11 12 2015

Page 1

viðtal 24 50

Baltasar Breka hent að heiman 18 ára

töffarar sem massa aflann viðtal 24

Eineltið hætti eftir skilnað foreldranna viðtal 36

11.13. desember 2015 49. tölublað 6. árgangur

Vildi eignast börn fyrir brottnám brjóstanna

Hjóladella teiknarans byrjaði í Kaliforníu viðtal 48

Konum með breytingu í BRCA geni sem taka ákvörðun um að láta fjarlægja heilbrigð brjóst og/ eða eggjastokka fer ört fjölgandi og er Inga Lillý Brynjólfsdóttir lögmaður ein þeirra. Inga Lillý fékk upplýsingar um sína arfgerð fyrir fimm árum, þá rúmlega þrítug. Greiningin kom henni ekki á óvart en hún hafði þá þegar misst móður sína, móðursystur og móðurafa úr brjóstakrabbameini. Inga Lillý og maður hennar þá voru barnlaus en langaði að eignast börn og eiga nú þrjú. Inga Lillý bendir á að ákvörðun um brottnám heilbrigðra líkamshluta sé alls ekki auðveld en hún hefur nú, ásamt fjölda annarra kvenna, stofnað BRAKKA samtökin, sem hyggjast styðja við BRCA arfbera á Íslandi.

síða 40

Ljósmynd/Hari

Apple TV 4

Vertu þinn eiginn dagskrárstjóri

Frá 28.990 kr.

iPad Pro

iPad Air 2

Frá 149.990 kr.

Frá 84.990 kr.

Með heiminn í lófanum

Léttur í þungavigt

Sérverslun með Apple vörur

KRINGLUNNI ISTORE.IS


2

fréttir

Helgin 11.-13. desember 2015

 Verðkönnun mikill Verðmunur á jólabókunum í ár

Allt að 66 prósenta verðmunur á sama titli Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðsamanburð á jólabókum í sjö bókabúðum og matvöruverslunum víðs vegar um landið mánudaginn 7. desember. Kannað var verð á 92 bókatitlum sem eru í bókatíðindum 2015. Penninn-Eymundsson, A4, Mál og menning Laugavegi og Iða Lækjargötu töldu það ekki þjóna hagsmunum sínum að verðlagseftirlitið upplýsi neytendur um verð á bókum í þeirra verslunum fyrir jólin.

Oftast var á milli 20 og 40 prósenta munur á hæsta og lægsta verði milli verslana. Lægsta verðið var oftast að finna í verslun Bónus Langholti Akureyri eða á 51 titli, hjá Samkaupum-Úrvali á 11 titlum, Nettó á 10 titlum og Krónan var með lægsta verðið á níu titlum. Hæsta verðið var oftast að finna hjá Hagkaupum Skeifunni eða á 41 bókatitli, Forlagið Fiskislóð var með hæsta verðið á 36 titlum og Bóksala stúdenta á 16 titlum.

Mestur verðmunur í könnuninni var á skáldverkinu Þýska húsið eftir Arnald Indriðason sem var ódýrust hjá Krónunni á 3.899 kr. en dýrust hjá Forlaginu á 6.490 kr. sem er 2.591 kr. verðmunur eða 66 prósent. Minnstur verðmunur í könnuninni var á bókinni 501 feluhlutur sem var ódýrust hjá SamkaupumÚrvali á 1.918 kr. en dýrust hjá Forlaginu á 2.090 kr. sem er 172 kr. verðmunur eða 9 prósent.

hita m ælir inn

Miklu getur munað á verði jólabókanna milli verslana.

 SamfÉlagið annir hjá mæðr aStyrkSnefnd fyrir jólin

Á Ólöf Nordal að segja af sér?

„Það er auðvitað ástæða til þess að breyta útlendingalögunum. Ég get ekki séð að það mundi breyta miklu að ráðherra segi af sér, vegna þess að framkvæmdin er rótgróin og hún byggir á lögum og þröngri túlkun á lögum. Það er framkvæmdin sem þarf að breytast, ekki manneskjan sem er yfir henni. Ég skil samt alveg

Hagvöxtur 4,5 prósent Landsframleiðslan á fyrstu níu mánuðum ársins 2015 jókst um 4,5% að raungildi borið saman við fyrstu níu mánuði ársins 2014, að því er Hagstofa Íslands greinir frá. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, um 6,2%. Einkaneysla jókst um 4,4%, samneysla um 0,9% og fjárfesting um 15,8%. Útflutningur jókst um 7,4% og innflutningur nokkru meira, eða um 10,9%. Landsframleiðslan á 3. ársfjórðungi 2015, án árstíðaleiðréttingar, jókst um 2,6% frá sama ársfjórðungi fyrra árs en árstíðaleiðrétt landsframleiðsla jókst um 0,7% frá 2. ársfjórðungi 2015.

Hundur fann dóp á flugfarþega Fíkniefni fundust á flugfarþega sem kom með áætlunarvél til Ísafjarðar í síðustu

að fólk sé að kalla eftir afsögn því það er hún sem ber ábyrgð á þessari ákvörðun, þegar allt kemur til alls,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, en yfir fjögur þúsund manns höfðu í gærdag skorað á Ólöfu Nordal innanríkisráðherra að segja af sér í kjölfar þess að fimm fjölskyldum var vísað úr landi í vikunni.

viku, að því er greint er frá á vef Bæjarins besta á Ísafirði, bb.is. Fíkniefnaleitarhundur lögreglunnar á Vestfjörðum, Tindur, var lögreglumönnum til aðstoðar við þá leit. Fram kom að flugfarþeginn hefur áður komið við sögu vegna fíkniefnamála sem og annarra brota.

Nelson berst í Vegas Gunnar Nelson berst í Las Vegas aðfaranótt sunnudag. Gunnar mætir Brasilíumanninum Demian Maia og er þetta sagður stærsti bardagi hans á ferlinum. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan þrjú, aðfaranótt sunnudags.

Það eru 7 kvenfélög sem standa að Mæðrastyrksnefnd í dag en hún var stofnuð árið 1928 til að styðja við bakið á einstæðum mæðrum. Anna Pétursdóttir segir sorglegt að fylgjast með því hversu mikið öryrkjum og eldri borgurum í neyð fjölgi með árunum. Ljósmynd/Hari

Ungir námsmenn leita sér aðstoðar í fyrsta sinn Aðventan og jólin eru annasamasti tíminn hjá Mæðrastyrksnefnd en fyrir síðustu jól veitti nefndin yfir 2000 matargjafir auk þess að úthluta fötum. Anna Pétursdóttir hafði unnið sem sjálfboðaliði Mæðrastyrksnefndar í meira en áratug þegar hún varð formaður hennar í fyrravetur. Hún hefur aldrei séð fleiri öryrkja og eldri borgara leita sér aðstoðar en núna í ár, en það sem kemur henni mest á óvart er að nú eru ungir námsmenn að leita sér aðstoðar í fyrsta sinn.

É Það var einmitt í aðdraganda jólanna og ég átti erfitt með að hemja grátinn. Ég er sjálf þriggja barna móðir og þarna sá ég í fyrsta sinn fólk í verulegri neyð

g gleymi því aldrei hvernig tilfinning það var að byrja fyrst að vinna fyrir Mæðrastyrksnefnd. Það var einmitt í aðdraganda jólanna og ég átti erfitt með að hemja grátinn. Ég er sjálf þriggja barna móðir og þarna sá ég í fyrsta sinn fólk í verulegri neyð,“ segir Anna H. Pétursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar. „Jólin eru langsamlega annasamasti tíminn hjá okkur því fjöldi fólks nýtur þá aðstoðar okkar.“

Hjálpa konum að mennta sig

Starfsemi Mæðrastyrksnefndar snýst um að veita mataraðstoð til þeirra sem virkilega þurfa á því að halda en þar að auki eru fataúthlutanir allan ársins hring í Hátúni 12 þar sem Mæðrastyrksnefnd er til húsa. Nefndin styrkir einnig börn til að fermast, fara í sumarbúðir og taka þátt í leikjanámskeiðum, auk þess að halda úti Menntunarsjóði kvenna sem styrkti 70 konur til náms á síðasta ári. Við úthlutanir nefndarinnar starfa sjálfboðaliðar og eru um 20 konur sem starfa reglulega sem sjálfboðaliðar Mæðrastyrksnefndar

Reykjavíkur. Anna segir alltaf ganga mjög vel að fá sjálfboðaliða til starfa. „Hér kemur alltaf sama kjarninn auk þess sem við bætist fólk sem vill hjálpa. Það er gefandi að geta stutt við þá sem minna mega sín.“

Aukin neyð ungs fólks

Mæðrastyrksnefnd var stofnuð árið 1928 til að styðja við einstæðar mæður en starfsemi nefndarinnar hefur breyst í tímanna rás. „Í dag leita karlmenn líka til okkar, bæði einstæðir feður og feður með forsjá barna. Síðastliðin ár hafa eldri borgarar og öryrkjar leitað til okkar í auknum mæli og ég hef aldrei séð jafn mikið af þessum hópi hjá okkur og þessi jól. Hingað koma líka útlendingar og það má segja að við aðstoðum alla sem til okkar leita. Mér hefur samt orðið mikið um núna í ár því í fyrsta sinn erum við að fá til okkar unga námsmenn sem þurfa mataraðstoð og vantar líka föt. Þetta er alveg nýtt.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


1 GB netnotkun eða 1.000 kr. á mán. í 6 mán. fylgir

1 GB netnotkun eða 1.000 kr. á mán. í 6 mán. fylgir

Leiga á skautum fyrir 2 fylgir

500 MB netnotkun eða 1.000 kr. á mán. í 3 mán. fylgir

Leiga á skautum fyrir 2 fylgir

250 MB netnotkun eða 500 kr. á mán. í 3 mán. fylgir

Leiga á skautum fyrir 2 fylgir

Leiga á skautum fyrir 2 fylgir

Samsung Level Box að verðmæti 20.000 kr. fylgir

Samsung Galaxy S6 Edge 32GB

Samsung Galaxy S6 32GB

Samsung Galaxy S5 Neo 16GB

Samsung Galaxy J1 4GB

109.990 kr. stgr.

94.990 kr. stgr.

69.990 kr. stgr.

19.990 kr. stgr.

64GB 129.990 kr.

64GB 119.990 kr.

Í jólaskapi með Nova!

í samstarfi við

990

Geg kr. n færð framví su u og h eitt pa n korts i r af jálm skau ns að l svel t á u n m i linu á sk Ingó a lfsto utargi.

Skautaleigukort

990 kr. stgr. Tilboð

Apple TV 32GB

Polar M400 GPS sportúr

JBL Go ferðahátalari

25.990 kr. stgr.

17.990 kr. stgr.

4.990 kr. stgr.

Bíókort 5x í bíó

Bose hátalari

Nova stuðpinni

3.790 kr. stgr.

23.990 kr. stgr.

1.890 kr. stgr.

Apple TV 64GB 34.990 kr.

Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | Facebook | Twitter

GJA F Á S ABRÉF KAU Ska TA utar

Tilvalið fyrir jólasveina að gefa í skóinn!


4

fréttir

Helgin 11.-13. desember 2015

Veður

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

stillt og bjart á laugardag ótrúlegt hvað allt hefur dottið í dúnalogn eftir nýliðna óveðurssyrpu. Útlit er fyrir það sem kalla má gott vetrarveður. Frost og hæglátt, aðeins él og él á stangli, sérstaklega á sunnudag. Á laugardag verður hæðarhryggur yfir landinu og nánast heiðríkt og frost 5 til 10 stig víða um land. Kjörið að nota vetrarfatnaðinn og anda að sér vetrinum. dagurinn fyrir þá sem ætla sjálfir að höggva jólatré. Á mánudag er spáð vægri þíðu og rigningu á láglendi vestantil.

-6

-5

-4

vedurvaktin@vedurvaktin.is

-11

-9

-4

-10

-2

-7

-5

einar sveinbjörnsson

-8

-5

-2

-9

-1

Fremur hæg N-átt. Él NorðaustaNlaNds. Frost um laNd allt.

hæglátt og Fallegt aðveNtuveður. Fremur kalt.

dálítil Él eða sNjómugga v- og sv-laNds, eN bjart N-til.

höFuðborgarsvæðið: ÚRKoMuLAuSt og LÁg VEtRARSóL.

höFuðborgarsvæðið: LéttSKýjAð og HæguR VinduR.

höFuðborgarsvæðið: éL, En FREMuR HæguR VinduR.

 skoðanakönnun tr aust til stoFnana

 Vik an sem Var

5

lögreglubílar á höfuðborgarsvæðinu verða búnir vopnum frá og með næstu viku.

368

milljarða gjaldeyristekjur koma inn vegna ferðaþjónustu á þessu ári, að mati Samtaka ferðaþjónustunnar. Í fyrra skilaði ferðaþjónustan 302 milljarða gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. Vilja opna bensínstöðvar Forsvarsmenn Krónunnar kanna nú möguleika á að opna bensínstöðvar á lóðum verslana sinna. Viðræður við olíufélögin um bensín- og olíukaup hafa ekki skilað árangri og tíu króna munur er á verðhugmyndum á hvern lítra, að því Morgunblaðið greinir frá.

19,6

milljónir króna hefur velferðarráðuneytið greitt til Sivjar Friðleifsdóttur, fyrrum þingmanns og ráðherra Framsóknarflokksins, í ráðgjafarstörf frá byrjun síðasta árs.

Líttu við hjá okkur á nýjum stað Skólavörðustíg 18

Sviptur rétti til að bera fálkaorðu Forseti Íslands hefur svipt Sigurð Einarsson, fyrrum stjórnarformann Kaupþings, rétti til að bera fálkaorðuna. Forsetinn sæmdi Sigurð orðunni hinn 1. janúar árið 2007. Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingur er sviptur rétti til að bera fálkaorðuna. Ásta Kristín sýknuð Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði hjúkrunarfræðinginn Ástu Kristínu Andrésdóttur og Landspítalann af ákæru um manndráp af gáleysi vegna andláts sjúklings. Þetta var í fyrsta skipti sem spítalinn og starfsmaður hans eru ákærðir á grundvelli hegningarlaga.

FRIDASKART.IS

íslensk hönnun í gulli og silfri

G U L L S M I Ð U R - S K A R T G R I PA H Ö N N U Ð U R

MMR kannaði á dögunum traust til helstu stofnana landsins og sýna niðurstöður að af þeim stofnunum sem mældar voru ber almenningur minnst traust til bankakerfisins, en 70,6% bera mjög lítið traust til þess. Ljósmynd/Hari

Minnst traust til bankakerfisins Í nýrri könnun á trausti almennings til hinna ýmsu stofnana samfélagsins kemur fram að lögreglan nýtur mest trausts, 75,5 %, en þar að auki njóta Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Ríkisútvarpið hvað mests trausts. Bankakerfið nýtur minnst trausts, 70,6%, og aðrar stofnanir sem njóta lítils trausts eru Fjármálaeftirlitið, ríkisstjórnin, lífeyrissjóðirnir og Alþingi.

Stofnanir sem tekin var afstaða til:                 

Lögreglan Háskóli Íslands Háskólinn í Reykjavík Ríkisútvarpið Landsvirkjun Stéttarfélögin VR Seðlabankinn Evrópusambandið Stjórnarandstaðan Ríkisstjórnin Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn Lífeyrissjóðirnir Alþingi Fjölmiðlarnir Fjármálaeftirlitið Bankakerfið

m

MR kannaði á dögunum traust til helstu stofnana landsins. Spurt var hversu mikið eða lítið traust viðkomandi bæri til hinna ýmsu stofnana landsins og voru svarmöguleikar eftirfarandi: mjög lítið traust, frekar lítið traust, hvorki mikið né lítið traust, frekar mikið traust, mjög mikið traust og veit ekki/ vil ekki svara. Niðurstöður sýna að fjöldi þeirra sem svöruðu annað hvort mjög/frekar mikið eða lítið traust.

70,6% vantreysta bankakerfinu

Niðurstöður sýna að almenningur ber frekar eða mjög mikið traust til lögreglunnar (75,5%), Háskóla Íslands (64,6%), Háskólans í Reykjavík (52,9%) og Ríkisútvarpsins (49,2%). Þær stofnanir sem flestir báru frekar eða mjög lítið traust til voru bankakerfið (70,6%), Fjármálaeftirlitið (61,1%) og ríkisstjórnin (60,3%). Þá voru 53,2% sem sögðust bera frekar lítið eða mjög lítið traust til lífeyrissjóðanna og 52,4%

sögðust bera frekar lítið eða mjög lítið traust til Alþingis.

vantraustið eykst á milli ára

Þegar skoðuð er þróun mælinga á milli áranna 2015 og 2014 á trausti til helstu stofnana landsins sést að traust almennt séð hefur minnkað frá 2014 til 2015. Stærstu breytingarnar á milli ára voru til lögreglunnar, Landsvirkjunar, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og fjölmiðla. Þegar skoðaður er munur á trausti til lögreglunnar kemur í ljós að það hefur minnkað um 5 % frá 2014 til 2015 og traust til Landsvirkjunar hefur minnkað um 7 % frá 2014 til 2015. Traust til Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík minnkaði hjá hvorum háskólanum um 8 % frá 2014 til 2015. Þeim sem báru frekar eða mjög mikið traust til fjölmiðla fækkaði einnig um 8 % frá 2014 til 2015. halla harðardóttir halla@frettatiminn.is


Toppurinn á jólagjafalistanum

Samsung Galaxy S6 Edge

Samsung Galaxy A5

Samsung Tab S2 4G

Það sér ekki fyrir endann á þessari snilld.

Hágæði og glans allan hringinn.

Í laginu eins og jólabók en endalaust klár.

Greiðsludreifing í boði

32GB

16MP

5,1”

99.990 kr.

Frábær Coloud heyrnartól fylgja.

Greiðsludreifing í boði

16GB

13MP

5”

109.990 kr.

Frábær Coloud heyrnartól fylgja.

Greiðsludreifing í boði

32GB

8MP

9,7”

iGrill mini

Samsung Gear S2

Bose SoundLink Mini 2

7.990 kr.

54.990 kr.

34.990 kr.

Lítill og nettur þráðlaus kjöthitamælir sem tengist snjallsímanum eða spjaldtölvunni þráðlaust. Með iGrill appinu færðu aðstoðarkokk svo allur grillmatur verður eins og á fyrsta flokks veitingastað.

Frábær félagi sem fylgist með daglegri hreyfingu, hjartslætti, vatnseða kaffidrykkju og hjálpar þér að tileinka þér heilbrigðan lífsstíl með hvatningarskilaboðum yfir daginn.

Nettur Bluetooth hátalari með rafhlöðu sem endist í allt að 7 klst. Virkar með öllum Bluetooth símum en einnig er hægt að tengja með snúru.

Greiðsludreifing í boði

Nánar á siminn.is/jol

Viðskiptavinir Símans fá Sveigjanlegan Góðan snjallpakka og geta valið úr þremur tegundum af frábærum Coloud heyrnartólum að andvirði 5.990 kr. í allskonar litum með völdum snjalltækjum.* Þú getur meira með Símanum

*Á meðan birgðir endast.

109.990 kr.

Samsung LevelOn heyrnartól að verðmæti 34.490 kr. fylgja.


6

fréttir

Helgin 11.-13. desember 2015

 MMR TR ausT Til sTofnana á sviði RéTTaRfaRs og dóMsTóla

Treysta Gæslunni og löggunni best Almenningur ber mest traust til Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar, samkvæmt könnun MMR sem kannaði nýverið traust almennings til helstu stofnana á sviði réttarfars og dómsmála. Traust til hæstaréttar, ríkissaksóknara og Landhelgisgæslunnar hefur aukist töluvert frá síðustu mælingu í nóvember 2014, en á sama tíma hefur traust til lögreglunnar dregist saman. Af þeim sem tóku afstöðu til einhverrar stofnunar sögðust 76,2% svarenda bera frekar mikið eða mjög mikið traust til Landhelgis-

gæslunnar og 75% til lögreglunnar. Um 45,3% þeirra sem tóku afstöðu til einhverrar stofnunar báru frekar lítið eða mjög lítið traust til Útlendingastofnunar og 30,5% til dómskerfisins. Alls sögðust 76,2% þeirra sem tóku afstöðu bera mikið traust til Landhelgisgæslunnar, borið saman við 71,4% í nóvember 2014. Eins fækkaði þeim sem sögðust treysta Landhelgisgæslunni frekar lítið eða mjög lítið úr 8,9% í nóvember 2014 niður í 5% nú. Fjöldi þeirra sem sagðist treysta Hæstarétti frekar mikið eða mjög mikið jókst úr 34,3% í 40,8% milli ára.

Vandaðar & fallegar jólagjafir

Natures collection húfa, ekta ull og feldur 8.990 4.495 kr.

Samsíða fækkaði þeim sem sögðust treysta Hæstarétti frekar lítið eða mjög lítið um 7,8 prósentustig, eða úr 32,1% í fyrra í 24,3% nú. Þeim sem sögðust treysta Ríkissaksóknara frekar mikið eða mjög mikið fjölgaði úr 35,0% í nóvember 2014 í 40,9% nú. Þrátt fyrir að þeim sem sögðust treysta lögreglunni frekar mikið eða mjög mikið fækkaði úr 80,5% í 75,5% milli ára mældist traust til lögreglunnar meira en til allra annarra stofnana á sviði réttarfars og dómsmála, að Landhelgisgæslunni undanskilinni.

Landhelgisgæslan nýtur mests trausts helstu stofnana á sviði réttarfars og dómsmála. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

 MiðboRgin Tuk Tuk á HveRfisgöTu

watt&VEKE stjarna nokkrar gerðir og litir 5.990 kr.

Kähler Omaggio kertastjaki, þrjár stærðir í gulli, silfri eða svartir 4.490 / 5.290 / 6.990 kr.

Iittala Kastehelmi kertastjaki, 64 mm 5.990 kr.

Þau Tuk Tuk sem munu sjá um skutlið í miðbænum eru sérhönnuð fyrir íslenskt veðurfar, með upphituðum sætum og Ólafur fullyrðir að engum ætti að verða kalt í þeim.

Skutla fólki ókeypis milli bílastæðahúsa Í tengslum við lengdan opnunartíma verslana í miðbænum verður boðið upp á ókeypis skutl í Tuk Tuk vögnum milli bílastæðahúsa. Vagnarnir munu aka Hverfisgötuna frá 17 til 22 á hverju kvöldi og skutla farþegum hvert sem þeir vilja fara á því svæði.

v

PTMD viðarskál með álfæti, 30 cm 9.990 kr.

Iittala Maribowl skál, 155 mm, á fæti, rauð 8.990 kr.

Eiffel borðstofustóll, þrír litir með krómfótum 13.990 9.990 kr.

Kuldinn gerir það að verkum að fólk er kannski ekki mjög duglegt að ganga um miðbæinn þessa dagana og þess vegna ekki að nýta sér bílastæðahúsin sem eru lengra í burtu sem skyldi, en með þessari þjónustu ætti það vandamál að vera úr sögunni.

ið munum aka upp og niður Hverfisgötuna milli bílastæðahúsa til að spara fólki sporin í verslunarferðum í miðbænum,“ segir Ólafur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Tuk Tuk tours, sem gert hafa samning við Miðborgina okkar um þessa ókeypis þjónustu við borgarbúa. „Við verðum með tvö farartæki í gangi til að byrja með, sem hvort tekur sex farþega og ef þetta mælist vel fyrir er hægur vandi að bæta við fjórum í viðbót og geta þá verið með 36 farþega á ferðinni í einu.“ Skutlið hófst í gærkvöld, fimmtudagskvöld, og verður í gangi til reynslu fram á sunnudagskvöld. Gangi sá reynslutími vel er meiningin að halda þessu áfram alveg fram að jólum. „Svo bregðum við aðeins á leik í anda jólanna,“ segir Ólafur. „Munum rúnta með jólasvein upp og niður Laugaveginn og koma fólki í jólaskap á ljósum skreyttum Tuk Tuk. Vonandi kann fólk að meta þetta og nýtir sér þjónustuna.“ Ólafur segir fyrirtækið hafa átt í viðræðum við Miðborgina okkar í töluverðan tíma en hugmyndinni hafi verið vel tekið strax í upphafi. „Þetta eru rafmagnsknúin tæki og passa því vel við vistvæna stefnu Reykjavíkurborgar,“ segir hann. „Kuldinn gerir það að verkum að fólk er kannski ekki mjög duglegt

að ganga um miðbæinn þessa dagana og þess vegna ekki að nýta sér bílastæðahúsin sem eru lengra í burtu sem skyldi, en með þessari þjónustu ætti það vandamál að vera úr sögunni.“ Spurður hvort Tuk Tuk sé ekki hálflélegt farartæki í íslenskri vetrarfærð segir Ólafur að Hverfisgatan sé nú upphituð svo á það muni varla reyna. „Þetta eru mjög þægileg farartæki með góðum dempurum og upphituðum sætum, sérhönnuð fyrir okkar veðráttu, þannig að það ætti engum að verða kalt í skutlinu. Við verðum á ferðinni upp og niður Hverfisgötuna og ef einhver nennir ekki að labba getur hann bara veifað okkur, við munum pikka hann upp og skutla honum þangað sem hann vill fara. Getur ekki verið einfaldara.“ Tuk Tuk tours var stofnað síðastliðið vor og voru sex vagnar í ferðum á götum borgarinnar í sumar. Ólafur segir þá þó hafa verið of seint á ferðinni, vagnarnir hafi ekki verið komnir á götuna fyrr en í júní og því flestir ferðamenn búnir að bóka sig í ferðir. „Við lítum svo á að það hafi bara verið upphitun og að sumarið 2016 verði sumarið sem við náum fótfestu,“ segir hann. Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is


Breytt sorphirða í Reykjavík

TAKK FYRIR AÐ FLOKKA

Nú standa yfir breytingar á sorphirðu í Reykjavík sem stuðla eiga að aukinni endurvinnslu í takt við stefnu Reykjavíkurborgar í umhverfismálum.

GRÆN TUNNA FYRIR PLAST

Nú bjóðum við borgarbúum upp á græna tunnu undir plast til að auðvelda flokkun á endurnýtanlegu plasti. Með flokkun eykst endurvinnsla plasts og magn urðaðs úrgangs minnkar – okkur öllum til hagsbóta. Gjald fyrir græna tunnu verður 8.400 krónur á ári og verður hún losuð á 21 dags fresti líkt og bláa tunnan. Borgarbúar sem ekki kjósa græna tunnu hafa val um að koma plasti sjálfir á næstu grenndar- eða endurvinnslustöð og spara sér gjaldið.

BREYTT HIRÐUTÍÐNI

Frá áramótum verða gráar tunnur undir blandaðan úrgang tæmdar á 14 daga fresti í stað 10. Þessi breyting tekur mið af þeirri rúmmálsminnkun sem söfnun plasts við heimili mun leiða af sér og eftir hana verður hirðutíðnin í takt við það sem tíðkast í nágrannasveitarfélögum borgarinnar.

NÝ GRÁ SPARTUNNA

Við kynnum til sögunnar nýja spartunnu fyrir blandaðan úrgang. Hún er mjórri en sú hefðbundna gráa og tekur 120 lítra í stað 240. Spartunnan er losuð jafn oft, eða á 14 daga fresti frá áramótum. Gjald fyrir spartunnu verður 11.800 kr. á ári sem er 9.500 kr. lægra en fyrir gráa tunnu.

HVERNIG SAMSETNING HENTAR ÞÉR? Þú getur pantað græna tunnu eða spartunnu og gert aðrar breytingar á þinni tunnusamsetningu með einu símtali við þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 411 1111 eða með tölvupósti á sorphirda@reykjavik.is. Nánari upplýsingar um allt sem lýtur að sorphirðu og flokkun er að finna á www.ekkirusl.is

GRÆN TUNNA

BLÁ TUNNA

FYRIR PLAST

FYRIR PAPPÍR

– Takk fyrir að flokka!

GRÁ TUNNA

SPARTUNNA

FYRIR BLANDAÐAN ÚRGANG


Jólasöfnun

Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is

8

fréttir

Helgin 11.-13. desember 2015

 MaLasía Hafa verið áruM saMan í fLugvaLLargeyMsLu

Fyrrum Atlanta júmbóþotur óskast sóttar Flugvöllurinn í Kuala Lumpur í Malasíu leitar að eigendum þriggja júmbóþotna sem hafa staðið á flugvellinum í langtímageymslu í nokkru ár en vélarnar, sem eru fraktvélar af gerðinni Boeing 747-200F, eru með íslensku skráningarnúmerum, að því er fram kemur á vefnum Allt um flug. „Malaysia Airports, sem á og rekur Kuala Lumpur International (KUL), setti inn smáauglýsingu í malasíska dagblaðið The Star eftir að ekki náðist í þann flugrekstraraðila sem starfrækir vélarnar þrjár en hann hefur 14 daga til að sækja

vélarnar. – „Ef þú vitjar anta sem er ekki núverandi eigandi ekki vélanna innan 14 daga frá dagsetningu að vélunum,“ segir þessa bréfs þá munum Allt um flug enn fremur, „en TFvið nýta rétt okkar til ARN hefur verið á að selja þær eða fara fram á sektir samflugvellinum í Kuala kvæmt reglugerðum,“ Júmbóþoturnar þrjár eru enn á Lumpur a.m.k. frá segir í viðvöruninni, að íslenskum skráningarnúmerum, árinu 2009 en hún því er fram kemur í vef- frá því að þær voru í eigu Air var seinast í notkun hjá MASCargo. TFfréttinni. Vélarnar þrjár Atlanta. Ljósmyndir/Allt um flug hafa skráningarnúmerARM flaug áður fyrin TF-ARM, TF-ARN og TF-ARH og ir Saudi Arabian Airlines Cargo en hafa þær staðið árum saman á stæð- hún, ásamt TF-ARH, hafa þó verið um flugvallarins. í skemmri tíma en TF-ARN á flug„Vélarnar voru áður í eigu Air Atl- vellinum í Kuala Lumpur.“

 KvennaKr aftur Leiðtoga auður fiMMtán ár a

Ruth Elfarsdóttir, formaður LeiðtogaAuðar.

Tengslanet áhrifakvenna eflt Félagskonur eru nú um 100, flestar í stjórnendastöðum, oft framkvæmdastjórar, hjá stórum og meðalstórum fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi.

L

Full búð af...

ÍSLENSKU HANDVERKI OG HÖNNUN

ICEMART · AUSTURSTRÆTI 5 · NEÐRI HÆÐ Í VERSLUN ICEWEAR MAGASÍN · OPIÐ ALLA DAGA

eiðtogaAuður er fimmtán ára og hélt upp á afmælið síðastliðinn þriðjudag í Iðnó, en félagið varð til í tengslum við verkefnið „AUÐUR í krafti kvenna“ árið 2000. Það er núna deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu, FK A, og er fyrir konur sem hafa yfirgripsmikla stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu, hafa gegnt ábyrgðarstöðu og vilja taka þátt í eflingu íslensks atvinnulífs. Félagskonur eru nú um 100. Flestar eru þær í stjórnendastöðum, oft framkvæmdastjórar, hjá stórum og meðalstórum fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi. Að sögn Ruthar Elfarsdóttur, formanns LeiðtogaAuðar, er tilgangur félagsins að efla tengslanet kvenna í stjórnunar- og áhrifastöðum í atvinnulífinu og að auka þátttöku og áhrif þeirra. Eitt af markmiðum félagsins er að konur í forystusveit íslensks viðskiptalífs kynnist hver annarri og geti nýtt sér tengsl, stuðning, aðstoð og önnur tækifæri sem félagsskapurinn býður upp á. „Árið 1999 ákvað Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins að efna til átaks til að auka þátttöku kvenna í atvinnusköpun. Átakinu var ætlað að ná til kvenna á öllum aldri og standa í þrjú ár,“ segir Ruth. „Samstarfsaðilar voru valdir úr hópi öflugustu fyrirtækja landsins, og ákveðið að Háskólinn í Reykjavík hefði umsjón með framkvæmd átaksins, sem gefið var nafnið AUÐUR í krafti kvenna. Þegar verkefninu lauk í janúar 2003 höfðu 1480 konur tekið þátt í AUÐI og ómældur fjöldi kvenna notið óbeint ávaxtanna af þeim sex þáttum sem

Ruth og Guðrún Pétursdóttir, upphafskona LeiðtogaAuðar.

AUÐUR bauð, en þeir eru FjármálaAUÐUR, FrumkvöðlaAUÐUR, FramtíðarAUÐUR, LeiðtogaAUÐUR, AUÐARdætur með í vinnuna og AUÐARverðlaunin. FjármálaAUÐUR jók hagnýta þekkingu kvenna á fjármálum svo þær öðluðust meiri skilning og sjálfstraust. FrumkvöðlaAUÐUR var ætlað konum sem vildu stofna og/eða reka fyrirtæki. Við verklok AUÐAR höfðu þátttakendur í FrumkvöðlaAUÐI stofnað 51 fyrirtæki sem veittu 217 ný störf. AUÐARdætur með í vinnuna, var árleg hátíð þar sem fyrirtæki buðu ungum dætrum landsins til sín. Markmiðið var að víkka sjóndeildarhring telpna og gera þeim ljóst hvað atvinnulífið býður marga

möguleika. FramtíðarAUÐUR bauð 13-16 ára stúlkum árlega til þriggja daga dvalar að Skógum undir Eyjafjöllum. Þeim voru kynnt helstu hugtök viðskipta og settu þær sig í spor frumkvöðla og skilgreindu, skrifuðu og kynntu viðskiptaáætlanir. Þær tóku þátt í fyrirtækjaleik í hópum, þar sem þær ráku nýstofnuð fyrirtæki sín. LeiðtogaAUÐUR leiddi saman kvenstjórnendur íslensks atvinnulífs. Markmiðið var að styrkja konurnar sem stjórnendur og efla innbyrðis tengsl þeirra. AUÐARverðlaunin voru veitt árlega þremur konum, sem skarað hafa fram úr í íslensku atvinnulífi. -jh


Vínartónleikar 2016 Guðrún Ingimarsdóttir og Elmar Gilbertsson

Fim. 7. jan. » 19:30 Fös. 8. jan. » 19:30 Lau. 9. jan. » 16:00, 19:30 Ola Rudner hljómsveitarstjóri Guðrún Ingimarsdóttir og Elmar Gilbertsson einsöngvarar

Verð frá 3.400 kr.

Tryggið ykkur miða

Árlegir Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Miðar á Vínartónleika eða gjafakort Íslands eru vinsælustu tónleikar hljómsveit- Sinfóníuhljómsveitar Íslands er tilvalin jólagjöf. arinnar. Tónleikarnir eru fyrir mörgum ómissandi upphaf á nýju ári enda einkenna glæsileiki og gleði Vínartónlistina.

@icelandsymphony Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Sími: 528 5050 » Opið 9-18 virka daga og 10-18 um helgar

#sinfó


10

samfélagið

Helgin 11.-13. desember 2015

Algengt að börn fái fyrsta símann níu ára

1 5 -2 5 7 3 -HV ÍTA HÚS IÐ / SÍA

Algengt er að börn eignist sinn fyrsta síma þegar þau hætta í skólafrístund, um níu ára aldurinn. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir foreldra eiga það til að vakna upp við vondan draum þegar börnin eru orðin háð símunum sínum. Hún bendir á að upplýst símanotkun verði að vera er hluti af uppeldinu í dag.

Stundum er gott að gera sér dagamun

„Nú er læsi mikið í umræðunni en það líka mikilvægt að kenna börnum miðlalæsi. Við þurfum að kenna börnum að vita muninn á réttu og röngu á netinu og að trúa ekki öllu sem þau lesa á netinu. Sama hvort börn fái síma eða ekki þá er þetta einmitt aldurinn sem er gott að fara yfir netreglurnar með börnunum.“

Í

Flestir símar í dag virka eins og lófatölvur, allavega snjallsímar, og við getum ekki sett þá í hendur barns án þess að setja þeim reglur um notkunina.

síðustu viku bárust fréttir af því að síma hefði verið stolið af fimm ára barni í Smáralind. Í kjölfarið veltu margir því fyrir sér hvort algengt væri að fimm ára börn ættu yfir höfuð síma. Á Beauty tips vefnum spruttu meðal annars upp líflegar umræður um símanotkun barna. Móðir fimm ára drengsins, sem símanum var stolið af, kom svo inn í umræðuþráðinn þar sem hún upplýsti áhugasama um að síminn hefði verið gamall og án símakorts, og nýttist því sem leiktæki. Reyndar er það svo að margir foreldrar endurnýta nýta gamla síma, án símakorts, sem leiktæki fyrir börnin sín eins og einnig kom fram á fyrrnefndum umræðuþræði. En á hvaða aldri eignast börn síma í dag og þurfa börn yfir höfuð að eiga síma? Eru einhver aldursviðmið og er eitthvað sem foreldrar þurfa að hafa í huga þegar kemur að símanotkun? Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, svaraðir nokkrum spurningum Fréttatímans varðandi símanotkun barna.

Algengt að fá fyrsta símann níu ára

„Það er kannski ekki beint nauðsynlegt að krakkar eigi síma, því auðvitað komast þeir af án þess,“ segir Hrefna. „Veruleiki barna er samt sem áður ólíkur því sem var áður var og það er alls ekki óeðlilegt að þróun farsímanotkunar sé í takt við það. Auðvitað er mjög þægilegt að geta alltaf náð í börnin sín og í þeim skilningi er þetta öryggistæki.“ Varðandi viðmið um aldur þegar kemur að símanotkun segir Hrefna ekkert lágmarksviðmið hafa verið sett heldur sé foreldrum treyst til að vega og meta. „Ég veit að það eru krakkar að fá síma, og þá meina ég síma með símakorti til að nota sem síma, niður í átta ára en þeir eru samt oftast að fá síma í fyrsta sinn í kringum níu ára aldurinn. Þá eru börnin kannski búin að vera að suða dálítið lengi og þá sjá foreldrar oft í fyrsta sinn ástæðu til þess að láta þau hafa síma því þetta er aldurinn sem þau hætta í frístundinni og fara að vera meira ein, verða sjálfstæðari.“

Snjallsími eða takkasími

Mjúk og bragðgóð jógúrt með stökkum kornkúlum sem leika við bragðlaukana. Tilvalinn kostur sem sparimorgunverður, gómsætur millibiti eða ljúffengur eftirréttur.

… hvert er þitt eftirlæti?

Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.

„Við þurfum að hugsa vel um það hvort tækið hæfi aldri og þroska barnsins. Við mælum alltaf með því að börn séu ekki að fá of flókin tæki, frekar eitthvað sem dugar. Þetta eru dýr tæki og við vitum að börn eiga það til að týna hlutum. Ef við kjósum að láta þau hafa snjallsíma þurfum við að passa upp á að kynna fyrir þeim muninn á þráðlausu neti, 3G og 4G neti og að þau átti sig á því að þetta kostar peninga,“ segir Hrefna og bendir á að séu börnin nettengd sé mjög mikilvægt að fara yfir allar netreglur. „Foreldrar eru eðlilega að velta þessu mikið fyrir sér. Nú er læsi mikið í umræðunni en það líka mikilvægt að kenna börnum miðlalæsi. Við þurfum að kenna börnum að vita muninn á réttu og röngu á netinu og

-Ráðlögð tölvunotkun 10 ára barna: 30 mínútur á dag. -13 ára aldurstakmark á eftirfarandi samfélagsmiðla: Facebook, Snapchat, Instagram, Ask.FM, Tumblr. að trúa ekki öllu sem þau lesa á netinu. Sama hvort börn fái síma eða ekki þá er þetta einmitt aldurinn sem er gott að fara yfir netreglurnar með börnunum.“

Kennum börnum gagnrýna hugsun

Hrefna segir það vera skyldu foreldra að fræða barnið um það hvernig eigi að nota símann áður en það fær hann í hendurnar. „Flestir símar í dag virka eins og lófatölvur, allavega snjallsímar, og við getum ekki sett þá í hendur barns án þess að setja þeim reglur um notkunina. Það eru til ýmis forrit sem leyfa foreldrum að stilla notkunina, t.d með því að stilla á hvaða tímum dags sé hægt að nota símann og með því að stilla símann þannig að ókunnug númer geti ekki hringt í hann. En það sem er lang mikilvægast er að ræða við börnin og kenna þeim að þróa með sér gagnrýna hugsun því við getum ekki alltaf verið til staðar til að líta yfir öxlina á þeim, og eigum ekki að vera það. Börnin verða að læra að setja sér mörk og það er í raun hluti af uppeldinu að fara yfir þessi síma og tölvunotkunarmál.“

Foreldrar vakna við vondan draum

Hrefna segir foreldra eiga það til að vakna upp við vondan draum þegar börnin eru orðin það háð símunum að þau verða stöðugt að vera að tékka hvað sé að gerast og líti varla upp frá skjánum. „Við hjá Heimili og skóla höfum talað um það hversu mikilvægt er að setja upp einfaldar reglur í samstarfi við börnin um símanotkun. Til dæmis að nota ekki síma við matarborðið, að börnin fari ekki með símann í herbergið þegar þau fara að sofa heldur geymi hann frammi. Foreldrar verða að sýna börnunum að þau vilji að notkunin fari fram á ákveðinn hátt. Smám saman sér þá barnið að þetta er eitthvað sem skiptir miklu máli.“ Hrefna bendir jafnframt á að það sé ekki síður mikilvægt að foreldrar sýni viljann í verki og séu sjálfir góðar fyrirmyndir. „Við megum heldur ekki stöðugt vera að glápa á símann sjálf. Það þýðir ekkert að sækja barnið á leikskólann og horfa svo bara á skjáinn frekar en barnið. Við hvetjum líka foreldra til að fylgja fyrirmælum um aldurstakmörk sem miðlar á borð við Facebook og Instagram gefa sjálfir. Það er ástæða fyrir því að þessi aldurstakmörk eru sett. Þeir sem búa þess miðla til gera ráð fyrir því að börn undir 13 ára aldri hafi ekki þroska til að nota þá.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


Skemmtilegt spilasett fylgir þinni peningagjöf Þegar lagðar eru inn 3.000 kr. á Framtíðarreikning fylgir skemmtilegt spilasett með sex spilum. Sparnaður sem vex með barninu er tilvalin jólagjöf og spilasett að auki gerir gjöfina enn meira spennandi.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 5 - 2 4 3 3

Kynntu þér málið í næsta útibúi eða á arionbanki.is/spariland


12

fréttir

Bieber-æði yfirvofandi á Íslandi Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber vakti mikla athygli þegar hann heimsótti Ísland fyrr á árinu. Þá var hann hér við tökur á myndbandi og að hvíla sig fyrir átök vegna útgáfu nýrrar breiðskífu og tilheyrandi tónleikaferðar. Síðustu mánuði hefur hann ferðast yfir þver og endilöng Bandaríkin og Kanada og á næsta ári er komið Evróputúrnum. Bieber byrjar hann vitaskuld í Kórnum í Kópavogi, hinn 9. september á næsta ári. Justin Bieber er ein stærsta poppstjarna heims um þessar mundir eins og sést vel þegar ferill hans er skoðaður. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs hefur hann afrekað ýmislegt.

Helgin 11.-13. desember 2015

19.000 15.000.000 17 200.000.000 miðar verða í boði á tónleikana í Kórnum.

breiðskífur hefur Bieber selt um heim allan.

lög hans sátu samtímis á Hot 100 listanum.

sinnum var hlustað á nýju plötuna hans Justins Bieber fyrstu vikuna á Spotify.

44.700.000

plötur hefur Bieber selt í Bandaríkjunum þegar smáskífur og allt er talið.

73,848,325 47.537.869 71.096.417 79.893.878

like á Facebook.

fylgjendur á Instagram.

fylgjendur á Twitter.

sinnum hefur verið horft á Íslandsmyndbandið I’ll Show You á Youtube.

Ljósmynd/NordicPhotos/Getty

www.volkswagen.is

Nýr Caddy!

Kynntu þér nýjan glæsilegan Volkswagen Caddy Við kynnum til leiks fjórðu kynslóð af vinsælasta atvinnubíl á Íslandi undanfarin ár. Enn meiri staðalbúnaður, aukið öryggi og öflugri vélar eru aðeins nokkur atriði sem gera hinn nýja Caddy svo aðlaðandi. Nú kemur Caddy líka í fimm og sjö manna fjölskylduútfærslu með nálgunarvara og loftpúðum fyrir ökumanns- og farþegarými. Við bjóðum þér að líta við í sýningarsal VW Atvinnubíla og kynnast honum betur.

Nýr Volkswagen Caddy kostar frá: 2.760.000 kr. (án vsk. 2.225.806 kr.)

HEKLA býður gott úrval atvinnubíla og góða þjónustu. www.volkswagen.is

Atvinnubílar


Hljómtækjastæða

X-HM11 hlljómflutningstæki fyrir þá sem vilja einfalt og kraftmikið. Til í silfur og svörtu.

MJ532 heyrnartól. Samanbrjótanleg. Fáanleg í 4 litum.

PIX-EM-12 - 2 X 30W - CD MP3 og WMA afspilun - FM Útvarp m. 30 stöðva minni - RDS stuðningur - Tengi: USB, Audio-In, Loftnet

kr. 29.900,kr. 8.690,-

Hágæða sjónaukar með lífstíðarábyrgð. Allar gerðir í gluggakistuna, bílinn, bokpakann, ferðalagið, gönguferðina, fjallgönguna og veiðina. Vatnsheldir og niturfylltir frá 14.900,- kr. Verð frá kr. 3.990,-

kr. 23.900,-

Jóla dagar

DEH-1800UB Bíltæki FM/LW / Geislaspilari / USB / Aux

kr. 18.300,-

XW-LF1-K/W 2x40mm full range BlueTooth hátalarar m. Dynamic Range Control.

kr. 29.900,-

Gæðavörur sem gleðja og gagnast

Þessi leikjatölva hefur slegið rækilega í gegn og var kosin leikjatölva ársins 2015 af Forbes. kr. 69.900,-

Plötuspilari

Sportmyndavélar Super Mario Maker

Leikurinn þar sem þú hannar sjálfur umhverfi Mario.

kr. 46.900,-

kr. 9.900,-

NPNG útgáfa - 1080@60fps og 720p@120fps - Innbyggð WiFi tenging - Snjallforrit fyrir Android og Apple iOS 16MP ljósmyndir - LCD Skjár og losanleg 1500mAh rafhlaða - Vatnshelt hylki á 100m fylgir - Festingar og 8GB kort fylgja - Kemur í með flottri tösku.

PL-990 Reimdrifinn - Alsjálfvirkur - Innbyggður formagnari

kr. 35.900,-

Þessar vinsælu leikjatölvur eru komnar í nýrri útgáfu, með betri stjórnun, stærri skjá og öflugri. Til í nokkrum litum. Gott úrval leikja. Heimabíómagnarar. Kraftmiklir og ómótstæðilegir.

kr. 39.900,-

Verð frá kr. 55.900,-

XL: kr. 46.900,-

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800 ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

Opið virka daga kl. 10-18 og á laugardögum kl. 11-15.

ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333

Greiðslukjör Vaxtalaust í allt að 12 mánuði

OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655


14

nærmynd

Helgin 11.-13. desember 2015

Fljúgandi veðurfræðingur með takmarkaða sönghæfileika Birta Líf Kristinsdóttir vakti strax mikla athygli í sínum fyrsta veðurfréttatíma í Sjónvarpinu í nóvember í fyrra. Lífleg framkoma Birtu Lífar og brennandi áhugi á veðrinu hefur gert hana að einum allra vinsælasta sjónvarpsveðurfræðingi landsins. Facebook-síðu sem heitir Veðurlíf þar sem hún setur ýmsan fróðleik um veður og sú síða hefur mælst mjög vel fyrir. Það er aldrei neitt hálfkák hjá henni, hún tekur hlutina alla leið,“ segir einn viðmælenda Fréttatímans. „Hún framkvæmir allt sem henni dettur í hug, hvort sem það er að læra tungumál eða smíða húsgögn, og gerir það með stakri prýði. Henni finnst svakalega gaman að sinni vinnu enda er veðrið hennar stærsta áhugamál. Þegar hún er ekki að sinna því þá finnst henni óskaplega gott að taka því rólega í góðra vina- og fjölskyldufaðmi eða bara hafa það kósí með bók, hekl eða veðurkortin sér við hönd.“ Auk líflegrar framkomunnar hefur Birta Líf vakið athygli fyrir sérlega smekklegan klæðaburð í veðurfréttum RÚV, en hún á þó til að hugsa lítið um klæðaburðinn. „Hún leynir á sér, er nú alls ekki alltaf jafn elegant og hún er í sjónvarpinu og getur verið hinn mesti slugsi og hrakfallabálkur. Ég held að öllum sem þekkja hana þyki sérstaklega vænt um þessa hlið hennar,“ segir náin vinkona. „Henni finnst gott að sofa og það tekur hana alltaf dálitla stund að komast í gang á morgnana. Hún er eiginlega alveg furðulega óskipulögð miðað við hvað hún hefur afrekað og hvað hún hefur alltaf mikið fyrir stafni.“ Önnur vinkona segir Birtu Líf vera mikla prinsippkonu og sjálfskipaðan talsmann tóbaksvarna. „Hún er ekki nautnaseggur eins og vinkonur hennar og getur lifað á poppkexi með avókadó svo vikum skiptir eða látið sér nægja bakaðan lauk í kvöldmat.“ Ekki er þó þar

Teikning/Hari

B

irta Líf er sú yngri tveggja dætra Kristins Steinars Karlssonar og Kristíönu Baldursdóttur, eldri systir hennar Perla Dís er 16 mánuðum eldri. Birta Líf ólst upp í Mosfellssveit fyrstu fimm árin, flutti þaðan á Suðurgötuna í Reykjavík í tvö ár en mest af æskunni bjó hún í Bústaðahverfinu. Hún var glaðlynt og uppátækjasamt barn og það þurfti yfirleitt að banna henni hlutina oftar en einu sinni, hún reyndi alltaf aftur þótt henni væri bent á að það sem hún var að gera gæti verið hættulegt. Hún var snemma mjög ákveðin, til dæmis hafði hún ákveðnar skoðanir á því í hvaða röð hún vildi vera klædd í fötin sín áður en hún var farin að tala. Hún var ævintýragjörn, fróðleikshús og forvitin um heiminn og átján ára gömul hélt hún til Gvatemala þar sem hún dvaldi í þrjá mánuði. Ekki lét hún þar við sitja heldur hélt tvítug í reisu um Afríku, Ástralíu og Asíu ásamt vinkonu sinni og þar flökkuðu þær um í fjóra mánuði. Eftir stúdentspróf hóf hún flugmannsnám í Flugskóla Íslands enda hafði hún haft brennandi áhuga á flugi frá unglingsaldri. Lauk atvinnuflugmannsprófi 2006 og hefur flogið Boeing 757-þotu hjá Icelandair. Áhuginn á veðurfræðinni kviknaði í flugnáminu, enda skiptir veður miklu máli í fluginu og flugmenn þurfa að setja sig inn í veðurhorfur og veðuraðstæður. Þetta tvennt, flugið og veðurfræðin, hefur fléttast mjög vel saman hjá henni, hún kennir veðurfræði í Flugskólanum og skoðar flugveðrið á Veðurstofunni. „Veðurfræðin er ekki bara vinnan hennar heldur aðaláhugamálið. Hún heldur úti

Birta Líf K r istinsdóttir

Fædd 10.02.1984 Foreldrar: Kristíana Baldursdóttir og Kristinn Steinar Karlsson (látinn 2006) Sambýlismaður: Heiðar Lind Hansson

Hún er eiginlega alveg furðulega óskipulögð miðað við hvað hún hefur afrekað og hvað hún hefur alltaf mikið fyrir stafni. með sagt að Birta Líf sé ekki hress og skemmtileg og hrókur alls fagnaðar þegar þannig liggur á henni, hún sér til dæmis ekkert að því að bresta í söng við ólíklegustu tækifæri. „Sönghæfileikarnir eru reyndar ekki upp á marga fiska en hún lætur það ekki stöðva sig í að taka lagið í tíma og ótíma, sama hve margir eru viðstaddir,“ segir ein af hennar bestu vinkonum. „Hún er ótrúlega opin með margt og finnst gaman að segja hrakfallasögur af sjálfri sér en á sama tíma lokuð með ýmislegt.“ Annað sem margir nefna er áhugi Birtu Lífar á íslensku og hvað hún leggur mikið upp úr því að tala gott mál. „Hún er mikil áhugamanneskja um íslensku,

Systir: Perla Dís Kristinsdóttir Námsferill: Melaskóli, Breiðagerðisskóli, Réttarholtsskóli, Menntaskólinn við Sund, Háskóli Íslands, Flugskóli Íslands. Helstu störf: Flugmaður hjá Icelandair Vaktaveðurfræðingur á Veðurstofu Íslands Kennari í veðurfræði í Flugskóla Íslands

talar gott mál og finnst einstaklega gaman að málsháttum og orðatiltækjum. Einu sinni þegar hún var 16 ára sagðist hún hafa „riðað til falls“ og félagarnir skildu ekki hvað hún var að segja.“ Öllum sem rætt er við ber saman um að Birta Líf sé gull af manneskju, hjartahlý, trygglynd og mikil barnagæla. „Hún er mikil barnagæla og börn laðast mjög að henni. Hún er líka mjög góð við gamalt fólk, sérstaklega Karl afa sinn,“ segir einn viðmælenda. „Hún er afskaplega sjarmerandi og getur brætt hvaða hjarta sem er með geislandi brosi.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is


Notaleg jólastemning í Garðheimum

20% Afs

lÁTtur

aF nOr og jól DmaNNsþIn, s aTrésSk EríuM rAutI

yLJaðU þéR á HeiTu kaKó MeðaN þú FinNur dRauMaTréð!

vErð Frá

2.792kR

GóMsætAr JólAgjAfiR

ÏlÏ

opiÐ til kl. 22 ölL kvÖld tIl JólA ^ ¶ Í ^ ÏlÏ2 Í ^ _^ ^Ï?ÏlÏ>=9Ï<<99ÏlÏÌ^ Í ^

nIcOlaS vAhE - sToNewAlL kItCheN - hAfLiði raGnArsSoN - ofL


16

fréttaviðtal

Helgin 11.-13. desember 2015

Breytt hegðun bjargar mannslífum Bók eftir dr. Jack James, prófessor við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík, er nýkomin út. Hún heitir „The Health of Populations: Beyond Medicine“.

