4000 hjá mími
safnar fyrir kvennadeild
„mín tilfinning er sú að það eigi að knésetja mig, knýja mig til uppgjafar. en ég ætla ekki að gefast upp,“ segir þingkonan vigdís hauksdóttir í viðtali.
tónlistarmaðurinn magni ásgeirsson missti móður sína eftir tíu ára baráttu við krabbamein. hann segir aðbúnaðinn á kvennadeild til skammar og leggur söfnun Lífs lið.
Viðtal 20
Viðtal 30
Helgarblað
ÞETTA BLAÐ ER EKKI RUSL
Þegar þú hefur lesið blaðið, skilaðu því í bláa tunnu eða grenndargám. Takk fyrir að flokka!
11.-13. janúar 2013 2. tölublað 4. árgangur
Viðtal Hanna borg Horfir á HM í Handbolta nú uM Helgina og næstu daga
Bíður ekki eftir neinum karlmönnum Konur í músík
Hanna Borg Jónsdóttir þurfti að bíða endalaust eftir að tvíburabróðir hennar, félagsmálaljónið Jón Jónsson tónlistarmaður, kláraði að spjalla við vini sína í Versló en þau voru ávallt samferða heim eftir skóla. Hún býr nú með atvinnumanni í handbolta, ásgeiri erni Hallgrímssyni, en bíður ekki á meðan hann nýtir þann tíma sem líkaminn leyfir honum að sinna vinnu sinni heldur lauk hún lögfræði við Háskóla Íslands á meðan hún bjó í fimm löndum og vann við hjálparstarf í afríku.
Lára Rúnars hafnar óraunverulegum fyrimyndum menning 50
Klippir Falskan Fugl úr hjólastól Ragnar Valdimar úr endurhæfingu Viðtal 28
Ljósmynd/Hari
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A
Skólaostur i sneiðum og 1 kg stykkjum á tilboði
síða 14
PIPAR\TBWA • SÍA • 123849
ná msKei ð í Fr ét tat ím an um í dag: Origami í gerðubergi – LeyniLeikhús – myndListaskóLinn í reykjavík –
Vigdís Hauks svarar fyrir sig
VÍTAMÍNDAGAR Í APÓTEKARANUM www.apotekarinn.is
ms.is
20% afsláttur af vítamínum til 31. janúar
Lyf á lægra verði
2
fréttir
Helgin 11.-13. janúar 2013
Heilbrigðismál gjafir og fr amlög eink a aðila til landspítala
Stefnir í metár í gjöfum til Landspítala
María Heimisdóttir, læknir og framkvæmdarstjóri fjármálasviðs Landspítala.
Árið 2010 fékk Landspítalinn gjafir og tækjabúnað að verðmæti 252 milljóna króna. Gefendur voru um 80 talsins en samkvæmt talsmanni spítalans gefa sumir margar gjafir á ári hverju. Gjafir árið 2011 námu 196 milljónum króna og voru gefendur 100 talsins. 2012 stefnir hinsvegar í metár en starfsfólk Landspítalans hefur enn ekki náð að gera upp hversu mikið var gefið í fyrra. Gjafirnar duga hins vegar skammt sé miðað við þá staðreynd að Landspítalinn þarf þrjá milljarða til að endurnýja tækjakost sinn og kostnaður við rekstur spítalans 2012 er áætlaður um 39 milljarðar króna. „Verðmæti gjafa er mjög mismunandi en
margt smátt gerir eitt stórt og Landspítalinn er þakklátur öllum þeim fjölda einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja sem hafa sýnt sjúkrahúsinu stuðning með gjöfum og öðrum framlögum,“ segir María Heimisdóttir, læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, en gjafirnar eru ýmist ánafnaðar spítalanum sjálfum eða einstökum deildum eða sviðum spítalans. Einnig eru dæmi um að fyrirtæki gefi vinnu sína, t.d. við uppsetningu jólaskreytinga og oft gefa listamenn vinnu sína, t.d. tónlistarflutning fyrir sjúklinga. Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is
Þrjá milljarða króna þarf til að endurnýja tæki á Landspítalanum en 2011 fékk spítalinn gjafir sem námu 196 milljónum.
lús erfitt Hefur reynst að uppræta lús í Vesturbæjarskóla í Vetur Heilbrigðismál rs -far aldur í gangi
Sjö með svínaflensu hér á landi Sjö hafa greinst með svínaflensu hér á landi það sem af er þessum vetri, allir nema einn greindust í síðustu viku desember og fyrstu viku janúar, samkvæmt upplýsingum frá landlækni. RS veirusýkingum fer einnig fjölgandi, 13 sýkingar voru staðfestar í síðustu viku og leggst veiran aðallega á börn á fyrsta og öðru aldursári. Ragnar Bjarnason, yfirlæknir á Barnaspítalanum, segir að stórir RS-faraldrar komi á þriggja til fjögurra ára fresti og nú sé um einn slíkan að ræða. Hann stað-
festir að börn séu nú á spítalanum sem séu alvarlega veik og þarfnist mikillar meðhöndlunar. Ekkert barn hefur látist af völdum RS-veirusýkingar á undanförnum árum og áratugum, að sögn Ragnars. Þá hefur öðrum inflúensutilfellum einnig fjölgað og hafa nú greinst fleiri en á sama tíma í fyrra og hittifyrra. Inflúensa nær hámarki hér á landi um mánaðamótin febrúar-mars þegar allt að 370 tilfelli greinast á einni viku. Meðalaldur þeirra sem greinast með inflúensu er um fertugt. -sda
Svæsnasti lúsafaraldur sem upp hefur komið Lúsin birtist yfirleitt í skólum og leikskólum á haustin en í Vesturbæjarskóla hefur ekki náðst að uppræta hana í vetur. Nú er svo komið að faraldurinn er orðinn sá svæsnasti að mati skólastjórans. Þrátt fyrir harðorð bréf og mikinn áróður fannst lús aftur í börnum nú í vikunni.
Djúpið ekki tilnefnt Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru kynntar í Los Angeles í gær. Djúpið, eftir Baltasar Kormák, var komin í hóp þeirra níu mynda sem komu til greina sem besta erlenda myndin en í gær voru fjórar myndir flysjaðar frá og Djúpið var ein þeirra. Þær fimm kvikmyndir sem eftir standa og munu keppa um Óskarinn eru Amour frá Austurríki, Kon-Tiki frá Noregi, No frá Síle, A Royal Affair frá Danmörku og War Witch frá Kanada. Baltasar má þó vel við una enda síður en svo sjálfgefið að komast í níu mynda hópinn.
Hanna Guðbjörg Birgisdóttir skólastjóri.
Gildistími lengdur Samþykkt hefur verið á Alþingi að lengja gildistíma vegabréfa, fólks eldra en 18 ára, úr fimm árum í tíu. Breyting þessi tekur gildi þann 1. mars næstkomandi. Örflögutæknin sem notast hefur verið við er mun langlífari en talið var í fyrstu og því telst lengingin möguleg. Börnum verður ennþá gert að endurnýja sín á fimm ára fresti. Það telst nauðsynlegt vegna þess hve hratt
þau breytast í útliti. Í kostnaðarmati fjármála- og efnahagsráðuneytisins með lagafrumvarpinu kemur fram að í breytingunum felist mikill sparnaður. Talið er að um 20 þúsund færri vegabréf verði gefin út. Það svarar til um 65 milljóna króna lækkunar á innkaupakostnaði á ársgrundvelli. Til viðbótar gæti annar kostnaður lækkað árlega um þrjár milljónir.
Skólastjóri Vesturbæjarskóla vonast til að lúsin sé ekki komin til að vera eins og í mörgum nágrannalöndum okkar.
í Það þarf samt bara að eitt foreldri sem ekki tekur þessu alvarlega til að lúsin viðhaldi sér.
skólanum hefst nýja árið á einum svæsnasta lúsafaraldri sem upp hefur komið,“ segir Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Vesturbæjarskóla, í harðorðu bréfi til foreldra nemenda við skólann. Í samtali við Fréttatímann staðfestir hún að hafa aldrei lent í öðru eins. „Svona lúsafaraldur kemur upp á haustin en nú í vetur hefur lúsin verið viðvarandi því ekki hefur okkur tekist að uppræta hana. Þrátt fyrir harðorð bréf og góðar leiðbeiningar fann hjúkrunarfræðingur skólans lús í krökkum í þessari viku,“ segir Hanna Guðbjörg sem bætir því við að mikil vinna sé fram undan fyrir foreldra. Sérstaklega foreldra barna sem eru síðhærð. „Þetta er auðvitað auðveldast ef þú ert með stráka sem eru stutthærðir en fyrir þá foreldra sem eru kannski með stúlkur sem eru með mikið sítt hár þá tekur heila viku að uppræta lúsina,“ segir Hanna. Hún hyggst grípa til þess ráðs að senda fleiri bréf og láta foreldra kvitta fyrir lúsaleit ef lúsin fer ekki. Í Barnaskólanum í Reykjavík, sem rekinn er af Hjallastefnunni, kom upp svæsinn lúsafaraldur í haust. Þar var brugðið á það ráð að kennarar og starfsfólk skólans kembdu börnum í þeim bekkjum þar sem lús fannst á hverjum morgni þar til óværunni var útrýmt. En veistu af hverju lúsin er svona svæsin nú?
Rafmagnslúsakambur er nýjasta nýtt í lúsaveiðum. Kostar 2.995 krónur í Heimilistækjum og víðar.
„Nei. Það þarf samt bara að eitt foreldri sem ekki tekur þessu alvarlega til að lúsin viðhaldi sér. Víða í nágrannalöndunum hefur fólk nánast sætt sig við lúsina en við í Vesturbæjarskóla viljum ekki að lúsin verði að heimilisvini,“ segir Hanna sem segir að hún og hennar starfsfólk ætli sér ekki að gefast upp fyrir lúsinni. Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is
www.volkswagen.is
Frumsýndur la ugardaginn 12. janúar kl. 12-16 í H EKLU og hjá umboðsm önnum um lan d allt
Nýr Volkswagen Golf Nýr Volkswagen Golf er kominn til landsins en það er sjöunda kynslóð þessa vinsæla bíls sem tæplega 30 milljónir eintaka hafa selst af síðan hann kom fyrst á markað árið 1974. Þessi mikla sigurför í tæp 40 ár er ekki síst því að þakka að Golf hefur ávallt verið áreiðanlegur og sá bíll sem stendur fólki næst. Nýr Golf er nú enn betur búinn staðalbúnaði en þar má nefna: ESP-stöðugleikastýringu, hita í sætum, rafmagnshitaða og stillanlega hliðarspegla, Bluetooth-búnað fyrir síma, fjölrofa sportstýri með fjarsýringu fyrir hljómtæki og síma, útvarp „Compose“ með 8 hátölurum, 5,8“ snertiskjá, AUX-tengi og SD-kortarauf, loftkælingu, þokuljós með beygjulýsingu í framstuðurum, Start/Stop búnað o.fl. Nýr Volkswagen Golf verður frumsýndur í HEKLU og hjá umboðsmönnum um land allt laugardaginn 12. janúar kl. 12-16. Þar verður hægt að reynsluaka nýjum Golf og kynnast kostum hans nánar.
Volkswagen Golf kostar frá
3.390.000 kr.* *Golf Trendline, 1.4 TSI, beinskiptur, 122 hestöfl.
Söluaðilar: HEKLA Reykjavík · Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
4
fréttir
Helgin 11.-13. janúar 2013
veður
Föstudagur
laugardagur
sunnudagur
Heldur vetrarlegra í vændum Eftir ágætan leysingakafla að undanförnu eru allar líkur á því að nú taki að kólna á ný. Þær breytingar gerast hægt og engin áhlaup er að sjá. Fremur hægur vindur á föstudag og laugardag, en meiri óvissa í þeim efnum á sunnudag. Sunnan- og suðvestanlands gæti sett niður föl frá því seinnipartinn á laugardag og fram á sunnudag. Þá er reyndar útlit fyrir éljagang um mest allt land.
-1
2
0
0
2
3
1 4
einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is
-2
-1
1
-1
0 0
0
S-átt og rigning eða Slydda Sunnan- og SuðveStantil. Hægt kólnandi.
HæglætiSveður og líkur á Slyddu eða Snjókomu með köflum S- og Sv-landS.
Éljagangur um mikinn Hluta landSinS og Snjókoma na-til. ekki HvaSSt.
HöfuðBorgarSvæðið: Rigning eða slydda, einkum síðdegis og um kvöldið.
HöfuðBorgarSvæðið: Hiti um eða Rétt yfiR fRostmaRki, slydda eða snjókoma um tíma.
HöfuðBorgarSvæðið: él, einkum fRaman af deginum.
OYSTER PERPETUAL DATEJUST II
eiturlyF MdMa nýtur Mikilla vinsælda Michelsen_255x50_E_0612.indd 1
MDMA helmingi hreinna nú en áður
Betur fór en á horfðist í Bláfjöllum Ekki tókst að opna skíðasvæðið í Bláfjöllum á tilsettum tíma í gær vegna smátjóna sem komu upp vegna veðurs. Að sögn rekstrarstjóra svæðisins voru þetta þó aðeins smávægilegir hnökrar og allt er komið í fyrra horf. „Það er búið að vera algjört skítviðri hjá okkur síðustu vikuna. Það er bara eins og verið sé að refsa okkur fyrir eitthvað,“ segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum, kíminn. „Það sem gerist í svona veðrum er að diskurinn í lyftunum getur dregist út og
vafist saman og í kringum vírana. Þetta gerist uppi í fjalli svo það tekur smá tíma að laga það. Einnig fékk færibandið að finna aðeins fyrir því.“ Einar segir þetta þó aðeins smávægilega hnökra. „Okkur finnst þetta ekkert leiðinlegir dagar. Það er nóg að gera og í minningunni eru þetta dagarnir sem standa upp úr hjá okkur á svæðinu.“ Hann bætir við að fram undan sé frábær skíðahelgi, með dásamlegu veðri, en spáin er með besta móti. Opið er um helgina frá klukkan 10–17.
Leiðrétting Í síðasta tölublaði Fréttatímans var fjallað um samþykkt á breytingum barnalaga. Þar var farið rangt með að barnaverndarnefndir hafi áður haft með forsjárákvarðanir og umgengnisákvarðanir hjá sýslumanni að gera. Með lögunum er afnumið það fyrirkomulag að barnaverndarnefndir
veiti umsagnir í umgengnismálum og hafi eftirlit með umgengni. Þess í stað getur sýslumaður nú leitað til sérfræðinga í málefnum barna, þ.e. fagaðila sem hafa nauðsynlega þekkingu á þörfum barna og stöðu foreldra. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Fréttatíminn fjallaði í síðustu viku um gríðarlegu aukningu sem orðið hefur á neyslu eiturlyfsins MDMA á kristalsformi. Aukningin fékkst þar staðfest af lögreglu og skemmtistaðaeigendum í miðborginni og bar þessum aðilum saman um að um nýja bylgju væri að ræða. „Það eru bókstaflega allir á þessu,“ var haft eftir einum eigandanum. Samkvæmt Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnagreiningu eru efnin sem eru í umferð nú mun sterkari og hreinni en áður. Efnin teljast þó langt frá því að vera skaðlaus þó þau séu minna blönduð.
M
Styrkur MDMAbasa í sýnunum á kristalsforminu að meðaltali 78 prósent.
Allt að
80% afsláttur
af gleraugnaumgjörðum
20% afsláttur
af glerjum
01.06.12 07:21
Styrkur MDMA-basa í nýju sýnunum var að meðaltali 78 prósent. Til samanburðar má nefna að meðalstyrkur MDMA-basa í öllum þeim sýnum sem stofnuninni bárust á tímabilinu 1999-2011 var 29 prósent.
DMA er sama efnið og þekkist í svokölluðum E– pillum en MDMA er virka efnið í pillunum. Styrkur kristallanna er þannig töluvert meiri en í E–pillunum og samkvæmt upplýsingum blaðsins eru þetta sterkari og hreinni efni en áður hefur þekkst hér á fíkniefnamarkaðnum. Samkvæmt upplýsingum blaðsins bárust Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði nokkur sýni af MDMA til rannsóknar á síðasta ári, einhver þeirra voru í töfluformi, önnur kristallar. Styrkur MDMA–basa í sýnunum á kristalsforminu var að meðaltali 78 prósent, en það telst mjög hár styrkur. Til samanburðar má nefna að meðalstyrkur MDMA–basa í öllum þeim sýnum sem stofnuninni bárust á tímabilinu 1999-2011 var 29 prósent. Í svari við fyrirspurn blaðamanns til stofnunarinnar segir Valþór Ásgrímsson verkefnastjóri að ekki séu nema 7 prósent af innihaldi kristallanna óskilgreind. „Þar getur ýmislegt komið til greina. Það getur verið um að ræða kristalliserað vatn eða aukaefni sem myndast við framleiðsluna. Í þessum sýnum sem við skoðuðum fundum við engin aukaefni sem við fyndum annars eða týpísk íblöndunarefni eins og sykrur eða önnur lyf.“ Valþór segir einnig að því megi halda fram að því hreinna sem efnið sé, því minni sé skaðsemi þess, gefið að skammtastærðin sé sú sama. Hann tekur fram að það þýði samt ekki að efnið sé skaðlaust.
aukaverkanir margvíslegar
Virkni MDMA er að losa svokölluð seritonín úr heila. Seritonín eru náttúruleg boðefni sem valda vellíðan. Þau geymast í birgðum í taugaendum heilans. Við inntökuna eyðast upp þessar birgðir sem framkallar mikla depurð og vanlíðan eftir að
Við neyslu á MDMA klárar neytandi upp seritonín-birgðir heilans. Slíkt veldur depurð og drungatilfinningu eftir að vímu lýkur.
áhrifum lýkur, samkvæmt SÁÁ. Það ástand getur orðið varanlegt þar sem efnið er einnig talið eyðileggja varanlega seritonintaugaenda í heilanum. Kvíði, depurð, þunglyndi og aðrar geðtruflanir eru algengustu fylgikvillar neyslunnar en auk þess á neytandi aukna hættu á varanlegum persónuleikabreytingum á borð við minnkaða framkvæmdagleði og sálardrunga. Dauðaskammtur af lyfinu telst um 500 mg undir eðlilegum kringumstæðum. Það getur þó verið breytilegt eftir einstaklingum. maría lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is
NÝR AURIS HYBRID
ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 62251 12/12
SKAPAÐUR FYRIR ÞIG
Nýr Auris Hybrid er eins og skapaður utan um þig. Stílhreinn, fallegur og hugvitsamlega hannaður með þægindi, öryggi og sparneytni í fyrirrúmi. Aksturinn er hreinasta nautn og Touch-kerfið með bakkmyndavél, snertiskjá, aksturstölvu og og tengingu við farsíma opnar fyrir þér umheiminn með aðgangi að tónlistinni þinni og möguleikanum á kortaleiðsögn um íslenska vegi með Touch & Go. Hybrid-kerfið tvinnar saman rafmótor og bensínvél sem notar aðeins 3,8 lítra á hundraðið í blönduðum akstri. Sjö loftpúðar auka síðan enn frekar á öryggi þitt og farþega þinna. Komdu við hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota og skoðaðu nýjan Auris Hybrid sem er eins og skapaður fyrir þig. Verð 4.690.000 kr. Fáðu nánari upplýsingar á www.toyota.is. Erum á Facebook - Toyota á Íslandi
TOYOTA TOUCH & GO
5 ÁRA ÁBYRGÐ
Toyota Kauptúni Kauptúni 6 Garðabæ Sími: 570-5070
Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300
Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600
Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000
Bíllinn á myndinni kann að vera búinn aukahlutum sem ekki eiga við uppgefið verð og allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur.
6
fréttir
Helgin 11.-13. janúar 2013
fréttir LögregLumaður k ærður fyrir þr jú kynferðisbrot
Starfar óhindrað meðan rannsókn stendur yfir
Heilkorna
PIPAR\TBWA SÍA 120578
Allir kostir kornsins nýttir. Hvert lag kornsins inniheldur næringarefni sem eru líkamanum nauðsynleg. 95% heilkorna
L •
•
ORKA SEM ENDIST Weetabix er frábær leið til að byrja daginn. Veldu næringarríkan morgunverð sem heldur þér gangandi fram að hádegi.
Lögreglumaður, sem fengið hefur á sig þrjár kærur fyrir meint kynferðisbrot gegn þremur stúlkum, 11 ára og yngri, á undanförnum árum, var ekki leystur undan vinnuskyldu meðan rannsókn málanna stóð yfir. Nýjasta kæran kom fram í september síðastliðnum og er nú á borði ríkissaksóknara. Lögreglumaðurinn er við störf og móðir einnar stúlkunnar fær engin svör, hvorki frá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, ríkislögreglustjóra né innanríkisráðherra en hún er ósátt við að lögreglumanninum hafi ekki verið vikið til hliðar í starfi á meðan rannsókn á máli hans stendur.
BRUNCH-DISKUR Á NAUTHÓL
Í BOÐI Á SUNNUDÖGUM FRÁ KL 11.00 – 15.00 Á disknum er súrdeigsbrauð, hráskinka, camembert ostur, fíkjur, amerískar pönnukökur og hágæða hlynsíróp, sætkartöflusalat með geitaosti og sólkjarnafræjum, bakað egg, grísk jógúrt með heimalöguðu múslí, íslenskt grænmeti og ávextir.
ögreglumaður í lögreglunni á höfuðborgar svæðinu hefur í þrígang verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum, stjúpdóttur sinni og tveimur vinkonum hennar, en var aldrei leystur undan vinnuskyldu á meðan rannsókn málanna stóð yfir. Samkvæmt kær unum áttu nýjustu brotin að hafa átt sér stað fyrir rúmum þrem árum en þar kemur fram að ekki sé ljóst hvenær þau eiga að hafa hafist. Í kærunni var því haldið fram að brotin hefðu staðið ítrekað yfir margra ára tímabil. Hinar tvær kærurnar eru vegna vinkvenna stjúpdótturinnar. Hún sagði frá brotunum gegn sér í ársbyrjun 2009 er hún var 11 ára og í kjölfarið lagði barnaverndarnefnd fram kæru gegn lögreglumanninum. Ríkissaksóknari lét málið niður falla á grundvelli þess að ekki væru nægilegar sannanir gegn manninum. Önnur kæran kom fram fyrir rúmu ári en mál það var fellt niður af sömu ástæðum í október. Þriðja kæran barst í september síðastliðnum. Í henni er maðurinn sakaður um að hafa brotið gegn annarri vinkonu stjúpdótturinnar. Það mál er enn í rannsókn en samkvæmt heimildum frá lögreglunni á Akranesi, sem fer með rannsókn málsins, eru litlar líkur á að ákært verði í málinu.
Ósátt við rannsókn lögreglu
www.nautholl.is
www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is tel.: 599 6660
Góðostur jafn íslenskur og ... bárujárn
Móðir stúlkunnar, sem önnur kæran átti við um, er ósátt við rannsókn lögreglu á málinu og einnig við að lögreglumanninum skyldi ekki hafa verið vikið úr starfi á meðan rannsókn stóð yfir en lög reglumaðurinn er við störf í sama hverfi og stúlk urnar bjuggu í. Mál dóttur hennar er með þeim hætti að fyrir rúmu áru síðan brotnaði stúlkan niður í skólanum og greindi í kjölfarið kennara sínum frá því að hún hefði orðið fyrir kynferðis broti í sumarbústaðarferð með vinkonu sinni nokkrum árum fyrr. Stúlkan sagðist hafa vaknað við að stjúpfaðir vinkonunnar væri að káfa á kyn færum hennar. Hún var þá níu ára. Hin brotin eru sögð sams konar. Stúlkan var tekin til skýrslutöku í Barna húsi og í kjölfarið lagði barnaverndarnefnd fram kæru. Með í sumarbústaðarferðinni var annar maður innan lögreglunnar en framburður hans og eiginkvenna þeirra tveggja er, að sögn ríkis saksóknara, ein af ástæðunum fyrir því að málið var látið niður falla. Einnig var ástæðan sú að ekki var hægt að finna út nákvæma tímasetningu á sumarbústaðarferðinni en að sögn móðurinnar var til að mynda ekki haft samband við eigendur sumarbústaðarins, foreldra lögreglumannsins, í því skyni að reyna að komast að því hvort þar væri jafnvel að finna gestabók sem gæti varpað ljósi á nánari tímasetningu. Lögreglan á Akranesi staðfestir í samtali við Fréttatímann að lögreglu maðurinn sjálfur hafi hleypt lögreglu inn í sumar bústað foreldra sinna þegar lögreglan rannsakaði vettvang og að ekki hafi verið haft samband við eigendur bústaðarins. Mánuði eftir að rannsókn annars málsins hófst sendi móðirin Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, skriflega fyrirspurn þar
sem hún óskaði eftir upplýsingum um hvaða ferli færi í gang þegar fram kæmu jafn alvar legar ásakanir á hendur lögreglumanni og í þessu máli. Í svari Stefáns segir hann að ákvörðun um að vísa lögreglumanni frá störfum sé tekin af ríkislögreglustjóra sem fari með skipunarvald yfir lögreglumönnum.
Lögreglustjórar vísa hvor á annan
Í framhaldinu óskaði móðirin eftir svari við sömu fyrirspurn frá Haraldi Johannessen ríkislögreglu stjóra. Í svari frá honum kom fram að hann teldi sig ekki hafa næg gögn í höndunum til að geta tekið ákvörðun um hvort víkja beri lögreglu manninum tímabundið úr starfi og því hefði hann, vegna alvarleika málsins, beint því til lögreglu stjórans á höfuðborgarsvæðinu að meta hvort hann leysti lögreglumanninn undan vinnuskyldu. Þá hafði móðirin samband við Stefán að nýju sem endurtók fyrra svar sitt, að ríkislögreglustjóri fari með skipunarvald yfir lögreglumönnum og þar með valdið til að víkja þeim frá störfum. Móðirin skrifaði þá innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, og óskaði eftir því að hann beitti sér í málinu. Síðan er liðið ár og einu við brögðin sem hún hefur fengið frá ráðuneytinu eru þau að málið sé í skoðun. Vegna viðbragðaleysis innanríkisráðherra setti móðirin sig í samband við Umboðsmann alþingis og kvartaði undan því að lögreglumaðurinn hefði ekki verið leystur frá störfum á meðan rannsókn stóð yfir. Óskaði umboðsmaður þá eftir upplýsingum frá innan ríkisráðuneytinu um hver viðbrögð þess væru í málinu. Ekkert svar barst þrátt fyrir að Umboðs maður óskaði eftir að fá svar fyrir tiltekinn tíma. Sendi umboðsmaður tvær ítrekanir á bréfi sínu og fékk móðirin loks svar þar sem skýrt var frá ákvörðun ráðuneytisins að fá afstöðu embættis ríkislögreglustjóra áður en ráðuneytið svaraði umboðsmanni. Ríkislögreglustjóri svaraði ráðu neytinu í júlí en ráðuneytið hefur enn ekki svarað móðurinni þrátt fyrir ítrekanir hennar þar að lútandi. Í desemberlok sendi móðir stúlkunnar ríkissak sóknara erindi þar sem óskað var eftir því að mál hennar yrði tekið upp að nýju í ljósi þess að málið hefði ekki verið rannsakað nægilega vel. Ríkis saksóknari hefur ekki tekið ákvörðun um hvort málið skuli tekið upp en samkvæmt heimildum innan lögreglunnar þykir það ólíklegt. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki gripið til neinnar ráðstafana vegna kæranna. „Það er ekki í okkar höndum að taka ákvörðun um það hvort víkja eigi lögreglumanni úr starfi, hvort sem heldur tímabundið eða varanlega,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborg arsvæðisins. „Skipunarvaldið og þar með brott vikningarvaldið er í höndum ríkislögreglustjóra,“ segir Stefán. Ekki náðist í ríkislögreglustjóra við vinnslu þessarar fréttar. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is
Skil á upplýsingum vegna skattframtals 2013
Skilafrestur á eftirtöldum gögnum vegna framtalsgerðar 2013 er til 30. janúar en þeir sem skila á rafrænu formi hafa þó frest til 10. febrúar 2013
Launamiðar og verktakamiðar Skilaskyldir eru allir þeir sem innt hafa af hendi launagreiðslur, hlunnindi, lífeyri, bætur, styrki, happdrættis- og talnavinninga (skattskylda sem óskattskylda), greiðslur til verktaka fyrir þjónustu (efni og vinnu) eða aðrar greiðslur sem framtalsskyldar eru og/eða skattskyldar.
annast kaup og sölu, umboðsviðskipti og aðra umsýslu með hlutabréf og önnur verðbréf. Bankainnstæður Skilaskyldar eru allar fjármálastofnanir og aðrir aðilar sem taka við fjármunum til ávöxtunar.
Greiðslumiðar – leiga eða afnot Skilaskyldir eru þeir sem innt hafa af hendi hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé, fasteignum og fasteignaréttindum eða öðrum réttindum.
Hlutabréfakaup Lánaupplýsingar skv. kaupréttarsamningi Bankalán, fasteignaveðlán, bílalán Skilaskyld eru öll hlutafélög sem og önnur lán. Skilaskyldar eru gert hafa kaupréttarsamninga við allar fjármálastofnanir (bankar, Bifreiðahlunnindamiðar starfsmenn sína samkvæmt staðsparisjóðir, lífeyrissjóðir, tryggSkilaskyldir eru allir þeir sem festri kaupréttaráætlun. Sama á ingafélög, fjármögnunarleigur í rekstri sínum eða annarri við um söluréttarsamninga. o.s.frv.) sem hafa lánað fé til starfsemi hafa haft kostnað af einstaklinga. Fjármagnstekjumiði kaupum, leigu eða rekstri fólksÞeir aðilar sem innheimt hafa bifreiðar. Stofnsjóðsmiðar vexti skulu skila þessum miða Skilaskyld eru öll samvinnufélög, og tilgreina þar sundurliðun á Hlutafjármiðar þ.m.t. kaupfélög. Skilaskyld eru öll hlutafélög, móttakendum og þá staðgreiðslu einkahlutafélög, samlagshlutafjármagnstekjuskatts sem haldið Takmörkuð skattskylda félög, samvinnuhlutafélög og hefur verið eftir. Hér er einkum - greiðsluyfirlit sparisjóðir. um að ræða smærri innheimtuSkilaskyldir eru þeir sem innt hafa aðila, t.d. lögfræðistofur. Þessum af hendi hvers konar greiðslur til Viðskipti með hlutabréf miða er eingöngu hægt að skila erlendra aðila og annarra, sem og önnur verðbréf rafrænt. Skilaskyldir eru bankar, verðbréfa- bera takmarkaða skattskyldu hér á landi. fyrirtæki og aðrir þeir aðilar sem
Vakin er athygli á nýjum launamiðareit, nr. 405, þar sem færa skal íþrótta- og líkamsræktarstyrki. Einnig er vakin athygli á nýjum launamiðareit, nr. 410, þar sem færa skal samgöngustyrki. Minnt er á að upplýsingum um húsnæðishlunnindi skal skila á launamiða. Húsnæðishlunnindi eru allt að 5% af fasteignamati íbúðarhúsnæðis 31. des. 2011, sem látið er launþega í té endurgjaldslaust eða með óeðlilega lágu endurgjaldi. Sjá nánar í lið 2.8 í skattmati ríkisskattstjóra vegna tekjuársins 2012.
442 1000 rsk@rsk.is
Þjónustuver 9:30-15:30
Nánari upplýsingar á www.rsk.is
8
viðhorf
Helgin 11.-13. janúar 2013
Vissi enginn um barnaníðinginn fyrr en áratugum síðar
– eða hvað?
