Bavíanar á þingi
Flóttabörn á Fit-hosteli
Ummæli úr ræðustóli Alþingis
Utangarðs og allslaus
Fréttaskýring
8
Úttekt 16 11.-13. maí 2012 19. tölublað 3. árgangur
VIÐTAL R agnheiður Erla Hjaltadóttir og Sigurður Hólmar Jóhannesson
Lamandi veruleiki Sunnu litlu Svefninn er vinur Sunnu Valdísar Sigurðardóttur, sex ára stúlku, sem ein Íslendinga hefur greinst með fátíðan taugasjúkdóm sem getur lamað líkama hennar um stund – jafnvel daga, vikur. Köstin geta verið svo heiftarleg að hún tekur skref aftur í þroska. Litla stúlkan á annan vin, því hún féll fyrir Ólafi Darra leikara, hefur hitt hann og ræðir við hann í síma. Foreldrar Sunnu, Ragnheiður Erla og Sigurður Hólmar, segja sögu hennar og hvernig svefninn kemur henni til bjargar.
Hún var lömuð frá einum degi
Manúela og Anna Lilja
upp í tvær, þrjár vikur. Þá
Töff en fáguð fatahönnun
gat hún ekki
viðtal 18
notað hendina
Þórdís Nadia
... en stundum
Vill losna við karlrembuna úr rappinu
var allur líkaminn lamaður.
62 Dægurmál Ljósmynd/Hari
Markverðir á EM
Neuer er nýjasta stjarnan 24 Fótbolti
Grilltíminn Bestu kjötbitarn ir - Langur búrger
- BBQ svín
R eyk ing
Helgin 11.-13. maí
Reykingar leyfð
2012
ar
Þegar elda á BBQ þarf að hafa reyk og reykurinn sem vellur úr kjöti fellur á kol eða gasbrennara sem myndast við það að safinn ekki er sama spýta dugir ekki til. Það og spýta. þarf eldivið og
F
orðist að nota flestan mjúkan við eins og til dæmis furu og ösp. Helst skal að nota harðvið. Það helsta sem almennilega á vex Íslandi og hægt er að nota er birkið – þurrt birki virkar ágætlega auðvitað megi þótt höggva niður hlyn ef þeir þykja fyrir og álm í ekki nota krossvið garðinum. Það má alls eða annan unninn eins og spónaplötur við eða fúavarið timbur. Það er beinlínis eitur á slysó. Harðviðinn og matarboðið endar er hægt að fá í búðum og hann griller einnig oft seldur einingum sem í stærri eldiviður í byggingarvöruverslunum og á bensínstöðvum.
Sag
Spænir
Kubbar
Lurkar
Tíminn og reykurinn
Reykur er bragð og reykkeim í flestan það er gott að fá þann mat sem við grillum úti. Allt kjöt þolir eitthvað en það er mismunandi af reyk þolið eftir tegund. Svínakjöt þolir mikinn reyk og kjúklingur líka. Nautið vill gjarnan reyk en ekki jafn mikið og svínið. Lambið vill vera ferskt og þolir minnstan reyk. Þótt lambalærið breytist ekkert í hangiket strax er passa uppá að hafa ekki of mikinn gott að við eldun þess. reyk Fljóteldaðir bitar eins og kótelettur hafa bara í reyknum. Fiskurinngaman af smá salíbunu í reyknum sérstaklegakann líka vel við sig lax og silungur. Bragðið af reyknum skipta almennilega sjálfum fer ekki að máli fyrr en búið reykja í meira er að en 5-6 tíma þannig leitt skiptir ekki að yfirmáli mismunandi tegundirhvort notaðar eru af harðviði.
Töff týpur
Þær eru fjórar mismunandi útgáfurnar notast má við til sem að reykja á grilli: kubbar, spænir Lurkar, og sag. Hvert um sig hentar í mismunandi hluti. Til að fá mikinn stuttan tíma er gott að nota spæni reyk í Lengri reyking eða sag. kallar á stærri kubba eða lurka.
Þegar á að reykja lengi og sér í lagi grilli er best að á gasnota sæmilega stóra kubba eða lurka en ekki spæni eða sag. Einfaldast er að leggja þá aðeins svo í álpappír. Setja í bleyti og vefja þá svo nokkur lítil til að reykurinn sleppi út án þess loftgöt að eldur
Lurkur í álpappír
gefur af sér góðan
reyk í langan tíma.
komi upp. Þá er líka hægt að nota dæmis ryðfríu eða á pönnu. Það stáli og setja kubba skál úr til þýðir og svo skálina þar ofaní eina eða tvær teskeiðar svo ekkert að nota beint ofan á brennarann. Á kolagrilli er af þessu – drjúgt fer af sagi í hvern best að leggja sæmilega skammt. kubba í bleyti í nokkra klukkutíma Þótt uppskriftin kveði á um að svo beint á kolin. og setja elda skuli við vægan hita þarf Ef reykja á fisk koma kubbunum samt örlítinn eld til að er fínt að nota af stað. Passa bara sag spæni. Sagið er eldurinn blossi best að hafa þurrt eða að ekki í stálskál náttúrulega mikill upp því honum fylgir hiti og sót sem er ekki
eftirsóknarvert á kjötbitann. Einnig að gera ráð fyrir því að kubburinn þarf
eins og góður kolamoli hitnar þegar reykingin komin af stað. er Því þarf að fylgjast hitanum þegar vel líður á reykinguna. með
Grilltíminn O P N U NSÉR A R TVER I L BSLU OÐ N MEÐ GRIL L, GARÐ HÚSG
síða 26
Haraldur Jónasson
Hari@frettatiminn.is
ÖGN OG ÚTILJ ÓS Grill sem endast
Mikið úrval aukahluta
í miðju FrÉttatímanans Þýsk framleiðsla
129.900
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
www.grillbudin.is
2.990
39.900
Pizza panna
Opið laugardag til kl. 16
Ný og glæsileg sólgleraugu í Augastað Gucci
Boss
PIPAR \ TBWA
•
SÍA
•
121444
Vera Wang
FIRÐI Fjarðargötu 13–15 Opið: virka daga 10–18 og laugardaga 11–15
MJÓDDINNI Álfabakka 14 Opið: virka daga 9–18 og laugardaga 11–15
SELFOSSI Austurvegi 4 Opið: virka daga 10–18
Gleraugnaverslunin þín
2
fréttir
Helgin 11.-13. maí 2012
Opnun Veltumet í Bauhaus
Keypt fyrir milljarð króna í Bauhaus Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur @frettatiminn.is
Íslendingar keyptu vörur fyrir hátt í milljarð króna í Bauhaus-versluninni þessa fyrstu viku sem liðin er frá opnun nýju verslunarinnar, að sögn Halldórs Óskars Sigurðssonar framkvæmdastjóra. Hann er ekki með tölu yfir gestafjöldann en giskar á að gestir hafi verið nálægt 20 þúsund. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel og viðtökurnar eru jafnvel betri en við áttum von á. Opnun verslunarinnar var samkvæmt því sem Bauhaus á að venjast í Evrópu þar sem verslanakeðjan nýtur mikilla vinsælda,“ segir Halldór. Spurður hvort um veltumet sé
að ræða segir Halldór: „Þetta hlýtur að minnsta kosti að vera veltumet hér á Íslandi.“ Vinsælustu vörurnar eru að sögn Halldórs grill og garðhúsgögn, pallaefni og ýmsar garðvörur. Einnig hafi háþrýstiþvottatæki hreinlega rokið út. Hann segir jafnframt að mikið hafi verið að gera í flísa- og timburdeild og því ljóst að Íslendingar hyggja á umbætur jafnt innanhúss sem utan.
... viðtökurnar eru jafnvel betri en við áttum von á.
Frá opnunardegi Bauhaus. Íslendingar flykktust í nýja byggingarvöruverslunina og eyddu þar hátt í milljarði króna í fyrstu vikunni.
Gjaldeyrislög R annsókn á félagi Heiðars hætt
Leynd yfir starfslokasamningi hjá lífeyrissjóði Stjórn Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðar gefur ekki upp hvernig samið var um starfslok Sigurjóns Björnssonar, fyrrum framkvæmdastjóra sjóðsins. Guðmundur Rúnar Árnason, formaður stjórnar og bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að einungis Fjármálaeftirlitið geti kallað eftir slíkum gögnum svo og endurskoðendur sjóðsins. „Samningar við starfsfólk, núverandi og fyrrverandi eru trúnaðargögn,“ svarar hann fyrirspurn í tölvupósti, „svo sem fundargerðir og annað slíkt.“ Eftirlaunasjóðurinn hefur frá 1. apríl verið í vistun Lífeyrissjóða starfsmanna sveitarfélaga. Sigurjóni hafði ekki verið sagt upp viku fyrir flutninginn, þótt unnið hafi verið að honum í þó nokkurn tíma. Sigurjón var eini starfsmaður sjóðsins. Fréttatíminn hefur kært ákvörðun stjórnarformanns til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál. - gag
Þurfa meira metan vegna eftirspurnar Framleiðslugeta hreinsistöðvarinnar Sorpu á metangasi verður fullnýtt um mitt ár 2013 ef þróun sölunnar verður með sama hætti og nú er. Þetta er mat stjórnar Sorpu. Stjórnin bendir á að verkfræðistofan Mannvit telji að hægt sé að auka framleiðsluna upp í 290 þúsund rúmnanómetra á mánuði með stækkun hreinsistöðvarinnar, sem minnki líkur á að skortur myndist á markaðinum. Bregðast þurfi við eins hratt og frekast sé unnt við uppsetningu gasgerðarstöðvar. Seldar voru 1,3 milljónir nm3 af metangasi frá hreinsistöð Sorpu á síðasta ári og tvöfaldaðist salan nánast á milli áranna 2010 og 2011. - gag
Um 22 þúsund flug árlega á vegum Fjarðaáls „Það eru um 22 þúsund flugferðir farnar á vegum Fjarðaáls á hverju ári. Við höfum ekki einokað sæti heldur fjölgað þeim. Um helmingur ferða okkar er á dýrum fargjöldum,“ sagði Óskar Borg, innkaupastjóri Alcoa Fjarðaáls, á ráðstefnu um innanlandsflug sem haldin var á Egilsstöðum fyrir skemmstu. Hann segir samninga Alcoa við Flugfélag Íslands hafa aukið framboð á flugsætum milli Egils-
Vill athuga bótaskyldu Seðlabankans fyrir dómi Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun sérstaks saksóknara um að hætt skuli rannsókn á gjaldeyrisviðskiptum félags Heiðars Guðjónssonar sem Seðlabankinn kærði. Heiðar Már missti af tækifæri til að kaupa Sjóvá vegna málsins og segir hann málið allt hafa valdið sér mikilu fjárhagslegu tjóni og að mannorð hans hafi beðið hnekki.
staða og Reykjavíkur, að því er fram kemur í Austurglugganum. Haft er eftir Óskari að núverandi staða Reykjavíkurflugvallar skipti sköpum fyrir greiðar samgöngur. „Höfuðborg án flugvallar er bara þorp. Við viljum geta komist til borgarinnar að morgni dags og til baka um kvöldið. Menn hafa um sex og hálfan tíma milli fluga og reyna að afgreiða nokkur erindi í hverri ferð því flugið er dýrt. Tíminn sem við hefðum myndi styttast niður í fjóra tíma ef völlurinn væri í Keflavík. Það er ekki nóg.“ - jh
Lækka lóðaverð Lóðaverð í Hafnarfirði hefur verið lækkað til að bregðast við efnahagsástandinu. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks harma að verðið hafi ekki verið lækkað meira í þeirri „afar erfiðu fjárhagsstöðu“ sem bærinn sé í. Gera þurfi allt sem hægt er til að auka atvinnu og fjölga íbúum. Verð einbýlishúsalóða lækkaði úr rúmum 13,8 í 10,5 milljónir króna. Parhúsalóðir úr rúmum 11,4 í 9,6 og raðhúsalóðir úr 9,5 í 8,6 svo dæmi séu tekin. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, segir ástæðu lækkunarinnar fyrst og fremst þá að menn reyni að koma hjólunum á stað aftur og koma hreyfingu á sölu lóða. - gag
Heiðar Már Guðjónsson segir að þau vinnubrögð sem Seðlabankinn ástundaði í málinu hafi ekki þekkst fyrir hrun og einkennist af algjöru virðingarleysi fyrir lögum. Ljósmynd/Hari
Misbeitingu valds sem þessa þarf að stoppa á Íslandi svo aðrir þurfi ekki að upplifa hið sama
É
g er auðvitað feginn að geta um frjálst höfuð strokið aftur eftir allan þennan tíma. Það er ómögulegt að stunda viðskipti þegar maður sætir rannsókn,“ segir fjárfestirinn Heiðar Guðjónsson í samtali við Fréttatímann. Seðlabankinn kærði Úrsus, félag Heiðars, til lögreglu vegna gruns um brot á gjaldeyrislögum í nóvember 2010. Sérstakur saksóknari hætti rannsókn í lok febrúar á þessu ári og eftir að Seðlabankinn hafði kært þá ákvörðun í lok mars komst Ríkissaksóknari að þeirri niðurstöðu að ákvörðun sérstaks saksóknara hafi verið rétt. Heiðar segir þetta mál galið frá upphafi. „Þetta mál kom upp á sama tíma og ég og meðfjárfestar mínir vorum að klára kaupin á Sjóvá. Ég fékk engar skýringar á málinu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir enda var ég þess fullviss að engar reglur hefðu verið brotnar,“ segir Heiðar. Þetta leiddi til þess að hann dró sig út úr kaupunum á Sjóvá sem var honum þungbær ákvörðun.
„Ég fékk þau skilaboð að kaupin myndu ekki ganga í gegn á meðan ég væri í fjárfestahópnum. Ég skildi þetta ekki þá og skil það ekki enn. Við vorum með langhæsta tilboðið og með hugmyndir fyrir félagið sem öllum hugnaðist. Það eina sem vantaði var undirskrift Seðlabankastjóra,“ segir Heiðar. Hann kærði meðferð málsins til umboðsmanns Alþingis og það var í bréfaskriftum á milli umboðsmanns Alþingis og Seðlabankans sem í ljós kom að bankinn hafði kært Úrsus til lögreglu. „Þetta var í maí á síðasta ári. Þá kom í ljós að Seðlabankinn hafði kært félagið mitt í nóvember 2010 og ekki látið mig vita. Ég frétti það sjö mánuðum seinna,“ segir Heiðar sem tekur fram að umboðsmaður eigi enn eftir gefa út álit sitt á málinu. Og hann vill að Seðlabankinn verði gerður ábyrgur fyrir gjörðum sínum. „Þetta mál er búið að kosta mig tugi milljóna í lögfræðikostnað svo ekki sé talað um allan þann tíma sem ég hef í raun verið óvirkur sem fjárfestir með þann merkimiða frá Seðlabankanum að það sé eitthvað að mér. Seðlabankar hafa mikið vald og eru virtar stofnanir í öllum löndum og þeim ber að fara vel með það. Seðlabankinn framdi lögbrot gegn mér og ég mun láta kanna það fyrir dómstólum hvort Seðlabankinn sé bótaskyldur í þessu máli. Ég trúi því ekki að dómstólar leggi blessun sína yfir svona vinnubrögð. Ef bótaskylda bankans er viðurkennd mun ég fara fram á bætur og leita til dómstóla ef þess gerist þörf,“ segir Heiðar. Hann telur mál sitt vera sterkt enda hafi hann fengið tvöfalda staðfestingu fyrir því að ekki hafi verið fótur fyrir þessari rannsókn eða kæru. „Bæði sérstakur saksóknari og Ríkissaksóknari hafa kveðið upp sinn úrskurð mér í hag. Misbeitingu valds sem þessa þarf að stoppa á Íslandi svo aðrir þurfi ekki að upplifa hið sama. Það þarf að koma í veg fyrir það þetta gerist aftur.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is
Svar Seðlabanka Íslands við fyrirspurn Fréttatímans varðandi lyktir þessa máls
Fullt tilefni til að vísa til lögreglu Í nóvember 2010 vísaði gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra 4 málum sem vörðuðu skuldabréfaútgáfur sem grunur lék á að færu í bága við ákvæði reglna sem Seðlabanki Íslands hafði sett um gjaldeyrismál. Í september 2011 var efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjórans lögð niður
og málin færðust til embættis sérstaks saksóknara. Í febrúar 2012 tók embætti sérstaks saksóknara ákvörðun um að hætta rannsókn málanna meðal annars vegna erfiðleika við að afla sönnunargagna erlendis frá. Seðlabankinn kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur nú tekið afstöðu í málinu
og staðfest ákvörðun sérstaks saksóknara. Seðlabankinn fellst ekki á rökstuðning fyrir afstöðu embættis ríkissaksóknara og hefur óskað eftir fundi með ríkissaksóknara þar sem farið verður yfir málið. Það er afstaða Seðlabankans að fullt tilefni hafi verið til að Már Guðmundsson seðlavísa málunum til lögreglu. bankastjóri.
1.000 kr. notkun á mán. í 12 mán. fylgir þessum farsíma! Samsung Galaxy S II
6.490 kr. í 18 mán. 99.990 kr. stgr.
dagur & steini
500 kr. notkun á mán. í 12 mán. fylgir þessum farsíma!
Samsung Galaxy Y
2.290 kr. í 12 mán. 24.990 kr. stgr.
ti Setmæmrstistaður
sk Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, Miðgarði Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | m.nova.is | Facebook | Twitter Símnotkun fylgir með 0 kr. Nova í Nova og Eitt verð í alla, áskrift og frelsi. Mánaðarleg afborgun greidd með kreditkorti + 325 kr./mán. greiðslugjald. Það er ódýrara að staðgreiða og þá þarf ekki kreditkort.
í heimi!
4
fréttir
Helgin 11.-13. maí 2012
veður
Föstudagur
laugardagur
sunnudagur
Hret á sunnudag Vorhretið sem búist er við á sunnudag og fram á mánudag gætti flokkast með þeim allra verstu. Það kemur til með að hlaða niður snjó í hvassviðri, sérstaklega á fjallvegum á Vestfjörðum, en einkum og sér í lagi norðan- og austanlands. Áður en veðrið tekur að versna að ráði verður milt og með úrkomu. Þannig gæti hiti farið yfir 10 stig austantil á laugardag. Kastinu er spáð fram á mánudag og áframhaldandi vorkuldum fram í vikuna.
6
6
7
Einar Sveinbjörnsson
9
7
8
10
6
Hlýr S-lægur vindur og rigning sunnan- og vestanlands.
Höfuðborgarsvæðið: Alskýjað og súld eða smávægileg rigning.
Höfuðborgarsvæðið: Rigning og strekkingsvindur, einkum framan af degi.
Samtök atvinnulífsins efna til opins morgunfundar um afnám gjaldeyrishafta á Hilton Reykjavík Nordica næstkomandi miðvikudag, 16. maí klukkan 8.30-10. Á fundinum verður meðal annars rætt um nýja áætlun samtakanna um afnám gjaldeyrishafta en þau telja það brýnasta hagsmunamál Íslendinga að höftin verði afnumin með skjótum hætti þar sem þau valdi þjóðinni sífellt meiri skaða. Áætlunin gerir ráð fyrir að gjaldeyrishöftin falli niður í árslok og ráðist verði í sérstakar mótvægisaðgerðir til að takmarka tjón skuldsettra heimila af hugsanlegu gengisfalli krónunnar. -jh
3
5
8
Suðvestlægur vindur og þungbúið vestantil. Fremur milt.
Fundað um afnám gjaldeyrishafta
1
-1
4
vedurvaktin@vedurvaktin.is
Michelsen_255x50_B_0911.indd 1
12
Hvöss NA-átt með slyddu og síðar snjókomu um mest allt norðan- og norðaustanvert landið. Höfuðborgarsvæðið: Kalsarigning eða slydda lengst af dagsins.
Þrjú börn í fangelsi í nær þrjátíu daga
28.09.11 15:10
Þrír drengir á aldrinum 15-17 ára sátu í fangelsi í nær þrjátíu daga samtals í síðasta mánuði þrátt fyrir að slíkt sé óheimilt samkvæmt lögum. Barnaverndaryfirvöldum var ekki tilkynnt um handtöku eins drengjanna, sem sat í fangelsi í Keflavík og Hegningarhúsinu Skólavörðustíg í 15 daga og getur ekki aðhafst í málefnum barna fyrr en dæmt hefur verið í málum þeirra.
GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST
„Skiptinemar til sölu“
Skiptinemasamtök AFS á Íslandi þátt í Fjölmenningadegi Reykjavíkurborgar sem haldinn verður á laugardaginn, 12. maí, í fjórða sinn. Þar ætla sjálfboðaliðar og núverandi skiptinemar sem nú dvelja hér standa fyrir „SÖLU Á SKIPTINEMUM“ á fjölþjóðlegum markaði. Í lok ágúst á þessu ári er von á 26 nemum frá 16 þjóðlöndum til landsins og vinnur AFS nú að því að finna nemunum heimili. Að sögn Sólveigar Ásu Tryggvadóttur, starfsmanns AFS, verða nemarnir ekki seldir í orðsins fyllstu merkingu. Ekki megi líta á þetta sem hefðbundin viðskipti, ætlunin sé öllu heldur að vekja athygli á málstaðnum. Þeir sem hýsi skiptinema hafi ávallt hag af því að kynnast nýrri menningu og út á það gangi „salan“. „Allt sem þarf til að taka að sér skiptinema,“ segir Sólveig Ása, „er hjartarými, löngun til að læra eitthvað nýtt, kímnigáfu og sveigjanleika.“ Þeir sem vilja kynna sér málin betur eru hvattir til að mæta í ráðhús Reykjavíkur milli 13.30 og 17.
Brjóstabollur í boði Landssamband bakarameistara stendur fyrir sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land um helgina, fram á mæðradaginn, sunnudaginn 13. maí, til stuðnings við styrktarfélagið Göngum saman. Félagið styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og úthlutar styrkjum í október ár hvert, að því er fram kemur á síðu Samtaka iðnaðarins. Það var stofnað 2007 og hefur frá stofnun veitt íslenskum rannsóknaraðilum á sviði brjóstakrabbameins um 22 milljónir króna. Göngum saman efnir til vorgöngu fyrir alla fjölskylduna víða um land á sunnudaginn klukkan 11. Í Reykjavík verður gengið frá Skautahöllinni í Laugardal. -jh
LANDMANN eru frábær grill fyrir íslenskar aðstæður
44.900 12734
Opið til kl. 16 á laugardögum
YFIR 40 GERÐIR GRILLA Í BOÐI
Þ
rír drengir sátu samtals 27 daga í fangelsi í síðasta mánuði. Þeir eru 15, 16 og 17 ára og heita Amin Naimi, Adam Aamer og Bilal Fathi. Amin og Adam eru nú vistaðir á Fit Hostel í Keflavík en Bilal er á fósturheimili í Reykjavík því hann er þeirra yngstur. Drengirnir sátu fyrst í gæsluvarðhaldi og afpánuðu jafnframt dóm sinn í fangelsi á lögreglustöðinni í Keflavík og Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg, Amin í 15 daga og Adam og Bilal í 9 daga. Þeir eru þrír af fimm börnum sem komið hafa fylgdarlausir til landsins á árinu. Þrjú komu í gegnum Keflavíkurflugvöll og tvö til Seyðisfjarðar. Lögreglunni ber lögum samkvæmt að tilkynna viðkomandi barnaverndaryfirvöldum ef börn eru handtekin. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli hafði ekki samband við barnaverndaryfirvöld í Sandgerði í einu tilvikanna af þremur, varðandi Amin Naimi, og því gat barnavernd ekki gripið inn í. Amin sat í fangelsi í 15 daga án afskipta og vitneskju barnaverndar. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og sérfræðingur um málefni hælisleitenda segir að samkvæmt sakamálalögum sé óheimilt að setja börn í gæsluvarðhald nema engin önnur úrræði finnist. Adam og Bilal sátu í 9 daga í fangelsi, þar af þrjá daga í gæsluvarðhaldi. Samkvæmt upplýsingum frá barnavernd Sandgerðis hefur barnavernd engar heimildir til að taka börn úr haldi lögreglu. Þó svo að barnavernd óskaði eftir því að svo yrði gert, þyrfti lögreglan ekki að mæta þeim óskum. Barnavernd vill ekki tjá sig um hvort slíkar óskir hefðu verið bornar fram þar sem hún geti ekki tjáð sig um einstaka mál. Barnavernd getur í raun ekkert aðhafst fyrr en að föllnum dómi. Þá sé fyrst hægt að koma börnunum á betri stað, að sögn fulltrúi barnaverndar í Sandgerði. Lögreglustjórinn á Suður-
Fjórir af fimm drengjum sem komið hafa fylgdarlausir til landsins á árinu eru vistaðir á Fit þar sem þeir óttast um öryggi sitt. Ljósmynd Hari
nesjum svaraði ekki fyrirspurn Fréttatímans sem var svohljóðandi: “Hvers vegna var ekki farið að óskum barnaverndar í Sandgerði um að Alsírdrengirnir svokölluðu, Adam Aamer og Bilal Fathi skyldu settir á fósturheimili í stað þess að vera vistaðir í fangaklefa, bæði á meðan gærsluvarðhaldi stóð og svo þegar dómur var fallinn, á þeim forsendum að þeir væru 15 og 16 ára?” Helga Vala segist einnig setja spurningamerki við óskilorðsbundinn dóm þessara drengja. Hér á landi eru fjölmörg dæmi um skilorðsbundna dóma svona ungra barna fyrir jafnvel mun alvarlegri brot, líkamsárásir, fíkniefnainnflutning og jafnvel manndráp," segir hún. Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu segist ekki þekkja nein dæmi þess á Norðurlöndunum að börn hafi fengið óskilorðsbundna dóma fyrir brot sem þessi, sem þau hafi verið látin afplána í fangelsi. Barnaverndaryfirvöld og fangelsisyfirvöld hafi ekki fengið vitneskju um dóm og afplánun Amin Naimi né annarra barna en Amin og Bilal, Alsírbúana tvo sem greint hefur verið frá í fréttum undanfarna daga.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sagði frá því í fjölmiðlum á miðvikudag að grunur léki á um að drengirnir væru eldri en þeir segðust vera. Þegar þeir eru inntir eftir viðbrögðum við því segjast þeir vonast til þess að rannsóknir lögreglunnar geti sannað það fyrir yfirvöldum að þeir hafi sagt satt til um aldur sinn. Bragi Guðbrandsson segir að hvorki barnaverndaryfirvöld né heldur dómstólar hafi séð ástæðu til að efast um aldur drengjanna og furðar sig á ummælum lögreglustjórans. Fréttatíminn hitti þá fjóra flóttadrengi sem dveljast á Fit og eru þeir allir mjög ósáttir við að hafa verið neyddir til að dveljast innan um fullorðna flóttamenn og óttast þar um öryggi sitt. Félagsmálayfirvöld í Reykjanesbæ bera ábyrgð á þremur drengjanna. María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar, segir að sér hafi fyrst borist til eyrna óánægja þeirra í gær. „Við munum boða þá til okkar í næstu viku,“ segir hún. Sjá nánar viðtöl á síðum 8 til 11. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is
Alltaf lágt verð
Íslensk framleiðsla
PALLAEFNI
AFSKORIN BLÓM
28 x 120 MM pallaefni úr gagnvarinni furu. NTR A/B vottuð. Verð pr. m.
Íslenskar rósir 7 stk 35-40 cm. Verð pr. búnt
205.-
795.-
ÚBBS KRAKKAKL RÐUR VE MAURINN ALLAN U Á SVÆÐIN N DAGIN 12 og 13 maí
Maurinn mun vera á ferð um búðina og skemmtir börnunum ásamt því að dreifa glaðningi.
EDITION 1 SLÁTTUVÉL
160CC Honta mótor Sjálfvirk sláttuvél með fjórhóladrifi. 53 cm sláttubreidd, safnkassa og BIO klip.
PLÖNTUM0LD 40 L
69.995.-
Til notkunar í garðinn, matjurtagarðinn, blómapotta og útiker. Inniheldur næringu og heldur raka vel. Pr. stk. 640,-
Andlitsmálning
5 STK.
Andlitsmálarar verða á staðnum og bjóða upp á andlitsskreytingar fyrir börnin.
2.495.-
12 og 13 maí frá kl. 10-18.
Verðin gilda frá fimmtudeginum 10. maí til og með laugardagsins 12. maí 2012. Gildir á meðan birgðir endast.
Það er markmið okkar að bjóða alltaf upp á lægsta verðið á markaðnum. Við gerum hagstæð innkaup án þess draga úr kröfum okkar um gott siðferði, gæði og notagildi. Einnig erum við vakandi fyrir verðlagi samkeppnisaðila okkar og ef við komumst að því að okkar verð sé ekki nógu lágt, lækkum við það enn frekar. Ef þú - innan 30 daga frá kaupum - finnur sömu vöru á lægra verði annars staðar endurgreiðum við mismuninn + 12% af verði samkeppnisaðilans. Þú þarft að framvísa kassakvittun auk staðfestingar frá öðrum söluaðila. Verðverndin gildir ekki þegar um er að ræða vörur sem aðrir bjóða aðeins í takmörkuðu magni og í takmarkaðan tíma, þegar um opnunartilboð er að ræða, eða vörur sem seldar eru í póstverslunum, á internetinu eða í vefverslunum.
GÆÐI
ÞJÓNUSTA
GJAFVERÐ
BAUHAUS REYKJAVIK - Lambhagavegur 2-4 - 113 Reykjavik - www.bauhaus.is
VÖRUÚRVAL
6
fréttir
Spáir hærri stýrivöxtum Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur á næsta vaxtaákvörðunardegi bankans sem er á miðvikudaginn, 16. maí. Gangi sú spá eftir verða daglánavextir bankans 6,25 prósent, vextir af lánum gegn veði til sjö daga 5,25 prósent, hámarksvextir á 28 daga innistæðubréfum 5,0 prósent og innlánsvextir 4,25 prósent. „Frá síðustu vaxtaákvörðun bankans hefur verð-
Helgin 11.-13. maí 2012
bólgan reynst þrálátari en reiknað var með í spá Seðlabankans,“ segir Greiningin. Seðlabankinn mun samhliða vaxtaákvörðuninni 16. maí birta nýja verðbólguspá en síðasta spá bankans er frá 8. febrúar. „Má vænta þess að verðbólguspá bankans verði hækkuð allnokkuð, en krónan hefur verið öllu veikari en ráð var fyrir gert í þeirra síðustu spá,“ segir Greiningin enn fremur og reiknar með áframhaldandi hækkun stýrivaxta, um 0,25 prósentur á vaxtaákvörðunardegi 13. júní – og að hið sama gerist í ágúst. - jh
Bríó vann til verðlauna Íslenskur bjór, Bríó sem var þróaður sérstaklega af Borg Brugghúsi í samstarfi við Ölstofu Kormáks og Skjaldar, bar sigur úr býtum í sínum flokki í World Beer Cup 2012 sem fram fór í Kaliforníu en 799 bruggverksmiðjur frá 54 löndum tóku þátt í keppninni með samtals tæplega 4000 bjóra. Bríó er fyrsti bjórinn sem Borg Brugghús sendi frá sér fyrir tveimur árum. Til að byrja með var hann aðeins fáanlegur á Ölstofunni en er nú seldur í Vínbúðunum í Kringlunni, Skútuvogi og Heiðrúnu auk fríhafnarinnar í Keflavík. Bríó er nefndur eftir góðum vini þeirra Kormáks og Skjaldar, fjöllistamanninum Steingrími Eyfjörð Guðmundssyni, sem lést fyrir aldur fram árið 2009. Hann var kallaður Bríó en bríó er gamalt ítalskt orð yfir gleði. - jh
RYÐFRÍIR HITAKÚTAR
Tónleikar í Hörpu lokahnykkur Evrópuviku European Jazz Orchestra og Stórsveit Reykjavíkur halda ókeypis stórtónleika í Eldborg á sunnudaginn, 13. maí. Tónleikarnir eru lokahnykkur á Evrópuviku sem fram fer dagana 7. - 13. maí. European Jazz Orchestra er skipuð ungu tónlistarfólki í fremstu röð sem kemur vítt og breitt frá Evrópu. Hljómsveitin fær á hverju ári til liðs við sig þekkt tónskáld til að semja og útsetja nýja efnisskrá. Stjórnandi hljómsveitarinnar í ár er Jere Laukkanen. Euro-
pean Jazz Orchestra hefur að leiðarljósi að gera hlustendum kleift að fá innsýn í tónlistarflóru ólíkra þjóða. Stórsveit Reykjavíkur mun leika nýja og nýlega tónlist sem samin hefur verið sérstaklega fyrir hljómsveitina. Annarsvegar verða flutt verk eftir Agnar Má Magnússon, Hilmar Jensson og Kjartan Valdemarsson af nýjustu plötu sveitarinnar; HAK, en þess má geta að hún var valin jazzplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum nú nýverið. Hinsvegar verður flutt svíta finnska tónskáldsins Eero Koivistoinen Tvísöngur, en hún byggir á íslenskum þjóðlagastefjum. - jh
Hærra raungengi Raungengi íslensku krónunnar hækkaði í apríl um 0,3 prósent frá fyrri mánuði á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Er þetta í fyrsta sinn síðan í október sem raungengi krónunnar þróast í þessa átt, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka sem byggir á tölum Seðlabankans. Þessa hækkun á raungengi má rekja til verðlagsþróunar hér í samanburði við í okkar helstu viðskiptalönd, enda lækkaði nafngengi krónunnar um rúm 0,2 prósent á milli mars og apríl miðað við vísitölu meðalgengis. -jh
Hæstaréttardómarar Óskert laun til æviloka
VÖNDUÐ VARA ÁRATUGA REYNSLA BLÖNDUNARLOKI FYLGIR.
Í 61. grein stjórnarskrárinnar segir: „[...] má veita þeim dómara, sem orðinn er fullra 65 ára gamall, lausn frá embætti, en hæstaréttardómarar skulu eigi missa neins í af launum sínum.“
Nær allir nýta sér sérréttindin Stjórnlagaráð hefur lagt til að þessi heimild verði afnumin í stjórnarskrá.
A
NORSK FRAMLEIÐSLA
Olíufylltir rafmagnsofnar
Stærðir: 250W-2000W
Ég fullyrði að það var ekki tilgangurinn með þessari grein í stjórnarskránni, að dómarar væru nær undantekningalaust á fullum launum til æviloka.
llir nema einn hæstaréttardómari frá árinu 1994 hafa sótt um lausn frá störfum á grundvelli stjórnarskrárinnar og halda þannig óskertum launum til æviloka í stað þess að fara á eftirlaun líkt og aðrir starfsmenn ríkisins. Stjórnlagaráð hefur lagt til að þessi heimild verði afnumin í stjórnarskrá enda hafi upprunalegur tilgangur hennar ekki verið að tryggja hæstaréttardómurum sérréttindi, að sögn Gísla Tryggvasonar, fulltrúa í stjórnlagaráði. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu hafa átta af níu hæstaréttardómurum frá árinu 1994 sótt um að láta af störfum eftir 65 ára aldur í samræmi við 62. grein stjórnarskrárinnar. Sá eini sem gerði það ekki var Pétur Kr. Hafstein sem fór á eftirlaun 55 ára. Stjórnlagaráð hefur lagt það til að þessi óeðlilegu sérréttindi, eins og Gísli kallar þau, verði afnumin. „Ég fullyrði að það var ekki tilgangurinn með þessari grein í stjórnarskránni, að dómarar væru nær undantekningalaust á fullum launum til æviloka,“ segir Gísli. „Stjórnlagaráð leggur til að þetta ákvæði verði afnumið og framvegis verði hæstaréttardómarar á lífeyrisréttindum en ekki fullum launum eftir starfslok,“ segir hann. Gísli hefur bent á að upphaflegur tilgangur þessarar reglu um afsögn dómara gegn fullum launum var ekki hugsaður sem trygging sérréttinda til handa dómurum. Reglan var tekið úr dönsku stjórnarskránni en henni var breytt í Danmörku árið 1933 þegar þessi sérréttindi hæstaréttardómara voru afnumin þar í landi og dómarar fóru á eftirlaun við sjötugsaldur. „Upphaflegi tilgangurinn var að bæta dómurum þann mismun sem þá virðist hafa verið á eftirlaunarétti þeirra og annarra embættismanna þannig að þeir færu ekki á vonarvöl við starfslok og til að tryggja dómara gegn þrýstingi af þeim sökum,“ bendir Gísli á. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is
FÍTON / SÍA
MP banki eflir atvinnulífið MP banki er eini sjálfstæði og óháði einkabankinn og því í kjörstöðu til að veita úrvals þjónustu fyrir íslenskt atvinnulíf, athafnafólk, árfesta og spari áreigendur. Stefna okkar er skýr: Við erum banki atvinnulífsins.
Ármúli 13a / Borgartún 26 / +354 540 3200 / www.mp.is
Við erum sérfræðingar í bankaviðskiptum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og veitum þeim alhliða þjónustu sem og einstaklingunum sem að þeim standa.
Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar og metum árangur okkar í vexti þeirra og velgengni.
Við erum leiðandi árfestingarbanki í fyrirtækjaráðgjöf, markaðsviðskiptum og ármögnun í gegnum verðbréfamarkað.
Verið velkomin í banka atvinnulífsins.
Við erum þekkt fyrir afbragðs árangur í eignastýringu á innlendum sem erlendum mörkuðum – jafnt við góðar sem erfiðar markaðsaðstæður.
8
fréttaskýring
Helgin 11.-13. maí 2012
Utangarðsbörn á Íslandi Málefni ungra flóttamanna á Íslandi komust í hámæli í vikunni, en táningsdrengir hafa verið fangelsaðir og þá vistaðir á Fit Hostel í Keflavík. Sigríður Dögg Auðunsdóttir fór suður með sjó og hitti fjóra drengi sem eru fullir gremju, upplifa sig sem algerlega utangarðs, einangraða og afskipta með öllu. Þeim líður sem svo að þeir hafi farið úr öskunni í eldinn þegar þeir tóku þá ákvörðun að flýja til Íslands í leit að framtíð og betra lífi.
Það var mikið áfall að koma hingað. Það hefur eiginlega enginn talað við mig síðan ég kom, enginn hefur spurt hvernig mér líði eða hvernig ég hafi það.
S
aga fjögurra drengja á aldrinum 16 til 17 ára, þeirra Azzadene Azzam, Alhawari Agukourchi, Adam Aamer og Amin Naimi, er með miklum ólíkindum. Svo virðist sem þeir hafi lent algerlega utan kerfis og hefur þeim verið komið fyrir á Fit Hostel þar sem þeir búa við þröngan kost og hafa verið afskiptir með öllu.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir Ljósmyndir Hari
sigridur@ frettatiminn.is
Azzadene Azzam
A
zzadene Azzam er 16 ára barn á flótta sem kom ásamt vini sínum til Íslands fyrir þremur vikum. Hann er frá Marokkó en flúði þaðan níu ára gamall til Spánar þar sem honum var komið fyrir hjá fósturforeldrum. Ástæðan fyrir flóttanum voru fjölskylduvandamál sem hann neitar að ræða frekar. Azzadene laumaði sér um borð í flutningaskip í Casablanca í Marokkó og komst þannig yfir Miðjarðarhafið og inn í Evrópu. „Það var ekki hægt að senda mig aftur til Marokkó því ég var barn en ég fékk að ganga í skóla og lærði spænsku. Ég veit að ég hefði verið sendur til baka um leið og ég yrði 18 og því fór ég frá Spáni,“ segir Azzadene. „Ég var líka svo ungur að ég fékk enga vinnu.“ Frá Spáni flúði hann til Belgíu þar sem hann vann við hreingerningar í ár. Þaðan fór hann til Danmerkur þar sem hann var í eitt og hálft ár og sótti um hæli. Hann fékk synjun og var gert að yfirgefa Danmörk og var bannað að koma þangað aftur í tíu ár. Azzadena flúði
þá til Noregs og sótti einnig um hæli þar. „Norðmenn sögðust ætla að senda mig aftur til Danmerkur þannig að ég flúði til Svíþjóðar og kom þaðan til Íslands,“ segir hann. Hann fékk sænskan mann til að hjálpa sér að kaupa miða sjóleiðina til Íslands og kom með ferju til landsins. Azzadene kynntist jafnaldra sínum frá Líbýu í Svíþjóð og ákváðu þeir í sameiningu að flýja til Íslands. „Við heyrðum í Svíþjóð að Ísland væri gott land og hér væru mannréttindi fólks virt. Sérstaklega barna. Við komumst að því þegar við komum hingað að það væri ekkert til í því. Þetta er ömurlegasta land sem ég hef komið til,“ segir Azzadene. Hann er reiður. „Það var mikið áfall að koma hingað. Það hefur eiginlega enginn talað við mig síðan ég kom, enginn hefur spurt hvernig mér líði eða hvernig ég hafi það.“ Azzadene var handtekinn strax við komuna til Seyðisfjarðar þar sem hann gat ekki framvísað vegabréfi. Að auki var hann skilríkjalaus. „Lögreglan á Seyðisfirði kom
vel fram við okkur. Spurðu okkur um pappíra sem við sögðumst ekki hafa og fóru því með okkur á lögreglustöðina. Þar spurðu þeir okkur hvað við vildum borða og komu með mat handa okkur. Við vorum þar í fjórar klukkustundir. Eftir það kom manneskja sem fór með okkur á flugvöllinn og til Reykjavíkur.“ Félagsþjónustan í Reykjanesbæ tók á móti Azzadene og vini hans á flugvellinum og flutti þá til Keflavíkur þar sem þeim var komið fyrir á Fit Hostel í Keflavík, sem er dvalarstaður flóttamanna sem koma til Íslands í leit að hæli. „Eftir það höfum við ekki hitt neinn. Okkur var komið hér fyrir og svo gleymdumst við. Ég hef ekki fengið neina aðstoð, ekki einu sinni fengið að fara til læknis þótt ég hafi kvartað við félagsráðgjafann, sem sér um okkar mál, undan verkjum í kjálka og eyra. Hún lét mig hafa verkjatöflur,“ segir hann og tekur upp pakka af íbúfeni og paratabs. „Í Svíþjóð fær maður allavega að hitta
lækni einu sinni í viku,“ segir hann. „Við búum við skelfilegar aðstæður á Fit Hostel. Ég myndi miklu frekar vilja fara aftur í fangelsið á Seyðisfirði en að búa hér. Okkur er troðið inn í pínulítið herbergi, tveimur saman, og fáum ekki einu sinni ísskáp undir matinn okkar. Þarna eru karlar um fimmtugt, alls konar karlar, sem drekka mikið og eru með mikil læti og það er eiginlega hræðilegt að þurfa að búa innan um þá,“ segir hann. „Það er komið allt öðruvísi fram við börn í öðrum Evrópulöndum. Þar fengum við tilsjónarmann sem aðstoðaði okkur með það sem við þurftum. Hann lét okkur hafa pening svo við komumst út og hjálpaði okkur að elda og læra tungumálið. Hér er enginn okkur til aðstoðar. Hvernig koma Íslendingar fram við 16 ára gömul börn sem eru foreldralaus? Myndi þeim vera komið fyrir á Fit Hostel? Hvern get ég
spurt að þessu? Veist þú þetta? Ég fæ ekki einu sinni að fara í skóla. Er ekki skólaskylda á Íslandi?“ Azzadene segist dreyma um að komast í nám og eiga möguleika á betra lífi. „Ég vonaðist til að finna það á Íslandi. Mig langar að verða eitthvað, mig langar að mennta mig og eignast fjölskyldu. Eignast börn. En eins og er get ég ekki einu sinni farið út úr gistiheimilinu. Ég á ekki einu sinni strætómiða. Þetta er landið þitt en nú er ég barn Íslands og finnst að það eigi koma fram við mig eins og önnur börn á Íslandi. Hvernig get ég vakið upp umræðu um það? Ég er ekki að tala um sjálfan mig heldur öll börn sem eru í þessari stöðu. Ég vil að það sé komið fram við þau eins og íslensk börn. Hvernig er reglum um börn á Íslandi háttað? Eru þær öðruvísi en á öðrum löndum? Mér sýnist það. Mér finnst allavega komið fram við okkur öðruvísi hér en ég á að venjast í öðrum löndum í Evrópu sem ég hef kynnst. Hver getur gefið mér svör við þessum spurningum? Það hefur enginn viljað tala við mig fyrr en núna þú. Getur þú gefið mér svör?“
Lexus RX350 Árgerð 2007, 4wd, bensín, sjálfskiptur, ekinn 47.000 km. 17" álfelgur, ABS hemlar, aksturstölva, dráttarbeisli, hraðastillir, kastarar í framstuðara, leðurinnrétting, leðurstýri, loftkæling, minni í sætum, regnskynjari, sóllúga, stöðugleikakerfi, Xenon aðalljós og margt fleira.
Verð 5.490.000
kr.