A

ðspurður um efni bókarinnar segir Jack James það vera áherslur í heilbrigðisþjónustu, í víðum skilningi. „Heilbrigðisþjónusta okkar í dag er að mestu leyti byggð á þeirri hugmynd að bæta megi heilsu fólks og koma í veg fyrir sjúkdóma með framförum í læknavísindum. Við hugsum minna út í ávinninginn af því að beita löggjafarvaldi og félagslegu inngripi í lífi fólks,“ segir hann. Bókin sýni fram á að þó að þessi læknisfræðilegi skilningur sé mikilvægur þá sé góð heilsa háðari þessum síðarnefndu þáttum. Hann segir vera gjá á milli þess sem sagt er til stuðnings læknavísindunum og árangrinum sem þau ná.

Gríðarleg þjáning og kostnaður af umferðarslysum

Hann nefnir dæmi. „Það hlýst gríðarleg þjáning og kostnaður af umferðarslysum á heimsvísu. Segjum sem svo að einstaklingur lendi í slíku slysi. Möguleikar viðkomandi einstaklings á bata eru mun meiri ef hann kemst strax undir læknishendur. Hér bjarga læknavísindin lífi beint fyrir framan augun á okkur og við sjáum töfra læknavísindanna með afar skýrum hætti. Þetta gæti fengið mann til að hugsa, mjög eðlilega, að læknavísindin séu besta aðferðin sem við höfum til að fást við umferðarslys og það ætti að fjárfesta þannig að

við tryggjum besta aðgengi sem völ er á að heilbrigðisþjónustu.“ Hann segir að það sé þó gagnlegt að líta á málin frá öðru sjónarhorni. „Við þurfum að skoða þá þætti sem orsaka slysin. Það er augljóst að það er aðeins örlítill hluti slysa sem rekja má til lífeðlisfræðilegra þátta. Næstum öll slys verða vegna hegðunar eins og hraðaksturs, ölvunaraksturs, farsímanotkunar, að nota ekki bílbeltið, þreytu og svo mætti lengi telja. Þetta eru atriði sem fremur auðveldlega má hafa áhrif á með löggjöf og ýmissi tækni til að stýra umferðinni. Í Svíþjóð er lægsta tíðni umferðarslysa og það sem hefur verið gert þar er hægt að gera næstum alls staðar. Þetta kæmi í veg fyrir milljónir dauðsfalla á hverju ári og margfalt fleiri meiðsli á fólki. Það er ekkert sem læknavísindin búa yfir, eða munu búa yfir í framtíðinni, sem kemur nálægt því að ná sömu niðurstöðum.“

Fjármunir í forvarnir

Jack James segir þetta benda til þess að rökrétt sé að veita meiri fjármunum í forvarnir frekar en til hefbundinnar læknaþjónustu. Þetta sé þó ekki einfalt, því þegar tilfinningar eru í spilinu sé erfitt að líta á mannslíf sem hvert annað reikningsdæmi. „Þegar við sjáum lækni bjarga mannslífi eftir hræðilegt slys vakna afar sterkar

Jack James telur að aukið aðgengi að áfengi þýði einfaldlega fleiri sjúklinga með skorpulifur. Hann segir að besta leiðin til bættrar heilsu sé að hafa áhrif á hegðun fólks.

KYNNIR MEÐ STOLTI 10 ÁRA ÚTGÁFU AF 101 ÚRINU

www.gilbert.is


fréttaviðtal 17

Helgin 11.-13. desember 2015

tilfinningar eins og þakklæti og samúð. Við sjáum aftur á móti ekki þær aðstæður þar sem lífi hefur verið bjargað með öflugum forvörnum. Þetta eru svokölluð áhrif auðþekkjanlega fórnarlambsins (e. identifiable victim effect) eins og það er skilgreint í félagsfræðunum. Þessar tilfinningar geta haft það að verkum að við gerum ekki það sem er rökrétt og nauðsynlegt að gera til að koma í veg fyrir hörmungar.“

Læknavísindin máttlítil gagnvart stórum bylgjum

Hann nefnir tíðni lífstílssjúkdóma sem dæmi um galla þess að byggja heilbrigðisþjónustu fyrst og fremst á læknavísindum. „Á sjöunda áratugnum varaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, við því að á næstu áratugum myndi bresta á faraldur sjúkdóma sem smitast ekki, eins og krabbameins, hjartasjúkdóma, sykursýki og Alzheimers. Þessi faraldur er nú viðvarandi. Það hefði ekki gerst ef læknavísindin væru eins árangursrík og við teljum þau vera.“ Tekjuhá lönd merktu lægri tíðni hjartasjúkdóma á síðustu áratugum 20. aldar. Til dæmis voru 70.000 færri dauðsföll af sökum hjartasjúkdóma í Englandi á áratugunum eftir 1980 en spáð hafði verið. „Spurningin sem vaknar er, hverju má þakka þetta? Var það nýsköpun í læknavísindum? Nýjungar í læknisfræði spiluðu þarna inn í og gáfu einstaklingum fleiri æviár en björguðu aðeins 20% þessara lífa. Hin 80% eru sögð vera vegna lífsstílsbreytinga. Helst má þar nefna að fólk dró úr reykingum og breytti mataræði, til dæmis með meiri neyslu á grænmeti og ávöxtum, og minnkaði saltneyslu. Að undanförnu hefur hægt á þessari jákvæðu þróun, sem sýnir enn fremur að læknavísindin eru máttlítil gagnvart svona stórum bylgjum.“ Jack segir flesta telja líklegt að hreyfingarleysi sé um að kenna. Til dæmis sýna nýlegar rannsóknir að 80% barna og unglinga út um allan heim mætti skilgreina sem óvirk í hreyfingu (e. physically inactive).“

reykingum, þær nefnilega skaða þá sem hafa valið að reykja ekki.“

Aukið aðgengi að áfengi þýðir fleiri sjúklinga

Jólin nálgast.

Dásamlegir dýrgripir í jólapakkann. BOSCH Blandarar

Jólaverð (svartur):

13.900

MMB 42G0B (svartur) MMB 42G1B (hvítur)

kr.

Fullt verð: 17.900 kr. Jólaverð (hvítur):

15.900

Einstaklega hljóðlátir. 700 W. „Thermosafe“ hágæða-gler sem þolir heita og kalda drykki.

kr.

Fullt verð: 19.900 kr.

*fæst hjá: Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is

BOSCH Matvinnsluvél

MCM 3110W

800 W. Tvær hraðastillingar og ein púlsstilling.

BOSCH Töfrasproti

Jólaverð:

11.900

kr.

MSM 67170

Fullt verð: 14.900 kr.

Kraftmikill, 750 W. Hljóðlátur og laus við titring.

*fæst hjá:

Jólaverð:

11.900

kr.

Fullt verð: 14.900 kr.

*fæst hjá:

Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is

Dauðsföll vegna reykinga algengari í Danmörku

Er þá ábyrgðin öll á okkar herðum? Jack segir okkur vissulega þurfa að huga að eigin hegðun en bætt heilsufar borgaranna sé jafnframt á ábyrgð sveitarfélaga, borgar- og bæjarstjórna og ríkisstjórna. „Ef við tökum reykingar til dæmis þá geta einstaklingar vissulega tekið ákvörðun um að hætta. Við búum þó í samfélagi við annað fólk og tökum ákvarðanir sem byggðar eru á því hvað er á seyði í kringum okkur. Ef ákveðin hegðun er algeng þar sem ég bý og vinn er líklegra að ég hegði mér á sama hátt. Þetta er ástæða þess að reykingabann á vinnustöðum hefur bætt heilsu fólks gríðarlega. Slík bönn hafa haft í för með sér breytingar á hegðun stórra hópa, frá því að samþykkja reykingar í það að gera þær að undantekningu.“ Tóbaksfyrirtækin börðust afar hart gegn slíkum bönnum og þau fengu sínu framgengt í Danmörku. „Þau notuðu rökin um frelsi einstaklingsins. Í Svíþjóð var annað uppi á teningnum og þveröfug stefna var tekin.“ Hvernig hefur þetta svo haft áhrif á heilsu borgaranna? „Dauðsföll vegna lungnasjúkdóma í Danmörku eru helmingi fleiri en í Svíþjóð og danskar konur eru í mestri hættu að látast úr lungnakrabbameini í Vestur-Evrópu. Þessar tvær þjóðir eru svipaðar út frá líffræðilegum þáttum, þannig að eini munurinn er þessi hegðun. Svo má alls ekki gleyma óbeinum

Miðað við það sem fram hefur komið er áhugavert að heyra skoðanir Jacks á hinu umdeilda áfengissölufrumvarpi sem til umræðu hefur verið undanfarið. Eigum við að selja áfengi í matvöruverslunum? „Það á alls ekki að breyta núverandi lögum. Ef fólk vill taka upplýsta ákvörðun um málið sem er byggð á niðurstöðum rannsókna er þetta einfalt mál. Aukið aðgengi að áfengi þýðir einfaldlega fleiri sjúklinga með til dæmis skorpulifur og meira heimilisofbeldi.“

Reyndar hafa Íslendingar tækifæri til að sýna frumkvæði á heimsvísu með því að hafa gott aðgengi að áfengi sem jafnframt er háð ákveðnum, sanngjörnum takmörkunum.

Íslendingar tækifæri til að sýna frumkvæði á heimsvísu með því að hafa gott aðgengi að áfengi sem jafnframt er háð ákveðnum, sanngjörnum takmörkunum. Að slaka á þessum skilyrðum leiðir aðeins til verra heilsufars hjá borgurunum og verri félagslegra og fjárhaglegra aðstæðna. Og það gildir fyrir alla, líka þá sem velja að drekka ekki áfengi.“ Jack James segir í bók sinni að besta leiðin til bættrar heilsu í heiminum í dag, miðað við allt sem fram hefur komið, sé að reyna að hafa áhrif á hegðun fólks. Það muni jafnframt spara pening í heilbrigðiskerfinu þegar fram í sækir. „Vísindin sýna að læknavísindin leysa ekki stór heilsufarsvandmál,“ segir hann að lokum.

Hann nefnir dæmi. „Tíðni skorpulifrar hefur fjórfaldast í Bretlandi síðan meira frelsi var gefið í sölu og aðgengi að áfengi varð meira. Eins og með reykingarnar þá er sjónarmiðið það að verið sé að vernda frelsi einstaklingsins öfugt við forsjárhygguþjóðfélag (e. nanny state). Þetta eru innantóm orð sem eru bara notuð til að styðja málstað hagsmunaaðila og hafa ekkert með heilsu almennings að gera.“ Jack er harður á þessum punkti enda segir hann erfitt að mæla gegn vísindalegum niðurstöðum. „Samkvæmt núgildandi lögum geta Íslendingar með auðveldum hætti keypt áfengi og neytt þess, þannig að ég skil ekki tilganginn með því að breyta þessu fyrirkomulagi. Reyndar hafa

Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is

BOSCH Hrærivél

MUM 4405

Hrærir, hnoðar og þeytir. 500 W.

Jólaverð:

15.900

Gigaset Símtæki

kr.

Fullt verð: 21.900 kr.

A120

*fæst hjá:

Notendavænn. Upplýstur skjár. Langur tal- og biðtími.

Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is

Jólaverð:

5.310

kr.

Fullt verð: 6.245 kr.

*fæst hjá:

BOSCH Hárblásari

PHD 5767

2000 W. Quattro-Ion tækni: Afrafmagnar hárið, gerir það mýkra og veitir því gljáa.

Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is

Jólaverð:

6.900

kr.

Fullt verð: 10.500 kr.

*fæst hjá:

BOSCH Gufustraujárn

TDA 2320

Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is

2000 W. Sóli úr ryðfríu stáli.

Jólaverð:

5.500

kr.

Fullt verð: 6.900 kr.

*fæst hjá: Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is

Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is

Hlíðasmára 3 . Sími 520 3090 www.bosch.is

TAT 6


Gott til gjafa...

18

viðhorf

Helgin 11.-13. desember 2015

LóABOR ATORíUM

LóA hjáLMTýsdóTTiR

Drive ryksuga í bílskúrinn • 1200W • 20 lítra • sogkraftur > 16KPA • fjöldi fylgihluta

7.590

Spandy 1200W Cyclone heimilsryksuga

11.990

Spandy heimilisryksugan • 1600W • mikill sogkraftur > 18KPA • Hepa filter • margnota poki

6.990

Spandy pokalaus 500w heimilsryksuga

6.990 Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Ákall um byltingu í notkun orkugjafa

V

VanTaR ÞiG auKapeninG? Dreifingardeild Moggans leitar að dugmiklu fólki 13 ára og eldri, til að bera út blöð í þínu hverfi. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi

Ögurstund í París

Vonir eru við það bundnar að lagalegt bind- mun fastar á endurheimt þessa votlendis andi þverþjóðlegt samkomulag náist um með því að moka ofan í alla óþarfa skurði loftslagsmál á loftslagsráðstefnunni sem sem skera landið þvers og kruss. lýkur í París nú um helgina. Fyrir liggja Sé litið til heimsins alls bera hinar þróuðu samþykkt textadrög til grundvallar nýju og iðnvæddu þjóðir mesta ábyrgð á ástandsamkomulagi um samdrátt á losun gróður- inu. Þær hafa notað bróðurpart þess jarðefnahúsalofttegunda á heimsvísu. Markmiðið er eldsneytis sem komið hefur upp úr jörðinni. að takmarka hlýnun jarðar við 2 gráður til Þróunarríkin geta hins vegar ekki staðið hjá næstu aldamóta. – og allra síst risaríki í örri þróun eins og IndMikið er undir en talið er að ef ekkert verð- land og Kína. Árangur næst ekki nema allir ur að gert geti hitastig á jörð- taki höndum saman. inni hækkað um fjórar gráður Áhrif útblásturs gróðurhúsalofttegunda á þeim tíma, miðað við það sem er afar sýnilegur á norðurslóðum. Við sjáum var fyrir iðnbyltinguna. Slík jöklana gefa eftir og súrnun hafsins er mikið hækkun myndi valda miklum áhyggjuefni. Þessi þróun snertir hagsmuni hörmungum en milliríkjanefnd okkar Íslendinga beint. Íslendingar ætla sér Sameinuðu þjóðanna metur að fylkja liði með Evrópusambandsþjóðunum það svo að áhrif slíkra lofts- og Noregi með því að minnka losun gróðurlagsbreytinga yrðu alvarleg, húsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030. Það Jónas Haraldsson víðtæk og óafturkræf. Sjávar- kostar í senn átak og fjármuni, en undan því borð myndi hækka vegna verður ekki vikist. Forsætisráðherra greindi jonas@frettatiminn.is bráðnunar íss, einkum á Suður- frá fyrirhuguðum verkefnum Íslendinga í skautslandinu og Grænlandi. ræðu sinni á Parísarráðstefnunni þar sem Öfgar yrðu meiri í veðri, ofurstormar, fimbul- markmiðið er að hraða minnkun kolefnisloskuldi og hitabylgjur tíðari og öfgafyllri. Vatn unar af samgöngum, fiskiðnaði og landbúnyrði ýmist of eða van, langvinnir þurrkar eða aði í samstarfi við fyrirtæki á þeim sviðum. mikil flóð. Hætt er við útbreiðslu sjúkdóma Þá stendur til að auka við skógrækt og uppvegna loftslagsbreytinganna, eyðileggingu græðslu. uppskeru og aukinni fátækt. Ástandið, þar Baráttan á heimsmælikvarða kostar líka sem barist er um vatn eða uppskeru, gæti óheyrilega fjármuni. Bandaríkjaforseti vék leitt af sér stríð og fjöldaflutninga. Það sem að því nýverið að verja þyrfti æ stærri hluta af við sjáum í dag í þeim efnum er aðeins upphaf fjármunum ríkja til þess að takast á við þann sem við blasir. slíks, fari allt á versta veg. Samfylkingin í Mosfellsbæ heldur sitt árlega vanda Árangur næst þó ekki nema til komi byltÞað er því sannkölluð ögurstund í París. aðventukvöld föstudaginn 27.undir, nóvember Við Íslendingar eigum allt eins og ing í notkun orkugjafa og horfið verði frá nýtallar aðrar þjóðir, að vel takist til. Við búum ingu jarðefnaeldsneytis. Það er hægara sagt í Þverholti 3 og hefst dagskráin kl. 20. að sönnu við hagstæðar aðstæður þar sem en gert en sá heimskunni þáttagerðarmaður við nýtum endurnýjanlega orkugjafaog tilLilja raf- á sviði náttúruvísinda, sjónvarpsmaðurinn Jón Kalman Stefánsson, Bjarki Bjarnason magnsframleiðslu og upphitunar húsa en David Attenborough, segir að þróun ódýrari Sigurðardóttir lesa upp úr nýútkomnum skáldsögum sínum. verðum eins og aðrir að leggja okkar af mörk- orkugjafa en jarðefnaeldsneytis sé lykillinn Bubbi Morthens flytur ljóð úrvar nýútkominni sinni. um. Athyglisvert – og nánastljóðabók áfall – að að því að draga úr hlýnun jarðar. Hann seglesa það í Fréttatímanum síðastliðinn föstu- ir að orku sólar vera lykilinn að lausninni, Tindatríóið flytur nokkur lög. dag að CO2 útblástur á hvern íbúa er næst- mannkynið noti aðeins brotabrot af geislunmesturog á Íslandi af Evrópuþjóðum. Megin- um sem sólin baðar jörðina á hverjum degi. Sérstakur gestur ræðumaður kvöldsins er Rannveig ástæðan er vegna framræsluskurða þar sem Til nýtingar sólarorku verði helstu vísindaGuðmundsdóttir fyrrverandi alþingismaður. votlendi er ræst fram sem veldur gríðarlegu menn jarðar að taka höndum saman svo hægt útstreymi og breytir ástandi og landsins Notaleg kvöldstund með upplestri söng. og verði að safna, miðla og geyma orku á ódýrvistkerfis þess. Enn er verið að grafa þessa ari máta en þá orku sem nú fæst með jarðvelkomnir. Brýnt er að taka efnaeldsneyti. skurði meðAllir ríkisstyrkjum.

Aðventukvöld

Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: HöskMosfellsbæ uldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


ÞIÐ ERUÐ OKKAR HVATNING! HVATNINGARVERÐLAUN ÖRYRKJABANDALAGS ÍSLANDS 2015 VORU AFHENT VIÐ HÁTÍÐLEGA ATHÖFN Á ALÞJÓÐADEGI FATLAÐS FÓLKS VERÐLAUNIN HLUTU AÐ ÞESSU SINNI: Í FLOKKI EINSTAKLINGA: Í FLOKKI FYRIRTÆKJA/STOFNANA: Í FLOKKI UMFJÖLLUNAR/KYNNINGAR:

Brynjar Karl Birgisson, fyrir Lego-verkefnið „Titanic“ og söguna „Minn einhverfi stórhugur“. Sjónarhóll, fyrir ráðgjöf og dyggan stuðning við réttindabaráttu foreldra barna með sérþarfir. Snædís Rán Hjartardóttir, fyrir baráttu sína við stjórnvöld vegna synjunar á túlkaþjónustu.

Við hjá Íslenskri getspá óskum verðlaunahöfum hjartanlega til hamingju með þessar verðskulduðu viðurkenningar.


20

viðtal

Helgin 11.-13. desember 2015

Ég var geimvera þegar ég var að byrja Ljósmyndarinn Spessi hefur haldið friðarmáltíð í Reykjavík í næstum 20 ár. Fyrir utan eitt ár sem hann dvaldi í Bandaríkjunum og hélt friðarmáltíðina þar. Hann hefur verið grænmetisæta í 34 ár og segir ástæðurnar margar. Hann er á því að heimurinn væri betri ef minna kjöt væri borðað en er þó ekkert á því að fólk eigi að hætta að borða kjöt, enda segir hann það óraunhæfa kröfu. Spessi heldur friðarmáltíðina samkvæmt venju á laugardaginn.

É

g held að þetta séu að nálgast tuttugu skipti sem ég hef haldið þessa friðarmáltíð,“ segir ljósmyndarinn Spessi. „Ég byrjaði þannig að hún Gunnhildur, sem rak um tíma veitingastaðinn Á næstu grösum, spurði mig hvort ég væri ekki til í að elda jólamat eins og ég geri heima hjá mér. Mér fannst það svolítið skemmtileg hugmynd og nafnið friðarmáltíð þýðir í rauninni bara jólamáltíð,“ segir hann. „Þannig byrjaði þetta. Þetta hélt svo áfram á þessum stað í einhver ár þangað til hann hætti. Þá fór ég með þetta í tvö ár á Pisa sem var í Lækjargötu. Svo flutti ég til Ameríku í eitt ár og hélt máltíðina þar í litlum bæ í Kansas sem heitir Frankfort. Þar búa bara 400 manns, en samt komu 100 manns í friðarmáltíðina til mín,“ segir Spessi. „Það er eins og þriðjungur Reykvíkinga myndu koma hér. Það er nokkuð gott. Þegar ég byrjaði að kynna þetta fyrir fólki þar þá leist engum á þetta. Ekkert kjöt?, spurðu allir. Eigandinn á staðnum þar sem ég hélt þetta spurði hvort ég gæti haft smá undanþágu og haft einhvern kjötrétt með í þessu,“ segir hann. „Ég hugsaði málið og þar sem þetta er þriggja rétta máltíð og yfirleitt er ítalskur bragur á þessu, þá ákvað ég að hafa einn milliréttinn kjötrétt. Sem er algengt á Ítalíu. Ég náði í Friðgeir Helgason, félaga minn, sem var kokkur í New Orleans til þess að elda kjötréttinn,“ segir Spessi. „Svo þetta gekk allt saman upp.“

Enginn að pæla í mengunarvaldinum við kjötframleiðslu

Spessi hefur verið grænmetisæta síðan árið 1981, en þá var það ekki algengt að taka slíka ákvörðun. Hann segir þó margt hafa breyst. Bæði hvað varðar úrval og afstöðu. „Maður var smá geimvera á þessum tíma,“ segir hann. „Ég hitti mann sem var grænmetisæta og ég varð svo hissa. Ég hafði aldrei pælt í því að það væri hægt. Ég þekkti ekki hugtakið og var

Þórir Bergsson og Spessi standa vaktina á friðarmáltíðinni á laugardaginn. Ljósmynd/Spessi


viðtal 21

Helgin 11.-13. desember 2015

mér mjög fjarlægt. Mér fannst samt svo margt rétt sem hann sagði mér og tveimur árum seinna var ég sjálfur orðinn grænmetisæta,“ segir Spessi. „Ég pældi aðeins í þessu fyrst og fór að fá mér að borða í matstofu Náttúrulækningafélagsins, þar sem Gló er núna,“ segir hann. „Ég vissi í rauninni ekkert ástæðu þess af hverju ég vildi prófa þetta í byrjun, en svo fór það að koma. Svo fann ég að aðalástæða þess að ég vildi ekki borða kjöt var allt dýradrápið,“ segir hann. „Það að drepa sér til matar og slíkt var eitthvað sem vakti óhug hjá mér. Þegar ég var lítill þá þótti mér ekkert gott sem ég sá fyrir mér. Svo með árunum hafa ástæðurnar hrúgast upp. Mér finnst undarlegt hvað það er lítið talað um þetta út frá náttúruverndarsjónarmiðum. Í síðustu viku, á loftslagsráðsefnunni í París, var ekkert talað um þetta. Það er enginn að tala um hvað dýraát er mikill mengunarvaldur. Kjötát er annar mesti mengunarvaldurinn í heiminum á eftir olíu, gasi og kolaframleiðslu. Það er samt enginn að berjast fyrir því að minnka kjötát í heiminum,“ segir hann. „Það mundi breyta miklu ef það væri einn kjötlaus dagur í viku, til dæmis. Ef allir íbúar Bandaríkjanna mundu sleppa einni kjúklingamáltíð, samsvarar það því að 700.000 bílar væru teknir af götunum. Orkan sem fer í það að búa til einn hamborgara er sú sama og smábíll eyðir á 20 mílna keyrslu, og það fara 2500 gallon af vatni í það að búa til hálft kíló af nautakjöti,“ segir Spessi. „Það fara samt bara 25 gallon í það að rækta hálft kíló af grænmeti, eða baunum. Pældu í bruðlinu. Þetta er hlekkur sem er óþarfur í rauninni. Mannkynið þarf ekki að borða kjöt,“ segir hann. „Það er samt ekki að fara að breytast en það er svo auðveldlega hægt að minnka þetta. Bara alveg eins og við erum að reyna að minnka eldsneytisnotkun með því að vera á sparneytnari bílum. Það er samt enginn að leggja sig fram við að auglýsa það og leggja það fram,“ segir hann. „Það eru komin samtök sem heita Meatless Monday og það er eitt af því sem hægt er að gera. Sleppa mánudögum í kjötáti. Nokkur stórfyrirtæki í heiminum hafa tekið upp á því að hafa einn slíkan dag í sínum mötuneytum og bara það er að minnka útblásturinn svakalega. Meira að segja norski herinn prófaði þetta,“ segir Spessi. „Fyrst og fremst er þetta líka bara spurning um dýravernd. Ég hef ekki hugsað til baka í öll þessi ár. Þetta var mikil frelsun fyrir mig og í grunninn er þetta rétta leiðin.“

Matseðill Friðarmáltíðarinnar 2015

Orkan sem fer í það að búa til einn hamborgara er sú sama og smábíll eyðir á 20 mílna keyrslu, og það fara 2500 gallon af vatni í það að búa til hálft kíló af nautakjöti... Pældu í bruðlinu.

VEGAN OG GLÚTENFRÍT T

Ítalskt grænmetis Ragu í Parmesan skel.

FORRÉTTUR

AÐALRÉTTUR Cannelloni fyllt með spínati, ricotta og parmesan, Steikt í Salvíu smjöri og borið fram með grænu salati.

EFTIRRÉTTUR Tiramisu frá Treviso.

Ítalskt grænmetis Ragu.

AÐALRÉTTUR Pasta Arrabiata með snöggsteiktum sveppum í hvítlauk og chilli. Borið fram með grænu salati.

EFTIRRÉTTUR Frönsk súkkulaðikaka að hætti Gunnhildar. Tiramisu (glútenfrítt)

Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is

Omeprazol Actavis

Ítalska eldhúsið heillar

– Við brjóstsviða og súru bakflæði 20 mg, 14 og 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A / A c t a v i s 5 1 1 1 4 0

Spessi heldur friðarmáltíðina á laugardaginn á veitingastaðnum Bergsson RE, sem er við höfnina í Reykjavík. Hann segir þennan viðburð hafa stækkað með hverju árinu. „Það komu um sjötíu manns á fyrstu máltíðina,“ segir hann. „Í byrjun vikunnar voru 140 manns búnir að panta svo þetta hefur þanist út. Matseðillinn hefur þróast með árunum. Fyrstu árin var ég alltaf með hnetusteik, eins og ég er sjálfur með á jólunum. Svo langaði mig að gera þetta aðeins meira veitingahúsalegt,“ segir Spessi. „Fyrir nokkrum árum fékk ég mikinn áhuga á ítalskri matargerð og það er það eldhús sem ég byggi mína matreiðslu mest

FORRÉTTUR

á,“ segir hann. „Ég hef því fært matseðilinn fyrir friðarmáltíðina alltaf meira og meira í þá áttina. Matseðillinn í ár er til dæmis alveg ítalskur og allt unnið frá grunni. Þó geri ég ennþá alltaf hnetusteik á jólunum. Í ár er ég svo með honum Þóri á Bergsson og það er í fyrsta skiptið sem friðarmáltíðin verður þar,“ segir hann. „Rosalega flottur staður og gaman að gera þetta þar. Það er skemmtileg tilviljun að Frank Sinatra hefði orðið 100 ára á laugardaginn og aldrei að vita nema það komi leynigestur af því tilefni,“ segir Spessi, ljósmyndari og kokkur.

Notkunarsvið: Omeprazol Actavis inniheldur virka efnið ómeprazól sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast „prótónpumpuhemlar“ og verka með því að draga úr sýruframleiðslu magans. Omeprazol Actavis er ætlað til notkunar hjá fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Frábendingar: Ofnæmi fyrir ómeprazóli eða öðru innihaldsefni lyfsins. Ofnæmi fyrir lyfjum sem innihalda aðra prótónpumpuhemla. Ef þú tekur lyf sem inniheldur nelfinavír (við HIV sýkingu). Varúð: Ekki taka Omeprazol Actavis lengur en í 14 daga án samráðs við lækni. Ef einkennin minnka ekki, eða ef einkennin versna, skaltu ræða við lækninn. Omeprazol Actavis getur dulið einkenni annarra sjúkdóma. Því skaltu ræða strax við lækninn ef eitthvað af eftirfarandi kemur fyrir þig áður en þú tekur eða meðan þú tekur Omeprazol Actavis: Ef þú léttist að ástæðulausu og átt í erfðleikum með að kyngja, færð magaverk eða meltingartruflanir, kastar upp mat eða blóði, hefur svartar hægðir (blóðlitaðar hægðir), ert með alvarlegan eða langvarandi niðurgang (ómeprazól hefur verið tengt við lítillega aukningu á smitandi niðurgangi), hefur verið með magasár eða gengist undir skurðaðgerð á meltingarfærum, ert á samfelldri meðferð við einkennum meltingartruflana eða brjóstsviða í 4 vikur eða lengur, þjáist stöðugt af meltingartruflunum eða brjóstsviða í 4 vikur eða lengur, ert með gulu eða alvarlegan lifrarsjúkdóm, ert eldri en 55 ára með ný eða nýlega breytt einkenni. Sjúklingar skulu ekki nota ómeprazól í fyrirbyggjandi tilgangi. Omeprazol Actavis inniheldur súkrósa. Meðganga og brjóstagjöf: Segðu lækninum frá því ef þú ert barnshafandi eða ert að reyna að verða barnshafandi áður en þú tekur Omeprazol Actavis. Læknirinn mun ákveða hvort óhætt sé fyrir þig að nota Omeprazol Actavis ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti. Skömmtun: Sýruþolnu hylkin má taka fyrir máltíð (t.d. morgunmat eða kvöldmat) eða á fastandi maga. Mælt er með að hylkin séu tekin inn að morgni dags. Venjulegur skammtur er eitt 20 mg hylki eða tvö 10 mg hylki einu sinni á sólarhring í 14 daga. Hafðu samband við lækninn ef einkennin hafa ekki horfið á þessum tíma. Nauðsynlegt getur verið að taka hylkin í 2–3 daga samfellt áður en einkennin réna. Hylkin á að gleypa með glasi af vökva. Ekki má tyggja eða mylja hylkin. Aukaverkanir: Hafðu samband við lækni strax ef eftirfarandi einkenni koma fram: Öndun verður skyndilega hvæsandi, þroti í vörum, tungu og hálsi eða líkama, útbrot, yfirlið eða kyngingarörðugleikar (alvarleg ofnæmisviðbrögð). Roði í húð með blöðrum og húðflögnun. Einnig getur verið um að ræða verulega blöðrumyndun og blæðingar í vörum, augum, munni, nefi og kynfærum. Þetta getur verið „StevensJohnsons heilkenni“ eða „eitrunardrep í húðþekju“. Gul húð, dökkt þvag og þreyta sem geta verið einkenni lifrarsjúkdóms. Algengar aukaverkanir: Höfuðverkur. Áhrif á maga eða þarma (niðurgangur, magaverkur, hægðatregða, vindgangur). Ógleði eða uppköst. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Nóvember 2015.


Stórfjölskyl Mallorca | Alicante | Tenerife | Krít

Allt að:

100.00 0 kr. b ókunarafsláttu r

TENERIFE

Compostela Beach Verð frá

22. júní - vika

82.600 kr.

Á mann m.v 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherbergi án fæðis 22. júní í viku.

MALLORCA

Iris Apartments

Verð frá

91.600 kr.

Á mann m.v 3 fullorðna og 3 börn í íbúð með 2 svefnherbergjum án fæðis 28. júní í viku.

Bókunarafsláttur gildir út desember!

28. júní - vika


ldan

Dve drau l ég í m Vins ahöll? ælus

tu gisti s t a fjöls kyld ðir un bóka st fy nar rst.

ALICANTE

KRÍT

Ambar Beach Verð frá

28. júní - vika

Orion Star

79.100 kr.

Verð frá

Á mann m.v 3 fullorðna og 2 börn í íbúð með 2 svefn-herbergjum án fæðis 28. júní í viku.

Vertu vinur VITA á Facebook www.facebook.com/vitaferdir

114.900 kr.

Á mann m.v 3 fullorðna og 2 börn í íbúð með 2 svefnherbergjum án fæðis 27. júní í 10 nætur.

VITA Skógarhlíð 12 Sími 570 4444

27. júní - 10 nætur


24

viðtal

Helgin 11.-13. desember 2015

Löndunarkallar í listagjörningi Besti vinurinn í eldhúsinu Vitamix TNC er stórkostlegur. Mylur alla ávexti, grænmeti, klaka og nánast hvað sem er. Býr til heita súpu og ís. Til í fjórum litum, svörtum, hvítum rauðum og stáli.

Með fylgir Vitamix sleif, drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 137.489,-

Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is

Ljósmynd/Hari

Heimildamyndin Keep Frozen fjallar um löndunarstarfið í allri sinni vídd og fagurfræði en leikstjórinn og myndlistarkonan Hulda Rós Guðnadóttir fylgdist með hópi löndunarmanna við störf síðastliðinn vetur. Afraksturinn er á lokastigi framleiðsluferlisins og stendur nú yfir söfnun á Karolina Fund til að klára verkið. Fréttatíminn kíkti í heimsókn niður á bryggju og fékk að elta þessa mestu töffara sjávarútvegsins alla leið niður í lest þar sem 20 gráðu frost beit fast í óvanar kinnar. Löndun er svo sannarlega ekkert grín.

Þ Flestir okkar eru þessi þögla og feimna týpa, ekki beint mikið fyrir að láta á okkur bera, meira fyrir að láta verkin tala. Keep Frozen

Jólatilboðsverð kr. 109.990,-

Gengið í Keep Frozen heimildamyndinni er samheldinn hópur og hefur kjarni hans starfað saman við löndun í yfir 15 ár. Pétur Kristinsson, fyrir miðju í gulu vesti segir óneitanlega sérstakt að vera viðfangsefni í kvikmynd en að þeim finnist gaman að leggja listinni lið.

Teymið að baki Keep Frozen eru þær Helga Rakel Rafnsdóttir framleiðandi og Hulda Rós Guðnadóttir, myndlistarkona og leikstjóri. Saman gerðu þær heimildarmyndina Kjötborg sem vann til fjölda verðlauna og var sýnd á hátíðum víða um heim auk þess sem hún hefur verið sýnd fimm sinnum á RÚV. Keep Frozen hefur þegar verið styrkt af Kvikmyndasjóði og hefur RÚV keypt sýningarréttinn. Myndin var auk þess valin úr fjölda umsókna í sérstaka kynningu á Nordisk Panorama hátíðinni í Malmö. Hægt er að lesa sér til um og styrkja Keep Frozen – The Documentary á Karolina Fund.

að eru allskonar týpur í löndun,“ segir Pétur Kristinsson verkstjóri sem hefur unnið við löndun í 23 ár. „Þetta blandaður hópur af háskólamenntuðu fólki og verkafólki og hér er líka mikið um Pólverja. Sjálfur er ég búinn að vera hér síðan ég ákvað að taka mér pásu frá háskólanámi. Stefnan var að vinna í einhvern tíma til að safna fyrir íbúð en svo var vinnan að gefa fullt af pening og hér er ég enn. Kjarninn í þessu gengi hefur unnið saman í yfir 15 ár og það er mjög góður mórall.“

Töffararnir sem massa aflann

„Það sem við eigum allir sameiginlegt er að við viljum leggja mikið á okkur. Við erum eiginlega mestu töffararnir í sjávarútveginum því við erum mennirnir sem erum að leggja alla vinnuna á okkur, við erum að massa aflann sem sjómennirnir taka niður í skipin. Við vinnum oftast nær frá sjö til sjö en það getur líka verið frá sex til níu. Vinnan felst í því að ná í aflann ofan í lestar þar sem hann er allur í kössum og koma kössunum upp á land. Frostið í lestunum er um 20 gráður og þetta eru svona 2530.000 kassar sem hver um sig vegur svona 25 til 30 kíló. Þetta er því erfiðisvinna og það er slysahætta svo það er mikilvægt að allt sé gert rétt og örugglega.“

Til í allt fyrir bjór

Aðspurður um hvernig það sé að vera viðfangsefni í heimildamynd segir Kristján það óneitanlega vera mjög sérstakt. „Flestir okkar eru þessi þögla og feimna týpa, ekki beint mikið fyrir að láta á okkur bera, meira fyrir að láta verkin tala. En svo á einhverjum tímapunkti þá hættum við að spá í myndavélarnar

og þá náðust upptökur af okkur að rugla og bulla saman.“ Auk þess að vera viðfangsefni í heimildamyndinni Keep Frozen munu nokkrir verkamannanna taka þátt í gjörningi Huldu Rósar leikstjóra í Leipzig í lok janúar. Gjörningurinn, sem nefnist Keep Frozen part three, mun standa yfir í 48 klukkustundir. Kristján segir gengið sitt eiga eftir að standa sig vel þar eins og í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur. „Það fóru nú nokkrir strákanna á eitthvert kaffihús um daginn að flytja ljóð og það var hluti af listagjörningi hjá Huldu Rós líka. Það eru allir mjög jákvæðir í garð listarinnar í þessum hóp. Þeir eru líka til í allt ef þeir fá bjór.“

Túristarnir sýna löndun líka áhuga

Kristján segir að áhuginn á löndunarstarfinu hafi komið úr fleiri og ekki síður óvæntum áttum en listaheiminum. „Þessi vinna er þess eðlis að við þurfum að vera á lokuðu svæði og þess vegna er eiginlega þægilegra að vinna hér á Skarfabakka en í miðbænum. En þegar við erum að vinna í miðbænum, stundum á fullu með tvo eða þrjá lyftara í einu og hraðinn er mikill, eiga túristar það til að vappa í kringum okkur. Um daginn kom full rúta af og allir fóru út að mynda. Þetta getur nú bara verið hættulegt. En það er samt synd að skipin séu að hverfa úr bænum. Ég man eftir því þegar ég fór sem lítill strákur með afa niður á höfn að fylgjast með togurunum landa úti á Granda, kranar og öskrandi fólk og vörubílar voru heillandi fyrir lítinn strák. Þetta er spennandi heimur.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


25%

20-40%

afsláttur

Öll Electrolux smáraftæki

afsláttur af öllum vörum frá

RUSSELL HOBBS

28% afsláttur

20-25%

afsláttur

Öll búsáhöld

Úrval verkfæra á frábæru tilboði!

8.874 kr 14.790

4.868 kr 6.490

Kaffivél Legacy

Hraðsuðukanna

kr Litaðir eldhúshnífar í gjafaöskju

1840125

1829123

2007433

kr

kr

ELOISE EEWA3100, 1,5 ltr

Stál,10 bollar.

9.995 kr 13.995

5.599 kr 6.999

kr

Hleðsluborvél

EPC12CAB 12V, 2 rafhlöður

5 stk litaðir hnífar

5245999

JÓLAGJAFIR TILBOÐSDAGAR mikið úrval allt að 40% afsláttur

ÚRVAL SNJÓSLEÐA Á FRÁBÆRU VERÐI!

25%

24%

afsláttur

afsláttur

5.495 kr 7.257 kr

Skrúfvél

18.990 kr 23.999 kr

Beka Pottasett 3stk.

KC36LN 3.6V

Með loki, 16/20/24 cm

5246014

20% afsláttur

2006789

8.990 kr 11.990 kr

3.690kr

Eldhúshnífar

Snjósleði Sea Lion Sterkur sleði úr plasti

5 stk í standi

3900023

2007432

Matarstell Aida 66 stk sett

40% afsláttur

7.134 kr 11.890 kr

Aroma með öllum diskum, bollum, hnífapörum og glösum.

9.990 kr 12.990 kr

23%

afsláttur

Stál,

4.972 kr 35.995kr 47.995 6.215

1840127

27.995 kr 36.995 kr

kr

kr

Remington hárblásari Pro Air 2200W 1804537

24%

afsláttur

20% afsláttur

Brauðrist Legacy

afsláttur

25%

2007331

Hleðsluborvél DS18DJL

100 fylgihlutir. 18V, 2 stk 1.5 Ah Li-ion rafhlöður. Hersla 52 Nm 5246782

Fleiri jólagjafahugmyndir á husa.is Taktu þátt í Jólagjafaleik Húsasmiðjunnar á Facebook

Hleðsluborvél DeWalt

18V, 1.3 Ah, 42Nm DCD771C2 5159043

Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl, úrval getur verið mismunandi milli verslana.

H L U T I A F BY G M A


26

bækur

Helgin 11.-13. desember 2015

Eins og að vera sjómannskona Vinsælir rithöfundar eru undir miklu álagi á þessum tíma árs, það eru upplestrar, fjölmiðlaviðtöl og ferðalög endalaust til að kynna bókina sína. Fyrir nú utan allt stressið sem því fylgir að bíða eftir dómum og sölutölum. Heimilishald, barnauppeldi og jólaundirbúningur lendir því óhjákvæmilega að mestu leyti á herðum maka þeirra. Fréttatíminn forvitnaðist um hvernig nokkrum mökum rithöfunda liði í flóðinu. Björk Jakobsdóttir leikkona

Alltaf alein í IKEA Maki: Gunnar Helgason „Ég er alveg að bugast,“ segir Björk Jakobsdóttir, eiginkona Gunnars Helgasonar, með dramatísku andvarpi þegar hún er spurð hvernig henni líði. „Þetta er náttúrulega mjög skrítinn tími að vera maki rithöfundar á. Það brestur allt á um miðjan nóvember, allar bækur komnar út og það þarf að lesa upp í öllum skólum. Svo er einhver hefð fyrir því að höfundar þeytist um allar jarðir til þess að lesa í allt frá saumaklúbbum til stórhátíða, bruna út á land og verða þar veðurtepptir, verða alveg himinglaðir að fá að árita fjórar bækur í Vík í Mýrdal og keyra svo til baka. Þetta er náttúrulega bilun.“ Þetta er fimmta árið í röð sem Gunnar gefur út bók fyrir jólin og Björk viðurkennir að það hafi tekið hana nokkur ár að sætta sig við það að hann væri bara nánast ekki til staðar í desember. „Þetta er örugglega svipað og að eiga maka sem vinnur í verslun, allan desember í vinnunni, maður lærir smám saman að lifa með því. Ég viðurkenni að fyrstu árin fór ég stundum í netta fýlu yfir því að þurfa að gera allt ein, fara alein í IKEA og fá mér smörrebröd, kaupa allar jólagjafir ein, labba Laugaveginn til að upplifa jólastemningu – ein! En ég er eiginlega alveg hætt því. Hringi bara í mömmu eða einhverja vinkonu og fæ þær með mér ef ég er að gefast upp á einsemdinni. Þannig að þetta eru held fyrstu jólin sem ég röfla

ekkert. Búin að gera mér grein fyrir því að þetta er eins og að vera sjómannskona, vertíðin gengur yfir og þetta er bara spurning

um að láta þetta ekki setja sig úr jafnvægi.“ Þessa vertíðina er ástandið enn verra en áður því yngri sonurinn á heimilinu, Óli

Gunnar, er einnig með bók í flóðinu og eldri sonurinn er í Nepal. „Þannig að ofan á allt annað sér kellingin ein um jólaþrifin þessi

jól, er að breytast í mömmu klikk og sér engan tilgang í að eiga ungling!“ segir Björk glottandi.

Þórarinn Leifsson rithöfundur

Lífvörður, rukkari og bílstjóri Maki: Auður Jónsdóttir

Ljúf og falleg saga um einmana kanínu sem ákveður að byggja brú í von um að finna vini hinum megin við lækinn. Bergrún Íris hlaut tilnefningu til Norrænu barnabókaverðlaunanna fyrir bókina Vinur minn, vindurinn.

„Maður er bara í hlutverki lífvarðar, rukkara, bílstjóra og alt mulig mands,“ segir Þórarinn Leifsson, eiginmaður Auðar Jónsdóttur, spurður hvaða hlutverki maki vinsæls rithöfundar gegni í jólabókaflóðsbrjálæði höfundarins. „Reyndar er ég ekki alfarið í hlutverki bílstjórans því við erum með fjögurra ára barn og reynum því oft að leysa transportsmál hennar öðruvísi. Auja er nefnilega ekki með bílpróf, hún missti það viljandi með því að keyra á vegg á Flateyri á fylliríi. Það hefur ekki komið fram í neinni af bókum hennar.“ Þórarinn segir að í desember gangi hann bara út frá því að vera með syninum á kvöldin þar sem móðirin sé oftast að lesa upp einhvers staðar úti í bæ. „Ég þori ekkert að lofa því að hitta strákana á barnum á kvöldin á þessum tíma. Það er þó rétt að það komi fram að síðan bókin hennar Auðar kom út hef ég farið bæði til Færeyja og Ítalíu vegna eigin útgáfumála, svo það er ekki eins og ég hafi verið í einhverjum þrælabúðum hjá henni.“

Þórarinn og Auður búa í Berlín og eru í lánsíbúð í Reykjavík á meðan flóðið gengur yfir, það er því kannski ekki mikil áhersla á að undirbúa sjálfstætt jólahald, eða hvað? „Ég veit ekki hvað við göngum langt í jólahaldinu,“ segir Þórarinn. „Þetta fer að róast hjá henni á Þorláksmessu og hún er mjög mikið jólabarn þannig að það er aldrei að vita upp á hverju við tökum.“ Þórarinn segir jólabókaflóðið geta verið mjög taugatrekkjandi eins og hann þekki á eigin skinni sem rithöfundur en þessi vertíð hafi gengið svo vel hjá Auði að það hafi slaknað mikið á taugakerfinu. „Þetta hefur gengið óvenju vel, engin áföll, ekkert stress og enginn ættingi sem hefur móðgast. En þetta er búin að vera mikil vinna hjá henni, upplestrar, fjölmiðlaviðtöl og ferðalög, en það er ekkert álag á mig þannig séð. Við erum náttúrulega eins og fótboltaþjálfarar hvort annars og orðin mjög flink í því að peppa hvort annað upp og vera til staðar.“ Framhald á næstu opnu



28

bækur

Helgin 11.-13. desember 2015

Egill Þórarinsson skipulagsfræðingur

Ákveðinn forsendubrestur að segja ekki frá skrifunum Maki: Hildur Knútsdóttir „Maður veit það fyrirfram að maður þarf að vera einn heima með börnin ansi mörg kvöld í nóvember og desember, ég bóka mig ekki í neitt í desember nema ræða við Hildi fyrst, en það er nú ekkert voðalegt mál,“ segir Egill Þórarinsson, sambýlismaður Hildar Knútsdóttur. „Hún er heldur ekki með bílpróf þannig að ég þarf að skutla henni hingað og þangað, elda fyrir hana og hugga ef það gengur illa, en það hefur nú ekki komið til á þessari vertíð þar sem hún er komin með tilnefningar bæði til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna. Maður er aðallega að óska henni til hamingju og samgleðjast þessa dagana.“ Spurður hvort jólaundirbúningur fari nokkuð fram fyrr en á Þorláksmessu segir Egill ekki vera mikla áherslu á hann á þeirra heimili. „Ég veit ekki hvort við einu sinni bökum nokkuð fyrir jólin, en ef það verður gert þá geri ég það. Ég geri ráð fyrir að ég beri hitann og þungann af þeim jólaundirbúningi þetta árið, en það er nú ekki mikið mál.“ Egill segist nú ekki hafa leitt hugann að því að jólabókaflóð gæti haft áhrif á sambandið þegar þau Hildur byrjuðu saman. „Við erum búin að vera saman í rúm tíu ár og þá var hún ekkert byrjuð að gefa út bækur þannig að það kom ekki til að maður leiddi hugann að því. Þetta er náttúrulega ákveðinn forsendubrestur í sambandinu að koma svona aftan að manni með það,“ segir hann og hlær. „En svona í alvöru þá er þetta auðvitað hellingsvinna,

endalausir upplestrar og uppákomur. Helgarnar eru meira og minna undirlagðar af því.“ Spurður hvernig dætrunum tveimur finnist þessi tími, segir Egill að sú yngri sé nú ekki nema tæplega eins árs þannig að hún tjái sig ekki mikið um það. „Sú þriggja ára virðist ekki kippa sér upp við þetta heldur, enda ekki neinn heimsendir í gangi þótt mamma sé ekki heima nokkur kvöld í viku.“ Egill kannast ekki við það að þurfa að vera í hlutverki lífvarðar þegar þau Hildur fara út á meðal fólks. „Lesendur eru ekki

mikið að láta skoðanir sínar á bókum hennar í ljós nema á sérstökum bókasamkomum, sem er hið besta mál. Eitt af þeim verkefnum sem ég hef er hins vegar að segja henni hvar skólarnir sem hún á að lesa upp í eru og sýna henni þá á korti svo hún rati. Hún er ekki með bílpróf og ratar ekki vel með strætó á ókunnum slóðum úti í úthverfum og ég er auðvitað í vinnunni á þeim tíma sem skólaupplestrar fara fram. Þannig að ef ég ætti að úthluta sjálfum mér einhverjum titli í þessu samhengi þá væri það leiðsögumaður.“

Elma Stefanía Ágústsdóttir leikkona

Jólin mega vera alls konar Maki: Mikael Torfason „Þetta er fyrsta bókin sem Mikki gefur út síðan við kynntumst og því ný reynsla fyrir mig að vera í þessari stöðu,“ segir Elma Stefanía Ágústsdóttir, eiginkona Mikaels Torfasonar. „Mér finnst mjög gaman að fá að kíkja inn í þennan heim og mér finnst rosalega margt fallegt við þetta. Það var stór stund að fá bókina úr prentun og eins finnst mér gaman að fara með honum á upplestrarkvöld þar sem eru fleiri höfundar. Þar opnast nýir heimar.“ Elma Stefanía kannast ekki við að stress fylgi þessum tíma í lífi rithöfundarins. „Nei, það finnst mér ekki. Við hjónin höfum gengið í gegnum alls konar tímabil, meðal annars þegar hann var ritstjóri, og það er miklu harðari heimur.“ Sjálf er Elma Stefanía að æfa í Virginiu Woolf í Borgarleikhúsinu alla daga en hún segir samt nægan tíma gefast til að undirbúa jólin. „Við finnum allavega út úr því,“ segir hún og hlær. „Það er held ég eins hjá öllum. Maður verður bara að minna sig á að það þarf ekkert að gera allt, jólin mega vera alls konar.“

Börnin í fjölskyldunni eru fjögur, það yngsta sex ára, og Elma segir áhersluna liggja á því að gera hluti með þeim. „Það er búið að setja upp nokkur ljós og baka piparkökur og sörur, þetta er allt að koma. Mikki er nú ekki stressaðri en svo að það var hann sem stóð fyrir piparkökubakstrinum.“ Elma Stefanía lék eitt aðalhlutverkið í jólasýningu Þjóðleikhússins í fyrra og hún segir töluvert öðruvísi stress fylgja því að vera með bók. „Það er auðvitað alltaf stress fyrir frumsýningu og útgáfupartíið er frumsýning bókarinnar þannig að því fylgdi dálítið stress. Það verður allt betra þegar frumsýningin er yfirstaðin og það er hægt að fara að fylgja listaverkunum eftir. Það er auðvitað líka stressandi að bíða eftir dómum og viðtökum, en Mikki hefur fengið rosagóða dóma fyrir þessa bók en hann er mjög brynjaður fyrir allri umræðu, hefur þurft að vera það í gegnum árin, þannig að ég vona bara að hann taki allt þetta hrós inn. Hann á það skilið.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is


FALLEG NÁTTFÖT Á FRÁBÆRU VERÐI

Hægt að snúa við

3.540kr

Allt úrval fæst í Kringlunni. Minna úrval í öðrum verslunum.

st. 18/24mán - 5/6ára

3.540kr

st. 2/3 - 6/7ára

1.960kr

st. 1mán - 18/24mán

Finndu okkur á

3.940kr

st. 4/5 - 8/9ára

4.930kr

st. 3/4 - 11/12ára

4.430kr

st. 18/24mán - 5/6ára

3.840kr

3.940kr

st. 5/6 - 13/14ára

5.420kr

st. 5/6 - 13/14ára

3.840kr

st. 18/24 - 6/7ára

3.540kr

st. 6/7 - 12/13ára

st. 5/6 - 11/12ára

3.940kr

st. 18/24 - 6/7ára

2.750kr

st. 20/22 - 28/29

2.750kr

st. 21/22 - 28/29

Kringlan, Skeifan, Spöng, Garðabær, Borgarnes, Njarðvík, Selfoss og Akureyri.




32

viðtal

Helgin 11.-13. desember 2015

Næsta mynd verður framsóknarlessudrama Grím Hákonarson, leikstjóra Hrúta, óraði ekki fyrir velgengni kvikmyndarinnar í upphafi enda þótti hugmyndin, um sauðfjárbændur sem talast ekki við, alls ekki sexí í framleiðsluferlinu. Grímur hefur búið í ferðatösku og tekið við verðlaunum frá því að myndin var frumsýnd og segist enn vera að venjast því að vera sá gæi. Það sé gott að vera kominn heim, í smá stund, þó lífið við sundaugarbakkana í Hollywood sé svo sem ekkert slæmt. Þegar er hafin vinna við næstu mynd sem mun ekki fjalla um karlmenn í krísu heldur konu sem brýst undan hlekkjum hjónabandsins.

G

rímur Hákonarson leikstjóri rennir í hlaðið á Kaffivagninum á sanseruðum fólksbíl, sem honum hefur tekist að festa tvisvar á leið sinni vestur í bæ úr Kópavogi. Þessi færð er ekkert grín en kannski er hún sérstaklega erfið fyrir mann sem er nýkominn af sundlaugarbökkum Hollywood-hæða. Frá frumsýningu Hrúta hefur kvikmyndin farið sigurför um heiminn

Jólagjöfin fæst í KRUMMA Gott handrit er lykill að góðri bíómynd segir Grímur Hákonarson leikstjóri. Ljósmynd/Hari

Dúkkuvagnar

Frá 16.800.-

frá

Kru

a

mm

Lestarsett Safari 5.235.-

Gönguvagn með kubbum 11.590.-

Opið mán. - föst. 8:30 - 19:00 og 10 - 18 um helgar facebook.com/krumma.is krumma.is Gylfaflöt 7

112 Reykjavík

... dálítið lýsandi fyrir þessa íslensku sjálfstæðishugsun. Að vilja frekar standa á eigin fótum en að þiggja hjálp. En svo kemur í ljós að hversu þrjóskur sem þú ert þá þurfum við á endanum á hvert öðru að halda.

og Grímur því búið í ferðatösku frá því í haust. Þegar við hittumst eru verðlaunin orðin tuttugu og ein, þar á meðal hin virtu Un Certain Regard verðlaun í Cannes. Næst á dagskrá er að mæta til Berlínar þar sem Hrútar er tilnefndir til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. En Grímur virðist sáttur við að vera kominn heim, hvað sem Hollywood og heitari löndum líður.