Í
Í kjölfar áhrifamikillar umfjöllunar Kastljóss Ríkissjónvarpsins um Karl Vigni Þorsteinsson barnaníðing var endurbirt grein eftir Guðrúnu Sverrisdóttur hjúkrunarkonu sem birtist í Morgunblaðinu í desember 2007. Þar vísaði hún meðal annars til umfjöllunar DV um mál níðingsins fyrr á því ári. Guðrún skrifaði greinina í minningu frænda síns, sem var eitt fórnarlamba Karls Vignis frá unga aldri á uppeldisheimilinu á Kumbaravogi – og allra hinna, en níðingurinn hefur játað að hafa beitt tugi barna kynferðisofbeldi í áratugi. Í grein sinni sagði Guðrún: „Þagnarmúrinn var ekki rofinn fyrr en nýverið. Enginn vissi neitt fyrr en nú 40 árum síðar – eða hvað?“ Jónas Haraldsson Eða hvað? Vissu menn af jonas@frettatiminn.is níðinu en þögðu eða vísuðu málinu frá sér. Já, svo sannarlega. Það kom fram í ýtarlegri umfjöllun DV árið 2007, í grein Guðrúnar síðar sama ár og nú í Kastjósi. Vitneskja var um framferði mannsins fyrir áratugum. Samt var hann ekki stöðvaður. Níðingurinn leitaði stöðugt á lendur þar sem varnarlaus börn eða unglingar voru fyrir. Guðrún spurði í grein sinni hversu mörg börn Karl Vignir, nú 68 ára, hefði misnotað, hversu margar barnssálir hann hefði skaddað og hversu mörg líf hann hefði lagt í rúst undanfarin 40-50 ár. „Karl Vignir var aldrei stoppaður af! Hvert sem hann fór skildi hann eftir sig sviðna jörð. Óþokkaverkin voru hvorki kærð né barnaníðingnum fylgt eftir. Einfaldlega var honum sagt upp störfum vegna „ónáttúru“ en þá skipti hann bara um vinnustað!“ sagði Guðrún og hélt áfram: „Hvar voru bestu miðin? Hvar helst lítilmagnann að finna? Hver er óskastaður barnaníðings? Starfa við eftirlit og umönnun á Sólheimum í Grímsnesi? Vinna við umsjón kirkju sem fjöldi barna sækir? Vaða óáreittur á barnaheimilinu Kumbaravogi? Vera yfirmaður unglingsdrengja, töskubera, á hóteli hér í bæ? Hvað skyldi barnaníðingurinn aðhafast í dag?“
Vart verður mælt gegn orðum Jónasar Kristjánssonar ritstjóra sem segir að ógeðssaga Kastljóss af Karli Vigni Þorsteinssyni sé samfelld ádeila á góðgerðastofnanir. „Hvarvetna vissu menn um ógeðið og vísuðu því frá sér. Í mesta lagi var hann rekinn, af Kumbaravogi, frá Aðventistum og af Sólheimum. En menn létu sér í léttu rúmi liggja, að Karl Vignir mundi halda áfram annars staðar. Samfélagsvitund vantaði í stjórnendur góðgerðastofnana þessara.“ Sama átti við innan Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi þar sem viðurstyggileg brot gagnvart börnum voru látin viðgangast árum saman, þrátt fyrir vitneskju þar um, eins og fram kom í afhjúpun Fréttatímans árið 2011. Kaþólska kirkjan brást loks við í kjölfar þeirrar umfjöllunar með rannsóknarskýrslu sem kom út á liðnu ári og í þessari viku kallaði hún eftir bótakröfum eða kvörtunum frá þeim sem telja sig hafa orðið fyrir hvers kyns ofbeldi eða misgjörðum af hennar hálfu. Karl Vignir var kærður árið 2007. Þá játaði hann hjá lögreglu brot gegn þremur drengjum á Kumbaravogi, en þau voru fyrnd, miðað við þágildandi lög. Samkvæmt breytingu sem samþykkt var á hegningarlögum í mars 2007 var fyrningarfrestur alvarlegri kynferðisbrota gegn börnum afnuminn auk þess sem önnur kynferðisbrot gegn börnum byrja ekki að fyrnast fyrr en við 18 ára aldur. Lögreglan hefur, í framhaldi Kastljósþáttanna, yfirheyrt barnaníðinginn. „Það verður farið yfir þetta frá upphafi til enda. Við reynum að fá einhvern botn í þetta,“ sagði yfirmaður kynferðisbrotadeildar. Sorglega seint eftir öll sálarmorð mannsins – en betra er seint en aldrei, að samfélag sem brást þessum börnum taki við sér. Fara verður yfir allan soraferil brotamannsins, hvert sem leið hans lá. Brotin frá því fyrir 2007 eru fyrnd, en í upptökum Kastljóss segist maðurinn hafa brotið af sér eftir það ár. Upplýsist það þarf níðingurinn að svara til saka – og fylgja þarf honum eftir – þótt grátlega seint sé.
Vik an sem Var Vængstífður dólgur Hann mun ekki fljúga með Icelandair í bráð. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, hefur takmarkaðan áhuga á að fá flugdólginn sem vakti heimsathygli í vikunni aftur um borð í vélar félagsins. Hrunið svokallaða Það hafði áhrif á eignastöðu um allan heim. Það sem gerðist hér á Íslandi var ekkert sérstakt. Jón Ásgeir Jóhannesson afgreiddi bankahrunið og sinn þátt í því fyrir dómi.
Ekki fara! Þótt ég hafi nú ákveðið að gefa ekki kost á mér til framboðs fyrir VG við næstu alþingiskosningar mun ég áfram leggja mitt af mörkum og berjast fyrir þær hugsjónir og grunngildi sem ég hef verið talsmaður fyrir og starfað eftir.“ Jón Bjarnason alþingismaður ætlar ekki að bjóða sig fram aftur undir merkjum VG. Úr skjóli þagnarinnar Þó ég sé skepna inn að beini vil ég ekki ljúga. Karl Vignir Þorsteinsson og löng og
ógeðsleg brotasaga hans gegn börnum og unglingum sem hann hefur nú gengist við setti samfélagið í uppnám eftir ítarlega umfjöllun um kynferðisbrot hans í Kastljósi. Í klóm Hrannar Þá verðum við alveg brjáluð og byrjum að lemja hann og rústuðum öllu í íbúðinni hans. Við börðum hann samt ekki illa, það sást ekkert á honum. Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradís, rifjaði upp þegar hún heimsótti, ásamt vinum sínum, Karl Vigni Þorsteinsson að næturlagi þegar hún var sautján ára og refsaði níðingnum fyrir misgjörðir sínar.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is .
Nicotinell Tropical Fruit lyfjatyggigúmmí inniheldur 2 mg eða 4 mg nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Þeir sem reykja ekki eiga ekki að nota lyfjatyggigúmmíið. Skammta skal ákvarða út frá því hversu háður nikótíni einstaklingurinn er. Mælt er með 4 mg lyfjatyggigúmmíi fyrir einstaklinga með mikla nikótínþörf og fyrir þá sem ekki hefur tekist að hætta með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Tyggja skal eitt stk við reykingaþörf þar til finnst sterkt bragð. Þá skal láta það hvíla milli kinnar og tannholds. Þegar sterka bragðið minnkar skal tyggja aftur. Þetta skal endurtaka í 30 mín. Venjuleg notkun er 8-12 stk, þó ekki fleiri en 15 stk af 4 mg og 25 stk af 2 mg lyfjatyggigúmmíi á sólarhring. Meðferðarlengd er einstaklingsbundin en skal í flestum tilfellum standa í a.m.k. 3 mánuði, skal þá draga smám saman úr notkun lyfjatyggigúmmísins. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Venjulega er ekki mælt með notkun lyfsins lengur en í eitt ár. Sumir, sem eru hættir að reykja, gætu þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Geyma skal afgangs lyfjatyggigúmmí þar sem reykingaþörf getur skyndilega komið upp aftur. Nota má lyfið til að lengja reyklaus tímabil og draga þannig úr reykingum. Ef ekki hefur dregið úr fjölda sígaretta á sólarhring eftir 6 vikur skal leita faglegrar ráðgjafar. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er reiðubúin til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing því ekki er víst að þú megir nota lyfið ef þú: hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp, ert með hjartasjúkdóma, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, magasár eða verulega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi. Einstaklingum með gervitennur og þeim sem eiga í erfiðleikum með að tyggja tyggigúmmí er ráðlagt að nota önnur lyfjaform nikótínlyfja. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol skulu ekki nota lyfið. Athuga ber að lyfið inniheldur natríum og bútýlhýdroxýtólúen (E321 Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Jafnvel lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ
Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
www.lyfja.is
– Lifið heil
20%
Lægra verð í Lyfju afsláttur af Nicorette QuickMist munnholsúða
15%
afsláttur af öllu Nicorette fruitmint
Gildir út janúar.
ÍSLENSKA / SIA.IS / LYF 62419 12/12
Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins
BETRI SORPHIRÐA Í
Reykjavík Nú fer pappírinn ekki lengur í ruslið, heldur til endurvinnslu. Pappír er verðmætt efni sem auðvelt er að nýta til hagsbóta fyrir umhverfið. Í stuttu máli: Pappír er ekki rusl.
TVÆR LEIÐIR TIL AÐ LOSNA VIÐ PAPPÍRINN BLÁ TUNNA Þú pantar bláa tunnu á pappirerekkirusl.is, með símtali í 4 11 11 11 eða með tölvupósti á sorphirda@reykjavik.is. Við komum með bláu tunnuna til þín innan nokkurra daga. GRENNDARGÁMAR Á pappirerekkirusl.is finnur þú næsta grenndargám í þínu hverfi.
ER KOMIÐ AÐ ÞÍNU HVERFI? Eitt hverfi verður tekið fyrir í einu. Allt um breytta sorphirðu í hverfinu þínu er að finna á
pappirerekkirusl.is
Okt
Nóv
2012
2012
Kjalarnes
Grafarholt og Úlfarsárdalur
Feb
Jan 2012
2013
Árbær og Grafarvogur
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir
Apr
Mars 2013
2013
Breiðholt
Miðbær og Hlíðar
– Takk fyrir að flokka!
Maí 2013
Vesturbær
10
fréttir vikunnar
Helgin 11.-13. janúar 2013
VikAn í tölum Katrín Jakobsdóttir vinsælust Ánægja kjósenda er mest með störf Katrínar Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra, samkvæmt ráðherrakönnun Gallup. Helmingur lýsir ánægju með störf hennar. Mest óánægja er með störf Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.
30
55.000.000
Barnaníðingur í gæsluvarðhaldi Karl Vignir Þorsteinsson, sem viðurkennt hefur að hafa áratugum saman níðst kynferðislega á fjölda barna, var í vikunni úrskurðaður í gæsluvarðhald í tvær vikur. Eldri mál eru fyrnd en eitt fórnarlamba Karls Vignis segir að hann hafi níðst á sér í 11 ár, allt til ársins 2009.
króna fékk kvikmyndagerðarmaðurinn Dagur Kári Pétursson úthlutað frá Euroimages, kvikmyndasjóði Evrópuráðsins, til lokafjármögnunar á nýrri mynd sinni, Rocketman.
Tveir teknir með kókaín
Þingkonur íhuga varaformannsframboð Þrjár konur í hópi þingmanna Samfylkingarinnar eru sagðar íhuga að bjóða sig fram til embættis varaformanns flokksins, Katrín Júlíusdóttir, Oddný G. Harðardóttir og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.
Fagna niðurrifi húskumbalda Nágrannar tveggja ónýtra húsa við Baldursgötu í Reykjavík fagna því að losna við þau og sprautufíkla sem hafa haldið til þar og í grennd. Húsin voru rifin í vikunni.
Of Monsters and Men verðlaunuð Hljómsveitin Of Monsters and Men tók við svonefndum EBBA-verðlaunum (European Border Breakers Awards) á miðvikudagskvöld á tónlistarhátíðinni Eurosonic Noorderslag í Hollandi.
Einvígi tveggja efstu laganna Nýtt fyrirkomulag verður á Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Atkvæði áhorfenda munu gilda til helmings við atkvæði dómnefndar. Þá munu tvö efstu lögin heyja einvígi í lokakeppninni. Flutt verða 12 lög.
Tilnefnd til BAFTA-verðlaunanna Íslensk kona, Eva Margrét Sigurðardóttir, er tilnefnd til BAFTA-verðlaunanna fyrir stuttmyndina Good night. Myndin hefur fengið góða dóma og var sýnd á mörgum kvikmyndahátíðum í fyrra. Eva Margrét er framleiðandi myndarinnar.
Fyrsta kynslóð útivinnandi kvenna
Ekki í boði að vera „bara“ heima
K
flestar sammála um að þær beri ennþá ábyrgð á því hvernig börnin eru alin upp og hvernig heimilishaldinu skuli háttað. Það á vonandi líka eftir að breytast og er að sjálfsögðu alls ekki algilt. Ég hef oft haldið því fram að það séum við konur sjálfar sem tökum okkur þessa ábyrgð. Ég ætla ekki að ræða það hér, hvort ástæðurnar fyrir því séu líffræðilegar (við göngum með börnin og ábyrgðin á þeim er því alfarið á okkar könnu í heila níu mánuði áður en barnið fæðist) eða samfélagslegar (feðraveldið og allt það) eða sambland af hvoru tveggja. Ég er hins vegar ekki tilbúin að gefa hana frá mér. Vonandi breytist það með næstu kynslóð. Ég myndi meira segja vilja ganga svo langt að hafa kost á því að vera heimavinnandi. En það er „ekki í boði“, eins og sagt er við börnin. Samfélagið samþykkir það ekki að konur séu „bara“ heima (þetta snýst ekki bara um að fjölskyldur geti ekki lifað af einum launum). Það er hinsvegar í lagi ef karlar velja að vera heimavinnandi. Þá eru þeir sannir jafnréttissinnar. En hvað veldur? Hvers vegna fyndist mér ég vera að bregðast börnunum mínum (ekki nógu góð fyrirmynd) og samfélaginu öllu (ekki sannur femínisti) ef ég væri heimavinnandi? Hvers vegna er það ekki sjálfsagt og eðlilegt að konur velji að vera heima og sinna börnunum ef móðurhlutverkið er það mikilvægasta og merkilegasta hlutverk sem þær hafa nokkru sinni tekið að sér? Og hvaða samfélagshópur myndi gagnrýna þá konu mest? Aðrar konur?
ynslóðin mín er fyrsta kynslóð kvenna sem er útivinnandi og vinnur fullan vinnudag. Kynslóð móður minnar er kynslóð brautryðjendakvenna sem var fyrsta kynslóðin til þess að fara út á vinnumarkaðinn en það var alls ekki algilt að allar konur væru útivinnandi né heldur að þær ynnu fullan vinnudag og eiga þakkir skildar fyrir þá baráttu. Mæður voru oft heimavinnandi sjónarhóll fyrstu árin eftir að börnin fæddust og fóru svo aftur á vinnumarkaðinn þegar þau voru komin í skóla og unnu jafnvel bara hálfan daginn. Þannig var það að minnsta kosti í Borgarnesi, þar sem ég ólst upp, enda voru konur á þessum árum flestar í svokölluðum hefðbundnum kvennastörfum, umönnunar- og þjónustustörfum, þar Sigríður sem þeim gafst ef til vill frekar tækiDögg færi til þess að vinna hlutastarf. Auðunsdóttir Nú er hins vegar öldin önnur. sigridur@ Við „nútímakonur“ vinnum fullan vinnudag, erum ekki lengur bundnar frettatiminn.is við hin „hefðbundnu kvennastörf“ og gerum almennt sömu kröfur til okkar á vinnumarkaði og karlar. Ég ætla ekki að tala um það hér, hve konur hafa borið skarðan hlut frá borði í jafnréttisbaráttunni, að núna vinna þær bæði fullan vinnudag til jafns við karla en bera um leið til viðbótar alla þá ábyrgð á börnum og heimili sem þær áður gerðu í fullu starfi. Það er sem betur fer að breytast. Þeir karlar sem ég þekki taka jafnan þátt í heimilisstörfum og konurnar og sinna börnum til jafns. Þær konur sem ég þekki eru hins vegar
Olíufélögin sýknuð af skaðabótakröfu Olíufélögin voru sýknuð af skaðabótakröfu í tveimur málum þar sem þau voru sökuð um ólögmætt olíusamráð. Annars vegar var um að ræða útboð á olíuviðskiptum Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar og hins vegar í viðskiptum Vegagerðarinnar.
Hvers vegna fyndist mér ég vera að bregðast börnunum mínum (ekki nógu góð fyrirmynd) og samfélaginu öllu (ekki sannur femínisti) ef ég væri heimavinnandi?
800
umsóknir bárust um sumarstörf flugfreyja og flugþjóna hjá WOW air. 50-60 fá vinnu en alls munu um 100 starfa sem flugliðar hjá félaginu.
25
ár eru þangað til Knattspyrnufélagið Haukar má stofna til nýrra skulda, samkvæmt samningi við Hafnarfjarðarbæ. Bærinn pungar út 270 milljónum króna fyrir íþróttamannvirki Hauka til að bjarga fjárhag félagsins.
8
milljarða króna hreinn hagnaður varð á rekstri bandaríska álrisans Alcoa, móðurfélags Fjarðaáls, á fjórða ársfjórðungi síðasta árs.
100
kvikmynda- og sjónvarpsverk voru send inn til Eddunnar ár. Tilnefningar til Edduverðlaunanna verða kynntar 30. janúar og hátíðin verður svo haldin 16. febrúar.
Kia cee’d Árgerð 2011, 105 hestafla bensínvél, beinskiptur 5 gíra, ekinn 36.000 km, 6 ár eftir í ábyrgð. Aksturstölva, aðgerðarstýri, geislaspilari, hiti í sætum, fjarstýrðar samlæsingar, þjófavörn, rafdrifnir speglar og margt fleira. Eyðir aðeins 5,8 l/100 km í blönduðum akstri.*
Verð: 2.490.000
kr.
Mánaðarleg afborgun: 22.339 kr.** *Skv. uppgefnum meðaleyðslutölum frá framleiðanda.
-
Gæða bíll
ASKJA NOTAÐIR BÍLAR
**Miðað við1.200.000 kr. útborgun í peningum eða með uppítökubíl ásamt láni frá ERGO til 84 mánaða. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 11,72%. Vextir: 9,70%.
Kletthálsi 2 · Sími 590 2160 · notadir.is
Opið frá kl.10-18
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 2 - 0 9 1 3
Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú tvö fíkniefnamál, þar sem tveir karlmenn reyndu að smygla kókaíni til landsins. Annar var tekinn með 600 grömm innvortis en við leit á hinum fundust 300 grömm.
milljónir króna þarf söngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir að greiða Cal Worthington, fyrrum eiginmanni sínum, samkvæmt bráðabirgðaúrskurði dómara í Los Angeles. Worthington staðhæfir að Anna hafi tekið peningana af reikningi sínum meðan þau voru gift.
13-0033 H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A
Á morgun opnum við
Heimili upplýsingatækninnar Nýja verslunin okkar sameinar mó öku, fundarstað, sýningarsal og kaffihús. Skemmtileg umgjörð fyrir góð samskipti Versluninni er ætlað að vera þægilegur ve vangur fyrir samskipti starfsfólks okkar og viðskiptavina. Hún er staðurinn þar sem við greinum þarfirnar og veitum ráðgjöf. Þar gegnir kaffihúsið lykilhlutverki. Te & Kaffi sér um að töfra fram ljúffenga kaffidrykki.
Upplýsingatækni á einum stað Verslunin er skipulögð til að spanna þarfir atvinnulífsins í upplýsingatækni frá A til Ö: vélbúnaður, hugbúnaður, ráðgjöf og rekstrarþjónusta. Vöruúrvalið er ölbrey , enda flest þekktustu vörumerki veraldar á sviði upplýsingatækni meðal samstarfsaðila okkar.
Velkomin í nýju verslunina okkar við
Guðrúnartún og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig
Guðrúnartún 10 | 105 Reykjavík | Sími 440 9000 | advania@advania.is | www.advania.is
Spennandi opnunartilboð Inspiron fartölva Kingston Samsung Freecom Urbanears áður 159.900 kr. flash minni Galaxy Tab 2 10.1" flakkari heyrnartól núna 124.900 kr. 30% afslá ur 59.990 kr. 20% afslá ur 10% afslá ur
Ásgeir Trausti
heldur lé a síðdegistónleika kl. 15.
Te & Kaffi býður upp á ilmandi Macchiato.
t s f e H ag íd
Riiiiiiiisa
a l a úts
20-60%
afsláttur
Öll smávara 20%
40%
afsláttur
laraMie sófasett microfiber áklæði. Stóll: B: 111 H: 95 B: 95, 2 sæta sófi B:170 D:95 H:95 cm. 3 sæta B:220 D:95 H:95 cm. laraMie 3ja sæta sófi
laraMie stóll
139.990 verð: 179.990
laraMie 2ja sæta sófi
179.990 159.990 verð: 229.990
afsláttur
laraMie Hægindastóll
119.990 verð: 199.990
verð: 199.990
30%
55.990 verð: 79.990
20% afsláttur
69.990
afsláttur
dorHester Sófaborð með gleri. L: 121 B: 71 H: 46 cm.
verð: 99.990
30%
aspen La-z-boy stóll. Svart leður á slitflötum.
afsláttur
HM la-z-BOy
Tilboð á La-z-boy í tilefni HM í handbolta
HúsgagnaHöllin
arland bakborð með gleri. B: 121 D: 46 H: 71 cm.
69.990 fullt verð 99.990
arinn elise Mahogany og antik hvítur B:93 D:28 H:78 cm
• B í l d s h ö f ð a 2 0 • Re y k j a v í k • s í m i 5 5 8 1 1 0 0
opið
Virka daga 10-18, laugard. 10-18 og sunnud. 13-18
allt að
0 6 a
ægindastólar | sófar | sófasett | H ofuBorð | sófaBorð | Borðst | svefnsófar | Borðstofustólar | Borðstofuskápar rð | BakBorð | HornBo
%
púðar | dúkar | BoduM-sMávara |
afsláttuR
o.fl. | o.fl. | o.fl.
%
r
159.990
CeliCo tungusófar (hægri og vinstri) Stærð: 225 x 90 x 160 (tunga) H 85 cm. fullt verð 229.990 Rautt, svart eða ljóst slitsterkt áklæði. Aukahlutur á mynd CeliCo hnakkapúði. Fullt verð 19.900. tIlBOðsverð 13.990
30% afsláttur
CeliCo 2 sæta Stærð: 180 x 90 x H 85 cm. Rautt, svart eða ljóst slitsterkt áklæði.
89.990
CeliCo 3 sæta Stærð: 220 x 90 x H 85 cm. Rautt, svart eða ljóst slitsterkt áklæði.
fullt verð 129.990
50%
111.990 fullt verð 159.990
34% afsláttur
afsláttur
CluB lux stóll Stærð: 73 x 74 x H 75 cm Svart leður
49.990 fullt verð:99.990
30% fullt verð 29.990
229.990 fullt verð 349.990
afsláttur
pluMp stóll Litur: Fjólublár. Einnig fáanlegur svartur og hvítur
mi aRtí n u Opn ina
lg 8 e H um . 10-1 lau . 13-18 n sun elkOmin/
36%
afsláttur
20.990
sting tungusófi. B 257 H 82 Hægri-tunga 152 cm. Svart leður.
Belina borðstofuborð stækkanlegt með 2 stækkunum L 170/270 B 100 H 74 cm.
uV VeRt
69.990 verð: 109.900
0% vextir
- Húsgagnahöllin býður upp á vaxtalaus lán til allt að 12 mánaða
14
viðtal
Helgin 11.-13. janúar 2013
Óhugsandi að eignast barn í pappakassa Hanna Borg Jónsdóttir lauk lögfræði við Háskóla Íslands meðan hún bjó í fimm löndum og vann hjálparstarf í Afríku. Hún er sambýliskona landsliðsmanns og atvinnumanns í handbolta og þarf því að hafa fyrir því að finna leiðir til að láta drauma sína rætast þótt hún búi oft í ferðatösku. Henni fannst samt óhugsandi að eignast barn í pappakassa og þurfti tíma til að sætta sig við að flytja frá Þýskalandi til Frakklands mánuði eftir væntanlega fæðingu frumburðarins.
H
anna Borg Jónsdóttir lauk lögfræði við Háskóla Íslands meðan hún flakkaði milli fimm landa því hún var staðráðin í því að láta starf sambýlismannsins, handboltamannsins Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar, ekki standa í vegi fyrir því að hún léti sína eigin drauma rætast. Þrátt fyrir að þau hafi verið saman í níu ár var það ekki fyrr en við fæðingu frumburðarins, Tuma, fyrir sjö mánuðum að Ásgeir gat vænst þess að Hanna ílengdist í sama landi og hann. Nú er Hanna að sinna móðurhlutverkinu og nýtur þess til hins ítrasta. Hún notaði hins vegar meðgönguna til þess að sinna spennandi starfi hjá utanríkisráðuneytinu og var því á Íslandi – en Ásgeir spilaði í Hannover í Þýskalandi. „Það voru svolítil vonbrigði hjá Ásgeiri, að ég skyldi fara til Íslands á meðgöngunni. Þegar ég útskrifaðist úr lögfræðinni haustið 2011 átti fjarbúðinni að vera lokið. Ég sótti um starf hjá utanríkisráðuneytinu áður en ég varð ólétt, var með einhverja drauma um að ég fengi kannski vinnu í Berlín, en bauðst starf á Íslandi. Ég ákvað að slá til, þetta yrðu bara sex mánuðir og eftir á er hann alveg jafn ánægður og ég með að ég skyldi hafa gert það sem mig langaði,“ segir Hanna.
Ekkert sérstakur handboltaaðdáandi
Við hittumst á æskuheimili Hönnu sem dvelur nú í foreldrahúsum á meðan Ásgeir Örn leikur lykilhlutverk í íslenska handboltalandsliðinu á heimsmeistaramótinu sem fram fer á Spáni nú í janúar. Fyrsti leikur Íslands er 12. janúar og er ekki laust við að Hanna sé spennt fyrir mótinu því hún mun sjá mun meira af Ásgeiri sínum á skjánum nú en oft áður. „Ég er ekkert sérstaklega mikill handboltaaðdáandi, mér finnst bara gaman að horfa á hann,“ viðurkennir hún. „Þess vegna verður gaman að horfa núna því hann verður miklu meira inn á,“ segir Hanna og hlær. Ásgeir Örn er örvhentur og spilar í stöðu hægri skyttu, sömu stöðu og handboltahetjurnar Ólafur Stefánsson og Alexander Petersson. Hann hefur því þurft að sitja á varamannabekknum mikinn hluta leiktímans í þau níu ár sem hann hefur spilað með landsliðinu en nú er hans tími kominn. Hvorki Ólafur né Alexander eru í liðinu að þessu sinni vegna meiðsla og er Ásgeir Örn því aðalmaðurinn í stöðunni. Fyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, segir Ásgeir Örn reyndar vanmetnasta leikmann liðsins og því er við miklu að búast af Ásgeiri á komandi dögum.
„Ásgeir var voða spenntur að segja mér frá því að honum hefði borist tilboð um að leika í París því hann vissi að París og Frakkland voru svolítið mitt,“ segir Hanna sem hafði tekið eitt ár af meistaranáminu í lögfræði í París. Auk þess hafði hún unnið í Frakklandi nokkur sumur og því reiprennandi í frönsku. „Ég fékk hins vegar nett sjokk. Ég var orðin ófrísk, komin fimm mánuði á leið, og við vorum búin að koma okkur svo vel fyrir í Hannover. Mér fannst einhvern veginn óhugsandi að vera komin í pappakassa þegar barnið fæddist,“ segir Hanna. Ljósmynd/Hari
Tvíburasystir Jóns Jónssonar tónlistarmanns
Æskuheimilið er neðarlega í Setbergshverfinu í Hafnarfirði en Hanna er ein af fjórum systkinum og tvíburasystir tónlistarmannsins Jóns Jónssonar. Yngri bróðir þeirra er einnig þekktur fyrir tónlist sína, Friðrik Dór. Elst er systirin María Mjöll, sem búsett er í New York. Hanna og Jón eru sláandi lík. Aðspurð segir hún þau mjög samrýmd þótt samband þeirra hafi að sjálfsögðu breyst eftir að þau eignuðust sína eigin fjölskyldu. „Mér finnst ég ofboðslega heppin að vera tvíburi, og á móti strák og að við skulum vera svona góðir vinir. Það er erfitt að útskýra það, en maður á bara alltaf félaga sem er alltaf til staðar og veit allt og maður þarf aldrei að útskýra neitt,“ segir Hanna. „Ég var líka þannig að þegar hann var að koma fram, sem hann gerði líka mikið af þegar við vorum yngri, þá var ég alltaf fremst meðal áhorfenda alveg grátandi ég var svo
Það voru svolítil vonbrigði hjá Ásgeiri, að ég skyldi fara til Íslands á meðgöngunni. Þegar ég útskrifaðist úr lögfræðinni haustið 2011 átti fjarbúðinni að vera lokið.
stolt af honum,“ segir hún og hlær. Hanna og Jón voru þekkt meðal samnemenda í Versló. Þau tóku saman þátt í uppfærslum á nemendasýningum og voru afskaplega samrýmd. Þau áttu saman bíl og eyddi Hanna ómældum tíma í að bíða eftir Jóni þegar þau voru á leið heim saman. „Hann var algjört félagsmálaljón og þekkti alla í skólanum með nafni. Hann þurfti alltaf aðeins að spjalla og ég beið og beið,“ segir hún og hlær. Gert var grín að þessu í skopmynd af Hönnu í útskriftarbók Verslinga þar sem teiknuð er talbóla á myndinni og Hanna segir: „Jón, ertu ekki að komaaa?“. Hanna lýsir þessu hlæjandi. En hún bíður ekki eftir manninum sínum á meðan hann sinnir sínum starfsferli. Hún gerir allt sem hún ætlar sér á meðan.
Of lítil til að fórna sér
Þau urðu par þegar Ásgeir Örn var að útskrifast úr Versló og hún var að ljúka þriðja ári. „Við náðum að
vera saman í eitt ár á Íslandi en svo bauðst Ásgeiri að spila með liði í Lemgo í Þýskalandi. Ég flutti út með honum árið 2005, strax eftir útskriftina og var í fjarnámi í íslensku við HÍ og í þýskuskóla. En eftir ár fann ég að við værum of lítil til þess að ég gæti fórnað mér svona, en ég var bara 19 ára þegar við fluttum út. Ég flutti því aftur heim til Íslands og byrjaði í lögfræðinni. Við vorum í fjarbúð á meðan á náminu stóð og tókum líka einhverja pásu á sambandinu á þessum tíma. Ég hef alltaf sagt með fjarbúð að ef hún á að ganga upp þá þarf maður að vita hvenær hún er búin og alltaf að vita hvenær þið hittist næst, þetta gekk því þegar það lá ljóst fyrir.“ Hanna lét langþráðan draum sinn rætast haustið 2008 og fór til SuðurAfríku og vann sem sjálfboðaliði á munaðarleysingjahæli í tvo mánuði en ferðaðist svo í þrjár vikur í viðbót um Afríku þar sem hún heimsótti Namibíu, Botswana og Simbabwe. „Það var draumur minn allt frá því
að ég var lítil stelpa að sjá Afríku og dveljast þar. Ég er afskaplega hrifin af börnum og hafði því séð fyrir mér í langan tíma að vinna með börnum í Afríku og láta gott af mér leiða. Það er verst að ég gat ekki verið lengur, en vonandi gefst mér tækifæri á að fara aftur í framtíðinni. Mannréttindi eiga hug minn allan í lögfræðinni og því aldrei að vita nema ég geti nýtt mér það við hjálparstörf í Afríku,“ segir Hanna. Aðspurð segir hún tvennt merkilegast við þessa reynslu sína: „Annars vegar að upplifa það að ganga um í fína hluta Höfðaborgar annan daginn, þar sem ferðamannalífið blómstrar, göturnar eru fullar af fínum bílum og fólkið vel klætt en fara svo í vinnuna hinn daginn, í hinn hluta borgarinnar, þar sem fátæktin er gífurleg, fólk býr í rafmagns- og vatnslausum kofum og þar sem ég þurfti að fela það að ég væri hvít, með húfum og klæðum. Ójöfnuðurinn var svo æpandi og hræðilegur að Framhald á næstu opnu
A L A S R A G RÝOGMALILNT Á AÐ SELJAST NÝTT KORTATÍMABIL · BYSSUSKÁPAR Á MIKLUM AFSLÆTTI · HAGLASKOT Á SMÁAFSLÆTTI · FLUGUSTANGIR Á ÓTRÚLEGUM AFSLÆTTI · VEIÐIJAKKAR Á OFSAFENGNUM AFSLÆTTI · FLUGULÍNUR Á SVAKALEGUM AFSLÆTTI · RIFFLAR Á GRÍÐARLEGUM AFSLÆTTI · VÖÐLUR Á STÓRFENGLEGUM AFSLÆTTI · VEIÐIHJÓL Á HRIKALEGUM AFSLÆTTI · SPÚNAR Á SVÍVIRÐILEGUM AFSLÆTTI · TAUMAR OG SÖKKENDAR Á AFSLÆTTI · GÆSAGALLAR Á LYGILEGUM AFSLÆTTI · KASTSTANGIR Á KLIKKUÐUM AFSLÆTTI · HAGLABYSSUR Á ÓHEYRILEGUM AFSLÆTTI · STRANDVEIÐIHJÓL Á MIKLUM AFSLÆTTI · GERVIGÆSIR Á MÖGNUÐUM AFSLÆTTI · KAYAKAR Á FLOTTUM AFSLÆTTI FULLT AF ALLSKONAR Á HÁLFVIRÐI
OPIÐ TIL 18 FÖSTUDAG 10 TIL 16 Á LAUGARDAG 12 TIL 16 Á SUNNUDAG
Við lokum Sportbúðinni. Allar vörur á miklum afslætti.
KRÓKHÁLSI 4 - 110 REYKJAVÍK - SÍMI 517 8050 MÁN. TIL FÖS.- 10 TIL 18 /// LAU. - 10 TIL 16
16
viðtal
Helgin 11.-13. janúar 2013
mér, komandi frá Íslandi, brá gífurlega og ég gat einfaldlega ekki vanist þessu. Við erum svo sannarlega heppin hér á Íslandi og það er meira sem þau eiga langt í land þarna niður frá,“ segir hún. „Hitt sem mér fannst merkilegast var svo hversu kátt og lífsglatt fólkið í fátækari hlutanum gat verið. Það dansaði og söng og sparaði ekki brosið. Það sama átti við um fólkið í hrörlegu þorpunum sem ég heimsótti á ferðalaginu. Ég hugsa nú oft til þeirra þegar ég verð pirruð út af smámunum eða eftir að hafa kvartað yfir því að „eiga ekkert til að fara í“, með fataskápinn fullan af heilum fötum,“ segir hún.
