þar hefur hann notið leiðsagnar Keits Reed, Kristjáns Jóhannssonar og nú síðast Diddúar. „Áður datt mér aldrei í hug að ég gæti orðið söngvari, ég hafði varla opnað munninn. Ég var hálfvegis pikkaður upp af götunni því einhver vissi að ég hafði hlustað á klassíska tónlist frá því ég var barn,“ segir Kristján um upphaf söngferilsins. Hann kveðst vera af músíkölsku fólki kominn. „Pabbi spilaði alltaf klassíska tónlist heima. Til að byrja með þótti mér þetta asnalegt en smám saman fór þetta pínulítið að síast inn. Svo kom að því að maður tók fram úr kallinum og fór að vita allt of

mikið um þetta, varð hálfgert nörd,“ segir Kristján og hlær. Kristján er spenntur fyrir hlutverki nautabanans. „Þetta er ekki eins löng rulla og fólk er oft búið að ákveða. Það er þarna aría sem allir þekkja en þess fyrir utan er þetta ekki svo mikið. Þetta er mjög hentugt debut-hlutverk.“ Er stress ekkert farið að gera vart við sig? „Jújú, það fylgir þessu. Maður verður bara að læra að nota stressið til að fá auka búst þegar á hólminn er komið. Þetta er enda svo ótrúlega gaman og ótrúlega mikill heiður fyrir mig að fá að taka þátt í þessari sýningu.“ Kristján fæst eingöngu við sönginn um þessar mundir. Hann heldur út til Vínarborgar eftir áramót í frekara söngnám. Það er ekki beint algengt að strákar á þínum aldri séu að syngja aríur í Hörpu. Hvað segja félagar þínir við þessu öllu saman? „Þeir bara hlæja að þessu og hafa gaman af. Þeir hafa nú ekki verið duglegir að koma og hlusta á mig en ég hugsa að ég nái mögulega að draga þá á sýningu núna fyrst maður er að debutera.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is


Skráðu þig

á

ókey pis

örnámskeið og

lærðu á Windows 8

Við þökkum frábærar mó ökur við hinum geysivinsælu Windows 8 örnámskeiðum sem við höfum boðið upp á í verslunum okkar í Reykjavík og á Akureyri. Höfum bæ við enn fleiri námskeiðum þar sem farið er yfir helstu breytingar og nýjungar í nýjustu útgáfunni af Windows. Yfirlit yfir dagsetningar má finna á advania.is. Kennslustaðir Advania: Guðrúnartún 10 Reykjavík Tryggvabraut 10 Akureyri

Skráðu þig núna og lærðu almennilega á tölvuna þína. Ath. Takmarkað sætaframboð.

Skráning á advania.is/win8


HE LG A RB L A Ð

Hrósið ... fær leikstjórinn Óskar Þór Axelsson sem hefur landað sínu fyrsta verkefni í Hollywood, kvikmyndinni Point of Violence.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is  Bakhliðin EllEn GEirSdóttir

ALLT FYRIR

SVEFNHERBERGIÐ SPARIÐ

GOLD

SPARIÐ

10.000

90% DÚNN

Æðisleg stelpa Aldur: 16 ára. Maki: Enginn. Börn: Engin. Foreldrar: Helga Ingibjörg Kristjánsdóttir næringarþerapisti og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Áhugamál: Körfubolti og söngur. Menntun: Er á fyrsta ári í Menntaskóla Borgarfjarðar. Starf: Vinnur hjá Landnámssetrinu í Borgarnesi. Stjörnumerki: Krabbi. Stjörnuspá: Hefurðu gert þetta áður? Kannski. Mættu hlutunum með brosi á vör og leystu þá ljúfmannlega. Leyfðu einhverjum að njóta þess með þér þegar þú vinnur í happdrætti lífsins.