Frumsýningu frestað vegna hryðjuverkanna

„Ég var núna síðast í París þar sem átti að frumsýna myndina mánudaginn eftir hryðjuverkin en því var öllu frestað. Svo átti ég að fara beint á hátíð í Ísrael í framhaldinu en ég var bara ekki í stuði fyrir að vera að flögra um þetta svæði og það kom upp einhver heimþrá í mér,“ segir Grímur þegar við höfum fengið okkur sæti með útsýni yfir bátana sem varla sést í fyrir snjó. „Ég hef ennþá gaman af þessu því mér finnst alltaf gaman að tala um myndina, ég held ég fái aldrei leið á því,“ segir Grímur aðspurður um tilfinninguna sem fylgi velgengninni. „Kannski því hún er svo persónuleg og stendur nálægt mínu hjarta. En mér líður samt líka dálítið eins og stjórnmálamanni því ég er allan daginn í viðtölum og að taka í spaðann á fólki og halda ræður. Mér líður stundum eins og ég sé umboðsmaður íslensku sauðkindarinnar. Það var alls ekkert hluti af námsskránni í kvikmyndaskólanum að vera þessi gæi.“

Þurfum á hvert öðru að halda

Hrútar fjallar um tvo bræður sem eru sauðfjárbændur og búa hlið við hlið en

sem hafa ekki talast við í áratugi. Þegar svo kreppir að vegna riðuveiki í dalnum reynir á samband þeirra á nýjan leik. „Þetta er saga sem pabbi sagði mér af tveimur bræðrum sem þurftu að deila landi en sem töluðust ekki við í 40 ár. Svo þekkti ég fólk sem lenti í því að fjárstofninn var skorinn niður vegna riðuveiki og þá upplifði ég hversu mikið sálrænt áfall það getur verið. Svo ég ákvað að fletta þessu tvennu saman. Þegar ég svo fór að skoða svona nágrannaerjur betur komst ég að því að þær eru frekar algengar og mér finnst þær vera dálítið lýsandi fyrir þessa íslensku sjálfstæðishugsun. Að vilja frekar standa á eigin fótum en að þiggja hjálp. En svo kemur í ljós að hversu þrjóskur sem þú ert þá þurfum við á endanum á hvert öðru að halda,“ segir Grímur.

Ekki mikið fyrir kindur sjálfur

Líkt og með mörg góð listaverk er myndin opin til allskonar túlkunar og segir Grímur hafa verið sérstaklega gaman að sjá hversu ólíkan skilning fólk leggi í myndina. „Mér finnst merkilegt að fólk út í heimi skuli tengja við mynd sem er svona mikið lókal. Sérstaklega fannst mér áhugavert að heyra frá einum sem sá deilur Ísraela og Palestínumanna í bræðrunum. Gummi, bróðirinn sem átti landið var Ísraelsmaðurinn en Kiddi var reiði Palestínumaðurinn. Annars finnst mér fyndnast hvað Bandaríkjamenn eru uppteknir af hundinum. Þeir eru alltaf að spyrja út í hann, hvað hafi eiginlega orðið um hann, á meðan Evrópubúar pæla meira í kindunum,“ segir Grímur. Framhald á næstu opnu


Jólatilboð 10.– 16. desember

3 fyrir 2 tilboð á vinsælustu vörunum í verslunum okkar og vefverslun. Gifts of Nature, fallegur kassi með endurnærandi maskaþrennu, fylgir með.

Gifts of Nature Ísköld þrenna


GAMAN SAMAN

34

viðtal

Helgin 11.-13. desember 2015

í sólinni með Gaman Ferðum!

Tenerife Noelia Sur **** Frá:

126.500 kr.

Ferðatímabil: 12.-19. janúar ‘16. Verð á mann miðað við 2 saman í herbergi. Innifalið er flug, skattar, gisting með hálfu fæði og 1 taska 20 kg. Grímur Hákonarson leikstjóri hefur búið í ferðatösku síðastliðna mánuði og finnst gott að vera kominn heim í snjóinn. Það er þó stutt stopp því um helgina fer hann til Berlínar þar sem Hrútar er tilnefndir til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Ljósmynd/Hari

Tenerife Apartamentos Aguamar *** Frá:

77.800 kr.

Ferðatímabil 6.-13. febrúar ‘16. Verð miðað við 4 saman í íbúð. Innifalið er flug, skattar, gisting og 1 taska 20 kg. Verð frá 99.800 kr miðað við 2 saman í íbúð.

En skyldi hann sjálfur vera hrifinn af kindum? „Nei, ég get nú ekki sagt það. Foreldrar mínir eru bæði úr sveit og ég var í sveit hjá afa sem krakki og hann átti kindur og kýr. Svo vann ég líka sem vinnumaður í sveit en ég get ekki sagt að ég hafi verið neitt brjálæðislega góður starfskraftur, því ég var alltaf dálítið borgarbarn. Margir halda að ég sé örugglega með kindur í bílskúrnum en ég er ekkert sérstaklega hrifinn af kindum. Þó ég verði nú að viðurkenna að þegar ég keyri um landið í dag og sé kindur þá fer ég ósjálfrátt að pæla í bakvöðvunum.“

Galdurinn við velgengni íslenskra kvikmynda

Kanarí Marina Suites **** Frá:

89.900 kr.

Ferðatímabil: 16.-23. apríl ‘16. Verð miðað við 2 fullorðna og 2 börn. Innifalið er flug, skattar, gisting og 1 taska 20 kg. Verð frá 124.900 kr. miðað við 2 saman í íbúð.

Kanarí Ifa Buenaventura *** Frá:

99.100 kr.

Ferðatímabil: 5.-12. mars ‘16. Verð miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára). Innifalið er flug, skattar, gisting með hálfu fæði og 1 taska 20 kg. Verð frá 114.100 kr miðað við 2 saman í herbergi.

Gaman Ferðir fljúga með WOW air / www.gaman.is / gaman@gaman.is

stelpnanna voru að sama skapi um konur, en ekki eingöngu. Ég fór að hugsa um þetta og spyrja strákana hvort hugmyndin gæti ekki verið áhugaverðari ef það væri kona í aðalhlutverki, en það var ekkert að síast inn. Ég veit það ekki, en að einhverju leyti vilja kynin örugglega segja sögur um sinn raunveruleika og kannski þarf átak til að brjótast út úr því,“ segir Grímur og grínast með að hann hafi væntanlega gerst sekur um þá synd að gera einhverja mestu karlamynd Íslandssögunnar með Hrútum. „En það vill samt svo til að næsta myndin mín verður um konu. Ég hef verið að velta fyrir mér hinni íslensku húsmóður, sem býr úti á landi. Enn þann dag í dag er frekar algengt að konan Gr ímur vinni heima og að karlinn skaffi. AðalpersH á kona r son ónan er húsmóðir úti á landi sem giftist ung og byrjaði ung að eiga börn, sem er Aldur og mjög algengt á Íslandi. Hún menntar sig fyrri störf: ekki og fær ekki tækifæri til að finna út 38 ára. Hefur hvað hana langar að gera í lífinu. Svo þegar börnin eru farin að heiman þá finnur hún alltaf unnið við sjálfa sig, kynnist annarri konu og brýst út kvikmyndagerð. úr hlekkjum hjónabandsins, ef svo má að Hverfi og orði komast. Ég kalla þetta „framsóknarmenntun: lessudrama“ og það mun gerast í litlu og Stoltur Kópafremur íhaldssömu samfélagi úti á landi.“ vogsbúi sem

Fleiri íslenskar kvikmyndir sópa til sín verðlaunum á virtum hátíðum, nú síðast Fúsi og Þrestir, og norræn kvikmyndagerð og sjónvarpsefni eru að slá í gegn. Finnst þér þú vera hluti af einhverskonar nýbylgju? „Það er ekkert í gangi eins og var til dæmis með dogma hér um árið, ekkert manifesto eða skipulögð samtök. En kannski er ákveðin kynslóð af kvikmyndagerðarfólki að koma upp. Það eina sem þessar myndir, þ.e. Hrútar, Þrestir og Fúsi, eiga kannski sameiginlegt er að þetta eru einfaldar samtímasögur. Mannlegar myndfór í MH og Gæti vanist loftslaginu í Hollywood ir sem láta ekki mikið yfir sér. Kannski er svo til Prag ástæðan fyrir velgengni þeirra sú að við Myndin, sem mun heita Héraðið og í kvikmyndagerð. erum ekki að reyna að gera neinar HollyGrímur segir vera þá síðustu í landsbyggBúsetustaða: wood-myndir heldur viljum við segja sögur ðaþríleiknum sínum, Hvellur, Hrútar og „Ég hef aldrei af venjulegu fólki. Þær eru látlausar og líka Héraðið, verður gerð af sama hópi og vann nennt að kaupa frekar ódýrar,“ segir Grímur. að Hrútum. „Við Grímar, framleiðandi mér íbúð svo Aðspurður hvernig það sé hægt, að gera Hrúta, erum orðnir eins og tvíhöfða þurs ég bý bara í góðar myndir fyrir litla peninga, segist og vinnum rosalega vel saman. Grímar á ferðatösku eins Grímur hafa fengið þá spurningu ansi oft mjög mikinn heiður af Hrútum því hann og er, og er út í heimi. setti saman þennan góða hóp af fólki sem einhleypur og „Ég held að gott handrit sé lykill að góðri skapaði myndina. Í mínum fyrri myndum barnlaus.“ bíómynd. Við erum náttúrulega söguþjóðvantaði kannski aðeins upp á mannleg Uppáhaldsin, það þarf ekkert að gera lítið úr því. Það samskipti en í Hrútum small allt saman kvikmynd er mikil bókmenntahefð á Íslandi og það svo mér finnst vera rökrétt framhald að allra tíma: er kannski lykillinn að þessu. Skýringin næsta mynd verði gerð af sama fólki,“ segir Bicycle Thieves er allavega bókað ekki sú að verið sé að Grímur sem er kominn með umboðsmann eftir Vittorio De dæla fullt af peningum í kvikmyndagerð. í London og Hollywood sem vilja ólmir Sica. Íslenskar kvikmyndir eru að meðaltali þrekoma honum í erlend verkefni. Hann hefur falt ódýrari en á hinum Norðurlöndunum. þó ákveðið að bíða með báðar fætur á ísEftir hrun var framlagið til kvikmyndalenskri jörðu til að byrja með. gerðar skorið niður um 35%, svo kom „Það eru mjög freistandi tilboð í gangi vinstri stjórnin og tvöfaldaði það til baka en svo kom en ég er mjög ánægður með þá ákvörðun að fylgja nýja hægri stjórnin og skar aftur niður um 40%. Svo Hrútum eftir og gera aðra mynd í svipuðum anda hér það hafa verið miklar sveiflur en við stöndum eftir allt á Íslandi, með sama fólkinu. Svo er líka gaman að vera saman á sama stað og við vorum fyrir 10 árum.“ hluti af þessari íslensku nýbylgju. Reyndar var líka mjög gaman að vera í Hollywood og hitta allskonar Karlar í krísu og framsóknarlessur flotta framleiðendur. Það er líka svo þægilegt loftslag þarna úti, alltaf gott veður. Ég viðurkenni að mér Þessar kvikmyndir eiga það líka sameiginlegt að þær fannst ekkert leiðinlegt að vera á fimm stjörnu hóteli fjalla um karlmenn. Sumir vilja meina að nú sé komið og tjilla mér við sundlaugarbakkann á morgnana með nóg af kvikmyndum um karla í krísu, þrátt fyrir að „smoothie“ í annari og New York Times í hinni. Það þær séu afbragðsgóðar. Hvað finnst þér um það? væri alveg hægt að venjast því. Og þó, ætli maður „Já, ég tók eftir því þegar ég var að kenna í kvikfengi nú ekki leið á því til lengdar.“ myndaskólanum, þar sem meirihluti nemenda eru karlkyns, að strákarnir voru mjög uppteknir af Halla Harðardóttir gaurasögum. Hugmyndirnar snerust allar í kringum eitthvað sem tengdist einhverjum gaur. Hugmyndir halla@frettatiminn.is


PIPAR \ TBWA

SÍA

Gefðu fallega hönnun úr Módern

Góð hönnun gerir heimilið betra Við leggjum mikinn metnað í að bjóða aðeins vandaðar vörur og tefla fram því besta í evrópskri hönnun. Úrvalið einkennist af fallegri og fjölbreyttri hönnun sem stenst tímans tönn. Markmið okkar er að aðstoða viðskiptavini við að fegra heimili sín. Urbania kertahús frá Kähler / Verð frá 5.290 kr.

Omaggio vasar / Verð frá 3.890 kr.

Kastehelmi krukkur / Verð frá 3.890 kr.

Essence glös 2 stk / Verð frá 4.900 kr.

Cono kertastjakar / Verð 3.390 kr.

Manhattan ullarteppi / Verð 18.900 kr.

Cucu klukka / Verð frá 12.900 kr.

City vasar/kertastjakar / Verð frá 4.990 kr.

Hammershoi vasar/kertastjakar / Verð frá 3.590 kr.

Omaggio kertastjakar, gull og silfur / Verð frá 4.390 kr.

Omaggio jólakúlur, gull og silfur / Verð 3 stk 7.490 kr.

OPIÐ VIRKA DAGA KL. 11–18 • LAUGARDAGA KL. 11–16 • HLÍÐASMÁRA 1 • 201 KÓPAVOGUR • 534 7777 • modern.is

Aalto trébretti / Verð frá 7.990 kr.

Ananas / Verð 14.990 kr.


36

viðtal

Helgin 11.-13. desember 2015

Skilnaðurinn bjargaði mér frá eineltinu Elísabet Ormslev vakti mikla athygli og hrifningu í sjónvarpsþáttunum The Voice og samfélagsmiðlar hreinlega loguðu þegar hún datt úr keppni. Hún segist þó alls ekki ósátt við þau málalok, enda hafa tilboðin hrúgast inn eftir þættina. Elísabet var sérstakt barn sem elskaði kirkjugarða og leiði, söng áður en hún gat talað og eftir að foreldrar hennar skildu og hún losnaði úr skóla þar sem hún var beitt einelti hefur hún beinlínis blómstrað.

E

lísabet býr enn heima hjá móður sinni en hún tekur hin húsmóðurlegasta á móti mér, býður upp á nýmalað kaffi og vísar mér til sætis í huggulegri borðstofunni. Við byrjum á því að spjalla um The Voice og útslátt hennar úr keppninni, sem hún segist að mestu leyti sátt við. „Ég var alls ekki ósátt við að tapa fyrir Hirti, mér finnst hann frábær og við urðum strax perluvinir þegar við hittumst. Mér finnst bara dásamlegt að hann skyldi vinna, hann er alveg yndisleg manneskja og átti þetta algjörlega skilið. Það var bara leiðinlegt að lagið sem ég söng í útsláttarþættinum skyldi ekki ganga upp eins og ég vildi.“ Elísabet er enginn nýgræðingur í söngnum, móðir hennar, Helga Möller söngkona, segir að dóttirin hafi sungið frá því áður en hún gat talað. Elísabet samþykkir það og segist vera með sönnunargögn því til sönnunar á VHS-spólum. „Ég var alltaf syngjandi. Svo hef ég verið í söngskólum hér og þar, byrjaði í söngskóla Maríu Bjarkar tíu ára og var þar í eitt eða tvö ár. Þar fór ég fyrst í stúdíó, söng Jólin koma á jólaplötu sem skólinn gerði með nemendum. Það voru tvö hundruð og eitthvað krakkar sem komu í prufur en bara ellefu sem komust á diskinn og ég var ein af þeim. Þegar ég var fjórtán ára fór ég í áheyrnarprufu í FÍH og komst þar inn. Það var reyndar dálítið sjokk að komast inn, mig langaði bara að prófa en ég fékk undanþágu frá aldurstakmarkinu inn í skólann og var þar í tvö ár. Tók mér svo pásu og byrjaði svo aftur og var í tvö ár. Svo hætti ég aftur. Ég var í djassdeildinni, en það var samt ekkert skilyrði að syngja bara djass, maður mátti alveg fara dálítið út fyrir þá línu.“ Spurð hvort djassinn sé hennar uppáhaldstónlist segist Elísabet fíla alls konar tónlist, eiginlega bara alla tónlist. „Ég er alin upp við það að hlusta á alls kyns tónlist; rokk, popp, folk, djass, blús og íslenska dægurlagatónlist. Mamma lét mig hlusta á Janis Ian, Joni Mitchell, Led Zeppelin og Elton John, til

dæmis, og sjálf elskaði ég Spice Girls þegar ég var lítil.“

Söng eins og mamma, æfði fótbolta eins og pabbi

Samanburðurinn við móður hennar hefur fylgt Elísabetu lengi og hún segir fólk mjög oft benda á hvað þær séu ólíkar söngkonur, sem sé líka alveg rétt. „Ég hef miklu grófari rödd en mamma, hún hefur svo rosalega tæra rödd. Hún syngur mun fallegar heldur en ég.“ Faðir Elísabetar er Pétur Ormslev knattspyrnumaður sem allir þekktu á sínum tíma og hún segir stundum hafa verið erfitt að vera barn svo þekktra foreldra. „Mér hefur aldrei beinlínis verið strítt vegna foreldra minna en fólk hefur hins vegar sagt við mig að ég fái fleiri tækifæri í söngnum út af mömmu. Það er alls ekki rétt, ég hef ekki fengið neitt rosalega mörg tækifæri af því ég hef ekki sótt mér þau sjálf og ég vil alls ekki að mamma sé í einhverjum strengjabrúðuleik með mig að reyna að koma mér á framfæri. Mig langar til að gera þetta algjörlega á mínum forsendum. Mér fannst hins vegar stundum skrítið þegar ég var lítil að allir skyldu vita hverjir foreldrar mínir væru og segja við mig að ég væri bara að syngja út af mömmu. Svo byrjaði ég að æfa fótbolta og þá sagði fólk að ég væri bara að því út af pabba, sem var alls ekki rétt það byrjuðu bara allar vinkonur mínar að æfa fótbolta á þessum tíma. Auðvitað geta heimilisaðstæður haft áhrif á hvert þú ferð í lífinu en hvorki pabbi né mamma hafa nokkurn tíma reynt að ýta mér í einhverja ákveðna átt.“

Kennurunum var sama um eineltið

Foreldrar Elísabetar skildu þegar hún var átta ára og þótt hún viðurkenni að það hafi verið mjög erfitt á þeim tíma þá sé það, eftir á að hyggja, sennilega það besta sem hefði getað gerst hvað hana varðar. „Þegar pabbi og mamma bjuggu saman bjuggum við í öðru hverfi og fljótlega eftir að ég byrjaði í fyrsta bekk í skólanum þar byrjaði einelti frá krökkunum í skólanum. Ég hef alltaf verið mjög bráðþroska

Ert þú að huga að dreifingu? Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt.

Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is

Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur.

„Auðvitað geta heimilisaðstæður haft áhrif á hvert þú ferð í lífinu en hvorki pabbi né mamma hafa nokkurn tíma reynt að ýta mér í einhverja ákveðna átt.“ Ljósmynd/Hari

og var bæði hærri og þreknari en allar hinar stelpurnar þannig að ég var kölluð feit. Auk þess er ég með exem sem birtist oft í andlitinu sem gerði það að verkum að ég var kölluð ógeðsleg og menguð. Mér var strítt í frímínútum og látin gera alls konar hluti til að fá að vera með í leikjunum. Það voru bæði strákar og stelpur sem tóku þátt í þessu og það sem eiginlega verra var þá sáu hvorki kennarar né gangaverðir neina ástæðu til að taka á þessu og mér fannst þeir líka leggja mig í einelti. Ég kom oft grátandi heim úr skólanum, eða þá þegjandi og inn í mig, og mamma vissi alveg hvað var að gerast. Hún fór á ótal fundi með skólastjóranum en aldrei breyttist neitt. Á síðasta fundinum man ég að hún var mjög reið og æpti: „Þið fáið ekki að skemma barnið mitt!“ Fljótlega eftir það skildu pabbi og mamma, við fluttum og ég byrjaði í Laugarnesskóla þar sem mér leið miklu betur og var meðtekin. Þannig að skilnaðurinn varð mér til góðs að því leyti.“ Elísabet segist alveg vera búin að fyrirgefa krökkunum sem lögðu hana í einelti, sumir þeirra séu meira að segja kunningjar hennar í dag. „Það tók mig nokkur ár að fyrirgefa og var dálítið erfitt en mamma hamraði á því að ég yrði að fyrirgefa því annars liði mér svo illa. Það var alveg hárrétt hjá henni. Það er rosalega mikilvægt að fyrirgefa þegar fólk hefur gert eitthvað á manns hlut. Annars verður maður bara bitur og óhamingjusamur.“

Elskaði kirkjugarða Elísabet virðist snemma hafa verið dálítið öðruvísi en aðrir krakkar, til dæmis elskaði hún kirkjur og kirkjugarða og kunni nöfn á öllum kirkjum í Reykjavík fjögurra ára gömul. Hámarki náði kirkjugarðshamingjan í Halifax þar sem hún fékk að fara að gröfum nokkurra einstaklinga sem fórust með Titanic. „Þegar við vorum að keyra einhvers staðar, hvort sem var í bænum eða utanbæjar, þá vildi ég alltaf stoppa í öllum kirkjum. Mér fannst þær fallegar og dálítið dularfullar og ég elskaði kirkjugarðana, vildi skoða öll leiði og núna þegar ég hugsa til baka finnst mér þetta mjög skrítið. Sex ára fékk ég svo að fara með mömmu til Halifax og þar fórum við í risastóran kirkjugarð þar sem voru nokkur leiði fólks sem fórst með Titanic. Það fannst mér rosalega kúl, enda búin að sjá myndina og yfir mig hrifin.“ Talandi um Titanic er óhjákvæmilegt að minnast á að Elísabet er sláandi lík Kate Winslet eins og hún var í þeirri mynd. „Ég hef heyrt það ansi oft, alveg síðan ég var lítil. Tala nú ekki um þegar ég litaði hárið á mér rautt einu sinni, þá voru allir bara; þú ert alveg eins og Rose í Titanic!“

Hamingjan að fá gerviblóð í hendurnar

Hér leiðumst við út í spjall um leikkonur og kvikmyndir og upp úr dúrnum kemur að Elísabet stefnir á að fara í nám erlendis, í kvikmyndaförðun og söng reyndar en

hún gæti vel hugsað sér að taka einhverja tíma í leiklist og reyna fyrir sér á þeim vettvangi. „Ég er förðunarfræðingur og mig langar að fara í nám í kvikmyndaförðun, special effects, ég elska það. Ef ég fæ gerviblóð í hendurnar verð ég alveg rosalega hamingjusöm. Skólinn sem mig langar í er í Bandaríkjunum og þar myndi ég líka vilja fara í söngtíma og reyna að koma mér á framfæri. Þar er mjög mikið af fólki sem ég myndi vilja vinna með, bæði íslenskt og erlent. Svo er alltaf verið að segja mér að ég ætti að verða leikkona, mér finnst svo gaman að skella mér í alls kyns ólíka karaktera, þannig að ég væri alveg til í að læra að leika. Þetta er sem sagt það sem ég stefni á í framtíðinni, en það er ekki komið á neitt framkvæmdastig ennþá. Kannski næsta haust.“ Áður en því kemur að hrinda Bandaríkjadraumnum í framkvæmd verður nóg að gera hjá Elísabetu en hún segist þó ekkert mega upplýsa um það á þessu stigi hvaða verkefni séu framundan. „Fyrst og fremst er ég að vinna að minni eigin tónlist, ég vil helst semja það sem ég syng sjálf ekki bara túlka lög og texta annarra. Svo hef ég verið að fá alls konar tilboð, mörg mjög spennandi, eftir þátttökuna í The Voice en það er allt svakalegt leyndarmál ennþá. Eina sem ég get sagt er að næsta ár verður mjög fjölbreytt og skemmtilegt.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is


Trésor LA NUIT ilmur edp 50 ml, húðmjólk 50 ml, maskari ferðastærð og taska.

Trésor LA NUIT ilmur edp 30 ml, sturtusápa 50 ml og húðmjólk 50 ml.

Algengt verð: 11.948 kr.

Algengt verð: 7.979 kr.


HRÁSKINKA OG ÁLEGG Í MIKLU ÚRVALI

Ítalía álegg - beint frá ítalíu

Lífræn ítölsk hráskina og salami

Fumagalli

Hráskinka og salami.

- parmaskinka

Gildir til 13. desember á meðan birgðir endast.

Mente Nevado

Hátíð frá Freyju Bestu molarnir 350 gr.

Jólastafir Jólabrjóstsykurinn.

La Gelateria

Franskir truffluostar

Frábær ítalskur gelato sem kemur í eigulegum glösum.

Mikið úrval!

Duni servíettur

Hamlet skeljakonfekt

Mikið úrval af fallegum servíettum.

Dolce Gusto® kaffivélar og kaffi Sjálfvirkar DeLongh Dolce Gusto kaffivélar fást í öllum okkar verslunum að undanskildum Njarðvík og Eiðistorgi. Mikið úrval af NESCAFÉ® Dolce Gusto® kaffihylkjum í öllum verslunum okkar.

Ekta belgískt súkkulaði.


HAGKAUPS HAMBORGARHRYGGUR

Saltminni hryggur!

Hagkaups Hamborgarhryggur

MERKIÐ

Sérvalinn af fagmönnum úr nýju hráefni. Við viljum vera viss um að hátíðamaturinn þinn verði óaðfinnanlegur. Þess vegna látum við framleiða sérstakan hrygg samkvæmt ströngum gæðastöðlum Hagkaups.

MERKIÐ

TRYGGIR GÆÐIN

MERKIÐ

TRYGGIR GÆÐIN

Tilbúið beint í ofninn

TRYGGIR GÆÐIN

HAGKAUP

HANGILÆRI MINNA SALT, SAMA BRAGÐ!

MERKIÐ

TRYGGIR GÆÐIN

MERKIÐ

TRYGGIR GÆÐIN

HAGKAUP MÆLIR MEÐ

Hagkaups hangikjötið er tað og birkireykt fyrsta flokks íslenskt lambakjöt. Í hangikjötið er notað 45% minna salt en notað er við hefðbundna hangikjötsframleiðslu. Engu að síður hefur tekist að framleiða hangikjöt með sama bragði. Eldunartillaga: Setjið hangikjötið í pott og hellið köldu vatni yfir, gott er að setja örlítinn sykur út í. Setjið lok á pottinn og hitið rólega að suðu, það gæti tekið 45 mínútur. Þegar sýður er hitinn lækkaður og kjötið látið malla í 30-40 mínútur. við lágan hita. Þá er slökkt undir pottinum en hann ekki tekin af hellunni. Látið kjötið kólna í soðinu í 1-2 klukkustundir. Setjið kjötið svo strax inn í kæli ef ekki á að bera það fram heitt. Verði ykkur að góðu.

Hið eina sanna!

Hagkaups smjörsprautað kalkúnaskip

Undanfarin áratug hefur Hagkaup boðið upp á smjörsprautað kalkúnaskip sem er algjört lostæti og hefur slegið rækilega í gegn á hverju ári. Það er tilbúið beint í ofninn og eldamennskan ofur einföld.

Minna salt, sama bragð! Hagkaups hangikjötið

Tað og birkireykt fyrsta flokks íslenskt lambakjöt. Í hangikjötið er notað 45% minna salt en notað er við hefðbundna hangikjötsframleiðslu. Engu að síður hefur tekist að framleiða hangikjöt með sama bragði.

EINFALDLEGA MEIRA ÚRVAL

Lynghæna

Krónhjörtur

Rjúpur

MERK

TRYGG GÆÐ


40

viðtal

Helgin 11.-13. desember 2015

Það kom mér á óvart hvað þetta hafði mikil áhrif á mig af því að var staðráðin í því að gera þetta og fannst það í raun réttasta ákvörðunin fyrir mig, segir Inga Lillý Brynjólfsdóttir. Ljósmynd/Hari

Ekki léttvæg ákvörðun að láta fjarlægja brjóstin Stökkbreyting í BRCA2 geni eykur líkur á brjóstakrabbameini verulega. Talið er að um 1200 konur á öllum aldri úti í samfélaginu séu arfberar með breytingu í BRCA2 geni en nú þegar hafa rúmlega 300 manns verið greindir hjá erfðaráðgjöf Landspítalans. Konum með breytingu í BRCA geni sem taka ákvörðun um að láta fjarlægja heilbrigð brjóst og/eða eggjastokka fer ört fjölgandi og er Inga Lillý Brynjólfsdóttir ein þeirra. Inga Lillý fékk upplýsingar um sína arfgerð fyrir fimm árum, þá rúmlega þrítug, og hún segir greininguna ekki hafa komið sér á óvart en hún hafði þá þegar misst móður sína, móðursystur og afa úr brjóstakrabbameini. Inga Lillý bendir á að ákvörðun um brottnám heilbrigðra líkamshluta sé alls ekki auðveld en hún hefur nú, ásamt fjölda annara kvenna, stofnað BRAKKA samtökin, sem hyggjast styðja við BRCA arfbera á Íslandi.

M

óðir mín greindist með krabbamein í brjósti þegar hún var 31 árs gömul. Þá var árið 1987 og viðhorfið þannig að ólíklegra var að sigrast á því en ella. Henni tókst það enda einkenndi hana mikil lífsgleði og vilji til að lifa, hún lifði í rúm 20 ár til viðbótar. Hún greindist aftur með krabbamein í brjósti árið 2000 og greindist svo með meinvörp í beinum árið 2004. Í byrjun árs 2008 hafði krabbameinið betur og hún lést aðeins 52 ára gömul. Mánuði áður hafði systir hennar látist af sama meini,“ segir Inga Lillý Brynjólfsdóttir lögmaður en hún er formaður hinna nýstofnuðu BRAKKA samtaka en það eru samtök BRCA arfbera á Íslandi. Breytingum í BRCA genum fylgir verulega aukin áhætta á brjóstakrabbameini og krabbameini í eggjastokkum. Talið er að um 1200 konur á öllum aldri úti í samfélaginu séu arfberar en nú þegar hafa rúmlega 300 manns verið greindir hjá erfðaráðgjöf Landspítalans og þeim fjölgar hratt. Konum með breytingu í BRCA geni, sem taka ákvörðun um að láta fjarlægja heilbrigð brjóst og/eða eggjastokka, fer ört fjölgandi og er Inga Lillý ein þeirra en hún fékk upplýsingar um sína arfgerð fyrir fimm árum, þá rúmlega þrítug.

Greiningin kom ekki á óvart

„Stuttu eftir að móðir mín og móðursystir létust fór frænka mín að velta því fyrir

sér hvort að þessi stökkbreyting gæti verið í okkar fjölskyldu. Lítil sem engin umræða hafði verið um BRCA á þessum tíma og ansi takmarkað sem maður vissi um þetta. Frænka mín var sú fyrsta í fjölskyldunni minni sem fékk staðfestingu á því að hún væri arfberi BRCA2 en þá var hún einungis 17 ára gömul,“ segir Inga Lillý en í kjölfarið fengu hún og systir hennar sömu greiningu. Hún segir niðurstöðuna ekki hafa komið á óvart. „Stökkbreytingin er ansi sterk í okkar fjölskyldu og má t.a.m. nefna að móðurafi minn hefur fengið krabbamein í brjóst sem er ansi fágætt hjá karlmönnum. Hvort það var bölsýni í mér eða bara stöðug veikindi móður minnar, þá hafði mér alltaf fundist líklegt að greinast með krabbamein í brjósti sjálf einhvern daginn. Því hafði staðfestingin á því að ég væri arfberi lítil sem engin áhrif á mig andlega. Það að greinast með BRCA getur haft slæmar afleiðingar á andlega líðan og það eru margir sem upplifa mikla sorg við greiningu, skiljanlega enda eru líkur á alvarlegum veikindum margfaldar. Margir kjósa að fara ekki í greiningu en ég tel að með þekkingunni öðlist maður vald, vald til að reyna að koma í veg fyrir þessu alvarlegu veikindi. Sorgin getur orðið enn meiri ef krabbamein greinist og vitneskjan um stökkbreytingu í geni er staðfest eftir á. Því hvet ég alla sem eiga fjölskyldusögu um krabbamein til að hafa samband við

erfðaráðgjöfina á Landspítalanum og kanna hvort þetta gæti verið möguleiki.“

Langaði til að eiga börn fyrir brottnám brjóstanna

Við greininguna fór Inga Lillý í viðtal hjá erfðaráðgjöf Landspítalans þar sem henni voru kynntir þeir valkostir sem í boði voru. „Mér var kynnt að ég hefði val um að vera í reglulegu eftirliti sem fæli í sér segulómskoðun og brjóstamyndatöku á sex mánaða fresti. Ég gæti líka farið í fyrirbyggjandi skurðaðgerðir til að láta fjarlægja brjóst og eggjastokka. Við það myndu líkurnar á krabbameini í brjóstum hrapa úr u.þ.b. 75% líkum niður í 3%. Á þeim tíma var ég ekki reiðubúin til að taka ákvörðun um fyrirbyggjandi aðgerðir enda vorum við hjónin barnlaus en langaði til að eignast barn. Ég var samt smeyk þar sem ég var orðin jafngömul mömmu og þegar hún greindist í fyrra skiptið en ákvað að þiggja reglulega eftirlitið þar til okkur tækist að eignast barn. Ég var svo sem ánægð með það því ég hafði fyrir BRCA greininguna reynt að komast í brjóstamyndatöku en ávallt hafnað því ég var ekki skriðin yfir fertugt. Þrátt fyrir að segja frá því hversu ung mamma var þegar hún greindist fyrst þá var ekkert gert nema þreifað á brjóstum og engar myndatökur nema eitthvað fyndist við þreifingu.“ Í dag, fimm árum síðar, hefur Inga Lillý eignast þrjú börn, tvo stráka og

eina stelpu. Hún hefur verið undir eftirliti eftir því sem hægt er vegna þungunar og brjóstagjafa, en eftir að yngsti sonur hennar hætti á brjósti fór hún aftur að velta fyrir sér möguleikanum á skurðaðgerð til að fjarlægja brjóst.

Upplifunin sem breytti öllu

Auðvitað langaði mig ekki að breyta mér, mig langar ekki að fara í tvær stórar aðgerðir, jafnvel þrjár ef ég læt fjarlægja eggjastokka, en löngunin til að sleppa við að fá krabbamein, fara í lyfjameðferð og geisla, er yfirsterkari.

„Ég hitti Kristján Skúla Ásgeirsson lækni fyrst í fyrra til að ræða fyrirhugað brjóstnám. Hann setti mig á aðgerðarlista en hann var langur og auðvitað áttu þeir sem þegar höfðu veikst að ganga fyrir, sem er eðlilegt og á meðan var ég í reglulegu eftirliti,“ segir Inga Lillý sem fór í reglulegt eftirlit hjá Krabbameinsfélaginu í ágúst síðastliðnum. „Þá gerðist nokkuð sem gerði það að verkum að vissan um að brjóstnám væri rétta leiðin fyrir mig jókst til muna. Í eftirlitinu sást svartur skuggi í öðru brjóstinu og það var skelfilegt að fylgjast með lækninum skoða þetta aftur og aftur með ómskoðunartæki. Hann sagðist þurfa bregða sér fram til að kíkja í skrána mína og kom hálfhlaupandi til baka með stóra sprautu og sagðist vilja taka sýni núna. Það þurfti nokkrar stungur til að hitta á blettinn og þegar hann dró sprautuna úr þá þóttist hann nokkuð viss um að þetta væri blaðra sem þyrfti líklega ekki að hafa frekari áhyggjur af en yrði þó rannsökuð nánar. Hins vegar fóru margar hugsanir í gegnum hausinn á meðan hann var að baksa þetta. Ég trúði ekki að það væri komið að þessu, þessu sem ég hafði alltaf óttast en samt búist við, að fá krabbamein í brjóst. Eftir allan hamaganginn spurði hann mig hvort það væri ekki allt í lagi með mig og það hélt ég nú og fór inn í klefa til að klæða mig. Í klefanum kom eitthvað yfir mig og ég fór að gráta og ég gat ekki hætt að gráta fyrr en ég var komin alla leið heim. Ég ákvað að lenda aldrei í slíkum aðstæðum aftur og fékk Kristján Skúla til að koma mér að í brjóstnám eins fljótt og mögulegt var.“ Framhald á næstu opnu



42

viðtal

Helgin 11.-13. desember 2015

Angelina Jolie flott fyrirmynd

andlegu hliðina. Þetta er eitthvað sem er yfirstíganlegt en það kom mér á óvart hvað þetta Inga Lillý bendir á að ákvörðun um brotthafði mikil áhrif á andlegu hliðina og sjálfsmatnám heilbrigðra líkamshluta sé að sjálfsögðu ið. Auðvitað langaði mig ekki að breyta mér, ekki auðveld, þrátt fyrir að það minnki líkur á mig langar ekki að fara í tvær stórar aðgerðir, krabbameini. Brottnám brjósta sé stór skurðjafnvel þrjár ef ég læt fjarlægja eggjaaðgerð sem tekur tíma að undirbúa sig stokka, en löngunin til að sleppa við fyrir andlega og jafnframt tekur tíma að fá krabbamein, fara í lyfjameðferð að jafna sig líkamlega og andlega eftir og geisla, er yfirsterkari.“ aðgerð. „Mér finnst ágætt að Angelina Jolie hafi vakið athygli á málefninu Vonast til að geta stutt aðra þegar hún lét fjarlægja brjóst og eggjastokka vegna BRCA greiningar og vonInga Lillý vonast til að hin nýstofnuðu andi hefur henni tekist með ákvörðun BRAKKA samtök verði til þess að sinni að fá fleiri konur til að láta athuga auka umfjöllun um BRCA stökkbreythvort þær væru arfberar og grípa til aðinguna, efla fræðslu og forvarnir og gerða ef svo er. En hugsanlega vantar til þess að styðja við alla þá sem greiní umræðuna að þetta er ekki léttvægt, ast. „Það er fullt af fólki í samfélaginu þetta stýrist ekki af vilja heldur af þörf sem er með stökkbreytinguna en hefAllir eru með til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi ur ekki látið kanna það. Það verður að BRCA gen en og ótímabæran dauða. vekja athygli á því og ég vona að þessi lítill hluti fólks, Það kom mér á óvart hvað þetta hafði 70 fjölskyldur á umfjöllun verði til þess að fleiri láti mikil áhrif á mig af því að var staðráðin Íslandi, er með athuga sig og fjölskyldur sínar. Regluí því að gera þetta og fannst það í raun leg skimun á brjóstum kvenna hefst breytingar á réttasta ákvörðunin fyrir mig,“ segir ekki fyrr en eftir fertugt en því miður geninu. Að vera Inga Lillý en fyrri hluti aðgerðarinnar eru enn of margar að greinast fyrir með breytt var framkvæmdur í byrjun október þar þann aldur. Í flestum tilfellum eru þær gen eykur sem brjóstin voru minnkuð og geirungu konur með stökkbreytingu sem verulega líkur á vörturnar færðar til. „Þannig er búið veldur krabbameininu. Þá eru líka brjósta- og/eða að búa til rétta stærð að „hólfi“ til að karlar, eins og móðurafi minn, sem eggjastokkasetja púðana í. Seinni hlutinn verður greinast með krabbamein í brjóstum krabbameini. líklega framkvæmdur í janúar þar sem eða blöðruhálskirtli, en báðir hópar BRAKKA – brjóstvefur verður fjarlægður og púðar gefa því jafnvel ekki gaum, viti þeir Samtök BRCA settir í „hólfin“. Hér áður fyrr voru ekki af stökkbreytingu í genum. arfbera og öll brjóstin tekin af en þessi aðferð er Erfðaráðgjöf LSH hefur beint þeim aðstandenda tiltölulega ný og hefur Kristján Skúli sem greinast á lokaðan stuðningsvar stofnað Ásgeirsson læknir framkvæmt þær hóp á Facebook og þar kynntist í desember um nokkurt skeið í Bretlandi og hér ég frábærum konum sem eru líka 2015. Meginá Íslandi og mér finnst ég afar heppin arfberar og staddar á mismunandi tilgangur er að að hafa komist að hjá honum. Hann stöðum í ferlinu, sumar nýgreindar hefur mikla þekkingu og ástríðu fyrir með BRCA aðrar jafnvel þegar búnar efla fræðslu því sem hann er að gera. En þrátt fyrir að fá krabbamein. Þann 1. desember um BRCA og vel heppnaða fyrri hluta aðgerðar þá síðastliðinn stofnuðum við samtökin stuðningur við verð ég að viðurkenna að ég er enn að og ætlum að láta af okkur gott leiða. BRCA arfbera. venjast breytingunni, þó hún hafi ekki Það er margt gott í boði en annað sem Félagið er með verið mikil. Ég veit ekki hvaða áhrif má betur fara.“ Facebook-síðu síðari aðgerðin mun hafa á mig en það og vefsíða er í Halla Harðardóttir er auðvitað mun meiri breyting og undirbúningi. líklegra að hún muni hafa meiri áhrif á halla@frettatiminn.is

Brakka

70 fjölskyldur á Íslandi með BRCA2 stökkbreytingu „Einstaklingar með fjölÞað var Marie Claire King skyldusögu um brjóstasem fann fyrst stökkbreytog/eða eggjastokkaingu í BRCA1 geninu árið krabbamein geta leitað 1994 en það var Steinunn erfðaráðgjafar á LandThorlacius sem lýsti fyrst spítala. Það er líka sterk íslenskri stökkbreytingu ábending ef í fjölskyldu í BRCA2 geninu árið fer saman brjóstakrabba1996 og var það hluti af mein og briskrabbamein doktorsverkefni hennar,“ eða brjóstakrabbamein segir Vigdís Stefánsdóttir, og krabbamein í blöðruerfðaráðgjafi á Landspítalhálskirtli sem greinist anum en frá því í árslok hjá óvanalega ungum 2006 hefur erfðaráðgjöf einstaklingi. Nú vitum krabbameina tekið á móti við af um það bil 70 ístæplega 2000 manns í lenskum ættum þar sem krabbameinsráðgjöf. „Í stökkbreytingin finnst bæði BRCA1 og BRCA2 Vigdís Stefánsdóttir, erfðaráðen vert er að geta þess geni finnast fjölmargar gjafi Landspítalans. að stökkbreytingin er vel stökkbreytingar sem varðveitt í erfðamenginu auka líkur á brjósta- eða eggjastokkakrabbameini. Stökkbreytingu og ólíklegt að hún komi fram án þess að annað foreldri sé arfberi, þ.e. sé ný í BRCA2 fylgir fyrst og fremst talsvert hjá viðkomandi einstaklingi. Fjölskyldaukin áhætta á brjóstakrabbameini en urnar eru einnig mismunandi með tilliti einnig finnast önnur krabbamein í BRCA til fjölda krabbameina og allt frá því að fjölskyldum. Stökkbreytingu í BRCA1 afar lítið sé um krabbamein til þess að það fylgir oft meiri áhætta á hraðvaxta sé mjög mikið. Til að upplýsingar berist brjóstakrabbameinum og meiri áhætta á sem hraðast innan fjölskyldna fá þeir sem eggjastokkameinum en í BRCA2,“ segir greinast með breytingu í BRCA geni bréf Vigdís en hér á landi er mun algengara að til að dreifa til ættingja.” finna stökkbreytingu í BRCA2 geni en í Vigdís bætir því við að það að hafa BRCA1. stökkbreytingu í BRCA geni þýði ekki Það er talið að 1200 konur á öllum aldri sjálfkrafa að viðkomandi fái krabbamein (börn og aldraðir meðtalin) séu úti í samheldur að líkurnar til þess séu talsvert félaginu með breytingu í BRCA2 geni. auknar. Langflest krabbamein eru ekki Í gegnum erfðaráðgjöfina hafa rúmlega talin vera af arfgengum ástæðum, þ.e. að 300 manns verið greindir frá byrjun árs tilhneigingin erfist ekki milli kynslóða. 2007. Af þeim er um fjórðungur karlar. Talið er að um það bil 5-10% brjóstaHjá körlum er aukin hætta á blöðruhálskrabbameini séu þeir með breytinguna og krabbameina stafi af arfgengum ástæðí sumum fjölskyldum brjóstakrabbameini. um. -hh

Ábyrgð fylgir! s: n i e ð

un a g r bo

Af

.* n á /m

. r k 77

58.7

Allt að 7 ára ábyrgð fylgir notuðum Kia**

ÁRA

ÁRA

Á ÁBYRGÐ

ÁRA

ÁBYRGÐ Notaðir

Notaðir

ÁBYRGÐ Notaðir

Kia cee’d SW 1.6

Kia Carens EX 1.7

Árgerð 2013, ekinn 34 þús. km, dísil, 128 hö, beinskiptur.

Árgerð 2014, ekinn 67 þús. km, dísil, 136 hö, sjálfskiptur.

3.250.000 kr.

3.890.000 kr.

42.777 kr. á mánuði*

50.777 kr. á mánuði*

ÁRA

ÁRA

ÁBYRGÐ

ÁBYRGÐ

Notaðir

Kia Sportage EX Árgerð 2014, ekinn 105 þús. km, dísil, 136 hö, sjálfskiptur.

4.490.000 kr.

*Mánaðargreiðsla m.v. 70% bílalán í 72 mánuði. Vextir 9,25% og árleg hlutfallstala kostnaðar er 11%. **Ábyrgð er í 7 ár frá skráningardegi bifreiðar.

NOTAÐIR BÍLAR www.notadir.is

Notaðir

Kia cee’d EX 1.6

Kia Sorento Classic

Árgerð 2014, ekinn 12 þús. km, dísil, 128 hö, sjálfskiptur.

Árgerð 2014, ekinn 43 þús. km, dísil, 198 hö, sjálfskiptur.

3.950.000 kr.

5.990.000 kr.

51.777 kr. á mánuði*

78.777 kr. á mánuði*

Kletthálsi 2 110 Reykjavík 590 2160

Opnunartími: Virka daga 10–18 Laugardaga 12–16


Nú er tækifærið

NÝIR SÝNINGARBÍLAR Á TILBOÐI Við bjóðum nokkra nýja Nissan sýningarbíla á veglegu tilboði á meðan 100% RAFBÍ birgðir endast.

LL

Allir Nissan Leaf eru búni r 6,6 kW hleð sem tvöfalda r hleðsluhraða slubúnaðI í heimahleðs einnig tímas lustöðvum, til ltu m fo rhitara sem hi áður en þú le tar bílinn upp ggur af stað , bakkmynda stýri og sætu vél, upphituðu m, handfrjálsu m símabúnaði skriðvörn. N og ESP ánari upplýs ingar á www .nissan.is

NISSAN LEAF RAFBÍLL Á VEGLEGU SÝNINGARTILBOÐI

Nú er tækifærið að tryggja sér rafbíl á einstöku verði. Komdu og fáðu upplýsingar um verð á tilboðsbílunum hjá sölumönnum Nissan.

NISSAN NOTE

NISSAN PULSAR

RÚMGÓÐUR OG SKEMMTILEGUR Í AKSTRI ACENTA, BENSÍN, BEINSK./SJÁLFSK., EYÐSLA 4,7–5,1 L/100 KM*

HLAÐINN SKEMMTILEGUM NÝJUNGUM

FULLBÚINN JEPPI - HLAÐINN BÚNAÐI

Leðurinnrétting og rafdrifin sæti, 180° myndavélabúnaður, sóllúga, BOSE hljómkerfi, 20" álfelgur, bakkmyndavél, rafdrifin opnun á afturhlera.

ACENTA/TEKNA, DÍSIL, SJÁLFSK., 190 HESTÖFL, EYÐSLA 8,0 L/100 KM*

AÐEINS TVEIR MURANO TIL Á LAGER!

REYNSLUAKSTURSLEIKUR BL ÞÚ GETUR UNNIÐ 55" SAMSUNG SJÓNVARP Allir sem fara í reynsluakstur á nýjum bíl til jóla verða skráðir í lukkupott og eiga möguleika á að vinna glæsilegt 55" Samsung Smart sjónvarp.

GE bílar / Reykjanesbæ / 420 0400 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 – IB ehf. / Selfossi / 480 8080 – BL söluumboð / Vestmannaeyjum / 481 1313 og 862 2516

BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is

NM72006 BL Nissan blandaðir 5x38

NISSAN MURANO

STAÐALBÚNAÐUR Í TEKNA

ENNEMM / SÍA /

*Miðað við uppgefnar tölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri.

ACENTA, DÍSIL, EYÐSLA 3,7 L/100 KM*


44

bækur

Helgin 11.-13. desember 2015

Kafbátsforingi sýndi mönnum sínum logandi helvítið Kafbátur í sjónmáli eftir Illuga Jökulsson segir frá hrakningum og hetjudáðum á hafinu kringum landið í seinni heimsstyrjöld. Bæði er sagt frá íslenskum sjómönnum en einnig vikið að þýskum kafbátsmönnum sem sátu um líf þeirra, og örlögum sjómanna á herskipum og kaupskipum kringum landið í hryllingi stríðsins. Við grípum hér niður í kafla í bókinni.

Í

lok febrúar 1941 gerði öskubrjálað veður um allt Ísland. Mjög djúp lægð gekk yfir landið og er í bókinni sagt frá ýmsum slysum sem óveðrið olli. En það hafði líka áhrif á skipalestina HX-109 sem barðist við óveðrið suður af landinu. Nokkur skip heltust úr lestinni, og næstu dægur safnaði breski tundurspillirinn Malcolm saman fimm eftirlegukindum úr HX109 og stefndi með þau til Bretlands. En þá kom þar aðvífandi einn frægasti kafbátaforingi Þjóðverja, Erich Topp í U-552 sem áhöfnin kallaði „Rauða djöfulinn“. „Veðrið var orðið ágætt þegar komið var fram á 1. mars og skipin fimm sigldu hlið við hlið en Malcolm og korvettan Maligow, sem einnig var komin til aðstoðar, sveimuðu í kring í von að varna öllum kafbátum vegarins. Mestallan daginn tókst það mæta vel. En um kvöldið fann Topp þessa litlu lest og elti hana í nokkra klukkutíma án þess að vart yrði við hann frá Malcolm eða Maligow. Þegar leið að miðnætti var Topp kominn í ákjósanlega stöðu. Breska olíuskipið Cadillac var lengst á bakborða af kaupskipunum fimm og örfáum mínútum áður en klukkan sló tólf hittu tvö tundurskeyti frá U-552 mitt olíuskipið. Skipið skalf harkalega og byrjaði strax að hallast á stjórnborða. Á svipstundu kviknaði í olíunni í einum tanki skipsins og ægileg sprenging kvað við á slaginu tólf. Eldurinn var svo mikill að augljóst var að þessu skipi yrði ekki bjargað og skipsmenn Mynd tekin á þilfari kafbátsins U-522 þann 2.júlí 1941, þegar áhöfn bátsins fagnaði þeim árangri að hafa sökkt skipum sem samtals vógu yfir 100.000 tonn. Reykjaborgin RE 64, 685 smálestir, var eitt þeirra.

Metal design

Stefán Bogi Stefánsson gull-og silfursmiður

Skólavörðustíg 2 101 Reykjavík

reyndu nú í örvæntingu að bjarga sér úr eldinum sem breiddist hratt út. Um borð hafði verið 42ja manna áhöfn, allir breskir nema einn pólskur háseti. Menn reyndu fyrst að láta lítinn björgunarbát á stjórnborðshliðinni síga í sjóinn en kaðlinum, sem hélt bátnum að framan, var sleppt of snemma og þrír menn sem komnir voru um borð í bátinn duttu allir í sjóinn. Nú var logandi olía tekin að renna úr tönkum skipsins út í sjó og hætta var á að hún umkringdi Cadillac. Því lá mönnunum um borð mikið á að komast sem fyrst frá eldvítinu sem skipið var að breytast í. Að lokum komust 26 skipverjar frá skipshlið í aftari björgunarbát stjórnborðsmegin en þá var hafið skíðlogandi allt í kringum bátinn og sífellt bættist við eldinn því olíufossar stóðu úr Cadillac sem logaði nú stafna á milli og sífelldar sprengingar kváðu við. Flestir bátsverjar töpuðu sér af ótta, enda gátu þeir varla andað í eldhafinu og sáu ekkert nema logana sem stóðu eins og múrar allt í kringum litla björgunarbátinn og stundum risu eldtungur tugi metra í loft upp. Menn veinuðu á hjálp og æptu á guð almáttugan. Flestallir stukku fyrir borð, ýmist af því þeir héldu að þeir gætu synt burt frá þessu logandi hafi eða af því eldurinn var farinn að teygja inn fyrir borðstokka bátsins. Að

lokum voru aðeins fimm menn eftir í bátnum en þeir höfðu allir tekið það ráð að bogra niður í um það bil 30 sentímetra djúpt vatn í botni bátsins. Olían á hafinu brann af svo miklum ofsa að logarnir gáfu sér ekki tíma til að festast í bátnum sem smátt og smátt rak út úr eldinum. Þegar mennirnir fimm fóru að sjá til gripu þeir árar og reru sem mest þeir máttu burt frá Cadillac. Er þeir höfðu komist um það bil hálfan annan kílómetra voru þeir gjörsamlega örmagna af þreytu og auk þess allir meira eða minna þaktir alvarlegum brunasárum. Þá náðu þeir í rakettu sem var hluti af búnaði bátsins og skutu henni upp. Áhöfn tundurspillsins Malcolms kom auga á rakettuna og brunaði þegar á staðinn og bjargaði mönnunum fimm um borð. Einn þeirra var þó illa brenndur að hann dó skömmu síðar. Nú var liðin rétt rúmlega ein og hálf klukkustund síðan Erich Topp skaut skeytum sínum að olíuskipinu. Um borð í tundurspillinum höfðu menn mátt horfa upp á áhöfnina á Cadillac berjast um í logandi sjónum án þess að geta nokkuð aðhafst vegna þess að Malcolm hafði misst björgunarbáta sína í ofsaveðrinu daginn áður. Þar að auki var alls ekki ráðlegt að nema staðar við eldröndina til að reyna að tína menn upp úr hafinu þar sem fastlega mátti búast við að

Reykjaborg RE 64. Ljósmynd: Guðbjartur Ásgeirsson.

kafbáturinn, sem skaut á Cadillac, væri enn á róli úti í myrkrinu. Tundurspillir sem bæri við upplýst eldhaf væri auðveld bráð. Og það var full ástæða til þeirrar varkárni. U-552 lá vissulega í leyni úti í nóttinni án þess að áhafnir Malcolms eða Maligow yrðu þess varar. Topp og menn stóðu og störðu dolfallnir á logandi sjóinn kringum Cadillac. Þetta var þvílíkt sjónarspil að Topp tók þá fáheyrðu ákvörðun að leyfa allri áhöfn sinni að sjá þetta. Einn og einn í einu komu kafbátsmennirnir upp úr belg bátsins og á stjórnpallinn til að horfa á logandi hafið. Enginn hafði áður séð annað eins. Þetta var stórkostlega fallegt að allra dómi, að minnsta kosti þangað til menn minntust þess að í þessu eldvíti væru menn eins og þeir sjálfir að stikna og brenna. Þegar Topp og menn hans gátu loks slitið sig frá eldglæringasýningunni á hafinu rak hann alla niður í bátinn aftur og setti kúrsinn á suðsuðaustur í átt að Írlandssundi. Þangað höfðu hin kaupskipin fjögur stefnt. Topp taldi ekki þörf á að eyða dýrmætu tundurskeyti í að ganga endanlega frá Cadillac, svo augljóst var að því skipi yrði aldrei bjargað. Það rak þess vegna í burtu enn í björtu báli og lýsti upp stórt svæði í kringum. Að minnsta kosti tvö íslensk fiskiskip sigldu framhjá ægibjörtu olíuskipinu þar til það hvarf loksins í hafið tæpum tveim sólarhringum síðar. Togarinn Gylfi var á leið með fullfermi af fiski til Bretlands og fór svo nærri brennandi flaki Cadillacs, líklega snemma 1. mars, að togaramenn gátu gengið úr skugga um að enginn sæist þar á ferli. Og vélskipið Dóra átti líka leið framhjá og sá bál mikið í fjarlægð. Erich Topp náði ekki í skottið á skipunum fjórum sem höfðu verið í samfloti með Cadillac. Hann hélt þó áfram að sveima um þetta svæði næstu daga. Því miður fyrir áhöfnina á íslenska togaranum Reykjaborg sem stefndi nú beint í flasið á „Rauða djöflinum“. Og eins og ítarlega er greint frá í bókinni áttu kafbátsmenn eftir að drepa þrettán menn af Reykjaborginni.