Himinsæll Parísarbúi
Hugur Hönnu stendur til þess að starfa hjá alþjóðlegri stofnun í París, þar sem hún býr núna. Ásgeir Örn skrifaði undir samning við Paris Saint Germain síðastliðið vor ásamt öðrum Íslendingi, Róbert Gunnarssyni landsliðsmanni, og fluttu þau Hanna til Parísar í sumar. „Ásgeir var voða spenntur að segja mér frá því að honum hefði borist tilboð um að leika í París því hann vissi að París og Frakkland voru svolítið mitt,“ segir Hanna sem hafði tekið eitt ár af meistaranáminu í lögfræði í París. Auk þess hafði hún unnið í Frakklandi nokkur sumur og talar því reiprennandi í frönsku. „Ég fékk hins vegar nett sjokk. Ég var orðin ófrísk, komin fimm mánuði á leið, og við vorum búin að koma okkur svo vel fyrir í Hannover. Mér fannst einhvern veginn óhugsandi að vera komin í pappakassa þegar barnið fæddist. Mér fannst líka erfitt að geta ekki séð mig fyrir mér heimili barnsins og ég þurfti því langan aðlögunartíma til að venjast hugmyndinni, þó
ég sé himinsæll Parísarbúi í dag. Þetta kom Ásgeiri á óvart því hann hélt ég yrði svo glöð yfir því að flytja til Parísar,“ segir Hanna. En þannig er einmitt líf atvinnumanna í íþróttum og fjölskyldna þeirra, eilíf aðlögun að nýjum stað. Hanna segist hafa tekið þann pólinn í hæðina að einsetja sér að aðlagast á hverjum stað eins og þau séu komin til að vera. „Við komum okkur upp fallegu heimili þótt maður þurfi svo að pakka því saman. Þannig er maður líka fljótari að koma sér fyrir á nýjum stað. Auðvitað verðum við bæði kát þegar við flytjum til Íslands að eiga þessa reynslu að baki, hún er ómetanleg“ segir hún. Þau eru sammála um að framtíðarheimili fjölskyldunnar sé á Íslandi og hefur Ásgeir Örn verið að undirbúa sig smám saman undir nýjan starfsferil að loknum handboltaferlinum og lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst. „Ætli við komum ekki heim áður en Tumi byrjar í skóla,“ segir Hanna. „Annars veit maður aldrei.“
Vinahjónin í boltanum skilja okkur
Hanna og Ásgeir hafa eignast vini fyrir lífstíð í öðrum pörum og hjónum í sömu stöðu og þau. „Við erum náttúrulega úr takti við flesta. Fólk skilur í raun ekkert hvað við erum að gera en við skiljum hvort annað. Félagarnir í handboltanum eyða fáránlega miklum tíma saman og eru því mjög nánir vinir og fyrir vikið höfum við konurnar orðið mjög góðar vinkonur. Ásgeir á til að mynda eftir að sakna Arnórs [Atlasonar] rosalega mikið á þessu móti því þeir eru mjög góðir vinir og hafa verið saman í herbergi í öllum ferðum landsliðsins, fyrst unglingalandsliðanna og svo A-
ÚTSALA SkApAriNN · 20% HiLdur YeomAN · 10% Liber · 10% reY · 10-40% mArTA JóNSSoN · 30-60% HeLicopTer · 10% miNk · 10% GLiNG GLó · 20%
bara að reyna að láta þetta ganga rétt á meðan þessu stendur. Þetta eru flestallar hörkuduglegar stelpur sem þurfa að hafa meira fyrir því að finna leiðir til að sinna sínu eða einfaldlega bíða með það. Ég er glöð að ég hafi hlustað á sjálfa mig og lokið við menntun. Það er bara ekki í mínum karakter að gera annað. Auðvitað er það ekki heldur hollt fyrir sambandið ef annar aðilinn bíður bara í tíu ár,“ segir hún.
Breyttir tímar
Aðspurð segist Hanna alveg finna fyrir fordómum í garð eiginkvenna íþróttamanna, jafnt handbolta- sem fótboltamanna. „Ég finn alveg fyrir skilningsleysi á því hvað konurnar séu eiginlega að gera. En þær eru bara að reyna að láta þetta ganga rétt á meðan þessu stendur. Þetta eru flestallar hörkuduglegar stelpur sem þurfa að hafa meira fyrir því að finna leiðir til að sinna sínu eða einfaldlega bíða með það.“ Ljósmynd/Hari
landsliðsins, í 15 ár. Þeir gista því saman í herbergi og stundum rúmi í samtals heilan mánuð á ári,“ segir Hanna og hlær. Hanna og Ásgeir búa í 15. hverfi í París, rétt við Eiffel-turninn. Það er sama hverfi og Hanna bjó í þegar hún var í háskólanáminu í París og er hún því heimavön þar. „Það eru forréttindi að geta fengið að vera heima með barnið sitt eins lengi og maður vill,“ segir hún. „Ég ætla að njóta þess eins lengi og mér líður vel með það. Það er allt of mikill þrýstingur á konur að fara út að vinna eins fljótt og kostur er, bæði frá samfélaginu og svo frá okkur sjálfum. Þó svo að kvenfrelsisumræðan sé komin langt á veg á Íslandi og jafnrétti meira þar en víða annars staðar þá finnst mér það oft koma niður á frelsi kvenna til þess að velja að vera heima. Það þykir
ekkert sjálfsagt. Ég mun fara út að vinna, sennilega næsta haust, en er ekkert að stressa mig á því. Ég ætla að vera heima fyrst ég get það,“ segir hún. „Það eru auðvitað forréttindi að hafa tækifæri til að kynnast mismunandi löndum og þjóðum, læra ný tungumál, eiga allan þennan tíma saman og hafa það gott. Því var alveg kominn tími á að slaka á og njóta þess því þegar við flytjum heim taka svo að öllum líkindum við 30 ár af venjulegri 9-5 vinnu,“ segir hún.
Finnur fyrir fordómum
Aðspurð segist Hanna alveg finna fyrir fordómum í garð eiginkvenna íþróttamanna, jafnt handbolta- sem fótboltamanna. „Ég finn alveg fyrir skilningsleysi á því hvað konurnar séu eiginlega að gera. En þær eru
Það besta við starf atvinnuíþróttamannsins er hve mikið hann getur sinnt fjölskyldunni, að mati Hönnu. „Það er frábært fyrir Tuma hve mikinn tíma hann fær með pabba sínum og gaman að sjá Ásgeir blómstra í pabbahlutverkinu. Þessa ber að njóta og þakka fyrir. Það eru svo breyttir tímar hvað þetta varðar, pabbi minn vann til dæmis myrkranna á milli og ég tala nú ekki um afa mína. Amma hafði það einmitt á orði í jólaboðinu í ár, þegar hún fylgdist með Ásgeiri og tveimur frændum mínum sem einnig eru atvinnumenn, nostra við að gefa litlu börnunum grautinn sinn – „Sjá þessa ungu feður í dag! Þetta eru sko breyttir tímar!“,“ segir hún brosandi. „Ásgeir grínast með það að þegar handboltaferlinum lýkur munum við hafa hlutverkaskipti og ég verði stjörnulögfræðingur á Íslandi. Ég hef reyndar engan áhuga á því en jú, kannski fer hann í meira nám og ég verð fyrirvinnan. Það getur vel verið. Við horfum bara á það þegar að því kemur. Þetta er bara tímabil sem tekur enda sem við njótum á meðan er,“ segir Hanna Borg. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is
Útsalan er hafin Yfir 70 íslensk vörumerki á einum stað! bóAS · 40% SuNbird · 30% SciNTiLLA · 10% birNA · 30% HuGiNN muNiNN · 10-15% muNdi · 30% SápuSmiðJAN · 40% ÍriS · 20% Færið · 25% HeNdrikkA WAAGe · 30% GuST · 10-30%
Go WiTH JAN · 30% birNA · 20-30% LÚkA · 20-40% HLÍN reYkdAL · 15% HANNA FeLTiNG · 20-30% poSTuLÍNA · 10% STáSS · 15% VÍk prJóNSdóTTir · 20% e-LAbeL · 30% eVA LÍN · 30% iGLó · 40%
Næg bílastæði í bílahúsinu beint á móti atMO
atmo.is | s. 552-3600 | Laugavegur 91
Og þú sem hélst að þú hefðir enga ástæðu til að fara á fætur fyrir hádegi á laugardögum...
Pálsson & Litli
á laugardögum 9.00 - 12.20
... fyrst og fremst
r
kíktu á uppskriftir á zt Boo gottimatinn.is
allt fyrir booztið
Jarðarberja boozt
Engifer & chili Boozt
Jarðarberjaskyr 170g Frosin jarðarber 120g Döðlur frá Himneskt 3 stk. Super berrys safi 100ml (Berry company) Klakar
Peruskyr 170g Ferskt engifer 6g Rauður chilipipar ferskur 4g Döðlur frá Himneskt 4 stk. Bláber 50g Super berrys safi 80ml (Berry company) Klakar
mangó & ferskju boozt Ferskjuskyr 170g Mangó bitar frosnir 120g Ferskja 1 stk. Himnesk chia fræ 1 tsk. Super berrys safi 80ml (Berry company) Klakar
20% Afsláttur á kassa
orange mix Hleðsluskyr hreint 200g Philips blandari Orange mix blanda 120g 350W Philips blandari (mangó-epli-mandarínur-gojiber) með 1,5 lítra glerkönnu. Goji berjasafi 80ml (Berry company) Döðlur frá Himneskt 3 stk. Klakar
nýtt Nýr girnilegur gott í matinn uppskriftabæklingur með heilsuréttum
10% Afsláttur á kassa
heilsurét
af gottim
tir
atinn.is
100% kjúklingakjöt án allra aukefna
Holtabringur og Holta lundir, minna en 1% fita. Hollara en Holta verður það ekki!
25%
25%
Afsláttur á kassa
kjúklingabringur2.249kr/kg ferskar
verð áður 2.998.-
25%
Afsláttur á kassa
kjúklingalundir ferskar
2.249kr/kg
verð áður 2.998.-
Afsláttur á kassa
kjúklingalÆrI fersk og úrbeinuð
1.799kr/kg
verð áður 2.398.-
findus wok réttir
30%
599kr
Afsláttur á kassa
a 4% fit Laxaflök fersk
1.819kr/kg
verð áður 2.598.-
grænt og gómsætt
Ungnautahakk aðeins 4% fita
1.698kr/kg
25% Afsláttur á kassa
verð áður 2.098.-
f findus grænmeti g
HÄlsans sojaréttir í úrvali
20% Afsláttur á kassa
Kjúklingur • Borgarar • Falafel bollur • Bollur • Sesam naggar • Pylsur • Snitsel
heilsa í hagkaup klórella þörungar með mikið magn af próteini, járni og andoxunarefnum.
Ný t t
aup í Hagk
Blómafrjókorn
r Nupo kynninga
eru góður próteingjafi, innihalda mikið af vítamínum og andoxunarefnum.
lind Í Kringlunni og Smára sunnudag. og g rda föstudag, lauga
Blæjuber
nupo næringarfæðið
Burger hrökkbrauð
Einhver áhrifamesta og öruggasta aðferð sem þekkist þegar markmiði er að léttast, vottað af læknum og lyfjafræðingum.
Hugsið um hollustuna! Enginn viðbættur sykur og ekkert ger.
nýtt
20% Afsláttur á kassa
macaduft
ingar Lima súpu kynn í ag og í Garðabæ í dag föstud rdag. ga lau n rgu mo á i nn Skeifu
nýtt
20%
20% 0%
hveitigras
Afsláttur á kassa
Afsláttur á kassa
Anna rósa mixtúrur Fjallagrös og fíflarót: styrkir lifur og hreinsar meltingu. Fíflablöð og birki: dregur úr bjúg og stirðleika í liðum. Sólhattur og hvönn: styrkir ónæmiskerfið. Fæst í Spönginni,
Bio-kult Candéa
mysmoothie
Lima ima súpur
hefur reynst vel bæði til að fyrirbyggja og meðhöndla Candida sveppasýkingu. 100% náttúruvara.
100% ávextir
Lífrænar súpur frá Lima - margar tegundir.
nýtt
Garðabæ og Smáralind
íslenskar kryddspírur •Íslensk framleiðsla •Lífrænt ræktað •Engin aukaefni
Amino energy Frábær orkudrykkur sem hægt er að drekka hvenær sem er yfir daginn til að fá auka orku.
20% Afsláttur á kassa
Blaðlauksspírur, alfa alfa spírur, brokkolí og smáraspírur, grænar ertuspírur, mungbaunaspírur, radísur og china rose spírur
r Aloe kynninga
ag, í í Garðabæ í dag föstud gardag Spönginni á morgun lau g. da nu og í Smáralind á sun
20% Afsláttur á kassa
20% Afsláttur á kassa
Biomega barnavítamín
okf Aloe vera king Acaiberja, bláberja og gojiberja
Hollt og gott salöt
295kr/stk v.á. 339 v
NUTrAmINo ICE TEA, isotonic og red fuel
20
viðtal
Helgin 11.-13. janúar 2013
Það á að knésetja mig Mikið hefur verið rætt um framkomu Íslendinga á vefmiðlum sem stundum er einstaklega orðljót og oft rætin í garð fólks í opinberri umræðu. Svo virðist sem ákveðnar konur geti sett allt á annan endann með því einu að tjá sig um málefni líðandi stundar. Framsóknarkonur sendu í fyrra frá sér ályktun þar sem hegðun nokkurra þekktra einstaklinga, meðal annars Egils Helgasonar, í garð þingkonunnar Vigdísar Hauksdóttur var harðlega gagnrýnd. Þær vildu tengja síendurtekna hegðunina einelti. Fréttatíminn sótti Vigdísi heim á skrifstofur Framsóknarflokksins þar sem hún ræddi um netmiðlana, áhrif ummælanna og krákurnar á þinginu.
Vigdís Hauksdóttir segir að eineltishegðunin einskorðist ekki við netmiðlana, heldur nái hún inn í þinghúsið. Hún finni fyrir kerfisbundinni niðurlægingu. Ljósmynd/Hari
M
ín tilfinning er sú að það eigi að knésetja mig, knýja mig til uppgjafar. En ég ætla ekki að gefast upp,“ segir þingkonan Vigdís Hauksdóttir. Vigdís hefur ekki farið varhluta af netumræðunni svokölluðu, sem á það til að verða mjög persónuleg og rætin. Hún segir það hafa verið erfiðast við fráfall barnsföður síns að halda andlitinu. „Fólk áttar sig ekki á því að á bak við hverja manneskju er heimilislíf og tilfinningar.“
Erfiðast fjölskyldunni við fráfall barnsföður
Á skrifstofu framsóknarmanna við Austurstræti var vel tekið á móti blaðakonu, rjúkandi kaffibolli beið og skilaboð frá Vigdísi, sem seinkaði um nokkrar mínútur. Við komuna útskýrði Vigdís að þrátt fyrir að vera í nýársátaki hefði hún átt erfitt með að koma sér af stað árla morguns. „Ég er ennþá að ná upp rútínunni,“ segir hún og hlær. Vig-
dís er manneskjuleg og tekur sjálfa sig ekki hátíðlega, hún er hlý, opin og beinskeytt. Af einhverjum ástæðum er hún þó einn umtalaðasti alþingismaður Íslendinga og allir virðast hafa á henni skoðun. Það virðist einnig vera lögmál netheima að gera lítið úr persónu hennar í athugasemdakerfum, í stað þess að gagnrýna hana málefnalega. Vigdís hefur sterkar og oft umdeildar skoðanir sem hún hikar ekki við að bera á torg. Mörgum þykir hún íhaldssöm en hún segist aðeins reyna að vera fylgin og samkvæm sjálfri sér. Slíkt geti þó oft reynst henni erfitt í vinnuumhverfinu. Hún útskýrir að hún sé mikill stríðsmaður og reyni að láta mótbyrinn sem minnst á sig fá. „Ég hef reynt að horfa á það þannig að auðvitað fylgi þetta starfinu upp að einhverju marki. Ég hef mikið sjálfstraust og þess vegna hef ég þann eiginleika að loka á þetta. Ég hef oft hugsað um það hvernig þingmennskan horfir við ungum konum,
kannski með börn. Þær hljóta einhverjar að spyrja sig hvort að þetta sé þess virði. Ég átti spjall við nokkra þingmenn og þá voru málefni kvenna í pólitík rædd. Þar var þeirri spurningu velt upp hvers vegna svo margar efnilegar konur væru að hætta þingmennsku, en okkur taldist til að þær væru sjö sem vitað er um. Það má nefnilega alveg velta því fyrir sér af hverju konur verði svona illa fyrir barðinu á netheimum.“ Hún nefnir sem dæmi kollega sinn, Lilju Mósesdóttur, sem hún segir að sé ein þeirra sem fái virkilega að finna fyrir illu umtali, innan jafnt sem utan þings. „Þó ég sé tiltölulega ónæm orðin þá verður það sama ekki sagt um fólkið mitt. Ég bað börnin mín fyrir löngu að lesa ekki athugasemdakerfin, því auðvitað hefur þetta áhrif á þau. Ég veit ekki hvort að fólk geri sér grein fyrir því að á bak við þingmenn, eða þann sem spjótin beinast að hverju sinni, standi fjölskylda, jafnvel börn. Ég má teljast heppin
að mamma er gömul og ekki nettengd, því hún myndi aldrei þola þetta. Ég veit að hún hlustar stundum á útvarp Sögu og þar vellur oft upp úr flórnum um mig í beinni. Hún skilur ekki hvernig ég þoli þetta, í raun skil ég það ekki alveg sjálf.“
Tveggja barna móðir
Vigdís Hauksdóttir er fædd á Selfossi árið 1965. Foreldrar hennar voru bændur og Vigdís menntaði sig í garðyrkju á yngri árum. Hún var fyrsti Íslandsmeistarinn í blómaskreytingum og var kennari við blómaskreytingabraut Garðyrkjuskólans á Reykjum. Hún átti blómaverslun um árabil, eða þangað til hún ákvað að leggja fyrir sig lögfræði. Hún er með BS próf í viðskiptalögfræði og lögfræðipróf frá Háskólanum á Bifröst, auk þess að hafa viðbótargráðu í skattarétti. „Menntun mín hefur oft verið dregin í efa í umræðunni og einnig trúverðugleiki skólans fyrir að hafa útskrifað mig.
viðtal 21
Helgin 11.-13. janúar 2013
Einnig er mér oft sagt að hypja mig aftur í blómin, eða það er gert grín að þeirri fortíð minni og hún smættuð niður í eitthvað heimskulegt. Það er með ólíkindum hvað fólk teygir sig langt.“ Vigdís á tvö börn með fyrrum maka sínum, þau Sólveigu og Hlyn. Hún skildi árið 2002 en fyrrverandi maður hennar lést árið 2010. Á sama tíma gekk, að sögn Vigdísar, yfir holskefla ummæla um hana í netheimum. „Það er eina skiptið sem þetta hefur fengið virkilega á mig allt saman.“ Hún gerir hlé á máli sínu og þurrkar sér um augun. „Æ fyrirgefðu. Ég fæ bara tár við tilhugsunina. Mér finnst erfitt að tala um þetta. Það var svo flókið að halda utan um krakkana á þessum tíma, vera til staðar fyrir þau og vera sterk út á við á sama tíma.“ Hún segir áreitið leið til þess að brjóta manneskjur. „Svona eins og þær voru að tala um stelpurnar, femínistarnir. Sóley Tómasdóttir var raunverulega orðin hrædd við hótanirnar sem henni bárust og það er einmitt tilgangurinn með þessu, að fá manneskju til þess að láta af einhverju, að stjórna henni í óttanum. Ég ætla ekki að gefast upp fyrir því. Mér hefur ekki verið hótað lífláti eða líkamsmeiðingum. Það sem ég er að eiga við er meira í ætt við andlegt ofbeldi. Athugasemdir um að ég gangi ekki heil til skógar og sé andleg ruslakista, heimsk, ljóska og veik á geði. Það er gamalt trix að ráðast að geðheilsu konu til að gera lítið úr málflutningi hennar.“
Þannig slær maður kannski vopnin úr höndum þeirra.“ -
Hrædd við að mæta heiftinni augliti til auglitis
Í mörgum samfélögum, ekki síst vestrænum, er einelti litið alvarlegum augum og víða hafa félagslegar stofnanir það verkefni að koma í veg fyrir einelti í samfélaginu.
LEIÐIN TIL HOLLUSTU
Mismæli og kerfisbundin niðurlæging
Norræna matvælamerkið Skráargatið auðveldar þér að velja holla matvöru. Vörur með Skráargatinu verða að uppfylla ákveðin næringarviðmið og er merking fyrir þær matvörur sem teljast hollastar í sínum fæðuflokki. Skyr.is drykkirnir standast þessar ströngu kröfur, þú getur því treyst á hollustu Skyr.is.
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A
Vigdís segir netumræðuna hafa keyrt úr hófi fram fyrir tveimur árum þegar hún mismælti sig fyrst í ræðustól. Hún segir að stundum líði sér eins og fylgst sé náið með sér, að hún sé vöktuð. Um leið og hún geri eitthvað, líkt og að mismæla sig, eða skipta um skoðun, sé það blásið upp í fjölmiðlum. „Mismælin eru komin inn á DV nokkrum mínútum eftir að þau eru sögð og þá veit ég bara hvað einkenna mun tvo næstu daga. Það er mynstur í þessu og ég velti því fyrir mér hver það er sem vill raunverulega koma höggi á mig og ég útiloka ekki að fólk úr mínum eigin flokki sér þar með talið. Ég ætla ekki að fara út í það ef ég hefði verið sú sem átti ummæli Sigríðar Ingibjargar, þegar þurfti að stöðva Kauphöllina. Það hefði allt orðið vitlaust og ég er þess nokkuð viss að einhver hefði jafnvel beðist afsagnar fyrir mína hönd. Það virðist ekki vera sama hver segir hvað.“ Vigdís segir hegðunina ná inn í þinghúsið og greinir blaðamanni frá því að ákveðinn hópur flissi og viðhafi skvaldur á meðan hún taki til máls í ræðustól. Þetta sé kerfisbundin niðurlæging og fellur vel undir skilgreiningu eineltis. „Ég kalla þau krákurnar því um leið og ég sést í ræðustól byrja þau að flissa og gera lítið úr mér. Það hefur til að mynda vakið mikla eftirtekt hvernig Össur Skarphéðinsson hefur tæklað mig og hvernig hann hefur beinlínis tekið þátt í því sem gerist í athugasemdakerfunum.“ Össur sé þó ekki einn því að einnig verði hún fyrir óvægnum skrifum fyrrum ráðherra, sem hún nefnir lávarðadeild vinstriflokkanna. „Það er mikið að þegar lávarðadeildin er leyst út. Menn sem eru komnir á eftirlaun, búnir að vera á ríkisspenanum í öll þessi ár að þeir skuli leyfa sér að taka þátt í þessum leðjuslag. Ég er ekki að segja að ég sé hafin yfir gagnrýni en þeir eru komnir yfir öll mörk þessir fyrrverandi virðulegu ráðherrar.“ Hún segist hafa hitt Eið Guðnason, gengið til hans og beðið hann að láta af hegðuninni. „Ég hef ekkert séð eftir hann síðan,“ segir hún og hlær. „Verður maður bara ekki að „feisa“ þetta svona og láta fólk vita að maður les eftir það óhróðurinn.
Vigdís hefur farið mikinn í umræðunni um öryggismál á Alþingi, sem hún segir til skammar. Það hafi sannast þegar maður komst þangað inn vopnaður hnífi á dögunum. Hún segir að ástæða þess að hún hafi þessar áhyggjur megi rekja til þeirrar heiftar sem hún finnur fyrir í netheimum. „Ég er hrædd við þessa heift, þó ég vilji ekki að hún hafi áhrif á mig. Þetta er andlitslaus andstæðingur sem við erum að fást við á athugasemdakerfunum en ég hef oft hugsað um það hvað ég myndi gera ef
www.skyr.is
ég mætti manneskju sem raunverulega hatar mig, hvað geri ég mæti þessari andlitslausu heift augliti til auglitis. Þetta spinnst saman. Fólk gæti látið til skarar skríða einn daginn, það er aldrei að vita. Mér finnst þetta vera umræða sem við þurfum að taka sem þjóð. Ég meina, hver fær eitthvað út úr því að hafa þetta svona. Hvaða mörk ætlum við að setja okkur sem samfélag. Fullt af þessu fólki er farið að líta á sig sem einhverja sjálfsagða álitsgjafa, jafnvel fréttamenn. Hvar stoppar þetta?“ Vigdís segist þó hafa fundið fyrir breytingu á nýju ári. „Ég held að kannski hafi áramóta skaupið gert sitt gagn. Það var kona sem bað mig afsökunar eftir áramótin á skrifum sínum í at-
hugasemdakerfum. Mér þótti mjög vænt um það. Þau sem gera athugasemdir við frétt átta sig ekki alltaf á því að þetta hangir inni áfram, þó að umræðan sé löngu búin. Það skýrir það ef til vill af hverju fólk er svona tilbúið að skilja eftir sig spor inni á fréttamiðlunum. Fréttamiðlar eru orðnir að spjallvettvangi, og athugasemdakerfin þannig að tekjulind vefmiðlanna sem fá þúsundir innlita á hverja frétt, einungis vegna athugasemdanna. Það er einlæg ósk mín að þetta tímabil í íslenskri umræðuhefð sé að verða búið. Mælirinn er fullur.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is
rins
naða á m r u t x ö v Á
SwEETIE / SÆTUGREIP
289
ÍSLENSKT KJÖT KR./KG
KR./PK.
Glæsilegt þorrahlaðborð að hætti Nóatúns með öllu því sem til þarf.
I
afsláttur
1998
R
B
BESTIR Í KJÖTI
KR./KG
ÍSLENSKT KJÖT
20% afsláttur
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
Ú I
2
kr.
Nóatúns verslun eða á www.noatun.is
ÍSLENSK MATVÆLI KJÚKLINGABRINGUR
2199
KR./KG
NÝtt tímabil! korta
KJÖTBORÐ
KR./KG
201 N N I ORR
Gerum verðtilboð fyrir stærri þorrablót (50-500 manna) Upplýsingar í síma 822-7005 eða veislur@noatun.is Pantið með fyrirvara í næstu
B
BESTIR Í KJÖTI
4698
2.3á m9an8 n
TB KJÖ ORÐ
Ú
3758
R
I
FoLALdALUNdIR AF NýSLáTRUðU
Þ
TB KJÖ ORÐ
I
1598
Ú
FoLALdAGÚLLAS AF NýSLáTRUðU
Ú
ÐLEG Ó J Þ Nú getur þú haldið þorraveisluna A R R O Þ Á án mikillar fyrirhafnar.
20% I
– fyrir 10 eða fleiri –
ÍSLENSKT KJÖT
R
Sendum um land allt
1998
KJÖTBORÐ
Nóatúns Nóatúns
KR./KG
R
Þorrahlaðborð Þorrahlaðborð
KJÖTBORÐ
476
B
BESTIR Í KJÖTI
1598
H&G GARðSALAT, 200 G
TB KJÖ ORÐ
Ú
FoLALdASNITSEL AF NýSLáTRUðU
R
I
afsláttur
KR./KG
R
399
Ú
20%
RAUð EPLI
Við gerum meira fyrir þig
Nýslátrað folaldakjöt á útsölu! ÍSLENSKT KJÖT
MyLLU LÍFSKoRN HEILKoRNABoLLUR
249
20%
KR./PK.
afsláttur
TB KJÖ ORÐ
Ú
B
I
BESTIR Í KJÖTI
KJÖTBORÐ
KR./KG
R
3898
FRÚTÍNA dRyKKJARJóGÚRT, 250 ML
Ú
2998
R
afsláttur
I
FoLALdAFILE AF NýSLáTRUðU
10%
GUNNARS HAMBoRGARASóSA
ÍSLENSKT KJÖT
MS HRÍSMJóLK, 170 G
429
124
BARILLA PASTA
P PRINcE PoLo, MINI KEx
KR./STK.
KR./STK.
30% afsláttur
Ú I
BESTIR Í KJÖTI
KJÖTBORÐ
KR./KG
R
598
B
Ú
399
TB KJÖ ORÐ
R
I
FoLALdAHAKK AF NýSLáTRUðU
198
KR./PK.
100% akjöt! Naut
ÍSLENSKT KJÖT
ALLT Í EINNI, FJÖLVÍTAMÍN FyRIR KoNUR oG KARLA
Ú
TB KJÖ ORÐ
B
I
I
BESTIR Í KJÖTI R
KJÖTBORÐ
STK.
Ú
299
R
KR./PK.
NÝtt!
NÝtt!
UNGNAUTA HAMBoRGARI, 120G
299
1249 KR./PK.
AKTÍV PRóTEINBITAR, 100 G
398 KR./PK.
24
viðtal
Helgin 11.-13. janúar 2013
Andaðu Klippir Falskan með nefinu fugl úr hjólastól
Ragnar Valdimar klippir Falskan fugl heima hjá sér þar sem hann hefur komið sér upp vinnuaðstöðu. Ljósmynd/Hari
Kvikmyndin Falskur fugl verður frumsýnd í lok mánaðarins. Ragnar Valdimar Ragnarsson klippir myndina sem er fyrsta bíómyndin í fullri lengd sem hann klippir. Ragnar Valdimar er bundinn við hjólastól eftir slys sem hann lenti í í mars 2011. Hann segist njóta þess að hægt sé að sinna starfi klipparans sitjandi en hann hefur komið sér upp klippigræjum heima hjá sér þar sem hann hefur alla þræði í höndum sér.
É Loft innan fárra mínútna Ilmur af mentól og eukalyptus
Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 1 mg/ml. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Skammtar og lyfjagjöf: Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn eða ert með þrönghornsgláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, æðakölkun, slagæðargúlp, blóðtappa í hjarta, óreglulegan eða hraðan púls, erfiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi:Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
g er nú ekki búinn að vera í þessu neitt mjög lengi,“ segir kvikmyndaklipparinn Ragnar Valdimar Ragnarsson sem þessa dagana er að ganga frá íslensku bíómyndinni Falskur fugl sem verður frumsýnd í janúarlok. „Ég lærði að klippa úti í Los Angeles og kláraði skólann þar í byrjun árs 2011,“ segir Ragnar sem kom þá heim til Ísland og klippti þætti fyrir vefsjónvarp mbl.is og sinnti öðrum smærri verkefnum. Ragnar og Þór Ómar Jónsson, leikstjóri Falsks fugls, voru málkunnugir á þessum tíma. Þór Ómar var að undirbúa gerð Falsks fugls um þetta leyti og bað Ragnar um að fylgjast með því sem gerðist bak við tjöldin við gerð myndarinnar og gera heimildarmynd um kvikmyndagerðina. Ragnar ætlaði sér að taka verkefnið að sér en þá gripu örlögin inn í. Hann lenti í slysi í mars 2011 og hefur verið í hjólastól síðan. „Við Þór Ómar vorum búnir að hittast og ræða gerð þessarar heimildarmyndar en þetta atvikast bara þannig að annar maður tók það verkefni að sér.“ Ragnar lagði þó síður en svo árar í bát við slysið sem segja má að hafi orðið til þess að hann endaði sem klippari Falsks fugls. „Ég þurfti að liggja á spítala og fór þaðan í endurhæfingu upp á Grensás þannig að úr því sem komið var kom aldrei til greina að ég myndi gera heimildarmyndina. Þá fékk Þór Ómar mig til þess að klippa tvær stiklur fyrir Falskan fugl en síðan varð úr að ég tók að mér að klippa myndina sjálfa.“
Falskur fugl er fyrsta bíómyndin sem Ragnar klippir þannig að segja má að honum hafi verið kastað beint úr endurhæfingu út í djúpu laugina. En hann skemmtir sér vel í vinnunni. „Þetta er búið að vera fínt þótt það sé svolítið skrýtið að vera bara hent svona allt í einu í þetta. Það er dálítið óvenjulegt að fara beint í að klippa svona stóra mynd án þess að vinna fyrst sem aðstoðarklippari eða eitthvað svoleiðis. Maður stökk þarna svolítið út í djúpu laugina en það er allt í góðu og þetta gengur vel.“ Ragnar keypti sér klippitölvu í Bandaríkjunum og hefur komið sér upp vinnuaðstöðu heima hjá sér þar sem hann er með leikstjórann Þór Ómar í stöðugu síma- eða skype-sambandi. „Ég er heppinn með að í þessari vinnu situr maður bara við tölvuna og klippir. Þetta gengur ekki út á neitt annað allan daginn.“ Ragnar segist ekki vita hvað taki við að loknum Fölskum fugli en hann geti vel hugsað sér að byrja á því að gera ekki neitt. „Ég hef nefnilega eiginlega ekkert fengið að slaka neitt á eftir slysið þar sem ég fór beint í þetta þegar ég útskrifaðist af spítalanum. Það væri því ágætt að fá kannski í það minnsta einn mánuð til þess að gera ekki neitt. Síðan vonar maður auðvitað að myndin gangi vel og að maður fái fleiri verkefni út á hana. Þetta er náttúrlega bara fyrsta myndin sem ég klippi en maður vonar bara að það komi eitthvað út úr þessu.“
Þetta er búið að vera fínt þótt það sé svolítið skrýtið að vera bara hent svona allt í einu í þetta.
Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
ENNEMM / SIA • NM54253
Þú stendur og fellur
með beinunum
Vel þjálfaðir vöðvar þurfa sterk bein til að hanga á. Beinin eru lifandi vefur sem er alltaf í endurnýjun og þurfa bæði næringu og áreynslu til að haldast heilbrigð, ekki síst hjá ungmennum sem eru enn að vaxa.
Hreyfing, kalk og D-vítamín skila þér sterkari beinum og hraustari líkama.