E

llen er ein yndislegasta manneskja sem ég þekki,“ segir Iðunn Hafsteinsdóttir, vinkona og skólasystir Ellenar. „Við erum búnar að vera vinkonur síðan við vorum fimm ára eða eitthvað svoleiðis og hún er búin að standa með mér í gegnum allt og ég veit ekki hvað ég myndi gera án hennar. Hún er æðisleg stelpa.“

Ellen Geirsdóttir hefur vakið athygli með pistli sem hún birti á vef Öryrkjabandalags Íslands þar sem hún fjallar um mannréttindabrot á fötluðu fólki. Sjálf er hún með skerðingu sem nefnist Celebral Palsy og hefur mætt fordómum meðal annars vegna þess að göngulag hennar er sérstakt. Í pistli sínum segir hún meðal annars: „Eitt er ljóst, ég er ekki gölluð. Það er ekkert við minn líkama sem þarf að laga.“

90 X 200 SM.

ALLT AÐ 36 MÁNUÐIR

PlUS B12 jUBIlÆUm DýNa Miðlungsstíf dýna með 250 pokagormum pr. m2. Innifalið í verði er 4 sm. þykk og góð yfirdýna. Slitsterkt áklæði úr polyester/ polypropylene. Grindin er úr sterkri, ofnþurrkaðri furu. Verð án fóta. Fætur verð frá: 6.995 Vnr. B812449432

DaNICa aNDaDÚNSSÆNG Dönsk gæðasæng fyllt með 90% af andadúni og 10% af smágerðu fiðri. Mjúkt áklæði úr 100% bómull. Stærð: 135 x 200 sm. Þyngd: 500 gr. Vnr. 4000250

FULLT VERÐ: 49.950

39.950

HØIE SÆNGUrVEraSEtt Gæðasængurverasett frá HØIE. Stærð: 140 x 200 sm. og koddaver 50 x 70 sm. Vnr. 70002050, 70002298, 70002445, 70002288, 70001734

25%

4000 ALLAR GERÐIR

FULLT VERÐ: 12.995

8.995 PÚÐar Í mIklU ÚrValI Komdu og skoðaðu úrvalið hjá okkur!

NÝ SENDING

AFSLÁTTUR

1.495

QU QUaDro lamPI Með hvítum, plíseruðum skermi. Hæð: 26 sm. Vnr. 1961300

VERÐ FRÁ:

VERÐ FRÁ:

VERÐ FRÁ:

4.495 aVErY tEYGjUlök Mjög góð teygjulök. Efni: 100% bómull. Fást í hvítu og kremuðu. Dýpt í öllum stærðum: 40 sm. Stærðir: 90 x 200 sm. 4.495 120 x 200 sm. 4.995 140 x 200 sm. 5.495 153 x 203 sm. 5.995 160 x 200 sm. 6.495 180 x 200 sm. 6.795 183 x 200 sm. 6.995 193 x 203 sm. 7.295 200 x 200 sm. 7.495 Vnr. 127-11-1038

995 Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is

16.990

KOMDU Í RÚMFATALAGERINN OG GERÐU GÓÐ KAUP!

VATNSHELT

Verð 10.900,-

FULLT VERÐ: 24.990

SPARIÐ

FULLT VERÐ: 1.995

ÞVOTTABJÖRN Loðkragi

8000

ei n st ö k Gæði

NIGHt DrEamS UNDIrlak Góð undirlök, húðuð á neðri hlið með vatnsheldu efni og mjúku flónelefni ofan á. Með teygju á hornum. Efni: 100% bómull. Má þvo við 95°C. Stærðir: 50 x 90 sm. 995 65 x 140 sm. 1.495 90 x 200 x sm. 2.495 180 x 200 x sm. 4.995 Vnr. 1402700

695 CalDEr INNISkÓr Stærðir: 36-41. Vnr. 5883000 INNISKÓR

3.495 flora motta Gólfmotta með fallegu munstri. 2 gerðir. Stærð: 80 x 160 sm. Vnr. 5881400 MOTTA

www.rumfatalagerinn.is

2.995


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.