Jร LA GJAFIR FYRIR ALLA

Ullarteppi

19.900,-

Frรก 9.900,-

Frรก 19.900,-

Frรก 15.900,-

www.hrim.is LAUGAVEGI 25 - S: 553-3003

KRINGLUNNI - S: 553-0500

LAUGAVEGI 32 - S: 553-2002



Sjá vö ruú á Face r val book Bug atti á Ísland i

Gæða heilsurúm frá Danmörku. Nokkrar stærðir og litir í boði.


48

viðtal

Helgin 11.-13. desember 2015

Innblásin af hversdagsleikanum Teiknarinn Linda Ólafsdóttir hefur haft nóg að gera frá því hún flutti heim frá San Francisco þar sem hún stundaði mastersnám. Hún er ekki bara með þúsund hugmyndir í kollinum sem eiga eftir að líta dagsins ljós, heldur er hún líka með hjóladellu á háu stigi sem sést hvað best í bílskúrnum hennar sem er fullur af hjólum og í nýútgefnu dagatali sem hún myndskreytir með hinum ýmsu hjólum. Linda tók þátt í að myndskreyta fimm bækur fyrir þessi jól.

É

g hef alltaf haft rosalega mikla þörf fyrir að teikna og hef verið síteiknandi alveg frá því að ég gat haldið á blýanti,“ segir Linda Ólafsdóttir teiknari sem myndskreytir fimm bækur í jólabókaflóði þessa árs. „Það kom aldrei neitt annað til greina hjá mér annað en að verða teiknari og þegar ég var búin með grunnskólann fór ég beint á myndlistarbraut í FB og svo í Listaháskólann. Eftir útskrift þaðan ákvað ég svo að sérhæfa mig í teikningu og fann mastersnám í Illustration í San Francisco sem hentaði mér fullkomlega.“

Þótti klikkuð að eiga barn í námi

Linda flutti til San Francisco með eiginmanni sínum og syni þeirra árið 2005 þar sem þau bjuggu í fimm ár. „Skólinn var algjörlega frábær og ég lærði mjög mikið þar en ekki síður af því að búa í þess-

Bækur sem Linda hefur tekið þátt í að myndskreyta fyrir þessi jól Eitthvað illt á leiðinni er – ýmsir höfundar Trunt Trunt sögur af tröllum Álfum og fólki – Steinar Berg Ugla og Fóa og maðurinn sem fór í hundana – Ólafur Haukur Símonarson Mói hrekkjusvín og landsmót hrekkjusvína – Kristín H. Gunnarsdóttir Dúkka – Gerður Kristný

ari borg. Ég var í aðeins öðrum fíling en skólafélagarnir þarna sem voru í fyrsta lagi mjög hissa á mér að byrja í námi með barn, og svo þótti þeim ennþá klikkaðra að eignast annað barn á meðan ég var í náminu,“ segir Linda og hlær. „En þetta gekk allt saman mjög vel og ekki síður partur af upplifuninni af nýrri borg að vera með fjölskyldu. Okkar bestu vinir þarna í dag er fólk sem við kynntumst í gegnum skóla sonar okkar.“

Með þúsund hugmyndir í kollinum

Fyrsta myndskreytiverkefni sitt fékk Linda svo stuttu eftir útskrift og hefur hún haft nóg fyrir stafni síðan. „Ég fékk mér vinnustofu um leið og við vorum komin aftur heim og það hefur gengið mjög vel. Ef það koma dauðir tímar inn á milli þá teikna ég eina af þeim þúsund hugmyndum sem ég er með í kollinum svo maður er aldrei aðgerðalaus. Það er samt erfitt að lifa eingöngu af teikningu á Íslandi því markaðurinn er svo lítill. Ég kenni líka einstaka sinnum í Myndlistarskólanum í Reykjavík sem mér finnst svakalega skemmtilegt og gefandi líka,“ segir Linda sem er samt hægt og rólega að koma sér inn á erlendan markað þar sem verkefnin eru fleiri. „Ég ákvað á meðan ég var í náminu að ég myndi setja fókus á að fá verkefni úti því draumurinn er að vinna eingöngu við að myndskreyta. Ég hef aðeins unnið fyrir erlend forlög og fyrir ári fékk ég svo umboðsmann í Bandaríkjunum. Það voru stór tímamót fyrir mig því það er ekkert hlaupið að því að fá góðan umboðsmann úti. Við erum að vinna saman í nokkrum spennandi verkefnum sem vonandi líta dagsins ljós á komandi ári.“

Hjóladellan byrjaði í Kaliforníu

Innblástur segist Linda aðallega fá úr hversdagsleikanum, frá fjölskyldunni og úr sínu nánasta umhverfi. Hún hefur tekið þátt í að myndskreyta fimm bækur á þessu ári auk þess að vinna að sínum persónulegu verkefnum, myndskreyttum sögum sem hún vonast til að gefa bráðlega út í samstarfi við nýjan umboðsmann, og árlegu dagatali. Í fyrra gaf hún út dagatal sem var skreytt fuglum en í ár er hver mánuður prýddur mynd með einhverskonar hjóli. „Hjólaþemað er vegna þess að hjól eru mikið áhugamál fjölskyldunnar,“ segir Linda. „Við hjólum mjög mikið og eigum fullt af allskyns hjólum í bílskúrnum sem við eigum aldrei eftir að tíma að losa okkur við. Þetta er svona eins með hjólin og skóna, það þarf eina týpu fyrir hvert tilefni. Maðurinn minn hefur verið

Hér er Linda á einu af sínum mörgu hjólum. Þetta hjól fann hún í Kaliforníu en hún segir það virka ansi vel við íslenskar aðstæður. Ljósmynd/Hari

Hjóladagatölin er hægt að kaupa af Lindu í gegnum Facebook síðu hennar og í Reiðhjólaversluninni Berlín við gömlu höfnina.

lengur í þessu en ég, en dellan hjá mér byrjaði með því að við hjónin keyptum okkur hjól í stíl í Kaliforníu sem kallast „Beach Cruiser“. Það er merkilegt hvað Beach Cruiserinn virkar vel við íslenskar aðstæður. Mér finnst hjól bara svo endalaust falleg þannig að á dagatalinu í ár eru myndir af allskyns hjólum, fólki og dýrum.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

GOUDA STERKUR KRÖFTUGUR Íslenskur Gouda-ostur hefur verið á boðstólum á Íslandi frá árinu 1961. Fyrirmynd ostsins er hinn frægi Gouda, frá samnefndum bæ í suðurhluta Hollands. Gouda Sterkur er lageraður í sex mánuði. Mjúkur, bragðmikill og þroskaður ostur með skörpu bragði, sveppatónum, kryddkeimi og langvarandi eftirbragði. Hentar við flest öll tækifæri, hvort sem er á ostabakkann eða til að setja punktinn yfir i-ið í matargerðinni.

www.odalsostar.is


t s m e r f g o t s r y f –

ódýr!

a g n i l k ú j K

15

% ttur

a l s i ve %

afslá

17

r u t t á l s f a

1899

11 %

Verð áður 2299 kr. kg ÍM kjúklingabringur

afsláttur

699

kr. kg

kr. kg

% 5 1

Verð áður 828 kr. kg ÍM heill kjúklingur

25%

afsláttur

afsláttur

2299

590

269

ÍM kjúklingalundir

ÍM kjúklingabitar

ÍM kjúklingavængir

kr. kg

Verð áður 2591 kr. kg

kr. kg

Verð áður 694 kr. kg

kr. kg

Verð áður 359 kr. kg

Heill grillaður kjúklingur

og 2 lítrar af Coca-Cola*

1499

kr.

tvennan

*Þú velur Coca-Cola, Coca-Cola light eða Coca-Cola zero

Sjá opnunartíma verslana Krónunnar á www.kronan.is


50

viðtal

Helgin 11.-13. desember 2015

Átti skilið að vera hent að heiman Jólasýning Þjóðleikhússins í ár er Sporvagninn Girnd eftir bandaríska rithöfundinn Tennesse Williams. Með eitt aðalhlutverkanna fer hinn ungi leikari Baltasar Breki Samper sem útskrifaðist sem leikari frá Listaháskólanum síðasta vor. Hann segir vel tekið á móti ungum leikurum í leikhúsum borgarinnar en upplifir um leið samkeppni um hlutverk, sem hann fagnar. Breki, eins og hann er kallaður, er sonur listafólksins Baltasars Kormáks og Ástrósar Gunnarsdóttur dansara, en hafði lengi þá hugmynd að verða fornleifafræðingur.

„Ef ég hef ekkert að gera þá er auðvelt að falla inn í sig en ég mundi ekki segja að ég væri alvarlega þunglyndur. Þetta er bara svipað og er að angra meirihluta fólks í vestrænum löndum. Þó við höfum það best hér þá eru mjög margir að glíma við þetta. Svo eru allar þessar byltingar í gangi og manni finnst nánast allir þunglyndir. Ég hef samt aldrei fundið fyrir neinni þörf að tjá mig um þetta við aðra en mína nánustu.“ Ljósmynd/Hari

Þ

að er ákveðin eldraun í gangi núna,“ segir leikarinn Baltasar Breki Samper. Hann er nýkominn af æfingu í Þjóðleikhúsinu á leikritinu Sporvagninum Girnd sem frumsýnt verður á öðrum degi jóla. Breki mun fara með hlutverk Stanley Kowalski sem er eitt burðarhlutverka sýningarinnar. „Þetta er mjög spennandi og krefjandi hlutverk sem var gert ódauðlegt í kvikmyndinni þar sem Marlon Brando fór með sama hlutverk. Við horfðum vissulega á myndina en það er allt annar tíðarandi í okkar uppfærslu. Verkið fjallar um mjög hryllilega hluti og tekur á svo mörgum samfélagsmeinum, sem eru litin allt öðrum augun en var gert í kringum 1950 þegar verkið var skrifað. Karlmennskan var önnur á þessum tíma og ekki óalgengt að 25 ára gamlir menn væru búnir að vera í tíu ár í erfiðisvinnu. Okkar uppfærsla er nær okkur í tíma, en er þó ekki á neinum ákveðnum tíma,“ segir Breki. Framhald á næstu opnu



52

viðtal

Helgin 11.-13. desember 2015

Í dag fara allir í prufur

„Þetta er óræður nútími. Það er mikil ábyrgð að fá þetta hlutverk og ég veit ekki hvort leikari er nokkurn tímann tilbúinn fyrir sín hlutverk,“ segir Breki sem sótti prufur fyrir hlutverkið. „Ég fór í prufu fyrir þetta og var svo hoppandi glaður að fá hlutverkið,“ segir hann. „Í dag fara leikarar í prufur fyrir nánast öll hlutverk. Í gamla daga fengu bara aðalleikararnir hlutverkin sem þeir vildu og sumir voru bara alltaf í aukahlutverkunum. Þetta er mjög jákvætt,“ segir hann. „Þetta heldur öllum á tánum og ýtir undir það að maður vilji alltaf gera betur og betur. Mér finnst það mjög gott.“

Langaði að verða fornleifafræðingur

Breki er 26 ára og sonur leikarans og leikstjórans Baltasars Kormáks og dansarans Ástrósar Gunnarsdóttur. Hann segist hafa alist upp í listinni en aldrei hafa fundið fyrir pressu að feta sömu braut. Það hafi komið af sjálfu sér. „Ég var mjög mikið í leikhúsinu sem krakki, en mig langaði alltaf að verða fornleifafræðingur,“ segir hann. „Það hefur örugglega bara verið vegna áhuga á Indiana Jones myndunum. Það var kannski dálítið óraunhæft. Það er annað að sveifla sér í svipu og berjast við nasista en að liggja í sandinum með tannbursta. Leiklistaráhuginn kviknaði svo þegar ég var í Hagaskóla og lék í uppfærslu skólans á Hárinu. Síðan hefur þetta ekki verið nein spurning. Um leið og þessi baktería grípur mann þá er erfitt að losa sig undan henni,“ segir Breki. „Auðvitað átti maður greiðari aðgang að listinni og það var mikið talað um fagið á heimilinu. Mikið af

listamönnum og leikurum að koma í heimsókn og þetta var allt mjög eðlilegt. Svo er líka fullt af fólki sem fer í uppreisn gegn því sem foreldrar þeirra gera, svo þetta getur verið á báða vegu,“ segir hann. „Ég á til dæmis tvo yngri bræður og annar þeirra er með tilburði til þess að fara í leiklist, en hinn fer pottþétt að gera eitthvað allt annað. Hann hefur áhuga á öðru, sem er bara hið besta mál.“

um og vil helst bara díla við mín vandamál sjálfur og með mínum nánustu,“ segir Breki sem er í sambúð með Önnu Katrínu Einarsdóttur, nema við Listháskólann. Eftir þetta ár í New York fór hann heim og sótti um í Listaháskólanum og komst inn.

Mamma sér um dansinn

Hent að heiman 18 ára

Ég átti mína uppreisn en hún kom leiklistinni ekkert við,“ segir Breki. „Ég var ekkert sérstaklega stilltur unglingur. Það var svona smá vesen á mér og mér var hent að heiman þegar ég var 18 ára,“ segir hann. „Ég átti það nú bara skilið. Ég var að vinna á Kaffibarnum frá því að ég var 16 ára og þegar ég var í MR sýndi ég náminu mjög lítinn áhuga,“ segir hann. „Ég útskrifaðist samt þaðan þó einkunnin hafi ekki verið neitt sérstaklega há. Ég var eiginlega bara í MR vegna leiklistarfélagsins Herranætur, sem fékk eiginlega alla mína athygli í skólanum. Þegar maður er 18 ára og hent að heiman þá fer maður bara að leita sér að húsnæði og ég fór að leigja með tveimur sænskum stelpum sem unnu með mér á Kaffibarnum,“ segir hann. „Þetta var nú samt bara hressandi. Ég kláraði samt námið á réttum tíma og það er haldið vel utan um mann í MR. Gott bekkjarkerfi af gamla skólanum.“

Einmana í New York

Eftir menntaskólann fór Breki að vinna við kvikmyndir og sjónvarpsþætti sem faðir hans var að framleiða og ákvað svo að fara til New

„Auðvitað átti maður greiðari aðgang að listinni og það var mikið talað um fagið á heimilinu. Mikið af listamönnum og leikurum að koma í heimsókn og þetta var allt mjög eðlilegt. Svo er líka fullt af fólki sem fer í uppreisn gegn því sem foreldrar þeirra gera, svo þetta getur verið á báða vegu.“ Ljósmynd/Hari

York til þess að læra leiklist. Hann segir það hafa verið góða ákvörun, en um leið enn betri ákvörðun að klára ekki námið og koma heim aftur. „Ég fór þarna út í tveggja ára nám við leiklistarskóla í New York en ég kom heim eftir fyrra árið,“ segir hann. „Þetta nám var ekki alveg að gera sig og ég var ekki á sérstaklega góðum stað sjálfur á þessum tíma, með sjálfan mig. Ég hafði glímt við þunglyndi frá því að ég var unglingur og það er svolítið merkilegt hve auðvelt það er að verða einmana í milljónaborg eins og New York. Þetta er ekki alvarlegt þunglyndi en ég átti erfið tímabil þar sem ég var langt niðri,“ segir hann. „Það var samt mjög þroskandi og lærdómsríkt að prófa þetta. Við höfum það helvíti gott hérna, þó við

séum alltaf kvartandi á þessu litla skeri,“ segir Breki og glottir. „Ég sé ekki eftir því að hafa farið. Þetta var liður í mínu þroskaferli sem leikara og manneskju. Það sem ég lærði þarna úti hefur alveg nýst mér. Þunglyndið fylgir manni en þetta er bara spurning um að halda sér uppteknum,“ segir hann. „Ef ég hef ekkert að gera þá er auðvelt að falla inn í sig en ég mundi ekki segja að ég væri alvarlega þunglyndur. Þetta er bara svipað og er að angra meirihluta fólks í vestrænum löndum. Þó við höfum það best hér þá eru mjög margir að glíma við þetta. Svo eru allar þessar byltingar í gangi og manni finnst nánast allir þunglyndir. Ég hef samt aldrei fundið fyrir neinni þörf að tjá mig um þetta við aðra en mína nánustu,“ segir hann. „Ég pósta aldrei á samfélagsmiðl-

Breki sótti einu sinni um í Listdansskólanum og ætlaði að feta í fótspor móður sinnar. „Ég sótti um með vini mínum fyrir mörgum árum og við vorum áhugasamir um dansinn,“ segir hann. „Við komumst inn en hættum svo við. Við sáum ekki fram á að hafa tíma í þetta, svo mamma hefur bara séð um þá hlið listarinnar. Mér finnst ég samt fínn dansari og ég er mjög góður á dansgólfinu á Kaffibarnum,“ segir Breki og glottir. Hann telur að vel sé tekið á móti ungum leikurum eftir útskrift í dag. „Allir sem voru með mér í bekk eru með vinnu við leiklistina, hvort sem það er í stóru leikhúsunum eða annarsstaðar. Ég var búinn að vinna í Þjóðleikhúsinu í nokkur ár sem sviðsmaður með náminu og þekki því húsið, en maður hefur heyrt sögur frá því í gamla daga þegar gömlu leikararnir yrtu ekki á þá sem voru nýútskrifaðir. Tímarnir hafa breyst sem betur fer,“ segir Breki sem leikur einnig í Djöflaeyjunni í Þjóðleikhúsinu eftir áramótin. „Það verður mjög stór sýning og ég veit ekki hvort ég má segja nokkuð meira um þá uppfærslu. Ég verð ekki Baddi samt. Ég hlakka bara mikið til þeirra verkefna sem ég er að fá hér í húsinu og mér líður mjög vel.“ Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is

UM L Í UB N ! IN TV ÓTA A Ð Á ÁRAM O B TIL TIL

Opel Movano

Opel Vivaro

Opel Combo

2,3 CDTi dísel notar aðeins 7,8l/100 km miðað við blandaðan akstur.

1,6 dísel ECOFLEX notar aðeins 6,5l/100 km miðað við blandaðan akstur. Einnig til 9 manna.

1,3 CDTi dísel notar aðeins 5,1l/100 km miðað við blandaðan akstur.

OPEL ATVINNUBÍLAR

TRYGGÐU ÞÉR ATVINNUBÍL FYRIR ÁRAMÓT! Opel atvinnubílar eru hagkvæmir í rekstri og fást í fjölmörgum útfærslum sem hæfa þínum þörfum. Þeir eru þægilegir og fara vel með bílstjórann og vörurnar. Opel vinnuþjarkarnir kalla ekki allt ömmu sína og geta því ekki beðið eftir að komast í vinnuna! Kynntu þér Opel atvinnubíla á opel.is eða á benni.is. Verið velkomin í reynsluakstur. Reykjavík Reykjanesbær Opið virka daga frá 9 til 18 Tangarhöfða 8 Njarðarbraut 9 Laugardaga frá 12 til 16 í Reykjavík Sími: 590 2000 Sími: 420 3330 Laugardaga frá 10 til 14 í Reykjanesbæ


BEOLIT 15

H7

A2

kr. 72.000

H6

kr. 66.000 BEOLIT 15: kr. 85.000 A2: kr. 62.000

A9

H2

kr. 33.000

kr. 365.000

JÓLAGJÖFIN Í ÁR

Tær og einstakur hljómur með BANG & OLUFSEN.

Lágmúla 8 - 108 Reykjavík - Sími 530 2800


HÖGGVARINN

VEÐURVARINN

VANDAÐ LEÐURKLÆTT ÚTVARP SCANSONIC

Lenco Xemio 655

MP3 spilari með 4GB minni og 1,8” skjá. Upptökumöguleiki. USB 2.0 tengi. Rauf fyrir Micro SD kort að 8GB. Rafhlaða dugar u.þ.b. 8 klst. í afspilun á tónlist og 3,5 klst í afspilun á mynd.

VERÐ

5.990

Scansonic R2LEATHERWHITE Vandað FM útvarp með 5w RMS magnara og bass reflex sem eykur dýpt í hljóminum. Aux og heyrnartólstengi.

VERÐ

JBL E40BT

Þráðlaus Bluetooth heyrnartól með innbyggðum hljóðnema og Echo Cancellation. Music sharing – nota má tvö E40BT frá sömu Bluetooth sendingunni. 16 klst USB hleðsla. Samanbrjótanleg.

14.990

VERÐ

TDK A28

Höggvarinn og veðurvarinn Bluetooth hátalari. 2 öflugir hátalarar og tweeterar. 360° hljómur. Innbyggður hljóðnemi. 3.5mm jack tengi. AUX. Li­ion rafhlaða (8 klst ending).

12.990

VERÐ

12.990 HEIMABÍÓMAGNARI

Fæst í 8 litum

Panasonic KXTGB210

Þráðlaus DECT sími með 1.4" LCD skjá með bakljósi. 50 nafna símaskrá. Tími og dagsetning. Númerabirtir fyrir 50 númer. Endurval í síðustu 10 númer. 6 polyphonic stef og 6 tónar. Allt að 16 klst. rafhlöðuending í tali og 280 klst. á bið.

JBL GOBLACK

Þráðlaus Bluetooth v4.1 hátalari með Lithium hleðslurafhlöðu (5 klst ending). Hægt er að taka við símtölum. USB kapall fylgir. (BxHxD): 68,3 x 82,7 x 30,8 mm.

Tasco 168RB

10x25 vasasjónauki með 10x stækkun. 25mm rauð gler. Taska fylgir.

VERÐ

3.990

TILBOÐ

4.290

Yamaha RXV377BL

5.1 rása heimabíómagnari með 70W per rás, 8 ohm. Dolby TrueHD, Dolby Digital Plus og DTS­ HD Master Audio. YPAO sound optimization. 4 x HDMI ­ 4K og 3D ­ 1 út. HDMI ARC. USB fyrir iPod / iPhone / iPad, USB Memory, Portable Audio Player. Optical, 2 x digital coax, 4 x RCA analouge FM útvarp.

VERÐ

FULLT VERÐ 4.990

VERÐ

4.990

FULLT VERÐ 49.990

SOUNDBAR HEIMABÍÓ

BLURAY SPILARI

TAKTU UPP

LG BP250 Philips MC151

Samstæða með geislaspilara og Dynamic Bass Boost. FM/MW útvarp með 20 sminnum. Klukka með vekjara og svefnrofa. MP3 Link inn o.fl.

TILBOÐ

14.990

Full HD Blu­Ray spilari með DVD uppskölun í 1080p. High Def 1080p @ 24fps myndgæði. Dolby True HD. Dolby Digital Plus. DTS­HD Master Audio. USB tengi SIMPLINK. Hægt að tengja við harðan disk. HDMI tengi með Deep Color.

TILBOÐ

FULLT VERÐ 19.990

39.990

LG HR933N

3D Blu­Ray upptökutæki með High Def 1080p @ 24fps. DTS­HD Master Audio Essential / Dolby TrueHD. 320GB harður diskur. 2 stafrænir DVB­ C/T/T2 móttakarar. Quick Start. Afspilun af HDD diski. Þráðlaus Wi­Fi móttakari. USB. HDMI, Ethernet­LAN, Optical út, CI rauf.

Yamaha YAS105BL

Nett 120w Soundbar heimabíó með Dolby Digital. Dolby Pro Logic II. DTS. 1 x Optical, 1 x coax og jack inn. Bluetooth 2.1 + EDR (A2DP, SPP). App control ­ getur lært á fjarstýringu.

13.990

VERÐ

FULLT VERÐ 16.990

49.990

VERÐ

59.990

LG LAS350B

Soundbar 2.1 Bluetooth heimabíókerfi með bassahátalara. Auto Sound Engine hljóðvinnsla. 120W magnari. 50 W Soundbar hátalarar. 70W bassahátalari. Sound Sync Wireless. Dolby Digital / DTS. Bluetooth. USB. Optical. Audio in. Hægt að festa á vegg.

YAMAHA WX030

30w Multiroom WIFI hátalari með Wifi og Bluetooth. Ethernet. Airplay. Spotify, Pandora, Napster, Juke og Rhapsody stuðningur. Tekur á móti bluetooth og sendir í t.d heyrnartól eða hátalara. MusicCast App ­ stjórn á Yamaha MusicCast hljómtækjum.

TILBOÐ

39.990

FULLT VERÐ 49.990

JBL SB250

TILBOÐ

23.990

FULLT VERÐ 29.990

200w soundbar heimabíókerfi með bassahátalara. 6,5" þráðlaus bassi. Dolby Digital Decoding. Bluetooth. JBL SoundShift. HARMAN SOUND. Heldur hljóðhæðinni jafnri. Getur lært á fjarstýringu sjónvarpsins. Hægt að festa á vegg.

VERÐ

39.990


UNITED LED32X16T2

TILBOÐ Einfalt og gott sjónvarp með 1366x768p upplausn. Progressive Scan. Stafrænn DVB­T/T2 móttakari. USB, 3x HDMI, Scart, S­video, Digital Coax, PC, heyrnartóls­ og RCA tengi. CI kortarauf.

39.990

UNITED LED40X16T2

TILBOÐ

59.990

l ó J g e l i ð e l G g o Góðar gjafir THOMSON 40UA6406

TILBOÐ

109.990

THOMSON 50UA6406

TILBOÐ

149.990

THOMSON 55UA6406

TILBOÐ

179.990

700Hz PMI / 1200Hz PMI LG 40UF695V

TILBOÐ LG 55UF695V

TILBOÐ

700Hz PMI

LG 49UF695V

119.990 TILBOÐ 1200Hz PMI

700Hz PMI

179.990

LG 60UF695V

209.990 TILBOÐ

1200Hz PMI

309.990

2015-2016 MOBILE SPEAKERS JBL Xtreme

24,2 Megapixla C­MOS myndflaga VR LINSA MEÐ HRISTIVÖRN

Nikon D3300KIT1855VR JBL XTREME

Yamaha ISX80

PLÖTUSPILARI með innb. formagnara og USB tengi. 33/45 snúninga.

Multiroom Restio hljómtæki með Bluetooth, WiFi og Airplay. MusicCast app controller. vTuner. Spotify. FM útvarp með 30 stöðva minni. Vekjari með Snooze. Tveir 3 cm soft dome tweeters og tveir 8 cm woofers.

VERÐ

VERÐ

Lenco L3867

19.990

119.990

Veðurvarinn Bluetooth hátalari. 2 x 20 w magnari. USB. Lithium hleðslurafhlaða (15 klst ending). 2 x USB tengi fyrir hleðslu. Getur svarað símtölum. USB kapall og Ól fylgir.

TILBOÐ

41.990

FULLT VERÐ 44.990

SJÓNAUKAR Í MIKLU ÚRVALI

Stafræn SLR myndavél með 24,2 milljón punkta upp­ lausn, 24,2 mm CMOS flögu á DX­sniði, EXPEED 4, ISO 100­12800, 3” LCD skjá, Active D­Lighting, D­Movie FHD hreyfimynd, umhverfis­ og brellustillingum, hraðri raðmyndatöku, tvöföldu rykhreinsikerfi, HDMI C út. WiFi tengimöguleiki ofl.

Nikon School námskeið fylgir.

TILBOÐ

89.990

SKJÁVARPI Skjávarpi með 1920x1200 upplausn og 3000 ANSI Lumens birtu.

VERÐ 149.990

S I . SM RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS


56

bækur

Helgin 11.-13. desember 2015

Kannski sjáumst við einhvern tíma Í bókinni Hrólfs sögu rekur Iðunn Steinsdóttir sögu langafa síns, Hrólfs Hrólfssonar. Hann háði harða lífsbaráttu sem sveitarómagi og síðar vinnumaður í lok 19. aldar. Hrólfur hafði yndi af bókum og þráði að koma undir sig fótunum og búa konu sinni og börnum betra líf. En landlaus maður átti fárra kosta völ.

U

m páskana hittir Hrólfur móður sína. Tilhlökkun og kvíði hafa togast á í honum allan veturinn. Skyldi hún hafa

fréttir að færa? Ætli stjúpi hans sé búinn að verða sér úti um býli svo að þau geti aftur verið saman? Þegar vel liggur á honum er

PIPAR\TBWA • SÍA • 102985

GEFÐU GEIT

Í bókinni Hrólfs sögu rekur Iðunn Steinsdóttir sögu langafa síns.

GEFÐU GJÖF SEM GEFUR Með gjafabréfi á gjofsemgefur.is geturðu styrkt bágstadda fjölskyldu um til dæmis geit, hænu, brunn, matjurtagarð, menntun eða aðrar nauðsynjar. Gefðu skemmtilegar gjafir til verkefna heima og erlendis.

www.gjofsemgefur.is

Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Jón G. Bjarnason

Útfarar- og lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undirbúnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Með kærleik kærleik og og virðingu virðingu Með

Vesturhlíð Vesturhlíð 22 Fossvogi Fossvogi || Sími Sími 551 551 1266 1266 || útför.is útför.is

Ef hús­ bóndinn vill taka hrepps­ ómaga þá getur hann tekið mig. Hann fær borgað fyrir að hafa mig og ég skal vera dugleg­ ur að vinna, segir hann.

hann sannfærður um að nú muni þetta loksins ganga. Hann flytji til mömmu í vor og verði hjá henni eftir það. Hann ætlar að vera duglegur og líka góður við litla bróður sinn. Honum hefur liðið prýðilega í Tjarnargerði og hann vildi feginn vera þar áfram ef mamma getur ekki tekið hann til sín. En ekkert getur jafnast á við það að fá að vera hjá henni. Allt í lagi þó að hann fái minna að borða, hann er svo vanur að vera svangur. Þau ganga saman út fyrir kirkjugarðinn þegar messunni lýkur. - Hvað er að frétta? spyr Hrólfur fullur eftirvæntingar. Móðir hans er dauf í dálkinn. - Við verðum enn í húsmennsku. Það er ekkert býli að hafa þetta árið, segir hún. Hrólfur finnur sáran sting í brjóstinu, hann vill ekki trúa þessu. - Ef húsbóndinn vill taka hreppsómaga þá getur hann tekið mig. Hann fær borgað fyrir að hafa mig og ég skal vera duglegur að vinna, segir hann. - Við flytjum víst í næstu sókn og ég þekki ekki húsbóndann á þeim bæ, segir mamma og röddin er skrítin, eins og hún sé með slæmsku í hálsinum. - Veist þú hvað verður um þig? segir hún svo. - Ég vona að ég verði áfram í Tjarnargerði fyrst ég fæ ekki að vera hjá þér. Hún faðmar hann lengi, vefur hann að sér, fast eins og hún vilji aldrei sleppa honum framar. Hann lokar augunum og nýtur þess að vera hjá henni, finna ilminn og ylinn. - Kannski sjáumst við aftur seinna, hvíslar hann þegar þau skilja. - Ég verð hjá þér í huganum, mundu það, svarar hún og bítur fast á neðri vörina. Hann ráfar á bak við stóran legstein og sest. Hann grætur og grætur, brjóstið er svo fullt af einhverju sem hann þarf að losa sig við. Þegar öll tárin eru búin nuddar hann augun og reynir að þurrka bleytuna af vöngunum áður en hann fer til hins fólksins. Hann er dálítið hissa á sjálfum sér, hélt að hann væri svo stór að hann væri hættur að gráta. En lífið er víst alltaf að koma manni á óvart. Hann veit að fardagar koma nokkrum vikum eftir páska svo að það styttist í að hann fái að vita hvar hann verður vistaður næsta ár. Hann langar að spyrja en þorir ekki. Kannski mislíkar húsbændunum ef hann er með einhverja forvitni. Þegar dagurinn rennur upp hnoðar Anna leppunum hans saman í pinkil. - Nú átt þú víst að fara, Hrólfur minn, segir hún. Hann finnur þyngslin í brjóstinu, eins og verið sé að klípa hann. - Veistu hvert ég fer? hvíslar hann. - Fram að Háhamri, svarar hún.

Hjartað tekur viðbragð. Ingveldur systir hans var á Háhamri í vetur. Kannski verður hún áfram þar. Hann kveður hjónin og hvíslar: - Það var gott að vera hjá ykkur. - Það var líka gott að hafa þig, segir Anna. - Við vildum gjarnan hafa þig áfram en hjónin á Háhamri buðu minna fyrir þig svo að þú ferð. Hrólfur þrammar af stað með vinnupiltinum sem sækir hann. Þegar hann kemur í hlaðið á Háhamri, rennblautur eftir förina yfir Þverá mætir hann systur sinni með pokaskjatta um öxl. Hún er tággrönn og hefur tognað töluvert úr henni. Það er ekki laust við að þau séu feimin hvort við annað eftir allan þennan tíma. Þau heilsast með handabandi og hún segir honum að hún sé að fara austur á land. Hreppsnefndin hafi ákveðið að senda hana á sína fæðingarsveit. - Hvaða sveit er það? spyr Hrólfur. - Hún er austur á Fljótsdalshéraði. Við bjuggum þar áður en við fluttum í Vopnafjörð. - Ætli þar sé gott að vera? Ingveldur yppir öxlum. - Varla verra en annars staðar. Þetta fer allt eftir því hvað maður er heppinn. - Hvernig er fólkið hérna á bænum? - Það er allt í lagi. En stundum er lítið skammtað. - Ég fékk nóg að borða í vetur, ég var í Tjarnargerði. - Hittirðu móður okkar? - Já, tvisvar, í kirkjunni. - Ég sé hana víst ekki framar fyrst ég er að fara austur. Hvernig leið henni? - Hún sagðist sakna okkar. - Við áttum aldrei að fara úr Vopnafirði, svarar Ingveldur. Röddin er beisk. - Ég sagði það líka en hún sagði að þetta hefði verið örreitiskot og ekki hægt að lifa þar. - Við gátum búið þar meðan pabbi lifði. Ef Friðbjörn hefði nennt að vinna eins og maður værum við þar enn, hreytir Ingveldur út úr sér. Hrólfur starir á hana stórum augum. Hann hefur aldrei látið sér detta í hug að Friðbjörn hafi átt einhverja sök á því hvernig komið er. - Er Friðbjörn ekki eins duglegur og pabbi var? spyr hann. - Hann er á eilífu flakki og kann ekki réttri hendi í rass að taka. - Skrýtið að mamma skyldi giftast honum fyrst hann er svona latur. - Þetta er svo sem nógu snoppufrítt, tautar Ingveldur. Þau takast í hendur að skilnaði. - Kannski sjáumst við einhvern tímann, segir Hrólfur. - Það er ekki ómögulegt, svarar Ingveldur.



58

viðtal

Helgin 11.-13. desember 2015

„Ég man aldrei eftir að hafa tekið þá ákvörðun að verða óperusöngvari, þetta hefur bara undið upp á sig,“ segir Andri Björn Róbertsson. Ljósmynd/Hari

13. des sun. kl. 14:00

Jólatrésskemmtun Fríkirkjunnar í Reykjavík. Hefst með jólastund í kirkjunni. Síðan haldið upp í Safnaðarheimili og sungið og dansað í kringum jólatréð með jólasveininum. Kaffi og meðlæti fyrir alla.

Á Íslandi slær hjartað, sama hvert ég fer

13. des. sun. kl. 20:00

Aðventukvöld, fjölbreytt og glæsilegt tónlistarkvöld. Ræðu kvöldsins flytur Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Fram koma Guðrún Gunnarsóttir, söngkona, Sönghópurinn við Tjörnina, Gunnar Hrafnsson, kontrabassa, Snorri Sigurðarson, trompet, Matthías Hemstock, slagverk, Gunnar Gunnarsson, píanó og Hjörtur Magni.

Andri Björn Róbertsson bassasöngvari hefur verið að gera það gott í óperuheiminum í Bretlandi og Evrópu og mun á næstunni stíga á svið bæði í English National Opera og Royal Opera House Covent Garden í London. Hann segir það þó hálfgerða tilviljun að hann hafi orðið óperusöngvari. Hugurinn hafi stefnt á atvinnumennsku í fótbolta eða jafnvel prestsembætti þegar hann var yngri.

20. des. sun. kl. 14:00

Heilunarguðsþjónusta á vegum Sálarrannsóknarfélags Íslands, Fríkirkjunnar og Kærleikssetursins.

A

24. des. fim. kl. 18:00

Aftansöngur á aðfangadagskvöldi. Sönghópurinn við Tjörnina syngur jólin inn og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Gunnars Gunnarssonar. Sr. Hjörtur Magni þjónar fyrir altari.

24. des. fim. kl. 23:30

Miðnætursamvera á jólanótt. Páll Óskar og Monika Abendroth ásamt strengjasveit. Sr. Hjörtur Magni talar til viðstaddra. Sönghópurinn við Tjörnina ásamt Gunnari Gunnarssyni. Mætið vel tímanlega til að fá góð sæti!

25. des. fös. kl. 14:00

Hátíðarguðsþjónusta á jóladag. Ljósanna hátíð fagnað með rísandi sól. Egill Ólafsson söngvari syngur og spjallar um tónlistarval sitt. Sr. Hjörtur Magni, Sönghópurinn við Tjörnina ásamt Gunnari Gunnarssyni.

31. des. fim. kl. 17:00

Aftansöngur á gamlársdag. Kristjana Stefánsdóttir, söngkona, Aron Steinn Ásbjarnarson, saxófónn, Örn Ýmir Arason, kontrabassi, Gísli Páll Karlsson, slagverk. Sönghópurinn við Tjörnina leiðir safnaðarsöng ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista. Sr. Hjörtur Magni þjónar fyrir altari.

Helgihald á aðventu og jólum

ndri Björn býr í Bretlandi og við undirbúning viðtalsins eigum við í tölvusamskiptum til að ákveða stað og tíma til að hittast og spjalla. Netfang hans er Mývatnsbassinn og það vekur óneitanlega forvitni þar sem samkvæmt heimildum er hann uppalinn í Breiðholtinu. Hvers vegna kallar hann sig Mývatnsbassann, er hann að norðan? „Ég fæddist reyndar í Reykjavík en ég bjó í Mývatnssveit fyrstu þrjú æviárin þar sem pabbi var forstjóri Kísiliðjunnar. Ég á auðvitað engar minningar frá þeim tíma en við höfum farið norður nánast á hverju ári síðan ég man eftir mér og ég hef mjög sterka tengingu við þennan stað.“ Eftir flutninginn suður bjó Andri Björn fyrst í Mosfellsbæ en fjölskyldan flutti í Breiðholtið þegar hann var níu ára og þar bjó hann þangað til hann flutti úr landi 21 árs gamall og hélt til náms í London. Þar bjó hann í fjögur ár og stundaði nám við The Royal Academy of Music, en á síðasta ári flutti hann til Sviss með eiginkonu

sinni, Ruth Jenkins-Róbertsson, þar sem hann söng í óperustúdíói óperunnar í Zürich. Í sumar fluttu þau hjón aftur til Englands og festu kaup á húsi í Whitley Bay sem er lítið þorp skammt frá Newcastle, en Ruth er ættuð af þeim slóðum. Andri Björn er í stuttri jólaheimsókn á Íslandi og mun meðal annars syngja á Jólasöngvum Kórs Langholtskirkju, en tónlistaruppeldi sitt hlaut hann að miklu leyti í kórum þeirrar kirkju. „Ég byrjaði reyndar fimm ára gamall í Söngsmiðjunni hjá Möggu Pálma, síðan var ég í ýmsum barnakórum og endaði í barnakór Seljakirkju sem var kirkjan okkar. Síðan fékk ég leið á því þar sem alltaf var verið að láta mig syngja einsöng og hætti. Mamma og pabbi könnuðust auðvitað við Jón Stefánsson, organista og kórstjóra í Langholtskirkju, úr Mývatnssveitinni og mamma setti mig í kórskólann þar þegar ég var níu ára. Þar söng ég svo alveg þangað til ég flutti út og það er eiginlega þeim hjónum, Jóni og Ólöfu KolFramhald æa næstu opnu


VESKI SEM VERNDA! 25%VILDARAFSLÁTTUR Kortaveski & seðlasveski - Beluga

Korta & seðlaveski - Ray

Vildarverð: 2.999.Verð: 3.999.-

Vildarverð: 10.424.Verð: 13.899.-

Kortaveski - Pearl

Korta & seðlaveski - Oyster

Kortaveski - Razor

Vildarverð: 2.999.Verð: 3.999.-

Vildarverð:8.249.Verð: 10.999.-

Vildarverð: 5.999.Verð: 7.999.-

Seðlaveski - Prato Vildarverð: 2.849.Verð: 3.799.-

Seðlaveski - Florence Seðlaveski Vildarverð: 1.349.Verð: 1.799.Austurstræti 18

KORTInorður Kringlunni SkólavörðustígEF 11 MUNDU TIR GJAFA N! Kringlunni Laugavegi 77 EYMUN DSSO suður PENNANS Hallarmúla 4

NÝ VERSLUN Í MJÓDDINNI

Álfabakka 14b, Mjódd

Smáralind

Hafnarfirði - Strandgötu 31 Keflavík - Sólvallagötu 2

Vildarverð: 4.499.Verð: 5.999.-

AÐEINS BROT AF ÚRVALINU! Ísafirði - Hafnarstræti 2

Vestmannaeyjum - Bárustíg 2 VIÐ PÖKKUM Flugstöð Leifs Eiríkssonar INN FYRIR ÞIG!

Akureyri - Hafnarstræti 91-93 Akranesi - Dalbraut 1

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Vildartilboð gilda frá 11. desember, til og með 13. desember. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.


60

viðtal

Helgin 11.-13. desember 2015

GAMAN Í GOLFI með Gaman Ferðum!

Alicante Melia Villaitana **** Frá:

249.900 kr.

PÁSKAFERÐ 19. mars -29. mars ‘16. Verð á mann í 10 nætur. Innifalið er flug, 20 kg taska, golfsett, gisting á hóteli með morgunmat og kvöldmat, ótakmarkað golf, akstur til & frá flugvelli og íslensk fararstjórn.

Alicante Melia Villaitana **** Frá:

199.900 kr.

Ferðatímabil: 29. mars – 5. apríl ‘16. Verð á mann í 7 nætur. Innifalið er flug, 20 kg taska, golfsett, gisting á hóteli með morgunmat og kvöldmat, ótakmarkað golf, akstur til & frá flugvelli og íslensk fararstjórn.

Alicante Melia Villaitana **** Frá:

199.900 kr.

Ferðatímabil: 5. apríl – 12. apríl ‘16. Verð á mann í 7 nætur. Innifalið er flug, 20 kg taska, golfsett, gisting á hóteli með morgunmat og kvöldmat, ótakmarkað golf, akstur til & frá flugvelli og íslensk fararstjórn.

Tildrög þess að Andri Björn fór til náms voru þau að Kiri Te Kanawa hreifst af söng hans. Hér eru þau saman á Ítalíu árið 2009.

brúnu, að þakka að ég er enn að syngja. Þegar ég byrjaði í mútum þrettán ára fór ég í ferðalag með Gradualekórnum um Snæfellsnes og eftir þá ferð kom Jón til mín og sagði að nú væri líklega kominn tími fyrir mig að hætta. Ég varð alveg ægilega sorgmæddur yfir því og seinna um sumarið hringdi hann í mig og bauð mér að koma í kirkjukórinn með fullorðna fólkinu. Ég var alveg til í það og söng með Langholtskórnum í átta ár.“

Stefndi á atvinnumennsku í fótbolta

Söngurinn var þó ekki eina áhugamál Andra Björns á unglingsárunum, hann spilaði fótbolta, fyrst með ÍR og síðan Þrótti, til nítján ára aldurs og dreymdi jafnvel um að verða atvinnumaður. Var hann svo góður? „Ég var nokkuð góður, var í marki og komst í lansliðsúrtak, en eins og oft gerist á þessum aldri toga önnur áhugamál mann frá boltanum. Ég æfði líka samkvæmisdansa í sjö eða átta ár og keppti í þeim, spilaði á klarinett og æfði handbolta. Mestur tími mömmu fór í að keyra mig á milli æfinga í mismunandi greinum.“ Ertu týpan sem nennir ekki að taka þátt í áhugamálum nema vera meðal þeirra bestu? „Já, ég er nákvæmlega sú týpa. Ég þoli ekki að vera ekki á toppnum og ég þoli ekki heldur þegar ég veit að ég er góður í einhverju en næ ekki að sýna mitt besta. Ég veit ekki alveg hvort það er jákvætt eða neikvætt, ég er bara svoleiðis.“

Kiri Te Kanawa er mentorinn

Alicante Melia Villaitana **** Frá:

249.900 kr.

Ferðatímabil: 23. apríl – 3. maí ‘16. Verð á mann í 10 nætur. Innifalið er flug, 20 kg taska, golfsett, gisting á hóteli með morgunmat og kvöldmat, ótakmarkað golf, akstur til & frá flugvelli og íslensk fararstjórn.

Gaman Ferðir fljúga með WOW air / www.gaman.is / gaman@gaman.is

Tildrög þess að Andri Björn fór til náms í London voru þau að sjálf Kiri Te Kanawa heyrði hann syngja og hreifst af honum. „Hún kom til Íslands 2008 og var með masterclass sem ég söng á. Eftir það þá bauð hún mér að koma á námskeið á Ítalíu 2009 og þar kom meðal annarra skólastjóri Royal academy of Music til að hlusta á okkur. Hann sagði Kiri að hann vildi bjóða mér að koma í skólann strax þá um haustið, en ég var ekki búinn að klára námið í Söngskólanum í Reykjavík og setti það tilboð í biðstöðu í eitt ár og fór út haustið 2010. Kiri kenndi mér ekki, í venjulegum skilningi, en ég fer ennþá í tíma til hennar reglulega og hún er minn mentor sem hefur stutt vel við bakið á mér. Ég á henni mikið að þakka því það er meira en að segja það að fara út 21 árs aleinn og takast á við bæði erfitt og krefjandi nám og ókunna stórborg.“ Andri Björn kynntist eigin-

konunni í skólanum þar sem hún stundaði einnig nám. „Við kynntumst 2010 og byrjuðum saman 2011 sem var lokaárið hennar og svo giftum við okkur 2013. Sumum finnst það eflaust skrítið hvað við erum mikið aðskilin, okkur finnst alveg stórkostlegt að ná þrem til fjórum dögum saman, en það, eins og annað í þessu lífi, er auðvitað val. Maður hugsar stundum hvort þetta væri ekki auðveldara ef við værum bæði í „venjulegri“ vinnu en ég held ekki að það sé nein leið auðveldari en önnur í lífinu. Það er líka kostur að við séum bæði á kafi í tónlistinni, það ríkir meiri skilningur á aðstæðum hins aðilans, óhefðbundnum vinnutímanum, stressinu, egóinu og alls konar fylgifiskum starfsins eins og að þurfa að vera að kyssa annað fólk í vinnunni. Það ríkir alveg fullkominn skilningur okkar á milli á því.“

Miklar útlitskröfur í óperuheiminum

Spurður hvort ekki sé hætta á samkeppni í samböndum þar sem báðir aðilar eru að eltast við frægð og frama segir Andri Björn að vissulega sé sú hætta fyrir hendi, en hún hafi ekki komið fram í þeirra sambandi, enda hafi þeim báðum gengið vel. Talið berst að hinum harða heimi óperunnar og Andri Björn segir áhyggjuefni hversu mikil áhersla sé orðin á það að söngvararnir líti vel út og falli inn í ákveðnar fegurðarímyndir. „Það er mikið lagt upp úr útliti söngvaranna, ekki bara að fólk passi í hlutverk. Fólk verður að vera grannt og fallegt ef það á að eiga möguleika á að komast í eftirsótt hlutverk, sérstaklega konurnar. Mér finnst þetta eiginlega fáránlegt en þetta er staðreynd og þegar ég var í óperustúdíóinu í Zürich var sagt við nánasta allar stelpurnar að þær þyrftu að grenna sig. Samt voru þetta bara venjulegar stelpur, engin þeirra var feit. Ég hef dálitlar áhyggjur af þessari þróun því ég finn það bara sjálfur að ef ég grennist of mikið þá syng ég ekki eins vel. Maður þarf að vera í ákveðinni þyngd til að hafa gravitas. Þetta er líka misskilningur því á sviði lítur fólk miklu betur út ef það er með aðeins utan á sér. Ég hef áhyggjur af því að óperuhúsin loki fyrir frábærar raddir og við fáum aldrei að heyra þær bara vegna þess að söngvararnir falla ekki að ákveðnum fegurðarstaðli. Það er slæm þróun.“

Hefði getað orðið prestur

Eru ekki elskhugahlutverkin flest skrifuð fyrir tenóra, hvað fær ungur bassi að syngja? „Þau hlut-

verk sem henta mér vel í augnablikinu er til dæmis Figaro í Brúðkaupi Figaros, sem er kannski ekki elskhuginn með stórum staf en samt rómantíker. En yfirleitt eru það tenórarnir sem fá hlutverk hetjunnar og þegar ég eldist á ég örugglega eftir að syngja vonda karlinn mjög mikið, eða pabbann eða prestinn. Það eru hlutverkin sem bassarnir lenda yfirleitt í.“ Talandi um presta þá upplýsir Andri Björn að hann hefði vel getað hugsað sér að læra guðfræði og verða prestur. „Ég man aldrei eftir að hafa tekið þá ákvörðun að verða óperusöngvari, þetta hefur bara undið upp á sig. Ef það hefði ekki gerst hefði ég örugglega endað í Háskólanum í stjórnmálafræði, heimspeki eða jafnvel guðfræði. Ég hefði ekki haft neitt á móti því að verða prestur, hef alltaf verið frekar trúaður og ég er auðvitað búinn að vera svo mikið í Langholtskirkju og kynnast öllu starfinu sem þar fer fram. Það hefði auðveldlega getað togað mig í átt að prestinum.“ Andri Björn verður heima um jólin en eftir áramótin tekur alvaran aftur við og það er nóg af verkefnum framundan. „Í janúar fer ég til Zürich og syng í tveimur óperum við Óperuhúsið þar til loka apríl. Í maí ætla ég að vera í fríi, fara til Nýja Sjálands í lok júní og heimsækja Ruth sem verður þar að syngja. Í ágúst hefjast svo æfingar á Toscu í English National Opera sem verður frumsýnd næsta haust.“

Mikilvægt að syngja á Íslandi

Ef þú mættir velja að syngja í hvaða óperuhúsi sem er, hvaða óperuhús yrði fyrir valinu? „Ég veit það ekki, ég vil bara syngja hlutverk sem henta mér þar sem mér líður vel. Ég hef verið mjög heppinn með staði hingað til, það var yndislegt að syngja í Aix in Provence og líka í Zürich. Svo er alltaf gaman að syngja í London, mun skemmtilegra að koma þangað til þess að syngja en að búa þar. Einhvern tíma myndi ég vilja syngja á Metropolitan í New York og svo væri nú ekkert leiðinlegt að syngja í Íslensku óperunni. Vonandi kemur að því einhvern tíma. Mig er farið að lengja eftir því að hafa tíma til að koma heim og syngja fyrir fólkið mitt og fólkið sem hefur fylgst með mér frá upphafi. Það skiptir mig miklu máli að syngja á íslensku á Íslandi þar sem hjartað slær nú alltaf, hvert sem maður fer.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is



62

viðhorf

Helgin 11.-13. desember 2015

VERTU Setjum þetta í skutbílinn K MEMM Á EM! Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is

NICE

fl u g f r á

17.999 kr. *

júní 2016

LYO N

fl u g f r á

17.999 kr. *

júní 2016

PA R ÍS

fl u g f r á

17.999 kr. *

júní 2016

BA RCELONA

Konan mín fær svo gott sem aldrei afskorin blóm. Ég veit vel að það myndi gleðja hana að fá stöku túlípana en ég skil bara ekki konseptið – að kaupa dauð blóm. Miklu betra að kaupa bara banana eða eitthvað og svo kryddjurtir á hátíðisdögum. Blóm í mold er þó allt önnur ella en ég kaupi þau því miður ekki heldur. Fyrir nokkru, þegar þreyta á bið eftir blómum kom upp í minni frú, keypti hún þau bara sjálf – á Bland. Hún fór þó örlítið fram úr sér eftir alla biðina og keypti ansi stórt blóm. Hún spurði því, eðlilega, hvort hún ætti að senda eftir því bíl. Ég hélt nú ekki. Ég ætti að ráða við að sækja eitt blóm, þó það væri af stærri gerðinni og að auki staðsett í efri byggðum Kópavogs. Frúin yppti öxlum og rétti mér peninga enda veit hún sem er að ég er sjálfsækir. Það er að ég að notast aldrei við þjónustu sendibíla. Fer frekar hundrað ferðir á mínum einkabíl og sæki það sem vantar – í pörtum ef þurfa þykir. Óttaðist því ekki að sækja eina pottaplöntu í Kórahverfið. Það runnu þó á mig tvær grímur þegar þangað kom og loks skildi ég þetta með sendibílinn, því þegar Kópavogskonan opnaði útidyrnar hjá sér spratt plantan á móti mér og á bak við hana var mærin buguð eftir að hafa rogast með plöntuna úr stofunni. Þótt ég sé á steisjón komst blómið ekki fyrir í skottinu. Það kom þó ekki til mála að gefast upp, af því að þannig er það ekki hjá sjálfsækjum. Ég setti því blómið á gólfið farþegamegin, opnaði gluggana og hélt af stað. Blómið teygði sig út um gluggann sín megin og yfir bílstjórasætið og út um gluggann þar. Mér leið eins og ég væri hann þarna í Litlu hryllingsbúðinni og blómið væri nýbúið að gæða sér á tannlækninum. Lét þó ekki bugast heldur brosti bara kankvís til allra sem með mér voru í umferðinni, gerði laufyfirskegg og skilaði plöntunni svo af mér þegar heim var komið. Stoltur og glaður yfir því að hafa ekki gefist upp og keypt sendil. Vandamál eiginkonu minnar enda hins vegar ekki á því að fá aldrei blóm. Því sjálfsækir þarf makker, félaga sem ekki bregst á ögurstundu. Þar hefur hún staðið sína plikt og það skal viðurkennt að mikið hefur verið á hana lagt. Hefur þurft að rogast með allt inn og út úr bílnum. Allt frá sófastólum upp í heilu stofurnar. Hún hefur næstum verið afhausuð af fúllsæs spónablötu sem ég tróð í smábíl og til að koma fyrir þurfti að fjarlægja hauspúðana á sætunum til að koma fyrir. Svona hefur þetta gengið síðan hún kynntist mér fyrir tuttugu árum, tæpum þó. Eitt eftirminnilegasta ferðalagið var

þó þegar frúin var látin halda föstum risastórum skáp, sem sjálfsækirinn keypti samsettan úr gallaða horninu í Ikea, á þaki Ford Fókus steisjónbifreiðar fjölskyldunnar. Það skal þó taka fram að skápurinn var líka teipaður fastur með límbandi við þakið svo frúin var aðallega með höndina á honum svona til að segja til um hvort límingin héldi ekki örugglega enn. Þetta gerði hún án þess svo mikið sem að blikka. Ég fyllist líka stolti þegar ég geng um húsið og sýni fólki allt sem ég, og við í sameiningu, höfum sótt í gegn um tíðina. Ja, allt þar til kemur að eldhúsinu, sem er ljóður á annars óflekkuðum sjálfssækiferli. Þannig var að við hjónin breyttum téðu eldhúsi fyrir ekki svo löngu. Stóra vandamálið var að akkúrat á þeim tíma var ég ekkert á leiðinni að skipta um eldhús. En ég er ekki bara sjálfsækir heldur er ég líka háður því að fá góðan díl – og þarna var ég í búð sem selur eldhúsinnréttingar að skoða úrvalið af einskærum áhuga. Sölumaðurinn góði fann strax þennan veika blett og sagði að sýningareintakið á risastórri eldhúsinnréttingu sem hann var nýbúinn að setja upp væri til sölu og gerði mér skömmu síðar tilboð sem ég gat ekki hafnað. Þetta var svona annað hvort núna eða strax díll. Bara of góður til að sleppa. Auðvitað var innréttingin allt of stór fyrir litla íbúð í Hlíðunum en díll er díll og núna eru lítil eldhús á víð og dreif um íbúðina – en það þó önnur saga. Stóra vandamálið var að sölumaðurinn vildi draslið burtu og það í hvelli. Það þýddi að ekki var í boði að ná í kerruna hjá pabba og fara 15-20 ferðir eða svo. Ég varð að panta bíl! Risatrukkur mætti á staðinn skömmu síðar og við byrjuðum að hlaða vagninn, sendibílstjórinn og ég. Hann rólegur og yfirvegaður í öllum aðgerðum – ég hlaupandi um hálfkjökrandi í panikki yfir hvað þetta myndi nú kosta allt saman og díllinn færi í vaskinn fyrir vikið. Þetta hafðist þó og ég borgaði manninum blóðpeningana. Hef meira að segja, með tíð og tíma, lært að elska eldhúsið mitt þótt ég hafi ekki sótt það sjálfur. Það fylgir bara ekki sjálfsækitúrnum. Þar sem nokkur misseri eru nú liðin og ég er búinn að jafna mig á sendlatúrnum er ég nú að byrja á baðinu. Skal það gert upp með tilheyrandi sjálfsækingum á skutbílnum og ekki einni sendibílaför. Ég er meira að segja kominn með krók. Vona bara að mín ástkæra eiginkona sé ekki orðin of góðu vön eftir að hafa ekki þurft að bera eldhúsið inn. Kannski ég stoppi við á heimleiðinni og kaupi blóm.

fl u g f r á

19.999 kr. *

Teikning/Hari

júní 2016

KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.


o p nu n a r t i l b o Frábært ð

999 kr. fyrir 12 tom og m i ð s

mu b áfetni

tærð af gosi í Fa x a

Gildir frá 11. - 14. des. Tilboð þetta gildir aðeins um staðlaða báta á matseðli. Greiða þarf aukalega fyrir allt aukaálegg. Gildir ekki með öðrum tilboðum. Gildir aðeins í Faxafeni föstudaginn 11. des. til mánudagsins 14. des. 2015. Doctor’s Associates Inc. SUBWAY® er skráð vörumerki Doctor’s Associates Inc.