-
Gæða bíll
ASKJA NOTAÐIR BÍLAR
Krókhálsi 11 · Sími 590 2160 · askja.is/notadir-bilar
Opið kl.10-18
Framhald á næstu opnu H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 2 - 0 9 1 3
Búum við skelfilegar aðstæður
3.990,-/stk. ROXÖ ROXÖ stólar stólar Duftlakkað Duftlakkað stál stál B47×D48, B47×D48, H78cm H78cm Sæti Sæti H46cm. H46cm. Ýmsir Ýmsir litir litir
10
fréttaskýring
Helgin 11.-13. maí 2012
Alhawari Agukourchi
Fór að gráta vegna ótta
A
lhawari Agukourchi er 16 ára og er frá Líbíu. Hann flúði stríðið í landinu í ágúst 2011, fór með litlum báti yfir til Ítalíu, leið sem þúsundir annarra flóttamanna hafa flúið og ótal margir látið lífið. „Ég vissi vel að það var lífshættulegt að fara með litlum báti yfir Miðjarðarhafið. Ég vissi hins vegar líka að ef ég yrði áfram í Líbíu biði mín ekkert nema dauðinn,“ segir Alhawari. Hann missti föður sinn í stríðinu. „Ég veit ekki hvernig hann lét lífið. Okkur var bara tilkynnt það einn daginn að hann væri dáinn. Mamma mín var heilbrigð fram að því en áfallið við dauða föður míns reyndist henni um megn. Hún varð aldrei söm.“ Alhawari var einbirni og þurfti að skilja móður sína eftir í Líbíu. „Ég fékk ekki einu sinni tækifæri til að segja henni að ég væri að fara burt.“ Alhawari
þræddi sig upp Evrópu og dvaldist í Danmörku í mánuð en fór síðan til Svíþjóðar þar sem hann var í hálft ár. Þar kynntist hann Azzadene og ákváðu þeir saman að freista gæfunnar á Íslandi. „Já, ég myndi vilja búa hér,“ segir hann aðspurður. „Mig langar mikið að fá að ganga í skóla og myndi vilja verða bifvélavirki, vinna við að gera við bíla. Ég get þó ekki hugsað mér að búa við þær aðstæður sem við búum við núna. Ég hélt að hér væru mannréttindi virt. Ég vildi óska að svo væri.“ Alahawari og Azzadene áttu að mæta til lögreglunnar í Reykjavík fyrir fáeinum dögum og fara í skýrslutöku. Þeir neituðu að mæta. „Félagsráð-
gjafinn okkar sagði okkur að við ættum að fara í rútuna og fara til Reykjavíkur og hitta lögregluna. Við vissum ekkert af hverju og fannst við ekki hafa neinn rétt. Við neituðum að fara. Við vorum eiginlega að mótmæla því að fá ekki að vita neitt. Við vissum ekkert um hvað málið snerist. Við vorum ekki spurðir um neitt. Þá hótaði félagsráðgjafinn okkur því að okkur yrði sparkað út af Fit Hostel ef við færum ekki og hittum lögregluna. Ég varð svo hræddur um að lenda á götunni að ég fór að gráta. Hvar ættum við þá að sofa? Okkur var samt ekki sparkað út sem betur fer.“
Ég hélt að hér væru mannréttindi virt. Ég vildi óska að svo væri.
Njóttu þess að heyra betur með ósýnilegu heyrnartæki!
Stærð á Intigai í samanburði við kaffibaunir
Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 og fáðu heyrnartæki til prufu í vikutíma Intigai eru fyrstu ósýnilegu heyrnartækin frá Oticon. Intigai eru sérsmíðuð og liggja svo djúpt í eyrnagöngunum að enginn mun sjá þau eða átta sig á því að þú sért með heyrnartæki. Intigai eru fullkomlega sjálfvirk og aðlaga sig að því hljóðumhverfi sem þú ert í hverju sinni.
G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t æ k n i . i s
Adam Aamer
Amin Naimi
Þráir að fá að ganga í skóla
Vistaðir með drykkjumönnum
A
dam Aamer er 16 ára Alsírbúi og kom hingað 25. apríl frá Svíþjóð með millilendingu í Noregi. Við komuna til Keflavíkur voru Adam og 15 ára vinur hans handteknir fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi. Þeir kynntust í Finnlandi þar sem þeir sóttu um hæli í mars síðastliðnum. Hann segist hafa neyðst til að flýja Finnland því þeir félagarnir hafi lent upp á kant við marokkóska klíku sem hafi hótað þeim lífláti. Adam flúði Alsír í nóvember 2011 með því að gerast laumufarþegi í stóru flutningaskipi. Hann faldi sig undir flutningabíl sem keyrði um borð í skipið. Skipið sigldi til Ítalíu en þaðan fór Adam til Belgíu og svo til Svíþjóðar áður en hann fór til Finnlands. Adam er móðurlaus og bjó með föður sínum úti í sveit. „Faðir minn drakk mikið. Ég fékk lítið að borða. Ég gagnrýndi hann oft fyrir að drekka, því Múslimar mega ekki drekka. Og sagði honum að kaupa mat frekar en áfengi en þá barði hann mig bara. Ég varð að fara burt.“ Þegar Adam og vinur hans lentu í Keflavík tóku lögregluþjónar á móti þeim og báðu þá um að sýna vegabréfin sín. Þeir framvísuðu fölsuðum skilríkjum og voru því handteknir. „Það var farið með okkur á lögreglustöðina á flugvellinum þar sem fingraför voru tekin af okkur og þar óskuðum við eftir hæli. Þá vorum við fluttir á lögreglustöðina í Keflavík þar sem við vorum í fangelsi í níu daga. Fyrst vorum við í þrjá daga en þá vorum við leiddir fyrir dómstóla. Við fengum lögmann og túlk.“ Spurður um aðstoð lögmannsins segir Adam að hann hafi bara sagt honum að segja „Yes“ þegar Adam væri spurður að einhverju.
„Ég vissi ekkert um hvað var að gerast í réttarsalnum en ég sagði „Yes“ þegar ég var spurður að einhverju,“ segir hann. „Lögmaðurinn sagði mér að ég hafi fengið 30 daga fangelsisdóm en að dómurinn hefði verið lækkaður í 15 daga af því að ég er útlendingur.“ „Svo var farið með okkur aftur í fangelsið þar sem við vorum í sex daga í viðbót. Ég var mjög hræddur. Við vorum hafðir í sitthvorum klefanum, vorum einir í klefa og gátum ekki talað við neinn. Eftir átta daga gátum við ekki meir og fórum að kalla á milli. Þegar lögreglan heyrði það var okkur leyft að vera saman í klefa. Eftir níu daga komu félagsmálayfirvöld og tóku vin minn og fóru með hann til íslenskrar fjölskyldu af því að hann er 15 ára. Það var farið með mig á Fit Hostel. Af hverju fékk ég ekki að fara til fjölskyldu? Hver er munurinn á því að vera 15 og 16 ára? Ég vildi að ég gæti fengið að vera með vini mínum og ég vildi óska að ég gæti fengið að vera hjá fjölskyldu. Ég kann ekki einu sinni að elda.“ Adam segist dreyma um að fá að ganga í skóla. „En fyrst verð ég að læra íslensku.“ Hann veit ekki hvað hann langar að verða þegar hann verður stór. „Ég veit ekki hvað mig langar að læra, ég er ekki búinn að ákveða það. Ég veit bara að mig langar að læra eitthvað.“
A
min Naimi er 17 ára og er frá Afganistan. „Ég veit ekki hvenær ég er fæddur. Það er ekkert mikilvægt í Afganistan.“ Hann hefur verið á Íslandi í mánuð en fór frá Afganistan fyrir rúmlega hálfu ári. Hann vill ekki ræða ástæðurnar fyrir því að hann flúði heimaland sitt. Amin flúði frá Afganistan til Grikklands og þaðan til Ítalíu og svo upp til Danmerkur og loks til Svíþjóðar. Hann kom til Íslands með flugi frá Svíþjóð og framvísaði fölsuðu vegabréfi. Fyrir vikið var hann handtekinn og látinn sitja í fangelsi í 15 daga. „Ég skil ekki fyrir hvað ég var settur í fangelsi. Drap ég einhvern hérna? Er ég glæpamaður?“ Hann sat í fangelsi í lögreglustöðinni á Suðurnesjum í 7 daga og í 8 daga í Reykjavík. Þegar hann er spurður hvort hann hafi fengið einhverja hjálp svarar hann: „Þeir gáfu mér mat og ég fékk lögmann í réttinum. Lögmaðurinn útskýrði ekkert fyrir mér. Hann sagði bara að ég myndi þurfa að fara í fangelsi í 30 daga en ég þyrfti bara að vera í 15 af því að ég væri útlendingur. Ekkert meira. Ég hitti hann fyrst daginn fyrir réttarhöldin og talaði við hann í mjög stuttan tíma.“ „Ég hef ekki fengið neina aðstoð, það hefur enginn hjálpað mér með neitt. Þegar ég kom hingað var ég bara með fötin sem ég var í, þunna skyrtu og buxur. Enga peysu eða yfirhöfn, engin aukanærföt. Félagsmálayfirvöld sögðu mér að kaupa mér föt í Rauða krossinum en þar voru til dæmis ekki til skór sem pössuðu á mig. Ég er í allt of litlum skóm en þegar ég sýndi félagsráðgjafanum mínum skóna sagði hún að þeir væru alveg nógu góðir fyrir mig.“ Amin lýsir því að fyrsta kvöldið á Fit Hostel villtist hann. „Ég rataði ekkert og ráfaði um götur Keflavíkur frá 11 um kvöldið til 4 um morguninn. Ég gat ekki spurt til vegar því ég tala enga ensku og enginn skildi mig. Svo rakst ég á tvo lögregluþjóna og bað þá
að hjálpa mér á Fit Hostel en þeir hundsuðu mig og skildu mig eftir á miðri götu um miðja nótt. Mér var ískalt því ég var bara klæddur í þunna skyrtu því ég átti engin önnur föt. Hvert á ég að snúa mér til að kvarta undan lögreglunni?“ Hann segir að honum hafi verið talin trú um að hann ætti að fá að fara til íslenskrar fjölskyldu. „En svo hefur ekkert gerst. Ég veit ekki af hverju fjölskyldan kom ekki. Ég er ennþá barn og það eru reglur um svona hluti. Af hverju sögðuð þið að þið mynduð senda mig til fjölskyldu ef þið gerið það svo ekki?“ Amin segist ekki hafa fengið að hringja í fjölskyldu sína í Afganistan í heilan mánuð. Fyrst eftir að hann kom hafi hann fengið símakort sem hann hafi notað til að láta vita að hann væri heill á húfi og á Íslandi. „En mamma mín hefur ekki heyrt frá mér í mánuð og ég fæ ekki annað símakort. Hvernig heldur þú að móður líði ef hún heyrir ekki frá barninu sínu í mánuð?“ Amin segist hræddur um öryggi sitt á Fit Hostel. „Ég get ekki þolað þetta lengur. Ég vil bara fá að vita hvað ég þarf að vera hérna lengi. Hvað á ég að bíða lengi? Ég veit ekkert. Ég held að ég sé með lögmann, ég fékk lögmann þegar ég sótti um hæli en svo veit ég ekki meir. Það var farið með okkur á Fit Hostel og svo gleymdumst við. Það eru drykkjumenn á Fit Hostel og ég er hræddur við þá. Þar er mikið um ofbeldi og menn stela hver frá öðrum. Við eigum ekki að vera vistaðir með fimmtugum drykkjumönnum. Ef þú ættir hund myndi hann búa við betri skilyrði en við. Það ætti að breyta nafninu á Fit Hostel í Guantanamo.“
fréttaskýring 11
Helgin 11.-13. maí 2012
Segja framkomuna einkennast af rasisma
F
jórmenningarnir eru reiðir yfirvöldum fyrir þá meðferð sem þeir hafa þurft að sæta. Þeim finnst ítrekað brotið á mannréttindum sínum og segja að ekki sé komið fram við þá með sama hætti og önnur börn á Íslandi. Þeir séu ekki upplýstir um rétt sinn og stöðu né heldur fái þeir nauðsynlega aðstoð við almenna hluti, svo sem hvar þeir geti fundið Bónus, en flóttamenn fá inneignarkort í Bónus að upphæð átta þúsund krónur vikulega til að kaupa mat. Þeir fá engan pening aukalega né heldur miða í almenningssamgöngur. Því séu þeir í raun fangar á gistiheimilinu. Þeir vilja fá forsvarsmanneskju og segja félagsmálayfirvöld ekki koma fram við þá líkt og þau myndu koma fram við íslensk börn. Þeir spyrja: „Hver ákvað að við ættum að fara á Fit Hostel? Félagsmálayfirvöld áttu ekki að ákveða þetta. Það hlýtur að vera á starfssviði einhvers annars stjórnvalds.“ Að sögn Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, er það barnaverndaryfirvalda á staðnum að ákvarða hvort börnin séu vistuð á Fit Hostel eða annars staðar. „Í alþjóðlegum reglum um flóttamenn eru ákvæði um að börn 15 ára og yngri séu ekki vistuð í almennum flóttamannabúðum. Það er hins vegar ákvörðun barnaverndaryfirvalda um hvort koma skuli börnum á aldrinum 16 og 17 ára í fóstur. Í þessu tilviki þótti greinilega ekkert mæla gegn því að þessi börn dveljist á Fit,“ segir hann.
Reiðir yfir meðferðinni
Fjórmenningarnir segjast ekki hafa fengið tíma með félagsráðgjafanum, enginn hafi sýnt þeim áhuga, enginn hafi talað við þá. „Framkoma fólks á vegum félagsmálayfirvalda einkennist af rasisma. Ekki allra, en sumra,“ segir einn og hinir taka undir. „Við erum reiðir yfir því hvernig komið er fram við okkur þar. Þegar við komum fengum við Bónuskort og símakort. Ekkert meira. Seinna var talað við okkur í 15 mínútur en enginn spurði okkur að neinu. Síðan höfum við ekki hitt neinn fyrr en núna. Þú ert fyrsta manneskjan sem við getum rætt við.“ Drengirnir segjast ekki hafa fengið að hitta lækni þótt þeir hafi óskað eftir því. Einn kvartar undan verkjum í kjálka og eyra og annar þjáist af tannpínu. Þær upplýsingar fengust hjá félagsmálayfirvöldum í Reykjanesbæ að pantaður væri tími hjá lækni fyrir alla þá flóttamenn sem koma en biðtími sé langur. Næsti tími er bókaður 15. maí. Í neyðartilfellum sé vísað á neyðarvaktina. Einn drengjanna segist ekki hafa fengið skó í sinni stærð og að hann þurfi því að ganga í skóm sem séu tveimur númerum of litlir þrátt fyrir að hafa kvartað undan því við félagsráðgjafa sinn. Félagsmálayfirvöld segjast vísa hælisleitendum á Rauða krossinn hvað varðar fatnað en yfirhafnir og skór fáist í gegnum félagsmálayfirvöld ef þess sé óskað. Engin beiðni finnst um skó í kerfinu við eftirgrennslan. Að sögn félagsmálayfirvalda heyrðu þau fyrst á miðvikudag af óánægju drengjanna með vistun sína á Fit Hostel og mun verða boðað til fundar í næstu viku vegna málsins. -sda
Umhugað um að ungt fólk sé ekki sett í fangelsi Í viðtali við Fréttatímann lögðu fjórmenningarnir fram fjölda spurninga tengda stöðu sinni sem þeir höfðu ekki fengið svör við frá yfirvöldum, svo sem hver væri ábyrgur fyrir því að þeir neyddust til að dveljast á Fit. Fréttatíminn bar spurningarnar undir Ögmund Jónasson innanríkisráðherra sem sagðist ekki vilja svara drengjunum á þessum vettvangi. Aðspurður sagðist hann ekki hafa kynnt sér aðstæður þeirra sérstaklega en hann hafi fengið upplýsingar í gegnum Braga Guðbrandsson hjá Barnaverndarstofu og hjá fangelsismálayfirvöldum. „Mér er mjög umhugað um að ungt fólk sé
ekki sett í fangelsi. Sjálfur hef ég mjög miklar efasemdir um að lögsækja þá sem koma hingað til lands á fölskum skilríkjum, hugsanlega ung að aldri. Við erum hins vegar að horfa á hefðir sem við þurfum að taka allar til endurskoðunar,“ segir Ögmundur. „Það eru augljóslega brotalamir í kerfinu. Þessi mál sem núna eru aðkoma upp varðandi þessa ungu menn er tilefni til þess að herða á þeirri endurskðun sem fram fer í ráðuneytinu á því vinnulagi, reglugerðum og lögum sem að þessu lúta. Ég tek allar aðfinnslur og ásakanir um mannréttindabrot mjög
alvarlega og vil láta skoða það og lagfæra þær brotalamir sem eru á þessum málum. Þegar hafa verið stigin skref til að bæta stöðu hælisleitenda og flóttamanna en það er engan veginn nóg að gert og þetta er okkur tilefni til að herða á þesari vinnu.“ Spurður hvort honum þyki eðlilegt af lögreglunni á Suðurnesjum að halda 15 og 16 ára drengjum í gæsluvarðhaldi og fangelsi þvert á vilja baraverndaryfirvalda svarar hann: „Ég þekki
ekki það mál en það virðist tilefni til að skoða það. Ég mun óska eftir skýrslu um öll þessi mál frá öllum hlutaðeigandi yfirvöldum. Lögreglan hefur ákærandi vald og fer með það og starfar sjálfstætt en samkvæmt þeim lögum sem við setjum og við þurfum augljóslega að taka til endurskoðunar. Ég mun óska eftir skýrslum um þessi mál og vil brjóta þau til mergjar.“ -sda Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra
Við bjóðum betri stöðu Greiddu niður yfirdráttinn á aðeins 9,05% vöxtum
Þegar þú semur við Íslandsbanka um að greiða niður yfirdráttinn lækkum við vextina. Þannig lækkar vaxtakostnaður svo um munar. Þetta er einhver besti sparnaður sem völ er á. Dæmi: Ef þú greiðir 360.000 kr. yfirdrátt niður um 15 þúsund kr. á mánuði í 24 mánuði þá sparar þú 51.023 kr. í vaxtakostnað.* Þú færð nánari upplýsingar á islandsbanki.is og hjá ráðgjafa í þínu útibúi. *Miðað við að yfirdráttarvextir lækki úr 11,8% (Gullvild) í 9,05% (þrepalækkun) skv. vaxtatöflu 1. maí. Lægri vaxtaprósenta skilar 10.312 kr. lækkun og lækkandi yfirdráttur 40.711 kr. – samtals 51.023 kr.
Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000
Lægri vaxtakostnaður
12
fréttaviðtal
Helgin 11.-13. maí 2012
BYKO á tánum í samkeppninni Neytendur tóku opnun hjá Bauhaus fagnandi og hópuðust í þúsundum saman í hina nýju verslun um síðustu helgi. Hvernig ætlar BYKO, einn þriggja risa á byggingavörumarkaði, að bregðast við samkeppninni? Sigríður Dögg Auðunsdóttir spurði Guðmund H. Jónsson forstjóra út í það.
Móðurfélagið, Norvik, hefur þurft að hlaupa undir bagga svo BYKO geti staðið við skuldbindingar sínar.
Guðmundur H. Jónsson, forstjóri BYKO: Ég er sannfærður um að við eigum eftir að standa okkur vel í aukinni samkeppni á byggingavörumarkaði. Ljósmynd Hari
G
Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is
uðmundur H. Jónsson er þriðja kynslóð forstjóra í BYKO. Hann er sonur Jóns Helga sem kenndur er við fyrirtækið og alnafni afa síns sem stofnaði það fyrir hálfri öld. Guðmundur er staðráðinn í því að ná BYKO upp úr þeirri lægð sem fyrirtækið hefur verið í frá hruni. „Byggingavörumarkaðurinn var sá markaður sem fór hvað verst út úr hruninu,“ segir Guðmundur. „Við þurftum að fara í gagngera endurskoðun á rekstrinum og taka erfiðar ákvarðanir,“ segir hann. Erfiðasta ár BYKO var 2009 þegar sala á byggingavöru dróst saman um 70 prósent frá fyrra ári. Hápunktinum hafði verið náð á árunum 2007-8 þegar byggingabransinn var á suðupunkti. En svo kom hrun. „Eftir á að hyggja var náttúrulega ekki eðlilegt magn af byggingarvöru selt á þessu landi,“ segir Guðmundur. Ákveðið var að loka nýjustu og stærstu verslun BYKO, við hliðina á IKEA í Kauptúni og nauðsynlegt reyndist að segja upp fólki. Helmingi færra starfsfólk er nú í BYKO en þegar mest var. Vöruúrvalinu var einnig breytt þar sem kauphegðun landsmanna tók stakka-
GLÆSILEGUR VEISLUSALUR! Náttúruparadís í hjarta borgarinnar
Fundir og ráðstefnur
Veislusalurinn er vel tækjum búinn og er því tilvalinn fyrir hvers kyns ráðstefnur og fundi, stóra sem smáa. Í salnum er meðal annars hágæða hljóðkerfi, skjávarpi, flettitafla og púlt. Starfsfólk okkar veitir þér ráðgjöf varðandi veitingar og annað sem huga þarf að.
www.nautholl.is
www.facebook.com/nautholl
nautholl@nautholl.is
skiptum í kjölfar hruns og var dýrum vörum skipt út fyrir ódýrari.
Aukin samkeppni krefjandi
Og nú er Bauhaus komið. Hvernig tekur BYKO nýjum keppinauti? „Það er krefjandi að fá aukna samkeppni á markað. Við höfum fylgst með erlendum byggingavörumarkaði um langa hríð og í þeim rannsóknum höfum séð að verð á byggingavöru á Íslandi kemur vel út í samanburði. Þegar Bauhaus opnaði gerðum við strax verðkannanir á þúsundum vörunúmera sem staðfesti að BYKO er fyllilega samkeppnishæft. Það gladdi okkur og hvetur til dáða. Ég er sannfærður um að við eigum eftir að standa okkur vel í þeirri samkeppni,“ segir hann. Guðmundur segir að strax hafi verið brugðist við verði á ýmsum vöruflokkum hjá Bauhaus. Ýmist hafi verð verið lækkað niður fyrir það verð sem Bauhaus auglýsti eða sama verð boðið. „Í fjölda tilvikum þurftum við ekki að bregðast við þar sem okkar verð var lægra,“ segir Guðmundur. Hann segir ekkert nýtt vera að koma til landsins með tilkomu Bauhaus en gaman sé að fá nýja aðila til að bera sig saman við og ekki síst gaman að vita hve BYKO stendur sig vel í alþjóðlegum samanburði. Rekstur BYKO hefur verið þungur á undanförnum árum og móðurfélagið, Norvik, hefur þurft að hlaupa undir bagga svo BYKO geti staðið við skuldbindingar sínar. „Við höfum lifað hrunið af með blóðgjöf frá móðurfélaginu. Fyrir vikið hafa engir fjármunir verið afskrifaðir vegna rekstursins og við vonumst til þess að reksturinn á þessu ári náist upp að núllpunktinum og að afkoman á árinu 2013 muni á nýjan leik verða jákvæð. Það er ekki bara vor í lofti hvað árstíðirnar varðar heldur trúum við því að það sé vor í íslensku efnahagslífi. Við viljum taka þátt í því að þjóna bæði heimilum og atvinnulífi í nýrri sókn“. Guðmundur segir að helstu verðmæti fyrirtækisins liggi í starfsfólkinu. „Hér er fólk með gríðarlega langan starfsaldur enda erum við svo lánsöm að hér tíðkast lítil starfsmannavelta. Þekkingin hefur byggst upp innanhúss og mun skila okkur langt. Það er krefjandi og skemmtilegt að fá aukna samkeppni. Við bjóðum Bauhaus velkomið á markaðinn. Samkeppnin á bara eftir að hvetja okkur til dáða.“
Viðtökurnar komu ekki á óvart
sími 599 6660
BYKO hefur um nokkra hríð búið sig undir hina væntanlegu samkeppni við Bauhaus og tók til að mynda upp nýja verðstefnu um áramót. „Við drógum úr því að gefa afslátt og notuðum þá fjármuni til að lækka verð til allra en einnig hafa hagræðingaraðgerðir undanfarin misseri gert okkur þetta kleift. Það var þó ekki endilega vegna nýrrar samkeppni heldur samkeppni til
framtíðar,“ segir Guðmundur. Hann viðurkennir þó að sjálfsagt muni Bauhaus taka sinn skerf af kökunni. Verslun hafi þó ekki dregist saman eftir að Bauhaus tilkynnti um fyrirhugaða opnun þó svo að einhverjir hafi hugsanlega beðið með kaup. Guðmundur segir að viðtökur á opnunarhelgi Bauhaus hafi ekki komið honum á óvart. „Við höfum opnað búðir hér og fylgst með opnunum á stórum verslunum svo sem ELKO,“ bendir hann á en ELKO er í eigu Norvikur, móðurfélags BYKO. „Opnun ELKO leiddi til talsverðar lækkunar á verði á raftækjum um allt land. Ég er ekki að sjá að hið sama muni gerast á byggingavörumarkaði í kjölfar opnunar Bauhaus. Ég er sannfærður um það eftir að hafa fylgst með markaðnum erlendis í samanburði við verð á þeirri vöru sem við erum að bjóða,“ segir hann. Verðsamanburður BYKO leiddi að sögn Guðmundar í ljós að BYKO var í langflestum tilvikum með lægra verð en Bauhaus í svokallaðri kjarnabyggingavöru og þar sem það átti ekki við var verð lækkað. Hann segir starfsfólk BYKO vera á tánum í samkeppninni. „Við settum saman sérstakt teymi í fyrra til að fylgjast með verði á markaði. Við ætlum okkur að vera með lægra verð og vera hagstæðari kostur. BYKO býður upp á gríðarlegt vöruúrval með 40 þúsund vörunúmer og erum við í miklum tengslum við markaðinn og eigum gott að bregðast við þörfum hans. Það sem selst vel í Danmörku selst ekki endilega vel hér og öfugt.“
Byggingavörumarkaður að hjarna við
Aðspurður segir hann að timbursala BYKO sé grunnur að styrkleika fyrirtækisins og þar hafi BYKO ákveðið samkeppnisforskot. „Við höfum góð sambönd við erlenda aðila og kaupum langmest af okkar vörum beint af framleiðanda og fækkum þannig milliliðum eins og mögulegt er. Við höfum ákaflega góða tengingu inn í timburmarkaði í gegnum systurfyrirtæki okkar í Evrópu.“ Guðmundur segist bjartsýnn. „Ég held að hagkerfið muni smám saman taka við sér. Ekki í neinum stórum skrefum þó, en mér finnst ýmisleg benda til þess að hófleg aukning sé á byggingarvörumarkaðinum. Það veitir reyndar ekki af því hann hefur verið skelfilegur.“ Hann segir ýmsar vísbendingar benda í þá átt. „Það virðist vera orðinn skortur á ákveðinni tegund íbúða, minni og meðalstórum íbúðum í ódýrari kantinum, og mun það leiða til þess að verð mun hækka. Það er að aukast að menn séu að byrja á nýjum verkefnum. Það er mikilvægt að byggingamarkaðurinn komist af stað, hægt og rólega án þess að um bólumyndun verði að ræða. Það má vera hófleg aukning með eðlilegum hætti. Ég trúi því að það muni gerast þótt það gerist hægt.“
MULTI-FUNCTION 5100-34
Nánari upplýsingar
14
fréttaviðtal
Helgin 11.-13. maí 2012
Edda Pétursdóttir, Kristjana Skúladóttir og María Sophusdóttir kennarar í Melaskóla með krökkunum í frímínútum. Mynd/Hari
Edda Pétursdóttir, Kristjana Skúladóttir og María Sophusdóttir, kennarar í Melaskóla, telja viðhorf til náms skipta verulegu máli og því jafnvel haldið að drengjum að þeim eigi að leiðast í skóla. Þær spyrja hvort drengir mæti verr fyrir kallaðir í skóla að morgni; því þeir fara seinna að sofa á kvöldin en stúlkur, eyða minni tíma í lestur, útivist og heimanám en þeim mun meiri í tölvuna og sjónvarpsgláp.
Minni kröfur gerðar til drengja?
V
iðhorf. Þau skipta meginmáli. Hvers spyrðu barnið þitt þegar það kemur úr skólanum? Segirðu: Var gaman í skólanum í dag? Væri hugsanlega nær að spyrja hvað lærðir þú í skólanum í dag? Hvað gerðuð þið? Þrír grunnskólakennarar í Melaskóla, sem eru með áratuga reynslu, velta því fyrir sér hvort rétt sé að gera þá kröfu að allt sem gert er í skóla sé skemmtilegt? Skóli sé ekki skemmtigarður heldur menntastofnun; atvinna barnanna. Spurningin móti viðhorf þeirra. Edda Pétursdóttir, Kristjana Skúladóttir og María Sophusdóttir, kennarar í Melaskóla, gagnrýna spurningu í rannsókn Rannsóknar og greiningar þar sem krakkar í 5. til 7. bekk voru spurð: Eru skólaverkefnin skemmtileg? Niðurstaðan sýnir mikinn mun milli kynja; 47 prósent strákanna sögðust aldrei, næstum aldrei eða sjaldan þykja gaman að verkefnunum. Stúlkur í sömu stöðu voru 22 af hundraði.
Ekki leiðinlegt heldur erfitt?
Þær Edda, Kristjana og María segja þessar niðurstöðurnar valda þeim áhyggjum en velta því þó fyrir sér hvort drengir svari heldur að þeim finnist leiðinlegt, þar sem búið sé að innprenta í þá að þeim eigi að finnast leiðinlegt í skólanum. María segir: „Ég velti því fyrir mér hvort niðurstöðan yrði önnur ef þeir hefðu verið beðnir um að greina hvað er svona leiðinlegt.“ Þær hafa áhyggjur af því að svona kann-
Weberfloor 4150 flotefni 4-30mm
anir ýti undir þá hugmynd meðal drengja að skólinn sé ekki fyrir þá. Þær vísa í könnun menntasviðs, nú Skóla- og frístundasviðs, þar sem ráðist var gegn þeirri skoðun að grunnskólar henti ekki þörfum drengja og taka undir að með því að koma slíku viðhorfi á framfæri fái þeir í hendurnar afsökun fyrir því að reyna ekki á getu sína. Hugmyndin varpar allri ábyrgð af drengjunum og getur jafnvel gert þeim sem eiga við námserfiðleika etja erfitt um vik, því þeir fái ekki þann stuðning sem að þeir hafa raunverulega þörf fyrir. „Þess vegna tölum við um mikilvægi viðhorfa til grunnskólans,“ segir Edda. Edda segir að könnunin svari því ekki hvað sé svona rosalega leiðinlegt. „Er leiðinlegt að reyna á sig? Verður þá kannski uppgjöf og þá finnst krökkunum strax orðið leiðinlegt? Við reynum að ýta krökkunum áfram í þroska og menntunarstigi. Við vitum af reynslu okkar og að um leið og börn upplifa fyrirstöðu og þau þurfa að reyna aðeins meira á sig heyrist: Ó, þetta er svo leiðinlegt.“ Því megi spyrja sig hvort þeir túlki það sem sé erfitt sem leiðinlegt.
Strákar með minni ábyrgð
Þær vísa í könnun sem gerð var innan Melaskóla árið 2006 í árgöngum 4. og 5. bekkjar. „Það mældist enginn munur milli kynja á því hvað þeim fannst skemmtilegt og hvað leiðinlegt. Hins vegar þegar við spurðum hvað þau gerðu utan skóla kom í ljós að strákarnir
Weberfloor 4160 Hraðþornandi flotefni 2-30mm
sögðust fara seinna að sofa. Þeir eyddu minni tíma í lestur, útivist og heimanám en miklu meiri tíma í tölvunotkun, sjónvarpsáhorf. Já, og svo höfðu þeir minni ábyrgð heimavið. Það var mjög mikill munur milli kynja, sérstaklega í fimmta bekk.“ Edda segir einnig að spyrja verði hvort aðstæður heima fyrir geri það að verkum að þeim finnst erfitt og leiðinlegt. „Hver er staðan á þeim þegar þeir koma inn í skólann klukkan hálf níu á morgnana? Börnin þurfa að hafa fengið nægan svefn og staðgóðan morgunverð til þess að vera tilbúin að takast á við verkefnin. Þetta er allt svo mikið samspil.“ María segir að það sé ekki langt síðan stelpur þurftu að reyna meira á sig til þess að komast áfram. „Þess vegna held ég að það sé almennt meira ýtt á eftir þeim í skólanum en strákum. Þegar foreldrar koma heyrir maður oft drengi afsakaða með því að þetta séu nú bara strákar og að líta verði til þess. Ef eitthvað kemur uppá hjá stelpu, er heldur sagt að hún verði að bæta sig. Það hef ég fundið,“ segir hún og vísar til þess tíma þegar hún var umsjónakennari. Nú kennir hún fjölda bekkja náttúrufræði.
Vandinn talinn vera strákapör
María vísar í atvik þar sem drengur greip tómatsósu í matsal og úðaði yfir svæðið. Viðbrögð föðursins þegar honum var greint frá atvikinu voru að spyrja: Hvaða strákur hefur ekki gert svona strákapör? „Þá veltir maður
Weberfloor 4310 Trefjastyrkt flotefni 5-50mm
Weberfloor 4630 Durolit iðnaðar & útiflot
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is
fyrir sér: Hvert hefði viðhorfið verið ef þetta hefði verið stelpa. Ég er alveg viss um að það hefði verið annað.“ Kristjana tekur undir og segir: „Minnihluti drengja eru latari við námið en aðrir. Það er alveg sama hvers konar vinna það er. Þeir nenna þessu ekki – af því að þeir þurfa að fylgja einhverskonar fyrirmælum. Það er það sem þeir vilja ekki gera.“ Spurðar hvort þessi hluti drengja sé agalaus, svarar Edda. „Nei, frekar ábyrgðarlaus.“ Þær fagna að kynin komi álíka út í könnunum þegar horft sé til líðan þeirra í skólum. Krökkum líði almennt vel. „Þá höfum við náð því takmarki sem er í aðalnámskrá að öllum eigi að líða vel í skólanum. Það má kannski segja að ef við erum á góðri leið þar, þá erum við að gera rétt.“ Spurðar hvort þeim finnist þá því haldið að drengjum að skólinn sé ekki fyrir þá, svara þær: „Við veltum þessu svolítið fyrir okkur. Kennarar almennt eru með það á hreinu að það þarf fjölbreytt verkefni og fjölbreytt vinnubrögð svo höfða megi til allra.“ Kristjana á síðasta orðið: „Það er okkar að fá þau til þess að læra, að þau verði einhvers vísari. Það er helsta markmiðið.“
Dekaplan 230 Deka Acryl
Hágæða flotefni í Múrbúðinni
Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum
– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
i ð! !MMúúr rbbúúðði n i nsseel u l ur raal l al ar rvvöör ruur rssí n í naar ráál ál ággmmaar rkkssvveer rðði if fyyr ri ri raal l al a, ,aal l tl taaf f. .GGeer ri ð i ðvveer rðð- -ooggggææððaassaammaannbbuur rðð! ! NNeeyyt teenndduur raat thhuuggi ð
16
úttekt
Helgin 11.-13. maí 2012
P
ersónuníð, ómálefnaleg umræða og átakagaspur hefur færst í aukana í stjórnmálaumræðu á Íslandi síðastliðin 20 ár en átakahefðina má rekja langt aftur, líkt og fram kom í máli sérfræðinga sem rætt var við í úttekt Fréttatímans sem birtist í síðustu viku. Eitt af því sem einkennir umræðuna er tilhneiging til að mála hlutina með einföldum táknum, að sögn Ólafs Þ. Harðarsonar stjórnmálaprófessors. Ekki er rætt málefnalega um leiðir heldur dregin upp sú mynd að ýmist sé um himnaríki eða helvíti að ræða. Vilhjálmur Árnason heimspekiprófessor sagði kappræðu og klækjaumræðu
Og hingað er ég komin [á Alþingi], 10. þingmaður Suðurlands og mér líður eins og ég sé um borð í Titanic sem sé um það bil að sökkva og ég sé að hlusta á fiðluleikarana sem spiluðu fram í rauðan dauðann.
Herbergi fullt af
bavíönum Margrét Tryggvadóttir vakti athygli í vikunni þegar hún líkti samstarfsfólki sínu á Alþingi við bavíana. Slík ummæli eru ekki einsdæmi því íslensk stjórnmál eru í eðli sínu átakastjórnmál; stóryrði eru hvergi spöruð á kostnað málefnalegrar og hófstilltrar umræðu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir rifjaði upp ummæli þingmanna á hinu háa Alþingi sem lýsa ekki sérstaklega málefnalegri umræðu.
Þetta var endaslepp framsöguræða, sú snubbóttasta sem ég hef heyrt í nokkru máli. Ég hef það enda á tilfinningunni að formaður nefndarinnar hafi alls enga tilfinningu fyrir þessu máli og engan eldmóð, eins og þetta er uppsett. Málið er nefnilega komið alla leið út í skurð.
Margrét Tryggvadóttir, Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Hreyfing- þingmaður Framunnar. sóknarflokksins.
Yfirgangur með „Það að formaður Sjálffullri aðild að Evrópusamstæðisflokksins, sjálfur bandinu mundi ekki vagga vafninga-Bjarni eins og hann er Íslandi á eðlilegan hátt almennt kallaður, skuli leyfa sér inn í framtíðina, mundi að kasta rýrð á þingmenn vegna ekki vagga sjálfstæðri þess að þeir styðja hér þingmál íslenskri þjóð, er náttúrlega hneisa, en er Það er ekki heldur gera kannski ekkert óeðlilegt miðað gæfulegt, frú forseti, okkur að litlu við það umhverfi sem hann kemur að bóndinn á bænum umsvifalandi úr og þá tugi ef ekki hundruð sé svo blindaður af í ríki sem er milljarða sem hafa hatri á fyrri búráðstjórnað af ristapast á aðkomu endum að hann Frú forseti. Það unum í Evrópu. hans og samkrulli sjáist ekki fyrir og er með ólíkindum að sem stjórnmálareyti matjurtirnar horfa upp á þá kúgun manns við viðskiptaupp með arfanum. sem hér á sér stað. líf í landinu.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar
Birgitta Jónsdóttir, Unnur Brá Konráðsþingmaður Hreyfingar- dóttir, þingmaður innar. Sjálfstæðisflokksins.
ríkjandi í stjórnmálamenningunni á Íslandi. „Í stað þess að taka hinn málefnalega punkt er farið inn í huga eða bakgrunn andstæðingsins og mál hans rakið til einhverra annarlegra áhrifa eða hagsmuna,“ sagði Vilhjálmur. Hann bendir á að þessi umræðuháttur klækjaumræðunnar sé hvergi jafnríkjandi og í stjórnmálum og er líklega ein meginástæða þess að stjórnmálin eru rúin trausti. „Í samfélagi þar sem æ fleiri svið eru lögð undir mælikvarða fagmennsku og skynsamlegrar umfjöllunar, sitja síkarpandi stjórnmálamenn eftir eins og nátttröll.“
En Samfylkingin er eins og gamall afturhaldskommatittsflokkur og ætlar sér aldrei að verða stór Ég hlýt að líta svo á og getur og það skal þá standa þess vegna að Davíð Oddsson sé ekki stutt slík gunga og drusla verðugt að hann þori ekki verkefni að koma hér og eiga eins og orðastað við mig. þetta.
Árni Johnsen, Steingrímur J. Sigfúsþingmaður Sjálfstæðis- son formaður Vinstriflokksins. grænna.
Davíð Oddsson, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ég hélt satt að segja ekki, og vona að mér fyrirgefist að ég segi það, að svona skítlegt eðli væri inni í hæstvirtum forsætisráðherra [Davíð Oddssyni] en það kom greinilega hér fram. (Gripið fram í: Hvað sagði ræðumaður?) Ég sagði: svona skítlegt eðli.
Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi formaður Alþýðubandal.
rins
naða Ávöxtur má
ÍSLENSKT KJÖT
aVOcadO hass fULLþROsKað, 2 í pK.
Við gerum meira fyrir þig
489 KR./pK.
15%
349
Ú I
2889
279
KJÖTBORÐ
afsláttur
JÖKLaBRaUð
399
KR./sTK.
KRYDDAÐ ALI! AÐ EIGIN V
ÍSLENSKT KJÖT
Nýtt! daLa aUðUR hVíTMyGLUOsTUR, 170 G
15%
413
20%
100% AKjöt! NAut
KJÖTBORÐ
F
fERsKiR í fisKi
UnGnaUTahaMBORGaRaVEisLa!
90 G 149 KR./sTK. 120 G 198 KR./sTK. 200 G 298 KR./sTK.
R
TB KJÖ ORÐ
B
BEsTiR í KJÖTi Ú
K B OR Ð I FIS
KR./KG
ISKBORÐ
20% daLa fETaOsTUR í KRyddOLíU, 325 G
KR./sTK.
381 476
ÓðaLs TindUR, 330 G
538 GUnnaRs haMBORGaRasÓsa, 400 ML
379 KR./sTK.
MaaRUd snaKK, M/saLTi OG M/papRiKU
afsláttur
VEisLa EfTiRRÉTTiR, 3 TEGUndiR
Nýtt!
KR./sTK.
I
2068
RF
I
LaxasTEiK GLJáð M/ManGÓ OG chiLi
Ú
ÍSLENSKT KJÖT
Ú
Ú
Ú
I
KR./KG
I
R
1698
4198
BEsTiR í KJÖTi
KJÖTBORÐ
I
1358
B
Ú
Ú
KR./KG
TB KJÖ ORÐ
R
BEsTiR í KJÖTi
R
I
B
GRísahnaKKi
KJÖTBORÐ
TB KJÖ ORÐ
I
3568
R
KR./sTK.
afsláttur
R
afsláttur
UnGnaUTapipaRsTEiK
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
Úrval, gæði og þjónusta í Nóatúni
KR./KG
3498
ÍSLENSKT KJÖT
268
B
BEsTiR í KJÖTi
LaMBapRiME
30%
TB KJÖ ORÐ
Ú
BAKAÐ ÐNum! Á stA
R
I
afsláttur
KR./KG
R
ROyaL GaLa EpLi
559 KR./pK.
KR./sTK.
Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt
18
viðtal
Helgin 11.-13. maí 2012
&
Manuela Anna Lilja hanna fáguð en töff föt
Manuela og Anna Mjöll vinna náið saman að hönnun fatanna í línunni sem kennd er við þær, Malla Johansen, og skemmta sér konunglega þótt álagið sé mikið. Ljósmynd/Helgi Ómarsson
Síðustu misseri hafa verið annasöm hjá vinkonunum Manuelu Ósk Harðardóttur og Önnu Lilju Johansen en þær hafa unnið náið saman við fatahönnun og þróun tískulínu undir vörumerkinu Malla Johansen. Árangur erfiðisins verður gerður lýðum ljós á laugardaginn þegar þær kynna fatalínu sína á Hótel Borg um leið og þær opna vefverslun á slóðinni mallajohansen.com. Þórarinn Þórarinsson fékk að trufla stelpurnar þar sem þær voru í óða önn við að undirbúa sýninguna. Eldhressar á vinnustofunni þrátt fyrir að dagarnir hafi verið langir undanfarið og næturnar stuttar.
...endilega fáið ykkur
11-0568 / HVÍTA HÚSIÐ / SÍA
...hvert er þitt eftirlæti?
M
anuela og Anna Lilja hafa verið góðar vinkonur í áratug og segjast eiga ákaflega auðvelt með að vinna saman og þótt í mörg horn sé að líta kemur ágreiningur sjaldan upp og þær leysa hann þá hratt og ljúflega. „Við þekkjum hvor aðra svo vel að við vitum oftast hvað hin er að hugsa og þurfum oft ekki einu sinni að skiptast á orðum til þess,“ segir Anna Lilja. „Gott dæmi um þetta er þegar við förum á stórar efnasýningar úti í löndum. Þá förum við í sitthvora áttina að skoða efni og þegar við hittumst aftur með prufur þá erum við oftast með nákvæmlega sömu efnin.“ Anna Lilja byrjaði að huga að fatahönnun 2009 og stofnaði þá þegar fyrirtæki utan um verkefnið með annarri vinkonu sinni. „Hún fór fljótlega að sinna öðru en ég hélt áfram að þróa vörumerkið og hugmyndirnar. Manuela kom síðan inn í þetta aðeins síðar eða í lok árs 2010. Hún bjó þá á Bretlandi þannig að við flugum mikið á milli landa. Ég fór út til hennar og hún kom hingað. Þess á milli lágum við á Skype og töluðum um hvernig við vildum haga hlutum.“
Mikil en skemmtileg vinna
www.ms.is
Stelpurnar sinna öllum þáttum fyrirtækisins. Þær velja efni, mynstur og hanna flíkurnar en eiga þó orku og tíma aflögu til þess að sinna fleiru en sköpunarvinnunni. „Við erum allt í öllu og þetta er svolítið eins og að vera hönnuður, framleiðslustjóri, markaðsstjóri, bókari, almannateng-
ill og allt annað sem þarf til þess að láta svona fyrirtæki ganga,“ segir Anna Lilja og bætir við að í praktíska hlutanum njóti hún þess að vera menntaður viðskiptafræðingur. Og vart þarf að fjölyrða um þekkingu og skynbragð Manuelu á fötum og öllum helstu straumum og stefnum í tískuheiminum. „Manuela hefur ótrúlega þekkingu á þessu og frábæran smekk enda hefur hún verið áskrifandi að Vouge frá því hún var fjórtán ára,“ segir Anna Lilja og hlær. Manuela þrætir ekki fyrir að hún sé á heimavelli þegar tíska er annars vegar og þeir sem fylgst hafa með tískubloggi hennar á www.manuelaosk.com vita að hún veit hvað hún syngur í þessum efnum. „Það er auðvitað alveg frábært að fá að vinna við helsta áhugamál sitt og ekki spillir fyrir að fá að gera það með bestu vinkonu sinni,“ segir Manuela og brosir til Önnu Lilju. „Þótt það sé endalaust mikið að gera finnst okkur við eiginlega ekkert vera að mæta í vinnuna þegar við komum hingað á morgnana vegna þess að þetta er svo skemmtilegt.“ Anna Lilja og Manuela eru báðar fjölskyldukonur og þær segjast ekki hafa getað gert þetta nema með dyggum stuðningi maka og nánustu ættingja. „Þetta hefur verið stíf törn,“ segir Anna Lilja, „En við getum þetta vegna þess að við eigum góðar mömmur sem hjálpa okkur í gegnum erfiðasta tímann...“ „...og ömmur,“ grípur Manuela inn í. „Svo skiptir miklu að eiga góðan mann,“ botnar Anna Lilja. Manuela flutti aftur til Íslands fyrir
Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is skömmu og fer ekki leynt með ánægjuna með að vera komin heim. „Þetta er frábært og ég er mjög hamingjusöm hérna og nýt lífsins með börnunum mínum.“ Og Anna Lilja er ekki síður ánægð. „Það er yndislegt að vera búin að fá hana heim.“
Fágað en töff
Anna Lilja býr með Vilhjálmi Hans Vilhjálmssyni, lögmanni, og hann lætur ekki sitt eftir liggja. „Villi er að sjálfsögðu lögmaður MALL A JOHANSEN og er okkur alltaf innan handar.“ Vilhjálmur er annálað snyrtimenni og hefur í gegnum árin fest sig í sessi sem einn best klæddi karlmaður landsins þannig að það er ekki í kot vísað hjá lögmanninum þegar tískan er annars vegar. „Villi er auðvitað mikill smekkmaður og það er alveg óhætt að segja að hann sé okkar harðasti gagnrýnandi enda hefur hann miklar skoðanir á þessu,“ segir Anna Lilja. Stelpurnar ætla að einbeita sér að kvenfatalínu til þess að byrja með en útiloka ekki að þær muni víkka sviðið þegar fram líða stundir. „Við erum með kápur, jakka, toppa, buxur og pils,“ segir Manuela. „Og leggjum áherslu á að flíkurnar séu vel unnar og í hæsta gæðaflokki. Við notum mest leður, silki og ull.“ „Við leitumst eftir að hanna fágaða línu með vott af töffaraskap og þar
kemur leðrið inn,“ bætir Anna Lilja við.