26
viðtal
Helgin 11.-13. janúar 2013
Magni Ásgeirsson tónlistarmaður á kvennadeild Landspítalans sem hann hefur heimsótt reglulega síðustu tíu árin því móðir hans lá þar öðru hvoru þangað til í desember síðastliðnum þegar hún lést vegna krabbameins í eggjastokkum. Ljósmynd/Hari
Aðstæður á kvennadeild eins og í þriðja heims ríki Magni Ásgeirsson tónlistarmaður segir aðstæður á kvennadeild Landspítalans forkastanlegar og eins og í þriðja heims ríki en hann missti móður sína í desember eftir tíu ára baráttu við krabbamein í eggjastokkum. Hún lést á kvennadeild. Hann hvetur alla til að heita á pólfarann, Vilborgu Örnu Gissurardóttur, sem safnar áheitum fyrir styrktarfélagið Líf. Leiðangri Vilborgar lýkur um helgina.
P
ólfarinn, Vilborg Arna Gissurardóttir, lýkur leiðangri sínum á Suðurpólinn á sunnudag eða mánudag ef áætlanir ganga eftir. Hún hefur þá gengið ein síns liðs í um 55 daga og hefur farið 1140 kílómetra yfir ísbreiðu Suðurskautsins. Vilborg hefur hvatt fólk til að heita á sig í leiðangrinum með því að styðja styrktarfélagið Líf sem stendur fyrir fjársöfnun til að bæta aðbúnað og þjónustu kvennadeildar Landspítala Íslands. Magni Ásgeirsson tónlistarmaður hefur styrkt Vilborgu og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. Móðir Magna, Bergrún Jóhanna Borgfjörð, lést á kvennadeild Landspítalans í desember og segir Magni aðstæður þar forkastanlegar. „Mamma var á
kvennadeild annað slagið í tíu ár og meira undir lokin. Síðustu vikurnar vorum við, fjölskyldan, þar með henni meira og minna og kynntumst deildinni og starfsfólkinu því vel. Starfsfólkið er í mínum huga algjörar hetjur að geta unnið vinnu sína svona vel í jafn ömurlegum aðstæðum og þarna eru,“ segir Magni. Hann segir stjarnfræðilegt álag á starfsfólkið. „Ef bætt vinnuumhverfi verður til að bæta aðstæður þeirra verðum við að leggjast á eitt og gera það,“ segir Magni. Aðstæður fyrir aðstandendur á kvennadeild eru jafnframt ömurlegar, ekki síst í ljósi þess að þar dveljast sjúklingar oft langtímum saman og eru mikið veikir, að sögn Magna. Ein lítil setustofa er á deildinni þar sem varla er pláss fyrir eina fjölskyldu.
„Ég vorkenni okkur, aðstandendum, svo sem ekki að vera á þessari setustofu en það er forkastanlegt að starfsfólkið líði fyrir það,“ segir hann. Oft þurfi til að mynda að flytja aðstandendum verstu fréttir lífs þeirra í aðstæðum sem eru óviðunandi fyrir alla. Engin aðstaða er heldur í boði svo makar geti varið síðustu sólarhringnum við hlið deyjandi sjúklinga. „Hjúkrunarfræðingarnir hliðruðu til og rýmdu litla skrifstofu svo pabbi gæti verið hjá mömmu síðustu sólarhringana. Starfsfólkið er því ekki aðeins að vinna hjúkrunarstarf heldur þarf það að vera frumkvöðlar í því að búa til einhverja aðstöðu og þarf því að leika smiði og arkítekta um leið og það sinnir sjúklingum og aðstandendum,“ segir Magni. „Stofan sem
Starfsfólkið er því ekki aðeins að vinna hjúkrunarstarf heldur þarf það að vera frumkvöðlar í því að búa til einhverja aðstöðu og þarf því að leika smiði og arkítekta um leið.
Líf styrktarfélag Líf styrktarfélag var stofnað í desember 2009 fyrir tilstuðlan velunnara Kvennadeildar Landspítalans. Félagið vinnur að því að styrkja fæðingarþjónustu og kvenlækningar á Kvennadeild. Langtímamarkmið félagsins er að byggja upp öfluga miðstöð fæðinga og kvenlækninga á Íslandi og mun miðstöðin þjónusta konur og fjölskyldur þeirra. Verndari félagsins er Stefán Hilmarsson tónlistarmaður. Nánari upplýsingar um pólför Vilborgar er að finna á lifsspor. is. Allt það fé sem safnast í Lífsspori Vilborgar fer í endurbætur á Kvenlækningadeild ( 21A). Með því að hringja í símanúmerið 908 1515 dragast 1500 kr. af símreikningi þess sem hringir. Einnig er hægt að heita á Vilborgu á síðunni lifsspor.is með því að gefa upp greiðslukortanúmer í gegnum örugga greiðslusíðu.
mamma var fyrst á var einhvers konar skoðunarstofa og tengdi starfsfólkið spotta í einhverja bjöllu til að redda málum,“ tekur hann sem dæmi. „Manni líður eins og í þriðja heims ríki þegar maður sér húsakostinn þarna. Starfsfólkið er 150 prósent en það vantar 50 prósent á allt hitt,“ segir hann. Magni eignaðist barn fyrir ári og kynntist þá þeirri uppbyggingu sem Styrktarfélagið Líf hefur staðið fyrir á sængurkvennadeild. „Það er magnað að sjá hverju Líf hefur komið til leiðar og ég sé alveg fyrir mér að hægt sé að bæta aðstöðuna á kvennadeild með sama hætti,“ segir hann. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is
ÚTSÖLULOK Laugardag opið 11-18
25-60% afsláttur af öllum vörum
Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is
Kauptu vörur frá þessum vörumerkjum og festu kassakvittunina við þátttökuseðilinn 1-10. vinningur: 25.000 kr. vöruúttekt í Fjarðarkaupum 11-20. vinningur: 15.000 kr. vöruúttekt í Fjarðarkaupum
Þátttökuseðill Festu kassakvittunina við þátttökuseðilinn og settu í kassann í anddyrinu og þú ert komin/n í hóp líklegra vinningshafa. Dregið á hverjum föstudegi til og með 8. feb. 2013 Nafn: Heimilisfang: Sími: Netfang:
Dregið á hverjum föstudegi til og með 8. febrúar Opið mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00, fimmtudaga frá 09:00 - 18:30, föstudaga frá 09:00 - 19:00 og laugardaga frá 10:00 - 16:00 lokað sunnudag
28
viðhorf
Helgin 11.-13. janúar 2013
Dýrin í hálsakoti
Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar auglýsir verkefna- og ferðastyrki til umsóknar á árinu 2013.
Þ
HELGARPISTILL
Fyrsti frestur rennur út 1. febrúar 2013. Nánari upplýsingar á icelandicartcenter.is
Jónas Haraldsson
Teikning/Hari
jonas@ frettatiminn.is
Það þarf kjark til þess að horfast í augu við sjálfan Mikka ref fyrir þá sem eru þriggja ára og enn frekar fyrir þann sem verður ekki þriggja ára fyrr en í ágúst. Samt er freistandi að láta á það reyna eftir að hafa hlustað á lögin skemmtilegu og horft þráfaldlega á refinn í sjónvarpinu heima eiga við Lilla klifurmús og önnur skógardýr í Hálsaskógi. „Mér líst ekkert á þetta,“ stundi annar þriggja ára afa- og ömmudrengurinn þegar við lögðum að stað með þrjá yngispilta í Þjóðleikhúsið um helgina til þess að fylgjast með átökum Mikka og músanna. Samt hafði hann hlakkað mikið til og kunni öll lögin. Hinn sagði ekki margt en hugsaði sitt. Nú var komið að stóru stundinni. Yngsti afa- og ömmudrengurinn í leikhúsferðinni, á þriðja ári, virtist hins vegar engar áhyggjur hafa af grimmd hins svanga refs enda bjó hann að því að hafa áður séð Dýrin í Hálsaskógi með foreldrum sínum og eldri systkinum. Hann söng því í bílnum á leiðinni í leikhúsið um örlög þeirra sem bara borða kjöt og bjúgu alla daga, sem feitir verða og flón af því og fá svo illt í maga. Prúðbúin börn í fylgd foreldra eða ömmu og afa streymdu í Þjóðleikhúsið. Við komum okkur fyrir á sjöunda bekk í salnum með guttana sitt á hvora hönd. Það getur nefnilega verið gott að skríða upp á fangið á ömmu eða afa þegar refurinn er hvað ógnvænlegastur. Þriggja ára drengirnir ákváðu að bíta á jaxlinn og bíða þess sem verða vildi, sjá Mikka ref breytast úr rándýri í grænmetisætu. Sá yngsti, sem kotrosknastur var í upphafi, beygði hins vegar af. Hann byrjaði að gráta um leið og við settumst. Umhverfið og það sem í vændum var reyndist honum um megn. Við reyndum að tala hann til og fullyrtum jafnvel að allir væru góðir, líka Mikki refur. Það dugði ekki til. Drengurinn hágrét. Amman sat því eftir með þriggja ára snáðana, ég átti einskis annars úrkosti en taka þann minnsta á handlegginn og víkja úr salnum. Ég var samt ekki á því að gefast upp. Öftustu bekkirnir á efri svölum voru lausir. Ég fékk leyfi starfsmanna til þess að fara þangað og sjá hvort fjarlægðin þar frá refnum ógnvænlega væri nóg fyrir lítið hjarta. Svo var ekki. Ég beið þó þar til tjöldin voru dregin frá og sakleysislegar dansmýs birtust á sviðinu. Það breytti engu. Litli leikhúsgesturinn grét með enn meiri tilþrifum en áður. Ég laumaði mér út á gang með barnið áður en Mikki refur birtist í öllu sínu veldi. Drengurinn róaðist um leið. Við heyrðum óm af söngnum á sviðinu svo ég reyndi að sannfæra hann um að fara
aftur inn. Það væri gaman að horfa á Lilla klifurmús, Martein skógarmús og jafnvel hundinn Habakúk. Allt kom fyrir ekki. Guttinn strækaði. Ég reyndi fortölur og nýtti mér diplómatíska hæfileika sem svo vel hefðu dugað í stjórnarmyndunarviðræðum að íhaldið og vinstri græn hefðu fallist í faðma – en drengurinn sat við sinn keip. Við röltum okkur niður þar sem starfsfólk Þjóðleikhússins var að undirbúa komandi at í hléi. Það væna fólk reyndi líka að telja drengnum hughvarf og hughreysti afann samtímis með því segja að á hverri sýningu bugaðist einhver smágestanna. „Sjáðu,“ sagði góðhjörtuð starfsstúlka, „viltu eiga mynd?“ Um leið sýndi hún drengnum röð plakata með myndum af helstu persónum leikritsins. Minn maður valdi Lilla klifurmús fremur en Mikka ref. Það kom ekki á óvart enda er Jóhannes Haukur Jóhannesson öllu svakalegri í leðurstígvélum og leðurvesti en Bessi Bjarnason var sem Mikki míns ungdæmis í strigaskóm með hvítum botnum. Drengurinn og afi ákváðu að slaka aðeins á. Fullreynt var í bili. Við settumst því í mjúk hægindi á gangi leikhússins. Ómur af rebbavísu barst til okkar. Mikki var mættur með mjóa kló á tá, ekki allur þar sem hann var séður, með mjúkan svip og merkissvip – bráðhættlegur músaskaranum. Önnur starfskona kom til okkar með leikskrá ef litskrúðugar myndir mættu verða til þess að drengurinn freistaðist inn í salinn. Það dugði ekki heldur. Þegar að piparkökusöngnum kom virtist hins vegar allt mótlæti vera gleymt. Drengurinn söng með, öruggur í hálsakoti afa. Starfstúlkan ljúfa notaði tækifærið og opnaði dyrnar að dýrðinni svo við heyrðum betur og sæjum inn. „Loka,“ sagði sveinninn ákveðinn. Þetta var fullmikil nánd. Stúlkan gerði eins og fyrir var lagt og bauð þess í stað upp á nammi. Drengnum varð ekki snúið. Þriggja ára drengirnir voru alsælir þegar þeir hittu okkur í hléi og hlökkuðu til að þess sem í vændum var þegar öll dýrin yrðu vinir og kjötætur nærðust á gulrótum, grófu brauði, steinselju, krækiberjum, kartöflum, kálblöðum og tómötum. Amman og afinn ákváðu því að gera lokatilraun, læddust með alla hjörðina í sætin á sjöunda bekk – en það var eins og við manninn mælt, sá minnsti brast í grát og var skelfingin uppmáluð. Ég tók drenginn á handlegginn og ákvað að reyna ekki frekar. Gráturinn stöðvaðist um leið og við komum okkur fyrir í mjúku hægindunum á gangi Þjóðleikhússins að nýju. Yngispilturinn söng með það sem eftir lifði sýningarinnar – í hæfilegri fjarlægð frá Mikka. „Var ekki gaman, elskan?“ spurði mamma minnsta drengsins þegar heim kom. „Jú,“ sagði hann af djúpri tilfinningu og dró ekki af sér. „Hvernig var Mikki refur?“ bætti hún við. „Skemmtilegur,“ sagði sá litli, án þess að blikka auga. Leikhúsferðin var fullkomin.
Í MIÐJU BLAÐSINS finnur þú yfirlit yfir allt okkar nám
ÞETTA BLAÐ ER EKKI RUSL
Þegar þú hefur lesið blaðið, skilaðu því í bláa tunnu eða grenndargám. Takk fyrir að flokka!
Námskeið
Helgin 11.-13. janúar 2013
Fluguk astnámskeið í smár anum í kópavogi
Veiðisportið verði heilsársíþrótt Börkur Smári Kristinsson, 22 ára háskólanemi, kennir réttu handtökin.
Þ
að er algengt að veiðimenn vanmeti mikilvægi góðrar tækni við veiðar og missi þar af leiðandi af enn ánægjulegri upplifun sem fluguveiðin svo sannarlega er. Gott flugukast gerir veiðimanninum kleift að kljást við erfiðar aðstæður í umhverfinu og auka líkurnar á að setja í fisk. Börkur Smári Kristinsson, 22 ára nemi við Háskóla Íslands, hefur haldið flugukastnámskeið um nokkurt skeið. Fyrsta námskeiðið byrjar á sunnudaginn og framhaldsnámskeiðin fylgja svo í kjölfarið. Á námskeiðunum einbeitir hann sér að því að kenna, laga og bæta flugukasttækni veiðimanna. Skráning fer fram á veiðiheimur.is.
Áhuginn kviknaði í grunnskóla
Börkur hefur veitt frá unga aldri. Hann tók fyrst í flugustöng þegar hann var 15 ára. Sjálfur fór hann aldrei á námskeið né lærði af reyndari mönnum, endaði kastaði hann ekkert sérlega vel fyrstu árin. „Ég kynntist svo flugukastkennslu seinna meir og tók alþjóðleg flugukast-
kennararéttindi hjá Federation of Fly Fishers árið 2011. Síðan hefur áhugi minn á köstunum og kennslunni vaxið sífellt.“ Börkur segir markmið sitt vera að kynna sem flestum ánægjuna og skemmtunina sem fylgir því að geta kastað flugu vel og að hjálpa fleiri að ná þeirri færni. Áhugi Barkar á þessu sporti kviknaði á fluguhnýtingarnámskeiði þegar hann var í grunnskóla. „Húsvörðurinn í skólanum tók að sér að kenna þetta og við vorum nokkur sem mættum til hans einu sinni í viku allan veturinn. Þarna kolféll ég fyrir hnýtingum en hafði ekki byrjað að veiða á flugu. Um vorið tók ég mig til og fór á hverju einasta kvöldi upp að Vífilsstaðavatni með mínar eigin hnýttu flugur og reyndi fyrir mér. Eins og gefur að skilja vissi ég ekkert hvað ég átti að gera og veiddi ekki fisk fyrr en um mitt sumar. Þá var ég búinn að berja vötnin í rúmlega tvo mánuði samfleytt en ógurlega fannst mér það skemmtilegt samt sem áður.“
Að kasta yfir vetrartímann er eitthvað sem þekkist ekki hér en til dæmis í Svíþjóð þá eru heilu frjálsíþróttasalirnir undirlagðir af flugukösturum, einu sinni til tvisvar í viku, allan veturinn.
Framhald á síðu 7
Börkur Smári Kristinsson á námskeiði sem hann hélt fyrir starfsmenn Landsvirkjunar. Ljósmynd/Hari
Auk hefðbundins réttindanáms býður Ökuskólinn í Mjódd upp á eftirfarandi fjölda námskeiða m.a. Ætlar þú að fara með ökunema í æfingaakstur? Við bjóðum upp á sérstakt leiðbeinendanámskeið vegna æfingaaksturs á tveggja vikna fresti. Þarft þú að bæta þekkingu þína á nýjungum í umferðinni? Bjóðum upp á bæði fræðilega og verklega þjálfun. Vilt þú læra meira um bílinn þinn? Námskeið í bíltækni getur hjálpað. Vilt þú komast á skyndihálparnámskeið fyrir bifreiðarstjóra? Vilt þú bæta þekkingu þína í umferðarfræði. Ökuskólin í Mjódd býður upp á fjölda gagnlegra námskeiða um umferðarmál Fagmennska í fararbroddi. Upplýsingar og innritun í síma 567 0300. Opið 10 - 17 alla daga
Helgin 11.-13. janúar 2013 kynning
Námskeið eNdurmeNNtuN Háskóla ÍslaNds
Nærri 200 námskeið í boði á vorönn Sérfræðingar frá Harvard halda námskeið.
Svo lengi lærir sem lifir! Innritun í Grunnnám hjá Námsflokkum Reykjavíkur stendur yfir. Eftirtaldar námsgreinar eru í boði:
Stærðfræði, kennt er á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 13:00 – 15:00. Enska, kennt er á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 15:00 – 17:00 Íslenska, kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 13:00 – 15:00
Náms- og starfsráðgjafar veita ráðgjöf og leiðbeina um námstækni. Upplýsingar eru veittar í síma 411-6540 og innritun fer fram á heimasíðu, namsflokkar reykjavikur.is.
Námsflokkar Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 32, 2. hæð.
t
helma Jónsdóttir, markaðsog kynningarstjóri Endurmenntunar Háskóla Íslands, segir vorönnina fram undan vera mjög spennandi. Boðið er upp á hátt í 200 námskeið og það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi. „Við vorum að opna nýjan vef sem auðveldar meðal annars aðgengi að námskeiðunum okkar. Við skiptum námskeiðunum nú niður í tvo yfirflokka, það er annars vegar, Fyrir þig og hins vegar Fyrir starfið. Í flokknum, Fyrir þig má finna menningar- og tungu-
málanámskeið og námskeiðsflokkinn Persónuleg hæfni. Flest af þessum námskeiðum eru haldin á kvöldin og eru nokkurs konar fróðleikur í bland við skemmtun. Við erum til dæmis með bókmenntanámskeiðið, Yndislestur góðra bóka sem er eins konar leshringur sem hentar vel eftir jólabókaflóðið. Einnig verðum við með námskeið um bækurnar hans Jóns Kalman. Nokkur náttúrutengd námskeið eru á dagskrá og má þar nefna norðurljósin, jarðfræði Suðurlands, jarðskjálfta
námskeið 3
Helgin 11.-13. janúar 2013
Ný námskeið hjá Brynju Péturs
Brynja Péturs og félagar kenna alvöru Street dans.
„Við leggjum áherslu á að nemendur okkar kynnist dansstílunum frá grunni og geti þannig orðið sterkari einstaklingar innan senunnar. Í Street dansi er „battlað“ einn á móti einum og hver dansari þarf að standa fyrir sjálfum sér, efla sjálfsöryggi og getu,“ segir Brynja Pétursdóttir, dansari og danshöfundur. Vorönn hefst í Dansi Brynju Péturs á mánudaginn, 14. janúar, og stækkar dansskólinn frá því sem áður var. „Við erum núna sjö kennarar, þar á meðal þrír sigurvegarar úr Street dans einvíginu Boogie Down Reykjavík sem haldið var í haust,“ segir Brynja. Kennsla fer fram fyrir alla aldurshópa í Árbæ, Breiðholti, Hafnarfirði og í Hlíðunum og eru sjö dansstílar kenndir; Hiphop, Dancehall, Waacking, Break, House, Top Rock og Commercial. Nánari upplýsingar má finna á brynjapeturs.is.
og fugla. Að lokum má benda á námskeið um jákvæða sálfræði og mismunandi sjálfstyrkingarnámskeið.“
Starfstengd námskeið
Námskeiðsflokkurinn, Fyrir starfið er mjög fjölbreyttur og er ætlaður öllum sem vilja bæta sig í starfi. „Við erum með fagtengd námskeið fyrir fólk sem starfar í heilbrigðis- eða uppeldisgeiranum en einnig með sérstök námskeið ætluð verk- og tæknifræðingum. Einnig má finna fjölmörg starfstengd námskeið hjá okkur sem henta flestum starfsstéttum, s.s. verkefnastjórnun, markvissari tölvupóstsamskipti og samningatækni. Thelma segir að síðastliðið haust hafi nokkrir sérfræðingar frá Harvard háskólanum komið og kennt hjá Endurmenntun við góðan orðstír. Það verður áframhald á námskeiðum með sérfræðingum frá Harvard núna í vor og kemur Margaret Andrews, aðstoðardeildarforseti við Harvard, aftur til okkar og heldur námskeiðið Creativity in Management.“
VOR 2013 teikning
17.30-21.30 þri.
Teikning 1
Þóra Sigurðardóttir
17.30-21.30 mán. Teikning 2
Sólveig Aðalsteinsdóttir
17.30-21.30 mið.
Teikning 3
Cynthia Leplar, Guðjón Ketilsson og Þóra Sigurðardóttir
09.00-11.45 fim.
Teikning 2 morguntímar
Margrét H. Blöndal
09.00-11.45 mán. Módelteikning morguntímar
Þóra Sigurðardóttir
17.45-20.30 mið.
Katrín Briem
Módelteikning framhald
málun - vatnslitun- litaskynjun
Skráning á námskeið hjá Endurmenntun fer fram á vefnum endurmenntun.is eða í síma 525 4444.
17.30-20.15 mán. Málun 1
Jón Henrysson
09.00-11.45 þri.
Málun 1 morguntímar
Jón Henrysson
17.30-20.15 mið.
Málun 2
Sigtryggur B. Baldvinsson
09.00-11.45 mið.
Málun framh. morguntímar
Jón B.K. Ransú
13.15-16.00 fös.
Frjáls málun
Sigtryggur B. Baldvinsson
10.00-12.45 lau.
Málun framhald - Portrett
Stephen Lárus Stephen
17.30-20.40 mán. Litaskynjun Vatnslitun framhald
Hlíf Ásgrímsdóttir
09.00-11.45 mið.
Vatnslitun -Teikning morgunt.
Hlíf Ásgrímsdóttir
14.30-17.00 þri.
Tilraunastofa í myndlist fyrir hreyfihamlaða Kristinn G. Harðarson og Sólveig Aðalsteinsdóttir
Kenna fólki að skrifa handrit Kvikmyndahandrit – ritsmiðja er yfirskrift námskeiðs hjá Endurmenntun Háskóla Íslands sem hefur göngu sína í febrúar. Kennarar eru leikstjórarnir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Árni Ólafur Ásgeirsson. Hafsteinn leikstýrði kvikmyndinni Á annan veg og Árni gerði síðast Brim. Á námskeiðinu er nemendum kennt að vinna hugmyndir sínar og þróa þær í áttina að kvikmyndahandriti með sérstaka áherslu á dramatíska uppbyggingu. Námskeiðið er bæði ætlað þeim sem hafa reynslu af kvikmyndagerð og þeim sem eru reynslulausir á því sviði. Farið er í grundvallarhugmyndir og hugtök sem varða dramatíska uppbyggingu kvikmyndahandrita, persónusköpun og samtöl. Þá er stuðst við svokallað „eight sequence structure“ og kvikmyndir teknar til skoðunar og greiningar út frá þeirri aðferðarfræði. Aðaláhersla er þó lögð á verk nemenda enda námskeiðið ritsmiðja þar sem leitast verður við að skapa gagnrýnar og uppbyggjandi umræður í tímum um þau verk sem liggja til grundvallar hverju sinni. Að loknu námskeiði standa nemendur uppi með 15 – 20 blaðsíðna útdrátt (treatment) að kvikmyndahandriti í fullri lengd eða fullbúið stuttmyndahandrit. Notast verður við lesefni úr bókum og greinum til stuðnings eftir því sem við á. Nánari upplýsingar má finna á endurmenntun.is.
5 7
4
form - rými
17:30-20.40 mið.
Ljósmynd/Hari
Didda Leaman
17.30-20.15 þri.
3 Hafsteinn Gunnar kennir á námskeiði um handritsgerð í Endurmenntun HÍ.
2
FULLBÓKAÐ
17.30-20.15 mán. Módelteikning
Form, rými og hönnun Sólveig Aðalsteinsdóttir Þóra Sigurðardóttir og Guja Dögg Hauksdóttir
keramik 17.30-20.15 mán. Leirkerarennsla
FULLBÓKAÐ
17.30-20.15 þri.
Leirkerarennsla
FULLBÓKAÐ
18.00-20.45 fim.
Leirkerarennsla
Guðbjörg Káradóttir
ljósmyndun 9.00-14.00 lau. 17.30-20.20 þri.
Ljósmyndun svart/hvít tímabil: 9.2 - 12.3.2013
09.00 -14.00 lau. Ljósmyndun stafræn 17.30-20.20 mán. tímabil: 11.2 - 16.3.2013
Erla Stefánsdóttir og Vigfús Birgisson Vigfús Birgisson
indesign - photoshop 17.30-21.10 mán-fim InDesign-Photoshop 10.00-13.40 lau. 5 daga: 4.2 - 9.2 2013
Magnús Valur Pálsson
b a r n a n á m s k e i ð - laus pláss á vorönn 15.15-17.30 fim.
8 - 11 ára Leirrennsla og mótun
15.00-17.15 mán. 10 - 12 ára Myndlist
9
Guðbjörg Káradóttir Þorbjörg Þorvaldsdóttir
6 8
u n g l i n g a n á m s k e i ð - laus pláss á vorönn
18.00-20.55 fim.
13 - 16 ára Video og hreyfimyndagerð / Ragnheiður Gestsdóttir
16.00-18.55 fös.
13 - 16 ára Leirmótun
Guðný Magnúsdóttir og Anna Hallin
Grafarvogur / Bakkastaðir 6 - 12 ára
15.15-17.00 fim. 8 -12 ára Myndlist - Bakkastöðum
Brynhildur Þorgeirsdóttir
INNRITUN stendur yfir MUNIÐ Frístundakortið
Myndlistaskólinn í Reykjavík Hringbraut 121 - 101 Reykjavík
sími 551 1990
Námskeiðin eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga. Hægt er að skipta greiðslum á vorönn í þrjá hluta. 10% fölskyldu-/systkinaafsláttur, 20% afsláttur fyrir framhaldsskólanema. Námskeið eru í flestum tilfellum metin til eininga innan framhaldsskólakerfisins.
www.myndlistaskolinn.is
HVAÐ LANGAR ÞIG AÐ LÆRA? Ekki fresta því lengur - skráðu þig!
TÆKNINÁM OG FORRITUN
VIÐSKIPTA- OG MARKAÐSNÁM
Kerfisstjórabraut
Markaðs- og rekstrarnám
371 stundir - 524.000 - Byrja 28. og 29. janúar
168 stundir - 198.000 - Byrja 4. og 5. febrúar
Diplómanám í forritun
Sölu- og hönnunarbraut
282 stundir - 399.000 - Byrjar 5. febrúar
420 stundir - 375.000 - Byrja 11. og 12. febrúar
Fornám í forritun
Sölu- markaðs- og rekstrarbraut
108 stundir - 149.000 - Byrjar 26. febrúar
432 stundir - 375.000 - Byrja 11. og 12. febrúar
MCSA - Kerfisstjórnun
Sölu- og markaðsnám
185 stundir - 299.000 - Byrja 28. janúar
264 stundir - 219.000 - Byrja 11. og 12. febrúar
Leikjaforritun
Hagnýt markaðsfræði
204 stundir - 289.000 - Byrjar 29. janúar
24 stundir - 33.000 - Byrja 6. og 7. febrúar
Tölvuviðgerðir
Markaðssetning á netinu
78 stundir - 129.000 - Byrja 28. og 29. janúar
24 stundir - 33.000 - Byrja 9. og 10. apríl
Kerfisumsjón
Fésbók sem markaðstæki
180 stundir - 254.000 - Byrja 28. og 29. janúar
12 stundir - 29.000 - Byrjar 25. febrúar
MCTS og Network+
Verkefnastjórnun
168 stundir - 153.000 - Byrja 27. og 28. febrúar
42 stundir - 69.300 - Byrjar 26. febrúar
Cisco Certified Netw. Associate
Excel við áætlanagerð
85 stundir - 289.000 - Byrjar 23. apríl
24 stundir - 33.000 - Byrja 25. og 26. febrúar
BÓKHALDS- OG SKRIFSTOFUNÁM
GRAFÍK OG MARGMIÐLUN
Bókhald 1 - Grunnnám í bókhaldi
Alvöru vefsíðugerð
114 stundir - 119.000 - Byrja 4. og 5. febrúar
240 stundir - 229.000 - Byrja 28. og 29. janúar
Bókhald 2 - Bókaranám framhald
Grafísk hönnun
168 stundir - 209.000 - Byrja 21. og 22. janúar
156 stundir - 209.000 - Byrja 11. og 12. febrúar
Bókhald 3 - Viðurkenndur bókari
Photoshop Expert (ACE)
72 stundir - 89.000 - Byrja 23. og 24. apríl
60 stundir - 107.000 - Byrjar 8. apríl
Skrifstofu- og bókhaldsbraut
Photoshop grunnnám
426 stundir - 226.800 - Byrja 4. og 5. febrúar
30 stundir - 36.000 - Byrja 23. og 29. janúar
Skrifstofuskóli NTV og Mímis 256 stundir - 44.000 - Byrja 4. og 5. febrúar
Skrifstofu- og hönnunarbraut 168 stundir - 226.800 - Byrja 4. og 5. febrúar
Skrifstofu- og rekstrarbraut 426 stundir - 226.800 - Byrja 4. og 5. febrúar
Upplýsingar og skráning: 544 4500 / w ww.ntv.is
námskeið
Helgin 11.-13. janúar 2013
kynning
DANS FYRIR ALLA!
Námskeið speNNaNdi voröNN fr am uNdaN
Fjögur þúsund manns stunda nám hjá Mími-símenntun Vinsælu frístundanámskeiðin eru aðeins toppurinn á ísjakanum.
Barnadansar frá 2 ára Samkvæmisdansar Brúðarvals Sérhópar NÝTT! Zumba
Skráning hafin í síma 586 2600 eða á dansskoli@dansskolireykjavikur.is
Zumba
með Javie
r!
Ragnar
Linda
Javier
skólavöruverslun
Mímir-símenntun býður að vanda upp á fjölda námskeiða á vorönn 2013 en fjölbreytt frístundanámskeið eru mikilvægur hluti af starfi fyrirtækisins. Frístundanámskeiðin sækir fólk á öllum aldri með mismunandi bakgrunn og væntingar til námsins. Námskeið í handverki, saumum og myndlist eru vinsæl auk ýmissa lífsstílsnámskeiða. Frístundanámskeiðin sinna þörfum fólks fyrir skemmtun, fróðleik og tilbreytingu en eru oft varða til frekara náms. Það er í samræmi við aðalmarkmið Mímis-símenntunar, sem er að skapa tækifæri til náms fyrir fólk með stutta formlega skólagöngu og hvetja fólk á vinnumarkaði til símenntunar og starfsþjálfunar.
fyrirtækið fyrir frístunda- og tungumálanámskeiðin sem það býður upp á. Hann segir fyrirtækið þó standa fyrir svo miklu meira. „Mímir-símenntun er fræðslufyrirtæki sem starfar á sviði fullorðinsfræðslu og starfsmenntunar. Segjum sem svo að manneskju, sem er komin yfir þrítugt en hélt ekki áfram í námi eftir grunnskóla, langi í háskóla en hún hefur ekki stúdentspróf. Þá getur viðkomandi einstaklingur komið til okkar í Mími og farið í námsleið sem heitir Menntastoðir til þess að koma sér á rétta námsbraut. Við erum svo með aðra námsleið sem heitir Grunnmenntaskólinn og er sérsniðin fyrir fólk sem vill koma sér aftur af stað í nám.“
Mímir – ekki bara málaskóli
Aftur í nám
Það muna margir eftir Málaskólanum Mími en Alþýðusamband Íslands keypti Mími á sínum tíma sem hét þá Mímir-Tómstundaskóli. Ákveðin verkefni voru flutt yfir til Mímis frá Menningar- og fræðslusambandi alþýðu þegar einkahlutafélagið Mímir-símenntun var stofnað árið 2002 en Mímir átti einmitt 10 ára afmæli núna rétt fyrir jólin. Þórhallur Vilhjálmsson, kynningar- og upplýsingafulltrúi Mímis, segir að margir þekki
Kannanir benda til þess að á bilinu 15 til 20 þúsund Íslendingar eigi við lesblindu að stríða og fyrir þann hóp býður Mímir upp á sérstaka námsleið sem er kölluð, Aftur í nám. Þórhallur segir það vera stórt skref að ákveða að hefja aftur nám eftir langt hlé og þá skipti miklu máli að fá góðan stuðning og hvatningu en í því sérhæfir Mímir sig fyrir utan góða kennslu. „Hjá okkur starfa náms- og starfsráðgjafar og það er hægt að
gítar
Tilboðsverð: 5.990 kr.
skóli ólafs gauks
Innritun stendur yfir Kennsla hefst 28. janúar 2013
Brautarholti 8 Opið virka daga 9-18 og laugardaga 10-16 sími 517 7210 / www.idnu.is
Kennsla í öllum flokkum, 11 vikna námskeið fyrir byrjendur sem lengra komna, yngri sem eldri, hefst 28. janúar 2013. Byrjendanámskeiðið „LÉTT OG LEIKANDI“ hefur slegið í gegn, enda auðvelt og skemmtilegt! (Gildir til 25. janúar n.k.)