64 Jól í Mjódd

Helgin 11.-13. desember 2015

Það er notaleg jólastemning í Mjóddinni.

Í mat til Dóra

Í

desembermánuði þegar ekki virðast nógu margir klukkutímar í sólarhringnum til að koma öllu í verk þá er dásamlegt að koma við á staðnum Hjá Dóra í Mjóddinni og gæða sér á ljúffengum heimilismat. Þar er að finna bixímat, steiktan kjúkling, snitsel, kjötbollur og steiktan fisk ásamt ljúffengum sósum og góðu meðlæti. Allt er þetta selt eftir vigt og kostar ekki mikið meira en hráefnið sem þarf til að útbúa hvern rétt. Halldór Þórhallsson matreiðslumeistari, kallaður Dóri, hefur í tvo áratugi staðið vaktina í eldhúsinu og eldað sígilda rétti ásamt starfsfólki sínu fyrir svanga fastakúnna og alla þá sem standast ekki gamaldags heimilismat. „Hingað getur fólk komið og fengið sér góðan mat á þægilegu verði. Þetta á ekki að vera mikið dýrara en ef fólk hefði keypt allt hráefnið sjálft og eldað,“ segir Dóri á staðnum Hjá Dóra í Mjóddinni þar sem boðið er upp á heitan heimilismat í hádeginu og á kvöldin alla virka daga. Sem dæmi má taka þá er hægt að fá á staðnum Hjá Dóra 200 grömm af lambakjöti með öllu meðlæti á 1.400 krónur. „Við erum alltaf með átta mismunandi rétti í boði. Allt frá kjötbollum upp í lambasteik og pörusteik sem er alltaf vinsæl. En það er ekki á mörgum stöðum sem hægt að er að fá pörusteik að jafnaði.“ Hráefnið berst ferskt inn á morgnana, nýveiddur fiskur og ferskt kjöt enda segir Dóri að það sé ekki hægt að bjóða upp á góðan mat nema hráefnið sé fyrsta flokks. Þar að auki er maturinn alltaf nýeldaður og til dæmis stendur Dóri og steikir fiskinn um leið og fólk pantar. „Við lokum staðnum eftir hádegismatinn og eldum aftur fyrir kvöldið, þann-

ig eru við alltaf með nýlagaðan mat og ekkert er að veltast í borðinu hjá okkur í langan tíma.“ En það er ekki bara maturinn sem heillar viðskiptavinina, heldur líka vinalegt viðmót Dóra og starfsfólksins. „Maður, sem var nýfluttur heim frá Noregi, kom til mín og sagði hann hefði oft hugsað til þess þegar hann var að vinna í Noregi hvað það hefði verið gott að koma í mat til mín. Mér þótti mjög vænt um að heyra það. Það er mjög hvetjandi

og uppbyggjandi að heyra hvað maturinn er góður. Það má að mestu leyti þakka hvað við höfum verið heppin með starfsfólk, en flestir eru búnir að starfa þarna í kringum tíu ár og þekkja orðið fastakúnnana út og inn. Það er mjög skemmtilegt þetta samband við kúnnana. Þó það sé alltaf brjálað að gera þá gefum við fólk tíma og kjöftum aðeins.“ Viðskiptavinirnir hafa tekið því mjög vel að allir réttirnir eru seldir eftir vigt. „Þá er enginn þvingaður til að kaupa of mikið og engum mat er hent,“ segir Dóri. Þetta hentar bæði einstaklingum og fjölskyldum. „Ég hef verið hérna svo lengi að ég hef séð foreldra koma með krakka sem eru núna sjálfir komnir með krakka og koma hingað í mat til mín.“ Hver er svo uppáhaldmatur Dóra? „Ég borða hérna sjálfur alla daga og þá helst fiskinn sem ég fæ glænýjan á hverjum morgni beint frá fisksala.“ Unnið í samstarfi við Hjá Dóra.

Álfabakka 14b / Mjódd / Sími 5579060 Þarabakki 3 / 109 Reykjavík S: 6963436 / www.togg.is

Opið Mán til lau 10-19 / Sun 12-18

Fótaaðgerðastofan Fótaaðgerðastofan frískir fætur frískir fætur Erna Guðrún Gunnarsdóttir Löggiltur fótaaðgerðafræðingur Erna Guðrún Gunnarsdóttir fótaaðgerðafræðingur Álfabakka 12, 2. hæðLöggiltur 5022 | friskirfaetur@gmail.com | Sími: 557 Álfabakka 12, 2. hæð | Sími: 557 5022 | friskirfaetur@gmail.com

SJÚKRAÞJÁLFUN

Þönglabakka 1 í Mjódd sími 568 9009 w w w . g a s k i . i s


Helgin 11.-13. desember 2015

við erum 65

Fyrir heimilið, fyrir sumarhúsið Fullkomin veðurathugun þráðlaus 22.500 kr Skipaklukka 12.900 kr.

Jólamarkaður og lifandi tónlist í Mjóddinni Verslunarmiðstöðin í Mjódd er öflugur verslunarkjarni þar sem er að finna fjölbreytta verslun, þjónustu og læknastofur. Í Mjóddinni er yfirbyggð göngugata og markaðstorg þar sem starfa 67 fyrirtæki og mörg hver hafa verið þar frá upphafi. Það verður líf og fjör í Mjóddinni fram að jólum þar sem sérstakur jólamarkaður hefur verið settur upp í göngugötunni og munu kórar gleðja gesti og gangandi með söng sínum.

Í

Mjóddinni eru starfandi 67 fyrirtæki og starfsmenn um 800 manns. „Við höfum matvöruverslun hjá okkur sem er opin allan sólarhringinn, banka, bókabúð, lækna, tannlækna, heilsugæslu, sjúkraþjálfara, efnalaug, gullsmið, úrabúð, fataverslanir, fiskbúð, apótek, gleraugnabúð, hárgreiðslustofur, blómabúð, bakarí, brúðarkjólaleigu, ökuskóla, dýrabúð, töskubúð og svona mætti lengi telja,“ segir Ragnheiður Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Mjóddarinnar.

Þráðlaus inni/úti hitamælir 7.500 kr

Gull-úrið Mjódd

Álfabakka 16 / S. 587 4100

Loftvog 12.700 kr.

Túnikur, kjólar, bolir, skór. Þú færð jólafötin og jólagjafirnar hjá okkur og mundu gjafabréfin. Verið velkonar

Fröken Júlía Mjód

Jólamarkaður í göngugötunni

Á aðventunni breytist göngugatan í skemmtilegan jólamarkað. „Þar mun handverksfólk, listiðnaðarfólk og hönnuðir kynna sig og selja sínar vörur. Einnig fáum við til okkar aðila frá Beint frá býli sem selja sínar afurðir,“ segir Ragnheiður. „Göngugatan okkar myndar mjög skemmtilega stemningu f yrir Ragnheiður fullorðna jafnt sem Sigurðardóttir, börn. Við höfum framkvæmdaeinnig hjá okkur lít- stjóri Mjóddarið jólahús sem vek- innar. ur töluverða lukku hjá yngri kynslóðinni enda fáum við oft leikskóla hverfisins í heimsókn.“

Lifandi tónlist í vinalegum verslunarkjarna

Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts mun kíkja í Mjóddina á aðventunni og flytja nokkur jólalög, auk þess sem ýmsir kórar munu taka lagið. „Dagskráin síðustu vikuna fyrir jól verður þétt skipuð. Þá munu Kammerkór Mosfellsbæjar, Álafosskórinn og Mosfellskórinn syngja fyrir gesti og gangandi,“ segir Ragnheiður. Það er því tilvalið að gera jólainnkaupin í notalegri stemningu í Mjóddinni. „Hér er fjölbreytt úrval verslana og þjónustuaðila og næg bílastæði. Verslunarmiðstöðin er mjög vinalegur verslunarkjarni þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað fyrir sig, á góðu verði í þægilegu og notalegu umhverfi.“

18. des 19. des laug 20. des sunnud 21. des 22. des 23. des 24. des

8-18 11-15 Lokað 8-20 8-20 8-19 10-12

25. des 26. des 27. des 28. des 29. des 30. des 31. des

Lokað Lokað Lokað 11-18 08-18 08-18 10-12

Gleðilega Hátíð Efnalaugin Björg

Álfabakka 12 109 Reykjavík

Sími 5572400 www.bjorg.is


66 Jól í Mjódd

Helgin 11.-13. desember 2015

Stígvél í öllum regnbogans litum fyrir alla fjölskylduna Nokian stígvélabúðin hefur verið starfrækt í Mjóddinni í tvö ár. Þar er að finna stígvél fyrir alla fjölskylduna, í hinum ýmsu sniðum, stærðum og litum. Allur skóbúnaður frá Nokian er unninn úr náttúrugúmmíi sem þolir mikið frost og springur ekki.

V

ið opnuðum Nokian stígvélabúðina fyrir tveimur árum og erum ánægð með viðtökurnar,“ segir Jóhannes Ingimundarson, eigandi verslunarinnar. „Barnafólkið í Breiðholtinu hefur verið duglegt að versla við okkur og búðin er hægt og rólega að vaxa og dafna.“ Jóhannes segir skemmtilega stemningu ríkja í Mjóddinni. „Hér á margt fólk leið hjá sem nýtir sér til að mynda þá miklu læknisþjónustu sem er í Mjóddinni. Fólk röltir gjarnan um á leið sinni og hnýtur um falleg stígvél fyrir sig sjálft, börn eða barnabörn.“

Skemmtileg stígvélatíska

Allar vörur frá Nokian eru unnar úr náttúrugúmmíi sem þolir mikið frost, án þess að springa. „Nokian stígvélin hafa verið framleidd í áratugi. Mikil vöruþróun hefur átt sér

stað á síðustu árum, sem hefur skilað sér í fjölbreyttara úrvali,“ segir Jóhannes, sem getur greint ákveðna tískustrauma þegar kemur að stígvélum. „Það er liðin tíð að stígvél séu bara svört, allir regnbogans litir eru til og segja má að það sé komin ákveðin stígvélatíska hjá fólki í dag. Sum eru há, önnur lág, sum loðfóðruð og önnur ekki.“

Nytsamleg jólagjöf

Stígvél eru skemmtileg og nytsöm jólagjöf og segir Jóhannes þau henta öllum fjölskyldumeðlimum, börnum sem fullorðnum. „Stígvélin koma auk þess í skemmtilegum umbúðum og allir ættu að geta fundið stígvél við sitt hæfi.“ Unnið í samstarfi við

Í Nokian stígvélabúðinni í Mjóddinni er að finna stígvél fyrir alla fjölskylduna. Mynd/Hari

Nokian stígvélabúðina

Jólatrjáaskógur og heitt kakó í Garðheimum Það er sannkölluð jólastemning í Garðheimum þessa dagana. Þar er hægt að fá allt sem þarf fyrir jólaskreytingar, innandyra sem utandyra. Jólatrjáaskógurinn hefur tekið á sig fallega mynd og á meðan hið fullkomna jólatré er valið er boðið upp á rjúkandi heitt kakó.

Umhirða jólatrjáa: Uppsetning: Áður en jólatréð er sett upp skiptir miklu máli að láta það þiðna vel. „Fínt er að skola tréð í baðkari eða sturtu áður en það er sett upp. Áður en það er sett í fótinn skal saga um það bil tvo sentimetra af stofninum og tálga hann aðeins,“ segir Kristín Helga.

Þ

að er stór hluti af jólaundirbúningnum að velja jólatré og það er gaman að sjá sömu fjölskyldurnar koma ár eftir ár, jafnvel upp á dag, og velja tréð,“ segir Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima. „Starfsmenn okkar hafa einnig orð á því hversu gaman það er að standa vaktina í jólatrjáaskóginum okkar.“

Danskur jólaskógarbóndi ræktar fyrir Íslendinga

Í Garðheimum er hægt að nálgast allt sem við kemur jólatrénu. „Hér eru ekta tré, gervitré, fætur, dúkar, seríur og skraut,“ segir Kristín Helga. Gervijólatrén koma í mörgum stærðum, allt frá pínulitlum 30 sentimetra trjám upp í 3,60 metra. „Trén eru auk þess til í mismunandi breiddum sem henta því öllum rýmum,“ segir Kristín Helga. Þegar kemur að ekta jólatrjám hefur Nordmannsþinurinn verið vinsælasta tegundin í fjölda ára. „Þetta er hið sígilda jólatré sem flestir vilja, það er fagurgrænt og hefur mjúkar, þéttar nálar. Við í Garðheimum höfum verið í samstarfi við jólaskógarbónda í Danmörku frá því við opnuðum fyrir 16 árum sem ræktar trén sérstaklega fyrir Íslendinga,“ segir Kristín Helga. Í Garðheimum er einnig boðið upp á tré frá íslensku skógræktarfélög-

Það er stór hluti af jólaundirbúningnum að velja hið fullkomna jólatré. „Það er gaman að sjá sömu fjölskyldurnar koma ár eftir ár, jafnvel upp á dag, og velja tréð,“ segir Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima. Mynd/Hari.

unum. „Þeirra á meðal er fura, rauðgreni og blágreni. Furan er að verða vinsælli hjá þeim sem vilja íslensku trén,“ segir Kristín Helga.

Jólatré í potti

Á hverju ári má greina ákveðna

tískustrauma þegar kemur að jólatrjám, þó svo að hefðin spili alltaf stórt hlutverk. Í ár eru jólatré í pottum af ýmsum stærðum og gerðum áberandi og í Garðheimum er hægt að fá tré með stofni og rót í potti. „Þetta er skemmtilegt trend sem

við tökum glöð þátt í,“ segir Kristín Helga. Í Garðheimum er einnig hægt að kaupa svokölluð tröpputré. „Það eru furutré sem eru sett á stofn af tré og hönnuð þannig að þau passa vel í tröppur.“ Úrvalið er því afar fjölbreytt og glæsi-

Vökvun: „Setjið stofninn í sjóðandi vatn, þannig víkka æðar trésins og tréð drekkur betur í sig. Athugið svo að tréð drekkur mikið fyrstu dagana og því skal fylgjast vel með því. Gott er að vökva tréð með volgu vatni. Ef farið er eftir þessu á maður ekki að lenda í vandræðum, sama hvaða tré verður fyrir valinu,“ segir Kristín Helga.

legt í Garðheimum fyrir þessi jólin og hvetur Kristín Helga alla til að gera sér ferð í jólaskóginn og fá sér heitt kakó. Unnið í samstarfi við Garðheima


Jól í Mjódd 67

Helgin 11.-13. desember 2015

Sígild bókabúð í lifandi umhverfi Penninn Eymundsson er hin sígilda íslenska bókabúð, með verslanir um land allt. Verslunin í Mjódd er lifandi og skemmtileg þar sem finna má gott úrval af nýjum bókum, tímaritum, leikföngum, ferðatöskum og fleiru. Verslunin einkennist af miklu lífi enda nóg um að vera í verslunarmiðstöðinni.

P

enninn Eymundsson hefur verið hluti af Mjóddinni frá upphafi en hefur tekið ýmsum breytingum á þeim tíma. „Það mætti segja að verslunin hafi stækkað og minnkað eftir árferði,“ segir Borgar Jónsteinsson, rekstrarstjóri hjá Pennanum Eymundsson. „Nú höfum við flutt okkur aðeins til á ganginum í stærra og betra húsnæði og erum afar ánægð með það.“

Gæðastund yfir splunkunýjum tímaritum

Penninn Eymundsson í Mjódd er með gott úrval af nýjum bókum, tímaritum, tónlist, myndefni, ritföngum, gjafavöru, leikföngum og spilum, ásamt breiðu úrvali af ferðatöskum. „Við leggjum áherslu á að þjóna einstaklingum og fyrirtækjum í nágrenninu,“ segir Borgar. Vegna staðsetningarinnar á versl-

Penninn Eymundsson hefur nú flutt sig um set í Mjóddinni, en býður enn upp á sama góða vöruúrvalið þegar kemur að nýjum bókum, tímaritum, tónlist, myndefni, ritföngum, gjafavöru, leikföngum og spilum, ásamt breiðu úrvali af ferðatöskum.

unin mikið af fastakúnnum og eru margir í áskrift hjá erlendum tímaritum. „Það myndast því skemmtileg stemning þegar nýju blöðin eru sótt, sem eru að sjálfsögðu merkt hverjum og einum,“ segir Borgar.

Hugguleg og heimilisleg stemning

Viðskiptavinum í Mjóddinni er alltaf boðið upp á kaffi eða kakó. „Hér er hægt að eiga gæðastund í afslöppuðu umhverfi,“ segir Borgar. Starfsfólkið er alltaf tilbúið að bjóða fram aðstoð sína og býr það yfir mikilli reynslu. „Elstu starfsmennirnir hafa verið hjá okkur í 15-20 ár og erum við afar heppin að njóta krafta þeirra og reynslu,“ segir Borgar.

Myndir/Hari.

Unnið í samstarfi við Pennann Eymundsson

Í Pennanum Eymundsson í Mjódd er góð aðstaða til glugga í bækur og tímarit.

Leikföng og barnabækur í miklu úrvali.


68 Jól í Múlum

Helgin 11.-13. desember 2015

Frábær jólastemning í Múlunum Jólaundirbúningurinn er kominn á fullt hjá flestum enda eru aðeins tvær vikur til jóla. Flestir hafa í mörg horn að líta, auk jólagjafanna þarf að huga að skreytingum, jólakortum og fleiru. Í Múlunum er að finna margar leyndar verslunarperlur þar sem hægt er að finna ýmislegt sniðugt í jólapakkann. Þar má meðal annars finna verslanir sem selja íþróttavörur, barnaföt, tískufatnað, raftæki, ljós, blóm og húsgögn. Að auki eru þar veitingastaðir, hárgreiðslustofur, snyrtistofur, pósthús, apótek og sitthvað fleira. Unnendur fallegrar hönnunar geta auk þess fundið fjölmargt við sitt hæfi í Múlunum, en þar er að finna margar verslanir sem selja fallega hönnun fyrir heimilið.

Síðumúla 20 . Reykjavík . s.: 4155600 www.hljodfaerahusid.is

Kynnið ykkur lengdan opnunartíma um jól á www.hljodfaerahususid.is

Lágmúli 8 / Sími 530 2800

Elísa Ó. Guðmundsdóttir, blómahönnuður og eigandi 4 Árstíða. „Við finnum að fólk þyrstir í að koma við, spjalla og skoða í fallegu umhverfi.“

Glerárgötu 7 . Akureyri . s.: 4621415 www.tonabudin.is

Mynd/Hari.

Árstíðabundin og öðruvísi blómabúð Blómabúðin 4 Árstíðir í Lágmúla er árstíðabundin blóma- og gjafavöruverslun sem tekur breytingum vetur, sumar, vor og haust. Verslunin er í eigu Elísu Ó. Guðmundsdóttur blómahönnuðar og leggur hún áherslu á að bjóða öðruvísi úrval af afskornum blómum, pottaplöntum, pottum og fallegri heimilis- og gjafavöru.

V

ið opnuðum verslunina í lok september árið 2014 og höfum fengið afar góðar viðtökur,“ segir Elísa Ó. Guðmundsdóttir. 4 Árstíðir bjóða upp á blómahönnun, viðburðaskreytingar, brúðarskreytingar, plöntuskreytingar, sælkerakörfur, gjafakörfur og fyrirtækjaþjónustu. „Markmið okkar er að veita vandaða og persónulega þjónustu af fagmönnum með áratuga reynslu,“ segir Elísa.

Lifandi og skemmtilegt umhverfi

Verslunin einkennist af fallegum og ferskum plöntum ásamt afskornum blómum. Það er því lifandi og skemmtileg upplifun að heimsækja verslunina. „Hér hefur myndast góður kúnnahópur sem ætíð bætist í. Við finnum að fólk þyrstir í að koma við, spjalla og skoða í fallegu umhverfi,“ segir Elísa. Ásamt lifandi plöntum velur Elísa inn fal-

Ásamt lifandi blómum og plöntum er að finna fallega gjafavöru hjá 4 Árstíðum. Mynd/Hari.

legar og einstakar gjafavörur sem fegra heimilið og gleðja augað. „Einnig bjóðum við upp á fjölbreytt úrval úr sælkeralínu Nicholas Vahé sem gleðja bragðlaukana á spennandi hátt.“ 4 Árstíðir er staðsett í

Lágmúla 4 í Reykjavík og býður Elísa alla hjartanlega velkomna í heimsókn. Unnið í samstarfi við 4 Árstíðir



****

„…æsispennandi saga ….“

70 Jól í Múlum

Helgin 11.-13. desember 2015

UE55JU6075 55” kr. 199.900.-

HÞÓ / FRÉTTABLAÐIÐ

UE65JU6075 65” kr. 399.900.-

Expressokaffivél, hálfsjálfvirk. Einfaldur og tvöfaldur skammtari. Frábært verð:

kr. 14.900,-

JBL GO – frábær Bluetooth hátalari sem fæst í 8 litum. Sjónvarpsmiðstöðin. Sm.is Jólatilboð 4.290.-

* * * **

„Ótrúlega spennandi … fullt hús án þess að hika.“ AKH / PJATT.IS

„… einkar vel skrifuð saga með þekkilegum óhugnaði, ekki of hryllileg en þó nóg til að maður fái gæsahúð við lesturinn.“ ÁM / MORGUNBLAÐIÐ

„Textinn er reyndar aðall bókarinnar, frábærlega tær og blæbrigðaríkur og ljósárum framar texta flestra bóka sem skrifaðar eru fyrir börn.“ FB / FRÉTTATÍMINN

„Ég hefði gefið mikið fyrir að fá svona bók í hendur í bernsku.“ GH / VIKAN

„Dúkka er afbragðsgott innlegg í íslenskar

barnabókmenntir sem vönduð hryllingssaga.“ HÝÍ / SIRKÚSTJALDIÐ

hrella „Það er eitthvað hressandi við að láta stundum “ sig svolítið og Dúkka gerir það afskaplega vel. MB / BÓKMENNTIR.IS

w w w. f o rl a g i d . i s | B ó k a b ú ð Fo rl a g s i n s | F i s k i s l ó ð 3 9

Vandaður Tasco sjónauki með 50mm glerjum og 10x stækkun. Sjónvarpsmiðstöðin. Sm.is Verð 9.990.-

Steakchamp kjöthitamælir Vandaður kjöthitamælir sem er ótrúlega einfaldur í notkun. Fæst í Heimilistækjum ht.is Jólatilboð 9.995.-

„Kona með stíl er sjálfsörugg og geislandi“ Stíll er kvenfataverslun þar sem finna má fallegan fatnað og fylgihluti. Guðný Kristín Erlingsdóttir, eigandi Stíls, leggur áherslu á að konum líði vel í versluninni og fari þaðan ánægðar.

S

tíll er sérverslun í Síðumúla 34 með kvenfatnað fyrir konur á öllum aldri. „Við leggjum þó áherslu á konur yfir þrítugt,“ segir Guðný Kristín Erlingsdóttir, eigandi Stíls. „Við erum fyrirtæki þar sem fjölskyldan, samheldni, tryggð og þarfir viðskiptavinar eru í forgrunni.“

Klassískur og þægilegur fatnaður

Vöruúrvalið í versluninni einkennist af fallegum, klassískum, vel hönnuðum og vönduðum fatnaði sem þægilegt er að klæðast. „Við fylgjum að sjálfsögðu ávallt nýjust tískustraumum en leggjum áherslu á að hönnunin endist vel,“ segir Guðný Kristín. Allur fatnaður í versluninni er sérvalinn frá viðurkenndum framleiðendum sem eiga sér góðan orðstír, mikla reynslu og eru ábyrgir. „Við bjóðum upp á margs konar fylgihluti, til dæmis skó, veski, slæður, trefla, hanska, hatta og einstaklega fallegt skart, auk vara frá íslenskum hönnuðum.“ Hjá Stíl er því hægt að finna eitt og annað í jólapakkann. „Jólakjólarnir frá okkur eru auk þess alltaf vinsælir, við pöntum fá eintök af hverjum en erum með þeim mun meira úrval.“

Kvenfataverslunin Stíll starfar með eftirfarandi gildi í huga: n Við önnumst kvenleika og fegurð með lotningu. n Fegurð er annað og meira en hugsjón.

Kvenfataverslunin Stíll er staðsett í Síðumúla 34. „Hver einstök kona býr yfir sérstakri fegurð, við önnumst kvenleika og fegurð með lotningu,“ segir Guðný Kristín, eigandi Stíls. Mynd/Hari.

n Hver og ein hefur sína mynd af fegurð. n Fegurð er eins einstaklingsbundin, fjölbreytileg og yndisleg eins og lífið sjálft. n Tíska er glaðleg, litrík og geislandi, hún er stíll en ekki skilgreining á stöðu. n Kona með stíl er sjálfsörugg, glaðleg, litrík og geislandi. n Kona með stíl er óháð, frjáls, mannblendin og opinská.

Skemmtilegar uppákomur í desember

„Hér er alltaf eitthvað um að vera og á því verður engin breyting á aðventunni. Við erum duglegar að halda ýmis konar viðburði, til dæmis snyrtivörukynningu, myndlistarsýningu, tískusýningu og svo eru vínkynningarnar alltaf vinsælar. Eins er ég mikill harmonikuaðdáandi og spila sjálf á harmoniku svo hér má oft heyra lifandi harmonikutónlist,“ segir Guðný Kristín. Hjá Stíl er lögð rík áhersla á að viðskiptavininum líði vel og fari ánægður út. „Ég gleðst einnig mikið yfir því þegar kona kemur í fatnaði frá mér sem hún keypti fyrir mörgum árum og er enn uppáhaldsflíkin hennar og gæti hafa keypt flíkina í gær miðað við hönnun og útlit,“ segir Guðný Kristín, sem hlakkar til að taka á móti konum í leit að jólagjöfum og jólakjólum í desember. Unnið í samstarfi við Stíl kvenfataverslun


20% afsláttur af dúnsængum og koddum

Frábærar gæsadúnsængur og koddar úr hvítum gæsadún.

15% afsláttur

af öllum sængurfatnaði og lökum til jóla

Hágæða sængurfatnaður frá Georg Jensen Damask, Gant Home og DUX.

DUXIANA Ármúla 10 S-5689950 duxiana.com

Háþróaður svefnbúnaður


72 Jól í Múlum

Helgin 11.-13. desember 2015

Verslun fyrir sannkallaða fagurkera GEGNUM GLERIÐ er glæsileg verslun, staðsett í Ármúla 10. Um er ræða húsgagna- og gjafavöruverslun sem býður upp á fallega og tímalausa hönnun. Fram að jólum verður notaleg stemning í versluninni og hægt verður að gæða sér á kaffi og konfekti í jólainnkaupunum.

G

egnum glerið er húsgagnaog gjafavöruverslun sem hefur verið starfandi í 29 ár,“ segir Elsa Ólafsdóttir, sem sér um reksturinn. „Við erum umboðsaðili fyrir lífsstílsfyrirtækið Lambert home sem framleiðir handunnin húsgögn og gjafavöru alls staðar úr veröldinni. Vörurnar frá Lambert eru tímalausar og passa inn í alla stíla, allt frá minimal stíl yfir í antík,“ segir Elsa. Í versluninni er einnig að finna fallega handgerða ramma. „Stórir veggrammar eru mjög vinsælir um þessar mundir,“ segir Elsa. Jólavörur setja einn-

ig svip sinn á verslunina. „Postulínsfyrirtækið Gien frá Frakklandi sendir frá sér jóladisk á hverju ári og eru þeir nú orðnir 21. Auk þess bjóðum við upp á mikið úrval af kertastjökum, kertum, servéttum, vösum, diskamottum og löberum.“

Allt fyrir hugguleg heimili

Gegnum glerið er verslun fyrir sannkallaða fagurkera. Í sama húsnæði má finna verslunina DUXIANA, sem er concept verslun með sænsk hágæða rúm og húsgögn frá DUX. Duxiana verslanir má finna út um allan heim. Auk rúmanna býð-

GEGNUM GLERIÐ og DUXIANA eru glæsilegar verslanir sem staðsettar eru í Ármúla 10. Þar er að finna falleg húsgögn, gjafavöru og annað sem gerir heimilið huggulegt.

ur Duxiana upp á sængur, kodda og sængurfatnað frá Gant og Georg Jensen Damask. Ennfremur er boðið uppá ljós frá danska fyrirtækinu Louis Poulsen. Þeir sem eru í jólagjafahugleiðingum ættu því að kíkja við í Ármúla 10. „Fólk sem er að leita að vandaðri jólagjöf ætti að kíkja við hjá okkur. Í verslunum okkar má finna margt sem gerir heimilið huggulegt,“ segir Elsa. Unnið í samstarfi við Gegnum glerið

Húsgögn og gjafavara í rótgrónu umhverfi Húsgagnaverslunin Innlit við Ármúla 5 býður upp á breiða línu af húsgögnum og gjafavöru. Verslunin á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1965 og fagnar því fimmtugsafmæli sínu um þessar mundir. Innlit stækkaði nýverið verslunarrými sitt um helming og eftir áramót er því von á auknu vöruúrvali. Verslunin er þó full af vörum fyrir jólin þar sem má finna ýmislegt sniðugt í jólapakkann.

I

nnlit er komið út frá versluninni Híbýlaprýði sem var stofnuð hér á horni Ármúla og Hallarmúla árið 1965. Árið 2005 var gömlu versluninni skipt upp í tvær verslanir og er Innlit önnur þeirra,“ segir Tryggvi Erlingsson, sem sér um reksturinn.

Vöruþekking og góð þjónusta

Innlit hefur ávallt verið þekkt fyrir mikla vöruþekkingu og góða þjónustu. „Við leggjum mikla áherslu á mikið og gott úrval af sófum, stólum og sófasettum. Eins erum við með góða hægindastóla og ekki síst hina frábæru tveggja mótora lyftistóla sem eru mjög vinsælir hjá þeim sem

Innlit er húsgagna- og gjafavöruverslun við Ármúla 5 sem á sér langa sögu. Verslunin hefur ávallt verið þekkt fyrir vöruþekkingu og góða þjónustu. Mynd/Hari.

þurfa hjálp við að standa upp,“ segir Tryggvi. Innlit opnaði smávörudeild fyrir tveimur árum sem hefur vaxið hratt. „Þar er að finna flott úrval smávöru á góðu verði,“ segir Tryggvi. Innlit hefur auk þess verið með umboð frá ítalska leðurframleiðandanum FUTUR A frá árinu 1980. „Við seljum allar gerðir af leðri, bæði til einstaklinga og fagfólks á mjög góðu verði,“ segir Tryggvi.

Aukið vöruúrval

Innlit stækkaði nýverið verslunarrými sitt um helming og því stendur til að auka vöruúrvalið. „Við höfum nú þegar náð samningum við nokkur þekkt umboð sem vilja vera

í samstarfi við okkur og munum við kynna þau á næsta ári.“ Nú standa yfir sérstakir desember dagar þar sem 15% afsláttur er af sófum og stólum og 30-50% afslátt af smávöru.

Það er því tilvalið að gera sér ferð í Ármúlann fyrir jólin. Unnið í samstarfi við Innlit

Smávörudeildin hjá Innliti hefur vaxið hratt og þar er að finna margt sniðugt í jólapakkann. Mynd/Hari.


Svíf þú inn í svefninn ...í rúmi frá okkur!

RÚM

ÍSLENSK HÖNNUN – ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA

Rúm, springdýnur, sængurver, púðar & rúmteppi, gjafavara! ...við erum með þetta allt og meira til!

Í áraraðir hefur Ragnar Björnsson ehf. framleitt rúm af öllum stærðum og gerðum, allt eftir þínum óskum. Lengd, breidd og mismunandi hæð á rúmunum eykur þægindin. Mismunandi stífleika er hægt að velja, allt eftir þyngd þeirra sem á dýnunum hvíla. Þú velur rétta hæð á rúmið þitt og stígur létt framúr.

Dalshrauni 8 - Hafnarfirði | Sími 555 0397 | rbrum@rbrum.is| rbrum.is

Opnunartími fram að jólum

Mánudag–föstudag: 9-18 • Laugardag: 10-16 • Sunnudag: 13-16


R NLEGU VÆNTA

ALDREI VERIÐ LÉTTARA AÐ SLÉTTA ÚR FLÍKUM

WILFA RAKATÆKI

KJÖTHITAMÆLIR

Braun RAFMAGNS TANNBURSTI

FYRIR HÁLS OG BAK

ÞRÁÐLAUS

Oral-B VERÐ ... 9.995

Babyliss Curl Secret Krullujárn

GUFUSLÉTTIR ALGJÖR SNILLD VERÐ ÁÐUR ...9.995 TILBOÐ .........6.495

Medisana HITAPÚÐI

VEGLEGUR KAUPAUKI

VERÐ ÁÐUR ....19.995 TILBOÐ ..........15.995

Kai PureKomachi2 3STK HNÍFASETT

Magnað jólatilboð

VERÐ ÁÐUR ... 5.995 JÓLATILBOÐ .. 4.995

VERÐ ... 6.995

Remington SLÉTTUJÁRN PRO

Philips RAKVÉL Snúru og hleðsluvél

KERAMIK, MEÐ JÓNATÆKNI

VERÐ ÁÐUR ....14.995 9.995 TILBOÐ ............9.995

VERÐ ... 9.995

TILBOÐ ... 6.495

BABYLISS HÁRBLÁSARI EXPERT 2100W VERÐ ÁÐUR ... 7.995 TILBOÐ ......... 5.495

JÓLABÚÐIN ÞÍN Le Creuset ELDFAST MÓT

VERÐ ÁÐUR ...11.985 TILBOÐ ...........7.995

ÍSLENSKA PÖNNNUKÖKUPANNAN

VERÐ ...23.995

Rosenthal KÖKUDISKUR

SPRAUTUR

VERÐ ... 7.995 Braun TÖFRASPROTI 600W

MIÐSTÆRÐ 509

VERÐ ... 3.995

VERÐ .....9.995

GRUNWERG

HNÍFAPARASETT

Walther Glas TERTUDISKUR

24 STK SETT

VERÐ ... 9.995

TRISTAR

Princess SÚKKULAÐI BRUNNUR

VÖFFLUJÁRN EKTA BELGÍSKAR

VERÐ ... 9.995

36sm á fæti

VERÐ ... 5.495

VERÐ ...12.995 Kenwood HÆGSUÐUPOTTUR

Kuchenprofi STEIKARPANNA 28sm

Leifheit HITABRÚSI KERAMIK HÚÐ Engin skaðleg efni

VERÐ ...... 4.995

Emsa KAFFI KANNA Bell TIL Í MÖRGUM LITUM

VERÐ ÁÐUR .... 9.995 JÓLATILBOÐ ... 5.995

Le Creuset PANNA 26sm Rosenthal Curl KERTASTJAKAR 2stk

ibili RJÓMA

ROASTER POTTUR

VERÐ ÁÐUR ... 5.995 JÓLATILBOÐ .. 4.995

VERÐ .....8.995 PIZZASTEINN Í GRIND 30sm

ÞESSI GAMLA GÓÐA

VERÐ ... 9.995

32sm

VERÐ .... 11.995

VERÐ ... 7.995

VERÐ ... 3.495

SEVERIN KAFFIVÉL 1400W

Sýður vatnið VERÐ .... 19.995

Sverin POPPVÉL

Loftvél, engin olía VERÐ ÁÐUR .....5.995 TILBOÐ ...........4.995

VERÐ .... 14.995

PRINCESS

BLANDARI 800W

Öflugur, mylur klaka VERÐ ÁÐUR ...11.995 TILBOÐ ...........9.995


HRÆRIVÉL

+ BÖKUNARSETT

Sanseraðir litir

BÖKUNARSETT Settið inniheldur 5 vönduð og viðloðunarfrí KitchenAid bökunarform.

Sirius LJÓSASERÍA Bolette

FULLT VERÐ ... 107.990

( Hrærivél 92.995 + bökunarsett 14.995 )

TILBOÐSVERÐ .. 92.995 Litir

FULLT VERÐ ....104.990

Margir litir

( Hrærivél 89.995 + bökunarsett 14.995 )

TILBOÐSVERÐ ...89.995

ESPRESSÓKANNA Kela SÓSU/SMJÖR POTTUR MEÐ HITARA

6 BOLLA Á HELLU

Fissler Paris POTTASETT 3stk

Wilfa HANDÞEYTARI MEÐ SKÁL

VERÐ ...24.995

VERÐ ... 7.995

VERÐ ... 4.495

VERÐ .....5.995

KRINGLUNNI • SÍMI 568 9400 • BYGGTOGBUID.IS Le Creuset Salt- og piparkvarnir

Le Creuset POTTUR 24sm

Rosenthal VASI 30sm

VERÐ ...37.995

Rosenthal VASI TUTEN 10sm

VERÐ ... 6.995

VERÐ ......49.995

Zassenhaus OSTAHNÍFAR

Sodeastream

GENESIS

VERÐ ... 2.995

Princess SALT- OG PIPARKVÖRN

VERÐ ÁÐUR .... 16.995 JÓLATILBOÐ ... 14.995

VERÐ ............. 3.995

VERÐ .... 14.995

Dolce Gusto kaffivélar

FRÁBÆR JÓLATILBOÐ YFIR 30 TEGUNDIR AF KAFFI

VERÐ ÁÐUR ... 5.995 JÓLATILBOÐ .. 4.995

VERÐ ...... 7.995

WILFA BLANDARI

PÖNNUKÖKUPANNA 24sm

1200W TRYLLITÆKI!

Fyrir allar gerðir hellna

VERÐ .. 17.995

VERÐ ... 3.995

KENWOOD

MAT VINNSLU VÉL 750W

VERÐ ÁÐUR .... 12.995 JÓLATILBOÐ ..... 9.995

GEORGE FOREMAN

HEILSUGRILLIN Ný lína með losanlegum plötum

FYRIR UPPHANDLEGG

6 BOLLA KRÓM

VERÐ .... 10.995

Ekta pizza á örfáum mínútum!

MEDISANA BLÓÐÞRÝSTINGSMÆLIR

PRESSUKANNA

Severin RACLETTE GRILL

PIZZAOFN

VERÐ ... 5.995

VERÐ ... 8.495

Ariete JÓGÚRT- OG ÍSGERÐARVÉL

ARIETE

MELISSA MÍNUTU GRILL

VERÐ ... 6.995

2 in 1 með grófleikastilli

VERÐ .....6.495

VERÐ ...12.995

HUROM SAFAPRESSA HE SILVER

COMPACT 38sm grillflötur 2

FULLT VERÐ ....13.995 TILBOÐ ............9.995

FAMILY 51sm grillflötur 2

FULLT VERÐ .... 16.995 TILBOÐ .......... 11.995

ENTERTAINMENT 64sm2 grillflötur

FULLT VERÐ .... 18.995 TILBOÐ .......... 13.995

P


76

tíska & útlit

Helgin 11.-13. desember 2015

Hátíðleg og rómantísk jólaförðun Vertu þú sjálf, líka um jólin

Jólin eru tími gylltra og rauðra tóna, og á það sérstaklega við þegar kemur að förðuninni. Jólalínur snyrtivörumerkjanna eru hver annarri fallegri og einkennast af djúpum, fallegum litum. Glimmerið er þó ekki langt undan sem gefur förðuninni ákveðinn glamúr. Fréttatíminn fékk Kristjönu Rúnarsdóttur, alþjóðlegan förðunarfræðing hjá Lancôme, til að gefa okkur dæmi um fallega jólaförðun. Teint Miracle farði: Olíulaus ljóma farði sem gefur fullkomna náttúrulega geislandi áferð. Dregur úr roða og húðlýtum. Fersk áferð og 18 tíma rakagjöf. Þekur vel þó farðinn sé þunnur.

Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is

SPARILEGIR TOPPAR STÆRÐIR 14-28

Teint Miracle ljóma penni: Leiðréttingarpenni sem eykur náttúrulegan ljóma. Lýsir, mýkir og sjáanlega minnkar dökka bauga og húðlýti. Til í þremur mismunandi litum.

AFGREIÐSLUTÍMAR Í VERSLUN OKKAR AÐ FÁKAFENI 9 ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 11-18 LAUGARDAG FRÁ KL. 11-18 SUNNUDAG FRÁ KL. 13-18

La Base Hydra Glow: Farðagrunnur sem gefur ljóma og nærir húðina. Hægt er að setja yfir krem/farðagrunn. Blanda við farða eða setja ofan á hann. Hægt að nota eitt sér eða með kremum/farða.

TOPPUR INN KEMUR LÍKA Í RAUÐU OG BLÁU

VERÐ: 6.990 KR

Fákafen 9 | Sími 581-1552 | www.curvy.is

Engill vonar 2015

Jólaförðunin í ár einkennist af ljómandi húð og rauðum og gylltum tónum. Myndir/Hari

Hönnuður Hanna S. Magnúsdóttir

Verð: 4.500 kr.

Guðlaugur A. Magnússson Skólavörðustíg 10

101 RVK / S. 562 5222 / www.gam.is

La poudre 29, Fauborg Saint Honoré Sparkling loose powder: Ljómapúður með glimmeri.

Artliner Xmas Bronze Orfèvre: Blautur eyeliner sem gefur nákvæma og beina línu. Auðveldur í notkun. Til í svörtu, brúnu, bláu og gráu og nú í jólalínu Lancôme í Pourpre burgundy lit númer 010 og Kopar brúnum númer 09.

Neglur: Hrefna er með tvö lökk úr jólalínu Lancôme. Rauða lakkið er sett undir og gull glimmer agnirnar yfir.

Blush Subtil kinnalitur númer 27: Setur í epli kinnanna til að fá fallegan ljóma.

Hypnôse Volume A Porter: Maskari sem þykkir hvert og eitt augnhár án þess að klessa og lengir.

Sourcils Définis: Augabrúnablýantur: Notaður til að skerpa augabrúnir.

Rouge in LOVE varalitur númer 181N. Liturinn er þéttur í sér, endist vel á vörunum og gefur næringu og ljóma.

La Pallette 29, Faubourg Saint Honoré: Augnskuggapalleta úr jólalínu Lancôme 2015. Palletta með sex augnskuggum ásamt tveimur varalitum og varanæringu/glossi.

La Base Paupiéres Pro augnskuggagrunnur: Sett ofan á augnlokin undir augnskugga til að halda þeim. Augnskugginn fer ekkert í línur eða smitast.

Förðun: Kristjana Rúnarsdóttir, National Makeup artist hjá Lancôme Módel: Hrefna Eskimo Models



20%

Mikið úrval af

afsláttur af öllum vörum frá Bóboli föstudag og laugardag

Úlpum Úlpukápur Prjónakápur Útigallar Opið um helgina: fös. kl.10-20 lau.kl.10-22 sun. kl.13-18

dimmalimmreykjavík.is

Iana Reykjavík Laugavegi 53 Sími 552 3737 opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17

78

tíska & útlit

Helgin 11.-13. desember 2015

Notaleg jólastemning á Skólavörðustígnum S

Hjónin Fríða Jónsdóttir og Auðunn G. Árnason reka fallega skartgripaverslun á Skólavörðustíg 18. Fríða er gullsmiður og hannar undir merkinu Fríða og ber verslunin sama heiti. Verkstæði Fríðu er staðsett í versluninni og vinna hjónin nú óðum að því að bæta við úrvalið í kuðungalínunni, sem er nýjasta afurð Fríðu.

Nýjasta skartgripalína Fríðu er unnin úr kuðungum og notar Fríða 14 k gull og oxýterað silfur við smíðina.

kartgripaverslunin Fríða var áður til húsa í Hafnarfirði en hefur nú komið sér vel fyrir á Skólavörðustígnum. „Við erum alsæl með að vera komin á Skólavörðustíginn. Hér er fallegt og stemningin er skemmtileg, hvort sem er núna í skammdeginu með fallegu jólaskreytingunum, eða á sumrin í fjölbreyttu mannlífinu,“ segir Fríða. Hjónin segja það einnig ánægjulegt hversu margar verslanir hafa bæst við flóruna á Skólavörðustígnum. Jólaundirbúningur stendur nú sem hæst hjá Fríðu. „Við erum á fullu að smíða fyrir jólin og erum að bæta við úrvalið í nýju kuðungalínunni okkar. Nýjasta afurðin er kuðungarnir í 14k gulli, bæði með eða án steina. Kuðungamynstrið kemur skemmtilega út í gullinu enda er gullið harðari málmur og verða kuðungarnir einhvern vegin skarpari í því,“ segir Fríða. Auk þess vinnur Fríða með oxýterað silfur við gerð skartgripanna þannig úr verður eins konar skygging. „Okkur finnst það koma vel út líka og þannig fá kuðungarnir á sig náttúrulegan blæ.“ Frá og með 17. desember verður opið fram á kvöld. „Við hlökkum til að taka á móti fyrstu jólunum okkar hér á Skólavörðustígnum.“ Unnið í samstarfi við Fríðu skartgripahönnuð

Skartgripaverslunin Fríða á Skólavörðustíg er komin í jólabúning og hefur jólatréð úr herðatrjám vakið mikla lukku meðal gesta og gangandi. Mynd/Hari.

 MétierS d’Art Sýning ChAnel

Draumur um París Karl Lagerfeld sótti innblástur í gamlar ítalskar og franskar kvikmyndir þegar hann kynnti nýjustu fatalínuna í Róm á dögunum.

Metal design

Stefán Bogi Stefánsson gull-og silfursmiður

Skólavörðustíg 2 101 Reykjavík

Jólakjólar

Á

Métiers d’Art sýningu Chanel í Róm fyrr í vikunni kynnti Karl Lagerfeld eina fallegustu og kynþokkafyllstu fatalínu sem hann hefur látið frá sér fara í langan tíma. Fyrirsæturnar voru klæddar blúndusokkabuxum við svarta kjóla, skreytta fjöðrum og blúndum og hárið var úfið og túberað og augun máluð dökk. Ótrúlega töff fatalína frá Chanel sem er óður til Rómarborgar og Parísar, auk ít-

alskrar kvikmynda, enda var hún kynnt í Cinecittá kvikmyndverinu, vöggu ítalskrar kvikmyndagerðar. Þrátt fyrir að Karl Lagerfeld hafi leitað í smiðju ítalskra neorealismo og franskra film noir mynda, segir hann útkomuna fjarri því að sýna raunverulega mynd af fortíðinni. „Þetta er bara hugmynd, draumur um París. Við verðum að láta okkur dreyma áfram, því raunveruleikinn sem blasir við í París er dapur.“

Str. 40 - 56/58

Flottir jakkar

Fatalínan einkenndist af svörtum og hvítum litum, blúndum og gegnsæjum kjólum.

kr. 19.900.Str. S-XXL kr. 14.900.-

Litir: svart, rautt og fjólublátt

kr. 11.900.Einn litur

Bæjarlind 6, sími 554 7030 tískuverslun www.rita.is Bæjarlind 6 / S: 554 7030 / Ríta Ríta tískuverslun

Métier d’Art sýningin er haldin til heiðurs handverki eins og sjá má á þessari einstöku flík þar sem gyllt blúnda, fjarðir og perlur fá að njóta sín.

Fortíðin er áþreifanleg í þessari hönnun.


tíska & útlit 79

Helgin 11.-13. desember 2015

Falið tískuleyndarmál í Grafarvogi

25%

Coco´s er tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri með vandaðar vörur á góðu verði. Coco´s er staðsett í Hverafold 1-3 í Grafarvogi og verður með lengri opnunartíma fram að jólum.

Afsláttur

V

ið héldum upp á fimm ára afmæli í síðasta mánuði og kúnnahópurinn fer sífellt stækkandi,“ segir Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, sem rekur Coco´s ásamt móður sinni, Guðlaugu Benediktsdóttur. Í versluninni má finna fallegan fatnað í stærðum 34-48 og glæsilegt úrval af fylgihlutum, skóm, skarti og treflum. „Við erum með vörur frá Danmörku, London og París. Meðal merkja sem við bjóðum upp á eru 2-biz, b-young og luxzuz-onetwo,“ segir Guðrún Jóna. Einnig hefur spænska merkið Desigual notið mikilla vinsælda hjá viðskiptavinum. „Svo erum við alltaf að bæta við nýjum og spennandi merkjum,“ segir Guðrún Jóna. Það verður nóg um að vera hjá Coco´s fram að jólum. „Við munum lengja opnunartímann og bjóða upp á spennandi tilboð.“ Það er því um að gera að fylgjast vel með Cocos tískuvöruverslun á Facebook. „Þar er hægt að skoða vöruúrvalið og við bjóðum að sjálfsögðu upp á fría heimsendingu um allt land,“ segir Guðrún Jóna. Unnið í samstarfi við Coco´s tískuvöruverslun

Finndu muninn

AFmæLisvikA Finndu muninn

LAverA

Lífrænar förðunarvörur

Findu muninn

Glæsileg tilboð af andlitsvörum og

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir rekur tískuvöruverslunina Coco´s í Hverafold, ásamt móður sinni, Guðlaugu Lavera býður uppá úrval af lífrænt Benediktsdóttur. Í versluninni má finna vottuðum förðunarvörum. fallegan fatnað í stærðum 34-48 og glæsilegt úrval af fylgihlutum, skóm, Sölustaðir: Hagkaup Skeifunni, Heilsuhúsin, Sölustaðir: Hagkaup skartiSkeifunni, og treflum.Heilsuhúsin, Lifandi markaður og Heilsutorg Blómavals. Lifandi markaður og Heilsutorg Blómavals.