Metnaður og gæði
Anna Lilja segir að þær spari hvergi við sig þegar kemur að gæðum hráefnisins. „Við kaupum aðeins bestu fáanleg efni sem völ er á frá Ítalíu og notum til að mynda sömu efni og Max Mara og Salvatore Ferragamo. Við höfum náð samningum við ítalskar hágæða verksmiðjur um að framleiða flíkurnar. Þær framleiða meðal annars fyrir Thakoon og Oscar de la Renta en fyrstu flíkurnar létum við sauma hér heima þar sem það auðveldar okkur þróun og allar breytingar. Við höfum fengið mikla hjálp og góð ráð frá fagfólki og erum mjög þakklátar fyrir það. Til þess að ná fram þeim gæðum sem við sækjumst eftir höfum við keypt þá þekkingu sem við höfum ekki. Það er ofsalega margt gott fólk í þessum iðnaði sem hefur lagt okkur lið og hjálpað okkur í gegnum ýmsar hindranir og við erum stoltar af árangrinum. Við erum mjög meðvitaðar um að við erum ekki lærðar í faginu en viljum bæta það upp með metnaði og áherslu á gæði bæði í efnum og vinnslu og það höfum við gert.“
Draumurinn rætist
Anna Lilja bætir við að þegar hún fór fyrst af stað með verkefnið hafi hún ekki gert sér neina grein fyrir því hversu mikil og flókin vinna liggur að baki því að hanna og markaðssetja föt. Ég vanmat það algerlega en þetta hefur verið erfiðisins virði.“ Stelpurnar munu svo sjá drauminn verða að veruleika á laugardaginn þegar þær kynna fatalínuna á Hótel Borg en samkvæmt kúnstarinnar reglum ætla þær að vera með tvær fatalínur á ári þannig að þótt fyrsta uppskera vinnunnar sé í sjónmáli þá heldur hasarinn áfram. „Þetta er bara rétt að byrja,“ segir Manuela brosandi og í augum hennar skín eftirvænting eftir frekari hugmyndavinnu og öllu því sem er óunnið fyrir næstu línu. Anna Lilja og Manuela hafa fengið fyrirsætuna Tinnu Bergs til þess að vera andlit MALLA JOHANSEN og hún ætlar að opna tískusýninguna á laugardaginn. „Tinna er komin til landsins sérstaklega fyrir þetta og það er auðvitað alveg frábært að hafa fengið hana með okkur,“ segir Anna Lilja en Tinna hefur meðal annars sýnt fyrir Vivienne Westwood. Stelpurnar opna einnig vefverslun sína, www.mallajohansen.com, á laugardaginn og Anna Lilja segir að til að byrja með muni þær leggja mesta áherslu á að selja fötin á vefnum. „Það væri svo vissulega mjög gaman að koma merkinu í verslanir,“ segir hún og bætir aðspurð við að þær útiloki ekki sókn á erlenda markaði síðar en til að byrja með ætli þær að einbeita sér að Íslandi.
Gæða-heimilistæki í 80 ár Þvottavél
WM 14A163DN Einstaklega góð kaup. Tekur mest 5,5 kg, vindur upp í 1400 sn./mín. Orkuflokkur A+. Íslenskt stjórnborð.
Tilboðsverð: 89.900 kr. stgr.
Uppþvottavél
SE 45E234SK Hvít, 12 manna. Fimm kerfi. Hljóð: 48 dB (re 1 pW).
Tilboðsverð: 99.900 kr. stgr.
(fullt verð: 119.900 kr.)
(fullt verð: 114.900 kr.)
Smith & Norland hefur útvegað Íslendingum útveg gæða gæða-heimilistæki í 80 ár. Við seljum vandaðar vörur og kunnum okkar fag. Skiptið við traust og rótgróið fyrirtæki. Verið ávallt velkomin í verslun okkar, því að sjón er sögu ríkari. Umboðsmenn um land allt.
Þvottavél
WM 14E262DN Tekur mest 6 kg, vindur upp í 1400 sn./mín. Orkuflokkur A+. Mjög stutt kerfi (15 mín.). Íslenskt stjórnborð og leiðarvísir.
Tilboðsverð: 119.900 kr. stgr.
(fullt verð: 149.900 kr.)
Þvottavél
WM 14S464DN Tekur mest 8 kg, vindur upp í 1400 sn./mín. Orkuflokkur A+++. iQdrive: Kolalaus, hljóðlátur og sparneytinn mótor. Mjög stutt kerfi (15 mín.). Íslenskt stjórnborð og leiðarvísir.
Tilboðsverð: 163.900 kr. stgr.
Uppþvottavélar SN 45M205SK (hvít) SN 45M505SK (stál) Glæsilegar 13 manna uppþvottavélar. Fimm kerfi. Sérlega hljóðlátar: 44 dB (re 1 pW). Tímastytting þvottakerfa („varioSpeed“). Íslenskur leiðarvísir.
Tilboðsverð: 139.900 kr. stgr. (hvít) (fullt verð: 169.900 kr.)
Ryksuga
VS 06G2001 Kröftug 2000 W ryksuga með 4 lítra slitsterkum poka. Vinnuradíus 10 metrar.
Tilboðsverð: 23.900 kr. stgr.
(fullt verð: 28.900 kr.)
Tilboðsverð: 159.900 kr. stgr. (stál) (fullt verð: 189.900 kr.)
(fullt verð: 199.900 kr.)
Þurrkari
WT 46E364DN Góður þurrkari sem tekur mest 7 kg. Skjár sem sýnir afgangstíma. Íslenskt stjórnborð og leiðarvísir.
Ryksuga
VS Z3XTRM12 Mjög kraftmikil 1800 W ryksuga með „Compressor“-tækni. Skilar hámarks-sogkrafti með lágmarks-orkunotkun. 4 lítra slitsterkur poki. Vinnuradíus 10 metrar.
Tilboðsverð: 129.900 kr. stgr.
(fullt verð: 159.900 kr.)
Þurrkari
WT 46E305DN Glæsilegur þurrkari sem tekur mest 8 kg. Sérkerfi: Ull 6 mín., blandaður þvottur, útifatnaður, heitt 20 mín. og 40 mín. hraðkerfi. Íslenskt stjórnborð og leiðarvísir.
Tilboðsverð: 139.900 kr. stgr.
(fullt verð: 169.900 kr.)
(fullt verð: 37.900 kr.)
Ariel þvottaefni og Lenor mýkingarefni fylgja með öllum Siemens þvottavélum.
Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is
Smellinn
bmvalla.is
Forsteyptar einingalausnir frá BM Vallá
Helstu kostir SMELLINN húseininga: Styttri byggingartími Steypt við bestu aðstæður Yfirborð frágengið Gott einangrunargildi Minni fjármagnskostnaður
Smellinn einingahús eru traustur og fljótlegur kostur fyrir fólk í framkvæmdahug. Húsin eru steypt við bestu mögulegu aðstæður, reist og tilbúin á stuttum tíma og hafa í för með sér lægri fjármagnskostnað.
Frábær byggingakostur BM Vallá ehf. Breiðhöfða 3 110 Reykjavík Sími: 412 5050 Fax: 412 5001 sala@bmvalla.is
„Forsteyptar einingar gefa frelsi í hönnun og ég get verið viss um gæði steypunnar. Þess vegna vel ég forsteyptar einingar í margar af byggingunum sem ég hanna.“ Einar Ólafsson verðlaunaarkitekt hefur fjölbreytta reynslu af hönnun einingahúsa.
PIPAR\TBWA · SÍA · 111332
Einingahúsin henta vel sem einbýlishús, orlofshús, hesthús, skrifstofur, gistihús ... möguleikarnir eru óendanlegir.
Tilboðsverð: 29.900 kr. stgr.
20
viðtal
Örn Þorvarðar son hefur keypt inn myndir fyrir kvikmynda hús og mynd bandaleigur, rekið kaffihús, er með meist aragráðu í stjórnun heil brigðisþjónustu og opnar nú nýtt bókaforlag. Hann segist alltaf hafa verið óhræddur við að reyna eitthvað nýtt. Örn sagði Önnu Kristine sögu sína.
Helgin 11.-13. maí 2012
„Þeir fiska sem róa“
Anna Kristine
Kannski lýsir konan mín þessu best; ég er í tvíburamerkinu og held merki þess uppi með að geta verið eins og tvær persónur, önnur hlédræg og róleg en hin sem verður alltaf að hafa eitthvað að gera og þrífst best og skipuleggur sig best undir álagi.
ritstjorn@frettatiminn.is
Þ
egar Örn Þorvarðarson var lítill pjakkur byrjaði hann að vinna í Stjörnubíói. Einn stofnenda Stjörnubíós var afi hans, Hjalti Lýðsson, sem var framsýnn maður og opnaði bíóhúsið árið 1949. Örn fékk að vinna við að selja gosdrykki og sælgæti þar, þótt hann næði varla upp á afgreiðsluborðið. Frá þeim tíma hefur Örn fengist við ýmislegt, er menntaður í stjórnun heilbrigðismála en vendir nú sínu kvæði hressilega í kross því hann hóf bókaútgáfu nýverið. „Það má segja að ég hafi alist upp við fyrirtækjarekstur. Hjalti, afi minn, keypti meðeigendur sína út úr rekstrinum stuttu eftir að bíóið tók til starfa, en hann rak einnig kjötverslanir og reykhús í Reykjavík, Kjötverslun Hjalta Lýðssonar. Faðir minn byrjaði að vinna í Stjörnubíói 1953 og fór fljótlega að aðstoða afa við reksturinn og tók síðan við stöðu forstjóra þegar afi hafði ekki lengur heilsu til að sinna rekstrinum. Síðar sinnti ég öðrum störfum innan fyrirtækisins eftir að ég komst á unglingsár. Faðir minn var þá forstjóri Stjörnubíós, og þegar hann lét af störfum árið
1983 stofnuðum við saman fyrirtæki sem stóð að sölu og dreifingu myndbanda á myndbandaleigur. Í þeim rekstri vorum við saman til árins 1995.“
Rekstur fyrirtækja hjónunum í blóð borinn
Það má kannski segja að með stofnun bókaforlagsins sé Örn að halda upp á fimmtugsafmæli sitt.
Kastað til bata Umsóknarfrestur til 21. maí
Kastað til bata er samstarfsverkefni Krabbameinsfélags Íslands, Samhjálpar kvenna, og styrktaraðila. • Konum sem lokið hafa meðferð við brjósta krabbameini er boðið til veiðiferðar. • Farið verður í tveggja daga ferð 13.- 14. júní í Sogið og Úlffljótsvatn. Gist verður að Hótel Hengli. • Einstakt tækifæri til að æfa fluguveiði undir handleiðslu æfðra fluguveiðikennara. • Efla þrótt í fallegri náttúru, njóta kyrrðar, útiveru og hvíldar. • Síðast en ekki síst að kynnast konum sem gengið hafa í gegnum svipaða reynslu. „Þetta var sannkallað ævintýri frá upphafi til enda. Skipulagið var frábært, maturinn hollur og góður og leiðsögumennirnar voru stórkostlegir og allur aðbúnaður til fyrirmyndar. Frábær hreyfing fyrir „brjóstakonur“ og dásamleg samvera í fallegu umhverfi“. Þátttakandi i Kastað til bata
Fjórtán konur fá tækifæri á að fara í þessa ferð sér að kostnaðarlausu fyrir utan ferðakostnað. Umsóknarfrestur er til og með 21. maí. Allar nánari upplýsingar um umsóknarferlið eru á www.krabb.is, hjá asdisk@krabb.is eða í síma 540 1900.
Það má kannski segja að með stofnun bókaforlagsins sé Örn að halda upp á fimmtugsafmæli sitt en hann verður fimmtugur í júní. Hann er kvæntur Karitas Kristínu Ólafsdóttur, sem er menntaður sjúkraliði og hefur starfað við þá iðn í yfir tuttugu ár og mun reka bókaútgáfuna með honum. Saman eiga þau dæturnar Maríu Lovísu, 14 ára og Örnu Kristínu sem er átta ára. Fyrir átti Karitas einn son, Ólaf Davíð, 27 ára. „Afi Karitas, Hagbarður Karlsson, var annar stofnanda Sælgætisverksmiðjunnar Opal og starfaði þar allt til dauðadags. Faðir hennar var skókaupmaður, rak fyrst skóverslun á Hrísateig og síðan opnaði hann skóverslun í Glæsibæ fljótlega eftir að verslunarmiðstöðin opnaði. Þannig að segja má að okkur báðum sé rekstur í blóð borinn.“ Í ljósi þess að fyrsta bókin sem þið gáfuð út, Talent for lykke, Lukkunnar Pamfíll, örsögur eftir Ari Behn, sem þú sagðir mér að væri líka þekktur í Noregi sem eiginmaður norsku prinsessunnar, hefðirðu nú bara átt að segja honum að eldri dóttirin heiti Marta Lovísa, eins og konan hans. „Já, þú segir nokkuð,“ svarar hann hlæjandi. „En ég held mig nú alltaf við sannleikann.“
Kaffihúsaeigandi í nokkur ár
Árið 1996 stofnaði Örn kaffihúsið Kaffi Puccini ásamt foreldrum sínum og bróður. Það var þar sem ég hitti Örn fyrst, afskaplega ljúfan og þægilegan mann sem virtist búa á vinnustaðnum. Hann var alltaf við, hvenær sem komið var til að fá sér dýrindis kaffi og meðlæti. Kaffihúsið naut mikilla vinsælda, þar sem meðal annars voru haldin djass- og blúskvöld með þekktum íslenskum tónlistarmönnum: „Árið 1997 opnuðum við einnig kaffihús undir sama nafni í Fredrikstad í Noregi. Ég var í þessum rekstri fram til vorsins 2001. Hugmyndina að rekstri kaffihúss fékk ég þegar ég var staddur í Orlando í Florída ásamt eiginkonu minni og tengdaforeldrum. Þá fórum við inn á lítið og snoturt kaffihús sem rekið var af kaffifyrirtækinu Barnies Coffee & Tea Company, sem einnig var með eigin innflutning á kaffi. Eftir að ég kom heim fékk ég þá hugmynd að hafa samband við eiganda þessa bandaríska kaffifyrirtækis til að spyrjast fyrir um samstarf og opnun á kaffihúsi og verslun á Íslandi sem hefði þessa vöru á boðstólum. Skemmst er frá því að segja að eigandinn var mjög jákvæður fyrir samstarfi og í kjölfarið hófum við leit að húsnæði undir reksturinn hér heima og keyptum lítið hús við Vitastíg sem við breyttum í lítið og snoturt kaffhús. Á þessum tíma var ég einnig í fullu starfi hjá Umferðarráði, en þar starfaði ég sem umsjónarmaður slysaskráningar frá 1. janúar 1991 til 30. september 2002.“
Skrifstofustjóri læknaráðs LSH
Og enn urðu breytingar í starfi hjá Erni: „Já, í byrjun ágúst 2005 hóf ég störf sem skrifstofustjóri læknaráðs LSH og hef starfað þar síðan. Þetta er mjög áhugavert starf og þar hefur mér gefist gott tækifæri til að kynnast því hvernig heilbrigðisþjónustan í landinu er uppbyggð og hvernig hún starfar. Í janúar 2008 hóf ég meistaranám í stjórnun heilbrigðisþjónustu við Háskólann á Bifröst og lauk því í september 2009. Óhætt er að segja að sá áhugi minn, sem kviknaði á heilbrigðsmálum í starfi mínu sem skrifstofustjóri læknaráðs, hafi átt sinn þátt í því að ég
fór í þetta nám. Ég lauk B.A.-námi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í október 1988 fann á þessum tíma fyrir auknum áhuga á því að fara í frekara nám þannig að það ýtti einnig undir ákvörðun mína að hefja meistaranám í stjórnun heilbrigðisþjónustu í janúar 2008. Meistaraverkefni mitt fjallaði um samanburð á fjárveitingum til heilbrigðis- og menntamála árin 2000 til 2008 og samanburð á fjárveitingum til LSH og HÍ á sama tíma (sem eru stærstu stofnanir innan þessarra tveggja meginstoða samfélags okkar). Við námið á Bifröst kviknaði síðan áhugi minn á því að vinna að frekari rannsóknum á íslenska heilbrigðiskerfinu. Því varð úr að ég bjó til verkefnalýsingu fyrir doktorsnám í stjórnmálafræði og sótti um aðgang að doktorsnámi við stjórnmálafræðideild Háskólans í Osló og fékk inngöngu þar 1. júlí 2010. Doktorsverkefnið fjallar um samanburð á fjárveitingum til heilbrigðismála á Íslandi og í Noregi tímabilið 2000 til 2012 og hvernig alvarleg efnahagskreppa á Íslandi hefur áhrif á pólitíska stefnumótun í fjárveitingum til heilbrigðismála.“
„Ég er kannski að launa Norðmönnum allt það góða sem amma veitti mér.“
Hvaða lærdóm dróstu að þessum samanburði? „Það má læra margt af Norðmönnun. Ég hef alltaf borið hlýhug til Noregs og Norðmanna og á þar vini og ættingja. Amma mín, Elvíra Lýðsson, var norsk, fædd í Fredrikstad 1906 og flutti til Íslands árið 1926. Mér hefur upp á síðkastið oft verið hugsað til hennar, en hún lést í hárri elli haustið 2005. Hvort ég er nú með samskiptum mínum við Noreg á sviði bókmennta og menningar að borga Norðmönnum til baka allt það góða sem amma mín veitti mér með því að auka veg og virðingu þeirra góðu rithöfunda og listamanna sem þar starfa hér á landi. Alla vega er ég viss um að hún fylgist með mér nú og hefur vonandi ánægju af. Ég hef líka reynt að kynna mér sögu Noregs eftir bestu getu. Sem dæmi má nefna að B.A.-verkefni mitt í stjórnmálafræði heitir „Af hverju frjálslyndur flokkur í Noregi en ekki á Íslandi?“ Þegar ég vann að B.A.-verkefninu þurfti ég að kynna mér sögu Noregs frá því á 19. öld og vel fram á 20. öldina. Þannig að sá samanburður sem ég hef við Noreg er jafnt fræðilegur auk þess að vera byggður á eigin reynslu. Í öllum samanburði finnst mér Norðmenn mun nægjusamari en Íslendingar og mættum við taka þá okkur til fyrirmyndar þar. Þar er fjölskyldulífið sett í öndvegi og séð til þess að þér og börnum þínum líði sem best. Kapp er best með forsjá held ég að lýsi mínum lærdómi af Norðmönnum best ef hann er dreginn saman í eina setningu.
Skráður í doktorsnám í Osló
Þetta er aldeilis merkileg hliðrun á starfsferli. Hvers vegna ræðst maður með svona mikla menntun á allt öðrum sviðum en bókaútgáfu í það að stofna slíka og hætta að starfa við það sem hann er lærður til? „Menntun mín á Bifröst var í grunninn nám í stjórnun en lögð var áhersla á þá sérhæfingu, sem felst í stjórnun heilbrigðisþjónustu. Námið er því góður grunnur að allri stjórnun. Hér fékk ég tækifæri til að nema fræðilega hlutann við það sem hefur fylgt mér frá blautu barnsbeini, það er rekstri fyrirtækja. Í náminu fékk ég meðal annars akademíska þekkingu á starfsmannastjórnun, þjónustustjórnun, verkferlum og gæðaeftirliti, upplýsingatækni, samrunum og yfirtökum. Allt eru þetta atriði sem tengjast rekstri fyrirtækja óháð starfsgrein. Þannig að sem slíkt er ég ekki að hætta við það sem ég lærði. Ég er einnig skráður í doktorsnámið í Osló þannig að ég er enn viðloðandi Framhald á næstu opnu
LAGERHREINSUN LAGERHREINSUN 20% 70% AFSLÁTTUR 20% - 70% AFSLÁTTUR Frábær húsgögn á heimilið, í sumarbústaðinn ... Heilsurúm, margar stærðir og gerðir
Frábær húsgögn heimilið, í sumarbústaðinn ... Hvíldarstólar í leðri og átauáklæði
Mikið úrval húsgagna! Mikið úrval Lagerhreinsunin stendur húsgagna!
Heilsurúm, og gerðir Lyftistólar ímargar leðri ogstærðir tauáklæði Hvíldarstólar leðri og og tauáklæði tauáklæði Tungusófar íí leðri Lyftistólar í leðri og tauáklæði Hvíldarsófar, nokkrar stærðir og gerðir í leðri og tauáklæði einungis 4 daga Tungusófar í leðri og tauáklæði Sófar og stólar í garðskála Lagerhreinsunin stendur Hvíldarsófar, Svefnsófar nokkrar stærðir og gerðir í leðri og tauáklæði í einungis 4 daga Sófar og stólar í garðskála Lagerhreinsunin er Skammel m Hlíðarsmára 1, þar se Svefnsófar Rúmgaflar í sa. erhú urn til áðni vainr su ore Lage omrh Prod Skammel Sængur r se , umm ossin ðinaa á1,Krþa Hlíðar hliár viðsm Rúmgaflar din lin árahúsaa. Smtil Heilsukoddar n ur ir rofa áð intofyr va om Prodbe Sængur , Rúmteppi við hliðina á Krossinum a din lin ára Heilsukoddar ir ofan Sm Opnunarbe int fyr Dúnsokkar tím i la gersölu: Rúmteppi Miðvikudag milli kl. 10 Rúmbotnar og 18 O p n Fi u m n m Dúnsokkar ar tu tí da m g i m la illi kl.g10 ers Púðar lu: ogö18 M iðst vik Fö ud ud ag ag m Rúmbotnar illi m illi kl kl. .10 10og og18 18 Sófaborð Fi m m La tu ug da ar g m illi kl . 10 Púðar 11 og 18 16 Og margt, margt fleira ... Föstudag milli kl. 10 og 18 Sófaborð Laugardag milli kl. 11 og 3100 • www.lur.is • lur@lur.is Og margt fleira ... LÚR -margt, BETRI HVÍLD • Hlíðasmára 1 • 201 Kópavogi • Sími 554 6969 • Fax 554 16 LÚR - BETRI HVÍLD • Hlíðasmára 1 • 201 Kópavogi • Sími 554 6969 • Fax 554 3100 • www.lur.is • lur@lur.is
22
viðtal
Helgin 11.-13. maí 2012
fagið. Einnig hef ég mikinn áhuga á því að geta tekið inn í bókaútgáfu mína verkefni sem tengjast skrifum um heilbrigðiskerfi og hvernig hægt sé að ná bættum árangri innan okkar heilbrigðiskerfis.“ Þannig að námið nýtist þér við bókaútgáfuna? „Já, við gerð allra áætlana og stefnumótunar Draumsýnar liggur þessi akademíska þekking mín undir. Heilbrigðisstofnanir eins og sjúkrahús eru flóknar skipulagseiningar, en þar fann ég margt sem ég gat yfirfært á rekstur bókaforlags. Bókaútgáfan heitir Draumsýn og erum ég og kona mín eigendur að henni. Við eigum einnig góða að sem þekkja þennan rekstur jafnt innanlands sem utan sem veita okkur góða ráðgjöf og stuðning.“
Magnaðar sjálfsævisögur
Ertu alinn upp við að vera óhræddur við að takast á við ný verkefni? „Já, þeir fiska sem róa,“ svarar hann og brosir. ,,Ég vil ekki hafna neinu verkefni fyrirfram. Ég vil fyrst kynna mér hvað það býður upp á og hvort það sé yfir höfuð hægt að takast á við það með ásættanlegum árangri. Oft er það þannig að það sem við fyrstu sýn virðist fráleitt eða óyfirstíganlegt er nokkuð sem er hægt að vinna með og þróa. En auðvitað hafna ég verkefnum ef ég sé að ekki sé hægt að vinna úr þeim.“ Eins og áður sagði kom fyrsta bók Draumsýnar út við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu fyrir skömmu. „Já, þá kom út bókin „Lukkunnar pamfíll“ eftir norska rithöfundinn Ari Behn. Við ákváðum að gefa aðeins út bók Ari Behn núna og hann heimsótti okkur í tilefni útgáfunnar. Þannig verður öll athyglin á rit-
höfundinn og bókina en skiptist ekki niður á fleiri bækur. Aðrar bækur munu síðan fylgja á eftir og ég get nefnt hér sjálfsævisögu Natöschu Kampuch, sem rænt var í Austurríki og haldið fanginni í mörg ár og sjálfsævisögu fótboltakappans Zlatan Ibrahimovic. Í júní kemur svo út bókin „JEG LEVER PAPPA“ eftir Erik H. Sønstelie og Siri Marie Seim Sønstelie. Siri Marie var í Útey 22. júlí 2011 og slapp naumlega undan Breivik. Hún segir hér sögu sína ásamt pabba sínum sem er gamall blaðamaður af VG. Þetta er mjög vel skrifuð bók. Þau koma hingað til lands til að vera viðstödd útgáfu bókarinnar og segja sína sögu. Tíu bókanna eru nú þegar langt komnar í þýðingum og fjórar eru í vinnslu.“
Bókaútgáfa sem ber að taka af alvöru
Hvernig tókst þér að ná samningum um bókaútgáfu á jafn forvitnilegum bókum og raun ber vitni? „Eins og fram hefur komið hef ég verið mikið í Noregi og hef komið mér upp mjög góðum samböndum þar í landi. Nú reynast þau mér vel. Einnig hefur mér tekist að ná góðum persónulegum samböndum við marga sem vinna að útgáfumálum í Danmörku og Noregi svo dæmi séu nefnd. Einnig nýtist mér sú reynsla sem ég hef úr kvikmynda/myndbandabransanum þegar þurfti að „þefa“ upp góðar kvikmyndir. En þegar litið er yfir þann árangur sem hefur náðst frá því að við fórum að leita eftir bókum til útgáfu á Íslandi þá tel ég að við megum vera sátt og sýnum að hér er komin bókaútgáfa sem ber að taka af alvöru. Við munum leggja áherslu á útgáfu skandinavískra bóka. Til þess að sýna það í verki mun Draumsýn eiga náið samstarf með Norræna félaginu við að kynna norrænar bækur hér á landi.
Bókasafn Norræna hússins mun einnig taka þátt í þessu samstarfi. Hvað varðar útgáfu bóka eftir norska höfunda hér á landi þá mun Norska sendiráðið á Íslandi og norska lektoratið taka þátt í kynningu á bókunum og taka þannig þátt í samstarfi Draumsýnar, Norræna félagsins og bókasafns Norræna hússins. Ég mun leitast við að hafa úrval bóka sem allra best þannig að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Jafnt er um að ræða fagurfræði sem aðrar bókmenntir. Ég er jákvæður fyrir öllum tegundum bóka sem lesendur hafa áhuga á.“
Neikvæðni brýtur bara niður
Samkeppni milli bókaútgefanda hefur verið hörð hér og margar útgáfur lagt upp laupana. Var þér kunnugt um það þegar þú ákvaðst að stofna bókaútgáfuna? „Já, mér var kunnugt um það. En bókaútgáfur hafa líka vaxið og dafnað vel. Stofnun Draumsýnar var ekki skyndihugdetta. Um er að ræða gamla hugmynd og síðan verkefni sem ég hef þróað. Ætli það sé ekki komið um rúmt ár síðan ég fór að hugsa um hvernig koma mætti hugmyndinni í framkvæmd. Frá síðasta sumri hef ég síðan þróað verkefnið. Það er mikilvægt að vera jákvæður í garð verkefnisins. Neikvæðni gerir ekkert annað en að brjóta niður. Við horfum björtum augum til framtíðarinnar.“ Og ertu alls óhræddur við samkeppnina? „Í mínum áætlunum geri ég ráð fyrir samkeppninni. Við höfum skipulagt og þróað okkar leiðir til þess að takast á við hana. Draumsýn mun verða sýnilegt á íslenska bókamarkaðnum. Ég hef fengið góða rithöfunda til liðs við mig og veit að sá höfundalisti sem ég er kominn með er nú þegar farinn að leiða til þess að höfundar vilja koma til mín.
Kemur til Íslands á hverri nóttu Um leið og ég sofna dreymir mig þetta dásamlega land, Ísland, segir Ari Behn, rithöfundur og eiginmaður Mörthu Louisu Noregsprinsessu. Eftir heimsókn hingað finnur hann fyrir sterkum tengslum við Ísland. Hann segir að því ráði hin norræna arfleifð bæði bókmennta- og tilfinningalega.
A
ri Behn, höfundur bókarinnar „Lukkunnar pamfíll“, kom til Íslands nýverið og segist fram að því hafa talið sig vera Ítala eða Frakka, en á Íslandi vissi hann að hann væri Íslendingur, bæði í hjarta og skapi. Ari Behn vill verða þekktur af verkum sínum, enda skrifað bæði bækur, leikrit og sjónvarpsþætti, en hann er líka mjög þekktur í heimalandi sínu og víðar á Norðurlöndunum fyrir að vera eiginmaður Mörthu Louisu Noregsprinsessu. Hvað varð til þess að þú fórst að skrifa bækur? „Mig langaði að verða rithöfundur frá því ég var mjög ungur. Sá heimur lýstist upp fyrir mér þegar ég var þriggja ára og ég skildi mikilvægi bóka. Þrettán ára að aldri ákvað ég að verða rithöfundur. Fimm árum síðar, þegar ég var átján ára skrifaði ég fyrstu skáldsögu mína og vaknaði á hverri nóttu klukkan fimm til að skrifa áður en ég fór í skólann. Við getum reyndar ekki rætt hér um bestu skáldsögu veraldar enda var hún aldrei gefin út, en kenndi ungum manni sem trúði sterklega á sjálfan sig gott skipulag og sjálfsaga.“ Hverju viltu koma til skila með skrifum þínum? „Mig langar að fá sálir og anda manneskja til að breyta á róttækan hátt að leið að því marki að losna við öll mynstur sem brjóta hvern einstakling niður. „Lukkunnar pamfíll“ er fimmta bókin þín og þú hefur fengið stórkostlega góða gagnrýni. Fengu hinar fjórar jafn góða gagnrýni? „Ég reyni að hlusta ekki mikið á hvað gagn-
rýnendur segja, það var sagt að ég væri stórviðburður í bókmenntalífinu og eins og halastjarna, þegar fyrsta bókin mín „Trist som faen“ kom út árið 1999 og eftir það hef ég fengið bæði hylli og högg – að búa á stöðugu „stríðssvæði“ með því að lifa opinberu lífi er fremur umdeilt, svo ég taki vægt til orða...“ Þarftu að vera í sérstökum aðstæðum þegar þú skrifar, til dæmis að vera algjörlega einn umlukinn þögn? „Ég get skrifað alls staðar, í miðjum hávaða í fjölskyldulífinu, þar sem búa þrjú yndisleg börn. Það mikilvægasta er að standa við daglegt skipulag, skrifa að minnsta kosti í nokkrar klukkustundir á hverjum degi, hvern einasta dag.“ Þú ert líka mjög þekkt sjónvarpsstjarna í Noregi og hefur unnið til verðlauna fyrir skemmtiþáttinn „Ari og Per“. Geturðu sagt okkur örstutt frá þessum þáttum og fyndnum atriðum sem ég hef séð þig í gegnum Youtube eins og þegar þú klæddist eins og gheisa og gekkst um götur Barcelona. „Sjónvarpsþátturinn gengur út á að segja sögur. Ég er hvorki sjónvarpsstjarna né kynnir, heldur fyrst og fremst rithöfundur og ekkert annað. En já, að fara með farða og klæðast kvenfatnaði í Barcelona – svona í anda Pedro Almodovar var reyndar mun erfiðara en ég hafði gert mér grein fyrir, þrátt fyrir reynslu mína og rólegheit við að grafast fyrir í alls konar menningarkimum – á „border-line“ stöðum og einnig í slíkum málefnum. Þetta var líka í eina skiptið sem ég þurfti að vara dætur mínar við að einhver gæti strítt þeim í
skólanum daginn eftir að þátturinn var sýndur. Það gerðist ekki – að því undanskildu að elsta dóttir mín spurði hvort ég hefði í alvöru farið í aðgerð til að verða kona í smátíma! Það verður langt þangað til ég endurtek þennan leik,“ segir hann skellihlæjandi. Þú varst á Íslandi í síðustu viku og sást örlítið brot af landinu. Hvernig leist þér á? „Að heimsækja loksins Ísland eftir að hafa dreymt um það alla mína ævi... Eins og ég sagði þér í upphafi samtals okkar þá varð ég stórundrandi á þeirri reynslu minni að finnast ég sterklega tengdur Íslandi. Þetta er norræna arfleifðin mín, bæði bókmenntalega og tilfinningalega. Í gegnum aldir er ég kominn af Norðmönnum, en núna held ég að Ísland sé eins og vindhviða sem skarast við tilfinningar mínar, skapferli og með opin viðhorf – lífskrafturinn og eldfjöllin, gríðarlega áræðið og með ilm af ómótstæðilegum brennisteini ... ég elska þetta! Þú ert einnig þekktur í Noregi sem eiginmaður Mörthu Louise prinsessu, sem er einnig rithöfundur og mun skrifa fyrir bókaforlagið Draumsýn eins og þú. „Já, ég hitti eiginkonu mína gegnum
Þeir bókatitlar sem ég er kominn með standa öðrum ekkert að baki hvað gæði snertir og reyndar tel ég Draumsýn geta verið stolta af því að hefja rekstur með þá höfunda og þær bækur sem við höfum gert útgáfusamninga um. Við höfum mætt miklum velvilja höfunda. Eitt dæmið sem sannar það er heimsókn Ari Behn sem tók strax mjög vel í þá hugmynd mína að koma til Íslands þegar bókin hans yrði gefin út. Einnig erum við nú að leggja drög að samstarfi okkar og Märtha Louise prinsessu en hún er einn höfunda okkar. Vonandi getum við sagt frá því á næstum vikum hvernig því samstarfi verður háttað. Þannig að þau hjónin eru bæði mjög jákvæð gagnvart okkur eins aðrir höfundar okkar.“
Dæmigerður maður í tvíburamerkinu
Hvernig myndirðu lýsa sjálfum þér með nokkrum orðum? „Kannski lýsir konan mín þessu best; ég er í tvíburamerkinu og held merki þess uppi með að geta verið eins og tvær persónur, önnur hlédræg og róleg en hin sem verður alltaf að hafa eitthvað að gera og þrífst best og skipuleggur sig best undir álagi.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að fást við? „Mér finnst skemmtilegast að fást við krefjandi og ögrandi verkefni og sjá árangur verða af störfum við þau. Einnig er nú líka bara gott að slappa af í faðmi fjölskyldunnar.“ En af þeim verkefnum sem þú hefur nú þegar komið nærri ? „Öll verkefnin sem ég hef komið að hafa verið áhugaverð eða skemmtileg hvert á sinn hátt. Annars hefði ég ekki tekið þátt í þeim. Það sem hefur verið mest ögrandi fram að núverandi verkefni er vinnan að doktorsverkefninu og þróun þess.“
móður mína á mjög hefðbundinn og gamaldags hátt. Ég var að koma úr löngu ferðalagi um Bandaríkin rétt fyrir jól – og ætlaði mér að halda þessu ferðalagi áfram árið á eftir. Úr því varð ekkert... Þetta var ást við fyrstu sýn en það sem ég vissi ekki var að móðir mín hafði verið vinkona Mörthu í þrjú ár. Þær voru báðar að stúdera „Rósarmeðferðina“ (sem var mikið leyndarmál í þá daga!). Ég er viss um að við hefðum gift okkur innan við viku eftir að við hittumst – ef hún hefði ekki verið prinsessa... En jú, ég verð að segja að tíu ára hjónaband okkar hefur verið brennandi ástarferð, full af af ástríðu, og árangurinn þrjár dætur og mikið af skapandi verkum. Við ólumst upp í algjörlega ólíkum heimum, en mér fannst við vera kominn heim um leið og við hittumst. Það er blessun.“ Hvenær kemurðu svo næst til Íslands? „ Ég kem á hver ju k völd i til Íslands. Um leið og ég sofna dreymir mig þetta dásamlega land.“ Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is
Ari Behn rithöfundur og eiginmaður Mörthu Louise Noregsprinsessu: Mér finnst ég sterklega tengdur Íslandi. Ljósmynd Hari
Rodalon sótthreinsun • Gegn myglusveppi • Eyðir lykt úr fatnaði
Verslaðu á vefnum
Frí sending að 20 kg
1 árs skilaréttur
Í sumar er opið kl. 9 -18 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is
74.900
Vnr. 50630104 OUTBACK HUNTER PLUS gasgrill með þremur járnbrennurum. Grillflötur 63x42 cm, grillgrind, neistakveikjari, hitadreifiplata og hitamælir. Postulínshúðað lok. 11,8 kW.
kr.
GRILLAÐU
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. Allar vörur fást í BYKO Breidd en minna framboð getur verið í öðrum verslunum.
Í ALLT SUMAR 2 brennarar
Vnr. 50657153 STERLING 1716-3 gasgrill. Vnr. 50630099 OUTBACK gasgrill, tvískiptur járnbrennari og grillflötur 48x36 cm. Neistakveikjari og þrýstijafnari fylgja. 6,2 kW.
2 brennarar
16.990
Tveir brennarar, niðurfellanleg hliðarborð, hitamælir, þrýstijafnari. 11,72 kW
Tvískiptur brennari, grillflötur 50x32 cm, efri grind 50x24 cm. Hitamælir, neistakveikjari, þrýstijafnari og hitadreifiplata. 8,79 kW.
43.900 KLÚBB verð
kr.
59.900
kr.
3 brennarar
74.900
Fjórir brennarar, niðurfellanleg, hliðarborð, hitamælir, þrýstijafnari fylgir, ryðfrír hjálmur, skápur. 16,3 kW.
Vnr. 50650152 130x51x89 cm Vnr. 50650168 173x51x101 cm
kr.
Vnr. 50632105 MR GRILL ferðagasgrill, grillflötur 30x37 cm, efri grind, hitadreifiplata. Þrýstijafnari og slanga. 2,6 kW.
Tvískiptur H-brennari, bakbrennari og hliðarhella.
4 brennarar
2 brennarar
119.900
kr.
3.870 3.870 5.990
3.995
Vnr. 50657149 STERLING CABINET gasgrill.
12.600
kr.
gRiLLyfiRbReiðSLUR Vnr. 50650145 112x51x89 cm
Vnr. 50632113 KETTLE ferðakolagrill.
kr.
89.990
kr.
2 brennarar
44.990
kr.
Vnr. 50657137 SUNWIND MINNES 4000 gasgrill.
Vnr. 50657152 STERLING 17263 gasgrill.
ÚRVAL gRiLLA SeM HeNTA Í feRðALAgið
Vnr. 50657144 STERLING gasgrill.
kr.
Vnr. 50643108 Gp grill spaði, ryðfrír.
Vnr. 50654938 Steikingargrind, hamborgara.
2 brennarar Efri grind
990
2.390
kr.
Vnr. 50650730 Grilltöng og spaði.
kr.
kr.
790
kr.
kr.
kr.
Vnr. 50658140 Pizza panna.
2.690
kr.
Vnr. 50657 395 Grill bursti 18”.
790
Verðvernd BYKO tryggir þér lægsta verðið. Ef þú kaupir vöru hjá okkur og sérð sömu eða sambærilega vöru auglýsta ódýrari annars staðar, innan 20 daga, endurgreiðum við þér mismuninn og 10% af honum að auki! Njóttu vel. Sjá nánari upplýsingar og skilmála á www.byko.is
kr.
Vnr. 50652154 Grilltöng.
790
kr.
9
24
fótbolti
Helgin 11.-13. maí 2012
markmenn í sviðsljósinu á EM
Flestir af bestu markvörðum heims standa milli stanganna á EM í sumar. Í raun má segja að um sé ræða heilar þrjár kynslóðir markvarða: Sá sem var bestur, Ítalinn Gianluigi Buffon, sá sem er bestur, Spánverjann Iker Casillas og þeir sem geta orðið bestir; Þjóðverjinn Manuel Neuer, Englendingurinn Joe Hart og Frakkinn Hugo Lloris verða í sviðsljósinu. Eitt má bóka sem er að frammistaða þessara manna getur skipt sköpum fyrir þeirra lið – jafnvel tryggt þeim titilinn.
Gianluigi Buffon
Joe, Hart
Shay Given
Englandi
Ítalíu
Aldur: 25 ára
Aldur: 34 ára
Aldur: 36 ára
Hæð: 1,96 m
Hæð: 1,91 m
Hæð: 1,85 m
Félagslið: Manchester City
Félagslið: Juventus
Félagslið: Aston Villa
Landsleikir: 17
Landsleikir: 113
Landsleikir: 121
Vissir þú að... Hart var aðeins 15 ára gamall þegar hann var valinn í hóp Shrewsbury í ensku þriðju deildinni í mars árið 2003?
Vissir þú að... Buffon hefur átta sinnum verið valinn markmaður ársins í ítölsku A-deildinni?
Vissir þú að... Given, sem er kaþólikki, fékk blessun Jóhannesar Páls páfa II áður en hann giftist eiginkonu sinni árið 2001?
Írlandi
Maarten Stekelenburg Hollandi
Wojciech Szczesny Póllandi Aldur: 22 ára Hæð: 1,95 m Félagslið: Arsenal
Aldur: 29 ára
Landsleikir: 9
Hæð: 1,97 m
Vissir þú að... Szczesny lærði samkvæmisdansa á sínum yngri árum og var frábær spjótkastari?
Félagslið: AS Roma Landsleikir: 40 Vissir þú að... Stekelenburg varð fyrsti markvörður hollenska landsliðsins sem fékk rautt spjald í landsleik – árið 2008 gegn Austurríki?
Manuel Neuer Þýskalandi Aldur: 26 ára Hæð: 1,93 m Félagslið: Bayern München Landsleikir: 25 Vissir þú að... Neuer vann 500 þúsund evrur í þýsku útgáfu spurningaleiksins Hver vill verða milljónamæringur?
28 dagar
Hugo Lloris Frakklandi Aldur: 25 ára Hæð: 1,88 m
í Evrópukeppnina 2012
Félagslið: Lyon Landsleikir: 31 Vissir þú að... Lloris er, þrátt fyrir ungan aldur, fyrirliði franska landsliðsins?
Léttöl
Iker Casillas Spáni Aldur: 30 ára Hæð: 1,82 m Félagslið: Real Madrid Landsleikir: 128 Vissir þú að... Casillas hefur 72 sinnum haldið markinu hreinu í landsleik sem er met.
Petr Cech Tékklandi Aldur: 29 ára Hæð: 1,96 m Félagslið: Chelsea Landsleikir: 89 Vissir þú að... Cech spilar með hlífðarhjálm á höfðinu eftir höfuðkúpubrot í október 2006 þegar hann fékk hné Stephen Hunt í höfuðið?
Alicante Verð frá, á mann í tvíbýli:
99.900 kr.
Sólskin og strendur. Dvöl á hóteli með útsýni yfir hafið. Verslanir, veitingastaðir, tónlist og golfið aldrei langt undan. Gríptu tækifærið og fjúgðu suður á bóginn.
8. – 11. júní 15. – 18. júní 22. – 25. júní 6. – 9. júlí
Innifalið er flug með sköttum og gisting með morgunverði og kvöldverði með víni.
Köben Verð frá, á mann í tvíbýli:
6. – 13. júní 13. – 21. júní 18. – 25. júlí 22. – 30. ágúst
69.900 kr.
14. – 19. júní
Köln Verð frá, á mann í tvíbýli:
89.800 kr.
Strikið, síkin, sagan, hjólin, söfnin og öll dönsku
Fararstjóri: Geir Rögnvaldsson, kennari.
skemmtilegheitin. Bjór og brugghús – kóngar
Perla Rínardalsins. Heillandi skoðunarferðir um
og drottningar. Og Tívolí!
borgina og nágrennið undir vandaðri fararstjórn. Sigling á Rín. Andaðu að þér sumrinu í Köln.
Innifalið er flug með sköttum og gisting með morgunverði.
Innifalið er flug með sköttum og gisting með morgunverði.
Allir út! Stuttgart Verð frá, á mann í tvíbýli:
Lyon
89.900 kr.