6
Nemendur fá gítara til heimaæfinga endurgjaldslaust á meðan birgðir endast! Þeir sem innritast fyrir 18. janúar fá afslátt af kennslugjaldinu. Sendum sjálfsnámskeiðið „LEIKUR AÐ LÆRA Á GÍTAR“ 2 geisladiskar og bók, hvert á land sem er! Frístundakort Reykjavíkurborgar í gildi. www.gitarskoliolafsgauks.com • info@gitarskoliolafsgauks.com Gítarskóli Ólafs Gauks er á Facebook
panta tíma hjá þeim og fá ráðgjöf sem er ókeypis. Einnig er hægt að fara í svokallað raunfærnimat en það er ferli þar sem metin er þekking og færni á ákveðnu sviði, svo sem reynsla af starfi, námi eða félagsstörfum. Matið getur leitt til styttingar á námi og styrkt einstaklinga verulega á vinnumarkaði. Segjum sem svo að einstaklingur sem kemur hingað til okkar sé búinn að vinna á skrifstofu í 15 ár. Hann er ekki með neina formlega menntun en er kominn með mikla reynslu af vinnumarkaði. Í raunfærnimatinu er kunnáttan metin áður en námið hefst. Svo þegar einstaklingurinn fer í nám hjá okkur, eins og til dæmis í Skrifstofuskólann, þá hefur hann staðfesta punkta og þarf ekki að byrja alveg á grunninum þar sem hann hefði þurft að sitja og læra eitthvað sem hann kann svo vel að hann gæti kennt kennaranum.“
Spennandi tímar fram undan
Hátt í fjögur þúsund manns stunda nám hjá Mími-símenntun á hverju ári í námsleiðum eða á fjölbreyttum námskeiðum. Fastir starfsmenn hjá fyrirtækinu eru rúmlega tuttugu og hátt í 200 verktakar fást við kennslu og önnur verkefni. Fyrirtækið er með mjög góða aðstöðu, kennslustofur með nýjustu tækni sem henta vel fullorðnu fólki. Starfsemin fer fram á tveimur stöðum, í Ofanleiti 2 og í gamla Stýrimannaskólanum á Öldugötu 23 í Reykjavík. Þórhallur segir bæði mögulegt að stunda nám á daginn og á kvöldin. Hann er spenntur fyrir vorönninni og segir mikið vera í boði. „Það er mikið af mjög spennandi námskeiðum í boði á vorönn 2013. Þar má meðal annars nefna námskeið um Njálu og tilurð hennar sem hinn bráðsnjalli rithöfundur, Einar Kárason, kennir. Ekki má heldur gleyma hinu vinsæla Eurovision námskeiði sem Reynir Þór Eggertsson kennir.“
Facebook fyrir eldri borgara Námskeiðið hefst í næstu viku og verður kennt í húsnæði Mímis í Ofanleiti 2. Kennsla verður fimmtudaginn 17. janúar og þriðjudaginn 22. Kennari á námskeiðinu verður Kristín Lóa Viðarsdóttir. Hún segir námskeiðið vera skemmtilegt byrjendanámskeið. „Þetta hentar sérstaklega eldra fólki sem vill tengjast gömlu vinunum, fylgjast með barnabörnunum og ættingjum. Hver og einn fær aðstoð til að búa til sína síðu, setja réttar stillingar og svo framvegis. Við förum yfir það hvernig á að senda skilaboð, setja inn myndir og spjalla við fólk.“ Kristín Lóa hvetur fólk til að koma á námskeiðið. Það ætti enginn að vera hræddur við þetta, það geta allir lært að nota Facebook.
námskeið 7
Helgin 11.-13. janúar 2013
Veiðisportið verði heilsársíþrótt Framhald af forsíðu
Það geta allir kastað flugu Börkur býður upp á þrjár tegundir námskeiða. Það fyrsta er grunnnámskeið en næstu tvö eru framhaldsnámskeið þar sem grunnurinn frá fyrra námskeiði er nýttur til aukinnar fræðslu. „Á grunnnámskeiðunum er fjallað um búnaðinn, stangir, línur, tauma og hvernig búnaðurinn vinnur saman í kastinu. Svo er byrjað frá grunni í að kasta og í lok námskeiðsins er markmiðið að nemendur séu komnir með góðan skilning á köstunum og geti unnið úr þeim upplýsingum í framhaldinu og bætt köstin enn frekar. Þetta námskeið hentar byrjendum jafnt sem þeim sem hafa kastað lengi en hafa aldrei fengið almennilega tilsögn.” Á framhaldsnámskeiðunum aukast kröfurnar. Börkur segir alla geta kastað flugu. Sumir nái því strax en aðrir þurfi lengri tíma. Með réttri leiðsögn frá upphafi og æfingu verða fluguköst oft og tíðum eitt það skemmtilegasta við sjálfa veiðina. „Á framhaldsnámskeiðunum er farið í flóknari hluti eins og til dæmis veltikastið, tvítog, speyköst og fleira. Þetta hljómar flókið en það kemur fólki alltaf jafn mikið á óvart hve auðvelt
þetta í rauninni er. Þegar líður á vorið og tímabilið byrjar eru þátttakendur í stakk búnir til að geta farið að veiða og haldið áfram að þróa með sér og bæta við þekkinguna.“
Vonar að veiðisportið verði heilsársíþrótt
Börkur segir námskeiðin vera ætluð þeim sem vilji sinna fluguveiðiáhugamálinu á annan hátt en bara við fluguhnýtingar yfir veturinn. Hann segir fluguköst og góða færni í þeirri iðju lítt þekkt hér á landi. „Vissulega eru einstaklingar hér sem eru þrusugóðir kastarar og vita alveg um hvað þetta snýst en almenna hugarfarið er að þetta sé bara aukahlutur í þessu. Þetta er þó svo miklu meira en það og sennilega einn mikilvægasti þátturinn í þessu sporti.“ Börkur segir að veiðisportið geti vel orðið heilsársíþrótt. Það sé þó lítið hægt að veiða yfir veturinn, eins og gefur að skilja, en tilvalið sé að æfa köstin. „Að kasta yfir vetrartímann er eitthvað sem þekkist ekki hér en til dæmis í Svíþjóð þá eru heilu frjálsíþróttasalirnir undirlagðir af flugukösturum, einu sinni til tvisvar í viku,
NÆRÐU HUGANN
Fjölbreytt námskeið í upphafi vormisseris Agile hugbúnaðargerð og Scrum allan veturinn. Enda keppa þeir í fluguköstum, á heims- og Evrópumeistaramótum og standa sig manna best. Þetta hugarfar vona ég að muni ná fótfestu hér á landi í náinni framtíð, en fyrst er að fá fólk til að stunda sportið og hafa gaman af því, um það snýst þetta.“
Augnhár og neglur
Árið 2012 – Athyglisverðir dómar og úrskurðir Danska - þjálfun í talmáli á léttum nótum Eftir jólabókaflóðið: Yndislestur í góðum hópi Gerð ferilskrár Intensive and effective treatment of specific phobias Ítalska fyrir byrjendur Jákvæð forysta – hamingja, styrkleikar og markmið
Vinsæli augnháralengingar- og naglaskóli Hafnarsports er starfandi allan ársins hring.
Kínverska fyrir byrjendur
Nú gefst ykkur tækifæri á að læra allt varðandi augnháralengingu alengingu og naglaástningu.
Verð: 148.000 kr.
Arðsemi í mannauðsstjórnun
Lestur ársreikninga Mannauðsstjórnun
Visa/Euro 3-36 mán.
Norðurljós
Kennari: Halla Ruth Sveinbjörnsdóttir með 17 ára
Ormstunga í Borgarleikhúsinu
Skráning er hafin á hafnarsport@simnet.is og í síma 661 3700.
Persnesk Íslendingasaga? Hið stórkostlega og óþekkta miðaldarit Shahnameh
Finnið okkur á Facebook
Photoshop fyrir byrjendur Spænska I Stjórnun fyrir nýja stjórnendur Sturlunga - Fall þjóðveldis Verktaki eða launþegi Virðisaukaskattur Þýska fyrir byrjendur II
DV EHF. 2012 / DAVÍÐ ÞÓR
Fleiri námskeið á endurmenntun.is
www.hafnarsport.is Sími 661 3700
Nánari upplýsingar og skráning: sími 525 4444 og endurmenntun.is
Námskeiði
8
N okkar eru að hefjast. Glerbræðsla, leirmótun, leirsteypa, Glerskart Gripir oG skart Gripa Gerð. mikið úrval af skart Gripaefni.
www.glit.is
námskeið
Helgin 11.-13. janúar 2013 kynning
EndurmEnntun myndlistaskólinn í rEykjavík
Endurmenntun í víðum skilningi Teikningin á erindi við alla. Fjölbreytt námskeið í boði. Myndlistaskólinn í Reykjavík hefur í 65 ár boðið upp á fjölbreytt námskeið þar sem starfandi myndlistarmenn leiðbeina nemendum á öllum aldri. Námskeið á vorönn hefjast í næstu viku en boðið er upp á nám í teiknun, málun, leirkerarennslu, ljósmyndun og fleiru. Ingibjörg Jóhannsdóttir, skólastjóri Myndlistaskólans, mælir með því að allir nemendur taki grunnáfanga í teikningu þar sem hún sé undirstaða allra sjónlista. „Teikningin á líka erindi við alla því það er hægt að nýta hana á svo ótal marga vegu. Hún er í raun tæki til að hjálpar okkur að skynja umhverfið betur og forma hugmyndir okkar. Þegar nemendur hafa náð færni í að forma hlutina með teikningunni geta þeir einbeitt sér að eiginleikum litanna og samspili á málunarnámskeiðunum. Ég man til dæmis eftir smið sem kom að læra teikningu til að geta útskýrt hugmyndir sínar betur fyrir viðskiptavinum og eins var hér læknir sem sagði námið hafa hjálpað sér að taka betur eftir ýmsum smáatriðum í fari sjúklinga.“
ingibjörg Jóhannsdóttir, skólastjóri Myndlistaskólans. Ljósmynd/Hari
Ingibjörg segir listnám enda vera endurmenntun í mjög víðum skilningi og fólk á öllum aldri sæki námskeið við skólann. „Hingað koma til dæmis framhaldsskólanemar sem hyggja á frekara nám, kennarar sem eru að bæta við sig kunnáttu og fólk
sem er hætt að vinna og hefur meiri tíma til að sinn áhugamálunum.“ Hægt er að skoða námskeiðin sem eru í boði og skrá sig á vef Myndlistaskólans, www.myndlistaskolinn.is en skráning er í fullum gangi.
Vornámskeið Leynileikhússins að hefjast
Það er gaman að dansa Námskeið í boði:
vertu með
Börn ballett barnadansar djassdans sirkus NÝTT afró hipp hopp showdans
Flytjum að Bæjarhrauni 2
Unglingar
Það er alltaf gaman hjá krökkunum í Leynileikhúsinu.
ballett djassdans nútímadans sirkus NÝTT afró hipp hopp showdans
Skráning og allar nánari upplýsingar eru á listdansskoli.is
Fullorðnir djassdans ballett pilates NÝTT jóga NÝTT þjóðdansar NÝTT afró meðgöngujóga NÝTT mömmujóga NÝTT dans fitness NÝTT líkami og sál NÝTT
LISTDANSSKÓLI
HAFNARFJARðAR
Námskeiðin hefjast 14 janúar
Bæjarhraun 2
3 hæð
www.listdansskoli.is
S:894 0577
Vornámskeið Leynileikhússins hefjast innan tíðar. Námskeiðin eru 12 vikna löng og er einn tími á viku í skólum sem Leynileikhúsið er í samstarfi við. Önnin endar svo með frumsaminni leiksýningu í atvinnuleikhúsi þar sem afrakstur vinnunnar er sýndur. Leynileikhúsið er sjálfstætt hugsjónafyrirtæki sem hefur starfað síðan 2004. Það stendur fyrir leiklistarnámskeiðum fyrir börn í 2.-10. bekk um allt höfuðborgarsvæðið. Þeir skólar sem Leynileikhúsið mun starfa í nú á vorönn eru Kársnesskóli, Snælandsskóli, Vatnsendaskóli, Seljaskóli, Vesturbæjarskóli, Rimaskóli, Langholtsskóli, Laugarnesskóli, Háaleitisskóli, Ísaksskóli, Mýrarhúsaskóli og Ingunnarskóli. Opnað verður fyrir skráningar næsta mánudag, 14. janúar, en allar nánari upplýsingar á að vera að finna á leynileikhusid.is. Þá er hægt að hringja í síma 864-9373 á milli 10-15 á daginn.
Helgin 1.-3. október 2010
Origami-námskeið í Gerðubergi
ÖLL ÖKURÉTTINDI ÖLL VINNUVÉLARÉTTINDI
Origami kallast bréfbrot á íslensku.
Á
hugamannafélagið Origami Ísland og Menningarmiðstöðin Gerðuberg standa fyrir origami-námskeiði fyrir hönnuði og listaog handverksfólk í Gerðubergi helgina 26.-28. janúar. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða hjónin Dave og Assia Brill en tilefnið er sýning á origami-listaverkum þeirra sem verður opnuð í Gerðubergi 24. janúar og stendur til 24. mars. Origami, eða bréfbrot, er heillandi enda reglurnar einfaldar: Notast er við ferhyrndan pappír og hvorki er klippt, límt eða skreytt heldur aðeins brotið. Á námskeiðinu verða kennd klassísk origami brot auk þess sem leiðbeinendurnir kenna brot sem eru þeirra eigin hönnun. Námskeiðinu lýkur með sýningu á afrakstri nemenda. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu Gerðubergs, gerduberg.is. Námskeiðsgjald er 28 þúsund krónur.
Hafðu samband í síma: 822 45 02 eða www.meiraprof.is
30
heilsa
Helgin 11.-13. janúar 2013 KYNNING
Heyrnartækni eink arekin Heyrnartækjastöð
KAUPTU FJÓRAR FÁÐU SEX
Urtasmiðjan S— la l’ fr¾ n vottuð vara netverslun
urtasmidjan.is s’ mi 462 4769 F¾ st ’ helstu n‡ ttœ ruvš ruverslunum
Silki andlitsol’ a, djœ pn¾ randi serum Inniheldur aprik— su- og arganol’ ur sem eru eftirs— ttar vegna endurnýjandi og n¾ randi eiginleika sinna ‡ hœ ðina og gefa henni nýtt l’ f og lj— mandi ‡ ferð. Sannkš lluð v’ tam’ nbomba. Hœ ðn¾ ring, e-v’ tam’ n augnsalvi Gefðu hœ ðinni extra umš nnun og n¾ ringu með granateplaoliu, E-v’ tam’ ni, morgunfrœ ar,r— sa- og bl‡ gresisol’ u sem vernda, n¾ ra og mýkja hœ ðina.
Anna Linda Guðmundsdóttir segir þau hjá Heyrnartækni bjóða tæki sem séu algjörlega ósýnileg í eyra.
Mikilvægt að bíða ekki of lengi með að fá sér heyrnartæki Fyrirtækið Heyrnartækni var stofnað árið 2001 og er fyrsta einkarekna heyrnartækjastöðin á Íslandi. Frá upphafi hefur Heyrnartækni haft umboð fyrir heyrnartæki frá Oticon sem er einn elsti, stærsti og virtasti heyrnartækjaframleiðandi heims.
H
Fjallagrös og FíFlarót
Fjallagrös og fíflarót hafa frá ómunatíð verið notuð til að hreinsa meltinguna en tinktúran er einnig sérstaklega góð gegn uppþembu og vindgangi.
Fæst í heilsubúðum og apótekum
www.annarosa.is
Að fá sér heyrnartæki er stórt en mikilvægt skref í átt að betri lífsgæðum.
eyrnartækni er fjölskyldufyrirtæki í eigu hjónanna Björns Víðissonar og Önnu Lindu Guðmundsdóttur sem starfa þar bæði. Starfsemi Heyrnartækni fer fram í Glæsibæ en jafnframt hefur Heyrnartækni boðið upp á heyrnartækjaþjónustu á landsbyggðinni frá því árið 2002 og í dag veitir fyrirtækið reglulega þjónustu á 19 stöðum á landsbyggðinni.
Hver eru einkenni heyrnarskerðingar?
Erfiðleikar með að heyra í fjölmenni eða klið er eitt af fyrstu einkennum heyrnarskerðingar sem flestir taka eftir. Anna Linda nefnir einnig önnur einkenni eins og til dæmis að hvá oft, finnast aðrir tala óskýrt og að þurfa að hækka meira í sjónvarpinu en áður. „Á heimasíðunni okkar; www. heyrnartaekni.is er stutt heyrnarpróf sem hægt er að taka en það getur gefið vísbendingu um hvort þörf sé á að fara í heyrnarmælingu. Því miður bíða margir of lengi með að gera eitthvað í sínum málum og að fá sér heyrnartæki. Rannsóknir sýna að það tekur einstaklinga með heyrnarskerðingu að meðaltali um 7 ár að fá sér heyrnartæki eftir að heyrnar-
skerðing hefur verið greind. Vissulega finnum við þó fyrir því að þetta er smám saman að breytast. Fólk er að verða meðvitaðra um það hversu mikilvægt það er að heyra vel og það að fá sér heyrnartæki.“ Anna Linda segir þetta í rauninni vera spurningu um lífsgæði. Að heyra vel hjálpi okkur öllum að vera virkir þátttakendur í lífinu.
Ósýnileg heyrnartæki
Heyrnartæki hafa tekið miklum útlitsbreytingum á undanförnum árum. Tækninni fleygir stöðugt fram. Í dag er boðið upp á úrval af nettum heyrnartækjum sem eru nánast því ósýnileg á bak við eyrað. „Nýlega kom á markað hjá okkur heyrnartæki sem er algjörlega ósýnilegt í eyra. Þetta tæki er svo lítið að það er rétt stærra en kaffibaun. Tækið er sérsmíðað og liggur svo djúpt í hlustinni að það er ósýnilegt með öllu. Að fá sér heyrnartæki er stórt en mikilvægt skref í átt að betri lífsgæðum. Fyrsta skrefið er þó að fara í heyrnarmælingu og sjá hvort tímabært sé að byrja að nota heyrnartæki. Við bjóðum upp á fríar heyrnarmælingar og heyrnartæki til prufu í vikutíma, hægt er að bóka tíma í síma 568 6880. Skoðun, heyrnarmæling og ráðgjöf tekur um það bil eina og hálfa klukkustund.“
Nýtt upphaf - Ný framtíð - Ný þú Áskrift að betri heilsu frá aðeins *6.490 á mánuði. Þú getur byrjað upp á nýtt – orðið ný manneskja! Skráðu þig í KK klúbb Baðhússins og við aðstoðum þig við að ná markmiðum þínum. KK áskrift veitir þér aðgang að öllum tímum, tækjasal og KK lokuðum námskeiðum. Einnig hefurðu aðgang að heitri laug vatnsgufu, sauna og okkar rómaða hvíldarhreiðri. Skráðu þig strax í áskrift að betri heilsu og skapaðu þér nýja framtíð með okkur.
Sjá nánar á badhusid.is/kk
6.490* á mánuði í KK áskriftarklúbbnum, lágmarkstími 12 mánuðir. Hægt er að velja um 3 leiðir, með mismunandi bindingu og fríðindum; Skólaáskrift, Grunnáskrift eða Eðaláskrift. Frír aðgangur að lokuðum tímum og KK-námskeiðum fylgir öllum leiðum. Einnig frí barnagæsla.
130110_NýttUphhafBaðhúsið.indd 1
www.badhusid.is 515-1900
Fyrirsæta Linda Pétursdóttir. Ljósmyndari Ásta Kristjánsdóttir
Nýtt upphaf - Ný framtíð - Ný þú.
10.1.2013 14:08
32
heilsa
HREIN HOLLUSTA
Helgin 11.-13. janúar 2013 KYNNING
arnar Gr ant oG Ívar Guðmundsson með nýja vöru
HREIN HOLLUSTA
Nýtt fjölvítamín – Fyrir bæði kynin Hönnuð eftir þörfum hvors kyns fyrir sig.
þ »
»
eir Arnar Grant og Ívar Guðmundsson eru flestum Íslendingum kunnugir, enda þekkt andlit úr líkamsræktar- og heilsugeiranum. Þeir félagar eru að kynna til sögunnar nýtt fjölvítamín sem þeir segja sérsniðið að þörfum Íslendinga. Arnar segir þá bjóða upp á tvær tegundir vítamína, annað þeirra henti konum en hitt körlum. En hvers vegna þessi kynjaskipting? „Í stuttu máli þá er meira járn í kvenvítamíninu en í karlaútgáfunni. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að konur tapa reglulega meira af járni úr líkamanum en karlmenn þar sem þær fara á blæðingar en ekki karlar. Ófrískar konur og konur með barn á brjósti hafa auk þess öllu meiri fjörefnaþörf en karlar og það hentar þeim því að fá auka skammt af kalki, járni og fólati sem einmitt er að finna í fjölvítamíninu, Allt í einni, fyrir konur.“
Lima hrísmjólk er lífræn, bragðgóð, fitusnauð, án kólesteróls, laktósa og sykurs. Lima hrísmjólk er
lífræn, bragðgóð, fitusnauð, án kólesteróls, laktósa og sykurs.
Tedrykkirnir eru hollir, hressandi sumardrykkir fullir af andoxunarefnum.
»
Það er þekkt staðreynd að vítamínskortur getur skert starfshæfni líkamans verulega og auk þess getur hann haft töluverð áhrif á andlega líðan. Okkur verður þó ekki ljóst að líkamann skorti vítamín fyrr en á reynir. Arnar segir að þessi skortur geti valdið smávægilegum truflunum á líkamsstarfsemi en einnig alvarlegum líkamlegum einkennum. „Að taka eina fjölvítamíntöflu á dag stuðlar að því að maður sé fær í flestan sjó og í standi til að takast á við daginn. Við höfum sem sagt reynt
Tedrykkirnir eru hollir, hressandi sumardrykkir fullir af andoxunarefnum.
»
»
»
Skortur ekki ljós fyrr en á reynir
Trönuberjasafinn frá healthy people er án viðbætts sykurs og einstaklega bragðgóður. Trönuberjasafinn frá healthy people er án viðbætts sykurs og einstaklega bragðgóður.
að hugsa fyrir öllu þó hér sé auðvitað bara stiklað á stóru.“ Vítamínin eru því hönnuð og úthugsuð eftir þörf hvors kyns fyrir sig. Samt sem áður er sameiginlegur grunnur þeirra líkur. „Karlar þurfa auðvitað líka kalk, eins og gefur að skilja, enda mikilvægt steinefni fyrir líkamann. Helsti kalkgjafi Íslendinga er mjólk en eins og vitað er þá drekka margir núorðið litla eða enga mjólk. Inntaka kalks er öllum mikilvæg og þar kemur vítamínið okkar í góðar þarfir,“ segir Arnar.
D-vítamín er nauðsynlegt Íslendingum
Arnar segir alltof marga Íslendinga skorta D-vítamín og ná ekki nægjanlegum skammti þess svo mánuðum skipti. D-vítamínið er mikilvægt líkamanum til að nýta kalk svo að viðhald og uppbygging tanna og beina sé eðlileg. „Skortur á D-vítamíni getur til dæmis leitt til þess að börn fái beinkröm sem lýsir sér þannig að beinin verða lin og barnið hjólbeinótt eða kiðfætt. Fullorðnir sem þjást af D-vítamínskorti fá beinþynningu sem þýðir að beinin verða kalklítil og brothætt. Oft finnur fólk fyrir þessu í baki, mjöðmum og fótleggjum. D-vítamín er hægt að fá úr fæðu eins og til dæmis feitum fiski og eggjarauðu en þau er einnig hægt að fá úr sólarljósi.“ Arnar segir það augljóst að okkur hér á norðurslóðum er alveg sérstaklega hollt að taka inn D-vítamín frá septembermánuði og fram í maí. „Sólin þarf að skína á líkamann í
heilsa þykkur safi sem býþernur fr amleiða
Drottningarhunang er ofurfæða
d
rottningarhunang eða Royal jelly, er stórmerkileg ofurfæða. Þrátt fyrir nafngiftina er drottningarhunang ekki hunang heldur hvítur þykkur safi sem býþernur mynda í munnvatnskirtlum sínum. Eiginleikar safans eru merkilegir fyrir þær sakir að þernurnar nota hann þegar nýja drottningu vantar. Þær taka þá venjulega lirfu sem lifir alla jafna ekki nema í mánuð og fæða hana einungis á drottningarhunanginu. Við þetta ferli styrkist lirfan og verður að drottningu sem lifir í allt að fimm ár. Hún viðheldur einnig stærð búsins með varpi í þann tíma. Þetta á að gera drottningarhunangið að einu öflugasta næringarefni náttúrunnar. Til eru margvíslegar staðhæfingar um drottningarhunangið sem eflaust má deila um. Það ku vera lykill að langlífi, bæta kynlíf og draga úr einkennum breytingaskeiðs. Það á að hafa áhrif á hormónastarfsemi líkamans, auka orku, sporna gegn þreytu og viðhalda heilbrigði. Sumstaðar hefur drottningarhunang verið notað til að ráða bót á vannæringu hjá börnum og þrekleysi hjá öldruðum. Einnig er þekkt notkun þess við háum blóðþrýstingi, liðagigt eða lifrarbólgu.
Drottningarhunangið er merkilegur vökvi sem verður til í munnvatnskirtlum býþerna. Vökvinn er talin hafa mikinn náttúrulegan mátt og er gjarnan notað í lyf. Hægt er að fá drottningarhunang í heilsubúðum.
– Lifið heil
»
Berry drykkirnir eru verðlaunavara. Hreinir og án litar- og rotvarnarefna. Án viðbætts sykurs. Ber eru full af vítamínum og andoxunarefnum. Gojiberið er oft kallað Hamingjuberið!
Arka ehf | Sundaborg 1 | 104 Reykjavík | Sími 562 6222 | info@arka.is
»
Berry drykkirnir eru verðlaunavara. Hreinir og án litar- og rotvarnarefna. Án viðbætts sykurs. Ber eru full af vítamínum og andoxunarefnum. Gojiberið er oft kallað Hamingjuberið!
Arka ehf | Sundaborg 1 | 104 Reykjavík | Sími 562 6222 | info@arka.is
Otrivin Menthol
15%
Lægra verð í Lyfju
afsláttur í janúar
Gildir í janúar.
ÍSLENSKA / SIA.IS / LYF 62419 12/12
www.lyfja.is
heilsa 33
Helgin 11.-13. janúar 2013 KYNNING
Sólin þarf að skína á líkamann í um það bil tvo klukkutíma á dag svo hann myndi ráðlagðan dagskammt af Dvítamíni. Þeir sem eru mikið inni við eins og aldraðir og ungbörn ættu líka alltaf að taka D-vítamín í fæðubótarformi. Það kemur í veg fyrir sjúkdóma og eykur hreysti þeirra.
gegn þvagfærasýkingu ·
Aðeins eitt hylki á dag
·
1990 kr. pakkinn
·
Enginn sendingarkostnaður
·
Kemst inn um bréfalúgu
Fæst aðeins í vefverslun SagaMedica á www.sagamedica.is
69%
um það bil tvo klukkutíma á dag svo hann myndi ráðlagðan dagskammt af D-vítamíni. Þeir sem eru mikið inni við eins og aldraðir og ungbörn ættu líka alltaf að taka D-vítamín í fæðubótarformi. Það kemur í veg fyrir sjúkdóma og eykur hreysti þeirra.” Þeir félagar bjóða upp á tvennskonar vítamín sem eru þó í grunnatriðum frekar lík. Hjón geta til dæmis fylgst betur með vítamíntöku hvors annars, og kemur þá best í ljós þegar annar aðilinn klárar úr sínu boxi en ekki hinn. „Við mælumst til þess að bæði karlar og konur taki fjölvítamínin sín reglulega og verði bæði hraust og heilbrigð. Að lokum er rétt að benda fólki á það að taka vítamínin með stærstu máltíð dagsins. Þannig nýtast fjörefnin líkamanum allra best,” segir Arnar að lokum.
... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
1012-1
Einnig tekið við pöntunum í síma 414 3076 frá kl. 10 -13 virka daga. www.sagamedica.is
Engin önnur trönuberjavara fáanleg í Evrópu hefur verið rannsökuð jafnmikið og Urell. Klínískar rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á gagnsemi Urell þegar fólk finnur fyrir óþægindum í þvagfærum, hvort sem það er tilfallandi eða ítrekað vandamál.
*konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012
34
heilsa
Helgin 11.-13. janúar 2013
AnnA RósA GR AsAlækniR býðuR fólki Að komA lík AmAnum í lAG eftiR jólA átið
Tinktúrur og te eftir jólin Hún segir að jurtir og grös séu vel til þess fallin og skellti saman í eina glænýja eftir-jóla uppskrift.
Anna Rósa býr til svokallaðar tinktúrur, sem eru jurtablöndur í vínanda.
e
ftir jól er fólk oft fremur illa haldið af bjúg og melting þess í ólagi,“ segir Anna Rósa grasalæknir en hún býður fólki upp á svokallaðar tinktúrur til þess að hjálpa því við að koma líkamanum í lag eftir jólaátið. Tinktúrur eru jurtablöndur í vínanda og hægt er að fá þær í ýmsum útgáfum, allt eftir því hvað best hentar. „Það getur svo margt verið að hrjá fólk eftir jólin. Það getur verið vindgangur, bjúgur, hægðatregða og fólk með glúteinóþol kemur oft mjög illa undan jólunum.“ Anna Rósa segir það nauðsynlegt að hjálpa líkamanum að komast í samt lag og jurtaríkið sé vel til þess fallið. „Það er þekkt að eftir hátíðirnar fyllast líkamsræktarstöðvar og fólk reynir að komast aftur í gang og jurtirnar hjálpa þar mikið. Ég hef verið með tinktúruna Fjallagrasa og fíflarót sem er alveg svakalega góð fyrir meltinguna en ég nota hana einmitt mikið sjálf eftir jólin og tek hana jafnvel inn áður en ég fer í jólaboðin til þess að viðhalda jafnvæginu. Fyrir þá sem safna bjúgi er hinsvegar tinktúran Fíflablöð og birki alveg tilvalin en hún er vatnslosandi.“ Anna Rósa setti sérstaklega saman í eina uppskrift af tei sem ætlað er lesendum Fréttatímans:
Eftir-jólin te • 2 msk piparmynta • 1 msk brenninetla • 1 msk fennel fræ 3–4 msk af teblöndu eru settar í 750 ml hitabrúsa og sjóðandi vatni hellt yfir. Síið jurtirnar frá þegar hellt er í bolla en setjið þær svo aftur í hitabrúsann og látið liggja í allan daginn. Drekkið einn hitabrúsa á dag. Nánari upplýsingar um tinktúrurnar hjá Önnu Rósu má finna á www.annarosa.is Anna Rósa grasalæknir segir nauðsynlegt að hjálpa líkamanum að komast í samt form eftir hátíðirnar, til þess sé tilvalið að leita á náðir náttúrunnar.
María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is
Vilt þú fá meira út úr lífinu? Heilsuborg er með lausnina fyrir þá sem vilja læra að lifa heilbrigðu lífi! Heilsulausnir
Hjartalausnir
Hentar þeim sem eru í ofþyngd og eru búnir að prófa „allt“ án árangurs og vilja tileinka sér heilbrigðan lífsstíl til langframa. Mán., mið. og fös. kl. 6:20, 10:00, 14:00 eða 19:30 Verð kr. 16.900 á mánuði í 12 mán. Hefst 21. janúar.
Hentar einstaklingum sem hafa greinst með áhættuþætti hjartasjúkdóma, eru með kransæðaþrengingu eða hafa fengið hjartaáfall. Kennsla: Þri. og fim. kl. 07:00 eða 10:00 Verð 2x í viku, 8 vikur, kr. 16.900 pr. mán. (Samtals kr. 33.800) Hefst 15. janúar.
Stoðkerfislausnir Hentar einstaklingum sem glíma við einkenni frá stoðkerfi svo sem bakverki, verki í hnjám eða eftirstöðvar eftir slys. Mán, mið. og fös. kl. 15:00 eða 16:30 Verð 3x í viku, 8 vikur, kr.19.900 pr. mán. (Samtals kr. 39.800) Hefst 14. janúar.
Orkulausnir Hentar þeim sem vilja byggja upp orku t.d. vegna vefjagigtar eða eftir veikindi. Þri. og fim. kl. 10:00 eða 15:00 Verð 2x í viku, 8 vikur, kr. 16.900 pr. mán. (Samtals kr. 33.800) Hefst 15. janúar.
Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is
„Ég var búin að taka eftir auglýsingum frá Heilsuborg í þó nokkurn tíma og var búin að vera að hugsa lengi um að fara að gera eitthvað í mínum málum. Ég hef náð góðum árangri, náð að losna við mörg kíló og er bara svo miklu hressari og með miklu meiri orku. Maður verður að vilja gera þetta fyrir sig sjálfan. Þetta snýst ekki um það að megra sig þetta snýst um að lifa heilbrigðara lífi og koma sér í gott líkamlegt og andlegt form.“ Helga Einarsdóttir
heilsa 35
Helgin 11.-13. janúar 2013
TENNIS
Áfengis - og fíkniefnavandi
er skemmtileg hreyfing
Á annan tug fyrirtækja fá þjónustu SÁÁ Samtökin SÁÁ bjóða fyrirtækjum upp á ráðgjafarþjónustu fyrir fyrirtæki til þess að hjálpa starfsfólki að takast á við fíknivanda. Samkvæmt stjórnarmanni SÁÁ er mikilvægt að grípa í taumana og koma starfsfólki til bjargar hvort sem um ræðir aðstandendur eða fíkla. Það sé allra hagur að ræða vandann og hafa hann uppi á yfirborðinu. Við reynum að hjálpa fyrirtækjum við að lyfta vandanum upp á yfirborðið með upplýsingaflæði um áhrif sem alkóhólismi hefur á starfsemi fyrirtækja, beint eða óbeint,“ segir Páll Þór Jónsson, stjórnarmaður í SÁ Á. Talið er að um nítján prósent karlmanna og um ellefu prósent kvenna séu haldin alkóhólisma. Páll segir að á bak við hvern einstakling sem haldinn er áfengisfíkn séu að minnsta kosti þrír aðstandendur. „Þetta þýðir að um þrjátíu þúsund einstaklingar búa við áfengisfíkn. Af þeim eru aðeins um tíu þúsund edrú. Svo það gefur augaleið að vandamálið er stórt með allt að tuttugu þúsund ómeðhöndluðum alkóhólistum.“ Með þjónustunni kaupa fyrirtækin margvíslegan stuðning vegna alkóhólisma starfsmanna. Í því felst meðal annars forgangur í innlagnar- og eftirmeðferðarþjónustu SÁ Á og aðstoð vegna maka eða foreldra starfsmanna með áfengisfíkn. Einnig er boðið upp á fjölskyldunámskeið fyrir aðstandendur og fræðslufundi fyrir starfsfólk sem og upplýsingafundi um alkóhólisma, meðvirkni og úrræði fyrir alkóhólista og aðstandendur. Páll segir að mikill áhugi sé fyrir námskeiðunum á meðal fyrirtækja en nú eru yfir tuttugu fyrirtæki sem nýta sér þjónustuna. „Þetta er feikilega öflugt tæki til þess að draga úr skaða sem getur hlotist af áfengisfíkn. Við þurfum að lyfta vandanum upp úr þögguninni því öðruvísi getum við ekki tekist á við þetta. Þetta er ekki smitsjúkdómur og ef við getum fengið fólk til að taka á sínum málum fljótt þá verður skaða minnkun um leið og þannig auka fyrirtæki framleiðslu sína og bæta afkomu. María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is
Áfengisvandinn stórt vandamál
• 19% Íslenskra karla er með áfengiseða vímuefnavanda. • 11% Íslenskra kvenna með sama vanda. • 30.000 Íslendingar eru alkóhólistar. • 90.000 Íslendingar eru aðstandendur alkóhólista. • 20 fyrirtæki nýta sér ráðgjafarþjónustu SÁÁ fyrir starfsfólk sitt.
Páll Þór Jónsson segir að með því að bregðast rétt við geti fyrirtæki komið til móts við starfsfólk sitt sem þjáist vegna áfengis- og fíknivanda. Þannig stuðli fyrirtækið einnig að bættum hag sínum. Hægt er að nálgast upplýsingar í gegnum SÁÁ.
Nú er rétti tíminn til að panta fastan tíma í tennis. Eigum nokkra tíma lausa. Skemmtilegu byrjendanámskeiðin fyrir fullorðna eru að hefjast. Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is
OKKAR LOFORÐ:
Lífrænt og náttúrulegt
Engin óæskileg aukefni
Persónuleg þjónusta
Heilsusprengja Heilsan í fyrirrúmi árið 2013! Yfir 200 t
egundir!
20% afsláttur!
20% afsláttur af öllum NOW bætiefnum fimmtudag til sunnudags Borgartún • Fákafen • Hæðasmári
www.lifandimarkadur.is
36
bílar
Helgin 11.-13. janúar 2013
Kia Yfirhönnuður hæKK aður í tign
Peter Schreyer ráðinn forstjóri Kia Motors Þjóðverjinn Peter Schreyer hefur verið ráðinn einn af forstjórum Kia Motors, að því er fram kemur í tilkynningu Öskju, umboðsaðila Kia. „Schreyer hefur starfað sem yfirhönnuður Kia undanfarin sjö ár og átt stærstan þátt í mikilli velgengni Kia bíla á hönnunarsviðinu. Schreyer hefur, ásamt hönnunarteymi Kia, endurhannað bílaflota suður-kóreska bílaframleiðandans sem unnið hefur til fjölda hönnunarverðlauna um allan heim á undanförnum árum. Má þar nefna bílana Sportage, Optima, Rio, Picanto, cee‘d og
pro_cee‘d. Síðasta verkefni Schreyer sem yfirhönnuður fyrirtækisins var að hanna hinn nýja 7 manna fjölnotabíl Kia Carens sem kemur á markað hér á landi innan skamms,“ segir enn fremur. Schreyer verður einn af þremur forstjórum Kia Motors og fyrsti Evrópubúinn sem gegnir starfinu. Hann var áður hönnuður hjá þýsku bílaframleiðendunum Audi og Volkswagen og hannaði m.a. endurnýjuðu V W Bjölluna og Audi T T sportbílinn. „Kia Motors hefur átt mikilli velgengni
að fagna undanfarin misseri,“ segir í tilkynningu Öskju, „og hefur sala fyrirtækisins margfaldast. Á Íslandi er Kia Motors þriðja mest selda bíltegundin og var með hátt í 10% markaðshlutdeild á árinu 2012.“
Peter Schreyer hefur verið ráðinn einn af forstjórum Kia Motors. Hann var áður hönnuður hjá þýsku bílaframleiðendunum Audi og Volkswagen.
reYnsluaKstur nýr VolKswagen golf
Sparneytinn og lipur borgarbíll Nýr MercedesBenz A náði ótrúlega góðum árangri en bíllinn kom á markað í haust.
Metsala hjá Mercedes-Benz Mercedes-Benz seldi fleiri bíla árið 2012 en nokkru sinni í 126 ára sögu fyrirtækisins, að því er fram kemur í tilkynningu Öskju, umboðsaðila Mercedes Benz hér á landi. „Alls seldi þýski lúxusbílaframleiðandinn 1.320.097 bíla árið 2012 sem er 4,5% aukning frá árinu áður. Sala á Mercedes-Benz bílum var mest í Bandaríkjunum en þar seldi lúxubílaframleiðandinn 11,8% fleiri bíla en árið 2011. Kreppa er tekin að segja til sín á heimamarkaði fyrirtækisins í Þýskalandi því þar varð 0,4% samdráttur frá árinu áður. Og í Evrópu varð aðeins 0,6% aukning sem skýrist af erfiðleikum kreppunnar m.a. á Spáni, Ítalíu, Portúgal og Grikklandi. Þá varð aukningin aðeins í Kína 1,5%," segir enn fremur. „Við erum mjög ánægð með góðan árangur á árinu 2012. Þrátt fyrir erfiðleika á mörgum markaðssvæðum, sérstaklega í Suður-Evrópu, tókst okkur að selja fleiri bíla á einu ári en nokkru sinni áður í langri ára sögu fyrirtæksins. Nýr A-Class náði ótrúlega góðum árangri en bíllinn kom á markað í haust og nýr B-Class hefur einnig náð góðri sölu. Fleiri nýir bílar frá fyrirtækinu hafa einnig komið vel út í sölu og það eru spennandi tímar fram undan hjá Mercedes-Benz,“ segir dr. Dieter Zetsche, forstjóri Daimler AG.
Öflugir TUDOR High Tech rafgeymar fyrir jeppa.
Ný kynslóð Volkswagen Golf verður frumsýnd á Íslandi um helgina. Hann er sparneytinn og léttur en kraftmikill og þægilegur í akstri.
h
vegg) og er því afskapekla frumsýnir lega þægilegt að leggja nýja kynslóð Sigríður Dögg honum í þröngt stæði. Volkswagen Auðunsdóttir Hann er kraftmikill og Golf um helgina og er sú sigridur@ frettatiminn.is þægilegur í akstri, lipur sjöunda kynslóð bílsins og léttur í stýri. Hann er sem fyrst leit dagsins rúmgóður að innan og með ágætis skott. ljós árið 1974. Ég fékk nýja Golfinn til Börnin sáu vel út um afturgluggana í bílreynslu í vikunni og var nokkuð ánægð stólunum sínum og voru mjög sátt með með gripinn. Sjálf ek ég Volkswagen Sharþetta eintak sem þau vildu gjarnan að an og er því kunnug fyrirkomulagi á mælamamma keypti bara. borði Golfsins sem er lítið breytt frá eldri Golfinn er hagkvæmur í rekstri, eyðir útgáfum. Allt er á sínum stað, stílhreint talsvert minna eldsneyti en og klassískt, en ekkert eldri útgáfur, 3,8 lítrum á sem vekur svo sem athygli Plúsar hverja hundrað kílómetra manns við fyrstu sýn. í blönduðum akstri. Hann Golfinn býður upp á ýmis + Sparneytinn drepur á vélinni þegar bíllþægindi, svo sem að sett sé í +Öruggur inn stöðvast og bremsunni handbremsu með því að ýta + Rúmgóður haldið niðri og fer svo sjálfá einn takka og svo fer hún + Kraftmikill og krafa í gang. Þannig sparar sjálfkrafa af þegar ekið er þægilegur í akstri hann umtalsverða eldsaf stað (ekki lengur hætta á neytisnotkun innanbæjar, að keyra af stað með handMínusar svo sem á rauðu ljósi og þess bremsuna á og skilja ekkert ÷ Ekki mikil breyting á háttar. Einnig drepur hann í því hvað bíllinn sé eitthvað á sér ef hann er skilinn eftir þungur í akstri – ekki að útliti frá fyrri gerðum í gangi (komst að því fyrir það hafi nokkru sinni komið utan leikskólann) sem er fyrir mig!). Hann er með Helstu upplýsingar náttúrlega bara skylda. skynjara á öllum köntum Verð frá 3.390.000 Fínn borgarbíll sem eyðir sem gefa hljóðmerki þegar Eyðsla 3,8 í samræmi við nútímakröfur bíllinn nálgast einhvern hlut Breidd 179 cm og bensínverð. of mikið (annan bíl, hús-
Fínn borgarbíll sem eyðir í samræmi við nútímakröfur og bensínverð.
38
tíska
Helgin 11.-13. janúar 2013
ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA
Ný undirkeðja H&M Risaverslunarkeðjan H&M hyggst stækka frekar við reksturinn með nýrri lúxus undirkeðju. Keðja þessi er ætluð konum og verður undir formerkjunum „& Other Stories“. Tískurisinn Hennis and Moritz, eða H&M, komst í heimspressuna á síðasta ári vegna uppljóstrunar sænskrar sjónvarpstöðvar þess efnis að aðbúnaður starfsfólks í verksmiðjum þeirra þótti ekki standast mannréttindakröfur. Í kjölfarið skaut Zara þeim af toppnum sem stærsta og vinsælasta fatakeðju heims. Forsvarsmenn H&M hörmuðu aðbúnað starfsmanna sinna í kjölfarið og kváðust rannsaka málið til hlítar. Nú hyggst fyrirtækið bæta ímynd sína frekar og er nýja vörumerkið liður í því. Í verslununum verður áhersla lögð á fylgihluti, nærföt og skó en einnig verður boðið upp á einstaka línur í fatnaði, sem verða þá vandaðri og dýrari vörur. Í vor verða fyrstu verslanirnar opnaðar í Evrópu. Búðirnar verða til að byrja með aðeins í Barcelona, Berlín, Kaupmannahöfn, London, Mílanó, París og Stokkhólmi. Einnig verður hægt að fá einstaka vörur frá „& Other Stories“ í H&M verslunum víðar um Evrópu.
50%
AFSLÁTTUR Ríta tískuverslun Bæjarlind 6, sími 554-7030
www.rita.is
Eddufelli 2, sími 557-1730
NÝJAR VÖRUR Í HVERRI VIKU Vorlína 2013
Stærðir 40-58 Í verslunum & Other Stories verður lögð áhersla á aukahluti, skó og nærföt en einnig verður hægt að fá þar vandaðri fatnað á hærra verði en þekkist hjá H&M.
Verslunin Belladonna á Facebook
Skeifan 8 I 108 Reykjavík I sími 517 6460 I www.belladonna.is
Útsalan í fullum gangi! Allur fatnaður og skór í verslun á útsölu Stærðir 36-52
Gæðavara á frábæru verði!
Lengdu líftíma förðunarinnar – Uppskrift Til eru hinar ýmsu tegundir af blöndum til þess að lengja líftíma förðunar í andlitinu. Þær eru yfirleitt í formi úða sem settur er yfir andlitið að förðun lokinni. Hægt er að gera sína eigin blöndu sem er bæði ódýr og skaðlaus fyrir húðina. Uppskriftin er mjög einföld. Settu hálfa matskeið af glyseríni (fæst í apótekum) ofan í lítinn úðabrúsa. Helltu hægt saman við það heilli matskeið af soðnu vatni. Hristið rólega saman. Setjið að lokum hálfa matskeið af rósavatni (fæst í jurtaapótekum) ofan í flöskuna og hristið vel. Úðið jafnt yfir andlitið eftir förðun og látið þorna. Virkni rósavatns fyrir húðina er margþætt. Hún þykir góð fyrir húð sem farin er að slappast auk þess að hafa róandi og hreinsandi áhrif.
Nýkomnar aftur! stærðir: S,M,L,XL,2X verð kr. 5.990
Skoðið úrvalið á facebook! www.hjahrafnhildi.is S. 581 2141 Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is
OPIÐ: MÁN - FÖST 10 - 18 LAUGARD. 10 - 14
Hef flutt mig um um set, í hóp frábærra fagmanna
Þú ert velkominn Jóhanna M Steindórsdóttir Hárgreiðslumeistari
Sérverslun með
FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16
Grensásvegi 50
S: 588 5566 eða 588 5567
Farmers Market til Berlínar og Köben Íslenska hönnunarfyrirtækið Farmers Market mun kynna haust- og vetrarlínu sína fyrir 2013-14 á tískuvikunum í Berlín og Kaupmannahöfn á næstunni. Fyrirtækið tekur þar þátt í kaupstefnunum Premium Berlín 15.-17. janúar og CPH Vision 31.jan-2. febrúar. Hjónin Bergþóra Guðnadóttir og Jóel Pálsson eru stofnendur og eigendur Farmers Market. Fyrirtækið var stofnað árið 2005 og hefur vaxið og dafnað hratt frá stofnun. Í dag eru vörur þess seldar í um fimmtíu verslunum víða um heim, til að mynda í Japan. Í Farmers Market vörulínunni er lögð áhersla á náttúruleg hráefni og ýmiskonar skírskotanir í norrænar hefðir og arfleið í hönnun.
Þekktir Íslendingar eru áberandi í auglýsingum Farmers Market. Hér er tónlistarmaðurinn Davíð Þór Jónsson.
tíska 39
Helgin 11.-13. janúar 2013 Herr ar Hártísk an grófur kynþokki ríkjandi
Strákar hugi að hárinu Emil Ólafsson er klippari á Sjoppunni í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir stráka oft ragari við viðhald á hári sem sé þeim ekki síður mikilvægt. Emil segir að strákar séu að líta aftur um áratugi í hártískunni.
40 - 60% AFSLÁTTUR
Laugarvegi 49 S: 552 2020
Á54"-"
3060% Afsláttur
Mikilvægt er að huga vel að hárinu, segir Emil Ólafsson, líka fyrir stráka. Hann mælir með persónulegu og ráðgefandi sambandi við klipparann sinn.
É Hár er persónubundið og það sem hentar einum, gengur ekki endilega yfir þann næsta.
g segi við stráka sem koma til mín að það sé mikilvægt að huga að áferð og persónulegum stíl. Svo er það er ekki síður mikilvægt fyrir stráka að koma í snyrtingu reglulega því það þykir ekki fallegt að vera úfinn,“ segir Emil Ólafsson, hárgreiðslumaður á Sjoppunni. Hann segir að þeir straumar sem greina má í hártísku fyrir herra séu margvíslegir. „Þeir eru að teygja sig aftur í tímann. Við erum að tala um „eightís“, með svona villtu stóru hári, eða þetta 1930 „lúkk“ þar sem karlmennskan var ríkjandi en samt skein í gegn þessi grófi kynþokki.“ Emil segir háriðnina hafa þróast mikið undanfarin ár. „Við leggjum okkur aðeins meira fram við að persónuvæða þjónustuna. Tengslin milli hárgreiðslufólks
og kúnna verða þannig dýpri. Ég mæli með því að hver eigi sinn hárgreiðslumann eða -konu sem hann getur leitað til um ráðgjöf. Hár er persónubundið og það sem hentar einum, gengur ekki endilega yfir þann næsta.“ Hann segir að stelpur séu mun meðvitaðri um þetta, en þó séu strákar að taka við sér og sífellt fleiri safni nú hári og leggi við það rækt. En hvað ráðleggur þú strákum sem vilja byrja að safna? „Númer eitt, tvo og þrjú, pantaðu tíma hjá klipparanum þínum og fáðu ráðgjöf og láttu klippa hárið í form sem gott er að safna í. Í klippingunni verður svo að passa að formið sé alltaf „masculin“, svo þú fáir ekki stelpuhár. Það er gert með því að gera línurnar þyngri og allar útlínur grófari.“
ÚTSALA 40-50% afsláttur
Laugavegur 58 S. 551 4884 still@stillfashion.is stillfashion.is
Sérverslun með kvensilfur
Margar gerðir af búningasilfri. Þetta er ódýrasta mynstrið. Allt sem þarf á upphlutinn, settið frá 90.530, kr. Allar upplýsingar um hefð og gerðir búninga eru veittar á staðnum. „Strákarnir eru að teygja sig aftur í tímann. Villt stórt hár, eða þetta 1930 „lúkk“ þar sem karlmennskan var ríkjandi með grófum kynþokka.“
Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160.
40
heilabrot
Helgin 11.-13. janúar 2013
?
Spurningakeppni fólksins 1. Hvaða leikkona fer með hlutverk Hollywood goðsagnarinnar Marilyn Monroe í væntanlegri kvikmynd? 2. Með hvaða liði leikur Kobe Bryant í NBAdeildinni? 3. Hvaða kunni tónlistarmaður fagnaði 66 ára afmæli sínu í vikunni með því að senda frá sér fyrsta lag sitt í tíu ár? 4. Hver er bæjarstjóri í Hafnarfirði? 5. Hvaða sjónvarpskona stýrir þáttunum Mannshvörf á Stöð 2? 6. Björgvin Páll Gústavsson er annar tveggja markvarða íslenska landsliðsins á HM í handbolta sem er að hefjast. Hver er hinn markvörðurinn? 7. Hvaða kunni matreiðslumaður tók nýverið við rekstri veitingastaðarins á Hótel Borg? 8. Hver er formaður Vistheimilanefndar? 9. Hver leikur Jack Reacher í samnefndri spennumynd? 10. Hver gerði þýðinguna að Macbeth eftir Shakespeare sem Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir? 11. Í hvaða landi hefur franski leikarinn Gérard Depardieu fengið ríkisfang? 12. Hvaða bandaríski spjallþáttastjórnandi hefur gert sér mat úr vandræðum íslenska flugdólgsins? 13. Við hvað var bandaríska hip hop stjarnan Nicky Minaj hrædd að verða eftir að hafa tekið að sér dómarasæti í American Idol? 14. Hvað heita sjónvarpsþættir Sölva Tryggvasonar sem taka á erfiðum málum í þjóðfélaginu? 15. Hver var kjörinn Mosfellingur ársins 2012?
Haukur Gunnarsson lögfræðingur
2. Los Angeles Lakers. 3. David Bowie.
4. Pass. 5. Pass. 6. Hannes Jónsson. 7. Leifur Halldórsson.
8. Róbert Spanó. 9. Tom Cruise. 10. Pass. 11. Rússlandi.
12. Jay Leno.
14. Málið. 13. Of fræg.
15. Dóri DNA.
8 stig
5 3
Haukur útnefnir Elísabetu Júlíus dóttur hópstjóra sem arftaka sinn.
Salat með kjúklingi eða roastbeef 990 kr. Bátur mánaðarins 750 kr.
lauSn
Lausn á krossgátunni í síðustu viku. LUMBRA
rennibraut og boltaland fyrir börnin
ER
ÍÞRÓTTAFÉLAG PISS
HVETJA
U TUSKU
L ÁTT ÚTDRÁTTUR
Á KJAFT
M RÆÐA EKKI Í RÖÐ
F
S P R E N G J U R E G N
KRYDD
P I P A R BOLI NEITUN
N E I TVEIR EINS HUGLEIÐSLA
J Ó V E G H A
HNÝSAST
Nýbýlavegi 32 S:577-5773
L P Ú S K Þ R V A A G E S I S U T T A A N G J N A Á L D I ERFIÐI
SKISSA
2x16” pizza 2/álegg 2980 kr.
ÁSTARGÆLUR
118
BÖGUBÓSI
HLJÓM
GATA
KONUNGUR
SKAMMSTÖFUN
TRÉ
HREINSA Í RÖÐ
Ö R S S P Æ I P N A N I F A L L Ó S M U R R R
LYFTIDUFT ORGA
ÓLGU SPYR
HEPPNAST SVIK
PIRRA FUGL
FISKUR
TVEIR EINS
KVÍSL
HREÐJASTEINN
VIÐSKIPTI ERLENDIS
BORGUN
KVARTANIR KOMAST
VOÐ
DURTUR
K Á E I R S K Á L S T Í G E M Á S Ó R H L I Ð Í F A L I Ö R L L Á L M A H R A F B O N G A L L A L A A T Ó N Æ Ð I K A S T N Ú A U R R A R Á K A R M S Æ K Í K I R L N O R Ð Ú K U R I R U S T I TÍMABILS
MÁLMUR FRUMEFNI
REKALD
HAGNAÐUR
VAXA
ÁRÁS SÝTA
FLÖTUR
LJÓSLEIT
FARFA
HANGA
TVEIR EINS
12”pizza 2/álegg 1050 kr.
HRÖÐ ÓSKA
Í RÖÐ
HÆÐIRNAR
FRAMHJÁHALD ÖRK
AFLÝSING LJÓMA
EINNA
GEGNA
SÓÐA
BORÐANDI
ÓRÓI SOFA
TIL SAUMA RÁKIR
EYRIR
HLJÓTA
STRUNS
ÁSAKAÐI
RÖNDIN
FRÁDRÁTTUR
MAR
BRÉFSPJALD
SJÓNAUKI BLUND
ÁTT
KVAÐ
SVELG
TIL
F L D A Ó K N I T J K Ó R Ð Ó R A A Ó Á L F Á I N R S A N Ð U A Ð RUSTI
BINDA
Finnur Þór Vilhjálmsson 1. Lindsey Lohan.
2. Los Angeles Lakers. 3. David Bowie.
1
5 8
7 5
7. Siggi Hall.
10. Þórarinn Eldjárn. 11. Rússlandi. 8. Róbert Spanó.
3 9 6 5
6 2
9. Tom Cruise.
1 6 7 6 5 8 4 3 1 4 2 9 5 8
9 8
12. Robert Fallon. 13. Að athlægi.
15. Egill Skallagrímsson.
9 stig
kroSSgátan
ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. SJÁVARSPENDÝR
119
SKJÓLA ÞRÁ
NÚA
SEM STENDUR
ALGER
ERFIÐI KVK. NAFN
GIRÐINGAREFNI GOGG FLOTHOLT VEGAHÓTEL GAUR
FESTING
INNILOKA
PRÚTTA
EGGJARAUÐU
HOLA
GJÁLFRA
Í RÖÐ
FLÓI
GJAMMA
HVAÐ
ÞÁTTTAKANDI
BÓKSTAFUR
UXI
MATJURT
ÓGÆFA
MJÓLKURVARA
Í RÖÐ
ANDLITSPARTUR
KLAKI
MERGÐ
FUGL
VARKÁRNI
ÆSINGUR
VIÐ
SÝKING
STRÖND
KAUPS
SNUDDA
DAUÐI
ELDHÚSÁHALD
ÓVILD
HLJÓÐFÆRI
SKEL
GANGFLÖTUR
MÆLIEINING
PILLU
MÁLMHÚÐA
VEGNA HJÖR
BURÐARTÆKI
AUGNVEIKI
SKINN
HÓTA
UNGDÆMI
kr.
N 2013
LÍK
BLÓÐVATN
SUNNA
ATVIKAST
SUSS
VOÐI
RAMMI
AÐGÆTA RAÐTALA ÓKLEIFUR
NES
FISKUR
KÓF
ÞORRIN
FYRIRTAK
ÍS
SKADDAST
FIMUR
STÍGANDI
SLÆMA
HREINSIEFNI
950
TÓNLISTARTEGUND
Þorrahlaðborð 2.3á m9an8 n
8
Sudoku fyrir lengr a komna
6. Pass.
14. Málið.
3 3 7
7
4. Pass. 5. Helga Arnardóttir.
4
1 2
9
lögfræðingur
4
6 7 6
2
HNOÐA
– fyrir 10 eða fleiri –
9
1
Svör: 1. Lindsay Lohan. 2. Los Angeles Lakers. 3. David Bowie. 4. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir. 5. Helga Arnardóttir. 6. Aron Rafn Eðvarðsson úr Haukum. 7. Völundur Snær Völundarson, Völli Snær. 8. Róbert Spanó prófessor. 9. Tom Cruise. 10. Þórarinn Eldjárn. 11. Rússlandi. 12. David Letterman. 13. Of fræg. 14. Málið. 15. Gréta Salóme Stefánsdóttir.
Finnur sigrar með 9 stigum gegn 8
7 2 8 5
mynd: AdriAn Pingstone (Public domAin)
1. Lindsay Lohan.
Sudoku
TÍMABILS KRINGUM
SKOÐUN
ÁVÖXTUR
LÍÐA VEL
KJARNI
PFN.
NÖGL
KÆLA
BÁTUR
LÍFHVATI
VAFI
RÚN
SKARÐ
ÓLÆTI
BLUNDA
RÁN ÓRÓI
KARLMAÐUR
MÁLHELTI
RÍKI
42
skák
Helgin 11.-13. janúar 2013
Sk ák ak ademían
Skákveisla framundan: Kínverjarnir koma!
Spennandi glíma Íslands og Kína
Þá er mikið tilhlökkunarefni að um miðjan febrúar kemur hingað kínverskt skáklandslið sem tefla mun við Íslendinga í aðdraganda N1 Reykjavíkurskákmótsins. Kínverjar hafa á allra síðustu áratugum náð stórbrotnum árangri í skák og þaðan streyma meistarar af báðum kynjum. Kínverjar eiga nú 30 karlkyns stórmeistara, sem flestir eru kornungir, og hafa í þrígang eignast heimsmeistara kvenna á síðastliðnum árum. Meðalstigatala 10 bestu skákmanna Kínverja er 2665, sem skipar sem í þriðja sæti heimslistans, á eftir hinum gamalgrónu skákþjóðum, Rússlandi og Úkraínu. Kínverska skákliðið er skipað tveimur körlum, tveimur konum og tveimur ungmennum, og þeg-
ar rennt er yfir listann er ljóst að íslensku skákmannanna bíður skemmtilegt og ögrandi verkefni. Í fararbroddi er Yu Yangvi (2668 skákstig) sem er aðeins 18 ára og næststigahæstur í heiminum í sínum aldursflokki. Ekki verður síður gaman að fylgjast með hinum 13 ára Wei Yi (2501 stig) sem er sterkasti skákmaður heims undir 14 ára. Keppnin fer fram 15.-17. febrúar og að henni standa Skáksamband Íslands og Kínversk íslenska menningarfélagið (KÍM) sem fagnar á árinu 60 ára afmæli. Í kjölfarið munu svo kínversku meistararnir tefla á N1 Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu. Ekki er loku fyrir það skotið að enn fleiri Kínverjar verði með í Hörpu, svo þeir munu örugglega setja mikinn svip á mótið.
Nær Nansý að vera Íslandsmeistaratitilinn?
Á morgun, laugardaginn 12. janúar, fer Íslandsmót barna fram í Rimaskóla í Grafarvogi. Rétt til keppni
Hinn 13 ára Wei Yi er sterkasti skákmaður heims undir 14 ára. Hann mun keppa með kínverska skáklandsliðinu á Reykjavíkurskákmótinu.
hafa öll börn í 1. til 5. bekk (fædd 2002 og síðar). Sigurvegarinn fær sæmdarheitið Íslandsmeistari barna 2013 og keppnisrétt á Norðurlandamótinu í skólaskák sem haldið verður á Bifröst nú í febrúar. Núverandi Íslandsmeistari barna er Nansý Davíðsdóttir, en hún varð í fyrra fyrsta stúlkan til að sigra í tæplega 20 ára sögu keppninnar. Spennandi verður að sjá hvort Nansý nær að verja titil sinn, en hún er fædd 2002. Aðeins tveir hafa náð því að sigra tvisvar á Íslandsmóti barna, Eyjapilturinn knái Kristófer Gautason (2007 og 2008) og Akureyringurinn efnilegi Jón Kristinn Þorgeirsson (2009 og 2010). Ýmsir kunnir skákmenn hafa hampað sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli Spennandi verður að sjá hvort Nansý Davíðsdóttir, núverandi Íslandsmeistari á þessu móti og má nefna Sigurð barna, nær að verja titil sinn. Pál Steindórsson (1994), Dag Arngrímsson (1997) og Hjörvar Stein SKáKþrautiN Grétarsson (2003). Nánari fréttir um Íslandsmót barna, og sæg af öðrum skákfréttum, má finna á Hinn mikli Alexander Alekhine www.skak.is (1892-46) var þriðji Íslenskir víkingar í Hastings heimsmeistarinn í skák, á eftir SteinTveir ungir og efnilegir íslenskir itz og Lasker. Hann skákvíkingar, Hjörvar Steinn og hafði svart gegn Guðmundur Kjartansson héldu til Opochensky og Hastings um áramótin og tefldu á nýtti sér að hvíta hinu fornfræga skákþingi. Hjörvar drottningin er varð í 2.-9. sæti með 7 vinninga af bundin yfir riddar10, en Guðmundur hlaut vinningi anum á f3. minna, þrátt fyrir snilldartilþrif á köflum. Efstur allra varð Íslandsvinurinn geðþekki, Gawain Jones frá Englandi. Tveir Íslendingar hafa sigrað í Hastings, Friðrik Ólafsson 1956 og Margeir Pétursson 1986. 1....Hd8!! 2.Dd1 Dxf3+! og hvítur er óverjandi mát!
Þ
að verður mikið um dýrðir í íslensku skáklífi næstu vikurnar. Skákdagurinn 26. janúar er framundan, en hann er haldinn hátíðlegur á afmælisdegi Friðriks Ólafssonar sem verður 78 ára. Friðrik er fyrsti stórmeistari Íslendinga og var lengi meðal bestu skákmanna heims. Þá var hann forseti FIDE, alþjóðasambands skákmanna, árunum 1978 til 1982, og ferðaðist þá til ótal landa í öllum heimsálfum til að útbreiða fagnaðarerindið. Og Friðrik er hvergi nærri sestur í helgan þegar skákin er annars vegar, einsog góður árangur hans á síðasta ári er til marks um.
Bíó FrönSk hátíð
Víetnam & Kambódía 22. febrúar - 10. mars 2013 Fararstjóri: Inga Ragnarsdóttir
Marion Cotillard fer með aðalhlutverkið í opnunarmyndinni Ryð og bein.
Það eru ekki nema nokkur ár síðan Indókína opnaðist ferðamönnum eftir margra áratuga ófrið og einangrun. Okkur er nú kleift að fá innsýn í hina ríku og framandi menningararfleifð þessara landa og þetta ævintýralega og allt að því óraunverulega hitabeltis- og frumskógarlandslag sem þar er að finna. Víetnam og Kambódía eru lönd sem eru í mikilli uppbyggingu en um leið ríkja þar mjög rótgrónar og gamlar hefðir. Sums staðar gætir nýlenduáhrifa Frakka enn þann dag í dag, en búddíska menningin er þó mjög ríkjandi. Komið verður í stórar borgir, iðandi af lífi, eins og Saigon og Hanoi sem eru miðstöðvar nútíma uppbyggingar þó alls staðar blasi hið hefðbundna við. Líflegir markaðir verða skoðaðir og lítil vinaleg þorp sótt heim. Hér hefur lítið sem ekkert breyst í tímans rás, þar sem hrísgrjónaakrarnir umlykja þorpin við rætur frumskógarins. Meðal annars verður farið í bátsferð um árósa stórfljótsins Mekong, en einn af hápunktum ferðarinnar eru hin miklu hof í Angkor í Kambódíu. Þau eru allt frá 9. öld og mynda heila borg og eru talin hin mestu í heimi.
A L L I R G E TA B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
www.baendaferdir.is s: 570 2790
Spör ehf.
Verð: 624.800 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Allt flug samkvæmt ferðalýsingu, skattar, hótelgisting, gisting í 1 nótt á „djúnku“, 13 morgunverðir, 12 hádegisverðir, 13 kvöldverðir, allar skoðunarferðir, siglingar, allur aðgangseyrir, staðarleiðsögn, íslensk fararstjórn og undirbúningsfundur með fararstjóra fyrir ferð.