Lífrænar förðunarvörur Lavera býður uppá úrval af lífrænt förðunarvörum í öllum Heilsuhúsum Gildir frá 4. til og með 12. des. vottuðum förðunarvörum.

Loksins Loksins 30% komnar komnaraftur aftur afsláttur

Fylgdu okkur ááFésbókinni Fylgdu okkur á Fésbókinni Fylgdu okkur Fésbókinni „Lavera – -hollt fyrirfyrir húðina“ „Lavera „Lavera -hollt hollt fyrirhúðina“ húðina“

Loksins *leggings *leggings háar háarí í 20% 20% afsláttur afsláttur öllum Loksins Loksins Loksins afLoksins komnar aftur mittinu mittinu afaf öllum öllum vörum vörum komnar komnar aftur aftur komnar komnar aftur aftur vörum *leggings háar í 20% afsláttur Loksins Loksins til 17. júní júní *leggings *leggings háar háarí í *leggings *leggings háar háar í til í 17. mittinu

Meðal merkja sem finna má í Coco´s eru 2-biz, b-young og spænska merkið Desigual.

af öllum vörum föstudag, komnar aftur komnar aftur mittinu mittinu mittinu mittinu

kr. kr.5500 5500. .

til 17. júníháar í *leggings háarlaugardag, í *leggings Túnika Túnika og sunnudag mittinu mittinu kr. kr. 3000 3000 .vörur, Frábær Frábær verð, smart smart vörur, Túnikaverð, mánudag. . vörur, . . . Frábær kr. 3000 góð góð þjónusta þjónusta verð, smart

kr. 5500 5500 kr.kr.5500 5500 kr.kr.5500 Túberað hár og hnausþykkur eyeliner.

kr. 5500 . vörur, kr. 5500 .Frábær góð þjónusta Frábær verð, verð, smart smart vörur, Frábær Frábær verð, verð, smart smart vörur, vörur, Samkeppnishæf verð og gæði Reykjavík, London, Amsterdam, París

Frábær verð, smart vörur, góð góð þjónusta þjónusta góð þjónusta

Frábær verð, smart vörur, góðgóð þjónusta þjónusta góð þjónusta

Tökum Tökum uppupp nýjar nýjar vörur vörur daglega daglega

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu Bláu húsin húsin Faxafeni Faxafeni · 588 S. 588 4499 4499 ∙ Opið ∙ vörur Opið mán.mán.fös. 12-18 12-18 ∙ laug. ∙ laug. 11-1 1 Tökum Tökum upp nýjar nýjar vörur daglega daglega Tökum Tökum upphúsin upp nýjar nýjar vörur vörur daglega daglega Bláu Faxafeni · ·S.S. 588 4499 ∙upp Opið mán.fös. 12-18 ∙ fös. laug. 11-16 Tökum upp nýjar vörur daglega Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni ·· S. 588 4499 ∙11-16 Opið mán.fös.mán.12-18 laug. 11-16 Bláu húsin Faxafeni S. 5884499 4499 Opið mán.fös.fös. 12-18 ∙·588 11-16 Bláu Bláu húsin húsin Faxafeni Faxafeni S. S.laug. 588 4499 ∙ Opið ∙ Opið mán.fös.∙ fös. 12-18 12-18 ∙ laug. ∙ laug. 11-16 11-16 BláuBláu húsin húsin Faxafeni Faxafeni · S. ·588 S.· 588 4499 ∙ Opið ∙∙ Opið mán.mán.fös. 12-18 12-18 ∙laug. ∙4499 laug. 11-16

Blúndusokkabuxur við dökka kjóla og pils voru áberandi.

Leðurpils gefur mjúkri silkiblúndunni í blússunni ákveðið mótvægi og skapar rokkaðan stíl.

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 · Opið mán.-fös. 11-18 · laug. 11-16 · sun. 13-16


80

Stærsta ævintýri ársins!

fjölskyldan

Námskeið í teikningu og bókagerð fyrir börn Gerðarsafn býður upp á ókeypis námskeið fyrir 8-12 ára krakka á morgun, laugardaginn 12. desember, milli klukkan 13-15. Edda Mac myndlistarmaður leiðir námskeið þar sem gerðar verða myndabækur í anda Barböru Árnason (1911-1975). Á námskeiðinu verða skoðaðar teikningar og grafíkmyndir Barböru og rætt hvernig hægt er að byggja upp sögu

með myndum. Gerðar verða tilraunir með pennateikningar og að búa til áferð með ólíkum tegundum lita. Tilraunirnar verða notaðar til að gera myndabók þar sem teikningarnar ráða ferðinni. Námskeiðið er sniðið að krökkum á aldrinum 8-12 ára. Þátttaka í námskeiðinu er ókeypis og fer skráning fram á netfangið gerdarsafn@ kopavogur.is

Gerðar verða myndabækur á námskeiði fyrir börn í Gerðarsafni á morgun, laugardag. Færri komust að á síðasta námskeið en vildu.

Sjálfstæðar mæður hafa orðið útundan

Mismunun ungbarna Þ

„Sögurnar hans afa eru bæði bráðfyndnar og stútfullar af fróðleiksmolum.“

Helgin 11.-13. desember 2015

að var bankað laust á dyrnar og inn gægðist ung ófrísk kona í allt of þröngri poplínkápu sem strekktist yfir risastóran magann. Er ég örugglega á réttum stað, spurði konan svo lágt að það varla heyrðist um leið og hún tyllti sér í hægindastól á móti mér. Hún horfði í kringum sig og neri ákaft saman höndunum meðan hægri fóturinn var á fleygiferð undir stólnum. Hún horfði til hliðar og sagði síðan hikandi. FæðingarorloF Ég heiti Dröfn – ég veit ekki hvar ég á að byrja, ég meina hvernig ég á að útskýra það sem mér liggur á hjarta. Smátt og smátt brutust orðin fram á þykkar varirnar og hún byrjaði að segja frá með löngum þögnum milli setninga. Það voru fimm vikur í fæðingu. Ljósmóðirin sem hún hitti og hafði veitt henni mikilvægan stuðning vísOktavia aði henni til Félags einstæðra foreldra. Dröfn sagðist verða ein með ófædda Guðmundsbarnið sitt þar sem hún reiknaði ekki dóttir með neinu frá barnsföður. Hún vissi félagsráðgjafi ekki mikið um hann nema að hann byggi erlendis. Þau hittust á skemmtistað og hún varð smáskotin í honum. Það ríkti algjör þögn eftir að hann fór aftur til síns heimalands, sem olli henni vonbrigðum. Hugsanir hennar fóru á flug við jákvætt þungunarpróf. Eftir miklar vangaveltur ákvað hún að eignast barnið. Í framhaldinu fór Dröfn að leita að föðurnum en án árangurs. Það benti ýmislegt til að hann hefði villt á sér heimildir varðaði nafn og búsetu. Hún varð sár og svekkt yfir því að hafa verið niðurlægð og átti í fyrstu erfitt með að trúa því, en ísköld staðreyndin blasti við henni. Meðgangan hefur verið frekar erfið ég hef verið döpur og einmana, sagði Dröfn og horfði á mig. Allt í einu var ég komin á allt annan stað en vinkonur mínar, sem voru á fullu í námi og fóru að skemmta sér um helgar. Ég forðaðist margmenni eins og

fjölskylduboð því þar rigndi yfir mig óþægilegum spurningum sem ég hvorki vildi né gat svarað. Mér fannst stundum eins og ég væri dæmd. Það var slæm tilfinning, sagði Dröfn, um leið og hún strauk burtu tár sem slapp niður vangann. Hvað á ég að gera? Ég meina – hvert á ég að snúa mér varðandi meðlag? Húsnæði er svo dýrt að ég get ekki greitt ein leigu. Þegar reynist erfitt að feðra barn þá þarf að setja fram kröfu um meðlag hjá sýslumanni eftir fæðingu barns. Meðferð mála getur dregist á langinn þegar þarf að hafa upp á einstaklingum sem búa erlendis, skipta oft um heimilisfang eða, eins og í Drafnar tilfelli, hafa mögulega villt á sér heimildir. Þá getur sýslumaður kveðið upp bráðabirgðaúrskurð um að Tryggingastofnun ríkisins greiði meðlag, en sækja þarf um það. Einstæðar mæður eiga rétt á sex mánaða fæðingarorlofi eða fæðingarstyrk meðan sambúðarforeldrar eiga rétt á níu mánuðum. Markmið laga um fæðingarorlof er vissulega að tryggja barni samvistir við báða foreldra. Það er ekki alltaf hægt. Einhvern veginn er ekki gert ráð fyrir þeim möguleika að foreldrar hafi ekkert samband sín á milli. Ýmsar ástæður geta legið að baki. Í máli Drafnar er það vegna þess að faðirinn hefur ekki fundist. Í hennar tilfelli, og annara í sömu stöðu, þyrfti að vera heimild í lögunum þess eðlis að móðir geti nýtt sér ónýttan rétt föður. Þá fengi hún níu mánuði eins og foreldrar barna í sambúð eða hjónabandi. Öll nýfædd börn þurfa nána samveru við foreldra sína á mikilvægasta mótunarskeiði bernskunnar, sex mánaða fæðingarorlof er allt of stuttur tími fyrir sjálfstæða móður sem hugsar alfarið ein um barnið sitt. Lög um fæðingarorlof eru í stöðugri endurskoðun. Einhvern veginn hafa sjálfstæðar mæður orðið útundan þannig að mismunun ríkir meðal ungbarna og mæðra þeirra. Þessu þarf að breyta.

H Þ Ó / F R ÉT TA B L A Ð I Ð

„Sögurnar hans afa eiga það til að fara um víðan völl, það er eiginlega það sem gerir þær svo skemmtilegar.“ Á M / M O RG U N B L A Ð I Ð

Þegar reynist erfitt að feðra barn þá þarf að setja fram kröfu um meðlag hjá sýslumanni eftir fæðingu barns. Hann getur kveðið upp bráðabirgðaúrskurð um að Tryggingastofnun ríkisins greiði meðlag.

Einstæðar mæður eiga rétt á sex mánaða fæðingarorlofi eða fæðingarstyrk meðan sambúðarforeldrar eiga rétt á níu mánuðum. w w w. f o rl a g i d . i s | B ó k a b ú ð Fo rl a g s i n s | F i s k i s l ó ð 3 9


Frábær Merino ullarnærföt sem henta í alla útivist Göngur - hlaup veiði - fjallgöngur skíði - hjólreiðar útilegur... og allt hitt líka.

Merino ull

Tveggjalaga kerfi (baselayer) sem flytur raka og svita frá líkamanum og heldur honum alltaf þurrum og hlýjum .

Útsölustaðir: Útsölustaðir Bjarg - Akranesi Hagkaup Grétar Þórarinsson – Vestmannaeyjum V Fjarðarkaup – Hafnarfirði Hafnarbúðin – Ísafirði JMJ – Akureyri Akureyri Akur Jói Útherji – Reykjavík Kaupfélag Skagfirðinga Kaupfélag Vestu V Vestur-Húnvetninga estur-Húnvetninga r-Húnvetninga Nesbakki – Neskaupsstað Skóbúð Húsavíkur Verslunin V erslunin Blossi – Grundarfirði Efnalaug Dóru – Hornafirði Hornafirði Hor Heimahornið Heimahor Heimaho rnið – Stykkishólmi Afreksvörur – Glæsibæ Siglósport – Siglufirði Efnalaug Vopnafjarðar – Vopnafirði

Höfðabakka 9, 110 Reykjavík

Fyrir alla fjölskylduna

• Sími 561 9200 •

run@run.is

• www.run.is

30 ÁRA


82

SPENNANDI

BÓKA

FLOKKUR eftir metsöluhöfundinn Sigrúnu Eldjárn

bílar

Helgin 11.-13. desember 2015

Sportlegur L200 pallbíll frá Mitsubishi Nýr Mitsubishi L200 pallbíll var kynntur á dögunum hjá Heklu. Pallbílar Mitsubishi Motors hafa átt miklum vinsældum að fagna frá því að sá fyrsti leit dagsins ljós árið 1978 og hafa fjórar milljónir eintaka selst um heim allan, að því er fram kemur á síðu umboðsins. „Fimmta kynslóð L200 fangar hugmyndina um sportlegan pallbíl með því að blanda saman þægindum fólksbílsins með áreiðanleika og notagildi pallbílsins. L200 er vinnuþjarkur og er þekktur fyrir mikla aflgetu við hvers kyns aðstæður. L200 fæst bæði 6 gíra beinskiptur og 5 gíra sjálfskiptur og hefur einstaklega létta og skemmtilega aksturseiginleika. SS4-II fjórhjóladrifskerfið í L200 skilar framúrskarandi eiginleikum og dreifingu á átaki til fram og afturhjóla með yfirburða meðhöndlun og stýringu við misjafnar aðstæður. Hvort sem er á malbikuðum vegi eða akstur við erfiðar aðstæður eins og á hálum og holóttum vegum. Nýja 2,4 lítra MIVEC vélin er 181 hestöfl og gefur hámarksafl

Fimmta kynslóð Mitsubishi L200 pallbílsins var kynnt nýverið.

án þess að stjórn ökumanns á bílnum minnki. Kröftug yfirbygging og straumlínulöguð hönnun stuðla að stöðugri stýringu og mjúkum akstri á þjóðvegum landsins,“ segir enn fremur. Hinn nýi L200 pallbíll er með 3100 kílóa dráttargetu. Verð er frá 6.890.000 kr.

 Bílar Velgengni Opel kristallast í astr a

Opel Astra var markaðssettur í flestum Evrópuríkjum í nóvember síðastliðnum. Þegar hafa borist yfir 65.000 pantanir í bílinn.

Yfir milljón Opel bílar seldir á árinu

O „Spennandi og vel skrifuð fantasía sem heldur lesandanum frá fyrstu blaðsíðu.“ H Þ Ó / F R É T TA B L A Ð I Ð

pel selst vel. Verksmiðjurnar í Rüsselsheim tilkynntu nýverið um metsölu í nóvember á Evrópumarkaði sem og að hafa komist yfir einnar milljónar markið í heildarsölu bíla það sem af er árinu. Opel og systurfyrirtæki þess, Vauxhall, eru þar með á góðri leið með að auka verulega við sig jafnt í magni sem og markaðshlutdeild á árinu 2015, þriðja árið í röð, segir í tilkynningu Bílabúðar Benna, umboðsaðila Opel hér á landi. Þessi söluaukning Opel nær til 19 Evrópuríkja, þar á meðal

Þýskalands, Bretlands, Ítalíu, Spánar og Danmerkur. Sem dæmi nam söluaukningin í nóvember 9,800 bílum og markaðshlutdeildin jókst um 5,89%. „Segja má að velgengni Opel kristallist í hinum nýja Astra þó svo að hann hafi ekki komið á markaðinn fyrr en í nóvember. Nú þegar hafa um 65,000 pantanir borist í bílinn, en hann er af mörgum talinn einn best heppnaði bíllinn frá Opel frá upphafi. Sömu sögu er að segja af sendibílageiranum frá Opel. Þar hefur vöxturinn verið um 25% á milli ára,“ segir

enn fremur í tilkynningunni. „Metnaðarfullar áætlanir okkar eru að ganga eftir og má nefna að tegundir eins og Mokka og Adam eru að hitta í mark,“ segir Peter Christian Küspert, yfirmaður söludeildar Opel. „Það eru spennandi tímar fram undan og á næsta ári munum við m.a. frumsýna Astra Sports Tourer.“ Opel setur markið hátt og stærsta markaðssókn í sögu Opel stendur yfir. Á árunum 2016 til 2020 ráðgera Opel-verksmiðjunnar að markaðssetja 29 nýjar gerðir.

Mondeo er rúmgóður fjölskyldubíll

„Bækurnar eru allar fjörlega skrifaðar … Myndir í bókinni eru frábærar, eins og við var að búast af Sigrúnu.“ ÁM / MORGUNBLAÐIÐ

w w w. f o rl a g i d . i s | B ó k a b ú ð Fo rl a g s i n s | F i s k i s l ó ð 3 9

Ford Mondeo er bíll sem margir líta til ef þeir eru að leita að rúmgóðum fjölskyldubíl. Nýr Ford Mondeo er það stór að hann rúmar auðveldlega fimm manns og farangurinn sem fylgir þeim fjölda. Vel fer um alla, hvort sem setið er í fram- eða aftursætum. Fóta- og höfuðrými er mjög rúmt, eins og segir í kynningu Brimborgar, umboðsaðila Ford. Grillið er voldugt og straumlínulaga ljósin gefa bílnum fallega ásýnd. Öll innréttingin er ný. Bíllinn er í boði bensín- eða dísilvélum. Bensínvélarnar eyða frá 5,1 lítra á hundrað ekna kílómetra. Losun koltvísýrings er frá 119 g/km. Vélarnar eru byggðar á svokallaðri EcoBoost tækni. Dísilvélarnar eyða frá 4,4 lítrum á hundraðið og er losun koltvísýrings frá 115 g/km. Vélarnar eru með Auto-Start-Stop búnað og standast kröfur Euro 6 losunarstaðlanna. Fjöðrum bílsins er endurbætt sem skilar enn betri aksturseiginleikum og hljóðlátara innra rými. Brekkuaðstoð er staðalbúnaður sem auðveldar ökumanni að taka af stað í halla. Mondeo hlaut hæstu einkunn í árekstrarprófunum Evrópsku umferðaröryggisstofnunarinnar, Euro NCAP. Bíllinn er meðal annars búinn öryggispúða fyrir ökumann og farþega í framsæti, öryggis-

Ford Mondeo uppfyllir óskir þeirra sem vilja rúmgóðan og vel búinn fjölskyldubíl.

púða í hliðum framsæta og við hliðarglugga. Einnig er öryggispúði við hné ökumanns. Staðalbúnaður er ærinn í Trend útgáfu en Mondeo fæst einnig í viðameiri Titanium útfærslu. Mikið úrval aukabúnaðar er í boði, meðal annars er hægt að fá upphitanlegt stýrishjól, sem getur verið notalegt á köldum vetrardögum.


„Sérlega vel skrifuð og áhugaverð frásögn, sem býr yfir sálfræðilegri dýpt.“ – Gyrðir Elíasson

Æviferill Megasar, verk umdeildasta listamanns þjóðarinnar, breiskleiki, hrösun og upprisa.

„... mesta hrós sem ég get gefið nokkru riti.“ – Benedikt Jóhannesson, Heimur „Rosalega fín bók.“ – Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir „... stórmerkileg ... sýnir Fischer í alveg nýju ljósi.“ – Hrafn Jökulsson „Sannkallaður yndislestur ...“ – Stefán Bergsson, DV

„Óttar Guðmundsson hefur unnið mikið afrek með bók sinni um Megas. Fyrir eldgamlan aðdáanda er ómetanlegt að fá samhengið og sögurnar á bakvið.“ – Hrafn Jökulsson, Facebook

„Lýsingarnar á vináttu þeirra og samskiptum eru skrifaðar af hlýju og nærfærni og stíllinn er fádæma flottur.“ – Friðrika Benónýsdóttir, Fréttatíminn „Bók Garðars er einstaklega merki- leg, skrifuð af næmni og lipurð og á eftir að verða lítill klassíker ...“ – Össur Skarphéðinsson „Frábær bók ... færði mann mun nær einstaklingnum á bak við skáksnillinginn.“ – Björn Þorfinnsson, DV

Landnám Íslands, forsendur þess og aðdragandi. Í brennidepli er Landnámsbýlið Hólmur í Nesjum þar sem rannsakaðar voru minjar um bæ og blót á árunum 1997–2011 en sögusviðið nær langt út fyrir landsteinana. „Bestu kaflar verksins eru beinlínis snilldarlegir ... Það er mikill fengur að þessari bók þar sem áherslan er á mannúð, umburðarlyndi og kærleika, nokkuð sem heimurinn þarf sannarlega á að halda.“ – Kolbrún Bergþórsdóttir, DV 20. nóv.

Í bókinni birtast á fjórða hundrað ljósmyndir, teikningar, uppdrættir og kort sem tengjast rannsóknunum.

SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is


84

Helgin 11.-13. desember 2015

Förum varlega um hátíðarnar

U

m hátíðarnar verða því miður ýmis slys sem hægt væri að koma í veg fyrir. Spenna, streita, þreyta og áfengi eru algengSkyndihjálp: Hjartaáföll, brunar, og slys við eldamennsku eru algeng. Á jólunum er gjarnan margt um manninn í veislum og boðum og í öllum látunum geta slysin orðið. Með því að kunna skyndihjálp getur þú bjargað lífi þinna nánustu. Pakkarnir: Margir nota skæri eða hníf til að skera á pakkaböndin og í flýtinum er ekki óalgengt að fólk skeri eða stingi sig eða jafnvel aðra í ógáti. Þess vegna er best að flýta sér hægt og muna að njóta stundarinnar. Jólatré: Notaðu stöðugan jólatrésfót svo tréð detti síður um koll með tilheyrandi glerbrotum og usla. Gæta þarf að því að greninálarnar geta stungist í augu og valdið skaða. Jólaseríur: Gættu að því að rafmagnssnúran sé heil og serían í lagi áður en hún er sett upp. Notaðu trausta stiga til að forðast fall ef það á að hengja seríuna hátt upp. Nota þarf rétt tengi og gæta þarf vel af útilýsingu vegna hættu á að rafmagn leiði út. Skreytingar: Jólaskrautið heillar líka smáfólkið en oft er um að ræða smáhluti sem geta festst í koki þeirra eða slasað þau á annan hátt. Kerti: Brunar í heimahúsum eru mun algengari í desember en á öðrum árstímum. Því er um að gera að umgangast kerti og eld með varúð og það er góð regla að sá sem kveikir á kerti ber

asti orsakavaldurinn og því um að gera að kynna sér vel hvað hægt sé að gera til að verjast slysum af þessu tagi og geta átt gleðileg jól. ábyrgð á því að slökkt sé á því. Kertaskreytingar eru sérlega eldfimar og er það því miður margreynt að eldur frá þeim breiðist hratt út og afleiðingarnar oft á tíðum skelfilegar. Jurtir: Jólarós er vinsælt blóm á þessum tíma en hún er eitruð eins og fleiri jurtir sem menn tengja jólunum, þar má nefna til dæmis mistiltein. Haldið jurtunum þar sem börn ná ekki til og kynnið ykkur vel hvort jurtir sem þið kaupið eða eigið séu hugsanlega eitraðar. Streita: Desember er mikill streitumánuður og keyra margir sig út, sofa of lítið, drekka meira áfengi auk þess að keppast við að kaupa gjafir og annað sem þarf til jólanna. Þetta reynist sumum um megn og því er mikilvægt að gefa sér tíma fyrir sjálfan sig, ástunda slökun og læra að segja nei. Meltingartruflanir og matareitrun: Það er ekkert grín að fá matareitrun og það á sjálfum jólunum en því miður nokkuð algengt. Lesið vel á umbúðir matvæla og gætið að geymslu þeirra og meðhöndlun. Gætum að mataræðinu og munum að allt er gott hófi. Áfengi: Neysla áfengis getur verið bæði heilsuspillandi og slysavaldur. Þeir sem eru undir áhrifum áfengis verða kærulausari og því líklegri til að vanmeta aðstæður. Og munið: „Eftir einn ei aki neinn.“

Samspil slökunar og öndunar Til að ná fullri slökun er mikilvægt að öndunin sé í lagi. Einnig er gott að gera nokkrar öndunaræfingar að slökun lokinni. Innöndun Dragðu andann rólega og djúpt inn, alveg niður í maga. Andaðu hægt og rólega, fylltu maga af lofti, teldu í huganum upp á fjóra á meðan á innöndun stendur. „Einn og tveir og þrír og fjórir.“ Talningin er til að gefa þér rólegan og góðan takt í öndunina. Reyndu að anda eins mikið að og þú getur án óþæginda, fylla þig að lofti alveg frá hálsi og niður í maga. Haltu andanum Þegar þú hefur andað að þér eins miklu og þú getur, haltu þá í þér andanum í aðrar fjórar sekúndur, aftur telur þú í huganum. „Einn og tveir og þrír og fjórir.“ Þetta ætti að vera þægilegt, ekki halda í þér þangað til þú verður blár í framan.

og rólega út. Tæmdu hægt og rólega allt loft sem þú hefur, tæmdu lungun. Finndu hversu vel þú slakar á. Finndu axlir, brjóst og þindina tæmast. Við útöndunina hugsaðu þá um spennuna sem þú ert að losa út. Endurtakið Hafðu ekki áhyggjur ef tíðninni og ef takturinn í talningunni er ekki fullkominn til að byrja með. Það getur verið erfitt að finna taktinn til að byrja með, en haltu ótrauð/ur áfram. Fyrst og fremst er það róleg og afslöppuð öndun sem á að eiga sér stað. Eftir tíunda skiptið þá verður takturinn orðinn góður.

Útöndun Andaðu frá þér, en ekki blása öllu frá í einu. Láttu loftið streyma hægt Unnið í samstarfi við Doktor.is.

Hormónarnir um hátíðarnar PISTILL

Teitur Guðmundsson læknir

Þ

að er ekki ofsögum sagt að undirbúningur jólanna getur tekið á, yfirleitt er þetta tími fjölskyldunnar og vonandi gleði sem flestra. Það getur þó verið mismunandi og sumir lenda í vanda með heilsu og líðan á þessum tíma af ýmsum orsökum. Það fylgir því óneitanlega álag að klára að ganga frá öllu því sem þarf svo jólin geti gengið í garð. Skreytingar, tiltekt og auðvitað smákökubakstur, svo ekki sé minnst á það að velja gjafir handa sínum nánustu. Margir verða að klára verkefni, próf og sinna ýmsum slíkum skyldum, ekki bara sem nemendur heldur einnig kennarar. Þetta er annasamur tími og iðulega er farið að kólna og það er líklegra að það slái að okkur, oftar en ekki er hráslagalegt úti og vetrarpestirnar eru að koma, þó flensan sýni sig yfirleitt ekki fyrr en eftir áramótin. Það hefur enginn tíma til að vera veikur, það er svo mikið að gera, en þó gerist það því miður æði oft.

Streituhormónið

Allt þetta áreiti hefur margvísleg áhrif á hormónabúskap okkar sem er flókið fyrirbæri og getur komið okkur í ójafnvægi. Til að mynda er streituhormónið kortisol efni sem nýrnahetturnar gefa frá sér undir slíkum kringumstæðum og getur verið talsvert ónæmisbælandi. Meira að segja á þann máta að við erum líklegri til að fá sýkingar og ýmsa kvilla. En það eru fleiri atriði sem spila þarna inn og má segja að sykur og saltbúskapur geti truflast, það ýtir undir magasýrumyndun og hefur áhrif á minnið og jafnvel gróanda í sárum. Allt saman hlutir sem við viljum helst hafa í góðu lagi um hátíðirnar.

Árangursrík afslöppun Desember er mikill streitumánuður. Það er því mikilvægt að gefa sér tíma til að slaka aðeins á inn á milli. Hér er farið yfir atriði sem gott er að hafa í huga áður en slökun hefst. Þar á eftir má finna tillögu af stuttri en árangursríkri slökun.

Kynhormónin og vaxtarhormón

Við höfum líka lengi vitað að álag og þá sérstaklega yfir lengri tíma getur dregið úr myndun hormóna sem hafa áhrif á æxlun og áhuga. Það má nefna dæmi um blæðingatruflanir, minnkandi kynhvöt og ef álag varir lengi getur það haft áhrif á frjósemi bæði karla og kvenna. Það er auðvitað bagalegt á þessum tíma ársins þegar við eigum að vera í fríi og njóta tímans saman ef ekki virkar allt sem skyldi. Í skyndilegu álagi þá eykst framleiðsla vaxtarhormóns en síðan dregur hratt úr henni við langvarandi álag. Því hefur verið lýst sem einum af þeim þáttum sem gerir það að verkum að við eldumst hraðar. Við fáum frekar hrukkur ef svo mætti segja og styttum líf frumna okkar almennt.

Annað brengl og góð ráð

Skjaldkirtlinum er stýrt úr heiladinglinum og starfsemi hans getur raskast verulega með vanstarfsemi eða jafnvel ofstarfsemi með þekktum afleiðingum af hvoru tveggja. Sykurstjórnunin með breytingum á insúlíni og þá mætti líka telja til vanda í tengslum við frekari hormón í heiladingli. Of flókið mál er að útskýra allan þann vanda sem hægt er að útleysa. Það er því mitt ráð til ykkar um hátíðirnar að reyna að halda streitunni í lágmarki, vera jákvæð, halda svefnmynstri í lagi, fá sér ferskt loft reglulega og reyna að njóta tímans saman í faðmi fjölskyldunnar. Það munar um að halda hormónunum í lagi og komast klakklaust í gegnum jólin.

Afslöppun Byrjið á eftirfarandi atriðum: n Losið af ykkur allan óæskilegan klæðnað og skóbúnað.

n Látið herðablöð hvíla flöt á gólfi.

n Liggið flöt með kodda undir höfði (á rúmi eða gólfi).

n Hreyfið fætur lítillega.

n Liggið með bak í gólfi, fætur aðeins í sundur og hendur með hliðum.

n Hristið handleggi lítillega, veltið handarbaki í gólf.

n Verið eins mjúk og þið getið frá höfði til táa.

n Slakið á fótum.

n Veltið höfði fram og aftur.

Afslöppunaræfingar fyrir helstu vöðvahópa Fætur Beygðu vinstri fót þannig að hann lyftist 15-20 cm frá gólfi, vísið tám að höfði. Haltu þessari spennu eins lengi eða þangað til þú ferða að finna fyrir smá titringi. Á þessu stigi, hættu að beygja fót og láttu hann síga í gólf. Hvíldu fót í u.þ.b. 10 sekúndur. Endurtaktu þessa aðferð aftur fyrir sama fót. Farðu svo í gegnum sama ferli með hægri fót.

Rass og læri Spenntu rass- og lærvöðva, eins mikið og þú getur. Haltu spennunni eins lengi og þú getur þangað til þú verður að slaka á. Hvíldu í 10 sekúndur og einbeittu þér að slökuninni í vöðvunum og finndu hvernig spennan flýtur út. Endurtaktu æfinguna. Handleggir og axlir Ímyndaðu þér að það sé stöng fyrir ofan

þig sem þú vilt ná í og toga þig upp. Lyftu upp örmum, lófa upp, beint fyrir ofan brjóst. Taktu utan um ímyndaða stöng, taktu eins fast utan um hana og þú getur. Spenntu vöðvana í handleggjunum og öxlunum. Lyftu öxlum upp, eins hátt og þú getur. Haltu eins lengi og þú getur. Hvíldu í 10 sekúndur, þú finnur hitann streyma, slökunartilfinninguna og sleppir spennunni út. Endurtaktu æfinguna


Það er margt að muna fyrir jólin Hresstu upp á minnið með SagaMemo. Íslensk náttúruvara frá SagaMedica.

Skrifa jólakort Gjöf í jólavinaleik Spariföt í hreinsun Gjöf handa Björk frænku Jólaklippingin Kaupa jólatré Jólahlaðborð í vinnunni Jólatónleikar í kirkjunni Sjóða hangikjöt

Fleiri íslenskar náttúruvörur frá SagaMedica

SagaPro

Angelica

Voxis

Við tíðum þvaglátum

Vinnur gegn kvefi, flensu og kvíða

Við hósta og særindum í hálsi

Vörurnar frá SagaMedica fást í vefverslun okkar, flestum apótekum, heilsu- og matvöruverslunum.

WWW.SAGAMEDICA.IS


86

Helgin 11.-13. desember 2015

Streita veldur Þ ekki heilsutjóni Niðurstöður tíu ára rannsóknar á heilsufari milljón kvenna í Bretlandi benda til þess að streita og óhamingja hafi engin áhrif á heilsuna. Talið að fyrri rannsóknir hafi ruglað saman orsök og afleiðingu.

að hefur lengi verið talið að þeir sem eru hamingjusamir séu líklegri til að lifa lengur. Niðurstöður breskrar rannsóknar sem voru birtar fyrr í vikunni í tímaritinu Lancet þykja afsanna þessa fullyrðingu. Rannsóknin stóð yfir í tíu ár þar sem fylgst var með einni milljón miðaldra kvenna í Bretlandi og í ljós kom að hamingjan eða almenn velferð hefur engin áhrif á það hvenær fólk fellur frá. „Þetta eru góðar fréttir fyrir fýlupúka,“ segir Sir Richard Peto sem er prófessor í Oxfordháskóla og einn þeirra sem stýrðu rannsókninni. Hann ákvað ásamt kollegum sínum að koma þessari tilteknu rannsókn af stað því almennt er talið að óhamingja og streita valdi sjúk-

dómum. Það viðhorf kyndir undir þá skoðun að fólk geti kallað veikindi yfir sig með neikvæðni og ætti því að leggja áherslu á að vera jákvætt. „Það kemur engum til góða að trúa einhverju sem er ekki satt,“ sagði Peto prófessor í viðtali og segir að það sé nóg til af sögum sem kyndi undir ótta um heilsufarið. Í niðurstöðunum að talið að fyrri rannsóknir hafi ruglað saman orsök og afleiðingu þegar þær hafa dregið þá ályktun að óhamingja leiði til veikinda þegar í raun er það öfugt. Á þeim áratug sem rannsóknin stóð yfir voru engin merki þess að þær konur sem voru óhamingjusamar og stressaðar væru líklegri til að deyja en þær konur sem voru almennt hamingjusamar.

„Þessar niðurstöður sanna að það eru engin tengsl á milli streitu og ótímabærs dauða,“ segir Peto prófessor. Aftur á móti tekur hann fram að þó streita og óhamingja valdi ekki sjúkdómum þá geti hún vissulega haft neikvæð áhrif, til dæmis aukið hætti á sjálfsvígum, ýtt undir alkóhólisma og aðra hættulega hegðun. Þetta er stærsta rannsókn sem unnin hefur verið á áhrifum hamingju á heilsufar, þó enn þurfi að vinna frekari rannsóknir til að styrkja niðurstöðurnar. Peto prófessor er þó viss í sinni sök á sama tíma og hann telur að þessar niðurstöður munu ekki breyta miklu. „Fólk mun halda áfram að trúa því að streita valdi hjartaáfalli.“

Þýskur gæða nuddpúði Hjónin Margrét Sæberg og Guðmundur Hallbergsson standa á bak við fyrirtækið Logy sem flytur inn þýskar heilsuvörur. Aðalsmerki þeirra er gæða nuddpúðinnn Miniwell Twist.

P

Í viðamikilli rannsókn sem unnin var í Bretlandi kom í ljós að þær konur sem töldu sig óhamingjusamar bjuggu ekki við verri heilsu en þær sem töldu sig hamingjusamar. Jafnframt að streita og neikvæðni geta ekki orsakað veikindi.

Sjúkraþjálfarar og nuddarar mæla eindregið með púðanum, að sögn Margrétar. „Svo veit ég um sjómenn sem segja að púðinn ætti að vera staðalbúnaður í hvert íslenskt skip og ég veit einnig um prjónakonur sem hafa talað um aukin afköst.“

Persónuleg þjónusta

„Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og við veitum öllum viðskiptavinum leiðbeiningar og ráðgjöf um notkun á tækjunum. Við bjóðum einnig upp á fyrirtækjakynningar á nuddpúðanum. Auk þess höfum við verið dugleg við að kynna púðann úti á landi og fengið góða viðtökur,“ segir Margrét. Á heimasíðunni www. logy.is er hægt að panta nuddpúðann og boðið er upp á fría heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að senda í póstkröfu út á land. Pöntunarsími er 588-2580 og 661-2580. Einnig er hægt að nálgast tækið hjá Sýrusson Hönnunarhúsi Síðumúla 33 Reykjavík. Unnið í samstarfi við Logy

Nuddarinn Margrét Sæberg flytur inn þýskan heilsu nuddpúða sem hægt er að nota á marga vegu. „Púðinn er einstakur og þeir sem prófa verða alveg heillaðir,“ segir Margrét. Mynd/Hari.

Besta gjöfin í fjölskyldupakkann

Koffein Apofri - 100% hreinar koffíntöflur • Á morgnana • Í vinnuna • Í skólann og prófalesturinn • Fyrir æfinguna

ÁN ALLRA AUKAEFNA

Góð heilsa og vellíðan

Nuddpúðinn hefur reynst íþróttafólki afar vel. Auk þess hafa mígrenissjúklingar og gigtveikir góða reynslu af notkun púðans, sem hjálpar til við fá hita og hreyfingu í alla liði. „Púðinn er tilvalið forvarnartæki fyrir þá sem láta sig heilsu og vellíðan varða,“ segir Margrét.

R A T VAN ÞIG ? U K OR ÞÆGILEG ORKA ÞEGAR ÞÚ ÞARFT Á HENNI AÐ HALDA

úðinn er einstakur og þeir sem prófa verða alveg heillaðir,“ segir Margrét, sem er lærður nuddari. Miniwell Twist púðinn nuddar í báðar áttir og skiptir sjálf krafa um átt á mínútu fresti. Hiti er í púðanum, en hægt er að slökkva á honum sé þess óskað. Ólar fylgja sem auðvelda færslu á púðanum frá hálsi niður að mjóbaki. „Hægt er að nota púðann á flest svæði líkamans, til dæmis mjóbak, mjaðmir, læri, kálfa og undir iljar,“ segir Margrét.

Fæst í næsta apóteki

„Fyrir síðustu jól kom krúttleg amma og keypti einn fyrir dótturina, tengdasoninn og barnabörnin. Unglingarnir voru í íþróttum og hjónin voru í erfiðisog kyrrsetuvinnu. Eftir jólin rakst ég á hana og Miniwell sló algjörlega í gegn,“ segir Margrét. „Amma var alveg með þetta. Miniwell Twist var gjöfin sem allir á heimilinu gátu notað.

Miniwell Twist – Þýskur gæða nuddpúði: Fullt verð: 35.000 kr. Jólatilboð: 29.000 kr.


Hvílist betur með Melissa Dream

Nærandi smyrsl úr íslenskum jurtum

Melissa Dream-töflurnar fá þig til að slaka á, sofa betur og vakna endurnærð/ur. Ekki eru um lyf að ræða heldur náttúruleg vítamín og jurtir.

É

Smyrslin Sárabót og Hælabót eru hluti af íslensku vörulínunni Gandi. Smyrslin eru mýkjandi, frískandi og rakagefandi krem unnin úr minkaolíu og íslenskum jurtum.

M

inkaolía og handtíndar íslenskar jurtir eru uppistaðan í vörunum frá Gandi. Minkaolía hefur óvenjuhátt hlutfall af ómettuðum fitusýrum sem gefa henni einstaka eiginleika í snyrtivörum. Hún er græðandi og mýkjandi náttúruleg afurð fyrir húð bæði manna og dýra. Minkaolían sogast hratt inn í húðina og getur þannig hjálpað til við að loka sárum og sprungum sem í kjölfarið gróa hraðar. Í smyrslunum er einnig að finna handtíndar íslenskar jurtir, bývax og Evítamín.

Góð lausn fyrir exem

Klara Helgadóttir prófaði Sárabót fyrir átta ára gamlan son sinn sem berst við exem og er með mjög þurra húð. „Við höfum prófað ansi mörg exem krem, þar á meðal sterakrem og ekkert hefur virkað jafn vel og Sárabót frá Gandi. Við höldum exeminu alveg niðri með Sárabót.“

Hælabót er mýkjandi, nærandi og frískandi húðsmyrsl sem hefur reynst vel á þurra og sprungna hæla. Meginuppistaðan er minkaolía og handtíndar íslenskar jurtir. Hælabót inniheldur minkaolíu, bývax, vallhumal, tea tree- og piparmyntu kjarnaolíur auk E-vítamíns. Vallhumall hefur lengi verið notaður sem lækningajurt á Íslandi, þekktur fyrir græðandi og mýkjandi eiginleika sína. Tea tree olía er talin hafa sótthreinsandi áhrif og piparmyntan þykir auka blóðflæði. Sárabót er mýkjandi, græðandi og kláðastillandi smyrsl ætlað fólki. Meginuppistaðan er minkaolía og handtíndar íslenskar jurtir. Sárabót inniheldur minkaolíu, bývax, haugarfa, vallhumal og klóelftingu, lavender og rósmarín kjarnaolíur auk E-vítamíns. Klóelfting og haugarfi hafa sömu eiginleika og vallhumall en haugarfinn þykir einnig kláðastillandi.

Frískir og nærðir fætur

Hjördís Anna Helgadóttir notast við Hælabót í starfi sínu sem fótaaðgerðafræðingur. „Í dag nota ég nær eingöngu Hælabót frá Gandi eftir fótaaðagerðir og mæli ég hiklaust með þessu kremi. Það þarf ekki mikið magn af því. Kremið smýgur mjög vel inn í húðina og það er mjög gott að nudda upp úr því. Hælabótin er sérstaklega góð á sprungna hæla og þurra fætur.“ Hjördís er einnig hrifin af myntunni í kreminu sem gefur fótunum frískleika. „Ég hef unnið með þetta krem í um það bil sex mánuði og bæði ég og viðskiptavinir mínir erum mjög hrifin af Hælabótinni frá Gandi,“ segir Hjördís. Sárabót og Hælabót eru fáanleg í apótekum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Unnið í samstarfi við Icecare

Hjördís Anna Helgadóttir, löggiltur fótaaðgerðafræðingur, notar Hælabót eftir fótaaðgerðir. „Kremið smýgur vel inn í húðina og það er mjög gott að nudda upp úr því.“

Sonur Klöru Helgadóttur prófaði Sárabót gegn exemi sem hefur reynst afar vel. „Við höldum exeminu alveg niðri með Sárabót.“

g er fimmtug kona í krefjandi stjórnunarstarfi og hef átt við svefnvandamál að stríða af og til undanfarin 10 ár, sem lýsir sér þannig að ég næ ekki að slökkva á mér á kvöldin,“ segir Lísa Geirsdóttir. „Heilinn fer á fullt að hugsa um næstu vinnudaga og ég næ ekki að slaka nægilega á til að sofna. Það eru örugglega margir sem kannast við þessar aðstæður.“ Fyrir nokkrum árum fékk Lísa vægt svefnlyf hjá lækni sem hjálpaði, en hún var ekki hrifin af því að taka svefnlyf að staðaldri. „Lyfin fóru einnig illa í mig, ég vaknaði á morgnana með hálfgerða timburmenn.“ Fyrir nokkrum mánuðum ráðlagði góð vinkona Lísu henni að prófa Melissa Dream. „Eftir að ég fór að nota Melissa Dream næ ég að slaka á og festa svefn. Ég sef eins og ungbarn og er hress morguninn eftir. Einnig hefur Melissa Dream hjálpað mér mikið vegna pirrings í fótum sem angraði mig oft á kvöldin. Ég tek tvær töflur um það bil klukkustund áður en ég fer upp í rúm og næ að lesa mína bók og slaka á áður en ég fer inn í draumalandið. Ég vakna hress og kát á morgnana og er tilbúin að takast á við verkefni dagsins án svefnleysis og þrey t u.“ L ísa mælir eindregið með Melissa Dream fyrir alla þá sem eiga erfitt með að slaka á og festa svefn. „Það er líka góð tilf inning við að notast við náttúruleg lyf, ef þess gerist kostur.“

Sofðu betur með Melissa Dream

Í gegnum aldirnar hefur sítrónumelis (lemon balm), melissa officinalis, verið vinsæl meðal grasalækna, en þaðan dregur varan nafn sitt. Þessar vísindalegu samsettu náttúruvörur eru hannaðar til að aðstoða þig við að sofa betur og vakna endurnærð/ur og innihalda ekki efni sem hafa sljóvgandi áhrif. Sítrónumelis taflan inniheldur náttúrulegu amínósýruna L-theanine, sem hjálpar til við slökun auk alhliða Bvítamína, sem stuðla að eðlilegri taugastarfsemi. Auk þess inniheldur taflan mikið af magnesíum, sem stuðlar að eðlilegri vöðvastarfsemi og dregur þar með úr óþægindum í fótum og handleggjum og bætir svefn. Melissa Dream fæst í apótekum, heilsuverslunum og í heilsuhillum stórmarkaða. Nánari upplýsingar má finna á www.icecare.is. Unnið í samstarfi við Icecare

Melissa Dream töflurnar innihalda náttúruleg vítamín og jurtir sem hjálpa til við slökun og stuðla að betri svefni.

Betri af blöðrubólgunni Bio-Kult Pro-Cyan inniheldur vísindalega þróaða þrívirka formúlu sem hjálpar líkamanum að viðhalda eðlilegu bakteríumagni í þörmum og eðlilegri starfsemi í þvagrásarkerfinu. BioKult Pro-Cyan er því góð lausn við þvagfærasýkingum.

M

eð breyttum lífsstíl, aukinni streitu í daglegu lífi, ýmsum sjúkdómum og aukinni lyfjanotkun er oft gengið á bakteríuflóruna í þörmunum. Við þær aðstæður verður auðveldara fyrir E. coli bakteríuna að grassera og hún fær greiðari aðgang að þvagrásinni sem getur valdið sýkingum. Helstu einkenni þvagfærasýkingar eru tíð þvaglát, aukin þörf fyrir þvaglát um nætur og aukin þörf fyrir þvaglát án þess að kasta af sér þvagi. Bio-Kult Pro-Cyan inniheldur vísindalega þróaða þrívirka formúlu, trönuberjaþykkni, tvo sérstaklega valda gerlastrengi og A vítamín. Hlutverk gerlanna og A-vítamínsins í vörunni er að hjálpa líkamanum að viðhalda eðlilegu bakteríumagni í þörmum og að viðhalda eðlilegri starfsemi í þvagrásarkerfinu.

Betri af blöðrubólgunni „Ég hef verið með króníska blöðrubólgu í rúmlega tvö ár og hefur það valdið mér mikilli vanlíðan og óþægindum,“ segir Guðlaug Jóna Matthíasdóttir. „Ég gat til dæmis aldrei farið í heitan pott eða verið úti í miklu frosti því það olli mér strax mikilli vanlíðan. Þar sem ég stunda hestamennsku og þarf oft að vera á ferðinni í vinnu þá var þetta mjög óþægilegt og hamlandi fyrir mig.“ Guðlaug Jóna átti að fara á langan sýklalyfjakúr en hún var ekki alveg tilbúin til þess. „Því ákvað ég að prófa Bio Kult ProCyan þegar ég sá umfjöllun um það í blöðunum og fann ég fljótlega að það virkað mjög vel gegn blöðrubólgunni. Í fyrstu tók ég bara eitt hylki á dag eða þegar ég fann að ég fékk einkennin, en núna tek ég tvö hylki um leið og ég finn fyrir óþægindum og stundum nokkrum sinn-

Bio-Kult Pro-Cyan inniheldur þrívirka formúlu sem tryggir heilbrigða þvagrás. Formúlan hefur verið vísindalega þróuð og staðfest.

um yfir daginn þegar ég er verst.“ Guðlaug Jóna finnur að Bio Kult Pro Cyan gerir henni gott. „Ég er í betra jafnvægi, meltingin er betri og mér líður mun betur.“

Icecare styrkir Ljósið

Mælt er með því að taka inn eitt til tvö hylki einu sinni til tvisvar sinnum á dag með mat. Bio-Kult ProCyan hefur verið sérstaklega hannað

Guðlaug Jóna Matthíasdóttir er betri af blöðrubólgunni eftir að hún byrjaði að nota Bio-Kult Pro-Cyan. „Ég gat til dæmis aldrei farið í heitan pott eða verið úti í miklu frosti því það olli mér strax mikilli vanlíðan. Í dag er ég í betra jafnvægi, meltingin er betri og mér líður mun betur.“ Mynd/Hari

til að henta barnshafandi konum en samt sem áður er alltaf mælt með því að ráðfæra sig við fagfólk áður en notkun hefst. Fyrir börn 12 ára og yngri er mælt með hálfum skammti af ráðlagðri skammtastærð fyrir fullorðna. Bio-Kult Pro-Cyan fæst í apótekum og heilsubúðum. Í desember munu 100 krónur af hverjum seldum

pakka af Bio-Kult Original, Bio-Kult Candea og Bio-Kult Pro-Cyan renna til Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Unnið í samstarfi við Icecare


88

Helgin 11.-13. desember 2015

Betri árangur og sterkari liðamót með Curcumin Balsam kynnir: Curcumin er allt að 50 sinnum áhrifameira en hefðbundið túrmerik. Það er tilvalið fyrir þá sem vilja styrkja liðamótin, auka liðleika, bæta heilastarfsemi og andlega líðan, auka orku ásamt því að losna við langvarandi liðverki, bólgur, gigt og magavandamál. Ingunn Lúðvíksdóttir, Íslandsmeistari í Crossfit, mælir með notkun Curcumin.

I

ngunn er þriggja barna móðir og hjúkrunarfræðingur. Hún er einnig með meistaragráðu í íþróttafræði og hefur stundað Crossfit af kappi frá árinu 2009. Nú starfar hún sem Crossfit þjálfari í Sporthúsinu. Ingunn er tvöfaldur Íslandsmeistari í Crossfit í aldursflokki 35-39 ára, og á auk þess tvo Evrópumeistaratitla í liðakeppni í Crossfit. Ingunn vann sinn annan Íslandsmeistaratitil í nóvember. „Mótið er alltaf jafn erfitt, full keyrsla í þrjá daga, en þetta er alltaf jafn skemmtilegt,“ segir Ingunn.

úrulegu og finnst gaman að prófa eitthvað nýtt. „Nú tek ég Curcumin daglega og ég finn greinilega að liðamótin eru sterkari og ég þoli meira álag en áður. Bólgur sem ég hef fengið eftir æfingar og daglegt amstur eru horfnar. Mér finnst ég betur geta hámarkað mig á æfingum ásamt því að vera fljótari að jafna mig. Ég skora eindregið á fólk að prófa Curcumin.” Ingunn hefur prófað að hætta að taka Curcumin og fann fljótlega mikinn mun. „Ég fann fyrir meiri stífleika í liðum og var því fljót að byrja að taka Curcumin aftur.“

Liðirnir aldrei sterkari og bólgurnar farnar

Gullkryddið

Ingunn er mjög hrifin af öllu nátt-

Curcumin sem hefur verið nefnt gullkryddið er virka innihaldsefn-

Ingunn Lúðvíksdóttir, Crossfit þjálfari, tekur Curcumin og finnur að liðamótin eru sterkari og hún þolir meira álag á æfingum en áður. Hún skorar á aðra að prófa.

Ég finn greinilega að liðamótin eru sterkari og ég þoli meira álag en áður.

ið í túrmerikrótinni og hefur verið notað til lækninga og matargerðar í yfir 2000 ár í Asíu. Rannsóknir á þessari undrarót sýna að Curcumin getur unnið kraftaverk gegn hinum ýmsum kvillum líkamans og er jafnvel áhrifameira en skráð lyf. Curcumin hefur jákvæða verkun gegn slæmum liðum, gigt, bólgum og magavandamálum, styrkir hjarta- og æðakerfið ásamt því að bæta heilastarfsemi og andlega líðan. Curcumin er fáanlegt í öllum apótekum landsins, Heilsuhúsinu, verslunum Hagkaupa, Lifandi markaði, Fjarðarkaupum, Iceland Engihjalla, Heilsuveri, Heilsuhorninu Blómavali, Orkusetrinu, Heilsulausn.is og Heimkaupum. Unnið í samstarfi við Balsam

Íslenska hvönnin til margs nýtileg SagaMedica er fyrirtæki sem sérhæfir sig í rannsóknum á íslenskum lækningajurtum og framleiðslu á náttúruvörum. Fyrirtækið á sér rætur í áralöngum rannsóknum doktors Sigmundar Guðbjarnasonar og samstarfsmanna hans við Háskóla Íslands. SagaPro er meðal þekktustu vara fyrirtækisins en SagaMemo hefur einnig vakið athygli, en en það hefur notið vinsælda meðal þeirra sem vilja skerpa minnið.

S

igmundur Guðbjarnason, fyrrverandi háskólarektor, er löngu þekktur fyrir rannsóknir sínar á lækningamætti íslenskra jurta, ekki síst ætihvannarinnar. Eftir að hafa stundað rannsóknir um árabil ákvað hann í samvinnu við Þráin Þorvaldsson, Steinþór Sigurðsson og fleiri aðila að stofna fyrirtæki í því skyni að hagnýta þessar rannsóknir og fyrirtækið SagaMedica varð til árið 2000. Ein þekktasta náttúruvara fyrirtækisins er SagaPro sem er notuð til að draga úr tíðum þvaglátum.

Ráðlögð notkun: Tvö grænmetishylki á dag með vatnsglasi.

SagaMemo er bæði til í töflu- og vökvaformi. Ráðlagður dagskammtur er ein tafla eða ein teskeið af vökvanum.

SagaMedica vinnur náttúruvörur sínar að miklu leyti úr ætiæti hvönn, sem hefur verið nefnd jurt norðursins, því þar þrífst hún best og hefur mesta virkni. Ásamt SagaPro og SagaMemo framleiðir SagaMedica Angelica í töflu- og vökvaformi sem fyrirbyggja kvef og hafa styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið, ásamt því að innihalda efni sem talin eru slá á kvíða.

SagaPro gegn tíðum þvaglátum

SagaMedica er stolt af því að þróa og framleiða hágæðavörur úr íslenskri náttúru. SagaPro er eina íslenska náttúruvaran sem hefur gengist undir klíníska rannsókn hér á landi og sýna niðurstöður hennar að SagaPro getur gagnast við tíðum þvaglátum hjá þeim undirhópi sem hafði minnkaða blöðrurýmd og voru rannsóknarniðurstöður birtar í erlendu fagtímariti á sviði læknisfræði. „Í kjölfar rannsóknarinnar opnuðust mark-

aðir fyrir vörur okkar erlendis og árið 2013 fékk SagaPro verðlaun í Bandaríkjunum sem ein af bestu vörunum í flokki nýrra náttúruvara á markaðinum. Jafnframt var samið um dreifingu í Kanada, Svíþjóð og Finnlandi,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, sölu- og markaðsstjóri SagaMedica.

SagaMemo bætir minnið

SagaMemo er náttúruvara sem sýnt hefur verið fram á í dýrarannsóknum að hefur minnisbætandi áhrif.