Verð frá, á mann í tvíbýli:
199.800 kr.
Einstaklega fögur borg og vel staðsett. Merkja-
Fararstjóri: Jóna Dóra Óskarsdóttir,
vörur á lágu verði. Hallir, garðar, matur og vín.
óperusöngkona.
Slepptu ekki þessu gullna tækifæri. Stökktu til
Sannkölluð sælkeraferð til Lyon, hjarta matar- og
Stuttgart með WOW air.
Innifalið er flug með sköttum og gisting með morgunverði.
28. júní – 3. júlí
14. – 19. júní 21. – 26. júní 28. júní – 3. júlí
Berlín Verð frá, á mann í tvíbýli:
109.900 kr.
Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir. Mögnuð miðstöð Evrópu. Fjölbreytt afþreying, fræðsla, ferðir, siglingar og skemmtun. Það er pláss fyrir alla í Berlín.
Innifalið er flug með sköttum og gisting með morgunverði.
ER WOW Í PAKKANUM ÞÍNUM? WOW ferðir bjóða upp á skemmtilegar og áhugaverðar ferðir til allra áfangastaða WOW air, með sérstaka áherslu á fjölbreyttar pakkaferðir við allra hæfi. WOW ferðir munu bjóða upp á sérferðir, borgarferðir, golfferðir, skíðaferðir, leikhúsferðir, menningarferðir svo fátt eitt sé nefnt, með og án fararstjóra.
wowferdir.is WOW ferðir | Höfðatún 12 | 105 Reykjavík | +354 590 3000 | wowair@wowair.is
vínmenningar Frakka. Bragðaðu á lystisemdum borgarinnar og bókaðu strax. Innifalið er flug með sköttum og gisting með morgunverði.
28. júlí – 4. ágúst
26
viðtal
Helgin 11.-13. maí 2012
Sunna er einstök. Hún er einn einasti Íslendingurinn sem hefur greinst með lömunar- og taugasjúkdóminn AHC. Sunna er sex ára og greindist þegar hún var fjórtán mánaða gömul. Mynd/Hari
Svefninn er vinur Sunnu
Þau Ragnheiður og Sigurður rekja sögu Sunnu. „Meðgangan gekk rosalega vel. Allt í góðu,“ segir Ragnheiður við eldhúsborðið á heimili þeirra í Breiðholtinu, á meðan Sigurður hellir upp á og sker niður bakkelsi. „Ég var aðeins þreyttari en þegar ég gekk með Viktor, strákinn okkar, sex árum áður enda orðin 33 ára,“ segir hún og brosir út í annað. Ragnheiður hefur verið flugfreyja frá árinu 2000 og var hálfnuð á meðgöngunni þegar hún var kyrrsett – eins og vaninn er.
Í Bómullarhnoðra, 109 Reykjavík býr fjögurra manna fjölskylda. Þetta er þó ekki þessi hefðbundna, íslenska kjarnafjölskylda, því heimasætan er með afar fátíðan taugasjúkdóm sem lýsir sér í köstum, sem í fyrstu þóttu ekki ósvipuð flogaveikisköstum. Eftir situr hún hins vegar lömuð í lengri eða skemmri tíma. Stundum lamast hægri hlið líkamans, stundum vinstri, stundum allur líkaminn. Sunna Valdís Sigurðardóttir er einstök. Hún er eini Íslendingurinn sem greinst hefur með sjúkdóminn AHC, eða Alternating Hemiplegia of Childhood.
V
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@
frettatiminn.is
ið köllum heimilið bómullarhnoðrann, því hér höfum við hreiðrað um okkur og verjum mestöllum tíma okkar. Sunna Valdís þarf umönnun 24 tíma sólarhringsins.“ Fréttatíminn hittir foreldra Sunnu á tímamótadegi. Á þessum þriðjudegi, einungis nokkrum klukkustundum eftir að þau Sigurður Hólmar Jóhannesson flugumferðarstjóri og kona hans Ragnheiður Erla Hjaltadóttir flugfreyja hjá Icelandair sátu við eldhúsborðið sitt til að segja lesendum Fréttatímans sögu sína, fá þau fréttir sem þau hafa lengi beðið eftir. Á ráðstefnu í Ástralíu, sem verður fljótlega verður tilkynnt um, kom fram að bandarískir
vísindamenn hafi fundið genið sem orsakar sjúkdóminn og hrjáir Sunnu og aðeins um sex hundruð aðra í heiminum svo vitað sé. „Nú er hægt að fara að þróa lyf sem virka á sjúkdóminn,“ segir Sigurður í síma. Spennan og gleðin leyna sér ekki, enda hafði hann fyrr um daginn sagt frá því að draumurinn væri að finna rétta lyfið svo Sunna gæti þroskast eðlilega og séð um sjálfa sig í framtíðinni. „Það er draumurinn. Og að við getum aftur eignast vísi að eðlilegu lífi. Það væri frábært.“ Sunna er sex ára. Hún fæddist í febrúar 2006. Hún lærði að labba fimmtán mánaða, fer gangandi um en er oft óstöðug og hefur slaka vöðvaspennu. Vitgreinaþroski hennar mælist á við það sem gerist hjá tveggja til þriggja ára börnum. Skilningurinn er eins og hjá þriggja ára en talið tveggja – og nær því varla. Hún þolir illa birtu, kvíða, álag, hávaða, þreytu og mannmergð. Allt eru þetta þættir, og fleiri til, sem geta valdið því að hún fær kast.
Vart úr húsi svo mánuðum skiptir
Lunch, brunch og 40 rétta kvöldverðarhlaðborð Nítjánda veitingastaður - þar sem hóparnir eiga heima
Frá fæðingu Sunnu Valdísar hafa þau Sigurður og Ragnheiður sett mest alla sína orku í hana og sjúkdóminn. Hún á ekki sér herbergi, heldur er inni hjá mömmu og pabba. Hún fer vart út úr húsi frá október fram í mars, þar sem hún nælir sér þá gjarna í allar umgangspestir. Hún fer almennt aðeins í eitt barnaafmæli á ári, til frænku sinnar sem er árinu eldri. Hún fór á þriðjudaginn í fyrsta sinn til tannlæknis. Hún á fáa vini, því börnin í leikskólanum, þar sem hún ver um þremur tímum á dag, skilja hana ekki. „Hún talar ekki,“ segir Sigurður. „Ekki nema svona rúmlega tuttugu orð. Hún notar tákn með tali og gerir sig skiljanlega með hljóðum. Enda hefur hún fengið mikla hjálp frá Sigrúnu Grendal, talmeinafræðingi. Hennar helsti Akkilesarhæll er að hún getur ekki tjáð sig við önnur börn. Þau skilja hana ekki. Mikið af táknunum hefur hún búið til og þau skilur fjölskyldan og leikskólakennararnir.“
Ég man eftir því þegar við fórum til Chicago. Þar hittum við þrjátíu fjölskyldur og börn með AHC. Ég fékk taugaáfall [...] Við hefðum þurft áfallahjálp eftir fyrsta daginn. Börnin voru svo rosalega illa farin. Ekki bara í hjólastól. Þau voru ekki andlega á staðnum og nánast engin hugsun virtist til.
Fyrsta kastið fimm mánaða
„Fæðingin gekk rosalega vel og hún brött og fín. Hún svaf og svaf og drakk vel. Það voru engin merki þess að eitthvað væri óeðlilegt. Þegar hún varð þriggja mánaða fór að bera á hröðum augnhreyfingum, sem við komumst reyndar að síðar að er einkennandi fyrir sjúkdóminn,“ segir hún. „Það var óþægilegt að horfa á hana. Við fórum með hana til augnlæknis og sjónin mældist alveg eðlileg; ekkert að henni. Okkur var sagt að þetta myndi eldast af henni og við þyrftum ekki að hafa áhyggjur. En að sjálfsögðu hefur maður áhyggjur,“ segir Ragnheiður og Sigurður sest við borðið og bætir við: „Okkur fannst hún dafna vel. Hún var ekkert öðruvísi en Viktor þegar hann var lítill.“ Fimm mánaða fékk Sunna Valdís fyrsta kastið. Ragnheiður lýsir því. „Ég var að gefa henni að drekka. Hún var að fá síðasta sopann fyrir nóttina. Klukkan var hálf ellefu, ellefu. Þá datt hún út – alveg. Mér fannst eins og hún sæi mig ekki. Mér fannst eins og hún heyrði ekki hvað væri að gerast í kringum hana. Hún andaði grunnt. Munnurinn opinn. Hún var alveg máttlaus og sýndi engin viðbrögð. Ég hringdi í Sigga, sem var á næturvakt. Hann kom heim og við hringdum á Læknavaktina. Læknir kom. Þá var hún sofnuð. Svo vaknaði hún fljótlega eftir þetta, svaf kannski í hálftíma. Þá var allt í lagi með hana. Læknirinn vissi ekkert hvað þetta var, en sagði að þetta væri líklegast störuflog. Okkur fannst absúrd að barnið væri flogaveikt,“ segir hún. „Mánuði seinna gerðist þetta nákvæmlega eins og á sama tíma. Það
viðtal 27
Helgin 11.-13. maí 2012
var rosalegt áfall. Svakalegt. það hafði blundað í okkur að hún gæti aftur fengið kast og við brunuðum með hana niður á bráðamóttöku. Þar tók Laufey Ýr Sigurðardóttir taugalæknir á móti okkur. Hún var akkúrat á vakt þá og er nú taugalæknir Sunnu. Hún greindi hana strax með flogaveiki. Við vorum lögð inn og vorum yfir nótt. Hún fór í rannsóknir og heilalínurit og þann pakka sem fylgir þessu.“ Sigurður grípur inn í: „Já, það kom allt eðlilega út.“
Lömuð frá toppi til táar
Þrátt fyrir að þessar niðurstöður bentu til þess að sjúkdómurinn gæti verið annar var á þessari stundu ekki hægt að útiloka að Sunna væri flogaveik og þau fóru heim með Sunnu og flogaveikislyf. „Í 95 prósent tilfella er þessi sjúkdómur ranglega greindur sem flogaveiki í upphafi og jafnvel í mörg, mörg ár,“ segir Sigurður. Foreldrarnir áttu þó eftir að upplifa verri köst. „Viku fyrir jólin 2006 fékk hún annað kast. Hún missti máttinn í hægri hendi og svo í hægri fætinum líka. Við fórum aftur niður á spítala. Þetta kast var svo ólíkt hinum og lyfjaskammturinn var aukinn. Hún fór í annað tékk og ekkert kom út úr því. Á nýju ári 2007 fór hún að fá fleiri köst. Þá fórum við, með Laufeyju Ýri, að hugsa út fyrir kassann og leita á önnur mið og athuga hvort eitthvað annað gæti verið að? Hún lét meðal annars rannsaka mænuvökvann og sett var á hana eina hettan sem til var með rafskautunum til að setja á svona börn. Og á þessum tíma var hún alltaf biluð. Stundum virkaði hún og stundum ekki,“ segir Sigurður. Óhugnanlegasta kastið fram að þessu upplifðu þau í páskafríi með vinafólki í Kaupmannahöfn 2007. Sunna lamaðist frá toppi til táar. „Þar lentum við með hana inni á spítala. Fyrst vorum við eina nótt og vorum send heim daginn eftir. Svo fékk hún annað kast, missti andann og lyfin sem við vorum með lömuðu öndunarfærin hennar. Hún blánaði upp. Við hringdum á sjúkrabíl sem kom frekar fljótt. Sem betur fer vorum við með vinum okkar sem hugsuðu um strákinn. Þarna vorum við ákveðin í því að hún glímdi ekki við flogaveiki. Alltaf við köstin jukum við lyfjaskammtinn. Hún var á mjög háum skömmtum en lamaðist við köstin,“ lýsa þau saman.
Með sjaldgæfan sjúkdóm
„Lömun í líkamspörtum er ekki einkenni flogaveiki. Hún var lömuð frá einum degi upp í tvær, þrjár vikur. Þá gat hún ekki notað hendina. Þetta róteraði frá hægri til vinstri, en stundum var allur líkaminn lamaður. Í Kaupmannahöfn var hún alveg lömuð. Hún gat ekki einu sinni kyngt.“ Þegar heim var komið var ráðist í frekari rannsóknir. Taugalæknirinn Laufey Ýr sagði þeim þá að hún hefði leitað ásjár vina og fyrrum samstarfsmanna í Bandaríkjunum og væri með annan sjúkdóm í huga. „Hún vildi ekki vera að segja okkur frá þessu fyrr, því hann er miklu hræðilegri en flogaveiki. Það er Alternating Hemiplegia. Þarna sagði hún okkur að hún héldi að þetta væri þessi sjúkdómur.“ Og foreldrarnir settust við tölvuna. Þau fóru að gúggla og leita sér þekkingar um sjúkdóminn. „En það er ekki margt vitað um þennan sjúkdóm og minna þá en í dag. Það var heldur ekki vitað af hverju þetta gerist. Enginn hefur fengið þessa sjúkdómsgreiningu á Íslandi áður. Við höfum því engan brunn til að leita í hér. Við vorum heppin að hafa þennan taugalækni, því það eru aðeins þrír barna- og taugalæknar á Íslandi. Hún lærði í Bandaríkjunum og var með sam-
bönd þar. Þannig að þeir komu með hugmyndir. Þess vegna held ég hún hafi getað greint þetta snemma. Sunna Valdís var fjórtán mánaða. Við heyrum af börnum sem eru að greinast níu ára gömul. Það vantar svo sárlega upplýsingar um þennan sjúkdóm.“
Svæfa Sunnu svo þroskinn skaðist ekki
Þau segja Sunnu missa færni við alvarleg köst og gleyma því sem hún er búin að læra. „Svo það er ekki erfitt að ímynda sér hvað gerist þegar börnin eru sett á röng lyf. Þau eiga engan séns. Þau verða svo þroskaskert,“ segir Sigurður. Sunna var í kjölfarið sett á
önnur lyf. „Þau hafa verið notuð við þessum sjúkdómi en virka samt ekki nema á fimmtíu prósent sjúklinganna. Okkur fannst þau fækka köstum og milda þau.“ Þau lýsa köstunum og því hvernig Sunna er kannski að púsla en leggur svo aðra hendina frá sér. „Höndin verður óstarfhæf. Í slæmu köstunum ræður hún ekki við líkamann. Hann leitar út á hlið, hún fær rosalega sársaukafullan höfuðverk og fer að titra. Munnurinn opinn. Hún getur ekki tjáð sig, ekki drukkið eða borðað og hún getur verið svona heillengi. Svo koma svona köst í hrinum. Svo kannski stoppar
Hvað er AHC? AHC er sjaldgæfur taugasjúkdómur sem einkennist af endurteknum tímabundnum köstum. Þau ná til annarrar líkamshliðar eða beggja samtímis. Köstin eru tvenns konar. Þar sem helmingur líkamans eða báðir lamast og hins vegar köst sem einkennast af höfuðverk eða krömpum auk lömunar. Síðari köstin virðast skerða minnið og hafa veruleg áhrif á þroska barnsins.
Hvað er sérstakt við AHC?
Hvað veldur AHC köstum?
Sjúkdómurinn er sjaldgæfur. Því er hætta á að þekking á honum nái ekki útbreiðslu Sjúkdómurinn er framsækinn og hamlandi Það getur þurft að leita til sérfræðinga annarra landa sem hafa þekkingu á ástandinu
Sem dæmi má nefna breytingu á hitastigi í umhverfinu, snertingu við vatn, líkamlega áreynslu, birtu, fæðutegundir svo sem súkkulaði og litarefni í matvælum, kvíði, álag, hræðsla, mannmergð, hávaði, þreyta og lyf.
Framhald á næstu opnu
Heimild: Glæný lýsing á sjúkdómnum hjá greiningar- og ráðg jafastöð ríkisins, tekin saman af Sólveigu Sigurðardóttur.
Evrópuhátíð í Hörpu Hápunktur Evrópuviku er hátíð
sunnudaginn 13.
maí!
í Hörpu
daginn er boðið upp á kynningar, Bláan Ópal, magnað uppistand og Evrópuköku Um kvöldið eru stórtónleikar með European Jazz Orchestra og Stórsveit Reykjavíkur í Eldborg! Um
Stórsveit Reykjavíkur er Íslendingum að góðu kunn og hlaut m.a. Íslensku tónlistarverðlaunin sem djassflytjandi ársins 2005 og fyrir djassplötu ársins 2011
European Jazz Orchestra er stórsveit hæfileikaríks ungs tónlistarfólks víðs vegar að úr Evrópu. Hljómsveitarstjóri er Finninn Jere Laukkanen sem er þekktastur fyrir verk sem sameina nútíma djass og afró-kúbanskan rytma
Aðgangur ókeypis á tónleikana – miðar á www.harpa.is
Dagskrá: Föstudagur 11. maí
Sunnudagur 13. maí
» Menningarvor í Evrópustofu: Snorri Helgason spilar – Órafmagnaðir tónleikar í Evrópustofu kl. 12:15 Hádegishressing í boði
» Evrópuhátíð á jarðhæð Hörpu kl. 13:00-17:00 – Evrópukakan skorin – ESB í máli og myndum – plakatasýning – Rjómi íslenskra uppistandara kl. 14:00 – Blár Ópall skemmtir ungum sem öldnum kl. 15:00 – Evrópukynningar af ýmsum toga: Enterprise Europe Network 7. rannsóknaráætlun ESB Menntaáætlun ESB Evrópa unga fólksins Menningaráætlun ESB Kvikmyndaáætlun ESB Evrópuár aldraðra Evrópska neytendaaðstoðin Meistaranám í Evrópufræðum við HÍ
Laugardagur 12. maí » Evrópukynning á Blómatorgi Kringlunnar og upphitun fyrir tónleika – ESB í máli og myndum – Félagar úr European Jazz Orchestra bregða á leik kl. 13:30 og 15:00
Nánari upplýsingar á
www.evropustofa.is
» Tónleikar í Eldborg kl. 20:00 – Stórsveit Reykjavíkur – European Jazz Orchestra Kynnir: Ari Eldjárn
Allir velkomnir! Evrópusambandið fjármagnar starfsemi Evrópustofu.
28
viðtal
Helgin 11.-13. maí 2012
Bundin við heimilið
þetta í tvær mínútur og byrjar svo aftur. Það líkist helst hríðum. Eftir því sem lengra líður verður kastið harðara, sársaukafyllra og erfiðara að stoppa það.“ Þau líta hvert á annað þegar þau eru spurð hvernig kastið sé stoppað. Þau fara leið sem fáir foreldrar barna með AHC hafa farið. Þau nota svefnlyf. Ástæðan er sú að á árinu 2008 voru köstin svo tíð og þau réðu ekki við eitt né neitt og Sunna var lögð inni á spítala „Þá var hún að fá yfir fimmtíu köst á dag. Það var rosalega slæmt tímabil. Við vorum gjörsamlega ráðalaus og læknarnir líka,“ segir Ragnheiður og Sigurður tekur við.
Áfall að sjá önnur AHC-börn
„Hún var komin með alls konar ósjálfráðar hreyfingar. Hún réði ekkert við sig, hvort sem hún var í kasti eða ekki. Þetta endaði með því að henni var haldið sofandi á gjörgæslu í þrjá sólarhringa. Það var gert af því að við vissum að svefn var eini vinur hennar. Hún gat vaknað eðlileg eftir svefninn,“ segir hann. „Við erum ein af fáum sem nota svefnlyf til að svæfa börn með þennan sjúkdóm. Flestir bíða bara eftir því að köstin gangi yfir. Það getur tekið margar daga. Við stoppum köstin um leið og þau byrja. Ég held að það sé að bjarga henni. Hún er miklu betur farin en mörg þau börn sem við höfum hitt á erlendum ráðstefnum.“ Svipur Ragnheiðar verður alvarlegur. „Ég man eftir því þegar við fórum til Chicago. Þar hittum við þrjá-
Móðir Sunnu, Ragnheiður Erla, bróðir hennar Viktor og faðirinn Sigurður Hólmar dást að stúlkunni sinni.
tíu fjölskyldur og börn með AHC. Ég fékk taugaáfall.“ Sigurður tekur undir. „Við hefðum þurft áfallahjálp eftir fyrsta daginn. Börnin voru svo rosalega illa farin. Ekki bara í hjólastól. Þau voru ekki andlega á staðnum og nánast engin hugsun virtist til. Þetta svefnlyf er ekki hættulegt nema að það sé notað í miklum mæli og oft. Þetta er velþekkt lyf, sem við reynum að nota sem minnst og þá sem minnstan skammt. En við notum það.“ Ragnheiður segir frá því að á þessum tíma, árið 2008, hafi Sunna verið farin að ganga. „En nú gat hún ekki gengið óstudd. Hún gat
Hjá Ellingsen færðu allt fyrir veiðina. Stangir, hjól og fatnaður í miklu úrvali. Gæðamerki á góðu verði.
PIPAR\TBWA •
SÍA •
112343
REYKJAVÍK • AKUREYRI ellingsen.is
– FULLT HÚS ÆVINTÝRA
ekki setið óstudd. Henni leið svo illa og vildi alltaf vera á ferðinni. Það er ógurlega erfitt að vera með barn inni á spítala, sem þolir illa áreiti, ljós og finnst ekki gaman að hitta lækna sem sprauta og skoða, sem vill ekki bara liggja á rúminu og horfa á teiknimyndir. Hún var á háhesti á Sigga endalaust. Hún var keyrð út um allt í hjólastólnum.“
Sagði ekki pabbi í tvö ár
Eftirköst sjúkdómsins eru meðal annars þau að minnið skerðist og köstin hafa áhrif á þroskann. Finna þau fyrir eftirsjá og sorgar vegna áhrifanna þegar Sunna fær kast? „Já, auðvitað er það rosalega leiðinlegt. Hræðilegt. Ég meina, hún var byrjuð að segja pabbi þegar hún var þriggja ára. Hún sagði fyrst pabbi aftur í október. Það er mjög leiðinlegt.,“ segir Sigurður og þögnin er rofin þegar Ragnheiður bætir við. „Þetta tekur á andlega. Það tekur á okkur og stórfjölskylduna að fylgjast með svo yndislegri stelpu þjást svona. En við stöndum ekki ein. Fjölskyldan er með okkur og ömmurnar Gunný og Bíbí eru boðnar og búnar að hjálpa til við umönnun Sunnu.“ En Sunna Valdís er hetja. „Hún er ótrúlega geðgóð og flott,“ segir móðir hennar. „Það hefur bjargað henni hvað hún er rosalega geðgóð, því þótt hún lamist á öðrum handleik og það í leik, þá heldur hún áfram að leika sér,“ segir pabbinn stoltur. „Hún kvartar aldrei.“ Hún kvartar mjög sjaldan, segir Ragnheiður. „En hún grætur þegar hún fær þessi slæmu köst. Þá grætur hún með tárum og við vitum við að þetta er vont. Það er svo ótrúlega erfitt að horfa á barnið sitt og geta
ekkert gert nema að ganga með hana um, draga niður gardínurnar og svæfa hana.“
Á séns með réttum lyfjum
Vonin er fyrir hendi. „Ef við fáum lyf sem stoppar köstin þá á hún séns á að bæta sig í þroska,“ segir Sigurður. „Ég talaði á mánudag við 22 ára bandaríska stúlku með þennan sjúkdóm. Hún skrifar mér á Facebook. Hún vinnur fjóra tíma á dag. Hún er enn að fá köst en hún getur bjargað sér.“ Þau viðurkenna að álagið af veikindum Sunnu hefur áhrif á hjónabandið. „Það þarf stöðuga vinnu,“ segir Sigurður. „Þetta er ekki auðvelt.“ Ragnheiður. „Nei, en við erum ennþá gift!“ Þau hlæja. „En það er samt þannig að við tökum okkur frí sitt í hvoru lagi,“ segir Sigurður. „Já, það gerum við og getum ekki annað,“ segir Ragnheiður. „Einnig þegar við sinnum strákunum okkar. Viktor er tólf ára og þarf sitt. Hann þjáist fyrir það að eiga langveika systur. Þegar Sunna var yngri og fékk kast fórum við niður eftir í hvert einasta skipti svo hún gæti fengið vöðvaslakandi lyf,“ segir hún. „Nú förum við ekki þangað inn nema í ítrustu neyð. Áreitið á ekki við hana.“ Ragnheiður tekur fram að á spítölunum vinni gott fólk og þjónustan sé frábær og ekkert út á hann að setja. „En að vera inni á spítalanum er of mikið fyrir hana. Heimilið okkar er því spítalinn okkar. Við erum með svefnlyfið inni í ísskáp. Við hringjum í Ýr iþegar ástandið er slæmt en förum með hana niður eftir þegar við erum ráðþrota.“
Þau viðurkenna að líf Viktors, sem nú er tólf ára, hefur stökkbreyst vegna veikinda litlu systur. „En hann veit líka að hann er heppinn. Hann á mömmu sem er flugfreyja og hann fær stundum að fara með. Hann veit að hann fær hluti sem aðrir strákar fá ekki. Þeir skreppa ekki til Montreal með mömmu sinni,“ segir Sigurður og Ragnheiður þakkar frábært viðhorf yfirmanna Icelandair í hennar garð. „En Viktor missir líka af mörgu. Við erum mjög bundin heima. Við komumst mjög lítið með hana. Við fórum til dæmis með hana til tannlæknis í morgun í fyrsta skipti – í svona kynningu. Hún var farin að skjálfa og titra á biðstofunni og við vorum við það að fara með hana heim. Hún var voða spennt í bílnum. Benti á tennurnar og vissi hvert hún var að fara. Við héldum að þetta yrði ágætt en svo var hún farin að skjálfa. Hún lagðist ekki í stólinn en hún leyfði tannlækninum að telja tennurnar.“ Þau Siggi og Ragga sigldu lygnan sjó þar til nú seinni part vikunnar. Sunna Valdís hafði ekki fengið kast í hálfan mánuð eftir erfiða törn þar sem hún fékk köst ellefu daga í röð. „Við vorum að setja hana á nýtt lyf og vonum að þau séu ástæðan,“ segir Sigurður vongóður, þótt vonin um að þau kæmu alveg í veg fyrir köst hafi brostið nú á miðvikudag, þegar hún fékk eitt kastið.
Traustir vinir fylgja þeim eftir
„Já, maður þorir varla að tala um þetta,“ segir Ragnheiður af hræðslu við nýja hrinu. Við snúum okkur því að öðru. Hafið þið misst vini? „Það hafa reyndar nokkrir bakkað frá okkur,“ segir Ragnheiður. „Já,“ segir Sigurður. „Við höfum misst marga en eftir standa ótrúlega traustir vinir sem styðja okkur í einu og öllu. Svo höfum við líka eignast marga vini, til dæmis foreldra annarra barna með sama sjúkdóm erlendis. Það er meira í gegnum tölvuna og Skype. Svo hittumst við á fundum. Við höfum farið á tvo fundi í Bandaríkjunum. Við höfum farið á nokkra fundi hérna í Evrópu. Við stofnuðum þessi samtök sem opnuðu gáttina að umheiminum.“ Í samtökunum, AHC association of Iceland, eru bara þau með Sunnu sína. „Við vildum komast í samband við aðra foreldra. Okkur fannst við svo ótrúlega einangruð. Við getum ekki tekið upp símann og hringt í Jón og Gunnu í Garðabænum og spurt hvaða lyf þau eru að nota og hvernig þau meðhöndli sjúkdóminn. Við erum ein á landinu. Framhald á næstu opnu
Lítill fjárstyrkur fyrir veikburða félög Njóttu gæðanna og bragðsins og kældu þig niður í leiðinni með hollustu. Joger - hollur og góður og fæst víða.. Prófuaðu bara!
Hingað til höfum við safnað fjármunum fyrir samtökin (AHC Association of Iceland) í gegnum Reykjavíkurmaraþonið,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, faðir Sunnu Valdísar sem ein Íslendinga hefur greinst með hinn sjaldgæfa helftarlömunar- og taugasjúkdóm AHC. „Síðustu tvö ár hefur gengið ótrúlega vel. Fyrst vorum við með 24 hlaupara og 37 á síðasta ári. Viktor sonur okkar er meðal hæstu safnara. Hann var þriðji meðal þeirra sem safnaði á síðasta ári en hann hringir í vini og vandamenn.“ Sigurður segir annars konar fjáröflun ekki hafa gengið vel. „Við höfum leitað til fyrirtækja án mikils árangurs. Það er ekki það að fólk sé ekki tilbúið að styrkja, heldur virðast fyrirtækin bundin samningum við ákveðna aðila; aðallega krabbameinsfélög. Peningarnir fara þangað. Það er svo einfalt,“ segir hann. „Þetta eru risafélög með stórar maskínur
Við viljum finna orsökina og leiðina að því að lækna sjúkdóminn.“
sem fara af stað þegar safna á fé. Auglýsingar á strætóskýlum, blöðum og sjónvarpi. Lítil félög hafa ekki bolmagn í þetta. Það þekkja allir einhvern sem hefur fengið krabbamein. Við líka því pabbi Röggu (konu Sigurðar) dó úr krabbameini fyrir nokkrum árum. Auðvitað viljum við lækningu við því,“ segir hann. „En fólk ætti kannski að spyrja sig í hvað peningurinn fari, því hann fer ekki í beinar rannsóknir á krabbameini. Risafyrirtæki úti í heimi vinna í því og stærstu lyfjafyrirtækin keppast við verða fyrst með lyfin. Okkur vantar hins vegar fjármagn til að fara í grunnrannsóknir á okkar sjúkdómi. Sjúkdómi sem lítið sem ekkert er vitað um,“ segir hann. „Það græðir enginn fé á því að finna lækningu við sjúkdómi þar sem sjúklingarnir eru kannski þrjú til sex hundruð. Og út á það gengur barátta okkar. Við viljum finna orsökina og leiðina að því að lækna sjúkdóminn.“ - gag
viðtal 29
Helgin 11.-13. maí 2012
Sunna Valdís + Ólafur Darri = Sönn vinátta
Ólafur Darri á góðri stund með Sunnu Valdísi. Hún er heilluð af þessum ástsæla leikara þjóðarinnar. Ekki þó af leiklistarhæfileikunum, heldur var það útlitið sem náði athygli hennar í fyrstu. Ólafur Darri ætlar að tileinka henni fertugsafmæli sitt á næsta ári. Mynd/Einkasafn
S
unna er yndisleg. Þetta er yndisleg fjölskylda,“ segir Ólafur Darri Ólafsson leikari sem fékk óvenjulega bón fyrir einu og hálfu ári í tölvupósti. Heimboð í kaffi til að hitta þá rúmlega fjögurra ára langveika stúlku og dyggan aðdáanda. Póstinn sendi pabbi Sunnu, Sigurður Hólmar Jóhannesson. Hvað gerir faðir ekki til að uppfylla drauma dóttur sinnar? Draumur Sunnu Valdísar var Ólafur Darri. „Á þessum tíma var kvikmyndin Rokland í sýningu. Hann lék aðalhlutverkið og var víða. Ef hún gat ekki klippt myndirnar út úr blöðunum gerðum við það fyrir hana,“ segir Ragnheiður Erla Hjaltadóttir móðir hennar. „En á þessum tíma var hún hrædd við menn með skegg. Það var því svolítið óvenjulegt að hún vildi sjá skeggjaðan mann.“ Á heimili fjölskyldunnar er veggspjald með myndunum af Ólafi Darra. Það hefur fylgt henni hvert sem hún fór og hangir nú snjáð uppi á vegg.
„Ég kíki í kaffi“
„Sjálfsagt. Ég kíki í kaffi,“ stóð í póstinum sem Sigurður fékk frá leikaranum. „Þetta var eitthvað svo sérstakt erindi,“ segir Ólafur Darri um póstinn frá Sigurði. „Mér fannst sjálfsagt mál að hitta þessa litlu fjölskyldu. Nú þykir mér vænt um þau og ég get sagt að þau eru vinir mínir.“ Spurður hvað hafi komið honum mest á óvart við fjölskylduna svarar hann: „Það gerði bróðir hennar Sunnu, Viktor. Hann er svo yndislegur í kringum hana. Það hlýtur að vera erfitt að eiga eina systur og fylgjast með henni glíma við svona sjaldgæfan sjúkdóm. Mér finnst hann gera það svo dásamlega,“ segir hann. „Þetta er gott fólk og það er ekki erfitt að hjálpa góðu fólki. Mér finnst þau standa sig ótrúlega vel við þessar aðstæður. Og í rauninni er það svo að þegar ég hitti þau er alltaf gleði í loftinu.“ „Hann hefur heimsótt okkur í Breiðholtið og við hann en símtölin þar sem hann talar og Sunna hlustar mun fleiri,“ segir Ragnheiður. „Við þekktum hann ekki neitt á þessum tíma,“ segir hún. „Við vissum að hann vari Ólafur Darri, frábær leikari, mikill og stór, skeggjaður maður.“ Og Sigurður heldur áfram. „Við vissum ekkert hvernig hann væri í skapinu. Svo kemur hann einn daginn. Þá er plakatið upp á vegg eins og venjulega. Hann kemur labbandi
Þetta er veggspjaldið með myndum af Ólafi Darra sem Sunna útbjó úr úrklippum úr dagblöðum. Í kjölfarið bauð pabbi hennar leikaranum í heimsókn.
inn, þessi stóri maður, með þetta mikla skegg og hárið út um allt – eins og tröllkarl. Sunna sér hann, sest flöt á gólfið og horfir á hann þar sem hann situr við eldhúsborðið. Hún sat í fimm mínútur, horfði á hann, horfði á plakatið, horfði á hann og benti á plakatið. HANN ER KOMINN. Svo settist hún hjá honum. Þau púsluðu og léku sér. Magnað.“
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 58452 02/12
Stórleikarinn mikli með úfna skeggið og hárið út um allt heillaði Sunnu Valdísi Sigurðardóttur upp úr skónum. Hún klippti allar myndir út sem birtust af honum í blöðunum. Sunna er langveik og foreldrar hennar stóðust ekki mátið og buðu Ólafi Darra Ólafssyni í heimsókn. Þeim til undrunar og gleði þekktist hann boðið.
Fertugsafmælið fyrir Sunnu
Ólafur Darri dáist af dugnaði fjölskyldunnar og æðruleysinu sem þau sýna. „Ég eignaðist fyrsta barnið mitt eftir að ég kynntist þeim. Þá fékk ég einhvern nasaþef af því hvernig mér myndi líða ef eitthvað myndi koma uppá hjá mér og dóttur minni. Ég á bara erfitt með að ímynda mér það. Það er að segja, kannski ekki erfitt, en mig langar ekki að fara þangað í huganum og ég vona að ég komist aldrei að því. En þau eru bjartsýn og búa yfir stórkostlegu æðruleysi.“ Það er augljóst að fjölskyldan hefur haft áhrif á Ólaf Darra. Meira að segja svo að hann hefur þegar ákveðið að hjálpa fjölskyldunni þegar hann nær þeim áfanga að verða fertugur á næsta ári. „Ég er ekki þekktur fyrir það að halda upp á afmælið mitt með stæl. Ég hef alltaf kviðið því að eldast. En ég hef ákveðið að ég ætla að leggja mitt á vogarskálarnar fyrir Sunnu á næsta ári og gera ýmislegt til að safna fyrir samtökin. Sunna er ein af sex hundruð börnum í heiminum sem eru með þennan sjúkdóm. Fólk náið mér hefur veikst af sjúkdómi sem fáir hafa. Ég veit því hvað er erfitt er að safna fé og fá sjaldgæfan sjúkdóm rannsakaðan. Við eigum eftir að útfæra hugmyndina nánar í sameiningu. En ég væri til í að ná þannig til fólks að samtökin hefðu gagn af,“ segir hann í léttum tóni.
VIÐ FLJÚGUM AFTUR Í TÍMANN Viltu lána okkur minningabrot? Í tilefni af 75 ára afmæli okkar efnir Icelandair, í samstarfi við Steinunni Sigurðardóttur fatahönnuð, til sýningar í haust. Til sýnis verða gamlir og nýir einkennisbúningar Flugfélags Íslands, Loftleiða, Flugleiða og Icelandair og ýmsir aðrir hlutir sem tengjast sögu farþegaflugs og þjónustunni um borð allt frá árinu 1937. Átt þú ekki eitthvað áhugavert frá fluginu? Við vildum svo gjarnan fá lánaðar gamlar flugfreyjudragtir, flugmannsjakka og sitthvað annað sem setti svip á flugið hér áður fyrr. Við leitum til ykkar sem fluguð með okkur Við tökum á móti klæðnaði og smáhlutum sem tengjast fluginu á Icelandair Hótel Reykjavík Marina í dag, kl. 17:00–19:00. Okkur þætti afar vænt um að fá að sjá þig á föstudaginn og rifja upp gamla góða tíma. Upplýsingar: Rannveig Eir Einarsdóttir I rae@icelandair.is Anna Margrét Jónsdóttir I annamj@icelandair.is
viðtal
Helgin 11.-13. maí 2012
að svefnherberginu, þar sem Viktor dundar sér. Sigurður tekur á sig rögg og svarar krefjandi spurningunni sem liggur í loftinu. Verður Sunna fullorðin?
En þó að við séum í sambandi við aðra úti í löndum getum við illa notað þeirra ráð, því sjúkdómurinn leggst misjafnlega á fólk. Við vorum til að mynda vöruð við því að nota lyfið sem Sunna byrjaði á fyrir hálfum mánuði, af því að það fór svo illa í sum börn á meðan það virkaði á önnur.“ En þau tóku ákvörðunina, þar sem sjúkdómurinn leiddi af sér annan taugasjúkdóm sem kallast Dystonia og kallar fram krampa í útlimum Sunnu Valdísar. „Ef hún fær krampa í handlegginn stendur hann út frá búknum sem er mjög sársaukafullt. Oftast fær hún þessa krampa í fæturna. Þetta var orðið svo mikið – oft á dag – og við urðum að fá eitthvað við þessu.“
Leggja allt undir fyrir Sunnu
Stofnuðu samtök um Sunnu
Þau Sigurður og Ragnheiður hafa hellt sér út í alþjóðasamstarf foreldra sem eiga börn með AHC. Í fyrstu var þeim boðið á fund evrópskra samtaka um sjaldgæfa sjúkdóma, Eurordis. „Við fórum á fundinn og fannst hann áhugaverður. Þar sáum við að til voru alþjóðleg samtök um AHC. En við vorum ekki velkomin inn í þann félagsskap sem einstaklingar, heldur aðeins sem samtök. Þannig að einn, tveir og þrír stofnuðum við samtök, settum upp heimasíðu og vorum velkomin á alla fundi sem við vildum sækja!“ Fundina nota þau Sigurður og Ragnheiður til að hitta lækna. Þau hafa tvisvar farið til Bandaríkjanna með Sunnu að hitta lækna sem eru sérfræðingar í sjúkdómnum. Þau eru með blóðsýni úr Sunnu í bio-bönkum í Bandaríkjunum og Ítalíu. Þangað geta sérfræðingar og vísindamenn sótt í til að finna orsök sjúkdóma. „En það eru fáir sem hafa sýnt því áhuga,“ segir Sigurður. Tvisvar til Bandaríkjanna, tvisvar til Ítalíu, Brussel, London... „Við reynum að vera
Viktor með einu systur sína í fanginu. Sex ár eru milli systkinanna og má meðal annars sjá á myndböndum á Youtube að þau eru miklir mátar. Mynd/Hari
dugleg fyrir Sunnu og hitta aðra foreldra. Það gefur okkur mikið að tala við aðra foreldra, sjá önnur börn og vita að við erum ekki ein,“ segir Ragnheiður. „Við ákváðum það líka snemma að við yrðum að gefa okkur í þetta. Og við gerum það,“ segir Sigurður. „Ef við eigum frítíma sinnum við þessu vel og þar sem við höfum sótt bæði til Evrópu og Bandaríkjanna sáum við að þar var verið að vinna að sömu málum. Í kjölfarið hefur myndast meira samstarf á milli Evrópu og Bandaríkjanna.“ Samvinnan sé skynsamleg því félögin séu fjárvana.
Komu á samstarfi milli heimsálfa
„Peningarnir eru bara að koma frá foreldrunum sem halda tombólu í götunni sinni,“ segir Sigurður. „Ef við erum að eyða sömu summum í sömu verkefnum, af hverju sameinum við ekki kraftana og eyðum peningun-
um sem eftir standa í annað? Því á endanum erum við öll að stefna að sama markmiði; að finna lækningu við sjúkdómnum. Þetta keyptu samtökin beggja vegna Atlantshafs og samstarfið gengur vel. “ Sigurður hefur verið kosinn í stjórn European Research for Alternating Hemiplegia, (ENRAH). „Þetta eru samtök stutt af Evrópusambandinu.“ Samtökin þeirra eru nú einnig hluti af Umhyggju; félags til stuðnings langveikum börnum og Eurordis, regnhlífarsamtök fyrir sjaldgæfa sjúkdóma í Evrópu. Barátta fjölskyldunnar er erfið, löng og ströng og litar allt líf hennar. „Þessi sjúkdómur er alltaf að breytast. Það getur vel verið að eftir einhvern tíma hætti hún að bakka í þroska. Við vitum það bara ekki. Það er svo lítið vitað og einstaklingarnir svo mismunandi,“ segir Sigurður. Ragnheiður stendur upp og labbar frá borðinu. Hún lokar dyrum
„Það er rosalega erfitt að segja til um framtíðina. Köstin geta verið það hörð að það eru töluverðar líkur á heilablóðfalli. Við þekkjum foreldra sem hafa misst börnin sín þannig. Auðvitað erum við bara bjartsýn. Það er líka ástæðan fyrir því að við erum með hana í gjörgæslu heima fyrir. Þegar hún fær köstin erum við til staðar og ef það gerist í leikskólanum, sem er handan götunnar, erum við mætt, einn tveir og þrír. Þess vegna svæfum við hana og stoppum köstin, svo þau verði ekki svo ofsalega hörð. En ég hef hitt fertugan mann með þennan sjúkdóm úti á Ítalíu. Það eru til fullorðnir einstaklingar með þennan sjúkdóm. En sjúkdómurinn getur verið vægur og mjög erfiður. Sunna er þarna í miðjunni. Hún er týpískur AHC sjúklingur. En hvernig þróunin verður vitum við ekki.“ En hvernig lifir maður með tímasetningu um hugsanlegt, ótímabært andlát? „Vinkona okkar er formaður bresku AHC samtakanna. Hún missti átján ára dóttur sína á síðasta ári,“ segir Ragnheiður og Sigurður tekur við. „Sextán ára stúlka í Bandaríkjunum lést á svipuðum tíma. Þegar það gerist heyrum við voða lítið af því af hverju og hvernig það gerist. Það er algengt að börn með þennan sjúkdóm deyi ung. Við reynum að hugsa ekki út í það. Við gerum það sem við getum gert og reynum að gera það eins vel og við getum svo Sunna eigi sem mestan séns.“ Síða samtakanna: http://www.ahc.is/ Sjá má myndir af Sunnu og fjölskyldu á Youtube Sunnu blogg: http://sunnavaldis.blogcentral.is/ H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 11 - 1 7 1 3
30
Aðeins 4,4 lítrar á hundraðið Tryggðu þér Kia cee'd á frábæru verði – aðeins örfáir bílar í boði! Kia cee'd EX, 1,6 l, dísil, beinskiptur 16" álfelgur, loftkæling, hraðastillir (Cruise Control), leðurklætt stýri og gírstangarhnúður, bluetooth o.fl. Einnig fáanlegur sjálfskiptur. Verð 3.620.777 kr.
Sértilboð 3.390.777 kr. Allt að 75% fjármögnun
7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.
Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook
www.kia.is
2. Landsmót UMFÍ 50+ Mosfellsbæ 8.–10. júní 2012 Keppnisgreinar: Almenningshlaup • Badminton • Blak • Boccia • Bridds • Frjálsar • Golf Hestaíþróttir • Hringdansar • Knattspyrna • Kraftlyftingar • Línudans Pútt • Ringó • Skák • Starfsíþróttir • Strandblak • Sund • Sýningar • Þríþraut Fróðleikur um hollustu og heilbrigðan lífsstíl
Íþrótta- og heilsuhátíð
248.224 Hönnun og myndskr. Magnús Óskarsson - maggi@12og3.is
ÖLLUM heimil þátttaka óháð félagi!
Nánari upplýsingar á www.landsmotumfi50.is
32
fréttir vikunnar
Slippurinn fær að vera um sinn
26 þúsund í alvarlegum vanskilum
Að vinna með það sem fyrir er, í stað þess að rífa og byggja nýtt, er stefnan sem unnið er út frá í nýju rammaskipulagi fyrir Reykjavíkurhöfn. Gamli slippurinn er ekki á förum þó búið sé að opna hótel í næsta húsi.
Rúmlega 26 þúsund einstaklingar voru í alvarlegum vanskilum um síðustu mánaðamót samkvæmt vanskilaskrá Creditinfo. Það er um 8,7 prósent fólks yfir átján ára aldri.
Bílastæði í Hörpu ekki lengur sérmerkt konum
Vill að slitastjórn víki
kvennastæði væri að ræða.
Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður krefst þess að héraðsdómur víki slitastjórn Frjálsa fjárfestingabankans frá störfum. Hann gagnrýnir vinnubrögð stjórnarinnar harðlega.
Stofnanir sameinaðar í Austurbrú
Bókhaldi Þorláksbúðar skilað innan tíðar
Ný stofnun, Austurbrú, varð til á Austurlandi á þriðjudaginn. Í henni sameinast allar stoðstofnanir fjórðungsins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í ávarpi að Austurbrú gæti orðið fyrirmynd að samskonar stofnunum í öðrum landshlutum.
Bókhaldi Þorláksbúðarfélagsins verður skilað til ríkisendurskoðunar fljótlega, segir Egill Hallgrímsson, sóknarprestur í Skálholti. Hann er stjórnarmaður í félaginu auk Árna Johnsen.