Verðlaunamynd Haneke Frönsk kvikmyndahátíð franska sendiráðsins, Alliance française og Græna ljóssins er fyrir löngu orðin árviss viðburður. Hátíðin hefst á föstudaginn með frumsýningu myndarinnar Ryð og bein, eftir Jacques Audiard. Myndin hefur fengið góða dóma í Frakklandi og víða verið vel tekið. Hún skartar hinni mögnuðu leikkonu Marion Cotillard, sem fékk Óskarinn fyrir túlkun sína á Edith Piaf árið 2008 í aðalhlutverkinu. Mynd Michael Haneke, Ást, sem er víða á listum yfir bestu myndir
síðasta árs er einnig sýnd á hátíðinni. Ást hlaut Gullpálmann í Cannes í vor og þykir um margt minna á hina íslensku kvikmynd Eldfjall en hún fjallar um ástir fólks á efri árum. Aðrar myndir á hátíðinni eru Baneitrað, Jarðarförin hennar ömmu, Wolberg-fjölskyldan, Griðastaður, Töframaðurinn, Nenette og áhorfendurnir og Stórlaxarnir. Hátíðin stendur til 24. janúar í Reykjavík en fer síðan til Akureyrar dagana 1.-3. febrúar.
Nupo næringarfæðið hjálpar þér að léttast!
Nupo næringarfæðið er meðal áhrifamestu og öruggustu aðferða sem þekkjast í því skyni að léttast. Nupo er vottað af læknum og lyfjafræðingum en Nupo tryggir að líkaminn fái öll þau vítamín, steinefni og næringarefni sem hann þarfnast, það eina sem skorið er við nögl eru hitaeiningarnar.
44
sjónvarp
Helgin 11.-13. janúar 2013
Föstudagur 11. janúar
Föstudagur RÚV
15.40 Ástareldur 17.20 Babar (4:26) 17.44 Bombubyrgið (16:26) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Framandi og freistandi 3 (3:9) 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Söngvaskáld (Lay Low) 20.20 Útsvar (Seltjarnarnes Reykjavík) 21.30 Dögun (Morning Glory) 23.20 Barnaby ræður gátuna – Svarta bókin (2:7) (Midsomer Murders XII: The Black Book) Bresk sakamálamynd byggð á sögu eftir Caroline Graham þar sem Barnaby lögreglufulltrúi glímir við dularfull morð í ensku þorpi. 00.55 Aska tímans (Dung che sai duk) Kínversk verðlaunamynd frá 1994. e. 02.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
21.30 Dögun (Morning Glory) Ung kona er ráðin til að hressa upp á morgunþátt í sjónvarpi en umsjónarmenn hans eru með stjörnustæla og það gengur á ýmsu.
22:00 HA? - NÝTT (1:12) Spurninga- og skemmtiþátturinn HA? er landsmönnum að góðu kunnur.
Laugardagur
SkjárEinn
16:55 Ísland - Rússland Bein útsending frá leik Íslands og Rússlands í B-riðli á HM í handbolta 2013.
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
21:10 Once Upon A Time (2:22) Veruleikinn er teygjanlegur í Storybrook þar4sem persónur úr sígildum ævintýrum eru á hverju strái.
Sunnudagur
20.15 Downton Abbey (9:9) (Downton Abbey) Breskur myndaflokkur sem gerist upp úr fyrri heimsstyrjöld.
06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Rachael Ray (e) 08:45 Dr. Phil (e) 09:30 Pepsi MAX tónlist 15:45 Top Chef (5:15) (e) 16:30 Rachael Ray 17:15 Dr. Phil 18:00 Survivor (10:15) (e) 18:50 Running Wilde (8:13) (e) 19:15 Solsidan (8:10) (e) 19:40 Family Guy (2:16) 20:05 America's Funniest Home Videos 20:30 The Biggest Loser (2:14) 22:00 HA? - NÝTT (1:12) 22:50 And The World Was Bond Skemmtileg heimildamynd um sögu Bond kvikmyndanna. 5 6 23:15 Too late to say goodbye Bandarísk spennumynd með Rob Lowe í aðalhlutverki. Jenn Corbin finnst myrt á stofugólfinu heima hjá sér og svo virðist sem eiginmaður hennar hafi framið verknaðinn. 00:45 Excused 01:10 House (17:23) (e) 02:00 Last Resort (7:13) (e) 02:50 Combat Hospital (3:13) (e) 03:40 CSI (11:23) (e) 04:20 Pepsi MAX tónlist
STÖÐ 2
RÚV
08.00 Morgunstundin okkar / Tillý 07:00 Barnatími Stöðvar 2 og vinir / Háværa ljónið Urri / Kioka / 08:05 Malcolm In the Middle (5/22) Úmísúmí / Spurt og sprellað / Babar / 08:30 Ellen (72/170) Grettir / Nína Pataló / Skrekkur íkorni 09:15 Bold and the Beautiful / Unnar og vinur (15:26) 09:35 Doctors (59/175) 10.25 Hanna Montana 10:15 Til Death (8/18) 10.50 Söngvaskáld (Lay Low) 10:40 Masterchef USA (11/20) 11.30 Útsvar (Seltjarnarnes 11:25 Two and a Half Men (5/16) 11:50 The Kennedys (5/8) allt fyrir áskrifendurReykjavík) e. 12.30 Landinn e. 12:35 Nágrannar 13.00 Hönnunarkeppnin 2012 e. 13:00 Frasier (1/24) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 13.30 Blessuð börnin (Bébés)e. 13:25 Azur og Asmar 14.45 Íslandsmótið í handbolta 15:00 Sorry I've Got No Head (Valur - Fram, konur) 15:30 Barnatími Stöðvar 2 16.30 Letidýrin (Meet the Sloths) e. 16:50 Bold and the Beautiful 17.20 Friðþjófur forvitni (2:10) 17:10 Nágrannar 4 5 17.45 Leonardo (2:13) 17:35 Ellen (73/170) 18.15 Táknmálsfréttir 18:23 Veður 18.25 Úrval úr Kastljósi 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18.54 Lottó 18:47 Íþróttir 19.00 Fréttir 18:54 Ísland í dag 19.30 Veðurfréttir 19:11 Veður 19.40 Ævintýri Merlíns (9:13) 19:20 Simpson-fjölskyldan (19/22) 20.30 Hraðfréttir 19:45 Týnda kynslóðin (17/24) 20.40 Akeelah og stafsetningarkeppn20:10 MasterChef Ísland (4/9) in (Akeelah and the Bee) Ellefu 20:55 The Marc Pease Experience ára stúlka í Los Angeles reynir að Gamanmynd með dramatísku komast á landsmót í stafsetningu. ívafi um Marc Pease sem lifir í minningunni um forna frægð sem 22.35 Bandarísk fegurð (American Beauty) e. söngleikjastjarna í menntaskóla. 00.35 Fallið (The Fall) e. 22:25 Death Defying Acts Hörku02.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok spennandi og dramatísk mynd. 00:05 Saw IV 01:40 The Lookout 03:15 Cold Heart 04:50 MasterChef Ísland (4/9) 05:35 Fréttir og Ísland í dag
Sunnudagur
Laugardagur 12. janúar
SkjárEinn
RÚV
STÖÐ 2
08.00 Morgunstundin okkar / Froskur 07:00 Strumparnir / Brunabílarnir / Lalli og vinir hans / Kóalabræður / Franklín / Algjör Sveppi / Kalli litli kanína og vinir / og vinir hans / Stella og Steinn / Big Time Rush / Scooby-Doo! Leynifélagið Smælki / Kúlugúbbar / Kung fu panda / Kalli kanína og félagar / Mad Goðsagnir frábærleikans / Litli prinsinn 11:15 Glee (9/22) / Latibær / Ævintýri Merlíns 12:00 Bold and the Beautiful 11.35 Endursköpun e. 13:40 Drop Dead Diva (9/13) 12.30 Silfur Egils 14:30 Sjálfstætt fólk 13.50 Líkamsrækt í jakkafötum e. 15:10 New Girl (11/24) allt fyrir áskrifendur 14.40 1+1=3 - Margfeldisáhrif í samstarfi 15:35 Týnda kynslóðin (17/24) 15.30 Frumgráturinn e. 16:00 Jamie Oliver's Food Revolution fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.05 Sætt og gott (Det søde liv) 16:45 ET Weekend 17.20 Táknmálsfréttir 17:30 Íslenski listinn 17.30 Poppý kisuló (3:52) 17:55 Sjáðu 17.41 Teitur (8:52) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 17.51 Skotta Skrímsli (2:26) 18:476 Íþróttir 4 Hrúturinn Hreinn og5verðlaunaféð 17.56 18:56 Heimsókn 18.00 Stundin okkar 19:13 Lottó 18.25 Basl er búskapur (2:12) 19:20 Veður 19.00 Fréttir 19:30 Wipeout 19.30 Veðurfréttir 20:15 Flicka 2 19.40 Landinn 21:50 The Expendables Mögnuð 20.15 Downton Abbey (9:9) spennumynd. 21.50 Rósa Gísladóttir - Allir vegir 23:35 Taxi 4 liggja til Rómar (1:3) 01:05 War 22.20 Sunnudagsbíó - Húðin sem ég á 02:45 w Delta z heima í (La piel que habito) 04:25 Candy 00.15 Silfur Egils 01.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 10:15 Enski deildabikarinn SkjárEinn 11:55 Ísland á HM 2013 06:00 Pepsi MAX tónlist 12:40 Spánn - Alsír 08:30 Rachael Ray (e) 14:05 La Liga Report 10:45 Dr. Phil (e) 14:35 Serbía - S- Kórea 11:30 Once Upon A Time (2:22) (e) 16:15 Þorsteinn J. og gestir 12:20 Top Chef (5:15) (e) 16:55 Ísland - Rússland allt fyrir áskrifendur 13:05 The Bachelor (9:12) (e) 18:35 Þorsteinn J. og gestir 14:35 And The World Was Bond (e) 19:35 Frakkland - Túnis fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:00 Casino Royale (e) 21:15 HM í handbolta - samantekt 17:25 House (17:23) (e) 21:45 Spænski boltinn 18:15 30 Rock (21:22) (e) 23:25 Ísland - Rússland 18:40 Last Resort (7:13) (e) 00:50 Þorsteinn J. og gestir 19:30 Survivor (11:15)
06:00 Pepsi MAX tónlist 09:05 Rachael Ray (e) 10:35 Dr. Phil (e) 13:40 7th Heaven (2:23) 14:25 Family Guy (2:16) (e) 14:50 Kitchen Nightmares (11:17) (e) 16:25 Svíþjóð - Ísland 15:40 Happy Endings (11:22) (e) 17:50 Spánn - Alsír 16:05 Parks & Recreation (9:22) (e) 19:30 Ísland á HM 2013 16:30 The Good Wife (7:22) (e) 20:10 The Swing 17:20 The Biggest Loser (2:14) (e) 20:30 La Liga Report 18:50 HA? (1:12) (e) 21:00 Spánn - Alsír 07:45 Liverpool - Sunderland 22:25 UFC Live Events 124 allt fyrir áskrifendur19:40 The Bachelor (9:12) 21:10 Once Upon A Time (2:22) 09:30 Premier League Review Show 22:00 Ringer (19:22) 10:25 Wolves - Blackburn fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:50 Elephant White 12:05 Premier League Preview Show allt fyrir áskrifendur 00:25 Borderland 17:55 Sunnudagsmessan 12:35 QPR - Tottenham 02:10 Excused (e) 19:10 Premier League World 2012/13 14:45 Stoke - Chelsea fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 02:35 Ringer (19:22) (e) 19:40 Wolves - Blackburn 17:00 Everton - Swansea 03:25 Pepsi MAX tónlist 21:45 Premier League Preview Show 18:40 Fulham - Wigan allt fyrir áskrifendur 4 5 6 22:15 Football League Show 2012/13 20:20 Norwich - Newcastle 22:45 Premier League Preview Show 22:00 Sunderland - West Ham fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 23:15 Wolves - Blackburn 23:40 Stoke - Chelsea 4 09:55 Balls of Fury 11:40 The Special Relationship 11:25 Tangled 13:10 Skoppa og Skrítla í bíó SkjárGolf SkjárGolf allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 13:05 It's Complicated 14:10 Avatar 06:00 ESPN America 06:00 ESPN America 15:05 Balls of Fury 16:50 The Special Relationship 07:50 Sony Open 2013 07:45 Sony Open 2013 (2:4) 4 (1:4) 5 6 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:35 Tangled 18:20 Skoppa og Skrítla í bíó 11:20 Inside the PGA Tour (2:47) 11:15 Champions Tour Year-in-Review 18:15 It's Complicated 19:20 Avatar 11:45 Sony Open 2013 (1:4) 12:10 Sony Open 2013 (2:4) 20:15 The Break-Up 22:00 London Boulevard 15:15 PGA Tour - Highlights (1:45) 15:40 PGA Tour - Highlights (1:45) 22:00 Transsiberian 23:45 Solitary Man 16:10 Sony Open 2013 (1:4) 16:35 Sony Open 2013 (2:4) 23:50 Bridesmaids 01:15 Crank: High Voltage 19:40 Golfing World 20:05 Inside the PGA Tour 4 5 (2:47) 4 5 01:506The Break-Up 02:50 Solitary Man 20:30 Sony Open 2013 20:30 Sony Open 2013 03:35 Transsiberian 04:20 London Boulevard 03:30 ESPN America 03:30 ESPN America
20:25 Mannshvörf (1/8) Glæný og vönduð íslensk þáttaröð þar sem fréttakonan Helga Arnardóttir tekur til umfjöllunnar mannshvörf hér á landi undanfarna áratugi.
4 Upstairs Downstairs 5 - NÝTT (1:6) 20:20 21:10 Law & Order: Special Victims Unit 22:00 Dexter (10:12) 23:00 Combat Hospital (4:13) 23:50 Elementary (1:24) (e) 00:40 Málið (1:6) (e) 01:10 House of Lies (12:12) (e) 01:35 Excused (e) 02:00 Combat Hospital (4:13) (e) 02:50 Pepsi MAX tónlist
510:45 Nanny McPhee 6
4
5
6
útsala! einstaKir hægindastólar Og sKemmlar á einstöKu útsöluverði
einstaKt útsöluverð:
valdir hægindastólar: 59.000 Kr. valdir sKemmlar: 9.900 Kr.
Kauptúni 3 – sími 564 4400
Opið mánudaga - laugardaga Kl. 11-18 Og sunnudaga Kl. 13-18
6
12:20 Sammy's Adventures allt fyrir áskrifendur 13:45 Run Fatboy Run 15:25 Nanny McPhee 17:05 Sammy's Adventuresfréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:30 Run Fatboy Run 20:10 Bjarnfreðarson 22:00 Red Riding - 1974 23:45 The Road 4 01:356Bjarnfreðarson 03:25 Red Riding - 1974
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
6
sjónvarp 45
Helgin 11.-13. janúar 2013 Dagskr áin sölvi tekur á erfiðum málum
13. janúar STÖÐ 2 07:00 Barnatími 11:35 Victorious 12:00 Nágrannar 13:45 Modern Family (5/24) 14:15 How I Met Your Mother (4/24) 14:45 Wikileaks - Secrets & Lies 15:55 The Newsroom (2/10) 16:50 MasterChef Ísland (4/9) 17:40 60 mínútur allt fyrir áskrifendur 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:00 Um land allt fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:25 The New Normal (1/22) 19:50 Sjálfstætt fólk 20:25 Mannshvörf (1/8) 20:55 The Mentalist (7/22) 21:40 Boardwalk Empire (8/12) 4 22:35 60 mínútur 23:20 Covert Affairs (4/16) 00:05 Mildred Pierce 02:35 Second Sight 04:00 The Mentalist (7/22) 04:40 Wikileaks - Secrets & Lies 05:45 Fréttir
09:00 Serbía - S- Kórea 10:25 Ísland - Rússland 11:50 Frakkland - Túnis 13:15 HM í handbolta - samantekt 13:45 Þorsteinn J. og gestir 14:40 Chile - Ísland 16:20 Þorsteinn J. og gestir allt fyrir áskrifendur 16:50 Katar - Makedónía 18:30 Ensku bikarmörkin fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:05 Rússland - Danmörk 20:45 Svartfjallaland - Frakkland 22:10 HM í handbolta - samantekt 22:40 Spænski boltinn 00:20 Chile - Ísland 4 01:45 Þorsteinn J. og gestir
07:45 QPR - Tottenham 09:25 Fulham - Wigan 11:05 Everton - Swansea 12:45 PL Classic Matches allt fyrir áskrifendur 13:15 Man. Utd. - Liverpool 15:45 Arsenal - Man. City fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:00 Sunnudagsmessan 19:15 Stoke - Chelsea 20:55 Sunnudagsmessan 22:10 Man. Utd. - Liverpool 23:50 Sunnudagsmessan 4 01:05 Arsenal - Man. City 02:45 Sunnudagsmessan
5
Ræðir við mann sem berst við barnagirnd Málið, fréttaskýringaþáttur Sölva Tryggvasonar, hóf göngu sína á Skjá einum á mánudaginn en þá fjallaði Sölvi um aðstæður útigangsfólks og ömurlegar aðstæður þess. Viðfangsefni Sölva í næstu tveimur þáttum er ekki síður dapurlegt en þá fjallar hann um barnagirnd en í þættinum kemur meðal annars fram að samkvæmt rannsóknum séu meiri líkur á að stúlka í 10. bekk grunnskóla hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi en að hún reyki. Sölvi lagði einnig snörur fyrir barnaníðinga á Einkamál.is og birtir í þættinum viðtal við mann sem beit á agnið og mætti í íbúð þar sem hann taldi sig vera að koma á fund tólf ára stúlku. Manninum var að vonum brugðið þegar hann gekk í flasið á Sölva en féllst á að setjast niður og ræða hneigðir sínar við Sölva. Sölvi ræðir einnig við fórnarlömb barnaníðinga og fer með þeim sem til þekkja yfir þær lymskulegu aðferðir sem níðingum er tamt að nota til þess að ávinna sér traust barna. Málið er á dagskrá Skjás eins klukkan 21.30 á mánudagskvöld. 5
Sölvi þóttist vera stúlka á Einkamálum. Bitið var á það agn.
6
Njóttu lífsins með heilbrigðum lífsstíl 5
6
6
SkjárGolf 06:00 ESPN America 07:45 Sony Open 2013 (3:4) 11:15 PGA TOUR Year-in-Review 2012 12:10 Sony Open 2013 (3:4) 15:40 Inside the PGA Tour (2:47) 16:05 Sony Open 2013 (3:4) 19:35 The Open Championship Official Film 20:30 Sony Open 2013 03:00 ESPN America
1. SVARTUR Á LEIK 2. THE BOURNE LEGACY 3. INTOUCHABLES 4. THE EXPENDABLES 2 5.
TEDDI - TÝNDI LANDKÖNNUÐURINN
6. THE WATCH 7.
WHAT TO EXPECT WHEN YOU‘RE EXPECTING
8. ÁVAXTAKARFAN 9.
SEEKING A FRIEND FORTHE END OFTHE WORLD
10. THE DARK KNIGHT RISES
Fegurð - Hreysti - Hollusta KEA-skyr er frábær hollustuvara sem einungis er unnin úr náttúrulegum hráefnum. KEA-skyr er einstaklega næringarríkt, það inniheldur hágæðaprótein og er fitulaust. KEA-skyr er góður kostur fyrir alla þá sem hafa hollustuna í fyrirrúmi og vilja lifa á heilsusamlegan hátt.
Sölvi Tryggvason ræðir við mann sem fannst það vera of gott að vera satt að hans biði einsömul, tólf ára stúlka í blokkaríbúð.
46
bíó
Helgin 11.-13. janúar 2013
Frumsýnd The masTer
Frumsýnd The Perks oF Being a WallFloWer
Saga Vísindakirkjunnar Paul Thomas Anderson er öflugur leikstjóri sem á að baki myndir eins og Boogie Nights, Magnolia og There Will Be Blood. Í The Master tekur hann áhugaverðan og lítt dulbúinn snúning á sögu bullukollsins Lafayette Ronald Hubbard sem stofnaði Vísindakirkjuna. Myndin hefur því eðlilega farið misvel í fólk og innan raða Vísindakirkjunnar hefur verið lítil ánægja með þetta uppátæki leikstjórans. Anderson teflir hér fram tveimur feikilega öflugum leikurum, Philip Seymour Hoffman og Joaquin Phoenix, í burðarhlutverkum meist-
ara og lærisveins. Phoenix leikur bandarískan sjóliða, Freddie Quell, sem kemur heim úr síðari heimsstyrjöldinni árið 1945 og missir sig í drykkju. Í leit að fótfestu í lífinu kynnist hann öðrum fyrrverandi hermanni, rithöfundinum Lancaster Dodd, sem sjálfur hefur leitað að svörum og telur sig hafa fundið þau í trúarlegum forsendum. Þegar trúarkenningar Dodds fá byr undir báða vængi verður Quell hægri hönd hans við myndun safnaðar en fer síðan að efast um tilgang Lancasters og réttmæti kenninga hans sem leiðir til þess að hann
Sálarangist í menntó
Philip Seymour Hoffman er frábær að vanda, í hlutverki meistarans.
byrjar að spyrja bæði sjálfan sig og Lancaster óþægilegra spurninga. Aðrir miðlar: Imdb:7.8, Rotten Tomatoes: 85%, Metacritic:86%
Þessi krúttlega mynd í leikstjórn Stephen Chbosky með Emmu Watson og Logan Lerman í aðalhlutverkum kom skemmtilega á óvart á síðasta ári. Myndin segir frá Charlie sem er að byrja í menntaskóla. Hann er enn að reyna að sætta sig við að vinur hans framdi sjálfsvíg fyrir nokkrum mánuðum og fær útrás fyrir rithöfundadrauma sína með bréfaskrifum til ímyndaðrar persónu. Í skólanum eignast Charlie fljótlega tvo vini, stjúpsystkinin Sam og Patrick. Þau eru eldri en hann og taka að sér að Emma Watson kemur Charlie til bjargar. kynna hann fyrir hinum ýmsu litbrigðum Aðrir miðlar: Imdb: 8.3, Rotten Tomlífsins, bæði innan veggja skólans og atoes: 85%, Metacritic: 67% utan hans.
Tom Cruise Fær TækiFæri Til að sanna sig
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS MIÐASALA: 412 7711
NÝTT Í BÍÓ PARADÍS
CLINT EASTWOOD: HIGH PLAINS DRIFTER
CHAPLIN: MODERN TIMES ÞRJÚBÍÓ
SVARTIR SUNNUDAGAR: Kl. 20 sunnudag. Aðeins þessi eina sýning.
SUNNUDAG | 950 KR. INN
Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis!
KOMDU Í KLÚBBINN! bioparadis.is/klubburinn
Tom Cruise mátar sig í hlutverk hins tröllvaxna riddara réttlætisins, Jack Reacher.
Jarðýtan Jack Reacher Spennusagnahöfundurinn sem kallar sig Lee Child hefur skrifað sautján bækur um flækinginn og fyrrverandi herlögreglumanninn Jack Reacher sem tekst að róta sér í vandræði á hverjum einasta áfangastað á stefnulausu flakki sínu um Bandaríkin. Bækurnar njóta mikilla vinsælda og Reacher hlaut því að rata á hvíta tjaldið fyrr eða síðar. Hann er nú loksins mættur til leiks en mörgum hörðum aðdáendum Reachers gramdist að það skyldi koma í hlut stubbsins Tom Cruise að leika hinn tröllvaxna og ósigrandi Reacher.
T
KYNNINGARTILBOÐ Í JANÚAR 2013 NÝTT Á ÍSLANDI NAN Pizzur 7 tegundir - Okkar gómsæta holla eldbakaða Nan Brauð með freistandi áleggjum og sósum. Kynningartilboð með 0,5 ltr. af gosi aðeins
1499,- kr.
N�� P��z� � T�ndo��� �� h��� o� l�u� �ið �OT�A��ARE��I, ���UR, �I�ARE��I, B��GÐE��I, T���S�I�UR o� HER�AR ���UR. Só���n�� ��� ���h��nað�� � �l��ú�� T�ndo���, �.�. T��k� T�matsós�, S��e� C���� sós� o� M�ng� D�� sós�.
Verði ykkur að góðu ! Skeifan 11 - Sími 552-9100
Reacher er reikull eins og rótlaust þang og þvælist um Bandaríkin í rútum og á puttanum í ferð án fyrirheits.
he Killing Floor, fyrsta bókin um Reacher, kom út árið 1997 og síðan þá hafa vinsældir persónunnar aukist jafnt og þétt. Fyrsta bíómyndin um Reacher byggir á níundu bókinni um hetjuna, One Shot, sem kom út 2005. Í miðju ferli var ákveðið að breyta titli myndarinnar úr One Shot í Jack Reacher enda hugmyndin að sjálfsögðu sú að gera röð mynda um Reacher ef fyrsta myndin gengi vel. Og miðað við viðtökurnar má ætla að Reacher sé kominn til að vera í bíó. Tom Cruise átti kvikmyndaréttinn á One Shot og ákvað að leika aðalpersónuna sjálfur. Þetta hleypti illu blóði í fjölmarga aðdáendur Reachers sem er í bókunum tveggja metra vöðvatröll, trukkur sem er eins ólíkur Cruise hvað líkamlegt atgervi snertir og hugsast getur. Höfundur bókanna hefur hins vegar varið Cruise frá upphafi og segir hann hafa fullkominn skilning á persónunni og smellpassa í hlutverkið ef litið er hjá líkamsbyggingunni. Crusie virðist líka vera að gera eitthvað rétt þar sem hann þykir sýna af sér mun meiri hörku í Jack Reacher en hann hefur hingað til gert, þótt hann eigi að baki ófáar spennumyndirnar. Reacher er reikull eins og rótlaust þang og þvælist um Bandaríkin í rútum og á puttanum í ferð án fyrirheits. Hann stoppar aldrei lengi á sama staðnum og burðast ekki með neinn farangur annan en tannbursta og útrunnið vegabréf. Fötunum hendir hann þegar þau eru orðin óhrein og kaupir ný. Hann er því frjáls eins og fuglinn en hafnar því alfarið að hann sé heimilislaus samkvæmt skilgreiningunni vegna þess að heimilislausir drösli alltaf heilmiklu fargi með sér. Áður en Reacher fór á flakk átti hann nokkuð farsælan feril sem majór í herlögreglunni enda er hann ekki aðeins
nautsterkur, frábær skytta og þrautþjálfaður í hvers kyns handalögmálum heldur er hann einnig álíka glöggur og Sherlock Holmes þannig að fátt fer fram hjá honum. One Shot hefst á því að leyniskytta fellir fimm manns í Pittsburgh. Lögreglan er fljót að komast á sporið og handtekur á mettíma fyrrverandi leyniskyttu úr hernum. Sá heldur hins vegar statt og stöðugt fram sakleysi sínu og biður um að haft verði samband við Jack Reacher. Og viti menn. Reacher dúkkar nær samstundis upp óumbeðinn. Að vísu ekki til þess að hjálpa skyttunni heldur til þess að „jarða hann“. Reacher hafði afskipti af manninum á meðan þeir gegndu herþjónustu í Írak og þar hafi skyttan gengið af göflunum og skotið fólk niður á svipaðan hátt og í Pittsburgh. Hann slapp við herdómstól vegna formgalla en Reacher sór þess þá dýran eið að ef hann gerðist brotlegur á ný þá myndi hann taka harkalega á honum. Reacher þarf síðan að endurskoða hug sinn eftir að hann fer yfir sönnunargögnin í málinu og hallast að því að skyttan sé að þessu sinni saklaus og sé leiksoppur í stóru samsæri. Hann leggur því allt í sölurnar og leggst í leit að sannleikanum ásamt verjanda mannsins, ungri og glæsilegri konu sem er dóttir saksóknarans sem telur sig vera með unnið mál í höndunum. Aðrir miðlar: Imdb: 7.3, Rotten Tomatoes: 62%, Metacritic: 49%
Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
a l a úts öti j k a s í r G á 30
998
kr. kg
Verð áður 1469 kr. kg Grísakótilettur
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl
Verð áður 2298 kr. kg Grísalundir
30 Verð áður 998 kr. kg Grísasíður, pörusteik
1165
kr. kg
Verð áður 1698 kr. kg Grísahnakki, úrbeinaður
r u D N Dú lboð! ti
24 v
rúllur
Krónan Krónan Krónan Árbæ Bíldshöfða Breiðholti
Krónan Granda
1049
kr. kg
Verð áður 1498 kr. kg Grísagúllas og grísasnitsel
afsláttur
afslát
kr. kg
afsláttur
% 0 3
% tur
699
% 0 3
afsláttur
afslát
1598
ko
% 0 3
% tur
kr. kg
Nýrttattímabil!
Krónan Krónan Hvaleyrarbraut Lindum
Krónan Mosfellsbæ
698
kr. kg
Grísabógur, hringskorinn
44
%
r u t t á l s af
999
kr. pk.
Verð áður 1799 kr. pk. Hakle wc pappír, 24 rl. í pk. Krónan Krónan Krónan Krónan Krónan Reykjavíkurvegi Akranesi Reyðarfirði Selfossi Vestmannaeyjum
48
leikhús
Helgin 11.-13. janúar 2013 Frumsýning Hjartaspaðar í gaFlar aleikHúsinu
Gulleyjan –HHHH – AÞ, Fbl Mýs og Menn (Stóra svið)
Fös 11/1 kl. 20:00 5.k Sun 20/1 kl. 20:00 10.k Fös 8/2 kl. 20:00 Lau 12/1 kl. 20:00 aukas Fim 24/1 kl. 20:00 11.k Lau 9/2 kl. 20:00 Sun 13/1 kl. 20:00 6.k Fös 25/1 kl. 20:00 aukas Fös 15/2 kl. 20:00 aukas Mið 16/1 kl. 20:00 7.k Lau 26/1 kl. 20:00 aukas Lau 16/2 kl. 20:00 Fim 17/1 kl. 20:00 8.k Sun 27/1 kl. 20:00 12.k Sun 17/2 kl. 20:00 Fös 18/1 kl. 20:00 aukas Fim 31/1 kl. 20:00 13.k. Mið 27/2 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00 9.k Fös 1/2 kl. 20:00 14.k Jólasýningin 2012. Meistaraverk eftir John Steinbeck. Sýningum lýkur í febrúar.
Gulleyjan (Stóra sviðið)
Sun 13/1 kl. 14:00 Sun 3/2 kl. 14:00 Lau 9/2 kl. 14:00 Lokas Sun 20/1 kl. 14:00 Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma. Aukasýningar í janúar!
Gullregn (Nýja sviðið í janúar. Stóra sviðið í febrúar)
Lau 12/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00 Sun 13/1 kl. 20:00 Mið 23/1 kl. 20:00 Fim 24/1 kl. 20:00 Mið 16/1 kl. 20:00 Fös 25/1 kl. 20:00 Fim 17/1 kl. 20:00 Fös 18/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00 Mannlegt verk um íslenskt fólk og útlenskt tré
Lau 2/2 kl. 20:00 Sun 3/2 kl. 20:00 Sun 10/2 kl. 20:00
Leikrit án orða Á laugardaginn frumsýna Skýjasmiðjan og Gaflaraleikhúsið nýtt íslenskt leikrit sem heitir Hjartaspaðar. Samkvæmt tilkynningu er um að ræða fyrsta íslenska verkið sem leikið er með heilgrímum án orða í sýningu í fullri lengd. Verkið fjallar um drephlægileg uppátæki eldri borgaranna á dvalarheimilinu Grafarbakka sem sanna svo rækilega að lífið er ekki búið eftir áttrætt. Grímur og Hannes hafa verið félagar á dvalarheimilinu um nokkra hríð og dagleg rútína þeirra er fyrir löngu komin í fastar skorður. Þegar Gréta flytur inn umturnast líf þeirra og fyrr en varir hefjast óborganleg uppátæki til að lífga upp á tilveruna og drepa leiðindin þar sem öllum brögðum er beitt. Leikstjóri sýningarinnar er Ágústa Skúladóttir en leikur er í höndum Aldísar Davíðsdóttur, Orra Hugins Ágústssonar og Stefáns Benedikts Vilhelmssonar.
Leikið er með heilgrímur í Gaflaraleikhúsinu, án orða.
leikHús nýtt íslenskt verk
Saga Þjóðar (Litla sviðið)
Fös 11/1 kl. 20:00 Fös 18/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00 Lau 12/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00 Sun 27/1 kl. 20:00 Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Síðustu sýningar.
Stundarbrot (Nýja sviðið)
Fös 11/1 kl. 20:00 2.k Sun 20/1 kl. 20:00 4.k Þri 15/1 kl. 20:00 3.k Þri 22/1 kl. 20:00 Framsækið sjónarspil á mörkum vísinda, leikhúss og dans
Skoppa og Skrítla í leikhúsinu (Litla sviðið)
Lau 12/1 kl. 13:00 1.k Sun 13/1 kl. 13:00 3.k Lau 19/1 kl. 13:00 5.k Sun 13/1 kl. 11:00 2.k Lau 19/1 kl. 11:00 4.k Leikhús með söng og dansi fyrir börn frá níu mánaða aldri
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)
Lau 12/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 13/1 kl. 13:00 35.sýn Sun 20/1 kl. 13:00 37.sýn Sun 13/1 kl. 16:00 36.sýn Sun 20/1 kl. 16:00 38.sýn Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Lau 26/1 kl. 13:00 Aukas. Sýningar í janúar komnar í sölu!
Lau 26/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 27/1 kl. 13:00 39.sýn Sun 27/1 kl. 16:00 40.sýn
Macbeth (Stóra sviðið)
Fös 11/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 10.sýn Mið 16/1 kl. 19:30 Aukas. Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 11.sýn Aðeins sýnt út janúar! Athugið - stobe lýsing notuð. Ekki við hæfi barna.