SagaMemo samanstendur meðal annars af ætihvannarfræjum og blágresi en við það magnast áhrif þessara efna upp. „Jólin eru annasamur tími þar sem við þurfum að muna ótal marga hluti og því er SagaMemo hentug lausn í jólaösinni,“ segir Ingibjörg. Vörur SagaMedica eru fyrst og fremst hugsaðar sem forvörn. „Við erum sífellt að bæta við þekkinguna og gera eitthvað nýtt, það er það sem gerir vörurnar okkar sérstakar og einstakar.“ Hvönnin spilar stórt hlutverk

hjá SagaMedica og segist Ingibjörg líta á hvönnina sem „græna gullið.“ „Hvönnin, eða Angelica, hefur árhundruðum saman verið talin ein mikilvægasta lækningajurtin af Norður-Evrópubúum. Öll jurtin hefur verið notuð til lækninga, hvort heldur laufin, stilkarnir, fræin eða ræturnar. Það má því með sanni segja að Angelica stuðli að bættum lífsgæðum.“ Unnið í samstarfi við SagaMedica



90

matur & vín

Helgin 11.-13. desember 2015

 Jól SænSkur Jólamatur ekki einS Þungmeltur og Sá íSlenSki

Gerði 14 kíló af hreindýrabollum Tónlistarmaðurinn Pétur Jónsson, sem margir þekkja sem Don Pedro, heldur jól að sænskum sið með fjölskyldu sinni. Þau byrja að borða klukkan tvö á aðfangadag og gera það í rólegheitum frameftir degi – án stressins sem gjarnan einkennir íslenskt jólahald. Hreindýrabollur Péturs eru í aðalhlutverki á veisluborðinu.

Þ Undir 3.000 kr.

etta er jóladundið okkar. Við höfum öll gaman af því að elda og gerum þetta saman,“ segir Pétur Jónsson tónlistarmaður. Pétur og eiginkona hans, hin sænska Charlotta Eriksson, halda jól að sænskum sið. Hjá þeim er ekki sest til borðs klukkan sex að kvöldi heldur hefst veislan klukkan tvö um daginn. „Við pössum okkur á því að það sé ekkert stress. Margt af þessu er hægt að gera fram í tímann. Svo er maður bara að borða í rólegheitunum á meðan maður er svangur. Þá eru krakkarnir ekkert að bíða eftir að opna pakkana, það er bara gert um eftirmiðdaginn,“ segir Pétur.

Svíarnir djóka ekkert með kjötbollur

2.790 kr.

Undir 5.000 kr.

3.980 kr.

JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

Undir 10.000 kr.

8.900 kr.

Á vefnum okkar, kokka.is, getur þú klárað jólainnkaupin á einu bretti. Vefverslunin er full upp í rjáfur af góðum og gagnlegum gjöfum sem flokkaðar eru eftir þema og verði. Kokkaðu upp snilldarlega gjöf á kokka.is - fyrir þá sem eru nýbyrjaðir að búa og þá sem eiga allt. www.kokka.is

laugavegi 47

www.kokka.is

kokka@kokka.is

Pétur og Alma dóttir hans virða fyrir sér veisluborðið.

Veisluborðið svignar undan kræsingunum á heimili Péturs. Þar er boðið upp á bæði fisk og kjöt og sitthvað fleira. „Fyrst er það fiskurinn og svo vinnum við okkur upp í kjötið. Við byrjum á stóru síldarhlaðborði með eggjum og öllu tilheyrandi. Tengdamamma leggur alltaf eigin síld í pækil. Svo er þarna Janssons frestelse, sem er klassískur sænskur jólaréttur, ekkert ósvipaður og gratín. Hann er gerður úr kartöflum, lauk og ansjósum og með rjóma og smjöri. Við höfum líka gjarnan paté með Cumberlandsósu. Íslenski hlutinn er að eiga tvíreykt hangikjöt. Svo er auðvitað sænsk jólaskinka og hreindýrabollur.“ Vart þarf að taka fram að hér er ekki rætt um mat sem keyptur er tilbúinn úti í búð. Aðalrétturinn eru hreindýrabollurnar. „Við gerum hreindýrabollurnar sjálf, í fyrra gerðum við fjórtán kíló.“ Ha? „Jájá, við gerum þær fyrir veturinn. Ég á vin sem er veiðimaður og hann færir björg í bú. Þetta voru fjórtán kíló af hakki sem við gerum smjörsteiktar hreindýrabollur úr. Svo notum við soðið af dýrinu sjálfu til að gera villisósu. Við frystum bæði bollurnar og sósuna og þetta er hægt að taka úr frysti daginn áður í amstri dagsins og þarf ekki annað en að léttsteikja upp úr smjöri. Sósan er þídd og þá þarf ekki meira en eitthvað portvínsgel eða sólberjasultu með.“ Pétur segir að þetta komi sér vel enda séu kjötbollur vinsælar á sínu heimili. „Svíarnir djóka ekkert með kjötbollur, þeim er dauðans alvara. Það getur verið fyndið að eiga hálfsænsk börn þegar þau koma heim og einhver hefur reynt að byrla þeim gráum kjötbollum.“

stressið úr deginum. Íslenski jólamaturinn, til að mynda hamborgarhryggur, er líka saltari. Þetta er ekki eins þungmeltur matur. Svo fær maður sér bara góðan eftirrétt og jólakonfekt. Svíarnir syngja líka jólasöngva við matarborðið og fá sér snafs með. Ég stilli því nú í hóf enda hef ég ekki áhuga á að vera fulli pabbinn á jólunum. Maður fær sér kannski eitt staup af Gammel dansk.“ Pétur kveðst ekki vera mikill uppskriftamaður, þetta sé nú yfirleitt gert eftir tilfinningu. Uppskriftin að hreindýrabollunum yrði þó sirka eins og hér fer á eftir.

Rólegri framkvæmt og minna saltur matur

Höskuldur Daði Magnússon

Hann lætur vel af því að halda jól að sænskum sið. „Já, mér líkar þetta betur sem jólamatur. Bæði að framkvæmdin er öll í rólegheitunum, það tekur

hdm@frettatiminn.is

Pétur Jónsson tónlistarmaður kann því betur að halda jól að sænskum sið heldur en íslenskum. Framkvæmdin sé í rólegri kantinum og maturinn ekki eins þungmeltur. Ljósmynd/Hari

Hreindýrabollur Don Pedro 800 g hreindýrahakk 200 g svínahakk, (hreindýrahakkið er ekki nógu feitt fyrir góðar bollur, svo svínahakkið hjálpar til án þess að við missum hreindýrabragðið) 1 fínhakkaður rauðlaukur eða 2 skalottulaukar 2 greinar af fersku garðablóðbergi, fínhakkaðar

1/2 ferskur chili, fínhakkaður. Má vera minna, þetta er bara til að gefa smá bit 1 egg 1,5 dl rjómi Rúmlega hálfur Ritz kex pakki Góð sletta af Worchestershire sósu Vel af salti og svörtum pipar, og herbes de provence eftir smekk. Minn smekkur segir frekar mikið

Steikja upp úr smjöri og klára í ofni Með þessu er tilvalið að gera sósu úr hreindýrasoði, púrtvíni, bláberjasultu, smjöri og helling af rjóma. Berist fram með púrtvínsgeléi eða góðri sultu. Kartöflumús með múskati og hvítum pipar klikkar ekki hér heldur.


notalegt í desember 1 HRINGUR + MIÐSTÆRÐ AF HEITU SÚKKULAÐI

699 KR.

Úti er kalt en inni hjá okkur er alltaf hlýtt og notalegt. Komdu til okkar í Kringluna eða á Laugaveg í desember og fáðu jólaskapið beint í æð. Upplýsingar um opnunartíma má finna á dunkindonuts.is.


92

matur & vín

Helgin 11.-13. desember 2015

Humarsúpan hennar Nönnu Nanna Rögnvaldardóttir hefur frætt Íslendinga um mat og matargerð um árabil og matreiðslubækur hennar hafa selst í tugþúsundum eintaka. Nú þegar jólahátíðin nálgast er ekki vitlaust að leita í smiðju hennar eftir girnilegum réttum. Einn þeirra er humarsúpan en uppskriftina er að finna í Ömmumat Nönnu sem kom út fyrr á árinu. Súpan er að sögn Nönnu klassísk, íslensk hátíðarsúpa og ætti að passa vel bæði sem forréttur og aðalréttur.

Tómatlöguð humarsúpa 2-3 sellerístönglar 400 ml tómatmauk (passata) pipar og salt 1,2 l vatn, sjóðandi 2 tsk fiskikraftur, eða eftir smekk 2½ msk smjör 2 msk hveiti 2 tsk karríduft 250 ml rjómi e.t.v. cayennepipar eða paprikuduft

fyrir 4 Nokkuð klassísk íslensk humarsúpa sem líka má bragðbæta, t.d. með hvítvíni, sérríi eða koníaki. 500 g súpuhumar í skel 1 msk olía 1 laukur 2 hvítlauksgeirar 2-3 gulrætur

n Brjóttu humarskeljarnar, taktu humarinn út, hreinsaðu hann og fjarlægðu görnina. Hitaðu olíuna í potti og brúnaðu skeljabrotin við góðan hita. Saxaðu lauk, hvítlauk, gulrætur, sellerí og steinselju og láttu krauma með í nokkrar mínútur. Hrærðu tómatmaukinu saman við ásamt pipar og salti, bættu vatni og fiskikrafti út í og láttu malla í 20-30 mínútur. Helltu öllu í sigti sem haft er yfir skál og notaðu

sleif til að pressa sem mest í gegn. Mældu soðið og bættu við vatni svo það verði um 800 ml. n Bræddu 2 msk af smjöri í pottinum og hrærðu hveiti og karríi saman við. Láttu krauma í 1 mínútu. Helltu soðinu smátt og smátt út í og hrærðu stöðugt á meðan. Hrærðu rjómanum saman við og láttu malla í 5-10 mínútur. Bræddu á meðan

½ msk af smjöri á pönnu og steiktu humarinn við meðalhita í 2-3 mínútur. n Smakkaðu súpuna og bragðbættu með pipar, salti og e.t.v. cayennepipar eða paprikudufti. Helltu henni í skál eða á diska og settu humarinn út í. Berðu fram með góðu brauði.

 Bjór 7 Fjell á Skúla Cr aFt Bar By Wirth All on a string 4.990 kr

Skjalm P stjarna 5.590 kr The Oak Men 3.490 kr 4.990 kr

Hands On eldhúsrúllustandur 7.300 kr

The Oak Men Flip Tray - 17.500 kr

Copenhanger 29.900 kr

Úrval jólagjafa fyrir þig & þína opið alla daga fram að jólum Finnsdottir Honkadonka vasi virkir dagar 10 - 18 24.900 kr laugardagar 11 - 18 sunnudagar 12 - 17

Bob Noon A5 kort 990 kr

Þeir Gahr og Jens voru hressir í London þegar þeir smökkuðu Borgar-bjórana í október. Svo hressir að þeir bókuðu far til Íslands og nú eru þeir hingað komnir. Ljósmynd/Teitur

Norskir bruggarar heimsækja Ísland

OYOY Svunta 5.900 kr

B

Woud Kuppi veggljós 23.900 kr 6.600 kr

OYOY Svunta 4.900 kr

By Wirth Magazine Hangout 8.400 kr

Púðar, rúmteppi & rúmföt í miklu úrvali

Fuss púðar verð frá 10.490 kr

OYOY rúmföt - lífræn bómull 70 x 100 cm 7.300 kr 100 x 140 cm 9.900 kr 140 x 200 cm 14.990 kr

Snuran.is - Síðumúla 21 - sími 537 5101 - snuran@snuran.is

Finnsdottir Pipanella vasi 6.100 kr

Mette Ditmer rúmteppi 190 x 250 cm 9.900 kr 240 x 250 cm 12.990 kr 280 x 250 cm 14.990 kr

ruggarar frá norska brugghúsinu 7 Fjell eru komnir hingað til lands og munu kynna bjóra sína á Skúla Craft Bar á laugardaginn. Þá munu þeir brugga með kollegum sínum í Borg brugghúsi. Norsku br uggararnir Gahr Smith-Gahrsen og Jens Eikeset koma frá Bergen en kynntust þeim Árna Long og Valgeiri Valgeirssyni í Borg brugghúsi á mikilli bjórhátíð í London í október. Bæði 7 Fjell og Borg kynntu þar bjóra sína og tókust góð kynni með bruggurunum. Afráðið var að þeir norsku kæmu hingað til lands í heimsókn til að brugga með Valgeiri og Árna. Stefnt er að því að bjórinn sem þeir brugga verði seldur bæði hér á landi og í Noregi. 7 Fjell menn koma alls ekki tómhentir hingað því þeir hafa með sér átta bjóra sem hægt verður

að kynna sér á Skúla á laugardag. Þessir bjórar hafa ekki fengist áður á Íslandi. Veislan hefst klukkan 17 og er sérstaklega hægt að mæla með Morgenstemning en sá var kynntur á hátíðinni í London og bragðaðist afar vel.

Þessir bjórar verða á krana: Kniksen India Red Ale

6.8%

Fløien IPA

6.9%

Svartediket Black IPA Ulriken DIPA

7% 8.5%

Morgenstemning Coffee Stout 6.5% Vinter American Strong Ale

7.3%

7 Sorter Christmasale

6.5%

St. Nikulaus Christmas Ale.

4.7%



94

matur & vín

Helgin 11.-13. desember 2015

Tekur jólabaksturinn fram yfir jólahreingerninguna M VanTaR ÞiG auKapeninG? Dreifingardeild Moggans leitar að dugmiklu fólki 13 ára og eldri, til að bera út blöð í þínu hverfi. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi

atarbloggarinn Berglind Guðmundsdóttir nýtur aðventunnar til hins ýtrasta, enda mikið jólabarn. „Aðventan er svo dásamlegur tími. Hún minnir okkur á það sem skiptir raunverulega máli, að vera góð hvert við annað, láta gott af sér leiða og eiga notalegar stundir með þeim sem eru okkur kærastir.“ Jólaundirbúningurinn Samfylkingin í Mosfellsbæ heldur sitt árlega hjá Berglindi snýst því aðallega um að njóta stundarinnar. „Ég vil aðventukvöld föstudaginn 27. nóvember frekar halda í góða skapið frekar í Þverholti en að eltast við einhvern „to do“ 3 og hefst dagskráin kl. 20. lista,“ segir hún. Berglind er búin Kalman Stefánsson, Bjarki Bjarnason og Lilja að eiga notalegarJón aðventustundir með börnunum við bakstur, kertaSigurðardóttir lesa upp úr nýútkomnum skáldsögum sínum. ljós og góða jólatónlist. „Ég er líka Bubbi Morthens flytur ljóð úr nýútkominni ljóðabók sinni. búin að fá mér „smörrebrod“ og öl, fara á jólamarkað og fram undan Tindatríóið flytur nokkur lög. er Laugarvegsrölt og jólatónleikar. Varðandi jólahreingerninguna segi Sérstakur gestur og ræðumaður kvöldsins er Rannveig ég þó „no comment“.“ fyrrverandi alþingismaður. Berglind heldur útiGuðmundsdóttir matarblogginu Gulur, rauður, grænn og salt (www.grgs.is) þarNotaleg sem húnkvöldstund með upplestri og söng. deilir alls konar uppskriftum með Allir velkomnir. lesendum sínum. Smákökuuppskriftir njóta óneitanlega mikilla vinsælda á aðventunni og finnst Berglindi huggulegt að dunda sér í eldhúsinu og baka smáMosfellsbæ kökur. „Sörur eru í uppáhaldi, en

Aðventukvöld

Knorr færir þér hátíðarkraftinn

Matarbloggarinn Berglind Guðmundsdóttir nýtur aðventunnar meðal annars með því að dunda sér í eldhúsinu við smákökubakstur. Fleiri girnilegar smákökuuppskriftir frá Berglindi má finna á www.grgs.is Ljósmynd/Hari.

kúlugott og þristatopparnir eru líka ofarlega á lista, þær sortir eru einfaldar og gaman að gera með krökkunum.“

Settu hátíðarkraft í sósuna með Knorr – kraftinum sem þú þekkir og treystir!

Smákökur með lakkrísmarsipani

Marengstoppar með þristum

MiðASAlA er hAfiN á Miði.iS

„Það er orðin hefð hjá mér að baka þessa góðu marengstoppa fyrir jólin og það kemur skemmtilega á óvart að fylla marengsinn með þristasúkkulaði. Skemmtilegt og einfalt að baka og gaman að leyfa börnunum að taka þátt.“ Innihald: Þristatoppar 4 stk eggjahvítur www.mosfellingur.is 210 gr púðursykur 1 poki þristar, saxaðir örsmátt

ÍSLENSKA/SIA.IS/NAT 77312 11/15

Fréttatíminn fékk Berglindi til að deila tveimur einföldum smákökuuppskriftum sem slá alltaf í gegn.

...KEMUR MEÐ GÓÐA BRAGÐIÐ!

Aðferð: 1. Þeytið eggjahvítur og púðursykur vel og lengi þar til maregns hefur myndast eða í ca. 5-10 mínútur. 2. Þristarnir eru settir varlega út í með sleif. 3. Notið teskeið til að setja deigið á plötu. 4. Bakist við 125°C í 30-40 mín.

Innihald: 200 g smjör, mjúkt 100 g sykur 200 g púðursykur 2 egg 100 g pekanhnetur 50 g súkkulaði, dökkt 50 g trönuber 200 g hveiti 2 tsk lyftiduft 200 g lakkrísmarsipan frá Johan Bülow (fæst m.a. í Epal) Aðferð: 1. Skerið marsipanið í litla bita, saxið hnetur og súkkulaði og blandið síðan öllum hráefnunum saman og hrærið vel. 2. Setjið með skeið á bökunarplötu með smjörpappír en hafið gott bil á milli þeirra. 3. Bakið kökurnar við 180°C í 8-9 mínútur en varist að þær verði of dökkar.

29


ÍSLENSKT EFTIRLÆTI

Núna í ár kynnum við nýjan og einstakan konfektmola, innblásinn af íslenskum náttúruöflum, með stuðlaberg í forgrunni. Ljúffengt Síríus súkkulaði, fyllt með mjúkri saltkaramellu sem bráðnar í munni. Sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana og ómissandi hluti af hátíðunum.

ÁRNASYNIR

Við hjá Nóa Síríus erum þakklát fyrir að hafa fengið að fylgja Íslendingum á hátíðum og hamingjustundum í áratugi. Með notkun á fyrsta flokks hráefnum og ástríðu fyrir því sem við gerum höfum við unnið traust þjóðarinnar og erum stolt af því að vera órjúfanlegur hluti af hátíðarhöldum hennar.

Gott að gefa, himneskt að þiggja


96

heilabrot

Helgin 11.-13. desember 2015

Spurningakeppni kynjanna 1. Hvaða nafn fékk stormurinn sem gekk yfir landið í vikunni? 2. Hvað hét karakterinn sem Eggert Þorleifsson lék í Með allt á hreinu? 3. Hversu margir þingmenn eiga sæti í öldungadeild (efri deild) Bandaríkjaþings? 4. Hvar verður EM í handknattleik haldið í janúar? 5. Söngvarinn Scott Weiland lést á dögunum, 48 ára að aldri. Með hvaða hljómsveit gerði hann garðinn frægan á tíunda áratugnum? 6. Hvaða íslenska kona prýðir forsíðu MAN tímaritsins þennan mánuðinn? 7. Hver leikstýrir Áramótaskaupinu í ár? 8. Hvaða innihald er í kokteilnum White Russian? 9. Hver lýsti því yfir í vikunni að hann vildi banna múslimum að koma til Bandaríkjanna? 10. Hvaða mánuður hefst á Þorláksmessu, samkvæmt gamla norræna tímatalinu? 11. Kim Kardashian og Kanye West eignuðust sitt annað barn á dögunum. Hvað heitir barnið? 12. Í hvaða ensku borg er liðið Crystal Palace staðsett? 13. Hvaða dýr var til forna nefnt rosmhvalur? 14. Hvar á landinu er Daddi’s Pizza? 15. Hvað nefnist þriðja kertið á aðventukransinum?

 sudoku 1. Diddú. 2. Dúddi.

 

9. Donald Trump. 10. Einmánuður.

3. 500. 4. Póllandi.

5. Stone Temple Pilots.

6. Marta María Jónasdóttir. 7. Kristófer Dignus.

8. Vodka, Kahlúa og rjómi.

Ragnheiður Haralds og Eiríksdóttir blaðamaður

 12. London.  13. Rostungur.  11. Saint West.

 2. Dúddi. 

?

9. Donald Trump.

12. London.

7. Kristófer Dignus.

8. Vodka, Kahlúa og rjómi.

6 7 2

4

15. Englakerti.

4 8

6 3

 8 stig

Þorgils Rafn Þorgilsson flugvirki

4 2 6 9 1 8 9 4

1. Diddú. 2. Dúddi. 3. 100. 4. Póllandi. 5. Stone Temple Pilots. 6. Marta María Jónasdóttir. 7. Kristófer Dignus. 8. Vodka, Kahlúa og rjómi. 9. Donald Trump. 10. Mörsugur. 11. Saint West. 12. London. 13. Rostungur. 14. Við Mývatn. 15. Hirðakerti.

SKYRPA

UMHVERFIS

HINDRA

SKOTT

ÞVOGL HYGGJA

MÆLA

FÍKNIEFNI

FUGL

YFIRHÖFN

SEMJA

RÖLTA

FARANGUR HLUTI VERKFÆRIS ALDIN

 lausn

LÖGG

Lausn á krossgátunni í síðustu viku. 270

GEISLA

S G I N D D R K J A K A S V Æ S A S S K K I A L A L Í K O V A Ð A A F A M Á K A S FUGL

SKARÐ

HOLUFISKUR HROKI

TÓNLIST

S S K E Í R S M A S A F F A L J E A F S R I T S S O K H I G L P R U T Á P I Ð U BEKKUR

HRISTA

TUNGUMÁL

BLAÐUR

SPENNANDI

FRÁ

FARMRÚM

ÓHEILINDI

EI

KUSK

AFHENDING BÓK

TVEIR EINS

HELGIMYNDIR

KÚGUN

MINNKUÐU

HA

ANDVARI

LIÐORMUR SÝNISHORN FJÖR

STRAUMIÐA

TOGA

LISTAMAÐUR

EYÐA ÍLÁT

HÚSDÝR UNGDÓMUR

BORÐA

ÍSMOLA

KINN

TOLLA

FÓSTRA

FYRIRVAF

MÁNUÐUR ERGJA

ÁRSGAMALL SPIL

SLITNA

E K A L L A L T A F Á L M I R A M B A G A F R E L F A R G A Í N G U N D I G N Æ Ð A F I Ð L V A N G I A N Á Ð N A T U F F R P R Í L E I N Æ R S T S O T P I P LJÚKA

VEITT EFTIRFÖR

AFKVÆMI

STÓRHÝSI ÁI

PILLA

HÁTTUR

MÝKJA BRAK

FLUGFAR

TIL SÖLU SKÖRP BRÚN

FLOTTUR

SUÐA

MÓTMÆLA

SKVETTA ÖTULL

GRUNNFLÖTUR

VARKÁRNI

SKÍTUR

SVEIPUR

HLJÓÐFÆRALEIKARI OF LÍTIÐ

FYRIRGEFA EFTIRRIT

KLISJA FLOTT

TVEIR EINS

DJAMM

LASLEIKI

LOKA

BLÓM

FUGLAHLJÓÐ

BUR

KRYDD

H Ö R N L A Ú L D A Í S Á S T L A H M S A Ó L F T A Ð A R I K R A G G A A L L R Ó S P Í N U R A R HREÐKA

FANGI

HRÍSLUSKÓGUR

LÁGFIÐLA

TVEIR EINS

ÁTTIR

DRABB

LAND Í AFRÍKU

SVALI

PRETTA

TALA

STÆLL

ÓSVIKINN HÁVAXINN

TRÉ

TVEIR EINS

FLÓN

FÖGNUÐUR

STRÆTI

HÁTÍÐ

HÁSETAKLEFI

NASL

BÓKSTAFUR ÁTT

YNDI

TAUMUR

Veikindabaninn

TROSSA

HVIÐA

ÞÖGGUN

VÆTU

HALD

TÁLKNBLÖÐ

GORTA

JURT

HAWAIIAN

KOPAR

NONI

FOLA BITHAGI

NONI ávöxtur kemur upprunalega frá Kyrrahafsofurfæða vegna þess hve einstaklega ríkur hann er af næringaefnum. Hann er auðugur af A, B, C og E-vítamínum, járni, kalki, kalíum, sinki og inniheldur 17 af 20 lífsnauðsynlegum aminósýrum. Noni er ríkari af pro-xeroníni, en aðrir ávextir, en efnið er nauðsynlegt frumum líkamans og styður við myndun seratóníns í heila.

Heilsuávöxturinn

TVEIR EINS

TVEIR EINS

MÁLMUR

SUND

LOGA

FRAMBURÐUR

TVEIR

SKOÐUN

KÁSSA

TIL SAUMA

TORVELD

ERINDI

HARLA

SKEKKJA

DÓTARÍ

MÁTTUR

MONT

HRYSSA

SKÓLI

STÆKKA

ÆTTGÖFGI

DANA

FISKA

LEYSIR

BIK

MATJURT

ÁI

FOR

SKÁLMA

ÓSLITINN

TVEIR EINS

SUNDFÆRI

SNÆDDI

ÓNEFNDUR

FUM

Fáanlegt í nær öllum apótekum landsins, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is og Heimkaup

PRÓFGRÁÐA

FYRIRHÖFN

ÍÞRÓTTAFÉLAG

AFGLAPI

Í RÖÐ SVIKULL

VAGGA

SVELL

SEYTLAR

SMYRSL

FUGL

MÁLMUR

FORMA

FJÁRHÆÐ

FRÆNDBÁLKUR

NUDDAST

FÉLAGI

Ónæmiskerfi Veikindi Blóðþrýstingur Sýkingar

7

 krossgátan

HEIMTING

• • • •

5

2

?

Þorgils dettur út en Ragnheiður er komin í undanúrslit.

3 7 4 9 6

5

271

www.versdagsins.is

6 8

14. Sauðárkróki.

 svör

Af því þekkjum við að Jesús lét lífið fyrir okkur...

7

 sudoku fyrir lengr a komna

13. Pass.

6. Rikka.

4 9

1

11. South East.

5. Stone Temple Pilots.

3 5 1

9 6 4 4

2

10. Pass.

3. 630.

1

9

15. Englakerti.

 11 stig

1 7 2 3 8 3 5

14. Egilsstöðum.

1. Diddú.

4. Póllandi.

6

SKRÁ

DÚRA

KRAKKA


Gulrótayddari fyrir skreytingar - Kr. 1.690

Eggjabikarinn EGGI‹ Kr. 1.490

Panda pú›i

BagPod

Kr. 6.200 Mikið úrval dýrapúða

Smátaska með 11 hólfum. 10 litir. Kr. 4.900

Skafkort

Skafðu af þeim löndum sem þú hefur heimsótt. (Stærð: 82 X 58 cm) Kr. 3.290

Hnattlíkan me› ljósi 30 cm þvermál. Kr. 16.900

N‡ ilmkerti 6 ilmtegundir Kr.1.090

Lid Sid Gaurar sem sjá til þess að ekki sjóði upp úr. 2 í pakka, hvítur og rauður. kr. 1.790

Urbanears

Margverðlaunuð heyrnatól Tvær gerðir og ótal litir. Verð frá kr. 9.900

Jóla -hringekjur Aðeins kr. 2.200

D‡ri

Kertin hennar Þórunnar Árnadóttur Kr. 5.200

Stóra tímahjóli› kr. 19.900

Kisa

Go›aglös

Kertin hennar Þórunnar Árnadóttur Kr. 4.900

Koma í fallegum gjafaumbúðum kr. 2.990 stk.

Heico lampi - Dádýr, kr. 13.900

Músikegg spilar tónlist og tryggir að þú fáir eggið þitt soðið eins og þú vilt hafa það. 5.500 kr.

Skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 www. minja.is • facebook: minja

Frístandandi Hnattlíkan Þú stillir því upp og það snýst og snýst. Kr. 3.390


98

sjónvarp

Helgin 11.-13. desember 2015

Föstudagur 11. desember

Föstudagur RÚV

19:25 Logi Laufléttur og bráðskemmtilegur þáttur þar sem Logi Bergman fer á kostum sem þáttastjórnandi. allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

20:00 Evan Almighty 4 Gamanmynd með Steve Carell og Morgan Freeman í aðalhlutverkum.

Laugardagur

16.20 Íslendingar e. 17.15 Tímaflakkið e. 17.40 Táknmálsfréttir 17.50 KrakkaRÚV 17.51 Kóalabræður 18.00 Jól í Snædal 18.25 Tímaflakkið 18.50 Öldin hennar e. 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.30 Veður 19.40 Vikan með Gísla Marteini 20.25 Geðveik jól - lögin 20.40 Útsvar b. 21.55 Vera Bresk sakamálamynd byggð á sögu eftir Ann Cleeves 5 6 um Veru Stanhope rannsóknarlögreglukonu á Norðymbralandi. 23.30 Dávaldurinn 01.30 Sleepwalking e. 03.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn

21.55 12 Dates of Christmas Rómantísk gamanmynd frá árinu 2011.

19:15 The Simpsons Tuttugasta og sjöunda og jafnframt nýjasta þáttaröð þessa langlífasta gamanþáttar í bandarísku sjónvarpi í dag.

Sunnudagur allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

22:30 House of Lies Marty Khan og félagar snúa aftur í þessum vinsælu þáttum sem hinir raunverulegu hákarlar viðskiptalífsins

21.00 Downton Abbey Rómaður breskur myndaflokkur sem gerist á fyrri hluta síðustu aldar og segir frá Crawley-fjölskyldunni og þjónustufólki hennar.

06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Everybody Loves Raymond 08:20 Dr. Phil 09:00 Kitchen Nightmares 09:50 Secret Street Crew 10:40 Pepsi MAX tónlist 12:40 Bundesliga Weekly 13:10 Cheers 13:35 Dr. Phil 14:15 Gordon Ramsey's Christmas Cookalong 15:45 Reign 16:25 The Biggest Loser 17:50 Dr. Phil 18:30 The Tonight Show with Jimmy Fallon 19:10 America's Funniest Home Videos 19:35 The Muppets 20:00 Evan Almighty 21:40 Bridget Jones: The Edge Of Reason 23:30 Inside Man 01:40 The Tonight Show with Jimmy Fallon 02:20 Nurse Jackie 5 6 02:50 Californication 03:20 The Tonight Show with Jimmy Fallon 04:00 The Late Late Show with James Corden 04:40 Pepsi MAX tónlist

Sunnudagur

Laugardagur 12. desember RÚV

STÖÐ 2

07.00 KrakkaRÚV 07:00 Barnatími Stöðvar 2 11.05 Geðveik jól - lögin e. 08:00 The Middle 11.20 Menningin 08:25 Grand Designs 11.40 Vikan með Gísla Marteini e. 09:15 Bold and the Beautiful 12.25 Útsvar e. 09:35 Doctors 13.30 Enginn má við mörgum e. 10:20 Hart of Dixie 14.10 Tíu miljarðar e. 11:05 Mindy Project 15.30 Viðtalið (Austin Mitchell) e. 11:30 Guys With Kids 16.00 Jólin hjá Claus Dalby e. 11:50 Bad Teacher allt fyrir áskrifendur 16.10 Eldað með Ebbu e. 12:15 Jólastjarnan 2015 16.40 Stúdíó A e. 12:35 Nágrannar fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.10 Á götunni 13:00 Forrest Gump 17.40 Táknmálsfréttir 15:20 Tenure 17.50 KrakkaRÚV 16:45 Community 3 17.51 Hrúturinn Hreinn 17:05 Jóladagatal Skoppu og Skrítlu 18.00 Jól í Snædal 17:15 Bold and the Beautiful 4 5 18.25 Tímaflakkið 17:40 Nágrannar 18.54 Lottó 18:05 The Simpsons 19.00 Fréttir 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19.25 Íþróttir 18:47 Íþróttir 19.35 Veður 18:55 Ísland í dag. 19.45 Hraðfréttir 19:25 Logi 20.05 Þetta er bara Spaug... stofan 20:20 The X Factor UK 20.45 Geðveik jól 2015 22:30 Let’s Be Cops Ryan og 21.55 12 Dates of Christmas Johnson eru góðir vinir sem hafa brallað eitt og annað misgáfulegt í 23.25 Lady Chatterley's Lover gegnum tíðina. Eitt kvöldið ákveða 00.55 Casino Royale e. 03.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok þeir að klæðast lögreglubúning í búningapartýi og flestir telja þá vera alvöru löggur. 00:15 The Quiet Ones 01:55 Sex Tape 03:30 Joe 05:25 Fréttir og Ísland í dag

SkjárEinn

RÚV

STÖÐ 2

07.00 KrakkaRÚV 07:00 Barnatími Stöðvar 2 10.40 Íþróttalífið e. 12:00 Bold and the Beautiful 11.05 Myndun heimsálfanna e. 13:50 Logi 11.55 Þetta er bara Spaug... stofan e. 14:50 Heimsókn 12.25 Geðveik jól 2015 e. 15:15 Eldhúsið hans Eyþórs 13.25 12 Dates of Christmas 15:50 How I Met Your Mother 14.50 Kiljan e. 16:15 Jóladagatal Skoppu og Skrítlu 15.35 Paradísarheimt 16:25 Sjáðu 17.10 Táknmálsfréttir 16:55 ET Weekend allt fyrir áskrifendur 17:40 The Great Christmas Light Fight 17.20 KrakkaRÚV 17.21 Tillý og vinir 18:30 Fréttir Stöðvar 2 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.32 Jólastundarkorn 18:55 Sportpakkinn 17.35 Jól í Snædal 19:10 Lottó 18.00 Klukkur um jól 19:15 The Simpsons 19:40 Spilakvöld Stórskemmtilegur 18.18 Hrúturinn Hreinn 18.25 Tímaflakkið þrautaþáttur í umsjá Péturs Jó4 5 6 19.00 Fréttir hanns fyrir alla fjölskylduna þar 19.25 Íþróttir sem frægir einstaklingar keppa í 19.35 Veður fjölbreyttum leikjum. 20:30 Jingle All the Way 2 Skemmti- 19.45 Landinn 20.15 Öldin hennar leg jólamynd sem segir sögu 20.25 Ísþjóðin með Ragnhildi Steindóttur hans Larry sem dreymir unni (Heiða Rún Sigurðardóttir) um að fá talandi bangsa í jólagjöf. Það er raunar það eina sem 21.00 Downton Abbey 21.50 Atómstöðin Atómstöðin er hún vill fá í jólagjöf svo Larry byggð á samnefndri skáldsögu er staðráðinn í að finna talandi Halldórs Laxness. bangsa til að gleðja dóttur sína. 23.25 Halldór um Atómstöðina 22:05 The Bag Man 23.50 A Bout de souffle e. 23:55 Taps 01.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 01:55 Winter’s Tale

6

03:50 Dallas Buyers Club 06:00 Pepsi MAX tónlist 05:45 Fréttir SkjárEinn 10:30 Dr. Phil 06:00 Pepsi MAX tónlist 12:30 The Tonight Show with Jimmy 10:45 Dr. Phil Fallon 12:05 The Tonight Show with Jimmy 13:50 Bundesliga Weekly 07:10 Haukar - Njarðvík Fallon 14:20 Bayern München - Ingolstadt 08:45 Körfuboltakvöld 14:05 Design Star 16:35 America's Funniest Home 10:15 Real Madrid Malmö 07:55/16:50 FC Sion - Liverpool 14:50 The Biggest Loser Videos 11:55 Man. City - Borussia M’gladbach 09:35 Wolfsburg - Man. Utd. 16:20 B. Dortmund - E. Frankfurt 17:00 EM 2016 - dregið í riðla Bein 13:35 Evrópudeildarmörkin '15/'16 11:15 Meistaradeildarmörkin 18:25 Rules of Engagement útsending frá París þar sem 14:25 La Liga Report 11:50 Lech Poznan - Basel 18:50 Minute To Win It Ísland dregið er í riðla í úrslitakeppni 14:55 Barcelona Deportivo b. 13:30 Tottenham - Mónakó allt fyrir áskrifendur 19:45 Jennifer Falls EM 2016. 16:55 Keflavík - Snæfell b. 15:10 FK Qabala - Krasnodar 20:10 Top Gear 17:55 The Muppets 18:55 NBA Special: Reggiefréttir, Miller 18:30 La Liga Report allt fyrir áskrifendur fræðsla, sport og skemmtun 21:00 Law & Order: SVU 18:20 Parks & Recreation 19:40 Udinese - Internazionale b. 19:00 Haukar - Njarðvík b. 21:45 Fargo 18:45 The Biggest Loser 21:50 Gunnar Nelson í Vegas 21:10 Evrópudeildarmörkinfréttir, '15/'16 fræðsla, sport og skemmtun 22:30 House of Lies 20:15 Then She Found Me 22:35 UFC Now 2015 22:00 Körfuboltakvöld 23:00 Rookie Blue 21:55 Knocked Up 23:25 Toronto - Milwaukee 23:35 NFL Gameday 00:05 The Bourne Supremecy 01:20 NBA: One on One w/Ahmad 13-14 23:45 00:05 Unstoppable: Bernard King 4 Flashpoint 5 6 00:30 Law & Order: SVU 01:55 CSI 01:45 NFL Gameday 00:30 Toronto - Milwaukee b. 01:15 Fargo 02:40 Unforgettable 5 02:156 UFC Embedded 03:00 The Ultimate Fighter Finale b. 4 02:00 House of Lies 03:25 The Late Late Show with James 03:00 UFC 194: Aldo vs. McGregor b. ÁR 02:30 The Late Late Show with James Corden HJÁ Corden 04:45 Pepsi MAX tónlist 10:40 Premier League World '15/'16 03:10 Pepsi MAX tónlist 09:25 Premier League World 11:10 Newcastle - Liverpool 2015/2016 12:55 Messan 07:15 Skeleton Twins 09:55 Man. Utd. - West Ham 14:10 Leicester City Man. Utd. 07:35/14:45 He’s Just Not That Into You 08:50 Mom’s Night Out allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 11:35alltPL Match Pack '15/'16 15:55 Stoke - Man. City 09:45 Nebraska 10:30 Sense and Sensibility 11:40 Yes Man fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 12:05 Premier League Preview '15/'16 11:40 Drinking Buddies 17:35 Premier League Review 2015 12:50 Blue Sky 13:25 Draugabanarnir II allt fyrir áskrifendurfréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 12:35 Norwich - Everton b. 18:30 Football League Show '15/'16 13:10 Gambit 14:35 Skeleton Twins 15:15 The Face of Love fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14:50 Man. City - Swansea b. 19:00 Arsenal - Sunderland 16:55 Nebraska 16:10 Mom’s Night Out 16:50 Yes Man fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:00 Markasyrpa 20:45 PL Match Pack '15/'16 18:55 Drinking Buddies 17:55 Sense and Sensibility 18:35 Draugabanarnir II 17:20 Bournemouth - Man. Utd. b. 21:15 Premier League Preview '15/'16 20:25 Gambit 20:15 Blue Sky 20:25 The Face of Love 19:30 Crystal Palace - Southampton 21:45 Chelsea - Bournemouth 22:00 16 Blocks 22:00 X-Men: The Last Stand 4 522:00 Persecuted 6 4 West Ham - Stoke 5 6 21:10 23:30 WBA - Tottenham 23:35 Killers 23:50 Homesman 4 523:45 Nightcrawler 6 4 22:50 Sunderland Watford 01:10 PL Match Pack 2015/2016 01:45 + 1 01:20 Righteous Kill 01:50 Only Lovers Left Alive 4 5 6 00:30 Norwich Everton 01:40 Premier League Preview '15/'16 03:20 16 Blocks 03:00 Persecuted 03:55 X-Men: The Last Stand

25

Sívinsælar og nytsamlegar jólagjafir í aldarfjórðung

25 ÁR HJÁ

framleiðir einnig úrvals raftæki Sívinsælar og nytsamlegar jólagjafir í aldarfjórðung

Lágmúla 8

framleiðir einnig úrvals raftæki

sími 530 2800 ormsson.is FYRIR HEIMILIN Í LANDINU Opið virka daga kl. 10-18 og á laugardögum kl. 11-15.

LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800 ORMSSON

ORMSSON

KS

SR BYGG

ORMSSON

ORMSSON

ORMSSON

ORMSSON

ORMSSON

GEISLI

TÆKNIBORG

Greiðslukjör Vaxtalaust í allt að 12 mánuði

OMNIS

BLóMSTuRvELLIR


sjónvarp 99

Helgin 11.-13. desember 2015  Sjónvarpið allir klárir í Storminn Helgu möller?

13. desember STÖÐ 2 07:00 Barnatími Stöðvar 2 12:00 Nágrannar 13:45 The X Factor UK 15:50 Jóladagatal Skoppu og Skrítlu 16:00 Spilakvöld 16:50 60 mínútur 17:35 Eyjan 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn allt fyrir áskrifendur 19:10 Næturvaktin 19:40 Modern Family fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:10 Atvinnumennirnir okkar Önnur þáttaröð þessara mögnuðu þátta þar sem skyggnst verður inn í líf fremstu atvinnumanna þjóðarinnar. Í þáttunum kynnast áhorfend- 4 ur framúrskarandi íþróttamönnum víðsvegar um heim. 20:45 Humans 21:35 Réttur 22:30 Homeland Fimmta þáttaröð þessarra mögnuðu spennuþátta þar sem við höldum áfram að fylgjast Með Carrie Mathieson nú fyrrverandi starfsmanni bandarísku leyniþjónustunnar. Líf hennar er alltaf jafn stormasamt og flókið en nú vinnur hún fyrir einkafyrirtæki í Berlín og verkefni hennar eru erfiðari en nokkru sinni fyrr. 23:20 60 mínútur 00:05 Proof 00:50 The Knick 01:40 The Leftovers 02:25 Murder in the First 03:10 Cast Away 05:30 Fréttir

Vissi RÚV af Diddú? Mánudagskvöldið síðasta var merkilegt. Þjóðin fékk heilan sólarhring til þess að undirbúa sig fyrir storminn sem gekk yfir landið og fékk það fallega nafn, Diddú. Landsmenn fóru snemma úr vinnu og allir fóru í matvöruverslanir til þess að kaupa nauðsynjavörur eins og kjarnorkustyrjöld væri yfirvofandi. Mætti halda að landsmenn borði meira þegar það er vont veður? Þegar úti er veður vont er fátt betra en að vera bara í hlýjunni og glápa á sjónvarpið. Mánudagskvöld hafa undanfarnar vikur verið helguð Brúnni á RÚV en í síðustu viku kláraðist sú sería og því ekki von á góðu, eða hvað? Á mánudagskvöldið var hreint frábær dagskrá á RÚV og maður gleymdi alveg að 5

6

09:25 Bayer Leverkusen - Barcelona 11:05 Olympiakos - Arsenal 12:45 Meistaradeildarmörkin 13:20 Udinese - Internazionale 15:00 Keflavík - Snæfell 16:25 FC Sion - Liverpool 18:05 Evrópudeildarmörkin 2015/2016 allt fyrir áskrifendur 18:55 NFL Gameday 19:25 Villarreal - Real Madrid b. fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:25 Green Bay Packers - Dallas Cowboys b. 00:25 UFC 194: Aldo vs. McGregor

Ómissandi á jólunum

4

10:00 Crystal Palace - Southampton 11:40 Man. City - Swansea 13:20 Aston Villa - Arsenal b. 15:50 Liverpool - WBA b. allt fyrir áskrifendur 18:00 Manstu 18:35 Premier League World 2015/2016 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:05 PL Classic Matches: Liverpool Man. United, 1993 19:35 Tottenham - Newcastle 21:15 Bournemouth - Man. Utd. 22:55 Aston Villa - Arsenal 4

5

standa úti í glugga og fylgjast með fárviðrinu. Innan um fréttatímana, sem voru þrír þetta kvöld, voru frábærir þættir. Myndun heimsálfanna frá BBC eru stórkostlegir þættir. Cilla, sem eru nýir leiknir þættir frá BBC einnig um söngkonuna Cillu Black sem lést fyrr á árinu, og svo var fyrri hluti heimildarmyndarinnar All or Nothing At All sem fjallar um ævi Frank Sinatra. Einstaklega vönduð og skemmtileg dagskrá þetta kvöld, og ég spyr mig hvort dagskrársvið RÚV hafi vita af komu Diddúar þetta kvöld. Næsta mánudag er svo framhald á þessu svo mér er sama þótt stormurinn Helga Möller mæti á svæðið. Ég verð í sófanum. Hannes Friðbjarnarson

5

6

Sérvalin blanda af bestu kaffiuppskerum ársins.

6

kaffitar.is


100

bækur

Patti Smith tilnefnd fyrir lestur á Nesbö Pönkgyðjan, tónlistarkonan og skáldið Patti Smith er tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir upplestur sinn á skáldsögu Jo Nesbö, Blóð í snjónum, sem kom út á íslensku í vor. Upplestur Smith er tilnefndur í flokknum Best Spoken Word Album og aðrir sem tilnefningu hlutu í þeim flokki eru Jimmy Carter, Janis Ian and Jean Patti Smith þykir lesa Smart, Amy Poehler and Dick Nesbö með tilþrifum. Cavett. Hver verðlaunin hlýtur Ljósmynd/Getty verður kunngjört á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles 15. febrúar 2016.

Helgin 11.-13. desember 2015

metsölulisti Pannans/eymundsson

Þýska húsið eftir Arnald Indriðason heldur fyrsta sætinu á metsölulista Eymundsson. Sogið eftir Yrsu er áfram í öðru sæti. Stríðsárin 1938-1945 eftir Pál Baldvin hækkar sig um eitt sæti og er núna númer þrjú. 1 Þýska húsið Arnaldur Indriðason 2 Sogið Yrsa Sigurðardóttir Guðmundur Andri er 3 Stríðsárin 1938 - 1945 Páll Baldvin Baldvinsson kominn í 8. 4 Stóri skjálfti Auður Jónsdóttir sætið. 5 Mamma klikk! Gunnar Helgason 6 Þín eigin goðsaga Ævar Þór Benediktsson 7 Vísindabók Villa – Geimurinn Vilhelm Anton Jónsson / Sævar Helgi Bragason 8 Og svo tjöllum við í okkur í rallið Guðmundur Andri Thorsson 9 Eitthvað á stærð við alheiminn Jón Kalman Stefánsson 10 Hundadagar Einar Már Guðmundsson Metsölulistinn er byggður á sölu í verslunum Pennans – Eymundsson dagana 2.-8. desember 2015.

 RitdómuR Fjallkonan IngIbjörg HjartardóttIr

Gott fólk í Þjóðleikhúsið Þjóðleikhúsið hefur keypt réttinn til að gera leikgerð eftir skáldsögu Vals Grettissonar, Gott fólk. Valur mun sjálfur skrifa leikgerðina ásamt æskuvini sínum Símoni Birgis Birgissyni. Hann er að vonum ánægður með samninginn. „Þetta er bæði tækifæri og frábært gjallarhorn fyrir söguna, enda ýkir leikhúsið allt upp,“ segir hann. „Það verður forvitnilegt að sjá bókina sviðsetta og maður óttast það hálfvegis. Sölvi gat verið slíkur fantur að maður vill varla sjá hann holdgerast, en samt vill maður drekka bjór með honum.“ Fyrirhugað er að verkið fari á svið á næsta leikári. - fb Valur Grettisson er að vonum ánægður með samninginn. „Tækifæri og frábært gjallarhorn.“

 BækuR GóðiR FaRþeGaR

Þeir stífluðu dalinn minn Upphafsstef skáldsögunnar Fjallkonunnar eftir Ingibjörgu Hjartardóttur er kunnuglegt; kona um sextugt sem búið hefur erlendis meiri hlutann af ævinni kemur heim í æskudalinn til að vera við jarðarför móður sinnar. Minningarnar hellast yfir og frásögnin svissar milli upprifjana af æsku hennar á sjöunda áratugi síðustu aldar og nútímans árið 2012. Nútíðarkaflarnir eru sagðir í fyrstu persónu af söguhetjunni, Ríkeyju Ríkharðsdóttur, en upprifjunarkaflarnir eru í þriðju persónu sem undirstrikar þá fjarlægð sem Ríkey hefur komið sér upp gagnvart þeim tíma. Jarðarför móðurinnar rifjar óhjákvæmilega upp dauða föðurins sem fórst í snjóflóði upp úr 1960 og smátt og smátt raðast upp saga af örlagaríku ári í dalnum, ári sem endaði með því að meirihluta dalsins var sökkt til að byggja stóra virkjun. Atburðarásin í kringum það minnir á velþekkt mál frá þessum tíma þegar Laxárvirkjun var stækkuð, en hér er skáldskapurinn í fyrirrúmi og hefur lítið upp á sig að vera að reyna að tengja framvindu sögunnar við raunverulega atburði. Aðalsagan snýst þó um Ríkeyju og hennar fjölskyldu, móður og fimm systur sem standa uppi einar í heiminum eftir sviplegt lát föðurins. Þá sögu segir Ingibjörg fádæma vel og samskipti persónanna eru í senn kunnugleg og óskiljanleg eins og oft er raunin í hinum svokallaða raunveruleika. Ástamál skipa stóran sess og það verður að  segjast að sjaldan hefur verið ofinn flóknari vefur Fjallkonan í þeim málum í íslenskri skáldsögu en hér er gert. Ingibjörg Hjartardóttir Sá vefnaður skipar sér ekki í heillega og skiljanSalka 2015 lega mynd fyrr en á síðustu síðum bókarinnar og það er óhætt að segja að lesandanum sé haldið á tánum. Hver átti eiginlega í ástarsambandi við hvern? Lýsingarnar á lífinu í dalnum eru líka sannferðugar og fallega fram settar, þótt lesandinn klóri sér á köflum í höfðinu yfir öllum þeim ósköpum sem á þessu samfélagi dynja á örstuttum tíma. Stundum reynir atburðarásin á trúgirni lesandans en hér er um leið minnt sterklega á hversu stutt er síðan lífsbarátta í íslenskum sveitum var upp á líf og dauða og fáránlegt að vera að setja það fyrir sig hve mörgum katastrófum er raðað á örfáa mánuði. Þetta er örlagaár í lífi Ríkeyjar, árið sem leggur línuna í því hvernig líf hennar æxlast. Ingibjörg er frábær sögumaður sem skrifar fallegan og stælalausan stíl, persónusköpun er öll með miklum ágætum og í heild er Fjallkonan sterk og áleitin saga sem veltir upp mörgum spurningum og skilur lesandann eftir með helling af hugsanafóðri. - fb

Minnum á teiknisamkeppni Skólamjólkurdagsins fyrir 4. bekkinga Hægt er að skila inn myndum fram að jólafríi til Mjólkursamsölunnar, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík.

Nánari upplýsingar á www.ms.is

r Mjólk e ! ð gó

Sindri Freysson: „Sumir hafa vit á því að fá sér sálfræðing en aðrir skrifa ljóðabækur.“ Ljósmynd/Hari

Hef ekki sjúklegan áhuga á flugslysum

Ljóðabók Sindra Freyssonar, Góðir farþegar, varpar fram örmyndum af lífi og hugsunum farþega og starfsfólks um borð í flugvél sem kannski mun aldrei ná áfangastað.

þ

að eru, held ég, oftast nokkuð margar kveikjur ferð. Þetta var ókyrrt flug, mikið hopp og manni var að bók og það á við í þessu tilviki,“ segir Sindri orðið flökurt og farin að óttast það að deyja. Þegar við Freysson spurður hvernig honum hafi dottið í komum að Vestmannaeyjum sá ég ekki betur en að hug að setja ljóðabókina Góðir farþegar upp sem örvið myndum fljúga beint á klettana og varð skelfingu myndir af hugsunum mismunandi farþega og starfslostinn. Á síðustu stundu lyftist svo vélin og lenti á fólks í flugferð. „Ég held að ein fyrsta hugmyndin vellinum og maður varpaði öndinni léttar. Kannski hafi kviknað einhvern tíma þegar ég var var þetta alfyrsta kveikjan að bókinni. á siglingu með ferju um Eyjahafið og Sumir hafa vit á því að fá sér sálfræðing skipstjórinn byrjaði að tala við farþegana. en aðrir skrifa ljóðabækur.“ Hann talaði þunglyndislegri röddu í gegnÍ þessari stuttu bók tekst Sindra að um brakandi kallkerfi og það var eins og veita innsýn í líf og forsögu um það bil hann ætlaði sér að dáleiða okkur farþegfimmtíu ólíkra einstaklinga sem eru farana og sannfæra okkur um að fylgja sér í þegar í vélinni, var þetta ekki frekar efni í djúpið. Síðan verða þessi hörmulegu flugskáldsögu? „Farþegar þessarar flugvélar Farþegar þessar- eru einhvers konar þverskurður af heimslys, ef slys skyldi kalla. Fyrst hvarf flugs MH-370 frá Malaysian Airlines sem verðar flugvélar eru inum, en um leið eru þeir fangar, fastir á ur upphafið að stærstu og umfangsmestu milli himins og jarðar. Enginn þeirra er einhvers konar leit sem gerð hefur verið að farþegaþotu fulltrúi einhverrar ákveðinnar manngerðog er eitt dularfyllsta hvarf sem um getur, þverskurður af ar, engar erkitýpur heldur fyrst og fremst bæði í sögu flugsins og mannkynssögunnmanneskjur sem ljóðin reyna að glæða heiminum, en ar. Ég hef engan sjúklegan áhuga á fluglífi. Það var mikil áskorun að framkalla slysum en mér fannst þetta mjög heillandi. um leið eru þeir fjölbreytileika í stíl og tóntegund án þess Ekki má gleyma German Wings þotunni að verkið missti sinn heildarsvip. Um leið fangar, fastir á sem flugmaðurinn flaug beint á frönsku og hvert ljóð tæpir á forsögu viðkomandi Alpana. Mér fannst heillandi viðfangsefni farþega þá er viðfangsefnið meðvitundin milli himins og að flugmenn þessara véla hefðu skipulagt um þetta afmarkaða rými og svo þessi jarðar. sjálfsmorð sem var um leið fjöldamorð yfirvofandi feigð. Auðvitað er þetta fyrirvikum og mánuðum saman. Þetta er ekktaksefni í skáldsögu og hver veit nema ert stundarbrjálæði sem grípur þá, það liggur mikil maður skrifi hana þegar fram líða stundir. En mér skipulagning þarna að baki.“ fannst svo heillandi að búa bara til þessar augnabliksÍ framhaldi af því að velta fyrir sér skipulagningu myndir af fólki af báðum kynjum, á öllum aldri, af flugstjóranna segist Sindri hafa farið að hugsa um ólíkum þjóðernum og trúarbrögðum og leyfa síðan líðan farþeganna sem sátu í þessum flugvélum og lesandanum að túlka sjálfur. Alveg einsog við veltum gátu enga björg sér veitt. „Þá rifjaðist upp fyrir mér fyrir okkur öðrum farþegum þegar við fljúgum, hvert að ein af mínum fyrstu minningum tengist frekar þeir stefna og hvort gott eitt vaki fyrir þeim.“ óþægilegri reynslu í flugvél. Þegar ég var fjögurra Friðrika Benónýsdóttir ára gamall fór ég með móður minni og systur fljúgandi til Vestmannaeyja og það var mín fyrsta flugfridrika@frettatiminn.is


BRYNHILDUR GEORGÍA BJÖRNSSON - RAGNHILDUR THORLACIUS SKRÁÐI

ÖRLAGASAGA LUM, E F Í T S FÆDDI ÖÐUM, T S A S S E T BJÓ Á B GIFTIS G O N N JÓI SÓTTI S NNUM I S M M FI

Fimmtug flúði hún Ísafjörð og sitt fjórða hjónaband. Hún fór til Þýskalands til þess að deyja. Viku síðar var Brynhildur Georgía komin á fast með 16 árum yngri manni. ÁÐUR ÓBIR TA HEIMILDIR R !