Bílastæði í bílastæðahúsi Hörpu eru ekki lengur sérmerkt konum. Búið er að mála yfir merkingarnar sem gáfu til kynna að um
Ákæra gefin út í morðmáli Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur 23 ára gömlum manni sem banaði fyrrverandi unnustu sinni á heimili sínu í Hafnarfirði í febrúar. Maðurinn kom á lögreglustöð í annarlegu ástandi og greindi frá
Helgin 11.-13. maí 2012
Vikan í tölum
3
7
milljarðar er upphæðin sem Bakkabræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir borga fyrir 25 prósenta hlut í Bakkavör.
ár eru liðin frá því að jaxlinn skeggjaði Chuck Norris birtist síðast á hvíta tjaldinu en hann leikur stórt hlutverk í harðhausamyndinni The Expandables 2 sem frumsýnd verður í ágúst.
6
sigrar í sex leikjum var árangur HK-manna í úrslitakeppni N1-deildarinnar í handbolta karla. HK vann Hauka, 3-0 í undanúrslitum og FH á sama hátt í úrslitum.
Almenningssamgöngur efldar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa skrifað undir samkomulag um 10 ára tilraunaverkefni um eflingu almenningssamgangna. Tvöfalda á hlutdeild þeirra. Árlegt framlag ríkisins til verkefnisins er einn milljarður.
því sem hafði gerst.
VELKOMIN Á BIFRÖST
HHS - heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði
Francois Hollande var kjörinn forseti Frakklands um síðustu helgi eftir harða baráttu við Nicolas Sarkozy, fráfarandi forseta. Hollande er fyrsti forsetinn úr vinstra litrófi stjórnmálana í Frakklandi síðan Francois Mitterand var og hét en hann lét af embætti árið 1995. Nordic Photos/Getty Images
Þjóðhátíð við Úlfarsfell
Camp málinu.
„Loksins, loksins,“ hefur einhver sagt um helgina þegar Bauhaus opnaði risaverslun í við Mosfellsbæ. Þjóðin gekk, sjálfri sér samkvæm, af göflunum og liðið á Facebook tók virkan þátt í biluninni.
Guðmundur Andri Thorsson
Er að spá... er þetta Bauhaus æði ekki bara feik? Þekki ég nokkurn sem svaf þarna í nótt?
Allt hefur sinn stað og sína stund og Elliðárdalur er sérlega slæmur vettvangur fyrir geltandi armbeygjumarkskálka í herbúningum. Allt þetta tóma iðnaðarhúsnæði í úthverfunum er kjörið fyrir slíkt. Ágætt hjá VG að standa vörð um friðsæld náttúruperlunnar.
Kristjón Kormákur Guðjónsson
Bergsteinn Sigurðsson
Jæja, þá er búið að opna nýja félagsmiðstöð á Íslandi. Nú getur fjölskyldan valið hvort hún fer í kringluna, Smáralind eða þetta Bauhaus á helgum. Úps, gleymdi Ikea.
Ég hleyp þarna nokkrum sinnum í viku, ásamt mörgum fleiri. Reyni að halda orginu í lágmarki svo vonandi spilli ég ekki náttúrugleðinni. En mér finnst það sérstök afstaða hjá Vg að sýta það að þarna verði leikfimistöð frekar en bautasteinn um einkabílinn.
Kristrún Heiða Það deyr eitthvað innra með mér þegar stórverslanir eru opnaðar á Íslandi.
Edda Jóhannsdóttir Er takmarkalaus tauhaus og kaus að kaupa plankastrekkjarann síðar. Nennti ekki að troðast innanum þrjár milljónir Íslendinga á 22 þúsund fermetrum. Vonandi samt að strekkjararnir seljist ekki upp.
Hildur Knútsdóttir Ég ætla ekki að segja neina Bauhaus-brandara.
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Námið er einnig góður undirbúningur fyrir fjölbreytilegt framhaldsnám á sviði hug- og félagsvísinda. Í því fléttast saman þrjár grunngreinar hug- og félagsvísinda sem oftast eru kenndar hver í sínu lagi. Með því að blanda saman aðferðum heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði verður til óvenjulegt og innihaldsríkt grunnnám sem gefur óvænt og gagnleg sjónarhorn. Á Bifröst gefst nemendum kostur á að ljúka námi á skemmri tíma þar sem sumarnám er hluti reglulegs náms. Náminu má því ljúka á tveimur og hálfu ári og er boðið upp á bæði fjarnám og staðnám.
Opið fyrir umsóknir til 15. júní á bifrost.is
ár eru síðan Manchester City varð síðast Englandsmeistari. Félagið getur tryggt sér sigur í ensku úrvalsdeildinni um helgina.
Heitustu kolin á
Helga Vala Helgadóttir
HHS undirbýr nemendur fyrir atvinnumarkað þar sem gerðar eru miklar kröfur og þróun er hröð.
44
Facebook væri frekar fátæklegt í dag ef ekki væri fyrir opnun nýrrar verslunar.
G. Pétur Matthíasson Eru Íslendingar verslunarfíklar?
Þorfinnur Ómarsson Óskar Íslendingum til hamingju með að vera fyrsta þjóðin til að losna undan kreppunni.
Almannatenglar Vinstri-grænna í Reykjavík láta ekki að sér hæða og tókst að gera verndun Elliðarárdals að enn einu vandræðamálinu sem kom beint í hausinn á flokknum aftur þegar góða fólkið í flokknum álpaðist til þess að fordæma leikfimi fyrir hernaðartengingu.
Magnús Ragnar Einarsson Það er æðislegt líf og fjör í Elliðaárdalnum. Synd að spilla þeirri náttúrugleði með organdi fitubrennsluliði.
Illugi Jökulsson Ég mun nú lýsa skoðunum mínum á stóra Boot
Þórarinn Friðjónsson Ég þekki Bigga í Boot Camp vel þótt ég hafi ekki sótt stöðina hans. Hann er drengur góður og enginn hermarskálkur. Það verður enginn ófriður af starfsemi þeirra félaga, bara líf og fjör. Ef þetta hefði verið Kramhúsið sem vildi fá sína hreyfingu þarna þá hefði Sóley Tómasdóttir örugglega farið þangað og heilsað sólinni.
Stefán Pálsson Góðu fréttirnar varðandi stóra Boot Camp/ heræfinga-málið er að allir virðast vera sammála um að ekki kæmi til greina að hafa raunverulegar heræfingar í Elliðaárdalnum. Það er mikil framför frá því þegar borgin heimilaði Nató-heræfingu í Hljómskálagarðinum 1999, en við í SHA náðum að afstýra.
Sveinn Andri Sveinsson Vinstri grænir vilja að Hjálpræðishernum verði gert að flytja höfuðstöðvar sínar enda alveg ófært að starfsemi með slíkri hernaðarlegri skirskotun sé í miðbæ Reykjavíkur.
Erla Hlynsdóttir Pole fitness í Elliðaárdalinn!
Sveinn Waage Jebb.. Enda Boot Camp útileikfimi á Íslandi og Víetnam-stríðið næstum því sami hluturinn.
Grilltíminn Bestu kjötbitarnir - Langur búrger - BBQ svín
Helgin 11.-13. maí 2012
Reyking
Reykingar leyfðar Þegar elda á BBQ þarf að hafa reyk og reykurinn sem myndast við það að safinn sem vellur úr kjöti fellur á kol eða gasbrennara dugir ekki til. Það þarf eldivið og ekki er sama spýta og spýta.
Sag
Spænir
Kubbar
Lurkar
F
orðist að nota flestan mjúkan við eins og til dæmis furu og ösp. Helst skal að nota harðvið. Það helsta sem vex almennilega á Íslandi og hægt er að nota er birkið – þurrt birki virkar ágætlega þótt auðvitað megi höggva niður hlyn og álm ef þeir þykja fyrir í garðinum. Það má alls ekki nota krossvið eða annan unninn við eins og spónaplötur eða fúavarið timbur. Það er beinlínis eitur og matarboðið endar á slysó. Harðviðinn er hægt að fá í grillbúðum og hann er einnig oft seldur í stærri einingum sem eldiviður í byggingarvöruverslunum og á bensínstöðvum.
Tíminn og reykurinn
Reykur er bragð og það er gott að fá reykkeim í flestan þann mat sem við grillum úti. Allt kjöt þolir eitthvað af reyk en það er mismunandi þolið eftir tegund. Svínakjöt þolir mikinn reyk og kjúklingur líka. Nautið vill gjarnan reyk en ekki jafn mikið og svínið. Lambið vill vera ferskt og þolir minnstan reyk. Þótt lambalærið breytist ekkert í hangiket strax er gott að passa uppá að hafa ekki of mikinn reyk við eldun þess. Fljóteldaðir bitar eins og kótelettur hafa bara gaman af smá salíbunu í reyknum. Fiskurinn kann líka vel við sig í reyknum sérstaklega lax og silungur. Bragðið af reyknum sjálfum fer ekki að skipta almennilega máli fyrr en búið er að reykja í meira en 5-6 tíma þannig að yfirleitt skiptir ekki máli hvort notaðar eru mismunandi tegundir af harðviði.
Töff týpur
Þær eru fjórar mismunandi útgáfurnar sem notast má við til að reykja á grilli: Lurkar, kubbar, spænir og sag. Hvert um sig hentar í mismunandi hluti. Til að fá mikinn reyk í stuttan tíma er gott að nota spæni eða sag. Lengri reyking kallar á stærri kubba eða lurka. Þegar á að reykja lengi og sér í lagi á gasgrilli er best að nota sæmilega stóra kubba eða lurka en ekki spæni eða sag. Einfaldast er að leggja þá aðeins í bleyti og vefja þá svo í álpappír. Setja svo nokkur lítil loftgöt til að reykurinn sleppi út án þess að eldur
Lurkur í álpappír gefur af sér góðan reyk í langan tíma.
komi upp. Þá er líka hægt að nota skál úr til dæmis ryðfríu stáli og setja kubba þar ofaní og svo skálina beint ofan á brennarann. Á kolagrilli er best að leggja sæmilega kubba í bleyti í nokkra klukkutíma og setja svo beint á kolin. Ef reykja á fisk er fínt að nota sag eða spæni. Sagið er best að hafa þurrt í stálskál
eða á pönnu. Það þýðir svo ekkert að nota eina eða tvær teskeiðar af þessu – drjúgt fer af sagi í hvern skammt. Þótt uppskriftin kveði á um að elda skuli við vægan hita þarf samt örlítinn eld til að koma kubbunum af stað. Passa bara að eldurinn blossi ekki upp því honum fylgir náttúrulega mikill hiti og sót sem er ekki
eftirsóknarvert á kjötbitann. Einnig þarf að gera ráð fyrir því að kubburinn hitnar eins og góður kolamoli þegar reykingin er komin af stað. Því þarf að fylgjast vel með hitanum þegar líður á reykinguna. Haraldur Jónasson Hari@frettatiminn.is
O P N U NSÉRVERSLUN ARTILBOÐ
MEÐ GRILL, GARÐHÚSGÖGN OG ÚTILJÓS Grill sem endast
Mikið úrval aukahluta
2.990
Þýsk framleiðsla
129.900 Pizza panna
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
www.grillbudin.is
Opið laugardag til kl. 16
39.900
2
grilltíminn
Helgin 11.-13. maí 2012
Síðubitar systursteikur Síðubitana þarf að steikja annað hvort eldsnöggt - eða ótrúlega lengi.
Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is
Bestu bitarnir
F HVÍTA HÚSIÐ / SÍA
lestir eru nokkurn veginn sammála um að kjötbitarnir þeir sem vaxa sem næst hryggnum á hverri skepnu séu þeir bestu. En þeir bestu henta ekki alltaf í það sem sælkerinn er að leita eftir. Það þarf til dæmis talsverða fitu og ákveðið magn af þeim vefjum sem halda kjötinu saman til þess að elda kjöt við lágan hita og lengi. Lund og fillet myndi þorna
alveg grillaður! Grillosturinn bráðnar betur en aðrir ostar og hentar því einstaklega vel á hamborgara eða annan grillaðan mat.
Grill í Múrbúðinni – skoðaðu verðið!
59.900 kr. GAS GRILL
4 ryðfríir brennarar og hliðarplata. 14 kw/h. 48.000-BTU. Hitamælir. Kveikja í stillihnapp. Grillgrind er postulínshúðuð. 44x56 cm. Extra sterk hjól v.gaskút. Þrýstijafnari og slöngur fylgja.
GAS GRILL
4 brennarar 14 kw/h. 48.000-BTU. Kveikja í stillihnapp. Hitamælir. Grillgrind er postulínshúðuð. 43x37 cm. Hitaplata er postulínshúðuð. 43x39 cm. Þrýstijafnari og slanga fylgir.
Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum
37.900 kr. – Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
löngu áður en hægt væri að skera kjötið í sundur með skeið. Systursteikurnar „flank“ og „skirt“ er síðubitar teknir neðarlega af nautaskrokknum og eins ótrúlega og það hljómar þarf annað hvort að elda þá bita leiftursnöggt eða ótrúlega lengi. Allt þar á milli kallar á ólseiga steik á pari við gamalt leðurbelti.
Flanksteikurfahitas Marinering 1 Límóna rababari 10 cm ólífuolía ½ dl steikarsósa 1 msk. hvítlauksrif 2 Chili 1 stk. bjór 2.5 dl
Hvernig Rífa börkinn af límónunni og kreista safann úr líka. Merja og saxa hvítlaukinn, saxa chilliið og hafa fræin með. Blanda öllu saman. Steikarsósan er þessi klassíska dökka sósa. Ef ekki er til steikarsósa er hægt að skipta henni út fyrir helmingi minna af Worcestershiresósu eða jafn vel soya. Bjórinn sem nota skal
er svona sirka 2-3 dl. Ef þú tímir meiru er fínt að láta lítinn bauk vaða. Það er örlítil himna á flank-kjötbitanum sem þarf að fjarlægja að mestu leyti áður en kjötið er marinerað. Nota til þess blandaða tækni með hníf og eldhúspappír. Marinera bitann í um tvo til þrjá tíma, má vera aðeins minna má líka vera aðeins meira en ekki mikið þó. Grilla þangað til kjötið er „medium“ sem eru þrjár til fjórar mínútur á hverri hlið. Fer þó eftir stærðinni á bitanum. Láta stykkið hvíla aðeins eftir grill og skera svo þvert á
rendurnar í kjötinu sem að eru augljósar á þessum bita.
Meðlæti Bera skal fram í hveititortíum sem hitaðar eru á grillinu
til að fá á það rendur og geyma svo í hreinu viskustykki til að halda mjúkum. Meðlæti getur verið, grilluð paprika, grillaður rauðlaukur, sýrður rjómi, guacamole og blanda af rauð-og
hvítkáli sem hefur verið látið standa í safa úr einni límónu og tveimur skeiðum af agavesýrópi í um klukkustund. Svo er klassísk salsasósa alltaf í lagi með líka.
Grillbúðin stækkar
F
imm ár er síðan Grillbúðin hóf starfsemi sína í Hlíðarsmára í Kópavogi. Nú hefur verslunin flutt sig um set að Smiðjuvegi 2 í sama sveitarfélagi. Einar Long, eigandi og stofnandi Grillbúðarinnar, segir aðstæður búðarinnar gjörbreyttar enda farið úr um 100 fermetra sýningarsal í ríflega 400 fermetra. Einar segir enn fremur að ráðist hafi verið í flutningana vegna sívaxandi eftirspurnar frá viðskiptavinum um enn betra úrval grilla sem og að nú er boðið upp á fjölda vandaðra garðhúsgagna frá þýsku framleiðendunum Garvida og Belardo, fyrirtækja sem eru í eigu Landmann, sem einnig framleiða grillin. Grillbúðin býður einnig vandað úrval útiljósa frá sænska framleiðandanum KonstSmide, útiljós sem henta íslenskum aðstæðum og eru mörg
þeirra með 25 ára ábyrgð gagnvart ryði og tæringu. Garvida eru garðhúsgögn í hæsta gæðaflokki, bæði hvað varðar hönnun og endingu og frá Belardo er mikið úrval af vönduðum garðhúsgögnum. „Húsgögnin hafa setið á hakanum hjá okkur undanfarin ár en með með tilkomu nýja húsnæðisins getum við boðið upp á mikil úrval
vandaðra garðhúsgagna,“ segir Einar Long. Aðal áherslan er eftir sem áður á að bjóða upp á sem mest úrval af Landmann-grillum og að hafa í þau alla nauðsynlega varahluti sem og fjöldann allan af aukahlutum. Eftir flutningana hefur vegur kolagrillanna vaxið til muna frá því sem áður var.
Stolt íslenskrar náttúru Íslenskt heiðalamb MEÐ VILLTUM ÍSLENSKUM KRYDDJURTUM
Blóðberg • Birkilauf • Aðalbláberjalyng • Einir
VELDU GÆÐI VELDU KJARNAFÆÐI www.kjarnafaedi.is
4
grilltíminn
Helgin 11.-13. maí 2012
Hamborgari ekki er sama hvaðan hakkið kemur
Langur búrger Hakk er ekki bara hakk og þess vegna er hamborgari heldur ekki bara hamborgari. Nautakjöt er afurð af nautgripum, eins og nafnið gefur til kynna, og ekki er sama hvaðan af skepnunni það kemur. Hakkið sem er á bökkunum út í búð er yfirleitt búið til úr afgöngunum sem falla til þegar að steikurnar og fíneríið er skorið til.
Þ
eir eru margir góðir bitar á nautinu sem eru ekki nýttir sem sérvara hér á landi og því er tilvalið að biðja kjötsalann, þennan sem vinnur við að skera kjöt og selja það í næstu kjörbúð, að skera handa þér góða kjötbita á hakkverði og hakka svo sjálf/ur. Nú, ef engin er hakkavélin heima hjá þér er meira segja hægt að biðja þennan sama kjötsala um það viðvik líka.
Besti borgarabitinn
Í hakk, og þar af leiðandi hamborgara, er bestur af þessum ónýttu bitum hnakkastykkið. Það situr því fyrir framan hrygginn – endar þar sem hausinn byrjar. Þarna er slatti af fitu sem gefur gott bragð í borgarann. Þetta stykki er ekki mikið notað af íslenskum kjötsölum en í henni Ameríku heitir þetta stykki Chuck og er einn vinsælasti bitinn til hamborgaragerðar þar í landi. Þannig að við getum í raun skýrt þetta Kallastykki ef okkur sýnist svo. Beint í hakkavélina með þetta og svo er að búa til platta. Það þarf enga pressu bara þétta í höndunum og setja á vax-eða bökunarpappír.
hálfþurri hleifurinn með sesamfræjum er í boði hjá nær öllum kaupmönnum landsins og skiptir þá litlu sem engu hver framleiðir. Þannig að ef ekkert er stuðið í að baka brauðið sjálfur eða finna mjúka kjallarabollu í bakaríunum (þær eiga það til að vera harðar og dýrar) þá er pylsubrauð málið! Já, ég sagði það. Pylsubrauð er betra borgarabrauð en þessi hefðbundu hamborgarabrauð og af því að kjötið kom ekki tilbúið á bakka er hægt að móta langborgara sem passa við brauðið. Svo er bara að velja hvað fer ofan á og þar ræðst allt af hugarflugi kokksins. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is
Hnakkastykkið er best í borgarann.
Í hakk, og þar af leiðandi hamborgara, er bestur af þessum ónýttu bitum hnakkastykkið. Það situr því fyrir framan hrygginn – endar þar sem hausinn byrjar.
Brauðið
Úrvalið á hamborgarabrauði í þessu ágæta landi okkar er slappt. Sami
a p ó h R I R y f Ð O B GRILLTIL Ða fLeIRI e s n n a m 0 fyRIR 1
GRILLTILBOÐ 4
Grísahnakki kryddað/ marinerað, ferskt salat með fetaosti, kartöflusalat, sósa að eigin vali. Hægt er að fá plastdiska og hnífapör með.
Grísahnakki og lambalærisneiðar kryddað/marinerað, sætkartöflusalat, ferskt salat með fetaosti og ólívum og sósa að eigin vali. Hægt er að fá plastdiska og hnífapör með.
Lamba rib-eye í rósmarin- og hvítlauks-marineringu, sætkartöflusalat, bökuð kartafla, ferskt salat með sólþurkuðum tómötum og fetaosti og sósa að eigin vali. Hægt er að fá plastdiska og hnífapör með.
Nauta rib-eye í amerískri Texas marineringu, sætkartöflusalat, ferskt salat með sólþurrkuðum tómötum og fetaosti. Kartöflustrá og/eða bökuð kartafla með kryddsmjöri eða bearnessósu og sósa að eigin vali. Hægt er að fá plastdiska og hnífapör með.
Verð 1.490 kr. á mann
Verð 1.690 kr. á mann
Verð 2.490 kr. á mann
Verð 2.990 kr. á mann
GRILLTILBOÐ 3 GRILLTILBOÐ 1
GRILLTILBOÐ 2
GRILLþjónusTa Matreiðslumenn Kjötbúðarinnar sjá um að grilla fyrir veisluna þína, vinnustaðir/ starfsmannafélög, brúðkaup, afmæli og fl. Kíkið á matseðlana á www.kjotbudin.is
Einnig er hægt að koma með óskir um mat, matreiðslumenn okkar eru öllu vanir.
GleðileGt sumar
KJÖTbúðin KJÖT búðin Grensásveg
6
grilltíminn
Helgin 11.-13. maí 2012
BBQ svín
Svín virkar á grillið Þegar talað er um alvöru barbecue er yfirleitt talað um hægeldaðan mat sem reyktur er á eldunartímanum. Sumir hreinstefnumenn neita að tala um annað en heilan hægreyktan gölt, eldaðan í bbq-pytti í minnst 24 tíma, sem barbecue en þar er kannski verið að taka fræðin aðeins of langt látum öxlina duga í bili.
F
erðalagið hefst hjá kjötkaupmanninum og ef þú vissir það ekki er nauðsynlegt að vera með sinn eigin, sérstaka kjötkaupmann. Þeir eru nokkrir sjálfstæðir kjötsalar í Reykjavík eins og þeir hjá Kjötbúðinni við Grensásveg og í Kjöthöllinni í Skipholti. Ég hef líka heyrt góða hluti um Melabúðina, Fjarðakaup og þá mun góða kjötmenn að finna í Nóatúni og þeim Hagkaups–búðum sem eru með kjötborð - en það er dýpra á þeim þar. Trixið er að finna einn góðan, rækta hann vel og byggja upp gott samband. Þetta á að sjálfsögðu líka við um fisksala en það er önnur saga. Þú biður um svínaöxl og ef sambandið við kjötsalann er á byrjunarstigi og hann skilur ekki hvað þú ert að tala um þá segist þú vilja gott bógstykki.
Aðferðin
Þegar heim er komið þarf að flaka puruna af en passa að skilja mest af fitunni sem undir er eftir. Líka má biðja kjötsalann um að flaka, svona rétt til þess að styrkja sambandið. Því næst þarf að finna stórt ílát: Risapott, kælibox eða skál sem hægt er að kaffæra kjötstykkinu í. Finna bara eitthvað ílát sem ætlað er til matreiðslu eða geymslu á matvælum, stórir matvælapokar virka ef ekkert er til nógu stórt. Blanda salt- og sætulög (vatn, plús salt sem er desilítri gegn tveimur lítrum af vatni og svo sykur, púðursykur, hunang, agavesíróp - blanda þessu í jöfnum hlutföllum samkvæmt smekk og tilfinningu gegn saltinu, leyst upp í heitu vatninu og það svo látið kólna), drekkja svíninu og geyma í kæliskáp í 12-24 tíma. Fínt að gera
þetta kvöldið áður en til stendur að elda. Svo er það að elda göltinn sem tekur allan daginn, bara svo það sé á hreinu. Það þarf svo sem ekkert að liggja yfir þessu en þetta er ekkert sem þú hendir í ofninn og gleymir. Það þarf að passa hitastigið og það þarf að passa reykinn.
Kryddnuddið
Það er gott að blanda saman nokkrum kryddtegundum í bauk og dusta yfir bitann og nudda því svo vel í. Það er hægt að nota margvísleg krydd en paprikukrydd þarf helst að vera í forgrunni. Paprika, chili, kóriander, hvítlauks-og laukduft eru krydd sem virka vel saman. Passa bara að þar sem stykkið hefur legið í saltpækli í marga klukkutíma þarf ekki að setja meira salt. Gott að láta þetta standa aðeins til að ná mesta hrollinum úr eftir dvölina í kæliskápnum.
BBQ-ið
Áður en kemur að því elda þarf að hugsa um hvernig það fer fram, í hverju og með hvaða eldsneyti? Það er hægt að kaupa sérstaka reykofna, nota grill, gas sem kola. Það er hægt að moka djúpa holu, byggja grill úr múrsteinum og það er jafn vel hægt að nota rafmagnshellu inni í pappakassa eða stórum blómapotti (sjá tilraunaeldhúsið). Það þarf bara að vera hægt að loka reykinn inni og halda stöðugum lágum hita. Einfaldast að nota bara gasgrillið þótt hreinstefnumennirnir segi að própangas henti illa vegna þess að það gefur frá sér vatnsgufu við bruna. Flestir eiga bara gasgrill þannig verður brúkað hér og ef vel er haldið á spöðunum er hægt að bjóða hvaða hreinstefnu manni sem er í mat.
Reykurinn
ENNEMM / SÍA / NM51727
Það þarf að fá mikinn reyk til að leika um kjötið eigi þetta að heppnast. En það þýðir ekki að nota bara hvað sem er. Harðviður er málið heillin - ekki sá mjúki. Fjallað er ýtarlega um reykinn á forsíðu Grilltímans. Þá er það hitastigið. Það á að vera í kring um 100 gráðurnar; reyna að láta hitann ekki fara mikið upp fyrir 125 og passa að eldurinn sé ekki nálægt kjötinu. Svo er það smekksatriði hversu lengi á að hafa reyk á kjötinu. Að elda kjötstykki sem þetta (3 - 5 kíló) á grillinu þangað til það fellur af beininu tekur um 8-14 tíma en það er óþarfi að reykja kjötið svo lengi - 3-5 tímar í reyk er feikinóg. Ef menn eru að mikla fyrir sér allan þennan tíma sem fer í að elda matinn er hægt að svindla. Það er gert með því að vefja kjötið inn í álpappír og auka hitann í 150 gráður og elda í 2-3 tíma til viðbótar við reyktímann. Samtals um 8 tímar og hananú. Það er jafn vel hægt að svindla ennþá meira og henda bögglinum inn í ofn sé hann nærtækur. En ef þetta er enn á grillinu
þá þarf að passa að halda áfram að elda við óbeinan eld. Það er að segja kjötið má ekki vera yfir brennaranum sem kveikt er á.
Átið
Kjötið þarf að jafna sig í hálftíma til þess að hægt sé að höndla það. Ef það var bein í bógnum á það að fljúga út með því að tosa í það. Rífa svo kjötið niður með tveimur göflum. Meðlætið á svo að vera suðurríkjalegt: Lungamjúk brauðbolla, hrásalat og maiskorn. Kartöflur hafa ekkert með þennan mat að gera. Það verður þó að passa sig á einu og þetta er það mikilvægasta: Það verður að geyma slatta til morguns því þetta er efni í bestu samloku sem hægt er að fá og það er vel þess virði að bixa aðeins í sólarhring fyrir þessa loku. Það er í rauninni óþarfi að bera fram sósu með þessum rétti en ef vill er hægt að nota uppáhaldssósu hvers og eins í litlum skömmtum. Gott ráð er að
þynna búðarbarbíkjúsósu með smá tómatsósu, aðeins af safa undan súrum gúrkum saman við, örlítið af hotsauce og dass af gulu sinnepi. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is
tvær nýjar bragðtegundir! Ný bragðteguN - bÉarNaise d
Ný bragðteguN - sítróNa o d g Karrí
grilltíminn 7
Helgin 11.-13. maí 2012
Álið er ekki alltaf málið Þ
að kemur tár á hvarm grillguðanna í hvert sinn sem notaður er álpappír til að grilla mat úti. Vissulega er álpappír þarfaþing og frábær til þess að gufusjóða grænmeti eða annað í eigin safa. En margir lifa í þeirri blekkingu að álpappír sé ómissandi á grillið hvort sem elda á steik eða kartöflu. Þeir vilja meina að maturinn brenni síður og þar fram eftir götunum. Sannleikurinn er hins vegar sá að matur brennur allt eins í álpappír auk þess að þegar grillið er tekið fram viljum við reykinn, brúnar rendur og allt hitt sem fylgir því að elda mat úti. Auðvitað án þess að rústbrenna hann. Þess vegna er svo mikilvægt að tileinka sér kúnstina að grilla við beinan og óbeinan hita. Alveg sama hvort notast er við gas-eða kolagrill. Með óbeinum hita er átt við að elda mat ekki yfir loganum. Ef það sem grilla skal hitnar ekki í gegn á þremur til fimm mínútum á hvorri hlið þarf að elda það fyrst yfir loganum og færa það svo yfir á annan stað í grillinu þar sem loginn er ekki undir og loka svo grillinu. Þar með er búið að gera útiofn sem sér um að elda matinn í gegn án þess að brenna hann.
Fullkominn grillstöngull Á uppskerutíma er maisstöngull svo gott sem sérhannaður á grillið frá náttúrunnar hendi. Þá er ekki verið að tala um frosna stöngla í poka (þótt þeir séu ágætir líka) heldur ferska stöngla sem enn eru í hýðinu. Stöngullinn kemur beinlínis vafinn inn
í grillumbúðir sem koma algerlega í veg fyrir að hann brenni. Slíka skal grilla yfir eldinum við miðlungshita í 25-30 mínútur, löðra svo í smjöri og kaffæra þá stöngulinn í ostdufti blönduðu með mexíkósku kryddi og háma í sig safarík og fersk kornin. Ef
enginn er ferskur stöngullinn í búðinni en löngunin í stöngul er öllu sterkari er bara að afþíða einn frosinn og grilla hann í 10-15 mínútur. Passa að snúa honum reglulega og láta hann svo vaða í smérið og áðurnefnda kryddblöndu.
Víking Classic fær viðurkenningu Félag íslenskra teiknara stóð fyrir Íslensku hönnunarverðlaununum sem veitt voru nú á dögunum. Í flokki umbúða og pakkninga var hönnun á Viking Classic-bjórnum veitt sérstök viðurkenning. Classic bjórinn hefur meiri fyllingu og dekkri lit en hinn hefðbundni ljósi lagerbjór, bruggaður úr pilsner-malti en að auki eru í honum þrjár gerðir af dekkra malti sem gefa örlítið sætukenndan karamellukeim í bragðið. Hann er létt
humlaður með væga beiskju sem leyfir maltinu að njóta sín. Sigurður Oddsson hannaði umbúðirnar sem hafa ekki síður vakið athygli. „Umbúðirnar eru innblásnar af Art Deco-stíl og vísa í gamlan tíma.“, segir Sigurður en hann vinnur sem hönnuður á auglýsingastofunni Jónsson & Le’macks. Víking Classic fæst í vínbúðum ÁTVR í Skeifunni, Kringlunni og Heiðrúnu á Stuðlahálsi auk nokkurra vínbúða á landsbyggðinni.
Gullverðlaun Holta Kjúklinga - Bratwurstpylsur unnu til gullverðlauna í fagkeppni meistarafélags kjötiðnaðarmanna sem haldin var nú á dögunum. Einnig voru pylsurnar valdar sem besta varan unnin úr alifuglakjöti. Kjúklinga-Bratwurstpylsur eru óreyktar og unnar úr sérvöldu gæðahráefni. Þær eru kryddaðar til með jurtum og kryddkornum þannig að úr verður bragð sem fær sælkera til að kikna í hnjáliðunum og brosa framan í heiminn.
®
Grunnur að góðri máltíð www.holta.is
viðhorf 33
Helgin 11.-13. maí 2012
Ferðaþjónusta
Vaxtarverkir undirstöðugreinar
Ó
Ótrúlegur uppgangur er í ferðaþjónustu hérlendis. Erlendir ferðamenn sem hingað komu í nýliðnum apríl voru fimm þúsund fleiri en í sama mánuði í fyrra, sem þá var metmánuður. Aukningin er 16,5 prósent. Frá áramótum hefur ferðamönnum fjölgað um 20,4 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Aukningin hefur verið stöðug undanfarin ár, hlutfallslega mun meiri en í nálægum löndum. Bent hefur verið á að miðað við sömu þróun fari fjöldi erlendra ferðamanna yfir milljón á ári innan fimm ára. Ferðaþjónustan er því ein af undirstöðuatvinnugreinum okkar og styrkist stöðugt sem slík. Jónas Haraldsson Vandi greinarinnar er hins jonas@frettatiminn.is vegar sá að hún býr við mikla árstíðarsveiflu. Arðsemi hennar er því ófullnægjandi. Aukin arðsemi fyrirtækja í ferðaþjónustu er forsenda þess að þau geti stundað vöruþróun, fræðsluog gæðastarf og öfluga markaðssetningu. Sumarmánuðirnir eru nánast fullbókaðir. Þá köku er hægt að stækka með bættri aðstöðu og afþreyingu en þegar horft er til framtíðar líta menn einkum til aukinnar vetrarferðaþjónustu. Það þýðir betri dreifingu og jafnvægi innan greinarinnar, fleiri heilsársstörf og auknar tekjur af hverjum ferðamanni sem hingað kemur. Fjöldinn einn segir ekki alla sögu, eins og fram kemur í orðum Gríms Sæmundsen, forstjóra Bláa lónsins, í riti Samtaka atvinnulífins, Uppfærum Ísland: „Við eigum að hugsa um að fá milljón af hverjum ferðamanni í stað þess að fá milljón ferðamenn en til að ná því verða innviðir að vera mjög traustir og þjónusta góð.“ Talsvert skortir á að þeir innviðir hafi verið treystir nægjanlega vilji menn jafna álagið, þótt margt hafi vissulega verið vel gert, meðal annars í menningartengdri ferðaþjónustu. Endurnýjað Þjóðminjasafn dregur að. Sama gildir um Landnámssetrið í Borgarnesi og Síldarminjasafnið á Siglufirði, svo dæmi séu tekin. Kannanir sýna að erlendir ferðamenn eru farnir að líta til fleiri
hluta en rómaðrar náttúru Íslands, meðal annars menningar og sögu. Framtíðarmöguleikar eru tengdir sérstöðu hér, meðal annars í bað- og matarmenningu. Tónlistarviðburðirnir Iceland Airwaves og Aldrei fór ég suður hafa verið nefndir sem dæmi um góða vöruþróun sem skilað hefur árangri. Þá hefur markaður skapast fyrir íslenskar hönnunarvörur. Í fyrrgreindu riti Samtaka atvinnulífsins er meðal annars litið til framtíðar ferðaþjónustunnar og bent á að ekki eigi að auglýsa Ísland sem ódýran áfanga- og dvalarstað heldur að leggja áherslu á upplifunina. Íslendingar þurfi að vera eigingjarnir gagnvart landinu og finna leiðir til að takmarka aðgang að viðkvæmri náttúru. Álag á vinsælustu staðina er komið að þolmörkum yfir sumarmánuðina. Fram kom á liðnu hausti, þegar markaðsátakið „Ísland allt árið“ fór af stað, að fram undan væri stærsta verkefni íslenskrar ferðaþjónustu; að stórauka vetrarþjónustu um land allt. Þar er meðal annars litið til þess hvernig Finnar fóru að því að gera ferðaþjónustu yfir veturinn viðameiri en yfir sumarið. Að verkinu koma helstu aðilar ferðaþjónustunnar auk þess sem ríkið lagði til nýsköpunarfé. Meðal markmiða er að styrkja þá ímynd að Ísland sé áfangastaður ferðamanna árið um kring og fjölga ferðamönnum utan háannar um 100 þúsund fram að hausti ársins 2014, eða um 12 prósent. Nýtt er sú þekking sem fékkst með verkefninu „Inspired by Iceland“ sem hleypt var af stokkunum eftir gosið í Eyjafjallajökli árið 2010. Verkefninu er beint sérstaklega að neytendamarkaði og ráðstefnu- og fundamarkaði. Í undirstöðugrein eins og ferðamennsku þarf að auka rannsóknir svo hún megi dafna. Nýting gististaða, afþreyingarstaða, flugvéla, hópferðabíla og bílaleigubíla er góð yfir sumarið og farin að teygja sig til vors og hausts. Svo þarf einnig að vera yfir vetrartímann. Myrkrið, snjórinn, vatnsföll í klakaböndum og norðurljósin eru söluvara, ekki síður en náttleysa sumarsins.
Fært til bókar
Þar hitti andskotinn ömmu sína Stórhveli verða ekki veidd við Íslandsstrendur í sumar frekar en í fyrra. Samningar náðust ekki milli Hvals og Sjómannafélags Íslands um kaup og kjör háseta á hvalbátunum. Hætt var við hvalveiðarnar í fyrra eftir jarðskjálftana miklu í Japan. Haft hefur verið eftir Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals, að það sé grundvallarmál að ganga ekki að kröfu Sjómannafélagsins um að Hvalur bæti hásetum þá skerðingu sem orðið hefur á sjómannaafslættinum. Það sé ekki fyrirtækisins að taka á sig aukna skattheimtu. Kristján er þekktur fyrir úthald og þrákelkni en hann hélt við hvalveiðiskipum sínum og greiddi af þeim hafnargjöld í tvo áratugi í kjölfar hvalveiðibanns uns hann hóf veiðar á langreyði og sandreyði og stundaði þær árin 2009 og 2010. En þeir eru fleiri þrjóskir en Kristján Loftsson. Jónas Garðarsson hjá Sjómannafélaginu
gefur sig ekki baráttulaust. „Við viljum,“ segir hann, „að útgerðin greiði þá upphæð sem búið er að skerða laun mannanna um. Þetta er klink; 919 krónur á dag.“ Og Jónas bætir við: „Ég vissi ekki að málið væri í þessum farvegi, satt best að segja og það kemur mér á óvart að ekki verði farið til hvalveiða vegna þessa. Við höfum hitt þá hjá Hval tvisvar sinnum og sögðumst ekki geta gert við þá samning ef ekki væri tekið tillit til afsláttarins. Við áttum ekki von á þessu og okkur finnst þetta sérkennilegt. En þetta verður að hafa sinn gang.“ Það má því líkja samskiptum þessara tveggja ágætu manna við það að þar hafi andskotinn hitt ömmu sína – eins og stundum er sagt.
Leitið og þér munuð finna Þeir sem vildu kynna sér innihald SÁÁblaðsins sem fylgdi Fréttablaðinu á miðvikudaginn þurftu að hafa talsvert fyrir því. Þegar lesendur voru komnir í gegnum fyrstu síður Fréttablaðsins komu þeir að Markaðinum, vikulegu viðskiptablaði. Inni í Markaðinum var sérblað Símans. Inni í því sérblaði var kynningarblaðið Fólk. Þeir sem náðu í gegnum það komu loks að SÁÁblaðinu.
Þurfum við að vita þetta? Viðtal var við söngvarann Friðrik Ómar í fylgiblaði Morgunblaðsins á dögunum og það síðan birt á vefnum mbl.is. Ekkert er nema gott eitt um það að segja en þar fengu menn meðal annars að vita að söngvarinn hatar köngulær meira en allt annað og þá líður yfir Friðrik sé hann sprautaður. Minna kom lesendum kannski við að hann er með stóra mynd af Elvis Presley fyrir ofan klósettið hjá sér og að Friðrik Ómar á sér uppáhaldsnærbrók sem hann er alltaf í þegar mikið liggur við. Spurning er hins vegar hvort lesendur blaðs og vefjar vildu vita að söngvarinn kúkaði á sig þegar hann var átta ára á rúntinum með pabba vinar síns? Fyrirsögnin á vefnum var einmitt „Kúkaði á sig á rúntinum“. Molaskrifarinn Eiður Guðnason tók það að minnsta kosti fram að hann hefði ekki fundið hjá sér þörf til að kynna sér efnið nánar.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
HELGAR BLAÐ
34
viðhorf
Helgin 11.-13. maí 2012
Framtíð menntakerfisins
Íslenskt atvinnulíf kallar eftir tæknimenntun Tölvubúnaður
fyrirtækisins á okkar
ábyrgð
Þessa dagana kallar atvinnulífið eftir sameiginlegri stefnumótun með stjórnvöldum um framtíð og þróun menntakerfisins og að fjölga þurfi útskrifuðu fólki úr verkfræði, tæknifræði, iðnfræði og öðrum tækni- og raungreinum. Framtíðartækifæri felast í þeim hluta atvinnulífsins sem er kallaður hátæknigeirinn og mikil eftirspurn eftir starfsfólki í fyrirtækjum sem tengjast heilbrigðistækni, lífvísindum, tölvum og hugbúnaði, umhverfistækni og upplýsingatækni. Takist skólakerfinu ekki að svara þessari eftirspurn er hætta á að hátæknifyrirtæki muni kjósa að byggjast upp erlendis frekar en á Íslandi í enn ríkari mæli en þau gera í dag. Ísland stendur aftarlega í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að tæknimenntun fólks á aldrinum 25-35 ára og er það alvarlegt áhyggjuefni. Fyrirtækin verða að geta byggst upp með viðvarandi þekkingu þó að efnahagsástandið kunni að sveiflast og við það verður menntakerfið að ráða. Frá því að verkfræði varð til sem sérstök faggrein á 19. öldinni og fram yfir miðja 20. öld, byggði kennsla verkfræðigreina á hagnýtri nálgun. Helstu kennarar í faginu voru verkfræðingar með mikla reynslu af rekstri eða hönnun sem fóru inn í háskólana og miðluðu af reynslu sinni til næstu kynslóðar. Á sjötta áratug síðustu aldar hófst
sú þróun að lögð var fengu kennarar við aukin áhersla á vísverkfræðideildir indalegar undirstöður t veggja vir tra háskóla, MIT og Chalverkfræðinnar. Þetta mers, skýr skilaboð varð til þess að tæknifrá samstarfsf yrirþróun fleygði fram en þýddi um leið að tengtækjum, m.a. Boeing ingin við iðkendur í flugvélaverksmiðjunfaginu minnkaði, þar um og Volvo bílaverksem minna varð um að smiðjunum, um að ungir verkfræðingar kennarar hefðu unnið í iðnaði, en sífellt fleiri sem skólarnir útskrifuðu réðu ekki við einlögðu stund á rannföld verkfræðileg viðsóknir. Rósa Gunnarsdóttir, Við menntun verk- kennsluþjálfari og sérfangsefni. Þótt þeir og tæknifræðinga takkynnu fræðin þá réðu fræðingur á kennslusviði ast gjarnan á tvö sjónþeir ekki við raunHáskólans í Reykjavík hæfar lausnir, hagarmið sem bæði eiga rétt á sér. Nemendur nýta hönnun né hópþurfa sannarlega að innbyrða sí- vinnu. Fyrirtækin kvörtuðu undan vaxandi magn vísindalegrar þekk- því að það tæki óásættanlega langingar til að verða góðir sérfræð- an tíma að kenna nýútskrifuðum ingar. Hins vegar þurfa þeir að ná nemendum að vinna. Prófessorar yfirsýn yfir uppbyggingu flókinna við skólana ræddu þetta sín á milli kerfa, tengja fræðin við praktíkina og hófu samstarf um hvernig bæta og hafa samskiptafærni til að ná ár- mætti tæknimenntun. Samstarfsangri í hópavinnu með öðrum sér- netið hlaut nafnið „The CDIO inifræðingum. Vinnuveitendur hafa tiative“ þar sem CDIO er skammþær væntingar að verkfræðingar stöfun fyrir „Design, Implement og tæknifræðingar séu góðir í sam- and Operate“, sem útleggst á ísskiptum og ráði við að greina flókin lensku sem Hugmynd, hönnun, verkefni, bera kennsl á aðalatriði framkvæmd og rekstur, sjá www. og skorður, hanna hagnýtar lausn- cdio.org. ir og koma þeim í framkvæmd og Stofnun CDIO árið 2000 var rekstur. Þessa hæfni er æskilegt að svar við áhyggjuröddum atvinnunemendur öðlist á meðan á skóla- lífsins, en meðal þess sem þáttgöngu stendur. taka í CDIO felur í sér er áhersla Á tíunda áratug síðustu aldar á hagnýta, verklega kennslu og ár-
TÍMARITIÐ
SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN Velkomin í áskrifendahópinn! Afmælistilboð í tilefni af 20 ára afmæli tímaritsins, þrjú næstu blöð á kr. 2.868 og að auki fylgja þrjú eldri blöð með.
varahluta ábyrgð
vinnu ábyrgð
www.advania.is/abyrgd
Fartölvur, borðtölvur og netþjónar með fimm ára ábyrgð.
Kynntu þér málið
www.advania.is/tolvubunadur
Tilboð á áskrift ja Þrjú fræbréf fylg ni in ift kr ás eð m dast meðan birgðir en
Vandað og áhugavert lífsstílstímarit um allt sem viðkemur garðyrkju og sumarhúsalífi. Blaðið kemur út fimm sinnum á ári og er uppfullt af fróðleik og skemmtilegu lesefni.