Jónsmessunótt (Kassinn)
Lau 12/1 kl. 19:30 25.sýn Lau 19/1 kl. 19:30 27.sýn Sun 13/1 kl. 19:30 26.sýn Sun 20/1 kl. 19:30 28.sýn Frábær skemmtun! Síðustu sýningar!
Karíus og Baktus (Kúlan)
Lau 12/1 kl. 13:30 9.sýn Lau 19/1 kl. 13:30 Lau 12/1 kl. 15:00 10.sýn Lau 19/1 kl. 15:00 Lau 12/1 kl. 16:30 Aukas. Sun 20/1 kl. 13:30 Sun 13/1 kl. 13:30 11.sýn Sun 20/1 kl. 15:00 Sun 13/1 kl. 15:00 12.sýn Lau 26/1 kl. 13:30 Sun 13/1 kl. 16:30 Aukas. Lau 26/1 kl. 15:00 Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka!
Sun 27/1 kl. 13:30 Sun 27/1 kl. 15:00 Lau 2/2 kl. 13:30 Lau 2/2 kl. 15:00 Sun 3/2 kl. 13:30
Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið )
Fim 31/1 kl. 20:30 19.sýn Fös 8/2 kl. 20:30 21.sýn Fös 15/2 kl. 20:30 24.sýn Sun 3/2 kl. 20:30 20.sýn Lau 9/2 kl. 20:30 23.sýn Lau 16/2 kl. 20:30 25.sýn Nýtt sýningatímabil hefst eftir áramót - miðasala í fullum gangi!
Með fulla vasa af grjóti (Samkomuhúsið Akureyri) Lau 26/1 kl. 20:00 Sýningar á Akureyri
Sun 27/1 kl. 16:00
Verkið Stundarbrot er að sögn aðstandenda margþætt og telst á mörkum vísinda, leikhúss og dans. Að verkinu stendur hópurinn Sublimi sem leitast við að fara ótroðnar slóðir í leikhúsi.
Verkið sem hugleiðsla fyrir áhorfandann Stundarbrot er nýtt íslenskt verk eftir Leif Þór Þorvaldsson sem frumsýnt var á nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu í gærkvöld. Verkið er, að sögn aðstandenda, margþætt og telst á mörkum vísinda, leikhúss og dans. Verkið er framsækið og notar viðfangsefnið til þess að skapa ógleymanlega sjónræna upplifun fyrir áhorfendur. Umfjöllunarefni verksins er tíminn, en hópurinn lagðist í mikla rannsóknarvinnu um tímann sem er afmyndaður með aðferðum leikhússins. Verkið er samvinnuverkefni Borgarleikhússins og sviðslistahópsins Sublimi.
g
VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR Hverfisgötu 19
551 1200
leikhusid.is
midasala@leikhusid.is
69%
Pælingin var að búa til risastóra lífræna klukku.
... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
*konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012
rundvallapælingin er að nota tækni í sambland við dans, á hátt sem ekki hefur verið gert áður,“ segir Leifur Þór Þorvaldsson, höfundur og leikstjóri Stundarbrots. Hann lagðist í mikla rannsóknarvinnu á hugtakinu tími og stóð sú rannsókn yfir í tvö ár. „Þetta eru mjög heimspekilegar pælingar um tímann og tilveru okkar innan hans. Niðurstöður þessara pælinga reyndi ég svo að útfæra á nýjan hátt. Það geri ég með að blanda saman nútímatækni og dansi. En hver dansari dansar eftir sinni eigin tölvu, sem er forrituð eftir henni. Þær hafa hver um sig sína hljóðrás í eyranu og eru því ekki að hlusta á það sama og áhorfandinn. Þannig tekst okkur að skapa ákveðið hreyfimynstur og dansararnir dansa því mismunandi frasa. Pælingin var að búa til risastóra lífræna klukku. Allt er mjög tímasett og dansinn dáleiðandi. Þannig á verkið að virka sem hugleiðsla á áhorfandann,“ útskýrir Leifur og bætir við að vegna dýptar viðfangsefnisins verði til mikið sjónarspil. Leifur Þór hlaut mikið lof og Grímutil-
nefningu fyrir verk sitt Endurómun árið 2009. Verkið er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og sviðslistahópsins Sublimi en hópurinn er, að sögn Leifs, tiltölulega nýstofnaður. „Við vinnum samkvæmt stefnu um nýsköpun í leikhúsi. Verkin eru mjög heimspekileg, minimalísk og sjónræn, allt í bland. Við leitumst þannig við að blanda saman aðferðum vísinda, lista og heimspeki,“ segir Leifur. Athygli vekur að nafn hópsins er fengið frá perúsku ísvörumerki. Vörumerki þetta er einungis að finna í Andesfjöllunum þar sem hann er seldur í kringum fornar rústir Inkanna. Frumsýning Stundarbrots var á nýja sviði Borgarleikhúss í gærkvöld. Aðrir aðstandendur eru Lydia Grétarsdóttir sem semur tónlist, Símon Birgisson sem dramatúrg og dansarar eru þær Ásrún Magnúsdóttir, Kara Hergils Valdimarsdóttir, Védís Kjartansdóttir og Þyrí Huld Árnadóttir. María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is
! k i e st รญ t ll A lunni r e P รญ e t r a C la og A 4ra rรฉtta veisla
a l s i e v a t t 4ra rรฉ atse ttinn. Verรฐ รก m ร รบ velur aรฐalrรฉ
รฐli
Verรฐ aรฐeins 6.850 kr.
Nรฆg bรญlastรฆรฐi
6.850 kr.
UNGUR EGNBOGASIL aslaukssรณsu R N IN F A R -G gr SITURUS djurtafroรฐu og ais salsa, kryd -m at m tรณ eรฐ m HUMARSร PA รฐum humarhรถlum grillu eรฐ Madeira og m รฐ, u รถg al รณm rj R Aร AL Rร TT
Vissir รพรบ?
V EL DU ร ร
SINS FISKUR DAG rju sinni ve h n n ri ferskasti fisku -meisturum Perlunnar u sl iรฐ atre รบtfรฆrรฐur af m eรฐa ANDALร RI Hร GELDAร disum og appelsรญnusรณsu auki, bacon, ra meรฐ kartรถflum eรฐa NAUTALUND istlum og bearnaise sรณsu รฆtilรพ pakartรถflum, ep sv m รฐu u er meรฐ gratin eรฐa RYGGUR LAMBAFRAMH , gulrรณfum og rรณsmarinsรณsu รณfum rtรถflum, rauรฐr meรฐ smรกum ka
Vรญn dagsins er Griollo Malbec/ Cabernet frรก Argentรญnu. Flaskan kostar aรฐeins kr. 4200 . Hรฆgelduรฐu andarlรฆrin eru frรก Frakklandi. Na ut al un di rn ar er u al la r รบr tรถ rf um . Lamba โ Primeโ er รบr sรฉrvรถldum lambahryggjum aรฐ norรฐan.
ร IKAKA OG Sร KKULA og volgri karamellu U L L E M A R A K erjakremi ulningi, hindb eรฐ salthnetu m
m
Gjafabrรฉf Perlunnar
Gรณรฐ g jรถf viรฐ รถll tรฆkifรฆr i!
MARLAN D FISKUR ER OK KAR FAG
Veitingahรบsiรฐ Perlan Sรญmi: 562 0200 ยท Fax: 562 0207 Netfang: perlan@perlan.is Vefur: www.perlan.is
50
menning
Helgin 11.-13. janúar 2013
Myndlist sigtryggur Berg sigMarsson á far aldsfæti
Sýnir víða um Evrópu Sigtryggur Berg Sigmarsson opnar einkasýninguna „Lebenskreise am See“ í Lindenau galleríinu í Leipzig í kvöld. Þar sýnir Sigtryggur teikningar sem hann vann í Gent í Belgíu þar sem hann dvaldist fyrir skömmu. „Þetta er sambland af áhrifum frá borginni sjálfri og tónlist sem ég var að vinna á sama tíma. Á sýningunni verða líka textaverk á þýsku eða orðaleikir sem ég vann á þýsku, líkt og titillinn gefur til kynna,“ segir Sigtryggur. Eftir sýninguna í Leipzig fer hann svo til Vínarborgar þar sem hann tekur á móti nýrri útgáfu bókverks sem hann vann með austuríska myndlistarmanninum Franz Graf. „Þetta
er sem sagt bókverk sem inniheldur tvo geisladiska með tónlist eftir okkur báða og dvd með myndefni sem Bawag Contemporary Wien gefur út.“ Sigtryggur lætur ekki staðar numið í Vín þar sem hann verður með gjörning 17 janúar í Brussel. Gjörningurinn er, að sögn Sigtryggs, unninn í samvinnu við belgíska myndlistarmanninn Dennis Tyfuss en þeir hafa unnið saman í gegnum tíðina, meðal annars að bókverki með 200 teikningum frá árinu 2010 sem kom út í fyrra. Þeir félagar eru svo einnig þátttakendur í samsýningu í febrúar í Gent ásamt Kim Gordon, meðlimi hljómsveitarinnar Sonic Youth, en Kim hefur verið að gera
það gott í myndlistarheiminum undanfarin misseri. Í mars ferðast hann svo um Þýskaland með verk sem hann vann með hljóðlistamanninum Steffan de Turck. „Í desember var ég að vinna í hljóðstúdíói í Extrapool, sem er í Nijmegen, Hollandi. Við Steffan frumfluttum efnið okkar svo á sýningu í Nijmegen, með videoverki eftir mig. Það vann ég á meðan ég var þar sem gestalistamaður. Í mars förum við svo í stutta ferð um Þýskaland með efnið og kynnum það þar í Hamborg, Hannover, Berlín og víðar.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is
Myndlistarmaðurinn Sigtryggur Berg Sigmarsson hefur verið með annan fótinn utan landsteinanna og verið virkur þátttakandi í myndlistarsenunni í Evrópu.
lár a rúnars Kynjafr æðin varpaði nýju ljósi á heiMinn
Hafnar óraunverulegum fyrirmyndum Tónlistarkonan Lára Rúnars gaf út sína fjórðu breiðskífu, Moment, fyrir jólin og ætlar að halda útgáfutónleika í Viðey á laugardagskvöld. Þar fyrir utan hefur hún í nógu að snúast. Hún situr í bráðabirgðastjórn nýstofnaðs félags íslenskra kvenna í tónlist og vinnur að meistaraverkefni sínu í kynjafræðum þar sem hún ætlar að rannsaka stöðu íslenskra kvenna í tónlist. En fyrst ætlar hún til Taílands í brúðkaupsferð og slaka vel á.
l
ára er meira ögrandi en áður á nýju plötunni sinni og hún leyfir dekkri hliðum sínum að njóta sín. Hún fer heldur ekki troðnar slóðir þegar kemur að útgáfutónleikastaðnum þar sem hún ákvað að troða upp í risi Viðeyjarstofu. „Það var bara annað hvort að bóka Faktorý eða gera eitthvað aðeins öðruvísi,“ segir Lára sem í leit að tónleikastað datt niður á Viðey. „Þótt þetta sé alveg ótrúlega stutt frá, aðeins nokkrar mínútur með báti, þá er þetta einhver upplifun í leiðinni.“ Viðeyjarferjan siglir frá Skarfabakka klukkan 19.30 fyrir matargesti og klukkan 20.30. Í byrjun vikunnar komu íslenskar tónlistarkonur saman og stofnuðu Félag íslenskra kvenna í tónlist. Þar situr Lára í bráðabirgðastjórn og hyggst gefa kost á sér til stjórnarsetu á
Augu Láru Rúnars opnuðust þegar hún byrjaði í kynjafræði og ætlar hún að nýta námið á vettvangi Félags íslenskra kvenna í tónlist. Mynd/Kristín Pétursdóttir
aðalfundi í mars. Lára segir tilgang félagsins meðal annars að skapa jákvæða umræðu, samstöðu og samstarfsvettvang fyrir íslenskar tónlistarkonur. „Við ætlum einnig að standa vörð um hagsmuni tónlistarkvenna á Íslandi og styrkja grasrót ungra tónlistarstúlkna.“ Félagið á að vera griðarstaður og jákvæður vettvangur þar sem hugmyndir fá að blómstra og skila sér út í menningarlíf þjóðarinnar. En til þess að geta gert það, þarf að rannsaka þennan vettvang og hvaða áhrif kyn kann að hafa á stöðu tónlistarmanna. Ég ákvað því að bjóða fram krafta mína og nýta mastersritgerðina mína í þessi málefni.“ Lára segir að eftir að hún byrjaði í kynjafræðinni hafi augu hennar opnast. „Í kynjafræðinni varð ég í raun fyrir risastórri flóðbylgju upplýsinga og sjónarhorna sem ég vissi lítið af. Til að byrja með þurfti ég tíma til að melta þetta, skoða og kryfja en sé nú heiminn í nýju ljósi.“ Lára segir að áhugi sinn á mannréttindum og jöfnum rétti allra þjóðfélagsþegna hafi drifið hana áfram í námið. Einstaklingshyggjunni sé
gert of hátt undir höfði á litla Íslandi og þá gleymist það sem mestu máli skiptir. „Sem er fólk og réttur þess til þess að lifa og þrífast sama hvaða það heitir og hvaðan það kemur.“ Lára segir að vissulega teljist það til forréttinda að vera kona á Íslandi en þótt jafnrétti mælist einna mest á Íslandi sé enn langt í land. „Birtingarmyndir misréttis eru margar, til að mynda í grófum staðalmyndum og birtingarmyndum af konum í fjölmiðlum. Ofuráhersla á líkamann og útlit. Ég vil ekki að dóttir mín sé mötuð af þessum upplýsingum og ég vil hvetja alla til þess að setja spurningarmerki við þennan heim. Tæknin hefur búið til óraunverulegar fyrirmyndir og sett konum markmið sem ómögulegt er að ná.“ Þótt mörg járn séu í eldinum ætlar Lára að gefa sér tíma til að slaka vel á í byrjun febrúar en þá fer hún ásamt eiginmanni sínum, Arnari Þór Gíslasyni trommuleikara í brúðkaupsferð til Taílands þar sem þau ætla að kafa, klifra, synda og slaka á.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
Ekki Missa
AF NEINU
595 6000
PiPar\TBWa • SÍa • 123790
www.skjareinn.is
Ha? Hefst í kvöld kl. 22:00 Fyrsti þáttur í opinni dagskrá
Vertu með í fjörinu
SKJÁREINN
dægurmál
52
Helgin 11.-13. janúar 2013
Í takt við tÍmann magnús trygvason EliassEn
Get búið til „killer“ egg og beikon Magnús Trygvason Eliassen er 27 ára trommuleikari sem elskar NBA-derhúfur. Hann hefur varla tölu á þeim hljómsveitum sem hann spilar með en sem dæmi má nefna Moses Hightower, adhd, Borko og Tilbury. Magnús gengur í Hummel-skóm. Staðalbúnaður
Mér finnst mjög gaman að vera í víðum fötum. Ég geng í hip hop buxum og Hummel-götuskóm. Og ég geng með derhúfur. Ég hef reynt að safna „official“ NBAderhúfum sem mér finnst mjög skemmtilegar. Þetta er samt alls ekki nein vísun í að ég hlusti á hip hop tónlist. Svo held ég mikið upp á peysuna sem Mundi gaf mér einu sinni. Ég á mér ekki neinar uppáhalds verslanir – ég versla þar sem mér finnst fínt ef ég versla á annað borð. Það er reyndar mikið í útlöndum því ég fer oft út.
Hugbúnaður
Ég hef ekki farið út að skemmta mér í hálft ár en mér finnst voða huggulegt að fara upp á Kaffismiðju og fá mér kaffi. Svo sest ég niður hvar sem er og drekk kaffi og les bækur. Ég verð líka að viðurkenna að ég hangi mikið í plötubúðum sem ég versla í. Ég byrjaði loksins aftur að versla mér vínyl og hef verið nokkuð duglegur við það undanfarið ár. En það er samt bara viðbót við geisladiskakaupin... enn ein skuldabyrðin. Ég fer alltof lítið í bíó en horfi stundum á sjónvarpið. Ég horfi á ógrynni af íþróttum, fótbolta og allar þessar boltaíþróttir en líka ýmislegt annað. Uppáhalds þátturinn minn er samt Storage Wars. Hann fjallar um gaura í Los Angeles sem kaupa geymslur sem hefur ekki verið borgað af og það sem þar leynist. Ekki spyrja mig af hverju ég horfi á þetta.
Vélbúnaður
M RÚ UM
AF R TU
TRYGGIR ÞÉR GÓÐAN SVEFN
Rafmagnsrúm á verði frá
190.049
Tvíbreið heilsurúm á verði frá 129.360
30
-5
0%
AF
SL
ÁT
D
RA
U
Ö
M
LL
A
RÚ
M
UM
Hvert sem ég fer þá fer iPhone-inn með mér. Þetta er 4S sem mér skilst að sé næst nýjasta útgáfan. Ég á líka Macbook Pro tölvu þannig að ég er innvígður og glæsilegur í Mac-fjölskylduna. Svo á ég auðvitað alls konar hljóðfæri. Ég er mjög aktífur á samskiptamiðlum eins og við tónlistar-
12 mánaða vaxtalaus greiðsludreifing 16.732
12 mánaða vaxtalaus greiðsludreifing 11.497
JANÚARTILBOÐ: Tökum gamla rúmið uppí nýtt!
FA G L E G R Á Ð G J Ö F O G
FRÍ LEGUGREINING Mesta úrval landsins af heilsudýnum. Heilsudýnur í öllum stærðum - úr öllum efnum.
Eini aðilinn á íslandi sem býður uppá legugreiningu
Janúartilboð á arineldstæðum 20-65% afsláttur
– Mikið úrval af eldstæðum – ÞITT RÚM EFTIR ÞÍNUM ÞÖRFUM RúmGott · Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) · Kópavogi · Sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 · www.rumgott.is
menn verðum víst að vera. Svo tek ég svolítið af myndum. Ég reyni að vera duglegur á Instagram, mér finnst alla vega gaman að skoða myndir þar.
Aukabúnaður
Ég geri mikið af því að labba og svo fæ ég líka mikið far, þó ég eigi sjálfur bíl. Hann er alfarið notaður af kærustunni enda hef ég aldrei tekið bílpróf. Ég hef gaman af því að fara út að borða þó ég geri ekkert sérstaklega mikið af því. Ég á lítinn strák og það er ekki mjög barnvænt að fara út að borða. Maður er samt oft eitthvað að dandalast tengt vinnunni og reynir þá að finna sér eitthvað gott. Mér finnst líka gaman að elda og ég get búið til „killer“ beikon og egg en þarf aðeins að æfa mig í „fancy“ deildinni. Þegar ég fer á bar panta ég mér sódavatn með ógeðslega mikið af lime og kannski kaffi líka. Uppáhaldsborgirnar mínar eru Sidney og Melbourne. Annars er líka mjög huggulegt að vera í Þrándheimi því þar fæddist ég. Magnús var sá tónlistarmaður sem lék á flestum tónleikum á Airwaves hátíðinni í fyrra. Alls kom hann 24 sinnum fram yfir hátíðina. Ljósmynd/Hari
FyrirlEstur um iðunni
Eina alíslenska tónlistarhefðin „Þetta byrjaði allt með áhuga á íslenskum þjóðlögum almennt og þannig kynntist ég Steindóri Andersen og Kvæðamannafélaginu Iðunni,“ segir dr. Ragnheiður Ólafsdóttir sem í hádeginu í dag (12.30 í húsnæði Listaháskólans við Sölvhólsgötu) flytur fyrirlestur sem hún byggir á doktorsritgerð sinni um félagsleg og tónlistarleg áhrif Kvæðamannafélagsins Iðunnar á rímnahefðina. „Þetta er eina alíslenska tónlistarhefðin. Við áttum í raun og veru engin hljóðfæri þótt við tölum stundum um langspil og slíkt þá voru þau ekki algeng og oft lítið notuð. Hér á árum áður á Íslandi áttu allir að vera að vinna og það er hægt að kveða vísur á meðan unnið er,“ útskýrir Ragnheiður sem er hér á Íslandi í stuttu stoppi því hún býr í Hong Kong. „Ég hef verið að elta manninn minn síðustu fimmtán ár,“ segir Ragnheiður aðspurð um af hverju hún búi í Hong Kong. Eiginmaðurinn er sérfræðingur í Kína og auk þess prófessor í afbrotafræði. Þau hafa búið í Hong Kong síðustu sjö ár en bjuggu áður í Ástralíu. Ragnheiður hefur ekki hugmynd um hvenær hún flytur heim aftur og áhugasömum er bent á að nýta sér tækifærið og hlýða á fyrirlesturinn. Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.
Ragnheiður Ólafsdóttir heldur fyrirlestur á Sölvhólsgötu í dag, föstudag, klukkan 12.30.
54
dægurmál
Helgin 11.-13. janúar 2013
sylvÍa erla scHeving keppir Í söngvakeppninni
Lærði söng hjá Birgittu Haukdal
Þetta er mjög spennandi og skemmtilegt og mikill heiður.
Forkeppnin fyrir Eurovision byrjar í Sjónvarpinu í lok janúar þegar tólf lög keppa um réttinn til þess að verja heiður Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Listinn yfir lagahöfunda og flytjendur telur mörg þekkt nöfn og þar er að finna sjóaðar eurovision-kempur. Sylvía Erla Scheving kemur hins vegar ný og fersk að hljóðnemanum. Hún er aðeins sextán ára gömul og syngur lag Maríu Bjarkar Sverrisdóttur, Stund með þér. „Þetta er mjög spennandi og skemmtilegt og mikill heiður að fá að syngja innan um allt þetta reynda fólk,“ sagði Sylvía Erla þegar Fréttatíminn náði tali af henni þar sem hún var í ræktinni en áhugann á líkamsrækt á hún ekki langt að sækja enda dóttir íþróttaálfsins, Magnúsar Scheving.
Sylvía stundar nám í Verzlunarskólanum og hefur æft söng lengi. „Ég byrjaði að æfa söng hjá Birgittu Haukal en þegar hún fór til útlanda fór ég í Söngskóla Maríu Bjarkar.“ Og þar kynntist María Björk söngrödd Sylvíu sem varð til þess að hún mætir nú til keppni með lag sem María Björk samdi. „Ég tók mér að vísu smá hlé hjá Maríu og fór að læra klassískan söng. Ég er með svolítið dimma rödd og þurfti að læra að anda rétt.“ Hún fór síðan aftur til Maríu Bjarkar í þjálfun í raddbeitingu og þá má segja að María Björk hafi uppgötvað hana. Keppinautar Sylvíu í Söngvakeppninni eru ekki af verri endanum en þar á meðal eru Birgitta Haukdal, Magni, Svavar Knútur, Klara í Nylon, Jógvan og Jóhanna Guðrún. -þþ
Sylvía Erla er sextán ára gömul og fer spennt til keppni við þrautreyndar söngkonur og söngvara.
Ferðalag Hópur Íslendinga er Á leið niður alla aFrÍku
Taka Twitter fram yfir Facebook Grínistarnir Bergur Ebbi Benediktsson og Dóri DNA hafa sagt norminu stríð á hendur og hafa lokað reikningum sínum á samskiptavefnum Facebook. Bergur og Dóri láta í staðinn til sín taka á Twitter sem til þessa hefur verið einna vinsælastur hjá íþróttafólki. Í ljósi þess að þeir tveir hafa verið í fararbroddi í mikilli hipsterabylgju yngri kynslóðarinnar síðasta árið má líklegt telja að þetta sé byrjun á miklu „trendi“. Annar grínisti, Sólmundur Hólm Sólmundarson, hafði áður sagt skilið við Facebook og tekið sér bólfestu á Twitter en hann er með öllu ótengdur áðurnefndri hipsterabylgju. Dóri DNA
Biðlistamaður með sýningu
Jakob filmaði Sópranós-mafíósa Ríkissjónvarpið byrjaði í vikunni að sýna norska myndaflokkinn Lillyhammer þar sem sá frábæri leikari Steve Van Zandt, sem gerði það gott í The Sopranos í hlutverki mafíósans Silvio Dante, fer með aðalhlutverkið. Kvikmyndatökumaðurinn Jakob Ingimundarson tók upp helminginn af þáttunum í seríunni en hann hefur lengi búið í Noregi þar sem hann starfar sem tökumaður. Hann hefur einnig látið til sín taka hér heima og tók meðal annars upp kvikmyndina Dís fyrir nokkrum árum. Lillyhammer fjallar um glæpamann frá New York sem leitar skjóls í Lillehammer í Noregi eftir að hann vitnar gegn félögum sínum.
Myndlistarmaðurinn Hjalti Parelius hefur opnað sína áttundu einkasýningu í sýningarsal Kingdom With In á Skólavörðustíg 21a. Hjalti lét fyrst að sér kveða fyrir alvöru árið 2009 og litskrúðugar myndir hans í teiknimyndasögustíl njóta mikilla vinsælda og listamaðurinn er með áhugasama kaupendur á biðlista. Hjalti hefur skapað sér sinn eigin stíl sem minnir þó um margt á ofurhetjumyndir Errós. Að þessu sinni sýnir Hjalti níu myndir sem hann málaði í fyrra. Sýningin stendur til 26. janúar.
.... yndislegar uppskriftir á alla fjölskylduna ....
Gamli Bedford hertrukkurinn sem hópurinn mun keyra alla leið til Höfðaborgar.
Á Bedford til Höfðaborgar Jón Ágúst Erlingsson er í hópi þrettán ferðalanga sem hófu á miðvikudag ferð til Höfðaborgar. Þau ætla að eyða næstu sex mánuðum í að keyra niður alla Afríku á gömlum Bedford hertrukk en ferðalagið byrjar á siglingu með Norrænu.
Á
Jón Ágúst er þarna lengst til vinstri en lengst til hægri er hann Gary, bílstjórinn, sem áður hefur keyrt niður alla Afríku og til Höfðaborgar. Það er reynsla í hópnum.
Svona ferðalög eru alls ekki óalgeng.
miðvikudag hélt hópur fólks í ferðalag á gömlum Bedford hertrukk en þau ráðgera að keyra til Höfðaborgar á næstu sex mánuðum. Farið er um yfir 20 lönd, niður alla Afríku og kallar hópurinn sig Viking Across Africa. „Við erum þrettán núna og höfum verið að skipuleggja þetta síðan í nóvember í hittifyrra,“ segir Jón Ágúst Erlingsson forritari en sá yngsti í hópnum er 19 ára og elsti ferðalangurinn nær fertugu. Jón Ágúst segir hópinn ekki þekkjast en þau hafi náð saman á netinu. Öll eru þau áhugafólk um svona ferðalög og bílstjórinn hefur áður farið svipaða ferð þannig að einhver er reynslan í hópnum. „Svona ferðalög eru alls ekki óalgeng. Það eru mörg hundruð manns sem gera svona lagað á hverju ári og auðvelt fyrir áhugasama að koma sér í kynni við aðra ferðalanga á netinu,“ segir Jón Ágúst og bendir á að hægt sé að gúgla Viking Across Africa og þá sé hægt að kynna sér allt um þennan tiltekna leiðangur til Höfðaborgar. Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is
Ungir einleikarar, sígildir snillingar og himneskir kórar
ungir einleik ar ar
haydn, Mozart og grieg
Mahler og bernstein
Þri. 15. jan. » 19:30
Fös. 18. jan. » 19:30
Fim. 24. jan. » 19:30 Fös. 25. jan. » 19:30
Á þessum einstöku tónleikum koma fram sigurvegarar í árlegri keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur að í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Komdu og upplifðu kraftinn sem býr í ungu og efnilegu tónlistarfólki.
Ein eftirsóttasta söngkona sinnar kynslóðar, Sally Matthews, flytur tilþrifamiklar aríur eftir Mozart. Holberg-svítan eftir Grieg og Lundúnasinfónía Haydns hljóma einnig á þessum tónleikum undir stjórn aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Þrándheims. Ekki láta stórkostlega kvöldstund fram hjá þér fara.
Á tónleikunum verða flutt tvö mögnuð verk sem enginn má láta framhjá sér fara: Tónverkið Chichester Psalms eftir Leonard Bernstein, sem er sungið á hebresku af Hamrahlíðarkórunum, og Sinfónía nr. 1 eftir Gustav Mahler. Undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur hafa Hamrahlíðarkórarnir komið fram á þúsundum tónleika og hlotið fjölda viðurkenninga.
Eivind Aadland stjórnandi Sally Matthews einsöngvari
Eivind Aadland hljómsveitarstjóri Hamrahlíðarkórarnir Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri
Bernharður Wilkinson stjórnandi Einar Bjartur Egilsson, Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, Sólveig Steinþórsdóttir og Unnsteinn Árnason einleikarar námsmenn Fá 50% aFsláTT aF miðaverði
Tónleikakynning » 18:00
Tónleikakynning Fim. 24.jan » 18:00 Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Miðasala í anddyri Hörpu » Sími: 528 5050 » Opið 10-18 virka daga og 12-18 um helgar
HE LG A RB L A Ð
Hrósið... ... fá þær María Haraldsdóttir og Erna Agnarsdóttir sem sýndu mikinn kjark þegar þær tóku þátt í að upplýsa um níðingsverk Karls Vignis Þorsteinssonar.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is BakHliðin Katrín ÓmarsDÓttir
Snillingur með skrítin áhugamál Aldur: 25 Maki: Einhleyp Foreldrar: Guðrún Þorvaldsdóttir og Ómar Benediktsson framkvæmdastjóri Menntun: BA í viðskiptafræði Starf: Atvinnukona í knattspyrnu Fyrri störf: Ýmis störf innan Knattspyrnufélags Reykjavíkur Áhugamál: Fótbolti, fjármál og viðskipti Stjörnumerki: Ljón Stjörnuspá: Komdu heilsunni í samt lag áður en þú ferð aftur af stað. Leyfðu þér að njóta samvista við vini og taka því rólega. Einhver þér nákominn mun koma þér skemmtilega á óvart á næstu dögum. Við blasir upphafið að nýju og spennandi ferli þar sem ástin er á næsta leiti.
N A L A S T Ú
TILBOÐIN GILDA 11.01 - 13.01
! M A R F Á H E LDU R GOLD
SPARI-D
1.000
ei ns tö k Gæ G ði
7.995 1.000
16.950 40% FULLT VERÐ: 24.950
14.950
PLUs
LOTTa & LassI KuLdagaLLaR Góðir kuldagallar með góðu endurskini. Fást í fjólubláu og svörtu. Stærðir: 86 - 128.
Katrín Ómarsdóttir hefur gengið til liðs við kvennalið Liverpool. Hún lék áður með Kristianstads DFF í sænsku úrvalsdeildinni. Á vefsíðu Liverpool segist Katrín hlakka mikið til að ganga til liðs við félagið og vonast hún til þess að kraftar hennar nýtist liðinu sem best.
Útsalan á fullu, allt að 70% afsláttur
pegasus gæsadúnsæng Frábær gæsadúnsæng fyllt með 90% gæsadúni og 10% smágerðum gæsafjöðrum Þyngd: 600 gr. Sængin er saumuð í ferninga og því helst dúnninn jafn yfir alla sængina. Vandað ver úr 100% bómull sem þolir 60°C þvott. Sæng: 135 x 200 sm.
FULLT VERÐ: 8.995
SPARI-D
FULLT VERÐ: 29.950
MEÐ ENDURSKINI
H
ún er mjög skemmtileg systir, mjög ákveðin en alltaf glöð,“ segir Fannar Freyr Ómarsson, litli bróðir Katrínar. Hann segist mjög stoltur af knattspyrnuferli hennar en er ekki alveg tilbúinn að samþykkja að hún sé færust í boltanum af þeim systkinum, en þau eru þrjú. „Við erum öll miklar keppnismanneskjur. Hún vinnur okkur samt oft, bræðurna.“ Hann segist einnig vera mjög spenntur að heimsækja hana út til Liverpool. Júlíana Einarsdóttir, vinkona Katrínar, segir Katrínu mjög góða vinkonu. „Hún er ótrúlega klár stelpa með skrítin áhugamál, eins og viðskipti og andleg málefni. Hún er fáránlega fyndin og hress en dálítið nísk. Hún lætur mig sko alltaf borga,“ segir Júlíana kímin og hlær dátt. „Annars er bara ekki hægt að segja neitt vont um hana. Hún er bara snillingur.“
LÚXUS GÆSADÚNSÆNG
43%
Þæ Gi nD i & Gæ ði
pLus F95 sVaMpdÝna 14 sm. þykk gæðasvampdýna með þrýstijafnandi eiginleika. Áklæði þolir þvott. Stærð: 90 x 200 sm.
FULLT VERÐ: 6.995
5.995
KAPPAR
ALLT AD
55% -
UR A L S AF TT
HandY dÝna Flott og handhæg dýna sem hægt er að leggja saman. Tekur lítið pláss! Stærð: 63 x 190 sm.
22%
basT-KÖRFuR R Mikið úrval af bastkörfum á góðu verði!
.. FUR BASTKOR ALLT AD
50% -
UR A AFSL TT
FULLT VERÐ: 895
695
KRYsTaL gLITTeR gaRn 100 gr. dokka. Efni: 100% akrýl.
www.rumfatalagerinn.is
gaRdÍnuKappaR Á úTsÖLu Mikið úrval af flottum köppum á frábæru verði!
METRAVÖRUÚTSALA N Í FULLUM GA NG I! MI KIÐ ÚRVAL AF FATAE FNI OG GA RDÍNU EFN I!