Hildí var fædd í hálfgerðum felum. Hún var barn ungra ógiftra foreldra og barnabarn fyrstu forsetahjóna Íslands. Hún ólst upp í stríðshrjáðu Þýskalandi, hernuminni Danmörku og á Bessastöðum. Hún seldi þvottasnúrur í Argentínu, sótti sjóinn frá Suðurnesjum, hlýddi á óperur og bakaði baguette við Ísafjarðardjúp. Hún missti tvö börn, átti fimm menn og eyddi sautján síðustu árum ævi sinnar rúmföst í bílskúr í Reykjavík.

1. sæti Bóksölulistinn Ævisögur 30.11-6.12

Ragnhildur Thorlacius fréttamaður studdist við fjölmargar heimildir við ritun ævisögu Brynhildar Georgíu, þar á meðal einkabréf sem aldrei hefur verið vitnað til, ásamt því að ræða við fjölskyldu og vini þessarar óvenjulegu konu.


102

menning

Helgin 11.-13. desember 2015

 Leikhús Vertu úLfur Á Leið Á fjaLirnar

Leikhúsið á að leggja sitt til þjóðfélags­ umræðunnar

Þjóðleikhúsið og Héðinn Unnsteinsson, höfundur bókarinnar Vertu úlfur – wargus esto sem á dögunum var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki rita almenns efnis, hafa gert með sér samning um kaup á rétti til að gera leikgerð af verkinu, með það að markmiði að leikgerðin verði tekin til sýning í Þjóðleikhúsinu veturinn 2017-18.

Þ

etta er auðvitað bók sem varðar okkur öll og íslenskt samfélag,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri um tildrög þess að leikhúsið keypti réttinn til að gera leikgerð af bókinni Vertu úlfur – wargus esto eftir Héðin Unnsteinsson þar sem höfundurinn lýsir glímu sinni við geðhvörf og viðbrögðum geðheilbrigðiskerfisins við veikindum hans. „Ég tel það eina af skyldum leikhússins að eiga samræðu við samfélagið um mál sem á því brenna. Þetta er mjög

sérstök bók og áhrifarík, skrifuð af manni sem er í maníu og fyrir mig var hún mjög upplýsandi. Ég skildi svo margt miklu, miklu betur eftir lesturinn.“ Ari segir ekki hafa verið gengið frá samningum við handritshöfund leikgerðar af Vertu úlfur, en það sé komið á rekspöl. „Hins vegar er það nú þannig að þó að maður kaupi réttinn til að gera leikgerð af ákveðnum bókum eða ráði höfund til að skrifa fyrir sig leikrit þá enda þau verk ekki öll á sviðinu. Við þurfum, sem

Ég veit ekki til þess að það sé til nein útgefin ríkisskoðun á því hvernig þetta batterí á að vera. Og verðum við ekki einmitt að spyrna við fótum og reyna að koma í veg fyrir að slíkt gerist nokkurn tíma? Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri og Héðinn Unnsteinsson höfundur bókarinnar Vertu úlfur – wargus esto handsala samninginn um leikgerðina.

Þjóðleikhús, að geta verið að vinna að og þróa verkefni. Það eru alltaf höfundar á launum hjá Þjóðleikhúsinu við að skrifa leikverk.“ Í bókinni Vertu úlfur – wargos esto kemur fram hvöss ádeila á geðheilbrigðiskerfið, verður enginn hagsmunaárekstur ef önnur ríkisstofnun setur þá ádeilu fram

FERÐASTU MEÐ STÆL Í KOFFORT TEPPAPEYSU

með leikrænum hætti? „Verðum við ekki að þora að tala um hlutina?“ spyr Ari á móti. „Ég veit ekki til þess að það sé til nein útgefin ríkisskoðun á því hvernig þetta batterí á að vera. Og verðum við ekki einmitt að spyrna við fótum og reyna að koma í veg fyrir að slíkt gerist nokkurn tíma?“ Þótt alls ekki sé tímabært að tala um leikarval í væntanlega leikgerð Vertu úlfur er samt forvitnilegt að fá að vita hvort Ari hafi ákveðinn leikara í huga til að túlka hlutverk Héðins á sviðinu. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um það en ég veit að Héðin langar til þess að Ingvar E. Sigurðsson taki það hlutverk. Hann er auðvitað stórkostlegur leikari og það væri gaman að sjá hann glíma við þetta stóra hlutverk, en það kemur nú bara í ljós hvernig þetta fer.“ Auk Vertu úlfur hefur Þjóðleikhúsið keypt réttinn til að leikgera skáldsögu Vals Grettissonar, Gott fólk, sem fjallar um kynbundið ofbeldi, er þetta liður í því að gera

leikhúsið að virkari þátttakanda í þjóðfélagsumræðunni? „Mér finnst að leikhúsið eigi alltaf að vera að hugsa um það,“ segir Ari. „Ef við tökum þessar tvær bækur þá fjallar önnur þeirra um mál sem brennur mjög sterkt á þjóðinni, kynbundið ofbeldi, og hin um geðheilbrigðismál sem einnig hafa verið mikið í umræðunni undanfarin ár og ég er afskaplega ánægður með að leikhúsið geti með þessum hætti lagt sitt til þjóðfélagsumræðunnar.“ Una Þorleifsdóttir leikstjóri hefur fengið það verkefni að setja Gott fólk á svið og Ari segist telja það mjög mikilvægt að kona leikstýri því verki þar sem bókin sé skrifuð út frá sjónarhóli karlmanns. „Mér finnst við ekki hafa náð neinum árangri í jafnréttisbaráttu ef við erum ennþá að skilgreina verk sem annað hvort karla- eða kvennaverk. Við verðum alltaf að skoða verkin út frá mun breiðara spektrúmi.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is

 LanghoLtskirkja ÁrLegir jóLatónLeik ar

Graduale Nobili heldur sína árlegu jólatónleika um helgina.

Jólatónleikar Graduale Nobili

TEPPI, PEYSA OG KODDI Í EINNI FLÍK. ÍSLENSK HÖNNUN OG FRAMLEIÐSLA ÚR ÍSLENSKRI ULL.

WWW.KOFFORT.IS

Dömukórinn Graduale Nobili heldur sína árlegu jólatónleika þann 13. desember næstkomandi í Langholtskirkju. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Á dagskránni verður verkið Ceremony of Carols eftir Benjamin Britten. Auk þess verða klassísk og ný íslensk jólalög í bland á efnisskránni, sem dæmi má nefna Jólin alls staðar í útsetningu Jóns Stefánssonar, Englasveit kom af himnum há eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson og Jólakötturinn í útsetningu Skarpa. Elísa-

bet Waage leikur á hörpu og meðlimir úr kórnum sjá um flautuleik. Að tónleikunum loknum bjóða kórmeðlimir upp á heimabakaðar smákökur og jólaöl. Stjórnandi tónleikanna er Árni Harðarson en hann hleypur í skarðið fyrir Jón Stefánsson vegna veikinda. Miðar eru seldir við innganginn og er almennt miðaverð 2000 krónur en 1500 krónur fyrir félaga Listafélags Langholtskirkju, öryrkja, eldri borgara og námsmenn. -hf


SNJALLAR JÓLAGJAFIR

STÚTFULLAR VERSLANIR AF NÝJUM JÓLALEGUM VÖRUM;) UPPLIFÐU!

K TRUE BLAC

360°

VALED Ð ALLT AÐ TÆKNI ME ARHORN 178° SJÓN

GXT363

7.1 GAMING HEYRNARTÓL

ÞESSI GE RIR

ALL NÆSTUM T ÞVÍ:)

TENGD TENGI;)

I

28”VALED 28”VA 28” VA

• • • • • • • •

• • • • • • •

Frábær 7.1 leikjaheyrnartól með hljóðnema Nötrandi bassi fyrir leikina og tónlistina Öflugur 50mm vibration búnaður Kristaltær hljómur og vandaður hljóðnemi Vönduð vafin Anti-tangle USB snúra Allar stillingar á upplýstri fjarstýringu Öflugur hugbúnaður með stillingum fylgir LED blá lýsing á hliðum og hljóðnema

NÆR ÓTAK M AF 360° 3D ARKAÐ ÚRVAL TÓNLISTARM VR LEIKJUM, YNDB KVIKMYNDU ÖNDUM, M OFL. OFL. ,

U ALLT 2x HDM

Mögnuð 7.1 leikjaheyrnartól með hljóðnema trygog öflugum 50mm vibration búnaði sem tryg gir nötrandi bassa og hámarks hljómgæði. Jólagjöfin í ár fyrir leikjanördann:)

11. Desember 2015 • Birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl

JÓLA

FREEFLY FLY

VR SÝNDARVERULEIKAGLERAUGU • Hágæða VR sýndarveruleikagleraugu • Dúnmjúkur andlitspúði úr Faux-leðri • 120° sjónarsvið veitir bestu upplifunina • Víðar 42mm linsur með þokuvörn • Hágæða taska og linsuklútur fylgja • Fyrir nær alla 4.7’’ - 6.1’’ snjallsíma • Auðvelt að koma símanum fyrir og stilla af • Fislétt hönnun, aðeins 295 grömm • Bluetooth fjarstýring fyrir helstu aðgerðir

FULL HD VA-LED

28” VA-LED FULL HD 1080p 16:9 20 milljón:1 DCR og Senseye3 tækni 5ms GTG viðbragðstími fyrir leikina 1920x1080 FULL HD upplausn 2x HDMI HDCP og VGA D-SUB tengi 178° True to Life Ultra Wide sjónarhorn Aukin myndgæði með True Black tækni

14.900

49.900

19.900

POTTÞÉTT Í LEIKINA!

22” 24.900 | 24” 29.900

KOMDU AÐ PRUFA:)

TILBOÐ VERÐ ÁÐ

GW2870H

UR 29.90

LA JÓ ILBOÐ

3 LITIR

0

Ý N VAR AÐ

T

00

UR 24.9

VERÐ ÁÐ

LENDA!

J4120DW WIFI A4/A3 FJÖLNOTATÆKI

KÜRBISBT

HÁGÆÐA 2.0 HLJÓÐKERFI • Hágæða Thonet & Vander hljóðkerfi • 60W RMS og 50Hz - 20kHz tíðnissvið • Öflug 5.25’’ Aramid Fiber bassakeila • Hárnákvæmur 1’’ tweeter úr 100% silki • Jafn og góður hljómur yfir allt tíðnissviðið • Drone FX tæknin skilar kristaltærum hljóm • Hammer Bass tækni fyrir meiri bassa • BT 4.0, Stereo RCA og Jack tengi • Tengist þráðlaust við síma og fleiri tæki

A3

5

E5-473

• • • • • • • • •

Intel Pentium Dual Core 3556U 1.7GHz 8GB DDR3 1600MHz vinnsluminni 500GB SSHD og 8GB SSD Hybrid diskur 14’’ FHD LED AntiGlare 1920x1080 Intel HD Graphics DX12 skjákjarni 2.0 TrueHarmony Wide Range hljóðkerfi 1300Mbps WiFi MU-MIMO, BT 4.0, USB 3.0 720p Crystal Eye HD Skype vefmyndavél Windows 10 64-bit, hlaðið nýjungum

PRE LJÓSM NTAÐU YN Í A3 STDIRNAR ÆRÐ

ÞESSI GER

ALL NÆSTUM T IR

ÞVÍ:)

Á TILBOÐI TIL JÓLA:)

4.990

ACER

19.900

Ný kynslóð enn öflugri og þynnri spjaldtölva frá Acer með 7” IPS HD fjölsnertiskjá með Zero Air Gap og Anti-fingerprint tækni

7

FLOTT LEIKJAMÚS

B1-750

ICONIA

Hágæða þráðlaust A4/A3 fjölnotatæki Prentar allt að 18 bls/mín, 16 bls/mín í lit 4 hagkvæm hylki, fáanleg allt að 1200 bls 6000x1200 dpi prentari og 2400 dpi skanni 150 bls A4 bakki og A3 bak-matari Duplex sjálfvirk tvíhliða prentun, 6bls/mín 4.5cm lita snertiskjár fyrir allar aðgerðir Þráðlaust WIFI / Airprint / Cloud Print USB 2.0 tengi, PC, MAC og LINUX

HIN FULLKOMNI PRENTARI!

FÆST Í 3 LITUM

M6900

• • • • • • • • •

19.900

99.900

24.900

Ótrúlegt þráðlaust undratæki frá Brother sem skannar, ljósritar og prentar hágæða ljósmyndir í allt að A3 stærð, rammalaust.

VERÐ FRÁ:

1.990

ROLLEI

9.990

KA KLUK AL T A G A D YNDOG M ING SÝN

2 LITIR

7” SPJALDTÖLVA

MINNISLYKLAR

7” MYNDARAMMI

* GILDIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU • ALLT AÐ 10KG • EF PANTAÐ ER FYRIR KL. 15:00;)

OPNUNARTÍMAR

Virka daga 10:00 - 18:30 Laugardaga 11:00 - 16:00

NDUM

HRAÐSE

500KR Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900

EIM ÖRUR H ALLAR V RS* U G Æ D SAM


BORÐSTOFUDAGAR Í TEKK OG HABITAT

GRÍPTU DAGINN!

20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM BORÐSTOFUBORÐUM OG BORÐSTOFUSTÓLUM

SÓFATILBOÐSDAGAR TUNGUSÓFI VERÐ 245.000.TILBOÐSVERÐ 196.000.-

NÝ SENDING ALLIR SÓFAR AF Á TILBOÐSVERÐI SÓFUM

HORNTUNGUSÓFI VERÐ 475.000.TILBOÐSVERÐ 375.000.-

VELKOMIN Í NÝJU VERSLUNINA OKKAR Í SKÓGARLIND

OPIÐ TIL 22:00 FRÁ OG MEÐ LAUGARDEGINUM 12. DES

NÝR STAÐUR: SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI UR: ND 2, GI

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS


Nýjar vörur Jólin 2015 Allar jólaseríur á

30%

afslætti

GEPETTO KLUKKA 2.900.-

GEPETTO KLUKKA 2.900.-

Tilboðsverð 9.500.-

öll kerti á

30%

afslætti

SMALL WORK SKRIFBORÐSLAMPI 19.500.-

ZOOM HVÍTLAUKSSKERI 2.250.-

Tilboðsverð 39.000.-

MARLOWE BORÐLAMPI 27.500.-

EXTRACT KAFFIKANNA 2.250.- OG 2.850.-

GILLY KERASTJAKI 990.-

Tilboðsverð 19.600.KNOT PULLA 19.500.LENNY BLUETOOTH HÁTALARI TILBOÐSVERÐ 39.000.-

YVES GÓLFLAMPI TILBOÐSVERÐ 19.600.FJÖLBREITT ÚRVAL AF SKERMUM Í BOÐI

Allar jólagjafirnar á einum stað

THIERRY MARX MARMARA MORTEL 7.500.-

THIERRY MARX VIÐARBRETTI 9.800 – 15.800.-

TAJ KÖKUDISKUR 4.900.-

ESBO SKÁL 1.450.-


106

menning

Helgin 11.-13. desember 2015

 Bækur Vísinda Villi og sólmyrkVa-sæVar skrifa um geiminn og geimferðir

Mikilvægt að rannsaka það sem maður þekkir ekki

Vísindabók Villa – geimurinn og geimferðir er þriðja bókin í þessari vinsælu seríu. Fyrri tvær slógu rækilega í gegn og var sú fyrsta tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Nú hefur Villi fengið Sævar Helga Bragason, formann Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, með sér í lið, en hann vakti mikla athygli fyrr á árinu þegar sólmyrkvi varð í Reykjavík og hlaut nafnið Sólmyrkva-Sævar í kjölfarið. Saman útskýra þeir himintunglin og geimferðirnar á skemmtilegan og ljóslifandi hátt.

Þ

etta er þriðja bókin og ég er rétt að byrja. Það er nóg eftir í heiminum til þess að skrifa um,“ segir Vilhelm Anton Jónsson, eða Villi. „Hinar bækurnar voru almennt um vísindi og það sem mér fannst áhugavert. Svo hafði Sævar samband við mig eftir fyrstu bókina og ég hef borið fullt af hlutum undir hann, þar sem hann veit mikið,“ segir hann. „Mig hafði lengi langað til þess að skrifa barnabók um geiminn og geimferðir sérstaklega,“ segir Sævar Helgi Bragason. „Villi var áhugasamur um að vera með mér í liði í að gera slíka bók og þannig hófst það. Þetta er bókin sem ég hefði viljað eiga þegar ég var svona 8 til 12 ára gamall,“ segir hann. „Maður var bara að glugga í þessum gömlu vísindabókum sem Almenna bókafélagið gaf út á sínum tíma, og þessi bók tekur þær skrefinu lengra,“ segir Sævar. „Þessi bók er fyrir alla sem hafa áhuga á þessu. Sama á hvaða aldri fólk er,“ segir Villi. „Þarna eru svör við spurning-

síðast á tunglið, gaf þessari bók því blessun sína, sem var mjög skemmtilegt,“ segir Villi. „Það sem er mikilvægt við þessa bók er að hún er fræðandi,“ segir Sævar. „Ég hef til dæmis hitt ansi marga krakka að undanförnu sem vita ekki að menn hafa farið til tunglsins. Mér finnst það svolítið slæmt,“ segir hann. „Það er merkasta afrek mannsins og það er mikilvægt að krakkar viti það.“ „Þetta

um sem fullorðna fólkið heldur að það hafi svörin við,“ segir Sævar. „Allt um þyngdaraflið og geiminn og geimferðir. Í bókinni er ýmiskonar fróðleikur og mikið af tilraunum sem auðvelt er að framkvæma. Ég skrifaði mikið af efninu í þessa bók á hálendi Íslands í sumar,“ segir Sævar. „Ég fór í nokkrar ferðir á há lendið með geimförum sem voru hér við æfingar. Harrison Smith, sem er sá geimfari sem fór

Vísinda Villi og Sólmyrkva-Sævar skrifuðu saman nýjustu vísindabókina. Ljósmynd/Hari

Harrison Smith, sem er sá geimfari sem fór síðast á tunglið, gaf þessari bók því blessun sína, sem var mjög skemmtilegt. er líka bara útskýring á geimnum,“ segir Villi. „Hvað hann er stór og hvað það eru margar plánetur sem vitað er um og allt milli himins og jarðar. Bókstaflega. Öllum finnst þetta merkilegt svo það geta allir haft gaman af þessari bók,“ segir hann. „Tilraunirnar eru svo eitthvað sem allir geta leikið sér með. Bara smá bras sem er skemmtilegt.“ „Það er líka smá saga sem er rauði þráðurinn í bókinni,“ segir Sævar. „Þetta er alls ekki upptalning á staðreyndum. Mér finnst líka svo mikilvægt að krakkar læri að leita svara við spurningunum sínum,“ segir Villi. „Ég er oft spurður að einhverju vísindatengdu sem ég veit ekkert svarið við. Þá er gott að segja. Ég veit það ekki, en eigum við ekki að reyna að komast að því. Það heldur öllum á tánum að leita sér að fróðleik í stað þess að láta bara staðar numið. Við lærum með því að rannsaka,“ segir Villi. Vísindabók Villa – geimurinn og geimferðir er gefin út af JPV. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is

 myndlist

Gefðu íslenska tónlist í jólagjöf

Agent Fresco Destrier

Of Monsters and Men Beneath The Skin Fáanlegar á CD og LP í öllum betri plötubúðum www.recordrecords.is

Júníus Meyvant EP

Kristján Jónsson í Gróttu

Á sýningunni Portrett og landslag í Gallerí Gróttu eru ný verk eftir Kristján Jónsson, meðal annars persónulegt sjónarhorn hans á landslag og nokkur portrett þar sem listamaðurinn tekur fyrir goðsögulegar hetjur og teiknimyndafígúrur. Um er að ræða 15. einkasýningu Kristjáns en hann á einnig að baki nokkrar samsýningar og á verk í eigu safna, einka- og opinberra aðila hér á landi og erlendis. Kristján nam málaralist í Escola Massana í Barcelona og hefur starfað að list sinni í rúm 20 ár. Sýningin var opnuð í gær, fimmtudaginn 10. desember. Á morgun, laugardaginn 12. desember, verður listamaðurinn í gallerínu frá 14-17 og tekur á móti gestum. Sýningin er annars opin virka daga frá 10-19 nema föstudaga 10-17 og henni lýkur 8. janúar. Gallerí Grótta er listasalur Seltjarnarness og er til húsa á 2. hæð á Eiðistorgi. -hf


menning 107

Helgin 11.-13. desember 2015

Stekkjarstaur, Stúfur, Kertasníkir og allir hinir bræðurnir koma í Þjóðminjasafnið

L Helgi Tómasson á leið heim með San Francisco ballettflokkinn San Fransisco ballettinn sýnir í fyrsta sinn í Eldborg á 30. Listahátíð í Reykjavík. Á löngum ferli sínum sem listrænn stjórnandi San Francisco ballettsins hefur Helgi Tómasson leitt ballettflokkinn í fremstu röð í hinum alþjóðlega ballettheimi. Á Listahátíð í vor sýnir hann valda kafla úr dáðustu verkum flokksins, við meðleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands á sviði Eldborgar. Sýningar verða á eftirfarandi dögum. Laugardaginn 28. maí klukkan 20 er frumýning og aðrar sýningar eru 29. maí – sunnudag klukkan 14 og klukkan 20, sem og mánudaginn 30. maí klukkan 20. San Francisco ballettinn er einn þriggja stærstu ballettflokka í Bandaríkjunum og sá elsti, stofnaður árið 1933. Undir stjórn Helga á síðustu þremur áratugum hefur ballettinn hlotið almenna viðurkenningu sem einn fremsti ballettflokkur heims og er þekktur fyrir víðfeðma efnisskrá, óvenjumikla breidd og hæfni dansaranna, og listræna sýn sem hefur sett ný viðmið í hinum alþjóðlega ballettheimi.Sýningin er samstarfsverkefni Hörpu, Listahátíðar í Reykjavík og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Miðasala hefst í dag, föstudag. -hf

Undirföt, Náttföt, Náttkjólar, Sloppar & Gjafakort Nýtt kortatímabil!

Bláu húsin Faxafeni S. 555 7355 / www.selena.is Selena undirfataverslun

augardaginn 12. desember, klukkan 11, kemur Stekkjarstaur í Þjóðminjasafnið en hann er fyrstur bræðra sinna til að koma til byggða. Í kjölfarið koma jólasveinarnir hver af öðrum í safnið, eins og þeir hafa gert frá árinu 1988. Jólasveinarnir skemmta gestum með söng og skemmtisögum með fróðlegu ívafi og koma sem hér segir, 12. desember: Stekkjarstaur, 13. desember: Giljagaur, 14. desember: Stúfur, 15. desember: Þvörusleikir,

16. desember: Pottaskefill, 17. desember: Askasleikir, 18. desember: Hurðaskellir, 19. desember: Skyrgámur, 20. desember: Bjúgnakrækir, 21. desember: Gluggagægir, 22. desember: Gáttaþefur, 23. desember: Ketkrókur og 24. desember: Kertasníkir. Heimsóknir sveinanna eru klukkan 11 alla dagana. Allir eru velkomnir en hópar eru beðnir að bóka heimsóknir á jólasveinadagskrá hjá kennsla@thjodminjasafn.is. -hf


108

menning

Helgin 11.-13. desember 2015

 KviKmyndir Hátíð KviKmyndagerðarmanna

Sex myndir tilkynntar á Stockfish

SPENNANDI FURDUSAGA

Stockfish Film Festival hefur afhjúpað sex kvikmyndir sem sýndar verða á hátíðinni í febrúar 2016. Þetta kom fram í tilkynningu sem finna má á vefsíðu kvikmyndahátíðarinnar. Meðal gesta verður tónskáldið Jóhann Jóhannsson, sem nýverið var tilnefndur til Grammyverðlauna fyrir tónlist sína í Theory of Everything (2015), en hann mun fylgja eftir framúrstefnulegri stuttmynd sinni, End of Summer (2014), á hátíðinni. Leikmyndahönnuðurinn László Rajk mun einnig koma og kynna myndina Son of Saul (2015)

en hún fjallar um fanga í útrýmingarbúðum nasista. Þess má geta að Rajk var einnig þekktur fyrir að vera listrænn stjórnandi á setti stórmyndarinnar The Martian (2015). Stockfish er kvikmyndahátíð kvikmyndagerðarmanna á Íslandi. Hún er haldin í samvinnu við Heimili kvikmyndanna, Bíó Paradís og fagfélög í kvikmyndagreinum á Íslandi. Hátíðin veitir almenningi aðgang að rjómanum af þeim kvikmyndum sem eru sýndar á kvikmyndahátíðum erlendis og kemur fjöldi erlendra kvikmyndagerðar-

manna og fagaðila í kvikmyndagerð til landsins að sækja hátíðina og viðburði hennar. Nú þegar hafa tveir viðburðir verið tilkynntir; stuttmyndakeppnin Sprettfiskur og kynningarviðburður óútgefinna verka, Verk í vinnslu. Opið er fyrir umsóknir verka á báða fyrrnefnda viðburði. Myndirnar sem tilkynntar voru í vikunni eru Sumarlok/End of Summer, Son of Saul (Ungverjalandi), Nahid (Íran), Victoria (Þýskalandi), The Look Of Silence (Bandaríkin/Indónesía), og Cemetery of Splendour (Thaíland).

 JólatónleiK ar Hýr Jól Hinsegin Kórsins

Hinseginn kórinn heldur tvenna jólatónleika í Neskirkju á laugardaginn.

Ég sá pabba kyssa jólasvein Hinsegin kórinn heldur sína árlegu jólatónleika í Neskirkju á laugardaginn. Uppselt er á tónleikana sem fara fram klukkan 17 og örfáir miðar eru eftir á aukatónleika sem hefjast klukkan 19.30 sama dag. Helga Margrét Marzellíusardóttir, stjórnandi kórsins, segir það eina af lukkum lífs síns að fá tækifærið til þess að stjórna þessum kór sem er orðinn fjögurra ára gamall. Á efnisskránni verða lög úr öllum áttum sem kórinn syngur ásamt hljómsveit sem leikur með.

„Fantagóð og spennandi bók.“ GUÐRÍÐUR HARALDSDÓTTIR / VIKAN

„Spennandi og grípandi saga fyrir stálpuð börn og unglinga.“ MARÍA BJARKADÓTTIR / BÓKMENNTIR.IS

www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39

Þ

Kórinn telur rúmlega 60 með­ limi og hef ég stjórn­ að honum frá byrjun. Hann var að vísu stofn­ aður aðeins áður en ég var ráðin.

að verður sko nóg að gera hjá okkur um helgina,“ segir Helga Margrét, stjórnandi Hinsegin kórsins. „Þetta er árlegur viðburður og hefur verið gert frá stofnun kórsins sem er orðinn 4 ára gamall,“ segir hún. „Við erum með hljómsveit með okkur eins og undanfarin ár, sem okkur þykir mjög skemmtilegt og góð innspýting í starfið okkar. Kórinn telur rúmlega 60 meðlimi og hef ég stjórnað honum frá byrjun. Hann var að vísu stofnaður aðeins áður en ég var ráðin,“ segir hún. „Hún Ásta Ósk Hlöðversdóttir, sem bar hitann og þungann af stofnunni, hafði verið erlendis í námi og þar hafði hún séð hvað starfið í kringum hinsegin kóra var skemmtilegt. Hún kom heim með þá hugmynd að stofna einn slíkan hér á landi. Hún náði saman hópi fólks sem hafði áhuga á þessu og þau reyndu að halda úti æfingum án stjórnanda til að byrja með, sem gekk víst illa,“ segir hún. „Þá höfðu þau samband við mig og báðu mig að taka þetta að mér,“ segir Helga Margrét sem nam söng og kórstjórn við Listaháskóla Íslands. „Ég hafði verið að aðstoða Gunnstein Ólafsson með Háskólakórinn og þar var einn stofnmeðlimur Hinseginkórsins sem leist greinilega þokkalega á mig,“ segir hún. „Ég hef að vísu oft sagt að ég reyndi að komast undan þessu. Það var nóg að gera hjá mér og kannski hræddi þetta mig að einhverju leyti. Ég spurði mig

hvort þetta væri réttur vettvangur fyrir mig. Ég var ekki viss um að ég væri sú sem þau voru að leita að,“ segir hún. „Það kom svo fljótt í ljós að við áttum vel saman. Ég og þessi góði hópur fólks. Þetta er eitt af lánum lífsins að hafa fengið þetta tækifæri,“ segir Helga Margrét. Kórinn heldur úti miklu starfi og hefur undanfarin tvö ár farið í söngferðir til útlanda og þau ætla að halda áfram ferðalögum á næstu árum. „Síðustu tvö ár höfum við farið til Englands og Írlands, en næsta vor ætlum við að hugsa um heimahagana,“ segir hún. „Okkur langar að ferðast í kringum landið í vor og halda tónleika fyrir landsmenn. Vonandi gengur það eftir. Á efnisskránni á laugardaginn er farið um víðan völl. Það eru lög úr ýmsum áttum og allt milli himins og jarðar og gríðarleg breidd í þessu,“ segir hún. „Það hefur alltaf verið einkennandi fyrir kórinn. Við leikum okkur með nokkur lög sem allir þekkja. Við syngjum til dæmis Ég sá pabba kyssa jólasvein. Hann hefði hlegið með hinn faðir minn hefði hann séð,“ segir hún. „Við syngjum popp og klassík og allt þar á milli, söngleiki og hvaðeina. Þetta verður mjög skemmtilegt,“ segir Helga Margrét Marzellíusardóttir, stjórnandi Hinsegin kórsins. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is



110

menning

Helgin 11.-13. desember 2015

1950

DAVID FARR

65

 TónlisT Afmæli og ný plATA sniglAbAndsins

2015

Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)

Fös 11/12 kl. 19:30 35.sýn Lau 2/1 kl. 19:30 40.sýn Lau 30/1 kl. 19:30 45.sýn Lau 12/12 kl. 19:30 36.sýn Sun 10/1 kl. 19:30 41.sýn Fös 5/2 kl. 19:30 46.sýn Mið 30/12 kl. 15:00 37.sýn Fim 14/1 kl. 19:30 42.sýn Fös 12/2 kl. 19:30 47.sýn Mið 30/12 kl. 19:30 38.sýn Sun 24/1 kl. 19:30 43.sýn Lau 13/2 kl. 19:30 48.sýn Lau 2/1 kl. 15:00 39.sýn Fös 29/1 kl. 19:30 44.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!

Heimkoman (Stóra sviðið) Sun 13/12 kl. 19:30 Lokasýning

Síðasta sýning á meistaraverki Nóbelsskáldsins Pinters.

Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Fim 7/1 kl. 19:30 12. sýn Fös 15/1 kl. 22:30 13.sýn Mið 13/1 kl. 19:30 aukasýn Fim 21/1 kl. 19:30 15.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!

Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið)

Lau 12/12 kl. 11:00 Sun 13/12 kl. 13:00 Lau 19/12 kl. 14:30 Lau 12/12 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 14:30 Sun 20/12 kl. 11:00 Lau 12/12 kl. 14:30 Lau 19/12 kl. 11:00 Sun 20/12 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 11:00 Lau 19/12 kl. 13:00 Sun 20/12 kl. 14:30 Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð.

1950

65

2015

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið) Lau 26/12 kl. 19:30 Frumsýning

Fös 8/1 kl. 19:30 4.sýn

Sun 17/1 kl. 19:30 7.sýn

Sun 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 9/1 kl. 19:30 5.sýn Sun 3/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 16/1 kl. 19:30 6.sýn Eitt af meistaraverkum 20. aldarinnar

Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið)

Lau 23/1 kl. 13:00 Frums. Sun 31/1 kl. 13:00 3.sýn Lau 6/2 kl. 16:00 5.sýn Lau 23/1 kl. 16:00 2.sýn Lau 6/2 kl. 13:00 4.sýn Eldfjörug barnasýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst!

Um það bil (Kassinn)

Þri 29/12 kl. 19:30 Frums. Lau 9/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 21/1 kl. 19:30 7.sýn Sun 3/1 kl. 19:30 2.sýn Fös 15/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 22/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 8/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 6.sýn Glænýtt verk eftir þekktasta samtímaleikskáld Svía, bráðfyndið og harkalegt í se

Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið)

Sun 10/1 kl. 14:00 21.sýn Sun 17/1 kl. 14:00 23.sýn Sun 10/1 kl. 16:00 22.sýn Sun 17/1 kl. 16:00 24.sýn Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is

Sniglabandið í Eldborgarsal Hörpu á afmælistónleikum sveitarinnar í haust.

Góð lög þola ýmislegt Hljómsveitin Sniglabandið fagnar 30 ára afmæli á þessu ári og í tilefni af því gaf sveitin út sína þrettándu breiðskífu á dögunum. Íslenskar sálarrannsóknir nefnist gripurinn þar sem sveitin tók tíu vel þekkt íslensk dægurlög og kafaði ofan í þau með sínum hætti. Pálmi Sigurhjartarson, píanóleikari sveitarinnar, segir mörg af lögunum hafi kallað á það að láta krukka aðeins í sig og líkir hann þessari vinnu saman við leikhúsvinnu. Þar sem hópur býr til sína leikgerð af þekktum verkum. Meðal gesta sveitarinnar á plötunni eru dúettinn Þú og ég og Stefán Jónsson, sem betur er þekktur sem Stebbi í Lúdó.

s

sem ekkert hvaða lög við ætluðum að skoða en oft hefur maður tekið lög og strípað þau. Góð lög þola ýmislegt,“ segir hann. „Við byrjuðum í fyrstu vikunni í janúar að hittast og hittumst svo bara í hverri viku á mánudögum. Þreifuðum á einhverju og tókum upp og komum aftur að þessu. Útsetningar fóru um víðan völl, eins

agan á bak við þessa plötu er sú að á síðasta ári fórum við að pæla í því hvað við ættum að gera í tilefni af þessu 30 ára afmæli,“ segir Pálmi Sigurhjartarson píanóleikari. „Við höfðum oft í gegnum tíðina leikið okkur með lög annarra og það kom upp þessi hugmynd að finna sálina í nokkrum íslenskum perlum. Við vissum svo

Árbæjarsafn Mávurinn – Síðustu sýningar um helgina!

Kistuhyl, Reykjavík

Jóladagskrá sunnudag 13. des 13:00 - 17:00

Billy Elliot (Stóra sviðið)

Fös 11/12 kl. 19:00 Lau 26/12 kl. 19:00 Lau 9/1 kl. 19:00 Sun 27/12 kl. 19:00 Lau 12/12 kl. 19:00 Lau 19/12 kl. 19:00 Fös 8/1 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - sýningum lýkur í janúar

Njála (Stóra sviðið)

Mið 30/12 kl. 20:00 Frums. Sun 10/1 kl. 20:00 6.k Lau 2/1 kl. 20:00 2.k Mið 13/1 kl. 20:00 7.k Sun 3/1 kl. 20:00 3.k Fim 14/1 kl. 20:00 8.k Mið 6/1 kl. 20:00 4.k Sun 17/1 kl. 20:00 9.k Mið 20/1 kl. 20:00 10.k Fim 7/1 kl. 20:00 5.k Blóðheitar konur, hugrakkar hetjur og brennuvargar

Fim 21/1 kl. 20:00 11.k Sun 24/1 kl. 20:00 Fim 28/1 kl. 20:00 12.k Sun 31/1 kl. 20:00

Hver er hræddur við Virginíu Woolf? (Nýja sviðið) Fös 15/1 kl. 20:00 Frums. Sun 24/1 kl. 20:00 6.k Lau 16/1 kl. 20:00 2.k Fim 28/1 kl. 20:00 7.k Sun 17/1 kl. 20:00 3.k Fös 29/1 kl. 20:00 8.k Fim 21/1 kl. 20:00 4.k Lau 30/1 kl. 20:00 aukas. Fös 22/1 kl. 20:00 aukas. Sun 31/1 kl. 20:00 9.k Lau 23/1 kl. 20:00 5.k Fim 4/2 kl. 20:00 10.k Margverðlaunað meistarastykki

Fös 5/2 kl. 20:00 11.k Lau 6/2 kl. 20:00 12.k Sun 7/2 kl. 20:00 aukas. Fim 11/2 kl. 20:00 13.k

Sókrates (Litla sviðið)

Það er gaman í Gaflaraleikhúsinu á nýju ári

Lau 12/12 kl. 20:00 Lau 19/12 kl. 20:00 Sun 13/12 kl. 20:00 Sun 27/12 kl. 20:00 Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina

Fim 17/12 kl. 20:00 Þri 29/12 kl. 20:00 Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið

Kenneth Máni (Litla sviðið)

Fös 11/12 kl. 20:00 Fös 8/1 kl. 20:00 Lau 23/1 kl. 20:00 Fös 18/12 kl. 20:00 Kenneth Máni stelur senunni

Mávurinn (Stóra sviðið) Sun 13/12 kl. 20:00 Síðustu sýningar um helgina!

s: 411 6300

GAFLARALEIKHÚSIÐ

Sun 3/1 kl. 13:00 Sun 10/1 kl. 13:00

Vegbúar (Litla sviðið)

Frítt inn fyrir börn! www.borgarsogusafn.is

Lína langsokkur (Stóra sviðið) Sun 13/12 kl. 13:00 Sun 27/12 kl. 13:00 Sýningum lýkur í janúar

13:30 og 14:30 Jólatónleikar með Stjörnubjart 14:00 Guðsþjónusta í safnkirkjunni 15:00 Jólatrésskemmtun á torginu 14:00 -16:00 Jólasveinar á vappi um safnsvæðið

Hvítt - Töfraheimur litanna

Mið 30/12 kl. 21:00

Frumsýning Sunnudagur 17. janúar

kl 16.00

Heimsfræg verðlaunasýning fyrir yngstu börnin

Góði dátinn Hasek Frumsýning Laugardagur 5. mars, 2016

kl. 20.00

Nýtt sprellfjörugt verk eftir Karl Ágúst Úlfsson

Miðasala - 565 5900 - midi.is-gaflaraleikhusid.is

og gengur, en það sem við erum hvað ánægðastir með, er hvað við gáfum þessu langan tíma,“ segir hann. „Það er eitt að gera plötu með ábreiðum en til þess að þetta verði eitthvað þá þurftum við þetta ferli. Bara eins og leiksýning sem þarf nokkra mánuði í undirbúning. Sum lögin tóku algerum stakkaskiptum og sum þarna eru í rauninni bara alveg ný lög, eins og okkar útgáfa af Ég er kominn heim,“ segir Pálmi. „Það var búið að gera allt sem hægt var við það lag áður. Einnig á það við um Betri bíla sem allir þekkja með Rúnari Júlíussyni,“ segir hann. „Þar vorum við komnir svo langt frá laginu að það var komið nýtt, sem dúettinn Þú og ég syngur með okkur. Það var alveg magnað hvað sándið þeirra hefur ekkert breyst,“ segir hann. „Allir höfundarnir sem eiga lag á plötunni gáfu okkur algert frelsi með þessi lög sín og eru útsetningarnar jafn mörg og lögin.“ Á plötunni má finna tvö lög eftir Megas. Perlu Björgvins Halldórssonar, Ég er að tala um þig og Stúlkan sem Todmobile gerði frægt á tíunda áratugnum. „Það hafði alltaf klingt í hausnum á mér að heyra hvernig Stebbi í Lúdó mundi syngja Stúlkuna,“ segir Pálmi. „Það var mjög gaman að vinna með Stebba og fá hann með okkur í þetta. Honum þótti textinn svolítið skrýtinn en tengdi strax við lagið, sem við settum í smá Fats Domino útgáfu,“ segir hann. „Svo erum við með Stefaníu Svavarsdóttur og Stefán Jakobsson úr Dimmu á plötunni líka. Á tímabili héldum við að allir gestirnir yrðu að heita nöfnum sem byrjuðu á St, en það er kannski stærra verkefni og gengur ekkert endilega upp,“ segir Pálmi. „Þetta er þrettánda plata sveitarinnar á þrjátíu árum og það er ekkert loku fyrir það skotið að við gerum aðra svona plötu. Það er nóg til af efni sem gaman er að vinna með. Það er ekkert minni áskorun að gera svona plötu en að semja allt sjálfur, þó það sé gaman líka. Þetta er bara önnur áskorun,“ segir Pálmi Sigurhjartarson, píanóleikari í Sniglabandinu. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is


„Hittir mann beint í hjartastað“ „Oft voru þau rekin upp, stóru augun, meðan ég fræddist um þetta makalausa lífs– og listhlaup… Fegurðin, hreinleikinn, í verkum hennar hittir mann beint í hjartastað.“ —Þorgeir Tryggvason, Kjarninn

„Bók Hrafnhildar Schram setur Nínu á þann stall sem hún á skilið að vera á.“ —Kolbrún Bergþórsdóttir, dv

„Einstaklega falleg bók um listakonu á heimsmælikvarða sem flestir ættu að kynna sér.“ —Brynhildur Björnsdóttir, Fréttablaðið


112

dægurmál

Helgin 11.-13. desember 2015

 Í takt við tÍmann anna FrÍða GÍsladóttir

Slúðrar með stelpunum í gufunni í Vesturbæjarlauginni Anna Fríða Gísladóttir er 25 ára viðskiptafræðingur sem starfar sem markaðsstjóri Dominos á Íslandi. Hún er fædd og uppalin í 101 en býr nú í Vesturbænum. Hún fer í „brunch“ um helgar og dansar á Prikinu. Staðalbúnaður

Ég er mjög hrifin af skandinavískum stíl og það er mikið af svörtum, hvítum og gráum flíkum í fataskápnum mínum. Ég fer reyndar af og til í einhverja liti, það kemur stundum sumar – það má ekki gleyma því. Sænskir og danskir hönnuðir eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég fylgist til dæmis mjög vel með Stine Goya og Wood Wood. Uppáhaldsbúðirnar mínar eru Cos, & Other Stories og Weekday.

Hugbúnaður

Hvað geri ég þegar ég er ekki að vinna? Þá er ég bara að vera 25 ára og njóta lífsins. Mér finnst mjög gaman að bjóða fólki heim í mat, fara út og hreyfa mig og að sjálfsögðu að hitta vini og vinkonur. Ég fer mikið á kaffihús og besta kaffið er á Kaffifélaginu. Um helgar fer ég oft í „brunch“. Besti „brunchinn“ er klárlega heimagerður á Reynimelnum en annars á Cuckoo’s Nest og Snaps. Ég er meira fyrir að kíkja á Happy Hour en að fara á djammið en þegar ég fer út að dansa verður Prikið yfirleitt fyrir valinu. Við vitum samt öll að heimapartí eru skemmtilegustu partíin. Besta sundlaug í heimi er Vesturbæjarlaugin og þangað fer ég einu sinni í viku. Þá hittumst við frábær hópur af stelpum í Gufuklúbbnum. Þar eru sagðar almennilegar sögur og slúður.

Vélbúnaður

Ég er með iPhone 6 og hann er límdur við mig, bæði sem vinnutæki og til persónulegra nota. Kærastinn minn þurfti svolítið að venjast því fyrst hvað ég er mikið í símanum því ég er alltaf á vaktinni. Ég er mjög hrifin af Twitter (@annafridagisla) og er virkust þar og á Instagram. Svo er það Snapchat. Ég nota Facebook meira sem vinnutól og fyrir grúppur og þannig.

Aukabúnaður

Ég er ansi dugleg að elda og finnst gaman að bjóða fólki heim. Það er mjög gaman að taka sér góðan tíma í að elda. Við heimilisfólkið erum líka mjög hrifin af Eldum rétt og ég mæli eindregið með því. Ég keyri um á Golf 2014 sem ég er mjög ánægð með. Það skemmtilegasta við hann er að ég þarf ekki að borga í stæði í miðbænum. Ég fór hringinn í kringum landið í sumar og það er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Miðbæjarrottan ég hafði ekki farið mikið lengra en í Kópavog en hér eftir ætla ég að ferðast innanlands á sumrin og fara svo til útlanda á haustin. Kærastinn minn er í mastersnámi í Glasgow og ég fór og heimsótti hann en planið er svo að fara í góða utanlandsferð á næsta ári.

Ljósmynd/Hari

www.ils.is

569 6900

08:00– 16:00

Hafðu okkur með í ráðum Okkar hlutverk hefur frá upphafi verið að stuðla að jafnvægi og að allir hafi jafna möguleika á að eignast húsnæði, hvar sem er á landinu. Hjá okkur færðu óháða og trausta ráðgjöf, hvort sem þú ætlar að kaupa eða leigja, þannig að þú vitir örugglega hvað þú ert að fara út í.


Gefðu gjöf frá frægustu hönnuðum heims Epal / Harpa / Skeifan 6 / Kringlan / 5687733 / epal@epal.is / www.epal.is


114

dægurmál

Helgin 11.-13. desember 2015

 RÚV SöngVakeppni SjónVaRpSinS tekuR á Sig mynd

Eurovision verður haldin í Laugardalshöll Í sjónvarpsþætti Gísla Marteins á RÚV í kvöld, föstudag, verður tilkynnt hvaða 12 höfundar hlutu náð dómnefndar og etja kappi í söngvakeppni Sjónvarpsins í byrjun næsta árs. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir fjölda innsendra laga hafa verið í kringum 260, sem væri á sama róli og undanfarin ár. „Þetta eru tólf lög og tólf flytjendur og mögulega eru einhverjar kanónur í hópi höfundanna,“ segir Skarphéðinn og vildi

greinilega ekki gefa meira upp. „Við byrjum fyrsta og annan laugardag í febrúar með undankeppnir í Háskólabíói eins og á síðasta ári. Úrslitakvöldið verður svo 20. febrúar og að þessu sinni í Laugardalshöll, í tilefni af því að það eru 30 ár síðan Ísland sendi lag í fyrsta sinn í Eurovision,“ segir hann. Sigurvegarinn verður svo að sjálfsögðu fulltrúi okkar í keppninni í maí, sem haldin verður í Stokkhólmi. -hf

Bjartey og Gígja telja í Söngkonur hljómsveitarinnar Ylja, Bjartey og Gígja, ætla að hafa það notalegt í jólafílingi á Café Rósenberg, föstudaginn 11. desember. Þar munu þær flytja nokkur af sínum uppáhalds jólalögum þar sem af nógu er af taka, enda báðar tvær mikil jólabörn. Hljómsveitin

Jóla-Gulli

Tónleikar leiklistarnema í LHÍ sem áttu að fara fram á mánudaginn síðastliðinn var frestað sökum yfirferðar Diddúar um landið. Tónleikarnir verða því næstkomandi sunnudagskvöld á Café Rósenberg, og hefjast þeir klukkan 21.

Mikið pantað af endurprentunum Mikill gangur er nú í bóksölu og óðum styttist í að jólavertíðin nái hámarki. Bókaútgefendur reyna nú að vega og meta stöðuna og sjá fyrir hvaða bækur muni

 HjólabRetti SéR Hönnuð jólabRetti fyRiR jólin fR á mold

Ylja gaf út plötuna Commotion á síðasta ári og fékk hún prýðisdóma í flestum fjölmiðlum. Sveitin gaf út á dögunum sína útgáfu af klassíska jólalaginu Leppalúði sem Þórhallur Sigurðsson, Laddi samdi á sínum tíma. Tónleikar hefjast kl. 22.00

seljast best á endasprettinum og til að allt gangi upp þarf að panta endurprentanir hjá prentsmiðjum. Ljóðabók Bubba Morthens hefur selst afar vel og hefur verið endurprentuð í tvígang en frá Forlaginu berast einnig fréttir af endurprentunum á bókum Auðar Jónsdóttur, Gunnars Helgasonar, Ævars Þórs Benediktssonar og Einars Más Guðmundssonar.

Frestaðir leiklistarnemar

María Ólafsdóttir söng sig inn í hjörtu landsmanna á síðasta ári.

Landsliðsmaðurinn og markmaðurinn Gunnleifur Gunnleifsson hefur farið mikinn á Instagram og Snapchat að undanförnu. Gulli hefur sett myndbönd daglega á netið þar sem hann syngur brot úr jólalögum sem einhverskonar jóladagatal. Hann segir þetta framtak eingöngu gert til þess að gleðja fólk. Meðal þeirra sem hafa verið með Gulla í myndböndunum er söngvarinn Stefán Hilmarsson og fjármálaráðherrann Bjarni Benediktsson. Hægt er að fylgja Gulla á Snapchattinu Gulli1

Fjölskyldubönd Verð frá 34.000 kr.

Marínó Kristjánsson er einn efnilegasti hjólabrettanotandi landsins og notar eingöngu bretti frá Mold Skateboards. Ljósmynd/Hari

Berbrjósta Grýla á íslensku hjólabretti Hjólabrettafyritækið Mold Skateboards hefur verið starfandi í um tvö ár og var það Haukur Már Einarsson sem fékk hugmyndina að því að hanna íslensk hjólabretti þegar hann var að kenna smíði í Lækjarskóla í Hafnarfirði. Nú fyrir jólin kom upp sú hugmynd að framleiða númeruð bretti með hönnun grafíska hönnuðarins Ómars Swarez sem hannar skreytingar brettanna frá Mold. Brettin eru í framleiðslu en Haukur lofaði því að einhver bretti myndu koma í sölu í dag.

Þ

etta verða sérstök jólabretti sem verða í takmörkuðu númeruðu upplagi,“ segir Haukur Már Einarsson hjá Mold Skateboards. „Framleiðslan gengur ágætlega og þetta hefst allt saman. Þetta er að vísu ekki okkar „season“ í brettabransanum. Það er að vísu orðin svo bætt aðstaða innandyra fyrir þetta sport svo þetta er allt til bóta,“ segir hann. „Það er kennsla fyrir krakkana yfir veturinn. Aðeins annað en þegar maður var sjálfur að „skeita“ á árum áður í bílageymslum og slíkt. Þá kom löggan yfirleitt og tók brettin af manni og mamma þurfti að leysa það út næsta dag,“ segir Haukur. „Hugmyndin að þessum númeruðu brettum kom frá Ómari, hönnuðinum okkar. Að gera nokkrar jólaplötur fyrir jólin sem yrðu númeraðar frá 1 upp í 10 kannski, og ekkert meira en það,“ segir hann. „Svo kæmu aðrar plötur næstu ár og þannig yrðu þetta svona einstök bretti. Bara skemmtileg hugmynd.“ Fyrr á árinu komu fyrstu brettin frá Mold á markað og voru þau skreytt með mynd af Lilla apa með sígerettu í kjaftinum. Að þessu sinni er það sjálf Grýla sem prýðir brettin og mætir hún ber að ofan til leiks. Mold Skateboards hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin tvö ár og fékk Haukur þá Ómar hönnuð og Steinar Fjeldsted með sér í teymið til þess að gera þetta af alvöru. Steinar sér mikið um markaðsmálin á meðan Haukur og Ómar eru í hönnun-

inni. Margir þekkja þá Steinar og Ómar úr hljómsveitinni Quarashi. „Við erum nýbúnir að gera samninga við tvo frábæra hjólabrettamenn,“ segir Haukur. „Þá Arnar Stein, sem er einn af þessum gömlu refum í bransanum og var einn sá besti fyrir um tuttugu árum þegar aðeins nokkrir voru að stunda þetta, sem og hann Marínó sem er fulltrúi ungu kynslóðarinnar og er gríðarlega efnilegur á brettinu. Hann er líka einn af þeim efnilegustu í snjóbrettabransanum en greinarnar eru mjög skyldar,“ segir Haukur. Marínó Kristjánsson er 15 ára gamall og hann notar brettin frá Mold. „Mig langaði að nota brettin frá þeim því þau eru góð og þetta er íslensk hönnun,“ segir Marínó. „Ég hef verið á hjólabretti og snjóbretti í einhver átta ár og man ekkert af hverju ég féll fyrir þessu sporti,“ segir hann. „Ég hef aðallega verið að keppa hérna heima en ég stefni á það að keppa erlendis fljótlega,“ segir Marínó. Brettin frá Mold eru til sölu í Mohawks í Kringlunni og segir Haukur að einhver verði komin í sölu um helgina. „Það var víst búið að lofa því svo ég tek nóttina í það að klára þetta. Þetta er samt allt gert í höndunum svo þetta tekur allt saman tíma,“ segir Haukur Már Einarsson hjá Mold Skateboards. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is


AÐVENTUFÖTUR

25

Hot Wings

10

kjúklingabitar

155423

r styrksnefnda ra ð æ M r, a til Samhjálp lpar Íslands. já h u ld y k ls og Fjö

af hverri

SÍA

R U N Ó R K 0 50 seldri aðventufötu

a n n e r i n n u t Á aðven

! a f e g að

PIPAR \ TBWA

t t o g o o o Sv


HE LG A RB L A Ð

Hrósið ... ... fær Hjörtur Traustason sem sigraði í keppninni The Voice á Skjá einum og endaði á að syngja lagið Ferðalok með glæsibrag.

Skeifan 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is  netið

Nú mega jólin koma Sara Piana, sem áður var Heimisdóttir, skellti sér í jólaklippinguna í vikunni.

Hundurinn neitaði að labba Þorvaldur Davíð Kristjánsson ætlaði út að labba með hundinn en Bono tók það ekki mál að labba í kuldanum.

Verður Ólafur Ragnar ‛‛ Grímsson forseti líka uppstoppaður eins og Jón Sigurðsson forseti? ‛‛

Lói 4 ára.

K i d W i t s.n e t

Fallegir Loðkragar

Verð 16.900,Miki úrval

Laugavegur 45 Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.