Áskrift í síma 578-4800 og á www.rit.is Áskrift í eitt ár og kostar kr. 4.780 sé greitt með greiðslukorti.
viðhorf 35
Helgin 11.-13. maí 2012
angursmiðað samráð háskóla og hagsmunaaðila á borð við atvinnulíf og fagfélög. Mótun námsbrauta samkvæmt hugmyndafræði CDIO tryggir að nemendur fái þessa lausnamiðuðu verkfræðilegu færni sem vinnuveitendur sækjast eftir, án þess að slegið sé af fræðilegum kröfum. Í dag eru um 70 háskólar frá öllum heimshornum þátttakendur í samstarfsnetinu, meðal annars framsæknustu verkfræðiháskólar á Norðurlöndum. Háskólinn í Reykjavík hlaut aðild að CDIO á síðasta ári. Við væntum mikils af samstarfinu þar sem við munum sækja í smiðju háskóla sem hafa unnið markvisst að því að þróa námsbrautir í verkfræði og tæknifræði með áherslu á þarfir atvinnulífsins. Tæknidagur HR er árviss uppskeruhátíð þar sem nemendur í verkfræði og tæknifræði sýna verkefni úr hagnýtum og verklegum námskeiðum. Í tilefni dagsins verður í ár haldið málþingið „Íslenskt atvinnulíf kallar á tæknimenntun“ þar sem hagsmunaaðilar ræða málin. Það er brýnt verkefni allra skóla sem bjóða nám í tæknigreinum að svara kalli íslensks atvinnulífs, að láta hugvit og verkvit vinna saman við uppbyggingu námsins til að útskrifaðir nemendur komi öflugir inn í uppbyggingu atvinnulífsins. Oft var þörf en nú er nauðsyn! Ingunn Sæmundsdóttir Tækni- og verkfræðideild HR
Vik an sem var Draugasaga í björtu Ein sérkennilegasta þjóðsaga á Íslandi er að Jóhannes kaupmaður sem eitt sinn var kenndur við Bónus hafi verið sérstakur vildarvinur alþýðu. Að hann hafi gert meira fyrir fólkið í landinu en hérumbil allir aðrir. Egill Helgason bloggaði um nútímaþjóðsögu af því tilefni að Jóhannes, kenndur við Bónus, ætlar að hasla sér völl á matvörumarkaði að nýju. Lætur Egil um eyru þjóta Ég hef ekki séð eða heyrt þetta. En ég hef nú ekki leitast eftir því að fylgjast með því sem frá honum kemur. Mér ekki fundist það merkilegt. Þetta er fjölskylda sem hefur misnotað lágt vöruverð út í æsar. Þjóðsagnapersónan Jói í Bónus svaraði Agli Helgasyni að bragði og lýsti frati á það sem frá samfélagsrýninum kemur.
gönguliði Bandaríkjanna. Fulltrúar Vinstri grænna í skipulagsráði Reykjavíkurborgar, Torfi Hjartarson og Sóley Tómasdóttir, börðu þá sem finnst andstaða þeirra gegn hernaðartengdri leikfimi í Elliðaárdal fyndin með orðabók í hausinn. Best að vera Bríó Við erum í sjöunda himni með þetta og rígmontnir. Það er ekki á hverjum degi sem maður verður heimsmeistari. Kormákur Geirharðsson, veitingamaður á Ölstofu Kormáks og Skjaldar, fagnar gullverðlaunum Bríó bjórsins í sínum flokki á World Beer Cup 2012. Bríó er sérbruggaður fyrir Ölstofuna.
Brandari drepinn með orðabók ... í ensk-íslenskri orðabók segir klippt og skorið að samsetta orðið boot camp merki æfingabúðir fyrir nýliða í flota eða land-
VILTU VINNA MIÐA?
KOMIN Í BÍÓ!
SENDU SMS SKEYTIÐ
ESL LOV Á
NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
9. HVER VINNUR! FJÖLDI AUKAVINNINGA
FULLT AF VINNINGUM:
BÍÓMIÐAR
TÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR GOS OG FLEIRA! VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB.
viðhorf
Helgin 11.-13. maí 2012
Stjórnmálamenning
Átakastjórnmál eða stéttaátök?
F
réttatíminn hefur að undanförnu fjallað nokkuð um stjórnmálamenninguna hér og rætt við fræðimenn. Í síðasta tölublaði aprílmánaðar var viðtal við Salvöru Nordal forstöðumann Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og formann stjórnlagaráðs. Margt skynsamlegt er þar sagt en þó má ég til að staldra aðeins við það sem blaðamaður hefur eftir henni í inngangi viðtalsins, að „ÍsEinar Ólafsson lendingar séu fastir í skotgröfbókavörður um átakastjórnmála þar sem stríðandi fylkingar valda því að hvert málið á fætur öðru steyti á skeri.“ Síðar í viðtalinu nefnir Salvör dæmi: „Rannsóknarskýrslan, Landsdómur, ESB aðildin, allt fer þetta í þennan skotgrafafarveg; þá eru ónefnd fiskveiðistjórnunarmálin, auðlindamálin, sem eru stór hluti okkar lífsafkomu en við lendum samt í átökum um þau.“ Þótt þetta sé raunar ekki meginatriðið í viðtalinu við Salvöru leggur ritstjórinn út af því í ritstjórnargrein í næsta tölublaði. Og það er líka aðalinntakið í viðtali við tvo aðra virta fræðimenn, prófessora í stjórnmálafræði og heimspeki, þá Ólaf Þ. Harðarson og Vilhjálm Árnason, í sama tölublaði. Í þessari umræðu virðist sú óskhyggja ríkjandi að við höfum öll sömu hagsmuni, við séum ein þjóð með sömu hagsmuni og allir stjórnmálamenn séu að gæta þessara sömu hagsmunamála, en lendi „samt í átökum um þau“ þegar þeir ættu raunar sitja á rökstólum um þau eins og siðaðir vitibornir menn. En þannig er það bara ekki. Mér varð að orði einhvern tíma upp úr aldamótum, þótt ég eigi það ekki skjalfest, að í raun væri á Íslandi í gangi mjög hörð stéttabarátta, sem fólst reyndar fyrst og fremst í gífurlegri sókn auðvaldsins en takmarkaðri vörn verkalýðshreyfingarinnar, enda var verkalýðsstéttin að fá einhverja mola af veisluborði auðvaldsins og er nú að borga þessa mola fullu verði og mikinn hluta veisluborðsins að auki. Átökin fóru raunar miklu meira fram á sviði stjórnmálanna, meðal annars inni á Alþingi. Vilhjámur Árnason segir að hvergi í íslensku samfélagi hafi verið lýð-
ræðislegt viðnám gegn því sem var að gerast í fjármálakerfinu. Alþingi, segir hann, hljóti að vera meginvettvangurinn, en „málefnalegar gagnrýnisraddir voru kvaddar niður í stað þess að taka þær sem hvata til athugunar á stöðu mála“. Auðvitað voru þessar gagnrýnisraddir kveðnar niður, af því að á Alþingi geisaði hörð stéttabarátta, þar voru fulltrúar þeirra sem höfðu hag af því sem var að gerast í fjármálakerfinu og vitanlega reyndu þeir að kveða gagnrýnisraddirnar niður. Fulltrúar auðstéttarinnar voru hér á Íslandi sem annars staðar að breyta samfélaginu auðstéttinni í hag með einkavæðingu, breytingum á regluverki í viðskiptum og breytingum á skattkerfinu. Ójöfnuður fór vaxandi hér sem annars staðar. Þetta var gagnrýnt á Alþingi og í hinni pólitísku umræðu, en sterkir hagsmunaaðilar innan þings sem utan kváðu þessar raddir niður. Vilhjálmur segir: „Í samfélagi þar sem æ fleiri svið eru lögð undir mælikvarða fagmennsku og skynsamlegrar umfjöllunar, sitja síkarpandi stjórnmálamenn eftir eins og nátttröll,“ og bendir svo á að þetta geti komið „í veg fyrir að við tökum vel á sameiginlegum hagsmunamálum okkar.“ Þessi orð Vilhjáms leiða huga minn að því sem er mest uppi á teningnum rétt í svipinn, kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Í eyrum útvarpshlustenda glymja í sífellu auglýsingar útgerðarmanna gegn kvótafrumvarpinu meðan fulltrúar þeirra halda uppi háværri gagnrýni inni á Alþingi. Sagt er að lítið hafi breyst eftir hrun og stjórnmálamönnum er ekki síst kennt um það. En sérhverri breytingu sem ógnar stöðu auðstéttarinnar er mætt af fullri hörku. Fiskveiðistjórnunarmálin, rammaáætlun um auðlindir, skattkerfisbreytingar. Meðan hér geisar stéttastríð, þar sem auðstéttin berst hatramlega fyrir sínum hagsmunum, gengur umræðan út á það að hér sé einhver óábyrg stjórnmálastétt sem ógnar hagsmunum almennings. Þessi sífellda og einhliða gagnrýni á stjórnmálamenn án samhengis við stéttabaráttuna er kannski að villa meir um fyrir almenningi en karp stjórnmálamannanna sjálfra.
Svart belti og brúnir skór
N HELGARPISTILL
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is
Smur- og Smáviðgerðir
BremSuSkipti á 1.000 krónur! Fram til 1. júní Skiptum við um BremSukloSSa að Framan Fyrir aðeinS þúSund krónur. tilBoðið gildir aF vinnu eF þú kaupir BremSuhluti hjá okkur.
rauðhellu hFj dugguvogi rvk
helluhrauni hFj
auSturvegi SelFoSS
568 2020 Sími
pitStop.iS www
Nöfn helstu Hollywood-stjarna síast smám saman inn í koll manns. Annað er óhjákvæmilegt. Sama er hvort flett er blaði eða kíkt á vef, alls staðar er þessa ágæta fólks getið og skreytt með myndum. Það hef ég lesið að ein helsta karlhetjan vestur þar sé Ashton nokkur Kutcher. Hann varð frægur fyrir að plata fólk og hrekkja í sjónvarpsþáttum líkt og Auðunn Blöndal, félagi Sveppa, gerði síðar hér uppi á Fróni. Það er ekki fallega gert en vekur samt lukku meðal þeirra sem á horfa og gleðjast yfir óförum annarra. Verulega frægur varð Kutcher samt ekki fyrr en hann gekk að eiga fullorðna konu, leikkonuna Demi Moore, sem áður var eignkona harðhaussins Bruce Willis. Á þeim var sá aldursmunur að hún fæddist árið 1962 en hann 1978. Það getur reynst fólki örðugt hvar sem er, svo ekki sé minnst á þá ótryggu borg, Hollywood. Samt ku þetta hafa gengið bærilega hjá þeim til að byrja með enda hafði frúin bætt sig með bótoxi, að því er hermt var, og púðum í brjóst. Þetta var áður en allt varð vitlaust út af PIP-púðunum. Skrítnara var þó að leikkonan, sextán árum eldri en eiginmaðurinn, hafði farið í hnélyftingar. Af myndum af dæma voru leggirnir á henni orðnir óttalega rýrir, sennilega af langvarandi megrun, auk ellinnar sem engum hlífir. Því er líklegt að hnén, eða minnsta kosti húðin á þeim, hafi sigið. Þessu hefur því þurft að lyfta, og kannski einhverju öðru svo hún stæðist samanburð við sinn unga mann. Vitaskuld er þetta erfitt hverri konu, sérstaklega skvísu eins og Demi, sem áður var hin flottasta og svo sjálfsörugg að hún birtist ber með bumbuna út í loftið á forsíðu Vanity Fair, það sæla ár 1991. Þá bar hún undir belti barn fyrrnefnds harðhauss, þáverandi eiginmanns. Raunar er rangt að segja að hún hafi borið barn undir belti, ber sem hún var. En við aldurinn verður ekki ráðið. Demi var því orðin nokkuð strekkt og kinnfiskasogin undir það síðasta í sambúðinni með Ashtoni sínum. Þó kann að vera að þar hafi frekar ráðið hugarvíl því fréttir greindu frá stelpustandi á hinum unga eiginmanni. Skilnaður þessa frægðarfólks var því óhjákvæmilegur, hvort heldur réði aldursmunur eða kvennafar. Asthon bætti nýverið þeirri skrautfjöður í hatt sinn að taka við af Charlie Sheen sem einn aðalleikari í sjónvarpsþáttunum Two and a Half Men sem sýndir hafa verið hér á landi. Charlie var rekinn eftir langvarandi sukk og kvennastúss þar sem fleiri en ein var í takinu á sama tíma, eins og getur gerst þarna vestra. Vegna þessarar viðbótarfrægðar Asthons er von að menn staldri við ef blöð hafa eftir honum einhverja speki, ekki síst ef kynbræður hans mættu læra eitthvað af honum. Því stoppaði ég við kafla í síðasta tölublaði Fréttatímans, þar sem kallaðir voru til nokkrir Hollywood-piltar og þeir látnir tjá sig um tísku. Þar er ég fráleitt á heimavelli, íhaldssamur og kaupi helst ekki föt nema á nokkurra ára fresti. Því hefði ég væntanlega flett áfram ef ég hefði ekki rekið augun í fagra ásjónu Asthons. Hina álitsgjafana þekkti ég ekki, hvorki Penn Badgley, Channing Tatum, Peter Sarsgaard né Taylor Launter. Mér var nokkuð brugðið eftir álitsgjöf Asthons, sem skóf ekki utan af því: „Ég styðst við nokkrar reglur í tengslum við klæðaval,“ sagði leikarinn snoppufríði. „Sú mikilvægasta er að beltið passi við skóna. Það er bannað að klæðast brúnum skóm við svart belti. Það finnst mér vera eitt stærsta tískuslys sem karlmenn gera sig seka um.“ Svo mörg voru þau orð tískugoðsins sem var víst fyrirsæta áður en hann varð alþjóðleg sjónvarpsstjarna og leikari. Hann ætti því að vita hvað hann er að segja og hafa umboð til að ráðleggja þeim sem skemmra eru á veg komnir í tískunni, hafa dagað uppi sem nátttröll í vitlausum litum og röngu sniði. Mig setti hljóðan. Svart belti við brúna skó er ekkert minna en stórslys. Þar var ég tekinn í bólinu enda á ég aðeins eitt belti, svart. Hins vegar á ég bæði svarta skó og brúna. Beltið hélt ég, í fávisku minni, væri bara til þess gert að halda uppi buxunum – en svo er ekki, segir Ashton. Ég er greinilega í lagi ef ég nota svarta skó en gangandi stórslys í brúnum skóm með svart belti. Af hverju hefur enginn sagt neitt, ekki einu sinni konan mín? Hún sem stundum hefur spurt mig, eftir óheppilegt skyrtu- og buxnaval, hvort ég ætli að fara svona út, skreyttur eins og jólaté. Af hverju hef ég þá verið látinn ganga í brúnum skóm með svart belti, athlægi allra góðra manna, sá hallærislegasti af öllum hallærislegum? Líklega gengur þessi tískuhryllingur næst þeim ósköpum að fara í hvíta sokka við dökk jakkaföt. Jafnvel ég veit að það má ekki. Ashton veit betur en ég, það verður að viðurkennast. Í mínu tilviki er aðeins um tvennt að ræða, leggja brúnu skónum eða kaupa brúnt belti. Íhaldssamur sem ég er, þykir mér sennilegra að ég parkeri skónum frekar en að kaupa eitthvað nýtt. Svart belti og svartir skór, það er málið – það vitum við Ashton nú báðir. Teikning/Hari
36
38
heilsa
Helgin 11.-13. maí 2012
Hjálp
Heilsa R annsóknir á próteinneyslu
Rautt kjöt eykur líkurnar á heilablóðfalli
VIÐUR KENN T AF EFS A
náttúrunnar við aukakílóum
P
róteinríkt mataræði getur reynst heilsusamlegt á marga vegu, en það fer þó eftir hvers konar próteins er neytt. Nýjar rannsóknir benda til þess að mikil neysla á rauðu kjöti auki líkurnar á heilablóðfalli en fuglakjöt dregur úr þeim. „Skýr skilaboð úr niðurstöðum þessarar rannsóknar eru þau að teg-
und próteina hefur mikið að segja um áhættuna á heilablóðfalli,“ segir dr. Frank Hu, prófessor hjá Harvard og einn þeirra sem stýrðu rannsókninni, í viðtali við Reuters fréttastofuna. Rannsóknin náði til gagna frá tugþúsundum kvenna og karla frá miðjum aldri og upp úr sem tekið höfðu þátt í heilsufarskönnunum á síðustu tveimur áratugum. Af þeim
höfðu um 1400 karlar og 2600 konur fengið heilablóðfall. Samkvæmt upplýsingum frá Heilaheill er heilablóðfall afleiðing skyndilegrar og varanlegrar truflunar á blóðflæði til heilasvæða af völdum æðasjúkdóma. Blóðflæðitruflunin getur orsakast af stíflu í heilaslagæð af völdum blóðtappa (heiladrep) eða því að æð brestur og blæðir í heilavef-
Heilsa Solla Eiríks opnar útibú fr á Gló í Hafnarfirði
- líka fyrir karlmenn KONJAK er ný grenningarvara fyrir fullorðna í ofþyngd. KONJAK inniheldur náttúrulegar trefjar, (glucomannan) sem eru unnar úr konjak plöntunni sem vex í Asíu. Notkun: 2 töflur með stóru vatnsglasi hálftíma fyrir 3 stærstu máltíðir dagsins. Frekari upplýsingar www.gengurvel.is
Fæst í apótekum, heilsubúðum, heilsuhillum stórmarkaða og á www.femin.is
Solla Eiríks: „Við erum mjög rausnarleg með ástina í matinn. Ástin er leynikryddið okkar.” Fréttatíminn/Hari
Ástin er leynikryddið Hráfæðikokkurinn Solla Eiríks, sem alla jafna er kennd við veitingastaðinn sinn Gló í Listhúsinu á Engiteig, er að opna útibú í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði eftir helgi. Gló er fádæma vinsæll heilsuveitingastaður og er Solla búin að sprengja utan af sér staðinn. Hún færir því út kvíarnar.
S
www.noatun.is Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt
olla Eiríks, sem hlaut viðurkenninguna besti hráfæðikokkur í heimi á þessu ári, er að opna útibú frá heilsuveitingastaðnum vinsæla, Gló, í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði á næstu dögum. Ástæðan er ekki síst sú að Gló hefur sprengt utan af sér húsnæðið í Listhúsinu á Engjateigi í Laugardal. „Svo hafa Hafnfirðingar, Garðbæingar og Kópavogsbúar verið að biðla til okkar um að opna Gló á þeirra slóðum,“ segir Solla. „Okkur bauðst síðan húsnæði sem erfitt er að segja nei við. Hafnarhúsið er ofsalega fallegt og hlakka ég mikið til að opna Gló í Hafnarfirði sem er sjarmerandi staður sem ég á miklar tengingar við,“ segir Solla. Staðurinn verður eftirmynd Glóar í Laugardal og hafa framkvæmdir staðið yfir frá því 1. mars. Spurð að því hvert leyndarmálið sé að baki velgengni Glóar segir Solla: „Við erum mjög rausnarleg
með ástina í matinn. Ástin er leynikryddið okkar. Svo held ég að það skipti líka máli að við gerum svo vel við svo margar tegundir af fólki, allt frá harðlínuhráfæðismanneskju til kjötætunnar. Þó svo að við leggjum allt í hráfæðið leggjum við mikla ást í grænmetisfæðið og líka í kjötið,“ segir Solla. Hún leggur áherslu á að allur matur sé unninn frá grunni á staðnum. „Sérstaða okkar felst hins vegar í hráfæðinu. Við finnum að fólk er rosalega ánægt með það.“ En hvað er það sem gerir hráfæðið svona sérstakt? „Hráfæðið er sú matreiðsluaðferð sem hjálpar þér sem best að ná markmiðum Manneldisáðs um 6-9 skammta á dag af grænmeti og ávöxtum sem getur verið svolítið erfitt. Við umbreytum grænmeti og hnetum í venjulegan mat sem ekki er búið að mauksjóða úr alla næringu. Það er ekkert mál að ná þessum markmiðum með hráfæði. Ósjálfrátt borðar fólk
jafnframt minna af brösuðum mat, minna af hvíta hveitinu, minna af svokallaðri óhollustu af því að það er orðið mett af hráfæðinu,“ segir Solla. „Það sem gerist þegar fólk fer að borða hráfæði í auknari mæli er að það finnur hvað það er hrifið af þessum mat. Fólk missir líka kíló sem gjarnan mega fara og svo hef ég heyrt sögur af því að ýmsir velmegunarsjúkdómar taka að hjaðna, svo sem háþrýstingur og fleira. Líkaminn fer að verða aftur svolítið ánægður með sig þegar fólk leitast við að koma aftur til upprunans. Ég hef heyrt um grimmustu kjötætur sem koma á Gló og finna að líðanin eftir hráfæðið er einstök og fara að fá sér eina og eina hráfæðimáltíð.“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is
heilsa 39
Helgin 11.-13. maí 2012
Hægt er að minnka líkurnar á heilablóðfalli með því að skipta út rauðu kjöti fyrir fuglakjöt.
inn (heilablæðing). Um 600 Íslendingar fá heilablóðfall árlega. Til þess að greina áhrif mismunandi próteina á hættuna á heilablóð-
falli skiptu rannsakendur fólki upp í hópa eftir því hversu mikið rautt kjöt, fisk, fuglakjöt og aðrar tegundir próteina þau neyttu dag hvern. Karlar sem neyttu meira en tveggja skammta af rauðu kjöti af dag voru í 28 prósenta meiri hættu á að fá heilablóðfall miðað við þá sem neyttu rúmlega tveggja skammta af rauðu kjöti á viku. Munurinn á konunum var 19 prósent. Í ljós kom að lækka mátti áhættuna á heilablóðfalli um 27 prósent með því að skipta út einum skammti af fuglakjöti í staðinn fyrir einn skammt af rauðu kjöti á dag. Með því að skipta kjötinu út fyrir fisk eða hnetur lækkaði áhættan um 17 prósent og um 10 prósent ef kjötinu var skipt út fyrir mjólkurvörur. -sda
50%
R
TTU AFSLÁ
VOLTAREN DOLO 50% AFSLÁTTUR TILBOÐIÐ GILDIR ÚT MAÍ
–einfalt og ódýrt
Spönginni • Hólagarði • Skeifunni • Garðatorgi • Setbergi • Akureyri • www.apotekid.is
Súkkulaði er ofurfæði
Mikið er rætt um svokallað ofurfæði (super foods) um þessar mundir og bætist sífellt við flóruna en nú geta súkkulaðiunnendur glaðst því súkkulaði, eða að minnsta kosti kakóið í súkkulaðinu, telst til þessa heilsubætandi vöruflokks. Gæta skal þess þó, að súkkulaðið innihaldi að minnsta kosti 70 prósent kakó og sé lífrænt. Sé svo getur súkkulaði í hófi minnkað líkurnar á heilablóðfalli, ristilkrabbameini, bætt andlega líðan, aukið heilastarfsemi og síðast en ekki síst: Dregið úr einkennum fyrirtíðarspennu. Njótið vel!
Njóttu lífsins með heilbrigðum lífsstíl
Kanill allra meina bót Þótt flestir eigi kanil í kryddhillunni gerir fólk sér ef til vill ekki grein fyrir þeim jákvæðu áhrifum sem kanill getur haft á heilsuna. Kanill er mulinn börkur algengs trés sem vex í Suður-Asíu og miðausturlöndum og er vel þekkt heilsujurt í Indlandi. Kanill er talinn auka blóðflæði og einnig auka virkni ýmissa annarra jurtalyfja. Sérfræðingar í kínverskum lækningum nota kanil til þess að bægja frá kvefi og einnig gegn kvillum í nýrum. Kanill hefur einnig verið notaður sem vörn gegn vírusýkingum og bakteríusýkingum og hann hefur lækkandi áhrif á blóðsykur.
Granatepli auka gredduna Ný rannsókn sýnir að eitt glas af granateplasafa er nóg til að keyra upp kynlífið. Rannsóknin var framkvæmd af Queen Margareth-háskólanum í Edinborg í Skotlandi og voru þátttakendur 58 á aldrinum 21 til 64 ára. Þátttakendur drukku eitt glas af safanum góða á dag í fjórtán daga og kom í ljós að testósterónið jókst verulega við það eitt að bergja á drykknum. Og það var ekki bara kynlífslystin sem jókst við drykkju granateplasafans; blóðþrýstingur þátttakenda lækkaði og minnið batnaði. Og það sem kom einnig í ljós var að eitt granateplasafaglas á dag kom skapinu í lag. -óhþ
Fegurð - Hreysti - Hollusta KEA-skyr er frábær hollustuvara sem einungis er unnin úr náttúrulegum hráefnum. KEA-skyr er einstaklega næringarríkt, það inniheldur hágæðaprótein og er fitulaust. KEA-skyr er góður kostur fyrir alla þá sem hafa hollustuna í fyrirrúmi og vilja lifa á heilsusamlegan hátt.
Ný nd. bragðtegu ! Karamella
40
prjónað
Helgin 11.-13. maí 2012
Prjónapistill allir geta lært að pr jóna
Þær vissu betur en aðrir að þessa verkmenningu væri þess virði að varðveita ...
Prjón getur tekið sig ýmsar myndir. Hér sést Knitting Iceland hjólið sem sést stundum á Laugaveginum.
Prjónabylgjan sem hefur gengið yfir Ísland Þ að hefur vart farið fram hjá nokkrum manni að áhugi á prjónaskap og öðrum hannyrðum hefur aukist til muna á Íslandi undanfarin misseri. Þeir sem prjóna eru sýnilegri en áður, það þykir ekki lengur merkilegt að sjá einhvern taka upp prjóna á kaffihúsi eða fundi. Sérstök prjónakaffi eru haldin víða í kaffihúsum, garnverslunum, samkomuhúsum og ekki síst í heimahúsum. Þessi félagslegi þáttur hefur svo haft áhrif á útbreiðsluna því það getur verið smitandi að sjá aðra prjóna og þannig breiðist prjónmenningin út hraðar en ella.
Guðrún Pannele Henttinen hannele@ storkurinn.is
Mikilvæg verkmenning
Margir tengdu þennan aukna áhuga á prjóni við kreppuna eða hrunið – nú hefði fólk meiri tíma til að sinna hannyrðum, fólk væri blankara og það væri hagkvæmt að prjóna. Það má segja að þetta sé rétt á vissan hátt, en staðreyndin er samt sú að endurvakning hannyrða, handverks og hönn-
unar var hafin nokkru fyrir hrun. Hægt og sígandi var aukinn áhugi á öllu handgerðu að berast okkur að utan í tengslum við aðrar bylgjur eins og aukinn áhuga á lífrænt ræktuðum mat, „fair trade“ eða að kaupa eitthvað sem maður er viss um að skili sér að mestu til framleiðandans sjálfs. Þá er „slow“ menningin eða að gera hlutina hægt og hætta að ana í gegnum lífið á fljúgandi fart hluti af þessari þróun. Prjón er í eðli sínu hægfara iðja, líkt og brauðbakstur eða grænmetisræktun. Allt er þetta í takt við nýjan lífsstíl sem fólk er að tileinka sér í auknum mæli. Erlendir spekúlantar segja að þetta sé hægfara bylgja sem er enn að ryðja sér til rúms og feli í sér breyttan lífsstíl sem færi okkur nær náttúrunni, nær upprunanum og feli í sér aukna sjálfbærni. Þetta er sem sagt ekki bóla. Tölur um aukna sölu á garni í Bandaríkjunum um miðjan síðasta áratug sýna að þar hafi orðið mikil fjölgun á prjónurum og aukningin var mest hjá fólki undir þrítugu.
www.istex.is
Það var svo bara tímaspursmál hvenær þessi aukni áhugi fyrir vestan bærist hingað. Austan megin við okkur höfum við svo lönd þar sem prjónmenning á djúpar rætur og alls þessa njótum við því margir íslenskir prjónarar geta notað uppskriftir á fleiri en einu tungumáli. Hér heima var jarðvegurinn góður því prjón hefir verið kennt í flestum grunnskólum landsins um árabil og við getum þakkað óeigingjörnu starfi textílkennara landsins sem gáfust ekki upp þótt á móti blési um tíma. Þær vissu betur en aðrir að þessa verkmenningu væri þess virði að varðveita og kenna börnum og ungmennum landsins. Auðvitað eru margar íslenskar konur sem hafa prjónað alla tíð og látið sér fátt um tískubylgjur finnast, en þær eru mun fleiri sem hafa tekið upp prjónana aftur eftir langt hlé og nýir prjónarar sem bæst hafa í hópinn undanfarin 3-4 ár eru mjög margir. Um það getur afgreiðslufólk í garnverslunum vitnað.
Praktískt að prjóna
Ný sápa fyrir íslensku ullina
PIPAR/TBWA • SÍA • 111824
Sápan og næringin er sérstaklega framleidd fyrir þvott á ullarflíkum og öðrum viðkvæmum fatnaði. Engin bleikiefni eða ensím.
Íslenska ullin er einstök Íslenskt sauðfé hefur gefið Íslendingum skjólmikla ull sem náttúran hefur þróað eftir veðri og vindum í meira en 1000 ár.
Auðvitað geta allir lært að prjóna hvenær sem er æviskeiðsins ef áhugi er fyrir hendi. En það er mun auðveldara að taka upp þráðinn ef handtökin eru kunnug frá fyrri tíð. Þetta er ekki ólíkt því og að læra að hjóla eða synda. Hugur og hönd þurfa að vinna saman. Þess vegna eiga svo margir á Íslandi auðvelt með að tileinka sér prjóntæknina þótt mörg ár séu liðin frá því litli ormurinn eða bangsinn var prjónaður í grunnskóla. Þó textílkennarar hafi sig allar við að kenna prjón í skólum og á námskeiðum þá er einnig ómetanlegt hve jafningjafræðslan nýtist vel í þessari iðju. Það eru ófáar ömmurnar og mömmurnar sem hafa kennt börnum sínum og barnabörnum að prjóna og það er í raun ómetanlegt. Prjónið er líka ákaflega praktískt. Það er ekki amalegt að geta framleitt eigin flík og nýtt til þess tíma sem annars hefði farið til spill-
is. Mjög margir sem prjóna gera það m.a. vegna þess að þeir geta ekki setið auðum höndum og horft á sjónvarp. Um leið og eitthvað er komið á prjónana veitir það lífsfyllingu og tímanum er ekki sóað þó að horft sé á einhverja sápu. The Craft Yarn Council í Bandaríkjunum gerir árlega könnun á meðal þeirra sem kaupa garn. Árið 2011 sýndi könnunin þegar spurt var um ástæðu þess að viðkomandi prjónaði að sköpunarþörfin skoraði lang hæst og þessi ástæða var oftast nefnd hjá fólki undir 25 ára. Að hafa eitthvað fyrir stafni var í öðru sæti, búa til gjafir í þriðja og streitulosandi iðja rak lestina.
Innri ró og ánægja
Viðhorfin til prjónaskapar hafa breyst. Gamla ímyndin um ömmuna í ruggustólnum að prjóna er að hverfa. Þetta er ekki lengur eingöngu kvennagrein, þótt konur séu í miklum meirihluta þeirra sem prjóna, en körlunum fjölgar. Við hafa tekið ungar konur og karlar sem nota prjón sem leið fyrir sköpunargleðina. Ungir prjónarar hafa líka margir hverjir notað prjón til að vinna gegn hefðbundinni neyslumenningu vesturlanda og hafna „einnota“ hugsunarhættinum. Að skapa eitthvað sjálfur til eigin nota er leið sem margir velja til að sporna gegn fjöldaframleiðslunni sem samfélög á Vesturlöndum eru talin gegnsýrð af. Á ensku er talað um DIY eða „do it your self“ leiðina. Það á einnig við prjón og aðrar hannyrðir – að skapa sjálfur veitir innri ró og ánægju. Og ekki spillir ef hægt er að gleðja aðra með gjöf sem maður hefur búið til sjálfur. Á næstu vikum munu hér í Fréttatímanum birtast nokkrar greinar um prjón og það er aldrei að vita nema að inn á milli slæðist ein og ein uppskrift. Guðrún Hannele Henttinen hannele@storkurinn.is
VERÐI ÞÉR AÐ GÓÐU
ÍSLENSKA SIA.IS SFG 50278 06/10 - Ljósmyndir: Hari
Hjónin Helgi og Hildur reka garðyrkjustöðina Gufuhlíð í Reykholti og rækta þar agúrkur. Gufuhlíð er fjölskyldufyrirtæki. Áður höfðu foreldrar Helga stundað garðyrkju á staðnum frá árinu 1965. Ræktunin í Gufuhlíð er vistvæn, gúrkurnar eru ræktaðar í vikri og er lífrænum vörnum beitt á plönturnar. Gróðurhúsin eru hituð upp með hveravatni.
islenskt.is
42
bækur
Helgin 11.-13. maí 2012
Tímarit um bókmenntir og menningu
Óttar í öðru
Tvö ný hefti í fábreyttri flóru bókmenntatímarita eru komin út: Fyrsta hefti ársins af Ritinu sem hugvísindastofnun Háskóla Íslands gefur út og fyrsta hefti Stínu á þessu ári. Ritið er að vanda tileinkað þemamenningarsögu og eru ritstjórar þau Sólveig Anna Björnsdóttir og Þröstur Helgason. Þrjár greinar falla undir þemað: Ann-Sofie Nielsen Gremaud fjallar um Ísland í Frankfurt og segir titillinn sína sögu: Ísland sem rými annarleikans. Ólafur Rastrickt kallar ritsmíð sína Postulínshunda og glötuð meistaraverk og ræðir þar verkefni menningarsagnfræði á þriðja áratug tuttugustu aldar. Þröstur Helgason segir svo af tímaritunum Vöku og Vaka. Einar Falur á myndaþátt heftisins og skoðar þar staði Njálssögu. Aðrir höfundar efnis eru Henry Alexabder Henrysson sem fjallar um skynsemi og náttúru, Daisy Neijman sem skoðar þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar og Ásta Kristín Benediktsdóttir skoðar Lifandi vatn Jakobínu Sigurðardóttur. Þá er í heftinu merkileg þýðing á kafla úr riti Norberts Elias frá 1939, Um þróun menningarinnar. Um efni Stínu skal vísað í vef stelpunnar: www.stinastina.is. -pbb
fjáröflun bók ak aup bjarga
Til styrktar skólabókasöfnum
Af hverjum þúsundkalli sem fór á kreik var tekinn af hundrað kall í Skólasafnasjóð. Ætla menn þannig að safna milljón sem Arionbanki ætlar að tvöfalda.
Um miðja viku var úthlutað styrkjum til 40 skólabókasafna um allt land. Styrkveitingin er hluti af verkefninu „Ávísun á lestur“ sem stendur til 14. maí. Tékka var dreift til allra heimila á landinu á Viku bókarinnar og nýtist hann sem 1000 krónur af bókakaupum. Af hverjum þúsundkalli sem fór á kreik var tekinn af hundrað kall í Skólasafnasjóð. Ætla menn þannig að safna milljón sem Arionbanki ætlar að tvöfalda. Skólasafnasjóður var stofnaður 2010 af bókaútgefendum til að bjarga skólabókasöfnum sem hafa farið halloka um langa hríð vegna sparnaðar í skólakerfinu. Hann á að veita táknræna styrki til að sýna að jafnvel lágar fjárhæðir bæta úr brýnni þörf. Niðurstöður úr alþjóðlegum rannsóknum (PISA og PIRLS) þykir innlendum benda til að brýnt sé að auka lestur íslenskra barna. Læsi er ein af sex grunnstoðum íslenskrar menntastefnu: Læsi er grundvallarfærni, forsenda fyrir því að nemendur nái tökum á öðrum bóknámsgreinum. Vitað er að eina svarið við lítilli lestrarfærni er að lesa meira. Aðgengi að áhugaverðu lesefni á móðurmálinu skiptir máli – að lesa meira og meira. Skólabókasöfn gegna fjölþættu hlutverki í skólastarfinu, ekki síst því að kenna nemendum upplýsingaleit og upplýsingalæsi. Hitt meginhlutverk þeirra er að hvetja nemendur til lesturs almennt. Því fjölbreyttari sem safnkosturinn er, þeim mun meiri líkur eru til þess að börn beri sig eftir bókum. Og safnkostinum verður að halda við. Erfið fjárhagsstaða skóla og sveitarfélaga hefur bitnað á bókakaupum safnanna og í sumum söfnum var á tímabili alfarið hætt að kaupa bækur. Og þar er fátt í boði sem er nýtt, flestallt afgamalt, slitið og rímar illa við tímana. Það er ekki hlutverk Skólasafnasjóðs að ráða bót á þessum vanda, en mikilvægt er að vakin sé athygli á þessari alvarlegu stöðu þar til úr verður bætt. Nú voru veittir styrkir til 40 skólasafna og er það milljón bankans. Vonandi fer önnur milljón til vanræktra skólabókasafna þegar Ávísanaátakinu lýkur 14. maí. Og svo verða sveitarstjórnir og menningar- og menntaráðuneytið að hugsa dæmið upp á nýtt. -pbb
Bók Óttars Guðmundssonar geðlæknis, Hetjur og hugarvíl, hvar fornkappar Íslendingasagnanna eru greindir út frá sérfræðiþekkingu Óttars, situr í öðru sæti metsölulista Félags bókaútgefenda fyrir síðustu tvær vikur.
Afþreyingarefni fyrir sumarið streymir frá forlögunum: James Patterson og Michael Ledwidge eru með spennusögu á markaði, Feluleikur heitir hún og segir þar af lögfræðingsraunum í Flórida. Magnea Matthíasdóttir þýðir og JPV gefur út. Þriðja bók dönsku rithöfundanna Kaaberböl og Friis um hjúkkuna Nínu Borg, Dauði næturgalans, er komin út á forlagi Máls og menningar en Ingunn Ásdísardóttir þýðir. Þá er ný saga komin á íslensku í þýðingu Hallgríms H. Helgasonar eftir bandaríska metsöluhöfundinn Tess Gerritsen og segir þar af löggukonunni Jane Riszzoli, en Tess hræddi líftóruna úr lesendum síðast með Skurðlækninum. Hér er ekki minni óhugnaður á ferð lesendum til yndisauka. -pbb
Ritdómur 9 leiðir til lífsorku
Níu ný líf í boði – ódýr
Þorbjörg Hafsteinsdóttir.
Gönguferðin þín er á utivist.is
Níu leiðir til lífsorku Þorbjörg Hafsteinsdóttir Salka, 300 síður, 2012.
Skoðaðu ferðir á utivist.is
Af kiljuakri
Í
slensk kona, hjúkrunarfræðingur og næringarþerapisti með meiru, Þorbjörg Hafsteinsdóttir, hefur nú í þriðja sinn á rúmlega tveimur árum skellt nýrri bók á íslenska sjálfshjálparbókamarkaðinn samfara útgáfu sömu bók á dönsku, en þar í landi hefur Þorbjörg starfað um árabil. Fyrsta bókin lofaði í titli tíu ára yngingu á tíu vikum og sýndi höfundinn á nærbrókinni eins og strengdan kött, svo nærskorin var hún af heilbrigðu líferni. Bækur hennar eru frábærlega hannaðar, notendavænar, prentaðar á fallegan pappír og myndskreyttar af mikilli natni. Þær eru fyrsta flokks framleiðsla af þessari hillu, en sú hilla er tekin að vera nokkuð sveigð af bókmeti víða. Pöpullinn er sökker í velútlítandi lausnir í táradalnum og hvað er þá betra en innbundin aflátsbréf á góðum pappír? Konan sem óð yfir mig í Eymundsson vissi hvað hún vildi, rauk beint á hlaðann og keypti fyrri bækurnar tvær umhugsunarlaust. Vonandi hafa þær komið henni að einhverjum notum, hún var sólgin í lausn á bók.
Lífselexírar hafa lengstaf verið viðfangsefni hrappa: Margt á sjálfshjálparhillunni sveigðu er af því sauðahúsi. Þorbjörg blandar mörgu saman: Uppskriftirnar hjá henni eru forvitnilegar og freistandi, margar með efnum sem verður að sérpanta en sumt má fá hér í verslunum sem sérhæfa sig í heilsuvörum eins og það er kallað. Þetta er dýr matauki og ekki á færri annarra en þeirra sem geta veitt sér slíkan munað. Svo er á hitt að líta að mest af því hráefni sem hún mælir með er ófáanlegt hér nema eftir langa siglingu og er því svo vel rotvarið að skrælið er sindrandi bjart og órotnað í rotþrónni minni eftir veturinn. Við erum allan daginn að innbyrða erfðabreytt matvæli, unnin og meðhöndluð, grænmeti og ávexti, hvað sem okkur líkar. Grunnurinn fyrir heilsuátaki eftir svona uppskriftum er því hæpinn. Þessi bók Þorbjargar er margt fleira: Í henni má lesa grind að ævisögu, merki eftir bylgju á bylgju ofan af tískusveiflum í þessum efnum má rekja eftir textanum. Og í bland við þetta eru svo krossapróf: Ég tók nokkur og féll í öllum flokkum, reyndist svo fokking ómögulegur að best hefði verið að finna góðan kaðal og styrkan staur. Svo koma þarna inn á milli undarleg fyrirbæri eins og nokkrir kaflar um norrænar rúnir og dularmögn þeirra. Síðasti maður sem ég las um sem tók mikið mark á dulrænu afli þeirra var Himmler heitinn. Hvaðan er þessi rúnafræði sprottin? Ekki er að finna neitt um það í ritaskrá bókarinnar. En bókin er falleg og vel upp sett, tælir lesanda sinn og hér er að sjálfsögðu fylgt sölumannstrikkinu að hafa falleg andlit í boði eins og í auglýsingunum. Hér eru líka reynslusögur, fólk sem hefur tekið mark á Þorbjörgu og náð tökum á sinni ömurlegu tilveru, nánast risið upp frá dauðum eins og Lasarus forðum. OKKUR ER HÆGT AÐ BJARGA. Það er mórallinn. Nú skal ekki dregin dul á að mennirnir lifa eins og flón. Lífinu má haga á betri veg, kannski þarf öll sefjunarmeðul Þorbjargar til að fólk lifi lífinu lifandi, kannski verður að sýna öllum margsinnis á þrjúhundruð síðum að þeir séu fallnir menn og éti bara óþverra, séu vondir við alla í kringum sig og verstir við sjálfa sig. Þeir sem telja að svo sé gera best að kaupa bækur sem þessa og fylgja erindinu til hlítar. Verði þeim að góðu og gangi þeim vel. Alla vega fjárfesta þeir í fjölbreytilegum og fallegum prentgrip sem fer vel í hendi, lítur vel út á borði og er stæðilegur í hillu. Ég ætla allavega að prufa uppskriftirnar með vel rotvörðu grænmeti og erfðabreyttum ávöxtum í bland við fokdýr efni sem ég veit ekkert hvað geyma.
Bækur
Ég tók nokkur [próf] og féll í öllum flokkum, reyndist svo fokking ómögulegur að best hefði verið að finna góðan kaðal og styrkan staur.
Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is
VARANLEG VERÐLÆKKUN Á HEILSUVÖRUM
Benedikta Jónsdóttir sölustjóri og heilsuráðgjafi Heilsutorgsins
opnar í Blómavali Skútuvogi kl. 11:00 í dag Ný sérverslun með lífrænt ræktaðar- og heilsuvörur hefur opnað í Blómavali Skútuvogi. Þar er boðið upp á mikið úrval af vörum á frábæru verði - varanleg verðlækkun! Opið alla daga kl.11-18. Benedikta Jónsdóttir sölustjóri og heilsuráðgjafi Heilsutorgsins hefur áratuga reynslu og veitir ráðgjöf og þjónustu á heilsutengdum vörum og bættum lífstíl.
Nature frisk eng iferöl
Verið velkomin.
kynning í dag kl. 14-16
WELEDA KYNNING Í DAG kl. 14-16
90 kr. Taska með andlitsvörum að andvirði 1.9 rir Kaupauki ef keyptar eru Weleda vörur fy 2.900 kr. eða meira meðan birgðir endast
berry Biotta power refnum ringar og andoxuna stútfullur af næ
kynning kl. 14-16
STJÚPU
SPRENGJA 10 stk.
999 1.699 2.499 20 stk.
Risasýpris
3.990
kr.
30 stk.
kr.
kr.
kr.
Skútuvogur S: 5800500 • blomaval.is
44
usa
Helgin 11.-13. maí 2012
K arl Rove helsti stjórnmálar áðgjafi Bush
Obama öruggur um sigur
Karl Rove, sem var helsti stjórnmálaráðgjafi George W. Bush, lýsti því yfir nýverið að Barack Obama geti talist næsta öruggur um sigur í kosningunum í nóvember næstkomandi. Samkvæmt Rove er Obama öruggur um 220 kjörmenn meðan Romney getur ekki reitt sig á atkvæði nema 93 kjörmanna. Að auki sé Obama líklegur til að vinna 64 kjörmenn til viðbótar, alls 284 kjörmenn. Alls eru kjörmenn 538 og þurfa forsetaframbjóðendur að tryggja sér stuðning 270 kjörmanna til að vinna. Spá Rove hefur vakið athygli bandarískra stjórnmálaskýrenda, því spár hans um kjörmannafjölda frambjóðendanna
fyrir kosningarnar 2008 rættust nánast upp á hár. Þá er spá Rove nú í samræmi við spár annarra stjórnmálaskýrenda sem telja að Obama geti talist öruggur um atkvæði mun fleiri kjörmanna en Romney. Stuðningur við Romney kemur helst frá Suðurríkjunum og strjálbýlli ríkjum í vesturhluta Bandaríkjanna sem hafa mun færri kjörmenn en þéttbýlli svæði við strendurnar, þar sem Obama og demókratar njóta meiri stuðnings. Til þess að sigra þarf Romney að halda Suðurríkjunum, vinna Flórída þar sem tæpt er á með frambjóðendum, auk þess að ná meirihluta í Miðvesturríkjunum þar sem Obama hefur haft öruggt forskot.
Kosningaslagorð Obama 2012
Fram á við Þrátt fyrir jákvæðan hljóm kosningaslagorðs Obama telja stjórnmála skýrendur að kosningabaráttan muni verða óvenju neikvæð.
Barack og Michelle í upphafi kosningabaráttunnar.
Barack Obama hleypti kosningabaráttu sinni formlega af stokkunum síðastliðinn laugardag með framboðsfundum í háskólum í Ohio og Virginíu, tveimur ríkjum þar sem tæpt hefur verið á með frambjóðendum Repúblíkana og Demókrata í undanförnum kosningum. Forsetinn hefur þegar afhjúpað kosningaslagorð sitt í komandi kosningum, Forward sem þýða má sem „áfram“ eða „fram á við“. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs benda á að með kosningaslagorði sínu sé Obama að draga upp þá mynd að hann og Demókrataflokkurinn séu fulltrúar framfara sem Romney og repúblíkanar berjist gegn. Í sjö mínútna löngu myndbandi sem dreift var á internetinu á mánudag í liðinni viku segir meðal annars: „Í stað þess að taka höndum saman um að vinna að framgangi Bandaríkjanna hafa repúblíkanar háð stríð til þess að grafa undan forsetanum.“ Þá hafa demókratar bent á að talsmaður Repúblíkanaflokksins lýsti því yfir í sjónvarpsviðtali fyrir skömmu að efnahagsstefna Romney yrði í öllum megindráttum sú sama og George W. Bush fylgdi. David Axelrod, einn nánasti ráðgjafi forsetans, sagði á blaðamannafundi nýlega að í kosningabaráttu sinni myndi Obama leggja áherslu á efnahagsmál og þann árangur sem náðst hefur í að ná niður atvinnuleysi. Um leið minnti hann á að Mitt Romney hafi auðgast á umbreytingarfjárfestingum sem leiddu til fjöldauppsagna og að í ríkisstjórnartíð hans í Massachusetts hafi atvinnusköpun í fylkinu verið ein sú allra minnsta í Bandaríkjunum. Axelrod sagði að Obama myndi verða „forseti fólksins, ekki Wall Street“. Þrátt fyrir jákvæðan hljóm kosningaslagorðs Obama telja stjórnmálaskýrendur því að kosningabaráttan muni verða óvenju neikvæð. Þó hagvöxtur hafi verið töluverður og nokkuð dregið hafi úr atvinnuleysi er efnahagsástand enn mjög bágt. Við slíkar aðstæður eru kjósendur líklegir til að kjósa gegn sitjandi forseta. Chris Cillizza, dálkahöfundur á Washington Post, telur að Obama þurfi því umfram allt að sannfæra kjósendur um að mótframbjóðanda hans sé ekki treystandi, og það verði helst gert með neikvæðum sjónvarpsauglýsingum. -mhs
Þá hafa nýjustu kannananir sýnt að Obama hefur umtalsvert forskot á Romney í sumum mikilvægum ríkjum sem stjórnmálaskýrendur, þar á meðal Rove, telja of snemmt að sé að spá hvort séu líklegri til að styðja Romney eða Obama. Til dæmis sýnir síðasta könnunin á fylgi frambjóðendanna í Virginíu, sem talin er til „battleground states“ þar sem kosningabaráttan verði hvað hörðust, að Obama nýtur stuðnings 51 prósenta kjósenda en Romney ekki nema 43 prósenta. Meðaltal síðustu kannana á fylgi frambjóðendanna á landsvísu sýna að Obama nýtur fylgis 47,7 prósenta kjósenda og Romney 43,7 prósenta. -mhs
Bandaríkin Landsfundur Repúblik anaflokksins í ágúst
Uppreisn frjálshyggjumanna ógnar Romney Helstu keppinautar Mitt Romney hafa dregið sig í hlé en einn hefur ekki játað sig sigraðan. Ron Paul hefur ekki dregið sig út úr prófkjöri Repúblikanaflokksins.
Þ
ó Mitt Romney hafi lýst yfir sigri í prófkjöri repúblíkana verður hann ekki formlega lýstur frambjóðandi flokksins fyrr en á landsfundi Repúblíkanaflokksins sem haldinn verður í Tampa í Flórída 27. -30. ágúst. Til þess þarf Romney að tryggja sér stuðning 1.144 kjörmanna, eða um 300 til viðbótar við þá 847 sem hann hefur þegar tryggt sér. Þó prófkjörsslag Repúblíkanaflokksins sé í raun lokið munu prófkjör og forvöl því halda áfram fram að landsfundi. Við venjulegar aðstæður væru þessi prófkjör lítið annað en formsatriði, enda hafa helstu keppinautar Romney dregið sig í hlé. Einn mótframbjóðandi Romney hefur þó ekki enn játað sig sigraðan: Ron Paul.
Óvænt sigurganga Paul
Paul hefur þó fyrst og fremst skorið sig úr þegar kemur að afstöðu til utanríkismála og „stríðsins gegn hryðjuverkum“. Paul barðist gegn Íraksstríðinu og ólíkt flokkssystkynum sínum í Repúblíkanaflokknum beitti hann sér gegn innanríkisnjósnum og útþenslu „öryggisríkisins“ í valdatíð George W. Bush. Þá hefur Paul barist gegn því sem hann kallar „heimsvaldastefna“ Bandaríkjanna.
„The Ron Paul Revolution“
Þessi afstaða Paul til utanríkismála og stríðsins gegn hryðjuverkum hefur aflað honum mikils fylgis meðal ungra kjósenda. Fyrir kosningarnar 2008 var Paul eini forsetaframbjóðandi repúblíkana sem náði að keppa við Obama um hylli háskólanema. Stuðningsmenn Paul vöktu ennfremur athygli fyrir frumlega grasrótarviðburði og snjalla kosningaherferð á veraldarvefnum. Fyrstu teboðsmótmælin 2009 sóttu í smiðju stuðningsmanna Paul. Þó eldmóðurinn sem einkenndi framboð Paul, sem stuðningsmenn hans kölluðu „The Ron Paul Revolution“, hafi vakið athygli stjórnmálaskýrenda naut hann fremur lítillar virðingar innan Repúblíkanaflokksins. Þar hefur Paul verið afskrifaður sem ómarktækur jaðarkarakter.
Síðastliðinn sunnudag vann Paul meirihluta kjörmanna Maine-fylkis, 18 kjörmenn af 24. Stuðningsmenn Paul náðu einnig meirihluta í kosningu um hverjir yrðu fulltrúar Repúblíkanaflokks Nevada á landsfundinum í haust. Paul hafði áður unnið meirihluta kjörmanna Minnesota. Með því að nýta sér flóknar reglur um val kjörmanna á landsfund hefur stuðningsmönnum Paul tekist að hrifsa til Stefnt að uppnámi á sín kjörmenn sem búast landsfundi hefði mátt við að féllu Það ætti því ekki að koma á Romney í skaut. Paul óvart að Paul hafi ekki dregið tókst þannig að hrifsa til Flestir stjórnmálaskýrendur telja líklegt að Ron Paul sig út úr prófkjöri flokksins, sín 20 af 28 kjörmönnum ætli sér einfaldlega að neyða landsfund „flokkseigendheldur hafa stuðningsmenn Iowa. Þó mörgum þessafélags“ Repúblíkanaflokksins til að taka sig og stuðnhans verið ötulir við að halda ara kjörmanna sé skylt að ingsmenn sína alvarlega. Ljósmynd/Getty Images áfram að smala á kjörfundi greiða Romney atkvæði og flokksfundi sem velja kjörmenn og landsfundarsitt á landsfundinum er ekkert í reglum flokksins fulltrúa flokksins. Markmið Paul og stuðningsmanna sem bannar þeim að sitja hjá við val á forsetaframhans er að tryggja Paul nógu marga kjörmenn til bjóðanda flokksins. Kjörmenn Paul geta því hæglega þess að geta mætt og myndað stóra blokk á landskomið í veg fyrir að Romney fái óskorað umboð fundi flokksins í Tampa, og að neyða fundinn til að flokksins. kjósa formlega milli hans og Romney. Sigrar Paul og klækjabrögð stuðningsmanna hans Ýmsir fulltrúar flokksins hafa hins vegar hótað að hafa til þessa farið að mestu fram hjá fjölmiðlum, en kjörmönnum Paul verði meinað að taka sæti á landsað undanförnu hafa margir stjórnmálaskýrendur fundinum. Craig Cragin, talsmaður Mitt Romney í Bandaríkjunum áttað sig á því að Paul og stuðní Maine, sagði fulltrúa Paul „hafa snúið þessu upp ingsmenn virðast stefna að því að hleypa landsfundi í slíkan fíflagang að þeir munu gerðir brottrækir í flokksins í uppnám. Tampa.“
Eini frjálshyggjumaðurinn í Washington
HELGAR BLAÐ
Karl Rove, fyrrum stjónmálaráðgjafi Georg W. Bush.
Ron Paul er um margt merkilegur stjórnmálamaður. Hann er 76 ára gamall þingmaður frá Texas og faðir Rand Paul, öldungardeildarþingmanns frá Kentucky. Ron Paul hefur verið lýst sem eina raunverulega frjálshyggjumanninum á Bandaríkjaþingi, en hann hefur tekið mjög hreina hugmyndafræðilega afstöðu gegn öllum birtingarmyndum ríkisvaldsins. Afstaða Paul í efnahagsmálum er um margt lík stefnu annarra repúblíkana, það er hann styður skattalækkanir og afnám ríkisstofnana, sérstaklega þeirra sem hafa eftirlit með einkageiranum. Hann hefur þó gengið lengra en aðrir repúblíkanar, meðal annars með því að setja sig upp á móti opinberum niðurgreiðslum til stórfyrirtækja. Sú afstaða hans að leggja eigi niður Seðlabanka Bandaríkjanna og taka aftur upp gullmyntfótinn hefur einnig verið gagnrýnd af öðrum repúblíkönum.
Frjálshyggjubylting eða forsetaframboð 2016?
Stjórnmálaskýrendur eru ekki á einu máli um hver markmið Paul og stuðningsmanna hans eru. Þó sumir stuðningsmanna Paul virðist daðra við að Paul geti unnið tilnefningu flokksins telja flestir stjórnmálaskýrendur líklegra að Paul ætli sér einfaldlega að neyða landsfund „flokkseigendafélags“ Repúblíkanaflokksins til að taka sig og stuðningsmenn sína alvarlega. Slíkt uppgjör mun óhjákvæmilega leiða til átaka um stefnu flokksins því frjálshyggjuarmurinn hafnar bæði utanríkisstefnu flokksins og siðgæðispólítík kristinna íhaldsmanna. Þá kann Paul að vera að leggja grunninn að forsetaframboði sonar síns, Rand Paul, en hann hefur verið orðaður við forsetaframboð 2016. Magnús Sveinn Helgason ritstjorn@frettatiminn.is
Sumar & Sól
einfaldlega betri kostur
SUMMER sólhlíf Ø300 cm. Ýmsir litir. Sólhlífarfótur seldur sér.
9.900,-
TILBOÐ - 995,-stk.
Litir:
OSLO Ábreiða, 100% ull. 130x200 cm. 6.995,Einnig til í fleiri litum.
LOMMA Felliborð, 150x80x76 cm. Háglans svart. 29.900,- 2 fellistólar í pk. Háglans svart. 29.900,-
GAYA Nethjálmur m/bakka. Ø24, H28 cm. 4.995,Ø28, H37 cm. 5.995,Ø32,5, H48 cm. 6.995,-
SUMMER Garðsett. Felliborð, Ø60 cm og 2 fellistólar. 14.900,-
SUMMER Sólhlífarfótur, steypa. 6.995,Sólhlífarfótur, marmari. 12.900,-
MATKA 40x40 cm. 3.995,- Ýmsir litir. 50x50 cm. 4.995,- Ýmsir litir.
BLOOMING Blómapottur Ø33, H32 cm. 3.995,Ø37, H36 cm. 5.795,Ø43, H42 cm. 7.795,-
TRAY Antík brúnn bakki. 35x24x4,7 cm. 1.195,40x28,5x5,6 cm. 1.495,44,5x33,5x6,5 cm. 1.895,-
SUMMER Garðstóll m/örmum. Sessa fylgir. Pólýtrefjar. 17.900,-
BAMBOO Kollur, natur. H40 cm. 3.995,-
CHAIR Fellikollur. H46 cm. 1.495,- NÚ 995,-/stk.
Litir: SUMMER Hlíf. Ø30 cm. Ýmsir litir 395,-
ZINC Blómapottur. 10L. 1.495,-
Litir: SUMMER. 2L kanna og 4 glös. Plast. 1.995,-
SUMMER garðsett borð + 2 stólar
29.900,-
Mexicobeygla Cyanne kryddaður kjúklingur, chilli rjómaostur, ólífur, paprika, hvítlauksdressing, ostur og salatblanda 895,-
SUMMER Borð á svalir. 60x53 cm. 6.900,Einnig til bleikt eða hvítt.
Bjóðum uppá vaxtalaust lán til 6 mánaða
SUMMER Garðsett dökkgrátt. Felliborð og 2 fellistólar. 29.900,-
sendum um allt land
COZY Kertastjaki. H24,5 cm. 995,H20 cm. 795,-
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is mánudaga - föstudaga 11-18:30 laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18
Sumarbæklingur á www.ILVA.is
46
heilabrot
Helgin 11.-13. maí 2012
Spurningakeppni fólksins
Sudoku
4 1 6 8
Spurningar
9 5 4 1 8 4 3 5 2 8 9 5 7 9 4 2 5 1 7
1. Hvað heitir austasti oddi Íslands? 2. Með hverri sást Einar kaldi í suðlægri borg í lagi Stuðmanna Úti í Eyjum? 3. Hver leikstýrði kvikmyndinni um Jón Odd og Jón Bjarna? 4. Hvaða tvö lið eru fallin úr ensku úrvalsdeildinni fyrir
Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður á Séð og heyrt.
Ólafur Pálsson,
5. Hvaða þrjú lið unnu sína leiki í fyrstu umferð Pepsídeildar-
framkvæmdastjóri
innar?
1. Pass.
3. Þráinn Bertelsson. 4. Blackburn og Úlfarnir. 5. Selfoss, ÍA og Valur. 2. Það er Guddan maður!
1. Gerpir.
6. Hversu stór hluti drengja í 6. og 7. bekk grunnskóla átti
8. Ólafur Darri Ólafsson.
5. Selfoss, ÍA og Valur.
9. Ég verð að segja Skálmöld. Þótt það sé vitlaust. 10. Vil ekki svara.
6. 90%. 7. Vesturlandsveg.
10. Hversu mörg eru ráðuneytin?
8. Ólafur Darri Ólafsson.
11. Hvar er póstnúmerið 510?
9. Arabian Horse með GusGus. 10. Tíu.
12. Hvaða alþingismaður vakti athygli í biðröðinni við opnun
12. Ég ætla að giska á sjálfan dúkalagningamanninn
14. Mel Gibson. Árna Johnsen.
5
4 7 8
14. Steven Seagal.
7 rétt.
2
Svör: 1. Gerpir, 2. Guddu, 3. Þráinn Bertelsson, 4. Wolves (Úlfarnir) og Blackburn, 5. Selfoss, ÍA og Valur, 6. 92%, 7. Lambhagaveg, 8. Ólafur Darri Ólafsson, 9. Haglél með Mugison, 10. Tíu, 11. Hólmavík, 12. Árni Johnsen, 13. Carla Bruni, 14. Mel Gibson.
krossgátan
1
1 Ð H E LG A R BLA 5 2
9
ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. 85
RÍKI
RIS
SÖNGRÖDD
KAUPSTAÐAR
SUNDFÖT
FÆÐA
DRAUP
SITJA HEST
KLUKKA
mynd: Veronica Belmont (cc By 2.0)
Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt
Sudoku fyrir lengr a komna
12. Árni Johnsen.
Summer Vacation?
Ólafur skorar á Grétar Svein Theodórsson, almannatengil.
13. Carla Bruni.
Bauhaus?
14. Hver leikur aðalhlutverkið í spennumyndinni How I Spent My
9 rétt.
11. Á Hómavík.
13. Hvað heitir eiginkona fráfarandi forseta Frakklands?
13. Carla Bruni.
9. Hver var mest seldi íslenski hljómdiskurinn á síðasta ári?
3
4 9 6 7 1 2 8 6 4 5 2 7 6 3
4. West Ham og Norwich.
7. Við hvaða götu stendur Bauhaus?
3. Friðrik Þór.
8. Hver fór með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Rokland?
7. Lambhagaveg.
2. Pass.
leikjatölvu í fyrra?
6. 87%
11. Á Hólmavík.
lokaumferðina um helgina?
3 6
MÓÐURLÍF BÁTUR LAPPI HANDFESTAN
TANGI
EIGNIR ÞORINN
ÁTT
FORFAÐIR MÆLA
LOKI
ANDI
TÍMABIL
ÆXLUN
STARF
SKST.
SKORTUR
SKÓLI
ELDSNEYTI
ÆTÍÐ
MÖLVUÐU
ÞEKKJA
STRIT
BÓKSTAFUR
DREPA
STÚLKA
ÓSKORÐAÐUR
SKELLA
SKORDÝR SLEIPUR KVAÐ
HRATT
SKÖPUN
GÁLEYSI
GETRAUNUM
TEPPA
SAMANBURÐART.
STRIT
BRAK
MANNROLA
SKVETTA
USS
VIRKI
NÁMSTÍMABIL
FUGL
RISI
TIGNASTI
LANGAR
KARLFUGL MERKI
HYGGJAST
HINDRUN
SÓÐA
KOMUST
Á NEFI
ANDMÆLI
KÆRLEIKUR
VÖKVA
FORM
ÓNEFNDUR
UTAN
SKRIFA Á
FYRIR
LEIÐSLA TRÉ
VAXA
LÚSAEGG
ÁLFASALAN 2012
FLAN
SIGRAÐUR
VÉLA
SÓÐA
LÆKKA
SÁL
HEITI
ÓNN
LÍK GRAFÍSK AÐFERÐ
DUGNAÐUR
ÖFUG RÖÐ
TIL
ANDVARI
NÝLEGA
DREPA FLÝTIR
BYLTA
HRÍÐA
NÖGL
KRAFTAVERK
Í Minju finnur flú fallega íslenska hönnun jafnt sem gjafvörur frá öllum heimshornum
Vintage plaggöt
(50x70 cm). Mikið úrval af einstaklega flottum plaggötum. Aðeins kr. 750,-
skissu- og minnisbækur 3 í pakka: línustrikuð, rúðustrikuð og óstrikuð kr. 1.990,-
Heico lamparnir vinsælu Kanína 5 litir...........kr. 7.400,Sveppur 6 litir.........kr. 6.200,(Einnig bambi, gæs og fótbolti)
Linsukrús Kaffikrús í dulargervi. Kr. 2.490,-
KeepCup kaffimál Espresso mál.....kr. 2.100,Lítið mál............kr. 2.290, Miðlungs mál....kr. 2.490,Stórt mál...........kr. 2.690,-
Fuglapeysa Handprjónuð peysa úr léttlopa. Kr. 29.900,-
High Heel kökuspa›i High Heel kökuspaði. Kr. 2.990,SKÓLAVÖR‹USTÍG 12 • SÍMI 578 6090 • www. minja.is
Þrjár gerðir: Lundi (ljósgrá) Fálki (ljósgrá) Máfur (svört)
D‡rapú›ar eftir Ross Menuez Mikið úrval, 2 stærðir Górilla (37x25 cm) kr. 7.700,-
48
sjónvarp
Helgin 11.-13. maí 2012
Föstudagur 11. maí
Föstudagur RUV
22.05 Sherlock Breskur sjónvarpsmyndaflokkur byggður á sögum eftir Arthur Conan Doyle.
19:50 American Idol Úrslitaslagurinn heldur áfram í American Idol og aðeins fjórir bestu söngvararnir eru eftir. Keppendur þurfa því að leggja enn harðar af sér. allt fyrir áskrifendur
Laugardagur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
4
22:20 The Front Spennandi sakamálamynd eftir samnefndri metsölubók Patriciu Cornwelll og fjallar um einkaspæjara í úthverfi Boston allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
4 22:05 Saturday Night Live Stórskemmtilegur grínþáttur sem hefur kitlað hláturtaugar áhorfenda í meira en þrjá áratugi.
Sunnudagur
21.15 Átjánda öldin með Pétri Gunnarssyni Pétur Gunnarsson rithöfundur rifjar upp þá öld sem vafalaust er sú versta í íslenskri sögu; átjándu öldina.
22:15 Lost Girl (2:13) Yfirnáttúrulegir þættir um stúlkuna Bo sem reynir að ná stjórn á yfirnáttúrulegum kröftum sínum.
15.50 Leiðarljós 16.35 Leiðarljós 17.20 Leó (29:52) 17.23 Snillingarnir (44:54) 17.50 Galdrakrakkar (51:51) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Hið sæta sumarlíf (1:6) 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Kastljós 20.10 Leðurhausar Sagan gerist árið 1925 og segir frá ruðningskappa sem fær stjörnuleikmann til að spila með liði sínu og reynir þannig að forða deildinni frá hruni. 22.05 Sherlock 23.40 Andasæring Emily Rose Myndin er byggð á sannri sögu og segir frá lögmanni sem tekur að sér að verja prest sem er sakaður um að hafa banað ungri konu. 01.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
STÖÐ 2
Laugardagur 12. maí RUV
08.00 Morgunstundin okkar / 07:00 Barnatími Stöðvar 2/Fjörugi Lítil prinsessa/ Sæfarar/ Kioka/ teiknimyndatíminn Snillingarnir /Skotta skrímsli / 08:30 Oprah Spurt og sprellað / Teiknum dýrin/ 09:10 Bold and the Beautiful Paddi og Steinn/ Grettir / Engilbert 09:30 Doctors (140/175) ræður / Paddi og Steinn/ Kafteinn 10:15 Hell's Kitchen (12/15) Karl / Nína Pataló/Skoltur skipstjóri / 11:00 The Glades (1/13) Geimverurnar 11:50 Spurningabomban (3/11) 10.30 Óvænt heimsókn (4:5) 12:35 Nágrannar allt fyrir áskrifendur 11.00 Grillað (2:8) 13:00 A Fish Called Wanda 11.30 Leiðarljós 14:45 Friends (17/24) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 13.00 Kastljós 15:10 Tricky TV (19/23) 13.30 Leitin að Sherlock Holmes 15:35 Sorry I've Got No Head 14.20 Sofie Gråbøl 16:00 Barnatími Stöðvar 2 14.50 EM í knattspyrnu (8:8) 17:05 Bold and the Beautiful 15.20 Amerískar elskur 17:30 Nágrannar 4 5 17.05 Ástin grípur unglinginn (39:61) 17:55 The Simpsons (14/22) 17.50 Táknmálsfréttir 18:23 Veður 18.00 Ólympíuvinir (4:10) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18.25 Úrval úr Kastljósi 18:47 Íþróttir 18.54 Lottó 18:54 Ísland í dag 19.00 Fréttir 19:11 Veður 19.30 Veðurfréttir 19:20 The Simpsons (7/22) 19.40 Ævintýri Merlíns (4:13) 19:50 American Idol (35/40) 20.30 Alla leið (4:5) 22:00 Miss March 21.35 Hjónalíf 23:30 Outlaw 23.05 Vaktmennirnir 01:15 12 Rounds 01.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 03:05 A Fish Called Wanda
STÖÐ 2
Sunnudagur RUV
07:00 Strumparnir/ Lalli /Stubbarnir 08.00 Morgunstundin okkar/ Poppý kisukló / Herramenn / Franklín / / Algjör Sveppi/Latibær / Lukku láki / Grallararnir / Hvellur keppnisbíll / Stella og Steinn/ Smælki/ Disneystundin/ Finnbogi og Felix / Sígildar Tasmanía/ Ofurhetjusérsveitin teiknimyndir/ Gló magnaða / Litli 11:25 Njósnaskólinn prinsinn /Hérastöð 11:50 Bold and the Beautiful 10.35 Alla leið (4:5) 13:35 American Idol (35/40) 11.30 Leitin að stórlaxinum (1:3) 15:00 Sjálfstætt fólk (29/38) 12.00 Listahátíð 2012 15:40 ET Weekend allt fyrir áskrifendur 12.30 Silfur Egils 16:25 Íslenski listinn 13.55 Blái naglinn 16:50 Sjáðu fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14.45 Íslandsmótið í atskák 17:20 Pepsi mörkin 17.05 Svört sól 18:30 Fréttir Stöðvar 2 17.20 Táknmálsfréttir 18:49 Íþróttir 17.30 Skellibær (31:52) 18:56 Lottó 17.40 Teitur (34:52) 19:04 Ísland í dag - helgarúrval 4 5 6 6 17.55 Pip og Panik (13:13) 19:29 Veður 18.00 Hreiðar heimski 19:35 Wipeout USA (4/18) 18.25 Draumagarðar (2:4) 20:20 Secretariat 19.00 Fréttir 22:20 The Front 19.30 Veðurfréttir 23:50 Observe and Report 19.40 Landinn 01:15 Notorious 20.15 Höllin (16:20) 03:20 Fired Up 21.15 Átjánda öldin með Pétri Gunn04:50 ET Weekend arssyni (3:4) 5 6 05:35 Fréttir 21.50 Sunnudagsbíó - Óseyri SkjárEinn 23.25 Silfur Egils 06:00 Pepsi MAX tónlist 00.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 08:00 Dr. Phil (e) 08:55 Spánn - Æfing 3 04:50 The Simpsons (7/22) 08:45 Pepsi MAX tónlist 10:00 Atlético Madrid - Athletic Bilbao 05:15 Friends 12:00 Solsidan (4:10) (e) SkjárEinn SkjárEinn 11:50 Spánn (Katalónía) - Tímataka 05:40 Fréttir og Ísland í dag 12:25 Pepsi MAX tónlist 06:00 Pepsi MAX tónlist 06:00 Pepsi MAX tónlist 13:30 NBA 2011/2012 - Playoff Games 15:15 Girlfriends (10:13) (e) 11:30 Dr. Phil (e) 12:50 Dr. Phil (e) 15:20 Pepsi mörkin 15:45 Britain's Next Top Model (9:14) 12:10 Dr. Phil (e) 13:35 Dr. Phil (e) 16:30 The Swing 08:00 Spánn - Æfing 1 16:35 The Good Wife (15:22) (e) 12:55 Got to Dance (11:17) 14:20 Dr. Phil (e) 17:00 Meistaradeild Evrópu allt fyrir áskrifendur 12:00 Spánn - Æfing 2 17:25 Dr. Phil 13:45 Eldhús sannleikans (1:10) 15:05 90210 (15:22) (e) 17:30 Spánn (Katalónía) - Tímataka 17:00 ÍA - KR 18:10 Hæfileikakeppni Íslands (6:6) 14:05 HA? (27:27) (e) 15:55 Britain's Next Top Model (9:14) 19:20 La Liga Report fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:50 Pepsi mörkin 19:40 Got to Dance (11:17) 14:55 The Firm (11:22) (e) 16:45 Once Upon A Time (19:22) (e) 19:50 Spænski boltinn: Betis 20:00 Meistaradeild Evrópu 20:30 Minute To Win It 15:45 Franklin & Bash (5:10) (e) 17:35 Unforgettable (3:22) (e) Barcelona 5 20:30 La Liga Report 21:15 The Biggest6 Loser (1:20) 16:35 The Biggest Loser (1:20) (e) 18:25 Girlfriends (12:13) 21:50 Box: Hopkins - Dawson Bilbao Bandarísk raunveruleikaþáttaröð 21:00 Atlético Madrid - Athletic 18:45 Solsidan (4:10) (e) allt fyrir áskrifendur18:05 Girlfriends (11:13) 23:50 Spænski boltinn: Betis 22:50 Chelsea - Liverpool um baráttu ólíkra einstaklinga 18:25 Necessary Roughness (5:12) (e) 19:10 Top Gear (2:7) (e) Barcelona 4 5 6 Games við mittismálið í heimi skyndibita 01:00 NBA 2011/2012 - Playoff 19:15 Minute To Win It (e) 20:10 Titanic - Blood & Steel (5:12) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun og ruslfæðis. 20:00 America's Funniest Home 21:00 Law & Order (9:22) 22:45 HA? (27:27) Videos (21:48) 21:45 Californication (2:12) 10:05 Premier League Review 2011/12 22:15 Lost Girl (2:13) 23:35 Once Upon A Time (18:22) (e) 20:25 Eureka (18:20) 15:30 Sunnudagsmessan 11:00 Premier League Preview 00:25 Prime Suspect (2:13) (e) 21:15 Once Upon A Time (19:22) 23:00 Blue Bloods (13:22) (e) 16:50 Birmingham - Blackpool 11:30 01:10 Franklin & Bash (5:10) (e) 22:05 Saturday Night Live 23:50 The Defenders (6:18) (e) 4 5 (19:22) 6 Premier League World 18:40 QPR - Stoke 12:00 West Ham - Cardiff 02:00 Saturday Night Live (18:22) (e) 22:55 This is England 00:35 Californication (2:12) (e) allt fyrir áskrifendur 20:30 Football League Show allt fyrir áskrifendur 13:50 Birmingham - Blackpool 02:50 Jimmy Kimmel (e) 00:40 Jimmy Kimmel (e) 01:05 Psych (1:16) (e) 21:00 Premier League Preview 15:40 Blackburn - Wigan 04:20 Pepsi MAX tónlist 02:10 Lost Girl (1:13) (e) 01:50 Pepsi MAX tónlist fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:30 Premier League World 17:30 Liverpool - Chelsea 02:55 Pepsi MAX tónlist fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:00 Liverpool - Newcastle, 1996 19:20 Man. City - Man. Utd. 22:30 Premier League Preview 21:10 Chelsea - Newcastle 23:00 Liverpool 08:00 Paul Blart: Mall Cop 08:10 Charlie St. Cloud 23:00 Stoke - Everton 10:00 Little Nicky 10:00 Mamma Mia! 08:00 The Wedding Singer 4 5 6 allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur SkjárGolf 12:00 Shark Bait 12:00 Chestnut: Hero of Central Park 10:00 Knight and Day 4 5 6 SkjárGolf allt fyrir áskrifendur 06:00 ESPN America 14:00 Paul Blart: Mall Cop Hressileg gamanmynd um mun 12:00 Next Avengers 06:00 ESPN America fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 07:00 The Players Championship 2012 16:00 Little Nicky 14:00 Charlie St. Cloud fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14:00 The Wedding Singer 07:35 Inside the PGA Tour (19:45) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 12:00 Golfing World 18:00 Shark Bait 16:00 Mamma Mia! 16:00 Knight and Day 08:00 The Players Championship 12:50 The Players Championship 20:00 Diary of A Wimpy Kid 18:00 Chestnut: Hero of Central Park 18:00 Next Avengers 14:00 Golfing World 2012 (1:4) 22:00 At Risk 20:00 In the Name of the Father 20:00 Get Shorty 14:45 The Players Championship 17:00 The Players Championship 00:00 Butch Cassidy and the 22:10 Platoon 22:00 Underworld: Rise of the Lycan 18:00 The Players Championship 4 PGA Tour - Highlights 5 (17:45) 6 4 23:00 Sundance Kid 00:10 We Own the Night 00:00 Winter of Frozen Dreams 23:00 The Open Championship 4 5 6 23:55 ESPN America 02:00 Pledge This! 02:05 War 02:00 One Last Dance 23:55 ESPN America 04:00 At Risk 04:00 Platoon 04:00 Underworld: Rise of the Lycan 06:00 Get Shorty 06:00 The Elementary Particles 06:00 In the Name of the Father
sjónvarp 49
Helgin 11.-13. maí 2012
13. maí
STÖÐ 2 07:00 Elías /Stubbarnir /Villingarnir / Algjör Sveppi / Mamma Mu / Kalli litli kanína og vinir / Maularinn /Scooby Doo/ Krakkarnir í næsta húsi 12:00 Nágrannar 13:45 American Idol (36/40) 14:35 The Block (6/9) 15:20 Friends (7/24) 15:45 How I Met Your Motherallt fyrir áskrifendur 16:15 Mad Men (5/13) 17:05 Mið-Ísland (8/8) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:35 60 mínútur 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:40 Sjálfstætt fólk (30/38) J 20:20 The Mentalist (20/24) 21:05 Homeland (10/13) 4 21:55 The Killing (1/13) 22:40 60 mínútur 23:25 The Daily Show: Global Edition 23:50 Smash (10/15) 00:35 Game of Thrones (6/10) 01:30 Silent Witness (2/12) 02:20 Supernatural (12/22) 03:00 The Event (9/22) 03:45 Medium (9/13) 04:30 The Mentalist (20/24) 05:15 Friends (7/24) 05:40 Fréttir
Í útvarpinu Reykjavík síðdegis
Bylgjan 99,4?
Útvarp Saga er eitraður ryðkláfur, mengunarslys, sem úðar öfgum, undarlegum skoðunum og bullandi fordómum yfir öldur ljósvakans. Stöðin hossar einstrengingslegu öfgafólki og hleypir því reglulega upp á dekk þar sem það skrúfar frá brjáluðum vaðlinum við mikinn fögnuð áhafnarinnar sem kyndir vel undir og bætir í ef eitthvað er. Á köflum er beinlínis ógnvekjandi að hlýða á vænisjúka og firrta orðræðuna á Sögu en skemmtigildið er þó ótvírætt og maður huggar sig við að þær raddir sem hæst og oftast heyrast á Sögu hljóti að rúmast innan afar þröngs mengis og geti vart talist þverskuður af Íslensku þjóðinni. Persónugalleríið í símatíma Sögu, bak við hljóðnemana og í hópi eftirlætis viðmælenda stöðvarinnar er svo 5
6
5
6
08:00 Spánn - Æfing 1 12:00 Spánn - Æfing 2 17:00 ÍA - KR 18:50 Pepsi mörkin 20:00 Meistaradeild Evrópu 20:30 La Liga Report 21:00 Atlético Madrid - Athletic Bilbao allt fyrir áskrifendur 22:50 Chelsea - Liverpool 01:00 NBA 2011/2012 - Playoff Games fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
10:00 Liverpool - Chelsea 11:50 Premier League Review 2011/12 12:45 Premier League World 13:15alltPremier League Preview fyrir áskrifendur 13:45 Man. City - QPR 16:00 Swansea - Liverpool fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:50 Stoke - Bolton 19:40 Sunderland - Man. Utd. 21:30 WBA - Arsenal 23:20 Tottenham - Fulham 01:10 Everton - Newcastle 4
4
5
SkjárGolf 06:00 ESPN America 07:00 Golfing World 07:50 The Players Championship 2012 (3:4) 12:50 Golfing World 13:40 The Players Championship 2012 (3:4) 18:00 The Players Championship 2012 (4:4) 23:00 The Open Championship 23:55 ESPN America
6
kostulegt og skoplegt í ýktum æsingnum að þegar mest gengur á er Saga eins og útvarpsleikrit samið af David Lynch og leikstýrt af Fellini. Síðdegisþáttur Bylgjunnar hefur hins vegar dólað á lygnum miðum frekar yfirvegaðrar umræðu og ósköp hefur verið notalegt að sigla heim á leið síðdegis með róandi rödd þess yfirvegaða meistara
ljósvakans, Þorgeirs Ástvaldssonar. Blikur hljóta þó að vera á lofti þar sem á mánudaginn var boðið upp á langt spjall við eitt helsta gæludýr Útvarps Sögu, Guðmund Franklín Jónsson, formann Hægri grænna. Þarna dúkkaði líka upp Jón nokkur Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og annað óskabarn Útvarps Sögu og sjálfur Árni Johnsen fékk sitt pláss. Var ég stilltur á 99,4 en ekki 98,9? Þennan mánudag misstu Þorgeir og félagar eina eða tvær stjörnur hjá mér og reyndir og vandaðir útvarpsmenn á gamalgróinni stöð ættu nú aðeins að hugsa sinn gang áður en þeir fara að elta það sem verst er gert í íslensku útvarpi. Þórarinn Þórarinsson
50
bíó Bíódómur Bully
Helgin 11.-13. maí 2012
Þarft spark í rassinn
B
örn geta, þrátt fyrir engilfagra ásjónu, verið grimm og hjá þeim er oft stutt í villidýrið ekki síður en hjá þeim fullorðnu. Frumskógarlögmálið ríkir á skólalóðinni þar sem þetta leiðinda samfélagsmein, eineltið, blossar upp þegar tuddarnir þefa uppi þá veikustu í hjörðinni og hossa sjálfum sér með því að beita þá andlegu- og líkamlegu ofbeldi. Bandaríska heimildarmyndin Bully tekst á við ömurlegt eineltið með því að segja sögu fimm krakka sem allir þurfa að þola útskúfun og
stöðugar ofsóknir án þess að geta sér nokkra björg veitt. Krökkunum er fylgt eftir með kvikmyndatökuvélinni í skólabílnum, í skólanum og á förnum vegi og alls staðar leynast villidýrin og útdeila eymd og ógeði af einurð og festu. Þjáning krakkana er vægast sagt áþreifanleg í Bully ekki síður en örvænting og ráðaleysi fjölskyldna þeirra sem standa fullkomlega máttvana andspænis meininu. Áhuga-, getu- og úrræðaleysi skólastjórnenda fá einnig sitt pláss. Afneitunin er ræktuð af elju og rétt bráir af
fólki þegar eineltið kostar mannslíf en síðan er augum og eyrum lokað aftur. Bully er því tímabært og þarft spark í rassinn á fólki. Gott spark sem fólk hefur gott af því að fá. Bully tekur virkilega á og er síður en svo auðveld á að horfa en að sama skapi gríðarlega mikilvæg mynd og sem allra flestir ættu að hlunkast til þess að sjá hana, neyða sjálfa sig til þess að opna augun hugsa sinn gang, ræða málin heimafyrir og leggjast á árarnar með þeim sem reyna að sporna gegn óværunni. Bully er mikilvæg mynd og leik-
FrumsýndAR
stjórinn Lee Hirsch hefði gjarnan mátt ganga lengra; óneitanlega saknar maður þess að fá ekki að kynnast ófétunum sem stunda eineltið. Fókusinn er á fórnarlömbunum og þeirra nánustu en auðvit-
að væri ekki síður fengur að fá að kynnast því hvaða súra sósa gerjast í kollinum á krakkakvikindunum sem stunda eineltið. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
Tim Burton Mættur aftur með Johnny Depp
Guy Pearce hreinsar til í geimfangelsi Einhvern tíma í framtíðinni hefur verið brugðið á það snilldarráð að geyma hættulegustu fanga jarðar í öruggri fjarlægði í geimstöð einhvers staðar úti í buska. Lockout segir frá mögnuðum átökum sem brjótast út eftir að fangarnir sleppa úr klefum sínum og ná geimstöðinni á sitt vald. Til að bæta gráu ofan á svart er dóttir forsetans í geimstöð- Guy Pierce gefur ekkert eftir í Lockout. inni þegar fangarnir taka völdin og henni verður að bjarga hvað sem það kostar. Hörkutólinu Snow, sem Guy Pearce leikur, eru þá gefnir þeir afarkostir að fara í fangelsi, fyrir glæp sem hann framdi ekki, eða ráðast til inngöngu í fangelsið og bjarga forsetadótturinni. Hann tekur vitaskuld að sér vonlausa verkefnið og lætur verkin heldur betur tala.
Aðrir miðlar: Imdb: 6.8, Rotten Tomatoes: 36%, Metacritic: 48%
Trúlofunin endalausa Emily Blunt og Jason Segel (How I Met Your Mother) leika kærustuparið Tom og Violet í gamanmyndinni The Five-Year Engagement, þau smellpassa saman þótt trúarlegur bakgrunnur þeirra sé ólíkur. Þegar Tom biður Violet að giftast sér svarar hún strax játandi. Samkvæmt kúnstarinnar reglum í Bandaríkjunum er sjálfur brúðkaupsdagurinn jafnan ekki langt undan eftir að hringarnir hafa verið settir upp og parið ráðgerir að giftast innan árs. Þetta gengur þó ekki eftir og þrátt fyrir endalausar spurningar og afskiptasemi ættingja, vina og kunningja frestast brúðkaupið endalaust. Ekki síst vegna þess að Violet fær gott starf í borg fjarri þeirra nánustu.
Aðrir miðlar: Imdb: 6.7, Rotten Tomatoes: 64%, Metacritic: 61%
Johnny Depp er alvanur því að leika furðufugla fyrir vin sinn, Tim Burton, og vampíran Barnabas sver sig í ætt við aðra rugludalla sem Depp hefur túlkað í gegnum tíðina.
Skuggalegur frændi Tim Burton er með skemmtilegri og flippaðari leikstjórum sem starfa í hinni oft á tíðum hugmyndasnauðu Hollywood. Hann á að baki sérstaklega farsælt samstarf með leikararnum undurfagra Johnny Depp og þeir félagar eru nú mættir saman eina ferðina enn í vampírugríninu Dark Shadows.
T
Þrátt fyrir heita ást gengur Tom og Violet illa að koma sér upp að altarinu.
Hún lætur þó ekki duga að drepa Barabas heldur býr hún honum örlög sem eru miklu verri en dauðinn.
im Burton vakti athygli og kátínu með draugamyndinni Beetlejuice árið 1988. Þar fór Michael Keaton hamförum í hlutverki samnefnds draugs sem gerði Alec Baldwin og Geenu Davis lífið leitt. Keaton og Burton áttu vel skap saman og ári síðar tefldi Burton leikararnum fram í hlutverki sjálfs Leðurblökumannsins þegar Burton blés nýju lífi í þá sívinsælu hetju. Myndin sló hressilega í gegn enda fjörðið mikið þar sem Jack Nicholson sló eign sinni á myndina þegar Burton gaf honum lausan tauminn í hlutverki Jókersins. Vinsældum Batman fylgdi Burton eftir þremur árum síðar með Batman Returns og þar með skildu leiðir með Batman, Keaton og Burton. Á milli Batman-myndanna sendi Burton frá sér hið ljúfsára nútímaævintýri um Edward Scissorhands. Myndin var bergmál af sögunni um Gosa spýtustrák en þar lék Johnny Depp dreng sem mátulega ruglaður vísindamaður býr til. Skaparinn fellur frá áður en honum auðnast að festa hendur á drenginn. Hann situr því uppi með ansi voldugt sett af garðklippum í stað handa sem gerir honum óhjákvæmilega erfitt að fóta sig í veröldinni. Edward Scissorhands markaði upphafið á samstarfi Burtons og Depp sem ekki sér enn fyrir enda á en saman hafa þeir gert Ed Wood, Sleepy Hollow, Charlie and the Chocolate Factory, Corpse Bride, Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street, Alice in Wonderland og nú síðast Dark Shadows. Í Dark Shadows leikur Depp Barnabas Collins sem flyst ungur að árum, ásamt foreldrum
sínum, frá Liverpool í Englandi til Bandaríkjanna árið 1752. Fjölskyldan litla flytur ekki síst til Bandaríkjanna til þess að reyna að hrista af sér bölvun sem hvílt hefur yfir ættinni. Þau setjast að í bænum Collinsport í Maine og eiga þar tuttugu náðug ár. Þá er Barnabas litli orðinn stór og er aðalgæinn í bænum. Ríkur, voldugur og óforbetranlegur glaumgosi. Honum er þó ekki ætlað að dvelja í þessari Paradís sinni lengi. Hann gerir nefnilega, að hætti glaumgosa, þau afdrifaríku mistök að svíkja hina fögru Angelique Bouchard í tryggðum. Angelique er, illu heilli, norn og lætur ekki hafna sér þegjandi og hljóðalaust. Hún lætur sér ekki duga að drepa Barabas heldur býr hún honum örlög sem eru miklu verri en dauðinn. Hún breytir honum í vampíru og grefur hann síðan lifandi. Barnabas liggur síðan í gröf sinni í tvær aldir en rumskar árið 1972 og klórar sig upp á yfirborðið. Heimurinn sem mætir honum þar er vægast sagt frábrugðinn því sem hann þekkti áður og þessi föli glaumgosi þarf nú að reyna að ná áttum i heimi þar sem glitrar á diskókúlur og dansinn dunar. Barnabas snýr aftur á ættaróðalið þar sem hann hittir fyrir afkomendur sína sem eru býsna skrautlegir og ekki síður ráðvilltir og ruglaðir en hann sjálfur. Glæsihýsi hans er í niðurníðslu og svipaða sögu má segja af niðjum hans. Þegar nornin Angelique skýtur svo upp kollinum, jafn brjálið og áður, hitnar heldur betur í kolunum og blóðsugan þarf að taka á honum stóra sínum til þess að komast undan háskakvendinu og bjarga ættingjum sínum um leið.
52
tíska
Helgin 11.-13. maí 2012
Ritstýra Vogue hannar fyrir H&M Ritstýra japanska Vogue, Anna Dello Russo, sem þekkt er fyrir sinn skemmtilega og frumlega fatasmekk, vinnur nú hörðum höndum að nýrri fylgihlutalínu fyrir sænska tískurisann H&M. Línan mun samanstanda af skemmtilegum skartgripum og skóm, en sjálf leggur hún mikið uppúr hvoru tveggja; á rúmlega 4000 skópör. Línan sem væntanleg er í verslanir H&M þann 4. október næstakomandi, í 140 búðum, mun vera breið og mikilfengleg með hátískulegum blæ og mun vera í verðflokki örlítið ofar en þeim tíðkast í verslunum H&M.
Ný sjóliðalína komin í verslanir MAC
Nýja línan, Hey Sailor frá snyrtivörufyrirtækinu MAC, er nú fáanleg í verslunum MAC hér á landi. Þetta er ný og glæsileg sumarlína frá fyrirtækinu sem samanstendur af varalit, augnskugga, kinnalit, sólarpúðri og fleiri skemmtilegum vörum sem lífga uppá sumarlegt útlitið. Línan er þó ólík því sem fyrirtækið hefur framleitt síðustu ár – litaflóran er ekki eins skær og áberandi. Litirnir eru sterkir og dökkir og má þar finna rauðan varalit, dökkgrænan augnskugga og brúnt naglalakk svo fátt eitt sé nefnt. Línan er framleidd í takmörkuðu magni og eru vörurnar skammtaðar í verslanir MAC um heim allan.
Níræð Iris hannar töskulínu
Hin níræða Iris Apfel, sem afrekaði meira í tískubransanum en flestir á síðasta ári, mun kynna sérstaklega nýja handtöskulínu seinna á þessu ári. Línan, sem mun bera nafnið Extinctions, er hönnuð af óforbetranlegu tískudrósinni sjálfri og verða flestar töskurnar saumaðar úr móngólskri lambaull, kálfshári og snákaskinni. Töskurnar munu kosta frá þrjátíu þúsund krónum og verða fyrst um sinn framleiddar einungis fyrir Bandaríkjamarkað.
Þriðjudagur Skór: Barcelona Sokkabuxur: KronKron Kjóll: Saumaður af mér
Beisik er best
Gestapistlahöfundur vikunnar er
Flest höfum við orðið fórnarlömb þess að gera hrikalega léleg kaup í fataskápinn – þrátt fyrir að vera þess fullviss á þeim tíma að þetta væri sannarlega mikil nauðsynjarvara. Þetta er fyrirgefanlegt ef varan var á góðu verði en mun verra ef svo var ekki. Að kaupa sér rándýrt trend síns tíma sem liggur síðan ónotað eru mistök sem að við flest höfum gerst sek um.
Elísabet Gunnars dóttir tískubloggari
En af öllum mistökum lærir maður – eða hvað? Ég hef alla vega lært mína lexíu þegar ég huga að fjárfestingu í dýrri flík, skóm eða annarri vöru. Ég spyr mig hvort varan sé þess virði, hvort hún sé tímalaus, vönduð, falleg og með góðan endingartíma – beisik er best! Ég reyni að forðast trend sem einkenna viss tímabil en eru síðan gleymd á því næsta, en þessi trend getur maður auðveldlega komið auga á. Þær flíkur kaupi ég heldur á góðu verði í sænskum verslunarkeðjum.
Mánudagur Skór: Fatamarkaður Buxur: Lee Peysa: Aftur
Ég er ekki að segja að fallegu klassísku flíkurnar þurfi síðan alltaf að vera dýrar. Mínar uppáhalds hef ég fundið í „second hand“ verslunum eða á mörkuðum sem gerir það að verkum að þær verða enn einstakari.
5
Galdurinn er að finna bestu blönduna af þessu öllu saman, klæða ódýru trendin við vel völdu klassísku flíkurnar, nýjar eða notaðar, sem aldrei detta út tísku. DÆMI: Ekki kaupa þér floral buxur frá Gucci á 140.000 krónur, bara af því að þær eru inni á þessum tímapunkti – þú færð sama „look” í H&M á undir 5000 krónur – það er mitt mat. Sunset Boulevard
st. 40 – 58
Verslunin Belladonna á Facebook
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is 2
dagar dress
Litadýrðin tekur völdin í sumar S p r i n g . S u m m e r . 2 012
Blue oce an
Flottar sumarvörur fyrir flottar konur
Miðvikudagur Skór: Kron Buxur: Topshop Pils: H&M Bolur: American Apperal
Fimmtudagur Skór: Gyllti kötturinn Leggings: Gyllti kötturinn Stuttbuxur: Gyllti kötturinn Hlýrabolur: Zara Slá: Primark
„Ég er farin að hallast mjög mikið að litum,“ segir Geirþrúður 22 ára, útskrifaður klæðskeri frá Iðnskólanum, um klæðarvalið sitt. „Ég hef alltaf gengið rosalega mikið í svörtu en núna, þegar sumar er að koma, taka litirnir við. Mér finnst litir og snið skipta mestu máli varðandi fatnað. Mér finnst rosalega skemmtilegt að kaupa mér föt í miðbænum og koma þau líklega flest frá Gyllta kettinum, þar sem ég er að vinna. Skóbúðin Kron er líka í miklu uppáhaldi þar sem alltaf er hægt að finna sér litríka og fallega skó. Innblástur tísku fæ ég allstaðar frá, fletti tískublöðum og bloggum en helst fæ ég hann frá fólkinu í kringum mig. Hönnuðurinn Vivienne Westwood er einnig í miklu uppáhaldi hjá mér, alltaf hress og skemmtilega klædd og er fatastíll hennar svo sannarlega lýsandi fyrir persónuleikann.“ 3
Föstudagur: Pils: Gyllti kötturinn Sundbolur: Gyllti kötturinn Taska: Barcelona
NÝTT
Litað dagkrem sem styrkir húðina og gefur lit og ljóma.
Leyfðu húð þinni að ljóma Endurnýjar ljóma þannig að húðin virðist 10 árum yngri*
NÝTT
Rénergie Multi-Lift 2+1 endurnýjandi augnkrem.
RÉNERGIE ÉCLAT MULTI-LIFT MÝKRI OG ÞÉTTARI HÚÐ MEÐ AUKNUM LJÓMA
NÝTT
Krem sem lyftir, styrkir og vinnur gegn hrukkum. Kemur bæði fyrir normal og þurra húð.
Kate Winslet
Lancôme útsölustaðir um land allt
www.gabor.is - facebook.com/gaborserverslun
Gæði &
54
tíska
Glæsileiki Mikið úrval af fallegum skóm og töskum
Þveng mjóar fyrirsætur á bannlista
Sérverslun með
25 ár á Íslandi
Karlie Kloss fyrir ítalska Vogue.
Helgin 11.-13. maí 2012
Nú hafa allir ritstjórar tískutímaritsins Vogue, sem eru nítján talsins, gert samning sín á milli sem kveður á um bann við of grönnum fyrirsætum á síðum Vogue. Einnig var ákveðið að óheimilt sé að ráða fyrirsætur yngri en sextán ára til þess að taka þátt í myndaþáttum, tískusýningum og auglýsingaherferðum á vegum tímaritsins. Þetta var ákveðið í þeim tilgangi að standa vörð um ímynd um heilbrigði að sögn talsmanna fyrirtækisins. Ýmsir gagnrýnendur fagna þessum tíðindum en sumir óttast þó að ritstjórarnir hafa önnur viðmið um hvað er of mjótt en gengur og gerist.
Býður soninn velkominn í heiminn Victoria’s Secret engillinn Alessandra Ambrosio og unnusti hennar Jamie Mazur eignuðust sitt annað barn fyrr í vikunni. „Vertu velkominn sonur minn. Get ekki beðið eftir að sýna þér þennan bráðskemmtilega heim sem við lifum í,“ skrifaði fyrirsætan á samskiptavefinn Twitter sama dag og snáðinn kom í heiminn. Fyrir eiga hjúin hina þriggja ára Önju sem er himinlifandi með nýja bróðurinn. Nú er bara að sjá hvort að Alessandra komi sér í form fyrir haustið og taki þátt í árlegu Victoria’s Secret-undirfatasýningunni. Það hefur ekki verið vandamál áður hjá henni að koma sér í gott form á skömmum tíma, en sjálf segist hún vilja taka því rólega með sinni fallegu fjölskyldu.
FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060 O p i ð m á n u d - fö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a rd . 1 1 - 1 6
Snúðar & Snældur bjóða upp á vönduð dönsk barnaföt á góðu verði og skemmtilega hönnunarvöru. Hjólakörfur frá RICE Verð frá 4.990 kr.
Sienna Miller á forsíðu Vogue. Fyrirsætan Miranda Kerr.
Leikkonan Rumer Willis.
Stella McCartney slær í gegn meðal stjarnanna
Handunnir danskir óróar Verð: 2.590 kr.
Að undanförnu hafa stelpurnar í Hollywood dregist sem mý á mykjuskán að tilteknum kjól úr sumarlínu hönnuðarins Stellu McCartney. Kjóllinn er framleiddur í nokkrum litum og hafa sumar af stelpunum breytt honum örlítið fyrir rauða dregilinn. Kjóllinn er frumlegur útlits, með allskonar skemmtilegum smáatriðum sem gerir hann að því sem hann er. Kolbrún Pálsdóttir kolla@frettatiminn.is
Uglubolur frá Minymo. Verð 2.990 kr.
Fjölbreytt úrval af 100% melamín vörum frá RICE
Þriggja hæða kökudiskur Verð. 2.990 kr.
S&S Smáralind 588-0550 S&S Glerártorgi 461-2828
facebook.com/snudar
Söngkonan LeAnn Rimes.
Leikkonan og fyrirsætan Brooklyn Decker.
Helgin 11.-13. maí 2012
Ný sending góð verð
Kork hælar
13.995.-
Derhúfuæði Rihönnu
Rihanna virðist ætla að fylla fataskápinn sinn með derhúfum í öllum litum og gerðum. Hún hefur skartað slíkum höfuðbúnaði í ófá skipti síðustu vikur, bæði á sviði sem utan þess, og gæti þetta vel reynst nýj-
asta sumartrendið í ár. Derhúfur hafa ekki verið neitt sérlega vinsæll aukabúnaður síðustu ár en Rihanna gæti hæglega sett strik á reikninginn hvað það varðar og gert þetta að ómissandi atriði í klæðaburði.
Kork sandalar (4 litir)
6.995.-
Sandalar m/rennilás
5.995.-
Fylltir sandalar
7.995.-
Ballerínur
5.995.-
Kringlan - Smáralind s.512 1733 - s.512 7733 www.ntc.is | erum á
Ljósnetið – kraftmeiri tenging fyrir íslensk heimili
Þú sérð kraftinn þegar Ljósnetið
ENNEMM / SÍA / NM52202
er komið
Með Ljósnetinu færðu háhraðanettengingu með mikla flutningsgetu. Upp- og niðurhal er mun fljótlegra og möguleikar til fjarvinnu meiri. Þú getur streymt tónlist og kvikmyndum, tengt allt að fimm háskerpumyndlykla fyrir Sjónvarp Símans og verið með leikjatölvur og önnur nettengd tæki fjölskyldunnar í öruggu sambandi á sama tíma.
Háhraðanet
TV / VOD
Netvarinn
5 myndlyklar
Á siminn.is sérðu hvort þú getur tengst strax í dag!
58 Tengdó – HHHHH –JVJ. DV Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið)
Fös 11/5 kl. 20:00 6.k Sun 20/5 kl. 20:00 10.k Fös 1/6 kl. 20:00 aukas Lau 12/5 kl. 20:00 7.k Þri 22/5 kl. 20:00 aukas Lau 2/6 kl. 20:00 17.k Sun 13/5 kl. 20:00 aukas Mið 23/5 kl. 20:00 11.k Sun 3/6 kl. 20:00 18.k Þri 15/5 kl. 20:00 aukas Fim 24/5 kl. 20:00 12.k Mið 6/6 kl. 20:00 19.k Mið 16/5 kl. 20:00 8.k Fös 25/5 kl. 20:00 13.k Fös 8/6 kl. 20:00 aukas Fim 17/5 kl. 20:00 9.k Þri 29/5 kl. 20:00 14.k Lau 9/6 kl. 20:00 20.k Fös 18/5 kl. 20:00 aukas Mið 30/5 kl. 20:00 15.k Sun 10/6 kl. 20:00 Lau 19/5 kl. 17:00 aukas Fim 31/5 kl. 20:00 16.k Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá
Rómeó og Júlía (Stóra svið )
Fös 11/5 kl. 20:00 Fös 18/5 kl. 20:00 Fim 17/5 kl. 20:00 Sun 3/6 kl. 20:00 Ógleymanleg uppfærsla Vesturports - hátíðarsýningar á 10 ára sýningarafmæli.
Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið)
Lau 12/5 kl. 14:00 lokas Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma. Síðustu sýningar!
NEI, RÁÐHERRA! (Stóra svið)
Lau 19/5 kl. 20:00 lokas Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011. Síðustu sýningar!
Tengdó (Litla sviðið)
Fös 11/5 kl. 20:00 Fös 18/5 kl. 20:00 Fös 8/6 kl. 20:00 lokas Mið 16/5 kl. 20:00 aukas Fös 25/5 kl. 20:00 Fim 17/5 kl. 20:00 Sun 3/6 kl. 20:00 Sönn saga. Í samstarfi við CommonNonsense. Síðustu sýningar!
Hótel Volkswagen (Stóra sviðið.)
Lau 12/5 kl. 20:00 Sun 13/5 kl. 20:00 lokas Eftir Jón Gnarr í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Síðustu sýningar!
Bræður - fjölskyldusaga (Stóra sviðið)
Fös 1/6 kl. 20:00 Lau 2/6 kl. 20:00 Í samstarfi við Vesturport, Malmö Stadsteater, Teater Får302. Sýnt á Listahátíð
Beðið eftir Godot (Litla sviðið)
Lau 12/5 kl. 20:00 2.k Sun 20/5 kl. 20:00 5.k Mið 23/5 kl. 20:00 6.k Sun 13/5 kl. 20:00 3.k Fim 24/5 kl. 20:00 7.k Lau 19/5 kl. 20:00 4.k Tímamótaverk í flutningi pörupilta
Gói og baunagrasið (Litla sviðið)
Lau 12/5 kl. 13:00 Lau 12/5 kl. 14:30 aukas Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri
Fös 1/6 kl. 20:00 Lau 2/6 kl. 20:00 Lau 9/6 kl. 20:00
Sun 20/5 kl. 13:00
568 8000 | borgarleikhus.is
Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið)
Fös 11/5 kl. 19:30 24.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 Lau 12/5 kl. 15:00 AUKAS. Lau 19/5 kl. 19:30 Lau 12/5 kl. 19:30 25.sýn Sun 20/5 kl. 19:30 Fim 24/5 kl. 19:30 Sun 13/5 kl. 19:30 26. sýn Aukasýningar komnar í sölu - aðeins sýnt fram í júní.
Dagleiðin langa (Kassinn)
Fös 18/5 kl. 19:30 24.sýn Lau 19/5 kl. 19:30 Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar
Afmælisveislan (Kassinn)
Fös 11/5 kl. 19:30 AUKAS. Fös 25/5 kl. 19:30 13.sýn Lau 12/5 kl. 19:30 10.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 14.sýn Mið 23/5 kl. 19:30 11.sýn Mið 30/5 kl. 19:30 15.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 12.sýn Fim 31/5 kl. 19:30 16.sýn Uppselt í maí - örfá sæti laus í júní.
Fös 25/5 kl. 19:30 Lau 26/5 kl. 15:00 Fös 1/6 kl. 19:30 Lau 2/6 kl. 19:30
Sun 20/5 kl. 19:30 Síð.sýn.
Fös 1/6 kl. 19:30 Lau 2/6 kl. 19:30
Bliss (Stóra sviðið)
Mán 21/5 kl. 12:00 Á Listahátíð í Reykjavík 2012
Gamli maðurinn og hafið (Kúlan) Sun 20/5 kl. 17:00
Þri 22/5 kl. 19:30
Frumsýn.
Mán 21/5 kl. 19:30 Lau 26/5 kl. 17:00 Á Listahátíð í Reykjavík 2012
Pétur Gautur (Stóra sviðið) Mið 30/5 kl. 19:30 Á Listahátíð í Reykjavík 2012
Glymskrattinn (Þjóðleikhúskjallarinn) Mið 23/5 kl. 20:00
tryggðu þér sæti
Fös 1/6 kl. 22:30
Frumsýn.
Sun 3/6 kl. 16:00
Fös 25/5 kl. 22:30 Lau 2/6 kl. 22:30 Á Listahátíð í Reykjavík 2012
Hvílíkt snilldarverk er maðurinn (Þjóðleikhúskjallarinn) Allar kvöldsýningar
Mán 14/5 kl. 19:30 Lau 19/5 kl. 16:00 TRYGGÐU ÞÉR SÆTI!
AUKASÝNINGAR Í MAÍ 4 sýningar á 11.900 kr. með leikhúskorti
Sun 20/5 kl. 16:00 hefjast kl. 19.30
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS CAFÉ/BAR, opið 17-23
NÝTT Í BÍÓ PARADÍS!
16.-17. MAÍ
RALPH FIENNES GERARD BUTLER NÁTTÚRAN KENNIR SKEPNUM AÐ ÞEKKJA VINI SÍNA
CORIOLANUS
SJÁÐU DAGSKRÁNA Á WWW.ISALP.IS
Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis!
VERTU FASTAGESTUR!
Ódýrara í bíó með aðgangskortum!
menning
Helgin 11.-13. maí 2012
Einkennilegir átthagafjötrar B
orgarleikhúsið hefur tekið til sýninga leikgerð Ólafs Egilssonar sem byggð er á rómaðri bók Bergsveins Birgissonar: Svar við bréfi Helgu, sem kom út 2010 en við er bætt undirtitlinum ástarsaga. Líklega hafa vinsældir bókarinnar orðið til þess fyrst og síðast að leikhúsfólk vill vinna upp úr henni sýningu því ýmsir hafa nefnt að bókin sé illa til þess fallin, þeirra á meðal höfundurinn sjálfur sem segir í pistli í leikskrá: „Þegar leikhúsfólk hafði samband við mig með það í hyggju að búa til leikrit úr sögu Bjarna Gíslasonar, var mín fyrsta hugsun að það væri ekki hægt. Endurminningar gamals elliglapins bónda. Leikrit? Varla.“ En, Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri lagði peninginn á rétt hross því svo mjög virðast lesendur tryggir bókinni að uppselt er á fjölda sýninga. Verkið fjallar, í grófum dráttum, um bónda sem á gamalsaldri skrifar ástinni í lífi sínu bréf þar sem hann rifjar upp þeirra kynni og þá innri togstreitu sem þau ollu og einkenndi líf hans; eftirsjá en jafnframt tilraunir til útskýringa á því hvers vegna hann gat ekki fylgt henni á mölina eins og hún lagði til þegar ástarbrími þeirra stóð sem hæst og hún með barni þeirra. Þar skiptir máli að hann býr á jörð áa sinna og er í barnlausu hjónabandi; kona hans er óbyrja sem þýðir að ekki er um neinn afkomanda til að taka við jörðinni. Þeim sem hér skrifar er nokkur vandi á höndum því flest í sýningunni er virkilega vel af hendi leyst en samt eru þarna þættir sem ganga illa upp; jafnvel einmitt þau atriði sem takast sérlega vel á einu plani virka illa á því næsta: Styrkur sýningarinnar reynist jafnframt veikleiki hennar. Í því samhengi er ágætt að líta til
leikmyndarinnar sem er til marks um gott samstarf Ólafs Egilssonar, leikstjórans Kristínar Eysteinsdóttur og leikmyndahönnuðarins sem er Snorri Freyr Hilmarsson – leikhús eins og það verður best. Leikmyndin er snjöll; stórir tréplankar umkringja rýmið svo helst minnir á gripahús en býður jafnframt uppá skemmtilega möguleika á lýsingu. Á sviðinu, sem hallar fram eru svo göt eða holur þar sem er vatn sem þjónar margvíslegum tilgangi – bæjarlækur og haf. Allt er þetta sérlega vel útfært. En gripahúsið, sem er sterk mynd fyrir átthagafjötra, tekur sem slíkt jafnframt á sig mynd fangelsis eða rimla. Einn styrkur bókar Bergsveins er að honum tekst að fanga tungumál sem er að hverfa, grípa orð í útrýmingarhættu sem varða búskaparhætti og sjósókn en eru sérkennileg á vorum tímum í Reykjavík. Þetta lingó reyndist uppspretta hláturs í salnum og þegar við bætist stúss í kringum búsmalann, einkum brundhrútinn stolt Bjarna og svo leikmyndin, gripahúsið – fangelsið, var Bjarni fyrst og fremst afkáralegur og slappur að vera ekki maður í að rífa sig upp. Og þar er komið að því sem ekki gengur upp í kolli þess sem hér skrifar: Átthagafjötrar eru með ýmsu móti og þar spila náttúrumyndir inní, ást til sveitarinnar og í þessu samhengi; trúmennska Bjarna við Unni konu
sína sem hér er aukaatriði. Eins og sýningin liggur nær sú þaulreynda leikkona Sigrún Edda Björnsdóttir ekki að kalla fram nokkra samúð með persónu sinni sem þó er fórnarlamb aðstæðna. Því síður Gunnar Hansson sem Hallgrímur, maður Helgu – Bjarni giljar konu hans sem mest hann má en það snertir ekki kokkálinn vitundarögn, hefur engin áhrif á atburði eða þankagang persóna? Án þess stendur eftir paródía á hlálegan sveitamanninn Bjarna sem nær ekki að slíta sig úr viðjum aðstæðna sinna. Þrátt fyrir að þessar dramatísku eigindir, sem miðað við þráðinn ættu að vera til staðar, er sýningin á því plani sem á er keyrt fagmannleg, leikhúslausnir eins og þær gerast bestar; svo að ekki er hægt annað en hvetja fólk til að sjá sýninguna. Þröstur Leó fer virkilega vel með sitt hlutverk, sem og Ilmur Kristjánsdóttir; samleikur þeirra er með miklum ágætum. Ellert A. Ingimundarson og Gunnar bregða upp myndum af mannlífinu í sveitinni af mikilli kúnst. Lýsing, tónlist og búningar er vel af hendi leyst; reyndar eru allir strengir einkar vel saman stilltir og Kristín leikstjóri hlýtur að fá prik fyrir það. Jakob Bjarnar Grétarsson
Niðurstaða: Þó dramatískar eigindir skorti leiðist manni ekki Bréf til Helgu nema síður sé – á því plani sem unnið er; leikhús eins og best verður á kosið.
Bréf til Helgu Bréf til Helgu - ástarsaga/Leikgerð: Ólafur Egilsson (byggt á bók Bergsveins Birgissonar)/Leikstjóri: Kristín Eysteinsdóttir/Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson/Búningar: Stefanía Adolfsdóttir/Lýsing: Björn Bergsteinsson/Tónlist: Frank Hall. Borgarleikhúsið
Helgin 11.-13. maí 2012
Hafnarborg Ljósmyndasýning
Hreinn sýnir hús
H
ús, sýning á nýjum og eldri verkum eftir Hrein Friðfinnsson, verður opnuð í Sverrissal Hafnarborgar, á morgun laugardaginn 12. maí. Sýnd verða ljósmyndaverkin House Project, Annað hús og Þriðja hús. Elsta verkið, House Project, er frá 1974 og er meðal þekktari verka Hreins en Þriðja hús er nýtt verk sem nú er sýnt í fyrsta skipti. Verkin tengjast öll hvert öðru en hafa ekki fyrr verið sýnd saman. Samkvæmt tilkynningu frá Hafnarborg vann Hreinn House Project árið 1974 en þá byggði hann hús í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar, innblásið af frásögn Þórbergs Þórðarsonar af Sólon Guðmundssyni á Ísafirði. Hreinn vann síðan aðra útgáfu af húsinu og var hún reist í skúlptúrgarði í Frakklandi árið 2008. Síðsumars árið 2011 mátti síðan greina útlínur húss á ferðalagi um hraunið sunnan Hafnarfjarðar. Þarna var komin enn ein útgáfa hússins, stækkuð endurgerð
Samhliða sýningunni gefur Hafnarborg í samstarfi við bókaútgáfuna Crymogeu út bók þar sem finna má myndir af verkunum og af gerð þeirra.
vírmódelsins innan úr húsinu í Frakklandi. Texta og ljósmyndaverkin á sýningunni í Hafnarborg eru byggð á þessum húsum eftir því sem fram kemur í tilkynningunni.
Sönghópurinn í allri sinni dýrð.
Gísli og Oddgeir óháðir Sönghópur Átthagafélags Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu heldur tónleika í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg í Reykjavík, á morgun laugardaginn 12. maí klukkan 15. Þetta er í þriðja skiptið sem Sönghópurinn heldur vortónleika. Að þessu sinni leikur fimm manna hljómsveit með hópnum; Árni Áskelsson á slagverk, Ársæll Másson á gítar, Gísli Helgason á blokkflautur, munnhörpur og fleira, Þórólfur Guðnason á
bassa og Hafsteinn Guðfinnsson á gítar. Fyrri hluti tónleikanna er tileinkaður lögum Gísla Helgasonar blokkflautuskálds og lagasmiðs í tilefni þess að hann varð nýlega 60 ára en Gísli er meðlimur í hópnum eins og áður sagði. Seinni hluti tónleikanna verður lagður undir ýmis lög og texta úr Eyjum eftir höfunda á borð við Oddgeir Kristjánsson. -óhþ
Arnaldur á toppnum í Frakklandi
S
vörtuloft eftir Arnald Indriðason er í fyrsta sæti metsölulista glæpasagna í Frakklandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Arnaldur nær þetta góðum árangri, bækur hans hafa verið tíðir gestir á listanum, enda nýtur hann gríðarlegra vinsælda þar í landi og er margfaldur metsöluhöfundur. Öll Erlendar-serían og Bettý hefur komið út á frönsku en Svörtuloft kom
fyrst út fyrir tveimur mánuðum og er strax komin á toppinn. Arnaldur var nýlega staddur í Lyon og las upp við fádæma góðar undirtektir eins og venjan er þegar hann heimsækir Frakkana. Áheyrendur heilluðust upp úr skónum og bækurnar seldust upp – öll 500 eintökin á einum upplestri. Útgefandi Arnaldar brást sem betur fer skjótt við og lét senda eftir fleiri bókum til Parísar með hraði.
Álfasala 2012
60
dægurmál
Helgin 11.-13. maí 2012
Þrif Bílabón
Lætur bóna bílinn í gömlu bónstöðinni sinni Kjartan Sveinsson, sem rak bílaþvottastöðina í Sigtúni í hartnær fjörtíu ár, er í dag einn af dyggustu viðskiptavinum Bón og þvottastöðvarinnar sem opnaði á Grjóthálsi í lok árs 2011. Ari Rafn Vilbergsson, núverandi eigandi Bón- og þvottastöðvarinnar, keypti einmitt reksturinn í Sigtúni fljótlega eftir að Kjartan lét af störfum og rak stöðina í Sigtúni þar til hún vék fyrir nýju skipulagi. Stöðin hefur nú opnað á nýjan leik á Grjóthálsi og því má til sanns vegar færa hún sé elsta sjálfvirka bílaþvottastöð landsins. Ari Rafn segir að strákarnir á stöðinni hafi alltaf mjög gaman af því að þrífa bíl Kjartans, enda sérlega glæsilegur gripur þar á ferð. Kjartan ekur um á glæsilegum Lincoln Continental sem hann keypti
nýjan árið 1978 og hefur haldið vel við alla tíð. Bíllinn var smíðaður í tilefni af 75 ára afmæli Ford og aðeins 500 slíkir voru framleiddir. Eins og sést á meðfylgjandi mynd fór sérlega vel á með þeim félögum sem hafa sannarlega upplifað tímana tvenna í bílaþvottinum. Kjartan, sem er 86 ára gamall, segist hugsa með hlýju til þess tíma þegar hann rak bílaþvottastöðina í Sigtúni. „Á sólríkum dögum var stundum röð hjá mér alla leið upp á Laugaveg. Þegar ég kom hingað í Grjóthálsinn til Ara í fyrsta sinn og bílinn rann í gegn, þá fannst mér eins og ég væri kominn aftur í gömlu stöðina mína í Sigtúni. Mér fannst eins og ég væri kominn heim,“ sagði Kjartan. -óhþ Kjartan og Ari við Lincoln-ferlíkið.
www.volkswagen.is
Volkswagen Passat EcoFuel
Metanlegur sparnaður Eldsneytiskostnaður Volkswagen Passat á hverja 1000 km* Metan 8.442 kr. Dísil 13.484 kr. Bensín 18.158 kr.
Passat kostar aðeins frá
* Miðast við almennt verð á eldsneyti hjá Olís 8. maí 2012
3.990.000 kr.
Komdu og reynsluaktu Volkswagen Passat
List Steinunn endurgerði stolið listaverk
Öryggismyndavélar vakta bronsstyttu í Hull
Steinunn Þórarinsdóttir við verkið á afhjúpunardeginum 23. júní 2006.
Síðasta sumar hvarf „Voyage“, eða „För“, listaverk Steinunnar Þórarinsdóttur, af stalli sínum á hafnarbakkanum í Hull. Talið var víst að rummungarnir sem rændu blýþungu bronsverkinu hafi brætt verkið og selt málminn. Verksins var sárt saknað í hafnarborginni og í dag, föstudag, verður endurgerð verksins afhjúpuð á sama stað. Og nú á allt að vera pottþétt og Steinunn telur víst að verkið fái nú að standa á sínum stað um ókomna tíð.
T Fólk var náttúrlega miður sín yfir þessu þannig að ég held að þetta sé góð lausn.
jónið vegna listaverkaþjófnaðarins hefði í raun verið óbætanlegt ef verkið hefði ekki átt systurverk heima á Íslandi. „Verkið var einfaldlega gert aftur,“ segir Steinunn. „Við vorum svo heppin að verkið var í rauninni til ennþá. Annars hefði þetta eiginlega ekki verið hægt,“ segir Steinunn og vísar til þess að verkið var í tveimur hlutum. Annar hluti þess var í Hull en hinn í Vík í Mýrdal og því var hægt að taka mót af verkinu í Vík til að endurgera verkið í Hull. Verkið var gert til minningar um breska sjómenn sem fórust við Íslandsstrendur og til þess að fagna þúsund ára sambandi Íslands og Bretlands. Einnig voru 30 ár liðin frá lokum síðasta þorskastríðs. Fígúrurnar horfðust síðan á yfir hafið þangað til sú í Bretlandi hvarf. Líklega í bræðsluofn. Steinunn er þó hvergi bangin og notaði sama eftirsótta hráefnið í eftirmyndina. „Já, það á ekki að gefast upp gagnvart þessu,“ segir hún og hlær. „Öryggismyndavélar verða nær verkinu núna og frekari ráðstafanir gerðar. Verkið verður líka fest aðeins öðruvísi niður og líklega hefur frágangurinn ekki verið alveg 100 prósent hjá þeim síðast en þetta á að vera alveg pottþétt núna.“ Steinunn gerði verkið til að fagna þúsund
ára sambandi Íslands og Bretlands og afkomendum breskra sjómanna, sem sigldu frá Hull en fórust í skipsskaða, þótti sárt að horfa á eftir verkinu sem þeir tengja tengdu við minningu látinna ástvina. Endurkomunni er því tekið fagnandi í Hull. „Fólk var miður sín yfir þessu þannig að ég held að þetta sé góð lausn og frábært að þau ákváðu strax að ráðast í endurgerðina og það er bara almenn gleði með þetta.“ „Voyage“ var á sínum tíma samvinnuverkefni breska utanríkisráðuneytisins, ríkisstjórnar Íslands, borgaryfirvalda í Hull og Víkur í Mýrdal. Benedikt Jónsson, sendiherra Íslands í London, og Colin Inglis, borgarstjóri Hull, munu afhjúpa verkið á föstudag. Steinunn segir Inglis hafa átt stóran þátt í að verkið varð að veruleika í upphafi en hann var forseti borgarstjórnar þá. Alp Mehmet, fyrrum sendiherra Breta á Íslandi, tók einnig þátt í verkefninu og hann verður einnig viðstaddur afhjúpunina. Verkið var fyrst afhjúpað 23. júní árið 2006 og Steinunn segist vonast til þess að það verði nú afhjúpað í síðasta skipti. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
Voyage, eins og það leit út í Hull, áður en þjófarnir námu það á brott.
Pétur Bjarnason myndhöggvari vinnur að því að taka silikonmót af verkinu.
Sýningar í júní eru komnar í sölu. Sýningum lýkur í vor.
Ekki missa af fimm stjörnu stórsýningu! SGV / Morgunblaðið
JBG / Fréttatíminn
JVJ / DV
Leikarar: Þór Breiðfjörð, Egill Ólafsson, Valgerður Guðnadóttir, Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Margrét Vilhjálmsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Atli Þór Albertsson, Baldur Trausti Hreinsson, Bjarni Snæbjörnsson, Edda Arnljótsdóttir, Eggert Þorleifsson, Friðrik Friðriksson, Heiða Ólafsdóttir, Hilmir Jensson, Jana María Guðmundsdóttir, Margrét Eir Hjartardóttir, Orri Huginn Ágústsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Ævar Þór Benediktsson, Hrefna Karen Pétursdóttir, Halldóra Elín Einarsdóttir, Ari Páll Karlsson, Valgeir Hrafn Skagfjörð, Elva María Birgisdóttir, Agla Bríet Gísladóttir. Leikstjórn: Selma Björnsdóttir. Sýningarréttur: Josef Weinberger Ltd. fyrir hönd Music Theatre International og CAMERON MACKINTOSH LTD.
Tryggðu þér sæti! Miðasala: 551 1200 | www.leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
62
dægurmál
Helgin 11.-13. maí 2012
Ingó Geirdal Leðr aði töfr arokk arinn
Töfraði Depeche Mode upp úr skónum
T
öfra- og sjónhverfingamaðurinn Ingó Geirdal er einn sá reyndasti í bransanum á Íslandi. Hann ætlar að bjóða upp á stórsýningu í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn, ekki síst vegna þess að þegar hann steig á stokk í mars seldist upp. „Þetta er stórsýning. Einn og hálfur tími með hléi og þarna sýni ég allt það besta sem ég hef upp á að bjóða. Þetta er fjölskyldusýning – ekkert síður fyrir börn en fullorðna. Ég er með ýmislegt krassandi og er til dæmis farinn að taka
hugsanalestur mikið inn í þetta. Síðan er ég með töfra og sjónhverfingar; gleypi rakvélablöð og svona þannig að þetta spannar ansi breitt svið.“ Ingó á orðið langan feril að baki. Hann fór fyrstur Íslendinga á heimsmót töframanna átján ára gamall. Hann er einnig liðtækur tónlistarmaður og gítarleikari. Hann hefur meðal annars spilað með Quarashi og er nú í hljómsveitinni Dimma og notar tónlist sína á töfrasýningunum. „Ég er rokkari og töframaður i hjarta
Ólafur Ragnar í Hörpu daginn fyrir kosningar
mínu og nota rokkið sem undirleik og er farinn að koma fram í sama klæðnaði og í þungarokkinu,“ segir leðraði galdrakarlinn. Martin Gore, gítarleikari hinnar fornfrægu hljómsveitar Depeche Mode, heyrði af Ingó á sínum tíma og fékk hann til þess að skemmta bandinu að loknum tónleikum í Gautaborg. „Martin hefur rosalega gaman að þessu og lét bjóða mér á tónleikana gegn því að ég galdraði fyrir þá. Þetta var mjög gaman enda eru þetta mjög skemmtilegir náungar.“ -þþ
Ingó les hugsanir og kjamsar á rakvélablöðum í Salnum í Kópavogi á sunnudag. Skemmtunin hefst klukkan 17 og miðar eru seldir á midi.is og salurinn.is.
Þórdís Nadia Typpafýlur æstir hip hop-ið
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur haldið sig til hlés í kosningabaráttu komandi forsetakosninga. Líklegt er þó að Ólafur Ragnar mun byrja baráttuna af krafti um leið og frestur til framboðs rennur út 25. maí næstkomandi. Svo heppilega vill til fyrir Ólaf að hann verður aðalfyrirlesari á ráðstefnu í Hörpu sem ber yfirskriftina „Til móts við þrautseigju“ sem fram fer dagana 27. til 29. júní og fjallar um hvernig Íslendingar tókust á við kreppuna. Daginn eftir, 30. júní, verður kosið um nýjan forseta.
Hörfað undan Guðna
Egill Helga á Hagaskólaballi Sjónvarpsstjarnan og bloggarinn Egill Helgason verður ræðumaður kvöldsins á skólaballi Hagaskóla næstkomandi miðvikudag. Um er ræða skólaball fyrir alla nemendur skólans sem eru 45 ára og eldri og verða vínveitingar á ballinu – ólíkt því sem var þegar væntanlegir gestir stunduðu nám við skólann á sínum tíma. Ballið fer fram í Félagsheimili Seltjarnarness og munu skólahljómsveitirnar Cogito og Fimm á Richter troða upp.
Páll G. Jónsson, löngum kenndur við Pólaris, hefur setið undir ámæli skákáhugafólks eftir að hann ákvað að freista þess að selja muni tengda einvígi Fischers og Spassky í Reykjavík árið 1972 á uppboði í Danmörku. Páll keypti munina árið 1975 og vill nú koma þeim í verð í óþökk skákhreyfingarinnar. Hann mætti á dögunum í útgáfuhóf Helga Ólafssonar, stórmeistara, í Iðnó þar sem útgáfu bókar Helga um kynni sín af Bobby Fischer, Bobby Fischer comes home The Final Years in Iceland, a Saga of Friendship and Lost Illusions, var fagnað. Páll sá sér þó þann kost vænstan að láta sig hverfa þegar Guðni Ágústsson hélt ræðu og skammaðist meðal annars út í menn sem vildu selja þjóðargersemar úr landi.
Þórdís Nadía hefur fengið sig fullsadda af karlrembunni í íslenskri hip hoptónlist og svarar nú karlpeningnum fullum hálsi með laginu Passaðu þig.
Erpur og MC Gauti fá á baukinn
Þórdís Nadia Semichat hefur fengið sig fullsadda af þrúgandi karlrembu typpaveldisins sem liggur eins og mara yfir íslenskri hip hop-menningu sem hún segir löðrandi í kvenfyrirlitningu. Í andófi sínu samdi hún hip hop-lagið Passaðu þig þar sem karldrjólarnir fá það óþvegið. Hún frumsýndi myndband við lagið á fimmtudagskvöld og ætlar að halda sínu striki enda löngu tími til kominn að kona taki þessi mál í sínar hendur.
Þ
Vertu vinur okkar á Facebook
Yfir 150 tegundir af buxum Kvartbuxur – Bómullarstrechbuxur Gallabuxur – Sparibuxur Vandaðar buxur í mismunandi síddum fyrir hávaxnar sem og lágvaxnar konur í stærðum 36-52.
Verð frá 8.990 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18
laugardaga frá kl. 10-16
Ég blogga ekkert eða neitt svoleiðis en ég fylgist alveg með umræðunni og ég er femínisti.
að er svo mikil typpafýla af þessu öllu,“ segir Nadia sem haslaði sér um tíma völl sem uppistandari en stígur nú sín fyrstu skref í tónlistinni og slær hvergi af. „Ég er hætt í uppistandinu. Ég kenni magadans og er Íslandsmeistari í magadansi.“ Og nú ætlar hún að hrista upp í íslensku hip hopi. „Karlarnir eru eiginlega allsráðandi á þessari senu og konurnar eru mjög fáar og ég fíla bara alls ekki þessa endalausu kvenfyrirlitningu sem þeir eru með. Þetta er líka oft bara einhverjir aular sem reykja bara gras allan daginn og tala um hvað typpið á sér sé stórt. Og ef þeir tala um konur þá er það oftast í einhverju kynferðislegu samhengi þar sem þeir hlutgera þær. Ég er að dissa það í laginu Passaðu þig.“ Nadia hefur ekkert unnið að tónlist áður. Hún segir rappið og hip hopið haldast í hendur hvað karllægnina og kjaftháttinn varðar. Hún fer heldur ekkert í felur með að þekktir strigakjaftar eigi sneiðar í laginu. „Jájá. Þessu er meðal annars beint til Erps og MC Gauta. Ég tek það ekkert endilega fram í laginu og þeir taka þetta bara til sín sem eiga það,“ segir Nadía grjóthörð og ætlar síður en svo að láta staðar numið hér. „Ég ætla að fylgja þessu eftir og gera miklu
meira. Ég er bara búin að fá nóg. Poppið allt yfir höfuð er svo klámvætt og það er frekar erfitt að eiga við eitthvað eins og hip hop-senuna þar sem þeir sem gera tónlistina eru 90 prósent karlmenn. Maður getur ekki bara setið og hlustað á þetta og hvað á maður þá að gera? Hringja í þá og tala við þá? Maður verður bara að ganga sjálfur í málið og ég hvet fleiri stelpur til að stíga fram og gera eitthvað sjálfar.“ Nadía segist fylgjast með kynjaumræðunni og kunni vel að meta vaska framgöngu femínista á ritvellinum þótt hún kjósi að beita öðrum meðulum. „Ég blogga ekkert eða neitt svoleiðis en ég fylgist alveg með umræðunni og ég er femínisti. Ég er svolítið hrifin af róttækum aktivisma og aðhyllist því að maður eigi að ganga í málin frekar en að blogga um eitthvað eða tjá sig á Facebook. Ég vil láta verkin tala.“ Sem hún er svo sannarlega að gera en hefur hún áhyggjur af því að fá á sig öfgafemínistastimpilinn þegar lagið er byrjað að heyrast; að remburnar rjúki upp til handa og fóta í typpafýlunni sinni? „Ég veit það ekki og mér er eiginlega alveg sama.“ Þórarinn Þórarinnsson toti@frettatiminn.is
Með Betty verður baksturinn minnsti vandinn Gríptu Betty með heim eða taktu hana með í bústaðinn og komdu fjölskyldunni á óvart með unaðslegum ábæti eftir grillmatinn. Með Betty verður baksturinn
ÍSLENSKA SIA.IS NAT 51606 09/10
minnsti vandinn.
HE LG A RB L A Ð
Hrósið ... ... fá leikmenn HK í handboltanum sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn um síðustu helgi í fyrsta skipti á einkar glæsilegan og sannfærandi hátt.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Orðabók í snjallsíma
Stofnun Árna Magnússonar hefur aðlagað ISLEX-veforðabókina fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Halldóra Jónsdóttir, verkefnistjóri hjá Árnastofnun, segir í samtali við Fréttatímann að nýjungin verði kynnt á ársfundi stofnunarinnar 16. maí næstkomandi. „Á sama tíma munum við kynna nýtt útlit heimasíðu veforðabókarinnar,“ segir Halldóra og bætir við að slóðin inn á orðabókina sé islex.hi.is -óhþ
Góður svefn veitir góða líðan! Kári Steinn Karlsson Hlaupari og Ólympíufari
SPARI-D
ð Ygg INNb ÝNA D YFIR
FRÁBÆRT TILBOÐ! Hjálmar í Moskvu
Reggísveitin vinsæla Hjálmar er á ferð og flugi þessa dagana. Næst næst á dagskrá eru tónleikar í Gamla bíói eða á laugardag en síðan tekur við ferðalag um Evrópu þvera og endilanga þar sem sveitin mun koma fram á tónlistarhátíðum í Hollandi, Finnlandi, Noregi og Slóvakíu. Einnig stendur yfir undirbúningur vegna tónleika Hjálma í Moskvu og á Grænlandi. -óhþ
139.950 ÁN GRINDAR
40%
SERTA BLU conToUR ELiTE AmERíSk dýnA Vönduð og góð dýna með sterkri hliðarstyrkingu. Stærð: 153 x 203 sm. Í efra lagi er innbyggð þykk yfirdýna úr hágæða latex. Í neðra lagi eru 805 pokagormar. Grind: 11.950
ðu na
mpur með þr ýst r sva
ij a f
eiginleika ndi na
Blómaval og íslenskir blómabændur sameinast í stuðningi við Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar á mæðradaginn, 13. maí. Verslanir Blómavals um land allt munu bjóða mæðradagsvönd úr íslenskum blómum á 2900 krónur, en af kaupverðinu munu 1000 krónur renna beint í Menntunarsjóðinn. Íslenskir blómabændur leggja til blóm með verulegum afslætti, en Blómaval sér um að útbúa, markaðssetja og selja vendina. Sjóðurinn var stofnaður í apríl. Honum er ætlað að styrkja tekjulágar konur til mennta. Stofnfé og höfuðstóll er 5 milljónir króna og grundvallast á gjöf Elínar Storr til Mæðrastyrksnefndar. Elín Hirst, formaður sjóðsins, segir: „Leitast verður við að afla sjóðnum góðra bakhjarla og Blómaval hefur þegar samþykkt að gerast einn slíkur.“ -óhþ
153 X 203 SM. FULLT VERÐ: 199.950
Sér ha n
Blómaval og blómabændur styrkja Mæðrastyrksnefnd
0 0 0 60.
STÆRÐ: 120 x 200 sm.
39.950
FULLT VERÐ: 24.950
14.950 SAvAnnAH kommóðA Stærð: B84 x H72 x D40 sm. áður 24.950 nú 14.950
120 x 200 sm. 39.950 140 x 200 sm. 44.950 152 x 203 sm. 49.950
MYRKVUNARGARDÍNA
PARAdiSE HEiLSUdýnA úR mEmoRY FoAm Góð heilsudýna úr MEMORY FOAM svampi sem eykur þægindi og vellíðan. Svampurinn er sérhannaður með þrýstijafnandi eiginleika og veitir líkamanum góðan stuðning. Þykkt: 15,2 sm. Fæst í 3 stærðum. TEXAS FATASkÁPAR Hannaðu þinn eigin fataskáp! Raðaðu saman einföldum, tvöföldum, þreföldum, fjórföldum, fimmföldum.....fataskápum saman og settu hillur, skúffur og fatahengi í hann eftir þínu höfði. Með 2 hurðum: 29.950 Með 3 hurðum: 39.950 Með 4 hurðum: 49.950 Ath. hillur og skúffur fylgja ekki.
VERÐ FRÁ:
VERÐ FRÁ:
dARk mYRkvUnARgARdínUR
2.495
Þykkar og góðar myrkvunargardínur. Litur: Hvítt. Stærðir: 60 x 170 sm. 2.495 80 x 170 sm. 2.995 100 x 170 sm. 110 x 170 sm. 3.995 120 x 170 sm. 4.295 140 x 170 sm. 150 x 170 sm. 4.995 160 x 170 sm. 5.495 180 x 170 sm. 200 x 170 sm. 6.495 90 x 250 sm. 4.495 150 x 250 sm.
3.495 4.695 5.995 5.995
29.950 www.rumfatalagerinn.is TILBOÐIN GILDA TIL 13.05